{"year":"2021","id":"21","intro":"Þúsundir íbúa Colorado í Bandaríkjunum hafa flúið að heiman undan víðfeðmum gróðureldum í ríkinu. Óttast er að hundruð íbúðarhúsa séu brunnin til grunna.","main":"Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Colorado í Bandaríkjunum vegna gróðurelda sem brenna stjórnlaust í miklu hvassviðri. Tugþúsundir íbúa í tveimur bæjum í ríkinu hafa verið fluttar á brott. Fjöldi íbúðarhúsa og annarra bygginga er brunninn til grunna.\nEldarnir kviknuðu í gærmorgun, að líkindum þegar háspennulínur slitnuðu í hvassviðri. Um kvöldið voru að minnsta kosti 650 hektarar brunnir í Boulder-sýslu. Þá höfðu að minnsta kosti 580 íbúðarhús orðið eldinum að bráð, sömuleiðis verslanamiðstöð og hótel. Þrettán þúsund íbúum í bænum Superior var skipað að forða sér að heiman og nokkru síðar var byrjað að flytja á brott 21 þúsund íbúa í Louisville. Slökkviliðsmönnum reyndist ómögulegt að hefta útbreiðslu eldanna vegna hvassviðris, sem sló hátt í fimmtíu metra á sekúndu. Bandaríska veðurstofan lýsti því yfir í gær að ástandið væri lífshættulegt. Joe Pelle, lögreglustjóri í Boulder-sýslu, sagði þegar hann fór yfir ástandið í gærkvöld að hann óttaðist að einhverjir hefðu látið lífið.\nDaniel Swain, veðurfræðingur við Kaliforníuháskóla, skrifaði á Twitter í gærkvöld að ótrúlegt væri til þess að hugsa að gróðureldar kviknuðu á þessum slóðum í desember, en haustið hefði verið óvenju hlýtt og þurrt og í gríðarlegu hvassviðri skapaðist hætta á að eldar kviknuðu.","summary":"Þúsundir íbúa Colorado í Bandaríkjunum hafa flúið að heiman undan víðfeðmum gróðureldum í ríkinu. Óttast er að hundruð íbúðarhúsa séu brunnin. "} {"year":"2021","id":"21","intro":"Áramótabrennur hafa verið slegnar af víðast hvar á landinu. Á mörgum stöðum á þó að halda flugeldasýningar sem fólk getur horft á úr öruggri fjarlægð og sums staðar verður haldin svokölluð bílabrenna.","main":"Brennur eru fastur liður víða um land á áramótunum, en nú annað árið í röð hafa þær flestallar verið slegnar af vegna COVID. Á fjölmörgum stöðum verða haldnar flugeldasýningar í staðinn í samstarfi við björgunarsveitir sem verður hægt að fylgjast með og dást að úr öruggri fjarlægð og án nokkurra hópamyndana.\nSum sveitarfélög hafa þó ákveðið að halda í hefðina, hlaða í bálköst og kveikja í - fólki til gleði og yndisauka. Þannig verða brennur til dæmis í Ölfusi, Vesturbyggð og Langanesbyggð, en þeim tilmælum beint til allra að forðast hópamyndanir og njóta bálsins í hæfilegri fjarlægð. Í Snæfellsbæ er haldin bílabrenna í Rifi annað árið í röð.\nBílabrenna er nú bara sett innan gæsalappa því að við ætlumst til að fólkið sé inni í bílunum sínum við brennuna.\nSegir Kristinn Jónasson bæjarstjóri, hann segir að vel hafi gengið í fyrra, fólk haldið sig í bílunum og notið sjónarspilsins þaðan.\nVið sáum ekkert því til fyrirstöðu að halda bara áfram þannig það gekk svona vel í fyrra. Það er að koma svona þúsund manns á brennuna hjá okkur.\nÞað gengur nú bara frábærlega. Það eru alltaf sömu einstaklingarnir sem gera þetta, þetta er allt unnið í sjálfboðavinnu. Sveitarfélagið kemur ekki nálægt þessu. Við erum bara stoltir af okkar góðu og duglegu brennuvörgum ef við getum orðað það þannig sem hlaða bálköstinn á hverju einasta ári.","summary":null} {"year":"2021","id":"21","intro":"Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda segir að kórónuveirufaraldurinn hafi haft mikil áhrif á kauphegðun fólks í desember. Hann telur að jólavertíðin hafi verið eitthvað minni í ár en í fyrra en að árið í heild hafi hins vegar verið mjög gott fyrir bóksala.","main":"Tæplega þúsund bækur voru gefnar út á þessu ári samkvæmt Bókatíðindum, rúmlega hundrað fleiri en í fyrra. Skáldsaga Yrsu Sigurðardóttur Lok, lok og læs var í efsta sæti á lista yfir mest seldu bækurnar síðustu vikuna fyrir jól. Þar á eftir kom skáldasagan Sigurverkið eftir Arnald Indriðason.\nHeiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir að faraldurinn hafi haft áhrif á bóksölu í aðdraganda jóla.\nÞetta var bara skrítinn desember held ég hjá öllum. Og þetta ástand hefur haft áhrif á neyslu- og kauphegðun fólks eins og margt annað.\nÞannig að þetta byrjaði bara mjög vel. Svo á eftir að skoða og finna út betur hvernig þessi desember kemur út en árið í heild hefur bara komið mjög vel út\nVið erum kannski að horfa á að salan fyrir þessi jól sé svona á pari við síðasta ár? Ég þori kannski ekki að fullyrða um það\n. Mögulega gæti hún verið eitthvað minni. En ég held að það sé alveg óhætt að fullyrða að árið í fyrra í heild og jólinvertíðin núna svona í samanburði við meðalár hefur bara verið mjög góð","summary":null} {"year":"2021","id":"21","intro":"Edda Falak, Alec Baldwin, Sölvi Tryggvason og Christian Eriksen var algengasta leitarefnið á leitarvélinni Google hér á landi á árinu sem er að líða. Þá var leitað að fyrirbærinu Only fans í auknum mæli í ár, miðað við árið 2020.","main":"Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt auglýsingastofunnar Sahara. Aukning í leit að Eddu Falak jókst um rúmlega 1.100 prósent á milli ára. Nafn Eddu var slegið inn að meðaltali 2.380 sinnum á mánuði, en mest var leitað eftir henni í maí þegar það var slegið inn 4.400 sinnum. Af stjórnmálamönnum var nafn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur Vísinda, iðnaðar og nýsköpunarráðherra mest slegið inn. Að meðaltali var nafn hennar slegið inn 1.500 sinnum í mánuði en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fylgir henni fast á hæla með 1.400 leitir á mánuði og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra litlu minna. Mesta aukningin í leit að stjórnmálamanni var hjá Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra, en rúmlega 650 prósent fleiri leituðu að honum miðað við árið 2020.\nLeit landsmanna litaðist nokkuð af því að það voru kosningar á árinu. Aukning var í leit að öllum stjórnmálaflokkum. Mesta aukningin var hjá Flokki fólksins en aukningin á milli ára nam 890 prósentum.\nNorðvesturkjördæmi var ekki vinsælt á leitarvélinni 2020 en sló rækilega í gegn á þessu ári með tíföldun leita og Ingi Tryggvason var álíka vinsæll á Google í ár og kjördæmið. Ferðaþjónustufyrirtæki komust nær eðlilegu horfi eftir mjög erfitt ár 2020, sem endurspeglast í 58% fjölgun leita að Icelandair og 1.180% fjölgun leita að Play, en Play flaug sína fyrstu ferð 24. júní.\nMikið var leitað að hraðprófum eða rúmlega 3.000 sinnum á mánuði, PCR-prófum 1500 sinnum á mánuði og bólusetningu 1300 sinnum á mánuði.\nÍ flokknum annað kennir ýmissa grasa og má m.a. nefna mikla fjölgun í leit að jarðskjálfta um 83% og eldgosi um 535%. Onlyfans var mun meira gúgglað en í fyrra eða 76% oftar og náði hámarki í apríl þegar þess var leitað rúmlega 18 þúsund sinnum. Air fryer var vinsæl jólagjöf í ár, sem endurspeglast í rúmlega tvöföldun leita m.v. árið í fyrra.","summary":null} {"year":"2021","id":"21","intro":"Þriðja þáttaröðin af Ófærð og Netflix-þættirnir Katla fengu hæstu endurgreiðslu framleiðslukostnaðar á þessu ári. Báðar þáttaraðirnar koma úr smiðju RVK Studios, framleiðslufyrirtækis Baltasars Kormáks. Raunveruleikaþættirnir The Challenge fengu hæstu endurgreiðsluna af erlendum verkefnum.","main":"Hægt er að fá 25 prósent af framleiðslukostnaði kvikmynda og sjónvarpsefnis hér á landi endurgreiddan að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.\n58 innlend verkefni fengu endurgreiðslu úr ríkissjóði á árinu sem er að líða og 12 erlend.\nÍslensku Netflix-þættirnir Katla fengu hæstu endurgreiðsluna eða 448 milljónir sem þýðir að sótt hefur verið um endurgreiðslu fyrir framleiðslukostnaði upp á 1,8 milljarða.\nKatla er fyrsta íslenska sjónvarpsþáttaröðin sem efnisveitan Netflix framleiðir í samstarfi við Reykjavík Studios, framleiðslufyrirtæki Baltasars Kormáks.\nÞáttaröðin gerist í Vík þar sem gos í Kötlu hefur staðið yfir í eitt ár og skartar söngkonunni GDRN í aðalhlutverki.\nÞriðja þáttaröðin af Ófærð fékk 389 milljónir en hún var sýnd á RÚV í vetur.\nRaunveruleikaþættirnir The Challenge voru það erlenda verkefni sem fengu hæstu endurgreiðsluna eða 311 milljónir og sjónvarpsþættirnir The Witcher: Blood Origins með Michelle Yeoh fengu 172 milljónir.","summary":null} {"year":"2021","id":"22","intro":"Færeyska landsstjórnin heldur velli. Í síðustu viku var tvísýnt um áframhaldandi stjórnarsamstarf eftir að tveir þingmenn stjórnarflokkanna studdu tillögu stjórnarandstöðunnar um réttindabætur fyrir samkynja foreldra.","main":"Menntamála- og utanríkisráðherrann Jenis af Rana og Miðflokkurinn hótuðu að slíta samstarfinu við Sambandsflokkinn og Fólkaflokkinn vegna málsins.\nAllt frá því að ríkisstjórnin var mynduð 2019 hefur ríkt togstreita innan hennar um málefni hinsegin fólks en fulltrúar Miðflokksins þvertaka fyrir stuðning við nokkra löggjöf sem tryggir þeim hópi aukin réttindi. Eins var Jenis af Rana ákveðinn í að styðja engin mál stjórnarandstöðunnar en Miðflokksmenn töldu samstarfsflokkana hafa rofið stjórnarsáttmálann.\nBárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, tilkynnti um um áframhald samstarstarfsins síðdegis í dag. Fulltrúar flokkanna ræddu saman fyrr í dag og tókst þar að jafna ágreining sinn.\nJohan Dahl úr Sambandsflokki lögmannsins hverfur úr stjórninni en hann studdi frumvarp stjórnarandstöðunnar. Hann kveður þó ekki flokkinn að sögn Nielsens sem segir að stjórnin eigi enn viðamiklum verkum ólokið þótt margt hafi áunnist.\nAnnika Olsen, þingmaður Fólkaflokksins greiddi einnig atkvæði með tillögunni. Ætlun stjórnarinnar er að leggja nokkur mikilvæg mál fyrir lögþingið á næstu mánuðum, þeirra á meðal um aukin réttindi feðra.","summary":null} {"year":"2021","id":"22","intro":"Sinubruni varð í sumarbústaðabyggð á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi. Lárus Kristinn Guðmundsson, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að eldurinn hafi líklega kviknað út frá flugeldum. Hann biður fólk að fara varlega á gamlárskvöld. Um einn hektari lands brann og þrír sumarbústaðir voru í hættu.","main":"Það var sem sagt verið að skjóta upp flugeldum og hérna, það kemur bara, er glóð eða annað sem kemst í sinu eða þurran gróður. Það er búið að vera núna bæði hvasst og þurrt þarna upp frá þannig að það kviknar í gróðri. Fólk þarna á svæðinu, sumarbústaða eigendur, reyna að slökkva eldinn en ráða ekki við hann þannig hann hleypur þarna um talsvert mikið svæði, hugsanlega um einn hektari sem að brennur. Hafi þið áhyggjur af einhverjum svona vandkvæðum á gamlárskvöld? Já, ef það hvorki snjóar né blotnar í þá höfum við áhyggjur af því og hvetjum fólk til að fara mjög varlega með bæði eld og flugelda og vera varkárt.","summary":"Flugeldar ollu að líkindum sinubruna í sumarbústaðabyggð á Flötum skammt frá Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gærkvöldi. "} {"year":"2021","id":"22","intro":null,"main":"Allt að þriggja sólarhringa bið getur verið eftir niðurstöðu úr PCR-prófum. Mikið álag er á þeim sem greina og vinna sýnin.\nÁ vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er greint frá því að óvenju langan tíma taki nú að fá nðurstöðu úr sýnatöku, allt að 72 klukkutíma, eða þrjá sólarhringa. Reynt er að stytta þessa bið og fólk er beðið að hringja ekki á heilsugæslustöðvar til að spyrja um niðurstöður. Það flýti ekki fyrir.","summary":"Allt að þriggja sólarhringa bið er eftir niðurstöðu úr PCR-prófum hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins."} {"year":"2021","id":"22","intro":"Snjóflóðasérfræðingur á Veðurstofunni hvetur fólk sem ætlar til fjalla, á Tröllaskaga og í Eyjafirði á næstu dögum, til að fara varlega og fylgjast vel með spám. Töluverð hætta er þar á snjóflóðum í fjöllum.","main":"Eftir snjólétta síðustu mánuði hefur snjó kyngt niður víða á norðanverðu landinu síðustu daga. Sigurdís Björg Jónsdóttir, snjóflóðasérfræðingur á Veðurstofunni hvetur fólk á svæðinu til að fylgjast vel með snjóflóðaspám.\nNúna er staðan sú, hérna á Norðurlandi, að það er búið að bætast mikill snjór, síðustu daga en á undan því var mikil stilla eins og margir vita, í kringum jólin. Þá myndaðist svona yfirborðshrím á snjónum sem var til fjalla og svo grófst það og þá myndast mjög veikt lag í snjóþekjunni. En svo bætir í á laugardaginn og þá í hvassviðri og þá getur áhættan aukist enn frekar og líka á Austfjörðum. Þannig að fólk þarf að hafa varann á og virkilega fylgjast með veðurspám og snjóflóðaspám.\nSigurdís segir að eins og staðan er núna hafi Veðurstofan ekki áhyggjur af snjóflóðum í byggð. Hættan sé til fjalla.\nÞannig að fólk sem er fjallaskíðum eða snjósleðum eða annað slíkt í útivist til fjalla, vetrarútivist. Við höfum svolitlar áhyggjur þar. Og viljum að fólk kynni sér mjög vel aðstæður, taki gryfjur og taki skynsamlegar ákvarðanir þegar kemur að útivist.","summary":"Töluverð hætta er á snjóflóðum í fjöllum á Tröllaskaga og í Eyjafirði. Snjóflóðasérfræðingur hvetur útivistarfólk til að fara varlega og fylgjast vel með spám. "} {"year":"2021","id":"22","intro":"Frá og með deginum í dag léttir Íslensk erfðagreining undir með veirufræðideild Landspítalans og greinir öll innanlandssýni. Kári Stefánsson segir að það sé út í hött að Landspítalinn geti ekki höndlað stöðuna betur.","main":"Gríðarlegt álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans síðustu daga og hafa sýni sem komið hafa inn til greiningar verið langt umfram það sem deildin getur annað á hverjum sólarhring. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir deildarinnar, segir að skafl af sýnum hafi myndast þrátt fyrir að unnið sé að greiningu langt fram á nótt.\nÍ gær náðist ekki að anna öllum sýnum sem komu í fyrradag og þetta er farið að koma yfir á daginn eftir þannig að það var fyrst síðdegis í gær sem við náum að klára öll sýni sem komu í fyrradag og þetta vill hrúgast svolítið upp.\n-Hafið þið verið að greina langt fram á kvöld og nótt?-\nÞað hefur verið vinna, það á að vera vinna til miðnættis en fólk hefur verið að vinna lengur, talsvert lengur.\nÞað var svo að ósk sóttvarnarlæknis sem Íslensk erfðagreining ákvað að stíga inn og aðstoða og hófst sú vinna strax í morgun. Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins, vonar að með hjálpinni séu ekki verið að brjóta lög.\nVið fengum símtal frá sóttvarnalækni í gær og auðvitað ætlum við að leggja okkur af mörkum. Við ætlum að sjá um að greina öll innanlandssýni. Veirufræðideildin kemur til með að halda áfram að sinna landamærasýnum. Og það eina sem við getum gert niður í Vatnsmýri er að vonast bara til þess að þeirri niðurstöðu að við séum ekki? að brjóta lög með því að hjálpa. Við vonum að það fari að renna af Persónuvernd og hún fari að horfa á þetta samfélag með sömu augum og aðrir.\n-Hvað finnst þér um það að eftir tvö ár í þessum faraldri þurfi Landspítalinn að leita á náðir einkaaðila til að höndla stöðuna?-\nÞað er allt í lagi að Landspítalinn leiti á náðir einkaaðila og í svona farsótt eiga allir að leggja sitt af mörkum. Það er hins vegar ekki gott að Landspítalinn sé ekki búinn að skipuleggja sig betur til þess að geta höndlað þetta. Það er einhvers konar stjórnunarvandi í þessu kerfi og raunverulega út í hött að það skuli ekki vera búið að gera eitthvað í þessu á tveimur árum sem stjórnvöld hafa haft til að skipuleggja þetta.\n-Nú geri ég ráð fyrir því að Þórólfur sjálfur hafi hringt í þig og beðið þig um þetta, var það þannig og var aldrei spurning um að segja já?-\nSko Þórólfur hringdi í mig í gærkvöldi, við tölum saman, nokkuð oft. Við erum vinir, félagar, fóstbræður og það var ekki möguleiki fyrir okkur í þessu ástandi að segja annað en já.","summary":"Íslensk erfðagreining greinir öll innanlandssýni frá og með deginum í dag. Kári Stefánsson segir að sú ákvörðun hafi verið einföld, eftir símtal frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni í gærkvöld. "} {"year":"2021","id":"22","intro":"Forseti Rússlands vonast til þess að hægt verði að leysa ágreininginn við Bandaríkjamenn við samningaborðið. Forsetar landanna ræðast við í síma í kvöld.","main":"Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist vera sannfærður um að hægt verði að leysa ágreininginn við Bandaríkjamenn við samningaborðið. Forsetar landanna ræðast við í síma í kvöld, í annað sinn á innan við mánuði.\nSpenna milli Rússlands og vesturveldanna hefur vaxið undanfarna mánuði, einkum vegna fjölmenns herliðs Rússa við austurlandamæri Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa verið í fararbroddi þeirra sem vara við því að innrás kunni að vera yfirvofandi í vetur. Rússar hafa jafnan harðneitað því.\nVladimír Pútín sagði í dag í skilaboðum til þjóðarleiðtoga heimsins í tilefni jóla og áramóta að hann væri sannfærður um að deilur Rússa og Bandaríkjamanna væri hægt að leysa við samningaborðið. Viðræðurnar yrðu þó að byggjast á gagnkvæmri virðingu og að hagsmunir beggja yrðu virtir. Ákveðið hefur verið að sendinefndir þjóðanna hittist í Genf í Sviss tíunda janúar þar sem ætlunin er að ræða leiðir til lausnar. Vladimír Pútín og Joe Biden Bandaríkjaforseti tala saman í síma klukkan hálfníu í kvöld, í annað sinn á innan við mánuði. Fjölmiðlar hafa eftir hátt settum embættismanni Bandaríkjastjórnar að Biden sé reiðubúinn til viðræðna, en jafnframt tilbúinn að bregðast við ef frekari vísbendingar berast um áform Rússa um innrás í Úkraínu.\nStjórnvöld í Kreml segja að valdajafnvæginu í Evrópu hafi verið raskað. Þau krefjast þess að löndum verði ekki fjölgað í Evrópusambandinu og að Bandaríkjamenn komi sér ekki upp herstöðvum í löndunum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum.","summary":"Forseti Rússlands vonast til að hægt verði að leysa ágreininginn við Bandaríkjamenn við samningaborðið. Forsetar landanna ræðast við í síma í kvöld."} {"year":"2021","id":"22","intro":"Álag vegna faraldursins hefur fælt fólk úr vinnu á Landspítalanum, þrátt fyrir aukagreiðslur, segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítala. Hann segir að til greina komi að fá starfsfólk sem er í einangrun til starfa.","main":"Það er bara eitthvað sem þarf að skoða. Ég þekki það líka frá Bandaríkjunum og víðar og í Svíþjóð þegar verst lét. Þegar fólk var orðið einkennalaust þá fór það bara að vinna. Þannig að við þurfum bara að skoða það. Auðvitað verðum við að sinna verkefninu. Það segir sig sjálft. Þá þurfum við að gera það sem er skynsamlegast á þeim tíma sem verkefnin hrannast upp.","summary":null} {"year":"2021","id":"22","intro":"Handboltamaðurinn Ómar Ingi Magnússon er íþróttamaður ársins 2021. Hann segist afar stoltur af nafnbótinni enda hafi hann fylgst með mörgu af uppáhalds íþróttafólki sínu vinna titilinn. Valið var kunngjört í beinni útsendingu á RÚV í gærkvöld.","main":"TOM: íÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS ER ÓMAR INGI\nÓmar leikur með úrvalsdeildarliði Magdeburg í Þýskalandi. Hann varð markakóngur deildarinnar í vor og átti næstflestar stoðsendingar, auk þess sem hann var valinn í lið ársins. Ómar hefur verið einn af bestu leikmönnum liðsins á þeirri leiktíð sem nú stendur yfir en Magdeburg trónir á toppi þýsku deildarinnar og hefur bara tapað einum leik á leiktíðinni.\nSagði Ómar Ingi. Fimleikakonan Kolbrún Þöll Þorradóttir hafnaði í öðru sæti í kjörinu og kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir í því þriðja. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum var valið lið ársins. Liðið varð Evrópumeistari í desember í þriðja sinn eftir níu ára bið.\nKOLBRUN: Þetta var hálf ólýsanleg tilfinning, mikil vinna, búnar að leggja mikið á okkur að komast á þennan stað. VIð toppuðum á réttum tíma\nSagði fimleikakonan Kolbrún Þöll. Þá var Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennalandsliðs Noregs í handbolta valinn þjálfari ársins. Hann stýrði liðinu til heimsmeistaratitils fyrr í mánuðinum og fékk brons á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Þá varð liðið Evrópumeistari í desember á síðasta ári. Liðið hefur í heildina unnið átta stórmót undir hans stjórn. Þórir tók við titlinum í gær frá Noregi í gegnum fjarfundarbúnað.\nÞÓRIR: Stórt fyrir þann sem er stoltur af því að vera Íslendingur.","summary":null} {"year":"2021","id":"22","intro":"Hætt er við því að skerða þurfi félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun í Reykjavík vegna fjölda starfsmanna sem eru í einangrun eða sóttkví. Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að reynt sé að halda allri starfsemi gangandi, en bráðlega þurfi að forgangsraða þjónustunni vegna manneklu.","main":"Velferðarsvið Reykjavíkurborgar heldur úti um 100 starfsstöðvum, þar af 70 sólarhringsstofnunum. Starfsmenn eru um 3.400 en nú eru 150 þeirra ýmist í sóttkví eða einangrun. Sviðsstjóri segir erfiðara að leysa starfsfólk af á ákveðnum starfsstöðvum, til dæmis á heimilum fólks með fatlanir þar sem ákjósanlegast er að starfsfólk þekki íbúa og þarfir þeirra. Til skoðunar séu þó um 40 umsóknir úr bakvarðasveit sem mögulega gætu leyst af í gistiskýlum fyrir heimilislausa eða í öldrunarþjónustu.\nVið erum í þeim fasa í sambandi við heimaþjónustuna, sem sagt félagslega heimaþjónustu eða heimahjúkrun, þar erum við alveg á mörkunum. Við erum ekki komin þangað að við þurfum að byrja að forgangsraða en það er alveg á mörkunum. Við erum að safna saman tölum um daginn í dag og sjáum að það er aðeins að auka í veikindi hjá starfsmönnum sem eru að sinna heimaþjónustunni. Þannig að þar þurfum við mjög fljótlega að fara að forgangsraða ef fram heldur sem horfir. Síðan erum við auðvitað með gistiskýli og annað þannig að þar er viðkvæm staða en við erum að reyna eftir fremsta megni að halda allri starfseminni opinni.","summary":"Svo gæti farið að skerða þurfi heimaþjónustu og heimahjúkrun í Reykjavík. Yfir 150 starfsmenn velferðarsviðs eru í einangrun eða sóttkví. "} {"year":"2021","id":"23","intro":"Yfirmaður bólusetninga hjá sóttvarnalækni segir að ákaflega lítil áhætta sé fólgin í því að bólusetja börn á aldrinum 5 til 11 ára. Rannsóknir bendi til þess að börn fái síður aukaverkanir af bóluefnum en fullorðnir.","main":"Byrjað verður að bólusetja börn á aldrinum 5 til 11 ára í næsta mánuði. Bólusett verður í skólum og heilsugæslan heldur utan um framkvæmdina í samstarfi við skólastjórnendur.\nRætt var um málið á opnum fundi velferðarnefndar Alþingis í morgun. Þingmenn spurðu meðal annars út í mögulegar aukaverkanir og rannsóknir á þeim og líka um hvernig framkvæmdin verður.\nFram kom í svari fulltrúa heilsugæslunnar að börn verði ekki bólusett nema með fullu samþykki foreldra eða forsjármanna. Þá kemur til greina að bólusett verði utan skólatíma til að tryggja leynd upplýsinga um bólusetningarstöðu barna. Þannig á að koma í veg fyrir mögulega fordóma og einelti.\nKamilla Sigríður Jósefsdóttir hjá embætti landlæknis og yfirmaður bólusetninga hjá sóttvarnalækni segir að allar rannsóknir bendi til þess að börn fái síður aukaverkanir af bóluefnum. Eftirköst af covid-sýkingu séu mun algengari og hættulegri.\nNánast allar aukaverkanir, og sérstaklega þessar alvarlegu aukaverkanir, eru algengari eftir covid-sjúkdóminn heldur en eftir bólusetningarnar og það á við um alla aldurshópa líka. Það er ákaflega lítil áhætta fólgin í að bólusetja börn á þessum aldri. Það\neru komin fram góð gögn, betri en við höfum oft haft áður þegar við höfum þurft að taka ákvörðun um bólusetningu barna eða fullorðinna í þessu covid-ástandi. Og við erum algjörlega sannfærð um að það sé rétt að bjóða bólusetninguna.","summary":"Rannsóknir benda til þess að börn fái síður aukaverkanir af bóluefnum en fullorðnir. Þetta sagði yfirmaður bólusetninga hjá sóttvarnalækni á fundi velferðarnefndar í morgun."} {"year":"2021","id":"23","intro":"21 sjúklingur liggur á spítalanum með COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 60 ár. Sex eru á gjörgæslu, fimm þeirra í öndunarvél.","main":"852 bættust við í eftirlit covid göngudeildar í gær, sem gefur vísbendingu um fjölda smita í gær. Yfir 200 starfsmenn Landspítalans eru ýmist í einangrun eða sóttkví. Starfsfólk sem er í sóttkví hefur verið kallað til vinnu að undangengnu pcr-prófi.\nÓlafur Guðlaugsson er yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítalans\nSagði Ólafur Guðlaugsson í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.","summary":null} {"year":"2021","id":"23","intro":"Stjórnvöld á Kanaríeyjum hafa óskað eftir því að hæstiréttur heimili útgöngubann á nýársnótt og á þrettándanum. Það er gert í ljósi þess að tæplega fjögur þúsund manns greindust með kórónuveiruna á eyjunum í gær.","main":"Þetta gengur þannig fyrir sig að útaf mannúðarsjónarmiðum vill rétturinn ekki samþykkja að það sé heimilt að loka fólk inni. Þannig að þeir óska alltaf eftir því að það megi setja á útgöngubann. Rétturinn hefur alltaf frá því í sumar neitað en núna er staðan þannig að það er bara mjög líklegt að það verði sett á svona útgöngubann en það er bara yfir blánóttina.\nSegir Anna Clara Björgvinsdóttir sem rekur ásamt fjölskyldu sinni fyrirtækið Alt Tenerife. Hún segir að stjórnvöld óski eftir því að fólk sé ekki á ferðinni á svæðum þrjú og fjögur á milli eitt og sex á nóttunni og frá tvö til sex á svæðum eitt og tvö.\nHefurðu einhverja hugmynd um fjölda þeirra sem eru á Tenerife um jól og áramót? Nei það er ótrúlega mikill fjöldi Íslendinga hérna núna.\nAnna Clara segir að á Tenerife sé grímuskylda þegar ekki er hægt að halda eins og hálfs metra fjarlægð.\nÞetta er ekkert að trufla neinn svona í daglegu lífi en það er ótrúlegur fjöldi af fólki. Það koma hingað tvær til þrjár flugvélar svona fjórum til fimm sinnum í viku.\nEn veistu til þess að Íslendingar hafi smitast þarna úti. Nei ég hef ekki vitað til þess, ekki sem hefur borist mér til eyrna. Nei ég hef ekki heyrt það.","summary":"Stjórnvöld á Kanaríeyjum vilja koma á útgöngubanni á gamlársdag og á þrettándanum. Tæplega fjögur þúsund manns greindust með kórónuveiruna á eyjunum í gær. "} {"year":"2021","id":"23","intro":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist ekki ætla að leggja til breytingar á lengd sóttkvíar og einangrunar að svo komnu máli. Ef rétt reynist að alvarleg veikindi séu ekki eins algeng vegna omíkron-afbrigðisins séu komnar forsendur til að hverfa aftur til eðlilegra lífs.","main":"Þrýst hefur verið á breytingar á lengd sóttkvíar og einangrunar þar sem um 13.000 manns eru ýmist í sóttkví eða einangrun hér á landi. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna stytti einangrun einkennalausra í vikunni í fimm daga, en hér á landi er hún tíu dagar.\nÞórólfur vill fá álit Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins áður en nýjar leiðbeiningar um sóttkví og einangrun verða gefnar út. Mikilvægum spurningum um sóttvarnalegt gildi bandarísku tilmælanna sé enn ósvarað.\nÉg tel skynsamlegt að bíða um sinn með að breyta okkar leiðbeiningum um sóttkví og einangrun og fá mat annarra, til dæmis Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins, á þessum leiðbeiningum áður en við förum að breyta. Ég vil benda á að við erum alls ekki með ströngustu reglur á Norðurlöndunum um sóttkví og einangrun og rétt að benda á að við erum með styttri sóttkví og einangrun en Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins mælir með,\nsegir Þórólfur. Þá sé ekki ráðleggt að hætta smitrakningu og eftirliti covid-göngudeildar. Omíkron-afbrigðið hefur undanfarna daga og vikur tekið yfir sem ráðandi afbrigði hér á landi og er að sögn Þórólfs orðið um 90 prósent smita. Í gær voru tekin um 8.000 sýni og náði sýkla- og veirufræðideild Landspítalans ekki að greina þau öll í gær. Því gæti smitum gærdagsins fjölgað.\nEinnig má búast við að seinkun verði á niðurstöðum gærdagsins og jafnvel niðurstöðum næstu daga og vil ég biðja fólk að sýna því skilning ef hægt gengur að koma niðurstöðum til fólks.\n744 greindust innanlands og 81 við komuna til landsins, sem er langmesti fjöldi sem greinst hefur á landamærunum á þessu ári. Um þriðjungur allra sýna var jákvæður, sem er örlítið minna en seinustu daga. 21 er á sjúkrahúsi, þar af sex á gjörgæslu og fimm í öndunarvél. Flestar innlagnir á sjúkrahús eru vegna delta-afbrigðisins en tveir liggja inni með omíkron-afbrigðið. Þórólfur segir að alvarleg veikindi vegna omíkron afbrigðisins séu sjaldgæfari.\nEf rétt reynist að alvarleg veikindi af völdum omíkron-afbrigðisins séu sjaldgæf þá ættum við tiltölulega fljótt að geta slakað á þeim hömlum og þannig fengið útbreitt ónæmi í samfélagið af völdum náttúrulegra sýkinga ofan í þá vernd sem bólusetningarnar gefa. Þannig ætti að vera hægt að hverfa hægt og bítandi til eðlilegra lífs. Þetta á að vera öllum frekari hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammtinn.","summary":"Sóttvarnalæknir ætlar ekki að leggja til breytingar á lengd einangrunar og sóttkvíar að svo stöddu. Hann vill bíða álits annarra, til dæmis Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins. "} {"year":"2021","id":"23","intro":"Annað árið í röð verða sóknarbörn Þjóðkirkjunnar að láta sér nægja streymi og útvarpsmessur um áramót. Biskup tilkynnti í gær að ekkert helgihald yrði í kirkjum landsins um áramótin.","main":"Séra Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hún greindi frá ákvörðun sinni um að allt helgihald í kirkjum landsins um áramótin, yrði fellt niður í ljósi vaxandi fjölda smitaðra. Pétur Georg Markan, biskupsritari segir stofnunina vera að setja sig í lið með stjórnvöldum.\nÞað er kannski bara augljóst í ljósi ástandsins sem er núna. Núna greinast hundruðir manna á hverjum degi og veiran er í veldisvexti þannig að við erum bara að setja okkur í lið með stjórnvöldum og reyna að hefta útbreiðsluna og reyna að halda samfélaginu í jafnvægi.\n- Nú var tilkynnt fyrir jól að það væri messufært, eins og það var orðað. Voru mistök að heimila það, fyrir jólin?-\nNei alls ekki. Svo bara kemur upp staða sem er búin að koma margoft upp í þessum faraldri, að aðstæður breytast og við þurfum einfaldlega bara að bregðast við því hratt.\nHann segir að þó hefðbundnum messum hafi verið aflýst verði áfram hægt að nálgast helgihald.\nKirkjur landsins verða með mjög myndarlegt streymi og það verður myndarleg þjónusta á hverjum stað. Við erum bara einfaldlega ekki að kalla fólk til kirkju.","summary":null} {"year":"2021","id":"23","intro":"Val Samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins verður kunngjört í kvöld í beinni útsendingu á RÚV. Sex karlar og fjórar konur eru í efstu tíu sætunum.","main":"Sex af þeim tíu efstu í kjörinu í ár hafa aldrei áður komist inn á topp 10 listann. Þá eru tveir á listanum sem hafa hlotið nafnbótina Íþróttamaður ársins. Fernt handboltafólk er á listanum í ár. Tveir einstaklingar koma úr kraftlyftingum, tveir úr fótbolta, einn úr körfubolta og einn úr fimleikum. Sex karlar og fjórar konur eru þá meðal þeirra tíu efstu í ár. Þá verður sömuleiðis tilkynnt um val á liði ársins og þjálfara ársins. Allt þetta í beinni útsendingu á RÚV í kvöld klukkan 19:40.\nÞá til Englands. Einn leikur fór fram í gærkvöld í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leicester tók á móti Liverpool á King Power vellinum, sigur var nauðsynlegur fyrir gestina sem voru fyrir leikinn sex stigum á eftir toppliði Manchester City. Leikurinn horfði vel við Liverpool mönnum framan af og allt stefndi í að Mohamed Salah myndi koma liði sínu yfir á 16. mínútu leiksins þegar Liverpool fékk víti. Kasper Schmeichel markvörður Leicester gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði vítið. Staðan var 0-0 allt þar til á 59. mínútu þegar Ademola Lookman kom heimamönnum yfir með góðu marki. Liverpool menn reyndu allt hvað þeir gátu að jafna leikinn en allt kom fyrir ekki og góður sigur Leicester í höfn. Úrslitin þýða að Liverpool er enn sex stigum á eftir Manchester City eftir að bæði lið hafa spilað 19 leiki.\nKnattspyrnusamband Íslands greindi frá því fyrr í dag að karlalandsliðið kæmi til með að mæta einu besta landsliði heims, Spáni, í vináttuleik í mars á næsta ári. Ekki er ljóst hvar leikið verður en löndin mættust síðast árið 2007 í undankeppni EM 2008.\nLeikdagurinn hefur einnig verið ákveðinn en það er 29. mars. Í gær var tilkynnt að liðið myndi mæta Suður-Kóreu og Úganda í vináttuleikjum í janúar þannig nóg er fram undan hjá liðinu.","summary":"Val samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins verður opinberað í kvöld í beinni útsendingu á RÚV. Sex einstaklingar á topp tíu listanum eru tilnefndir í fyrsta sinn. "} {"year":"2021","id":"23","intro":"Stjórnendur fréttamiðilsins Stand News í Hong Kong hafa ákveðið að loka honum eftir að sjö núverandi og fyrrverandi starfsmenn hans voru handteknir. Miðillinn barðist fyrir lýðræðisumbótum í nýlendunni fyrrverandi.","main":"Stjórnendur fréttamiðilsins Stand News í Hong Kong hafa ákveðið að loka honum eftir að sjö fyrrverandi og núverandi starfsmenn hans voru handteknir fyrr í dag. Miðillinn barðist fyrir lýðræðisumbótum í héraðinu.\nTilkynnt var um endalok Stand News á Facebook. Þar sagði að fréttavefur miðilsins yrði hvorki uppfærður né nýjustu tíðindi birt á samfélagsmiðlum. Aðgangi hans yrði fljótlega eytt. Jafnframt kom fram að Patrick Lam, ritstjóri Stand News, hefði sagt upp störfum og að öllu starfsfólkinu yrði sagt upp.\nPatrick Lam er einn sjömenninganna sem öryggislögreglan í Hong Kong handtók í dag. Tvö hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. Húsleit var gerð í höfuðstöðvum Stand News og hjá fimm stjórnendum fyrirtækisins. Hald var lagt á ýmis gögn.\nHaft er eftir Steve Li, yfirlögregluþjóni öryggislögreglunnar í Hong Kong, að ráðist hafi verið gegn núverandi og fyrrverandi starfsmönnum Stand News þar sem miðillinn hafi dreift hatursáróðri gegn stjórnvöldum í nýlendunni fyrrverandi frá því í júlí 2020 til nóvember í ár, með fréttaflutningi og bloggfærslum. Fullyrt hafi verið að stjórnarandstæðingar hefðu horfið og verið beittir ofbeldi. Þetta væru fullyrðingar án nokkurra sannana.\nFrá því að öryggislög voru samþykkt í Hong Kong sumarið 2020 hafa yfirvöld beint spjótum sínum að fjölmiðlum sem barist hafa fyrir lýðræðisumbótum og gegn vaxandi afskiptum stjórnvalda í Peking af málefnum héraðsins. Atlagan gegn Stand News er sögð vera nýjasti kaflinn í þeirri herferð. Aðgerðum öryggislögreglunnar hefur verið mótmælt víða um heim.","summary":"Fréttamiðlinum Stand News í Hong Kong hefur verið lokað eftir að sjö núverandi og fyrrverandi starfsmenn hans voru handteknir. Stand News barðist fyrir lýðræðisumbótum í nýlendunni fyrrverandi."} {"year":"2021","id":"23","intro":null,"main":"Jarðskjálfti, 3,7 að stærð, varð um tvo kílómetra austur af Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Skjálftinn fannst vel á Reykjanesskaga, á höfuðborgarsvæðinu og víðar suðvestanlands. Töluvert hafði dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga í nótt.\nMagnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur er á línunni.","summary":"Jarðskjálfti, 3,7 að stærð, varð um tvo kílómetra austur af Kleifarvatni á ellefta tímanum í morgun. Töluvert dró úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga í nótt."} {"year":"2021","id":"24","intro":"Það hefur snjóað mikið á Norðausturlandi í nótt og morgun og snjór og þæfingsfærð er á vegum víða um norðanvert landið. Óvissustig er vegna snjóflóðahættu á vegum á Tröllaskaga og vegurinn um Víkurskarð er lokaður.","main":"Nei - almennt hefur Vegagerðinni tekist að halda leiðum opnum, enda er þetta fyrst og fremst mikil snjókoma. Veðrið er víðast hvar þokkalegt, hvassast samt við ströndina og auðvitað á fjallvegum.\nÞað er mikill snjór hér á Akureyri - þrjátíu sentimerta jafnfallinn sjór og þungfært um mestallan bæ. Og snjórinn er víða mikill í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og austur á land.\nÞað er þungfært norður í Árneshrepp, óvissustig vegna snjóflóahættu á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla og Víkurskarð er lokað. Þæfingsfærð er á Hólasandi og á Hófaskarði til Þórshafnar og færðin er tekin að þyngjast í Vopnafirði og austur á Fljótsdalshéraði.\nEn ég talaði við Einar Sveinbjörnsson veðurfærðing Vegagerðarinnar og spurði hann um horfurnar í dag og á morgun.","summary":"Mikið snjóaði á Norðausturlandi í nótt og morgun og snjór og þæfingsfærð er á vegum víða um norðanvert landið. Óvissustig er vegna snjóflóðahættu á vegum á Tröllaskaga og vegurinn um Víkurskarð er lokaður."} {"year":"2021","id":"24","intro":"Vitað er um tvo leikmenn í íslenska karlalandsliðshópnum, fyrir EM í handbolta í janúar, sem eru með COVID-19. Gert ráð fyrir að þeir hafi lokið einangrun og geti mætt á æfingar þegar landsliðið kemur saman í byrjun mánaðarins.","main":"Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, greindi frá þessu í gær í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. Róbert vildi þó ekki nafngreina viðkomandi leikmenn en EM-hópurinn er skipaður 20 leikmönnum og var tilkynntur í síðustu viku. Guðmundur Guðmundsson sagði í samtali við RÚV eftir að landsliðshópurinn var tilkynntur í síðustu viku að hann og HSÍ hefðu beðið leikmenn um að gæta ýtrustu varkárni og huga að sóttvörnum fram að Evrópumótinu. Það hefði verið gert til þess að minnka líkurnar á að einhverjir myndu heltast úr lestinni vegna smits eða sóttkvíar. Nú hefur þeim möguleika einnig velt upp að liðið verði í vinnusóttkví hér á landi á meðan æfingum stendur. Íslenska landsliðið hefur keppni á Evrópumótinu gegn Portúgal þann 14. janúar en fyrst verða tveir vináttulandsleikir við Litháa spilaðir hér á landi 7. og 9. janúar.\nOg áfram í íslenska landsliðinu í handbolta af því að þriðja árið í röð var leikur með liðinu sú íþróttaútsending sem flestir Íslendingar horfðu á. Leikurinn sem fékk mest áhorf var einmitt viðureign Íslands við Portúgal í riðlakeppni HM í Egyptalandi í janúar. Meðaláhorf á leikinn var 34,4% og uppsafnað áhorfa var 51,5%. Tölurnar koma úr rafrænum ljósvakamælingum Gallup.\nKSÍ hefur tilkynnt að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu muni spila tvo vináttuleiki í Tyrklandi í janúar. Leikirnir verða spilaðir 12. og 15. janúar en í þeim mætir liðið annars vegar Úganda og hins vegar Suður-Kóreu.\nSpilað verður í Antalya í Tyrklandi en leikirnir eru utan alþjóðlegs leikjadagatals FIFA sem þýðir að liðið verður að stærstum hluta skipað leikmönnum sem spila með félagsliðum í Skandinavíu og á Íslandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland mætir þessum þjóðum í A-landsleik karla en Suður-Kóra er sem stendur í 33. sæti styrkleikalista FIFA og Úganda í 82. sæti.","summary":null} {"year":"2021","id":"24","intro":"Þeim fjölgar sveitarfélögunum sem leggja á hámarksútsvar á næsta ári og Strandabyggð fékk sérstaka heimild til að fara yfir mörkin vegna erfiðrar fjárhagsstöðu.","main":"Fjögur sveitarfélög ætla að hækka útsvar á íbúa um áramót en ekkert sveitarfélag lækkar skattinn. Nánast öll sveitarfélög landsins stíga útsvarið í botn en þrjú eru svo vel stæð að þau geta lagt á lágmarsútsvar.\nHelsti tekjustofn sveitarfélaga er útsvarið, skattur sem íbúar greiða af tekjum sínum. Sveitarfélög hafa ákveðið svigrúm til að ákveða hvað þessi skattur er hár. Lægst má útsvarið vera 12,44% en hámarksútsvar er 14,52%. Fram kemur í tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu að langflest sveitarfélög landsins eru með útsvar í hámarki. Alls eru sveitarfélögin 69 og leggja 54 þeirra á hámarksútsvar á næsta ári. Þrír hreppir leggja hins vegar á lágmarksútsvar. Þetta eru Skorradalshreppur með 66 íbúa. Fljótsdalshreppur þar sem íbúar eru tæplega hundrað. Og Grímsness- og grafningshreppur þar sem tæplega fimm hundruð eru með lögheimili.\nÖnnur sveitarfélög sem ekki leggja á hámarksútsvar eru: Hvalfjarðarsveit með 13,69%, Garðabær með 13,70%, Kjósarhreppur með 13,73%, Tjörneshreppur með 14,00%, Seltjarnarneskaupstaður með 14,09%, Grindavíkurbær með 14,40%, Vestmannaeyjabær með 14,46%, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarkaupstaður, Mosfellsbær og Fjallabyggð með 14,48%.\nFjögur sveitarfélög gera breytingu á útsvarinu um áramót öll til hækkunar. Seltjarnarneskaupstaður hækkar útsvarið í 14,09% eða um 0,39 prósentustig. Eyja- og Miklaholtshreppur fer upp í hámarksútsvar en það er lítil hækkun eða um 0,04 prósentustig. Ásahreppur fer einnig í hámarkið og hækkar um 2,08 prósentustig.\nAthygli vekur að Strandabyggð fékk heimild til að fara yfir hámarksútsvar og hækkar upp í 14,95%. Jón Gísli Jónsson oddviti segir að sveitarfélagið hafi verið nauðbeygt til að fá sérstaka heimild til þessa, ástæðan sé erfið fjárhagsstaða. Vonir standi til að þessi ráðstöfun verði aðeins í eitt ár og ekki lengur.","summary":"Flest sveitarfélög leggja á hámarksútsvar á næsta ári. Strandabyggð fékk sérstaka heimild til að fara yfir mörkin vegna erfiðrar fjárhagsstöðu."} {"year":"2021","id":"24","intro":"Verulegt tjón varð í flugskeytaárás á hafnarsvæðið í Latakia [Lað'qijja] í Sýrlandi í nótt. Ísraelsmenn eru sakaðir um að hafa verið að verki. Þeir neita því hvorki né játa.","main":"Eldar lýstu upp hafnarborgina Latakia [Lað'qijja] í Sýrlandi þegar flugskeytaárás var gerð á hafnarsvæðið í nótt. Sýrlendingar saka Ísraelsmenn um að hafa verið að verki. Þeir hvorki játa því né neita.\nSýrlenska ríkisfréttastofan SANA greinir frá því að árásin hafi verið gerð á fjórða tímanum í nótt. Flugskeytum hafi verið skotið á gámasvæði hafnarinnar. Miklar sprengingar heyrðust um alla borg og nágrenni hennar og eldar lýstu upp hafflötinn. SANA hefur eftir heimildarmanni í hernum að árásin hafi valdið verulegu tjóni. Stjórnvöld saka Ísraelsmenn um að hafa verið að verki og að þetta sé í annað sinn í mánuðinum sem flugskeytum sé skotið á Latakia [Lað'qijja]. Talsmaður Ísraelshers vildi hvorki neita því né játa þegar málið var borið undir hann. Það væri ekki venja hersins að tjá sig um fréttir erlendra fjölmiðla.\nAð sögn sýrlensku fréttastofunnar var vélaolía og varahlutir í bíla og önnur farartæki í gámunum sem sprungu í nótt. Sýrlenska mannréttindavaktin segir það ekki rétt. Í þeim hafi verið vopn og önnur hergögn, að líkindum frá Íran.\nMannréttindavaktin segir að Ísraelsher hafi það sem af er ári gert um það bil þrjátíu árásir á skotmörk í Sýrlandi. Þær hafi orðið 130 manns að bana, fimm almennum borgurum og 125 bardagamönnum, hliðhollum sýrlenska hernum.","summary":"Mikið tjón varð í flugskeytaárás á hafnarsvæðið í Latakia [Lað'qijja] í Sýrlandi í nótt. Ísraelsmenn eru sakaðir um að hafa verið að verki. Þeir neita því hvorki né játa."} {"year":"2021","id":"25","intro":"Covid-farandurinn er í miklum vexti en í gær greindust fleiri en nokkru sinni. Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að halda áfram að beita sóttkví og einangrun til að hemja útbreiðsluna. Hann mun gefa skýrslu fyrir dómi í dag til að styðja þá kröfu sína að nokkrir einstaklingar sæti einangrun eftir að hafa greinst jákvæðir í pcr-prófi.","main":"664 greindust með covid innanlands í gær og átta á landamærunum samkvæmt þeim upplýsingum sem lágu fyrir skömmu fyrir fréttir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki enn komið í ljós hversu margir muni þurfa að leggjast inn vegna omíkron-afbrigðisins.\nÞetta er bara í miklum vexti áfram og það er og það helgast af því að þetta er veira sem smitar mun hraðar og er meira smitandi en afbrigði sem við höfum þekkt.\nVið erum ekki að sjá omíkron-afbrigði eða fólk sem smitast af því leggjast inn spítala enn sem komið er en það gæti átt eftir að breytast því að við erum að það er að taka fólk 1-2 vikur að leggjast inn ef það veikist alvarlega.\nHann segir þó að dágóður fjöldi gæti þurft að leggjast inn verði innlagnatíðni 0,7 prósent eins og í Danmörku.\nEnn þá er það delta-afbrigðið að uppistöðu sem er að leggjast inn, það voru fjórar innlagnir í gær og það eru 14 inniliggjandi og fimm á gjörgæslu\nAðspurður segðir Þórólfur ekki ástæðu til að gera minni kröfur um sóttkví þrátt fyrir aukinn fjölda þeirra sem þurfa að vera í sóttkví og þeirra áhrifa sem það hefur á vinnumarkaðinn.\nNei við erum að gera allt sem við getum til að hafa hemil á útbreiðslunni og okkar helsta tæki til þess er að beita einangrun og sóttkví eins og sóttvarnastofnun hefur hvatt alla til og eins og allar þjóðir Evrópu eru að gera.\nKrafa sóttvarnarlæknis um að fimm einstaklingar sæti einangrun vegna covid-smita verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur nú eftir hádegi. Arnar Þór Jónsson, lögmaður fólksins segir sóttvarnalækni þurfa að svara fyrir á hverju hann byggi þá ákvörðun að krefjast einangrunar yfir fólkinu. Þeir sem um ræðir eru í sömu fjölskyldu og fengu fjórir af fimm jákvætt úr sýnatöku úr PCR-prófi þann 18. desember síðastliðinn.\nÞað eru alls konar rök fyrir því að einkennalausir smiti og það er á þeim grunni sem allar ábyrgar stofnanir eins og sóttvarnastofnun Evrópu, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og sóttvarnastofnun Bandaríkjanna til dæmis nota nákvæmlega þessa nálgun eins og við erum að gera.","summary":null} {"year":"2021","id":"25","intro":"Yfirvöld í milljónaborginni Xi'an í Kína hafa fyrirskipað ströngustu sóttvarnaaðgerðir sem völ er á vegna fjölgunar kórónuveirusmita síðustu daga. Meðal annars er bílaumferð bönnuð í borginni.","main":"Yfirvöld í Xi'an, héraðshöfuðborg Shaanzi í Kína, fyrirskipuðu í dag ströngustu sóttvarnaaðgerðir sem völ er á vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu. Meðal annars verður bílaumferð bönnuð í borginni. Þeir sem brjóta reglurnar eiga yfir höfði sér sekt og tugthús. fangelsisvist yfir höfði sér.\nÞrettán milljónir búa í Xi'an og nágrenni. Útgöngubann hefur verið í borginni síðustu fimm daga vegna 650 kórónuveirusmita sem þar hafa greinst frá níunda desember. Í dag fjölgaði þeim um 150. Það varð til þess að borgaryfirvöld tilkynntu á samfélagsmiðlum um hertar aðgerðir, þar á meðal að öll bílaumferð verður bönnuð, nema ökumenn séu að aðstoða við að halda aftur af faraldrinum. Lögreglu og heilbrigðisyfirvöldum hefur verið falið að stöðva alla bíla. Ökumenn eiga tíu daga fangelsi yfir höfði sér og 500 júana sekt ef þeir brjóta sóttvarnareglurnar. Sektarupphæðin nemur um tíu þúsund krónum.\nFrá því að útgöngubann var fyrirskipað í borginni í síðustu viku hefur verið gripið til nokkurra hópskimana. Hátt í þrjátíu þúsund borgarbúar hafa verið sendir í sóttkví á hótelum.\nHarðar sóttvarnaaðgerðir eru í gildi í Kína. Stjórnvöld reyna að halda landinu kórónuveirulausu meðal annars vegna vetrarólympíuleikanna í Peking í febrúar. Frá því að fyrstu smitin voru greind í borginni Wuhan í desemberlok 2019 hefur veirunni að mestu verið haldið í skefjum. Samkvæmt opinberum tölum hafa tveir látist af völdum COVID-19 á rúmlega einu ári.","summary":null} {"year":"2021","id":"25","intro":"Venju samkvæmt var leikið i ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær, á öðrum degi jóla, þremur leikjum var frestað en tólf lið öttu kappi í sex leikjum.","main":"Kórónuveiran hefur búið um sig í herbúðum nokkurra enskra liða og því var þremur af leikjum gærdagsins frestað. Í þeim leikjum sem spilaðir voru var hins vegar nóg skorað. Stærsti leikur dagsins var viðureign toppliðs Manchester City og Leicester. City komst í 4-0 í fyrri hálfleik en Leicester náði að minka muninn niður í eitt mark áður en tvö mörk á síðustu tuttugu mínútum leiksins gerðu útaf við leikinn og niðurstaðan 6-3 fyrir City sem hélt því toppsætinu. Arsenal vann Norwich stórt, 5-0 og situr nú með 35 stig í fjórða sæti deildarinnar, sex stigum meira en Tottenham sem á þó þrjá leiki til góða eftir frestanir í kjölfar Covid. Tottenham spilaði þó í gær og vann góðan 3-0 sigur á Crystal Palace. Southampton vann West Ham 2-3, Chelsea vann Aston Villa 3-1 og Brighton hafði betur gegn Brentford 2-0. Í kvöld fer svo einn leikur fram í deildinni, viðureign Newcastle og Manchester United.\nEinnig var leikið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Íslensku landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kritsjánsson í toppliði Magdeburg mættu Teiti Erni Einarssyni og félögum í Flensburg í sannkölluðum Íslendingaslag. Magdeburg hafði ekki tapað leik í deildinni og sat þægilega á toppi hennar fyrir leikinn. Magdeburg byrjaði leikinn betur en Flensburg leiddi í hálfleik 13-11. Forystan varð meiri í seinni hálfleik en að lokum vann Flensburg þriggja marka sigur, 30-27 .Teitur Örn skoraði fjögur mörk fyrir Flensburg sem varð þar með fyrsta liðið til að vinna Magdeburg á tímabilinu. Ómar Ingi skoraði sex mörk fyrir Magdeburg í leiknum og Gísli Þorgeir eitt. Magdeburg er enn á toppi deildarinnar með 32 stig, Kiel er í öðru sæti með 28 stig og með sigrinum kom Flensburg sér upp í þriðja sætið með 27 stig en á leik til góða á Kiel. Leikið verður í þýsku deildinni í dag og á morgun en svo verður gert hlé fram í febrúar vegna Evrópumótsins sem hefst 13. janúar, Teitur Örn, Ómar Ingi og Gísli Þorgeir eru allir í landsliðshópi Guðmundar Guðmundssonar fyrir mótið.","summary":null} {"year":"2021","id":"26","intro":"Íslensk stjórnvöld fóru gegn alþjóðasamningi um verndun tegunda og búsvæða með vegaframkvæmdum um Teigsskóg og þverun fjarða. Þetta fullyrða samtökin Fuglavernd, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands í sameiginlegri yfirlýsingu.","main":"Fastanefnd Bernarsamningsins átelur íslensk stjórnvöld fyrir framgöngu sína í tengslum við vegagerð um Teigsskóg. Á fundi nefndarinnar 2. desember síðastliðinn var fullyrt að stjórnvöldum bæri ekki aðeins að fylgja íslenskum lögum og reglum í framkvæmdum sem þessum, heldur einnig tilmælum alþjóðlegra samninga um náttúruvernd.\nÚrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísaði tveimur kærum vegna vegaframkvæmdanna frá í fyrrahaust. Þá var ekki fallist á kröfu kærenda að framkvæmdir yrðu stöðvaðar á meðan skorið var úr kærunum. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, sagði á þeim tíma að það kæmi sér ekki á óvart að sú leið hafi verið valin. \u001eÞetta hefur verið mjög algengt að það er framkvæmdaaðili sem fær að njóta vafans en ekki náttúran, sagði hann í viðtali við fréttastofu í fyrrasumar.\nMat á áhrifum vegaframkvæmda á náttúrufar við Breiðafjörð átti að fara fram áður en framkvæmdir hófust, fyrr á árinu. Á fundi nefndarinnar fyrr í mánuðinum lofuðu íslensk stjórnvöld að bæta ráð sitt. Jafnframt óskuðu þau eftir því að þar sem framkvæmdir væru hafnar, yrði við matið lögð áhersla á mótvægisaðgerðir og aðgerðir til að draga úr neikvæðum áhrifum framkvæmdanna. Nú stendur til að meta áhrif framkvæmdanna á næsta ári, og óskar fastanefndin eftir því að Fuglavernd, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands aðstoði stjórnvöld við undirbúning og framkvæmd matsins.","summary":"Íslensk stjórnvöld fóru gegn alþjóðasamningi um verndun tegunda og búsvæða með vegaframkvæmdum um Teigsskóg og þverun fjarða. Þetta fullyrða samtökin Fuglavernd, Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands "} {"year":"2021","id":"26","intro":"Sveitir stjórnarhersins í Mjanmar eru sagðar hafa myrt rúmlega þrjátíu manns í austurhluta landsins á Aðfangadagskvöld. Tveggja starfsmanna hjálparsamakanna \"Save the Children\" er saknað.","main":"Erlendar fréttaveitur hafa eftir sjónarvottum að vígamennirnir hafi ráðist inn í þorpið, handtekið fólk og skotið að minnsta kosti þrjátíu manns til bana. Í þeim hópi voru konur og börn.\nHersveitirnar lögðu vistarverur fólksins í rúst og brenndu líkin. Karenni-mannréttindasamtökin sem starfa í Mjanmar, sem áður hét Burma, segja að tveggja starfsmanna Save The Children sé saknað.\nTalsmenn stjórnarhersins segjast hafa drepið skæruliða á þessu svæði en neita drápum á almennum borgurum. Fjöldi manns hefur flúið skálmöldina í landinu eftir að herinn náði völdum í febrúar.\nHjálparsamtök pólitískra fanga í Mjanmar segir að eitt þúsund þrjúhundruð sjötíu og fimm hafi fallið í átökum við stjórnarherinn og rúmlega ellefu þúsund manns hafi verið teknir höndum. Í þeim hópi er Aung San Suu Kyi en flokkur hennar sigraði í kosningum í fyrra. Margir samflokksmenn hennar eru í hópi þeirra sem hersveitir stjórnarhersins hafa handtekið.","summary":"Sveitir stjórnarhersins í Mjanmar eru sagðar hafa myrt rúmlega þrjátíu manns í austurhluta landsins á Aðfangadagskvöld"} {"year":"2021","id":"26","intro":"Desmond Tutu friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrverandi erkibiskup í Suður-Afríku lést í morgun níræður að aldri. Hann var þekktur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefunni og var ötull talsmaður mannréttinda.","main":"Cyril Ramaphosa forseti Suður Afríku greindi frá andlátinu í morgun. Desmond Mpilo Tutu var fæddur í Klerksdorp litlum bæ vestur af Jóhannesarborg 7. október 1931. Hann hafði hug á að verða læknir en foreldrar hans höfðu ekki efni á að kosta drenginn til náms. Líkt og faðir hans varð Tutu kennari. Honum blöskraði meðferð á svörtu fólki og í kjölfar laga um aðskilnað svartra og hvítra 1953 sagði hann upp kennarastarfinu. Tutu var í framvarðarsveit þeirra sem börðust gegn aðskilnaðarstefnunni og árið 1984 fékk hann friðarverðlaun Nóbels. Sú viðurkenning er talin hafa átt sinn þátt í endalokum aðskilnaðarstefnunnar. Fredric DeClerk, þáverandi forsætisráðherra, aflétti banni á\nflokka og samtök sem börðust gegn stjórnvöldum í byrjun árs 1990 og boðaði til kosninga. Á meðal þeirra sem hann gaf upp sakir var Nelson Mandela sem látinn var laus í febrúar 1990 eftir að hafa setið í fangelsi í 27 ár.\nÞear Mandela tók við forsetaembætti í Suður-Afríku 1994 fékk Desmond Tutu það hlutverk að leiða sérstaka sannleiks- og sáttanefnd sem rannsakaði mannréttindabrot á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Nefndin hafði einnig það hlutverk að sætta stríðandi fylkingar í landinu. Tutu lenti síðar uppá kant við afríska þjóðarráðið, stjórnmálaflokkinn sem hefur stjórnað Suður Afríku frá 1994. Ásakanir um ofbeldi og spillingu varð til þess að hann sagði skilið við flokkinn fyrir átta árum. Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa í morgun minnst Tutu,","summary":"Desmond Tutu friðarverðlaunahafi Nóbels og fyrrverandi erkibiskup í Suður-Afríku lést í morgun níræður að aldri. "} {"year":"2021","id":"26","intro":"Hátt í níu þúsund manns eru í einangrun eða sóttkví. Þá fjölgar þeim sem eru á gjörgæsludeild Landspítalans vegna covid. Smitsjúkdómalæknir á Landspítala segir að þó svo að innlögnum hafi ekki fjölgað vegna veirunnar séu þeir sem liggi inni veikari en verið hefur.","main":"Alls greindust 463 greindust með veiruna innanlands í gær og níu til viðbótar á landamærunum. Sjötíu og fimm prósent voru ekki í sóttkví. Alls eru rúmlega þrjú þúsund og fimm hundruð í einangrun með covid og ríflega fimm þúsund og eitt hundrað í sóttkví. Samanlagt eru það rúmlega átta þúsund og sex hundruð manns. Samkvæmt upplýsingum frá verkefnastjóra með sýnatökum á vegum heilsugæslu höfuborgarsvæðisins voru sextán hundruð og þrjátíu sýni tekin í gær og því virðist hátt í þriðji hver sem lét taka úr sér sýni hafa verið með veiruna.\nMár Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítala.\nSko mér líst hvorki vel né illa á stöðuna. Spár eru að ganga eftir og við fáum mikið af nýjum tilfellum. Þannig að það leggst þungt á göngudeildina hjá okkur.","summary":null} {"year":"2021","id":"26","intro":"Metfjöldi umsókna barst í Frumkvæðissjóð Betri Bakkafjarðar. Margt hefur áunnist síðan Bakkafjörður varð hluti af verkefninu Brothættum byggðum en verkefnisstjóri segir væntingar vera til að fleiri og fjölbreyttari störf skapist.","main":"Bakkafjörður hóf þátttöku sína í byggðaþróunarverkefninu Brothættum byggðum árið 2019. Þá var staða byggðarlagsins orðin mjög erfið að mati sérfræðinga Byggðastofnunar. Síðan þá hefur byggðin styrkst og hefur Frumkvæðissjóður Betri Bakkafjarðar aldrei fengið jafn margar umsóknir um styrki og í ár eða 17 talsins. Gunnar Már Gunnarsson, verkefnisstjóri Betri Bakkafjarðar, segir styrkina mikilvæga til að koma fólki af stað með verkefni sín. Fénu verður útdeilt í janúar.\nÞetta eru verkefni á sviði menningarmála. Verkefni sem snúa að atvinnusköpun oft fyrir einyrkja. Verkefni sem tengjast þessum hefðbundnu gömlu atvinnugreinum, sjávarútvegi og landbúnaði.\nOg verkefni sem tengjast fegrun umhverfis.\nFrumkvæðissjóðurinn er þó aðeins einn lítill angi verkefnisins Brothættra byggða. Verkefnið kallar á mikið samspil íbúa, sveitarfélaga og ríksins. Gunnar bendir á að meðal þess sem hafi áunnist frá 2019 séu miklar vegabætur sem farið var í á milli Bakkafjarðar og Þórshafnar.\nOg það skiptir máli bæði fyrir íbúa að sækja vinnu og skóla milli staða en skiptir líka gríðarlega miklu máli\nfyrir ferðaþjónustu því að vegurinn eins og hann var hefur verið algjör þröskuldur.\nEinnig voru gerðir samningar við aðila í sjávarútvegi sem voru tilbúnir að veiða og halda uppi vinnslu á Bakkafirði.\nÞar með er hægt að tryggja svona undirstöðuatvinnu fyrir fólk en auðvitað viljum við gjarnan síðan byggja ofan á það\nog skapa meiri atvinnu og fjöbreyttari störf.","summary":null} {"year":"2021","id":"27","intro":"Skjálftarnir síðustu daga finnast víða á suðvesturhorni landsins þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu og í Vogum, þar sem glös og annar borðbúnaður hristist þegar jólahaldið stóð sem hæst í gær. Ingþór Guðmundsson forseti bæjarstjórnar í Vogum segir þetta minna á skjálftahrinuna í aðdraganda eldgossins við Fagradalsfjall.","main":"Bara í gærkvöld þá sátum við hérna í stofunni og þá svona glamraði aðeins í glösum í skápum en þeir voru frekar stuttir í gærkvöldi. En um tólf leytið þá var maður kominn upp og var svona ekki alveg sofnaður og þá kom annar skjálfti.\nOg maður svona heyrði, eins og svona áður en gosið byrjaði þá voru svona skjálftar sem komu og maður heyrði í þeim áður en þeir komu, það voru svona drunur sem komu, það var þannig í gærkvöldi um tólf leytið\nVar einhver uggur í fólki? Nei það var það nú ekki. Ekki enn þá allvega.\nEn þetta er alltaf, ég verð nú að viðurkenna það, þetta er óþægilegt","summary":null} {"year":"2021","id":"27","intro":"Forstjóri MAST óttast að ef blóðtöku hryssna á Íslandi yrði hætt í einu vetfangi yrði fylfullum hryssum slátrað sem væri óásættanlegt.","main":"Forstjóri Matvælastofnunar telur mikilvægt að dýravelferð verði höfð í huga hver sem ákvörðunin verður um framtíð blóðmerahalds á Íslandi. Ef ákveðið verði að hætta þessum rekstri í einu vetfangi gæti það þýtt slátrun þúsunda fylfullra hryssna, og það væri ótækt.\nHugsanlegt er að blóðtaka hryssna á nokkrum bæjum og ill meðferð á dýrum verði kærð til lögreglu. MAST er enn með málið til skoðunar en rannsókn er á lokastigi. Eitt af því sem Matvælastofnun kannar er hvernig herða megi eftirlit ef halda eigi starfseminni áfram. Mikil andstaða hefur komið fram við blóðtöku úr íslenskum fylfullum hryssum til notkunar á efni til frjósemislyfjagerðar fyrir dýr.\nÁ sjötta þúsund hryssna eru nýttar fyrir blóðtöku á meðgöngu.\nVið höfum vissulega áhyggjur af því að ef það verða teknar skyndilegar ákvarðanir við blóðmerahaldi núna þá gæti það mögulega ógnað velferð þessara hryssna. Við viljum helst þá að umræðan sé tekin yfirvegað og skoðað hvaða leiðir eru í boði. Ef að það á að banna þetta þá þarf að gera það þannig að velferð hryssnanna sem núna eru fylfullar að þeim verði ekki ógnað. Áttu þá við að þær yrðu þá ekki sendar í slátur núna fyrir vorið? Já það er klárlega möguleiki teljum við að einhver hluti þessara hryssna verði slátrað. Þá er þeim slátrað fylfullum. Það viljum við helst ekki sjá.\nHrönn Ólína ítrekar þó að Matvælastofnun sé aðeins með eftirlit með starfseminni. Alþingis og ráðherra sé að ákveða hvort blóðmerahald verði áfram leyft á Íslandi.","summary":null} {"year":"2021","id":"27","intro":"Kórónuveiran hafði mikil áhrif á ferðir flugfélaga í aðdraganda jóla. Talið er að rúmlega fjögur þúsund og fimm hundruð flugferðir hafi verið felldar niður. Flugfélögum hefur gengið illa að manna vélarnar vegna fjölda starfsmanna sem geta ekki mætt til vinnu vegna covid.","main":"Farþegar sem voru á leið í jólafrí lentu í vandræðum víða um heim þegar flugsamgöngur fóru úr skorðum. Samkvæmt vefnum Fligtaware.com er búið að fella niður um tvö þúsund flug í dag, þar af um sjö hundruð frá flugvöllum í Bandaríkjunum. Í mörgum tilfellum er ástæðan að flugfélög geta ekki mannað vélarnar vegna þess að starfsfólk er ýmist smitað af kórónuveirunni eða í sóttkví. Ed Bastian framkvæmdastjóri Delta flugfélagsins óskaði eftir því að sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna stytti sóttkví fullbólusetts fólks úr tíu dögum í fimm. Í gær voru tvö þúsund og fjögur hundruð flugferðir felldar niður og seinka varð ellefu þúsund ferðum. Strandaglópar á flugvöllum víða um heim vanda flugfélögunum ekki kveðjurnar. Fólk hafði lagt á sig langt ferðalag en við komu á flugvöllin komst það að því að flugi þeirra hafi verið frestað.\nRúmlega 109 milljón Bandaríkjamanna ætlaðu að ferðast með lest, bíl eða flugvélum frá Þorláksmessu og til annars janúar. Þetta er þrjátíu og fjögurra prósenta aukning frá því um síðustu Jól.\nÍ gær voru 19 brottfarir frá Keflavíkurflugvelli en flugi Icelandair til Berlínar var aflýst. Sjö vélar fara frá Keflavíkurflugvelli í dag, á morgun annan dag jóla er fyrirhuguð fjörtíu og ein brottför, allar vélarnar eru á áætlun.","summary":"Kórónuveiran setti strik í reikning ferðalanga um helgina. Fresta varð rúmlega fjögur þúsund og fimm hundruð flugferðum vegna þess að fjöldi starfsmanna flugfélaga gat ekki mætt til vinnu vegna veirunnar."} {"year":"2021","id":"27","intro":"Frú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, gerði ofbeldi í garð barna á vistheimilinu á Hjalteyri að umfjöllunarefni í jólapredikun sem hún flutti í Langholtskirkju í morgun. Börn sem dvöldu á vistheimilinu hafa stigið fram og lýst kynferðislegu, líkamlegu og andlegu ofbeldi sem þau þurftu að þola af hálfu hjónanna Einars og Beverly Gíslason sem ráku heimilið undir kristilegum formerkjum. Þrátt fyrir aðfinnslur þáverandi félagsmálastjóra var ekki brugðist við og gerðu kirkjunnar menn, meðal annars fyrrum biskup Ólafur Skúlason, lítið úr aðfinnslum. Biskup harmar að börnunum hafi ekki verið komið til hjálpar.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"28","intro":"Erill er hjá umferðardeild lögreglunnar í dag, aðfangadag, þar sem fjölmargir fara að leiðum látinna ástvina á þessum degi.","main":"Lögreglumenn umferðardeildar hófu daginn á litlu jólunum um tíu leytið í morgun, áður en lagt var út í aðfangadaginn. Um tugur lögreglumanna stendur aðfangadagsvakt umferðardeildarinnar. Fossvogskirkjugarður og Gufuneskirkjugarður eru helstu vinnusvæðin en einnig er farið á vettvang í fleiri garða höfuðborgarsvæðisins.\nÁrni Friðleifsson er aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu\nÞetta hefst nú allt og í flestum eru allir í afskaplega góðu skapi og eru að fara að leiðum ástvina þannig að það er enginn að stressa sig mikið og hefur bara gengið vel hingað til og eins og staðan er núna þá er náttúrulega mjög gott veður og ekki snjór og ísing þannig að það er búist við því að það verði afskaplega þægilegur dagur.\nOg þeir geta bara verið á mótorhjólunum í þessu færi. Já, einmitt. Það var einmitt ánægjulegt þegar maður sá brosin á þeim sem komu í morgun og voru að klæða sig í mótorhjólagallana. Við ætlum að nota þau í dag.","summary":null} {"year":"2021","id":"28","intro":"Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur áfrýjað úrskurði alríkisdómstóls um að skjalasafn Hvíta húsið skuli afhenda rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings hundruð skjala og annarra gagna frá síðustu dögum og vikum forsetatíðar hans.","main":"Rannsóknarnefndin hefur krafist þess að fá gögnin í hendur, með það fyrir augum að fá betri mynd af embættisfærslu forsetans fyrrverandi og hans nánustu ráðgjafa í aðdraganda árásar þúsunda stuðningsmanna Trumps á þinghúsið í Washington sjötta janúar síðastliðinn. CNN greinir frá því að nefndin hafi þegar brugðist við áfrýjun Trumps með því að biðja hæstarétt um flýtimeðferð á áfrýjuninni svo að það skýrist fyrir miðjan næsta mánuð, hvort rétturinn muni taka málið fyrir eða ekki. Formlegt hlutverk nefndarinnar er að rannsaka árásina á þinghúsið og aðdraganda hennar ofan í kjölinn og draga lærdóm af niðurstöðunum, sem nýst geti til að hindra að slíkir atburðir endurtaki sig.\nLögmenn Trumps sögðu þegar þeir áfrýjuðu ákvörðun alríkisdómstóls að stjórnarskrá Bandaríkjanna og lög um friðhelgi forseta í embætti veittu forsetanum fyrrverandi skýran rétt til þess að vernda gögnin gegn því að þau væru gerð opinber svo fljótt. Þau verða ekki afhent fyrr en ákvörðun hæstaréttar liggur fyrir.\nMeðal gagna sem rannsóknarnefndin vill fá afhent eru dagbækur, skrá um heimsóknir í Hvíta húsið, drög að ræðum forsetans og handskrifaðar athugasemdir Marks Meadows, fyrrverandi yfirmanns forsetaembættisins, um atburðina sjötta janúar.","summary":null} {"year":"2021","id":"28","intro":"Móðir sem þarf að vera á sóttkvíarhóteli yfir jólin ætlar að vera með krökkunum sínum í rafrænni mynd í kvöld. Krakkarnir sem eru á aldrinum 16-24 ára halda jólin saman og matreiða jólamatinn.","main":"Berglind Magnúsdóttir er ein þeirra dvelur á sóttvarnahóteli yfir jólin. Krakkarnir hennar halda jólin saman og sjá um að matreiða jólamatinn, í fyrsta sinn væntanlega.\nSegir Berglind Magnúsdóttir en börnin hennar eru 16,18 og 24 ára. Sjálf lætur hún vel af dvöl sinni þótt fyrsti hálftíminn hafi verið erfiður.\nEn svo er þetta bara búið að vera fínt. Það fer alveg rosalega vel um mig hérna. Það er alveg yndislegt fólk sem vinnur á hótelinu og gerir þetta eins auðvelt og þægilegt eins og hægt er. Það hafa allir fullan skilning á því að þetta eru mjög óeðlilegar aðstæður fyrir alla.\nBerglind segir erfitt að hafa sent vini í sóttkví.\nÉg sendi nokkuð marga í sóttkví. Það var svolítið erfitt að breyta plönum hjá vinum en svo bjuggum við bara til góðan sóttvarnahóp og erum búin að vera í mjög góðu sambandi á meðan á þessu hefur staðið og þau eru öll að losna úr sóttkví í dag sem betur fer.\nHún var búin að kaupa jólagjafirnar en afhendingin verður ekki alveg eins og lagt var upp með.\nJólagjafir barnanna minna. Ég greip þær með mér. Rauk hérna niður eftir, pakkaði þeim inn og ætlaði svo að láta sækja þær og þá bara: nei, því miður, það má ekkert fara út af hótelinu sem er komið inn. Þannig að ég er bara með allar gjafirnar hjá mér en við erum búin að finna út úr því, ég ætla bara að opna þær hérna í beinni útsendingu í kvöld.","summary":"Móðir sem verður á sóttkvíarhóteli yfir jólin ætlar að vera með krökkunum sínum í rafrænni mynd í kvöld. "} {"year":"2021","id":"28","intro":"Sameinuðu þjóðirnar áætla að 530 þúsund Filippseyingar þurfi neyðaraðstoð vegna eyðilegginar sem fellibylurinn Rai olli í síðustu viku.","main":"Sameinuðu þjóðirnar hafa hleypt af stokkunum fjársöfnun vegna mörg hundruð þúsund Filippseyinga sem þurfa á neyðarhjálp að halda vegna fellibylsins Rai sem fór yfir landið í síðustu viku. Óveðrið olli manntjóni og miklum skemmdum.\nYfirmaður mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna sagði þegar hann fór yfir stöðuna í dag að safna þyrfti 107,2 milljónum dollara til kaupa á lífsnauðsynjum fyrir 530 þúsund manns á svæðum sem verst urðu úti í óveðrinu. Allir þyrftu að leggjast á eitt til að koma fólkinu til bjargar.\nSkortur er á matvælum, drykkjarhæfu vatni og tjöldum fyrir fólk sem á hvergi höfði sínu að að halla. Þá hefur bólusetningarátak vegna COVID-19 farsóttarinnar farið úr skorðum.\nFellibylurinn Rai var svokallaður ofurfellibylur. Hann fór yfir mið- og suðurhluta Filippseyja, braut niður hús, reif tré upp með rótum, eyðilagði uppskeru bænda, sökkti fiskibátum og sleit raf- og símalínur, svo nokkuð sé nefnt. Enn er farsíma- og tölvusambandslaust víða á hamfarasvæðinu, sem hamlar hjálparstarfinu. Hermenn, strandgæslumenn og starfsfólk hjálparstofnana hafa lagst á eitt við að koma fólki til aðstoðar.\nUm það bil tuttugu fellibyljir fara yfir Filippseyjar á hverju ári. Rai kom fólki á óvart þar sem hann fór mun sunnar yfir landið en venjan er. Hann varð 375 manns að bana. Hátt í þrjú hundruð slösuðust.","summary":"Sameinuðu þjóðirnar áætla að 530 þúsund Filippseyingar þurfi neyðaraðstoð vegna eyðileggingar sem fellibylurinn Rai olli í síðustu viku. "} {"year":"2021","id":"29","intro":"Tveimur umræðum um fjárlagafrumvarpið er lokið á Alþingi. Meðal breytinga á því er tillaga meirihlutans um að falla frá fyrirhugaðri lækkun sóknargjaldai. Þingið kemur saman á milli jóla og nýárs fyrir þriðju umræðu.","main":"Alþingi lauk í gærkvöld annarri umræðu um fjárlög næsta árs en meðal breytinga í meðförum þingsins má nefna eingreiðslur öryrkja upp á 53 þúsund krónur og viðbótarfjármagn upp á 150 milljónir til sálfræðiþjónustu.\nSigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur einnig samþykkt tillögur ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Meðal þeirra er úthlutun framlaga vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar á árinu en sjóðurinn greiðir 25% af heildarkostnaði slíkra samninga sem gerðir voru á árinu 2021. Þá hefur innviðaráðherra samþykkt tillögu um úthlutun sérstaks viðbótarframlags, sem nemur alls 400 milljónum króna, vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu. Til stendur að greiða framlögin út á næstu dögum.\nJafnframt voru tillögur ráðgjafarnefndar sjóðsins um endurskoðaða úthlutun tekjujöfnunarframlags, útgjaldajöfnunarframlags og framlags vegna tekjutaps fasteignaskatts fyrir árið 2021 samþykktar.\nÞá var samþykkt tillaga stjórnarmeirihlutans um að falla frá fyrirhugaðri lækkun sóknargjalda. Gjöldin voru tímabundið hækkuð í fyrra til að mæta efnahagserfiðleikum sókna vegna faraldursins og áttu gjöldin að lækka aftur á næsta ári. Með breytingartillögunni hefur hækkunin hins vegar verið fest í sessi.\nÁætlað er að breytingin kosti ríkissjóð 340 milljónir á næsta ári. Stjórnarandstaðan studdi lækkunina. Í sameiginlegu minnihlutaáliti segir að ríkið eigi að stefna að því að hætta innheimtu sóknargjalda fyrir trú- og lífsskoðunarfélög.","summary":null} {"year":"2021","id":"29","intro":"Blóðbankinn kallar eftir jólaaðstoð því lítið er til af blóði þessa dagana. Covid hefur sett strik í reikninginn þar á bæ eins og víðar. Ólöf Rún Skúladóttir er í Blóðbankanum.","main":null,"summary":"Það er til allt of lítið að blóði í Blóðbankanum fyrir jólin. Bankinn kallar eftir blóðgjöfum. "} {"year":"2021","id":"29","intro":"Samtök íþróttafréttamanna birtu í morgun nöfn þeirra tíu sem höfnuðu í efstu sætunum í kjöri samtakanna á íþróttamanni ársins 2021. Sex þeirra hafa ekki verið áður á listanum.","main":"Samtökin hafa staðið fyrir kjörinu frá arinu 1956 og i ar voru það 29 íþróttafréttamenn frá átta fjölmiðlum sem greiddu atkvæði. Sex nýliðar eru á topp tíu listanum í ár og þá eru tveir sem hlotið hafa nafnbótina Íþróttamaður ársins áður, þeir Aron Pálmarsson, handboltamaður hjá Álaborg í Danmörku, og Júlían J. K. Jóhannsson, sem varð heimsmeistari í réttstöðulyftu á árinu. Bjarki Már Elísson, félagi Arons úr íslenska landsliðinu í handbolta er þá einnig á listanum en hann spilar hjá Lemgo í Þýskalandi. Næstur á listanum er Kári Árnason, knattspyrnumaður í Víkingi sem var burðarás í liðinu sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari á tímabilinu. Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikakona úr Stjörnunni og nýkrýndur Evrópumeistari með íslenska kvennalandsliðinu í hópfimleikum er á topp 10 listanum og henni fylgir annar nýkrýndur Evrópumeistari, Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona úr ÍA. Martin Hermannsson, körfuboltamaður hjá Valencia á Spáni er á listanum í fimmta sinn en Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður hjá Magdeburg í Þýskalandi er þar í fyrsta sinn, en hann varð meðal annars markakóngur þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handboltakona, er fulltrúi Íslands- og bikarmeistara KA\/Þórs og að lokum er það svo Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrnukona hjá Kristianstad en hun lek á láni frá þýska stórliðinu Wolfsburg.\nMeðfram vali á íþróttamanni ársins hafa samtök íþróttafréttamanna valið lið og þjálfara ársins. Þrjú efstu liðin í kjörinu í ár eru Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum, KA\/Þór, meistaraflokkur kvenna í handbolta og Víkingur, meistaraflokkur karla í knattspyrnu. Þrír efstu þjálfararnir þetta árið eru Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari í frjálsum íþróttum, og Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta sem varð heimsmeistari um síðustu helgi.\nÚrslitin í kjörinu verða kunngjörð í beinni sjónvarpsútsendingu RÚV að kvöldi 29. desember.","summary":null} {"year":"2021","id":"29","intro":"Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, gagnrýnir heilbrigðisráðherra fyrir að hafa veitt undanþágur í dag, Þorláksmessu, á hertum samkomutakmörkunum.","main":"Hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast við 20 manns en ekki 50 eins og áður og afgreiðslutími veitingastaða hefur verið skertur. Tilkynnt var um reglurnar á þriðjudag og þær komu illa við veitingamenn og viðburðahaldara sem stefndu á fjölmennar samkomur á Þorláksmessu. Þeir fóru fram á undanþágur á Þorláksmessu enda lítið svigrúm til að bregðast við breytingunum með svo skömmum fyrirvara.\nKári Stefánsson furðar sig á að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi fallist á undanþágur.","summary":"Kári Stefánsson gagnrýnir að heilbrigðisráðherra hafi veitt undanþágur frá hertum samkomutakmörkunum í dag"} {"year":"2021","id":"30","intro":"Dómstóll í Hvíta Rússlandi hefur dæmt hóp stjórnleysingja í allt að tveggja áratuga fangelsi. Þeir voru ákærðir fyrir hryðjuverk og ólöglega vopnaeign.","main":"Fjórmenningarnir voru sakaðir um að hafa kveikt í skrifstofum öryggissveita og lögreglubílum í Gomel-héraði, austanvert í landinu. Mennirnir voru handteknir í október nærri landamærunum að Úkraínu og hafa síðan setið í fangelsi sem hvítrússneska leyniþjónustan KGB rekur.\nTveir mannanna, þeir Sergei Romanov og Igor Olinevich hlutu tuttugu ára dóm, Dmitry Rezanovich nítján og Dmitry Dubovsky átján ára dóm. Olinevich var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir tíu árum fyrir bensínsprengjuárás á stjórnarbyggingar og rússneska sendiráðið í höfuðborginni Minsk. Hann var látinn laus árið 2015 eftir að honum var veitt sakaruppgjöf. Hvítrússnesku mannréttindasamtökin Viasna segja að hátt í þúsund pólitíska fanga sé að finna í þarlendum fangelsum. Mikið andóf og mótmæli hafa staðið yfir í landinu frá því að Alexander Lúkasjenka var endurkjörinn forseti sumarið 2020. Stjórnarandstæðingar með Svetlönu Tíkanovskaju í broddi fylkingar staðhæfa að rangt hafi verið haft við í kosningunum. Hún lýsti yfir sigri í kosningunum en yfirgaf loks landið af ótta við handtöku. Eiginmaður hennar Sergei, sem var áður helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, var dæmdur í átján ára fangelsi fyrir rúmri viku. Hann var sakaður um skipulagningu óeirða og andóf gegn Lúkasjenka forseta.","summary":null} {"year":"2021","id":"30","intro":"Ástvinir fólks sem hvílir í Heydalakirkjugarði segir sárt að sjá hvernig staðið var að umhirðu garðsins í sumar. Gömul tré voru hoggin niður og þökulagt yfir blóm. Sóknarnefnd vonar að gróðurinn jafni sig og bendir á að verkið hafi verið unnið í sjálfboðavinnu.","main":"Ættingjar fólks sem hvílir við Heydalakirkju í Breiðdal varð afar vonsvikið þegar það kom til að vitja ástvina sinna fyrir jólin. Sjálfboðaliðar sem unnu við umhirðu garðsins í sumar höfðu sagað niður gömul tré og þökulagt yfir fjölær blóm í kirkjugarðinum.\nRósa Erlendsdóttir ætlaði ásamt fjölskyldu sinni að vitja tveggja leiða í garðinum fyrir jólin, ömmu sinnar og föðurbróður sem dó sem barn. Við leiði drengsins hafði faðir hennar heitinn gróðursett tré hjá bróður sínum fyrir meira en 50 árum.\nÉg man ekki eftir öðru en að þetta tré hafi verið þarna. Það var búið að saga ofan af því krónuna og skilja eftir stofninn. Þetta er tré sem pabbi setti niður hjá þeim og þetta er bróðir hans sem er tveimur árum eldri en hann þannig að að horfa upp á hann deyja og setja svo tré niður til að gleðja hann og svo er það sagað niður bara þegar pabbi er dáinn. Það er frekar sárt.\nÆttingjar höfðu sumir sett fjölær blóm við leiði en þau voru horfin.\nÞað var svona appelsínugulur fífill einhver sem var uppáhaldsblóm hjá manninum sem á þessa gröf. Það var búið að þökuleggja yfir það án þess að hafa samband við ættingja. Það var annað blóm á leiðinu við hliðina. Það var sama sagan það var búið að þökuleggja yfir það líka. (En hafið þið fengið einhver svör?) Við fengum svör frá sóknarnefndinni eða systir mín fékk svör það hefur enginn svarað mér. Þau vona að blómin komi upp úr þökunum næsta vor og að hríslan fari að spretta aftur næsta vor. Því er kastað fram að þau séu í sjálfboðavinnu og við eigum bara að vera þakklát fyrir það.","summary":null} {"year":"2021","id":"30","intro":"Franski fótboltamaðurinn Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City var í dag ákærður á ný fyrir nauðgun. Mendy sætir nú rannsókn vegna gruns um sjö nauðganir og eitt kynferðisbrot gegn fimm mismunandi konum.","main":"Réttað verður yfir Mendy á nýju ári, líklega 24. janúar 2022. Brotin eiga að hafa átt sér stað á tímabilinu október 2020 til ágúst 2021. Mendy sem er 27 ára hefur verið í herbúðum Manchester City frá 2017. Hann hafði þegar leikið einn leik í ensku úrvalsdeildinni í haust, þegar fyrstu ásakanirnar komu opinberlega fram. Þá var hann settur til hliðar af City.\nLeikjum fjögurra Íslendingaliða í úrvalsdeild karla í handbolta í Danmörku sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað. Ástæðan er hröð útbreiðsla kórónuveirunnar í Danmörku. Aðeins einn leikur af sjö í deildinni sem átti að spila í kvöld er enn á dagskrá.\nÞað lítur allt út fyrir að kynjahlutfallið á vetrarólympíuleikunum í Peking í Kína í febrúar verði nálægt því að vera jafnt. Þetta sýnir greining tölfræðiveitunnar Gracenote. Allt útlit er fyrir að karlkyns keppendur á Ólympíuleikunum í Peking verði 52,75% keppenda og konur þá 47,25% keppenda. Það er minnsti munur sem hefur sést á vetrarólympíuleikum. Frá og með leikunum í Albertville í Frakklandi 1992 hefur bilið milli kynjanna minnkað stöðugt. Á fyrstu vetrarólympíuleikunum, sem haldnir voru í Chamonix í Frakklandi árið 1924 voru aðeins tvær greinar sem konur gátu keppt í. Það var listdans kvenna á skautum og í parakeppni listdansins. Á þeim leikum voru karlar 81,3% keppenda. Það hefur því mikið vatn runnið til sjávar á síðustu 98 árum. Vetrarólympíuleikarnir í Peking hefjast 4. febrúar og standa yfir til 20. febrúar. Sýnt verður frá fjölda viðburða á leikunum á rásum RÚV.","summary":null} {"year":"2021","id":"30","intro":"Tugir veitingastaða hafa í dag og í gær sent beiðnir um undanþágur frá sóttvarnareglum til heilbrigðisráðuneytisins eftir að tónleikahaldarar fengu slíkar undanþágur í gær.","main":"Meðal þess sem felst í nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á miðnætti er að opnunartími veitingastaða styttist til klukkan 21 og 200 mega koma saman, í stað 500, á skipulagða viðburði að undangengnum hraðprófum. Undanþága hefur verið veitt vegna að minnsta kosti tvennra fjölmennra tónleika og í því ljósi hafa eigendur fjölmargra veitingastaða óskað eftir undanþágu fram á aðfangadag. Í ályktun frá þeim segir að þeir hafi verið undirbúnir fyrir mikla ös á Þorláksmessu, keypt aðföng og mannað vaktir. Bragi Skaftason rekur þrjá veitingastaði í Reykjavík.\nFordæmið frá því í gær með tónleikana hans Bubba gaf okkur von um að geta haft opið á Þorláksmessu. Við sóttum um það, skrifuðum Willum bréf í gær og sóttum um undanþágu fyrir opnun á Þorláksmessu. Eins og mér skilst hátt í 100 veitingastaðir aðrir. Eruð þið búin að fá svar? Nei, ég hef nú ekki séð neitt svar ennþá. Býst ekkert endilega við því, en mér finnst þetta skjóta skökku við að einn atburður fái undanþágu meðan heill geiri þarf að þola þetta.\nBragi segir að þetta snúist ekki um að vera með eða á móti sóttvarnareglum - hann og aðrir veitingamenn sem hann hafi rætt við séu fylgjandi þeim. Þorláksmessa er einn stærsti dagur ársins hjá veitingamönnum og öll borð bókuð á flestum stöðum, að sögn Braga. Hann segir að veitingamenn skoði nú leiðir til að bregðast við styttri opnunartíma, verði undanþágur ekki veittar:\nÉg ræddi við einn góðan veitingamann, hann vissi ekki hvort hann þyrfti að hringja í fólk og afpanta, senda matinn heim til fólks eða einfaldlega hafa bingó í beinni um hverjir fengju borðin. Það er svolítið staðan sko.","summary":"Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt að minnsta kosti tvær undanþágur frá sóttvarnareglum vegna fjölmennra viðburða. Tugir veitingamanna hafa sótt um slíkar undanþágur. "} {"year":"2021","id":"30","intro":"Íbúar í Grindavík urðu áþreifanlega varir við lætin í gær og morgun.","main":"Þetta er búið að vera svolítið svona óhugnanlegt. En krakkarnir hérna hvernig hefur þetta verið morguninn hjá okkur? Það er búið að vera svona upp og ofan og við erum búin að segja að ef þau finna fyrir þá á að kalla bingó þannig að þau vita alveg af þessu .\nÞau vita alveg af þessu sko\nEftir fyrri hrinu þá endaði með gosi þá hættu skjálftarnir . Þú vilt frekar gos en skjálfta. Já miklu frekar\nÞað er búið að vera smá jarðskjálfti í allan dag og alla nótt sko. Vaknaðirðu við þetta í nótt? Ég var nú vakandi eitthvað í nótt. Fann alveg vel fyrir því sko. Stelpan mín vaknaði reyndar í morgun í sjokki henni brá svo mikið\nalveg í sjokki henni brá svo mikið.\nalveg í sjokki henni brá svo mikið.\nÆ þetta rifjaðist allt upp fyrir manni. Maður var búinn að gleyma þessu en þetta er bara svona að búa hérna.","summary":null} {"year":"2021","id":"30","intro":"Grindvíkingum varð bilt við í morgun þegar jörð fór að skjálfa. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík fann vel fyrir þeim stóra.","main":"Ég fann vel fyrir honum. Við vorum að funda hér uppi á bæjarskrifstofum og ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum manni að það var nokkuð drjúgur skjálfti\nEr þetta kannski skrýtin eða óþægileg tilhugsun að sjá fram á svona skjálfta jól? Já þetta er alls ekki skemmtilegur tími og aldrei skemmtilegur en þetta er svona óþægilegt svona rétt í aðdraganda jólanna vonandi gengur þetta bara yfir núna og við getum haldið róleg og gleðileg jól.","summary":null} {"year":"2021","id":"31","intro":"Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hyggst grípa til víðtækra ráðstafana vegna útbreiðslu omíkron-afbrigðisins sem nú þegar er orðið ráðandi í landinu.","main":"Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar er orðið allsráðandi í nýjum smitum meðal Bandaríkjamanna. Samkvæmt tölum bandarísku sóttvarnastofnunarinnar má rekja um það bil 73 prósent allra nýrra smita vikuna fyrir síðasta laugardag til omíkron-afbrigðisins. Í ríkjunum Oregon og Washington á vesturströnd Bandaríkjanna og Idaho teljast ríflega 96 af hundraði nýrra smita vera af völdum Omíkron-afbrigðisins. Svipaða sögu er að segja úr Suðurríkjunum og hluta miðvesturríkjanna.\nBæði New York Times og Washington Post greina frá því að Joe Biden muni í dag kynna umfangsmiklar ráðstafanir til að bregðast við veirunni. Þær fela meðal annars í sér að fjöldi nýrra skimunarstaða verður settur upp, um þúsund heilbrigðisstarfsmenn á vegum hersins verða í viðbragðsstöðu til að aðstoða ef spítalar yfirfyllast og 500 milljónum hraðprófa verður dreift til almennings án endurgjalds. Þá verður almannavarnastofnun Bandaríkjanna falið að aðstoða ríki við að fjölga sjúkrarýmum og alríkisstjórnin verður með tiltækar öndunarvélar og hlífðarfatnað fyrir þau ríki sem þurfa.\nNew York Times segir að forsetinn muni forðast í lengstu lög að tala um hertar samkomutakmarkanir eða útgöngubann, heldur eigi áherslan að vera á kosti bólusetningar og aukið aðgengi að skimun. Hins vegar hafi ráðgjafar forsetans og sérfræðingar miklar áhyggjur af að sjúkrahús víðs vegar um landið komi ekki til með að ráða við álagið, jafnvel þótt veiran valdi ekki jafn alvarlegum veikindum og fyrri afbrigði eins og margt bendir til. Fjöldi þeirra sem komi til með að smitast verði svo mikill að sjúkrahús muni eftir sem áður fyllast. Einungis þriðjungur fullbólusettra Bandaríkjamanna hefur fengið örvunarskammt.","summary":"Omíkron afbirgði kórónuveirunnar er orðið ráðandi í Bandaríkjunum. Joe Biden kynnir í dag viðamiklar ráðstafanir til að bregðast við útbreiðslu afbrigðisins. "} {"year":"2021","id":"31","intro":"Óvenjumikil hlýindi um allt land undanfarnar vikur eru nú á undanhaldi og útlit er fyrir kólnandi veður næstu daga. Líklegast er að jólin verði rauð í ár þó ekki sé útilokað að einhvers staðar á landinu verði þau hvít.","main":"Það hefur verið einmunablíða síðustu vikur, hlýtt í veðri, lítil úrkoma og nánast snjólaust á öllu landinu. En nú spáir kólnandi.\nJá, það er heldur að kólna núna næstu dagana. Það er svalara loft og kannski aðeins að bæta í vindinn. Það verða austlægar áttir, norðaustlægar og austlægar áttir, fram yfir hátíðar\nSegir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni. Þetta verði þó ekki miklar breytingar enda séu engar djúpar lægðir á leiðinni til landsins. Og gangi spáin eftir verði alls staðar hæglætis veður yfir jólin og góð færð um allt land.\nAkkúratm það ætti ekki að sjá neinar samgöngutruflanir í þessarri spá sem við erum með núna. Vonandi gengur vel að fara milli landshluta.\nOg þá er það spurning hvort við fáum hvít eða rauð jól.\nÞað bendir all til þess að þau verði rauð. En samt er nú líklegt að það verði eitthvað meira af éljum þarna fyrir norðan eða austan. Þannig að þau gætu nú skilað einhverri föl og þá værum við komin með hvít jól. En það er ekki alveg útilokað að það gæti gerst hér suðvestanlands líka, að það gætoi komið inn einn bakki á aðfangadag þannig að við fengjum hvít jól. En það eru frakar minni líkur en meiri á því. Þetta er svona í rauðara lagi þessi jólin.","summary":"Mestar líkur eru á að landsmenn fái rauð jól í ár þó einstaka él hér og þar geti breytt því. Það spáir hæglætis veðri og góðri færð um allt land fram yfir jól."} {"year":"2021","id":"31","intro":"Laxar fiskeldi er langt komið með að rækta seiði sem það hefur sem stendur ekki leyfi til að setja í sjókvíar í Reyðarfirði. Fyrirtækið vonast til að endurheimta leyfið fljótlega.","main":"Forsvarsmenn Laxa fiskeldis í Reyðarfirði vona að ógilding starfsleyfis fyrir aukið eldi í firðinum trufli ekki áform um seiðaútsetningu í vor. Fyritækið er langt komið með að rækta seiðin.\nLaxar voru með 6 þúsund tonna starfsleyfi í Reyðarfirði og sáu fram á mikla aukningu eftir að Umhverfisstofnun veitti þeim leyfi fyrir 10 þúsund tonna aukningu. Náttúruverndarsamtök og veiðifélög kærðu viðbótina til úrskurðarnefndar umhverfis- að auðlindamála sem felldi hana úr gildi 14. desember. Nefndin taldi verulegan ágalla að umhverfismat áætlana hefði ekki farið fram. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa segir að í raun nái ógildingin aðeins til 7 þúsund tonna af 10 þúsund tonna viðbótinni þar sem 3 þúsund tonn voru hluti af eldri umsókn. Fyrirtækið hafi þó verið byrjað að undirbúa stækkunina.\nVið erum í rauninni byrjaðir að rækta seiðin. Það tekur eitt og hálft til tvö ár að skipuleggja seiðaútsetningar. Við fengum þetta leyfi fyrir löngu síðan, fyrir einu og hálfu til tveimur árum síðan þannig að við erum í rauninni bara núna að vinna í því að endurnýja starfsleyfið og ég vona að það klárist á fyrstu vikum nýs árs. Þannig að þá ætti allt að vera í lagi þegar við síðan byrjum að setja seiðin út í júní á næsta ári. (En getur ekki tekið talsverðan tíma að gera þetta umhverfismat áætlana og allskyns kærufrestir í því?) Það var byrjað á þesari vinnu núna síðsumars í haust og auglýsingafresturinn á umhverfismat áætlana hjá Ráðuneytinu og Hafró rann út núna 8. eða 9. desember þannig að það er bara verið að vinna úr umsögnum skilst mér sem komu í tengingu við það þannig að vonandi verður hægt að halda þessu ferli áfram og klára þeta ferli núna í byrjun nýs árs.","summary":"Laxar fiskeldi er langt komið með að rækta seiði sem það hefur sem stendur ekki leyfi til að setja í sjókvíar í Reyðarfirði. Fyrirtækið vonast til að endurheimta leyfið fljótlega."} {"year":"2021","id":"31","intro":"Olíuverkið Fjölnismenn eftir Jóhannes S. Kjarval seldist á metverði, 10,8 milljónir í gærkvöld, hjá uppboðshúsinu Fold. Verkið hefur fjórfaldast í verði síðan það var síðast selt fyrir nokkrum árum.","main":"Fold uppboðshús stóð fyrir vefuppboði í gærkvöld. Meðal verka var olíuverkið Fjölnismenn eftir Kjarval sem var upphaflega í eigu Ragnars í Smára. Mikill áhugi var fyrir verkinu og buðu þátttakendur í það fram á síðustu mínútu. Það seldist á metverði, 10,8 milljónir, þegar öll gjöld eru tekin með. Á verkinu má sjá höfuð mannanna fjögurra sem stóðu að tímaritinu Fjölni í Kaupmannahöfn. Verkið seldist í Danmörku fyrir nokkrum árum á 2,5 milljónir og hefur verð þess því fjórfaldast á stuttum tíma. Jóhann Ágúst Hansen, uppboðshaldari, segir að uppgangur hafi orðið í verkum Kjarvals að undanförnu.\nfyrir utan að það er svolitill uppgangur með verk Kjarvals núna.\nAukning hefur orðið á sölu frá upphafi covidfaraldursins. Mörg met voru slegin á uppboði gærkvöldsins. Jóhann telur það vera vegna þess að fólk verji nú meiri tíma heima hjá sér en áður.\nég held að það sé, hafi svoldið að segja, það eyðir meiri tíma heima hjá sér og er að hugsa meira um heimili sitt og nærumhverfi sitt heldur en skíðaferðir.","summary":null} {"year":"2021","id":"31","intro":"Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, tilkynnir í dag hvaða leikmenn fara á Evrópumótið í janúar. 20 leikmenn halda á EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu.","main":"Guðmundur Guðmundsson valdi 35 manna æfingahóp í byrjun desember en nú þegar hafa nokkrir leikmenn heltst úr lestinni. Arnór Þór Gunnarsson, sem var fyrirliði Íslands á HM í janúar og leikmaður Bergischer í Þýskalandi, greindi frá því fyrr í mánuðinum að hann gæfi ekki lengur kost á sér í landsliðið nema í neyð og þá sleit Hákon Daði Styrmisson, leikmaður Gummersbach, krossband í síðustu viku. Þá er óvíst hvort Haukur Þrastarson, sem spilar með Kielce í Póllandi, sé leikfær vegna meiðsla. Íslenska liðið kemur saman til æfinga hér á landi strax í upphafi nýs árs. Ísland mætir Litáum í tveimur vináttuleikjum á Ásvöllum 7. og 9. janúar og mun liðið svo í framhaldinu halda til Ungverjalands. Riðill Íslands verður spilaður í Búdapest. Ísland mætir Portúgal 14. janúar, Hollandi 16. janúar og Ungverjalandi 18. janúar. Tvö efstu liðin í riðlinum komast áfram í milliriðil sem verður einnig leikinn í Búdapest. Blaðamannafundur HSÍ hefst klukkan eitt og verður í beinu streymi á RÚV.is.\n8-liða úrslit enska deildabikarsins hefjast í kvöld og er einn leikur á dagskrá, leikur Arsenal og Sunderland. Sunderland leikur í þriðju efstu deild á Englandi en á leið sinni í 8-liða úrslitin er liðið búið að slá út Blackpool, Wigan og Queens Park Rangers. Arsenal sló út West Bromwich Albion, Wimbledon og Leeds United. Á morgun verða svo seinni þrír leikirnir spilaðir. Þar mætast Brentford og Chelsea, Liverpool og Leicester og Tottenham og West Ham.","summary":"Það kemur í ljós í dag hvaða 20 leikmenn fara á Evrópumótið í handbolta í janúar. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, kynnir hópinn klukkan eitt. "} {"year":"2021","id":"31","intro":"Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í borgarstjórnarkosningunum í vor. Eyþór segir persónulegar ástæður liggja að baki, ekki pólitískar.","main":"Eyþór greindi frá ákvörðuninni á Facebook-síðu sinni í gærkvöld. Það stefndi í oddvitaslag innan Sjálfstæðisflokksins eftir að Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi tilkynnti fyrr í mánuðinum að hún stefndi á efsta sætið í vor. Hann segir ákvörðunina tekna óháð því með hvaða hætti sjálfstæðismenn velja á framboðslista í vor en hann hafi viljað greina frá ákvörðuninni áður en stillt verði á lista. Eyþór segist ekki óttast niðurstöður prófkjörs. Ákvörðunin sé fyrst og fremst persónuleg.\nþetta er bara persónuleg ákvörðun sem ég held að þetta sé bara rétt og skynsamleg fyrir mig og mína. Þetta er löng kosningabarátta sem er framundan og þegar ég fann í hjartanu að þetta væri rétt ákvörðun þá ákvað ég að segja strax frá því, ekki bíða yfir jólin.\nEyþór kveðst gegna skyldum sínum út kjörtímabilið áður en hann kveður stjórnmálin að sinni. Eyþór segist ganga sáttur frá borði en nú muni hann snúa sér að fjölskyldunni og hugðarefnum. Hann segir að hann hafi ekki kannað fylgi við sig áður en hann tók þessa ákvörðun.\nég er mjög sáttur við þetta kjörtímabil og samstarfið við mitt fólk og aðra. Og borgin er enn spennandi verkefni. Það er einfaldlega þannig að maður verður að vega og meta hvað maður á að gera og ég met það þannig að fjölskyldan og það sem stendur manni næst verður að vera í forgangi.","summary":"Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í borgarstjórnarkosningunum í vor. "} {"year":"2021","id":"31","intro":"Búast má við að fjöldi kórónuveirusmita muni tvöfaldast á tveimur til þremur dögum eftir að omíkron-afbrigði veirunnar verður ráðandi. Helmingur af þeim rúmlega 300 smitum sem greindust í gær voru af því afbrigði. Líftölfræðingur segir fjölgun smita í veldisvísisvexti.","main":"Thor Aspelund prófessor í líftölfræði birti í morgun skýringarmynd á Facebook-síðu sinni, en þar er spáð hugsanlegri fjölgun kórónuveirusmita hér á landi. Nú er svokallaður tvöföldunartími, það er þeir dagar sem tekur fjölda smita að tvöfaldast 6,5, sem þýðir að smitfjöldinn tvöfaldast á tæpri viku. Thor spáir að þessi tími verði æ skemmri eftir því sem fleiri smit af omíkron afbrigðinu greinast.\nDelta-afbrigði kórónuveirunnar er enn ráðandi hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu sem raðgreinir þau sýni sem greinast jákvæð, var helmingur þeirra 313 smita sem greindust í gær af omíkron afbrigðinu, daginn áður var hlutfall þess þriðjungur jákvæðra sýna. Þetta þýðir að omíkron er að sækja á.\nEf þetta gengur eftir þá erum við að fara úr 300 í 600 á innan við viku. Það er svolítið hratt.\nÞetta er vanmat á omíkron. Þetta er ennþá blanda og tvöföldunartími omíkron, síðast þegar ég vissi, var tveir til þrír dagar. Hálf vika.\nThor segir að tvöföldunartíminn hafi styst mikið síðan um miðjan september:\nHvað liðu margir dagar frá því að við vorum að greina 50 smit á dag upp í 100? Það liðu þrjár vikur.","summary":"Helmingur þeirra kórónuveirusmita sem greindust í gær var af omíkron afbrigði veirunnar. Ljóst er að afbrigðið er að taka yfir að mati líftölfræðings sem spáir því að fjöldi smita muni senn tvöfaldast á tveimur til þremur dögum."} {"year":"2021","id":"32","intro":"Tvö hundruð og tuttugu smit greindust innanlands eftir sýnatökur gærdagsins. Þá voru átján smit á landamærunum. Einn lést af völdum veirunnar á Landspítalanum á laugardag. Sóttvarnalæknir leggur til ný fjöldatakmörk í minnisblaði sem hann skilaði heilbrigðisráðherra í morgun. Ráðherra greinir frá sóttvarnaaðgerðum að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun.","main":"Már Kristjánsson, smitsjúkdómalæknir á Landspítala var svartsýnn á horfurnar í viðtali við Morgunútvarpið á Rás 2 í morgun. Smitum hafi fjölgað hér mjög og hlutfall smitaðra í sýnatökum hefur aldrei verið hærra. Ellefu liggja á spítalanum með veiruna og tveir þeirra á bráðamóttöku.\nÞannig að ef við leggjum þetta allt saman og áætlum að við verðum í einhverjum líkum leik og Danir og Norðmenn, þá getum við búist við að sjá allt að 600 tilfelli á dag. Eftir 5-7 daga getum við farið að búast við sex innlögnum á dag. Svo þarf hver og einn að liggja inni í nokkra daga, margir upp undir viku eða á aðra viku. Þá er þetta svo fljótt að safnast upp. Þetta væri í sjálfu sér allt í lagi, ef við værum vel stödd á sjúkrahúsinu en það erum við alls ekki.\nen það erum við alls ekki.\nHeilbrigðisráðherra fékk í morgun í hendurnar nýtt minnisblað frá sóttvarnalækni. Þær tillögur verða ræddar á fjarfundi ráðherranefndar klukkan þrjú. Að loknum ríkisstjórnarfundi á morgun mun ráðherra greina frá því til hvaða sóttvarnaaðgerða verður gripið.\nÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikil hreyfing hafi verið á fólki og margir viðburðir.\nViðbúið sé að þróunin verði svipuð hér og í Danmörku.\nÞórólfur vill ekki greina frá innihaldi minnisblaðsins en segir ekki mikinn tíma til stefnu.\nÞað er alveg rétt að ef á að grípa á til aðgerða þarf það að gerast eins fljótt og hægt er.\nHann hvetur fólk til þess að hitta eins fáa og unnt er um jólin. Ekki er þó getið um jólakúlur í minnisblaðinu.\nÞað er ekkert um jólakúlur sérstaklega en auðvitað er ég með eitthvað um fjöldamörk.","summary":null} {"year":"2021","id":"32","intro":"Joe Biden, Bandaríkjaforseti, varð fyrir áfalli í gær þegar samflokksmaður hans Joe Manchin tilkynnti að hann myndi ekki styðja innviðafrumvarp forsetans.","main":"Frumvarpið er hornsteinninn í efnahagsstefnu forsetans en það kveður á um einnar komma níu (1,9 trillion dollars) billjóna dollara fjárfestingu í innviði, heilbrigðis- og menntamál, og aðgerðir vegna loftlagsmála. Fulltrúadeildin, sem að meirihluta er skipuð Demókrötum, samþykkti frumvarpið i nóvember og er það nú í meðförum öldungadeildarinnar. Þar vandast málið fyrir Biden því þar eru hlutföllin jöfn. Þegar svo ber undir er það alla jafna atkvæði varaforsetans sem ræður úrslitum.\nÖldungadeildarþingmaður Demókrata í Vestur-Virginíu, Joe Manchin, hefur hins vegar reynst samflokksmönnum sínum afar erfiður. Hann er mjög íhaldssamur og á það til að snúast á sveif með Repúblikönum, líkt og hann gerði í gær.\nBiden og starfslið hans höfðu unnið ötullega að því að fá Manchin til að styðja frumvarpið en forsetanum og öðrum að óvörum steig hann fram á Fox sjónvarpsstöðinni í gær, sagðist ekki geta stutt frumvarpið og bar því við að það myndi steypa ríkissjóði í skuldir. Eins og Demókrötum hafi ekki þótt nógu slæmt að Manchin hafi hlaupist undir merkjum, þá þykir það enn verra að hann hafi tilkynnt það á Fox, stöð sem er afar höll undir Repúblikana.\nTalsmaður Bidens brást illa við tíðindunum og sagði forsetann hafa verið í viðræðum við þingmanninn í góðri trú. Til hafi staðið að halda þeim viðræðum áfram og því séu sinnaskipti Manchins óskiljanleg. Forsetinn hafi þó ekki gefið upp alla von um að sannfæra Manchin um að styðja frumvarpið.","summary":"Joe Biden virðist ætla að mistakast að koma innviðafrumvarpi sínu í gegnum öldungadeildina eftir að samflokksmaður hans í Vestur-Virginíu kvaðst ekki styðja frumvarpið. "} {"year":"2021","id":"32","intro":"Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er enn og aftur kominn í vandræði vegna meintra brota á sóttvarnarreglum. Bresk dagblöð birtu í morgun mynd sem sýnir garðveislu í Downingstræti 10 frá þeim tíma sem samkomutakmarkanir voru hvað harðastar.","main":"Boris Johnson hefur verið undir miklum þrýstingi eftir að upp komst að starfslið hans hafði efnt til vinnustaðafagnaðar fyrir síðustu jól, þrátt fyrir strangar samkomutakmarkanir. Í dag birtust svo myndir úr bakgarði Downingsstrætis 10 sem tekin var í maí í fyrra. Myndin sýnir Boris, eiginkonu hans og 17 aðra úr starfsliði hans í bakgarði bústaðarins og er boðið upp á vín og osta. Á þessum tíma voru strangar samkomutakmarkanir í gildi.\nTalsmaður forsætisráðherrans segir að um vinnufund hafi verið að ræða og að slíkir útifundir hafi verið haldnir reglulega yfir sumartímann.\nOmíkron-afbrigðið dreifist nú hratt um Bretland og greinist metfjöldi smita dag eftir dag. Bresk stjórnvöld hafa fram til þessa ekki viljað koma á hörðum samkomutakmörkunum en heilbrigðisráðherrann Sajid Javid hefur þó sagt að nýjar reglur kunni að taka gildi fyrir jól. Vísindamenn hafa hvatt stjórnvöld til að grípa til aðgerða en heimildir Telegraph herma að innan ríkisstjórnarinnar sé töluverð andstaða við hertar aðgerðir.","summary":"Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er enn og aftur sakaður um að hafa farið á svig við sóttvarnareglur eftir að myndir birtust af honum og starfsliði hans í bakgarði Downingstrætis 10. "} {"year":"2021","id":"32","intro":"Japanski auðkýfingurinn Yusaku Maezawa og Yozo Hirano aðstoðarmaður hans lentu á steppum Kasakstan í nótt eftir tólf daga dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni.","main":"Þar dvöldu ferðalangarnir ásamt sjö manna áhöfn geimstöðvarinnar sem leggur stund á margvíslegar vísindarannsóknir. Maezawa dundaði sér hins vegar við að taka upp myndbönd af hversdagslegum athöfnum á borð við að bursta tennur og bregða sér á klósettið. Eins sýndi hann vandkvæði við að neyta matar, hvernig geimfarar sofa og hvernig best væri að drekka te í geimnum.\nRússneski geimfarinn Alexander Misurkin fylgir Japönunum til jarðar en ferð Japananna batt enda á rúmlega áratugarlangt hlé á ferðum Rússa með geimferðalanga. Þeir félagarnir eru fyrstu Japanarnir úr hópi almennra borgara til að halda út í geim frá því að blaðamaðurinn Toyohiro Akiyama heimsótti sovésku Mir-geimstöðina árið 1990.\nJeff Bezos eigandi Blue Origin geimferðafyrirtækisins fór tvisvar út fyrir heiðhvolfið á árinu. Hann tók meðal annarra með sér bandaríska leikarann William Shatner. Milljarðamæringurinn Richard Branson skaust einnig út fyrir heiðhvolfið og fjórir almennir borgarar fóru á vegum SpaceX í þriggja daga ferð um sporbaug í september síðastliðnum.\nEkki liggur fyrir hvað farmiði út í geim getur kostað almenna borgara geimferðafyrirtækið Space Adventures áætlar að verðið hlaupi á 60 til 70 milljónum Bandaríkjadala fyrir hverja ferð.","summary":null} {"year":"2021","id":"32","intro":"Sex varamenn tóku sæti á Alþingi í dag eftir að jafnmargir þingmenn fóru í einangrun vegn covid-smits. Þingmennirnir nýju sögðust hafa haft aðrar áætlanir um jólin, en ætla að mæta galvaskir til að afgreiða fjárlög og fleira sem þarf að klára fyrir áramót.","main":"Allur þingflokkur Viðreisnar er smitaður af kóróunuveirunni og því mikil breyting þar. Af þeim fimm þingmönnum sem tóku sæti á Alþingi í dag hefur aðeins einn, Jón Steindór Valdimarsson, setið á þingi áður. Oddný G, Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar er einnig með covid og því tók Viktor Stefán Pálsson sæti hennar. Þingfundurinn í morgun var sérstakur því aðeins nýju þingmennirnir tóku þátt í honum og aðeins eitt mál var á dagskrá; undirritun þeirra á drengskaparheiti að stjórnarskránni. Óhætt er að segja að þingmennsku sexmenninganna hafi borið brátt að.\nÞetta var svolítið sjokk svona fyrst en maður bara brettir upp ermarnar og leggur í hann, við erum tilbúin.\nÞú hefur væntanlega verið með aðrar áætlanir á þessum tíma?\nHeldur betur. Ég var á leiðinni í jólafrí en það verður ekkert jólafrí þetta árið.\nNei, nei ég ætlaði að vera heima.\nNú eru stór mál sem þarf að afgreiða á skömmum tíma, klár í slaginn?\nSegir Elín Anna Gísladóttir sem kemur á þing fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Þórunn Wolfram Pétursdóttir kemur inn fyrir Guðbrand Einarsson. Hún segir þingmennskuna leggjast mjög vel í sig þótt hún hefði gjarnan vilja koma inn af öðrum ástæðum. Hún hefur ekki áhyggjur af reynsluleysi nýliðanna.\nÞað er allt nýtt fólk, sannarlega, en líka mjög gott fólk í góðu sambandi við aðalmennina, sem að eru eins og þú segir úti núna, en við vinnum saman sem ein heild.\nÞú hefur væntanlega verið með önnur plön?\nJá, reyndar eins og líklega flestir. Ég var búin að skipuleggja vinnuna mína þannig að nýta jólafrístíma, nota gamla sumarfríið síðan í sumar. En það er bara allt í lagi, það bara bíður.\nThomas Möller, sem kemur inn fyrir Sigmar Guðmundsson, segir að þótt þingmennskuna hafi borið brátt að hafi Viðreisnarfólk verið að undirbúa sig fyrir margs konar verkefni. Hann hefur ekki áhyggjur af því þeim sé hent beint í djúpu laugina.\nOkkar verkefni er að veita þessari ríkisstjórn öflugt aðhald og veitir ekki af, sýnist mér.\nÞú hefur væntanlega verið með aðrar áætlanir en að standa hér í dag?\nJá, það var reyndar. En maður er fljótur að breyta um gír og ég hlakka mikið til næstu daga og lít á það sem mikinn heiður að fá að starfa hér innan þessara veggja í einhvern tíma.\nBúinn að renna yfir það og skoða það og það er margt sem þarf að gera athugasemdir við.\nFyrir Hönnu Katrínu Friðriksson tekur sæti Daði Már Kristófersson. Hann segist tilbúinn og veiran hafi sýnt margoft að allir þurfi að vera tilbúnir til verka fyrirvaralaust. Hópurinn sé vel í stakk búinn að koma svona inn og beint í stór mál sem afgreiða þarf fljótt.\nSem betur fer þá er Viðreisn samheldinn flokkur, við höfum átt samtal um þessi mál öll, en það er alveg ljóst að við sitjum ekki auðum höndum, það verður lítið um jólabakstur þessi jólin.\nÞú hefur væntanlega verið með aðrar áætlanir fyrir nokkrum dögum?\nJá, ég ætlaði frekar að vera að baka en að lesa fjárlagafrumvarpið, en það er bara svona, svona er lífið.\nBirgir Ármannson forseti Alþingis segir að þingmálum verði fækkað eins og unnt er. Nefndarfundir eru í dag, en næsti þingfundur er á morgun.","summary":null} {"year":"2021","id":"32","intro":"Noregur á þrjá fulltrúa í úrvalsliði HM kvenna í handbolta. Liðið fagnaði fjórða heimsmeistaratitlinum í gær, þeim þriðja undir stjórn Þóris Hergeirssonar.","main":"Noregur vann Ólympíumeistara Frakklands með fimm marka mun, 27-22, í úrslitaleiknum í gær. Noregur fór því taplaust í gegnum heimsmeistaramótið en þetta er í fjórða sinn sem þær norsku vinna gullverðlaun á HM. Þórir Hergeirsson hefur verið aðalþjálfari Noregs frá árinu 2009. Hann hefur nú unnið 13 verðlaun með norska liðið, þar af átta gullverðlaun. Þrisvar hefur hann unnið gull á HM, fjórum sinnum á EM og einu sinni á Ólympíuleikum. Eftir úrslitaleikinn í gær var úrvalslið mótsins kynnt en þar eru þrír leikmenn úr röðum Noregs. Norski línumaðurinn Kari Brattset Dale var valin besti leikmaður mótsins og þá eru skytturnar Nora Mörk og Henny Reistad einnig í úrvalsliðinu. Frakkar, sem fengu silfur, eiga sömuleiðis þrjá fulltrúa í liðinu og Danmörk og Svíþjóð eiga einn hvort.\nSundkonan Jóhanna Elín Guðmundsdóttir hefur lokið keppni á HM í sundi í 25 metra laug í Abú Dabí. Jóhanna synti í undanrásum í morgun. Hún synti á 25,25 sekúndum sem er alveg við hennar besta tíma sem er 25,08 sekúndur. Hún hafnaði í 34. sæti af 89 keppendum.\nHandboltamaðurinn Hákon Daði Styrmisson sleit krossband á æfingu hjá þýska liðinu Gummersbach fyrir helgi. Frá þessu greinir Handbolti.is í dag en um málið var rætt í hlaðvarpsþættinum Leikhléið. Hákon Daði mun því ekki leika meira með Gummersbach á þessari leiktíð en hann hefur spilað með þýska liðinu frá því í fyrra. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach. Hákon Daði var einn þeirra 35 sem voru á lista yfir möguleika leikmenn fyrir EM í handbolta í janúar.","summary":"Norska kvennalandsliðið varð í gær heimsmeistari í handbolta undir stjórn Þóris Hergeirssonar. "} {"year":"2021","id":"33","intro":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir kórónuveirufaraldurinn í veldisvexti. Sjö daga nýgengi hefur ekki verið hærra frá upphafi faraldursins og tveir þriðju þeirra 209 sem greindust í gær voru utan sóttkvíar. Núgildandi innanlandsaðgerðir renna út á miðvikudaginn, hann vinnur nú að nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra og segist hugsanlega leggja til að þær taki gildi fyrr.","main":"Við erum að sjá veldisvöxt núna, við erum að sjá omíkron afbrigðið hjá æ fleiri\nHvað hafa margir greinst með omíkron afbrigðið hér á landi? \u001eSíðustu töur í gær voru eitthvað um 160 manns, en ég held að það eigi eftir að greinast til munamiklu fleiri.\n209 kórónuveirusmit greindust í gær, þar af 200 innanlands og um þriðjungur var í sóttkví sem er lægra en undanfarið. Hátt í 1.300 kórónuveirusmit hafa greinst undanfarna viku og Þórólfur segir að sjö daga nýgengi, sem er fjöldi smita á hverja 100.000 íbúa, hafi aldrei verið hærra.\nMeðaltal síðustu sjö dagaer það hæsta sem við höfum séð frá því að faraldurinn byrjaði.\nÞórólfur vinnur nú að nýjum tillögum um sóttvarnaaðgerðir innanlands til heilbrigðisráðherra, þær muni hugsanlega taka gildi áður en nuv reglugerð rennur út en vill ekki gefa upp í hverju þær felast:\nÉg er ekkert að tala um það fyrirfram og tel fyllstu ástæðu til að stjórnvöld og ráðherra fái að fjalla um það og skoða það áður en það verður farið að gera það opinbert. En auðvitað verður að taka tillit til stöðunnar og ég reyni að gera það faglega og á faglegan máta með tilliti til stöðunnar eins og hún er og þeirrar þróunar sem virðist blasa við. Þannig að ég reyni að taka mið af því.","summary":"Sóttvarnalæknir segir að kórónuveirufaraldurinn sé í veldisvexti. Nýgengi smita hefur aldrei verið hærra. Hann vinnur að nýjum tillögum til heilbrigðisráðherra og leggur hugsanlega til að þær taki gildi áður en núgildandi aðgerðir renna út á miðvikudaginn"} {"year":"2021","id":"33","intro":"David Frost, ráðherra Brexit-mála, hefur sagt skilið við ríkisstjórn Borisar Johnson. Aukinnar óánægju gegnir innan Íhaldsflokksins um embættisfærslur forsætisráðherrans og Verkamannaflokkurinn sækir í sig veðrið í skoðanakönnunum.","main":"David Frost var aðalsamningamaður Breta við Evrópusambandið í aðdraganda útgöngu þeirra úr sambandinu. Hann hefur undanfarið unnið af kappi að áframhaldandi samningagerð og reynt að leysa hnúta í málefnum Norður-Írlands.\nÁstæða afsagnarinnar er sögð vera óánægja hans með pólítíska stefnu stjórnarinnar og ekki síst áætlanir um hertar reglur vegna faraldursins, sem þingmenn Íhaldsflokksins hafa gagnrýnt í meira mæli undanfarið.\nHundrað þingmenn flokksins greiddu einmitt í vikunni atkvæði gegn stjórnarfrumvarpi um hertar sóttvarnir. Á sama tíma greinist metfjöldi smita í landinu, tæplega níutíu þúsund í gær, þar af um tíu þúsund af Omíkrón-afbrigðinu. Sajid Javid, heilbrigðisráðherra Breta, ræddi við Sky fréttastöðina í morgun og sagði enga ánægju hafa af því að skerða frelsi fólks en að það ætti að vera öllum ljóst hvers vegna grípa þyrfti til aðgerða.\nI didn't come into the government to restrict freedoms of people, but I think people understand why we presented that action to Parliament.\nUm fimm þúsund manns komu saman í Lundúnum í gær til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum og sló í brýnu milli lögreglu og mótmælenda. Óhætt er að segja að vikan hafi verið Boris Johnson erfið, Íhaldsmenn töpuðu kosningum í Norður Shropskíri í fyrsta sinn í nær tvær aldir og þá hefur Johnson verið harðlega gagnrýndur vegna sóttvarnarbrota í Downingstræti 10 um síðustu jól. Yfirvofandi skattahækkanir og aukin verðbólga hefur einnig haft áhrif á vinsældir forsætisráðherrans og hefur Verkamannaflokkurinn sótt í sig veðrið í nýlegum skoðanakönnunum. Kier Starmer, formaður flokksins, segir blasa við að Boris Johnson geti ekki leitt bresku þjóðina í gegnum faraldurinn.\nWe can`t go on with a Prime Minister who is too weak to lead.","summary":"David Frost, ráðherra Brexit-mála, hefur sagt skilið við ríkisstjórn Borisar Johnson vegna óánægju með hertar sóttvarnareglur í landinu. Verkamannaflokkurinn sækir í sig veðrið í skoðanakönnunum"} {"year":"2021","id":"33","intro":"Mannlaust tveggja hæða íbúðarhús brann í norska bænum Ask í Gjerdrum í nótt. Húsið stendur innan þess svæðis þar sem jarðfall varð 30. desember á síðasta ári og bæjarstjórinn segir brunann ýfa upp óþægilegar minningar.","main":"Enginn hefur búið á svæðinu næst jarðfallinu frá því það hreyf með sér níu hús og varð tíu að bana. Engin hætta var á að eldurinn breiddist yfir í nærliggjandi hús en slökkvilið réði niðurlögum hans klukkan tvö í nótt að staðartíma.\nVegna hættu á jarðfalli var erfitt fyrir slökkvilið að athafna sig og því var notast við vélmenni og vatni sprautað á húsið úr fjarlægð. Finn Håvard Aas talsmaður lögreglunnar segir upptök eldsins ekki liggja fyrir en ekkert rafmagn er á húsinu. Reynt verði að rannsaka það frekar sem þó geti orðið vandasamt vegna staðsetningar hússins. Anders Østensen bæjarstjóri segir í samtali við norska ríkisútvarpið að dyr Menningarhúsins í bænum hafi staðið íbúum opnar því lítið þurfi til að vekja þeim ugg í brjósti.\nHann segir að allmargir hafi þegar leitað þangað og að bæjarstjórnin ætli að mæta frekar þörfum bæjarbúa næstu daga. Þess verður minnst með ýmsum hætti í Gjerdrum þegar ár verður liðið frá jarðfallinu, menningarhúsið verður opið auk viðburða utandyra í samræmi við sóttvarnarreglur. Eins verða haldnir tónleikar sem aðgengilegir verða á netinu. Sömuleiðis eru íbúar hvattir til að kveikja á kertum og hengja upp hjörtu til minningar um atburðinn og hin látnu.","summary":null} {"year":"2021","id":"33","intro":"Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar segir niðurstöðu Landsréttar í Geirfinnsmáli í máli Tryggva Rúnars áfall. Afkomendur hans íhuga að fara áfram með málið fyrir dómstólum og jafnvel til Mannréttindadómstóls Evrópu.","main":"Afkomendur Tryggva Rúnars Leifssonar telja niðurstöðu Landsréttar hvað þau snertir mikil vonbrigði\nÞau skoða leiðir til að halda áfram með málið og jafnvel að fara með það allt til Mannréttindadómstóls Evrópu.\nVið erum enn liggjum enn undir feldi að hugsa málið en þetta var töluvert sjokk og högg fyrir okkur að hafa þetta svona sérstaklega í ljósi þess að forsætisráðherra var búinn að tala um að gæta þyrfti hófs og að það yrði að gæta sanngirni á milli fólks og afkomenda.\nSegir Kristína Anna Tryggvadóttir dóttir Tryggva Rúnars eins sakborninga í Geirfinnsmálinu. Hún segir málið allt með miklum ólíkindum. Jafnvel þurfi að fara með málið allt til mannréttindadómstólsins til að ríkið viðurkenni sök í Geirfinnsmálinu.\nAlveg bara hræðilegt frá a til ö alls staðar þar sem maður stígur niður þá er pottur brotinn og eiginlega verst að þegar við sem samfélag erum komin á þann stað að við ættum að geta lagað til í svona hlutum í ljósi sögunnar en svo virðist það ekki vera. Þetta heldur eiginlega bara áfram að vera vont.\nKristín Anna segir málið ekki snúast fyrst og fremst um bætur heldur\nVið höfum verið að sækjast sérstaklega eftir því að íslenska ríkið viðurkenni sök í málinu. Varpi ekki sök á aðra sem tengjast þessu máli. Viðurkenni pyntingar frelsissviptingu og annað og það höfum við ekki fengið.","summary":"Dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar segir niðurstöðu Landsréttar í Geirfinnsmáli í máli Tryggva Rúnars áfall. Afkomendur hans íhuga að fara áfram með málið fyrir dómstólum og jafnvel til Mannréttindadómstóls Evrópu."} {"year":"2021","id":"33","intro":"Ólögleg samkvæmi, óstýrilátir tónleikagestir og dansandi fólk var á meðal þess sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af í nótt. Grunur leikur á um að minnsta kosti þrjú brot á sóttvarnarlögum.","main":"Fólk var að dansa, það þurfti að taka á því. Þetta segir aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu eftir annasama nótt í borginni, þar sem lögreglumenn áttu fullt í fangi með að framfylgja sóttvarnarreglum.\nSkemmtanalífið ber þess keim að jólafrí eru víða hafin í framhaldsskólum og háskólum og að fólk sé orðið langþreytt á samkomutakmörkunum. Þetta segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt dagbók lögreglunnar gistu sex í fangageymslum lögreglunnar. Lögreglan var með eftirlit á öldurhúsum og tónleikastöðum í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og gerði nokkrar athugasemdir þar.\nÞetta var öll flóran, það voru fleiri mál en þetta. En við vorum með t.d. dyraverði sem voru ekki með réttindi. Við vorum með stað þar sem reglurnar segja til um núna að ef þú ferð inn á bar þá áttu að sitja við borð og það á að koma með áfengið til þín. Það er þjónn sem á að sjá um það. Þarna voru allir standandi, menn voru á barnum sjálfir. Fólk var að dansa, það þurfti að taka á því. Svo var staður sem var með útrunnið starfsleyfi. Starfsmaður þar eða einhver sagðist vera með einkasamkvæmi. Sökum ölvunar var truflað okkur við störf, vildi ekki vísa fólki út. Þá þurfti að handtaka hann og fara með hann út á stöð og rýma svo staðinn sjálfir. Svo vorum við með eftirlit með þessum tónleikum, bæði í höllinni og Háskólabíói í gær.\nÍ Háskólabíó fóru fram tónleikar þar sem gestir áttu erfitt með að fara eftir settum reglum.\nÞað var orðin tölverð ölvun þarna þegar fólkið var að mæta og einhverjir áttu erfitt með að vera með grímur meðan á tónleikunum stóð. sem er oft þannig að þegar fólk er orðið ölvað þá er erfitt að fara að fyrirmælum. En svo á tónleikum þá eiga menn að vera í sitthvoru hólfinu, menn eiga að sitja, menn eiga að vera með grímur, það á ekki að vera að selja áfengi, ekki vera með hlé. Þessir hlutir sem maður þarf að fylgjast með. Sama með barina, ef þú ferð á barinn þá áttu að sitja við borð og það á að koma þjónn og hann á að taka pöntun og koma svo með áfengið á borðið. ÞAð á ekki að vera að dansa, og ekki vera að fara á barinn sjálft. Sumir eiga bara erfiðara með að hlýða þessu þá þurfum við aðeins að ýta á fólk.","summary":"Ólögleg samkvæmi, óstýrilátir tónleikagestir og dansandi fólk var á meðal þess sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af í nótt. Grunur leikur á um að minnsta kosti þrjú brot á sóttvarnarlögum."} {"year":"2021","id":"33","intro":"Mikið álag er á rakningarteymi Almannavarna sem hefur þurft að bæta við starfsfólki. Yfirlögregluþjónn segir alvarlega stöðu komna upp. Sýni eru greind á Veirufræðideild Landspítala allan sólarhringinn.","main":"Við erum að sjá það núna þegar tölurnar eru svona háar dag eftir dag eftir dag þá erum við með talsverðan hala á eftir okkur í rakningunni.\nSegir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Hann segir að í gær hafi hátt í 200 manns, sem höfðu greinst með covid, þurft að bíða í meira en sólarhring frá greiningu eftir símtali frá rakningarteyminu, en þar er fólk beðið um að rekja ferðir sínar undanfarna daga.\nVið eigum þá eftir að rekja það og finna út hvað margir frá því eiga að fara í sóttkví. Það er auðvitað mjög alvarlegt þegar staðan er orðin svona. En fólk sem hefur fengið tilkynninguna um að það sé greint, það getur alveg haft sjálft samband við þá sem það heldur að eigi að fara í sóttkví og segja fólki að fara varlega á meðan við erum að vinna þetta upp. En við munum síðan hafa samband og gera það með formlegum hætti.\nNú starfa um 30 í rakningateyminu, sem að sögn Víðis dugar engan veginn til:\nVið erum að gera okkar besta til að ná okkur niður og fjölga gríðarlega fólki hjá okkur.\nOg það er álag á fleiri vígstöðvum:\nVeirufræðideildin hjá Landspítalanum er að frá því eldsnemma á morgnana og fram á nótt. Svo setja þau keyrslu í gang þegar þau fara heim sem er tilbúin þegar þau mæta um nóttina þannig að vélarnar eru í gangi nánast allan sólarhringinn núna.","summary":"Rakningateymi Almannavarna hefur engan veginn undan því að rekja þann fjölda kórónuveirusmita sem nú greinast. Vélar Veirufræðideildar Landspítala eru í gangi nánast allan sólarhringinn við að greina sýni."} {"year":"2021","id":"33","intro":"Úrslitin á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta ráðast á Spáni í dag. Noregur undir stjórn Þóris Hergeirsson og Frakkland eigast við í úrslitum.","main":"Úrslitaleikurinn hefst klukkan hálffimm og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2. Bronsleikur Danmerkur og Spánar verður líka sýndur klukkan hálftvö. En úrslitaleikurinn verður sá tíundi sem Þórir Hergeirsson stýrir Noregi á stórmóti og sá tíundi sem Olivier Krumbholz stýrir Frökkum. Það segir því sitt um kvennalandslið þessara þjóða. Hve hátt þau hafa verið skrifuð síðustu árin og hve góðir þjálfararnir eru. Axel Stefánsson fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands þekkir vel til Þóris og norsks handbolta. Axel þjálfar í dag Storhamar í Noregi og norska B-landsliðið.","summary":null} {"year":"2021","id":"34","intro":"Vegagerðin á Norðurlandi varar við malbiksblæðingum á Þverárfjalli og Hámundarstaðahálsi. Eftirlit verður haft með vegaköflunum um helgina og er ökumönnum bent á að nota heldur aðrar leiðir ef hægt er.","main":"Heimir Gunnarsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni, segir að ökumenn um Þverárfjall og Hámundarstaðaháls þurfi að aka varlega vegna bikblæðinga. Aðallega hefur þetta áhrif á stærri bíla og hefur þeim sem eiga erindi um Þverárfjall verið bent á að aka frekar Vatnsskarðið.\nÞetta er kafli sem var tekinn fyrir seint í sumar, um 13. desember í fyrra fengum við miklar blæðingar. En það var þá eftir langan frostkafla og svo asahláka, en núna höfum við ekki verið að fá þesa miklu frostkafla þannig að þetta eru sennilega minni líkur á blæðingum.\nHeimir segir skemmdirnar á Þverárfjalli vera staðbundnar við nýuppgerða kaflann sem sé um 3-4 kílómetrar. Hversu stór kaflinn er á Hámundarstaðahálsi er ekki alveg ljóst.\nVið erum með eftirlit með öllum vegum í kvöld og um helgina til að fylgjast með þessu. Það er náttúrulega hláka núna. Þetta er erfiðasti tíminn varðandi bikblæðingar.","summary":null} {"year":"2021","id":"34","intro":"Verð á áburði til bænda hefur hækkað mikið frá því í fyrra. Tonn af áburði sem kostaði í fyrra um 57 þúsund krónur kostar í ár um 120 þúsund krónur, eða rúmlega tvöfalt meira.","main":"Sláturfélag Suðurlands kynnti í gær áburðarverð fyrir næsta ár en á hverju ári gefa fyrirtæki sem flytja inn tilbúinn áburð út verð til bænda. SS er fyrst fyrirtækja til að kynna verðskrá sína.\nHækkanirnar eru mismiklar en sumar tegundir eru rúmlega tvöfalt dýrari en í fyrra á hvert tonn. Í umsögn Bændasamtakanna um fjárlagafrumvarpið er áhyggjum lýst yfir vegna hækkandi áburðarverðs. Ástæðurnar fyrir hækkuninni eru sagðar margar en meðal annars er þaðrakið til hækkandi orkuverðs í Evrópu.Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtakanna segir hækkanirnar koma til vegna nokkra samverkandi þátta. Til að mynda flytja Rússar og Kínverjar minna út af áburði en áður.\nVið höfum svosem verið að undirbúa menn undir þessar hækkanir því við erum búnir að vera að horfa á það á haustdögum stefna í þessa átt þar sem virðist vera gríðarlega hátt orkuverð í hinni stóru Evrópu sem gerir þetta svolítið af verkum að þetta er að raungerast á þessum skala. Við höfum rætt það alveg frá því í haust að menn þurfi svolítið að nýta betur þá resourca sem þeir eiga, húsdýraáburð og annað og fá leiðbeiningar um áburðaráætlanir.\nSamtökin hafa fundað með Svandísi Svavarsdóttur landbúnaðarráðherra og lýst yfir áhyggjum af hækkandi verði. Til lengri tíma litið segir Gunnar að menn verði að vera opnir fyrir notkun á ýmsum öðrum næringargjöfum fyrir nytjaplöntur. Það hafi verið gleðilegt að heyra af áformum um að byggja áburðarverksmiðju í tengslum við orkugarð Austurlands á Reyðarfirði í vikunni.\nÉg er nú svo bjartsýnn að ég vona að þetta sé tímabundið covid\/orkuverð til lengri framtíðar en auðvitað þurfum við að leita fleiri lausna í áburðargjöf á Íslandi. Ég hef haft þá skoðun að íslendingar eiga að frameiða sinn áburð sjálfir. Auðvitað þurfum við að horfa til þess í loftslagstilliti hvernig við drögum úr áburðarnotkun. Þetta hvetur okkur enn og meira til dáða í því að leita annara lausna en að gera þetta með þessum hætti.","summary":null} {"year":"2021","id":"34","intro":"Gosstöðvarnar við Geldingadali eru mest vöktuðu gosstöðvar landsins að sögn hópstjóra Náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands. Lokum á goshrinunni er lýst yfir en ekkert fullyrt um goslok. kvika er enn undir yfirborðinu.","main":"Hraun hefur ekki runnið frá eldstöðinni við Fagradalsfjall í þrjá mánuði, svo vitað sé. Þensla er þó enn á svæðinu og þótt goshrinunni sé formlega lokið veigra sérfræðingar sér við því að lýsa alveg yfir goslokum. Náttúran sé óútreiknanleg.\nGoshrinan sem hófst nítjánda mars stóð í hálft ár. Allt virðist nú með kyrrum kjörum á Reykjanesi en það er þó einungis á yfirborðinu.\nÞað er svona spurning hvort að maður á að segja að það séu tímamót í dag. Það eru þrír mánuðir núna liðnir frá því að síðast sást til hrauns koma upp úr gígnum í Geldingadölum. Þetta er svona svolítið öðruvísi endir en td á Holuhraunsgosinu þar sem að við fylgdumst með því hvernig smám saman dró úr styrknum í gosinu og það var svona auðveldara að leggja mat á það hvenær gosinu væri lokið. Gosið sem hófst 19. mars það stóð yfir í 6 mánuði og síðast sást til hrauns 18. sept fyrir þremur mánuðum síðan . Því lauk mjög skyndilega. Við bjuggumst alveg eins við því að það kæmi eitthvað meira sem það gerði ekki en það sem við erum að sjá er að það er kvikuinnstreymi inn í jarðskorpuna á stóru svæði undir Fagradalsfjalli. Svo það er ekki alveg hægt að lýsa því yfir að það sé allt búið þarna. Vissulega má segja að þessum spretti sem hófst 19. mars er lokið en svo er bara spurning hvað gerist næst.\nEn þetta er best vaktaða svæðið á Íslandi í dag\nVarhugavert getur verið að fara inn á hraunbreiðuna við Geldingadali og að gígum. Hraun kólnar hægt. Yfirborð og gígar eru óstöðugir, hrun getur orðið eða sprungur myndast. Gasmengun getur einnig orðið á svæðinu.","summary":"Gosstöðvarnar við Geldingadali eru mest vöktuðu gosstöðvar landsins að sögn hópstjóra Náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands. Goshrinunni er formlega lokið, en ekkert fullyrt um goslok. Kvika leynist enn undir yfirborðinu."} {"year":"2021","id":"34","intro":"Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur ákveðið að falla frá breytingum á aðalskipulagi Oddeyrar sem heimilar háhýsi á svæðinu. Formaður skipulagsráðs segir niðurstöðuna vonbrigði.","main":"Verktakinn SS byggir kynnti hugmyndir haustið 2019 um að reist yrðu allt að ellefu hæða fjölbýlishús á Gránufélagsreit á Oddeyri. Í aðalskipulagi svæðisins var gert ráð fyrir allt að fjögurra hæða húsum. Vinna við að breyta aðalskipulagi, svo heimilt yrði að byggja allt að ellefu hæða fjölbýlishús á svæðinu fór af stað en málið varð strax mjög umdeilt. Eftir langa meðferð í kerfinu var ákveðið að fara í íbúakosningu þar kom fram að mikill meirihluti vildi lágreista byggð. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti svo á fundi sínum í vikunni að fara eftir íbúakosningu og falla frá breytingunni. Þórhallur Jónsson er formaður skipulagsráðs Akureyrarbæjar.\nFyrir mér eru þetta náttúrlega ákveðin vonbrigði, það verður bara að segjast eins og er því Oddeyrin er það svæði sem við höfum hvað mest tækifæri til að þétta byggð og nýta til uppbyggingar. Þarna áttum við tækifæri til að byggja svolítið hærra og búa til svolítið svona borgarbyggð á þetta, þó það séu ekkert allir sammála um að það eigi heima á Oddeyrinni.\n- En þetta mál endaði í íbúakosningu og þar virtist nokkuð skýr vilji fólks til þess að fara ekki svona hátt.\nAlgjörlega, hjá þeim sem að tóku þátt að þá voru bara 67% sem vildu ekki fara svona hátt en ég vill benda á það að þátttakan var heldur ekkert sérstök fyrir mína parta og ég get túlkað út úr þessu að 14% bæjarbúa voru á móti.\n-Nú er kosningar í vor, heldur þú að þetta verði áfram hitamál?-\nNei ég held sko að það sjái það fæstir að tækifærin liggja í að byggja upp Oddeyri, þetta er okkar 101.","summary":"Formaður skipulagsráðs Akureyrar segir það vonbrigði að bæjarstjórn hafi fylgt niðurstöðu íbúakosningar og ákveðið að falla frá tillögum um háhýsi á Oddeyri. Hann segir mikil tækifæri liggja í svæðinu."} {"year":"2021","id":"34","intro":"Þórir Hergeirsson er kominn með norska kvennalandsliðið í handbolta í tíunda sinn í úrslit á stórmóti. Þórir stýrði Noregi til sigurs í undanúrslitum heimsmeistaramótsins á Spáni í gærkvöld.","main":"Noregur mætti heimakonum í liði Spánar í undanúrslitum og eftir jafnan fyrri hálfleik, þar sem staðan var 11-11 sýndi norska liðið styrk sinn í seinni hálfleik. Frábær vörn og markvarsla lagði grunninn að sex marka sigri, 27-21. Þórir Hergeirsson, sem jafnan er kenndur við heimabæ sinn á Selfossi, hefur verið aðalþjálfari norska liðsins frá 2009. Hann hefur verið búsettur í Noregi frá 1986, en er með sterkar rætur til Íslands og kemur oft heim. Frá því Þórir tók við sem aðalþjálfari 2009 hefur hann nú tíu sinnum komið Noregi í úrslitaleik stórmóts. Hann gerði Noreg að heimsmeistara 2011 og 2015 en á svo silfur frá HM 2017. Þá hefur hann gert Noreg fjórum sinnum að Evrópumeistara, 2010, 2014, 2016 og 2020 en tapaði í úrslitum EM 2012 fyrir Svartfjallalandi eftir tvíframlengdan leik. Þá varð Noregur Ólympíumeistari undir stjórn Þóris í London 2012. Í úrslitum mætir Noregur liði Ólympíumeistara Frakklands. Úrslitaleikurinn er á morgun, sunnudag og hefst klukkan hálffimm. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2.\nFH verður á toppi úrvalsdeildar karla í handbolta yfir jólin, og raunar alveg fram í febrúar eftir úrslit gærkvöldsins í deildinni. Keflavík situr á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta. Nánar má lesa um úrslit leikja gærkvöldsins á ruv.is.\nEn svo er það enska úrvalsdeildin í fótbolta. Fimm af tíu leikjum helgarinnar hefur verið frestað vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðanna. Aðeins tveir leikir af sex sem átti að spila í dag fara fram. Aston Villa tekur á móti Burnley klukkan þrjú og Leeds mætir Arsenal klukkan hálfsex. Það verða svo þrír leikir á dagskrá á morgun. Þrjú efstu lið deildarinnar verða þá öll í eldlínunni. Newcastle fær Manchester City í heimsókn. Úlfarnir taka á móti Chelsea og Tottenham fær Liverpool til sín. Tottenham hefur þó ekkert spilað að undanförnu þar sem síðustu leikjum var frestað vegna Covid. Þá eru minnst þrír leikmenn Liverpool með kórónuveiruna, en leikurinn á morgun er í það minnsta enn á dagskrá.","summary":null} {"year":"2021","id":"35","intro":"Búist er við að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynni um hertar sóttvarnarráðstafanir á fundi með fréttamönnum sem hefst klukkan eitt að íslenskum tíma. Metfjöldi kórónuveirusmita hefur greinst í Danmörku fjóra daga í röð.","main":"9999 greindust með kórónuveiruna í Danmörku í gær, fleiri en nokkru sinni fyrr. Danir hafa áhyggjur af því að sjúkrahús og heilbrigðiskerfi ráði ekki við holskeflu nýrra sjúklinga.\nÞetta var Camilla Ratchke, formaður danska læknafélagsins, sem sagði lækna hafa áhyggjur af því að geta ekki sinnt öllum sjúklingum sem þurfi á bráðameðferð að halda.\nSóttvarnarnefnd Danmerkur hefur lagt til víðtækar strangari sóttvarnaraðgerðir, þar á meðal að leikhúsum, kvikmyndahúsum, söfnum og samkomustöðum verði lokað. Veitingastaðir og krár megi ekki hafa opið lengur en til klukkan ellefu á kvöldin og hætta verði að veita vín klukkan tíu. Þá leggur sóttvarnarnefndin til að grímuskylda verði almenn alls staðar þar sem fólk kemur saman, svæðaskipting verði tekin upp í verslunum og við guðsþjónustur, farþegar verði að sýna kórónuveirupassa í langferðabílum og járnbrautarlestum. Enn fremur er lagt til að allir sem geti vinni heima.","summary":"Metfjöldi kórónuveirusmita hefur greinst í Danmörku fjóra daga í röð. Búist er við að Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynni um hertar sóttvarnarráðstafanir í dag."} {"year":"2021","id":"35","intro":"Bólusetningaröfund, óróapúls, blóðmeri og örvunarskammtur. Þetta eru nokkur orð sem koma til greina í vali sem RÚV stendur fyrir á orði ársins.","main":"Landsmönnum býðst að velja orð ársins 2021 úr fimmtán orða lista. Orðin sem komast á lista hafa einkennt þjóðfélagsumræðuna á árinu sem er að líða. Byrlun, gerendameðvirkni, hraðpróf og hitamet, sviðsmynd og undirbúningskjörbréfanefnd eru á meðal orða sem hægt er að velja um fram til þriðja janúar. Anna Sigríður Þráinsdóttir er málfarsráðunautur RÚV.\nÞetta er ekki leitin að fegursta orðinu. Hún hefur reyndar farið fram. Við erum fyrst og fremst að velja orð sem hafa verið áberandi í umræðunni. Og á þessum lista eru sannarlega orð sem að hafa ekki tengingu í neitt fallegt. Svo þetta eru alls konar orð. Hefur fólk áhuga á að taka þátt í þessu að velja orð? Já fólk hefur mjög mikinn áhuga á þessu þetta er mjög vinsælt og við fáum mörg þúsund atkvæði inn.\nHægt er að kjósa inni á RÚV.IS eða að finna orð ársins í gegnum leitarvélar. Orð ársins hefur verið valið frá árinu 2015. Þá varð slanguryrðið fössari hlutskarpast. Tilkynnt verður um orð ársins snemma í janúar 2022 sem er rétt handan við hornið.","summary":"Óróapúls, kvár, útilokunarmenning og blóðmeri eru á meðal orða sem kosið er um í kosningu RÚV um orð ársins. Allir geta verið með."} {"year":"2021","id":"35","intro":"Ósigur Íhaldsflokksins í aukakosningum í Bretlandi eykur enn á vanda formannsins og forsætisráðherrans Boris Johnson. Frjálslyndir demókratar unnu þingsætið og formaður flokksins segir að Bretar séu orðnir þreyttir á því hvernig Johnson hefur haldið á málum í kórónuveirufaraldrinum.","main":"North Shropshire kjördæmið hefur lengi verið traust vígi Íhaldsflokksins, þar hefur flokkurinn ráðið ríkjum í 189 ár. Fyrrverandi þingmaður þess, Owen Patterson, fékk tuttugu og þrjú þúsund fleiri atkvæði en sá sem næstur kom í kosningunum fyrir tveimur árum. Í haust varð hann að segja af sér eftir að hafa verið þingmaður kjördæmisins í 24 ár. Patterson greiddi götur tveggja fyrirtækja sem voru með hann á launaskrá. Sem ráðgjafi þeirra fékk hann rúmlega hundrað þúsund pund á ári. Annað fyrirtækjanna gerði 133ja milljóna punda samning við bresk stjórnvöld um framleiðslu á covid-prófum. Öll spjót hafa staðið á forsætisráðherranum og í vikunni greiddu 99 þingmenn atkvæði gegn hertum sóttvarnaraðgerðum. Í kosningunum í gær vann frambjóðandi frjálsra demókrata, Helen Morgan, öruggan sigur og fékk tæplega 18 þúsund atkvæði, um sex þúsund fleiri en frambjóðandi Íhaldsflokksins.\nFólkið í norður Shropshire hefur talað fyrir hönd bresku þjóðarinnar, það segir hátt og skýrt; Boris Johnson, partíið er búið.\nPartíð er búið, sagði Helen Morgan og vísaði þar til veisluhalda sem forsætisráðherra hefur þurft að svara fyrir undanfarnar vikur.\nSir Ed Davey leiðtogi frjálslyndra demókrata segir úrslitin vatnaskil í breskum stjórnmálum og gagnrýnir leiðtogahæfileika forsætisráðherrans í heimsfaraldrinum. Áhrifamenn í Íhaldsflokknum hafa áhyggjur af atburðarás undanfarinna daga og nú efast margir um að Johnson sé rétti maðurinn til að leiða flokkinn í næstu þingkosningum.","summary":null} {"year":"2021","id":"35","intro":null,"main":"Heilbrigðisráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landlæknisembættið hafi brotið gegn stjórnsýslulögum vegna tafa á máli heilbrigðisstarfsmanns og hefur gert embættinu að ljúka máli hans eins fljótt og auðið er.\nLandlæknisembættið hefur í nærri þrjú ár haft til meðferðar kvörtun aðstandenda sjúklings sem telja hann hafa látist vegna meintrar vanrækslu heilbrigðisstarfsmannsins. Hvorki kemur fram í úrskurði heilbrigðisráðuneytisins á hvaða sjúkrahúsi sjúklingurinn lést, né hvort umræddur heilbrigðisstarfsmaður sé læknir eða hjúkrunarfræðingur.\nÞá kemur ekki fram í úrskurðinum í hverju meint vanræksla heilbrigðisstarfsmannsins á að vera fólgin.\nRáðuneytið bendir á að álit landlæknis hafi að geyma niðurstöðu um hvort heilbrigðisstarfsmaður hafi gert mistök eða sýnt af sér vanrækslu við veitingu heilbrigðisþjónustu þar sem sjúklingur lét lífið. Óréttmætar tafir hafi í för með sér aukna bið sem geti verið íþyngjandi fyrir alla. Nánar er fjallað um málið á ruv.is","summary":"Heilbrigðisráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Landlæknisembættið hafi brotið gegn stjórnsýslulögum vegna tafa á máli heilbrigðisstarfsmanns og hefur gert embættinu að ljúka máli hans eins fljótt og auðið er. "} {"year":"2021","id":"35","intro":"Stefnt var að opnun skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli í dag. Vegna hlýinda og sterkra vinda verður ekki af opnuninni en forstöðumaður skíðasvæðisins fullyrðir að hægt verði að opna á morgun.","main":"Skíðafólk á Akureyri var farið að hlakka til að spenna á sig skíðin og skunda upp í Hlíðarfjall í dag. Í gærkvöldi var gefið út að það yrði ekki mögulegt.\nBrynjar Helgi Ásgeirsson er forstöðumaður Hlíðarfjalls.\nNúna eru 22 metrar og 33 metrar með hviðum á svæðinu. Í gær var aðeins mildari vindur en hitastigið er 8 stig og er svipað núna.\nÞannig að þetta eru ekki ákjósanlegustu aðstæður.\nStarfsmenn Hlíðarfjalls hafa unnið hörðum höndum að því að gera brekkurnar tilbúnar með talsverðum tilkostnaði.\nEn er þetta ekki alveg ótrúlega svekkjandi? Jú þetta er bara partur af því að vinna á skíðasvæði, það er að eiga við náttúruöflin.\nDesember og janúar eru bara svolítið vindasamir og þetta eru bara aðstæður sem við þekkjum og við þurfum að vinna eftir þeim.\nBrynjar segir snjóalög vera ágæt þrátt fyrir aðstæður og verður unnið í brekkunum í nótt.\nEn það gæti verið að það verði opnað á morgun? Við munum opna á morgun, ég get alveg garanterað það.\nOg hvenær opnið þið á morgun? Það er 10, 10-16.","summary":"Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður ekki opnað í dag eins og áætlað var. "} {"year":"2021","id":"35","intro":"Allt bendir til að mannleg mistök hafi valdið því að grænlenska fiskiskipið Masilik strandaði undan Vatnsleysuströnd í gærkvöldi með nítján manna áhöfn. Skipherra varðskipsins Freyju segir skipið hafa reynst frábærlega í þessari fyrstu björgun sinni.","main":"Masilik strandaði um kvöldmatarleytið í gær, en nítján manna áhöfn var um borð, undirmenn grænlenskir en yfirmenn færeyskir. Áhöfnina sakaði ekki og voru fjórtán skipverjar fluttir strax í land. Freyja var í Hafnarfjarðarjöfn þegar strandið varð og því stutt á strandstað. Jafnframt voru þyrla, dráttarbátur og björgunarsveit send á staðinn. Friðrik Höskuldsson er skipherra á Freyju.\nFreyju tókst að ná Masilik af strandstað þegar byrjað var að flæða að. Þetta er fyrsta björgun þessa nýjasta varðskips Landhelgisgæslunnar.\nMasilik er nú við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn, mengunarvarnargirðing var strax sett upp við skipið til að koma í veg fyrir olíumengun.\nSegir Elías Kristjánsson hjá Sjótaki, en hann er umboðsmaður skipsins. Hann segir næsta skref að landa aflanum úr lestum skipsins.\nElías segir líklega taka einn til tvo mánuði að gera við skipið og tjónið á því og aflanum skipti tugum milljóna. Skýrslutaka vegna strandsins stendur yfir og sjópróf eiga eftir að fara fram.","summary":"Mannleg mistök ollu því að grænlenska fiskiskipið Masilik strandaði undan Vatnsleysuströnd í gær, segir umboðsmaður skipsins. Áhöfn varðskipsins Freyju bjargaði skipinu af strandstað, þetta var fyrsta björgun Freyju og segir skipherrann það hafa reynst frábærlega."} {"year":"2021","id":"35","intro":"Það stefnir í metdag í hraðprófun á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut en áætlað er að um sjö þúsund manns verði hraðprófaðir í dag.","main":"Búist er við um sjö þúsund manns í hraðpróf á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í dag en um tvö hundruð og tuttugu manns eru hraðprófaðir á hverju korteri. Marta María Arnarsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslunni segir að greiðlega gangi að ráða við álagið þrátt fyrir ógnvænlega röð.\nFrá því að það kemur hérna í röðina utandyra og er búið í sýnatöku, þetta eru svona tuttugu mínútur, þrjátíu mínútur, eins og staðan er núna.\nFöstudagar hafi verið annasamir hingað til og því hafi verið gætt að góðri mönnun í dag. Aðsóknina megi skýra með jólatónleikum helgarinnar annars vegar og einkasamkvæmum hins vegar.\nÞetta eru jólatónleikarnir og svo eru þetta einkasamkvæmin. Þetta eru líka útskriftarefni og aðstandendur þeirra sem eru að koma hérna til okkar fyrir helgina. Þetta er svona helst blanda af þessu svona helst.","summary":"Það stefnir í metdag í hraðprófun á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut en búist er við um sjö þúsund manns í hraðpróf í dag. "} {"year":"2021","id":"35","intro":"Jóhanna Elín Guðmundsdóttir varð í 34. sæti í undanrásum í 100 metra skriðsundi kvenna á heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug í morgun. Hún er eini keppandi Íslands á mótinu.","main":"Jóhanna Elín keppir í tveimur greinum á mótinu og var 100 metra skriðsundið fyrri greinin, en mótið er haldið í Abu Dhabi. Jóhanna Elín synti á 55,27 sekúndum í morgun og varð 34. og komst ekki áfram í undanúrslit. Hennar besti tími eru 54,74 sekúndur. 16 efstu keppendurnir komust áfram og hefði Jóhanna Elín þurft að synda á 53,70 til að komast áfram. Næsta grein hennar er 50 metra skriðsund sem fer fram á mánudag.\nTíunda umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta hófst í gærkvöldi með fjórum leikjum. Íslandsmeistarar Þórs frá Þorlákshöfn gerðu heldur betur góða ferð á Sauðárkrók því þeir rúlluðu yfir Tindastól með 43 stiga mun, 109-66. Njarðvík vann ÍR með 27 stiga mun, 109-81, Breiðablik vann sinn þriðja leik í röð með 89-87 sigri á Val og KR vann Þór frá Akureyri, 83-74. Þór Þorlákshöfn og Keflavík eru jöfn með 16 stig á toppi deildarinnar en þar á eftir koma Grindavík, Tindastóll, Njarðvík og Valur með 12 stig. Keflavík og Grindavík eiga leik til góða á hin liðin en þau mætast í kvöld í Grindavík.\nEinn leikur var í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöldi. Selfoss og Fram mættust á Selfossi og úr varð spennuþrunginn leikur. Selfyssingar voru 15-11 yfir í leikhléi en Fram náði vopnum sínum í seinni hálfleik og var hann hnífjafn. Selfoss vann að lokum eins marks sigur, 28-27, eftir að lokasókn Fram rann út í sandinn. Selfoss er í sjötta sæti deildarinnar en Fram því níunda.\nChelsea varð af dýrmætum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi. Chelsea gerði 1-1 jafntefli við Everton á heimavelli sínum. Liverpool nældi sér á sama tíma í þrjú stig þegar liðið lagði Newcastle með þremur mörkum gegn einu. Liverpool er stigi á eftir Manchester City á toppi deildarinnar en Chelsea er núna þremur stigum á eftir Liverpool í þriðja sætinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"35","intro":"Sérfræðinganefnd á vegum Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna hefur komist að þeirri einróma niðurstöðu að mæla fremur með notkun mRNA bóluefna frá Pifzer og Moderna en þess bóluefnis sem Johnson & Johnson framleiðir.","main":"Mat sérfræðihópsins er að bóluefnið veiti síðri vörn og því fylgi meiri og hættulegri aukaverkanir en þegar það kom fram var því hampað vegna þess hve einfalt var að geyma það. Auk þess veitti það betri vörn gegn fyrri afbrigðum veirunnar en þeim sem nú ráða ríkjum. Rannsóknir benda til að bóluefnið veiti litla vörn gegn smitum af völdum Omíkron-afbrigðisins.\nFyrr á árinu leiddu rannsóknir í ljós tengsl efnisins við blóðkekkjun sérstaklega hjá konum á barneignaraldri en síðari rannsóknir á vegum matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna benda til að sú aukaverkun sé algengari en talið var og ekki bundin við konur. Níu hafa látist af þeim sökum vestra auk þess sem nokkur fjöldi þurfti á gjörgæsluinnlögn að halda. Nokkrir glímdu við tímabundna lömun eftir að hafa fengið bóluefnið. Það hefur verið lítið notað eftir að notkun þess var leyfð að nýju í apríl.\nBent er á að aukaverkanir fylgi einnig efnum Moderna og Pfizer á borð við hjartavöðvabólgu meðal ungra karlmanna en enginn dauðsföll séu þó skráð vegna þess.\nÁkvörðun sérfræðingahópsins leiðir ekki af sér bann á notkun bóluefnisins en hann álítur að bann sendi neikvæð skilaboð til þeirra ríkja heims þar sem það mögulega er eina bóluefnið sem í boði er.","summary":null} {"year":"2021","id":"35","intro":null,"main":"Jón Gunnarsson innanríkisráðherra segir ekki hægt að fullyrða að innviðir ríkisins séu öruggir. Þeim standi ógn af nýjum öryggisgalla, Log4j en óvissustigi var lýst yfir vegna hans á mánudaginn. Það er í fyrsta sinn sem skilgreint almannavarnarstig er sett vegna netöryggismála.\nÚt: Eins og þessu hefur verið lýst getur þetta verið mjög alvarlegt ... þannig að hér verði ekki tjón.\nSegir Jón Gunnarsson. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við hann.","summary":"Jón Gunnarsson innanríkisráðherra segir ekki hægt að fullyrða að innviðir ríkisins séu öruggir. Þeim standi ógn af nýjum öryggisgalla, Log 4 j."} {"year":"2021","id":"36","intro":"Þar sem að Blönduósflugvöllur er ekki lagður bundnu slitlagi þjónar hann illa hlutverki sínu. Erfitt er fyrir sjúkraflugvélar að lenda á vellinum. vegna slæmra aðstæðna.","main":"Bjarni Jónsson, þingmaður vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, benti á í ræðustól á Alþingi að tryggt aðgengi að góðri heilbrigðisþjónustu skipti miklu máli fyrir búsetuöryggi. Því væri það ótækt að flugvöllurinn á Blönduósi væri ekki lagður bundnu slitlagi.\nGuðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðarráðs Blönduósbæjar, segir að eftir að alvarlegt rútuslys varð á Blönduósi fyrir tæpum tveimur árum hafi verið sterk krafa í samfélaginu að hafa þar flugvöll sem hægt væri að treysta á.\nÞað er búið að laga svolítið til á flugvellinum en grunnurinn, hann þarf að fá betri aðhlynningu. Þetta er sennilega eini sjúkraflugvöllurinn á landinu sem er ekki með bundið slitlag á yfirborðinu.\nÞað gerðist bara núna á þessu ári í sjúkraflugi að völlurinn var bara það mjúkur að lá við að sjúkraflugvélin stæði föst þegar hún var að snúna við á endanum á brautinni.\nGuðmundur segir að einnig sé grjótkast á vellinum sem geti skemmt vélarnar. Það kemur einnig fyrir að flugmenn eru ekki alltaf tilbúnir til að lenda á vellinum. Þegar ekki er hægt að lenda flugvélum þarf að senda sjúklinga með sjúkrabíl sem getur undir vissum kringumstæðum tekið of langan tíma eða jafnvel að vegir séu ófærir.\nKemur það oft til að það þurfi að nota flugvöllinn fyrir sjúkraflug? Já, það er búið að vera ótrúlega mikið og eins og við vitum þá eru sum áföll sem gera það verkum að það þarf að komast beint suður. Við vitum það líka öll að hver mínúta skiptir máli.","summary":null} {"year":"2021","id":"36","intro":"Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir að forsendur fyrir viðbótargreiðslum sem öryrkjar fengu í fyrra, vegna Covid ástandsins, eigi ennþá við og reyndar enn frekar núna vegna hærra verðlags og verðbólgu.","main":"Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra efur sagt að örorkulífeyriskerfið ekki eiga að byggja á viðbótargreiðslum og óvæntum glaðningum. Örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fengu 50 þúsund króna skattfjálsa eingreiðslu í desember í fyrra til viðbótar við desemberuppbót. Þetta var liður í Covid aðgerðum stjórnvalda. Ekki stendur til að endurtaka það núna.\nSegir Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalags Íslands. Hún segir það sýna í hvaða óefni almannatryggingakerfið sé komið þegar skattlaus eingreiðsla sé það eina sem hægt sé að bjarga fólki um svo að ruðningsáhrifin komi ekki niður á því, til dæmis í húsnæðisbótakerfi sveitarfélaganna. Fjármálaráðherra sagði einnig að bótakerfi ættu að vera föstum skorðum og ekki ættu að koma óvæntir glaðningar af og til, það sé að sínu mati óeðlilegt kerfi sem sé með margar viðbótargreiðslur fyrir utan þær lögbundnu. Frekar eigi að horfa til þess að kerfið standi undir sínu hlutverki, ef það er götótt og geri það ekki sé eðlilegt að menn kalli eftir einhverjum viðbótum, en þá eigi að laga grunnkerfið. Þuríður segir það einmitt vera málið.","summary":null} {"year":"2021","id":"36","intro":"Kvennalið Breiðabliks spilar lokaleik sinn í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. Blikar mæta PSG í París.","main":"Blikar hófu leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, fyrst íslenskra liða, í október. Í kvöld er komið að lokaleik Blika í riðlinum en eftir fimm leiki verma Kópavogskonur botnsæti riðilsins með eitt stig. PSG og Real Madrid eru þegar komin í 8-liða úrslit en PSG er á toppnum með fimm sigra af fimm mögulegum og því ljóst að leikurinn í kvöld verður strembinn. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, segir liðið þó stefna á að skora mark í riðlakeppninni áður en henni lýkur.\nsagði Ásmundur Arnarsson á fjölmiðlafundi í gærkvöld. Leikur PSG og Breiðabliks hefst klukkan korter fyrir sex og verður í beinni útsendingu á YouTube.\nFrakkland og Noregur komust í gær í undanúrslit HM kvenna í handbolta. Frakkar unnu Svíþjóð 31-26 á meðan Noregur vann Rússland 34-28. Frakkland mætir Danmörku í undanúrslitum og Noregur mætir Spánverjum. Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir á morgun, sá fyrri klukkan hálf fimm á RÚV og sá síðari klukkan hálf átta á RÚV 2.\nDregið verður í riðla í Þjóðadeildinni í fótbolta í dag en Ísland mun spila sex leiki í deildinni á næsta ári, fjóra í júní og tvo í september. Ísland féll úr A-deild Þjóðadeildarinnar í fyrra eftir slakt gengi og leikur því í B-deildinni á næsta ári. Ísland verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í dag klukkan fimm að íslenskum tíma.","summary":"Breiðablik og PSG eigast við í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í fótbolta í kvöld. Þetta verður lokaleikur Blika í Meistaradeildinni í vetur."} {"year":"2021","id":"36","intro":"Skortur er á þriflegum, hvítskeggjuðum og rauðklæddum karlmönnum í Bandaríkjunum. Kórónuveirufaraldurinn hefur orðið til þess að mun færri jólasveinar fást til starfa fyrir þessi jól en oft áður. Þeim sem nema jólasveinafræðin hefur einnig fækkað.","main":"Mitch Allen sem rekur fyrirtæki í Texas-ríki sem útvegar jólasveina til margvíslegra skemmtana segir að eftirspurn eftir sveinum hafi aukist um 120 prósent frá síðasta ári enda sé mun algengara nú en þá að skólar, fyrirtæki og verslanamiðstöðvar efni til jólaskemmtana. Þó hefur verið nokkuð um afbókanir vegna tilkomu Omíkron-afbrigðis veirunnar.\nRauðklæddu gleðigjöfunum hjá jólasveinafyrirtækinu hefur fækkað um 10% frá árinu 2019 eða um eittþúsund sveina. Allen segir dapur í bragði að 335 þeirra hafi látist af völdum COVID-19 á árinu og því hafi margir aðrir ákveðið að hengja upp rauða búninginn og láta tímabundið af störfum af ótta við að smitast. Nokkrir hafi jafnframt ákveðið að kveðja starfið endanlega en Allen segir jólasveina geta þénað sex til tíu þúsund Bandaríkjadali á góðri jólavertíð.\nUmsóknum hefur einnig fækkað að jólasveinaskólanum í Denver og útskrifuðum sveinum sömuleiðis. Susen Mesco stofnandi skólans kveðst óttast að skorturinn verði viðvarandi næstu ár en hún ætli ekki að lækka kröfurnar. \u001eÞað geta ekki allir verið Sveinki, segir hún. \u001eÞað þarf að hafa þetta sérstaka útlit, blik í auga og að elska jólin.","summary":null} {"year":"2021","id":"36","intro":null,"main":"Guðmundur Freyr Magnússon hefur verið dæmdur í 17 ára fangelsi á Spáni fyrir að verða unnusta móður sinnar að bana í Torrevieja í janúar í fyrra, samkvæmt spænska miðlinum Informacion, DV greindi fyrst frá. Guðmundur var einnig dæmdur til að greiða aðstandendum mannsins 100 þúsund evrur í bætur, eða tæpar 15 milljónir króna. Guðmundur Freyr, sem er 41 árs, játaði á sig morðið í síðasta mánuði. Hinn látni var 65 ára.","summary":"Íslenskur karlmaður hefur verið dæmdur í 17 ára fangelsi á Spáni fyrir að verða unnusta móður sinnar að bana í Torrevieja í janúar í fyrra, "} {"year":"2021","id":"36","intro":"Miklir erfiðleikar eru í stjórnarsamstarfinu í Færeyjum eftir að tveir þingmenn stjórnarflokka hafa lýst stuðningi við tillögu stjórnarandstöðunnar um réttindabætur fyrir samkynhneigðar mæður. Jenis af Rana og Miðflokkur hans ætla að slíta stjórnarsamstarfinu ef tillagan verður samþykkt. Bárður á Steig Nielsen lögmaður reynir nú að finna málamiðlun áður en frumvarpið kemur til þriðju umræðu.","main":"Núverandi þriggja flokka mið-hægristjórn tók við völdum eftir kosningar í september 2019. Þá komust leiðtogar Sambandsflokksins, Miðflokksins og Fólkaflokksins að samkomulagi stjórnarmyndun og Jenis av Rana úr Miðflokknum varð menntamála- og utanríkisráðherra. Miðflokkurinn í Færeyjum er nokkuð bókstafstrúaður kristinn flokkur.\nJenis av Rana varð þekktur eða kannski alræmdur á Íslandi þegar hann neitaði að sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, og Jónínu Leósdóttur eiginkonu hennar, þegar þær voru í opinberri heimsókn í Færeyjum fyrir rúmum áratug.\nJenis av Rana setti það skilyrði í upphafi stjórnarsamstarfsins að stjórnarþingmenn mættu ekki greiða atkvæði með neinni tillögu frá stjórnarandstöðu. Miðflokkurinn myndi slíta samstarfinu ef það gerðist.En það gerðist einmitt fyrr í vikunni þegar Annika Olsen, þingmaður Fólkaflokksins og fyrrverandi borgarstjóri í Þórshöfn, lýsti yfir stuðningi við tillögu sem gerir ráð fyrir að samkynhneigðarkonur í föstu sambandi geti báðar talist móðir barns.\nTillaga stjórnarandstöðunnar er ekki á dagskrá Lögþingsins í dag en leiðtogar stjórnarflokkanna hafa setið á fundum undanfarna daga til að reyna að finna lausn á deilunni svo stjórnin geti setið áfram. Bárður á Steig Nielsen lögmaður er bjartsýnn á að lausn finnist.\nFréttaskýrendur er margir ekki jafn bjartsýnir og segja að lausn sé vandfundin. Komi til stjórnarslita reyni lögmaður líklega að mynda nýja stjórn. Óvíst sé hvort nokkur stjórnarandstöðuflokkur verði tilbúinn að ganga til liðs við Sambandsflokkinn og Fólkaflokkinn. Ef lögmanni tekst ekki að mynda nýja stjórn verður að öllum líkindum boðað til nýrra kosninga.","summary":null} {"year":"2021","id":"36","intro":"Flugfélagið Play hefur flugferðir til Boston og Washington í vor, en það eru fyrstu áfangastaðir félagsins vestanhafs og verða þeir þá orðnir tuttugu og fjórir.","main":"Miðasala fyrir Bandaríkjaflugið hefst í dag. Byrjað verður að fljúga til Washington\/Baltimore 20. apríl og til Boston 11. maí. Fyrir á markaðnum með flug milli Íslands og Bandaríkjanna er Icelandair, en bandarísku flugfélögin Delta og United fljúga einnig yfir sumartímann eins og staðan er núna. Birgir Jónsson forstjóri Play telur félagið vel í stakk búið að keppa á Atlantshafsflugleiðinni.\nÞetta hefur alltaf verið okkar markmið að stilla þessu módeli svona upp og við höfum séð að það sem skiptir máli í þessum rekstri er verðið og þar af leiðandi kostnaðurinn. Við trúum því að með því að koma inn með besta verðið á markaðnum munum við getað unnið okkur stað á þeim markaði, þannig að við erum mjög örugg með að geta náð góðri stöðu.\nHann óttast ekki að Icelandair lækki verðið hjá sér í samkeppninni, það hafi verið gert á öðrum flugleiðum, en verðlækkun verði þá einungis til hagsbóta fyrir alla neytendur. Samkvæmt áætlun verður flogið daglega til þessara áfangastaða. Sem fyrr segir hefst flugið í vor og vonast Birgir til að þá verði ástandið vegna heimsfaraldursins orðið betra.\nÉg held að flestir séu nú að gera ráð fyrir að næsta sumar verði nær eðlilegum tölum í ferðaiðnaðinum, en við erum eins og áður að byrja hægt, fara inn á tvo staði og höfum vaðið fyrir neðan okkur.\nÞrjár vélar bætast í flotann í vor og verða þá orðnar sex, og verða orðnar tíu á þarnæsta ári. Covid hefur auðvitað haft áhrif á rekstur félagsins, en Birgir segir bókanir hafa verið góðar.\nVið erum í sjálfu sér mjög sátt við viðtökurnar og hvernig þetta hefur farið af stað.","summary":null} {"year":"2021","id":"37","intro":"Allir vinna gæti breyst í allir tapa ef átakinu verður ekki framhaldið á næsta ári, að mati Húseigendafélagsins. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, sem sinnir málefnum um fjórtán þúsund íbúðaeigenda segir það mikið hagsmunamál að halda átakinu áfram.","main":"Húseigendafélagið sendi inn umsögn um fjárlagafrumvarpið. Þar segir að átakið Allir vinna, sem heimilar endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna endrbóta og viðhalds húsnæðis, hafi staðið vel undir nafni og skilað mjög góðum árangri. Viðhaldi og endurbótum hafi verið betur sinnt og dregið hafi mjög úr reikningslausum viðskiptum og skattsvikum, það er að segja, svartri vinnu. Einnig hafi átakið reynst líflína á erfiðum tíma fyrir iðnaðarmenn og fyrirtæki, störf hafi skapast og verðmæti eigna haldist. Húseigendafélagið segir nú blikur á lofti því ekki verði betur séð en á döfinni sé að fella þessa ívilnun niður fyrir næsta ár. Það yrði að mati félagsins til óheilla fyrir alla sem málið varðar og allir myndu tapa í stað þess að vinna. Framkvæmdastjóri Eignaumsjónar segir að átakið hafi haft mjög jákvæð áhrif og leitt til endurbóta á húsnæði og viðskipti því tengd komið upp á yfirborðið.\nÞetta er töluvert hagsmunamál fyrir íbúðaeigendur í dag.\nSegir Daníel Árnason framkvæmdastjóri Eignaumsjónar. Hann segir að á þessu ári sé félagið að endurheimta um hálfan milljarð króna í virðisaukaskatt fyrir húsfélög og viðbótin sem kom vegna Allir vinna sé stór hluti af því. Hann bendir á að mörg húsfélög og fleiri hafi lagt í framkvæmdir, en vegna heimsfaraldurs hafi framkvæmdir tafist, bæði vegna tafa á aðföngum og röskunar á starfsfólki. Sú staða sé því uppi víða að framkvæmdir sem til stóð að klára fyrir áramót færist inn á næsta ár og búast megi því við bakreikningum. Eignaumsjón sér um málefni fjölda íbúðaeigenda.\nHjá okkur eru þetta á milli 6 og 700 húsfélög sem að við erum með og á bak við það eru einhverjar 14 þúsund íbúðir.","summary":null} {"year":"2021","id":"37","intro":"Jogginggallinn er jólagjöf ársins 2021. Þetta er niðurstaða rýnihóps Rannsóknaseturs verslunarinnar en forstöðumaður setursins segir bæði ástandið í samfélaginu og umhverfissjónarmið hafa ráðið för við valið.","main":"Verkefnið Jólagjöf ársins hefur legið í dvala hjá Rannsóknasetri verslunarinnar frá árinu 2015. Það hefur nú verið endurvakið með nokkuð breyttu sniði og segir Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir, forstöðumaður rannsóknasetursins, að gagna hafi verið aflað frá verslunum og neytendur spurðir hvað þeir vildu í jólagjöf. Eins og í fyrri tíð fór rýnihópur RSV svo yfir árið í verslun og ræddi jólagjöf ársins. Niðurstaðan var svo jogginggallinn.\nÞað er bæði vegna þess að rýnihópurinn var töluvert samróma um að ástandið í landinu undanfarin 2 ár hefði greinilega áhrif á neysluvenjur og það var mikill samhljómur að allt sem léti manni líða vel væri vinsælt\nUmhverfissjónarmið skiptu einnig máli við valið. Gallinn hefði notagildi, gæti bæði verið tískuvara og þægileg heimaföt og svo sé hægt að kaupa notaða galla.\nFleiri mögulegar gjafir rötuðu þó í umræðuna um jólagjöf ársins.\nÞað bar einnig á góma í rýnihópnum, aðrir hlutir voru líka ræddir. Þar á meðal hinn alræmdi Air Fryer sem hefur verið svo mikið á vörum manna undanfarna mánuði og greinilega líka í innkaupakörfum. Samkvæmt gögnum sem við höfum fengið frá verslunum voru að minnsta kosti 1.600 eintök sem seldust í nóvembermánuði og mér sýnist á fréttum síðustu daga að það sé ekkert verið að selja minna af þeirri græju núna.","summary":"Jólagjöf ársins 2021 er jogging gallinn. Þetta er niðurstaða Rannsóknaseturs verslunarinnar "} {"year":"2021","id":"37","intro":"Hart er sótt að Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sem hefur ekki fengið meiri mótspyrnu frá sínum eigin flokksmönnum en í gær. Níutíu og níu þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn bólusetningarpassa ríkisstjórnarinnar.","main":"Andstaðan var meiri en stjórnmálaskýrendur höfðu spáð en nýju sóttvarnarlögin voru samt sem áður samþykkt með miklum meirihluta því flestir þingmenn Verkamannaflokksins studdu hertar sóttvarnaraðgerðir. Nýju reglurnar kveða á um að þeir sem náð hafa átján ára aldri verða að sýna fram á að vera fullbólusettir eða framvísa neikvæðu PCR prófi til að komast á fjölmennar samkomur. Öll spjót hafa staðið á forsætisráðherranum undanfarnar vikur. Í hópi þeirra sem greiddu atkvæði gegn tillögunum eru þungavigtarmenn í flokknum sem höfðu varað hann við að ganga þetta langt í aðgerðum. Veitingamenn og skipuleggjendur viðburða sjá fram á mikinn tekjumissi. Búið er að aflýsa fjölmennum samkvæmum á aðventunni. Mesta mótspyrna gegn Johnson þar til í gær var í desember i fyrra. Þá greiddu 55 þingmenn Íhaldsflokksins atkvæði gegn sóttvarnarlögum.\nÍ gær greindust tæplega 60 þúsund smit í Bretlandi sem er mesti fjöldi frá því í janúar. Af þeim voru rúmlega fimm þúsund og þrjú hundruð af omíkron-afbrigðinu.","summary":"Níutíu og níu þingmenn Íhaldsflokksins snérust gegn Boris Johnson forsætisráðherra í gærkvöld og greiddu atkvæði gegn tillögum um hertar sóttvarnarreglur. "} {"year":"2021","id":"37","intro":"Á þrettánda hundrað manns var bjargað þegar eldur kom upp í 38 hæða húsi í Hong Kong í dag.","main":"Slökkviliðs- og björgunarmönnum í Hong Kong tókst að bjarga á þrettánda hundrað manns þegar eldur kom upp í 38 hæða byggingu í borginni. Þrettán slösuðust, þar af einn alvarlega.\nHáhýsið, World Trade Center, er í verslunarhverfi í miðborg Hong Kong. Eldur kom þar upp í raflagnaherbergi í hádeginu í dag að staðartíma og breiddist þaðan út á vinnupalla og víðar. Rúmlega þrjú hundruð manns tókst að forða sér út á þak hússins. Þaðan var fólkinu bjargað eftir rúmlega klukkustundar bið eftir að slökkviliðsmönnum tókst að ná tökum á eldinum. Um hundrað manns komust út á opið svæði á fimmtu hæð þaðan sem fólkinu var forðað í körfubílum og með stigum. Þá lenti fólk í vandræðum á veitingahúsi á tólftu hæð þegar reykur barst þangað. Slökkvistarfi var að mestu lokið eftir fjórar klukkustundir. Stjórnendur björgunaraðgerða sögðu að rúmlega tólf hundruð og fimmtíu manns hafi verið bjargað út úr háhýsinu. Þrettán slösuðust eða kvörtuðu yfir óþægindum. Kona á sjötugsaldri var verst á sig komin vegna reykeitrunar. Tíu til viðbótar fengu aðhlynningu á sjúkrahúsi. Viðgerðir standa yfir á húsinu. Því voru verslanir í því lokaðar og engin starfsemi á neðstu hæðunum.","summary":"Á þrettánda hundrað manns var bjargað þegar eldur kom upp í 38 hæða húsi í Hong Kong í dag. "} {"year":"2021","id":"37","intro":"Stjarnan komst í 16-liða úrslit í bikarkeppni karla í handbolta í gær. Tvíframlengja þurfti leik liðsins við Aftureldingu til að knýja fram úrslit.","main":"Eftir jafnan og spennandi leik í Garðabænum í gær urðu lokatölur eftir venjulegan leiktíma 29-29. Framlenging tók við og þar skoraði hvort lið þrjú mörk og staðan þá 32-32. Aftur þurfti því að framlengja. Úrslitin réðust í annarri framlengingunni en Hjálmtýr Alfreðsson skoraði þá sigurmark Stjörnunnar þegar 40 sekúndur voru til leiksloka, 36-35, og Stjarnan komin í 16-liða úrslit en Afturelding úr leik.\nsögðu Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, og Blær Hinriksson, leikmaður Aftureldingar. Hörður frá Ísafirði er sömuleiðis kominn í 16-liða úrslit bikarsins en Herði var dæmdur 10-0 sigur gegn Fjölni. Fjölnir sá sér ekki fært að mæta vestur og spila og gaf því leikinn.\n8-liða úrslit HM kvenna í handbolta halda áfram í dag og kvöld. Noregur mætir Rússlandi klukkan hálf fimm og Frakkland og Svíþjóð eigast við klukkan hálf átta. Spánverjar og Danir komust í undanúrslit mótsins í gær og Danir mæta annað hvort Frökkum eða Svíum í undanúrslitum á meðan Spánn mætir Noregi eða Rússlandi. Báðir leikir dagsins verða sýndir beint, sá fyrri á RÚV og sá seinni á RÚV 2.\nArgentíski fótboltamaðurinn Sergio Agüero hefur neyðst til að hætta að spila fótbolta vegna hjartavandamála. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Barcelona í dag en aðeins hálft ár er liðið frá því Agüero gekk til liðs við Börsunga. Í lok október var hann fluttur á sjúkrahús í leik Barcelona og Alaves í spænsku úrvalsdeildinni er hann fann fyrir hjartverk. Læknar hafa nú metið stöðu hans svo að hann geti ekki lengur spilað fótbolta. Agüero er 33 ára og spilaði 427 leiki á knattspyrnuferlinum og skoraði í þeim 786 mörk. Hann lék 101 landsleik fyrir Argentínu og skoraði 41 mark.","summary":"Stjarnan komst áfram í 16-liða úrslit bikarkeppni karla í handbolta í gær eftir tvíframlengdan leik gegn Aftureldingu."} {"year":"2021","id":"37","intro":"Í morgun var byrjað að bólusetja börn á aldrinum fimm til ellefu ára í nokkrum Evrópulöndum. Lyfjastofnun Evrópu samþykkti í síðasta mánuði notkun bóluefnis frá Pfizer-BioNTech fyrir þennan aldurshóp. Hér á landi hefst bólusetning þess hóps tíunda janúar.","main":"Lyfjastofnunin byggði leyfið á rannsókn þar sem þrettán hundruð börn fengu bóluefni og þrjú þeirra smituðust af veirunni, helmingi færri fékk lyfleysu og í þeim hópi greindust þrettán með veiruna.\nByrjað er að bólusetja börn í þessum aldurshópi í Þýskalandi, Spáni, Grikklandi og Ungverjalandi og fleiri lönd fylgja fljótlega í kjölfarið. Í Bandaríkjunum er búið að bólusetja fimm milljónir barna, fimm til ellefu ára.\nMargir höfðu pantað tíma fyrir börnin sín í Grikklandi en þar var byrjað að bólusetja í morgun. Sjötíu og fjögur prósent foreldra spænskra barna í þessum aldurshópi vilja að börn þeirra verði bólusett samkvæmt nýlegri könnun. Heinz-Peter Meidinger formaður þýsku kennarasamtakanna segir að verði þátttaka góð auki það líkur á að halda úti eðlilegu skólastarfi. Tólf þúsund skammtar af bóluefni koma til landsins fyrir áramót og börnum 5-11 ára verður boðin bólusetning tíunda til fjórtánda janúar.","summary":null} {"year":"2021","id":"37","intro":"Hertar samkomutakmarkanir sem tóku gildi á Tenerife og Gran Canaria í vikunni ættu ekki að trufla Íslendinga sem ætla verja jólunum á svæðinu. Eigandi veitingastaðar sem skipuleggur nú bæði skötu- og hangikjötsveislu á Tenerife um jólin segir ekkert að óttast.","main":"Reikna má með því að margir af þeim hundruðum Íslendinga sem stefna á að verja jólunum á Tenerife hafi sopið hveljur þegar tilkynnt var um hertar sóttvarnarreglur á svæðinu. Breytingarnar sem tóku gildi í gær hafa mest áhrif á veitingastaði en nú mega aðeins átta sitja saman við borð nema allir gestir geti sýnt fram á bólusetningarvottorð. Anna Kristjánsdóttir, fyrrum vélstjóri sem búsett er á Tenerife segir ekkert að óttast því breytingarnar hafi lítil áhrif.\nÞetta er miklu betra en það lítur út fyrir að vera. - Og fólki alveg óhætt að koma til Tenerife um jólin? - Alveg endilega, sannleikurinn er sá að ef við skoðum nýsmit, á Íslandi eru þau 460 en hér eru þau 280 þannig að ástandið er mun skárra hér en á Íslandi.\nHerdís Hrönn Árnadóttir sem rekur Íslendingabarinn Nostalgia á Tenerife hefur þurft að aðlagast nýjum reglum hratt.\nEins og við munum gera yfir matnum um jól og áramót, þá mun ég þurfa að biðja alla um að sýna bólusetningarvottorð. Þá má ég vinna eins og gerði í byrjun desember á Level 1 sem er 75% inni og 100% úti.\n-Nú ert þú búin að vera skipuleggja og selja miða á bæði skötu- og hangikjötsveislu, mun þetta hafa áhrif á það?-\nJá alveg örugglega, við sem erum búin að vera að vinna í þessu covid-ástandi, þá vitum við það að það er aldrei neitt öruggt í þessu og það getur alltaf eitthvað breyst og við bara röðum upp hlutunum eftir því.","summary":"Hertar sóttvarnarreglur á Gran Canaria og Tenerfie ættu ekki að hafa mikil áhrif á ferðaplön Íslendinga sem stefna þangað um jólin. Árleg skötu- og hangikjötsveisla er á áætlun."} {"year":"2021","id":"37","intro":"Einn bæjarfulltrúi meirihlutans á Seltjarnarnesi gekk til liðs við minnihlutann þegar ákveðið var að hækka útsvarið úr 13,7 prósentum í 14,09 prósent við afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar í morgun. Bæjarstjórinn segir engan klofning í gangi. Hún hefði frekar viljað bíða með þessa ákvörðun þar til eftir sveitarstjórnarkosningarnar í sumar.","main":"Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar Seltirninga, segir í samtali við fréttastofu að minnihlutinn hafi viljað hækka útsvarsprósentuna upp í 14,48.\nSem hefði þýtt að útsvarið hefði orðið svipað og í nágrannasveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu.Þetta hafi minnihlutinn viljað gera þar sem hann taldi rekstur bæjarfélagsins vera ósjálfbæran og að óbreyttu myndi stefna í harkalegan taprekstur á næsta ári.\nSú tillaga var felld en Bjarni Torfi Álfþórsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðismanna, kom fram með málamiðlunartillögu um að útsvarið yrði hækkað í 14,09 prósent. Minnihlutinn féllst á hana og því var útsvarshækkunin samþykkt með atkvæði eins úr Sjálfstæðisflokknum og svo meirihlutans.\nÍ bókun sem minnihlutinn lagði fram segir að með þessari hækkun aukist tekjur bæjarins um 96 milljónir og það eigi eftir að losa aðeins um þá spennitreyju sem sveitarfélagið hafi verið í.\nÁsgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarness, segir engan klofning í meirihlutanum. Hún og tveir aðrir bæjarfulltrúar hafi einfaldlega verið ósammála því að hækka ætti útsvarið núna.\nSjálf segist hún vera þeirrar skoðunar að bíða hefði átt með þessa hækkun fram yfir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og láta nýjan meirihluta taka þessa ákvörðun. Þá telur hún að þær aðgerðir sem ríkisstjórnin ætli að grípa til vera þess eðlis að þær styðji frekar við sveitarfélögin.","summary":"Útsvarið á Seltjarnesi verður hækkað í 14,09 prósent. Þetta varð ljóst við afgreiðslu fjárhagsáætlunar bæjarins í morgun þegar einn bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gekk minnihlutanum á hönd. "} {"year":"2021","id":"38","intro":"Ekkert hefur fundist í tölvukerfum hér á landi, sem þarf að hafa áhyggjur af, vegna öryggisgallans LOG4J. Vandinn snýr fyrst og fremst að þeim sem reka tölvukerfi. Almennir notendur geta lítið gert.","main":"Í gær var í fyrsta sinn lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna netvár. Öryggisgallinn er metinn mjög alvarlegur. Frá því að hans varð vart í síðustu viku hefur sleitulaust verið unnið að því að komast fyrir hann og fyrirbyggja tjón af hans völdum. Það hefur gengið vel að sögn Sigurðar Sæbergs Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra rekstrarlausna hjá Advania.\nVið höfum í sjálfu sér ekki fundið neitt sem vert er að hafa áhyggjur af ennþá. Við höfum fundið eitthvað af hugbúnaði sem þurfti að uppfæra, eins og við var búist, og það hefur verið það sem sérfræðingarnir hafa verið að gera síðan gallinn kom upp. Og hversu langt eru menn komnir með að komast fyrir þennan galla? Ég held að það megi segja það í dag að alla vega frá okkar sjónarhóli að við séum komin ágætlega langt í því. Við erum komin með uppfærs\nMargir hafa haft samband við Advania og fleiri fyrirtæki á þessu sviði með áhyggjur af tölvukerfum og gögnum. Sigurður segir að almennir notendur geti andað rólega. Þeir sem halda utan um tölvukerfi verði áfram á varðbergi. Tölvugallanum megi líkja við jarðskjálftahrinu í grennd við þekkta eldstöð.\nÞetta eru kannski skjálftar sem við erum búin að upplifa núna sem gefa vissulega fyrirboða um eitthvað. Það er kannski það sem þetta snýst allt saman um, veikleiki í sjálfu sér er ekki tölvuárás þannig að við vitum núna að þessi veikleiki kom upp. Það sem við erum að reyna að fylgjast með er hvort hann hafi verið nýttur af óprúttnum aðilum til einhvers. Við höfum fengið einhverjar fréttir erlendis frá, sem betur fer ekki alvarlegar ennþá. En nú snýst þetta einmitt um að fylgjast með, ætli það væri þá ekki eldgos","summary":null} {"year":"2021","id":"38","intro":"Netverslunarrisinn Amazon sætir harðri gagnrýni eftir að sex starfsmenn létust og einn slasaðist lífshættulega þegar skýstrókur eyðilagði vöruhús fyrirtækisins í Edwardsville í Illinois i Bandaríkjunum um helgina.Yfirmenn Amazon eru gagnrýndir fyrir að virða veðurspár að vettugi og tryggja ekki betur öryggi starfsfólksins.","main":"Einn þeirra sem komst lífs af var á leið inn í vöruhúsið þegar starfsfólkið fékk upplýsingar í farsíma um yfirvofandi hættu og var beðið að koma sér í skjól. Hann segir að þeim hafi verið sagt að fara inn á klósett og bíða þar. \"Það var eins og járnbrautarlest færi í gegnum húsið\", er haft eftir David Kosiak á fréttavef BBC. Veðurstofan segir að vindhraðinn hafi náð um 250 kílómetra hraða á klukkustund eða 70 metrum á sekúndu. Steyptir veggir gáfu sig og þak vöruhússins hrundi. Fjörutíu og sex manns voru í vöruhúsinu, sjö þeirra í suðurhluta byggingarinnar og aðeins einn þeirra lifði af. Búið var að vara við óveðrinu en yfirmenn Amazon eru gagnrýndir fyrir að hafa hundsað viðvaranir og ekki gert viðeigandi ráðstafanir. Enginn kjallari var í húsinu sem tekið var í notkun fyrir fjórum árum. Vinnueftirlitið rannsakar slysið og hvort einhverju hafi verið ábótavant við byggingu hússins.\nRebecca Givan, prófessor í vinnumálarétti við Rutgers-háskóla, segir að viðurlög vegna brota á öryggismálum fyrirtækja séu væg. Það flæki málið að starfsmenn margra fyrirtækja séu frá starfsmannaleigum. Aðeins sjö af þeim fjörutíu og sex sem voru að störfum nóttina örlagaríku eru starfsmenn Amazon og þeir komust allir af. Systir eins þeirra sem létust segir að fyrirtækið hafi meiri áhuga á að græða en að huga að öryggi starfsfólksins. Amazon ætlar að gefa eina milljón bandaríkjadala í hjálparsjóð Edwardsville.","summary":null} {"year":"2021","id":"38","intro":"Tíu langlegupláss á geðdeild Landspítalans verða lokuð frá áramótum og fram eftir næsta ári. Sérhæfð legudeild verður þess í stað í geðdeildarbyggingu við Hringbraut. Óskemmtileg en nauðsynleg ákvörðun segir forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans","main":"Forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans segir óskemmtilegt að þurfa að loka langleguplássum á geðdeild spítalans. Það sé engu að síður nauðsynlegt því ekki náist mannskapur í brýnustu öryggismönnun.\nTíu langleguplássum á Kleppi verður lokað um áramót. Metið verður á næsta ári hvernig gengur. Mannekla er ástæða lokunarinnar. Legurýmum á geðdeild fækkar þá úr hundrað í níutíu. Nanna Briem er forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans\nAuðvitað höfum við áhyggjur af því. Það er ekki skemmtilegt að loka plássum. Sérstaklega þar sem við erum Ísland er með færri rúm per 100 þúsund íbúa heldur en í okkar samanburðarlöndum. Og auðvitað höfum við áhyggjur af þessu einmitt út af því en við höfum ekki nógu mikið af fagfólki, það er bara grunnurinn. Og við getum ekki haldið uppi svona þjónustu sem við náum ekki að manna upp í sko bara lágmarksöryggismönnun.\nStarfsmenn verða fluttir yfir á geðdeildina við Hringbraut þar sem þróa á sérhæfða legudeild fyrir einstaklinga með geðrofssjúkdóma. Þar verður tekið á móti fólki í bráðu geðrofi.\nMér finnst þetta þetta er ekki skemmtileg ákvörðun. Þetta er ekki ákvörðun sem ég hefði viljað taka en ég verð að gera það til að tryggja fullnægjandi mönnun en við erum að gera allt sem við mögulega getum til að þetta skerði ekki þjónustuna við okkar sjúklinga og þetta býður upp á tækifæri til að efla þjónustuna. Þannig að ég bið okkar notendur um að hafa ekki áhyggjur af þessu. Við munum gera allt sem við getum til að vera með öfluga þjónustu.","summary":"Óskemmtileg en nauðsynleg ákvörðun, segir forstöðumaður geðþjónustu Landspítalans um lokun tíu langlegurýma á Kleppi frá áramótum og fram eftir næsta ári. Sérhæfð legudeild kemur þess í stað við Hringbraut."} {"year":"2021","id":"38","intro":"Sveitarstjórn Norðurþings hefur samþykkt að bjóða Tjörneshreppi til formlegra sameiningarviðræðna. Oddviti Tjörneshrepps segir ekki raunhæft að kosið verði um sameiningu í vor.","main":"Tillagan var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar Norðurþings fyrr í mánuðinum. Aðalsteinn J. Halldórsson er oddviti Tjörneshrepps sem er eitt fámennasta sveitarfélag landsins með tæplega 60 íbúa.\nNei, það hefur ekki verið boðað til formlegra viðræðna og ég átti óformlegt samtal við einn sveitarstjórnarfulltrúa Norðurþings og það hafði nú breyst tillagan í meðför sveitarstjórnarfundar Norðurþings og það er engin tímasetning á þessu boði\neins og var í fyrri tillögu og ég á nú satt að segja ekkert frekar von á því að þetta sé að fara að gerast endilega núna fyrir kosningar að okkur sé boðið til formlegra viðræðna.\nAðalsteinn segir að hreppsnefndin hafi rætt sameiningarmálin en hafi nóg annað að gera. Það sé þó samdóma álit innan hreppsins að sameining við Norðurþing sé eini raunhæfi sameiningarmöguleikinn. Hann segir stefnuna þó ekki að vinna að þeim málum fyrr en eftir sveitarstjórnarstjórnarkosningar í vor.\nÞað eru örfáir mánuðir eftir af kjörtímabilinu og tæpast raunhæft að vera að hjóla í þessa vinnu núna. Sem stendur reiknum við að það gerist lítið næsta misserið.\nVið erum ekkert að flýta okkur.","summary":null} {"year":"2021","id":"38","intro":"Blóðtaka úr íslenskum hryssum hefur hátt í þrefaldast á einum áratug. Eftirspurn eftir prótínsameind sem unnin er úr hryssnablóði til að auka frjósemi dýra hefur aukist mjög.","main":"Blóðtaka úr íslenskum hryssum hefur aukist um sextán prósent á ári undanfarinn áratug samkvæmt upplýsingum frá líftæknifyrirtækinu Ísteka. Velflestar stóðhryssur sem skili folaldi í sláturhús, fullyrðir fyrirtækið að séu blóðhryssur. Forsvarsmenn Ísteka segja að mikil eftirspurn sé eftir frjósemislyfi unnu úr prótínsameind í blóðinu. Vafalítið væri unnt að selja meira af efninu.\nFréttastofan hefur margítrekað óskað eftir viðtali við forstjóra Ísteka. Ekki var orðið við því en spurningum svarað í tölvupósti. Tæplega fimm þúsund og fjögur hundruð hryssur eru nýttar í þennan iðnað hér á landi á þessu ári. Þar af á Ísteka þrjú hundruð hryssur samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Um fjörutíu manns starfa hjá Ísteka en þegar blóði er safnað á sumrin koma rúmlega tvö hundruð manns að starfseminni. Bændur, lausamenn og dýralæknar. Velta Ísteka á þessu ári er einn komma níu milljarðar samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.\nÍ svari frá Arnþóri Guðlaugssyni, forstjóra Ísteka, til fréttastofu segir að margar af hryssunum séu bandvanar og hafi tamist vel við framkvæmd blóðtökunnar. Aðhald og aðskilnaður frá folöldum sé nauðsyn á meðan hryssunum er tekið blóð.\nUmbótaáætlun fyrirtækisins verður dýr, segir forstjórinn. Í henni felst meðal annars að meta skapgerð hrossanna fyrir þátttöku, umbætur á básum, að fá rólega starfsmenn, setja upp myndavélar og gera eftirlitsáætlun. Einnig verði sérstakir öryggisverðir sem fylgist með velferð hryssnanna á meðan blóðtakan fer fram. Mikil gagnrýni hefur komið fram á blóðmerahald upp á síðkastið. Landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp til að fara ofan í kjölinn á starfseminni.","summary":"Blóðtaka úr íslenskum hryssum hefur meira en fjórfaldast á einum áratug. Eftirspurn eftir prótínsameind úr blóði þeirra, til að auka frjósemi dýra, hefur aukist mjög."} {"year":"2021","id":"38","intro":"Dregið var í undanúrslit í bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta í dag. Í kvennaflokki mætast annars vegar Njarðvík og Haukar og hins vegar Snæfell og Breiðablik. Í karlaflokki mætast Þór Þorlákshöfn og Valur í fyrri viðureigninni og hins vegar Stjarnan og Keflavík.","main":"Valur sló út bikarmeistara Njarðvíkur í æsispennandi leik í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta í gærkvöld. Í hálfleik leiddi Njarðvík með fjórum stigum 44-40. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn á að jafna metin og náðu forystunni í kjölfarið. Þegar innan við mínúta var eftir tókst Hauki Helga Pálssyni að stela boltanum af Valsmönnum og hann minnkaði muninn í eitt stig með 45 sekúndur eftir á klukkunni. Njarðvík gat svo komist yfir á lokasekúndunum en Valsmenn vörðu körfuna vel og bægðu hættunni frá. Þetta tryggði Val sæti í undanúrslitum en leiknum lauk með 72-71 sigri Vals.\nSagði Kristófer Acox, leikmaður Vals, að leik loknum í gær. Hann var atkvæðamestur í liði Vals með 25 stig og tók 12 fráköst. Í hinum undanúrslitaleiknum lagði Keflavík Hauka 101-92. Áður höfðu Stjarnan og Þór frá Þorlákshöfn tryggt sér sæti í undanúrslitum. Undanúrslit í VÍS bikarnum fara fram í janúar.\nUndanúrslitin á HM kvenna í handbolta hefjast í dag. Í fyrri leiknum mætast Danmörk og Brasilía klukkan hálf fimm og verður hann sýndur í beinni á RÚV. Í seinni leiknum mætast Spánn og Þýskaland og verður sá leikur sýndur beint á RÚV 2 klukkan hálf átta. Þá verður sýnt frá leik Stjörnunnar og Aftureldingar í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta í kvöld klukkan hálf átta á Rúv.is.","summary":"Dregið var í undanúrslit í bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta í hádeginu."} {"year":"2021","id":"38","intro":"Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það sé sanngirnismál að stjórnvöld komi til móts við þau fyrirtæki sem verða fyrir miklu tekjutapi út af samkomutakmörkunum. Veitingamenn og kráareigendur hafa kallað eftir sértækum aðgerðum. Þeir hafi þurft að þola miklar skerðingar í aðdraganda jóla sem er háannatími hjá þeim. Bjarni væntir þess að fá tillögur frá starfshópi um nýjar aðgerðir síðar í þessari viku.","main":"Við höfum alla tíð sagt að þegar samkomutakmarkanir eru að koma beint niður á rekstraraðilum þá er það algjört sanngirnismál að við komum með einhverjum hætti til móts við slíka aðila. Þessi stóru úrræði sem við höfum verið með, við höfum bara séð hvernig þau eru smám saman að fjara út og okkur þykir það engin goðgá að þau fái bara að gera það. Það hefur dregið gríðarlega mikið úr nýtingu þeirra.\nEn svona eftir því hvernig þessir bolti hefur rúllað þá erum núna við með samkomutakmarkanir sem einkum og sér í lagi koma sér illa við næturlífssenuna í Reykjavík og kannski víðar og upp að einhverju marki veitingageirann og við erum að taka það út hvernig við gætum þá aðlagað aðgerðir til þess að mæta þessum aðilum. Það er auðvitað stór mál þegar þú ert með rekstur sem byggir á því að vera opinn langt inn í nóttina og það er bannað þá þurfum við einhvern veginn að mæta því","summary":null} {"year":"2021","id":"38","intro":"Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er meðal tuttugu og tveggja umsækjenda um starf seðlabankastjóra Noregs.","main":"Tuttugu og tvær umsóknir bárust um embætti seðlabankastjóra Noregs. Eitt nafn vekur meiri athygli en önnur. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, er meðal umsækjenda.\nÍ tilkynningu frá blaðafulltrúa Stoltenbergs segir að norska fjármálaráðuneytið hafi haft samband við hann í síðasta mánuði og spurt hvort hann gæti hugsað sér að sækja um starfið. Hann hafi svarað því játandi, en ef svo færi að hann yrði fyrir valinu gæti hann ekki hafið störf fyrr en fyrsta október, þegar veru hans hjá Atlantshafsbandalaginu lýkur.\nØystein Olsen hefur gegnt gegnt embætti seðlabankastjóra frá því í janúar 2011. Hann hefur óskað eftir að láta af störfum fyrsta febrúar næstkomandi, þegar hann nær eftirlaunaaldri.\nAf þeim tuttugu og tveimur sem sækja um stöðu seðlabankastjóra er ein kona, Ida Wolden Bache aðstoðar-seðlabankastjóri. Á norska viðskiptafréttavefnum E24 er haft eftir henni að hún hafi sótt um eftir að hafa ráðfært sig við fjármálaráðuneytið, sem ræður í starfið. Hún viti vel hvað felist í því að vera seðlabankastjóri og geti vel hugsað sér að takast á við það.","summary":"Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, er meðal tuttugu og tveggja umsækjenda um starf seðlabankastjóra Noregs. "} {"year":"2021","id":"39","intro":"Heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni eru komnar mislangt með að bólusetja með örvunarskammti. Á Austurlandi hafa hlutfallslega flestir fengið örvunarskammt en fæstir á Suðurnesjum.","main":"Flestar heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni eru að bólusetja í þessari viku. Flestir hafa fengið boð um örvunarskammt en þeir sem ekki hafa verið boðaðir, en eru komnir á tíma, geta mætt á auglýstum dögum í sínu umdæmi. Á minni stöðum er fólki þá oftast gert að láta vita, þannig að hægt sé að tryggja að nægt efni sé til staðar.\nÁ Vestfjörðum er einungis bólusett á Ísafirði og Patreksfirði og eru stórir bólusetningardagar þar í vikunni. Á Patreksfirði er talsvert um smit og aðgerðastjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur ákveðið að fella niður skólahald þar til eftir jólafrí.\nÁ Vesturlandi voru stórir bólusetningardagar á Akranesi og í Borgarnesi í síðustu viku og á Snæfellsnesi í byrjun desember. Ekki eru fyrirhugaðar frekari fjöldabólusetningar á Vesturlandi fyrir jól nema ef til vill í Borgarnesi.\nAustfirðingar hafa náð hæsta hlutfalli á landsvísu í örvunarbólusetningum en bólusett er á Egilsstöðum, Eskifirði og Vopnafirði næstu daga.\nÁ Suðurnesjum er hlutfallið lægst á landinu. Þar hefur heilbrigðisstarfsfólk markvisst reynt að fá sem flesta til að mæta en gert er ráð fyrir að léleg mæting útskýrist að einhverju leyti af því að margir útlendingar eru skráðir í umdæminu, sem fluttir eru í burtu. Þar verður bólusett í vikunni, sem og þeirri næstu eins og á Suðurlandinu.\nÁ Akureyri voru tæplega 6000 bólusettir í síðustu viku með örvunarskammti og verður einn stór bólusetningadagur þar fyrir jól, sem og víðar á Norðurlandi.","summary":null} {"year":"2021","id":"39","intro":"Tæplega þrjátíu omíkron-smit eru staðfest á Íslandi. Bólusetningar og örvunarbólusetning hafa sannað sig gegn alvarlegum veikindum segir sóttvarnalæknir. Örvunarbólusetning virðist tíu sinnum öflugri gegn delta-afbrigðinu en seinni bólusetningin.","main":"Tæplega þrjátíu omíkron-smit eru staðfest hér á landi og gert er ráð fyrir að þeim fjölgi til muna. Veikindi hafa ekki verið alvarleg.\nÞað er bara verið að raðgreina og staðfest smit eru nú í kringum 30, tæplega 30, og þetta er fólk sem er að koma erlendis frá mörgum löndum og einhver smit hafa orðið hér innanlands. Ég held að við munum sjá aukningu í þessu eins og annars staðar. Það finnst mér mjög líklegt.\nSóttvarnalæknir segir línur vafalítið skýrast á næstunni. Engar fregnir hafi borist af alvarlegum veikindum vegna omíkron-afbrigðisins hvorki hér né annars staðar enn sem komið er. Hann telur ekki ástæðu til að breyta sóttvarnareglum að sinni.\nVið stöndum nokkuð í stað í útbreiðslunni og ef eitthvað er þá erum við að fara heldur niður á við. Þannig að við erum ekki á slæmum stað hvað það varðar og svo er spítalinn ekki í teljandi vandræðum eins og staðan er. Það eru eitthvað um 15 manns inniliggjandi og þar af þrír á gjörgæslu þannig að það hefur oft verið verra. Helgin var ekki slæm á spítalanum og vonandi helst það áfram. Mér finnst ekki tilefni til að fara út í harðari aðgerðir að sinni.\nUm helmingur þeirra sem veikjast eru fullbólusettir og helmingur veikra er óbólusettur. Örvunarskammturinn virðist skipta sköpum.\nÞað virðist sem örvunarbólusetningin geri útslagið núna bæði á smit og alvarleg veikindi. Þannig að það ætti að vera hvatning til allra að fara í örvunarbólusetningu og bólusetningu yfir höfuð.\nÞórólfur segir mögulega faglegar forsendur til að hafa bólusetningapassa fyrir þá sem eru fullbólusettir og með örvunarbólusetningu, þar sem hún sé tíu sinnum öflugri en bólusetning tvö að því er virðist. Slíkt sé hins vegar ákvörðun stjórnvalda en ekki sóttvarnalæknis.","summary":"Tæplega þrjátíu omíkron-smit eru staðfest á Íslandi. Þreföld bólusetning hefur sannað sig gegn alvarlegum veikindum segir sóttvarnalæknir. Örvunarbólusetning virðist tíu sinnum öflugri gegn delta-afbrigðinu en seinni bólusetningin."} {"year":"2021","id":"39","intro":"Nú er talið að færri en óttast var hafi látist vegna skýstrókanna sem fóru yfir átta fylki í Bandaríkjunum um helgina. Rúmlega hundrað voru taldir af, en nú er talið að þeir hafi verið helmingi færri. Sumir bæir voru nánast jafnaðir við jörðu.","main":"It's like a nuclear bomb went off. It's horrible.\"\nÞetta er eins og eftir kjarnorkusprengju, alveg hræðilegt, sagði einn íbúa í bænum Barnsley í Kentucky þegar hann virti fyrir sér rústir þess sem áður var heimili hans. Talið er að skýstrókarnir hafi verið rúmlega fimmtíu talsins. Kentucky varð verst úti, sumir bæir voru nánast lagðir í rúst. Á laugardag greindi Andy Beshear, ríkisstjóri, frá því að tekist hefði að bjarga 40 af 110 manns sem voru að störfum í kertaverksmiðju, þegar hún sprakk í loft upp. Óttast var að hinir sjötíu hefðu látist. Í gær greindu eigendur verksmiðjunnar frá því að átta hefðu fundist látnir og jafnmargra væri saknað. Búið var að finna rúmlega 90 manns sem voru að störfum í verksmiðjunni þegar ósköpin dundu yfir. Þeir höfðu leitað skjóls í neðanjarðarbyrgi sem varð þeim til lífs. Fjórtán létust í fjórum öðrum fylkjum, þar af sex þegar veðurhamurinn rústaði vöruhús Amazon í Edwardsville í Illinois. Þá létust fjórir í Tennessee. Andy Beshear ríkisstjóri segir að saman muni íbúar Kentucky takast á við afleiðingarnar og hjálpast að við að endurbygginguna sem fram undan er.","summary":null} {"year":"2021","id":"39","intro":"Hátt í 80 prósent þeirra sjúklinga sem nú eru á bráðamóttöku Landspítalans hafa lokið meðferð þar og bíða eftir að komast á aðrar deildir. Yfirlæknir segir ástandið farsakennt og hvetur nýjan heilbrigðisráðherra til að leysa úr vandanum.","main":"Á bráðamóttöku Landspítala eru 36 rúm. Nú skömmu fyrir hádegi höfðu 28 sjúklingar þar lokið meðferð og biðu eftir að komast á aðrar deildir, að sögn Hjalta Más Björnssonar yfirlæknis á bráðamóttöku.\nLandspítali er ekki með mönnuð pláss til þess að veita þessu fólki legudeildarþjónustu á öðrum deildum. Og þetta gerir okkur erfitt eða ómögulegt að veita jafn góða og fljóta þjónustu og við viljum við þá fjölmörgu slösuðu og bráðveiku sem leita til okkar. Ég veit ekki til þess að þetta sé neins staðar svona í siðuðum ríkjum\nÞetta er smánarblettur á íslensku samfélagi og þetta er eitthvað sem verður að breyta því ástandið er hreinlega farsakennt á Landspítalanum í dag.\nOg það er eitthvað sem við höfum fulla trú á að ný ríkisstjórn muni ekki láta viðgangast lengur.\nÍ stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að staða og hlutverk Landspítalans verði styrkt og sérstök áhersla lögð á uppbyggingu bráðamóttöku.\nÞað var ánægjulegt að sjá þetta í stjórnarsáttmálanum en við getum ekki sagt að við höfum séð þess nein merki um að það hafi skilað sér aðgerðir sem bæti stöðuna á bráðamóttöku.\nEr eitthvað sem þú vilt segja við nýjan heilbrigðisráðherra?\nJá, ég vil bara hvetja nýjan heilbrigðisráðherra til að leysa úr stöðunni í innlagnarmálum þannig að við getum veitt fólki eðlilega bráðaþjónustu á bráðamóttöku Landspítala.","summary":"Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítala hvetur nýjan heilbrigðisráðherra til að leysa úr vanda deildarinnar. Í 28 af 36 rúmum á deildinni liggur fólk sem hefur lokið meðferð en kemst ekki á aðrar deildir vegna skorts á starfsfólki. "} {"year":"2021","id":"39","intro":"Laga helstið. Ekki hefur þurft að minnka sölu á skerðanlegri orku til álvera þar sem viðskiptin eru tryggð með langtímasamningum. Orkuskortinn má bæði rekja til lágrar vatnsstöðu í ákveðnum miðlunarlónum og til veikleika í flutningskerfi raforku.","main":"Raforkuskortur og skerðingar hjá Landsvirkjun hafa lítil sem engin áhrif á rekstur álvera enn sem komið er. Álver Norðuráls á Grundartanga hefur ekki fengið allt það rafmagn sem það hefur óskað eftir, en það veldur litlum truflunum.\nLandsvirkjun hefur þurft að hætta sölu á skerðanlegri raforku til ákveðinna stórnotenda svo sem fiskimjölsverksmiðja. Álverin í landinu eru líka með samninga um kaup á skerðanlegri orku. Samkvæmt upplýsingum frá Fjarðaáli á Reyðarfirði er fyrirtækið með langtímasamning um skerðanlega orku og ekki hefur enn komið til þess að orka, sem seld er samkvæmt slíkum samningum, sé skert. Sama gildir álver Norðuráls á Grundartanga. Fyrirtækið hefur reyndar keypt rafmagn aukalega sem nú er ekki í boði. Sólveig Bergmann er upplýsingafulltrúi Norðuráls.\nVið höfum enn ekki séð skerðingar vegna vatnsskorts eða lágra vatnsstöðu enda eru þetta langtímasamningar með miklum kröfum á báða aðila. Við erum að vinna með orkufyrirtækjum að lausnum. Við höfum verið að kaupa aukreitis en þetta er ekkert sem að veldur okkur miklum truflunum.\nSegja má að tvær ástæður séu fyrir raforkuskortinum nú. Í fyrsta lagi er léleg vatnsstaða í ákveðnum uppistöðulónum Landsvirkjunar. Síðasti vetur var þurr á Suðurlandi og sumarið kalt. Lítið hefur verið í Þórisvatni og á Þjórsársvæðinu var lítill vatnsforði fyrir veturinn. Í öðru lagi má kenna veiku flutningskerfi um. Hefði það verið sterkara hefði mátt auka framleiðslu í Kárahnjúkavirkjun og flytja meiri orku þaðan í aðra landshluta til að spara vatnið í öðrum uppistöðulónum.","summary":null} {"year":"2021","id":"39","intro":"Samband íslenskra sveitarfélaga óttast stórfelldan niðurskurð í rekstri og þjónustu hjúkrunarheimila. Þetta kemur fram í umsögn sambandsins um fjárlagafrumvarp næsta árs. Það segir mikil vonbrigði að frumvarpið endurspegli hvorki gefin loforð um fjármögnun hjúkrunarheimila né nýjan stjórnarsáttmála.","main":"Samband íslenskra sveitarfélaga skilaði í gær, sunnudag, inn umsögn um fjárlagafrumvarpið. Þar er ítrekuð fyrri gagnrýni um að framsetning fjárlagafrumvarpa sé flókin og því erfitt að gera sér grein fyrir fjármögnun verkefna. Nú hafi bæst ofan á að óvenju skammur tími gefist til að bregðast við frumvarpinu. Sambandið gerir þó margvíslegar athugasemdir, lýsir ánægju með sumt en gagnrýnir annað. Þetta á sérstaklega við um rekstur hjúkrunarheimila. Í frumvarpinu sé stórum kostnaðarliðum hjúkrunarheimila ekki mætt og verulega virðist skorið niður á móti tveggja milljarða króna hækkun til hjúkrunarheimila sem boðuð er í frumvarpinu. Ekki sé brugðist við auknum kostnaði af styttri vinnuviku og ekki tekið nægilegt tillit til aukinnar hjúkrunarþyngdar, útlagakostnaðar, verðlags- og launahækkana. Í umsögn sambandsins er vísað til Gylfaskýrslunnar svokölluðu sem leiddi í ljós að einn milljarð hefði vantað í reksturinn árið 2019. Stjórnvöld veittu einn milljarð aukalega til að bregðast við því í sumar en ekki er að sjá að framhald verði á því, segir í umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.","summary":null} {"year":"2021","id":"39","intro":"Max Ver'stappen tryggði sér í gær fyrsta heimsmeistaratitil sinn í Formúlu eitt kappakstri þegar hann hafði betur gegn Lewis Hamilton í Abu Dhabi kappakstrinum í gær. Keppnin gekk ekki áfallalaust en úrslitin réðust á síðasta hring.","main":"Hollendingurinn Max Verstappen sem ekur fyrir lið Red Bull tók fram úr bretanum Lewis Hamilton sem ekur fyrir Mercedes á lokahringnum í Abu Dhabi en Hamilton var á höttunum eftir áttunda heimsmeistaratitli sínum. Kristján Einar Kristjánsson lýsti keppninni á Viaplay.\nStjarnan og Þór Þorlákshöfn tryggðu sig inn í undanúrslitin í bikarkeppni karla í körfubolta í gær. Í kvöld er einn leikur á dagskrá í þeirri keppni þegar Valur og Njarðvík mætast klukkan 20:15 á RÚV 2. Fram og ÍBV mætast í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta á RÚV 2 klukkan 18:00 og þá sýnum við einnig tvo leiki í milliriðlakeppni heimsmeistaramóts kvenna í handbolta á rúv.is í dag. Fyrri leikurinn er viðureign Svía og Rúmena klukkan 17:00 og þá mætast Noregur og Holland klukkan 19:30.","summary":null} {"year":"2021","id":"39","intro":"Fjármögnunarmódel sveitarfélaga gengur ekki upp og hamlar kjarasamningagerð segir Friðrik Jónsson formaður BHM. Það sé hagur stéttarfélaganna, atvinnurekenda, ríkis og sveitarfélaga að leiðrétta þá skekkju.","main":"Friðrik segir mjög mikilvægt að byrja kjaraviðræður sem fyrst á nýju ári til að koma í veg fyrir vinnudeilur í lok ársins og byrjun 2023. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út í byrjun nóvember, en hjá flestum starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga fjórum mánuðum síðar. Friðrik segir að skattstofn sveitarfélaga sé ein stærsta skekkjan á vinnumarkaðinum.\nÉg hugsa að sveitarfélögin væru öll af vilja gerð til þess að borga sínu fólki betur en fjárhagslegt svigrúm þeirra er ekki neitt af því að þeim er það naumt skammtaður skattstofninn. Svo hefur það ýmsar skrýtnar afleiðingar eins og út í fasteignamarkaðinn þegar sjálfstæðir tekjustofnar sveitarfélaga eru eitthvað sem varðar lóðabrask. Það er svolítið sérkennilegt. Allt þetta þurfum við að geta tekið breitt samtal um, launþegahreyfing, Samtök atvinnulífsins, stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög. Þarna sjáum við eina stærstu skekkjuna á vinnumarkaðinum.\nErtu vongóður um að þetta samtal þróist með góðum hætti, ef þú lítur á það sem sagt er í stjórnarsáttmálanum, fjárlagafrumvarpinu og viðbrögðum atvinnurekenda það sem af er?\nJá. Líka af því að ef við tölum út frá staðreyndum, ef við tölum út frá gögnum - af hverju ættu stjórnvöld einmitt ekki að vilja að þetta samtal fari fram sem fyrst og með sem bestum hætti. Það getur ekki verið hagur þessara stjórnvalda að eftir þriðjung eða fjórðung af þeirra kjörtímabili yrði allt logandi í vinnudeilum. Það getur ekki verið hagur atvinnulífsins að eftir eitt til eitt og hálft ár verði hér allt logandi í vinnudeilum. Það er engum í hag. Og það er svo sannarlega ekki launafólki í hag að hér verði allt logandi í vinnudeilum.","summary":"Skattstofn sveitarfélaga er ein stærsta skekkjan á íslenskum vinnumarkaði og hamlar kjarasamningagerð segir formaður BHM. "} {"year":"2021","id":"39","intro":"Akureyrarbær krefst þess að ríkið kaupi eignarhluta bæjarins í mannvirkjum dvalar- og hjúkrunarheimila á Akureyri. Formaður bæjarráðs segir ríkið ekki hafa svarað ítrekuðum óskum Akureyrarbæjar um viðræður.","main":"Fyrr á þessu ári samdi ríkið við Heilsuvernd ehf. um rekstur hjúkrunarheimila á Akureyri, eftir að bærinn skilaði rekstrinum til ríkisins. Í síðasta mánuði gerði Heilsuvernd svo tilboð í fasteignirnar þar sem heimilin eru rekin. Var tilboðið tekið til umræðu á fundi þar sem fram kom að bærinn vill selja eignirnar en þar sem þær eru í sameiginlegri eigu þeirra og ríkisins þurfi ríkið að koma borðinu. Hefur bæjarráð óskað eftir því að ríkisvaldið bregðist við án frekari tafa og kaupi eignarhluta Akureyrarbæjar. Guðmundur Baldvin Guðmundsson er formaður bæjarráðs Akureyrar.\nVið höfum bara engin svör fengið. Allt frá því að Heilsuvernd yfirtók reksturinn höfum við verið að kalla eftir því að fá svör við því hvernig menn sjái fyrir sér framtíð á rekstri þessara mannvirkja.\n-Nú barst tilboð upp á þrjá milljarða í eignirnar, hvernig var því svarað?-\nÞví hefur ekkert verið svarað annað en með bókun bæjarráðs að við höfum óskað eftir því að ríkið komi að borðinu vegna þess að það er ekkert hægt að fara í sölu á eignum eða í framtíðar músík í þessu nema ríkið komi að borðinu.","summary":"Formaður bæjarráðs Akureyrar segir ríkið ekki hafa svarað ítrekuðum óskum bæjarins um að ríkið kaupi fasteignir hjúkrunarheimila í bænum. Heilsuvernd ehf. hefur boðið þrjá milljarða í eignirnar. "} {"year":"2021","id":"39","intro":"Tveggja Dana er saknað eftir árekstur flutningaskips og dýpkunarpramma á Eystrasalti í nótt. Prammanum hvolfdi við áreksturinn.","main":"Tveggja danskra sjómanna var leitað í nótt og morgun eftir árekstur bresks flutningaskips og dansks dýpkunarpramma á Eystrasalti. Prammanum hvolfdi þegar skipin rákust á.\nSlysið varð laust eftir klukkan hálf þrjú í nótt að íslenskum tíma, á sundinu milli eyjunnar Borgundarhólms og Ystad í Svíþjóð. Neyðarsendir prammans fór þá í gang, að sögn danskra fjölmiðla. Áhafnir skipa sem voru á ferð á þessum slóðum segjast hafa heyrt hróp frá mönnum sem að líkindum hafi lent í sjónum. Á prammanum voru tveir menn. Þyrlur og björgunarbátar voru send til leitar. Leitinni var hætt þegar leið á morguninn. Að sögn stjórnanda hennar er útilokað að mennirnir hafi lifað lengi hafi þeir lent í sjónum vegna þess hve kaldur hann er.\nTil stendur að draga flak prammans að landi í Svíþjóð og kafarar eru að búa sig undir að kafa að því til að kanna hvort mennirnir séu í stýrishúsinu.\nEnn liggur ekkert fyrir um ástæðu árekstursins. Á ratsjá sést að skipin rákust á. Sænska siglingamálastofnunin hefur þegar hafið rannsókn á slysinu. Jonas Franzen, talsmaður hennar, segir í viðtali við sænska fjölmiðla að hún beinist meðal annars að því hvort siglingareglur hafi verið brotnar með grófum hætti, eins og hann orðaði það.","summary":"Tveggja Dana er saknað eftir árekstur flutningaskips og dýpkunarpramma á Eystrasalti í nótt. Prammanum hvolfdi við áreksturinn. "} {"year":"2021","id":"40","intro":"Kærunefnd jafnréttismála telur að Menntaskólinn við Sund hafi mismunað umsækjendum eftir aldri þegar skólinn réð í stöðu kennara sem átti að sinna kennslu í siðferði og lýðræðisvitund. Skólinn sagði að því fylgdi aukinn kostnaður að ráða kennara sem væri sextugur.","main":"Menntaskólinn við Sund auglýsti í fyrra eftir kennara í fullt starf til að sinna kennslu í lýðræðisvitund og siðferði. Einn umsækjenda sem ekki var kallaður í viðtal kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála Hann taldi skólann hafa mismunað sér vegna aldurs\nSkólinn sagði máli sínu til stuðnings að því fylgdi aukinn kostnaður að ráða kennara sem væri sextugur. E f kennari með kennsluafslætti hefði verið ráðinn þyrfti skólinn að greiða yfirvinnu fyrir 25 prósent kennslumagnsins. Þetta hefði þýtt 17 til 19 prósent viðbótarkostnað fyrir skólann. Skólinn byggi við afar þrönga fjárhagsstöðu, ekki síst vegna aldurs og menntunarstigs kennara við skólann. Menntamálaráðuneytið væri að fylgjast með rekstri skólans og búið væri að skera við nögl allan rekstrarkostnað.\nKærunefndin segir í úrskurði sínum að það liggi beinlínis fyrir að eldri umsækjendur hafi verið útilokaðir frá því að koma til greina í starfið, óháð hæfni þeirra að öðru leyti. Í því felist bein mismunun sem geti stundum verið réttlætanleg en það eigi ekki við ekki í þessu máli því skólanum hafi mistekist að færa málefnaleg rök fyrir þessari mismunun.","summary":null} {"year":"2021","id":"40","intro":"Villa sem greindist fyrir helgi í algengum stýrikerfum er mögulega alvarlegri en menn töldu, segir framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis.","main":"CERT-IS netöryggissveit Fjarskiptastofu hefur virkjað samhæfingarferli vegna alvarlegs veikleika í algengum hugbúnaði. Um er að ræða villu í kóða sem gerir það að verkum að hægt er að komast inn í stýrikerfi hjá rekstraraðilum þeirra. Veikleikinn sem fannst er skilgreindur sem 10, sem er hæsta stig. Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur unnið með stórum viðskiptavinu við að tryggja öryggið, en nauðsynlegt er að uppfæra stýrikerfin.\nSegir Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri Syndis. Aðstæður núna eru svipaðar og fyrr á árinu þegar veikleiki uppgötvaðist í Microsoft Exchange póstþjóninum sem olli miklum vandræðum. Valdimar óttast að í einhverjum tilvikum hafi tölvuþrjótar náð að komast inn í kerfi áður en náðist að uppfæra, því hver mínúta skipti máli, og þeir síðan bíði þar inni og láti til skarar skríða. Starfsmenn hafi séð að tölvuþrjótar hafi verið að skanna íslenskar tölvur meðal annars hjá þeim kerfum sem Syndis vaktar.\nValdimar segir rétt að gera ráð fyrir að fjöldi hakkara reyni að nýta sér villuna í stýrikerfinu og taki gögn í gíslingu síðar, þar sem ekki hefur tekist að uppfæra í tæka tíð. Hann segir að hinn almenni tölvunotandi ætti ekki að verða var við eða þurfa sérstaklega að óttast árás. En hvað er hægt að gera ef ekki hefur náðst að uppfæra nógu snemma.","summary":null} {"year":"2021","id":"40","intro":"Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru afhent í Berlín í gærkvöld. Þar var Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, meðal annars tilnefnd í flokknum Evrópsk uppgötvun, sem veitt eru leikstjórum með sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd.","main":"Valdimar hreppti ekki það hnoss en Dýrið fer þó ekki tómhent heim frá Berlín því þeir Peter Hjorth og Fredrik Nord voru verðlaunaðir fyrir tæknibrellurnar í myndinni. Sigurvegari hátíðarinnar er óumdeilanlega hin bosníska Jasmila }bani\u0007. Hún er leikstjóri ársins, kvikmynd hennar, Quo Vadis, Aida? var valin kvikmynd ársins og Jasna \u0010uri\ni\u0007 besta leikkonan í aðalhlutverki. Myndin segir sögu konu sem reynir að bjarga fjölskyldu sinni frá bráðum bana þegar bosníuserbar myrtu þúsundir í Srebrenica árið 1995. Danska heimildarmyndin Flugt, eða Flótti, var valin hvort tveggja besta heimildarmynd og hreyfimynd ársins Anthony Hopkins var valinn besti leikarinn, fyrir frammistöðu sína í The Father. Handritshöfundar þeirrar myndar, þeir Florian Zeller og Christopher Hampton, voru líka verðlaunaðir. Þá hlaut hin danska Susanne Bier heiðursverðlaun fyrir evrópska kvikmyndagerð á alþjóðavísu og Ungverjinn Marta Meszarosfékk heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til evrópskrar kvikmyndagerðar um ævina.","summary":null} {"year":"2021","id":"40","intro":"Leitað er í kappi við tímann að þeim tugum sem enn er saknað í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem skýstrókar fóru yfir á föstudagsnótt. Staðfest hefur verið að áttatíu og þrír fórust en óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látnir. Bandaríkjaforseti segir ljóst að hlýnun jarðar hafi áhrif á öfgar í veðri og ætlar að óska eftir nánari upplýsingum frá sérfræðingum um áhrifin í þetta sinn.","main":"This was my home till last night.\nÞetta var heimili mitt þar til í nótt, sagði Barbara Petterson við fjölmiðla. Hún er ein fjölmargra sem misstu heimili sín í Mayfield - tíu þúsund manna bæ í Kentucky-ríki. Skýstrókarnir jöfnuðu fjölda mannvirkja við jörðu, eyðilögðu raflínur, rifu tré upp með rótum og skemmdu allt það sem á vegi þeirra varð. Áttatíu og þrír fórust í óveðrinu. Flestir í Kentucky, sjötíu. Hvirfilbylurinn fór einnig yfir Arkansas, Illinois, Missouri, Mississippi og Tennessee.\nThe intensity of the weather across the board has some impact as a consequence of the warming of the planet and the climate change. The specific impact on these specific storms I can't say at this point. I am going to be asking the EPA (Environmental Protection Agency) and others to take a look at that.\nJoe Biden, Bandaríkjaforseti, sagði í sjónvarpsávarpi í gærkvöld að veðurhamurinn sé upp að vissu marki afleiðing hlýnunar jarðar og loftslagsbreytinga. Ég get ekki sagt til um það að þessu stigi að hve miklu leyti, sagði Biden og kvaðst ætla að óska eftir nánari upplýsingum frá Umhverfisstofnun Bandaríkjanna. Biden sagði vitað að veðuröfgar væru meiri vegna hlýnunar jarðar en hann gæti ekki sagt til um það hve mikil áhrifin væru.\nEnn er víða rafmagns- og símasambandslaust í ríkjunum og tuga er saknað. Fjöldi sveita leitar nú að fólki í rústum húsa. Um hundrað manns voru að störfum í kertaverksmiðju í Mayfield og er margra þeirra enn saknað. Tekist hefur að bjarga fjörutíu manns þaðan. Um þrjátíu skýstrókar fóru yfir ríkin sex. Einn þeirra fór með jörðu yfir þrjú hundruð kílómetra leið og sagði Biden að óveðrið á föstudagsnótt hafi verið eitt það versta í sögu landsins.","summary":"Tuga er enn saknað eftir að þrjátíu skýstrókar fóru yfir sex ríki í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Staðfest hefur verið að 83 fórust. Bandaríkjaforseti segir veðrið hafa verið eitt það versta í sögu landsins. "} {"year":"2021","id":"40","intro":"Laxar hafa ákveðið að slátra laxi úr öllum kvíum á eldisstöð í Reyðarfirði. Veira sem getur valdið blóðþorra greindist í einni kví þar í síðasta mánuði.","main":"Þetta var í fyrsta sinn sem sjúkdómsvaldandi afbrigði svokallaðrar ISA-veiru greindist í laxi hér á landi. Hún tilheyrir inflúensuveirum og er stundum kölluð laxaflensa. Veiran uppgötvaðist við krufningu og sýnatöku eftir að óeðlilega mikið af laxi drapst í einni kvínni. Ákveðið var í samráði við Matvælastofnun að aflífa og farga öllum laxi í kvínni. Fiskurinn var frekar ungur og langt frá því að vera kominn í sláturstærð. Eftirlit var aukið með fiski í öðrum kvíum á eldisstöðinni og var skimað eftir veirunni.\nJens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, segir í samtali við fréttastofu og veikar vísbendingar hafi fundist um smit í öðrum kvíum. Ekki hafi þó borið á óeðlilegum laxadauða en í samráði við MAST hafi verið ákveðið að flýta slátrun á öllum fiski á stöðinni. Fyrirtækið vilji ekki taka neina áhættu og koma svæðinu strax í hvíld. Fiskinum verður þó ekki öllum fargað heldur er hluti hans kominn í sláturstærð og verður hann settur í vinnslu.","summary":"Öllum fiski á einni eldisstöð Laxa í Reyðarfirði verður slátrað af ótta við að veira sem veldur blóðþorra hafi smitast á milli kvía. "} {"year":"2021","id":"40","intro":"Leiðtogaslagur Sjálfstæðismanna í borginni snýst um það hver er líklegri til þess að vinna kosningarnar og leiða flokkinn inn í meirihlutasamstarf. Þetta sagði Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi, sem sækist eftir oddvitasæti á lista flokksins, í Silfrinu.","main":"Hildur og Eyþór Arnalds, oddviti flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum, mættust í Silfrinu auk Þórdísar Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, og Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, og tókust á um borgarmálin. Kosið verður í fyrri hluta maí en óljóst er hvort Hildur eða Eyþór muni leiða Sjálfstæðismenn í kosningunum\nHildur sagði stefnt að því að halda prófkjör 26. febrúar en nákvæm dagsetning sé ekki komin á hreint. Eyþór vill halda oddvitasæti sínu.\nÉg hef staðið fyrir ákveðin sjónarmið í borgarmálum og það sem ég skynja núna, miðað við það sem var fyrir 4 árum, er að það er miklu breiðari kór núna sem er sammála um að það sé margt sem þarf að laga í borginni. Ég tel að ég hafi náð þar hljómgrunni meðal mjög margra aðila í þjóðfélaginu.\nsagði Eyþór. Bæta þurfi samgöngu- og skipulagsmál og koma á breytingum í vor. Hildur Björnsdóttir sagðist ekki ætla að hallmæla Eyþóri en þau sækist vissulega eftir sama sætinu.\nÉg held það þurfi ekki að vera stórkostlegur meiningarmunur þótt fólk sækist eftir sama sætinu. Við sjáum líka á þingi að þar sækist fólk eftir sætum jafnvel þótt það sé ekki sérstakur meiningarmunur. Það sem fólk þarf þá að gera upp við sig er hvor aðilinn er með meira aðlaðandi framtíðarsýn, hvor er líklegri til að vinna kosningar og hvor er líklegri til að leiða okkur inn í meirihlutasamstarf.","summary":"Hildur Björnsdóttir segir ekki mikinn meiningarmun á sér og Eyþóri Arnalds en þau sækjast bæði eftir oddvitasæti Sjálfstæðismanna í borginni. Leiðtogaslagurinn snúist um hver sé líklegri til þess að vinna kosningarnar."} {"year":"2021","id":"40","intro":"Noregur og Svíþjóð skildu jöfn í hörkuspennandi leik á HM í handbolta í gærkvöld. Noregur gat með sigri komist í 8-liða úrslit.","main":"Spennan í milliriðli tvö á HM í handbolta er mikil fyrir lokaumferðina sem spiluð verður á morgun. Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, gat komist í 8-liða úrslitin með sigri á Svíþjóð í gær en Svíar þurftu hins vegar stig gegn Noregi til að eiga raunhæfa möguleika á því að komast áfram. Noregur var tveimur mörkum yfir, 30-28, þegar ein mínúta og 40 sekúndur voru til leiksloka en Svíar skoruðu næstu tvö mörk og tryggðu sér eitt stig úr leiknum. Ríkjandi Evrópumeistarar Noregs mæta ríkjandi heimsmeisturum Hollands í lokaleik milliriðilsins annað kvöld, í leik sem líklega verður hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið kemst í 8-liða úrslitin. Öllu minni spenna er í milliriðlum 3 og 4 en þar lýkur keppni í dag. Danmörk og Þýskaland, sem bæði eru komin í 8-liða úrslitin, berjast um toppsætið í milliriðli þrjú klukkan hálf átta og er leikurinn sýndur beint á RÚV.is. Þá eigast Brasilía og Spánn við á sama tíma í milliriðli fjögur en þar er toppsætið einnig undir.\nFótboltamaðurinn Guðmundur Þórarinsson varð í gærkvöld bandarískur meistari með liði sínu New York City FC. New York mætti Portland Timbers í úrslitaleik MLS-deildarinnar og hafði betur eftir vítaspyrnukeppni, 4-2. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1. Guðmundur var í byrjunarliði New York og var lið hans í forystu þegar hann var tekinn af velli í uppbótartíma venjulegs leiktíma. Í kjölfarið jafnaði Portland, framlenging og vítaspyrnukeppni tóku við og þar hafði New York betur. Guðmundur er fyrsti Íslendingurinn til að verða meistari í sterkustu deild Bandaríkjanna. Þá er þetta einnig fyrsti meistaratitill New York.\n8-liða úrslit bikarkeppninnar í körfubolta heldur áframí dag en í gær komst kvennalið Njarðvíkur áfram í undanúrslit eftir sigur á Fjölni í framlengdum leik. Karlarnir hefja leik í dag og þar mætast ÍR og Þór Þorlákshöfn annars vegar og Stjarnan og Grindavík hins vegar. Leikur Stjörnunnar og Grindavíkur verður sýndur beint á RÚV 2 í kvöld klukkan hálf átta.","summary":"Noregur og Svíþjóð gerðu jafntefli í milliriðli sínum á HM í handbolta í gærkvöld. Spennan er mikil fyrir lokaumferðina á morgun."} {"year":"2021","id":"41","intro":"Blaðamennirnir Maria Ressa frá Filippseyjum og Dmitry Muratov frá Rússlandi tóku í gær við friðarverðlaunum Nóbels í Osló. Þau lýstu áhyggjum af fjölmiðlafrelsi, upplýsingaóreiðu, falsfréttamennsku, alræðishyggju og misnotkun bandarískra samfélagsmiðla og netrisa á yfirburðastöðu sinni.","main":"Þau Ressa og Muratov voru verðlaunuð fyrir ómetanlegt \u001eframlag þeirra til að verja tjáningarfrelsið, frumforsendu lýðræðis og varanlegs friðar. Muratov er einn stofnenda hins sjálfstæða, rússneska dagblaðs Novaya Gazeta, sem hóf útgáfu 1993, og er einn örfárra rússneskra fjölmiðla sem ekki fylgir línunni frá Kreml í einu og öllu. Ressa er á meðal stofnenda vefmiðilsins Rappler, sem hefur stundað rannsóknarblaðamennsku og gagnrýna umfjöllun um stjórnvöld á Filippseyjum frá árinu 2012. Bæði hafa mátt þola ofsóknir vegna starfa sinna. Í viðtali við Al Jazeera segir Ressa það vera eina mestu ógnina við lýðræði í heiminum \u001eþegar lygar verða að staðreyndum. Það rjúfi þann raunveruleika sem við deilum öll og geri það auðveldara að afvegaleiða almenning. Muratov tók í sama streng og sagði falsfréttir og upplýsingafölsun vaxandi ógn. Svo virðist sem sannleikurinn hafi glatað gildi sínu í hugum fólks, sem sé upptekið af eigin hugmyndum en hirði minna um staðreyndir, segir Muratov. Friðarverðlaun Nóbels féllu síðast í skaut blaðamanns árið 1935. Þá var þýski blaðamaðurinn Carl von Ossietzky verðlaunaður - og fangelsaður - fyrir að vara heiminn við uppgangi Hitlers og vígvæðingu Þýskalands.","summary":null} {"year":"2021","id":"41","intro":"Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir skerðingar á sölu á raforku til ákveðinna notenda alvarlegt mál og þvert á aðgerðaáætlun Íslands í orkumálum og orkustefnuna. Landsvirkjun tilkynnti í vikunni að skerða þyrfti nú þegar afhendingu á raforku til stórnotenda vegna raforkuskorts og takmarkaðrar flutningsgetu. Meðal þeirra eru fiskimjölsverksmiðjur, gagnaver og álver, en þessi starfsemi hefur samið um skerðanlega orku að hluta við Landsvirkjun. Guðlaugur Þór segir að hann hafi kynnt minnisblað á ríkisstjórnarfundi og hafi fleiri í bígerð.","main":"Því miður lítur það þannig út að sé lítið hægt að gera hvað varðar þessa vertíð. Við munum hinsvegar reyna að gera það sem hægt er að gera og eiga samtal við fleiri aðila. Síðan er þetta bara partur af stærri mynd. Við erum núna að fara í orkuskipti - aftur.\nsegir Guðlaugur Þór og vísar til fyrri orkuskipta þegar hitaveita var tekin í gagnið hér á landi. Það hafi gengið vel, skilað betri loftgæðum, samkeppnisforskoti og nýst efnahagslega. Verkefnið framundan sé enn metnaðarfyllra. Aðspurður segist hann vonast til þess að umræðan fari ekki í vangaveltur um frekari virkjanir.\nVið finnum það bara í umræðunni út af þessu hvernig hún fer aftur. Hún fer, ég held að ég taki ekkert stórt upp í mig, en fer svolítið í skotgrafir. Þetta er sameiginlegt verkefni okkar . Ég held að allir nálgist þetta með svipuðum hætti. Við viljum ná þessum markmiðum, hugsa um náttúruna og náttúruvernd og það er gott. Við þurfum að nýta orkuna eins vel og mögulegt er og finna hér lausnir sem flestir geta verið sáttir við. En þetta er sameiginlegt verkefni okkar allra og þetta fer ekki frá okkur. En með þessu ertu ekki að segja að það verði ekki virkjað. Nei, ég er að reyna að halda umræðunni á einhverjum öðrum þeim stað heldur en við förum á vanalega. Verkefni okkar allra er að sjá til þess hvernig við ætlum að vera fremst meðal þjoða þegar kemur að því að nota endurnýjanlega orkugjafa og hætta að nota jarðeldsneyti. Það er verkefnið.","summary":"Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, segir skerðingar á sölu á raforku til ákveðinna notenda alvarlegt mál og þvert á aðgerðaáætlun Íslands í orkumálum og orkustefnuna. "} {"year":"2021","id":"41","intro":"Hópur tónlistarmanna og unnenda teknó-tónlistar, sem kennd er við Berlín í Þýskalandi, berjast nú fyrir því að tónlistin verði sett á menningarminjaskrá Unesco. Þá myndi hún njóta sérstakrar verndar sem tákn sameiningar landsins.","main":"Teknótakturinn á uppruna sinn í Detroit í Bandaríkjunum en þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 varð tónlistin mjög vinsæl í Berlín og í hugum margra táknmynd sameiningar Þýskalands, sem hafði þá í fjörutíu og eitt ár verið skipt upp í tvö ríki, Austur og Vestur-Þýskaland. Fjölmenn reif voru haldin í yfirgefnum byrgjum og verksmiðjum í austurhluta borgarinnar þar sem fólk fagnaði nýfengnu frelsi, undan oki kommúnisma, undir taktfastri tónlistinni. Unnendur teknó tónlistar þrýsta á þýsk stjórnvöld að sækja um að hún verði sett á heimsminjaskrá. Ástæðan er sú að mörgum klúbbum hefur verið lokað síðustu árin og eins hefur covid haft slæm áhrif á reksturinn. Herferðin er undir slagorðinu Rave the Planet. Með vernd á heimsminjaskránni telur fólk að betur myndi ganga að vernda þessa menningu. Þá myndu þekktir teknóklúbbar eins og Berghain (Berghæn) verða skráðir sem menningarminjar.","summary":null} {"year":"2021","id":"41","intro":"Tillaga forsætisráðherra til þingsályktunartillögu um breytta skipan ráðuneyta var birt á vef Alþingis í gærkvöldi. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir fjölgun ráðuneyta viðsnúning frá þeirri áherslu sem var eftir hrun.","main":"Í þingsályktunartillögu forsætisráðherra er gerð grein fyrir þeim breytingum sem verða á uppbyggingu ráðuneyta og verkefnaskiptingu þeirra með nýrri ríkisstjórn. Samkvæmt tillögunni er stefnt að því að breytingarnar taki gildi 1. febrúar en ráðuneytum fjölgar um tvö.\nGunnar Helgi Kristinsson var gestur í Vikulokunum á Rás 1 nú fyrir fréttir ásamt þeim Bryndísi Haraldsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, og Friðriki Jónssyni, formanni BHM.\nAð sögn Gunnars Helga heldur nú áfram sú þróun að ráðuneytum fjölgar. Fyrir um 12 árum hafði það verið viðfangsefna þeirra sem höfðu áhuga á umbótum í stjórnarráðinu að fækka þeim niður í um það bil átta. Fjölgunin nú sé mikill viðsnúningur frá áherslunni sem var eftir hrunið og í kjölfar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.\nAð sumu leyti er það alveg rétt að það var lögð áhersla á að stjórnarráðið þyrfti að hafa ákveðið svigrúm til að bregðast við hlutum á ólíkum tíma. Á sama tíma urfa hlutirnir að vera í sæmilega föstum skorðum í öllum stofnunum. Annars virka ekki boðleiðir. Annars virka ekki samhæfing og samstarf. Ef þú ert stöðugt að hræra í pottinum er hætt við því að hlutir falli milli skers og bryggju eins og gerðist í hruninu.","summary":"Prófessor í stjórnmálafræði segir fjölgun ráðuneyta marka mikla breytingu á þeim áherslum sem stjórnvöld settu eftir hrun."} {"year":"2021","id":"41","intro":"Keppni í milliriðlum á HM kvenna í handbolta heldur áfram í dag og í kvöld. Norska landsliðið, þar sem Þórir Hergeirsson er við stjórnvölinn, getur komist í 8-liða úrslit með sigri á Svíum.","main":"Önnur umferð milliriðla 1 og 2 hefst í dag. Í milliriðli 1 geta Ólympíumeistarar Frakklands tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum með sigri á Serbíu. Þá getur Rússland einnig komist í 8-liða úrslitin úr sama milliriðli en þar þurfa Rússar að vinna Svartfjallaland og treysta svo á franskan sigur gegn Serbum. Leikur Svartfjallalands og Rússlands er í beinni útsendingu á RÚV klukkan 14:30 og leikur Serbíu og Frakklands á RÚV.is klukkan fimm. Klukkan hálf átta verður leikur Svíþjóðar og Noregs sýndur á RÚV 2 og er um toppslag að ræða í milliriðli 2. Noregur er á toppi riðilsins með sex stig og getur því tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum með sigri á Svíþjóð en Svíar og ríkjandi heimsmeistarar Hollands eru með fimm stig. Í gær komust Spánn og Danmörk áfram í 8-liða úrslitin en Þýskaland og Brasilía eru einnig komin áfram.\n8-liða úrslit bikarkeppninnar í körfubolta hefjast í kvennaflokki í dag en klukkan fimm mætast tvö efstu lið úrvalsdeildarinnar, Njarðvík og Fjölnir, og er leikurinn í beinni útsendingu á RÚV 2. 8-liða úrslitin halda svo áfram á morgun en þá verður spilað í kvenna- og karlaflokki.\nKeflavík komst á topp úrvalsdeildar karla í körfubolta í gærkvöld með sigri á Tindastóli, 93-84. Keflvíkingar eru nú með fjögurra stiga forskot á Þór Þorlákshöfn í 2. sætinu. Breiðablik komst upp í 8. sætið með sigri á Vestra í nýliðaslag, 100-89. Blikar eru nú með sex stig líkt og Stjarnan og ÍR en Vestri er í ellefta og næst neðsta sætinu með fjögur stig.\nTveir síðustu leikir úrvalsdeildar kvenna í handbolta á þessu ári verða spilaðir í dag. HK fær Fram í heimsókn og þá heimsækja Íslands- og bikarmeistarar KA\/Þórs Hauka á Ásvelli. Valur er á toppi deildarinnar með 16 stig en Fram er með 15 og getur því komist á toppinn með sigri í dag. KA\/Þór er í þriðja sætinu með 11 stig, tveimur stigum ofar en Haukar.","summary":"Keppni heldur áfram á HM kvenna í handbolta í dag og er mikið undir í milliriðlunum. Noregur mætir Svíþjóð í stórleik dagsins."} {"year":"2021","id":"41","intro":"Forstjóri endurvinnslufyrirtækisins Terra segir skelfilegt að vita að plast, sem fyrirtækið sendi til endurvinnslu í Svíþjóð árið 2016, liggi enn óhreyft í vöruskemmu í Svíþjóð. Hann segir að eftirlit með endurvinnslu sé mun betra í dag en þá.","main":"Stundin birti í gær myndir af hundruðum tonna af íslenskum plastúrgangi, sem hefur legið óhreyfður frá árinu 2016 í vöruskemmu í Svíþjóð. Endurvinna átti plastið, og Úrvinnslusjóður hefur greitt íslenskum endurvinnslufyrirtækjum um hundrað milljónir króna fyrir endurvinnsluna. Terra er eitt þeirra fyrirtækja sem flutti plast til sænska fyrirtækisins Swerec, sem átti að endurvinna plastið. Valgeir Baldursson, forstjóri Terra segir að fyrirtækið hafi flutt um 300 tonn af plasti til endurvinnslu og orkuvinnslu til Swerec árið 2016.\nOkkur finnst þetta alveg skelfilegt og ég held að það sé ekki hægt að segja annað en að þetta séu mikil vonbrigði. Við hættum öllum viðskiptum við Swerec árið 2020.\nSíðan hefur Terra flutt allt plast til fyrirtækjanna Prezero í Þýskalandi, Peute Recycling í Hollandi og Pure North í Hveragerði.\nStundin birti þessar myndir í gær, hvernig varð þér við þegar þú sást þær?\nÉg held að eins og öllum öðrum að það voru gríðarleg vonbrigði að sjá þessar myndir og að þetta hafi ekki farið í þá farvegi sem maður trúir og treystir að samstarfsaðilar noti.\nNú leggur stór hluti þjóðarinnar mikið á sig við að flokka heimilisruslið og reyna að koma plastinu í réttan farveg, eruð þið viss um að plastið fari í réttan farveg og fari þangað sem það á að enda núna?\nJá, við trúm því og það hefur mikið breyst í þessum endurvinnsluhluta á undanförnum árum þar sem eftirlit er orðið miklu meira og líka meðvitundin orðin sífellt meiri.\nbara aldrei mikilvægara en nú að halda áfram að flokka og koma þessu í rétta farvegi.","summary":"Forstjóri endurvinnslufyrirtækisins Terra segir skelfilegt að vita að plast, sem fyrirtækið sendi til endurvinnslu í Svíþjóð árið 2016, liggi enn óhreyft í vöruskemmu í Svíþjóð. Hann segir að eftirlit með endurvinnslu sé mun betra í dag en þá."} {"year":"2021","id":"42","intro":"Stykkishólmsbær og Helgafellssveit hefja nú formlegar sameiningarviðræður. Stefnt er að íbúakosningu um sameiningu sveitarfélaganna í mars á næsta ári.","main":"Bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar samþykkti að hefja formlegar sameiningaviðræður í gær, en samþykki Helgafellssveitar lá þá þegar fyrir. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segir að nú muni samstarfsnefnd um viðræðurnar hefja undirbúningsvinnu.\nSem endar síðan með því að íbúar þessara beggja sveitarfélaga taka ákvörðun um sameininguna næsta vor, sennilega í mars 2022.\nÞá verði kosið til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi í maí á næsta ári. Sameinað sveitarfélag mun telja um tólf hundruð og fimmtíu íbúa. En í Stykkishólmi búa ellefu hundruð níutíu og sex og sextíu og sex í Helgafellssveit.\nSex hundruð milljónir koma frá ríkinu við sameininguna sem Jakob segir að muni til dæmis nýtast til innviðauppbyggingar. Sveitarfélögin sem eru nágrannar eiga þegar í nánu samstarfi sem einfaldar ferlið.\nSveitarfélögin hafa þó átt í öðrum óformlegum viðræðum við Dalamenn síðustu mánuði. Eins hefur Grundarfjarðarbær boðið til fundar um mögulega stóra sameiningu alls Snæfellsness. Jakob segir þessa kosti ekki af borðinu.\nÞað eru bara þreifingar sem munu halda áfram geri ég ráð fyrir og næstu misserin.\nSlíkar stærri sameiningar taki hins vegar lengri tíma eða um tvö ár. Hægt verði því að ljúka sameiningu Stykkishólmsbæjar og Helgafellssveitar áður en að því kæmi.","summary":"Nágrannasveitarfélögin Stykkishólmsbær og Helgafellssveit hefja nú formlegar sameiningaviðræður og stefna að íbúakosningu í mars á næsta ári. "} {"year":"2021","id":"42","intro":"Tveir dómkvaddir matsmenn verða skipaðir til að meta umönnum sjúklings sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja árið 2019. Tveir læknar og einn hjúkrunarfræðingur hafa réttarstöðu sakbornings í málinu.","main":"Þetta er samkvæmt staðfestingu Landsréttar á úrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Matsmönnunum er ætlað að svara því hvort umönnun sjúklingsins hafi verið fullnægjandi, meðal annars næringar- og vökvagjöf, meðferð til að koma í veg fyrir legusár og meðhöndlun legusára, meðferð við þvag- og hægðalátum og umönnun almennt. Matsmennirnir skulu vera annars vegar hjúkrunarfræðingur með réttindi í líknandi hjúkrun og hins vegar læknir með sérfræðiþekkingu í líknarlækningu og sérhæfðri verkjalækningu til að svara framangreindum spurningum. Þrír starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru með réttarstöðu sakbornings, tveir læknar og einn hjúkrunarfræðingur. Héraðsdómur segir í niðurstöðu sinni að matinu sé ætlað að svara því hvort umönnun sjúklingsins hafi verið fullnægjandi. Matið geti því leitt í ljós sekt eða sakleysi. Þá bendir dómurinn á að þetta mat hafi verið klofið frá matsgerð sem lögreglan óskaði eftir í síðasta mánuði og snýr eingöngu að störfum læknanna tveggja. Þar eiga matsmennirnir að svara hver dánarorsök sjúklingsins var, hvort forsendur hafi verið til þess að hefja lífslokameðferð og hvort rétt hafi verið staðið að henni sem og sjúkdómsgreinginu sjúklingsins. Annar læknirinn sem er til rannsóknar í þessu máli missti lækningaleyfið, en hefur fengið takmarkað leyfi og starfar nú á Landspítalanum undir eftirliti.","summary":"Landsréttur hefur úrskurðað að tveir sérfróðir matsmenn verði kallaðir til við að meta meðferð og umönnun sjúklings sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. "} {"year":"2021","id":"42","intro":"Arthúr Bogason, formaður félags smábátaeigenda, segir að gæta þurfi jafnræðis í eftirliti með brottkasti og","main":"er verulega ósáttur með þá mynd sem Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, setti fram í viðtölum í gær.\nÞetta var Arthúr Bogason. Róbert Jóhannsson tók pistilinn saman.\nSagði Arthúr í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Hann sagði drónaeftirlit með veiðum smábáta falla undir njósnir samkvæmt lýsingum á vefsíðu Persónuverndar. Hann segir að gæta þurfi jafnræðis í eftirliti með brottkasti. Eftirlit með drónum sé nánast einungis yfir smábátum, þrátt fyrir að togarar veiði stærstan hluta þorskaflans.\nArthúr veltir því fyrir sér hvort tilgangur drónaflugs Fiskistofu sé að nota eftirlit sem fælingarmátt.","summary":null} {"year":"2021","id":"42","intro":"Fimm af sex oddvitum bæjarstjórnarflokka Akureyrar ætla ekki að gefa kost á sér í oddvitasæti í komandi sveitarstjórnarkosningum. Bæjarstjórinn á Akureyri segir mikið áhyggjuefni hversu örar breytingar eru í sveitarstjórnum.","main":"Miklar breytingar verða á bæjarstjórn Akureyrar á næsta kjörtímabili. Þegar hafa sjö bæjarfulltrúar tilkynnt að þeir ætli ekki að bjóða sig fram í komandi kosningum. Því verða í mesta lagi fjórir af ellefu núverandi bæjarfulltrúum áfram í bæjarstjórn að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er með þrjá fulltrúa í núverandi stjórn og hafa tveir þeirra, þar á meðal oddvitinn Gunnar Gíslason tilkynnt að hann hyggist ekki bjóða sig fram á ný. L-listinn hefur tvo fulltrúa og hefur oddviti flokksins, Halla Björk Reynisdóttir, greint frá því að hún muni bjóða sig fram en ekki sem oddviti. Andri Teitsson, hinn fulltrúi flokksins hefur ekki gert upp hug sinn. Báðir fulltrúar Framsóknarflokksins, þau Guðmundur Baldvin Guðmundsson og Ingibjörg Isaksen hafa tilkynnt að þau bjóði sig ekki fram í vor. Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt um framboð sitt og verður því eini núverandi oddviti sem hyggst halda áfram í því hlutverki. Heimir Haraldsson, hinn bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að hætta. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna og Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins ætla einnig hætta. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri segir þetta slæma þróun.\nÞetta er ekki gott fyrir sveitarfélögin þegar það verða miklar mannabreytingar við kosningar. Og það kannski þarf að huga að starfsumhverfi kjörinna fulltrúa í þessum efnum og það er mikið áhyggjuefni hversu örar breytingar eru í sveitarstjórnum.","summary":"Að minnsta kosti sjö af ellefu bæjarfulltrúum á Akureyri ætla ekki að bjóða sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum. Bæjarstjórinn segir örar breytingar í sveitarstjórnum áhyggjuefni. "} {"year":"2021","id":"42","intro":"Síðust tvær nætur hafa starfsmenn Bláfjalla unnið hörðum höndum að opnun skíðasvæðisins sem var opið í gær í fyrsta sinn í vetur. Sem stendur eru veður og færð góð og opnað verður klukkan tvö í dag en útlitið fyrir helgina er ekki gott.","main":"Dagurinn byrjaði illa því það var svo hrikalega vont veður hérna en svona upp úr hádegi byrjaði það að dúra niður og við gátum farið út að vinna, bæði menn og tæki og svo fengum við bara 'gorgeous' kvöld í blankalogni og svona jólasnjókoma allan tímann, púður yfir öllu. Þetta var bara draumur í dós.\nAð baki hverri opnun liggur mikil vinna sem fer að miklu leyti fram utan hefðbundins vinnutíma.\nTroðarastrákarnir vinna 90 prósent allar nætur, eða bara allar nætur og svo náttúrlega ef við lendum í bilunum eins og í gær þá er ekki beðið með að laga það þar til daginn eftir. Það þarf að laga það um nóttina svo að það sé klárt þegar við opnum. Þannig að við fáum oft næturvinnu. Og þannig var það síðustu nótt? Þannig var það síðustu nótt og þar síðustu nótt.\nOg nú er færi fyrir þá sem farnið er að lengja eftir því að komast á skíði.","summary":"Opnað hefur í Bláfjöllum og skíðatímabilið sunnan heiða hafið. Þeir sem vilja ólmir skíða á aðventunni hafa tækifæri í dag en útlitið er ekki gott næstu daga."} {"year":"2021","id":"42","intro":"Stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms hefur dregið kvennalið félagsins úr úrvalsdeildinni. Ástæðan er sögð erfiðleikar við mönnun og ófyrirséðar breytingar.","main":"Skallagrímur hefur tapað öllum leikjum sínum í úrvalsdeildinni í vetur. Goran Miljevic, sem tók við sem þjálfari liðsins síðastliðið sumar, hætti í lok október eftir 55 stiga tap gegn Njarðvík. Í yfirlýsingu stjórnarinnar segir að ekki hafi tekist að manna meistaraflokksráð og stjórn deildarinnar, sem sé forsenda fyrir því að halda lið í deildinni. Unnið verði að því næstu mánuði að efla innra starf deildarinnar og stefna að þátttöku kvennaliðs á næsta tímabili. KKÍ hefur þegar fjarlægt liðið úr lista yfir lið deildarinnar. Þá voru tvö stig dregin af hverju liði í deildinni sem hafði unnið Skallagrím.\nHaukar eru á toppi úrvalsdeildar karla í handbolta eftir nauman sigur, 33-32, á Fram í gærkvöld. Haukar eru nú einu stigi ofar en FH, í öðru sætinu, en FH á leik til góða og mæta Selfossi í kvöld.\nÞór frá Þorlákshöfn er á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta, við hlið Keflavíkur, eftir 16 stiga sigur á KR í gærkvöld 101-85. Keflavík á þó leik til góða og mætir Tindastóli í kvöld. Þá vann ÍR Grindavík 79-72 og Valur vann botnlið Þórs á Akureyri 79-75.\nÁtta leikir eru á HM kvenna í handbolta í dag þegar leikið verður í annarri umferð milliriðla. RÚV sýnir tvo leiki á mótinu í dag. Leik Argentínu og Brasilíu í milliriðli fjögur, klukkan hálf þrjú og leik Tékklands og Danmerkur í kvöld klukkan hálf átta á RÚV tvö.\nVillareal varð í gærkvöld síðasta liðið til að tryggja sig áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þegar liðið vann Atalanta, en bæði lið höfðu möguleika á að komast upp úr F-riðli ásamt Manchester United. Villareal komst í 3-0. Atalanta gerði þá tvö mörk og minnkaði muninn í 3-2 en nær komst Atalanta ekki. Dregið verður í viðureignir 16 liða úrslitanna á mánudaginn kemur.","summary":null} {"year":"2021","id":"42","intro":"Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hafnaði í gær kröfu Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um að banna skjalasafni Hvíta hússins að afhenda fjölda gagna frá forsetatíð hans, sem ætlað er að varpa ljósi á atburðarásina í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið í Washington í ársbyrjun. Gert er ráð fyrir að málinu verði vísað til hæstaréttar.","main":"Samkvæmt úrskurði dómstólsins ber skjalasafninu að koma gögnunum til þingnefndarinnar sem nú fer í saumana á því sem gerðist við og í þinghúsinu 6. janúar síðastliðinn. Þá réðust þúsundir æstra stuðningsmanna Trumps þar inn, unnu skemmdarverk og ógnuðu þingmönnum, starfsfólki og lögreglumönnum. Allt í allt eru það um 700 skjöl af ýmsu tagi, sem Trump vill halda frá nefndinni. Þar á meðal eru punktar og minnismiðar náinna ráðgjafa og aðstoðarfólks Trumps, minnisblað upplýsingafulltrúa Hvíta hússins og uppkast að ræðunni sem forsetinn flutti stuðningsfólki sínu þennan dag. Líklegt þykir að Trump áfrýi niðurstöðunni til hæstaréttar. Samkvæmt úrskurði áfrýjunardómstólsins hafa lögmenn hans hálfan mánuð til þess. Fjölmiðlar hafa eftir Liz Harrington, talsmanni Trumps, að málið hefði endað fyrir hæstarétti á hvorn veginn sem niðurstaða áfrýjunarréttarins yrði.","summary":null} {"year":"2021","id":"42","intro":"Að minnsta kosti fimmtíu og fjórir létust og rúmlega hundrað slösuðust þegar bíll með tengivagni ók utan í vegrið og valt á hraðbraut í sunnanverðri Mexíkó í gær. Fólkið var á leið yfir landamærin til Bandaríkjanna. Á þessu ári hafa 650 farandverkamenn dáið í bílslysum á leið yfir landamærin.","main":"Talið er fullvíst að ætlunin hafi verið að smygla fólkinu yfir landamærin. Rúmlega 150 manns var troðið í tengivagninn þar sem það hírðist við illan leik. Fólkið er sagt vera frá Mið-Ameríku, flestir frá Hondúras og Gvatemala. Aðkoman að slysinu var slæm, fólkið lá á víð og dreif, sumir látnir en aðrir með lífsmarki. Fjörutíu og níu voru úrskurðaðir látnir á vettvangi og fimm létust skömmu eftir komuna á sjúkrahús. Þetta er haft eftir borgarstjóranum í Chiapas. Í hópi 105 slasaðra voru áttatíu og þrír karlar og tuttugu og tvær konur, sumir eru enn í lífshættu. Þetta er eitt mannskæðasta slys þar sem innflytjendur hætta lífi sínu til að komast til Bandaríkjanna. Ástandið í mörgum löndum Mið-Ameríku er slæmt, ofbeldi, spilling og skortur á lífsnauðsynjum veldur því að fólkið reynir flýja fátæktina og freista gæfunnar annars staðar. Á þessu ári hafa 650 manns á flótta látist í umferðinni á leið yfir landamærin til Bandaríkjanna. Í síðasta mánuði stöðvaði mexíkóska lögreglan tvo bíla með tengivagna, þar fundust alls um sex hundruð manns. Talið er að ökumaðurinn hafi ekið of hratt og misst stjórn á trukknum í beygju með þessum hörmulegu afleiðingum.","summary":null} {"year":"2021","id":"42","intro":"Áfrýjunardómstóll í Lundúnum komst í dag að þeirri niðurstöðu að framselja skuli Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, til Bandaríkjanna. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir að það sé nöturlegt að stríðið í Afganistan sé búið en ekki stríðið gegn Julian Assange.","main":"Neðra dómstig í Bretlandi úrskurðaði í janúar að Assange skyldi ekki framseldur til Bandaríkjanna vegna þess að andlegri heilsu hans hefði hrakað. Í dag féll úrskurður Bandaríkjunum í vil. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir niðurstöðuna í morgun mikil vonbrigði. Hann segir að Bandaríkjastjórn hafi ekki veitt neinar öruggar tryggingar fyrir því að Assange fái réttláta meðferð í Bandaríkjunum.\nÞað er verið að halda því fram að hann verði ekki vistaður í verstu öryggisfangelsum Bandaríkjanna, það hefur bara ekkert að segja því það er hægt að halda mönnum í einangrun í nánast öllum fangelsum í Bandaríkjunum og það er nokkuð víst að svo verður gert.\nÞannig að þau mannréttindasamtök sem hafa skoðað þessar svokölluðu tryggingar hafa komist að þeirri niðurstöðu að þær séu haldlausar og skorað á Bandaríkjastjórn að fella þetta mál niður.\nÞað er nöturlegt að stríðið sé búið en ekki stríðið gegn Julian Assange, það segir sína sögu. Þetta er hefndaraðgerð, pólitísk hefndaraðgerð. Það er öllum ljóst, þetta er ekki lengur spurning um lagatæknileg atriði.\nKristinn segir að heilsa Assange sé ekki góð. Hann er búinn að vera í gæsluvarðhaldi í tvö ár og þrjá mánuði.\nÞað eitt og sér er náttúrulega mannréttindabrot af verstu tegund. Hann er í mesta öryggisfangelsi Bretlands sem er kallað Kantanamó-Bay Bretlands. Maður sem er ekki ásakaður um nein ofbeldisbrot, maður sem er einfaldlega að berjast gegn framsali. Það er algjörlega óásættanlegt og algjörlega skammarlegt að þetta skuli vera að gerast í dag í Bretlandi og sérstaklega nöturlegt að þessi niðurstaða komi í dag á mannréttindadegi Sameinuðu Þjóðanna.","summary":"Dómstóll í Lundúnum veitti í dag heimild fyrir því að framselja Julian Assange, stofnanda Wikileaks, til Bandaríkjanna. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, er mjög ósáttur við niðurstöðuna og segir þetta mikil vonbrigði. "} {"year":"2021","id":"43","intro":"Eyþór Arnalds segist fagna því að fólk vilji leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Hildur Björnsdóttir tilkynnti í gær að hún ætlaði að bjóða sig fram til að leiða listann en hún skipaði annað sæti flokksins í síðustu kosningum.","main":"Eyþór lætur engan bilbug á sér finna þó Hildur ætli að fara á móti honum og segir samstarf þeirra hafa gengið að mestu vel á þessu kjörtímabili. Hann segist fanga því að hún vilji áfram vinna fyrir flokkinn í borgarstjórn.\nNei þetta er ekki óvænt, það er bara fagnaðarefni ef að fólk vill gefa kost á sér til að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borginni og ef enginn hefði áhuga á að gera það hefði ég meiri áhyggjur. Það er nú hefðin að það bjóði sig fram fleiri en einn og þannig var það síðast.Það voru fimm sem kepptu um að leiða listann síðast og það var bara spennandi barátta sem fór vel.\nEyþór segist aðspurður telja sig rétta manninn til að leiða flokkinn áfram því vel hafi gengið í síðustu kosningum.\nJa hann var langstærsti flokkurinn í síðustu kosningum og ég ætla mér að leiða hann í að vera stærsti flokkurinn aftur. Hann er hreyfiaflið sem getur breytt, þannig að við förum úr því að vera með meirihluta fjögurra ólíkra flokka yfir í að fara í þær framfarir sem við þurfum að fara í. Það er enginn annar flokkur sem hefur burði í að breyta nema við.\nEyþór segir að taka þurfi á ýmsum málum í borginni og mun hann meðal annars leggja áherslu á að leysa umferðarhnúta og stuðla að því að ný íbúðahverfi verði skipulögð.\nFlokksmenn velja oddvitann og aðra á listanum, trúi ég þannig að eigum við ekki að leyfa Sjálfstæðismönnum að ráða hvernig þeir vilja hafa þetta","summary":null} {"year":"2021","id":"43","intro":"Bandaríkjaforseti segir að ef Rússar ráðast inn í Úkraínu bíði þeirra þvílíkar efnahagslegar refsiaðgerðir að þeir hafi aldrei kynnst öðru eins.","main":"Joe Biden Bandaríkjaforseti segist hafa varað Vladimír Pútín, forseta Rússlands við, að ef Rússar ráðast á Úkraínu bíði þeirra þvílíkar efnahagslegar refsiaðgerðir að þeir hafi aldrei kynnst öðru eins. Pútín segir að engin áform séu um innrás. í Úkraínu.\nForsetarnir ræddust við í tvær klukkustundir í fyrradag um stöðu öryggismála í Austur-Evrópu og sérstaklega í Úkraínu. Talsmenn beggja sögðu eftir viðræðurnar að þær hefðu verið opinskáar og árangursríkar. Þegar fréttamenn fengu færi á að spyrja Biden út í fundinn sagði hann að báðir hefðu talað tæpitungulaust. Hann kvaðst hafa gert Pútín grein fyrir því að ef Rússar réðust með herlið inn í Úkraínu yrðu þeir beittir þvílíkum efnahagslegum refsiaðgerðum að þeir hefðu aldrei kynnst öðru eins.\nBiden bætti því við að ekki stæði til að senda bandarískt herlið til Úkraínu til að styrkja varnir landsins, þrátt fyrir að Rússar séu komnir með hundrað þúsund manna lið að landamærunum.\nVladimír Pútín sagði á fundi með fréttamönnum í gær að herliðið sé eingöngu við landamærin til að styrkja varnir Rússlands. Rússar séu friðsöm þjóð sem hafi rétt til að tryggja öryggi sitt. Hugmyndir Úkraínumanna um að ganga í Atlantshafsbandalagið séu áhyggjuefni. Gerist það opnist leið fyrir herlið Atlantshafsbandalagsríkja enn austar en nú er raunin og slíkt sé mikið áhyggjuefni fyrir stjórnvöld í Moskvu.","summary":"Bandaríkjaforseti segir að ef Rússar ráðast inn í Úkraínu bíði þeirra þvílíkar efnahagslegar refsiaðgerðir að þeir hafi aldrei kynnst öðru eins."} {"year":"2021","id":"43","intro":"Heldur dregur úr ótta fólks við að smitast af COVID-19, miðað við nýjan þjóðarpúls Gallup. Áhyggjur landsmanna af efnahagslegum áhrifum sjúkdómsins minnka líka. fara einnig minnkandi.","main":"Helmingur svarenda hefur frekar eða mjög miklar áhyggjur af efnahagslegum áhrifum sjúkdómsins. Frá seinustu könnun fara þær áhyggjur minnkandi en um 57 prósent sögðust hafa frekar eða mjög miklar áhyggjur af efnahagsáhrifunum.\nUm 41 prósent hefur miklar eða mjög miklar áhyggjur af því að smitast sem er nokkuð minna en í seinustu könnun þegar rúmlega helmingur svarenda hafði miklar eða mjög miklar áhyggjur af því að smitast. Breytingar á venjum fólks til að forðast smit breytast lítið milli kannana en um það bil sex af hverjum tíu hafa gert miklar eða mjög miklar breytingar á venjum sínum til að forðast smit.\nTraust í garð almannavarna og heilbrigðisyfirvalda til að takast á við sjúkdóminn breytist lítið. Fjórðungur svarenda segist treysta þeim fullkomlega, og samtals 63 prósent treystir þeim vel eða mjög vel. Traust til ríkisstjórnarinnar til að takast á við efnahagsleg áhrif faraldursins breytast lítið.\n22 prósent svarenda segja of mikið eða allt of mikið gert úr heilsufarslegri hættu sem stafar af COVID-19. Nokkur munur er á afstöðu karla og kvenna. 17 prósent kvenna segja of mikið gert úr hættunni, en 27 prósent karla.\nEins er nokkur munur eftir stjórnmálaskoðunum. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Miðflokks skera sig úr. Rúmlega 40 prósent þeirra sem kjósa Sjálfstæðisflokk og Miðflokk segja of mikið gert úr hættunni. Jafnframt telur Um þriðjungur kjósendur þessara tveggja flokka að almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld geri of mikið til að bregðast við faraldrinum.\nKönnunin var gerð dagana 26. nóvember til 7. desember.","summary":"Áhyggjur fólks af að smitast af COVID-19 fara heldur minnkandi og einnig af efnahagslegum áhrifum sjúkdómsins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. "} {"year":"2021","id":"43","intro":"Um þriðjungi færri umsóknir um aðstoð hafa borist Mæðrastyrksnefnd fyrir þessi jól en þau síðustu og nýjum umsækjendum um jólaaðstoð Hjálparstofnunar kirkjunnar hefur fækkað. Enn er hægt að sækja um jólaaðstoð hjá hjálparsamtökum.","main":"Umsóknarfrestur um jólaaðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur rann út fyrr í vikunni en enn berast þangað fyrirspurnir og því var ákveðið að hægt verði að sækja um þangað til á morgun. Anna H. Pétursdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar segir umsóknirnar færri:\nVið aðstoðuðum 1.560 heimili í fyrra og umsóknirnar eru orðnar um þúsund núna og eigum við ekki von á að fara nema upp í svona 1.100 heimili sem við þurfum að aðstoða.\nAnna segir að fækkunin sé aðallega meðal fjölskyldufólks, en staðan sé svipuð hjá þeim sem búa einir.\nÞað er töluvert af einstaklingum og þá eru það yfirleitt öryrkjar, sem leita til okkar.\nHjálparstarf kirkjunnar veitir jólaaðstoð eins og undanfarin jól. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstofnun kirkjunnar segir að enn sé verið að taka við umsóknum, heildarfjöldi liggi ekki fyrir:\nAðalbreytingin sem við merkjum núna er hvað það eru færri sem eru að koma í fyrsta skiptið. Við sjáum að það er mikill munur á því núna og í fyrra þegar það voru mjög margir sem voru að leita í fyrsta skiptið í kringum jólin.\nÞessi hópur sem er að koma nýr og stendur allra verst, fyrir utan alla hina sem standa líka illa, eru innflytjendur sem eru hér með dvalarleyfi án atvinnuleyfis.","summary":"Hjálparsamtök fá færri umsóknir um jólaaðstoð en í fyrra og nýjum umsækjendum hefur fækkað. Minna er um að fjölskyldufólk leiti aðstoðar en áður."} {"year":"2021","id":"43","intro":"500 milljóna króna viðsnúningur verður á rekstri Mosfellsbæjar á næsta ári. Bæði Mosfellsbær og Garðabær stefna á að skila afgangi á næsta ári.","main":"Sveitarfélög um allt land leggja nú lokahönd á fjárhagsáætlanir næsta árs og greint var frá fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar í gær. Garðabær hefur samþykkt sína fjárhagsáætlun og gerir hún ráð fyrir 48 milljóna króna afgangi af rekstri samstæðunnar sem er þó minni afgangur en í ár. A hlutinn verður raunar rekinn með 460 milljóna króna halla en afgangur af B hluta skilar jákvæðri niðurstöðu. Þar munar mestu um 400 milljóna afgang úr samveitum Garðabæjar.\nSkuldir aukast um þrjá milljarða króna og fer skuldahlutfall hækkandi. Stærstu einstöku framkvæmdir í Garðabæ á næsta ári er bygging næsta áfanga Urriðaholtsskóla og bygging nýs leikskóla. Fram kemur í greinargerð að launakostnaður hækkar um 10 prósent milli ára og vega þar stytting vinnuvikunnar og kjarasamningsbundnar hækkanir þyngst.\nÚtsvarshlutfall í Garðabæ verður áfram 13,7 prósent.\nMosfellsbær áætlar að skila 203 milljóna króna afgangi á næsta ári sem er viðsnúningur upp á tæpan hálfan milljarð. Þar af verður 116 milljóna króna afgangur af A hluta. Skuldir aukast um milljarð. Síðustu tvö ár voru þung í rekstri sökum fjárhagsaðstoðar í tengslum við faraldurinn en útgjöld í þeim málaflokki verða komin á sama stað og fyrir faraldurinn á næsta ári.\nStærstu framkvæmdirnar í bænum verða bygging nýs leikskóla í Helgafellshverfi, bygging íþróttahúss við Helgafellsskóla og ný þjónustubygging við íþróttamiðstöðina að Varmá.\nÁlagningarhlutfall útsvars verður áfram 14,48 prósent.","summary":"Mosfellsbær gerir ráð fyrir 500 milljóna króna viðsnúningi í rekstri bæjarfélagsins á næsta ári. "} {"year":"2021","id":"43","intro":"Breiðablik tapaði 3-0 fyrir Real Madrid í riðlakeppni meistaradeildarinnar í gærkvöld. Liðið á nú aðeins einn leik eftir í keppninni, gegn PSG í París í næstu viku.","main":"Þetta var fjórða tap Blika í fimm leikjum í keppninni en liðið gerði markalaust jafntefli við Kharkiv frá Úkraínu. Liðið hefur því enn ekki skorað mark í keppninni, eitthvað sem leikmenn og þjálfarar hafa talað um sem eitt stærsta markmiðið. Nú er aðeins einn leikur eftir, gegn PSG á útivelli í næstu viku og þar verður ekki sjálfgefið að skora mark.\nÞarna heyrðum við í Ásmundi Arnarssyni, þjálfara Breiðabliks, og Kristínu Árnadóttur, leikmanni liðsins, á blaðamannafundi eftir leikinn í gærkvöld.\nLeik enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham í Sambandsdeild Evrópu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað eftir að átta leikmenn og fimm starfsmenn félagsins greindust með Covid. Antonio Conte, þjálfari liðsins, sagði í gær að staðan væri ekki góð og að á hverjum degi væru fleiri smit að greinast. Liðið á að mæta Brighton í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag og enn hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort að hann fari fram.\nOg áfram er leikið á HM kvenna í handbolta í dag. Þrír leikir í milliriðlum verða á dagskrá RÚV. Leikur Hollands og Rúmeníu hefst á RÚV klukkan 14:30, grannaslagur Svartfjallalands og Serbíu verður á RÚV 2 klukkan 17 og viðureign Frakklands og Póllands á RÚV 2 sömuleiðis klukkan 19:30.","summary":null} {"year":"2021","id":"43","intro":"Kraftur er nú kominn í loðnuveiðina og skipin koma hvert af öðru í land með afla. Margir hafa beðið lengi eftir loðnu, Seyðfirðingar meðal annars, sem fengu í morgun fyrstu loðnuna í fjögur ár. Allt hráefnið fer í bræðslu og verður ekkert fryst fyrr en eftir áramót, enda eru helstu markaðir í Rússlandi lokaðir íslenskum framleiðendum.","main":"Loðnuveiðin byrjaði ekki af krafti fyrr en sjávarútvegsráðherra leyfði veiðar með flottroll undir mánaðamót og nú er kominn ágætis kraftur í veiðina segir Baldur Marteinn Einarsson, útgerðarstjóri Eskju.\nJá, já, við erum alveg farnir að skynja það og veiðin gefur merki til þess. Menn eru að fá fín hol, sérstaklega á daginn, nóttin er frekar döpur. Menn eru að fá kannski 50-70 tonn, einn og einn hefur kannski slegið upp í 200 á nóttunni, en á daginn eru þetta alveg 3-800 tonn.\nÖll loðnan fer í bræðslu þar sem unnið er úr henni mjöl og lýsi. Bestu markaðir fyrir frysta loðnu á þessum árstíma eru í Rússlandi, en þar var sett viðskiptabann á íslenskar sjávarafurðir árið 2015 og stendur enn. Loðnan hentar þó vel til bræðslu á þessum árstíma, þá er hún hve feitust og hagstæð fyrir lýsisframleiðslu og það er ágætur markaður fyrir mjöl og lýsi um þessar mundir.\nVeiðin fer öll fram núna sýnist mér aðeins norðausturaf Langanesi. Komin í gamla hólfið eins og það er kallað.\nÞað er fróðlegt að fylgjast með ferðum loðnuskipanna. Níu skip eru á miðunum, tvö á leiðinni með fyrstu loðnuna til Vestmannaeyja og búið að landa á Þórshöfn, Eskifirði, Norðfirði, Fáskrúðsfirði og Hornafirði. Í morgun kom Börkur NK með fyrstu loðnuna til Seyðisfjarðar, en þar hefur ekki verið tekið á móti loðnu í heil fjögur ár. Og það eru hafnirnar á Austfjörðum sem njóta þess best þegar loðnan veiðist á þessum slóðum.\nJá, þetta er alveg dauðfæri fyrir okkur hérna fyrir austan. Þetta getur ekki verið betra","summary":"Loðnuveiði er hafin af fullum krafti, nú um sextíu mílur norður af Langanesi. Seyðfirðingar fengu í morgun fyrstu loðnuna í fjögur ár. "} {"year":"2021","id":"43","intro":"Húsvörður í Háskólanum á Akureyri var settur í einangrun á sjúkrahúsi vegna gruns um geislaveiki eftir að hafa handleikið blýhólk sem notaður er til að mæla geislavirkni. Starfsmenn Geislavarna ríkisins komu norður í gærmorgun og rannsökuðu hólkinn sem þó reyndist ekki geislavirkur.","main":"Staðarmiðillinn Akureyri.net greinir frá þessu í morgun. Starfsmaðurinn sem veiktist, fékk einkennin skömmu eftir að hann handlék stóran blýhólk í kjallara skólans. Starfsmenn sjúkrahússins sem tóku á móti manninum höfðu samband við Geislavarnir ríkisins eftir að grunur um geislaveiki kviknaði. Gísli Jónsson er viðbúnaðarstjóri hjá Geislavörnum ríkisins.\nVið fengum tilkynningu rétt fyrir ellefu á þriðjudagskvöldið að einstaklingur hafi fengið bruna sem gæti verið tengt við geislavirkt efni. Við ræddum bara nokkur saman á ákváðum að við myndum senda tvo starfsmenn norður um morguninn með fyrstu vél. Síðan fáum við aftur seina fréttir um að barnabarn þessa einstaklings væri líka með einkenni sem gætu líka tengst geislaveiki eða áhrifum geislavirkra efna. Þannig að þetta leit til að byrja með ekki vel út.\nEftir að fulltrúar geislavarna komu norður var gríma sem maðurinn hafði verið með rannsökuð en starfsmenn sjúkrahússins höfðu mælt einhverja virki í henni. Sú mæling reyndist til allrar hamingju röng. Næst var spjótum beint að Háskólanum.\nVið fórum síðan beint þangað að mæla í kringum blýhólkinn og þar mældist ekki heldur neitt. Þannig að þá vorum við farin að að komast á þá niðurstöðu að það væri engin geislavirk efni þarna.\n-Er þá ekkert sem bendir til þess að veikindi þessa manns tengist því að hann hafi verið að handleika þennan hlut?-\nNei, ef það væru einhver geislavirk efni þarna þá hefðum við mælt það. Þessi blýhólkur þarna hefur líklega geymt geislamæli en ekki geislavirk efni.\nMaðurinn hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi og segist í samtali við fréttastofu vera við ágæta heilsu. Hann segir enn óljóst hvað olli veikindunum en að öllum líkindum hafi hann fyrir tilviljun fengið bráðaofnæmi sama dag og hann snerti hólkinn.","summary":"Húsvörður í Háskólanum á Akureyri var settur í einangrun vegna gruns um geislaveiki. Rannsókn Geislavarna ríkisins sýndi að tilviljun virðist hafa ráðið því að hann fékk útbrot skömmu eftir hann handlék blýhólk sem notaður var við geislamælingar. "} {"year":"2021","id":"43","intro":"Miðaldastofa við Háskóla íslands frestaði í morgun fyrirlestri sem seðlabankastjóri átti að halda síðdegis og tengist efni bókar sem hann gaf nýverið út. Ástæðan er ásökun fræðimanns um ritstuld.","main":"Miðaldastofa hefur undanfarið auglýst fyrirlestur sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri átti að halda á hennar vegum síðdegis í dag. Fyrirlesturinn bar heitið Efnahagsmál á landnámsöld og fjallaði um sama efni og Ásgeir skrifar um í nýútkominni bók sinni Eyjan hans Ingólfs. Bergsveinn Birgisson, fræðimaður og rithöfundur, sakaði Ásgeir í gær um ritstuld og sagði hann hafa stuðst við bók sína Leitina að svarta víkingnum við ritun bókar sinnar án þess að taka það fram. Ásgeir hefur vísað þeim ásökunum á bug.\nSnemma í morgun tilkynnti Miðaldastofa að fyrirlestrinum hefði verið frestað, án frekari skýringa. Haraldur Bernharðsson, forstöðumaður Miðaldastofu, sagði í samtali við fréttastofu að þar sem fyrirlesara hefði verið gefið að sök að fara heldur frjálslega með hugmyndir og ályktanir annars höfundar hefði aðstandendum Miðaldastofu þótt eðlilegt að hann fengi svigrúm til að svara þeim ásökunum. Því hefði Miðaldastofa ákveðið fresta fyrirlestrinum, hún hefði hins vegar ekki í hyggju að setjast í dómarasæti vegna málsins. Haraldur minntist þess ekki að fyrirlestri á vegum Miðaldastofu hafi áður verið frestað vegna ásakana eins og þeirra sem Bergsveinn bar á Ásgeir í gær.","summary":null} {"year":"2021","id":"44","intro":"Hverfandi líkur eru á því að gos hefjist í Grímsvötnum. Skjálftavirkni þar hefur minnkað seinasta sólarhringinn. Fluglitakóði Veðurstofunnar fyrir Grímsvötn, sem var færður úr gulu í appelsínugult, verður líklega endurskoðaður.","main":"Í gærmorgun varð skjálfti upp á 3,6 stig í Grímsvötnum. Síðan þá hefur dregið úr skjálftavirkni og þeir sem mælast eru mun minni. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir að vísindamenn hafi farið upp á tærnar þegar skjálftinn varð.\nÞað er alveg týpískur undanfari eldgoss. Það er aukin skjálftavirkni, þannig að það var full ástæða til að bregðast við því. Sem betur fer hefur þessi virkni ekki haldið áfram. Það hefur verið rólegt á skjálftavaktinni í nótt þannig að ég geri ráð fyrir að við munum endurskoða þennan fluglitakóða.\nÍ gær var fluglitakóði Veðurstofunnar færður af gulu viðbúnaðarstigi í appelsínugult, sem þýðir að auknar líkur séu á eldgosi. Kristín segir hverfandi líkur á eldgosi í Grímsvötnum næstu daga .\nVið þurfum bara að bregðast við virkninni hverju sinni og það voru mestar líkur í tengslum við þessa fargléttingu og nú er hún afstaðin og við búumst við því að svarið sé nánast samtímis, að það líði ekki mikill tími frá því að eldstöðin upplifi þennan mikla farglétti þar til að hún fari í gang, ef svo má segja. Þessi sviðsmynd, að hlaup setji í gang eldgos, mér finnst hún fara að verða ólíklegri með hverjum deginum.","summary":"Dregið hefur úr skjálftavirkni í Grímsvötnum. Hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni segir hverfandi líkur á að eldgos verði í kjölfar hlaups úr Grímsvötnum."} {"year":"2021","id":"44","intro":"Aðgerðir innanlands verða óbreyttar í tvær vikur. Vonir standa til að hægt verði að slaka á aðgerðum fyrir jól. Willum Þór Þórsson tilkynnti þetta að loknum ríkisstjórnarfundi nú rétt fyrir hádegið.","main":null,"summary":"Covid reglur innanlands verða óbreyttar næstu tvær vikur. Heilbrigðisráðherra greindi frá þessu að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi. "} {"year":"2021","id":"44","intro":"Líftæknifyrirtækið Alvotech verður væntanlega skráð í bandarísku kauphöllina á fyrri hluta næsta árs og fyrsta lyf fyrirtækisins væntanlegt í sölu á næstu misserum, en það er hliðstæða arðsamasta lyfs í heimi.","main":"Skráning Alvotech í bandarísku kauphöllina verður með sameiningu fyrirtækisins og sérhæfða yfirtökufélagsins Oaktree Acquisition Corporation, en tilkynnt var um samrunasamning félaganna í dag. Gert er ráð fyrir að þegar sameiningunni verður að fullu lokið verði hlutabréf í fyrirtækinu skráð undir nafninu ALVO á Nasdaq. Róbert Wessman stjórnarformaður Alvotech segir að tímasetningin henti vel, en stefnt er að því að fyrsta lyf fyrirtækisins komi á erlendan markað á næstu misserum.\nSegir Róbert Wessman. Hann segir fyrirtækið því mjög vel fjármagnað og eigi að duga vel fram yfir þann tíma sem gert er ráð fyrir að félagið verði farið að skila hagnaði. Fyrsta lyfið sem áætlað er að fari á markað er hliðstæða líftæknilyfsins Humira sem er bólgu- og gigtarlyf sem hefur á síðustu árum verið tekjuhæsta lyf heims, en árleg sala þess nemur um 2.600 milljörðum íslenskra króna. Lyfjastofnun Evrópu er búin að samþykkja lyfið og segir Róbert Alvotech búið að tryggja sér sölusamninga í gegnum leiðandi lyfjafyrirtæki í yfir 60 löndum víðs vegar um heiminn. Lyfjafyrirtækið Abbvie hefur hingað til setið eitt að sölunni á Humira og hefur stefnt Alvotech sem svo fór í mál við Abbvie til að ógilda einkaleyfi þeirra, til að koma lyfinu sem fyrst á markað.","summary":null} {"year":"2021","id":"44","intro":"Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við að beita skyldubólusetningu fyrr en allt annað hefði verið reynt. Slík ráðstöfun gæti rýrt traust á stjórnvöldum.","main":"Skyldubólusetning gegn COVID-19 á að vera algjört neyðarúrræði, segir yfirmaður Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Hann hvetur jafnframt til þess að börn verði betur vernduð gegn sjúkdómnum.\nSkyldubólusetning hefur verið sífellt meira í umræðunni, og nokkur lönd hafa jafnvel tekið hana upp. Austurríki hefur meðal annars tilkynnt um bólusetningarskyldu frá og með fyrsta febrúar og þýska þingið ætlar að greiða atkvæði um það fyrir áramót. Þá hafa Grikkir skyldað alla sextuga og eldri í bólusetningu og ákveðnar starfsstéttir á Ítalíu og Frakklandi þurfa að vera bólusettar frá fimmtánda desember.\nHans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar varaði við að beita þessu úrræði án þess að reyna að ná til fólks með öðrum hætti fyrst.\nSkylda til bólusetningar er algjört neyðarúrræði og á aðeins að nýta þegar aðrar aðgerðir til að auka bólusetningar hafa verið þrautreyndar, segir Kluge. Hann sagði einnig að þó að slík skylda hefði í einhverjum tilfellum fengið fleiri í bólusetningu þyrfti að taka tillit til hvaða áhrif slíkt gæti haft á traust almennings á stjórnvöldum.\nKluge nefndi einnig að nú væri mest um smit hjá aldurshópnum fimm til fjórtán ára. Ekki væri óalgengt að smit væru tvisvar til þrisvar sinnum algengari meðal barna en almennt. Börnin gætu síðan borið smit í aðra. Grímunotkun og góð loftræsting ættu að vera skilyrði í skólum og þjóðirnar ættu að ræða innan sinna vébanda bólusetningu þessa aldurshóps.","summary":"Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við að beita skyldubólusetningu fyrr en allt annað hefði verið reynt. Slík ráðstöfun gæti rýrt traust á stjórnvöldum."} {"year":"2021","id":"44","intro":"Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir enga málefnalega gagnrýni hafa komið fram á skipan Jóns Gunnarssonar í embætti dómsmálaráðherra. Þá kveðst hann ekki skilja gagnrýni á skipan Brynjars Níelssonar sem aðstoðarmanns dómsmálaráðherra og segir hann reyndan þingmann sem njóti mikils stuðnings.","main":"Fólki er frjálst að hafa skoðun á einstaka ráðherrum en ég sé bara engan málefnanlegan grundvöll fyrir þeirri gagnrýni sem hefur komið fram. Þú telur að það sé engum vandkvæðum bundið að þeir sinni þessum málaflokki? Veistu ég veit bara ekki alveg hvernig ég á að bregðast við þessari spurningu. Við erum að tala hérna um þingmann sem er ný genginn í gegn um kosningar og ætli hann sé ekki meðal þeirra þingmanna sem eru með mestan stuðning við sig inni á Alþingi ef þú telur atkvæðin. Ég bara veit ekki alveg hvert þú ert að fara þegar þú spyrð sko hvort það séu einhverjar hömlur á því hvaða verkefni þessi nýkjörni þingmaður geti tekið að sér. Við erum nýbúin að framkvæma lýðræðislegar kosningar hér á Íslandi og mér er sömuleiðis ómögulegt að skilja hvað átt er við með það að Brynjar Níelsson sé ekki hæfur.\nJón Gunnarsson nýskipaður dómsmálaráðherra segir að báðir aðstoðarmenn sínir séu hæfir til að sinna sínum verkefnum og gefur lítið fyrir þá gagnrýni sem fram hefur komið á ráðningu þeirra.\nÞað sem er nú tiltekið í þeirri umræðu finnst mér ekki vera þess, það veigamikið að það gefi tilefni til þess að ráðherra segi af sér sko og hætti. Við erum auðvitað að glíma við mjög viðkvæman málaflokk og ég mun ekkert gefa eftir í því að takast á við þau verðugu verkefni. Það hefur svona aðallega kannski verið gagnrýnt í þessu að þú réðir Brynjar Níelsson sem þinn aðstoðarmann og hann hefur oft verið umdeildur, hvernig svararu þeirri gagnrýni? Ég svara því bara þannig að ég sem er ráðherra og Brynjar er aðstoðarmaður.","summary":"Formaður Sjálfstæðisflokksins segir enga málefnanlega gagnrýni hafa komið fram um skipan Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra né aðstoðarmanns hans Brynjars Níelssonar. "} {"year":"2021","id":"44","intro":"Bandarískir diplómatar og ráðamenn verða ekki viðstaddir Vetrarólympíuleikana í Peking sem fram fara í febrúar. Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að sniðganga leikana vegna mannréttindabrota kínverskra stjórnvalda.","main":"Bandarískt íþróttafólk verður þó, eins og staðan er í dag, meðal keppenda á leikunum sem hefjast þann 4. febrúar og munu njóta fulls stuðnings bandarískra stjórnvalda. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kom fram að ekki hafi þótt sanngjarnt að neyða íþróttafólkið til að hætta við þátttöku þar sem mikið hefði verið lagt í undirbúning. Þessi ákvörðun er tekin vegna mannréttindabrota Kínverja en kínversk stjórnvöld eru sökuð um þjóðarmorð gegn Uighur þjóðflokknum í Xinjiang, sem flestir eru múslimar. Kínverskir ráðamenn hafa fordæmt þessa ákvörðun og sagst ætla að bregðast við á móti auk þess sem stjórnvöld þar í landi saka Bandaríkin um að brjóta reglur um pólitískt hlutleysi í íþróttum og byggi sniðgönguna á sögusögnum og lygum. Þá þverneita þeir fyrir að nokkurskonar mannréttindabrot hafi verið framin. Síðast þegar bandarísk stjórnvöld sniðgengu Ólympíuleika var árið 1980 þegar bandarískt íþróttafólk fékk ekki að keppa á Ólympíuleikunum í Moskvu það ár.\nOg átta leikir fara fram á Heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í dag þegar riðlakeppninni lýkur. Þórir Hergeirsson og norska landsliðið mæta Rúmeníu í sannkölluðum toppslag í C-riðli mótsins en bæði lið eru þó örugg í milliriðlana. Sá leikur verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2 og hefst klukkan 19:30. Á sama tíma verður leikur Hollands og Svíþjóðar, sem er toppslagur í D-riðli, sýndur á ruv.is. Keppni í milliriðlum hefst svo strax á morgun.","summary":null} {"year":"2021","id":"45","intro":"Mikið hefur verið um slys og árekstra í morgun vegna hálkunnar. Framkvæmdastjóri Áreksturs.is segir mjög algengt að bílar séu enn á sumardekkjum og ökumenn jafnvel með nagladekkin í skottinu.","main":"Glerhált var á höfuðborgarsvæðinu í morgun og hálkan mjög lúmsk og erfitt að átta sig á hvort göturnar voru blautar eða hálar. Allt lið söltunarbíla var að störfum í nótt, byrjað var að salta strætó- og stofnleiðir og síðan farið í fáfarnari götur. Einn úr flotanum lenti í vandræðum í Kjarrhólma um fimm leytið í morgun þegar hann rann aftur á bak í halla og hafnaði á fimm bílum og um níu leytið lenti ökumaður í því að halda að bílinn hans væri í gír og óhætt að yfirgefa hann, en svo reyndist ekki vera og rann bílinn yfir fót ökumannsins sem slasaðist, en reyndist þó óbrotinn og tókst honum að stöðva bílinn. Þá hefur álagið á bráðamóttöku Landspítalans verið tvöfalt á við það sem búast má við að sögn Mikales Smára Mikaelssonar yfirlæknis, en þangað hafa margir leitað eftir að hafa runnið til og dottið í hálkunni. Árekstur.is tekur við tilkynningum um árekstra og þar hefur verið nóg að gera í morgun.\nSegir Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Áreksturs.is. Hann segir algengt að bílar séu enn á sumardekkjum.","summary":"Tvöfalt álag hefur verið á bráðamóttöku Landspitalans í morgun miðað við venjulegan dag, vegna hálkuslysa. Þá hafa tugir árekstra orðið á höfuðborgarsvæðinu og algengt að bílar séu enn á sumardekkjum."} {"year":"2021","id":"45","intro":"Tálknafjarðarhreppur athugar nú afstöðu nágranna sinna á Vestfjörðum til mögulegrar sameiningar. Allra nema Ísafjarðarbæjar.","main":"Tálknafjarðarhreppur hefur nú lokið valkostagreiningu þar sem sameiningakostir voru skoðaðir. Í kjölfarið hefur sveitarstjórn sent erindi á öll vestfirsk sveitarfélög nema Ísafjarðarbæ til að athuga afstöðu til sameiningaviðræðna. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri í Tálknafjarðarhreppi, segir þessi sveitarfélög líklega þurfa að sameinast, með boðuðu þúsund íbúa lágmarki.\nÞess vegna fannst okkur eðlilegt að þessi sveitarfélög, þessi smærri sveitarfélög tækju tal saman um hvort það sé möguleiki eða flötur á því að þau sameinist í eitt.\nAð Tálknafirði meðtöldum eru þetta átta sveitarfélög sem spanna allan Vestfjarðakjálkann. Sameining þeirra gæfi af sér þrjú þúsund og þrjú hundruð manna sveitarfélag sem væri fjölkjarna og víðáttumikið. Ólafur segir að litið sé til þess að hafa heimastjórnir líkt og í Múlaþingi á Austurlandi.\nBolvíkingar hafa þegar svarað erindinu og hafa ekki áhuga á samtali. Önnur sveitarfélög hafa ekki svarað. Vænta má þess að Vesturbyggð taki jákvætt í erindið, en þar hafa kostir þess að sameinast Tálknafirði þegar verið í skoðun. Sveitarfélögin, sem eru nágrannar, vinna náið saman og hefðu sumir talið það liggja beinast við að fara í þær viðræður.\nSveitarfélag sem yrði til ef Tálknafjörður og Vesturbyggð sameinast er enn frekar smátt eða frekar lítið í íbúafjölda og er vilji hér til að skoða stærri sameiningu fyrst.\nTálknfirðingar óskuðu eftir svari fyrir tuttugasta janúar og segir Ólafur stefnt að því að í lok febrúar muni viðræður hefjast og næstu skref muni liggja fyrir í sveitarstjórnarkosningum fjórtánda maí.","summary":null} {"year":"2021","id":"45","intro":"Héraðssaksóknari hefur ákært forsvarsmenn verktakafyrirtækjanna Brotafls og Kraftbindinga fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og peningaþvætti. Samanlögð upphæð skattalagabrotanna hljóðar upp á 152 milljónir króna. Í ákærunni gefur saksóknari í skyn að peningaþvættið í málinu geti numið allt að 760 milljónum króna.","main":"Tveir forsvarsmenn Brotafls eru ákærðir fyrir að standa skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum, rangfæra bókhald félagsins og peningaþvætti upp á að lágmarki 64 milljónir.\nStjórnarmaður Kraftbindinga og framkvæmdastjóri félagsins eru ákærðir fyrir sömu brot á skattalögum; að standa skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum, rangfæra bókhald félagsins og peningaþvætti. Brot þeirra eru sögð nema 87 milljónum króna.\nFimmti maðurinn er síðan ákærður fyrir að aðstoða forsvarsmenn bæði Brotafls og Kraftbindinga með útgáfu rangra og tilhæfulausra reikninga í nafni fjögurra félaga sem hann var í forsvari fyrir.\nAthygli vekur að hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér og öðrum ávinnings að fjárhæð að lágmarki 152 milljónum króna og allt að 763 milljónum króna með útgáfu sölureikninga á hendur Brotafli og Kraftbindinga.\nFimm-menningarnir voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum héraðssaksóknara og lögreglunnar fyrir fimm árum í tengslum við rannsókn á stórfelldum brotum hjá nokkrum verktakafyrirtækjum. Fólkið sat um tíma í gæsluvarðhaldi vegna málsins.\nÁkæran á hendur þeim verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í vikunni.","summary":"Héraðssaksóknari hefur ákært forsvarsmenn verktakafyrirtækjanna Brotafls og Kraftbindinga fyrir meiriháttar brot gegn skatta-og bókhaldslögum og peningaþvætti. Samanlögð upphæð skattalagabrotanna er 152 milljónir króna."} {"year":"2021","id":"45","intro":"Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, var í dag dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir undirróður og að hvetja til óhlýðni við herstjórn landsins. Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök mótmæla dóminum.","main":"Alþjóðleg mannréttindasamtök fordæma fjögurra ára fangelsisdómi yfir Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga Mjanmar. Herdómstóll sakfelldi hana fyrir undirróður og að hafa hvatt til óhlýðni gegn herforingjastjórn landsins. Hún á fleiri dóma yfir höfði sér.\nÍ yfirlýsingu frá Amnesty International segir að með dóminum sé herforingjastjórnin að reyna að berja niður baráttuna fyrir lýðræði í Mjanmar. Sakir á hendur Suu Kyi séu upplognar, réttað hafi verið yfir henni fyrir lokuðum dyrum og refsingin í engu samræmi við sakarefnin.\nMannréttindasamtök þingmanna í Suðaustur-Asíu kalla dóminn skopstælingu á réttlætinu. Engum blandist hugur um að herforingjarnir í Mjanmar séu að reyna að réttlæta valdaránið sem þeir frömdu 1. febrúar með því að ljúga sökum upp á Aung San Suu Kyi og tugi annarra stjórnmálamanna.\nMichelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir í yfirlýsingu að meðferðin Aung San Suu Kyi fyrir dómstóli, sem herinn stýrir, sé af pólitískum rótum runnin. Hún krefst þess að henni verði sleppt þegar í stað.\nAung San Suu Kyi hefur ásamt fleiri stjórnmálamönnum setið í stofufangelsi frá því að herinn rændi völdum. Hún hefur verið sökuð um ýmis afbrot og á að mæta fyrir rétt á þriðjudag í næstu viku og á þá að svara til saka fyrir að hafa haft ólöglegar talstöðvar í fórum sínum. Gert er ráð fyrir að herforingjastjórnin stefni á að svipta hana frelsi það sem hún á ólifað. Aung San Suu Kyi er 76 ára.","summary":"Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, var í dag dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir undirróður og að hvetja til óhlýðni við herstjórn landsins. Sameinuðu þjóðirnar og mannréttindasamtök mótmæla dóminum."} {"year":"2021","id":"45","intro":"Fiskistofa hefur uppgötvað tíu sinnum fleiri brottkastsmál í ár en í fyrra, með því að nota dróna við eftirlitið. Þetta kemur fram í umfjöllun Kjarnans. Málin varða bæði stórar útgerðir og smærri. stærri útgerðarfyrirtæki og minni fiskiskip.","main":"Það sem af er ári hefur Fiskistofa tekið til meðferðar að minnsta kosti 120 brottkastsmál, þar sem talið er að fiskiafla hafi verið kastað í sjóinn.\nÞetta er gríðarleg fjölgun brottkastsmála milli ára, en í fyrra voru ellefu mál til meðferðar hjá stofnuninni. Fjölgunin er rakin til breyttrar aðferðar við eftirlit, en í byrjun árs hóf Fiskistofa eftirlit með aðstoð dróna. Elín Björg Ragnarsdóttir, sviðsstjóri veiðieftirlits Fiskistofu, segir að einu máli hafi lokið með tímabundinni sviptingu veiðileyfis og þremur með formlegri áminningu.\nBrottkastið sem Fiskistofa hefur uppgötvað með aðstoð drónanna hefur jafnvel verið þriðjungur alls aflans.","summary":"Tíu sinnum fleiri brottkastsmál hafa uppgötvast hjá Fiskistofu í ár með því að nota dróna við eftirlit. "} {"year":"2021","id":"45","intro":"Það stefnir í æsilega lokakeppni í Formúlu eitt kappakstri þetta árið. Fyrir lokakeppnina eru þeir Lewis Hamilton, ríkjandi heimsmeistari, og Max Ver´stappen jafnir að stigum í heimsmeistarakeppni ökuþóra.","main":"Næstsíðustu keppni tímabilsins lauk í Sádí-Arabíu í gærkvöldi og eins og í síðustu tveimur keppnum þar á undan var það Mercedes-ökuþórinn Lewis Hamilton sem kom fyrstur í mark. Fast á hæla honum kom Hollendingurinn Max Verstappen á Red Bull bíl. Þeir tveir háðu harða keppni um sigurinn og skiptust á forystunni en á endanum var það Hamilton sem hafði betur eftir viðburðaríka keppni. Hamilton hefur í síðustu mótum unnið upp forskot sem Verstappen var kominn með í heimsmeistarakeppninni og fyrir lokakeppnina gæti staðan hreinlega ekki verið meira spennandi. Hamilton og Verstappen eru jafnir að stigum fyrir lokakeppnina. Lokakeppnin er í Abu Dhabi um næstu helgi og getur Hamilton unnið fimmta titil sinn í röð og þann áttunda alls, og orðið þar með sigursælastur allra formúlu eitt ökuþóra, en því meti deilir hann nú með Michael Schumacher. Verstappen eltist hins vegar við fyrsta heimsmeistaratitil sinn.\nHeimsmeistarar Hollands settu met á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta í gærkvöldi þegar þær unnu Úsbekistan með 58 mörkum gegn 17. Ekkert lið hefur skorað jafnmörg mörk í einum og sama leiknum á HM, hvort heldur er í karla- eða kvennaflokki. Liðum HM var fjölgað úr 24 í 32 fyrir yfirstandandi mót og hafa margir stórsigrar litið dagsins ljós. Svíþjóð lagði til að mynda Púertó Ríkó í gær, 48-10 þar sem Nathalie Hagman skoraði 19 mörk fyrir Svíþjóð, og Evrópumeistarar Noregs unnu Íran 41-9. Lokaumferð riðlakeppninnar hefst í dag með 9 leikjum og eru tveir þeirra sýndir beint á RÚV 2. Klukkan fimm er leikur Tékklands og Slóvakíu sýndur og klukkan hálf átta er leikur Danmerkur og Suður-Kóreu.\nKarlalið KR í körfubolta hefur orðið fyrir blóðtöku. Landsliðsmaðurinn Þórir Guðmundur Þorbjarnarson hefur samið við hollenska liðið Landstede Hammers og yfirgefur því raðir KR-inga. Þórir Guðmundur hefur verið einn albesti leikmaður KR í vetur og skorað 15,9 stig og tekið 10,5 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Þórir Guðmundur er uppalinn hjá KR en lék um fjögurra ára skeið við góðan orðstír með Nebraska-háskólanum í Bandaríkjunum. Landstede Hammers er frá hollensku borginni Zwolle og leikur í sameiginlegri úrvalsdeild Hollands og Belgíu.","summary":"Endasprettur keppnistímabilsins í formúlu eitt kappakstri verður æsilegur í ár. Þegar einni keppni er ólokið í formúlu eitt kappakstrinum, eru þeir Lewis Hamilton og Max Ver´stappen jafnir að stigum. Úrslitin ráðast í lokakeppninni í Abu Dhabi."} {"year":"2021","id":"46","intro":"Persónuafsláttur verður ekki lengur föst krónutala heldur mun fylgja verðbólgu og framleiðnivexti frá áramótum. Hagfræðingur hjá ASÍ fagnar þessum breytingum þó vissulega hafi verkalýðshreyfingin viljað sjá gengið lengra til að koma í veg fyrir sjálfkrafa hækkun skatta.","main":"Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður sú breyting gerð um áramótin að persónuafsláttur mun fylgja verðlagi og framleiðnivexti í stað þess að vera föst krónutala. Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingur hjá ASÍ segir breytingarnar í fjárlagafrumvarpinu skref í rétta átt.\nVerkalýðshreyfingin hefur oft bent á þennan galla í skattkerfinu að skattbyrði hækki ár frá ári í mjög langan tíma, þannig að við lítum mjög jákvætt á að það sé verið að koma til móts við þessi sjónarmið sem við höfum haft.\nÞetta dregur úr því sem hefur gerst um langt árabil á Íslandi að skattur aukist sjálfkrafa þar sem viðmiðunarfjárhæðir hækka ekki til jafns við laun.\nArnaldur segir breytingarnar hluta af því sem samþykkt var í kjarasamningum árið 2019. Miðað við þróun verðbólgu síðustu fjögur ár auk eins prósents framleiðniaukningar myndi persónuafslátturinn hækka um 3,6 prósent á ári og yrði kominn úr tæpum 51 þúsund krónum í um 58.500 árið 2025.\nEf við skoðum sögulega að þá hefur hækkun launa verið meiri en eittprósent umfram verðbólgu, miðað við það mun þetta vandamál vera í framtíðinni að einhverju leyti líka þó í minna mæli.\nVerkalýshreyfingin hefur kallað eftir að persónuafslátturinn fylgi launaþróun og ef hún verður 5,1 prósent eins og síðustu fjögur ár yrði persónuafslátturinn kominn í nærri 62 þúsund krónur árið 2025 í stað rúmlega 58 þúsund.","summary":"Í nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir því að persónuafsláttur verði ekki lengur föst krónutala heldur fylgi verðbólgu og framleiðnivexti frá áramótum. Hagfræðingur hjá ASÍ fagnar þessum breytingum"} {"year":"2021","id":"46","intro":"Stéttarfélag færeyskra hjúkrunarfræðinga segir það óásættanlegt að þeim sem annast kórónuveirusjúklinga sé ekki greitt sérstaklega fyrir það. Landssjúkrahúsið kallar eftir framtíðarlausn varðandi skimanir og bólusetningu.","main":"Hjúkrunarfræðingar krefjast þess að landsstjórnin taki ástandið alvarlega og greiði uppbót í samræmi við áhættuna sem fylgir starfinu. Óluva í Gong formaður félagsins hefur eftir starfandi hjúkrunarfræðingum að álagið sé nánast orðið óbærilegt. Tummas í Garði, aðstoðarforstjóri faglækninga við Landssjúkrahúsið, tekur undir það en segir jafnframt að það sé heilbrigðisstarfsfólki í blóð borið að vinna meira en skyldan býður því.\nAllir séu þó orðnir afar uppgefnir, ekki aðeins framlínustarfsfólk heldur allt starfsfólk sjúkrahúsanna í Færeyjum. Alls eru 533 smitaðir í eyjunum samkvæmt nýjustu tölum á kórónuveiruvefnum.\nStjórnendur Landssjúkrahússins báðust í vikunni undan áframhaldandi ábyrgð á skimunum og bólusetningum. Tummas segir þá vinnu hafa skapað mikið álag á starfsfólkið og ekkert útlit var fyrir að því linnti í bráð. Tummas kallar eftir varanlegri lausn sem hægt verði að grípa til beri að óvænt atvik á borð við faraldra.\nHann segir það vera hlutverk sjúkrahússins að annast veikt fólk en þau sem mæti í skimun séu ekki lasin. Því segir Tummas að skynsamlegast væri að heimilislæknar og lyfsalar tækju við því líkt og gert er víða um lönd.","summary":"Færeyski hjúkrunarfræðingar kalla eftir breytingum á fyrirkomulagi skimana og bólusetninga í landinu og segja óásættanlegt að þeim sem annast kórónuveirusjúklinga sé ekki greitt sérstaklega fyrir það. "} {"year":"2021","id":"46","intro":"Heilbrigðisráðherra líst vel á þær hugmyndir um að sóttvarnalæknir verði framvegis skipaður af ráðherra en ekki Landlækni. Tillögur þessa efnis eru nú til umræðu í samráðsgátt stjórnvalda í tengslum fyrirhugaðar breytingar á sóttvarnalögum.","main":"Tillögurnar byggja meðal annars á álitsgerð sem Páll Hreinsson forseti EFTA dómstólsins gerði að beiðni stjórnvalda í fyrra. Gert er ráð fyrir að frumvarpsdrög verði tilbúin á fyrri hluta næsta árs.\nÞegar við gerðum breytingar í þinginu sem viðbrögð við faraldrinum og tiltölulega hratt og það komi skýrsla frá Páli Hreinssyni\nsem að kvað bara upp úr um það að við þyrftumað koma með heildarendurskoðun á lögunum\nÍ þeim tillögum sem nú eru til umræðu er meðal annars lagt til að fjölskipuð farsóttarnefnd taki að hluta við tillögugerð um opinberar sóttvarnaráðstafanir af sóttvarnalækni. Þá er einnig lagt til að sóttvarnalæknir verði framvegis skipaður af heilbrigðisráðherra en ekki landlækni.\nJá ég held að það geti orðið ágætis fyrirkomulag. Ég held að þetta sé nú svona stjórnskipulegt atriði út frá ábyrgð og samskiptum. Þannig að ég held að það geti vel orðið góð niðurstaða\nen nú er þetta í samráðsgátt og gott að fá fram skoðanir um þetta og svo fer þetta í þingið til umræðu og það verður mjög athyglisvert að sjá þær skoðanir sem koma og sjónarmið varðandi þetta","summary":null} {"year":"2021","id":"46","intro":"Slökkvistarf stendur enn yfir í stóru flutningaskipi nærri eyjunni Vinja úti fyrir Gautaborg í Svíþjóð. Eldurinn kom upp í timbri upp úr hádegi í gær. Sautján eru í áhöfn skipsins sem er enn um borð.","main":"Eldurinn kviknaði í timburfarmi á þilfari skipsins, sem heitir Almirante Storni, er hundrað sjötíu og sjö metra langt og siglir undir líberískum fána. Slökkvistarf er langt komið og sænska ríkissjónvarpið, SVT, greinir frá því að tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu eldsins. Bátar frá Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum og víðar eru á vettvangi og sprauta vatni á skipið. Þá eru slökkviliðsmenn um borð. Eldurinn logar aðeins í timbrinu og hefur ekki breiðst út víðar um skipið. Enginn hefur slasast og áhöfnin, sem er í eru sautján manns, heldur til í skuti skipsins. Skipstjórinn hefur ekki viljað að hún verði flutt í land en þyrlur eru til taks berist beiðni þess efnis. Vonast er til að hægt verði að hefja rannsókn á upptökum eldsins í dag.","summary":null} {"year":"2021","id":"46","intro":"Tveir eru látnir og einn alvarlega særður eftir þrjár skotárásir í Kaupmannahöfn í Danmörku síðan á fimmtudag. Lögregla hefur ekki gefið upp hvort talið sé að málin tengist.","main":"Maður á fertugsaldri liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi eftir skotárás á kaffihúsi í Friðriksbergi í borginni í gærkvöld. Lögregla greindi frá því á upplýsingafundi að hann hafi verið skotinn í höfuðið. Lýst hefur verið eftir árásarmanninum en mynd af honum náðist á eftirlitsmyndavél í verslun skömmu eftir árásina.\nMikið hefur verið um ódæðisverk í Kaupmannahöfn um helgina. Síðdegis á fimmtudag var tuttugu og sjö ára karlmaður myrtur á Nørrebrogade. Tveir hafa verið handteknir vegna árásarinnar. Á föstudag var sautján ára drengur skotinn til bana á hárgreiðslustofu í Islev (Íslú) í Rödovre. (Ruðova) Tveir særðust í þeirri árás, annar þeirra er fimmtán ára.\nLögregla hefur ekki gefið upp hvort talið sé að málin tengist. Kenningar eru uppi um að árásirnar tengist átökum í undirheimunum. Þessa dagana hefur lögregla sérstaka heimild til að leita á hverjum sem er í þeim hverfum þar sem árásirnar voru gerðar.","summary":null} {"year":"2021","id":"46","intro":"Annar yfirþjálfara hópfimleikalandsliða Íslands segir að ekki hafi verið hægt að biðja um betri árangur en þann sem náðist á Evrópumótinu í Portúgal. Hann segir silfurverðlaun Íslands í karlaflokki marka tímamót í íslenskum fimleikum.","main":"Kvennalandsliðið varð jafnt því sænska að stigum en Ísland vann sigur á fleiri áhöldum og varð því Evrópumeistari. Karlalandsliðið vann svo silfrið í gærkvöldi og í unglingafokkum vann stúlknalandsliðið til silfurverðlauna og blandað lið Íslands náði bronsinu. Björn Björnsson er annar yfirþjálfara íslensku landsliðanna.\nsagði Björn Björnsson fimleikaþjálfari í viðtali við Helgu Margréti Höskuldsdóttur.\nÓvænt úrslit urðu á HM kvenna í handbolta í gærkvöld þegar Argentína vann Austurríki í spennuleik, 31-29. Sex lið tryggðu sig áfram í milliriðla, Spánn, Brasilía, Danmörk, Suður Kórea, Þýskaland og Ungverjaland. Tveir leikir verða sýndir beint á RÚV 2 í kvöld, Slóvenía-Frakkland klukkan 17 og Íran-Noregur klukkan 19:30.\nÁttundu umferð úrvalsdeilar karla í körfubolta lauk í gærkvöld með tveimur leikjum. Grindavík vann nauman sigur á Stjörnunni, 92-88 og komst upp í 2. sæti deildarinnar. Breiðablik vann stórsigur á Þór Akureyri, 122-94. Þetta var annar sigur Blika í deildinni en Þór er enn án stiga á botninum.","summary":"Annar yfirþjálfara hópfimleikalandsliða Íslands segir að ekki hafi verið hægt að biðja um betri árangur en þann sem náðist á Evrópumótinu í Portúgal. Hann segir silfurverðlaun Íslands í karlaflokki marka tímamót í íslenskum fimleikum."} {"year":"2021","id":"47","intro":"Aðeins þrettán af 63 þingmönnum fá ekki fastar álagsgreiðslur og laun ofan á þingfararkaup sitt vegna ýmissa starfa innan þings og ríkisstjórnar. Allir þingmenn Vinstri grænna og Miðflokksins fá aukagreiðslur.","main":"Fjórir af hverjum fimm þingmönnum fá greidd ráðherralaun eða álagsgreiðslur vegna þingstarfa ofan á þingfararkaup sitt. Allir þingmenn tveggja flokka njóta álagsgreiðslna.\nNú þegar þingstörf eru hafin er orðið ljóst hvernig embætti og verkefni skiptast milli þingmanna. Það ræður því hvaða ábyrgð og verkefni lenda á herðum hvers og eins og því hvernig álagsgreiðslur dreifast. 63 þingmenn eiga sæti á Alþingi og af þeim fá 50 fastar greiðslur ofan á þingfararkaupið. Það eru fjórir af hverjum fimm þingmönnum. Ráðherrar og forseti Alþingis fá allir ráðherralaun eða ígildi þeirra, þrettán talsins. Sex varaforsetar Alþingis fá sömuleiðis fimmtán prósenta álag og sömu sögu er að segja af sextán formönnum fastanefnda og þingflokka. Fyrstu varaformenn fastanefnda fá tíu prósenta álag ofan á laun sín og aðrir varaformenn fimm prósenta álag. Þá er ekki allt upptalið því formenn stjórnmálaflokka sem ekki eru ráðherrar fá 50 prósenta álag ofan á laun sín vegna þeirra starfa.\nÞingfararkaup þingmanna er 1.285 þúsund krónur og álagsgreiðslur nema á bilinu 64 til 640 þúsund krónum. Ráðherralaun eru tæp 850 þúsund ofan á þingfararkaupið og laun forsætisráðherra tæp 1,1 milljón.\nVinstri græn og Miðflokkurinn skera sig úr. Allir þingmenn þeirra flokka fá álagsgreiðslur. Í Vinstri grænum eru það ráðherrar, nefndaformenn, varaforseti Alþingis og þingflokksformaður. Í Miðflokknum er annar þingmaðurinn flokksformaður og hinn þingflokksformaður svo báðir fá álagsgreiðslur. Aðeins tveir af sautján þingmönnum Sjálfstæðisflokksins fá engar álagsgreiðslur, Birgir Þórarinsson, sem kom úr Miðflokknum skömmu eftir kosningar og Berglind Ósk Guðmundsdóttir, sem er því eini þingmaðurinn sem var kjörinn á þing fyrir flokkinn sem fær engar álagsgreiðslur.\nSú regla er í gildi að enginn fær greiddar fleiri en eina álagsgreiðslu, þótt varaforsetar Alþingis séu reyndar undanþegnir því ákvæði. Tveir varaforsetar fá tvenns konar álagsgreiðslur en þrír þingmenn fá aðeins hærri álagsgreiðsluna af tveimur vegna embætta sem þeir sinna, þar á meðal tveir formenn stjórnarandstöðunnar.","summary":"Aðeins þrettán af 63 þingmönnum fá ekki fastar álagsgreiðslur og laun ofan á þingfararkaup sitt vegna ýmissa starfa innan þings og ríkisstjórnar. Allir þingmenn Vinstri grænna og Miðflokksins fá aukagreiðslur."} {"year":"2021","id":"47","intro":null,"main":"Það tók sjö klukkustundir og 40 mínútur að tefla sjöttu skákina í heimsmeistaraeinvíginu í gær. Norðmaðurinn Magnús Carlsen hafði leikið 136 leiki þegar hann náði loks að leggja Rússann Ian Nepom-niacht-chi í þessari sannkölluðu maraþonskák. Fyrstu fimm skákum einvígisins lyktaði með jafntefli svo Carlsen er nú með þrjá og hálfan vinning gegn tveimur og hálfum Rússans.","summary":"Norðmaðurinn Magnus Carlsen náði forystu í heimsmeistaraeinvíginu í skák í gær eftir maraþonskák við Rússann Ian Nepom-niacht-chi sem tók sjö klukkustundir og 40 mínútur."} {"year":"2021","id":"47","intro":"Ellefu andvana fæðingar eru skráðar í Danmörku undanfarna sex mánuði sem taldar eru tengjast kórónuveirusmiti móðurinnar. Fyrsta árið sem faraldurinn geisaði voru fjögur slík tilfelli skráð í landinu. Sérfræðingur í kvensjúkdómalækningum hvetur danskar konur til bólusetningar.","main":"Frá þessu er greint í Ugeskriftet sem gefið er út af dönsku læknasamtökunum. Haft er eftir sérfræðingi í kvensjúkdómum og fæðingarlækningum að Delta-afbrigði veirunnar valdi alvarlegri veikindum en fyrri afbrigði. Alls hefur þrjátíu og ein þunguð kona veikst mjög alvarlega af völdum COVID-19, fjórtán hafa þurft að fara í öndunarvél og sjö voru lagðar inn á gjörgæsludeild. Annemette Wildfang Lykkebo formaður félags danskra fæðingarlækna segist telja líklegt að andvana fæddu börnin hefðu lifað ef ekki hefði verið fyrir sýkingu móðurinnar.\nSvo virðist sem sýkingin valdi breytingum í fylgjunni sem verða til þess að dregur úr súrefnisstreymi til fóstursins. Lykkebo áréttar þó að mikilvægt sé að hafa í huga að flestar meðgöngur gangi vel en smitum meðal þungaðra kvenna hafi fjölgað. Ástæðan sé sú að nú smitist börn frekar en áður og líklegt sé að ófrískar konur eigi ung börn. Hún segist verða vör við vantrú á bóluefnum meðal kvenna og að ástæðan sé meðal annars hve langan tíma dönsk heilbrigðisyfirvöld tóku til að heimila notkun þeirra. Það segir hún að eigi að tryggja öryggi og hvetur konur til að þiggja bólusetningu.","summary":null} {"year":"2021","id":"47","intro":"Lögreglan í Michigan í Bandaríkjunum handtók snemma í morgun foreldra drengs sem skaut fjóra nemendur til bana í Oxford-menntaskólanum skammt frá Detroit á þriðjudag. Faðirinn keypti morðvopnið fjórum dögum fyrir voðaverkið. Foreldrarnir hafa verið ákærðir fyrir morð af gáleysi.","main":"James og Jennifer Crumbley var gert að mæta fyrir rétt í gær. Þegar þau létu ekki sjá sig auglýsti lögreglan eftir þeim. Þegar það bar ekki árangur var þeim sem gæti gefið upplýsingar um dvalarstað þeirra heitið tíu þúsund bandaríkjadölum. Í gær komst lögreglan á sporið, Crumbley hjónin höfðu tekið fjögur þúsund bandaríkjadali út úr hraðbanka og bíllinn þeirra fannst seint í gærkvöldi eftir ábendingu vegfaranda. Í morgun voru þau gripin í kjallara vöruhúss um 60 kílómetra frá menntaskólanum. Á föstudag fyrir viku fór James Crumbley í verslun og keypti hálf sjálfvirka byssu. Með honum í för var 15 ára sonur hans, Ethan. Sama dag birti Ethan mynd af sér með byssunni á samfélagsmiðlum sem hann kallaði hana nýju elskuna sína.\nLögreglan segir að strákurinn hafi tekið upp myndband á símann sinn daginn fyrir voðaverkið þar sem hann greindi frá því að hann ætlaði að láta til skarar skríða daginn eftir. Kennari stóð drenginn að því að leita að vopnum á netinu og skólayfirvöldum var gert viðvart. Í kjölfarið var móður drengsins greint frá því sem gerst hafði. Móðirn sendi syninum þau skilaboð að hún væri honum ekki reið en að hann yrði að passa sig á því að láta ekki góma sig.\nDaginn eftir mætti Ethan Crumbley í skólann og skaut fjóra nemendur á aldrinum 15-17 ára til bana og særði sjö aðra, þar á meðal einn kennara við skólann.\nSaksóknari í Oakland-sýslu, Karen McDonald, segir að Crumbley-hjónin eigi yfir höfði sér fjórar ákærur fyrir manndráp af gáleysi.","summary":null} {"year":"2021","id":"47","intro":"Það var kalt víða á landinu í nótt og frostið við Mývatn fór í tuttugu og eina komma fjórar gráður, sem er mesta frost sem mælst hefur á landinu það sem af er vetri. Helgi Héðinsson oddviti Skútustaðahrepps segir að Mývetningar séu vanir svona frosthörkum og þetta hafi því lítil áhrif á fólk.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"47","intro":"Skíðalyfturnar á Siglufirði verða ræstar í dag, í fyrsta skipti þennan veturinn. Þar er gott færi og sér forstöðumaður skíðasvæðisins fram á góðan skíðavetur eftir tvö mögur ár.","main":"Heyrðu það er ótrúlega gott þó það sé ekki mikill snjór en troðnar brekkur eru mjög fínar hjá okkur og núna er þriggja stiga frost og logn og bara aðstæður eins og þær gerast bestar á þessum tíma.\nSegir Egill Rögnvaldsson, forstöðumaður skíðasvæðisins á Siglufirði. Alla jafna opna Siglfirðingar skíðasvæðið á þessum tíma árs en í fyrra lét snjórinn bíða eftir sér og var ekki hægt að opna fyrr en um jólin. Egill skynjar mikla eftirvæntingu meðal skíðaiðkenda enda hafa fyrirspurnir streymt inn allt frá því tilkynnt var um opnun svæðisins í vikunni.\nNáttúrlega síðustu tveir vetur, undanfarnir tveir vetur hafa verið mjög daprir út af covid og öðru. Þannig að hótelin þarna fyrir norðan, eru þau að fyllast? Það er náttúrlega töluvert um, eins og hér á Siglufirði, fjöldi manns á hótelinu, Sigló hótel, og það eru náttúrlega jólahlaðborðin. Eflaust einhverjir hafa tekið með sér skíðin. Mönnum er farið að langa að skíða. Ég er alveg klár á því.\nTvær vikur eru síðan skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkróki opnaði og þar verður opið í dag. Veður er með besta móti og gott færi að sögn forráðamanna. Minna er um snjó á suðvesturhorninu en þó verður skíðalyftan í Breiðholti opin á milli ellefu og fimm.","summary":"Skíðasvæðið á Siglufirði opnar í dag, í fyrsta skipti þennan veturinn. Gott færi er í brekkunum og veður til skíðaiðkunar með besta móti. "} {"year":"2021","id":"47","intro":"Aukin framlög Íslands til þróunarmála er bókhaldsbrella, segir þingmaður Pírata. Stjórnvöld hafi nýtt sér heimild til að telja kostnað vegna móttöku og brottvísunar hælisleitenda til þróunaraðstoðar.","main":"Þingmenn halda nú áfram fyrstu umræðu Alþingis um fjárlagafrumvarp næsta árs. Þingfundur stóð til að ganga tólf í gærkvöld en þó tókst ekki að ljúka fyrstu umræðu um frumvarpið eins og stefnt hafði verið að.\nAukin framlög Íslands til þróunarmála eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpinu eru bókhaldsbrella, sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, í umræðunni í morgun. Hann segist hafa glaðst í fyrstu þegar hann las um aukin framlög Íslands til þróunarmála.\nVið höfum tekið þátt i stríðsrekstri, við studdum innrásina í Írak, við erum enn að horfast í augu við afleiðingarnar af því.\nAð sjálfsögðu á eitt ríkasta land í heimi að vera fullur þátttakandi í þróunarsamvinnu. Það erum við. Ég vil að við horfum áfram til þess hvar við erum sterk, hvar okkar styrkleikar liggja, vegna þess að það er þannig sem við gerum langmest gagn.\nSagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarmálaráðherra.\nUmræðan stendur enn og eru átta enn á mælendaskrá, allt þingmenn stjórnarandstöðunnar og flestir í annarri ræðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er stefnt að því að hafa aðra umræðu um frumvarpið í vikunni fyrir jól og þriðju og síðustu umræðu milli jóla og nýárs en lögum samkvæmt þarf að samþykkja fjárlög fyrir áramót.","summary":"Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið stendur enn yfir á Alþingi en gert er ráð fyrir að henni ljúki í dag. Aukin framlög Íslands til þróunarmála er bókhaldsbrella, segir þingmaður Pírata. Stjórnvöld hafi nýtt sér heimild til að telja kostnað vegna móttöku og brottvísunar hælisleitenda til þróunaraðstoðar. "} {"year":"2021","id":"48","intro":"Það stefnir í að sveitarfélögin á Norðurlandi vestra tapi á þriðja hundrað milljónum króna á rekstri málefna fatlaðra á þessu ári. Þá lítur út fyrir að tekjuframlag Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna minnki um 120 milljónir króna frá síðasta ári.","main":"Öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra starfa saman að málefnum fatlaðra í fjórðungnum. Sveitarfélagið Skagafjörður leiðir samstarfið og ber ábyrgð á rekstri og faglegri umsjón. Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur og Blönduósbær hafa nú öll lýst þungum áhyggjum af sífellt auknum kostnaði við málaflokkinn og úr því verði að bæta. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, segir stefna í mikinn halla í rekstrinum í ár.\nÞað sem stefnir í hjá okkur núna á þessu ári er, fyrir utan það útsvarshlutfall sem fylgir málaflokknum sem eru semsagt tekjur ríkisins inn í málaflokkinn og þá hlutfall frá Jöfnunarsjóði, að viðbótarframlag sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra frá ríkinu 2021 stefnir í að vera talsvert á þriðja hundrað milljónir. Sem er þá hallinn sem þau þurfa að bera.\nÞetta sé mun meira tap en árin á undan. Ein helsta skýringin sé sú að notendum þjónustunar á landsvísu hafi fjölgað mikið milli ára og þá minnki það framlag sem hvert og eitt sveitarfélag fær úr Jöfnunarsjóði.\nHjá okkur er útlit fyrir að þetta séu um 120 milljónir sem sé lækkun á Norðurlandi vestra á tekjujöfnunarframlagi Jöfnunarsjóðs.\nHann segir sveitarfélög á öllu landinu glíma við sama vanda og á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í haust hafi komið skýrt fram að það skorti framlög frá ríkinu í málaflokkinn. Nú sé þó í gangi úttekt á vegum Félagsmálaráðuneytisins á öllum þessum rekstri og niðurstöðu þeirrar vinnu sé að vænta upp úr áramótum.\nÞannig að það er nú vonandi að þetta leiði það í ljós hvernig staðan er og að það komi þá aukið framlag frá ríkinu inn í málflokkinn.","summary":"Mikið tap blasir við af rekstri sveitarfélaga á málefnum fatlaðra á þessu ári. Á Norðurlandi vestra verður tapið á þriðja hundrað milljónir króna ef svo fer fram sem horfir. Ástæðan er mikill samdráttur á framlögum úr Jöfnunarsjóði."} {"year":"2021","id":"48","intro":"Nýtt hjúkrunarheimili strax\" og \u001eEinbýli takk\" stendur á kröfuspjöldum eldri borgara á Hornafirði sem mótmæltu í morgun seinagangi við byggingu nýs hjúkrunarheimilis. 91 árs kona sem deilir herbergi með öðrum segir niðurdrepandi að geta ekki talað við fólk í einrúmi.","main":"Í morgun mótmæltu eldri borgarar á Hornafirði seinagangi við byggingu nýs hjúkrunarheimilis. Kona á tíræðisaldri segir vont að fá ekki að búa í eigin herbergi og þurfa alltaf að tala við fólkið sitt svo aðrir heyri til.\nHalla Bjarnadóttir starfaði um áratugaskeið á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði. Nú eru hún orðin 91 árs og er sjálf flutt þar inn. Hún vonaðist til þess að nýtt hjúkrunarheimili yrði tilbúið en nú eru aðeins teikningar uppi á vegg, það hefur tafist í mörg að að hefja framkvæmdir.\nÞetta er allt og lítið, fyrst og fremst, og þetta eru allt tveggja manna herbergi. Það er bara svona tjald. Það er ekkert einkalíf sem fólkið á. Það hefur ekkert afdrep út af fyrir sig. Við erum til dæmis tvær á herbergi. Okkur kemur ekkert illa saman en það er sama. Ef annar aðilinn fær heimsókn þá er þetta allt opið. Manni er skaffað rúm og náttborð og svo kom ég með kommóður til að geyma dót í. Plássið er svo lítið. (Og hvað viljið þið að sé gert?) Við viljum að það verði byggt þetta nýja hjúkrunarheimili sem er búið að standa til í mörg ár að byggja.\nNýjasta töfin er vegna þess að ríkinu þótti lægsta tilboð í verkið of hátt og er sveitarfélaginu gert að gera bygginguna ódýrari. Í morgun höfðu íbúar á Skjólgarði mótmælaspjöld á lofti og lesið var upp opið bréf til heilbrigðisráðherra.\n(Hvaða áhrif hefur það á fólk að eiga sér ekkert einkaafdrep?) Mér finnst það bara niðurdrepandi. En þetta er indælis manneskja sem er hérna með mér. En það eru ekki allir svo heppnir að hafa þannig herbergisfélaga. Bara þó að herbergin séu ekki stór að það hafi út af fyrir sig. Og geti talað við sína þegar þeir koma án þess að það sé opið fyrir alla. En eitt vil ég taka fram að starfsfólkið hérna það getur ekki verið betra.","summary":null} {"year":"2021","id":"48","intro":"Undirbúningi fyrir kórónuveirubólusetningar barna á aldrinum 5-11 ára er að ljúka. Beðið er ákvörðunar sóttvarnalæknis um framkvæmdina. Hugmyndir eru um að hefja bólusetningar í skólum upp úr áramótum. Líklegt er að þau verði álíka mörg og fullorðnir.","main":"Bóluefnið sem gefa á börnunum er væntanlegt til landsins í árslok. Þau fá Comir naty, sem er bóluefni Pfizer og BioNTech, þriðjung þess skammts sem fullorðnir fá, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins:\nÞað liggur ekki fyrir ennþá ákvörðun sóttvarnalæknis um að fara í þessar bólusetningar. En við vildum engu að síður vera tilbúin með okkar útfærslu.\nFramkvæmdin yrði með talsvert öðrum hætti en hjá fullorðna fólkinu:\nVið sjáum ekki fyrir okkur að við getum tekið þessi börn hér í Laugardalshöll í stórum hópum. Hvar yrðu börnin þá bólusett? Sú hugmynd sem við erum að vinna með núna væri sú að leita samstarfs við skólana og vinna náið með þeim, hverjum og einum skóla, þannig að hver og ein heilsugæsla myndi hafa samráð við sína skóla.\nHversu gömul börn er áformað að bólusetja?\nÞetta er alveg niður í fimm ára sem er elsta stigið í leikskólanum. Er stefnan sú að börnin fái tvær bólusetningar og svo örvunarbólusetningu í framhaldinu?\nNú liggur það ekki fyrir hvernig sóttvarnalæknir mun ákveða planið fyrir þennan hóp en ég gæti ímyndað mér að það yrði svipað fyrirkomulag og er hjá fullorðnum.\nÍ næstu viku verða síðustu skipulögðu örvunarbólusetningardagarnir í bili. Ragnheiður Ósk segir að hlutfall þeirra sem þær þiggja hafi hækkað að undanförnu:\nÉg geri alveg ráð fyrir að þetta sé svona 80%.","summary":"Verið er að skipuleggja fyrirkomulag kórónuveirubólusetninga 5-11 ára barna. Hugmyndir eru um að þær verði í skólum og að börnin fái jafn margar sprautur og fullorðnir."} {"year":"2021","id":"48","intro":"Fyrirtæki í matvælaframleiðslu og veitingastaðir á Akureyri taka þátt í stóru matargjafaverkefni sem nú er að fara í gang. Markmiðið er að draga úr matarsóun og aðstoða í leiðinni þá sem minna mega sín.","main":"Hjálpræðisherinn, Akureyrarbær og Vistorka eru að hrinda af stað umhverfis- og samfélagsverkefni með þátttöku tæplega 40 veitingastaða, matvælaframleiðenda, veisluhaldara og verslana. Fyrirtækin gefa mat sem ekki selst og verður hann gefinn áfram. Hvati fyrirtækjanna er, auk þess að láta gott af sér leiða, að spara umtalsverðan úrgangskostnað.\nBergrún Ósk Ólafsdóttir hjá Hjálpræðishernum heldur utan um verkefnið.\nMér finnst standa númer eitt, tvö og þrjú upp úr í þessu verkefni rétt leið moltuúrgangs, rétt leið matar til fólks sem mest þarf á því að halda og rétt leið bara til þess að samfélagið standi saman, allir aðilar.\nÍ húsnæði Hjálpræðishersins hefur verið útbúið svokallað velferðarherbergi.\nÞar sem veitingaaðilar hafa aðgang að eftir veisluhöld og kannski ekki alltaf á opnunartíma Hjálpræðishersins. Koma matnum í viðkomandi kæla eða frysta.\nSjálfboðaliðar munu síðan sjá um að útdeila matnum. Þegar er byrjað að taka á móti matvælum og býst Bergrún við að starfsemin verði komin á fullt innan skamms.","summary":null} {"year":"2021","id":"48","intro":"Örvunarskammtur af bóluefnum frá Pfizer og Moderna veita bestu vörnina samkvæmt rannsókn háskólans í Southampton á Englandi. Þeir sem fengu þrjá skammta af Moderna mældust með mesta mótefnið.","main":"Rannsóknin náði yfir tæplega þrjú þúsund manns á Bretlandi sem fengu örvunarskammt þremur mánuðum eftir að hafa fengið annan skammt af bóluefnum frá AstraZeneca eða Pfizer. Sjö bóluefni voru rannsökuð. Öll juku þau ónæmi eftir tvo skammta af AstraZeneca og sex þeirra eftir tvo skammta af Pfizer. Mánuði eftir örvunarskammt með Moderna hafði mótefnamagnið þrítugfaldast og tuttugu og fimm-faldast hjá þeim sem voru bólusettir með Pfizer. Í báðum tilvikum höfðu viðmiðunarhóparnir fengið tvo skammta af AstraZeneca. Hjá þeim sem höfðu verið tvíbólusettir með Pfizer hafði mótefnamagnið áttfaldast. Saul Faust, sem fór fyrir rannsókninni, segir niðurstöðurnar áhrifaríkar og koma í veg fyrir andlát og innlögn á sjúkrahús. Engar alvarlegar aukaverkanir komu í ljós hjá þeim sem voru rannsakaðir aðrar en þreyta, höfuðverkur og verkur í handlegg eftir sprautuna. Í rannsókninni kom í ljós að örvunarskammtur jók T-frumumagn óháð því af hvaða bóluefni fólk hafði fengið fyrstu tvo skammtana. Forstjóri Pfizer sagði frá því í gær að líklegt væri að fólk þyrfti að fara í bólusetningu árlega næstu árin. Bretar hafa gengið frá kaupum á 114 milljónum skammta af bóluefni frá Pfizer og Moderna sem notuð verða tvö næstu árin. Ár er síðan Bretar urðu fyrstir til að samþykkja bóluefni frá Pfizer-BioNTech.","summary":null} {"year":"2021","id":"48","intro":"Skattaívilnanir af kaupum á hreinum rafbílum renna líklega út um mitt næsta ár þegar kvóta stjórnvalda verður náð. Ekki er vitað hvað tekur við eftir það og kallar formaður Rafbílasambandsins eftir langtímahugsun hjá stjórnvöldum.","main":"Til að flýta fyrir orkuskiptum hafa kaupendur hreinna rafbíla fengið ívilnun í formi lækkaðs virðisaukaskatts. Núgildandi lög gera ráð fyrir að ívilnunin gildi út árið 2023 eða þar til 15 þúsund slíkir bílar hafa verið fluttir inn. Tómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambands Íslands, segir að miðað við þróunina verði 15 þúsund bíla markinu náð um mitt næsta ár.\nEf að stjórnvöld ætli að grípa í taumana eða hafa einhver önnur plön um áframhaldandi skattaafslátt, þá er eins gott að grípa í taumana núna.\nTómas segir Rafbílasambandið hafa verið í sambandi við marga í stjórnkerfinu og þar séu flestir sammála um hvað þurfi til að koma orkuskiptum í gegn. Flestir starfi eftir langtímaáætlunum en þegar kemur að stjórnmálunum skorti á langtímahugsun.\nEn þegar kemur að ríkisstjórninni virðist allt í einu að eiga að grípa í taumana þegar að það eru sex til átta mánuðir af virðisaukaskatti verði tekinn af. Mér finnst það fullseint.\nFjármálaráðherra sagði á dögunum að búa þyrfti til nýtt tekjulíkan þar sem allir bílaeigendur greiði fyrir notkun vegakerfisins. Tómas segist ekki mótfallinn skattlagningu á rafbíla en veltir fyrir sér tímasetningunni.\nÍsland er náttúrlega með framtíðarplan upp á hundrað þúsund bíla bara til þess að uppfylla Parísarsamkomulagið og mér finnst að það mættu líða einhver ár í viðbót, að minnsta kosti þangað til heildarfjöldi rafmagnsbíla er orðinn teljandi á vegunum til þess að fara að ræða þessa hluti.","summary":"Skattaívilnanir til kaupa á rafbílum renna að óbreyttu út á næsta ári. Formaður Rafbílasambandsins kallar eftir því að stjórnvöld horfi til lengri tíma. "} {"year":"2021","id":"49","intro":"Hjúkrunarheimilið Droplaugarstaðir í Reykjavík verður rafmagnslaust í nótt frá miðnætti og fram á morgun. Styrkja þarf vaktina á heimilinu þar sem öryggiskerfi virkar ekki án rafmagns svo lengi.","main":"Það sem stendur til er að rafmagnið mun fara af hérna í nótt og er áætlað að það sé frá 00 til 07 í fyrramálið sem eru sjö tímar.\nÍbúar á hjúkrunarheimilinu reiða sig mikið á rafmagn vegna öndunarvéla, súrefnisstuðnings og bjöllukerfis. Á Droplaugarstöðum er ekkert varaafl til að keyra slíkan búnað, fyrir utan litla varaaflstöð á MND deild heimilisins.\nOkkar starfsemi er ansi rafmagnsháð og þá ekki síst öryggiskerfi eða bjöllukerfi svokallað sem hefur batterí fyrir 4-5 klukkutíma og vélar eins og súrefnisvélar halda ekki heldur batterí svona lengi þannig að við erum komin með aukakúta fyrir alla sem þurfa súrefni.\nÞá hefur hún áhyggjur af kæli og frystivöru á heimilinu.\nÞað er sem betur fer tiltölulega kalt úti þannig að það er hægt að flytja líka og geyma matvæli á svölum og annað slíkt.\nHún segir þessa stöðu vera bagalega og að betur færi á því að orkufyrirtækin gætu útvegað viðkvæmum stofnunum eins og Droplaugarstöðum rafmagn við aðstæður sem þessar. Hins vegar standi nokkuð vel á, því enginn sjúklingur sé í öndunarvél eins og er. Ef ástæða þætti til yrði fólk flutt á Landspítala, en ekki þarf að grípa til þess að svo komnu máli.\n6 starfsmönnum verður bætt á vaktina í nótt og samtals verða 13 manns á vakt en 81 íbúi er á Droplaugarstöðum.","summary":null} {"year":"2021","id":"49","intro":"Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um valdhroka og fautaskap gagnvart minnihlutanum á Alþingi þegar í ljós kom að fjárlagafrumvarpið hafði verið sent út til umsagnar áður en fjármálaráðherra mælti fyrir því. Formaður fjárlaganefndar baðst afsökunar á mistökunum.","main":"Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi nú á tólfta tímanum og er umræðan farin af stað. En áður en hann mælti fyrir frumvarpinu varð uppákoma á þingi - Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er á Alþingi, hvað gerðist?\nég ætla nú bara að biðjast afsökunar á þessum mistökum mínum sem formanns fjárlaganefndar og tek það á mig mér var tjáð að þetta væri venja og hefði verið í áratugi með umsagnarferli fjárlaganefndar og síðan hefði það verið tekið fyrir á fundi fyrsta fundi hennar hvort að bæta ætti við","summary":"Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um valdhroka og fautaskap gagnvart minnihlutanum á Alþingi þegar í ljós kom að fjárlagafrumvarpið hafði verið sent út til umsagnar áður en fjármálaráðherra mælti fyrir því. Formaður fjárlaganefndar baðst afsökunar á mistökunum. "} {"year":"2021","id":"49","intro":"Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir, að miðað við fjárlagafrumvarpið, vanti um 240 milljónir króna til sjúkrahússins. Áætlað framlag dugi ekki til að mæta uppsöfnuðum rekstrarvanda síðustu ára.","main":"Sjúkrahúsinu á Akureyri eru ætlaðir rúmir tíu komma fimm milljarðar króna á fjárlögum. Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins, segir að þeim hafi ekki borist nánari sundurliðun á hvernig þetta fjármagn skiptist, en það sé alveg ljóst að það dugi ekki til.\nVið erum búin að vera með uppsafnaðan rekstrarvanda undanfarin ár og það er bara búið að taka svo mikið loft úr kerfinu hjá okkur að við bara sjáum ekki fram á að geta hagrætt meira. Þannig að við teljum að þarna vanti töluvert fjármagn til þes að við gerum haldið okkar eðlilegu og áframhaldandi þróun og þjónustu áfram.\nHún áætlar að þarna vanti á bilinu 220 til 240 milljónir króna sem hafi veruleg áhrif á áframhaldandi rekstur.\nAuk þess sem náttúrulega dregið er úr viðhaldskostnaði þegar rekstrarhallinn er þetta mikill. Þannig að þetta er ekki jákvætt.\nÁætlað er að byggja við sjúkrahúsið 8500 fermetra álmu fyrir legudeildir og Hildigunnur segir áfram gert ráð fyrir fjármagni í það verkefni.\nVið erum bara afskaplega glöð yfir því og vonum að við náum að halda þessarri áætlun, þannig að í lok árs 2027 verðum við komin hér með nýja legudeildarbyggingu.\nEn nú þurfi að bregðast hratt við til að ná því fé sem skorti í rekstur sjúkrahússins.\nÞað er náttúrulega til að byrja með fundur með fólki úr ráðuneytinu. Og svo náttúruleg að heyra í þingmönnum umdæmis og annarra, formanni fjárlaganefndar og öllum þessum aðilum. Reyna að nýta bara tímann vel núna á meðan að fjárlögin eru í umræðu í þinginu.","summary":"Það vantar um 240 milljónir króna til viðbótar við það fjármagn sem áætlað er til Sjúkrahússins á Akureyri í fjárlögum, segir forstjórinn."} {"year":"2021","id":"49","intro":"Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn dalar lítillega frá kosningunum og Píratar bæta aðeins við sig, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Miðflokkurinn kæmi ekki manni að.","main":"Breytingar á fylgi flokkanna eru óverulegar frá alþingiskosningunum 25. september. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23% fylgi, en fékk 24,4% í kosningunum. Fylgi Framsóknarflokksins er svo til óbreytt í 17% og fylgi Vinstri grænna sömuleiðis í 13%. Píratar bæta aðeins við sig fylgi frá kosningunum, þeir fengu 8,6% í kosningunum, en mælast nú með tæplega 12%. Samfylkingin mælist með tæplega 11% og Viðreisn með rúmlega 8%, svipað fylgi og Flokkur fólksins. Sósíalistaflokkur Íslands mælist með 4,4% fylgi, svipað og í kosningunum og Miðflokkurinn með 3,8% og kæmi ekki manni að, en í kosningunum fékk Miðflokkurinn fimm og hálft prósent. Einnig var spurt um fylgi við ríkisstjórnina og mælist það 60%, en í október mældist það 62%. Könnunin var netkönnun og gerð fyrsta til þrítugasta nóvember. Heildarúrtakið var tíu þúsund manns, handahófsvalið úr viðhorfshópi Gallups, og var þátttökuhlutfallið 51%.","summary":null} {"year":"2021","id":"49","intro":"Karlmaður sem liggur á Landspítala eftir að hafa greinst með omikrón-afbrigði kórónuveirunnar í gær, er þríbólusettur. Ekki hafa greinst fleiri smit af þessu afbrigði. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir óvíst hversu skætt það er. Sóttvarnalæknir segir líklegt að afbrigðið sé víða að finna - en ekki sé tilefni til hertra aðgerða.","main":"Nú liggja 22 á Landspítala með COVID-19, einn þeirra greindist í gær með omikrón-afbrigðið og hann er einn fjögurra COVID sjuklinga á spítalanum sem hafa verið fullbólusettir auk örvunarbólusetningar. Hann hefur ekki verið erlendis um hríð og talið er að hann hafi smitast innanlands. Óvíst er hvar hann smitaðist, en unnið er að smitrakningu. Omikrón er það afbrigði kórónuveirunnar sem er mest stökkbreytt. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir óljóst hvað það þýði:\nSá möguleiki er fyrir hendi að þessar stökkbreytingar veiti veirunni leið framhjá ónæmiskerfi líkamans. Sá möguleiki er líka fyrir hendi að þessar stökkbreytingar geri það að verkum að ónæmiskerfið eigi auðveldara með að höndla veiruna. Við vitum ekkert ennþá hvað þetta form af veirunni gerir.\nAð mati Kára hafa viðbrögð við afbrigðinu víða um heim verið of harkaleg, en skaðsemi þess ætti líklega að liggja fyrir fljótlega.\nMér finnst ekki ólíklegt að við höfum einhvers konar gögn sem annaðhvort styðja eða hrekja þá kenningu að þetta sé hættulegra form af veirunni innan tveggja vikna. Ég væri mjög hissa ef það tæki lengri tíma en það.\nUndir þetta tekur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem segir mikilvægt að hafa í huga að engar vísbendingar séu um að omikrón valdi meiri skaða en önnur afbrigði kórónuveirunnar, en margt bendi til þess að það sé meira smitandi en önnur:\nSvo erum við ennþá að bíða eftir því hvort bóluefnin virki og verndi. Margir af þeim sem hafa greinst eru fullbólusettir en við þurfum að sjá betur hvernig það spilar.\nÞórólfur segir líklegt að omikrón hafi dreift sér víða hér á landi:\nAuðvitað er útbreiðslan orðin líklega meiri en við vitum um. Það hafa ekki fleiri greinst en það munu fleiri greinast, því það eru veikindi í kringum þennan einstakling sem er verið að skoða betur.\nMörg lönd hafa gripið til aukinna sóttvarna vegna omikrón. Þórólfur segir ekkert tilefni til þess hér, enn sem komið er:\nEn ef einhverjar nýjar upplýsingar koma í ljós með þessa veiru, að hún hagi sér eitthvað verr en önnur afbrigði þá gæti það breyst. En við erum ekki á þeim buxunum núna.","summary":"Sóttvarnalæknir segir líklegt að omíkron afbrigði kórónuveirunnar sé víða að finna. Karlmaður greindist með afbrigðið í gær og liggur á Landspítala. Hann er fullbólusettur, auk þess að hafa fengið örvunarskammt. "} {"year":"2021","id":"49","intro":"Kvennaathvarf á Akureyri hefur verið rekið sem tilraunaverkefni undanfarið rúmt ár. Starfsemi þess hefur nú verið fest í sessi þar sem ljóst er að þörfin er mikil.","main":"Samtök um Kvennaathvarf reka athvarfið á Akureyri samhliða athvarfinu í Reykjavík. Signý Valdimarsdóttir, verkefnisstýra athvarfsins á Norðurlandi segir tilraunatímann hafa verið einhvers konar þarfagreiningu.\nVið nýttum þá reynslu sem hefur safnast til að móta reksturinn að þörfum kvenna. Starfið verður í mótun áfram en það er ljóst að þetta verður áfram,\nSigný segir það ekki hafa komið á óvart að þörfin væri mikil fyrir athvarf á landsbyggðinni þar sem ofbeldi sé ekki staðbundið vandamál á suðvesturhorninu.\nÁ þessu ári hafa verið 16 í dvöl og 600 dvalardagar. Ég myndi segja að það hafi verið um 30 í\ndvöl hjá okkur fram því við byrjuðum með þetta tilraunaverkefni.\nTalsvert hefur verið rætt um að heimilisofbeldi hafi aukist í faraldrinum. Þar sem athvarfið á Akureyri hefur einungis verið starfrækt á faraldurstímum er samanburður ekki til staðar en Signý telur ekki ólíklegt að áhrif faraldursins eigi enn eftir að koma í ljós.\nÉg er ekkert viss um að það komi þá endilega fram strax. Ég held að það eigi eftir að koma einhver bylgja seinna.\nVið áttum okkur þá frekar hvaða áhrif þetta hefur haft inni á heimilum.","summary":null} {"year":"2021","id":"49","intro":"Samgöngur eru að komast í samt lag á Norður-Jótlandi eftir að óveðurslægð fór þar yfir í gær. Snjó kyngdi niður með þeim afleiðingum að vegir og flugvellir lokuðust klukkustundum saman.","main":"Um það bil þrjú hundruð farþegar voru veðurtepptir í flugstöðinni í Álaborg í Danmörku í nótt vegna hvassviðris og fannfergis. Óveðurslægð fór í gær yfir norðurhluta Jótlands og fleiri landshluta og lamaði samgöngur á landi og í lofti.\nÓveðrið olli því að hvorki var hægt að fljúga frá flugvellinum í Álaborg né til hans. Þá lokuðust vegir vegna snjóa þannig að ekki var hægt að flytja fólk á brott í rútum. Enga gistingu var heldur að hafa þannig að fólkið þurfti að halda til í flugstöðvarbyggingunni fram eftir nóttu. Flugbrautirnar opnuðust að nýju um fjögur í nótt.\nÞá var gestkvæmt í vöruhúsi IKEA í Álaborg í nótt. Þar gistu um það bil tuttugu og fimm starfsmenn og sex viðskiptavinir. Fréttastofa danska ríkisútvarpsins hefur eftir einum næturgestinum að ekki hafi væst um fólkið. Inni hafi verið bæði bjart og hlýtt.\nÁætlunarferðir lesta fóru einnig norður og niður í fannferginu, sem olli því meðal annars að tré brotnuðu og féllu á teinana. Að sögn danskra fjölmiðla voru vinnuflokkar að draga trén í burtu í morgun og lestarferðir komust því smám saman í lag á ný. Stórabeltisbrúin lokaðist vegna veðursins og verður ekki opnuð að nýju fyrr en síðdegis. Troðfullur vöruflutningabíll frá póstþjónustunni Postnord lenti þar í hremmingum, með þeim afleiðingum að hluti farmsins lenti í sjónum. Lögreglumaður frá embætti Suður-Sjálands, Lálands og Falsturs kvaðst óttast að þar hafi allnokkrar jólagjafir farið forgörðum.\nÞegar leið á morguninn voru vegir ruddir og bílar sem höfðu fest fjarlægðir, en lögreglan varar vegfarendur við flughálku víða.","summary":"Samgöngur eru að komast í samt lag á Norður-Jótlandi eftir að óveðurslægð fór þar yfir í gær. Snjó kyngdi niður með þeim afleiðingum að vegir og flugvellir lokuðust klukkustundum saman. Þrjú hundruð farþegar héldu til í flugstöðinni í Álaborg fram eftir nóttu."} {"year":"2021","id":"50","intro":"Forseti Úkraínu óskar eftir beinum viðræðum við rússnesk stjórnvöld til að binda enda á átta ára stríð við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Úkraínudeilan setur svip sinn á fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkja í Lettlandi.","main":"Forseti Úkraínu ætlar að óska eftir beinum viðræðum við rússnesk stjórnvöld um lausn á deilum við aðskilnaðarsinna í austurhéruðum landsins. Fjölmennt rússneskt herlið er saman komið við landamærin, sem veldur áhyggjum í Úkraínu og á Vesturlöndum.\nVolodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, flutti sitt árlega ávarp á þingi landsins í dag. Hann gerði deiluna við aðskilnaðarsinna að umræðuefni, sem hann sagði vera stríð sem staðið hefði í átta ár, allt frá því að Rússar innlimuðu Krímskaga. Forsetinn sagði að enga lausn væri að finna á deilunni nema með beinni aðkomu Rússa. Hann færi því fram á beinar viðræður við æðstu ráðamenn í Moskvu; hann væri ekki hræddur við að hitta Vladimír Pútín forseta augliti til auglitis.\nUtanríkisráðuneytið í Kænugarði greindi frá því fyrr í vikunni að 115 þúsund manna rússneskt herlið væri komið að landamærum Úkraínu, á Krímskaga og við austurhéruðin tvö sem aðskilnaðarsinnar, sem fylgja Rússum að málum, berjast fyrir að Úkraínumenn láti af hendi. Þessi staða hefur sett svip sinn á tveggja daga fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkja í Riga í Lettlandi. Úkraínumenn eiga ekki aðild að bandalaginu, en eigi að síður mætti Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra þeirra, til fundarins í dag til að gera grein fyrir sjónarmiðum Úkraínustjórnar. Þá stendur til að Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, hinn rússneski starfsbróðir hans, hittist í Stokkhólmi á morgun til að ræða deiluna.","summary":"Forseti Úkraínu óskar eftir beinum viðræðum við rússnesk stjórnvöld til að binda enda á átta ára stríð við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Úkraínudeilan setur svip sinn á fund utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkja í Lettlandi."} {"year":"2021","id":"50","intro":"Ófrjó laxaseiði vaxa vel í Berufirði og stefnt er að eldi á sjö þúsund tonnum í Stöðvarfirði. Gangi eldið vel gætu opnast miklir möguleikar á auknu eldi víða um land.","main":"Fiskeldi Austfjarða ætlar að rækta sjö þúsund tonn af ófrjóum laxi í Stöðvarfirði. Ófrjó seiði sem fyrirtækið setti í kví í Berufirði í haust éta mikið og stækka vel.\nEitt af því sem helst takmarkar fiskeldi á Íslandi er óttinn við að eldislaxinn sleppi úr kvíum og blandist villtum laxastofnum. Áhættumat HAFRÓ takmarkar hvar eldið má vera og hve mikið. Stöðvarfjörður er nálægt Breiðdalsá og því kemur aðeins til greina að leyfa ófrjóan lax í kvíum í firðinum.\nUmhverfisstofnun hefur nú gert tillögu að starfsleyfi fyrir eldi á 7000 tonnum af ófrjóum laxi í Stöðvarfirði og Matvælastofnun gert tillögu að rekstrarleyfi. Fiskeldi Austfjarða setti út ófrjó seiði í eina kví í Berufirði í haust og segir Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður fyrirtækisins, að eldið líti vel út og fiskurinn éti vel. Það er Stofnfiskur fram framleiðir hrognin í eldið og gerir þau ófrjó með sérstakri þrýstingsmeðferð.\nGuðmundur segir að ræktun á ófrjóum seiðum fyrir Stöðvarfjörð sé þegar hafin á Rifósi og Kópaskeri. Fáist leyfin í tíma sé stefnt að því að setja þau út í vor. Fyrirtækið ætli að opna starfsstöð á Stöðvarfirði og ráða til sín fólk en eldi á 7 þúsund tonnum geti af sér allt að 10 störf.\nBæjarráð Fjarðabyggðar bókaði á síðasta fundi sínum að horfa verði til hljóð- og ljósmengunar vegna sjókvíaeldis í Stöðvarfirði, vegna stærðar fjarðarins og legu þéttbýlis í honum.","summary":null} {"year":"2021","id":"50","intro":"Einkaflugmaður bandaríska barnaníðingsins Jeffreys Epstein segist hafa flogið með frægðarmenni sem heimsóttu hann um víða veröld. Þetta kom fram í vitnisburði hans í réttarhöldunum sem standa nú yfir gegn Ghislaine Maxwell í New York en hún er sökuð um að hafa aðstoðað Epstein við glæpi hans.","main":"Flugmaðurinn Larry Visoski sem var fyrsta vitnið í málinu kveðst minnast þess að hafa flogið með Andrés Bretaprins, Bandaríkjaforsetana fyrrverandi Bill Clinton og Donald Trump og leikarann Kevin Spacey. Hann segir að Maxwell hafi verið hægri hönd Epsteins, en að það hafi verið hann sem öllu réði.\nHún gæti átt yfir höfði sér allt að áttatíu ára fangelsi verði hún fundin sek en fullyrðir að henni sé teflt fram sem blóraböggli í máli Epsteins. Hann dó í fangelsi árið 2019 áður en réttarhöld hófust yfir honum. Saksóknarar segja að Maxwell hafi tælt stúlkur undir lögaldri, allt niður í fjórtán ára að aldri, til að hitta Epstein og að hún sjálf hafi um tíma tekið þátt í brotunum.\nÞotan gekk undir heitinu Lolita Express með vísan í skáldsöguna Lolita eftir Vladimir Nabokov. Þar segir af Humbert Humbert sem girnist hina barnungu Lolitu sem bókin heitir eftir.\nSömuleiðis kveðst Visoski muna vel eftir Virginiu Roberts Giuffre sem sakar Andrés Bretaprins um að hafa brotið gegn sér fyrir tuttugu árum. Andrés sem nú er 61 árs hefur ávallt neitað ásökunum. Hann hefur ekki verið ákærður vegna málsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"50","intro":"Nýjustu upplýsingar benda til að þriðji skammtur af bóluefni sé mun öflugri en annar skammturinn segir sóttvarnalæknir. Hann segir bólusetningu með örvunarskammtinum ganga vel.","main":"Alls greindust 162 með kórónuveiruna í gær, 140 innanlands og 22 á landamærunum. Af þeim sem greindust innanlands voru 72 í sóttkví eða 51%. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta háar tölur, ekki síst á landamærunum en þar greindust óvenju margir. Flestir þeirra sem greindust á landamærunum voru með íslenska kennitölu og því sé augljóst að fólk sé að koma hingað inn með veiruna.\nEn ég held að ef við tökum þetta yfir aðeins lengra tímabil þá erum við að mjakast hægt og bítandi niður en við erum með svona sveiflur á þessu frá degi til dags, þetta gengur hægt.\nSegir Þórólfur Guðnason. Hann segir að þrátt fyrir fjölda smita á landamærum sé ekki ástæða til að herða reglur þar, enda sé líka takmarkað hvað hægt sé að taka þar mörg sýni.\nÞað eru að koma á milli þrjú- og fimm þúsund manns á dag inn í landið og við ráðum ekki við að taka PCR próf frá þeim öllum plús allan þann fjölda sýna sem við tökum hér innanlands, við erum ekki alveg með getuna í það. Þannig að ég held að við séum að ná áhættuhópunum, það eru þeir sem eru með íslenska kennitölu og með tengsl hér innanlands og vonandi mun það duga.\nOmíkron-afbrigði kórónuveirunnar sem greinist í æ fleiri löndum Evrópu hefur að sögn Þórólfs ekki borist til landsins.\nNei, ég hef ekki fengið neinar fregnir af því.\nHann segir ágætan gang í örvunarbólusetningu og búið sé að bólusetja 80% þeirra sem áttu rétt á þriðju bólusetningunni fyrir og í nóvember. Þriðji skammturinn skipti verulegu máli.\nVið erum að fá upplýsingar um það, við vorum á fundum með félögum okkar í Evrópu í gær og það eru allar nýjar upplýsingar sem benda til að þriðji skammturinn sé töluvert miklu betri heldur en númer tvö, en svo vitum við ekki hvað það endist lengi. En ég held að það ætti að segja okkur það að við ættum öll að mæta í þriðju sprautuna og náttúrlega í bólusetningu almennt. Það gerir útslagið á þennan faraldur og afleiðingar af honum, klárlega.","summary":"Þriðji bóluefnisskammturinn er miklu mun öflugri en annar samkvæmt nýjustu upplýsingum segir sóttvarnalæknir.162 greindust með kórónuveiruna í gær, þar af 22 á landamærunum sem er mun meiri fjöldi enn venjulega. Omíkron-afbrigðið hefur ekki enn greinst hér á landi."} {"year":"2021","id":"50","intro":"Í Reykjavík hefur meðalaldur barna, sem hefur nám í leikskóla, hækkað um þrjá mánuði undanfarin þrjú ár. Fulltrúi meirihlutans hjá skóla- og frístundasviði segir þetta ekki ásættanlegt en tíma taki að bæta úr. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í ráðinu segir að borgin hafi dregist verulega aftur úr nágrannasveitarfélögunum í leikskólamálum.","main":"Nú er meðalaldur reykvískra barna 29 mánuðir þegar þau komast inn á leikskóla borgarinnar, en var 26 mánuðir árið 2018. Hildur Björnsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði segir að þetta sýni að ekki hafi verið lögð nægileg áhersla á málaflokkinn.\nÞetta eru veruleg vonbrigði og langt í land með að við náum markmiðum um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og koma öllum börnum inn á leikskóla við 12 mánaða aldur. Eru börn í Reykjavík að byrja eldri á leikskóla en börn í nágrannasveitarfélögunum? Já, við erum að sjá að nágrannasveitarfélögunum gengur mun betur en Reykjavík að leysa þennan vanda og þar er verið að taka inn börn á aldrinum 12-18 mánaða inn á leikskóla.\nAlexandra Briem forseti borgarstjórnar og fulltrúi Pírata í skóla-og frístundaráði segir að þetta megi meðal annars skýra með því að mörg börn byrji á einkareknum leikskólum en fari síðan yfir í skóla borgarinnar. Þá sé staðan mismunandi eftir hverfum, einna verst sé hún í Vesturbænum.\nÞegar covid kom þá losnaði um fullt af AirBnB íbúðum og þá flutti barnafólk meira vestur í bæ en séð hafði fyrir. En 29 mánaða gamalt barn - það er hátt á þriðja ár. Það er alveg rétt. Enda höfum við lagt mikla áherslu á að bæta úr þessu. En það tekur tíma að byggja nýja leikskóla, mjög mikið af þessu er að fara að koma inn 2022 og við vonumst til að sjá miklu skárri tölur þá. Er þetta ásættanlegt? Nei, auðvitað er þetta ekki eitthvað sem við viljum.","summary":null} {"year":"2021","id":"50","intro":"Sterkir vindar í Hlíðarfjalli hafa valdið því að stólar í nýrri lyftu fjallsins hafa orðið fyrir skemmdum. Unnið er að úrbótum til að koma í veg fyrir frekari skemmdir og stefnt að því að lyftan opni fljótlega en það verður þó ekki fyrir áætlaða opnun svæðisins 17. desember.","main":"Vinir Hlíðarfjalls, félag um upbbyggingu skíðasvæðisins festu kaup á stólalyftu fyrir nokkrum árum. Upphaflega átti lyftan að vera tilbúin í desember 2018 en hefur enn ekki verið tekin í notkun. Ýmsar ástæður hafa verið gefnar fyrir þessum töfum meðal annars faraldurinn.\nBrynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir að það sé einnig ákveðnum vandkvæðum búið að setja upp stólalyftu í yfir 1000 metra hæð við íslenskar aðstæður.\nVandamálið hefur ekki verið í sambandi við vélbúnað eða neitt svoleiðis, hann er í góðu lagi. Það eru aðallega búnar að vera skemmdir vegna vindhraða á svæðinu. Það er búið að fara illa með stólana ofarlega í fjallinu.\nVindarnir eru sterkir þar og þeir hafa verið leika stólana grátt.\nBrynjar segir að nú sé unnið að því að setja styrkingar neðan í stólana og bindingar á milli þeirra til að minnka skaðann sem veðrið veldur.\nAkureyrarbær keypti lyftuna af Vinum Hlíðarfjalls í byrjun árs en Halla Björk Reynisdóttir, formaður stjórnar Hlíðarfjalls, segir tafirnar ekki hafa haft mikil fjárhagsleg áhrif á bæinn.\nVið keyptum lyftuna á ákveðnu verði þannig að það sem hefur komið upp hefur verið á höndum Vina Hlíðarfjalls. Þannig að aukinn kostnaður við uppsetningu hefur ekki komið niður á Akureyrarbæ.\nÞað má kannski finna út að starfsmenn hafi veitt meiri þjónustu en megnið af kostnaðinum lendir á Vinum Hlíðarfjalls. Um það var samið.","summary":null} {"year":"2021","id":"51","intro":"Eyríkið Barbados varð lýðveldi á miðnætti að staðartíma þegar það sleit öllu ríkjasambandi við Bretland. Fyrrverandi landstjóri drottningar er orðin forseti hins nýja lýðveldis.","main":"Eyríkið Barbados á Vestur-Atlantshafi, austan í Karíbahafi, hefur formlega slitið öllu ríkjasambandi við Bretland eftir tæplega fjögur hundruð ára tengsl. Það varð lýðveldi á miðnætti að staðartíma.\nUmskiptin urðu við hátíðlega athöfn klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Karl Bretaprins var viðstaddur athöfnina sem fulltrúi móður sinnar, Elísabetar Englandsdrottningar. Frá þeim tíma var hún ekki lengur þjóðhöfðingi Barbados. Sandra Mason sem verið hafði landstjóri í umboði drottningar varð forseti hins nýja lýðveldis. Við athöfnina var ríkisfáni drottningar dreginn niður og fáni Barbados einn hafður við hún þegar Sandra Mason sór embættiseið.\nSpánverjar numu land á Barbados seint á 15. öld. Englendingar náðu henni síðar á sitt vald og fyrstu ensku landnemarnir settust þar að árið 1627. Eyríkið fékk fullt sjálfstæði árið 1966 sem þingbundið konungsríki þar sem Elísabet drottning var þjóðhöfðinginn. Það var hún þar til í nótt. Forsætisráðherra og leiðtogi stjórnarandstöðunnar lögðu fram tillögu um það í síðasta mánuði að Sandra Mason ríkisstjóri yrði fyrsti forseti lýðveldisins og var það samþykkt samhljóða í báðum deildum þingsins. Með athöfninni í nótt er Barbados ekki lengur í breska samveldinu, en getur áfram verið í hópi sjálfstæðra ríkja með lausleg tengsl við samveldið eins og Gvæjana og Trínidad og Tóbagó.","summary":"Eyríkið Barbados varð lýðveldi á miðnætti að staðartíma þegar það sleit öllu ríkjasambandi við Bretland. Fyrrverandi landstjóri drottningar er orðin forseti hins nýja lýðveldis."} {"year":"2021","id":"51","intro":"Fjármálaráðherra segir stöðuna góða þrátt fyrir mikinn halla á rekstri ríkissjóðs tvö ár í röð. Hann á von á að frumvarpið taki breytingum í meðförum þingsins.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"51","intro":"Kvennalandslið Íslands í fótbolta mætir Kýpur í undankeppni HM 2023 í kvöld. Þorsteinn Halldórsson þjálfari liðsins hefur ekki áhyggjur af því að íslenska liðið vanmeti Kýpur þrátt fyrir að hafa unnið þær stórt í síðasta leik liðanna.","main":"Ísland vann 5-0 sigur á Kýpur á Laugardalsvelli fyrir rúmum mánuði síðan. Íslenska liðið var í raun óheppið að skora ekki fleiri mörk. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, hefur ekki áhyggjur af því að íslenska liðið muni vanmeta andstæðinginn. Þá muni hann ekki breyta áherslum liðsins frá fyrri leiknum að neinu ráði.\nHolland, sem er á toppi riðilsins, gerði 2-2 jafntefli við Tékkland um helgina. Holland er nú með 11 stig í toppsætinu en Ísland sex stig í öðru sæti. Ísland á hins vegar tvo leiki til góða á Holland og getur því farið upp fyrir Hollendinga með því að vinna næstu tvo leiki. Leikur Íslands og Kýpur er í dag klukkan fimm og verður sýndur beint á RÚV. Upphitun hefst í HM stofunni klukkan hálf fimm.\nÍslenska karlalandsliðið í körfubolta steinlá fyrir Rússum í undankeppni HM í gærkvöld. Ísland gerði aðeins 18 stig í fyrri hálfleik en Rússland 42. Rússar unnu að lokum með 24 stiga mun 89-65.","summary":"Kvennalandslið Íslands í fótbolta leikur lokaleik sinn á árinu í dag þegar liðið mætir Kýpur í undankeppni HM. Þá steinlá íslenska karlalandsliðið í körfubolta fyrir Rússlandi í gærkvöld."} {"year":"2021","id":"51","intro":"Í dag er síðasti dagur sem veiða má rjúpu á þessu ári, auk þess sem núverandi reglugerð um rjúpnaveiðar er að renna út. Formaður Skotveiðifélags Íslands segir ágætis hljóð í veiðimönnum þó hafi veiðin almennt verið frekar treg.","main":"Veiðitímabil rjúpu í vetur var fyrsti til þrítugasti nóvember og veiða mátti alla daga vikunnar, nema miðvikudaga og fimmtudaga. Áki Ármann Jónsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir ágætt hljóð í veiðimönnum núna þegar síðasti veiðidagurinn er að hefjast.\nMenn hafa alveg náð að kroppa eitthvað í matinn, en maður hefur ekki orði var við neina góða veiði neinstaðar.\nEinna best hafi gengið á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar sem rjúpnastofninn er sterkastur, en almennt hafi veðrið yfir veiðitímann verið rysjótt, rigning og rok sett strik í reikninginn. Rétt áður en rjúpnaveiðin hófst ákvað umhverfisráðherra að aðeins mætti veiða rjúpu eftir hádegi. Áki segir að það hafi ekki haft jafn mikil áhrif og margir óttuðust.\nÞetta hefur alveg gengið ágætlega og það hefur enginn týnst eins og menn voru að óttast ef menn færu að veiða fram í svatra myrkur og ekki að rata í bílinn sinn . Þainnig að þetta hefur nú gengið stóráfallalaust fyrir sig.\nHaustið 2019 var gefin út reglugerð um rjúpnaveiðar sem gilti í þrjú ár og því er ljóst að nýjar reglur taka gildi þegar veiðin hefst á næsta ári. Áki telur að með sífellt betri upplýsingum og auknum rannsóknum verði á næstu árum auðveldara, en hingað til, að sníða veiðina að stofnstærð rjúpunnar.\nÞað er búið að vera að vinna stjórnunar- og verndaráætlun rjúpunnar í eitt og hálft ár og sú vinna verður nær örugglega kláruð núna í vetur. Þá kemur miklu stífari rammi, faglegri og betri, utan um rjúpnaveiðarnar. Og það má jafnvel búast við því þegar er mikið af rjúpu að þá verði mun fleiri veiðidagar leyfðir.","summary":null} {"year":"2021","id":"51","intro":"Umhverfisstofnun hefur sent frá sér fyrirmæli um úrbætur vegna bensínmengunar á Hofsósi. Sveitarstjóri Skagafjarðar segir það valda vonbrigðum að ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda sveitarfélagsins.","main":"Umhverfisstofnun byggir fyrirmælin á úrbótaáætlun sem verkfræðistofan Verkís vann fyrir hönd N1. Stofnunin segir fyrirmælin ramma inn þær kröfur sem gerðar eru á hendur N1 varðandi hreinsun vegna bensínmengunar.\nByggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafði falið verkfræðistofunni Eflu að leggja fram tillögur um hvernig hreinsun skyldi háttað. Í þeim er koma fram mun umfangsmeiri jarðvegsskipti en Verkís leggur til eftir sína úttekt, sem Umhverfisstofnun byggir fyrirmælin á.\nSigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir þetta vonbrigði.\nVið teljum að það megi ganga lengra í þá áttina að fara í jarðvegsskipti og ganga rösklegar til verks. Þá væri hægt að stytta þennan tíma verulega þannig að það þyrfti ekki að taka allt að 2 ár eins og\nÞað eru komin tvö ár síðan olíulekans á Hofsósi varð fyrst vart og íbúarnir orðnir langþreyttir á því hvað aðgerðir ganga hægt.\nVið erum ekki að segja að þessar aðgerðir sem að Verkís er að leggja til og Umhverfisstofnun tekur undir, beri ekki árangur.\nOkkur finnst sá tími sem gefin er til þeirra aðgerða, hann er ansi langur.","summary":"Það stendur ekki til að herða aðgerðir á landamærum vegna útbreiðslu hins nýja Omíkron afbrigðis kórónuveirunnar. Sóttvarnarlæknir segir engar tilkynningar hafa borist um alvarleg veikindi vegna þess."} {"year":"2021","id":"51","intro":"Formaður samninganefndar Evrópusambandsins er bjartsýnn eftir fyrsta dag fundarhalda um framtíð kjarnorkusamningsins við Írana. Fulltrúar Evrópusambandsríkja, Bretlands, Rússlands og Kína funduðu með Írönum í Vínarborg í gær með það fyrir augum að koma kjarnorkusamningnum frá 2015 aftur í gagnið.","main":"Enrique Mora, aðalsamningamaður Evrópusambandsins um framtíð samningsins, var vongóður eftir fyrsta fundardaginn. Hann sagði viðræðurnar hafa einkennst af \u001eþeirri tilfinningu, að það sé bráðnauðsynlegt að endurlífga kjarnorkusamninginn. Samningurinn kveður á um að Íranar hætti að auðga úran, veiti eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar aðgang að kjarnorkuverum sínum og fleira sem miðar að því að tryggja að þeir geti ekki komið sér upp kjarnavopnum. Á móti skulu Vesturveldin aflétta olíusölubanni og öðrum refsiaðgerðum gegn Íran. Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin einhliða út úr samningnum árið 2018 og innleiddi viðskiptahindranir og aðrar refsiaðgerðir gegn Írönum að nýju. Eftir það tóku Íranar til við að auðga úran umfram það sem samningurinn leyfir og hindra aðgang eftirlitsmanna Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar að kjarnorkuverum sínum og úranbirgðum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur lýst vilja til að gera Bandaríkin aðila samningsins á nýjaleik, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Íranar segja Bandaríkin hins vegar verða að stíga fyrsta skrefið og gerast aðilar að samningnum áður en þeir fara að setja öðrum skilyrði.","summary":null} {"year":"2021","id":"51","intro":"Ríkissjóður verður rekinn með 169 milljarða króna halla á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra sem kynnt var í morgun. Útgjöld til Landspítalans aukast um 2,6 milljarða króna.","main":"Komið öll blessuð og sæl. Ég er hingað mættur til að fara yfir meginatriði úr fjárlagafrumvarpinu.\nSamkvæmt frumvarpinu sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti í morgun verður ríkissjóður rekinn með 169 milljarða króna halla, sem er þó 120 milljörðum minni halli en í fyrra. Mikill hallarekstur er til kominn vegna áhrifa heimsfaraldursins.\nMesta höggið er vegna minni tekna í ríkiskassann. Umsvifin í hagkerfinu eru minni en í venjulegu árferði og skatttekjur dragast þar af leiðandi saman um 89 milljarða.\nÁ útgjaldahliðinni fer langmest í heilbrigðismál. Framlögin aukast um 16,3 milljarða milli ára, þar af um 7 milljarða vegna byggingar nýs Landspítala. 2,6 milljarðar bætast í rekstur Landspítalans.\n250 milljörðum er varið í málefni aldraðra en þar er helsta breytingin sú að frítekjumark atvinnutekna verður tvöfaldað, fer úr hundrað þúsund krónum í tvö hundruð þúsund.\nÖrorkubætur hækka um 5,6 prósent frá fjárlögum síðasta árs, þar af verður sérstök 800 milljóna króna hækkun, til viðbótar við almennar prósentuhækkanir.\nFramlög til loftlagsmála hækka um milljarð, fæðingarorlof verður lengt og barnabætur hækka. Framlög til menntamála aukast samhliða fjölgun námsmanna og meiru verður varið í nýsköpun. Tekjuskattur einstaklinga í lægsta þrepi lækkar sömuleiðis.\nFram kemur í gögnum ráðuneytisins að skuldasöfnun ríkissjóðs verði stöðvuð árið 2025. Til að ná því markmiði þarf að ráðast í 37,5 milljarða króna niðurskurð árin 2023 til 2025, upphæð sem nemur rúmlega einu prósenti af landsframleiðslu.\nForsendur frumvarpsins eru þær að 5,3 prósenta hagvöxtur verði á næsta ári, að faraldurinn fari dvínandi og að hingað komi 1,4 milljónir ferðamanna. Áfram verði efnahagsbati og útflutningur haldi áfram að aukast og verði drifinn áfram að útflutningi af áli og stórri loðnuvertíð.","summary":null} {"year":"2021","id":"51","intro":"Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir engar áherslubreytingar í fjárlögum frá kosningum og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina skorta kjark til framfara. Fréttastofa hitti þá á Alþingi fyrir fréttir og fékk fyrstu viðbrögð við fjárlagafrumvarpinu.","main":"Við stöndum á ágætis grunni, vegna þess að skuldastaða ríkissjóðs er góð. Þess vegna er engin afsökun fyrir því að við ráðumst ekki í meiri stórhuga framfarir. Það er engin sókn í loftslagsmálum, engin í menntamálum og það virðist eins og ójöfnuður komi þessari ríkisstjórn ekki við. Ástandið er nægilega gott til þess að við gætum verið djarfari og kjarkaðri, og kostað töluverðu til, til að koma okkur í betri stöðu á næstu árum.\nHvað hefðir þú viljað sjá? Ég hefði viljað nýta þetta svigrúm til að ráðast í stærri aðgerðir í loftslagsmálum, sækja fram í menntamálum. Síðan þarf að vinda ofan af þessum órétti sem hér þrífst, engin sókn í húsnæðismálum, barnabótakerfi er óbreytt og mér sýnist að öryrkjar muni enn þá dragast aftur úr venjulegu launafólki.\nÉg sé ákveðið skáldaleyfi tekið í skattalækkununum eins og þeim er stillt upp í stjórnarsáttmálanum, þar eru skrítnar raunhækkanir á skattleysisþrepum og persónuafslætti og það einhvernveginn kallað skattalækkun. Kannski verða einhverjar breytingar seinna á kjörtímabilinu, en við fyrstu sýn þá er ekkert í þessum fjárlögum sem endurspegla kosningarnar sem við erum að fara í gegnum.\nÞað er allt óbreytt frá fyrri fjármálaáætlun, miðað við þær spurningar sem ég hafði, það eru lýðfræðilegar breytingar og hagrænar breytingar og þess háttar, það eru engar áherslubreytingar. Þá veltir maður fyrir sér hvers vegna vorum við í kosningum, haustkosningum seint að ári, og þingið fær þrjár vikur til að afgreiða fjárlög. Þetta er algjör bilun.","summary":null} {"year":"2021","id":"51","intro":"Ekkert skipulagt eftirlit hefur verið með rafmagnshlaupahjólum sem komast yfir leyfilegan hámarkshraða á göngu- og hjólastígum. Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild, segir brýnt að lögregla fái einföld úrræði til þess að bregðast við rafhjólum sem skapi hættu á göngustígum.","main":"Og ég tek undir það að við höfum verulegar áhyggjur af þessu í dag, svo ég tali nú ekki um skammdegið núna. Þar sem svart malbikið, og jafnvel blautt, virðist gleypa umhverfið. Og þegar við fáum þessi slys, þessi alvarlegu slys núna undanfarið þá er maður bara á nálum að dagurinn sleppi slysalaus eða slysalítill.\nLögum samkvæmt mega vélknúin tvíhjóla ökutæki með einum öxli ekki komast hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Mörgum slíkum hjólum er þó nokkuð auðvelt að breyta svo hámarkshraði verði allt að tvöfalt meiri. Tilkynningum til lögreglu þar sem vegfarendur lýsa áhyggjum af hjólahraða hefur fjölgað í takt við auknar vinsældir þessa ferðamáta.\nÞannig að við skoðum, og sérstaklega þegar verða umferðarslys, að þá náttúrulega skoðum við þetta og málið er kannað, hvort þetta komist hraðar. Svo geta mál farið fyrir dóm mögulega, þá er það dómara að komast að því hvort sé einhver refsing í slíkum málum eða ekki, sem geta mögulega túlkað þetta fyrir okkur. En hins vegar er regluverkið óskýrt. Og við höfum verið í samstarfi við ákærusviðið hjá okkur og ákærusviðið okkar líka við ríkissaksóknara, og menn virðast vera sammála um að þarna sé þurfi að skýra, betri skýrleika til að ná utan um þetta. Og lögregla fái einföld úrræði til að fylgjast með og takast á við það.","summary":null} {"year":"2021","id":"52","intro":"Meirihluti svissneskra kjósenda lýsti í gær stuðningi við lagasetningu og aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu COVID-19 í landinu. Efnt var til þjóðaratkvæðagreiðslu um löggjöf sem meðal annars heimilar stjórnvöldum að meina fólki aðgang að ýmsum viðburðum þar sem margir koma saman nema það sé fullbólusett, hafi fengið sjúkdóminn og náð sér eða geti framvísað nýju, neikvæðu covid-prófi.","main":"Útgönguspár bentu til þess að vel yfir sextíu prósent kjósenda hefðu samþykkt löggjöfina og niðurstöður í 16 af 26 kantónum landsins sýndu 61,9 prósenta stuðning við hana. Kjörsókn var um 64 prósent. Auk þess að heimila margs konar sóttvarnaaðgerðir kveða lögin á um heimildir til hárra fjárveitinga til fyrirtækja og starfsfólks þeirra, sem orðið hafa fyrir búsifjum í heimsfaraldrinum.\nSmitum hefur fjölgað mikið og hratt í Sviss að undanförnu, eins og í svo mörgum Evrópuríkjum. Á þriðjudag vöruðu heilbrigðisyfirvöld við því að \u001efimmta bylgjan væri að skella á landinu. Þá var meðalfjöldi nýrra smita 5.200 á dag, sem er fimmfalt meira en áður. Andstæðingar löggjafarinnar höfðu sig mjög í frammi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar og nokkrum sinnum sló í brýnu milli þeirra og lögreglu, sem beitti hvoru tveggja táragasi og gúmmíhúðuðum stálkúlum. Michelle Cailler, Mísséll Kallíé, talskona samtaka sem kalla sig Vini stjórnarskrárinnar, sagði það \u001eeinstaklega hættulegt lýðræðinu að fela ríkisstjórninni jafn víðtækar valdheimildir og felast í löggjöfinni.","summary":null} {"year":"2021","id":"52","intro":"Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir sterku liði Rússlands í undankeppni HM 2023 í dag. Leikmenn íslenska liðsins hafa fulla trú á verkefninu.","main":"Þetta er annnar leikur beggja liða í undankeppninni en Rússar lögðu Ítali í fyrsta leik og Ísland vann Holland. Rússar eru þó töluvert sterkari en Hollendingar en íslenska liðið er vel undirbúið.\nsegir Hjalti Þór Vilhjálmsson aðstoðarþjálfari íslenska liðsins. Engir áhorfendur voru leyfðir á leik Íslands og Hollands. Í dag verða þeir leyfðir, þó aðeins 30 prósent af þeim fjölda sem kemst fyrir í höllinni.\nsegir Jón Axel Guðmundsson leikmaður liðsins. Hilmar Smári Henningsson er einn af yngri leikmönnum íslenska liðsins og segir það mikinn heiður.\nSegir Hilmar. Leikur Íslands og Rússlands hefst í dag klukkan fimm og verður sýndur beint á RÚV tvö. Upphitun hefst í HM stofunni hálftíma fyrr.\nÍslenska kvennalandsliðið í fótbolta leikur á morgun gegn Kýpur í undankeppni HM 2023. Íslenska liðið vann 5-0 sigur í fyrri leik liðanna í haust og því mætti tala um skyldusigur á morgun. Glódís Perla Viggósdóttir segir að þrátt fyrir það muni íslenska liðið ekki eiga í vandræðum með að mótivera sig fyrir leikinn.\nLeikur Íslands og Kýpur í undankeppni HM kvenna í fótbolta verður í beinni útsendingu á RÚV á morgun klukkan fimm.","summary":"Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta telja sig eiga góða möguleika gegn Rússlandi í undankeppni HM í dag. Bæði lið unnu fyrsta leik sinn í riðlinum."} {"year":"2021","id":"52","intro":"Ráðherrar ríkisstjórnarinnar skiptust á lyklum í morgun og eru nú allir komnir með lykla að sínu ráðuneyti.","main":"Hringekjan hófst í heilbrigðisráðuneytinu klukkan níu þar sem Willum Þór Þórsson, nýr ráðherra, tók við lyklunum að heilbrigðisráðuneytinu af Svandísi Svavarsdóttur. Willum segir þetta leggjast vel í sig.\nÞaðan lá leiðin niður á næstu hæð í Skógarhlíðinni þar sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson fyrrverandi umhverfisráðherra tók við lykunum að félagsmálaráðuneytinu.\nUtanríkisráðuneytið var næst í röðinni þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson afhenti Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur lyklavöldin, en hún verður ekki lengi á skrifstofunni fyrsta daginn.\nFráfarandi menntamálaráherra fékk tveimur nýjum ráðherrum lykla, en bæði Ásmundur Einar Daðason og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir taka við skólamálum, Áslaug við háskólum en Ásmundur öðrum skólum ásamt auðvitað fleiri verkefnum.\nSegir Ásmundur Einar Daðason. Og Áslaugar Örnu bíða ærin verkefni einnig.\nKristján Þór Júlíusson hefur nú kvatt hið pólitíska svið og hans síðasta verk var að afhenda Svandísi Svavarsdóttur lyklana að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og hún er spennt.\nOg á næstu hæð fyrir neðan tók Lilja Alfreðsdóttir við lyklum að nýju ferðamála- viðskipta og menningarmálaráðuneyti af Þórdísi Kolbrúnu.\nÞessu til viðbótar tók Jón Gunnarsson við lyklunum að dómsmálaráðuneytinu pg Guðlaugur\nNánari umfjöllun um þetta má finna á vefnum ruv.is og auðvitað í útvarp síðar í dag og í sjónvarpinu í kvöld.","summary":"Margir ráðherrar skiptust á lyklum í morgun. Sumir bæði afhentu og tóku við, en einnig bættust tveir nýir ráðherrar við. "} {"year":"2021","id":"52","intro":"Karlmaður á fimmtugsaldri, sem lögreglan skaut og særði á Egilsstöðum í ágúst, hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps, brot í nánu sambandi og vopnalagabrot. Í ákærunni kemur fram að tveir drengir flúðu undan byssumanninum og földu sig í skógi eftir að hann beindi hlaðinni haglabyssu að þeim. Byssumaðurinn er sagður hafa ætlað sér að bana föður þeirra.","main":"Í ákærunni er tekið fram að maðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis þetta kvöld. Hann er meðal annars ákærður fyrir brot í nánu sambandi en hann er sagður hafa hafa hótað sambýliskonu sinni með því að beina skammbyssu að henni.\nHann er síðan ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll og vopnalagabrot. Hann er sagður hafa ruðst inn í íbúðarhús við Dalsel, vopnaður hlaðinni haglabyssu og hlaðinni skammbyssu með þeim ásetningi að bana húsráðanda. Samkvæmt ákæru hitti hann ekki húsráðanda fyrir þar sem hann hafði yfirgefið húsið skömmu áður.\nByssumaðurinn er sagður hafa skotið þremur skotum úr haglabyssunni innandyra og tveimur skotum úr skammbyssunni. Hann er sömuleiðis sagður hafa skotið þremur skotum úr haglabyssunni á tvo bíla og sex skotum úr skammbyssunni á annan bílinn.\nManninum er einnig gefið að sök að hafa hótað tveimur drengjum í verki með því að beina hlaðinni haglabyssu að þeim þar sem þeir sátu í sófa á heimili sínu við Dalsel. Drengirnir eru sagðir hafa brugðist við með því að flýja út um dyr og síðan inn í nærliggjandi skóg.\nHann er síðan ákærður fyrir tilraun til manndráps og brot gegn valdstjórninni. Í ákærunni er hann sagður hafa skotið þremur skotum úr haglabyssu að tveimur lögreglumönnum sem voru í vari við bíl. Í ákærunni er hann einnig sagður hafa gengið að lögreglubíl og ógnað þar lögreglumanni með hlaðinni haglabyssu .\nDrengirnir tveir og faðir þeirra krefja byssumanninn um tæpar átta milljónir í skaða-og misakbætur. Sambýliskona byssumannsins krefur hann um eina og hálfa milljón.\nLögregla skaut manninn í kviðinn og gekkst hann undir aðgerð á Landspítalanum. Í yfirlýsingu kom fram að lögreglan taldi sig hafa fylgt eðlilegu verklagi en lögregluþjónar sem komu að aðgerðinni þáðu sálræna aðstoð.","summary":null} {"year":"2021","id":"52","intro":"Fjölmargar stofnanir og verkefni færast milli ráðuneyta við uppstokkun ríkisstjórnarinnar. Heiti ráðuneyta verða óbreytt þangað til þingið hefur lagt blessun sína yfir þau samkvæmt nýrri verkaskiptingu.","main":"Verkaskiptingu milli ráðuneyta má sjá í forsetaúrskurði sem birtist á vef stjórnartíðinda í morgun.\nVerkefni forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis eru óbreytt frá því sem áður var. Annars staðar eru töluverðar hræringar. Lilja Alfreðsdóttir, sem verður ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, fær verkefni sem áður tilheyrðu atvinnuvegaráðuneyti og menntamálaráðuneyti. Undir hana munu heyra stofnanir eins og Samkeppniseftirlitið, Ríkisútvarpið, Ferðamálastofa, Neytendastofa, Þjóðleikhúsið og hvers konar safnastarfsemi.\nÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nú ráðherra vísinda, iðnaðar og nýsköpunar tekur að sér verkefni úr menntamála-, atvinnuvega- og samgönguráðuneytinu. Hún verður meðal annars yfir háskólum, Menntasjóði Námsmanna, Tækniþróunarsjóði og Hugverkastofu. Þá fara fjarskipti á hennar borð úr samgönguráðuneytinu.\nÁsmundur Einar Daðason, er mennta- og barnamálaráðherra. Þar undir heyra mál leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla sem og íþrótta- og æskulýðsmál. Hann verður yfir Menntamálastofnun, umboðsmanni barna og Íslenskum getraunum auk þess sem það kemur í hans hlut að reisa nýja þjóðarleikvanga.\nVerkefni Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, verða að mestu óbreytt en þjónusta um alþjóðlega vernd færist til hans þótt Útlendingastofnun verði áfram undir dómsmálaráðuneytinu.\nÞá fær Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra húsnæðis- og skipulagsmál á sitt borð, þar með taldar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og skipulagsstofnun.\nRáðherra umhverfismála bar áður titilinn umhverfis- og auðlindaráðherra en verður nú umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra. Orkumál og náttúruvernd verða þess vegna í fyrsta sinn á sömu hendi. Guðlaugur Þór Þórðarson gegnir því embætti og verður til að mynda yfir Orkustofnun, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands og Minjavernd.","summary":"Fjölmargar stofnanir og verkefni færast á milli ráðuneyta við uppstokkun ríkisstjórnarinnar. Farið verður yfir hlutverk nýrra ráðuneyta í hádegisfréttum. "} {"year":"2021","id":"52","intro":"Enn er fylgst grannt með hreyfingum íshellunnar í Grímsvötnum, sem nú hefur sigið um rúma fjóra metra. Rennsli er farið að aukast lítillega í Gígjukvísl en Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir það sé aðeins tímaspursmál hvenær fari að hlaupa undan jöklinum.","main":"En það má alveg búast við að sigið í Grímsvötnum sjálfum geti verið allt að hundrað metrar. Svo það er auðvitað búið að síga 4 og hálfan metra af þessum kannski 100 metrum. Það er auðvitað lítill hluti enn þá. En eins og er mældist einn skjálfti þarna í morgun rétt norður af Grímsvötnum en það er samt ekki byrjuð að mælast aukning í skjálftavirkni eða neitt svona. Auðvitað eins og við segjum vatnið er á leið niður og kemur fram einhvern tímann þarna. Það var talað um einn til tvo daga þarna í síðustu viku, en það auðvitað stenst ekki neitt svo það er auðvitað talað áfram um bara daga í þetta. Vatnið gæti komið niður í dag en það getur komið niður eftir nokkra daga, við erum ekki viss sko.","summary":null} {"year":"2021","id":"53","intro":"Mismunandi sýn ríkisstjórnarflokkana á lykilmálaflokka skýrir langar stjórnarmyndunarviðræður að sögn Eiríks Bergmanns Einarssonar, stjórnmálafræðings. Þá segir hann að á einu kjörtímabili sé hægt að láta einhver málefni sitja á hakanum, en það geti nú reynst flóknara.","main":"Þetta er sko ríkisstjórn sem að náttúrulega er komin reynslá á hana, hún er búin að starfa eitt kjörtímabil en þetta er ríkisstjórn mjiög ólíkra flokka. Og þetta er sko ríkisstjórn sem er auðvitað þess eðlis að þar sem að sjónarmið eru mjög gagnstæð þá hafa þau málefni kannski setið dálítið á hakanum. Það gengur kannski alveg eitt kjörtímabil en það er erfiðara þegar svona samstarf framlengist. Þá væri það helst þetta, að skoða málin sem stóðu út af, hvort það sé einhver raunveruleg stefna eða hvort það sé raunveruleg stefna.","summary":null} {"year":"2021","id":"53","intro":"Sérfræðingur í smitsjúkdómum segir fulla ástæðu til að stíga á hemilinn vegna omicron-afbrigðis kórónuveirunnar. Afbrigðið er algjörlega nýtt, breiði mjög hratt úr sér og mögulega sé ekki ráðrúm til að afla gagna og velta vöngum.","main":"Það er betra að bregðast við og gæta kannski meðalhófs í því heldur en að bíða mjög lengi og afla ganga, einfaldlega vegna þess að þessi ógn sem steðjar að okkur, allri heimsbyggðinni að hún er þess eðlis að hún tvöfaldar útbreiðslu sína kannski á fjögura, fimm daga fresti og á meðan við erum að velta vöngum fer faraldurinn úr böndunum.\nMagnús segir raðgreiningar sýna að afbrigðið sé ekki endurbætt útgáfa af delta heldur sé alveg nýtt og virðist hafa flogið lengi undir radar. Mögulega hafi afbrigðið þróast lengi innan sama einstaklings.\nÞetta omicron illmennisafbrigði sem þú nefndir það hefur mun fleiri stökkbreytingar heldur en fyrri afbrigði og þær eru á stöðum sem skipta mjög miklu máli fyrir okkur og fyrir varnir líkamans og það er ástæðan fyrir því að stigið er á heimlinn og sagt nú skulum við sjá hvað er í gangi.","summary":null} {"year":"2021","id":"53","intro":"Suðurafríski læknirinn sem uppgötvaði Ómikrón-afbrigði COVID-19 segir sjúkdómseinkenni þess mun vægari en í fyrri afbrigðum. Því séu harðar aðgerðir ekki nauðsynlegar nú. Ísrael hefur ákveðið að loka landinu fyrir útlendingum.","main":"Ísraelsmenn hafa ákveðið að banna útlendingum að koma til landsins vegna útbreiðslu ómikrón-afbrigðis COVID nítján. Læknirinn sem uppgötvaði afbrigðið segir sjúkdómseinkennin mun vægari en í fyrri afbrigðum og því séu harðar aðgerðir ónauðsynlegar að sinni.\nHelstu aðgerðir þjóðanna hingað til gegn hinu nýja afbrigði hafa aðallega falist í því að banna ferðalög frá sunnanverðri Afríku. Bretar gripu auk þess í gær til skimunarskyldu á alla sem koma þangað og grímuskyldu í verslunum og almenningssamgöngum, sem reyndar tekur ekki gildi fyrr en á þriðjudaginn. í gærkvöld tilkynnti Naftali Bennett forsætisráðherra Ísraels að erlendum ríkisborgurum verðu meinað að koma til landsins.\nVið þurfum að viðhalda afreki Ísraelsríkis í baráttunni við Delta-afbrigðið, sem er opið og virkt ísraelskt samfélag. Og til þess þurfum við harðara eftirlit á landamærunum, sagði Bennett.\nÍ morgun var tilkynnt að afbrigðið hefði greinst í Ástralíu - í ferðamanni sem var að koma frá Suður-Afríku.\nAlmenn afstaða vísindamanna og stjórnvalda hefur verið að rétt sé að grípa til harðra aðgerða strax meðan vísindamenn rannsaka afbrigðið betur. Yfirvöld í Suður-Afríku hafa gagnrýnt þetta og Angelique Coetzee, suðurafríski læknirinn sem uppgötvaði þetta afbrigði fyrst, er á sama máli. Hún sagði í þættinum Andrew Marr Show á BBC í morgun að einkennin séu mun mildari en almennt gerist með COVID-sjúklinga - aðeins þreyta og mildur höfuðverkur - enginn hósti, hálsbólga eða áhrif á bragð- og lyktarskyn.\nCoetzee segir að enginn þeirra hafi verið lagður inn á sjúkrahús og hún hafi talað við starfsfélaga sína annars staðar sem hafi haft sömu sögu að segja. Þegar Coetzee var spurð hvort Bretar væru að fara á taugum að óþörfu segir hún að líklega hafi afbrigðið verið í Bretlandi lengi, það hafi bara enginn tekið eftir því þar sem einkennin séu ekki dæmigerð fyrir Covid.\nNú myndi ég svara því játandi að Breta séu að fara á taugum. En kannski verður komið annað hljóð í strokkinn eftir tvær vikur, segir Coetzee.","summary":"Suðurafríski læknirinn sem uppgötvaði Ómikrón-afbrigði COVID-19 segir sjúkdómseinkenni þess mun vægari en í fyrri afbrigðum. Því séu harðar aðgerðir ekki nauðsynlegar nú. Ísrael hefur ákveðið að loka landinu fyrir útlendingum."} {"year":"2021","id":"53","intro":"Formaður Hafnarsambands Íslands segir að hafnir landsins grípi í tómt þegar leitað er eftir reglum um sláturskip. Skipin taki eldislax beint úr kvíum án þess að greiða hafnargjöld. Skorað er á stjórnvöld taka notkun sláturskipa til skoðunar.","main":"Hafnasamband Íslands hefur áhyggjur af komum sláturskipa sem taka eldisfisk beint úr kvíum og sigli burt án þess að greiða hafnargjöld. Á sama tíma geri eldisfyrirtækin kröfu um góðar hafnaraðstæður og þjónustu.\nLúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði og formaður Hafnasambands Íslands, segir að töluverður ágreiningur sé á milli hafna og fiskeldis um hvernig innheimta eigi aflagjöld og gjöld fyrir aðra þjónustu.\nÞá er margt í þjónustunni við þessa starfsemi sem er að eiga sér stað úti á hafnarsvæðinu án þess að menn greiði nein gjöld fyrir að vera þarna á þessu svæði. Varðandi fóðurskipin. Varðandi, varðandi það að koma olíu á skip sem eru þarna úti á svæðinu og svo er það nýjasta sem tengist núna þessum sláturskipum. Það er að segja aflinn kemur ekkert á land heldur er hann tekinn um borð í skip úti á firði beint úr kvíunum og slátrað þar og siglt með hann í burt. Menn auðvitað sitja eftir með það að svæðin og plássin eru ekki að hafa neinar eðlilegar tekjur af þessari starfsemi.\nSveitarfélögin hafi þar að auki þrýst á um að tekin verði upp eðlileg greiðsla fyrir þann afla sem kemur að landi og er unninn þar. Frumvarp um heimild ráðherra til að setja reglugerð þar um dagaði uppi á síðasta þingi.\nÍ tvígang hafi sláturskip komið í Arnarfjörð og slátrað upp úr kvíum. Sá afli hafi ekki komið að landi og ekki verið greidd af honum nein gjöld. Hafnasambandið hvetur stjórnvöld til að setja skýrar reglur um sláturskipin.\nÞetta er auðvitað nýmæli, að það komi bara skip siglandi og taki afla upp úr kvíum og verki hann og slátri úti á sjó og sigli svo bara í burtu. Og þegar menn eru að leita skýringa á því hvaða heimildir eru veittar fyrir þessu og hvernig er staðið að þessu og hvað er heimilt og hvað ekki þá bara standa menn frammi fyrir því að það hefur aldrei verið neitt hugsað út í þetta. Aldrei verið sett neitt regluverk í kringum þetta í ráðuneytunum. Við erum bara einhvern veginn langt á eftir.\nÚr fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands frá 12. nóvember 2021:\nLögð fram fyrirspurn Vesturbyggðar og Tálknafjarðahrepps til atvinnuvega- og\nnýsköpunarráðuneytisins dags. 14. október 2021 vegna sláturskipsins Norweigan\nGannet í október 2021, þar sem 500 tonnum af eldisfisk var dælt úr kvíum í\nTálknafirði og siglt með beint til Danmerkur til vinnslu og pökkunar. Einnig lögð\nfram svör ráðuneytisins um starfsemi sláturskipa í fiskeldi dags. 4. nóvember 2021.\nSamkvæmt svörum ráðuneytisins er ekki fjallað um starfsemi sláturskipa í fiskeldi í\nákvæðum íslenskra laga en á grundvelli 37. gr. reglugerðar um fiskeldi nr.\n540\/2020 veitti Matvælastofnun heimild fyrir komu sláturskipsins á grundvelli\njákvæðrar umsagnar fisksjúkdómanefndar, þar sem talið var sannað að smitefni\nbærust ekki með skipinu sem valdið geta dýrasjúkdómum.\nStjórn Hafnasambands Íslands lýsir yfir áhyggjum af notkun og starfsemi sláturskipa\ní fiskeldi og þeirra neikvæðu áhrifa sem þau hafa á rekstrarumhverfi hafna. Notkun\nslíkra skipa skerðir verulega tekjumöguleika þeirra hafna þar sem eldisfisk er dælt til\nslátrunar og vinnslu en á sama tíma gera eldisfyrirtækin kröfu um góða\nhafnaraðstæður og að þjónusta sé til staðar. Stjórn hafnasambandsins hvetur til\nþess að starfsemi og notkun sláturskipa í fiskeldi verði sérstaklega tekin til skoðunar\nog sett verði skýr ákvæði í lög og reglugerðir um starfsemi og notkun sláturskipa hér\nvið land. Samhliða þeirri vinnu verði horft til endurskoðunar á ákvæðum hafnalaga\nnr. 61\/2003 vegna fiskeldis, sem hafnasambandið hefur hvatt til að verði\nendurskoðuð (umsögn hafnasamband Íslands 31. ágúst 2020).\"","summary":null} {"year":"2021","id":"53","intro":"Argentískur fjölskyldufaðir er mikill aðdáandi knattspyrnukappans Diego Maradona sem lést fyrir réttu ári. Yngsta barn aðdáandans og eiginkonu hans fæddist fyrir helgi og aldrei kom annað til en að skíra börn sín í höfuðið á Maradona.","main":"Argentísku hjónin Walter og Victoria Rotundo eignuðust dreng sem hlotið hefur nafnið Diego til heiðurs knattspyrnukappanum Diego Armando Maradona sem lést fyrir réttu ári sextugur að aldri. Talið er að banamein hans hafi verið hjartaáfall en hann fór í aðgerð vegna blóðtappa í heila skömmu áður. Málaferli standa yfir gegn sjö úr hjúkrunarliði Maradonas sem sökuð eru um að hafa brugðist skyldum sínum.\nDiego litli var tekinn með keisaraskurði en hjónin segja allt hafa gengið eins og í sögu, rétt eins og til hafi staðið. Sá stutti er þó ekki sá eini í fjölskyldunni sem heitir í höfuðið á knattspyrnukappanum. Tvíburadætur þeirra Rotundo hjóna eru tíu ára og heita Mara og Dona. Walter sendi Maradona mynd af sér með systurnar í fanginu og fékk til baka mynd af Maradona með myndina í höndunum.\nWalter lét húðflúra þá mynd á bakið á sér. Hann segist þó aldrei hafa hitt átrúnaðargoðið sitt í eigin persónu. Walter segir marga syrgja Maradona í dag og það geri hann sjálfur en gleðin yfir fæðingu sonarins slái á sorgina og segir að þótt að 25. nóvember verði alltaf dánardægur Maradonas verði dagurinn líka afmælisdagur Diegos sonar hans.","summary":null} {"year":"2021","id":"53","intro":"Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Rússlandi í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2023 á morgun. Íslensku leikmennirnir segja aðstæður í Rússlandi frábærar og eru fullir sjálfstrausts fyrir leikinn.","main":"Eftir fyrstu umferð riðilsins eru Rússar á toppnum eftir sigur á Ítölum á föstudag. Ísland vann á sama tíma Holland 79-77. Leikur Íslands og Rússlands átti að fara fram Íslandi en þar sem enginn völlur á Íslandi er samþykktur af Alþjóðakörfuknattleikssambandinu þurfti að færa hann til Rússlands. Baldur Þór Ragnarsson aðstoðarþjálfari íslenska liðsins segir aðstæður í Rússlandi til fyrirmyndar.\nSagði Baldur Þór. Elvar Már Friðriksson, leikmaður liðsins, tekur undir með Baldri, og segir íslenska liðið ekki stefna á neitt annað en sigur á morgun.\nSagði Elvar Már. Leikur Íslands og Rússlands í undankeppni HM karla í körfubolta hefst klukkan fimm á morgun og verður sýndur beint á RÚV 2 en upphitun í HM stofunni hefst klukkan hálf fimm.","summary":null} {"year":"2021","id":"54","intro":"Íshellan yfir Grímsvötnum sígur enn og búist er við hlaupi undan Skeiðarárjökli. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir aðdragandann að hlaupi virðast ætla að verða lengri en oft áður.","main":"Íshellan er búin að lækka um tæpa 1,6 metra og það hefur ekki mælst nein breyting á rafleiðini í Gígjukvísl. Það er örlítið farið að hækka í ánni en ekki mikið samt. Þannig að það er í rauninni, já þetta er í rauninni staðan, það er ekki hlaup hafið. Við segjum að hlaup sé hafið þegar það kemur undan jöklinum en vatnið er ekki farið að skila sér almennilega undan jöklinum. Þannig við bíðum bara eftir að það gerist. Eru einhverjar vísbendingar um að það gæti fylgt gos með þessu? Já það er alltaf möguleiki það geti skeð, þegar verður svona, ef að vatnið tæmist allt þarna þá verður svo mikill þrýsings léttir að þá getur komið gos í kjölfarið, við höfum séð það áður.","summary":"Vatnsmagn í Gígjukvísl er farið að aukast en þar hefur engin rafleiðni mælst enn. Íshellan yfir Grímsvötnum heldur áfram að síga en aðdragandi hlaups verður líklega lengri en oft áður. "} {"year":"2021","id":"54","intro":"Baugur Bjólfs verður stór hirnglaga útsýnispallur í 640 metra hæð í fjallinu Bjólfi fyrir ofan Seyðisfjörð. Útsýni þar þurkir stórbrotið og á mannvikið að verða mikið adráttarafl.","main":"Stór hringlaga útsýnispallur verður reistur á fjallinu Bjólfi fyrir ofan Seyðisfjörð. Sveitarfélagið Múlaþing ætlar að sækja í framkvæmdasjóð ferðmannastaða til að byggja pallinn sem kallast Baugur Bjólfs. Ástríður Birna Árnadóttir arkitekt er einn af höfundum vinningstillögu í hönnunarsamkeppni.\nPallurinn er sam sagt hringlaga og liggur þarna á brúninni sem heitur Bæjarbrún þar sem er einstakt útsýni niður í Seyðisfjarðarbæ. En okkar hugmynd var líka að leggja áherslu á hversu falleg náttúra er þarna í kring. Að horfa upp að fjallstindinum og bara í raun og veru að njóta þes nærumhverfis sem er við útsýnispallinn líka. Við erum að leika okkur líma með hvernig á einum stað þá svífur hringurinn eða baugurinn út fyrir Fjallshlíðina. Það er einmitt á þessum stað þar sem er þetta einstaka útsýni niður að bænum. Hluti af samkeppninni var í raun og veru hvernig við gerum þennan stað að ennþá meira aðdráttarafli fyrir Seyðisfjörð og fyrir Austurland. Það er náttúrulega bara einstakt að koma þarna uppeftir nú þegar. en verður örugglega ennþá skemmtilegra þegar þenna mannvirki er komið þarna.\nHöfundar tillögunnar eru Ástríður Birna Árnadóttir og Stefanía Helga Pálmarsdóttir frá Arkibygg Arkitektum í samvinnu við Önnu Kristínu Guðmundsdóttur og Kjartan Mogensen landslagsarkitekta, Auði Hreiðarsdóttur frá ESJA ARCHITECTURE og Arnar Björn Björnsson frá EXA NORDIC","summary":"Baugur Bjólfs verður stór hirnglaga útsýnispallur í 640 metra hæð í fjallinu Bjólfi fyrir ofan Seyðisfjörð. Útsýni þar þurkir stórbrotið og á mannvikið að verða mikið adráttarafl. "} {"year":"2021","id":"54","intro":"Gert er ráð fyrir að slátrun á laxi úr sjókví í Reyðarfirði þar sem sjúkdómurinn blóðþorri kom upp verði lokið annað kvöld. Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir veiruna sem veldur sjúkdómnum mjög smitandi innan sjókvíarinnar og að vakta verði svæði vel í framhaldinu.","main":"Gísli Jónsson dýralæknir fisksjúkdóma hjá Matvælastofun segir stökkbreytingu vel þekktrar veiru valda því að blóðþorrinn hafi komið upp í sjókví hjá fyrirtækinu Laxa fiskeldis í Reyðarfirði. Þetta er í fyrsta skiptið sem sjúkdómurinn kemur upp hér á landi en hann ræðst á þekjuvef blóðæða.\nBrýtur blóðæðarnar niður þannig að það verða miklar blæðingar í líffærum og tálknum og þessi blóð þorri, nafnið kemur að þurrð, þannig að hann blóðtæmist og verslast upp og deyr.\nNú stendur yfir slátrun á þeim 68 þúsund fiskum sem eru í kvínni, samtals 140 tonnum. Þegar hefur 50 tonnum verið slátrað og gert er ráð fyrir að slátrun verði lokið annað kvöld.\nHann er svæfður út í kví og dælt um borð í vinnubát og þar er hann hakkaður í stórum tanki og sett maurasýra og búin til svokölluð melta\nSíðan siglir báturinn inn á Reyðarfjörð og þar eru tankbílar stórir sem að flytja þetta í enn stærri tank, safntank og svo á endanum skilar þetta sér til Noregs.\nÍ Noregi er gerð melta úr úrgangnum eins og öðrum sláturúrgangi sem Gísli segir afbragðs áburð, en þá er búið að vinna efnið þannig að það smiti ekki frá sér.\nNú vöktum við þetta og að öllu eðlilegu verður búið að slátra öllum fiski á þessu svæði þegar kemur fram á vorið, þá fer þetta svæði í hvíld og þar með ef það er einhver veira til staðar að þá deyr hún, hún lifir ekki lengi fyrir utan fiskinn.\nFiskurinn í nærliggjandi kvíum hafi ekki sýnt nein merki um smit. Hluta hefur þegar verið slátrað og segir Gísli afurðina vel hæfa til manneldis því veiran hafi ekki áhrif á menn né aðrar skepnur. Þegar öllum fisk hefur verið slátrað verður svæðið hvílt fram á vor 2023.","summary":"Alvarlegur smitsjúkdómur, blóðþorri, hefur greinst í laxi í sjókví í Reyðafirði og verður öllum fiskunum þar slátrað. Þetta er í fyrsta sinn sem sjúkdómurinn greinist á Íslandi og segir sérgreinalæknir hjá MAST brýnt að vakta svæðið vel. "} {"year":"2021","id":"54","intro":null,"main":"Flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar aðrir en formenn flokkanna hafa vistaskipti í nýrri ríkisstjórn. Ráðherrum í ríkisstjórninni fjölgar væntanlega um einn og kemur hann úr röðum Framsóknarmanna. Ný ríkisstjórn og nýr stjórnarsáttmáli verða kynnt á morgun. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, nú sér loksins fyrir endann á.. hvað er vitað meira um innihald og atburðarásina framundan?\nþulur: er eitthvað vitað um innihald stjórnarsáttmálans?\nþulur: hvað með ráðherrana - hverjir verða í ríkisstjórninni?\nFlestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar aðrir en formenn stjórnarflokkanna hafa vistaskipti í nýrri 12 manna ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem verður kynnt á morgun. Stjórnarsáttmálinn verður kynntur flokkstofnunum flokkanna í dag.","summary":"Flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar aðrir en formenn stjórnarflokkanna hafa vistaskipti í nýrri 12 manna ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur sem verður kynnt á morgun. Stjórnarsáttmálinn verður kynntur flokkstofnunum flokkanna í dag. "} {"year":"2021","id":"54","intro":"Formaður tennissambands kvenna hefur enn áhyggjur af afdrifum tennisstjörnunnar Peng Shuai, þrátt fyrir myndskeið sem eiga að gefa til kynna að hún sé heil á húfi. Svör við tilraunum til að ná sambandi við hana hafi greinilega ekki komið frá henni.","main":"Ekkert heyrðist frá Peng Shuai í meira en tvær vikur eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta landsins, Zhang Gaoli, um að hafa neytt sig í kynlíf. Ásökunina birti hún á kínverskum samfélagsmiðli annan nóvember en færslunni var síðan eytt. Tuttugasta og fyrsta nóvember sagði Alþjóða ólympíunefndin í yfirlýsingu að Thomas Bach formaður hennar hefði rætt við Peng í þrjátíu mínútur í myndsímtali ásamt enbættismönnum úr kínversku íþróttahreyfingunni. Þar stóð að Peng virtist við ágæta heilsu. Sama dag birti kínverska ríkissjónvarpsstöðin myndir af henni á tenniskeppni sagði að þær myndir hefðu verið teknar samdægurs.\nTennissamband kvenna er þó ekki sannfært. Í yfirlýsingu frá formanni þess, Steve Simon, segir að hann hafi tvisvar reynt að senda Peng tölvupóst og svörin hafi greinilega verið undir áhrifum einhverra annarra. Hann hafi miklar áhyggjur af því að Peng sé ekki laus við ritskoðun eða þvingun. Hann vilji ekki reyna þennan samskiptamáta aftur fyrr en hann hafi fengið fullvissu um að svörin séu ekki ritskoðuð.\nMannréttindasamtökin Human Rights Watch, Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið og Bretland hafa öll krafist þess að sannanir séu lagðar fram um hvar Peng sé niðurkomin og að hún sé heil á húfi.\nKínversk stjórnvöld hafa, að frátöldum myndunum, ekki gefið neitt út annað en að ásakanirnar séu rangar. Þrýstingurinn eykst þó á þá, ekki síst í ljósi þess að vetrarólympíuleikarnir hefjast í Peking í febrúar.","summary":null} {"year":"2021","id":"54","intro":"Ríflega sextíu manns sem komu með flugi frá Suður-Afríku til Hollands í gær greindust með COVID-19. Verið er að rannsaka hvort einhverjir séu með nýja Ómíkrón-afbrigðið. Bandaríkin hafa bæst í hóp þeirra fjölmörgu landa sem banna ferðir frá sunnanverðri Afríku.","main":"Nýja afbrigðið, sem greindist fyrst í Suður-Afríku er mögulega meira smitandi en fyrri afbrigði og gæti komist framhjá einhverjum ónæmisvörnum. Frekari rannsókna er þó þörf. Evrópusambandið ákvað í gær að banna flug frá löndum sunnanverðrar Afríku, og í gærkvöld bættust lönd á borð við Bandaríkin, Kanada og Ástralíu í þann hóp.\nÍ gær lentu tvær flugvélar frá Suður-Afríku á Schiphol-flugvelli í Amsterdam með alls tæplega sex hundruð farþega - önnur frá Höfðaborg, hin frá Jóhannesarborg. Sextíu og einn þeirra greindist með veiruna og er nú í einangrun á hótel í nágrenni flugvallarins. Í yfirlýsingu frá hollenska landlæknisembættinu segir að rannsakað verði eins fljótt og hægt er hvort þeir séu með ómíkrón-afbrigðið. Farþegarnir verði í einangrun í sjö daga ef einkenni gera vart við sig, en annars í fimm daga. Þeir sem ekki greindust þurfa samt að fara í sóttkví. Svo vill til að smitum hefur fjölgað töluvert í Hollandi undanfarna daga og hertar aðgerðir taka gildi þar á morgun, þar sem opnunartími veitingastaða, bara og flestra verslana verður takmarkaður.\nÞá greindi félagsmálaráðherra þýska ríkisins Hesse frá því að sterkur grunur leiki á að afbrigðið sé að finna í ferðamanni sem kom til Frankfurt frá Suður-Afríku. Einkennin beri í það minnsta öll merki þess. Frankfurt-flugvöllur er sá fjölfarnasti í Þýskalandi.\nÞó að margir vísindamenn séu áhyggjufullir á það ekki alveg við um alla. Andrew Pollard, framkvæmdastjóri Oxford Vaccine Group sem þróaði bóluefni AstraZeneca, sagði á BBC í morgun að stökkbreytingarnar væru á svipuðum stað í veirunni og í fyrri afbrigðum. Og þar sem bóluefnin hefðu hingað til komið í veg fyrir alvarleg veikindi teldi hann líklegt að svo yrði einnig með þetta afbrigði. Í það minnsta væri ólíklegt að önnur bylgja kæmi upp í bólusettu fólki í líkingu við þá sem reis fyrir ári. Og ef það þyrfti að breyta bóluefnunum, myndi það gerast hratt. Enn væri þó of snemmt að segja til um áhrif hins nýja afbrigðis.","summary":null} {"year":"2021","id":"54","intro":"Martin Hermannsson átti stórleik þegar íslenska körfuboltalandsliðið vann Holland í fyrsta leik liðanna í undankeppni HM 2023 í gærkvöld. Martin, sem hefur ekki leikið með liðinu í tvö ár, segir hrikalega gaman að vera kominn aftur.","main":"Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og liðin skiptust á að hafa forystuna. Ísland lokaði fyrri hálfleiknum á þriggja stiga körfu frá Elvari Má Friðrikssyni og staðan 44-41 fyrir Ísland þegar liðin gengu til búningsklefa eftir jafnan fyrri hálfleik. Þriðji leikhluti var sveiflukenndur, íslenska liðið náði mest þrettán stiga forystu en hún var fjögur stig fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 62-58.\nÞrátt fyrir að tapa alltof mörgum boltum sigldi Ísland að lokum tveggja stiga sigri í höfn, 79-77. Martin Hermannson reyndist atkvæðamestur með 27 stig en rúm tvö ár eru síðan hann lék með liðinu síðast.\nÍsland mætir Rússlandi í næsta leik á mánudag og Martin býst við hörkuleik.","summary":"Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann fyrsta leik sinn í undankeppni HM 2023 í gærkvöld. Martin Hermannsson lék sinn fyrsta landsleik í tvö ár og gerði 27 stig."} {"year":"2021","id":"55","intro":"Óvíst er hvort bóluefni sem notuð hafa verið gegn kórónuveirunni til þessa dugi til að halda niðri nýju afbrigði sem greint var frá í Suður-Afríku í gær. Í ráði er að stöðva flugferðir frá löndum í sunnanverðri Afríku til Evrópuríkja. Hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa fallið í dag vegna tíðindanna.","main":"Nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem uppgötvaðist í Suður-Afríku veldur áhyggjum víða um heim. Flugferðir frá löndum í sunnanverðri Afríku hafa þegar verið stöðvaðar í nokkrum löndum til að koma í veg fyrir útbreiðslu þess. Óvíst er að hvort þau bóluefni sem notuð hafa verið gegn öðrum afbrigðum dugi.\nHeilbrigðisyfirvöld í Suður-Afríku greindu í gær frá hinu nýja afbrigði veirunnar. Að þeirra sögn stökkbreytist það hratt og smitast hratt manna á milli.\nMaria Van Kerkhove, yfirmaður sérfræðihóps Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar sem fjallar um kórónuveirunna, sagði á fundi með fréttamönnum í Genf í morgun að suður-afrísku sérfræðingarnir hefðu unnið gott starf. Enn sem komið er væri lítið vitað um þetta nýja afbrigði en boðað hefði verið til aukafundar í dag til að fara í saumana á málinu; ekki til að valda ótta heldur vegna þess að hópurinn væri til staðar og hægt væri að kalla hann saman til að kanna hvað sé á seyði.\nVan Kerkhove bætti því við að nokkrar vikur kynnu að líða þar til áhrif veirunnar hefðu verið brotin til mergjar.\nTíðindin af hinu nýja afbrigði hafa víða valdið titringi. Hlutabréfavísitölur í Asíu féllu í viðskiptum í dag og hið sama gerðist í kauphöllum í Evrópu í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kvaðst í morgun vilja stöðva allar flugferðir frá löndum í sunnanverðri Afríku að sinni. Þjóðverjar og Ítalir hafa bannað flug frá Suður-Afríku frá deginum í dag og Bretar stöðvuðu allt flug frá sex löndum sunnanverðri Afríku frá hádegi. Sajid Javid heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við BBC að nýja afbrigðið kynni að breiðast hraðar út en delta-afbrigðið og bóluefni sem fyrir eru dygðu mögulega verr gegn því en hinum.\nRáðherrann tók fram að enn hefði nýja afbrigðið ekki greinst í Bretlandi, en réttast væri að grípa til harðra aðgerða til að verja það sem þegar hefði áunnist.","summary":"Erlendir vísindamenn eru í vafa um hvort bóluefnin sem hafa verið notuð gegn kórónuveirunni til þessa dugi til að halda niðri nýju afbrigði sem nýlega greindist fyrst í Suður-Afríku. Flugferðir hafa verið stöðvaðar víða frá sunnanverðri Afríku til Evrópuríkja. Hlutabréfavísitölur hafa fallið í dag vegna tíðindanna."} {"year":"2021","id":"55","intro":"Talsverð lækkun varð í Kauphöllinni í morgun sem rekja má til nýjustu tíðinda af veirunni. Félög í ferðaþjónustu tóku mesta skellinn. Greinandi kallar hlutabréfamarkaðinn dramadrottningu.","main":"Hlutabréfaverð lækkaði víðast hvar í heiminum í morgun. Úrvalsvísitalan hér á landi lækkaði um ríflega tvö prósent. Snorri Jakobsson, forstjóri Jakobsson capital segir fregnir af nýju afbrigði enn vera nokkuð óljósar en dýfan á hlutabréfamarkaði sé nokkuð mikil.\nÞað er búið að vera töluverð lækkun á gengi hlutabréfa en það eru þó mjög lítil viðskipti á bak við þessa lækkun. Það er náttúrulega ljóst að með flugfélögin, að útbreiðsla covid og nýgengi smita hefur mjög mikil áhrif á rekstur flugfélaga.\nIcelandair hefur lækkað mest fyrirtækja það sem af er degi, um tæp þrjú prósent. Hann segir mestu áhrifin vera hjá félögum í ferðaþjónustu en ekki sé gott að spá fyrir um framhaldið. Í fyrri bylgjum hafi áhrifin jafnvel verið jákvæð fyrir gengi sumra fyrirtækja á markaði. Það sé eðlilegt að þeir sem standa að þeim verði smeykir, en sveiflur á hlutabréfamarkaði segi ekki alla söguna.\nMarkaður á það til að bregðast of hratt við, lækka of mikið eða hækka of mikið. Þau verðmöt sem ég vinn að, það eru miklu miklu meiri sveiflur í þeim og það er miklu jafnara og verðmötin endurspegla reksturinn og hvernig hagnaðurinn og hvort að rekstrararðsemi sé að batna, og það eru miklu minni sveiflur í því en nokkru sinni á markaðinum. Markaðurinn er dramadrottning.","summary":null} {"year":"2021","id":"55","intro":"Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur leik í undankeppni HM 2023 í dag þegar liðið mætir Hollandi. Hollenska liðið er tveimur sætum fyrir ofan Ísland á heimslistanum en leikmenn segjast vel stemmdir fyrir átök kvöldsins.","main":"Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, sagði fyrri í vikunni að það væri markmið liðsins að klára í einu af efstu þremur sætum riðilsins til að komast áfram í næstu umferð undankeppninnar, og til þess að halda áfram að fá tækifæri til að spila við bestu þjóðir heims. Ægir Þór Steinarsson, fyrirliðið liðsins, segir liðið vel undirbúið fyrir leikinn í dag.\nMartin Hermannsson mun spila sinn fyrsta landsleik í tvö ár gegn Hollendingum í kvöld og hann er spenntur að klæðast íslensku treyjunni á nýjan leik. Ásamt Hollandi eru Rússar og Ítalir með Íslandi í riðli og eftir leikinn við Holland mun liðið halda til Rússlands þar sem það mætir heimamönnum á mánudag. Hollenska liðið er af svipuðum styrkleika og það íslenska ef marka má heimslista Alþjóðakörfuknattleikssambandsins. Martin segir þó að íslenska liðið þurfi að spila sinn besta leik.\nLeikurinn við Holland verður sýndur í beinn útsendingu á RÚV 2 í kvöld og hefst klukkan 18:20, hitað verður upp í HM stofunni frá klukkan 18.","summary":null} {"year":"2021","id":"55","intro":null,"main":"Landspítalinn og Embætti landlæknis funda í dag um fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem er til rannsóknar hjá lögreglu í tengslum við sex andlát sjúklinga á stofnuninni og meðferð fimm annarra. Læknirinn var sviptur starfsleyfi, en hefur síðan fengið takmarkað starfsleyfi sem þýðir að hann vinnur undir eftirliti og er nú starfandi á Landspítalanum. Samkvæmt Embætti landlæknis og Landspítalanum var stofnunum ekki kunnugt um umfang lögreglurannsóknarinnar og því hafa stjórnendur þeirra fundað í gær og í dag um hvernig skuli bregðast við.","summary":"Landspítalinn og Embætti landlæknis funda í dag um fyrrverandi lækni á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem er til rannsóknar hjá lögreglu í tengslum við sex andlát sjúklinga á stofnuninni og meðferð fimm annarra."} {"year":"2021","id":"55","intro":"Ekki stendur til að herða aðgerðir á landamærum hér vegna nýja afbrigðisins að svo stöddu. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að það séu engar rannsóknir sem bendi til þess að þetta sé hættulegra en delta-afbrigðið.","main":"Núgildandi sóttvarnareglur á landamærum gilda til fimmtánda janúar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fylgst sé með nýju afbrigði kórónuveirunnar, sem talað hefur verið um að sé skæðara en önnur afbrigði, en ekkert bendi til þess að ástæða sé til þess að herða aðgerðir að svo stöddu.\nKári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tekur undir það að ekki sé ástæða til þess að grípa til hertra aðgerða á landamærum. Hann segir að það séu engar rannsóknir sem bendi til þess að þetta afbrigði sé verra en Delta afbrigðið.","summary":"Sóttvarnalæknir segir að ekki standi til að leggja til hertar aðgerðir á landamærum hérlendis vegna nýja afbrigðisins. "} {"year":"2021","id":"55","intro":"Glæparannsókn er hafin á tildrögum námuslyss í Rússlandi í gærmorgun. Minnst 52 létu lífið og slysið er eitt það mannskæðasta í landinu í áratugi.","main":"Reyks varð vart ofan við námuna snemma í gærmorgun en þá voru 285 námuverkamenn neðanjarðar. 239 þeirra tókst sjálfum, eða með aðstoð félaga sinna og björgunarsveita, að komast upp en 46 voru fastir í kolanámunni. Það tókst að ná til nokkurra þeirra en fljótlega var skipulagður björgunarleiðangur til að freista þess að ná til fleiri. Það hafðist, en líklegt er að tæplega tíu björgunarmenn hafi látist. Talið er að sprenging hafi orðið í göngunum vegna gasleka en líklega létust flestir vegna súrefnisskorts. Vladimír Pútín Rússlandsforseti vottaði fjölskyldum þeirra sem létust samúð í morgun. Náman er í Kemerovo-héraði, iðnaðarsvæði í suðvesturhluta Síberíu, nærri landamærunum að Kasakstan og Mongólíu. Námuslys eru nokkuð algeng í Rússlandi og rakin til lágra öryggiskrafna, skorts á eftirliti og úreltum búnaði. Mannskæðasta námuslys í rússneskri sögu varð árið 2010 þegar 91 lést í stærstu námu landsins sem einnig er í Síberíu. Sérstök rannsóknarnefnd sem rannsakar mannskæð slys í Rússlandi hefur hafið glæparannsókn á atvikinu. Þrír eru í haldi, þar á meðal framkvæmdastjóri námuvinnslu á svæðinu. Greint var frá því í morgun að öryggisreglur hefðu verið þverbrotnar, meðal annars af þeim sem nú eru í haldi.","summary":"Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Rússlandi vegna eins mannskæðasta námuslyss í landinu í áratugi. Minnst 52 létu lífið. "} {"year":"2021","id":"55","intro":"Þingflokkar stjórnarflokkanna þriggja verða líklega ekki boðaðir til fundar vegna ríkisstjórnarmyndunar fyrr en á morgun og þingmenn bíða forvitnir og spenntir eftir niðurstöðunni. Hvorki var ríkisstjórnarfundur né þingfundur í dag.","main":"Steinunn Þóra Árnadóttir sitjandi formaður þingflokks VG segir í samtali við fréttastofu að enn sem komið er hafi ekki verið tilefni til að kalla þingflokkinn saman en boðað verði til fundar um leið og línur fari að skýrast.\nÍ sama streng tekur Birgir Ármannsson sitjandi þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.\nÞað eru allir í sjálfu sér í startholunum en það hefur hins vegar ekki verið ákveðinn einhver fundartími í dag eða á morgun eða neitt neglt niður í þeim efnum. Eruð þið ekki orðin forvitin? Jú, að sjálfsögðu.\nVeist þú hversu mörg ráðherraembætti Sjálfstæðisflokkurinn fær? Nei.\nVeistu hverjir koma til greina sem ráðherrar? Nei. Það hefur ekki verið rætt eða afgreitt með neinum hætti.\nNú hefur þitt nafn verið nefnt í embætti forseta Alþingis - hefur það verið rætt við þig? Það eru engar ákvarðanir sem hafa verið teknar um það.\nÉg hef ekki vikist undan verkefnum.\nFyrr í vikunni sögðu formenn ríkisstjórnarflokkanna að það væri einungis dagaspursmál hvenær ný ríkisstjórn yrði kynnt. Verði svo, þá var líklega síðasti fundur fráfarandi ríkisstjórnar síðasta þriðjudag, en enginn ríkisstjórnarfundur er á dagskrá í dag.\nWillum Þór Willumsson sitjandi þingflokksformaður Framsóknarflokksins býst við að þingflokkurinn verði ekki kallaður saman fyrr en á morgun og þá sitt hvorum megin við fund miðstjórnar flokksins sem þarf að samþykkja stjórnarsáttmálann.\nÉg reikna nú með að formennirnir þurfi tímann í dag til þess að undirbúa stjórnarsáttmálann. Það eru allir mjög spenntir.\nVeistu hverjir koma til greina sem ráðherrar? Ég myndi giska á okkur oddvitana og við eigum þrjá ráðherra sem voru öflugir á liðnu kjörtímabili og ef við fáum einn til viðbótar þá erum við með margt gott fólk sem gæti klárað það verkefni.\nÞitt nafn hefur verið nefnt í ráðherraembætti - myndir þú þiggja það?\nJá, ég myndi gera það. Hefur það verið rætt við þig? Nei.","summary":"Sitjandi þingflokksformenn stjórnarflokkanna eru í startholunum við að boða til þingflokksfunda til að fara yfir stjórnarsáttmála, en talið er líklegt að það verði ekki fyrr en á morgun. Þingmenn eru forvitnir og spenntir um hver niðurstaðan verður, nú tveimur mánuðum eftir kosningar."} {"year":"2021","id":"56","intro":"Dóttir konu, sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir ótímabæra lífslokameðferð, segir óskiljanlegt að læknirinn sem bar ábyrgð á meðferð hennar hafi verið ráðinn til starfa á Landspítala. Læknirinn starfaði undir eftirliti á Landspítala fyrst eftir að málið kom upp, en fékk endurnýjað takmarkað starfsleyfi fyrir tveimur vikum. Læknirinn er til rannsóknar hjá lögreglu vegna andláts sex sjúklinga og meðferðar fimm til viðbótar. Samkvæmt heimildum fréttastofu er annar læknir, sem einnig er með réttarstöðu sakbornings í málinu, enn með gilt læknaleyfi.","main":"Móðir Evu Hauksdóttur var lögð inn í hvíldarinnlögn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja árið 2019, en var sett í lífslokameðferð. Hún lést ellefu vikum síðar. Fjölskylda hennar kvartaði undan meðferðinni til Landlæknis.\nOg það er bara áfellisdómur .. farið úrskeiðis.\nLæknirinn sem bar ábyrgð á meðferð hennar hefur undanfarið verið við störf á Landspítala. Hann er með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á andláti sex sjúklinga og meðferð fimm annarra. Fram kom í svari frá Landspítala í gær að spítalanum hefði ekki verið kunnugt um umfang málsins fyrr en í gær. Eva furðar sig á að læknirinn fái að starfa á meðan mál móður hennar er til rannsóknar.\nEva segir að fjölskyldan eigi erfitt með að fá upplýsingar um málið, þar sem þau teljast ekki brotaþolar í málinu.","summary":"Dóttir konu sem lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja furðar sig á að læknir, sem er með réttarstöðu sakbornings vegna málsins, hafi verið ráðinn til starfa á Landspítala. Starfsleyfi hans var endurnýjað fyrir tveimur vikum. Annar læknir, sem einnig hefur réttarstöðu sakbornings í málinu, er enn með gilt læknaleyfi samkvæmt heimildum fréttastofu."} {"year":"2021","id":"56","intro":"Til að flýta framkvæmdum við Vatnsnesveg í Húnaþingi vestra ákvað sveitarstjórnin að stofna til söfnunar á samskotasíðunni Karolinafund. Markmiðið er að safna hundrað milljónum upp í kostnað við framkvæmdir.","main":"Í bókun af fundi sveitarstjórnarinnar í gær segir að hún leggi mikla áherslu á að Vatnsnesvegur fari framar á samgönguáætlun. Núverandi áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í fyrsta lagi árið 2030, á þriðja tímabili hennar. Sveitarstjórnin segir það óásættanlegt fyrir íbúa Húnaþings vestra.\nVegurinn er um 70 kílómetra langur malarvegur sem liggur frá Hvammstanga og út fyrir Vatnsnes. Hann hefur ítrekað verið til umfjöllunar vegna slæms ástands og fjölda umferðarslysa. Á samgönguáætlun er gert ráð fyrir að kostnaður við endurbætur á honum verði um þrír og hálfur milljarður króna. Hundrað milljónir eru því aðeins brot af kostnaðinum, en í bókun sveitarfélagsins segir að þegar markmiði söfnunarinnar verði náð verði upphæðinni komið til samgöngu- og sveitarstjóranrráðuneytisins með þeim formerkjum að hún verði nýtt til uppbyggingar vegarins.\nÞeir sem leggja fjármögnuninni lið á Karolinafund geta fengið eitthvað fyrir sinn snúð. Fyrir ákveðna upphæð er hægt að fá stein með nafninu sínu lagðan í veginn og fyrir aðeins hærri upphæð fær maður ábendingar um holur sem ber að varast. Þeir allra rausnarlegustu fá svo að opna veginn persónulega með samgönguráðherra við hátíðlega athöfn.","summary":"Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur efnt til söfnunar á samskotasíðunni Karolinafund í því skyni að flýta endurbótum á Vatnsnesvegi. "} {"year":"2021","id":"56","intro":"Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og hugbúnaðarfyrirtækið YAY ehf. fengu í dag hæstu sekt sem Persónuvernd hefur gefið út vegna alvarlegra brota gegn helstu ákvæðum persónuverndarlaga í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda.","main":"Allir landsmenn 18 ára og eldri fengu í fyrra ferðagjöf hjá stjórnvöldum og var markmiðið að styrkja ferðaþjónustuna í landinu á tímum Covid. Til að sækja ferðagjöfina þurfti að sækja stafræn gjafabréf í gegnum smáforrit sem hannað var af YAY ehf. Persónuvernd barst fjöldi ábendinga um að við notkun ferðagjafarinnar væri krafist umfangsmikilla persónuupplýsinga og hófst frumkvæðisathugun í október í fyrra. Niðurstaða þeirrar athugunar var hæsta sekt sem Persónuvernd hefur nokkuð tíma gefið út. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið var sektað um 7,5 milljónir og YAY ehf um fjórar milljónir. Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar.\nÞað sem er undir í þessu máli er það að helstu ákvæði persónuverndarlaga voru brotin í því. Það er nú bara það sem þetta mál gengur út á. Það eru þessar grundvallarreglur persónuverndarlöggjafarinnar sem voru brotnar, til dæmis um fræðsluskyldu, gagnsæi og öryggi. Allt þetta helsta sem þarf að vera í lagi var ekki í lagi í þessu máli.\nSóttar voru upplýsingar um kyn og aldur án lagaheimildar, en auk þess voru sóttar víðtækar og ónauðsynlegar aðgangsheimildir í símtækjum þeirra notenda sem hlóðu niður forritinu, meðal annars trúnaðarupplýsingar í dagatali. Þótt þær upplýsingar hafi ekki verið sóttar þá hefði getað orðið mikið tjón ef þær upplýsingar hefðu ratað í rangar hendur.\nÞetta var í raun og veru fyrsta skrefið sem fyrirtækið gerði til að gera þær aðgengilegar og aðrar upplýsingar sem hefði verið hægt að bæta við voru staðsetningarupplýsingar fólks og myndavél og net- og skjalastjórnun, hljóðstilling á dagatali einstaklinga, skrifaðgangur á trúnaðarupplýsingum og tengiliðaskrá og alls kyns upplýsingum sem þarna var búið að forrita fyrsta skrefið í aðgengileika að.\nEkki náðist í ráðherra ferðamála í morgun en í yfirlýsingu frá ráðuneytinu eru mistökin hörmuð og því borið við að verkefnið hafi verið unnið í tímaþröng. Talar ráðuneytið um minni háttar hnökra í upphafi verkefnisins en heilt yfir hafi framkvæmd Ferðagjafarinnar gengið vel.","summary":"Persónuvernd hefur gert atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og YAY ehf. að greiða hæstu sekt sem stofnunin hefur gefið út til þessa. Allar helstu grundvallarreglur voru brotnar þegar stjórnvöld útdeildu ferðagjöfinni til landsmanna. "} {"year":"2021","id":"56","intro":"Sveitarfélög á landsbyggðinni ætla að taka sig saman og stofna sameiginlegt leigufélag sem byggir fjölda hagkvæmra leiguíbúða fyrir tekjulægra fólk.","main":"Fimmtán sveitarfélög hafa tekið vel í að stofna saman umsvifamikið húsnæðisfélag ætlað er að byggja og leigja út íbúðir víða á landsbyggðinni. Með stærðarhagkvæmni ætti að vera hægt að hrinda mun fleiri verkefnum af stað.\nHúsnæðis- og Mannvirkjastofnun og Samband íslenskra sveitarfélaga lögðu höfuðið í bleyti til þess að finna lausn á húsnæðisskorti víða á landsbyggðinni og óvirkum leigumarkaði. Niðurstaðan varð að sambandið myndi kanna áhuga sveitarfélaga og landshlutasamtaka á að stofna húsnæðissjálfseignarstofnun sem myndi byggja og leigja út hagkvæmar íbúðir til fólks með lægri tekjur.\nKarl Björnsson er framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga.\nÞað hafa svona um fimmtán sveitarfélög brugðist við erindinu sem við sendum og verið jákvæð og vilja fylgjast með. En það er ekki tímabært að taka endanlega afstöðu enn þá, fyrr en búið er að móta hugmyndina betur. Þetta byggist allt á því að byggja hagkvæmt húsnæði og að leigan verði lág fyrir tekjulægri íbúa þessa lands. Það er kannski erfitt að byggja mjög hagkvæmt húsnæði eitt og sér hvert sveitarfélag. En ef þau taka sig saman mörg í svona stofnun, þá höfuð við möguleika á að geta verið með stærri verkefni og fengið hagstæðari tilboð og þá hagkvæmara húsnæði á hverjum stað. (Og eru menn þá kannski að samnýta teikningar og fleira?) Já það má vel vera. Það er svo sem ekki búið að útfæra það en það er ekkert ólíklegt. Það verður allt gert til að uppfylla kröfur um að þetta sé ódýrt og hagkvæmt húsnæði sem sem fær þá stofnframlög frá ríki og sveitarfélögum. Og verður þá hægt að bjóða upp á leigu fyrir tekjulægra fólk.","summary":"Sveitarfélög á landsbyggðinni ætla að taka sig saman - stofna sameiginlegt leigufélag og byggja fjölda hagkvæmra leiguíbúða fyrir tekjulægra fólk."} {"year":"2021","id":"56","intro":"Félagið Heilsuvernd ehf., sem tók við rekstri hjúkrunarheimilanna á Akureyri fyrr á árinu, vill kaupa fasteignirnar þar sem heimilin eru rekin. Byggingarnar eru í eigu Akureyrarbæjar og ríkisins. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á þrjá milljarða og rennur út á morgun.","main":"Í síðustu viku barst tilboð Teits Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Heilsuverndar, fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags í eigu Heilsuverndar í húseignir við Vestursíðu 9 og Austurbyggð 17. Tilboðið hljóðaði upp á þrjá milljarða. Var það tekið til umræðu á fundi bæjarráðs þar ákveðið var að setja eignirnar í söluferli og óska eftir aðkomu ríkisins að því. Tilboð Heilsuverndar barst mánudaginn 15. nóvember, og gildir í rúma viku, þar til klukkan 16.00 á morgun, föstudag. Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar segir bæinn hafa innt ríkið eftir því hvernig fara skuli með eignirnar nú þegar þriðji aðili hefur tekið við rekstrinum. Hún segir enga afstöðu hafa verið tekna til tilboðsins enda eigi bærinn ekki eignirnar einn. Af sömu ástæðu hafi eignirnar ekki verið auglýstar til sölu. Í skriflegu svari segir Halla að persónulega hugnist henni að ríkið kaupi Akureyrarbæ út og sjái þá um að leigja út húsnæðið og halda því við.","summary":null} {"year":"2021","id":"56","intro":"Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Hollandi í fyrsta leik í undankeppni HM á morgun. Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður, segir að barátta liðsins geti tryggt því sigurinn.","main":"Íslenska liðið hefur verið í Amsterdam síðastliðna daga og undirbúið sig fyrir leikinn gegn heimamönnum í Hollandi. Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður, segir undirbúning hafa gengið vel.\nLiðin tvö séu álíka sterk og telur hann íslenska liðið eiga góða möguleika.\nSagði Tryggvi Snær Hlinason. Eftir leikinn á morgun heldur íslenska liðið svo frá Hollandi til Sankti Pétursborgar þar sem það leikur gegn Rússlandi á mánudaginn. En leikur Íslands og Hollands hefst á morgun klukkan 18:30 og er sýndur beint á RÚV 2. Upphitun hefst í HM-stofunni klukkan 18.\nEn þetta er ekki eina íslenska landsliðið sem verður í eldlínunni í dag. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Japan í vináttulandsleik í dag. Leikið verður í Hollandi og hefst leikurinn klukkan tuttugu mínútur fyrir sjö í kvöld að íslenskum tíma. Þetta er í fjórða sinn sem liðin mætast og Japan hefur unnið allar viðureignirnar til þessa.\nJúlían J. K. Jóhannsson, heimsmeistari í réttstöðulyftu, fékk þær fréttir í gærkvöld að hann fengi sæti á Heimsleikunum í kraftlyftingum í Alabama í Bandaríkjunum næsta sumar. Heimsleikarnir eru stærsta fjölgreinamótið fyrir greinar sem hafa ekki sæti á Ólympíuleikunum.\nNjarðvík er eitt í efsta sæti úrvalsdeildar kvenna í körfubolta eftir sigur á Fjölni í stórleik umferðarinnar 71-64 í gærkvöld. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá. Valur vann botnlið Skallagríms örugglega 92-47, og Grindavík vann mikilvægan sigur í botnbaráttunni þegar liðið hafði betur gegn Breiðabliki 91-75.","summary":null} {"year":"2021","id":"57","intro":"Verkefnastjóri fyrir íslenska hestinn hjá Íslandsstofu segir, að það sem fram kemur í myndbandi um blóðmerar, sé hræðilegt fyrir ímynd Íslands. Félög hrossabænda og tamningamanna skora á Matvælastofnun, að gera úttekt á aðbúnaði þar sem blóðtaka úr fylfullum merum er stunduð.","main":"Jelena Ohm verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu segir myndbandið skaða ímynd landsins. Verklagið sem sjáist á myndbandinu sé alls ekki í takt við þær framfarir sem almennt hafi orðið í aðferðum við tamningu og umhirðu hesta síðustu áratugi.\nÞetta er auðvitað hryllingur fyrst og fremst að sjá fyrir okkur að sjá í hestaheiminum hér á Íslandi. Við erum öll í sjokki og finnum til í hjartanu að þetta skuli vera að gerast með þessum hætti. En auðvitað markaðslega séð og sem ímynd Íslands er þetta hræðilegt.\nHafið þið fengið einhver viðbrögð? Já viðbrögðin hafa verið hrottaleg, fólk er bara eins og við hér heima og ég fékk hótanir í gær um að ætla aldrei að heimsækja Ísland aftur, svo að það er alveg klárt mál að svona hefur gríðarlega mikil áhrif á Ímynd Íslands.\nHún segir þetta þvert á þá jákvæðu ímynd sem unnið hefur verið að síðustu sex ár en met í útflutningi á íslenskum hestum hefur verið nú verið slegið þriðja árið í röð. Jelena segir það áfall fyrir þau sem vinni að markaðssetningu íslenska hestsins, og elski hann og virði að sjá slíka meðferð dýra.\nFélag hrossabænda og félag tamningamanna, eru allir búnir að senda áskorun á MAST, að skoða þessi mál, að þetta verði rannsakað og aðbúnaður verði lagaður og það er vonandi bara næsta skref ef það skuli, ef það er einhver staður sem er svona að honum verði bara lokað.","summary":null} {"year":"2021","id":"57","intro":"Kosið verður að minnsta kosti um þrjár tillögur á Alþingi á morgun vegna talningar í Norðvesturkjördæmi, hugsanlega fleiri. Stefnt er að því að ljúka málinu með atkvæðagreiðslu á morgun. Þingflokksformenn funda með starfandi forseta Alþingis í dag.","main":"Kjörbréfanefnd sem kosin var á þingsetningarfundi í gær hefur setið á fundi frá því í morgun vegna talningarmálsins í Norðvesturkjördæmi en búist er við að tillögur nefndarmanna liggi endanlega fyrir í fyrramálið. Þingfundur hefst klukkan eitt á morgun. Þegar er vitað um tillögur meirihluta nefndarinnar um að staðfesta öll 63 kjörbréfin, tillaga um uppkosningu, það er kjósa aftur í kjördæminu og svo tillögu Pírata um að kjósa aftur um allt land. Enn er ekki útilokað að fleiri tillögur nefndarmanna berist.\nÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og starfandi forseti Alþingis fundar í dag með formönnum allra þingflokka til að ræða með hvaða hætti umræðan fari fram á Alþingi á morgun en stefnt er að því að ljúka henni með atkvæðagreiðslu á morgun.\nVerði atkvæðagreiðslan á morgun í samræmi við vilja meirihluta kjörbréfanefndar þannig að núgildandi 63 kjörbréf verði staðfest ætti stjórnarflokkunum ekki að vera neitt að vanbúnaði að kynna nýja ríkisstjórn. Þannig væri mögulegt að kalla flokksstofnanir saman á föstudag og jafnvel kynna nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála á laugardag. Þá gæti forsætisráðherra flutt stefnuræðu í næstu viku og fjárlagafrumvarp verið lagt fram.\nFormenn stjórnarflokkanna hafa sagt stjórnarsáttmálann tilbúinn og eina sem sé eftir sé að skipta ráðuneytum. Búist er við að ráðuneytum verði fjölgað og að verkefni verði færð á milli ráðuneyta. Kristján Þór Júlíusson er sá eini í ríkisstjórninni sem hættir en líklegt er að aðrir sem sitja í ríkisstjórninni verði þar áfram. Af nýjum ráðherrum eru helst nefnd þau Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokki og Willum Þór Þórsson Framsóknarflokki og að Birgir Ármannsson verði forseti Alþingis. Allt kemur þetta í ljós fyrr en seinna og veltur á niðurstöðu morgundagsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"57","intro":"Holdafar rjúpna er mun betra en í fyrra og með því besta sem mælst hefur frá því farið var að fylgjast með viðgangi rjúpna 2006. Fuglafræðingur segir þetta geta boðað betri tíma fyrir stofninn.","main":"Rjúpnaveiðitímabilið stendur nú sem hæst en Náttúrufræðistofnun gaf það út fyrir tímabilið að aðeins mætti veiða 20 þúsund fugla. Stofnunin skoðaði ástand rjúpna nú í haust og voru rúmlega 200 fuglar mældir. Niðurstöðurnar sýndu tölfræðilega marktækan mun á holdafari milli ára sem mældist nú með besta móti. Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun segir jákvæð teikn á lofti.\nNiðurstöðurnar úr þessum mælingum núna sýndu að fuglarnir voru í mjög góðum holdum, bæði fullorðnir fuglar og ungri fuglar, reyndar besta mæling sem við höfum fengið fyrir fullorðna fugla síðan við byrjuðum á þessu. Þannig að mögulega er þetta ávit á að það dregur eitthvað úr náttúrlegum afföllum í vetur of að uppsveiflan fari senn að byrja aftur.\n-Nú hafa grænlenskar rjúpur aðeins verið að þvælast hingað til Íslands, hvað veldur?-\nÞetta virðist ekki vera í öllum árum en í sumum árum þá gerist þetta. Í sumum árum koma þær hérna í örugglega hundraða eða þúsundavís frá Grænlandi en rjúpan er fafugl á Grænlandi. Þessir fuglar sem byggja norðurhéröðin þeir sækja suður á haustin og það er við þessi ferðalög á haustin sem þeir villast af leið.","summary":"Ný rannsókn sýnir að holdafar rjúpna er með því besta sem mælst hefur. Þetta getur hjálpað stofninum að stækka og rétta úr kútnum segir fuglafræðingur. "} {"year":"2021","id":"57","intro":"Eiður Smári Guðjohnsen og KSÍ hafa komist að samkomulagi um starfslok hans sem aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins í fótbolta. Ómar Smárason samskiptastjóri sambandsins segir langan aðdraganda að starfslokunum.","main":"Í tilkynningu frá KSÍ sem barst seint í gærkvöld segir að samkomulag hafi verið gert milli KSÍ og Eiðs um starfslok hans. Samkvæmt heimildum RÚV var kornið sem fyllti mælinn atvik eftir leik Íslands gegn Norður-Makedóníu þar sem áfengi var haft um hönd. Síðastliðið sumar fór Eiður í tímabundið leyfi frá störfum hjá KSÍ vegna áfengisvanda.\nþað snýr bara að persónulegum málefnum og ég get ekki bætt neinu við sem stendur í yfirlýsingunni um það. varðandi þetta sem gerðist í sumar er bara mál sem við unnum eftir okkar bestu sannfæringu á sínum tíma, eins og eg segi bara persónuleg málefni og aðdragandinn langur án þess\nað ég vilji fara eitthvað nanar ut í það\nJón Þór Hauksson var látinn fara sem þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta eftir atvik þar sem áfengi var haft um hönd í landsliðsferð. Ómar segir KSÍ ekki hugnast að banna það alfarið í ferðum liðanna þrátt fyrir að tveir landsliðsþjálfarar séu hættir vegna þess á rúmu ári.\nvið höfum í sjálfu sér ekki haft áhyggjur af þessu í tengslum við landsliðin almennt og sjáum ekki ástæðu til þess að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir. Auðvitað gerist það að menn fá sér 1-2 bjóra eftir verkefni og flestir láta það duga og fara svo að sofa og sumir fá sér ekkert, það er bara eins og það er við höfum ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af þessu, fólk verður bara að bera ábyrgð á sér sjálft\nArnar Þór Viðarsson hefur unnið með Eið Smára sér við hlið bæði sem þjálfari undir 21 árs liðsins og nú A-liðsins. Verður Arnar áfram þjálfari liðsins?\nArnar er með gildan samning og engin ákvörðun verið tekin um breytingar á honum eða ræddar eftir því sem ég best veit og það verður bara farið í það leita að nýjum aðstoðarþjálfara og arnar mun hafa mest um það að segja hver það verður og vonandi gengur það bara hratt og örugglega svo við finnum bara besta manninn","summary":"Eiður Smári Guðjohnsen er hættur sem aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Samskiptastjóri sambandsins segir langan aðdraganda að starfslokunum en atvik eftir leik gegn Norður Makedóníu er sagt hafa verið kornið sem fyllti mælinn."} {"year":"2021","id":"57","intro":"Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar andlát sex sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem hún telur að ætla megi að hafi verið ótímabær og borið að með saknæmum hætti. Meðferð fimm annarra sjúklinga er einnig til rannsóknar en lögregla hefur rökstuddan grun um að þeir hafi verið í lífslokameðferð að tilefnislausu og með því hafi öryggi þeirra verið ógnað.","main":"Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þar sem fallist er á kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum um að dómkvaddir verði tveir matsmenn til að svara fjórum spurningum í tengslum við andlát eins sjúklings. Landsréttur staðfesti úrskurðinn í síðustu viku.\nAðstandendur sjúklingsins kærðu þrjá starfsmenn HSS til lögreglu í febrúar á þessu ári. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms hafa tveir starfsmenn réttarstöðu sakbornings, læknir og annar heilbrigðisstarfsmaður.\nÍ úrskurðinum kemur fram að lögreglustjórinn sé með tvö álit óháðra sérfræðinga sem bæði hafi verið gerð að beiðni embættis landlæknis. Annað varði störf læknisins og hafi verið gert eftir athugasemdir frá starfsfólki vegna sjúklinga og er dagsett 27. október á síðasta ári. Hitt er álit óháðs sérfræðings vegna kvörtunar frá aðstandendum sjúklingsins sem dómkvöddu matsmennirnir eiga að svara spurningum um.\nFram kemur í úrskurði héraðsdóms að í fyrrnefnda álitinu sé komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn hafi sýnt alvarlegan brest í faglegri þekkingu sem ógnað hafi öryggi sjúklinga. Í síðarnefnda álitinu var niðurstaða sérfræðingsins að vanræksla hefði átt sér stað í veitingu heilbrigðisþjónustu.\nÍ úrskurðinum segir að í málinu sé verið að rannsaka andlát sex einstaklinga sem ætla megi að hafi verið ótímabær og borið að með saknæmum hætti. Þá segist lögreglan einnig vera að rannsaka meðferð fimm annarra sjúklinga sem rökstuddur grunur sé um að hafi verið skráðir í lífslokameðferð að tilefnislausu og með því hafi öryggi þeirra verið ógnað.\nFram kemur í úrskurðinum að lögreglustjórinn hafi í nóvember á síðasta ári fengið tilkynningu frá framkvæmdastjóra lækninga vegna starfa læknisins. Telur lögregla að þar hafi verið tilkynnt mál vegna þriggja sjúklinga.\nLögregla hefur sömuleiðis fengið upplýsingar frá aðstandendum þriggja sjúklinga til viðbótar sem dóu eftir lífslokameðferð á árunum 2018 til 2020. Þá kemur fram að lögreglustjórinn leitaði til héraðsdóms til að fá álit landlæknis vegna andláta tveggja annarra sjúklinga.","summary":"Sex andlát á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lögregla telur að ætla megi að andlátin hafi verið ótímabær og borið að með saknæmum hætti. Lífslokameðferð fimm annarra sjúklinga er einnig til rannsóknar."} {"year":"2021","id":"57","intro":"Eftirlit var aukið með hjónunum Einari og Beverly Gíslasyni sem voru dagforeldrar og leikskólakennarar í Garðabæ, eftir að ábendingu frá manni sem hafði orðið fyrir harðræði af þeirra hálfu á vistheimili á Hjalteyri.","main":"Aukið eftirlit var haft með hjónum sem voru dagforeldar og leikskólakennarar í Garðabæ eftir að bæjarfélaginu barst ábendingum um að hjónin hefður beitt börn miklu harðræði þegar þau ráku vistheimili á Hjalteyri.\nFólk sem dvaldi á vistheimilinu á Hjalteyri steig fram í fjölmiðlum í upphafi vikunnar og lýsti kynferðisofbeldi og öðru ofbeldi af hálfu hjónanna Beverly og Einars Gíslasonar. Þau ráku vistheimilið á árunum 1972 til 79. Kvartanir um harðræði bárust félagsmálayfirvöldum á Akureyri sem hættu í kjölfarið að senda börn þangað. Aðrar barnaverndarnefndir hættu síðan einnig að senda börn á heimilið og var það því lagt niður. Hjónin voru þó ekki svipt starfsleyfi. Fimmtán árum seinna voru þau komin til starfa í Garðabæ og Beverly varð leikskólakennari 1994. Hjónin voru svo dagforeldrar 1998 til 2003. Eftir það ráku þau leikskóla, Montessori-setrið. Þau luku störfum sem dagforeldrar og leikskólakennarar 2015.\nBæjaryfirvöld í Garðabæ hafa ákveðið að gera úttekt á störfum hjónanna og hafa hvatt foreldra og börn sem voru í gæslu hjá hjónunum um að senda inn ábendingar. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir engar kvartanir hafa borist vegna starfa þeirra í bæjarfélaginu. Þó hafi manneskja sem dvalið hafi á Hjalteyri haft samband við Garðabæ og lýst vistinni nyrðra.\nVið fengum þarna símtal 2008 að mig minnir. Þ","summary":"Eftirlit var aukið með hjónunum Beverly og Einari Gíslasyni sem voru dagforeldrar og leikskólakennarar í Garðabæ, eftir ábendingu frá manni sem vistaður hafði verið á Hjalteyri norðið fyrir harðræði af þeirra hálfu á vistheimili á Hjalteyri. "} {"year":"2021","id":"57","intro":"Sænska þingið staðfesti í atkvæðagreiðslu í morgun að Magdalena Andersson verði næsti forsætisráðherra Svíþjóðar. Hún er fyrsta konan sem gegnir þessu embætti.","main":"Atkvæðagreiðslan í sænska þinginu í morgun hefði vart getað staðið tæpar. 117 þingmenn kusu með henni og 57 sátu hjá, sem gera 174 atkvæði. Einnig kusu 174 þingmenn gegn því að hún tæki við embættinu. Í Svíþjóð eru lögin hins vegar þannig að kandídat þarf ekki atkvæði meirihluta þingmanna, heldur má meirihluti þingmann ekki greiða atkvæði gegn honum. Það munaði því aðeins einu atkvæði að meirihluti kæmi í veg fyrir það að þingforsetinn Andres Norlén útnefndi hana nýjan forsætisráðherra landsins.\nSænska: As less than the half of the Riksdag`s members has voted \"no\", the Chamber has agreed on the proposal to designate Magdalena Andersson as Prime Minister\nMagdalena Andersson segist ætla að leggja áherslu á þrennt: Bregðast við auknu ofbeldi í landinu, taka harðar á loftslagsmálum og taka velferðarmál föstum tökum. Hún sagði margt vera gott í Svíþjóð, en vandamálin væru til staðar og hún væri tilbúin að vera í forystu í ríkisstjórn sem hefði burði til þess að taka á málunum.\nSænska: there is so much we can be proud of in Sweden, but it is also clear that we are facing several serious problems and I stand ready to lead a government that does what it takes for us to get on with this\".\nMeð kjöri Andersson hafa konur nú gegnt embætti forsætisráðherra á öllum Norðurlöndunum. Það munaði raunar aðeins nokkrum vikum að konur væru samtímis forsætisráðherrar allra Norðurlanda, en Jonas Gahr Støre tók við forsætisráðherraembættinu af Ernu Solberg í Noregi í síðasta mánuði.","summary":"Sænska þingið staðfesti í morgun að Magdalena Andersson verði næsti forsætisráðherra Svíþjóðar. Aðeins munaði nokkrum vikum að konur væru forsætisráðherrar á sama tíma á öllum Norðurlöndunum."} {"year":"2021","id":"57","intro":"Opið hús er til klukkan þrjú í dag í Laugardalshöll í örvunarskammt fyrir alla þá sem hafa verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni í fimm mánuði eða lengur. Framkvæmdastjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að aðsóknin sé fín. Hundrað fjörutíu og sjö greindust með veiruna innanlands í gær.","main":"Allir sem voru bólusettir 24. júní eða fyrr eru boðnir velkomnir. Fólk yfir sjötugu getur komið ef þrír mánuðir eru liðnir frá seinni skammti grunnbólusetningar og fólk sem fékk bóluefni Janssen ef meira en fjórar vikur eru liðnar frá bólusetningu.\nÓskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mætinguna hafa verið góða hingað til. Hann hvetur fólk til þess að mæta.\nVið erum í dag búin að bóka eða reikna með um 2.000 en eigum töluvert meira bóluefni. Við vildum helst fá mjög marga. Einhver þúsund í viðbót væri mjög gott.\n147 greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og þrjú virk smit greindust á landamærum. 77 voru utan sóttkvíar við greiningu.\nÞeim fækkar um þrjá sem eru inniliggjandi vegna COVID-19 á Landspítala. Í gær voru þeir 22 en eru nú 19.\nÞrír eru á gjörgæslu, tveir þeirra í öndunarvél en allir þrír voru í öndunarvél í gær.\nReiknað er með að bólusetningabíll heilsugæslunnar fari af stað á morgun og segir Óskar mikið bókað hjá bílnum nú þegar.\nÞað verður farið á staði þar sem óbólusett fólk er. Við höfum fengið góða þátttöku og búumst við að þetta muni ganga vel.","summary":"Opið hús er í örvunarskammt í Laugardalshöll í dag. Framkvæmdastjóri heilsugæslunnar segir að mæting sé góð."} {"year":"2021","id":"58","intro":"Formenn stjórnarflokkanna segja einungis dagaspursmál hvenær ný ríkisstjórn verður kynnt. Ekki er endanlega búið að skipta verkum milli flokkanna.","main":"Formennirnir treystu sér ekki til að fullyrða hvort fundur ríkisstjórnarinnar í morgun hafi verið síðasti fundur þessarar ríkisstjórnar. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins segir lítið eftir af viðræðunum.\nSkipting ráðuneyta liggur ekki fyrir og segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að það muni ekki liggja fyrir fyrr en á lokametrunum.\nSigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins vildi lítið segja þegar hann var spurður að því hvort flokkurinn hefði náð sínum kröfum fram í viðræðunum.","summary":"Ný ríkisstjórn verður kynnt á næstu dögum en formenn stjórnarflokkanna segir að skipting ráðuneyta muni ekki liggja fyrir fyrr en ný stjórn verður kynnt. "} {"year":"2021","id":"58","intro":"Forsætisráðherra segir frásagnir af ofbeldi á börnum á Vistheimilinu á Hjalteyri sláandi. Það hafi verið ákvörðun vistheimilanefndar að rannsaka ekki heimilið.","main":null,"summary":"Forsætisráðherra segir frásagnir af ofbeldi á börnum á Vistheimilinu á Hjalteyri sláandi. Það hafi verið ákvörðun vistheimilanefndar að rannsaka ekki heimilið. "} {"year":"2021","id":"58","intro":"Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist sorgmæddur yfir fréttum undanfarinna daga eftir sýningu myndbands alþjóðlegra dýraverndunarsamtaka sem virðist sýna íslenska hrossabændur sem stunda blóðmerabúskap fara illa með hrossin. Nú sé beðið niðurstöðu rannsóknar Matvælastofnunar á málinu.","main":"Bara sorg og maður er forviða á því hvernig fólk getur gengið fram í þessum efnum. Þetta er þeim sem þarna koma að til háborinnar skammar.\nVið bíðum eftir því með hvaða hætti stofnunin hyggst leggja málin upp.\nEn er ekki ljóst að það er pottur brotinn í eftirliti þegar þetta hefur viðgengist í mörg ár og það þarf erlend dýraverndunarsamtök til að benda á þetta.\nÉg bendi á að MAST hefur lagt það fram að þeir hafi gert athugasemdir, það kann vel að vera að það sé víða pottur brotinn í því með hvaða hætti eftirlitinu er sinnt og við skulum hafa í huga að það eru fagmenn sem koma að þessu á sumum stöðum sem virðast ekki hafa gengið fram og hafa staðið hjá þegar þarna eru augljóslega hlutir að ganga úr skorðum. Hefurðu sett þig persónulega í samband við hrossabændur? ég hef heyrt í fólki héðan og þaðan og allir eru mjög slegnir yfir þessu","summary":null} {"year":"2021","id":"58","intro":"Smáframleiðendur til sveita eru uggandi eftir að Pósturinn stórhækkaði gjaldskrá á pakkasendingum til og frá dreifbýli.","main":"Formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla segir hækkun á gjaldskrá Póstsins í dreifbýli koma illa við félagsmenn. Pakki sem áður kostaði þúsund krónur að senda kostar nú 1600 krónur. Það muni um slíkt fyrir jólin þegar senda þurfi marga litla pakka.\nPósturinn breytti gjaldskrá í byrjun nóvember, afnam eitt sendingargjald fyrir allt landið og tók upp svæðaskiptingu. Dýrast er að senda pakka til og frá dreifbýli og nam hækkunin þar allt að 60%. Sendingar innan höfuðborgarsvæðisins lækkuðu í verði. Með þessu eiga gjöld að endurspegla raunkostnað.\nÞessi hækkun lendir ekki síst á smáframleiðendum í dreifbýli sem gjarnan þurfa að senda margar litlar endingar. Oddný Anna Björnsdóttir í Gautavík í Berufirði er formaður samtaka smáframleiðanda matvæla og rekur einnig gjafavörufyrirtækið Geisla.\nVið erum sjálf bæði smáframleiðendur matvæla og gjafavara sem við sendum með Póstinum. Sérstaklega fyrir jólin þegar fólk er að kaupa jólagjafir af okkur. Fyrir okkur að kostnaðurinn hann fari úr þúsund í 1600 krónur skipti náttúrlega gríðarlega miklu máli. Smáframleiðendur matvæla eru staðsettir hringinn í kringum landið og stærsta markaðssvæðið er að höfuðborgarsvæðinu og þaðan fá þeir einnig sín aðföng. Þessi hækkun sem er allt að 60% getur því munað mjög miklu sérstaklega þegar verðmæti sendingarinnar er lítið.\nHækkun Póstsins á sendingum til og frá dreifbýli átti að minnka óeðlilegt samkeppnisforskot ríkisfyrirtækisins á önnur fyrirtæki sem sinna flutningum.\nÞað er búið að færa mikið af þjónustu frá landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið. Og þá þætti okkur eðlilegt að ríkið kæmi til móts við fólk sem býr á landsbyggðinni með því að niðurgreiða flutningskostnað hvort sem fyrirtækið er í ríkiseigu eða ekki.","summary":"Smáframleiðendur til sveita eru uggandi eftir að pósturinn stórhækkaði gjaldskrá á pakkasendinum til og frá dreifbýli. "} {"year":"2021","id":"58","intro":"Starfsemi fimm hrossabænda sem stunduðu blóðtöku úr merum hefur á undanförnum árum verið stöðvuð og hafa þeir ekki fengið leyfi til að hefja starfsemi að nýju. Þetta segir dýralæknir hjá Matvælastofnun sem jafnframt bendir á að starfsemin sé ekki leyfisskyld samkvæmt lögum.","main":"Svissnesk dýraverndarsamtök frumsýndu í gær myndband á Youtube sem sýnir verklag við blóðtöku úr fylfullum hryssum. Sigríður Björnsdóttir, sérgreinadýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir á hendi stofnunarinnar að hafa ytra eftirlit með starfsemi þar sem blóðtaka fer fram og að Matvælastofnun rannsaki nú myndefni frá dýraverndarsamtökunum.\nSíðan hefur komið fram í umræðunni að Matvælastofnun veiti leyfi fyrir þessu, það er ekki rétt þetta er ekki leyfisskyld starfsemi samkvæmt íslenskum lögum.\nVið höfum sett þessari starfsemi mjög ströng starfsskilyrði sem við förum fram á að sé fylgt og förum fram á að fyrirtækið sinni með sínu innra eftirliti.\nSigríður ítrekar að ábyrgðin sé þeirra sem halda dýrin og Ísteka sem kaupi blóðið. Eitt af skilyrðunum sem Matvælastofnun fer fram á er að Ísteka hafi ekki viðskipti við starfsstöðvar þar sem upp hafa komið alvarlegir brestir og því hafi fyrirtækið fylgt eftir. Fimm sinnum hafi komið upp slík frávik við eftirlit.\nAnnað hvort breytist meðferð dýranna þegar eftirlitsmaður er kominn á staðinn eða þetta er mjög fátítt.","summary":"Matvælastofnun hefur fimm sinnum stöðvað starfsemi þar sem blóðtökur úr merum eru stundaðar vegna óviðunadi aðbúnaðs. Enginn þessara bænda hefur fengið leyfi að nýju. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segist sorgmæddur yfir fréttunum."} {"year":"2021","id":"59","intro":"Tíu til tuttugu daga útgöngubann er gengið í gildi í Austurríki. Bólusettir jafnt sem óbólusettir landsmenn eiga að halda sig heima að mestu. Aðgerðum til að draga úr COVID-19 var mótmælt víða í Evrópu um helgina.","main":"Ströngustu sóttvarnareglur sem gripið hefur verið til í vestanverðri Evrópu síðustu mánuði gengu í gildi í Austurríki í dag. Andstæðingar þeirra segja engu líkara en að þeir búi í einræðisríki.\nÓbólusettir jafnt sem bólusettir Austurríkismenn eiga að halda sig heima næstu tíu til tuttugu daga til að draga úr áhrifum fjórðu bylgju faraldursins. Fólki er þó heimilt að fara til og frá vinnu, kaupa brýnustu nauðsynjar og hreyfa sig. Veitingastöðum og flestum verslunum og mörkuðum hefur verið lokað. Grunnskólar og leikskólar eru opnir en fólk er hvatt til að halda börnum sínum heima. Um fjörutíu þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngu gegn aðgerðunum í Vínarborg á laugardag. Stjórnvöld voru sökuð um einræðistilburði. Sex þúsund tóku þátt í mótmælagöngu í Linz í gær.\nSóttvarnaaðgerðum var mótmælt víðar í Evrópuríkjum um helgina. Til óeirða kom í Hollandi þrjár nætur í röð. Mark Rutte forsætisráðherra kallaði skipuleggjendur þeirra idjóta sem yrðu sóttir til saka. Óeirðirnar ættu ekkert skylt við mótmælaaðgerðir, heldur væru þær hreinræktuð ofbeldisverk. Fjölmenn mótmæli voru einnig í Belgíu, þar sem óeirðalögreglumenn beittu táragasi.\nJens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, ítrekaði í dag nauðsyn þess að láta bólusetja sig til að halda veirunni í skefjum. Hann spáði því að fyrir lok vetrar yrðu flestir Þjóðverjar annaðhvort bólusettir, búnir að ná sér eftir COVID-19 eða farnir yfir móðuna miklu.","summary":"Tíu til tuttugu daga útgöngubann er gengið í gildi í Austurríki. Bólusettir jafnt sem óbólusettir landsmenn eiga að halda sig heima að mestu. Aðgerðum til að draga úr COVID-19 var mótmælt víða í Evrópu um helgina."} {"year":"2021","id":"59","intro":"Að minnsta kosti fimm eru látnir og 40 slasaðir eftir að jeppa var ekið á miklum hraða gegnum jólaskrúðgöngu í miðborg Waukesha í Wisconsinríki í Bandaríkjunum í gær. Einn er í haldi, grunaður um ódæðið.","main":"Tugir urðu fyrir bílnum þegar honum var ekið á ógnarhraða í gegnum skrúðgönguna. Meðal hinna slösuðu eftir ódæðið er kaþólskur prestur og börn úr sunnudagaskóla hans. Shawn Reilly, bæjarstjóri Waukesha segir samfélagið hafa orðið fyrir hryllilegri árás á degi þar sem gleðin átti að vera við völd.\nToday our community faced horror and tragedy in what should have been a community celebration. I`m deeply saddened to know that so many in our community went to a parade but ended up dealing with injury and heartache.\nReilly sagðist miður sín yfir að fólk hefði ætlað að gera sér glaðan dag, en snúið sorgbitið heim.\nMelinda Stoffel er ein af þeim sem varð vitni að ódæðinu og lýsti hvernig börn stóðu hjá og öskruðu af hræðslu.\nI can see kids screaming on the sidewalks. These desn`t happen here I just don`t understand why, I really don`t understand why, it`s just kids having a good time for Christmas and an SUV comes barreling through. Like why?\"\nStoffel sagði óskiljanlegt að svona nokkuð gæti gerst, að jeppa væri ekið á saklaus börn að gera sér glaðan dag í aðdraganda jóla.\nEinn er í haldi lögreglu vegna málsins en ekki liggur fyrir hvort það sé ökumaðurinn. Lögreglumaður hleypti af skoti á vettvangi til að reyna að stöðva bílinn en ekki er talið að ökumaðurinn hafi skotið úr byssu. Lögregla telur að svo stöddu að þetta hafi ekki verið hryðjuverkaárás en óttast að tala látinna eigi eftir að hækka.","summary":"Bæjarstjóri Waukesha í Wisconsin-ríki Bandaríkjanna segir samfélagið hafa orðið fyrir hryllilegri árás, á degi þar sem gleðin átti að ríkja. Í það minnsta fimm létust og tugir slösuðust eftir að jeppa var ekið á miklum hraða gegnum jólaskrúðgöngu í miðborginni."} {"year":"2021","id":"59","intro":"Alþingi kemur saman á morgun. Biðin frá kosningum til þingsetningar hefur ekki verið lengri síðan á níunda áratug síðustu aldar.","main":"Síðast þegar leið jafn langur tími og nú milli kosninga og þingsetningar var Vigdís Finnbogadóttir forseti, Davíð Oddsson borgarstjóri og Þorsteinn Pálsson tók við taumunum í forsætisráðuneytinu af Steingrími Hermannssyni.\nAlþingi kemur saman á morgun í fyrsta skipti frá 6. júlí. Þá verður liðinn lengsti tími í yfir 30 ár milli alþingiskosninga og þingsetningar, og með lengri tíma í lýðveldissögunni frá því þingi var slitið fyrir kosningar þar til það kom fyrst saman að þeim loknum.\nÁ morgun hafa liðið 58 dagar frá kjördegi að þingsetningardegi, að hvorugum meðtöldum. Það er tólf dögum lengra en fyrir fjórum árum og 21 degi lengra en 2016 þegar þing kom saman í fimmtu lengstu stjórnarkreppu lýðveldissögunnar. Þessi langa bið er þó tiltölulega stutt miðað við það sem gerðist á níunda áratug síðustu aldar. Eftir kosningar 1987 liðu 167 dagar milli kosninga og þingsetningar og fjórum árum áður var biðin tveimur dögum lengri, 169 dagar. Það er lengsti tími sem liðið hefur frá kosningum til þingsetningar á lýðveldistímanum. Þá liðu 208 dagar frá síðasta þingfundi fyrir kosningar til fyrsta þingfundar eftir kosningar. Á morgun verða liðnir 140 dagar frá síðasta þingfundi í júlí. Metið í lýðveldissögunni er þó frá 1953. Þá liðu 235 dagar frá þingslitum 6. febrúar þar til þing kom saman 1. október. Þá voru liðnir rúmir þrír mánuðir frá kosningum og tæpir átta mánuðir frá síðasta þingfundi.","summary":"Alþingi kemur saman á morgun. Þá verður niðurstaða undirbúningskjörbréfanefndar lögð fram. Biðin frá kosningum til þingsetningar hefur ekki verið lengri síðan á níunda áratug síðustu aldar."} {"year":"2021","id":"59","intro":"Evrópski seðlabankinn hyggst ekki bregðast við verðbólguskoti í álfunni með því að hækka stýrivexti. Það er öfugt við nálgun Seðlabanka Íslands.","main":"0,5 prósentustiga vaxtahækkun Seðlabankans í síðustu viku hefur sætt gagnrýni víða þótt hún hafi verið viðbúin. Verkalýðshreyfingin hefur farið fremst í flokki og í Silfrinu í gær sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar að ef Seðlabanki þyrfti að ráðast í hraðar hækkanir væri misbrestur í kerfinu. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóri í Seðlabankanum, sagði í sama þætti að það væri óskynsamlegt að fara bratt í vaxtahækkanir ef útlit væri fyrir að verðbólguskot yrði skammvinnt.\nÞar endurómar Lilja orð Christine Lagarde, forseta Evrópska seðlabankans í ræðu sem hún flutti á föstudag. Í ræðunni galt Lagarde varhug við að herða peningastefnuna á sama tíma og þrengdi að ráðstöfunartekjum almennings vegna hækkandi verðbólgu. Líkur væru á að verðbólguskotið í Evrópu, sem einkum stafar af hækkandi orku- og eldsneytisverði, yrði tímabundið. Seðlabankar ættu að horfa til meðallangs tíma og hert peningastefna við ríkjandi aðstæður gæti beinlínis verið skaðleg.\nÞess ber að geta að hvatarnir á bakvið þráláta verðbólgu hérlendis liggja í hækkun húsnæðisverðs en Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, sagði í viðtali við RÚV í síðustu viku að hann teldi tíma hækkana, bæði á húsnæði og hrávöru, á enda.\nBankarnir hafa enn ekki uppfært vaxtatöflur sínar frá síðustu stýrivaxtaákvörðun en þess má vænta að það verði gert á næstu dögum. Þeir sem vilja nota tækifærið og festa vexti áður en hækkanir taka gildi ættu að hafa hraðar hendur, enda miðast vaxtastig nýrra lána við þann dag sem sótt er um.","summary":null} {"year":"2021","id":"59","intro":"Íslenskur talmeinafræðingur í Danmörku fær ekki að hjálpa til við að grynnka á löngum biðlistum því Sjúkratryggingar neita að gera við hann samning. Talmeinafræðingar megi ekki veita þjónustu frá útlöndum jafnvel þó aðeins sé um fjarþjónustu að ræða.","main":"Þrátt fyrir skort á talmeinafræðingum og langa biðlista neita Sjúkratryggingar að semja við íslenskan talmeinafræðing sem hyggst veita fjarþjónustu líkt og margir kollegar hennar. Ástæðan er sú að hún og hennar tölva eru í Kaupmannahöfn.\nSesselja Björg Stefánsdóttir er talmeinafræðingur og býr í Kaupmannahöfn. Hún óskaði eftir að gera samning við Sjúkratryggingar Íslands og hugðist veita fjarþjónustu á vegum Talmeinastofunnar Tröppu í Reykjavík en fjarþjónusta á vegum fyrirtækisins er talsvert notuð á Íslandi.\nEn Sjúkratryggingar Íslands vilja ekki veita mér þennan samning vegna þess að ég sit úti í Kaupmannahöfn. En ef ég sæti á Egilsstöðum eða í Reykjavík eða hvar sem er á Íslandi þá gæti ég fengið þennan samning. (Hvaða skýringar fékkstu með þessari höfnun frá Sjúkratryggingum?) Að ég sæti úti í Kaupmannahöfn og það væri allt annað að veita fjarþjónustu á milli landa og þegar ég svo bað um frekari skýringar á því þá var náttúrlega ekki hægt að fá þær. Þetta eru að mínu mati hártoganir.\nSesselja bauð Sjúkratryggingum að hún skyldi vera með starfsstöð á Íslandi og sinna þjónustu þaðan nokkrum sinnum á ári en það þótti ekki nóg. Fjölmörg dæmi eru um að talmeinafræðingar veiti aðeins fjarþjónustu og þykir Sesselju súrt í broti að hún fái ekki að gera slíkt hið sama og hjálpa til við að grynnka á löngum biðlistum.\nÞað er tveggja ára biðlisti sem er mjög langur tími fyrir börn að bíða eftir því að komast í þjónustu. Ég uppfylli öll önnur skilyrði en það að ég sit ekki á Íslandi. Það er til fullt af fólki sem er tilbúið að vinna en það þarf að semja og svo verð ég að segja að mér finnst gríðarlegar hártoganir að neita fólki um samning vegna þess að það situr í skrifstofustól í Kaupmannahöfn frekar en að sitja í honum á Íslandi þegar um nákvæmlega sömu þjónustu er að ræða.","summary":"Íslenskur talmeinafræðingur í Danmörku fær ekki að hjálpa til við að grynnka á löngum biðlistum því Sjúkratryggingar neita að gera við hann samning. Talmeinafræðingar megi ekki veita þjónustu frá útlöndum jafnvel þó aðeins sé um að ræða fjarþjónustu."} {"year":"2021","id":"59","intro":"Sameinuðu þjóðirnar eru ásakaðar um að hafa hunsað bréf frá aðstandendum þeirra sem létust þegar gríðarleg, mannskæð sprenging varð á hafnarsvæðinu í Beirút, höfuðborg Líbanon í ágúst á síðasta ári.","main":"Lögmannstofa hefur þrisvar sent Sameinuðu þjóðunum beiðni um aðstoð við opinbera rannsókn á ástæðum sprengingarinnar sem olli gríðarlegu tjóni og varð 219 að bana. Rannsóknin hefur tafist verulega vegna deilna og ásakana í báðar áttir og því er enginn nokkru nær um hver beri ábyrgð á því sem átti sér stað.\nViku eftir atvikið kölluðu Sameinuðu þjóðirnar eftir óháðri rannsókn sem gæti af sér réttláta og ljósa sýn á hver bæri ábyrgð. Lögmaðurinn fór fram á að Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra útvegaði allar fáanlegar gervihnattamyndir af hafnarsvæðinu.\nEins var spurt hvort friðargæslusveitir hefðu rannsakað ferðir skipsins sem flutti ammoníumnítratið sem talið er hafa valdið sprengingunni. Það hafði legið í geymslum frá árinu 2013.\nGervihnattamyndir eru taldar geta varpað ljósi á atburðarásina fyrir sprenginguna en enginn veit hvort ásetningur eða slysni olli henni. Hvorki hefur borist svar við bréfunum til Sameinuðu þjóðanna né útskýring á hví þeim hafi ekki verið svarað að sögn Aya Majzoub hjá Mannréttindavaktinni. Því bíður almenningur í Líbanon enn svara um hver beri ábyrgð - ef nokkur - á einhverri mestu sprengingu sem orðið hefur á friðartímum","summary":null} {"year":"2021","id":"60","intro":"Kínverskur ríkisfjölmiðill hefur um helgina birt tvö myndbönd af kínversku tenniskonunni Peng Shuai, þar sem hún sést brosandi og hress. Ekkert lát er þó á þrýstingi, víða að úr heiminum, á kínversk stjórnvöld vegna málsins, því ekkert spurðist til hennar eftir að hún greindi frá því að fyrrverandi varaforseti Kína hafi brotið á henni kynferðislega.","main":"Ritstjóri Global Times birti í dag myndband þar sem sjá má Peng á opnunarhátíð á tennismóti fyrir unglinga. Þá má einnig sjá hana veita krökkum eiginhandaráritanir. Í gær voru birt myndbönd af henni á veitingastað með þjálfara sínum og vinum. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að svo virðist sem samræður þeirra séu sviðsettar og að þau ræði sérstaklega að það sé 20. nóvember.\nFrásögn Peng er sú fyrsta opinbera um slíkt brot sem framið er af háttsettum karlmanni í Kínverska kommúnistaflokknum. Hún greindi frá kynferðisbrotum Zhang Gaoli, Djang-álÍ fyrrum varaforseta, á kínverska samfélagsmiðlunum Weibo. Færslan var fjarlægð og eftir það hvorki heyrðist né sást til hennar í nokkra daga.\nErlend ríki, Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóða kvennatennissambandið eru meðal þeirra sem hafa krafist svara um afdrif Peng. Steve Simon, formaður sambandsins, segir að honum hafi verið létt að sjá myndböndin en að enn sé óljóst hvort hún sé frjáls ferða sinna. Myndböndin varpi ekki ljósi á það. Kínversk stjórnvöld hafa ekki tjáð sig um málið og lokað er fyrir allar umræður um frásögn Peng af brotunum á netinu í Kína.","summary":null} {"year":"2021","id":"60","intro":"Hundrað og sautján manns greindust með covid í gær samkvæmt bráðabirgðatölum, þar af var rúmlega helmingur í sóttkví. Skemmtistað í miðborg Reykjavíkur var lokað í nótt vegna brots á sóttvarnalögum.","main":"Af þeim 117 greindust fimm á landamærunum og voru 65 í sóttkví við greiningu. Núna eru 1.775 í einangrun vegna covid og 2.327 í sóttkví. Laust fyrir klukkan eitt í nótt hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af skemmtistað í miðborg Reykjavíkur, en 50 manns voru á staðnum, en samkvæmt reglugerð áttu síðustu gestir að yfirgefa staðinn klukkan 23 eða tveimur klukkustundum fyrr. Málið er til meðferðar hjá embættinu, en Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir sektargreiðslur það úrræði sem lögreglan hafi.\nSkúli segir að hingað til hafi ekki verið gripið til þess ráðs að svipta staðina leyfi fyrir brot af þessu tagi.\nÁkveðið hefur verið að takmarka heimsóknir á Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað og hjúkrunarheimili eftir að smit greindist hjá starfsmanni þar. Allir starfsmenn sem voru við vinnu síðastliðna daga voru skimaðir í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn á Austurlandi. Um sjötíu sýni voru tekin sem send verða til Reykjavíkur í dag. Ekki er búist við niðurstöðum fyrr en seint í kvöld. Opnað var í sýnatöku á Egilsstöðum frá hálftólf í dag til hálftvö og eru allir sem gruna að þeir kunni að vera útsettir fyrir smiti hvattir til að bóka skimun á heilsuveira.is\nKársnesskóla í Kópavogi var lokað fyrir helgi eftir að smit greindist í skólanum. Alls greindust rúmlega 50 smit, þar af fimm hjá starfsmönnum. Björg Baldursdóttir skólastjóri segir að fundað hafi verið með almannavörnum í gær og er talið að tekist hafi að komast í veg fyrir smitin og að skólinn verði opnaður á ný á morgun.\nSkólastarf verður því með nokkuð eðlilegum hætti, en þó með aðeins hertari reglum.","summary":"Eitthundrað og sautján kórónuveirusmit greindust í gær og voru sextíu og fimm í sóttkví. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði skemmtistað í miðborg Reykjavíkur í nótt tveimur tímum eftir heimilaðan afgreiðslutíma. Búið er að takmarka heimsóknir á Umdæmissjúkrahús Austurlands eftir að smit greindist hjá starfsmanni."} {"year":"2021","id":"60","intro":"Kona sem brotnaði illa á úlnlið eftir að hafa dottið á línuskautum á rétt á bótum úr starfsábyrgðartryggingu lögmanna sem konan fól að gæta hagsmuna sinna eftir slysið. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar vátryggingamála sem kemst að þeirri niðurstöðu að lögmennirnir hafi sýnt vanrækslu með því að kanna ekki hvort slysatrygging konunnar sem launþega næði einnig til slysa í frítíma.","main":"Slysið varð fyrir rúmum fjórum árum. Konan taldi sig ekki hafa fengið rétta meðferð hjá heilbrigðiskerfinu og í framhaldinu leitaði hún til lögmannsstofu til að kanna rétt sinn vegna meintra læknamistaka.\nÍ málskoti sínu til nefndarinnar segir hún að lögmennirnir hafi jafnframt bent á að hún ætti mögulega einnig bótarétt vegna slyssins sjálf. Hún hafi því gefið lögmönnunum umboð til að sækja bæði kröfur vegna meintra læknamistaka og aðrar kröfur sem hún kynni að eiga vegna slyssins.\nLögmennirnir tilkynntu slysið í heimilistryggingu konunnar en gerðu ekki kröfu í slysatryggingu launþega sem konan var með.\nKonan taldi að með því að gera það ekki hefðu þeir valdið henni fjártjóni. Þegar slysið varð hafi hún verið verkstjóri hjá ákveðnu fyrirtæki og samkvæmt kjarasamningi hafi hún átt bótarétt vegna slysa í frítíma. Þegar hún lýsti sjálf kröfu í þá tryggingu í fyrra var henni hafnað þar sem of langt væri um liðið.\nÚrskurðanefndin bendir á að lögmenn séu sérfræðingar í innheimtu bóta. Og því verðiað gera ríkari kröfur til þeirra en ella. Þeim hefði því borið að kanna hvort slysatrygging hennar sem launþega næði einnig til slysa í frítíma og því ætti konan rétt á bótarétt úr starfsábyrgðartryggingu lögmanna.","summary":null} {"year":"2021","id":"60","intro":"Metfjöldi fólks úr öllum starfsstéttum í Bandaríkjunum og víðar á vesturlöndum hefur sagt upp störfum síðustu mánuði. Þrír af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum skiluðu inn uppsagnarbréfi í september.","main":"Vestan hafs er nú talað um mikinn vinnuaflsskort og ástandið jafnvel kallað uppsögnin mikla, skírskotun í kreppuna miklu frá því fyrir tæpri öld. Í tölulegri samantekt Fortune segir að alls hafi 4,4 milljónir sagt upp störfum og höfðu uppsagnir ekki verið fleiri í einum mánuði frá því í desember árið 2000.\nUmfjöllun Harvard Business Review um uppsagnahrinuna segir að fólk á milli þrítugs og 45 ára segi einna helst upp, flestar séu uppsagnir hlutfallslega hjá tækni- og heilbrigðisstarfsfólki.\nMikill skortur er nú sagður á starfsfólki í Bandaríkjunum og hafa fyrirtæki leitað til unglinga til að fylla í skarð þeirra sem hættu. Í frétt CNBC um málið segir að atvinnuleysi á meðal unglinga sé nú 11,9 prósent og hafi ekki verið minna frá því í október 1968.\nÁþekkt ástand er í Bretlandi þar sem ekki tókst að fylla 1,2 milljónir staða á síðasta ársfjórðungi. Metfjöldi sömuleiðis.\nJanet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist á dögunum telja að ástæðuna fyrir fjölda uppsagna megi að miklu leyti rekja til kórónuveirufaraldursins. Fólk vilji síður mæta aftur til vinnu og eiga í hættu á að smitast nú þegar fjöldi fyrirtækja vill hætta fjarvinnu. Í umfjöllun Reuters segir að faraldurinn hafi einnig fengið fjölda fólks til þess að íhuga hvort það sé ánægt í starfi eða upplifi kulnun.","summary":null} {"year":"2021","id":"60","intro":"Aldurshópurinn 6-12 ára er langfjölmennastur í einangrun með Covid. Því er mikið að gera á Barnaspítalanum en það er ekki það eina sem herjar á börnin. Ragnar Bjarnason yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins segir að auk Covid séu margar öndunarfærasýkingar að ganga og að þær séu fyrr á ferðinni í vetur.","main":"Það er búið að vera mjög mikið af pestum. Það er búið að vera veira sem heitir Human metaprima veira sem gefur einkenni sem er lík RS-veiru, einnig eru aðrar kórónuveirur en covid í gangi og svo er núna mjög skæð magapest af völdum Noro-veiru. þannig það er mikið að gera.\nJá þetta er óvanalegt að þetta fari allt saman, líka er þetta óvanalegur árstími. RS er venjulega eftir áramót, febrúar og mars, þetta byrjar mjög snemma í ár og vonandi ekki teikn um það sem koma skal.","summary":null} {"year":"2021","id":"60","intro":"Ríkið hefur ítrekað velt niðurskurði yfir á sveitarfélög með tilfærslu verkefna til þeirra án þess að nægt fjármagn fylgi, nú síðast málefnum fatlaðra. Þetta sagði Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar í Silfrinu í morgun. Sveitarfélög séu orðin háð auknum skatttekjum sem fylgja hækkandi fasteignaverði.","main":null,"summary":"Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkið sníða sveitarfélögum svo þröngan stakk að þau séu orðin háð auknum skatttekjum sem fylgja hækkandi fasteignaverði. Nægt fjármagn hafi ekki fylgt með tilfærslu verkefna frá ríki."} {"year":"2021","id":"60","intro":"Nýju þróunarverkefni Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar er ætlað að létta álagi af heimilum fólks með heilabilun og bæta lífsgæði þess og aðstandenda sömuleiðis. Vonir standa til að fljótlega verði hægt að fjölga þeim sem njóta þjónustunnar. Tilgangurinn er að fólk geti búið á heimilum sínum sem lengst.","main":"Verkefnið felst í félagslegum stuðningi sem veittur verður á kvöldin, um helgar eða þegar fólk kýs, að sögn Berglindar Guðmundsdóttur skrifstofustjóra öldrunarmála á velferðarsviði Reykjavíkurborgar\nOg að því sögðu mun stuðningurinn auðvitað líka nýtast aðstandendum þeirra sem eru oft í mikilli þörf fyrir að það sé aukinn stuðningur inni á heimilinu.\nVerkefnið hefst um áramót, það er til tveggja ára og er í samstarfi við Alzheimersamtökin. Til að byrja með verður 30 borgarbúum með heilabilun boðin þjónustan í 2-3 tíma tvisvar í viku.\nVið sjáum þetta eingöngu sem fyrsta skref , það var samþykkt fjármagn í þetta fyrir þennan tíma. Vonandi og við stefnum að því að verkefnið stækki svo ár frá ári.\nEru aðstandendur fólks með heilabilun oft undir miklu álagi? Já, það er oft hrætt um ástvin sinn. Það veigrar sér við að fara frá viðkomandi út af heimilinu. Það er mjög mikilvægt að það komi inn þessi aukni stuðningur.","summary":null} {"year":"2021","id":"60","intro":"Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsir miklum áhyggjum af stöðu kórónuveirufaraldursins í Evrópu en ný bylgja smita gengur nú af fullum þunga yfir álfuna. Umdæmisstjóri stofnunarinnar hvetur til aukinnar bólusetningar.","main":"Hans Kluge, umdæmisstjóri stofnunarinnar í Evrópu varar við því að hálf milljón gæti fallið í valinn af völdum sjúkdómsins í vetur nema gripið verði til aðgerða. Hann segir að aukin grímunotkun geti þegar breytt miklu. Nokkur ríki álfunnar hafa greint frá metfjölda smita og gripið til útgöngubanns af mismiklum þunga.\nSamkvæmt nýjum reglum í Austurríki á fólk helst að vinna heima og ekki fara út nema eftir nauðsynjum eða til að hreyfa sig. Þá verður skylda að láta bólusetja sig gegn veirunni.\nEinnig var gripið til hertra aðgerða í Hollandi vegna útbreiðslu veirunnar en þar í landi og eins í Austurríki hafa blossað upp hörð mótmæli vegna aðgerða stjórnvalda.\nKluge segir að kenna megi bráðsmitandi Delta-afbrigðinu um, að bólusetningar hafi ekki gengið sem skyldi víða auk þess sem kólnandi veður hafi áhrif. Hann hvetur því til að aukinn kraftur verði settur í bólusetningar en segir skyldubólusetningu vera þrautalendingu sem hann mæli ekki með. Mikilvægt sé þó að ræða úrræði varðandi frekari bólusetningar.\nKluge segir að sú krafa sem víða hefur sett fram um að almenningur framvísi bólusetningarvottorði sé ekki takmörkun á frelsi heldur frekar leið til að vernda frjálsræði einstaklinganna.","summary":null} {"year":"2021","id":"60","intro":"Óeirðir brutust út í Haag í Hollandi í nótt á mótmælum gegn hertum takmörkunum vegna covid-faraldursins. Þar íhuga stjórnvöld hertari aðgerðir sem beinast gegn óbólusettum.","main":"Óeirðaseggir hentu grjóti og flugeldum að lögreglu og kveiktu i reiðhjólum. Neyðarástandi var lýst yfir í borginni og sjö, hið minnsta, voru handteknir. Hálfgert útgöngubann er í gildi í landinu, börum og veitingastöðum skal loka klukkan átta á kvöldin og áhorfendur eru ekki leyfðir á íþróttaviðburðum. Í bíðgerð er að takmarka aðgengi óbólusettra að ýmsum stöðum, og eru þær hugmyndir mjög umdeildar. Þegar er í gildi covid-passi sem sýna þarf á ýmsum stöðum en óbólusettir hafa getað nýtt hann með því að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr covid-prófi.\nAldrei hafa greinst eins mörg smit í Hollandi og síðustu daga. Smit á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu sjö daga eru um sexhundruð og áttatíu.\nÓeirðir hafa brotist út í landinu tvö kvöld í röð. Í fyrrakvöld sauð upp í Rotterdam í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum. Greint var frá því í gær að lögregla hafi skotið viðvörunarskotum sem hæfðu tvo en nú hefur verið tilkynnt að þrír hafi særst og séu allir á spítala.\nVíða í Hollandi voru einnig friðsamleg mótmæli um helgina. Þá mótmæltu þúsundir hertum takmörkunum um helgina í Austurríki, Króatíu og á Ítalíu.","summary":"Óeirðir brutust út í hollensku borginni Haag í nótt þegar fólk mótmælti hertum takmörkunum vega faraldursins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsir þungum áhyggjum af stöðu faraldursins í Evrópu. "} {"year":"2021","id":"61","intro":"Landsréttur sýknaði í gær íslenska ríkið af ríflega níutíu milljóna króna kröfu fyrrverandi landeigenda á Geysissvæðinu. Þeir höfðu krafist þess að ríkið greiddi verðbætur ofan á kaupverðið.","main":"Íslenska ríkið keypti árið 2016 75% hlut Geysissvæðisins í Haukadal, en fyrir hafði ríkið átt fjórðung. Í kaupsamningnum var ekki kveðið á um kaupverð heldur samið um að óháðir matsmenn skyldu fengnir til að ákvarða það.\nMatsgerðin tók nokkurn tíma og tafðist enn þegar ríkið áfrýjaði upphaflegri ákvörðun matsmanna til svokallaðrar yfirmatsnefndar í samræmi við skilmála samningsins. Í apríl 2019, tæpum þremur árum eftir að kaupin gengu í gegn og ríkið fékk yfirráð yfir landinu, komst yfirmatsnefndin að þeirri ákvörðun að kaupverðið skyldi vera einn milljarður og níu milljónir króna, miðað við kaupdag.\nÍ niðurstöðu nefndarinnar var tekið fram að ef sú fjárhæð væri framreiknuð miðað við breytingar á byggingarvísitölu frá kaupdegi væri hún 91 milljónum krónum hærri.\nRíkið greiddi landeigendum í kjölfarið einn milljarð og níu milljónir, en landeigendurnir töldu sig hlunnfarna um milljónirnar 91 sem matsnefndin hafði kallað verðbætur og stefndu ríkinu. Landsréttur hafnaði kröfu landeigenda. Samið hefði verið um að matsnefndin ákvarðaði kaupverð, en ekki að henni yrði falið að leggja mat á vexti og verðbætur. Staðfesti Landsréttur þar með úrskurð héraðdóms frá í fyrra.","summary":null} {"year":"2021","id":"61","intro":"Bandaríkjaforseti kveðst reiður vegna sýknudóms yfir ungum manni sem skaut þrjá, þar af tvo til bana í mótmælum í fyrra. Þó beri að virða niðurstöðuna. Niðurstöðu kviðdómsins var mótmælt á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum í gærkvöld.","main":"We the jury find the defendant, Kyle Rittenhouse, not guilty.\nKviðdómurinn sýknar Kyle Rittenhouse af ákærunni, sagði fulltrúi kviðdómenda í gær. Þannig fór með allar fimm ákærurnar á hendur Rittenhouse sem er aðeins átján ára gamall. Hann býr í Illinois-ríki en gerði sér ferð til Wiscounsin-ríkis í ágúst í fyrra vopnaður AR-15, sjálfvirkum riffli sem var hlaðinn með 30 skotum. Þar höfðu staðið mótmæli í nokkra daga eftir að lögregla skaut Jakob Blake sjö skotum, með þeim afleiðingum að hann lamaðist. Á sama tíma voru víða mótmæli gegn lögregluofbeldi og kynþáttahatri eftir að lögregla varð George Floyd að bana. Mennirnir sem Rittenhouse skaut eru allir hvítir. Tvo þeirra skaut hann til bana og særði þann þriðja alvarlega. Einn skaut hann fjórum sinnum.\nJoe Biden Bandaríkjaforseti, sagði í tilkynningu að hann væri reiður yfir sýknunni. Hann hefur hvatt landa sína til stillingar.\nWell, look, I stand by what the jury has concluded, the jury system works and we have to abide by it.\nForsetinn kveðst þó standa með niðurstöðu kviðdómsins. Kerfið virki og hlýta þurfi niðurstöðunni.","summary":"Joe Biden, Bandaríkjaforseti kveðst reiður yfir því að ungur maður sem skaut þrjá á mótmælum í fyrra hafi verið sýknaður. Forsetinn hvetur til stillingar vegna málsins. Niðurstöðu kviðdómsins var mótmælt í gær. "} {"year":"2021","id":"61","intro":"Forseti Hvíta Rússlands útilokar ekki að hersveitir hans hafi aðstoðað flóttafólk við að komast yfir til Póllands. Hann þvertekur fyrir að því hafi verið boðið að koma.","main":"Í einkaviðtali Steve Rosenberg, fréttamanns breska ríkisútvarpsins við Alexander Lúkasjenka forseta segir hann að hermenn Hvíta Rússlands hafi vitað að flóttafólkið vildi komast til Þýskalands. \u001eVið erum Slavar og við erum góðhjartað fólk, segir forsetinn og bætir við að kannski hafi einhver hjálpað fólkinu, hann ætli alveg að láta eiga sig að kanna það.\nÞúsundir flóttafólks, einkum frá miðausturlöndum, hafa undanfarna mánuði reynt að komast yfir austurlandamæri Evrópusambandsins gegnum Hvíta Rússland. Nágrannaríkin, Evrópusambandið og Bandaríkin auk NATÓ ásaka Hvítrússa um að lofa fólkinu auðvelda leið til sambandsins en hrekja það síðan að landamærunum þar sem það býr við mjög erfiðar aðstæður.\nLúkasjenka segir víðsfjarri að hann hafi boðið fólkinu að koma en hann ætli ekki að bjóða því að vera. \u001eVið ætlum ekki að tefja för fólksins, hvorki nú né síðar, því það verður ekki hér heldur í þínu landi.\nLúkasjenka hefur verið forseti Hvíta-Rússlands frá árinu 1994 en landið varð sjálfstætt ríki við fall Sovétríkjanna árið 1991. Vesturveldin hafa kallað hann síðasta einræðisherrann í Evrópu vegna þess hve mjög öll andstaða hefur verið brotin á bak aftur á valdatíma hans.","summary":null} {"year":"2021","id":"61","intro":"Þarna heyrðum við Dag B. Eggertsson borgastjóra fella Oslóartréð í Heiðmörk í morgun. Tréð mun prýða Austurvöll yfir hátíðirnar og verða jólaljósin tendruð á sunnudag eftir viku, fyrsta sunnudag í aðventu. Sævar Hreiðarsson skógarvörður í Heiðmörk aðstoðaði borgarstjóra við verkið.","main":null,"summary":"Það var jólalegt í Heiðmörk í morgun þegar Oslóartréð sem prýða mun Austurvöll á aðventunni var fellt. "} {"year":"2021","id":"61","intro":"Runólfur Pálsson, yfirlæknir á Landspítala segist binda vonir við nýtt Covid-lyf sem lyfjastofnun Íslands er með til skoðunar að veita undanþágu fyrir hér á landi. Síðustu þrjá daga voru í fyrsta sinn fleiri óbólusettir en bólusettir inniliggjandi á spítala. Í gær voru þrettán óbólusettir og tíu bólusettir á sjúkrahúsi.","main":"Þetta hefur undanfarna daga verið þokast í þá átt, lengi val var þetta þriðjungur sem var óbólusettur sem þarfnast innlagnar. Svo hefur þetta verið að þokast upp á við að undanförnu, núna er þetta komið í yfir helming þeirra sem liggja inni.\nEn afhverju er þetta hlutfall að fara svona upp á við, hlutfall óbólusettra?\nvið erum að skoða það. Það er ekki gott að segja, þetta getur verið tilviljunarkennt frá einum tíma til annars í þessum hópi. Það er alveg ljóst að þeir hafa miklu meiri tilhneigingu til að veikjast alvarlega heldur en þeir bólusettu.\nNú eru tuttugu og einn með covid á spítalanum. Alls greindust hundrað þrjátíu og þrír með kórónuveiruna innanlands í gær. 78 voru í sóttkví við greiningu. Vefurinn covid.is er ekki uppfærður um helgar og því teljast þessar tölur sem bráðabirgðatölur.\nRunólfur segir að staðan sé svipuð á spítalnum\nvið bíðum í ofvæni eftir því að smitum fari að fækka. ég held ég geti sagt það. þær aðgerðir sem gripið var til hafa ekki ennþá skilað árangri en það skiptir máli hvað hver einstaklingur gerir. EF fólk ástundar sóttvarnir sjálft þá dregur það verulega úr smithættu.\nLyfjastofnun Evrópu hefur gefið út leiðbeiningar til lyfjastofnana varðandi COVID-lyfið molnupiravir ef þær vilja veita undanþágu fyrir notkun þess. Forstjóri lyfjastofnunar Íslands sagði þetta til skoðunar í fréttum RÚV í gær.\nÞað er ekki gott að segja hversu mikil áhrif það hefur. það eru gögn sem gefa til kynna ða það dragi úr alvarleika veikinda ef meðferð er hafin snemma. Við höfum ekki fengið lyf ennþá sem hefur þannig áhrif á þessa sýkingu að það komi algjörlega í veg fyrir veikindi, en ef við getum haft áhrif sem dregur úr alvarleikanum, þá er það mikilvægt, við bindum ákveðnar vonir við þeta lyf en það er ekki fyrr en það kemur reynsla á notkun þess að við sjáum hversu mikil áhrifin verða.","summary":null} {"year":"2021","id":"61","intro":"Meirihluti ungs fólks telur hættur steðja að börnum á netinu svo sem í gegnum kynferðislegt efni eða neteinelti. Fæst ungmenni treysta samfélagsmiðlum til að finna réttar og áreiðanlegar upplýsingar. Þetta kemur fram í alþjóðlegri könnun UNICEF, sem var gerð í tilefni af alþjóðadegi barna, sem haldinn er í dag.","main":"Könnunin náði til 21 þúsund einstaklinga í 21 landi í Afríku, Asíu, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku. Niðurstöður könnunarinnar voru birtar í dag, á alþjóðadegi barna.\nAð meðaltali telja nærri 75% ungmenna að stjórnvöld eigi að grípa til harðari aðgerða til að taka á loftslagsbreytingum. Í lág- og millitekjuríkjum, þar sem búast má við að áhrif loftslagsbreytinga verði meiri, er hlutfallið enn hærra, eða 83%.\nÍ nærri öllum löndum telur meirihluti ungs fólks að betur hefði gengið í baráttunni við COVID-19 ef ríki heims hefðu unnið skipulega saman í stað þess að takast á við vandann hvert í sínu horni.\nNæstum 80 prósent ungs fólks telur hættur steðja að börnum á netinu, til dæmis í gegnum ofbeldisfullt- eða kynferðislegt efni eða neteinelti, og aðeins 17% ungmenna segja að hægt sé að treysta samfélagsmiðlum til að finna réttar upplýsingar. Rúmlega þriðjungur ungmenna segist oft upplifa áhyggjur eða kvíða og nærri einn af hverjum fimm finnur oft fyrir þunglyndi og áhuga- og framtaksleysi. Aftur á móti er ungt fólk í dag helmingi líklegra en fullorðnir til að telja heiminn fara batnandi, og það sýnir meiri stuðning við réttindabaráttu hinsegin fólks og jafnréttisbaráttu kvenna en eldri kynslóðir.\nKristín Reynisdóttir, hjá Antirasistunum, segir að krafan um jafnara samfélag sé ungu fólki mjög hugleikin.","summary":"Ungt fólk sýnir meiri stuðning við jafnréttisbaráttu minnihlutahópa en eldri kynslóðir, samkvæmt alþjóðlegri könnun UNICEF, sem birt var í dag í tilefni af alþjóðadegi barna. Ung kona segir mikilvægt að Íslendingar átti sig á að rasismi fyrirfinnst hérlendis og berjist gegn honum."} {"year":"2021","id":"61","intro":"Boðað hefur verið til mótmæla í nokkrum borgum Evrópuríkja í dag gegn hertum sóttvarnaaðgerðum. Þrír ungir menn í Austurríki viðurkenndu við yfirheyrslur að hafa ætla að valda lögreglumönnum alvarlegum skaða meðan á mótmælum gegn samkomutakmörkunum stóð á dögunum.","main":"Mennirnir, sem búsettir eru í borginni Linz í norðanverðu landinu segjast hafa ætlað að hella bensíni yfir lögreglumenn og bera eld að þeim. Eins viðurkenndu þeir allir að hafa kveikt í lögreglubíl um miðjan mánuðinn. Þeir segjast hafa litið á lögreglumenn sem óvini sína þar sem þeirra hlutverk var að tryggja að ströngum sóttvarnareglum væri fylgt. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins og haft eftir lögreglu að trúlegt þyki að ungu mennirnir hafi ætlað að valda skaða. Smitum hefur fjölgað mikið í Austurríki og taka hertar samkomutakmarkanir og útgöngubann gildi eftir helgi. Austurríkismönnum er fyrirskipað að halda sig að mestu heima frá og með næsta mánudegi. Aðeins um 66% landsmanna hefur þegið bólusetningu en tilgangur ákveðnari takmarkana er að tryggja að fleiri verði bólusettir. Boðað hefur verið til mótmæla í Vínarborg í dag vegna aðgerðanna. Einnig hafa verið skipulögð mótmæli í Hollandi og Danmörku gegn sóttvarnaaðgerðum þar.","summary":"Boðað hefur verið til mótmæla í nokkrum borgum Evrópuríkja í dag gegn hertum sóttvarnaaðgerðum. "} {"year":"2021","id":"62","intro":"Skammdegishimininn yfir landinu bauð upp á mikið sjónarspil í morgun þegar jörðin varpaði skugga sínum á tunglið svo úr varð svokallaður deildarmyrkvi. Myrkvinn hófst þegar klukkan var nítján mínútur gengin í átta og náði hámarki um þrjár mínútur yfir níu. Þegar mest var þakti skuggi jarðar um 97 prósent af tunglinu. Um stund var tunglið baðað rauðum bjarma sem vel mátti sjá með berum augum. Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að rauða litinn megi rekja til sólarljóss sem berst í gegnum andrúmsloft jarðar.","main":"Svona myrkvar eiga sér stað tvisvar til þrisvar á ári. Við þurfum bara að vera á réttum stað á réttum tíma til þess að sjá hann. Það er algengara að við fáum svona deildarmyrkva frekar en almyrkva. Þannig að þetta gerist annað slagið. Þetta er ekkert mjög sjaldgæft en á tilteknum stöðum á jörðinni ekkert rosalega oft hins vegar.\nEr þetta svipað eins og sólmyrkvi jafnvel? Sólmyrkvar eru tilkomumeiri sérstaklega almyrkvar. Sólmyrkvar eru aðeins sjaldséðari, það er að segja svona almyrkvar, heldur en almyrkvar á tungli. Það er reyndar einn fram undan 4. desember á Suðurskautinu. Ég ætlaði að vera þar en það var eitt og annað sem kom í veg fyrir það. Þannig að því miður fæ ég ekki að njóta þess að þessu sinni.","summary":null} {"year":"2021","id":"62","intro":"Allt stefnir í að metfjöldi áhorfenda verði á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta næsta sumar. Enn eru til miðar á leiki Íslands á mótinu.","main":"Í fréttatilkynningu sem kom frá Evrópska knattspyrnusambandinu í dag kemur fram að sótt hafi verið um meira en 268 þúsund miða í miðalottóinu en þeir miðar bætast við um 162 þúsund miða sem seldir voru í forsölu fyrr á árinu. Þetta þýðir að áhorfendamet sem sett var á mótinu árið 2017 í Hollandi verður líklegast slegið en alls mættu 240 þúsund áhorfendur á leiki mótsins það ár. Greint var frá því í gær að KSÍ hefði fengið 100 miða til viðbótar við áður uppselda stuðningsmannamiða á fyrstu tvo leiki Íslands á mótinu, gegn Belgíu og Ítalíu 10. og 14. júlí.\nKvennalið Breiðabliks í knattspyrnu tapaði í gær 2-0 fyrir ungverska liðinu Kharkiv í fjórða leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þetta var annar leikur liðsins í röð við Kharkiv en sá fyrri endaði með markalausu jafntefli. Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Blika segir niðurstöðuna afar svekkjandi eftir góða frammistöðu liðsins í leiknum.\n1911astahadegi í Transfer íþróttir - fostudagur\nBreiðablik mætir næst Real Madrid þann 8. desember og lýkur leik í riðlakeppninni með leik gegn PSG þann 16. desember. Ásmundur Arnarsson, þjálfari liðsins er meðvitaður um erfiði þessa tveggja leikja sem fram undan eru en Blikar töpuðu fyrir báðum liðum í fyrri umferð riðilsins.\n1911asmundurhadegi í Transfer íþróttir - föstudagur","summary":null} {"year":"2021","id":"62","intro":"Upprunalegt prentað eintak af stjórnarskrá Bandaríkjanna var selt á uppboði hjá Sotheby's uppboðshúsinu í gær fyrir 43 milljónir Bandaríkjadala eða jafngildi ríflega 5,6 milljarða íslenskra króna.","main":"Aldrei áður hefur fengist jafnhátt verð fyrir sögulegt skjal að því er fram kemur á vef uppboðshússins. Eintakið sem selt var í gær er eitt af ellefu sem enn eru til. Öll hin eintökin eru varðveitt á söfnum. Skjalið er 11 blaðsíður og var undirritað af landsfeðrum Bandaríkjanna í Fíladelfíu 17. september 1787. Það var nú selt til stuðnings Dorothy Tapper Goldman stofnuninni.\nHoward heitinn eiginmaður Dorothy keypti skjalið á uppboði árið 1988 fyrir 165 þúsund Bandaríkjadali en fleiri munir og skjöl úr hans eigu tengd sögu Bandaríkjanna verða seld á uppboðum á næstunni.\nMeðal annars má sjá undirskriftir Georges Washington fyrsta forseta Bandaríkjanna, Benjamíns Franklín og James Madison sem varð fjórði forseti landsins. Níu ríki af þeim þrettán sem upphaflega mynduðu Bandaríkin staðfestu stjórnarskrána 21. júní 1788. Upprunalegt handrit stjórnarskrárinnar er varðveitt í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna í höfuðborginni Washington.","summary":null} {"year":"2021","id":"62","intro":"Fimmtán hundruð manns hafa undirritað stefnu á hendur íslensku bönkunum vegna meintra ólögmætra lána. Formaður Neytendasamtakanna telur íslenska banka hafa ofreiknað sér vexti fyrir allt að hundrað milljarða króna.","main":"Formaður Neytendasamtakanna segir einstaka banka hafa neitað að gefa upplýsingar sem þurfi vegna stefnu sem verið sé að undirbúa á hendur þeim. Fimmtán hundruð manns hafa undirritað stefnu á hendur íslensku bönkunum vegna meintra ólögmætra lána. Formaður Neytendasamtakanna vonast til að stefna bönkunum á aðventunni.\nFormaður Neytendasamtakanna hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að skrá sig á síðuna vaxtamálið-punktur-is svo kröfur lántakenda tapist ekki. Fjárkröfur eru aðeins virkar í fjögur ár að jafnaði. Eftir það fyrnast þær. Til að koma í veg fyrir það þarf annað hvort að stefna viðkomandi eða fara með málið fyrir sérstaka úrskurðarnefnd. Neytendasamtökin hyggjast fara með mál neytenda gegn bönkunum fyrir úrskurðarnefnd.\n(( Við erum svona á lokametrunum við að klára stefnur á hendur bönkunum og vonumst til að geta birt þeim stefnurnar á allra næstu vikum.\nNeytendasamtökin telja að vaxtaákvarðanir lána með breytilega vexti og skilmálar þeirra séu ekki löglegir. Samtökin ætla að láta á það reyna. Formaður Neytendasamtakanna segir samtökin telja bankana hafa ofreiknað sér allt að hundrað milljarða í vexti. Fyrst verði farið með prófmál fyrir dóm. Önnur mál fari svo fyrir úrskurðarnefnd til að fólk tapi ekki kröfum sínum.\nLán sem eru með fasta vexti um tíma sem breytast í breytilega vexti falla undir þessi ákvæði.\nJú við höfum séð það því miður hjá einstaka banka að þeir hafa ekki látið okkur fá þær upplýsingar sem við höfum beðið um sem viðskiptavinir þeirra eiga heimtingu á og við erum núna að reyna að kría út úr þeim banka þær upplýsingar sem viðskiptavinir eiga heimtingu á","summary":null} {"year":"2021","id":"62","intro":"Framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir það ekki leysa mönnunarvanda spítalans að ráða erlenda hjúkrunarfræðinga hingað til lands. Það sé ekki stefna spítalans að leita markvisst eftir fagfólki í útlöndum.","main":"Hjúkrunarfræðingar í samtals fimm stöðugildum hafa sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítalans. Mikill skortur er á heilbrigðisstarfsfólki og allra mest vantar hjúkrunarfræðinga.\nUm 150 erlendir hjúkrunarfræðingar vinna nú á Landspítalanum, flestir frá Filippseyjum. Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum segir það ekki leysa vanda spítalans að ráða fleiri erlenda hjúkrunarfræðinga.\nVið erum nú þegar með töluverðan fjölda af erlendum hjúkrunarfræðingum sem er frábær viðbót og við fögnum þeim og reynum að taka vel á móti þeim. En þeir eru ekki lausnin á þessum vanda. Bæði er það að það er eftirspurn út um allan heim. En kannski ekki síður vegna þess að hjúkrun er í eðli sínu samskiptafag.\nog krefst þess að fólk hafi tungumálið á valdi sínu þannig að öll þjálfun og aðlögun inn í starfið er miklu kostnaðarsamari og tímafrekari þegar maður er að taka á móti erlendu starfsfólki.\nÞá sé það varla réttlætanlegt að leita markvisst eftir hjúkrunarfræðingum í löndum sem glíma kannski nú þegar við manneklu.\nAlþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur mælst til þess til vestrænna ríkja að vera ekki í virkri löðun í öðrum heimsálfum til þess að laða til sín hjúkrunarfræðinga og annað fagfólk frá kannski löndum þar sem er kannski full þörf fyrir þennan mannafla. Þannig að við höfum haft þá nálgun á landspítalanum að taka vel á móti\nog vera þakklát fyrir þá sem hingað koma en stunda kannski ekki markvissa leit eða löðun að starfsfólki annars staðar, sérstaklega hjúkrunarfræðingum.","summary":null} {"year":"2021","id":"62","intro":"Tíu til tuttugu daga útgöngubann gengur í gildi í Austurríki frá og með næsta mánudegi. Landsmönnum verður gert skylt frá fyrsta febrúar að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni.","main":"Stjórnvöld í Austurríki fyrirskipuðu í dag að allir landsmenn, óbólusettir jafnt sem bólusettir, skuli halda sig heima í tíu til tuttugu daga frá og með næsta mánudegi. Frá fyrsta febrúar næstkomandi verður öllum skylt að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni.\nAlexander Schallenberg kanslari tilkynnti þessa ákvörðun stjórnvalda á fundi með fréttamönnum í Týrol í dag.\nLandinu verður lokað í tuttugu daga, en að tíu dögum liðnum verður árangurinn metinn. Verði hann ekki nógu góður framlengist lokunin í tíu daga til viðbótar. Frá þrettánda desember verður öllum sem hafa látið bólusetja sig að fullu eða náð sér af COVID-19 frjálst að fara allra sinna ferða.\nKanslarinn sagði að aðgerð sem þessi kæmi vitaskuld hart niður á austurrískum fyrirtækjum, en þeim yrði bættur skaðinn.\nÞá verður lögboðið frá fyrsta febrúar næstkomandi að Austurríkismenn láti bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Með þessu hafa stjórnvöld í Vínarborg gengið harðast fram allra Evrópuþjóða til að vinna bug á veirufaraldrinum. Schallenberg sagði að vegna andstöðu sumra stjórnmálaafla og upplýsingaóreiðufólks væri því miður töluverð andstaða í landinu gegn bólusetningu. Því væri ekki annað til ráða en að skylda fólk til að láta bólusetja sig.\nWolfgang Mückstein heilbrigðisráðherra greindi frá því á fundinum í Týrol að smit á hverja hundrað þúsund íbúa hefðu verið 990,7 síðustu sjö daga. Staðan sagði hann að væri alls óviðunandi. Því væri lokaúrræðið það að fyrirskipa tíu til tuttugu daga útgöngubann.","summary":"Tíu til tuttugu daga útgöngubann gengur í gildi í Austurríki frá og með næsta mánudegi. Landsmönnum verður gert skylt frá fyrsta febrúar að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. "} {"year":"2021","id":"62","intro":"Íbúar á Úthéraði óttast bæði sjón- og örplastmengum frá vindmyllum sem Orkusalan áformar að reisa við Lagarfossvirkjun.","main":"Mjög skiptar skoðanir eru um ágæti þess að reisa tvær stórar vindmyllur við Lagarfossvirkjun á Úthéraði. Íbúar óttast sjónmengun og örplast sem losnar af spöðunum en stuðningsmenn segja mikilvægt að framleiða græna orku.\nOrkusalan hefur fengið leyfi fyrir 50 metra háu tilraunamastri til að meta vindorku við Lagarfossvirkjun á svokölluðu Úthéraði. Það er svæðið frá Héraðsflóa inn í átt að Egilsstöðum. Fyrirtækið áformar að reisa þar tvær 150-160 metra háar vindmyllur sem gætu framleitt 10 megavött af raforku. Fulltrúar Miðflokks og VG í sveitarstjórn Múlaþings voru á móti því að veita leyfið en fulltrúar Austurlista, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks studdu málið.\nFulltrúi Miðflokks fullyrti að vindorka væri ótrygg og ekki jafn græn á fullyrt væri. Orkusalan væri með rannsóknarleyfi fyrir vatnsaflsvirkjanir á svæðinu upp á samtals 140 megavött sem nær væri að horfa til. Fulltrúi VG sagði mjög lítinn fjárhagslegan ávinning af vindmyllunum og hann ásamt fulltrúa Miðflokks lögðu fram bókun um að réttara væri að meta fyrst hvar vindorkuver eigi heima í sveitarfélaginu.\nÍ aðsendri grein á Austurfrétt lýsir Þorsteinn Gústafsson, sem selur hestaferðir á svæðinu frá Geirastöðum, miklum efasemdum. Hann vísar í norska og skoska rannsókn þar sem kemur fram að spaðar á einni vindmyllu losi og dreifi 62 kílóum af örplasti á ári. Trefjaplastögnum sem kvarnist úr brúnum spaðanna með efninu PBA. Það sé þrávirkt eiturefni sem safnist upp í náttúrunni, dýrum og mönnum. Þá sé sjónmengunin stórmál enda myndu vindmyllurnar sjást um nær allt Úthérað.\nFulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn Múlaþings auk fulltrúa Austurlistans sjá hins vegar ýmsa kosti við að nýta vindorku á svæðinu. Sveitarfélaginu beri að leggja sitt af mörkum til orkuskipta til að Íslendingar dragi úr losun. Breyta þarf aðalskipulagi til að heimila vindmyllurnar og því þurfa áformin mögulega í umhverfismat.","summary":"Íbúar á Úthéraði óttast bæði sjón- og örplastmengum frá vindmyllum sem Orkusalan áformar að reisa við Lagarfossvirkjun. "} {"year":"2021","id":"63","intro":"Fjölmenn mótmæli gegn valdaráni hersins í Súdan hafa staðið linnulaust síðan í gær. Að minnsta kosti fimmtán voru skotnir til bana og margir særðust.","main":"Að minnsta kosti fimmtán féllu og tugir særðust þegar þúsundir íbúa Khartoum, höfuðborgar Súdans, komu saman í gær og mótmæltu valdaráni hersins í síðasta mánuði. Mótmælin standa enn. Engan bilbug er að finna á herstjórninni, þrátt fyrir að valdaránið hafi verið fordæmt víða um heim.\nEfnt var til aðgerðanna í tilefni þess að í gær hefði hinn borgaralegi hluti bráðabirgðastjórnarinnar í Súdan átt að taka við völdum. Skipuleggjendum mótmælanna tókst að safna saman fjölmennum hópum fólks í nokkrum borgarhverfum þrátt fyrir að símasamband hafi verið rofið. Netið hefur ekki virkað sem heitið getur síðan herinn rændi völdum. Hermenn beittu táragasi gegn mótmælendum og gripu síðan til skotvopna. Flestir létu lífið í norðurhluta borgarinnar. Tugir særðust, að sögn lækna á sjúkrahúsum borgarinnar. Þeir saka hermenn um að hafa beitt táragasi inni á sjúkrahúsunum og hindrað að sumir hinna særðu væru fluttir þangað inn.\nAð sögn fréttamanns AFP fréttastofunnar eru hermenn byrjaðir að fjarlægja götuvígi sem mótmælendur hlóðu upp í gær. Símasamband er komið á að nýju, en netið virkar ekki enn. Mótmælendur eru enn á götum úti. Skotið hefur verið táragassprengjum að þeim, en engar fréttir hafa borist af mannfalli. Alls hafa 39 látið lífið frá því að herinn rændi völdum.","summary":"Fjölmenn mótmæli gegn valdaráni hersins í Súdan hafa staðið linnulaust síðan í gær. Að minnsta kosti fimmtán voru skotnir, og margir særðust."} {"year":"2021","id":"63","intro":"Jakob Elleman Jensen, formaður Venstre, stærsta stjórnarandstöðuflokks Danmerkur, segir Mette Frederiksen forsætisráðherra, fara með ósannindi um innihald sms-skilaboða sem var eytt úr síma hennar.","main":"Dönsku lögreglunni hefur ekki tekist að endurheimta sms-skilaboð úr síma Mette Frederiksen. Þetta sagði lögreglan ríkisstjórninni á föstudag í síðustu viku en upplýsingar voru ekki gerðar opinberar fyrr en í gær, daginn eftir sveitarstjórnarkosningar í Danmörku. Ríkisstjórnin segir að ekki hafi verið unnt að birta upplýsingarnar fyrr. Skilaboðin voru talin geta innihaldið mikilvægar upplýsingar í minkamálinu svonefnda. Stjórnarandstaðan er ævareið og telur stjórnina hafa dregið að skýra frá málinu þangað til eftir kosningarnar. Jakob Elleman Jensen, formaður Venstre, var spurður í fréttum DR í gærkvöld hvort hann tryði ekki að ríkisstjórnin hefði ekki getað birt upplýsingarnar fyrr en í gær.\nElleman Jensen gekk enn lengra þegar hann var spurður hvort hann tryði ekki Mette Frederiksen sem segði að í glötuðu sms-skilaboðunum stæði ekkert um lagaheimildir til að aflífa minka.\nNei, ég trúi ekki að hún segi satt sagði Elleman Jensen og sagði að Frederiksen hefði áður umgengist sannleikann af léttuð. Svo bætti hann við að ástæðan fyrir því að sms-skilaboðum væri eytt væri sú að fólk vildi ekki að aðrir læsu þau. Það ber nokkuð nýrra við í dönskum stjórnmálum þegar leiðtogi stjórnarandstöðunnar kallar forsætisráðherra ósannindamanneskju.\nForsagan er að danska stjórnin fyrirskipaði fyrir ári að allir minkar í landinu skyldu aflífaðir af ótta við að stökkbreytt kórónuveira bærist úr þeim í menn. Skömmu síðar kom í ljós að lagaheimild skorti til þeirrar aðgerðar. Þingnefnd rannsakar nú málið og á að hafa aðgang að öllum skjölum málsins, en öllum sms skilaboðum hefur verið eytt. Forsætisráðherra segir að samkvæmt fyrirmælum hafi hún stillt síma sinn þannig að skilaboðum væri eytt eftir þrjátíu daga. Stjórnarandstaðan dregur þær skýringar í efa.","summary":"Jakob Elleman Jensen, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Danmerkur, segir Mette Frederiksen forsætisráðherra skrökva til um innihald sms-skilaboða sem eytt var úr síma hennar. Stjórnin hafi leynt upplýsingum fram yfir sveitarstjórnarkosningar."} {"year":"2021","id":"63","intro":"Ungt fólk hefur hrakist af leigumarkaði í covid-faraldrinum og hefur í vaxandi mæli þurft að flytja aftur heim í foreldrahús. Vísbendingar eru um að dregið hafi úr framboði á leiguhúsnæði á síðustu mánuðum.","main":"Þetta kemur fram í könnun á vegum hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um stöðuna á leigumarkaði. Almennt hefur leigjendum fækkað á síðustu tveimur árum. Margir hafa nýtt sér hagstæð lánakjör til að kaupa húsnæði en aðrir hafa hrakist af markaðinum.\nKarlotta Halldórsdóttir hagfræðingur hjá stofnuninni segir að ungt fólk hafi orðið hvað verst úti.\nSvo myndi ég segja líka að áhrif af covid faraldrinum þau eru að koma einna verst niður á búsetu hjá ungu fólki.\nYngsta aldurshópnum 18 til 24 ára. Þar erum við að sjá stórlækkun hjá þeim á leigumarkaði og þeir eru í auknum mæli að flytja aftur í foreldrahús\nVið mundum geta giskað á að það væri minni atvinna fyrir þau. Kannski mikið til fólk sem er í hlutastörfum, veitingageiranum, ferðaþjónustutengt\nog atvinna þar hafi minnkað og þau séu með minna ráðstöfunarfé og hafi þá ekki lengur efni á að vera á leigumarkaði\nÞá eru einnig vísbendingar um að dregið hafi úr framboði á leiguhúsnæði á undanförnum mánuðum. Í upphafi faraldursins jókst framboð verulega þegar Airbnb íbúðir fóru inn á hinn almenna leigumarkað.\nVið sáum einmitt í kjölfarið af covid og í fyrra þá vorum við að sjá framboð af leiguhúsnæði aukast töluvert. Fólk átti auðveldara með að finna sér húsnæði og svona aukið öryggi.\nEn við erum að sjá í fyrsta skipti núna síðan 2015 að það sé hærra hlutfall sem finnst erfiðara að verða sér úti um húsnæði. Þannig að það eru vísbending um að það sé að draga úr þessu mikla framboði sem var\nÞetta hefur líka þær afleiðingar að leiguverð fer nú hækkandi.\nVið sáum það í fyrsta skipti í svolítinn tíma þá hækkaði vísitalan. alveg töluvert milli mánaða.\nþannig að það eru kannski svona einhver merki um að það sé aðeins farið að vera erfiðari leigumarkaðurinn hjá okkur","summary":"Staða ungs fólks á húsleigumarkaði hefur versnað í Covid faraldrinum og margir hafa neyðst til að flytja aftur í foreldrahús. Þetta sýnir ný könnun. "} {"year":"2021","id":"63","intro":"Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir viðbúið að þær launahækkanir sem eru framundan á almennum vinnumarkaði leiði til aukinnar verðbólgu og því hafi ekki komið á óvart að Seðlabankinn hafi ákveðið að hækka stýrivexti.","main":"Stýrivextir voru hækkaðir um núll komma fimm prósentustig í gær og er nú komnir í tvö prósent.\nVerðbólguhorfur hafa farið versnandi og Ásgeir Jónsson seðlabankanstjóri segir að þær launahækkanir sem eru framundan séu ekki í takt við efnahagslegan raunveruleika.\nÁsdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að vaxtahækkunin hafi ekki komið á óvart.\nVið höfum verið að vara við þessum launahækkunum og teljum að þetta sé óheppilegt að við séum að fara í slíkar launahækkanir þegar hagkerfið er að koma út úr gríðarlegum miklum samdrætti. Þrátt fyrir að það sé hagvöxtur í ár og á næsta ári þá samt sem áður þá er verðmætasköpunin eða undirliggjandi landsframleiðsla ekki á því stigi\nsem var áður en til heimsfaraldursins kom. Þannig að þessar launahækkanir eru ekki í takti við undirliggjandi verðmætasköpun hvað þá getu atvinnulífsins til þess að standa undir þessum hækkunum. Niðurstaðan er því sú að þetta mun að óbreyttu leiða til aukinnar verðbólgu og nú er seðlabankinn að bregðast við með að hækka vexti\nOg mun þetta líka leiða til þess að fyrirtæki segi upp starfsmönnum til að mæta auknum kostnaði?\neinhver fyrirtæki gætu hugsanlega þurft að gera það. Þetta hefur auðvitað bein áhrif á fyrirtækin og þau gætu þurft að grípa til slíkra ráðstafana","summary":null} {"year":"2021","id":"63","intro":"Ríkisstjórnin treystir sér ekki til að hefja þingstörf af fullum þunga vegna þess að fjárlagafrumvarpið er ekki tilbúið. Þetta segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin hafi nýtt sér ástandið í Norðvesturkjördæmi sem skjól.","main":"Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust á fundi nú fyrir hádegi til að ræða stöðuna sem upp sé komin þar sem ekki stendur til að ræða fjárlagafrumvarpið fyrr en í byrjun desember. Þau segja ríkisstjórnina hafa nýtt sér ástandið í Norðvesturkjördæmi sem skjól.\nÞingflokksformenn allra flokka funduðu í gær með starfandi forseta Alþingis Willum Þór Þórssyni þar sem ákveðið var að setja þing á þriðjudaginn, kjósa kjörbréfanefnd og fresta svo fundi til fimmtudags til að ræða tillögur undirbúningskjörbréfanefndar og greiða um þær atkvæði. Ný ríkisstjórn og nýr stjórnarsáttmáli verði þannig ekki kynnt fyrr en eftir þennan fimmtudag. Síðan stendur til að fjárlagafrumvarpið verði ekki lagt fram og rætt fyrr en í byrjun desember. Þingflokksformenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust á fundi fyrir hádegi til að ræða þessa stöðu, Helga Vala Helgadóttir er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.\nvið vorum að ræða þá stöðu sem uppi er að ríkisstjórnarflokkarnir treysta sér ekki til að hefja hér þingstörf fyrr en 6. desember að því er virðist það er í annarri viku desembermánaðar þau eru ekki tilbúin með fjárlög þrátt fyrir þennan langa tíma sem liðinn er frá kosningum.\nHelga Vala segir fjölmörg stór og brýn mál bíða umræðu Alþingis nú þegar fimm mánuðir séu frá því þing kom síðast saman. Megi þar nefna alvarlegt ástand í heilbrigðiskerfinu í miðjum faraldri, hækkandi stýrivexti og sölu Mílu svo fátt eitt sé nefnt og ætli þau að reyna að ná tali af leiðtoga ríkisstjórnarinnar til að fara yfir málin.\nþannig að þið teljið að ríkisstjórnin treysti sér ekki til að koma með fjárlagafrumvarpið strax? ja það voru tíðindin af fundinum í gær með sitjandi forseta þingsins að fjárlagafrumvarpið er bara langt í frá tilbúið nú átta vikum eftir kosningar\nþau hafa verið að nýta sér þetta ástand í Norðvesturkjördæmi sem einhvers konar skjól","summary":"Ríkisstjórnin treystir sér ekki til að hefja þingstörf af fullum þunga vegna þess að fjárlagafrumvarpið er ekki tilbúið. Þetta segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Ríkisstjórnin hafi nýtt sér ástandið í Norðvesturkjördæmi sem skjól."} {"year":"2021","id":"64","intro":"Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentur í morgun. Hluti hækkunarinnar er rakinni til launahækkana í kjarasamningum sem Seðlabankinn segir á skjön við efnahagslegan veruleika.","main":"Þetta er fjórða stýrivaxtahækkunin frá því í maí og sú brattasta til þessa. Vextir stóðu í 0,75 prósentum í maí en verða nú 2 prósent. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, segir hækkunina nauðsynlega til að koma böndum á hagkerfið. Kæla þarf húsnæðismarkaðinn og kveða niður verðbólgu. Hækkunin sé til marks um að vel hafi gengið að koma hagkerfinu út úr faraldrinum.\nOg eiginlega of vel því það felur þá í sér að við þurfum að bregðast við. Við þurfum að hækka vexti til að partýið fari ekki úr böndunum.\nSeðlabankastjóra er tíðrætt um miklar launahækkanir, bæði þær sem þegar eru orðnar og þær sem fyrirséð er að verði samkvæmt kjarasamningum. Hann telur þær ekki í takt við efnahagslegan veruleika.\nEins og þessi hagvaxtarauki sem nú á að greiða út. Ég held að hann sé vanhugsaður í ljósi þess að verðmætasköpunin hefur ekki aukist. Þetta er að einhverju leyti bara pappírshagvöxtur.\nÞau skilaboð hafa borist frá verkalýðshreyfingunni að stýrivaxtahækkunum verði mætti með launahækkunum í næstu kjarasamningslotu. Ásgeir segir það hrein öfugmæli.\nTveir plús tveir eru fjórir. Það er ákveðinn efnahagslegur raunveruleiki sem ræður því hvaða lífskjör við getum haft í þessu landi. Við getum ekki farið út fyrir það. Við höfum það hlutverk hér að tryggja það að það sem er samið um í kjarasamningum að það haldi sínu verðgildi. Okkar hlutverk er að tryggja það að íslenska krónan haldi sínu verðgildi og að allir aðilar sem semja í þessu landi geti reitt sig á það að hún haldi stöðugu verðgildi. Verkalýðsfélögin eða hverjir aðrir.","summary":"Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,5 prósentur í morgun, með fjórðu hækkuninni á árinu. Ein ástæðan er launahækkanir í kjarasamningum sem seðlabankastjóri segir úr takti við veruleikann. Forseti ASÍ segir hækkunina hleypa hörku í komandi kjaraviðræður. "} {"year":"2021","id":"64","intro":"Kirkjuklukka frá tólftu öld mun mögulega hringja inn jólin í Skálholti í ár en engin klukka er nú í turninum. því kirkjuturninn er klukkulaus. Tímabær viðgerð stendur nú yfir en tuttugu ár eru frá því danska klukkan hrundi í gólfið á Skálholtshátíð og síðan hafa þær bilað ein af annarri.","main":"Sú fyrsta datt út. Hún hrundi á gólfið við setningu og messuupphaf á Skálholtshátíð 2002 og fór í nokkuð marga mola og ekki hægt að gera við hana. Þær hafa týnt tölunni eða hætt að hljóma með ýmsu móti, ýmsar ástæður.\nSegir Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti en það er verndarsjóður Skálholtsdómkirkju sem sendur fyrir söfnuninni á viðgerðinni sem er langt komin. Kirkjuklukkurnar voru á sínum tíma gjöf frá Norðurlöndunum sem studdu rausnarlega við byggingu kirkjunnar. En það var danska klukkan sem brotnaði með hvelli fyrir tuttugu árum.\nOg nú er viðgerð hafin og fyrsta skrefið er að taka niður klukkurnar.\nJá ég er hérna upp í turni með klukkusmiðnum Tomasi frá Danmörku og þeir eru að fara taka niður allar klukkurnar sem eru upp í turni.\nSvo að hægt verði að hringja inn jólin í Skálholti kemur til greina að nota tvær klukkur frá 1726 eða jafnvel klukku frá tólftu öld, frá Páli Jónssyni biskupi.","summary":"Skálholtskirkjuturn er klukkulaus eftir að klukkurnar hafa bilað ein af annarri. Til greina kemur að notast við klukku frá tólftu öld til að hringja inn jólin í Skálholti þetta árið. "} {"year":"2021","id":"64","intro":"Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins skoðar nú ýmsar leiðir til að ná til þeirra sem ekki hafa þegið boð um kórónuveirubólusetningu. Verið er að greina þennan hóp og til greina kemur að aka um og bjóða fólki bólusetningu. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir brýnt að ná til þessa hóps sem fyrst.","main":"144 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, þar af 78 utan sóttkvíar. Undanfarna daga hafa óbólusettir verið yfir 40% þeirra sem greinast, en um 10% fólks á bólusetningaraldri hefur ekki þegið boð um bólusetningu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að leita þurfi allra leiða til að ná til þessa hóps:\nÞetta er hugmynd sem við erum að vinna með núna - hvort við ættum að vera með bólusetningu í boði úti í hverfunum og hafa einhvern bíl til umráða -.\nMeð þessu er vonast til að ná megi að minnsta kosti til hluta þeirra sem enn hafa ekki þegið boð um bólusetningu.\nÞá ætlum við að sjá hvort við getum fært okkur til fólksins.\nVitið þið hvaða hópur þetta er?\nÞað er verið að reyna að greina betur þessi 10%. Fyrstu vísbendingar eru um að þetta sé fólk í yngri kantinum, þá frekar karlar en konur og hugsanlega fleiri með erlent ríkisfang en íslenskt.\nOg þegar þið eruð búin að því gæti strætóinn eða bíllinn hugsanlega lagt af stað - hvert fer hann?\nJá, við erum svolítið að spá í það og kortleggja og erum þá að spá í staði eins og allar nýbyggingar, þar er mikið af fólki að vinna. Hugsanlega Kringlan og Smáralind og svona ýmsir staðir sem við erum að horfa á.\nVerði af verkefninu mun bíllinn aka um öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og hugsanlega víðar um land. Ragnheiður segir að ekki sé gert ráð fyrir að boðið verði upp á sýnatöku í bílnum, en það kæmi vel til greina. Brýnt sé að koma verkefninu af stað sem fyrst:\nEinhvern tímann núna á næstu vikum.","summary":"Ungir karlar eru fjölmennastir í hópi þeirra sem ekki hafa þegið bólusetningu. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins kannar nú ýmsar leiðir til að ná til þessa hóps, ein þeirra er með strætó. 144 smit greindust hér í gær."} {"year":"2021","id":"64","intro":"Um fimmtán prósent landsmanna vilja að sóttvarnaraðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins verði aflétt samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Stuðningsmenn Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins voru líklegastir til að vilja að öllum aðgerðum verði hætt.","main":"Könnunin var gerð dagana 4. til 14. nóvember. Þegar hún hófst voru litlar takmarkanir í gildi og þá stóð til að aflétta öllum sóttvarnarnaraðgerðum um miðjan nóvember. Næstu daga urðu miklar breytingar á aðgerðum á stuttum tíma. Meirihluti svarenda vildi að sóttvarnaraðgerðir yrðu hertar þegar Gallup náði sambandi við þá. Hlutfall þeirra sem vildu að þeim yrði aflétt hélst óbreytt yfir könnunartímann, óháð fjölgun smita. Um fjórðungur fólks undir fertugu vill aflétta öllum sóttvarnaraðgerðum, en aðeins fimm prósent sextíu ára og eldri eru sammála því. Um einn af hverjum tíu á aldrinum fjörutíu til sextíu ára vilja aflétta.\nYfir helmingur stuðningsmanna allra stjórnmálaflokka utan Sjálfstæðisflokksins vildu herða sóttvarnaraðgerðir dagana sem púlsinn var tekinn. Um þrír af hverjum fjórum stuðningsmönnum Sósíalistaflokks Íslands og Vinstri grænna vildu hertar aðgerðir, en um fjórir af hverjum tíu stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins. Fjórðungur stuðningsmanna Miðflokksins vildu að sóttvarnaraðgerðum yrði aflétt, 23 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins og um fimmti hver stuðningsmaður Viðreisnar.","summary":"Yfir helmingur landsmanna vill hertar sóttvarnaraðgerðir, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi. Fjölgun smita hafði engin áhrif á fjölda þeirra sem vill að sóttvarnaraðgerðum verði aflétt."} {"year":"2021","id":"64","intro":"Forseti Alþýðusambands Íslands segir ákvörðun Seðlabankans um að hækka stýrivexti hleypi meiri hörku í komandi kjaraviðræður. Formaður Bandalags háskólamanna telur að vaxtahækkunin skili sér beint út í verðlag og bitni verst á ungu fólki sem er nýkomið inn á fasteignamarkað.","main":"Mikil áhersla var lögð á lækkun stýrivaxta við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrir tveimur árum. Samningarnir renna út í haust og viðbúið að hækkanir síðustu mánaða hafi áhrif á komandi kjaraviðræður.\nDrífa Snædal forseti Alþýðusambandsins segir að vaxtahækkunin í morgun þurrki út kjarasamningsbundnar launahækkanir.\nÞað er ágætt að tala mjög skýrt, að Seðlabankinn tekur þá ákvörðun í morgun að hafa af launafólki svona eins og eina umsamda launahækkun á kjarasamningstímabilinu. Það er mjög alvarlegt mál. Seðlabankinn fór mjög bratt í að lækka vexti, gaf væntingar um það að fólk gæti endurfjármagnað og gæti nýtt aukið svigrúm þannig.\nSíðan hefur fólk gert ráðstafanir út frá því. Hugsanlega endurfjármagnað til þess að koma til móts við tekjutap út af atvinnuleysi eða einhverju slíku. En síðan þessar bröttu vaxtahækkanir sem við erum að sjá núna munu að sjálfsögðu kalla á það að við förum með töluvert meiri hörku inn í kjarasamningana næstu en við var búist.\nFriðrik Jónsson formaður BHM telur að þessi hækkun bitni verst á ungu fólki og dugi lítið til að vinna gegn verðbólgu.\nVið erum í hagkerfi sem er mjög viðkvæmt fyrir vaxtahækkunum. Þetta mun skila sér beint út í verðlag má gera ráð fyrir. Þorri fyrirtækja á Íslandi eru lítil og meðalstór sem eru með háa skuldsetningu\nþannig um leið og þú hækkar þeirra lánskostnað þá ertu að hækka rekstrarkostnað og hann skilar sér út í verðlag\nÉg hef áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefur á ungt fólk sem er skuldsett\nog tiltölulega nýkomið út á fasteignamarkað. Þetta er ekki jákvætt inn í kjaraumhverfið","summary":null} {"year":"2021","id":"64","intro":"Efni úr Fjarðarheiðargöngum verður mögulega nýtt í landfyllingar á Seyðisfirði. Þannig yrði hægt að skapa rými undir atvinnuhúsnæði sem skemmdist í aurskriðunni í desember eða þau sem þarf að flytja vegna hættu á skriðuföllum.","main":"Samráðshópur stjórnvalda um viðbrögð við hamförunum á Seyðisfirði leggur til að efni sem fellur til við gerð Fjarðarheiðarganga verði nýtt í landfyllingu. Þannig megi skapa lóðir til undir atvinnuhúsnæði á öruggum svæðum.\nSagði Gauti Jóhannesson. Rúnar Snær Reynisson talaði við hann.\nSeyðfirðingum virðist vandi á höndum eftir nýtt hættumat sem gert var eftir að skriðurnar féllu í desember í fyrra. Bræðsla og hluti af frystihúsi Síldarvinnslunnar á staðnum er á hættusvæði. Reglugerð um bætur úr ofanflóðasjóði takmarkar slíkt hins vegar við íbúðarhús sem veldur mikilli óvissu. Fréttastofa þekkir dæmi þess að atvinnuhúsnæði hafi verið breytt í íbúðarhús en ekki skráð sem slíkt og situr fólk því uppi með það að fá ekki bætur vegna þess. Mögulega er reglugerðin hins vegar ólögleg þar sem hún takmarkar rétt til bóta sem kveðið er á um í lögum.\nGauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, situr í samráðshópi stjórnvalda um viðbrögð við hamförunum. Hann segir að hópurinn hafi ekki fundið lausn á því að tryggja bætur vegna atvinnuhúsnæðis en hópurinn vinni að framtíðarsýn í atvinnumálum á Seyðisfirði.","summary":"Efni úr Fjarðarheiðargöngum verður mögulega nýtt í landfyllingu á Seyðisfirði. Þannig yrði hægt að skapa rými undir atvinnuhúsnæði sem skemmdist í aurskiðunni í desember eða þarf að flytja vegna hættu á skriðuföllum."} {"year":"2021","id":"64","intro":"Stjórnvöld í Póllandi vara við því að ástandið á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands geti staðið mánuðum saman, jafnvel í nokkur ár. Hópur manna reyndi að komast yfir landamærin í nótt.","main":"Pólverjar segja að gera megi ráð fyrir að ástandið á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands geti varað mánuðum og jafnvel árum saman. Hælisleitendur reyndu trekk í trekk að komast yfir til Póllands í gær. Til átaka hefur komið.\nMariusz Blaszczak varnarmálaráðherra greindi frá því í viðtali við pólska útvarpsstöð í dag að hælisleitendur hefðu í gær og í nótt reynt að komast yfir til Póllands. Hann sagði jafnframt að útlit væri fyrir að ástandið á landamærunum ætti eftir að standa mánuðum saman, jafnvel í nokkur ár. Pólska landamæragæslan greindi frá því í dag að hælisleitendur hefðu í gær gert 161 tilraun til að komast yfir til Póllands. Átök hefðu orðið í tvö skipti. Níu lögreglumenn, landamæravörður og hermaður hefðu slasast. Mikill kuldi er á þessum slóðum. Hvít-Rússar gripu í gær til þess ráðs að flytja nokkur hundruð hælisleitendur í skjól í stóru vöruhúsi. Ahmed, ungur drengur frá kúrda-héruðum Íraks, greindi fréttamanni á Sky sjónvarpsfréttastöðinni að honum hafi verið orðið svo kalt að hann hefði ekki lengur fundið fyrir fingrunum. Hann óttaðist um líf sitt og eins árs bróður síns ef þeir þyrftu að vera á landamærunum eina nótt í viðbót.\nUm það bil tvö hundruð íraskrir hælisleitendur verða sendir heim á morgun. Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, sem sakaður er um að hafa valdið ástandinu á landamærunum, segist hafa sent nokkur þúsund til síns heima.","summary":"Stjórnvöld í Póllandi vara við því að ástandið á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands geti staðið mánuðum saman, jafnvel í nokkur ár. Hópur manna reyndi að komast yfir landamærin í nótt."} {"year":"2021","id":"64","intro":"Ari Freyr Skúlason hefur spilað sinn síðasta leik fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Hann tilkynnti þetta á Twitter nú rétt fyrir hádegi.","main":"Kynslóðaskiptin í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta halda áfram því í morgun tilkynnti Ari Freyr Skúlason að hann sé hættur að spila fyrir liðið.\nAri Freyr lék 83 landsleiki fyrir Ísland og var hluti af hópnum sem komst í fyrsta sinn á EM og HM. Ari lék í stöðu vinstri bakvarðar með liðinu. Hann er á mála hjá Norrköping í Svíþjóð og leikur þar áfram þó hann sé hættur í landsliðinu.\nSíðasti landsleikur Ara Freys fékk snubbótan endi. Hann var í byrjunarliði Íslands gegn Rúmeníu síðasta fimmtudag í undankeppni HM, en fór meiddur af velli eftir fimmtán mínútna leik.\nAri Freyr er 34 ára. Hans fyrsti A-landsleikur var vináttuleikur við Íran 2009. Hann fékk svo alvöru tækifæri með landsliðinu um leið og Lars Lagerbäck tók við því 2012. Síðan hefur hann verið fastamaður og er níundi leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi.\nSá þriðji leikjahæsti, Birkir Már Sævarsson, tilkynnti á sunnudag að hann væri hættur og fyrr í haust höfðu markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson og varnarjaxlinn Kári Árnason gert slíkt hið sama.\nÍslenska karlalandsliðið verður ekki á HM í Katar á næsta ári en línur skýrast sífellt betur hvað þátttökuþjóðir varðar. Argentína var meðal þeirra þjóða sem tryggðu sig á mótið í gærkvöldi og að öllu óbreyttu mætir Lionel Messi því á sitt fimmta heimsmeistaramót.\nPortúgalinn Cristiano Ronaldo sem gjarnan er nefndur í sömu andrá og Messi þegar talað er um bestu fótboltamenn samtímans og jafnvel sögunnar gæti sömuleiðis komist á sitt fimmta heimsmeistaramót. Það er hins vegar ekkert í hendi hjá Ronaldo ennþá eftir að Portúgal mistókst að tryggja sér HM sætið um helgina og þarf að fara í umspil.","summary":"Ari Freyr Skúlason hefur leikið sinn síðasta leik með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Hann tilkynnti þetta á Twitter nú rétt fyrir hádegi. "} {"year":"2021","id":"65","intro":"Hegðun ferðamanna á tímum heimsfaraldurs hafur gjörbreyst og hver ferðamaður eyðir miklu meiru en áður segir formaður Samtaka ferðaþjónustunna. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna setti í gærkvöld Ísland aftur í flokk yfir hááhættusvæði","main":"Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að hegðun ferðamanna á tímum heimsfaraldurs hafi gjörbreyst og hver ferðamaður eyði mun meiru en áður. Þó að smitstaðan á Íslandi sé slæm virðist vera að ferðamenn séu farnir að venjast nýjum raunveruleika.\nSóttvarnastofnun Bandaríkjanna setti í gærkvöld Ísland aftur í flokk yfir hááhættusvæði. Eins má búast við að Ísland verði dökkrautt á sóttvarnakorti Evrópu í fyrsta sinn þegar það verður uppfært í vikunni. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.\nÞað er margt sem bendir til þess að fólk sé farið að venjast nýjum raunveruleika í sambandi við ferðalög og sé ekki tilbúið til að bíða lengur. Það er allt sem bendir til þess að eftirspurn eftir ferðum í heiminum sé aukast mjög hratt núna. Og að fólk sé farið að sætta sig við nýjan raunveruleika og farið að taka því sem sjálfsögðum hlut að sýna alls konar vottorð og fara í alls konar prufur.\nEn svona í fortíðinni hafa þeir sem best þekkja til á Bandaríkjamarkaði reiknað með sirka 10-20 prósenta samdrætti í eftirspurn þegar landið hefur farið á rautt.\nHún segir faraldurinn hafa breytt hegðun ferðamanna en spurning sé hvort það séu aðeins tímabundin covid-áhrif.\nÞannig að þeir ferðamenn sem hafa verið að koma eru þessir eftirsóttu ferðamenn sem eru eins og ég segi hafa dvalið hér lengi og eitt óvanalega miklu hafa gert óvanalega vel við sig í fyrstu ferðunum eftir covid.\nHver ferðamaður eyði nú um 150-180 þúsund krónum fyrir hverjar hundrað þúsund krónur sem hann eyddi fyrir covid.","summary":null} {"year":"2021","id":"65","intro":"Börn og ungmenni horfa mest á sjónvarpsefni á ensku, og um helmingur notar ensku við tölvuleikjaspilun og á samfélagsmiðlum. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Menntavísindastofnunar fyrir Fjölmiðlanefnd, á málnotkun barna og ungmenna á afþreyingarefni, sem er birt í dag á Degi íslenskrar tungu. Samkvæmt niðurstöðunum skera lestur og áhorf á fréttir sig úr, en þar velja flest efni á íslensku.","main":"Þrír af hverjum fjórum á framhaldsskólaaldri segist horfa oftar á bíómyndir og sjónvarpsþætti á ensku og helmingur barna í 4.-10. bekk grunnskóla. Enn meiri munur var á Youtube áhorfi, þar sem níu af hverjum tíum framhaldsskólanemum nota ensku og 3 fjórðu grunskólabarna. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá Fjölmiðlanefnd var gestur Morgunútvarpsins í morgun.\nÍsleskan er það tungumál sem þau nota helst þegar þau eru að lesa fréttir, það er eini hlutinn þar sem íslenskan er að skora hærra en enskan.\nSama könnun var gerð í Noregi en þar nota fleiri móðurmálið á Youtube, sem kann að skýrast af meira framboði á efni á norsku en íslensku.\nHins vegar er það þannig á samfélagsmiðlum að notkunin, við notum íslensku og ensku álíka mikið hér en í Noregi nota þau ensku umfram norsku og það er athyglisvert líka.\nÞað er örlítið meiri munur á milli kynja og það er helst þannig að stúlkur eru duglegri að nota íslensku heldur en strákar, sérstaklega er munur eins og inni á samfélagsmiðlum. Þá sáum við líka að þau sem skilgreina kyn sitt sem annað, þau eru líklegri til að nota ensku inn á samfélagsmiðlum og þau eru líka líklegri að nálagast fréttir á ensku heldur en íslensku heldur en aðrir.\nSkúli segir ákveðið ójafnvægi á markaði að íslensku miðlarnir verði að fylla ákvæði laga um textun og talsetningu. Þó hefur þrýstingur á Disney+ og Netflix um slíkt skilað árangri.\nSvo vitum við ekki, kannski leggjum við rosalega mikið púður í þær veitur sem við höfum í dag og svo koma nýjar veitur sem ráðast á okkur. Nýir miðlar, þróunin er bara það hröð að tíminn og peningar sem við höfum til að setja í talsetningu er bara ekki nægur.","summary":"Börn og ungmenni horfa mest á sjónvarpsefni á ensku samkvæmt niðurstöðum könnunar Menntavísindastofnunar. Mestur er munurinn á Youtube áhorfi. Dagur íslenskrar tungu er í dag. "} {"year":"2021","id":"65","intro":"Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur ákært Aung San Suu Kyi sem stjórnin steypti af stóli í ársbyrjun. Ákæruefnin snúa að meintu kosningasvindli á síðasta ári þar sem NLD flokkur Suu Kyi, tryggði sér meirihluta á þingi.","main":"Verði Suu Kyi fundin sek gæti það þýtt áratugalangt fangelsi en hún er 76 ára gömul. Hún hefur verið í haldi frá valdatöku hersins í febrúar en ekki hefur verið látið uppi hvenær réttarhöld yfir henni fara fram. Upplausn hefur ríkt í landinu allar götur síðan en herstjórnin hefur brugðist ókvæða við öllu andófi og hótað að leysa NLD-flokkinn upp.\nSuu Kyi hefur einnig verið sökuð um að hafa ólöglega þegið fé og gull, fyrir að skapa glundroða og ótta í landinu og fyrir að hafa ólögleg fjarskiptatæki undir höndum. Eins er hún ákærð fyrir að brjóta sóttvarnarreglur. Dóms er að vænta í því máli í desember.\nFimmtán aðrir eru ákærðir fyrir kosningasvindl, þeirra á meðal fyrrverandi forseti Mjanmar Win Myint. Í júlí síðastliðnum ógilti herstjórnin niðurstöður kosninganna og staðhæfði að 11 milljónir meintra svika hefðu uppgötvast. Blaðamönnum er ekki heimilt að vera viðstaddir réttarhöld yfir Suu Kyi.\nAlls hafa á þrettánda hundrað fallið í valinn í mótmælum eftir að herforingjarnir tóku völdin í landinu og yfir tíu þúsund verið handtekin. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna brýndi herstjórnina í síðustu viku til að láta umsvifalaust af harðræði í garð borgaranna.","summary":null} {"year":"2021","id":"65","intro":"Forseti Hvíta-Rússlands vill lægja öldurnar í samskiptum við Evrópusambandið vegna þúsunda hælisleitenda sem vilja komast frá landi hans yfir til Póllands. Átök brutust út á landamærunum í dag.","main":"Forseti Hvíta-Rússlands vill koma í veg fyrir að samskiptin við Evrópusambandið versni enn frekar vegna hælisleitenda sem vilja komast yfir til Póllands og þaðan til annarra ESB-ríkja. Átök brutust út í dag milli hælisleitenda og pólskra hermanna og lögreglumanna sem gæta landamæranna.\nHvítrússneska ríkisfréttastofan BelTA segir að Alexander Lukashenko forseti hafi lýst því yfir á ríkisstjórnarfundi í dag að þetta svokallaða vandamál mætti ekki skaða samskiptin við Evrópusambandið meira en orðið er. Aðaláherslan væri sú að vernda land og þjóð og koma í veg fyrir átök. Lukashenko og Angela Merkel, fráfarandi kanslari Þýskalands, ræddu stöðuna í gær. Haft er eftir honum að þau hafi verið sammála um að það væri öllum fyrir bestu að lægja öldurnar. Þau hafi raunar aðeins greint á um hvernig hælisleitendurnir komust til Hvíta-Rússlands.\nNokkur þúsund flóttamanna eru enn við landamærin. Hópur úr þeirra röðum kastaði grjóti í dag í pólska hermenn og lögreglumenn, sem reyna nú að koma í veg fyrir að þeir komist yfir landamærin. Þeir svöruðu með því að sprauta á þá með háþrýstidælum. Varnarmálaráðuneytið í Varsjá segir á Twitter að sumir hælisleitendur hafi verið vopnaðir höggsprengjum. Jafnframt kemur fram á Twitter að fjórir hvítrússneskir hermenn hafi í gær reynt að klippa á gaddavír á landamærunum og koma ellefu hælisleitendum yfir til Póllands. Pólsku hermennirnir beittu táragasi og tókst að stöðva áhlaupið.","summary":"Forseti Hvíta-Rússlands vill lægja öldurnar í samskiptum við Evrópusambandið vegna þúsunda hælisleitenda sem vilja komast frá landi hans yfir til Póllands. Átök brutust út á landamærunum í dag. "} {"year":"2021","id":"65","intro":"Það skýrist í kvöld hvaða Evrópulið komast beint á HM í Katar á næsta ári. Evrópumeistarar Ítalíu þurfa að fara í umspil og Danir töpuðu sínum fyrsta og eina leik í undankeppninni í gær.","main":"Spennan í C-riðlinum var mikil fyrir lokaumferðina en Ítalía og Sviss börðust um toppsæti riðilsins, liðin tvö jöfn að stigum. Ítalía mætti Norður-Írlandi en leiknum lauk með markalausu jafntefli. Á sama tíma vann Sviss Búlgaríu 4-0 og Sviss komst þar með á HM en Ítalía þarf að fara í umspil. Í F-riðlnum voru Danir þegar búnir að tryggja sér efsta sæti riðilsins og farseðilinn á HM, en Dönum mistókst þó að fara taplausir í gegnum undankeppnina. Fyrsta og eina tap liðsins kom gegn Skotlandi í gær, Skotar unnu 2-0, og fara í umspilið. Englendingar rótburstuðu San Marínó í I-riðlinum, 10-0, og enduðu efstir í riðlinum, en Pólland fer í umspil. Harry Kane raðaði inn mörkum í síðustu leikjum undankeppninnar fyrir England, skoraði sjö mörk í síðust tveimur leikjum liðsins. Fjögur markanna komu í gær og tókst Kane þar með að jafna við Gary Lineker er kemur að fjölda marka fyrir England. Mörk Harry Kane fyrir enska landsliðið eru nú orðin 48 talsins. Sir Bobby Charlton er næst markahæsti landsliðsmaður Englands frá upphafi með 49 mörk en sá sem situr á toppnum er Wayne Rooney með 53 mörk. Kane þarf því að skora sex mörk til viðbótar til að bæta markamet Rooney. Undankeppni heimsmeistaramótsins í Evrópu lýkur í kvöld og er spennan afar mikil í G-riðlinum. Fyrir lokaumferðina er Holland með 20 stig og Tyrkland og Noregur með 18. Holland mætir Noregi og Tyrkland Svartfjallalandi.\nHaukar unnu nauman eins marks sigur á ÍBV í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöld, 36-35, og Haukar eru nú einir á toppi deildarinnar með 13 stig. Afturelding vann góðan sigur á KA, 33-29, og fór Afturelding upp í 5. sætið með 10 stig en KA er áfram í 9. sæti deildarinnar með sex. Stjarnan og FH eigast við klukkan hálf átta í kvöld og geta bæði lið komist upp í 2. sætið með sigri. Áttunda umferð úrvalsdeildar kvenna hefst í kvöld með viðureign HK og Hauka en liðin eru jöfn að stigum í 4. og 5. sæti deildarinnar með sjö stig.","summary":null} {"year":"2021","id":"65","intro":null,"main":"Þrír létust í sjálfsmorðsárásum í Kampala, höfuðborg Úganda, í morgun. Yfir þrjátíu særðust og eru fimm þeirra í lífshættu. Uppreisnarhreyfing sem tengist hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hefur staðið fyrir sprengjuárásum í Úganda undanfarið. Utanríkisráðuneytið birti í dag yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni þar sem Íslendingar í Úganda eru hvattir til að hafa samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins ef þeir þurfa aðstoð, en láta annars aðstandendur vita af sér. Utanríkisráðuneytið veit um fjóra Íslendinga í Kampala auk starfsmanna íslenska sendiráðsins og eru þeir allir óhultir.","summary":"Þrír létust í sjálfsmorðsárásum í Kampala, höfuðborg Úganda, í morgun. Yfir þrjátíu særðust í árásunum og eru fimm þeirra í lífshættu"} {"year":"2021","id":"67","intro":"Umdeild breyting var gerð á lokaályktun loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem lauk í Glasgow í gærkvöld. Forseti ráðstefnunnar segir það standa tæpt að halda hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu.","main":"Viðræður um lokaútgáfu yfirlýsingar eftir ráðstefnuna drógust á langinn í gærkvöld og var þá orðalag ýmissa ákvæða sem flæktist fyrir leiðtogunum. Orðalagi hvað varðar kol var undir lok þingsins breytt úr að \u001ehorfið yrði frá notkun kola, yfir í að \u001edregið yrði úr notkun þeirra. Bæði Kínverjar og Indverjar þrýstu að orðalaginu yrðu breytt og fengu það í gegn. Breytingin var umdeild að sögn Breska ríkisútvarpsins, en var samþykkt gegn því að vernda önnur mikilvæg ákvæði. Alok Sharma, forseti ráðstefnunnar, sagði að þrátt fyrir þetta væri með yfirlýsingunni hægt að halda hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu. Það stæði þó tæpt.\nthe pulse of 1.5 is weak and that is why, whilst we have reached (what) I do believe is a historic agreement what this will be judged on is not just the fact that countries have signed up but it will be judged on whether they meet and deliver on the commitment.\"\nSharma sagði að ríkin yrðu ekki dæmd út frá samkomulaginu sjálfu, heldur hvort þau standi við það.\nHalldór Þorgeirsson formaður loftlagsráðs segir jákvætt að það hafi tekist að ná sameiginlegum ákvörðunum og ljúka útfærslu á Parísarsamningum og að hraða innri takti samningsins. Þannig er þeim möguleika haldið opnum að takmarka hlýnun við eina og hálfa gráðu.\nEn það sem er dapurlegt er hvað mörg ríki eru ekki að skila sínu og það er meginástæðan fyrir því að það stefnir enn í það að heimslosunin 2030 verði meiri en heldur en er núna. Það sem hún þarf að gera er að hún þarf að minnka um 45 prósent þannig að við erum langt frá því að vera með þær aðgerðir í ríkjunum sjálfum sem að duga til að skila þessum árangri.","summary":"Nokkur hasar var á lokametrum loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow í gær. Leiðtogar eru ekki á einu máli um árangurinn frá ráðstefnunni, og sumir segja samkomulag um að halda hlýnun jarðar í skefjum standi tæpt. Umhverfisráðherra segist bera með sér kyndil vonarinnar frá Skotlandi. "} {"year":"2021","id":"67","intro":"Stór hluti þeirra sem kaupa íbúðir eru fjárfestar. Forseti Alþýðusambandsins vill að samfélagið sammælist um það að íbúðir til sölu séu fyrir fólk sem þurfi þak yfir höfuðið. Ýmis loforð sem stjórnvöld gáfu í tengslum við Lífskjarasamning hafi ekki verið efnd.","main":"Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir það ekki ganga að fjárfestar og þeir sem selji gistingu í gegnum Airbnb séu þeir sem eigi stóran hluta af fasteignamarkaðnum. Samfélagið verði að ákveða að íbúðir séu fyrir fólk sem þurfi á húsnæði að halda.\nNú er farinn í gang vaxtahækkanafasi. Það er að mælast hærri verðbólga í vestrænum löndum heldur en hefur sést mjög lengi. Það sem við erum að skoða eru náttúrulega bara nauðsynjar fólks: húsnæði, samgöngukostnaður og matvörur. Allt þetta er að hækka. Olíuverð er að hækka, húsnæðisverð og matvöruverð. Ef við lítur á húsnæðismarkaðinn af því að það hefur verið kannski einn stærsti liðurinn í útgjöldum fólks, þá voru ýmiss loforð gefin í tengslum við Lífskjarasamningana 2019 sem hafa ekki verið efnd. Það var svokölluð leigubremsa. Það frumvarp er tilbúið. Það var unnið í samráði við okkur. Það fór ekki í gegn. Ekki heldur frumvarp um vexti og verðtryggingu. Það hefur dregið mjög úr vaxtabótakerfinu, þ.e.a.s. ríkisstuðningur hefur færst meira í stofnframlög til leiguíbúða eins og Bjargs o.fl., sem er gott. Það er eiginlega það sem hefur virkað best fyrir lægst launaða fólki á vinnumarkaði. Húsnæðismálin eru eitt stærsta málið. Nú erum við t.d. að fylgjast mjög vel með því hvernig leiga hækkar, hvernig húsnæðislán hækka í kjölfar vaxtahækkana. En líka hvað það er stór hluti af þeim sem eru að kaupa íbúðir núna sem eru fjárfestar en ekki fólk sem er að kaupa íbúðir til að búa í. Ég held að það væri ágætis fyrsta skref að við myndum sammælast um að húsnæðismarkaðurinn á að vera til fyrir fólk til að hafa öruggt og gott húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Það er ágætis fyrsta skref. Það á ekki að vera fjármagnseigendur á markaði. Airbnb-íbúðir eiga að mæta afgangi. Það á að koma reglum yfir Airbnb til þess að það sé ekki að spæna upp húsnæðiðverðið. Þannig að það er hægt að gera ýmislegt sem kostar ekki einu sinni ríkissjóð peninga.","summary":"Stór hluti þeirra sem kaupa íbúðir eru fjárfestar. Forseti Alþýðusambandsins vill að samfélagið sammælist um það að íbúðir til sölu séu fyrir fólk sem þurfi þak yfir höfuðið. Ýmis loforð sem stjórnvöld gáfu í tengslum við Lífskjarasamning hafi ekki verið efnd. "} {"year":"2021","id":"67","intro":"Átta rúm voru tekin í notkun á endurhæfingadeild á Landakoti á fimmtudaginn. Þar með tókst að tappa að hluta af útskriftarvandanum á bráðamóttöku Landspítalans en það þarf meira til segir framkvæmdastjóri hjúkrunar. Enn vantar mjög marga hjúkrunarfræðinga til starfa á spítalanum.","main":"En markmiðið er að fara upp í sextán á næstu vikum og við eigum eftir að manna til þess að tryggja að við getum opnað þessi átta rúm til viðbótar.\nSegir Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Sérstaklega vantar hjúkrunarfræðinga til að hægt sé að bæta við þessum átta sjúklingum. En fleiri hjúkrunarfræðinga vantar fyrir svokölluð hágæslurými og þeir hjúkrunarfræðingar þurfa að hafa gjörgæsluhæfni. Á vef Landspítalans er undir lausum störfum auglýst eftir fjölda hjúkrunarfræðinga og eins sjúkraliða. Um miðjan október fundaði yfirstjórn Landspítalans með hjúkrunarfræðingum á bráðamóttökunni vegna útskriftarvandans þeas ekki er hægt að flytja sjúklinga á aðrar deildir spítalans eða á hjúkrunarheimili og því þurfa allt upp í nokkrir tugir sjúklinga á liggja á göngum bráðamóttökunnar. Þar var tilkynnt að stefnt væri að því að bæta við á þriðja tug legurýma á næstu vikum og mánuðum. Sigríður segir vissulega ánægjulegt að hægt hafa verið að ráða fólk svo hægt væri að opna þessi átta en meira þurfi til:\nVonandi sjáum við strax merki að það hjálpi okkur með að flytja fólk eða sjúklinga á viðeigandi þjónustustig. En það þarf meira til.","summary":"Í vikunni var bætt við átta rúmum á Landakoti sem er hluti af átaki Landspítalans að fjölga rúmum svo hægt sé að flytja sjúklinga af göngum bráðamóttökunnar. Bæta á við fleiri rúmum en til þess þarf fleiri hjúkrunarfræðinga til starfa. "} {"year":"2021","id":"67","intro":"Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að árangur hafi náðst á loftlagsráðstefnunni í Glasgow, þótt hann hafi ekki verið nægilega mikill. Hann segist bera með sér kyndil vonarinnar frá Skotlandi.","main":"Það náðist árangur en hann var bara ekki nægilega mikill.\nsagði umhverfisráðherra um niðurstöðuna í viðtali við Þóru Arnórsdóttur í Silfrinu í morgun. Þrátt fyrir vonbrigði á ákveðnum sviðum hafi náðst áfangasigrar.\nÍ fyrsta lagi skilar þetta samkomulag okkur því aðríki heims eru að standa við markmiðið um að hlýnun jarðar aukist ekki um meira en 1,5 gráður. Það er kannski langstærsti og mikilvægasti hlutinn af þessu samkomulagi.\nGuðmundur Ingi nefnir einnig loforð ríkari þjóða um að tvöfalda loftlagsaðstoð til þróunarríkja og að tekist hafi að klára reglubók Parísarsamkomulagsins, en það tókst ekki í Póllandi árið 2018. Þá hafi í fyrsta skipti verið kveðið á um að draga úr brennslu kola og notkun jarðefnaeldsneytis sem og að draga úr niðurgreiðslu jarðefnaeldsneytis sem nemur 400 milljörðum dollara á ári. Þótt ekki hafi verið gengið jafnlangt í þeim efnum og Guðmundur vonaðist til, og enn sé margt óunnið, þá sé það nóg til að hann beri með sér kyndil vonar frá Glasgow.\nÞó svo að þetta orðalag sem hafði verið í fréttum hafi verið útvatnað á síðustu mínútum, nú er maður búinn að fá að sofa á þessu, að þá er betra að þetta sé þarna inni. Þetta er komið inn í fyrsta skipti, komin viðurkenning á því að þetta sé mikilvægt, það eru öll ríki búin að viðurkenna það og það skiptir máli upp á framhaldið líka.","summary":null} {"year":"2021","id":"67","intro":"Forystumenn stjórnarandstöðuflokka segja að ríkisstjórninni hafi mistekist að efla Landspítalann nægilega mikið til að takast á við faraldurinn. Þess vegna þurfi stöðugt að herða samkomutakmarkanir þegar smitum fjölgar.","main":"Ríkisstjórnin ákvað á föstudag að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita.\nÍ minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra er vísað til þess að vaxandi fjöldi smita hafi skapað mikið álag á Landspítalann og heilbrigðiskerfið í heild. Starfsemi rakningateymis sé í uppnámi og farsóttarhús við það að fyllast.\nÞórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata segir að ríkisstjórnin hafi brugðist Landspítalanum í faraldrinum.\nVið höfum alltaf sagt og höfum alltaf bent á það að það þarf auðvitað að styrkja Landspítalann. Við erum að upplifa þessar takmarkanir vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hafa ekki fengist til þess að styðja við Landspítalann með fullnægjandi hætti til þess að hann geti tekist á við heimsfaraldur án þess\nað við þurfum að fara í takmarkanir í hvert skipti sem ný bylgja kemur upp. þannig að stjórnvöld að þínu mati hafa ekki nýtt þessa síðustu tuttugu mánuði til þess að styrkja Landspítalann? Þau hafa algjörlega brugðist Landspítalanum\nLogi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tekur í sama streng.\nÞað er búið að vera ákall frá því faraldurinn hófst um að heilbrigðiskerfið sé styrkt þannig að það hafi meira borð fyrir báru þegar að óvenjulegir atburðir gerast eins og faraldurinn er. Það hefur ekki orðið við því í nægum mæli og ég held að þessar aðgerðir hafi kannski verið ill nauðsynlegar. En á sama hátt er mjög bagalegt að þing komi ekki saman heilu mánuðina\nvegna einhvers drollaragangs í ríkisstjórninni vegna þess að nú ættum við að vera að ræða samhliða þessum aðgerðum hvaða lausnir eru í boði fyrir auðvitað það fjölmarga fólk úr til dæmis veitinga-, menningar- og listalífinu sem er að verða fyrir mjög erfiðum búsifjum\nInga Sæland formaður Flokks fólksins segir að stjórnvöld hafi þurft að grípa fyrr til aðgerða.\nHér hefur verið Landspítali á hliðinni og algjörlega á þolmörkum án Covid. Við skulum átta okkur á því. Þannig að Covid er hrein og klár viðbót. Miklu vandmeðfarnara að sinna þeim sjúklingum. Gríðarlegt álag á starfsfólk.\nÞað vantar stórlega starfsfólk. Við erum að borga mjög lág laun miðað við álag og virkilega erfiða erfiða vinnu, virkilega krefjandi og erfiða vinnu. Þannig að ég er meira hrædd um það að við förum að missa frá okkur fólk ef við förum ekki að gera eitthvað í málunum","summary":null} {"year":"2021","id":"67","intro":"Fólk sem fjársveltir Landspítalann getur ekki á sama tíma gert kröfur um að spítalinn ráði við heimsfaraldur svo það geti lifað sínu eðlilega lífi. Þetta segir formaður læknaráðs Landspítalans.","main":"Landspítalinn hefur verið fjársveltur frá hruni og því viðbúið að hann gæti ekki ráðið við heimsfaraldur, segir formaður læknaráðs. Hún segir starfsfólk reiðubúið að leggja mikið á sig en það verði að fá meðbyr frá fjárveitingavaldinu.\nSteinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður læknaráðs Landspítalans, ræddi stöðuna í covid-faraldrinum í Silfrinu í morgun. Hún sagði það ekki koma fólki í heilbrigðiskerfinu á óvart að heimsfaraldur legði það á hliðina. Þessu hefði starfsfólk Landspítalans varað við árum saman. Spítalinn glímdi þó enn við sömu vandamál og áður, til dæmis úrelt húsnæði þar sem ekki væri hægt að tryggja smitvarnir innanhúss.\nSteinunn vísaði til orða Gylfa Zoega í Vísbendingu fyrr á árinu um að allt frá hruni hefði spítalinn aldrei fengið þær fjárveitingar sem hann hefði þurft til að sinna hlutverki sínu.\nManni blöskrar svolítið að þeir sömu aðilar og eru að fjársvelta okkur, eins og ég upplifi það, eru líka að gera ríkulegar kröfur og óraunhæfar kröfur á okkar afkastagetu. Þú getur ekki bæði fjársvelt spítalann og gert þessar ríkulegu kröfur: Nú vil ég bara lifa mínu lífi eðlilega, ég vil bara að spítalinn ráði við þetta en ég er samt ekki tilbúinn að borga fyrir það.\nSagði Steinunn og virtist þar vísa til orða stjórnmálamanna. Nokkrir ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa á síðastliðnum mánuðum ýmist gagnrýnt vangetu heilbrigðiskerfisins til að ráða við faraldurinn eða harma strangar sóttvarnatakmarkanir með vísan til stöðunnar á Landspítala.\nÞetta er svolítið blaut tuska í andlitið á okkur sem erum þarna að moka sjó úr þessu leka fleyi alla daga og erum öll af vilja gerð en við viljum fá meðbyr líka frá fjárveitingavaldinu.","summary":"Fólkið sem fjársveltir Landspítalann getur ekki á sama tíma gert kröfur um að spítalinn ráði við heimsfaraldur svo það geti lifað sínu eðlilega lífi. Þetta segir formaður læknaráðs Landspítalans. Forystumenn stjórnarandstöðuflokka segja að ríkisstjórnin hafi brugðist spítalanum. "} {"year":"2021","id":"67","intro":"Baráttukonan Greta Thunberg, gefur hins vegar lítið fyrir þann árangur sem sagður er hafa náðst á loftslagsráðstefnunni.","main":"COP26 er lokið, sagði Greta, \u001ehér er stutt samantekt: Bla, bla, bla. Þessi niðurstaða Thunberg er í fullu samræmi við greiningu hennar frá því í síðustu viku, þegar hún sagði að loftslagsráðstefnan væri í raun lítið meira en \u001etveggja vikna hylling á óbreyttu ástandi og bla, bla, bla. Þrátt fyrir það og þrátt fyrir lítið álit hinnar ungu baráttukonu á niðurstöðu ráðstefnunnar er hún hvergi af baki dottinn. \u001eHið raunverulega starf heldur áfram utan þessara ráðstefnusala. Og við munum aldrei nokkurn tímann gefast upp, sagði Greta Thunberg í stuttri yfirlýsingu að ráðstefnunni lokinni.","summary":null} {"year":"2021","id":"68","intro":"Ráðamenn á Norðurlöndum virðast einhuga um að næst þegar löndin standa frammi fyrir vandamáli á borð við kórónuveirufaraldurinn verði þau að bregðast sameiginlega við.","main":"Þegar farsóttin breiddist út gripu ríkisstjórnir til einhliða ráðstafana. Ráðamenn ræddust ekki við augliti til auglitis, ekkert varð úr því að þeir kæmu til Reykjavíkur á fund Norðurlandaráðs í fyrra. Anna Hallberg, norrænn samstarfsráðherra í sænsku ríkisstjórninni segir að þetta megi aldrei gerast aftur:\nSigurður Ingi Jóhannsson, sem er norrænn samstarfsráðherra íslensku ríkisstjórnarinnar, segir að vonir standi til þess að þeirri öfugþróun sem hefur verið í norrænu samstarfi á undanförnum árum hafi verið snúið við á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn nýverið.","summary":null} {"year":"2021","id":"68","intro":"Gagnrýnt hefur verið að Ísland skuli ekki hafa sýnt meiri metnað og boðað róttækari aðgerðir í loftslagsmálum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow sem nú er að ljúka. Umhverfisráðherra segir að vissulega hefði komið sér vel ef stjórnarmyndunarviðræður væru að baki og hann með umboð til að boða stærri skref en raunin varð. Drög að lokayfirlýsingu komu fram á loftslagsráðstefnunni í morgun.","main":"Loftslagsráðstefnunni lýkur í dag. Til stóð að henni lyki í gær en ekki náðist sátt um drögin og því var ráðstefnulokum frestað til dagsins í dag. Unnið hefur verið að yfirlýsingunni í alla nótt og verður hún borin upp til samþykktar allra þátttökuríkja síðdegis í dag. Helstu ágreiningsefnin hafa verið niðurgreiðslur á kolum og öðru jarðefnaeldsneyti annars vegar og fjárhagsstuðningur við fátækari ríki heims til að gera þeim kleift að takast á við loftslagsvána hins vegar.\nTalsverð reiði hefur gripið um sig meðal ýmissa aðila á ráðstefnunni yfir nýjustu drögunum að lokayfirlýsingunni þar sem þau þykja alls ekki nógu afgerandi. Á vef The Guardian nú fyrir stundu er haft eftir Tasneem Essop, framkvæmdastjóra Climate Action Network, að nýjasta skjalið sé ekkert annað en hrein og klár svik ríkra þjóða, það er Bandaríkjanna, Bretlands og Evrópusambandsins, við viðkvæm samfélög í fátækum löndum sem harðast muni verða úti vegna loftslagsbreytinga.\nÍsland hefur verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki sýnt meiri metnað og boðað róttækari aðgerðir í loftslagsmálum. Rætt var við umhverfisráðherra á loftslagsráðstefnunni í gær. Hann segir að heppilegra hefði verið að stjórnarviðræðum hér heima hefði verið lokið fyrir loftslagsráðstefnuna.\n\"það hefði verið mjög gaman að vera búin að ljúka þeim þannig að það hefði verið umboð til þess að ræða um þessi málefni og mögulega stíga skref í þá átt að Ísland sýni meiri metnað en við gerum í dag. En ég vil samt benda á það að við erum ein af fáum ríkjum, um tíu ríki sem hafa lögfest markmið um kolefnishlutleysi og við erum að stefna á það tvöþúsundogfjörutíu. Við höfum líka sett okkur stefnu um aðlögun núna sem er eitthvað sem er nýtt fyrir okkur en ekki fyrir mörgum öðrum, og svo náttúrulega tókum við þátt í, með Evrópusambandinu og Noregi, að uppfæra okkar markmið, í samfloti með þeim, úr 40 yfir í 55 prósent, sama hver hlutur Íslands á endanum verður síðan í því, þannig að það er ekki eins og við komum tómhent hingað.\"","summary":"Drög að lokayfirlýsingu eru komin fram á loftslagsráðsefnunni í Glasgow og verður lögð fyrir tæp tvöhundruð þátttökuríki síðar í dag. Umhverfisráðherra segir hann hafi ekki verið með umboð til að taka stærra skref fyrir Íslands hönd vegna stjórnarmyndunarviðræðna. "} {"year":"2021","id":"68","intro":"Einn er í haldi lögreglu eftir hnífstunguárás við Hagkaup í Garðabæ í nótt. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir meira um gróf ofbeldisverk ungra manna en áður.","main":"Lögregla var kölluð að Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt vegna harðra slagsmála utan við verslunina. Margeir Sveinsson er aðstoðaryfirlögrelguþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu.\nÞarna höfðu fjórir aðilar lent saman og tveir af þeim höfðu fengið áverka eftir eggvopn.\nTveir voru fluttir á slysadeild - annar með minniháttar skurði, en hinn með alvarlega áverka. Sá var bæði stunginn í kvið og bak en er þó ekki talinn í lífshættu. Margeir segir ekki liggja fyrir nákvæmlega hvers vegna mennirnir tókust á.\nVið teljum okkur vera búin að ná vel utan um þetta en yfirheyrslum er ekki lokið. Það er einn aðili enn í haldi hjá okkur.\nFjórmenningarnir eru 17 til 25 ára. Margeir segir aukna hörku í átökum ungra manna undanfarið.\nÞetta er orðið svona grófara þessi áflog og menn eru farnir að grípa til svona eins og í þessu tilviki. það er gripinn upp hnífur í áflogum. Þetta erum við að sjá í auknum mæli. Mjög. Þarf að bregðast við þessu? Ég held að það þurfi að bregðast við og miðla til fólks að fara varlega með svona vopnaburði. Þetta er stórhættulegt og getur valdið miklum skaða.","summary":"Maður sem var stunginn í kvið og bak fyrir utan Hagkaup í Garðabæ í nótt er ekki í lífshættu. Einn er í haldi lögreglu vegna árásarinnar."} {"year":"2021","id":"68","intro":"Heilbrigðisráðuneytið hefur gefið tímabunda undanþágu frá hraðprófum vegna viðburða um helgina vegna þess að hraðprófsstöðvar anna ekki álaginu.","main":"Þúsundir manna ætluðu í Covid hraðpróf vegna allskonar viðburða núna um helgina. Svo margir reyndar að hraðprófsstöðvar hafa ekki annað þessu aukna álagi. Frá og með miðnætti gilda þær reglur að allt að fimm hundruð manns mega koma saman gegn því að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr hraðprófi. Ljóst þótti að að ekki næðist að prófa alla sem þess óskuðu og því heilbrigðisráðuneytið brugðist við með því að veita tímabundna undanþágu, fram yfir helgi. Gestum verður hinsvegar áfram skilt að bera grímur, sitja í merktum sætum og veitingasala í hléi verðu óheimil.\nLjóst er að margir voru orðnir örvæntingarfullir að tryggja sér hraðpróf til að komast í leikhús, á tónleika og fleira. Elva Dögg Melsted er skipulagsstjóri Hörpunnar.\nÞrátt fyrir þessa tímabundnu undanþágu er fólk hvatt . Boðið er upp á hraðpróf hjá heilbrigðisstofnunum í ölum heilbrigðisumdæmum á opnunartíma, heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Suðurlandsbraut 34, BSÍ, Hörpu og Kringlunni í Reykjavík, Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ og við Háskólann á Akureyri.","summary":"Hraðprófsstöðvar vegna Covid anna ekki auknu álagi þar sem þúsundir væntanlegra gesta á menningarviðburði helgarinnar ætluðu í próf. Heilbrigðisráðuneytið hefur því gefið undanþágu frá hraðprófum fram yfir helgi. "} {"year":"2021","id":"68","intro":"Pólsk kvikmyndahátð er haldin í Valhöll á Eskifirði um helgina. Sex kvikmyndir verða sýndar og segir skipuleggjandinn mikilvægt að Íslendingar kynnist betur pólskri menningu og þeirri öflugu kvikmyndagerð sem iðkuð er í Póllandi.","main":"Olga JabBoDska, er stjórnandi hátíðarinnar sem haldin er í samvinnu við Menningarstofu Fjarðabyggðar. Hún lærði við kvikmyndaskólann í Lodz, stærsta kvimyndaskóla Póllands,og starfaði við dreifingu kvikmynda í Póllandi. Hún hefur verið á Íslandi í átta ár og býr nú á Fáskrúðsfirði.\nOlga segist vilja kynna Íslendingum pólska kvikmyndagerð. Ekki gefist mörg tækifæri til að horfa á pólskar kvikmyndir á Austurlandi en auk þess vill hún líka sýna að Pólland sé áhugavert land til kvikmyndagerðar.\nÁ dagskrá er meðal annars pólska grímyndin Rejs, eða Skemmtisiglingin, frá árinu 1971. Hún er eins og Sódóma Reykjavík eða Með allt á hreinu þeirra Pólverja og fólk talar stundum sín á milli með frösum úr henni.\nMargir Pólverjar búi á Íslandi og mikilvægt sé að þekkja menningu nágranna sinna. Kannski geti þessi pólska kvikmyndahátið orðið til þess að fólk á svæðinu fái ekki bara meiri áhuga á pólskri kvikmyndagerð heldur líka á pólskri menningu og sögu.","summary":"Frægasta grínmynd Pólverja verðu sýnd á pólskri kvikmyndahátíð á Eskifirði um helgina. Skipuleggjandinn vonar að þeir sem mæta kynnist ekki bara pólskri kvikmyndagerð heldur einnig sögu og menningu landsins. "} {"year":"2021","id":"68","intro":"Dómari í Los Angeles í Bandaríkjunum kvað í gærkvöld upp þann úrskurð að Britney Spears skuli fá fullt sjálfræði. Hún hefur verið undir stjórn föður síns síðustu þrettán ár.","main":"Bandaríska söngkonan Britney Spears var ein skærasta poppstjarna heims á fyrsta áratug þessarar aldar. Undanfarin ár hefur hún hins vegar helst verið í sviðsljósinu vegna deilna um sjálfræði við föður sinn. Jamie Spears, faðir Britney, fór upphaflega fram á það að verða skipaður lögráðamaður fullorðinnar dóttur sinnar árið 2008. Þá vísaði hann til opinberrar umræðu um andleg vandamál hennar og fíkniefnanotkun. Hann réði svo flestum atriðum í lífi dóttur sinnar næstu þrettán árin - en fyrr á þessu ári samþykkti hann að hætta sem lögráðamaður hennar.\nDómari í Los Angeles komst síðan í gær að þeirri niðurstöðu að Britney skyldi ráða sér sjálf, í fyrsta skipti í þrettán ár. Hún er nú 39 ára og eignir hennar metnar á um átta milljarða króna.\nAðdáendur söngkonunnar hafa fagnað úrskurðinum í dag og myllumerkið #freeBritney, sem fólk hefur notað til að lýsa stuðningi sínum við að hún fengi að ráða sér sjálf, verið áberandi á samfélagsmiðlum.","summary":null} {"year":"2021","id":"68","intro":"Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson sem var endurlífgaður eftir að hafa farið í hjartastopp í leik í Noregi í byrjun síðustu viku segist engu nær um orsökina. Hann hafi þó verið í stífum rannsóknum í Björgvin í Noregi í rúma viku. Þá séu fótboltamenn í Noregi skoðaðir reglulega af læknum, en aldrei hafi neitt óeðlilegt komið fram með hjartað hans við þær skoðanir.","main":null,"summary":"Knattspyrnumaðurinn Emil Pálsson sem var endurlífgaður eftir að hafa farið í hjartastopp í leik í Noregi í byrjun síðustu viku segist engu nær um orsökina. Hann hafi þó verið í stífum rannsóknum í Björgvin í Noregi í rúma viku. "} {"year":"2021","id":"69","intro":"Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í fangelsi fyrir að selja börnum kannabis, gefa einu þeirra amfetamín og hvetja þau til neyslu.","main":"Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir að selja börnum fíkniefni. Maðurinn braut barnaverndarlög og þótti ekki ástæða til að skilorðsbinda refsinguna.\nMaðurinn var ákærður fyrir að selja tveimur sextán ára stúlkum og einni fjórtán ára, kannabis á heimili sínu. Hann leyfði einnig tveimur þeirra að neyta efnanna heima hjá sér. Þá gaf maðurinn einni þeirra amfetamín. Hann hafði jafnframt í vörslu sinni ofskynjunarlyfið LSD. Maðurinn neitaði að hafa haft eiturlyfin til sölu og sagðist ekki vita að stúlkurnar væru svo ungar. Þær báru vitni og sögðust hafa komist í samband við manninn í gegnum netsíðu. Á heimili sínu hefði hann skaffað þeim reykingarlón til að neyta efnanna.\nDómurinn taldi að maðurinn hefði átt að gera sér grein fyrir að stúlkurnar væru börn að aldri og með því að bjóða þeim efnin hefði hann brotið gegn lögum um barnavernd. Gögn úr síma mannsins og af bankareikningi þóttu sanna að hann væri fíkniefnasali.\nMaðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir fíkniefna- og umferðarlagabrot og taldi dómurinn ekki hægt að skilorðsbinda refsinguna. Verður maðurinn því, eins og áður sagði, að sæta fjögurra mánaða fangelsi.","summary":"Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í fangelsi fyrir að selja börnum kannabis, gefa einu þeirra amfetamín og hvetja þau til neyslu. "} {"year":"2021","id":"69","intro":"Rússar ætla að standa við samninga um að dæla gasi til annarra Evrópuríkja. Forseti Hvíta-Rússlands hótaði í gær að skrúfa fyrir gasleiðslu sem liggur um land hans.","main":"Talsmaður rússnesku ríkisstjórnarinnar segir að Rússar ætli að standa við samninga um gasviðskipti við aðrar Evrópuþjóðir. Forseti Hvíta-Rússlands hótaði í gær að skrúfa fyrir gas frá Rússlandi ef Evrópusambandið herðir refsiaðgerðir gegn landi hans.\nDmitry Peskov, talsmaður rússnesku stjórnarinnar, sagði í dag á fundi með fréttamönnum að Rússar hefðu staðið við samninga um sölu á gasi til evrópskra neytenda og ætli að gera það áfram. Hann sagði að Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefði ekki borið hótun sína um að skrúfa fyrir gasið undir stjórnvöld í Kreml áður en hann lét hana falla. Yamal-Europe gasleiðslan liggur um Hvíta-Rússland.\nEvrópusambandið sakar Lukashenko og stjórn hans um að standa að baki því að þúsundir hælisleitenda hafi að undanförnu reynt að komast frá Hvíta-Rússlandi til Póllands. Þetta er sagt vera gert í hefndarskyni fyrir efnahagslegar refsiaðgerðir sem stjórn hans er beitt. Til greina kemur að herða þær í næstu viku.\nFulltrúar Bandaríkjanna og fimm Evrópuríkja í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fordæmdu í gær þær aðgerðir Hvít-Rússa að flytja þúsundir hælisleitenda frá Miðausturlöndum að landamærum Póllands. Fjórtán þúsund pólskir hermenn og lögreglumenn varna því að fólk komist yfir landamærin.\nEvrópusambandið hefur farið þess á leit við á annan tug þjóða að komið verði í veg fyrir að hælisleitendur verði fluttir til Hvíta-Rússlands.\nRíkisflugfélag Hvíta-Rússlands tilkynnti í morgun að Sýrlendingar, Írakar og Jemenar fái ekki að koma til landsins í flugi frá Tyrklandi. Þetta er gert að beiðni tyrkneskra stjórnvalda að sögn AFP-fréttastofunnar.","summary":"Rússar ætla að standa við samninga um að dæla gasi til annarra Evrópuríkja. Forseti Hvíta-Rússlands hótaði í gær að skrúfa fyrir gasleiðslu sem liggur um land hans. "} {"year":"2021","id":"69","intro":"Þetta er allt að koma, segir Ísak Bergmann Jóhannesson um leik íslenska karlalandsliðsins í fótbolta gegn Rúmeníu í undankeppni HM í gærkvöldi. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli.","main":"Rúmenar eru í harðri baráttu um annað sæti undanriðilsins og sæti í umspili um HM-sæti og leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir þá, á meðan íslenska liðið átti ekki möguleika á umspilssæti. Bæði lið vörðust vel en fengu líka sín færi en niðurstaðan varð jafntefli.\nSagði Ísak Bergmann Jóhannesson. Eftir erfiða byrjun á riðlinum er þetta þriðji leikurinn í röð sem ungt íslenskt lið spilar án ósigurs og hélt liðið hreinu annan leikinn í röð.\nSagði Alfons Sampsted. Næsti leikur liðsins, og sá síðasti í undankeppninni, er á sunnudag gegn Norður-Makedóníu sem rúllaði yfir Armeníu 5-0 í gær. Sá leikur er klukkan fjögur og er lýst beint á RÚV og Rás 2.\nKarlaliðið í fótbolta er ekki það eina sem var í eldlínunni í Rúmeníu í gær því kvennalandsliðið í körfubolta tapaði naumlega gegn heimakonum í undankeppni EM, 65-59.\nSagði Sara Rún Hinriksdóttir, sem var stigahæst í íslenska liðinu með 17 stig. Ísland mætir Ungverjalandi á Ásvöllum á sunnudag klukkan átta og er sá leikur sýndur beint á RÚV 2.\nJúlían J.K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður og Íþróttamaður ársins 2019, er bjartsýnn á gott gengi á HM í Noregi um helgina. Hann segist í góðu formi og stefnir á efstu sæti mótsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"69","intro":"Ferðamálaráðherra telur að gera þurfi meira í öryggismálum í Reynisfjöru. Þar lést ung kona í vikunni. Ráðherra segir að fá þurfi að borðinu þá sem hlut eiga að máli varðandi Reynisfjöru og að það fólk verði að vera tilbúið að gera það sem þarf.","main":"Unga konan sem lést var í hópi fimmtán erlendra ferðamanna sem voru með íslenskan fararstjóra. Verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg sagði í hádegisfréttum að fyrir nokkrum misserum hefði starfshópur skipaður af ráðuneytinu undir forystu Ferðamálastofu gert tillögur til úrbóta í fjörunni. Meðal þess var að setja upp blikkandi viðvörunarljós, hafa fána eins og gert er víða á ströndum erlendis og jafnvel setja upp lokunarhlið. Eins hafi Vegagerðin í þessari vinnu sett upp gott ölduspárlíkan. Hins vegar hafi flestar tillögur ekki komist til framkvæmda því lítill hluti landeigenda hafi hafnað þeim. En kallar banaslysið núna ekki nú á það að koma þessu í framkvæmd?\nJú, ég tel að það ölduspár og viðvörunarkerfi er komið upp og er birt og hægt að nota. þegar kemur á búnaðinum í fjörunni þá er í rauninni allt klárt til að setja hann upp. Og sömuleiðis möguleikinn að setja þarna hlið.\nSegir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra. Hugsanlega þurfi heimild frá frá löá grundvelli almannavarnalaga til þess að fá að loka. Hún segir að það séu aðeins örfári dagar á ári í nóvember til febrúar þegar sérstaklega hættulegt er í Reynisfjöru. Margt hafi breyst til hins betra undanfarin ár og hafi stjórnvöld í samvinnu við ferðaþjónustuna hafi sett að laggirnir margt sem auki öryggi og nú séu ferðaþjónustufyrirtæki samkvæmt lögum skyldug til að gera öryggisáætlanir.\nAðdráttarafl íslands er líka stundum hættulegt og við hljótum að stefna að því að gera allt sem í okkar valdi stendur að tryggja öryggi ferðamanna. Þá er kannski landeigendum ekki stætt á því að standa í vegi fyrir slíku ef svo er? Það er auðvitað misauðvelt að fara í svona verkefni eftir því hvernig eignarhaldið er. Ég man eftir umræðu um Silfru og við á endanum tókum ákvörðun um að fara í það.Og ég held að sú nálgun ég held að við þurfum hana einfaldlega í þetta. Þar sem við þurfum þessa aðila að borðinu og vera tilbúin að gera það sem þarf og eins og ég segir þetta eru örfáir á ári þar sem aðstæður eru svona. Og við hljótum að skoða þá möguleika sem þarf til þess að koma í veg fyrir svona alvarleg slys.","summary":null} {"year":"2021","id":"69","intro":"Ný drög að samkomulagi loftslagsráðstefnunnar í Glasgow voru birt í morgun. Orðalagið í þeim þykir ekki jafn metnaðarfullt og í upphaflegu drögunum í umræðu um jarðefnaeldsneyti.","main":"Í upphaflegu drögunum er meðal annars kveðið á um að ríki heims leggi áherslu á að hætta kolabrennslu og afnema niðurgreiðslu jarðefnaeldsneytis. Í drögunum sem birt voru í morgun hefur orðið breyting á. Þar segir nú að ríki heims leggi áherslu á að hætta að brenna kol af krafti og að óskilvirkum niðurgreiðslum verði hætt.\nRíki á Arabíuskaga, sem mörg eru miklir framleiðendur og útflytjendur jarðefnaeldsneytis, mótmæltu fyrra orðalagi.\nAftur á móti eru ríki heims hvött til að draga hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda en í fyrri drögum og ríki beðin að auka enn frekar fjárstuðning við fátækari ríki.\nViðræður um samkomulagið standa enn yfir en öll ríkin sem sækja ráðstefnuna þurfa að samþykkja það áður en það er undirritað.\nFyrir utan þetta allsherjarsamkomulag sem enn er verið að semja um hafa ríkin sammælst um ýmislegt annað. Rúmlega fjörutíu ríki hafa samþykkt að vinna saman að því að hætta kolabrennslu en hvorki Bandaríkin né Kína, sem eru ein helstu kolabrennsluríki heims, eru í þeim hópi. Þau gáfu hins vegar út sameiginlega ályktun um að vinna saman að því að takmarka hlýnun við eitt og hálft stig.","summary":"Ný drög að samkomulagi loftslagsráðstefnunnar í Glasgow hafa verið birt. Þau eru gagnrýnd fyrir veikara orðalag en í fyrri drögum."} {"year":"2021","id":"70","intro":"Baráttufólk í loftslagsmálum og stjórnmálamenn hafa lýst hóflegri ánægju með samkomulag sem stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kína sögðust í gær hafa náð um samvinnu í loftslagsmálum.","main":"Í samkomulaginu segir að ríkin vilji fá metnaðarfulla niðurstöðu af loftslagsráðstefnunni í Glasgow. Heimurinn þurfi að styrkja Parísarsamkomulagið og halda hækkun meðalhita jarðar innan 1,5 stiga.\nKína og Bandaríkin segjast í ályktuninni ætla að vinna saman að mótun stefnu um að lækka kostnað við orkuskipta og um orkuflutninga. Þau ætla að hvetja til nýtingar sólarorku og annarra grænna orkugjafa og draga úr orkusóun. Þá ætla Bandaríkjamenn að gera raforkukerfi sitt laust við losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2035 og Kínverjar að draga hraðar úr kolabrennslu.\nEnnfremur sammælast Kínverjar og Bandaríkjamenn um áherslu á að draga úr losun metans, meðal annars með bættum mælingum á metanlosun og að deila upplýsingum í málaflokknum.\nGreina má greina hóflega ánægju með þetta samkomulag sem telja verður óvænt þar sem samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa verið stirð á undanförnum misserum.\nGenevieve Maricle, loftslagsmálastjóri alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Fund í Bandaríkjunum, segir samkomulagið vekja vonir um að enn sé hægt að takmarka hlýnun við eitt og hálft 1,5 stig. Kevin Rudd, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, segir að ályktunin sé mikilvæg í ljósi sambands ríkjanna tveggja.","summary":"Bandaríkin og Kína náðu í gær samkomulagi um samstarf í loftslagsmálum. Stjórnmálamenn og baráttufólk lýsa hóflegri ánægju með það."} {"year":"2021","id":"70","intro":"Banaslysið í Reynisfjöru í gær, þar sem ung kona lést, er það fjórða á fáum árum. Konan var í fimmtán manna hópi með íslenskum leiðsögumanni. Ferðmálastofa lét gera tillögur um aukið öryggi í Reynisfjöru og búið var að fjármagna framkvæmdir þess vegna. Jónas Guðmundsson verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að hluti landeigenda Reynisfjöru hafi hafnað tillögunum og að það þyki björgunarfólki ótækt.","main":"Það sem gerist nú yfirleitt þarna í Reynisfjöru er að fólk er að horfa á ölduna og allt þess háttar. Svo er það einhvers staðar á bilinu fimmta til tíunda hver alda sem er stærri og kraftmeiri og fer lengra upp á land. Og það gerist í þessu tilfelli og grípur fjóra einstaklinga með sér.\nÞremur tókst að bjarga sér en ungu konunni ekki. Jónas Guðmundsson verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir ýmislegt hafa verið gert til að auka öryggi eftir að Reynisfjara eða the Black Beach eins hún er stundum nefnd varð einn aðalviðkomustaður ferðamanna. Fyrir nokkrum misserum hafi átt að gera enn betur og þá var skipaður starfshópur að frumkvæði ferðamálaráðuneytisins.\nTillögur þess hóps voru að setja upp þarna í fjörunni blikkljós sem myndu blikka þegar aðstæður væru mjög erfiðar eða hættulegar. Setja upp fána sem hefði fyrirmynd sína frá þessu alþjóðlega fánakerfi sem er á ströndum og mjög margir ef ekki flestir þekkja. Og jafnvel að setja upp hlið þ.a. einhverja dagsparta á ári þegar aðstæður eru sérstaklega erfiðar yrði hreinlega fjörunni lokað. Ferðamálaráðherra var búinn að taka til fé til að kosta þetta allt saman. Þetta strandaði því miður á hluta landeigenda þarna á staðnum. Að einhver hluti landeiganda hafnaði að þetta yrði sett upp. Og okkur finnst það auðvitað sem störfum í þessu, okkur finnst það auðvitað ótækt að ekki sé hægt að stíga þetta skref í öryggismálum á staðnum sem nauðsynlegt er.","summary":"Verkefnastjóri slysavarna hjá Landsbjörg segir að hluti landeigenda hafi staðið í vegi fyrir því að öryggi yrði bætt í Reynisfjöru, þar sem ung kona lést í gær. Það sé ótækt að hægt sé að stöðva nauðsynlegar umbætur. "} {"year":"2021","id":"70","intro":"Dagur einhleypra hefur vart farið fram hjá þeim sem hafa opnað blöð eða vefsíður í dag, yfirfull af tilboðum. Það er fullt að gera hjá mörgum fyrirtækjum. Formaður Neytendasamtakanna hvetur fólk til að kaupa ekki í fljótfærni.","main":"Kynlífshjálpartækjaverslunin Blush er meðal þeirra fyrirtækja sem eru með sérstök tilboð. Gerður Arinbjarnardóttir, eigandi Blush, segir að það sé heldur minna að gera en í fyrra.\nÞað var einhvern veginn meiri sprenging í fyrra á miðnætti, þá var eins og allir meira tilbúnir.\nEn núna virðist þetta að vera dreifast aðeins meira og við sjáum að það er hlutfallslega að gera meira en morguninn í fyrra.\nGerður segir að dagur einhleypra, eða singles day, sé einn þriggja stærstu daga ársins hjá Blush. Undirbúningur standi yfir allt árið og hún hafi keypt inn þegar hún hafi séð góð tilboð hjá birgjum.\nVið erum að taka kannski á móti 4-6 pöntunum á mínútu núna og síðan okkar er að höndla það rosalega vel, það hefur kannski verið stærsta vandamálið að halda síðunni uppi að hún hrynji ekki undan álagi.\nÁ vefsíðunni 1111.is hefur fjöldi fyrirtækja skráð sig og tilboð sín til leiks og víða er mikið að gera við afgreiðslu pantana. Raftækjaverslanir selja oft mikið á kaup- og tilboðsdögum sem þessum. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að vissulega sé hægt að gera góð kaup en eins sé ýmislegt að varast.\nÞað er gott að hafa fylgst með verðum á undanförnu og gera þá bara kaup sem maður hefur undirbúið og taka meðvitaðar ákvarðanir um hvort maður ætli að kaupa eða ekki.\nBreki segir vera mikilvægt að kaupa ekki í hvatvísi og gæta þess að slík tilboð leiði ekki til óþarfa ofneyslu. Og ekki er alltaf allt sem sýnist. Neytendasamtökunum hafa borist tilkynningar um fyrirtæki sem hafi hækkað verð fyrir örfáum dögum til að geta lækkað aftur svo afslátturinn virðist mikill.\nMeðfram þessu hafa misgáfuleg lánafyrirtæki verið að hvetja til skuldsetningar til að kaupa hluti sem okkur vantar ekki, fyrir peninga sem við eigum ekki.","summary":null} {"year":"2021","id":"71","intro":"Útlendingastofnun leitar að húsnæði fyrir hælisleitendur sem þurfa að fara í skimunarsóttkví. Farsóttarhús taka ekki lengur við þessum einstaklingum vegna fjölda smita í samfélaginu og mikils álags. Finna þarf pláss fyrir um 20-25 manns sem hingað koma í leit að vernd.","main":"Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, sagði frá þeirri stöðu í fréttum RÚV í morgun að farsóttarhús gætu ekki tekið hælisleitendur í skimunarsóttkví. Alls voru 120 í sóttvarnarhúsum í morgun og von var á fjórum til viðbótar eftir smit gærdagsins.\nÞetta er mjög strembið og við erum að skoða það með Sjúkratryggingum og heilbrigðisráðuneyti hvað sé hægt að gera. Við höfum nú þegar tekið þá drastísku ákvörðun að hælisleitendur sem hingað koma verða að fara bara beint til Útlendingastofnunar en ekki koma til okkar fyrstu fimm dagana eins og var áður.\nÚtlendingastofnun vinnur nú hörðum höndum að bregðast við þessari stöðu. Þórhildur Ósk Hagalín er upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar.\nJá, Útlendingastofnun var tilkynnt þessi ákvörðun, að umsækjendur um alþjóðlega vernd gætu ekki lengur tekið út skimunarsóttkví með skömmum fyrirvara, fyrir helgi. Til bráðabirgða höfum við tekið frá herbergisgang í einu af búsetuúrræðum okkar fyrir þá umsækjendur sem eru í skimunarsóttkví. Þar er hins vegar ekki fullnægjandi aðstaða fyrir hendi auk þess sem að þröngt var í húsnæðinu fyrir og við erum í leit að húsnæði, hótelherbergi, hótelgangi helst, til að taka í gangið svipaða aðstöðu og verið hefur í sóttvarnarhúsi.\nMiðað við reynsluna að undanförnu teljum við okkur geta átt von á að tuttugu til 25 geti þurft að taka út skimunarsóttkví hjá okkur í hverri viku.","summary":null} {"year":"2021","id":"71","intro":"Taívönsk stjórnvöld segja sex kínverskar herflugvélar hafa flogið inn á loftvarnarsvæði sitt í gær. Kínverjar segja heimsókn bandarískra þingmanna til eyjunnar ólíðandi.","main":"Fjölmiðlar á eyjunni sögðu frá því í gær að hópur bandaríska þingmanna væri kominn til landsins með bandarískri herflugvél. Ekki hefur verið greint frá því um hvaða þingmenn ræðir en þeir eru sagðir úr báðum deildum Bandaríkjaþings. Kínversk stjórnvöld hafa brugðist illa við heimsókninni enda gera þau tilkall til eyjunnar. Bandaríkin, rétt eins og flest lönd heims, viðurkenna ekki sjálfstæði Taívans.\nHeimsóknir sem þessar eru hins vegar ekki óvenjulegar, segir John Kirby, upplýsingafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Hann sagði þetta aðra slíku ferðina á árinu. Sömuleiðis væri ekki sjaldgæft að þingmenn ferðuðust með herflugvélum.\nKínverski herinn fór í eftirlitsferð á Taívanssundi í gær og sagði taívanska varnarmálaráðuneytið sex herflugvélar hafa flogið inn á loftvarnarsvæði suðvestur af eyjunni.\nSpennan á svæðinu hefur magnast síðustu mánuði og verður ástandið rætt á tvíhliða fjarfundi Xi Jinping, forseta Kína, og Joe Biden Bandaríkjaforseta á næstunni. Ekki hefur verið tilkynnt um hvenær sá fundur fer fram en samkvæmt Reuters verður það jafnvel strax í næstu viku.\nSendiherra Kína í Bandaríkjunum sagði í kvöldverði nefndar um samskipti Kína og Bandaríkjanna í Washington í gær að Xi forseti væri tilbúinn til að vinna með Bandaríkjamönnum að erfiðum málum bæði í nærumhverfi Kína sem og í heiminum öllum.","summary":null} {"year":"2021","id":"71","intro":"Áætlun um stuðning við börn í skólum hefur ekki enn fengist fjármögnuð. Þetta segir verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis. Skólar nýta sjaldan gagnreyndar aðferðir til að fást við erfiða hegðun barna.","main":"Fyrir tveimur árum gaf Embætti landlæknis út aðgerðaáætlun um stuðning við börn og ungmenni í skólastarfi eftir rannsókn sem gerð var í skólum. Í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun sagði Sigrún Daníelsdóttir verkefnastjóri geðræktar hjá embættinu að styrkja þyrfti innviði skólakerfisins til þess að styðja við börn og ungmenni.\nVið erum ekki að kenna færni í hegðun á markvissan hátt í skólastarfinu, á sama hátt og lestur eða stærðfræði. Það vantar að það sé verið að nálgast þetta á kerfisbundinn hátt.\nRannsóknin leiddi í ljós að mikið skortir á að börn fái viðunandi aðstoð.\nÞað er ekki staðan, þrátt fyrir að þau eigi þennan lagalega rétt.\nNiðurstöðum rannsóknarinnar var skilað til menntamálaráðherra haustið 2019 og í framhaldinu ákveðið að ráðast í aðgerðir.\nEn það er ekki búið að fjármagna þessar aðgerðir og það er ekki búið að setja þær í formlegt innleiðingarferli.\nRannsóknin sýndi að helstu geð- og þroskaröskunum barna eru lítil skil gerð í kennaranámi. Einungis um fjórðungur grunnskóla metur erfiða hegðun barna á markvissan hátt, snemmtæk úrræði við hegðunarvanda eru notuð í 60% grunnskóla og í helmingi grunnskóla eru teymi sem aðstoða kennara í erfiðum málum.\nÞað kom mjög skýrt fram í þessari könnun á grunnskólastigið stendur einna veikast. Þar er áreitið mest, þar virðist vera veikasti stuðningurinn.\nVið erum ekki að gera okkar til að tryggja öryggi barna í skólakerfinu ef við erum ekki að passa að þessir hlutir séu í lagi.","summary":null} {"year":"2021","id":"71","intro":"Skaðlegur starfsandi ríkir á Menntamálastofnun og það ógnar öryggi og heilsu starfsfólks sem ber lítið traust til stjórnenda. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu um starfshætti þar. Helmingur starfsfólksins hefur ýmist upplifað eða orðið fyrir einelti, kynferðislegri áreitni eða kynbundnu ofbeldi á vinnustaðnum. Menntamálaráðherra segir að málið sé í algjörum forgangi innan ráðuneytisins.","main":"Þetta kemur fram í áhættumati starfa fyrir Menntamálastofnun sem unnin var að beiðni menntamálaráðuneytisins.\nÍ skýrslu um matið, sem nú er til umsagnar hjá starfsfólki Menntamálastofnunar og fréttastofa hefur undir höndum, segir að helmingur starfsfólks upplifi mikið álag og það sé vegna tilviljanakenndrar stjórnunar og skaðlegs starfsanda. Langtímafjarvistir, mikla streitu, alvarleg veikindi og örmögnun megi rekja til þessa. Traust og virðing í garð stjórnenda, einkum Arnórs Guðmundssonar forstjóra stofnunarinnar, er lítið og óheilbrigður starfsandi hafi viðgengist sem einkennist meðal annars af valdabaráttu og skorti á samvinnu og samhygð. Fólk upplifir skort á starfsöryggi og er fært á milli starfssviða, án skýringa. Helmingur starfsfólksins hefur upplifað einelti, kynferðislega áreitni eða kynbundið ofbeldi á vinnustaðnum og dæmi eru um uppsagnir og fjarvistir vegna slíkra atvika.\nÍ skýrslunni segir að skortur sé á sameiginlegri sýn menntamálaráðuneytisins og Menntamálastofnunar á hlutverkum stofnunarinnar og að það sé upplifun margra starfsmanna að forstjórinn og ráðuneytið gangi ekki í takt. Þá séu vísbendingar um samskiptavanda á milli forstjóra og menntamálaráðherra.\nLilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir í skriflegu svari til fréttastofu að málið sé í algjörum forgangi innan menntamálaráðuneytisins. Það sé nú á vinnslustigi, en það sé undir ráðherra komið að taka ákvörðun um framhaldið þegar það hafi verið skoðað ítarlega.\nEkki náðist í forstjóra Menntamálastofnunar vegna málsins.","summary":"Stjórnunarhættir á Menntamálastofnun ógna heilsu og öryggi starfsfólks samkvæmt úttekt á starfsháttum þar. Menntamálaráðherra segir að málið sé í algjörum forgangi innan ráðuneytisins."} {"year":"2021","id":"71","intro":"Breiðablik fékk sitt fyrsta stig í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta þegar liðið gerði markalaust jafntefli við úkraínska liðið Kharkiv í þriðju umferðinni í gær. Liðin mætast á Kópavogsvelli í næstu viku.","main":"Bæði lið voru án stiga fyrir leikinn í gær en markalaust jafntefli í Úkraínu gaf liðunum sitt hvort stigið. Ásmundur Arnarsson, þjálfari Blika, segir Breiðablik stefna á þrjú stig gegn Kharkiv á Kópavogsvelli í næstu viku.\nsagði Ásmundur, en Frakklandsmeistarar PSG eru áfram með fullt hús stiga og á toppi riðilsins eftir sigur á Real Madríd í gær, 4-0. Blikar mæta Kharkiv hér heima á fimmtudaginn í næstu viku og síðustu tveir leikir riðilsins, gegn Real Madrid hér heima og PSG á útivelli, verða svo spilaðir í desember.\nKvennalandslið Íslands í körfubolta hefur nýja undankeppni fyrir EM á morgun þegar Ísland mætir Rúmeníu í Búkarest. Íslenski leikmannahópurinn er ungur að árum, meðalaldurinn 22 ár, og reynslumesti leikmaður landsliðsins, Helena Sverrisdóttir, er fjarverandi vegna meiðsla. Aðeins fjórir leikmenn liðsins hafa spilað yfir 20 landsleiki en Embla Kristínardóttir, sem spilað hefur 21 landsleik, segir að framtíðin sé björt hjá íslenska liðinu.\nLeikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan fjögur á morgun og er í beinni útsendingu á RÚV. Karlalandslið Íslands í fótbolta mætir einnig Rúmeníu á morgun í undankeppni HM 2023, og hefst sá leikur klukkan korter í átta.","summary":null} {"year":"2021","id":"71","intro":null,"main":"Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir að rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól skullu saman á hjólastíg á gatnamótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar í Reykjavík í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er annar þeirra í lífshættu. Lögregla vill litlar upplýsingar veita um slysið en það er til rannsóknar. Heimilt er að nota létt bifhjól á hjólreiðastígum ef þau geta ekki náð meira en 25 kílómetra hraða á klukkustund. Ekki fást upplýsingar um gerð bifhjólsins.","summary":"Tveir voru fluttir á sjúkrahús og er annar í lífshættu eftir umferðarslys á hjólastíg við Sæbraut í Reykjavík í morgun. Létt bifhjól og rafmagnshlaupahjól skullu saman."} {"year":"2021","id":"71","intro":"Atvinnuleysi minnkaði um rúmlega fjögur prósent í október frá fyrri mánuði. Mesta breytingin var á höfuðborgarsvæðinu. Vinnumálastofnun spáir auknu atvinnuleysi í nóvember vegna árstíðasveiflu.","main":"Atvinnulausum fækkaði um 4,4 prósent í október og mælist skráð atvinnuleysi fjögur komma níu prósent. Alls fækkaði atvinnulausum um 428, mest á höfuðborgarsvæðinu þar sem atvinnulausum fækkaði um 402 frá því í september.\nAtvinnuleysi er mest á Suðurnesjum eða 9,2 prósent. Þó svo að atvinnulausum hafi fækkað um 47 manns á því svæði þá reiknast hækkun atvinnuleysis þar 0,1 prósent vegna árstíðasveifla. Á öðrum svæðum á landinu jókst atvinnuleysi lítillega. Minnst var atvinnuleysi í október á Norðurlandi vestra 1,8 prósent , á Austurlandi tvö prósent og 2,5 prósent á Vesturlandi. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar.\nÉg er nú bara nokkuð ánægð með þessar tölur því hver mánuður sem líður þar sem við erum ekki að hækka atvinnuleysisprósentuna eru mjög góðar fréttir. Að við skulum hafa farið niður um 0,1 prósent er mjög góðs viti.\nGert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist í nóvember og næstu mánuði vegna árstíðabundinna sveifla.\nVið sjáum fyrir okkur í nóvember, þá eigum við von á því að þetta fari aðeins upp á við. Erum að gera ráð fyrir 5,3 prósent í nóvember. Svo er oft sem það helst óbreytt í desember. Þá fer verslunin á flug og ýmis starfsemi tengd jólunum. En janúar og febrúar eru verstu mánuðirnir. Þá gæti ég trúað að þetta fari að síga upp á við aftur og vonandi með vorinu tekur við hefðbundin árstíðabundin sveifla niður á við.","summary":"Skráð atvinnuleysi mælist nú fjögur komma níu prósent á landsvísu. Atvinnulausum fækkar um fjögur hundruð á höfuðborgarsvæðinu, frá fyrra mánuði. Atvinnuleysi minnkaði nokkuð á höfuðborgarsvæðinu frá því í september. "} {"year":"2021","id":"71","intro":"Áfrýjunardómstóll Evrópusambandsins staðfesti í dag að netrisinn Google eigi að greiða tvo komma fjóra milljarða evra í sekt fyrir brot á samkeppnislögum.","main":"Áfrýjunardómstóll Evrópusambandsins, Almenni dómstóllinn, staðfesti í dag ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB, að sekta bandaríska netþjónusturisann Google um 2,4 milljarða evra fyrir brot á samkeppnisreglum. Fyrirtækið getur vísað málinu til Evrópudómstólsins, sem kveður upp endanlegan dóm.\nSektarupphæðin nemur 361 þúsund milljónum króna. Upphæðin var sú hæsta sem Evrópusambandið hafði beitt, þegar hún var ákveðin í júní 2017. Í greinargerð með ákvörðuninni segir að brot Google felist í að fyrirtækið hafi sett sínar eigin vörur í forgang í leitarvél þess. Lögmenn Alphabet, móðurfélags Google, héldu því fram fyrir Almenna dómstólnum að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefði mistúlkað samkeppnislögin þegar hún sektaði fyrirtækið. Hún hefði einnig misskilið staðreyndir málsins og ofmetið þær fjárhæðir sem voru í spilinu. Dómstóllinn féllst ekki á rök lögmannanna og staðfesti upphæðina.\nNokkur önnur mál gegn Google eru enn í kerfinu, þar á meðal um brot á evrópskum lögum um einokun og hringamyndun. Í því felst að fyrirtækið samdi við framleiðendur snjallsíma sem nota Android stýrikerfi fyrirtækisins um að hugbúnaður þess nyti forgangs í símunum. Fyrir það fékk Google hæstu sekt sem ESB hefur beitt til þessa, 4,3 milljarða evra, eða um 647 þúsund milljónir króna.","summary":"Áfrýjunardómstóll Evrópusambandsins staðfesti í dag að netrisinn Google eigi að greiða tvo komma fjóra milljara evra í sekt fyrir brot á samkeppnislögum."} {"year":"2021","id":"72","intro":"Framkvæmdastjori Ó. Johnson & Kaaber segir að þrátt fyrir að verð á matvöru hafi hækkað mikið í heiminum verði þeim hækkunum ekki velt beint út í verðlagið hér. Veðurfar og skortur á vinnuafli vegna faraldursins séu helstu skýringar þess að verð á sykri, hveiti og kaffi hafi hækkað.","main":"Ekki stendur til að velta út í verðlag hér miklum verðhækkunum sem hafi orðið á heimsmarkaði með ýmsa hrávöru eins og sykur, hveiti og kaffi. Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdastjóri Ó. Johnson & Kaaber, segir að allir hafi haldið aftur af verðhækkunum, bæði heildsalar og þeir sem standi í vöruflutningum.\nNei, alls ekki og enginn í aðfangakeðjunni, ekki við og ekki framleiðendurnir","summary":null} {"year":"2021","id":"72","intro":"Gæsla hefur verið hert á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands eftir að nokkur hundruð hælisleitendur reyndu að komast yfir til Póllands með því að klippa sér leið gegnum gaddavírsgirðingu. Forsætisráðherra Póllands segir að öryggi og stöðugleiki í Evrópusambandinu sé í húfi. Pólskt og hvítrússneskt herlið er við landamærin.","main":"Pólverjar áætla að þrjú til fjögur þúsund hælisleitendur séu saman komnir við landamærin. Þeir hafa lokað landamærastöð við þorpið Kuznica. Liðsauki var sendur í gær til að verja landamærin eftir að mjög tók að fjölga í hópi hælisleitenda. Enn fleiri voru sendir á staðinn í dag eftir að nokkur hundruð hælisleitendur beittu vírklippum til að reyna að komast yfir til Póllands. Mateusz Morawiecki forsætisráðherra skrifaði á Twitter í dag að það væri í þjóðarhag að verja landamærin. Nú væri svo komið að öryggi og stöðugleiki í Evrópusambandinu væri í húfi. Hann sagði að Pólverjar létu ekki kúga sig og þeir væru tilbúnir að tryggja frið í Evrópu með hjálp samherja í Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu.\nHvítrússneska fréttastofan Belta segir að á þriðja þúsund hælisleitendur séu við landamærin. Haft er eftir Ivan Kubrakov innanríkisráðherra að fólkið hafi engin hvítrússnesk lög brotið. Fjölgað hafi að undanförnu í hópnum sem hafi komið til landsins með lögmætum hætti. Hvít-Rússar séu gestrisið fólk og taki vel á móti hverjum sem er. Fólkið sé að flýja stríðsátök heima fyrir og vilji komast til Evrópusambandsríkja.","summary":null} {"year":"2021","id":"72","intro":null,"main":"Sala Símans á Mílu er enn til umfjöllunar í Þjóðaröryggisráði sem fundaði um málið í gær. Unnið er að samningu frumvarps um erlendar fjárfestingar.\nÞjóðaröryggisráð fjallaði um erlendar fjárfestingar og sölu Símans á Mílu á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í skriflegu svari upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar við fyrirspurn Fréttastofu RÚV. Forsætisráðherra, sem jafnframt er formaður Þjóðaröryggisráðs, greindi frá vinnu við nýtt frumvarp um rýni á erlendum fjárfestingum. Samgönguráðherra sagði frá viðræðum sem nú standa yfir á hans vegum við Símann vegna sölunnar. Þá gerði ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar grein fyrir vinnu sem stendur yfir á grundvelli samkeppnislaga og laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þjóðaröryggisráð hefur ekki lokið umfjöllun sinni um málið.","summary":"Sala Símans á Mílu er enn til umfjöllunar í Þjóðaröryggisráði sem fundaði um málið í gær. Unnið er að samningu frumvarps um erlendar fjárfestingar. "} {"year":"2021","id":"72","intro":"Lögreglumenn hafna alfarið fullyrðingum lögmanns um meinta mismunun þegar kemur að rannsókn kynferðisbrotamála og vilja að ríkissaksóknari rannsaki þessar ásakanir. Formaður Landssambands lögreglumanna sakar lögmanninn um aðför að starfsheiðri lögreglumanna.","main":"Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögmaður sagði á ráðstefnu í síðasta mánuði að það væri hennar upplifun að hvítur karlmaður í góðum jakkafötum fengi betri framgang en aðrir hjá lögreglu og dómstólum í nauðgunarmálum. Þorbjörg hefur sinnt réttargæslu fyrir þolendur kynferðisofbeldis og á einnig sæti í eftirlitsnefnd um störf lögreglu.\nLandssamband lögreglumanna gagnrýnir þessi ummæli harðlega og sendu dómsmálaráðherra bréf í síðustu viku þar sem farið er fram á að ríkissaksóknari rannsaki sannleiksgildi þessarar fullyrðingar.\nFjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna segir þetta vera alvarlegar ávirðingar í garð lögreglu og dómstóla.\nÞetta er bara aðför að okkar starfsheiðri og þegar þetta kom fram þá kom mikið kurr hjá lögreglumönnum og reiði. Þessi manneskja eða lögmaður sem setur þetta fram situr í nefnd um eftirlit með störfum lögreglu\nog við lítum þannig á að hún sé vanhæf til að sitja í þeirri nefnd ef hún hefur þetta álit á lögreglumönnum og talar svona á opinberum vettvangi um störf lögreglu\nÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að þetta séu alvarlegar ásakanir og að hún hafi óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að þessi gagnrýni verði tekin til umfjöllunar innan lögreglunnar. Að öðru leyti vill ráðherra ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Ekki náðist í Þorbjörgu Ingu Jónsdóttur í morgun.","summary":"Landssamband lögreglumanna vill að ríkissaksóknari rannsaki ummæli lögmanns um meinta mismunun lögreglu og dómstóla þegar kemur að rannsókn kynferðisbrotamála. "} {"year":"2021","id":"72","intro":"Geimferðafyrirtækið Virgin Galactic hefur selt um hundrað farmiða frá því að Richard Branson stofnandi þess hélt út fyrir heiðhvolfið í sumar. Fyrirtækið stefnir á að hefja almennar ferðir fyrir lok árs 2022. Alls hafa selst um 700 miðar frá stofnun fyrirtækisins.","main":"Eigendur fyrirtækisins gerðu ekki ráð fyrir svo mikilli sölu. Fargjaldið nemur nú tæpum 59 milljónum íslenskra króna sem er um það bil tvöfalt það sem 600 viðskiptaskiptavinir þess greiddur á árunum 2005 til 2014.\nAlls hafa selst um 700 farmiðar frá upphafi að því er talsmaður fyrirtækisins segir í samtali við AFP-fréttaveituna. Í yfirlýsingu Michael Colglazier forstjóra fyrirtækisins segir að framundan sé tímabil þar sem bætt verður við flota þess ásamt því sem ending og öryggi geimferjanna verður aukin. Almennar ferðir eiga að hefjast fyrir lok næsta árs.\nForstjórinn segir mikinn áhuga á geimferðum en reynsluflug Branson í sumar vakti mikla athygli en honum tókst að verða nokkrum dögum á undan milljarðamæringnum Jeff Bezos sem á og rekur Blue Origin geimferðafyrirtækið að skreppa út fyrir heiðhvolfið.\nBandaríska loftferðaeftirlitið bannaði notkun geimskutla fyrirtækisins um hríð eftir ferðina í sumar þegar í ljós kom að skutlan sem bar Branson út í geim missti flughæð og fyrirtækið tilkynnti ekki um það. Því hefur fyrirtækið unnið að endurbótum farartækjanna sem bera farþega út i geim.","summary":null} {"year":"2021","id":"72","intro":"Kvennalið Breiðabliks leikur þriðja leik sinn í Meistaradeild Evrópu í dag, þegar liðið mætir úkraínska liðinu Kharkiv í Úkraínu. Leikmaður og þjálfari eru bjartsýn á að geta sótt fyrstu stig liðsins í leiknum.","main":"Bæði Breiðablik og Kharkiv eru án stiga fyrir leikinn í dag eftir að hafa tapað fyrir PSG og Real Madrid. Selma Sól Magnúsdóttir, leikmaður Blika, segir liðið spennt fyrir krefjandi verkefni kvöldsins.\nSagði Selma Sól Magnúsdóttir. YouTube er með alþjóðlegan sýningarrétt á Meistaradeild kvenna í fótbolta og leikur Breiðabliks og Kharkiv er þar af leiðandi sýndur beint á YouTube í dag og hefst klukkan 17:30.\nÍslenska kvennalandsliðið í körfubolta er mætt til Rúmeníu þar sem liðið hefur leik í undankeppni EM á fimmtudaginn. Meðalaldur liðsins er 22 ár og reynslumesti leikmaður þess, Helena Sverrisdóttir, er ekki með vegna meiðsla. Benedikt Guðmundsson, þjálfari landsliðisins, segist spenntur að fylgjast með leik liðsins á fimmtudag.\nÞetta var Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta. Leikurinn gegn Rúmeníu hefst klukkan 16 á fimmtudag og verður í beinni útsendingu á RÚV.","summary":null} {"year":"2021","id":"72","intro":"Bættar samgöngur, fjarskipti og rafmagn eru meðal þess sem þarf að ráðast í til að auka byggðafestu í Árneshreppi. Þetta kemur fram í tillögum verkefnisstjórnar brothættra byggða í hreppnum.","main":"Tillögur verkefnisstjórnarinnar gera grein fyrir þeim aðgerðum sem stjórnvöld geta gripið til í þágu byggðar í Árneshreppi. Þar er sérstök áhersla lögð á innviðauppbyggingu. Skúli Gautason sem stýrir verkefninu Áfram Árneshreppur segir að þessar aðgerðir skipti mestu máli við að bjarga byggð í hreppnum og standi öðrum aðgerðum eða framtaki fyrir þrifum.\nAlltaf strandar þetta á þriggja fasa rafmagni, strandar á samgöngum og þessum stóru málum sem sveitarfélagið eitt og sér ræður ekki við þannig að ríkisvaldið verður að koma að þessum málum.\nSkúli segir að byrja þurfi á að afnema G-regluna svokölluðu sem felur það í sér að snjómokstur á veginum norður í hreppinn liggur niðri fyrstu þrjá mánuði ársins. Þá sé vegurinn ófær og flugsamgöngur eini ferðamátinn í og úr hreppnum. Breyta þurfi yfir í F-regluna þar sem mokað yrði tvisvar í viku.\nVið fengum upplýsingar frá Vegagerðinni um þetta. Hvað það myndi kosta og þeirra mat er að þetta myndi kosta 16,7 milljónir á ári sem mér finnst bara vera smáaurar í stóra samhenginu.\nÞar til af því verður, er lagt til að flug á svæðinu sé greitt niður um 75 prósent fyrstu þrjá mánuði ársins. Allar tillögurnar ná til næstu fimm ára sem Skúli segir skipta sköpum þar sem meðalaldur í sveitarfélaginu fari óneitanlega hækkandi og þörf sé á endurnýjun.\nVið höfum spurt þessarar spurningar, á að halda Árneshreppi í byggð? Það er grundvallarspurningin sem þarf að svara og allir hafa svarað því játandi. Það á að halda landinu í byggð og þá kostar það ákveðið.","summary":null} {"year":"2021","id":"72","intro":"Guðný Bjarnadóttir læknir segir að Kristinn E. Andrésson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún var níu ára. Þetta kemur fram í aðsendri grein eftir Guðnýju í Morgunblaðinu í dag. Hún þagði yfir leyndarmálinu í 60 ár.","main":"Guðný segir að ástæða greinarskrifanna sé vondar minningar sem ný bók um Kristin og eiginkonu hans, Þóru Vigfúsdóttur, veki upp. Í bókinni, \u001eKristinn og Þóra: Rauðir þræðir, sé reynslu Guðnýjar ekki getið enda hafi hún þagað um málið í sex áratugi. Guðný segir frá heimsókn sinni til þeirra hjóna þegar hún var níu ára. Kristinn hafi þar káfað á henni, rekið tunguna upp í hana og boðið henni upp í Heiðmörk er hann keyrði hana aftur heim. Guðný neitaði því boði. Nokkrum mánuðum síðar hafi Kristinn svo misnotað hana með svipuðum hætti inni á heimili hennar.\nRósa Magnúsdóttir sagnfræðingur, höfundur bókarinnar hefur rætt við Guðnýju, og segir Rósa í viðtali við fréttastofu að hún hafi hvatt Guðnýju til að segja frá málinu. Hún segir að ekki hafi fleiri konur haft samband við sig. Guðný segist hafa hlíft foreldrum sínum frá málinu og leyft þeim að deyja án þess að heyra af því.\nKristinn E Andrésson lést 1973. Hann sat á þingi fyrir Sameiningarflokk alþýðu - Sósíalistaflokkinn frá 1942 til 1946. Hann var einn áhrifamesti leiðtogi íslenskra kommúnista á síðustu öld og ritstjóri Tímarits Máls og menningar í þrjá áratugi.","summary":"Sextíu og níu ára gömul kona segir að Kristinn E, Andrésson, einn helsti frömuður íslenskra kommúnista á síðustu öld, hafi beitt hana kynferðisofbeldi þegar hún var barn. Hún þagði yfir leyndarmálinu í sextíu ár. "} {"year":"2021","id":"73","intro":"Alvarlegur læknaskortur gæti skapast hér á landi á næstu áratugum samkvæmt spálíkani sem Læknafélag Íslands hefur látið gera. Formaður Læknafélagsins segir mikilvægt að bæta vinnuaðstöðu lækna og efla sérfræðinám til að koma í veg fyrir þessa þróun.","main":"Rúmlega sautján hundruð læknar verða starfandi hér á landi í lok þessa áratugar samkvæmt spálíkani Læknafélagsins en þyrftu að vera tæplega 1.900 til að hægt sé sinna öllum verkefnum. Staðan mun að óbreyttu versna enn frekar og árið 2040 mun vanta rúmlega 250 lækna.\nReynir Arngrímsson formaður Læknafélagsins segir að ástæðurnar séu margþættar. Hækkandi meðalaldur þjóðarinnar kalli á aukinn fjölda lækna á komandi árum. Þá sé brýnt að bæta vinnuaðstöðu og draga úr vaktaálagi til að íslenskir læknar skili sér aftur heim eftir nám í útlöndum.\nStaðan í dag, þá held ég að umræðan um íslenskt heilbrigðiskerfi sé mjög neikvæð, sem fælir frá. Vinnuaðstaðan hérna er ekki eins góð og víða erlendis. Við sjáum það varðandi húsnæði og hvað það ætlar að dragast alveg ótrúlega lengi að klára nýja meðferðarkjarnann við Landspítalann. Nú\nhorfir jafnvel svo við að það klárist ekki á núverandi kjörtímabili og það er katastrófa að geta ekki gert það. Þannig að það eru vinnuaðstæðurnar hérna sem fyrst og fremst skipta máli hjá okkur.\nMikilvægt sé að gera læknum betur kleift að stunda sérnám á Íslandi.\nÉg held að það skipti verulegu máli að það þarf að vera aðlaðandi að fara í allar sérgreinar læknisfræðinnar og við sjáum í dag ákveðinn skort í sérgreinum hjá okkur sem við mönnum núna\nmeð til dæmis gestalæknum, erlendum, sem koma til að brúa bilið hjá okkur en vonandi fást læknar til að setjast hér að.\nHann segir að stjórnvöld hafi enn tíma til að koma í veg fyrir þessa þróun.\nVið birtum eina svipmynd en á hana má hafa áhrif með\nvirkum íhlutunum af hálfu stjórnvalda og heilbrigðisstofnana sjálfra","summary":"Læknafélag Íslands telur að alvarlegur læknaskortur gæti að óbreyttu skapast hér á landi á næstu árum. Vísbendingar eru um að það muni vanta allt að 128 lækna árið 2030 og yfir 250 árið 2040."} {"year":"2021","id":"73","intro":"Höfðað hefur verið einkamáli í Texasríki í Bandaríkjunum gegn tveimur röppurum, skipuleggjendum og staðarhöldurum tónleika þar sem átta létust á föstudagskvöldið.","main":"Átta á aldrinum 14 til 27 ára tróðust undir og létu lífið á tónleikunum og tugir slösuðust alvarlega. Lögmannsstofa Thomas J. Henry höfðar málið fyrir hönd Kristian Paredes sem slasaðist verulega í atganginum. Auk rapparanna Scott Travis og Drake er tónleikahaldaranum Live Nation og vettvangi tónleikanna NRG Park stefnt fyrir dóm.\nÍ stefnunni segir að þeim hefði mátt vera ljós fyrri hegðun Parks á tónleikum sem gæti leitt til upplausnar og atgangs eins og varð á föstudagskvöldið. Öryggisverðir á vegum tónleikahaldarans hefðu heldur ekki brugðist við þegar allt fór úr böndum.\nDrake hafi loks ýtt undir æsinginn í áhorfendum og ekki hætt að flytja tónlist sína þótt hann sæi hvað gekk á. Hann hefði einnig átt að vita um framferði Scott á tónleikum.\nFólk sem sótti tónleikana lýsir mikilli upplausn, miklum þrengslum og að margir hafi átt erfitt með andardrátt. Frásagnir herma þó að Scott hafi nokkrum sinnum gert hlé á flutningi sínum þegar hann sá atganginn meðal tónleikagesta.\nGlæparannsókn stendur nú yfir varðandi atburði föstudagskvöldsins. Bæði morðdeild lögreglu og fíkniefnadeild annast rannsóknina sem er sögð mjög viðamikil.","summary":null} {"year":"2021","id":"73","intro":"Öruggt þykir að forseti Níkaragva haldi völdum fjórða kjörtímabilið í röð. Bandaríkjaforseti er afar þungorður varðandi aðdraganda og framkvæmd kosninganna.","main":"Þau sjö sem talin voru eiga möguleika á að fella Daniel Ortega forseta í kosningunum sitja nú í varðhaldi eða eru í útlegð. Forsetinn fullyrðir að þau séu öll hermdarverkamenn sem ætli sér að grafa undan grunnstoðum ríkisins. Stjórnarandstaðan í landinu segir þátttöku hafa verið afskaplega dræma þótt stjórnvöld fullyrði annað. Fréttir bárust af því að félagar úr Sandinistaflokki forsetans hafi farið hús úr húsi og skipað fólki á kjörstað.\nJoe Biden Bandaríkjaforseti staðhæfir að úrslitum kosninganna hafi verið hagrætt löngu áður en almenningur gekk að kjörborðinu. Kosningarnar segir Biden loddaraskap einan og að Ortega, varaforsetinn og eiginkona hans Rosario Murillo stjórni sem einvaldsherrar.\nTveir þriðju þeirra sem tóku nýlega þátt í skoðanakönnun segjast hefðu valið einhvern annan frambjóðanda. Hæst bar nafn Cristiönu Chamorro sem situr nú í stofufangelsi.\nHún er dóttir Violetu Barrios de Chamorro sem hafði betur gegn Ortega í forsetakosningum árið 1990. Forsetinn, fjölskylda hans og helstu bandamenn sæta viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjanna og Evrópusambandsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"73","intro":"Helena Sverrisdóttir, reyndasti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, er meidd og fór ekki með liðinu til Rúmeníu þar sem það hefur undankeppni EM á fimmtudag. Í hennar stað kemur hin sautján ára gamla Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir.","main":"Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í gær til Búkarest í Rúmeníu þar sem liðið mætir heimakonum í fyrsta leik undankeppni EM á fimmtudag. Reyndasti leikmaður liðsins, Helena Sverrisdóttir, heltist úr lestinni og sat eftir heima.\nHelena hefur verið að glíma við meiðsli í hné og ekki spilað síðustu leiki með félagsliði sínu Haukum í úrvalsdeildinni hér heima. Í hennar stað kallaði þjálfarinn Benedikt Guðmundsson inn í hópinn nýliðann Emmu Sóldísi Svan Hjördísardóttur. Hún spilar með Fjölni og hefur skorað 11 stig að meðaltali í leik með liðinu í úrvalsdeildinni það sem af er tímabili. Fyrir voru þrír nýliðar í hópnum; Dagný Lísa Davíðsdóttir, Elísabeth Ýr Ægisdóttir og Anna Ingunn Svansdóttir. Hildur Björg Kjartansdóttir og Isabella Ósk Sigurðardóttir eru meiddar og Sigrún Björg Ólafsdóttir var valin en gat ekki tekið þátt að þessu sinni vegna anna í háskóla í Bandaríkjunum.\nSvo skemmtilega vildi til að hópurinn ferðaðist með starfsmönnum og fylgdarteymi KSÍ til Rúmeníu. Karlalandsliðið í fótbolta mætir nefnilega líka Rúmenum á fimmtudag í undankeppni HM. Báðir leikirnir verða sýndir beint á RÚV. Næsti leikur kvennalandsliðsins í undankeppninni er svo hér heima gegn Ungverjum á sunnudag.\nMax Verstappen er kominn með nítján stiga forskot á Lewis Hamilton í Formúlu 1-kappakstrinum þegar fjórar keppnir eru eftir af tímabilinu. Hamilton hefur orðið heimsmeistari ökuþóra síðustu fjögur ár og sjö sinnum fagnað þeim titli frá 2008. Keppt var í Mexíkó um helgina og Verstappen sem ekur fyrir Red Bull ræsti þriðji í gær en Hamilton á Mercedes annar. Verstappen átti frábæran dag og tryggði sér í gærkvöldi níunda sigurinn á keppnistímabilinu þegar hann kom í mark rúmum 16 sekúndum á undan Hamilton. Hann nálgast því óðfluga sinn fyrsta heimsmeistaratitil.","summary":"Helena Sverrisdóttir, reyndasti leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, er meidd og fór ekki með liðinu til Rúmeníu þar sem það hefur undankeppni EM á fimmtudag. Í hennar stað kemur hin sautján ára gamla Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir. "} {"year":"2021","id":"73","intro":"Mjög ólíklegt telst að aftur fari að gjósa úr eldstöðinni við Fagradalsfjall, segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði. Engin kvika hefur komið úr gígnum í um tvo mánuði, en Þorvaldur segir að gasið sem streymi úr gígnum bendi til þess að enn sé kvika á hreyfingu undir eldstöðinni.","main":"Ég get nú ekki afskrifað þetta enþá alveg. Við skulum hafa það nú bara alveg á hreinu að það er náttúrulega ekki mitt hlutverk að lýsa yfir goslokum. Það hlutverk er hjá Veðurstofunni. En eru einhverjar líkur á því að gosið fari aftur af stað? Mér finnst það nú frekar litlar líkur. En það er ekki allavega ekki alveg hægt að útiloka það enþá. Það koma svona púlsar eða hrinur af gösum úr gígnum. Og það er þetta er koma dagar sem er eiginlega ekki neitt og svo eru dagar þar sem verulegt gas er að koma upp. Það bendir til þess að það sé enþá einhver hreyfing á kviku upp við gosrásina. Og það sé fersk kvika að koma nálægt yfirborði og valda því að gasið streymir þarna svona af og til upp úr gígnum.","summary":null} {"year":"2021","id":"73","intro":"Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, var í morgun sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru um kynferðislega áreitni. Verjandi hans segir dóminn mikið gleðiefni.","main":"Jón Baldvin var ákærður fyrir að hafa strokið Carmen Jóhannsdóttur utanklæða á rassi í matarboði á Spáni árið 2018. Hann hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og sagt að brotið hafi verið sviðsett. Auk þeirra Jóns Baldvins og Carmenar voru þrjú vitni á staðnum, Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins, Laufey Ósk Arnórsdóttir, móðir Carmenar, og Hugrún Auður Jónsdóttir. Laufey Ósk studdi mál dóttur sinnar en vitnisburður þeirra Bryndísar og Hugrúnar Auðar veitti framburði Jóns Baldvins stoð. Í niðurstöðu dómsins segir að við mat á sönnunargildi vitnisburðar Bryndísar og Laufeyjar sé litið á tengsl þeirra við Jón Baldvin annars vegar og Carmen hins vegar. Hugrún Auður sagðist reikna með því að hún hefði séð það ef Jón Baldvin hefði gert það sem hann er sakaður um. Hún hafi snúið að Carmen og ekkert hafi byrgt henni sýn.\nVitnisburður mæðgnanna er á móti sagður um sumt ósamrýmanlegur, og samkvæmt vitnum á staðnum því ósannað að Jón Baldvin hafi gerst brotlegur og beri því að sýkna hann. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Jóns Baldvins, fagnar niðurstöðu héraðsdóms.\nÞað er gleðiefni að umbjóðandi minn hafi verið sýknaður í þessu máli. Dómurinn er vel rökstuddur og þetta er lögfræðilega rétt niðurstaða.\nMálið fer nú á borð Ríkissaksóknara sem hefur að svo stöddu ekki tekið afstöðu til þess hvort því verður áfrýjað til Landsdóms.","summary":"Jón Baldvin Hannibanlsson var í morgun sýknaður af ákæru um kynferðisbrot. Verjandi hans segir að dómurinn sé vel rökstuddur og lögfræðilega réttur. "} {"year":"2021","id":"73","intro":"Erlendu ferðafólki er heimilt að koma til Bandaríkjanna frá og með deginum í dag geti það sannað að það sé ekki veirusmitað eða veikt af COVID-19. Landamærunum var lokað fyrir tuttugu mánuðum vegna heimsfaraldursins.","main":"Búist er við miklum fjölda ferðafólks til Bandaríkjanna eftir að ströngum takmörkunum var aflétt á miðnætti að staðartíma. Allir verða þó að sanna að þeir séu heilir heilsu. Tuttugu mánuðir eru liðnir síðan landinu var lokað að mestu fyrir erlendu ferðafólki vegna heimsfaraldursins.\nFerðafólki er heimilt að koma til Bandaríkjanna frá og með deginum í dag, hvort heldur það kemur landleiðis, sjóleiðis eða með flugi. Það verður þó að sanna að það hafi verið bólusett að fullu gegn kórónuveirunni áður en því verður hleypt yfir landamærin. Átta gerðir bóluefna sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin viðurkennir eru tekin gild. Þeir sem hafa fengið COVID-19 verða að leggja fram vottorð um jákvætt sýni, sem tekið hefur verið innan þriggja mánaða fyrir brottför. Börn og ungmenni undir átján ára aldri eru undanþegin skyldunni um vottorð fyrir bólusetningu. Allir ferðalangar sem orðnir eru tveggja ára og eldri verða þó að sanna að þeir hafi farið í sýnatöku og fengið neikvæða niðurstöðu innan við þremur sólarhringum áður en lagt er af stað.\nDonald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, lokaði landamærunum fyrir tuttugu mánuðum þegar COVID-19 veikindi tóku að breiðast út víða um heim. Joe Biden framlengdi það þegar hann tók við völdum. Lengd ferðabannsins var víða mótmælt, einkum í Evrópuríkjum, Mexíkó og Kanada.\nBúist er við miklum straumi ferðafólks til Bandaríkjanna á næstunni. Í Mexíkó bíða til dæmis þúsundir eftir því að komast yfir landamærin. Þá eru dæmi um að flugfélög hafi bætt við aukaferðum af þessum sökum. Fimm ferðir eru áætlaðar frá Íslandi í dag, til Boston, Orlando, Seattle og tvær til New York.","summary":"Erlendir ferðamenn mega koma til Bandaríkjanna frá og með deginum í dag, geti þeir sannað að þeir séu ekki veirusmitaðir. Landamærunum var lokað fyrir tuttugu mánuðum vegna heimsfaraldursins."} {"year":"2021","id":"73","intro":"Á meðan Íslendingar bóka skíðaferðir til Alpanna stefna Færeyingar á skíðaferðir til Akureyrar. Í febrúar á næsta ári verður flogið beint á milli Akureyrar og Færeyja með það fyrir augum að Færeyingar komist á skíði í Hlíðarfjalli.","main":"Færeyska ferðaskrifstofan Tur mun bjóða upp á alla vega tvö bein flug á milli Færeyja og Akureyrar í febrúar. Jónatan Friðriksson er íslenskur tengiliður ferðaskrifstofunnar.\nÞetta eru Færeyingar að koma í skíðaferðir hingað. Þeir eru að nota flugið til baka með því bjóða Akureyringum ódýrt flug til baka. Þeir eru búnir að gera þetta tvisvar eða þrisvar áður en það var ekkert\ní fyrra út af þessu covid-rugli.\nÍ Færeyjum eru aðstæður til skíðaiðkunar ekki góðar, aðallega vegna snjóleysis. Færeyingarnir virðast áfjáðir í að koma til Akureyrar og skíða í Hlíðarfjalli því búið er að fylla vélarnar tvær frá Færeyjum til Íslands og verið er að íhuga að setja á þriðju ferðina.\nÞað felst þó alltaf ákveðin áhætta í að treysta því að íslensku skíðasvæðin séu opin.\nJú, þeir taka bara sénsinn á því. Þetta er náttúrulega skásti tíminn til að taka sénsins á því, í febrúar. Þá er líklegast að það sé kominn snjór og ekki farinn enn þá, ætli þeir séu ekki\nað reyna að stóla á það.\nJónatan segir Akureyringa ekki alveg eins áhugasama um að fara til Færeyja eins og þeir til okkar. Einhverjar bókanir og fyrirspurnir hafi þó borist og er áhuginn tvímælalaust meiri en síðustu ár.","summary":null} {"year":"2021","id":"73","intro":"Forsætisráðherra Danmerkur boðar að grípa þurfi til hertra aðgerða vegna faraldursins og hvetur alla þá sem ekki hafa látið bólusetja sig gegn COVID-19 að gera það sem fyrst.","main":"Smitum hefur fjölgað verulega í Danmörku undanfarnar vikur og sjúkrahúsinnlögnum sömuleiðis. Mette Frederiksen forsætisráðherra segir ríkisstjórnina fylgjast náið með framvindu mála í faraldrinum. Hún segir að grípa þurfi skjótt til aðgerða svo halda megi aftur af útbreiðslu veirunnar og draga þar með úr hættunni á að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús.\nInnan skamms megi búast við ráðleggingum sóttvarnanefndar um til hvaða bragða skuli tekið. Í þeirri nefnd sitja meðal annarra fulltrúar heilbrigðiskerfisins, ríkislögreglustjóra og nokkurra ráðuneyta.\nSkilgreini nefndin COVID-19 sem samfélagslega hættulegan sjúkdóm megi að nýju grípa löglega til samkomutakmarkana. Danska ríkisútvarpið hefur ekki fengið staðfest hvenær nefndin kemur saman.\nMeðal þess sem einnig hefur verið nefnt er endurupptaka kórónuveiruvegabréfs sem tryggi að eins þau sem eru bólusett, áður smituð eða með neikvæða niðurstöðu skimunar geti sótt fjölmenna staði. Þannig megi rjúfa smitkeðjuna og halda samfélaginu opnu að mati sérfræðinga. Deildar meiningar eru meðal stjórnmálaflokka í Danmörku um til hve róttækra aðgerða skuli gripið til að stemma stigu við faraldrinum.","summary":null} {"year":"2021","id":"74","intro":"Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra telur Íslendinga geta lært af öðrum þjóðum hvernig á að haga stefnumótun í umhverfismálum og eftirfylgni með aðgerðum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, brýndi þjóðareiðtoga í morgun við upphaf áttunda dags ráðstefnunnar en henni lýkur næstu helgi. Johnson segir að þjóðarleiðtogar þurfi að gera miklar málamiðlanir til að árangur náist. Nú sé tíminn naumur og hann viðurkennir að það eigi eftir að reynast erfitt að ná saman um aðgerðir til að markmið Parísarsamkomulagsins náist. Guðmundur Ingi segir að áætlanir lofi góðu en þeim þurfi að fylgja aðgerðir.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"74","intro":"Forsætisráðherra Íraks slapp óskaddaður frá drónaárás á aðsetur hans í nótt. Hann sakar árásarmennina um heigulshátt. Mikil spenna hefur verið í landinu frá kosningunum þar tíunda október.","main":"Árásin var gerð með þremur drónum hlöðnum sprengiefnum sem voru send frá svokallaðri lýðveldisbrú. Hún liggur yfir ánni Tigris sem rennur í gegnum höfuðborgina Bagdad. Samkvæmt heimildum AFP úr öryggisgæslu forsetans voru tveir drónanna skotnir niður áður en tókst að nota þá. Sá þriðji flaug hins vegar á forsetabústaðinn sem skemmdist talsvert. Forsætisráðherrann, Mustafa al-Khademi, slapp ómeiddur en minnst tveir af lífvörðum hans særðust. Forsætisráðherrann flutti síðan ávarp til þjóðarinnar í morgun.\nAl-Khademi sagði hvorki hægt að byggja þjóð né framtíð á huglausum eldflauga- og drónaárásum. Uppbygging eigi sér aðeins stað með því að virða ríkið og stofnanir þess.\nAðsetur forsætisráðherrans er á svokölluðu grænu svæði í borginni en þar eru fjölmargar opinberar stofnanir, sem og sendiráð erlendra ríkja.\nEnginn hefur lýst ábyrgð á árásinni. Talið er að hún tengist úrslitum kosninganna tíunda október. Þar tapaði Fatah, stjórnmálaarmur samtakanna Hasked al-Shaabi, sem styðja nágrannaríkið Íran, miklu fylgi. Þau viðurkenna ekki úrslitin og fullyrða að brögð hafi verið í tafli. Síðan hefur spenna farið vaxandi í landinu. Hundruð stuðningsmanna Hasked al-Shaabi laust saman við lögreglu á föstudag nærri hinu græna svæði. Í gær mótmæltu svo sömu stuðningsmenn með því að brenna myndir af al-Kadhemi forsætisráðherra og kalla hann glæpamann.\nÚrslit kosninganna hafa ekki verið staðfest ennþá, og enn gætu liðið nokkrar vikur áður en það verður gert.","summary":"Reynt var að ráða forsætisráðherra Íraks af dögum í drónaárás í nótt. Hann slapp ómeiddur. Árásin er talin tengjast óánægju með úrslit kosninga þar fyrir tæpum mánuði."} {"year":"2021","id":"74","intro":"Yfirvöld í Texas ákváðu í gær að hefja formlega lögreglurannsókn á troðningnum sem varð á tónleikum rapparanna Travis Scott og Drake í Houston á föstudagskvöld. Átta manns létust af völdum troðningsins.","main":"Um fimmtíu þúsund manns voru á tónleikunum þegar atvikið átti sér stað. Vitni hafa lýst mikilli hræðslu sem gripið hafi um sig í hópnum. Þá hafi fólk eina stundina verið að dansa og skemmta sér en þá næstu hafi það ekki getað andað og liðið hafi yfir fólk í hrönnum. Sumir hafi lítið skipt sér af þeim sem lágu og jafnvel trampað á þeim.\nSylvester Turner borgarstjóri Houston staðfesti að þau átta sem létust hafi verið á aldrinum fjórtán til tuttugu og sjö ára. Þrettán manns eru að auki enn á sjúkrahúsi. Hún tilkynnti jafnframt að lögreglurannsókn væri hafin og öllum steinum yrði velt við. Myndskeið yrðu skoðuð og allir sem voru á svæðinu verði yfirheyrðir.\nOrðrómur hefur verið á kreiki um að tónleikagestur hafi sprautað fólk af handahófi með lyfjum. Lögreglan hefur ekki viljað gera mikið úr því en hefur þó staðfest að öryggisvörður sem hafði gest í haldi hafi fundið fyrir stungu í hálsi og síðan misst meðvitund. Við meðhöndlun hafi hann fengið lyf sem notað er við of stórum skammti af ópíóíðum. Þá hafa borist fréttir af því að nokkrir tónleikagestir hafi þurft að fá svipaða meðhöndlun á sjúkrahúsi. Staðfest hefur verið að lögreglumenn frá morð- og fíkniefnadeildum lögreglunnar taki þátt í rannsókninni.\nRapparinn Travis Scott, sem stóð fyrir tónlistarhátíðinni sem tónleikarnir voru hluti af, sagði í yfirlýsingu á Twitter að hann væri miður sín vegna atviksins og að hugur sinn væri hjá aðstandendum þeirra sem létust.","summary":"Lögreglurannsókn er hafin á tildrögum þess að átta manns létust á tónleikum í Houston í Texas á föstudagskvöld. Meðal annars verður rannsakað hvort gestir hafi verið sprautaðir með lyfjum."} {"year":"2021","id":"74","intro":"Tvær 160 metar háar vindmyllur gætu risið við Lagarfossvirkjun á Úthéraði. Umhverfis- og framkvæmdanefnd Múlaþings hefur samþykkt að breyta skipulagi til að heimila vindorkuver við virkjunina.","main":"Líkur hafa aukist á því að vindmyllur rísi við Lagarfossvirkjun á Úthéraði. Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur samþykkt að vinna skipulag sem gerir ráð fyrir að Orkusalan fái að nýta vindorku á iðnaðarsvæði við virkjunina.\nGert er gert ráð fyrir tveimur vindmyllum sem yrðu samtals allt að 10 megavött og 160 metra háar. Þær myndu sjást víða að og yrðu í 700 metra fjarlægð frá gistihúsum fyrir ferðamenn við bæinn Ekru. Eftir umsögn Skipulagsstofnunar ákvað meiri hluti í Umhverfis- og framkvæmdanefnd Múlaþings að gera breytingu á aðalskipulagi sem heimili Orkusölunni að nýta vindorku við virkjunina.\nFulltrúi VG í nefndinni, Pétur Heimisson, var á móti því að samþykkja breytinguna. Í bókun minnti hann á þá afstöðu sveitarfélagsins frá því í mars í fyrra að fyrst þurfi að skilgreina þau svæði innan sveitarfélagsins þar sem heimilt verði að nýta vindorku. Fram hafi komið að ekkert bendi til þess að framkvæmdinni fylgi störf til lengri tíma og að þetta sé tilraunaverkefni til 25-30 ára. Það sé ekki í hag íbúa og náttúru að heimila vindorkuver við Lagarfossvirkjun.\nÞað er sveitarstjórn sem tekur endanlega ákvörðun um breytingu á aðalskipulagi en heimastjórn þarf líka að samþykkja nýtt deiliskipulag.","summary":"Tvær 160 metar háar vindmyllur gætu risið við Lagarfossvirkjun á Úthéraði. Umhverfis- og framkvæmdanefnd Múlaþings hefur samþykkt að breyta skipulagi til að heimila vindorkuver við virkjunina. "} {"year":"2021","id":"74","intro":"Fyrirtæki leita í auknum mæli til Skógræktarinnar með það fyrir augum að kolefnisjafna starfsemi sína. Skógræktarstjóri segir ekki seinna vænna fyrir fyrirtæki að byrja að leita leiða til að mæta skuldbindingum Íslands um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040.","main":"Sjávarútvegsfyrirtækið Eskja á Eskifirði hefur gert samning við Skógræktina um að þróa kolefnisverkefni, með plöntun trjáa á landi fyrirtækisins, í þeim tilgangi að kolefnisjafna starfsemi sína. Fyrirtækið Festi hafði áður lagt af stað í slíkt verkefni, fyrst íslenskra fyrirtækja.\nÞröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri, segir að fleiri fyrirtæki séu farin að huga að kolefnisjöfnun.\nÞað eru fleiri sjávarútvegsfyrirtæki og önnur fyrirtæki að hugsa á sama hátt og munu byrja á sínum eigin verkefnum. Skógræktin veitir þá ráðgjöf sem fyrirtæki þarf á að halda til að rækta skóg á þann hátt\nað markmiðinu um kolefnisbindingu og fleiri hluti sé náð.\nÞröstur segir mikilvægt að farið sé í það ferli að votta kolefnisbindinguna en það byrjar með skráningu í Loftslagsskrá Íslands. Þegar trén eru byrjuð að vaxa fer óháður aðili og metur hvort hægt sé að búa til svokallaðar kolefniseiningar. Út frá þeim upplýsingum er hægt að áætla fram í tímann hver bindingin verður.\nSíðan eftir um 10-15 ár er hægt að staðfesta vöxtinn á trjánum og þá verða til þar fullgildar einingar\nÞetta er auðvitað það sem fyrirtæki og reyndar þjóðin öll stendur frammi fyrir vegna þess að það er búið að setja í lög að þjóðin ætli að vera kolefnishlutlaus 2040. Ef að skógur á að vera farinn að binda eitthvað að ráði þá,","summary":null} {"year":"2021","id":"74","intro":"Formenn ríkisstjórnarflokkanna halda áfram stjórnarmyndunarviðræðum í dag. Fjármálaráðherra segir að það sé ekki tímabært að upplýsa um efni stjórnarsáttmálans og að skipting ráðuneyta hafi enn ekki verið rædd.","main":"Katrín Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson ætla að hittast í ráðherrabústaðnum strax eftir hádegið í dag og ræða myndun nýrrar ríkisstjórnar. Óvíst er hvenær hún verður kynnt, en þau hafa sagt að fyrst þurfi undirbúningsnefnd um rannsókn kjörbréfa að ljúka störfum. Nú stefnir í að nefndin skili ekki niðurstöðum sínum fyrr en í fyrsta lagi eftir þessa viku. Þá verða sjö vikur liðnar frá kosningum, án þess að þing komi saman. Formennirnir hafa lítið viljað segja um viðræðurnar, annað en að þær gangi vel og að mögulega verði sett á fót nýtt ráðuneyti eða verkefni færð milli ráðuneyta.\nBjarni Benediktsson segir ekki tímabært að gefa neitt upp um stjórnarsáttmálann.","summary":"Formenn ríkisstjórnarflokkanna halda stjórnarmyndunarviðræðum áfram í dag. Hugmyndir um nýtt innviðaráðuneyti verða sífellt háværari. "} {"year":"2021","id":"74","intro":"Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar segir starfsfólk félagsins hafa hrakið sig úr starfi. Farið hafi verið fram gegn henni með ofsakenndum hætti, fáir hafi orðið fyrir jafn grófum árásum. Þetta sagði Sólveig í Silfrinu í morgun.","main":"Sólveig hefur sagt að sér vegið og vænt trúnaðarmenn Eflingar og starfsmenn félagsins um að taka þátt í ofsóknum gegn sér og Viðari Þorsteinssyni fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar en þau létu bæði af störfum um mánaðamótin.\nÉg hef strax frá fyrsta degi þurft að þola ýmislegt, úti í samfélaginu og ég hugsa að fáar manneskjur hafi á síðustu árum þurft að þola jafn ósvífnar atlögur\nÞetta gerði það að verkum að í vissum hópum á skrifstofunni ríkti sú stemning að það mætti segja um mig hvað sem er og það mætti beita sér gegn mér með mjög grófum hætti. ég sé eftir því að hafa látið mig hafa það og umborið ýmislegt á skrifstofunni fra´fyrsta degi; vanvirðandi framkomu , ég hef verið hunsuð og persónulegt rými mitt hefur ekki verið virt.\nÍ ályktun trúnaðarmanna sem send var stjórnendum Eflingar í júní hafi orðræðan náð hámarki. Þegar ljóst var í lok október að ályktunin yrði gerð opinber hafi þau Viðar viljað ræða málin á hófstilltan hátt en ekki hafi verið grundvöllur fyrir því.\nÉg er einfaldlega hrakin burt, ekki veittur sá vinnufriður sem ég þarf á að halda. Finnurðu enga sök hjá sjálfri þér? Ég er búinn að útskýra það fyrir þér hvað ég hafi gert rangt, og það er vissulega mjög raunveruleg tilfinning hjá mér.","summary":"Sólveig Anna Jónsdóttir segir starfsfólk Eflingar hafa hrakið sig úr starfi formanns. Farið hafi verið fram gegn henni með ofsakenndum hætti, fáir hafi orðið fyrir jafn grófum árásum. "} {"year":"2021","id":"74","intro":"Enska úrvalsdeildarliðið Norwich rak í gærkvöld Daniel Farke úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri liðsins. Farke er fjórði knattspyrnustjórinn sem er látinn fara í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.","main":"Norwich vann Brentford í 11. umferðinni í gær og var þetta fyrsti sigur Norwich í deildinni á leiktíðinni. Þrátt fyrir sigurinn var Daniel Farke rekinn frá félaginu eftir fjögur ár sem knattspyrnustjóri Norwich. Farke tók við Norwich árið 2017 og undir hans stjórn hefur liðið flakka á milli úrvalsdeildarinnar og fyrstu deildarinnar. Eftir sigurinn í gær er Norwich með fimm stig en vermir áfram botnsæti deildarinnar. Norwich er fjórða úrvalsdeildarliðið sem skiptir um þjálfara á leiktíðinni en áður höfðu Watford, Newcastle og Tottenham látið sína stjóra fara. Ellefta umferð deildarinnar heldur áfram í dag og mun Antonio Conte stýra Tottenham í sínum fyrsta leik gegn Everton á útivelli. Þá fær Arsenal Watford í heimsókn, Leeds og Leicester eigast við og í lokaleik umferðarinnar mætast West Ham og Liverpool. Með sigri getur Liverpool minnkað forskot Chelsea á toppi deildarinnar í eitt stig en hafi West Ham betur kemst liðið upp að hlið Manchester City og í 2. sæti deildarinnar.\nHaukar og ÍBV mætast í frestuðum leik í úrvalsdeild kvenna í handbolta í dag en leikurinn fer fram á Ásvöllum klukkan þrjú. Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með fimm stig en ÍBV situr í sjöunda og næst neðsta sæti með tvö stig. Valur komst á topp deildarinnar í gær eftir eins marks sigur á Fram, 25-24. Valur er nú með 10 stig og Fram og KA\/Þór eru jöfn með níu stig í 2. og 3. sæti.\nFinnski ökuþórinn Valtteri Bottas, sem ekur fyrir Mercedes, verður á ráspól í mexíkóska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton, liðsfélagi Bottas hjá Mercedes, er annar og Max Verstappen, sem ekur fyrir Red Bull, er þriðji. Verstappen leiðir heildarstigaskeppni ökumanna með tólf stiga forskot á Hamilton en Bottas, sem ræsir fyrstur í dag, er í þriðja sætinu þegar fimm keppnir eru eftir á tímabilinu.","summary":"Norwich vann sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni í gær. Þrátt fyrir sigurinn rak Norwich knattspyrnustjórann Daniel Farke eftir leik. "} {"year":"2021","id":"75","intro":"Minnst átta eru látnir eftir mikill troðning á tónleikahátíð í Houston í Texas í gærkvöld. Hátíðin átti að standa alla helgina en henni hefur nú verið aflýst.","main":"Að minnsta kosti átta létu lífið og um 300 slösuðust í miklum troðningi á tónleikahátíð í Houston í Texas í gærkvöld. Um fimmtíu þúsund manns voru á hátíðinni.\nTónleikarnir voru liður í tónlistarhátíð sem rapparinn Travis Scott stendur fyrir. Hann var sjálfur á sviðinu ásamt öðrum rappara, Drake, þegar slysið átti sér stað. Sam Pena slökkviliðsstjóri segir að um níuleytið í gærkvöld að staðartíma hafi mannþröngin farið að færast í átt að sviðinu. Það hafi orðið til þess að ofsahræðsla greip um sig, fólk hafi slasast og fallið niður, sem aftur hafi svo valdið enn meiri hræðslu. Tónlistarmennirnir stöðvuðu tónleikana þegar þeir sáu hvað var að gerast og slökkviliðið í Houston var kallað til. Sautján voru fluttir á sjúkrahús og voru ellefu þeirra í hjartastoppi. Átta þeira eru nú látnir.\nTalið er að um fimmtíu þúsund manns hafi sótt þessa hátíð Travis Scott, sem ber nafnið Astroworld. Hún hefur verið haldin síðustu þrjú ár í Houston, heimaborg Scotts, og átti að standa alla helgina. Henni hefur nú verið aflýst.\nEkki er vitað hvað olli slysinu. Myndskeið sem birtist á samfélagsmiðlum sýndi fjölda fólks fyrir tónleikana ryðjast að hliðinu við innganginn að hátíðarsvæðinu og starfsmenn áttu erfitt með að hafa stjórn á hópnum. Við það féllu nokkrir við. Ekki er ljóst hvort þetta tengist því sem gerðist á tónleikunum sjálfum. Þá greindi Houston Chronicle frá því að Travis Scott hafi nokkrum sinnum séð áhorfendur í vandræðum við sviðið meðan á tónleikunum stóð og kallað á öryggisverði sem fjarlægði fólkið úr þrönginni. Hvorki hann né starfsfólkið hafi hins vegar gert sér grein fyrir hversu slæm staðan væri fyrr en rúmum klukkutíma eftir að tónleikarnir hófust.\nLögreglan hefur ekki gefið frekari upplýsingar um þá sem létust, að öðru leyti en því að sumir þetta hafi verið afar ungir.","summary":"Minnst átta eru látnir eftir mikinn troðning á tónleikahátíð í Houston í Texas í gærkvöld. Hátíðin átti að standa alla helgina en henni hefur nú verið aflýst."} {"year":"2021","id":"75","intro":"Fyrrum formaður Sálfræðingafélag Íslands og kennari í faginu gagnrýnir aðgerðarleysi heilbrigðisráðuneytisins við að koma á fót starfsnámi svo nýútskrifaðir sálfræðingar fái starfsleyfi. Hann gagnrýnir einnig að aðrar stéttir eigi að ákveða hvernig starfsnáminu skuli hagað, en ekki fólk úr stéttinni.","main":"Reglugerð um starfsleyfi sálfræðinga frá 2012 kveður á um verklega þjálfun meistaranema. Sú þjálfun er hins vegar hvergi í boði og nú fá nýútskrifaðir sálfræðingar ekki starfsleyfi en fram að þessu hefur verið veitt undanþága frá þessari kröfu. Í svari heilbrigðisráðuneytisins við spurningum fréttastofu segir að þar til lausn finnst á málinu sé fyrirhugað að fella umrætt skilyrði í reglugerðinni úr gildi, tímabundið. Pétur Tyrfingsson er sálfræðingur og kennari í sálfræði bæði við Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur. Pétur var einnig formaður Sálfræðingafélagsins þegar reglugerðin var sett.\nVið erum á byrjunarreit þarna því heilbrigðisráðuneytið ákvað að vera fast á byrjunarreitnum því það ákvað að hlusta ekki á okkur sem vissum hvernig í málinu lægi, að það væri ekki hægt að setja inn þessa grein svona því þá þarf alltaf að fresta henni. Nema að þú setjir þessa reglugerðargrein og því fylgi svo fjármagn og leiðbeiningar til heilbrigðisstofnana um það að þjálfa sálfræðinga, það gerir heilbrigðisráðuneytið ekki og því er þetta á stöðugum byrjunarpunkti.\nPétur ítrekar að þetta sé ábyrgð og verkefni heilbrigðisráðuneytisins og fjárveitingavaldsins. Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að til skoðunar sé að láta landsráð um mönnun og menntun í heilbrigðisþjónustu taka málið fyrir. Í ráðinu er enginn sálfræðingur, sem Pétur gagnrýnir.\nMér finnst að við eigum að fara mikið styttri leið. Það eru sálfræðingar hérna, við erum hérna nokkur í þessari stétt sem höfum tiltölulega skýrar hugmyndir um hvernig eigi að gera þetta.\nHann segir starfsmenntun sálfræðinga vera afskipta á meðan starfsmenntun til dæmis hjúkrunarfræðinga og lækna sé í föstum skorðum.\nSálfræðingar sjálfir eru aldrei spurðir um þetta. Sálfræðingar sjálfir eru aldrei beðnir um að koma með einhverjar stefnumarkandi skoðanir á slíkum málum. Það er alltaf verið að tala við eitthvað annað fólk.","summary":null} {"year":"2021","id":"75","intro":"Tafir urðu á flugi frá Keflavíkurflugvelli í morgun vegna ofankomu. Lengri tíma en ella tók að afísa vélar og gera þær ferðbúnar fyrir flug. Umhleypingar eru í kortunum og í Mýrdal og Öræfum má búast við allt að 40 metrum á sekúndu í hviðum.","main":"Það er skammt stórra högga á milli í veðrinu. Það er von á stormi syðst síðdegis og aftur aðra nótt. Veðurfræðingur bendir fólki á að fylgjast vel með spám og jafnvel fresta eða flýta för eftir veðri. Það snjóaði víða sunnanlands í nótt og í morgun.\nSpákortið er fremur gult næstu daga. Gert ráð fyrir stormi aðra nótt. Færð gæti spillst til muna á fjallvegum. Veðurfræðingur bendir fólki á að fylgjast vel með spám og að það fresti eða flýti för eftir veðri.\nNokkrar tafir urðu á Keflavíkurflugvelli í morgun, á flestum flugferðum Icelandair vegna ofankomunnar. Lengri tíma tók að afísa og gera vélarnar ferðbúnar.\nVetrarfærð er víða á landinu. krapi er á Reynisfjalli, en spáð hvassviðri þar í dag. Búast má við hviðum allt að 40 metrum á sekúndu. Veðrið verður verst í Mýrdal og Öræfum. Varasamt er að vera á ferð á stórum bílum sem taka á sig mikinn vind. Hvasst verður fram eftir degi.\nUmhleypingar eru í kortunum. Óli Þór Árnason er veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.\nJá það er kannski vissara að fylgjast vel með spánum á næstunni. Það er náttúrulega þessi lægð sem gaf okkur snjó og slyddu í nótt og fjallvegirnir eru svolítið snúnir ennþá þannig að það er dágóð úrkoma í þessu.\nStund verður milli stríða seinni partinn í dag og fram eftir morgundegi en þá versnar aftur í því og fer að hvessa.\nFljótlega eftir miðnætti annað kvöld þá hérna er nú kominn suðaustanstormur syðst á landinu, koma skil inn með þokkalega mikilli úrkomu. Það er nú líklega rigning slydda þegar kemur eitthvað upp í hæð. Snjókoma á fjallvegum og þau skil fara yfir landið aðfaranótt mánudags og fram yfir hádegi á mánudag.\nÞað er um að gera að fylgjast með þannig að ef að menn ætla að keyra seint annað kvöld eða eitthvað svoleiðis að þá að flýta för sinni eða þá að seinka henni fram yfir hádegi á mánudag","summary":null} {"year":"2021","id":"75","intro":"Evrópumótinu í sundi í 25 metra laug lýkur í kvöld. Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti í undanrásum 200 metra skriðsundsins í morgun og komst í undanúrslitin.","main":"200 metra skriðsundið er þriðja grein Snæfríðar á Evrópumótinu sem fram fer í Kazan í Rússlandi. Snæfríður synti í undanrásunum í morgun, varð fjórða í sínum riðli á 1 mínútu og 57,47 sekúndum, og komst áfram í undanúrslitin með ellefta besta tímann. Snæfríður var tæpri sekúndu frá Íslandsmeti sínu í greininni í 25 metra laug, 1 mínútu og 56,51 sekúndu, en það setti hún á danska meistaramótinu fyrr á árinu. Undanúrslitin í 200 metra skriðsundinu fara fram rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Anton Sveinn McKee var skráður til keppni í 50 metra bringusundi í morgun en synti ekki og hefur Anton því lokið keppni á EM í Kazan.\nGrindavík komst í toppsæti úrvalsdeildar karla í körfubolta í gærkvöld eftir 18 stiga sigur á Breiðabliki, 100-82. Grindavík hefur unnið fimm af sex leikjum sínum í deildinni í vetur og er því á toppnum með 10 stig. Tindastóll vann níu stiga sigur á Njarðvík í hinum leik gærkvöldsins, 83-74. Tindastóll komst þar með upp fyrir Njarðvík, Njarðvíkingar eru með 6 stig og í sjötta sætinu en Tindastóll er nú með átta stig og í 2. sætinu líkt og Þór Þorlákshöfn og Keflavík.\nLeik Hauka og ÍBV sem fram átti að fara á Ásvöllum í úrvalsdeild kvenna í handbolta í dag var frestað til morguns vegna veðurs. Þrír leikir verða spilaðir í dag, HK og Stjarnan eigast við, KA\/Þór fær Aftureldingu í heimsókn og þá er toppslagur á Hlíðarenda þar sem Valur fær Fram í heimsókn. Fram situr á toppi deildarinnar með 9 stig en Valur er með átta stig og í 2. sætinu.\nFimm leikir eru á dagskrá ensku úrvalsdeildairnnar í fótbolta í dag og stendur stórleikur dagsins nú yfir. Þar eigast við Manchester liðin tvö, United og City, á Old Trafford, heimavelli United. Klukkan þrjú hefjast þrír leikir, Brentford fær Norwich í heimsókn, Chelsea mætir Burnley og þá heimsækja Úlfarnir Crystal Palace. Lokaleikur dagsins er svo viðureign Brighton og Newcastle","summary":"Snæfríður Sól Jórunnardóttir komst í undanúrslit í 200 metra skriðsundi á Evrópumótinu í sundi í 25 metra laug. Anton Sveinn McKee hefur lokið keppni á EM."} {"year":"2021","id":"75","intro":"Meira en níutíu manns létust og hundrað slösuðust þegar olíutankur bíls sprakk á fjölförnum gatnamótum í Sierra Leone í kjölfar áreksturs.","main":"Minnst níutíu og tveir eru látnir eftir að tankur olíubíls sprakk í árekstri á fjölförnum gatnamótum í Freetown, höfuborg Sierra Leone, í gærkvöld.\nFregnir af tildrögum slyssins hafa verið nokkuð misvísandi. AFP-fréttastofan hefur eftir vitnum að slysið hafi viljað þannig að til olíubíllinn hafi verið á bensínstöð þegar annar bíll skall á honum. Við það hafi kviknað í bílnum og bensín byrjaði að leka sem varð á endanum til þess að tankurinn sprakk. Við það hafi eldur breiðst hratt út um svæðið og fólk, bæði gangandi og akandi, hafi brennst. Auk hinna látnu eru um hundrað manns á sjúkrahúsi, margir alvarlega slasaðir. Þá kviknaði einnig í mörgum húsum í nágrenninu, meðal annars í verslunum og mörkuðum. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að þegar bensínið fór að leka hafi bílstjórar leigubílavélhjóla reynt að safna því bensíni saman. Það hafi skapað umferðaröngþveiti sem gerði gatnamótin enn fjölmennari en ella þegar tankurinn svo sprakk.\nJulius Maada Bio forseti Sierra Leone sagði í yfirlýsingu á Twitter að hann væri harmi sleginn yfir atburðinum og þeim fjölmörgu sem hefði látist, og lofaði öllum mögulegum stuðningi við aðstandendur fórnarlambanna. Stjórnvöld hafa boðað neyðarfund vegna málsins.","summary":"Meira en níutíu manns létust og hundrað slösuðust þegar olíutankur bíls sprakk á fjölförnum gatnamótum í Sierra Leone í kjölfar áreksturs. "} {"year":"2021","id":"76","intro":"Almannavarnir telja að ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af úrkomu á Seyðisfirði um helgina þar sem kalt verður í veðri.","main":"Spáð er talsverðri úrkomu á Seyðisfirði á morgun. Enn er í gildi óvissustig vegna hættu á að jarðfleki við skriðusárið síðan í desember falli úr hlíðinni.\nFram kemur á vef Veðurstofunnar að á morgun snjói í til fjalla og svo fari kólnandi á sunnudag. Uppsöfnuð úrkoma gæti náð allt að 70 millimetrum en í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að ekki sé talið að hafa þurfi áhyggjur af helgarveðrinu. Jarðflekinn er þó enn á hreyfingu en ekki nándar nærri eins mikilli og 31. október. Þá færðist hann um 8 sentimetra á einum sólarhring samkvæmt speglum í hlíðinni. Radarmælingar voru í ólagi og mældu ekki neina hreyfingu en í samvinnu við framleiðendur tækisins var það endurstillt og beinir nú sjónum sínum sérstaklega að svæðinu í kringum skriðusárið.\nÞá ætla Almannavarnir á næstu dögum að dreifa sérstökum rýmingarskiltum í hús á Eskifirði og í Neskaupstað. Á þeim eru gagnlegar upplýsingar fyrir íbúa ef kemur til rýmingar vegna hættu á ofanflóðum. Þegar íbúar hafa yfirgefið hús sín eiga þeir að setja þau í glugga eða á áberandi stað til að gefa til kynna að hús þeirra hafi verið rýmd. Sams konar skilti hafa þegar verið borin í hús á Seyðisfirði. Íbúar eru hvattir til að kynna sér vel upplýsingarnar á skiltunum og geyma þau á vísum stað.","summary":"Almannavarnir telja að ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af úrkomu á Seyðisfirði um helgina þar sem kalt verður í veðri."} {"year":"2021","id":"76","intro":"Nú er fyrsta rjúpnaveiðihelgin framundan og fjöldi manns á leið til veiða. Veður gæti þó sett strik í reikninginn enda spáin ekki sérlega góð. Lögreglan fylgist vel með rjúpnaskyttum og kannar hvort öll leyfi séu í lagi.","main":"Rjúpnaveiðin hófst fyrsta nóvember og mánudagur og þriðjudagur voru því fyrstu veiðidagarnir. Það má ekki veiða á miðvikudögum og fimmtudögum. Nú eru þrír veiðidagar framundan og það ætla margir að nýta sér. Það eru misgóðar fréttir af fyrstu dögunum enda veðrið ekki alls staðar upp á það besta. Rjúpnaskyttur segja að rjúpan hafi verið stygg og erfið viðureignar, en margir náðu þó rjúpum. Einhverjir gáfust hins vegar upp vegna veðurs og komu tómhentir heim. En það er gott veður í dag og margir á leið til fjalla, þar á meðal Þorsteinn Baldvin Ragnarsson, formaður Skotveiðifélags Austurlands.\nLögreglan hefur boðað öflugt eftirlit með rjúpnaveiðum og minnir veiðimenn á að vera með skotvopnaleyfi og veiðikort meðferðis. Nú má ekki byrja veiðar fyrr en um hádegi en Þorsteinn segir að það vefjist ekkert fyrir mönnum.","summary":null} {"year":"2021","id":"76","intro":"Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiðir atkvæði í dag um samtals þriggja billjóna dala frumvörp Bandaríkjaforseta til endurbóta á flutningakerfi landsins og stækkunar velferðarkerfisins.","main":"Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að ákvæði frumvarpanna feli í sér sögulega umbreytingu sem mikilvægt sé að nái fram að ganga. Löngu sé orðið tímabært að endurnýja illa farna vegi og brýr, skipaskurði og breiðbandsnet.\nEinfaldur meirihluti atkvæða í fulltrúadeildinni nægir til að frumvarpið um endurbætur flutningakerfisins nái fram að ganga. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, kveðst afar ósátt við að frumvörpin hafi ekki orðið að lögum fyrr en vonast til að það takist nú. Vonir stóðu til að atkvæðagreiðslan yrði í gær en ágreiningur meðal þingmanna frestaði henni.\nMatsfyrirtækið Moody's telur að verði frumvörpin tvö að veruleika fjölgi það störfum um eina og hálfa milljón árlega og auki hagvöxt verulega næstu tíu ár. Öldungadeildin hefur ekki enn lagt blessun sína yfir velferðarhluta frumvarpanna og því þarf enn að bíða nokkuð uns hann verður að lögum.","summary":null} {"year":"2021","id":"76","intro":"Í fyrsta sinn í 15 ár er stefnt að því að byggja fjölda íbúðarhúsa norður af Akureyri. Mikill áhugi er á lóðunum og færri fengu úthlutun en vildu.","main":"Í Holtahverfi á Akureyri hefur verið unnið að deiliskipulagi fyrir nýtt íbúðahverfi í nokkur ár. Þar er gert ráð fyrir um 300 íbúðum. Skipulagsráð Akureyrarbæjar úthlutaði í síðustu viku 19 lóðum og var áhuginn svo mikill að dregið var úr gildum umsóknum á fundi ráðsins. Áður hafði lóðum verið úthlutað undir íbúðir fyrir eldri borgara.\nPétur Ingi Haraldsson, sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrar, segir að þessi mikli áhugi hafi ekki beint komið á óvart.\nÞetta er samt fyrsta hverfið í langan tíma sem við erum að byggja norðan megin í bænum. Það eru 15 ár liðin frá því það var byggt var síðast norðanmegin. Hingað til, síðustu ár, höfum við verið að\nbyggja til suðurs. Og fyrir þá sem vilja búa í norðurhlutanum er þetta kærkomin viðbót.\nPétur segir að síðustu tvö ár hafi uppbygging verið mikil víðsvegar um landið. Á Akureyri sé fjölgunin þó meiri en verið hefur.\nÞað er búin að vera meiri fjölgun á þessu ári heldur en undanfarin ár. Nú þegar er komin 1,8 prósent fjölgun á þessu ári á meðan það var búið að vera eitt prósent síðustu ár og jafnvel lægra.\nÞannig að þetta er góð þróun.\nEnn á eftir að búa nokkrar lóðir undir útboð þar sem gert er ráð fyrir um 50 íbúðum. Lóðirnar sem þegar hefur verið úthlutað eiga að verða tilbúnar undir byggingar í vor.","summary":null} {"year":"2021","id":"76","intro":"Anton Sveinn McKee er kominn í undanúrslit í 200 metra bringusundi á EM í sundi í 25 metra laug. Anton varð áttundi inn í undanúrslitin í Kazan í Rússlandi í morgun.","main":"Anton synti í undanrásum í morgun á tveimur mínútum og 6,28 sekúndum. Hann varð með því áttundi inn í undanúrslitin sem verða klukkan þrjár mínútur fyrir fimm í dag. Hann var tæpum fimm sekúndum frá sínum besta tíma og á því nóg inni fyrir undanúrslitin. Steingerður Hauksdóttir synti snemma í morgun í undanrásum í 100 metra baksundi á nýju persónulegu meti. Hún synti á einni mínútu og 3,33 sekúndum. Það nægði henni þó ekki í undanúrslit og hefur hún nú lokið keppni á EM. Hún bætti sig í tveimur sundum af þremur.\nXavi Hernandez er laus allra mála hjá Al Sadd í Katar. Ekkert er því nú til fyrirstöðu að hann taki við stjórnartaumunum hjá spænska stórliðinu Barcelona. Í tilkynningu sem Al Sadd sendi frá sér í dag segir að Barcelona hafi greitt fimm milljónir evra í samræmi við riftunarákvæði í samningi Hernandez. Ronald Koeman var rekinn úr starfi þjálfara Barcelona á dögunum og Xavi Hernandez hefur verk að vinna en liðið er í níunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar sem stendur.\nLeikið var í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld og þar voru Íslendingar áberandi. Í Hollandi tók AZ Alkmaar á móti rúmenska liðinu Cluj. Rúnar Már Sigurjónsson var ekki í leikmannahópi Cluj að þessu sinni en Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Alkmar. Albert kom heimamönnum yfir eftir fimm mínútna leik, og Alkmaar vann að lokum 2-0 sigur og er liðið á toppi D-riðils með 10 stig en Cluj á botninum með eitt. Þá var Alfons Sampsted í byrjunarliði Bodö\/Glimt sem gerði 2-2 jafntefli við Roma á Ítalíu en Alfons lagði upp seinna mark Bodö\/Glimt sem er nú efst í C-riðli. Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu inn á sem varamenn hjá FC Kaupmannahöfn í jafntefli gegn PAOK en Kaupmannahafnarliðið er sömuleiðis á toppi síns riðils.","summary":null} {"year":"2021","id":"76","intro":"Þúsundir ungmenna taka þátt í kröfugöngu og fjöldafundi í Glasgow í dag til að mótmæla aðgerðaleysi ráðamanna í loftslagsmálum.","main":"Þúsundir ungra aðgerðasinna eru saman komnir í Glasgow í Skotlandi þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur yfir. Þeir ganga fylktu liði um miðborgina og safnast saman síðar í dag þar sem þeir mótmæla ónógum aðgerðum ráðamanna í loftslagsmálum.\nDagurinn í dag er tileinkaður unga fólkinu á ráðstefnunni í Glasgow. Í tilefni hans er efnt til þriggja klukkustunda mótmæla til að vekja athygli á stöðunni í loftslagsmálum. Þau hófust með göngu um miðborg Glasgow sem endar á George Square, þar sem ávörp verða flutt. Sænski aðgerðasinninn Greta Tunberg er í fararbroddi ásamt Vanessu Nakate frá Úganda, sem hefur látið til sín taka í loftslagsmálum síðastliðin þrjú ár. Báðar flytja þær ávarp á torginu ásamt öðrum sem hafa verið virkir í aðgerðum gegn loftslagsvánni að undanförnu. Skipuleggjendur mótmælanna gerðu fyrir fram ráð fyrir því að tuttugu þúsund ungmenni myndu koma saman í dag. Að þeirra sögn er ætlunin að hafa hátt, því að valdamenn hafi greinilega ekki hlustað á unga fólkið til þessa. Loforð þeirra á leiðtogafundinum í Glasgow fyrr í vikunni hafi hljómað kunnuglega en óvíst sé með efndirnar.","summary":"Þúsundir ungmenna taka þátt í kröfugöngu og fjöldafundi í Glasgow í dag til að mótmæla aðgerðaleysi ráðamanna í loftslagsmálum. "} {"year":"2021","id":"77","intro":"Stíf fundahöld eru enn hjá undirbúningskjörbréfanefnd vegna talningar í Norðvesturkjördæmi. Formaður nefndarinnar segir enn of snemmt að segja til um hvenær störfum nefndarinnar lýkur. Formenn stjórnarflokkanna stefna á að kynna nýja ríkisstjórn í lok næstu viku.","main":"Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa, venjulega kölluð undirbúningskjörbréfanefnd, hefur verið að störfum síðan í byrjun október. Sautján kærur hafa borist nefndinni, langflestar vegna talningar í Norðvesturkjördæmi, en kærufrestur rann út síðasta föstudag. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir vinnuna ganga vel en enn geti hann ekki sagt til um hvenær starfi nefndarinnar ljúki. Formenn stjórnarflokkanna hafa sagt það markmið sitt að kynna nýja ríkisstjórn og nýjan stjórnarsáttmála í lok næstu viku. Forsætisráðherra hefur hins vegar ítrekað sagt að vinnu undirbúningskjörbréfanefndarinnar þurfi að vera lokið þegar það verði gert og það sama má segja um setningu Alþingis. Mikil samstaða hefur verið í störfum nefndarinnar sem skipuð er fulltrúum allra flokka eftir þingstyrk. Þess vegna hafa Viðreisn og Miðflokkur ekki fulltrúa í nefndinni en hafa þess í stað áheyrnarfulltrúa.","summary":"Undirbúningskjörbréfanefnd vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi er enn að störfum og ekki ljóst hvenær þeim lýkur. Formenn stjórnarflokkanna stefna að því að kynna nýja ríkisstjórn í lok næstu viku. "} {"year":"2021","id":"77","intro":"Menningarmálaráðherrar Norðurlandanna hafa samþykkt auknar fjárveitingar til norræns menningarsamstarfs en fyrirhugaður var niðurskurður sem hafði verið harðlega gagnrýndur. Þá fær Norræna húsið í Reykjavík aukið fjármagn vegna viðhalds.","main":"Menningarmálaráðherrar Norðurlandanna funduðu í Kaupmannahöfn í gær á þingi Norðurlandaráðs. Á þeim fundi voru auknar fjárveitingar til norræns menningarsamstarfs samþykktar en ráðherrarnir gerðu athugasemdir við áður boðaðan niðurskurð að sögn Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Hún segir athugasemdirnar ekki síst gerðar í ljósi þess að menningarstarf hafi liðið mikið fyrir áhrif af kórónuveirufaraldrinum. Samstarf á lista- og menningarsviði sé gríðarlega mikilvægt í norrænni samvinnu segir Lilja og því fagni hún hækkuninni sérstaklega. Hækkunin nemur 180 milljónum króna og verður heildarframlag vegna menningarsamstarfsins samkvæmt fjármálaáætlun Norðurlandaráðs fyrir næsta ár rúmlega 3,3 milljarðar króna.\nÞá var samþykkt á sama fundi að verja rúmum 76 milljónum króna í endurbótaverkefni vegna aðkallandi viðgerða á Norræna húsinu í Reykjavík. Húsið er eina byggingin sem er einvörðungu í eigu Norrænu ráðherranefndarinnar og hafa viðgerðir á húsinu staðið lengi. Það var finnski arkitektinn Alvar Aalto sem teiknaði Norræna húsið og var það vígt árið 1968.","summary":"Menningarmálaráðherrar Norðurlandanna hafa samþykkt aukið fé til norræns menningarstarfs en fyrirhugaður niðurskurður hafði verið harðlega gagnrýndur. Þá fær Norræna húsið í Reykjavík aukið fjármagn vegna aðkallandi viðgerða."} {"year":"2021","id":"77","intro":"Steingerður Hauksdóttir, sundkona, setti persónulegt met í 50 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í morgun en hún er ein af þremur keppendum Íslands á mótinu.","main":"50 metra baksundið er aðalgrein Steingerðar en hún synti í morgun á 28,18 sekúndum, hennar besti tími fyrir daginn í dag var 28,52 sekúndur. Tíminn dugði þó ekki inn í undanúrslitin en er farinn að færast nær Íslandsmeti Eyglóar Óskar Gústafsdóttur sem er 27,40 sekúndur. Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti í 100 metra skriðsundi og kom í bakkann á 54,99 sekúndum, aðeins fjórum hundraðshlutum úr sekúndu frá sínum besta tíma, 54,95 sekúndum. Snæfríður varð í 22. sæti af 43 keppendum og komst ekki áfram í undanúrslit. Hún á hins vegar eftir að synda í sinni aðalgrein.\nÞarna heyrðum við í Eyleifi Jóhannessyni, landsliðsþjálfara í sundi sem staddur er á Evrópumótinu í Rússlandi.\nXavi Hernandez, fyrrum knattspyrnumaður og núverandi knattspyrnustjóri katarska liðsins Al Sadd, segist vilja fara aftur heim til Barcelona og taka við stjórn katalónska liðsins. Hann vonar að samkomulag náist við núverandi vinnuveitendur sína.\nKatarska liðið hefur gefið það út að Xavi fái ekki að fara frá liðinu á þessum viðkvæma tíma á tímabilinu en starfsmenn Barcelona eru staddir í Doha til að ræða við Xavi. Ronald Koeman var rekinn frá Barcelona í síðasta mánuði og félagið leitar nú að arftaka hans og Xavi segir að hann vilji fara aftur heim. Að fara aftur til Barcelona væri stórkostlegt og spennandi og hann vonar að málin leysist sem fyrst.","summary":null} {"year":"2021","id":"77","intro":"Í Norðurþingi hefur lausaganga katta verið bönnuð í meira en áratug. Kattaeigendur á Húsavík eru almennt ekki sáttir við bannið. Þeir íhuga að reyna að fá það fellt úr gildi og að fundin verði málamiðlunarlausn.","main":"Ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar um að banna lausagöngu katta hefur vakið miklar og heitar umræður. Áætlað er að bannið taki gildi 2025.\nSilja Jóhannesar Ástudóttir, kattaeigandi á Húsavík, segir að þrátt fyrir að lausaganga katta hafi verið bönnuð í þetta langan tíma séu kattaeigendur langt frá því að vera sáttir við bannið.\nÞað hafa verið samræður okkar á milli varðandi akkúrat aðferðafræðina og hvort það sé ekki hægt að fara einhvern milliveg og reyna frekar að koma til móts við sem flesta í samfélaginu. Í staðinn fyrir boð og bönn á ákveðna lífshætti fólks sem að kannski skiptir það heilmiklu máli í daglegu lífi.\nGæludýr skipta eigendur þeirra svo miklu máli að hamingja dýranna hafi áhrif á hvernig þeim líður, segir Silja. Sumir kettir séu vissulega sáttir innikettir en það eigi alls ekki við um þá alla.\nÞað er auðvitað í eðli katta að vera úti og leika sér og fá ferskt loft eins og við þekkjum sjálf.\nSmári J. Lúðvíksson, umhverfisstjóri Norðurþings, sér um að banninu sé framfylgt. Dýrin séu fönguð annað hvort af mönnum eða með því að lokka þau í gildru.\nSíðan ef við föngum dýrið athugum hvort það er skráð, þá er frekar einfalt fyrir okkur að hafa upp á eigandanum.\nSíðan er honum gert að greiða sekt.\nSilja segir að almennt hlíti kattaeigendur reglunum en það sé ákveðið álag að passa sífellt að kettirnir sleppi ekki út.\nÞað eru t.d. börn sem eiga ketti, þá er þetta eins og Grýla.","summary":null} {"year":"2021","id":"77","intro":"Ekki verður unnið frekar við uppsetningu Hólasandslínu í vetur og útlit er fyrir að framkvæmdum seinki um allt að átta mánuði. Starfsmenn verktakans frá Bosníu eru á heimleið og koma ekki til landsins aftur fyrr en næsta vor.","main":"Hólasandslína þrjú er sjötíu kílómetra löng háspennulína frá Hólasandi til Akureyrar. Framkvæmdir hófust í ágúst 2020 og áætlað var að taka línuna í notkun núna í árslok. Nú er ljóst að það tekst ekki því aðstæður á framkvæmdasvæðinu eru orðnar erfiðar í frosti og hálku.\nSegir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. Þegar er búið að reisa 134 af 184 möstrum línunnar og um þriðjungur af strengjum er kominn í möstrin. Einnig er langt komið með að grafa um tíu kílómetra jarðstreng í Eyjafirði, en þess er vænst að sá hluti gæti klárast um áramót. Nú eru starfsmenn verktakans sem sjá um möstur og reisingu, Elnos frá Bosníu, síðan á heimleið. Steinunn segir reiknað með sú vinna hefjist aftur í mars eða apríl, eða um leið og aðstæður leyfa.","summary":"Átta mánaða seinkun er fyrirsjáanleg á framkvæmdum við Hólasandslínu, nýrrar háspennulínu frá Hólasandi til Akureyrar. Starfsmenn verktakans frá Bosníu eru á heimleið og koma ekki til landsins aftur fyrr en næsta vor."} {"year":"2021","id":"77","intro":"Bráðnun Hofsjökuls á liðnu sumri var óvenju mikil, sér í lagi á norðanverðum jöklinum sökum blíðviðris norðanlands. Leysingar á jöklinum voru um 45 prósent meiri en í meðalári.","main":"Vísindamenn Veðurstofu Íslands fóru í haustleiðangur á Hofsjökul í október til að mæla leysingar á jöklinum. Seinasta vetur var snjókoma þar eðlileg miðað við seinustu 30 ár en leysingar voru meiri.\nsérstaklega seinni part sumars og sérstaklega á norðanverðum jöklinum. Við teljum líklegt að það tengist því hversu sólríkt var á Norðurlandi sem nær að jöklinum og leiðir til aukinnar leysingar. Okkar bráðabirgðaniðurstöður benda til að Hofsjökull hafi rýrnað um 40-45 prósent meira en hann gerir í meðalári, eða hefur gert seinustu 30 árin\nsegir Þorsteinn Þorsteinsson jöklafræðingur á Veðurstofunni. Hann segir að á heildina litið sé útlit fyrir að Langjökull verði að mestu leyti horfinn fyrir aldarlok, en Hofsjökull hafi það af til loka næstu aldar. Leysingar í ár séu óvenju miklar.\nog hvað þýðir það? Það þýðir að þessi jökull, sem er nokkuð dæmigerður fyrir þessa stóra meginjökla á Hálendinu, hann rýrnar enn. Við höfum verið að mæla hann í rúmlega 30 ár og aðeins í 5 ár af þessum 33 hefur hann bætt við sig massa en núna var rýrnunarár sem var með þeim stærri í heildardæminu.","summary":null} {"year":"2021","id":"78","intro":"Rannsókn héraðssaksóknara á skotárás á bíl borgarstjóra og skrifstofur Samfylkingarinnar hefur verið hætt. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. Hægt verður að taka rannsóknina upp ef nýjar upplýsingar koma fram.","main":"Sextugur karlmaður lá undir grun um að hafa skotið á bíl borgarstjóra og skrifstofur Samfylkingarinnar. Hann sat um tíma í gæsluvarðhaldi.\nSamkvæmt heimildum fréttastofu er ekkert sem tengir manninn við skotárásina og engin vitni voru að henni. Maðurinn hefur ávallt neitað sök.\nDagur B. Eggertsson borgarstjóri segir óþægilegt að málið sé enn óupplýst.","summary":"Rannsókn héraðssaksóknara á skotárás á bíl borgarstjóra og skrifstofur Samfylkingarinnar hefur verið hætt. Borgarstjóri segir það óþægilegt og að auknar öryggisráðstafanir verði viðhafðar áfram."} {"year":"2021","id":"78","intro":"Formenn stjórnarflokkanna hittast á föstudag til að halda áfram viðræðum um myndun ríkisstjórnar. Formenn Vinstri grænna og Framsóknar koma heim af þingi Norðurlandaráðs á morgun. Undirbúningskjörbréfanefnd fundar stíft á sama tíma og er niðurstöðu hennar beðið. Gangi allt eftir gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós um miðjan mánuðinn.","main":"Undirbúningskjörbréfanefnd hefur fundað stíft síðan í byrjun október, þegar til hennar var stofnað, og sagði Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar í samtali við fréttastofu í morgun að svo yrði áfram alla þessa viku. Í vikulok verði síðan að sjá til hvort hillir í niðurstöðu um helgina. Formenn stjórnarflokkanna hittast á fundi á föstudag en hlé hefur verið á formlegum fundum þessa vikuna vegna loftslagsráðstefnunnar í Glasgow og Norðurlandaráðsþings í Kaupmannahöfn. Formennirnir segja góðan gang í viðræðunum en þær hafa engu að síður staðið núna í rúmar fimm vikur. Eftir síðustu kosningar liðu rétt rúmar fjórar vikur frá kosningum þangað til ný ríkisstjórn var kynnt. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði hins vegar í Kastljósi fyrir helgi að gangi allt eftir gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós um miðjan mánuðinn.\nRíkisstjórnin hélt velli í alþingiskosningunum sem þýðir að það er ríkisstjórn við völd. Þannig má telja víst að vinna við fjárlagafrumvarp næsta árs sé langt komin og því þurfi stjórnarflokkarnir ekki langan tíma frá stjórnarmyndun fram að þingsetningu. Þegar fyrir liggur stjórnarsáttmáli um málefni og niðurstaða um skiptingu ráðuneyta bera formennirnir þau mál undir þingflokka og flokksráð flokkanna áður en blásið verður til blaðamannafundar þar sem ný ríkisstjórn verður formlega kynnt.","summary":"Gangi allt eftir gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós um miðjan mánuðinn. Formenn flokkanna hittast á föstudag til að halda áfram viðræðum sem nú hafa staðið í rúmar fimm vikur. "} {"year":"2021","id":"78","intro":"Finnur Ricart, ungmennafulltrúi í sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow segir að Ísland ætti að stefna að 70 prósenta samdrætti fyrir 2030. Þversagnir hafi einkennt ræðu Katrínar Jakobsdóttir, forsætisráðherra á loftslagsþinginu í gær.","main":"Ég fann fyrir smá reiði að Ísland væri að sýna sig á alþjóðavettvangi með stór markmið, að þeirra sögn þegar þau voru að vísa í vísindin sem að segja eru að segja að Ísland þurfi að ganga lengra en Ísland er að ganga. Þetta voru þversagnir finnst mér. Við gætum raunverulega sett okkur miklu betri markmið og verið leiðtogar á heimsvísu. Markmið sem ég myndi vilja sjá er 70% samdráttur fyrir 2030. Þetta er bara eitthvað sem mér finnst vera sanngjarnt fyrir ríkt land eins og Ísland.\nÍsland ætti að setja sér sjálfstætt markmið í staðinn fyrir að hengja sig aftan á ESB og bíða bara.\nFinnur segist vera hóflega bjartsýnn á að ráðstefnan í Glasgow skili tilætluðum árangri. Hann ætlar að fylgjast með formlegum samningaviðræðum ríkjanna í dag um fjármagn sem á að renna til þróunarríkjanna.\nég held að það gæti skapast meiri þrýstingur til að tryggja meira fjármagn og fyrr. Hvað varðar yfirmarkmiðin sem skipta mestu máli, sem stýra því hvert við stefnum, vantar talsvert upp á það. High level leiðtoga hlutinn er búinn á ráðstefnunni, það var bara í gær og í fyrradag. Núna er erfitt að breyta þessum landsframlögum sem ganga ekki nærri því nógu langt. Það er það sem mér finnst erfitt að kyngja, við stefnum á 2,7 gráðu hlýnun á heimsvísu, þá er ólíklegt að lönd uppfæri markmiðin sín í bráð aftur. Þetta er ógnvekjandi staða. ég er hóflega bjartsýnn að eitthvað gott komi út úr þessu þó að það séu einhverjar væntingar sem eru þegar brostnar.\nSegir Finnur sem ætlar að vera rödd íslensks ungs fólks á ráðstefnunni þangað til henni lýkur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og iðnaðarmálaráðherra er kominn til Glasgow. Hún tekur þátt í pallborðsumræðum um orkumál á morgun ásamt fleiri viðburðum.","summary":"Fulltrúi unga fólksins á Íslandi á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna segir að sumar af væntingum hans séu þegar brostnar eftir leiðtogadagana sem lauk í gær. Markmiðin séu ekki nógu góð og Ísland ætti að ganga lengra."} {"year":"2021","id":"78","intro":"Sjö manna sendinefnd á vegum Evrópuþingsins kom til Taívan í morgun. Heimsóknin er liður í þeirri stefnu Evrópusambandsins að styrkja tengslin við eyríkið þrátt fyrir viðvaranir Kínastjórnar.","main":"Franski þingmaðurinn Raphael Glucksmann fer fyrir sendinefndinni sem fundar með Tsai Ing-wen, forseta Taívan og fleiri háttsettum embættismönnum.\nGlucksmann hefur löngum verið gagnrýninn í garð Kínastjórnar sem lagði á hann viðskiptaþvinganir í mars síðastliðnum. Hann segir það ekki slá sig út af laginu, heldur berjist hann ótrauður fyrir lýðræði og mannréttindum.\nÍ yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Taívan segir að löggjafarmál, varnir lýðræðis og mannréttindi verði til umræðu þá þrjá daga sem sendinefndin dvelur í landinu. Mikil spenna hefur ríkt milli Kína og Taívan undanfarið en Kínverjar líta á eyna sem hérað innan landsins, hún sé langt í frá að geta talist sjálfstætt ríki.\nKínastjórn hefur ítrekað reynt að einangra Taívan á alþjóðavettvangi og mótmælt harðlega allri viðurkenningu, opinberri jafnt sem óopinberri á sjálfstæði landsins. Fulltrúar Kínastjórnar í Brussel varaði við því fyrir skemmstu að heimsókn Evrópuþingmanna til Taívan gæti skaðað samskipti Kína og Evrópusambandsins alvarlega.\nHeimsókn franskra þingmanna til Taívan í síðasta mánuði reitti Kínastjórn mjög til reiði og eins ferð Josephs Wu, utanríkisráðherra Taívan til Slóvakíku og Tékklands nýverið.","summary":null} {"year":"2021","id":"78","intro":"Síðustu ár hefur bandarískur fræðimaður sinnt mikilvægum rannsóknum við Mývatn með stuðningi bandaríska vísindasjóðsins. Sjóðurinn framlengdi nýverið styrkinn til tíu ára.","main":"Lífríki Mývatns hefur verið rannsakað í hátt í 50 ár. Upp úr aldamótum vöktu rannsóknirnar áhuga Anthonys Ragnars Ives, bandarísks vísindamanns sem vildi leggja þeim lið. Síðustu tíu ár hafa rannsóknir Anthonys og teymis hans verið styrktar af bandaríska vísindasjóðnum sem hefur veitt áframhaldandi styrk fyrir rannsókninni.\nÁrni Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsóknastöðvar Mývatns, segir styrkinn afar mikilvægan. Enda ná rannsóknirnar yfir stórt svið lífríkisins í og við vatnið.\nÞað er nú eiginlega bara allt. Það er allt frá efnafræðinni, efnafræði grunnvatnsins, vatnsins sem rennur í Mývatn, hvernig þessi næringarefni berast um lífríkið upp eftir fæðukeðjunum. Hvernig svona\nVið Mývatn er ein lífvera sem gegnir sérstaklega stóru hlutverki.\nMýflugurnar stjórna því ansi mikið hvað gerist. Geta tekið kerfið alveg yfir. Þær eru svo margar að þær fara að\nhafa áhrif á allt í kringum sig.\nÁrni segir að til þess að skilja þær djúpu sveiflur sem verða í lífríkinu þurfi að vakta svæðið til lengri tíma. Allt þetta vísindafólk sem kemur ár eftir ár frá Bandaríkjunum styrki því mjög rannsóknastarfið við Mývatn.\nHingað kemur hópur sem er svona 8-10 manns á hverju ári sem vinnur baki brotnu allt sumarið við að rannsaka lífríki Mývatns.\nÞetta er svona hvalreki fyrir okkur að fá þetta fólk.","summary":null} {"year":"2021","id":"78","intro":"Evrópumeistaramótið í sundi í 25 metra laug stendur nú yfir í Kazan í Rússlandi. Anton Sveinn McKee tryggði sér í morgun keppnisrétt í undanúrslitum í 100 metra bringusundi.","main":"Þetta var fyrsta sund Antons á mótinu en auk hans keppa þar Snæfríður Sól Jórunnardóttir og Steingerður Hauksdóttir. Anton synti á 57,98 sekúndum og varð þar með fjórtándi inn í undanúrslitin sem fram fara í kvöld klukkan 17:43. Íslandsmet Antons í greininni er 56,30 sekúndur. Eyleifur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í sundi, er staddur í Rússlandi ásamt íslensku keppendunum.\nÍslensku keppendurnir munu synda næstu þrjá daga en á morgun mun Snæfríður synda 100 metra skriðsund og Steingerður 50 metra baksund.\nÍslenska landsliðið í handknattleik er við æfingar hér á landi í landsliðsglugganum þrátt fyrir að engir leikir verði spilaðir. Undirbúningurinn er þar með hafinn fyrir Evrópumeistaramótið í janúar og Aron Pálmarsson, fyrirliði liðsins sem gat ekki tekið þátt á Heimsmeistaramótinu fyrir ári síðan vegna meiðsla, segir hægt að bæta ýmislegt í leik liðsins frá því á því móti til þess að gera betur á EM í janúar.\nÍslenska karlalandsliðið í körfubolta fær ekki að spila heimaleiki sína í undankeppni HM 2023 á Íslandi. Laugardalshöll, eini löglegi keppnisvöllur landsins með undanþágu er ónothæf og FIBA samþykkti ekki að veita aðra undanþágu fyrir annan keppnisvöll. KKÍ samdi því um leyfi til að skipta á heimaleik\/útileik í leikjaplaninu. Rússar munu þannig taka á móti Íslandi í Sankti Pétursborg 29. nóvember í stað þess að koma til Íslands og vonast er eftir því að heimaleikur Íslands gegn liðinu verði í staðinn 4. júlí 2022.","summary":"Anton Sveinn McKee tryggði sér í morgun keppnisrétt í undanúrslitum í 100 metra bringusundi á EM í Kazan í Rússlandi."} {"year":"2021","id":"78","intro":"Heilbrigðisráðherra Þýskalands varar við faraldri meðal landsmanna sem ekki eru bólusettir við kórónuveirunni. Hann vill herða aðgerðir gegn útbreiðslu veirunnar að nýju.","main":"Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, segir að við blasi faraldur meðal þeirra landsmanna sem eru óbólusettir gegn kórónuveirunni. Sums staðar í landinu séu sjúkrarúm á gjörgæsludeildum nú þegar að fyllast af COVID-19 sjúklingum.\nLothar Wieler, yfirmaður Robert Koch-stofnunarinnar í Þýskalandi, og Jens Spahn heilbrigðisráðherra fóru í dag yfir versnandi stöðu faraldursins í landinu. Wieler sagði að fjórða bylgja faraldursins væri komin á fullt skrið í landinu. Spahn bætti því við að sjúkrahúsin stæðu frammi fyrir faraldri meðal óbólusettra landsmanna. Hann sagði að herða yrði sóttvarnarreglur, meðal annars að takmarka aðgang gesta að sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum. Komast yrði hjá því að fólk dæi á heilbrigðisstofnunum eins og gerðist síðastliðinn vetur. Þá sagði hann að örvunarbólusetning gengi of hægt. Frá því að ákveðið var að bjóða upp á hana fyrir þremur mánuðum hefðu einungis tvær milljónir landsmanna fengið hana.\nTil að bæta gráu ofan á svart er verkfall opinberra starfsmanna yfirvofandi alls staðar í Þýskalandi nema í sambandsríkinu Hesse. Útlit er fyrir að það bitni hart á heilbrigðisgeiranum, þar sem rannsóknarstofur kunna að lokast í tugatali. Um það bil 4.500 rúm á gjörgæsludeildum eru ónotuð um þessar mundir vegna skorts á starfsfólki. Þess er krafist að mánaðarlaun heilbrigðisstarfsfólks hækki um þrjú hundruð evrur á mánuði, rúmlega 45 þúsund krónur.","summary":"Heilbrigðisráðherra Þýskalands varar við kórónuveirufaraldri meðal óbólusettra landsmanna. Hann vill herða aðgerðir að nýju gegn útbreiðslu veirunnar."} {"year":"2021","id":"78","intro":"Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins lýsa yfir miklum áhyggjum af hækkun stýrivaxta á þessu ári og segja að það geti leitt til þess að samningar á almennum vinnumarkaði bresti.","main":"Mikil áhersla var lögð á lækkun stýrivaxta í lífskjarasamningunum sem voru undirritaðir í apríl 2019. Vextir voru þá fjögur og hálft prósent en voru komnir niður í 0,75 prósent í lok síðasta árs. Á þessu ári hefur Seðlabankinn hins vegar hækkað vexti í þrígang og eru nú eitt og hálft prósent.\nÍ ályktun formannafundar Starfsgreinasambandsins, sem haldinn var í gær, er lýst yfir miklum áhyggjum af þróun mála. Formennirnir telja að frekari hækkun geti leitt til þess að samningar á almennum vinnumarkaði bresti.\nHækkun stýrivaxta fara beint út í vaxtakjörin sem okkar fólk nýtur við að borga af sínum húsnæðislánum og þau hækka þá. Það var ein af grunnforsendum við lífskjarasamninginn á sínum tíma að ríkisvaldið og Seðlabankinn myndu beita tólum og tækjum til að halda vöxtum lágum.\nÞað hefur gengið eftir að mestum hluta. Þeir eru að hækka núna og við höfum af því miklar áhyggjur og það hefur ofboðslega mikil áhrif á kjör fólks í landinu\nSamninganefnd Alþýðusambands Íslands og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins ákváðu að nýta ekki uppsagnarákvæði lífskjarasamningsins við endurskoðun í haust. Samningurinn rennur því út eftir eitt ár. Flosi segir þó ljóst að þetta muni hafa áhrif þegar gengið verður til nýrra viðræðna á næsta ári.\nEn það er rétt að hafa þetta í huga að ef að forsendur samningsins ganga ekki eftir og það sem um var samið.\nOg ríkisstjórnin og stjórnvöld standa ekki við það sem þau lofuðu og það er ekki allt í því uppfyllt þá hefur það áhrif bæði á samninginn og þær kjaraviðræður sem eru að fara í gang á næsta ári","summary":"Formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins lýsa yfir miklum áhyggjum af hækkun stýrivaxta á þessu ári. Það geti leitt til þess að samningar á almennum vinnumarkaði bresti. "} {"year":"2021","id":"79","intro":"Formaður undirbúningskjörbréfanefndar vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi telur allt of snemmt að segja til um hvenær niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir. Enn sé verið að greina gögn vegna málsins.","main":"Nefndin hefur fundað stíft síðan hún tók til starfa fyrir rúmum fjórum vikum en kærufrestur rann út síðastliðinn föstudag. Sextán kærur bárust nefndinni, langflestar vegna talningar í norðvesturkjördæmi. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir talsverða vinnu vera eftir og því sé allt of snemmt að segja til um hvenær niðurstaða liggi fyrir. Fundað verði alla vikuna og síðan eigi nefndin eftir að komast að niðurstöðu. Forsætisráðherra hefur sagt að þing verði ekki sett fyrr en niðurstaða nefndarinnar liggur fyrir og að ný ríkisstjórn og nýr stjórnarsáttmáli verði ekki kynnt fyrir þann tíma. Stjórnarmyndunarviðræðum miðar vel að sögn formanna stjórnarflokkanna.","summary":null} {"year":"2021","id":"79","intro":"Ríkari kröfur eru gerðar til lögreglumanna vegna eðlis starfans, segir Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hún segist ekki geta tjáð sig um ábendingar vegna umdeildra ummæla lögreglumanns á samfélagsmiðlum.","main":"Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu bárust nýverið ábendingar vegna ummæla lögreglumanns um ásakanir á hendur tónlistarmanninum Ingólfi Þórarinssyni, auk ummæla um þolendur kynferðisofbeldis.\nHalla Bergþóra sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að opinberir starfsmenn hafi tjáningarfrelsi eins og aðrir, en mannréttindadómstóll hafi sagt að það sé eðlilegt og viðurkennt að leggja megi hömlur á tjáningarfrelsi vegna eðlis starfa.\nRökin fyrir takmörkun á tjáningarfrelsi hjá okkur er að við þurfum að njóta trausts almennings,\nog almenningur þarf að geta treyst því að við leysum okkar skyldur af hendi af hlutleysi,\nÞá kom fram að bæði í lögum um lögreglu og siðareglum lögreglumanna eru ákvæði um að lögreglumenn eigi ekki að aðhafast neitt sem geti valdið vafa um óhlutdrægni þeirra. Þeir verði að gæta orða sinna í hvívetna, þar á meðal við skoðanaskipti á samfélagsmiðlum.\nHalla Bergþóra sagði að brot á siðareglum væru skoðuð í hverju tilviki fyrir sig, með tilliti til þess hvað hægt væri að gera og hvað mætti gera.","summary":"Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að lögreglumenn verði að gæta orða sinna í hvívetna, þar á meðal við skoðanaskipti á samfélagsmiðlum. Ríkari kröfur séu gerðar til lögreglunnar vegna eðlis starfans."} {"year":"2021","id":"79","intro":"Forseti ASÍ á von á að Sólveig Anna Jónsdóttir tilkynni um afsögn sem annar varaforseti ASÍ fljótlega. Hún býst við að málefni Eflingar verði rædd á fundi miðstjórnar ASÍ á morgun.","main":"Efling er aðildarfélag ASÍ og hefur Sólveig Anna Jónsdóttir, fráfarandi formaður Eflingar, gegnt embætti annars varaforseta. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að Sólveig Anna hafi ekki enn sagt af sér. Hún á þó von á að það verði fljótlega.\nDrífa gerir ráð fyrir því að málefni Eflingar verði rædd á Miðstjórnarfundi ASÍ á morgun. Þar sem Sólveig Anna hefur ekki sagt af sér hefur hún verið boðuð á fundinn. Segi hún af sér eða boði forföll er Agnieszka Ewa Ziolkowska varamaður hennar og situr þá fundinn. Drífa vill ekki svara því hversu lengi ASÍ hefur verið kunnugt um væringar á skrifstofu Eflingar en segir að sambandið ætli ekki að hlutast til um þau mál nema þess verði óskað.\nFréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Sólveigu Önnu og Viðari Þorsteinssyni í gær og í dag, án árangurs. Hvorki símtölum né skriflegum skilaboðum hefur verið svarað. Þau hafa hins vegar birt reglulegar færslur á Facebook, bæði um málefni Eflingar og önnur mál.","summary":"Sólveig Anna Jónsdóttir hefur ekki sagt af sér embætti annars varaforseta ASÍ en forseti sambandsins á von á að hún tilkynni fljótlega um afsögn. Mál Eflingar verða til umræðu á miðstjórnarfundi ASÍ á morgun. "} {"year":"2021","id":"79","intro":"Rúmlega eitt hundrað þjóðarleiðtogar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafa sammælst um að stöðva eyðingu skóga í heiminum fyrir árið 2030. Brasilíumenn eru þeirra á meðal.","main":"Á annað hundrað þjóðarleiðtogar sem sitja loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sammæltust í dag um að stöðva eyðingu skóga í heiminum fyrir árið 2030. Stofna á sjóð til að bæta þeim skaðann sem þurfa að hætta að ganga á skógana. Umhverfisverndarsinnar fagna, en eru efins um efndirnar.\nÍ fréttum frá ráðstefnunni í Glasgow er sérstaklega tekið fram að Brasilíumenn séu meðal þeirra sem undirrituðu sáttmála um skógareyðinguna. Þeir hafa gengið hart fram á undanförnum árum í eyðingu skógar á Amazonsvæðinu. Boris Johnson, gestgjafi ráðstefnunnar, sagði þegar hann kynnti áætlunina að verulegu máli skipti að hætta að ganga á skógana ef markmiðin um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda ættu að nást. Einkum er sjónum beint að Amazon regnskógunum í Suður-Ameríku, skógum í norðurhluta Kanada og regnskógum í Kongó í Afríku.\nÁformað er að stofna rúmlega nítján milljarða dollara sjóð sem á bæta þeim skaðann sem verða að hætta eyðingu skóga. Fé í hann kemur úr opinberum sjóðum og einkageiranum.\nUmhverfisverndarsinnar fagna áformunum en benda á að tímaramminn sé of langur. Eyðingu skóganna verði að stöðva sem allra fyrst til þess að bjarga lungum heimsins. Þá minna umhverfissérfræðingar á að áður hafi verið samþykkt að hætta að ganga á skógana fyrir árið 2014, en við þær heitstrengingar hafi ekki verið staðið.","summary":"Rúmlega hundrað þjóðarleiðtogar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafa sammælst um að stöðva eyðingu skóga í heiminum fyrir árið 2030. Brasilíumenn eru þeirra á meðal. "} {"year":"2021","id":"79","intro":"Geðlestin fer nú um landið og fræðir grunn- og framhaldsskólanema um geðheilsu með þeim skilaboðum að við búum öll við geð, rétt eins og við erum með hjarta.","main":"Þetta er í fyrsta skipti sem Geðlestin heimsækir grunn- og framhaldsskóla landsins. Lestin er nú á Vestfjörðum og fer þaðan norður í land. Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar, sem stendur fyrir verkefninu ásamt hjálparsíma Rauða krossins. Hann segir að heimsóknir Geðlestarinnar séu hugsaðar sem upphafið á fræðslu fyrir nemendur um geðheilsu og geðrækt.\nHugmyndin er að koma með geðræktandi verkefni sem þau geta nýtt sér með kennurum. Foreldrar eða forráðamenn geta farið og nýtt sér það sem við erum að bjóða upp á. Þetta eru svona einhvers konar kveikjur sem hægt er að nota til þess að huga að geðheilsunni.\nHeimsóknir Geðlestarinnar eru byggðar upp af fyrirlestrum og myndböndum, umræðu og tónlistaratriðum. Grímur segir mikilvægt að byrja geðfræðslu sem allra fyrst og að hefja samtalið strax á unga aldri. Heimsóknirnar hafi gengið vel og krakkarnir séu móttækilegir fyrir skilaboðunum.\nÞað koma mjög margar áhugaverðar spurningar sem skipta máli og er gott að geta svarað.\nSkilaboðin eru þau að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Jafn eðlilegt eigi að vera að huga að geðheilsu sinni og líkamlegri heilsu.\nJafnvel þegar maður þarf að leita sér hjálpar, og mikilvægt að gera það að sjálfsögðu, en að fatta það að þótt maður fái kvef þá er maður ekki kvef. Og frunsu þá er maður ekki frunsa. Það er svo mikilvægt að fara inn í þetta strax, maður átti sig á þessu.","summary":null} {"year":"2021","id":"79","intro":"Þing Norðurlandaráðs stendur nú í Kaupmannahöfn. Efling norræns samstarfs eftir bakslag í faraldrinum er þar efst á baugi.","main":"Hvað lærdóm geta Norðurlöndin dregið af kórónuveirufaraldrinum og hvernig á að efla samstarf á sviði neyðarviðbúnaðar til frambúðar? Þetta er yfirskrift þings Norðurlandaráðs sem haldið er í Kaupmannahöfn um þessar mundir. Ýmsum þykir sem faraldurinn hafi sýnt fram á að norrænt samstarf sé nánara í orði en á borði þegar á hólminn er komið fari ekki mikið fyrir samnorrænni hugsun. Landamæralokanir og ferðabönn vitni um það.\nÞingið hófst í gær og stendur fram á fimmtudag. Í gær náðist samkomulag um fjárhagsáætlun samstarfsins fyrir næsta ár en nokkur styrr hafði staðið um hana. Útlit hafði verið fyrir niðurskurð á sviði mennta- og menningarmála til að rýma fyrir útgjöldum til grænna verkefna. Það leystist þó þegar ákveðið var að nýta fé sem gekk af í fyrra, þegar menningarsamstarf var í mýflugumynd.\nForsætisráðherrar Norðurlandanna eru væntanlegir til Kaupmannahafnar síðar í dag, eftir stutta viðkomu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. Þeir funda í Kristjánsborgarhöll í fyrramálið og koma því næst fyrir drottningu.","summary":null} {"year":"2021","id":"79","intro":"Á sama tíma og það vantar sálfræðinga fá nýútskrifaðir sálfræðingar ekki starfsleyfi þar sem verklega þjálfun vantar í nám sálfræðinga á Íslandi. Námið hér á landi stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru á hinum Norðurlöndunum.","main":"Reglugerð um starfsleyfi sálfræðinga frá 2012 kveður á um verklega þjálfun meistaranema. Sú þjálfun er hins vegar hvergi í boði og nú fá nýútskrifaðir sálfræðingar ekki starfsleyfi en fram að þessu hefur verið veitt undanþága frá þessari kröfu. Tryggvi Guðjón Ingason, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir að ýmsar tillögur hafi komið fram um hvernig útfæra skuli verklegan þátt námsins. Boltinn sé hjá heilbrigðisráðuneytinu.\nNýlega var send inn sú hugmynd af hálfu heilbrigðisráðuneytisins að taka þetta út, sem er bara algjörlega útilokað af okkar hendi þar sem það myndi þá ekki uppfylla þær kröfur sem aðrar þjóðir gera til löggildra sálfræðinga.\nTryggvi segir óásættanlegt að námið hér á landi standist ekki kröfur annarra landa og málið verði ekki leyst með því að slaka á kröfunum eins og ráðuneytið hafi lagt til. Afleiðinganna sé þegar orðið vart því heilbrigðisstarfsfólk sem áður fékk sjálfkrafa starfsleyfi á Norðurlöndunum, fær það ekki lengur.\nNú lenda Íslendingar í því að fara í gengum sömu síu og allar aðrar þjóðir í Evrópu og ef það vantar eitthvað upp á menntunina í viðkomandi landi er líklegt að fólk lendi í vandræðum með að fá starfsréttindi. Og þannig er staðan núna? Við höfum fengið fréttir af því að minnst tveir sálfræðingar hafi lent í vandræðum með að fá starfsréttindi í Svíþjóð, til að mynda, út af starfsþjálfunarári.\nHeilbrigiðsráðuneytið bendir á menntamálaráðuneytið sem ekki segist bera ábyrgð á reglugerð heilbrigisráðuneytisins. Tryggvi segir að Sálfræðingafélagið geri þá kröfu að ráðuneytin finni lausn, því ekki sé hægt að bíða lengur.\nÞað er vöntun á sálfræðingum inni á öllum stofnunum, og það eru til dæmis tveir sálfræðingar sem nýlega útskrifuðust sem fá ekki starfsleyfi, geta ekki farið að starfa. Þannig að þetta er bara hnútur sem þarf að leysa strax.","summary":"Nýtútskrifaðir sálfræðingar fá ekki starfsleyfi hér á landi þar sem verklega þjálfun vantar í námið. Minnst tveir sálfræðingar hafa lent í vandræðum í Svíþjóð því íslenska námið stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru annars staðar á Norðurlöndunum."} {"year":"2021","id":"80","intro":"Ein leið til að vekja athygli á umhverfismálum er að blanda saman vísindum og listum. Það er eitt af markmiðum sýningar á Skagaströnd um rekavið sem lifandi gagnabanka.","main":"Tveir þýskir listamenn, Ines Meier og Inka Dewitz, halda úti vefsíðu um rekavið á Íslandi sem styrkt er meðal annars af Loftslagssjóði. Þar er að finna fróðleik um nýtingu rekaviðar og þær upplýsingar sem hann getur gefið okkur, til dæmis um loftslagsbreytingar. Hluti af verkefninu er sýning sem opnuð hefur verið í listamiðstöðinni Nesi. Þar er sýnd heimildarmynd um rekavið sem lifandi gagnabanka og svo er listsýning á munum unnum úr rekaviði.\nGuðbjörg Eva Guðbjartsdóttir, stjórnarformaður listamiðstöðvarinnar segir að Íslendingar gefi hvorki rekaviði nægan gaum né þeim upplýsingum sem hann getur veitt okkur.\nÞað er hægt að sjá hvaðan rekaviðurinn er að koma, hvernig hafstraumurinn er að bera hann hingað. Hversu gamall hann er. Svo er það hlýnun jarðar, og hækkun hitastigsins. Þá bráðna jöklar og allt í einu koma í ljós alls konar rekaviðadrumbar sem fara\nsvo allt í einu að fljóta um og skila sér hingað.\nGuðbjörg Eva segir að á borð þeirra hafi meðal annars komið um 12.000 ára trumbur.\nÉg held að þetta sé bara flott verkefni til að vekja einmitt upp þessar spurningar hjá fólki og pæla í því hvar rekaviður tengist inn í loftslagsbreytingar. Kannski fólk fari að fylgjast betur\nmeð því hvernig það er að skila sér upp í fjörurnar.\nVerkefnið Rekaviður er líka hvatning til allra um að taka þátt í sköpun verka úr rekaviði og til að leggja sitt af mörkum í skógrækt sem mótvægi við loftslagsbreytingar.","summary":null} {"year":"2021","id":"80","intro":"Stykkishólmsbær vill verða aðgengilegri fyrir nýja íbúa, sérstaklega þau sem eru af erlendu bergi brotin. Meðal annars með því að veita börnum innflytjenda styrk til að stunda íþróttastarf.","main":"Innflytjendum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðustu áratugi og eru nú rúmlega fimmtán prósent allra landsmanna. Í Stykkishólmi hefur nú verið skipaður starfshópur með það að markmiði að gera samfélagið aðgengilegra fyrir nýbúa, með sérstakri áherslu á innflytjendur. Aðgerðirnar eiga að ná til samfélagsins í heild; sveitarfélags, félagasamtaka og atvinnulífs.\nKvenfélagið, Lionsklúbburinn, íþróttafélagið til þess að taka á móti fólki. Vera opin fyrir því að taka á móti nýjum íbúum þannig að þau aðlagist sem fyrst í samfélaginu þannig að við bjóðum alla velkomna með afdrifaríkari hætti.\nSegir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri. Í Stykkishólmi er hlutfall innflytjenda um það bil jafnt því sem er á landsvísu, eða um og yfir fimmtán prósent og eru 23 prósent barna í sveitarfélaginu tví- eða fjöltyngd. Sýnin sé að með nýrri stefnu um móttöku nýrra íbúa geti þau sem flytja í Hólminn leitað til sveitarfélagsins við komu.\nRáðhúsið setur þá af stað ákveðið ferli sem tekur á móti fólkinu. Þú getur fengið borgað fyrir börnin þín hjá Snæfelli, íþróttafélaginu, þannig að þau fara strax í íþróttir börnin því við viljum sérstaklega ná utan um þann hóp. Síðan er það kvenfélagið eða einhver íbúi sem er af erlendu bergi brotinn sem tekur að sér fjölskylduna í viðtöl og annað og hjálpar þeim að aðlagast. Þannig það eru þessir verkferlar sem við erum að innleiða hérna í Stykkishólmi með þá áherslu á fjölmenninguna.","summary":null} {"year":"2021","id":"80","intro":"Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda fagnar breyttri verðskrá Póstsins sem afnemur sama pakkaverð um land allt. Þjónustan hafi sums staðar verið undirverðlögð og grafið undan einkareknum fyrirtækjum sem sinna flutningum.","main":"Alþingi hefur verið gert afturreka með lög sem áttu að tryggja sama verð fyrir flutning á pökkum með Póstinum um allt land. Ný verðskrá, sem tekur gildi í dag, hækkar verð á landsbyggðinni þangað sem dýrara er að flytja böggla en lækkar verð innan höfuðborgarsvæðisins. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að lögbrot hafi viðgengist.\nÞað er verið núna að bæta úr ólögmætu ástandi sem hefur ríkt undanfarna 20 mánuði eða frá því í ársbyrjun 2020. Alþingi breytti lögum og ákvað að Pósturinn skyldi bjóða sama verð á pakkasendingum um allt land. Það verð sem Pósturinn ákvað var undir raunkostnaði sem er brot á póstlögunum. Og þýddi það í rauninni að Pósturinn fór fram á það við stjórnvöld að þau niðurgreiddu samkeppni hans við einkarekin fyrirtæki í pakka- og vöruflutningum. Mörg hver lítil og meðalstór fyrirtæki sem starfa á afmörkuðum svæðum á landsbyggðinni. Breytingin var sögð gerð í þágu byggðastefnu en það er náttúrulega skrítnasta byggðastefna sem hugsast getur að grafa undan rekstri fyrirtækja úti um land með því að ríkisfyrirtæki undirverðleggi þjónustu sína. Það verður nú æ áleitnari spurning hvort við yfirleitt þurfum þetta ríkisrekna póstfyrirtæki. Hvort er ekki einfaldlega hægt að sinna þeim svæðum sem ekki fengju þjónustu öðruvísi með þjónustusamningum við einkarekin fyrirtæki.","summary":"Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda fagnar breyttri verðskrá Póstsins sem afnemur sama pakkaverð um land allt. Þjónustan hafi sums staðar verið undirverðlögð og grafið undan einkareknum fyrirtækjum sem sinna flutningum. "} {"year":"2021","id":"80","intro":"Á annað hundrað þjóðarleiðtogar eru komnir til Glasgow í Skotlandi, eða á leið þangað, til að taka þátt í COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Gestgjafinn Boris Johnson segir að grípa verði til aðgerða þegar í stað.","main":"Yfir hundrað og tuttugu þjóðarleiðtogar eru komnir til Glasgow í Skotlandi til að taka þátt í tveggja daga leiðtogafundi um loftslagsmál. Nokkra vantar í hópinn, þar á meðal forseta Kína. Hann ætlar ekki að ávarpa fundinn um fjarbúnað, heldur láta sér nægja að senda skriflega yfirlýsingu.\nGestgjafi fundarins, Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands, talaði tæpitungulaust þegar hann bauð leiðtogana velkomna klukkan tólf á hádegi. \"Klukkuna vantar eina mínútu í miðnætti - sagði hann. Við verðum að grípa til aðgerða núna.\"\n\"Ef við lítum loftslagsbreytingar ekki alvarlegum augum í dag verður of seint fyrir börnin okkar að gera það á morgun, sagði Boris Johnson enn fremur.\"\nLoftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, hófst í Glasgow í gær og stendur til 12. nóvember. Segja má að leiðtogar G20 ríkjanna svonefndu hafi þjófstartað þegar þeir komu saman til tveggja daga fundar í Rómarborg um helgina. Þar náðu þeir samkomulagi um það lykilmarkmið að takmarka hlýnun jarðar við eitt og hálft stig. Í yfirlýsingu fundarins er aðgerðum lofað vegna brennslu kola, en ekki sett fram skýr markmið um hvernig vinna eigi upp þá losun sem eftir er með mótvægisaðgerðum. Um áttatíu prósent af losun gróðurhúsalofttegunda kemur frá G20 ríkjunum.\nMargir hafa lýst yfir efasemdum um árangur af loftslagsráðstefnunni. Furðu þykir sæta að Xi Jinping, forseti Kína, mæti ekki til leiðtogafundarins. Hann ætlar ekki einu sinni að ávarpa hann um fjarbúnað heldur lætur hann nægja að senda skriflega yfirlýsingu.","summary":"Á annað hundrað þjóðarleiðtogar eru komnir til Glasgow í Skotlandi, eða á leið þangað, til að taka þátt í COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Gestgjafinn Boris Johnson segir grípa verði til aðgerða þegar í stað."} {"year":"2021","id":"80","intro":"Mikil spenna var í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta í gærkvöldi. Stjarnan marði Tindastól í úrvalsdeildarslag á Sauðárkróki.","main":"Stjarnan hafði góða forystu þegar leikur þeirra gegn Tindastóli var vel rúmlega hálfnaður í gærkvöldi og voru Garðbæingar mest 16 stigum yfir. Heimamenn í Tindastóli svöruðu þó fyrir sig og þeir minnkuðu muninn í eitt stig á lokamínútunni og áttu lokasóknina. Hana náðu þeir þó ekki að nýta sem skildi og því vann Stjarnan eins stigs sigur, 79-78, og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum. Bikarmeistarar Njarðvíkur komust sömuleiðis áfram í gærkvöldi með sigri á Álftanesi, 100-84, og þá vann Grindavík Hött 86-74 og Valur lagði Breiðablik 78-68.\n16-liða úrslitum karla lýkur í kvöld með fjórum leikjum og verður viðureign Keflavíkur og KR sýnd beint á RÚV 2 klukkan 19:30.\n16-liða úrslitum kvenna lauk í gær og komust Haukar, Njarðvík, ÍR, Stjarnan, Hamar-Þór, Snæfell, Fjölnir og Breiðablik áfram í 8-liða úrslitin.\nAnnie Mist Þórisdóttir varð önnur á sterku CrossFit móti í Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Hún var með forystuna fyrir lokadaginn en á endasprettinum komst heimsmeistari síðustu fimm heimsmeistaramóta, Tia-Clair Toomey frá Ástralíu, upp fyrir Anníe og sigraði. Katrín Tanja Davíðsdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir kepptu einnig á mótinu og varð Katrín 15. og Þuríður 17. Í karlaflokki var Björgvin Karl Guðmundsson meðal keppenda og eftir stórgóðan lokadag varð hann fjórði. Heimsmeistarinn Justin Medeiros frá Bandaríkjunum sigraði.\nEnska fótboltaliðið Tottenham rak í morgun þjálfara sinn, Portúgalann Nuno Espirito Santo. Hann entist ekki lengi í starfi því hann var aðeins ráðinn þjálfari liðsins í júní síðastliðnum. Eftir góða byrjun á leiktíðinni fór heldur að síga á ógæfuhliðinu hjá Tottenham og tapaði liðið 3-0 gegn Manchester United á laugardag. Það var sjötta tapið í síðustu sjö leikjum og er Tottenham í 8. sæti deildarinnar og nú án þjálfara. Ítalinn Antonio Conte er efstur á blaði forráðamanna félagsins, en hann var það líka í júní þegar Nuno var ráðinn. Þá náðist ekki samkomulag við Conte en bjartsýni ríkir hjá Tottenham um að nú verði hægt að sannfæra hann um að taka við liðinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"80","intro":"Formaður Skotfélags Akureyrar segir að ekki sé hægt að banna rjúpnaskyttum að ganga á veiðislóð fyrir hádegi þótt sjálf rjúpnaveiðin megi ekki hefjast fyrr en klukkan tólf. Fyrsti dagur rjúpnaveiða er í dag og þar sem hann ber upp á mánudag fara væntanlega færri til veiða en væri fyrsti veiðidagur á laugardegi.","main":"Ég ætla ekki í dag og ekki á morgun. Ég ætla ekki að taka mér heilan dag í fríi í vinnu til þess að skreppa í örfáa klukkutíma. Í mínum nærhópi hef ég heyrt það að menn ætli ekki í dag. Menn ætli að hinkra kannski eftir helginni, en svo er veðurglugginn um helgina ekkert sérstakur.\nÞetta segir Ómar Jónsson, veiðimaður og formaður Skotfélags Akureyrar. Eins og fram hefur komið breytti umhverfisráðherra reglum um rjúpnaveiðar á þann veg að nú má ekki hefja leit eða veiði á rjúpu fyrr en klukkan tólf, þá daga sem heimilt er að veiða. Veiðitíminn er eins og áður frá fyrsta til þrítugasta nóvember og aðeins má veiða fjóra daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags. Ómar segist ekki túlka þessa reglugerð þannig að það sé bannað að ganga af stað og koma sér á veiðislóð fyrir hádegi.\nÞér er frjálst að fara ferða þinna um allt land fótgangandi. Og ég held að menn ætli að túlka þetta þannig, þeir rölta á veiðslóð og bíða átekta til klukkan tólf. Ég held að menn ætli ekkert að hugsa þettta þannig að þú megir ekki hreyfa þig úr bíl fyrr en í hádeginu\nHann gagnrýnir hve seint ráðherra gerði þessar breytingar, aðeins þremur dögum áður en veiðitíminn hófst.\nÞetta getur ekki gengið svona. Það átti bara að láta vísindin ráða og halda okkur við það núna og sjá hvort við kæmumst ekki í gengum þessa niðursveiflu eins og veiðin var. Ég held að það verði engin mótmæli, menn náttúrulega mótmæla á netinu og annað, en láta þetta yfir sig ganga. Það er ekkert sem við veiðimenn getum breytt, nema ganga snyrtilega um náttúruna.","summary":"Formaður Skotfélags Akureyrar segist ekki líta svo á að rjúpnaskyttum sé bannað að ganga á veiðislóð fyrir hádegi þótt sjálf rjúpnaveiðin megi ekki hefjast fyrr en klukkan tólf. Fyrsti dagur rjúpnaveiða er í dag."} {"year":"2021","id":"80","intro":"Ríkisstjórn Frjálslynda lýðræðisflokksins fór með sigur af hólmi í þingkosningum í Japan í gær. Flokkurinn er hófsamur íhaldsflokkur sem hefur verið nær samfellt við völd í landinu frá því að hann var stofnaður árið 1955. Hann tryggði sér hreinan meirihluta í neðri deild þingsins, 261 af 495 fulltrúum.","main":"Samstarfsflokkurinn Komeito, húmanistaflokkur með rætur í búddisma, uppskar 32 þingsæti. Hvort nýkjörinn forsætisráðherra og formaður Frjálslyndra, Kishida Fumio, kýs að hafa Komeito áfram í stjórninni á eftir að koma í ljós. Kishida var kjörinn formaður flokksins eftir að Yoshihide Suga sagði af sér vegna mikillar óánægju kjósenda með frammistöðu hans og ríkisstjórnar hans í heimsfaraldrinum. Það breytir því ekki að Japanar virðast treysta flokki hans og arftaka betur en stjórnarandstöðunni til að takast á við farsóttina og afleiðingar hennar á öllum sviðum samfélagsins, eins og úrslit kosninganna staðfesta. Demókratar, flokkur jafnaðarmanna og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, tryggði sér 96 þingsæti, og Nippon Ishin, popúlískur frjálshyggjuflokkur er enn þriðji stærsti flokkurinn á japanska þinginu með 41 þingmann. Ekki er reiknað með miklum áherslubreytingum í stjórn landsins eftir þessar kosningar.","summary":null} {"year":"2021","id":"81","intro":"26. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðana er hafin. Hún var sett í Glasgow fyrir hádegi í dag en formlegar viðræður þjóðarleiðtoga og sendinefnda hefjast á morgun. Forsætisráðherra Bretlands segir enga von til þess að þar náist samkomulag um aðgerðir sem takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður.","main":"Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands er í Róm á leiðtogafundi G20 þar sem hefur reynst torvelt að ná samkomulagi um aðgerðir í loftslagsmálum.\nWhere we stand today there is no chance of stopping climate change next week. There is no chance of getting an agreement next week to limit climate change to 1,5 degrees.\nEins og staðan er í dag er engin von um að ná samkomulagi um takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður í næstu viku, sagði Johnson í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina ITV í gær.\nWhat we could conceivably do if everybody gets their act toghether. What we could to is get an agreement that means that COP26 in Glasgow is a waystation that allowes us to end climate change and allowes us keep alive that dream of restricting the growth to 1,5 degrees.\nEf allir taki sig saman í andlitinu væri mögulegt að ná samkomulagi sem þýðir að COP26 í Glasgow gæti markað áfanga sem gerði það kleift að stöðva loftslagsbreytingar og halda draumnum um 1,5 gráður lifandi, segir Johnson. Glasgow-ráðstefnan átti að fara fram í fyrr en var frestað vegna faraldursins. Hún var sett í morgun en formlegar viðræður leiðtoga og sendinefnda frá nærri 200 ríkjum hefjast á morgun. Markmiðið er að ná samstöðu um aðgerðir sem eiga að halda hlýnun jarðar innan einnar og hálfrar gráðu miðað við meðalhitastig við upphaf iðnbyltingar. Sem stendur hefur jörðin hlýnað um 1,1 til 1,2 gráður og hlutfall koltvísýrings hefur aukist um fimmtíu prósent. Von er á fleiri en 25 þúsund manns til Glasgow í tengslum við ráðstefnuna og stendur hún í tvær vikur.","summary":"Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna var sett í Glasgow í Skotlandi í morgun. Forsætisráðherra Bretlands segir enga von um að ná samkomulagi um aðgerðir sem takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. "} {"year":"2021","id":"81","intro":"Mikill erill var hjá lögreglu og sjúkraflutningafólki á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglumenn fóru úr einu útkalli í annað og hálfur sjúkrabílaflotinn var í miðborg Reykjavíkur.","main":"Útköll lögreglunnar voru út um allt höfuðborgarsvæðið og af öllu tagi. Tíu manns gistu fangageymslur og 117 mál eru skráð í bækur lögreglunnar frá klukkan fimm í gær til klukkan fimm í morgun. Útköllin voru vegna hávaða í heimahúsum, drykkjuláta og slagsmála, en einn var handtekinn fyrir að ráðast á dyravörð í miðborg Reykjavíkur, annar fyrir að ógna fólki með hamri í austurborginni og einn var handtekinn í fjölbýlishúsi í Kópavogi grunaður um brot á vopnalögum, en ekki fékkst uppgefið hjá lögreglu hvers konar vopn maðurinn var með. Við þetta bættust umferðalagabrot eins og hraðakstur og akstur undir áhrifum og fleira. Að sögn lögreglunnar var farið úr einu útkalli í annað og talstöðin þagnaði varla. Sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu höfðu einnig í nógu að snúast.\nJá, það var töluvert mikið álag, sérstaklega á milli tólf og þrjú í nótt og miðbærinn tók upp ansi mikið af okkar mannskap.\nÞetta voru slys og veikindi sem að bílarnir voru sendir í.\nSegir Lárus Björnsson aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Um tíma var álagið það mikið að hálfur sjúkrabílaflotinn var í útkalli.\nJá, það var hálfur flotinn úti af mönnuðum sjúkrabílum í einu niðri í bæ á milli tólf og þrjú, ekki allan tímann á milli tólf og þrjú, en á tímabili var hálfur flotinn úti.\nHálfur flotinn er sex bílar og tólf menn, sem þýðir að þá eru aðrir sex bílar eftir og tólf menn og þrír til viðbótar til að sinna brunaútköllum.\nEf að eitthvað stórt gerist í slökkviþætti þá erum við illa mannaðir þegar svoleiðis gerist.\nBæði Lárus og lögreglan, sem fréttastofan ræddi við, telja skýringuna vera að fólk er orðið skemmtanaþyrst, takmörkunum hefur verið aflétt og skemmtistaðir eru opnir lengur, auk þess sem einhverjir hafi verið búnir að fá útborgað.\nÞá rannsakar lögreglan á Akureyri hvort að þremur hafi verið byrluð ólyfjan í nótt. Kona fannst rænulítil í miðbænum og var flutt á sjúkrahús og vinahópur fór með karl og konu á sjúkrahús eftir að þeim þótti eitthvað athugavert við líðan þeirra. Árni Páll Jóhannesson aðalvarðstjóri sagði í samtali við fréttastofuna að rannsókn málsins væri á frumstigi, en fólkið var allt sent í blóðprufu.","summary":"Mikill erill var hjá lögreglu og sjúkraflutningafólki á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Lögreglumenn fóru úr einu útkalli í annað og hálfur sjúkrabílaflotinn var í miðborg Reykjavíkur."} {"year":"2021","id":"81","intro":"Ætli Íslendingar sér að standa við markmið um kolefnishlutleysi árið 2040, nemur kostnaður við um 300-500 milljörðum króna að lágmarki. Þetta sagði Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Klappa, í Silfrinu í dag. Hann segir það vandasamt verkefni stjórnvalda að tapa ekki yfirsýn í málaflokknum.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"81","intro":"Bandaríski kvikmyndaleikarinn Alec Baldwin tjáði sig við fjölmiðlafólk í fyrsta sinn í gær eftir atvik á tökustað á dögunum þar sem hann varð kvikmyndatökumanninum Halynu Hutchings að bana með voðaskoti. Baldwin sagðist ekki mega tjá sig um rannsóknina að neinu leyti að beiðni lögreglu.","main":"Alec Baldwin er staddur í Vermont ásamt fjölskyldu sinni. Hann var að keyra um í bænum Manchester og var eltur af svokölluðum papparössum. Hann ákveður að stöðva bíllinn og stígur út ásamt eiginkonu sinni Hilariu Baldwin.\nI am not allowed to make any comments because it´s an ongoing investigation. I have been ordered by the sherrifs department in Santa Fe, I can´t answer any questions about the investigation. I can´t. It´s an active investigation in terms of a woman dying. She was my friend.\nBaldwin tjáði fjölmiðlafólkinu að hann hafi fengið skýr fyrirmæli frá lögreglunni um að tjá sig ekki að neinu leyti um rannsókn málsins. Rannsókn á dauða konu sem hafi verið góð vinkona hans. Hann bauð þeim að spyrja sig um annað en rannsóknina og svaraði meðal annars spurningu um framleiðslu myndarinnar Rust sem hann telur að verði hætt en Baldwin er einn af framleiðendum kvikmyndarinnar.\nSo just do me a favour if you don´t mind. My kids are in the car crying. Because you guys are following him and they know. As a curtesy to you I came to talk to you. I am not allowed to comment on the investigation, I talk to the cops everyday\nBalwin sagðist hafa stoppað og svarað spurningum af tillitsemi við fjölmiðlafólkið en bað þau vinsamlegast að hætta að elta sig þar sem börn þeirra væru grátandi í bílnum. Hjónin báðu um að vera látin í friði, þau hefðu nú svarað þeim spurningum sem hægt væri að svara.\nMy point is this that I´m just asking. We sat down as a curtesy to talk to you. Now please would just now stop following us, just leave us alone. Go home. We gave you everything we can possibly give you. My condolences thank you.","summary":"Bandaríski kvikmyndaleikarinn Alec Baldwin sem varð kvikmyndatökumanni að bana á dögunum tjáði sig við fjölmiðlafólk í fyrsta sinn í gær um atvikið. "} {"year":"2021","id":"81","intro":"Njarðvík og Stjarnan eru komin áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni kvenna í körfubolta eftir sigra í 16-liða úrslitum í gærkvöld. Áfram verður leikið í bikarkeppninni í dag.","main":"Njarðvík fór í heimsókn í Borgarnes og mætti liði Skallagríms. Nebojsa Knezevic tók við sem þjálfari liðsins í gær eftir að Goean Miljevic lét af störfum í vikunni en Skallagrímur hefur enn ekki unnið leik í deildinni. Ekki kom sigurinn í bikarleiknum því Borgfirðingar sáu aldrei til sólar og öruggur sigur Njarðvíkur niðurstaðan, 44-87. Stjarnan og Ármann mættust svo í hinum leik kvöldsins. Þar var öllu meiri spenna en Stjarnan var þó alltaf með yfirhöndina og vann að lokum sjö stiga sigur 75-68. Fyrr í gær hafði Hamar\/Þór unnið Þór Akureyri og Fjölnir hafði betur gegn Keflavík í spennandi leik þar sem úrslitin réðust með flautukörfu. Dagný Lísa Daviðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var ánægð með spilamennsku liðsins í gær og markmiðin í herbúðum Fjölnis eru skýr.\n16-liða úrslitum kvenna lýkur svo í dag með fjórum leikjum. Leikur Hauka og Grindavíkur hefst klukkan 17:30 en hann verður í beinni útsendingu á RÚV 2. Þá verður sömuleiðis sýnt beint frá viðureign Tindastóls og Stjörnunnar í 16-liða úrslitum í karlaflokki en hún hefst klukkan 19:30.\nAnnie Mist Þórisdóttir er efst eftir tvo keppnisdaga af þremur á Rogue Invitational CrossFit mótinu sem fram fer í Texas um helgina hvar stærstu Crossfit stjörnur heims eru samankomnar. Annie var í þriðja sæti eftir fyrsta daginn en tók sig til í gær og lenti í þriðja, sjött og fyrsta sæti í greinunum þremur sem keppt var í. Það skilaði henni samanlagt í efsta sætið í kvennaflokki með 445 stig, 15 stigum meira en Tia-Clair Toomey í öðru sæti en Toomey hefur unnið Heimsleikana síðastliðin fimm ár og er ríkjandi meistari á Rogue Invitational mótinu. Fleiri Íslendingar taka þátt á mótinu. Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 15. sæti eftir annan keppnisdaginn og Þuríður Erla Helgadóttir í því nítjánda. Björgvin Karl Guðmundsson er svo í áttunda sæti í karlaflokknum. Hægt er að fylgjast með mótinu á heimasíðu Rogue Fitness en sjötta grein hefst í dag klukkan 14:30 og sjöunda og síðasta greinin fer svo fram í kvöld klukkan 19:25.","summary":"Fjögur lið eru komin áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni kvenna í körfubolta eftir sigra í 16-liða úrslitum í gær, fjórir leikir fara svo fram í bikarkeppninni í dag. "} {"year":"2021","id":"81","intro":"Reiknað er með að þungaflutningar um Breiðafjörð nær tvöfaldist á næstu fimm árum með auknum umsvifum í fiskeldi. Sveitarfélög bíða óþreyjufull eftir að hafist verði handa við að endurhanna hafnarmannvirki.","main":"Á fundi sveitarfélaga, samgönguráðuneytis og Vegagerðarinnar var gerð grein fyrir niðurstöðum þarfagreiningar fyrir framtíð ferjusiglinga um Breiðafjörð. Fyrirséð virðist að þungaflutningar muni aukast mikið á næstu fimm árum, sem má fyrst og fremst rekja til aukinna umsvifa í fiskeldi á sunnanverðum Vestfjörðum. Núverandi flutningar nema um 35 þúsund tonnum á dag en eftir fimm ár verði þeir 58 þúsund tonn. Það eru um tíu vörubílar en núverandi ferja tekur sex vagna á dag.\nHagsmunaaðilar eru sammála um að núverandi ferja uppfylli hvorki kröfur um flutningsgetu, öryggi né aðgengi. Núverandi skip hefur tvisvar bilað á síðustu átján mánuðum, en í því er engin varavél.\nJakob Björgvin Jakobsson er bæjarstjóri í Stykkishólmi.\nÞessi þarfagreining, niðurstaða hennar er sú að það er þörf á nýrri ferju til að mæta þörfum samfélagsins. Næstu skrefin eru þá að tryggja fjármagn í þessa vegferð. Það snýr þá að samgönguráðherra og ríkisstjórn að tryggja fjármagnið í næstu skref.\nHáværar kröfur hafa verið uppi um að gamli Herjólfur gangi Baldri í stað þar til varanleg lausn finnst. En til að svo megi verða þarf fyrst að endurhanna og -smíða hafnarmannvirki þar sem núverandi aðstaða er ekki nógu stór. Jakob segir beðið eftir ríkinu svo hægt verði að halda áfram.\nÉg myndi segja að það þyrfti að koma aðeins meira input frá ríkinu hvað varðar fjárheimildir og slíkt þannig að Vegagerðin geti sett fullan þunga í það að teikna og hanna og byrja vinnu við breytingar.\nSamkvæmt þarfagreiningunni er áætlað að ný ferja kosti ekki meira en fjóran og hálfan milljarð. Til samanburðar var upphaflega áætlað að nýi Herjólfur myndi kosta 4,2 milljarða. Hann fór þó langt fram úr áætlun og kostaði ríkið endanlega um sex milljarða.","summary":null} {"year":"2021","id":"82","intro":"Vopnasérfræðingur við gerð kvikmyndarinnar Rust, segist ekki hafa minnstu hugmynd um ástæður þess að raunveruleg kúla var í skotvopninu sem varð tökustjóra myndarinnar að bana 21. október síðastliðinn.","main":"Þetta er í fyrsta sinn sem vopnasérfræðingurinn Hannah Gutierrez-Reed tjáir sig um atburði þessa örlagaríka fimmtudags fyrir rúmri viku. Leikarinn Alec Baldwin var að æfa sig að beina byssu að linsu tökuvélar þegar skot hljóp af og hæfði Halynu Hutchins tökustjóra og Joel Souza leikstjóra myndarinnar.\nDave Halls aðstoðarleikstjóri afhenti leikaranum vopnið með þeim orðum að það væri óhlaðið og öruggt. Vopnasérfræðingnum ber að tryggja öryggi allra þeirra vopna sem notuð eru við kvikmyndagerðina og að þau séu geymd á öruggum stað meðan þau eru ekki í notkun.\nHávær orðrómur hefur verið uppi um að öryggi hafi verið ábótavant við gerð vestrans Rust, meðal annars hafi starfsmenn æft sig í skotfimi nokkru áður en óhappið varð.\nGutierrez-Reed kveðst ekki vita til að slíkt hafi átt sér stað, hún og leikmunavörður myndarinnar hefðu aldrei leyft slíka hegðun. Öll vopn hafi verið í læstum skápum meðan þau voru ekki í notkun og útilokað að starfsfólk hefði getað leikið sér með þau.\nLögmenn Gutierrez-Reed segja öryggismálum hafa verið ábótavant á tökustað í sparnaðarskyni. Til að mynda sé útilokað að áfellast hana fyrir að skot hlupu úr leikmunabyssu þann 16. október, það megi frekar kenna ströngu fjárhagslegu aðhaldi framleiðenda myndarinnar.","summary":null} {"year":"2021","id":"82","intro":"Tuttugasta og sjötta loftslagsráðstefna sameinuðu þjóðanna verður sett í Glasgow í Skotlandi á morgun. Þangað mæta helstu ráðamenn heims og reyna að stilla saman strengi til að ná markmiðum þjóða sinna í loftslagsmálum. Miðað við nýja skýrslu Umhverfismálasjóðs Sameinuðu þjóðanna eru ríki heims hvergi nálægt því að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins, sem var undirritað í lok loftslagsráðstefnunnar í París árið 2015. Halldór Þorgeirsson, er formaður Loftslagsráðs. Hann segir það skaðlegt ef stjórnmálamenn fara þá leið að vera ekki hreinskilnir við sína umbjóðendur um stöðu mála heima fyrir og til hvaða aðgerða þurfi að grípa.","main":"Það er kannski gott að taka bara dæmi úr fortíðinni. Fulltrúar bílaborgarinnar miklu Detroit litu á það sem sitt hlutverk í Washington að verja bílaiðnaðinn í Bandaríkjunum fyrir kröfum um aukna nýtingu, að þau myndu nota minni orku. Þetta þýddi það að Detroit bara sat eftir, þeir misstu algjörlega frumvæðið. Eitt af því fyrsta sem Obama varð að gera var að bjarga bílaiðnaðinum í Bandaríkjunum, vegna þess að hann hafði verið í blekkingavef. Að það væri bara allt í lagi að halda áfram að búa til bensínháka. Það væri áfram markaður og það væri áfram réttlætanlegt að vera með það.\nÉg tek þetta dæmi því það er svolítið langt síðan, en þjóðir jarðar standa enn frami fyrir sömu ákvörðunum.","summary":"Það er skaðlegt ef stjórnmálamenn eru ekki hreinskilnir um hvaða aðgerðir þurfi að grípa til segir formaður Loftslagsráðs. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna verður sett í Glasgow í Skotlandi á morgun. "} {"year":"2021","id":"82","intro":"Nöfn tveggja manna sem hlutu þyngstu kynferðisbrotadóma Íslandssögunnar eru horfin úr dómunum á vef Hæstaréttar. Þeir eru á meðal tuttugu og tveggja sem hafa nýtt sér nýlegar reglur um nafnhreinsanir. Þriðjungur er kynferðisbrotamenn.","main":"Nýjar reglur um birtingu dóma og úrskurða á vef dómstóla tóku gildi í október fyrir tveimur árum og leystu aðrar sambærilegar af hólmi. Tilefnið var breytt Evrópulöggjöf um persónuvernd. Í hinum nýju birtingarreglum var það nýmæli að upplýsingar um einka-, fjárhags-, eða viðskiptahagsmuni yrðu framvegis ekki birtar og ekki viðkvæmar heilsufarsupplýsingar nema þær skiptu máli fyrir niðurstöðuna, en að þá skyldi gæta að nafnleynd. Einnig var kveðið á um að þegar ár sé liðið frá birtingu dóms skuli orðið við beiðni um nafnleynd.\n22 Hæstaréttardómar hafa síðan verið nafnhreinsaðir í samræmi við þessar reglur. Dómarnir féllu frá 1999 til 2017, tveir þeirra voru í einkamálum en tuttugu í sakamálum og af þeim voru sjö dómanna fyrir kynferðisbrot. Alvarlegustu málin eru jafnframt tvö af ljótustu málum íslenskrar réttarsögu.\nÍ því fyrra var Stefán Reynir Heimisson dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að nema telpu á brott úr Vesturbæ Reykjavíkur, aka með hana upp í Heiðmörk og brjóta þar á henni kynferðislega.\nÍ því síðara var Jóhannes Óli Ragnarsson dæmdur, líka í tíu ára fangelsi, fyrir að brjóta gegn tveimur átta ára drengjum og þroskahamlaðri konu á Akureyri. Hvorki fyrr né síðar hafa verið kveðnir upp þyngri dómar fyrir kynferðisbrot á Íslandi.\nHinir fimm kynferðisbrotadómarnir sem hafa verið nafnhreinsaðir kváðu á um 18 mánaða til þriggja ára fangelsisrefsingar.\nAðrir dómar sem hafa verið hreinsaðir á þennan hátt eru meðal annarra átta og hálfs árs dómur frá 2017 fyrir stórfellt amfetamín- og kókaínsmygl og tveggja og hálfs árs dómur frá 2016 yfir bíræfnum fjársvikara sem féfletti fimmtán manns.","summary":null} {"year":"2021","id":"82","intro":"Taktfastir lágtíðniskjálftar mælast á Torfajökulssvæðinu norðan Mýrdalsjökuls. Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni segir ekki ljóst hvað veldur og verið sé að leita skýringa meðal annars með yfirflugi í dag.","main":"Við erum að mæla frekar einkennilega jarðskjálftavirkni þarna. Og ég segi einkennilega vegna þess að þetta eru ekki hefðbundnir skjálftar heldur eru þetta meira lágtíðnipúlsar. Og það sem er sérstakt er að þeir eru mjög reglulegir, eru að mælast svona frekar takfast að svona fimm til fimmtán mínútna fresti. Núna erum við að mæla svona sjö til átta atburði á mínútu. Þeir eru mjög litlir bara rétt um hálft stig ef við mælum þá eins og jarðskjálfta.\nSegir Kristín Jónsdóttir fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni. Skjálftarnir eru frekar grunnir og skástu staðsetningar þeirra, segir Kristín, líklega vera norðarlega í Torfajökulsöskjunni. Hún segir líka óvenjulegt að engar aðrar mælingar á svæðinu bendi til virkni, því ekki mælist hefðbundnir jarðskjálftar, aflögun eða annað. Skýringar gætu verið nokkrar:\nEin þeirra er sú að þarna gæti verið staðbundið kvikuinnskot sem er ekki það stórt að það komi skýrt fram í aflögunarmælingum. Og þá kísilsýruríkt og seigfljótandi kvikuinnskot. Það er alveg hugsanlegt að þetta séu einhverjar færslur á skriðfleti og það gæti þá verið einhvers konar skriða sem er að potast svona fram. Og þriðja skýringin er að þetta tengist jarðhitasvæðinu. Þetta er náttúrulega einhver stærsta askja á Íslandi og það er mjög öflugt jarðhitakerfi þarna. Og það er alveg hugsanlegt að þessir skjálftar tengist einhverjum breytingum á jarðhitasvæðinu.\nVísindamenn hafa sett sig í samband við kollega sína ytra og í dag á að nýta flugferð vísindamanna, sem eru við mælingar annars staðar, til þess að fljúga yfir Torfajökulssvæðið, ef það verður ekki skýjað, og athuga hvort einhver breytingar sjáist og taka þá ljósmyndir til að nota til samanburðar síðar meir.","summary":"Vísindamenn fljúga yfir Torfajökulssvæðið í dag til að athuga hvort þar eru einhverjar sjáanlegar breytingar. Þar mælast nú nokkrir lágtíðniskjálftar á mínútu. Jarðvárstjóri á Veðurstofunni segir að ástæður virkninnar gætu verið kvikuinnskot, skriða og breytingar á jarðhitasvæði. "} {"year":"2021","id":"82","intro":"Þorpið vistfélag hefur keypt áttatíuþúsund fermetra byggingarétt í Ártúnshöfða og er áætlað að byggja þar þúsund til tólfhundruð íbúðir sem miðast við þarfir mismunandi hópa.","main":"Það er Þorpið 6 ehf, dótturfélag Þorpsins vistfélags sem keypti landið af félagi í eigu Agros fjárfestingasjóðs og er kaupverðið sjö milljarðar króna og stýrði Artica Finance fjármögnun verkefnisins. Í tilkynningu frá Þorpinu segir að þetta verði eitt alstærsta einstaka íbúðaverkefni einkaaðlia í sögu Reykjavíkur. Runólfur Ágústsson verkefnastjóri þróunar hjá Þorpinu vistfélagi segir að framboð íbúða verði mjög fjölbreytt, þarna verði litlar odýrar íbúðir fyrir fyrstu kaupendur, einnig íbúðir fyrir aldraða auk íbúða fyrir almennan markað sem og leiguíbúðir. Hann segir íbúðirnar eiga það sameiginlegt að vera grænar, það er að segja vistvænar og umhverfisvottaðar. Sem fyrr segir eru kaupin á byggingaréttinum þegar fjármögnuð, en hvað með byggingaframkvæmdirnar?\nÞað er bara næsta verk. Við erum auðvitað bara að hefja þá vinnu og hún gengur vel. Við erum búin að gera rammasamning við verktakafyrirtæki um fyrsta áfanga og reiknum með að framkvæmdir hefjist líklega í maí, júní.\nSegir Runólfur Ágústsson. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar um fjórtán mánuðum síðar.\nVið skiptum þessu stóra hverfi upp í þrjú minni og keyrum þetta samhliða þannig að við erum að horfa á það að taka í þessa uppbyggingu ekki meira en fimm ár.\nÞessi íbúðafjöldi samsvarar íbúðafjölda Ísafjarðar eða Neðra-Breiholts. Svæðið liggur að Krossmýrartorgi þar sem stefnt er að því að endastöð fyrsta áfanga Borgarlínu verði opnuð í júní árið 2025. Runólfur segir að það verði gefið upp síðar hvaða fjárfestar eru að baki verkefninu.\nÞað verður gefið út á síðari stigum, en það er mjög breiður hópur og það er bara ánægjulegt að finna traust fjárfesta í þessu máli. Við höfum auðvitað verið að byggja upp í Gufunesi og það hefur gengið vel, við erum með verkefni hér og þar um borgina og þessi verkefni eru að ganga vel og fjárfestar vilja fjárfesta með okkur. Það er bara ánægjulegt.","summary":"Þorpið vistfélag ætlar að byggja allt að tólfhundruð íbúðir á Ártúnshöfða í Reykjavík og er áætlað að þær verði komnar í gagnið innan fimm ára. "} {"year":"2021","id":"82","intro":"Íslenskir keppendur byrja vel á Crossfit mótinu Rogue Invitational sem fram fer í Texas um helgina. Annie Mist Þórisdóttir er í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdaginn af þremur.","main":"Keppt var í tveimur greinum í nótt og gerði Annie sér lítið fyrir og sigraði þá fyrstu. Hún varð svo í sjötta sæti í grein númer tvö og er nú samanlagt í öðru sæti á eftir sterkustu konu heims, Tiu-Clair Toomey. Þuríður Erla Helgadóttir er í sjöunda sæti eftir daginn og Katrín Tanja Davíðsdóttir í því sextánda. Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki, hann varð í þriðja sæti í fyrstu grein í gær en því þrettánda í annarri greininni sem skilaði honum í áttunda sæti samanlagt eftir fyrsta keppnisdag. Mótið er það stærsta utan móta tengdum heimsleikunum og til mikils að vinna en sigurvegararnir í karla og kvennaflokki fá rúmlega 300 þúsund dollara í verðlaunafé, sem samsvarar um 39 milljónum íslenskra króna.\nTveir leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld. KR vann góðan 91-75 sigur á Njarðvík og á Akureyri tók Þór á móti Stjörnunni en Stjarnan hafði betur, 94-68. Þá var sömuleiðis leikið í úrvalsdeild karla í handbolta. FH vann KA með sjö marka mun, 28-21, og KA-menn þar með búnir að tapa fjórum síðustu leikjum sínum. ÍBV vann þá Fram í Safamýri, 32-38 og ÍBV, Afturelding, FH og Fram eru nú öll með 8 stig í 4. -7. sæti deildarinnar. Haukar spiluðu svo við nýliða HK, sem enn voru án stiga, en þar voru það Hafnfirðingar sem höfðu betur og unnu 30-24. Haukar eru í þriðja sæti deildarinnar með 9 stig, einu stigi minna en Stjarnan og Valur í fyrsta og öðru sætinu.\nKvennalið Skallagríms í körfubolta hefur ráðið Nebojsa Knezevic sem aðalþjálfara liðsins en Knezevic var aðstoðarþjálfari Gorans Miljevic sem lét af störfum síðastliðinn miðvikudag eftir dræmt gengi liðsins í deildinni það sem af er leiktíð. Fyrsti leiur Knezevic með Borgnesinga verður í dag þegar Skallagríur mætir Njarðvík í VÍS-bikarnum. Í dag fara fram fjórir leikir í 16-liða úrslitum kvenna og verður einn þeirra sýndur í beinni útsendingu á RÚV, viðureign Keflavíkur og Fjölnis. Bein útsending hefst klukkan 15:50.","summary":null} {"year":"2021","id":"83","intro":"Togaranum Vestmannaey VE verður líklega siglt til heimahafnar í Vestmannaeyjum um helgina. Aðeins önnur vél skipsins skemmdist í brunanum á miðvikudag en skipið verður sennilega úr leik í minnst tvo mánuði.","main":"Sprenging varð í annarri vél Vestmannaeyjar þegar skipið var að veiðum á Skrúðsgrunni. Stimpilstöng og stimpill brotnuðu og gegnu út úr vélarblokkinni þannig að olía spýttist út úr vélinni. Mikill eldur kom upp en áhöfninni tókst á fjórum mínútum að loka vélarrúmið af og ræsa slökkvikerfi sem kæfði bálið.\nArnar Richardsson, rekstrarstjóri Bergs Hugins sem gerir skipið út, segir að í skipinu séu tvær vélar sem snúa hvor sinni skrúfunni. Það var vélin bakborðsmegin sem sprakk en vélin stjórnborðsmegin sé sjálfstæð og hægt að sigla á henni. Nú sé unnið að því að koma henni í stand til að skipið geti siglt til Vestmannaeyja um helgina og verður það í viðgerð í minnst tvo mánuði.\nOg þá förum við bara í að rífa og koma skipinu sem fyrst á sjó. (Og hvað gerið þið þá við áhöfnina á meðan í þessa tvo mánuði, missa þeir ekki tekjur sínar og verða tekjulitlir?) Við höfum úrræði í sambandi við það. Einhverjir verða nú að vinna við skveringuna á skipinu, vélstjórar og yfirmenn. Svo erum við með annað skip, Bergey VE. Einhverjir geta væntanlega leyst þar af á meðan. Eins jafnvel er einhver möguleiki að menn geti farið einn og einn túr á skipum hérna fyrir austan hjá Síldarvinnslunni. Þannig að við hjálpum þeim á meðan þetta gengur yfir.\nTveggja mánaða stopp hjá Vestmannaey þýðir að minni afli kemur að landi á næstunni. Þetta ætti þó ekki valda hráefnisskorti í vinnslu því aflinn hefur dreifst nokkuð víða. Skipið hefur landað í Vestmannaeyjum, á Seyðisfirði, Akureyri og Dalvík og sumt farið á markað. Arnar segir útgerðina tryggða fyrir tjóninu en skipið er nýtt.\nTveggja ára gamalt skip og þetta er í sjálfu sér engin keyrsla á vélinni þannig að við munum skoða þetta í samvinnu við framleiðanda á vélinni hvað gerðist í rauninni.","summary":null} {"year":"2021","id":"83","intro":"Mál ellefu ára stúlku, sem er þunguð eftir að fjölskyldumeðlimur níddist ítrekað á henni kynferðislega, hefur vakið mikla reiði í Bólivíu. Eftir að kaþólska kirkjan hlutaðist til um málið var hætt við þungunnarrof sem átti að framkvæma í síðustu viku.","main":"Stúlkan dvaldi hjá stjúpafa sínum í bænum Yapacaní á meðan foreldrar hennar voru við vinnu í höfuðborginni La Paz. Þar níddist hann á henni og nauðgaði ítrekað. Ana Paola García, framkvæmdastjóri samtakanna Casa de la Mujer, eða Kvennahúss, segir að stúlkan sem er aðeins ellefu ára hafi sagt frænku sinni frá því að hún fyndi fyrir einhverju hreyfast í maganum á sér. Frænkan sagði móður sinni frá og sú tilkynnti málið til lögreglu sem hefur handtekið manninn og fangelsað.\nSíðasta föstudag átti stúlkan að fara í þungunnarrof, en ekki varð af því eftir að kaþólska kirkjan þrýsti á móðurina að hætta við. Þetta hefur vakið mikla reiði og deilur á milli kirkjunnar og mannréttindafrömuða. García segir að vísbendingar séu um að kirkjan hafi í raun framið mannrán og þaggað niður í móður stúlkunnar. Talsmaður kirkjunnar sagði við bólivíska miðla fyrr í vikunni að þeim bæri siðferðisleg og lagaleg skylda til þess að vernda fóstrið. Nadia Cruz, sem er umboðsmaður mannréttinda í Bólivíu, segir að höfðað verði sakamál gegn erkibiskupsdæminu í Santa Cruz, starfsfólki spítalans þar sem stúlkan átti að fara í þungunnarrof og móður hennar. Þeim er gefið að sök að neyða stúlkuna til þess að ganga með barn, nokkuð sem Sameinuðu þjóðirnar bentu á að flokkist sem pyntingar. Samkvæmt tölfræði frá Case de la Mujer var tilkynnt um nærri 40 þúsund þunganir stúlkna undir átján ára aldri á síðasta ári, það þýðir að á hverjum einasta degi verða um 104 stúlkur undir lögaldri ófrískar í Bólivíu.","summary":"Örlög ellefu ára stúlku í Bólivíu, sem er þunguð eftir nauðgun, hafa komið af stað hatrömmum deilum á milli mannréttindafrömuða og kaþólsku kirkjunnar. Kirkjan þrýsti á móður stúlkunnar um að hætta við þungunnarrof. "} {"year":"2021","id":"83","intro":"Matthildur Óskarsdóttir varð í dag heimsmeistari unglinga í bekkpressu í 84 kílóa flokki á HM í klassískum kraftlyftingum. Í klassískum kraftlyftingum fá keppendur ekki að notast við hjálparbúnað.","main":"Matthildur setti jafnframt Íslandsmet í sínum flokki þar sem hún lyfti samanlagt 117 og hálfu kílói. Heimsmeistaramótið er haldið í Vilníus höfuðborg Litáen. Alexandra Rán Guðnýjardóttir vann svo silfurverðlaun í 63 kg flokki. Hún lyfti þyngst 97,5 kg og bætti persónulegan árangur um leið um fimm kíló.","summary":null} {"year":"2021","id":"83","intro":"Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja það sem af er ári nemur 60 milljörðum króna. Sú upphæð fer að mestu í kostnað vegna byggingar nýs Landspítala.","main":"Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki birtu uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í vikunni. Arion banki hagnaðist mest, um 8,2 milljarða króna, Íslandsbanki um 7,6 milljarða og Landsbankinn um 7,5 milljarða. Samanlagt nam hagnaðurinn á þriðja ársfjórðungi 23,3 milljörðum króna.\nÞað sem af er ári hafa bankarnir þrír hagnast samanlagt um ríflega 60 milljarða króna. Og enn er einn ársfjórðungur eftir. Má leiða líkum að því að samanlagður hagnaður ársins verði nærri 80 milljörðum króna. Til að setja þennan hagnað í samhengi þá hljóðar nýjasta kostnaðaráætlun við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut upp á 79,1 milljarð króna.\nÞetta er mun meiri hagnaður en í fyrra en árið í fyrra markaðist mjög af covid-faraldrinum þar sem bankarnir færðu niður virði lána. Enda er hluti hagnaðarins nú til kominn vegna jákvæðrar virðisbreytingar, það er væntingum um skjótari efnahagsbata og minni vanefndum útlána en gert var ráð fyrir þegar óvissa vegna faraldursins var sem mest.\nGengi hlutabréfa í bönkunum endurspeglast í hagnaðinum. Frá áramótum hafa hlutabréf í Arion banka tvöfaldast og hluturinn í Íslandsbanka hefur hækkað um 60 prósent sé miðað við útboðsgengi í hlutafjárútboðinu í vor.","summary":"Hagnaður stóru viðskiptabankanna það sem af er ári nemur um 60 milljörðum króna og hefur gengi bréfa í Íslandsbanka og Arion banka rokið upp síðustu mánuði. "} {"year":"2021","id":"83","intro":"Foreldrar um sjötíu unglingsstúlkna greiddu tæpar 60 þúsund krónur fyrir að verja þær sérstaklega gegn kynfæravörtum með öðru HPV-bóluefni en stjórnvöld bjóða upp á. Eldra bóluefni, sem notað er hér, ver einungis gegn leghálskrabba. Sérfræðingur hjá landlæknisembættinu segir að stefnubreytingu þyrfti til að bjóða öllum stúlkum nýja efnið.","main":"Þrettán ára stúlkum, fæddum árið 2008, bauðst í vor bólusetning gegn HPV-veirunni en meginmarkmið hennar er að minnka líkur á leghálskrabbameini. Meirihluti stúlknanna, 86%, fékk bóluefnið Cervarix, sem er það bóluefni sem heilbrigðisyfirvöld bjóða upp á en þrjú prósent þeirra fengu bóluefnið Gardasil 9 sem er nýrra og ver ekki einungis gegn leghálskrabbameini heldur einnig kynfæravörtum. Fyrir þetta efni greiddu foreldrar stúlknanna um 56 þúsund krónur. Hægt hefur verið að kaupa sig fram hjá Cervarix-efninu í nokkur ár.\nÞýðir þetta að efnahagur foreldra ráði því hversu vel dætur þeirra eru varðar gegn sjúkdómum? Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, sérfræðingur á sóttvarnasviði Landlæknis segir að markaðsleyfishafi Gardasil 9 hafi fullan rétt á að markaðssetja það hér þó að það sé ekki notað í almennum bólusetningum yfirvalda. Það séu ekki til samanburðarrannsóknir á efnunum tveimur en að væntanlega veiti Gardasil 9 aðeins betri vörn gegn fleiri krabbameinsvaldandi veirutýpum.\nEins og reglugerð um bólusetningar er núna þá er HPV-bólusetningin eingöngu í þeim tilgangi að verja gegn leghálskrabbameini og það er eitthvað sem þarf að breyta ef við ætlum að taka virknina gegn vörtum inn í útreikninginn, því það er klárlega algerlega lóð Gardasil megin.\nErlendar rannnsóknir hafa verið notaðar til að áætla þátt HPV-veira í öðrum krabbameinum á Íslandi og meta hvort betra sé að skipta yfir í Gardasil 9 eða nota Cervarix áfram næstu áratugina en Kamilla segir að sóttvarnaráð hafi ekki haft tök á því að skoða þessi gögn.\nCervarix er enn notað í Finnlandi og Noregi, að sögn Kamillu, en Danir og Svíar bjóða öllum stúlkum bólusetningu með Gardasil 9 sem er um helmingi dýrara en Cervarix samkvæmt lyfjaverðskrá.\nÞegar síðasta útboð fór fram hér var Gardasil 9 ekki komið á markað. Næsta útboð verður á næsta ári og sóttvarnayfirvöld hafa verið að safna gögnum um efnin tvö og gagnsemi þeirra. Kamilla segir að upplýsingum um muninn á þeim verði komið til sóttvarnaráðs sem leggur tillögur fyrir heilbrigðisráðherra. Kamilla segir að séu raunveruleg lýðheilsusjónarmið að baki því að velja frekar Gardasil 9 sé það hægt, endanleg ákvörðun liggi hjá ráðherra.\nAlls staðar annars staðar á Norðurlöndunum er farið að bólusetja drengi við HPV-veirunni en hér á landi býðst einungis stúlkum bólusetning. Kamilla segir að á því sé þó full þörf. Þegar HPV-bólusetning var innleidd hér fyrir tíu árum hafi það eingöngu verið gert með leghálskrabbamein í huga, ekki önnur HPV-tengd krabbamein sem hrjá bæði kyn. Nú tíu árum síðar hafi rannsóknir sýnt að HPV-bóluefni verja gegn langvinnu HPV-smiti, ekki bara forstigsbreytingum leghálskrabbameins. Kamilla segir að mörg HPV-tengd krabbamein séu algengari hjá körlum en konum, til dæmis endaþarmskrabbamein, þá hafi HPV-veirur verið tengdar krabbameinum í getnaðarlim. Á Íslandi vanti hins vegar algerlega gögn um algengi HPV-veira í þeim sem fá krabbamein sem vitað er að geta tengst HPV-sýkingu. Það hafi því ekki verið hægt að gera nákvæma kostnaðarábatagreiningu.\nKamilla segir að COVID-faraldurinn hafi sett strik í reikninginn, þegar hann skall á hafi verið í bígerð að leggja fyrir sóttvarnaráð tillögur um að byrja að bólusetja drengi og bera saman áhrif bóluefnanna tveggja sem eru í boði, Cervarix og Gardasil 9, en það hafi ekki verið ráðrúm til þess síðastliðna 20 mánuði. Til standi að koma þessum tillögum inn á borð sóttvarnaráðs við fyrsta tækifæri. Heilbrigðisráðherra taki svo endanlega ákvörðun um hvort breyta eigi reglugerð um bólusetningar.","summary":null} {"year":"2021","id":"83","intro":"Gamalt og hrörlegt víkingaskip er strandað við Eskines við Gálgahraun, skammt frá Bessastöðum. Í ljós hefur komið að báturinn var smíðaður í Brasilíu og fluttur hingað frá Trindad og Tóbagó.","main":"Fréttastofa RÚV fór á stúfana og kannaði hvaða skip væri strandað skammt frá bústað forseta Íslands á Bessastöðum. Hvorki hafnaryfirvöld í Hafnarfirði né vaktstöð siglinga vissi af málinu. Heldur ekki ritari forseta Íslands. Eftir nokkuð grúsk kom í ljós að þetta er víkingaskipið Drakar sem flutt var hingað frá Trinidad og Tóbagó árið 2015 um borð í stóru skipi. Jón Kristinn Gíslason, eigandi skipsins, segir að til hafi staðið að nota skipið til að sigla með ferðamenn en ekkert varð úr þeim áformum. Hann vissi ekki að skipið hafði losnað frá bryggju fyrr en hann fékk símtal frá Kópavogshöfn í morgun.\nAtli Hermannsson, hafnarvörður í Kópavogi, segir í samtali við fréttastofu að skipið hafi verið við bryggju í Kópavogi frá því í vor. Útilokað sé annað en að skipið hafi viljandi verið leyst frá bryggju. Það hafi ekki getað losnað öðru vísi. Nokkur brögð hafi verið að því unglingar hafi farið um borð í skipið að næturlagi. Áður var skipið við bryggju í Reykjavík.\nSkipið hefur rekið að Eskinesi við Gálgahraun. Atli segir að þar séu miklar grynningar og því þurfi að bíða eftir háflóði til að ná skipinu á flot. Þess ætti þó ekki að vera langt að bíða því háflóð verður klukkan tólf fjörutíu og svo aftur klukkan hálf átta í fyrramálið.\nKristinn segir að maður sem hafði brennandi áhuga á víkingaskipum hafi látið smíðað það á sínum tíma. Morgunblaðið greindi frá því í frétt í júlí 2015 að skipið hafi verið smíðað árið 2007 í Brasilíu, eftir teikningu sem víkingaáhugamaðurinn fékk frá norsku safni. Fyrirmyndin er Gaukstaðaskipið en það er stærsta víkingaskip sem varðveist hefur frá víkingatímanum og er til sýnis á safni í Ósló.","summary":null} {"year":"2021","id":"83","intro":"Formaður fjölskylduhjálpar segir matargjafir Kaupfélags Skagfirðinga tryggja að enginn ætti að vera svangur um jólin. Fyrirtækið hefur gefið rúmlega tvö hundruð þúsund máltíðir frá því á síðasta ári.","main":"Fyrir síðustu jól tilkynnti Kaupfélag Skagfirðinga að fyrirtækið hugðist létta undir með efnaminni fjölskyldum og gefa um 50 þúsund máltíðir. Stærsti hlutinn hefur farið til Fjölskylduhjálpar Íslands, þá fengu mæðrastyrksnefnd, Rauði Krossinn, Hjálparstarf kirkjunnar og Hjálpræðisherinn fengið einnig gjafir. Verkefnið hélt svo áfram fram eftir jól, og í heildina hefur KS gefið mat sem dugað hefur í nærri 200 þúsund máltíðir. Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður Fjölskylduhjálpar segir gjöf KS gera það að verkum að enginn ætti að vera svangur um hátíðirnar.\nÞetta gerir algjörlega gæfumuninn. Við höfum alltaf verið mjög tæpar fjárhagslega fyrir jólin þannig að við höfum þurft að horfa rosalega vel í hverja einustu krónu en núna erum við að geta boðið, alveg frá 1. nóvember, alveg fjórar fimm máltíðir fyrir fólk í hverri úthlutun. Þannig að þetta er bara allt allt annað. Þannig að þetta er bara rosalega fínt og það fer enginn svangur eða með lítið inn í jólin eða inn í hátíðirnar.\nByrjað verður að úthluta matargjöfum strax í byrjun nóvember.\nVið munum vera með fyrstu úthlutunina núna, ég held það sé níunda nóvember, það er þriðjudagur. Svo erum við með það tíunda í Reykjanesbæ og síðan verðum við tvær úthlutanir í hverri viku fram að jólum.","summary":null} {"year":"2021","id":"83","intro":"Ellilífeyrir og heimilisuppbót frá Tryggingastofnun ríkisins skerðast um að allt að 56,9% vegna réttinda fólks á greiðslum úr lífeyrissjóði. Landssband eldri borgara segir þetta stjórnarskrárbrot og boðar til útifundar á Austurvelli í dag til að fara yfir dómsmál þriggja félaga í Gráa hernum gegn ríkinu.","main":"Aðalmeðferð í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Samkvæmt Landssambandi eldri borgara er málið reist á því að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi ellilífeyristaka í lífeyrissjóð sé gengið gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti lífeyristaka. Í tilkynningu frá landssambandinu segir að skerðingarnar nemi allt að 56,9% af greiðslum úr lífeyrissjóði, en þegar tekið sé tillit til tekjuskatta sé eignaupptakan allt að 72,9% á greiðslum út lífeyrissjóðum. Þetta brjóti gegn 72. grein stjórnarskrár Íslands, en einnig mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi sem og ákvæðum beggja um bann við mismunun. Í stefnu þremeninganna gegn ríkinu er rakið að skyldulífeyrissparnaðarkerfið sem sett var á laggirnar hafi átt að koma til viðbótar, en ekki í stað almannatrygginga. Núverandi skerðingar færi hins vegar verulegan hluta þess ávinningis frá sjóðsfélögum til ríkisins. Á útifundinum sem hefst á Austurvelli klukkan 14 kynnir formaður Landssambands eldri borgara málsóknina og lögmaður gerir grein fyrir málflutningnum, auk þess sem listamenn koma fram.","summary":null} {"year":"2021","id":"84","intro":"Síðustu kjarasamningar skiluðu verulegri kaupmáttaraukningu. Hún rataði í budduna og í birtist einnig í styttri vinnutíma.","main":"Haustskýrsla kjaratölfræðinefndar var kynnt í morgun en nefndina skipa fulltrúar ríkis, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðar. Í skýrslunni er launaþróun á yfirstandandi kjarasamningatímabili, frá mars 2019 til dagsins í dag, skoðuð en á bak við tölurnar eru 326 kjarasamningar.\nHeilt á litið skiluðu kjarasamningarnir umtalsverðri kaupmáttaraukningu og hækkuðu laun umtalsvert meira hér á landi en í nágrannalöndunum. Edda Rós Karlsdóttir er formaður nefndarinnar.\nEn við erum að sjá hækkun tímakaups upp á 14 til 32 prósent, mjög breytilegt eftir hópum. En þar af eru vinnutímabreytingar mjög miklar, frá því að vera ekkert til dæmis hjá Kennarasambandinu upp í að vera tæp 7 prósent hjá sumum hópum innan ASÍ hjá ríkinu. Þannig að launahækkanir, það er hækkanir í budduna eru þetta á bilinu 12 til 26 prósent og síðan hefur verðbólga verið á bilinu 8 prósent þannig að kaupmátturinn er þá minni sem því nemur. En vinnutímastytting hefur þarna töluverð áhrif á? Hún hefur mjög mikil áhrif. Þetta eru þá annars vegar kjarabætur sem koma í gegnum budduna í gegnum launahækkanir og svo eru þetta kjarabætur sem koma með styttri vinnutíma.\nVinnutímastyttingin skilar sér betur hjá hinu opinbera en á almenna markaðinum og segir Edda Rós að svo virðist sem betur hafi tekist að innleiða styttingu vinnuvikunnar hjá ríki og sveitarfélögum. Styttingin felur þó ekki endilega í sér aukinn kostnað fyrir launagreiðendur.\nVið teljum að þessi vinnutímastytting komi ekki endilega fram í hærri kostnað fyrir launagreiðanda vegna þess að fólk er að vinna hraðar og leggja meira á sig til að klára vinnuna á styttri tíma.","summary":null} {"year":"2021","id":"84","intro":"Nær allir starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru fullbólusettir. Forstjóri sjúkrahússins segir þá sem ekki hafi þegið bólusetningu hafa fyrir því góðar ástæður. Spítalinn er viðbúinn fjölgun smita.","main":"Á Sjúkrahúsinu á Akureyri starfa 800 manns og hafa nær allir starfsmenn þar þegið bólusetningu. Hildigunnur Svavarsdóttir er forstjóri sjúkrahússins. Staðan hjá okkur er að við erum með langflest af okkar starfsfólki bólusett eða um 97 og hálft prósent miðað við síðustu yfirferð.\nHún segir sjúkrahúsið fylgjast vel með hvort starfsmenn séu bólusettir eða ekki. Við náttúrlega erum með nákvæmt yfirlit yfir það hverjir eru boðaðir í bólusetningar hjá okkur þannig að það er hægt að fylgjast með þessu og þannig tryggja að fólki sé boðin bólusetning númer eitt og svo bólusetning númer tvö og þá núna bólusetning númer þrjú.\nHún segir að þeir 20 starfsmenn sjúkrahússins, sem ekki hafi þegið bólusetningu, hafi fyrir því skýringar. Náttúrlega bæði eins og fram kom hjá Landspítalanum, t.d. ófrískar konur eða aðrar heilsufarslegar ástæður sem varð til þess að viðkomandi þáðu ekki bólusetningu. En ég held við getum bara verið mjög sátt við þetta hlutfall hjá okkur.\nÞegar gjörgæsludeild Landspítalans fylltist um miðjan ágúst létti sjúkrahúsið á Akureyri undir með spítalanum og tók við sjúklingi af gjörgæslu. Hildigunnur segir að SAK verði áfram til taks og viðbúið ef þurfa þykir.\nVið höfum átt þetta samtal um samstarf okkar á milli og það hefur bara gengið vel þar sem á það hefur reynt. Þannig að við höldum því bara áfram eftir því sem þurfa þykir núna í ljósi aðstæðna.","summary":"Nær allir starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru bólusettir. Spítalinn er í viðbragðsstöðu vegna fjölgunar smita. "} {"year":"2021","id":"84","intro":"Frakkar stöðvuðu veiðar breskra togara við Frakklandsstrendur í morgun. Þeir hóta að setja löndunarbann á bresk skip í nokkrum hafnarbæjum í næstu viku ef samkomulag næst ekki strax eftir helgi í deilu Breta og Evrópusambandsins um aðgengi að breskum fiskimiðum.","main":"Aukin harka er að færast í deilu Breta og Frakka sem hefur staðið síðan Bretar gengu úr Evrópusambandinu. Eins og í fyrri stríðum er tekist á um veiðisvæði og réttinn til veiða, en hótanir hafa gengið á víxl síðustu misseri. Frakkar hafa hótað því að takmarka orkusölu til Ermarsundseyjanna sjái Bretar, og stjórnvöld á Ermarsundseyjunum, ekki að sér í fiskveiðideilunni. Franska ríkisstjórnin bætti um betur í morgun; sett yrði á löndunarbann í nokkrum frönskum hafnarbæjum en samkomulag næðist ekki um veiðar Frakka á breskum fiskimiðum og öfugt, fyrir annan nóvember. Jean Castex, forsætisráðherra Frakka, vonast eftir þíðu í samskiptum ríkjanna en það sé Breta að greiða úr.\nI would like nothing more than for a de-escalation to take place. The British, the London government has all the keys to achieve it.\nBúist er við stífum fundahöldum um framhaldið um helgina en samninganefndir hafa til þriðjudagsins til að leysa úr deilunni. David Frost, ráðherra Brexitmála í bresku ríkisstjórninni, segir hótanir Frakka valda vonbrigðum. Boðaðar aðgerðir séu mun harkalegri en tilefni sé til og ekki það sem Bretar byggjust við af traustum bandamanni og vinaþjóð. Þá sé vandséð að aðgerðirnar séu í samræmi við Brexitsamninginn og standist alþjóðalög.","summary":"Aukin harka er hlaupin í fiskveiðideilu Breta og Frakka en Frakkar stöðvuðu í morgun veiðar nokkurra breskra togara við Frakklandsstrendur. Löndunarbann verður sett á bresk skip ef samkomulag næst ekki um helgina. "} {"year":"2021","id":"84","intro":"Framkvæmdastjóri Landverndar segir ríkisstjórnina ekki hafa gripið til alvöru loftslagsaðgerða sem taki beint á losun gróðurhúsalofttegunda. Ísland sé langt frá því að vera í fararbroddi í loftslagsmálum. Þrenn umhverfisverndarsamtök skora á stjórnvöld að setja sér markmið um 70% samdrátt í losun fyrir árið 2030.","main":"Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og Ungir umhverfissinnar skora á stjórnvöld að gera sitt ýtrasta til að stuðla að því að markmið Parísarsáttmálans um að takmarka hlýnun við eina og hálfa gráðu náist. Þetta sé brýnt til að hlífa lífríkinu og samfélögum manna við óafturkræfum skaða. Liður í því sé að lögfesta sjálfstætt markmið um 70% samdrátt í losun. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir þetta bæði raunhæft og nauðsynlegt.\nRíkisstjórnin hefur ekki tekið alvöru aðgerðir sem taka beint á losuninni heldur farið í óbeinar aðgerðir eins og að fjölga rafbílum og byggja hleðslustöðvar, það eru góðar aðgerðir en þær taka ekki beint á losuninni.\nSamtökin segja Ísland langt frá því að vera fremst ríkja í loftslagsmálum, hin Norðurlöndin hafi sett sér mun framsæknari markmið. Þannig ætli Danmörk að minnka losun um 70% fyrir árið 2030, Noregur stefni á 50-55% samdrátt og Svíþjóð á 63%. Þá hyggist Finnar ná kolefnishlutleysi árið 2035, fimm árum á undan Íslandi. Núverandi skuldbindingar Íslands upp á 29% samdrátt séu þannig alls ekki nóg og heldur ekki hlutdeild Íslands í sameiginlegu og nýuppfærðu markmiði með Evrópusambandsríkjunum og Noregi, en þar er gert ráð fyrir um 40% samdrætti hér fyrir árið 2030.\nÍ yfirlýsingunni segir að bráðnauðsynlegt sé að uppfæra aðgerðaáætlun í því skyni að ná fram raunverulegum samdrætti, forsendur hennar séu þegar brostnar. Þá vilji samtökin að stjórnvöld setji samdráttarkröfur á stórar atvinnugreinar svo sem ferðaþjónustu, landbúnað og sjávarútveg.\nÞað sem er hrópandi að vantar það eru raunhæfar kröfur á stóru atvinnuvegina.\nÞá þurfi að hætta að gefa afslátt af losunarheimildum til stóriðju og setja skýrar kröfur á ferðaþjónustu, til dæmis í innflutningi á bílaleigubílum og losun frá skemmtiferðaskipum.\nÞetta sé brýnt til að hlífa lífríkinu og samfélögum manna við óafturkræfum skaða. Í yfirlýsingunni segir að súrnun sjávar sé veruleg ógn við íslenskan sjávarútveg, aukin skriðuhætta sé áhyggjuefni og hækkun sjávarmáls eigi líklega eftir að hafa alvarleg áhrif á strandbýlt land eins og Ísland. Að auki beri Íslandi siðferðisleg skylda til að minnka losun, enda rík þjóð sem losi mikið miðað við höfðatölu.\nAð mati samtakanna þriggja þarf Ísland að lögfesta sjálfstætt markmið um að minnka losun um 70%, miðað við losunina árið 2005, fyrir árið 2030. Núverandi skuldbindingar upp á 29% samdrátt séu alls ekki nóg, og heldur ekki hlutdeild Íslands í uppfærðu framlagi Evrópusambandsríkja og Noregs, en þar er gert ráð fyrir um 40% samdrætti hér.\nSamtökin segja Ísland langt frá því að vera fremst ríkja í loftslagsmálum, hin Norðurlöndin hafi sett sér mun framsæknari markmið. Þannig ætli Danmörk að minnka losun um 70% fyrir árið 2030, Noregur stefni á 50-55% samdrátt og Svíþjóð á 63%. Þá hyggist Finnar ná kolefnishlutleysi árið 2035, fimm árum á undan Íslandi. Í yfirlýsingunni segir að bráðnauðsynlegt sé að uppfæra aðgerðaáætlun í samræmi við hið nýja markmið, hún þurfi að miða að því að ná raunverulegum samdrætti til dæmis með því að setja stífar kröfur um samdrátt í losun frá stórum atvinnuvegum á borð við sjávarútveg, ferðaþjónustu og landbúnað. Þá þurfi að hætta að gefa afslátt af losunarheimildum til stóriðju og setja skýrar kröfur á ferðaþjónustu, til dæmis í innflutningi á bílaleigubílum og losun frá skemmtiferðaskipum.\nÞví lengur sem við bíðum, því dýrari verða afleiðingarnar, ekki einungis í krónum talið heldur með eyðileggingu á vistkerfum, lífsgæðum manna og dýra og mannslífum, segir að lokum í yfirlýsingunni.","summary":"Ísland þarf að setja markmið um 70 prósenta samdrátt í losun fyrir 2030. Þetta eru skilaboð þrennra umhverfisverndarsamtaka til stjórnvalda í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. "} {"year":"2021","id":"84","intro":"Dregið verður í lokakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag en mótið fer fram á Englandi næsta sumar. Opnað verður fyrir miðasölu á leikina eftir dráttinn, en Ísland er á meðal keppnisþjóða mótsins.","main":"Dregið verður í Manchester á Englandi en setningarleikur mótsins fer einmitt fram á Old Trafford þar í borg þann 6. júlí á næsta ári. 16 þjóðir keppa í fjórum riðlum og hefur þeim verið skipt í fjóra styrkleikaflokka. Ísland er í fjórða styrkleikaflokki en röðunin miðast við þrjú síðustu stórmót eða undankeppnir þeirra. Drátturinn er klukkan fjögur í dag og verður hann sýndur beint á ruv.is.\nHvorki gengur né rekur hjá liði Skallagríms í úrvalsdeild kvenna í körfubolta. Liðið tapaði í gærkvöldi sjötta leik sínum í röð í deildinni og nú með 55 stiga mun gegn Njarðvík, 86-31. Skallagrímur hefur tapað öllum sex leikjum sínum með samtals 214 stiga mun, sem gerir tæp 36 stig að meðaltali í leik. Í gærkvöldi tilkynnti stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms svo að Goran Miljevic myndi láta af störfum sem þjálfari liðsins. Hann tók við í sumar af Guðrúnu Ósk Ámundadóttur. Í hinum leikjum gærkvöldsins vann Keflavík svo Breiðablik með 80 stigum gegn 59 og Fjölnir lagði Grindavík, 89-84. Njarðvík og Keflavík eru efst í deildinni með 10 stig eftir sex leiki, tviemur meira en Valur sem á leik til góða og fjórum meira en Haukar sem eiga tvo leiki til góða. Haukar standa í ströngu þessa dagana í Evrópubikarnum og mætir liðið KP Brno frá Tékklandi ytra í kvöld.\nÞað er ekki bara hjá Skallagrími sem eru breytingar á þjálfaraliði því Hollendingurinn Ronald Koeman var í gærkvöldi rekinn sem þjálfari fótboltaliðs Barcelona. Eftir tap gegn Real Madrid í El Clasico um helgina töpuðu Börsungar gegn Rayo Vallecano í spænsku deildinni í gærkvöldi, 1-0, og það var dropinn sem fyllti mælinn hjá forráðamönnum félagsins. Liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö deildarleikjum sínum og situr í níunda sæti deildarinnar, þó aðeins sex stigum frá toppliði Real Madrid. Gríðarlegar skuldir eru við það að sliga stórveldi Barcelona og ljóst að þjálfaraskipti bæta enn á vonda fjárhagsstöðu félagsins. Þrátt fyrir allt er þó ákaflega eftirsótt að þjálfa Barcelona og mörg stór nöfn þegar verið nefnd til sögunnar. Líklegastur þykir spænska goðsögnin Xavi Hernandez. Hann lék með Barcelona um áratuga skeið og vann allt sem hægt var að vinna sem leikmaður. Hann hefur stýrt Al Sadd í Katar frá 2019 með góðum árangri.","summary":null} {"year":"2021","id":"84","intro":"Sextán kærur hafa borist undirbúningskjörbréfanefnd, langflestar vegna talningar í Norðvesturkjördæmi eftir alþingiskosningarnar í lok september. Kærufrestur rennur út á morgun. Formaður nefndarinnar segir ótímabært að segja til um hvenær málsmeðferð ljúki.","main":"Rétt rúmur mánuður er liðinn frá alþingiskosningum. Undirbúningskjörbréfanefnd hefur verið að störfum síðan í byrjun október en hennar verkefni er að takast á við og helst finna lausn á þeirri stöðu sem upp kom eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi, þegar í ljós kom að kjörgögn höfðu ekki verið innsigluð milli talninga.\nFormaður nefndarinnar, Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í samtali við fréttastofu að ótímabært væri að segja til um hvenær vinnu nefndarinnar lyki en kærufrestur rennur út á morgun. Nefndin fundar daglega og gagnaöflun er langt komin að sögn Birgis. Sextán kærur hafi borist, langflestar vegna Norðvesturkjördæmis en þó séu fleiri atriði sem komi til.\nEins og fram hefur komið í máli formanna stjórnarflokkanna miðar viðræðum um stjórnarmyndun vel en forsætisráðherra sagði í fréttum í byrjun vikunnar ljóst að Alþingi yrði ekki sett fyrr en niðurstaða í þessu máli lægi fyrir og ólíklegt væri að ný ríkisstjórn yrði kynnt fyrir þann tíma. Þegar niðurstaða lægi hins vegar fyrir ætti formönnunum ekki að vera neitt að vanbúnaði að ljúka viðræðum. Þegar nýr stjórnarsáttmáli er tilbúinn er hann borinn undir flokksráð flokkanna sem að honum standa en þau geta verið kölluð saman til fundar með stuttum fyrirvara. Í kjölfarið verður síðan blásið til blaðamannafundar þar sem ný ríkisstjórn og nýr stjórnarsáttmáli verða kynnt.","summary":"Sextán kærur hafa borist undirbúningskjörbréfanefnd, langflestar vegna talningar í Norðvesturkjördæmi. Formaður nefndarinnar segir ótímabært að segja til um hvenær málsmeðferð ljúki. "} {"year":"2021","id":"84","intro":"Tuttugu starfsmenn Landspítala hafa hafnað kórónuveirubólusetningu. Yfirlæknir á spítalanum segir ekki koma til greina að fara fram á að starfsfólk láti bólusetja sig. 96 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær.","main":"Í haust lét farsóttarnefnd Landspítala kanna stöðu bólusetninga meðal starfsmanna spítalans. 480 reyndust ekki vera bólusettir og í flestum tilfellum var það vegna meðgöngu eða að læknir hafði ráðið frá bólusetningu af heilsufarslegum ástæðum.\nUm 20 af þessum 480 hafa hafnað bólusetningu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segist ekki vita ástæður þess.\nVið höfum ekki gengið eftir því vegna þess að þetta er í rauninni valkvætt og ég býst við því að það séu alltaf einhverjir sem hafa sínar eigin skoðanir á því.\nÞað eru alger undantekningartilvik að einstaklingar séu óbólusettir.\nHefur komið til tals innan farsóttarnefndar eða stjórnar spítalans að skylda starfsfólk spítalans í kórónuveirubólusetningu?\nNei, það hefur ekki komið til tals. Einfaldlega vegna þess að sókn starfsmanna í bólusetningu var mjög góð.\nÞarna höfum við höfðað til samvisku heilbrigðisstétta að það sé talið rétt að bólusetja sig.\nVeistu hvort einhverjir af þeim sem ekki hafa viljað þiggja bólusetningu starfi með sjúklingum?\nMér er ekki kunnugt um það.\nEn víða erlendis hefur verið sett löggjöf þar sem heilbrigðisstarfsmönnum er meinað að starfa við sitt fag nema þeir séu bólusettir. Finnst þér að það ætti að skoða slíka löggjöf?\nÞað finnst mér ekki, ekki miðað við reynslu okkar.","summary":null} {"year":"2021","id":"84","intro":"Góð þjálfun skipverja skipti sköpum þegar eldur kom upp í vélarrúmi ísfisktogarans Vestmannaeyjar VE síðdegis í gær. Þetta er mat bæði skipstjórans og slökkviliðsstjórans í Fjarðabyggð. Önnur vél skipsins sprakk og mikið tjón varð í vélarrúminu.","main":"Skipverjarnir 12 voru að klára veiðiferð og voru nýlagðir af stað í land.\nÞá urðum við varir við sprengingu og fljótlega var okkur ljóst að það var kominn eldur í vélarrúmi, þá var strax sett af stað neyðarplan eða neyðaráætlun eins og við erum þjálfaðir í .\nSegir Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri. Skipverjar freistuðu þess að slökkva eldinn en lokuðu vélarrúminu kirfilega þegar það tókst ekki og virkjuðu slökkvikerfið.\nÞað virðist hafa kæft eldinn strax en það var töluvert mikill eldur sáum við í myndavélum\nVoru menn á einhverjum tímapunkti í einhverri hættu? Ja það er alltaf mjög hættulegt þegar það kemur eldur úti á sjó en ég held að skjót og góð viðbrögð áhafnar hafi bara bjargað okkur hreinlega.\nBergey, systurskip Vestmanneyjar, dró skipið að bryggju og var það komið í örugga höfn í Neskaupsstað um þrjúleytið í nótt. Þar biðu Sigurjón Valmundsson, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar og hans teymi.\nStaðfestum að eldurinn væri slokknaður, reykræstum síðan rýmið sem eldurinn hafði komið upp og eldurinn virðist hafa slokknað alveg þarna í upphafi þökk sé snörum viðbrögðum skipverja þarna í byrjun.\nLjóst er að töluvert tjón hefur orðið á togaranum, önnur vélin sprakk og miklar skemmdir í vélarrúminu.","summary":"Mikið tjón varð í vélarrúmi ísfisktogarans Vestmannaeyjar VE þegar eldur kviknaði í vélarrúminu úti á sjó í gær. Skipstjórinn og slökkviliðsstjórinn í Fjarðabyggð eru sammála um að góð þjálfun skipverja hafi skipt sköpum. "} {"year":"2021","id":"85","intro":"Fjölskylda átján ára íslenskrar stúlku sem ekkert hefur spurst til frá því snemma í gærmorgun leitar hennar á Benidorm á Spáni. Telma Líf Ingadóttir gekk út af sjúkrahúsi án allra skilríkja, peninga og farsíma. Lögreglan í Valencia-héraði hefur hafið leit að stúlkunni og verið í sambandi við lögregluyfirvöld hér á landi.","main":"Ingi Karl Sigríðarson, faðir Telmu, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi rætt við hana á mánudagskvöldinu. Ingi Karl hefur þær upplýsingar frá sjúkrahúsinu að Telma hafi fundist aðfaranótt þriðjudags í óminnisástandi á götum Benidorm og verið flutt á sjúkrahús. Þar sem hún er orðin átján ára hafi ekki verið haft samband við foreldra hennar. Ingi segir að dóttir hans hafi verið útskrifuð af sjúkrahúsinu en hafi farið þaðan klukkan hálf sex á þriðjudagsmorguninn án skilríkja, peninga og síma. Hún skildi eftir miða með símanúmeri föður síns. Sjúkrahúsið hringdi í hann klukkan ellefu í gærmorgun. Ingi segir að dóttir hans hafi verið nýflutt í íbúð á Benidorm. Þá hafi hún verið komin með vinnu á kaffihúsi og hafi átt að byrja þar í morgun. Fjölskyldan leitar að Telmu og hefur gengið um Benidorm og spurt um hana.\nFjölskyldan hefur verið búsett á Spáni í nokkur ár. Lögreglan í Alicante hefur hafið leit að Thelmu og haft samband við lögregluyfirvöld hér á landi. Karl Steinar Valsson yfirögregluþjónn segir að málið sé á forræði spænsku lögreglunnar. Þá hefur einnig verið leitað til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins hér.\nIngi Karl segir að verði Telma Líf ekki komin í leitirnar í fyrramálið verði leitin útvíkkuð þannig að hún taki til fleiri lögregluembætta.","summary":"Enn hefur ekkert spurst til átján ára íslenskrar stúlku sem búsett er á Spáni en hefur verið leitað frá því í gærmorgun. Spænska lögreglan hefur sett sig í samband við lögregluyfirvöld hér á landi."} {"year":"2021","id":"85","intro":"Nýjar landsáætlanir þjóða heims í loftslagsmálum duga ekki til, eigi markmið Parísarsamkomulagsins að nást. Sé núverandi markmiðum fylgt má gera ráð fyrir að losun minnki um tæp 8% fyrir árið 2030, en hún þarf að minnka um að minnsta kosti þriðjung.","main":"Ný skýrsla Umhverfismálasjóðs Sameinuðu þjóðanna varpar ljósi á stöðuna nú og það bil sem þarf að brúa, eigi að takast að koma í veg fyrir að meðalhiti á jörðinni hækki meira en sem nemur tveimur gráðum umfram meðalhita fyrir upphaf iðnbyltingar. Þrátt fyrir að margar þjóðir hafi skerpt á markmiðum sínum í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í Glasgow, sem hefst í lok þessa mánaðar, er stóra markmiðið enn langt utan seilingar. Standi þjóðir við loforð sín og áætlanir má búast við það hlýni um 2,7 gráður fyrir lok þessarar aldar en slík hækkun myndi leiða til hörmulegra breytinga á veðrakerfi jarðar.\nUmhverfismálasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNEP; hefur gefið út stöðuskýrslu árlega, síðastliðin tólf ár, þar sem áætlanir þjóða heims í loftslagsmálum eru settar í samhengi við alþjóðleg loftslagsmarkmið. Nýjasta skýrslan, sem gefin var út í gær, ber nafnið The heat is on, a world of climate promises not yet delivered, eða það hitnar í kolunum, heimur óuppfylltra loftslagsloforða. Forsíðan ber innihaldinu ágætis vitni. Rjúkandi heitur hitamælir sem breytist í reykspúandi skorstein, allt saman á eldrauðum grunni.\nÞann 30. september höfðu 120 ríki, sem saman bera ábyrgð á helmingi losunar í heiminum, skilað uppfærðum markmiðum til Loftslagsskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Aðeins helmingur áætlananna a að hafa í för með sér aukinn samdrátt fyrir árið 2030, samanborið við fyrri landsmarkmið. Hjá öðrum ríkjum er ekki útlit fyrir að nýju áætlanir hafi áhrif, eða skortur á upplýsingum gerir samanburð á gömlu og nýju áætlununum erfiðan. Það er þá yfirleitt við gömlu markmiðin að sakast þau nýju eru gagnsærri að sögn UNEP.\nG20-ríkin eru sem heild ekki á réttri leið, og hvorki útlit fyrir að þau nái gömlu markmiðunum né þeim nýju miðað við núverandi stefnur. Tíu þeirra virðast þó hafa náð að fylgja fyrri markmiðum; Argentína, Kína, Evrópusambandsríkin, Indland, Japan, Rússland, Sádí-Arabía, Suður-Afríka, Tyrkland og Bretland.\nNIðurstaða fundarins í París var að halda hlýnun sem næst 1,5 gráðu og koma í veg fyrir að meðalhiti hækkaði um meira en tvær. Nýjustu skýrslur milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna hafa varpað skýrara ljósi á hversu mikið munar um hvert brot úr gráðu og þannig rennt styrkari stoðum undir mikilvægi þess að takmarka hlýnun við 1,5 gráður.\nTil að ná því markmiði þyrftu ríki heims að rúmlega helminga losun sína á næstu átta árum, hvorki meira né minna. Til samanburðar má nefna að heimslosun koldíoxíðs dróst saman um 5,4% í fyrra vegna COVID-faraldursins. Þrátt fyrir það hélt hlutfall koldíoxíð í andrúmsloftinu áfram að aukast. Í ár er búist við sterkum endurkastsáhrifum, það er aukningu í losun og að heildarlosun heimsins fari nálægt losunarmetinu sem sett var árið 2019.\nNýju áætlanirnar myndu duga til að minnka losun um 7,5% fyrir árið 2030, en til að halda í við 2 gráðu markmiðið þyrfti losunin að minnka um þriðjung og 55% eigi 1,5 gráðu markmiðið að vera raunhæft.\nÍ skýrslu sjóðsins kemur fram að langtímaáætlanir um kolefnishlutleysi, gætu, ef ríki tækju á honum stóra sínum, orðið til þess að takmarka hlýnunina við 2,2 gráður.Yfir 50 ríki hafa sett sér slík markmið.\nVandinn sé sá að markmiðiðn séu oft óljós og í mörgum landsáætlunum ekki gert ráð fyrir að hefjast handa við draga úr losun og auka bindingu fyrr en eftir árið 2030. Brýnt sé að setja áfangamarkmið til skemmri tíma, eigi markmiðin að vera trúverðug.\nÍ skýrslunni er því haldið fram að aðgerðir á sviði úrgangs, landbúnaðar og þess að draga úr metanlosun gætu hjálpað til við að draga úr losun á allra næstu árum.\nMeð tækni sem þegar er til staðar og kostar ekki mikið mætti, samkvæmt skýrslunni minnka metanlosun af mannavöldum um 20% fyrir árið 2030 og um 15% til viðbótar með því að skipta gasi út fyrir endurnýjanlega orkugjafa, breyta mataræði og minnka matarsóun.\nÞá bindur sjóðurinn vonur við markaði með kolefniseiningar en slær þann varnagla að þeir virki einungis ef reglurnar eru skýrar og stuðla að raunverulegum samdrætti. Þá þurfi að tryggja gagnsæi og rekjanleika.\nÍ skýrslunni segir að flest ríki hafi sólundað tækifærum sínum til þess að beina stórauknum fjárfestingum sem ráðits var í vegna kórónuveirufaraldursins í kolefnishlutlausari átt. Þau ríki sem vörðu stærstu hlutdeild innspýtingarinnar með hliðsjón af loftslagsmálum voru Þýskaland, Frakkland, kanada, Finnland, Noregur og Danmörk. Á bilinu 39-75% fjárfestinga þeirra töldust grænar. Fátækari ríki hafi setið eftir og safnað skuldum, þau þurfi aukinn stuðning til að standa við loftslagsmarkmið sín, ella telur Umhverfismálasjóðurinn líklegt að þau muni á næstu árum bæði leggja mest til loftslagsvandans, og verða harðast fyrir barðinu á honum.","summary":null} {"year":"2021","id":"85","intro":"Búist er við að fimm ráðherrar ríkisstjórnarinnar sæki Norðurlandaráðsþing sem haldið verður í Kaupmannahöfn í næstu viku. Þar á að ræða hvaða lærdóm Norðurlöndin geti dregið af kreppunni sem kórónuveiran hefur valdið og hvernig samstarfið verði eflt eftir hana.","main":"Vegna kórónuveirufaraldursins var hið árlega þing Norðurlandaráðs ekki haldið í fyrra en það átti að fara fram hér á landi. Þingið í ár kemur saman í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn en er haldið til skiptis í höfuðborgunum fimm. Nú hefur Alþingi hins vegar ekki verið sett að loknum kosningum í lok september og því ákvað forsætisnefnd Alþingis að þeir aðal- og varamenn úr fyrri Íslandsdeild Norðurlandaráðs, sem hlotið hefðu endurkjör, mættu sækja þingið. Það eru þau Oddný Harðardóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Guðmundur Ingi Kristinsson sem varamaður. Þá fer Bryndís Haraldsdóttir sem fulltrúi Vestnorræna ráðsins og Willum Þór Þórsson sem starfandi forseti Alþingis og hittir norræna þingforseta sem alltaf funda í tengslum við þingið.\nHefð er fyrir ráðherrafundum á þingi Norðurlandaráðs og þannig fundar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með öðrum forsætisráðherrum Norðurlandanna. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna hittir sína kollega og það gera einnig Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra.\nEinn af hápunktum þingsins er afhending verðlauna Norðurlandaráðs í menningar- og ráðstefnuhöllinni Skuespillehuset á þriðjudagskvöldið, en verðlaunin eru veitt í fimm flokkum; umhverfismálum, barna- og unglingabókmenntum, kvikmyndum, tónlist og bókmenntum.","summary":null} {"year":"2021","id":"85","intro":"Formaður Skotveiðifélags Íslands segist ekki vita hvað réttlæti fleiri fundi til að ákveða fyrirkomulag rjúpnaveiða í ár, en fulltrúar félagsins hafi verið boðaðir á fund í Umhverfisráðuneytinu á morgun. Umhverfisstofnun hafi lagt til óbreytt fyrirkomulag veiða frá síðasta ári og Náttúrufræðistofnun ekki sett sig upp á móti því.","main":"Umhverfisstofnun hefur lagt til við Umhverfis- og auðlindaráðuneytið að rjúpnaveiði nú verði með sama sniði og tvö síðustu ár. Haustið 2019 ákvað umhverfisráðherra að rjúpnaveiðar stæðu frá fyrsta til þrítugasta nóvember, veiðitíminn yrði 22 dagar og það fyrirkomulag gilti í þrjú ár. Náttúrufræðistofnun hefur lagt til að veiða megi 20.000 rjúpur í haust. Áki Ármann Jónsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir að nú virðist sem óvenjulegt ferli sé farið af stað. Umhverfisráðherra hafi kallað eftir frekari tillögum frá Umhverfisstofnun vegna ástands rjúpnastofnsins og nú hafi fulltrúar félagsins verið boðaðir á fund í ráðuneytinu á morgun. Efni fundarins liggi ekki fyrir.","summary":null} {"year":"2021","id":"85","intro":"Kvennalandslið Íslands í fótbolta komst upp í 2. sæti riðilsins í undankeppni HM 2023 með 5-0 sigri á Kýpur í gærkvöld. Það kemur í ljós á morgun hvaða liðum Ísland mætir í riðlakeppni EM á næstu ári.","main":"Ísland vann Kýpur örugglega á Laugardalsvelli í gærkvöld, 5-0. Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Ísland og þær Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir skoruðu eitt mark hver. Með sigrinum komst Ísland upp í 2. sæti riðilsins, nú með sex stig eftir þrjá leiki, en Ísland vann báða heimaleiki sína í þessum landsleikjaglugga, gegn Tékklandi og Kýpur. Segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, að það hafi verið markmiðið.\nEinn reynslumesti leikmaður landsliðsins, Sif Atladóttir, snéri aftur í gær eftir tveggja ára fjarveru, og bar hún fyrirliðabandið í leiknum. Nær allir leikmenn liðsins komu við sögu í leikjunum tveimur og er baráttan um sæti í liðinu orðin afar hörð. Sif segist ekki muna eftir jafn mikilli samkeppni um stöður innan landsliðsins og núna.\nÁ morgun kemur í ljós hvaða liðum Ísland mætir í riðlakeppni EM á næsta ári. Dregið verður í fjóra fjögurra liða riðla klukkan fjögur að íslenskum tíma og verður drátturinn í beinni útsendingu á RÚV.is.","summary":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann góðan sigur á Kýpur á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2023 í gærkvöld. Á morgun verður dregið í riðlakeppni fyrir næsta sumar."} {"year":"2021","id":"85","intro":"Íslandspóstur má ekki lengur jafna út verð á pakkasendingum og verður frá mánaðamótum dýrara að senda pakka út á land en innan höfuðborgarsvæðisins.","main":"Ekki kostar lengur jafn mikið að senda pakka hvert á land sem er. Ný verðskrá Póstsins hækkar sendingargjöld til og frá landsbyggðinni en lækkar þau á höfuðborgarsvæðinu.\nSamkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi í sumar verður gjaldskrá fyrir pakkasendingar að endurspegla raunkostnað. Þetta þýðir að Íslandspóstur má ekki lengur jafna út verð, verður að afnema eina gjaldskrá fyrir allt landið og taka upp svæðaskiptingu. Þetta á við um pakka upp að 10 kílóum og þá verður pósturinn líka að hækka verð fyrir fjölpóst.\nSvæðaskiptingin þýðir að dýrara verður að senda pakka til og frá landsbyggðinni. Landinu er skipt í fjögur svæði. Höfuðborgarsvæðið er svæði 1 og þar er gjaldskráin lægst. Svæði 2 eru stærri þéttbýlisstaðir og Svæði 3 er annað þéttbýli. Sveitir landsins teljast svæði fjögur, þar er gjaldskráin hæst. Þegar sent er á milli svæða er alltaf rukkað miðað við dýrara svæðið.\nBreytingin tekur gildi 1. nóvember og samkvæmt útreikningum Austurfréttar verður 700 krónum dýrara að fá pakka sendan frá Reykjavík á pósthúsið á Borgarfirði eystra heldur en á pósthús innan Reykjavíkur. Verð pakka til Borgarfjarðar hækkar um 60% en innan Reykjavíkur lækkar verðið um 17%. Borgarfjörður eystri telst til sveita, svæðis 4 og fleiri smáþorp einnig.\nÞessi breyting vinnur á móti öðrum ráðstöfunum stjórnvalda sem miða að því að jafna flutningskostnað, til að mynda hjá framleiðendum með styrkjum frá Byggðastofnun.","summary":"Íslandspóstur má ekki lengur jafna út verð á pakkasendingum og frá mánaðamótum verður dýrara að senda pakka út á land en innan höfuðborgarsvæðisins. "} {"year":"2021","id":"85","intro":"Norskir jarðvísindamenn telja Vegagerðina þar í landi hafa sýnt ábyrgðarleysi með ákvörðun um að grafa lengstu og dýpstu neðansjávargöng heims á virkasta jarðskjálftasvæði Noregs, án þess að gera áhættumat.","main":"Vinna við fyrsta áfanga Rogfast-ganganna svokölluðu í Rogalandi er hafin en verklok eru áætluð árið 2031. Göngin eiga að liggja neðansjávar og tengja borgirnar Kristiansand, Stafangur, Haugasund og Björgvin. Stórþingið samþykkti framkvæmdina árið 2017.\nAð Íslandi undanskildu er svæðið milli Stafangurs og Björgvinjar virkasta jarðskjálftasvæði norðan Alpafjalla. Stórir skjálftar, upp á sex eða sjö, eru mögulegir, en afar sjaldgæfir. Slíkur skjálfti gæti þannig orðið á morgun eða eftir 5000 ár. Í umfjöllun NRK um málið er vísað í rannsókn sem bendir til þess að það séu um tíu prósent líkur á að skjálfti, sem ógnað gæti mannslífum eða byggingum, verði einhvers staðar í Noregi á næstu hundrað árum.\nJarðskjálftafræðingurinn Volkar Oye er meðal þeirra sem gagnrýnt hafa framkvæmdina. Hann segir að með því að meta þol ganganna gagnvart stórum jarðskjálftum hefði mátt ganga úr skugga um að þau stæðu þá af sér, nú eða hannað þau betur, bendi matið til þess að þau séu of veikburða. Þetta þurfi ekki að vera mikil eða kostnaðarsöm vinna.\nOddvar Kaarmo, sem leiðir Rogfastganga-verkefnið, telur ekki þörf á að meta hvort jarðskjálftar ógni göngunum, aðrir áhættuþættir sem skipti meira máli hafi verið metnir. Hann segir þó gott að þessi sjónarmið komi fram nú, en ekki síðar. Jarðskjálftafræðingar í Noregi hafa áður gagnrýnt norsku vegagerðina fyrir að huga ekki nógu vel að jarðskjálftahættu, siðast árið 2018 í tengslum við göngin undir Oslóarfjörð.","summary":null} {"year":"2021","id":"85","intro":"Herinn í Súdan hefur sleppt forsætisráðherra landsins úr haldi. Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hótuðu að svipta Súdana fjárstuðningi yrði honum ekki sleppt.","main":"Abdalla Hamdok, forsætisráðherra Súdans, fékk seint í gærkvöld að halda til síns heima. Hann var handtekinn ásamt fleiri ráðherrum og háttsettum embættismönnum þegar herinn hrifsaði völdin í landinu á mánudag. Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hótuðu að svipta Súdana fjárstuðningi yrði honum ekki sleppt.\nSamkvæmt frétt AFP fékk Hamduk að snúa aftur til heimilis síns í höfuðborginni Khartoum ásamt konu sinni. Ekki er ljóst hvort hann er frjáls ferða sinna eða í stofufangelsi. Aðrir ráðherrar og embættismenn eru enn í haldi. Stjórnvöld í Bandaríkjunum greindu frá því í dag að Antony Blinken utanríkisráðherra hefði rætt við Hamduk í síma. Hann hótaði í gær að frysta 700 milljóna dollara stuðning Bandaríkjastjórnar við Súdana yrði honum ekki sleppt úr haldi þegar í stað. Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins hafði einnig í hótunum um að Súdanar yrðu sviptir fjárstuðningi.\nÍ gær sagði yfirhershöfðinginn Abdel Fattah al-Burhan, einn helsti forsprakki valdaránsins, að forsætisráðherrann væri í haldi, til að tryggja öryggi hans, en hann myndi endurheimta frelsi sitt von bráðar.\nÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gær til að ræða ástandið í Súdan en tókst ekki að koma sér saman um ályktun. Samkvæmt frétt þýsku fréttastofunnar DPA strandaði það á að Rússar og Kínverjar höfnuðu notkun hugtaksins \u001evaldarán um aðgerðir hersins.","summary":"Herinn í Súdan hefur sleppt forsætisráðherra landsins úr haldi. Bandaríkjastjórn og Evrópusambandið hótuðu að svipta Súdana fjárstuðningi yrði honum ekki sleppt."} {"year":"2021","id":"86","intro":"Ráðast þarf í gífurlega margar aðgerðir til að bregðast við loftslagsbreytingum hér á landi, að mati skrifstofustjóra loftslagsþjónustu hjá Veðurstofunni, sem er á leið á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, meðal annars til að læra af öðrum þjóðum.","main":"Um fimmtíu manns frá Íslandi eru skráðir á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina, þar af nítján í opinberu sendinefnd Íslands. Ein þeirra er Anna Hulda Ólafsdóttir, skrifstofustjóri Loftslagsþjónustu og aðlögunar hjá Veðurstofunni. Hún ætlar að komast að því hvað aðrar þjóðir eru að gera í aðlögunarmálum, það er aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga, og bera saman við Ísland.\nVið erum að vissu leyti, eða ég vil nú varla segja að við séum eftir á, hin Norðurlöndin voru fyrr að stofna sér skrifstofur eða center eða slíkt að sjá um þessi mál þannig það er virkilega gagnlegt fyrir okkur hérna að fara að sjá hvað hin Norðurlöndin eru að gera betur.\nHvaða aðlögunaraðgerðir þyrfti til dæmis að fara í? þær eru gífurlega margar.\nAnna segir að sérfræðingar Veðurstofunnar vinni að því að kortleggja gloppur í þessum málum, hvað megi rannsaka betur og vinna aðgerðaáætlun út frá því.\nÞað sem við erum að gera núna er að kortleggja hættuna fyrir allt ísland. hvað er það sem þarf að varast fyrir framtíðina. Og eins og fyrir úrkomuákefðina það er fullt sem við þyrftum að rannsaka betur til þess að sjá hvernig varnarvirki væri best að vera með í tengslum við svona skriður. Þessar skriður sem við sáum nýlega byrjuðu allar mjög neðarlega og það hefði mögulega verið hægt að minnka þær með mjög sterkri gróðurþekju. En það hefði sjálfsagt ekki stoppað þær í þessu tilfelli.\nOg vísar Anna þá í skriðurnar í Kinn og Útkinn í Þingeyjarsveit fyrr í þessum mánuði. Á ráðstefnunni vonar Anna að raunhæf markmið náist milli þjóða um aðgerðir sem duga til að takmarka hlýnun jarðar.\nOG taki svolítið stærri skref heldur en við höfum verið að gera áður, því við þurfum að fara að snúa blaðinu meira við en við höfum verið að gera hingað til.","summary":null} {"year":"2021","id":"86","intro":"15 eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklum fjársvikum, peningaþvætti og skjalafalsi. Mánaðarlöng síbrotagæsla yfir Sigurði Inga Þórðarsyni, grunuðum höfuðpaur í málinu, var nýverið framlengd um fjórar vikur til viðbótar.","main":"Fólkið er grunað um að hafa stofnað til reikningsviðskipta við tugi fyrirtækja og svikið þau. Fyrirtækin sem fólkið er grunað um að hafa svikið eru af öllum stærðum og gerðum; allt frá sjoppum til fjármálafyrirtækja, eftir því sem fréttastofa kemst næst.\nMargeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að málið sé til rannsóknar og að tugir milljóna séu undir. Verið sé að bíða eftir gögnum frá fyrirtækjum sem hafi lent í þessum mönnum.\nStundin greindi frá því í byrjun mánaðarins að Sigurður Ingi Þórðarson hefði verið úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það úrræði framlengt nýverið um fjórar vikur til viðbótar.\nSigurður Ingi á að baki langan sakaferil. Hann var mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum hér á landi og erlendis fyrir nokkrum árum vegna tengsla sinna við Wikileaks og bandarísku alríkislögregluna FBI og kom meðal annars á fund allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis.\nFyrir sjö árum var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára pilti og sama ár hlaut hann tveggja ára dóm fyrir fjársvik og fleiri brot í Héraðsdómi Reykjaness. Í því máli var honum meðal annars gefið að sök að hafa þóst vera Julian Assange.\nRúmu ári seinna var hann sakfelldur í einu umfangsmesta kynferðisbrotamáli seinni tíma þegar hann fékk þriggja ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn níu drengjum. Hann játaði að hafa tælt fimm pilta á aldrinum 15 til 16 ára, hátt í 60 sinnum, með margvíslegum blekkingum.\nFram kom í fjölmiðlum á síðasta ári að Sigurður Ingi væri lykilvitni í máli bandarískra stjórnvalda gegn Julian Assange. Í baráttu sinni hefur Wikileaks einmitt bent á að Sigurður Ingi sé margdæmdur glæpamaður.\nÍ viðtali við Stundina fyrr á þessu ári sagðist Sigurður Ingi hafa logið til um ásakanir sem bandarísk yfirvöld hafa notast við í ákæru sinni gegn Assange. Edward Snowden, uppljóstrari, sagði þau ummæli marka endalok málsins gegn Assange.","summary":"Margdæmdur glæpamaður og fjórtán aðrir eru með réttarstöðu sakbornings í umfangsmiklu fjársvikamáli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar. Tugir milljóna eru undir."} {"year":"2021","id":"86","intro":"Enn mælist landris í Öskju en þó hefur hægt heldur á því. Í dag eru sextíu ár frá upphafi síðasta Öskjugoss.","main":"Náið hefur verið fylgst með landrisinu síðan það hófst í ágúst. Það mælist nú um sextán sentimetrar, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar, sérfræðings á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofu Íslands.\nVið erum núna farin að fá gögn frá nýjum mælitækjum sem við settum þarna fyrir um einni og hálfri viku. Og mælingar sýna að það er ennþá ris inni í öskjunni, það hefur nú heldur hægt á því. Þannig að það er í raun mun hægara en það var í upphafi. En gögnin benda til þess að það sé eitthvað ris í gangi.\nBenedikt segir ekkert hægt að fullyrða um það hvernig þróunin endi, það geti orðið á hvaða veg sem er.\nLanglíklegast er að þetta bara stoppi það gerir það nú oftast svona landris koma og fara, byrja og hætta og svo það getur tekið mörg ár þangað til eitthvað meira fer í gang. En það er engin leið að spá nákvæmlega fyrir um hvernig þróunin verður.\nSextíu ár eru í dag síðan síðast hófst gos í Öskju. Þá byrjuðu umbrotin með því að þar mynduðust goshverir á norð-suðlægri sprungu í norðaustanverði öskjunni. Gosið stóð fram í lok nóvember 1961. Takmörkuð vitneskja er um aðdragandann að því gosi og því ekki hægt að segja til um það hvort hann líkist þróuninni síðan í ágúst.","summary":"Sextíu ár eru í dag frá því síðast gaus í Öskju. Enn mælist þar landris, þó hægt hafi á því. "} {"year":"2021","id":"86","intro":"Dómsmálaráðherra telur ekki þörf á því að gera breytingar á hegningarlögum til að taka á byrlun ólyfjanar. Ráðherra telur mikilvægara að skýra verkferla til að færa sönnur á byrlanir.","main":"Aldrei hefur verið ákært fyrir byrlun án tengsla við annað brot. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir lögin nógu skýr.\n(( Við höfum ekki fengið ábendingar um að það sé ábótavant varðandi lagarammann. Þetta getur fallið undir hin ýmsu ákvæði hegningarlaganna sem er skýr og mikill refsirammi við og getur líka þyngt refsingar þannig að eru kannski frekar verkferlarnir og aðgangur að þjónustu sem að vantar til að geta fært sönnur á slíkar byrlanir. ))\nTölfræðiupplýsingar um byrlanir liggja ekki ljósar fyrir þar sem þær eru ekki skráðar sérstaklega sem frumbrot.\n(( Það hefur verið til skoðunar að skrá þetta betur og hefur aukin skráningin í málakerfið en það þarf en það þarf síðan að athuga hvernig heilbrigðiskerfið getur tekið betur á móti þessu. ))","summary":null} {"year":"2021","id":"86","intro":"Lögreglan á Suðurlandi segir engin merki um skot eða skotsár á hræjum tveggja hrossa sem fundust dauð í úthaga Skeggjastaða í Vestur-Landeyjum í gær. Talið er að þau hafi drepist af náttúrulegum ástæðum.","main":"Eigandi hrossanna taldi að gæsaskyttur hefðu orðið þeim að bana fyrir nokkrum dögum. Lögregla fór á vettvang í gær ásamt dýralækni og skoðaði hræ hrossanna gaumgæfilega. Um kílómetri var á milli þeirra. Oddur Árnason er yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.\nNiðurstaðan af þeirri rannsókn dýralæknisins og okkar er að það eru engin merki um að þessi hross hafi orðið fyrir skoti. Hvers vegna þau drápust liggur ekki fyrir en einhverjar náttúrulegar orsakir. Okkar rannsókn snerist að því hvort að hrossin hefðu verið drepin með skotvopni eða ekki og hún er alveg skýr, það hefur ekki verið skotið á þau.\nDýralæknirinn sem fór með lögreglunni á vettvang segir í samtali við fréttastofu að dánarorsök hrossanna sé mjög óljós. Hræin hafi verið illa leikin eftir margra daga legu í haganum og vargurinn hafi leikið þau grátt. Þá hafi veður einnig verið válynd og erfitt að rannsaka þau nákvæmlega. Önnur hross í hagnum séu við hestaheilsu svo ekkert bendi til þess að þau hafi étið einhvern óþverra eða annað slíkt.","summary":"Engin merki eru um að hross sem fundust dauð í úthaga í Landeyjum hafi verið skotin. Þau hafa að öllum líkindum drepist af óljósum, en náttúrulegum, ástæðum."} {"year":"2021","id":"86","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM.","main":"Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld í þriðja leik liðsins í undankeppni HM 2023. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari liðsins, segir mikilvægi leiksins alveg jafn mikið og í síðasta leik þó svo að andstæðingurinn sé lakari.\nÞorsteinn sagðist í samtali við RÚV gera nokkrar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn í kvöld en gaf þó ekki upp hverjar. Þá segir hann mikilvægt að nálgast andstæðinginn af virðingu, þrátt fyrir að Kýpur sé 110 sætum neðar en Ísland á styrkleikalista FIFA og hafi fengið á sig 20 mörk í undankeppninni.\nLeikurinn við Kýpur hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Hitað verður upp fyrir leikinnn í HM stofunni frá klukkan 18:10.\nÍslenska karlalandsliðið í handbolta kemur saman til æfinga 1.-6. nóvember og Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hefur valið 20 leikmenn sem taka þátt í því verkefni. Engir leikir verða þó spilaðir. Æfingarnar marka upphafið á undirbúningi liðsins fyrir EM í janúar. Eftir þessar æfingar mun liðið ekki hittast fyrr en eftir áramót og spilar þá tvo vináttulandsleiki áður en haldið verður á mótið. Fyrsti leikur liðsins er gegn Portúgal þann 14. janúar.\nTveir nýliðar eru í hópnum sem Guðmundur valdi. Þeir Einar Þorsteinn Ólafsson, sem spilar með Val, og Elvar Ásgeirsson sem spilar með Nancy í Frakklandi. Björgvin Páll Gústavsson er ekki í hópnum en í viðtali við Fréttablaðið á dögunum sagðist hann frekar einblína á leik sinn með Val og á fjölskylduna og sagðist ekki ætla að gefa kost á sér í verkefni með landsliðinu næstu vikurnar.","summary":"Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld í undankeppni HM. "} {"year":"2021","id":"86","intro":"Sautján tilkynningar um ofbeldi gegn öldruðu fólki bárust til átaks Reykjavíkurborgar gegn heimilisofbeldi fyrstu átta mánuði ársins. Í öllum tilvikum var gerandinn tengdur þolandanum fjölskylduböndum og konur eru í meirihluta þolenda. Félagsráðgjafi segir að líklega sé þetta bara toppurinn á ísjakanum.","main":"Það sem af er þessu ári hafa átta ofbeldismál gagnvart öldruðum verið unnin hjá þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Sigrún Ingvarsdóttir félagsráðgjafi og deildarstjóri hjá þjónustumiðstöðinni hélt erindi um ofbeldi gegn öldruðum á málþingi Félagsráðgjafafélags Íslands í morgun. Hún segir líklegt að svipaður málafjöldi sé hjá öðrum þjónustumiðstöðvum borgarinnar. Aldraðar konur verða oftar fyrir ofbeldi en aldraðir karlar og eftir því sem fólk verður eldra er það líklegra.\nÞeir sem eru í veikustu stöðunni eru í meiri hættu en þeir sem eru ekki veikir.\nÍ þeim málum sem hafa komið inn á borð borgarinnar er gerandinn tengdur þolandanum.\nOft eru það uppkomin börn - stundum eru það makar. Ef það hefur verið heimilisofbeldi þá er ekkert sem breytist við 67 ára aldurinn, jafnvel að ofbeldið verði verra.\nÞað eru bara alvarlegustu málin þar sem er kölluð til lögregla. En ég held að það sé bara toppurinn á ískjakanum - málin þar sem leitað er til lögreglu, aðeins fleiri til þjónustumiðstöðvarinnar en svo eru líka mál þar sem enginn leitar.\nEr þetta eins og með flestar aðrar tegundir af ofbeldi - það er mjög lítill hluti sem er tilkynntur? Já og ég hugsa að það sé jafnvel minna heldur en hjá öðrum aldurshópum.","summary":null} {"year":"2021","id":"86","intro":"Fleiri smit greindust í Færeyjum á sunnudaginn en áður höfðu greinst á einum degi frá því faraldurinn hófst. Yfirvöld ætla að bregðast við með þriðja bólusetningarskammtinum.","main":"Smitum fór að fjölga hratt í Færeyjum um miðja síðustu viku, en fram að því höfðu aðeins um þrjátíu greinst á dag þegar mest var í fyrra og í ár. Frá miðvikudegi til laugardags greindust 265 smit og faraldurinn því að rjúka upp. 99 greindust á sunnudag og hafa smit á einum degi aldrei verið fleiri. Nú eru 379 með virkt smit og hátt í 500 í sóttkví. Svipaðar takmarkanir eru í Færeyjum og hér, ekki grímuskylda og fólk hvatt til að halda fjarlægð og huga sérstaklega að sóttvörnum. Engar takmarkanir eru á íþróttaleikjum en vel á annað hundrað eru nú í sóttkví eftir leik Stjörnunnar og Neistans í KÍ-höllinni í Klakksvík í gær. Smit hafa greinst bæði meðal áhorfenda og leikmanna og öllu íþróttastarfi í höllinni í vikunni verið aflýst. Hið sama á við fleiri fjölmenna viðburði og viðbúið að smitum fjölgi hratt næstu daga. Lars Fodgaard Møller landlæknir Færeyja segir að fjölga hafi þurft í starfsliði við raðgreiningu smita í landinu. Hann telur ekki ólíklegt að smitum eigi eftir að fjölga enn frekar á næstunni og hvetur almenning til að halda sig eins mikið til hlés og unnt er. Þó verður ekki sett á útgöngubann í eyjunum eða hert mjög á reglum. Møller kveðst óttast að álag á heilbrigðiskerfið aukist en tveir eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19. Yfirvöld stefna að því að herða á bólusetningum til að bregðast við þessari miklu fjölgun. Kaj Leo Holm Johannesen, ráðherra heilbrigðismála, segir að nú sé stefnt að því að Færeyingar fái sem fyrst þriðja bólusetningarskammtinn gegn kórónuveirunni.","summary":"Kórónuveirufaraldurinn fer mikinn í Færeyjum en 99 greindust smitaðir þar í fyrradag, fleiri en nokkru sinni frá því faraldurinn hófst. Ekki er stefnt að því að herða mjög á takmörkunum. "} {"year":"2021","id":"87","intro":"Hlutfall gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu mældist meira en nokkru sinni, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem birt var í morgun.","main":"Alþjóða veðurfræðistofnunin segir að aukning gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu milli ára sé meiri en að meðaltali á árunum 2011 til 2020 og að útlitið fyrir árið 2021 sé svipað. Stofnunin segir að á meðan losun lofttegunda á heimsvísu sé eins mikil og raun ber vitni megi búast við áframhaldandi hlýnun. Alþjóða veðurfræðistofnunin segir að þó hægt hafi á efnahagslífi heimsins vegna kórónuveirufaraldursins hafi það aðeins dregið úr losun nýrra gróðurhúsalofttegunda, en ekki haft áhrif til lækkunar á því ferli sem verið hefur síðustu áratugi. Petteri Taalas, forstjóri stofnunarinnar segir skýrsluna vera skýr skilaboð til ráðamanna í aðdraganda COP-26 ráðstefnunnar sem fram fer í Glasgow í nóvember. Efnahagslega og tæknilega sé heimsbyggðin vel í stakk búin til að breyta lifnaðarháttum en engan tíma megi missa. Euan Nisbet hjá Háskólanum í London hefur líkt losuninni við bílslys sem maður sér fyrir, en getur ekki flúið undan.","summary":null} {"year":"2021","id":"87","intro":"Herinn í Súdan rændi völdum í dag, setti af bráðabirgðastjórn landsins og lýsti yfir neyðarástandi. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið fordæma valdaránið.","main":"Herinn í Súdan lýsti í dag yfir neyðarástandi eftir að bráðabirgðastjórn landsins var svipt völdum. Forsætisráðherra landsins er í stofufangelsi ásamt fleiri ráðherrum.\nAbdel Fattah al-Burhan hershöfðingi sem stýrði valdaráninu greindi frá því í sjónvarpsávarpi að ný starfhæf bráðabirgðastjórn yrði skipuð. Henni verður ætlað að sitja þar til þingkosningar verða í landinu. Stefnt er að því að þær fari fram í júlí 2023. Sameinuðu þjóðirnar hafa fordæmt valdaránið og krefjast þess að ráðamönnum sem voru teknir höndum verði sleppt. Evrópusambandið tekur undir þær kröfur og fer fram á að komist verði hjá ofbeldi og blóðsúthellingum. Að sögn upplýsingamálaráðuneytis Súdans var skotið á mótmælendur í höfuðborginni Khartoum þegar þeir söfnuðust saman og hlóðu götuvirki til að andæfa valdaráni hersins.\nMikil mótmæli voru í Súdan eftir að Omar a-Bashir forseti var sviptur völdum vorið 2019. Nokkrum mánuðum síðar náðist samkomulag um að leiðtogar mótmælenda og herinn skiptu með sér völdum fram að kosningum árið 2022. Abdel Fattah al-Burhan hershöfðingi gerðist leiðtogi þjóðarráðs landsins og Abdalla Hamdok var skipaður forsætisráðherra. Hann neitaði í dag að fallast á að herinn tæki völdin. Hann var þá settur af og situr nú í stofufangelsi.","summary":"Herinn í Súdan rændi völdum í dag, setti af bráðabirgðastjórn landsins og lýsti yfir neyðarástandi. Sameinuðu þjóðirnar og Evrópusambandið fordæma valdaránið."} {"year":"2021","id":"87","intro":"Mikil uppbygging hefur verið á Blönduósi síðustu ár og er nú verið að byggja ríflega 4000 fermetra iðnaðarhúsnæði auk íbúðarhúsnæðis. Sveitarstjóri segir þó nauðsynlegt að styrkja flutning á raforku til að styðja við atvinnustarfsemi.","main":"Nú stendur yfir bygging þrenns konar húsnæðis sem ætlað er undir mismunandi starfsemi í bænum. Valdimar O. Hermannsson er sveitarstjóri Blönduóssbæjar\nStórt verktakahús sem er svona 1800 fermetrar. Síðan er auðvitað gagnaverið sem er farið af stað með næsta áfanga með að byggja 1200\/1300 fermetra hús sem á að klárast á þessu ári. Þeir eru með áform um annað eins á næsta ári. Þetta eru stærri hús en þau sem eru fyrir. Síðan er nýtt og spennandi verkefni sem er\nÍ tengslum við atvinnuuppbyggingu hefur íbúum fjölgað talsvert síðustu misseri á Blönduósi og sérfræðistörf eru orðin fleiri samhliða öðrum störfum. Húsnæðisskortur hefur þó staðið frekari íbúafjölgun fyrir þrifum. Nú er hins vegar talsvert af íbúðarhúsnæði í byggingu og einnig unnið að deiliskipulagi fyrir nýtt hverfi í bænum.\nValdimar segir þó að til að frekari uppbygging sé möguleg þurfi að styrkja flutning rafmagns á svæðið.\nÞað er svona verið að reyna að kreista út úr því sem hægt er úr núverandi tengingum en við erum að fara á fund í vikunni til að þrýsta á að það verði bætt tenging frá Blönduvirkjun beint","summary":null} {"year":"2021","id":"87","intro":"Jarðhiti er ein af lykillausnum til að sigrast á loftslagsvánni segir Hildigunnur Thorsteinsson, framkvæmdastjóri rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins fer fram næstu daga í Hörpu og Hildigunnur var meðal skipuleggjenda.","main":"hér koma saman allir helstu sérfræðingar í þessum geira. og það er mjög mikið tækifæri og heiður að fá þau hingað til lands.\n250 manns frá 100 löndum deila þekkingu sinni á jarðvarma á ráðstefnunni, sem er á stærð við arctic circle, Hringborð Norðurslóða sem er nýlokið. Hildigunnur segir að áhugi á jarðvarma til kyndingar og raforkuframleiðslu sé að aukast í heiminum. Orkuiðnaðurinn þurfi að horfa til nýrra lausna vegna loftslagsvandans.\nVið höfum fundið það sl. ár eftir því sem að áherslan á loftslagsvána eykst að olíu og gasiðnaðurinn er að leita eftir tækifærum í jarðhita. Það er nokkuð ljóst að jarðhiti verður hluti af lausninni fyrir framtíðina, þegar við náum að draga úr öllum okkar útblæstri. Þá verður jarðhiti einn af þeim lykillausnum bæði í raforkuframleiðslu en ekki síður en jafnvel enn meira í beinni notkun og húshitun.","summary":"Einn skipuleggjanda Heimsþings Alþjóða jarðhitasambandsins segir að jarðhiti verði hluti af framtíðarlausnum vegna loftslagsvandans. 200 sérfræðingar í jarðvarma bera saman bækur sínar næstu daga í Hörpu."} {"year":"2021","id":"87","intro":"Fáir bændur treystu sér til að uppfylla kröfur til þátttöku í heimslátrunarverkefni þetta haustið, mun færri en tilkynntu þátttöku. Bændur þurfa bæði að hafa löglega kjötvinnslu og að útbúa gæðahandbók sem hefur staðið í mörgum.","main":"Aðeins tveir bæir treystu sér til að uppfylla kröfur til þátttöku í heimaslátrunarverkefni í haust. Tugir bæja hugðust taka þátt en bændur segja kröfur meiri en þeir bjuggust við.\nÞað vakti athygli þegar þáverandi forstjóri MATÍS, Sveinn Margeirsson, tók þátt í að selja heimaslátrað kjöt á bændamarkaði á Hofsósi í september 2018. Uppátækið kostaði hann starfið en hann var nýverið sýknaður í Héraðsdómi Norðurlands af ákæru um lögbrot með sölu og dreifingu á fersku lambakjöti af gripum sem hafði verið slátrað utan löggilts sláturhúss. Málið vakti umræðu um hvort bændur þyrftu ekki að geta slátrað heima til sölu og var ákveðið að ráðast í tilraunaverkefni um heimaslátrun. Á þriðja tug bæja tilkynnti um þátttöku en þegar á hólminn var komið og í ljós kom hvaða kröfur yrðu gerðar sáu aðeins tvö býli sér fært að taka þátt enda tíminn knappur. Annað þeirra er Birkihlíð í Skagafirði. Þar stóðu bændur vel að vígi með löggilda kjötvinnslu á bænum. Þröstur Heiðar Erlingsson er bóndi í Birkihlíð.\nVið tókum bara fá lömb til að byrja með til að tékka á rennslinu í þessu og tókum bara átta stykki. Það gekk bara alveg ljómandi hreint og dýralæknirinn afar sáttur. Ég náttúrulega er með löglega kjötvinnslu, þú verður alltaf að hafa svoleiðis á bak við þig til að geta unnið kjötið hvort eð er. Svo er náttúrulega gæðahandbók; það þarf að uppfylla hana og búa hana til. Það stendur rosalega í mörgum. Finnst það svakalegt torf og það er svolítið torf að fara í gegnum. En þegar það er komið þá er það bara frá og þetta er bara hlutur sem menn þurfa að gera en þetta er alveg yfirstíganlegt allt með góðra hjálp. En það verður bara spennandi að sjá hvað gerist í framtíðinni hvort að menn fari ekki að hugsa sér til hreyfings meira ég hef nú fulla trú á því að það verði þannig.","summary":"Sárafáir bændur treystu sér til að uppfylla kröfur til mega slátra heima þetta haustið. Bændur þurfa bæði að hafa löglega kjötvinnslu og að útbúa gæðahandbók, sem hefur staðið í mörgum. "} {"year":"2021","id":"87","intro":"Vonandi má ljúka undirbúningsrannsókn kjörbréfa úr Norðvesturkjördæmi í næstu viku að mati formanns undirbúningsnefndarinnar.","main":"Nefndin situr núna á sínum fjórtánda fundi og hefur boðað aðra sex af þeim tólf sem kært hafa talninguna í Norðvesturkjördæmi á fundinn, en fyrir helgi komu þeir fyrri sex. Birgir Ármannsson formaður undirbúningsnefndarinnar segir að málin séu smám saman að skýrast, upplýsingaöflun standi yfir og síðustu þættirnir ættu að nást á næstu dögum.\nÞegar við höfum náð saman þeim upplýsingapakka sem við teljum okkur þurfa til að byggja á, þá þarf nefndin auðvitað að taka umræður í sínum hópi um það hvernig beri að meta stöðuna, meta málin á grundvelli þeirra upplýsingar sem við höfum fengið en líka á grundvelli þeirra lagaákvæða sem að við eigum að fylgja í okkar störfum.\nSegir Birgir Ármannsson formaður undirbúningsnefndarinnar. Hann segir að gert sé ráð fyrir daglegum fundum nefndarinnar þessa viku, en það sé bjartsýni að ætla að það takist að klára málið fyrir helgi, en ágætlega miði. Spurður hvort hann geri sér vonir um að málið klárist í næstu viku, segir Birgir:\nÉg held að það sé gerlegt, en við verðum að sjá hvernig næstu dagar nýtast okkur.","summary":"Formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa segir gerlegt að ljúka vinnunni í næstu viku. Gert er ráð fyrir daglegum fundum þangað til. "} {"year":"2021","id":"87","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Kýpur í undankeppni HM 2023 á morgun. Leikmenn eru brattir eftir sigur á Tékkum á föstudag.","main":"Kýpur hefur fengið á sig 20 mörk í undankeppninni til þessa og tapað tveimur leikjum 8-0. Markmiðið hjá íslenska liðinu er að bæta við enn fleiri mörkum en liðið er vel stemmt eftir að hafa skorað fjögur mörk gegn Tékklandi á föstudag.\nÞarna heyrðum við í Sveindísi Jane Jónsdóttur og Svövu Rós Guðmundsdóttur, leikmönnum íslenska liðsins. Leikurinn gegn Kýpur verður í beinni útsendingu á RÚV á morgun og hefst klukkan 18:45.\nHollendingurinn Max Verstappen færist nær heimsmeistaratitli ökuþóra eftir sigur í bandaríska kappakstri Formúlu 1 í gærkvöld. Helsti keppinautur hans, sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, varð í öðru sæti og Sergio Perez í þriðja. Verstappen var á ráspól í Texas og Hamilton ræsti annar. Sá síðarnefndi náði hins vegar betri ræsingu og var kominn fyrir framan Hollendinginn eftir fyrstu beygju. Þá varð þetta spurning um keppnisáætlun og þar höfðu Verstappen og Red Bull betur. Á síðustu hringjunum reyndi Hamilton eins og hann gat að minnka bilið en komst þó aldrei nógu nálægt. Verstappen kom fyrstur í mark og nældi í 25 stig en nú munar tólf stigum á Verstappen og Hamilton í fyrsta og öðru sætinu þegar fimm keppnir eru eftir af tímabilinu. Verstappen er enn að bíða eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli en Hamilton getur bætt met Michael Schumacher og orðið einn sigursælasti ökuþór allra tíma takist honum að næla í áttunda heimsmeistaratitilinn.\nLeikið var í fimmtu umferð úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í gær. Keflavík og Valur áttust við í toppslag þar sem Keflavík vann stórsigur 84-64. Þrjú lið eru nú á toppi deildarinnar með 8 stig eftir fimm leiki, það eru Keflavík, Valur og Njarðvík. Alls fóru fjórir leikir fram í deildinni. Njarðvík vann Breiðablik 62-74, Haukar unnu stórsigur á Grindavík, 50-84, og eru með 6 stig eftir fjóra leiki og þá er Skallagrímur enn án stiga eftir tap fyrir Fjölni, 87-58.","summary":"Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er vel stemmt fyrir leikinn gegn Kýpur í undankeppni HM á morgun. Leikmenn liðsins segjast ætla að mæta í leikinn af miklum krafti og gefa allt í. "} {"year":"2021","id":"87","intro":"Kólumbíski glæpaforinginn Otoniel verður framseldur til Bandaríkjanna. Hann hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í mörg ár fyrir fíkniefnabrot.","main":"Varnarmálaráðherra Kólumbíu Diego Molano staðfesti við dagblaðið El Tiempo í gær að glæpaforinginn Dairo Antonio Usuga, einnig kallaður Otoniel, verði framseldur til Bandaríkjanna. Þar er hann sakaður um að hafa flutt að minnsta kosti 73 tonn af kókaíni inn í landið frá árinu 2003 til 2014.\nOtoniel var leiðtogi Flóagengisins svonefnda, þess stórtækasta í fíkniefnabransanum í Kólumbíu.\nOtoniel náðist þar sem hann var í felum á afskekktum stað í Antioquia héraði nærri landamærum Kólumbíu að Panama. 500 hermenn tóku þátt í aðgerðinni, og voru 22 þyrlur notaðar til aðstoðar við að hafa hendur í hári hans. Einn lögreglumaður lést í aðgerðinni. Otoniel hafði dvalið í öruggum húsum á afskekktum stöðum víða um landið, og færði sig ört á milli staða til að forðast yfirvöld. Hann notaði ekki síma, heldur treysti á sendiboða til að eiga samskipti við undirmenn sína.\nHann er nú í haldi á herstöð í höfuðborginni Bogota að sögn fréttastofu BBC. Ivan Duque, forseti Kólumbíu fagnaði því að búið væri að handsama leiðtogann og sagði þetta jafnast á við fall Pablo Escobar á tíunda áratug síðustu aldar.","summary":null} {"year":"2021","id":"88","intro":"Formaður Viðreisnar segir að ríkisstjórnin hafi verið sein að taka við sér þegar kemur að því að tryggja þjóðaröryggi með sölunni á Mílu. Hún fagnar því þó að skilyrði verði sett um að búnaður sé í íslenskri lögsögu og upplýst verði um raunverulega eigendur.","main":"Íslensk stjórnvöld og þjóðaröryggisráð verða að tryggja að þjóðarhagsmunum verði ekki stefnt í voða vegna sölunnar á Mílu. Þetta segir formaður Viðreisnar. Hún fagnar því að stjórnvöld hafi nú sett aukin skilyrði fyrir sölunni til að mynda varðandi upplýsingar um raunverulega eigendur.\nSíminn og alþjóðlega stjórastýringafyrirtækið Ardian hafa gert samkomulag um að fyrirtækið kaupi Mílu á sjötíu og átta milljarða króna. Míla á og rekur víðtækasta fjarskiptanet landsins. Ardian tekur yfir skuldir Símans og hagnast Síminn um 46 milljarða króna á viðskiptunum. Þetta er stærsta erlenda fjárfestingin hér á landi síðasta áratug og felur í sér verulegt innflæði gjaldeyris. Fram kemur í tilkynningunni til Kauphallar að Seðlabanki Íslands eigi í sérstökum tilvikum í tvíhlíða viðskiptum með gjaldeyri framhjá markaðinum. Salan á Mílu séu viðskipti af þeirri stærðargráðu sem geti valdið tímabundnum flæðisfrávikum eða óvenjulegum skammtímahreyfingum á gengi krónunnar, ef þeim yrði beint inn á gjaldeyrismarkaðinn. Jafnframt segir í tilkynningunni að ef af kaupunum verður ætli Síminn og Ardian vinna með Seðlabankanum að því að viðskiptin hafi sem minnst áhrif á gjaldeyrismarkaði.\nÍ faraldrinum hefur gengið töluvert á gjaldeyrisforða Seðlabankans og heimildarmenn fréttastofu segja að verði af sölunni á Mílu muni það hjálpa til við að auka við forðann á ný. Viðbúið er að viðskiptin hækki gengi krónunnar en Seðlabankinn getur nýtt gjaldeyrisforðann í mótvægisaðgerðir.\nÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gagnrýndi í síðustu viku að formenn stjórnarandstöðuflokka hefðu ekki verið upplýstir um hvernig stjórnvöld hyggist tryggjað þjóðarhagsmuni við sölu á svo mikilvægum innviðum sem salan á Mílu er. Þorgerður óskaði eftir fundi með forsætisráðherra um málið.\nÉg vil einfaldega að það sé farið yfir þá grundvallarþætti sem snerta okkar þjóðaröryggi þegar aðilaskipti verða. Ég er ekki að fetta fingur út í þessi aðilaskipti sem slík, einfaldlega að íslensk stjórnvöld vinni heimavinnuna sína þegar kemur að þjóðaröryggi okkar Íslendinga, öryggis- og varnarmálum. Það eru veruleg teikn á lofti í dag. Það eru ákveðnar hættur sem við verðum að tryggja að við verðum ekki fyrir. Þess vegna ætlast ég til að þjóðaröryggisráð, ríkisstjórnin, sinni því hlutverki sem þeim geri að gegna. Framan af var það ekki að gera það en núna hafa þau aðeins brett upp ermar og ég fagna því.","summary":"Formaður Viðreisnar segir að ríkisstjórnin hafi verið sein að taka við sér þegar kemur að því að tryggja þjóðaröryggi með sölunni á Mílu. Hún fagnar því að skilyrði verði sett um að búnaður sé í íslenskri lögsögu og upplýst verði um raunverulega eigendur. "} {"year":"2021","id":"88","intro":"Stofnandi sjálfseignarstofnunarinnar Tré lífsins segir þörf og eftirspurn eftir aðstöðu fyrir athafnir á borð við útfarir, óháð trúar- og lífsskoðunarfélögum . Stofnunin endurreisti nýverið Bálfarafélag Íslands sem starfaði á árunum 1934 til 1964 sem hyggst bjóða upp á líkbrennslu.","main":"Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur veitt Tré lífsins samþykki fyrir staðsetningu og skipulagi bálstofu í Rjúpnadal í Garðabæ. Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, forsvarskona og stofnandi segir næsta verkefni að útvega fé til verkefnisins. Lítil sem engin svör hafa borist við beiðni félagsins um að fá að taka við hlutverki bálstofunnar í Fossvogi, sem er ekki búin neinum mengunarvarnarbúnaði.\nÉg hugsa að það sé ekki við neinn einn að sakast. Heldur er þetta óvenjuleg beiðni, að biðja um að byggja nýja bálstofu eins og Tré lífsins hefur gert.\nTil þess að ýta undir stuðninginn sem við erum að óska eftir að fá frá kerfinu, þá ákváðum við að stofna Bálfarafélag Íslands eða öllu heldur endurvekja það.\nSigríður Bylgja segist afar þakklát fyrir viðbrögð almennings. Hún bendir á að bálfarir séu mjög umhverfisvænn kostur.\nVið finnum fyrir miklum velvilja í garð verkefnisins og að þörfin er mjög mikil.\nBálfarir eru nú að verða fimmtíu prósent á móti hefðbundnum jarðsetningum á höfuðborgarsvæðinu. Kannski vegna þess að þjónustan er ekki nógu góð á landsbyggðinni. Svo búumst við við að bálförum fari fjölgandi á næstu árum.\nTilkynning frá því fyrir helgi: https:\/\/trelifsins.is\/frettir\/","summary":null} {"year":"2021","id":"88","intro":"Fuglar sem eru á svæði suður af Grænlandi eru mun mengaðri af kvikasilfri en annars staðar í Norður-Atlantshafi. Þetta hefur komið fram í rannsóknum á sjófuglum. Kvikasilfursmengun á Norðurslóðum er að aukast.","main":"Aukin kvikasilfursmengun á Norðurslóðum veldur vísindamönnum áhyggjum.\nErpur Snær Hansen líffræðingur er einn þeirra sem tekið hefur þátt í rannsóknum á ferðum sjófugla og hefur kvikasilfursmæling í fuglinum komið í kjölfar þeirrar rannsóknar.\nFjaðrasýni hafa meðal annars verið tekin úr sjófuglunum til að mæla kvikasilfursmagn í Norður-Atlantshafi.\nÞá kemur einmitt í ljós að það er stór blettur suður af Grænlandi. Fuglar sem eru þar á veturna eru með miklu meira kvikasilfur í sér en fuglar sem eru annars staðar til dæmis og einhverjar skýringar á því? Já það eru nú svona haffræðilegar skýringar á þessu sko. Mikið af þessu er að koma bæði blanda af náttúrulegu og líka iðnaðarmengun sem endar svo í norðurhöfum festist í ís. Bráðnar svo ísinn á vorin og þá fylgir hann straumum sem liggja þarna meðfram Grænlandi og þetta er svona þyngra sem að veldur því að það verður svona útbreiðslumynstur í þessu sullum malli og fleiri þungmálmum reyndar.\nÞetta hefur komið á daginn í kjölfar rannsókna á ferðum sjófugla sem sjötíu og níu vísindamenn frá mörgum löndum hafa tekið þátt í. Dagleg staðsetning fuglanna er skráð. Í byrjun október var hluti svæðis sjófuglanna settur undir verndarákvæði samkvæmt OSPAR-sáttmálanum um verndun lífríkis sjávar í Norðaustur-Atlantshafi.\nÞetta eykst í gegnum fæðukeðjuna eftir því sem ofar þú ert því meira verður þú fyrir þessu og við erum til dæmis mjög ofarlega í fæðukeðjunni og menn vilja fylgjast með svona löguðu því þetta hefur áhrif á fiska líka sem við erum að reyna að selja erlendis.","summary":"Kvikasilfursmengun á Norðurslóðum er að aukast. Svæði suður af Grænlandi er mun mengaðra en annars staðar í Norður-Atlantshafi. Rannsóknir á sjófuglum hafa leitt þetta í ljós."} {"year":"2021","id":"88","intro":"Ekki er enn farið að sjá til lands í vinnu undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa. Kærufrestur rennur út á föstudaginn og ljóst að þing verður ekki kallað saman fyrir þann tíma.","main":"Undirbúningsnefndin kom fyrst saman 11. október og síðan þá hefur upplýsingaöflun staðið yfir. Helsta verkefni nefndarinnar er að meta hvort og þá hversu verulegir ágallar hafi verið á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi og hvort þeir hafi verið líklegir til að hafa áhrif á niðurstöðu kosninganna. Nefndarmenn sem ræddu málið á Silfrinu í morgun segja að nefndin sé enn að viða að sér upplýsingum. Ein þeirra er Diljá Mist Einarsdóttir úr Sjálfstæðisflokki.\nVið erum að raða upp atburðum og atvikum til þess að átta okkur á hvað fór þarna fram þannig að hið eiginlega mat geti hafist hjá nefndinni.\nPíratinn Björn Leví Gunnarsson sagði ekki tímabært að meta hversu miklir annmarkar þurfi að vera á framkvæmdinni svo að uppkosning fari fram. Í raun séu lögin frekar óskýr með það. Hins vegar hafi ekki komið fram staðfesting sem bendi til þess að átt hafi verið við atkvæði.\nVið erum ekki komin með staðfestingu um neitt svoleiðis þannig að ég get ekki sagt af eða á um það.\nÁ morgun er mánuður liðinn frá kosningum og er enn óútséð hvenær þing verður sett. Starfandi forseti þingsins, Willum Þór Þórsson, segir ekki búið að tímasetja þingsetningu.\nÉg held að það megi horfa til viðmiða eins og kærufrests sem að rennur út núna í næstu viku, á föstudag. Nefndin verður líka að fá þann tíma sem að þarf til þess að vinna þetta á þessum málefnalega og lögfræðilega grundvelli. Það er algert lykilatriði.","summary":null} {"year":"2021","id":"88","intro":"Einn lét lífið í kúlnahríð indverskra öryggissveita og uppreisnarmanna í Kasmír-héraði í morgun. Átök hafa færst í aukana þar undanfarna mánuði en tólf almennir borgarar hafa fallið frá mánaðamótum.","main":"Mikill viðbúnaður er í héraðinu vegna heimsóknar Amit Shah innanríkisráðherra Indlands næstráðanda forsætisráðherrans Narendra Modi. Lögregla segir málið í rannsókn.\nSandpokavígi hafa verið sett upp víðsvegar um Srinagar höfuðstað héraðsins og leyniskyttur hafa komið sér fyrir hvarvetna þar sem Shah fer um.\nAtvikið varð nærri búðum öryggissveita í þorpinu Zainapora. Maðurinn er tólfti borgarinn sem lætur lífið af völdum öryggisveita eða uppreisnarmanna í Kasmír það sem af er mánuðinum en árásum þeirra hefur fjölgað mjög upp á síðkastið. Hindúar og Síkar eru helstu skotmörk þeirra auk indverskra farandverkamanna.\nUm hálf milljón indverskra hermanna og öryggissveitamanna er í Kasmír héraði í þeim tilgangi að halda aftur af sveitum uppreisnarmanna sem berjast fyrir sjálfstæði eða fullum samruna héraðsins við Pakistan.\nMikill órói hefur verið í Kasmír eftir að indversk stjórnvöld ákváðu að draga til baka sjálfsstjórn héraðsins í ágúst 2019. Stjórn héraðsins hefur verið skipt milli Indlands og Pakistan frá árinu 1947 en uppreisn hófts þar árið 1989. Tugir þúsunda liggja í valnum eftir þau átök að mestu óbreyttir borgarar.","summary":null} {"year":"2021","id":"88","intro":"Vonir standa til þess að nýr sjálfbærnistaðall, þróaður af Íslendingum, auðveldi fjármögnun nýrra jarðhitaverkefna víða um heim. Heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins hefst í Hörpu í dag og von er á 1100 gestum til að ræða það nýjasta í nýtingu jarðvarma.","main":"Heimsþing Alþjóða jarðhitasambandsins er haldið á fimm ára fresti. Stærðarlega séð er ráðstefnan á pari við Hringborð Norðurslóða. Auk 1100 gesta í raunheimum er gert ráð fyrir annarri eins þátttöku í netheimum. Þá ætla 250 sérfræðingar frá 100 löndum að deila þekkingu sinni á jarðvarma. Bjarni Pálsson, formaður undirbúningsnefndar Íslands á ráðstefnunni, segir ýmislegt hafa gerst í jarðhitamálum frá síðustu þingi.\nÞað má segja að vaxtarsprotarnir séu víða, það er bæði verið að færa jarðhitanýtingu til fleiri landa sem ekki hafa verið að nýta jarðhita áður, það er mikil uppbygging að eiga sér stað til dæmis í Austur-Afríku. Þau lönd sem hafa meiri sögu og reynslu af því að nýta jarðvarma eru bæði að færa sig neðar, dýpra í jörðina í meiri orku og einnig er verið að leita meira í lægri hita, bæta nýtingu á svæðum þar sem er kannski hiti sem áður hefði ekki talist nægilega fýsilegur til að nýta. Það er að eiga sér stað víða um Evrópu, til dæmis í gömlum kolanámum og olíuborholum.\nEitt af því sem helst hefur staðið uppbyggingu jarðhita fyrir þrifum, að sögn Bjarna, er tregða fjárfesta við að taka kostnaðarsama áhættu. Hann telur að nýr sjálfbærnistaðall, sem hefur verið þróaður hér út frá sambærilegum, alþjóðlegum staðli fyrir vatnsaflsvirkjanir, geti verið liður í því að treysta fjármögnun til framtíðar og ná breiðari sátt meðal umhverfissamtaka, fjárfesta og fleiri um nýtingu jarðhita. Þá geti náðst mælikvarði á hvort verkefni séu hæf til að fá svokallaða græna fjármögnun.\nÞað er auðvitað tól sem mörg stjórnvöld eru að reyna að vinna að núna, hvernig eigi að meta góð verkefni sem styðja við aðgerðir gegn loftslagsbreytingum og þar með hjálpa þessum verkefnum í þeirra samkeppni við aðra orkugjafa sem eru ekki jafn umhverfisvænir","summary":"Vonir standa til þess að nýr sjálfbærnistaðall, þróaður af Íslendingum, auðveldi fjármögnun nýrra jarðhitaverkefna víða um heim. Yfir tvöþúsund manns taka þátt í alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu sem hefst í Hörpu í dag. "} {"year":"2021","id":"88","intro":"Wúhan-maraþoninu í Kína, sem fram átti að fara í dag, var frestað með skömmum fyrirvara vegna ótta yfirvalda við fjölgun kórónuveirusmita í landinu. 26 ný smit greindust í Kína í dag.","main":"26 þúsund hlauparar voru skráðir til keppni í heilu og hálfu maraþoni og fá þeir þátttökugjaldið endurgreitt. Afar strangar reglur eru í Kína þegar kemur að kórónuveirusmitum enda varð fyrst vart við Covid-19 í borginni Wuhan undir lok árs 2019 áður en heimsfaraldurinn braust út. Rúmlega eitt hundrað dagar eru þangað til Vetrarólympíuleikarnir hefjast í Peking og hafa yfirvöld miklar áhyggjur í hvert sinn sem fjölgun verður á smitum. Reglulega eru gerðar hópskimanir og útgöngubann er á afmörkuðum svæðum þar sem við á.\n26 ný smit greindust í Kína í dag og þrátt fyrir þessa lágu tíðni í samanburði við margar aðrar þjóðir vilja Kínverjar ekki taka neina áhættu vegna Vetrarólympíuleikanna. Fertugasta Peking maraþonið á að fara fram um næstu helgi og óttast er að því verði einnig frestað en yfirvöld vildu ekkert tjá sig um það í dag.\nKarlalið FH og Selfoss í handbolta féllu úr leik í Evrópubikarkeppninni í gær og kvennalið ÍBV leikur í dag seinni Evrópuleik sinn gegn grísku liði. Eyjakonur töpuðu fyrri leik sínum gegn gríska liðinu PAOK í gær með fimm marka mun, 29-24. Báðir leikir liðanna í annarri umferð eru leiknir í Þessalóniku og hefst sá seinni nú klukkan 13. Þrjú íslensk kvennalið taka þátt í Evrópubikarnum, KA\/Þór komst áfram í þriðju umferð um síðustu helgi en Valskonur féllu úr leik. Þrjú íslensk karlalið taka einnig þátt og af þeim komust aðeins Haukar áfram.","summary":"Yfirvöld í Kína frestuðu Wúhan maraþoninu sem fram átti að fara í dag vegna fjölgunar kórónuveirusmita í landinu. Strangar varúðarráðstafnir eru í Kína í aðdraganda Vetrarólympíuleikanna sem þar verða í febrúar."} {"year":"2021","id":"88","intro":"Í kvöld tekur í gildi útgöngubann í Lettlandi frá 8 á kvöldin til fimm á morgnana, bannið gildir til 15. nóvember. Þetta er gert til að minnka álagið á heilbrigðiskerfið en kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið síðustu daga. Íslendingur sem býr í Lettlandi segir ástandið alvarlegt.","main":"Á sama tíma og slakað hefur verið á sóttvarnarreglum á Norðurlöndum er staðan í Eystrasaltslöndunum önnur. Smitum hefur fjölgað í Eistlandi, Litháen og í Lettlandi.\nÁstandið hér er í Lettlandi vegna Kóvid er alvarlegt og hér hefur smitum fjölgað undanfarnar vikur og mánuði mjög hratt.\nSegir Sveinn Helgason býr í Riga, höfuðborg Lettlands.\nAllar verslanir eru lokaðar nema þær sem eru taldar selja nauðsynjavörur, matvöruverslanir, apótek og fleira. Matvöruverslanir opnaðar til klukkan frá sex á morgnana til sjö á kvöldin. Tölurnar í síðustu viku voru þannig að það voru hátt í um þrjú þúsund að smitast og síðan lækkaði þetta aðeins i gær þá voru færri sem voru prófaðir þannig að skólar hér eru lokaðir sem stendur, grunnskólar og leikskólar opnir og fjarkennsla í háskólum. Þannig að ástandið er mjög slæmt og stjórnvöld hafa ákveðið að spyrna við fótum.\nEn þetta er mikill viðsnúningur á ekki löngum tíma því að í sumar voru innan við 50 smit á dag.\nLettland var grænt áður en ég flutti hingað. Þegar ég var hér á ferðinni í byrjun ágúst. En síðan hefur allt farið á verri veg og ein helsta skýringin er að hér hefur bólusetningarhlutfall verið of lágt, ég held að það sé að skríða í 60 prósent.\nÞær aðgerðir sem gripið hefur verið til hafa ekki dugað.\nÞað hefur ekki dugað nægilega til. Auðvitað gerist það þegar mjög margir eru óbólusettir að þá verða einfaldlega fleiri veikir og láta lífið. Tölurnar hafa verið þannig að ca um 25 hafa verið að látast á dag og heildartala látinna hér vegna kóvíd hér í Lettlandi er rétt komin yfir þrjú þúsund manns.","summary":"Kórónuveirufaraldurinn geisar af fullum þunga í Eystrasaltslöndunum. Í kvöld tekur gildi útgöngubann í Lettlandi sem gildir til 15. nóvember. Í sumar greindust innan við 50 smit á dag í landinu en eru núna um þrjú þúsund."} {"year":"2021","id":"88","intro":null,"main":"Lögreglan á Vesturlandi hefur nú til rannsóknar vegaframkvæmdir í Skorradal í Borgarfirði, þar sem þykir óvarlega hafa verið staðið að framkvæmdum og reglur um verklag við sprengingar kunna að hafa verið brotnar, með þeim afleiðingum að möl og stórgrýti fór yfir veginn og lokaði honum. Skessuhorn greinir frá því að fólki á svæðinu hafi verið mjög brugðið vegna sprenginganna og vegfarendur hafi ekið utan í grjót á veginum. Lögreglan á Vesturlandi gat ekki gefið nánari upplýsingar um rannsókn málsins, þegar fréttastofa leitaði eftir því.","summary":"Lögreglan á Vesturlandi hefur til rannsóknar vegaframkvæmdir í Skorradal í Borgarfirði þar sem reglur um verklag við notkun sprengiefna kunna að hafa verið brotnar. "} {"year":"2021","id":"89","intro":"Snjóflóð ógna byggðinni á Flateyri meira en áður var talið. Þetta segir ofanflóðasérfræðingur. Flóðin tvö sem féllu á Flateyri, í janúar í fyrra hafa breytt skilningi vísindamanna á eðli snjóflóða. Þeir leita nú leiða til að bæta varnir byggðarinnar.","main":"Í 24 ár höfðu varnargarðarnir yfir Flateyri staðið af sér fjölda flóða en í janúar 2020 féllu tvö flóð sem bæði fóru að hluta yfir garðana. Kristín Martha Hákonardóttir, ofanflóðasérfræðingur, segir að vegna sérstakra aðstæðna hafi þessi flóð hagað sér öðruvísi en hin fyrri.\nSkilningur okkar á snjóflóðum hefur breyst á þann veg að við sérstakar aðstæður getur myndast iðufaldur sem er kaldur snjór og hraðskreiður og ferðast á undan raunverulega snjóflóðinu sem við köllum þéttan kjarna.\nIðufaldurinn myndast þegar snjóþekjan er köld, hann fer hraðar og er mun eðlisléttari en flóðið sjálft og berst auðveldlega yfir varnargarða. Það voru því iðufaldar flóðanna sem fóru yfir garðana báðu megin, bæði Innra-Bæjargilsmegin og Skollahvilftarmegin.\nÞað var gert ráð fyrir iðufaldi og þess vegna er þvergarður á milli garðanna en menn höfðu ekki áttað sig á því að hann ætti svona auðvelt með að fara yfir þessa garða, þessir garðar hafa gert lítið til að stoppa iðufaldinn, hann hefur dáið út á einhverri vegalengd sem hann hefði annars dáið út á, alveg sama hvort það hefði verið þarna þvergarður eða ekki.\nGarðarnir stöðvuðu aftur á móti þétta snjónum sem kom á eftir, og hefur mestan eyðileggingarmátt, beindu þeim meðfram görðunum og ofan í sjó.\nNú er unnið að því að fara yfir hættumat og rýmingaráætlanir neðan garða. Þá kemur til greina að setja upp keilur og snjósöfnunargrindur til þess að hamla því að iðufaldurinn berist yfir garðana.\nKristín segir flóðin í fyrra hafa sýnt að snjóflóð ógni byggðinni á Flateyri meira en áður var talið.\nÞetta er í raun mjög mikilvægt innlegg inn í rýmingar á svæðinu, að vakta kaldari aðstæður sérstaklega.\ní ljósi nýs skilnings á hegðun snjóflóða á svæðinu þurfi að fara yfir hættumat og rýmingaráætlanir, sú vinna er þegar farin af stað hjá veðurstofunni. Ef áhættan reynist óásættanleg neðan varnargarða verða garðarnir endurskoðaðir.\nFlóð sem féll úr Innra-Bæjargili hafnaði á húsi við Ólafstún 14, þaðan var unglingsstúlku, sem grófst undir flóðinu bjargað.","summary":"Snjóflóð ógna byggðinni á Flateyri meira en áður var talið. Þetta segir ofanflóðasérfræðingur. Flóðin tvö sem fóru yfir varnargarðana á Flateyri í janúar í fyrra ertu talin ólík öllum þeim fyrri sem fallið hafa á garðana. "} {"year":"2021","id":"89","intro":"Bandaríska leikaranum Alec Baldwin var sagt að byssan væri óhlaðin sem skot hljóp úr og varð tökustjóranum Halynu Hutchins að bana á fimmtudaginn. Einn reyndasti kvikmyndagerðarmaður Íslands segir að svo virðist sem farið hafi verið á svig við allar reglur um skotvopn á tökustað.","main":"Baldwin og Hutchins voru við tökur á kvikmyndinni Rust í Nýju Mexíkó þegar Baldwin skaut hana með leikmunabyssu. Skotið hæfði einnig leikstjórann Joel Souza en hann var útskrifaður af spítala í gær.\nJen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, vottaði fjölskyldu Hutchins samúð sína í nótt.\nit is obviously a tragedy, the loss of life. Our thoughts and prayers go out to their family members.\nSamkvæmt upplýsingum lögreglu í Santa Fe hefur enginn verið ákærður eða handtekinn vegna atviksins en Baldwin hafi sjálfur gefið sig fram og svarað öllum spurningum greiðlega. Þá hafa vitni greint lögreglu frá því að aðstoðarmaður hafi afhent leikaranum byssuna með þeim orðum að hún væri óhlaðin.\nEggert Ketilsson, einn reyndasti kvikmyndagerðarmaður Íslendinga sem komið hefur að myndum eins og Dunkirk, Interstellar og Tenet segir að svona slys eigi ekki að geta gerst.\nÞarna virðist hafa verið farið á svig við allar reglur og alls ekki farið eftir reglum um umgengni við skotvopn sem viðgengenst annars staðar, bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.\nÞetta virðist hafa verið mynd sem að var fyrir utan þessi verkalýðsfélög sem temja sér þessar reglur.\nGreint hefur verið frá því að Hutchins hafi ásamt öðru starfsfólki myndarinnar krafist bættra aðstæðna á tökustað og að hópur þeirra hafi lagt niður vinnu um tíma vegna skorts á öryggi.\nÞað er yfirleitt leikmunadeildin sem að sér um vopnin og það er sérstök manneskja á vegum leikmunadeildar sem að heitir armourer eða vopnaumsjónarmaður sem að sér um vopnin og ber ábyrgð á því að allt sé í lagi en svo er það fyrsti aðstoðarleikstjóri, leikstjóri og framleiðandi sem bera oft endanlega ábyrgð á að allt fari rétt fram og að það sé tjékkað að allt sé í lagi og annað slíkt.","summary":"Einn reyndasti kvikyndagerðarmaður Íslands segir að svo virðist vera sem að farið hafi verið á svig við allar reglur um skotvopn á tökustað þegar leikarinn Alec Baldwin varð tökustjóra að bana. "} {"year":"2021","id":"89","intro":"Síminn hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðsstýringafyrirtækið Ardian um sölu á öllum eignarhlut í fjarskiptafélaginu Mílu. Síminn hagnast um 46 milljarða króna á viðskiptunum.","main":"Franska sjóðsstýringafyrirtækið Ardian hefur gert samkomulag um að kaupa Mílu af Símanum á sjötíu og átta milljarða króna. Hluti er í formi yfirtöku á skuldum. Gert er ráð fyrir að íslenskir lífeyrissjóðir eignist tuttugu prósent í Mílu á tíu til ellefu milljarða króna. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að Ardian sé ekki að kaupa Mílu til þess að hlera símtöl Íslendinga.\nVið erum alveg framúrskarandi ánægð með þennan sjóð sem er að kaupa í samvinnu við íslenska lífeyrissjóði. Því það er mikil þekking þar og reynsla af innviðarekstri og uppbyggingu, sérstaklega í Evrópu. - Þetta kaupverð er mjög hátt jafnvirði","summary":"Síminn hefur gert samkomulag við alþjóðlega sjóðsstýringafyrirtækið Ardian um sölu á öllum eignarhlut í fjarskiptafélaginu Mílu. Síminn hagnast um 46 milljarða króna á viðskiptunum. "} {"year":"2021","id":"89","intro":"87 strákar í efstu deildum grunnskóla hafa sent nektarmyndir af sér gegn greiðslu. Sérfræðingur segir mikilvægt að skila skömminni á réttan stað.","main":"Fram kom í fréttaskýringaþættinum Kveik á þriðjudaginn að nærri 60 prósent stelpna í tíunda bekk hafi verið beðnar um að senda af sér nektarmynd eða ögrandi mynd. Þá hafa 157 stelpur í áttunda, níunda og tíunda bekk sent slíkar myndir gegn greiðslu samvæmt úttekt Rannsókna og greiningu. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá rannsóknamiðstöðinni, segir frekar reynt að ná í efni af stelpum en þó sé einnig talsvert herjað á unga stráka. 87 strákar í áttunda til tíunda bekk hafi fengið greitt frá alls konar fólki fyrir að senda nektarmyndir eða ögrandi myndir af sér.\nEf við horfum á heildina, áttunda, níunda og tíunda bekk þá er það 871 strákur sem segist hafa verið beðinn um að senda myndir og að sama skapi þá er líka hlutfall þeirra sem hafa sent lægra heldur en stelpnanna. Það eru um 526 strákar sem segjast hafa sent mynd einu sinni eða oftar í gegnum netið.\nMargrét segir mikilvægt að láta börnunum ekki líða eins og þau séu að gera eitthvað rangt með því að senda myndirnar.\nMér finnst mjög mikilvægt að við höfum það í huga að við látum skömmina vera þar sem hún á að vera og skilaboðin eiga að vera mjög skýr: það á að hætta að dreifa myndum af -öðrum í óleyfi og þeir sem eru að biðja um nektarmyndir af unglingum þá er spurning um að leita sér hjálpar og láta börnin í friði.","summary":"87 strákar í áttunda til tíunda bekk hafi fengið greitt fyrir að senda nektarmyndir eða ögrandi myndir af sér. Sérfræðingur hjá fyrirtækinu Rannsókn og greining segir talsvert um að drengir séu beðnir um að senda slíkar myndir. "} {"year":"2021","id":"89","intro":"Fimm vikur eru síðan síðast var hraunrennsli í Fagradalsfjalli. Ólíklegt er þó að goslokum verði lýst yfir fyrr en eftir um tvo mánuði, ef engin virkni verður í millitíðinni.","main":"Frá því eldgosið hófst við Fagradalsfjall í mars hefur það tekið nokkur goshlé, en aldrei nándar eins langt og nú. Eldvirkni hefur legið niðri í fimm vikur, og dregið hefur úr skjálftavirkni undanfarið. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé þó tímabært að lýsa yfir goslokum.\nÞað er yfirleitt miðað við svona þrjá mánuði af engri virkni sem er hægt með fullri vissu að segja að þessu sé lokið. Það er einn möguleikinn sem við sjáum í þessu, hvort að kvikan sé núna bara að finna sér aðra leið upp en það virðist vera að það sé eitthvað að hægja á þessu, skjálftarnir fara fækkandi núna með hverjum degi, þannig að hún virðist alla vega ekkert vera að grynnka. Skjálftarnir eru ennþá á fimm kílómetra dýpi. En við munum bara sjá það með tímanum hvað gerist á þessu svæði, það er þekkt þarna að það gjósi í mjög langan tíma og það er spurning hvort við séum komin í þannig tímabil eða ekki. Hvort þetta sé einsdæmi eða hvort það haldi bara áfram þarna næstu árin.\nVeðurstofan fylgist einnig náið með Öskju, þar sem land hefur risið um fimmtán sentimetra frá því í byrjun ágúst. Lovísa segir öruggt að landrisið sé vegna kviku, sem er á um þriggja kílómetra dýpi, en reynslan sýni að langur tími geti liðið þar til hún brýst upp á yfirborðið.\nÍ Fimmvörðuhálsi þá sáum við landris í hátt í tíu ár áður en það gaus þar. Það er spurning hvort það muni taka jafn langan tíma eða styttri, það er allur gangur á þessu.\nÞá er fylgst með vatnshæð í Grímsvötnum.\nVatnshæðin er orðin frekar há og við jafnvel bjuggumst við að það kæmi jökulhlaup í sumar eða á næstunni, en það hefur ekki ennþá orðið. Þannig að við fylgjumst áfram með því.","summary":"Ekki verður lýst yfir goslokum í Fagradalsfjalli fyrr en eftir að minnsta kosti þriggja mánaða hlé á gosinu. Ekkert hraunrennsli hefur verið þar í fimm vikur. Land heldur áfram að rísa við Öskju."} {"year":"2021","id":"89","intro":"Byggðarráð Skagafjarðar gerir athugasemdir við úrbótaáætlun Umhverfisstofnunar vegna olíumengunar frá bensínstöð N1 á Hofsósi og vill að gengið sé lengra í hreinsunarstarfi með jarðvegsskiptum. Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri segir fyrir löngu orðið óboðlegt með öllu hvað hreinsunarstarf hefur tekið langan tíma.","main":"Olíuleki frá bensíngeymi á Hofsósi kom í ljós í desember 2019 og voru tvö hús rýmd vegna mengunar. Í úrbótaáætlun Verkís verkfræðistofu eru lagðar til umtalsverðar aðgerðir til að lofta um jarðveginn og gert ráð fyrir að hreinsunarstarf taki allt að tvö ár. Umhverfisstofnun lagði fyrr í mánuðinum fram tillögur að fyrirmælum um úrbætur sem byggðu á þessari úrbótaáætlun.\nÞetta er vissulega farið fram á meiri aðgerðir en eru boðaðar í þessum tillögum. Ég vona bara að þeir bregðist við eins fljótt og hægt er, þetta er búið að vera langur tími þar sem fólk hefur verið fjarri bæði heimilum og vinnustað og það er fyrir löngu orðið óboðlegt með öllu hvað þetta er búið að taka langan tíma.","summary":"Sveitarstjóri Skagafjarðar segir óboðlegt hvað hreinsunarstarf vegna olíumengunar frá bensínstöð N1 á Hofsósi hefur tekið langan tíma. Áætlað er að hreinsunin taki allt að tvö ár."} {"year":"2021","id":"89","intro":"Framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins segir aðfinnslur Samkeppniseftirlitsins á því að hagsmunasamtök í atvinnulífinu blandi sér í opinbera umræðu um verðlag fjarstæðukenndar.","main":"Samkeppniseftirlitið brýndi í gær fyrir forsvarsfólki hagsmunasamtaka í atvinnulífinu að taka ekki þátt í umfjöllun um verðlagningu eða markaðshegðun fyrirtækja. Í tilkynningu eftirlitsins er slík umfjöllun hagsmunasamtaka vegna yfirvofandi verðhækkana sökum hækkunar hrávöruverðs gagnrýnd. Hækkun aðfanga eigi ekki sjálfkrafa að hækka vöruverð.Samkeppniseftirlitið segir ákvæði samkeppnislaga setja hagsmunasamtökum skorður við hagsmunagæslu sem þurfi því að fara varlega þegar umræða þeirra og fræðsla geti haft áhrif á markaðshegðun. Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Bændasamtök Íslands hafa svarað þessu fullum hálsi. Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA.\nÉg vil meina að þessi dæmalaus yfirlýsing Samkeppniseftirlitsins sé heimóttarleg og fjarstæðukennd í senn og veki upp spurningar en hún svarar. Við erum mjög hugsi yfir þessu og mér finnst þessi yfirlýsinga vera áfellisdómur yfir Samkeppniseftirlitinu og því ekki sæmandi. Eru þeir ekki bara að sinna sínu hlutverki og starfi? Við teljum þá vera komna langt út fyrir sitt lögbundna hlutverk eins og teljum að Samkeppniseftirlitið sé að marka nýja braut og komið út fyrir lögbundið hlutverk sitt.\nHann segir hagsmunasamtök reglulega tjá sig opinberlega um efnahagsþróun.\nÞað getur undir neinum kringumstæðum falið í sér brot á lögum um samkeppnisreglur og við höfnum þeirri túlkun Samkeppniseftirlitsins að öllu leiti.","summary":"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir Samkeppniseftirlitið vera komið út fyrir hlutverk sitt með því að gagnrýna hagsmunasamtök fyrir að taka þátt í opinberri umræðu um verðlagningu ."} {"year":"2021","id":"89","intro":"Kvennalandsliðs í fótbolta vann stórsigur á Tékkum í undankeppni heimsmeistaramótsins á Laugardalsvelli í gærkvöld, 4-0. Þjálfari Íslands segir að íslenska liðið hefði verið í slæmum málum í riðlinum ef sigur hefði ekki unnist.","main":"Tékkar eru með sterkt lið og voru nálægt því að vinna Hollendinga í fyrstu umferð, 1-1 jafntefli var niðurstaðan í þeim leik en Holland er ríkjandi Evrópumeistari og silfurverðlaunahafi frá síðasta heimsmeistaramóti. Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Íslandi yfir á 12. mínútu en markið þó skráð sem sjálfsmark Barböru Votikovu, markvarðar, Tékka og staðan var 1-0 í hálfleik. Á 59. mínútu skoraði Dagný Brynjarsdóttir og kom Íslandi í 2-0, Svava Rós Guðmundsdóttir kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og var aðeins sex mínútur að skora og koma Íslandi í 3-0 áður en Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir rak smiðshöggið með fjórða markinu.\nÞorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að sigurinn hafi vægast sagt verið mikilvægur fyrir íslenska liðið.\nKomment 2310 Sport komment hadegi (Transfer íþróttir)\nsagði varnarmaðurinn Guðrún Arnardóttir en þar áður var rætt við Gunnhildi Yrsu, Dagnýju og Þorstein þjálfara. Næsti leikur Íslands verður á þriðjudaginn gegn Kýpur sem tapaði 8-0 fyrir Hollandi í gærkvöldi.\nBorce Ilievski er óvænt hættur sem þjálfari ÍR í úrvalsdeild karla í körfubolta. Borce hefur þjálfað ÍR frá árinu 2015. Liðið hefur tapað fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni á tímabilinu. Þriðju umferð deildarinnar lauk í gærkvöld með tveimur leikjum, Njarðvík vann Val 96-70 er með fullt hús stiga á toppnum. Þá vann Vestri sinn fyrsta sigur í deildinni með því að leggja Þór frá Akureyri.\nEinn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld, Arsenal vann 3-1 sigur á Aston Villa og komst upp í níunda sæti deildarinnar.","summary":"Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta, segir að liðið væri í slæmum málum í undankeppni HM ef það hefði ekki unnið Tékka í gærkvöldi. Ísland vann sannfærandi sigur, 4-0."} {"year":"2021","id":"90","intro":"Rúmar fimm milljónir sjófugla dvelja hluta vetrar í miðju Atlantshafi. Hafsvæði á stærð við Frakkland hefur fundist, þar sem sjófuglinn hefur vetursetu að hluta. Svæðið er verndað með alþjóðlegum sáttmála. Íslenskir vísindamenn taka þátt í verkefninu SEATRACK þar sem grannt er fylgst með ferðum fuglanna.","main":"Sjötíu og níu vísindamenn settu saman dægurritagögn sem þeir höfðu um ferðir sjófugla í Atlantshafi. Dagleg staðsetning er skráð. Hluti svæðis sjófuglanna nýtur nú verndar samkvæmt OSPAR sáttmálanum um verndun lífríkis sjávar í Norðaustur-Atlantshafi.\nErpur Snær Hansen doktor í líffræði er einn þeirra sem fylgst hefur grannt með ferðum fuglanna.\nVið uppgötvuðum það að það er svæði þarna í Atlantshafinu Norður-Atlantshafinu sem yfir 5 milljónir sjófuglar nýta yfir veturinn. Reyndar eru þetta hvalir og hákarlar og alls konar kvikindi sem að eru að nota þetta svæði líka. En við sem sagt setjum tæki á fuglana sem að segja okkur hvar þeir eru á hverjum degi. Svo fórum við að leggja saman öll þessi mismunandi gagnasöfn sem að þetta fólk sem að er aðilar að þessu lagði í púkkið þá kemur þetta í ljós. Þetta er mjög stórt svæði.\nÞetta er í fyrsta sinn sem slíkt hafsvæði uppgvötast og er lýst með dægurritum. Mikilvægi svæðisins er mikið að sögn Erps og í raun forsenda fyrir núverandi fjölda sjófugla","summary":null} {"year":"2021","id":"90","intro":"Bandaríski leikarinn Alec Baldwin varð kvikmyndatökumanni að bana á tökustað í Nýju Mexíkó í gær með skoti úr leikmunabyssu. Leikstjóri myndarinnar særðist einnig.","main":"Rannsóknarlögreglumenn yfirheyrðu Baldwin í gær. Hann gaf þeim sjálfviljugur skýrslu hefur AFP fréttastofan eftir Juan Rios, talsmanni lögreglunnar í Santa Fe. Rannsókn er hafin á því hvers konar skotfæri voru notuð í byssuna sem varð kvikmyndatökustjóranum Halyna Hutchins að bana á tökustað kvikmyndarinnar Rust í Nýju Mexíkó. Leikstjórinn Joel Souza var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku sjúkrahúss í nágrenninu, og er ástand hans alvarlegt hefur kvikmyndatímaritið Deadline eftir lögreglu. Að sögn lögreglunnar hefur enginn verið handtekinn vegna málsins og engar ákærur verið gefnar út.\nBaldwin leikur aðalhlutverkið í myndinni og er jafnframt einn framleiðenda hennar. Staðarmiðillinn Santa Fe New Mexican segir hann hafa verið miður sín eftir að hafa gefið lögreglu skýrslu um atvikið.\nHutchins er í Deadline sögð hafa verið rísandi stjarna meðal tökustjóra. Hún útskrifaðist úr AFI kvikmyndaskólanum í Los Angeles árið 2015, og var sögð meðal þeirra efnilegustu í sínu starfi af samtökum kvikmyndatökustjóra árið 2019. Hún var 42 ára gömul.","summary":null} {"year":"2021","id":"90","intro":"Stærstu útgerðarfélög landsins eiga beinan og óbeinan eignarhlut í hundruðum íslenskra fyrirtækja sem ekki starfa í sjávarútvegi. Samherji og Síldarvinnslan eru umsvifamestu útgerðarfélögin.","main":"Þetta kemur fram í úttekt Stundarinnar. Tilefni úttektarinnar er skýrsla sjávarútvegsráðherra um eignarhluti tuttugu stærstu útgerðarfyrirtæki landsins í óskyldum rekstri en í þeirri skýrslu kom einungis fram hversu mikið útgerðirnar eiga í óskyldum rekstri, á nafnvirði, en ekki hvar fjárfestingarnar liggja. Báru skýrsluhöfundar fyrir sig að persónuverndarlög kæmu í veg fyrir að þær upplýsingar yrðu birtar en Persónuvernd hafnaði því með öllu.\nStundin birtir viðamikið og flókið eignanet sem sýnir að fjárfestingar íslenskra útgerða í óskyldum rekstri skipta hundruðum. Þetta er alls konar starfsemi, allt frá prjónastofum og staðarfjölmiðlum upp í tryggingafélög og skipafyrirtæki. Ekki kemur fram hversu mikið viðkomandi útgerðir eiga í hverju fyrirtæki fyrir sig þar sem erfitt er að meta raunverulegt virði fjárfestinganna vegna misræmis í bókfærðu virði í ársreikningum. Í sumum tilfellum eru einungis um óverulegan eignarhlut að ræða en í öðrum ráðandi hlut.\nSamherji og Síldarvinnslan, sem raunar tengjast innbyrðis, eru sögð í sérflokki þegar kemur að fjárfestingum í óskyldum greinum. Í tilviki Síldarvinnslunnar skiptir eignarhlutur í Sjóvá mestu en margar fjárfestingar Samherja liggja í gegnum Haga, Eimskip og Kaldbak. Stundin hefur ekki látið staðar numið því hún boðar frekari umfjöllun um eignir þeirra eignarhaldsfélaga sem eiga útgerðirnar.","summary":null} {"year":"2021","id":"90","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir liði Tékklands í undankeppni HM í kvöld. Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður íslenska liðsins, segir að hver leikur í undankeppninni sé í raun úrslitaleikur.","main":"Leikur Íslands og Tékklands fer fram á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í kvöld. Ísland tapaði gegn Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í riðlinum og er því án stiga. Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson segir tékkneska liðið sterkt en vonast eftir sigri Íslands.\nDagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham, tekur undir að Tékkland hafi á að skipa hörkuliði.\nHún vonast eftir góðum stuðningi áhorfenda þar sem hver leikur sé sem úrslitaleikur í riðlinum.\nLeikurinn í kvöld hefst klukkan 18:45 og verður í beinni útsendingu á RÚV en upphitun hefst með HM stofunni klukkan 18:10.\nÞá að öðrum íþróttum. Fjórir leikir fóru fram í efstu deild karla í körfubolta í gærkvöld. Grindavík vann KR á heimavelli sínum með tíu stigum, 90-80. Íslandsmeistarar Þórs gerðu góða ferð í Garðabæ þar sem liðið vann Stjörnuna 97-92. Tindastóll vann nýliða Breiðabliks í hörkuleik, 120-117 og að lokum vann Keflavík ÍR nokkuð sannfærandi 89-73. Tindastóll og Keflavík eru á toppi deildarinnar með sex stig eftir þrjá leiki.\nEinn leikur fór fram í efstu deild kvenna í handbolta í gærkvöld. Valur vann þá góðan útisigur gegn Stjörnunni, 31-23. Valskonur hafa því unnið alla þrjá leiki sína í deildinni til þessa og eru í efsta sæti.","summary":"Annar leikur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í undankeppni HM fer fram í kvöld. Þá mætir íslenska liðið Tékkum á Laugardalsvelli. "} {"year":"2021","id":"90","intro":"Formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi segir að afstaða sín til kæra sem borist hafi vegna alþingiskosninganna hafi komið skýrt fram í svarbréfi hans og vill ekki tjá sig frekar um málið. Þrettándi fundur undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa hófst snemma í morgun og þangað kom hluti þeirra sem kært hafa talningu atkvæða í kjördæminu og einn fulltrúi úr yfirkjörstjórn þar. Einn kærendanna segir að eina færa leiðin til að endurvekja traust kjósenda sé að kjósa aftur.","main":"Meðal þeirra sem komu fyrir nefndina í morgun var Guðmundur Gunnarsson, oddviti á lista Viðreisnar í kjördæminu, einn þeirra sem kærði talninguna og hefur krafist uppkosningar.\nÍ grunninn erum við að tala um að vinda ofan af vaxandi tortryggni, í hverju púsli sem leggst inn í þetta spil þá verður hún meiri og meiri og okkar kæra styrkist með hverju púslinu sem leggst niður.\nVið erum að tala um traust kjósenda til kosninga til Alþingis og við getum ekki sópað svona ótrúlegri atburðarás undir teppið á einhvern billegan hátt. Eina færa leiðin til að endurvekja traustið frá grunni er að fara í aðrar kosningar.\nAðrir sem koma fyrir nefndina í dag eru Lenya Rún Taha Karim frambjóðandi Pírata og Karl Gauti Hjaltason frambjóðandi Miðflokksins, en þau kærðu bæði talninguna til Alþingis og Karl Gauti kærði framkvæmdina einnig til lögreglu. Þau eru meðal þeirra sem farið er um þungum orðum í skriflegu svari Inga Tryggvasonar, formanns yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi og tveggja annarra fulltrúa til Alþingis þar sem kærunum er mótmælt. Lenya er meðal þeirra sem hann sakar um rangar sakargiftir og refsivert athæfi. Kæra Karls Gauta er sögð byggja á röngum forsendum og hún veki furðu.\nIngi sagði í samtali við Fréttastofu að hans afstaða hefði komið skýrt fram í svarbréfinu. Hann sagðist ekki hafa meira um þetta mál að segja, bréfið segði alla söguna og vildi ekki veita Fréttastofu viðtal.","summary":"Oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi segir að eina færa leiðin til að endurvekja traust á alþingiskosningum sé að kjósa aftur í kjördæminu. Hann mætti á fund undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa í morgun. "} {"year":"2021","id":"90","intro":"Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði afdráttarlaust já við að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar ef Kínverjar réðust þangað inn. Hann sagðist þó vilja forðast nýtt kalt stríð við Kína.","main":"Taívanir líta á sig sem sjálfstætt ríki en Kínverjar telja eyjuna til héraðs í Kína. Kínverski herinn hefur undanfarnar vikur aukið herafla sinn í nágrenni við Taívan, og hefur Xi Jinping forseti Kína sagt að hann vonist eftir friðsamlegri sameiningu á næstu árum. Biden sagði á fundi í sjónvarpssal sem sýndur var beint á CNN að Bandaríkin séu skuldbundin til þess að verja eyjuna. Yfirlýsing hans er þó á skjön við langvarandi stefnu Bandaríkjanna um aðstoð við uppbyggingu varna Taívana, án skuldbindinga um að verja eyjuna.\nHvíta húsið sendi frá sér fréttatilkynningu fljótlega eftir ummæli Bidens þar sem greint var frá því að afstaða Bandaríkjanna gagnvart Taívan hafi ekki breyst.\nBiden var einnig spurður að því hvort Bandaríkin eigi eftir að halda í við öra hervæðingu Kínverja. Hann svaraði því eining játandi, og sagði að sama hvað Kína, Rússland eða önnur ríki eigi eftir að reyna, þá viti þau að hernaðarmáttur Bandaríkjanna sé sá mesti í sögunni. Hann sagðist þó vilja forðast nýtt kalt stríð við Kína, en sagðist vilja koma stjórnvöldum í Peking í skilning um það að Bandaríkin hörfi ekki.","summary":null} {"year":"2021","id":"90","intro":"Rúmlega tvöfalt magn af marijúana hefur verið haldlagt hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins og tollyfirvöldum það sem af er ári miðað við allt árið í fyrra.","main":"Mun meira hefur verið haldlagt af marijúana það sem af er ári en síðasta ár af hálfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og tollyfirvöldum. Einnig hefur verið lagt hald á meira af kókaíni, e-töflum og LSD nú en áður.\nGífurleg aukning er í magni marijúana sem lagt hefur verið hald á það sem af er ári miðað við síðasta ár, eða rúm hundrað og átta kíló, en allt árið í fyrra voru rúm fjörutíu kíló af maríhúana haldlögð.\nMargeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir unglinga og allt upp í fullorðið fólk vera í þeirri neyslu.\nAð það sem við erum að sjá að þessar framleiðslur eru orðnar stærri heldur en áður var\nMeira magn kókaíns, metamfetamíns, e-taflna og LSD-taflna hefur verið haldlagt í ár en árið 2020. Rúm tuttugu og fjögur kíló af amfetamíni voru haldlögð síðasta ár en rúm níu kíló það sem af er þessu ári. Metamfetamíntölur taka stökk úr hundrað og sjö grömmum í fimm hundruð og þrjátíu. Kókaínhaldlagning fer úr tæpum tveimur kílóum í tæp sex. Sama magn af heróíni hefur verið haldlagt nú á tíunda mánuði ársins og allt árið í fyrra eða ellefu grömm en mun minna af hassi en áður eða hundrað og áttatíu grömm tæp miðað við rúm fjögur hundruð grömm árið 2020. Vörslu- og neyslumálum fækkaði á milli ára og má rekja það til heimsfaraldursins að sögn Margeirs.\nÞað var ekki verið að það jukust ekki samskipti við fólk þessi faraldur var í gangi og menn fóru varlega","summary":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og tollyfirvöld hafa lagt hald á tvöfalt meira af maríjúana það sem af er ári miðað við sama tíma í fyrra. Einnig hefur verið lagt hald á meira magn af kókaíni, e-töflum og LSD nú en áður."} {"year":"2021","id":"90","intro":"Nánast fimmti hver nýr bíll sem seldur var í löndum Evrópusambandsins á þriðja ársfjórðungi var rafdrifinn. Sala bíla sem ganga fyrir bensíni eða dísilolíu dróst verulega saman. Bensínbílarnir eru þó enn eftirsóttastir.","main":"Þetta kemur fram í tölum sem ACEA, Samtök evrópskra bílaframleiðenda, birtu í dag. Samkvæmt þeim voru rétt um nítján prósent allra seldra bíla í ESB-ríkjunum rafdrifnir að hluta eða öllu leyti. 212 þúsund eða 57 prósent gengu eingöngu fyrir rafmagni, en 43 prósent eða 197 þúsund voru svonefndir tengiltvinnbílar, sem notast við jarðefnaeldsneyti og rafmagn að hluta. Samkvæmt gögnum samtakanna dróst sala bensínbíla saman um 35 prósent og dísilbíla um rúmlega helming. Fyrir innan við einum áratugi var yfir helmingur allra nýrra bíla sem seldir voru í Evrópusambandsríkjum knúinn með dísilolíu. Á þriðja ársfjórðungi í ár voru þeir innan við átján prósent.\nAð sögn ACEA ráðast vinsældir rafbíla ekki síst af því að hvorir tveggja framleiðendur og kaupendur njóta niðurgreiðslna. Þá hefur það orðið til að auka framleiðsluna að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bílar sem ganga fyrir bensíni eða olíu verði horfnir af götunum eftir fjórtán ár í síðasta lagi.","summary":null} {"year":"2021","id":"91","intro":"Hús hristust og hár hvellur varð í morgun þegar skurðgrafa tók rafmagnsstreng óvart í sundur á Snorrabraut í Reykjavík. Það sást blossi og reykur, samkvæmt sjónarvottum.","main":"Rafmagnslaust varð í miðbænum, Skerjafirði og á Hlíðarenda í um hálftíma. Domus Medica og Blóðbankinn eru í næsta nágrenni. Að sögn Hönnu Láru Sveinsdóttur, skrifstofustjóra Domus Medica, heyrðist hvellur og smá högg kom á húsið. Rafmagnslaust varð í Domus Medica en þar eru fjölmargar læknastofur. Hanna Lára segir að það hafi ekki komið að sök þar sem rafmagnsleysið hafi varað í stuttan tíma.\nAð sögn Sveins Guðmundssonar, yfirlæknis Blóðbankans, hafði rafmagnsleysið ekki áhrif á starfsemina. Þar sé vararafstöð og hún hafi farið strax í gang.\nUm hálftíma eftir óhappið var tilkynnt á vef Veitna að rafmagn væri komið á víðast hvar, nema í nokkrum húsum við Egilsgötu, Barónsstíg og Snorrabraut. Ekki hafa borist fregnir af slysum á fólki.","summary":null} {"year":"2021","id":"91","intro":"Tekjur af útfluttri þjónustu jukust um hátt í sextíu prósent á milli júlí 2020 og júlímánaðar í ár. Í þessum eina mánuði jukust verðmæti í geiranum um fimmtíu og sex komma fjóra milljarða á gengi hvors árs.","main":"Tekjur af ferðamönnum sem hingað koma, flugfargjöld fyrir ferðir hingað auk útflutnings á íslensku hugviti eru meðal þess sem innifalið er í þessum tölum frá Hagstofunni, sem birtar voru í dag. Tekjur af erlendum ferðamönnum sem hingað komu í júlímánuði eru um tuttugu og níu milljarðar - meira en tvöfaldar tekjur af sama toga í júlímánuði 2020. Vésteinn Ingibergsson er fagstjóri utanríkisviðskipta hjá Hagstofu Íslands.\nVið sjáum náttúrulega að það stærsta sem er að gerast í þjónustuviðskiptunum ef við miðum við júlí í fyrra er aukning af erlendum ferðamönnum.\nSamgöngur og flutningar milli Íslands og annarra landa eða á vegum íslenskra fyrirtækja erlendis jukust um sextíu og sex prósent og voru áætlaðar tekjur um tíu komma sex milljarðar. Verðmæti annarra þjónustuliða eins og fjarskiptaþjónustu og tölvuþjónustu var áætluð tæpir sautján milljarðar króna í júlí í ár. Tekjuaukning af erlendum ferðamönnum er eitt merki efnahagsbatans að sögn Vésteins.\nHann er náttúrulega ekki kominn á sama stað og hann var 2018 en er að ná sér upp úr því fari sem hann var í COVID","summary":null} {"year":"2021","id":"91","intro":"Faraldurinn gæti haft áhrif á jólainnkaupin eins og allt annað. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að kaupmenn hafi áhyggjur af að vörur sem á að selja fyrir og um jólin nái ekki til landsins á tilsettum tíma. Það komi í ljós á næstu vikum.","main":"þetta hittir alla fyrir með einhverjum hætti, alla starfsemi innanlands í verslun.\nVið leggjum áherslu á það að við erum ekki að tala um vöruskort. En hins vegar eins og staðan er núna er ákveðin hætta á því að menn geti ekki, almenningur geti ekki gengið að því vísu að sama framboð af vörum verði núna í aðdraganda jólanna eins og fólk á að venjast. Af þessari einföldu ástæðu sem ég er að lýsa. bæði vandræði með framleiðslu á varningi vítt og breytt um heiminn og ekki síður það að framboð á flutningsmöguleikum milli heimsálfa, milli Asíu til Evrópu, það hafa verið veruleg vandræði hvað það varðar.","summary":null} {"year":"2021","id":"91","intro":"Slökkviliðsmaður frá Akureyri gleymir seint skoðunarferð á fótboltavöllinn Old Trafford í Manchester í byrjun mánaðarins. Þar bjargaði hann manni í andnauð sem féll meðvitundarlaus niður á leikvanginum.","main":"Gunnar Rúnar Ólafsson, varaslökkviliðsstjóri á Akureyri, fór ásamt þremur sonum sínum á leik Manchester United og Everton annan október. Í skoðunarferð um Old Trafford leikvanginn daginn fyrir leik féll starfsmaður vallarins meðvitundarlaus niður rétt fyrir framan þá feðga. Gunnar, sem er bráðatæknir, bauð sig strax fram til aðstoðar.\nÞeir hleypa mér að manninum þarna og hann er þá í mjög öflugum krampa og er orðinn frekar bláleitur í framan, andaði ekki. Og ég semsagt fór og velti honum í hliðarlegu og opnaði öndunarveginn hjá honum og bað um að fá súrefni. Sem ég fékk - töskuna af leikvangnum. Þetta var krampi sem stóð yfir í sjö mínútur.\nOg með þessum búnaði gat Gunnar komið önduninni aftur í gang. Síðan þurfti að koma manninum á sjúkrahús en þá var nærri eins og hálfs tíma bil eftir sjúkrabíl.\nÞá stakk ég upp á því við yfirmann vallarmála þarna Old Trafford að við myndum bara keyra með hann á sjúkrahús. Sem við og gerðum. Fórum í 40 mínútna bílferð í gegum Manchester til þess að fara með hann á sjúkrahús. Við hittum þar konu þessa manns og þar gat ég gefið sögu um hvernig þetta hafði allt litið út og hvað hafði gerst.\nSynir Gunnars urðu auðvitað eftir á vellinum en þegar hann hringdi af sjúkrahúsinu til athuga um þá fékk hann að heyra að þeir hefðu það fínt.\nOg þá voru þeir bara í besta yfirlæti á VIP-klúbbi Old Trafford að borða og drekka allt það sem þá langaði og þeir fengu sögustund þarna um völlinn\nGunnar er alveg viss um að hans kunnátta og reynsla hafi bjargað því að ekki fór verr og maðurinn er á batavegi.\nÉg vill kannski ekki ganga svo langt að segja að ég hafi bjargað lífi hans. En ég allavega klárlega hjálpaði til við að hann er varð ekki skertur af þessu.","summary":"Varaslökkviliðsstjórinn á Akureyri bjargaði meðvitundarlausum manni í andnauð á Old Trafford fótboltaleikvanginum í Manchester. Þá hafði maðurinn legið í krampakasti í sjö mínútur."} {"year":"2021","id":"91","intro":"Angelina Melnikova frá Rússlandi er heimsmeistari í fjölþraut kvenna í fimleikum eftir harða keppni á heimsmeistaramótinu í Japan.","main":"Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem rússnesk fimleikakona verður heimsmeistari í fjölþraut og raunar sú fyrsta síðan 2010 sem er ekki bandarísk en bandarískar fimleikakonur, og þá sérstaklega Simone Biles, hafa verið ríkjandi síðasta áratuginn. Biles, sem er fimmfaldur heimsmeistari, var ekki meðal keppenda á mótinu og raunar engin fimleikakona úr Ólympíuliði Bandaríkjanna. Það voru þó bandarískar fimleikakonur í öðru og þriðja sætinu. Leanne Wong veitti Melnikovu harða samkeppni og aðeins 0,3 stigum munaði á þeim þegar upp var staðið. Melnikova fékk 56,632 stig en Wong 56,340 stig í öðru sætinu. Í þriðja sæti varð Kayla di Cello með 54,566 stig. Áfram verður keppt í Japan næstu dag. Á morgun verður sýnt beint frá úrslitum í fjölþraut karla og hefst bein útsending á RÚV klukkan 8:55.\nÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnu fellur um tvö sæti milli lista á heimslista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Liðið er í 62. sæti og hefur ekki verið neðar á listanum síðan árið 2013 þegar liðið var í 98. sæti. Þetta er þó talsvert langt frá versta árangri liðsins sem er 131. sæti árið 2012. Meðal þjóða sem eru fyrir ofan Ísland á listanum eru Búrkína Fasó, Finnland, Jamaíka, Norður-Írland og Malí. Belgar halda toppsætinu á listanum þrátt fyrir að Brasilíumenn nálgist þá óðfluga. Nýkrýndir Þjóðardeildarmeistarar Frakka fara upp í þriðja sætið, Ítalir fara upp í það fjórða og Englendingar niður tvö sæti í það fimmta","summary":null} {"year":"2021","id":"91","intro":"Stíf fundahöld undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa halda áfram. Nefndin situr nú á fundi og hittist aftur í fyrramálið. Formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis, sem lögreglan hefur boðið að greiða sekt, sakar suma þeirra sem kærðu kosningarnar, um rangar sakargiftir. Magnús Davíð Norðdahl sem var fyrstur til að kæra segir skýrslu lögreglu staðfesta enn frekar að kjósa þurfi aftur í kjördæminu.","main":"Nú vitum við það út frá myndbandsupptökum að óviðkomandi aðilir fóru inn í salinn. Og inni í salnum voru óinnsigluð kjörgögn í opnum kjörkössum. Þetta er háalvarlegt mál. Það er óhjákvæmilegt að mínum dómi að fram fari uppkosning í þessu kjördæmi. Við getum talið þessi atkvæði þúsund sinnum. Afleiðing þess að varsla kjörgagna var ekki trygg er að við getum ekki staðreynt með fullnægjandi hætti hvor talningin var rétt; sú sem fram fór á laugardeginum eða sú sem fram fór á sunnudeginum.\nSegir Magnús Davíð Norðdahl. Hægt er að skoða öll erindi til undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa á vef Alþingis. Þar kemur fram í svarbréfi lögreglunnar á Vesturlandi að ekki var hægt að læsa öllum dyrum inn í salinn þar sem kjörgögnin voru og að engri eftirlitsmyndavél hafi verið beint að þeim stað í salnum þar sem kjörgögnin lágu í opnum kössum.\nÍ erindi yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis til undirbúningsnefndarinnar um kærurnar sem bárust vegna kosninganna svarar Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar kærunum fullum hálsi. Þrír af fimm í yfirkjörstjórninni standa að bréfinu. Þar segir að aðdróttanir í kæru Guðmundar Gunnarssonar, Viðreisn, séu mjög alvarlegar og algerlega órökstuddar, \"í raun eru um rangar sakargiftir að ræða og þær eru refsiverðar\", segir í bréfinu. Sömu orð eru höfð um kæru Lenyu Rúnar Karim, Pírötum. Þá segir að ekki sé hægt að taka mark á orðum í Katrínu Oddsdóttur. Meirihluti yfirkjörstjórnar segir rangfærslur í kærum Karls Gauta Hjaltasonar, Miðflokki, Magnúsar Davíðs Norðdahls, Pírötum, Þorvaldar Gylfasonar og Sigurðar Hreins Sigurðssonar. Og þá segir að óþarfi sé að eyða orðum í dylgjur Sveins Flóka Guðmundssonar.\nLögreglan á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórninni að ljúka máli sínu með sekt fyrir brot á kosningalögum. Brotið felst í því að atkvæði voru ekki innsigluð.","summary":null} {"year":"2021","id":"91","intro":"Einum milljarði bóluefnaskammta gegn kórónuveirunni hefur verið deilt út í Evrópuríkjum til þessa. Smitum fjölgar eigi að síður hratt í nokkrum ríkjum um þessar mundir.","main":"Búið er að deila út einum milljarði bóluefnaskammta gegn kórónuveirunni í Evrópuríkjum samkvæmt upplýsingum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Hún varar við að heimsfaraldurinn geisi að líkindum fram eftir næsta ári þar sem illa gangi að koma bóluefnum til efnaminni ríkja í heiminum.\nHaft er eftir Hans Kluge, umdæmisstjóra Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu, á vef stofnunarinnar að þótt dreifingin hafi gengið vel sé ekki ástæða til að berja sér á brjóst. Bóluefnin hafi dreifst misjafnlega og sum Evrópuríki séu langt á eftir öðrum í bólusetningu gegn veirunni.\nSamkvæmt vikulegri samantekt Sóttvarnastofnunar Evrópu ECDC eru nokkur lönd í álfunni dökkrauð um þessar mundir vegna fjölgunar smita, þar á meðal Rússland, Rúmenía, Slóvenía og Búlgaría. Þá fer ástand versnandi í Bretlandi, þar sem samtök lækna hafa skorað á stjórnvöld að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðsluna.\nRússar virðast verst settir um þessar mundir, þar sem dauðsföll af völdum COVID-19 hafa farið yfir eitt þúsund á sólarhring að undanförnu. Rússum verður gefið frí frá vinnu 30. október til 7. nóvember til þess að hægt verði að hægja á smitöldunni. Borgarstjóri Moskvu tilkynnti í dag að frá næsta fimmtudegi til sjöunda nóvember yrði einungis bráðnauðsynleg þjónusta veitt í borginni.","summary":"Einum milljarði bóluefnaskammta gegn kórónuveirunni hefur verið deilt út í Evrópuríkjum til þessa. Smitum fjölgar engu að síður hratt í nokkrum ríkjum um þessar mundir."} {"year":"2021","id":"92","intro":"Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur sent allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis sektargerð, þar sem kjörstjórnarmönnum er boðið að ljúka málinu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu er yfirkjörstjórnin sektuð fyrir að hafa látið atkvæði liggja óinnsigluð eftir að talningu lauk.","main":"Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, kærði talninguna til lögreglustjórans á Vesturlandi eftir þingkosningarnar í september. Hann var í hópi þeirra fimm frambjóðenda sem misstu þingsæti sitt eftir að atkvæði í kjördæminu voru endurtalin.\nRannsókn málsins lauk í síðustu viku. Málið fór til meðferðar hjá ákærusviði lögreglustjórans á Vesturlandi og í framhaldinu voru sendar út sektargerðir til allra í yfirkjörstjórninni þar sem þeim var boðið að ljúka málinu með sekt.\nEftir því sem fréttastofa kemst næst snýr sektargerðin einna helst að því að atkvæði hafi legið óinnsigluð eftir fyrstu talningu.\nSamkvæmt heimildum fréttastofu fékk Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hæstu sektargerðina eða 250 þúsund krónur. Ingi vildi ekkert tjá sig um málið við fréttastofu og sagðist ekki sjá neina ástæðu til þess. Aðrir í yfirkjörstjórninni fengu sekt upp á 150 þúsund krónur. Ekki náðist í lögreglustjórann á Vesturlandi.\nEf fólkið fellst ekki á að greiða sektina þarf lögreglustjórinn á Vesturlandi að ákveða hvort hann gefur út ákæru. Málið myndi þá rata fyrir dómstóla. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hefur það ekki gerst áður að yfirkjörstjórn hafi verið send sektargerð eftir kosningar.","summary":null} {"year":"2021","id":"92","intro":"Hin hálftíræða Elísabet Englandsdrottning hafnaði nýverið heiðursverðlaunum breska tímaritsins Oldie sem öldungur ársins. Hún sendi tímaritinu kurteist, en ákveðið bréf.","main":"Drottningin sagðist hafna heiðrinum á þeim forsendum að hún falli ekki í hóp þeirra sem hægt sé að tilnefna. Aldur sé afstæður, maður er bara jafn gamall og manni líður, skrifaði drottningin.\nTímaritið Oldie var stofnað fyrir um aldarfjórðungi sem létt og skemmtilegt tímarit til að vega upp á móti æskuljóma og stjörnufans annarra fjölmiðla. Á vef ritsins segir að það sé tímalaus miðill, fullur af skemmtilegheitum og alveg laus við ráðleggingar um hvað skuli gera eftir að sest er í helgan stein.\nÁ hverju ári velur tímaritið nokkra af eldri kynslóðinni sem hafa lagt sig fram í þágu almennings. Þar sem drottningin hafnaði verðlaununum féllu þau í skaut leikkonunnar og dansarans Leslie Caron, sem er níræð þetta árið. Fyrrum enski landsliðsmaðurinn í fótbolta Geoff Hurst hlaut öldunga-gullskóinn, og kokkurinn og sjónvarpsstjarnan Delia Smith var heiðruð fyrir að vera algjört æði.\nFilipus drottningamaður heitinn hlaut öldungaverðlaunin árið 2011, þegar hann var níræður. Hann þakkaði þá fyrir sig með þeim orðum að fátt væri betra fyrir andann en að vera minntur á hversu sífellt hraðar árin færast yfir.","summary":null} {"year":"2021","id":"92","intro":"Þingmenn á brasilíska þinginu leggja til að forseti landsins verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni fyrir að hafa vanrækt að grípa til aðgerða gegn COVID-19 faraldrinum.","main":"Þingmenn í öldungadeild brasilíska þingsins vilja að Jair Bolsonaro forseti verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni fyrir að hafa með vanrækslu valdið því að mörg hundruð þúsund landsmenn létust úr COVID-19. Rannsókn á störfum stjórnvalda hefur flett ofan af hneykslismálum og spillingu.\nÞingnefnd öldungadeildarinnar hefur síðastliðna sex mánuði rannsakað viðbrögð Bolsonaros forseta og stjórnar hans við kórónuveirufaraldrinum. Í tólf hundruð blaðsíðna uppkasti að skýrslu sem bíður atkvæðagreiðslu nefndarmanna er lagt til að forsetanum verði birtar níu ákærur. Í fyrsta uppkasti skýrslunnar var lagt til að hann yrði ákærður fyrir manndráp og þjóðarmorð á frumbyggjum Brasilíu. Sá hluti hefur verið þurrkaður út, en þess í stað lagt til að hann verði meðal annars ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni, skjalafals og að hafa hvatt til glæpaverka.\nBolsonaro hefur að sögn brasilískra fjölmiðla vísað ásökunum nefndarmanna á bug. Þarna séu pólitískir andstæðingar að leita eftir höggstað á honum. Fyrr á þessu ári hvatti hann landsmenn að hætta öllu COVID-væli þegar dauðsföll af völdum farsóttarinnar fóru yfir þrettán hundruð á sólarhring.\nHvort sem skýrsla þingnefndar öldungadeildarinnar leiðir til ákæru eða ekki er ljóst að efni hennar á eftir að valda Bolsonaro erfiðleikum, þegar kosningabarátta hans fyrir endurkjöri á næsta ári hefst fyrir alvöru.","summary":"Þingmenn á brasilíska þinginu leggja til að forseti landsins verði ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni fyrir að hafa vanrækt að grípa til aðgerða gegn COVID-19 faraldrinum."} {"year":"2021","id":"92","intro":"Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi eftir að fjögur kíló af kókaíni voru haldlögð í bíl sem fluttur var til landsins. Innflutningurinn tengist erlendum afbrotahópum.","main":"Fjögur kíló af kókaíni fundust í bíl sem flutt var til landsins og sitja karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri í gæsluvarðhaldi. Voru þau handtekin í aðgerðum lögreglu, eftir að þau sóttu bílinn sem fluttur var inn á þeirra nafni.\nKókaínið fannst í sérútbúnu hólfi í bílnum, en hann kom hingað frá Evrópu. Lögregla vill ekki gefa upp frá hvaða Evrópulandi bíllinn var fluttur inn en segir ljóst að smyglið tengist erlendum afbrotahópum. Fimmtán hundruð E-töflur og þrjú hundruð grömm til viðbótar við kílóin fjögur af kókaíni fundust í aðgerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fólkið sem var handtekið sat í viku gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna en það hefur nú verið framlengt um fjórar vikur í ljósi almannahagsmuna. Að sögn lögreglu eru bílar jafnvel sendir í sérstakar breytingar til að útbúa hólf með fíkniefnasmygl í huga. Lögregluyfirvöld hér á landi hafa verið í samstarfi við Europol og erlend lögregluyfirvöld við rannsókn málsins auk þess sem samstarf hefur verið við tollayfirvöld hér á landi. Málið kom upp fyrir rúmum þremur vikum en lögregla hefur ekki viljað gefa upplýsingar fyrr vegna rannsóknarinnar sem nú er á lokametrunum.","summary":"Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi, en fjögur kíló af kókaíni voru haldlögð í bíl sem fluttur var til landsins. Smyglið tengist erlendum afbrotahópum."} {"year":"2021","id":"92","intro":"Íslensku landsliðin í áhaldafimleikum karla og kvenna hafa lokið keppni á Heimsmeistaramótinu sem fram fer í Kita-kyushu í Japan. Fjórir keppendur í kvennaflokki og fjórir í karlaflokki tóku þátt í undankeppnum fyrir hönd Íslands.","main":"Íslenskir keppendur kepptu síðasta á stórmóti árið 2019 nú í Japan var það Guðrún Harðardóttir sem náði bestum árangri stelpnanna en hún varð í 49. sæti í undankeppninni á mánudag. Undankeppninni í karlaflokki lauk nú rétt fyrir hádegi en það var Valgarð Reinharðsson sem lauk keppni efstur íslensku keppendanna. Valgarð er eins og staðan er núna í 29 sæti í fjölþrautinni. Efstu 24 keppendurnir fara áfram í úrslit. Róbert Kristmannsson er landsliðsþjálfari karlaliðsins og var ánægður með frammistöðuna hjá íslensku keppendunum.\nÞrátt fyrir að íslensku keppendurnir hafi lokið keppni mun RÚV þó sýna frá mótinu. Á fimmtudags- og föstudagsmorgun verður sýnt frá keppni í fjölþraut kvenna og karla og á laugardags- og sunnudagsmorgun verður keppt á einstökum áhöldum.\nSteve Bruce, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle, hefur verið látinn fara frá félaginu. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu var ákvörðunin sameiginleg en þrettán dagar eru síðan sádi-arabískir fjárfestar undir stjórn Múhameðs bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, tóku yfir félagið. Aðstoðarþjálfarinn Graeme Jones mun taka við stjórn liðsins til bráðabirgða.","summary":"Íslensku landsliðin í áhaldafimleikum karla og kvenna hafa lokið keppni á Heimsmeistaramótinu í Japan. Valgarð Reinharðsson náði bestum árangri íslensku keppendanna. "} {"year":"2021","id":"92","intro":"Verðbólgan hefur enn ekki náð hámarki og gert er ráð fyrir að vextir eigi eftir að hækka töluvert fram á mitt ár 2023 vegna áframhaldandi stýrivaxtahækkana. Þetta segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.","main":"Verði í kringum 5% í lok ársins en fari að lækka á næsta ári. En þetta kalli á á fleiri vaxtahækkanir og við gerum ráð fyrir að á næsta fundi nefndarinnar í nóvember þá muni vextir hækka um 25 punkta í viðbót og svo á næstu sex fundum nefndarinnar verði frekari hækkanir og við gætum séð vextina hækka töluvert áður en verðbólgan verði komin aftur í jafnvægi, í markmið um mitt ár 2023.\nHækkanir á fasteignamarkaði hafa verið stærsti þátturinn sem ýtt hefur undir aukna verðbólgu. Daníel segir fyrirséð að hægja muni verulega á verðhækkunum á fasteignamarkaði sem dragi úr verðbólguþrýstingi, samt sem áður þurfi að hækka vextina meira til að ná tökum á verðbólgunni.\nVið gerum ráð fyrir því að vextir munu hækka allt fram á mitt ár 2022 og þegar við erum komin inn á árið 2023 og upphafi árs 2024 þá verði komin svona meira jafnvægi í hagkerfið og við erum farin að sjá hóflegri hagvöxt og þá gerum við ráð fyrir að þetta ferli geti farið að snúast við og við förum að sjá aftur lækkun stýrivaxta","summary":null} {"year":"2021","id":"92","intro":"Sex til tólf ára börn eru stærsti hópurinn sem er í einangrun vegna COVID. Mikilvægt er að styrkja rakningu í skólum vegna kórónuveirufaraldursins, segir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs.","main":"Börn á aldrinum sex til tólf ára eru stærsti hópurinn sem er í einangrun, að sögn sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Tugir barna í borginni séu ýmist í einangrun eða sóttkví. Hann kallar eftir að rakning í skólum verði styrkt. Faraldurinn sé ekki búinn.\nHversu mikið börn missi úr sinni skóladvöl og námi er áhyggjuefni segir Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. Það megi ekki gleymast í umræðunni. Þetta sé ekki búið enn og það þurfi að hafa í huga í skólastarfi. Í haust séu dæmi um að barnahópar hafi ítrekað farið í sóttkví. Áhrifin snerti börnin, fjölskyldur þeirra og starfsfólk skólanna.\nHelgi segir tilslakanir sem gerðar eru í dag á COVID reglum þó ekki koma of snemma í raun. Allt samfélagið sé að aðlagast lífi með COVID. Krafa hjá bólusettu fullorðnu fólki um meiri tilslakanir sé skiljanleg. Skoða þurfi þó tilteknar aðgerðir í skólastarfi sem geti gert lífið léttara fyrir börn, foreldra og starfsfólk skólanna.\nÞar sem að einkenni eru mjög lítil og börnin veikjast almennt mjög lítið þá getur smit verið að malla lengi og rakning og afmörkun smitsins getur verið býsna flókin. Ég nefni sem dæmi Norðlingaskóla. Þau hafa 7 sinnum þurft að fara í rakningu frá því í byrjun september\nÞað þarf að styrkja rakninguna í skólunum. Við þurfum að fá meiri stuðning og jafnvel að rakningateymið taki yfir rakninguna og að við séum með meiri viðbúnað í skólum þar sem að smit kemur upp að líta á sem lengri tíma verkefni og ekki ganga út frá því að fyrsta kast og fyrsta sóttkví sé það sem dugi heldur þurfi að endurskoða verklagið í skólanum einhverja daga og vikur á eftir","summary":"Sex til tólf ára börn eru stærsti hópurinn í einangrun vegna COVID. Efla þarf rakningu í skólum vegna kórónuveirufaraldursins, segir sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs. "} {"year":"2021","id":"93","intro":"Forsætisráðherra Póllands sakar Evrópusambandið um kúgunartilburði í deilu um hvort pólska stjórnarskráin eða löggjöf sambandsins skuli rétthærri.","main":"Mateusz Morawiecki [Mateus Moraví-etskí], forsætisráðherra Póllands, sakar Evrópusambandið um kúgunartilburði. Honum lenti saman við Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, á Evrópuþinginu í dag vegna úrskurðar pólsks stjórnlagadómstóls um að hluti löggjafar sambandsins stangaðist á við stjórnarskrána.\nVon der Leyen sagði í ræðu á Evrópuþinginu að framkvæmdastjórninni bæri að hafa taumhald á Pólverjum og væri að íhuga lagaleg, fjárhagsleg og pólítísk viðbrögð. Morawiecki brást hart við og sagði algerlega óásættanlegt að Pólverjum væri hótað fjárhagslegum refsingum. Það jafngilti fjárkúgun.\nFullyrt hefur verið að niðurstaða stjórnlagadómstólsins pólska sé fyrsta skrefið í átt að brotthvarfi landsins úr Evrópusambandinu. Morawiecki segir það af og frá enda ætti landið eiga heima meðal ríkja sambandsins. Eftir að niðurstaða stjórnlagadómstólsins lá fyrir tóku þúsundir Pólverja þátt í mótmælum og lýstu yfir vilja sínum til þess að Pólland yrði áfram hluti af Evrópusambandinu. Donald Tusk, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Borgaravettvangs og fyrrverandi forseti leiðtogaráðs sambandsins, var aðalhvatamaður aðgerðanna. Skoðanakannanir sýna að meirihluti Pólverja vill áframhaldandi aðild að ESB.","summary":null} {"year":"2021","id":"93","intro":"Innflytjendum heldur áfram að fjölga á Íslandi en þeir voru fimmtán og hálft prósent mannfjöldans um síðustu áramót. Pólverjar eru líkt og undanfarin ár fjölmennastir í hópi innflytjenda.","main":"Um síðustu áramót bjuggu 57.126 innflytjendur á Íslandi eða 15,5% mannfjöldans, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Það er lítilleg fjölgun milli ára. Innflytjendum heldur því áfram að fjölga en árið 2012 voru þeir 8% íbúa landsins. Samanlagt hefur hlutfall fyrstu og annarrar kynslóðar innflytjenda aldrei verið hærra, eða 17,1% íbúa. Fólki með erlendan bakgrunn, öðrum en innflytjendum fjölgaði lítillega milli ára og telst nú 7,1%. Ríflega 20 þúsund Pólverjar bjuggu á Íslandi um áramót og eru þeir langfjölmennasti hópurinn. Litáar og Filippseyingar koma næstir en eru þó mun færri. Hæst hlutfall innflytjenda býr á Suðurnesjum eða tæp 28 prósent íbúanna en lægst er hlutfallið á Norðurlandi vestra, níu og hálft prósent. Í fyrra fengu 395 íslenskan ríkisborgararétt sem er nokkur fækkun frá 2019 þegar fjöldinn var 437. Undanfarin 30 ár hafa fleiri konur en karlar fengið ríkisborgararétt ár hvert. Innflytjandi er fæddur erlendis og foreldrar, afar og ömmur hans einnig en innflytjandi af annarri kynslóð á foreldra sem teljast vera innflytjendur. Sé annað foreldri erlent telst fólk hafa erlendan bakgrunn og eins það fólk sem fætt er í útlöndum en á foreldra fædda hér á landi.","summary":"Pólverjar eru líkt og undanfarin ár fjölmennastir í hópi innflytjenda hér. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna að innflytjendum heldur áfram að fjölga í landinu bæði af fyrstu og annarri kynslóð."} {"year":"2021","id":"93","intro":"Landris heldur áfram við Öskju og nemur nú 15 sentimetrum. Sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga á Veðurstofunni segir margt benda til að hægt hafi á risinu.","main":"Landris fór að mælast við Öskju í byrjun ágúst og nemur það nú 15 sentimetrum síðan þá. Landris getur verið vísbending um kvikusöfnun og undanfari eldgoss. Benedikt Gunnar Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofunni, er í hópi vísindamanna sem fylgist grannt með gangi mála á svæðinu.\nSvona gróft á litið virðist staðan vera bara mjög svipuð. Það er enn þá landris virðist vera þó það sé enn þá hægar en það var í upphafi. Hvernig metur þú framhaldið? Það er voða erfitt að spá fyrir um það. Það getur náttúrlega verið að það sé að hægja á þessu og landrisið sé að stoppa en svo aftur á móti þá virtist það líka vera að stoppa þarna í upphafi tímabilsins en svo fór það bara af stað aftur.\nÍ síðustu viku fór hópur vísindamanna á svæðið til að setja upp fleiri mæla. Benedikt segir of snemmt að túlka þau gögn.\nVið erum þegar farin að sjá gögn úr því. Þannig að við erum alveg farin að sjá niðurstöður en það er bara fullsnemmt að túlka gögnin frá þessum nýju stöðvum. Það eru ekki nema örfáir dagar sem við við erum að sjá af gögnum.","summary":"Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að margt bendi til þess að hægt hafi á landrisi við Öskju. Vísindamenn fylgjast áfram grannt með framvindunni. "} {"year":"2021","id":"93","intro":"Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu tuttugu og einn og hálfan milljarð króna í arðgreiðslur í fyrra, tvisvar sinnum meira en árið á undan. Þetta kemur fram í samantekt Deloitte sem var kynnt á Sjávarútvegsdeginum í morgun.","main":"Í kynningu Deloitte kom fram að helmingur arðgreiðslnanna árið 2020 hefðu tilheyrt dótturfélögum Samherja, og að þau hefðu greitt arð til móðurfélags, sem greiddi ekki arð til sinna hluthafa.\nBein opinber gjöld sjávarútvegsfyrirtækja námu 17,4 milljörðum, en inni í þeim eru veiðigjöld, tekjuskattur og áætlað tryggingagjald. Gjöldin hafa ekki verið lægri á síðustu fimm árum, að undanskildu árinu 2017, og þetta er í fyrsta sinn á fimm árum sem bein opinber gjöld eru lægri en arðgreiðslur.\nÍ kynningunni fjallaði Jónas Gestur Jónasson, löggildur endurskoðandi hjá Deloitte, um að íslenskur sjávarútvegur hefði komist nokkuð klakklaust í gegnum erfitt ár í fyrra. Heildartekjur í greininni jukust um fjóra milljarðar frá árinu 2019, um eitt komma fimm prósent, og voru 284 milljarðar króna.\nHagnaður dróst þó verulega saman, úr 43 milljörðum árið 2019 í 29 milljarða. Verðvísitala sjávarafurða í erlendri mynt lækkaði um tvö komma fimm prósent frá árinu 2019 en gengi íslensku krónunnar lækkaði um 11 prósent og gengistap dró hagnaðinn niður um 19 milljarða. Gengisbreytingar skýra líka að miklu leyti versnandi skuldastöðu sjávarútvegsins en heildarskuldir jukust um 11 prósent frá árinu 2019.","summary":null} {"year":"2021","id":"93","intro":"Stjórnarandstaðan krefst þess að ítarlegri umræða verði um fyrirhugaða sölu á dótturfyrirtæki Símans, Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Formaður Viðreisnar hefur óskað eftir að forsætisráðherra hitti formenn allra flokka til að ræða málið.","main":"Nauðsynlegt er að tryggi öryggi við sölu á Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Þetta er mat stjórnarandstöðunnar. Hún furðar sig á að ríkisstjórnin og Þjóðaröryggisráð hafi ekki verið búin að bregðast fyrr við fyrirhugaðri sölu á fyrirtækinu.\nSíminn er langt kominn með sölu á dótturfyrirtækinu Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Síminn á í einkaviðræðum við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um söluna. Forsætisráðherra sagði í fréttum RÚV í gær að málið hefði verið tekið upp á vettvangi þjóðaröryggisráðs. Þá hefði verið rætt við Símann um hvernig unnt yrði að tryggja þjóðar- og almannaöryggi óháð eignarhaldi.\nLogi Már Einarsson, formaður Samfylkinginarinnar, segir flokkinn lengi hafa viljað skilja að grunninnviði frá öðrum rekstri, við dræmar undirtektir.\nNú er þetta að fara mögulega í hendurnar á erlendum fjárfestingasjóðum og við vitum ekkert hverjir þessir aðilar eru. Ég held að það sé augljóst að löggjafinn þarf að taka þetta föstum tökum og tryggja öryggi almennings. Þetta eru mikilvægir almannainnviðir og það er nauðsynlegt að það sé hafið yfir allan vafa að almenningur geti notað þá.\nÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, óskaði í morgun eftir að forsætisráðherra myndi ræða við formenn allra flokka á Alþingi.\nÚtfrá öryggismálum finnst mér ekki hafa verið staðið vel að þessu. Það er alveg með ólíkindum að hlusta á forsætisráðherra í fréttum hjá ykkur í gær boða eitthvert frumvarp núna á næstunni þegar það hefur legið fyrir í tæp tvö ár að þetta væri að fara að gerast. Ég velti fyrir mér hvað þjóðaröryggisráð er búið að gera allan þennan tíma því þetta er risa öryggismál fyrir okkur Íslendinga og ég trúi ekki öðru en þjóðaröryggisráð sé búið að kortleggja þetta allt en mér sýnist á flestu að heimavinnan hafi ekki verið unnin nægjanlega vel.\nBergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tekur undir með Þorgerði um að sé furðulegt að málið hafi ekki verið tekið fyrir fyrr í Þjóðaröryggisráði.\nÞað er sama þjóðaröryggisráð og hafði mjög litlar ef nokkrar skoðanir á til að mynda 87. gr. fjarskiptalaga á síðasta þingi sem sneru að því hvaðan mætti kaupa fjarskiptainnviði. Þannig að manni sýnist fljótt á litið ekki fara saman hljóð og mynd hvað áhyggjur stjórnvalda varðar af þessu máli.\nInga Sæland, formaður Flokks fólksins, tekur undir kröfur Þorgerðar Katrínar um fund með forsætisráðherra.\nÞetta varðar þjóðaröryggi þannig að það er ástæða til þess að ræða þetta mun betur en virðist vera í kortunum núna. Þetta er okkar grunnnet. Allt saman heila klabbið fer í gegnum Mílu. Það verður að hugsa fyrir því vel og vandlega ef það á að selja það frá okkur og láta einhvern annan taka yfir og það erlendis.","summary":"Stjórnarandstaðan krefst þess að rækilega verði farið ofan í fyrirhugaða sölu á dótturfyrirtæki Símans, Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Formaður Viðreisnar hefur óskað eftir að forsætisráðherra hitti formenn allra flokka til að ræða málið. "} {"year":"2021","id":"93","intro":"Gular viðvaranir, hvassviðri og úrkoma einkenna veðurkortin í dag. Vetrarfærð er víða á fjallvegum um landið vestan-, norðan- og austanvert og aðstæður varasamar ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.","main":"Gul veðurviðvörun er nú á Breiðafirði, Vestfjörðum, Austfjörðum og á Suðausturlandi. Spáð er rigningu eða slyddu norðan- og austanlands í dag, og dálitlum éljum þar seinnipartinn, en yfirleitt þurrt á Suður- og Vesturlandi. Úrkomuviðvörun er á Austurlandi þar sem spáð er talsverðri rigningu og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum. Ekki var þó talin ástæða til rýmingar á Seyðisfirði þar sem sólarhringsúrkoma fer ekki yfir þau mörk sem hlíðin hefur áður tekið við frá því skriður féllu í desember síðastliðnum. Vel er þó fylgst með mælum í hlíðum ofan Seyðisfjarðar og viðeigandi ráðstafanir gerðar þyki ástæða til.\nVetrarfærð er víða á fjallvegum og eru aðstæður varasamar ökutækjum sem taka á sig mikinn vind, að því er segir í athugasemdum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Er ökumenn hvattir til að fylgjast með færð á vegum á heimasíðu Vegagerðarinnar eða hafa samband í síma 1777.","summary":null} {"year":"2021","id":"94","intro":"Sóttvarnalæknir skilaði í morgun minnisblaði til heilbrigðisráðherra um næstu skref í sóttvarnaaðgerðum. Hann gerir ekki beinar tillögur, heldur leggur fram þrjá ólíka kosti.","main":"Núgildandi reglugerð rennur út á miðvikudaginn og hefur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir þegar sent heilbrigðisráðherra minnisblað. Í því fer hann yfir stöðu faraldursins og leggur fram þá kosti sem stjórnvöld standa frammi fyrir.\nÍ mínum huga eru þrír kostir núna, annað hvort að halda óbreyttri stöðu, óbreyttum takmörkunum, slaka á í skrefum eða aflétta öllu og ég svona reifa kostina og ókostina við það.\nÞórólfur leggur áherslu að draga verði lærdóm af fyrri ákvörðunum og sjálfur hallast hann að því að varfærin skref séu ákjósanlegust.\nÉg hef alltaf talað fyrir því að við gerðum þetta hægt og örugglega en það eru náttúrlega bara mismunandi sjónarmið í því og það eru stjórnvöld sem þurfa að taka endanlega ákvörðun um þetta.\nÞórólfur segir stöðuna heilt yfir góða en þó hafi orðið smitum fjölgað aukning í fjölda smita síðustu daga og um helgina. Fjórar innlagnir voru á sjúkrahús um helgina. Tilfellum á Akureyri hefur fækkað töluvert og eru flest tilfellin sem nú greinast á höfuðborgarsvæðinu.\nÞórólfur segir aukningu síðustu daga mögulega til marks um að fólk sé farið að virða reglurnar að vettugi. Sjálfur segist hann finna fyrir aukinni gagnrýni á hans störf en að hann taki hana ekki nærri sér.\nÉg lít nú ekki á þetta sem vinsældakosningu, alls ekki þannig. Mér finnst hins vegar miður þegar menn tala eða segi beint út að þetta sé búið og covid sé bara búið. Ég held að það sé ekki rétt og ég held að menn ættu að varast að tala þannig óvarlega. En vissulega er það þannig að fólk er farið að slaka verulega á og kannski hlustar ekki jafnmikið á það sem sagt er. Það er bara partur af þessu ferli og óhjákvæmilegt að fólk fari að líta til annarra átta.","summary":"Sóttvarnalæknir hefur skilað heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði um næstu skref í faraldrinum. Hann gerir ekki beinar tillögur heldur útlistar þrjá kosti með kostum og göllum. Þeir kostir eru óbreytt staða, aflétting í skrefum eða afnám allra takmarkana. "} {"year":"2021","id":"94","intro":"Embætti landlæknis hefur til meðferðar þrjú mál sem varða skimun fyrir krabbameini í brjóstum. Lögmaður tíu kvenna sem telja sig ekki hafa fengið viðhlítandi þjónustu hjá Krabbameinsfélaginu telur brýnt að kanna misbresti í greiningunni, á sama hátt og leghálsskimun var könnuð á síðasta ári.","main":"Eftir nýlegar vendingar í þessum málum þá teljum við að það hafi líka mistök verið gerð í þessum brjóstaskimunum, eins og í þessum leghálssýnamálum.\nsegir Sævar Þór Jónsson lögmaður. Tíu konur hafa leitað til hans vegna brjóstaskimunar hjá Krabbameinsfélaginu á árunum 2016 til 2020 og Sævar hefur tilkynnt Landlæknisembættinu um fimm mál. Hann segir þau öll sambærileg en nefnir sérstaklega mál einnar konu, sem Stöð tvö fjallaði um í lok september, sem hafði sögu um brjóstakrabbamein og fór í skimun vegna einkenna.\nþað fannst ekki neitt og það var ekki farið eftir ábendingum og ekki farið eftir ábendingum eða tekið tillit til sögu hennar um brjóstakrabbamein áður. Hún var ekki sátt við niðurstöðuna og hafði kallað eftir frekari athugun en fékk það ekki. Og það var ekki fyrr en hún leitaði sjálf til sérfræðings að það var farið í rannsókn og það kom í ljós sem hana hafði grunað, að hún væri komin með krabbamein.\nÍ áliti brjóstaskurðlæknis á Landspítala segir að konan hafi ekki fengið þá klínísku skoðun sem hún hefði átt að fá, og að það hafi seinkað mjög greiningarferlinu. Leitarstöð Krabbameinsfélagsins þurfti á síðasta ári að endurskoða á fjórða þúsund leghálssýna vegna mistaka við greiningu. Í kjölfarið benti landlæknir á að huga hefði þurft að formlegri umgjörð gæðamála, innra gæðaeftirliti og gæða- og öryggismenningu.\nþað er það sem þessar konur vilja, að það sé líka kannað varðandi brjóstaskimun, hvort það sama hafi ekki verið uppi á teningnum. Því þetta snýst auðvitað um að það sé ákveðið öryggi í því að fara í eftirlit","summary":null} {"year":"2021","id":"94","intro":"Eðlilegt er að aflétta sóttvarnatakmörkunum innanlands segja formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Sigurður Ingi Jóhannsson segir að reynsla annarra Norðurlandaþjóða af að aflétta takmörkunum sé góð og að Íslendingar séu á svipuðum stað.","main":"Sig. Ingi: Ég er á þeirri skoðun að það sé ekki þannig að við þurfum að rökstyðja hið venjulega líf okkar heldur þarf alltaf að rökstyðja ef þú vilt takmarka það. Það er ekki hægt að snúa þeirri sönnunarbyrði við.\nFinnst þér að eiga að aflétta öllum aðgerðum?\nEins og staðan er núna finnst mér það á margan hátt eðlilegt. Við bíðum auðvitað eins og við höfum gert eftir tillögum sérfræðinga og síðan er það bara mat okkar.\nBjarni Ben: Já mér finnst komið að því að við hættum með takmarkanir hér innanlands já. Það er bara spurning með tímasetninguna. Ég geri ráð fyrir því að það komi tillögur um það á næstunni.\nÞað er síðan eitthvað sem mér finnst að ætti að koma í kjölfarið þannig að við tækjum þetta í skrefum.","summary":null} {"year":"2021","id":"94","intro":"Mögulegar skriður úr bráðnandi sífrera í Strandartindi ofan Seyðisfjarðar ógna atvinnuhúsnæði á staðnum, þar á meðal frystihúsinu. Ekki er gert ráð fyrir að verja atvinnusvæðið heldur aðeins íbúðarhús.","main":"Það er ekki aðeins skriðuhætta á Seyðisfirði vegna rigninga því undir Strandartindi, langt fyrir ofan skriðusvæðið, er viðvarandi hætta á skriðuföllum úr bráðnandi sífrera. Tómas Jóhannesson er ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands.\nÍ hlýnandi veðurfari þá þiðnar þessi sífreri að einhverju leyti og þá telja menn að meiri hætta sé á skriðuföllum úr þeim hlíðum þar sem sífrerinn er í brattlendi. Það er sem sagt talið að margar af þeim skriðum sem fallið hafa úr Strandartindi í gegnum tíðina eigi upptök í þessu svæði. Þar sem talið er að sífreri sé undir yfirborði. Þetta svæði er allstórt og í um 700 metra hæð. Og ber öll merki þess að laus jarðefni séu þar á hreyfingu. Og velti áfram. Þarna eru hryggir og lægðir og yfirborðsform sem benda til talsvert mikillar hreyfingar.\nÞað svæði sem helst er í hættu vegna sífrerans er undir svokölluðum Þófa, en þar undir ar atvinnuhúsnæði, bæði bræðslan og frystihús Síldarvinnslunnar, verkstæði og gistiheimili. Efni úr sífreranum gæti líka farið í farvegi innar í bænum og ógnað húsum við skriðusvæðið síðan í desember.\nSífrerinn er vaktaður með nákvæmum radar sem mælir hreyfingu í hlíðinni á þriggja klukkutíma fresti. Einnig verða settir speglar í sífrerann og verður hreyfing á þeim mæld á 20 mínútna fresti.\nEn við teljum að það muni verða einhver aðdragandi að svona skriðufalli. En fyrir það svæði bæjarins sem er utan við svokallað Múlasvæði: Þar er komin sú niðurstaða að ekki sé tæknilega auðvelt að bregðast við þessari hættu. Þannig að verkfræðistofa og erlendir sérfræðingar sem vinna að þessu hafa komist að þeirri niðurstöðu að svæðið við Stöðvarlæk og Skuldarlæk og þar fyrir utan sé ekki hentugt að verja. Bæjaryfirvöld þurfa þá að móta skipulag af svæðinu miðað við það þeirra á meðal hvernig hugað verður að framtíðarstarfsemi í frystihúsinu eða hvaða aðstöðu verður komið upp fyrir þá vinnslu. Ef hún verður færð sem hefur verið til umræðu. En í undirbúningi ofanflóðavarna sem nú er í gangi þá er ofanflóðasjóður og bæjarfélagið fyrst og fremst að beina athyglinni að íbúðarhúsnæði. Þannig að það er ekki til athugunar núna á næstunni að grípa til varna á því svæði þannig að það er þá fyrst og fremst vöktun sem beitt er til þess að auka öryggi á því svæði.","summary":null} {"year":"2021","id":"94","intro":"Síminn er langt kominn með sölu á dótturfyrirtækinu Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Síminn á í einkaviðræðum við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um söluna.","main":"Síminn undirritaði í dag samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans Mílu. Í samkomulaginu felst engin trygging eða skuldbinding um að af viðskiptunum verði en ef af verður býðst íslenskum lífeyrissjóðum aðkoma að kaupunum að því er fram kemur í tilkynningu frá Símanum í dag. Ætlunin er að skrifa undir skuldbindandi samning eins fljótt og verða má. Fjarskiptakerfi Mílu hefur mikilvægu innviðahlutverki að gegna á Íslandi, en það rekur innviði fjarskipta á landsvísu, ljósleiðarakerfið. Viðskiptin eru það viðamikil að búast má við auknu streymi gjaldeyris og óvenjulegum hreyfingum á gengi krónunnar til skamms tíma. Ætlun Símans er að draga úr áhrifum á gjaldeyrismarkað með fulltingi Seðlabankans. Einnig segir í tilkynningu Símans að hagsmunir neytenda verði tryggðir og unnið með hinu opinbera að upplýsingagjöf og öryggismálum. Mögulegt kaupverð er ekki gefið upp en gengi hlutabréfa í Símanum hefur hækkað um rúm 5 prósent það sem af er degi.","summary":"Síminn er langt kominn með sölu á fjarskiptafyrirtækinu Mílu, sem rekur meðal annars ljósleiðarakerfi um allt land. Einkaviðræður standa yfir við franskt sjóðastýringarfélag. "} {"year":"2021","id":"94","intro":"Hafnarverkamenn í Trieste á Ítalíu hafa síðan á föstudag mótmælt svonefndum heilsupössum sem þeir þurfa að sýna til að mega mæta til vinnu. Hópnum var sundrað í dag með táragasi og vatni úr háþrýstidælum.","main":"Lögregla í Trieste á Ítalíu beitti táragasi og háþrýstidælum í dag til að sundra hópi hafnarverkamanna, sem mótmæla reglum um svonefnda heilsupassa. Þá þurfa allir að hafa til að mega mæta til vinnu.\nReglurnar um græna passa eða heilsupassa gengu í gildi á Ítalíu á föstudag. Þeim verður fólk að framvísa til að mega mæta til vinnu utan heimilis, ella verður það sent í launalaust leyfi og á allt að fimmtán hundruð evra sekt yfir höfði sér. Til að fá passana þarf fólk að vera fullbólusett gegn kórónuveirunni, hafa náð sér af COVID-19 eða sýnt fram á nýja neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.\nFyrirfram var búist við mótmælum við pössunum, einkum meðal verkamanna. Talið er að um þrjár milljónir þeirra séu óbólusettar á Ítalíu. Enda fór það svo að efnt var til mótmæla, þar á meðal við höfnina í Trieste. Allt að 6.500 manns tóku þátt í þeim á föstudag. Frá því hefur fækkað í hópnum. Nokkur hundruð tóku þátt í að loka einum inngangi að höfninni með því að setjast þar niður. Hópur óeirðalögreglumanna mætti á staðinn og hrakti hópinn út á bílastæði í grenndinni með táragassprengjum og vatni úr háþrýstidælum eftir að hafa reynt að bera mótmælendur á brott. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar á Ítalíu mótmæltu aðgerðum lögreglunnar og sögðu þær í engu samræmi við tilefnið, friðsöm mótmæli gegn heilsupössunum. Hafnarverkamenn hóta að halda aðgerðum áfram fram á fimmtudag.","summary":"Hafnarverkamenn í Trieste á Ítalíu hafa síðan á föstudag mótmælt svonefndum heilsupössum sem þeir þurfa að sýna til að mega mæta til vinnu. Hópnum var sundrað í dag með táragasi og vatni úr háþrýstidælum."} {"year":"2021","id":"94","intro":"Hugmyndir Alþjóða knattspyrnusambandsins um að halda HM karla í fótbolta á tveggja ára fresti í stað fjögurra, hefur fallið í grýttan jarðveg margra annarra íþróttasambanda. Nú hefur Alþjóða Ólympíunefndin látið í sér heyra og er langt frá því að vera sátt við hugmyndirnar.","main":"HM karla í fótbolta og sumarólympíuleikar hafa verið haldin á fjögurra ára fresti, en þessir stærstu alþjóðlegu íþróttaviðburðir heims ber þó ekki upp á sama árið. Það gæti þó breyst verði hugmyndir FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins að veruleika að fjölga heimsmeistaramótum karla í fótbolta. IOC, Alþjóða Ólympíunefndin hefur líka mótmælt þessu harðlega, enda mikið í húfi, ekki síst hvað varðar markaðsmál. IOC hefur þess vegna sent frá sér sérstaka tilkynningu þar sem ráðahag FIFA er mótmælt og segir FIFA aðeins vera að hugsa um sinn eigin hag, en ekki um skaðann sem getur hlotist fyrir leikmenn, félög, knattspyrnusambönd einstakra landa og alþjóða sambönd annarra íþróttagreina. Meðal þess sem IOC bendir á í yfirlýsingu sinni er líka að ekkert kynjajafnrétti sé fólgið í því að ætla að halda HM karla í fótbolta á tveggja ára fresti en HM kvenna áfram á fjögurra ára fresti. Aðildarsambönd FIFA eru 211 af þeim koma samtals 65 frá Evrópu og Suður-Ameríku. Þau hafa þó jafnframt hótað því að taka ekki þátt í HM verði af hugmyndum FIFA að fjölga heimsmeistaramótum. Nánar verður farið í saumana á þessu í hádeginu á Rás 1 hér eftir fréttir.\nÞó aðeins séu þrjár vikur síðan bikarmeistarar í körfubolta voru krýndir, hófst bikarkeppnin á ný í gærkvöld. Keflavík burstaði Íslandsmeistara Vals í 1. umferð kvenna, 78-44 og Valur er því úr leik. Njarðvík vann svo stórsigur á Vestra, 87-46. Í 1. umferð karla vann Valur Ármann 95-69 og Tindastóll vann 51 stig sigur á Skallagrími, 112-61. Fyrstu umferð karla lýkur í kvöld með þremur leikjum sem allir hefjast klukkan korter yfir sjö. Hamar tekur á móti Vestra í Hveragerði. Selfoss fær ÍA í heimsókn og Sindri fær ÍR til sín á Höfn í Hornafirði.","summary":null} {"year":"2021","id":"94","intro":"Matvælastofnun varar við tínslu á kræklingi í Hvalfirði þar sem þörungaeitur hefur greinst langt yfir viðmiðunarmörkum. Sérfræðingur hjá stofnuninni segir eitrið mælast á hverju sumri en sé farið að teygja sig lengra inn á haustið.","main":"Á þessum tíma árs er algengt að fólk gangi fjörur í Hvalfirði og tíni sér krækling til matar en það er ekki alltaf hættulaust. Fulltrúar Matvælastofnunar voru við rannsóknir við Fossá í Hvalfirði undir lok september þar sem sýni voru tekin. Í ljós kom að magn eiturs er langt yfir viðmiðunarmörkum. Ingibjörg Jónsdóttir er fagstjóri hjá Matvælastofnun.\nEiturþörungar greindust í vor og því hafa verið viðvaranir í allt sumar að tína krækling í Hvalfirði en núna tókum við sýni og vorum að vonast til þess að þetta værir liðið hjá en það reyndist ekki vera, því miður -Þetta var töluvert magn sem að mældist ekki satt?- Jú, hámarkið er 160 míkrógröm í kílói en þarna voru 1150 að greinast.\nHún segir eitrið geta valdið óþægindum strax eftir inntöku.\nÞetta er semsagt DSP eitur og það veldur svona maga einkennum, kviðverkjum, ógleði, uppköstum og niðurgangi og þetta byrjar jafnvel bara nokkrum klukkutímum eftir að þú borðar og líður hjá á fáum dögum.\n-Hvernig er þróunin í þessu, finnst þér þetta vera að aukast?-\nÞetta hefur nú verið í gangi síðan við fórum að fylgjast með þessu, eiturþörungar blómstra og koma upp á sumrin en aðeins höfum við orðið vör við að þetta nær lengra fram á haustið að það greinist eitur í kræklingnum. En hvort að það sé vegna hlýnunar sjávar en það er ekki fyrir mig að segja.","summary":"Matvælastofnun varar við kræklingi í Hvalfirði þar sem þörungaeitur hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum. Eitrið getur valdið allskonar vanlíðan. kviðverkjum, niðurgangi, ógleði og uppköstum. "} {"year":"2021","id":"95","intro":"Nemendur á Svalbarðseyri hafa nú pakkað í tímahylki verkum sem þau unnu á tímum faraldursins og tengjast upplifun þeirra á honum. Tilgangurinn er að halda utan um upplifun barnanna fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar.","main":"Björg Erlingsdóttir, sveitarstjóri á Svalbarðsströnd og nokkrir nemendur í grunnskólanum komu saman á Safnasafninu til að pakka niður listaverkum og munum í tímahylki. Verkin hafa verið til sýnis á safninu undanfarinn mánuð.\nTímahylkið er verkefni sem við erum búin að vera að vinna að hér á Svalbarðsströnd frá því við upphaf Covid. Okkur fannst svo augljóst að það væru einhverjar miklar breytingar framundan.\nVið skrifuðum tímarit um upplifun fólks um hvernig covid er að hafa áhrif á hversdaginn okkar og hvernig eru að lifa með því.\nHvernig fannst þér að vera í þessum covid-tíma?\nÞað svolítið leiðinlegt að vera einn stundum, mega ekki að hitta neina en annars var það bara fínt.\nÆtlunin er að opna tímahylkið við hátíðlega athöfn eftir 50 ár að viðstöddum börnunum og framtíðarafkomendum þeirra.\nÞað verður örugglega mjög spennandi að sjá þegar við opnum það aftur.\nOg hvað ertu þá gömul? 62 ára.\nMeð því að pakka niður munum tengdum faraldrinum var von um að hægt yrði að kveðja veiruna. Svo var ekki raunin og hefur faraldurinn sjaldan haft eins mikil áhrif á Svalbarðsströnd og á síðustu vikum. Grunnskólabörnin fóru öll í sóttkví og forseti Íslands lenti í smitgát vegna heimsóknar á sýningu listaverkanna sem eru í tímahylkinu.\nÍ lokin þegar við héldum að við værum að setja veiruna ofan í kassa og loka\nfyrir þá er hún ekkert að gefa eftir sem er svolítið táknrænt fyrir þetta allt saman.","summary":"Nemendur á Svalbarðseyri hafa pakkað listaverkum ofan í tímahylki sem þau unnu í faraldrinum og tengjast upplifun þeirra á honum. "} {"year":"2021","id":"95","intro":"Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi vegna austanstorms. Búast má við versnandi færð samhliða vondu verði. Margir eru enn á sumardekkjum og ástæða til að fara með gát.","main":"Veðrið versnar eftir því sem líður á daginn og enn sem komið er eru flestar leiðir opnar. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni rétt fyrir hádegi er engar lokanir í aðsigi að svo stöddu, en vetrarfærð er á nokkrum fjallvegum og éljagangur, eins og til að mynda Öxnadalsheiði, Fjarðarheiði og á Siglufjarðarvegi. Í morgun var Nesjavallaleið lokað vegna veðurs og aðstæðna. Á öðrum leiðum er hálka eða hálkublettir. Nokkrir bílar hafa lent út af vegi í krapanum, til að mynda á Hellisheiði og á Reynisfjalli. Engin slys hafa orðið á fólki og björgunarsveitir hafa ekki þurft að koma fólki til aðstoðar í morgun en eru í viðbragðsstöðu að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Hann segir að margir séu enn á sumardekkjum og ekki búnir undir vetrartíðina sem virðist vera yfirvofandi.\nÞeir sem hyggja á ferðalög á milli landshluta eru hvattir til að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum, sérstaklega þeir sem eru á farartækjum sem taka á sig vind eða þeir sem eru með vagna í eftirdragi.","summary":null} {"year":"2021","id":"95","intro":"Fjórir af hverjum fimm nemendum í 6., 8. og 10. bekk uppfylla ekki viðmið um ráðlagða daglega hreyfingu. Þetta sýnir ný rannsókn. Strákar hreyfa sig meira en stelpur og skólaíþróttir skipta sköpum fyrir börn sem ekki eru í skipulagðri hreyfingu.","main":"Í rannsókninni var meðal annars kannað hversu oft í viku börnin hreyfðu sig. Þórdís Lilja Gísladóttir, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands, var einn rannsakenda:\nÞað er einungis 21% barna í þessum bekkjum sem hreyfa sig daglega eins og alþjóðlegar ráðleggingar gera ráð fyrir. En þær snúa að því að börn hreyfi sig í klukkutíma daglega.\nEftir því sem krakkarnir verða eldri hreyfa þau sig minna og strákar hreyfa sig meira en stelpur.\nÍ 6. bekk ná 27% drengja viðmiðunum og 19% stúlkna og í 10. bekk eru aðeins 16% stúlkna sem ná viðmiðunum en 23% drengja.\nRannsóknin sýndi að nemendur af erlendum uppruna hreyfðu sig sjaldnar, þeir sem bjuggu með báðum kynforeldrum hreyfðu sig meira og það gerðu líka börn úr vel stæðum fjölskyldum. Ekki var munur á hreyfingu eftir búsetu. Þórdís segir að niðurstöðurnar sýni mikilvægi skólaíþrótta:\nÞrátt fyrir þessar sláandi niðurstöður þá engu að síður náði 83% nemenda að hreyfa sig að minnsta kosti þrisvar í viku og við ályktum að skólaíþróttirnar skipti þar höfuðmáli.\nVið vitum að mjög margir skólar eru að reyna að auka við hreyfingu fyrir utan þessa 3 lögbundnu íþróttatíma.","summary":"Ný rannsókn sýnir að einungis einn af hverjum fimm nemendum í 6., 8. og 10. bekk uppfyllir viðmið um daglega hreyfingu. Strákar hreyfa sig meira en stelpur og efnahagur foreldra hefur áhrif."} {"year":"2021","id":"95","intro":"Rússneskt kvikmyndagerðarfólk, leikkona og leikstjóri, sneru aftur til Jarðar í nótt eftir tólf daga dvöl í alþjóðlegu geimstöðinni ISS þar sem þau tóku upp atriði fyrir fyrstu leiknu kvikmyndina í fullri lengd, sem að stórum hluta er tekin upp á sporbaug um Jörðu.","main":"Leikkonan Júlía Peresild og leikstjórinn Klim Sjipenkó, lögðu ásamt geimfaranum Oleg Novitsky af stað frá alþjóðlegu geimstöðunni í gærkvöld með geimferjunni Soyuz MS-19. Tvö þau fyrrnefndu höfðu verið við tökur þar síðan fimmta október en Novitsky hafði dvalið í geimstöðinni í hálft ár. Allt var þetta sýnt beint hjá rússnesku geimferðastofnuninni Roscosmos, sem og þegar geimferjan lenti heilu og höldnu á hásléttum Kasakstan um hálf fimm leytið í morgun að íslenskum tíma.\nVel var tekið á móti þeim skötuhjúum þegar þeim var fylgt úr geimferjunni og þeim ákaft fagnað. Ef áætlanir ganga eftir verður myndin, sem ber heitið Áskorunin og er vísindaskáldsaga, sú fyrsta í fullri lengd sem verður að stærstum hluta tekin í geimnum. Sú mynd fjallar um skurðlækni sem er sendur í geimstöðina til að bjarga geimfara. En það er annars svipað verkefni í gangi í Hollywood í samstarfi við NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, og þar er Tom Cruise í aðalhlutverki. Ekki er hins vegar búið að taka neitt í geimnum fyrir þá mynd, eins og Rússarnir eru nú búnir að gera. Ekkert hefur þó verið gefið upp um hvenær rússneska myndin kemur fyrir sjónir almennings.","summary":"Tökum á fyrstu kvikmyndinni í fullri lengd sem tekin er í geimnum lauk í gær og kvikmyndagerðarfólkið sneri aftur til jarðar í nótt. Myndin, sem er rússnesk, verður líklega tilbúin á undan samskonar mynd frá Hollywood. "} {"year":"2021","id":"95","intro":"Á sjötta hundrað birkiplöntur verða gróðursettar í haust á hálendinu frá Heklu að Hrauneyjum. Gróðurreitir á þessu svæði eru hugsaðir sem fræbankar fyrir framtíðina og að birkið sái sér þaðan sjálft yfir nærliggjandi svæði.","main":"Það var hópur á vegum verktakans Gone West sem gróðursetti allar þessar birkiplöntur. Á vef Skógræktarinnar segir að líklega sé þetta mesta plöntun um getur í sögu skógræktar á Íslandi þar sem einn hópur gróðursetur á sama svæði. Alls voru gróðursettar 456.000 birkiplöntur á um 210 hekturum á Hekluskógasvæðinu og upp í Hrauneyjar. En þar með er ekki allt upp talið því annar verktaki er að gróðursetja um 100.000 birkiplöntur á svipuðum slóðum. Í allt verður því talsvert meira en hálf milljón birkiplantna komið í jörð á Hrauneyjasvæðinu áður en vetrar. Plönturnar koma flestar frá Sólskógum í Kjarnaskógi og Kvistabæ í Biskupstungum. Þeir reitir sem nú hefur verið gróðursett í eru hugsaðir sem fræbankar fyrir framtíðina. Að birkið sái sér sjálft úr þeim yfir nærliggjandi svæði á næstu áratugum og ef vel tekst til mun birkið breiðast með sjálfsáningu yfir þúsundir hektara í nágrenninu. Skógræktin hefur haft yfirumsjón með þessum verkefnum í samvinnu við Landgræðsluna og við uppgræðslu hefur meðal annars verið notað kjötmjöl. Næsta vor stendur til að bera á þau svæði sem gróðursett var í nú í september.","summary":null} {"year":"2021","id":"95","intro":"Maðurinn sem talinn er hafa myrt breska þingmanninn David Amess á föstudag hafði áður vakið athygli lögreglu og var skikkaður á forvarnarnámskeið þar sem þess er freistað að snúa þekktum og mögulegum öfgamönnum af rangri braut.","main":"Meintur morðingi er 25 ára gamall Breti, Ali Harbi Ali að nafni, og er í haldi bresku hryðjuverkalögreglunnar í Lundúnum, þar sem hann sætir yfirheyrslum. Hann réðst á Amess á opnum kjördæmafundi í kirkju í smábænum Leigh-on-Sea í Essex og stakk hann margsinnis með hnífi. Samkvæmt frétt BBC var hann sendur á fyrrgreint námskeið fyrir nokkrum árum, en kláraði það ekki. Hann var heldur aldrei settur á skrá lögreglu yfir öfgamenn sem ástæða þætti til að fylgjast sérstaklega með. Kennarar, heilbrigðisstarfsfólk og jafnvel almennir borgarar geta sent yfirvöldum ábendingar um fólk sem það telur hallt undir hættulegar öfgakenningar. Þær ábendingar eru teknar til skoðunar hjá sérfræðihópi lögreglu, félagsráðgjafa og fleira fagfólks, sem ákvarðar hvort ástæða þyki til að grípa til einhverra aðgerða og þá hverra. Sir David Amess var 69 ára gamall þingmaður breska Íhaldsflokksins, kvæntur og fimm barna faðir. Hann hafði verið þingmaður frá 1983.","summary":null} {"year":"2021","id":"95","intro":"Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings í fótbolta, segir að það verði erfitt að finna arftaka varnarjaxlanna Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen sem lögðu skóna á hilluna eftir bikarúrslitaleikinn í gær.","main":"Víkingur vann ÍA í bikarúrslitaleiknum 3-0 á Laugardalsvelli og varð þar með fimmta liðið í karlaflokki til að vinna bikartvennuna svokölluðu, það er, að verða Íslands- og bikarmeistari á sama tímabilinu. Tíu ár eru síðan þetta gerðist síðast eða þegar KR varð tvöfaldur meistari árið 2011. Reynsluboltarnir Kári og Sölvi hafa að öðrum ólöstuðum verið í lykilhlutverki sem leiðtogar í Víkingsliðinu sem verður án þeirra á næsta tímabili. Þá bíður Víkinga ekki aðeins vörn þessarra tveggja titla heldur þátttaka í forkeppni meistaradeildarinnar. Arnar þjálfari viðurkennir að nú taki við erfitt verkefni að finna arftaka þeirra.\nSelfoss náði dramatísku jafntefli við Jeruzalem Ormoz frá Slóveníu, 31-31, í fyrri leik liðanna í annarri umferð Evrópubikars karla í handbolta á Selfossi í gærkvöld. Selfyssingar skoruðu þrjú mörk í röð á síðustu tveimur mínútunum og Einar Sverrisson jafnaði leikinn á lokasekúndunni. Seinni leikur liðanna verður í Slóveníu um næstu helgi. Alls eru þrjú íslensk karlalið og tvö kvennalið í eldlínunni í Evrópukeppninni um þessa helgi og má lesa nánar um það á ruv.is.\nFyrsta umferði bikarkeppni karla og kvenna í körfubolta hefst í dag. Leikur kvennaliða Vals og Keflavíkur verður sýndur beint á RÚV2 klukkan 20 í kvöld.","summary":"Þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings í fótbolta, segir að það verði mikill hausverkur að finna arftaka leiðtoganna Kára Árnasonar og Sölva Geirs Ottesen sem lögðu skóna á hilluna eftir bikarúrslitaleikinn í gær."} {"year":"2021","id":"95","intro":"Erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt vegna ölvunar, slagsmála og líkamsárása. Fjögur útköll voru vegna heimilsofbeldis og vakti athygli lögreglu hversu vítt um höfuðborgarsvæðið útköll og verkefni dreifðust.","main":"Talsvert var um slagsmál í miðborginni þar sem meðal annars var tilkynnt um menn sem létu spörkin dynja á liggjandi manni.Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á starfsstöð tvö segir að lögreglan hafi haft í nógu að snúast.\nNóttin var erilsöm það er ekki hægt að segja annað og þó svo að fjöldi útkalla og verkefna hafi verið á pari við síðustu helgar. Það sem vakti athygli er að það var á öllum starfssvæðum lögreglunnar.\nErlill var mestur að kvöldi laugardags og fyrrihluta nætur.\nÞetta hefur verið þannig undanfarnar helgar, reglur sóttvarnatakmarkanir hafa verið þannig að veitingastaðir hafa mátt hafa opið til tólf og allir út klukkan eitt og fólk hefur bara verið farið úr miðbænum klukkan tvö. Maður sér til dæmis núna eftir nóttina að það er ekkert mikið um útköll svona í heimahús eftir lokun skemmtistaða.\nHann segir líkmamsárásirnar ekki hafa verið mjög alvarlegar en sum málin þurfa þó frekari rannsóknar við og önnur þarf að vinna áfram með barnavernd.\nEignaspjöll þar sem er fjórtán ára gerandi þar og þurfum að vinna það áfram með barnavernd. Svo þurfum við líka að tilkynna barnavernd um hluta af þessum ofbeldismálum. Sextán og sautján ára þolendur í máli, þannig að það þarf að vinnast áfram í framhaldinu.\nSíðarnefndmálið varðar hópslagsmál í Hagkaup í Garðabæ.","summary":"Mörg lögregluútköll voru á höfuðborgarsvæðinu í nótt, meðal annars vegna heimilsofbeldis, líkamsárása og slagsmála. Tvö mál, hópslagsmál og eignaspjöll, varða börn."} {"year":"2021","id":"96","intro":"Krísan á bráðamóttöku Landspítala bitnar verst á hjúkrunarfræðingum, að sögn bráðalæknis. Hver og einn hjúkrunarfræðingur þurfi að vera á hlaupum og sinna mun fleiri sjúklingum en eðlilegt geti talist. Það sé ástæða þess að margir þeirra treysti sér ekki til að vera í fullu starfi.","main":"það má ekki gleyma því sko að, og nú horfi ég bara og stendur mér bara næst samstarfsfólk mitt á bráðamóttökunni og þessi krísa sem hefur birst þar hún lendir langverst á hjúkrunarfræðingunum.\nSegir Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítala. Hann telur að hver hjúkrunarfræðingur ætti að vera með þrjá, í mesta lagi fjóra sjúklinga í sinni umsjá á hverjum tíma.\nNú eru mínir kollegar þar með kannski átta og upp í tólf í sinni umsjá og þetta náttúrulega gengur ekki.\nMikið álag sé á hjúkrunarfræðingum sem þurfi að hlaupa á vöktunum og komi örþreyttir heim.\nBúinn líkamlega, andlega bara það er allt farið. En þú átt líka sko eiginmann eða konu og börn og aðstandendur sem þú þarft að sinna og það verður bara ekkert eftir og það er þess vegna sem að svo margir hjúkrunarfræðingar treysta sér ekki til að vera í fullri vinnu og það er líka vandamál. Að við höfum ekki skapað þær aðstæður að fólk geti sinnt sinni vinnu og sinnt henni á mannsæmandi hátt.","summary":null} {"year":"2021","id":"96","intro":"Grunur leikur á að sá sem myrti breska þingmanninn David Amess í Essex í gær hafi tengsl við íslamska öfgahópa. Innanríkisráðherra Bretlands hvetur þingmenn til að halda sínu striki þrátt fyrir morðið.","main":"Morðið á breska þingmanninum David Amess í Essex í gær er rannsakað sem hryðjuverk. Innanríkisráðherra Bretlands segir ekki koma til greina að hætta opnum fundum þingmanna.\nLögreglan tilkynnti í gær að rannsóknin á morðinu á Amess beindist að tengslum morðingjans við öfgahóp múslima. Maðurinn er tuttugu og fimm ára. Lögreglan hefur ekki gefið upp frekari deili á honum en breskir fjölmiðlar hafa sagt að hann sé breskur ríkisborgari af sómölskum uppruna.\nBoris Johnson leiðtogi Íhaldsflokksins, Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins og Lindsay Hole forseti neðri málstofu breska þingsins gengu í dag hlið við hlið að kirkjunni þar sem ódæðið var framið og lögðu þar blóm til minningar um Amess. Með í för bar Priti Patel innanríkisráðherra Bretlands sem var spurð um áhyggjur sem margir þingmenn hafi af öryggi sínu. Hún sagði að ekki kæmi til greina að hætta opnum fundum eins og þeim sem Amess var á þegar hann var myrtur, en nokkrir þingmenn hafa kallað eftir því.\nVið getum ekki látið þvinga okkur af einstaklingi eða hugmyndafræði sem hafi þann tilgangi að við hættum að þjóna okkar lýðræðissamfélagi, sagði Patel við fjölmiðla í morgun. Hún sagði öryggismálin þó til skoðunar í samráði við forseta þingsins og þingmennina sjálfa.\nNokkrir þingmenn hafa komið fram og sagt frá líflátshótunum sem þeir hafi fengið. Sérstök lögregludeild sem rannsakar svona hótanir og var stofnuð tvö þúsund og sextán eftir morðið á þingkonunni Jo Cox hefur fékk sex hundruð sjötíu og átta slíkar tilkynningar fram að síðustu áramótum - langflestar fyrir ógnandi skilaboð. Þessum tilkynningum fór snarfjölgandi árið tvö þúsund og átján. Líklegt er þó talið að hótanirnar séu mun fleira - þær séu ekki nærri allar tilkynntar til lögreglu.","summary":"Grunur leikur á að morðingi breska þingmannsins David Amess, hafi tengsl við íslamska öfgahópa. Innanríkisráðherra Bretlands vill endurskoða öryggisgæslu þingmanna. "} {"year":"2021","id":"96","intro":"Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur nú fengið gögn frá lögreglunni á Vesturlandi sem varða endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi. Formaður nefndarinnar vonast til að gögnin varpi ljósi á atburðarásina.","main":"Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins, kærði framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi á atkvæðum í alþingiskosningunum 25 . september. Lögreglan á Vesturlandi lauk rannsókn málsins á þriðjudaginn og það er nú til meðferðar hjá ákærusviði embættisins. Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fékk gögnin send seint í gærkvöldi og Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar segir að nú muni þeir níu þingmenn sem sæti eiga í nefndinni fara yfir gögnin.\nVið eigum eftir að fara yfir hvort þetta svarar öllum okkar spurningum, þetta er heilmikill pakki af gögnum sem við þurfum að fara yfir um helgina. Síðan geri ég ráð fyrir að við fundum á mánudagsmorgun og förum þá sameiginlega í gegnum þetta.\nEru þetta þau gögn sem lögreglan á Vesturlandi notaði við rannsókn málsins?\nEru þetta upptökur úr eftirlitsmyndavélum á Hótel Borgarnesi?\nÞetta er hitt og þetta. Ég ætla ekkert að fara nánar út í það núna.\nVonist þið til þess að þetta varpi skýrara ljósi á það sem gerðist?\nÞetta hjálpar alveg örugglega. En við hins vegar þurfum að fara yfir þetta til að geta metið það hvort okkur vantar fleiri púsl inn í myndina.","summary":"Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa fer nú yfir gögn úr rannsókn lögreglu talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Nefndin kemur næst saman á mánudaginn."} {"year":"2021","id":"96","intro":"Umboðsmaður barna segir slysaskráningar barna í ólestri og kallar eftir úrbótum svo unnt sé að sinna forvörnum. Þriðjungur slysa verður hjá nítján ára og yngri.","main":"Salvör Norðdal, umboðsmaður barna, segir Slysaskrá Íslands úrelta og hún gefi hvorki mynd af eðli né umfangi slysa.\nÉg myndi nú ekki segja að fjöldi slysa sé einu sinni á tæru því að gæði slysaskráningarinnar eru ekki nógu góð, það hefur til dæmis ekki verið farið yfir hvort það sé mögulega einhver tvítalning í grunninum því þetta er gömul skráning. Við þurfum bæði að bæta tölfræðina og allt um það hvernig slys eru skráð.\nVegna þess að það er ófrosvaranlegt að við höfum ekki upplýsingar um það hver slys eru á börnum og hvers vegna þau verði þannig að við getum bætt úr.\nNýverið skilaði hópur sem farið hefur yfir slysaskrá Íslands minnisblaði til landlæknis og kallaði eftir úrbótum. Salvör tekur undir þetta ákall og segir mjög brýnt að bætt verði úr, því slys á börnum séu algeng og almennilegar upplýsingar þurfi að liggja fyrir svo hægt sé að sinna forvörnum og fræðslu. Liggja þurfi fyrir með hvað hætti slys verði, og hvort að ákveðnar vörur séu að valda slysum. Hún segir núverandi skráningar undirstrika þörfina.\nJa við vitum eitt og annað ef við förum að grafast fyrir um það. Það kemur tildæmis fram í slysaskrá Íslands að um þriðjungur slysa árið 2019 eru á aldurshópnum undir nítján ára og það bendir til þess að það eru ansi mörg slys sem börn verða fyrir.","summary":"Slysaskráningar barna eru í ólestri að sögn umboðsmanns barna. Hún kallar eftir úrbótum svo unnt sé að sinna forvörnum en þriðjungur slysa verður hjá nítján ára og yngri."} {"year":"2021","id":"96","intro":"Margt bendir til þess að eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Eldvirkni hefur legið niðri í fjórar vikur. Lengri tími þarf þó að líða þar til formlegum goslokum verður lýst yfir. Skjálftahrinu við Keili virðist lokið þó að þensla mælist á miklu dýpi.","main":"Frá því að eldgosið hófst að kvöldið 19. mars hefur ekki komið viðlíka hlé í gosvirknina. Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni segir margt benda til þess að eldgosinu við Fagradalsfjall sé að ljúka.\nÞó að maður þori ekki að segja það alveg strax og fullyrða það en það bendir allt til þess að þessu gosi og þessu tímabili sé að ljúka.\nMagnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir í samtali við fréttastofu að þegar goslokum er lýst yfir í eldstöðum sé fyrst og fremst litið til hegðunar þeirra í gegnum söguna, til að mynda í Eyjafjallajökli, Heklu, Surtsey og víðar. Sú saga sé hins vegar ekki til staðar við Fagradalsfjall og því þurfi að líða nokkuð langur tími þar til goslokum verður formlega lýst yfir.\nÍ lok september hófst skjálftahryna norðaustan við Fagradalsfjall í námunda við Keili en undanfarna daga hefur dregið verulega úr henni. Aðeins um 230 skjálftar hafa mælst frá því á fimmtudag, og þar af aðeins einn yfir tveimur að stærð. Vísbendingar eru um örlitla þennslu vegna kviku við Keili, en það er á miklu dýpi.\nEinn af möguleikunum er sá að það séu fyrst og fremst þrýstingsbreytingar vegna kviku sem komu þeirri hrynu af stað, en það var ekki kvika á ferðinni. Við sáum enga aflögun í tengslum við hrynuna sjálfa en það sem við höfum séð og virðumst vera að sjá núna, það er mjög veikt merki og erfitt að sjá það svona snemma í ferlinu, en það gæti verið einhver þensla á miklu dýpi sem veldur þá spennubreytingum. Það gæti verið hluti af því sem er að valda þessari hrynu þarna sem er raunar að ljúka núna.","summary":"Gosvirkni við Fagradalsfjall hefur legið niðri í fjórar vikur. Lengri tími þarf að líða þar til formlegum goslokum verður lýst yfir. Skjálftahrinunni við Keili virðist einnig vera lokið. "} {"year":"2021","id":"96","intro":"Félag íslenskra atvinnuflugmanna skorar á Bláfugl og Samtök atvinnulífsins að virða niðurstöðu félagsdóms um að uppsagnir ellefu flugmanna hjá Bláfugli hafi verið ólögmætar. Það sé krafa réttarríkisins að kjarasamningar séu virtir.","main":"Félag íslenskra atvinnuflugmanna sakaði flugfélagið Bláfugl um brot á kjarasamningum vegna uppsagna 11 flugmanna félagsins í upphafi þessa árs. Bláfugl hafnaði áskorun FÍA um að draga uppsagnirnar til baka og koma þess í stað að samningaborðinu.Félagsdómur úrskurðaði um miðjan september að uppsagnir flugmannanna hafi verið ólögmætar. Meirihluti félagsdóms féllst ekki á kröfu FÍA um að Bláfugli beri að endurráða flugmennina eða að fyrirtækið ætti að greiða sekt. Tveir af fimm dómurum skiluðu séráliti um þá kröfu og sögðu Bláfugli bera að endurráða þá. Sonja Bjarnadóttir er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna.\nÞegar þessum flugmönnum er sagt upp þá voru ráðnir inn jafnmargir gerviverktakar í gegnum erlenda starfsmannaleigu og þeim greidd helmingi lægri laun. Þess vegna er þetta mikilvægt fyrir allt samfélgið að þetta gerist ekki í fleiri stéttum, að það sé ekki sagt upp meira og minna öllum launþegum landsins á kjarasamningum sagt upp og verktakar ráðnir inn í staðin á helmingi lægri launum.\nHún segir niðurstöðu dómsins vera skýra um að kjarasamningur FÍA við Bláfugl sé enn í fullu gildi sem og að 11 flugmenn á kjarasamningi félagsins eigi að vera við störf hjá félginu.\nVið höfum aftur á móti fengið það viðmót frá SA fyrir hönd Bláfugls að þau telji að þessi samningur og þessi dómur hafi ekkert gildi þar sem það sé enginn starfandi eftir honum. Við teljum að þarna beri þeir skyldu til að ráða inn 11 menn á kjarasamningi.","summary":null} {"year":"2021","id":"96","intro":"Neyðarkall hjúkrunarfræðinga og fundur með stjórnendum Landspítalans hefur kallað fram smá jarðskjálfta að sögn bráðahjúkrunarfræðings á spítalanum. Nú bíði hjúkrunarfræðingar samtals um frekari lausnir. Erfiður vetur sé framundan.","main":"Mest um vert er að allir hafi skilning á því hversu alvarlegur vandi Landspítalans er segir bráðahjúkrunarfræðingur eftir fund með stjórnendum Landspítalans í gær. Þörf verði á fleiri einangrunarrýmum í vetur Spítalinn sé þegar í kröppum dansi.\nRætt var um alvarlegt ástand á bráðamóttökunni á fundinum eftir að hjúkrunarfræðingar sendu út neyðarkall fyrr í vikunni.\nAnna Guðrún Gunnarsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur segir enga lausn í sjónmáli þegar í stað en allir verði að leggjast á árar.\nVið vitum að við erum ekki að fara að fá nýjan spítala eða meira pláss akkúrat á morgun eða hinn og heldur ekki ný hjúkrunarheimili en þá er spurningin hvað getum við gert annað og sérstaklega til að auðvelda okkur sérstaklega þennan komandi vetur af því að fólki hrýs hugur við að fara inn í veturinn eina ferðina enn með enn verra ástand en verið hefur undanfarin ár og hefur okkur þótt nóg um\nAnna Guðrún segir breytingar og tilfærslur í yfirstjórn spítalans ekki auðvelda ástandið en ljóst sé að allir séu af vilja gerðir til að bæta stöðuna.\nOg það er svona eins og það hafi orðið smá jarðskjálfti það eru viðbrögð sem við erum að fá og vonandi tekst okkur að finna sameiginlega fleti á því að vinna þetta betur fyrir veturinn en þetta er hins vegar mjög alvarlegt og alvarlegast af öllu er að við erum að fara inn í vetur með þörf fyrir meira af einangrunarplássum, það er spáð skæðri flensu í vetur, covid er ekki búið. Spítalinn er nú þegar að dansa krappan dans þegar kemur að einangrunarplássum þannig að það þarf virkilega að bretta upp ermar til þess að finna einhverjar leiðir fyrir veturinn og tíminn er ekki mikill sem við höfum.","summary":"Neyðarkall hjúkrunarfræðinga hefur valdið titringi, að sögn bráðahjúkrunarfræðings á spítalanum. Hún segir erfiðan vetur framundan. "} {"year":"2021","id":"96","intro":"Og þá að íþróttum, nú var að hefjast seinni hálfleikur Watford og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, staðan er 2-0 fyrir Liverpool. Mikil eftirvænting er meðal stuðningsmanna Í.A. og Víkings í Reykjavík sem leika til úrslita um bikarmeistaratitil karla í fótbolta í dag. Nærri fimm þúsund miðar hafa verið seldir á leikinn.","main":"ÍA varð síðast bikarmeistari árið 2003. Víkingur varð Íslandsmeistari á dögunum í fyrsta skipti í 30 ár og er ríkjandi bikarmeistari frá því keppnin var síðust kláruð, fyrir tveimur árum. Þá mættu nærri 4300 áhorfendur á bikarúrslitaleik Víkings og FH en áhorfendafjöldi á bikarúrslitaleikjum karla undanfarin 5 ár hefur verið á milli þrjú og fjögur þúsund manns. Þær upplýsingar fengust frá KSÍ nú fyrir hádegi að búið sé að selja 4.900 miða á leikinn. 500 fullorðnir mega vera í einu sóttvarnarhólfi og er því hægt að selja alls um 6 þúsund miða á leikinn. Stuðningsmenn ÍA eru með upphitun fyrir leikinn í MiniGarðinum sem hófst klukkan 11:30 og á sama tíma hófst upphitun stuðningsmanna Víkings í Víkinni. Bikarúrslitaleikur ÍA og Víkings hefst klukkan 15 á Laugardalsvelli.\nKvennalið KA\/Þórs í handbolta er í góðum málum í einvígi sínu gegn Istogu frá Kósóvó í Evrópubikarkeppninni. Norðankonur unnu fyrri leik liðanna í Kósóvó í gær, 26-22. Seinni leikur liðanna verður einnig leikinn í Kósóvó í dag. Alls leika fimm íslensk handboltalið Evrópuleiki um þessa helgi, auk KA\/þórs er það kvennalið Vals og svo karlalið Hauka, FH og Selfoss.\nÞrjú lið eru efst með fullt hús stiga að loknum tveimur umferðum í úrvalsdeild karla í körfubolta, Njarðvík, Keflavík og Tindastóll. Annarri umferð lauk í gærkvöld með tveimur leikjum, Keflavík vann Stjörnuna 80-65 eftir jafnan leik en góður lokakafli tryggði Keflvíkingum sigurinn. Þá unnu nýliðar Breiðabliks langþráðan sigur í efstu deild þegar þeir höfðu betur gegn ÍR, 107-92.\nSíðast þegar Breiðablik í efstu deild vann liðið aðeins einn leik á tímabilinu og höfðu Blikar því fram að sigrinunum í gærkvöld tapað síðustu 18 leikjum sínum í efstu deild.","summary":"Um fimm þúsund miðar hafa verið seldir á bikarúrslitaleik Í.A. og Víkings í fótbolta sem verður á Laugardalsvelli í dag. Sóttvarnarreglur leyfa sölu um sex þúsund miða til fullorðinna."} {"year":"2021","id":"97","intro":"Tugir létust og særðust þegar sprengjur sprungu í mosku í Kandahar í Afganistan. Um fimm hundruð manns voru þar við föstudagsbænir.","main":"Að minnsta kosti 32 létust og á sjötta tug særðust þegar sprengjur sprungu í dag í Bibi Fatima moskunni í Kandahar í Afganistan. Á sjötta tug særðust, jafnvel fleiri.\nBibi Fatima moskan er sú stærsta í Kandahar og þar koma síta-múslimar saman til bæna. AFP fréttastofan hefur eftir vitni að það hafi heyrt þrjár sprengjur springa, eina við aðaldyrnar, aðra í suðurenda byggingarinnar og þá þriðju þar sem moskugestir þvo sér áður en þeir ganga til bæna. Öryggissveitir talibana hröðuðu sér á vettvang og lokuðu öllum leiðum frá moskunni.\nFlestir eru jafnan við bænahald í ríkjum múslima á föstudögum. Talið er að um fimm hundruð hafi verið í Bibi Fatima moskunni þegar sprengjuárásin var gerð. Allt eins er búist við að manntjón sé meira en gefið hefur verið upp til þessa. Myndir sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum sýna fjölda særðra og látinna á blóðugu gólfi moskunnar.\nFyrir réttri viku sprakk sprengja í þéttskipaðri síta-mosku í borginni Kunduz. Þar létust tugir og á annað hundrað særðust. Vígamenn Íslamska ríkisins í Afganistan lýstu því ódæði á hendur sér. Yfirvöld telja að þeir hafi einnig verið að verki í Kandahar í dag. Hópurinn kallast Islamic State-Khorasan, skammstafað IS-K. Hann hefur látið mikið að sér kveða í baráttunni við talibana frá því að þeir síðarnefndu tóku völdin í Afganistan í síðasta mánuði.","summary":"Tugir létust og særðust þegar sprengjur sprungu í mosku í Kandahar í Afganistan. Um fimm hundruð manns voru þar við föstudagsbænir."} {"year":"2021","id":"97","intro":"Metverð fékkst fyrir verk eftir breska huldulistamanninn Banksy á uppboði hjá Sothbís Sotheby's í Lundúnum í gær, þegar verkið \u001eLove is in the Bin eða \u001eÁstin er í ruslafötunni var slegið hæstbjóðanda fyrir sem svarar rúmum tveimur komma átta 2,8 milljörðum króna.","main":"Verkið hét upphaflega \u001eStúlka með blöðru og sýndi einfaldlega svarta skuggamynd af stúlku með rauða blöðru, rammað inn í gylltan ramma. Það var selt hjá Sotheby's árið 2018 fyrir um 160 milljónir króna en hafði ekki fyrr verið slegið hæstbjóðanda en falið gangverk hrökk í gang og myndin tók að renna niður úr rammanum í strimlum, öllum að óvörum. Gangverkið stöðvaðist þó áður en öll myndin rann í gegn. Haft var eftir Banksy að það hafi ekki átt að gerast, heldur hafi myndin átt að eyðileggjast alveg, en þau eru til sem draga þá fullyrðingu hans í efa. Hvað sem því líður, þá er ljóst að sá sem keypti myndina 2018 -- og hrökk illilega í kút þegar tætarinn fór í gang -- hefur sextánfaldað sitt pund á viðskiptunum og hagnast um ríflega tvo og hálfan milljarð á þremur árum. Sem er giska kaldhæðnislegt ef það er rétt sem haldið hefur verið fram, að markmið Banksys með gjörningnum 2018 hafi verið að gagnrýna vanheilagt samband listar og markaðsafla, listamanna og auðkýfinga, óheftrar listsköpunar og hömlulausrar fégirndar.","summary":null} {"year":"2021","id":"97","intro":"Stefnt er að því að reisa vetnisverksmiðju í grænum orkugarði á Reyðarfirði. Landsvirkjun, Fjarðabyggð og danski fjárfestingasjóðurinn CIP standa á verkefninu.","main":"Landsvirkjun, Fjarðabyggð og danskur fjárfestingasjóður fyrirhuga að reisa grænan orkugarð á athafnasvæði við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir mikla uppbyggingu fyrirhugaða þar í framtíðinni.\nOg þar mun náttúrulega rísa vetnisverksmiðja og ammóníaksverksmiðja allavega í framhaldi af því. Ásamt því að í orkugarðinum mun byggjast upp ný mismunandi starfsemi byggð á þessum straumum. Þarna er verið að vinna með efni sem eru náttúrulegustu orkugjafar sem þú færð og um leið stígum við þessu stóru skerf gegn loftslagsvánni og tökum þátt í orkuskiptum og jafnvel hröðum því ferli hér á Íslandi.\nFjölmargir taka þátt í verkefninu: Fjarðabyggð, Landsvirkjun og danski sjóðurinn CIP sem sérhæfir sig í fjármögnun orkuinnviða. Landsvirkjun skoðar meðal annars hvort fullnýta mætti afgangsraforku úr kerfinu til vetnisframleiðslu. Þá getur framleiðsla sem þessi unnið vel með nýtingu vindorku, og hægt að framleiða meira þegar vindar blása. Nýverið bættust Síldarvinnslan, Laxar og Atmonia í hópinn. Síldarvinnslan vill skipta út jarðefnaeldsneyti, Laxar gætu nýtt súrefni við eldi og Atmonia þróar nýja tækni við framleiðslu ammoníaks og nítrats.\nMeginmarkmið Orkugarðsins er að framleiða rafeldsneyti svo sem vetni, en vetninu má breyta í ammóníak eða metanól til að auðvelda flutning.\nRafeldsneyti verður framleitt í heiminum og það verður framleitt í miklu magni til þess að takast á við orkuskipti. Fyrir okkur eru þetta náttúrulega gríðarlega mikil verðmæti ekki bara fyrir Fjarðabyggð heldur landið allt. Þetta mun kalla á störf og fjölbreytileika starfa. Þannig að ég er mjög spenntur og tel að í þessu felist alveg gríðarleg tækifæri. Núna vorumn við að skrifa undir samkomulag um að taka þátt í að nýta hliðarafurðirnar af þessari framleiðslu sem er mikið magn af heitu vatni sem til fellur og við ætlum að skoða það sveitarfélagið. Þá getum við hitaveituvætt Reyðarfjörð. Það er mjög mikilvægt að við nýtum þennan glatvarma sem þarna verður til við rafgreininguna.","summary":null} {"year":"2021","id":"97","intro":"Íslensk erfðagreining vinnur nú með hópi danskra vísindamanna að því að greina hátt í 500 þúsund erfðasýni úr dönsku þjóðinni. Prófessor við ríkisspítalann í Kaupmannahöfn vonast til þess að rannsóknin auðveldi vísindamönnum að laga meðferð við ýmsum alvarlegum sjúkdómum betur að þörfum einstaklinga.","main":"Þetta er eitt víðtækasta vísindasamstarf sem Danir og Íslendingar hafa átt og ein stærsta erfðarannsókn sem gerð hefur verið á dönsku þjóðinni. En hver er tilgangurinn?\nVið vonumst til þess að þetta samstarf verði til þess að við náum í nýja þekkingu um hina ýmsu sjúkdóma. Til að byrja með er það aðallega að finna einstaklinga sem eru í ákveðinni hættu á ákveðnum sjúkdómum og koma í veg fyrir að sú hætta verði að sjúkdómi.\nSegir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Fyrirtækið hefur tekið þátt í sambærilegum greiningarverkefnum, t.d. með breska lífsýnabankanum.\nSisse Ostrowska, prófessor og yfirmaður klínískrar ónæmisfræðideildar Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn, segir að gögnin sem nú sé verið að safna séu einstök og samanstandi af sýnum úr heilbrigðum blóðgjöfum og fjölbreyttum hópi sjúklinga.\ndet er ikke kun denmark som det her samarbejde gavner. Fordi det her samarbejde med en masse danske forskare og decode genetics giver en bedre forstaelse af sygdommer og dermed bedre muligheder for ad udvikle bedre behandling, det er det man kalder personlig medecin.\nSamstarfið gagnist ekki bara Danmörku. Það gefi vísindamönnum aukinn skilning á ýmsum sjúkdómum og þar með möguleika á að þróa betri og einstaklingsmiðaðri meðferðir sem taki mið af erfðamengi hvers sjúklings. Rannsakendur beina sjónum sínum meðal annars að hjartasjúkdómum, gigt, beinþynningu og frjósemisvandamálum. Hún nefnir sem dæmi að ákveðin lyf geti reynst vissum hjartasjúklingum með háþrýsting hættuleg. Með því að komast að því hvaða gen í erfðamengi þeirra valda því að þeir fá hættulegar aukaverkanir, megi beina þeim í aðra meðferð.\nKári segir að hjá dönskum heilbrigðisyfirvöldum sé minni tregða en hjá þeim íslensku til þess að færa sér nýjar upplýsingar á þessu sviði í nyt. Ostrowska segir að munurinn á milli heilbrigðiskerfa á Norðurlöndunum fyrst og fremst liggja í því hvaða lög og reglur gilda í hverju landi, hvað megi og hvernig. Í Danmörku sé löng hefð fyrir því að nýta skráningargögn og keyra saman upplýsingar úr stórum gagnasöfnum. Hún vonast til þess að hægt verði að nýta gögnin sem nú er verið að safna á næstu árum. Verkefni næstu ára verði að sýna fram á að gagnasöfnun með algóritmum gagnist sjúklingum.\nÞetta er gagnadrifið og við notum marga algríma sem fara í gegnum gögnin og koma auga á ákveðna sjúklinga sem eiga á hættu að þróa með sér einhvern sjúkdóm. Oft þarf að uppfæra algóritmann og ef hann breytist getur þurft að fá hann samþykktan upp á nýtt hjá eftirlitsstofnunum. Það eru margar áskoranir og næstu ár munum við finna bestu leiðirnar til þess að koma þessu í framkvæmd.","summary":"Íslensk erfðagreining hyggst greina um 500 þúsund erfðasýni úr dönsku þjóðinni. Vonast er til að samstarf fyrirtækisins við hóp danskra vísindamanna leiði til þess að hægt verði að laga meðferð sjúkdóma betur að þörfum einstaklinga. "} {"year":"2021","id":"97","intro":null,"main":"Maðurinn sem varð fimm að bana og særði þrjá í bænum Kóngsbergi í Noregi var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann á að vistast á sjúkrastofnun, samkvæmt ákvörðun dómara í Buskerud. Maðurinn skal vera í algerri einangrun fyrri hluta varðhaldsins og verður í fjölmiðlabanni allan tímann. Þá má hann ekki fá heimsóknir.\nÞremenningarnir sem særðust í árásum mannsins eru allir komnir af sjúkrahúsi, samkvæmt fréttum norskra fjölmiðla. Rannsókn málsins er í fullum gangi, þar á meðal hversu langur tími leið frá því að lögreglunni var tilkynnt um manninn þar til hann var tekinn höndum. Lögreglan í Suðaustur-Noregi hyggst óska eftir rannsókn eftirlitsnefndar með störfum lögreglunnar vegna þessa og sömuleiðis vegna þess að viðvörunarskoti var hleypt af í aðdraganda handtökunnar.","summary":"Ódæðismaðurinn sem varð fimm að bana í Kóngsbergi í Noregi var í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann verður vistaður á sjúkrastofnun og sætir geðrannsókn."} {"year":"2021","id":"97","intro":"Knattspyrnusamböndin á Norðurlöndunum, í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð, hafa sótt um að halda Evrópumeistaramót kvenna árið 2025 með stuðningi frá Íslandi og Færeyjum.","main":"Íslenska og færeyska knattspyrnusambandið munu styðja við umsókn hinna fjögurra Norðurlandanna en ljóst er að leikir í keppninni gætu ekki farið fram hér á landi eða í Færeyjum þar sem ekki eru til staðar leikvangar sem uppfylla skilyrði til keppnishalds. Öll knattspyrnusamböndin eru þó viss um að norrænt samstarf muni geta skapað ógleymanlega lokakeppni eftir fjögur ár en þau hafa unnið náið saman síðustu ár að umsókninni og segjast hafa metnaðarfullar hugmyndir um þróun kvennaknattspyrnunnar. Ákveðið verður á fundi Evrópska knattspyrnusambandsins í desember 2022 hvar lokakeppni EM 2025 mun fara fram.\nÁgúst Gylfason mun taka við meistaraflokki karla í knattspyrnu hjá Stjörnunni og hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Ágúst kemur í Garðabæinn frá Gróttu en hefur einnig þjálfað hjá Fjölni og Breiðablik. Hann tekur við af Þorvaldi Örlygssyni sem hefur tekið við starfi rekstrarstjóra knattspyrnudeildar hjá félaginu. Undir hans stjórn endaði Stjarnan í sjöunda sæti deildarinnar með 22 stig, nokkuð langt á eftir FH í sjötta sæti og aðeins tveimur stigum frá fallsæti þó þrjú lið hafi verið á milli.\nÞýska liðið Bayern München með íslensku landsliðskonurnar Glódísi Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur innanborðs vann í gærkvöld 4-0 sigur á sænska liðinu Häcken í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Þetta var fyrsti sigur Bayern í riðlakeppnninni, en áður hafði liðið gert markalaust jafntefli við Benfica frá Portúgal.Glódís Perla lék allan leikinn í vörn Bayern en Karólína sat allan tímann á varamannabekknum og þá lék Diljá Ýr Zomers síðustu fimm mínúturnar fyrir Häcken. Í öðrum leikjum gærkvöldsins hafði Barcelona betur gegn Köge 2-0, Arsenal vann Hoffenheim 4-0 og Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, valtaði yfir Benfica 5-0.","summary":null} {"year":"2021","id":"97","intro":"Náttúrufræðistofnun leggur til að aðeins megi veiða tuttugu þúsund rjúpur í haust. Aldrei í sextán ára sögu veiðiráðgjafar rjúpu hefur hauststofn verið minni en í ár og fuglafræðingur segir að rjúpnastofninum hafi hnignað, til lengri tíma litið.","main":"Tillaga um veiðar á tuttugu þúsund rjúpum er fimm þúsund rjúpum færra en í fyrrahaust. Þá var fækkun um 35 prósent frá 2019. Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir að veiðiráðgjöfin hafi aldrei verið lægri.\nVeiðiráðgjöf hefur verið gefin út í 16 ár, þannig að í rauninni er þetta ekki langur tími. En á þessu skeiði þá er þetta minnsti stofn sem við metum, hauststofninn núna.\nRjúpnastofninn sveiflast reglulega og hámarkið hefur í gegnum árin verið á tíu til tólf ára fresti. Ólafur segir að almennt eigi þessar sveiflur sér náttúrulegar skýringar, en margt annað í umhverfinu af mannavöldum grandi rjúpunni.\nÞar má nefna girðingar, loftlínur og fleira sem verður fjölda rjúpna að grandi á hverju ári.\nAlmennt sé stofninn á niðurleið eða kominn í lágmark, það sé þó aðeins misjafnt eftir landshlutum. Þokkalega mikið sé af rjúpu á Vestfjörðum og Vesturlandi og þar séu tvö til þrjú ár í lágmark. Á öllu Norðurlandi, Austurlandi og Suðurlandi sé stofninn alveg við lágmark og lítið af rjúpu í þeim landshlutum.\nEn svona til lengri tíma litið, eins og ég sagði þá er margt mótdrægt rjúpunni og stofninum hefur verið að hnigna, ég held að viða getum fullyrt það.\nVeiðistofn rjúpunnar er metinn 248 þúsund fuglar og niðurstaða Náttúrufræðistofnunar er að veiðin verði ekki umfram níu prósent af veiðistofni. Þetta mat er nú hjá Umhverfisstofnun sem svo skilar Umhverfisráðuneyti tillögum að fyrirkomulagi rjúpnaveiða í haust.","summary":"Að mati Náttúrufræðistofnunar er aðeins óhætt að veiða tuttugu þúsund rjúpur í haust, eða fjóra fugla á hvern veiðimann. Veiðiráðgjöfin hefur aldrei verið lægri og til lengri tíma litið telur stofnunin að rjúpnastofninum hafi hnignað."} {"year":"2021","id":"97","intro":"Dánartíðni vegna brjóstakrabbameins hefur lækkað mjög og batahorfur aukist síðustu áratugi. Eftir því sem þjóðin eldist má þó gera ráð fyrir fleiri krabbameinstilfellum. Bleiki dagurinn er í dag.","main":"Dánartíðni vegna brjóstakrabbameins hefur lækkað mjög og batahorfur eru meiri en undir lok tuttugustu aldar. Laufey Tryggvadóttir forstöðumaður rannsókna og skráningarseturs Krabbameinsfélagsins segir batahorfur á Íslandi þó ekki hafa aukist sambærilega og annars staðar á Norðurlöndunum.\nLangalgengasta krabbameinið er brjóstakrabbameinið það hefur verið að aukast nýgengi þar mjög lengi en virðist eiginlega vera að hætta að aukast núna og dánartíðnin hefur lækkað mjög mikið.\nÞað eru sem sagt miklar líkur á að læknast ef að maður fær brjóstakrabbamein\nNýgengi jókst stöðugt þar til fyrir um sjö árum. Unnt er að koma í veg fyrir fjórðung brjóstakrabbameina með lífsstílsbreytingum. Áfengi, ofþyngd og hreyfingarleysi auka áhættu. Brjóstagjöf verndar.\nÁttatíu og sjö prósent kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein eru á lífi fimm árum eftir að þær greinast og þykja það mjög góðar batahorfur.\nÁhættan eykst með aldri og eftir því sem þjóðin eldist má því gera ráð fyrir fleiri tilfellum, að sögn Laufeyjar.\nEf konur verða varar við einkenni eiga þær að leita á Brjóstamiðstöðina á Landspítalanum. Laufey segir mikilvægt að fylgjast vel með hvað veldur því að munur er á batahorfum eftir brjóstakrabbamein hér á landi miðað við önnur Norðurlönd.\nÞað er faghópur að vinna með okkur hérna hjá Krabbameinsfélaginu faghópur lækna upp á Landspítala hjúkrunarfræðinga sem er að skoða þetta mál. Það þarf bara alltaf að vera á tánum. Við viljum hafa bestu horfur hér og höfum verið það alveg í toppi í heiminum sko","summary":"Dánartíðni vegna brjóstakrabba hefur lækkað mjög og batahorfur aukist síðustu áratugi. Eftir því sem þjóðin eldist má þó gera ráð fyrir fleiri krabbameinstilfellum. Bleiki dagurinn er í dag."} {"year":"2021","id":"98","intro":"Minnkandi framboð af íbúðum hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði. Kaupsamningum fækkar og veltan minnkar, en verð hækkar áfram. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.","main":"Kaupsamningum fækkaði með hverjum mánuðinum í sumar, aðallega á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þeir voru helmingi færri í ágúst en í mars. Ólafur Sindri Helgason, hagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, segir að þótt spennan á markaðnum fari minnkandi sé hún áfram mikil.\nÍbúðaverð hefur haldið áfram að hækka og vegur sífellt þyngra í heimilisbókhaldi, þar sem vísitala fasteignaverð hefur hækkað umfram launavísitöluna. Ólafur segir að takist Seðlabankanum að slá á eftirspurn, með vaxtahækkunum og reglum um lántöku, megi búast við að markaðurinn leiti í jafnvægi á næstunni. Einnig séu vísbendingar um bjartari horfur á framboðshliðinni.","summary":null} {"year":"2021","id":"98","intro":"Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur til rannsóknar peningafölsunarmál eftir að tilkynnt var um falsaðan seðil í verslun í umdæminu. Þó málið virðist ekki vera umfangsmikið tekur lögreglan slíkum fölsunum alltaf af fullri alvöru.","main":"Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra segir að verslunareigandi í sveitarfélaginu Skagafirði hafi tilkynnt um málið til lögreglu. Um er að ræða einn fimm þúsund króna seðil sem virðist hafa slæðst með öðrum alvöru seðlum.\nÞetta er í sjálfu sér bara mjög einföld aðferð, þannig, þetta er bara seðill sem virðist hafa verið ljósritaður báðar hliðar og límdar saman.\nÉg myndi nú ekki segja að þetta væri ýkja raunverulegur seðill.\nLögreglan setti inn tilkynningu á Facebook-síðu sína þar sem biðlað var til almennings um að hafa augun opin og þeir sem byggju yfir upplýsingum ættu að hafa samband. Enn hafa engar ábendingar borist.\nVið munum leita eftir vísbendingum og athuga hvort að það séu einhverjar eftirlitsmyndir og annað. Lítið þið þetta alvarlegum augum.\nJá, þetta er auðvitað alvarlegt brot svona peningafölsun og varðar við fangelsi. Við leggjum okkur fram við að rannsaka þetta mál og upplýsa ef unnt er.","summary":"Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur til rannsóknar peningafölsunarmál þar sem falsaður fimm þúsund kall var notaður í búð "} {"year":"2021","id":"98","intro":"Karlmaður á fertugsaldri er í haldi norsku lögreglunnar fyrir að hafa orðið fimm manns að bana í gær með boga og örvum í bænum Kóngsbergi. Ekkert liggur fyrir um ástæðu voðaverkanna. Maðurinn kemur fyrir dómara á morgun.","main":"Karlmaður á fertugsaldri hefur játað að hafa orðið fimm manns að bana og sært tvo til viðbótar í gær í bænum Kóngsbergi í Suður-Noregi. Til voðaverkanna notaði hann boga og örvar og hugsanlega fleiri vopn. Viðbúnaðarstig vegna mögulegra hryðjuverka hefur verið hækkað í landinu.\nMaðurinn er 37 ára að aldri, danskur ríkisborgari, en fæddur og uppalinn í Noregi. Hann hefur verið búsettur á Kóngsbergi um árabil. Lögreglu barst tilkynning á sjöunda tímanum í gærkvöld að staðartíma um ógnandi hegðun mannsins, sem væri vopnaður boga og örvum. Hann slapp frá lögreglumönnum eftir að hafa skotið að þeim ör, en var handtekinn í matvörubúð hálfri klukkustund síðar. Talið er að á þeim tíma hafi hann skotið á sjö manns. Fimm létust og tveir særðust alvarlega. Maðurinn játaði verknaðinn. Hann kemur fyrir dómara í dag, þar sem hann verður úrskurðaður í gæsluvarðhald. Að auki verður hann látinn sæta geðrannsókn.\nLögreglan hefur áður þurft að hafa afskipti af manninum, síðast í fyrra. Þá var hann úrskurðaður í hálfs árs nálgunarbann eftir að hafa hótað að myrða nákomna ættingja.\nHann hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm árið 2012 fyrir þjófnað og misnotkun fíkniefna. Samkvæmt dómskjölum hafði hann áður verið dæmdur fyrir svipuð brot.\nNorska öryggislögreglan hækkaði í dag viðbúnaðarstig vegna mögulegra hryðjuverka eftir voðaverkin. Hún tilkynnti fyrr á árinu að herskáir íslamistar kynnu að láta til skarar skríða á árinu, meðal annars með högg- eða stunguvopnum. Maðurinn sem er í haldi snerist fyrir nokkru til íslamstrúar, en enn liggur ekkert fyrir um að þar liggi rótin að voðaverkunum í gær. Öryggislögreglan segir að það sé lögregluembættisins í Suðaustur-Noregi að úrskurða um hvort þau flokkist sem hryðjuverk.","summary":"Karlmaður er í haldi norsku lögreglunnar fyrir að hafa orðið fimm manns að bana í gær með boga og örvum í bænum Kóngsbergi. Ekkert liggur fyrir um ástæðu voðaverkanna. Maðurinn kemur fyrir dómara í dag."} {"year":"2021","id":"98","intro":"Forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítalans er sammála sóttvarnalækni um að RS-veira og inflúensa geti sett strik í reikninginn við afléttingar á sóttvarnatakmörkunum.","main":"Már Kristjánsson sem tímabundið hefur tekið við starfi forstöðumanns lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítalans segir spítalann illa í stakk búinn til að takast á við aukið álag, vandræði hafi verið varðandi mönnun og sjúkrarýmum hafi ekki fjölgað í takt við fólksfjölgun. Hafa þurfi í huga að árlegar flensur og veirur geti fljótt aukið álag á spítalann. Þó að inflúensan sé ekki farin af stað að þá sé RS-veiran farin að gera vart við sig.\nÉg hef hins vegar heyrt það að frá barnalæknunum að það hefur orðið gríðarlega mikil aukning í tilfellum af RS hérna í Skandinavíu og þetta er það sem er viðbúið í sambandi við inflúensuna.\nVegna mikilla sóttvarna síðastliðið eina og hálfa árið varð enginn inflúensufaraldur síðasta vetur. Það getur orsakað að hann verði enn kröftugri í ár en í meðalári og það þurfi að hafa í huga eins og sóttvarnalæknir hefur bent á.\nJá algjörlega, við höfum ekki mikið svigrúm eins og umræðan sýnir okkur, í spítalakerfinu. Það er mjög mikið álag og það þarf vissulega að hafa það í huga og mikilvægt að halda þeirri umræðu til haga, gagnvart samfélaginu, að við ráðum svo miklu sjálf hvernig okkur gengur að ráða við þetta. Þannig að þið þurfið bara að fá fólkið í landinu með ykkur? Já já það eru bara sameiginlegir hagsmunir okkar allra.\nÞannig sé mikilvægt að allir hugi vel að persónulegum sóttvörnum til að vinna gegn áhrifum væntanlegs inflúensufaraldurs, eins og að huga að handþvotti og að halda sig til hlés þegar vart verður einkenna í öndunarfærum.","summary":"Forstöðumaður lyflækninga- og bráðaþjónustu Landspítalans tekur undir með sóttvarnalækni að inflúensa geti haft áhrif á tilslakanir í sóttvörnum. Búast megi við skæðum inflúensufaraldri í vetur."} {"year":"2021","id":"98","intro":"Ekkert er enn vitað um upptök eldsvoðans í Hafnarfirði, þar sem kona lést í nótt. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðin var full af reyk og mikill hiti.","main":"Slökkviliðinu barst útkall rétt fyrir klukkan tvö í nótt vegna eldsvoða í þríbýlishúsi við Álfaskeið í Hafnarfirði. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir rannsókn málsins á frumstigi.\nTæknideildin er enn að störfum á vettvangi þannig að við vitum í raun ekki mjög mikið, ekkert um eldsupptök enn til að fara út í en auðvitað liggur það fyrir að þarna varð töluvert tjón og mannslát.\nEr einhver grunur um að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað?\nRannsóknin lítur bara að því að leiða í ljós hvað gerðist, hluti af rannsókn er að það er algerlega opið, en í augnablikinu eru ekki sérstakar grunsemdir um að þarna hafi refsiverð háttsemi átt sér stað.\nKonan bjó ein í íbúðinni. Rúnar Helgason varðstjóri hjá slökkviliðinu segir vísbendingar um að eldurinn hafi náð að krauma býsna lengi, áður en útkall barst. Það var ekki mikill eldur þegar slökkviliðið kom en íbúðin var full af reyk og mikill hiti. Reykkafarar fóru inn og fundu konuna fljótlega. Hún var úrskurðuð látin á vettvangi. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en reykur barst í aðrar íbúðir og fengu íbúar þeirra áfallahjálp frá Rauða krossinum og aðstoð við að finna sér gistingu.","summary":"Ekkert er enn vitað um upptök eldsvoðans í Hafnarfirði, þar sem kona lést í nótt. Þetta segir yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íbúðin var full af reyk og mikill hiti. "} {"year":"2021","id":"98","intro":"Fjögur sveitarfélög koma til greina að mati stjórnenda sveitarfélagsins Voga þegar kemur að sameiningu. Leitað verður eftir afstöðu íbúa til sameiningar á fundi í kvöld.","main":"Sveitarfélagið Vogar kannar nú hug íbúa til þess að sameinast öðru sveitarfélagi. Fjórir eða jafnvel fimm valmöguleikar eru til skoðunar og verða kynntir á íbúafundi í kvöld. Bæjarstjóri segir margar áskoranir fram undan fyrir fámennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum.\nStjórnendur hjá sveitarfélaginu hafa skoðað hugsanlega sameiningarkosti með ráðgjafa. Sveitarfélagið Vogar er næst landmesta sveitarfélagið á Suðurnesjum og nær yfir Vatnsleysuströnd og bæinn Voga. Íbúar eru rúmlega þrettán hundruð talsins. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri segir að íbúum verði í kvöld kynnt niðurstaða úr vinnustofum. Þá verði einnig kallað eftir sjónarmiðum íbúa.\nUm það hvað hugsanlega kunni að skipta þá mestu máli komi til þess að það verði farið í sameiningarviðræður. Það er sem sagt annars vegar verið að kalla eftir þessum sjónarmiðum og hins vegar að kynna valkostina sem er búið að skoða.\nÁsgeir segir að aðallega snúist málið um að skoða þá valkosti sem Vogar eiga lögsögumörk við. Það er að segja Hafnarfjörð, Grindavík og Reykjanesbæ. Þá eigi Vogar í miklu samstarfi við Suðurnesjabæ og því verði það fjórði valkosturinn. Hugsanlega verði fimmti valkosturinn ræddur í kvöld en ekki sé unnt að greina frá honum að svo stöddu. Ásgeir segir loks að einn valkosturinn enn sé að sameinast ekki öðru sveitarfélagi.\nÞví er hins vegar ekkert að leyna að við erum fámennasta sveitarfélagið á Suðurnesjum. Hér eru ekki nema rúmlega 1300 íbúar og með auknum kröfum til stjórnsýslunnar og auknum verkefnatilfærslum frá ríki til sveitarfélaga þá eru sífellt gerðar meiri kröfur um bæði sérfræðiþekkingu og meiri slagkraft. Það er svona einn angi af þessu máli að velta fyrir sér hvort þjónustu við íbúa sveitarfélagsins sé betur fyrir komið í stærri rekstrareiningu til dæmis.","summary":"Fjögur sveitarfélög koma til greina að mati stjórnenda sveitarfélagsins Voga þegar kemur að sameiningu. Leitað verður eftir afstöðu íbúa til sameiningar á fundi í kvöld. "} {"year":"2021","id":"98","intro":"Breiðablikskonur áttu erfitt uppdráttar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Blikar töpuðu þá 5-0 fyrir Real Madríd í öðrum leik sínum í riðlakeppninni.","main":"Danska landsliðskonan Caroline Möller skoraði þrennu fyrir Madrídinga í leiknum og Olga Carmona og Lorena Navarro sitt markið hvor. Breiðablik er án stiga eftir tvær umferðir í riðlinum rétt eins og úkraínska liðið Kharkiv. Blikar mæta Kharkiv í næstu umferð. París Saint-Germain frá Frakklandi og Real Madríd eru í efstu sætum riðlisins, bæði lið með sex stig.\nTvö kvennalið áttust við í sundknattleik í fyrsta sinn á Íslandi í gærkvöld. Þá lék Ármann á móti SH, Sundfélagi Hafnarfjarðar í Laugardalslaug. Leiknum lauk 13-3 fyrir Ármann. Skammt er síðan konur byrjuðu að stunda sundknattleik á Íslandi. Ein helsta vítamínssprautan er Ný-Sjálendingurinn Glenn Moyle sem búsettur er hér á landi.\nÞrír leikir voru spilaðir í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöld. Íslandsmeistarar vals höfðu nauman sigur á Breiðabliki, 73-70. Njarðvík sigraði Grindavík, 67-58 og Keflavík vann Fjölni, 89-77. Haukar spiluðu ekki í gærkvöld, enda eiga þeir leik í Evrópubikar kvenna í kvöld. Þá taka Haukar á móti franska liðinu Villeneuve klukkan hálfátta.\nÍ úrvalsdeild karla í handbolta var einn leikur. Í honum unnu FH-ingar sannfærandi sigur á nýliðum Víkings, 31-24.\nÞá var leikið í úrvalsdeildunum í blaki líka. KA hafði betur gegn Aftureldingu í toppslag úrvalsdeildar kvenna, 3-0. KA er nú eitt á toppnum með fullt hús stiga. Í úrvalsdeild karla í blaki vann Hamar frá Hveragerði öruggan 3-0 sigur á Fylki. Hamar hefur 9 stig eftir þrjá leiki og er ósigraður. HK er hins vegar á toppnum með 12 stig. Hamar á þó leik til góða á HK.","summary":null} {"year":"2021","id":"98","intro":"Lagasetning sem tryggir strandveiðikerfið til frambúðar verður ein helsta krafa Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi félagsins sem hefst í dag. Framkvæmdastjóri sambandsins segir nýlegar yfirlýsingar frambjóðenda til Alþingis auka bjartsýni.","main":"Strandveiðar hafa smám saman orðið sífellt stærri hluti af útgerð smábáta en á sjöunda hundrað bátar voru við strandveiðar í sumar. Samkvæmt reglugerð má veiða í tólf daga í mánuði frá byrjun maí til ágústloka, samtals 48 daga. Leyfilegur heildarafli strandveiða í ár var tíu þúsund tonn af þorski auk ellefu hundruð tonna af öðrum tegundum. Þessi afli veiddist allur áður en tímabilinu lauk, þrátt fyrir að bætt hafi verið við auknum heimildum, og veiðar voru stöðvaðar. Þetta vilja talsmenn smábátaútgerða koma í veg fyrir að geti gerst.\nSegir Örn Pálsson framkvæmdastjóri landssambandsins. Veiðileyfin gildi því til 31. ágúst og ekkert þak verði á hve mikið megi veiða á þessum 48 dögum. Og miðað við umræðuna í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar er Örn vongóður um að krafa þeirra nái í gegn.","summary":null} {"year":"2021","id":"99","intro":"Starfsfólk bandaríska sendiráðsins í Kólumbíu kvartar yfir svipaðri vanlíðan og vart hefur orðið á Kúbu og víðar. Málið hefur verið rannsakað árum saman, án árangurs.","main":"Rannsókn er hafin í Kólumbíu á ástæðum þess að starfsfólk bandaríska sendiráðsins finnur fyrir ýmiss konar vanlíðan, líkri þeiri sem kom upp á Kúbu fyrir fimm árum. Engin skýring hefur fundist á málinu, þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir.\nWall Street Journal greinir frá því að Philip Goldberg, sendiherra Bandaríkjanna í Bogota, hafi tilkynnt yfirboðurum sínum að starfsfólk sendiráðsins hafi greint frá ýmiss konar óþægindum að undanförnu, svo sem sársaukafullum sóni í eyrum, svima og þreytu. Lýsingunni þykir svipa til óþæginda sem sendiráðsfólk í Havana á Kúbu kvartaði yfir á árunum 2016 til '17. Þessa hefur orðið vart í fleiri sendiráðum Bandaríkjanna, svo sem í Vínarborg fyrr á þessu ári. Alls hafa um tvö hundruð manns látið vita af óþægindum af þessu tagi, sem sumir hafa glímt við mánuðum saman, einkum svima og síþreytu. Þau eru kölluð UHI eða Havana-heilkennið.\nÞrátt fyrir ítarlegar rannsóknir hefur engin skýring fundist á þessum sjúkdómseinkennum. Ivan Duque, forseti Kólumbíu, staðfestir við New York Times að verið sé að rannsaka málið í samvinnu við bandarísk yfirvöld.","summary":"Starfsfólk bandaríska sendiráðsins í Kólumbíu kvartar yfir svipaðri vanlíðan og vart hefur orðið í sendiráðunum á Kúbu og víðar. Málið hefur verið rannsakað árum saman, án árangurs."} {"year":"2021","id":"99","intro":"Verkís hefur skilað inn úrbótaáætlun vegna olíumengunar frá bensínstöð N1 á Hofsósi. Í henni eru lagðar til umtalsverðar aðgerðir og er gert ráð fyrir að hreinsunarstarf taki allt að tvö ár.","main":"Í desember 2019 var staðfestur olíuleki frá bensíngeymi N1 á Hofsósi, sem var síðar grafinn upp og fjarlægður. Í ljós kom olíumengun í jarðvegi. Tvö hús voru rýmd vegna mengunar, en reynt var að lofta um jarðveginn með þar til gerðum búnaði. N1 fékk Verkís til að vinna úrbótaáætlun og fóru mælingar fram á svæðinu í sumar. Að mati sérfræðinga Verkís þarf að grípa til frekar aðgerða á svæðinu.\nErla Guðrún Hafsteinsdóttir, umhverfis- og jarðefnafræðingur hjá Verkís, segir að lítil mengun hafi greinst í jarðveginum sjálfum en hún sé meiri í jarðvegsloftinu sem stígur upp.\nOkkar tillaga byggir á því að lofta um jarðveginn og þar með mun styrkur mengunarefna minnka.\nVið ætlum að grafa skurði þarna og leggja rör sem munu lofta um jarðveginn.\nEinnig er fyrirhugað að fjarlægja þann jarðveg sem greinist mengaður.\nÞað er líka lagt til að farið verði í mótvægisaðgerðir á húsunum sjálfum. Við lögðum til að botnplatan yrði þétt.\nOg það yrði loftun undan með svona loftunarrörum og loftið sogað undan húsunum. Það á að draga úr lykt á svæðinu.\nÞegar öllum búnaði hefur verið komið upp verður eftirlit með hreinsunarferlinu. Gert er ráð fyrir að hreinsun geti tekið allt að tvö ár en stefnt er á að vakta svæðið í 12 mánuði eftir að hreinsun telst lokið.\nUmhverfisstofnun hefur lagt fram tillögur að fyrirmælum um úrbætur sem byggja á úrbótaáætlun Verkís. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 20.október.","summary":null} {"year":"2021","id":"99","intro":"Öryrkjabandalag Íslands segir þak á greiðsluþátttöku sjúklinga hriplekt. Í nýrri skýrslu þess kemur fram að sjúklingar greiði á annan milljarð í komugjöld til sérfræðilækna og sjúkraþjálfara framhjá greiðsluþakinu. Formaður bandalagsins segir viðbótarkostnaðinn bitna verst á þeim sem mest þurfa á þjónustunni að halda.","main":"Frá því sérfræðilæknar og sjúkraþjálfarar sögðu upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands hafa margir þeirra innheimt komugjöld af sjúklingum. Í skýrslu Öryrkjabandalagsins segir að í heild hafi almenningur greitt sérfræðilæknum og sjúkraþjálfurum um 1,7 milljarða á ári, til viðbótar greiðslum frá Sjúkratryggingum. Þar af áætlar bandalagið að um 250 milljónir hafi komið úr vösum öryrkja.\nVið getum eiginlega ekki litið á þetta á neinn annan hátt en að þetta sé hálfgerður blekkingarleikur þegar sjúklingar bera sjálfir kostnaðinn af lækkun greiðsluþátttökunnar.\nsegir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. Greiðsluþátttökukerfið gerir ráð fyrir því að hámarkskostnaður öryrkja fari ekki yfir rúmar 18 þúsund krónur á ári en vegna samningsleysisins og komugjaldanna eru dæmi um að kostnaður öryrkja sem fara reglulega í sjúkraþjálfun sé fjórfalt, jafnvel sexfalt það sem nemur greiðsluþakinu.\nÞarna er um þann hóp að ræða sem þarf hvað mest á þessari þjónustu að halda og þessi kostnaður sem bætist þarna við er bara orðinn of íþyngjandi.\nHvað viljið þið að verði gert?\nVið viljum að samningar haldi og fólk fari eftir þeim sáttmála sem ríkt hefur, að greiðsluþökin þau gildi en þetta sé ekki einhvern veginn gefið bara laust.","summary":"Formaður Öryrkjabandalag Íslands segir þak á greiðsluþátttöku sjúklinga hálfgerðan blekkingarleik. Í nýrri skýrslu bandalagsins kemur fram að sjúklingar greiði vel á annan milljarð í komugjöld til sérfræðilækna og sjúkraþjálfara, framhjá þakinu. "} {"year":"2021","id":"99","intro":"Kumlateigur líklega frá landnámsöld hefur fundist í Seyðisfirði og bátskuml að talið er. Í öðru þeirra lágu silfurnæla og spjót. Kumlin eru undir stórri skriðu sem talið er að fallið hafi í kringum 1150.","main":"Ýmislegt óvænt hefur komið í ljós við fornleifauppgröft í Seyðisfirði í sumar. Nýverið komu í ljós að minnsta kosti þrjú kuml sem gætu verið frá landnámsöld.Þetta gætu verið bátskuml, þar sem efnamikill einstaklingur hefur verið heygður að heiðnum sið. Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur stýrir uppgreftrinum.\nVið erum komin núna með þrjú kuml Þannig að við erum með kumlateig. Og við vitum að við erum komin með bátskuml og okkur sýnist meira að segja að það gætu hafa verið tveir bátar þarna. Sérstaklega í þessum fyrsta bátskumli eða sem við gátum greint að væri bátur þar höfum við fundið spjót, silfurnælu, þar hefur verið maður og hestur, perlur og taflmaður úr hnefatafli. (Og hvernig túlkið þið það að þið séuð að finna þarna bátskuml?) Það eru nú þekkt allavega ellefu sennilega bátskuml á Íslandi. Það hefur nú verið grafið á fjórða hundrað af kumlum. Þetta var algengur greftrunarsiður í heiðni sérstaklega ef horft er til Noregs. Ég túlka það þannig að þetta hefur verið efnamikill maður eða kona sem sem hefur verið lögð í þennan bát.","summary":"Kumlateigur líklega frá landnámsöld hefur fundist í Seyðisfirði. Kumlin eru undir stórri skriðu sem talið er að fallið hafi í kringum 1150. "} {"year":"2021","id":"99","intro":"Verkefnastjóri hjá Þroskahjálp segir vel hægt að efla menntunar- og atvinnutækifæri fatlaðra ungmenna, kerfin séu stöðnuð en tækifærin til úrbóta víða.","main":"Á hverju ári útskrifast hátt í 90 ungmenni af starfsbrautum framhaldsskólanna. Annað hvert ár komast 12 úr þessum hópi inn í tveggja ára diplómanám Háskóla Íslands og síðastliðin ár hafa 6 ungmenni getað sótt nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Þetta dugar engan veginn að sögn Söru Daggar Svanhildardóttur, verkefnastjóra hjá Þroskahjálp.\nÞað vantar einhvern drifkraft, eitthvert hreyfiafl til að breyta því kerfin breyta sér ekki sjálfkrafa og þau eru bara því miður, eins og svo oft, svo stöðnuð. VIð erum enn að byggja á svo gamalli hugmyndafræði.\nSara segir atvinnuframboðið enn takmarkast að mestu við einhæfar vinnustofur. Hún vill efla Vinnumálastofnun í að styðja við þennan hóp og gera atvinnu með stuðningi almennari. Þá fagnar hún nýju samstarfi Þroskahjálpar við Samtök atvinnulífsins og auknu frumkvæði meðal atvinnurekenda.\nÉg veit að sveitarfélögin eru líka stór aðili að þessu máli og manni fyndist að þar þyrfti að fara að taka aðeins til, það er rosalegt ábyrgðarleysi finnst mér að úthluta plássum í eitthvað sem þú veist að er ekki að fara að virka og er bara vonleysi. Þetta er rosalega brotið kerfi, en þegar maður horfir á þetta og kemur inn á þessa staði þá sér maður að það eru svo mörg tækifæri til að breyta þessu og það er hægt.","summary":null} {"year":"2021","id":"99","intro":"Hafinn er undirbúningur að stofnun rannsóknaseturs í Mývatnssveit á vegum Háskóla Íslands og menningar- og náttúrusetursins í Svartárkoti. Háskólarektor segir þetta góða viðbót við rannsóknasetur Háskólans víða um landið.","main":"Það voru fulltrúar Háskóla Íslands, Svartárkots menningar og náttúru, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar sem undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um stofnun rannsóknaseturs á sviði umhverfishugvísinda í Mývatnssveit. Á næstu mánuðum verður unnið að fjármögnun og öðrum undirbúningi í húsnæði sem ríkiseignir keyptu við Mývatn á þessu ári. Þar eru einnig til húsa fjórar stofnanir á sviði umhverfismála; Vatnajökulsþjóðgarður, Umhverfisstofnun, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn og Landgræðslan.\nVið erum með rannsóknasetur víða um landið, við erum með tíu rannsóknasetur sem stendur. Og þau eru alltaf í góðu samstarfið við heimamenn og að frumkvæði heimamanna oft. og það er það sem geriðst hér.\nSegir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Umhverfisvísindi verði innlegg skólans í fyrstu, en hann segir aðstæður við Mývatn sérlega góðar til rannsókna og tækifærin víða. Umfang starfseminnar ráðist nokkuð af stuðningi stjórnvalda og fjármagni, en þarna sé gert ráð fyrir að verði starfsfólk á vegum háskólans auk þess sem nemendur geti dvalið þar tímabundið í sínu námi.\nEn vilji okkar er skýr og við hyggjumst þá vera hér með starfsemi. Og bara að standa hér úti á pallinum á þessum frábæra stað, með þessa glæsilegu starfsemi sem er hér í grenndinni. Ég sé ekki annað en þetta verði eitthvað sem komi mjög mikið út úr.","summary":null} {"year":"2021","id":"99","intro":"Blikakonur halda keppni áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Þær keppa við Real Madríd á Spáni í kvöld. Blikar eru án stiga eftir fyrstu umferðina, en í henni tapaði Breiðablik 2-0 fyrir PSG á Kópavogsvelli.","main":"Ásmundur Arnarsson stýrir Blikum í fyrsta sinn í kvöld. Ásmundur tók við þjálfun Blikakvenna af Vilhjálmi Kára Haraldssyni á dögunum. Vilhjálmur stýrði Blikum í síðasta sinn á móti PSG, en þá hafði þegar verið tilkynnt um ráðningu Ásmundar og var hann í liðsstjórn Blika á þeim leik. Vilhjálmur óskaði sjálfur eftir því að hætta sem þjálfari Breiðabliks sökum anna í vinnu. Hann stýrði Blikum aðeins þessa einu leiktíð, eftir að hafa tekið við af Þorsteini Halldórssyni þegar hann var ráðinn sem landsliðsþjálfari í lok janúar. Real Madríd hefur ekki byrjað leiktíðina neitt sérlega glæsilega á Spáni. Liðið hefur aðeins fjögur stig og er í 13. sæti spænsku deildarinnar þegar sex umferðum er lokið. Fyrsti sigur Real kom þó í síðasta leik sem var 2-1 sigur á Eibar á sunnudag. Madrídingar unnu Kharkiv frá Úkraínu 1-0 í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Youtube á einkarétt á sjónvarpsútsendingum frá Meistaradeild kvenna þessa leiktíðina. Það lá ljóst fyrir áður en Blikar tryggðu sér sætið í riðlakeppninni. Hins vegar eru sýningar Youtube í opinni dagskrá og aðgengið til að horfa á leikinn í kvöld því eftir því. Leikur Real Madríd og Breiðabliks í kvöld hefst klukkan 19:00.\nSex leikmenn sem leikið hafa á síðustu árum fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta hafa verið sakaðir um ofbeldis- og\/eða kynferðisbrot og leika ekki með liðinu á meðan mál þeirra eru í skoðun. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að stjórn Knattspyrnusambands Íslands hafi borist tölvupóstur frá aðgerðahópnum Öfgum, hinn 27. september, sem samkvæmt heimildum blaðsins innihélt nöfn sex leikmanna landsliðsins og dagsetningar meintra ofbeldis- og kynferðisbrota þeirra.","summary":"Blikakonur mæta Real Madríd á Spání kvöld í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. "} {"year":"2021","id":"99","intro":"Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfur fjögurra yfir-og aðstoðarlögregluþjóna hjá embætti ríkislögreglustjóra um að embættinu, beri að standa við það launasamkomulag sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá í ágúst fyrir tveimur árum. Samkomulagið fór í sér kjarabætur sem færðu þeim aukin lífeyrisréttindi.","main":"Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem tók við embætti ríkislögreglustjóra eftir að Haraldur lét af störfum, afturkallaði þessa samninga og taldi að Harald hefði skort heimild til að gera samninga af þessu tagi.\nHéraðsdómur er því ósammála og segir þetta vera fullgilda samninga sem beri að efna.\nFram kom í fréttum RÚV að launasamkomulagið myndi kosta ríkissjóð um 360 milljónir en það náði til tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna.\nEinn yfirlögregluþjónn og einn aðstoðaryfirlögregluþjónn skrifuðu ekki undir samkomulagið og héldu sínum óbreyttu mánaðarlaunum.\nFátítt er að samkomulag af þessu tagi sé gert við jafn marga ríkisstarfsmenn í einu. Fremur hefur tíðkast að gera það við einn og einn í undantekningartilvikum.\nLögreglustjórinn á Suðurnesjum gerði svipað samkomulag við einn aðstoðaryfirlögregluþjón sem lét af störfum vegna aldurs. Embættið ber sjálft kostnaðinn af þeirri hækkun sem nemur 66 milljónum.","summary":null} {"year":"2021","id":"100","intro":"Forstjóri Rarik vonast til að flestallar raflínur í dreifikerfi fyrirtækisins, sem viðkvæmastar eru fyrir vetrarveðri og ísingu, verði komnar í jörðu áður en vetur gengur í garð. Rarik hefur lagt um fimm hundruð kílómetra af raflínum í jörðu undanfarin tvö ár.","main":"Í desemberveðrinu 2019 urðu miklar skemmdir á raflínum í dreifikerfi Rarik. Í kjölfarið var tekin sú ákvörðun að í stað þess að gera við bilaðar loftlínur yrðu þær lagðar í jörðu. Við það bættust síðan verkefni þar sem ákveðið var að flýta vinnu við að leggja jarðstrengi á viðkvæmum svæðum. Á tveimur árum hafa því um 500 kílómetrar af rafstrengjum verið lagðir í jörðu og Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri Rarik, segir að síðustu verkefnum í þessum áfanga sé um það bil að ljúka.\nÞetta þýði að nær allar raflínur í dreifikerfi Rarik sem viðkvæmastar voru fyrir vetrarveðri og ísingu verði komnar í jörðu áður en vetur gengur í garð. Síðustu línur í þessum áfanga voru í Skagafirði, Hörgárdal, Svarfaðardal, á Tjörnesi og í Öxarfirði. Að þessu loknu segir Tryggvi að um 70 prósent af öllu dreifikerfi Rarik verði komið í jörðu. Vinnunni sé þó ekki lokið því áfram verði haldið að leggja jarðstrengi.","summary":null} {"year":"2021","id":"100","intro":"Sein viðbrögð breskra stjórnvalda við COVID-19 faraldrinum í fyrra eru einhver mestu lýðheilsumistök í sögu ríkisins að mati þingnefnda. Helstu ráðgjafar bresku stjórnarinnar hafi ýtt fram hugmyndum sem búið var að sýna sig að reyndust illa annars staðar.","main":"Niðurstöður nokkurra mánaða rannsóknar tveggja nefnda var birt í gær, en í nefndunum voru þingmenn úr öllum flokkum. Í skýrslunni segir að ákvarðanir um lokanir og fjarlægðartakmarkanir snemma í faraldrinum, og ráðgjöfin sem leiddi til þeirra, séu eitthvað mesta klúður í sögu breskra lýðheilsumála. Þá segir að Bretar hafi verið allt of seinir að senda smitað fólk í einangrun og aðra á heimili þeirra í sóttkví.\nRáðherrann Stephen Barclay var spurður í viðtali í morgun hvort hann vildi biðja bresku þjóðinna afsökunar á því sem fram kemur í skýrslunni.\nWell, there are lessons to learn, but the point is that we took decisions based on the science. We protected the NHS. We got the vaccine deployed at pace but we accept where there are lessons to be learned we're keen to do so\nBarclay sagði að vissulega mætti draga lærdóm af skýrslunni, en stjórnvöld hefðu byggt allar sínar ákvarðanir á vísindalegum grunni. Þau hefðu staðið vörð um heilbrigðiskerfið og náð hraðri útbreiðslu bóluefnis, en væru reiðubúin að læra af því sem betur mætti fara.","summary":null} {"year":"2021","id":"100","intro":"Karlalandslið Íslands í fótbolta vann ágætan sigur á Liechtenstein á Laugardalsvelli í gærkvöld. Ísland er nú með átta stig í riðlinum þegar tveir leikir eru eftir.","main":"Stefán Teitur Þórðarson kom Íslandi í 1-0 eftir 18 mínútna leik þegar hann skallaði boltann í markið eftir fyrirgjöf Jóns Dags Þorsteinssonar. Þetta var fyrsta A-landsliðsmark Stefáns Teits.\nAlbert Guðmundsson bætti svo tveimur mörkum við úr vítaspyrnum áður en Andri Lucas Guðjohnsen innsiglaði 4-0 sigur íslenska liðsins. Sveinn Aron Guðjohnsen skallaði þá boltann fyrir fætur litla bróður sem skoraði glæsilegt mark.\nÍsland situr áfram í næst neðsta sæti riðilsins með átta stig eftir átta leiki en einu sigrar Íslands í riðlinum hafa komið gegn Liechtenstein. Þýskaland varð í gærkvöld fyrst liða til að tryggja sér sæti á HM í Katar en Þjóðverjar unnu Norður-Makedóníu 4-0 og eru nú með 21 stig á toppi riðilsins. Rúmenía situr í 2. sætinu með 13 stig og Norður-Makedónía og Armenía koma þar á eftir með 12 þegar öll liðin eiga tvo leiki eftir.\n21 árs landslið karla í fótbolta mætir Portúgal í þriðja leik sínum í undankeppni EM 2023 í dag. Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst klukkan þrjú. Portúgal hefur unnið báða leiki sína í riðlinum til þessa en Ísland unnið einn og gert eitt jafntefli.\nMarkvörðurinn Elín Jóna Þorsteinsdóttir er í úrvalsliði 1.-2. umferðar í undankeppni EM kvenna í handbolta fyrir Evrópumótið 2022 en það er Evrópska handknattleikssambandið sem sér um valið. Elín Jóna átti frábæran leik í sigri Íslands á móti Serbíu á Ásvöllum á sunnudag, hún varði fjórtán skot í leiknum, þar af tvö víti.","summary":null} {"year":"2021","id":"100","intro":"Í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð er enn verið að heyja. Venjulega er heyskap lokið í september og heyrir það til algjörra undantekninga að bændur standi í heyönnum um miðjan október.","main":"Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi á Grund, segir að haustverkin séu heldur óvanaleg þetta haustið. Þar sem enn sé mikið gras á túnum hafi verið farið í að hreinsa þau svo ekki verði mikil sina á þeim næsta vor.\nÞað bara spratt svo mikið í haust og það var ekki annað verjandi en að hreinsa túnin.\nFyrst að svona gaf í veðri þá var farið í það.\nÞórarinn segir að menn séu vel settir með heyfeng eftir þetta óvenju góða sumar á Norðurlandi.\nÉg held ég bara muni ekki eftir jafn góðu sumri hvað þetta varðar. Yfirleitt eru menn nú búnir með seinni slátt svona um 20. ágúst og það er ekkert óalgengt að menn séu að taka þriðja slátt fram í september.\nEn það heyrir nú held ég til undantekninga að við séum að standa í þessu um miðjan október eða að nálgast hann.\nÍ lok september kólnaði nokkuð í veðri og snjóaði, heygæði eru því eftir því.\nÞriðji sláttur er nú oft ekkert neitt dásemdarfóður","summary":null} {"year":"2021","id":"100","intro":null,"main":"Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á kæru Karls Gauta Hjaltasonar vegna talningar atkvæða í kjördæminu er lokið og málið er nú til meðferðar hjá ákærusviði embættisins.\nÞetta staðfestir Gunnar Örn Jónsson lögreglustjóri á Vesturlandi sem segist ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.\nKarl Gauti var oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum 25. september og hlaut jöfnunarþingsæti eftir að upprunalegar lokatölur úr Norðvesturkjördæmi voru kynntar daginn eftir kosningar, en datt út af þingi við endurtalningu.\nKarl Gauti kærði meðal annars umgengni einstakra fulltrúa í yfirkjörstjórn á Norðvesturlandi um óinnsigluð kjörgögn og að undirskriftir í gerðabók hennar hafi ekki verið í samræmi við lög. Í samtali við fréttastofu segir Karl Gauti að hann hafi ekki fengið nein viðbrögð frá lögreglu vegna kærunnar.","summary":"Lögreglan á Vesturlandi hefur lokið rannsókn á kæru Karls Gauta Hjaltasonar vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Málið er komið til meðferðar hjá ákærusviði embættisins."} {"year":"2021","id":"100","intro":"Erna Bjarnadóttir hyggst ekki fylgja Birgi Þórarinssyni í raðir Sjálfstæðisflokksins. Birgir segir að hún hljóti að hafa skipt um skoðun vegna umræðunnar undanfarna daga. Stjórnarmaður í kjördæmafélagi Miðflokksins í Suðurkjördæmi segir af og frá að unnið hafi verið gegn Birgi.","main":"Erna greindi frá því í Bítinu á Bylgjunni í morgun að hún hyggist ekki fylgja Birgi og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu.\nHún tjáði mér það að hún ætlaði að koma með mér yfir. Hún hefur greinilega skipt um skoðun\nStjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi bauð þau bæði velkomin til starfa þegar á sunnudaginn en nú er ljóst að Erna verður ekki varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það merkir að þurfi Birgir að taka sér frí frá þingstörfum fjölgar í þingliði Miðflokksins úr tveimur í þrjá.\nBirgir segir hafa verið unnið gegn sér allt frá áramótum. Það hafi meðal annars komið fram í tölvupósti fimm dögum fyrir kosningar.\nSem segir það að að það sé hæpið að þessi framboðslisti standist lög flokksins\nÞetta eru náttúrulega ótrúlegar kveðjur frá yfirstjórn flokksins. Þetta lýsir því bara að þetta var ekki búið ennþá.\nHallfríður Hólmgeirsdóttir bæjarfulltrúi Miðflokksins í Grindavík og stjórnarmaður kjördæmafélagsins í Suðurkjördæmi segir af og frá að athugasemdir í póstinum hafi beinst gegn Birgi eða öðrum á framboðslistanum. Hann hafi snúist um tæknileg atriði við framkvæmd uppstillingar. Hún furðar sig jafnframt á vitneskju Birgis Þórarinssonar um póstinn.\nFréttastofa hefur ekki náð sambandi við Ernu Bjarnadóttur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.","summary":"Erna Bjarnadóttir varaþingmaður Miðflokksins ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Birgir telur að Erna hafi skipt um skoðun vegna umræðu síðustu daga. "} {"year":"2021","id":"100","intro":"Land hefur risið allt að 14 sentímetra við Öskju frá í byrjun ágúst. Starfsmenn Veðurstofu Íslands eru að ljúka viðgerðum og uppsetningu gps-mæla og vefmyndavéla við Öskju, svo hægt sé að fylgjast með landrisinu í vetur.","main":"Mælitæki Veðurstofunnar við Öskju sýnir að land hefur risið allt að 14 sentimetra á tveimur mánuðum. Tækið sýndi um tíu til tólf sentimetra ris í lok september, skömmu áður en það bilaði. Þrír starfsmenn Veðurstofunnar fóru að Öskju á sunnudag til að laga tækið og setja upp fleiri mæla og vefmyndavélar við fjallið.\nÞað virðist hafa skemmst radíó uppi á endurvarpanum sem talar við allar stöðvarnar sem eru inni í Öskjunni og við skiptum um það radíó og þá komst allt í gang aftur.\nSegir Benedikt G. Ófeigsson, sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga hjá Veðurstofunni.\nÓvissustig Almannavarna er í gildi vegna landrissins við Öskju. Á laugardag varð þar skjálfti að stærðinni þrír, sem er stærsti skjálfti á svæðinu í meira en tuttugu ár. Talið er að skjálftavirknin tengist kvikuinnskoti. Benedikt segir engin sjáanleg merki um virknina.\nÉg er ekki að sjá að það séu neitt allavega sjáanlegar breytingar á jarðhita þarna, allavega í bili, það virðist allavega ekki vera að það séu orðin nein sýnileg merki um að eitthvað sé í gangi, einungis þetta landris og svo náttúrulega orðin svolítið óvenjuleg skjálftavirkni þarna.\nBenedikt segir aðstæður á svæðinu góðar, þrátt fyrir svolítinn kulda og ís.\nLogn og blíða og gott færi að keyra á snjó, bara mjög auðvelt að fara um og vinna. Þetta voru eiginlega bara bestu vetraraðstæður sem hægt er að komast í, í gær og í dag held ég.","summary":"Land hefur risið um fjórtán sentimetra við Öskju frá því í ágúst. Sérfræðingur Veðurstofunnar, sem er við Öskju, segir engin sjáanleg merki um yfirvofandi gos. "} {"year":"2021","id":"100","intro":"Áskorun sem ekki verður vikist undan og ástand sem jaðrar við sturlun eru orð sem yfirlæknir á bráðamóttöku og framkvæmdastjóri meðferðarsviðs LSH nota um stöðuna á Landspítalanum. Tæplega hundrað manns eru á sjúkrahúsinu sem ættu að hafa annan dvalarstað.","main":"Tæplega hundrað manns liggja á Landspítala sem ættu að hafa annan dvalarstað að sögn framkvæmdastjóra meðferðarsviðs LSH. Tæpur þriðjungur þess hóps liggur á bráðalegudeildum. Bregðast þurfi við þegar í stað.\nRunólfur Pálsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs LSH segir að lengi hafi verið reynt að leita leiða til að leysa vandann en án árangurs. Ástandið hafi einungis batnað tímabundið þegar ný hjúkrunarheimili hafi verið tekin í notkun.\nSvo fer alltaf í sama farið. Það er búið að vinna mikla vinnu innan spítalans í að efla verkferla til að miða að betri nýtingu legurýma. En eftir stendur alltaf sami vandinn að miðað við þær aðstæður sem eru hverju sinni þá skortir fjölmörg legurými á spítalanum. Og það er ekki hægt að una við þetta lengur. Það verður að finna einhverjar leiðir til að losa um þetta ástand því að það er hvorki boðlegt fyrir sjúklinga né starfsfólk\nHjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku líkir ástandinu við sturlun.\nÁstandið í heilbrigðiskerfinu er farið að jaðra við hreina sturlun. Starfsfólk Landspítalans er orðið dauðþreytt á því að geta ekki veitt skjólstæðingum sínum ásættanlega þjónustu\nRunólfur Pálsson segir ekki unnt að bíða með aðgerðir.\nÞetta er bara gríðarleg áskorun sem verður ekki vikist undan . Það er enginn tími til stefnu því ástandið hefur verið þannig síðustu daga er þannig að það er ekki hægt að una við þetta","summary":null} {"year":"2021","id":"100","intro":"Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, baðst í dag lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á ríkisráðsfundi í Ósló. Stefnt er að því að ný ríkisstjórn taki við á fimmtudag.","main":"Eftir að Jan Tore Sanner fjármálaráðherra lagði fram fjárlagafrumvarp næsta árs á Stórþinginu í morgun kvaddi Erna Solberg sér hljóðs og tilkynnti þingheimi að hún ætlaði að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á fundi með Haraldi konungi í dag. Úrslit þingkosninganna í síðasta mánuði hefðu verið með þeim hætti að komið væri að ríkisstjórnarskiptum í Noregi. Því ætlaði hún að ráðleggja konungi að setja sig í samband við Jonas Gahr Støre, formann Verkamannaflokksins, og óska eftir því við hann að mynda nýja stjórn. Ríkisráðsfundurinn var haldinn klukkan ellefu að íslenskum tíma. Samkvæmt hefð fór konungur fram á að Erna Solberg gegndi embætti forsætisráðherra enn um sinn, þar til ný ríkisstjórn hefði verið mynduð.\nAð sögn norskra fjölmiðla hafa Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn sammælst um að mynda minnihlutastjórn, sem áformað er að taki við stjórnartaumunum á fimmtudag. Til stendur að kynna ráðherralista nýju stjórnarinnar á morgun.","summary":"Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, baðst í morgun lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt á ríkisráðsfundi í Ósló. "} {"year":"2021","id":"101","intro":"Niðurskurður fjár er hafinn á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Starfandi yfirdýralæknir telur mikilvægt að draga framvegis úr samgangi fjár á milli bæja til að auka smitvarnir auk meiri sýnatöku. Allsherjarniðurskurður sé ekki á dagskrá.","main":"Niðurskurður fjár er hafinn á Syðra-Skörðugili. Dýravelferð og smitvarnir eru tryggðar af hálfu Matvælastofnunar að sögn starfandi yfirdýralæknis. Ekki stendur til að fara í allsherjarniðurskurð á svæðinu heldur verður áhersla lögð á auknar smitvarnir meðal annars með því að draga úr samgangi fjár bæja á milli og að fé komi ekki inn í fjárhús á öðrum bæjum.\nNúna stendur yfir niðurskurður á þessum bæ sem riðuveiki greindist í núna í haust. Samhliða því erum við að skima fyrir riðu bæði hér á þessu svæði í Skagafirði og á fleiri svæðum á landinu sem við teljum að séu áhættusvæði\nSkimunin hefur fyrst og fremst snúið að fullorðnu fé sem er slátrað en nú er aukin áhersla á að fá einnig sýni úr fé sem drepst eða er lógað heima á bæjum. Því hefur verið sent út ákall til bænda vegna þessa. Sigríður Björnsdóttir segir dýrmætt fyrir rannsóknir að fá þau sýni.\nHalldór Runólfsson fyrrverandi yfirdýralæknir hefur sagt að slátra þurfi öllu fé á þessu svæði.\nStarfandi yfirdýralæknir tekur ekki undir það. Sigríður Björnsdóttir segir allsherjarniðurskurð ekki á dagskrá núna.\nÞó það hafi verið gert áður þá er það ekki inni á planinu eins og er. Þvert á móti ætlum við að reyna að komast lengra í smitvörnum því það er ljóst að við verðum að gera meira en að skera niður á einum og einum bæ\nsíðan ætlum við að reyna að auka smitvarnir líka. Með hvaða hætti gerir maður það? Það verður að gerast með þeim hætti að það verður að minnka samgang fjár á milli bæja","summary":"Förgun fjár er hafin á Syðra-Skörðugili í Skagafirði. Starfandi yfirdýralæknir telur mikilvægt að draga úr samgangi fjár á milli bæja og auka sýnatöku. Allsherjarniðurskurður sé ekki á dagskrá."} {"year":"2021","id":"101","intro":"Birkir Bjarnason, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, telur að landsliðið eigi góða möguleika á að vinna Liechtenstein í kvöld þrátt fyrir að það vanti marga reynda leikmenn í hópinn.","main":"Liðin mætast á Laugardalsvelli í kvöld klukkan 18:45 en Ísland vann síðustu viðureign liðanna 4-1 og Birkir segir að liðið muni sitt besta til að ná í þrjú stig. Þrír leikmenn sem spiluðu í leiknum gegn Armeníu á föstudag verða í banni í kvöld vegna gulra spjalda, þeir Birkir Már Sævarsson, Ari Freyr Skúlason og markaskorari föstudagsins, Ísak Bergmann Jóhannesson. Þá hefur Guðlaugur Victor Pálsson dregið sig úr hópnum og haldið aftur til félagsliðs síns Schalke í Þýskalandi.\nHeil umferð fór fram í efstu deild kvenna í körfubolta í gærkvöld. Í Keflavík mættust Keflavík og Haukar. Liðin skiptust á að hafa forystuna en Haukar voru betra liðið á lokamínútum leiksins og tryggðu sér að lokum 70-63 sigur. Nýliðar Grindavíkur unnu sinn fyrsta leik í efstu deild þegar liðið hafði betur gegn Breiðablik 83-69. Valur vann svo öruggan sigur á Skallagrím í Borgarnesi 92-70 og Njarðvík vann Fjölni 71-61.\nÍ seinni leik kvöldsins í úrvalsdeild karla í handknattleik í gærkvöld hafði Afturelding svo betur gegn Selfossi. Liðin skiptust á að vera með forystuna allan fyrri hálfleikinn og staðan var hnífjöfn í hálfleik, 14-14. Mosfellingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur, létu forystuna aldrei af hendi og unnu að lokum tveggja marka sigur, 26-24.\nOg Frakkland er Þjóðadeildarmeistari árið 2021 eftir sigur á Spánverjum í úrslitaleiknum. 0-0 var í hálfleik. Mikel Oyarzabal kom Spánverjum yfir á 64. mínútu en Karim Benzema jafnaði tveimur mínútum síðar. Á 80. mínútu skoraði Kylian Mbappe svo fyrir Frakka og þrátt fyrir mótmæli Spánverja vegna meintrar rangstöðu stóð markið og 2-1 urðu lokatölur.","summary":null} {"year":"2021","id":"101","intro":"Tíu þúsund jarðskjálftar hafa mælst í grennd við Keili síðustu tvær vikur. Fimm hundruð skjálftar mældust í gær, þar af einn sem var þrír komma tveir að stærð á tíunda tímanum í gærkvöld.","main":"Skjálftahrinan við Keili heldur áfram að sögn Einars Bessa Gestssonar náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Hann segir skjálftana sveiflukenndari en í fyrstu.\nEinar Bessi Gestsson er náttúruvársérfræðingur á veðurstofu Íslands\nþað er 18. skjálftinn sem mælst hefur yfir þremur að stærð í þessari hrinu. Núna frá því hrinan hófst hafa mælst 10 þúsund skjálftar á svæðinu þannig að það er í raun bara áframhaldandi virkni\nSkjálftinn í gærkvöld fannst meðal annars vel í Hafnarfirði. Um vika er síðan skjálfti yfir þremur að stærð mældist nærri Keili.\nHeldur hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga síðustu daga. Jarðhræringarnar dagana á undan minntu nokkuð á ástandið áður en gos hófst í Geldingadölum, en skjálftarnir nú eiga upptök sín nær Keili. Þeir finnast síður í Grindavík og hafa fundist betur í Vogum og í Hafnarfirði.\ní rauninni síðustu gögn sem við fengum varðandi aflögun á svæðinu eða landris á svæðinu sem er vísbending um að ef kvika væri . Síðustu gögn sýndu ekki að það væri landris. En það er í raun ekki hægt að útiloka það að það sé lítið magn af kviku á ferðinn þarna á meira dýpi en við sáum fyrir gosið í Geldingadölum.","summary":null} {"year":"2021","id":"101","intro":"Ef bráðavarnir neðan Búðarár á Seyðisfirði verða taldar ráða við allt það efni sem gæti fallið úr hlíðinni verður rýmingu húsa mögulega aflétt. Þetta skýrist síðar í dag.","main":"Síðar í dag skýrist hvort rýmingu húsa á Seyðisfirði verður aflétt eða hún framlengd. Það ræðst af því hvort bráðavarnir neðan Búðarár verða taldar ráða við það efni sem gæti fallið.\nÍbúar níu húsa við Búðará á Seyðisfirði hafa ekki mátt vera í heima í heila viku. Hryggurinn sem hangir við skriðusárið hefur verið á hreyfingu í tíu daga og hreyfist enn. Hann hefur nú skriðið um 15 sentimetra. Hreyfingin er þó ekki að aukast eins og í síðustu viku og hefur hraðinn verið stöðugur í þrjá daga.\nÞegar húsin voru rýmd var gefið út að rýmingin myndi standa fram yfir helgi. Nú er hún liðin en hættuástand ríkir enn. Klukkan þrjú í dag funda almannavarnir með Veðurstofunni og heimamönnum og þar verður farið yfir útreikninga á hvort leiðigarðar og safnþró neðan við Búðará geti tekið við því efni sem fellur; hvort varnirnar muni halda. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir í samtali við fréttastofu að eftir fundinn liggi fyrir betri sýn á hver næstu skref verða - hvort óhætt verður talið að aflétta rýmingunni eða hvort hún verður framlengd. Mögulega yrði aðeins aflétt rýmingu í sumum húsum ekki öðrum.\nÍbúar fá ekki að vitja húsa sinna að svo komnu en það gæti breyst síðar í dag ef niðurstaðan verður að varnirnar ráði við allt efni í flekanum. Hann er mjög sprunginn og talið líklegt að hann myndi falla í pörtum. Viðbúnaður og ákvarðanir verða þó áfram miðuð við að hann gæti fallið í heilu lagi.","summary":null} {"year":"2021","id":"101","intro":"Formenn ríkisstjórnarflokkanna sitja nú á fundi í Ráðherrabústaðnum þar sem rætt er um áframhaldandi samstarf. Formennirnir segja viðræður ganga vel. Ekki hefur verið rætt um annað en að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra og ekki er farið að ræða skiptingu ráðuneyta.","main":"Formennirnir þrír hafa fundað reglulega þær tvær vikur sem liðnar eru frá alþingiskosningunum 25. september. Fyrir fundinn sem hófst á 12. tímanum í morgun sagði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins að formennirnir væru sammála um að klára þyrfti ýmis mál sem ekki tókst að ljúka á síðasta kjörtímabili.\nKatrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði fyrir fundinn að ekki væri byrjað að ræða um verkaskiptingu og skiptingu ráðuneyta\nVið erum að ræða saman um að Katrín leiði áfram","summary":null} {"year":"2021","id":"101","intro":"Rafbílum fjölgar hjá bílaleigum landsins en hleðslustöðvar eru of fáar til að erlendir ferðamenn vilji leigja þá til langferða. Til að svo geti orðið þyrfti að fjölga hleðslum við gististaði.","main":"Bílaleiga Akureyrar keypti nýverið 70 rafbíla og eru bílar sem ganga fyrir rafmagni nú 15% bílaflota leigunnar. Stefnt er að því að hlutfallið verði 25% á næsta ári. Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar, segir stefnuna að gera bílaflotann enn umhverfisvænni.\nÞað hefur ekkert verið hægt að vinna þetta hraðar, einfaldlega vegna innviðanna sem eru einfaldlega ekki alveg tilbúnir alls staðar. En til þess að ferðamenn geti nýtt rafbíla þá verða náttúrulega að vera hleðslustöðvar á gististöðum hótelum\nog gistiheimilum. Það er náttúrulega ekki mjög mikið um það.\nErlendir ferðamenn eru ekki tilbúnir til að leigja rafmagnsbíla á meðan hleðslustöðvar eru ekki fleiri hringinn í kringum landið. Steingrímur segir að það sé að mörgu leyti skiljanlegt að gististaðir séu almennt ekki með hleðslustöðvar.\nÞetta er kostnaður fyrir þessi fyrirtæki.\nÞetta tekur tíma og það er ekkert að því, það er ekkert óeðlilegt að þetta taki tíma.","summary":null} {"year":"2021","id":"101","intro":"Það eitt að innsigli hafi ekki verið fullnægjandi leiðir ekki sjálfkrafa af sér að ógilda þurfi kosningar segir Hafsteinn Þór Hauksson lagaprófessor við Háskóla Íslands. Hann kom fyrir undirbúningsnefnd fyrir rannsóknir kjörbréfa í morgun.","main":"Hafsteinn Þór Hauksson dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir mörg álitamál varðandi málsmeðferð vegna rannsóknar kjörbréfa. Hann kom fyrir undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa í morgun á opinn fund sem sent var beint frá.\nNefndinni hefur verið falið að staðfesta hvort kjörbréf landskjörstjórnar sem gefin voru út eftir þingkosningar séu gild. Jafnan er þetta fremur einfalt en öðru máli gegnir nú vegna talningar og meðhöndlunar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fimm frambjóðendur sem duttu út af þingi við endurtalningu í kjördæminu hafa kært kosningarnar.\nHafsteinn Þór Hauksson segir alls ekki sjálfsagt að fara í uppkosningu.\nÉg held að það eitt að innsiglun hafi ekki verið fullnægjandi leiði ekki sjálfkrafa af sér að það þyrfti að ógilda kosningarnar að sýnt hefði verið fram á að það hefði áhrif á niðurstöðurnar. Það þyrfti eitthvað fleira til að koma og þá sérstaklega ef að sýnt þykir að hægt sé að leiða í ljós að átt hafi verið við kjörgögnin . Nú veit ég ekki hvaða sönnunargögn liggja fyrir um það eða hvort þið hafið haft aðgang að þeim eða hvernig það er. En ef að sýnt væri fram á það að gögnin eru í læstu herbergi sem er ekki innsiglað það er eitthvað eftirlit það eru myndbandsupptökur og svo framvegis sem gefa skýrlega til kynna að það hafi ekki verið átt við gögnin eða einhver möguleiki á því þá held ég að það myndi skipta miklu máli.\nUnnt er að hlusta á allan fundinn á vef RÚV og einnig á vef Alþingis.","summary":"Það eitt að innsigli hafi ekki verið fullnægjandi, leiðir ekki sjálfkrafa af sér að ógilda þurfi kosningar segir dósent í lögum við Háskóla Íslands. Hann kom fyrir undirbúningsnefnd fyrir rannsóknir kjörbréfa í morgun. "} {"year":"2021","id":"101","intro":"Húsnæðisskortur stendur íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu á Skagaströnd fyrir þrifum. Mikil ásókn er þar í íbúðarhúsnæði, en ekkert laust. Sveitarfélagið hefur meðal annars fellt niður gjöld af byggingalóðum til að liðka fyrir.","main":"Í húsnæðisáætlun sem Sveitarfélagið Skagaströnd birti nýlega kemur meðal annars fram að þar þurfi að byggja tvær til fjórar íbúðir á ári fram til ársins 2026 til að uppfylla þörf fyrir nýtt íbúðarhúsnæði og koma á nauðsynlegu jafnvægi. Alexandra Jóhannesdóttir, sveitarstjóri, segir að ungir Skagstrendingar sæki í auknum mæli að flytja heim og þá vanti fólk á staðinn til að sinna auknum atvinnutækifærum.\nEins og víðar í dreifbýli er söluverð á íbúðarhúsnæði lægra en byggingarkostnaður sem dregur úr áhuga verktaka á að byggja íbúðir. Til að liðka fyrir felldi sveitarfélagið niður gatnagerðargjöld á fjórtán lóðum við tilbúnar götur. Þá eru viðræður við leigufélagið Bríeti um byggingu leiguhúsnæðis. Enn eitt sem dregur úr möguleikum á nýbyggingum segir Alexandra vera áhugaleysi bankanna á að veita húsnæðislán til fólks í dreifbýli.\nNei og það er það sem hefur verið","summary":null} {"year":"2021","id":"101","intro":"Kanslaraskipti urðu í Austurríki í dag. Sebastian Kurz sagði af sér vegna ásakana um spillingu. Við embættinu tók Alexander Schallenberg sem verið hefur utanríkisráðherra síðustu ár.","main":"Alexander Schallenberg tók í dag við embætti kanslara Austurríkis af Sebastian Kurz, sem sagði af sér í gær. Kurz er sakaður um að hafa notað almannafé til að fegra ímynd sína í fjölmiðlum.\nHúsleit var gerð í síðustu viku í höfuðstöðvum Austurríska lýðflokksins og á skrifstofu Sebastians Kurz kanslara. Hann er grunaður um að hafa á árunum 2016 til '18 notað opinbert fé til að tryggja sér jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum og að hafa borgað fyrir skoðanakannanir sem voru honum hliðhollar í skiptum fyrir auglýsingasamninga við ríkisstofnanir. Að auki er hann sakaður um að hafa sagt ósatt við yfirheyrslu þingnefndar sem rannsakar spillingu í efstu lögum stjórnkerfisins. Fyrir dyrum stóð atkvæðagreiðsla á þinginu í Vínarborg um vantraust á Kurz. Hann tilkynnti síðdegis í gær að hann ætlaði að láta af embætti. Hann lýsti sig saklausan af öllum ásökunum og ætlar að sitja áfram sem formaður Lýðflokksins og almennur þingmaður. Hann sagði að aðallega ætlaði hann þó að einbeita sér að því á næstunni að sanna sakleysi sitt.\nAlexander Schallenberg er fráfarandi utanríkisráðherra í stjórn Kurz. Við utanríkisráðherraembættinu tekur Michael Linhart. Hann hefur verið sendiherra Austurríkis í Frakklandi frá árinu 2018.","summary":"Kanslaraskipti urðu í Austurríki í dag. Sebastian Kurz sagði af sér vegna ásakana um spillingu. Við embættinu tók Alexander Schallenberg utanríkisráðherra "} {"year":"2021","id":"101","intro":"Bókaútgefandi er bjartsýnn á framtíð bókarinnar sem hækkar ekki í mikið verði þrátt fyrir hækkandi verð pappír. Innbundnar bækur hafa ekki verið prentaðar á Íslandi um nokkurt skeið eða frá því að bókbandsvél prentsmiðjunnar Odda var seld úr landi.","main":"Hrávöruverð hefur hækkað á heimsmarkaði og pappírsframleiðsla fer ekki varhluta af því. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins segir hækkunina hafa nokkur áhrif.\nVerðhækkun á pappír sýnist okkur vera á bilinu 30 til 40 prósent. Við gerðum hins vegar ráðstafanir strax í byrjun sumars og keyptum okkur pappír\nEgill segist ekki telja að dagar pappírsbóka séu taldir, þær lifi góðu lífi en bækur sæki jafnframt mjög fram á stafrænu formi. Hann segir á annað hundrað bókaútgefanda starfandi á Íslandi.\nÉg satt að segja er löngu búinn að leggja það á hilluna að spá prentaðri bók andláti.\nÞað eru fréttir af ótímabæru andláti.\nEgill segir bækur enn vera helstu afþreyingu Íslendinga og langvinsælustu jólagjöfina. Verð bóka breytist lítið, mögulega færist það eitthvað upp eða niður.\nBækur hafa lækkað verulega í verði, raunverði á undanförnum á árum\nog ég á ekki von á því að það verði miklar verðhækkanir núna.","summary":"Bókaútgefandi telur að bækur hækki lítið sem ekkert í verði þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á pappír hafi snarhækkað. "} {"year":"2021","id":"102","intro":"Þingkosningar standa nú yfir í Írak og eru kjörstaðir opnir til klukkan þrjú að íslenskum tíma. Þær áttu ekki að fara fram fyrr en á næsta ári en þeim var flýtt vegna fjöldamótmæla gegn stjórnvöldum sem voru aðallega leidd af ungu fólki.","main":"Stjórnmálaskýrendur spá því að kjörsókn verði afar dræm enda hafa mörg þeirra sem gengu hvað harðast fram í mótmælum sagst ætla að sniðganga kosningarnar, þær dugi ekki til þess að knýja fram alvöru breytingar. Það hefur því ekki verið erilsamt á kjörstöðum í morgun en það er einna helst yngra fólk sem hyggst sniðganga kosningarnar.\nMy goal of casting my vote is to change the old existing figures and replace them with new ones.\nÉg nýti atkvæði mitt til þess að knýja fram breytingar, burt með þá gömlu og inn með nýtt fólk - sagði Yusra Mohammed á kjörstað í borginni Basra í morgun. Í raun hafa fjölmenn mótmæli staðið yfir frá því í Október 2019, nokkuð sem Írakar kalla Tishreen-byltinguna eða október byltinginguna.\nOg á þessum síðustu tveimur árum hefur að minnsta kosti tugum stjórnarandstæðinga verið rænt, ógnað með ofbeldi eða þeir jafnvel myrtir. Þá létust hundruð í átökum við mótmælin. Þessi mótmæli beinast aðallega gegn spillingu í stjórnkerfinu. Einnig er atvinnuleysi mikið og opinber þjónusta af skornum skammti. Sumum þóttu heldur margir flokkar í framboði til Alþingis í síðasta mánuði en það er líklega töluvert erfiðara fyrir Íraka að kynna sér alla 167 flokka sem er í framboði. Yfir 3200 einstaklingar eru í framboði og keppast þau um 329 þingsæti. Búist er við fyrstu tölum innan sólarhrings eftir að kjörstaðir loka klukkan þrjú að íslenskum tíma en sagan segir okkur að stjórnarmyndun gæti tekið marga mánuði.","summary":null} {"year":"2021","id":"102","intro":"Um tíu þúsund manns tóku þátt í mótmælum gegn heilsupössum í miðborg Rómar í gær. Átök urðu á milli mótmælenda og lögreglu, og beitti lögreglan öflugum vatnsbyssum og táragasi.","main":"Mótmælin voru skipulögð af öfgasamtökum hægri manna að sögn AFP fréttastofunnar. Skipuleggjendur fengu leyfi fyrir mótmælunum, en nokkur hundruð úr hópnum slitu sig frá samkomustaðnum og reyndu að þramma að þinghúsinu. Nokkrir voru handteknir í látunum.\nYfirvöld á Ítalíu vilja að vinnustaðir í landinu taki upp heilsupassakerfi til þess að hefta útbreiðslu COVID-19 í landinu. Starfsmenn verða þá að sýna fram á að þeir séu bólusettir, hafi jafnað sig af sjúkdómnum eða hafi nýverið fengið neikvætt úr sýnatöku til þess að geta mætt til starfa. Slíkt kerfi er þegar við lýði í heilbrigðisgeiranum á Ítalíu. Þá þarf fólk að sýna þess háttar passa til að komast inn á söfn, íþróttaviðburði og veitingastaði. Kerfið var sett á laggirnar í ágúst, og tilkynnti Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, fyrir þremur vikum að það verði við lýði allt fram til 15. október.\nÍtalir fundu harkalega fyrir faraldrinum, þá sérstaklega í fyrra. Yfir 130 þúsund eru látnir af völdum COVID-19 í landinu. Nærri 80 prósent 12 ára og eldri Ítala eru full-bólusettir samkvæmt opinberum gögnum.","summary":null} {"year":"2021","id":"102","intro":"Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það áleitna spurningu hvers vegna Birgir Þórarinsson fyrrverandi þingmaður Miðflokksins greindi ekki kjósendum frá erfiðleikum hans innan flokksins fyrr, fyrst rótina að þeim megi rekja allt aftur til Klausturmálsins.","main":"Birgir sem bauð sig fram fyrir Miðflokkinn, en skipti sem kunnugt er fyrir helgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn segir aðdraganda hafa verið að ákvörðuninni.\nSegir Birgir Þórarinsson. Þetta var eins og fram kom fimm dögum fyrir kosningar, en Birgir segir ekki hafa hvarflað að sér að hætta við framboð fyrir Miðflokkinn.\nEiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir þingmönnum auðvitað frjálst að fara á milli flokka, en það sé óneitanlega sérstakt að Birgir hafi vistaskipti strax eftir kosningar.\nEiríkur segir ómögulegt að segja hvernig Birgir muni rekast í þingflokki Sjálfstæðisflokksins.","summary":null} {"year":"2021","id":"102","intro":"Forsætisráðherra Ungverjalands, undirritaði í gær ályktun þar sem hann lýsir yfir stuðningi við úrskurð pólska stjórnlagadómstólsins á fimmtudag. Pólska utanríkisráðuneytið segir ríkið ætla að hlíta lögum ESB.","main":"Samkvæmt úrskurði stjórnlagadómstólsins eru greinar í lögum ESB sem stangast á við pólsku stjórnarskrána. Ef lagalegur ágreiningur reynist í málum verður stjórnarskráin æðri lögum ESB, segir í úrskurðinum. Framkvæmdastjórn ESB var lítt hrifin af þessu, og hafa sérfræðingar sagt að með úrskurðinum hafi Pólverjar nánast sagt sig lagalega úr Evrópusambandinu.\nOrban segist í ályktun sinni hafa fundist hann knúinn til að skrifa hana vegna slæmra vinnubragða stofnana Evrópusambandsins. Reynt sé að draga úr áhrifum stjórna aðildarríkja ESB, hefur Deutsche Welle eftir honum, og sakar Orban ESB um að seilast of langt.\nÞeir Heiko Maas og Jean-Yves Le Drian, utanríkisráðherrar Þýskalands og Frakklands, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu á föstudag. Þar sögðu þeir aðildarríki ESB verða að sýna sameiginlegum reglum og gildum sambandsins ótakmarkaða hollustu.\nPólska utanríkisráðuneytið sagði í gær að ríkið myndi halda áfram að hlíta lögum ESB, þrátt fyrir úrskurð stjórnlagadómstólsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"102","intro":"Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, sagði í Silfrinu í dag það lægi beint við að ef þingmaður þoli ekki við í flokknum sem hann sé kjörinn fyrir, segi hann einfaldlega af sér þingmennsku. Hún segir það þyki orðið eðlilegt í íslenskum stjórnmálum að kjörnir fulltrúar séu ósannir gagnvart kjósendum sínum.","main":"Mér finnst þetta dapurt, mér virkilega dapurt að horfa upp á það sem er verið að tala um að séu heilindi, að víkja úr flokknum sínum vegna heilinda. Mér finnst þetta vera alveg ótrúleg óheilindi gagnvart kjósendum. Ef til dæmis sá góði maður Birgir Þórarinsson hefði nú sagt það daginn fyrir kjördag að atkvæði greitt mér verður atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum, þá er ég ekki alveg viss um hann væri kjördæma kjörinn. En við þurfum náttúrulega að fara að laga þetta þetta er alveg, þetta er alveg fatalt á vondri íslensku. Að þingmenn skuli geta boðið sig fram og talað fyrir ákveðinn stjórnmálaflokk með ákveðinn listabókstaf, sem að kjósendur velja í kjörklefanum, svo geti þeir hreinlega bara pakkað saman og tekið atkvæðin með sér í annan flokk.\nFinnst þér þá að þeir ættu bara að segja af sér þingmennsku?\nAuðvitað ættu þeir að gera það, ef þeir þola ekki við þar sem þeir eru þá eiga þeir bara að gefa næsta manni tækifæri á því að taka sætið.","summary":"Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, segir það ósannindi gagnvart kjósendum að færa sig milli þingflokka eftir kosningar. Eðlilegra sé að fólk segir af sér þingmennsku ef það þoli ekki við í flokknum sem það er kjörið fyrir."} {"year":"2021","id":"102","intro":"Listskautarinn Aldís Kara Bergsdóttir tryggði sér keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu í listskautum í gær og varð þar með fyrsti íslenski skautarinn til að ná lágmörkum inn á Evrópumót.","main":"Aldís Kara tók þátt í Finlandia Trophy mótinu sem fór fram í Espoo í Finnlandi í gær. Þar setti hún nýtt Íslandsmet í stuttu prógrammi í fullorðinsflokki kvenna og sló þar met sem hún setti sjálf í janúar.\nAldís Kara hlaut 25,15 tæknistig en lágmarkið fyrir Evrópumótið eru 23 stig. Fyrir tveimur vikum síðan náði Aldís Kara lágmarkinu í frjálsu prógrammi Nebelhorn mótinu í Þýskalandi en keppendur þurfa að ná báðum lágmörkum til að fá keppnisrétt á Evrópumótinu. Evrópumeistaramót Alþjóða skautasambandsins fer fram í Tallinn í Eistlandi 10-16. janúar á næsta ári.\nÍslenski landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var markahæsti leikmaður síns liðs þegar hann varð heimsmeistari félagsliða í handbolta ásamt félögum sínum í þýska liðinu Magdeburg.\nFyrir fram var búist við afar spennandi úrslitaleik þar sem Magdeburg, sigurvegarar Evrópudeildarinnar, mættu Barcelona, sigurvegurum Meistaradeildar Evrópu. Eftir jafna byrjun sigldi Magdeburg fram úr og var með þriggja marka forystu í hálfleik. Þýska liðið gaf hvergi eftir og vann að lokum fimm marka sigur, 33-28. Ómar Ingi var í lykilhlutverki í sóknarleik Magdeburg og endaði sem markahæsti leikmaður liðsins með sjö mörk. Annar íslenskur landsliðsmaður, Gísli Þorgeir Kristjánsson, er einnig á mála hjá Magdeburg.\nKvennalandslið Íslands í handbolta mæti Serbíu í undankeppni EM2022 í dag. Ísland tapaði gegn Svíþjóð í fyrsta leik riðilsins fyrr í vikunni. Arnar Pétursson, þjálfari liðsins, hefur þurft að gera eina breytingu á hópnum frá leiknum gegn Svíum en Aldís Ásta Heimisdóttir kemur inn í hópinn í stað Lovísu Thompson sem meiddist í leiknum gegn Svíþjóð.\nSerbía hefur á að skipa gríðarlega öflugu liði og leikmenn Íslands þurfa því að treysta á góðan stuðning úr stúkunni. Leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan fjögur í dag. Aðgangur er ókeypis en leikurinn er einnig í beinni útsendingu á RÚV.","summary":"Aldís Kara Bergsdóttir hefur unnið sér inn keppnisrétt á Evrópumeistaramóti í listskautum, fyrst íslenskra skautara. "} {"year":"2021","id":"102","intro":"Lyfjafóður leyft fyrir eldisfisk vestra vegna lúsar tilbúin ath að birta þegar þessi frétt fer í loftið.","main":"Fiskilús hefur verið til vandræða í eldisfiski í haust. Matvælastofnun hefur heimilað notkun lyfjafóðurs vegna þessa.\nGísli Jónsson sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma segir vel hafa gengið að ráða við laxalúsina núna en öðru máli gegni um fiskilús sem gjarnan gerir vart við sig á haustin.\nAkkúrat núna höfum við þurft að grípa til lyfjameðhöndlunar með fóðri í fjörðum á Vestfjörðum\nÞað er þá fyrst og fremst fiskilúsin sem við höfum þurft að meðhöndla gegn\nGísli segir fiskilúsina mikinn tækifærissinna. Hún sé á öllum fiski og láti á sér kræla meðan sjórinn sé hlýr fram á haustið. Þegar kólni og komi fram í desember hverfi hún úr laxakvíum og haldi sig á botnlægari fiski. Er ekki vandmeðfarið að gefa eldisfiski fóðurlyf?\njú í rauninni en kannski ekkert meira vandamál en í öðrum búpeningi. Það þarf að ormahreinsa bæði nautgripi og sauðfé og gæludýr og bara nefndu það, úða garðana gegn sníkjudýrum. Þetta er ekkert öðruvísi.\nLyfjafóðrið virkar ekki aðeins einu sinni heldur hefur það einnig forvarnargildi. Það hefur verið gefið á Vestfjörðum en ekki hefur verið þörf á því eystra. Lúsin virðist ekki ná sér á strik þar. Sjávarhitinn er meiri á Vestfjörðum en fyrir austan.\nÍ fyrstu var talið að hér væri of kalt fyrir laxalús en sú hefur ekki reynst raunin. Þess vegna hafa menn sett hrognkelsi í kerin til að éta lúsina. Sú aðferð hefur verið notuð frá 2014 og þykir hafa gefist vel.","summary":null} {"year":"2021","id":"102","intro":"Nýr verkefnisstjóri byggðaþróunarverkefnis í Grímsey segir mikil tækifæri liggja í framtíð eyjarinnar. Áskoranir séu þó nokkrar en lausnir liggi í frumlegri og skapandi hugsun og því að festast ekki í úreldum hugmyndum um mennta- og atvinnumál.","main":"Arna Björg Bjarnadóttir hefur tekið við verkefninu sem nefnist Glæðum Grímsey og er hluti af Brothættum byggðum. Hún segir eitt stærsta verkefnið vera að gera ungu fólki kleift að búa í Grímsey allt árið um kring, að það geti sinnt sinni vinnu þaðan og haft börn í skóla. Nú fara börn úr eynni í skóla á Dalvík eða á Akureyri.\nÉg held að við þurfum að hugsa þetta svolítið upp á nýtt, horfa á hvað er að gerast, ég meina,\nvið erum komin með skóla í skýjunum. Nota svolítið frumlega hugsun eða skapandi hugsun til þess að finna út úr því.\nArna segir að viðhorf fólks til lífsins hafi nokkuð breyst og það íhugi meira hvað það vilji fá út úr lífinu.\nÉg held að við eigum eftir að sjá þónokkra breytingu á því hvað fólk tekur sér fyrir hendur. Nú eru fleiri farnir að starfa sjálfstætt með sín verkefni og þess háttar og flytja út á land og flytja úr borgunum.\nCovid hefur breytt miklu. Það má vel vera að einhverjir sjái tækifæri í Grímsey.","summary":null} {"year":"2021","id":"103","intro":"Aukaopnun verður í Blóðbankanum í Reykjavík í dag vegna mikils blóðskorts. Boð hafa verið send á alla skráða blóðgjafa og þeir beðnir að mæta sem tök hafa á.","main":"Sveinn Guðmundsson yfirlæknir í Blóðbankanum segir að margir hafi þurft blóðgjöf í heilbrigðiskerfinu síðustu vikuna\nVið þurfum að byggja upp öryggisbirgðir okkar. Það hefur orðið mikil notkun á blóði síðustu vikuna. Okkar stærsti viðskiptavinur, við tilheyrum Landspítalanum og 80% af blóði er notað þar. Og í þessum tilvikum þar sem að það lækkar hjá okkur öryggisbirgðirnar þá er það vegna slysa og eða stórra aðgerða sem margar verða á sama tíma. Og eða annarra sjúkdóma svo sem krabbameinsmeðferða þar sem við erum að veita þjónustu sem er bara nauðsynleg og það er það sem að er sérstaklega uppi á teningnum núna. Það sem eru algengustu blóðflokkarnir O pós og A pós eru þeir blóðflokkar sem okkur vantar mest af, því það er mest notað. En einnig O mínus sem er auðvitað blóðflokkur sem að dugar fyrir alla flokka og getur þurft stundum að grípa til sem neyðarblóð.\nEinnig hafi áhrif á birgðir Blóðbankans að þau nái ekki að nota Blóðbankabílinn, en hann hefur ekki verið notaður frá upphafi heimsfaraldursins.\nStrax í byrjun Covid þá ákváðum við að nota ekki bílinn. Við viljum vitanlega tryggja öryggi okkar blóðgjafa og auðvitað starfsfólks og við höfum ekki talið að hann uppfyllti alveg þau skilmerki sem um er að ræða. En við erum að meta möguleikann á því hvenær við getum byrjað að nota bílinn aftur. Því að við eigum svo öfluga blóðgjafa á þessum stöðum. Á Suðurlandi, á Suðurnesjum og á Akranesi.","summary":null} {"year":"2021","id":"103","intro":"Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar ekki að verða við beiðni forvera síns um að halda skjölum leyndum frá þingnefnd sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið. Donald Trump bar fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins, en lagaleg óvissa er um hvort slíkt eigi við fyrrverandi forseta.","main":"Þingnefnd rannsakar aðdraganda árásar stuðningsmanna Trumps á þinghúsið þann 6. janúar. Stuðningsmennirnir voru saman komnir á fjöldafundi Trumps í nágrenninu. Trump hafði þá hátt um að svindlað hafi verið í kosningunum, og vildi hann koma í veg fyrir að Bandaríkjaþing staðfesti úrslitin.\nMeðal þess sem þingnefndin vill fá í hendurnar eru samskiptagögn frá Trump, börnum hans, helstu ráðgjöfum hans, lögmönnum forsetans fyrrverandi og nokkrum ráðherrum í stjórnartíð hans. Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að forsetaembættið ætli að hjálpa til við rannsóknina eftir fremsta megni. Hún sagði Biden trúa því að það sé mikilvægt bæði fyrir þingið og bandarísku þjóðina að fá upplýst hvað gerðist þennan dag, svo mögulega verði hægt að koma í veg fyrir slíka uppákomu síðar.\nTrump sagðist sjálfur í yfirlýsingu í gær vera fórnarlamb pólitískra ofsókna andstæðinga sinna. Stjórnvöld væru með þessu að reyna að þagga niður í Trump og hreyfingu hans um að gera Bandaríkin stórkostleg á ný.","summary":"Joe Biden hefur hafnað beiðni beiðni Donalds Trump um að halda leynd yfir gögnum sem þingnefnd vill fá aðgang að. Nefndin rannsakar aðdraganda árásarinnar á þinghúsið sjötta janúar. "} {"year":"2021","id":"103","intro":"Birgir Þórarinsson, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi í nýliðnum þingkosningum, segir að skipulega hafi verið unnið gegn sér af hálfu áhrifafólks innan Miðflokksins í kosningabaráttunni. Því hafi hann sagt skilið við flokkinn og gengið til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins.","main":"Birgir tilkynnti vistaskiptin í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu að þetta hafi verið ákveðið í gær. Varamaður Birgis á þingi, Erna Bjarnadóttir, sem var í öðru sæti lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi, verður einnig þingmaður Sjálfstæðisflokksins ef hún tekur sæti Birgis.\nÞar með hefur Miðflokkurinn einungis tvo menn á þingi, formanninn Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason. Sjálfstæðisflokkur er nú með sautján þingsæti. Birgir segir að málið teygi sig aftur til Klaustursmálsins 2018.\nKarl Gauti Hjaltason, sem var þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi í á síðasta kjörtímabili, eftir að hafa verið rekinn úr Flokki fólksins vegna Klaustursmálsins, segir í samtali við fréttastofu að þetta sé heil sveðja í bakið á flokknum. Karl Gauti á ekki sæti á þingi núna, en var inni áður en talið var öðru sinni í Norðvesturkjördæmi.\nReynt var að ná í aðra þingmenn Miðflokksins við vinnslu fréttarinnar, en hvorugur þeirra hefur svarað.\nTilfærsla Birgis fær blendin viðbrögð á samfélagsmiðlum. Vilhjálmur Árnason og Ásmundur Friðriksson bjóða hann velkominn til starfa hjá Sjálfstæðisflokknum, en fjölmargir fordæma gjörninginn, sér í lagi svo skömmu eftir kosningar, og löngu eftir Klaustursmálið.","summary":"Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn og fer yfir til Sjálfstæðisflokks. Heil sveðja í bakið á Miðflokknum, segir fráfarandi þingmaður hans."} {"year":"2021","id":"103","intro":"Umdeild lög um þungunarrof tóku gildi aftur í Texas í gærkvöld, aðeins tveimur dögum eftir að alríkisdómstóll felldi þau tímabundið úr gildi. Samkvæmt lögunum er þungunarrof óheimilt um leið og hægt er að greina hjartslátt í fóstri, sem oftast gerist eftir sex vikna meðgöngu.","main":"Læknastofur víðs vegar um Texas sem sjá um á þungunarrof höfðu aðeins verið opnar á ný í einn dag þegar þeim var í gærkvöld gert að loka aftur. Síðan hjartsláttarlögin svokölluðu tóku gildi í fyrsta september hefur fjöldi kvenna þurft að fara í þugnunarrof annars staðar. Á miðvikudag felldi alríkisdómstóll lögin úr gildi eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti fór fram á að það yrði gert tímabundið á meðan það yrði skoðað hvort lögin samræmist bandarísku stjórnarskránni. Dómstóllinn féllst á það og sagði í úrskurði sínum að yfirvöld í Texas hafi svipt konur mikilvægum stjórnarskrárbundnum rétti. Yfirvöld í Texas fór þess leit við áfrýjunardómstól í New Orleans að banninu yrði snúið við. Það var samþykkt í gærkvöld og lögin hafa tekið gildi á ný. Hjartsláttarlögin er afar umdeild. Þau leggja bann við þungunarrofi eftir aðeins sex vikna meðgöngu en fjöldi kvenna veit ekki endilega af þungun fyrr en eftir þann tíma. Engar undanþágur verða veittar þótt þungun verði eftir nauðgun eða sifjaspell, en heimilt verður grípa inn í ef heilsa eða líf konunnar er í hættu. Í ofanálag geta íbúar Texas höfðað einkamál gegn þeim sem aðstoða konur á einhvern hátt við að rjúfa þungun. Það er líklega ekki tilviljun að yfirvöld í Texas hafi valið áfrýjunardómstólinn í New Orleans. Þar er meirihluti dómaranna íhaldssamur. Það sama á við um hæstarétt Bandaríkjanna, þar sem málið gæti endað.","summary":"Lög sem nánast leggja blátt bann við þungunarrofi hafa tekið gildi á ný í Texas. Aðeins örfáir dagar eru síðan alríkisdómstóll felldi lögin tímabundið úr gildi. "} {"year":"2021","id":"103","intro":"Jarðskjálfti af stærðinni þrír varð rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun sjö kílómetra norðvestur af Öskjuvatni. Óvissustig er vegna landriss í Öskju og er líklegasta skýringin sú að kvika sé að safnast þar fyrir.","main":"Skjálftinn er á þeim slóðum þar sem landrisið er mest og á 2,6 kílómetra dýpi. Skjálftinn bendir til að land haldi áfram að rísa. Þótt skjálfti af stærðinni þrír sé ekki mjög öflugur þá er hann sjaldgæfur við Öskju.\nSegir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúrvársérfræðingur á vakt á Veðurstofunni. Síðustu mælingar um landris þarna eru 10 sentimetrar á nokkrum vikum. Vandinn er að gps tækið varð sambandslaust fyrir hálfum mánuði og því ekki vitað hvað risið hefur mikið síðan. Búið er að setja upp nýjan mæli en brýnt er að koma þeim gamla í samband. Hópur frá Veðurstofunni lagði af stað frá Reykjavík norður í dag. Hann ætlar að Öskju að reyna að koma mælinum í gang og setja upp fleiri tæki.","summary":"Skjálfti þrír að stærð varð í Öskju í morgun á þeim stað þar sem land hefur verið að rísa. Engir skjálftar af þessari stærð hafa verið í Öskju frá aldamótum"} {"year":"2021","id":"103","intro":"Viðgerðum á Eyjafjarðarbraut eystri, sem varð fyrir skemmdum í vatnavöxtunum í sumar, er enn ekki lokið og mun líklegast ekki ljúka fyrr en næsta vor. Þangað til þarf að notast við gamla einbreiða brú sem ekki er fær stærri flutninga- og vörubílum.","main":"Í lok júní urðu miklar skemmdir á veginum sem lá yfir ræsi Þverár. Í kjölfarið var ákveðið að taka veginn í sundur og grafa ræsið upp. Kom þá í ljós að það hafði orðið fyrir talsverðum skemmdum. Heimir Gunnarsson er verkstjóri hjá Vegagerðinni:\nRæsið við Þverá, það er verið að brjóta það niður núna og helmingurinn verður byggður upp á nýtt.\nÞað tekur tíma, eigum við ekki að segja að þetta verði komið fyrir sumarið.\nÞangað til þurfa meðal annars bílstjórar mjólkurbílsins að aka yfir gömlu brúna til að sækja mjólk fram í Eyjafjörð. Þeim þykir óþægilegt að aka yfir brúna þar sem aðkoman að henni er slæm og brúin sjálf mjög þröng. Þegar myrkur og hálka vetrarins færist yfir verður ástandið sýnu verra.\nHeimir segir að starfsmenn Vegagerðarinnar reyni allt til að gera brúna öruggari yfirferðar og hafa þeir komið upp sérstökum merkingum sem og ljósabúnaði. Hins vegar hafi einhver séð ástæðu til að taka skiltin og ljósin ófrjálsri hendi oftar en einu sinni.","summary":null} {"year":"2021","id":"103","intro":"Karlalandslið Íslands í fótbolta gerði jafntefli við Armeníu í undankeppni heimsmeistaramótsins 2022 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði mark Íslands og varð um leið yngsti markaskorarinn í sögu A-liðs karla.","main":"Íslenska liðið byrjaði betur á Laugardalsvelli í gærkvöldi en það voru Armenar sem voru fyrri til að skora. Kamo Hovhannisyan skoraði fyrir Armena á 35. mínútu. 1-0 stóð í leikhléi en Arnar Þór Viðarsson brást við í leikhléi og gerði tvær breytingar á íslenska liðinu. Daníel Leó Grétarsson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu inná og sá síðarnefndi lét til sín taka. Hann átti tvö hættuleg skot að marki og á 77. mínútu jafnaði hann metin eftir góðan undirbúning Birkis Más Sævarssonar. Ísak Bergmann er fæddur 23. mars 2003 og er því 18 ára, 6 mánaða og 16 daga og yngsti markaskorari A-landsliðsins frá upphafi eftir gærkvöldið. Hann sló met sem föðurbróðir hans, Bjarni Guðjónsson, átti.\nFleiri urðu mörkin ekki og 1-1 niðurstaðan. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, var bæði sáttur og ósáttur við úrslitin í leikslok.\nÍsland er áfram í 5. sæti riðilsins, nú með 5 stig og fjórum stigum á undan Liechtenstein sem situr á botninum. Liechtenstein tapaði 4-0 gegn Norður-Makedóníu í gærkvöldi. Þjóðverjar eru efstir í riðlinum með 18 stig eftir 2-1 sigur á Rúmeníu, Armenía og Norður-Makedónía eru með 12 stig og Rúmenía 10. Þrír leikir eru eftir af riðlakeppninni og er næsti leikur Íslands gegn Liechtenstein á Laugardalsvelli á mánudagskvöld klukkan 18:45. Leikurinn er sýndur beint á RÚV og lýst beint á Rás 2.\nFyrstu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta lauk í gærkvöldi með tveimur leikjum. Tindastóll tók á móti Val á Sauðárkróki og vann 14 stiga sigur í varnarslag, 76-62. Enn minna var skorað í rimmu Grindavíkur og Þórs Akureyri. Þar fóru Grindvíkingar með sigur af hólmi, 69-61.","summary":"Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gær yngsti markaskorari í sögu A landsliðs karla þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli við Armeníu á Laugardalsvelli. "} {"year":"2021","id":"103","intro":"Hópmálsókn er til skoðunar vegna bólusetninga gegn kórónuveirunni, af hálfu kvenna sem telja bóluefnin hafa breytt tíðahring þeirra.","main":"Þær hafa stofnað hóp á Facebook þar sem um 600 eru félagar. Þær skoruðu á landlækni að rannska hugsanlegar aukaverkanir bóluefna á blæðingar. Í rannsókninni voru skoðuð 38 tilvik er varða blæðingar í kringum tíðahvörf, og óreglulegrar eða langvarandi blæðingar. Í sjö tilvikum var ekki hægt að útiloka tengsl við bólusetningu, en til þess hefði þurft frekari rannsókn. í 31 tilviki voru aðrar ástæður en bólusetning taldar líklegri. Röskun á tíðahring er algeng og ýmislegt sem getur legið að baki, eins og til dæmis hormónameðferðir, separ í legi eða blöðrur á eggjastokkum. Rebekka Ósk Sváfnisdóttir forsvarsmaður hópsins.\nÉg er ekki nógu sátt við þessar niðurstöður og hópurinn minn er ekki sáttur við þessar niðurstöður heldur vegna þess að það var ekki ein kona tekin til rannsóknar við gerð þessarar rannsóknar. Það var hringt í örfáar konur og þær voru spurðar um leyfi til þess að skoða sjúkraskýrslur, það var hringt í örfáar konur af þessum sem var hringt í og spurt nánari spurninga af kvensjúkdómalækni á vegum þessarar rannsóknar, ekki allar. Og við sjáum ekki hvernig rannsókn getur skilað eðlilegum niðurstöðum þegar að engin kona er tekin til líkamlegrar rannsóknar.\nRebekka Ósk segir að rannsóknin veiti í raun engin svör. Fram komi í rannsókninni að blæðingar á vissu skeiði geti orðið óreglulegar, en Rebekka Ósk segir konurnar sem um ræðir fullorðnar, þær þekki líkama sinn og hafi haft reglulegar blæðingar og að kvensjúkdómalæknar þeirra bendi eingöngu á bóluefnin sem ástæðu breytinga. Hún segir konurnar ræða næstu skref.\nÉg get bara sagt eitt, það er fundur með lögmanni á mánudag með mögulega hópmálsókn í gangi.","summary":null} {"year":"2021","id":"104","intro":"Friðarverðlaun ársins falla fjölmiðlafólki í skaut. Maria Ressa, sjónvarpskona frá Filippseyjum fær verðlaunin fyrir umfjöllun um ofbeldi og valdbeitingu í tíð forseta landsins. Dimitri Muratov, ritstjóri í Rússlandi, fyrir að halda uppi gagnrýni á Pútín forseta. Að sögn norsku nóbelsnefndarinnar er frjáls fjölmiðlun forsenda lýðræðis, lýðræði forsenda friðar.","main":"Frjáls fjölmiðlun er forsenda lýðræðis, lýðræði er forsenda friðar, sagði Berit Reiss Andersen formaður norsku nóbelsnefndarinnar. Maria Reesa hefur unnið fyrir sjónvarpsstöðina CNN á Filippseyjum og leitast við að afhjúpa lögleysur og ofbeldi í valdatíð Rodrigos Duterte forseta. Hann hefur meðal annars hótað að drepa Mariu í sjónvarpsviðtali.\nJafnframt hefur Maria vakið athygli á hvernig stjórnvöld nota félagsmiðla eins og Facebook til að breiða út falskar fréttir, blekkingar og samsæriskenningar. Því vekja friðarverðlaunin nú einnig athygli á misbeitingu félagsmiðla.\nDimitrí Muratof er Rússneskur og hefur um árabil verið ritstjóri Novaya Gazeta, helsta og að margra mati eina fjölmiðilsins í andstöðu við stjórn Vladimírs Putíns Rússlandsforseta.\nÞví hafði verið spáð að verðlaunin féllu í ár samtökum blaðamanna í skaut en nóbelsnefndin vildi heldur vekja athygli á starfi tveggja úr þeirra röðum sem núna standa í eldlínunni.\nÞetta er Gísli Kristjánsson, sem talar frá Osló.","summary":"María Ressa, sjónvarpskona á Filippseyjum, og Dimitrí Muratof, ritstjóri í Rússlandi, fá Friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir gagnrýna umfjöllum um valdhafa landa sinna."} {"year":"2021","id":"104","intro":"Hægt er að halda risavaxna viðburði í tengslum við keppnir í rafíþróttum hér á landi þegar faraldrinum linnir. Eitt helsta aðdráttaraflið er íslensk raforka.","main":"Um átta hundruð manns komu hingað til lands gagngert til að setja upp og taka þátt í heimsmeistaramótinu í League of Legends tölvuleiknum, sem nú stendur yfir í Laugardalshöll. Flest lið samanstanda af sjö leikmönnum og þeim fylgir tólf til fimmtán manna starfslið. Til viðbótar við liðin koma nokkur hundruð starfsmenn frá mótshaldaranum Riot Games. Þessi hópur dvelur hér á landi í sex til átta vikur.\nCovid faraldurinn er ástæða þess að keppnin er haldin hér á landi. Hún átti að fara fram í fimm borgum í Kína en vegna faraldursins var ákveðið að færa mótið hingað með skömmum fyrirvara. En ef ekki væri fyrir faraldurinn væri atburðurinn mun stærri í sniðum. Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambands Íslands, segir að alla jafna fylgi mótunum tugir þúsunda áhorfenda.\nÓlafur segir að Ísland hafi nú þegar öðlast traust til að halda mót sem þessi og er stefnan sett á að sækja fleiri mót. Eitt af því sem horft er til er raforkuframleiðsla því útsendingunni fylgir mikil rafmagnsþörf.","summary":null} {"year":"2021","id":"104","intro":"Stjórnvöld í Póllandi segjast vilja vera áfram í Evrópusambandinu, þrátt fyrir að stjórnlagadómstóll landsins hafi úrskurðað að sumar tilskipanir sambandsins stangist á við pólsku stjórnarskrána og því þurfi ekki að fylgja þeim.","main":"Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, lýsti því yfir í dag að Pólverjum bæri að gera allar tilskipanir Evrópusambandsins að landslögum, án undantekninga. Clement Beaune, evrópumálaráðherra Frakklands, sagði að úrskurður pólska stjórnlagadómstólsins jafngilti árás á Evrópusambandið.\nDómstóllinn lét sér ekki nægja að segja að sumar tilskipanir ESB væru á skjön við pólsku stjórnarskrána. Hann varaði stofnanir sambandsins einnig við að \"athafna sig utan valdsviðs þeirra með því að skipta sér af dómskerfi Póllands\".\nMateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, lýsti því yfir í dag vegna stöðunnar sem upp er komin að Pólverjar vildu vera áfram í Evrópusambandinu. Hann bætti því við að það hefði verið ein af stærstu stundum síðustu áratuga þegar Pólland og fleiri Austur-Evrópuþjóðir gengu í ESB, árið 2004.\nEvrópusambandið hefur gert alvarlegar athugasemdir við skipan dómara við stjórnlagadómstólinn. Pólitísk afskipti af henni stangaðist á við reglur ESB. Stjórnvöld segja að mannabreytingar við dómstólinn hafi verið nauðsynlegar til að losa Pólland við fortíðaráhrif kommúnismans. Stjórnvöld hafa vísað því á bug að þau hafi nokkur áhrif á úrskurð dómaranna.","summary":"Pólsk stjórnvöld segjast vilja vera áfram í Evrópusambandinu. Stjórnlagadómstóll landsins segir vissar tilskipanir sambandsins stangast á við pólsku stjórnarskrána og geti því ekki orðið að lögum."} {"year":"2021","id":"104","intro":"Tveir af hverjum þremur treysta niðurstöðum nýafstaðinna kosninga á meðan 22 prósent treysta þeim illa. Vantraustið er minnst í Norðvesturkjördæmi þrátt fyrir að Landskjörstjórn hafi ekki borist staðfesting um að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningarstað hafi verið fullnægjandi.","main":"Þetta er í fyrsta skipti sem Maskína mælir traust til alþingiskosninga.\nTöluverður munur er á afstöðu eftir stjórnmálaskoðunum. Nær allir kjósendur Sjálfstæðisflokksins treysta niðurstöðum kosninganna sem og yfirgnæfandi meirihluti kjósenda Framsóknarflokks.\nVantraustið er hins vegar mest á meðal kjósenda Pírata og Sósíalistaflokks. 57 prósent kjósenda Pírata treysta niðurstöðunum fremur eða mjög illa og en rétt tæplega þriðjungur treystir þeim vel. Nær sama hlutfall er að finna meðal kjósenda Sósíalistaflokks. Einnig gætir nokkurs vantrausts á meðal kjósenda Samfylkingar og Viðreisnar.\nSérstaka athygli vekur að minnsta vantraustið er að finna hjá kjósendum í Norðvesturkjördæmi sem er einmitt það kjördæmi sem deilt hefur verið um. Þar voru öll atkvæði talin aftur og breyttust úrslitin eftir endurtalningu sem leiddi til þess að breytingar urðu á úthlutun jöfnunarþingsæta hjá fimm flokkum.","summary":null} {"year":"2021","id":"104","intro":"Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar segir að bændur sem urðu fyrir tjóni á eignum eftir skriðuföllin í Köldukinn fái tjón sitt bætt. Því hafi Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarsjórnarráðherra heitið á óformlegum fundi þeirra.","main":"Bændur í Köldukinn eru komnir heim eftir að rýmingu var aflétt á þriðjudagskvöld. Allri mjólk tókst að bjarga á kúabúunum sex á svæðinu þó að töluvert tjón hafi orðið á túnum og girðingum. Að ótöldu tilfinningatjóni því ásýndin á svæðinu er gjörbreytt eftir hamfarirnar. Dagbjört Jónsdóttir er sveitarstjóri Þingeyjarsveitar.\nStaðan er bara sú að við munum boða bændur á fund til þess að fara yfir málin. Ég er búin að eiga fund, eða ófrumlegan fund með Sigurði Inga um að þetta tjón verði bætt þegar búið er að meta það. Og það er bara búið að fá samþykki fyrir því. -Ráðherra hefur lofað fjármagni í þetta verkefni?- Já.\nDagbjört segir erfitt að átta sig á því á þessari stundu hversu umfangsmikið tjónið er. Það hlaupi þó líklegast á milljónum.\nÞetta er náttúrlega aurskriða sem hefur farið mikið yfir tún og skurðir hafa fyllst. Og girðingar hafa farið þannig að þetta snýr fyrst og fremst að því að laga túnin, moka upp úr skurðunum og laga girðingar.","summary":"Sveitastjórnarráðherra hefur heitið fjármagni til að bæta tjón sem bændur í Köldukinn urðu fyrir í skriðuföllum um síðustu helgi. Ljóst er að tjónið hleypur á milljónum. "} {"year":"2021","id":"104","intro":"Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Armeníu í kvöld í leik í undankeppni HM 2022. Síðast þegar liðin mættust unnu Armenar 2-0.","main":"Ísland er sem stendur í fimmta sæti af sex í J-riðli, með fjögur stig eftir sex leiki. Armenar eru í öðru sæti riðilsins með ellefu stig. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, ræddi andstæðingana í viðtali við RÚV í gær.\nLeikurinn gegn Armeníu hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni útsendingu á RÚV. Hitað verður upp fyrir leikinn frá klukkan 18:10.\nÚrvalsdeild karla í körfubolta hófst í gærkvöld með fjórum leikjum. Þrír leikir af fjórum fóru í framlengingu. Liðin sem mættust í meistarar meistaranna leiknum í síðustu viku, Njarðvík og Þór Þorlákshöfn, mættust í Njarðvík. Í síðustu viku höfðu Þórsarar betur en nú voru það Njarðvíkingar sem unnu, 107-82. Stjarnan vann ÍR eftir framlengingu en ÍR-ingar höfðu verið yfir nær allan leikinn. Stjörnumenn voru hins vegar sterkari aðilinn í framlengingunni og unnu að lokum með 11 stiga mun 113-102. Leikur KR og nýliða Breiðabliks fór sömuleiðis í framlengingu þar sem KR hafði betur að lokum, 128-117. Hinir nýliðar deildarinnar, úr Vestra, fóru svo líka í framlengingu í leik sínum gegn Keflavík, í leik sem var jafn og spennandi. Það varð framlengingin líka en Keflvíkingar unnu nauman tveggja stiga sigur, 99-101. Fyrsta umferðin klárast með viðureignum Grindavíkur og Þórs Akureyri og Tindastóls og Vals í kvöld.","summary":null} {"year":"2021","id":"104","intro":"Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að forgangsröðun í þjónustu talmeinafræðinga sé eitt af því sem verði að ræða áður en ákvæði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga verði endurskoðað og gengið verður frá samningum.","main":"Í rammasamningi Félags talmeinafræðinga við Sjúkratryggingar er ákvæði um að nýútskrifaðir talmeinafræðingar þurfi tveggja ára starfsreynslu hjá ríki og sveitarfélögum til þess að fá samning við Sjúkratryggingar. Talmeinafræðingar hafa beitt sér fyrir því að ákvæðið verði fellt út úr samningnum og bent á langa biðlista eftir þjónustunni. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir mikilvægt að forgangsraða fjármunum í þágu þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Því sé ekki hægt að horfa á tveggja ára ákvæðið eitt og sér.\nþetta er bara eitt af því sem þarf að skoða í tengslum við þessar samningaviðræður. Það eru líka önnur atriði sem við höfum tekið upp eins og forgangsröðun, gæðaþróun þjónustunnar og svo framvegis. Þetta þarf auðvitað allt að skoðast í samhengi þannig að við fáum sem mesta þjónustu fyrir sjúklinga fyrir það fjármagn sem er til staðar\nvið erum í samningaviðræðum við talmeinafræðinga og ég held að báðir aðilar séu fullir samningsvilja. En þetta er flókin þjónusta og það eru ýmis atriði sem við þurfum að vinna okkur í gegnum. Og við treystum bara á áframhaldandi gott samstarf við þetta fagfólk þannig að okkur takist að ljúka samningum sem fyrst","summary":null} {"year":"2021","id":"104","intro":"Uppboð á málverkum í eigu Bændasamtaka Íslands hófst núna í hádeginu, en alls verða 362 myndir boðnar upp í nokkrum lotum.","main":"Verkin eru eftir fjölda listamanna og má þar nefna Eggert Pétursson, Kristínu Þorkelsdóttur, Valtý Pétursson, Eddu Jónsdóttur og Ragnheiði Jónsdóttur. Félagsmenn í Bændasamtökum Íslands hafa forkaupsrétt og gátu þeir byrjað að bjóða í nú í hádeginu og til hádegis á morgun, en þá verður uppboðið opnað almenningi. Tíu daga uppboð á fleiri listaverkum í eigu samtakanna lýkur síðan 20. október. Þá munu þrjú verk fara á stórt uppboð hjá Gallerí Fold á morgun og stendur það uppboð til 18. október.\nÍ heildina eru þetta 362 verk sem að eru skráð og verðmetin.\nSegir Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Listaverkin hafa til þessa hangið á veggjum Hótel Sögu og á skrifstofum samtakanna. Verðmæti verkanna sem boðin verða upp nú um helgina eru áætluð um 15 milljónir króna. Að sögn Vigdísar voru ýmis stór verk eftir listamenn á borð við Kjarval seld fyrir fimm árum.\nÞað er svolítið að eiga 362 myndir, það kallar á húsrúm, það er einfaldasta skýringin. Mikið af þessum verkum hafa verið í geymslum samtakanna niðri í kjallara á Hótel Sögu og við fórum núna í sumar í tiltekt meðal annars í skjalageymslum og ýmsum gögnum og vorum með bókamarkað núna fyrir nokkrum vikum þar sem við vorum að koma út tímaritum og bókum sem eru í eigu Bændasamtakanna og skráðum náttúrlega skilmerkilega inn á Þjóðskjalasafn. En það var margt annað sem að féll til líka og svo var bara næsta geymsla við hliðina, það var málverkageymslan.","summary":null} {"year":"2021","id":"104","intro":"Allir frambjóðendurnir fimm sem duttu út við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi hafa nú kært kosningarnar. Alls hafa sex kærur borist undirbúningskjörbréfanefnd og sú sjöunda er á leiðinni. Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, segir óljóst hvenær vinnu nefndarinnar lýkur og ógjörningur að segja til um hvort kjósa þurfi aftur í Norðvesturkjördæmi.","main":"Nefndin fundaði í þriðja sinn í morgun. Engir gestir komu fyrir nefndina en nefndarmenn höfðu í nógu öðru að snúast við að fara yfir ágreiningsatkvæði og ýmis gögn.\nSvo munum við líka fara yfir verklag okkar á næstunni varðandi þessar kærur sem eru komnar fram, og taka stöðuna á gagnaöflun og öðru slíku, við erum búin að fá töluvert af gögnum nú þegar en við eigum von á meiru.\nAllir frambjóðendurnir fimm sem misstu jöfnunarsæti sitt eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi hyggjast kæra kosningarnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, Guðmundur Gunnarsson úr Viðreisn, Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata og Hólmfríður Árnadóttir, Vinstri grænum hafa þegar kært til Alþingis. Karl Gauti Hjaltason, Miðflokksmaður hefur kært kosningarnar til lögreglu og hyggst einnig leggja fram kæru til Alþingis. Til viðbótar hafa svo borist tvær kærur frá borgurum, annar þeirra er Magnús Davíð Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.\nBirgir segir óljóst hvenær vinnu nefndarinnar ljúki.\nÉg myndi segja að næsta vika skæri svolítið úr um hvað við getum gert þetta fljótt. Býstu við því að það þurfi að kjósa aftur í Norðvestur? Það er engin leið að segja.","summary":"Allir frambjóðendurnir fimm sem endurtalning atkvæða í Norðvesturkjördæmi hafði áhrif á hafa nú kært kosningarnar. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir ómögulegt að segja til um hvort telja þurfi aftur í Norðvesturkjördæmi. "} {"year":"2021","id":"104","intro":"Þakplötur og þakpappi fuku af tveimur húsum á Siglufirði í gærkvöld. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út til að hemja plötur og lausamuni.","main":"Eftir því sem leið á kvöldið fór að draga úr vindi, en björgunarsveitamenn þurftu frá að hverfa við að koma segli yfir hús þar sem pappi fauk af. Í því húsi, við Grundargötu býr Brynja Baldursdóttir.\nÞetta voru alveg svakalegar hviður. Þær voru það hressilegar að þær náðu að lyfta upp og fletta af öllum þakpappanum sem var búið að festa einstaklega vel, til fyrirmyndar.\nBrynja og hennar fjölskylda voru í alla nótt að vinda handklæði og losa fötur þar sem vatn lak inn í öll herbergi á efstu hæðinni og á miðhæðinni. Rigningu er svo spáð aftur á Siglufirði í kvöld.\njá það er spáð aftur rigningu í kvöld svo við ætlum að freista gæfunnar og ná að henda út blautu einangruninni og setja segl yfir þakið áður en það skellur á aftur rigning. Björgunarsveitin kom, þau voru alveg svakalega vel búin, alveg fleiri fleiri manns. Þau ætluðu að fara beint upp með seglið, en með allar öryggislínur og allt þá treystu þau sér ekki í þetta því hviðurnar voru svo þvílíkar.","summary":"Norðanhvellur gekk yfir Siglufjörð í gærkvöld þar sem þakplötur og þakpappi flettist af húsum. Íbúi í öðru húsinu var með handklæði og fötur að freista þess að forða tjóni vegna rigningarinnar í alla nótt. "} {"year":"2021","id":"105","intro":"Óvissu um opnun skíðasvæðisins á Siglufirði hefur verið eytt eftir að Veðurstofan veitti undanþágu til að starfrækja svæðið áfram á snjóflóðahættusvæði. Forstöðumaður segir að svæðið verði kannað alla morgna og ekki opnað ef snjóflóðahætta er til staðar.","main":"Í janúar féll stórt snjóflóð á skíðasvæðið í Skarðsdal í Sigulfirði. Svæðið var mannlaust þegar flóðið féll en olli engu að síður miklu tjóni á mannvirkjum. Skíðasvæðið er á skilgreindu hættusvæði og hafa hugmyndir verið um að færa svæðið ofar í fjallið. Forsvarsmenn sóttu meðal annars um styrk til þess hjá Ofanflóðasjóði en fengu afsvar rétt eftir að flóðið féll. Því var ákveðin óvissa um notkun þess í vetur en henni hefur nú verið eytt. Egill Rögnvaldsson er forstöðumaður skíðasvæðisins í Skarðsdal.\nStaðan er þannig núna að við ætlum bara að keyra á opnun og stefnum á að opna núna 4. desember en það verður bara á undanþágu eins og þetta er búið að vera undanfarin ár.\n-En nú féll þetta flóð þarna í fyrra, þið óttist ekkert að eitthvað slíkt geti komið fyrir aftur?\nSko, maður getur aldrei útilokað snjóflóð. Það er eitt sem er alveg klárt en þetta náttúrlega verður undir ströngu eftirliti með svæðið eins og undanfarin ár og svæðið tekið út á hverjum degi þannig að það verður enginn á svæðinu ef það er einhver snjóflóðahætta.","summary":"Skíðasvæðið á Siglufirði verður í opið í vetur þótt snjóflóð hafi fallið á svæðið í janúar. Forstöðumaður svæðisins segir tryggt að enginn verði á svæðinu ef snjóflóðahætta er til staðar. "} {"year":"2021","id":"105","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur sinn fyrsta leik í undankeppni EM 2022 í dag. Liðið mætir þá Svíþjóð ytra.","main":"Ísland leikur í riðli sex ásamt Svíþjóð, Serbíu og Tyrklandi. Fyrsti leikur riðilsins var í gær þegar Serbar unnu öruggan sigur á Tyrkjum 36-26. Ísland leikur svo sinn fyrsta leik í undankeppninni í dag klukkan fimm þegar liðið mætir Svíþjóð. Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV en upphitun hefst hálftíma fyrr í EM stofunni. Ísland mætir svo Serbíu á sunnudaginn kemur á Ásvöllum.\nFrakklandsmeistarar PSG lögðu Breiðablik í gærkvöld með tveimur mörkum gegn engu á Kópavogsvelli. Þetta var fyrsti leikur liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Parísarliðið er eitt besta félagslið í heimi en Blikar gáfu þeim lítið eftir í leiknum í gærkvöld.\nSagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks að leik loknum í gærkvöld. PSG er því með þrjú stig í riðlinum líkt og Real Madrid sem vann úkraínska liðið Kharkiv 1-0 í gærkvöld. Blikar mæta næst Real Madrid á Spáni í næstu viku.\nÚrvalsdeild kvenna í körfubolta hófst í gær og var heil umferð spiluð. Nýliðar Njarðvíkur í deildinni unnu átta stiga sigur á bikarmeisturum Hauka 66-58. Íslandsmeistarar Vals voru ekki í teljandi vandræðum með Grindavík og unnu 25 stiga sigur 94-69. Keflavík vann Skallagrím örugglega 80-66, og Fjölnir vann fjögurra stiga sigur á Breiðabliki 75-71.","summary":null} {"year":"2021","id":"105","intro":"Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sveitarfélögin ekki standa undir síauknum útgjaldakröfum sem lagðar eru á þau. Þar fari ríki og Alþingi fremst í flokki en launahækkanir í síðustu kjarasamningum séu einnig íþyngjandi.","main":"Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna hófst í morgun með opnunarávarpi Aldísar Hafsteinsdóttur, formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Aldís sagði að svartsýnustu spár um fjárhagsstöðu sveitarfélaga hefðu ekki gengið eftir þegar Covid-faraldurinn reið yfir og það megi þakka aðgerðum ríkisstjórnar og Alþingis. Hins vegar væru sífellt meiri byrðar lagðar á sveitarfélögin og sum þeirra ættu erfitt með að standa undir þeim.\nEkki síst eru þær frá Alþingi sem er í sífellu að setja ný lög og ráðuneyti að setja nýjar reglugerðir sem að setja nýjar kostnaðarsamar kröfur yfir á sveitarfélögin. Og svo vitum við líka að um leið og þessar lagasetningar eru orðnar að veruleika, ná þá auðvitað ætlast íbúar til þess að þeim sé framfylgt. Það virðist vera lítill skilningur á því að til þess að það sé hægt að þá verða að vera til peningar.\nVið undirritun síðustu kjarasamninga jukust launaútgjöld sveitarfélaga allverulega. Aldís segir að þær hækkanir hafi lagst þungt á mörg sveitarfélög.\nÞannig að við erum að upplifa það að útsvarshækkun sem er að verða vegna almennra launahækkana í samfélaginu, hún er varla að duga og dugar ekki fyrir þeim launahækkunum sem þegar eru orðnar staðreynd í hinu opinbera kerfi eða hjá sveitarfélögunum.\nSamningar við fimm stéttarfélög, Kennarasambandið og fjögur aðildarfélög BHM, renna út um áramót. Aldís segir að ljóst að hið opinbera, hvort sem það er ríki eða sveitarfélög, eigi ekki að leiða launaþróun á vinnumarkaði.\nVið gerum okkur auðvitað grein fyrir að þessar stéttir vilja og munu fá hækkanir í takt við þær sem orðið hafa hjá öðrum starfsstéttum. En hækkanir umfram það sem aðrar hafa fengið, ég held að það sé mjög snúið að eiga við það.","summary":"Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir hærri útsvarstekjur ekki standa undir launahækkunum sem samið var um í síðustu kjarasamningum. "} {"year":"2021","id":"105","intro":"Flugvellinum á Kanaríeyjunni La Palma var lokað í dag vegna ösku frá eldfjallinu Cumbre Vieja. Flugumferð er með eðlilegum hætti á öðrum eyjum í klasanum.","main":"Flugvöllurinn á Kanaríeyjunni La Palma lokaðist öðru sinni í dag vegna öskufalls frá eldfjallinu Cumbre Vieja. Flugvellir á öðrum eyjum eru opnir.\nHraun frá Cumbre Vieja þekur orðið á fimmta hundrað hektara á La Palma. Loftmyndir frá evrópsku loftslagsstofnuninni Kóperníkusi sýna að aska hefur dreifst um hátt í fimm þúsund hektara lands á eyjunni.\nRúmlega eitt þúsund hús hafa eyðilagst og yfir hundrað byggingar til viðbótar eru skemmdar, auk vegakerfisins og annarra lífæða samfélagsins. Spænskir fjölmiðlar höfðu í vikunni eftir Ángel Víctor Torres, forseta heimastjórnarinnar á Kanaríeyjum, að enginn vissi hversu lengi ætti eftir að gjósa úr Cumbre Vieja.","summary":"Flugvellinum á Kanaríeyjunni La Palma var lokað í dag vegna ösku frá eldfjallinu Cumbre Vieja. Flugumferð er með eðlilegum hætti á öðrum eyjum í klasanum."} {"year":"2021","id":"105","intro":"Seyðfirðingar sem skoðað hafa aðstæður við fleka sem óttast er að falli ofan Seyðisfjarðar segja svæðið mjög sprungið og að sprunga þar hafi gliðnað. Flekinn er enn á hreyfingu og hefur skriðið um þrjá og hálfan sentimetra á fimm dögum.","main":"Jarðfleki sem óttast er að falli ofan Seyðisfjarðar hefur færst um þrjá og hálfan sentimetra á fimm dögum, eða síðan á laugardag. Flekinn er enn á hreyfingu og vona sumir bæjarbúar að hann falli sem fyrst. Jarðverkfræðingur telur að bráðavarnir sem gerðar voru við Búðará ættu grípa það efni sem gæti fallið.\nHættustig er enn í gildi á Seyðisfirði og í dag er spáð talsverðri rigningu eða 50-60 millimetrum til fjalla. Lítið hefur rignt í morgun en úrkoman á að aukast talsvert upp úr hádegi. Regninu ætti að slota um miðnætti og á morgun er spáð þurru.\nHreyfing mælist enn á flekanum á milli skriðusársins síðan í desember og Búðarár. Fréttastofa ræddi í morgun við Seyðfirðinga sem hafa farið og skoðað aðstæður við skriðusárið. Þar merkja menn að sprunga hafi gliðnað og var jörðin svo gljúp að lítið mál var að sökkva göngustaf á kaf í urðina. Fram kemur í tilkynningu frá almannavörnum að engar aðrar hreyfingar hafi mælst í hlíðunum ofan Seyðisfjarðar og heldur ekki á öðrum fleka hinum megin við skriðusárið.\nRýming mun vara fram yfir helgi en Seyðfirðingar sem fréttastofa ræddi við vona sumir að flekinn falli sem fyrst frekar en að þeir þurfi að búa við óvissu og síendurteknar rýmingar jafnvel mánuðum saman. Best sé að hann falli á meðan rýming er í gildi og allir á tánum.\nJón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu, segir að flekinn eða tanginn sem nú er að hreyfingu hafi verið að molna alveg síðan skriðan féll.\nEn síðan er þessi tangi líka að mjakast beint niður á við og í áttina að bænum. En það sem síðan tekur við þarna fyrir neðan er að nú var í þessum bráðaaðgerðum síðasta vetur byggðir töluvert háir varnargarðar beggja vegna við Búðará. Ef þetta efni leitar þarna niður þá fer það einfaldlega bara niður í þann farveg og þar er búið að taka út töluvert mikla þró líka sem að þá tekur við efninu. Í þessum líkankeyrslum sem búið er að gera á þessu þá er ekkert sem bendir til annars en það það eigi alveg að rúma mjög vel þetta efni í þessu svæði sem er að hreyfa sig þarna núna. Þannig að ef að þetta færi á allra versta veg og tanginn færi í heilu lagi af stað þá er allavega rýmd í svæðinu til að taka við þessu.\nHerðubreið verður opin frá tvö til fjögur í dag og alla daga fram yfir helgi á meðan rýming varir. Þar verða fulltrúar Rauða krossins, Múlaþings og lögreglu en í dag verðu ekki í boði fyrir íbúa að huga að húsum sínum vegan hættu sem fylgir rigningunni. Minnt er á hjálparsíma Rauða krossins - 1717.","summary":"Seyðfirðingar sem til þekkja segja að svæðið ofan byggðarinnar sé mjög sprungið. og að sprunga þar hafi gliðnað. Flekinn við Búðará er enn á hreyfingu og hefur skriðið um þrjá og hálfan sentimetra á fimm dögum. "} {"year":"2021","id":"106","intro":"Offita er samspil margra þátta og erfitt er að benda á einn ákveðin þátt sem skýrir hærri tíðni á landsbyggðinni, að sögn fagstjóra heilsuverndar skólabarna. Ráðgjöf fyrir börn með þennan heilsuvanda eigi að vera í boði á heilsugæslustöðvum alls staðar á landinu.","main":"Fjallað var um ofþyngd barna í fréttaskýringaþættinum Kveik í gærkvöld. Þar kom fram að á höfuðborgarsvæðinu væru 5,6 prósent barna með offitu. Á landsbyggðinni er hlutfallið 9,4 prósent. Tæp 23 prósent barna eru yfir kjörþyngd á höfuðborgarsvæðinu en 29 prósent á landsbyggðinni. Ása Sjöfn Lórensdóttir er fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.\nÞað er ekki hægt að benda á neinn ákveðinn þátt sem skýrir mun á tíðni offitu barna milli landshluta. Offita er heilsuvandi sem stafar af samspili margra þátta. Við vitum að breyttar lífsvenjur eiga sinn þátt í þessari þróun, svo sem neysluvenjur, aukin kyrrseta. Aukinn skjátími minni svefn. Og svo líka þættir eins og félagslegur ójöfnuður og menntunarstig menning og andlegt álag og áföll geta líka haft töluverð áhrif á þróun offitu hjá einstaklingum.\nEf barn er greint með offitu geta foreldrar leitað til heilsugæslu í sínu nærumhverfi.\nÞað er í boði að fá ráðgjöf bæði hvað varðar neysluvenjur og hreyfingu og svo eins þarf þverfaglega aðstoð oft og tíðum aðstoð sálfræðings eða eitthvað slíkt því það þarf líka að kanna líðan barnsins. Þetta á að vera í boði hjá heilsugæslum alls staðar á landinu.","summary":"Ekki er hægt að benda á einn þátt til að útskýra hvers vegna offita er tíðari meðal barna á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, að sögn fagstjóra heilsuverndar skólabarna. Félagslegur ójöfnuður og menntunarstig getur haft mikil áhrif. "} {"year":"2021","id":"106","intro":"Formlegar stjórnarmyndunarviðræður jafnaðarmanna, græningja og frjálslyndra demókrata hefjast á morgun í Þýskalandi. Gengið er út frá því að Olaf Scholz, leiðtogi jafnaðarmanna, verði kanslari.","main":"Græningjar og frjálslyndir demókratar voru í oddastöðu eftir þingkosningar í Þýskalandi í síðasta mánuði.\nJafnaðarmenn voru atkvæðamestir í kosningunum. Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel, fráfarandi kanslara, var þó skammt undan þrátt fyrir að missa mikið fylgi.\nFlokkarnir tveir hafa setið saman í ríkisstjórn síðustu átta ár en þeir höfðu lýst því yfir að ekki yrði framhald á samstarfinu.\nOlof Scholz, leiðtogi jafnaðarmanna, og Armin Laschet, arftaki Merkel og kanslaraefni Kristilegra, hafa því átt í óformlegum viðræðum við leiðtoga græningja og frjálslyndra síðustu daga. Og í dag dró til tíðinda.\nÁ blaðamannafundi í dag tilkynnti Annalena Baerbock, leiðtogi græningja, að eftir samtöl við leiðtogana væri einsýnt að flokkur hennar ætti meiri samleið með jafnaðarmönnum. Tiltók hún sérstaklega umhverfisvernd, Evrópusamruna og félagshyggjumál. Stuttu síðar lýsti formaður Frjálslyndra því yfir að hann myndi þekkjast boðið og viðræður flokkanna þriggja hæfust á morgun.\nGræningjar höfðu farið með himinskautum í skoðanakönnunum mánuðina fyrir kosningar og gert sér vonir um kanslaraembætti. Að endingu fékk flokkurinn tæp 15 prósent greiddra atkvæða. Meira en í síðustu kosningum en ekki nóg til að gera kröfu um kanslaembætti.\nGræningjar og frjálslyndir hafa aldrei setið saman í ríkisstjórn. Flokkana greinir á um ýmis mál, svo sem skattheimtu, hlutverk ríkisins og umhverfisvernd. Það ræðst á næstu vikum hvort flokkunum tekst að yfirstíga þær hindranir og gera jafnaðarmanninn Olof Scholz að kanslara, og binda þar með enda á sextán ára valdatíð Kristilegra demókrata.","summary":"Formlegar stjórnarmyndunarviðræður jafnaðarmanna, græningja og frjálslyndra demókrata í Þýskalandi hefjast á morgun. Gengið er út frá því að Olaf Scholz, leiðtogi jafnaðarmanna, verði kanslari."} {"year":"2021","id":"106","intro":"Að minnsta kosti þrjár hafnir á Norðurlandi skemmdust í íllviðrinu í síðustu viku. Mikil ágjöf var yfir varnargarða með grjótburði og skemmdi meðal annars viðlegukanta, olíutanka og skúra.","main":"Afleiðingar óveðurins sem gekk yfir norðanvert landið í síðustu viku eru enn að koma fram. Hafnir á Norðurlandi fóru víða illa en á Blönduósi þarf að fara í aðgerðir til að laga höfnina. Ágúst Þór Bragason, forstöðumaður eigna- og framkvæmdasviðs á Blönduósi segir hörkubrim hafa verið á svæðinu, grjót hafi kastast yfir höfnina og við landtenginguna. Hann segir mannvirkið gamalt og þarfnist viðgerða sem fyrst.\nÁ Hofsósi var einnig mikil ágjöf yfir varnargarðinn í höfninni með þeim afleiðingum að vinnuskúr og vigt eru ónýt. Þá urðu skemmdir á rafmagnslögnum, olíutankur á bryggjunni færðist úr stað og myndavélakerfið skemmdist. Dagur Þór Baldvinsson, hafnarstjóri segir að allt að 12 metra öldur hafi verið fyrir utan fjörðinn og lætin í höfninni eftir því. Bryggjan sjálf virðist þó hafa sloppið en hreinsunarstarf á svæðinu er þegar farið af stað.\nÁ Hauganesi var staðan áþekk en loka þurfti höfninni fyrir umferð í nokkra daga á meðan grjót var hreinsað af svæðinu. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segir tjónið þar hlaupa á milljónum, og fellur kostnaðurinn á sveitarfélagið.\nÞað varð mjög óvenjuleg sjávarstaða og brimið skall svona nokkurn veginn svona beint á hafnargarðinn hjá okkur, gekk mjög yfir hafnargarðinn -Og varð mikið tjón á mannvirkjum?- Já það varð töluvert tjón, það hleypur á einhverjum milljónum. Það varð tjón bæði á varnargarðinum sjálfum og svo líka á vatnslögnum þarna á svæðinu og bara á hafnarmannvirkinu.","summary":"Viðgerðir vegna skemmda sem urðu á hafnarmannvirkjum á Norðurlandi í óveðrinu í síðustu viku kosta milljónir króna. Vitað er um tjón á að minnsta kosti þremur stöðum. "} {"year":"2021","id":"106","intro":"Dauðsföll í Rússlandi af völdum COVID-19 fóru í gær í fyrsta sinn yfir níu hundruð á einum sólarhring frá því að heimsfaraldurinn blossaði upp í fyrra.","main":"Dauðsföll af völdum COVID-19 fóru í gær í fyrsta sinn yfir níu hundruð á einum sólarhring í Rússlandi. Þau eru einkum meðal óbólusettra landsmanna. Stjórnvöld reyna hvað þau geta til að fá þá til að bólusetja sig, en með litlum árangri.\nHeilbrigðisyfirvöldum í Rússlandi var tilkynnt um 929 andlát af völdum farsóttarinnar í gær. Ástandið í landinu hefur stöðugt farið versnandi frá því í ágúst. Hið bráðsmitandi delta-afbrigði kórónuveirunnar er sagt vera helsta ástæðan, ásamt hversu tregir Rússar eru til að láta bólusetja sig gegn veirunni. Skoðanakannanir sýna að yfir helmingur þjóðarinnar hyggst ekki þiggja bólusetningu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hafa rétt undir þrjátíu prósent Rússa verið bólusett að fullu. Þeim hafa mánuðum saman staðið til boða nokkrar tegundir rússneskra bóluefna, þar á meðal Sputnik vaff, sem heilbrigðisyfirvöld segja að gefi góða vörn gegn kórónuveirunni, samkvæmt prófunum. Tatyana Golikova, aðstoðar-forsætisráðherra, greindi frá því fyrr í vikunni að dauðsföll af völdum COVID-19 væru mörg meðal óbólusettra Rússa. Þrátt fyrir að ástandið í Rússlandi sé hið versta í Evrópu, er lítið sem ekkert um sóttvarnaráðstafanir til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, sagði í dag á fundi með fréttamönnum, að útgöngubann væri afar óæskilegt hvar sem væri í landinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"106","intro":"Það verður brotið blað í íslenskri fótboltasögu í kvöld. Kvennalið Breiðabliks mætir þá Paris Saint-Germain í fyrsta leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.","main":"Breiðablik hefur áður mætt Parísarliðinu í Meistaradeildinni - í 16-liða úrslitum árið 2019. PSG vann þá samanlagt 7-1 í tveimur leikjum. Fyrirliði Breiðabliks segir liðið ætla sér að gera betur að þessu sinni.\nSagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Breiðabliks. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt lið leikur í riðlakeppni í Evrópukeppni, og í fyrsta sinn sem riðlakeppni er í Meistaradeild kvenna. Leikurinn hefst klukkan sjö í kvöld og verður í sýndur beint á Youtube. Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari liðsins stýrir því í síðasta sinn í kvöld. Ásmundur Arnarsson tekur við liðinu eftir leikinn en Vilhjálmur verður áfram í þjálfarateyminu. Vilhjálmur segir verkefni kvöldsins ærið.\nJón Guðni Fjóluson landsliðsmaður í fótbolta er með slitið krossband í hné. Jón Guðni var valinn í landsliðshópinn fyrir næstu tvo leiki Íslands í undankeppni HM. Hann dró sig úr hópnum á sunnudaginn var vegna meiðsla og nú er ljóst að hann mun ekki leika fótbolta aftur fyrr en nokkuð verður liðið á næsta ár.\nEinn leikur var í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöld. Haukar unnu þá öruggan sigur á Selfossi 31-22. Haukar fóru með sigrinum á topp deildarinnar en Selfoss er áfram í fimma sæti.","summary":"Kvennalið Breiðabliks mætir Paris Saint-Germain í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fótboltalið leikur í riðlakeppni í Evrópukeppni."} {"year":"2021","id":"106","intro":"Umboðsmaður Alþingis vill skýrari svör frá Landspítalanum um langtímavistun sjúklings á öryggisgangi réttargeðdeildar á Kleppi. Óskað er skýringa frá stjórnendum spítalans á að sjúklingur hafi dvalið 572 daga á öryggisganginum.","main":"Fréttastofa fjallaði um málið í sumar, en maður, sem var sýknaður af alvarlegri líkamsárás og metinn verulega vanþroskaður andlega, hafði þá dvalið á öryggisgangi í næstum fjögur ár, í lengri tíma en skoðun umboðsmanns nær yfir. Umboðsmaður og starfsfólk hans heimsótti réttar- og öryggisgeðdeild á Kleppi í júní og fljótlega eftir það var óskað eftir upplýsingum um vistun þessa sjúklings á öryggisganginum. Umboðsmaður vill skýrari svör frá spítalanum en bárust í sumar. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segir að heimsóknin í júní sé hluti af ítarlegu eftirliti umboðsmanns á frelsissviptingu og að áfram sé tilefni til að fylgjast með málaflokknum.\nþetta er í raun og veru eftirfylgni af þeirri heimsókn. og auðvitað til marks um það að umboðsmaður tekur geðheilbrigðismál mjög alvarlega\nþetta ætti allt saman að sýna að það er af hálfu umboðsmanns áfram verið að vinna í að skoða aðbúnað þeirra sem eru frelsissviptir.\nÍ svörum Landspítala frá því í sumar kemur fram að ástæða vistunar á öryggisganginum hafi verið ofbeldi. Umboðsmaður óskar eftir upplýsingum um aðdraganda vistunarinnar, aðbúnað sjúklingsins og meðferðaráætlun, hverjir tóku ákvörðun um vistunina og hvernig upplýsingagjöf um réttindi sjúklingsins var háttað.\nSkúli segir ljóst að skilningur innan geðheilbrigðiskerfisins á regluverki í kringum þvinganir hafi aukist. Áfram þurfi þó að veita aðhald og hann telji tilefni til að styrkja eftirlitið frekar.\nstofnun ein sog Landspítalinn hefur verið að vinna í því að bæta sína ferla og gera það sem þau geta gert innanhúss en að okkar mati er ástæða til að halda áfram að skoða þessi mál og veita nauðsynlegt aðhald.","summary":"Umboðsmaður Alþingis vill ítarlegri skýringar frá Landspítalanum á því að sjúklingur hafi verið í 572 daga á öryggisgangi réttargeðdeildarinnar. Hann vill vita um aðbúnað sjúklingsins og ástæður vistunarinnar."} {"year":"2021","id":"106","intro":"Stýrivaxtahækkun sem Seðlabankinn kynnti í morgun, er beint gegn hækkunum á fasteignamarkaði, sem og til að stemma stigu við verðbólgu. Seðlabankastjóri telur að brátt muni sjá fyrir endann á hækkun fasteignaverðs og að verðbólgumarkmið muni nást fyrir mitt næsta ár.","main":"Stýrivextir voru hækkaðir um 0,25 prósent í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í að baráttunni við verðbólguna - að fasteignaliðnum undanskildum. Þannig er verðbólga án húsnæðis komin í 2,5 prósenta markmiðið, en hátt fasteignaverð heldur uppi hárri verðbólgu sem er 4,4 prósent. Stýrivaxtahækkunin nú er þriðja aðgerðin á stuttum tíma til að kæla fasteignamarkaðinn.\n. Fórum í aðgerðir til að takmarka skuldsetningu í sumar. Í síðustu viku fórum við í aðgerðir til að takmarka greiðslubyrði, núna erum við að hækka vexti. Og það ætti að einhverju leyti að gera það að framboð og eftirspurn geti staðist á á þeim markaði\nHann telur að þetta muni hafa áhrif á eftirspurn eftir fasteignum, stemmi stigu við yfirboð og of mikla skuldsetningu. Það muni síðan styðja við þá skyldu Seðlabankans að halda verðbólgunni í skefjum:\nVið teljum líka varðandi fasteignamarkaðinn að þetta sé bara tímabundið og miðað við þær aðgerðir sem við höfum gripið til að þá getur markaðurinn ekki hækkað voða mikið meira. Og að við séum að fara ná verðbólgumarkmiði fyrir mitt næsta ár og að við séum að tryggja hér jafnvægi.\nMeð því að halda verðbólgunni niðri haldi Seðlabankinn verðhækkunum almennt í skefjum, líka á fasteignamarkaði, sem Ásgeir segir til hagsbóta fyrir heimilin í landinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"106","intro":"Davíð O. Arnar yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum segir allflest hjartabólgutilvik og gollurshússbólgutilvik sem komið hafi upp hér í kjölfar bólusetninga gegn COVID hafa verið væg. Oftast nái fólk sér að fullu.","main":"Gollurhúsbólga er bólga í himnunni sem liggur um hjartað og veldur því að það verður bólga og veldur sárum brjóstverk og það eru nokkur tilfelli. Þegar þetta gerist í kjölfar bólusetningar er möguleiki á því að það sé orsakasamhengi þarna á milli þótt það sé ekki sannað . Vel flestir einstaklingar hafa verið með væg einkenni og náð sér en það er enginn sem er alvarlega veikur með þetta.\nen er þetta hættulegt öllu jöfnu að fá þessa hjartavöðvabólgu þetta hljómar svolítið skelfilega en er það kannski ekki svo alvarlegt? Það eru margar mismunandi birtingarmyndir og stundum getur þetta verið mjög alvarlegt og leitt til sko langvinns sjúkdóms og langvinnrar meðferðar en í þessum tilvikum sem við höfum séð eftir bólusetningar þá virðist þetta í flestum tilfellum vera tiltölulega vægt.\nvirðist í flestum tilvikum vera vægt","summary":"Yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum segir um fimmtán manns með hjartavöðvabólgu hafa komið á sjúkrahúsið í sumar eftir bólusetningu. Hjartavöðvabólga geti verið langvinn og hættuleg en flestir jafni sig. "} {"year":"2021","id":"106","intro":"Enn mælist hreyfing á jarðfleka við skriðusárið ofan Seyðisfjarðar. Spáð er allt að 50 millimetra úrkomu til fjalla á Austfjörðum á morgun.","main":"Jarðverkfræðingur segir flókið mál og hættuspil að ætla að hrinda af stað óföllnum jarðfleka sem vofir yfir Seyðfirðingum. Ómögulegt sé að sprengja svo laust efni og hættulegt að fara með þungar vinnuvélar á óstöðugt svæðið.\nEnn mælist hægfara hreyfing á jarðfleka, eins konar tanga sem er á milli skriðusársins síðan í desember og Búðarár. Samkvæmt upplýsingum frá ofanflóðavakt Veðurstofunnar færist hann um nokkra millimetra á dag. Seyðfirðingum þykir óvissan vegna þessa óþægileg og íbúar í níu húsum mega ekki snúa heim til sín fyrr en eftir helgi. Þeirri hugmynd hefur verið hreyft hvort ekki sé hægt að hleypa flekanum niður með einhverjum hætti.\nJón Haukur Steingrímsson er jarðverkfræðingur hjá Eflu og hefur unnið að frumathugun að ofanflóðavörnum á Seyðisfirði. Hann segir að varnirnar muni byggja á mörgum aðgerðum, varnarvirkjum og setþróm, vatnaveitingum uppi á hjöllunum, afléttingarholum til að hleypa vatni af svæðinu og einnig kerfi af netagrindum til að grípa efni og stýra því. Einnig hafi verið skoðaðir möguleikar á að flytja massa niður eða fletja niður brúnir. Hann segir að það geti reynst flókin aðgerð að setja þennan fleka sem nú hreyfist af stað. Þá yrði að vera tryggt að fyrir neðan væru varnir sem gætu tekið við efninu og stýrt hvert það fer. Þá yrði flókið að tryggja öryggi þeirra sem ættu að vinna á stórvirkum vinnuvélum á óstöðugu svæðinu. Flekinn sem nú sé á ferðinni sé brattur á alla kanta og erfitt að komast þar að. Ómögulegt sé að sprengja svona lausan jarðveg og því sé þetta úrræði aftarlega á lista yfir raunhæfar aðgerðir.\nSpáð er ausandi rigningu á Seyðisfirði á morgun. Daníel Þorláksson er veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofunni:\nÞað sem sagt byrjar að rigna aðfaranótt fimmtudags en síðan bætir í ákefðina seinnipartinn svona um 16-17 og svona helst fram á miðnætti. Þannig að þetta er ekki langur úrkomuatburður. Á morgun eru svona 20-30 millimetrar, ætli það nái ekki svona 50 millimetra til fjalla. Þetta er nú ekki rosalega mikil rigning fyrir Austfirði en það náttúrlega verið að fylgjast náið með Seyðisfirði eins og er.","summary":"Enn mælist hreyfing á jarðfleka við skriðusárið ofan Seyðisfjarðar. Spáð er allt að 50 millimetra úrkomu til fjalla á Austfjörðum á morgun. "} {"year":"2021","id":"107","intro":"Þrjú þúsund starfsmenn kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi, langmest prestar, brutu kynferðislega á yfir tvö hundruð þúsund börnum frá árinu 1950 til okkar tíma. Þetta kemur fram í umfangsmikilli skýrslu sem gefin var út í dag. Meirihluti þeirra sem brotið var á hefur glímt við alvarlegar andlegar afleiðingar.","main":"Skýrslan er tvö þúsund og fimm hundruð blaðsíður og var tvö og hálft ár í vinnslu. Kaþólska kirkjan í Frakklandi fékk óháða rannsakendur til að vinna hana árið 2018 eftir fjölda ásakana um kynferðisbrot presta og annarra starfsmanna kirkjunnar. Niðurstöðurnar þykja sláandi; að um þrjú þúsund starfsmenn kirkjunnar, tveir þriðju hlutar þeirra prestar, hafi brotið á tvo hundruð og sextán þúsund börnum á um sjötíu ára tímabili. Það jafngildir því að hver níðingur hafi brotið á um sjötíu börnum.\nThe number of 3,000 means that all the bishops knew about it, almost all of them, 3000, it means that generations of aggressors were allowed to carry on with it.\nÞað, að brotamennirnir séu þrjú þúsund, þýðir að allir biskuparnir vissu af þessu. Þetta þýðir að kynslóðir af kynferðisbrotamönnum fengu að halda misnotkun áfram afskiptalausir, segir Olivier Savignac, Olivie Savígnjak formaður samtaka brotaþola kaþólsku kirkjunnar. Reiknað hefur verið út að hver níðingur hafi brotið á um sjötíu börnum að meðaltali. Flestir þeirra sem brotið var á, voru á þeim tíma drengir á aldrinum níu til tólf ára, með mismunandi félagslegan bakgrunn. Fram kemur í skýrslunni að um sextíu prósent þeirra hafi glímt við mjög alvarlegar andlegar afleiðingar síðar á lífsleiðinni.\nKaþólska kirkjan í Frakklandi hefur brugðist við niðurstöðunum og lýst yfir andstyggð og skömm á ofbeldinu.\nMy desire today is to ask your forgiveness, forgiveness from each and everyone.\nÉg bið ykkur fyrirgefningar. Ég vil biðja hvert og eitt ykkar fyrirgefningar, sagði Eric de Moulins-Beaufort, Erík du múlan befox forstöðumaður biskuparáðs kaþólsku kirkjunnar, í Frakklandi í dag.\nFlest brotanna eru fyrnd samkvæmt frönskum lögum. Lögmaður samtaka brotaþola telur þó að rúmlega tuttugu mál teljist þó ófyrnd. Þá er einnig vitað um nokkra tugi brota sem voru framin af mönnum sem eru enn á lífi.","summary":"Þjónar kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi brutu gegn yfir tvö hundruð þúsund börnum á sjötíu ára tímabili frá árinu 1950, samkvæmt skýrslu sem gefin var út í dag. Kaþólska kirkjan hefur beðið brotaþola fyrirgefningar. "} {"year":"2021","id":"107","intro":"Nær tíunda hvert grunnskólabarn utan höfuðborgarsvæðisins glímir við offitu. Á sumum svæðum á landsbyggðinni er offita barna tvöfalt algengari en á höfuðborgarsvæðinu. Barnalæknir segir tölurnar sláandi háar.","main":"Heilsuvernd skólabarna skimar fyrir frávikum í vexti og þroska grunnskólabarna í fjórum árgöngum ár hvert. Niðurstöður nýjustu skimunar sýna að sífellt fleiri börn glíma við offitu. Á höfuðborgarsvæðinu er tæplega fjórðungur yfir kjörþyngd, þar af um fimm og hálft prósent með offitu. Utan höfuðborgarsvæðis er hlutfall barna yfir kjörþyngd að nálgast þriðjung, og offita er á sumum svæðum tvöfalt algengari en á höfuðborgarsvæðinu. Að meðaltali glímir nær tíunda hvert barn utan höfuðborgarsvæðis við offitu. Tryggvi Helgason barnalæknir er sérfræðingur í offitu barna.\nSem er ofboðslega há tala ef þú horfir á það að 10% af börnunum okkar skili sér út í fullorðinslífið með offitu. Það er eiginlega svolítið sláandi há tala.\nTryggvi segir þörf á mun markvissari aðgerðum en beitt hefur verið hingað til, til að sporna gegn fjölgun barna með offitu. Hinsvegar sé ekki einfalt að skýra þennan mun milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggða.\nÞað er sums staðar verra aðgengi að ferskvöru. Það er sums staðar minna úrval af hreyfingu fyrir börnin. En það er líka sums staðar lægra menntunarstig. Það er sums staðar meiri fátækt á landsbyggðinni. Og þetta eru allt þættir sem, sérstaklega úti í heimi, er búið að staðfesta vel að hafa áhrif, að ef það er framboð, þá eykst hlutfall offitu.","summary":"Nær tíunda hvert grunnskólabarn utan höfuðborgarsvæðisins glímir við offitu. Offita barna er sums staðar á landsbyggðinni tvöfalt algengari en á höfuðborgarsvæðinu."} {"year":"2021","id":"107","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hélt til Svíþjóðar í morgun þar sem liðið mun mæta heimamönnum á fimmtudag. Leikurinn er hluti af undankeppni Evrópumótsins í handbolta.","main":"Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, hefur valið þá 16 leikmenn sem munu taka þátt í leiknum en tveir nýliðar eru í hópnum, þær Berglind Þorsteinsdóttir úr HK og Elísa Elíasdóttir úr ÍBV. Þrír leikmenn úr nítján kvenna æfingahópnum sem Arnar valdi í síðustu viku urðu eftir heima, þær Saga Sif Gísladóttir, markvörður úr Val, auk nýkrýndra Íslandsmeistara KA\/Þórs, Aldísar Ástu Heimisdóttur og Ásdísar Guðmundsdóttur. Liðsfélagi þeirra Rut Arnfjörð Jónsdóttir mun leika sinn hundraðasta landsleik á fimmtudag. Leikurinn gegn Svíþjóð hefst klukkan 17 og verður í beinni útsendingu á RÚV. Liðið mun svo mæta Serbíu í sömu keppni á Ásvöllum á sunnudag.\nÚrvalsdeildarliðið Watford hefur ráðið Ítalann Claudio Ranieri sem knattspyrnustjóra. Hann tekur við af Xisco Munoz sem var látinn fara á sunnudag en liðið hefur aðeins unnið tvo af fyrstu sjö leikjum tímabilsins og er í 14. sæti deildarinnar.\nRanieri kemur til Watford frá Sampdoria í ítölsku deildinni. Síðast þegar hann þjálfaði lið í ensku úrvalsdeildinni gerði hann það að meisturum en undir hans stjórn lyfti Leicester titlinum tímabilið 2015-16. Liðinu gekk hins vegar ekki jafn vel tímabilið 2016-17 og hann var því rekinn.\nNíu evrópskar landsdeildir og knattspyrnusambönd, auk Evrópusamtaka félagsliða og evrópska knattspyrnusambandsins, skrifuðu í gær undir yfirlýsingu til FIFA þar sem áform um að halda heimsmeistaramót á tveggja ára fresti eru gagnrýnd. Óskað er eftir samtali við hlutaðeigandi þar sem afleiðingar slíkra breytinga verði ræddar. Samböndin segja að áætlanir FIFA um að halda heimsmeistaramót karla og kvenna á tveggja ára fresti muni hafa skaðleg áhrif á þróun kvennafótbolta. Meðal þess sem nefnt er í yfirlýsingunni eru áhyggjur varðandi það að bæta við enn fleiri leikjum í nú þegar þéttskipað landsliðsdagatal í kvennaboltanum og þau skaðlegu áhrif á sýnileika kvennaboltans sem fleiri karlaleikir á dagatalinu gætu haft.","summary":null} {"year":"2021","id":"107","intro":"Forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar segir að svo virðist öll þjónusta Facebook keyri á einu og sama kerfinu, en allar aðferðir í nethönnun segi að skipta eigi þjónustu upp í fleiri kerfi.","main":"Facebook, ásamt Instagram og WhatsApp lágu niðri frá því síðdegis í gær og langt fram á kvöld og fór það væntanlega ekki framhjá mörgum. Forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar segir að Facebook sé aðeins vefþjónusta eins og annað á internetinu. Tvennt virðist hafa valdið hruninu, annars vegar fór niður aðferðin sem notuð er til að auglýsa allar IP tölur, sem eru heimilisföng á netinu, og við það fóru svokallaðar nafnaþjónustur, til dæmis þegar slegið er inn Facebook.com, niður líka. Tæknimenn Facebook komust því ekki inn í kerfið og þurftu í raun að vera á staðnum.\nSvo segir sagan, þeir hefðu þurft að komast með einhverjum aðferðum inn í gagnaverin sín til þess að koma þessari auglýsingu á heimilisföngum vefsíðanna í loftið aftur. Allar internetþjónustur heimsins misstu samband við allar IP tölur, sem sagt heimilisföng, Facebook á heimsvísu í gær. Og ekki bara Facebook, heldur líka hjá WhatsApp og Instagram, sem eru allt þjónustur sem eru í eigu Facebook.\nSegir Guðmundur Arnar Sigmundsson. Hann telur að persónuupplýsingar notenda hafi ekki verið í hættu. Miðað við hvað fyrirtækið er stórt og framarlega vakti athygli hversu langan tíma tók að laga bilunina.\nÞað virðist sem að þeirra samskiptatól séu heimasmíðuð Facebooktól, tæknimenn nota Facebook Workplace og innri tölvupóst í samskipti og þetta fór allt niður í gær líka. Þannig að lengi vel gátu tæknimenn, þótt þeir væru margir að stýra þessu stóra batteríi, ekki verið í nógu góðum samskiptum til þess að ná þessu upp. Það var talað um að hluti af bilanagreiningunni og viðbrögðunum í gær hafi verið að setja upp tölvupóstþjónustu frá Microsoft, bara svo að tæknimenn gætu verið í sambandi.\nGuðmundur Arnar segir að svo virðist sem öll kerfi Facebook séu innan sama kjarnans, en allar aðferðir í nethönnun gangi út á að skipta kerfunum upp - en ljóst er að líf margra breyttist tímabundið í gær.\nHvort sem það var jákvætt eða neikvætt að fá smá pásu, En það er alveg rétt og ég efast ekki um að það verða margir hressir og skemmtilegir fundir hjá millistjórnendum hjá Facebook í dag. En það er augljóst að allar þjónustur á netinu, sama hversu stórar, þær geta farið út svo klukkutímum skipti, það sannaðist nú í gær þannig að það má alltaf vera viðbúinn því.","summary":"Allt getur klikkað á netinu, eins og sannaðist í gær þegar Facebook lá niðri klukkutímum saman, segir forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Ekki virðist sem persónuupplýsingar notenda hafi verið í hættu."} {"year":"2021","id":"107","intro":"Rannsókn stendur enn yfir á hvað olli árekstrinum sem varð sænska listamanninum Lars Vilks og tveimur lögreglumönnum að bana á sunnudagskvöld. Líklegast er talið að slys hafi orðið.","main":"Ómerkt lögeglubifreið þremenninganna lenti í árekstri við flutningabíl skammt frá bænum Markaryd í Smálöndum í Svíþjóð.\nVilks var hótað bana allt frá því að skopmynd eftir Vilks af spámanninum Múhammeð í líki hunds birtist í sænsku blaði árið 2007. Iðulega var ráðist að honum og Al-Kaída-samtökin hétu fé til höfuðs honum.\nUndanfarin ár hafði Vilks verið undir vernd lögreglu en sænsk lögregluyfirvöld segja ekkert benda til þess að ódæðismenn hafi verið að verki. Einn fyrrverandi lífvarða hans segist ekki geta ímyndað sér annað en slys í samtali við sænska ríkísútvarpið. Hann telur að í raun hafi óhappatilviljun valdið því sem gerðist. Fyrir liggur að bílnum sem Vilks var farþegi í var ekið yfir á rangan vegarhelming en ekki er vitað hvers vegna það gerðist.\nEin kenning lögreglu er að dekk hafi hreinlega sprungið á bílnum og ökumaðurinn því misst stjórn á honum. Einnig bendir margt til þess hratt hafi verið ekið. Lífvörður Vilks segir hraðan akstur ekki óvenjulegan en að lögreglumenn þeir voru með honum í bílnum hafi verið afar hæfir og ólíklegt að þeim yrðu á alvarleg mistök.\nHann vonast til að hverjum steini verð velt við til að komast að hinu sanna svo að samsæriskenningum um örlög Lars Vilks linni.","summary":null} {"year":"2021","id":"107","intro":"Rýming er enn í gildi í Þingeyjarsveit en gul viðvörun vegna úrkomu hefur verið aflétt. Íbúar sem ekki var gert að rýma heimili sín upplifa sig óörugga og hafa sumir sjálfir ákveðið að fara af bæjum sínum.","main":"Eiður Jónsson sem býr á Árteigi tveimur kílómetrum sunnan við skriðusvæðið við Nípá, ákvað ásamt öðrum íbúum að fara af bænum í gær.\nÞegar byrjaði að rigna aftur í gærkvöldi þá ákváðum við að fara. Við vorum búin að vera að færa okkur á milli húsa. Aðgerðastjórnin var búin að ræða þetta við okkur hvort við vildum fara\n. Okkur leist þannig á að best væri að gera það. Svo var vegurinn alltaf að lokast, hann lokaðist í gærmorgun þannig að þetta var ekki erfið ákvörðun. Þegar náttúran sýnir sig svona þá er maður svolítið á tánum.\nVegurinn um Útkinn hefur lokast á mörgum stöðum og þurftu íbúar að fá leyfi aðgerðarstjórnar til að fara til og frá bæjunum. Ryðja þurfti veginn á nokkrum stöðum til að halda honum opnum fyrir þá bæi sem ekki voru á rýmingarsvæðinu.\nÞað er mikil jarðvegsfylla ofan við veginn sem er sennilega orðin um 2 metra há og það rennur vatn úr\nþessu og þetta er að síga niður þannig að þetta getur alveg lokað veginum eða manni sýnist það að það gæti alveg gerst.\nVatn virðist þó vera farið að sjatna og kólnað hefur í veðri. Fundur almannavarna verður klukkan eitt í dag og má þá vænta frekari frétta um framhaldið.","summary":null} {"year":"2021","id":"107","intro":"Páll Matthíasson hættir sem forstjóri Landspítala eftir næstu helgi. Hann óskaði eftir að láta af störfum við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær, og hefur hún orðið við þeirri ósk. Hann segir að ákvörðunin hafi alfarið verið hans eigin.","main":"Páll Matthíasson lætur af störfum sem forstjóri Landspítalans frá og með 11. október. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, mun að beiðni ráðherra taka við stöðu forstjóra tímabundið til áramóta, þar til skipað hefur verið í embættið að nýju. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.\nSegir Páll. Hann ætlar að snúa aftur til starfa á geðdeild Landspítalans og verður nýjum forstjóra innan handar næstu mánuði.","summary":"Páll Matthíasson hefur sagt upp sem forstjóri Landspítalans og hættir um helgina. Hann óskaði sjálfur eftir því að láta af störfum. "} {"year":"2021","id":"108","intro":"Formenn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hittust í ráðherrabústaðnum í morgun og héldu áfram stjórnarmyndunarviðræðum. Efnahagsmálin eru efst á baugi á fundinum í dag.","main":"Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja segja að góður gangur sé í viðræðunum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri mætti á fund þeirra klukkan tíu í morgun.\nVegna þess að við vorum að fara yfir stöðu ríkismála á föstudag og í dag ætlum við að fara yfir stöðu efnahagsmála.\nSagði Katrín Jakobsdóttir þegar við náðum tali af henni fyrir fundinn. Hún segir að viðræðurnar geti tekið nokkrar vikur.\nHjá starfandi ríkisstjórn hefur Sjálfstæðisflokkur fimm ráðherraembætti, Vinstri græn þrjú og Framsókn þrjú.\nSigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að skipting ráðuneyta verði rædd á síðari stigum viðræðanna.","summary":null} {"year":"2021","id":"108","intro":"Nýs forsætisráðherra Japans bíður endurreisn efnahagsins eftir heimsfaraldur og glíma við volduga nágranna. Boðað verður til þingkosninga í landinu innan mánaðar.","main":"Japansþing kaus Fumio Kishida, nýkjörinn formann Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem forsætisráðherra landsins í dag. Búist er við að í ríkisstjórn hans verði einhverjir úr ráðuneyti Yoshihide Suga forvera hans auk nýrra andlita. Toshimitsu Motegi, utanríkisráðherra og Nobuo Kishi varnarmálaráðherra halda embættum sínum að því er fram kemur í japönskum fréttamiðlum. Búist er við að þrjár konur verði í stjórninni, þeirra á meðal Seiko Noda sem sóttist eftir formennsku í Frjálslynda lýðræðisflokknum. Kishida hlaut 311 atkvæði í kjörinu en leiðtogi stjórnarandstöðunnar Yukio Edano hlaut 124. Ekki þykir líklegt að nýi forsætisráðherrann hviki mikið frá stefnu flokksins. Helstu verkefni nýrrar ríkisstjórnar eru að færa efnahag landsins til betri vegar eftir heimsfaraldur og ekki síður glíma við hernaðarógn frá Kína og Norður-Kóreu. Líklegt þykir að Kishida efni til þingkosninga 31. október og sennilegt talið að Lýðræðisflokkurinn haldi meirihluta sínum.","summary":null} {"year":"2021","id":"108","intro":"Í dag verður metið hvort skriðuhætta sé enn í Kinninni og Útkinn. Tvær skriður til viðbótar féllu í gærkvöld eða nótt og erfitt að segja hvort fleiri falli, en talsvert hefur dregið úr úrkomu.","main":"Úrkoma hefur minnkað í morgun en gert er ráð fyrir að bæti aftur í síðdegis í dag Ekki er þó áætlað að úrkoman verði eins mikil og þegar verst lét um helgina.\nSveinn Brynjólfsson, sérfræðingur á sviði ofanflóðamats hjá Veðurstofunni segir að það sjáist nú að tvær nýjar skriður hafi fallið í gærkvöld eða nótt. Hann segir að það sé erfitt að segja hversu margar skriðurnar eru í allt en giskar á um 15-20. Farið verður inn á svæðið þegar óhætt þykir til að meta ástandið.\nSkriðurnar sem hafa fallið eru á svæði sem er um það bil 10 km\n, frá Björgum ysta bænum og inn undir Þóroddsstaði.\nNú er liðinn rúmur sólarhringur frá því að versta úrkoman var. Sveinn segir ómögulegt að segja hvort von sé á fleiri skriðum.\nÞað er mjög erfitt að segja um það. Í gær lögðum við til þessa auknu rýmingu og það er vegna þess að þá var að byrja að rigna aftur\n. Þá gerðum við ráð fyrir að það gætu fallir fleiri skriður. Það er ekki hægt að útiloka það enn þá að það falli fleiri skriður.\nDagsbirtan verður notuð til að fylgjast með svæðinu og meta ástandið.\nVið munum fylgjast vel með í dag og reyna\nað sjá eftir bestu getu hvort að eitthvað breytist.\nÁ Ólafsfirði voru engar aðgerðir í nótt vegna vatnsflaumsins sem var í bænum um helgina. Svo virðist sem ástandið sé að skána enda hefur úrkoma minnkað. Áætlað er að það hafi flætt inn í um 20 hús. Ekki er unnið að dælingu í dag en gærdagurinn fór mest í að dæla af opnum svæðum til að létta á fráveitukerfinu. Á Siglufirði þurfti ekki að dæla úr húsum eða af götum þrátt fyrir sams konar úrhelli þar.","summary":null} {"year":"2021","id":"108","intro":"Að minnsta kosti þrjár kærur eru væntanlegar vegna framkvæmdar kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar kemur saman til síns fyrsta fundar í dag.","main":"Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar kemur saman klukkan 13 í dag til að fara yfir kjörbréfin sem landskjörstjórn gaf út á föstudaginn. Venjulega er þetta tiltölulega einföld vinna, en vegna þess hvernig staðið var að talningu og meðhöndlun kjörgagna í Norðvesturkjördæmi er málið snúnara í þetta sinn, en sem kunnugt er taldi landskjörstjórn að ekki hefði fengist fullnægjandi sönnun þess að meðhöndlun kjörgagna í kjördæminu hefði verið eins og lög kveða á um. Magnús Davíð Norðdahl oddviti Pírata í kjördæminu hefur kært málið og fer fram á uppkosningu, það er að kosið verði í kjördæminu að nýju.\nGuðmundur Gunnarsson oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, sem við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi datt út af þingi og Guðbrandur Einarsson oddviti flokksins í Suðurkjördæmi kom inn í staðinn, sagðist í samtali við fréttastofuna vera að fara yfir drög að kæru vegna framkvæmdar kosninganna í kjördæminu og miðað við alla ágallana sem þar eru taldir upp sýnist sér að uppkosning sé augljós niðurstaða. Þá sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir í samtali við fréttastofuna að kæra frá henni vegna framkvæmdar kosninganna í Norðvesturkjördæmi yrði send inn í dag. Rósa Björk var í 2. sæti hjá Samfylkingunni í Reykjavíkurkjördæmi suður, en hún datt út og samherji hennar Jóhann Páll Jóhannsson sem var í 2. sæti í Reykjavíkurkjördæmi norður kom við endurtalninguna inn í staðinn. Kærufrestur er fjórar vikur og því gætu fleiri kærur bæst við.\nBirgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar segir í samtali við Morgunblaðið í dag að skoða ætti alla aðra möguleika í stöðunni áður en ákveðið yrði að boða til uppkosningar. Sjálfstæðisflokkur á þrjá fulltrúa í undirbúningsnefndinni, Framsóknarflokkur tvo og Vinstri græn, Samfylking, Píratar og Flokkur fólksins einn hver flokkur. Viðreisn á áheyrnarfulltrúa og Miðflokkur á rétt á einum slíkum.","summary":"Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar Alþingis kemur saman til síns fyrsta fundar eftir hádegið þar sem fjallað verður um framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Í það minnsta þrjár kærur verða lagðar fram."} {"year":"2021","id":"108","intro":"Nýkrýndir bikarmeistarar Hauka unnu Íslandsmeistara Vals í árlegum leik meistara meistaranna hjá Körfuknattleikssambandinu. Úrvalsdeild kvenna í körfubolta hefst á miðvikudag.","main":"Helena Sverrisdóttir, sem gekk til liðs við Hauka frá Val fyrir leiktíðina, var fjarri góðu gamni í gær en það kom ekki að sök. Haukar byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu 22 stig gegn 12 stigum Vals í fyrsta leikhluta. Valskonur sóttu í sig veðrið þegar líða tók á leikinn og í hálfleik var munur liðanna sex stig, 35-29 Haukum í vil. Þegar sex mínútur voru til leiksloka tókst Val að minnka muninn í tvö stig en nær komust Íslandsmeistararnir ekki og lauk leiknum með fjögurra stiga sigri Hauka, 62-58, og bikarmeistarar Hauka því meistarar meistaranna árið 2021. Úrvalsdeild kvenna hefst á miðvikudag og þá verður heil umferð spiluð. Valur heimsækir Grindavík í fyrsta leik en Haukar fá Njarðvík í heimsókn.\nJóhann Berg Guðmundsson og Jón Guðni Fjóluson verða ekki með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í leikjunum tveimur gegn Armeníu og Liechtenstein á Laugardalsvelli. Báðir eru að glíma við meiðsli. Leikmannahópurinn kemur saman í dag en Ísland mætir Armeníu á föstudag og Liechtenstein á mánudaginn í næstu viku. Eftir sex leiki í undankeppni HM er Ísland með fjögur stig og í næst neðsta sæti riðilsins.\nSjöundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta lauk í gær með stórleik Liverpool og Manchester City. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Sadio Mane Liverpool í 1-0 á 59. mínútu en tíu mínútum síðar jafnaði Phil Foden metin fyrir Manhcester City. Á 76. mínútu skoraði Egyptinn Mohamed Salah stórglæsilegt mark og kom Liverpool þar með yfir, 2-1, en níu mínútum fyrir leikslok jafnaði Kevin de Bruyne metin fyrir City og 2-2 reyndust lokatölur á Anfield. Liðin fengu því eitt stig hvort og er Chelsea því áfram í toppsætinu að sjö umferðum loknum með 16 stig, Liverpool er með 15 og Manchester-liðin tvö, City og United, koma þar á eftir með 14 stig líkt og Everton og Brighton.","summary":null} {"year":"2021","id":"108","intro":"Sænska lögreglan segir að ekkert bendi til þess að ódæðismenn hafi verið að verki þegar sænski teiknarinn Lars Vilks lést í umferðarslysi í gær. Honum hafði margsinnis verið hótað lífláti fyrir að teikna Múhameð spámann í hundslíki.","main":"Sænski listamaðurinn Lars Vilks lést í umferðarslysi í Svíþjóð í gær, 75 ára að aldri. Honum hafði iðulega verið hótað lífláti fyrir að teikna spámanninn Múhameð í hundslíki. Lögreglan segir ekkert benda til þess að ódæðismenn hafi verið að verki.\nTeikning Vilks birtist í sænska blaðinu Nerikes Allehanda árið 2007. Múslimar fordæmdu birtinguna og Al-Kaída samtökin í Írak hétu hverjum þeim hundrað þúsund dollurum sem yrði teiknaranum að bana. Alla tíð síðan fór hann huldu höfði og hafði lífverði sér til verndar. Hann var til að mynda meginskotmarkið þegar hryðjuverkaárás var gerð á menningarmiðstöð á Austurbrú í Kaupmannahöfn fyrir sex árum.\nÞegar Lars Vilks lést í bílslysi í gær í Suður-Svíþjóð voru tveir lögreglumenn með í för. Þeir dóu einnig í slysinu, sem varð með þeim hætti að bíll þeirra fór yfir á rangan vegarhelming og lenti fyrir flutningabíl sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn yfirmanns lögreglunnar í Suður-Svíþjóð kom ekkert í ljós við frumrannsókn á flaki bílsins að slysið hefði borið að með óeðlilegum hætti, það er að skemmdarverk hefði verið unnið á honum. Einna helst er talið að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum þegar dekk á honum sprakk. Slysið verður þó rannsakað frekar á næstu vikum.","summary":"Sænska lögreglan segir ekkert benda til að ódæðismenn hafi verið að verki þegar sænski teiknarinn Lars Vilks lést í umferðarslysi í gær. Honum hafði margsinnis verið hótað lífláti fyrir að teikna Múhameð spámann í hundslíki."} {"year":"2021","id":"109","intro":"Þúsundir barnaníðinga hafa athafnað sig innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi frá því um miðja síðustu öld. Rannsóknarskýrsla óháðrar nefndar er væntanleg á þriðjudaginn kemur.","main":"Þetta kemur fram í samtali AFP-fréttastofunnar við Jean-Marc Sauve stjórnanda nefndarinnar sem rannsakað hefur barnaníðsmál innan kirkjunnar.\nNokkrir dagar eru í að nefndin skili skýrslu um málið en rannsóknin hefur staðið um tveggja og hálfs árs skeið. Hún er mikil að vöxtum eða um 2.500 blaðsíður og Sauve segir reynt að greina fjölda brotamanna og fórnarlamba þeirr.\nHann segir að lágmarki 2.900 til 3.200 níðinga hafa stundað athæfi sitt á þessum árum og að það séu prestar og aðrir starfsmenn kirkjunnar. Í skýrslunni verður einnig varpað ljósi á hvernig og hvers vegna níðingarnir gátu haldið hegðan sinni óáreittir áfram innan kirkjunnar.\nÞá verður bent á 45 leiðir til úrbóta. Lögfræðingar, læknar, sagnfræðingar, félagsfræðingar komu að gerð skýrslunnar en kaþólska kirkjan í Frakklandi kom nefndinni á laggirnar árið 2018 eftir að hneykslismál skóku kirkjuna jafnt þar í landi sem um heim allan.\nFrans páfi hafði einnig skömmu áður gefið út tilskipun þess efnis að allir sem hefðu vitneskju um kynferðisbrot innan kirkjunnar skyldu tilkynna þau yfirboðurum sínum.","summary":"Rannsóknarskýrsla óháðar nefndar um kynferðisbrot barnaníðinga innan kaþólsku kirkjunnar í Frakklandi kemur út á þriðjudag. Þar kemur meðal annars fram að þúsundir barnaníðinga hafi athafnað sig innan kaþólsku kirkjunnar frá því um miðja síðustu öld."} {"year":"2021","id":"109","intro":"Afsögn forseta Brasilíu er krafa þeirra tugþúsunda sem mótmæltu víðsvegar um Brasilíu í gær. Atvinnuleysi, hækkandi vöruverð og fjöldi dauðsfalla vegna Covid-19 er meðal þess sem mótmælendur segja forsetan hafa á samviskunni.","main":"Næstum sex hundruð þúsund hafa látist vegna Covid 19 í Brasilíu. Þeir tugir þúsunda sem komu saman í um 160 borgum og bæjum víðsvegar um Brasilíu í gær eru flest á því að afleiðingar kórónuveirufaraldursins hefði alls ekki þurft að vera svo harkalegar í landinu. Þær hefðu ekki verið það ef forsetinn Jair Bolsonaro hefði gripið til harðari aðgerða.\nRafael Izaú er 36 ára lögfræðingur og einn þeirra sem tók þátt í mótmælunum. Hann segir núverandi stjórnvöld afneitunarsinna þegar kórónuveiran er annars vegar og að stefna þeirra sé lífshættuleg.\nThis is a pandemic-denialist government, spreading a policy of death, whose economic agenda drove people back to starvation. We are in a desperate situation that the President doesn't seem to care about.\"\nÁkvarðanir í efnahagsmálum hafi kallað hungur og skort yfir marga. Mótmælandinn Izaú segir þjóðina á vonarvöl og forsetanum standi hjartanlega á sama um það.\nAtvinnuleysi hefur aukist mikið í Brasilíu og vöruverð hækkað sömuleiðis. Hröð og mikil útbreiðsla kórónuveirusmita og hægagangur í bólusetningum er sömuleiðis sett á reikning stjórnvalda sem sökuð eru um aðgerðaleysi í heimsfaraldinum.\nÞetta eru langt því frá fyrstu mótmælin sem beinast gegn Bolsonaro, sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að gera lítið úr kórónuveirufaraldrinum. Sagði fyrir skemmstu að hann yrði síðasti Brasilíumaðurinn til að láta bólusetja sig.\nEn það eru líka kosningar á næsta ári. Verkalýðsfélög í landinu og flokkar á vinstri væng stjórnmálanna hafa skipulagt mótmæli og aðrar aðgerðir sem miða að því að koma Bolsonaro úr embætti.","summary":"Aukið atvinnuleysi, hækkandi vöruverð og útbreiðsla kórónuveirusmita er meðal þess sem brasilískir mótmælendur saka forseta landsins, Jair Bolsonaro, um að bera ábyrgð á. Tugir þúsunda kröfðust afsagnar forsetans í gær. "} {"year":"2021","id":"109","intro":"Stóraukinn loðnukvóti á næstu vertíð getur valdið minna atvinnuleysi, lægri verðbólgu og auknum ráðstöfunartekjum fyrir almenning í landinu. Þetta segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hagvöxtur gæti orðið einu prósentustigi meiri en búist var við.","main":"Hafrannsóknarstofnun hefur leyft veiðar á rúmlega níuhundruð þúsund tonnum af loðnu fyrir komandi vertíð. Loðnukvótinn hefur ekki verið meiri í nærri 20 ár. Í fyrra var úthlutað tæplega 130.000 tonnum. Jón Bjarki Bengtsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að rétt sé að reka þann varnagla að ekki sé búið að finna og veiða alla þessa loðnu.\nAð því sögðu þá eru stærðartölurnar slíkar að þetta gæti munað hagkerfið 50-60-70 milljörðum í útflutningstekjum.\nOg þegar slíkar tekjur koma sem viðbót við annað á sama tíma og aðrar útflutningstekjur eru að rétta úr kútnum, þá er óhætt að vera bjartsýnn á að útflutningurinn sé að rétta við sér fyrr en seinna.\nSpá Íslandsbanka gerði ráð fyrir 3,6 prósenta hagvexti á næsta ári, en Jón Bjarki gerir ráð fyrir að hann geti orðið allt að einu prósentustigi meiri, ef vel gengur að veiða loðnuna og koma henni á markað. En hvernig verður venjulegt fólk vart við þessa aukaprósentu í hagvextinum?\nÞað heyrir af fleirum og fleirum í stórfjölskyldunni, kunningjahópnum og víðar sem fá atvinnu eftir atvinnuleysi, gjaldeyristeknainnflæðið skilar hraðari styrkingu krónunnar heldur en ella væri, það skilar sér aftur í hraðari hjöðnun verðbólgu og minni hættu á því að verðhækkanir á innflutningi éti upp þær launahækkanir sem eru að koma um áramótin. Þannig að á endanum batnar hagur vonandi flestra ef ekki allra Íslendinga þegar verður svona bati, sérstaklega þegar hann er drifinn af áframhaldandi útflutningi.","summary":null} {"year":"2021","id":"109","intro":"Níu þingmenn hafa verið tilnefndir í undirbúningskjörbréfanefnd, sem fjallar um kærur vegna framkvæmdar Alþingiskosninganna.","main":"Oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi hefur þegar kært framkvæmd alþingiskosninganna, og tveir frambjóðendur ætla að kæra endurtalninguna í kjördæminu á morgun. Þau voru bæði inni eftir fyrri talninguna en duttu út af þingi eftir þá seinni. Undirbúningskjörbréfanefnd fjallar um kærurnar og framkvæmd kosninganna, og undirbýr álit um það hvort kosningarnar teljist gildar og kjörbréf þingmanna verði samþykkt. Hin eiginlega kjörbréfanefnd verður síðan skipuð þegar þing kemur saman í fyrsta skipti, og skilar áliti byggðu á vinnu undirbúningskjörbréfanefndarinnar. Samkvæmt fréttum okkar í gær gæti farið svo að þing komi ekki saman fyrr en um næstu mánaðamót, eftir að kærufrestur vegna kosninganna rennur út, og þá fyrst verði úr því skorið hvort kosningarnar teljist gildar. Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari sagði í fréttum í gær að Alþingi ætti alltaf síðasta orðið um gildi kosninganna. Nefndarmennirnir sem flokkarnir hafa tilnefnt til að skera úr um það eru Birgir Ármannsson, Vilhjálmur Árnason og Diljá Mist Einarsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokk, Líneik Anna Sævarsdóttir og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir fyrir Framsóknarflokk, Svandís Svavarsdóttir fyrir Vinstri græn, Björn Leví Gunnarsson fyrir Pírata, Inga Sæland frá Flokki fólksins og Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrir Samfylkingu. Hvorki Viðreisn né Miðflokkurinn eiga fulltrúa í nefndinni, en Viðreisn hefur tilnefnt Hönnu Katrínu Friðriksson sem áheyrnarfulltrúa.","summary":null} {"year":"2021","id":"109","intro":"Veitur og Grundarfjarðarbær athuga nú hvort hægt sé að nýta varmadælur og glatorku til að setja á fót fjarvarmaveitu í Grundarfirði. Það myndi lækka kyndingarkostnað og styðja við vistvæna nýtingu orku.","main":"Veitur vinna nú að því að áætla stofnkostnað fjarvarmaveitunnar, rekstrarkostnað og að kortleggja varmauppsprettur í og við Grundarfjörð. Með fjarvarmaveitu yrði Grundarfjörður hitaveituvæddur, en þar nýtur ekki við jarðvarma til kyndingar.\nJá, við búum á svokölluðu köldu svæði sem þýðir að við kyndum húsin okkar, íbúar og fyrirtæki, með rafmagni að mestu, en stundum líka með olíu; eins og stærstu mannvirki sveitarfélagsins, sundlaug, grunnskóli og íþróttahús eru kynt með olíu og þetta er náttúrulega gríðarleg tímaskekkja.\nKynding á köldum svæðum er langtum dýrari en annars staðar, en sá kostnaður myndi lækka til muna fyrir Grundfirðinga ef af fjarvarmaveitunni verður. Fjarvarmaveitur eru nýjung á Íslandi. Þær nýta varmadælur og glatvarma til kyndingar.\nGlatvarmi er varmi sem fer ónýttur út í andrúmsloftið, eins og úr vélum og vinnslum í stærri fyrirtækjum, og þessum varma er hægt að breyta í nýtanlega orku í stað þess að láta hann glatast. Þessi tækni er þekkt og varminn er verðmætur og áframnýtingin er skynsamleg.\nAtvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest að verkefnið uppfylli skilyrði fyrir styrk sem jafngildir sextán ára áætluðum niðurgreiðslum á rafmagni eða olíu til húshitunar á veitusvæðinu. Þá má ganga út frá því að í þessu felist tækifæri fyrir fleiri byggðarlög á köldum svæðum, reynist fjarvarmaveitan farsæl í Grundarfirði.","summary":null} {"year":"2021","id":"109","intro":"Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona, náði í gær í bronsverðlaun í mínus áttatíu og fjögurra kílógramma flokki -84 kg flokki á Heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem fram fer í Svíþjóð. Þetta var fyrsta stórmótið sem Kristín keppir á.","main":"Kristín háði harða baráttu um silfrið við rússneska lyftingakonu. Þær skiptust á að taka Evrópumet af hvor annarri og að lokum munaði einungis fimm kílóum á Kristínu í þriðja sætinu og þeirri rússnesku í öðru sætinu. Kristín lyfti 217,5 kg í hnébeygju, 112,5 kg í bekkpressu, 222,5 í réttstöðulyftu sem gerðu samtals 552,5 kg. Þetta eru allt ný Íslandsmet og hnébeygjuþyngdin jöfnun á Evrópumeti. Kristín segir keppnina hafa verið mjög spennandi og taugatrekkjandi en er sátt með að hafa náð að halda í bronsið.\nÁsmundur Arnarsson mun taka þjálfun kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu eftir að Vilhjálmur Kári Haraldsson lætur af störfum. Vilhjálmur mun stýra liðinu í Meistaradeildarleiknum gegn PSG á miðvikudag en það verður hans síðasti leikur. Tilkynnt var í upphafi september að Vilhjálmur yrði ekki áfram þjálfari liðsins eftir tímabilið en samningur hans rann þá út og hann gaf ekki kost á sér í stöðuna áfram. Ásmundur skrifaði undir þriggja ára samning við félagið og verður í þjálfarateymi liðsins á miðvikudag. Hann mun svo stýra liðinu í fyrsta sinn í leiknum þar á eftir sem verður gegn Real Madrid 13. október.\nSamþykkt var á þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) í gær að rafíþróttir verði teknar undir hatt bandalagsins. Björn Gíslason, formaður Íþróttafélagsins Fylkis, lagði fram tillöguna og segist ánægður með þá viðurkenningu sem samþykkt hennar veitir rafíþróttum í heild sinni enda geti rafíþróttir skipt sköpum við að koma í veg fyrir félagslega einangrun barna, aukið félagsfærni þeirra og sjálfstraust.\nOg Íslandsmeistararnir í Þór Þorlákshöfn eru meistarar meistaranna í körfubolta en liðið hafði betur gegn nýkrýndum bikarmeisturum Njarðvíkur í gærkvöld. Lokatölur voru 113-100 en liðin munu mætast aftur á fimmtudag þegar fyrsta umferð úrvalsdeildarinnar verður spiluð.","summary":null} {"year":"2021","id":"110","intro":"Jarðskjálftahrinan við Keili heldur áfram og hafa um 600 skjálftar mælst frá miðnætti. Tveir þeirra voru af stærðinni þrír.","main":"Jarðskjálftahrinan hófst á mánudaginn og síðan þá eru skjálftarnir orðnir á fjórða þúsund. Sjö þeirra hafa mælst yfir þrír af stærð, sá stærsti 3,8 laust fyrir hádegi í gær og fannst hann vel á suðvesturhorni landsins. Flestir skjálftar mældust á fimmtudaginn, þá voru þeir 1300 talsins en í gær voru þeir um þúsund.\nSigþrúður Ármannsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.\nEn þetta virðist vera á svipuðu róli og hefur verið. Það koma skjálftar á mínútu fresti, kannski örlítið bil á milli en þetta er bara mjög þétt virkni. Þeir eru enn á sama dýpi, alltaf á 5, 6 kílómetra dýpi, þannig að það er mjög lítil breyting í þessari hegðun.\nEkkert hefur gosið í Geldingadölum síðan 18. september og er þetta lengsta goshlé frá því þar hóf að gjósa þann 19. mars. Lengsta goshlé fram að því var níu dagar í byrjun september. Sérfræðingar segja þó ótímabært er að lýsa yfir goslokum og sagði Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, við fréttastofu í gærkvöldi að sagan geymi dæmi um löng goshlé.","summary":"Um 600 skjálftar hafa mælst við Keili frá miðnætti. Litlar breytingar hafa orðið á jarðskjálftavirkninni frá því hrinan hófst á mánudaginn. "} {"year":"2021","id":"110","intro":"Hinn árlegi Hrútadagur er á Raufarhöfn í dag, sextánda árið í röð. Þá fylltist reiðhöll heimamanna af fólki og hrútum allstaðar að af landinu með tilheyrandi hrútadómum og -sölu. Hrútadagurinn er hápunktur menningardaga sem staðið hafa á Raufarhöfn alla vikuna og lýkur um helgina. Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir er formaður Hrútadagsnefndar.","main":null,"summary":"Hrútar verða í aðalhlutverki á Raufarhöfn í dag þar sem þeir verða þuklaðir í bak og fyrir. Þar er árlegur hrútadagur, sem er hápunktur menningardaga sem lýkur um helgina. "} {"year":"2021","id":"110","intro":"Árleg mótmæli bandarískra kvenna undir merkjum Women's March í dag beina kastljósinu að umdeildum lögum um þungunarrof sem bundin voru í lög í Texas á dögunum. Þrjár bandarískar þingkonur á fimmtudag reynslu sinni af þungunarrofi.","main":"Þann fyrsta september síðastliðinn tóku gildi ný lög í Texas-ríki í Bandaríkjunum. Samkvæmt þeim er þungunarrof óheimilt eftir sex vikna meðgöngu. Lögin umdeildu eru oft kölluð hjartsláttarlögin. Það er alla jafna eftir um sex vikna meðgöngu sem hjartsláttur greinist fyrst hjá fóstri. Engar undanþágur verða veittar vegna þungunar af völdum nauðgunar eða sifjaspells en grípa má inn í teljist heilsu konunnar stafa hættu af meðgöngunni. Einnig verður borgurum heimilt að höfða einkamál gegn hverjum þeim sem aðstoðar þungaða konu við að rjúfa meðgöngu eftir sjöttu viku.\nLagabreytingunni var og er enn mótmælt harðlega og Bandaríkjastjórn hefur kallað eftir því að alríkisdómari ógildi lögin. Robert Pitman, umdæmisdómari í Texas hefur málið nú á sinni könnu en niðurstöðu hans er að vænta á næstunni.\nÁ fimmtudag deildu nokkrar bandarískar þingkonur sögum sínum í þingsal. Ein þeirra er Demókratinn Cori Bush. Hún var 18 ára þegar hún tók ákvörðun um að enda meðgöngu sem var til komin eftir nauðgun. Hún sagði að ákvörðunin væri sú erfiðasta sem hún hafi tekið en jafnfram sú rétta.\n\"Choosing to have an abortion was the hardest decision I had ever made. But at 18 years old, I knew it was the right decision for me. It was freeing, knowing I had options. Even still, it took long for me to feel like me again until most recently when I decided to give this speech. So, to all the Black women and girls who have had abortions and will have abortions, we have nothing to be ashamed of.\"\nÞað var frelsandi að vita að ég hafði þennan möguleika. Samt sem áður tók það mig mjög langan tíma að jafna mig. Svo mín skilaboð til allra svartra kvenna og stúlkna sem undirgangast þungunarrof, við höfum ekkert til að skammast okkar fyrir.\nÁrlega kemur fjöldi bandarískra kvenna saman undir merkum Woman's March og berst gegn kynjamisrétti. Mótælagöngur dagsins verða á sjöunda hundrað víðsvegar um Bandaríkin og eru að þessu sinni helgaðar rétti kvenna til þungunnarrofs þar sem umdeildri lagabreytingunni í Texas verður mótmælt.","summary":"Hart er enn tekist á um umdeildar breytingar á þungunarrofslöggjöf í Bandaríkjunum og á fimmtudag deildu þrjár bandarískar þingkonur reynslu sinni af þungunarrofi. Fjölmenn mótmæli gegn lagabreytingunum eru skipulögð í Washington í dag. "} {"year":"2021","id":"110","intro":"Verðhækkun á húsnæði er helsti drifkraftur verðbólgu hér á landi og samkvæmt íbúðavísitölu Þjóðskrár hækkaði húsnæðisverð um 2,2 prósent milli mánaða í ágúst. Róbert Farestveit, hagfræðingur ASÍ, segir ólíklegt að nýjar reglur Seðlabankans um hámark greiðslubyrðar hafi teljandi áhrif á húsnæðisverð. Vandinn sé aðallega á framboðshliðinni.","main":"Við höfum haft áhyggjur af því að húsnæðisverð er komið úr takti við undirliggjandi þætti og að það sé vottur af bólumyndun á húsnæðismarkaði. Það auðvitað hefur þau áhrif að erfitt er að kaupa húsnæði og erfitt að færast af leigumarkaði yfir á húsnæðismarkað\nRóbert telur ólíklegt að nýjar reglur Seðlabankans haldi húsnæðisverði í skefjum. Samkvæmt þeim takmarkast greiðslubyrðarhlutfall fasteignalána við 35 prósent af ráðstöfunartekjum, og 40 prósent fyrir fyrstu kaupendur,\nSeðlabankinn er að senda nokkuð skýr skilaboð inn á markaðinn en þessi aðgerð ein og sér hefur ekki mikil áhrif á markaðinn, þar sem þetta er tiltölulega nálægt þeim viðmiðum sem nú þegar eru við gerð greiðslumats. Þannig að þetta hefur ekki áhrif á stóran hóp lántakenda\nHann telur brýnt að skoða hversu stór hluti kaupenda kaupi þriðju eða fjórðu fasteignina um þessar mundir.","summary":"Hagfræðingur ASÍ telur ólíklegt að nýjar reglur Seðlabankans um hámarksgreiðslubyrði af húsnæðislánum hafi teljandi áhrif á húsnæðisverð. "} {"year":"2021","id":"110","intro":"Breiðablik er bikarmeistari í fótbolta kvenna í 13. sinn. Blikar unnu sannfærandi sigur á Þrótti í úrslitum.","main":"Fyrsta mark Blika gerði Karitas Tómasdóttir eftir 25 mínútur. Tiffany Jane McCarty bætti við öðru markinu stundarfjórðungi síðar og Blikar leiddu með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik. Þær Hildur Antonsdóttir og Karitas bættu svo við sitthvoru markinu í seinni hálfleik og 4-0 sigur Blika niðurstaðan. Blikar hafa þar með orðið bikarmeistarar 13. sinnum. Jafn oft og Valur en liðin eiga met yfir flesta bikarmeistaratitla í kvennaflokki.\nsagði Ásta Eir Árnadóttir fyrirliði Blika eftir leikinn. Bikarúrslit karla og kvenna í handbolta fara fram á Ásvöllum í dag. Í kvennaflokki mætast Íslands- og deildarmeistarar KA\/Þórs og ríkjandi bikarmeistarar Fram. Í karlaflokki verður Reykjavíkurslagur milli Íslandsmeistara Vals og Fram. Valur vann öruggan sigur á Aftureldingur í undanúrslitum í gærkvöld 32-21. Og Fram hafði betur gegn Stjörnunni 28-25. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV. Kvennaleikurinn hefst klukkan hálf tvö og karlaleikurinn klukkan fjögur.","summary":"Blikar eru bikarmeistarar í fótbolta kvenna í þrettánda sinn eftir sigur á Þrótti í gærkvöld. Í dag verða krýndir bikarmeistarar kvenna og karla í handbolta en báðir leikirnir verða sýndir á RÚV."} {"year":"2021","id":"111","intro":"Pólska þingið samþykkti í gær að neyðarástand við landamærin að Hvíta-Rússlandi skyldi framlengt um sextíu daga. Ásókn flótta- og farandfólks yfir landamæri Hvíta-Rússlands að austurlandamærum Evrópusambandsins er mikil.","main":"Neyðarástand var tilskipað við landamærin fyrir mánuði. Mariusz Kaminski, innanríkisráðherra Póllands, fullyrðir að fólk sem komist hefur yfir landamærin hafi tengsl við hryðjuverka- eða glæpasamtök. Þegar hafi á annað þúsund flóttamanna verið handtekið í Póllandi.\nEvrópusambandið lýsir miklum áhyggjum af örlögum flóttafólksins en fimm hafa látist við austurlandamæri sambandsins síðustu tvo mánuði. Það segja talsmenn sambandsins að sé algerlega óásættanlegt.\nÞúsundir pólskra hermanna eru á vakt við landamærin þar sem komið hefur verið upp gaddavírsgirðingum til að hindra för fólks. Hjálparstarfsfólki og blaðamönnum er meinaður aðgangur.\nHjálparstofnanir hafa þó óskað eftir að fá að liðsinna flóttafólki enda sé tekið að kólna og því mikil hætta á ferðum. Eins er fullyrt að pólsk stjórnvöld meini flóttafólki að sækja um hæli og neyði það aftur yfir til Hvíta-Rússlands.\nPólverjar ásamt Eystrasaltsríkjunum þremur saka hvítrússnesk stjórnvöld um að beina flóttafólki að landamærum ríkjanna í hefndarskyni fyrir refsiaðgerðir Evrópusambandsins vegna stjórnarhátta Lúkasjenka forseta Hvíta-Rússlands og svindls í forsetakosningum í fyrra..","summary":null} {"year":"2021","id":"111","intro":"Flestir nýttu ferðagjöfina sína á veitingastöðum eða tæpur helmingur. Hlöllabátar sitja í níunda sæti listans yfir þá sem staði þar sem flestar ávísandir hafa verið leystar út og má rekja vinsældirnar til tilboðs sem hækkaði ávísunina úr fimm í níu þúsund krónur.","main":"Í fyrsta og öðru sæti listans eru N1 og Olíuverslun Íslands, þar á eftir koma Sky Lagoon og KFC samkvæmt tölum sem birtar voru á miðvikudaginn. Þá áttu rúm 32 þúsund eftir að leysa út sína gjöf síðan þá hafa X margir leyst út sína ávísun.\nSigmar Vilhjálmsson er eigandi Hlöllabáta, Barion og Minigarðsins sem allir eru reknir undir nafninu Hlöllabátar ehf. Hann segir að biðröð hafi verið út á götu í gær en alls leystu 2250 út sína ferðaávísun á stöðunum eða á netinu. Lokkandi tilboð virðist hafa freistað fólks.\nMeð því að bjóða fólki að kaupa níu þúsund króna inneign, þrjú þúsund á hverjum stað fyrir sig, fyrir fimm þúsund kallinn. Þannig erum við að veita svona 55% afslátt sirka af þjónustunni og þeim mat sem fólk er að kaupa sér en um leið líka að tryggja heimsóknir þessara viðskiptavina til okkar sem við teljum mjög verðmætt og erum þar af leiðandi til í að slá aðeins af verðinu til að fólk kynnist stöðunum okkar, því þegar fram líða stundir er það verðmætt fyrir okkur.\nÍ rauninni er ég bara stoltur að það skyldi hafa gengið svona vel því það er ekki endilega á vísan að róa þó að tilboðið sé gott að fólk endilega nýti sér það\nEf síðasta ár er meðtalið hafa 30-40 milljónir króna í formi ferðaávísana verið leystar út hjá fyrirækjum Sigmars.","summary":null} {"year":"2021","id":"111","intro":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók í síðustu viku upp að nýju rannsókn á meintu ofbeldisbroti landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar og annars þáverandi landsliðsmanns, sem á að hafa átt sér stað í Kaupmannahöfn árið 2010. Sterk rök þurfa að vera fyrir hendi til að mál sem þetta séu enduropnuð eftir að kæra er afturkölluð.","main":"RÚV greindi frá því í gærkvöld að lögreglan hafi ákveðið að hefja rannsóknina að nýju, að beiðni brotaþola. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar hafði fyrr um daginn sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist ætla að óska eftir því við lögreglu að fá að gefa skýrslu og vísaði þar í mál sem gerðist í Kaupannahöfn 2010. Frásögn af því hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Vísir birtir í dag frásögnina í heild sinni. Það vakti mikla athygli þegar Aron Einar var ekki valinn í landsliðshóp Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni HM í fótbolta, þrátt fyrir að hafa gefið kost á sér. Aron sagði í yfirlýsingu að ástæða þess að hann hefði ekki verið valinn væru sögusagnir um atburð í Kaupmannahöfn árið 2010. Þar er Aron að vísa til frásagnar konu af nauðgun sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi tveggja manna.\nÆvar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti við fréttastofu RÚV í morgun að deildin væri með mál til rannsóknar sem kom upp fyrir 11 árum síðan.\nVið greindum frá því í gær að kæra hefði verið lögð fram vegna þessa máls á sínum tíma en hún svo dregin til baka. Brotaþoli óskaði nýverið eftir að rannsóknin yrði tekin upp að nýju, og var það gert.\nÞað er sjaldgæft að mál sem þessi séu tekin upp að nýju eftir að rannsókn er hætt. Samkvæmt lögum um sakamál gilda mjög ströng skilyrði um að slíkt sé gert. Ný gögn þurfa að liggja fyrir í málinu eða talið sé líklegt að þau komi fram. Fréttablaðið fullyrðir í dag að lögreglan sé með mál til rannsóknar, síðan í Kaupmannahöfn 2010, eftir landsleik Íslands og Danmerkur í fótbolta karla, og að tveir fótboltamenn séu þar til rannsóknar.","summary":null} {"year":"2021","id":"111","intro":"Ríkjandi Íslandsmeistarar og bikarmeistarar mætast í úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta á morgun. Sömu lið mættust í úrslitum á síðasta ári.","main":"Fram vann þriggja marka sigur á Val í undanúrslitunum í gærkvöld, 22-19. Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst Framkvenna með sjö mörk. Þórey var líka hæstánægð eftir leikinn.\nÍ hinum undanúrslitunum mættust ríkjandi Íslandsmeistarar KA\/Þórs og FH sem leikur í fyrstu deildinni. KA\/Þór fór létt með FH og vann 17 marka sigur á Hafnarfjarðarliðinu, 33-16. Martha Hermannsdóttir var markahæst hjá KA\/Þór með sjö mörk. KA\/Þór og Fram mætast því í úrslitum á morgun. Sömu lið mættust í bikarúrslitum snemma á síðasta ári, þegar Fram valtaði yfir norðankonur, 31-18. Martha er þó nokkuð viss um að leikurinn á morgun verði mun jafnari.\nÞá skýrist það í kvöld hvaða lið mætast í úrslitum í karlaflokki. Þar mætast Afturelding og Valur í fyrri leiknum klukkan sex og Fram og Stjarnan klukkan hálf níu. Báðir leikirnir verða sýndir beint á RÚV 2. Þá verður leikið til úrslita bæði í karla- og kvennaflokki á morgun. KA\/Þór og Fram í kvennaflokki mætast klukkan hálf tvö og úrslitaleikurinn í karlaflokki er klukkan fjögur og báðir verða í beinni útsendingu á RÚV.\nKvennalið Hauka er komið í riðlakeppni Evrópubikarsins í körfubolta eftir samanlagðan sigur á portúgalska liðinu Unaio Sportiva. Haukar unnu fyrri leik liðanna með fimm stigum og því kom tveggja stiga tap í gærkvöld ekki að sök, 81-79. Haukar unnu viðureignina samanlagt 160-157.\nÞá verður söguleg stund fyrir Þrótt frá Reykjavík í kvöld. Þróttur leikur í fyrsta sinn í sögu félagsins til úrslita í bikarkeppni þegar liðið mætir Breiðabliki í úrslitum bikarkeppni kvenna í fótbolta. Leikurinn er á Laugardalsvelli klukkan korter yfir sjö.","summary":null} {"year":"2021","id":"111","intro":"Nýir peningaseðlar verða teknir í notkun í Venesúela í dag. Sex núll hafa verið skorin af bólívarnum, gjaldmiðli landsins.","main":"Seðlabankinn í Venesúela gefur í dag út nýja peningaseðla. Sex núll hafa verið skorin af bólívarnum, gjaldmiðli landsins. Efnahagurinn er í rúst og milljónir landsmanna þurfa á aðstoð að halda.\nHagkerfi Venesúela hefur rýrnað um áttatíu af hundraði frá árinu 2013. Fjármálastjórnin hefur verið í ólestri árum saman og við bætist stjórnarkreppa síðustu ára. Þetta er í þriðja sinn á þrettán árum sem stjórnvöld grípa til þess ráðs að skera nokkur núll af bólívarnum og í þetta sinn fjúka sex. Milljón bólívarar gærdagsins verða að einum. Að sögn AFP fréttastofunnar er hvergi í heiminum meiri verðbólga um þessar mundir en í Venesúela. Haft er eftir kennara í höfuðborginni Caracas að hann fái á hálfs mánaðar fresti útborgaða upphæð sem jafngildir tæplega þremur Bandaríkjadollurum, innan við fjögur hundruð krónur. Leiga á íbúð í úthverfi höfuðborgarinnar kostar um tuttugu þúsund krónur á mánuði og matarkarfa fyrir fimm manns tuttugu og níu þúsund.\nNý rannsókn Andrés Bello háskólans í Venesúela leiðir í ljós að þrír af hverjum fjórum landsmönnum búa við sára fátækt. Þeir hafa innan við jafnvirði 250 króna til framfærslu á dag. Milljónir þurfa á fjárhagsaðstoð til að komast af. Auk lélegrar efnahagsstjórnar hefur COVID-19 farsóttin haft alvarleg áhrif á efnahag almennra borgara.","summary":"Nýir peningaseðlar verða teknir í notkun í Venesúela í dag. Sex núll hafa verið skorin af bólívarnum, gjaldmiðli landsins."} {"year":"2021","id":"111","intro":"Hafrannsóknastofnun leggur til að veiða megi allt að 904 þúsund tonn af loðnu á komandi vertíð. Það yrði mesta loðnuveiði hér við land í tæp tuttugu ár. Þá eru einnig góðar horfur fyrir næsta ár og fiskifræðingar segja loðnustofninn almennt á uppleið.","main":"Hafrannsóknastofnun kynnti í morgun niðurstöður úr tuttugu daga haustleiðangri sem nú er nýlokið. Miklar væntingar voru fyrir þennan leiðangur en mælingar í fyrrahaust sýndu næststærsta veiðistofn loðnu frá upphafi mælinga. Og væntingarnar gengu eftir, stofnunin leggur til veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu á komandi vertíð. Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafró segir þetta mjög góðar fréttir.\nAuðvitað verður endanlega ráðgjöf veitt í kjölfar leiðangra í janúar\/febrúar. En ef þetta gengur eftir þá verður þetta stærsta loðnuvertíð í minnst tvo áratugi.Þannig að þetta eru mjög ánægjulegar fréttir.\nÞá séu einnig góðar horfur fyrir næsta ár.\nÞannig að við horfum björt fram á veginn þegar kemur að loðnustofninum núna. Eftir mörg mjög mögur ár, satt best að segja.\nÞetta er mikill viðsnúningur frá því sem var, en á síðustu vertíð veiddust samtals tæp 129 þúsund tonn. Engin loðnuveiði var svo árin tvö þar á undan.\nÞað sem við erum að horfa upp á núna er veiðistofn upp á rúma 1,8 milljón tonna. Sú aflaregla sem í gildi er, hún er mjög varfærin. Og ef miðgildi þessarra mælinga,eða óvissunnar sem er tekið tillit til, standast, þá verðum við með stærri hrygningastofn en verið hefur í sögulegu samhengi. Svona miðað við þær tölur sem við höfum.","summary":"Hafrannsóknastofnun leggur til veiðar á allt að 904 þúsund tonnum af loðnu á komandi vertíð, það er meira en veiðst hefur á nokkurri vertíð í tvo áratugi. Loðnustofninn virðist á uppleið og horfur fyrir næsta ári eru einnig góðar"} {"year":"2021","id":"112","intro":"Enn er mikil skjálftavirkni suðvestan við Keili. Jarðeðlisfræðingur segir að það geti þýtt að gos sé að koma upp á nýjum stað, en líka gæti verið að þetta táknaði lok gossins. Hann segir að nýr þáttur sé hafinn í sögunni á Reykjanesskaga.","main":"Undanfarna daga hafa mælst mestu skjálftar á svæðinu síðan í byrjun gossins í Fagradalsfjalli. Síðan á mánudaginn hafa 1.300 jarðskjálftar mælst suðvestan við Keili. Tveir hafa verið stærri en þrír og sá síðasti af þeirri stærð varð rétt fyrir klukkan tvö í nótt, 3,7, og fannst hann vel á suðvesturhorni landsins og upp í Borgarnes. Um 11-leytið í morgun mældist skjálfti af stærðinni 2,6 og fundu næmir íbúar höfuðborgarsvæðisins hann. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að þetta geti í raun þýtt allt mögulegt:\nEnn sem komið er virðast ekki miklar jarðskorpuhreyfingar fylgja þessum skjálftum þannig að sennilega er ekki mikið um kvikuhreyfingar að ræða í tengslum við þetta. En það er ekki hægt alveg að útiloka það.\nÍ fyrsta lagi gæti þetta þýtt að kvikurásin sem hefur verið í gangi í 6 mánuði sé að breytast og það sé að koma upp gos á nýjum stað. Það er ekki hægt að útiloka það, við þekkjum dæmi um það frá Surtseyjargosinu til dæmis, þá var skjálftavirkni tengd því þegar gosið fór frá einni gosstöð til annarar.\nÖnnur sviðsmynd myndi vera að þetta táknaði lok gossins, við Þekkjum lika dæmi um það, Heklugosum lýkur stundum með svolítilli skjálftahrinu.\nOg svo gæti það líka verið að þarna sé spenna að jafnast út eftir gangainnskotið .\nVið megum ekki gleyma því að eldgosið sem hefur staðið í 6 mánuði er partur af miklu víðtækari atburðarás sem tekur til alls Reykjanesskagans. Þetta gæti verið þáttur í því en það fer ekkert á milli mála að það er nýr þáttur í gangi í þessari atburðarás sem er full ástæða til að fylgjast mjög vandlega með.\nVísindaráð almannavarna fundar eftir hádegi og þar verður mat lagt á INSAR-gervitunglamyndir af svæðinu:\nÞannig að við bíðum bara eftir þeim gögnum núna.","summary":null} {"year":"2021","id":"112","intro":"Dómstóll í Frakklandi dæmdi í dag Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseta Frakklands, í eins árs fangelsi fyrir að hafa eytt allt of miklum fjármunum í kosningabaráttu sína árið 2012.","main":"Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands, var í dag dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa fjármagnað kosningabaráttu sína árið 2012 með ólögmætum hætti. Til þess varði hann hátt í tvöfalt meiri fjármunum en lög leyfa.\nÍ forsetakosningunum 2012 lögðu Sarkozy og stuðningsmenn hans allt í sölurnar í baráttunni fyrir endurkjöri við Francois Hollande, frambjóðanda Sósíalista. Tæplega fjörutíu og þremur milljónum evra var kostað til, en samkvæmt frönskum lögum má baráttan ekki kosta meira en tuttugu og tvær og hálfa. Fyrir dómi neitaði Sarkozy sök og sagðist ekkert hafa skipt sér af fjármögnun kosningabaráttunnar. Dómstóllinn taldi þó hafið yfir vafa að frambjóðandinn hefði vitað um eyðsluna. Hann fékk því eins árs fangelsisdóm, sem hann fær að afplána heima við með ökklaband. Verjandi Sarkozys lýsti því samstundis yfir að dóminum yrði áfrýjað.\nFyrr á þessu ári var Sarkozy dæmdur í þriggja ára fangelsi, þar af tvö ár skilorðsbundin, fyrir að hafa lofað dómara góðri stöðu gegn upplýsingum um rannsókn á fjármálum hans. Þeim dómi var sömuleiðis áfrýjað.\nNicolas Sarkozy gegndi embætti forseta Frakklands á árunum 2007 til 2012. Hann er fyrstur Frakklandsforseta til að vera dæmdur til fangelsisvistar. Hann ætlaði að sækjast eftir endurkjöri árið 2017, en varð að hætta við vegna yfirvofandi málaferla. Síðar lýsti hann því yfir að hann væri hættur afskiptum af stjórnmálum.","summary":"Nicolas Sarkozy, fyrrverandi forseti Frakklands var í dag dæmdur í eins árs fangelsi fyrir að hafa notað allt of mikla fjármuni í kosningabaráttu sína árið 2012"} {"year":"2021","id":"112","intro":"Sæstrengur sem getur flutt um 1400 megavött milli Bretlands og Noregs verður að hluta til tekinn í notkun á morgun. Talið er að um ein komma fjórar milljónir breskra heimila geti nýtt rafmagn frá honum þegar fram líða stundir.","main":"Sæstrengurinn liggur frá Kvilldal í Noregi til Blyth í Bretlandi en ríkisreknu orkufyrirtækin National Grid og Statnett skrifuðu undir samninga um strenginn fyrir sex árum. Hann er um 720 kílómetra langur og er sá lengsti sem lagður hefur verið.\nVatnsaflsorka verður flutt til Bretlands og vindorka til Noregs en talið er að um ein komma fjórar milljónir breskra heimila fái rafmagn um sæstrenginn. Norðmenn geta nýtt sér orkuverðmun landanna og Bretar dregið úr notkun kolefnisorkugjafa.\nThor Anders Nummedal, verkefnastjóri hjá Statnett, viðurkennir að raforkuverð gæti hækkað í Noregi þegar sæstrengurinn verður tekinn í notkun. Heildaráhrifin verði þó góð; Norðmenn fái gott verð fyrir orkuna og þegar þurrkar leiki þá grátt fái þeir raforku á lægra verði en ella eftir samninginn við Breta.\nUmræða af hálfu íslenskra stjórnvalda um áform um sæstreng milli Íslands og Bretlands hefur nánast þagnað. Hins vegar var talsvert rætt um þau frá 2012 til 2016. Skipaðar voru nefndir og áhugi var mikill af hálfu Breta á að sæstrengur yrði að veruleika. Þá snerust átökin um þriðja orkupakkann árið 2019 meðal annars um hvort Ísland gæti ekki staðið í vegi fyrir að hingað yrði lagður sæstrengur.","summary":"Talið er að um ein komma fjórar milljónir breskra heimila geti nýtt sér rafmagn frá sæstreng milli Bretlands og Noregs sem tekinn verður að hluta til í notkun á morgun. Hann er um 720 kílómetra langur, sá lengsti sem lagður hefur verið."} {"year":"2021","id":"112","intro":"Ekkert hefur spurst til rúmlega fertugs Íslendings sem búsettur er í Svíþjóð frá því á laugardag þegar hann féll af sæþotu. Leit lögreglu var hætt eftir aðeins þrjár klukkustundir.","main":"Maðurinn var ásamt konu sinni og börnum í fríi á eyjunni Öland sunnarlega í Svíþjóð og voru þau á sæþotum utan við ströndina. Eftir að hann skilaði börnunum og eiginkonunni í land tók hann af sér björgunarvestið og fór vestislaus einn aukahring. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Víðir Víðisson er frændi mannsins sem saknað er.\nÞá hefst leit, það er hringt í neyðarlínuna og það kemur strax yfirvöld og leita hérna, fara út með báta og sónartæki og fleira og þyrlan kemur líka. Það er leitað til 7 um kvöldið, í einhverja 2-3 tíma. Svo tilkynna þeir konu mannsins að leit sé bara hætt\nSíðan þá tóku sjálfboðaliðar og björgunarsveitir við leitinni en eftir að hún bar ekki árangur þurfti leyfi lögreglunnar til að halda henni áfram. Aðstandendur náðu ekki sambandi við þá sem stjórna því og samtök sem leita að týndu fólki í Svíþjóð komu þá til skjalanna Víðir og fleiri fóru út í byrjun vikunnar til að aðstoða við leitina. . Eyjan er um 20 kílómetrum frá landi. Víðir segist vera gáttaður á því hversu fljótt leit var hætt en leitarsvæðið er gríðarlega stórt\nÍ raun og veru eru það bara við sem erum að leita í dag og alveg frá því að ég kom hefur enginn stór leit verið nema bara við. Hvað finnst ykkur um það? Ég verð að viðurkenna það að ég er í mjög miklu sjokki yfir því, mér finnst þetta mjög skrýtið. Maður er vanur þessum björgunarsveitaaðgerðum heima. Ef einhver týnist þá upplifir maður hálfa þjóðina að leita að einstaklingnum og miklar aðgerðir í gangi, en hérna virðist þetta bara, maður upplifir sem aðstandandi í svona máli að það sé öllum bara alveg sama.\nUm 15 manna hópur vina og vandamanna eru á leið til Svíþjóðar í dag og á morgun til að aðstoða við leitina. Nota á dróna og þyrlu til að efla leitina. Þá hefur einnig verið settur á fót styrktarreikningur til að standa straum af kostnaði við leitina.","summary":"Rúmlega fertugs Íslendings er saknað eftir að hann féll af sæþotu við Öland í Svíþjóð um helgina. Leit lögreglu stóð yfir í aðeins þrjár klukkustundir áður en henni var hætt. Liðsauki héðan er á leiðinni til að aðstoða við leitina. "} {"year":"2021","id":"112","intro":"Fjöldi kinda á Ströndum í drapst í óveðrinu í vikunni og bóndi á einum bæ missti tæp 60 fjár. Bændur í Húnavatnssýslum og á Vestfjörðum þurftu að grafa hundruð kinda úr fönn.","main":"Strax í byrjun vikunnar þegar ljóst var í hvað stefndi fóru bændur að hýsa lambfé sem komið var heim að bæjum þar sem seinni göngum var lokið. Engu að síður var margt fé úti þegar veðrið skall á í fyrradag og hundruð kinda fennti í kaf þar sem þær leituðu skjóls í skurðum heima við tún. Þannig hafa bændur í Húnavatnssýslum og á Vestfjörðum staðið í ströngu við að grafa fé úr fönn og sums staðar með aðstoð björgunarsveita. Víðast hvar hefur tekist að bjarga öllu lifandi, en þó ekki alls staðar. Þannig missti Drífa Hrólfsdóttir, bóndi á Ytra-Ósi á Ströndum, um sextíu kindur og lömb.\nBændur á að minnsta kosti tveimur öðrum bæjum á Ströndum misstu einnig kindur í óveðrinu. Drífa segir að veðrið hafi skollið fyrr á en spáð var og svona hefði ekki farið hefði hún verið búin að smala kindunum heim að bæ.\nÞað verður ekki ljóst fyrr en næstu daga hvort meira hafi drepist. Seinni göngur er á Vestfjörðum og Ströndum um næstu helgi og Jóhann Ragnarsson, bóndi í Laxárdal 3 og formaður félags sauðfjárbænda í Strandasýslu, segir að þegar búið verði að fara yfir stærra svæði og kanna ástandið, komi það betur í ljós.","summary":"Tugi fjár á Stöndum fennti í kaf og drapst í illviðrinu í fyrradag. Bændur í Húnavatnssýslum og á Vestfjörðum hafa staðið í ströngu við að grafa fé úr fönn."} {"year":"2021","id":"112","intro":"Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta kynnir í dag landsliðshópinn fyrir næstu leiki í undankeppni HM 2022. Ísland tekur á móti Armeníu og Liechtenstein 8. og 11. október í undankeppninni.","main":"Ísland er í 5. sæti riðilsins með 4 stig eftir 6 leiki. Það gustaði svo sannarlega í kringum landsliðið í síðasta landsliðsglugga í september. Í aðdraganda leikjanna þá komu upp á yfirborðið ofbeldismál tengd nokkrum landsliðsmönnum og atburðarrásin sem fylgdi í kjölfarið varð til þess að stjórn KSÍ sagði af sér. Ný bráðabirgðastjórn verður kjörin á aukaþingi KSÍ á laugardag. Ljóst er að einhverjar breytingar verða á landsliðshóp Íslands sem kynntur verður í dag, frá leikjunum við Norður-Makedóníu, Rúmeníu og Þýskaland í september. Hannes Þór Halldórsson hefur lagt landsliðsskóna á hilluna. Kári Árnason er á lokametrum síns knattspyrnuferils og óvissa hvort hann gefi kost á sér. Kolbeinn Sigþórsson var tekinn út úr síðasta landsliðshóp vegna ofbeldisásakana. Hann er þó meiddur og ekki hægt að velja hann í hópinn í dag. Rúnar Már Sigurjónsson dró sig út úr síðasta landsliðshópi vegna meiðsla og persónulegra ástæðna að því er fram kom í tilkynningu KSÍ. Ljóst er að Gylfi Þór Sigurðsson leikur ekki fótbolta í bráð. Hans mál eru til rannsóknar hjá lögreglu í Bretlandi. Þá hafa Hörður Björgvin Magnússon, Alfreð Finnbogason og Sverrir Ingi Ingason verið meiddir. Þá var Aron Einar Gunnarsson ekki í landsliðshópnum í september eftir að hafa smitast af COVID-19. Hann hefur þó spilað með liði sínu, Al-Arabi í Katar að undanförnu og er því leikfær. Þá hefur Jón Daði Böðvarsson ekki spilað neitt fyrir Millwall það sem af er leiktíð og er í leit að nýju liði. Blaðamannafundur KSÍ þar sem landsliðshópurinn verður kynntur hefst klukkan korter yfir eitt og verður honum streymt í beinni útsendingu á vef RÚV.\nÞað ræðst í kvöld hvaða lið munu leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í handbolta. Klukkan sex mætast Valur og Fram í undanúrslitum að Ásvöllum í Hafnarfirði og klukkan hálfníu mætast svo KA\/Þór og FH. Báðir leikir verða sýndir á RÚV 2.","summary":null} {"year":"2021","id":"112","intro":"Lyfjarisar heimsins keppast við þróun lyfs við COVID-19 sem mögulegt verður að gefa í töfluformi. Sérfræðingur við Karólínsku stofnunina í Stokkhólmi í Svíþjóð segir áríðandi að slík lyf séu gefin fljótt eftir að sýking kemur upp.","main":"Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti í vikunni að þar á bæ væru tilraunir hafnar með slíkt lyf. Keppinautnarnir Merck Sharp & Dohme (MSD) og Roche Holding eru einnig á sömu vegferð.\nSænska ríkisútvarpið hefur eftir Matti Sällberg, prófessor við Karólínsku stofnunina að veirusýkingarlyf ráðist að próteinum og ensímum veirunnar sem þær nota til að fjölga sér. Því sé áríðandi að slík lyf séu gefin svo fljótt sem verða má eftir að sýkingar verður vart.\nÁ þriðja þúsund manns á aldrinum yfir 18 ára tekur þátt í tilraun Pfizer og er gefið tilraunalyfið ásamt litlum skammti af alnæmislyfinu Ritonavir.\nSällberg segir að Ritonavir tvöfaldi helmingunartíma lyfsins sem þýði að ekki þurfi að taka jafn stóra skammta af því og ella væri.\nMSD prófar sitt lyf á óbólusettum í áhættuhópi, meðal annars í Svíþjóð. Magnus Gisslen, yfirlæknir við Sahlgrenska sjúkrahúsið, sem fer fyrir tilrauninni þar í landi, segist búast við niðurstöðum síðar í haust.\nHann segir ætlunina að reyna lyfið á 1850 manns en hann segir mögulegar aukaverkanir ekki greinanlegar ennþá, til þess sé úrtakið enn of lítið. Matti Sällberg kveðst vongóður um að veirusýkingarlyf við COVID-19 gefi góðan árangur.","summary":null} {"year":"2021","id":"113","intro":"Seðlabankastjóri segir ákveðin merki um að fasteignamarkaðinn sé að leita í sömu átt og fyrir hrun. Hann segir að breytingar á greiðslubyrðarhlutfalli fasteignalána séu leið til að halda fasteignamarkaðnum í jarðsambandi.","main":"Vegna hækkandi fasteignaverðs og aukinnar skuldsetningar heimila hefur fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að setja reglur um hámark greiðslubyrðar, þannig að greiðslubyrðarhlutfall fasteignalána skuli almennt takmarkast við 35 prósent og 40 prósent fyrir fyrstu kaupendur. Þetta kom fram á fundi fjármálastöðuleikanefndar í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að með þessu sé verið að koma í veg fyrir að fólk yfirbjóði hvort annað og sé að taka of mikla fjárhagslega áhættu.\n(( Í rauninni það sem við erum að gera er að tryggja það að fasteignamarkaðurinn hafi jarðsamband í þessu landi. Það sem stendur undir greiðslum af húsnæði eru tekjurnar sem fólk vinnur sér fyrir. Það sem við megum ekki sjá er að fasteignamarkaðurinn fari eitthvað hátt á loft og venjulegt fólk reyni að elta hann. Það er það sem gerðist á árunum fyrir hrun og við viljum ekki sjá það aftur. En það eru merki um það? Ja sko við höfum áhyggjur af því að þróunin gæti verið að leita í þá átt núna.))\nOg það er ýmis teikn á lofti um þessa þróun.\n(( Hlutir eins og það hvað meðalsölutími hefur styst, lítið framboð og lítill meðalsölutími. Líka það hvað íbúðir eru að fara yfir ásettu verði sem bendir til þess að það er að myndast ákveðin örvænting á markaðnum og þarna. Þetta eru viðmið til lengri tíma þetta er ekki eitthvað sem við tökum aftur af, við erum að reyna að tryggja jafnvægi á markaðnum með þessu. ))","summary":"Seðlabankastjóri segir teikn á lofti að fasteignamarkaðurinn sé að leita í sömu átt og fyrir hrun og kynnti í morgun nýjar reglur um hámarks greiðslubyrði húsnæðislána."} {"year":"2021","id":"113","intro":"24 tilkynningar um snjóflóð hafa borist Veðurstofunni í kjölfar illviðrisins. Flest eru þau á Vestfjörðum. Eitt þeirra féll úr Innra Bæjargili á Flateyri og hafnaði á varnargarðinum ofan við bæinn. Flateyrarvegur og vegurinn um Súðavíkurhlíð voru lokaðir fram undir morgun vegna snjóflóðahættu en þeir eru nú opnir að nýju. Heiður Þórisdóttir er ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands.","main":"Stærstu flóðin hafa verið í kringum Flateyri og eitt sem fór meira að segja aðeins á varnargarð úr Innra Bæjargili en stoppaði bara þar. Svo var ágætlega stórt flóð sem féll yfir Súðavíkurhlíð, yfir veg um Súðavíkurhlíð. Svo bara minni flóð nálægt Ísafirði og Bolungarvík en í gær komu nokkrar tilkynningar um flóð fyrir norðan, nálægt Dalvík og í Hörgárdal. Það er að hlýna ansi hratt. Er aukin snjóflóðahætta þar af leiðandi? Nei við teljum að þetta sé nánast bara næstum því yfirstaðið. Það fór svolítið mikið í nótt þegar það var að hlýna en núna ætti þetta að vera orðið þokkalega stöðugt.","summary":"Veðurstofan hefur fengið um 25 tilkynningar um snjóflóð á Vestfjörðum og á Tröllaskaga í kjölfar illviðrisins í gær. Eitt flóð féll á varnargarðinn ofan við Flateyri. "} {"year":"2021","id":"113","intro":"Vandkvæði við talningu atkvæða eftir alþingiskosningarnar á laugardaginn sýna að brýnt er að skoða möguleika á rafrænni atkvæðagreiðslu. Þetta segir tæknistjóri hjá netöryggisfyrirtæki. Slík kosning yrði öruggari en núverandi fyrirkomulag og slíkar lausnir séu þegar til.","main":"Theódór Ragnar Gíslason tæknistjóri hjá netöryggisfyrirtækinu Syndis segir að tæknilega standi ekkert í vegi fyrir rafrænni kosningu. Til þess að kjósa þannig séu tvær leiðir; annars vegar atkvæðagreiðsla í kosningavélum á kjörstað eins og tíðkast meðal annars í Bandaríkjunum og hins vegar að kjósa í snjallsíma eða tölvu.\nÞað er ansi erfitt að gera það án þess að það sé einhver rekjanleiki og það yrði þá endalaust af mögulegum árásarleiðum. En ef þú ert að tala um á kjörstað í einhvers konar lokuðu kerfi, einhvers konar rafrænt kerfi þar sem þú velur þann flokk sem þú ætlar að kjósa á skjá eftir að hafa auðkennt þig þá er hægt að gera það þannig að það sé nánast ógjörningur að sjá hvað tiltekinn einstaklingur kaus.\nÞetta er þá tvíþætt ferli, annars vegar auðkenning í lokuðu kerfi og svo kosning í lokuðu kerfi. Það eru örugglega til þannig lausnir nú þegar.\nNiðurstöður lægju þá fyrir um leið og kosningu lyki. Theódór segir að að mörgu þurfi að huga, verði rafrænt kosningakerfi tekið upp. Taka þurfi tillit til net- og upplýsingaöryggis, persónuverndar og laga.\nEn nú er oft talað um að snjallir hakkarar geti komist inn í hvaða tölvukerfi sem er. Auðvitað er það hægt. En það er líka hægt að falsa í kosningum, falsa skírteini eða annað í dag sem við notum til að kjósa. Það getur varla verið mikið verra. Við erum að díla við í dag, eftir hentisemi einstaklinga hvernig atkvæði okkar eru meðhöndluð. Það allavegana virkar þannig. Þó þetta sé hvergi nærri fullkomið, þessi útfærsla sem ég er að ræða, þá er það örugglega að mörgu leyti öruggara en það sem við höfum nú þegar í dag.","summary":null} {"year":"2021","id":"113","intro":"Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark fyrir PSG þegar Parísarliðið mætti Englandsmeisturum Manchester City í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi. Manchester United og Chelsea mæta til leiks í annarri umferðinni í kvöld.","main":"Leikið var í París og komust heimamenn yfir á 8. mínútu með marki frá Idryssa Gana Gueye. 1-0 stóð allt þar til á 74. mínútu þegar Kylian Mbappe sendi hælsendingu á Lionel Messi sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir PSG. Leiknum lauk með 2-0 sigri Parísarliðsins sem er nú með fjögur stig eftir tvo leiki í A-riðlinum, líkt og Club Brugge sem vann RB Leipzig 2-1. Í B-riðlinum vann Liverpool auðveldan 5-1 sigur á Porto og er Liverpool því með fullt hús stiga eftir tvo leiki, Atletico Madrid er með fjögur stig en Atletico vann AC Milan 2-1. Ajax og Borussia Dortmund eru með fullt hús stiga í C-riðlinum og þá situr moldóvska liðið Sheriff á toppi D-riðilsins en Sheriff vann óvæntan 2-1 sigur á Real Madríd á útivelli. Önnur umferð riðlakeppninnar heldur áfram í kvöld. Í F-riðlinum mætir Manchester United Villareal á Old Trafford en United er án stiga eftir tap gegn Young Boys í fyrstu umferðinni. Þá er stórleikur á Ítalíu þar sem Juventus mætir Chelsea í H-riðlinum en bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferðinni.\nSelfoss vann FH í eina leik gærkvöldsins í úrvalsdeild karla í handbolta. Vilius Rasimas reyndist Selfyssingum drjúgur í markinu en hann varði 18 skot í 27-23 sigri sinna manna. Einar Sverrisson var markahæstur í liði Selfoss með átta mörk en hjá FH var Jóhann Birgir Ingvarsson markahæstur með fimm. Næst verður spilað í deildinni 3. október en fram undan er bikarhelgi á Ásvöllum. Undanúrslitaleikir bikarsins í kvennaflokki verða spilaðir á morgun, þar mætast Fram og Valur annars vegar, og KA\/Þór og FH hins vegar, og á föstudag fara undanúrslit karla fram, Afturelding mætir Val og Fram mætir Stjörnunni, og úrslitaleikirnir verða spilaðir á laugardag. Allir leikirnir fara fram á Ásvöllum og verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV og RÚV 2.","summary":null} {"year":"2021","id":"113","intro":"\"Okrið er með þeim hætti að þetta er bara orðin einhverskonar græðgi\", segir framkvæmdastjóri FÍB og skorar á stjórn tryggingafélagsins Sjóvár að hlutafjárlækkun gangi til viðskiptavina, en ekki til hluthafa.","main":"FÍB hefur lengi gagnrýnt tryggingafélögin fyrir iðgjöld á ökutækjatryggingum. Í fyrradag lagði Sjóvá til að greiða hluthöfum tvo og hálfan milljarð króna í tengslum við hlutafjárlækkun félagsins. Áður hafði félagið greitt 2,65 milljarða króna í arð.\nÞað hefur legið fyrir í langan tíma að félögin hafa verið að safna upp miklum sjóðum á sama tíma og iðgjöld vátrygginga hafa hækkað langt umfram þróun vísitölu.\nSegir Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB. Hann segir að ytri aðstæður hafi á sama tíma verið hagstæðar, tjónum og slysum hafi fækkað, umferð dregist saman og félögin hafi fyrir vikið skilað góðum arði.\nÞað er eðlilegt að félag skilið hagnaði og félagið er í mjög góðri stöðu eins og kemur fram í bókun félagsins. Þið talið um það í ykkar fréttatilkynningu að hluthafa Sjóvar hafi ekki aflað þessara fjármuna og eigi engan rétt á þeim, er þetta ekki fullsterkt að orði komist? Nei þetta eru lögbundnar ökutækjatryggingar. Þú verður lögum samkvæmt að taka ökutækjatryggingu ef þú ætlar að aka bíl um götur landsins.\nRunólfur segir að samkvæmt lögum eigi að vera ríkt eftirlit með tryggingum og að neytendur séu ekki látnir borga óeðlilega há iðgjöld. Runólfur segir að vonandi sjái einhverjir tækifæri í að koma inn á bílatryggingamarkaðinn hér á landi:\nhann er greinilega að skila mjög góðum arði. Þarna sjáum við að okrið er með þeim hætti að þetta er bara orðin einhver græðgi sem gengur ekki upp. Við höfum gert þá kröfu að það sé tekið á þessu máli af hálfu opinberra aðila þetta er undir hatti fjármálaeftirlitsins að félögin séu ekki að oftaka iðgjöld af neytendum.","summary":null} {"year":"2021","id":"113","intro":"Hvergi virðist hafa orðið stórtjón í óveðrinu sem gekk yfir landið síðasta sólarhring. Vatn flæddi inn í hús á Siglufirði og trjágróður lét víða undan blautum og þungum snjó.","main":"Það gekk mikið á þegar þetta norðanáhlaup gekk yfir landið í gær, en verst varð veðrið á Norðvesturlandi og Vestfjörðum. Verkstjóri í þjónustumiðstöð Ísafjarðarbæjar segir að ekki hafi borist tilkynningar um neitt meiriháttar tjón. Þar fauk strætóskýli í einni vindhviðunni og einhverjar járnplötur losnuðu af húsþökum. Talsvert tjón varð hjá eigendum seglskútunnar Aurora Arctica, sem liggur í Ísafjarðarhöfn, en segl á skútunni tættust í sundur í rokinu. Vakt var við höfnina í Bolungarvík í allan gærdag, en þar varð ekkert tjón.\nTalsvert vatnstjón varð hjá nokkrum húseigendum á Siglufirði þegar flæddi inn í hús í miklum vatnavöxtum. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri, segir að fjöldi beiðna um aðstoð hafi borist milli klukkan fjögur og fimm og þeir hafi verið að til tíu í gærkvöldi.\nJá, slökkvliðið og björgunarsveitir hérna í Fjallabyggð fengu aðstoðarbeiðnir frá fólki í einum tíu húsum. En þar að auki þá sinnti slökkviliðið dæluvinnu á þremur stöðum í bænum þar sem í rauninni þurfti að koma vatni frá. Þetta gekk allt mjög vel en það á svosem eftir að koma í ljós þegar fá líður og fer að þorna hversu miklar skemmdir eru.\nTrjágróður lét víða undan blautum snjónum og nokkur dæmi eru um að stór tré í húsagörðum hafi sligast undan þunganum og brotnað. Þannig létu sextíu ára gömul tré undan veðurhamnum á Ísafirði og nokkur tré á Akureyri skemmdust. Þar á meðal var stór, hálfrar aldar gömul ösp, sem brotnaði í garði við Suðurbyggð og féll yfir á lóð nágrannans.","summary":"Ekki hefur frést af neinu meiriháttar tjóni í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Vatn flæddi inn í mörg hús á Siglufirði og trjágróður lét víða undan þungum snjó."} {"year":"2021","id":"113","intro":"Fyrrverandi utanríkisráðherra Japans verður næsti leiðtogi stjórnarflokks landsins. Hann tekur við embætti forsætisráðherra eftir helgi.","main":"Fumio Kishida [sjiSída], fyrrverandi utanríkisráðherra Japans, var í dag valinn leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, stjórnarflokks landsins. Hann tekur við embætti forsætisráðherra á mánudaginn.\nFumio Kishida hafði betur í baráttunni um leiðtogasætið við Taro Kono, sem stýrir baráttu stjórnvalda gegn COVID-19 faraldrinum, Seiko Noda, fyrrverandi ráðherra jafnréttismála, og þingkonunni Sanae Takaichi. Yoshihide Suga forsætisráðherra tilkynnti í síðasta mánuði að hann sæktist ekki eftir að stýra flokknum lengur og landinu þar með. Hann varð forsætisráðherra fyrir aðeins einu ári.\nJapanska þingið staðfestir skipan Fumios Kishida í embætti forsætisráðherra á mánudag, 4. október. Hans bíður síðan það verkefni að stýra kosningabaráttu Frjálslynda lýðræðisflokksins fyrir þingkosningar sem halda verður í nóvember. Eftir að fyrir lá fyrr í dag að hann yrði næsti leiðtogi flokksins skoraði hann á samherja sína að sýna landsmönnum að flokkurinn væri endurborinn og þess virði að honum yrði áfram falið að stýra landsmálunum. Líklegt þykir, að sögn stjórnmálaskýrenda, að hann haldi völdum á næsta kjörtímabili.","summary":null} {"year":"2021","id":"113","intro":"Niðurstaða alþingiskosninganna kemur formlega til Alþingis á föstudag, en landskjörstjórn hefur flýtt fundi þar sem gengið verður frá kjörbréfum alþingismanna.","main":"Mikil umræða hefur verið um meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi þar sem endurtalið var með þeim afleiðingum að fimm nýkjörnir þingmenn duttu út af þingi og aðrir fimm náðu þar með kjöri. Kjörkassar voru ekki innsiglaðir. Landskjörstjórn kom saman til fundar í gær þar sem fjallað var um skýrslur yfirkjörstjórna og samþykkti landskjörstjórn bókun þar sem segir að ekki hafi borist staðfesting frá yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis um að meðferð kjörgagna hafi verið fullnægjandi. Málið er ekki formlega komið til Alþingis að sögn Willums Þórs Þórssonar starfandi forseta Alþingis.\nWillum segir að síðan verði greidd atkvæði um niðurstöðuna. Til stóð að úthlutunarfundur landkjörstjórnar yrði þriðjudaginn 5. október.","summary":null} {"year":"2021","id":"114","intro":"Veðrið hefur haft töluverð áhrif á færð á vegum í allan morgun. Ástandið er verst á Vestfjörðum þar sem Allir helstu fjallvegir á Vestfjörðum eru lokaðir vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni segir snjóflóðahættu í september vera einsdæmi.","main":"Ekkert ferðaveður er á norðanverðu landinu í dag. Lokað er á Holtavörðuheiði, Mývatns- og Möðrudalsöræfum, yfir Þverárfjall og Víkurskarð. Þæfingur er á Öxnadalsheiði og víða stórhríð og snjókoma. Staðan er þó sýnu verst á Vestfjörðum. Þar er ófært yfir Steingrímsfjarðarheiði og norður í Árneshrepp. Vegirnir um Klettsháls og Dynjandisheiði er einnig lokaðir vegna veðurs. Geir Sigurðsson stendur vaktina fyrir Vegagerðina á Vestfjörðum.\nSamkvæmt Veðurstofunni þá reiknum við með að þetta verði svona 6-8 tíma tímabil þar sem verður mjög slæmt veður og við erum raunverulega búnir að loka öllum fjallvegum. Við lokuðum Flateyrarvegi og Súðarvíkurhlíð vegna mögulegrar snjóflóðahættu um hálf 12. Við munum svo sjá hvort við mokum eitthvað í kvöld en væntanlega ekki neina fjallvegi fyrr en í fyrramálið. -En nú eru vegir lokaðir vegna snjóflóðahættu, er það ekki heldur óvenjulegt í svona í september?- Jú það er mjög óvenjulegt. Við höfum fengið mikið um snjóflóðahættu í október en þetta er held ég bara einsdæmi.","summary":null} {"year":"2021","id":"114","intro":"Og veðrið hefur víðtæk áhrif. Rúta fauk út af í Hrútafirði, vegir eru víða lokaðir og rafmagnslaust var um tíma á Húsavík.","main":"Nokkuð annríki hefur verið hjá björgunarsveitum í morgun vegna óveðursins sem gengur yfir landið. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, býst við að útköllum fjölgi í dag.\nÞað sem af er morgni hafa björgunarsveitir á norðurhelmingi landsins verið kallaðar út í nokkur foktengd verkefni en það sem við erum að sjá núna undir hádegi er að það er að fjölga töluvert útköllum út af ökumönnum í vandræðum bara víða um land\nÁ tólfta tímanum fauk rúta út af veginum við Heggstaðanessafleggjara í Hrútafirði.\nÞað er rúta sem er hálf út af veginum og 37 manns innanborðs. Viðbragðsaðilar eru á leiðinni þangað að meta aðstæður og sjá hvað hægt er að gera. Og vitiði hvort fólkið er slasað? Nei, það hafa ekki borist neinar tilkynningar að mér vitandi um slys á fólki.\nRafmagnslaust var á Húsavík og í nærsveitum í um tíu mínútur á níunda tímanum í morgun vegna óveðursins. Steinunn Þorsteinsdóttir er upplýsingafulltrúi Landsnets.\nÞað er bara vonskuveður á svæðinu og að öllum líkindum er þetta bara samsláttur á línum sem gerir það að verkum að þessar línur fara út\nSteinunn segir að fyrirtækið sé vel undirbúið fyrir daginn og hafi til að mynda fundað með Rarik, veðurfræðingum og almannavörnum.\nVið tókum líka þá ákvörðun í morgun í öryggisskyni að taka út Breiðadalslínu 1 og keyrum sem sagt núna vestanverða Vestfirði á varaafli en það er bara öryggisráðstöfun.","summary":"Aftakaveður er á norðvestanverðu landinu þar sem appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. Rúta fauk út af í Hrútafirði, vegir eru víða lokaðir og rafmagnslaust var um tíma á Húsavík. Foráttuhvasst verður vestanlands í dag, en illviðrið ætti að ganga niður þegar líður á kvöldið."} {"year":"2021","id":"114","intro":"Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir eru nýir aðstoðarþjálfarar Arnars Péturssonar hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. Ágúst Jóhannsson verður áfram í hópi aðstoðarþjálfara. Þá verður B-landsliði komið á fót til að fá inn fleiri leikmenn og þær Anna og Hrafnhildur munu hafa yfirumsjón með því.","main":"Þetta kom fram á blaðamannafundi sem HSÍ hélt núna í hádeginu. Undankeppni fyrir EM 2022 hefst í október og þá mætir Ísland Svíum og Serbum, þann sjöunda og tíunda október. Tyrkland er fjórða liðið í riðlinum. Hópurinn fyrir þetta verkefni í október var jafnframt kynntur á fundinum og má sjá hann á ruv.is.\nBandaríska fimleikastjarnan Simone Biles segist hafa átt að hætta keppni fyrir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar. Þar dró hún úr keppni vegna slæmrar andlegrar heilsu og fékk mikið lof fyrir að vera einlæg og heiðarleg um vanlíðan sína. Í stóru viðtali við fjölmiðilinn The Cut segir hún að í ljósi þess sem hún hafi gengið í gegnum síðustu sjö ár hafi hún aldrei átt að vera í Ólympíuliði Bandaríkjanna í ár. Biles er ein hundraða fimleikakvenna sem voru misnotaðar af lækni landsliðsins Larry Nassar sem afplánar nú 175 ára fangelsisdóm. Biles segist ekki hafa ætlað að leyfa honum að ræna sig gleðinni og taka frá sér eitthvað sem hún hefur unnið að frá sex ára aldri. Hún hafi ýtt sér í gegnum erfiðleikana eins lengi og líkami og sál leyfðu.\nValur og þýska stórliðið Lemgo mætast öðru sinni í kvöld í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handbolta karla. Valsmenn þurftu að sætta sig við grátlegt eins marks tap fyrir viku á Hlíðarenda, 27-26, eftir að hafa komist fimm mörkum yfir. Þjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson var sektaður af Handknattleikssambandi Evrópu vegna hegðunar sinnar eftir leikinn þegar hann lét eftirlitsfólk heyra það. Sektin hljóðar upp á þúsund evrur eða rúmlega 150 þúsund krónur. Liðin mætast ytra í kvöld.","summary":"Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Ósk Skúladóttir hafa verið ráðnar aðstoðarþjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í handbolta við hlið Arnars Péturssonar. Ágúst Jóhannsson verður áfram í hópi aðstoðarþjálfara. Þá verður starfið í kringum hópinn eflt með stofnun B-landsliðs. "} {"year":"2021","id":"114","intro":null,"main":"Fjórar yfirkjörstjórnir eru búnar að skila skýrslu til landskjörstjórnar um meðferð og talningum um helgina. Landskjörstjórn gaf yfirkjörstjórnum frest til klukkan átta í gærkvöld til að skila og bárust skýrslur frá Reykjavíkurkjördæmi - norður, Reykjavík - suður, Suðvestur- og Norðausturkjördæmi. Endurtalningu lauk seint í gærkvöldi í Suðurkjördæmi og formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, þar sem einnig var endurtalið, fékk lengri frest en búist er við skýrslu frá þessum tveimur kjördæmum í dag. Landskjörstjórn kemur saman síðdegis til að fjalla um skýrslurnar.","summary":"Búist er við að allar yfirkjörstjórnir verði búnar að skila skýrslu um talningu atkvæða í dag til landskjörstjórnar. Landskjörstjórn kemur saman til fundar síðdegis."} {"year":"2021","id":"114","intro":"Á þriðja tug slösuðust, þar af sex alvarlega, þegar sprenging varð við fjölbýlishús í miðborg Gautaborgar í nótt. Líklegt þykir að sprengju hafi verið komið fyrir við húsið.","main":"Sex slösuðust alvarlega og að minnsta kosti tuttugu minna þegar öflug sprenging varð utan við fjölbýlishús í miðborg Gautaborgar í Svíþjóð í nótt. Hundruð íbúa voru flutt á brott. Frumrannsókn á ástæðu sprengingarinnar hófst í morgun. Lögregla segir enga eðlilega skýringu enn hafa fundist.\nÍbúar fjölbýlishússins og í nágrenni þess vöknuðu af værum blundi þegar öflug sprenging kvað við. Einn þeirra, Christian Olsson, segist hafa hrokkið upp, er klukkuna vantaði tuttugu mínútur í fimm, þegar hann heyrði hávært glamur.\nVið sprenginguna gáfu hurðir þriggja stigaganga sig og eldur blossaði upp í þeim. Nokkrir íbúar hússins stukku út um glugga. Öðrum var fylgt út í flýti. Sex reyndust vera alvarlega slasaðir. Tuttugu til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús og læknar gerðu að sárum nokkurra á staðnum. Slökkvistarf tók margar klukkustundir. Rannsókn á ástæðum sprengingarinnar gat ekki hafist fyrr en að því loknu. Lögreglan sagði á fundi með fréttamönnum í morgun að gasleki hefði ekki valdið sprengingunni og engin eðlileg skýring fundist á henni. Því væri ekki útilokað að öflugri sprengju hefði verið komið fyrir í garðinum.","summary":"Á þriðja tug slösuðust, þar af sex alvarlega, þegar sprenging varð við fjölbýlishús í miðborg Gautaborgar í nótt. Líklegt þykir að sprengju hafi verið komið fyrir við húsið."} {"year":"2021","id":"114","intro":"Mestallt fé er komið af fjalli á Norðurlandi enda seinni göngum víðast hvar lokið. Bændur þar hafa því meiri áhyggjur af lambfé sem komið er heim á bæi og getur lent þar í hættu. Í Víðidal þurfti að grafa upp nokkur lömb sem fennti í kaf í skurðum heima við bæ.","main":"Sauðfjárbændur á Norðurlandi hafa almennt litlar áhyggjur af fé í afrétti þar sem seinni göngum er almennt lokið og fáar kindur því eftir til fjalla. Bændur sem rætt var við í morgun unnu ýmist við að hýsa lambfé sem komið er heim á tún, eða voru búnir að ná öllu í hús. Maríanna Eva Ragnarsdóttir er bóndi á Stórhóli í Víðidal en þar fennti eitthvað af lömbum í gær.\nOg þau ákváðu að hýsa öll lömb, en það er langt frá því að bændum takist að hýsa allt það fé sem komið er heim.\nSmölun á Vestfjörðum er skemmra á veg komin og þar eru seinni göngur víða áætlaðar um helgina. Þar hafa bændur áhyggjur af fé sem er hæst uppi, en þar sem veðrið á að ganga hratt yfir er talið líklegast féð komi sér almennt í skjól og sleppi að mestu.","summary":null} {"year":"2021","id":"114","intro":"Einhugur var á meðal atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar að láta lífskjarasamninginn gilda út samningstímann þótt forsendur hans væru brostnar.","main":"Samtök atvinnulífsins og ASÍ áttu kost á að rifta lífskjarasamningnum fyrir 30. september þar sem stjórnvöld höfðu ekki að fullu efnt sín fyrirheit um aðgerðir. Það var hins vegar mat beggja aðila að nú væri ekki rétti tímapunkturinn til þess, meðal annars í ljósi þess að alþingiskosningar eru nýafstaðnar. Drífa Snædal, forseti ASÍ og Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segja að einhugur hafi verið um ákvörðunina.\nÞað sem spilaði inn í okkar ákvörðun var að halda ró og kyrrð á meðan efnahagslífið og vinnumarkaðurinn eru að rétta úr sér og að tryggja það að okkar fólk fengi þær launahækkanir sem er búið að semja um.\nÉg met stöðuna sem svo að það sé skýrt ákall um stöðugleika í hagkerfinu og að það sé engin eftirspurn eftir óróleika og uppreisn um þessar mundir og því held ég að við séum að tala inn í þau skilaboð sem ég les út úr nýafstöðnum alþingiskosningum.\nVilji er meðal beggja aðila að hefja strax undirbúning að nýjum kjarasamningum, en lífskjarasamningurinn rennur út í nóvember á næsta ári. Halldór Benjamín segir að í þeim verði að taka mið af því að sumar atvinnugreinar hafi orðið illa úti í kórónuveirukreppunni á meðan öðrum greinum hafi vegnað vel.\nÞað þarf að taka tillit til þess við samningaborðið og ég heyri ekki annað á félögum mínum í verkalýðshreyfingunni að þau átti sig á þessari stöðu og það er ljóst að þetta verði megin verkefni næstu kjarasamninga.\nVið tökum veturinn í það að undirbúa samningana, samningaviðræðurnar og að sjálfsögðu er það markmiðið að vera tímanlega og byrja að tala saman fljótt.","summary":null} {"year":"2021","id":"114","intro":"Alþingi úrskurðar endanlega um lögmæti kjörbréfa þingmanna og að kosningar teljist gildar, segir lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Stjórnarskráin færir Alþingi endanlegt úrskurðarvald og því er ekki hægt að skjóta niðurstöðu þingsins til dómstóla.","main":"Hver er það sem sker úr um lögmæti kosninganna. Það er einfalt að svara því það er Alþingi, hið nýstofnaða Alþingi þegar það kemur saman.\nSegir Kári Hólmar Ragnarsson lektor við Lagadeild Háskóla Íslands. Það er hlutverk Landskjörstjórnar að gefa út kjörbréf til nýrra þingmanna. Sérstök kjörbréfanefnd fer yfir vafaatriði kosninganna.\nTil dæmis ágreiningsatkvæði sem kölluð eru sem eru ennþá óafgreidd að einhverju leyti og ýmsar kærur ef þær hafa borist. Kjörbréfanefnd fer yfir þetta allt saman og gerir tillögur til um hvernig eigi að fara með þetta. Alþingi úrskurðar endanlega um lögmæti kjörbréfanna og að kosningarnar hafi verið gildar.\nMálsmeðferðin er skýr. Það sem er hugsanlega óskýrt og getur verið flókið í þessu dæmi er hvernig ætti að leysa úr þessum málum.\nEr hægt að skjóta niðurstöðu Alþingis til dómstóla? Það hefur verið talið að svo sé ekki að\nstjórnarskráin færi Alþingi þetta endanlega úrskurðarvald um þetta mál.","summary":null} {"year":"2021","id":"115","intro":"Nauðsynlegt er að rannsaka hvernig farið var með atkvæðaseðla og kjörkassa í Norðvesturkjördæmi að mati ffráfarerandi alþingismanns, og lögreglan sé best til þess fallin. Trúverðugleiki kosninganna sé í húfi.","main":"Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis fór fram á endurtalningu atkvæða þar sem mjótt var á munum. Við endurtalingu kom upp misræmi varðandi atkvæði allra flokka. Fram hefur komið að kjörgögn voru ekki innsigluð að talningu lokinni eins og lög gera ráð fyrir heldur geymd í læstu herbergi á Hótel Borgarnesi. Karl Gauti Hjaltason fyrrverandi þingmaður Miðflokksins hefur kært þessa meðferð.\nKæran verður send strax í dag. Karl Gauti var um árabil sýslumaður í Vestmannaeyjum og formaður kjörstjórnar þar. Hann segist hafa heyrt lýsingarnar á meðferð kjörgagna og að lögreglan sé best til þess fallin að rannsaka málið.\nHann vill vita hvernig gengið var frá kjörgögnum þegar yfirkjörstjórn var fjarverandi. Alls ekki megi rýra trúverðugleika kosninga.\nSem fyrr segir voru gögnin geymd í læstu herbergi, en þau ekki innsigluð. Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi sagði í samtali við fréttastofuna að eftirlitsmyndavélar væru í herberginu þar sem kjörgögnin voru geymd og því hefði enginn getað komist óséður í þau. Hann segir að núna sé búið að flytja gögnin í fangaklefa á lögreglustöðinni.","summary":null} {"year":"2021","id":"115","intro":"Norðan áhlaup gengur nú yfir vestanvert landið og mjög hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun. Björgunarsveit var kölluð út í Bolungarvík en þar fuku þakplötur og þá fór bíll í höfnina á Ísafirði. Gul viðvörun er á mestöllu landinu en appelsínugul viðvörun fyrir Breiðafjörð og Vestfirði.","main":"Það er vont veður á Vestfjörðum, stórhríð og vetrarfærð á fjallvegum, ófært er um Klettsháls og þæfingsfærð norður á Strandir. Björgunarsveitin Ernir á Bolungarvík var kölluð út upp úr átta í morgun en Birgir Loftur Bjarnason, formaður sveitarinnar, segir að þak hafði losnað af gömlu húsi og þurfti að strengja troll yfir þakið og fergja. Þá hafi garðskúr sprungið í rokinu og lausamunir farið af stað. Þá hafnaði bíll í sjónum á Ísafirði í morgun en ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í krapa og hálku. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vestfjörðum var hann einn í bílnum og sakaði ekki.\nDavíð Már Bjarnason, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Landsbjargar, segir þetta einu útköllin í morgun, ef frá er talið útkall á Hellisheiði eystri um sexleytið. Þar þurfti að aðstoða fólk á bíl í ófærð. Í gærkvöld þurfti einnig að aðstoða fólk í bílum á Fróðárheiði.\nÞað hafa verið rafmagnstruflanir á Vestfjörðum í morgun. Rafmagnslaust er í Árneshreppi og þar er verið að leita að bilun. Þá eru rafmagnstruflanir á Drangsnesi og í Bjarnarfirði og einnig á sunnanverðum Vestfjörðum. Það er vetrarfærð á flestum fjallvegum á öllu norðanverðu landinu, snjóþekja eða hálka og þæfingsfærð og greinilegt að veturinn er farinn að minna á sig.\nGul viðvörun er á landinu öllu, ef Suðurland og Austfirðir eru undanskilin. Spáð er hvössu veðri, slyddu eða snjókomu. Appelsínugul viðvörun er svo fyrir Breiðafjörð og Vestfirði. Við Breiðafjörð spáir norðvestan stormi eða roki með skafrenningi og lélegu skyggni, en norðvestan stórhríð og skafrenningi á Vestfjörðum. Varað er við hættu af foktjóni og vegfarendur eru hvattir til að fylgjast með veðri og spá.","summary":"Spáð er hvössu hretviðri á Vestfjörðum og við Breiðafjörð og víðar á landinu. Bíll hafnaði í sjónum á Ísafirði í morgun en ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í krapa og hálku."} {"year":"2021","id":"115","intro":"Landskjörstórn og yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi funda eftir hádegi. Landskjörstjórn mun óska eftir skýrslu yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi og yfirkjörstjórn taka afstöðu til endurtalningar í Suðurkjördæmi. Ákveðið var að telja aftur atkvæði í Norðvesturkjördæmi eftir ábendingar yfirkjörstjórnar.","main":"Kristín Edwald, formaður Landskjörstjórnar segir uppákomuna í Norðvesturkjördæmi óheppilega og að framkvæmd kosninganna þurfi að vera hafin yfir allan vafa.\nKosningalögin eru alveg skýr. Það ber að innsigla kjörgögnin og hafi það ekki verið gert þá er það ekki í samræmi við kosningalög. Og hvaða áhrif gæti það haft á niðurstöður kosninganna? Það er ekki útséð um það. Nú þekki ég ekki aðstæður þarna, veit ekki hvernig gengið var frá gögnunum þannig að ég get ekki sagt neitt til um það á þessari stundu.\nHvað sem kemur út úr kæru Karls Gauta Hjaltasonar til lögreglu þá hefur niðurstaða þess máls engin áhrif á lögmæti kosninganna. Sú rannsókn mun eingöngu snúa að því hvort einhver lög hafi verið brotin og eftir atvikum hvort refsa beri fyrir það.\n46. grein stjórnarskrárinnar kveður hins vegar skýrt á um að það er Alþingi sjálft sem sker úr hvort þingmenn þess séu löglega kosnir. Verði það niðurstaða þingsins að niðurstaða kosninganna standi þá er ekki loku fyrir það skotið að einhver láti reyna á þá ákvörðun þingsins fyrir dómstólum.\nEndurtalningin í Norðvesturkjördæmi var gerð eftir að landskjörstjórn benti á hversu litlu munaði á atkvæðum.\nEkki er fordæmi fyrir því að niðurstaða alþingiskosninga sé dregin í efa. Samanburður hefur vaknað við ógildingu Hæstaréttar á stjórnlagaþingi vegna verulegra vankanta á framkvæmd kosninga, að mati réttarins. Stjórnlagaþing byggði hins vegar á lögum um stjórnlagaþing og önnur regla gildir um túlkun úrslita í alþingiskosningum en í öðrum kosningum, svo sem til sveitastjórnar og sérkosningum.","summary":null} {"year":"2021","id":"115","intro":"Íbúar í Ásahreppi kolfelldu tillögu um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi á laugardag. Oddviti hreppsnefndar segir íbúum annt um að halda gjöldum eins lágum og hægt er. Formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi segir koma til greina að skoða sameiningu hinna fjögurra sveitarfélaganna.","main":"Íbúar í sveitarfélögunum greiddu atkvæði um sameiningartillöguna samhliða alþingiskosningum. Í Rangárþingi ytra og eystra og Mýrdalshreppi var sameining samþykkt með naumum meirihluta en í Skaftárhreppi vildu 75 prósent íbúa sameiningu. Í Ásahreppi voru 159 á kjörskrá en aðeins 27 greiddu atkvæði með tillögunni. Öll sveitarfélögin þurftu að samþykkja sameininguna svo að til hennar kæmi og því verður ekkert af henni.\nÁsahreppur hefur meðal annars tekjur af virkjunum á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Ásta B. Ólafsdóttir, oddviti hreppsnefndar Ásahrepps, segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart.\nÉg held að það sé skiljanlegt að íbúar í Ásahreppi sem hafa greitt lágmarks útsvar, lágmarksfasteignagjöld og fengið þjónustugjöld niðurgreidd. Það kom mér ekki á óvart. Þetta er eru allt þættir sem myndu breytast ef sveitarfélagið myndi stækka svona mikið. En það voru samt mjög margir kostir með því að stækka, eins og stærra sveitarfélag og meiri slagkraftur\nAnton Kári Halldórsson, formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi, segir koma til greina að skoða sameiningu hinna fjögurra sveitarfélaganna.\nÞað nefnilega breytir ekki stóru myndinni. Eins og þetta var var Ásahreppur eina sveitarfélagið sem kom með mínustölur inn í verkefnið, og auðvitað með langfæstu íbúana, 270 íbúa","summary":null} {"year":"2021","id":"115","intro":"Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistara Víkings í fótbolta, segir það gera sigurinn enn sætari hversu góðir Blikar voru í ár. Breiðablik hafnaði í öðru sæti og átti enn möguleika á titlinum í lokaumferðinni á laugardag.","main":"Þjálfari Íslandsmeistara Víkings í fótbolta, Arnar Gunnlaugsson, segir að liðið hafi haft fleiri vopn í vopnabúri sínu en önnur lið í deildinni og það hafi skilað þeim sigrinum. Víkingar höfnuðu í tíunda sæti í deildinni í fyrra og var spáð því sjöunda fyrir tímabilið í ár.\nVíkingar unnu Leikni 2-0 í lokaumferðinni á laugardaginn og unnu deildina með stigi meira en Blikar sem höfnuðu í öðru sæti. Arnar segir að ró hafi færst yfir þegar Nikolaj Hansen skoraði fyrra mark leiksins en bæði mörkin komu í fyrri hálfleik.\nÞrátt fyrir að vera spáð sjöunda sæti var liðið í því 1.-3. nánast frá fyrstu umferð.\nÞegar ljóst var í hvað stefndi í lokaumferðunum settu margir stöðuna upp sem einvígi þjálfaranna tveggja; Arnars hjá Víkingi og Óskars Hrafns Þorvaldssonar hjá Breiðabliki.","summary":"Þjálfari Íslandsmeistara Víkings í fótbolta, segir það gera sigurinn enn sætari hversu góðir Blikar hafa verið í sumar. "} {"year":"2021","id":"115","intro":"Einn lést og ellefu slösuðust í snörpum jarðskjálfta á Krít í morgun. Byggingar skemmdust í þorpum nálægt upptökunum.","main":"Einn lést og að minnsta kosti ellefu slösuðust þegar snarpur jarðskjálfti reið yfir á grísku eyjunni Krít á Eyjahafi í morgun. Hann var fimm komma átta að stærð, að sögn jarðvísindastofnunarinnar í Aþenu.\nSkjálftinn reið yfir þegar klukkan var sautján mínútur gengin í tíu í morgun að staðartíma. Upptök hans voru á tíu kílómetra dýpi, um 23 kílómetra suður af Heraklíon, höfuðborg eyjarinnar. Sá sem lést var við vinnu í lítilli kirkju í þorpinu Arkalochori. Hún hrundi í skjálftanum. Öðrum manni sem var við vinnu í kirkjunni var bjargað ómeiddum úr rústunum. Ellefu þurftu að láta gera að sárum sínum á sjúkrahúsum. Enginn þeirra er alvarlega slasaður að sögn talsmanns almannavarna á Krít. Á myndum gríska ríkissjónvarpsins má sjá að margar gamlar byggingar skemmdust í skjálftanum, einkum í Arkalochori og fleiri þorpum nálægt upptökum skjálftans. Nokkrir eftirskjálftar riðu yfir í morgun. Þeir kröftugustu voru 4,5 og 3,8 að stærð. Margir íbúar Heraklíon og byggða í nágrenninu forðuðu sér út undir bert loft þegar stóri skjálftinn reið yfir. Foreldrar voru beðnir um að sækja börn sín í skóla.","summary":null} {"year":"2021","id":"116","intro":"Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir það mikil tíðindi í sögulegu og alþjóðlegu ljósi að konur séu nú í meirihluta á þingi. Hann segir að hann muni ekki fela neinum stjórnarmyndunarumboð nema að forsætisráðherra skili inn umboði sínu.","main":null,"summary":"Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að núsitjandi stjórn þurfi að skila umboði sínu svo að hann útdeili því til annara. "} {"year":"2021","id":"116","intro":"Af þeim 63 sem náðu kjöri til Alþingis í gær eru 26 nýliðar. Allir flokkarnir fá inn nýtt blóð nema Miðflokkurinn.","main":"Talsverð endurnýjun verður eftir kosningarnar í gær. Í heildina náðu 26 þingmenn kjöri sem ekki hafa verið kjörnir áður. Þar á Framsóknarflokkurinn flesta nýja þingmenn, sjö talsins. Þrír nýjir þingmenn taka sæti fyrir Viðreisn og hjá Samfylkingu og pírötum taka tvær konur sæti hjá hvorum flokki. Miðflokkurinn fær engan nýjan þingmann, einn flokka. Eins er nokkur nýliðun hjá Sjálfstæðisflokki, Flokki fólksins og Vinstri grænum, þar koma fjórir nýjir þingmenn inn hjá hverjum flokki. Þar á meðal er Jódís Skúladóttir sem var í öðru sæti hjá vinstri grænum í Norðausturkjördæmi.\nÉg er bara einlæglega þakklát og auðmjúk yfir þessari niðurstöðu. Bjóstu við því að komast inn á þing? Ég hafði ekki mælst inni í neinni skoðanakönnun og gerði mér bara hóflegar væntingar. Vonaði það besta en var svo sem alveg róleg yfir því hvernig færi.\nNokkrir þingmenn sem sóttust eftir endurkjöri náðu ekki inn á þing. Má þar nefna Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingmann vinstri grænna, Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins og Guðmund Andra Andra Thorsson, þingmann Samfylkingarinnar\nÉg taldi mig hafa ástæðu til að ætla að þetta myndi ganga og skoðanakannair bentu til þess að þetta væri svo a 50\/50 eða jafnvel rúmlega það líkurnar en þegar maður fer í pólitík býr maður sig undir vonbrigði og það er bara partur af þessu.\nÞá komst Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar ekki inn, og ekki heldur Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.\nHvað Sjálfstæðisflokkinn varðar er ég náttúrulega ekki sáttur en ég er mjög ánægður með það út af fyrir sig að stjórnin heldur ef menn vilja halda áfram en fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru þetta vonbrigði. Hlýtur að vera vonbrigði að þú dettur út? Já hvað þetta er bara allt í lagi. Nú tekur bara eitthvað nýtt við. Ég bý í landi tækifæranna.","summary":null} {"year":"2021","id":"116","intro":"Lenya Rún Taha Karim, nýr þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, er yngsti þingmaður sögunnar til að ná kjöri. Hún segir ljóst að þjóðin vilji fá fleira ungt fólk og fólk af erlendum uppruna inn á þing.","main":"Ég held að ég sé ekki ennþá búin að meðtaka að ég sé orðin þingmaður. Ég er í rosalega miklu spennufalli en að sjálfsögðu er þetta ótrúlega góð tilfinning. Ég held að þetta sýni einmitt líka vilja þjóðarinnar um að þau vilji fá ungt fólk inn á þing - unga fólkið vill hafa rödd þarna inni - og líka bara fólk af erlendum uppruna, þessir hópar sem fá sjaldan, eða eiginlega aldrei, áheyrn í samfélaginu inn á Alþingi. Þau vilja sinn fulltrúa þarna inni.\nLenya er er tuttugu og eins árs lögfræðinemi og er 22 dögum yngri en Jóhanna María Sigmundsdóttir var þegar hún tók sæti fyrir Framsóknarflokkinn árið 2013. Hún segist ekki hafa búist við að komast inn á þing.\nÉg er ennþá að reyna að svara öllum skilaboðum sem ég er búin að vera að fá, ég er að fara í nokkur viðtöl og ég þarf örugglega að reyna að skipuleggja mig aðeins, athuga hvernig ég ætla að klára skólaárið eða hvort ég ætla að klára skólaárið. Þetta verður bara spennandi að sjá\nElstur nýrra þingmanna er hins vegar Tómas Andrés Tómasson, sem varð sjötíu og tveggja ára í apríl, og er methafi hinu megin á aldurslínunni, aldrei fyrr hefur svo roskinn maður verið kosinn á þing í fysta skipti.","summary":"Yngsti þingmaður í sögunni var kjörinn í gær, Píratinn Lenya lenija Rún Taha Karim. Hún segir að kjósendur vilji greinilega ungt fólk og fólk af erlendum uppruna inn á þing. "} {"year":"2021","id":"116","intro":"Við ræddum við leiðtoga flokkanna nú fyrir hádegi. Katrín Jakoksdóttir, formaður Vinstri grænna, segist nokkuð sátt með úrslit kosninganna.","main":"Nú er það þannig að ríkisstjórnin heldur velli þannig að við ræðum saman og förum yfir stöðuna. Stætt á að gera kröfu til forsætisráðherraembættis? Við eigum eftir að fara yfir þetta í mínum flokki, ég held að forysta okkar á þessu kjörtímabili hafi skipt verulega miklu máli fyrir þennan árangur sem ríkisstjórnin nær. Ég held að það sé flestum ljóst.\nBjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnarflokkarnir hafi fengið sterkt umboð til að halda áfram.\nÉg lít þannig á að Katrín þurfi ekki að biðjast lausnar fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og þar af leiðandi kemur ekki til þess að það verði úthlutað neinu stjórnarmyndunarumboði á meðan flokkarnir eru að ræða saman? Ekki krafa um forsætisráðherrastól, nei ég ætla ekki að byrja samtalið á því, ætla ekki að gera það.\nSigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins, segir eðlilegast að stjórnarflokkarnir ræði saman fyrst.\nLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki sáttur með niðurstöðu kosninganna og það flæki vissulega stöðu Samfylkingarinnar að hafa Vinstri græn í ríkisstjórn.\nÉg hef ekkert leynt því að það er flókin staða fyrir okkur þegar að nánustu pólitísku nágrannar okkur er hinum megin víglínunnar og það gerir stöðuna flóknari.","summary":null} {"year":"2021","id":"116","intro":"Framsóknarflokkur og Flokkur fólksins eru sigurvegarar kosninganna. Stjórnarflokkarnir þrír halda meirihluta sínum á þingi.","main":"Kjörstöðum var lokað klukkan tíu í gærkvöld og fljótlega eftir það komu fyrstu tölur úr Norðvesturkjördæmi og svo koll af kolli. Snemma var ljóst í hvað stefndi, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins fengu mjög góða kosningu en Vinstri græn, Samfylking og Miðflokkur töpuðu fylgi.\nEins að fylgi Sósíalistaflokksins væri minna en kannanir höfðu gefið til kynna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mjög góða niðurstöðu í fyrstu tölum úr Suðvesturkjördæmi, en eftir því sem leið á nóttina lækkaði fylgið á landsvísu. Undir morgun komu svo lokatölur úr kjördæmunum og rak norðausturkjördæmi lestina um klukkan níu. Á landsvísu fær sjálfstæðisflokkurinn mest fylgi allra flokka, með 24,3 prósent atkvæða og 16 þingmenn. Það er sami þingmannafjöldi og í seinustu kosningum en fylgið minnkar lítillega á landsvísu.\nFramsóknarflokkurinn bætir hraustlega við sig og fær 17,3 prósent fylgi og 13 þingmenn. Hann bætir við sig 5 þingmönnum frá seinustu kosningum. Flokkur fólksins bætti verulega við sig miðað við kannanir, fær 8,9 prósent fylgi og 6 þingmenn kjörna, tveimur fleiri en í seinustu kosningum. Viðreisn bætir einnig við sig einum þingmanni frá seinustu kosningum og fækk 8,3 prósenta fylgi á landsvísu.\nMiðflokkur tapar fjórum þingsætum frá seinustu kosningum og fær 5 og hálft prósent. Flokkurinn fær þrjá þingmenn. Vinstri græn tapa þremur þingsætum frá seinustu kosningum og fær tólf og hálft prósent og átta þingmenn kjörna. Samfylking og Píratar halda þingmannafjölda sínum, 6 sæti hvor flokkur. Píratar fengu 8,6 prósent atkvæða og Samfylking tæp tíu prósent.\nStjórnarflokkarnir eru með 37 þingmenn sem er sterkasta þriggja flokka stjórnarmynstrið miðað við þessa niðurstöðu. Aðrir möguleikar eru þó í stöðunni, til að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og Viðreisnar, þá með 34 þingmanna meirihluta. Eins gæti Flokkur fólksins myndað stjórn með Sjálfstæðisflokki og framsókn, þá með 35 þingmenn.\nSamfylking og Píratar hafa gefið það út að þeim hugnist ekki að mynda stjórn með sjálfstæðisflokki. Ekki væri hægt að mynda fjögurra flokka stjórn með Reykjavíkurmódelinu svokallaða, það er stjórn Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Viðreisnar. þeir flokkar hafa aðeins 25 þingmenn á bak við sig. Ef flokkur fólksins kæmi inn í það samstarf myndi það ekki heldur duga til, flokkarnir fimm hafa 31 þingmann á bak við sig sem dugar ekki. Aftur á móti gætu hinir flokkarnir, þ.e. Sjálfstæðisflokkur, framsókn og Miðflokkur myndað minnsta mögulega meirihluta með 32 þingmenn.\nKjörsókn á landsvísu var rúm 80 prósent sem er rúmlega einu prósenti minna en í seinustu Alþingiskosningum.","summary":null} {"year":"2021","id":"116","intro":"Framsóknarflokkurinn bætti við sig rúmlega ellefu prósentum í Norðausturkjördæmi. Það er mesta fylgisaukning í kosningum gærdagsins. Oddvitanum fyrir norðan finnst ekki óeðlilegt að Framsóknarflokkurinn geri tilkall til að fá forsætisráðherraembættið.","main":"Framsóknarflokkurinn fékk þrjá þingmenn landsbyggðarkjördæmunum þremur og í 1. sinn frá 2013 er flokkurinn með þingmenn í báðum Reykjavíkurkjördæmunum. Í Norðausturkjördæmi var næsti maður inn, fjórði maður Framsóknarflokksins. Ingibjörg Ólöf Ísaksen bæjarfulltrúi á Akureyri skipaði fyrsta sætið, voru úrslitin í samræmi við væntingar hennar.\nÉg veit ekki hvað ég á að segja. Markmiðið var að ná þremur þingmönnum og við náðum því. Það er ekki hægt að segja annað en að fara úr 14,3 prósentum og í rúm 26. Það er stórkostlegt og við erum alveg í skýjunum.\nMiðað við úrslit kosninganna finnst þér að flokkurinn eigi að gera kröfu um að fá forsætisráðherraembættið í sinn hlut?\nMér findist það ekkert óeðlilegt, umboðið er skýrt og árangurinn í nótt var stórkostlegur. Maður er að átta sig á niðurstöðunum. Við verðum að sjá hvað tíminn leiðir í ljós en mér findist það ekkert óeðlilegt. Ertu tilbúin að halda þessu ríkisstjórnarsamstarfi eða mynda einhverja aðra stjórn? Þrenningin var búin að gefa það út að ef ríkisstjórnin héldi að þá væri það eðlegt fyrsta skref að setjast niður og ræða saman. Ég býst við að þau geri það. Við tökum svo bara framhaldið og sjáum hvað kemur út úr því.","summary":null} {"year":"2021","id":"116","intro":"Kjörsókn var rétt rúmlega áttatíu prósent, aðeins minni en í síðustu alþingiskosningum. Talningin gekk hægt en lokatölur lágu ekki fyrir fyrr en á tíunda tímanum í morgun. Huginn Freyr Þorsteinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi, telur talninguna í kjördæminu hafa gengið vel. Hann segir það helst vera mikinn fjölda utankjörfundaratkvæða og góða kjörsókn skýri hve langan tíma talningin tók.","main":"Það er bara fjöldi atkvæðanna. Þetta er bara vandasamt verk og þetta eru mörg atkvæði og þetta bara tók sinn tíma. Og það er það sem að skýrir þetta. Voru það utankjörfundaratkvæðin kannski að einhverju leyti sem að voru að hægja á ykkur? Já, þau náttúrulega taka, þetta tekur miklu lengri tíma. Það þarf að opna umslög og með utankjörfundaratkvæðin og það er svona aðeins öðruvísi meðhöndlun. Þannig að það skýrir að einhverju leyti. Svo er það bara fjöldi atkvæða, það var ánægjulegt að það var góð kjörsókn.","summary":null} {"year":"2021","id":"117","intro":"Kosningavaka RÚV hefst tuttugu og fimm mínútur yfir níu í kvöld en engin leið er að segja til um hversu lengi hún stendur. Vonir standa til að fyrstu tölur úr öllum kjördæmum verði komnar í hús klukkan ellefu.","main":"Að venju greina Bogi Ágústsson og Ólafur Þ. Harðarson tölurnar um leið og þær berast. Fréttamenn RÚV verða í beinni útsendingu um land allt og heimsækja kosningavökur flokkanna auk þess sem vel á fjórða tug gesta koma í stúdíó. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, ritstjóri kosningavökunnar, segir enga leið að segja til um hversu lengi kosningavakan stendur yfir.\nVið erum að vonast til að það verði komin einhver mynd á þetta um miðja nótt. Við förum aldrei fyrr úr loftinu en fjögur reikna ég með. En svo getur alveg komið upp sú staða að þetta verði tvísýnt og ríkisstjórnin kannski að falla og haldast inni og hver flokkurinn á fætur öðrum á fimm prósenta línunni þannig að við reiknum með að þetta verði löng nótt.\nVon er á fyrstu tölum laust eftir klukkan tíu.\nSumir eru mjög metnaðarfullir og segjast ætla að koma með fyrstu tölur upp úr tíu, 22:10. Aðrir segjast reikna með að þetta dragist mögulega til ellefu. Þannig að við reiknum með að á bilinu 22:10 til ellefu verðum við vonandi komin með einhverjar fyrstu tölur.\nOg fljótlega eftir að fyrstu tölur úr öllum kjördæmum hafa verið birtar fáum við viðbrögð frá formönnum flokkanna þegar þeir mæta í myndver í Efstaleiti.","summary":null} {"year":"2021","id":"117","intro":"Gróðureldar á Íslandi og möguleikinn á sögulega sundurleitu þingi eru á meðal þess sem fram kemur í umfjöllun erlendra miðla um íslensku kosningarnar.","main":"Pólitískur stöðugleiki á Íslandi er í húfi, segir í umfjöllun Reuters, sem rifjar upp að á árinum 2007 til 2017 hafi verið kosið fimm sinnum til Alþingis. Það hafi ríkt stöðugleiki síðasta kjörtímabil en að útkoman í ár gæti orðið ruglingsleg ef níu flokkar ná kjöri. Í umfjöllun sænska dagblaðsins Dagens Nyheder segir að útlit sé fyrir að Alþingi verði sundurleitara en nokkru sinni og enginn viti hvað taki við. Í fyrsta sinn í ellefu hundruð ára sögu þingsins geti farið svo að níu flokkar eigi þar fulltrúa. Flokkar þurfi líklega að gera margar málamiðlanir.\nAP fréttaveitan segir loftslagsmálin Íslendingum sérstaklega ofarlega í huga eftir hlýtt sumar þar sem skógareldar kviknuðu á höfuðborgarsvæðinu.\nÍ umfjöllun Euronews segir að loftslags - og heilbrigðismál séu fólki sérstaklega ofarlega í huga. Hröð viðbrögð við faraldrinum hafi vakið athygli víða um heim en að hann hafi einnig afhjúpað vanda í heilbrigðiskerfinu, svo sem skort á fagfólki og biðlista. Euronews veltir því einnig upp hvort næsta ríkisstjórn ætli að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið og bendir á að Samfylkingin og Viðreisn séu fylgjandi skrefi í þá átt.","summary":"Gróðureldar og möguleikinn á sögulega sundurleitu Alþingi koma við sögu í umfjöllun erlendra miðla um kosningarnar."} {"year":"2021","id":"117","intro":"Íbúar fimm sveitarfélaga á Suðurlandi kjósa ekki aðeins til Alþingis í dag því samhliða þeim kosningum er kosið um sameiningu sveitarfélaganna. Úrslit þeirra kosninga gætu legið fyrir um miðnættið.","main":"Sveitarfélögin eru Ásahreppur, Rangárþing ytra og eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur. Meirihluti kjósenda í hverju sveitarfélagi þarf að samþykkja sameiniguna svo að af henni verði.\nVerði sameiningin að veruleika verður til landstærsta sveitarfélag landsins, tæpir fimmtán þúsund og sjö hundruð ferkílómetrar sem eru sextán prósent af landinu öllu. Sveitarfélagið yrði níunda fjölmennasta sveitarfélag landsins. Anton Kári Halldórsson er formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi.\nÞetta leggst gríðarlega vel í mig. Ég er virkilega ánægður með hvernig til tókst í þessari vinnu og kynningunni og ég finn fyrir áhuga íbúa til að taka afstöðu þannig að ég á von á góðri kjörstjórn og þetta leggst mjög vel í mig.\nVerði sameining samþykkt í kosningunni tekur til starfa undirbúningsnefnd og svo yrði kosið til sveitarstjórnar í sveitarstjórnarkosningum sem fara fram í lok maí á næsta ári.\nÚrslit úr sameiningarkosningunum gætu legið fyrir tiltölulega snemma í kvöld.\nÞað virkar þannig í þessum sameiningarkosningum að það má ekki byrja að telja fyrr en eftir kl 22 þegar öllum kjörstöðum hefur verið lokað. Þá eru atkvæðin talin á hverjum stað. ÞEtta er ekki flókin talning þannig séð, þetta er annaðhvort já eða nei spurning þannig að við eigum von á því að úrslit liggi fyrir fyrir miðnætti.","summary":"Úrslit úr kosningu um sameingu sveitarfélaga á Suðurlandi gætu legið fyrir á miðnætti í kvöld."} {"year":"2021","id":"117","intro":"Alþingiskosningar fara vel af stað og er kjörsókn almennt meiri en var í kosningunum fyrir fjórum árum. Rúmlega fjörutíu og níu þúsund og sex hundruð hafa kosiö utankjörfundar sem er tæpum tíu þúsundum fleiri en alls í síðustu utankjörfundarkosningum. Tæp tvö hundruð fimmtíu og fimm þúsund manns eru á kjörskrá nú og er það tæpum sex þúsund og tvö hundruð manns fleiri en í síðustu kosningum.","main":"kjörfundur er hafinn í Breiðagerðisskóla kjörfundur er hafinn í Breiðagerðisskóla\nEllefu flokkar eru í framboði til alþingiskosninga og tóku formenn flokkanna daginn snemma og kusu í dag á kjördegi nema formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins sem kaus utankjörfundar í vikunni. Ábyrg framtíð býður fram í einu kjördæmi og þar sem oddvitinn býr í öðru kjördæmi getur hann ekki kosið listann.\nÍ Reykjavíkurkjördæmi suður höfðu fimm þúsund níu hundruð þrjátíu og einn ( 5931) kosið klukkan tólf og er það um ellefu hundruð fleiri en í síðustu kosningum. Jafnt flæði fólks var á kjörstað í morgun að sögn Heimis Herbertssonar formanns yfirkjörstjórnar.\nÍ suðurkjördæmi var Kjörsókn klukkan ellefu meiri en á sama tíma í síðustu kosningum. Tæplega tvö þúsund og sjö hundruð höfðu þá kosið 2696 eða rétt rúm 7 prósent, en 6,28 prósent höfðu greitt atkvæði á sama tíma 2017.\nÍ Reykjavíkurkjördæmi norður var kjörsókn 12,36 prósent á hádegi sem er öllu meira en í síðustu alþingiskosningum en þá höfðu 10,58 prósent kosið á hádegi.\nRúmlega fjörutíu og níu þúsund sex hundruð 49.606 manns höfðu kosið utankjörfundar á hádegi. Það er mun meira en í fyrra, þegar um þrátíu og níu þúsund og fjögur hundruð 39400 kusu alls utankjörfundar.\n73.729 og rúm þrjátíu og átta þúsund 38.424 í Suðurkjördæmi. Í Reykjavíkurkjördæmi norður eru tæplega fjörutíu og fimm þúsund og fjögur hundruð kjósendur 45.364 og heldur fleiri í Reykjavíkurkjördæmi suður eða fjörutíu og fimm þúsund og átta hundruð tæplega. 45.730. Í Norðvesturkjördæmi eru rúmlega tuttuugu og eitt þúsund og fimm hundruð á 21.520 á kjörskrá og í Norðausturkjördæmi eru tæplega þrjátíu þúsund kjósendur. 29.886. Kjörfundur stendur til klukkan tíu í kvöld víðast hvar á landinu, en sums staðar er þeim lokað fyrr til að koma atkvæðum í talningu.\nHátt í fimmtíu þúsund greiddu atkvæði utan kjörfundar fyrir alþingiskosningarnar, eða rúmlega nítján prósent þeirra sem eru á kjörskrá. Það er mun meiri kjörsókn en var fyrir síðustu alþingiskosningar, en þá greiddu um 39 þúsund atkvæði utan kjörfundar.","summary":"Kjörsókn fer vel af í alþingiskosningunum og fleiri hafa greitt atkvæði í hádeginu en á sama tíma í síðustu kosningum. Aldrei hafa fleiri greitt atkvæði utan kjörfundar. "} {"year":"2021","id":"117","intro":"Það var gott hljóð í kjósendum í Breiðagerðisskóla í morgun og allur gangur á því hversu erfitt valið var. Ungur kjósandi sagði skemmtilegt að geta kosið til Alþingis í fyrsta sinn.","main":"Talsverður fjöldi var við Breiðagerðisskóla nú rétt fyrir hádegið sem er einn af ellefu kjörstöðum í Reykjavíkurkjördæmi norður.\nÉg var að kjósa. að sjálfsögðu. Maður á að nýta kosningarétt sinn.\nVar valið erfitt? Nei, það er nú ekki erfitt hjá mér\nÉg er löngu búinn að velja og tek alltaf það sama\nÞAð var ágætlega erfitt í ár, en hafðist, held ég. Tókstu ákvörðunina inni í kjörklefanum? Nei, ég var búinn að ákveða fyrirfram.\nOg meðal þeirra sem kusu í Breiðagerðisskóla var Guðmundur Kristinn Þorsteinsson, sem var að kjósa í Alþingiskosningum í fyrsta skiptið:\nÞað er skemmtilegt að geta kosið í fyrsta skiptið. Var erfitt að gera upp hug sinn? Já, það var það. Það er mikið framboð af flokkum sem eru með svipuð málefni, svipaðir flokkar","summary":null} {"year":"2021","id":"117","intro":"Og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson ætlar að fara betur yfir lokaumferðina í fótboltanum í íþróttapakka dagsins, þar sem Víkingsleikurinn kemur eðli málsins samkvæmt líka við sögu.","main":"Víkingur er með pálmann í höndunum fyrir leiki dagsins í lokaumferð Íslandsmótsins. 30 ár eru liðin frá því Víkingur varð síðast Íslandsmeistari, þá eftir 3-1 sigur á Víði í Garði í lokaumferðinni 1991. Neikvæðar niðurstöður úr hraðprófum eru nauðsynleg fyrir áhorfendur til að komast inn á völlinn í Víkinni í dag og er það gert til að koma fleiri áhorfendum á leikinn. Á sama tíma í Kópavogi fer fram Kópavogsslagur milli Breiðabliks og HK á Kópavogsvelli, þar þurfa Blikar að treysta á óvænt úrslit í Víkinni til að bikarinn endin í Kópavoginum. Víkingum dugir ekkert annað en sigur fari það svo að Breiðablik vinni HK, eitt stig skilur liðin að en Breiðablik er með töluvert betri markatölu.\nÁ botni deildarinnar er sömuleiðis mikil spenna, þar geta enn nokkur lið fallið niður um deild. Þau lið sem eru í baráttunni þar eru HK, ÍA og Keflavík. ÍA þarf nauðsynlega á sigri að halda en liðið er sem stendur í næst neðsta sæti deildarinnar með 18 stig, tveimur stigum á eftir HK sem er með 20 stig, Keflavík er svo þar fyrir ofan með 21 stig en Fylkir er þegar fallið í 1.deild.","summary":null} {"year":"2021","id":"118","intro":"Formenn yfirskjörstjórna í kjördæmunum sex segja erfitt að spá fyrir um hvenær úrslit liggja fyrir í alþingiskosningunum á morgun. Tæplega fjörutíu og tvö þúsund og sjö hundruð höfðu kosið utankjörfundar nú um hádegið. Fyrir fjórum árum voru utankjörfundaratkvæði í heild rúmlega þrjátíu og níu þúsund. Vélar verða notaðar til að opna umslög í Suðvesturkjördæmi til að flýta fyrir talningu. Óvíst er um áhrif veðurs á talninguna.","main":"\"Það verður ekkert vandræðaveður á morgun\", segir Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur en slær þó þann varnagla að sterkur norðaustan vindur blási um Vestfirði og þar gæti orðið slydda og snjókoma til fjalla. Gestur Jónsson formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi segir að gangi allt að óskum geri hann ráð fyrir að ljúka talningu um sexleytið á sunnudagsmorguninn. Kjördæmið er stórt og síðustu kjörkassarnir verða ekki komnir á talningarstað fyrr en kukkan að ganga fjögur. Hann segir að svipaður fjöldi og í fyrri kosningum verði að störfum á kjördag.\nÞórir Haraldsson formaður yfirkjörstjórnar vonast til þess að lokið verði við að telja í Suðurkjördæmi á milli klukkan sex og sjö á sunnudagsmorgun. Fjölgað hefur verið í starfsliðinu og Þórir segist verða með 50 manns í vinnu á kjördag. Í Norðvesturkjördæmi reiknar Ingi Tryggvason með því að ljúka talningu á milli klukkan fimm og sjö. Samkvæmt því ættu úrslit að liggja fyrir þar fyrr en fyrir fjórum árum en þá lauk talningu klukkan níu á sunnudagsmorgun. Formenn yfirkjörstjórna Reykjavíkurkjördæmanna treystu sér ekki til að segja til um hvenær talningu lýkur í höfuðborginni.\nKjósendur eru flestir í Suðvesturkjördæmi, hvenær lýkur talningu atkvæða þar? Huginn Freyr Þorsteinsson er formaður yfirkjörstjórnar.\nVið svo sem áttum okkur ekki alveg á því hvenær það verður en það verður örugglega komið vel inn í nóttina sem við náum því.\nÞað virðist vera sem að ansi margir hafi kosið utankjörfundar þannig að það gæti verið meiri fjöldi núna en oft áður og það þýðir að talningu geti seinkað og þó svo við gerum ráðstafanir til að taka á móti þessum utankjörfundaratkvæðum og telja þá er það engu að síður þannig að það tekur lengri tíma að telja utankjörfundaratkvæði en önnur atkvæði.\nHafði gert einhverjar ráðstafanir, hafði fjölgað fólki við talninguna? Já við höfum gert ráðstafanir bæði fjölgað fólki og svo höfum við skipulagt talninguna og svo höfum við fengið aðgang að vélum sem geta opnað þessi umslög því það er það sem tefur mest í utankjörfundinum því það þarf að opna umslög og þegar þau eru orðin mörg þá getur það tafið talninguna.","summary":"Tæplega fjörutíu og tvö þúsund og sjö hundruð höfðu kosið utan kjörfundar nú á tólfta tímanum, fleiri en nokkru sinni fyrr. Í fyrra var heildarfjöldinn um 39 þúsund atkvæði. Í Suðvesturkjördæmi verður notuð sérstök vél til að opna umslög og flýta fyrir talningu."} {"year":"2021","id":"118","intro":"Ný gögn varpa ljósi á samskipti lykilstarfsmanna Samherja varðandi mútugreiðslur og hótanir vegna starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Forstjórinn var stöðugt upplýstur um gang mála og spyr hann í einum pósti hvort samskiptin þurfi öll að vera í póstum milli manna. Átta eru með réttarstöðu sakbornings hjá héraðssaksóknara.","main":"Stundin er með mjög ítarlega umfjöllun um Samherja í nýjasta tölublaði sínu sem kom út í morgun. Greinarnar spanna sjö opnur, prýddar teiknuðum myndum af helstu persónum og leikendum. Blaðamennirnir Aðalsteinn Kjartansson og Ingi Freyr Vilhjálmsson hafa undir höndum ný gögn í tengslum við Namibíumálið þar sem kemur meðal annars fram að Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi umsjónarmaður Afríkuútgerðar Samherja, skrifaði í skilaboðum árið 2011 til Jóhannesar Stefánssonar uppljóstrara að á einhverju stigi kynni \u001eað skipta máli að múta einhverjum leiðtoga þessara manna. Stjórnendur Samherja hafa sagt að þeir hafi ekki vitað af greiðslum Jóhannesar en þau gögn sem Stundin vísar til, í blaði dagsins, benda til annars. Þá kemur fram að Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri hafi slegið á fingur undirmanna sinna í tölvupósti 2012 og spurt hvort allt þurfi að vera til í póstum á milli manna. Þorsteinn Már var yfirheyrður í annað sinn hjá héraðssaksóknara í sumar og tilkynnti hann þar að hann ætlaði ekki að svara neinum spurningum.\nÞá er heildarupphæðin, sem yfirvöld gruna Samherja um að hafa greitt sem mútur til að fá namibískan kvóta, komin upp í 1,7 milljarða króna, sem er töluvert hærri fjárhæð en áður hefur verið greint frá. Átta manns eru með réttarstöðu sakbornings í málinu á Íslandi. Auk Þorsteins Más, Aðalsteins og Jóhannesar, eru það Arna McClure, yfirlögfræðingur fyrirtækisins, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri á Kýpur, Jón Óttar Ólafsson, ráðgjafi og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri í Namibíu og Ingólfur Pétursson, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Namibíu. Stundin segir margt benda til þess að starfsmenn Samherja hafi gengið út frá því að Þorsteinn Már þyrfti að samþykkja stórar aðgerðir áður en þær kæmu til framkvæmda. Jóhannes talaði um hann sem \u001ebig boss og vísar forsíðufyrirsögn Stundarinnar, Stóri stjóri, til þessa. Gögnin sýna sömuleiðis að Þorsteinn Már átti fjölmarga fundi, fleiri en áður hefur verið greint frá, í eigin persónu með \u001ehákörlunum, namibísku ráða- og áhrifamönnunum, sem nú sitja bak við lás og slá í Namibíu og bíða þess að koma fyrir dóm.","summary":"Ný gögn í Samherjamálinu sýna að svo virðist sem víðtæk vitneskja hafi verið innan fyrirtækisins um mútugreiðslur og vafasama starfshætti Samherja í Namibíu. Gögnin eru hluti af rannsókn héraðssaksóknara á málinu. Átta eru nú með réttarstöðu sakbornings í málinu hér á landi."} {"year":"2021","id":"118","intro":"Fleiri eru spenntir fyrir komandi alþingiskosningum en fyrir kosningunum fyrir fjórum árum og flestir myndu vilja geta kosið einstaka frambjóðendur. 70% ætla að horfa á kosningasjónvarp að kvöldi kjördags. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups.","main":"Könnunin var gerð dagana 20. til 23. september og þar var könnuð afstaða fólks til ýmissa þátta sem tengjast alþingiskosningunum á morgun eftir því hvaða flokka fólk ætlar að kjósa. Yfir 60 prósent segjast frekar vilja kjósa einstaka frambjóðendur en flokka og sú skoðun er algengust hjá þeim sem ætla að kjósa Flokk fólksins. Kjósendur Samfylkingarinnar eru líklegastir til að hafa kynnt sér stefnumál flokkanna og karlar eru líklegri en konur til að segjast þekkja stefnumálin vel. Þeim sem kysu Miðflokkinn og Sósíalistaflokkinn finnst helst að kosningabaráttan hafi aðallega snúist um frambjóðendur. Því er öfugt farið hjá kjósendum Vinstri grænna og Viðreisnar þar sem flestir telja að kosningabaráttan hafi snúist um málefni.\nHátt í þrír af hverjum fjórum eru spenntir fyrir kosningunum. Það er meira en fyrir fjórum árum þegar um tveir af hverjum þremur voru þeirrar skoðunar. Spenningurinn er mestur meðal kjósenda Samfylkingarinnar en minnstur hjá þeim sem kjósa Miðflokkinn.\n70% ætla að horfa á kosningasjónvarp og 10% ætla í kosningapartí. 15% ætla að fylgjast með umræðum á Twitter og það er algengara meðal yngra fólks og hjá þeim sem kjósa Pírata.\nÞá hyggjast 8% fara á kosningavöku hjá stjórnmálaflokki og kjósendur Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eru líklegastir til að fara á slíkan viðburð.","summary":"Meiri eftirvænting er fyrir alþingiskosningarnar á morgun en þær síðustu og meirihluti myndi vilja geta kosið fólk í stað flokka. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups."} {"year":"2021","id":"118","intro":"Norsk stjórnvöld tilkynntu í morgun að nær öllum takmörkunum vegna COVID-19 í landinu yrði aflétt á morgun. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, sagði á blaðamannafundi í morgun að nú gætu Norðmenn lifað lífinu eins og þeir gerðu áður en faraldurinn skall á.","main":"I dag er det 561 siden vi inforde\nNú geta Norðmenn glaðst, sagði Erna Solberg á fundinum í morgun. 561 dagur væri frá því að ströngustu takmarkanir á friðartímum tóku gildi og enginn hefði getað gert sér í hugarlund hvað fylgdi. En frá og með klukkan fjögur á morgun verður nær öllum takmörkunum vegna COVID-19 aflétt í Noregi. Solberg lagði þó áherslu á að faraldrinum væri ekki lokið. Covid ætti eftir að fylgja þjóðinni á komandi árum en bólusetningar gæfu tilefni til að létta á þeim takmörkunum sem hafa verið í gildi. Um níutíu prósent þeirra sem eru átján ára og eldri hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni. Enn greinast að jafnaði um átta hundruð smit daglega en smitum fjölgaði töluvert í Noregi þegar skólarnir byrjuðu í ágúst og óttast var að ekkert yrði af áformum um afléttingar. Nú fer virkum smitum fækkandi, færri þurfa að leggjast inn á sjúkrahús og sífellt sveitarfélög telja sig hafa stjórn á faraldrinum. Ýmsar aðgerðir til að halda honum í skefjum verða enn í gildi. Áfram er gert ráð fyrir sýnatökum á landamærunum en þær breytast eftir mánaðamót og þá verður aðeins skimað af handahófi meðal þeirra sem ferðast til og frá landinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"118","intro":"Vætutíð síðustu vikna og mánaða hefur sett strik í reikninginn hjá kartöflubændum í Þykkvabæ. Mygla er komin í kartöflugarða þar í fyrsta sinn í 20 ár. Garðarnir eru svo blautir að ekki er hægt að komast um þá með upptökuvélar.","main":"Veðrið hefur leikið sunnlenska bændur grátt undanfarnar vikur. Heyskapur gekk bærilega í sumar en sums staðar hafa bændur ekki náð að hirða allan seinni slátt vegna rigninga. Þá standa kornþreskivélar víða enn heima við bæi og uppskeran liggur undir skemmdum. Kartöflubændur í Þykkvabæ hafa ekki náð að taka upp stóran hluta uppskeru sinnar vegna bleytu. Kristján Ingi Þórðarson er einn þeirra.\nBara allt blautt og búið að vera mygla síðan í júlí, komin fyrst núna eftir 20 ár. Það er óttalegt vesen og verður bara drulla. Garðar eru ónýtir af myglu, alveg skelfilegt náttúrulega. Hvers vegna kemur svona mygla? Það kemur út af loftslaginu, það verður rakt og engin sól en samt hiti og þá kemur þetta einhvers staðar að utan. Það hefur ekki verið svona slæmt áður.\nHann segir misjafnt hversu mikinn hluta af uppskerunni bændur hafa getað tekið upp. Sumir hafa náð að taka upp helming eða þaðan af minna, en aðrir stærri hluta. Í öðrum landshlutum er staðan betri, til að mynda í Hornafirði, en veðurspáin gefur ekki tilefni til bjartsýni fyrir Þykkbæinga.\nJá þetta er alveg afleitt og vonandi, eða maður vonar að þetta batni eitthvað, svo að maður nái einhverju upp. Þetta er bara alveg hreint hörmung.","summary":"Rigningatíð og bleyta veldur uppskerubresti meðal kartöflubænda í Þykkvabæ. Mygla herjar á garðana í fyrsta sinn í 20 ár."} {"year":"2021","id":"118","intro":"Netglæpamenn hafa nýtt sér að viðskipti eru í auknum mæli orðin stafræn vegna kórónuveirufaraldursins, segir netöryggissérfræðingur. Fyrirtæki þurfi mögulega að bæta varnir sínar.","main":"Netárásir færast í aukana og sagði Anton Már Egilsson, aðstoðarframkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, í fréttum í gær að undanfarin misseri hefðu þær verið í veldisvexti. Tölvuþrjótar senda oft tölvupóst með hlekk og með því að smella á hlekkinn er búið að hleypa þeim inn í kerfið. Einnig eru beinlínis gerðar árásir þannig að brotist er inn á netþjóna eða útstöðvar fyrirtækja. Anton Már segir að það sé lykilatriði fyrir fyrirtæki að halda búnaði uppfærðum og með nýjustu stýrikerfum því tölvuþrjótar séu í raun stanslaust að skanna heiminn og ef veikleiki finnst sé hann nýttur. Í þessari baráttu eru varnaraðferðirnar stundum skrefi á eftir þeim sem gera árás.\nAð mörgu leyti já. Að mörgu leyti erum við að eltast við nýjar aðferðir á hverjum tíma, en margt í þessu er áþekkt þannig að það eru til varnir við mörgu af því sem er í gangi í dag.\nSegir Anton Már Egilsson. Hann minnir á að áratugir séu frá því að farið var að vakta hús og híbýli með myndavélum og skynjurum á gluggum og hurðum.\nStafræn vöktun er komin miklu skemmra á veg hjá mörgum aðilum en væri lykillinn að því að verjast og átta sig á því að það er einhver kominn inn fyrir varnirnar og inn í umhverfið mitt. Þegar starfsemi fyrirtækja byggir orðið á því að miklu leyti að tölvukerfið virki þá er þetta orðið mikilvægara heldur en bara það að ég passi hurðarnar og gluggana mína.\nHann segir mörg íslensk fyrirtæki ágætlega varin og að vitundarvakning eigi sér stað, til dæmis í tengslum við covid-faraldurinn.\nÞá sáum við gríðarlega aukningu viðskipta færast í stafrænar leiðir og þetta hafa náttúrlega netglæpamenn nýtt sér í miklum mæli, þannig að ég held að það þurfi mögulega að bæta í við varnir hjá mörgum til þess að halda í við þróun kerfanna, hvert viðskiptin eru að fara.","summary":"Netöryggissérfræðingur segir að baráttan gegn tölvuglæpum snúist að mörgu leyti um að elta og bregðast við aðferðum tölvuþrjóta. Með auknum netviðskiptum vegna heimsfaraldursins þurfi mögulega að bæta varnir fyrirtækja enn frekar."} {"year":"2021","id":"118","intro":"Áhorfendur sem ætla á leik Víkings og Leiknis í úrvalsdeild karla í fótbolta á morgun þurfa að skila neikvæðum niðurstöðum úr hraðprófi. Lokaumferð Íslandsmótsins verður á morgun.","main":"Lokaumferð Íslandsmótsins verður spiluð klukkan tvö á morgun. Þar ræðst meðal annars hvort það verður Víkingur eða Breiðablik sem verður Íslandsmeistari. Til að mega taka á móti sem flestum áhorfendum þurfa áhorfendur að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr hraðprófi þar sem skimað er fyrir kórónuveirunni. Víkingur hefur verið sérlega duglegur að hvetja sitt fólk til að drífa sig í hraðpróf og mæta svo í Víkina á morgun þar sem Víkingur tekur á móti Leikni og getur með sigri orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 30 ár.\nSkautakonan Aldís Kara Bergsdóttir fékk 39,92 stig fyrir æfingar sínar í skylduæfingar sínar á úrtökumóti fyrir vetrarólympíuleikana sem verða í Peking í febrúar. Úrtökumótið er haldið í Nebelhorn í Þýskalandi. Alls keppa 37 konur í kvennaflokki listhlaupsins í Nebelhorn. Allar nema fjórar þeirra eru í sömu erindagjörðum og Aldís Kara, að berjast um síðustu lausu sætin inn á Ólympíuleikana í febrúar. Keppnin er hörð, því aðeins sex Ólympíusæti eru í boði. Aldís Kara er aðeins nýfarin að keppa í fullorðinsflokki og því er hún ekki síður að sækja sér reynslu með þátttöku á úrtökumótinu í Þýskalandi. Hún er í 31. sæti eftir stutta prógram. Alysa Liu frá Bandaríkjunum er efst sem stendur í keppninni, en hún halaði inn 70,86 stig. Liu varð bandarískur meistari 2019 og 2020 og því alls enginn aukvisi. Keppt verður í frjálsum æfingum, sem er seinni hluti keppninnar í fyrramálið. Keppnin hefst klukkan 8:00 að íslenskum tíma.\nKvennalið Hauka vann portúgalska liðið Unaio Sportiva með fimm stigum, 81-76 í gærkvöld . Haukar eru því í þokkalegustu málum fyrir seinni leikinn sem verður spilaður á Asoreyjum eftir slétta viku.\nÞrír leikir voru spilaðir í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöld. Fram vann Selfoss, 29-23. KA sigraði Víking, 23-18 og FH hafði betur á móti Gróttu, 25-22. Einn leikur verður spilaður í deildinni í kvöld. Þá tekur Afturelding á móti Haukum klukkan hálfátta.","summary":null} {"year":"2021","id":"119","intro":"Framkvæmdastjóri Geislatækni segir unnið hörðum höndum að endurræsingu tölvukerfis fyrirtækisins eftir netárás í síðustu viku og sú vinna gangi vel. Frá og með næstu viku verður boðið upp á íslenska netöryggistryggingu, sem bætir tjón vegna slíkra árása, en borgar tölvuþrjótum þó ekki lausnargjald.","main":"Grétar Jónsson framkvæmdastjóri Geislatækni sem varð fyrir netárás rússneskra tölvuþrjóta í síðustu viku segist ekkert frekar hafa heyrt frá þeim, en tölvuþrjótarnir kröfðust um 26 milljóna króna í lausnargjald fyrir tölvugögn fyrirtækisins og hækkaði sú krafa í 52 milljónir á miðnætti. Eins og fram kom í fréttum í gær ætlar Geislatækni ekki að borga fyrir gögnin sem læst var með dulkóðun. Grétar segir að unnið sé að því endurræsa öll kerfi á ný og segir hann þá vinnu ganga vel. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni. Netárásir færast sem kunnugt er í aukana. Stór fyrirtæki hafa getað keypt tryggingar vegna slíkra árása í útlöndum, en TM ætlar að bjóða upp á íslenska tryggingu. Að sögn Þórodds Sigfússonar framkvæmdastjóra fyrirtækjaráðgjafar hjá TM nær netöryggistryggingin yfir fimm bótasvið, hún bætir kostnað vegna endurreisnar á tölvu- og netkerfum og gagnatapi, og einnig bætir hún rekstrartap sem er bein afleiðing netárásar. Þá nær hún yfir kostnað vegna gagnaleka til dæmis persónuupplýsinga sem og skaðabætur vegna slíks leka, auk þess að bæta tjón sem hlýst af því að auðkennum fyrirtækis er stolið og þau misnotuð. Þóroddur ítrekar að tryggingin nái ekki yfir lausnargjald eða kröfur frá þeim sem árásir gera. Hann segir þörf fyrir tryggingu sem þessa.","summary":"Frá og með næstu viku verður hægt að kaupa íslenska tryggingu fyrir netárásum á fyrirtæki, en hana verður þó ekki hægt að nota til þess að borga tölvuþrjótum lausnargjald."} {"year":"2021","id":"119","intro":"Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greip til óvenjulegs myndmáls í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Johnson ræddi loftslagsvána og nauðsyn þess að grípa til grænna lausna fyrir loftslagsráðstefnuna sem haldin verður í Glasgow í lok október og byrjun nóvember, og vitnaði síðan í froskinn Kermit úr Prúðuleikurunum.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"119","intro":"Helmingur allra ofbeldisbrota sem komið hafa til meðferðar lögreglu frá byrjun árs 2020 eru heimilisofbeldisbrot. Rúmlega fimmtán hundruð heimilisofbeldisbrot komu á borð lögreglunnar á tímabilinu frá 1. janúar 2020 til ágústloka 2021.","main":"Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Af brotunum flokkast 31 til stórfellds ofbeldis og í 199 tilfellum snúast málin um að lífi, heilsu eða velferð fjölskyldumeðlims hafi endurtekið verið ógnað með alvarlegum hætti.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Kvennaathvarfsins, segir að tölurnar komi sér ekki á óvart.\nvið vitum auðvitað að heimilisofbeldi er þarna úti um allt samfélagið og það hefur verið mikil vitundarvakning um að fólk leiti sér aðstoðar, eða fólk í kring skipti sér af, þannig að nei, það kemur í rauninni ekki á óvart\nTíu til tuttugu konur koma til dvalar í Kvennaathvarfinu í hverjum mánuði og á hverjum degi dvelja þar að meðaltali tólf konur og ellefu börn. Þar að auki sækjast um það bil þrjátíu konur eftir viðtali eða ráðgjöf í hverjum mánuði. Tilkynningum til lögreglu um heimilisofbeldi hefur fjölgað á síðustu árum og þær voru fjórðungi fleiri á fyrri helmingi þessa árs en að meðaltali á fyrrihluta síðustu fimm ára. Tilkynningum fjölgaði sérstaklega þegar kórónuveirufaraldurinn skall á en Sigþrúður segir að komum í Kvennaathvarfið hafi ekki fjölgað í takt við það, þótt fleiri hafi sóst eftir stuðningi og ráðgjöf.\nkomum í dvöl fjölgaði ekki milli ára. Það var kannski alveg viðbúið að í heimsfaraldri og öllu sem gekk á á síðasta ári var erfitt að slíta sambandi og flytja inn á neyðarathvarf. Ég held það megi kannski segja að það séu sömu áhættuþættir sem leiða til aukins ofbeldis, eða auka hættuna á ofbeldi inni á heimilum, og sem gera það erfitt fyrir konu að slíta sambandi.","summary":null} {"year":"2021","id":"119","intro":"Biðtími á Læknavaktinni hefur verið lengri að meðaltali í sumar og haust en áður. Stjórnarformaður Læknavaktarinnar segir það svik af hálfu stjórnvalda að koma ekki betur til móts við starfsemina í kórónuveirufaraldrinum.","main":"Erfiðlega hefur gengið að fullmanna vaktir á Læknavaktinni að undanförnu og því hefur biðtími lengst, og mest orðið rúmar þrjár klukkustundir. Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Læknavaktarinnar, segir álag vegna kórónuveirufaraldursins hafa haft mikil áhrif á starfsemina. Til að mynda þurfti um tíma að þrefalda mannskapinn sem sinnir vitjunum.\nÞetta er erfið vinna. Við þurftum náttúrulega að vera í sóttvarnarbúningum lengi vel og þetta er mikið álag á starfsfólk og það er orðin þreyta í mannskapnum.\nHann segir að á sama tíma hafi verkefni heilsugæslunnar verið aukin.\nFjárframlög inn í rekstur heilsugæslustöðvanna hefur ekki haldið í takt við fjölgun mannfjölda á svæði höfuðborgarsvæðisins, ekki haldið í takt við verðlag og hvað þá heldur launabætur. Þannig að það er raunniðurskurður í rekstri heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu.\nGunnlaugur segir vonbrigði að stjórnvöld hafi ekki gert heilsugæslunni kleift að ráða fleira fólk með auknum fjárframlögum vegna álagsins. Þá hafi stjórnvöld gengið fram hjá Læknavaktinni í umbun starfsfólks fyrir framlög í faraldrinum.\nÞannig að maður upplifir það sem dálítil svik. Ég held að ég verði að nota svo sterk orð.","summary":"Stjórnarformaður Læknavaktarinnar segir það svik af hálfu stjórnvalda að koma ekki betur til móts við starfsemina í kórónuveirufaraldrinum. Biðtími hefur lengst og starfsfólk er mjög þreytt vegna álags."} {"year":"2021","id":"119","intro":"Líf færist í Eiðastað að nýju. Tveir athafnamenn ætla að kaupa Eiðajörð og byggingar gamla alþýðuskólans. Þeir segjast vilja lofa sem minnstu en gera sem mest.","main":"Tveir athafnamenn að austan ætla að kaupa Eiðajörð og byggingar gamla alþýðuskólans af Landsbankanum og hefur bankinn samþykkt kauptilboð þeirra. Annar þeirra segir að markmiðið sé að koma staðnum aftur í gagnið og að Eiðar hefjist aftur til þeirrar virðingar sem þeir eiga skilið.\nGamli alþýðuskólinn á Eiðum var um langt árabil mikið mennta- og menningarsetur á Austurlandi. Undanfarin ár hefur staðurinn verið í niðurníðslu eftir að áform Sigurjóns Sighvatssonar um að byggja staðinn upp runnu út í sandinn og Landsbankinn eignaðist jörðina og húsin. Mörgum Austfirðingum hefur þótt sárt að horfa upp á staðinn grotna niður.\nNú berast jákvæðar fréttir frá Eiðum. Þeir Kristmann Pálmason og Einar Ben Þorsteinsson gerðu bankanum tilboð í jörðina og allar byggingar gamla alþýðuskólans og hefur bankinn tekið tilboðinu.\nEinar segir í samtali við fréttastofu að þeir ætli að gefa sér tíma til að ákveða hvaða rekstur verður þarna í framtíðinni en augljóst sé að þarna geti orðið ferðaþjónusta og þannig gæti staðurinn orðið sjálfbær. Húsnæði skólans var lengi nýtt sem hótel á sumrin og segir Einar að umhverfi Eiða sé náttúruperla með mikla möguleika. Þeir þurfi ekki að skuldsetja sig til að kaupa jörðina en aðal skuldbindingin felist í því að lagfæra húsnæðið. Fasteignamat eignanna er tæpar 300 milljónir en heildar brunabótamat um 1,4 milljarðar. Jörðin er 768 hektarar að stærð og byggingarnar 4707 fermetrar. Aðallega byggingar sem áður tilheyrðu Alþýðuskólanum svo sem íþróttahús, heimavistarhús, íbúðarhús, kennslustofur og salir.\nÞeir vilji koma lífi í fasteignirnar svo að staðurinn fái þá virðingu og heiður sem hann á skilið sem skóla- og menningarsetur í gegnum tíðina. Annars sé stefnan að lofa sem minnstu en gera sem mest.","summary":"Líf færist í Eiðastað að nýju. Tveir athafnamenn ætla að kaupa Eiðajörð og byggingar gamla alþýðuskólans. Þeir segjast vilja lofa sem minnstu, en gera sem mest. "} {"year":"2021","id":"119","intro":"Veðrið gæti sett strik í reikninginn í alþingiskosningunum á laugardag. Landhelgisgæslan er í viðbragsstöðu og verður bæði með varðskip og þyrlu til taks á kjördag. Formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi segir að lokatalning þar, geti ekki byrjað fyrr en í fyrsta lagi klukkan fjögur um nóttina.","main":"Það er búist við svona norðaustlægum eða austlægum vindi. Það verður nokkuð hvasst á Vestfjörðum og við suðausturströndina. En þetta litur ekki eins illa út og fyrir sólarhring síðan spáin núna\nSegir Þorsteinn V Jónsson veðurfræðingur. Einhver él verða norðanlands og á Vestfjörðum - og þar gæti komið hríð á fjallvegum.\nÞað er reyndar spurning hvað gerist aðfaranótt sunnudags það gæti hvesst dálítið meira á Vestfjörðunum og orðið leiðindaveður þar. Það á ekki að skipta máli hvað maður kýs, maður á bara að búa sig vel. Já það þarf náttúrulega að flytja atkvæðaseðlana á talningarstaði og maður vonar bara að það gangi vel.\nYfirkjörstjórnir þurfa í mörg horn að líta, Þórir Haraldsson er formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi. Eru þið búnir að gera allar þær ráðstafanir sem er í ykkar valdi?\nVið erum auðvitað búin að undirbúa þetta eins vel og mögulegt er miðað við veðurspá. Þetta lítur nú ekkert sérstaklega vel út en við erum bæði búin að vera í sambandi við hafnaryfirvöld í Vestmannaeyjum og síðan er Landhelgisgæslan í viðbragðsstöðu og hefur gert ráðstafanir að vera með bæði varðskip og þyrlu til taks til aðstoðar við að safna kjörgögnum. Reyndar bæði úr Vestmannaeyjum og mögulega einnig úr Grímsey þó það sé ekki okkar kjördæmi.\nAtkvæði í Suðurkjördæmi verða talin í Fjölbrautaskólanum á Selfossi og Þórir segir að byrjað verði að flokka atkvæði klukkan 19.\nVið vitum að við getum ekki byrjað lokatalningu úr Suðurkjördæmi fyrr en í fyrsta lagi um fjögur leytið eða hálf fimm ef allt gengur vel. Það eru 400 kílómetrar sem þarf að keyra frá Höfn í Hornafirði og á Selfoss. Þau verða aldrei komin í hús fyrr en í fyrsta lagi klukkan fjögur og þá er nú orðinn ágætis tími til að ná Vestmannaeyjakössunum á Selfoss","summary":"Miklu fleiri hafa kosið til Alþingis utan kjörfundar í ár en í aðdraganda síðustu alþingiskosninga. Veðrið gæti gert kjörstjórnum erfitt fyrir á kjördag. Landhelgisgæslan er í viðbragðsstöðu og verður bæði með varðskip og þyrlu til taks til að koma kjörkössum á talningarstaði."} {"year":"2021","id":"119","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mun, eins og önnur lið, fá tvöfalt hærri upphæð fyrir þátttöku sína á EM á næsta ári en það fékk á síðasta Evrópumóti. Þetta var ákveðið hjá framkvæmdastjórn Evrópska knattspyrnusambandsins í gær.","main":"Evrópska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að tvöfalda verðlaunaféð á Evrópumóti kvenna í fótbolta. Íslenska landsliðið sem er á leið á sitt fjórða EM nýtur góðs af því.\nÍsland hefur spilað á öllum Evrópumótum frá 2009, síðast á EM í Hollandi 2017. Þá var verðlaunaféð samtals átta milljónir evra en á EM á Englandi næsta sumar verður það sextán milljónir evra. Þá fá félagslið líka í fyrsta skipti greitt fyrir að leyfa leikmönnum sínum að taka þátt í mótinu, 4,5 milljónir evra eru í þeim potti sem skiptast á 23 leikmenn í landsliðshópunum sextán sem taka þátt.\nÞetta er gert í takti við nýja stefnu Evrópska knattspyrnusambandsins um að setja meiri peninga í kvennabolta. Ísland fékk 300 þúsund evrur í sinn hlut fyrir þátttöku í síðasta móti þegar liðið datt úr leik strax í riðlakeppninni. Það eru tæplega 46 milljónir á gengi dagsins en kostnaðarsamt er að taka þátt í mótum sem þessum. Liðin sem tóku þátt í EM karla í sumar fengu að lágmarki 1,4 milljarða í sinn hlut fyrir þátttökuna.\nWest Ham sló Manchester United út í þriðju umferð enska deildarbikarsins í fótbolta í gærkvöldi og er komið áfram í 16-liða úrslit. Manuel Lanzini skoraði eina mark leiksins á níundu mínútu. Í hinum tveimur leikjunum milli úrvalsdeildarliða þurfti vítaspyrnukeppni til, Chelsea hafði þannig betur gegn Aston Villa og Tottenham gegn Wolves. Önnur úrslit gærkvöldsins urðu þau að Brighton vann Swansea 2-0, Arsenal lagði Wimbledon 3-0 og Leicester hafði betur gegn Millwall 2-0.","summary":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mun, eins og önnur lið, fá tvöfalt hærri upphæð fyrir þátttöku sína á EM á næsta ári en það fékk á síðasta Evrópumóti. Þetta var ákveðið af framkvæmdastjórn Evrópska knattspyrnusambandsins í gær. "} {"year":"2021","id":"119","intro":"Rétt tæplega 34 þúsund hafa kosið í alþingiskosningunum utan kjörfundar á landinu öllu, mun fleiri en á sama tíma fyrir alþingiskosningar árin 2016 og 2017.","main":"Á höfuðborgarsvæðinu hafa rúmlega 24 þúsund kosið utan kjörfundar. Þegar tveir dagar voru til kjördags árið 2017 höfðu tæplega sautján þúsund og fimm hundruð kosið og árið 2016 voru það rúmlega þrettán þúsund og sjö hundruð. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, segir að þróunin sé svipuð á landsbyggðinni.\nÞað sem ég hef haldið og tel að geti skýrt þetta er í fyrsta lagi að við opnuðum strax 23. ágúst tvo utankjörfundaatkvæðagreiðslustaði, annars vegar í Kringlunni og hins vegar í Smáralind. Og við erum með opið frá tíu og tíu alla daga vikunnar. Síðan held ég líka að það geti verið COVID-ástandið, að fólk sé hrætt við að vera í sóttkví eða einangrun á kjördegi, og vilji kjósa þess vegna utan kjörfundar. Svo hafa frambjóðendur verið að hvetja kjósendur til að kjósa strax. Svo í fjórða lagi, núna er nú ekki góð veðurspá á kjördag, og það getur líka haft áhrif á að fólk sé að kjósa utan kjörfundar.","summary":null} {"year":"2021","id":"119","intro":"Hafin er fjársöfnun til styrktar byggingu nýrrar kirkju í Grímsey. Formaður hverfisráðs segir að eindreginn vilji til þess hafi komið fram á íbúafundi í gær. Eftir rannsókn á brunarústunum í gær þykir líklegast Allt bendir til að kviknað hafi í út frá rafmagni.","main":"Íbúar í Grímsey hittust á fundi í félagsheimilinu Múla í gærkvöld til að ræða framhaldið eftir kirkjubrunann og hvernig best væri að haga hlutunum. Þó stutt sé liðið frá brunanum og margir enn að jafna sig, segir Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, mikla einingu ríkja þeirra á meðal.\nÞað var einróma samþykkt að við viljum byggja nýja kirkju í svipuðum stíl og sú gamla.\nKaren segir að Miðgarðakirkja eigi bankareikning og vegna fjölda fyrirspurna úr ýmsum áttum í gær hafi reikningsnúmerinu þegar verið deilt til nokkurra sem þess hafi óskað.\nÞannig að það er semsagt farin söfnun af stað fyrir Miðgarðakirkju. Eruð þið þegar farin að fá einhver framlög? Já mér skilst það. Ég er svosem ekki í sóknarnefninni, en mér skilst það á gjaldkera sóknarnefndarinnar að það séu komin framlög.\nEinnig hafi komið kveðjur og stuðningur úr ótrúlegustu áttum, jafnt frá einstaklingum og fólki í opinberum embættum.\nGrímseyingar og Grímsey eiga marga velunnara og kirkjan var náttúrulega mikið tákn og tenging í eyjunni. Grímseyingar vilja bara þakka innilega fyrir auðsýndan samhug allsstaðar frá. Það hefur mikið verið hugsað til okkar og margar kveðjur sem hafa borist.\nVettvangsrannsókn á brunarústunum lauk í Grímsey í gær en rannsókn er þó ekki að fullu lokið. Strax beindist grunur að rafmagnstöflu kirkjunnar og Bergur Jónsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir að mestar líkur séu taldar á að kviknað hafi í út frá rafmagni.","summary":"Grímseyingar eru staðráðnir í að byggja nýja kirkju í eynni og fjársöfnun er þegar hafin. Lögregla telur líklegast að kviknað hafi í út frá rafmagni."} {"year":"2021","id":"120","intro":"Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa kært Happdrætti Háskóla Íslands og Háspennu ehf. til lögreglu fyrir brot á lögum um fjárhættuspil. Alma Hafsteinsdóttir, formaður samtakanna, telur að rekstur spilakassa Háspennu, og ágóðinn af honum, sé ekki í samræmi við þær undanþágur sem Happdrætti Háskólans nýtur, frá banni við fjárhættuspilum í atvinnuskyni.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"120","intro":"Færri spritta hendur og fleiri faðmast og heilsast með handabandi en í síðasta mánuði, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups um áhrif faraldursins. Færri eru í sjálfskipaðri sóttkví og fólk treystir almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum betur en áður.","main":"Um fimmtíu prósent segjast óttast lítið að smitast af COVID-19 og sautján prósent segjast óttast það mikið. Þó eru þeir sem segjast hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegum afleiðingum sjúkdómsins á Íslandi jafnmargir þeim sem segjast hafa litlar áhyggjur. Færri telja almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld gera of lítið til að bregðast við faraldrinum í september en í ágúst og þeim fækkar úr sex prósentum niður í fjögur sem eru í sjálfskipaðri sóttkví. Færri finna fyrir kvíða vegna COVID-19 og færri huga sérstaklega að handþvotti, nota grímu eða kaupa inn umframbirgðir af mat til að forðast verslunarferðir. Fleiri virðast faðmast og kyssast í september heldur en í ágúst og fólk forðast síður að mæta í vinnuna eða að hafa óþarfa samskipti við annað fólk. Könnunin var gerð 9.-20. september, rúmlega 16 hundruð voru í úrtaki, 18 ára og eldri, og um helmingur svaraði.","summary":"Færri spritta hendur og fleiri faðmast og heilsast með handabandi en í síðasta mánuði, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups um áhrif faraldursins."} {"year":"2021","id":"120","intro":"Biskup Íslands segir að kirkjubruninn í Grímsey sé sorglegur. Yfirstjórn kirkjunnar muni styðja söfnuðinn eins og kostur sé, verði ákveðið að endurbyggja kirkjuna.","main":"Hjörleifur Stefánsson arkitekt segir að sérhver friðuð kirkja á Íslandi sé einstök. Miðgarðakirkja hafi verið ein þeirra.\nAgnes M. Sigurðardóttir biskup kveðst sorgmædd vegna brunans í Grímsey.\nvegna þess að kirkjan er náttúrulega sameiningartákn eyjunnar. Þetta er gamalt hús og margar kynslóðir hafa átt þarna stundir bæði í gleði og sorg og sameinast bæði í gleðinni og sorginni og komið þarna saman þannig að þetta er gífurlegt áfall fyrir íbúana og sóknarbörnin þarna\nþetta eru mikil menningarverðmæti sem að fara þarna á 20 mínútum eða svo\nHjörleifur Stefánsson arkitekt segir menningarmissinn mikinn við bruna Miðgarðakirkju. Kirkjan hafi verið elsta hús eyjarinnar. Hús frá þessum tíma og af þessum toga hafi bæði menningarlegt, táknrænt og tilfinningalegt gildi og sé í raun hluti af líminu í byggð eins Grímsey.\nAllar þessar kirkjur sem við eigum þessar friðuðu kirkjur frá fyrri tíð. Hver um sig er einstök sko. Það eru engar tvær eins og að því leytinu til eru þær allar einstakar. Sá sem byggði þessa kirkju hét Árni Hallgrímsson frá Garðsá. Þetta er einstakt hús einfaldlega.\nBiskup segir það í höndum safnaðarins í eynni að ákveða hvort Miðgarðakirkja verður endurbyggð eður ei.\nAuðvitað er það þannig að við sem stýrum kirkjunni núna við munum bara styðja þau í þeirra ákvörðun varðandi það en mér finnst nú bara líklegt að sóknarbörnin vilji hafa kirkju í eyjunni og byggja upp kirkju aftur og þá munum við styðja þau í því eins og við getum.","summary":null} {"year":"2021","id":"120","intro":"Fjöldi ferðamanna fer aftur yfir milljón á næsta ári samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka. Aðalhagfræðingur bankans segir að allt bendi til þess að kórónuveirukreppunni sé lokið.","main":"Yfirskrift þjóðhagsspár Íslandsbanka er flugtak eftir faraldur. Það felur í sér að kreppan sem kórónuveiran olli sé að baki og framundan sé nýtt vaxtarskeið. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.\nAllir mælikvarðar benda til þess að kreppan sé afstaðin að mestu og við höfum farið betur út úr henni heldur en ýmsir óttuðust fyrir ári eða svon.\nBankinn spáir því að hagvöxtur verði 4,2 prósent í ár, 3,6 prósent á næsta ári og þrjú prósent árið 2023. Ferðamenn taka að streyma til landsins á ný, þeir verða 600 þúsund í ár og vel yfir milljón á næsta ári, 1,3 milljónir nánar tiltekið. Gert er ráð fyrir að núverandi takmarkanir á landamærunum gildi út árið og að einhverjar takmarkanir verði fyrir óbólusetta fram á mitt næsta ár.\nFerðamenn keyra áfram útflutningsvöxt en einnig eru góðar horfur í loðnu, eldisfiski, áli og hugverkum.\nVerðbólgan verður áfram illviðráðanleg og verður við 2,5 prósenta markmið Seðlabankans seint á næsta ári. Stýrivextir halda áfram að hækka. Þeir eru nú 1,25 prósent en munu hækka í skrefum og verða komnir upp í 3,5 prósent eftir tvö ár. Þá verður atvinnuleysi komið á sama stað og það var fyrir faraldurinn árið 2023.\nEkki er minnst á áhrif alþingiskosninga í spánni. Jón Bjarki segir að vissulega fylgi kosningum alltaf óvissa en farin hafi verið sú leið að styðjast við fyrirliggjandi gögn, það er fjármálaáætlun og fjármálastefnu. Þar er gert ráð fyrir stigvaxandi aðhaldi þegar líður frá kreppu.\nNú ef slakinn verður meiri þurfa vextir væntanlega að vera hærri eins og seðlabankastjóri hefur boðað en að öðru leyti tökum við svo sem ekki afstöðu til þess hvernig haldið verður á spöðunum.","summary":"Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að flest bendi til þess að kórónuveirukreppan sé að baki. Bankinn birti þjóðhagsspá sína í morgun. Þar er gert ráð fyrir að ferðamenn verði vel yfir milljón á næsta ári. "} {"year":"2021","id":"120","intro":"Líklegt er að um eitt þúsund kjósendur verði í sóttkví eða einangrun á kjördag og megi því ekki mæta á hefðbundinn kjörstað. Opnaður hefur verið sérstakur upplýsingavefur fyrir þann hóp þar sem finna má leiðbeiningar um atkvæðagreiðsluna og hvar hægt sé að kjósa.","main":"Þar sem kjósendur í sóttkví eða einangrun mega ekki greiða atkvæði á almennum kjörstöðum hefur verið sett sérstök reglugerð í samráði við sóttvarnaryfirvöld. Kjósendur í sóttkví og einangrun mega koma akandi á einkabíl á sérstakan kjörstað. Opnunar- og lokunartími hvers kjörstaðar er mismunandi eftir umdæmum en hægt er að nálgast upplýsingar varðandi sóttkvíar- og einangrunar atkvæðagreiðslu á island.is\/covidkosning2021.\nÁ Reyðarfirði var ákveðið eftir hópsmitin um helgina að setja upp sérstakan kjörstað fyrir fólk í sóttkví og einangrun sem verður opinn á morgun. Lárus Bjarnason sýslumaður á Austurlandi segir ómögulegt að segja hversu margir munu nýta sér aðstöðuna. Ekki var unnt að fljúga með sýni í gær til greiningar en niðurstöður ættu að liggja fyrir seinnipartinn í dag.\nÞað eru 22 í einangrun og 206 sem eru í sóttkví. En það losnar væntanlega eitthvað um þá sem eru í sóttkví og þessi kosning er náttúrulega bara ætluð fyrir þá sem verða annað hvort í einangrun eða sóttkví á kjördag. Það getur helst úr þessari lest. Segjum að sóttkvíin detti að mestu út og það eru 22 þarna og segjum að það séu helmingurinn af þeim að kjósa, þá er þetta ekkert mál en ef að þetta eru hins vegar allur þessi fjöldi þá er það náttúrulega stórmál.\nRúmlega 450 atkvæði hafa verið greidd utankjörfundar í umdæmi sýslumanns Austurlands sem er talsvert meira en í fyrri alþingiskosningum. Atkvæðin verða send á kjördag til yfirkjörstjórnar á Akureyri til talningar.","summary":null} {"year":"2021","id":"120","intro":"Jarðskjálfti af stærðinni 5,9 varð í suðaustanverðri Ástralíu þegar klukkan var rétt rúmlega níu á miðvikudagsmorgni þar í landi.","main":"Upptök skjálftans voru á um tíu kílómetra dýpi, og fannst skjálftinn vel nokkur hundruð kílómetra frá skjálftamiðjunni. Skemmdir urðu á mannvirkjum í Melbourne vegna skjálftans, en engar fregnir hafa borist af meiðslum á fólki. Margir þustu skelkaðir út á götur borgarinnar og var mjög brugðið. Robbie Ahchee, íbúi í Melbourne, lýsir því hvernig hann hafi horft á sjónvarp sitt hristast. Hann hélt að nágrannarnir á efri hæðinni væru í heilmiklum leikfimiæfingum.\nand I wasn't sure, I thought the neighbors upstairs were doing, you know, a high intensity workout, and yeah the TV was really moving and I looked outside from my balcony and you could see the other buildings moving as well, and the powerlines shaking\nAhchee leit þá út um gluggann og sá aðrar byggingar á hreyfingu og rafmagnslínur sveiflast til, og þá áttað sig á því hvað væri í gangi.","summary":null} {"year":"2021","id":"120","intro":"Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði og fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, býður sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands. Þetta tilkynnti hún á Facebook-síðu sinni í morgun.","main":"Vanda var fyrirliði íslenska landsliðsins á sínum tíma, þjálfaði íslenska kvennalandsliðið, sem og lið í meistaraflokki karla og kvenna. Í tilkynningunni segist hún bjóða sig fram til embættisins vegna fjölda áskorana frá fjölskyldu, vinum, fólki í samfélaginu og knattspyrnuhreyfingunni. Jafnframt segir hún að henni þyki vænt um hreyfinguna, hafi verið partur af henni stóran hluta ævinnar og telji sig vel til þess fallna að leiða þá vinnu sem framundan er. Aukaþing KSÍ þar sem nýr formaður og stjórn verður kosin fer fram 2. október en frestur til að tilkynna um framboð er til og með 25. september samkvæmt auglýsingu KSÍ.\nKjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, og Þórður Ingason, varamarkvörður Víkings fara báðir í þriggja leikja bann í kjölfar slagsmála undir loka leiks liðanna á sunnudagskvöld. Í uppbótatíma fengu KR-ingar álitlega sókn sem endaði með því að boltinn var við mark Víkinga, Kári Árnason lá í jörðinni og reyndi að skalla til boltans. Þá brutust út slagsmál, Kjartan Henry kýldi Þórð Ingason, sem blandaði sér í skætinginn þrátt fyrir að vera utan vallar þegar atvikið átti sér stað. Leikmennirnir fengu báðir rautt spjald og nú þriggja leikja bann. Hajrudin Cardaklija í þjálfarateymi Víkings fékk sömuleiðis rautt spjald eftir atvikið og var úrskurðaður í tveggja leikja bann af aga- og úrskurðarnefndinni. KR-ingar mæta Stjörnunni í síðustu umferð úrvalsdeildarinnar en Víkingar geta orðið Íslandsmeistarar með sigri á Leikni.","summary":"Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði og fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, tilkynnti í morgun um framboð sitt til formanns Knattspyrnusambands Íslands. "} {"year":"2021","id":"120","intro":"Kirkjan í Grímsey, Miðgarðakirkja brann til grunna í nótt. Eldsupptök eru ókunn en sjónarvottar segja að mikill eldur hafi verið í turni kirkjunnar þar sem rafmagnstafla var. Formaður hverfisráðs í Grímsey segir menn verði að bretta upp ermarnar og endurbyggja kirkjuna.","main":"Grímseyjarkirkja var byggð 1867 en vegna eldhættu var hún færð til 1932. Eftir endurbætur 1956 var hún endurvígð. Tilkynnt var um eldinn laust eftir klukkan hálf ellefu í gærkvöldi. Svafar Gylfason slökkviliðsstjóri lýsir aðkomunni.\nJá hún var bara ömurleg það var í rauninni voðalega lítið hægt að gera þegar við komum á vettvang.\nÞetta skeði bara ótrúlega fljótt. Á svona 20 mínútum var þetta horfið sko.\nÞetta hefur bæði sögulegt og menningarlegt gildi. Hún var falleg kirkjan, mjög falleg og mikið skoðuð af ferðafólki.\nVont veður var í Grímsey í gærkvöldi og íbúi í eynni tók eftir því um átta-leytið að rafmagni hafði slegið út í kirkjunni.\nManni finnst bara ekki koma annað til greina en rafmagn. Það voru engin kerti þarna á leiðum út af veðri. Það var mikið slagveður og mér fannst þegar við komum að það væri langmesti eldurinn í turninum. Rafmagnstaflan var þarna undir.\nJóhannes Henningsson er formaður hverfisnefndar, hann líkt og aðrir Grímseyingar er í áfalli eftir brunann.\nÞetta er óskaplega sorglegt allt saman. Fólk er með tárin í augunum að þetta skuli vera horfið. Menn eiga margar góðar minningar þarna.\nVið vorum þarna fram eftir nóttu að drepa í glæðum. Þetta bara brann. Á klukkutíma var ekkert eftir nema bara rétt grunnurinn\nEn hvað með búnaðinn sem þið hafið, er hann nógu góður til að glíma við verkefni eins og þetta? \u001eNei hann er allt of lítill við erum með slökkvibíl sem er orðinn mjög gamall og lélegur. En hann gerir samt gagn en okkur vantar betri bíl, það er engin launung á því. Hann hefði ekki komið að neinu gagni við þessar aðstæður. Ég held að allir hafi gert sér grein að þarna björguðu menn ekki neinu.\nJóhannes segir að núna séu íbúar í Grímsey á milli 30 og 40.\nAð missa kirkjuna kannski hjálpar ekki til að viðhalda byggðinni. Nei þetta er bara alveg hræðilegt. Það er bara þannig. Ég er hræddur að menn verði að bretta upp ermar og koma þessu upp aftur.","summary":"Grímseyingar eru miður sín eftir að Miðgarðakirkja brann til grunna í gærkvöldi. Óljóst er um eldsupptök en sjónvarvottar sáu mikinn eld í kirkjuturninum, þar sem rafmagnstaflan var. Formaður hverfisráðs vill endurbyggja kirkjuna."} {"year":"2021","id":"120","intro":"Fjárfestum víða um heim er létt eftir að kínverski fasteignarisinn Evergrande tilkynnti í dag að samkomulag hefði náðst um vaxtagreiðslu af skuldabréfaláni sem var að falla á tíma. Útlit var fyrir að það yrði gjaldþrota. Heildarskuldir fyrirtækisins eru hátt í 39 þúsund milljarðar króna.","main":"Gjaldþrot hefur blasað við Evergrande síðustu vikurnar. Það átti á morgun að standa skil á vaxtagreiðslum af tveimur skuldabréfum, öðru kínversku og hinu erlendu. Í tilkynningu til kauphallarinnar í Shenzhen í dag segir að samið hafi verið um greiðslu af innlenda skuldabréfinu upp á jafnvirði fjögurra komma sjö milljarða króna. Hlutabréfavísitölur í Asíu hækkuðu við tíðindin. Samkomulagið kann að vera skammgóður vermir, því enn er óvíst um afborgun af hinu bréfinu, upp á tæplega ellefu milljarða.\nHeildarskuldir Evergrande nema hátt í 39 þúsund milljörðum króna, um það bil tveimur prósentum af landsframleiðslu Kína. Fari fyrirtækið í þrot á það eftir að hafa alvarlegar efnahagslegar afleiðingar í Kína og víða um heim vegna sívaxandi mikilvægis landsins í alþjóðahagkerfinu. Forsvarsmenn Evergrande hafa selt eignir að undanförnu með verulegum afslætti til að eiga fyrir afborgunum. Hjá fyrirtækinu starfa yfir tvö hundruð þúsund manns, samstarfsfyrirtækin eru átta þúsund og afleidd störf hátt í fjórar milljónir.","summary":null} {"year":"2021","id":"121","intro":"Bandaríska geimferðastofnunin NASA tilkynnti í upphafi vikunnar að könnunarjeppi verði sendur til suðurpóls tunglsins árið 2023. Vonir standa til að hægt verði að færa sönnur á að vatn leynist undir yfirborði tunglsins.","main":"Til stendur að bora nokkra metra undir yfirborð tunglsins. Í framtíðinni væri þá hægt að nýta vatnið til framleiðslu eldsneytis fyrir geimför á leið til reikistjörnunnar Mars.\nÆtlunin er að könnunarjeppinn lendi á suðurpólnum en þar er eitthvert kaldasta svæði sólkerfisins. Svæðið hefur verið rannsakað og mælt úr fjarlægð með tækjum um borð í gervihnöttum og ómönnuðum könnunarförum. Vísindamenn vilja komast að því hvernig vatn varð til á tunglinu, hvernig það varðveittist um milljarði ára og hvar það er nú. Áætlunin gengur undir heitinu Artemis og er hluti fyrirætlana Bandaríkjamanna um að senda mönnuð geimför til tunglsins að nýju. Áætlanir gera ráð fyrir að það verði árið 2024 en líklegt þykir að það tefjist allnokkuð enda hefur margt orðið til að tefja framvindu verkefnisins.\nGeimjeppinn er hraðskreiður og verður knúinn sólarorku, er á stærð við golfbíl, vegur rúmlega 400 kíló og sagður líta út eins og vélmenni úr Stjörnustríðsmynd.\nHonum verður stjórnað frá jörðu nánast í rauntíma, ólíkt svipuðum tækjum sem send hafa verið til Mars enda er örstutt til tunglsins, aðeins 300 þúsund kílómetrar eða 1,3 ljóssekúndur.","summary":null} {"year":"2021","id":"121","intro":"Sósíalistaflokkur, Miðflokkur og Flokkur fólksins fengju öll kjördæmakjörinn þingmann í Suðurkjördæmi samkvæmt þjóðarpúlsi Gallups. Prófessor í stjórnmálafræði segir það sæta tíðindum en tekur niðurstöðunni með fyrirvara.","main":"Nýr Þjóðarpúls Gallups var birtur í gær og sýnir hann að ríkisstjórnin er fallin og að Flokkur fólksins er í mikilli sókn. Niðurstöðurnar í Suðurkjördæmi eru heldur óhefðbundnar. Þannig mælist Framsókn aðeins með einn kjördæmakjörinn mann í kjördæmi formannsins Sigurðar Inga Jóhannssonar þótt mjög litlu muni að eini þingmaður VG færist yfir til Framsóknar.\nEn það er gott gengi framboða utan fjórflokksins sem vekur einnig athygli. Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn mælast öll með í kringum 10 prósenta fylgi og fengju samkvæmt þessu kjördæmakjörinn þingmann. Samfylkingin mælist hins vegar einungis með 6,8 prósent í kjördæminu og engan þingmann og VG rétt nær inn þingmanni með tæplega 8 prósent. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að verði þetta niðurstaðan muni það teljast til tíðinda. Hann á þó síður von á að svo verði.\nÞað hefur verið kjördæmi þar sem flokkurinn hefur oft verið sterkari heldur en annars staðar. Framsóknarflokkurinn hefur líka verið sterkur og það væru tíðindi ef hann fengi bara einn mann í Suðurkjördæmi en í þessari könnunum munar eiginlega engu að hann fái tvo og ég held að það sé nú langt líklegast.\nÓlafur bendir á að skekkjumörk í könnuninni fyrir kjördæmið séu í hærra lagi, eða um sex prósent. Þess vegna sé í raun lítill munur á þeim sjö flokkum sem eru að mælast á bilinu sex til tólf prósent og taka verði mið af því þegar lesið er í niðurstöðurnar.","summary":"Miðflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn og Flokkur fólksins fá öll kjördæmakjörna þingmenn í Suðurkjördæmi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallups. Samfylkingin fær engan og eini þingmaður VG stendur afar tæpt. "} {"year":"2021","id":"121","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Hollandi í kvöld í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2023. Þorsteinn Halldórsson þjálfari liðsins býst við íslenskum sigri.","main":"Ísland mætir Hollandi klukkan korter fyrir sjö í kvöld á Laugardalsvelli. Þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2023. Holland er ríkjandi Evrópumeistari og silfurliðið af HM 2019. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, segir hollenska liðið sterkt en það íslenska vera fullt sjálfstrausts.\nKvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM en þegar tryggt sér sæti á EM í Englandi næsta sumar. Þorsteinn segir mikið hungur í íslenska liðinu að komast á HM.\nGunnhildur Yrsa Jónsdóttir er fyrirliði íslenska liðsins í fjarveru Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Gunnhildur segir aldursblöndunina í liðinu góða, og þær sem yngri eru hafi mikið fram að færa.\nLeikur Íslands og Hollands hefst klukkan korter fyrir sjö og verður sýndur beint á RÚV, en upphitun hefst í HM stofunni kl. tíu mínútur yfir sex.\nFylkir er fallinn úr efstu deild karla í fótbolta. Það varð ljóst í gærkvöld þegar HK lyfti sér úr fallsæti með 1-0 sigri á Stjörnunni. Það skýrist svo um næstu helgi hvaða lið fellur með Fylki - en ÍA, HK og Keflavík eru öll í fallhættu fyrir lokaumferðina.","summary":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur keppni í undankeppni HM í kvöld. Ísland mætir Evrópumeisturum Hollands á Laugardalsvelli."} {"year":"2021","id":"121","intro":"Akureyrarbær hefur vinnu að deiliskipulagi með það fyrir augum að hægt verði að úthluta lóðum fyrir byggingu gagnavers. Tilkoma Hólasandslínu 3 mun breyta stöðu mála varðandi raforku á Akureyri og að gera orkufrekan iðnað fýsilegri á Eyjafjarðarsvæðinu og víðar.","main":"Á fundi skipulagsráðs Akureyrarbæjar var lagt fyrir erindi atNorth ehf varðandi möguleika á lóð við Hlíðarfjallsveg til að reisa þar gagnaver. Fyrirtækið óskar eftir að fá úthlutað eins hektara lóð með forgangsrétt á nærliggjandi lóðum til stækkunar. Umrætt svæði er í aðalskipulagi skilgreint sem athafnasvæði fyrir hreinlega umhverfisvæna atvinnustarfsemi og telur Pétur Ingi Haraldsson, sviðstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar, gagnaver falla ágætlega undir ákvæði aðalskipulagsins.\nTil þessa hefur Eyjafjarðarsvæðið ekki þótt hentugt fyrir orkufreka starfsemi á borð við gagnaver. Með tilkomu Hólasandslínu 3 sem verið að að leggja milli Rangárvalla á Akureyri og nýs tengivirkis á Hólasandi, breytist staða mála varðandi raforku á línuleiðinni sem er innan fjögurra sveitarfélaga, þar á meðal Akureyrarkaupstaðar.\nGísli Kr. Katrínarson er framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá atNorth segir ánægjulegt að Akureyrarbær hafi tekið vel í erindið.\nGagnaversiðnaðurinn hefur stækkað talsvert á síðustu árum og orðið að raunverulegum iðnaði á síðustu árum. Þetta er eitt af skrefunum sem við þurfum að taka.\nÞetta er engin gulltrygging um að við munum hefja starfsemi en þetta er eitt af skrefunum en við þurfum að leysa úr ýmsum öðrum málum áður en til framkvæmda kemur.","summary":null} {"year":"2021","id":"121","intro":"Frjálslyndi flokkurinn sigraði í þingkosningunum í Kanada. Hann náði þó ekki hreinum meirihluta á þingi eins og leiðtoginn, Justin Trudeau forsætisráðherra, vonaðist eftir.","main":"Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Justins Trudeaus forsætisráðherra Kanada, hlaut flest atkvæði í þingkosningum í landinu í gær. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum náði hann þó ekki hreinum meirihluta á þingi, eins og leiðtoginn vonaðist eftir.\nTrudeau boðaði óvænt til kosninga um miðjan ágúst og sagði að nauðsynlegt væri að kjósa um hvernig stjórnvöld hefðu tekið á COVID-19 farsóttinni í landinu. Þar sem almennt var talið að þeim hefði tekist vel til þótti líklegast að hann vildi hafa meirihluta þingmanna á bak við sig og stjórn sína næsta kjörtímabil. Frjálslyndi flokkurinn hlaut flest atkvæði í gær, en þó ekki nógu mörg, þannig að útlit er fyrir óbreytt ástand í kanadískum stjórnmálum á næstunni, það er minnihlutastjórn Trudeaus.\nHann virtist eigi að síður vera hinn ánægðasti með árangurinn þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Montreal í gærkvöld. Niðurstaðan sýndi að milljónir Kanadamanna styddu framsækna stefnu. Sumir hefðu talað um sundrung í þjóðfélaginu en hann hefði ekki orðið var við það á undanförnum vikum.\nStjórnmálaskýrendur telja að þrátt fyrir árangurinn í gær sitji Justin Trudeau ekki út kjörtímabilið, - segi jafnvel af sér embætti að hálfu öðru ári liðnu.\nTrudeau boðaði óvænt til kosninga um miðjan ágúst og sagði að nauðsynlegt væri að kjósa um hvernig stjórnvöld hefðu tekið á COVID-19 farsóttinni í landinu. Þar sem almennt var talið að þeim hefði tekist vel til þótti líklegast að hann vildi hafa meirihluta þingmanna á bak við sig og stjórn sína næsta kjörtímabil. Frjálslyndi flokkurinn hlaut flest atkvæði í gær, en þó ekki nógu mörg, þannig að útlit er fyrir óbreytt ástand í kanadískum stjórnmálum á næstunni, það er minnihlutastjórn Trudeaus.\nHann virtist eigi að síður vera hinn ánægðasti með árangurinn þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í Montreal í gærkvöld. Niðurstaðan sýndi að milljónir Kanadamanna styddu framsækna stefnu. Sumir hefðu talað um sundrung í þjóðfélaginu en hann hefði ekki orðið var við það á undanförnum vikum.\nStjórnmálaskýrendur telja að þrátt fyrir árangurinn í gær sitji Justin Trudeau ekki út kjörtímabilið, - segi jafnvel af sér embætti að hálfu öðru ári liðnu.","summary":"Frjálslyndi flokkurinn sigraði í þingkosningunum í Kanada. Hann náði þó ekki hreinum meirihluta á þingi eins og leiðtoginn, Justin Trudeau forsætisráðherra, vonaðist eftir."} {"year":"2021","id":"121","intro":"Eiginmaður konu með Alzheimer gagnrýnir að hafa ekki fengið að aðstoða hana við að kjósa og telur að eiginkona sín hafi ekki fengið að njóta kosningaleyndar. Hjónin hyggjast kæra framkvæmdina.","main":"Hjónin Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon fóru á kjörstað utan kjörfundar í gær. Ellý er með Alzheimer og hafði ákveðið að Magnús yrði sér til aðstoðar eins og í fyrri kosningum. Í lögum um aðstoð við atkvæðagreiðslu segir að kjósandi sem ekki sé fær um að kjósa hjálparlaust vegna sjónleysis eða vegna þess að hann getur ekki ritað á kjörseðilinn með eigin hendi geti óskað eftir fulltrúa til að aðstoða sig við að kjósa.\nÞegar röðin kom að þeim tilkynntu þau um fyrirkomulagið, spurt var um ástæðuna og þau útskýrðu sjúkdóm Ellýjar.\nEn kjörstjóri taldi að hún uppfyllti ekki þessi ákvæði um að höndin væri ónothæf og krafðist þess að hún myndi kjósa sjálf.\nEllý var vísað inn í kjörklefa, þar voru margir stimplar og talsvert flókið að geta tengt saman stimpil og flokk. Kjörstjóri fór yfir með henni hvað hver bókstafur væri og fyrir hvaða flokk þeir væru. Og síðan var dregið fyrir og Ellý stóð þarna ringluð inni. Á meðan var ég að þrátta við kjörstjóra um að hún þyrfti aðstoð og reyndi að skýra út að hennar sjúkdómur ylli því að henni væri höndin ónothæf í þessu tilviki, þetta væri hennar fötlun. Það væri alveg ljóst að ég væri hennar aðstoðarmaður en ég fékk ekki að fylgja henni eftir.\nAð lokum fór kjörstjóri inn í kjörklefann með Ellý og aðstoðaði hana við kosninguna, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir Magnúsar um að fá að aðstoða konu sína.\nÉg held að þarna hafi kosningaleynd verið brotin á henni. Þetta verður kært til kjörstjórnar og ég vonast til að úr því skýrist svo að réttur sjúklinga og fatlaðra með Alzheimer-sjúkdóm sé alveg skýr þegar að kjördegi kemur.","summary":"Eiginmaður konu með Alzheimer telur kosningalög hafa verið brotin þegar honum var meinað að aðstoða konu sína við að kjósa í gær. Hann hyggst kæra framkvæmdina."} {"year":"2021","id":"121","intro":"Vegagerðin á Norðurlandi hefur lokað þjóðvegi eitt um Öxnadalsheiði og Fljótsheiði. Þar hafa ökumenn lent í vandræðum í snjó og hálku, enda allir enn þá á sumardekkjum. Á Austurlandi eru menn í viðbragðsstöðu og lögregla og björgunarsveitir fylgjast grannt með veðurspá.","main":"Þó það sé enn þá hæglætisveður víðast hvar á Norður- og Austurlandi, er þó tekið að hvessa við ströndina og á fjallvegum er færð tekin að spillast. Þannig lokaði Vegagerðin þjóðvegi eitt um Öxnadalsheiði og Fljótsheiði á tólfta tímanum. Þar hafa ökumenn lent í vandræðum enda allir enn þá á sumardekkjum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir að alllöng bílaröð sé sitt hvoru megin við Öxnadalsheiði og ökumenn bíði eftir að þeir klári að hreinsa af veginum. Hann á ekki von á öðru en að það leysist úr þessu fljótlega. Og það er krapi og éljagangur á Víkurskarði og á vegum í Þingeyjarsýslu og hálka og éljagangur á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði.\nKristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir að ekki hafi verið tekin nein ákvörðun um sérstakar aðgerðir þar. Vakin hafi verið athygli á vondri veðurspá og árétting og upplýsingar verið sendar til almannvarnarnefndir og menn upplýstir hver á sínu svæði. Sveinn Oddsson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Austurlandi tekur í sama streng. Þar séu allir vel upplýstir um hvað sé í vændum og fylgist með sínu nærumhverfi. Það spáir vestlægri átt fyrir austan þegar líður á daginn, allt upp í 28 metrum á sekúndu. Í vestanátt getur orðið mjög hvasst víða á Austurlandi.","summary":"Vegagerðin á Norðurlandi hefur lokað þjóðvegi eitt um Öxnadalsheiði og Fljótsheiði. Þar hafa ökumenn lent í vandræðum í snjó og hálku, enda allir enn þá á sumardekkjum. "} {"year":"2021","id":"121","intro":"Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um allt land. Stormi er spáð upp úr klukkan eitt á höfuðborgarsvæðinu og varasamt ferðaveður er á öllu landinu. Þetta er fyrsta appelsínugula viðvörunin á höfuðborgarsvæðinu í um ár.","main":"Sunnan- og austanvert landið, auk Vestfjarða er appelsínugult fram eftir degi vegna suðvestan storms, allt að 28 metrum á sekúndu. Og fyrir norðan og vestan er landið gult vegna hvassrar suðaustanáttar og talsverðar rigningar. Búist er við norðvestan hvassviðri eða stormi á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi og er fólk er varað við því að vera á ferðinni, einkum við há hús. Á Suðurlandi er búist við snörpum vindhviðum við fjöll, allt að 40 metrum á sekúndu undir Eyjafjöllum.\nElín Björk Jónasdóttir er veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands:\nÞað er líklega svona hátt í ár síðan við vorum með appelsínugula viðvörun hér síðast.\nHvað veldur? Það er djúp lægð rétt vestur af höfuðborgarsvæðinu, hún hefur verið að færast nær landi, sem gengur frá Reykjanesi yfir á Tröllaskaga og síðan áfram í norðaustur í dag og það er mjög hvasst sunnan þessarar lægðarmiðju og það verður mjög hvöss vestanátt í dag frá svona 1 eða 2 eftir hádegi og fram eftir degi.\nElín segir ráðlegt að bíða með ferðalög til morguns.\nAlmennt er best að láta þessa lægð bara líða hjá áður en fólk ætlar að fara að hreyfa sig á milli staða.\nViðvaranirnar ganga meira eða minna úr gildi annaðhvort síðdegis eða í kvöld og svo er miklu betra veður á morgun.","summary":"Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um allt land. Stormi er spáð upp úr klukkan eitt á höfuðborgarsvæðinu og varasamt ferðaveður er á öllu landinu. Björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og Almannavarnir fylgjast grannt með stöðunni. "} {"year":"2021","id":"122","intro":"Vísbendingar eru um að flúor í heyfeng bænda í Reyðarfirði sé svo mikill að sumt heyið megi ekki gefa jórturdýrum á meðan þau eru mjólkandi. Flúorinn kemur frá álveri Fjarðaáls og mældist hár í sumar vegna þurrka og hægviðris.","main":"Mögulegt er að hluti af heyfeng bænda í Reyðarfirði sé ónothæfur fyrir mjólkandi jórturdýr. Mikill flúor frá Fjarðaáli settist á gras í Reyðarfirði í sumar vegna þurrka og hægviðris og mælist yfir mörkum fyrir ákveðnar skepnur.\nÁlver Alcoa Fjarðaáls losar flúor út í andrúmsloftið og treystir á vinda til að feykja honum í burtu og rigningu til að skola honum af grasi. Aðstæður í Reyðarfirði voru mjög óheppilegar í sumar, miklir þurrkar og stillur og mældist flúor í grasi yfir viðbragðsmörkum. Dýrum og mönnum stafar ekki hætta af flúornum en auka þarf vöktun og meðal annars taka sýni úr heyfeng bænda. Náttúrustofa Austurlands tók sýnin og þau voru greind hjá HAFRÓ.\nSamkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun voru heysýnin langt undir mörkum fyrir hesta sem þola mikinn flúor. Tvö sýni voru á mörkunum fyrir sauðfé en mjólkandi jórturdýr eru viðkvæmust fyrir efninu. Flúorinn getur skolast út með mjólkinni, skaðað ungviði á spena og kúamjólk gæti orðið ótæk til vinnslu eða neyslu.\nSamkvæmt evróputilskipun má flúor ekki fara yfir 30 milligrömm í kílói af heyi miðað við 88% þurrefnainnihald fyrir mjólkandi jórturdýr. Mörg sýnin voru yfir þeim mörkum en taka skal fram að endurtaka þarf mælinguna með viðurkenndum aðferðum.\nBót er í máli að engar mjólkurkýr eru í Reyðarfirði. Og að á bænum Sléttu sem er eina sauðfjárbúið mælist flúor í heyinu rétt undir mörkum. Það mælist hærra í Áreyjum sem flytur út hey til Færeyja og á Seljateigi og Kollaleiru en þar er aðeins heyjað fyrir hesta.","summary":"Vísbendingar eru um að flúor í heyfeng bænda í Reyðarfirði sé svo mikill að sumt heyið megi ekki gefa jórturdýrum á meðan þau eru mjólkandi. Flúorinn kemur frá álveri Fjarðaáls og mældist mikill í sumar vegna þurrka og hægviðris."} {"year":"2021","id":"122","intro":"Miklar sviptingar urðu í úrvalsdeild karla í fótbolta í gærkvöld. Breiðablik missti þá toppsætið til Víkings sem eru í kjörstöðu fyrir lokaumferðina.","main":"Tveimur stigum munaði á Breiðabliki og Víkingi í gær í efstu tveimur sætunum. Bæði lið áttu erfiða útileiki fram undan, Breiðablik gegn FH og Víkingar gegn KR. Blikar áttu erfitt uppdráttar í Kaplakrika og töpuðu að lokum 1-0 eftir að Árni Vilhjálmsson misnotaði víti þegar um stundarfjórðungur var eftir. Á sama tíma voru Víkingar og KR að gera 1-1 jafntefli á Meistaravöllum, en Helgi Guðjónsson kom Víkingum yfir 2-1 þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Á fimmtu mínútu uppbótatíma fengu KR-ingar svo vítaspyrnu Víkingum til mikillar óánægju og upp úr sauð á vellinum, sem endaði með því að Kjartan Henrý Finnbogason fékk rautt spjald fyrir að slá til varamarkvarðar Víkings með krepptum hnefa. Það fór þó svo að Ingvar Jónsson markvörður Víkinga varði vítið frá Pálma Rafni Pálmasyni, og 2-1 sigur Víkings niðurstaðan. Víkingar fóru með því á topp deildarinnar, með einu stigi meira en Breiðablik þegar ein umferð er eftir. Víkingur fær Leikni í heimsókn í lokaumferðinni og Breiðablik HK. Hljóðið var þungt í Óskari Hrafni Þorvaldssyni þjálfara Blika eftir tapið í gær.\nÞá lyfti ÍA sér upp úr fallsæti með 5-0 sigri á Fylki en HK getur sent þá aftur í fallsæti í kvöld þegar HK mætir Stjörnunni. Þá vann KA 4-1 sigur á Val á Hlíðarenda og lyfti sér með því upp í þriðja sætið.\nGuðmundi Guðmundssyni, þjálfara karlalandsliðsins í handbolta, hefur verið sagt upp störfum hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Melsungen. Félagið hefur náð í eitt stig úr fyrstu þremur leikjum tímabilsins og hafnaði í áttunda sæti á síðustu leiktíð. Félagið segir árangurinn vera langt undir væntingum bæði núna og á síðustu leiktíð og því hafi breytinga verið þörf. Leit stendur nú að eftirmanni Guðmundar en aðstoðarþjálfari liðsins stýrir því þangað til hann hefur verið fundinn.","summary":null} {"year":"2021","id":"122","intro":"Verð hlutabréfa í Kauphöllinni hefur lækkað mikið í öllum félögum á markaði í dag. Einnig hefur orðið vart við lækkun í Bandaríkjunum og Evrópu sem rakin er til yfirvofandi gjaldþrots kínversks fasteignafélags. Greinandi segir að smæð markaðarins hér á landi og kosningaskjálfti ýti enn frekar undir lækkun hér.","main":"Það sem af er degi hafa tölurnar verið rauðar í Kauphöllinni. Úrvalsvísitlan hefur lækkað um 3,4 prósent í dag og um 5,6 prósent í liðinni viku. Undanfarna sex mánuði hefur hún hækkað sem nemur 13,3 prósentum. Verð hlutabréfa féll í Kauphöllinni í Hong Kong í morgun. Ástæða þess er afar erfið skuldastaða kínverska fasteignarisans Evergrande.\nStjórnendur fyrirtækisins hafa lýst því yfir að það gæti stefnt í gjaldþrot en fyrirtækið hefur átt í vandræðum með að greiða af skuldum og með vexti af skuldaskjölum. Lækkunin hér á landi skýrist aðallega af komandi kosningum að mati Snorra Jakobssonar, hagfræðings og greinanda hjá Jakobsson capital.\nÞað hafa verið mjög miklar lækkanir í dag og vissulega er einhver titringur út af kosningum. Menn eru hræddir við útgjaldavöxt og mögulega vaxtahækkanir og svo framvegis. Svo eru líka lækkanir aðeins erlendis. Það hafa verið gríðarlegar hækkanir og mikill hagvöxtur í Kína og það er einhver titringur þar sem smitast til Evrópu og Bandaríkjanna.\nHann segir að markaðurinn hér sé kvikari en aðrir markaðir vegna smæðar sinnar.\nÞetta er mun dramatískara hérna heima. Það er vegna þess að það skortir dýpt og virkni á íslenska markaði. Ef við horfum til lengri tíma þá má rökstyðja það að hlutabréfaverð ætti að hækka einfaldlega vegna þess að ef við horfum á hrávöruverð og verðbólgu alls staðar í heiminum þá erum við að sjá hana vaxa gríðarlega. Eins og verðbólgu í Þýskalandi 3,9 prósent sem er land stöðugleikans, þar er verðbólga næstum því jafn há eins og hér og einhvers staðar verða menn að ávaxta peningana, annars brenna þeir upp á verðbólgubáli.","summary":"Hlutabréf í öllum félögum í Kauphöllinni hafa fallið töluvert í verði í morgun. Erfið skuldastaða kínversks fasteignarisa hefur valdið lækkunum víða á Vesturlöndum. Kosningaskjálfti og smæð markaðarins veldur enn meiri lækkun hér."} {"year":"2021","id":"122","intro":"Riðusérfræðingar frá fjórum löndum hafa frá því í vor leitað nýrra arfgerða í íslenska sauðfjárstofninum sem eiga að vernda sauðkindina fyrir riðusmiti. Þetta er fyrsta rannsóknin af þessu tagi sem gerð er hér á landi í tuttugu ár. Meðal annars verða tekin sýni úr tvö þúsund og fimm hundruð kindum á Íslandi og Grænlandi.","main":"Undir forystu Karólínu Elísabetardóttur, bónda í Hvammshlíð í Skagabyggð, var í vor hafin leit að erlendum rannsóknum sem sýna fram á lausnir gegn riðuveiki. Að verkefninu koma sérfræðingar frá Þýskalandi, Englandi og Ítalíu, auk íslenskra dýralækna og líffræðinga.\nSegir Karolína en leiðin til þess sé að finna verndandi arfgerðir gegn riðuveiki. Hefðbundnar arfgerðir, sem dugi í flestum sauðfjárkynjum erlendis, hafi til þessa ekki fundist í íslenska fjárstofninum. Hins vegar sé til sjaldgæf arfgerð í ítölsku sauðfé og til séu heimildir um að þessi tiltekna arfgerð hafi fundist hér á landi.\nOg nú sé hafin viðmikil sýnataka og rannsóknir en til stendur að skoða samtals 2.300 kindur um allt land, auk 200 kinda af íslenskum fjárstofni á Grænlandi. Og til standi að kynna bændum verkefnið á tveimur kynningarfundum þar sem þýskur prófessor talar meðal annars.","summary":null} {"year":"2021","id":"122","intro":"Að minnsta kosti sex létust og hátt í þrjátíu særðust í skotárás í háskóla í Rússlandi í dag. Árásarmaðurinn, nemandi í skólanum, særðist alvarlega í viðureign við lögregluna.","main":"Nemandi við háskóla í borginni Perm í Rússlandi skaut í dag að minnsta kosti sex til bana og særði hátt í þrjátíu til viðbótar. Hann særðist alvarlega í átökum við lögreglu.\nÁrásina framdi nemandinn á háskólasvæðinu skömmu áður en kennsla hófst í morgun. Mikil skelfing greip um sig. Nemendur og kennarar flýðu inn í stofur og lokuðu að sér. Á samfélagsmiðlum mátti sjá myndskeið af nokkrum úr skólanum kasta eigum sínum út um glugga og stökkva síðan sjálfir út.\nLögregla kom fljótt á staðinn og lokaði öllum byggingum á háskólasvæðinu. Árásarmaðurinn reyndi að verjast þegar átti að handtaka hann. Hann særðist alvarlega og er nú á gjörgæslu. Ekki hefur verið unnt að yfirheyra hann. Að sögn rússnesku fréttastofunnar Tass særðust 28 í árásinni. Nítján voru með skotsár. Nokkrir eru sagðir alvarlega særðir. Fyrstu fréttir hermdu að átta hefðu fallið, en síðar greindu yfirvöld frá því að sex væru látnir.\nÞetta er önnur mannskæða skotárásin í rússneskum skóla á þessu ári. Í maí létust níu í skóla í borginni Kazan eftir að fyrrverandi nemandi skólans hóf þar skothríð. Í kjölfar þeirrar árásar kallaði Vladimír Pútín Rússlandsforseti eftir hertari skotvopnalöggjöf í landinu. Forsetinn vottaði öllum samúð sína, sem eiga um sárt að binda eftir árásina í Perm í dag.","summary":"Að minnsta kosti sex létust og hátt í þrjátíu særðust í skotárás í háskóla í Rússlandi í dag. Árásarmaðurinn, nemandi í skólanum, særðist alvarlega í viðureign við lögregluna."} {"year":"2021","id":"122","intro":"Það er óviðunandi hversu langan tíma hefur tekið að byggja nýjan Landspítala ekki síst í ljósi þess að sá sem fyrir er er löngu hættur að standast nútímakröfur sjúkrahúsa. Efla þarf eftirlit með heilbrigðiskerfinu. Þetta er mat formanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélags Íslands.","main":"Þær Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sanda B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands ræddu stöðu heilbrigðiskerfisins á Morgunvakt Rásar 1 í morgun. Guðbjörg sagði að starfsumhverfi væri eitt af þeim málum sem helst brynnu á heilbrigðisstarfsfólki.\nÞetta náttúrulega gengur ekki - er einhver þjóð sem hefur tekið sér 10-15 ár í að reisa einn spítala?\nGuðbjörg sagði að núverandi húsnæði Landspítala væri löngu hætt að standast þær kröfur sem gerðar eru til sjúkrahúsa:\nÞað eru kannski 2-3 einbýli á einni stórri deild, þar fyrir utan eru 2-6 klósett á heilli deild fyrir 20 manns.\nVið erum með 4 og jafnvel 6 manna stofur þar sem allir koma saman.\nVið getum bara talað um vinnuaðstöðu starfsfólksins - hún er óviðunandi.\nSandra sagði að efla þyrfti eftirlit með heilbrigðisþjónustu og þeim 10.000 sem starfa innan heilbrigðiskerfisins. En það er á hendi Embættis landlæknis.\nÞað síðasta sem ég heyrði var að það væru fjórir einstaklingar, fjögur stöðugildi sem sinni eftirliti og eftirlitsskyldu með öllu heilbrigðiskerfinu.\nMér er það til efs að þessi eining hjá Landlæknisembættinu hafi þá getu til að sinna eftirlitsskyldu sinni þannig að ég held að það vanti stórlega í þar að styrkja stöðu Landlæknisembættisins til að ráða við þetta viðamikla verkefni.","summary":null} {"year":"2021","id":"122","intro":"Fyrstu íbúar flytja inn í nýtt áfangaheimili Kvennaathvarfsins í næstu viku. Framkvæmdastýra athvarfsins segir að þörf hafi verið fyrir heimili sem þetta, frá stofnun Kvennaathvarfsins fyrir tæpum fjörutíu árum árum, en þar geta konur búið með börn sín í allt að ár eftir að dvöl þeirra í athvarfinu lýkur. Dæmi séu um að konur búi með börn sín í litlum herbergjum athvarfsins mánuðum saman.","main":"Húsið er í miðborg Reykjavíkur með 18 íbúðum. Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að með því sé komið til móts við brýna þörf.\nÞetta er mjög eðlilegt framhald af dvöl í kvennaathvarfi að geta tekið þetta skref. Eru alltaf konur í Kvennaathvarfinu sem þyrftu á svona úrræði að halda? Já, ég held að ég geti sagt það. Á meðaldegi í Kvennaathvarfinu eru 12 konur í dvöl, ekki allar þeirra myndu þurfa á þessu úrræði að halda, en alltaf einhverjar. Það hefur alveg gerst að kona hafi dvalið í Kvennaathvarfinu allt að ár, rúmlega 11 mánuði sem er auðvitað mjög langur tími í neyðarathvarfi og á alls ekki að vera svo langur. Og önnur ástæða fyrir því að áfangaheimili af þessu tagi er svo mikilvægt er að konur fara gjarnan úr athvarfinu í mjög erfiðar aðstæður","summary":null} {"year":"2021","id":"122","intro":"Heilbrigðismálin eru efst í huga kjósenda allra flokka þegar gengið verður til kosninga á laugardaginn. Þetta sýnir ný könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Umhverfismál skipta kjósendur mun meira máli en í fyrri kosningum.","main":"Félagsvísindastofnun kannaði viðhorf Íslendinga til áherslumála kosninganna dagana 2. til 17. september. Voru þátttakendur beðnir um að nefna þrjú mikilvægustu málefnin í aðdraganda kosninga. Einhugur er á meðal kjósenda allra flokka hvaða málefni skiptir þá mestu, það eru heilbrigðismálin. Rúmlega 79 prósent þátttakenda settu heilbrigðismál í fyrsta sæti. Rúnar Már Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði, telur að faraldurinn skýri þetta að stórum hluta.\nOg sú mikla umræða sem hefur átt sér stað um heilbrigðiskerfið og þjónustu heilbrigðiskerfisins í þessum faraldri. Það hefur líka vakið athygli á ýmsu sem mætti betur fara, að fjallað er mikið um heilbrigðiskerfið þannig verður það ofar í huga fólks.\nNæst mikilvægasta málefnið er umhverfismál, 42,4 prósent telja það á meðal mikilvægustu málefna. Þetta er töluverð breyting frá fyrri kosningum en árið 2013 nefndu einungis 8,6 prósent þann málaflokk. Rúnar segir það í tak við aukna fjölmiðlaumfjöllun um umhverfismál.\nÞað er svona vaxandi skilningur á því að við berum ábyrgð á umhverfinu og þurfum að grípa til aðgerða í málefnum umhverfisins.\nÞau mál sem síst eru ofarlega í huga kjósenda eru byggðamál, Evrópumál og málefni landbúnaðar, en vel innan við 10 prósent telja þau mál mikilvægust. Hvað Evrópumálin varðar eru það einungis kjósendur Viðreisnar sem telja þau á meðal þriggja mikilvægustu málefnanna.","summary":"Kjósendur allra flokka eru á einu máli um að heilbrigðismál séu mikilvægasta málefnið fyrir komandi alþingiskosningar. Umhverfismál eru ofar í huga kjósenda en nokkurn tíma áður. "} {"year":"2021","id":"123","intro":"Pólítíska yfirstéttin í Hong Kong kýs í dag fjölmenna nefnd sem ákveður hver verður næsti leiðtogi borgarinnar og kýs næstum helming löggjafarþingsins. Kosningarnar byggja á nýju kerfi úr ranni Kínastjórnar.","main":"Í raun hefur aldrei ríkt lýðræði í Hong Kong og það er kveikja áralangra mótmæla. Þó umbáru stjórnvöld háværa andstöðu um nokkurt skeið eftir að Kínverjar tóku við stjórninni af Bretum árið nítjánhundruð níutíu og sjö.\nKínastjórn braut mótmæli á bak aftur að mestu fyrir tveimur árum, setti á öryggislög sem gera allan mótþróa óleglegan ásamt kerfi þar sem aðeins þeir sem taldir eru trúir Kína geta gefið kost á sér til embætta.\nÞað var gert þrátt fyrir loforð um að borgin héldi frelsi og ákveðnu fullveldi í fimmtíu ár eftir yfirtökuna. Fyrsta atkvæðagreiðslan undir slagorðinu \u001eFöðurlandsvinir ráða Hong Kong hófst í morgun.\nÞar kjósa fjögurþúsund og áttahundruð manns fimmtán hundruð manna kjörnefnd sem í desember velur fjörtutíu manns til að sitja á löggjafarþingi borgarinnar. Hagsmunahópar kjósa þrjátíu en aðeins tuttugu verða kosin beinni kosningu.\nÁ næsta ári velur kjörnefndin næsta leiðtoga Hong Kong sem Kínastjórn loks staðfestir. Árið tvöþúsund og sextán völdu um tvöhundruð og þrjátíu þúsund kjörnefndina.\nKínversk stjórnvöld segja þetta nýja kerfi tryggja að enginn andstæðingur þeirra komist til áhrifa en gagnrýnendur telja að Hong Kong verði með því alger spegilmynd Kína án virkrar stjórnarandstöðu.","summary":null} {"year":"2021","id":"123","intro":"Utanríkisráðherra Frakklands fór hörðum orðum um stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu í gær og sakar þau um lygar, lítilsvirðingu og brot á trúnaði. Mikil togstreita hefur skapast á milli ríkjanna eftir að nýtt varnarbandalag Breta, Bandaríkjamann og Ástrala var kynnt í vikunni.","main":"Aukus-samkomulagið sem leiðtogar Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu kynntu á miðvikudag hefur valdið meiri háttar deilu sem ekki sér fyrir endann á.\nEmmanuel Macron Frakklandsforseti gaf skipun um að kalla heim sendiherra Frakklands í Bandaríkjunum og Ástralíu í fyrradag. Jean-Yves Le Drian Sjon Ív Lu Drían utanríkisráðherra Frakklands var spurður hvaða þýðingu það hefði að kalla sendiherrana heim. Hann segir það táknræna aðgerð.\nFrench Foreign Minister Jean-Yves Le Drian:\n\"It is very symbolic. There has been a lie, There was duplicity, there was a major breach of trust, there was contempt, so things are not going well between us. It is not going well at all.\nRáðherrann sparar ekki stóru orðin. Lygar, tvískinnungur, lítilsvirðing og meiriháttar brot á trúnaði áttu sér stað. Það er alls ekki gott á milli okkar, segir Le Drian Lu Drían.\nAukus-samkomulagið felur í sér víðtækt samstarf í varnarmálum. Meðal annars fá Ástralar aðgang að bandarískri tækni í smíði kjarnorknúinna kafbáta. Af þeim sökum riftu Ástralar samningi sem þeir höfðu gert við franskt fyrirtæki um kaup á kafbátum fyrir ríflega 30 milljarða evra.\nPeter Dutton varnarmálaráðherra Ástralíu segir að Frökkum hafi verið gert ljóst að samningurinn þætti of kostnaðarsamur auk þess var hann langt á eftir áætlun. Hann kveðst skilja reiði Frakka en að þetta viðhorf Ástrala hafi verið opinbert og á allra vitorði um langa hríð.\nBæði áströlsk og bandarísk stjórnvöld hafa lýst vilja sínum til að leysa ágreininginn við Frakka og tryggja áframhaldandi góð samskipti. Haft er eftir talsmanni frönsku ríkisstjórnarinnar að Macron og Joe Biden Bandaríkjaforseti ætli að ræða saman í síma á næstu dögum.","summary":"Utanríkisráðherra Frakklands segir stjórnvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu hafa logið og sýnt Frökkum lítilsvirðingu með nýju varnarbandalagi. Varnarmálaráðherra Ástralíu vísar þessu á bug. "} {"year":"2021","id":"123","intro":"Hraunpollar byggjast nú upp í Geldingadölum og bresti þeir getur hraunið runnið mjög hratt niður í Nátthaga. Þorvaldur Þórðarson prófessor í eldfjallafræði segir að því sunnar sem hraunpollarnir séu í Geldingadölum þeim mun meiri líkur séu á að hraun flæði út úr Nátthaga. Nátthagi er mjög nálægt Suðurstrandarvegi.","main":"Virkni í óróamæli við Fagradalsfjall hefur minnkað síðasta sólarhring eftir líflega virkni síðustu daga. Óróamælirinn segir ekki alla söguna, segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðiprófessor. Hann segi til um yfirborðsvirkni sem hafi nú róast, það er gasútstreymið, en ekki sé hægt að útiloka að enn flæði inn í hraunið eftir innri rásum.\nÞað er mín tilfinning alla vega að þetta gos hafi alla tilburði að vera í gangi í einhver ár. En maður svo sem veit ekkert fyrir víst hvað það varðar. En það er ekkert sem er að segja okkur það að þetta gos sé að fara að hætta á morgun.\nÍ dag eru sex mánuðir síðan byrjaði að gjósa við Fagradalsfjall á mjög heppilegum stað með tilliti til innviða því það er fjarri vegum og rafleiðslum. Og margir dalir hafa tekið við hrauninu; Meradalir, Geldingadalir og Nátthagi. Nú er þungamiðjan í Geldingadölum, segir Þorvaldur:\nVið sjáum það að það byggjast upp hraunpollar í Geldingadölum og við sáum það náttúrulega bara í síðustu viku á þriðjudaginn að þegar þessir hraunpollar bresta og opnast að þá getur hraunið farið niður, sem sagt áfram, mjög hratt og farið þá mun lengra en undir svona venjulegum kringumstæðum. Því framar sem þeir eru í Geldingadölunum eða sunnar, getum við sagt, því meiri líkur eru á því að þetta hraun fari síðan að fylla verulega inn í Nátthaga og jafnvel að flæða út úr Nátthaganum.","summary":null} {"year":"2021","id":"123","intro":"Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir að eitt forgangsatriða þeirra stjórnvalda sem taki við að loknum kosningum um næstu helgi verði að halda viðvarandi lágu vaxtastigi.","main":"Halldór Benjamín var meðal viðmælenda í Silfrinu í dag. Þar sagði hann að Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri væri búinn að stíga fram og segja að ef hið opinbera dregur ekki úr umsvifum sínum eða eykur þau ekki frekar, þá bregðist Seðlabankinn við með vaxtahækkunum.\nVaxtahækkun Seðlabankans í dag er allt önnur en vaxtahækkun Seðlabankans fyrir nokkurm árum. Nú er megnið af heimilum landsins komið með húsnæðislán sem eru á breytilegum vöxtum. Þetta mun hafa mjög snör áhrif inn í heimilisbókhald okkar allra um hver mánaðamót svo nokkrum mánuðum eða árum skiptir. Við sem hér sitjum ættum að geta verið sammála um það að eitt forgangsatriði í aðdraganda þessa kosninga er að tryggja að þau stjórnvöld sem taki hér við að loknum kosningum hafi þetta í huga að viðvarandi lægra vaxtastig eru almannagæði sem gagnast öllum heiminum, alveg sama hvað þau kjósa.","summary":"Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir að eitt forgangsatriða þeirra stjórnvalda sem taki við að loknum alþingiskosningum verði að halda viðvarandi lágu vaxtastigi. "} {"year":"2021","id":"123","intro":"Tryggingafélögin innheimta óeðlilega háar ökutækjatryggingar að sögn framkvæmdastjóra FÍB. Félagið hafi gert ítrekaðar athugasemdir sem tryggingafélgin hafi ekki svarað. Hagsmunasamtök þeirra, Samtök fjármálafyrirtækja hafi hinsvegar svarað í fjölmiðlum. Málið er nú á borði Samkeppniseftirlitslins.","main":"Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur að verðlagning ökutækjatrygginga hér á landi sé óeðlileg. Kostnaðurinn við þær sé mun hærri hér en í nágrannalöndunum og munurinn sé hið minnsta fimmtíu prósent.\nRunólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir þessi gjöld sem eru lögbundin vera stóran lið í útgjöldum heimilanna. Tryggingafélögin fjögur hafi ekki svarað gagnrýni FÍB sem að þessu snýr. Það hafi hins vegar hagsmunasamtök þeirra gert, Samtök fjármálafyrirtækja í aðsendri grein á Vísi fyrir skemmstu, þar sem formaður Samtakanna réttlætti verðlagningu tryggingafélaganna og hélt því fram að nálgun FÍB á málinu væri ekki rétt.\nMarkmiði er að það sé samkeppni á markaði. Hagsmunasamtökum fyrirtækja er skv. samkeppnislögum bannað að tjá sig almennt um verðlagningu eða kjör félagsmanna sinna því þá erum við komin út í einhvers konar samráð. Á grundvelli þess þá sendum við inn kvörtun til Samkeppniseftirlitsins um þessa óeðlilegu nálgun um að heildarsamtökin séu að tjá sig fyrir hönd fyrirtækja á samkeppnismarkaði. Samkeppniseftirlitið tók kvörtunina upp og hefur sent Samtökum fjármálafyrirtækja erindi þar sem þau eru krafin um gögn og svör við áleitnum spurningum sem gætu varðar samkeppnislagabrot. Það er mjög mikilvægt að opinberir aðilar gæti að því að þessi markaður sem að er mjög stór útgjaldaliður heimilanna, þ.e.a.s. ökutækjatrygginar að það sé gott eftirlit með þeim og að það sé tryggt að það sé ekki verið að bjóða neytendum upp á óeðlileg iðgjöld og að okkar mati ofruiðgjöld.\nHann segir allar ytri aðstæður hafa verið mjög hagfelldar á vátryggingamarkaði. Umferð hafi dregist saman og slysum fækkað.\nSamt hafa iðgjöld ökutækjatrygginga hækkað langt umfarm þróun verðlagsvísitölu og við teljum eðlilegt að það sé skoðað ofaní kjölinn hvað sé þarna að eiga sér stað.\nÁ sama tíma hafi tryggingafélögin skilað methagnaði.\nEftir sem áður hækka iðgjöldin alltaf. Þannig að það er bara eðlilegt að spurt sé hvað sé í gangi og hættan er auðvitað sú, og sporin hræða, að menn á fákeppnismarkaði séu bara sáttir við það geta mjólkað viðskiptavini sína og séu í rauninni ekki að standa í samkeppni sín á milli til þess að lokka til sín viðskiptavini.","summary":null} {"year":"2021","id":"123","intro":"Helstu stjörnur sjónvarpsins koma saman í fyrsta sinn um tveggja ára skeið þegar Emmy-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag. Framleiðandinn lofar glæsileika og fjöri.","main":"Crown theme song (byrjar og feidar svo undir fyrstu setninguna)\nBúist er við að sjónvarpsþáttaröðin The Crown sem fjallar um bresku konungsfjölskylduna og framleidd er af streymisveitunni Netflix verði valin sú besta í ár. Helst er búist við að Stjörnustríðssería Disney+ The Mandalorian veiti henni samkeppni.\nJafnframt þykja nokkrar líkur á að leikarinn Michael K. Williams fái verðlaun fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni Lovecraft Country en hann lést fyrr í mánuðinum.\nGrínistinn Cedric the Entertainer tekur við af Jimmy Kimmel sem kynnir en hann stýrði hátíðinni á síðasta ári frammi fyrir tómum sal. Stjörnurnar voru heima hjá sér á náttfötunum eða spariklæddar, allt eftir smekk.\nFerðalög mili landa eru enn erfið og því taka margir tilnefndra þátt í hátíðinni gegnum Netið. Nú mega fimmhundruð gestir vera viðstaddir en þurfa að fylgja mjög ströngum sóttvarnareglum. Meðal annars þarfa að færa sönnur á bólusetningu við COVID-19.\nIan Stewart, framleiðandi útsendingarinnar, segir ekki á stefnuskránni að hópur stórstjarna veikist á hátíðinni. Hann lofar þó að fjörið verði ósvikið og glæsileikinn mikill.","summary":null} {"year":"2021","id":"123","intro":"Njarðvík vann langþráðan titil í gærkvöldi þegar karlaliðið hafði betur gegn ríkjandi bikarmeisturum Stjörnunnar í úrslitum bikarsins. Fyrr um daginn tryggði kvennalið Hauka sér sinn sjöunda bikarmeistaratitil með því að leggja Fjölni að velli.","main":"Hjá körlunum mættust Stjarnan og Njarðvík. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta léku Njarðvíkingar frábærlega og náðu 16 stiga forystu. Sigur liðsins var í raun aldrei í hættu í kjölfarið og lokatölur í gærkvöld voru 97-93 fyrir Njarðvík.\nLogi Gunnarsson, fyrirliði liðsins, var að vonum ánægður í leikslok og hrósaði stuðningsmönnum liðsins.\nBenedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvík, var einnig ánægður meik leik sinna manna og sagði símtal frá Loga eina ástæðu þess að hann tók við þjálfun liðsins.\nFyrri leikur gærdagsins var viðureign Hauka og Fjölnis í kvennaflokki. Fjölnir byrjaði leikinn vel en í öðrum leikhluta tóku Haukakonur öll völd og unnu að lokum fimm stiga sigur 94-89. Helena Sverrisdóttir átti stórleik með Haukum í gær en hún var stigahæst í liðinu með 26 stig. Úrslitaleikirnir í gær eru hluti af bikarkeppninni frá síðasta tímabili en þá varð Helena einmitt Íslandsmeistari með Val. Hún segir það nokkuð sérstakt að vera Íslands- og bikarmeistari en með sitthvoru liðinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"124","intro":"Bandaríkjastjórn viðurkennir að drónaárás sem gerð var í Kabúl höfuðborg Afganistan 29. ágúst síðastliðinn hafi orðið tíu saklausum borgurum að bana, hjálparstarfsmanni og fjölskyldu hans.","main":"Sjö börn dóu í árásinni, það yngsta tveggja ára. Árásin var gerð nokkrum dögum eftir að hryðjuverkaárás var gerð á flugvöllinn í borginni á meðan brottflutningi fólks þaðan stóð eftir valdatöku Talibana í landinu.\nBreska ríkisútvarpið greinir frá því á vef sínum að leyniþjónustumenn höfðu fylgst með ferðum bíls hjálparstarfsmannsins Zamairi Akmadhi klukkustundum saman.\nTalið var að hann hefði tengst við ISIS-K, Khorasan-héraðs arm samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Það sást til manna setja eitthvað það í farangursrými bílsins sem talið var vera sprengiefni.\nÞegar árásin var gerð töldu Bandaríkjamenn að hann væri á leið á flugvöllinn í þeim tilgangi að sprengja bílinn í loft upp og valda þar með manntjóni miklu. Þegar á hólminn kom reyndist meinta sprengiefnið vera vatnsbrúsar.\nKenneth McKenzie hershöfðingi í Bandaríkjaher segir atburðinn vera hræðileg mistök en ættingjar Akmadhis segja hann og fjölskyldu hans hafa sótt um flutning til Bandaríkjanna og verið að bíða tilkynningar um að þau skyldu halda á flugvöllinn í Kabúl.","summary":null} {"year":"2021","id":"124","intro":"Nú stendur yfir evrópska samgönguvikan og taka bæir og borgir víða um Evrópu þátt í átakinu. Reykjavík og Akureyri eru meðal þátttakenda. Mikilvægt er að mati hjólreiðamanns að endurhugsa vegakerfið til að auðvelda almenningi að nota hjólið oftar.","main":"Átakið samevrópska hefur verið starfrækt frá árinu 2002. Jón Þór Kristjánsson upplýsingafulltrúi Akureyrarbæjar segir Akureyri hafa tekið þátt undanfarin ár.\nSamgönguvikan er fyrst og fremst hvatningarátak. Þetta er svona vitundarvakning þar sem bæir og borgir eru að hvetja íbúa sína til þess að notast við umhverfisvæna og heilsusamlega samgöngumáta og skilja þá bílinn alla vega oftar eftir heima.\nVið erum að nota okkar miðla til þess að deila fjölbreyttu efni til að hvetja fólk til að nota heilsusamlega og umhverfisvæna samgöngumáta.\nÍ ár fellur vikan á sérstaklega viðeigandi dagsetningar fyrir Ísland en hún hófst 16. september á degi íslenskrar náttúru og lýkur á bíllausa deginum 22. september.\nÁ Íslandi getur verið krefjandi að nota aðra samgöngumáta en einkabílinn. Ottó Elíasson, íbúi á Akureyri hjólar mikið í stað þess að nota bíl. Hann segir veðrið og brekkurnar vera krefjandi en rafhjól auðveldi að takast á við það. Vegakerfið sjálft sé hins vegar það sem þyrfti að bæta.\nAkureyri er bara svo bílamiðaður bær. Vegakerfið er bara ekkert hugsað fyrir hjólandi, það er svona stærsti þátturinn.\nAð mínum dómi þá er það að aðskilja hjólareinina frá gangandi og akbrautum og kannski á þessum stofnbrautum sérstaklega þar sem hámarkshraðinn er 50.","summary":"Evrópska samgönguvikan stendur nú yfir, markmið hennar er að hvetja fólk til að velja umhverfis- og heilsusamlega samgöngumáta."} {"year":"2021","id":"124","intro":"Hundruð slökkviliðsmanna sem glíma við skógarelda í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum eru bjartsýnir á að þeim takist að bjarga heimsins stærsta tré frá eldtungunum. Milljónir ekra hafa orðið skógareldum að bráð í sumar.","main":"Tréð gengur undir heitinu Sherman hershöfðingi og er 83 metra há risafura sem stendur í skógi risanna, Giant Forest í Sequoia-þjóðgarðnum. Eldarnir ógna skóginum þar sem fimm stærstu tré heims standa, einhver þeirrar eru talin vera allt að þrjú þúsund ára gömul.\nTrén eru ekki þau hæstu í heimi, strandrisafurur geta orðið yfir 100 metra háar en rúmmál risafuranna er meira. Hershöfðinginn er líklega allt að 1.500 rúmmetrar og massi hans yfir 2.000 tonn.\nÁ fimmtudaginn gripu slökkviliðsmenn til þess ráðs að vefja Sherman hershöfðinga í eldvarnarteppi úr áli svo halda mætti eldtungunum frá gildum stofninum. Á föstudag töldu slökkviliðsmenn sig hafa náð tökum á útbreiðslu eldsins.\nRisatrén í Giant Forest laða að sér mikinn fjölda ferðamanna hvaðanæva úr heiminum á hverju ári. Þau hafa staðið af sér smærri skógarelda um aldir, enda börkur þeirra þykkur og neðstu greinarnar hátt frá jörðu.\nViðameiri eldar geta ógnað þeim, skriðið hærra upp eftir stofninum og læst sig í laufþykkni þeirra.","summary":null} {"year":"2021","id":"124","intro":"Bandaríkin vara enn við ferðalögum til Íslands þótt útbreiðsla Covid-19 hér á landi sé langt undir viðmiðum bandarískra sóttvarnayfirvalda um nýgengi smita. Dómsmálaráðherra segir unnið að því að fá því breytt.","main":"Bandaríska utanríkisráðuneytið ráðlagði þann 9. ágúst ríkisborgurum sínum frá því að ferðast til Íslands vegna útbreiðslu Covid-19. Síðan þá hefur Ísland verið í efsta varúðarflokki bandarískra sóttvarnayfirvalda þar sem viðmiðið er að nýgengi smita sé yfir 500 á hverja hundrað þúsund íbúa undanfarna 28 daga.\nSvo virðist sem Ísland sé að ósekju í þessum flokki því hér er nýgengi smita 114,5 síðustu 14 daga. Raunar fór nýgengi smita aldrei yfir 500 í fjórðu bylgjunni, heldur fór það hæst í 433.\nÁslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að upplýsingum hafi verið komið á framfæri við Bandaríkin um raunverulega stöðu Covid-19 hér á landi og væntir þess að tekið verði tillit til þeirra.\nVið verðum auðvitað að reyna það. Það er auðvitað mjög mikilvægt að fá bólusetta Bandaríkjamenn hér inn. Við vorum auðvitað fyrst af öllum að opna fyrir þeim af öllum Evrópulöndunum og viljum auðvitað fá þá hér áfram. Það er auðvitað þannig að staðan er miklu betri hér á landi og smitum er að fækka verulega. Svo við ættum auðvitað að vera undanþegin þessum takmörkunum.\nÞótt bólusettir bandarískir ferðamenn megi koma til Íslands er alls óvíst hvenær það sama gildir um íslenska ferðamenn sem vilja fara til Bandaríkjanna.\nVið heyrum lítið frá Bandaríkjamönnum um það hvenær þeir ætla að hleypa Evrópubúum til sín með hefðbundnum hætti.","summary":"Dómsmálaráðherra segir unnið að því að fá Ísland af rauðum lista bandarískra sóttvarnayfirvalda sem vara við ferðalögum hingað til lands. "} {"year":"2021","id":"124","intro":"Bikarúrslitaleikirnir í körfubolta fara fram í Smáranum í kvöld. Í kvennaflokki mætast Haukar og Fjölnir og hjá körlunum mætir Njarðvík ríkjandi bikarmeisturum í Stjörnunni.","main":"Í kvöld ræðst hvaða lið verða bikarmeistarar í körfubolta þegar úrslitaleikirnir í bæði karla- og kvennaflokki fara fram.\nÞað verður mikið um dýrðir í Smáranum í dag þegar að bikarúrslitaleikirnir í körfubolta fara fram. Klukkan 16:45 hefst úrslitaleikur kvenna en þar mætast Haukar og Fjölnir. Að þeim leik loknum, klukkan 19:45, hefst úrslitaleikur í karlaflokki þar sem ríkjandi bikarmeistarar í Stjörnunni mæta Njarðvík. Báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV2\nAfturelding og Stjarnan mættust í Mosfellsbæ í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í handbolta í gærkvöld. Leikurinn var gríðarlega spennandi og það var ekki fyrr en á síðustu sekúndunum sem úrslitin réðust eftir vítakast. Það var Leó Snær Pétursson sem skoraði úr vítakastinu og tryggði Stjörnunni dramatískan sigur, 36-35.\nÍ dag hefst keppni í efstu deild kvenna í handbolta. Íslandsmeistarar Þór\/KA hefja titilvörn sína á heimavelli þar sem liðið tekur á móti ÍBV klukkan 14:00. Klukkan 16:00 fara svo aðrir tveir leikir fram. Þá mætir Afturelding Val og Haukar taka á móti HK.\nFimmta umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hófst í gærkvöld. Þá mættust Newcastle og Leeds og gerðu liðin 1-1 jafntefli. Bæði lið eru því enn án sigurs í deildinni.\nBrasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé var aftur fluttur á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi í Sao Paulo í gær. Í tilkynningu frá sjúkrahúsinu segir að Pelé hafi átt við öndunarerfiðleika að stríða í kjölfar skurðaðgerðar þar sem æxli var fjarlægt úr ristli. Pelé, sem er áttræður, hefur sjálfur sent frá sér tilkynningu þar sem hann segist vera á góðum batavegi.","summary":"Bikarúrslitaleikirnir í körfubolta fara fram í Smáranum í kvöld. Í kvennaflokki mætast Haukar og Fjölnir og hjá körlunum mætir Njarðvík ríkjandi bikarmeisturum í Stjörnunni. "} {"year":"2021","id":"124","intro":"Um eitt þúsund manns voru við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í gærkvöld. Björgunarsveitarmenn þurftu að hjálpa einum göngumanni sem örmagnaðist en að öðru leyti gekk allt vel. Björgunarsveitir voru kallaðar út í skyndi á miðvikudag eftir að hraunflæði yfir í Nátthaga jókst og var gönguleið A-lokað. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík segir að aukin vakt verði á svæðinu um helgina og að staðan verði svo endurmetin á mánudag.","main":"Við erum ásamt vísindamönnum, fyrst og fremst erum við að fylgja þeirra forræði. Þeir benda okkur á hluti og við reynum að vinna með það. Og þetta verður alltaf breytilegt. Því miður. En þúsund manns, ráðið þið alveg við þennan fjölda? Nei það gerum við ekki. Ekki ef eitthvað stórt kæmi upp á\nEn fólk er á sinni eigin ábyrgð að labba þarna um og við reynum að vera til aðstoðar eins og við best getum. Þetta er orðið hálft ár og við náum ekki endalaust, því miður","summary":"Um þúsund manns voru við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga í gærkvöld. Formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík segir erfitt að ráða við þennan fjölda ef hætta skapast. "} {"year":"2021","id":"124","intro":"Frakkar hafa kallað heim sendiherra sína í Ástralíu og Bandaríkjunum en slíkt er afar óvenjulegt á meðal vinaþjóða. Forseti Frakklands er sagður bálreiður og telja greinendur að heimköllun sendiherra gæti aðeins verið byrjunin.","main":"Jean-Pierre Thebault, French Ambassador to Australia:\n\"I'm very sad to be forced to leave but there needs to be some reassessment made.\"\nMér þykir leitt að hafa verið neyddur til þess að fara, sagði sendiherrann í Ástralíu þegar hann yfirgaf sendiráð Frakka í Canberra. Málið snýst um kafbáta. Ástralar höfðu samið við franska fyrirtækið Naval group um kaup á tólf kafbátum. Sá samningur er metinn á yfir 30 milljarða evra. Honum var rift á miðvikudag og skömmu síðar tilkynntu leiðtogar Ástralíu, Bandaríkjanna og Bretlands um Aukus-samkomlagið - varnarbandalag sem meðal annars er ætlað til þess að bregðast við auknum vígbúnaði og umsvifum Kína. Með Aukus-samkomulaginu fá Ástralar aðgang að bandarískri tækni í smíði kjarnorknúinna kafbáta. Bretar hafa nýtt þá tækni frá 1958 en Ástralía eru aðeins annað landið sem fær aðgang að þessari tækni.\nÞetta kom illa við Emmanuel Macron forseta Frakklands. Hann er sagður bálreiður, honum finnist hann svikinn og auðmýktur. Stjórnmálaskýrendur segja að heimköllun sendiherra gæti aðeins verið toppurinn á ísjakanum. Ósætti þessara vinaþjóða gæti haft áhrfi á samtarf ríkjanna innan Nato. Frakkland og Bandaríkin hafa verið Bandamenn allt frá því að ríkin undirrituðu sáttmála í Bandaríska frelsisstríðinu 1778. Aldrei áður hefur sendiherra verið kallaður heim vegna ósættis. Þessi óvenjulega ákvörðun er réttlætanleg vegna alvarleika málsins, er haft eftir utanríkisráðherra Frakklands. John Kirby, fjölmiðlafulltrúi varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, tjáði sig um málið fréttamannafundi í gærkvöld.\nJohn Kirby, Pentagon spokesperson: The Secretary spoke with the French Minister of Defense this morning and I won`t characterize the French side, of course, but it was clear from the discussion that there is still much work to do.\nKirby segir að af samtali varnarmálaráðherra ríkjanna að dæma sé enn langt í land.","summary":"Fá fordæmi eru fyrir því að stjórnvöld kalli heim sendiherra frá vinaríki líkt og forseti Frakklands gerði í gær. Hann kallaði heim sendiherrana í Bandaríkjunum og Ástralíu í miðri deilu um kaup á kafbátum. "} {"year":"2021","id":"125","intro":"Fjölmiðlanefnd varar við því þegar fólk siglir undir fölsku flaggi á netinu. Mikilvægt sé að kanna hver standi að baki síðum á netinu þar sem kosningaáróður sé ítrekað settur inn með það markmið að blekkja lesandann vísvitandi. Hættan á þessu aukist með hverjum kosningum.","main":"Verkefnisstjóri netátaks fjölmiðlanefndar segir dæmi um að fólk falsi aðgang og komi fram í annarra nafni á netinu með villandi og rangar upplýsingar. Stoppa, hugsa, athuga - árvekniátak stendur nú yfir af hálfu fjölmiðlanefndar.\nÁhersla er lögð á hvernig við greinum og metum upplýsingar á netinu, hvernig fólk bregst við ummælum og staðhæfingum samfélagsmiðla og í athugasemdakerfum.\nMarkmiðið er að fá almenning til að staldra við og velta upplýsingum fyrir sér áður en athugasemdir eru gerðar og þeim deilt á netinu. Skúli Geirdal er verkefnisstjóri átaks fjölmiðlanefndar\nJá við höfum vissulega miklar áhyggjur af þessu ástandi sem er að skapast í aðdraganda kosninga og erum búin að stofna samráðshóp með fjarskiptastofu, landskjörstjórn og persónuvernd um vernd einstaklinga í aðdraganda kosninga. Á svona tíma skiptir miklu máli að við séum meðvituð um að það eru alls konar upplýsingar á kreiki rangar, misvísandi en líka réttar og það er erfitt að segja hvað er rangt og hvað er rétt en við þurfum að vera vel undir það búin að beita gagnrýnni hugsun á þær upplýsingar sem við erum að lesa.\nSkúli segir mikilvægt að taka kosningaloforðum og upplýsingum á netinu með fyrirvara. Um loforð sé að ræða sem sett séu fram með það markmið að hafa áhrif á hvað er kosið. Geri fólk sér grein fyrir því sé unnt að taka réttar ákvarðanir.\nVið sjáum líka að inni á Facebook eru falsaðir alþingisaðgangar og við höfum þurft að taka niður nokkra slíka, með Facebook, þannig að það verða alltaf meiri og meiri hættur og eftir því sem tækninni fleytir fram þá verður auðveldara að blekkja á netinu.\nÞriðjungur myndar sér ranga skoðun vegna villandi upplýsinga samkvæmt könnun sem Maskína gerði fyrr á árinu fyrir fjölmiðlanefnd. Elsti og yngsti aldurshópurinn á erfiðast með að koma auga á falsfréttir. Áttatíu prósent þátttakenda efast um sannleiksgildi upplýsinga á netinu. Þriðjungur kveðst hafa myndað sér ranga skoðun á opinberri persónu vegna villandi upplýsinga og fimmtungur hætti að taka þátt í umræðum vegna ögrunar í athugasemdakerfum.","summary":null} {"year":"2021","id":"125","intro":"Tuttugu og fimm kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þrettán þeirra sem greindust voru ekki í sóttkví. Eitt smit greindist á landamærunum. Níu covid-sjúklingar liggja á Landspítala, þar af tvö börn. Sjö liggja á bráðalegudeildum spítalans, tveir á gjörgæslu og báðir í öndunarvél.","main":"Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkafyrirtækjum frá og með 20. september, til þess að auka aðgengi almennings að prófunum. Aðsókn í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er minni en búist var við.\nNokkur einkafyrirtæki bjóða nú þegar upp á hraðpróf sem fólk þarf að greiða fyrir en með kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga búast heilbrigðisyfirvöld við að hraðpróf verði í boði víðar. Á degi hverjum mæta um það bil sex hundruð manns í hraðpróf hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og aðsóknin er minni en heilsugæslan gerði ráð fyrir. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, býst þó við að hún aukist á næstunni.\nÞað er kannski heldur minna en við áttum von á, engin holskefla hefur komið enn þá allavega. En svo höfum við heyrt, og þessar nýju leiðbeiningar um 500 manns og fleiri, nú heyrum við að menntaskólaböllin séu kannski að fara í gang, svo við gætum búist við því að þau fari kannski að koma til okkar\nEinhverjir þeirra sem sækjast eftir hraðprófi eru nýkomnir til landsins eða á leið til útlanda, en flestir hafa verið sendir í smitgát.\nOg það var skólasamfélagið sem tók upp það verklag að annað hvort ferðu í sóttkví eða smitgát og í smitgátinni þarftu að fara í hraðpróf á fyrsta degi og fjórða degi. Og það er kannski sá hópur sem við erum að sjá mest að nýti sér hraðprófin. En við óskum eftir því að ef fólk er með einkenni þá fari það hinum megin, í PCR-prófin, það er svona betri mæling","summary":null} {"year":"2021","id":"125","intro":"Maður í \u001emjög annarlegu ástandi var handtekinn í sóttvarnarhúsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík í nótt eftir líkamsárás, eignaspjöll og brot á sóttvarnarlögum. Maðurinn, sem er smitaður af COVID-19, var vistaður í fangaklefa.","main":"Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnarhúsa Rauða krossins, sagði í samtali við fréttastofu að maðurinn sé í jaðarhóp og þurfi mikla aðstoð. Maðurinn, sem lét sig hverfa úr einangrun í gær sneri aftur um tíu tímum síðar síðastliðna nótt, og var þá í þesslegu ástandi að ekki hafi verið hægt að veita honum slíka aðstoð. Ekki hafi annað verið hægt en að kalla til lögreglu sem fjarlægði manninn til að tryggja öryggi gesta og starfsmanna í húsinu.\nÞað sem gerist hjá okkur er það að gestur sem var hér í húsi en hafði yfirgefið það þröngvaði sér inn aftur, fer upp á herbergið sitt og lætur þar illum látum.\nAð sögn Gylfa Þórs varð líkamsárásin sem málinu tengist ekki í sóttvarnarhúsi og þar væri enginn meiddur eftir nóttina. Umræddir pústrar hefðu því að líkindum átt sér stað annars staðar í aðdraganda handtökunnar.\nÞað er enginn meiddur eftir þetta, ekki hjá okkur, ég veit svosem ekki hvort þessi líkamsárás sem um er talað hafi verið einhvers staðar annars staðar en hér, en hér var enginn meiddur.","summary":null} {"year":"2021","id":"125","intro":"Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa undanfarna daga verið á Öskju svæðinu til að mæla landris og átta sig betur á stöðunni. Jarðeðlisfræðingur sem leiðir rannsóknina segir mikilvægt að mæla svæðið betur til að átta sig á magni hugsanlegs kvikuinnstreymis í eldstöðina.","main":"Ekkert lát er á landrisi við eldstöðina Öskju. Nýjustu GPS mælingar frá svæðinu sýna að land hefur risið um nærri tíu sentímetra frá því í byrjun ágúst. Til þess að fá nákvæmari mælingar er nú hópur á vegum Jarðvísindastofnunar Íslands að mæla á svæðinu. Það er Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur sem leiðir rannsóknina.\nVið erum að gera nákvæmnismælingar á jarðskorpuhreyfingum, bæta við þær upplýsingar sem við höfum. Og þetta er mikilvægt til að greina betur atburðarásina, hvað er að gerast þarna neðanjarðar og sérstaklega að reyna að skilja stærð og lögun á þessu hugsanlega kvikuinnskoti eða kvikuinnstreymi inn í rætur eldstöðvarinnar.\n-Er þetta stór hópur sem er þarna á ykkar vegum?\nÞau eru tvö farin til að gera svokallaðar gps landmælingar. Við förum í næstu viku í fleiri og þá á að gera meira. Það hafa verið gerðar ýmsar tegundir af landmælingum þarna, hæðarmælingar sem við ætlum að endurtaka. Svo eru fleiri mælingar, þyngdarmælingar til að greina hversu mikið þyngdarsviðið hefur breyst og það á að gera það í samstarfi við erlenda vísindamenn í næstu viku.","summary":null} {"year":"2021","id":"125","intro":"Ráðist verður í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu á Litla-Hrauni. Fangelsismálastjóri segir endurbæturnar löngu tímabærar og munu endurspegla nýja nálgun í fangelsismálum.","main":"Ríkisstjórnin samþykkti fjárveitingu til endurbótanna í vor en framkvæmdirnar voru kynntar í Hegningarhúsinu í morgun. Þær hefjast strax og er áætlað að þeim ljúki um mitt ár 2023. Áætlaður kostnaður er 1,9 milljarðar króna. Páll Winkel er fangelsismálastjóri.\nVið munum skipta upp fangahópunum þannig að við getum haft þá aðskilda, það verður byggð aðalvarðstofa fyrir fangaverði, ný heimsóknaraðstaða þannig að allt fangelsið verður nútímavætt þannig að það verður öruggt og mannúðlegt.\nEndurbætur á Litla-Hrauni er lokahnykkurinn á gagngerum endurbótum á aðstöðu fanga undanfarin ár og hefur alþjóðleg nefnd gegn pyntingum ítrekað gert alvarlegar athugasemdir við aðstöðuna. Fangelsið á Hólmsheiði var tekið í notkun 2016 sama ár og hegningarhúsinu á Skólavörðustíg var lokað og nýtt geðheilbrigðisteymi tók til starfa fyrir tveimur árum. Páll segir allt þetta endurspegla nýja hugsun í fangelsismálum.\nÞað gengur ekki lengur upp að henda mönnum inn í dýflissu og henda lyklunum. Við vitum í dag að það gengur ekki upp, það virkar ekki.\nPáll segir það sömuleiðis táknrænt að turninn sem hefur verið helsta kennileiti fangelsisins á Litla Hrauni verður felldur.\nÞessi turn lítur út eins og vélbyssuturn og hann hefur aldrei gegnt neinu hlutverki hér í fangelsiskerfinu. Hann er ógnvekjandi og ekki líklegur til að auka vellíðan fólks sem þar dvelur á okkar vegum.","summary":null} {"year":"2021","id":"125","intro":"Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir stöðu í málefnum barna með alvarlegar geð- og hegðunarraskanir vera erfiða og úrræði foreldra fá. Hún segir ríkið þurfi að gera betur í að uppfylla lagalegar skyldur sínar.","main":"Í sjónvarpsfréttum í gærkvöld lýsti faðir ellefu ára drengs með flóknar geðraskanir miklum vanda við að fá viðunandi þjónustu fyrir drenginn. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL, hafi aðstoðað drenginn en drengurinn þurfi 4. stigs þjónustu að mati geðlæknis en BUGL geti aðeins veitt 3. stigs þjónustu.\nFaðirinn gagnrýndi Barnavernd fyrir að aðhafast ekkert í máli drengsins, bæði lögregla og BUGL hafi fengið höfnun frá Barnavernd. Katrín Helga Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segist ekki vita hvaða mál þetta er og geti ekki heldur tjáð sig um einstök mál.\nBörn sem glíma við geðrænan vanda, einhvers konar þroska- eða hegðunarvanda, það er alls ekki sjálfkrafa staðan þannig að slík mál þurfi að vera unnin sem barnaverndarmál.\nKatrín Helga segir oftast mögulegt að veita þjónustuna í nærumhverfi eins og í þjónustumiðstöðvum og skólum með aðstoð frá BUGL\nÞað er í raun og veru ekki fyrr en það þarf að fara að beita þessum alvarlegu úrræðum sem að barnaverndarnefndirnar búa yfir, vistun utan heimilis, einhvers konar þvingun gagnvart foreldrunum eða barninu, þá að sjálfsögðu er mál orðið barnaverndarmál.\nHún segir Barnavernd skynja og skila að mikið úrræðaleysi sé í gangi í málefnum barna með alvarlegar geð-, þroska og hegðurnarraskanir.\nÞað er erfið staða á BUGL og staða foreldra og barnanna er oft mjög erfið og eðlilega leitar þá fólk í allar þær leiðir sem hægt er að leita þar á meðal til okkar.\nFyrr á árinu lýstu stjórnendur barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu í skýrslu miklum vanda barna sem þurfa mikla þjónustu. Talið er að 30 börn á landinu þurfi umönnun tveggja til þriggja starfsmanna allan sólarhringinn alla daga ársins. Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar segir í grein fyrir stuttu að fjármagn sem ríkið veiti til málefnisins nemi fjórðungi af kostnaðinum sem sveitarfélögin beri. Kostnaðurinn nemi tveimur milljörðum króna á ári. Katrín Helga tekur undir þetta.\nVið teljum skorta á þau úrræði sem ríkið á að vera að veita þar samkvæmt lögum. Það er nú bara svona ein af þessum kartöflum og málum sem eru í endalausri umræðu milli ríkis og sveitarfélaga. Og vont auðvitað þegar börn og fjölskyldur líða fyrir það.","summary":null} {"year":"2021","id":"125","intro":"Fyrstu réttarhöldin hófust í Vínarborg í dag vegna þess hve austurrísk yfirvöld brugðust seint við útbreiðslu kórónuveirunnar í Ischgl og fleiri skíðabæjum í Týról, þrátt fyrir viðvaranir, þar á meðal frá Íslandi. Búist er við þúsundum skaðabótakrafna vegna ófullnægjandi viðbragða.","main":"Málið sem tekið var fyrir í dag er hið fyrsta af fimmtán sem Austurríkismenn og Þjóðverjar hafa höfðað. Þeir krefjast skaðabóta vegna þess hve seint var brugðist við útbreiðslu kórónuveirunnar í bænum Ischgl og víðar í Týról. Ekkja og sonur 72 ára manns sem lést af völdum COVID-19 krefjast hundrað þúsund evra í skaðabætur, rúmlega fimmtán milljóna króna. Lögmaður þeirra benti á við upphaf réttarhaldanna í dag að íslensk heilbrigðisyfirvöld hefðu varað við því 5. mars í fyrra að kórónuveiran væri tekin að breiðast út í Ischgl. Vegna fálætis yfirvalda hefði fjöldi skíðafólks smitast eftir að viðvörunin barst.\nAusturrísku neytendasamtökin VSV hafa hvatt ferðafólk sem kom til Ischgl eftir 5. mars og smitaðist af kórónuveirunni til að höfða skaðabótamál. Breska ríkisútvarpið BBC hafði í dag eftir talsmanni samtakanna að Austurríkismenn mættu búast við þúsundum skaðabótakrafna á næstunni frá skíðafólki frá Þýskalandi, Bretlandi og Hollandi auk Austurríkis.","summary":"Réttarhöld er hafin í Austurríki vegna dræmra viðbragða við útbreiðslu kórónuveirunnar í Ischgl og fleiri skíðabæjum í Týról. Yfirvöld eru sökuð um að hafa virt að vettugi viðvaranir sem bárust meðal annars frá Íslandi. "} {"year":"2021","id":"125","intro":"Bikarúrslit karla og kvenna í körfubolta verða spiluð á morgun. Stjarnan og Njarðvík mætast í karlaflokki og Haukar og Fjölnir í kvennaflokki.","main":"Ríkjandi bikarmeistarar Stjörnunnar í körfubolta karla geta varið titilinn því þeir tryggðu sig í gærkvöldi áfram í úrslitaleik keppninnar sem verður spilaður á morgun. Þar mæta Stjörnumenn Njarðvíkingum.\nStjarnan tók á móti Tindastóli í Ásgarði í seinni undanúrslitaleiknum í gær. Garðbæingar byrjuðu betur og voru fjórum stigum yfir efsta fyrsta leikhluta 24-20. En Skagfirðingar hrukku heldur betur í gang, unnu annan leikhluta með þrettán stiga mun og voru níu stigum yfir í leikhléi 48-39. Stjarnan jafnaði í þriðja leikhluta 60-60 og spennan mikil allt til loka leiks. Stjörnumenn reyndust sterkari undir lokin og lönduðu fimm stiga sigri, 86-81 og sæti í bikarúrslitum.\nIngi Þór Steinþórsson er þjálfari Stjörnunnar.\nsagði þjálfari Stjörnunnar. Sigtryggur Arnar Björnsson er leikmaður Tindastóls.\nÍ úrslitunum mætir Stjarnan Njarðvík sem vann öruggan sigur á ÍR í gærkvöldi 109-87. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2 kl. 19:45 annað kvöld. Fyrr um daginn mætast Haukar og Fjölnir í úrslitum í kvennaflokki. Útsending hefst á RÚV 2 klukkan 16:45.\nKeppni hófst í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöldi. Íslandsmeistarar Vals unnu Gróttu, ÍBV hafði betur gegn Víkingi og KA vann HK. Afturelding og Stjarnan mætast í kvöld og keppni í úrvalsdeild kvenna hefst svo á morgun.","summary":"Bikarúrslit karla og kvenna í körfubolta verða spiluð á morgun. Stjarnan og Njarðvík mætast í karlaflokki og Haukar og Fjölnir í kvennaflokki. "} {"year":"2021","id":"126","intro":"Kínverjar fordæma samkomulag Ástrala, Breta og Bandaríkjamanna um aukið hernaðarsamstarf á Kyrrahafssvæði Asíu. Það felur meðal annars í sér að ástralski herinn fær afnot af kjarnorkuknúnum kafbátum.","main":"Ástralar, Bretar og Bandaríkjamenn hafa komist að samkomulagi um aukið hernaðarsamstarf á Asíu-Kyrrahafssvæðinu. Kínverjar fordæma samkomulagið og segja það valda óstöðugleika í heimshlutanum.\nHið nýja hernaðarsamstarf kallast AUKUS. Leiðtogar ríkjanna þriggja kynntu það í gærkvöld. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði að flotinn á hafsvæðinu yrði nútímavæddur til að bregðast við nýjum ógnum sem að steðjuðu. Hvorki Biden, Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands né Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu nefndu Kína á nafn, en fáum blandast hugur um að hernaðarsamstarfið beinist gegn auknum hernaðarumsvifum Kínverja á Suður-Kínahafi - enda hafa ráðamenn í Peking brugðist ókvæða við. Þeir segja að samkomulagið sýni afar mikið ábyrgðarleysi og ógni friði og stöðugleika í heimshlutanum.\nSamkvæmt AUKUS-samkomulaginu ætla ríkin þrjú að deila með sér háþróuðum hertæknibúnaði. Til dæmis fá Ástralar afnot af kjarnorkuknúnum kafbátum, sem þó verða ekki búnir kjarnorkuvopnum. Það hefur valdið hörðum viðbrögðum í Frakklandi, þar sem Ástralar sömdu fyrir fimm árum við frönsku herskipasmíðastöðina Naval Group um smíði tólf dísilknúinna kafbáta. Samkomulagið var metið á yfir þrjátíu milljarða evra, en því hefur nú verið rift. Utanríkisráðherra Frakklands orðaði það svo í viðtali í dag að tíðindin væru sem hnífsstunga í bak Frakka.","summary":"Kínverjar fordæma samkomulag Ástrala, Breta og Bandaríkjamanna um aukið hernaðarsamstarf á Asíu-Kyrrahafssvæðinu. Það felur meðal annars í sér að ástralski herinn fær afnot af kjarnorkuknúnum kafbátum."} {"year":"2021","id":"126","intro":"Bringubeinsbrot eru talin algeng í íslenskum varphænum. Brotin verða vegna of mikillar eggjaframleiðslu, árekstra í húsnæði og jafnvel þegar litlar hænur verpa of stórum eggjum.","main":"Brákuð og brotin bringubein eru talin algeng í varphænsnum á Íslandi líkt og í nágrannalöndunum. Ástæður eru taldar fjölbreyttar. Húsnæði, kalkskortur, mikil eggjaframleiðsla og jafnvel að of litlar hænur verpi of stórum eggjum.\nAlvarleiki og há tíðni bringubeinsskaða er eitt helsta velferðarvandamál sem eggjaframleiðendur standa frammi fyrir, segir í evrópskri samantekt sem unnin var á fjögurra ára tímabili.\nÍ Kjarnanum í dag er fjallað um bringubeinaskaða í varphænum og vitnað í samantekt evrópsks samstarfsverkefnis sem Ísland tók þátt í frá 2016 til 2020. Þrjátíu til níutíu prósent hænsna í hverjum varphænuhópi reyndust með bringubeinsskaða af einhverju tagi þegar fuglarnir voru um tíu mánaða.\nBrigitte Brugger dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá MAST segir varphænurnar þurfa kalk úr beinum til að framleiða eggjaskurnina og hluti skýringarinnar á brotunum geti einnig verið skortur á rými í hænsnabúum. Fuglarnir geti flogið á og það valdið beinbrotum. Einnig verpi fuglarnir svo mikið að það valdi veikari beinum.\nog það er vandamálið sem gerir það að verkum að svo há tíðni varphæna er með bringubeinsbrot. gömul eða ný. Er þetta ekki kvalarfullt fyrir dýrin? Ef að þetta eru ný brot þá held ég að það sé enginn vafi um það að þetta sé sárt.\nNý dönsk rannsókn hefur leitt í ljós að bringubeinsbrotin eru ekki alltaf vegna ytri áverka.\nAð brotið getur komið innan frá þegar hænurnar eru að verpa eggjum. Þessar dönsku rannsóknir sýndu í enn meiri mæli en menn hefur grunað að þetta getur verið bara þáttur í þessu vandamáli","summary":"Bringubeinsbrot eru talin algeng í íslenskum varphænum. Brotin verða vegna of mikillar eggjaframleiðslu, árekstra í húsnæði og jafnvel þegar litlar hænur verpa of stórum eggjum."} {"year":"2021","id":"126","intro":"Yfirlæknir á BUGL segir að börn eigi ekki að bíða lengur en þrjá mánuði eftir meðferð við átröskun og erfitt hafi verið að heyra í fréttum RÚV í gær frásagnir foreldra, sem hafi beðið mánuðum saman eftir slíkri meðferð. Geðheilbrigðismál barna og ungmenna hafi verið í ólestri í áratugi og stjórnvöld skelli skollaeyrum við ástandinu.","main":"Rætt var við foreldra tveggja unglingsstúlkna, sem greindar hafa verið með átröskun, í fréttum RÚV í gær. Í báðum tilvikum sendu geðlæknar þeirra tilvísun á BUGL, en síðan eru liðnir mánuðir og engin svör hafa borist. Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir yfirlæknir á BUGL segir að ef biðin sé lengri en þrír mánuðir sé það vegna þess að barnið fái þjónustu annars staðar. Hún segir allar tilvísanir metnar um leið og þær berist, en ábyrgðin á meðferð sé hjá þeim sem sendi tilvísunina.\nOg ef þeim aðila þykir málið mjög brýnt þá er alveg sjálfsagt að hafa samband við okkur. Mér finnst ótrúlegt að vita af því að einhver hafi beðið í hálft ár. Ef það er um alvarlega átröskun að ræða, þá eru þau ekki að bíða lengi. Við erum líka að fá inn mjög veika krakka, brátt, sem hafa komið fyrst inn á Barnaspítala og svo til okkar. Þannig að það tefur alltaf málin og þetta er auðvitað alls ekki nógu gott ástand.\nBUGL fékk aukafjármagn frá heilbrigðisráðuneytinu fyrir skömmu sem meðal annars á að nýta í úrræði fyrir foreldra barna á biðlista, en 70% aukning hefur orðið á tilvísunum vegna átröskunar barna undanfarið ár. Guðrún segir að það hjálpi vissulega til, en það séu engar nýjar fréttir að BUGL ráði ekki við hlutverk sitt - skortur á fagfólki sé viðvarandi og undanfarið hafi starfsfólk sagt upp.\nVið höfum rætt um þetta endurtekið við heilbrigðisráðuneytið og aðra aðila - það þarf að auka þjónustu við börn og unglinga með geðraskanir. Og það er best að það sé gert nær börnunum en ekki á einni stofnun .\nHver hafa viðbrögð heilbrigðisyfirvalda verið þegar þið hafið vakið máls á þessu? Það hefur ekki verið neinn rosalegur áhugi. Allavegana ekki í takt við þann vanda sem er til staðar.\nÞað er ekki veitt nógu miklu fé í þjónustu við börn með geðraskanir, skipulagið á þjónustunni er ekki nógu gott og það vantar fagfólk. Í rauninni hefur verið talað um þennan sama hlut í tugi ára og það hefur lítið breyst.\nEn er ekki lífshættulegt fyrir börn að bíða mánuðum saman eftir meðferð við átröskun?\nJú, það er lífshættulegt, það getur verið það þannig ef barni versnar það mikið að það er hætt að borða og komið í hættulega þyngd. Og þá koma þau náttúrulega hér, það er bara þannig.\nEn hvernig finnst þér sem yfirlækni á BUGL að heyra af börnum sem eru í þessari stöðu? Það er bara mjög erfitt að heyra það","summary":"Geðheilbrigðismál barna og ungmenna hafa verið í ólestri í áratugi og stjórnvöld skella skollaeyrum við ástandinu, segir yfirlæknir á BUGL. Erfitt hafi verið að hlusta á frásagnir foreldra barna sem bíða meðferðar við átröskun."} {"year":"2021","id":"126","intro":"Eyþór Arnalds, oddviti minnihlutans í borginni segir ábyrgð á mygluskemmdum í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu, GAJU, liggja hjá meirihlutanum í borginni. Greint var frá mygluskemmdum í glænýju húsnæði GAJU í gær en forsvarsmenn Sorpu telja að mistök hafi verið gerð í hönnunarferlinu. Sé það raunin hyggst Sorpa leita réttar síns. Verkfræðistofan Efla sá um hönnun en Mannvit hönnunarforsendur og veitti ráðgjöf. Framkvæmdastjóri Eflu er erlendis og gat ekki veitt viðtal vegna málsins og forstjóri Mannvits sagðist ekki vilja tjá sig um málið að svo stöddu. Eyþór segir byggingu GAJU hafa verið klúður frá upphafi til enda.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"126","intro":"Haukar og Fjölnir mætast í úrslitum í bikarkeppni kvenna á laugardaginn kemur. Undanúrslit hjá körlunum eru í kvöld og verða sýnd beint á RÚV 2.","main":"Fjölnir og Njarðvík mættust í fyrri undanúrslitaleik kvenna. Jafnt var í leikhléi 27-27 en jafnt og þétt náði Fjölnir að auka forskotið í fjórða leikhluta og vann að lokum með fimm stigum 65-60. Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Haukar og Valur - sömu lið og mættust í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra þegar Valur bar sigur úr býtum. Leikurinn var spennuþrunginn og allan tímann gekk forystan á milli liða. Í hálfleik munaði þremur stigum á liðunum 47-44 Haukum í vil. Haukum tókst svo að að auka forystuna í seinni hálfleik og unnu að lokum með 68 stigum gegn 59. Haukakonur fara því í úrslitin þar sem þær mæta Fjölni. Atkvæðamest í liði Hauka var Helena Sverrisdóttir en hún gerði 16 stig, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Helena gekk til liðs við Hauka frá Val í sumar, en hún segir Haukaliðið líta vel út fyrir komandi tímabil.\nSagði Helena Sverrisdóttir. Undanúrslitin í bikarkeppni karla í körfubolta eru í kvöld. Þar mætast Njarðvík og ÍR í fyrri leiknum klukkan sex og Stjarnan og Tindastóll í þeim seinni klukkan átta. Báðir leikirnir eru í beinni útsendingu á RÚV 2.\nÞá var leikið í átta liða úrslitum í bikarkeppni karla í fótbolta í gær. Lengjudeildarlið Vestra gerði sér lítið fyrir og sló út Íslandsmeistara Vals 2-1. Þá er ÍA komið áfram með 3-1 sigri á ÍR, Víkingur sló út Fylki með 1-0 sigri, og Keflavík vann HK 5-3 í markaleik. Vestri, Víkingur Reykjavík, ÍA og Keflavík eru því komin í undanúrslitin sem fara fram annan og þriðja október.","summary":"Fjölnir og Haukar tryggðu sér sæti í úrslitum í bikarkeppni kvenna í körfubolta í gærkvöld. Leikið er í undanúrslitum hjá körlunum í kvöld."} {"year":"2021","id":"126","intro":"Eldgosið við Fagradalsfjall er nú orðið það langlífasta á Íslandi á tuttugustu og fyrstu öldinni. Hundrað áttatíu og einn dagur er nú liðinn frá því gos hófst við Fagradalsfjall þann nítjánda mars. Þar með er eldgosið orðið langlífara en jarðeldurinn í Holuhrauni.","main":"Það sem við erum að horfa á er óttalegur ræfill\nSvona hljómuðu fyrstu lýsingar Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings á gosinu sem hófst að kvöldi 19. mars. Hann segist ekki hafa búist við að gosið yrði þetta langlíft.\nÉg get nú ekki sagt það að ég hafi reiknað með því. Þetta byrjaði mjög rólega og hefur alltaf verið hófstillt og lítið.\nEldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands greindi frá þessum tímamótum í morgun. Eldgosið í Holuhrauni stóð yfir í 180 daga. Það var mun stærra og hegðaði sér öðruvísi.\nHoluhraun, ef við skoðum hversu stórt það er, þá er það rúmir 80 ferkílómetrar, og þetta sem nú er orðið til er fjórir og hálfur, þannig að það munar u.þ.b. 18-20 sinnum stærra sem Holuhraun er að flatarmáli. Svo ef við horfum á efnið, hversu mikið af efni kom upp þá er það um 10 sinnum meira sem kom upp í Holuhrauni á þessum 180 dögum heldur en það sem komið er upp í Geldingadölum.\nMikill munur er á umhverfi þessara gosa. Holuhraun kom upp á sléttum söndum fjarri byggðu bóli og breiddi vel úr sér með tilheyrandi gasmengun. Hraunið í Geldingadölum er þykkara en í Holuhrauni.\nEf við tökum fötu af vatni og hellum úr henni á gólfið þá dreifist úr henni, það verður nú ekki þykkt vatnið og ekki gaman að eiga við það, en ef við hellum því í vaskinn þá náttúrulega er það miklu dýpra og þykkara. Þarna eru dalir sem eru að fyllast.","summary":"Eldgosið í Geldingadölum hefur nú staðið lengur en gosið í Holuhrauni. Þar með er það orðið langlífasta eldgos aldarinnar á Íslandi. Jarðeðlisfræðingur sem lýsti gosinu sem ræfilslegu í upphafi segir langlífi þess hafa komið á óvart. "} {"year":"2021","id":"126","intro":"Ráðsmaðurinn á Bessastöðum verður kallaður úr fríi í skyndi til að gera könnun á birgðastöðunni í vínkjallaranum á staðnum. Hæstaréttarlögmaður fullyrti fyrr í vikunni að vín hefði verið tekið úr kjallaranum til einkabrúks. Til stendur að kanna til hlítar vínbirgðir embættis forseta Íslands á næstu dögum og er ástæðan sú að fjölmiðill hefur óskað eftir upplýsingum um það efni.","main":"Þetta kemur fram í skriflegu svari Árna Sigurjónssonar, skrifstofustjóra embættis forseta Íslands, við fyrirspurn frá fréttastofu. Þar kemur einnig fram að upplýsingar um vín- og matarbirgðir\ní eldhúsi Bessastaða eru yfirleitt ekki teknar saman með formlegum hætti en staðarhaldari og ráðsmaður gera viðvart ef drykki vantar í eldhúsið og fer starfsmaður embættisins þá í verslun til að afla þeirra eða pantar þá og lætur senda.\nTilurð málsins er á þá leið að 13. september síðastliðinn skrifaði Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður harðorðan pistil á Fésbókarsíðu sína þar sem hann gagnrýndi embætti forseta Íslands meðal annars fyrir að blanda sér í umræðuna um meinta kynferðisafbrotamenn innan raða íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Í pistlinum nefndi Sigurður það ennfremur að hann hefði fengið það staðfest með óyggjandi hætti að nokkuð magn af víni hefði á umliðnum árum verið tekið úr vínkjallara Bessastaða til einkabrúks, eins og það er orðað.\nÍ framhaldi staðfesti skrifstofustjóri forsetaembættisins við Vísi að ekki hafi komið til rannsóknar mál innan embættisins vegna þess að vín hafi verið tekið til einkanota úr vínlager. En vínbirgðastaða yrði könnuð í þessari viku í framhaldi af fyrirspurn miðilsins.\nSlík birgðakönnun er jafnan framkvæmd af ráðsmanninum á Bessastöðum, Helgu Einarsdóttir. Hún mun hins vegar vera í fríi þessa vikuna og stödd utan Reykjavíkursvæðisins. Hvar ráðsmaðurinn er niður kominn gat skrifstofustjóri ekki sagt til um en hann staðfesti að hún yrði kölluð heim úr fríinu fyrir næstkomandi helgi til að sjá um áðurnefnda birgðakönnun.","summary":"Forsetinn ætlar að kalla ráðsmann sinn úr fríi til að gera vörutalningu í vínkjallaranum á Bessastöðum, eftir að ásakanir komu fram um að vín hefði horfið þaðan."} {"year":"2021","id":"126","intro":null,"main":"Tveggja ára barn liggur á gjörgæslu Landspítalans með COVID-19. Nú liggja á spítalanum tvö börn með COVID-19 en í gær var greint frá því að unglingsdrengur lægi á barnaspítala Hringsins vegna fylgikvilla sýkingar. Þetta eru fyrstu tvö börnin sem leggjast inn á spítala hér á landi eftir að hafa smitast af COVID-19.\nValtýr Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Barnaspítala hringsins, segir að barnið sem liggur á gjörgæslu sé ekki í öndunarvél og að það flytjist fljótt á almenna deild á Barnaspítalanum. Barnið hafi enga undirliggjandi áhyggjuþætti, sé hraust tveggja ára barn en hafi fengið lungabólgu af völdum COVID-sýkingarinnar.\nUnglingsdrengurinn sem liggur á Barnaspítalanum var að ljúka einangrun þegar hann var lagður inn í gær. Líðan hans er stöðug og ekki er búist við að hann þurfi að liggja inni í marga daga. Hann veiktist nokkrum dögum eftir að hann fékk fyrsta skammt af bóluefni.","summary":"Tveggja ára barn liggur á gjörgæslu Landspítalans með COVID-19. Tvö börn liggja nú á spítalanum með sjúkdóminn, þau fyrstu frá upphafi faraldursins. Hópsmit hafa komið upp í skólum á Reyðarfirði. "} {"year":"2021","id":"127","intro":"Dómsmálaráðherra og félagsmálaráðherra fengu í morgun afhenta skýrslu með tillögum til úrbóta í fangelsum landsins. Formaður stýrihópsins segir refsimenningu hafa þrifist í þúsundir ára.","main":"Þetta er önnur skýrslan sem hópurinn skilar af sér. Tolli Morthens er formaður stýrihóps sem vann skýrsluna.\nStærsta málið í þessari skýrslu er í raun og veru að það sé gengist við þörfinni á breytingu, að það sé gengist við því að við þurfum að mæta einstaklingum í þessum málaflokki út frá mannúðarsjónarmiði. Við getum sagt að það spegli dálítið þá öldu í samfélaginu í sambandi við öll umönnunarmál, hvort sem það eru aldraðir, geðfatlaðir, hvar sem okkur ber niður þá erum við að fara frá valdmiðaðri nálgun gagnvart skjólstæðingum yfir í batamenningu og valdeflandi menningu. Dramatískasta dæmið um þetta eru fangar og þar hefur ekkert breyst í þúsundir ára. Þetta er svo gömul arfleifð þessi refsimenning.\nMeðal þess sem kynnt er í skýrslunni er svokallað Batahús og að efla geðheilbrigðisteymi, sem er þegar komið til framkvæmda. Þá er einnig lagt til að efla starf fangavarða og auka framboð menntunar innan veggja fangelsanna. Búið er að ráðstafa einum komma sex milljarði króna til endurbóta á Litla Hrauni sem Tolli segir löngu tímabærar.\nHvorki fyrir starfsfólk eða skjólstæðinga er Litla Hraun boðlegt. Mikið af því húsnæði sem er notað í umönnun í samfélaginu er úr sér gengið og gamalt og stendur í vegi fyrir því að við getum unnið eftir kröfum samtímans.\nArnar Haraldsson lagði mat á fjárhagslegan ávinning af tillögum skýrslunnar. Þar er til mikils að vinna að hans mati.\nEndurkoma fanga gæti dregist saman um 18 prósent á næstu 15 árum. Það birtist í fjárhagslegum skilningi í arðsemi upp á 15 prósent. Við erum að horfa á hver er samfélagslegur kostnaður við afbrot þessara einstaklinga og svo metum við hver kostnaðurinn er við að innleiða þessar tillögur. Mismunurinn þarna á milli gæti verið arðsemi allt að 15 prósent.","summary":"Refsimenning hefur þrifist innan fangelsa alltof lengi að mati formanns starfshóps sem skilaði félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra skýrslu með úrbótatillögum í málefnum fanga í morgun. "} {"year":"2021","id":"127","intro":"Drengur var lagður inn á Landspítala í gær með COVID-19. Þetta er í fyrsta skipti sem barn er lagt inn á spítalann með sjúkdóminn, en alls eru 105 börn í einangrun hér á landi eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að hægt sé að draga meira úr fjölda smita hægja á smitum, með þeim aðgerðum sem nú eru í gildi.","main":"26 kórónuveirusmit greindust í gær og af þeim voru átta utan sóttkvíar. Það er svipaður fjöldi og greinst hefur undanfarna daga og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líklegt að áfram muni greinast 20-30 kórónuveirusmit á hverjum degi.\nÉg held að á næstunni getum við búist við að sjá þennan fjölda hér en það er bara svo margt sem kemur okkur á óvart í þessum faraldri.\nMér finnst ólíklegt að við munum ná þessu eitthvað neðar en þetta. Og með ekki meiri og harðari aðgerðum, held ég að sé nokkuð ljóst. Og það gengur bara vel á spítalanum, það eru reyndar tveir til viðbótar komnir á öndunarvél þar og eitt barn var lagt inn í gær.\nAð sögn Valtýrs Thors, læknis á Barnaspítala Hringsins, er um að ræða unglingsdreng. Hann segir að líðan hans sé góð og að hann þurfi líklega ekki að liggja lengi á spítalanum.\nEr þetta fyrsta barnið sem leggst inn með covid? Já, þetta er fyrsta barn sem leggst inn með covid.\nNú mega 500 koma saman í stað 200 áður. Þórólfur segir ekki hafa komið til greina að aflétta öllum takmörkunum.\nÉg tel að við þurfum ef við ætlum að hafa þetta í einhverju góðu ástandi hér, faraldurinn, að hann fari ekki að vera íþyngjandi fyrir heilbrigðiskerfið og valda alvarlegum sýkingum og smiti hjá fólki þá held ég að við þurfum að hafa góð tök á landamærunum og ég held að við þurfum að hafa einhverjar takmarkanir í stað þess að sleppa öllu lausu miðað við þá reynslu sem við höfum fengið af því síðastliðið sumar.","summary":"Drengur var lagður inn á Landspítala í gær með COVID-19, þetta er í fyrsta skiptið sem barn leggst inn á spítala hér á landi með sjúkdóminn. Tilslakanir tóku gildi á miðnætti, sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til greina að aflétta öllum takmörkunum. Stærstu menningarhúsin á landinu ætla ekki að krefja gesti um hraðpróf, heldur hafa fimm hundruð manna fjöldatakmarkanir og grímuskyldu."} {"year":"2021","id":"127","intro":"Evrópusambandið ætlar að veita Afganistan hundrað milljóna evra neyðaraðstoð. Þurrkar og óstjórn eftir valdatöku talibana veldur landsmönnum þungum búsifjum.","main":"Evrópusambandið ætlar að veita Afganistan hundrað milljóna evra fjárhagsaðstoð. Matvælaskortur fer vaxandi í landinu og óstjórn ríkir eftir valdatöku talibana í síðasta mánuði. Vegna ástandsins eru margir flúnir til nágrannalandanna.\nUrsula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, tilkynnti um neyðaraðstoðina í árlegri stefnuræðu sinni í Strassborg í dag. Hún sagði að sambandið yrði að leggja sitt af mörkum til að afstýra hungursneyð og öðrum hörmungum sem við blöstu í Afganistan. Framkvæmdastjórn ESB hafði áður tilkynnt að hún ætlaði að fjórfalda árlega fjárhagsaðstoð sína við Afgana, í fjögur hundruð milljónir evra. Fyrr í vikunni efndu Sameinuðu þjóðirnar til fjársöfnunar meðal þjóða heims í neyðaraðstoð vegna Afganistans. Fyrirheit bárust um 1,2 milljarða dollara.\nFrá því að talibanar náðu völdum um miðjan síðasta mánuð hafa þúsundir Afgana flúið til nágrannaríkjanna. Óttast er að flóttamannastraumurinn aukist til muna verði landsmönnum ekki komið til aðstoðar sem fyrst. Í dag var tilkynnt að hópur stúlkna úr U14, 16 og 18 landsliðum Afganistans hefðu komist yfir til Pakistans ásamt þjálfurum og ættmennum. Í frétt AFP fréttastofunnar segir að leitað hafi verið til forsætisráðherra Pakistans um aðstoð við flóttann.","summary":"Evrópusambandið ætlar að veita Afganistan hundrað milljóna evra neyðaraðstoð. Þurrkar og óstjórn eftir valdatöku talibana, veldur landsmönnum þungum búsifjum. "} {"year":"2021","id":"127","intro":"Þingmenn í Færeyjum óttast að höfrungadráp helgarinnar hafi áhrif á útflutning. Margfalt fleiri hvalir voru drepnir en gert var ráð fyrir, og Færeyingum sjálfum brugðið, að sögn formanns færeyska hvalveiðiráðsins.","main":"Færeyingar liggja nú undir þungu ámæli dýraverndunarsinna eftir að yfir fjórtán hundruð leiftrar, tannhvalir af höfrungaætt, voru drepnir við Austurey síðastliðinn sunnudag. Það er metfjöldi en formaður færeyska hvalveiðiráðsins segir Færeyingum sjálfum mjög brugðið.\nFæreyingar hafa lengi veitt hvali á þennan hátt, smalað þeim inn í þrönga firði og drepið í hrönnum í fjöruborðinu. Síðustu ár hafa að jafnaði um 600 grindhvalir verið drepnir á ári, og þegar veiðimenn voru að gera sig klára utan Skálafjarðar á Austurey á sunnudaginn var talið að um 200 dýr væru í vöðunni, að mestu grindhvalir. En þar reyndust hátt í fimmtán hundruð leiftrar af höfrungakyni, en aðeins veiddust 35 slíkir allt árið í fyrra.\nOlavur Sjurdarberg, formaður færeyska hvalveiðiráðsins, segir að grípa hefði átt í taumana fyrr og að það sé mörgum Færeyingum áfall hve mörg dýr voru felld. Engin lög hafi þó verið brotin.\nSamkvæmt könnun færeyska ríkisútvarpsins er yfir helmingur Færeyinga andvígur veiðum á tannhvölum af höfrungaætt en fyrri kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti er fylgjandi grindardrápunum.\nSjúrður Skaale, þingmaður Jafnaðarmannaflokksins, segir að ímynd grindardrápanna sé heldur slæm á heimsvísu, en nú þegar megnið af því sem var drepið sé af höfrungakyni, geti veiðarnar farið að hafa áhrif á færeyskan útflutning.\nFæreyingar þurfi að endurskoða veiðarnar, hafi þær áhrif á vöruflutning til útlanda.\nJacob Vestergaard sjávarútvegsráðherra efast um að veiðarnar hafi áhrif á útflutning. Ekki hafi verið neitt athugavert við Grindadrápin um helgina, þar hafi allt verið til fyrirmyndar og Færeyingar ættu óhræddir að halda í hefðirnar.\nVið tilskiljum okkur rett til að nyta það sem er í havinum, a uppbyggilegan mata, líka þegar kemur að springadrapinum í Skalafirði, tad er okkar rettur og vid verdum að halda fast í okkar tilverugrundvöllur.","summary":"Þingmenn í Færeyjum óttast að höfrungadráp helgarinnar hafi áhrif á spilli fyrir útflutningi. Margfalt fleiri hvalir voru drepnir en gert var ráð fyrir, og er Færeyingum sjálfum brugðið, að sögn formanns færeyska hvalveiðiráðsins. "} {"year":"2021","id":"127","intro":"Mygla er komin upp í þaki og burðarvirki GAJU (Gæju), gas- og jarðgerðarstöðu Sorpu í Álfsnesi og hefur jarðgerð verið stöðvuð vegna þess. Framkvæmdastjóri segir tjónið líklega hlaupa á tugum milljóna króna. Ástæða myglunnar er sú að notað var límtré í burðarvirkið.","main":"Síðsumars urðu starfsmenn GAJU varir við myglumyndun á burðarbitum stöðvarinnar auk þess sem eldvarnarmálning var tekin af flagna af. Stöðin opnaði í fyrravor og nam kostnaður við bygginguna sex milljörðum króna. Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir að myglan hafi komið fólki í opna skjöldu.\nVið vorum með færustu verkfræðistofur landsins í að fara yfir hönnunarforsendur og í að hanna þessa byggingu og það að það skuli hafa verið mygla í efra burðarvirki hússins varpar fram spurningum um efnisval og hönnunarforsendur og það er eitt af því sem við munum skoða í framhaldinu.\nBurðarbitarnir eru úr límtré og segir Jón Viggó að það sé hvergi notað í starfsemi sem þessari. Eðli málsins samkvæmt fylgi mygla jarðgerðarstarfsemi en mælingar sýni að gildi myglugróa séu minni en í sambærilegri starfsemi í Þýskalandi til að mynda. Böndin beinist því að efnisvalinu og mun Sorpa vera að íhuga að leita réttar síns.\nJá, klárlega. Ef að við sjáum að handvömm hafi verið gerð einhvers staðar þá munum við að sjálfsögðu skoða það og stjórn hefur falið mér það verkefni.\nTil að vernda öryggi starfsmanna og koma í veg fyrir frekari mygluskemmdir var ákveðið að stöðva jarðgerð. Gasgerð er hins vegar enn í fullum gangi. Jón Viggó segir tjónið mikið.\nTjónið að framleiðslustöðvuninni sjálfri er ekki neitt vegna þess að við höfum verið að framleiða moltu sem er hvort sem er ekki söluhæf eins og fram hefur komið og við vorum í raun bara að nota hana á urðunarstað og vorum ekki að reikna með neinum tekjum af henni hvort sem er. En tjónið sjálft er eitthvað sem við metum en ég býst við að það hlaupi á einhverjum tugum milljóna.","summary":"Mygla er komin upp í burðarvirki jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi og jarðgerð verið stöðvuð. Tjónið hleypur á tugum milljóna króna og hefur stjórn Sorpu falið framkvæmdastjóra að skoða hvort mistök voru gerð í efnisvali. "} {"year":"2021","id":"127","intro":"Þörungablómi fyrir austan virðist óvenju mikill miðað við árstíma. Hafrannsóknastofnun hafa borist fregnir af blóðrauðum sjó í Reyðarfirði ekki síður en í Seyðisfirði. Óvenju heitur sjór er talinn ýta undir þörungablómann.","main":"Hafrannsóknastofnun hafa borist ábendingar um mikinn þörungagróður eystra. Sýni verða tekin í Reyðarfirði. Kristín Jóhanna Valsdóttir er rannsóknarmaður hjá Hafrannsóknastofnun.\nOg það var ákveðið í samráði við fiskeldismenn að þeir myndu taka sýni fyrir okkur. Sem við vonum að verði gert í dag eða komi til okkar í dag eða á morgun. Þá getum við skoðað hvað þarna er á ferð. Það hafa einnig verið fregnir af þörungablóma í Seyðisfirði svo þetta virðist vera víða þá? Og við höfum heyrt að þetta sé jafnframt í fleiri fjörðum þarna. Þannig að það virðist vera að þetta sé eitthvað dreifðara og sé í gangi á fleiri stöðum.\nEf að þörungarnir eru í svona miklu magni þá geta þeir haft áhrif á fiska.","summary":null} {"year":"2021","id":"127","intro":"Leikið var í átta liða úrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta í gærkvöld. Nú er ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum í bikarkeppni bæði kvenna og karla.","main":"Íslandsmeistarar KA\/Þórs unnu stórsigur á Stjörnunni 28-23 í Garðabænum. Þá vann Valur þriggja marka sigur á ÍBV í Eyjum 24-21. Á Ásvöllum unnu ríkjandi bikarmeistarar Fram Hauka 29-25, og þá vann FH Víking 25-17.\nDregið var í undanúrslitin beint að leikjunum loknum í gærkvöld. Þar mætast Valur og Fram annars vegar og KA\/Þór og FH hins vegar, en undanúrslitin verða þann 29. september næstkomandi. Dregið var í undanúrslitin hjá körlunum líka sem fara fram degi síðar. Þar mætast annars vegar Afturelding og Valur og hins vegar Fram og Stjarnan. Úrslitaleikirnir eru svo 2. október en allir undanúrslita- og úrslitaleikir í bikarkeppninni í handbolta verða sýndir beint á rásum RÚV. Í kvöld verður sýnt beint frá undanúrslitum kvenna í bikarkeppninni í körfubolta. Fjölnir og Njarðvík eigast við klukkan 17:55 og Valur og Haukar klukkan 19:50.\nAlþjóðalyfjaeftirlitið, WADA, skoðar nú hvort taka eigi kannabis af bannlista hjá íþróttafólki. Þetta kemur í kjölfar þess að bandaríski spretthlauparinn Sha'Carri Richardson missti af Ólympíuleikunum í Tókýó eftir að hafa fallið á lyfjaprófi í júní. Richardson greindi síðar frá því að hún hafi notað efnið til að hjálpa sér í gegnum fráfall móður sinnar. Fjöldi hagsmunaaðila hefur í kjölfarið krafist þess að reglurnar verði endurskoðaðar þar sem ljóst þykir að kannabis geti ekki bætt frammistöðu íþróttafólks. Alþjóðalyfjaeftirlitið mun hefja endurskoðun á reglunum á næsta ári og efnið verður því enn á bannlista út árið 2022 hið minnsta.\nFyrsti leikdagur Meistaradeildar Evrópu í fótbolta var í gær. Chelsea hóf titilvörn sína með 1-0 sigri á Zenit. Bayern München valtaði yfir Barcelona 3-0, og Manchester United tapaði fyrir Young Boys frá Sviss 2-1, eftir að hafa komist 0-1 yfir með marki frá Cristiano Ronaldo í fyrri hálfleik","summary":null} {"year":"2021","id":"127","intro":"Frá og með deginum í dag geta allt að 1.500 komið saman ef þeir hafa tekið hraðpróf áður. Þau eru tekin á heilsugæslunni og að auki munu að minnsta kosti þrjú fyrirtæki bjóða upp á prófin á grundvelli reglugerðar. Heilbrigðisráðherra segir óvíst hversu mikið prófin muni kosta ríkið.","main":"Þetta er ein af breytingum sem gengu í gildi á miðnætti og gildir til 6. október. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í fréttum RÚV í gær að sóttvarnalæknir hefði gert lista yfir þau hraðpróf sem mætti nota.\nVið gerum ráð fyrir því að þessi stóra skimunaraðstaða verði á vettvangi heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut eða þar verði boðið upp á þessi hraðpróf.\nAuk þessa munu að minnsta kosti þrjú fyrirtæki taka prófin.\nog tengjast þá okkar miðlægu kerfum þannig að það komi í gegnum app eða síma þannig að það sé hægt að sýna það við innganginn á stórum viðburðum.\nÞetta er gert á grundvelli reglugerðar þar sem óvíst er hversu lengi slík próf verða tekin.\nVið vitum ekki hversu lengi við viljum hafa þetta sem part af okkar umhverfi þannig að það verður væntanlega reglugerð en þá verður það sambærileg niðurgreiðsla eins og gagnvart þessum prófum sem heilsugæslan sér um.\nHefur verið áætlað hvað það muni kosta ríkið, þessi hraðpróf? Við vitum það ekki vegna þess að við vitum ekki hversu lengi við ætlum að nota þetta. Þannig að það verður bara að koma í ljós.","summary":null} {"year":"2021","id":"128","intro":"Og fréttastofa náði nú rétt fyrir fréttir tali af Mími Kristjánssyni, hinum hálfíslenska nýja þingmanni norsku Rauðliðanna.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"128","intro":"Eldgosið í Fagradalsfjalli færðist mjög í aukana í nótt. Nú skvettir gígurinn úr sér, átta sinnum á klukkustund.","main":"Eldgosið við Fagradalsfjall virðist aftur hafa skipt um takt. Frá því seinni partinn í gær hefur púlsavirkni verið í gígnum og órói aukist. Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í Morgunvaktinni á Rás eitt að eldgosið sýni nú svipaða hegðun og það gerði í vor.\nPúlsarnir byrjuðu í gær um eftirmiðdaginn, um fjögur leytið og svo í nótt þá fara þeir að verða tíðari og núna í morgunsárið þá erum við að sjá púlsavirkni sem er mjög svipuð því sem var í apríl og maí. Við erum með sirka átta púlsa á klukkutíma.\nEn hvað skýrir þessa púlsavirkni? Kristín segir þetta minna á virkni goshvera.\nOg hvað það er sem stjórnar þessari púlserandi virkni er í rauninni stærðin á þessum geymi sem er undir og hversu langan tíma tekur að fylla hann o.s.frv.\nGígbarmurinn í Fagradalsfjalli nær nú þrjú hunduð þrjátíu og fjögurra metra hæð yfir sjávarmáli og rís um hundrað metra frá dalsbotninum. Samkvæmt nýjustu mælingum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands hefur flatarmál hraunsins aukist sáralítið síðasta mánuðinn, þar sem hraunið nær ekki að renna út að jaðrinum fjærst gígnum. Í staðinn hefur hlaðist upp lítil en tiltölulega brött dyngja sem er um sjötíu metra djúp í miðju.\nVísindamenn telja enga leið til að spá fyrir um goslok út frá hegðuninni hingað til.","summary":null} {"year":"2021","id":"128","intro":"Heimsmarkaðsverð á áli ríkur uppp og hefur ekki verið hærra í 13 ár. Hækkunin hefur góð áhrif á rekstur álvera hér á landi. Í gær fór verð á tonni yfir þrjú þúsund dollara. Hækkunin nemur um það bil fjörutíu prósentum það sem af er ári.","main":"Valdarán í Gíneu á dögunum veldur meðal annars verðhækkuninni. Við það hefur framboð á báxíti dregist umtalsvert saman, en ál er unnið úr því.\nPétur Blöndal, framkvæmdastjóri Samáls segir að hækkun á heimsmarkaðsverði megi einnig rekja til þess að Kínverjar hafi náð efri mörkum í álframleiðslu sinni. Kol eru notuð þar til framleiðslunnar að stórum hluta og þar er framleiddur rúmur helmingur af öllu áli í heiminum. Nú er svo komið að þeir flytja inn meira af áli en þeir flytja út. Hann segir hækkunina koma sér vel fyrir álfyrirtæki hér á landi. Þau hafa verið rekin með tapi undanfarin ár vegna lágs heimsmarkaðsverðs.\nÞetta breytir heilmiklu. Reksturinn hefur verið þungur undanfarin ár og þetta er því góð innspýting og það eru bjartar horfur á álmörkuðum. Búist þið við því að þetta þýði að álverin fari að skila hagnaði. Já það má reikna fastlega með því já.\nÍ fyrra var til umræðu að loka álverinu í Straumsvík og fóru forsvarsmenn Rio Tinto Alcan þess á leit við Landsvirkjun að lækka raforkuverð til fyrirtækisins. Bjarni Már Gylfason er upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Hann segir fyrirtækið standa styrkari fótum nú en þá.\nÞað sem breyttist í samningnum við Landsvirkjun er að það kemur inn tenging við álverð. Það þýðir að raforkuverðið er hátt núna og það kemur sér vel fyrir Landsvirkjun og Ísland. En það gerir okkar fyrirtæki kleift að kljást við sveiflur í álverði sem við verðum að reikna með að verði áfram á næstu árum, en ástandið núna er mjög gott og ánægjulegt að álverð sé svona hátt eins og raun ber vitni.","summary":"Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað um 40 prósent á árinu og ekki verið hærra í 13 ár. Hækkunin hjálpar íslenskum álverum."} {"year":"2021","id":"128","intro":"Ljóst er hvaða lið leika til undanúrslita í bikarkeppni karla í handbolta þetta árið. Átta liða úrslitum kvenna lýkur í sömu keppni í kvöld.","main":"Valur burstaði FH í stórleik gærkvöldsins í 8-liða úrslitum karla í bikarnum í leik sem endaði 34-24 fyrir Val. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og á nú 25% möguleika á því að bæta bikarmeistaratitlinum við sama árið. Hin liðin sem komin eru í undanúrslit bikarsins eru Stjarnan sem sigraði KA, 34-30 í gærkvöld. Fram sem vann sex marka útisigur á ÍR, 36-30. Og Afturelding sem hafði betur á móti Fjölni, 35-30. Dregið verður í kvöld hvaða lið mætast í undanúrslitum bikarsins. Undanúrslitaleikirnir verða spilaðir á Ásvöllum fimmtudagskvöldið 30. september og úrslitaleikurinn tveimur dögum síðar, laugardaginn 2. október. Það ræðst svo í kvöld hvaða lið það verða sem munu leika til undanúrslita í bikarkeppni kvenna. Allir fjórir leikir 8-liða úrslitanna verða spilaðir í kvöld. Klukkan hál fátta taka Haukar á móti Fram. Víkingur fær FH í heimsókn á sama tíma. Klukkan átta eigast svo ÍBV og Valur við og verður sá leikur sýndur beint á ruv.is. Klukkan átta mætast líka Stjarnan og KA\/Þór og verður sú viðureign sýnd beint á RÚV 2.\n20. umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta lauk í gær þegar FH vann öruggan 4-0 sigur á Stjörnunni. Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir FH í leiknum og þeir Baldur Logi Guðlaugsson og Jónatan Ingi Jónsson sitt markið hvor. Einn leikmaður úr hvoru liði fékk rautt spjald í leiknum. Með sigrinum er ljóst að ekkert getur breytt því í síðustu tveimur umferðunum að FH lendir í 6. sæti. Stjarnan er sem stendur í 7. sæti með 22 stig og getur enn fallið, þó líkurnar séu reyndar litlar. Næstsíðasta umferð deildarinnar verður spiluð á sunnudag og lokaumferðin laugardaginn 25. september.\nOg fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta lauk í gærkvöld með 3-1 sigri Everton á Burnley. Jóhann Berg Guðmundsson lagði upp mark Burnley fyrir Ben Mee þegar hann kom liðinu í 1-0 á 53. mínútu. Michael Keane, Andros Townsend og Demarai Gray skoruðu hins vegar allir sitt markið hver fyrir Everton og tryggðu Everton þar með 3-1 sigur.","summary":"Ljóst er hvaða lið leika til undanúrslita í bikarkeppni karla í handbolta þetta árið. Átta liða úrslitum kvenna lýkur í sömu keppni í kvöld."} {"year":"2021","id":"128","intro":"Notendur iPhone snjallsíma eru hvattir til að uppfæra stýrikerfi þeirra sem fyrst. Þannig koma þeir í veg fyrir að ísraelska njósnaforritinu Pegasus verði komið fyrir í símunum án þess að þeir verði varir við það.","main":"Sérfræðingar í netöryggi við Citizen Lab rannsóknarmiðstöð háskólans í Toronto komust að því, þegar þeir skoðuðu síma sádi-arabísks aðgerðasinna, að vegna galla í einu forriti iPhone símanna var hægt að lauma í þá Pegasus njósnaforritinu. Þeir telja að því hafi verið komið fyrir í þúsundum síma. Fréttir bárust af því í sumar að forritið hafi frá árinu 2016 verið notað til að njósna um aðgerðasinna, blaða- og fréttamenn og stjórnmálamenn. Emmanuel Macron Frakklandsforseti er talinn vera einn þeirra. Með forritinu hefur verið hægt að nálgast skilaboð, myndir og tölvupóst í símunum ásamt því að fylgjast með ferðum notendanna, hljóðrita símtöl og virkja leynilegan hljóðnema.\nApple greindi frá því í gær að stýrikerfi iPhone símanna hefði verið betrumbætt í skyndi eftir uppgötvun starfsmanna Citizen Lab. Notendur þeirra og raunar allra nettengdra Apple-tækja eru hvattir til að uppfæra stýrikerfin sem fyrst.","summary":"Notendur iPhone eru hvattir til að uppfæra símana sem fyrst til að koma í veg fyrir að hægt að njósna um þá með aðstoð ísraelsks njósnaforrits."} {"year":"2021","id":"128","intro":"Viðræður um myndun nýrrar vinstristjórnar undir forsæti Jónasar Gahs Störe, formanns Verkamannaflokksins, eru að hefjast í Noregi. Þrír flokkar á vinstri vængnum náðu fjögurra sæta meirihluta í Stórþingskosningunum í gær. Vinstri flokkarnir fengu 100 þingsæti en hægri flokkarnir töpuðu 20 sætum og fengu 68. Einn er óháður.","main":"Úrslitin urðu lík því sem skoðanakannanir gáfu til kynna. Ríkisstjórn Ernu Solberg, formanns hægri flokksins, er því fallin eftir átta ára setu. Hún óskaði Jónasi til hamingju:\nÉg vil leyfa mér að óska Jónasi Gahr Störe til hamingju með að nú er ljós meirihluti fyrir stjórnarskiptum. Núna taka við viðræður Verkamannaflokksins, Miðflokksins og Sósíalíska vinstri flokksins um samstarf. Ósætti er milli tveggja síðastnefndu flokkanna um hvort þeir geti unnið saman, ekki síst vegna djúpstæðs ágreinings um umhverfismál. Fyrsti fundur flokkanna er í dag.\nUmhverfismál urðu aðalmál kosningabaráttunnar en þetta urðu samt ekki þær umhverfiskosningar sem spáð var. Græningjar, sem settu það skilyrði fyrir samstarfi við aðra að hætta allri olíuvinnslu, náðu ekki að auka fylgi sitt. Hins vegar kom góður árangur kommúnista í flokki Rauðliða á óvart og þeir fengu 8 þingmenn, þar á meðal Mími Kristjánsson, sem er hálfur Íslendingur.\nEkki er reiknað með niðurstöðu af stjórnarmyndun fyrr en eftir mánaðamótin og þá hvort Jónas Gahr Störe myndar meirihlutastjórn eða minnihlutastjórn með stuðningi vinstriflokkanna.\nÞetta er Gísli Kristjánsson sem talar frá Osló.","summary":"Viðræður þriggja flokka um myndun vinstristjórnar eru að hefjast í Noregi. Flokkarnir til vinstri sigrðuðu í Stórþingskosningunum í gær með verulegum mun og hægri stjórn Ernu Solberg fer frá. Meðal þeirra sem náðu kjöri á stórþingið fyrir Rauðliða er hinn hálfíslenski Mímir Kristjánsson. Íslendingur hefur ekki áður setið þar á þingi."} {"year":"2021","id":"128","intro":"Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels hélt í gær til fundar við Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands á Sínaí-skaga við Rauðahaf. Það var í fyrsta sinn í áratug sem ísraelskur forsætisráðherra fær boð til Egyptalands.","main":"Talsmaður egypska forsetaembættisins sagði leiðtogana hafa rætt leiðir til að koma friðarumleitunum af stað á ný, auk þróunar mála í Miðausturlöndum og á alþjóðavettvangi.\nEgyptar hafa margoft komið við sögu sem málamiðlarar í átökum Ísraela og Palestínumanna. Nú síðast hjálpuðu þeir til við að semja um vopnahlé eftir ellefu daga átök í maí. Forsetaembættið sagði á vefsíðu sinni eftir fundinn í gær að forsetinn hafi ítrekað stuðning Egypta við allar tilraunir til þess að koma á viðvarandi friði í Mið-Austurlöndum, byggðum á tveggja ríkja lausn og alþjóðlegum tilskipunum.\nBennett sagði blaðamönnum eftir fundinn að leiðtogarnir hafi rætt ríkiserindrekstur, öryggis- og efnahagsmál. Þeir hafi myndað sterkan grunn til framtíðarsamskipta, hefur Deutsche Welle eftir honum. Þá herma heimildir að þeir hafi rætt málefni sem snerta Miðausturlönd, á borð við áhrif Írana á svæðið og efnahagskreppuna í Líbanon.","summary":null} {"year":"2021","id":"128","intro":"Fimm íslenskar konur slösuðust á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Tvær þeirra eru á gjörgæslu. Króna pálmatrés féll á konurnar þar sem þær sátu að snæðingi.","main":"Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir í samtali við fréttastofu að leitað hafi verið til kjörræðismanns á Kanaríeyjum vegna slyssins. Vísir greindi fyrst frá. Slysið var í bænum San miguel da Abona á sunnudag. Haft er eftir eiginmanni einnar konunnar að fimm Íslenskar konur á fimmtugsaldri hafi setið að snæðingi fyrir utan veitingahús þegar króna pálmatrés féll fyrirvaralaust ofan á þær. Hópi íslendinga sem átti leið hjá tókst að lyfta trénu af konunum. Á meðan þær lágu slasaðar á götunni bar að garði þjófa sem stálu símum frá þremur kvennanna.\nTvær kvennanna eru alvarlega slasaðar á gjörgæsludeild og eru fjölskyldur þeirra á leið utan til að vera með þeim. Hinar þrjár slösuðust minna og eru væntanlegar hingað til lands á morgun.","summary":"Tvær íslenskar konur eru á gjörgæsludeild á Tenerife á Spáni eftir að króna af pálmatré féll á þær"} {"year":"2021","id":"129","intro":"Brýnt er að semja sem fyrst um lagningu Suðurnesjalínu 2. Þetta segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ. Fulltrúi Landsnets sagði í morgunfréttum að Suðurnesjalína væri forsenda aukins vaxtar í atvinnulífi á Reykjanesi. Fjöldi fyrirtækja á svæðinu óski eftir raforku sem ekki sé unnt að verða við án línunnar.","main":"Nú flytur ein lína raforku á Reykjanes, Suðurnesjalína eitt. Sveitarfélagið Vogar hafnaði umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu tvö, sem á að vera 34 kílómetra löng loftlína og sú ákvörðun hefur verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þá kærðu fimm umhverfisverndarsamtök fyrirhugaða lagningu línunnar. Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í Reykjanesbæ segir lagningu annarrar línu forsendu fyrir auknum vexti á svæðinu\nVið þurfum að fá aukna raforku inn á svæðið en þetta snýst ekki síður um afhendingaröryggi raforkunnar því við erum bara með eina línu hingað inn. Ef að hún dettur út eða bilar, þá erum við í vanda stödd.\nKjartan segir mikla eftirspurn eftir aukinni raforku til ýmissa verkefna.\nVið erum með alþjóðaflugvöll hér sem verið er að stækka og er að eflast. Það eru hér uppi hugmyndir ýmissa aðila um mörg verkefni. Gagnaver eru hér uppi á Ásbrú og víðar sem taka til sín talsvert af raforku.\nVeistu til þess að einhver fyrirtæki hafi farið úr landi eða eitthvert annað vegna þessa? Ekkert sem ég get talað um. Þær sögusagnir hafa verið á sveimi en ég get ekki staðfest það.\nKjartan segist ekki búast við öðru en að málið leysist sem fyrst.\nVonandi tekur það ekki mörg, mörg ár í viðbót að finna út úr því. En ég held að á endanum þá hljóti þetta að leysast með einum eða öðrum hætti því við verðum að fá aukna raforku.","summary":"Raforkuöryggi verður ekki tryggt fyrr en Suðurnesjalína tvö hefur verið lögð. Þetta segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ. Mikil þörf sé fyrir meira rafmagn á svæðinu."} {"year":"2021","id":"129","intro":"Samkomulag er í höfn um eftirlit með kjarnorkuverum í Íran. Stefnt er að því að það hefjist á næstu dögum.","main":"Íranar hafa fallist á að Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefji að nýju eftirlit með kjarnorkuverum landsins. Stefnt er að því að það hefjist á næstunni.\nStutt er síðan Kjarnorkumálastofnunin gagnrýndi írönsk stjórnvöld fyrir að vera ósamvinnuþýð í samningaumleitunum um eftirlitið. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, hélt til Teheran fyrir helgi til að reyna að sannfæra þau um að hefja það að nýju. Hann greindi frá því við komuna til Vínarborgar í gærkvöld að samkomulag hefði náðst í gær. Hann kvaðst vonast til að eftirlitsmenn stofnunarinnar gætu hafist handa á næstu dögum. Þeir fá leyfi til þess að halda við eftirlitsbúnaði í kjarnorkuverunum til þess að hægt verði að safna gögnum um framleiðsluna. En til þess að sækja gögnin verður stofnunin að bíða eftir því að viðræður um kjarnorkusáttmála Írans við stórveldin frá 2015 hefjist að nýju. Það er síðasti bitinn í púslið, að því er AFP fréttastofan hefur eftir Grossi.","summary":"Samkomulag er í höfn um eftirlit með kjarnorkuverum í Íran. Stefnt er að því að það hefjist á næstu dögum."} {"year":"2021","id":"129","intro":"Fjögur einmennings-hjúkrunarrými á Ísafirði og Bolungarvík verða nú tvíbýli. Til þessa ráðs er gripið svo stytta megi biðlista.","main":"Nítján eru nú á biðlista eftir að fá inni á hjúkrunarheimili á norðanverðum Vestfjörðum. Auka á um fjögur hjúkrunarrými með því að taka upp tvíbýli. Þrjú á Eyri á Ísafirði og eitt á Bergi í Bolungarvík. Gylfi Ólafsson er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.\nVið gerum ráð fyrir því að þetta sé tímabundin ráðstöfun, ekki til þess að klára biðlistann heldur bara á meðan það eru margir einstaklingar í brýnni þörf fyrir úrræðið.\nAukin fjármögnun fylgir ekki þessari fjölgun. Gylfi segir þetta vissulega afturför, en þörfin hafi verið brýn.\nÞeir íbúar sem eru fremstir á biðlistanum eru í mjög mikilli þörf fyrir að komast á hjúkrunarheimili og búnir að fullnýta önnur úrræði. Sérstaklega heimahjúkrun, heimaþjónustu, dagþjálfun og dagþjónustu. Þetta er eina lausnin sem við sjáum í stöðunni.\nInnlitum í heimahjúkrun við norðanvert Djúp hefur fjölgað um 120 prósent frá 2017. Á bráðadeild sjúkrahússins eru tvö föst rými fyrir hvíldarinnlagnir og hafa þau verið í stanslausri notkun.\nTvö tvíbýli hafa þegar verið tekin í notkun. Móðir Línu Bjargar Tryggvadóttur flutti inn í tvíbýli fyrir rúmum mánuði.\nÞað var aldrei spurning, aldrei spurning að við tækjum þetta. Enda var þörfin þannig, enda má ekki gleyma því að á bakvið einstakling sem er lasinn er líka einstaklingur í umönnun.\nFaðir Línu hafði þá annast móður hennar heimavið þar til hún fékk pláss á Eyri.\nHins vegar fer hún inn í tvíbýli þar sem hún býr með annarri manneskju sem við þekkjum ekki og móðir mín er með alzheimer. Þannig þarna er hún ekki með sitt eigið pláss og við getum í raun ekki farið inn með henni og setið í ró og næði og spjallað við hana.\nÞannig að ef að við viljum vera ein sem fjölskylda saman einhvers staðar þá þurfum við að taka hana út af heimilinu.\nTíu ný hjúkrunarrými eru fyrirhuguð á Ísafirði. Ríkið og Ísafjarðarbær standa að þeirri uppbyggingu en hún hefur dregist þó nokkuð og ekki vitað hvenær framkvæmdir hefjast.","summary":null} {"year":"2021","id":"129","intro":"Norðmenn kjósa til Stórþings í dag. Nær fjórar milljónir manna eru á kjörskrá en tæpur helmingur hefur þegar kosið utan kjörfundar. Stjórnarandstöðu, sem í eru fimm stjórnmálaflokkar, er spáð sigri og að ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra falli eftir átta ára setu. Umhverfismál og framtíð olíuvinnslu eru helsta ágreiningsmálið. Er alveg fullvíst vinstri flokkarnir taki þetta?, Gísli Kristjánsson í Osló.","main":"Fáir fást þó til að spá að þetta verði endanleg úrslit. Reynslan hér eftir síðastliðnar kosningar er að flokkarnir á hægri vængnum sæki í sig veðrið á kjördag og nái hagstæðari úrslitum að lokum. Þá veltur á miklu hvort tveir stjórnarflokkar nái yfir 4 prósenta markið til að fá uppbótarsæti á þingi. Á fáum atkvæðum getur oltið hvort ríkisstjórnin fær 15 þingsætum meira eða minna. Núna gera spár ráð fyrir að stjórnarandstöðuflokkarnir fimm verði með allt að 100 þingsæti en stjórnarliðar innan við 70. 85 þingsæti þar í minnsta meirihluta.\nOg umhverfismálin undirliggjandi í allri kosningabaráttunni?\nÁ lokaspretti kosningabaráttunnar hefur öðru fremur verið deilt um framtíð olíuvinnslunnar á landgrunninu og leiðir til að draga úr losun koltvísýrings. Stjórnarflokkarnir vilja fara hægt í breytingar eða alls ekki en innan stjórnarandstöðu er meiri vilji til aðgerða. Þar er til dæmis Græningjum spáð allt að 10 þingmönnum og þeir vilja endalok olíuvinnslunnar.\nÓtrúlega margir greitt atkvæði utan kjörfundar.\nÓvenjulegt er núna hve margir hafa kosið utan kjörstaða. Rúm 42 prósent atkvæðisbærra manna hefur þegar kosið. Það er meira en nokkru sinni fyrr. Líkur eru á að utankjörstaðaratkvæðin verði meira en helmingur greiddra atkvæða. Von er á fyrstu tölum strax eftir lokun kjörstaða klukka 21 að staðartíma eða klukkan 19 að íslenskum tíma.","summary":"Þingkosningar eru í Noregi í dag. Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra er spáð falli en ekki er fyrirséð hvort stjórnarandstaða nær að mynda stjórn. Einkum er deilt um framtíð olíuvinnslunnar."} {"year":"2021","id":"129","intro":"Viðræður Sjúkratrygginga Íslands við sálfræðinga um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu hófust ekki fyrr en í lok apríl, tæpu ári eftir að lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi. Formaður Sálfræðingafélagsins telur að hundrað milljóna króna framlag ríkisins lýsi áhugaleysi stjórnvalda á þessu verkefni.","main":"Lög um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu voru samþykkt á Alþingi sumarið 2020 og áttu að taka gildi fyrsta janúar 2021.\nÉg hef fjármagnað þetta nú þegar, með hundrað milljónum nú þegar, en það hefur ekki gengið vel að koma þeim peningum í lóg vegna þess að samningar hafa ekki gengið við sjálfstætt starfandi sálfræðinga,\nÞetta sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í fréttum RÚV í gær.\nTryggvi Ingason, formaður Sálfræðingafélagsins, segir að málið strandi ekki hjá sálfræðingum.\nTryggvi bendir á að ríkið ætli ekki að semja um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu almennt, heldur hafi Sjúkratryggingar auglýst eftir að semja við stofur sem myndu taka að sér þjónustuna. Það þýðir að sjúklingar geta ekki valið að leita til annarra sálfræðinga, nema með því að greiða fullt verð.\nHugmyndin er að það séu samningsbundnir aðilar sem sjá um þessa þjónustu.\nSegir María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segir nauðsynlegt að forgangsraða þeim fjármunum sem settir hafa verið í verkefnið.\nGert er ráð fyrir að hundrað milljónum verði varið í verkefnið á ári.","summary":"Viðræður um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu hófust ekki fyrr en fjórum mánuðum eftir að lög þess efnis tóku gildi. Formaður Sálfræðingafélagsins segir að of lítið fjármagn sé sett í verkefnið. "} {"year":"2021","id":"129","intro":"Breiðablik dróst í B-riðil Meistaradeildar Evrópu í fótbolta þegar dregið var í höfuðstöðvum Evrópska knattspyrnusambandsins í Nyon í Sviss áðan. Blikar drógust með París Saint-Germain frá Frakklandi, Real Madríd frá Spáni og Kharkiv frá Úkraínu í B-riðil.","main":"Öll liðin í hverjum riðli mætast tvisvar, einu sinni á heimavelli hvors liðs. Fyrsta umferð riðlakeppninnar verður leikin 5.6. október. Sjötta og síðasta umferðin verður svo spiluð 15.-16. desember. Þetta er í fyrsta sinn sem Meistaradeild kvenna í fótbolta er leikin í riðlum. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast svo áfram í 8-liða úrslit sem verða leikin í seinni hluta mars á næsta ári. Breiðablik var í 2. styrkleikaflokki af fjórum þegar dregið var. Ljóst var fyrir dráttinn að Blikar gætu því ekki mætt Lyon, Wolfsburg eða Arsenal, sem öll voru í sama styrkleikaflokki. Breiðablik sendi frá sér tilkynningu á föstudag að Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Blika hætti sem þjálfari liðsins eftir leiktíðina. Í samtali við RÚV áðan gerði Vilhjálmur þó ráð fyrir því að stýra Breiðabliki í leikjum Meistaradeildarinnar að óbreyttu. Hann taldi riðilinn sem Breiðablik dróst í afar áhugaverðan og sagði spennandi tíma fram undan.\nRússinn Daniil Medvedev vann Serbann Novak Djokovic á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í kvöld. Þar með gerði hann út um vonir Djokovic að vinna alla risatitlana á sama almanaksárinu. Slíkt hefur ekki gerst síðan 1988 þegar þýska konan Steffi Graf vann öll fjögur risamót ársins. Medvedev vann sinn fyrsta risatitil í einliðaleik á ferlinum með sigrinum á Djokovic í gærkvöld.\nLjóst er hvaða lið mætast í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfubolta eftir að 8-liða úrslitunum lauk í gærkvöld. Tindastóll sló út Keflavík, 84-67 og mætir Stjörnunni í undanúrslitum. Stjarnan sigraði Grindavík í 8-liða úrslitunum í gær. Í hinum undanúrslitaleiknum munu svo ÍR og Njarðvík eigast við. ÍR burstaði Sindra frá Hornafirði í gær og Njarðvík sigraði Hauka, 93-61.","summary":"Kvennalið Breiðabliks dróst í riðil með París Saint-Germain frá Frakklandi, Real Madríd frá Spáni og Kharkiv frá Úkraínu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Dregið var fyrr í dag."} {"year":"2021","id":"130","intro":"Netárásir þær sem gerðar voru á greiðslufyrirtækið Valitor í gærkvöld og SaltPay í byrjun þessa mánaðar gætu einungis verið æfingar fyrir umsvifameiri netárásir, að sögn forstöðumanns netöryggissveitar Fjarskiptastofnunar.","main":"Umfangsmikil netárás var gerð á greiðslufyrirtækið Valitor í gærkvöld og olli hún um tíma talsverðum erfiðleikum með kortagreiðslur og úttektir. Svipuð netárás var gerð á fyrirtækið SaltPay þann 3. september. Ekki voru settar fram neinar kröfur frá hendi árásaraðila né urðu neinar afleiðingar af árásunum aðrar en truflanir á þjónustu. Það gæti þó verið vísbending um að eitthvað annað og verra viðfangs sé í pípunum hjá árásaraðilunum. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS, netöryggissveitar Fjarskiptastofnunar.\nÉg met það sem svo að það ættu allir að vera viðbúnir því að það gætu komið sambærilegar árásir í framhaldi. Að mörgu leyti eru þessar árásir sem eru að eiga sér stað núna, þær virka svona á mann eins og einhver sé hreinlega bara að æfa sig. Það eru engin hótunarbréf sem hafa borist og það er engin augljós aðili á bakvið þetta.\nGuðmundur Arnar segir enga leið að vita hver eða hverjir standa að baki árásunum. Þess vegna sé mikilvægt að nýta tímann og undirbúa sig fyrir mögulegt framhald á því sem gengið hefur á undanfarna daga. Hann segir skynsemi í því að búa sig undir þann möguleika.\nMeðan það er staðan, að við vitum ekki hver er að þessu, þá er bara gífurlega mikilvægt núna að við nýtum þessa reynslu sem er að myndast við þessar árásir núna, hjá mismunandi félögum, í að skiptast á upplýsingum og undirbúa sig mögulega fyrir stærri árás, eða hnitmiðaðri árás.","summary":"Netárásir sem gerðar voru á greiðslufyrirtækin Valitor í gærkvöld og SaltPay í byrjun þessa mánaðar gætu einungis verið æfingar fyrir umsvifameiri netárásir."} {"year":"2021","id":"130","intro":"Félag talmeinafræðinga hótar að segja sig frá samningum við Sjúkratryggingar Íslands og skorar á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að fella út starfsreynsluákvæði þeirra í rammasamningi.","main":"Ákvæðið kveður á um að nýútskrifaðir talmeinafræðingar skuli hafa tveggja ára starfsreynslu hjá ríki og sveitarfélögum til þess að fá samning við Sjúkratryggingar. Nýlega var fellt úr gildi sambærilegt ákvæði fyrir sjúkraþjálfara og heilbrigðisráðherra hefur sagt vilja standa til þess að gera slíkt hið sama í samningum talmeinafræðinga. Linda Björk Markúsardóttir, formaður samninganefndar talmeinafræðinga, segir að vandinn sem fylgi ákvæðinu blasi ekki síst við á landsbyggðinni.\nþað sem er fyrst og fremst að gerast er að það verður engin nýliðun úti á landi þannig að einyrkjar úti á landi geta ekki bætt við sig starfskröftum. Og við erum með biðlista upp á tvö til þrjú ár og þeir lengjast og lengjast. Við stöndum jafnvel frammi fyrir því að nýútskrifaðir talmeinafræðingar verða atvinnulausir vegna ákvæðisins.\nÞað sé ekki hlaupið að því fyrir nýútskrifaða að fá starfsreynslu hjá ríki og sveitarfélögum, enda fá störf þar í boði.\nÞannig að ef þeir ætla að vinna verða þeir að gera eins og sjúkraþjálfarar gerðu, það verður til þetta tvöfalda kerfi og þeir þurfa að rukka sjúkratryggða um fullt gjald.\nAðalfundur Félags talmeinafræðinga lýsti í gær yfir vonbrigðum yfir framgöngu Sjúkratrygginga í samningaviðræðum við félagið og Linda segist óttast að engar breytingar verði í höfn á þessu kjörtímabili.\nÞeir hafa boðið okkur á næsta samningafund 28. september, sem er svona heppilega þremur dögum eftir kosningar. Við erum að reyna að fá í gegn að þeim fundartíma verði breytt og þetta verði lagað sem fyrst","summary":"Félag talmeinafræðinga skorar á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir því að Sjúkratryggingar Íslands felli út starfsreynsluákvæði þeirra í rammasamningi og að gengið verði að samningaborði fyrir alþingiskosningar."} {"year":"2021","id":"130","intro":"Eyfirski safnadagurinn er í dag. Eitt þeirra fimmtán safna við Eyjafjörð sem opna dyrnar fyrir gestum og gangandi er Flugsafn Íslands á Akureyri og þar er Steinunn María Sveinsdóttir safnstjóri.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"130","intro":"Fyrsta alvöru haustlægðin gengur yfir sunnan og vestanvert landið í dag. Gul viðvörun hefur verið gefin út og ekkert ferðaveður verður á stórum hluta landsins.","main":"Haustlægðin sem skellur á vestanverðu landinu í kvöld er leifar af fellibylnum Larry. Hann gekk yfir Nýfundnaland í gær og olli þar þó nokkrum usla en verulega dregur úr vindstyrk hans áður en hann nær á land á Íslandi.\nGul viðvörun er í gildi sem nær allt yfir allt sunnan- og vestanvert landið og miðhálendið. Lægðin kemur fyrst inn á norðanvert Snæfellsnes um hádegi og það byrjar að hvessa mjög við Faxaflóa um miðjan dag og nær veðurhamurinn hámarki á því svæði frá sex síðdegis til miðnættis. Spáð er hviðum allt að 35 til 40 metrum á sekúndu.\nEkki verður sérstakur viðbúnaður við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga en lögreglan á Suðurnesjum varar við því að þar verði ekkert ferðaveður í dag. Þá hafa tilkynningar um óveðrið verið sendar til ferðamanna í gegnum Safe Travel.","summary":"Leifar af fellibylnum Larry ganga yfir sunnan og vestanvert landið síðdegis. Gul viðvörun hefur verið gefin út og er varað við ferðalögum. "} {"year":"2021","id":"130","intro":"Nokkur þúsund fjár verða í Staðarrétt í dag þar sem réttað verður. Fé frá Syðra-Skörðugili þar sem riða hefur greinst er þar á meðal en því verður haldið frá öðru fé eins og kostur er og flutt fljótt heim á bæ.","main":"Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri í sveitarfélaginu Skagafirði segir samfélagið slegið yfir fregnum af riðusmiti á einu stærsta fjárbúi í sveitinni. Hann telur brýnt að rannsaka verndandi arfgerðir gegn riðu betur svo koma megi í veg fyrir riðusmit í framtíðinni.\nÞetta er svona eitt af þessum stóru og öflugu fjárbúum sem verður fyrir þessu að þessu sinni og þetta hefur talsverð áhrif á samfélagið.\nHvað finnst þér um þær aðferðir sem notaðar eru þegar riða kemur upp eru þær hugsanlega of harðar eða er þetta eitthvað sem verður að gera? Svona miðað við álit okkar færustu vísindamanna þá er þetta talin rétta aðferðin en mín persónulega skoðun er sú að það þyrfti kannski að ganga lengra í rannsóknum á hugsanlega þessum verndandi arfgerðum til að draga úr áhættunni að svona geti komið fyrir.\nSveitarstsjórinn var í göngum í gær með sveitungum sínum. Hann segir fólk hafa gengið í sín störf til að allt gengi upp, í dag sé réttardagur og menn ljúki þeim verkum. Sigfús Ingi segir vanmat bóta frá ríkinu vegna starfa bóndans við hreinsunarstarf þegar riða kemur upp á stundum hafa verið gagnrýnt.\nJa við höfum svona gert það í undanförnum tilvikum að við höfum komið að málum þannig með því að veita ákveðna áfallahjálp eða samtal við til þess bæran aðila hitt varðandi bótaþáttinn er eitthvað sem að ríkið er með\nÞetta er samheldið og þétt og gott samfélag og fólk finnur auðvitað til með þeim sem að verða fyrir þessu og það veit enginn hvar þetta stingur sér niður næst og auðvitað eru menn pínulítið uggandi þetta eru búin að vera nokkuð mörg tilfelli á fáum árum.","summary":"Sveitarstjórinn í Skagafirði telur brýnt að rannsaka betur verndandi arfgerðir gegn riðu svo koma megi í veg fyrir riðusmit. Fé frá Syðra-Skörðugili þar sem riða hefur greinst verður haldið frá öðru fé eins og kostur er í réttum í dag og flutt fljótt heim á bæ."} {"year":"2021","id":"130","intro":"Hin átján ára gamla Emma Raducanu vann sögulegan sigur á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gærkvöld. Raducanu, sem er 18 ára gömul vann hina 19 ára Leyluh Fernandez í úrslitaviðureigninni í tveimur settum, 6-4 og 6-3.","main":"Raducanu er fyrsta breska konan til að vinna risamót í 44 ár, fyrst í sögunni til að vinna risamót eftir að hafa tryggt sig inn á það í gegnum úrtökumót og sú yngsta til að vinna mótið síðan Serena Williams vann það 18 ára árið 1999. Raducanu tapaði ekki setti á mótinu sem er aðeins hennar annað risamót á ferlinum. Í kvöld mætast Novak Djokovic og Daniil Medvedev í úrslitum einliðaleiks karla þar sem Djokovic gæti orðið fyrsti karlinn í 52 ár til að vinna öll risamótin á sama ári.\nBreiðablik og Valur mættust í 20. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í gærkvöld. Lokatölur urðu 3-0 fyrir Blika sem nálgast Íslandsmeistaratitilinn óðfluga og eru á toppnum með tveimur stigum meira en Víkingur í öðru sæti. Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals eru dottnir úr titilbaráttunni og sitja eins og er í 5. sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika var strax orðinn einbeittur á næsta leik liðsins á móti FH eftir viku.\nKvennalið Vals í körfubolta vann Stjörnuna í síðustu viðureigninni í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í gær. Sigurinn var nokkuð öruggur 53-79 og ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum keppninnar á miðvikudag. Valur tekur á móti Haukum sem unnu Keflavík í gær og Fjölnir fær Njarðvík í heimsókn. Sýnt verður beint frá leikjum í 8-liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta á RÚV 2 í dag. Viðureign Stjörnunnar og Grindavíkur er á dagskrá klukkan 17 og leikur Tindastóls og Keflavíkur verður sýndur klukkan 19:30","summary":null} {"year":"2021","id":"130","intro":"Vinstrimönnum er spáð sigri í þingkosningum í Noregi á morgun og allt bendir til þess að Erna Solberg forsætisráðherra láti af embætti. Formaður Verkamannaflokksins segir tími kominn til breytinga í þágu almennings.","main":"Skoðanakannanir benda til þess að níu flokkar fái menn kjörna og að Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn missi umtalsvert fylgi á kostnað mið- og vinstriflokkanna, sem fá 104 þingsæti af 169. Hægri flokkar hafa farið með völd í Noregi frá því 2013 og Erna Solberg gegnt embætti forsætisráðherra en líkur eru á að það breytist núna. Hún tók þátt í leiðtogaumræðum í norska sjónvarpinu um helgina og lagði þar áherslu á störfum væri farið að fjölga á ný í kjölfar faraldursins, að vel hafi tekist til í loftslagsmálum og að biðraðir hefðu styst í heilbrigðiskerfinu. Þessi þróun myndi halda áfram ef hægriflokkurinn yrði við völd.\nDet er stadig flere jobber og klimautslippene gar ned og ende flere fullforer vgs. og at syke star kortere i kö for a fa behandling.\nNorski verkamannaflokkurinn mælist stærstur í könnunum, með tæplega 25 prósenta fylgi, og líkur eru á að Jonas Gahr Støre, formaður flokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, reyni að mynda stjórn. Hann segir að tími sé kominn á breytingar í þágu almennings og að leggja þurfi meiri áherslu á atvinnumál, skólakerfið og umhverfismál.","summary":"Vinstriflokkunum er spáð sigri í þingkosningum í Noregi á morgun. Atvinnu- og umhverfismál hafa verið fyrirferðamikil í kosningabaráttunni."} {"year":"2021","id":"130","intro":"Ógerningur er að segja til um hvenær eldgosi ljúki á Reykjanesskaga. Þetta segir jarðeðlisfræðingur. Hvorki sé hægt að ráða af mælingum að gosi sé að ljúka né að það muni gjósa áfram.","main":"Landris og kvikustreymi við Öskju gæti endað án þess að glóandi hraun komi upp á yfirborð. Þettasegir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur . Þá sé ekki hægt að ráða af mælingum á Reykjanesskaga hvort þar gjósi áfram eða hætti.\nÞað er nánast ógerningur að segja neitt til um það og ekkert í raun og veru sem við mælum sem bendir til þess að gosi sé að ljúka eða að það muni halda áfram. Það er ekkert sem getur sagt okkur til um það. Þessi uppkoma gossins aftur núna er góð lexía í því. Það er búið að vera goshlé í níu sólarhringa og margir hefðu látið sér það duga til að segja að nú væri gosi lokiðþ\nEn Reykjanesskaginn er ekki eina svæðið á Íslandi þar sem virkni er í jörðu því land hefur risið í Öskju.\nÞað er kvikustreymi upp í miðja jarðskorpuna\n.. án þess að gos verði. Það hefur gerst nokkrum sinnum.","summary":"Ógerningur er að segja til um hvenær eldgosi ljúki á Reykjanesskaga. Þetta segir jarðeðlisfræðingur. Gjósa tók upp úr gígnum í gær eftir nokkurra daga hlé. "} {"year":"2021","id":"131","intro":"Gosóróa varð vart í eldstöðinni í Geldingadölum í morgun en engin virkni hafði verið þar í níu daga. Hlaup í Vestari-Jökulsá í Skagafirði er í rénun.","main":"Ekkert hafði gosið í Geldingadölum síðan 2. september en um fimm leytið í morgun hófst gosórói að nýju.\nÞað jókst aftur órói þarna við Geldingadali snemma í morgun, væntanlega um fimm leytið eða eitthvað svoleiðis og hann heldur bara áfram. Þetta heldur áfram að rísa. Við höfum ekki séð neitt hraun ennþá koma upp úr gígnum en það getur tekið nokkra tíma frá því óróinn byrjar að aukast og þangað til að við förum að sjá eitthvað.\nSegir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands en á loftmyndum sem fréttastofa fékk sendar skömmu fyrir fréttir sést glögglega að hraun er komið ofan í gíginn. Þótt eldstöðin hafi haft hægt um sig um nokkurt skeið, þangað til í morgun, segir Böðvar að sérfræðingar hafi ekki verið farnir að huga að því að lýsa yfir goslokum.\nLandris heldur áfram í Öskju og voru sjö minni háttar skjálftar á svæðinu í morgun en Böðvar segir það ekki óvanalegt á þessu svæði.\nÞá hófst hlaup í Vestari Jökulsdá í Skagafirði í gær en það mun hafa verið minni háttar.\nÞað virðist í rénun. Þetta var aðallega rafleiðni sem hækkaði en það var ekki mikil hækkun, hvorki hækkun á vatnshæð eða aukið rennsli. Ekkert sem við sáum að neinu viti.\nÁin varð engu síður afar mórauð að lit og á stöku stað mátti greina brennisteinslykt.","summary":"Hraun er farið að flæða á ný í Geldingadölum en þar hafði ekkert gosið síðan 2. september. Hlaupið í Vestari Jökulsá í Skagafirði er í rénun."} {"year":"2021","id":"131","intro":null,"main":"Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins, er látinn, 75 ára að aldri. Jón greindist með langt gengið krabbamein í blöðruhálskirtli í ársbyrjun í fyrra.\nJón var fæddur í Kollafirði á Kjalarnesi þann 23. ágúst 1946. Hann stundaði kennslustörf í menntaskólum og háskólum og var um tíma rektor Samvinnuháskólans á Bifröst. Jón var seðlabankastjóri frá 2003 til 2006 þegar tók hann við embætti iðnaðar- og viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde. Hann sat á ráðherrastóli til 2007 og var formaður Framsóknarflokksins á sama tíma.","summary":"Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins, er látinn, 75 ára að aldri. "} {"year":"2021","id":"131","intro":"og Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir á Norðurlandi Vestra segir enn óvíst hversu útbreitt smitið er. Riðan komi upp á versta tíma, þegar eru göngur og réttir, og nauðsynlegt sé að bregðast hratt við.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"131","intro":"Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins á morgun, sunnudag. Von er á fyrsta storminum þetta haustið með roki og rigningu, að sögn veðurfræðings.","main":"Veðrið sem gerir strandhögg við landið seinni partinn á morgun eru leifar af fellibylnum Larry sem kemur úr sunnanverðu Atlantshafinu. Gular viðvaranir taka gildi um klukkan sex síðdegis á morgun og ná þær yfir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Suðausturland og miðhálendi og eru í gildi fram á mánudagsmorgun. En hverju má búast við þegar veðrið gengur yfir? Birta Líf Kristinsdóttir er veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.\nÞað er vaxandi suðaustan-átt á morgun og seinni partinn þá er þetta orðið að hvassviðri eða stormi um alveg sunnan og vestanvert landið, og það er einnig úrhellisrigning með þessu.\nÍ ljósi þess að um fyrsta alvöru haustveðrið er að ræða beinir Veðurstofan því til fólks að tryggja garðhúsgögn og trampólín, og eins að hreinsa frá niðurföllum þar sem von sé á mikilli úrhellisrigningu. Þá er fólki bent á að þetta er ekkert veður til útivistar.\nÞannig að þá má búast við að þetta verði svona alvöru haustveður, slagveðursrigning og vindur, og svona almenn leiðindi.","summary":"Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir stóran hluta landsins á morgun, sunnudag. Von er á fyrsta storminum þetta haustið með roki og rigningu."} {"year":"2021","id":"131","intro":"Börn sem leggjast inn á geðdeild vegna annars vanda en átröskunar fara stundum að sýna einkenni átröskunar til þess að fá meiri athygli frá starfsfólki. Sérfræðingur segir að þessi smitáhrif fylgi því að vera með blandaða barna- og unglingageðdeild. Bæta þyrfti úrræði sem ekki þurfi að blanda sjúklingahópum saman.","main":"Smitáhrif eru af átröskun barna inni á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þannig að börn með annan vanda fara að sýna einkenni átröskunar. Þá verður stundum samkeppni milli þeirra barna sem hvað veikust eru af átröskun í því hvert þeirra geti tapað mestri þyngd. Dagbjörg B. Sigurðardóttir, sérfræðilæknir í átröskunarteymi Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, segir að sum börn séu orðin mjög veik af átröskun þegar þau leggjast inn á deildina.\nÞarna erum við kannski að tala um þau börn sem hafa lést mjög hratt og eru komin í mikla undirþyngd. Hugur þeirra er auðvitað mjög upptekinn af því að léttast meira og nærast ekki. Þetta er gríðarlegt álag á fjölskyldur þessara barna því þau þurfa mikla sinningu. Þau þurfa nánast manninn með sér í öllum athöfnum dagslegs lífs því sjúkdómurinn er þess eðlis. Hann tekur svolítið yfir. Það eru veikustu krakkarnir og þeir sem þurfa að leggjast inn, sem ekki ná upp þyngdinni eða nærast eðlilega í göngudeild. Okkur vantar kannski betra úrræði þar. Við erum með eina blandaða legudeild þar sem við erum að fá alls konar vandamál inn. Við erum með 2-3 einstaklinga innlagða hverju sinni með alvarlega átröskun. Það eru smitáhrif milli einstaklinga sem við sjáum oft. Maður sér það stundum í þessum sjúkdómi að einstaklingarnir fara í samkeppni hver við annan. Þá gengur það út á það að léttast meira eða átröskunarhugsanirnar taka svolítið yfir og þú ert í samkeppni við hinn aðilann að plata starfsfólkið og léttast meira en hinn. Við sjáum líka dæmi um það að einstaklingar sem liggja inni með annan vanda fara að pikka upp átröskunartakta til að fá sinningu. Þannig að það er alls konar sem spilar þar inn í.","summary":"Börn sem leggjast inn á geðdeild vegna annars vanda en átröskunar fara stundum að sýna einkenni átröskunar til þess að fá meiri athygli frá starfsfólki. Sérfræðingur segir að þessi smitáhrif fylgi því að vera með blandaða barna- og unglingageðdeild. Bæta þyrfti úrræði sem ekki þurfi að blanda sjúklingahópum saman. "} {"year":"2021","id":"131","intro":"Í dag er þess minnst að tuttugu ár eru frá árás hryðjuverkamanna í Bandaríkjunum, 11. september 2001. Tæplega þrjú þúsund manns týndu lífi og heimurinn varð ekki samur á eftir.","main":"Þriðjudagsmorgunn í New York, klukkan er korter í níu, sumir mættir til vinnu en aðrir á leiðinni. Flugvél frá American Airlines kemur svífandi í átt að norðurturni World Trade Center-byggingarinnar, hún beygir ekki af leið heldur skellur á fullri ferð á turninum. (HLJÓÐ) Sautján mínútum síðar kemur flugvél frá United Airlines og stefnir á suðurturninn. (HLJÓÐ) Innan tveggja klukkustunda eru þessi 110 metra háu mannvirki hrunin. Þriðju vélinni var rænt yfir Ohio og henni flogið á Pentagon, höfðstöðvar varnarmálastofnunar Bandaríkjanna. Fjórða vélin lenti á akri í Pennsylvaníu en talið er að henni hafi verið ætlað að fljúga á Hvíta húsið eða á þinghúsið á Capitol-hæð. Ein kenningin er sú að vélin hafi brotlent þegar farþegar hennar réðust gegn flugræningjunum. Á rúmum klukkutíma hafði hryðjuverkamönnum tekist að ræna fjórum flugvélum í innanlandsflugi í Bandaríkjunum. Talið er að þeir hafi verið nítján og í hverri vél voru menn sem höfðu lært að fljúga í Bandaríkjunum. Farþegar í vélunum fjórum voru tæplega 300 en alls týndu tæplega þrjú þúsund manns lífi. Forsetinn George Bush ávarpaði þjóðina.\nBöndin bárust snemma að al-Qaeda-hryðjuverkasamtökunum og leiðtoga þeirra, Osama bin Laden. Hann hafði áður lýst yfir heilögu stríði gegn Bandaríkjunum. Árásirnar á tvíburaturnana og hernaðaraðgerðir sem fylgdu í kjölfarið höfðu áhrif um heim allan. Heimurinn varð ekki samur á eftir.","summary":"Bandaríkjamenn minnast þess að í dag eru tuttugu ár liðin frá einum mannskæðustu hryðjuverkaárásum sögunnar. Tæplega þrjú þúsund manns létust í árásum."} {"year":"2021","id":"131","intro":"Kvennalið Vals í knattspyrnu fékk loks að lyfta Íslandsmeistarabikarnum í gærkvöld þrátt fyrir að hafa tryggt sér sigur í deildinni fyrir nokkru síðan. Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Valskvenna, segir liðsheild og samstöðu innan hópsins hafa tryggt sigurinn í ár.","main":"Valskonur mættu Selfossi á heimavelli í gær í lokaumferð deildarinnar. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði fyrsta mark Vals á 11. mínútu og Cyera Hintzen skoraði svo á 24. mínútu. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði þriðja markið á 29. mínútu, Fanndís Friðriksdóttir kom stöðunni í 4-0 á 38. mínútu áður en Cyera skoraði annað mark sitt í leiknum rétt fyrir hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki jafn tíðindamikill, engin mörk voru skoruð og öruggur 5-0 sigur Vals niðurstaðan. Þær ljúka tímabilinu á toppi deildarinnar með 45 stig en Breiðablik, sem á eftir að spila sinn síðasta leik er með 33 stig. Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Valskvenna var að vonum ánægð eftir sigurinn.\nKeppni í úrvalsdeild kvenna lýkur með þremur leikjum á morgun. Þá ræðst hvort það verður Keflavík eða Tindastóll sem fellur með Fylki. Sauðkrækingar taka á móti Stjörnunni kl. 14:00 á sunnudag en Stjarnan getur með sigri komist upp fyrir Selfoss í 4. sætinu. Keflavík sækir Þór\/KA heim á sama tíma og svo mætast Breiðablik og Þróttur Reykjavík.\nKnattspyrnudeild Breiðabliks tilkynnti í gær að Vilhjálmur Kári Haraldsson yrði ekki áfram þjálfari kvennaliðsins þegar þessu tímabili lýkur. Samningur hans rennur þá út og hann hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann gefi ekki kost á sér áfram. Í tilkynningunni segir að Vilhjálmur sé í öðru starfi sem hann vilji einbeita sér að. Leit að nýjum þjálfara er nú þegar hafin.\nÍ gær var svo leikið í 16-liða úrslitum karla og kvenna í bikarkeppninni í handbolta. Í kvennakeppninni vann Valur góðan sigur á HK í Kórnum, ÍBV vann Gróttu. Haukar unnu ÍR og Stjarnan hafði betur gegn Aftureldingu. Þá vann FH Selfoss. Í dag mætast svo Fjölnir\/Fylkir og KA\/Þór. Karlameginn vann Fram HK 33-38, Fjölnir hafði betur gegn Mílunni 35-23 og Valsmenn unnu öruggan sigur á Víking 31-24. 8-liða úrslitin verða spiluð á mánudag og þriðjudag.","summary":"Kvennalið Vals í knattspyrnu lyfti Íslandsmeistarabikarnum í gærkvöld. Fyrirliði liðsins segir liðsheild og samstöðu innan hópsins hafa tryggt þeim öruggan sigur."} {"year":"2021","id":"132","intro":"Fjölgað hefur í hópi eldra fólks sem leitar með sjálfsvígshugsanir til Píeta-samtakanna og hvern virkan dag eru 15 viðtöl veitt fólki í sjálfsvígshugleiðingum. Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er í dag og sjónum er beint að forvörnum og stuðningi við aðstandendur.","main":"Tilgangur dagsins er að stuðla að forvörnum gegn sjálfsvígum og minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Í ár er áhersla lögð á stuðning í kjölfar sjálfsvígs.\nKristín Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Píeta- samtakanna:\nVið erum svona svolítið að reyna að vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að þeim sem missa ástvin í sjálfsvígi.\nÁ síðasta ári sviptu 47 Íslendingar sig lífi. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjöldann það sem af er þessu ári.\nÞað eru náttúrulega afskaplega margir sem leita til okkar og gefur það til kynna að margir eru að glíma við sjálfsvígshugsanir. Við erum að meðaltali að veita svona 300 einstaklingsviðtöl á mánuði og í dag erum við með 158 einstaklinga sem eru að þiggja stuðning eða meðferð hjá okkur.\nÞetta er fólk á öllum aldri og af öllum kynjum, en flestir eru á aldrinum 20-30 ára.\nOg við erum að sjá ýmsar breytingar, meðal annars hjá eldri kynslóðinni.\nEr þá fólk sem er komið yfir miðjan aldur meira að leita til ykkar? Já.\nLangir biðlistar eru eftir geðheilbrigðisþjónustu, bæði í opinberri þjónustu og hjá einkareknum stofum. Kristín segir að margir sem leita til Píeta-samtakanna hafi beðið lengi eftir aðstoð í kerfinu.\nVið trúum því ekki að fólk sem langar ekki til að lifa geti beðið. Þannig að við reynum að koma öllum að sem allra fyrst.","summary":"Á hverjum degi koma 15 manns í sjálfsvígshugleiðingum í viðtal hjá ráðgjöfum Píeta-samtakanna. Eldra fólki í þessum hópi hefur fjölgað. Alþjóðlegur forvarnadagur sjálfsvíga er í dag."} {"year":"2021","id":"132","intro":"Kvennalið Breiðabliks í fótbolta varð í gærkvöld fyrst íslenskra liða til að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Blikar eru í styrkleikaflokki með sjöföldum Evrópumeisturum Lyon.","main":"Breiðablik vann Osijek frá Króatíu, 3-0, í seinni leik liðanna í gær á Kópavogsvelli, og því samtals 4-1 í leikjunum tveimur.\ngeggjað að vera komin í pottinn\nSagði Agla María Albertsdóttir leikmaður Breiðabliks. Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er riðlakeppni í kvennaflokki, en ekkert karlalið hefur komist svo langt í keppninni. Dregið verður í riðla á mánudaginn kemur en Breiðablik er í styrkleikaflokki með franska stórveldinu Lyon, sem hefur unnið Meistaradeildina sjö sinnum, þýska liðinu Wolfsburg sem hefur unnið tvisvar og Arsenal sem hefur unnið einu sinni. Riðlakeppnin hefst þann fimmta október næstkomandi.\nSagði Vilhjálmur Kári Haraldsson þjálfari Breiðabliks. Hin 18 ára Emma Raducanu frá Bretlandi tryggði sér í nótt sæti í úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Hún varð með því fyrst í sögunni til að komast í úrslit á risamóti í tennis eftir að hafa tryggt sér sæti í gegnum úrtökumót. Hún er jafnframt yngsti þátttakandi í úrslitum risamóts síðan Maria Sharapova sigraði á Wimbledon árið 2004.","summary":null} {"year":"2021","id":"132","intro":"Gangnamenn í Vatnsdal hafa komið upp þrjátíu herbergja sannkallaðri lúxusaðstöðu á Grímstunguheiði. Fjallskilastjóri segir mikinn mun að fá eigið herbergi og þurfa ekki lengur að liggja til fóta hjá drukknum bónda.","main":"Það verður réttað í Undirfellsrétt í Vatnsdal í dag. Fjallskilastjórinn Egill Herbertsson, eða Valdi á Haukagili eins og hann er jafnan kallaður, var að taka síðasta sprettinn nú í morgun þegar fréttastofa náði í hann.\nVið erum hérna á leiðinni með safnið í Undirfellsrétt, Grímstungusafnið. -Hvernig hefur þetta gengið?- Bara mjög vel, gott veður og góður mannskapur.\nEn það er ekki bara veðrið sem hefur leikið við gangnamenn heldur hefur aðstaðan aldrei verið betri. Bændur hafa nefnilega komið sér upp nýjum skúr. Engum smá skúr því vinnuskúrar sem hýstu starfsmenn Vaðlaheiðarganga eru komnir á Grímstunguheiði.\nNúna er þannig að við getum verið með eins og tveggja manna herbergi, við erum með sex snyrtingar með sturtum og flott eldhús og þetta er allt yndislegt. -Og þetta er væntanlega allt annað líf frá því að þið voruð að deila kojum og slíkt?- Já maður þurfti kannski að sofa hjá einhverjum gömlum út úr drukknum kalli en núna er öldin önnur. Og fólk er líka hætt að drekka eins mikið eins og það gerði hérna áður fyrr.\n-Ég sá á Facebook að þið eruð með einhver diskóljós þarna og krapvél, þetta er farið að líta út eins og einhver skemmtistaður- Já og undanreiðarmenn þeir klæða sig upp og fara í jakkaföt og þetta er mjög svona virðulegt hjá okkur.","summary":"Þrjátíu herbergja vinnuskúr, sem áður hýsti starfsmenn Vaðlaheiðarganga, hefur nú verið komið fyrir uppi á Grímstunguheiði fyrir gangnamenn. Fjallskilastjóri fagnar því að þurfa ekki lengur að deila rúmi með drukknum bónda. "} {"year":"2021","id":"132","intro":"Norðmenn ganga til Stórþingskosninga á mánudag og skoðanakannanir benda til þess að níu flokkar fái menn kjörna.","main":"Allt virðist benda til þess að Erna Solberg, sem verið hefur forsætisráðherra síðastliðin átta ár, þurfi að láta af embætti. Bæði flokkur hennar, Hægriflokkurinn, Høyre, og Framfaraflokkurinn, sem lengst af var í stjórn með Høyre, missa umtalsvert fylgi ef marka má niðurstöður kannana. Solberg sagði í viðtali við Stöð-2 í Noregi að stjórnin hefði þurft að fást við mörg erfið mál og það gæti verið erfitt að verja gerðir og stefnu stjórnarinnar.\nMeðaltal nýrra kannana bendir til þess mið- og vinstriflokkar fái 100 þingsæti, en hægri flokkar fái 69. Verði úrslitin eitthvað í líkingu við þetta reynir Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins og leiðtogi stjórnarandstöðunnar, að mynda stjórn. Støre kveðst ánægður með stöðuna, Verkamannaflokkurinn njóti langmests stuðnings meðal ungs fólks.\nÞó að mið- og vinstriflokkum sé spáð 100 sætum á Stórþinginu af 169 verður stjórnarmyndun að öllum líkindum langt í frá auðveld. Flokkar til vinstri við Verkamannaflokkinn eru mun róttækari í umhverfis- og orkumálum og vilja að Norðmenn hætti leit að nýrri olíu og að olíuvinnslu verði hætt sem fyrst. Í þeim efnum er hins vegar lítill munur á stefnu Verkamannaflokksins og Høyre. Samsteypustjórn þeirra flokka er á hinn bóginn talin ,,pólitískur ómöguleiki.\"\nÞað vekur athygli í nýjustu könnunum að litlir flokkar eins og Kristilegi þjóðarflokkurinn, Vinstri, sem þrátt fyrir nafnið er til hægri, og Græningjar fá allir meira en fjögur prósent atkvæða. Fyrri kannanir höfðu spáð því að sú yrði ekki raunin. Í Noregi verða flokkar að fá að minnsta kosti fjögurra prósenta fylgi á landsvísu til að fá úthlutað jöfnunarsætum.\nÓvenju margir Norðmenn hafa þegar greitt atkvæði utan kjörfundar, aðrir bíða með að gera upp hug sinn. Leiðtogaumræður verða í sjónvarpi í kvöld.","summary":"Norðmenn ganga til stórþingskosninga á mánudag. Skoðanakannanir benda til þess að mið- og vinstriflokkar fái meirihluta og að Erna Solberg verði að láta af embætti forsætisráðherra, sem hún hefur gegnt í átta ár. "} {"year":"2021","id":"132","intro":"Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, brýnir fyrir landsmönnum að láta bólusetja sig. Ný reglugerð hefur tekið gildi sem skyldar starfsmenn stærri fyrirtækja til að láta bólusetja sig eða fara vikulega í skimun.","main":"Biden hefur áhyggjur af stöðunni á faraldrinum í Bandaríkjunum. Á hverjum degi greinast 150 þúsund manns með veiruna og 1500 manns deyja. 653 þúsund hafa orðið veirunni að bráð í Bandaríkjunum og þeim á eftir að fjölga því rúmlega 100 þúsund liggja á sjúkrahúsum með COVID-19. Reglugerðin nær til um 100 milljóna manna. \"Þetta snýst ekki um frelsi eða persónulegt val þetta snýst um að verja sjálfan þig og þá sem eru í kringum þig,\" sagði forsetinn þegar reglugerðin var kynnt. Biden beinir því til bandarísku vinnumálastofnunarinnar að skylda öll fyrirtæki sem eru með 100 manns eða fleiri í vinnu til að láta bólusetja starfsfólk sitt eða senda það reglulega í skimum. Þá verða meiri kröfur gerðar til milljóna ríkisstarfsmanna um að þeir láti bólusetja sig. Þannig vonast forsetinn eftir að einkafyrirtæki fylgi í kjölfarið. Þegar skólar byrjuðu í haust þurftu margir, bæði kennarar og nemendur, að fara í sóttkví. Í nokkrum ríkjum bönnuðu ríkissstjórar grímunotkun að viðlagri sekt. Í einhverjum ríkjum var launum þeirra kennara sem báru grímur haldið eftir. Biden segist ætla að skila þessu fólki launum sínum. Sjúkrahús í mörgum ríkjum eru yfirfull og ástandið víða slæmt. Til að hvetja þá sem enn hafa ekki farið í bólusetningu verða 25 milljón próf send til heilsugæslustöðva og þangað geta óbólusettir leitað án þess að greiða fyrir. Talið er að 80 milljónir séu óbólusettar í Bandaríkjunum. \"Eftir hverju eru þið að bíða. Gerið það rétta, hlustið á þá óbólusettu sem liggja á sjúkrahúsum og bíða dauðans\", sagði forsetinn í ávarpi í gærkvöldi.","summary":"Joe Biden Bandaríkjaforseti skyldar ríkisstarfsmenn til að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Áttatíu milljónir eru óbólusettar í Bandaríkjunum."} {"year":"2021","id":"133","intro":null,"main":"Landris við Öskju er dæmigert einkenni kvikusöfnunar og eitt þeirra merkja sem notuð eru til að bera kennsl á þær eldstöðvar sem eru líklegar til að gjósa. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Landriss varð fyrst vart við Öskju í byrjun síðasta mánaðar en síðan þá hefur land risið um sex til sjö sentimetra, sem þykir nokkuð hratt. Páll segir að þáttaskil hafi orðið þegar landris hófst á svæðinu í fyrsta sinn í áratugi og Askja bætist þar í hóp með Grímsvötnum, Heklu og Bárðarbungu sem fylgst er grannt með. Síðast gaus í Öskju árið 1961.","summary":"Land við eldstöðina Öskju hefur risið um sex til sjö sentimetra. Jarðfræðingur segir landrisið marka þáttaskil og að Askja bætist nú í hóp þeirra eldstöðva sem fylgst er með."} {"year":"2021","id":"133","intro":"Nancy Salzman, annar stofnenda Nxivm Nexíum safnaðarins, var í gær dæmd í rúmlega þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að glæpum safnaðarins. Hún sagði fyrir dómi að hún hugsaði til þessa tíma með hryllingi og skömm.","main":"Salzman játaði fyrir dómi árið 2019 að hafa stolið tölvupóstföngum og lykilorðum þeirra sem gagnrýndu söfnuðinn. Að sögn rannsakenda var Nxivm í raun notað til kynlífsmansals, en fyrirtækið gaf sig út fyrir að vera sjálfshjálparstofnun.\nKeith Raniere, sjálfskipaður andlegur leiðtogi safnaðarins, var í fyrra dæmdur í 120 ára fangelsi. Hann var dæmdur fyrir fjárkúgun, kynlífsmansal, barnaklám og fleira, að sögn fréttastofu BBC. Salzman sagðist fyrir dómi hugsa til þess með hryllingi og skömm að hafa stutt starfsemi Ranieres. Í dag skilji hún hvað hún gerði rangt þegar hún vann undir stjórn Ranieres.\nSöfnuðurinn var stofnaður árið 1998 í Albany í New York-ríki Bandaríkjanna. Yfirlýst markmið hans var að vera valdeflandi samfélag með mannúð að leiðarljósi. Alls segir Nxivm að yfir 16 þúsund hafi tekið þátt í söfnuðinum, sem var kominn með starfsstöðvar víðar í Bandaríkjunum, í Kanada og Mexíkó. Dóttir Salzman komst hátt í metorðastiga safnaðarins og átti yfir höfði sér sjö ára fangelsi þegar hún var dæmd í fyrra. Hún var hins vegar dæmd í fimm ára skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa aðstoðað saksóknara við mál sitt gegn Raniere.","summary":null} {"year":"2021","id":"133","intro":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið beðin um að sinna óformlegu eftirliti við hús borgarstjóra að nýju, samkvæmt heimildum fréttastofu. Það má rekja til þess að maður, sem liggur undir grun um að hafa skotið á skrifstofu Samfylkingarinnar og bíl borgarstjóra, hefur áreitt varaborgarfulltrúa Miðflokksins.","main":"Fréttablaðið greindi frá því í morgun að lögregla hefði vaktað Ráðhús Reykjavíkur á meðan borgarstjórn fundaði á þriðjudag vegna áreitis mannsins í garð Baldurs Borgþórssonar, varaborgarfulltrúa Miðflokksins. Baldur staðfestir þetta í samtali við fréttastofu og segir að eftir skotárásina á bíl borgarstjóra hafi svona mál verið sett í ákveðið ferli. Hann vildi ekki tjá sig um áreitið sjálft en sagði það hafa verið þess eðlis að honum leist ekki á blikuna.\nEftir því sem fréttastofa kemst næst var borgarfulltrúum tilkynnt um málið áður en borgarstjórnarfundur hófst. Um kvöldmatarleytið var síðan boðað til aukafundar í forsætisnefnd þar sem greint var frá eðli áreitisins og hver stæði fyrir því.\nForseti borgarstjórnar bað þá borgarfulltrúa sem voru gangandi eða hjólandi að taka leigubíl heim. Alexandra Briem, forseti borgarstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu RÚV í morgun.\nHeimildir fréttastofu herma að eftir þessa uppákomu hafi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær borist beiðni um að taka upp að nýju óformlegt eftirlit með húsi borgarstjóra.","summary":"Maður sem talinn er hafa skotið á skrifstofu Samfylkingarinnar og bíl borgarstjóra hefur nú áreitt varaborgarfulltrúa Miðflokksins. Lögreglan hefur verið beðin um að hafa óformlegt eftirlit við hús borgarstjóra að nýju. "} {"year":"2021","id":"133","intro":"Kínverjar ætla að útvega Afgönum mat, fatnað og lyf að andvirði þrjátíu og einnar milljónar bandaríkjadala. Kína er eitt fárra ríkja sem enn er með sendiráð í Afganistan.","main":"Utanríkisráðherra Kína, Wang Ji, sagði á blaðamannafundi í morgun að Bandaríkjunum og bandamönnum þeirra bæri meiri skylda en nokkrum öðrum að veita afgönsku þjóðinni efnahagsaðstoð. Þeim bæri að axla ábyrgð, hjálpa til við að tryggja stöðugleika og virða fullveldi og sjálfstæði landsins, var haft eftir utanríkisráðherranum.\nKínverjar ætla að nýta tækifærið nú þegar Vesturveldin eru farin frá Afganistan. Áður en talibanar náðu völdum í landinu höfðu fulltrúar þeirra fundað með Wang Ji í norður Kína í síðasta mánuði. Framundan er vetur í Afganistan og mannúðarsamtök hafa varað við að hann gæti leikið landsmenn grátt. Kínverjar ætla að útvega Afgönum þrjár milljónir skammta af bóluefni fyrir COVID 19. Þá hyggjast Kínverjar senda fatnað og matvæli en aðstoðin er sögð að verðmæti þrjátíu og einnar milljónar bandaríkjadala.","summary":null} {"year":"2021","id":"133","intro":"Landsmenn er hvattir til að fara út með ílát og tína birkifræ sem nýtt verða til uppgræðslu. Verkefnisstjóri segir að markmiðið sé að safna jafn mörgum fræjum og á síðasta ári en þá tíndu landsmenn um 50 milljón fræ.","main":"Það eru Skógræktin og Landgræðslan sem standa að átakinu. Söfnunin er liður í verkefni sem snýr að endurheimt birkiskóga, en þeir eru mikilvægur þáttur í uppgræðslu landsins. Það er Kristinn H. Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Kópavogs sem heldur utan um verkefnið.\nMarkmiðið í þessu átaki er að reyna að breiða út á ný birkiskóglendi sem þakti að minnsta kosti fjórðung landsins við landnám og reyna þá um leið að binda kolefni\nÞetta er í annað skipti sem átakið fer fram en safna má birkifræi frá ágústlokum og fram í byrjun október.\nÍ fyrra þá söfnuðum við 274 kílóum af fræjum sem að segir nú kannski ekki öllum hvað það er mikið en í einu grammi erum við kannski með þúsund fræ. Við getum alveg reiknað með að í fyrra höfum við verið á bilinu 30-50 milljónir virkra fræja sem við höfum verið með og hafa öll saman farið út.\nKristinn hvetur alla til að taka þátt en nálgast má upplýsingar um verkefnið á birkiskógur.is\nVið erum með söfnunarstaði, það er hægt að fá box og eru núna á leiðinni í verslanir, í Bónus og allar starfstöðvar Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. -Myndir þú segja að þetta væri þá tilvalið fjölskyldusport núna með haustinu?- Já já","summary":"Landsmenn eru hvattir til að safna birkifræjum til landgræðslu. Landsátak er nú farið af stað í annað sinn en í fyrra söfnuðust um 50 milljón fræ sem komin eru í jörðu. "} {"year":"2021","id":"133","intro":"Háskólamenntaðir sérfræðingar hjá sveitarfélögum fá 40 prósent lægri laun en sérfræðingar á almennum markaði samkvæmt greiningu BHM. Formaður bandalagsins segir muninn skelfilegan en 83 prósent háskólamenntaðra sérfræðinga hjá sveitarfélögunum eru konur.","main":"Launamunur er líka á milli háskólamenntaðra sérfræðinga hjá ríkinu og á almennum markaði, þar mælist munurinn 25 prósent. Samkvæmt þessu er menntun síður metin til launa hjá bæði ríki og sveitarfélögum og fylgni virðist vera á milli lágs launastigs og stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta. Má þar til dæmis nefna þroskaþjálfa, iðjuþjálfa, félagsráðgjafa og kennara. Friðriki Jónssyni, formanni Bandalags háskólamanna, þykir ganga hægt að ná fram breytingum.\nVið munum leggja áherslu á þetta í komandi kjarasamningum en við erum líka að leggja áherslu á þetta í núverandi samtali um jöfnun launa á milli markaða. Það er samtal sem er búið að vera í gangi síðan, í rauninni 2016 og hefur ekki gengið sem skyldi.\nOg hér erum við bara að sjá skýr dæmi sem tölfræðin er að sýna okkur að þessi munur er raunverulegur og hann er skelfilegur.\nFriðrik segir að samfélagið þurfi að viðurkenna og sammælast um að laga þennan óréttláta launamun sem virðist fylgja kvennastörfum.\nEn ég held að kannski þurfum við að komast á stað eða stall þar sem við náum, stórt orð, einhvers konar þjóðarsátt að það þurfi að laga og leiðrétta þetta. við þurfum að ná sammæli um það að þessi störf sem að miklu leyti eru unnin af konum eru undirverðlögð og álagið þar er oft mjög mikið og við þurfum að ná að laga þetta. Og við þurfum að ná að gera það án þess að það leiði til það sem oft er kallað höfrungahlaup. Að við náum sérstakri sátt um það að laga þennan ójöfnuð.","summary":"Fjörutíu prósenta launamunur er milli háskólamenntaðra sérfræðinga hjá sveitarfélögum og á almennum vinnumarkaði. Formaður BHM segir að þetta bitni helst munurinn sé skelfilegur og bitni helst á konum. "} {"year":"2021","id":"133","intro":"Nýr fjárfestingasjóður, Crowberry tvö ll, stærsti vísisjóður sem stofnaður hefur verið á Íslandi, fer af stað með ellefu og hálfan milljarð króna, til að fjárfesta í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum á Íslandi og annars staðar á Norðurlöndunum. Á bak við sjóðinn eru þrjár íslenskar konur og athygli hefur vakið hvað þær hafa fjármagnað mörg verkefni kvenfrumkvöðla.","main":"Evrópski fjárfestingasjóðurinn leiddi fjármögnun sjóðsins og er þetta fyrsta fjárfestingin sem hann tekur þátt í hér á landi. Ein kvennanna þriggja sem standa að baki sjóðnum, Helga Valfells, segir kvenfrumkvöðla óhræddar að leita til þeirra og sé það ein af ástæðum þess að fyrri sjóður þeirra, Crowberry Capital, hafi fjárfest í verkefnum fleiri kvenna en almennt tíðkast.\nÞetta er stærsti sjóður á Norðurlöndum sem stofnaður er eingöngu af konum\nÞetta hefur vakið athygli í heiminum vegna þess að hjá okkur hafa 33 prósent farið til kvenfrumkvöðla og okkur finnst það bara mjög eðlilegt en í Evrópu er það, eða í heimunum öllum held ég að það sé 2,3 prósent af öllu vísifjármagni sem fer til kvenfrumkvöðla\nHelga tekur þó fram að þær fjárfesti í öllum áhugaverðum tækifærum, hvort sem þau koma frá konum eða körlum. En með þátttöku sinni auka þær fjölbreytni í stjórnum margra fyrirtækja.\nÞegar við fjárfestum þá förum við inn í stjórnir fyrirtækja og oft eru þessar stjórnir bara karlar og fyrirtækin eru oft ánægð að fá að minnsta kosti eina konu inn í stjórn tækni fyrirtækis.\nHelga segir mikilvægt að fá slíkt fjármagn til að styðja við uppbyggingu nýsköpunar- og tæknifyrirtækja.\nÉg held að þetta sé mjög gott fyrir Ísland því í fyrsta lagi er þetta bein erlend fjárfesting sem er mjög góð fyrir hagkerfið. Í öðru lagi fórum við í gegnum mjög strangt greiningaferli.\nAð þeirra fyrirtæki, íslenskur markaður og tækifæri hér á landi hafi komist í gegnum þá greiningu, segir hún ákveðna viðurkenningu á markaðnum, íslensku nýsköpunarumhverfi og fjárfestum sem hér starfa.","summary":"Nýr fjárfestingasjóður fyrir nýsköpun og sprotastarfsemi, sem þrjár konur standa fyrir, er sá stærsti sinnar tegundar hér á landi, hefur starfsemi með ellefu og hálfan milljarð króna. Evrópski fjárfestingasjóðurinn leiddi fjármögnun sjóðsins."} {"year":"2021","id":"133","intro":"Ljóst er að íslenska karlalandsliðið í fótbolta mun ekki leika á heimsmeistaramótinu í Katar í lok næsta árs. Ísland hefur fjögur stig af átján mögulegum þegar sex leikjum er lokið í undankeppni HM. Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson lék sinn síðasta landsleik fyrir Ísland í gærkvöld.","main":"Þýskaland sigraði Ísland með fjórum mörkum gegn engu á Laugardalsvelli í gærkvöld. Miklar breytingar hafa orðið á íslenska landsliðinu að undanförnu af hinum ýmsu ástæðum og nýtt landslið er í mótun. Birkir Már Sævarsson einn af reynsluboltunum í liði Íslands hafði þetta að segja um Þjóðverja eftir tapið í gærkvöld.\nHannes Þór Halldórsson leikjahæsti markvörður landsliðsins frá upphafi lék í gærkvöld sinn síðasta landsleik.\nSagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta.\nKvennalið Breiðabliks í fótbolta spilar í dag sinn mikilvægasta leik í langan tíma þegar Blikar taka á móti króatíska liðinu Osijek í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Með sigri kemst Breiðablik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. En það er ýmislegt fleira um að vera í kvöld. Meðal annars er leikið í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í handbolta. Tveir leikir verða sýndir í beinni á RÚV 2 í kvöld. Klukkan sex er það viðureign Aftureldingar og ÍBV og klukkan hálfníu Hafnarfjarðarslagur FH og Hauka.","summary":"Íslenska karlalandsliðið í fótbolta leikur ekki á heimsmeistaramótinu í Katar í lok næsta árs. Það varð endanlega ljóst eftir 4-0 tap á móti Þýskalandi. Markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson lék sinn síðasta landsleik í gærkvöld."} {"year":"2021","id":"134","intro":null,"main":"Læknafélag Reykjavíkur hefur slitið samningaviðræðum við sjúkratryggingar um samninga við sérfræðilækna. Viðræður hafa staðið í þrjú ár og hafa litlu skilað, samkvæmt tilkynningu frá Læknafélagi Reykjavíkur. Félagið telur einsýnt að ekki verði breyting á margra ára sinnu- og áhugaleysi stjórnvalda um samningagerð við sjálfstætt starfandi sérfræðilækna fyrir kosningar. Því sé eðlilegast að taka þráðinn upp að nýju þegar ný ríkisstjórn tekur við, og sjá hvort staðið verði við loforð um að bæta úr því ófremdarástandi sem ríki í íslensku heilbrigðiskerfi, eins og segir í tilkynningunni.","summary":"Læknafélag Reykjavíkur hefur slitið samningaviðræðum við Sjúkratryggingar um samninga við sérfræðilækna. Viðræður hafa staðið í þrjú ár. "} {"year":"2021","id":"134","intro":"Ótímabært er að lýsa yfir lokum eldgossins í Geldingadölum þó að hlé hafi verið á því síðan á fimmtudaginn. Enn streymir gas úr gígnum og kvika virðist malla og sér í hana í næturmyrkinu. Áfram rís land við Öskju, norðan Vatnajökuls..","main":"Þetta er lengsta samfellda hlé sem orðið hefur á gosinu síðan það hófst 19. mars, en í sumar varð á því fimm daga hlé. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að goslokum sé ekki lýst yfir nema að vel athuguðu máli.\nÞetta munu vísindamenn og Almannavarnir ræða öll saman líklegast á einhverjum tímapunkti þar sem þetta verður tekið í sameiningu með fleiri vísindamönnum.\nEr eitthvað farið að ræða á þessum nótum? Nei, ekki svo ég viti af.\nÞó rólegt sé í gígnum, hefur sést glóð eftir að dimma tekur.\nEinnig er gas enn að streyma út úr gígnum sem er að benda til þess að það sé enn kvika þarna.\nEr það minna gas en verið hefur? Þetta er bara voða svipað.\nEn náttúran lætur víðar á sér kræla. Þensla hófst við Öskju í byrjun ágúst og land reis þar um fimm sentímetra í síðasta mánuði. Mælingar sýna að það heldur áfram.\nNýjustu tölurnar sýna að þetta sé komið í um sex sentímetra. Og eins og staðan er virðist þetta vera áframhaldandi.\nLíklega er eitthvað innflæði á þessu svæði, líklegast kvikuinnflæði sem er að valda þessu risi. Mögulega svipað og það sem var í gangi á Reykjanesinu áður en byrjaði að gjósa þar þegar það var þarna ris eins og kringum Þorbjörn og þar.\nMá þá leiða að því einhverjum líkum að það sé að fara að gjósa á þessum slóðum? Það er góð spurning, þetta verður bara að koma í ljós. Þetta gæti haldið svona áfram í einhvern tíma í viðbót og síðan stoppað og svo gæti líka mögulega endað með gosi seinna meir. En við verðum bara að bíða og sjá.","summary":"Ótímabært er að lýsa yfir lokum eldgossins í Geldingadölum. Gas streymir úr gígnum og í honum er enn kvika, en hún kemur ekki upp á yfirborðið. Landris við Öskju heldur áfram."} {"year":"2021","id":"134","intro":"Að minnsta kosti einn lést í stórum jarðskjálfta í Mexikó í gærkvöldi.","main":"Samkvæmt upplýsingum Jarðvísindastofnunar Bandaríkjanna var skjálftinn af stærðinni sjö. Í kjölfarið fylgdu níutíu og tveir eftirskjálftar, sá stærsti þeirra var fimm komma fjórir. Upptökin voru 11 kílómetra suðaustur af Acapulco. Skjálftinn fannst víða, meðal annars í höfuðborginni sem er í 400 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans. Þar skulfu byggingar og fólk þusti út á götur. Nítján ára piltur lést þegar staur sem hélt uppi rafmagnslínum féll á hann. Ein komma sex 1,6 milljónir manna voru án rafmagns í fjórum fylkjum Mexíkó. Forsetinn, Andres Manuel Lopez Obrador, segir að skemmdir hafi ekki orðið miklar. Jarðskjálftar eru tíðir í Mexikó og fólk verður óttaslegið þegar jörð tekur að skjálfa. Á þessum degi fyrir fjórum árum létust 98 í skjálfta sem mældist 8,1 að stærð. Tólf dögum síðar varð annar skjálfti sem varð 350 manns að bana. Stjórnvöld í Mexkó hafa eflt jarðskjálftavarnir eftir að tæplega tíu þúsund manns létust í skjálfta 1985. Hann var 8,1 að stærð.","summary":null} {"year":"2021","id":"134","intro":"Nítján ára spænsk kona hefur krafiið heilbrigðisyfirvöld í Logrono (Logronjo) á norðanverðum Spáni um skaðabætur fyrir að hafa verið færð rangri fjölskyldu eftir fæðingu. Starfsfólk fæðingardeildar sjúkrahússins víxlaði tveimur stúlkum sem fæddust sama dag árið 2002.","main":"Stúlkurnar voru báðar settar í hitakassa eftir fæðingu. Þaðan færðu starfsmenn fæðingardeildarinnar börnin til foreldra sinna, en varð á í messunni.\nSara Alba, sem stýrir heilbrigðismálum í La Rioja héraði, segir ómögulegt að segja til um hver gerði mistökin. Þá sagði hún engar líkur á því að svona nokkuð gæti gerst í dag. Samkvæmt héraðsmiðlinum La Rioja krefst konan þriggja milljóna evra í bætur frá heilbrigðisyfirvöldum í héraðinu. Yfirvöld eru hins vegar aðeins reiðubúin að greiða henni 215 þúsund evrur. Hinni konunni hefur verið gerð grein fyrir málinu, en hún hefur ekki lagt fram opinbera kvörtun að sögn spænskra fjölmiðla.\nKonan sem stefnir yfirvöldum var alin upp af konu sem hún taldi ömmu sína. Þegar amman stefndi ætluðum föður konunnar vegna meðlags árið 2017 var krafist DNA-rannsóknar. Sú rannsókn leiddi í ljós að maðurinn var ekki líffræðilegur faðir hennar, og síðar kom í ljós að konan sem talin var móðir hennar deildi ekki erfðaefni með henni.\nÁ sautjánda ári óskaði stúlkan eftir aðstoð lögmanna. Þeir þrýstu á heilbrigðisyfirvöld að málið yrði rannsakað í kjölinn. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að aðeins ein önnur kona kom til greina. Konan bíður nú niðurstöðu DNA rannsóknar til að fá staðfest hverjir séu í raun líffræðilegir foreldrar hennar.","summary":null} {"year":"2021","id":"134","intro":"Fylgjast þarf með Skaftárhlaupi næstu viku, þar sem stór hluti rennslisins fer út í hraunið og á eftir að koma hægt og rólega fram við þjóðveg eitt. Líklegt þykir að að vatn flæði yfir veginn en að hringvegurinn muni ekki lokast.","main":"Síðan ef við lítum á mælinn við Eldvatn, niðri í byggð, að þá er hann búinn að vera mjög nálægt 600 rúmmetrum á sekúndu frá miðnætti að kvöldi þriðjudags. Það helst enn hátt en eins og sé farið að draga aðeins úr rennslinu.\nEnn er hætta á að vatn flæði yfir þjóðveg 1 þó að rennslið sé farið að minnka.\nAð þá er það svo að stór hluti af því fer út í grunnvatnið, ofarlega út í hraunið og þaðan ferðast það hægt og rólega og á eftir að koma fram úti við þjóðveg þannig að þarf að fylgjast vel með málum þar næstu daga, þetta er ekki búið ennþá.\nÞorsteinn segir að áfram þurfi að fylgjast með langtímabreytingum á grunnvatnsstöðu sem getur haft áhrif á rennsli í ám, því mikill aur berist með hlaupinu sem sest í hraunið og truflar grunnvatnsrennslið. Björn Ingi Jónsson, verkefnisstjóri hjá almannavörnum tekur undir að enn sé líklegt að flætt geti yfir þjóðveginn en býst ekki við skemmdum þar sem straumur sé lítill.\nJá, já, það getur gerst en við höfum náttúrlega alltaf hjáleið þannig að það lokast aldrei hringvegurinn. Menn geta farið niður í Meðallandið og þá leiðina, austur eða vestur.","summary":null} {"year":"2021","id":"134","intro":"Karlalið Íslands í knattspyrnu mætir Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Það er heimsklassalið sem við mætum í undankeppninni kvöld, og verðugt verkefni framundan segir landsliðþjálfarinn. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir verkefnið verðugt enda sé mótherjinn í heimsklassa.","main":"Uppselt er á leikinn og búist er við um 3600 áhorfendum á völlinn. Þýskaland er í toppsæti J-riðils með 12 stig eftir góðan 6-0 sigur á Armeníu í síðasta leik en Ísland er í fimmta sæti af sex með fjögur stig og þarf nauðsynlega á stigum að halda til að halda sér í baráttunni um HM sæti. Þjóðverjar spila í fyrsta skipti undir stjórn nýs þjálfara, Hansa Flick, og hafa unnið báða leiki sína undir hans stjórn, fyrst gegn Liechtenstein og svo gegn Armeníu á sunnudag. Jóhann Berg Guðmundsson segir ýmislegt þurfa að hafa í huga gegn jafn sterku liði og Þýskalandi.\nArnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, tók í sama streng og segir leik kvöldsins vera erfitt verkefni.\nBein útsending frá leiknum verður á RÚV í kvöld. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan tíu mínútur yfir sex en leikurinn sjálfur hefst klukkan korter í sjö.","summary":"Ísland mætir Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir að mótherjinn sé í heimsklassa og verkefnið því erfitt. "} {"year":"2021","id":"135","intro":"Franski kvikmyndaleikarinn Jean-Paul Belmondo er látinn 88 ára að aldri. Hann var í hópi stærstu stjarna Frakklands á síðustu öld og lék í kvikmyndum allt fram á áttræðisaldurinn.","main":"Belmondo fæddist 9. apríl 1933 í Neuilly-sur-Seine, úthverfi Parísar. Hann reyndi fyrir sér sem hnefaleikari en sá ferill varð stuttur því fljótlega ákvað hann að snúa sér að leiklistinni.\nBelmondo skaust nánast á einni nóttu upp á stjörnuhimininn árið 1960 í kvikmynd Jean-Luc Godard, À Bout de Souffle eða Lafmóður eins og hún hét í íslenskri þýðingu þegar hún var sýnd á franskri kvikmyndahátíð í Háskólabíói fyrir réttum áratug. Þar varð hann, ásamt leikkonunni Jean Seberg, táknmynd ungrar og uppreisnargjarnrar kynslóðar, ekki ósvipað James Dean í Bandaríkjunum. Um leið urðu þau tvö einskonar andlit frönsku nýbylgjunnar í kvikmyndagerð en áðurnefnd kvikmynd er ein af fyrstu og helstu verkum þess tímabils.\nFerill hans spannaði næstum 55 ár og helst lék hann í spennu- og gamanmyndum. Jean-Paul Belmondo var tvíkvæntur, jafnoft fráskilinn og eignaðist hann fjögur börn.","summary":null} {"year":"2021","id":"135","intro":"Leigubílstjórar á Akureyri eru allt annað en sáttir við að þurfa að yfirgefa núverandi húsnæði á Akureyri. Hús bifreiðastöðvar Oddeyrar á Akureyri, sem var reist fyrir rúmum 60 árum þarf að víkja fyrir 1. apríl á næsta ári vegna breytinga á deiliskipulagi, nokkuð sem leigubílstjórar í bænum eru ósáttir við.","main":"Ég er staddur hérna í húsnæði BSO á Akureyri. Þetta er húsnæði sem hefur verið starfrækt í 65 ár sem leigubílastöðin á Akureyri. Ég hef fengið til mín hana Margréti Imsland, framkvæmdarstjóra. Margrét, þið fenguð þær fréttir núna í síðustu viku, hvernig horfir það við ykkur?\nAuðvitað viljum við ekkert fara, það gefur auga leið en vonandi verður þetta þannig að lendingin verði þannig að allir verði sáttir.\nHvaða lending væri það, sjáið þið fyrir ykkur að færa húsið eða hvernig horfir þetta við ykkur?\nNei ég held að þetta hús verði ekki fært en það væri náttúrlega best ef við gætum flutt okkur og þá miðsvæðis.\nÞannig að það er alveg útséð að 1. apríl þá verður þetta hús rifið?\nJá mér sýnist allt stefna í það en svo kemur bara í ljós hvernig þetta er.\nMargir sem sjá á eftir þessu ár, þetta hefur verið hluti af bæjarmyndinni í 65 ár, deilir þú þeirri skoðun?\nJá, þetta á sér greinilega langa sögu, það gerir það. -Þetta er svolítið eins og að koma aftur í tímann að koma hérna inn, það verður bara að segjast- Það er það, það er tíkalla sími hérna sko.\nEruð þið ósátt við þessa niðurstöðu?\nVið erum bara ósátt við að fara en það er bara komið að þessum tímapunkti en við erum alveg tilbúin í að finna bara einhverja góða laus. Vonandi verður hún bara það góð að allir aðilar verði sáttir.","summary":null} {"year":"2021","id":"135","intro":"Stéttarfélög sjómanna slitu í gær kjaraviðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að margar útgerðir ættu í verulegum erfiðleikum með aukinn launakostnað, yrði gengið að kröfum stéttarfélaganna.","main":"Sjómenn, sem hafa verið samningslausir í 21 mánuð, slitu í gær kjaraviðræðum við útgerðarmenn eftir um tuttugu fundi hjá sáttasemjara. Bergur Þorkelsson, formaður Sjómannafélags Íslands, segir viðræðurnar hafa strandað á lífeyrissjóðsmálum en sjómenn krefjast þess að mótframlag í lífeyrissjóð hækki um 3,5 prósent eins og hjá öðru launafólki.\nÞeir voru ekki tilbúnir að greiða það nema það yrði tekið af sjómönnum annars staðar. Þeir ætluðu ekki að taka það úr eigin vasa.\nHeiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir stöðuna vonbrigði og að leita þurfi lausna innan hlutaskiptakerfisins. Hún segir að ef fallist yrði á kröfurnar hlypi kostnaður vegna þeirra á milljörðum króna ár hvert og launakostnaður sé þegar hár í fiskveiðum, allt að 44 prósent af heildartekjum.\nVeruleg hækkun umfram það mun leiða til þess að einstakir útgerðaflokkar munu eiga í verulegum vandræðum með að mæta þessum aukna kostnaði. Þar erum við helst að horfa til frystiskipa, dragnótabáta. Þetta er fjöldi báta og fjöldi útgerða.\nÞetta er náttúrulega bara algjör þvæla og þeir birtu okkur kröfu hvað 3,5 prósent auka í lífeyrissjóði myndi kosta einn og hálfan milljarð á ári en þeir eru náttúrulega að fá töluverðan frádrátt á móti þessu bæði í veiðigjöldum, veiðigjöld myndu lækka og síðan fá afslátt í gegnum tryggingargjaldið þannig að þetta hleypur kannski á 300 milljónum á ári.\nBergur segir að félögin ræði nú næstu skref en að þau hafi ekki rætt um verkfallsaðgerðir hingað til.\nÞað væru veruleg vonbrigði ef við værum komin í þá stöðu að menn sæju ekki aðrar leiðir út úr stöðunni en að efna til verkfalls. Ég held að samfélagið krefjist þess einfaldlega af okkur núna sérstaklega á þessum tímum sem við erum að upplifa - niðursveiflu og verulega erfiðleika í hagkerfinu - að við förum ekki að stoppa hér eina helstu útflutningsatvinnugrein þjóðarinnar.","summary":null} {"year":"2021","id":"135","intro":"Vegna mikillar þurrkatíðar á Austurlandi er nú viðvarandi vatnsskortur á nokkrum bæjum í sveitarfélaginu Múlaþingi. Sveitarfélagið hefur gripið til aðgerða og aðstoðað bændur en víða þarf að bora eftir meira vatni og styrkja vatnsauðlindir sem fyrir eru.","main":"Frá því um miðja síðustu viku hafa starfsmenn Múlaþings hringt til bænda í sveitarfélaginu á þeim svæðum sem vitað er um vatnsskort. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri, segir þetta aðallega á Fljótsdalshéraði, en hugsanlega sé einnig vatnsskortur á einhverjum bæjum í Berufirði og Álftafirði. En þetta séu færri bæir en óttast var í upphafi.\nSveitarfélagið hafi aðstoðað við að koma vatni á þessa bæi með tankbíl og boðið fram frekari aðstoð. Og þar sem ástandið sé verst hafi bændur gripið til aðgerða.\nBændur eigi rétt á opinberum fjárstuðningi við slíkar framkvæmdir og þar geti sveitarfélagið haft milligöngu og leitað leiða í samráði við stjórnvöld.","summary":null} {"year":"2021","id":"135","intro":"Falsfréttir og rangar fullyrðingar eru algengar á þýskum samfélagsmiðlum í aðdraganda þingkosninga í landinu 26. september.","main":"Avaaz samtökin skoðuðu fréttir af þeim sem sækjast eftir því að leysa Angelu Merkel af hólmi en hún hefur verið kanslari síðastliðin 16 ár. Þar kemur í ljós að rangar eða ónákvæmar fréttir um Annalenu Baerbock kanslaraefni Græningja eru miklu fleiri en fréttir af Armin Laschet sem Kristilegir demókratar tefla fram sem kanslara eða Olaf Scholz kanslaraefni Jafnaðarmanna. Christoph Schott hjá Avaaz segir að eftir að Baerbock bauð sig fram hafi falsfréttum um hana fjölgað. \"Þá sáum við mikla aukningu í rangfærslum í fréttum af henni, ein skýringin gæti verið sú að hún er kona með sterkar skoðanir og því auðvelt að ráðast á hana\", segir Christoph Schott hjá Avaaz. Hann bendir á að þegar vanþekkingu er dreift vísvitandi þá gæti það haft áhrif á almenningsálitið. Niðurstöður okkar benda til þess að ógnin sé raunveruleg\", segir Schott. Áður fyrr reyndu blaða- eða fjölmiðlafulltrúar að hafa áhrif á almenning en nú hafa samfélagsmiðlar tekið við hlutverkinu. Sem dæmi um það nefnir Schott að fljótlega eftir að Baerbock tilkynnti framboð sitt birtust fréttir um að hún vildi banna börnum að halda gæludýr. Þessum fréttum var vísað á bug en mánuðum síðar voru frambjóðendur flokksins spurðir hvers vegna Baerbock vildi banna börnum að eiga gæludýr.","summary":null} {"year":"2021","id":"135","intro":"Fjörutíu vitni koma fyrir dóm í næstu viku þegar aðalmeðferð verður í Rauðagerðismálinu svokallaða. Reiknað er með að skýrslutökur af vitnunum standi fram eftir viku. Óvenju margir túlkar verða í réttarhöldunum.","main":"Samkvæmt upplýsingum frá embætti héraðssaksóknara verður fyrsti dagur réttarhaldanna notaður til að taka skýrslu af sakborningunum fjórum og einu vitni sem er lögreglukona.\nÞriðjudeginum verður varið í skýrslutökur af rannsakendum og á miðvikudeginum koma síðan önnur vitni fyrir dóminn. Það eru meðal annars þeir sem höfðu um tíma réttarstöðu sakbornings í málinu og sátu í gæsluvarðhaldi.\nKalla þarf til óvenju marga túlka í málinu. Sakborningarnir eru frá Albaníu og Portúgal og samkvæmt lögum eiga þeir rétt á túlki öll réttarhöldin.\nTvö vitni eru spænskumælandi, eitttalar rúmensku og svo er danskur DNA-sérfræðingur. Og finna þarf túlkafyrir þessi vitni auk túlks sem túlkar úr ensku.\nRannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði er ein sú umfangsmesta í sögu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Á tímabili höfðu fjórtán réttarstöðu sakbornings og níu sátu í gæsluvarðhaldi. Sakborningar gerðu lögreglu erfitt fyrir og breyttu framburði sínum ítrekað í yfirheyrslum.\nFjögur voru svoákærðfyrir morðið, þrír karlar og ein kona. Angelin Sterkaj, albanskur karlmaður á þrítugsaldri, hefur játað að hafa orðið Armando Beqirai að bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði með því að skjóta hann níu sinnum í höfuð og búk.Hin þrjú neituðu öll sök þegar ákæran var þingfest","summary":"40 vitni koma fyrir dóm í næstu viku þegar aðalmeðferð verður í Rauðagerðismálinu og notast þarf við óvenju marga túlka. Búist að skýrslutökur af vitnum og sakborningum standi fram eftir viku."} {"year":"2021","id":"135","intro":"Iðnaðar- og ferðamálaráðherra segir tímabært að slaka á sóttvörnum hér innanlands og jafnvel áður en núgildandi reglugerð rennur út í lok næstu viku. Von er á minnisblaði frá sóttvarnalækni um næstu skref í sóttvarnaaðgerðum og verður málið rætt á ríkisstjórnarfundi á föstudag.","main":"Mér finnst þessi grímunotkun. Mér finnst við skera okkur úr hvað hana varðar. Mér finnst að við eigum að horfa til þess að hvert og eitt okkar taki ákvörðun um grímunotkun út frá okkur sjálfum og fólkinu sem við erum að umgangast. Ég er á því að við þurfum að taka skrefið í að ganga lengra þegar kemur að því að lifa hér eðlilegu lífi með þetta yfir okkur.\nÁgreiningur í ríkisstjórninni um þetta? Nei nei ekki þannig. Þetta var ekki sérstaklega til umræðu núna. Það eru önnur mál, önnur svo sem covid tengd mál, en ekki beinar tillögur enda liggja þær ekki fyrir. Við höfum hingað til náð lendingu þegar kemur að þessu og við munum ráða við það í nokkrar vikur í viðbót","summary":"25 greindust innanlands með kórónuveirusmit í gær. Iðnaðar- og ferðamálaráðherra segir tímabært að slaka á sóttvörnum. "} {"year":"2021","id":"135","intro":"Ærið verkefni bíður karlaliðs Vals í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handbolta. Liðið dróst í morgun gegn landsliðsmanninum Bjarka Má Elíssyni og þýsku bikarmeisturunum í Lemgo.","main":"Dregið var í þriðju umferð Evrópudeildar karla í handbolta í morgun. Íslandsmeistarar Vals voru í pottinum.\nValur sem sló króatíska liðið Porec út í fyrstu umferð mótsins var í neðri styrkleikaflokki og átti því von á sterkum andstæðingi. Upp úr pottinum kom þýska stórliðið Lemgo þar sem landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson spilar. Lemgo varð þýskur bikarmeistari á síðasta tímabili og Bjarki Már þriðji markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar. Liðin mætast á Hlíðarenda 21. september og ytra viku síðar. Tólf lið komast áfram í þriðju umferð sem verður spiluð í riðlum.\n16-liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfubolta lauk í gærkvöldi. Fjölniskonur höfðu betur gegn Blikum og fara beint í undanúrslit því liðum fækkaði í bikarkeppninni kvennamegin og því sjö lið í átta liða úrslitum. Njarðvík, ÍR og Stjarnan komust líka áfram og þrjú lið voru þegar komin áfram; Haukar, Valur og Keflavík. Átta liða úrslitin verða spiluð á laugardag. Þá mætast Stjarnan og Valur, Keflavík og Haukar og ÍR og Njarðvík. Í karlaflokki verður spilað í sextán liða úrslitum í kvöld. Við sýnum beint frá viðureign Stjörnunnar og KR klukkan hálf átta á RÚV 2.\nUppselt er á leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM karla í fótbolta sem spilaður verður á Laugardalsvelli annað kvöld. 3600 áhorfendur eru nú leyfðir en 2400 miðar voru í boði á síðustu tvo leiki gegn Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Framkvæmdin þótti heppnast vel og því ákveðið að bæta við fjórum hólfum í austurstúku og tveimur í vesturstúku. Þjóðverjar eru á toppi J-riðils núna þegar undankeppnin er hálfnuð með 12 stig eftir fimm leiki. Íslenska liðið er hins vegar í fimmta sæti af sex með fjögur stig. Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan korter í sjö á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Blaðamannafundur íslenska liðsins fyrir leikinn hefst núna klukkan kortér í eitt og hægt er að fylgjast með honum á ruv.is.","summary":"Ærið verkefni bíður karlaliðs Vals í annarri umferð Evrópudeildarinnar í handbolta. Liðið dróst í morgun gegn landsliðsmanninum Bjarka Má Elíssyni og þýsku bikarmeisturunum í Lemgo. "} {"year":"2021","id":"136","intro":"Tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar halda í dag í árlegan haustleiðangur til að mæla ástand loðnustofnsins. Fiskifræðingur er bjartsýnn á jákvæðar niðurstöður, en í fyrrahaust mældist sterkur stofn ungloðnu sem ber uppi veiðina á komandi vertíð.","main":"Þessi tæplega tuttugu daga haustleiðangur er samstarfsverkefni Íslendinga og Grænlendinga, sem leigja annað af tveimur rannsóknaskipum Hafró í leiðangrinum. Rannsóknasvæðið er hafið norður af Íslandi og landgrunnið við Austur-Grænland. Miklar væntingar eru fyrir þennan leiðangur því góðar vísbendingar sáust í sama leiðangri haustið tvö þúsund og tuttugu.\nÍ haustmælingunni í fyrra þá mældist mikið af ungloðnu, sem þýðir það þá að við eigum von á stórum árgangi að koma til hrygningar núna á næstu vertíð. Og þetta er þá veiðistofninn væntanlega? Já, það er rétt. Og hann munum við mæla núna þá og þá fyrst kemur í ljós hvort það sé inneign fyrir þessum væntingum.\nÍ fyrrahaust mældust um 146 milljarðar einstaklinga af ungloðnu, eða 734 þúsund tonn. Samkvæmt aflareglu þarf yfir 50 milljarða einstaklinga til að mælt verði með upphafskvóta. Verði þessar mælingar staðfestar í komandi leiðangri yrði það í fyrsta sinn í þrjú ár sem svo sterkur veiðistofn loðnu gengur á Íslandsmið. Og Birkir segist bjartsýnn á að þarna sé sterkur árgangur á ferðinni.\nEn margt getur gerst í hafinu á einu ári. En miðað við þær fréttir sem ég hef verið að fá og þá tilfinningu sem við allavega höfum, þá er allavega ljóst að það er nokkuð stór árgangur þarna á ferðinni, held ég. En við vitum það vonandi betur þegar mælingunni er lokið.","summary":"Miklar væntingar eru fyrir loðnuleiðangur sem hefst ,í dag en fyrir ári mældist sterkur stofn ungloðnu sem ber uppi veiðina á komandi vertíð. "} {"year":"2021","id":"136","intro":"Gert er ráð fyrir að nýja hlaupið í Skaftá komi fram við Eldvatn í fyrramálið. Það hefur enn ekki brotist undan jöklinum. Íshellan yfir eystri katlinum lækkar stöðugt.","main":"Enn er beðið eftir því að hlaupið úr Eystri Skaftákatlinum ryðjist fram undan jökulsporðinum. Gert er ráð fyrir að síðdegis í dag nái hlaupvatnið að vatnshæðarmælinum við Sveinstind. Björn Oddsson er jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum.\nNú streymir enn úr vestari katlinum.\nHvenær verður hlaupið komið niður undi þjóðveg.","summary":"Gert er ráð fyrir að nýja hlaupið í Skaftá komi fram við Sveinstind í kvöld og Eldvatn í fyrramálið. Það hefur enn ekki brotist undan jöklinum. Íshellan yfir eystri katlinum lækkar stöðugt. "} {"year":"2021","id":"136","intro":"Vísindamenn rannsaka þessa dagana hvaða hvaða áhrif hvalaskoðunarbátar hafa á hvali á Skjálfanda við Húsavík. Sýni sem tekin eru úr blæstri þeirra eru talin geta sýnt fram á hversu stressaðir hvalir verða í nálægð bátanna.","main":"Það eru náttúruverndarsamtökin Whale Wise, í samstarfi við Háskólasetrið á Húsavík sem hafa haldið utan um rannsóknina í sumar en þetta er í fyrsta skipti sem rannsókn sem þessi er gerð við strendur Íslands. Marianne Rasmussen er forstöðukona rannsóknarsetursins.\nÞað er Tome Grove sem er með Whale Wise sem er búinn að gera þetta. Þetta er doktorsverkefni hans. Þeir eru búnir að taka sýni í allt sumar til að skoða hvernig heilsan er hjá Hnúfubaknum\"\nRannsóknin fer þannig fram að dróna er flogið yfir hvali þegar þeir eru í nálægð við hvalaskoðunarbáta. Dróninn er svo nýttur til að grípa sýni úr fráblæstri hvalanna. Úr þeim má greina hormón til að kanna hvort þeir upplifi stress þegar hvalaskoðunarbátar koma nálægt. Hún segir að þó þetta sé ný aðferð þá hafi áhrif báta á hvali verið rannsökuð áður með því að fylgjast með hegðun hvala. Þær rannsóknir sýndu fram á minni háttar áhrif.\n-Ertu bjartsýn á að þessi rannsókn geti leitt eitthvað í ljós varðandi það hvort að hvalirnir finni fyrir stressi í kringum bátana?- Ég veit ekki hvað kemur út úr þessu en ég held að það verði kannski bara svipað og hin rannsóknin \"","summary":"Vísindamenn hafa í sumar notast við dróna til að rannsaka áhrif hvalaskoðunarbáta á hvali á Skjálfanda. Þetta er í frysta skipti sem slík tækni er notuð við hvalarannsóknir við strendur Íslands. "} {"year":"2021","id":"136","intro":"Forstjóri persónuverndar stendur við þau orð að ekki hafi verið nógu vel unnið að skýrslu um eignahald í tuttugu stærstu útgerðarfélögum landsins. Fundur verður hjá persónuvernd á morgun með fulltrúum sjávarútvegsráðuneytis og skattayfirvalda. Allt of algengt sé að persónuvernd sé beitt til að koma upplýsingum ekki á framfæri.","main":"Forstjóri persónuverndar segir að opinberar stofnanir, ráðuneyti og sveitarfélög beiti persónuvernd alltof oft fyrir sig sem afsökun til að veita ekki upplýsingar. Fundur verður á morgun hjá persónuvernd með fulltrúum sjávarútvegsráðuneytisins og skattayfirvalda vegna skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi.\nHelga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar leggur áherslu á að persónuvernd sé sjálfstætt stjórnvald og fari með úrskurðarvald í persónuverndarmálum.\nvið stöndum við það sem við höfum bent á að hafi ekki verið unnið nógu vel í þeirri skýrslu sem hér hefur verið rætt um.\nPersónuvernd gerði \u001ealvarlegar athugasemdir við skýrslu sjávarútvegsráðherra um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Í bréfi sem Persónuvernd hefur sendi atvinnuvegaráðuneytinu kom fram að í skýrslunni væri ranglega vísað til ákvörðunar Persónuverndar til að rökstyðja að birta ekki allar upplýsingar um eignarhald útgerðarfyrirtækja í íslensku atvinnulífi.\nSjávarútvegsráðherra birti skýrslu um eignarhald tuttugu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Í skýrslunni var greint frá bókfærðu virði eignarhluta fyrirtækjanna en ekki í hverju fjárfestingarnar liggja eða hverjir raunverulegir eigendur félaganna eru.\nja það eru lög í landinu sem gilda og venjulega er það þannig að það er ekki afsökunarástæða ef maður þekkir ekki lögin sem gilda þannig að hörð ummæli sem eru til þess fallin að vera leiðbeinandi dæma sig sjálf\nJá ráðuneytið hefur óskað eftir fundi og að fá að leita ráða hjá persónuvernd í þessu máli sem að er gott að komi fram þótt að seint sé og þessi fundur mun fara fram á morgun hjá persónuvernd með fulltrúum frá ráðuneytinu og frá skattinum","summary":"Forstjóri persónuverndar stendur við þau orð að ekki hafi verið nógu vel unnið að skýrslu um eignarhald stærstu útgerðarfélaga landsins. Fundur verður hjá persónuvernd á morgun með fulltrúum sjávarútvegsráðuneytis og skattayfirvalda. "} {"year":"2021","id":"136","intro":"Eftirlit verður aukið í grennd við Skaftá og býr lögregla sig undir að beina vegfarendum aðra leið í samvinnu við Vegagerðina, fari vatn að streyma yfir þjóðveginn.","main":"Fulltrúar lögreglustjóra á Suðurlandi, sveitastjórnar Skaftárhrepps, svæðisstjórnar björgunarsveita og vegagerðarinnar sátu fund í morgun um hlaupið auk þess sem vísindamenn hafa fylgst grannt með. Björn Ingi Jónsson er verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi.\nÞað er náttúrulega hægt að fara niður í Meðallandið ef það fer yfir þjóðveginn þarna við Eldhrauninu eða þar í kring. Og eins er þarna upp frá í Hólaskjóli og þar sem hefur flotið yfir vegi og fólk eins og 2015 voru einhverjir sem þurftu að rýma þarna á svæðinu.\nHvernig getið þið náð til allra á svæðinu? Nú má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn séu á ferð þarna líka. Það verður að reyna að nota farsíma og eitthvað verðum við líka að keyra um svæðið til þess að fara yfir bara. Það eru engar aðrar leiðir svo sem nema þær sko.","summary":null} {"year":"2021","id":"136","intro":"Talibanar segjast hafa náð undir sig Panjshir dalnum, síðasta vígi uppreisnarmanna í Afganistan. Reynist þær fréttir réttar hafa þeir náð völdum í öllum 35 héruðum landsins.","main":"Undanfarna daga hafa staðið yfir mikil átök um yfirráðin í Pansjir-dalnum. Þar hafa uppreisnarmenn og hluti af stjórnarher Afganistans varist árásásum Talibana. Það tók Talibana skamman tíma að ná völdum í flestum héruðum nema í Pansjir-dalnum. Það hérað á sér langa sögu andspyrnu, Pansjir-menn stóðu af sér áhlaup Sovétmanna í lok árs 1979 og Talibana í borgarastríðinu á níunda áratug síðustu aldar.\nEftir tveggja vikna úthald virðist baráttuþrek uppreisnarmanna á þrotum. Mannfall í þeirra röðum er sagt mikið.\nZabihullah Mujahid talsmaður Talibana sagði á Twitter að síðasta hreiður óvinarins hafi verið eyðilagt. Hann fullyrðir að enginn af uppreisnarmönnum bíði refsingar. \"Við erum allir bræður og ætlum að vinna fyrir land og þjóð að einu markmiði\", segir talsmaður Talibana. Myndir frá Bazarak höfuðborg Pansjshir-dals sýna hvíta fána Talibana á opinberum byggingum í Bazarak, höfuðborg héraðsins.\nÁ hljóðupptöku sem dreift hefur verið á samfélagsmiðlum hvetur Ahmad Massoud leiðtogi uppreisnarmanna, Afgana til að rísa upp gegn Talibönum; \"Hvar sem þú ert, innan eða utan Panjshir, kalla ég eftir því að þið rísið upp fyrir virðingu, frelsi og velmegun lands okkar\". Massoud segir að Talibanar hafi hunsað óskir trúarleiðtoga að leggja niður vopn.\nÁ 19 mínútna hljóðupptöku segir Massoud að fólk úr fjölskyldu hans hafi fallið í hörðum bardaga í gær. Hann beinir skeytum sínum að alþjóðasamfélaginu og kennir vesturveldunum um að hafa komið Talibönum til valda.","summary":"Talibanar segjast hafa náð undir sig síðasta vígi uppreisnarmanna í Afganistan. Leiðtogi uppreisnarmanna neitar því og hvetur íbúa landsins til andófs gegn stjórn Talibana."} {"year":"2021","id":"136","intro":"Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í fimmta sæti af sex í J-riðli þegar undankeppni HM er hálfnuð. Liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóna í gær. Leikur Argentínu og Brasilíu var stöðvaður eftir sex mínútur vegna brots á sóttkví.","main":"Nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson spiluðu hundraðasta leik sinn með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í gær þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóníu í undankeppni HM. Birkir Már segir dýrmætt að eiga unga leikmenn sem komi inn og setji mark sitt á leikinn.\nÍsland var 1-0 undir í leikhléi eftir slakan fyrri hálfleik og snemma í þeim síðari var staðan orðin 2-0 sem urðu einmitt lokatölur gegn Rúmeníu á fimmtudag. En á 78. mínútu minnkaði hinn 21 árs gamli Brynjar Ingi Bjarnason muninn, hann var í byrjunarliðinu bæði í gær og á fimmtudag. Á 82. mínútu kom svo Andri Lucas Guðjohnsen inn á og hann skoraði jöfnunarmarkið, 2-2 og tryggði Íslandi stig. Arnar Þór Viðarsson er þjálfari liðsins.\nAðeins einn leikmaður hafði fyrir leikinn í gær náð hundrað leikjum fyrir karlalandsliðið; Rúnar Kristinsson. En tveir bættust í þann hóp í gær sem báðir heita Birkir. Birkir Már hafði þetta að segja um hundraðasta leikinn.\nNæsti leikur liðsins er svo gegn fjórföldum heimsmeisturum Þýskalands á Laugardalsvelli á miðvikudag.\nFjölmargir leikir voru spilaðir í undankeppninni í gær. Aðeins sex mínútur voru spilaðar í leik Argentínu og Brasilíu. Þá stöðvuðu brasilískir lögregluþjónar leikinn og fóru fram á að fjórum leikmönnum argentínska liðsins yrði vísað úr landi. Leikmennirnir fjórir spila á Englandi en yfirvöld í Brasilíu krefjast þess að ferðamenn þaðan fari í sóttkví við komuna til landsins. Það höfðu þeir ekki gert og því krafist að þeim yrði vísað úr landi í miðjum leik og hann flautaður af í kjölfarið. Brasilíumenn höfðu sjálfir ekki valið menn úr ensku deildinni í lið sitt.\nSex leikir verða spilaðir í sextán liða úrslitum bikarkeppni kvenna í körfubolta í kvöld. Við sýnum beint frá leik Fjölnis og Breiðabliks klukkan hálfátta RÚV 2.","summary":"Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í fimmta sæti af sex í J-riðli þegar undankeppni HM er hálfnuð. Liðið gerði 2-2 jafntefli við Norður-Makedóna í gær. Leikur Argentínu og Brasilíu var stöðvaður eftir sex mínútur vegna brots á sóttkví. "} {"year":"2021","id":"136","intro":"Dómstóll í Hvíta Rússlandi dæmdi í morgun Mariu Kolesnikovu í 11 ára fangelsi fyrir brot á þjóðaröryggi. Lögmaður hennar fékk 10 ára dóm.","main":"Kolesnikova var ásamt Svetlönu Tikhanovskayu og Veroniku Tsepkalo í fararbroddi skipulagðra mótmæla gegn forsetanum Alexander Lukashenko í kosningabaráttu um forsetaembættið í fyrra. Þá söfnuðust tugir þúsunda saman á götum Hvíta Rússlands og mótmæltu spillingu Lukashenkos í fjölmennustu mótmælum í landinu.\nKolesnikova er eini skipuleggjandi mótmælanna sem enn dvelur í Hvíta Rússlandi, þær Tikhanovskaya og Tsepkalo flýðu úr landi.\nKolesnikova er 39 ára og fyrrverandi flautuleikari í Sinfóníuhljómsveit Hvíta Rússlands. Hún var handtekin í september síðastliðnum þegar útsendarar KGP gripu hana á götu úti og fóru með að landamærunum Hvíta Rússlands og Úkraínu. Þegar vísa átti henni úr landi greip hún til þess ráðs að rífa vegabréf sitt og var í kjölfarið handtekin. Lögræðingur hennar, Maxim Znak, var dæmdur í 10 ára fangelsi. Þau eru ákærð fyrir samsæri, tilraun til valdaráns og fyrir að hafa skaðað þjóðaröryggi með aðgerðum sínum. Kolesnikova og Znak studdu Viktar Babaryka sem bauð sig fram gegn Lukashenko. Hann virtist njóta mikils stuðnings þegar hann var handtekinn í júlí áður en gengið var til kosninga. Hann var ákærður fyrir að hafa þegið mútur og fyrir peningaþvætti og dæmdur í 14 ára fangelsi.","summary":"Tveir andófsmenn í Hvíta Rússlandi voru í morgun dæmdir í tíu og ellefu ára fangelsi fyrir samsæri, tilraun til valdaráns og að hafa skaðað þjóðaröryggi."} {"year":"2021","id":"136","intro":"Bjarni kynnir inn viðtal við bónda. Elín Heiða Valsdóttir bóndi í Úthlíð í Skaftártungu.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"136","intro":"Bjarni Rúnarsson er við þjóðveginn þar sem brúin er yfir Eldvatn. Er ekki enn talsverður vöxur..., úr vestari katlinum.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"137","intro":"Útlit er fyrir að samkomulag sé að nást að hluta til í viðræðum stjórnvalda og stjórnarandstöðunnar í Venesúela. Það virðist þó nokkuð málum blandið.","main":"Ekkert liggur enn fyrir um eðli samkomulagsins sem AFP-fréttaveitan hefur eftir háttsettum embættismanni að sé að hluta í höfn. Hins vegar segir fulltrúi stjórnarandstöðunnar ekkert samkomulag hafa náðst enn.\nFormlegar viðræður hófust um miðjan ágúst til þess að ljúka djúpri pólitískri og efnahagslegri kreppu í landinu. Stjórnarandstaðan leggur ríka áherslu á að efnt verði til frjálsra sveitastjórnakosninga í haust en stjórn Nicholas Maduro vill að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gegn landinu verði aflétt.\nEfnt var til viðræðnanna með milligöngu Norðmanna sem fengu Mexíkóstjórn til þess að hýsa þær en ágreiningur hefur ríkti í landinu allt frá því að Maduro var kjörinn forseti fyrir átta árum.\nSamninganefndirnar lögðu upp með sjö atriði sem semja þyrfti um, en afsögn Maduros er ekki þar á meðal en stjórnarandstaðan sakar hann um að hafa beitt brögðum við endurkjör árið 2018.","summary":null} {"year":"2021","id":"137","intro":"Heilbrigðisráðherra segir að nýtt liðskiptasetur á Akranesi dugi langt til að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerðum. Fleira þurfi þó að koma til og styðja þurfi meira við fólk sem bíður eftir aðgerð.","main":"Liðskiptasetrið verður hluti af Heilbrigðisstofnun Vesturlands og á að taka til starfa í mars. Þar á að gera 430 aðgerðir á ári, meira en tvöfalt fleiri aðgerðir en nú eru gerðar á Akranesi, aðgerðum mun fjölga um 260 á ári á landsvísu og stofnkostnaður er rúmar 200 milljónir.\nÍ byrjun árs biðu rúmlega 500 eftir að komast í liðskipti á mjöðm og hátt í þúsund biðu eftir liðskiptum á hné. Meirihlutinn hafði beðið lengur en í 3 mánuði.\nAuk þess að vera gerðar á Landspítala, á Akureyri og Akranesi eru þessar aðgerðir gerðar á Klíníkinni. Þær eru utan sjúkratryggingakerfisins og fólk greiðir sjálft fyrir þær, en Klíníkin hefur boðist til að gera fleiri aðgerðir og semja um þær við Sjúkratryggingar.\nSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að það hafi ekki komið til tals að semja við Klíníkina til að stytta biðlistana.\nÞarna erum við í rauninni að ná utan um það að þetta kerfi okkar sem er Landspítali, Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi og á Akureyri geti annað eftirspurninni eftir liðskiptaaðgerðum og sérstaklega fyrir þau sem eru í brýnni þörf. Við þurfum að geta gert það í kerfinu okkar og þurfum að geta haft gagnsæi í biðlistum og forgangsraða eftir alvarleika og svo framvegis. Þarna erum við með þessari aðgerð að ná betur utan um málið. Þannig að ég held að þetta sé mikið gæfuspor að stíga.\nDugar þetta? Ja, þetta dugar langleiðina og þetta mun létta verulega á\nEn um leið þurfum við að hugsa til þess að styðja við þau sem eru í vanda og eru að bíða.","summary":"Styðja þarf betur við fólk sem bíður eftir liðskiptaaðgerð. Heilbrigðisráðherra segir fyrirhugað liðskiptasetur á Akranesi munu stytta biðlistana."} {"year":"2021","id":"137","intro":"Eldgosið við Fagradalsfjall hefur legið í hálfgerðum dvala síðan á fimmtudag. Þetta er næst lengsta pása sem hraunflæðið hefur tekið sér síðan eldgosið hófst. Ekkert sást í glóandi hraun í fjóra sólahringa í júlí, en svo hófst gosið aftur af fullum krafti.","main":"Það hefur ekki verið mikið að frétta af eldgosinu í tvo og hálfan sólarhring. Samkvæmt vefmyndavélum RÚV virðist að sama skapi hafa dregið mikið úr fjölda þeirra sem leggja leið sína að eldgosinu, enda ekkert annað að sjá en storknað hraun. Og veðrið gæti sömuleiðis alveg verið betra. Þetta er næst-lengsta pása sem eldgosið hefur tekið sér síðan það hófst nær hálfu ári, föstudagskvöldið 19. mars. En gosvirknin lá niðri í fjóra sólarhringa í sumar, 6. til 10. júlí, en jókst svo aftur. Óróagröfin á vef Veðurstofunnar sýna glögglega þennan dvala, þó að það virðist hafa tekið örlítinn kipp í gærkvöld, segir Böðvar Sveinsson, sérfræðingur í náttúruvá hjá Veðurstofu Íslands.\nVið sjáum vel hvassiviðrið sem var í gær, það kemur fram á þessum gröfum. En við sjáum engar breytingar á gosinu akkúrat núna. En við sjáum að það rýkur aðeins upp úr. Það er eitthvað í gangi ennþá. Ef það rýkur enn upp úr, þýðir þá að það er eitthvað kraumandi þarna undir?\nJá, væntanlega. Allavega einhver hiti. En það er ekki hægt að útiloka neitt allavega strax. Það er alveg pottþétt.","summary":"Ekkert hefur sést í glóandi hraun úr eldgosinu við Fagradalsfjall í meira en tvo og hálfan sólarhring. Náttúruvársérfræðingur segir þetta ekkert endilega óeðlilegt, enda hafi gosvirknin legið niðri í fjóra sólarhringa í sumar. Enn rýkur myndarlega úr gígnum þó hraunið sjáist ekki. "} {"year":"2021","id":"137","intro":"Hlaup hófst úr eystri Skaftárkatli seint í gærkvöldi. Búist er við því að hlaupvatn nái að þjóðveginum annað kvöld. Reiknað er með að þetta hlaup verði talsvert stærra en það sem hófst í ánni í síðustu viku.","main":"Lítið hlaup úr vestari katlinum hófst í ánni 1. september, þá lýstu Almannavarnir yfir óvissustigi á svæðinu og var ferðafólki ráðlagt að halda sig fjarri farvegi Skaftár.\nÞað eru mælingar Veðurstofunnar, þau eru með mæli í eystri katlinum, sýna að það hafi greinilega byrjað að renna út úr honum seint í gærkvöldi. Og nú er hann byrjaður að síga sem þýðir að vatn leitar úr katlinum undir jökulinn og það má búast við því að það skili sér í fyrramálið eða eitthvað slíkt eða seinna í dag.\nSegir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. Hann segir að eystri ketillinn sé miklu stærri en sá vestari.\nOg þess vegna má reikna með að þetta hlaup verði töluvert stærra heldur en það til þess að gera hófstillta hlaup sem hefur verið í gangi úr vestari katlinum og er nú byrjað að fjara.\nBúist er við að hlaupið nái til byggða á morgun.\nReynslan sýnir að þetta eru kannski einhverjir 20 tímar sem að hlaup er að fara frá katlinum þangað til það nær jökuljaðri og síðan eru nokkrir klukkutímar þangða til það kemur niður í mælinn við Sveinstind. Og síðan eru aftur nokkrir klukkutímar þangað til það nær niður til byggða.\nSíðast hljóp úr eystri katlinum í ágúst 2018 og Magnús Tumi segir líklegt að þetta sé álíka stórt.\nÞað er líklegt að þetta verði svipað og þá varð, en það er ólíklegt að það verði eins stórt og 2015","summary":"Stórt hlaup er hafið úr Eystri Skaftárkatlinum en búist er við að það verði svipað stórt og fyrir þremur árum, þegar brúin yfir Eldvatn eyðilagðist. Hlaupsins verður líklega fyrst vart undan Skaftárjökli í fyrramálið og hlaupvatn gæti náð að þjóðveginum annað kvöld. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir hættustigi almannavarna"} {"year":"2021","id":"137","intro":"Enn hefur ekki verið bundinn endi á olíumengunina frá bensínstöð N1 á Hofsósi. Fyrirtækið hefur lagt fram drög að úrbótaáætlun til Umhverfisstofnunar en ekki verður farið af stað í framkvæmdir fyrr en skýr áætlun er tilbúin.","main":"Í árslok 2019 var staðfestur leki frá olíutanki á bensínstöð N1 (enn eins) á Hofsósi. Vegna mengunar frá svæðinu hafa íbúar húss við Suðurbraut ekki getað búið þar í tæp 2 ár en einnig þurfti að loka veitingastað við sömu götu. Íbúar kvarta yfir skorti á svörum um stöðu mála, bæði frá sveitarstjórn Skagafjarðar, Umhverfisstofnun og olíufyrirtækinu.\nSumarið 2020 voru eldsneytisgeymar N1 (enn eins) grafnir upp og fjarlægðir og framkvæmd jarðvegsskipti í kringum tankana. Það virðist þó ekki hafa verið nóg því enn er bensínlykt mikil á svæðinu.\nUmhverfisstofnun sendi Festi hf, móðurfélagi N1(enn eins), bréf í vor þar sem gerð er krafa um frekari rannsóknir og að uppfæra þurfi úrbótaáætlun vegna olíumengunarinnar.\nN1 fól Verkís að meta umfang mengunarinnar og hafa drög að úrbótaáætlun verið kynnt Umhverfisstofnun. Áætlað er að úrbótaáætlunin liggi fyrir í næstu viku. Halla Einarsdóttir, teymisstjóri mengunareftirlits Umhverfisstofnunar segir að leggja þurfi mat á úrbótaætlunina og gefa í kjölfarið út fyrirmæli um hreinsun svæðisins. Hún segir nauðsynlegt að ráðast í framkvæmdir sem fyrst en að baki þurfi að liggja greinargóðar rannsóknir og að framkvæmdir verði unnar í samræmi við þær.\nSigurjón Þórðarson framkvæmdastjóri heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra segir að eftirlitið hafi fylgst með mælingum Verkís. Hann hafi óskað eftir fundi með Umhverfisstofnun í byrjun ágúst en ekki hafi orðið af þeim fundi.","summary":null} {"year":"2021","id":"137","intro":"Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Norður-Makedóníu á Laugardalsvelli klukkan fjögur í dag. Landsliðsþjálfari Íslands segir liðið hafa lært margt af tapinu gegn Rúmeníu.","main":"Leikurinn í dag er sá fimmti hjá íslenska liðinu í undankeppni HM2022 en Ísland hefur aðeins unnið einn leik hingað til. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, segir að riðill Íslands hafi spilast nokkuð undarlega og þar geta allir unnið alla. Hann býst því við jöfnum og skemmtilegum leik á morgun. Arnar segir að liðið hafi lært margt af tapinu gegn Rúmeníu á fimmtudaginn.\nLeikurinn hefst klukkan 16:00 í dag og er í beinni útsendingu á RÚV og Rás 2.\nFjölmargir leikir fóru fram í undankeppni HM2022 í fótbolta í gærkvöld. Færeyingar voru ansi nálægt því að stela stigi af Dönum í Þórshöfn. Leikurinn var afar spennandi en á 84. mínútu leiksins fékk Rene Joensen, leikmaður Færeyja, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Aðeins mínútu síðar, eða fimm mínútum fyrir leikslok, skoraði Jonas Wind sigurmark Dana. Danir eru því áfram í efsta sæti riðilsins með fullt hús stiga eftir fimm leiki en Færeyingar eru í 5. sæti með eitt stig.\nNovak Djokovic komst áfram í fjórðu umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis í nótt. Djokovic lenti í vandræðum gegn Kei Nishikori í fyrsta setti en vann svo næstu sett nokkuð örugglega. Takist Djokovic að vinna mótið verður það hans 21. sigur á risamóti sem yrði nýtt met hjá körlum.\nHjá konunum urðu óvænt úrslit þegar Ashleigh Barty, sem er í efsta sæti á heimslistanum, datt út gegn Shelby Rogers. Barty náði sér aldrei á strik í einvíginu í nótt og Rogers, sem situr í 43. sæti heimslistans, vann að lokum tvö sett gegn einu setti frá Barty.","summary":null} {"year":"2021","id":"138","intro":"Í Hlíðarfjalli hefur göngu- og hjólreiðafólk getað tekið stólalyftuna upp fjallið í sumar. Aukningin á milli sumra gefi vísbendingu um að grundvöllur sé fyrir rekstri í fjallinu stóran hluta ársins.","main":"Sumaropnun í Hlíðarfjalli hefur verið starfrækt undanfarin fjögur sumur þar sem stólalyftan er opin göngu- og hjólreiðafólki. Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir að sumaropnunin sé liður í því að nýta fjallið og þá aðstöðu og mannafla sem þar er.\nOg lika í rauninni að auka þjónustu og reyna að ná þjónustustigi allt árið í kring í fjallinu,\nAkureyrarbær hefur reynt að bjóða út starfsemi Hlíðarfjalls en án árangurs. Brynjar telur að með því að víkka starfsemi fjallsins hafi það jákvæð áhrif á rekstur þess.\nÉg held að það sé númer 1,2 og 3 hvort sem að bærinn sinnir þessu eða einhver annar,\nþá held ég að við viljum að fjallið standi undir sér þegar kemur að rekstri.\nAukinn áhugi almennings á útivist sé augljós þegar horft er á aukna aðsókn í Hlíðarfjall á sumrin.\nVið erum að sjá síðast þegar ég tók tölurnar út, þá er þetta 60% aukning frá því í fyrra.\nÞað er frekar mikið en það er líka út af því að við erum að sjá svo mikla aukningu í þessari hjólasölu.","summary":null} {"year":"2021","id":"138","intro":"Formaður velferðarnefndar Alþingis segir jákvætt að verið sé að leita allra leiða til að stytta biðlista eftir aðgerðum. Samningur Landspítala við Klíníkina sé þó lítið annað en bútasaumur, vandi heilbrigðiskerfisins sé miklu flóknari en svo að leysa megi hann með þessum hætti.","main":"Landspítali hefur samið við Klíníkina um að gera á annað hundrað aðgerðir og í sjónvarpsfréttum í gær kom fram að verið væri að skoða frekara samstarf til að stytta biðlista. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þetta mikilvægt skref sem samræmist opinberri heilbrigðisstefnu.\nHelga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar er formaður velferðarnefndar:\nÉg verð auðvitað að fagna þeirri viðleitni ríkisstjórnarinnar að ætla að koma heilbrigðiskerfinu okkar til aðstoðar. Það hefur auðvitað ríkt ófremdarástand lengi, ekki bara vegna COVID. Ég undrast svolítið þennan bútasaum sem núna er verið að fara í og það virðist sem það sé engin stefna hjá ríkisstjórninni hvaða leið eigi að fara. Það skortir heildarsýn yfir kerfið.\nHelga Vala segir hættu á að verði meira gert af samningum sem þessum muni það leiða til kostnaðarauka. Nær hefði verið að efla opinbera heilbrigðiskerfið því vandinn liggi í vanfjármögnun þess.\nÞað leiðir til mönnunarvanda vegna þess að það er ekki hægt að ráða fólk inn. Heilbrigðisstofnunum um allt land er gert að draga saman, þau hætta að veita ákveðna þjónustu sem endar á biðlistum á Landspítala sem er þjóðarsjúkrahúsið. Það er sem íslenska heilbrigðiskerfið sé rekið frá degi til dags og það þurfi einhvernveginn að hlaupa með dollu undir lekann. Þetta er engin framtíðarlausn.","summary":"Formaður Velferðarnefndar Alþingis líkir samningi Landspítala við Klíníkina við að hlaupa með fötu undir leka. Vandi heilbrigðiskerfisins liggi í vanfjármögnun og hann verði ekki leystur á þennan hátt."} {"year":"2021","id":"138","intro":"Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á dauða konu á geðdeild Landspítalans í ágúst er enn í fullum gangi. Nú standa yfir skýrslutökur og yfirheyrslur en rannsóknin er enn á mjög viðkvæmu stigi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.","main":"Landspítalinn og lögreglan sendu frá sér yfirlýsingar á sunnudaginn, 29. ágúst, um að rannsókn væri hafin á dauða sjúklings á geðdeild spítalans. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri og var talið að dauða hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Spítalinn tilkynnti málið til lögreglu og landlæknis sem óvænt andlát sjúklings. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni, kona á sextugsaldri, hafði verið handtekin og úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna fjórum dögum fyrr, 25. ágúst, talin hafa borið ábyrgð á dauða konunnar og grunuð um manndráp. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hjúkrunarfræðingurinn grunuð um að hafa orðið þess valdandi að sjúklingurinn kafnaði á mat og lést. Það var 16. ágúst. Tæpum tveimur vikum síðar, 30. ágúst, felldi Landsréttur gæsluvarðahaldsúrskurð út gildi á þeim forsendum að ekki væru slíkir rannsóknarhagsmunir í húfi að svo stöddu að réttlætanlegt væri að hafa hjúkrunarfræðinginn áfram í haldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er hún enn með réttarstöðu sakbornings og yfirheyrslur eru nú í fullum gangi, bæði yfir konunni og öðrum vitnum. Rannsóknin er á viðkvæmu stigi og enn er beðið ákveðinna gagna, meðal annars úr krufningu.","summary":"Lögregla segir rannsókn á dauða sjúklings á geðdeild landspítalans um miðjan síðasta mánuð á afar viðkvæmu stigi. Yfirheyrslur og skýrslutökur standa nú yfir."} {"year":"2021","id":"138","intro":"Efnahagsbrotalögregla í Noregi gerði húsleit í síðustu viku hjá kaupsýslumanninum Martin Schøyen sem er ákafur safnari fornra muna. Ástæða húsleitarinnar er að hann var talinn hafa í fórum sínum hluti sem ættu betur heima annars staðar.","main":"Norska ríkisútvarpið greinir frá því á vef sínum að lögregla hafi gert nærri hundrað gripi upptæka sem ríkisstjórn Íraks hefur gert tilkall til.\nSchøyen neitar allri sök og segir munina hafa verið keypta af viðurkenndum og mikilsmetnum söfnurum. Meðal þess sem var gert upptækt eru töflur með fleygrúnum frá hinni fornu Mesópótamíu, landsins milli fljótanna Efrat og Tígris. Það svæði er í dag hluti af Írak, Sýrlandi og Tyrklandi.\nÞað allra verðmætasta í safninu er grunnmynd af hinum goðsagnakennda Babelsturni. Sé hún ósvikin er hún tuga eða hundraða milljóna króna virði. Abid Raja, menningarmálaráðherra Noregs, segir í yfirlýsingu að áríðandi sé að fornmunum sé skilað réttmætra eigenda, það er þeirra landa þaðan sem þeir eigi uppruna sinn.","summary":null} {"year":"2021","id":"138","intro":"Barist var í Panjshir-dalnum í austurhluta Afganistan í morgun, en hann er síðasta vígið sem hefur ekki fallið í hendur Talibana. Bardagarnir hafa tafið fyrir að ný ríkisstjórn verði kynnt í landinu.","main":"Bardagar hafa staðið yfir í Panjshir-dalnum unfanfarna daga. Þar hafa uppreisnarmenn gegn Talibönum ásamt leyfum af stjórnarhernum, reynt að verja svæðið gegn ásókn þeirra og gengið vel, enda afar vel vopnum búnir. Í hópi þeirra er Amrullah Saleh, fyrrverandi varaforseti Afganistans. Talið er að hundruð manna hafi fallið í þessum bardögum þó að ekkert hafi verið formlega staðfest í þeim efnum. Í gærkvöld heyrðust skothvellir í Kabúl þegar fregnum um að Talibanar hefðu náð dalnum á sitt vald var fagnað.\nHeimildarmaður innan Talibana staðhæfði við Reuters fréttastofuna að dalurinn væri unninn en Talibanar hafa hins vegar ekki staðfest það formlega. Og íbúí í dalnum sagði við AFP að þessar fregnir væru ekki réttar.\nÞetta svæði hefur í gegnum tíðina verið helsta vígi þeirra afgana sem aðhyllast ekki skoðanir Talibana. Það hélt til að mynda sjálfstæði í tíu ár eftir að Sovétmenn réðust þar inn nítján hundruð sjötíu og níu, sem og í fyrri stjórnartíð Talibana frá nitján hundruð níutíu og sex til tvö þúsund og eitt. Svo virðist sem Talibanar ætli ekki að láta það gerast nú. Til hefur staðið að kynna formlega nýja ríkisstjórn en fréttaskýrendur telja að það verði líklega ekki gert fyrr en Talibanar hafa náð dalnum á sitt vald.\nEn á meðan á þessu gengur hefur alþjóðasamfélagið áhyggjur af óbreyttum borgurum. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu við því í gær að átján milljónir manna þurfi neyðaraðstoð núna, og annað eins gæti fljótlega bæst við. Þá hafa stjórnvöld í Katar tekið að sér að hýsa flóttamenn tímabundið áður en þeir fá dvalarstað til frambúðar og eru meðal annars leikstaðir heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á næsta ári nýttir í það.","summary":"Talibanar reyna nú að ná til sín síðasta héraðinu í Afganistan sem ekki er á þeirra valdi. Þessir bardagar eru taldir helsta hindrunin fyrir því að ný ríkisstjórn í landinu verði kynnt."} {"year":"2021","id":"138","intro":null,"main":"Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, segir það ófaglegt og óviðeigandi af Persónuvernd að saka ráðuneyti hans um að leyna upplýsingum eða nota persónuvernd sem skálkaskjól við gerð skýrslu um eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Í færslu ráðherrans á Facebook segir að hann hafi óskað eftir því að sjávarútvegsráðuneytið boði fulltrúa Persónuverndar og Skattsins til fundar vegna mats Persónuverndar. Ráðherrann vísar mati Persónuverndar alfarið á bug sem rógburði.\nForstjóri Persónuverndar, Helga Þórisdóttir, sagði í fréttum í gær að það væri miður þegar vísað sé ranglega í persónuverndarlög og þau notuð sem skálkaskjól til þess að leyna upplýsingum sem varða mikilvæga almannahagsmuni.","summary":"Sjávarútvegsráðherra, segir það ófaglegt og óviðeigandi af Persónuvernd að saka ráðuneyti hans um að leyna upplýsingum. Hann sakar stofnunina um rógburð."} {"year":"2021","id":"138","intro":"Kvika er líklega að flæða undir Öskju og það þarf að fylgjast náið með rishreyfingum við eldstöðina, að sögn hópstjóra náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Askja hefur sigið síðustu áratugi en rís nú hratt. Flest eldgos í Öskju sprungugos, en þar geta einnig orðið öflug sprengigos.","main":"Land rís nú við Öskju um fimm sentimetra á mánuði, og talið er að það sé vegna kvikuinnflæðis. Askja er megineldstöð norðan Vatnajökuls en þar gaus síðast 1961. Sérfræðingar Veðurstofunnar birtu tilkynningu um landris við Öskju í gærkvöld, en samfelldar GPS mælingar og gögn frá gervitunglum sýna að þar hófst þensla í byrjun ágúst. Síðustu áratugi hefur Askja verið að síga, en rís nú hratt og Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands segir að það þurfi að fylgjast vel með.\nVið erum að sjá rishreyfingar og það er semsagt þensla vestast í Öskju, þetta eru um fimm sentimetrar sem hafa mælst á einum mánuði en frá 1985 þá hefur Askjan verið að síga, þannig að þetta eru nýjar fréttir.\nAukinnar jarðskjálftavirkni hefur orðið vart nærri Öskju upp á síðkastið. Kristín segir erfitt að spá fyrir um eldgos, en kvikuhreyfingar séu nauðsylegt skilyrði til að það gjósi.\nÞessi þensla er líklega til marks um það að kvika er að flæða undir eldstöðina, Hvað tekur svo við er auðvitað ómögulegt að segja, þetta setur fókus hja okkur að fylgjast betur með. Sér örlitla aukningu í jarðskjálftavirkni en þó ekki mikla en svo vitum við ekki hvert framhaldið verður, hvort þetta heldur áfram eða hvort þetta ris hætti og það fer að síga aftur, þetta er bara eitthvað sem við þurfum að fylgjast með. Hvað stórt, hvar gæti kvika komið upp? Já, Askja er öflug eldstöð og er eins og aðrar elddstöðvar þessi megineldstöð og svo sprungusveimar sem ganga eftir gosbeltinu. Og þetta er virk eldstöð, það eru að meðaltali 2-3 eldgos á öld og síðast var þarna eldgos 1961 sem var meðalstórt hraungos. Flest eldgosin í Öskju er basísk sprungugos eins og við erum að sjá núna við Fagradalsfjall en svo er hún líka þekkt fyrir sprengigos, en þau eru sjaldgæf.\nErum að sjá þenslu vestast í Öskju, fimm sentimetra ris á mánuði sem er frekar hratt. Líklegasta skýringin að það sé að hefjast innflæði kviku innundir eldstöðina.\nÞessi þensla er líklega til marks um það að kvika er að flæða undir eldstöðina, Hvað tekur svo við er auðvitað ómögulegt að segjam, þetta setur fókus hja okkur að fylgjast betur með. Sér örlitla virkni\nAð meðaltali 2-3 eldgos á öld, virk eldstöð.\nFlest basísk sprungugos eins og við erum að sjá við Fagradalsfjall, svo eru hún líka þekkt fyrir sprengigos.\nÞað hefur verið aukning í jarðskjálftavirkni á svæðinu","summary":"Kvika er líklega að flæða undir Öskju og það þarf að fylgjast náið með rishreyfingum við eldstöðina, að sögn hópstjóra náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Askja hefur sigið síðustu áratugi en rís nú hratt. Flest eldgos í Öskju er sprungugos, eins og eldgosið við Fagradalsfjall, en þar geta einnig orðið öflug sprengigos. "} {"year":"2021","id":"138","intro":"Manninum sem réðst á sjö manns í verslunarmiðstöð í Auckland á Nýja-Sjálandi í gær hafði verið sleppt úr haldi í júlí. Reynt hafði verið þá að fá hann dæmdan á grundvelli hryðjuverkalaga en án árangurs. Stjórnvöld boða strangari hryðjuverkalöggjöf.","main":"Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands upplýsti um forsögu árásarmannsins á blaðamannafundi í morgun. Hann særði í gær sjö manns með hnífi sem hann hafði gripið úr hillu í versluninni áður en lögreglan skaut hann til bana. Þrír þeirra særðust alvarlega.\nMaðurinn, sem er frá Sri Lanka, kom til Nýja-Sjálands sem nemi árið tvö þúsund og ellefu. Hann vakti fyrst athygli lögreglu árið tvö þúsund og sextán með yfirlýsingum á Facebook sem virtust styðja hryðjuverkaárásir. Árið tvö þúsund og átján var hann handtekinn grunaður um að skipuleggja hnífaárás og var síðan ákærður fyrir líkamsárás. Tilraunir saksóknara til að fá hann dæmdan fyrir brot á hryðjuverkalögum tókust hins vegar ekki. Hann sat í fangelsi í þrjú ár en var sleppt í júlí, og sagði Ardern að þá hefðu allar mögulegar leiðir verið nýttar til að hafa hann áfram í haldi.\nArdern sagði jafnfram að undirbúningur væri hafinn fyrir hertari hryðjuverkalöggjöf - lögreglustjórinn og embættismenn hefðu meðal annars hafið þá umræðu í ágúst. Með nýjum ákvæðum verður mögulegt að handtaka fólk sem sannanlega undirbýr hryðjuverk en gagnrýndendur núverandi laga segja gloppu í lögunum koma í veg fyrir handtöku þess fólks. Ardern býst við að breytingarnar verði samþykktar fyrir lok þessa mánaðar.","summary":null} {"year":"2021","id":"138","intro":"Karlalið Vals í handbolta vann góðan sigur á króatíska liðinu RK Porec í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Valur getur tryggt sæti í næstu umferð í seinni leik liðanna sem fer fram í dag.","main":"Upphaflega áttu þessir leikir að fara fram um síðustu helgi en vegna kórónuveirusmita sem upp komu í herbúðum Vals í síðustu viku var leikjunum frestað og fer seinni leikur liðanna fram í dag. Leikurinn var nokkuð grófur en tveimur leikmönnum króatíska liðsins var vísað af velli í fyrri hálfleik. Valur var með yfirhöndina nær allan leikinn og vann að lokum fjögurra marka sigur, 22-18. Seinni leikur liðanna fer fram í dag og getur Valur þá tryggt sæti sitt í næstu umferð Evrópudeildarinnar.\nÍBV er á góðri leið með að tryggja sér sæti í efstu deild karla í fótbolta eftir að liðið vann Selfoss með fjórum mörkum gegn einu á Selfossi í gær. Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Eyjamenn þegar þeir lentu undir eftir mark Valdimars Jóhannssonar á 30. mínútu. Á lokamínútu fyrri hálfleiks jafnaði Telmo Castanheira leikinn fyrir ÍBV og þeir Guðjón Pétur Lýðsson, Breki Ómarsson og Gonzalo Zamorano skoruðu eitt mark hver.\nÍBV er í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á undan Kórdrengjum og eiga auk þess leik til góða. Vinni ÍBV tvo af síðustu fjórum leikjum sínum er sætið í efstu deild gulltryggt.\nFormúlu 1 ökuþórinn Kimi Raikkonen tekur ekki þátt í kappakstri helgarinnar eftir að hann greindist með COVID-19. Raikkonen, sem ekur fyrir Alfa Romeo, er við góða heilsu og fór strax í einangrun þegar grunur vaknaði að hann væri smitaður. Finnski ökuþórinn er 41 árs gamall og hefur þegar tilkynnt að núverandi tímabil sé hans síðasta í Formúlu 1.\nTenniskonan Naomi Osaka ætlar aftur að taka sér hlé frá íþróttinni eftir að hún datt út í þriðju umferð á Opna bandaríska meistaramótinu í Tennis í nótt. Osaka er ríkjandi meistari en hún náði sér aldrei á strik gegn hinni 18 ára gömlu Leylah Fernandez. Osaka tók hvorki þátt á Opna franska meistaramótinu né Wimbledon mótinu í tennis fyrr á þessu ári vegna andlegra erfiðleika og eftir tapið í nótt sagðist hún ekki vita hvenær hún myndi keppa næst þar sem hún ætlaði sér að taka sér langt hlé frá íþróttinni.","summary":"Karlaliðs Vals er í góðri stöðu eftir sigur gegn RK Porec (poretsj) í fyrri leik liðanna í Evrópudeildinni í handbolta. "} {"year":"2021","id":"139","intro":"Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands vill að ákvæði verði í samningum við íþróttamenn um að víkja megi þeim úr liðum eða félögum verði þeir uppvísir að ofbeldi eða óviðeigandi hegðun. Lárus Blöndal, forseti sambandsins segir að nokkur mál sem tengjast kynferðislegri áreitni hafi komið upp innan félaga sambandsins í fyrra.","main":"Ég veit að samskiptaráðgjafinn hafði á síðasta ári átta mál sem voru frá myndsendingum upp í óviðurkvæmilega snertingu eða eitthvað svoleiðis. En ekki alvarlegra en það þó. En ég veit ekki hvaðan þau komu í raun og veru. Þannig að þú veist ekki innan hvaða sérsambanda þau mál komu upp? Nei.\nÞað var bara leyst úr þeim.\nLárus segir að mikilvægt sé að tryggja frið um íþróttahreyfinguna og nú sé verið að skoða leiðir til að víkja fólki úr landsliðum eða íþróttafélögum, þyki þess þörf á meðan mál séu í vinnslu.\nÍþróttahreyfingin hefur ekkert með það að gera að fólk brjóti af sér einhvers staðar úti í bæ eða úti í heimi. En það sem við getum hins vegar gert og þurfum að geta gert er að bregðast við því og við höfum í rauninni ekki haft neinar sérstakar heimildir. Það hefur ekkert verið fjallað um þetta í okkar lögum eða okkar reglum beinlínis hvernig menn ættu að geta brugðist við. Og það er það sem við erum að skoða, hvernig við getum fengið þær heimildir til þess að víkja mönnum til hliðar tímabundið t.d. meðan einhver rannsókn er í gangi. Og ef kæra hefur borist í alvarlegu máli","summary":"Átta mál sem tengjast kynferðislegri áreitni hafa komið upp innan félaga Íþrótta- og ólympíusambands Íslands í fyrra. Forseti sambandsins segir til skoðunar hvort leiðir séu til að víkja fólki úr landsliðum eða íþróttafélögum, þyki þess þörf á meðan mál séu í vinnslu. "} {"year":"2021","id":"139","intro":"Ný skoðanakönnun um fylgi flokka í Þýskalandi bendir til þess að Jafnaðarmenn njóti mest fylgis meðal kjósenda fyrir kosningarnar 26. september.","main":"Samkvæmt þessari nýju könnun styður fjórðungur kjósenda Jafnaðarmannaflokkinn SPD. 20,5 prósent styðja bandalag kristilegu flokkanna og 16 Græningja. Könnun í síðustu viku gaf til kynna að Jafnaðarmenn væru komnir fram út kristilegum í fyrsta sinn í 15 ár, en nýja könnunin bendir til að munurinn á tveimur stærstu flokkum Þýskalands hafi aukist og sé orðinn marktækur. Armin Laschet, kanslaraefni kristilegra demókrata, þykir ekki hafa staðið sig nægilega vel í kosningabaráttunni á meðan Olaf Scholz, kanslaraefni Jafnaðarmanna, hefur ekki enn orðið neitt á. Hann hefur þótt yfirvegaður og um margt minna á Angelu Merkel, fráfarandi kanslara. Það þykir henni ekki skynsamlegur samanburður og bendir á að öfugt við Olaf Scholz hefði aldrei hvarflað að henni stjórnarsamstarf við Vinstri-flokkinn Die Linke.\nKosningabaráttan hefur snúist að óvenju miklu leyti um kanslaraefnin en venjulega hafa Þjóðverjar meira látið stuðning við flokka ráða vali sínu. Olaf Scholz ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína sem yfirlýst kanslaraefni, þau Laschet og Annalenu Baerbock, sem Græningjar tefla fram. 43 prósent kjósenda vilja Scholz í stól kanslara, 16 prósent Laschet og 12 prósent Baerbock. Helstu keppinautarnir, Jafnaðarmenn og kristilegir, hafa setið saman í samsteypustjórn síðastliðin átta ár og Scholz er varakanslari og fjármálaráðherra. Þar hefur hann þótt traustur en frekar óspennandi. Sjálfur segir hann það kost, verið sé að kjósa til þings, ekki velja sirkusstjóra.\nArmin Laschet segir að Kristilegir verði nú að standa saman sem einn.\nMargt getur gerst á þeim rúmlega þremur vikum sem eru til kosninga. Spurning er hvort Laschet og kristilegum takist að ná vopnum sínum. Hann kynnti í morgun hóp frambjóðenda, fjórar konur og fjóra karlmenn, sem hann kallaði teymi framtíðarinnar. Fréttaskýrandi Deutsche Welle sagði að Laschet hefði verið áberandi taugaóstyrkur. Það kann vart góðri lukku að stýra.","summary":"Þýskir Jafnaðarmenn hafa forystu í baráttunni fyrir þingkosningarnar 26. september ef marka má nýja skoðanakönnun. "} {"year":"2021","id":"139","intro":"Öryggisfyrirtæki gefur öryggi stafrænna ökuskírteina falleinkunn. Auðvelt sé að falsa skírteinin og jafnvel nota þau til að stunda kosningasvindl. Dómsmálaráðuneytið telur sig hafa komið í veg fyrir það.","main":"Upplýsingatæknifyrirtækið Syndis birti í vikunni úttekt á öryggi stafrænna ökuskírteina. Úttektin leiðir meðal annars í ljós, eins og áður hefur verið bent á, að tiltölulega auðvelt sé að falsa skírteinin. Einfaldasta fölsunin felst einfaldlega í að taka skjáskot af skírteininu og eiga við það í myndvinnsluforritum. Hins vegar geta tölvulæsir nýtt sér hugbúnað á netinu sem gerir nær ómögulegt að greina muninn á fölsuðu og ófölsuðu skilríki. Helsta gagnrýnin snýr að því að ekki er hægt að skanna strikamerki skírteinisins og bera það saman við gagnagrunna hins opinbera.\nFölsuð skilríki opna ýmsar dyr sem annars stæðu lokaðar. Það hefur löngum tíðkast meðal ungmenna að nota fölsuð skilríki til að komast inn á skemmtistaði eða kaupa áfengi. Syndis bendir einnig á að hægt sé að nota fölsuðu skilríkin til að taka út lyfseðilsskyld lyf eða, til að kjósa í kosningum. Með öðrum orðum, öryggisgallinn í rafrænu ökuskírteinunum opni möguleikann á kosningasvindli.\nSamkvæmt svörum frá dómsmálaráðuneytinu hefur verið þróað snjallforrit í farsíma með einföldum skanna sem sannreynir stafræn ökuskírteini og hefur það nú þegar verið tekið í notkun á kjörstöðum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var forritið tekið í notkun nú á allra síðustu dögum en atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst 13. ágúst, og fram að því höfðu kjörstjórnir enga leið til að sannreyna skírteinin.","summary":null} {"year":"2021","id":"139","intro":"Tæplega fjórðungur þeirra Afgana sem ríkisstjórnin samþykkti að taka á móti er kominn til landsins. Formaður flóttamannanefndar segir erfitt að ná til þeirra sem rétt eiga á dvalarleyfi hér á landi. Í síðasta mánuði sóttu 19 Afganar um vernd hjá Útlendingastofnun.","main":"Samkvæmt þeim tölum sem ég fékk í gær þá eru þrjátíu og þrír af þessum Afgönum komnir til landsins.\nVið höfum svo sem alltaf sagt að þessi tala 120 er fundin út af allir í þessum sem við lögðum til að yrði boðið að koma hingað myndu koma.\nSegir Stefán Vagn Stefánsson formaður flóttamannanefndar, menn hafi fljótlega gert sér grein fyrir að ekki yrði hægt að koma öllum þeim hingað sem til stóð að taka á móti.\nNú þurfum við bara að horfa á aðrar leiðir. Fólk mun örugglega reyna að koma sér með öðrum leiðum út úr landinu og væntanlega til nágrannalandanna.\nVið vorum aldrei með neitt fólk þarna úti til að aðstoða okkar fólk og þurftum að reiða okkur á aðstoð annarra.\nStefán segir að fólk eigi þann möguleika ef það kemur sér úr landi í Afganistan að sækja um að komast til Íslands í gegnum kvótaflóttakerfið.\nAð fara að velja úr einhverja einstaklinga til að koma er mjög erfitt verkefni. Hvar eigum við að stöðva og hvar eigum við að byrja í raun og veru. Það er ákveðinn ómöguleiki í því að fara að handvelja fólk úr ákveðnum fjölskyldum eða ákveðnum hópum til þess að koma hérna við höfum aldrei unnið þannig og höfum aldrei gert það.\nSamkvæmt tölum Útlendingastofnunar fékk 631 einstaklingur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum í fyrra, hundrað fleiri en árið áður.\nÍ ágúst sóttu 19 Afganar um alþjóðlega vernd en þeir voru þrír fyrstu sex mánuði ársins.","summary":null} {"year":"2021","id":"139","intro":"Már Gunnarsson keppti síðastur Íslendinganna á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í nótt. Már komst ekki áfram í undanrásum 100 metra flugsunds, en var ánægður með mótið.","main":"Már sem keppir í flokki blindra synti 100 metra flugsundið á einni mínútu og 14,86 sekúndum. Það dugði honum ekki áfram í úrslit, en þetta er ekki hans sterkasta grein. Bestum árangri náði Már á mótinu þegar hann náði 5. sæti í 100 metra baksundi. Már sem er á fullu í tónlist, var ánægður, en þreyttur og jafnframt feginn að hafa komið heill út úr Ólympíumótinu þegar Kristjana Arnarsdóttir ræddi við hann í Tókýó í nótt.\nSagði Már Gunnarsson. Allir íslensku keppendurnir sex hafa nú lokið keppni á Ólympíumótinu í Tókýó. Mótinu sjálfu lýkur formlega á sunnudagsmorgunn.\nArnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta var vitanlega svekktur með tap Íslands á móti Rúmeníu í undankeppni HM á Laugardalsvelli í gærkvöld. Rúmenía vann leikinn 2-0.","summary":null} {"year":"2021","id":"139","intro":"Geðsvið Landspítalans er algjörlega undanskilið öllum úrbótum í byggingu nýs Landspítala. Húsnæði geðsviðs er löngu úrelt, enda sum húsin að verða hundrað ára. Sérnámslæknir í geðlækningum segir nýja geðdeild einu lausnina til að þjónustan geti samræmst nútímakröfum.","main":"Félags íslenskra sérnámslækna í geðlækningum bendir á alvarlegan og viðvarandi húsnæðisvanda geðsviðs Landspítalans í ályktun sem sett er fram sérstaklega í ljósi þess að nú standa yfir framkvæmdir við nýjan Landspítala, sem kostar um 80 milljarða króna. Stærsti bitinn er nýr meðferðarkjarni sem á að auka hagkvæmni, nútímavæða vinnuumhverfið og samnýta aðstöðu þvert á stofnanir. Og svo eru að koma kosningar. Sérnámslæknarnir segja það vekja mikla furðu að í nýjum meðferðarkjarna sé ekki gert ráð fyrir nýrri geðdeild. Oddný Ómarsdóttir situr í stjórn félagsins.\nNútímahúsnæði á geðsviði spítalans er bara hreint út sagt slitið og úrelt og það stenst ekki nútímakröfur sem gerðar eru í okkar samfélagi. Og bara styður ekki við þá hugmyndafræði sem er ríkjandi í geðheilbrigðisþjónustu í dag. Þess vegna kemur þetta bara mjög á óvart. Og er bara mjög miður. Aðallega fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra og auðvitað starfsfólkið.\nOddný undirstrikar að óboðlegt húsnæði geðsviðsins hafi verið í umræðunni í mörg ár, enda löngu úrelt. Kleppur var byggður 1907 og geðdeildin við Hringbraut 1974. Húsin hafa fengið litlar sem engar úrbætur í gegn um árin. Þau einkennast af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, afar takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingalykt þegar gengið er framhjá reykherbergjum sem virðist öll skorta viðunandi loftræstingu, segir í ályktuninni. Þegar gengið er inn í húsnæði geðsviðs á Hringbraut er andrúmsloftið því miður enn sterklega litað af árinu 1974.\nEinstaklingur leggst inn og honum er boðið kannski tvíbýli og jafnvel ekki aðgengi að útisvæði. Það er bara mjög margt sem þarf að bæta, en við gerum það ekki með því að plástra núverandi byggingar. Það þarf bara nýja byggingu fyrir geðþjónustuna sem stenst nútímakröfur.\nSérnámslæknarnir benda á að undanfarin ár hafi þingmenn keppst um að leggja áherslu á geðheilbrigðismál og mikilvægi geðheilsu. Hins vegar endurspegli aðstaða á geðdeildum Landspítalans alls ekki þá mikilvægu afstöðu.","summary":"Þröngir gangar, reykingalykt, mikill fjöldi tvíbýla, gegndræpir gluggar og takmarkað aðgengi að útisvæði eru lýsingar sérnámslækna í geðlækningum um húsnæðiskost geðdeilda Landspítalans. Húsin eru sum að verða hundrað ára og er geðsviðið algjörlega undanskilið í framkvæmdum við nýjan Landspítala. "} {"year":"2021","id":"139","intro":"Norska lögreglan handtók í morgun fimmtugan karlmann sem grunaður er um að hafa myrt tvær ungar konur í Noregi. Önnur konan fannst látin nærri heimili sínu í maí 1995 en hin var myrt fimm árum seinna. Maðurinn neitar sök en verður leiddur fyrir dómara í dag þar sem farið verður fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald og einangrun.","main":"Mál Birgittu Tengs og Tinu Jörgensen hafa legið eins og mara á norsku þjóðinni. Tengs, sem var 17 ára þegar hún var myrt, fannst nærri heimili sínu á Karmeyju í maí 1995. Grunur beindist strax að 19 ára gömlum frænda hennar sem síðar var dæmdur fyrir morðið eftir að hafa játað við yfirheyrslur hjá lögreglu.\nHann áfrýjaði dóminum til yfirréttar og með aðstoð Gísla H. Guðjónssonar, réttarsálfræðings, tókst honum að sanna að játning hans hefði verið fölsk. Fyrir fimm árum var deild innan norsku rannsóknarlögreglunnar, sem sérhæfir sig í óleystum sakamálum, falið að fara yfir málið og fram kemur á vef NRK að DNA-rannsókn sem gerð var í Austurríki fyrir tveimur árum tengi manninn sem nú er í haldi við morðið á Tengs.\nHitt málið er morðið á Tinu Jørgensen en lík hennar fannst við Bore-kirkjuna í Stafangri í október árið 2000. Kærasti hennar var grunaður um morðið og sat í gæsluvarðhaldi í sjö vikur en var síðan sleppt og málið á hendur honum fellt niður.\nÁðurnefndri deild innan norsku rannsóknarlögreglunnar var falið að fara yfir málið og koma með tillögur um hvernig mætti hefja rannsókn að nýju. Rannsókn lögreglu hefur nú leitt í ljós að maðurinn var í Stafangri þegar Jörgensen hvarf og ný gögn hafa leitt til þess að maðurinn hefur einnig réttarstöðu grunaðs manns í því máli.","summary":null} {"year":"2021","id":"140","intro":"Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir að í sumar hafi sést meira af hnúðlaxi í íslenskum ám en nokkru sinni fyrr. Nauðsynlegt sé að auka þekkingu hér á þessari tegund til að geta brugðist við með réttum hætti.","main":"Leigutakar íslenskra laxveiðiáa og stangveiðimenn hafa lýst miklum áhyggjum af fjölgun hnúðlaxa í sumar og óttast að tegundin sé komin til að vera. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnssviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að metfjöldi tilkynninga hafi borist þangað.\nÞetta sé sama þróun og í Rússlandi og Noregi. Hnúðlax sé upphaflega eldislax úr rússnesku hafbeitareldi sem farið var að sleppa um 1960 og hafi í gegnum áratugina náð að aðlagast lífinu í hafinu og fjölga sér þar.\nHnúðlax er ekki talinn geta blandast íslenska laxinum, en með mikilli fjölgun geti hann tekið yfir heilu vatnasvæðin. Guðni segir að norska Umhverfisstofnunin hafi skilgreint hnúðlax sem framandi ágenga tegund og hafið átak við að útrýma eða stemma stigu við fjölgun hans í að minnsta kosti fimmtán norskum vatnakerfum. Formaður Landssambands veiðifélaga sagðist í samtali við fréttastofu vilja sjá viðlíka aðgerðir hér á landi.","summary":"Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir nauðsynlegt að auka þekkingu á hnúðlaxi hér á landi til að geta brugðist á réttan hátt við mikilli fjölgun tegundarinnar."} {"year":"2021","id":"140","intro":"Umhverfismál eru helsta mál kosningabaráttunnar í Noregi fyrir þingkosningar 13. september.","main":"Kannanir benda til sigurs vinstriflokka og að þeir fái meirihluta á Stórþinginu ásamt miðjuflokkum. Nýr forsætisráðherra tæki þá við af Ernu Solberg, sem hefur setið frá 2013. Herdís Sigurgrímsdóttir stjórnmálafræðingur segir að vatnaskil hafi orðið í kosningabaráttunni þegar ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar af mannavöldum var birt í síðasta mánuði. Síðan hafi umhverfismál orðið aðalefni kosningabaráttunnar. Það hafi gagnast Umhverfisflokknum-græningjum og öðrum flokkum með róttæka stefnu í umhverfismálum.","summary":null} {"year":"2021","id":"140","intro":"Málflutningur hófst í morgun fyrir Landsdómi í Kaupmannahöfn í máli gegn Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra málefna útlendinga og innflytjenda. Danska þingið ákvað í febrúar að Støjberg skyldi ákærð fyrir að hafa gefið út ólögleg fyrirmæli árið 2016 með því að fyrirskipa að giftir hælisleitendur yngri en átján ára skyldu aðskildir. Støjberg hefur ávallt þvertekið fyrir að hafa brotið lög og sagt að ætlun sín hafi verið að vernda stúlkur frá þvinguðu hjónabandi. Þetta ítrekaði hún fyrir réttarhöldin í morgun, hún vissi hvað hún hefði sagt og gert og byggist því við að verða fundin sýkn saka.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"140","intro":"Tilkynningum til lögreglu um heimilisofbeldi hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu sjö árum og á fyrri helmingi þessa árs hefur verið tilkynnt um fjórðungi fleiri tilvik en að meðaltali á fyrri hluta síðustu fimm ára.","main":"Langflestar tilkynningarnar snúa að heimilisofbeldi af hálfu maka eða fyrrum maka. Á tímabilinu frá janúar til júní á þessu ári bárust 240 tilkynningar um ofbeldi maka, tæpum þrjátíu prósentum fleiri en að meðaltali síðustu fimm ár. Rannveig Þórisdóttir, sviðsstjóri þjónustusviðs ríkislögreglustjóra, segir atvinnuleysi og aukna áfengissölu kunna að spila inn í.\nþetta eru þættir sem eru þekktir til að valda álagi innan fjölskyldna sem síðar geta leitt til ofbeldis í framhaldinu\nRannveig segir að áhrif faraldursins á heimilisofbeldi komi líklega skýrar fram með tímanum.\nfólk er meira heima, kannski er líka þannig að fyrir þá sem hafa búið við ofbeldi þegar ástandið breytist svona, þá hafa möguleikarnir til að leita sér aðstoðar minnkað og þá getur kannski ofbeldið stigmagnast hraðar og afleiðingarnar komið skýrar fram. Það er þekkt með heimilisofbeldi að þetta er ákveðið ferli sem fer frá stjórnun yfir í andlegt ofbeldi og svo líkamlegt ofbeldi, og mögulega, þegar fólk er svona meira heima, getur það þróast hraðar\nRannveig segir að þessir þættir kunni einnig að skýra fjölgun tilkynninga um heimilisofbeldi af hendi barns í garð foreldris, en þær voru fjörutíu prósentum fleiri á þessu ári en að meðaltali á síðustu fimm árum. Þó kunni líka að hafa áhrif að aðrir í fjölskyldum og nágrannar séu meira heima, og líklegri til að verða vitni að ofbeldi og þar með til að tilkynna það. Þá hafi vitundarvakning innan kerfisins í upphafi faraldursins hvatt almenning til að vera vakandi fyrir ofbeldi og tilkynna það.","summary":null} {"year":"2021","id":"140","intro":"Um 1.200 konur bíða nú eftir niðurstöðum skimunar á brjóstakrabbameini, en vegna læknaskorts á Landspítala hefur ekki verið lesið úr neinum myndum í rúman mánuð. Sviðsstjóri á rannsóknarsviði spítalans segir þetta ekki gott innlegg í umræðuna um krabbameinsskimanir, en verkefnið hafi verið flókið.","main":"Viðmið kveða á um að lesið sé úr brjóstamyndum innan tíu daga. Röntgenlæknar sem lesa úr myndunum hafa ekki fengist til starfa á Landspítala og konur hafa nú beðið í allt að mánuð eftir niðurstöðum. Spítalinn hefur samið við danskt heilbrigðisfyrirtæki til að lesa úr myndunum næstu þrjú árin og Maríanna Garðarsdóttir sviðsstjóri á rannsóknarsviði Landspítala segist vonast til þess að hægt verði að svara öllum konunum á næstu vikum.\nÞetta er eitthvað sem gengur mjög fljótt að gera þegar það er komið í gang. En svörin vissulega tefjast um svona 2 vikur miðað við það sem er eðlilegt en svör ættu að berast núna á þessum dögum. Byrjað á þeim sem komu fyrst.\nHversu margar konur bíða eftir svörum? Í heildina í ágústmánuði voru rannsakaðar rétt um 1.200 konur. þannig að það eru þær sem eru að bíða.\nnú hefur staða krabbameinsrannsókna og - skimana verið heilmikið til umræðu og margar konur segjast vera óöruggar vegna stöðunnar - þetta er ekki gott innlegg í það? Nei alls ekki. Og það er alls ekki það sem við viljum að varpa meira óöryggi inn í þennan hóp því að það hefur verið mikil umræða um leghálsskimanir á þessu ári. Við höfum óskað eftir því að sinna þessu máli eins vel og hægt er - það var flókið að taka við þessum brjóstaskimunum sem okkur var ætlað að gera af hendi ráðuneytis, undirbúningurinn var flókinn að flytja þetta frá Krabbameinsfélaginu, við óskuðum eftir fresti á sínum tíma vegna COVID sem við fengum en teljum okkur hafa gert þetta eins vel og hægt var á þessum tíma.","summary":"Um 1.200 konur bíða nú eftir niðurstöðum skimunar á brjóstakrabbameini, en vegna læknaskorts á Landspítala hefur ekki verið lesið úr myndum í rúman mánuð. "} {"year":"2021","id":"140","intro":"Thelma Björg Björnsdóttir, sundkona, lauk í nótt keppni á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó þegar hún synti í undanrásum 400 metra skriðsunds .","main":"Skriðsundið er ekki aðalgrein Thelmu en hún hefur lagt mesta áherslu á 100 metra bringusund þar sem hún endaði í 8. sæti fyrr á leikunum. Thelma synti 400 metrana í nótt á 6 mínútum og 31,67 sekúndum og varð sjöunda af sjö keppendum. Hún sagði í samtali við RÚV strax eftir sundið að hún væri tiltölulega ánægð með daginn en sundið hefði tekið mikið á og að hún hlakkaði til að komast upp á hótel í hvíld. Þetta er annað Ólympíumót Thelmu en hún keppti einnig í Ríó fyrir fimm árum síðan. Már Gunnarsson, lýkur keppni síðastur Íslendinga þegar hann syndir í undanrásum 100 metra flugsunds í nótt en leikunum lýkur formlega á sunnudag.\nDansararnir Alex Freyr Gunnarsson og Ekatarina Bond náðu þeim frábæra árangri um nýliðna helgi að komast á verðlaunapall í fullorðinsflokki á hinu ógnarsterka Blackpool móti á Englandi. Á Blackpool mótinu etja sterkustu danspör heims kappi og Bergrún Stefánsdóttir, formaður og framkvæmdarstjóri Dansíþróttasambands Íslands segir það gerast sjaldan, ef einhverntíman, að Íslendingar nái í verðlaun í fullorðinsflokki. Því sé ljóst að framtíðin er afar björt í íslenskum dansíþróttum.\nÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir Rúmeníu í undankeppni HM 2022 á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn verður spilaður í skugga umræðu um ofbeldismenningu innan bæði landsliðsins og KSÍ. Síðast mættust Ísland og Rúmenía í október 2020, þá hafði Ísland betur 2-1 en einungis fimm leikmenn úr byrjunarliðinu frá því fyrir 11 mánuðum síðan eru í hópnum í dag. Leikurinn hefst klukkan 18:35 en upphitun hefst á RÚV klukkan 18:10 í kvöld.","summary":"Thelma Björg Björnsdóttir, sundkona, lauk keppni á Ólympíumóti fatlaðra í nótt. Már Gunnarsson keppir síðastur Íslendinganna, í flugsundi í nótt."} {"year":"2021","id":"140","intro":"Þeim fækkar hratt sem dvelja í sóttvarnahúsum. Samningur við Fosshótel rennur út 15. september. Gylfi Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa reiknar ekki með því að hann verði framlengdur. Samningar við tvö önnur hótel renna út í lok þessa mánaðar.","main":"Það fækkar aðeins já sem betur fer fyrir allt og alla en við erum 163 einstaklinga hjá okkur þessa dagana. Þar af er stór hluti í einangrun, 142 hjá okkur í einangrun\nNú eru samningar að renna út við Fosshótel, verður sá samningur framlengdur? Nú er það undir heilbrigðisráðuneytinu komið. Við vitum það að samningurinn við Fosshótel Reykjavík rennur út núna 15. september og ég geri ráð fyrir að því verði bara skilað þá, ef ekkert breytist. Við erum ennþá með Lind og Rauðará út september hið minnsta. Það er síðan bara heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar Íslands sem taka ákvörðun um það. En það er allt annað álag á ykkur þessa dagana. Þegar mest var vorum við með um 500 einstaklinga hjá okkur þannig að eðlilega hefur þetta róast. Þetta er fljótt að breytast og t.d. ef á að fara að hætta að skima eða skylda fólk til að fara í skimun áður en það kemur til landsins má alveg búast við því að einhverjir jákvæðir slæðist með í vélarnar og þá veit hvað getur gerst.","summary":null} {"year":"2021","id":"140","intro":"Hópur stuðningsmanna sænska úrvalsdeildarliðsins IFK Gautaborg krefst þess að félagið rifti samningi við framherjann Kolbein Sigþórsson. Kröfur stuðningsmannanna voru settar á borða sem hengdir voru á æfingasvæði félagsins í nótt.","main":"Stuðningsmannahópur sem kallar sig Gautaborg Ultras hengdi þrjá borða á æfingasvæði liðsins í skjóli nætur. Á einum þeirra er þess krafist að samningi við Kolbein verði rift. Annar stuðningsmannahópur, Englarnir, tjáði sig einnig um málið á Instagram þar sem segir að Kolbeinn hafi fyrirgert rétti sínum til að spila fyrir félagið. Ætlast hópurinn til þess að félagið taki ákvörðun sem er í samræmi við gildi félagsins.\nÍ umfjöllun Aftonbladet um málið segist íþróttastjóri IFK virða skoðanir stuðningsmanna. Hins vegar verði engar ákvarðanir um framtíð Kolbeins teknar fyrr en félagið hefur rætt við leikmanninn augliti til auglits. Þær viðræður hafa ekki farið fram þar sem leikmaðurinn er í fríi vegna landsleikjahlés.\nKolbeinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann gekkst við að hafa hegðað sér ósæmilega en neitaði að hafa beitt Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur og vinkonu hennar ofbeldi. Hann hafi þó samþykkt kröfu þeirra um afsökunarbeiðni og bætur auk þess að styrkja Stígamót um þrjár milljónir króna.\nÍsland mætir Rúmeníu í undankeppni HM í kvöld. Leikurinn hefst korter í sjö en klukkan fimm standa Öfgar og Bleiki fíllinn fyrir samstöðufundi með þolendum ofbeldis og stuðningsmannafélagið Tólfan mun sýna samtöðu með þolendum með því að kyrja ekki hvatningasöngva fyrstu tólf mínútur leiksins.","summary":"Hópur stuðningsmanna sænska úrvalsdeildarliðsins IFK í Gautaborg krefst þess að samningi við Kolbein Sigþórsson verði rift. "} {"year":"2021","id":"141","intro":"Evrópusambandið hefur ákveðið að taka Bandaríkin af lista sambandsins yfir þau lönd sem undanþegin eru sóttvarnaaðgerðum við komuna til landa sambandsins. Líklegt er að sömu reglur verði teknar upp hér á landi.","main":"Evrópusambandið tók einnig Ísrael, Kósóvó, Líbanon, Svartfjallaland og Norður-Makedóníu af lista yfir ríki sem hafa verið undanþegin sóttvarnaaðgerðum sambandsins. Það þýðir að óbólusettir ferðalangar frá þessum löndum geta ekki ferðast hingað til lands nema að hafa brýnt erindi. Bólusettir ferðalangar þurfa að framvísa neikvæðu PCR prófi eða vottorði um afstaðna COVID-19 sýkingu. Óbólusettir ferðalangar frá þessum löndum hafa hingað til mátt ferðast hingað, gegn því að fara í skimun við brottför frá heimalandinu, við komuna til Íslands og svo aftur að lokinni fimm daga sóttkví. Þetta verður ekki leyfilegt ef reglunum verður breytt. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að þó svo að Bandaríkin verði tekin af undanþágulistanum hafi það ekki mikil áhrif á komu farþega þaðan.\nEn hvaða skilaboð er Evrópusambandið að senda með því að taka Bandaríkjamenn af listanum?\nManni virðist að þessi ákvörðun hjá ESB sé einhvers konar viðbrögð við seinkun á því að Bandaríkin hleypi inn borgurum og ferðamönnum frá Evrópusambandinu svona miðað við það sem vonast var eftir, að það verði ekki fyrr en eftir lok nóvember.\nEkki er búið að afgreiða reglubreytinguna í dómsmálaráðuneytinu. Ísland er á rauðum lista í Bandaríkjunum. Jóhannes segir erfitt að segja til um hvenær það breytist.\nÞað er náttúrulega erfitt að segja. Það fer alveg eftir því hvernig tekst að hafa stjórn á tölfræði faraldursins hér. Þessir rauðu listar eru fyrst og fremst byggðir á þessum tölfræðigögnum um smit og slíkt. Þeim mun betur sem okkur tekst að hemja smitin hér innanlands þeim mun líklegra er að við komumst af þessum lista. Það verður þó að hafa það í huga að þessir listar allir eru farnir að hafa minni áhrif en fólk átti von á til að byrja með.\nÞá taka gildi í dag nýjar leiðbeiningar frá Samgöngustofu um skyldur flugfélaga um eftirlit með vottorðum. Samkvæmt breytingunni er flugfélögum ekki lengur skylt að vísa frá Íslendingum á heimleið sem ekki geta framvísað bólusetningarvottorði, neikvæðu PCR-prófum eða vottorð um fyrri sýkingu.","summary":null} {"year":"2021","id":"141","intro":"Kannanir í Noregi benda til þess að mið- og vinstriflokkar fái meirihluta á Stórþinginu í kosningunum 13. september. Nýr forsætisráðherra tæki þá við af Ernu Solberg.","main":"Höfuðandstæðingarnir í norskum stjórnmálum eru Verkamannaflokkurinn og Hægri flokkurinn. Hægri flokkar hafa farið með völd í Noregi frá því 2013 og Erna Solberg gegnt embætti forsætisráðherra. Hún hefur verið leiðtogi Hægriflokksins frá því 2004. Hún var kjörin á þing fyrir Hörðaland 1989 og hefur setið óslitið í 32 ár. En nú bendir margt til þess að valdatíð hennar ljúki, í könnun norska ríkisútvarpsins, NRK, er flokki hennar spáð rúmlega 21 prósenti atkvæða og að flokkurinn tapi nærri 6 prósentustigum. Verkamannaflokknum, undir forystu Jonas Gahr Støres, er spáð 25,5 prósent atkvæða. Það er fimm og hálfu prósentustigi minna en í kosningunum 2017 en Verkamannaflokkurinn yrði eftir sem áður stærsti flokkur á þingi ef þessi spá gengur eftir.\nEn þó að vinstriflokkum sé spáð góðu gengi er alls óvíst hvernig Jonas Gahr Støre gengi að mynda stjórn. Aðrir vinstriflokkar, Sósíalíski Vinstriflokkurinn og Rautt, sem rekur uppruna sinn til kommúnista, eru þess fýsandi að olíuleit verði hætt sem fyrst og stefnt að því að hætta olíuvinnslu. Þar njóta þeir stuðnings Græningja. Stjórnmálaskýrendur í Noregi hafa bent á að áhersluatriði höfuðandstæðinganna, Verkamannaflokksins og Hægriflokksins, í olíumálum sé alls ekki ólík. Kæmi samsteypustjórn stóru flokkanna til greina? Herdís Sigurgrímsdóttir stjórnmálafræðingur er búsett í Noregi:\nHerdís bendir þó á að engin hefð sé fyrir slíkri stjórn og ólíklegt sé að það verði niðurstaðan.","summary":"Norðmenn ganga til þingkosninga 13. septemer og kannanir benda til sigurs vinstriflokka og að Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins, taki við sem forsætisráðherra. Erna Solberg leiðtogi Hægriflokksins hefur gegnt embættinu síðastliðin átta ár."} {"year":"2021","id":"141","intro":"Enn vantar 27 stöðugildi hjúkrunarfræðinga til að fullmanna gjörgæsludeildir Landspítalans. Þetta segir Ólafur Guðbjörn Skúlason, forstöðumaður skurðstofa og gjörgæslu. Landspítala verður veitt aukið fjármagn til að fjölga stöðugildum gjörgæslu- og svæfingalækna um tvö og bæta við einu stöðugildi sérnámslæknis á gjörgæsludeild.","main":"það munar miklu að fá fleiri stöðugildi svæfinga- og gjörgæslulækna og sérnámslækna, þar sem mikið hefur mætt á þessu fólki að undanförnu. En þetta gerir það að verkum að við getum þá kannski náð að stækka gjörgæsluna enn frekar þegar við höfum náð æskilegum fjölda hjúkrunarfræðinga líka. Hvað þarf til þess að ná æskilegum fjölda hjúkrunarfræðinga? Þegar maður skoðar það þarf 4,5 stöðugildi hjúkrunarfræðings á hvert stæði á sólarhring. Núna leyfir mönnunin sjö stæði í tveimur húsum, samtals fjórtán. En við höfum stæði fyrir 20 sjúklinga þannig að okkur vantar í rauninni stöðugildi fyrir þessi sex stæði í viðbót.\nÞað þýðir að til þess að fullmanna gjörgæsludeildir vantar stöðugildi 27 hjúkrunarfræðinga. Auk þess að bæta við þremur stöðugildum lækna á gjörgæslu stendur til að bæta við tveimur plássum í námi í gjörgæsluhjúkrun og gera öllum hjúkrunarfræðingum, sem vilja sérhæfa sig í gjörgæsluhjúkrun, kleift að sækja um sérstaka þjálfun í hermisetri Landspítala.\nPáll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, hefur sagt að mönnunarvandi á gjörgæsludeildum sé ein helsta ástæða þess að Landspítalinn hafi komist að þolmörkum í faraldrinum. Til að bregðast við voru sérfræðingar af einkastofum fengnir til starfa tímabundið á spítalanum í ágúst. Ólafur segir að samningar við einkastofur hafi ýmist nýlega runnið út eða renni út á næstu dögum.\neins og staðan er í dag er ekki þörf á frekari samningum af okkar hálfu","summary":"Enn vantar 27 stöðugildi hjúkrunarfræðinga til að gjörgæsludeildir verði fullmannaðar, að sögn forstöðumanns. Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að auka fjárframlög svo fjölga megi stöðugildum á gjörgæslu um þrjú. "} {"year":"2021","id":"141","intro":"Flugfélagið Play hefur tryggt leigu á sex nýjum flugvélum sem koma inn í reksturinn á næstu tveimur árum og hyggst félagið bæta við sig allt að 200 starfsmönnum í vor. Félagið kynnti í morgun hálfs árs uppgjör.","main":"Þetta er nú svolítið skakkt uppgjör til þess að gera því þarna erum við bara með nokkra daga í rekstri í lok júní þannig að það segir nú kannski ekki mikið. Aftur á móti er afkoman betri en við gerðum áætlun um þannig að við erum mjög sátt við þessa rekstrarniðurstöðu þótt það vanti tekjuhliðina en það fyllist nú í hana.\nSegir Birgir Jónsson, forstjóri Play. Fyrsta uppgjör félagsins síðan það fór á markað sýnir tap upp á eina komma átta milljónir dollara, eða sem nemur 227 milljónum króna. Á bak við það eru þó einungis þrjú farþegaflug því félagið hóf sig til flugs í lok júní. Staðan sé engu að síður góð, því handbært fé er 42 milljónir dollara og eigið fé 87,1 milljón dollara.\nÚtbreiðsla delta-afbrigðisins setti tímabundið strik í reksturinn og nokkuð um að farþegar hafi seinkað ferðalögum. Útlitið fyrir haustið sé þó gott segir Birgir og eftirspurn farin að taka við sér.\nPlay er nú með þrjár flugvélar í rekstri og áfangastaðirnir eru sjö. Áfangastöðum í Evrópu fjölgar eitthvað í vetur en næsta vor er stefnt á að hefja flug til Ameríku.\nÞví tengt þá erum við líka að tilkynna í dag að við höfum tryggt okkur sex nýjar flugvélar sem að koma inn í reksturinn næsta vor og svo aftur vorið 2023 þannig að við erum langt komin með að tryggja okkur þann flota sem við þurfum á næstu árum.\nFlugvélarnar eru af gerðinni Airbus 320neo, þær eru nýjar og eru samningarnir sem Play hefur gert til 10 til 12 ára. Samhliða fjölgun flugvéla þarf að bæta við starfsfólki, fyrst og fremst áhöfnum. Starfsmenn félagsins eru nú um 130.\nÍ tengslum við þessa aukningu núna bara strax í vor þá erum við að ráða á bilinu 150 til 200 manns í viðbót.","summary":null} {"year":"2021","id":"141","intro":"Nota á umræðuna um ofbeldismál innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem tækifæri til að efla fræðslu og vekja börn til meðvitundar um heilbrigð samskipti. Þetta segir formaður faghóps sem kanna á ofbeldismál og kynferðisbrot innan KSÍ.","main":"Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir starfar sem verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar en hún fer fyrir hópi sem KSÍ hefur skipað til að skoða menninguna innan KSÍ. Kolbrún segir að þau mál sem komið hafa upp undanfarna daga gefi tækifæri til að útrýma ofbeldismálum í öllum kimum samfélagsins.\nVið erum að sjá þetta í skólakerfinu, við erum að sjá þetta í öllu samfélaginu. Það eru ofbeldismál víða og við viljum ekki hafa ofbeldi. Og nú er bara tækifærið að við öll tökum höndum saman og reynum að útrýma því.\nKolbrún Hrund segir að umræða undanfarna daga geti komið illa við börn og jafnvel foreldra.\nÉg held að mörgum börnum sé brugðið og foreldrum auðvitað líka og þetta er vont. Þarna eru ákveðnir aðilar að detta af ákveðnum stalli og það er sárt.\nKolbrún Hrund hvetur foreldra til að ræða málin við börn sín. Um hvað má og hvað má ekki, hvað séu heilbrigði samskipti og, ef fólk treystir sér til, að ræða völd og valdajafnvægi.\nVegna þess að það myndast, um leið og þú ert komin í landslið, þá ert þú í annarri valdastöðu heldur en manneskja sem er kannski bara tveimur árum yngri, af öðru kyni, ekki þekkt í þjóðfélaginu. Þú hefur ákveðin völd yfir viðkomandi og við þurfum aðeins að skoða þetta líka.","summary":"Umræða um ofbeldismál er óþægileg fyrir börn og foreldra en um leið tækifæri til að útrýma ofbeldi. Þetta segir formaður faghóps sem á að skoða kynferðisbrot og ofbeldismál innan knattspyrnuhreyfingarinnar. "} {"year":"2021","id":"141","intro":"Arna Sigríður Albertsdóttir, handahjólreiðakona, varð í 15. sæti í sinni seinni grein á Ólympíumótinu í Tókýó í nótt. Hún segir það magnað að hafa yfir höfuð komist á mótið.","main":"Arna er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í hjólreiðum á Ólympíumótinu en hún keppti í tímatöku í gær og götuhjólreiðum í nótt. Keppt var á kappakstursbrautinni við þekktasta fjall Japan, Fuji, en brautin hefur meðal annars verið notuð í Formúlu 1,2 og 3 kappakstri. Allir keppendur voru ræstir út í einu en rásröðin fór eftir úrslitum úr tímatökunni í gær. Hjólaðir voru 26,4 kílómetrar og Arna kom í mark á einni klukkustund og tuttugu og tveimur komma núll fjórum mínútum 1:22,04. Hún varð fimmtánda og síðust af þeim sem luku keppni. Hún var engu að síður ánægð með reynsluna.\nÍslandsmeistarar Vals í handbolta karla unnu deildarmeistara Hauka 28-24 í meistarakeppni HSÍ á Hlíðarenda í gærkvöld og voru því krýndir meistarar meistaranna. Valsmenn gátu ekki teflt fram sínu sterkasta liði í kvöld vegna kórónuveirusmits sem kom upp í leikmannahópnum á dögunum en leiddu þó eftir fyrri hálfleik 15-12. Lengst af hélt liðið svo þriggja til fimm marka forystu og lokatölur 28-24. Björgvin Páll Gústavsson varði 15 skot í marki Vals en þetta var fyrsti opinberi leikur hans með Val sem hann gekk til liðs við frá Haukum eftir síðasta tímabil. Valur mun spila í Evrópukeppninni gegn króatíska liðinu HC Porec um næstu helgi og keppni í úrvalsdeildinni hér heima hefst svo 16. september.","summary":"Arna Sigríður Albertsdóttir, handahjólreiðakona, varð í 15. sæti í sinni seinni grein á Ólympíumótinu í Tókýó í nótt. Arna hefur þar með lokið keppni á mótinu. "} {"year":"2021","id":"142","intro":"Enn geisa þurrkar eystra og Heilbrigðiseftirlitið varar vatnslausa bændur við að leiða yfirborðsvatn í vatnsból sín. Betra sé að sækja sér vatn í kaupstað, jafnvel þó taka þurfi vatnið á þvottaplani.","main":"Vatnsból eru þornuð hjá mörgum bændum á Norður- og Austurlandi og hafa þeir gripið til ýmissa ráða til að verða sér úti um vatn.\nÁ bænum Hvannabrekku í Berufirði er kúabú og þar var vatnið að klárast. Steinþór Björnsson, bóndi, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi brugðið sér í kaupstað og sótt sér sér 200 metra af rörum. Hann tengdi þau við heimavirkjunina og náði vatni úr henni. Lítið vatn er þó í virkjunarlæknum og því þarf hann að keyra díselrafstöð til að spara vatnið í stíflunni. Heimarafstöðvar sem ganga fyrir vatni eru við það að stöðvast.\nÁstandið er slæmt á Héraði svo sem í Skriðdal og Fellum og víðar. Hengifoss í Fljótsdal er að þorna upp og Fljótdælingar dusta rykið af gömlum brandara og kalla hann ekki Hengifoss heldur enginn foss.\nBændur bregða margir á það ráð að keyra eftir vatni og sækja það jafnvel á þvottaplön. Samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands er það í góðu lagi svo lengi sem tankar og útbúnaður til vatnsflutninga og átöppunar er hreinn. Þá þarf að taka vatnið úr vottaðri vatnsveitu sem er undir eftirliti eins og víðast er í þéttbýli.\nHeyrst hefur af því að sumir hafi brugðið á það ráð að veita yfirborðsvatni úr lækjum í vatnsbólin en heilbirgðiseftirlitið varar við slíku.\nÞannig geti óþverri slæðst í vatnsból bænda og spillt þeim. Þá sé betra að aka eftir vatni.\nÁ Vopnafirði eru áhyggjur af að vatnsbólið gæti þrotið þegar sláturtíð brestur á. Í morgun unnu bæjarstarfsmenn að því að laga lögn úr einni uppsprettunni sem er í sundur í fjallinu og gæti vatnið aukist við það.\nEinnig þarf að huga vel að hestum sem hafðir eru í hólfi. Dæmi eru um að lækir þorni og þar með verði hólfin vatnslaus. Hestamenn þurfa þá að huga að því að brynna hestum sínum.","summary":"Enn geisa þurrkar eystra og Heilbrigðiseftirlitið varar vatnslausa bændur við að leiða yfirborðsvatn í vatnsból sín. Betra sé að sækja sér vatn í kaupstað, jafnvel þó taka þurfi vatnið á þvottaplani. "} {"year":"2021","id":"142","intro":"Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir dapurlegt að svo mikið hafi þurft til, til að hrinda þessari atburðarás af stað. Hún segist virða ákvörðun stjórnar KSÍ að víkja en hreyfingin verði að taka fast á þessu máli.","main":"Stjórnin ákvað í gærkvöld að boða til aukaþings á næstu vikum þar sem tækifæri gefst til að kjósa nýja stjórn. Farið var fram á afsögn vegna umræðu um að sambandið hefði þaggað niður ofbeldismál landsliðsmanna, þar á meðal Kolbeins Sigþórssonar. IFK Gautaborg, lið Kolbeins, sendi í gærkvöld frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem félagið segist líta málið alvarlegum augum og fordæmir brot hans.\nÍþróttastjóri sænska knattspyrnuliðsins AIK segir að Knattspyrnusamband Íslands hafi leynt félagið upplýsingum þegar það skrifaði undir samning við Kolbein Sigþórsson. Í viðtali við Aftonbladet segir Björn Wesström að félagið hafi leitað til íslenska landsliðsins og félaga sem Kolbeinn hafi leikið með áður í þeim tilgangi að spyrja hvort það væri eitthvað í fari og fortíð leikmannsins sem þau þyrftu að vita. Engar athugasemdir hafi borist. Kolbeinn skrifaði undir samning við AIK í mars 2019 en KSÍ fékk upplýsingar um brot Kolbeins gegn tveimur stúlkum ári áður.\nKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð um stöðu fótboltaforystunnar að loknum ríkisstjórnarfundi rétt fyrir hádegi.\nÞað er auðvitað mjög dapurlegt að horfa til þess að þetta hafi þurft til, til að hrinda þessari atburðarás af stað. Og um leið lýsi ég mikilli aðdáun á þeim þolendum sem hafa stigið fram og sagt sínar sögur og ég lýsi líka því að ég virði þessa ákvörðun stjórnar KSÍ að víkja núna og gefa tækifæri og svigrúm til að endurskoða þessi mál og verklag í kringum þessi mál innan hreyfingarinnar.\nKatrín segir að það skipti höfuðmáli að knattspyrnuforystan taki þessi mál föstum tökum.\nVið erum bara á þeim stað að þetta líðst ekki lengur meðvirkni með kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og áreitni. Og það er mikilvægt fyrir okkur öll sem almenning í þessu landi, að þessi mikilvæga hreyfing sem skiptir okkur öll svo miklu máli, sýni það í verki að hún taki fast á þessu máli.","summary":"Forsætisráðherra segir dapurlegt að svo mikið hafi þurft til, til að hrinda atburðarásinni hjá KSÍ af stað. Menntamálaráðherra ræðir við stjórn KSÍ í dag. "} {"year":"2021","id":"142","intro":"Læknar vilja að betur verði staðið að úrvinnslu alvarlegra atvika í heilbrigðiskerfinu. Réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks sé óljós. Viðurkenna þurfi refsiábyrgð vinnuveitenda í stað þess að sækja starfsmenn persónulega til saka.","main":"Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu frá Félagi sjúkrahúslækna, Læknaráði Landspítala og Læknafélagi Íslands. Hjúkrunarfræðingur sem starfar á geðsviði Landspítala var handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald eftir andlát sjúklings. Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi í gær. Steinunn Þórðardóttir formaður læknaráðs Landspítala segir að réttarstaða heilbrigðisstarfsfólks hafi verið óljós í of langan tíma og athygli stjórnvalda hafi ítrekað verið vakin á því.\nVið erum eina norræna þjóðin sem er ekki með löggjöf, sérstaka löggjöf vegna refsiábyrgðar gagnvart heilbrigðisstarfsfólki vegna alvarlegra atvika. Við eigum fordæmi, alvarleg mál sem okkur finnst að hafi ekki verið staðið nægilega vel að, eins og mál hjúkrunarfræðingsins á gjörgæslunni um árið sem er tilefni þess að það var farið í vinnu 2015 á vegum velferðarráðuneytisins sem síðan hefur lítið komið út úr og við erum að benda á það.\nÍ yfirlýsingunni segir að viðurkenna þurfi refsiábyrgð vinnuveitenda þar sem hún á greinilega við í stað þess að heilbrigðisstarfsmenn séu persónulega sóttir til saka eftir atvik þar sem starfsumhverfi og of mikið álag sé orsökin.\nOg við eigum fínar fyrirmyndir frá hinum Norðurlöndunum að svona löggjöf. Við viljum öll að svona alvarleg atvik komi upp á yfirborðið og séu rannsökuð og greind. Og langoftast eru þetta kerfislægir þættir sem liggja að baki sem þarf þá að bæta, eins og undirmönnun eða óhóflegt álag. Við viljum ekki að svona málum sé sópað undir teppið af því að það sé ekki til réttur farvegur innan refsilöggjafarinnar varðandi þessi mál.","summary":null} {"year":"2021","id":"142","intro":"Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra ætlar að ræða við fráfarandi stjórn KSÍ síðar í dag. Hún segir mikilvægt að brugðist verði við, og styður forystuna til þeirra verka.","main":"Þau hafa fundað mikið um þetta og hafa ákveðið að stíga þetta skref og eins og ég segi, ég ætla að funda með þeim síðar í dag og þá fæ ég betri upplýsingar um nákvæmlega hvað hefur verið að eiga sér stað. Eru einhver skilaboð sem þú munt fara með inn á fundinn? Mér finnst bara mikilvægt núna að uppbyggingin eigi sér stað og styð þau að sjálfsögðu í því. Við verðum líka að átta okkur á því að þetta er mikil fjöldahreyfing og ég legg mikla áherslu á það að grasrótin og allt það frábæra starf sem knattspyrnuhreyfingin stendur fyrir að það nái að blómstra.","summary":null} {"year":"2021","id":"142","intro":"Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að íslenska ríkið hafi brotið gegn ákvæði í mannréttindasáttmála Evrópu um bann við tvöfaldri refsimeðferð og tvöfaldri refsingu vegna sama atviks.","main":"Málið höfðaði Bragi Guðmundur Kristjánsson. Eftir rannsókn skattarannsóknastjóra ríkisins voru skattar hans tekjuárin 2007 og 2008 endurmetnir og tuttugu og fimm prósenta álag lagt á þá. Málið fór síðar til Embættis sérstaks saksóknara og gaf hann út ákæru árið 2014 fyrir meiriháttar skattalagabrot sem fæli í sér að hann hefði ekki talið fram fjármagnstekjur að upphæð um áttatíu og sjö milljónir króna. Hann var dæmdur til greiðslu fjórtán milljóna króna sektar og í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hæstiréttur staðfesti síðar dóminn.\nRagnar Hall, lögmaður Braga, segir að dómarar Mannréttindadómstólsins hafi tekið til greina kröfu Braga um skaðabætur vegna sektarinnar sem Hæstiréttur lagði á hann í málinu og Bragi hafi þegar greitt með fyrirvara. Þannig sé ríkinu gert að greiða bætur sem svara til sektarinnar. Hann telur ekki vafa á að úrskurðurinn eigi eftir að hafa fordæmisgildi.\nÞað eru mál í gangi fyrir endurupptökudómstólnum nú þegar. Mál sem hafa verið dæmd hjá Mannréttindadómstólnum og reyndar fyrir dómstólunum hérna líka. Þetta mun hafa þýðingu fyrir þau.","summary":null} {"year":"2021","id":"142","intro":"Hersetu Bandaríkjahers í Afganistan er lokið, tuttugu árum eftir að hún hófst. Síðasta flugvél hersins yfirgaf Hamid Karzai flugvöllinn í nótt.","main":"Talíbanar hrósa sigri í Kabúl eftir atburði næturinnar. Fagnað var ákaft og heyrðust skothvellir víða um stræti afgönsku höfuðborgarinnar eftir að Bandaríkjaher hafði yfirgefið landið.\nHershöfðinginn Chris Donahue var síðasti bandaríski hermaðurinn á afganskri grundu og með honum lauk brottflutningi á vegum Bandaríkjanna. Talið er að Bandaríkin og önnur ríki sem stóðu að brottflutningi hafi náð að flytja um 123 þúsund manns frá Kabúl á undanförnum vikum. Samkvæmt samningi Bandaríkjanna og talíbana er nú loku skotið fyrir þann möguleika.\nTalsmaður talibana, Zabihullah Mujahid, óskar Afganistan gervöllu til hamingju með sigurinn. Hann segir að talibanar vilji halda góðum tengslum og ríkjasamskiptum við umheiminn.\nBankar í landinu eru enn lokaðir, líkt og raunin hefur verið undanfarnar vikur. Fyrrum innanríkisráðherrann Masoud Andarabi segir við BBC að erfitt sé að vera bjartsýnn um framhaldið í Afganistan. Talíbanar séu annað og meira en samninganefndir þeirra gefa til kynna. Mikill munur sé á þeim háttsettu og hersveitum þeirra. Hann hvatti talibana til að rjúfa tengsl við hryðjuverkasamtök. Ef það yrði ekki gert væri möguleikinn á að heimsbyggðin viðurkenndi réttmæti stjórnar talíbana fyrir bí.\nUtanríkisráðherra Bandaríkjanna, Anthony Blinken, sagði á blaðamannafundi sínum að brottflutningur frá Kabúl hefði verið eitt erfiðasta verkefnið í sögu Bandaríkjanna. Kringumstæðurnar hefðu verið þær erfiðustu sem hægt væri að ímynda sér.\nThis has been a massive military, diplomatic and humanitarian undertaking. One of the most difficult in our nation`s history and an extraordinary feat of logistics and coordination under some of the most challenging circumstances imaginable.","summary":null} {"year":"2021","id":"142","intro":"Róbert Ísak Jónsson, sundmaður, og Arna Sigríður Albertsdóttir, handahjólreiðakona, kepptu á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í nótt og í morgun. Róbert Ísak gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet í sinni síðustu grein á leikunum.","main":"Róbert Ísak varð sjötti í úrslitum 200 metra fjórsunds í flokki SM14 í morgun en þetta var síðasta grein hans á leikunum. Róbert kom sjöundi inn í úrslitin og bætti bæði tíma sinn frá því í undanrásunum og Íslandsmet sitt umtalsvert í úrslitasundinu. Róbert komst inn í úrslit á tímanum 2:15,37 og varð annar í sínum riðli. Í úrslitunum synti hann á 2:12,89 og stórbætti sitt eigið Íslandsmet sem var fyrir daginn í dag 2;14,16 mínútur.\nArna Sigríður Albertsdóttir, handahjólreiðakona, keppti í tímatöku í flokki H1-3 í nótt og lauk keppni í 11. sæti á tímanum 48:22,33. Á morgun keppir hún svo í götuhjólreiðum. Arna segir hjólabrautina í Tókýó hafa verið krefjandi og tekið verulega í.\nÍslenska karlalandsliðið í körfubolta karla mun mæta Ítalíu, Rússlandi og Hollandi í undankeppni HM 2023. Dregið var í riðla í morgun en undankeppnin hefst í nóvember. Þrjú lið af fjórum í hverjum riðli komast áfram í aðra umferð keppninnar þar sem þrjú önnur lið úr öðrum riðli bætast við. Þegar þeirri umferð er lokið fara þrjú efstu liðin áfram á lokamót HM sem fram fer á Filippseyjum, í Indónesíu og í Japan.","summary":"Tveir Íslendingar kepptu á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í nótt og í morgun. Róbert Ísak Jónsson, sundmaður, gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmet í síðustu grein sinni á leikunum. "} {"year":"2021","id":"142","intro":"Gísli Gíslason, annar starfandi formanna Knattspyrnusambands Íslands segir að framkvæmdastjóri KSÍ verði að fá sanngjarna umfjöllun. Klara Bjartmarz verður áfram framkvæmdastjóri. Gisli telur að enginn fráfarandi stjórnarmanna sækist eftir áframhaldandi stjórnarsetu. að halda áfram í næstu stjórn sambandsins.","main":"Stjórn KSÍ sagði af sér eftir fimm klukkustunda langan fund í gærkvöldi. Íslenskur Toppfótbolti krafðist þess að stjórn og framkvæmdastjóri KSÍ öxluðu sameiginlega ábyrgð.\nÞað hefur legið fyrir nokkuð lengi.\nStjórnin sagði öll af sér í gær, en ætla einhverjir fráfarandi stjórnarmanna að bjóða sig fram á nýjan leik?\nÉg held að það sé alveg\nEkki náðist í talsmenn Íslensks Toppfótbolta þrátt fyrir margar tilraunir.","summary":"Starfandi formaður KSÍ gerir ekki ráð fyrir að neinn af fráfarandi stjórnarmönnum sækist eftir að vera í næstu stjórn sambandsins. Klara Bjartmarz verður áfram framkvæmdastjóri, hún á að fá sanngjarna umfjöllun - segir formaðurinn."} {"year":"2021","id":"143","intro":"Það var ákvörðun stjórnar KSÍ að Guðni Bergsson formaður hætti störfum. Samkvæmt heimildum var hann ekki sáttur við þær málalyktir. Íslenskur toppfótbolti krefst þess að framkvæmdastjórinn axli ábyrgð og að boðað verði til aukaþings þar sem kosin verði bráðabirgðastjórn sambandsins.","main":"Atburðarásin hefur verið hröð, í gær var tilkynnt að Guðni Bergsson væri hættur sem formaður KSÍ. Í gærkvöldi greindi sambandið frá því að Kolbeinn Sigþórsson hefði verið tekinn út úr landsliðshópnum og að Rúnar Már Sigurjónsson yrði ekki með vegna meiðsla og annarra persónulegra ástæðna, eins og segir í tilkynningu KSÍ.\nFundur í stjórn Íslensks Toppfótbolta stóð fram á nótt. Samkvæmt heimildum var einhugur á fundinum að krefjast þess að Klara Bjartmars framkvæmdastjóri axlaði ábyrgð og að boðað yrði til aukaþings þar sem kosin yrði ný stjórn. Heimildamaður innan raða Íslensks toppfótbolta segir að ákveðinn hópur stjórnarmanna KSÍ hafi verið gerður að algjörum fíflum. Þess vegna sé nauðsynlegt að stjórnarmenn fái endurnýjað umboð um setu í stjórn.\nBorghildur Sigurðardóttir er annar starfandi formaður KSÍ.\nEftir að formaðurinn hætti eru 16 manns í stjórn- og varastjórn KSÍ, 14 karlar og 2 konur, er það eðlileg kynjaskipting?\nFréttastofa náði tali af Geir Þorsteinssyni, sem var formaður KSÍ á árunum 2007 til 2017 og framkvæmdastjóri tíu ár þar á undan. Hann segir að þau ofbeldismál sem hafi verið í umræðunni að undanförnu ekki hafa komið á hans borð á meðan hann gegndi formennsku og hann hafi heyrt fyrst heyrt um þau á undanförnum dögum og vikum. Sambærileg mál hafi ekki komið upp meðan hann gegndi formennsku.","summary":"Það var ákvörðun stjórnar KSÍ að Guðni Bergsson viki úr starfi. Íslenskur toppfótbolti krefst þess að framkvæmdastjórinn axli ábyrgð og boðað verði til aukaþings KSÍ. Styrktaraðilar sambandsins ráða nú ráðum sínum."} {"year":"2021","id":"143","intro":"Að minnsta kosti einn er látinn eftir að fellibylurinn Ída kom inn yfir Louisianaríki Bandaríkjanna í gærkvöldi. Fellibylurinn var talinn sá öflugasti sem skollið hefði á ríkinu frá því að fellibylurinn Katrína gekk á land fyrir nákvæmlega sextán árum síðan. Dregið hefur úr krafti Ídu frá því í gær og er Hann er nú flokkaður sem hitabeltisstormur","main":"Fellibylurinn Ída gekk á land í gærkvöld og mældist vindhraði allt að 66 metrar á sekúndu. Rafmagnslaust er í gjörvallri New Orleans-borg, stærstu borg Louisiana-ríkis. CNN greinir frá því að yfir milljón heimili séu rafmagnslaus í ríkinu og nágrannaríkinu Mississippi. Borgarstjóri New Orleans, Latoya Cantrell, varaði borgarbúa við að yfirgefa öruggt skjól og halda út á götur borgarinnar.\nEftir að Ida gekk á land tók að sljákka í fellibylnum sem nú er flokkaður sem hitabeltisstormur. Vindhraði hefur minnkað nokkuð og mælist nú 27 metrar á sekúndu. Flóðaviðvörun hefur verið gefin út í ríkinu og hefur Bandaríkjaforseti, Joe Biden, veitt fjármunum til neyðaraðstoðar. Öflugur vindur og mikil rigning hefur orðið til þess að flætt hefur inn á heimili fólks, þök hafa rifnað af húsum og fjölmargir íbúar Louisiana bíða björgunar á þökum heimila sinna.\nLjóst er að ekki verður hægt að meta skemmdirnar með öllu fyrr en vind hefur lægt, en útlit er þó fyrir að skemmdirnar séu miklar í ríkinu. Slétt sextán ár voru í gær liðin frá því að fellibylurinn Katrína olli gríðarlegri eyðileggingu og manntjóni í New Orleans. Um 1.800 manns létu þá lífið.\nAð minnsta kosti einn er látinn í fellibylnum eftir að tré féll á heimili í Ascension-sýslu nálægt borginni Baton Rouge.","summary":"Einn er látinn eftir að fellibylurinn Ída gekk á land í Louisiana í Bandaríkjunum. Dregið hefur úr styrk fellibylsins."} {"year":"2021","id":"143","intro":"Um nokkurra ára skeið hafa íbúar Ólafsfjarðar kvartað undan ólykt frá fiskvinnslunni Norlandia í bænum. Í sumar hefur óþefurinn verið óvenjuslæmur og óska íbúar eftir lausn á vandamálinu.","main":"Í fyrirtækinu er fiskþurrkun og henni fylgir mikil lykt. Sigurjón Þórðarson er framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra en honum hefur verið falið að taka saman greinargerð og leggja fram tillögur að næstu skrefum. Á hún að liggja fyrir í lok september. Hann segir að vegna óvenjuhlýs sumars hafi lyktin verið óvenju slæm - en fleira hafi komið til.\nÞað komu upp þrjár bilanir í sumar og þá verð lyktin veruleg, þegar þessar bilanir urðu.\nÞetta er starfsemi sem er afar viðkvæm og ef eitthvað út af ber í rekstrinum að þá verður það til óþæginda fyrir næstu nágranna.\nHeilbrigðiseftirlitið gerði skynmat frá september á síðasta ári og fram að áramótum. Niðurstaðan úr því var að lyktin væri viðunandi. Í sumar hafi aðstæður þó verið óvenjuslæmar.\nTil að koma í veg óþef á Ólafsfirði næsta sumar hafa rekstraraðilar sæst á að loka verkuninni yfir hásumarið.\nOg síðan að það verður haldið áfram að bæta mengunarvarnabúnaðinn sem er til staðar. Það eru ákveðnar hugmyndir uppi hjá þeim sem reka fyrirtækið.\nÉg held að allir Ólafsfirðingar og þar með talið þeir sem reka fyrirtækið vilji hafa ástandið þannig að það komi ekki upp svona atvik eins og í sumar.","summary":null} {"year":"2021","id":"143","intro":"Sundmaðurinn Már Gunnarsson synti í úrslitum í 200 metra fjórsundi á Ólympíumóti fatlaðra nú í morgun.","main":"Már keppti fyrst í undanrásum í nótt og synti á 2:39,63 sem dugði honum í fjórða sætið í sínum riðli og sæti í úrslitunum.\nMár bætti tímann sinn í úrslitasundinu og synti á 2:37,43 sem er nálægt Íslandsmeti hans. En tími Más dugði honum til að ná 8. sæti á mótinu. Sigurvegari í 200 metra fjórsundi var Hollendingurinn Rogier Dorsman sem gerði sér lítið fyrir og setti nýtt heimsmet.\nÍslensku keppendurnir halda áfram í kvöld en þá er komið að hjólreiðum þar sem Arna Sigríður Albertsdóttir keppir í tímatöku. Í nótt syndir Róbert Ísak Jónsson í 200 metra fjórsundi.\nFimm leikir fóru fram í efstu deild karla í fótbolta í gær og úrslit leikjanna benda til þess að spennan í lokaumferðunum verður afar mikil, bæði við topp og botn deildarinnar. KA vann öruggan 3-0 sigur á ÍA í gær og heldur enn í vonina um Evrópusæti. ÍA er í vondum málum á botni deildarinnar.\nKR vann góðan sigur á Leikni á heimavelli sínum en lokatölur urðu 2-1.\nÍ Hafnarfirði tók FH á móti Víking Reykjavík. Gestirnir skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins en Björn Daníel Sverrisson minnkaði muninn fyrir FH undir lok leiks með einu fallegasta marki sumarsins.\nÍ Árbæ fór Breiðablik afar illa með heimamenn í Fylki. Gestirnir voru betri á öllum sviðum leiksins og Fylkir sá aldrei til sólar í rigningunni í Árbænum. Blikar röðuðu inn mörkum og unnu 7-0. Breiðablik er því í efsta sæti deildarinnar með 41 stig, Víkingur Reykjavík er í öðru sæti með 39 stig og Valur er í því þriðja með 36 stig en liðin eiga öll þrjá leiki eftir og það eru því níu stig í pottinum.\nFylkir er hins vegar í öllu verri málum en liðið er nú í fallsæti með 16 stig. Einu stigi á eftir HK sem lyfti sér upp úr fallsæti með 1-0 sigri á Keflavík.\nTvær breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópi A-landsliðs karla fyrir leikina þrjá sem framundan eru í undankeppni HM í fótbolta. Kolbeinn Sigþórsson og Rúnar Már Sigurjónsson verða ekki með í leikjunum og í stað þeirra koma Viðar Örn Kjartansson og Gísli Eyjólfsson.","summary":"Már Gunnarsson var hársbreidd frá Íslandsmeti sínu í úrslitum í 200 metra fjórsundi á Ólympíuleikum fatlaðra í morgun. Enn er spnna í efstu deild karla í fótbolta eftir leiki helgarinnar. "} {"year":"2021","id":"143","intro":"Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir jákvætt að Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hafi stigið til hliðar í kjölfar tíðinda síðustu daga. Það kemur henni hins vegar á óvart að stjórnin hygist sitja áfram eftir það sem á undan er gengið og telur hana þurfa að endurnýja umboð sitt. Það þurfi að gerast strax og ekki dugi að bíða fram í febrúar eins og stjórnin hefur tilkynnt, en þá fer ársþing KSÍ fram.","main":"Þarna er klárlega verið að stíga einhver skref og ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá formanninum að stíga til hliðar. Og það er búið að gera þarna einhverjar breytingar á landsliðinu en ég velti því alveg fyrir mér hvort að stjórninni sé stætt á því að sitja áfram án þess að endurnýja umboð sitt. Geta beðið? Mér finnst það fulllangt að bíða og ég velti því fyrir mér hvað aðildarfélög KSÍ séu tilbúin að bíða lengi með þetta og auðvitað er þetta félaganna í KSÍ að senda skilaboð til stjórnarinnar til þess að fá að velja sér hvaða félög vinna úr þessari krísu.","summary":null} {"year":"2021","id":"143","intro":"Skyndikönnun sem gerð var eftir sjónvarpskappræður kanslaraefna í Þýskalandi í gærkvöld bendir til þess að kjósendum þyki Jafnaðarmanninn Olaf Scholz hafa staðið sig best. Þjóðverjar kjósa 26. september, daginn eftir alþingiskosningar á Íslandi.","main":"Angela Merkel, sem verið hefur kanslari Þýskalands í sextán ár, lætur af embætti eftir kosningarnar í september. Flokkur hennar, Kristilegir demókratar, völdu Armin Laschet, forsætisráðherra Nordrhein-Westphalen, kanslaraefni í hennar stað. En það hefur reynst misráðið, Laschet hefur glutrað niður fylgi flokksins. Miklu skipti að þegar Frank-Walter Steinmeyer forseti flutti harmþrungið ávarp á svæði sem varð illa úti í flóðum í júli sást Armin Laschet ásamt fleiri ráðamönnum í baksýn skellihlæjandi og að gantast við þá sem stóðu næst honum. Stuðningur við Laschet í kanslaraembætti hrapaði úr 37 prósentum í 21. Annalena Baerbock, leiðtogi Græningja, átti einnig í vandræðum. Olaf Scholz, fjármálaráðherra og kanslaraefni Jafnaðarmanna, hefur hins vegar ekkert orðið á í kosningabaráttunni og fylgið við hann og Jafnaðarmannaflokkinn hefur aukist úr 14 prósentum í 24. Í síðustu viku fóru Jafnaðarmenn fram úr Kristilegum í könnun í fyrsta sinn í fimmtán ár. Jafnaðarmenn og Kristilegir sitja saman í ríkisstjórn - en græninginn Annalena Baerbock sagði þá stjórn ekki hafa staðið sig vel og nú væri breytinga þörf.\nLachet sagði hins vegar að 16 ára valdatíð Angelu Merkel hefðu verið góður tími, en nú væru breytingar framundan\nBæði Baerbock og Laschet þurftu nauðsynlega að standa sig vel í kappræðunum og á meðan þau körpuðu hélt Olaf Scholz ró sinni. Sumir fréttaskýrendur sögðu að framkoma hans hefði minnt á yfirvegaðan stíl Angelu Merkel. Hann sagði Jafnaðarmenn hafa góða stefnu fyrir framtíðina og störf hans í stjórnmálum hefðu verið góður undirbúningur fyrir sig.\nLaschet spurði í lokaorðum sínum hvort allir fyndu ekki vind yfirvofandi breytinga.\nSá vindur breytinga gæti feykt Kristilegum úr kanslaraembættinu, fréttaskýrendur eru flestir á því að Olaf Sholz hafi komið best út og kjósendur virðast sammála ef marka má skyndikönnun eftir kappræðurnar.","summary":null} {"year":"2021","id":"143","intro":"Maðurinn sem lögregla særði skotsári við Dalsel á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögreglan á Austurlandi telur sig hafa fylgt reglum um beitingu skotvopna.","main":"Héraðssaksóknari gerði síðastliðinn laugardag kröfu um 2 vikna gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um skotárás á Egilsstöðum fimmtudaginn 26. ágúst. Fallist var á kröfuna af héraðsdómi Reykjavíkur en gæsluvarðhaldið er á grundvelli rannsóknarhagsmuna og til að verja aðra fyrir árásum sakbornings. Rannsókn málsins lýtur m.a. að tilraun til manndráps, valdstjórnarbrotum, líkamsárás, hótunum og almannahættubrotum auk brota gegn vopnalögum og barnaverndarlögum.\nKolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir að brot á barnaverndarlögum séu til komin vegna þess að börn voru í Dalseli, en ekki liggur fyrir hvort þau voru þar þegar maðurinn braust þar inn. Heimildir fréttastofu herma að þau hafi verið flúin áður.\nSakborningur er á batavegi, hann hefur verið fluttur á almenna sjúkaradeild og sætir þar gæslu. á sjúkrahúsi.\nÓbreyttur lögreglumaður skaut á manninn. Lögreglan fékk heimild til að beita skotvopnum, þar sem ógn stóð af manninum. Rannsókn málsins miðar vel en embætti héraðssaksóknara rannsakar líka beitingu lögreglu á skotvopni gegn sakborningi. Lögreglan á Austurlandi segir í yfirlýsingu í morgun að rýning innanhúss hafi farið fram eftir atvikið. Lögreglan segir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að verklagi í málum sem þessu hafi ekki verið fylgt. Þá þakkar lögreglan öllum þeim sem komu að aðgerðinni á fimmtudagskvöldið og eftirmálum hennar, meðal annars með áfallahjálp og sálrænum stuðningi. Lögreglan segist einnig þakklát fyrir góðan bata mannsins sem var skotinn.","summary":"Byssumaðurinn á Egilsstöðum hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Hann er meðal annars sakaður um brot gegn barnaverndarlögum."} {"year":"2021","id":"143","intro":"Rannsókn stendur yfir á andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans. Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir hjúkrunarfræðingi á sextugsaldri var kærður til Landsréttar. Vonast er til að niðurstaða Landsréttar liggi fyrir í dag.","main":"Hjúkrunarfræðingur var handtekin eftir að sjúklingur á geðdeild Landspítala, kona á sextugsaldri, lést um miðjan mánuðinn. Hjúkrunarfræðingurinn, sem er kona á sextugsaldri, var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Sá úrskurður var\nkærður til Landsréttar að sögn Huldu Elsu Björgvinsdóttur sviðsstjóra ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún býst við að Landsréttur taki málið fyrir í dag eða á næstu dögum.\nMargeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að rannsókn miði ágætlega og að búið sé að taka skýrslu af þó nokkrum, án þess að tilgreina fjölda þeirra. Ríkir rannsóknarhagsmunir séu í húfi og því haldi lögregla spilunum þétt að sér. Málið var einnig tilkynnt til landlæknis og er rannsókn þess rétt að hefjast þar að sögn Kjartans Hreins Njálssonar, aðstoðarmanni landlæknis. Í henni felst gagnasöfnun og viðtöl við stjórnendur og starfsmenn deildarinnar.\nSamkvæmt heimildum fréttastofu kafnaði konan, sem var sjúklingur á geðdeildinni, í matartíma á deildinni. Ekki hefur fengist staðfest hvort málið sé rannsakað sem manndráp af ásetningi eða gáleysi. Lögmaður fjölskyldu konunnar sem lést sagði við fréttastofu í gær að grunur fjölskyldunnar væri sá að ótímabært andlát konunnar hefði komið til vegna saknæmrar háttsemi hjúkrunarfræðingsins.","summary":"Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir hjúkrunarfræðingi á geðdeild Landspítalans hefur verið kærður til Landsréttar. Hún er grunuð um manndráp. Búist er við niðurstöðu Landsréttar í dag eða á næstu dögum. "} {"year":"2021","id":"144","intro":"Flugumferðarstjórar aflýstu í gær verkfalli sem átti að taka gildi á þriðjudaginn. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, vonast til að félagsmenn samþykki samninginn, en hann segir að samningalotan hafi tekið á. Átján fundir voru haldnir í deilunni. Þeim síðasta lauk í gærmorgun, en hann stóð í 27 klukkustundir.","main":"Bara þreytt, fyrst og fremst og vantar smá rútínu aftur, en þetta var bara törn sem var alveg viðbúið að kæmi og nú er henni bara lokið. Nú bara náum við vopnum okkar á ný.\nNýji kjarasamningurinn gildir til 1. október 2023, en hann var undirritaður í gær af samninganefndum flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Isavia.\nÞað bara leystust þessi mál sem stóðu út af borðinu fyrir nokkum dögum, sem voru launahækkanir og lengd samnings, samhengi af því tvennu. Við náðum bara að lenda því og þar með gátum við klárað. Og hvernig lýst þínu fólki á, heldurðu að félagsmenn samþykki samninginn? Ég á frekar von á því, ég vona það bara. Það er okkar að kynna hann og sannfæra fólk um að þetta væri niðurstaða sem við gætum sætt okkur við, og ef ekki að þá bara þurfum við að taka hann til baka og byrja upp á nýtt.\nFjallað var um laun flugumferðarstjóra í nokkrum fjölmiðlum meðan á samningalotunni stóð, en þær upplýsingar voru fengnar frá Hagstofunni og úr álagningarskrá. DV greindi meðal annars frá því að meðallaun flugumferðarstjóra væru tæp ein og hálf milljón króna á mánuði. Arnar segir að þessi umfjöllun hafi ekki haft áhrif á viðræðurnar.\nNei það held ég ekki, og þessu umfjöllun sem þú vísar til, sérstaklega í einum fjölmiðli er ekki svaraverð, lágkúruleg og ég ætla ekkert að kommenta meira á hana. Var þetta mikill munur? Ég ætla ekki að fara að svara neinu um laun flugumferðarstjóra almennt og einhverjar úrklippur sem einhverjir fjölmiðlar klippa út úr álagningarskrá.","summary":"Flugumferðarstjórar aflýstu í gær, eftir langa samningalotu, verkfalli sem átti að taka gildi á þriðjudaginn. Formaður félags Flugumferðarstjóra segir að viðræðurnar hafi tekið á, en fyrst og fremst hafi verið tekist á um launahækkanir og lengd kjarasamnings. "} {"year":"2021","id":"144","intro":"Á þriðjudag lokast loftbrúin frá Kabúl í Afganistan. Önnur hryðjuverkaárás er yfirvofandi á flugvellinum í Kabúl samkvæmt sendiráði Bandaríkjann í Afganistan sem hefur beðið bandaríska ríkisborgara að koma sér þaðan strax.","main":"Seint í gær barst viðvörun frá bandaríska sendiráðinu í Kabúl um aðra hryðjuverkárás á flugvöllinn. Í það minnsta 170 létust í árásinni sem hryðjuverkasamtök sem kalla sig ISIS-K gerðu á fimmtudag. Vitað er um að minnsta kosti 110 þúsund manns sem tekist hefur að flytja úr landi á þeim tveimur vikum sem hafa liðið frá því Talíbanar tóku völdin í Afganistan. Að óbreyttu lokar loftbrúin á þriðjudag, þá á Bandaríkjaher að vera farinn úr landi. Bretar lýstu því yfir í gærkvöld að þeir hafi lokið brottflutningi sinna hermanna. Þá eru aðrir starfmenn á vegum Breska ríkissins einnig komnir úr landi, þeirra á meðal Lauri Bristow, sendiherra. Ekki hefur þó tekist að koma í skjól öllum Afgönum sem strörfuðu með Bretum í landinu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þakkaði þeim sem komu að björgunaraðgerðum fyrir þeirra hlut og sagði breska herinn hafa komið yfir 15 þúsund manns til bjargar.","summary":null} {"year":"2021","id":"144","intro":"Fellibylurinn Ída hefur náð styrk fjórða stigs fellibyls og reiknað er með að hann nái landi á suðurströnd Bandaríkjanna í kvöld. Varað er við að þetta verði sterkasti fellibylur sem fer yfir Louisiana-ríki frá því um miðja nítjándu öld.","main":"Þúsundir íbúa í Louisiana-ríki hafa síðustu daga lagt á flótta, en búist er við því að vindhraðinn verði að minnsta kosti 58 metrar á sekúndu að jafnaði þegar Ída nær landi. Talið er að veðurofsinn nái hámarki um klukkan sjö í kvöld að staðartíma sem er um miðnætti að íslenskum tíma. John Bel Edwards, ríkisstjóri Louisiana, ítrekaði hættuna fyrir íbúum á fréttamannafundi í gærkvöld. Hann sagði fellibylinn þann sterkasta sem hefur farið yfir svæðið síðan árið átján hundruð og fimmtíu.\nThis will be one of the strongest hurricanes to hit anywhere in Louisiana since at least the 1850s. We can also tell you that your window of time is closing. It is rapidly closing.\nEdwards sagði að tími íbúa til þess að komast á brott og í öruggt skjól væri að renna út og það hratt. Joe Biden Bandaríkjaforseti varaði íbúa ríkisins einnig við í ávarpi í gærkvöld.\nI`m urging the people of the area to pay attention and be prepared. I want to say it again. Pay attention and be prepared.","summary":"Þúsundir íbúa Louisiana-ríkis í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín, en búist er við að fellibylurinn Ída nái þar landi í kvöld. Varað er við sterkasta fellibyl frá því um miðja nítjándu öld."} {"year":"2021","id":"144","intro":"Lögreglan rannsakar manndráp á Landspítalanum. Kona á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi eftir að kona, einnig á sextugsaldri, lést á einni af deildum Landspítalans um miðjan mánuðinn. Talið er að andlát hennar hafi borið að með saknæmum hætti.","main":"Lögreglan sendi frá sér tilkynningu í morgun eftir að fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um málið. Á miðvikudaginn var kona úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Rannsókninni miðar vel segir í tilkynningunni. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar vildi ekki segja hvort að málið sé rannsakað sem manndráp af gáleysi eða ásetningi. Allar hliðar séu til skoðunar. Krufningu er lokið en niðurstöður hennar liggja ekki fyrir. Að öðru leiti vildi hann ekki tjá sig um rannsókn málsins.\nSamkvæmt heimildum fréttastofu var konan sjúklingur á geðdeild Landspítalans við Hringbraut þegar hún lést og konan sem sætir gæsluvarðhaldi starfsmaður á deildinni. Heimildir fréttastofu herma að konan hafi kafnað og að atvikið hafi átt sér stað í matartíma. Í tilkynningu frá Landspítala nú laust fyrir hádegi segir að Landspítali hafi tilkynnt lögreglu og landlækni um andlátið. Málið sé til rannsóknar og hvorki starfsmenn né stjórnendur muni tjá sig um það, né staðfesta upplýsingar á meðan það er til meðferðar hjá þar til bærum yfirrvöldum.","summary":"Lögreglan rannsakar manndráp á Landspítalanum. Kona á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi, grunuð um að hafa orðið konu að bana á spítalanum. Ekki liggur fyrir hvort að það var af ásetningi eða gáleysi. "} {"year":"2021","id":"144","intro":"Íslendingar hafa drukkið sjö komma eina milljón lítra af áfengi síðustu þrjá mánuði. Bjór er þrír fjórðu af heildarlítramagni sem runnið hefur ofan í landann í sumar. Veruleg aukning er á drykkju á Austurlandi og Norðurlandi þessa mánuði en örlítill samdráttur í drykkju á höfuðborgarsvæðinu.","main":"Þótt flestir áfengislítrar séu seldir af bjór er engu að síður eins prósents samdráttur þar miðað við sama tíma í fyrra.\nEf áfengisdrykkja landsmanna í júní, júlí og það sem af er ágúst er borin saman við sama tíma á síðasta ári kemur í ljós að innbyrt lítramagn dregst saman um eitt prósent í heildina. Freyðivín hefur verið vinsælt og hefur selst fimmtán prósentum meira af því í sumar en sumarið 2020. Athygli vekur að sala á rauðvíni og hvítvíni dregst saman um þrjú prósent. Engu að síður eru rauðvín og hvítvín tæp níutíu prósent af heildarsölu léttvínstegunda. Freyðivín og rósavín tilheyra einnig þeim flokki. Blandaðir drykkir svonefndir virðast hafa verið sumarsmellir því fimmtán prósenta aukning er í þeim flokki. Á sama tíma og samdráttur varð í sölu á höfuðborgarsvæðinu um þrjú prósent jókst salan um þrettán prósent á Austurlandi og átta prósent fyrir norðan. Í upplýsingum frá ÁTVR segir að gera megi ráð fyrir að sólríkt veður fyrir norðan og austan skýri væntanlega breytingar á sölu eftir landshlutum milli ára.","summary":null} {"year":"2021","id":"144","intro":"Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttakona, varð í 8. sæti í keppni í langstökki á Ólympíumótinu í Tókýó sem lauk nú rétt fyrir hádegi.","main":"Bergrún, sem keppir í flokki T37, stökk lengst 4,04 metra í sínu þriðja stökki en persónulegt met hennar í greininni er 4,27 metrar. Bergrún keppti í kúluvarpi í gær og bætti þá Íslandsmet sitt um 47 sentímetra. Hún hefur þar með lokið keppni á mótinu.\nSundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson keppti í 100 metra bringusundi í Tókýó í nótt. Róbert Ísak var hársbreidd frá því að bæta Íslandsmetið í greininni sem hann setti árið 2018 og endaði fimmti af sex keppendum í sínum riðli og kom í bakkann á 1:10,12, sem er tveimur hundraðshlutum úr sekúndu frá Íslandsmetinu. Róbert var þó skráður inn í keppnina með tímann 1:11,57 og sagði hann sjálfur í samtali við RÚV eftir sundið að hann væri nokkuð sáttur með tímann. Flugsundið var hans aðalgrein í Tókýó, þar endaði hann 6. sæti í úrslitunum og tvíbætti Íslandsmetið. Róbert keppir næst í 200 metra fjórsundi á þriðjudaginn.\nStjarnan vann 2-1 sigur á Val í úrvalsdeild karla í fótbolta á Hlíðarenda í gærkvöld. Með sigrinum fór Stjarnan langleiðina með að kveðja fallsvæðið og með tapinu eru Valsmenn að gefa eftir í titilbaráttunni. Stjarnan var fyrir leikinn aðeins 5 stigum frá fallsæti og Valur gat með sigri endurheimt toppsætið sem Breiðablik náði í vikunni. Stjarnan náði forystunni skömmu áður en flautað var til hálfleiks þegar Einar Karl Ingvarsson skoraði beint úr aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Heimir Guðjónsson þjálfari Vals var að undirbúa fjórfalda skiptingu á 57. mínútu þegar Elís Björnsson sendi of lausa sendingu í átt að Haraldi markmanni sem Tryggvi Hrafn Haraldsson komst inn í. Hann sýndi mikla yfirvegun og renndi boltanum í autt markið og jafnaði í 1-1.Skömmu síðar átti Hilmar Árni háa sendingu inn fyrir vörn Vals og þar var Björn Berg Bryde eftirlitslaus og skallaði boltann í markið. 2-1 fyrir Stjörnuna sem urðu lokatölur. Þetta er annar sigur Stjörnunnar í röð og lyftir liðinu upp í 7. sæti og 8 stiga fjarlægð frá fallsvæðinu. Þetta var annað tap Vals í röð og gæti það reynst Valsmönnum dýrt í titilbaráttunni.","summary":"Bergrún Ósk Aðalsteisdóttir, frjálsíþróttakona, varð í 8. sæti í langstökki í Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó en keppni lauk nú rétt fyrir hádegi. "} {"year":"2021","id":"145","intro":"Vísindamenn telja að þeir hafi rambað á nyrstu eyju jarðar fyrir algjöra heppni. Eyjan fannst við rannsóknarleiðangur sem átti að fara fram á annarri eyju.","main":"Vísindamennirnir héldu til Oodaaq-eyju, sem hefur verið þekkt sem nyrsta fasta land jarðar frá árinu 1978. Þangað flugu þeir til að taka sýni til frekari rannsókna. Sex voru um borð í þyrlu sem sveimaði yfir, og þegar hópurinn var kominn að þeim stað sem Oodaaq-eyja er sáu sexmenningarnir hana hvergi. Morten Rasch, einn vísindamannanna að baki leiðangrinum, segir kort af þessum heimshluta fjarri því að vera nákvæm.\nHópurinn hóf því leit að eyjunni og örfáum mínútum síðar lenti hann á því sem Rasch kallar skrýtnum moldar- og malarhaug, umkringdum ísbreiðum. Fréttastofa BBC hefur eftir honum að eyjan sé um 60 metra löng og 30 metra breið, eða um 1.800 fermetrar. Eftir leiðangurinn og samræður við sérfræðinga áttuðu leiðangursmenn sig svo á því að fyrir algjöra tilviljun uppgötvuðu þeir nyrstu eyju jarðar. þegar þeir fengu staðsetningarhnitin frá embættismanni dönsku landmælingarinnar sem sér um skráningu eyja í Norður-Íshafi, kom í ljós að þeir voru um 800 metrum norðar en Oodaaq-eyja.\nRasch sagði þetta ekki vera stórmál út frá fræðilegu sjónarhorni. En frá persónulegu sjónarhorni finnst sexmenningunum skemmtilegt að vera það fólk sem hefur stigið fæti á nyrsta fastaland jarðar.","summary":null} {"year":"2021","id":"145","intro":"Tvær afganskar fjölskyldur komu til landsins í gær í gegnum Kaupmannahöfn eftir að hafa flúið heimalandið.","main":"Tvær afganskar fjölskyldur eru komnar til landsins eftir að hafa flúið land eftir upprisu Talibana í Afganistan. Upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins segir að Afganir sem vilji koma nöfnum ástvina áleiðis ættu að hafa samband við Útlendingastofnun.\nRíkisstjórnin ákvað um miðja síðustu viku að samþykkja tillögur flóttamannanefndar um að taka við 120 flóttamönnum frá Afganistan. Hóf Borgaraþjónustan þá strax vinnu við að hafa samband við það fólk sem féll undir viðmið flóttamannanefndar. Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, segir tvær fjölskyldur nú komnar til landsins.\nÍ gær komu tvær fjölskyldur hingað í gegnum Kaupmannahöfn og komu þaðan frá Afganistan. Við vitum um fjóra einstaklinga til viðbótar sem eru á leiðinni til landsins. Núna hefur flugvöllurinn í Kabúl lokast og við höfum ráðlagt öllum þeim sem við höfum verið í sambandi\nvið að fara alls ekki á flugvöllinn eins og sakir standa, því héðan í frá er ékki hægt að komast frá landinu flugleiðis frá Kabúl.\nAðeins hluta af 120 manna hópnum tókst að komast út á flugvölllinn í tæka tíð og úr landi. Sveinn segir Utanríkisráðuneyti hafa tekið við fjölda erinda frá fólki sem vildi koma nöfnum ástvina á lista stjórnvalda.\nog vill sameinast sínum kjarnafjölskyldum, það er best að það hafi samband við útlendingastofnun.","summary":"Tvær afganskar fjölskyldur komu til landsins í gær í gegnum Kaupmannahöfn eftir að hafa flúið heimalandið."} {"year":"2021","id":"145","intro":"Heilbrigðisráðherra segir framkvæmd hraðprófa til að unnt sé að leyfa fimm hundruð manna samkomur frá miðri næstu viku gríðarstórt verkefni sem enn sé óljóst hvað muni kosta ríkið. Kapp sé lagt á að koma hraðprófunum í framkvæmd.","main":"Heilbrigðisráðherra segir undirbúning fyrir hraðpróf á fleygiferð. Óvíst sé enn hver kostnaður ríkisins verður en honum verði haldið í lágmarki. Veruleg breyting verður þriðja september á fjöldatakmörkunum á viðburði ef hraðprófum er framvísað. Fimm hundruð manns geta þá komið saman í rými.\nNýjar reglur um samkomutakmarkanir tóku gildi á miðnætti. Tvö hundruð manns í sama rými er hámarkið fram til sautjánda september. Eins metra nálægðarmörk verða á vinnustöðum og víðar.Leyfilegt er að falla frá nálægðarmörkum þar sem gestir sitja en þá er grímuskylda. Þó verður sú breyting einnig á um miðja næstu viku að fimm hundruð manns geta verið í sama rými ef gestir framvísa neikvæðir niðurstöðu úr antigen hraðprófi. Ekki mega vera meira en tveir sólarhringar frá prófinu og sjálfspróf eru ekki tekin gildl.\nSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir hafa verið fundað bæði með fulltrúum sviðslista, menningarinnar og íþrótta um útfærsluna.\nÞetta er auðvitað risastór framkvæmd af því að það þurfa að vera til nógu og mörg hraðpróf. Það þarf að tryggja framkvæmdina sem slíka. Að þau séu aðgengileg af því að það má ekki vera þannig að þau séu ekki aðgengileg öllum. Svo þurfum við að fara yfir kostnaðinn og höfum verið að fara yfir það undanfarna daga. Við vitum náttúrulega ekki núna á hvaða skala þetta verður. Við rennum svolítið blint í sjóinn en grundvallaratriðið er að auka aðgengi almennings að samfélaginu og opna það ennþá betur.\nHeilbrigðisráðherra segir margar útfærslur til skoðunar í samráði við menningar og listageirann.\nÞannig að þetta stendur bara allt saman yfir og við erum að hamast í þessu og þessir viðburðahaldarar eru lykilaðilar í því að þetta gangi sem allra best. Þannig að það er hugsanlegt að það verði hægt að kaupa þessi hraðpróf á staðnum til dæmis hér í Hörpu í leikhúsum eða í bíó það gæti verið niðurstaðan en prófin mega vera allt að 48 tíma gömul þannig að það þarf ekki nauðsynlega að taka þau þegar að maður er kominn á staðinn . Hægt er að taka það annars staðar og hafa neikvætt próf til að sýna við innganginn","summary":"Heilbrigðisráðherra segir að framkvæmd hraðprófa til að unnt sé að leyfa fimm hundruð manna samkomur frá miðri næstu viku sé gríðarstórt verkefni. Enn er óljóst hvað það mun kosta ríkið. Kapp sé lagt á að koma hraðprófunum í framkvæmd."} {"year":"2021","id":"145","intro":"Sameining sveitarfélagsins Akrahrepps og Skagafjarðar er enn til umræðu. Ekki hefur þó verið ákveðið hvort farið verði í formlegar viðræður.","main":"Í töluverðan tíma hafa verið uppi hugmyndir um að sameina sveitarfélögin tvö. Íbúafundir hafa farið fram í báðum sveitarfélögum. Sveitarstjórnir þeirra höfðu fengið ráðgjafa til að fara yfir mat á kostum, göllum og tækifærum í sameiningu sveitarfélaganna og voru þær kynntar á fundunum.\nAkrahreppur er eitt af minnstu sveitarfélögum landsins með um 200 íbúa. Ekkert þéttbýli er í sveitarfélaginu og enginn skóli er rekinn þar heldur er grunnskólabörnum ekið í Varmahlíðarskóla sem er í Sveitarfélaginu Skagafirði.\nHrefna Jóhannesdóttir, oddviti Akrahrepps, segir að íbúafundurinn hafi verið mjög góður og mæting góð. Hún segir skiptar skoðanir í sveitarfélaginu þar sem sumir eru jákvæðir, aðrir neikvæðir og svo þeir sem eru þarna á milli sem telja að sameining sé óhjákvæmileg vegna smæðar sveitarfélagsins.\nNæstu skref eru að sveitarstjórnirnar hittist og taki ákvörðun um hvort fara eigi í formlegar viðræður eða ekki. Hrefna segir að það verði fljótlega.","summary":null} {"year":"2021","id":"145","intro":"Lögregla og varahéraðssaksóknari verjast allra frétta af rannsókn skotárásar á Egilstöðum í fyrrakvöld. Vettvangsrannsókn stendur enn og nokkrir hafa verið yfirheyrðir. Málið er forgangsmál að sögn saksóknarans.","main":"Líðan mannsins sem lögregla skaut á í aðgerðum sínum á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld er stöðug. Hann er á gjörgæsludeild Landspítala. Hann undirgekkst aðgerð eftir að hann var fluttur með þyrlu frá Egilstöðum. Þetta er í fyrsta sinn sem almennur lögregluþjónn þarf að beita skotvopni við skyldustörf sín hér á landi.\nSeint á fimmtudagskvöld heyrðu íbúar við Dalsel á Egilsstöðum skothvelli og gerðu lögreglu viðvart. Karlmaður á fimmtugsaldri hafði farið að heimili annars manns, sem ekki var heima, og hleypti ítrekað af skotvopni í allar áttir. Hann virðist hafa verið vopnaður haglabyssu og mögulega öðru skotvopni til biðbótar. Skömmu áður voru börn þar á ferli en þau náðu að flýja út í skóg sem liggur aftan húsaraðanna og biðu þar árásirnar af sér.\nStafsmenn hérðassaksóknara fóru strax austur í gær og hófu störf við rannsókn málsins sem er tvíþætt. Það er annars vegar rannsókn á meintu broti byssumanns sem réðst inn í húsið skraut þar af byssu og svo hinsvegar snýr rannsóknin að viðbrögðum lögreglunnar sem skaut manninn.\nKolbrún Benedíktsdóttir er varahéraðssaksóknari sem er yfir rannsókn málanna.\nÍ rauninni er ekki mikið sem við getum sagt núna. Rannsóknin er bara á upphafsstigum. Þetta er náttúrulega bara á fyrstu stigum og og ekkert hægt að tjá sig um rannsóknina sem slíka vegna rannsóknarhagsmuna en það eru bara hefðbundnar aðgerðir sem eiga sér stað. Það eru teknar skýrslur og það fer fram vettvangsrannsókn og svo framvegis.\nNokkrir hafa verið yfirheyrðir og til stendur að ræða við enn fleiri.\nÞað eru náttúrulegar teknar skýrslur af öllum þeim sem að komu að þessu atviki en ég get ekki sagt neinn fjölda. Við reynum auðvitað að flýta svona rannsóknum eins og hægt er en þetta tekur alltaf sinn tíma það eru alls konar rannsóknaraðgerðir sem þurfa að eiga sér stað sem að tekur tíma en eins og ég segi þá er þetta auðvitað forgangsmál hjá okkur.\nVið vonum að þetta taki ekki mjög langan tíma þessi rannsókn.\nSigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri vildi ekki tjá sig um málið við féttastofu að svo stöddu.","summary":"Rannsókn skotárásar á Egilstöðum í fyrra kvöld er forgangsmál hjá varahéraðssaksóknara. Vettvangsrannsókn stendur enn yfir og nokkrir hafa verið yfirheyrðir."} {"year":"2021","id":"145","intro":"Bandaríkjastjórn segir einn skipuleggjenda sprengjuárásarinnar við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl á fimmtudag, hafa látið lífið í drónaárás Bandaríkjahers í nótt.","main":"Skotmark loftárásarinnar var meðlimur ISIS-K hreyfingarinnar, Khorasan-héraðs arm samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki. Samtökin hafa lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásinni við Hamid Karzai flugvöllinn sem varð til þess að um 170 létu lífið. Á meðal þeirra voru að minnsta kosti 13 bandarískir hermenn.\nForseti Bandaríkjanna, Joe Biden, sagði Bandaríkjaher munu leita þá, sem bera ábyrgð á árásinni, uppi og myndu þeir fá að gjalda fyrir verknaðinn.\nDrónaárás Bandaríkjanna var framkvæmd í nótt með notkun Reaper-dróna. Yfirmaður í bandaríska hernum segir að aðgerðin hafi farið fram í Nangahar héraði Afganistan. Dróninn hafi verið sendur af stað frá mið-austurlöndum og hafi skotmarkinu verið eytt. Tveir séu látnir, báðir meðlimir Íslamska ríkisins.\nJen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins sagði á blaðamannafundi að líkur séu á frekari árásum í Kabúl. Talsmaður Talíbana sagði á Twitter-síðu sinni að sveitir Talibana væru þegar komnir inn á svæði flugvallarins sem lúta stjórn bandaríkjahers. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að Bandaríkjamenn ráði enn stjórn flugvallarins.\nÞað styttist óðfluga í 31. ágúst, daginn sem að Bandaríkin munu yfirgefa Afganistan. Yfirmenn hersins vinna því með Talíbönum til að reyna að flýta brottflutningi eins og unnt er.","summary":"Yfirmenn í bandaríska hernum staðhæfa að einn skipuleggjenda sprengjuárásarinnar við flugvöllinn í Kabúl hafi í nótt verið ráðinn af dögum"} {"year":"2021","id":"145","intro":"Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem varð fyrir ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu á skemmtistað fyrir fjórum árum, segir að lögmaðurinn sem bauð henni að skrifa undir þagnarskyldusamning og fá greiddar miskabætur hafi verið á vegum Knattspyrnusambands Íslands. KSÍ vísaði því á bug í yfirlýsingu í gærkvöld.","main":"Viðtalið við Þórhildi í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöld hefur vakið mikla athygli. Hún greindi meðal annars frá því að hún hefði fengið símtal frá lögmanni sem hefði boðið henni að koma á fund hjá KSÍ með stjórnarmönnum og umræddum leikmanni. Þessi lögmaður hefði spurt hvort hún væri tilbúin að skrifa undir þagnarskyldusamning og fá greiddar miskabætur. Þórhildur sagði nei.\nKnattspyrnusamband Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem tekið var fram að umræddur lögmaður hefði ekki verið á vegum KSÍ. Yfirlýsingin var stutt og því ekki hafnað að til hefði staðið að halda þennan fund.\nÞórhildur segir í samtali við fréttastofu í dag að þessi lögmaður hafi kynnt sig sem lögmaður leikmannsins þegar hann hafði samband. Hann hafi verið að fiska eftir upplýsingum um hvað hefði átt sér stað og hvernig ofbeldið hefði verið. Hún hafi í framhaldinu sett sig í samband við réttargæslumann sinn sem hafi aflað sér frekari upplýsinga um málið og hann síðan tjáð henni að umræddur lögmaður hefði verið á vegum KSÍ.\nÞórhildur segir að það hafi síðan verið á fundi hennar og annars lögmanns, sem var lögmaður leikmannsins, þar sem sátt náðist. Leikmaðurinn játaði það sem Þórhildur sagði hann hafa gert sér og greiddi henni miskabætur.\nEkki náðist í Guðna Bergsson, formann KSÍ.","summary":"Kona sem varð fyrir ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu segir að lögmaðurinn sem bauð henni að skrifa undir þagnarskyldusamning hafi verið á vegum KSÍ. Knattspyrnusambandið vísaði því á bug í yfirlýsingu í gærkvöld."} {"year":"2021","id":"145","intro":"Morguninn var viðburðarríkur hjá íslenskum keppendum á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó en fjórir Íslendingar voru meðal keppenda. Þrír þeirra bættu Íslandsmet í sínum greinum.","main":"Thelma Björg Björnsdóttir byrjaði daginn á því að komast í úrslit í 100 metra bringusundi og þar varð hún í áttunda sæti í morgun. Thelma Björg sem keppir í flokki hreyfihamlaðra synti á örlítið lakari tími í úrslitunum en í undanrásunum fyrr í morgun. Thelma sagði í samtali við RÚV eftir sundið að hún væri þreytt en ánægð með daginn. Það hefði verið virkilega gaman að komast í úrslit og að nú ætli hún að hvíla sig vel fram að 400 metra skriðsundinu. Þar keppir hún í undanrásum á föstudaginn í næstu viku.\nPatrekur Andrés Axelsson, spretthlaupari í flokki blindra setti nýtt Íslandsmet þegar hann keppti í 400 metra hlaupi ásamt Helga Björnssyni meðhlaupara. Keppnin í 400 metra hlaupinu var gríðarlega sterk og fyrirfram vitað að það yrði afar erfitt fyrir Patrek að komast í úrslitin. Þar keppa fjórir bestu hlaupararnir og endaði Patrekur níundi í hlaupinu. Patrekur sagði í samtali við RÚV eftir hlaupið að markmiðinu hefði verið náð og það hefði verið algjörlega stórbrotin upplifun að bæta Íslandsmetið á stærsta sviðinu.\nMár Gunnarsson keppti í úrslitum í 100 metra baksundi blindra og varð í fimmta sæti í úrslitunum en bætti Íslandsmet sitt um sjö hundruðustu úr sekúndu. Már stefndi á verðlaunapall í greininni en úrslitin voru æsispennandi. Már hefur nú keppt í tveimur greinum af fjórum í Tókýó en næst keppir hann í 200 metra fjórsundi á mánudag.\nBergrún Ósk Aðalsteinsdóttir bætti svo eigið Íslandsmet í kúluvarpi nú undir hádegið um 47 sentímetra. Hún kastaði kúlunni best 9,57 metra strax í fyrsta kasti og hafnaði í sjöunda sæti. Átta af bestu kúluvörpurum heims í flokki hreyfihamlaðra öttu kappi. Þetta er fyrri grein Bergrúnar á Ólympíumótinu en á morgun keppir hún í langstökki.","summary":"Þrír af fjórum keppendum Íslands á Ólympíumóti fatlaðra settu Íslandsmet í sínum greinum í Tókýó í morgun."} {"year":"2021","id":"146","intro":"Sextíu og sex greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fjórtán liggja á Landspítalanum með sjúkdóminn og þrír á gjörgæslu.","main":"Tveir hafa látist af völdum COVID-19 á Landspítalanum á síðustu tveimur dögum. Sérfræðingur í hjúkrun á smitsjúkdómadeild segir að andleg hjúkrun sé stærri hluti umönnunar við þá sem liggja inni með COVID-19 heldur en aðra sjúklinga.\nSjúklingarnir sem létust á spítalanum í gær og í fyrradag voru á sextugs- og sjötugsaldri, báðir af erlendum uppruna. 32 hafa látist af völdum COVID-19 frá upphafi faraldursins. Berglind Guðrún Chu, sérfræðingur í hjúkrun á smitsjúkdómadeild, segir að andleg vanlíðan sjúklinga með COVID-19 auki á álagið á deildinni.\nvitandi að fólk er með COVID, þennan nýja sjúkdóm í þessum faraldri, að fólk er bara mjög hrætt, það verður bara að segjast að það er mikill kvíði og það er mikil andleg hjúkrun sem þarf að fara fram líka, inni á milli alls þessa hraða. Þetta er fólk sem er ekki vant að vera veikt áður. Þannig að maður þarf að lýsa mjög vel öllu sem við erum að fara að gera og taka þessi litlu flottu markmið: þessi gat þó gengið á klósettið og er aðeins minna móður í dag, eða eitthvað slíkt.\nog fólk er náttúrulega bara mjög hrætt um að enda á gjörgæslunni og það er líka hrætt um líf sitt. það er bara ekkert hægt að skafa af því, og mjög eðlilega, af því að fólk náttúrulega er mjög veikt\nÞað sama eigi við um aðstandendur þeirra sem liggja inni, þeir séu kvíðnir og hræddir, en vegna álags vinnist ekki alltaf tími til að huga að þeim eins og best væri á kosið.\nef aðstæður væru með betri mönnun og fleira fólki gætum við sinnt þessu mun betur en við gerum. En við þurfum að forgangsraða og stundum þarf bara skjólstæðingurinn alla athygli okkar.\nÞau allra veikustu leggjast á gjörgæslu en Berglind segir að fólkið sem liggi með COVID-19 á smitsjúkdómadeild sé mjög veikt, hvort sem það er bólusett eða ekki.\nsumir eru með mjög mikil meltingareinkenni, mikinn niðurgang til dæmis og ógleði og lystarleysi og hafa ekki nærst í lengri tíma. ÞAð er orðið mjög þurrt og þreklaust og það er svo mótt að það kemst varla á klósett.","summary":"Sjúklingur á sextugsaldri lést á Landspítala af völdum COVID-19 í gær. 66 greindust með Covid-19 hér á landi í gær. "} {"year":"2021","id":"146","intro":"Lögregla særði mann skotsári eftir umsátur á Egilsstöðum í gærkvöld. Maðurinn hafði skotið ítrekað af skotvopnum svo sjá má ummerki á nokkrum húsum og hafði einnig skotið í átt að lögreglu.","main":"Umsátri lögreglu um hús á Egilsstöðum í gærkvöld lauk með því að lögregla skaut og særði mann á fimmtugsaldri. Hann hafði skotið ítrekað á hús í nágrenninu og beint vopni sínu að lögreglumönnum.\nÍbúar í og við Dalsel á Egilsstöðum heyrðu skothvelli á ellefta tímanum í gærkvöld og um svipað leyti fékk lögregla tilkynningu um mann sem hótaði að beita skotvopni. Karlmaður á fimmtugsaldri hafði farið að heimili annars manns, sem ekki var heima, og hleypt ítrekað af skotvopni í ýmsar áttir. Þegar lögregla kom á staðinn var maðurinn kominn inn í hús og hleypti þaðan af skotum, meðal annars að lögreglu. Hann sinnti í engum fyrirmælum um að losa sig við skotvopnið og gefa sig á vald lögreglu. Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar kom maðurinn út um klukkutíma síðar og skaut í átt að lögreglumönnum. Því lauk með því að lögregla skaut manninn.\nMaðurinn var færður undir læknishendur og síðan fluttur með flugi á Landspítalann í Reykjavík þar sem hann gekkst undir aðgerð í nótt. Ekki fást upplýsingar um hvort að maðurinn sé í lífshættu.\nEmbætti héraðssaksóknara fer með rannsókn málsins. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir að rannsóknin sé á frumstigi og ekki hægt að tjá sig um efni hennar.\nHéraðssaksóknari tók við rannsókn málsins strax í gærkvöldi. Það er gert ráð fyrir því í lögunum að þegar svona atvik eiga sér stað er það þetta embætti sem rannsakar þau.\nHafið þið sent einhvern mannskap austur?\nÞað fór strax í gærkvöldi já starfsfólk héðan og frá tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.\nSagði Kolbrún Benediktsdóttir í viðtali við Kristínu Sigurðardóttur.\nUngmenni úr Menntaskólanum á Egilsstöðum voru í skóginum, nærri skotstaðnum, á samkomu vegna upphafs skólaársins og forðuðu sér í ofboði þegar þau heyrðu skothvellina.\nÞröstur Jónsson er einn þeirra íbúa sem urðu vitni að atburðinum í gær.\nÉg sat hérna frammi í bílskúr og heyrði einhverja smelli aftur og aftur eins og það væru einhverjir krakkar að fíflast á planinu. Ég fór út, sá að það var einhver maður þarna hinum megin og ætlaði að fara að tala við hann. Ég átta mig á því núna að hann var í raun og veru að hlaða riffilinn þegar ég kem út þannig að ég var heppinn að koma út á þeim tímapunkti. Síðan kem ég nokkru seinna inn í hús og sé að gluggarnir eru allir sundurskotnir, þá fyrst átta ég mig á því hvað er að gerast. Þá er lögreglan komin grá fyrir járnum og greinilega einhver mikil aðgerð í gangi.\nLögregla sagði fólki að halda sig inni meðan hún reyndi að afvopna manninn. Þröstur fylgdist með út um eldhúsgluggann.\nSvo sé ég að það er kominn lögreglumaður sem beinir byssu að honum og biður hann að fella niður vopnið, sem hann greinilega gerir ekki, því eftir töluverðan tíma ríður skot af og árásarmaðurinn er fallinn.\nAfar sjaldgæft er að lögregla beiti skotvopnum. Fyrir átta árum féll maður fyrir hendi lögreglu eftir að hafa skotið úr íbúð í Árbæ í Reykjavík og að lögreglu. Viðmælendur fréttastofu minnast ekki annars atviks um að lögregla hafi skotið og sært einhvern.\nSíðar í dag verður fjöldahjálparstöð opnuð í Egilsstaðaskóla. Þangað getur fólk sótt sér stuðning og áfallahjálp milli fjögur og sex. Einnig getur fólk leitað til félagsþjónustunnar og heilsugæslunnar þurfi það aðstoð. Í morgun var rætt við eldri nemendur grunnskólans og framhaldsskólanemendur um viðbrögð við atburðum sem þessum og ágæti þess að ræða við sér aðra ef þeim liði illa.","summary":"Lögregla særði mann skotsári eftir umsátur á Egilsstöðum í gærkvöld. Maðurinn hafði hleypt ítrekað af skotvopni svo sjá má ummerki á nokkrum húsum og hafði einnig skotið í átt að lögreglu."} {"year":"2021","id":"146","intro":null,"main":"Nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja mætti með loftbyssu í skólann fyrir helgi. Einu skoti var skotið inni i í skólanum. Skotið lenti í glerhurð en skemmdir urðu litlar og enginn slasaðist.\nÞetta staðfestir Guðlaug Pálsdóttir, skólameistari FS, við fréttastofu en Víkurfréttir greindu fyrst frá.\nGuðlaug ítrekar við fréttastofu að nemandinn hafi ekki komið með byssuna í skólann til þess að ógna öðrum. Nemandinn fullyrði jafnframt að skotið hafi verið slys.\nNemandinn er undir lögaldri en sakhæfur og hefur verið kærður til lögreglu fyrir brot á vopnalögum og eignaspjöll. Guðlaug segir hins vegar aldrei hafa komið til greina að vísa nemandanum úr skólanum. Hann hafi farið heim þennan dag en nú sé haldið utan um hann innan skólans.\nSamkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er búið að taka skýrslu af nemandanum. Þar sem hann er undir lögaldri var það gert með aðkomu barnaverndar og foreldra.","summary":"Nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja mætti með loftbyssu í skólann fyrir helgi og eitt skot hljóp úr byssunni. Atvikið hefur verið kært til lögreglu en nemandanum var ekki vísað úr skóla."} {"year":"2021","id":"146","intro":"Biskup Íslands telur ólýðræðisleg vinnubrögð hafa verið viðhöfð í tengslum við þingsályktunartillögu sem lögð var fyrir aukakirkjuþing í morgun. Samkvæmt henni fer fjármálavald kirkjunnar til kirkjuþings í stað kirkjuráðs þar sem biskup á sæti.","main":"Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir að yfirstjórn þjóðkirkjunnar verði skipt upp í tvö megin ábyrgðarsvið. Kirkjuþing beri ábyrgð á rekstrarskrifstofu Þjóðkirkjunnar sem fylgi lögbundnu hlutverki kirkjuþings eftir. Fjárstjórn, stefnumótun í rekstri og áætlanagerð þar með. Rekstrarskrifstofan muni jafnframt sinna allri almennri þjónustu við yfirstjórn kirkjunnar. Biskup mun eftir sem áður gæta einingar kirkjunnar, og hafa tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og vígðri þjónustu. Einnig beri biskup ábygð á öllu sem snertir grunnþjónustu kirkjunnar. Ný lög um þjóðkirkjuna tóku gildi í júlí. Séra Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir síðustu breytingu á þingsályktunartillögunni hafa komið fram í gær. Slíkt ættu þingfulltrúar að sjá með fjögurra vikna fyrirvara.\nÞað hefur alltaf legið fyrir að það þurfi að vinna í samræmi við þessa breytingu sem orðin er það þarf að útfæra hana. Það sem ég vil leggja áherslu á er lýðræðið að það verði viðhöfð lýðræðisleg vinnubrögð í þjóðkirkjunni og mér finnst það ekki hafa verið gert í þessu máli. Það hefur verið allt of mikill hraði á þessu og fólk hefur ekki haft tíma til að undirbúa sig og skoða þetta gaumgæfilega til að taka svona afdrifaríkar ákvarðanir eins og ætlast er til á kirkjuþinginu og það finnst mér miður.","summary":null} {"year":"2021","id":"146","intro":"Sundmaðurinn Már Gunnarsson stakk sér til sunds í fyrstu grein sinni af fjórum á Ólympíumótinu í Tókýó í nótt. Már komst ekki í úrslit en var brattur eftir sundið.","main":"Már keppti í undanrásum í 50 metra skriðsundi í flokki blindra í nótt. Már var um hálfri sekúndu frá sínum besta tíma og komst ekki áfram í úrslitin. Hann var þó ánægður eftir sundið og spenntur fyrir framhaldinu.\nÁ morgun keppir Már í undanrásum í 100 metra baksundi en það er hans sterkasta grein. Hann segist hafa litið á skriðsundið í nótt sem ágætis upphitun og tækifæri til að kynnast aðstæðum betur.\nSýnt verður frá undanrásunum í baksundi í beinni útsendingu á RÚV. Már syndir klukkan 1:24 í nótt og tæpri klukkustund síðar verður komið að öðrum íslenskum keppenda, Thelmu Björgu Björnsdóttur sem keppir í 100 metra bringusundi klukkan 2:18.","summary":"Már Gunnarsson keppti í sinni fyrstu grein á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í nótt. Hann keppti í undanrásum 50 metra skriðsunds en komst ekki í úrslit."} {"year":"2021","id":"146","intro":"Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sendi formlega afsökunarbeiðni til Björns Jóns Bragasonar í gær, vegna framgöngu ráðuneytisins í máli hans gegn ríkislögreglustjóra. Fréttablaðið greindi frá þessu í dag.","main":"Upphaf málsins sem afsökunarbeiðnin snertir, má rekja til bókar Björns Jóns Bragasonar, sem gefin var út árið 2016. Í bókinni var meðal annars til umfjöllunar fundur sem fram fór í innanríkisráðuneytinu árið 2011. Björn greindi frá því bók sinni Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri hafi sagt á fundinum, að það liti illa út fyrir embættið ef svokallað Asertamál yrði felt niður. Ríkislögreglustjóri sendi í framhaldi bréf ritað á bréfsefni embættisins, þar sem hann sagði ummælin sem höfð væru eftir honum, væru markleysa. Hann ítrekaði einnig fyrir Birni, sem og öðrum fjölmiðlamanni se fjallaði um málið, að þer bæru ábyrgð á ólögmætri meingerð gegn honum.\nDómsmálaráðuneyti komst að þeirri niðurstöðu að bréfaskriftir Haralds ríkislögreglustjóra væru ámælisverðar. Þeir sögðust líta málið mjög alvarlegum augum, en þó var ákveðið að veita ekki honum áminningu.\nÞessa ákvörðun tók dómsmálaráðuneytið fyrir um það bil tveimur árum síðan, en Áslaug Arna sendi Birni afsökunarbeiðni vegna þessa framferðis ráðuneytisins í gær.","summary":"Dómsmálaráðherra sendi formlega afsökunarbeiðni til Björns Jóns Bragasonar í gær, vegna framgöngu ráðuneytisins í máli hans gegn ríkislögreglustjóra. "} {"year":"2021","id":"146","intro":"Persónuverndarlög koma ekki í veg fyrir að eignarhald útgerðarfyrirtækja í íslensku atvinnulífi séu birtar. Þetta segir staðgengill forstjóra Persónuverndar. Höfundar skýrslu um eignarhald útgerðarfélaga báru álitaefnið ekki undir Persónuvernd við gerð skýrslunnar.","main":"Sjávarútvegsráðherra birti í gær skýrslu um eignarhald tuttugu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins í íslensku atvinnulífi. Í skýrslunni kemur fram að bókfært virði eignarhluta fyrirtækjanna, í annarri starfsemi en útgerð, nam tæplega 177 milljörðum árið 2019. Ekki kom fram í skýrslunni í hverju þessar fjárfestingar liggja.\nSkýrslubeiðendur óskuðu eftir upplýsingum um raunverulega eigendur en í skýrslunni segir að Skatturinn, sem gerði skýrsluna, hafi talið að það stæðist ekki persónuverndarlög að birta þær upplýsingar. Var meðal annars vísað í úrskurð persónuverndar frá 15. júní um hlutafjáreign einstaklinga. Hins vegar var bent á að upplýsingar um raunverulega eigendur mætti nálgast á vef skattsins.\nVigdís Eva Líndal, staðgengill forstjóra, segir þessa túlkun skýrsluhöfunda ranga.\nÍ þessari ákvörðun er ekki fjallað um raunverulega eigendur. Og þá er kannski mikilvægt að gera sér grein fyrir því að í lögum um raunverulega eigendur að þar er sérstök lagaheimild þar sem kemur fram að þær upplýsingar eigi að vera aðgengilegar, meðal annars almenningi. Má ég skilja þig rétt að það hefði alveg mátt birta þessar upplýsingar? Já, miðað við þær upplýsingar sem við höfum þá eru þær í raun og veru birtar á heimasíðu skattsins í dag.\nEnn fremur segir Vigdís að úrskurðurinn sem vísað er til hafi eingöngu náð til hlutafjáreignar einstaklinga.\nPersónuverndarlögin eðli málsins samkvæmt taka eingöngu til einstaklinga þannig að ákvörðunin er bundin við hlutafjáreign einstaklinga.\nVigdís segir að ekki hafi verið haft samband við Persónuvernd við vinnslu skýrslunnar og mun stofnunin hafa samband við ráðuneytið vegna hennar.","summary":null} {"year":"2021","id":"146","intro":"Níutíu eru látnir eftir árásirnar við Hamid Karzai alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í gær. Forseti Bandaríkjanna segist aldrei munu fyrirgefa né gleyma þeim sem stóðu að baki árásinni.","main":"Bandaríkjastjórn mun hvorki gleyma né fyrirgefa þeim sem stóðu að baki árásinni fyrir utan Hamid Karzai Alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan í gær. Forsetinn Joe Biden segir að þeir verði leitaðir uppi og látnir gjalda fyrir verknaðinn.\nTo those who carried out this attack, as well as anyone who wishes America harm know this: We will not forgive. We will not forget. We will hunt you down and make you pay.\nsagði Joe Biden, Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi sínum í Hvíta húsinu í gær. Biden sagði atburði gærdagsins, þegar tveir vígamenn sprengdu sig í loft upp með þeim afleiðingum að um níutíu létust og yfir hundrað og fimmtíu særðust, engu breyta hvað varðar brottflutning frá Kabúl á vegum bandarískra stjórnvalda.\nBandaríkjamenn ætla að ljúka rýmingu 31. ágúst og sagði Biden að þótt milljónir Afgana hefðu hug á að komast úr landi væri ljóst að Bandaríkjamenn gætu ekki hjálpað þeim öllum.\nBretar eru á lokametrunum hvað varðar brottflutning á þeirra vegum. Varnarmálaráðherrann Ben Wallace segir að um þúsund manns verði flutt frá landinu í átta eða níu flugferðum. Allir þeir sem fluttir verða hafa nú þegar fengið heimild til flutnings en um þúsund afganir sem höfðu fengið vilyrði frá breskum stjórnvöldum verða eftir í Afganistan. Sömu sögu má segja um allt að 150 breska ríkisborgara sem sumir hverjir hafa tilkynnt stjórnvöldum að þeir vilji verða eftir.\nÞá tilkynntu sænsk stjórnvöld í morgun að fleiri yrðu ekki fluttir frá Kabúl í Afganistan á þeirra vegum. Ann Linde, utanríkisráðherra Svía, segir að aðstæður á Hamid Karzai flugvellinum í Kabúl séu bæði erfiðar og hættulegar","summary":"Níutíu eru látnir eftir árásirnar við Hamid Karzai alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í gær. Forseti Bandaríkjanna segist aldrei munu fyrirgefa né gleyma þeim sem stóðu að baki árásinni."} {"year":"2021","id":"147","intro":"Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Þjóðverjar séu tilbúnir að ræða við Talibana. Þjóðverjar hafa flutt fjögur þúsund og sex hundruð manns frá Afganistan. Enn dregur úr vinsældum Joe Bidens vestanhafs.","main":"Angela Merkel sagði á þýska þinginu í morgun að varðveita yrði þann árangur sem náðst hefði í Afganistan á undanförnum tveimur áratugum. Þjóðverjum, Frökkum og Bretum mistókst að fá Joe Biden til að framlengja frestinn til að koma fólki frá Afganistan. Merkel fullvissaði þingmenn um að allt yrði gert á þeim dögum sem eftir eru af ágúst til að koma þeim úr landi sem unnu fyrir Þjóðverja þar.\nEftir niðurstöðu G7-ríkjanna á neyðarfundi í gær segjast Frakkar ætla að hætta brottflutningi frá Kabúl á morgun. Utanríkisráðherra Póllands sagði í morgun að Pólverjar hefðu hætt starfsemi á flugvellinum í Kabúl vegna ótryggs öryggis þar. Á föstudag verður byrjað að flytja 5,800 bandaríska hermenn á frá Afganistan.\nReuters-fréttaveitan segir að um 19 þúsund manns hafi farið með flugvélum frá Kabúl á síðasta sólarhring. Alls er þá búið að flytja rúmlega 82 þúsund manns frá landinu.\nSíðustu vikur hafa reynst Joe Biden forseta Bandaríkjanna erfiðar. Vinsældir hans hafa aldrei mælst minni. Í byrjun maí var stuðningurinn 54% en hefur minnkað í 47 prósent samkvæmt könnun sem gerð var í gær.","summary":null} {"year":"2021","id":"147","intro":"Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja á Íslandi, segir vindorku sjálfsagða viðbót við orkukosti sem nýttir séu á landinu í dag. Þá hnýta samtökin í rammaáætlun og leggja til að nýju fyrirkomulagi verði komið á.","main":"Á fundi Samorku, sem haldinn var í aðdraganda alþingiskosninga, voru áherslur samtakanna útlistaðar. Páll Erland, framkvæmdastjóri, kynnti áherslurnar. Kallað er eftir nýju og skilvirku fyrirkomulagi þar sem alvarlegir ágallar séu á framkvæmd rammaáætlunar.\nGóð lagaumgjörð er einnig forsenda þess að orku- og veitufyrirtæki landsins\nnái að sinna grunnþjónustu sem samfélagið byggir á.\nSamorka kallar eftir að áætlanir og ákvarðanir stjórmálamanna taki mið af orkustefnu Íslands. Halda þurfi samkeppnisforskoti landsins hvað varði græna orku.\nVindorka sé sjálfsögð viðbót við orkukosti landsins og setja þurfi regluverk sem liðki fyrir hagnýtingu vinds. Setja skuli vatnsvernd í forgang, og leysa þurfi úr flöskuhálsum í flutnings- og dreifikerfum rafmagns á landinu.\nOrkuskipti í samgöngum séu stærsta tækifærið til að minnka útblástur verulega, svo standast megi skuldbindingar í loftslagsmálum.\nUm leið eru þau dauðafæri til að verða hundrað prósent sjálfbær í orkuþörf landsins\n. Í stað þess þarf græna orkan að koma í stað jarðefna eldsneytis,","summary":null} {"year":"2021","id":"147","intro":"Seðlabankastjóri segir að kórónuveirufaraldurinn geti reynst blessun í dulargervi og að þjóðin sé að ganga inn í nýtt framfaraskeið. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að hækka stýrivexti um 0,25 prósent og eru stýrivextir bankans nú 1,25 prósent.","main":"Ákvörðun peningastefnunefndar kom nokkuð á óvart því greiningaraðilar höfðu spáð því að bankinn myndi halda stýrivöxtum óbreyttum í ljósi óvissunnar um útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að meiri kraftur sé í hagkerfinu en reiknað var með í fyrri spám bankans. Vöxtur ferðamanna er örari, atvinnuleysi fer hratt minnkandi sem og slakinn í þjóðarbúskapnum. Hins vegar eru horfurnar í ferðaþjónustu lakari á fjórða ársfjórðungi og verðbólga er tekin að hjaðna. Það er mat Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, að fjórða bylgja faraldursins valdi ekki teljandi búsifjum.\nEr þetta tímbær vaxtahækkun? Við teljum svo. Kannski sýnir það í fyrsta lagi að við teljum að farsóttin, COVID-19, muni ekki valda umtalsverðum efnahagsvandræðum á Íslandi, að við séum að ná að lifa með henni.\nÁsgeir segir að gangurinn í efnahagslífinu hafi verið góður og nú sé kominn tími til að tryggja að við förum ekki fram úr okkur. Það sé hins vegar hans trú að við séum að fara inn í kerfi þar sem minni þörf sé á vaxtahækkunum en áður. Ef Seðlabankinn, ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins vinni saman, þá verði bæði verðbólga og vaxtastig lág til framtíðar. Seðlabankastjóri afar bjartsýnn á efnahagshorfur til skamms tíma.\nÉg tel að einhverju leyti geti farsóttin verið blessun í dulargervi, það er að segja að ferðaþjónustan hætti að vera jafn yfirgnæfandi og sú grein var, að það séu aðrar greinar að koma fram. Þannig að ég tel að þær séu mjög góðar, ég tel að við séum núna í upphafi að nýju framfaraskeiði í atvinnulífi þjóðarinnar.","summary":"Seðlabankastjóri telur að framundan sé framfaraskeið í sögu þjóðarinnar. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að hækka stýrivexti."} {"year":"2021","id":"147","intro":"Barnið sem sat fyrir á plötuumslagi hljómsveitarinnar Nirvana fyrir þrjátíu árum krefst tveggja og hálfrar milljóna dollara miskabóta. Spencer Elden er nú þrítugur og segir að foreldrar sínir hafi aldrei gefið samþykki fyrir því að myndin yrði notuð.","main":"Elden var fjögurra mánaða þegar tekin var mynd af honum nöktum í sundlaug þar sem hann virðist seilast eftir dollaraseðli sem hangir í öngli. Elden fullyrðir að myndin feli í sér barnaklám. Slíkar myndir af börnum falla ekki í þann flokk samkvæmt bandarískum lögum. Platan Nevermind kom út 1991 og hefur selst í 30 milljónum eintaka. Lögfræðingur Eldens segir að með því að bæta dollaranum við myndina eftir að hún var tekin sé hægt að túlka að barnið á myndinni sé kynlífsþræll.\nElden segir að sjálfsmynd hans verði alltaf tengd kynferðislegri misnotkun vegna myndarinnar. Hann krefst 150 þúsund dollara frá 17 aðilum, þar á meðal hljómsveitarmeðlimum Nirvana, Dave Grohl og Kris Novoselic; Courtney Love eiginkonu Kurt Cobains og ljósmyndaranum Kirk Weddie.","summary":null} {"year":"2021","id":"147","intro":"Róbert Ísak Jónsson reið á vaðið fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra. Hann komst í úrslit í 100 metra flugsundi og hafnaði í sjötta sæti, á nýju Íslandsmeti.","main":"Sundmaðurinn Róbert Ísak Jónsson setti nýtt Íslandsmet í 100 metra flugsundi á Ólympíumóti fatlaðra í nótt. Róbert Ísak hafnaði í 6. sæti í úrslitum.\nRóbert Ísak Jónsson gerði sér lítið fyrir og setti tvö ný Íslandsmet á fyrsta keppnisdeginum á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó. Róbert Ísak byrjaði á að setja nýtt Íslandsmet í 100 metra flugsundi í flokki S14 í undanrásum í nótt þegar hann synti á tímanum 58,34 sekúndur. Sá tími dugði Róberti til að komast í úrslitin.\nÚrslitin fóru fram í morgun og þar bætti Róbert Ísak tímann sinn þegar hann synti á 58,06 sekúndum sem er nýtt Íslandsmet. Tími Róberts dugði honum til að ná sjötta sæti á Ólympíumótinu en sigurvegari í morgun var Gabriel Bandeira frá Brasilíu sem setti nýtt Ólympíumótsmet. Róbert var að vonum ánægður með árangurinn.\nRóbert Ísak sérvelur tónlistina sem hann hlustar á fyrir hvert mót og segir hann það misjafnt hvaða tónlist verður fyrir valinu.\nNæstur Íslendinga til að keppa á mótinu er Már Gunnarsson sem keppir í undanrásum í 50 metra skriðsundi aðfaranótt föstudags.\nEinn leikur fór fram í efstu deild kvenna í fótbolta í gær. Stjarnan tók á móti Fylki í Garðabæ og vann leikinn 1-0. Fylkir er í talsverðum vandræðum í deildinni en liðið er í fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. Stjarnan situr hins vegar í 5. sæti deildarinnar.\nArnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir í dag leikmannahópinn sem mætir Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM í september. Blaðamannafundur þar sem hópurinn verður kynntur hefst klukkan 13:15 og verður í beinni útsendingu á rúv.is.","summary":"Róbert Ísak Jónsson reið á vaðið fyrir hönd Íslands á Ólympíumóti fatlaðra. Hann komst í úrslit í 100 metra flugsundi og hafnaði í sjötta sæti á nýju Íslandsmeti. "} {"year":"2021","id":"147","intro":"Gríðarlegt öngþveiti ríkir við hliðið inn á alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan. Sumir þeirra Afgana sem hafa fengið hæli í öðrum löndum hafa hætt við að yfirgefa landið af ótta við aðgerðir Talibana á leiðinni út á flugvöllinn. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins hér á landi segir að náðst hafi samband við um fjörutíu manns. Einhverjum hafi tekist að komast inn á flugvöllinn.","main":"Embættismenn og fleiri hafa í alla nótt reynt að ná sambandi við þá Afgana sem stjórnvöld hyggjast bjóða hingað til lands. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins segir að staðan sé mjög erfið. Ringlulreið og hættuástand ríkir við hliðið inn á flugvöllinn í Kabúl.\nMikið öngþveiti ríkir við hliðið inn á alþjóðaflugvöllinn í Kabúl þangað sem tugþúsundir Afgana hafa flykkst í þeirri von að komast úr landi. Fólk fer fótgangandi um langan veg til að reyna að koma sér og börnum sínum undan Talibönum. Sumir troðast undir í mannmergðinni og fólk hefur orðið viðskila við börn sín. Bandarískir og breskir hermenn reyna af veikum mætti að tryggja öryggi fólks. Byssuhvellir heyrast þar og Talibanar berja fólk sem reynir að flýja landið. Í frétt breska ríkisútvarpsins kemur fram að sumir Afganar sem áttu að komast úr landi í dag, hafi hætt við þar sem þeir óttuðust um öryggi sitt á leiðinni á flugvöllinn. Talibanar hafa lýst yfir að þeir vilji ekki að Afganar fari úr landi. Rúmlega sjötíu þúsund Afganar hafa flúið land frá því Talibanar tóku völdin fyrir níu dögum.\nFjöldi Íslendinga, embættismenn og aðrir, hafa unnið að því í alla nótt að reyna að hafa uppi þeim Afgönum sem bjóða á hingað til lands en talið er það geti orðið allt að hundrað og tuttugu manns. Þetta eru meðal annars Afganar sem unnið hafa fyrir Atlantshafsbandalagið og hafa verið við nám hér á landi í Jafnréttisskóla Sameinuðu þjóðanna, sem nú heitir jafnréttisskóli Gró.\nSveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi í utanríkisráðuneytinu, segir flókið að reyna að koma afgönsku flóttamönnunum hingað til lands.\n..unnið t.d. í alla nótt að málinu.","summary":"Gríðarlegt öngþveiti ríkir við hliðið inn á alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan. Sumir þeirra Afgana sem hafa fengið hæli í öðrum löndum hafa hætt við að fara frá landinu af ótta við aðgerðir Talibana á leiðinni út á flugvöllinn. Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins hér á landi segir að náðst hafi samband við um fjörutíu manns. Einhverjum hafi tekist að komast inn á flugvöllinn."} {"year":"2021","id":"148","intro":"Öll spjót standa nú á Joe Biden Bandaríkjaforseta. Frakkar, Þjóðverjar og Bretar þrýsta á hann að framlengja loftbrúna frá Kabúl. Biden hefur sagt að Bandaríkjamenn fari frá Afganistan í lok mánaðarins. Varnarmálaráðherra Bretlands telur ólíklegt að fresturinn verði framlengdur.","main":"Nú er vika til stefnu, fólksflutningum frá Afganistan á að ljúka 31. ágúst. Enn er óljóst hvað margir komast úr landi áður en tímafresturinn rennur út..\nBandaríkjamenn hafa flutt 48 þúsund manns úr landinu og Bretar tæplega 8,500, þar af eru tæplega 5,200 Afganar.\nVarnarmálaráðherra Spánar, Margarita Robles , segir að ástandið í Afganistan fari versnandi og ljóst að Spánverjum takist ekki að flytja alla þá sem ætlað var úr landi. Hún segir í samtali við spænska útvarpsstöð að Talibanar færi sig upp á skaftið og þeir beiti ofbeldi sem er sýnilegra en áður. Robles segir að margir hafi átt í erfiðleikum að komast til Kabúl og þaðan sé flókið að komast inná flugvallarsvæðið.\nSpánverjar hafa flutt rúmlega 700 manns frá Afganistan en hafa ekki viljað gefa upp fjölda þeirra sem þeir ætluðu að koma úr landi. Varnarmálaráðherra Bretlands, Ben Wallace, telur ólíklegt að fresturinn verði framlengdur. Biden hefur staðið fastur á sínu og talsmaður Talibana sagði í gær að NATO-ríkin yrðu að vera farin í lok mánaðarins.\nMichelle Bachelet mannréttindastjóri Sameinuðu Þjóðanna lýsti í morgun þungum áhyggjum af stöðu kvenna í Afganistan og brýndi fyrir Talibönum að virða réttindi stúlkna og kvenna. Nasir Ahmad Andisha sendiherra Afganistans hjá Sameinuðu Þjóðunum krafðist þess að Sameinuðu Þjóðirnar sendu Talibönum skýr skilaboð um að brot á mannréttindum hefðu í för með sér alvarlegar afleiðingar.","summary":"Varnarmálaráðherra Bretlands telur ólíklegt að lengri frestur fáist til að framlengja loftbrúna frá Kabúl. Það skýrist væntanlega eftir fund sjö stærstu iðnríkja heims í dag."} {"year":"2021","id":"148","intro":"Setningarathöfn Ólympíumóts fatlaðra í Tókýó hófst í morgun og stendur athöfnin enn yfir. Sex íslenskir keppendur taka þátt í mótinu í ár.","main":"Fánaberar Íslands á setningarathöfninni eru þau Patrekur Andrés Axelsson, hlaupari, og Thelma Björg Björnsdóttir, sundkona. Keppni á mótinu hefst í nótt og fyrstur Íslendinga til að keppa er sundkappinn Róbert Ísak Jónsson en hann stingur sér til sunds í nótt í undanrásum í 100 metra flugsundi.\nAlls taka um 4.500 keppendur þátt í Ólympíumóti fatlaðra í Tókýo undir merkjum 162 fána. Afganski fáninn er á meðal þeirra fána sem gengið verður með inn á leikvanginn á setningarathöfninni en til stóð að Afganistan ætti tvo keppendur á mótinu. Nú hefur þó verið tilkynnt að hvorugur þeirra komist til Tókýó og mun því fulltúi sendinefndar flóttamanna halda á afganska fánanum í dag til tákns um samstöðu með afgönsku þjóðinni.\nHægt er að fylgjast með setningarathöfninni sem nú stendur yfir í beinni útsendingu á RÚV og á vefnum rúv.is\nAllur leikmannahópur karlaliðs Vals í handbolta er komin í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með COVID-19 smit í gær. Til stóð að hópurinn myndi fljúga til Króatíu á morgun þar sem liðið á að mæta króatíska liðinu RK Porec í tveimur leikjum í 1. umferð Evrópudeildarinnar á föstudag og laugardag. Ólíklegt er að lið Vals geti ferðast til Króatíu fyrir leikina og því verða þeir að treysta á að hægt sé að fresta leikjunum.\nTveir leikir fóru fram í efstu deild karla í fótbolta í gær. HK og Leiknir gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í Kópavogi og er lið HK því enn í fallsæti. Í Garðarbæ vann Stjarnan Fylki með tveimur mörkum gegn engu og tryggði liðið sér því þrjú mikilvæg stig í fallbaráttunni.\nÍ efstu deild kvenna fóru einnig tveir leikir fram í gær. Þróttur vann 1-0 sigur á Þór\/KA með marki frá Dani Rhodes og lið Þróttar er því áfram í þriðja sæti deildarinnar. Á Selfossi tóku heimakonur á móti ÍBV og unnur öruggan fjögurra marka sigur, 6-2.","summary":null} {"year":"2021","id":"148","intro":"Einn hefur verið lagður inn á Landspítala eftir að hafa tekið inn húðlyfið Soolantra. Það inniheldur virka efnið ivermektín. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að verið sé að kanna hvaða læknar hafi ávísað lyfinu og hvort það hafi aukist.","main":"Í yfirlýsingu Landlæknisembættisins og Lyfjastofnunar segir að áreiðanlegar heimildir séu fyrir því að sjúklingar með COVID-19 hafi lagt lyfið sér til munns.\nVið erum alla vega með eitt staðfest tilfelli þar sem viðkomandi var lagður inn, við teljum að þau séu fleiri\nen þetta er almenn viðvörun að lyfið sé alls ekki ætlað til inntöku,\"\nLyfið Soolantra hefur verið notað gegn húðsjúkdómnum rósroða og gagnast við bólum og þrymlum sem honum fylgja. Kremið ertir slímhúð og röng notkun getur valdið meðal annars útbrotum, krampa, ógleði, uppköstum og meðvitundarleysi. Rúna segir að hafi einhver innbyrt lyfið og finni fyrir aukaverkunum skuli sá hinn sami leita til læknis.\nVið töldum að þetta tilfelli sem kom inn til Landspítalans núna um helgina væri það alvarlegt\nað við þyrftum að bregðast við strax með þessum hætti.\"\nLyfið er lyfsseðilskylt og er embætti landlæknis fer nú yfir ávísanir á lyfið, hvaða læknar hafa ávísað því og hvort ávísunum hafi fjölgað. Vegna þessa hefur lyfið verið zeta-merkt hjá Lyfjastofnun.\nMeð zeta-merkingunni takmarkast hvaða sérfræðingahópar mega ávísa lyfinu og við erum búin að binda það,","summary":"Embætti landlæknis kannar nú hvort ávísunum á húðlyfið Soolantra hafi fjölgað að undanförnu. Einn hefur verið lagður inn á spítala eftir að hafa innbyrt kremið. Það inniheldur ívermektín sem oft er ranglega hampað sem lyfi gegn kórónuveirunni."} {"year":"2021","id":"148","intro":"Hjá Akureyrarbæ gilda ekki sameiginlegar sóttvarnareglur um skipulagningu skólastarfs. Hver skólastjórnandi er ábyrgur fyrir að fylgja þeim reglum sem ráðuneytið hefur sett.","main":"Grunnskólar hefja nú skólastarf á ný eftir sumarfrí. Karl Frímannsson, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir að hvorki skólarnir á Akureyri né í nágrenni bæjarins hafi sett sér sameiginleg viðmið í sóttvarnaráðstöfunum, líkt og gert var á höfuðborgarsvæðinu. Skólastjórnendum sé í raun falið að framfylgja þeim reglum sem mennta- og menningarmálaráðuneytið setti og útfærslurnar séu mismunandi.\nÞað eru ólíkar aðstæður í hverjum skóla. Við förum bara upp að þeim mörkum, það er við höldum óskertu skólastarfi en fylgjum náttúrulega reglunum.\nSkólastjórnendum finnst hins vegar mjög mikilvægt að grípa til allra þeirra aðgerða sem mögulegt er án þess að skerða skólastarf og það er eiginlega það sem okkur ber að gera, okkur ber að halda úti óskertu skólastarfi.\nKarl segir að skólastarfið leggist vel í starfsfólk sem sé einfaldlega orðið sjóað í að fylgja reglum og takmörkunum. Hann segist ekki verða var við að skólastjórnendur kvíði vetrinum.\nÉg finn það ekki. Ég er ítrekað búinn að spyrja skólastjórahópana hvort að sú staða sé uppi í skólunum. Það er mál manna að það sé ekki, við kunnum þetta, við kunnum að takast á við þetta.\nÉg held að fólk sé orðið meðvitað og öruggt í því sem það er að gera.","summary":null} {"year":"2021","id":"148","intro":"Flugmönnum flugfélagsins Play og fleiri starfsmönnum þess hefur verið boðin fastráðning í vetur gegn því að taka á sig allt að fimmtíu prósent launalækknun. Birgir Jónsson, forstjóri félagsins, segir ekki verið að setja starfsfólki afarkosti. Starfsfólk hafi sjálft stungið upp á því að dreifa vaktaálagi í vetur til þess að sumarstarfsmenn, sem ættu að ljúka störfum í haust, gætu haldið áfram að starfa fyrir Play þangað til umsvif félagsins aukast aftur næsta vor með flugi til Bandaríkjanna.","main":"Þetta er ekki tilboð frá okkur eða afarkostir sem við setjum okkar starfsfólki. Þegar ég heyrði þetta i síðustu viku fannst mér þetta dæmi um góðan starfsanda og teymishugsun hjá okkar starfsfólki. Það eru alls engin frávik frá okkar plönum eða afarkostir eða tilboð frá okkur. Mikið af þessu starfsfólki getur boðið sig fram í það. Eru í skóla eða með börn í skólum og þeirra aðstæður bjóða upp á það að lækka hlutfall sitt og það yrði þá til þess að\neinhver annar starfsmaður myndi ekki bara hætta heldur frá vinnu í vetur.","summary":null} {"year":"2021","id":"148","intro":"Ísland tekur á móti allt að 120 flóttamönnum frá Afganistan. Ríkisstjórnin samþykkti tillögu flóttamannanefndar þessa efnis á fundi sínum í morgun. Nefndin heldur áfram störfum og gæti lagt til að Ísland tæki á móti fleiri flóttamönnum, eftir því hvernig málum vindur fram í Afganistan.","main":"Þar verða sérstaklega í forgangi einstaklingar sem hafa starfað með Atlantshafsbandalaginu. Einstaklingar sem hafa verið í jafnréttisskólanum frá Afganistan og síðan ættingjar Afgana sem eru hér á landi. Það er að segja, það verður flýtt fjölskyldusameiningum. Þetta gera allt að 120 manns.\nsagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú fyrir hádegi. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segir að næstu skref séu að koma boðum til fólksins og hjálpa því að komast úr landi.\nVið erum líka að fara að skipa sérstakan aðgerðahóp sem á að starfa þarna næstu sólarhringa og daga til þess að reyna að skipuleggja hvernig er hægt að koma boðum til þessa fólks og hvernig hægt er að aðstoða það við flutning heim.\nFólkið verður flutt burt frá Afganistan í samvinnu við aðrar þjóðir, en íslensk stjórnvöld fylgjast áfram með stöðunni.\nSíðan verður áfram unnið að málinu og ríkisstjórnin og félagsmálaráðherra munu beina því til flóttamannanefndar að gera það og fylgjast um leið grannt með hvað önnur ríki eru að gera í þessum málum.\nÉg held að þetta séu skynsamar fyrstu tillögur miðað við ástandið sem þarna er. Flóttamannanefnd mun þurfa að starfa áfram og fara áfram yfir málið til þess að meta þetta dag frá degi og viku frá viku og það var samþykkt líka á fundinum.","summary":"Allt að 120 flóttamenn frá Afganistan eru væntanlegir hingað til lands. Flestir eru starfsmenn Atlantshafsbandalagsins og fjölskyldur þeirra, eða ættingjar Afgana sem eru hér á landi. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu flóttamannanefndar þess efnis."} {"year":"2021","id":"148","intro":"Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað til vinnustöðvunar eftir viku. Samninganefnd félagsins og fulltrúar Isavia hafa haldið fundi hjá ríkissáttasemjara án árangurs. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, segir að beri mikið í milli í deilunni.","main":"Það náðist ekki lending í gær. Þetta var fjórði fundurinn í röð sem er yfir tíu klukkutímar og það náðist ekki saman í gær og ber enn talsvert á milli og\nvið áttum bara þessa einu heimild eftir og það var ákveðið í gærkvöldi að nýta hana.\"\nFimm tima vinnustöðvun er boðuð þriðjudaginn 31. ágúst frá klukkan fimm að morgni til klukkan tíu. Arnar segir að einhugur sé um ákvörðunina.\nHún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Það var komin óþreyja í bæði trúnaðarráð og samninganefnd á lokametrunum\nþannig að ég tel að sé einhugur á bak við þetta,\"\nVinnustöðvunin nær til félagsmanna sem starfa hjá Isavia O-H-F, það er að segja flugumferðarstjóra á Keflavíkurflugvelli. Þó verður sjúkra- og neyðarflugi, ásamt flugi Landhelgisgæslunnar sinnt meðan á vinnustöðvuninni stendur.\nDeilan hefur hingað til strandað á útfærslu á vinnutíma flugumferðarstjóra en Arnar segir að breyting hafi orðið þar á.\nÞað hefur frekar færst yfir í útfærslu á lengd samnings og launahækkunum svona samhangandi frekar en vinnutíma þó einhver útfærsluatriði séu eftir í honum. Þá strandar það frekar á hinu í dag.\nMyndir þú segja að það væri ennþá langt á milli samningsaðila? Já talsvert.\"","summary":null} {"year":"2021","id":"149","intro":"Á fundi sjö stærstu iðnríkja heims á morgun verður þrýst á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, að hlutast til um að frestur til að flytja fólk frá Afganistan verði framlengdur. Stefnt hefur verið að því að herlið NATO verði farið úr landinu fyrir lok þessa mánaðar. Talsmaður Talibana segir frestinn ekki verða framlengdan.","main":"Frá því Talibanar marseruðu inn í Kabúl er talið að um 30 þúsund manns hafi verið flutt með herflugvélum frá Afganistan. Nú er aðeins rúm vika þar til Bandaríkjamenn hverfa á brott. Talsmaður Talibana, dr. Suhail Shaheen, sagði í samtali við fréttamann SKY að ekki kæmi til greina að framlengja frestinn til að koma fleira fólki úr landi. Hann segir að Bandaríkjamenn verði að vera farnir úr landi 31. ágúst. Bretar hafa komið rúmlega fimm þúsund og sjö hundruð manns frá Kabúl á þeim 10 dögum sem liðnir eru frá valdatöku Talibana, í þeim hópi eru 3.100 Afganar. Varnarmálaráðherrann, Ben Wallace, segir að Bretar yfirgefi Kabúl á sama tíma og Bandaríkjamenn.\nÁ næsta sólarhring er reiknað með því að 33 C-17 herflutningavélar fari frá flugvellinum í Kabúl, hver þeirra getur tekið um 400 farþega.\nEinn Afgani var drepinn og þrír særðir í skotbardaga á Kabúl-flugvelli í morgun í átökum afganskra varða og óþekktra árásarmanna.\nTalibanar eru sagðir elta uppi blaða- og fréttamenn sem hafa unnið fyrir vestræna fjölmiðla. Þýskir blaðamenn hafa sent Angelu Merkel ákall um hjálp líkt og danska blaðamannasambandið. Formaðurinn Tine Johansen segir að Danir þurfi að axla ábyrgð og bjarga þeim Afgönum \"sem hafa verið augu okkar og eyru\" í landinu í mörg ár. Þetta fólk hefur lagt mikið á sig og við getum ekki yfirgefið það núna, er haft eftir Johansen í danska útvarpinu. Talið er að um 20 Afganar hafi unnið fyrir danska fjölmiðla og dönsku blaðamannasamtökin vilja að þeir ásamt fjölskyldum verði komið úr landi. Danskir stjórnmálamenn taka undir með blaðamannasambandinu. Eva Flyvholm talsmaður Einingarlistans í utanríkismálum vill að dönsk stjórnvöld styði þá blaðamenn sem kjósa að verða eftir í Afganistan og vinna þar á laun.","summary":null} {"year":"2021","id":"149","intro":"Lyf þróað gegn kórónuveirufaraldrinum hefur fengið markaðsleyfi í Bretlandi. Lyfið er undanþágulyf hér á landi en Lyfjastofnun Evrópu mælir með notkun þess þó að markaðsleyfi hafi ekki fengist.","main":"Lyfið Ronapreve er blanda tveggja mótefna sem bindast broddprótíni kórónuveirunnar. Lyfið er talið hindra að kórónuveiran haldi áfram að sýkja frumur líkamans. Sýnt fram á að það dragi úr sjúkrahúsinnlögnum, segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar.\nÞað gæti meðal annars gagnast þeim sem hafa svarað bólusetningu illa\nen líka komið í veg fyrir að fólk þurfi að leggjast inn og endi mögulega á gjörgæslu,\nEvrópska lyfjastofnunin hefur gefið út yfirgripsmiklar notkunarleiðbeiningar og hefur lyfið verið í áfangamati hjá stofnuninni. Það hefur verið notað hér á landi í faraldrinum.\nÞað hins vegar hefur þá sérstöðu að Evrópska lyfjastofnunin hefur mælt með notkun þess þó það hafi ekki fengið markaðsleyfi af því það þykir hafa svo mikinn ábata.\nÞað er hverju landi í sjálfsvald sett að nota það.\nÍ faraldrinum hafa nöfn nokkra lyfja oft og tíðum heyrst og þau sögð lausnin á kórónuveiruvandanum. Má þar helst nefna hýdroxíklórókín og Ivermectin. Rúna segir miklar upplýsingar sem sýni fram á ábata Ronapreve hafa komið fram.\nÞað sem er munirinn á þessu og hinu er að það hafa komið fram upplýsingar sem sýna með óyggjandi hætti að það er ábati fyrir ákveðinn hóp af fólki\nog kemur í veg fyrir að fólk leggist inn og þurfi að dvelja þar lengi,","summary":null} {"year":"2021","id":"149","intro":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur vænlegast að fólk nýti PCR-próf og hraðpróf sem heilbrigðisstarfsmenn framkvæma, frekar en svokölluð sjálfspróf. Þau geti nýst í einhverjum tilvikum, en næmni þeirra sé misgóð og þau geti veitt falskt öryggi. Hann telur að rými gæti verið til að breyta sóttvarnareglum.","main":"Það er bara frumskógur af prófum og þau eru öll mismunandi. Þannig að það þurfa einhvern veginn að vera leiðbeiningar um notkunina. Þess vegna held ég að það þurfi að hvetja fólk til að nýta sér þessi próf sem eru í boði, PCR-próf og antigen-próf. Aðgengi að þeim er mjög gott. Vissulega geta hin prófin komið að gagni þar sem aðgengi er lítið. Í svona undantekningartilvikum.\nGildandi reglugerð um samkomutakmarkanir rennur út á föstudag. Þórólfur segist muni skila minnisblaði með tillögum um aðgerðir á allra næstu dögum. Þær muni taka mið af þeirri framtíðarsýn til næstu mánaða sem hann lagði til í síðustu viku. Sú framtíðarsýn var nokkuð samhljóma gildandi reglum. Almenn fjöldatakmörk sem gætu miðast við 200 manns, eins metra nándarregla, grímuskylda við ákveðnar aðstæður og lokun veitinga- og skemmtistaða klukkan ellefu.\nHann segir þó að rými sé til að slaka eitthvað á reglunum.\nHvenær er von á minnisblaði frá þér?\nBara fljótlega. Og heldurðu að það verði eitthvað slakað á.\nTja ég mun bara reyna að vera sjálfum mér samkvæmur í þeirri framtíðarsýn sem ég hef birt. Ég held að við getum gert ýmislegt til að gera allt þetta þægilegra fyrir alla.","summary":"Sóttvarnalæknir hvetur fólk til að nýta sér PCR-próf og hraðpróf sem heilbrigðisstarfsmenn framkvæma, frekar en svokölluð sjálfspróf. Aragrúi ólíkra sjálfsprófa sé til og næmni þeirra misgóð. Þau geti veitt falskt öryggi. Hann skilar á næstu dögum minnisblaði um framhald sóttvarnaaðgerða innanlands."} {"year":"2021","id":"149","intro":"Sú alhæfing að hjúkrunarheimili séu geymslustaðir fyrir aldraða eru mikil vonbrigði, segir formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann telur hins vegar að reglur um þjónustuna þurfi að vera einfaldari. Til dæmis þurfi að fækka þeim stöðum þangað sem fólk þarf að leita eftir aðstoð.","main":"Samir Sinha, forstöðumaður öldrunarlækninga við Sinai-sjúkrahúsið í Kanada, sagði í fréttum RÚV í gærkvöld að Ísland stæði sig einna verst allra landa í ráðstöfun fjár í heilbrigðisþjónustu eldra fólks. Of lítið fari í heimaþjónustu og eldra fólk sé í stórum stíl sett í geymslu inni á hjúkrunarheimilum.\nBjörn Bjarki Þorsteinsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, segir síðastnefndu ummælin vonbrigði. Hjúkrunarheimilin hafi þvert á móti haft það orð á sér að sinna skjólstæðingum sínum af kostgæfni.\nVið höfum líka, og stjórnvöld eiga heiður að því, verið að endurbæta og stórbæta húsakost hjúkrunarheimilanna víðast hvar. Þannig að ég verð að lýsa yfir vonbrigðum með þessa alhæfingu að hjúkrunarheimili á Íslandi séu geymslurými.\nHann nefnir sem dæmi að nánast sé búið að útrýma tvíbýli í herbergjum. Björn Bjarki er hins vegar sammála því að bæta þurfi þjónustu við aldraða sem búa heima hjá sér.\nOg við þurfum líka að einfalda regluverkið í kringum það því að sveitarfélögin eru að sinna einu og ríkisvaldið öðru, til dæmis í gegnum heilsugæsluna. Ég hef stundum nefnt sem dæmi að þeir sem búa heima og þurfa aðstoða við að þrífa heima hjá sér þeir leita til sveitarfélaganna, en til ríkisvaldsins ef þeir þurfa aðstoð við að baða sjálfa sig heima. Þannig að þetta er mjög þörf umræða og við fögnum henni mjög.","summary":"Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu vísar því á bug að hjúkrunarheimili séu geymslustaðir fyrir aldraða, eins og kanadískur sérfræðingur fullyrti í gær. Nauðsynlegt sé hins vegar að einfalda regluverk í kringum þjónustu við aldraða."} {"year":"2021","id":"149","intro":"Landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, hefur greinst með COVID-19. Félagslið hans, Al Arabi, er statt í æfingabúðum á Spáni.","main":"Sagt var frá smiti Arons í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag en þar kemur fram að hann hafi smitast fyrir nokkrum dögum og sé nú í einangrun á hótelherbergi. Fram undan eru mikilvægir leikir landsliðsins í undankeppni HM en liðið mætir Rúmeníu 2. september, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskalandi 8. september. Ekki hefur þó verið tilkynnt um landsliðshópinn sem fer í þessi verkefni. Allir leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV.\nSpennan er orðin gífurleg á toppi úrvalsdeildar karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur Víkings á Val í gærkvöld. Valur og Víkingur eru nú á toppi deildarinnar með jafn mörg stig. Víkingar voru sterkari aðilinn í leiknum framan af og komust nokkuð sanngjarnt yfir á 23. mínútu með marki frá Kwame Quee. Aðeins fimm mínútum seinna skoraði Viktor Örlygur Andrason með sannkölluðu einstaklingsframtaki eftir að hafa fengið boltann á miðjunni og komist fram hjá varnarmönnum Vals, staðan orðin 2-0 fyrir Víking og þannig var hún í hálfleik. Hasarinn hélt áfram í seinni hálfleik en ekki kom mark fyrr en á lokasekúndum leiksins þegar Kaj Leo Bartalsstovu náði að klóra í bakkann fyrir Valsmenn. Ekki var þó tími fyrir fleiri mörk og Víkingar sóttu mikilvæg stig.\nValur og Víkingur eru þar með jafn mörg stig á toppi deildarinnar með 36 stig en Valsmenn sitja á toppnum vegna betri markatölu. Blikar eru í þriðja sæti með 35 stig og eiga leik til góða en þeir mæta KA í annað sinn á innan við viku næsta miðvikudag í frestuðum leik og gætu með sigri komist á toppinn.\nÓlympíumót fatlaðra hefst á morgun með glæsilegri opnunarhátið. Sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir og hlauparinn Patrekur Andrés Axelsson verða fánaberar Íslands á setningarathöfninni sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV klukkan 11 í fyrramálið. Íslensku keppendurnir hefja svo leika strax aðra nótt þegar Róbert Ísak Jónsson stingur sér til sunds í undanrásum 100 metra flugsundsins, aðfaranótt miðvikudags.","summary":"Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, hefur samkvæmt heimildum hlaðvarpsþáttarins Dr. Football, greinst með COVID-19. Framundan eru mikilvægir landsleikir í undankeppni HM. "} {"year":"2021","id":"149","intro":"Umhverfisstofnun leggur til að fjörur verði gengnar í Seyðisfirði til að meta umfang olíumengunar frá breska tankskipinu El Grillo. Flotgirðing sem dregur í sig olíu verður lögð út yfir flakinu á næstu dögum og fundað verður með stjórnvöldum um framtíðarlausn.","main":"Seyðisfjarðarhöfn ætlar að ráðast í bráðaðgerðir til að fanga olíu sem lekur úr breska tankskipinu El Grillo. Til skoðunar er að leita að varanlegri lausn til að olíuleki frá skipinu verði ekki árviss viðburður sem hindri uppbyggingu laxeldis.\nFulltrúar Umhverfisstofnunar og umhverfisráðuneytis funduðu með Seyðisfjarðarhöfn og sveitarstjóra Múlaþings fyrir helgi og ræddu mögulegar aðgerðir vegna olíulekans. Sigurrós Friðriksdóttir er teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.\nÞað var tilefni fundarins að ræða til hvaða aðgerða væri hægt að grípa núna sem fyrst og hugmyndin er að skoða nánar hvort hægt er að gera svipað og gert var í fyrra, sem sagt að setja út girðingu með ísogsefni sem myndi þá að minnsta kosti fanga töluverðan hluta af þeirri olíu sem er að koma upp. En síðan er alveg ljós að það þarf að fara í aðgerðir sem eru varanlegri og það verður skoðað nánar í þessari viku þegar skýrsla Landhelgisgæslunnar um köfunina frá því í síðustu viku liggur fyrir. Það þarf að skoða hvað hægt er að gera til að þetta verði ekki, eða reyna að koma í veg fyrir að þetta verði árlegur viðburður. Það er ljóst að þetta er ekki viðunandi ástand.\nSamkvæmt upplýsingum frá Seyðisfjarðahöfn verður flotgirðing með ísogspylsum hengd í bauju sem er yfir flakinu. Höfnin áréttar að ástandið nú sé ekki jafn slæmt og í fyrra. Hafnarstarfsmenn hafi ekki fundið dauða eða olíublauta fugla í ár en mikilvægt sé að finna varanlega lausn. Umhverfisstofnun leggur til við höfnina að fjörur verði gengnar í Seyðisfirði til að meta mengun. Til skoðunar er hvort starfsmenn frá Umhverfisstofnun fari austur til aðstoðar.\n(Nú eru áform um talsvert laxeldi í Seyðisfirði, er ekki ljóst að það er ekki hægt að leyfa laxeldi í firði þar sem olía flýtur á yfirborðinu?) Ég vil kannski ekki vera að tjá mig mikið um framtíðaráform í laxeldi í Seyðisfirði en það er nokkuð ljóst að viðvarandi mengun í firðinum er ekki ástand sem menn geta sætt sig við.","summary":"Umhverfisstofnun hefur lagt til að fjörur verði gengnar í Seyðisfirði til að meta umfang olíumengunar frá breska tankskipinu El Grillo. Flotgirðing sem dregur í sig olíu verður lögð út yfir flakinu á næstu dögum og fundað verður með stjórnvöldum um framtíðarlausn."} {"year":"2021","id":"150","intro":"Fellibylurinn Henri stefnir hraðbyri að ströndum New York-ríkis í Bandaríkjunum. Búist er við að bylurinn sjálfur taki land á Long Island um klukkan 16 í dag að íslenskum tíma. Gangi það eftir verður Henri fyrsti fellibylurinn á Nýja Englandi í 30 ár. Óveðrið var þegar farið að láta til sín taka þegar stöðva þurfti útitónleika í gærkvöld.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"150","intro":"Lögum um barneignir var breytt í Kína á föstudag en í fyrsta sinn í ríflega fjörtíu ár mega Kínverjar eignast allt að þrjú börn.","main":"Sex ár eru síðan lögum um barneignir var síðast breytt í Kína. Þá var gefið leyfi fyrir því að foreldrar eignuðust tvö börn. Það var breyting á ríflega 40 ára gömlum lögum sem sett voru í Kína árið 1979 í tilraunum stjórnvalda til að hægja á fjölgun fjölmennustu þjóðar heims. Það er talið hafa tekist upp að vissu marki, og útreikningar sérfróðra segja að komið hafi verið í veg fyrir um 400 milljón barnsfæðingar á þessum tæpu 40 árum sem reglan var í gildi. Viðurlög við því að eignast fleiri en eitt barn voru allt frá sektum og atvinnumissi og til þvingaðra fóstureyðinga.\nReglurnar stuðluðu einnig af miklu ójafnvægi kynjanna, þegar fólk mátti bara eiga eitt barn töldu margir vænlegra að eiga son en dóttur. Þeir væru líklegri til að viðhalda ættarnafni fjölskyldunnar og sömuleiðis líklegri til að halda foreldrum sínum uppi þegar aldurinn færist yfir.\nKína er þó enn er fjölmennasta ríki heims en kínverska þjóðin er nú að eldast og fæðingartíðni hefur dregist mikið saman undanfarin ár. Tólf milljón börn fæddust í Kína í fyrra, sem er 18% færri börn en fæddust árið þar á undan. Því var það ákveðið á kínverska þinginu á föstudag að Kínverjar megi nú eignast þrjú börn, ef þeir geta og vilja.","summary":"Í fyrsta sinn í ríflega fjörtíu ár mega Kínverjar eignast allt að þrjú börn. Lögum um barneignir var breytt þar í landi á föstudag. "} {"year":"2021","id":"150","intro":"Hröð útbreiðsla Delta afbrigðis kórónuveirunnar á heimsvísu ógnar enn og aftur efnahagsbata í heimshagkerfinu. Olíuverð hefur hríðfallið á undanförnum viknum og bílaframleiðendur eru í vanda vegna skorts á aðföngum.","main":"Við erum að sjá ótta um truflanir á framleiðslukeðjum og efnahagsstarfsemi eitthvað í líkingu við það sem var fyrr á árinu.\nsegir Jón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Áhrif Delta afbrigðisins sjást víða. Eftirspurn hefur ekki haldist í hendur við væntingar sem meðal annars hefur orsakað mikla verðlækkun á olíu á heimsmarkaði undanfarnar vikur. Hefur verðið á ekki verið lægra í þrjá mánuði.\nBílaframleiðeindur eru einnig í vanda, en þar er vandamálið ekki skortur á eftirspurn heldur skortur á aðföngum, á svokölluðum hálfleiðurum nánar tiltekið. Þeir eru aðallega framleiddir í Asíu og hefur útbreiðsla Delta afbrigðisins raskað framleiðslu og framkallað skort. Margir af stærstu bílaframleiðendum heims hafa tilkynnt um að þeir neyðist til að draga úr framleiðslu og þarf Toyota, stærsti bílaframleiðandi heims, að minnka framleiðslu sína um 40 prósent.\nÁstandið hefur sömuleiðis valdið mikilli styrkingu dollars. Miðgengi seðlabanka Íslands í dag er 128 krónur en var í byrjun sumars 121 króna. Á sama tíma hefur krónan haldist stöðug gagnvart öðrum myntum. Auk útbreiðslu Delta afbrigðisins hafa atburðir liðinna vikna í Afganistan þrýst á styrkingu dollarsins.\nÞetta hefur allt áhrif til þess að hvetja til ótta í öryggi eins og svo er kallað og dollarinn nýtur oft góðs af svoleiðis ótta. Þykir náttúrlega gríðarlega örugg eign að hafa og seljanleiki hans er náttúrlega meiri en nokkurs annars eigna flokks.","summary":"Útbreiðsla Delta afbrigðis kórónuveirunnar ógnar bata heimshagkerfisins. Olíuverð hefur hríðfallið á undanförnum vikum, bílaframleiðendur fá ekki aðföng og fjárfestar flykkjast í bandaríkjadollar. "} {"year":"2021","id":"150","intro":"Formaður félags grunnskólakennara segir að hólfa þurfi niður skóla til að koma í veg fyrir smit og sóttkví skólabarna. Margar áskoranir bíði kennara og foreldra fyrir komandi skólavetur. Á morgun hefst bólusetning 12-16 ára barna í Laugardalshöll. Hún er þegar hafin víða á landsbyggðinni.","main":"Nýjar reglur um sóttkví barna á leik og grunnskólaaldri voru kynntar í gær. Samkvæmt þeim er reynt að fækka þeim börnum sem þurfa að fara í sóttkví ef smit kemur upp í nemendahópnum. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara segist hafa blendnar tilfinningar gagnvart reglunum. Það hafa verið ærið tilefni til að skýra hugtök um það hvernig eigi að haga skólastarfi við þessar aðstæður.\nÞessi tilmæli eru ekki einungis til skóla og það er ljóst að það verður ekki hægt að halda úti skólastarfi og koma í veg fyrir að fjöldinn allur af börnum fari í sóttkví nema að til komi veruleg hólfun í skólastarfinu.\nHún segir að það sé erfiðast að eiga við samblöndun meðal yngstu barnanna og komi til þess að þau smitast þurfa foreldrar að annast þau og fara þar með í sóttkví. Markmiðið sé að minnka veikindi og útbreiðslu..\nOg þetta eru þær áskoranir sem kennararnir standa frammi fyrir þegar þeir eru að taka á móti börnunum á mánudaginn, flestir hverjir. Það varð til þess að það þurfti enn frekar að fara að skilgreina hverjir eru í miklum samskiptum, hverjir eru í daglegum samskiptum. Þetta er ákveðið flækjustig sem hefði verið gott að fá fram með þessum hætti skýrara fyrr. Þetta er ekki áskorunarlaust, hvorki fyrir kennara né foreldra.\nHeldurðu að þetta séu nógu harðar aðgerðir til að tempra smit og draga úr útbreiðslu? Ég vona það besta en óttast það versta það er þannig. Ég vonast til þess að allir taki þeim tilmælum sem búið er að halda á lofti mjög lengi, að 200 manna samkomur eru til spari, þær eru ekki eitthvað sem á að vera alla jafna.","summary":"Formaður félags grunnskólakennara segir að hólfa þurfi niður skóla til að skólastarf geti gengið. Miklar áskoranir blasi við næsta skólavetur. Bólusetningar barna hefjast á morgun. "} {"year":"2021","id":"150","intro":null,"main":"Stefan Löfven hefur boðað afsögn sína sem forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Jafnaðarmannaflokksins í haust. Þetta tilkynnti hann í ávarpi í morgun. Flokksþing Jafnaðarmannaflokksins fer fram í nóvember og þar ætlar hann að hætta sem formaður flokksins.\nÁrið hefur verið róstursamt hjá Löfven. Í júní samþykkti meirihluti á sænska þinginu vantrauststillögu á ríkisstjórn hans. Kveikjan að vantrauststillögunni var umdeild ákvörðun ríkisstjórnarinnar að aflétta hömlum á leiguverði nýs íbúðarhúsnæðis. Löfven sagði af sér en fékk skömmu síðar umboð til að mynda nýja ríkisstjórn. Það tókst með naumindum í byrjun júlí.","summary":"Stefan Löfven hefur boðað afsögn sína sem forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Jafnaðarmannaflokksins í nóvember. Þetta tilkynnti hann í ávarpi í morgun. "} {"year":"2021","id":"150","intro":"Smábátasjómenn á Húsavík vilja að veiðar með dragnót verði óheimilar á Skjálfandaflóa. Þeir segja að það sé nauðsynlegt til verndunar fiskistofnum í flóanum.","main":"Smábátasjómenn á Húsavík óska eftir að byggðarráð Norðurþings banni veiðar með dragnót á Skjálfanda vegna þeirra neikvæðu áhrifa sem veiðarnar hafi á fiskistofna. Haukur Eiðsson smábátasjómaður segir svo komið að hrygningarstofn ýsu á Skjálfandaflóa sé alveg hruninn og stórtækar veiðar með dragnót hafi þar mikil áhrif.\nVið erum að tala um núna, að núna eru 300 tonna bátar og þeir hamast bæði á hrygningarblettinum á vorin á þessum flóum og\nfjörðum hér og þetta er svo gríðarlegt afl og tíföld stærð miðað við hvað var.\nÁ síðasta ári breytti sjávarútvegsráðherra reglugerð sem skyldaði dragnótarbáta til að halda sig innan ákveðinna svæða. Nú geta þessir bátar flakkað á milli veiðihólfa.\nSem varð til þess að hér lágu fimm öflugustu dragnótarbátar landsins í allt fyrra haust\nog útrýmdu ýsuhrygningarstofninum hér í Skjálfanda meðal annars, fóru langt með það.\nÍ sumum flóum hafa sveitarstjórnir fengið samþykkt að lokað verði fyrir þessum stóru bátum og hafi netarallið komið mun betur út í þeim. Sveitarstjóranum í Norðurþingi hefur verið falið að koma á fundi með sjávarútvegsráðherra hið fyrsta til að fara yfir málið.\nHvað svo sem kemur út úr því. En sem ráðherra hlýtur maður að vilja að ganga þannig frá málunum að reyna að láta þetta eflast\nog okkur finnst ekkert menn vera að bregðast við til að reyna að hjálpa þessu.","summary":null} {"year":"2021","id":"150","intro":"Kórarnir í Hallgrímskirkju þögnuðu i vor vegna deilna þáverandi kantors og sóknarnefndar. Nú er blásið til sóknar og nýr kórstjóri safnar liði.","main":"Nýstofnaður Hallgrímskirkjukór auglýsir þessa dagana eftir söngfólki. Enginn kór hefur við kirkjuna í um þrjá mánuði.\nEnginn kór hefur verið starfandi í Hallgrímskirkju frá því í vor þegar upp komu deilur milli Harðar Áskelssonar, starfandi kantors og organista, og sóknarnefndar. Tveir kórar störfuðu þá í kirkjunni og fylgdu þeir Herði báðir þegar hann lét af störfum við kirkjuna eftir nær fjörutíu ára starf. Steinar Logi Helgason, organisti og kórstjóri, hefur nú verið ráðinn í hans stað og ætlar að halda kórprufur í lok ágúst. Hann segir vel ganga að boða fólk í prufur og það laði eflaust tónlistarunnendur að kórnum að hann muni starfa í Hallgrímskirkju sem sé vel þekkt fyrir fallega tónlist bæði í helgihaldi og á tónleikum.\nMarkmiðið er í rauninni að byrja aftur frá grunni við að stofna stóran og flottan kirkjukór í Hallgrímskirkju sem verður vonandi með tíð og tíma leiðandi afl í íslensku tónlistarlífi.","summary":"Kórarnir í Hallgrímskirkju þögnuðu i vor vegna deilna þáverandi kantors og sóknarnefndar. Nú er blásið til sóknar og nýr kórstjóri safnar liði."} {"year":"2021","id":"150","intro":"Spennan er orðin mikil í toppbaráttunni í úrvalsdeild karla í knattspyrnu eftir sigur Breiðabliks á KA í gær. Stórleikur fer fram í deildinni í kvöld.","main":"Breiðablik og KA mættust á Kópavogsvelli í gærkvöld en liðin voru fyrir leikinn í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Blikar byrjuðu betur og það var Gísli Eyjólfsson sem kom heimamönnum yfir með skoti sem fór í slánna og inn. Blikar því yfir 1-0 í hálfleik. Bæði lið áttu ágætis spretti í seinni hálfleik en Viktor Karl Einarsson sem tryggði Blikum sigurinn með marki á 73. mínútu, lokatölur 2-0.\nBreiðablik er þar með komið með 35 stig og er aðeins einu stigi frá Val sem er með 36 stig á toppi deildarinnar. Víkingur er með 33 stig í þriðja sæti og KA er í fjórða sætinu með þrjátíu stig. Öll liðin hafa spilað 17 leiki og því ljóst að loka umferðirnar verða æsispennandi. Víkingur og Valur mætast á Víkingsvelli í kvöld en vinni Víkingur geta þeir jafnað Val að stigum á toppnum.\nKvennalið Breiðabliks mun mæta króatísku meisturunum Osijek í annarri umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið er góðkunningi Íslands en það tapaði fyrir Stjörnunni í undankeppni Meistaradeildarinnar tímabilið 2017-18. Leikið verður heima og að heiman og Blikakonur munu byrja á því að fara til Króatíu áður en þær fá þær króatísku í heimsókn. Leikdagarnir verða 31. ágúst eða 1. september og 8. eða 9. september. Sigurliðin úr þessum viðureignum í annarri umferð munu komast áfram í riðlakeppni Meistaradeildarinnar þar sem ríkjandi meistararnir í Barcelona hafa þegar tryggt sér sæti, auk Paris Saint-Germain, Bayern Munchen og Chelsea.\nSpretthlauparinn Elaine Thompson-Herah frá Jamaíku hljóp 100 metra á næst hraðasta tíma sögunnar, 10,54 sekúndum, á Demantamóti í Eugene í Bandaríkjunum í gærkvöld. Thompson-Herah er nýkrýndur Ólympíumeistari í greininni en tími hennar í gær er aðeins fimm hundruðustu úr sekúndu frá heimsmeti Florence Griffith-Joyner sem er 10,49 sekúndur og var sett árið 1988.","summary":"Mikil spenna er hlaupin í toppbaráttuna í úrvalsdeild karla í fótbolta eftir sigur Breiðabliks á KA í gær. "} {"year":"2021","id":"150","intro":"Talið er að hið minnsta tuttugu hafi látist í öngþveitinu á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan undanfarna vikuna. Brotthvarf alþjóðastofnana eykur enn á atvinnuleysi í Afganistan, þar sem einn af hverjum þremur íbúum landsins býr við hungur.","main":"Sky fréttastöðin hefur eftir starfsmanni Atlandshafsbandalagsins að hið minnsta 20 hafi látist í ringulreiðinni í og við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl síðastliðna vikuna. Fólk freistar þess í örvæntingu að komast um borð í þær örfáu flugvélar sem Bandaríkin og aðrar þjóðir NATO senda eftir sínu fólki á staðnum.\nEnda ástandið var ástandið víða erfitt í Afganistan áður en Talíbanar náðu þar völdum fyrir viku síðan. Talið er að þriðji hver Afgani búi við hungur og að um tvær milljónir barna í landinu eigi alvarlega vannæringu á hættu. Þar eins og víðar sækist baráttan við kórónuveiruna seint. Þá var hveitiframleiðsla í landinu 40% minni í ár en áætlað var vegna mikilla þurrka.\nBrynja Huld Óskarsdóttir er öryggis- og varnarmálafræðingur.\nÞví miður blasir við okkur frekar stór mannúðarkrísa sem byrjar núna með kvelli þessa fystu viku en maður óttast að það sem framundan sé sé annars vegar nokkurs konar ógnarstjórn Talíbana, og hins vegar, og það gleymist stundum svolítið í umræðunni, að Afganistan er mjög fátækt land. Það hefur ekki bara verið viðvera erlends herliðs þarna undanfarin ár heldur einnig alls kyns hjálparsamtaka og þróunarsamvinnustofnunar, sem núna geta ekki starfað í landinu því ástandið er svo ótryggt og óöruggt.\nÞegar þessar stofnanir fara þá hættir auðvitað þróunarsamvinna, en það sem gerist líka er að fólk sem hefur verið að vinna í opinberum stöðum, fólk sem hefur verið að vinna fyrir alþjóðastofnanir, hjálparstofnanir og frjáls félagasamtök það er ekki lengur með vinnu. Þá kemur upp fátæktarvandamálið og það verður risastórt vandamál. Að ógleymdum þeim punkti að Afganistan er eitt af þeim tíu löndum í heiminum sem verður hvað verst úti í loftslagsbreytingum. Þannig að þetta er ótrúlega fjölþætt og því miður frekar svört mynd sem blasir við.","summary":"Brotthvarf alþjóðastofnana eykur enn á atvinnuleysi í Afganistan, þar sem einn af hverjum þremur íbúum landsins býr við hungur. Talið er að hið minnsta tuttugu hafi látist í öngþveitinu á alþjóðaflugvellinum í Kabúl undanfarna vikuna."} {"year":"2021","id":"151","intro":"Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, heitir því að koma öllum Bandaríkjamönnum og samstarfsmönnum þeirra heim, þó ferðin gæti reynst hættuför. Sjöunda daginn í röð eru allir bankar í Afgainstan lokaðir.","main":"Fjörtíu kíómetra löngum múr hefur verið komið upp á landamærum Grikklands og Tyrklands. Þar hafa grísk stjórnvöld sömuleiðis látið koma upp eftirlitsmyndavélum. Tilgangurinn er að hefta för mögulegra flóttamanna, sem reyni að komast til Evrópu á flótta frá Afganistan. Ráðherra flóttamannamála í Grikklandi sagði fyrr í vikunni að landið yrði ekki hlið fyrir ólöglega innflytjendur frá Afganistan inn í Evrópu.\nUpplausnarástand er í Afganistan eftir að Talibanar komust þar aftur til valda í síðustu viku, eftir 20 ára hlé. Mikil ringulreið ríkir enn á alþjóðaflugvellinum í Kabúl. Bandaríska sendiráðið afréð nú í hádeginu öllum Bandaríkjamönnum frá því að fara á flugvöllin nema hafa til þess tilskipun frá bandarískum stjórnvöldum.\nJoe Biden, forseti Bandaríkjanna hét því í ávarpi í gær að öllum Bandaríkjamönnum sem vilja komast heim frá Afganistan, verði komið heim. Ferðin gæti þó verið hættuleg og Biden sagðist ekki geta lofað því að þær aðgerðir væru án fórnarkostnaðar.\nMake no mistake, this evacuation mission is dangerous and involves risks to our armed forces and it's being conducted under difficult circumstances. I cannot promise what the final outcome will be or what it will be, that it will be without risk of loss. But as commander in chief, I can assure you that I will mobilize every resource necessary.\nBiden sagði að hann myndi reyna allar leiðir til að ná þessu markmiði. Aðstoðin næði líka til þeirra sem starfað hafa með eða fyrir bandaríska herinn í Afganistan á meðan á hersetunni stóð.\nÍbúar landsins, sem hvorki unnu fyrir Bandaríkjaher né önnur ríki og alþjóðastofnanir á meðan á tuttugu ára hersetunni stóð, reyna sömuleiðis að fóta sig í nýjum veruleika í heimalandinu. Sjöunda daginn í röð eru allir bankar í landinu lokaðir. Fólk getur því hvorki tekið úr peninga sína né tekið á móti fjárstuðningi frá vinum og ættingjum sem vilja rétta fólki í Afganistan hjálparhönd.","summary":"Grikkir herða nú eftirlit á landamærum sínum að Tyrklandi vegna flóttafólks sem reynir að komast frá Afganistan. Bandaríkjaforseti heitir því að koma öllum hermönnum sínum og samstarfsmönnum þeirra heim frá Afganistan en varar við því að ferðin gæti reynst hættuför. "} {"year":"2021","id":"151","intro":"Stundum er ástand eldra fólks hættulegt starfsfólki heimahjúkrunar vegna ölvunar og partístands. Svæðisstjóri heimahjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að eldra fólk í þessari stöðu sé gjarnt á að detta og brjóta sig og glími við næringarskort.","main":"Afar erfitt getur við verið að koma eldra fólki sem glímir við alkóhólisma til aðstoðar, segir svæðisstjóri heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Geðdeild Landspítalans taki ekki við drukknu fólki og Vogur taki ekki við fólki sem þarf mikla aðstoð við daglegar athafnir.\nHeilbrigðisþjónusta fyrir eldra fólk var til umræðu á Heilbrigðisþingi í gær. Sigrún Kristín Barkardóttir, svæðisstjóri heimahjúkrunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, lýsti því starfsdeginum sínum.\nÞegar starfsfólk fer í vitjanir þá veit það í rauninni aldrei hvað bíður þeirra hinu megin við dyrnar. Það er bara þannig. Við reynum að undirbúa okkar starfsfólk undir það að það getur einhver hafa dottið, það getur einhver hafa dáið, það getur einhver verið á gólfinu og verið búinn að liggja þar alla nóttina. Það er allt.\nSumt af því eldra fólki sem heimahjúkrun sinnir eru ölvað þegar bankað er upp á.\nVið erum með skjólstæðinga sem eru háðir lyfjum og eru áfengissjúklingar og hvorki vilja jafnvel hætta því eða breyta því.\nÞað er allt sem herjar á þenna hóp. Það er næringarskortur af því að það borðar ekki. Það er hætta á föllum og að slasa sig ekki. Það er engin líkamleg umhirða eða andleg eða félagsleg. Þannig að þú ferð hratt niður á við í þessu ástandi.\nStundum þegar starsfólk heimahjúkrunar kemur eru margir inni á heimilinu ölvaðir.\nÞegar aðstæður eru þannig að fólk er drukkið heima, þá förum við ekki inn í aðstæður sem geta verið okkar starfsfólki hættulegar. Þannig að þar sem við vitum að aðstæður geta verið slæmar þá förum við tvær. Ef það er ógn af öðru fólki í annarlegu ástandi þá bökkum við út. Vissulega höfum við alltaf möguleika á að hringja í lögregluna og kalla eftir aðstoð. En í ákveðnum tilfellu þá er þetta trekk í trekk, daglegt brauð, hjá ákveðnum einstaklingum.\nSigrún segir að þau má séu unnin í samvinnu við félagsþjónustuna en erfitt geti verið að koma fólki til aðstoðar sem jafnvel vill ekki þiggja hjálp.\nGeðdeildin vill ekki fá fólk drukkið og Vogur tekur ekki fólk í afvötnun sem er þungt hjúkrunarlega, þarf mikla þjónustu.","summary":"Stundum er ástand eldra fólks hættulegt starfsfólki heimahjúkrunar vegna ölvunar og partístands. Svæðisstjóri heimahjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að eldra fólk í þessari stöðu sé gjarnt á að detta og brjóta sig og glími við næringarskort."} {"year":"2021","id":"151","intro":"Berjaspretta er með besta móti víða um landið í ár. Kuldi framan af vori setur sumstaðar strik í reikninginn. Þó að samkomutakmarkanir séu í gildi er hægt að eiga notalegar stundir í guðs grænni náttúrunni, áhyggjulaus.","main":"Margir hafa það sem sið að leggjast út í brekkur og tína ber á þessum árstíma og geyma til vetursins. Þeir sem tína eiga misgott með að standast freistinguna að stinga uppskerunni upp í sig. Sigurbjörg Snorradóttir hefur um árabil þrætt berjalyng landsins. Henni lýst vel á berjaárið.\nFólk þarf bara að hafa svolítið fyrir því að leita núna. Það gengur ekki alveg að þessu vísu. Það er víðast hvar mjög stór og falleg ber og ótrúlega mikið af bláberjum í ár.Ég veit að það er yfirleitt algjört hernaðarleyndarmál en hvar eru bestu berjalöndin? Sko það er rosalega víða fyrir vestan óskaplega fallegar slóðir sem hægt er að tína á og norðan líka.\nKuldi framan af vori setur strik í reikninginn sumstaðar, þá sérstaklega á aðalbláberin en á heildina litið segir Sigurbjörg að berjaspretta sé með mesta móti. Þurrt og sólríkt sumar norðan og austanlands hafði einnig áhrif, vætuna skorti. Næturdögg af þoku undanfarið hefur hleypt nýju lífi í berin.\nOg berjatínsla fellur vel að þeim samkomutakmörkunum sem eru í gildi í samfélaginu.\nÞetta er svo mikil víðátta. Maður hittir kannski 2-3 í mónum í einu, það er ekki meira. Þannig að fólk getur gert sér glaðan dag? Algjörlega og nýtt sér náttúruna.","summary":null} {"year":"2021","id":"151","intro":"Fjármálaráðherra tekur undir að mikið brottfall úr heilbrigðisstéttum megi að hluta rekja til launakjara. Það skýri hins vegar ekki mönnunarskort á gjörgæsludeildum.","main":"Þriðjungur menntaðra hjúkrunarfræðinga starfar utan heilbrigðiskerfisins, nær helmingur lækna og ljósmæðra og sextíu prósent sjúkraliða, samkvæmt samantekt BHM sem birt var í gær. Var yfirlýsingin birt í kjölfar umræðu um að auka þurfi nýliðun í heilbrigðisstéttum til að ráða bót á langvarandi undirmönnunun í lykilstofnunum heilbrigðiskerfisins. Sagði formaður BHM að mikið brotthvarf úr heilbrigðisstéttum skýrist einna fyrst og fremst að lökum kjörum, einkum kvennnastétta, samanborið við aðrar háskólamenntaðar stéttir.\nFjármálaráðherra tekur undir þetta, að hluta. Þegar talað séu um að mennta þurfi fleiri sé einkum átt við sérhæfð störf tengd gjörgæslu.\nÞar erum við klárlega með of fáa sem eru að útskrifast og það þarf að gera átak í því að fá fleiri á þessar viðkvæmu deildir. Við eigum alveg ofboðslega mikið undir því, enda er staðan á gjörgæslunni á Íslandi í dag ekki fjármögnunarvandi. Það hefur komið hér fram á fundum með heilbrigðisráðherra og forstjóra Landspítalans.\nBjarni segir skort á hjúkrunarfræðingum ekki bundinn við Ísland, það sé eitthvað sem öll Norðurlöndin búi við. Það sé hins vegar raunverulegt áhyggjuefni hversu margir menntaðir hjúkrunarfræðingar séu ekki að störfum og þar spili kjör vissulega þátt.\nEf við skoðum kjaraþróunina undanfarin ár þá hefur orðið mikil breyting á tiltölulega skömmum tíma. Við höfum séð talverðar hækkanir og nú síðast voru gerðar talsverðar breytingar á vaktavinnufyrirkomulaginu. Læknar hafa sömuleiðis nýlega gengið frá samningum, ég er að horfa nokkur ár aftur í tímann, sem voru í mínum huga tímamótasamningar og breyttu miklu. Maður fann fyrir því í kjölfarið að það komu læknar heim til Íslands. Þannig að jú, kjaramál verða stór hluti af því hvernig okkur gengur að manna í heilbrigðisstöðurnar enda er alþjóðleg eftirspurn eftir þessum starfskröftum.","summary":null} {"year":"2021","id":"151","intro":"Það ekki á hverjum degi sem heil brú sést auglýst til sölu en um síðustu mánaðamót birtist auglýsing þess efnis í Bændablaðinu. Brúin er allnokkurt mannvirki en áhugasamir virðast ekki láta það á sig fá og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa.","main":"Í auglýsingunni segir meðal annars að brúin sé sextán metrar að lengd og tvískipt, aksturbreidd þrír komma tveir metrar og gólfið sé trégólf. Ásett verð er fjögurhundruð og fimmtíuþúsund fyrir brúna komna upp á flutningavagn.\nBjörn Bjarndal Jónsson skógarverkfræðingur og kona hans eiga jörð að Kluftum í uppsveitum Árnessýslu og þar er umrædda brú að finna. Nú þurfa þau að losna við brúna því verið er laga veg sem brúin tilheyrir og til stendur að skipta henni út fyrir vegræsi sem leiða ána undir veginn og þola umferð þyngri farartækja.\nAð sögns Björn hafa undirtektirnar verið líflegar frá því auglýsingin birtist.\nJá heyrðu, þessi auglýsing hefur nú þýtt það að ég hef kynnst skemmtilegu fólki hringinn í kringum landið, reyndar í gegnum síma en aðeins hitt líka. En undirtektirnar hafa verið mjög góðar og nokkrar fyrirspurnir hafa komið um brúna, sko.\nBjörn segir fólk almennt ekki setja fyrir sig þó brúin sé býsna fyrirferðarmikil og vigt hennar telji í tonnum.\nFlutningarnir kannski standa aðeins í fólki en það er ekkert sem er óleysanlegt, og allt frá því að menn hafa séð fyrir sér að koma bara á öflugri dráttarvél með aftanívagn og flytja hana þannig, en ég reikna nú að brúin verði flutt á, hvað heitir það, stór svona trailer þegar hún verður flutt.\nBjörn segist hafa auglýst brúna því hann hafi séð fyrir sér að hún myndi nýtast yfir einhvern óbrúaðan bæjarlækinn, enda sé hún völundarsmíð sem á nóg eftir.","summary":"16 metra löng brú var nýverið auglýst til sölu. Áhugasamir virðast ekki hafa áhyggjur af stærð hennar né þyngd og áhuginn er mikill."} {"year":"2021","id":"151","intro":"Þrír dagar eru í setningu Ólympíumóts fatlaðra, Ísland á sex keppendur á mótinu og þeir komu sér fyrir í Ólympíuþorpinu í dag eftir að hafa verið í æfingabúðum í Tama.","main":"Már Gunnarsson, sundmaður, er einn íslensku keppendanna í Tókýó en hann segist hafa æft vel síðustu daga þrátt fyrir erfitt ferðalag til Japan.\nMár keppir í fjórum greinum á leikunum í undanrásum 50 metra skriðsundsins í flokki S11 þann 27. ágúst. Hann verður svo aftur á ferðinni degi síðar í undanrásum 100 metra baksunds. Þann 30. ágúst keppir hann svo í undarásum 200 metra fjórsunds og þann 3. september er komið að 100 metra flugsundi.\nKvennalið Breiðabliks í knattspyrnu á í dag möguleika á að komast áfram í aðra umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið sigraði KÍ Klaksvik frá Færeyjum á miðvikudag og mætir í dag lítháísku meisturunum Gintra í Litháen. Vinni Breiðablik leikinn fara þær áfram í aðra umferð. Þar þarf svo að vinna tvo leiki til þess að tryggja sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.\nÓíklegt er að Alfreð Finnbogason geti tekið þátt í leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í undankeppni HM í byrjun september. Markus Weinzierl, þjálfari Augsburg í Þýskalandi, þar sem Alfreð spilar, tjáði fjölmiðlum það í gær að Alfreð væri með sködduð liðbönd á ökkla en það eru meiðslu sem gætu tekið hann um 4-6 vikur að ná sér af. Ísland mætir Rúmeníu 2. september, Norður-Makedóníu 5. september og Þýskalandi 8. september. Allir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.","summary":null} {"year":"2021","id":"152","intro":"Aldrei hefur gengið meira af hnúðlaxi í laxveiðiár hér á landi en nú í sumar. Nærri 50 hnúðlaxar hafa veiðst í tveimur ám á Norðausturlandi og hafa aldrei verið fleiri. Leigutaki í Selá segir greinilegt að þessir laxar séu afrakastur hrygningar á Íslandi.","main":"Hnúðlöxum í íslenskum ám hefur fjölgað jafnt og þétt en það eru ekki mörg ár síðan örfáir hnúðlaxar veiddust hér árlega. Í sumar hafa daglega borist fréttir af hnúðlaxi og menn hafa aldrei séð annað eins.\nJá, þetta er miklu meira. Það er bara sprenging í þessu.\nSegir Gísli Ásgeirsson, framkvæmdastjóri The six rivers project, félags um verndun íslenska laxins. Hann fer einnig fyrir Veiðifélaginu Streng sem er meðal annars leigutaki í Selá í Vopnafirði og Miðfjarðará í Bakkafirði. Þar hefur verið gripið til þess ráðs að fara með net í árnar til að ná hnúðlaxi og bara í þessum tveimur ám hafa veiðst nærri 50 hnúðlaxar í sumar, á stöng og í net.\nNú vitum við ekki hvaða afleiðingar það hefur ef þetta verður í eihverju magni. En þetta er allavega ekki okkar lax, en það má orða það þannig. Ertu í alvöru hræddur um að hnúðlaxinn geti hreinlega bara tekið yfir svona ár? Það væri hræðilegt ef það gerðiust. Voið skulum segja að ég sé ekki beint hræddur um það núna. En þetta er að vaxa, þeim er að fjölga núna allavega.\nOg hann segist viss um að þessi fiskur sé afsprengi hrygningar á Íslandi.\nÞessi fjöldi og magn er ekki bara eitthvað sem er að villast heingað. Þetta er fiskur sem hefur hringt hér og er að koma aftur.","summary":"Aldrei hefur gengið meira af hnúðlaxi í laxveiðiár hér á landi en nú í sumar. Gripið hefur verið til þess ráðs að fara með net í árnar til að fanga hnúðlaxinn."} {"year":"2021","id":"152","intro":"Þúsundir heilbrigðismenntaðra starfa utan heilbrigðiskerfisins, samkvæmt úttekt Bandalags háskólamanna. Formaður félagsins segir helstu ástæðuna liggja í lágum launum þar sem sérstaklega hallar á konur.","main":"Þriðjungur menntaðra hjúkrunarfræðinga starfar utan heilbrigðiskerfisins, nær helmingur lækna og ljósmæðra og sextíu prósent sjúkraliða, samkvæmt samantekt BHM sem byggð er á tölum frá landlækni. Alls voru tæplega 11 þúsund starfandi heilbrigðisstarfsmenn á Íslandi í fyrra, 83 prósent þeirra eru konur. Rætt hefur verið um að skortur á nýliðun sé vandamál í þessum greinum en Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir þessar tölur sýna að vandamálið sé djúpstæðara en svo. Bæði sé skortur á jákvæðum hvötum til að sækja sér menntun á þessu sviði og til að starfa innan heilbrigðiskerfisins í framhaldinu.\nStóri jákvæði hvatinn væri fyrst og fremst sá að launin væru samkeppnishæf. Fólk er búið að mennta sig til ákveðinna starfa og fá sérfræðiþekkingu í ákveðnu fagi en velur svo að starfa ekki við það fag. Það má gera ráð fyrir því að ein af stærstu ástæðunum sé sú að launin séu ekki ásættanleg og þeim bjóðist betra annars staðar.\nJákvæðir hvatar geta tengst starfsumhverfi og álagi en einnig hvötum til menntunar. Nefnir Friðrik atriði sem tengjast námslánakerfinu eða sérstaka styrki eða afslætti eins og gert var varðandi kennaranám á sínum tíma. Hvað launin varðar segir Friðrik að laun heilbrigðisstétta standi öðrum háskólamenntuðum stéttum töluvert að baki, einkum í þeim stéttum þar sem konur eru í meirihluta.\nÞað hallar mjög á sérfræðistéttir þar sem konur eru í miklum meirihluta og þá sérstaklega innan heilbrigðisgeirans.","summary":"Samantekt Bandalags háskólamanna leiðir í ljós að mörg þúsund heilbrigðisstarfsmenn starfa utan heilbrigðiskerfisins. Formaður félagsins segir lág laun helstu orsök þar sem sérstaklega halli á konur. "} {"year":"2021","id":"152","intro":"Dominic Raab, utanríkisráðherra Breta, sætir þrýstingi heima fyrir vegna þess hvernig hann hélt á málum í aðdraganda þess að Kabúl féll í hendur Talíbana. Raab var á grísku eyjunni Krít þegar hildarleikurinn stóð sem hæst.","main":"Á meðan vestræn ríki voru óða önn að tryggja öryggi borgara sinna var Raab í sumarfríi. Komið hefur í ljós að ráðgjafar ráðherrans höfðu á fimmtudag fyrir viku ráðlagt honum að hringja í afganska utanríkisráðherrann. Hann gæti aðstoðað Breta við að koma til hjálpar afgönskum túlkum sem hafa unnið fyrir breska herinn. Raab reyndi að koma því verkefni yfir á undirráðherra sína en þeim var tjáð að afganski ráðherrann myndi aðeins ræða við Raab. Að endingu varð ekkert að samtalinu.\nTalsmaður ráðherrans segir að staðan hafi breyst svo hratt að ekki hafi verið hægt að koma símtalinu í kring.\nLisa Nandy, talsmaður Verkamannaflokksins í utanríkismálum, segir það ófyrirgefanlegt að forsætisráðherra og utanríkisráðherra landsins hafi verið í fríi á sama tíma og stærsta utanríkiskrísa í áraraðir standi yfir.\nÁtján mánuðir séu síðan Bandaríkjamenn ákváðu að herlið yrði flutt á brott og fjórir mánuðir síðan tímasetning lá fyrir. Þrátt fyrir það er flugvöllurinn troðinn, ekki er hægt að afgreiða skjöl\nÚT: Unparalelled shame for this government.\nStjórnvöld viðurkenni nú opinberlega að fólk verði skilið eftir og sumir muni deyja. Aldrei hafi skömm ríkisstjórnarinnar verið meiri.","summary":null} {"year":"2021","id":"152","intro":"Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að tillögur sóttvarnalæknis að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna verði ekki samþykktar á einu bretti. Sóttvarnalæknir lagði til í minnisblaði á dögunum að næstu mánuði yrðu allir komufarþegar krafðir um neikvætt covid-próf og fjöldatakmörk yrðu áfram til staðar. Eins metra nándarrregla yrði áfram í gildi og grímuskylda við ákveðnar aðstæður. Katrín viðurkennir að hafa gert mistök í gærkvöldi þegar hún fylgdist grímulaus með fótboltaleik.","main":null,"summary":"Forsætisráðherra viðurkennir að hafa gert mistök með því að vera grímulaus á fótboltaleik í gærkvöldi. Hún segir að tillögur sóttvarnalæknis að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna verði ekki samþykktar óbreyttar að svo stöddu. "} {"year":"2021","id":"152","intro":"Ekki hefur verið ákveðið hvort kæra verður lögð fram vegna stígs sem ruddur var gegnum hraunið í Geldingadölum án tilskilinna leyfa. Umhverfisstofnun og Grindavíkurbær funda um það eftir helgi.","main":"Þetta staðfestir Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, í samtali við fréttastofu. Hún segir Umhverfisstofnun hafa fundað með Grindavíkurbæ undanfarna daga til að fara yfir raskið sem varð þegar göngustígurinn var ruddur og svo um viðbrögð við framkvæmdinni.\nBannað er að raska nýrunnu hrauni og umræddur stígur var ruddur án alls samráðs við þá sem leita þarf til við slíkar framkvæmdir. Að sögn sérfræðings hjá Umhverfisstofnun er mjög hættulegt að hleypa inn á lokað svæði á borð við stíginn sem ruddur var enda geti fólk auðveldlega lokast þar inni ef hraun rennur aftur þar sem rutt hefur verið.\nÞegar framkvæmdin uppgötvaðist var hún stöðvuð af lögreglu, sem taldi hana á vegum landeigenda. Sigrún staðfestir að þeir hafi staðið að baki henni. Hún gat aftur á móti ekkert sagt til um viðbrögð landeigenda við stöðvun framkvæmdarinnar, hvort þeir iðruðust verknaðarins eða stæðu eftir sem áður fastir á því að ryðja stíginn gegnum hraunið.\nSigrún segir að Umhverfisstofnun sé að svo stöddu ekki að skoða kæru á hendur þeim sem stóðu að framkvæmdinni. Eins sé óvíst hvort farið verði fram á að rutt verði aftur í stíginn til að reyna að laga sárið sem myndaðist í hraunið. Þetta tvennt sé meðal þess sem rætt verði eftir helgi. Samtalinu með Grindavíkurbæ sé ekki lokið, það haldi áfram í næstu viku.","summary":null} {"year":"2021","id":"152","intro":"Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna varar við að hungursneyð geti blasað við milljónum Afgana. Þurrkum og stríðsástandi sé fyrst og fremst um að kenna. Áríðandi sé að styðja við íbúa landsins.","main":"Mary-Ellen McGroarty, fulltrúí Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, segir árið hafa verið einkar erfitt fyrir Afgani. Hún álítur að skelfilegt ástand sé að skapast í mannúðarmálum í landinu. Auk upplausnar vegna valdatöku Talibana standi íbúar landsins nú frammi fyrir næstverstu þurrkatíð síðustu þriggja ára.\nUndanfarin ár hafa verið þau þurrustu í Afganistan um þrjátíu ára sekið. McGroarty telur að fjórtán milljónir manna geti þurft að þola hungur og bætti við að tvær milljónir barna gætu liðið af vannæringu. Hveitiframleiðsla hefur fallið um fjörutíu af hundraði og búfénaður hefur beðið mikinn skaða vegna þurrkanna. Matvælaverð hafi hækkað mjög, hveitisekkur kosti nú tuttuguogfjórum prósentum meira en meðaltal síðustu fimm ára. Hún segir bændur einnig hafa neyðst til að flýja bújarðir sína undan yfirgangi Talibana. Aldingarðar bænda hafa verið eyðilagðir, brýr, vegir og stíflur sömuleiðis.\nÞví sé forgangsverkefni Matvælaáætlunarinnar að hlaupa undir bagga með Afgönum. Stefnt sé að því að koma níu milljónum til aðstoðar fyrir árslok en hafa verði í huga að nýir stjórnendur séu komnir til valda. Vetur sé harður víða um Afganistan og því verði lögð þung áhersla að koma mataraðstoð til fólks á þeim svæðum.","summary":null} {"year":"2021","id":"152","intro":"Karlalið Fram í knattspyrnu tryggði sér í gærkvöld sæti í efstu deild á næstu leiktíð. Liðið hefur enn ekki tapað leik í 1. deildinni í sumar.","main":"Framarar fengu Selfyssinga í heimsókn í Safamýrina í gærkvöld. Alexander Már Þorláksson skoraði fyrsta mark kvöldsins fyrir fram og tvíburabróðir hans, Indriði Áki Þorláksson tvöfaldaði svo forystuna á 55. mínútu. Selfyssingar náðu að klóra í bakkann með marki frá Gary Martin á 67. mínútu en það dugði ekki til og lokatölur 2-1 fyrir Fram. Á sama tíma töpuðu Kórdrengir svo fyrir Gróttu 1-2 og úrvalsdeildarsæti Fram þar með gulltryggt. Fram hefur unnið 15 leiki af 17 í sumar og gert tvö jafntefli. Liðið er með 47 stig á toppi 1. deildarinnar með 12 stiga forystu á ÍBV í öðru sæti þegar 5 leikir eru eftir.\nÍslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu fer upp um eitt sæti á heimslista FIFA sem birtur var í morgun. Liðið hefur þó ekki spilað neina leiki síðan síðasti listi kom út 25. júní. Ísland er því komið í 16. sæti listans og er einu sæti frá besta árangri liðsins sem er 15. sæti árin 2011, 2012 og 2013. Næsta verkefni liðsins er fyrsti leikur þess í undankeppni HM 2023, þar sem Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli 21. september. Bandaríkjakonur halda sér á toppi listans en silfurlið Svíþjóðar frá því á Ólympíuleikunum fer upp um þrjú sæti og í 2. sætið. Í þriðja sæti er Þýskaland sem fer niður um eitt sæti.\nDregið var í riðla í undankeppni EM í körfubolta kvenna í morgun. Alls voru 38 lið skráð til leiks sem er metskráning í undankeppnina hjá kvennalandsliðum. Ísland var í 8. styrkleikaflokki og átti möguleika á að lenda með liðum úr styrkleikaflokkum 1, 4 og 5 þegar dregið var. Liðið mun spila í C-riðli með Spáni, Ungverjalandi og Rúmeníu en Spánverjar eru sem stendur í öðru sætinu á heimslista Alþjóða körfuknattleikssambandsins. Leikið verður í þrem gluggum sem spilaðir verða 7.-15. nóvember 2021, í nóvember 2022 og febrúar 2023.","summary":"Karlalið Fram í knattspyrnu tryggði sér í gærkvöld farseðil upp í úrvalsdeild en liðið spilaði þar síðast árið 2014. "} {"year":"2021","id":"152","intro":"Fjórum regnbogafánum var stolið í skjóli nætur fyrir utan stofnanir og kirkjur á Austurlandi á hinsegin dögum. Þjófurinn er fundinn og fánarnir komnir aftur í hendur eigenda.","main":"Hinsegin dagar voru haldnir hátíðlegir í upphafi mánaðarins og af því tilefni var regnbogafánum flaggað um borg og bæ, þar á meðal á Austurlandi.\nFlaggað var við kirkjur og stofnanir á Austfjörðum. Skammt var liðið á hátíðina þegar fánar fóru að hverfa í skjóli nætur.\nKristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir að fljótlega hafi grunur beinst að tilteknum manni og sá hafi nú viðurkennt að hafa tekið fánana niður.\nMaðurinn hafi ekki gefið sérlega góðar skýringar á því hvers vegna hann gerði þetta en fánarnir eru í það minnsta komnir í hendur réttmætra eigenda á ný.","summary":"Regnbogafánum var stolið utan við kirkjur og stofnanir á Austurlandi á Hinsegin dögum fyrr í mánuðinum. Góðkunningi lögreglu hefur játað á sig þjófnaðinn."} {"year":"2021","id":"152","intro":null,"main":"Sextíu og eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær og þrjú til viðbótar á landamærum. Ekki hafa færri smit greinst á virkjum degi í heilan mánuð. 30 þeirra smituðu voru í sóttkví. 20 eru á sjúkrahúsi, þar af sjö á gjörgæslu.\nEllefu hundruð þrjátíu og níu eru nú í einangrun með COVID-19 og ríflega tvö þúsund og fimm hundruð í sóttkví. Nýgengi veirunnar lækkar milli daga og er 370.","summary":"Sextíu og eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Þau hafa ekki verið færri á virkum degi í heilan mánuð."} {"year":"2021","id":"153","intro":"Fimm mánuðir eru í dag síðan eldgos hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. Virknin hefur haldist nokkuð stöðug síðustu vikur og enn er ekkert hægt að segja til um möguleg goslok. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.","main":null,"summary":"Fimm mánuðir eru í dag síðan eldgos hófst við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga. "} {"year":"2021","id":"153","intro":"Rannsókn á dauðsfalli sem varð í sjónum fyrir utan Reykjanesvirkjun er á lokametrunum. Lögregla varar við því að fólk fari í sjóinn á svæðinu. Það sé stórhættulegt.","main":"Rannsókn á dauðsfallinu fyrir utan affall á Reykjanesvirkjun er á lokametrunum. Maðurinn sem lést virðist hafa fallið í grjóti á svæðinu og fengið höfuðhögg og borist til hafs. Lögregla varar við svæðinu og segir merkingar vera til staðar.\nAð sögn lögreglu er illmögulegt að loka svæðinu við affall Reykjanesvirkjunar alveg af eða að koma í veg fyrir að fólk leggist til sunds við affallið þótt skýrar merkingar séu til staðar.\nSvæðið sé stórhættulegt bæði vegna hafstrauma og hitastigs vatns sem komi frá affallinu.\nHitastig sveiflist allt frá sjóðandi heitu vatni í ylvolgt Karlmaður á fertugsaldri af erlendu bergi brotinn en búsettur hér á landi lést þegar hann rak frá landi við sjósund í heitu affallsvatninu á sunnudag. Hann var hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar milli Reykjanesvita og Sandvíkur. Endurlífgun bar ekki árangur. Maðurinn var ásamt þremur öðrum á ferð þegar slysið varð.\nBjarney Annnelsdóttir yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á suðurnesjum. Segir vettvang verða skoðaðan betur en merkingar séu til staðar á svæðinu um að aðgangur sé bannaður\nÞarna eru einhverjir sem ætla sér að fara til sunds","summary":null} {"year":"2021","id":"153","intro":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þeir sem verði við völd eftir kosningar þurfi að taka afstöðu til hvernig sóttvörnum skuli háttað hérlendis til lengri tíma. Á meðan enn geisar heimsfaraldur kórónuveiru sé nauðsynlegt að búa við einhverjar takmarkanir. Tillögur sóttvarnalæknis að langtímaaðgerðum til að sporna við útbreiðslu veirunnar voru gerðar opinberar í gær.","main":"Alma Ómarsdóttir, þessar tillögur hafa fengið blendnar viðtökur eða hvað?\n-Jú, við heyrum til dæmis á Samtökum fyrirtækja í ferðaþjónustu að þeim hugnast illa þær tillögur sem snúa að aðgerðum á landamærum, en sóttvarnalæknir leggur til að allir verði skimaðir á landamærum og ef kerfið ræður ekki við það, þá verði fjöldi ferðamanna sem hingað koma takmarkaður. Ég ræddi við sóttvarnalækni nú í morgun og spurði hann meðal annars út í þetta.\nVið heyrðum í stjórnarandstöðunni um hvernig henni hugnast þessar tillögur.\nLogi Einarsson formaður Samfylkingar segir mikilvægt að hægt verði að haga sóttvörnum þannig að það setji sem minnstar skorður á líf fólks.\nÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður Pírata, segir mestu máli skipta að styrkja heilbrigðiskerfið og almannavarnir þannig að kerfið ráði við faraldurinn.\nÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tekur í svipaðan streng. Hún segir að staðan á Landspítalanum sé lykilþáttur í hver staðan sé í sóttvarnamálum.\nBergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir að við þurfum að fara að draga úr sóttvarnaaðgerðum innanlands, en leggja áherslu á að vernda viðkvæma hópa.\nInga Sæland formaður Flokks fólksins vill að aðaláherslan sé á aðgerðir á landamærunum og sporna þannig við útbreiðslunni innanlands.","summary":"Sóttvarnalæknir segir hugsanlegt að takmarka þurfi fjölda ferðamanna sem koma til landsins en að þeir sem verði við völd eftir kosningar þurfi að ákveða hvernig sóttvörnum skuli háttað til lengri tíma. "} {"year":"2021","id":"153","intro":"Foreldrafélag Fossvogsskóla sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í morgun þar sem það segir viðbrögð borgaryfirvalda við húsnæðisvanda skólans hafa einkennst af dómgreindarleysi, seinagangi og úrræðaleysi.","main":"Á dögunum var tilkynnt að kennsla annars til fjórða bekkjar við skólann færi fram í húsnæði Víkings. Til stóð að kennsla þeirra bekkja færi fram í færanlegum kennslustofum við skólann, en þær framkvæmdir töfðust og verða rýmin ekki tilbúin fyrr en síðar á skólaárinu. Karl Óskar Þráinson, formaður félagsins, segir að nú sé upp komið neyðarástand, því ljóst sé að rými Víkings sé algerlega óboðlegt fyrir bæði nemendur og kennara.\nÍ gær fengum við tilkynningu frá skólayfirvöldum um það að 2.-4. bekk yrði komið fyrir í kjallara og anddyri Víkingsheimilisins, eða klósettganginum eins og krakkarnir kalla þetta, og þar ættu 130 börn hið minnsta að vera í nokkrar vikur á meðan borgin er að útbúa færanlegar kennslustofur. Sem að, eftir því sem við best vissum, áttu að vera tilbúnar fyrir skólabyrjun. Ekkert í samskiptum borgarinnar í sumar benti til annars en að það stæðist og því kemur það okkur verulega á óvart að hlutirnir séu komnir í þennan hnút svona seint í ferlinu.\nSamkvæmt skólayfirvöldum á húsnæði Víkings aðeins að vera tímabundin lausn þangað til byggingu færanlegra kennslustofa við Fossvogsskóla er lokið. Það verk á samkvæmt áætlun að taka þrjár vikur, en foreldrafélag skólans segir þann tímaramma óhóflega bjartsýni miðað við það sem á undan er gengið. Félagið hefur auk þess miklar efasemdir um að húsnæði Víkings myndi standast kröfur heilbrigðiseftirlits um skólahúsnæði, en þau vita ekki til þess að neitt samráð hafi verið haft við heilbrigðisyfirvöld. Félagið gagnrýnir jafnframt að ekkert samráð hafi verið við skólaráð, en lögum samkvæmt beri að gera það þegar stórar breytingar standi til í skólastarfinu.\nEn við óskum einfaldlega eftir því að húsnæðið sem boðið er upp á sé mannsæmandi og uppfylli kröfur nútímaskólastarfs.","summary":null} {"year":"2021","id":"153","intro":"Bandaríska utanríkisráðuneytið segir útlit fyrir að Talibanar svíki loforð um að hleypa löndum sínum á brott.","main":"Þúsundir Afgana sitja fastir í eins konar einskismannslandi milli varðhliða Talibana og Bandaríkjamanna við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl.\nStórir hópar fólks hafi safnast saman á græna svæðinu í borginni þar sem erlend sendiráð eru til húsa. Margir reyndu hvað þeir gátu að komast inn í sendiráðin en orðrómur var uppi um að auðvelt væri að fá vegabréfsáritanir eða greiðan aðgang að öruggum ferðum á flugvöllinn.\nHaft er eftir Afgana sem áður starfaði fyrir frjáls félagasamtök í borginni að Talibanar og Bandaríkjamenn skiptust á skotum. Þrátt fyrir skothríðina hafi fólk ruðst áfram í tilraunum við að komast inn á flugvöllinn, þar sem það óttaðist örlög verra en dauða utan hliðanna.\nAllt frá því að Talibanar sölsuðu Kabúl undir sig um liðna helgi hafa borist tíðindi af mikilli ringulreið á flugvellinum. Fjöldi fólks hefur fengið vegabréfsáritun og fullyrðir að því hafi verið lofað brottflutningi en það kemst ekki gegnum varðhliðin.\nTalibanar hafa tryggt að starfsfólk sendiráða, innlent sem erlent, komist gegnum varðhliðin og um borð í flugvélar. Frásagnir berast af því að fólk reyni að komast inn í rúturnar sem flytja sendiráðsstarfsfólkið milli staða.\nWendy Sherman, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Bandaríkjamenn ætlast til að Talibanar standi við loforð sín um að hleypa öllum úr landi. Ekki líti þó út fyrir að þeir standi við það.","summary":"Bandaríska utanríkisráðuneytið segir útlit fyrir að Talibanar svíki loforð um að hleypa löndum sínum á brott. Enn bíða þúsundir milli vonar og ótta eftir að komast burt."} {"year":"2021","id":"153","intro":"Paralympics, Ólympíumót fatlaðra, verður sett eftir fimm daga. Ísland á sex keppendur á mótinu sem eru allir við stífar æfingar í æfingabúðum í Tama í Japan.","main":"Jón Björn Ólafsson, aðal fararstjóri hópsins, segir aðbúnaðinn í Tama vera til fyrirmyndar. Hópurinn verður þar fram á laugardag þegar hann flytur sig í Paralympic þorpið. Arna Sigríður Albertsdóttir, handahjólreiðakona, mun keppa í tímatöku og götuhjólreiðum 31. ágúst og 1. september en hún tók sína fyrstu æfingu í gær. Hún segir leikana leggjast vel í sig og æfingar hafi gengið betur en hún vonaðist til. Ólympíumót fatlaðra hefst 24. ágúst og sýnt verður beint frá keppni Íslendinganna á RÚV og RÚV 2. Þá verður mótinu gerð góð skil í Ólympíukvöldi sem verður á dagskrá RÚV.\nSelfoss komst í gær upp fyrir Stjörnuna í 4. sæti úrvalsdeildar kvenna í fótbolta með sigri á Fylki sem er áfram í fallsæti þegar fjórar umferðir eru eftir í deildinni.\nBrenna Lovera skoraði þrennu fyrir Selfoss í leiknum og tvö mörk komu á fyrstu 8 mínútum leiksins. Eva Rut Ásþórsdóttir minnkaði muninn fyrir Fylki í á 17. mínútu en Magdalena Anna Reimus kom Selfossi svo í 3-1 á lokamínútu fyrri hálfleiks. Þórhildur Þórhallsdóttir minnkaði muninn aftur fyrir Fylki á 53. mínútu og Brenna náði þrennunni á 62. mínútu og jók forystuna aftur fyrir Selfoss, 4-2. Sara Dögg Ásþórsdóttir náði að minnka muninn fyrir Fylki á síðustu mínútum leiksins en það dugði þó ekki til lokatölur 4-3 fyrir Selfoss.\nTalsvert hefur greinst af kórónuveirusmitum hjá íslenskum fótboltaliðum undanfarið. Nú síðast í herbúðum karlaliða KR og ÍBV og hefur næstu leikjum liðanna verið frestað.\nLeikmaður KR greindist smitaður í gær og KSÍ hefur frestað leik KR og ÍA sem átti að fara fram næstkomandi sunnudag. Leikmaðurinn lék með KR gegn HK í Kórnum á mánudaginn og bíða nú bæði lið eftir niðurstöðum smitprófa. HK á að mæta Leikni á mánudaginn. Á þriðjudag var tilkynnt að næstu tveimur leikjum ÍBV í 1. deild karla hafi verið frestað eftir að fjórir leikmenn greindust smitaðir og þá kom upp smit í í leikmannahópi Vestra á Ísafirði sem leikur einnig í 1. deildinni.","summary":"Paralympics, Ólympíumót fatlaðra, verður sett 24. ágúst. Íslensku keppendurnir sex eru komnir til Japan og verða við stífar æfingar fram að móti. "} {"year":"2021","id":"153","intro":null,"main":"Þrjú hundruð og fimmtíu leikskólabörn í Reykjavík, og þeirra foreldrar, hafa verið send í sóttkví vegna kórónuveirusmita á níu leikskólum í borginni í fjórðu bylgju faraldursins. Þar að auki hafa rúmlega hundrað starfsmenn leikskólanna þurft að sæta sóttkví. Leikskólar borgarinnar voru flestir opnaðir eftir sumarfrí í fyrstu eða annarri viku ágústmánaðar. Sigrún Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að smitin hafi haft misvíðtæk áhrif á skólastarfið. Í sumum tilvikum hafi þurft að loka leikskólum tímabundið en í öðrum hafi sóttkví verið bundin við deildir.","summary":"Þrjú hundruð og fimmtíu leikskólabörn í Reykjavík, og þeirra foreldrar, hafa verið send í sóttkví vegna kórónuveirusmita á níu leikskólum í borginni í fjórðu bylgju faraldursins. Þar að auki hafa rúmlega hundrað starfsmenn leikskólanna þurft að sæta sóttkví."} {"year":"2021","id":"154","intro":"Máfur, sem að öllum líkindum hefur verið litaður með sterku lakki, fannst á Borgarfirði eystra í gær. Fuglinn er illa á sig kominn og svo virðist sem hann hafi verið hafður sem gæludýr.","main":"Fuglinn fannst inni í sveit á Borgarfirði eystra og er talið líklegt að honum hafi verið sleppt þar úr bíl. Ásta Geirsdóttir, íbúi á Borgarfirði, birtir myndir af fuglinum á Facebook og þar sést að hann hefur greinilega verið spreyjaður í rauðum og bláum lit. Þeir sem til þekkja telja af myndunum að þetta sé ungur hettumáfur. Þá er hann merktur, en merkið er talið heimatilbúið og ekki hefðbundið fuglamerki. Ásta segir að hafi fuglinn verið málaður með sterku lakki telji hún það ljótan leik sem flokkist undir dýraníð. Hún segir greinilegt að fuglinn hafi talsvert verið á meðal manna, vegna þess hve spakur hann sé. Hann étur ber og drekkur, en sýnir enga tilburði að beita vængjunum. Það komi í ljós á næstu dögum hvað um hann verði, það sé ekkert líf fyrir fugl að geta ekki flogið og ef notað hafi verið sterkt sprey sé vonlaust að ná litnum af.","summary":null} {"year":"2021","id":"154","intro":"Forstjóri Landspítalans hvetur stjórnvöld til að grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að draga úr álagi á spítalann. Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við einkastofu um aðstoð við að manna gjörgæsludeildir og Páll Mattthíasson, forstjóri Landspítalans, vonar að samningar náist við fleiri stofur.","main":"Í minnisblaðinu kemur meðal annars fram að bregðast þurfi við frekari fjölgun sjúklinga og koma í veg fyrir að starfsfólk örmagnist. Spítalinn hafi ekki farið varhluta af fjölgun ferðamanna, 25-40 prósent covid-sýktra á gjörgæslu séu erlendir ferðamenn og 15 prósent sjúklinga á covid-göngudeild. Umframgeta gjörgæsluþjónustu Landspítala sé við ystu mörk og gjörgæsludeildir ekki í stakk búnar að bregðast við stórum áföllum sem krefjast verulegrar gjörgæslumeðferðar, aðallega vegna skorts á fagfólki.\nTil að bregðast við er stefnt að því að Sjúkratryggingar geri samninga við einkastofur um að fá þaðan sérhæfða starfsmenn til starfa tímabundið á spítalanum og nú þegar hefur verið samið við Klínikina í Ármúla. Forstjóri spítalans gerir ráð fyrir fleiri sambærilegum samningum á næstunni.\nvonandi næst einnig samkomulag við aðarar einkareknar skurðstofur því það er fólk á þeim stöðum sem hefur þá seérhæfingu sem við þurfum á gjörgæslu\nSagði Páll Matthíasson. Þá hefur verið samið við Reykjalund um að taka á móti hátt í tuttugu sjúklingum sem þurfa sólarhringsþjónustu, auk þess sem sjúklingar verða fluttir á aðrar opinberar heibrigðisstofnanir.","summary":"Forstjóri Landspítalans vonar að samningar náist við fleiri einkastofur um að bregðast við mönnunarvanda á gjörgæslu. Nú þegar hefur verið samið við Klíkina í Ármúla."} {"year":"2021","id":"154","intro":"Sóttvarnalæknir segir að áframhaldandi takmarkanir á landamærum séu nauðsynlegar til að halda kórónuveirufaraldrinum í skefjum. Íslendingar gætu þurft að búa við sóttvarnaaðgerðir næstu mánuði og ár. Hann segir ljóst að lífið verði ekki aftur eins og það var fyrir covid.","main":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilaði á dögunum minnisblaði til heilbrigðisráðherra um framtíðarsýn í sóttvarnamálum með tilliti til kórónuveirunnar. Hann vill ekki gefa upp hvaða aðgerðir eru lagðar til, en þær ná bæði til landamæra og landsins sjálfs.\nRíkisstjórnin ræddi efni minnisblaðsins á fundi sínum í morgun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að ekki liggi fyrir hvaða ráðstafanir verði gerðar til lengri tíma.\nSagði Svandís Svavarsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi núna rétt fyrir fréttir.\nYfirmenn á Landspítala segja að ástandið á spítalanum muni ekki skána mikið næstu tvær vikurnar og brýnt að stjórnvöld standi við gefin loforð um aðgerðir til að bregðast við þeirri alvarlegu stöðu sem er uppi. Þórólfur segir að grannt sé fylgst með stöðunni á spítalanum.\nVið viljum fyrst og fremst passa upp á það að heilbrigðiskerfið okkar ráði við stöðuna, en um leið þá viljum við halda takmörkunum á samfélaginu eins litlum og nokkur sé kostur. Ég held að það sé sameiginlegt markmið okkar allra.","summary":null} {"year":"2021","id":"154","intro":"Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda lýsir yfir miklum vonbrigðum með nýjar verðskrár fyrir sauðfjárafurðir. Hún segir verðin viðhalda lágum launum eða jafnvel launaleysi sauðfjárbænda. Landsmeðaltal fyrir dilka hækkar um 4,9 prósent.","main":"Sláturleyfishafar hafa undanfarna daga birt verðskrár sínar fyrir sauðfjárafurðir haustið 2021. Í úttekt sem birt er á vef Bændablaðsins kemur fram að landsmeðaltal fyrir dilka hækki um 4,9 prósent frá síðustu sláturtíð og sé nú 529 krónur á hvert kíló. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir bændur hafa gert sér vonir um meiri hækkun.\nÞetta eru ákveðin vonbrigði fyrir okkur, við höfðum vænst þess að afurðaverðið gæti aðeins hnikast hraðar upp heldur en það er að gera. Við erum auðvitað ánægð að sjá að það er að fara upp á við en við hefðum viljað sjá það fara mun hraðar upp á við. Þetta verð sem er gefið út núna er auðvitað bara áframhaldandi skilaboð um að fækka fé.\nEn nú er þetta hækkun upp á um 4,9% að meðaltali, hvað þarf til, hveru mikla hækkun þurfið þið svo þetta sé ásættanlegt?\nVið gáfum út í fyrra tveggja ára viðmiðunarverð þar sem við vorum með vonir og væntingar um að verðin gætu farið í 600 krónur í fyrra og 700 krónur á kílóið núna þetta ár og þetta er náttúrulega mjög langt frá því.\nÞetta verð sem er gefið út núna, hvað þýðir þetta fyrir sauðfjárbændur?\nÞetta þýðir náttúrlega bara áframhaldandi mjög lág laun eða launaleysi í greininni og þýðir að menn eru þá ekki að halda við sínum eignum og svo framvegis og svo framvegis.","summary":"Formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir litla hækkun afurðarverðs þýða áframhaldandi, mjög lág laun eða launaleysi í greininni. Landsmeðaltal fyrir dilka hækkar um 4,9 prósentustig."} {"year":"2021","id":"154","intro":"Breiðablik er komið áfram í undankeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu. Liðið vann sannfærandi sigur á Færeyjarmeisturum KÍ Klaksvík í morgun.","main":"Algjör einstefna var í leiknum og Selma Sól Magnúsdóttir braut ísinn fyrir Blika á 28. mínútu. Í kjölfarið fylgdu svo mörk frá Karítas Tómasdóttur og Tiffany McCarty og staðan orðin 3-0 á innan við 8 mínútum. Rétt fyrir hálfleik bættu Agla María Albertsdóttir og Karítas svo tveimur mörkum við og staðan 5-0 í hálfleik. Liðið hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og á 56. mínútu náði Agla María Albertsdóttir í víti. Hún fór sjálf á punktinn og skoraði sitt annað mark og sjötta mark Blika. Á 3. mínútu uppbótatíma lokaði Selma Sól Magnúsdóttir svo leiknum eins og hún opnaði hann og lokatölur 7-0. Blikakonur eru því öruggar áfram á næsta stig undankeppninnar þar sem þær mæta annaðhvort Gintra frá Litáen eða Flora Tallin frá Eistlandi.\nÍslenska karlalandsliðið í körfubolta er komið með keppnisrétt í undankeppni HM 2023 eftir öruggan sigur á Danmörku í gærkvöld, 89-73. Ægir Þór Steinarsson, leikmaður liðsins, var að vonum ánægður með sigurinn.\nÍsland vann báða leikina sína gegn Dönum í riðlinum en tapaði báðum leikjunum gegn Svartfellingum og endar því í 2. sæti. Dregið verður í riðla undankeppninnar í lok mánaðar og hún hefst svo í nóvember.\nKnattspyrnukonan Hólmfríður Magnúsdóttir tilkynnti í gærkvöld að hún hefði lagt skóna á hilluna.Hólmfríður spilaði sinn fyrsta meistarflokksleik árið 2000 með KR. Hún á að baki 113 A-landsliðsleiki og er næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi auk þess að hafa skorað fyrsta mark Íslands á stórmóti þegar hún skoraði í upphafsleik EM í Finnlandi árið 2009. Hólmfríður gekk til liðs við Selfoss fyrir tímabilið 2019 og ákvað í mars að taka eitt tímabil í viðbót með liðinu. Í gærkvöld tilkynnti hún svo að hún ætti von á barni í mars næstkomandi og að skórnir væru því komnir á hilluna.","summary":"Breiðablik tryggði sig í morgun áfram á næsta stig undankeppni Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu en liðið vann KÍ Klaksvík frá Færeyjum sannfærandi, 7-0. "} {"year":"2021","id":"154","intro":"Samráðshópur tónlistariðnaðarins skorar á stjórnvöld að heimila samkomur í sóttvarnahólfum fyrir allt að 500 manns án nándartakmarkana. Fulltrúi samráðshópsins segir rekstrarumhverfið illþolanlegt með núverandi samkomutakmarkanir.","main":"Samráðshópur íslenskrar tónlistar leggur til að heimilað verði að halda samkomur fyrir allt að 500 manns í sóttvarnahólfum án nándartakmarkana. Ísleifur B. Þórhallson, tónleikahaldari hjá Senu Live og formaður Bandalags íslenskra tónleikahaldara, segir ómögulegt að standa undir rekstri með núverandi samkomutakmarkanir.\nvið erum bara að reyna að koma því skýrt til skila að 200 manna hömlur á sviðslistir á Íslandi þýðir bara rekstrarstöðvun. Það borgar sig ekki að halda viðburði í þeim takmörkunum. Töfratalan fyrir íslenskar sviðslistir er 500 og engin 1 metra regla, þá væru allir komnir í rekstur.\nÍsleifur segir sviðslistaiðnaðinn reiðubúinn að verða við hvers kyns öðrum skilyrðum, svo sem kröfum um bólusetningavottorð, grímuskyldu, sérstaka sætaskipan svo hægt yrði að rekja smit og notkun svokallaðra hraðgreiningarprófa. Hann segir óskiljanlegt að ekki sé hægt að koma til móts við sviðslistafólk.\nVið erum alveg hætt að skilja að við séum í raun og veru í rekstrarstöðvun. Nú er allt annað opið, veitingastaðir, sundlaugar, líkamsræktarstöðvar, túrisminn er opinn, hótelin og við erum alveg hætt að skilja að það sé ekki hægt að koma sviðslistum í gang og það getur enginn hugsað það til enda að taka annan svona vetur eða annað svona ár.","summary":"Samráðshópur tónlistariðnaðarins skorar á stjórnvöld að heimila samkomur í sóttvarnahólfum fyrir allt að 500 manns án nándartakmarkana. Fulltrúi hópsins segir óskiljanlegt að ekki sé hægt að koma til móts við sviðslistafólk. "} {"year":"2021","id":"154","intro":"Forsætisráðherra Bretlands varði í morgun framgöngu Breta í Afganistan og sagði allar mögulegar atburðarásir hafa verið undirbúnar. Dæma beri stjórn Talibana út frá gerðum þeirra en ekki orðum.","main":"Breska þingið var kallað heim úr sumarleyfi til að ræða stöðuna í Afganistan.\nJohnson lá undir þungu ámæli í þinginu. Einkum var skipulagsleysi gagnrýnt, andvaraleysi vegna atburðarásarinnar sem leiddi til valdatöku Talibana og þeirrar ringulreiðar sem myndaðist á flugvellinum í Kabúl þegar flytja átti fólk á brott. Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins sagði allan þann vanda sem nú blasti við hafa verið þekktan um átján mánaða skeið.\nThe very problems we're confronting today in this debate were all known problems the last eighteen months,\nAnd there's been a failure in preparation\nJohnson sagði áherslu verða lagða á að koma þeim til hjálpar sem teljast í mestri hættu, konum og börnum, auk annarra sem Talibanar kunni að ógna. Enginn áhugi sé á að senda lið til Afganistan að nýju.\nI do not believe that today, that deploying tens of thousands of British troops to fight the Taliban is an option\nJohnson sagði einnig að vestrænir leiðtogar hefðu sammælst um skilyrði sem nýrri stjórn Talibana í landinu yrðu sett áður en nokkur ákvörðun yrði tekin um viðurkenningu. Áríðandi væri að stúlkur og konur gætu aflað sér menntunar, hryðjuverkasamtök og eiturlyfjaframleiðendur mættu ekki hreiðra um sig í landinu og tryggja þyrfti starfsemi mannúðarsamtaka þar.","summary":"Forsætisráðherra Bretlands segir engan áhuga á frekari hernaðaríhlutun í Afganistan. Mest áhersla er lögð á að koma fólki á brott frá Afganistan en dæma beri stjórn Talibana út frá athöfnum þeirra en ekki orðum. "} {"year":"2021","id":"154","intro":"Réttarhöld yfir söngvaranum, lagahöfundinum og framleiðandanum R. Kelly hefjast í New York í dag. Kelly sætir ákæru fyrir mörg og margvísleg kynferðisbrot.","main":"R. Kelly, sem eitt sinn var kallaður konungur R&B, er ákærður fyrir fjölda kynferðisbrota gegn táningsstúlkum og ungum konum en sumar þeirra hafi hann haldið sem kynlífsþræla. Sömuleiðis er Kelly ákærður fyrir kynferðislega misnotkun á barni, mannrán og mansal. Málin í New York tengjast sex manneskjum, þar á meðal söngkonunni Aaliyah sem Kelly giftist 1994, þegar hún var fimmtán ára og hann 27.\nBúist er við að réttarhöldin taki um það bil mánuð en Kelly á þunga refsingu yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Kelly hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu. Sjö karlar og fimm konur skipa kviðdóminn sem sker úr um sakleysi eða sýknu Kellys. Nöfnum þeirra er haldið leyndum og þeim haldið í einangrun meðan á réttarhöldunum stendur.\nSaksóknarar hafa undirbúið málið líkt og gert er gagnvart skipulagðri glæpastarfsemi. Enda er litið svo á að brot Kellys hafi verið þaulskipulögð með fulltingi umboðsmanna og fleira fólks í nánasta starfsliði hans. Einnig er ætlunin að kviðdómurinn heyri vitnisburð fjölda fólks vegna brota sem Kelly er sakaður um að hafa framið á árabilinu 1991 til 2018 en ekki er ákært fyrir.\nRéttarhöld hefjast yfir Kelly í Illinois-ríki að loknum réttarhöldunum í New York.","summary":null} {"year":"2021","id":"155","intro":"Forstjóri Persónuverndar segir hægt að fara fram á að starfsfólk framvísi upplýsingum um að það sé bólusett þótt það séu persónuupplýsingar. Það velti á viðkomandi starfsemi.","main":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í hádegisfréttum í gær sagði að vinnuveitendur geti gert þá kröfu að starfsfólk sé bólusett til dæmis það sem vinnur með viðkvæmum hópum. Þessi spurning hefur komið upp vegna þess að nú eru skólar að hefjast og allir hafa átt kost á bólusetningu. Á fundi landlæknis í morgun með meðal annars fulltrúum hjúkrunarheimila og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar var meðal annars rætt hvort vinnuveitendur gætu fengið upplýsingar um hvort starfsmenn séu bólusettir. Persónuvernd hefur frá því faraldurinn hófst fylgst með vinnslu persónuupplýsinga og Covid eins og sjá má á personuvernd.is.\nÞað getur vissulega verið til staðar þannig starfsemi að hún réttlæti kröfu um að það sé framvísað upplýsingum um bólusetningu. Ég tek sem dæmi þá sem eru að umgangast viðkvæmasta hópinn eins og elsta fólkið sem hér býr. Önnur dæmi eru til.\nsegir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. Einhverjir myndu þá hugsa að upplýsingar um bólusetningu séu viðkvæmar persónuupplýsingar og því geti vinnuveitandi ekki fengið að vita um þær.\nÞað er nú þegar þannig í lögum að þegar er ákveðið að sumir einstaklingar eða sumar stéttir þurfa að framvísa ákveðnum upplýsingum um heilsu og heilbrigði. Útgangspunkturinn er þessi; er nauðsyn að fá þessar upplýsingar út af starfseminni til þess að vernda þá meiri hagsmuni fyrir minni.","summary":"Forstjóri Persónuverndar segir vinnuveitendur eiga rétt á að fá upplýsingar um hvort starfsmenn séu bólusettir. Það fari eftir eðli starfseminnar og þurfi að vega og meta í hverju tilfelli. "} {"year":"2021","id":"155","intro":"Ríkisstjórnarflokkarnir þrír njóta stuðnings helmings kjósenda samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sósíalistaflokkurinn mælist með jafn mikið fylgi og Miðflokkurinn.","main":"Litlar breytingar eru á fylgi flokka milli kannana.\nEf kosið yrði til Alþingis í dag fengi Sjálfstæðisflokkur flest atkvæði, eða tæplega 25 prósent þeirra. Liðlega 14 prósent segjast ætla að kjósa Vinstri græn, hátt í 13 prósent Pírata og rúm 11 prósent Samfylkinguna. Rúm 10 prósent segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og liðlega níu prósent Viðreisn. Sósíalistaflokkur Íslands og Miðflokkur mælast jafnir með tæp sjö prósent. Sósíalistaflokkurinn bætir við sig rúmlega einu prósenti milli kannana. Flokkur fólksins mælist með fjögur prósent og næði ekki manni á þing. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn mælist með 0,6 prósenta fylgi. Tæplega 58 prósent svarenda segjast styðja ríkisstjórnina. Rúmlega 12 prósent taka ekki afstöðu og liðlega 8 prósent segjast ætla að skila auðu eða ekki kjósa.\nKönnunin var gerð dagana 29. júlí til 15. ágúst. 6.238 voru í úrtakinu og svarhlutfall 48,9 prósent.","summary":"Um helmingur kjósenda styður einhvern ríkisstjórnarflokkanna þriggja samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup."} {"year":"2021","id":"155","intro":"Karlalandslið Íslands í körfubolta mætir Danmörku í lokaleik sínum í forkeppni undankeppni HM 2023. Ísland þarf sigur gegn Dönum til að komast áfram í keppninni.","main":"Ísland mátti þola afar svekkjandi tap gegn Svartfjallalandi í gærkvöldi en Svartfellingar tryggðu sér sigurinn á síðustu sekúndum leiksins. Þetta var annar leikurinn gegn Svartfjallalandi sem tapaðist í riðlinum sem þýðir að leikurinn við Dani í kvöld verður að vinnast, ætli Ísland sér áfram í undankeppni HM 2023 sem hefst í nóvember. Ísland vann fyrri leikinn gegn Danmörku með 21 stigi um helgina en leikur liðanna í kvöld verður í beinni útsendingu á RÚV 2 og hefst hann klukkan sex.\nLandsliðskonan Berglind Björg Þorvaldsdóttir er gengin til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby en Berglind hefur síðasta árið leikið með Le Havre í Frakklandi. Hammarby situr í þriðja sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, 11 stigum á eftir toppliði Rosengård. Berglind er 29 ára og á að baki 52 A-landsleiki og hefur skorað sjö mörk.\nKvennalið Vals í fótbolta mætir Hoffenheim í undanúrslitum forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag en leikið er í Zürich í Sviss. Forkeppnin skiptist í 10 fjögurra liða riðla og spila sigurlið þessarar fyrstu umferðar svo um sæti í annarri umferð keppninnar. Fari Valskonur með sigur af hólmi gegn Hoffeinheim í dag, mæta þær annað hvort Zürich eða AC Milan í næstu umferð. Breiðablik hefur leik í forkeppni á morgun en Blikar mæta KÍ frá Færeyjum og fer sá leikur fram í Litáen.\nKeppni í úrvalsdeild kvenna í fótbolta heldur áfram í dag en ÍBV og Keflavík eigast við í Eyjum, Þór\/KA mætir Tindastóli á Akureyri og Þróttur fær Stjörnuna í heimsókn. 17. umferð úrvalsdeildar karla lauk í gærkvöld með þremur leikjum. Breiðablik vann ÍA 2-1, KR vann HK 1-0 og Víkingur hafði betur gegn Fylki, 3-0. Valur er áfram á toppi deildarinnar með 36 stig. Víkingur er í 2. sætinu með 33 stig og Breiðablik í því þriðja með 32 en Blikar eiga leik til góða. ÍA og HK eru áfram í neðstu tveimur sætunum, HK situr í 11. sætinu með 13 stig, stigi ofar en Skagamenn sem verma botnsætið.","summary":"Karlalandslið Íslands í körfubolta mætir Danmörku í lokaleik sínum í forkeppninni fyrir undankeppni HM 2023. Ísland verður að vinna leikinn til að komast áfram í næstu umferð."} {"year":"2021","id":"155","intro":"Íslendingur sem starfaði á vegum NATO í Afganistan komst til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í morgun. Enn eru níu íslenskir ríkisborgarar eftir í Kabúl og er unnið að því að koma þeim úr landi.","main":"Okkur er kunnugt um níu íslenska ríkisborgara sem staddir eru í Kabúl. Annars vegar tvær fjölskyldur og hins vegar einstakling sem sinnir verkefnum fyrir stofnanir Atlantshafsbandalagsins í Afganistan.\nSegir Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins. Tveir starfsmenn NATO voru við störf í Afganistan og komst annar þeirra til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í morgun en hinn er enn við störf og yfirgefur landið ásamt öðru starfsliði á vegum bandalagsins.\nBorgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins fékk í morgun upplýsingar um aðra íslenska fjölskyldu sem dvelur í Afganistan og er allra leiða leitað til að koma henni og annarri fjögurra manna fjölskyldu í öruggt skjól.\nErlend ríki eru mörg hver að senda flugvélar til Afganistan og samgöngur eru auðvitað erfiðar við borgina eins og sakir standa. Við bindum vonir við að þessar fjölskyldur fái pláss í flugvélum sem önnur norræn ríki hafa haft milligöngu um að senda til Kabúl.\nSveinn segir að utanríkisráðuneytið sé í sambandi við Íslendingana níu. Spurður hvort þau séu í bráðri hætti svarar Sveinn:\nFólkið heldur bara kyrru fyrir eins og er en ástandið í landinu er auðvitað mjög ótryggt og það er hættulegt að vera þar á ferli.","summary":"Níu íslenskir ríkisborgarar eru enn í Kabúl í Afganistan. Íslenskur starfsmaður NATO komst til Sameinuðu arabísku furstadæmanna í morgun en utanríkisráðuneytið frétti í morgunn af annarri íslenskri fjölskyldu í landinu. Unnið er að því að koma þeim í öruggt skjól. "} {"year":"2021","id":"155","intro":"Með aðstoð ofurtölvu hefur svissneskum vísindamönnum við Grábúnden Graubuenden-háskólann tekist að finna út metfjölda aukastafa fastans pí. Þeir segja reynsluna nýtast við aðrar rannsóknir.","main":"Pí er yfirleitt stytt niður í tvo til fjóra aukastafi í þeirri byrjendarúmfræði sem flestir þekkja, annað hvort 3,14 eða 3,1416. Fastinn er hlutfall milli ummáls og þvermáls hrings, og inniheldur niðurstaðan endalaust magn aukastafa.\nSvissnesku vísindamennirnir segjast geta nýtt reynslu sína við útreikning pí til rannsókna á RNA-kjarnsýrum, líkanagerðar í straumaflfræði og textagreiningu.","summary":null} {"year":"2021","id":"155","intro":"Nýr gígur hefur myndast í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, segir að nýi gígurinn virðist vera óháður eldri gígnum.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"155","intro":"Réttindi fatlaðra barna til náms eru brotin í grunnskólum landsins að mati Öryrkjabandalangs Íslands. Lögmaður fjögurra fatalaðra barna segir að einstaklingsmiða þurfi þjónustuna. Ekki geti öll börn gengið inn í sama kassann.","main":"Öll börn eiga rétt á grunnskólamenntun samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár, mannréttindasáttmála Evrópu, barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og fleiri alþjóðasamningum. Daníel Isebarn er lögmaður fjögurra barna sem sent hafa grunnskólum erindi vegna ófullnægjandi þjónustu.\nEn af einhverjum ástæðum þá er ekki verið að veita þessi réttindi með fullnægjandi hætti, alla vega ekki alls staðar. Og því miður alltof mörg dæmi um það að skólar og sveitarfélög eru ekki að koma til móts við þarfir barna og veita þeim þann stuðning sem þau þurfa til að geta stundað skólann.\nÍ byrjun sumars voru fjórum skólum send bréf þar sem óskað var eftir viðeigandi þjónustu og stuðningi. Svör hafa ekki borist en Daníel vonast til að þau skili sér á næstu dögum. Berist þau ekki gæti þurft að leita til dómstóla. Hann segir að oftast sé ríkur vilji til að mæta þörfum fatlaðs fólks, en gjarnan beri á skilnings- eða úrræðaleysi gagnvart þörfum hvers og eins barns.\nÞau eru bara ekki að veita fullnægjandi og raunhæfan stuðning og aðstoð. Annaðhvort eru þeir ekki að veita aðstoð eða veita aðstoð sem hentar ekki hverju og einu barni. Þetta á að vera einstaklingsmiðuð aðstoð. Það þýðir ekki að vera með eina eða tvær lausnir og ætlast til að öll börn geti gengið inn í sama kassann því það þarf að nálgast hvert og eitt barn út frá þeirra forsendum og þörfum.\nÞað verða aðrir að svara því en það er eitthvað sem mann grunar. Það er að sjálfsögðu engin afsökun. Það er skýrt kveðið á um þessi réttindi í lögum og alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og stjórnarskránni. Það verður þá bara að veita fé í þennan málaflokk svo að börn fái notið réttinda sinna til að stunda grunnskólanám.","summary":null} {"year":"2021","id":"155","intro":"Byrjað er að gefa þriðju sprautu bóluefnis á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarfræðingur vonast til að nú verði ólíklegra að veiran nái að dreifa sér meðal íbúa heimillanna.","main":"Íbúar hjúkrunarheimila taka því vel að fá þriðju sprautuna af bóluefni, segir hjúkrunarfræðingur Grundarheimilanna. Fyrstu íbúarnir fengu sprautu í gær. Vonir eru bundnar við að þetta komi í veg fyrir að veiran geti dreift sér meðal heimilismanna.\nAðeins um helmingur þeirra íbúa höfuðborgarsvæðisins sem boðaðir voru í örvunarbólusetningu í gær mætti í Laugardalshöll. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, telur skýringuna meðal annars vera að hluti boðaðra sé í áhöfn skipa og flugvéla og hafi ekki komist. Einhverjir hafi líka verið í sóttkví. Þá fengu ýmsir sem nýlega hafa sýkst af veirunni boð um að mæta.\nÞað sem gerist ef það er mjög nýleg sýking af covid að þá er ekki búið að uppfæra kerfið. Allir þessir einstaklingar eru merktir með mótefni hjá okkur í kerfinu. Þá hefur sú merking ekki náð inn í kerfið. Þetta eru yfirleitt þeir sem hafa fengið covid á síðustu vikum. Við höfum núna upp á síðkastið sett inn í sms-skilaboðin að ef viðkomandi hefur fengið covid síðastliðna þrjá mánuði, þá eigi hann ekki að koma í örvunarskammt.\nÁ fimmtudag verður níræðu fólki og eldra á höfuðborgarsvæðinu boðin þriðja sprautan af bóluefni. Ekki verða send út sms-boð heldur á fólk að mæta í Laugardalshöll milli klukkan tíu og tólf. Sama gildir þegar tólf til fimmtán ára börnum verður boðin bólusetning á mánudag og þriðjudag.\nUm helmingur af þeim ellefu þúsund skömmtum sem til stóð að nota í gær gekk af og fór til hjúkrunarheimila. Meðal annars fóru áttatíu skammtar á hjúkrunarheimilið Mörkinni. Sigríður Sigurðardóttir, sviðsstjóri og hjúkrunarfræðingur á Grundarheimilunum, segir að íbúar hafi tekið vel í að fá þriðju sprautuna.\nÞað tóku því eiginlega allir mjög vel. Ég held að það hafi verið tveir sem vildu ekki þriðju sprautuna. En eins og einn heimilismaðurinn sagði við okkur: þó það væri sprauta númer fjögur eða fimm, ég treysti ykkur. Hverju breytir þetta fyrir ykkur? Þetta kannski breytir því að okkur finnst við vera heldur öruggari. Nú vitum við að smittíðnin er ansi há meðal ungs fólks og stór hluti starfsmanna okkar er ungur. Þannig að við viljum trúa því að smit berist síður inn á heimilið og dreifist þar meðal heimilismanna.","summary":"Byrjað er að gefa þriðju sprautu bóluefnis á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarfræðingur vonast til að nú sé ólíklegra að veiran nái að dreifa sér meðal íbúa heimillanna. "} {"year":"2021","id":"155","intro":"Þjóðarleiðtogar lýsa miklum áhyggjum af því að Afganistan verði að nýju skjól fyrir hryðjuverkamenn. Beita þurfi öllum ráðum til að koma í veg fyrir að svo fari.","main":"Vestrænir stjórnmálamenn og hernaðarskýrendur segja óumflýjanlegt að samtök á borð við Al-Kaída komi sér fyrir á þeim svæðum Afganistan þar sem stjórnleysi og upplausn ríkir í kjölfar valdatöku Talibana.\nKínverjar segjast tilbúnir að koma á friðsamlegum tengslum við stjórn Talibana en að þeim beri að tryggja að hryðjuverkasamtök hreiðri ekki um sig í landinu að nýju. Talibanar hétu Kínastjórn í síðasta mánuði að koma í veg fyrir það. Í skiptum býður Kínastjórn fjárhagsstuðning og aðstoð við uppbyggingu í landinu. Þjóðverjar tilkynntu í dag að þróunarhjálp við Afganistan væri lokið.\nBoris Johnson forsætisráðherra Bretlands brýnir fyrir vestrænum ríkjum að sameinast gegn slíkri þróun og Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir öryggisráðinu bera að bæla niður hryðjuverkaógnina í Afganistan.\nForystumenn Talibana sækjast eftir viðurkenningu heimsbyggðarinnar og hafa sagt sinn einlægan vilja að koma á friði og reglu ólíkt upplausn síðustu tuttugu ára.\nÁ hinn bóginn ganga óbreyttir liðsmenn fram af mikilli hörku og með ofbeldi sem er í andstöðu við hæglætislegar yfirlýsingar foringjanna.\nSajjan Gohel, sérfræðingur við Asíu-Kyrrahafsstofnunina, bendir á að þegar hafist allt að fimm hundruð Al-Kaída liðar við í Kunar-héraði. Þeir muni reyna að fjölga í liði sínu þar. Því sé áríðandi að Pakistanir komi í veg fyrir ferðir vígamanna um landamærin.","summary":"Forystumenn Talibana heita því að koma í veg fyrir að Afganistan verði athvarf hryðjuverkamanna. Þjóðarleiðtogar segja brýnt að koma í veg fyrir að það gerist. "} {"year":"2021","id":"156","intro":"Erlend ríki keppast nú við að koma borgurum sínum brott frá Afganistan. Ringulreið ríkir á alþjóðaflugvellinum í Kabúl. Utanríkisráðherrar ríkja Evrópusambandsins halda neyðarfund um stöðuna þar í dag.","main":"Utanríkisráðherrar ríkja Evrópusambandsins hittast á rafrænum neyðarfundi í dag vegna stöðunnar í Afganistan. Allt kapp er lagt á að koma sendiráðsstarfsfólki og öðrum borgurum á brott. AFP-fréttaveitan hefur eftir erindrekum ríkjanna að óttast sé að Talibanar grípi til hefndaraðgerða gegn afganska starfsfólkinu.\nMörg erlend flugfélög, þar meðal British Airways, Air France og Lufthansa, tilkynntu í dag að ekki yrði lent í Kabúl enda væri ekki óhætt að fara inn í lofthelgi Afghanistan eftir valdarán Talibana. Herinn hefur nú stjórn á lofthelginni.\nHundruð Afgana í flóttahug héngu utan á og hlupu meðfram bandarískri farþegaflugvél sem var að búa sig undir flugtak fyrr í dag. Þúsundir hafa í örvæntingu reynt að finna leiðir til að komast á brott án árangurs.\nFólk segist vera skelfingu lostið og margir óttast um líf sitt. Sögusagnir um hæli og skjól víða um heim fara eins og eldur í sinu meðal almennings í Kabúl.\nEmrahim Raisi, nýr forseti Írans, segir í yfirlýsingu í dag að ósigur Bandaríkjanna í Afganistan geti orðið til að tryggja frið og öryggi í landinu.\nAngela Merkel Þýskalandskanslari segir að kenna megi innanríkispólítík Bandaríkjanna um ákvörðunina um brotthvarf herliðsins.Hún segir jafnframt að brotthvarf Bandaríkjamanna hafi haft keðjuverkandi áhrif á önnur ríki alþjóðahersins sem að lokum hafi lyktað með valdatöku Talibana. Það séu skelfileg tíðindi fyrir fólk sem hafi barist fyrir mannréttindum, sérstaklega konur.","summary":"Erlend ríki vinna hörðum höndum við að koma starfsfólki sínu frá Afganistan. Mikil ringulreið ríkir á alþjóðaflugvellinum í Kabúl þar sem fólk leitar í örvæntingu leiða til að komast á brott. Fjölmargir óttast um líf sitt. "} {"year":"2021","id":"156","intro":"Landssamband smábátaeigenda hefur farið fram á auknar heimildir til strandveiða í ár svo ekki þurfi að stöðva veiðarnar áður en tímabilinu lýkur. Þá sé nauðsynlegt að lögfesta breytingar sem tryggi 48 veiðidaga á hverju tímabili og skerða um leið byggðakvóta til stærri útgerða.","main":"Í síðasta mánuði var tæpum 1200 tonnum af þorski úthlutað aukalega til strandveiða svo hægt yrði að veiða út ágúst og ljúka þar með tímabilinu. Eftir mikla veiði undanfarið er ljóst að þessar heimildir duga ekki til og gæti þurft um 1000 tonn til viðbótar. Þetta er sama staða og kom upp í fyrrasumar þegar stöðva þurfti strandveiðar tuttugasta ágúst.\nSegir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Á strandveiðum má á hverjum á báti veiða í tólf daga á mánuði út tímabilið eða 48 daga samtals. Þó má ekki veiða meira en heimildir, sem ákvarðaðar eru í upphafi tímabils, segja til um. Og þær verða ekki auknar nema til komi óráðstafaðar heimildir eða skerðing annars staðar innan þess kerfis sem strandveiðin fellur undir, þar sem einnig er byggðakvóti, línuívilnun og fleira. Örn segir að það verði að tryggja strandveiðunum þessa 48 veiðidaga og til þess þurfi að breyta núverandi kerfi.","summary":null} {"year":"2021","id":"156","intro":"Valur hefur sex stiga forskot á toppi úrvalsdeildar karla í fótbolta eftir sigur á Keflavík í gærkvöldi. Þrír leikir verða spilaðir í kvöld og geta Víkingur og Breiðablik haldið áfram að þjarma að Valsmönnum með sigri.","main":"Valur tók á móti Keflavík á Hlíðarenda. Sigurður Egill Lárusson kom Valsmönnum í 1-0 eftir níu mínútna leik og á 30. mínútunni skoraði hann sitt annað mark og kom Val 2-0 yfir. Ástbjörn Þórðarson minnkaði muninn fyrir Keflavík í síðari hálfleik en nær komust Keflavíkingar ekki og Valsmenn unnu því sinn 11. deildarsigur í sumar. Valur er á toppi deildarinnar með 36 stig, sex stigum ofar en KA og Víkingur, en KA vann Stjörnuna í gær, 2-1. Þrír leikir eru á dagskrá í kvöld og hefjast þeir allir korter yfir sjö. Breiðablik fær ÍA í heimsókn á Kópavogsvöll, HK tekur á móti KR í Kórnum og Fylkir mætir Víkingi í Árbænum, Víkingur getur minnkað forskot Vals í þrjú stig með sigri í kvöld.\nFyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta lauk í gærkvöldi. Stórleikur umferðarinnar fór fram í Lundúnum þar sem Tottenham tók á móti ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City. Leiknum lauk með 1-0 sigri Tottenham en markið skoraði Suður-Kóreumaðurinn Heung-Min Son. Í hinum leik gærdagsins vann West Ham Newcastle 4-2.\nKeppni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hófst einnig um helgina og lék Barcelona sinn fyrsta deildarleik eftir að Argentínumaðurinn Lionel Messi yfirgaf félagið. Börsungar lentu ekki í vandræðum með Real Sociedad og átti danski landsliðsmaðurinn Martin Braithwaite frábæran leik. Leiknum lauk með 4-2 sigri Börsunga, Braithwaite skoraði tvö mörk og þeir Gerard Pique og Sergi Roberto eitt mark hvor. Ríkjandi Spánarmeistarar Atletico Madrid hófu titilvörnina á sigri í gær en Atletico vann Celta Vigo á útivelli, 2-1.\nKarlalandslið Íslands í körfubolta mætir Svartfjallalandi í þriðja leik sínum af fjórum í lokaumferð forkeppni HM 2023 í kvöld. Þetta verður annar leikur liðanna í riðlinum en Ísland tapaði fyrri leiknum 83-69 fyrir helgi. Leikurinn í kvöld hefst klukkan sex og er í beinni útsendingu á RÚV 2.","summary":"Valsarar náðu í gærkvöld sex stiga forskoti á toppi úrvalsdeildar karla í fótbolta með 2-1 sigri á Keflvíkingum. Víkingar og Blikar spila í kvöld og geta minnkað forskot Hlíðarendamanna um helming."} {"year":"2021","id":"156","intro":"Heilbrigðisstarfsfólk á í stökustu vandræðum með að annast þær þúsundir sem slösuðust í jarðskjálftanum á Haítí á laugardag. Nærri þrettán hundruð hafa fundist látin eftir skjálftann, sem mældist 7,2 að stærð.","main":"AFP-fréttastofan hefur eftir lækninum Michelet Paurus að aðeins þrír læknar hafi verið á vakt á bráðamóttöku í borginni Les Cayes, sem varð illa úti í skjálftanum. Annar læknir, Rudolphe Steven Jacques, kom til aðstoðar frá höfuðborginni Port-au-Prince, og benti AFP á bágar aðstæður inni á sjúkrahúsinu. Sjúklingar og læknar verða að láta sér veruleg þrengsli lynda, og sífellt bætist við af sjúklingum frá dreifbýli í nágrenninu.\nBjörgunarstörf halda áfram í húsarústum í suðvestanverðu landinu. Að sögn AFP sváfu flestir íbúa Les Cayes utandyra af ótta við eftirskjálfta. Björgunarfólk er undir talsverðri pressu, þar sem hitabeltislægðin Grace nálgast landið. Bandaríska veðurstofan spáir mikilli úrkomu með tilheyrandi flóðum og aurskriðum seint á morgun.\nHaítí er enn í sárum eftir öflugan jarðskjálfta árið 2010 sem varð vel á þriðja hundrað þúsund að bana. Sá skjálfti skildi eftir sig mikla eyðileggingu í höfuðborginni og nágrenni, þar sem uppbyggingarstarfi er fjarri því að vera lokið.","summary":null} {"year":"2021","id":"156","intro":"Árni Arnþórsson, varadeildarstjóri við alþjóðlegan háskóla í Kabúl, segir að enginn hafi búist við svo hraðri yfirtöku Talibana sem raun ber vitni. Her Talíbana hafi verið vel skipulagður en her Afganistans ekki. Árni fær tölvupóst á hálfrar mínútu fresti frá samstarfsfólki og nemendum sem enn eru í Afganistan en Árni er staddur á Spáni. Hann segir ekki óraunhæft fyrir þetta fólk að óttast um líf sitt vegna þeirrar ímyndar sem skólinn hefur í Kabúl.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"156","intro":"Breskir gagnrýnendur halda vart vatni yfir Víkingi Heiðari Ólafssyni og frammistöðu hans á Proms-tónleikaröð BBC í Royal Albert Hall á laugardag. Sjálfur á píanóleikarinn erfitt með að lýsa því hvernig var að spila loks fyrir fullum sal af áhorfendum.","main":"Víkingur Heiðar er fyrsti íslenski einleikarinn til að koma fram á Proms-tónleikaröðinni sem er ein sú virtasta í heimi sígildrar tónlistar.Tónleikarnir áttu að fara fram fyrir ári síðan en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Því ríkti mikil eftirvænting fyrir þeim, breska pressan gerði sitt til að byggja upp spennu sem virðist hafa laðað fram það besta í Víkingi Heiðari. Gagnrýnendur bæði Times og Telegraph fara lofsamlegum orðum um frammistöðu íslenska píanóleikarans og segjast varla muna eftir annarri eins frumraun á Proms.","summary":"Víkingur Heiðar Ólafsson lýsir tónleikum sínum í Royal Albert Hall á Proms-tónleikaröð BBC sem einum þeim stærstu á ferlinum. Breskir gagnrýnendur eru nánast orðlausir yfir frammistöðu íslenska píanóleikarans."} {"year":"2021","id":"156","intro":"Sóttvarnalæknir segir óskhyggju að halda að staðan á Landspítalanum sé að léttast þótt færri smit hafi greinst í gær en síðustu daga og vikur. Þá sé algerlega ótímabært að ræða um afléttingu sóttvarnaaðgerða.","main":"Fimmtíu og fimm greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Helmingur var utan sóttkvíar. Staða innlagna á spítala er óbreytt á milli daga en virkum smitum fækkar. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir of snemmt að tala um afléttingu sóttvarnaaðgerða nú þegar skólarnir fara að hefjast. Fækkun smita sé þó ánægjuefni.","summary":"Sóttvarnalæknir segir það óskhyggju að halda að staðan á Landspítalanum sé að léttast. Algerlega ótímabært sé að ræða um afléttingu sóttvarnaaðgerða. "} {"year":"2021","id":"156","intro":"Vinnustaðir eins og skólar geta farið fram á að starfsfólk sé bólusett, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að þegar smit komi upp í skólum sé ekki hægt að beita öðrum aðferðum en sóttkví.","main":"Kennsla hefst í flestum framhaldsskólum í vikunni. Samkvæmt sóttvarnareglum er ekki skylt að bera grímu þegar nemendur eru sestir niður í kennslustofum. Í skólastarfi síðasta vetrar þurftu oft bekkir, og heilu eða hálfu árgangarnir að fara í sóttkví þegar upp komu smit. Leikskólar og frístundaheimili hafa ekki farið varhluta af smitum og tilheyrandi sóttkvíum undanfarið. Allir starfsmenn í skólum ættu nú að vera bólusettir en ekki liggur fyrir hvort sú sé raunin. Sóttvarnalæknir segir hægt að krefjast þess að starfsfólk skóla sé bólusett:\nVið erum ekki með bólusetningaskyldu en hins vegar geta vinnustaðir ákvarðað hvar fólk vinnur og við hvaða störf. Og sérstaklega ef verið að vinna með viðkvæma hópa að það geti gert þá kröfu til dæmis að fólk sem er að vinna með viðkvæma hópa að það sé bólusett. Og það er þá á ábyrgð vinnustaðarins að gera það og það er í reglugerð um aðrar bólusetningar. Og ég held að vinnustaðir verði bara að skoða það í því ljósi.\nSegir Þórólfur Guðnason. Hann segir líka mikilvægt að skólarnir skoði hólfaskiptingar svo sóttkví hafi ekki víðtæk áhrif í skólanum. Og það er ekki hægt að beita öðrum minna íþyngjandi aðferðum eins og hraðprófum í stað sóttkvía:\nHraðgreiningapróf munu ekki koma í staðinn fyrir sóttkví. Það held ég að verði að vera alveg ljóst.","summary":null} {"year":"2021","id":"156","intro":"Innanríkisráðuneyti Bretlands fer nú fram á að hegðun á samfélagsmiðlum verði grandskoðuð hjá þeim sem sækja um skotvopnaleyfi. Þetta kemur í kjölfar mannskæðustu fjöldaskotárásar í landinu í rúman áratug.","main":"Samfélagsmiðlahegðun hins tuttugu og tveggja ára Jakes Davison, sem myrti fimm í Plymouth á Suður-Englandi á fimmtudaginn, leiðir í ljós mikið kvenhatur, öfgafullar hægriskoðanir ásamt miklum áhuga á skotvopnum og ofbeldisfullum tölvuleikjum.\nLöggæsluyfirvöld á heimaslóðum Davison liggja nú undir miklu ámæli fyrir að hafa endurnýjað skotvopnaleyfi hans í júlí. Hann var áður sviptur leyfinu vegna ásakana um líkamsárás. Nú hyggjast bresk stjórnvöld gefa út leiðbeiningar um skotvopnaumsóknir fyrir öll fjörutíu og þrjú lögregluumdæmi á Englandi og í Wales.\nEins sé afar mikilvægt að kanna hvort yfirfara þurfi eldri umsóknir með sama hætti. Það auki traust almennings á að allar umsóknir séu skoðaðar gaumgæfilega og frá mörgum hliðum. Fátítt er að skotvopn komi við sögu á Bretlandseyjum en skammbyssueign er alveg bönnuð.\nHægt er að fá leyfi fyrir rifflum og haglabyssum eftir að bakgrunnur umsækjanda er kannaður rækilega auk þess sem meðmæli þurfa að fylgja og læknisfræðilegt mat á andlegri heilsu. Nú bætist rannsókn á hegðun á samfélagsmiðlum við. Davison varð móður sinni, þriggja ára barni og þremur öðrum að bana á fimmtudaginn var. Mínútuþögn ríkti í Plymouth klukkan ellefu í morgun til að minnast þeirra látnu.","summary":"Í kjölfar mannskæðrar skotárásar á Suður-Englandi síðastliðinn fimmtudag fer innanríkisráðuneytið fram á að lögregla kanni hegðun fólks á samfélagsmiðlum áður en skotvopnaleyfi eru veitt. "} {"year":"2021","id":"156","intro":"Heilsugæslan býst við að sýnatökum fjölgi um allt að tvö þúsund á dag nú þegar allir sem hafa tengsl við landið eru skyldaðir í sýnatöku við komuna til landsins. Heilsugæslan mun taka hraðpróf af þessu hópi en á flugvellinum verður boðið upp á hefðbundin PCR-próf.","main":"Haft verður samband við alla sem eiga að mæta í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komunni til landsins en gera það ekki. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins býst við að fjölgi um allt að tvö þúsund manns á dag í sýnatökur í kjölfar nýrra reglna sem tóku gildi á miðnætti. Farþegar með tengsl við Ísland þurfa að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá því að þeir koma til landsins. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.\nSamkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kemur í hlut lögreglunnar að hafa samband við þá sem ekki sinna boði um sýnatöku þegar þeir koma heim frá útlöndum.","summary":"Heilsugæslan býst við að sýnatökum fjölgi um allt að tvö þúsund á dag nú þegar allir sem hafa tengsl við landið eru skyldaðir í sýnatöku við komuna til landsins. "} {"year":"2021","id":"157","intro":null,"main":"Furðuvel varðveitt hræ hellaljónahvolps, sem fannst í freðmýri Síberíu fyrir þremur árum, reyndist um 28 þúsund ára gamalt. Það er af kvendýri og var gefið nafnið Sparta. Ári áður fannst annar ljónahvolpur um fimmtán metrum frá, og gáfu finnendur honum nafnið Boris. Þó hvolparnir hafi fundist nærri hvor öðrum voru þeir hvor úr sinni hjörðinni, því Boris drapst um 15 þúsund árum áður.\nHvolparnir voru um eins til tveggja mánaða gamlir þegar þeir drápust. Hræ Spörtu var svo vel með farið að feldur hennar var nánast heill, öll innri líffæri til staðar og hauskúpa, er fram kemur á vef The Guardian. Vísindamenn vonast til þess að einhver arða af móðurmjólkinni hafi varðveist í hræinu, því þá geti þeir áttað sig á matarræði ljónynjunnar. Með hlýnandi loftslagi hefur freðmýrin í Síberíu smám saman þiðnað. Samhliða því hafa hræ löngu útdauðra dýra fundist í jörðinni, og mörg þeirra vel varðveitt. Hellaljón hafa verið útdauð í þúsundir ára. Og það má sjá myndir af Spörtu inni á rúv.is.","summary":"Furðuvel varðveitt hræ hellaljónahvolps, sem fannst í freðmýri Síberíu fyrir þremur árum, reyndist um 28 þúsund ára gamalt. Hellaljón hafa verið útdauð í mörg þúsund ár. "} {"year":"2021","id":"157","intro":"Að minnsta kosti þrjú hundruð og fjórir létust í skjálftanum mikla á Haítí í gær. Um átján hundruð manns slösuðust. Enn er leitað að fólki í rústum.","main":"Almannavarnir á Haítí sögðu í gærkvöld fjölda manns hefði þegar verið bjargað úr húsarústum, ýmist af þjálfuðu björgunarfólki eða sjálfboðaliðum. Talið að er hundruð manna hafi lokast inni og er ekki búið að finna alla ennþá, þannig að björgunarfólk er í kapphlaupi við tímann.\nForsætisráðherra landsins, Ariel Henry, sagði í gærkvöld að skemmdirnar væru afar miklar og lýsti yfir neyðarástandi næsta mánuðinn. Meðal annars hafa flestir skólar, kirkjur og hótel á suðurströnd eyjarinnar skemmst mikið. Sjúkrahús eru yfirfull af slösuðu fólki, einkum í borginni Les Cayes.\nBandaríkjastjórn boðaði í gær að aðstoð yrði veitt. Þá hafa nágrannalönd í Mið- og Suður-Ameríku boðið fram aðstoð, meðal annars ætla yfirvöld í Ekvador að senda yfir þrjátíu sérhæða leitar- og björgunarmenn. Spænsk yfirvöld hafa einnig sagt að íbúar Haítí geti treyst á stuðning þeirra.\nInnviðir landsins eru ennþá laskaðir eftir stóra skjálftann árið tvö þúsund tíu þar sem rúmlega tvö hundruð þúsund manns létust. Sá skjálfti hafði meðal annars mikil áhrif á heilbrigðiskerfið sem hefur ekki náð sínum fyrri styrk.\nLíklega líða einhverjir daga þangað til búið verður að meta umfang skemmdanna. Yfirmaður Barnaheilla á Haítí sagði við New York Times að mikil neyð blasi við því fólki sem búi á skjálftasvæðinu.","summary":"Enn er leitað að fólki á lífi í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum á Haítí í gær. Að minnsta kosti þrjú hundruð og fjórir létust í skjálftanum."} {"year":"2021","id":"157","intro":null,"main":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú manns sem er talinn hafa hrint konu niður stiga á veitingastað í miðborg Reykjavíkur seint í gærkvöld. Konan var flutt meðvitundarlítil á bráðadeild með höfuðáverka.\nÁsgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segir í samtali við fréttastofu að sterk sönnunargögn séu fyrir hendi í málinu, sem bendi eindregið til þess að maður hafi hrint konunni niður stigann, sem var þó ekki mörg þrep. Sé það raunin líti lögreglan það alvarlegum augum. Maðurinn var á bak og burt þegar lögregla kom á staðinn. Fréttastofa hefur ekki frekari upplýsingar um líðan konunnar, og Ásgeir segir lögreglu ekki hafa þær heldur.","summary":"Lögregla leitar manns sem hrinti konu niður stiga á veitingastað í miðborginni í gærkvöldi. Konan var flutt meðvitundarlítil á bráðadeild."} {"year":"2021","id":"157","intro":"Friðrik Jónsson formaður BHM, sem starfað hefur í Afganistan fyrir bæði NATO og Sameinuðu þjóðirnar, óttast að ástandið leiði af sér aukinn flóttamannavanda og að konur verði nánast í stofufangelsi. Hann segir mikinn hraða á valdatöku Talibana ekki koma sérstaklega á óvart.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"157","intro":"Takashi Kawamura, borgarstjóri Nagoya í Japan, vakti mikla reiði borgarbúa nýverið. Mynd var birt af honum bíta í ólympíugullmedalíu landsliðskonu í hafnabolta.","main":"Kawamura tók á móti hafnaboltaleikmanninum Miu Goto við hátíðlega athöfn á fimmtudag þar sem sigri hennar með japanska landsliðinu var fagnað. Bæði báru þau grímu, en Kawamura færði sína frá vitunum til þess að bíta í verðlaunapeninginn. Viðburðurinn var í beinni sjónvarpsútsendingu og vakti hneykslan margra. Þótti hann sýna mikla vanvirðingu og fannst borgarbúum bitið óheilsusamlegt á tímum heimsfaraldurs.\nFréttastofa CNN hefur eftir starfsmanni á skrifstofu borgarstjórnar í Nagoya að yfir átta þúsund kvartanir hafi komið á borð þeirra vegna tilburða Kawamura. Þar á meðal var krafist afsagnar hans.\nSkipuleggjendur Ólympíuleikanna í Tókýó sendu frá sér yfirlýsingu eftir útsendinguna þar sem tilkynnt var að Goto fái nýjan verðlaunapening, henni að kostnaðarlausu. Kawamura baðst sjálfur afsökunar á hegðun sinni og fyrir að eyðileggja verðmæti gullverðlaunahafans. Hann bauðst til þess að greiða sjálfur fyrir skiptin.\nTvísýnt var allt fram á síðustu stundu hvort Ólympíuleikarnir færu fram í Tókýó. Þeim hafði þegar verið frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins og var ný bylgja faraldursins komin af stað í Japan skömmu áður en leikarnir hófust. Tilfellum hefur fjölgað verulega í Tókýó eftir leikana.","summary":null} {"year":"2021","id":"157","intro":"Mikill erill hefur verið hjá Landhelgisgæslunni undanfarið. Þyrla gæslunnar fór í vikunni í fjögur útköll á einum sólarhring sem er með því mesta sem þekkist. Útköllin hafa gengið vel en framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá gæslunni segist hafa mestar áhyggjur af því að missa fólk í sóttkví.","main":"Starfsfólk Landhelgisgæslunnar hefur haft í nógu að snúast í sumar og útköll í ágúst hafa verið óvenjumörg. Á miðvikudag sinnti þyrlusveit gæslunnar til dæmis fjórum útköllum vegna slysa og veikinda. Þá hefur verið nóg að gera um helgina. Ásgrímur L. Ágrímsson er framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar.\nÞað er nú svona með því mesta sem hefur sést, ekki alveg óþekkt, en allavega undanfarin ár\ner þetta með því mesta sem við höfum séð.\nAð sögn Ásgríms hefur mikið verið um slys á göngufólki á hálendinu og einnig í tengslum við fólk á fjórhjólum og hestum. Þá hefur verið talsvert um útköll vegna slysa við gosstöðvarnarnar við Fagradalsfjall.\nÞað hafa komið líka upp skipti þar sem það hafa verið tvö útköll sem hafa komið í einu\nÁsgrímur segir útköllin hafa gengið vel þrátt fyrir annir en það megi þó lítið út af bregða.\nVið höfum ráðið alveg ágætlega við þetta núna undanfarið en við eins og margir aðrir viðbragsðaðilar við höfum áhyggjur ef það fara ða verða veikindi og fólk þarf að fara í sóttkví, þá riðlast vaktir mjög fljótt. En við höfum verið heppin að lenda lítið í því, bara sáralítið sem betur fer.","summary":"Starfsfólk Landhelgisgæslunnar hefur haft í nógu að snúast í sumar og útköll í ágúst hafa verið óvenjumörg, allt að fjögur á sólarhring. Framkvæmdastjóri hjá gæslunni hefur mestar áhyggjur af því að missa fólk í sóttkví. "} {"year":"2021","id":"157","intro":"Argentínski knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi var kynntur fyrir stuðningsmönnum franska liðsins PSG fyrir leik þeirra gegn Strasbourg í frönsku deildinni í gær.","main":"Algjört Messi-fár hefur ríkt í París frá því að tilkynnt var að Lionel Messi myndi semja við liðið. Í gærkvöld fengu stuðningsmenn franska liðsins loksins að bera goðið augum þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður félagsins fyrir leik PSG og Strasbourg.\nÞegar Messi hafði lokið við að flytja stuttu ræðu fyrir stuðningsmenn liðsins fékk hann sér þó aftur sæti upp í stúku þar sem hann er enn að komast í leikform eftir sumarfrí sitt. Franska liðið nýtti leikinn í gær til að kynna fjóra aðra leikmenn fyrir stuðningsmönnum sínum en það eru spænski varnarmaðurinn Sergio Ramos, ítalski landsliðsmarkvörðurinn Gianluca Donnarumma, hollenski miðjumaðurinn Gini Wijnaldum og marokkóski bakvörðurinn Achraf Hakimi.\nÞrátt fyrir að margir af bestu leikmönnum Parísarliðsins hafi verið hvíldir í gær vann liðið öruggan 4-2 sigur á Strasbourg.\nKeppendur Íslands á Ólympíumóti fatlaðra héldu af stað til Tókýó í morgun. Sex íslenskir keppendur taka þátt í mótinu að þessu sinni. Arna Sigríður Albertsdóttir, hjólreiðakona, verður fyrst Íslendinga til að keppa í hjólreiðum á mótinu. Ísland mun einnig eiga hlaupara í flokki blindra í fyrsta sinn á mótinu í ár en það er Patrekur Andrés Axelsson sem hlaut þátttökurétt í 400 metra hlaupi.. Aðrir keppendur Íslands á mótinu í ár eru Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir sem keppir í kúluvarpi, Már Gunnarsson, Róbert Ísak Jónsson og Thelma Björg Björnsdóttir sem keppa öll í sundi.\nKeppendur Íslands munu dvelja í borginni Tama við æfingar þar til mótið hefst en setningarathöfn mótsins er þann 24. ágúst og mótinu lýkur með lokaathöfn þann 5. september. Sýnt verður frá Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó á RÚV á meðan að mótinu stendur.\nÞrír leikir fara fram í efstu deild karla í fótbolta í dag. Klukkan fjögur mætast KA og Stjarnan á Akureyri. Klukkan fimm fær FH Leikni í heimsókn í Kaplakrika og klukkan 19:15 taka Íslandsmeistarar Vals á móti Keflavík.","summary":null} {"year":"2021","id":"158","intro":"Ekkert lát er á sókn Talibana í Afganistan og eru hersveitir þeirra nú aðeins ellefu kílómetrum sunnan höfuðborgarinnar Kabúl. Forseti Afganistan segir að tilflutningur á herliði skipti nú mestu. Ríkisstjórnin ráði nú ráðum sínum um hvernig enda eigi átökin.","main":"Ashraf Ghani forseti Afganistan flutti sjónvarpsávarp til þjóðarinnar í morgun þar sem hann ræddi átökin sem staðið hafa í landinu undanfarnar vikur. Hann sagði að nú væri forgangsmál að flytja hersveitir til, og unnið væri ötullega að því. Þá vildi hann gera sitt besta til að tryggja öryggi saklausra borgara.\nGhani sagði að af þeim sökum væri hann nú að ráðfæra sig við ríkisstjónina, póltíska leiðtoga og alþjóðlega samstarfsmenn. Greint yrði frá niðurstöðu þeirra fljótlega.\nMeðan á þessu stendur heldur sókn Talibana áfram að sama mætti. Helmingur þrjátíu og fjögurra héraðshöfuðborga eru nú á valdi þeirra. Fregnir hafa borist af bardögum í Mazar-e-Sharif sem er mikilvægt vígi stjórnvalda í norðurhluta landsins. Þar hefur stjórnarherinn meðal annars gert loftárásir á hersveitir Talibana. Þá hafði AP-fréttastofan eftir afgönskum þingmanni að hersveitir Talibana væru nú aðeins ellefu kílómetrum suður af Kabúl. Vestræn ríki eru í kapphlaupi við tímann til að koma starfsmönnum sínum úr landinu, og meðal annars komu fyrstu bandarísku hermennirnir í gær sem eiga að flytja sendiráðsstarfsmenn, og Afgana sem hafa starfað með þeim, á brott.\nÖll þessi staða hefur aukið áhyggjur þeirra tuga þúsunda sem leitað hafa skjóls Kabúl undan Talibönum eftir að þeir hafa hertekið heimaborgir þeirra. Um áttatíu prósent flóttamannanna eru konur og börn. Antonio Guterres framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í gærkvöld að hann væri miður sín vegna slæmrar meðferðar á konum á þeim svæðum sem Talibanar hafa lagt undir sig. Landið sé að verða stjórnlaust.\nBandaríkjastjórn situr hins vegar föst við sinn keip um að halda áfram að kalla herlið sitt á brott. John Kirby talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna sagði til dæmis í gærkvöld að Kabúl væri ekki í bráðri hættu þó að Talibanar væru að reyna að einangra borgina.\nKanadamenn tilkynntu í gærkvöld að þeir hygðust taka við tuttugu þúsund flóttamönnum frá Afganistan vegna ástandsins.","summary":"Forseti Afganistans segir ríkisstjórn og aðra leiðtoga landsins ráða ráðum sínum um hvernig eigi að binda enda á stríðið þar. Talibanar nálgast nú höfuðborgina Kabúl óðfluga."} {"year":"2021","id":"158","intro":"Brot gegn sóttkví og einangrun hafa ekki verið fleiri í einum mánuði á árinu en í júlí, samkvæmt tölum Ríkislögreglustjóra. Á sama tíma fer skráðum brotum gegn sóttvörnum mjög fækkandi frá í vor. Alls eru 186 brot skráð á árinu.","main":"54 brot gegn sóttkví og einangrun eru skráð á árinu. Það er þegar einstaklingar virða ekki reglur um að fara í og halda sig í sóttkví og einangrun. Þau voru flest 15 í júlí og næstflest 13 í janúar. Fæst voru þau í maí, en þá er ekkert slíkt brot á skrá. Tölurnar ná til fimmtudagsins tólfta ágúst, og fram til þess dags eru aðeins tvö brot á skrá í ágúst. Sektir við þessum brotum geta verið á bilinu 50 til 500 þúsund krónur, en tekið skal fram að ekki öll brot á skrá fara sjálfkrafa í sektarmeðferð. Sóttvarnabrot eru 132 á árinu, það er þegar fyrirtæki og einstaklingar tryggja ekki sóttvarnir í samræmi við reglur eða virða ekki samkomutakmarkanir. Þau voru flest frá febrúar og fram í maí, 22 til 24 í hverjum mánuði, en voru ekki nema átta í júlí og sjö fyrstu tvær vikurnar í ágúst. Sektirnar þar eru lægstar 50 þúsund krónur þegar einstaklingar virða ekki samkomutakmarkanir en annars á bilinu 100 þúsund krónur til hálf milljón. Tilkynningar til lögreglu um möguleg brot hafa verið samtals 3208 á árinu, um sautján sinnum fleiri en skráð brot. Tilkynningunum hefur fækkað jafnt og þétt eftir því sem liðið hefur á árið. Þær voru um eða yfir fimm hundruð á mánuði framan af ári, en fóru niður í 219 í júní, tóku kipp upp í tæpar 300 í júlí og hafa verið 162 það sem af er ágústmánuði.","summary":null} {"year":"2021","id":"158","intro":"Lögmaður Færeyja vill að eyjarnar fái að keppa undir eigin fána á Ólympíuleikunum. Færeyskir íþróttamenn hafa náð á ferna Ólympíuleika í röð, en alltaf sem liðsmenn Danmerkur.","main":"Færeyjar eiga ekki aðild að Alþjóðaólympíunefndinni. Fyrir vikið keppa færeyskir íþróttamenn ekki undir eigin fána á leikunum, heldur þeim danska, ýmsum til mikillar gremju.\nBárður á Steig Nielsen er lögmaður Færeyja, en það er ígildi forsætisráðherra þar í landi. Í vikunni, á lokadegi Ólympíuleika í Tókíó, sendi hann frá sér stutta yfirlýsingu þar sme hann segir mál að linni. Bárður bendir á að færeyskir íþróttamenn hafi keppt á fernum Ólympíuleikum í röð með góðum árangri. En í líki danskra. Ljóst sé að landið \"framleiði\" með reglubundnum hætti íþróttamenn í hæsta gæðaflokki. Þeir eigi það skilið, eins og aðrir, að keppa fyrir þjóð sína.\nÞrátt fyrir að eiga ekki aðild að Alþjóðaólympíusambandinu hafa Færeyingar getað sent sveit á Ólympíumót fatlaðra frá árinu 1984. Þá er landið í Evrópska og Alþjóðaknattspyrnusambandinu.\nAlþjóðaólympíunefndin ber við því að Færeyjar séu ekki sjálfstætt ríki og viðurkennt sem slíkt af alþjóðasamfélaginu. Það sé forsenda aðildar. Þetta þykir Færeyingum fyrirsláttur. Þó nokkur fjöldi Ólympíuliða er ekki frá sjálfstæðu ríki. Aruba, sem tilheyrir Hollandi. Bermúda, tilheyrir Bretlandi, Hong Kong í Kína, Guam sem tilheyrir Bandaríkjunum og svo mætti áfram telja. Þá má geta þess að Ísland keppti í fyrsta sinn undir eigin fána á leikunum 1936.\nBárður lögmaður segir í samtali við Kringvarpið, systurmiðil RÚV, að hann geri sér vonir um að geta komið vitinu fyrir Ólympíunefndina. Hann hafi raunar stefnt að því að halda til Tókíó fyrir leikana til að ræða málin í eigin persónu. Vegna covid verði það þó að bíða betri tíma.\nNú er að sjá hvort færeyski fáninn, Merkið, fái að njóta sín á leikunum í París að þremur árum liðnum.","summary":"Færeyingar vilja fá að keppa á Ólympíuleikum undir eigin fána. Lögmaður eyjanna hefur hyggst funda með Alþjóðaólympíunefndinni vegna þessa."} {"year":"2021","id":"158","intro":"Allir opinberir starfsmenn í Kanada verða að vera búnir að láta bólusetja sig gegn COVID-19 fyrir lok október vilji þeir halda starfi sínu. Þetta á einnig við um alla ferðamenn í landinu, hvort sem þeir ferðast í flugvélum, skipum eða lestum.","main":"Dominic LeBlanc, ráðherra milliríkjamála í Kanada, segir þetta bestu leiðina til þess að binda enda á faraldurinn og halda samfélaginu gangandi. Fylki og sýslur í Kanada eru með gögn um það hverjir hafa fengið bóluefni. LeBlanc segir að reglulegar skimanir verði gerðar á þeim sem geta ekki þegið bóluefni af heilbrigðisástæðum. Með kröfu sinni um bólusetningar í starfi sé ríkið að sýna gott fordæmi í baráttunni gegn COVID-19, að sögn ráðherrans.\nStaða bólusetninga gegn kórónuveirunni er nokkuð góð í Kanada. Um 81 prósent þeirra sem hafa átt möguleika á bóluefnaskammti hafa fengið að minnsta kosti einn skammt að sögn fréttastofu BBC.\nTheresa Tam, landlæknir Kanada, varaði þjóðina við því á fimmtudag að fjórða bylgja faraldursins væri í fullum gangi í landinu. Yfir 13 þúsund virk smit hafa greinst undanfarna daga að sögn BBC.","summary":"Opinberir starfsmenn í Kanada hafa út október til að láta bólusetja sig, ella missa þeir vinnuna."} {"year":"2021","id":"158","intro":"Þrjátíu og fimm Afganir fengu alþjóðlega vernd á Íslandi á síðasta ári. Fólkið hefur fengið dvalarleyfi til fjögurra ára. Afgönum sem hingað hafa leitað hefur ekki verið vísað aftur til heimalandsins síðustu ár en einhverjum þeirra hefur verið vísað til annarra Evrópuríkja.","main":"Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun koma ekki margir hingað til lands beint frá Afganistan í leit að alþjóðlegri vernd. Flestir hafa verið um lengri eða skemmri tíma í öðrum Evrópulöndum á leið hingað.\nFáir sækja því hingað sem ekki hafa þegar opið mál í öðru Evrópuríki eða eru búnir að fá vernd annars staðar. Samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni ber það ríki ábyrgð á umsókn umsækjenda um vernd þar sem umsóknin er fyrst lögð fram. Umsækjendur um vernd frá Afganistan sem hafa fengið efnislega meðferð hér á landi síðustu ár hafa fengið jákvæða niðurstöðu. Á sama tíma hefur engum umsækjanda verið snúið aftur héðan beint til Afganistan.","summary":null} {"year":"2021","id":"158","intro":"Hljóðbækur eru góð viðbót við aðra bókaútgáfu, að mati formanns Félags íslenskra bókaútgefenda. Bóksali segir bækur hafa selst vel frá því að faraldurinn skall á en bókaútgefandi segir að of margar bækur komi út í landinu.","main":"Héðinn Finnsson, verslunarstjóri í Forlagsbúðinni á Fiskislóð, tekur undir að Íslendingar geti enn kallað sig bókaþjóð. Það sýni mikil ásókn í bækur frá því að kórónuveirufaraldurinn skall á. Það sé gleðiefni að í raun seljist eitthvað af öllu sem í boði er.\nÞað er nú bara alls konar, ég þori nú ekki að segja, það eru krimmar, kiljur aðallega, ástarsögur, ferðabækur og barnabækur\n.. það er nú eiginlega bara hvað sem er.\nÍ fyrrasumar var brjálað að gera og þótt mikið hafi verið að gera í sumar nái það ekki sömu hæðum og þá. Að sögn Bryndísar Loftsdóttur hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, FÍBÚT, er Leifsstöð mikilvægur hlekkur í bóksölu, einkum seljist kiljur vel þar. Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu, og Heiðar Ingi Svansson formaður FÍBÚT taka undir það. Almennt grípi fólk kilju með sér áður en lagt sé af stað í ferðalag.\nJakob telur að hljóðbækur séu mjög að sækja í sig veðrið en á hinn bóginn segir hann að of margar bækur komi út á Íslandi. Heiðar Ingi segir miklar breytingar að verða með tilkomu hljóðbóka. Gamla góða pappírsbókin lifi þó ágætu lífi. Hann hafi á tilfinningunni að áhugi Íslendinga á bókum sé ekki að minnka, hvert sem form þeirra er. Bækur séu í samkeppni við aðra afþreyingu og hljóðbækur geti að hans mati aukið áhuga á öðrum bókum. Bók, í hvaða formi sem er, sé sígildur ferðafélagi.","summary":null} {"year":"2021","id":"158","intro":"Valur er með afgerandi forystu í efstu deild kvenna í fótbolta eftir sigur gegn Breiðabliki í toppslag í gærkvöld.","main":"Aðeins fjórum stigum munaði á liðunum fyrir leikinn í gær og hann því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið í titil baráttunni. Fyrsta mark leiksins kom á 12. mínútu þegar Málfríður Anna Eiríksdóttir skallaði boltann í mark Breiðabliks og Valskonur því komnar 1-0 yfir. Bæði lið fengu ágæt tækifæri á að bæta við mörkum en þau urðu ekki fleiri. Sigur Vals þýðir að liðið er nú með sjö stiga forystu á Breiðablik á toppi deildarinnar þegar hvort lið á aðeins fjóra leiki eftir.\nBæði lið eiga svo spennandi verkefni fyrir höndum í næstu viku þegar keppni í Meistaradeild Evrópu hefst. Þar mætir Valur þýska stórliðinu Hoffenheim á meðan að Breiðablik keppir gegn KÍ frá Færeyjum í fyrstu umferð keppninnar.\nÍslenska karlalandsliðið í körfubolta vann góðan sigur á Danmörku í seinni umferð forkeppni HM2023 í gærkvöld. Þetta var annar leikur íslenska liðsins í riðlinum en á fimmtudag tapaði Ísland gegn Svartfjallalandi í fyrsta leik. Sigurinn á Dönum í gær var því afar mikilvægur þar sem tvö lið fara áfram úr þessum þriggja landa riðli í sjálfa undankeppnina sem hefst í nóvember.\nÍsland á nú tvö leiki eftir í riðlinum og fara þeir báðir fram í næstu viku og verða þeir báðir í beinni útsendingu á RÚV 2\nEnska knattspyrnuliðið Brentford varð í gær fimmtugasta félagsliðið til að spila í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið tók á móti Arsenal í þessum fyrsta leik deildarinnar. Lítið var um byrjendaörðugleika hjá nýliðum Brentford í gær og Sergi Canos skoraði fyrsta úrvalsdeildarmark liðsins á 22. mínútu. Á 76. mínútu skoraði Daninn Christian Nörgaard og tryggði nýliðum Brentford 2-0 sigur. Markvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson var á meðal varamanna Brentford í gær en annar íslenskur markvörður, Rúnar Alex Rúnarsson, var utan hóps hjá Arsenal vegna veikinda.","summary":null} {"year":"2021","id":"159","intro":"Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagið ætla að berjast gegn því að kennarar sinni samtímis nemendum í kennslustofunni og heima, með tilheyrandi álagi. Miðað við núgildandi sóttvarnaaðgerðir á hann von á áframhaldandi röskun á skólastarfi.","main":"Framhaldsskólakennarar væntu hefðbundins, reglulegs skólastarfs þegar um 90 prósent þeirra sem starfa í skólum eru bólusettir, segir Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara. Miðað við 200 manna samkomubann og eins metra fjarlægðartakmörk þá verði það ekki svo.\nMiðað við viðmiðin eru eins og þau eru núna þá verður gripið til aðgerða og fjöldi manns mun fara í sóttkví og þetta mun hafa áhrif á skólastarfið.\nGuðjón segir að kvíði fylgi komandi vetri. Kennarar hafi lagt hart að sér undanfarið eitt og hálft ár við að halda úti hefðubundnu skólastarfi með tilheyrandi álagi. Það sé hins vegar ekki eðlilegt skólastarf, árangurinn af því sé ekki góður og líðan nemenda ekki heldur. Guðjón segir að búa þurfi fagfólkinu betri starfsaðstæður. Það sé til dæmis ekki þeirra að sinna sóttvarnaaðgerðum, uppröðun í skólum og þrifum enda önnur verkefni þess ærin. Þá séu ýmsar kennsluaðferðir að sliga kennara og Guðjón nefnir sem dæmi þegar þeir sinni samtímis nemendum í skólastofu og beinni útsendingu fyrir þá sem heima sitji.\nÞessi liður, þessi tvöfalda kennsla er eitthvað sem við viljum í lengstu lög forðast. Og við munum stéttarfélagið berjast gegn því að þetta verði notað.","summary":"Félag framhaldsskólakennara hyggst beita sér gegn tvöfaldri kennslu framhaldsskólakennara, þar sem bæði nemendum í skólastofu og þeim sem heima sitja er sinnt samtímis með tilheyrandi álagi."} {"year":"2021","id":"159","intro":"Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Svartfjallalandi í fyrsta leik liðsins af fjórum í forkeppni HM 2023. Ísland mætir Danmörku í næsta leik strax í kvöld.","main":"Svartfellingar byrjuðu betur en Ísland komst inn í leikinn í öðrum leikhluta og 6 stigum munaði á liðunum í hálfleik. Ísland jafnaði metin í 45-45 í þriðja leikhluta en Svartfellingar náðu aftur forystu og enduðu á að vinna leikinn með fjórtán stigum, 83-69. Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður, segir niðurstöðuna gríðarlega svekkjandi.\nÍsland mætir Dönum í kvöld í beinni útsendingu klukkan 18 á RÚV 2. Tveir leikir verða svo spilaðir í næstu viku, á móti sömu liðum og tvö efstu liðin í þessum þriggja landa riðli fara svo áfram í sjálfa undankeppni HM, sem hefst í nóvember.\nLjóst er hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Síðasti leikur 16-liða úrslitanna fór fram í gærkvöld en þar voru það ríkjandi bikarmeistarar Víkings sem tryggðu sig áfram með 3-1 sigri á KR. Víkingur mun mæta Fylki í 8-liða úrslitunum, Íslandsmeistarar Vals fara í heimsókn til fyrstudeildarliðs Vestra á Ísafirði og þá mætast ÍR og ÍA og HK og Keflavík. 8-liða úrslitin verða leikin 10. og 11. september\nOg öll íslensku liðin eru úr leik í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta eftir að Breiðablik tapaði 2-1 fyrir skoska liðinu Aberdeen í seinni leik liðanna í gærkvöld. Aberdeen vann fyrri leikinn 3-2 og einvígið því samanlagt 5-3.","summary":null} {"year":"2021","id":"159","intro":"Tvær risavaxnar, áður óþekktar risaeðlutegundir voru meðal steingervinga sem fundust í norðvestanverðu Kína. Vísindamenn frá kínversku vísindaakademíunni og þjóðminjasafni Brasilíu telja annað dýrið hafa verið yfir 20 metra langt og hitt um 17 metra.","main":"Samkvæmt grein vísindamannanna, sem birt er í nýjasta hefti vísindaritsins Scientific Reports, eru steingervingarnir frá því snemma á krítartímabiliinu, fyrir um 120 til 130 milljónum ára. Steingervingarnir eru meðal þeirra fyrstu sem fundist hafa af forsögulegum hryggdýrum í Kína. Báðar eru nýuppgötvuðu tegundirnar graseðlur, með langan háls og hala líkt og þórseðlur. Önnur tegundin hlaut latneska heitið Silutitan sinensis og hin Hamititan xinjiangensis. Titan í nöfnunum er vísan í gríska orðið sem þýðir risi. Silu er mandarínska yfir Silkiveginn, hinn gamla verslunarveg, og xinjiang er vísan í héraðið Xinjiang þar sem steingervingarnir fundust.\nAð sögn fréttastofu CNN er nokkurs konar gullöld steingervingafræðinga í Kína. Fjöldi spennandi steingervinga hefur fundist þar undanfarin ár. Til að mynda fannst steingerð eðla sem sat á eggjum í hreiðri í suðaustanverðu landinu fyrr á þessu ári. Í eggjunum voru steingerðir fósturvísar.","summary":null} {"year":"2021","id":"159","intro":"32 liggja á sjúkrahúsi með covid, átta eru á gjörgæslu og fimm þeirra í öndunarvél. Það er þungt hljóð í Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni sem býst allt eins við neyðarkalli frá spítalanum í dag.","main":"Þetta er dálítið ógnvekjandi ég verð bara að segja það. ég veit að spitalinn er að funda um sína stöðu og hvað ákall þeir ætla að senda út um stöðuna.\nGæti borist neyðarkall frá spítalanum í dag? Jaaaa ég gæti alveg eins búist við því, eg veit það ekki, spítalinn gæti svarað því betur en ég er alveg viðbúinn neyðarkalli frá spítalanum hvenær sem er.\nÞórólfur ætlar að leggja til hertar samkomutakmarkanir innanlands ef spítalinn gefi út að hann sé kominn að þolmörkum. Heilbrigðisráðherra tekur sem fyrr lokaákvörðun um aðgerðir.\nFyrir viku skilaði spítalinn áhættumati þar sem sagði að við núverandi aðstæður væri spítalinn kominn að þolmörkum. Þá samþykkti Ríkisstjórnin aðgerðir til að létta á heilbrigðiskerfinu, meðal annars að finna um þrjátíu sjúklingum pláss annars staðar. Á upplýsingafundi í gær sagði forstjóri spítalans að ástandið væri enn áþekkt og erfiðast væri að tryggja mönnun á gjörgæslu. Spítalinn væri að leita til starfsfólks á öðrum stofnunum og einkareknum stofum.\nÍ kringum 70 hafa lagst inn á sjúkrahús frá 1. júlí, sem eru í kringum 2,5% af öllum sem hafa greinst í þessari bylgju.\nEf útbreiðslan heldur áfram að verða svon amikil. þá fjögar í þessum hópi sem þarf á innlögn að halda og jafnvel á gjörgæslumeðferð, þetta er alvarleg staða finnst mér. m´re finnst þetta vera þung tíðindi sem okkur er að berast á hverjum degi.\nÞú hefur alltaf sagt að það taki 10-14 daga að sjá arangurinn af aðgerðunum, er ekki of seint í rassinn gripið að grípa til aðgerða, ef spitalinn er þegar kominn á þetta neyðarstig?\nJá það má alveg segja það að það tekur ákveðinn tíma að sjá arangurinn, meirað segja er eg ekki alveg viss um að hertar aðgerðir myndu skila jafn miklum árangri núna eins og áður útbreiðslan er orðin það mikið í samfélaginu held ég að það geti tekið aðeins lengri tíma. Það er einmitt á þeim grunni sem ég og landlæknir höfum sent erindi til ráðherra um þessa þr´´oun sem er í gangi þar sem stjórnvöld eru hvött til að skoða þessa þróun í ljósi annarra hagsmuna, og hvort grípa þurfi til hertra aðgerða.\nÞórólfur vísar þar í erindi sem hann sendi ráðherra um mánaðamótin. Þá voru settar á þær aðgerðir sem nú eru í gildi; um 200 manna samkomubann, grímuskylda og eins metra fjarlægð milli fólks. Í vikunni voru þær framlengdar um tvær vikur.\n130 greindust innanlands í gær, 4,4% af þeim sem fóru í sýnatöku. 91 var utan sóttkvíar við greiningu. 32 eru á spítala, sem er mesti fjöldi í þessari bylgju. Smitin eru í öllum landshlutum en langflest á aldrinum 18-29 ára.\nvið erum að sjá áfram sama fjölda greinast á hverjum degi, ekkert lát á því. á meðan svo er bætist bara í hópinn sem þarf að leggjast inn.","summary":"Átta eru á gjörgæslu vegna covid og fimm í öndunarvél. Sóttvarnalæknir segir þróunina ógnvekjandi og býst jafnvel við neyðarkalli frá spítalanum í dag."} {"year":"2021","id":"159","intro":"Hersveitir Talibana sækja fram á mörgum vígstöðvum í Afganistan og hafa hertekið yfir þriðjung héraðshöfuðborganna. Tugir eða hundruð þúsunda almennra borgara eru á vergangi og á annað þúsund hafa látið lífið.","main":"Kandahar í suðurhluta Afganistan, næststærsta borg landsins og miðstöð viðskipta, er fallin í hendur Talibönum. Norðurhluti landsins er að miklum hluta undir stjórn uppreisnarmanna ásamt meira en þriðjungi héraðshöfuðborga.\nSveitir stjórnarhersins, stjórnmálamenn og embættismenn yfirgáfu borgina Lashkar Gah, höfuðborg Helmand-héraðs, sem er þar með fallin í hendur Talibönum.\nÞeir eru einnig sagðir hafa náð Pul-e-alam, höfuðborg Logar-héraðs sem liggur að Kabúl-héraði. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að þaðan sé stuttur vegur til höfuðborgarinnar Kabúl.\nHersveitir Talibana umkringja nú borgina Mazar-i-Sharif, eitt höfuðvígi andstöðu við Talibana í norðrinu.\nÁ fimmta hundrað þúsund almennra borga hafa flúið vígasveitirnar, með nánast ekkert nema fötin sem þau standa í. Samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna eru yfir þúsund fallin í valinn. Mannréttindasamtök óttast að mannfall verði enn meira.\nStraumur flóttafólks hefur legið til höfuðborgarinnar, þar sem fólkið hefst við í bráðabirgðabúðum, á götum borgarinnar og í yfirgefnum vöruhúsum.\nBandarísk og bresk stjórnvöld sendu fjölmennt herlið til Kabúl til að tryggja brotthvarf starfsmanna sendiráða og afganskra ríkisborgara sem unnið hafa fyrir ríkin tvö.\nand will be met with a forceful and an appropraite response.\nEkki stendur til að bandarískar hersveitir ráðist að fyrra bragði til atlögu við Talibana. Hins vegar mega þær bregðast við árásum að því er fram kom í máli Johns Kirby talsmanns varnarmálaráðuneytisins. Nú á tólfta tímanum kallaði NATÓ til neyðarfundar klukkan eitt vegna ástandsins í Afganistan.","summary":"Mannréttindasamtök óttast að mannfall almennra borgara í Afganistan eigi eftir að aukast. Talibanar hafa náð þriðjungi héraðshöfuðborga og sækja af hörku fram á mörgum vígstöðvum."} {"year":"2021","id":"159","intro":"Formaður stjórnar Hlíðarfjalls segir vonbrigði að ekkert ástættanlegt boð hafi borist í rekstur skíðasvæðisins. Akureyrarbær mun því að öllum líkindum sjá um reksturinn í vetur.","main":"Ríkiskaup hafði, fyrir hönd Akureyrarbæjar, óskað eftir tilboðum í heilsársrekstur skíða- og útivistarsvæðisins í Hlíðarfjalli. Halla Björk Reynisdóttir, formaður stjórnar Hlíðarfjalls, segir að útboð hafi verið fyrirhugað í mörg ár en ekki orðið af því fyrr en nú.\nAkureyrarbær vonaðist til að einkaaðilar myndu taka við rekstrinum en bærinn myndi styðja við hann. Hliðarfjall yrði áfram fyrir bæði samfélagið á Akureyri og gesti.\nÞað voru vissulega vonbrigði að bara einn skilaði inn, og það tilboð uppfyllti ekki kröfur. Það voru 14 sem sóttu gögnin þannig að það var einhver áhugi þannig að við gerðum okkur vonir um að fleiri tilboð myndu berast.\nRekstur skíðasvæðisins er afar kostnaðarsamur og sveiflukenndur. Vonir bæjaryfirvalda stóðu til að nýir rekstaraðilar tækju við strax næsta vetur. Af því verður líklega ekki.\nMér finnst það nú einboðið í þessari stöðu að það verði bærinn sem heldur á rekstrinum þennan veturinn. Og svo er bara verið að taka stöðuna, við munum funda á þriðjudaginn um næstu skref.","summary":"Akureyrarbær sér að öllum líkindum um rekstur Hlíðarfjalls í vetur því ekki fékkst nógu gott tilboð þegar reksturinn var boðinn út."} {"year":"2021","id":"159","intro":"Með því að festa áætlanir í loftslagsmálum í lög eru aðgerðir ekki háðar því hverjir sitja í ríkisstjórn hverju sinni. Þetta sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Samfylkingarinnar.","main":"Rósa Björk var gestur morgunvaktarinnar á Rás 1 ásamt Bergþóri Ólafssyni þingmanni Miðflokksins.\nBergþóri finns hafa skort í nýrri skýrslu sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál áherslu á hversu mikið vandinn er sameiginlegur á heimsvísu. Hann telur að framlag okkar til úrbóta geti falist í framleiðslu á grænum orkugjöfum og þá ekki með því að þrengja að framleiðslu heldur frekar auka.\nBergþór eigum við að virkja meira - já ég er þeirra skoðunar - þótt við förum varlega gagnvar öðrum svæðum. Bæði vatnsafli og jarðhita.\nRósa leggur áherslu á að Íslendingar geti verið leiðandi í framleiðslu á grænum orkugjöfum en að fyrst og fremst þurfi að nýta þá orku sem við framleiðum nú þegar - til að mynda með tryggari orkuflutningum.\nRósa Björk og Bergþór hefðu bæði viljað sjá kraftmeiri viðbrögð frá ríkisstjórninni varðandi skýrsluna og Rósa vill að áætlanir ríkisstjórnarinnar séu fest í lög.","summary":null} {"year":"2021","id":"159","intro":"Framkvæmdastjóri Orkuseturs telur aðgerðir stjórnvalda hafa liðkað mjög fyrir orkuskiptum í vegasamgöngum. Enn megi þó lítið út af bregða eigi markmið um samdrátt í losun fyrir árið 2030 að nást. Stjórnvöld þurfi að beita refsivendinum í auknum mæli.","main":"Það er vissulega árangur af því sem hefur verið gert, hann er hægur en vel merkjanlegur. Mikið til er það vegna aðgerða stjórnvalda, ég efa það að orkuskipti væru komin á þennan stað ef ekki væri fyrir ívilnanir, stuðning, skattkerfið og styrki.\nHann segir að stjórnvöld geri ekki allt sjálf, árangur í orkuskiptum í vegasamgöngum krefjist þátttöku fyrirtækja og almennings. Fólk þurfi að nýta þær ívilnanir sem stjórnvöld hafi boðið. Hvað stjórnvöld varðar telur hann þau þurfa að beita meiri hörku.\nÖrlítið meiri refsivöndur í losandi tækjum og neyslu. Hingað til hefur þetta mest verið í formi þess að liðka fyrir breytingum með ívilnunum, menn hafa verið hikandi í að refsa með sköttum sem er auðvitað pólitískt erfitt og þarf þor.\nOrkusetur hefur reiknað út hversu hratt bílaflotinn þarf að breytast til að markmið stjórnvalda í orkuskiptum náist og segir að lítið megi út af bregða. Fjöldi nýskráðra hreinorkubíla þurfi að aukast ár frá ári og einungis pláss fyrir 55 þúsund bensínbíla í viðbót eigi markmiðin að nást.\nÞetta þarf að gerast núna því bílaflotinn sem við skilum inn í París byggir ekki á nýskráningum 2029.","summary":null} {"year":"2021","id":"160","intro":"Framhaldsskólanemar binda vonir við að skólastarf í vetur geti orðið með eðlilegum hætti. Stærsta óskin er að bæði verði hægt að tryggja staðnám og gott félagslíf í framhaldsskólum landsins.","main":"Fjölmörg börn og ungmenni snúa aftur á skólabekk í næstu viku. Nokkur óvissa ríkir meðal nemenda og kennara um skólahald í haust í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu og framlengdra sóttvarnaaðgerða sem eru í gildi, að óbreyttu, til 27.ágúst. Kennaraforystan fundar með fulltrúum menntamálaráðuneytisins í dag og efni fundarins er einmitt; skólaupphaf og samkomutakmarkanir.\nJúlíus Viggó Ólafsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, segir mikilvægt að staðnám verði sett í forgang en segir framhaldsskólanema hafa skilning á því að félagslíf gæti þurft að víkja tímabundið.\nVið bara vonum það besta. Vonin er náttúrulega að skólastarf verði aftur venjulegt eins og það var. Stærsta væntingin er náttúrulega þannig að aðstæður verði þannig að það verði bæði hægt að vera með gott staðnám og líka heilbrigt félagslíf. En við skiljum að félagslíf þarf væntanlega að víkja eitthvað núna en vonin er alla vega að námið fái svolítið að ganga fyrir.","summary":"Framhaldsskólanemar vona að skólastarf í vetur geti orðið með eðlilegum hætti. Stærsta óskin er að bæði verði hægt að tryggja staðnám og gott félagslíf í framhaldsskólum landsins. "} {"year":"2021","id":"160","intro":"Karlalið Íslands fer niður um eitt sæti á nýjum FIFA-lista sem birtur var í morgun og situr nú í 53. sæti. Liðið hefur ekki verið neðar á listanum síðan árið 2014 þegar það var í 58. sæti.","main":"348 landsleikir hafa verið spilaðir síðan að FIFA-listinn var síðast uppfærður en þar á meðal eru leikir á EM, í Suður-Ameríku bikarnum og í Concacaf gullbikarnum. Belgar haldast enn á toppnum þrátt fyrir að hafa dottið út í 8-liða úrslitum Evrópumótsins en Brasilía fer uppfyrir Frakka í 2. sæti. Evrópumeistarar Ítala fara upp um tvö sæti í það 5. Ísland fellur niður um eitt sæti frá því í maí og en besti árangur liðsins á listanum var árið 2018 þegar liðið var í18. sæti. Staða liðsins í dag er hins vegar versta staða Íslands á listanum síðan árið 2014 þegar það sat í 58. sæti en frá því í febrúar á þessu ári hefur liði farið niður um sjö sæti. Landsliðið spilaði þrjá leiki á tímabilinu milli lista, tapaði fyrir Mexíkó 2-1, gerði 2-2 jafntefli við Pólland og vann Færeyjar 1-0.\nSkoska liðið Aberdeen býst við allt að 15 þúsund áhorfendum á leik liðsins við Breiðablik sem fram fer í kvöld. Áhorfendabanni var aflétt í Skotlandi í síðustu viku og leikurinn gegn Breiðablik er því sá fyrsti þar sem fylla má Pittodrie leikvang Aberdeen af áhorfendum. Aberdeen vann fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli 3-2 en liðið sem vinnur einvígið fer áfram í umspil um sæti í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn hefst klukkan 19:45 í kvöld.\nÍ kvöld skýrist sömuleiðis hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta þegar Víkingur Reykjavík og KR mætast en nú þegar hafa Vestri, ÍR, ÍA, Keflavík, Valur, HK og Fylkir tryggt sér miða þangað. Leikur Víkings og KR fer fram á Víkingsvelli klukkan 19:15 í kvöld.\nOg japanski mjúkboltakeppandinn Miu Goto fær nýjan gullverðlaunapening eftir að borgarstjóri heimaborgar hennar Nagoya, Takashi Kawamura, beit í peninginn hennar. Kawamura var gagnrýndur á samfélagsmiðlum og sakaður um virðingarleysi og um að hafa hundsað sóttvarnaraðgerðir. Kawamura baðst afsökunar á athæfinu og bauðst til að greiða fyrir nýjan verðlaunapeninga. Alþjóða ólympíunefndin tilkynnti hins vegar í morgun að Goto fengi nýjan pening og nefndin myndi sjá um allan kostnað.","summary":null} {"year":"2021","id":"160","intro":"Sóttvarnalæknir hefur skilað ráðherra tillögum að framtíðarfyrirkomulagi sóttvarna innanlands og á landamærum. Hann segir að þótt flestir hafi fengið nóg af aðgerðum sé þeirra þörf til að vernda heilbrigðiskerfið. Flest smit í þessari bylgju hafa verið af delta-afbrigðinu og fjögur til fimm afbrigði hafa borið hana uppi. Það þýðir að uppruni hennar er í fjórum til fimm hópsmitum. 119 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru tveir þriðju utan sóttkvíar.","main":"Núverandi samkomutakmarkanir gilda til 27.ágúst. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir stöðuna í dag ekki skemmtilega. Óljóst sé hvort gildandi sóttvarnaráðstafanir dugi til að forða Landspítala frá neyðarástandi. Ef spítalinn telur neyð vera yfirvofandi og að fjöldi smita yfirkeyri spítalakerfið leggur Þórólfur til hertar aðgerðir innanlands fyrr en síðar.\nnú ef að spítalinn metur sem svo að neyð sé yfirvofandi á spítalanum og ef núverandi fjöldi smita sé að yfirkeyra spítalakerfið.\nVíðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, fór yfir reglur um sóttkví. Smitrakning einstaklings nær til dagsins áður en hann fær einkenni. Víðir hvetur fyrirtæki og vinnustaði til að huga að sóttvörnum svo forðast megi mikla röskun á starfsemi vegna smita eða sóttkvía.","summary":null} {"year":"2021","id":"160","intro":"Ríkisstjórnin sem nú situr hefur lagt meiri áherslu á loftslagsmál en forverar hennar en það er erfitt að átta sig á því hversu miklum samdrætti í losun aðgerðir hennar hafi þegar skilað. Umhverfisráðherra segir að flestar þeirra byrji líklega ekki að skila árangri fyrr en á næstu árum.","main":"Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum leit dagsins ljós árið 2018 og síðastliðið sumar var kynnt uppfærð útgáfa. Fjörutíu og átta aðgerðir liggja fyrir og sömuleiðis áform um hverju þær skuli skila fyrir árið 2030, en það er erfitt að nálgast upplýsingar um stöðu þeirra nú, hvort þær hafi þegar skilað árangri og þá hversu miklum.\nÞað er hægt að gera betur í því að miðla þessum upplýsingum og kannski í fyrsta lagi er það meginástæðan fyrir því að við gerum lagabreytingu sem kveður á um að það þurfi að gera grein fyrir stöðunni, ekki bara setja fram áætlanir heldur fylgja þeim eftir.\nFrá árinu 2019 hefur verið ákvæði í loftslagslögum um að verkefnisstjórn aðgerðaáætlunar skuli á hverju ári vinna skýrslu um hvernig losun hefur þróast og hvort sú þróun sé í samræmi við aðgerðaáætlun stjórnvalda. Nú eru tvö ár liðin frá lagabreytingunni og enn hefur engin skýrsla komið fram. Talsmaður ráðuneytisins segir fyrstu skýrsluna langt komna en óljóst hvort hún verði birt fyrir kosningar. Guðmundur segir að margar aðgerðir stjórnvalda eigi ekki eftir að skila samdrætti fyrr en á næstu árum.\nÞetta er svolítið eins og olíuskip, það tekur tíma að breyta stefnunni og láta það fara að sigla í rétta átt.","summary":"Eftirlitsskýrsla um árangur ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum hefur ekki verið birt síðastliðin tvö ár, þrátt fyrir að lög kveði á um það. Það gæti því reynst kjósendum erfitt að átta sig á því hverju aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa skilað. "} {"year":"2021","id":"160","intro":"Nokkur af stærri innflutningsfyrirtækjum landsins hafa falast eftir upplýsingum frá Samkeppniseftirlitinu um sátt þess við Eimskip, sem birt var um miðjan júní.","main":"Í umræddri sátt viðurkenndi Eimskip alvarleg brot á samkeppnislögum. Brotin fólust í samráði við keppinautinn Samskip, meðal annars um skiptingu markaða eftir stærri viðskiptavinum og um álagningu gjalda og afsláttarkjör í flutningaþjónustu. Þess má geta að rannsókn á þætti Samskipa stendur enn og fyrirtækið hefur ekki viðurkennt samkeppnisbrot.\nUpplýsingabeiðnin snýr að því hvort upplýsingar um viðkomandi fyrirtæki komi fram í gögnum rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á samráði skipafélaganna. Farið er fram á aðgang að gögnum málsins í heild sinni, en til vara þeim gögnum sem varða einstaka fyrirtæki.\nPáll Rúnar M. Kristjánsson lögmaður hjá Magna lögmönnum segir að sektin sé sú stærsta sem fyrirtæki hefur greitt vegna samkeppnislagabrota. Upphæðin gefi til kynna að brotið hafi verið mjög alvarlegt og fyrirtækin skoði því bótarétt sinn gagnvart hinum brotlegu.\nEf samráðið hefur tekið til ákveðinna fyrirtækja í þeim tilgangi að halda uppi verðinu til þessara fyrirætkja þá kunna þau fyrirtæki að eiga bótarétt. Þau hafa borgað hærra verð vegna þessa samráðs.\nVilja þarafleiðandi athuga hvort þau eigi skaðabótakröfu í kjölfarið á þessu","summary":null} {"year":"2021","id":"160","intro":"Alls liggja 27 með COVID-19 á Landspítalanum, fimm eru á gjörgæslu og fjórir þeirra í öndunarvél. Að auki eru 45 sjúklingar göngudeildarinnar gulmerktir, sem þýðir að þeir gætu þurft að leggjast inn. Þetta kom fram í máli Páls Matthíassonar, forstjóra spítalans, á upplýsingafundi almannavarna í morgun.","main":"aldur fólks er þannig, að aldur þeirra sem hafa lagst inn, þeirra 64 sem hafa lagst inn og meðalaldur þeirra er 65 ár. En meðalaldur útskrifaðra er 50 ár. Þannig að almennt er eldra fólk að leggjast inn þótt miklu fleira yngra fólk veikist í samfélaginu, og eldra fólk er líka lengur að ná sér\nPáll sagði að álagið á spítalann hefði haldist nokkuð stöðugt síðustu daga og enn væri spítalinn nálægt þolmörkum. Áform um að opna þriðju bráðalegudeild fyrir COVID-sýkta væri mikil áskorun.\nþetta kallar á að aðrar bráðalegudeildir spítalans taki við þeim sjúklingum sem annas hefðu legið þar, og tilfærslu sjúklingahóps, meðal annars með útskriftum á aðrar stofnanir. Þetta er heilmikil áskorun, bæði að útskrifa fólk til að skapa rými og svo að manna þessar deildir. En umönnun fólks með COVID-19 er miklu mannfrekari en mönnun almennt vegna smitgátar, hlífðarbúninga og svo framvegis. Þessvegna hefur umönnun covid-veikra í hjúkrun verið metin helmingi mannfrekari í hjúkrun en önnur hjúkrun. Stóra vandamálið þarna og það sem gerir það að verkum að þetta er okkar veikasti hlekkur innanhúss núna er mönnunin á gjörgæslu.\nÞví hefði þurft að kalla starfsfólk inn á spítalann úr sumarleyfum, biðja fólk að bæta við sig vinnu og nú væri leitað að sérhæfðu starfsfólki utan spítalans til þess að starfa á gjörgæslu.","summary":"27 COVID-sjúklingar eru á Landspítalanum. Fimm þeirra eru á gjörgæslu og þar af fjórir í öndunarvél. Forstjóri spítalans segir starfsemina nálægt þolmörkum, ekki síst vegna mönnunarvanda á gjörgæsludeildum."} {"year":"2021","id":"160","intro":"Talibanar náðu hernaðarlega mikilvægri borg í austurhluta Afganistans á sitt vald í gær. Framrás uppreisnarmanna þyngist óðum og miklir bardagar standa um ýmsar lykilborgir í landinu.","main":"Hersveitir Talibana hertóku héraðshöfuðborgina Ghazni í austurhluta Afganistans í gær og er hún sú tíunda sem þeir ná á sitt vald. Borgin er hernaðarlega mikilvæg enda stendur hún við þjóðbrautina sem tengir Kandahar í suðurhlutanum við höfuðborgina Kabúl. Hertaka Ghazni er talin auka líkurnar á að Talibanar herði sókn sína í átt að Kabúl. Framrás sveita þeirra þyngist í sífellu og þeir ná daglega undir sig nýjum landsvæðum, þar á meðal tíu af 34 héraðshöfuðborgum landsins.\nMiklir bardagar stóðu um Kandahar í gær og Talibanar hafa hertekið höfuðstöðvar lögreglu í Lashkar Gah, höfuðborg Helmand-héraðs. Yfir eitt þúsund almennir borgarar hafa fallið í átökum stjórnarhersins við Talibana undanfarinn mánuð og þúsundir neyðst til að flýja heimili sín. Bráðabirgðabúðum hefur verið komið upp í útjaðri Kabúl auk þess sem fjöldi fólks hefst við á götum borgarinnar eða í yfirgefnum vöruskemmum.\nViðamest í þriggja liða áætlun stjórnarinnar í viðureigninni við Talibana er vígbúnaður hópa heimamanna í þeim héruðum sem verða fyrir árásum talibana. Jafnframt skuli allar helstu stofnbrautir verndaðar. Bandaríkjastjórn hefur lýst óánægju sinni með hve illa stjórnarhernum gengur í baráttunni við uppreisnarmennina og Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að leiðtogar landsins þurfi að taka saman höndum og berjast af alefli.","summary":"Tíunda héraðshöfuðborgin í Afganistan féll í hendur Talibana í gær. Bardagar standa um lykilborgir í landinu og stjórnvöld leita ýmissa leiða til að stöðva framgang uppreisnarmannanna."} {"year":"2021","id":"161","intro":"Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist fagna viðsnúningi í atvinnuleysistölum hér á landi. Atvinnuleysi í júlí mældist 6,1 prósent samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar en mældist mest 11,6 prósent í janúar á þessu ári. Bjarni vonar að efnahagsástandið versni ekki aftur þótt faraldurinn sé farinn að segja til sín á ný.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"161","intro":"Nýskipaður forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segir að til að geta boðið upp á meira aðlaðandi starfsumhverfi fyrir sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu eigi sjúkrahúsið að verða háskólasjúkrahús. Hildigunnur Svavarsdóttir sjúkrahússforstjóri segir að skýra framtíðarsýn þurfi svo stofnunin geti styrkt starfsemi sína.","main":"Við erum kennslusjúkrahús, okkur langar að verða meira. Okkur langar að verða háskólasjúkrahús. Og það er eitt af okkar háleitu markmiðum sem við settum inn hjá okkur í síðustu stefnu.\nEn ég mun klárlega í samráði við mína framkvæmdastjórn og starfsmenn setja það inn sem stefnu til næstu ára.\nSjúkrahúsið á Akureyri er nú kennslusjúkrahús og varasjúkrahús Landspítala. Veigamikill hluti af starfsemi þess er að sinna háskólanemendum í heilbrigðisgreinum í samráði við menntastofnanir. Sjúkrahúsið er miðstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu á Norður- og Austurlandi þannig að það gegnir stóru hlutverki.\nHildigunnur segir að þrátt fyrir það sé ekki alltaf auðvelt að fá sérhæft starfsfólk til starfa.\nÞað er miserfitt. Við skulum orða það þannig, við erum alltaf í einhvers konar vandræðum með að fá fólk.\nOg við erum stanslaust að leita leiða til þess að fá hæft fólk.\nÞað sé því mikilvægt að vera með gott og metnaðarfullt vinnuumhverfi og það að verða háskólasjúkrahús myndi gera stofnunina meira aðlaðandi fyrir sérfræðinga.\nVið þurfum líka að gera sérhæfðu starfsfólki kleift að stunda fræðistörf\nog þá skiptir miklu máli að við getum boðið upp á þannig umhverfi.","summary":"Sjúkrahúsið á Akureyri ætti að verða háskólasjúkrahús og það er markmið stofnunarinnar, segir nýskipaður forstjóri sjúkrahússins."} {"year":"2021","id":"161","intro":"Breskur sendiráðsstarfsmaður var handtekinn í Þýskalandi í gær vegna gruns um njósnir fyrir Rússa. Málið gæti enn aukið á spennu í samskiptum ríkjanna.","main":"Starfsmaður breska sendiráðsins í Berlín var handtekinn í Potsdam í gær, grunaður um njósnir í þágu Rússa. Breska ríkisútvarpið hefur eftir saksóknara að grunur leiki á að maðurinn hafi hið minnsta einu sinni afhent rússneskum leyniþjónustumönnum skjöl í skiptum fyrir ótilgreinda fjárupphæð. Húsleit var gerð á heimili mannsins og vinnustað en handtakan er afrakstur sameiginlegrar rannsóknar Breta og Þjóðverja. Lundúnalögreglan hefur staðfest að 57 ára gamall Breti var handtekinn í Þýskalandi með aðkomu hryðjuverkadeildarinnar. Maðurinn verður leiddur fyrir rannsóknardómara í dag.\nSamskipti Breta og Þjóðverja við Rússa eru stirð en nokkur mál hafa komið upp undanfarin ár sem valdið hafa miklum núningi. Árið 2018 sökuðu bresk stjórnvöld þau rússnesku um að hafa staðið að taugagasárás á feðginin Sergei og Yuliu Skripal í Salisbury á Englandi.\nFeðginin lifðu af en miðaldra kona lést eftir að hafa handleikið ilmvatnsglas sem álitið er að hafi verið notað við árásina. Rússar hafa ítrekað hafnað öllum ásökunum um aðild að því máli líkt og taugagaseitrun rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalny um borð í rússneskri farþegaflugvél á síðasta ári. Þjóðverjar tóku á móti Navalny og komu honum til heilsu. Angela Merkel Þýskalandskanslari og Joe Biden Bandaríkjaforseti hétu því sameiginlega í síðasta mánuði að standa gegn yfirgangi Rússa.","summary":null} {"year":"2021","id":"161","intro":"Hálendisþjóðgarður, innleiðing keðjuábyrgðar og ráðstafanir til afnáms verðtryggingar á lánum eru meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin lofaði en lauk ekki við. Stjórnin segist hafa lokið þremur fjórða hluta aðgerða sem getið var í stjórnarsáttmála hennar. Mat á stöðu aðgerðanna byggist á huglægum þáttum.","main":"Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar eru skilgreindar 189 aðgerðir. Á blaðamannafundi stjórnarinnar í gær kom fram að 138 þessara aðgerða sé nú að fullu lokið, það er tæplega þremur af hverjum fjórum.\nÁ vef stjórnarráðsins segir að þær aðgerðir sem ekki séu að fullu orðnar að veruleika séu flestar vel á veg komnar, þrátt fyrir heimsfaraldur og tíðar náttúruhamfarir. Þar segir líka að mat á stöðu aðgerða byggi á huglægum þáttum. Verkefni teljist komið vel á veg þegar það hefur verið mótað að mestu leyti og niðurstaða í augsýn.\nAðgerðirnar sjálfar eru misvel skilgreindar og ekki alltaf auðvelt að ráða af heiti þeirra hvað þurfi að uppfylla til að ljúka þeim. Þannig tókst stjórnvöldum að eigin mati að leggja áherslu á forvarnir og lýðheilsu og leggja áherslu á málefni hafsins á vettvangi Norðurskautsráðsins. Aðrar aðgerðir sem tókst að ljúka eru betur skilgreindar svo sem að endurskoða lög um veiðigjöld eða tryggja að fjármögnun háskóla nái meðaltali OECD-ríkja.\nMeðal þeirra aðgerða sem stjórninni tókst ekki að ljúka var hálendisþjóðgarður, frumvarp um hann var umdeilt og var ekki afgreitt á þingi en þó er aðgerðin sögð vel á veg komin. Ekki tókst heldur að gera ráðstafanir til afnáms verðtryggingar á lánum, vinna að uppbyggingu þjóðarleikvangs í Laugardal, styrkja rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila eða taka á móti fleiri flóttamönnum. Þá tókst ekki að klára vinnu við innleiðingu keðjuábyrgðar gegn félagslegum undirboðum. Hvað verður um þessi hálfkláruðu verkefni er óljóst, enda gætu áherslur þeirrar ríkisstjórnar sem tekur við að loknum kosningum reynst aðrar en þeirrar sem nú situr.","summary":"Hálendisþjóðgarður, innleiðing keðjuábyrgðar og ráðstafanir til afnáms verðtryggingar á lánum eru meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin lofaði í stjórnarsáttmála sínum haustið 2017 en lauk ekki við. "} {"year":"2021","id":"161","intro":"Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi segist óþreyjufullur að hefja nýjan kafla á ferli sínum með franska liðinu PSG og hefur það að markmiði að vinna alla titla í boði.","main":"Messi gekk til liðs við franska félagið í gær og hélt sinn fyrsta blaðamannafund í París í morgun. Þar sagðist Messi dreyma um að vinna Meistaradeildina einu sinni enn og er bjartsýnn á að PSG hafi liðið til þess að gera það. Franska félagið hefur aldrei nælt í þennan eftirsótta titil en fór í úrslit keppninnar árið 2020 og tapaði fyrir Bayern München. Messi hefur hins vegar unnið titilinn fjórum sinnum með Barcelona, síðast árið 2015. Honum segist líða eins og PSG sé félag sem sé tilbúið að berjast um alla titla og því hafi hann ákveðið að ganga til liðs við það.\nVestri og ÍR urðu í gærkvöld fyrstu liðin til að komast í átta liða úrslit bikarkeppni karla í fótbolta. ÍR sem leikur í annarri deild lagði fyrstudeildarlið Fjölnis 3-2 eftir að hafa lent 2-0 undir en Reynir Haraldsson skoraði öll 3 mörk ÍR á innan við 6 mínútum. ÍR er í 9. sæti annarrar deildar en Fjölnir í 5. sæti fyrstu deildar. Á Ísafirði vann Vestri svo 4-0 sigur á Þór frá Akureyri en öll mörkin voru skoruð á átta mínútna kafla í seinni hálfleik. Nicolaj Madsen náði forystunni á 64. mínútu, Benedikt Warén jók forystuna í 2-0 á 67. mínútu áður en Madsen bætti öðru marki sínu við og Martin Montipo skoraði það fjórða og síðasta.16 liða úrslitin halda áfram í kvöld með leikjum Keflavíkur og KA, HK og KFS, Vals og Völsungs og Fylkis og Hauka. Á fimmtudag mætir Víkingur Reykjavík svo KR og eftir þann leik verður ljóst hvaða lið leika í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar.\nÍslenska karlalandsliðið í körfubolta er komið til Svartfjallalands þar sem það mun spila fjóra leiki í undankeppni HM2023. Íslenska liðið mætir Svartfjallalandi og Danmörku tvisvar hvoru í fjórum leikjum og efstu tvö lið riðilsins munu svo fara áfram í sjálfa undankeppnina sem hefst í nóvember. Fyrsti leikurinn er gegn Svartfjallalandi og Baldur Ragnarsson, aðstoðarþjálfari liðsins, segir Svartfellinga vera með sterkt lið en íslenska liðið eigi fína möguleika takist þeim að nýta sína styrkleika og hitta vel. Leikur Svartfjallalands og Íslands verður í beinni útsendingu á RÚV 2 klukkan 18 annað kvöld.","summary":null} {"year":"2021","id":"161","intro":"Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á uppbyggingu Norðurslóðarannsóknastöðvarinnar á Kárhóli en Kínverjar fjármagna starfsemina og hafa ekki getað komið til landsins á tímum faraldursins.","main":"Rannsóknastöðin sem er í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu var formlega tekin í notkun í október 2018 en uppbygging hefur verið mun hægari en gert var ráð fyrir í upphafi. Stöðin er samstarfsverkefni íslenskra og kínverskra vísindastofnana þar sem Rannís leiðir samstarf íslensku aðilanna.\nReinhard Reynisson er framkvæmdastjóri Arctic Observatory.\nStarfsemin sem fer þarna fram er fyrst og fremst eins og staðan er núna norðurljósarannsóknir. Það er í gangi þarna tækjabúnaður sem er að fylgjast með norðurljósavirkni og ýmissi annarri virkni í háloftunum og sú starfsemi er núna í gangi.\nÍ húsinu sem byggt var sérstaklega undir starfið var gert ráð fyrir umfangsmikilli rannsóknarstarfsemi á sviði norðurslóðarannsókna með aðstöðu fyrir allt að 15 vísindamenn sem og aðstöðu fyrir almenning til að kynnast starfseminni.\nRannsóknarstöðin er tilbúin til notkunnar og er tækjabúnaðurinn þar í gangi og notaður til rannsókna á norðurljósum. Gögnin eru send um ljósleiðara til Heimskautastofnunar Kína til greiningar en íslenskir vísindamenn hafa samkvæmt rammasamningum einnig aðgang að gögnunum.\nMannaða starfsemin hefur ekki komist af stað en við vorum í undirbúningi að koma henni af stað bæði með mönnun á staðnum og einnig er þetta alþjóðleg stöð í raun og veru sem gerir ráð fyrir að vísindamenn úr heiminum geti dvalið í lengri og skemmri tíma en því var frestað öllu saman vegna ákveðna aðstæðna þannig að það hefur ekkert komist í gang.\nReinhard gerir ráð fyrir að áform Kínverjanna gangi eftir þegar ástandið í heiminum batni og kínversku vísindamennirnir geti farið að sinna og þróa verkefnið áfram.","summary":null} {"year":"2021","id":"161","intro":"Meðalaldur þeirra sem smitast af kórónuveirunni er rúmlega 30 ár en þeirra sem þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda rúmlega 50 ár. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært á slaka á sóttvörnum; fylgjast þurfi með þróun mála á Landspítala.","main":"Minnst 84 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 60 utan sóttkvíar, einn greindist á landamærum.\n29 eru nú inniliggjandi með kórónuveiruna á Landspítalanum, þar af fimm á gjörgæslu og tveir í öndunarvél. Þórólfur segir óbólusetta vera líklegri til að smitast og einkum til að leggjast inn á spítala eða á gjörgæslu.\nÞórólfur telur ekki tímabært að slaka á sóttvarnaaðgerðum en ástand á Landspítalanum ráði framhaldinu og hvort koma þurfi með tillögur að hertum aðgerðum. Meðalaldur þeirra sem leggjast inn er rúmlega fimmtíu ár en meðalaldur smitaðra er um þrjátíu ár. Þórolfur segir ljóst að óbólusettir séu verr staddir þegar litið er til alvarleika veikinda.\nSmit hafa sett nokkrar skorður á leikskólastarf en loka þurfti tveimur deildum á leikskólanum Tjörn vegna smita hjá tveimur börnum. Þá hefur einni starfsstöð Leikskóla Seltjarnarness verið lokað vegna smits hjá starfsmanni en lokunin varðar um hundrað börn. Sex kórónuveirusmit hafa greinst í nokkrum húsum Eirborga, þar sem eru leiguíbúðir í eigu hjúkrunarheimilisins Eirar.\nTilkynnt var um framlengingu núverandi sóttvarnaaðgerða í gær og gilda þær því að óbreyttu til 27. ágúst. Þórólfur segir að ákvörðunin hafi verið tekin í samræmi við tillögur sóttvarnayfirvalda, ekki voru tillögur um frekari takmarkanir í minnisblaðinu.","summary":"Meðalaldur þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar er rúmlega 50 ár en meðalaldur þeirra sem smitast af henni í þessari bylgju er þrjátíu ár."} {"year":"2021","id":"161","intro":"Það er verra fyrir þá sem eru með frjókornaofnæmi að elta góða veðrið, segir líffræðingur hjá Náttúrfræðistofnun. Há gildi af frjókornum í lofti fari saman með góðu veðri.","main":"Margir með fjórkornaofnæmi eru líklega orðnir þreyttir á sífelldum hnerrum og tárvotum augum í góða veðrinu en frjókornatímabilið stendur nú sem hæst. Náttúrufræðistofnun gerir reglulegar frjómælingar og heldur úti svokallaðri frjókornaspá svo fólk með ofnæmi geti forðast frjókornin ef spáin er þannig.\nFrjómælingar Náttúrufræðistofnunar í júlí sýndu að heildarfjöldi frjókorna í góða veðrinu á Akureyri var talsvert yfir meðaltali. Frjókorn voru samfellt í lofti allan mánuðinn og langflest voru grasfrjó. Í Garðabæ var heildarfjöldi frjókorna rétt undir meðaltali. Ellý Guðjohnsen sem sinnir frjómælingum á Náttúrufræðistofnun hvetur fólk sem er með ofnæmi til að líta vel í kringum sig á þær plöntur sem eru að blómstra, þar með talið grasið.\nEf það eru grös sem eru óslegin en með punt þá þyrfti helst að forðast það - en ef grasið er alltaf slegið þá myndast ekki blóm og þá myndast ekki heldur frjókorn.\nÁfram má búast við grasfrjói í lofti í ágústmánuði ef veðurskilyrði verða því áfram hagstæð og tímabilið gæti náð fram í september. Hlýtt og þurrt veður ásamt vindi dreifir frjókornunum sem víðast - það sem flestir skilgreina sem gott veður.\nJú, því miður þetta fer svolítið saman svo þeir sem eru með frjókornaofnæmi ættu ekki að elta góða veðrið.","summary":null} {"year":"2021","id":"161","intro":"Stjórnarherinn í Afganistan á sífellt erfiðara með að hrinda árásum talibana. Á innan við viku hafa þeir náð sex héraðshöfuðborgum á sitt vald. Utanríkisráðherra Íslands segir framrás tailbana mikil vonbrigði.","main":"Guðlaugur Þór Þórðarsson segir tilganginn með íhlutun NATÓ í Afganistan hafi verið að styðja lýðræðslega kjörin stjórnvöld og vernda réttindi þeirra sem illa fóru út úr stjórnartíð talibana, sérstaklega kvenna og barna. Hann vill ekki fullyrða að NATÓ hafi brugðist afgönsku þjóðinni.\nÞað eru hins vegar mikil vonbrigði að sjá á hverju gengur í Afganistan.\nOg við vitum alveg af hverjum og hvernig þetta byrjaði.\nTalibanar réðu ríkjum í Afganistan á árunum 1996 þar til eftir innrás vesturveldanna í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 2001.\nÓttast er að án frekari stuðnings vesturveldanna aukist landvinningar talibana enn. Talsmaður bandaríska ++utanríkisráðuneytisins lét hafa eftir sér í vikunni að það væri í höndum afganska stjórnarhersins að snúa stöðunni sér í vil.\nYfirlýst markmið Nató var meðal annars að styrkja stjórnarherinn til að berjast við talibana. Má líta á þessa för Nató sem misheppnaða? Þetta var orðið svæði sem var griðastaður hryðjuverkamanna. Það var brotið á bak aftur. Hins vegar er það mjög snúið verkefni að byggja upp við aðstæður sem þessar.\nAfganistan er ekki fyrsta landið sem menn hafa verið í erfiðleikum við að byggja upp samkvæmt þeim gildum sem okkur finnst sjálfsögð, eins og mannréttindi, og lýðræði og réttarríki.","summary":null} {"year":"2021","id":"161","intro":"Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerir ráð fyrir að kosningar til Alþingis geti farið fram með eðlilegum hætti þann 25. september, þrátt fyrir hraða útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.","main":null,"summary":"Forsætisráðherra býst við að kosningar til Alþingis verði með eðlilegum hætti í lok september, þrátt fyrir fjórðu bylgju faraldursins. "} {"year":"2021","id":"161","intro":"Engir nýnemar verða teknir inn í meistaranám Háskóla Íslands í blaða- og fréttamennsku í haust. Umsjónarmaður námsins segir mikilvægt að laga námið að breyttum veruleika og hefja fagið til vegs og virðingar.","main":"Aðsóknin hefur minnkað og það eru að mörgu leyti mjög erfiðar aðstæður í þessu fjölmiðlaumhverfi\nSegir Valgerður Anna Jóhannsdóttir, umsjónarmaður námsins og lektor við stjórnmálafræðideild Háskól íslands. Einkareknir miðlar berjist í bökkum og talsvert um samruna og uppsagnir. Hún segir blaða- og fréttamennsku hafa tekið hröðum breytingum undanfarna tvo áratugi og hyggst leggjast yfir það, í samráði við miðlana sjálfa og samtök blaða- og fréttamanna, hvernig námið geti best nýst í dag. Með breytingum á hún bæði við tækninýjungar en einnig meiri hraða, álag og auknar kröfur um framleiðni. Í huga Valgerðar er nú meiri þörf en nokkru sinni fyrir gagnrýna blaða- og fréttamenn en umræðan um starfið er oft neikvæð, talað um að hver sem er geti gegnt því og fólk í stéttinni margt orðið beygt og bugað.\nÞað er nóg af fólki sem hefur skoðanir á öllum mögulegum eða ómögulegum hlutum en það sem við þurfum eru vandaðar, sannreyndar upplýsingar. Það þarf kannski að gera eitthvert átak í að vekja athygli á því hversu mikilvæg þessi starfsemi er fyrir samfélagið allt og hefja þetta starf til meiri vegs og virðingar en það að mörgu leyti nýtur í dag.\nStefnt er að því að taka nýnema inn í endurskoðað nám, haustið 2022.","summary":"Umsjónarmaður meistaranáms í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands vill hefja blaðamannsstarfið til vegs og virðingar. Ráðist verður í endurskipulagningu námsins í vetur og engir nýnemar teknir inn. "} {"year":"2021","id":"162","intro":"Seinagangur, frestun og ábyrgðarfirring hafa einkennt aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu Landverndar þar sem kallað er eftir tafarlausum aðgerðum í málaflokknum","main":"Sjötta ástandsskýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsvána var birt í gær, þar sem varað er við veðuröfgum og alvarlegum afleiðingum loftslagsbreytinga. Landvernd segir að varað hafi verið við stöðu loftslagsins í áratugi, en stjórnmálafólk og þjóðarleiðtogar hafi brugðist. Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir að nú þurfi stjórnvöld að bregðast við með raunverulegum aðgerðum\nÞað eru valdhafar, stjórnmálafólk og aðrir sem hafa mikil völd, sem að bera ábyrgð og verða að taka þá ábyrgð núna. Ekki almenningur. Það er almenningur sem á að þrýsta á, en það eru valdhafarnir sem verða að taka ábyrgðina núna.\nRíkisstjórnin kynnti nýverið fyrstu fjármögnuðu aðgerðaáætlun Íslendinga í loftslagsmálum. Landvernd segist fagna því skrefi, en bendir á að það komi til næstum tveimur áratugum seinna en á hinum Norðurlöndunum. Þau segja aðgerðaáætlunina ekki nógu markvissa, ekki nógu vel fjármagnaða og ekki nógu róttæka. Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem losa mest af gróðurhúsalofttegundum á hvern íbúa á heimsvísu. Landvernd segir að nú séu síðustu forvöð fyrir Íslendinga að draga úr losuninni\nÞað sem við erum að kalla eftir eru raunverulegar aðgerðir og aðgerðir sem virkilega skila árangri. Það er ekkert orðið of seint fyrir okkur að grípa til aðgerða? Nei, það verður náttúrulega aldrei of seint því við erum alltaf að forða okkur frá verri og verri afleiðingum. En það sem við sjáum náttúrulega núna er að breytingarnar sem alltaf er búið að vera að boða, loftslagsbreytingarnar, áhrifin á manneskjurnar, þær eru komnar. Þær eru að raungerast núna. En hversu slæmar þær verða, það mótast af því til hvaða aðgerða við grípum og hvernig við tökumst á við þetta.","summary":null} {"year":"2021","id":"162","intro":"John Snorri Sigurjónsson fannst látinn á K2 í síðasta mánuði í sjálfheldu með reipið sem hann hékk í úr skorðum. Reipafesting hafði gefið sig og því varð John Snorri úti hangangi í reipinu, að sögn fjallgöngumanns sem gekk fram á hann.","main":"Úkraínskur fjallgöngumaður sem gekk fram á lík göngufélaga Johns Snorra á K2 í síðasta mánuði er þess fullviss að mennirnir þrír hafi ekki hrapað í fjallinu. John Snorri hafi hangið fastur í lykkju í reipinu sem hann notaði til að síga niður fjallið.\nFram til þessa hefur ekkert verið látið uppi um hvað varð mönnunum þremur að aldurtila en úkraínski háfjallagöngumaðurinn Valentyn Sypavin segist skrifa færsluna á vefinn Explorers Web í því skyni að varpa ljósi á málið. Hann segir að engin ráðgáta sé um hvað grandaði John Snorra Sigurjónssyni og tveimur göngufélögum hans, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile, þegar þeir reyndu við tind Ká tveggja í febrúar.\nMennirnir þrír fundust látnir á fjallinu fyrir rúmum hálfum mánuði. Sypavin fann lík Juans Pablos fyrir neðan Flöskuhálsinn sem er erfiðasti hluti fjallsins. Síðast sást til þremenninganna á lífi í Flöskuhálsinum. Lík Johns Snorra og Alis fundust talsvert ofar. Sypavin segir að þeir hafi greinilega verið á leið niður fjallið.\nJohn Snorri var sá mannanna sem fannst efst í fjallinu. Hann hafi hangið í reipum samanhnipraður. Vinstri höndin hafi verið vettlingslaus. Sypavin segir að John Snorri hafi greinilega sigið niður á reipafestingu sem reyndist vera brotin. Hann hafi þannig hangið í línu sem var föst í lykkju. Óvíst sé hvort hann hafi séð nokkuð vegna myrkurs eða verið of þreyttur. Til að laga þetta hefði hann þurft að klífa upp þrjá metra, án líflínu og nota tærnar á ísbroddunum á skónum til að halda sér. Slíkt hefði verið afar erfitt við þessar aðstæður.\nSypavin segir að það sé engin ráðgáta hvað grandaði þeim: þeir hafi orðið úti. Enginn þeirra hafi hrapað niður fjallið. Frostið á Ká tveimur að vetrarlagi getur orðið meira en fimmtíu stig.","summary":"John Snorri Sigurjónsson fannst látinn á K2 í síðasta mánuði í sjálfheldu með reipið sem hann hékk í úr skorðum. Reipafesting hafði gefið sig og því varð John Snorri úti hangandi í reipinu, að sögn fjallgöngumanns sem gekk fram á hann. "} {"year":"2021","id":"162","intro":"Garðyrkjubændur á Norður- og Austurlandi eru almennt sáttir við uppskeru sumarsins en ef sumrin halda áfram að verða eins hlý og þurr og þetta sumar þurfi ræktendur að huga að sérstökum vökvunarbúnaði.","main":"Í júlí voru hitamet slegin víða um norðan- og austanvert landið, sólarstundir hafa sjaldan eða aldrei verið fleiri og úrkoma að sama skapi lítil. Eymundur Magnússon, garðyrkju- og kornbóndi á Vallarnesi við Lagarfljót, segir að hlýindatíðin hafi spilað stórt hlutverk í ræktuninni.\nBara breytti öllu, þetta leit mjög illa út í vor með allan þennan kulda en maður missir aldrei vonina og það rættist nú heldur betur úr þessu.\nÞvílík einmunatíð og kornið gleypir það í sig, þessar endalausu sólarstundir sem búnar eru að vera og þennan háa hita.\nÞrátt fyrir að hitinn og sólin hafi mjög góð áhrif á vöxt korns og grænmetis má heyra á ræktendum að ef spár rætast um hlýrri sumur þá þurfi að huga að sérstökum vökvunarbúnaði. Á íslenskum ökrum hefur til þessa ekki þurft að koma slíkum búnaði fyrir.\nJú, það er ekki hægt að vökva svona stóra akra þannig að maður verður að treysta á guð og lukkuna en hins vegar ef þetta fer að verða árvisst\nþá verður maður að koma sér upp brunnum bara eða einhverjum tönkum til þess að vökva.","summary":null} {"year":"2021","id":"162","intro":null,"main":"Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík hefur ítrekað þurft að aðstoða slasað fólk á sama stað við gosstöðvarnar. Á síðustu þremur dögum hefur sveitin komið sex slösuðum til hjálpar í brattri brekku á Langahrygg sem er á gönguleið C. Björgunarsveitin hefur nú komið fyrir 120 metra kaðli á hryggnum til að aðstoða fólk á þessari leið.","summary":"Björgunarsveitin Þorbjörn hefur komið fyrir 120 metra kaðli á gönguleið C á Langahrygg til aðstoðar göngufólki. Sveitin hefur ítrekað þurft að sækja þangað slasað fólk. "} {"year":"2021","id":"162","intro":"Svo virðist sem knattspyrnumaðurinn Lionel Messi hafi samþykkt að ganga til liðs við franska stórliðið Paris Saint-Germain. Leikmaðurinn og félagið eru sögð hafa komist að samkomulagi um að hann skrifi undir tveggja ára samning hjá liðinu.","main":"Mikið hefur verið rætt um næsta mögulega áfangastað Messi eftir að tilkynnt var um helgina að hann yrði ekki áfram hjá Barcelona. Ástæðurnar voru fjárhagslegar hindranir en skuldir Barcelona komu í veg fyrir að liðið gæti skrifað undir nýjan samning við Messi án þess að brjóta reglur spænsku deildarinnar um fjárhagslega háttvísi. PSG var strax nefnt sem líklegt félag fyrir leikmanninn, sem sagði á blaðamannafundi um helgina að PSG væri vissulega möguleiki. Erlendir miðlar greina svo frá því í dag að Messi hafi samþykkt að skrifa undir tveggja ára samning við félagið sem gerir ráð fyrir 25 milljónum punda í laun á ári eftir skatta, sem eru um 4,3 milljarðar íslenskra króna. Ekkert hefur þó enn verið formlega staðfest af félaginu né leikmanninum.\nEinn leikur fór fram í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gærkvöld þegar Breiðablik heimsótti Stjörnuna í Garðabæ. Stjörnumenn sátu fyrir leikinn í níunda sæti deildarinnar með sextán stig en Blikar í því fjórða með 26. Viktor Karl Einarsson kom Blikum yfir um miðjan fyrri hálfleik, Höskuldur Gunnlaugsson bætti svo við marki beint úr aukaspyrnu og staðan 2-0 í hálfleik. Höskuldur skoraði líka þriðja mark Blika á 54. mínútu en Oliver Haurits minnkaði muninn fyrir Stjörnuna áður en leiknum lauk og lokatölur 3-1. Breiðablik lyftist með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Vals en Blikar eiga þó leik til góða.\nEinnig var spilað í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í gærkvöld og þar mættust Selfoss og Þróttur. Liðin voru bæði með 18 stig fyrir leikinn, Þróttur í 4. sæti og Selfoss því 5. en Þróttur á leik til góða. Brenna Lovera skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Selfyssinga en rétt fyrir hálfleik jafnaði Katherine Amanda Cousins fyrir Þrótt og staðan 1-1 í hálfleik. Brenna skoraði svo annað mark fyrir Selfoss þegar nokkrar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik en Dani Rhodes náði að jafna á 84. mínútu og 2-2 jafntefli niðurstaðan. Bæði liðin þurftu því að sætta sig við eitt stig og eru áfram í 4. og 5. sæti deildarinnar.","summary":null} {"year":"2021","id":"162","intro":"Reykur frá ógurlegum skógareldum sem logað hafa vikum saman í Síberíu hefur nú borist til norðurskautsins, í fyrsta sinn svo sögur fari af. Rússneska veðurstofan segir eldana færast í aukana fremur en hitt.","main":"Miklir skógareldar hafa herjað æ oftar og harðar á Síberíu síðustu ár. Rússneskir vísindamenn og umhverfisverndarsinnar rekja það til loftslagsbreytinga og allt of lítillar umhirðu skóganna, sökum lítilla fjárveitinga. Í sumar hefur Jakútíuhérað orðið einna verst úti í skógar- og gróðureldunum. Þar hefur verið heitara og þurrara undanfarin sumur en áður hefur þekkst og sumarið í ár er engin undantekning. Um 34.000 ferkílómetrar barrskóga standa þar í ljósum logum og samkvæmt rússnesku veðurstofunni fer ástandið enn versnandi. Skógræktaryfirvöld upplýsa að samtals hafi um 140.000 ferkílómetrar skóga og gróðurlendis í Síberíu orðið eldi að bráð það sem af er þessu ári, sem gerir þetta að næst-versta skógareldatímabilinu frá aldamótum. Til samanburðar er Dixie-eldurinn sem brunnið hefur í Kaliforníu síðustu vikur, búinn að svíða um 2.000 ferkílómetra og allir eldar á vesturströnd Bandaríkjanna til samans um 9.000 ferkílómetra. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA greindi frá því á laugardag að gervihnattamyndir sýndu að reykur frá eldunum í Jakútíu berist yfir 3.000 kílómetra leið til norðurskautsins, nokkuð sem hefur aldrei áður gerst síðan skráningar hófust. Þá sýna myndirnar að reykjarmóða lá yfir nánast öllu Rússlandi á föstudaginn var.","summary":"Reykur frá ógurlegum skógareldum sem logað hafa vikum saman í Síberíu hefur nú borist til norðurskautsins. Það er í fyrsta sinn sem það gerist. "} {"year":"2021","id":"162","intro":"Bandarísk kona hefur höfðað einkamál í New York á hendur Andrési prins, hertoganum af Jórvík, en hún segir hann hafa nauðgað sér þegar hún var sautján ára. Andrés hefur alltaf neitað sök í málinu.","main":"Virginia Giuffre Djíúffrei er í hópi þeirra kvenna sem kærðu barnaníðinginn Jeffrey Epstein og segir Andrés hafa beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimilum Epsteins í New York og Lundúnum fyrir tuttugu og einu ári. Hún hafi verið flutt sérstaklega til Englands í þeim tilgangi og að hann hafi vitað fullvel að hún var aðeins sautján ára. Hún hafi því verið fórnarlamb kynlífsþrælkunar. Andrés hefur frá upphafi neitað öllum ásökunum. Hann sagði í samtali við BBC árið 2019 að hann myndi ekki einu sinni eftir að hafa hitt stúlkuna, þeir atburðir sem hún lýsti hefðu ekki átt sér stað.\nAnd then I've been through it over and an over again.\nÍ skjölum málsins segir að öfgakennd og svívirðileg framkoma gagnvart Guiffre hafi valdið henni sálarangist, gríðarlegri vanlíðan og skaða. Enginn, hvort sem hann er forseti eða prins, sé hafinn yfir lögin né megi svipta nokkurn, hversu vanmáttugur sem hann eða hún er, verndinni sem lögin veiti. Löngu sé orðið tímabært að Andrés prins verði dreginn til ábyrgðar fyrir að hafa í krafti stöðu sinnar, valda og tengslanets misnotað hrætt, viðkvæmt og varnarlaust barn.\nÞegar mál Andrésar komst í hámæli árið 2019 hætti hann að eigin ósk að sinna opinberum skyldum sínum fyrir bresku konungsfjölskylduna.","summary":"Bandarísk kona hefur höfðað einkamál á hendur Andrési prins vegna kynferðisbrots árið tvö þúsund. Prinsinn neitar sök, nú sem áður. "} {"year":"2021","id":"163","intro":"Ár er liðið frá því að Alexander Lúkasjenka var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands. Nánast umsvifalaust hófust mikil mótmæli í landinu en helsti keppinautur forsetans, Svetlana Tíkanovskaja, flúði land og stofnaði andófshóp sem ætlað er að skipuleggja friðsamleg valdaumskipti í landinu.","main":"Lúkasjenka hefur verið forseti Hvíta-Rússlands frá árinu 1994 en landið varð sjálfstætt ríki við fall Sovétríkjanna árið 1991. Vesturveldin hafa kallað hann síðasta einræðisherrann í Evrópu vegna þess hve mjög öll andstaða hefur verið brotin á bak aftur á valdatíma hans. Þegar var fullyrt að brögð hefðu verið í tafli við kosningarnar en opinberar tölur sýna að sitjandi forseti fékk um áttatíu af hundraði atkvæða en Tíkanovskaja rétt rúm tíu. Hún flúði land og fékk hæli í Litáen. Tsikhanovskaya segir í viðtali við AP-fréttastofuna í dag að helstu mistök stjórnarandstöðunnar hafi verið að vanmeta grimmd ríkisstjórnarinnar. Strax daginn eftir kosningarnar flykktust þúsundir mótmælenda út á götur höfuðborgarinnar Minsk og mótmæli mögnuðust mjög dagana á eftir. Lögregla varð uppvís að mjög harkalegum aðgerðum gegn mótmælendum sem lýstu grimmilegu framferði og sýndu myndir af sárum sínum. Mótmælendur hafa látist, flúið eða verið fangelsaðir. Í vor neyddu hvítrússnesk yfirvöld írska farþegaþotu til lendingar í Minsk svo hafa mætti hendur í hári Romans Protasevich, blaðamanns sem stundað hefur mikið andóf. Hvítrússum er kennt um dularfullt andlát andófsmannsins Vitaly Shishov í síðustu viku og hlaupakonan Kristina Tsimanovskaya fékk hæli í Póllandi af ótta við refsingu, um svipað leiti. Ríki á Vesturlöndum hafa ekki enn viðurkennt niðurstöður kosninganna og Evrópusambandið og Bandaríkin hafa sett valdamikla embættismenn á svartan lista. Lúkasjenka hefur helst reitt sig á fjárhagslegan og pólítískan stuðning Rússa undanfarið ár. Tsikhanovskaya og hópur hennar hafa í heilt ár barist fyrir því að alþjóðlegur skilningur fáist á að þau hafi stuðning fólksins í landinu og séu réttkjörin til forystu.","summary":null} {"year":"2021","id":"163","intro":"Róttækar aðgerðir í loftslagsmálum eru nauðsyn ef sporna á við breytingum á loftslagi sem verða æ örari með afdrifaríkum afleiðingum. Viðamikil skýrsla um loftslagsbreytingar kom út í dag.","main":"Miklar, örar og fordæmalausar breytingar á loftslagi jarðar eru að megninu til af völdum mannskepnunnar. Hlýnun jarðar helst í hendur við losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er mat nefndar Sameinuðu þjóðanna. Viðamikil skýrsla um loftslagsbreytingar kom út í dag.\nÍ skýrslunni er sýnt fram á með afgerandi hætti að athafnir mannkyns eru meginorsök örra breytinga á loftslagi og hlýnun jarðar.\nSérstök áhersla er lögð á veðuröfgar, hringrás vatns og bráðnun jökla. Fram kemur að jöklar heimsins rýrna æ hraðar. Ísbreiður á Suðurskautslandinu og Grænlandi eru þar á meðal. Meðalrýrnun síðustu 30 ára samsvarar því að Hofsjökull og Langjökull hverfi á ári hverju.\nNú er enn greinilegra en fyrr að athafnir mannkyns eru meginorsök margvíslegra breytinga á loftslagi, segir í kynningu Háskóla Íslands og Veðurstofunnar á skýrslunni. \u001eNú liggja fyrir ítarlegri gögn sem gefa til kynna að loftslagsbreytingar geri það að verkum að ýmsir aftakaatburðir verða algengari og afdrifaríkari, þ.m.t. ákafari rigning og meiri öfgar í hitabylgjum og þurrkum.\nLangvarandi hitabylgjur og þurrkar, eins og geisað hafa í Ástralíu, Afríku, Evrópu og Ameríku síðustu misseri; ógurlegir skógareldar eins og nú brenna austan hafs og vestan; mannskæð flóð í Evrópu og Asíu síðustu vikur; þetta er einungis forsmekkurinn að því sem koma skal ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, að dómi nefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Ef vilji er fyrir hendi sé hins vegar unnt að draga svo mikið úr losun að dugi til að snúa þessari þróun við.\nÖfgar í veðurfari, svo sem hitabylgjur, þurrkar og ofsaregn með tilheyrandi hamförum á borð við skógarelda og flóð hafa aukist og munu halda áfram að aukast, segir í skýrslunni, ef ekki tekst að halda hlýnun Jarðar undir settu marki, um einni og hálfri gráðu umfram meðalhita fyrir iðnbyltingu. Hún nemur einni komma tuttugu og fimm gráðum nú þegar. Að óbreyttu mun hún fara yfir eina og hálfa gráðu snemma á fjórða áratug þessarar aldar og líklega yfir tvær gráðurnar áður en öldin er úti. Með róttækum aðgerðum til að stöðva losun koldíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda má enn koma í veg fyrir þetta. Hvernig farið verður að því verður svo umfjöllunarefni loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Skotlandi í nóvember. Ástandsskýrslan sem kom út í dag verður þar í brennidepli.","summary":"Róttækar aðgerðir þarf í loftslagsmálum ef sporna á við breytingum á loftslagi, Breytingum sem verða æ örari með afdrifaríkum afleiðingum. Viðamikil skýrsla Sameinuðu þjóðanna kom út í dag."} {"year":"2021","id":"163","intro":"Knattspyrnukonan og markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur tekið þá ákvörðun að leggja hanskana á hilluna. Guðbjörg segir ákvörðunina alls ekki hafa verið auðvelda enda elski hún enn að spila fótbolta.","main":"Guðbjörg greinir sjálf frá þessu á samfélagsmiðlum og segist nú þegar hafa tekið ákvörðun um framhaldið sem verði opinberuð fljótlega. Guðbjörg er 36 ára og á að baki 64 A-landsleiki. Hún hefur spilað í sænsku, þýsku og norsku úrvalsdeildinni og tekið þátt á öllum þremur stórmótunum sem íslenska kvennalandsliðið hefur spilað á. Hér á Íslandi ólst Guðbjörg upp í FH en spilaði svo með Val áður en hún hélt út í atvinnumennsku árið 2009. Þar spilaði hún með Djurgården, Avaldsnes, Turbine Potsdam, LSK og nú síðast Arna-Björnar.\nHulda Clara Gestsdóttir og Aron Snær Júlíusson, bæði úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, eru Íslandsmeistarar í golfi árið 2021. Mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri um helgina. Hulda og Aron voru bæði með forystu fyrir fjórða og síðasta hring mótsins. Hulda endaði örugg í efsta sætinu á tveimur höggum yfir pari og sjö högga forystu. Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur varð í öðru sæti og Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss í því þriðja. Aron endaði mótið á sex höggum undir pari og með fjögurra högga forystu á Jóhannes Guðmundsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sem varð í öðru sæti. Lárus Ingi Antonsson úr Golfklúbbi Akureyrar varð í þriðja sæti á einu höggi undir pari samanlagt.\nÍslenska karlalandsliðið í körfubolta er farið af stað til Svartfjallalands þar sem liðið mun spila leiki í seinni umferð forkeppni HM 2023 á móti Danmörku og Svartfjallalandi. Craig Pedersen, landsliðsþjálfari, hefur valið þá 14 leikmenn sem fara út en athygli vekur að Martin Hermannsson þurfti að draga sig úr hópnum vegna skyldna við félagslið sitt, Valencia. Auk þess eru bæði Haukur Helgi Pálsson og Styrmir Snær Þrastarson meiddir og taka því ekki þátt í leikjunum og Jón Axel Guðmundsson spilar um þessar mundir í sumardeild NBA og gat ekki gefið kost á sér. Leikirnir munu fara fram fimmtudaginn 12. ágúst, föstudaginn 13. ágúst, þriðjudaginn 16. ágúst og miðvikudaginn 18. ágúst og verða allir sýndir í beinni útsendingu á RÚV 2.","summary":"Knattspyrnukonan og markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir, sem hefur meðal annars leikið 64 A-landsleiki, tilkynnti í dag að hún hefði lagt hanskana á hilluna."} {"year":"2021","id":"163","intro":null,"main":"Banaslys varð við Súlur í sunnanverðum Stöðvarfirði á Austfjörðum í gær þegar 18 ára frönsk kona féll niður bratta hlíð. Konan var á göngu ásamt samferðarfólki.\nLögreglunni á Austurlandi var tilkynnt um slysið um klukkan fimm í gær. Lögregla, björgunarsveitir og sjúkralið á Austurlandi, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, tóku þátt í aðgerðunum. Samkvæmt lögreglunni á Austurlandi voru aðstæður á vettvangi erfiðar og ljóst að björgunarfólk vann þrekvirki við störf sín.\nLögreglan á Austurlandi rannsakar tildrög slyssins.","summary":"Banaslys varð við Súlur í sunnanverðum Stöðvarfirði í gær þegar ung frönsk kona féll niður bratta hlíð þar sem hún var á göngu ásamt fleirum."} {"year":"2021","id":"163","intro":"Íslenskukennsla fyrir börn með annað móðurmál hefur aldrei verið mikilvægari - og grundvöllur fyrir því að skapa hér opið samfélag sem allir geti tekið þátt í segir skipuleggjandi málþings um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi.","main":"Eliza Reid forsetafrú setti málþingið í morgun í Edinborgarhúsinu en einnig er hægt að hlusta á það á netinu . Alexandra Ýr van Erven, sem stýrir þinginu, segir að markmið þess sé að vekja athygli á mikilvægi íslenskukennslu fyrir öll börn.\nÞví íslenskukennsla fyrir börn með annað móðurmál hefur í rauninni aldrei verið mikilvægara viðfangsefni. Ísland er ungt fjölmenningarsamfélag og tungumálið okkar er að vissu leyti lykillinn að því. Við þurfum svolítið að átta okkur á því að íslenskukennsla er gríðarlega mikilvægur þáttur í því að skapa hér opið samfélag. Við vonum að þetta málþing geti orðið vendipunktur fyrir umræðuna um íslenskukennslu, fyrir öll börn sem búa hér á landi, hvaðan sem þau koma.\nFyrirlesarar eru sérfræðingar í menntamálum og fjölmenningu, bæði innfæddir Íslendingar sem og aðfluttir enda segir Alexandra mikilvægt að innfæddir komi ekki einir saman og tali sín á milli um hvernig eigi að kenna einhverjum öðrum tungumálið okkar.\nVið reyndum að nálgast þessi viðfangsefni eins breitt og við gátum. Til þess að finna lausnirnar saman.\nÞað er félagið Tungumálatöfrar sem skipuleggur málþingið en verkefni félagsins eru fleiri því það heldur íslenskunámskeið fyrir fjöltyngd börn með áherslu á að læra málið í gegnum leik, listsköpun og náttúruna.\nAð vera með verkefni sem sýnir fjölmenninguna í svona jákvæðu ljósi, og við leyfum fegurð hennar að blómstra.","summary":"Íslenskukennsla fyrir börn með annað móðurmál hefur aldrei verið mikilvægari - og grundvöllur fyrir að skapa hér opið samfélag sem allir geti tekið þátt í, segir skipuleggjandi málþings um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi."} {"year":"2021","id":"164","intro":"Engin merki eru um að gos sé að hefjast á hafsbotni suður af Reykjanesskaga og enn er óvíst hvað olli dökkum reykjarstróki sem Landhelgisgæslunni barst tilkynning um í gærkvöld. Þetta segir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.","main":"nei, það sást ekkert á okkar mælum og þetta hefur verið mikið rætt hérna. Það er engin skýring fundin á því hvað þetta hefur verið.\nLandhelgisgæslunni barst tilkynning rétt eftir klukkan átta í gærkvöld frá vegfaranda við Selvogsvita sem hafði séð dökkgráa reykjarstróka úti á hafi. Varðskipinu Þór var siglt vesturundir Krýsuvíkurberg til að kanna hvort þar væri mögulega hafið gos neðansjávar. Lovísa Mjöll segir að það hafi verið ákvörðun Landhelgisgæslunnar að senda varðskipið, mælar Veðurstofunnar hefðu að öllum líkindum gefið til kynna ef gos væri að hefjast.\nsko, mjög líklega myndi það sjást á mælunum hjá okkur áður en eitthvað myndi sjást","summary":"Engin merki eru um að gos sé að hefjast á hafsbotni suður af Reykjanesskaga og enn er óvíst hvað olli dökkum reykjarstróki sem tilkynnt var um í gærkvöld. "} {"year":"2021","id":"164","intro":"Ásgeir Haraldsson, prófessor í barnalækningum segir að það hefði verið ákjósanlegra að bólusetja 12-15 ára börn áður en skólarnir byrja. Þau hafa verið boðuð sama dag og skólastarf á að hefjast.","main":"Um 260 börn yngri en sautján ára eru núna smituð á landinu. Áformað er að bólusetja 12-15 ára börn 23 og 24 ágúst í Laugardalshöll. Formleg boð verða ekki send heldur eru foreldrar beðnir um að fylgja skipulagi sem hefur verið birt á vef heilsugæslunnar þar sem börnum er úthlutaður tími eftir því hvenær á árinu þau eru fædd. Foreldrar veita samþykki með því að mæta með börnunum og sitja við hlið barnanna í bólusetningunni. Börnin eru boðuð sama dag og skólastarf á að hefjast í flestum grunnskólum landsins. Eins og fram hefur komið tekur nokkrar vikur fyrir bólusetningarnar að virka.\nÞað hefði verið áskjósanlegt að gera þetta fyrr, áður en skólastarf fer af stað, en þetta er betra en ekki, ég held þetta sé bara ágætis ráðstöfun að gera þetta sem fyrst.\nÁsgeir mælir ekki með bólusetningum barna sem eru yngri en 12 ára vegna þess að það hefur ekki verið rannsakað nóg. En rannsóknir sem liggi fyrir á bólusetningum barna eldri en 12 ára líti vel út, lítið sé um aukaverkanir og ónæmissvörum barnanna sé góð.\nÞá benda niðurstöður rannsóknar sem Ásgeir gerði ásamt kollegum sínum til þess að foreldrar hérlendis séu jákvæðir gagnvart bólusetningum.\nEn afhverju er mikilvægt að bólusetja börn?\nÍ fyrsta lagi má segja að börn eigi rétt á þessari vernd gegn kórónaveirunni eins og aðrir. Þó að þau veikist ekki hastarlega þá geta þau borið veiruna í aðra. sem er auðvitað líka slæmt Í þriðja lagi er mjög mikilvægt að halda skólastarfi áfram, við viljum að unglingarnir okkar geti verið í skóla, félagsstarfi og hanga með vinum sínume ins og unglingar eiga að gera frekar en að vera í sóttkví.\nStjórnvöld hafa sagt að þau ætli að halda skólunum opnum sama hvað, er það ekki erfitt ef börn eru ekki bólusett?\nJú það gæti verið þrautin þyngri bæði gagnvart börnunum sjálfum og starfsmönnum skólanna, ef upp koma smit með reglulegu millibili. Það er einfaldara og auðveldara ef bólusetning barna er útbreidd.","summary":"Barnalæknir segir að það gæti verið þrautin þyngri að halda skólastarfi opnu ef bólusetningar verða ekki útbreiddar meðal barna. Tólf til fimmtán ára börn mega mæta bólusetningu í Laugardalshöll sama dag og skólar eiga að byrja"} {"year":"2021","id":"164","intro":"Formaður samtakanna Trans Ísland segir að það valdi transfólki mikilli vanlíðan að þurfa að bíða mánuðum saman eftir því að komast að í hormónameðferð eða kynleiðréttingaraðgerð. Geðlæknir í transteymi Landspítalans, segir kórónuveirufaraldurinn og álag á innkirtladeild spitalans hafa lengt biðtíma en hann sé þó ekki mjög langur.","main":"Þeim hefur fjölgað mjög, síðastliðin ár, sem nýta sér þjónustu transteymis Landspítalans. Um 60 manns á ári. Teymið sinnir greiningu og meðferð fullorðinna með kynama. Kynami er vanlíðan sprottin af því að upplifa kynvitund sína í andstöðu við líkamleg kyneinkenni. Það þarf enga tilvísun til að komast að hjá Transteyminu. Greining tekur venjulega um hálft ár og að því loknu tekur við hormónameðferð og ýmsar aðgerðir. Óttar Guðmundsson, geðlæknir í Transteymi Landspítalans, segir að nú þurfi fólk að bíða um tvo mánuði eftir hormónameðferð, ástæðan sé álag og undirmönnun á innkirtladeild spítalans.\nSvo hefur náttúrulega verið í þessu COVID-veseni öllu, þá hefur öllum valkvæðum aðgerðum verið frestað sem þýðir að það hefur hlaðist upp biðlisti í þessar kynleiðréttandi aðgerðir.\nHann áætlar að um 20-30 bíði eftir því að komast í slíkar aðgerðir. Þetta íþyngi fólki, en kynleiðréttingarferlið sé tímafrekt í eðli sínu og snúi að fleiru en líkamlegum breytingum, því að skipta um nafn og lifa lífinu í nýju kynhlutverki, flestum létti við það að hefja ferlið, þá sé biðin eftir þjónustu styttri en hjá mörgum öðrum teymum spítalans og styttri en hjá sambærilegum teymum annars staðar á Norðurlöndunum.\nUgla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður samtakanna Trans Ísland, segir biðina valda transfólki vanlíðan og málið mikið rætt innan samtakanna.\nÞó að þetta séu flokkaðar sem valkvæðar aðgerðir eru þær lífsnauðsynlegar fyrir transfólki því vanlíðanin sem fylgir því að geta ekki verið sátt í eigin líkama getur valdið því að fólk taki eigið líf. Fólk hefur kannski hefur beðið í mörg ár eftir því að taka ákvörðun um að byrja ferlið og það að allt sé bara stopp og þau viti ekkert hvenær þau komist í aðgerð, hafi engan tímaramma, það veldur ótrúlega mikilli vanlíðan.","summary":"Aukin bið eftir hormónameðferð og kynleiðréttingaraðgerðum veldur Transfólki mikilli vanlíðan að sögn formanns samtakanna Trans Íslands. Læknir í transteymi Landspítala segir biðtíma styttri en hjá öðrum teymum spítalans. "} {"year":"2021","id":"164","intro":"Forseti loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna, Alok Sharma, segir nýja stöðuskýrslu sem væntanleg er frá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna á morgun, mánudag, alvarlegustu viðvörun sem alþjóðasamfélagið hefur fengið til þessa um þær hættur sem felist í æ hraðari breytingum á loftslaginu . Skýrslan bendi til þess að heimurinn rambi á barmi hörmunga og metin falli um víða veröld.","main":"Alok Sharma leiðir 26. loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Breta en stefnt er að því að halda þingið í Glasgow í Skotlandi í nóvember. Það átti að fara fram í fyrra, en var frestað vegna heimsfaraldursins. Sharma hefur það verkefni að reyna að fá 197 aðildarríki Parísarsamkomulagsins til þess að ná samstöðu um aðgerðir sem eiga að halda hlýnun jarðar innan við eina og hálfa gráðu frá upphafi iðnbyltingar. Hann segir að nú sé tækifærið til að rétta heimsbyggðina af, það sé ekki innistæða fyrir því að bíða í tvö ár, fimm ár eða tíu ár í viðbót með að grípa til róttækra aðgerða. Tíminn sé á þrotum. Sharma hefur sætt gagnrýni fyrir að verja fyrirhuguð olíu- og gasverkefni Breta í Norðursjó. Áformin þykja einkar vandræðaleg fyrir Breta og ekki til þess fallin að styrkja stöðu þeirra sem loftslagsleiðtoga á heimsvísu. Alþjóðaorkuráðið, frönsk samtök sem fylgjast grannt með framgangi aðgerða í loftslagsmálum, hafa varað við því að ríki heims þurfi að láta af tilraunaborunum og hætta að taka í gagnið nýjar olíu- og gaslindir strax á þessu ári, ella sé einnar og hálfrar gráðu markmiðið úr augsýn.","summary":"Forseti loftslagsþings Sameinuðu þjóðanna segir nýja skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna benda til þess að heimurinn rambi á barmi hörmunga. Skýrslan verður birt á morgun. "} {"year":"2021","id":"164","intro":"Átta eru látnir í Tyrklandi og tveir í Grikklandi í baráttu slökkviliðs- og björgunarmanna við gróðurelda í mestu hitabylgju í fjóra áratugi. Margir hafa orðið að yfirgefa eyjuna Evia, nærst stærstu eyju Grikklands.","main":"Rúmlega 400 gróðureldar hafa brunnið í Grikklandi undanfarinn hálfan mánuð og skilið eftir sig sviðna jörð og eyðilagt tæplega 60 þúsund hektara. Eyjan Evia, sem er austan við Aþenu, er vinsæll ferðamannastaður. Þar kviknuðu eldarnir á þriðjudag. Þéttir furuskógar á Evian-eyju eru kjörinn eldsmatur og gera slökkvistarfið erfitt. Hundruð slökkviliðsmanna börðust við eldana og nutu aðstoðar um 200 kollega sinna frá Úkraínu og Rúmeníu. Bændur hafa horft upp á eigur sínar fuðra upp og bústofn sinn drepast í eldhafinu. Börn og gamalmenni eru send frá eyjunni en þeir sem geta reyna að bjarga því sem bjargað verður. Bæjarstjórinn í Mantoudi á Evian-eyju segir í samtali við gríska sjónvarpsstöð að mörgum þorpum hafi verið bjargað vegna þess að ungt fólk hafi varist eldunum og virt að vettugi viðvaranir um að drífa sig á brott. Ástandið er sagt skelfilegt. Í blaðinu Eleftheros Typos var haft eftir slökkviliðsmanni að vatnið úr slöngunum hefði gufað upp áður en það náði eldtungunum. Talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar sagði í gærkvöldi að um tvö þúsund manns hafi verið flutti frá Evia-eyju og komið í skjól. Betur hefur gengið að ráða við gróðureldana í úthverfum Aþenu. Á föstudag voru þrír handteknir í höfuðborginni grunaðir um að hafa kveikt elda á tveimur stöðum","summary":null} {"year":"2021","id":"164","intro":"Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi kvaddi Barcelona á blaðamannafundi á Nou Camp í morgun. Þrátt fyrir vilja hans og félagsins til að skrifa undir nýjan samning var ekki hægt að tryggja áframhaldandi veru hans hjá liðinu.","main":"Messi hefur spilað með aðalliði Barcelona frá árinu 2004 en verið samningslaus frá því í lok júní. Fréttir bárust af því um miðjan júlí að hann myndi gera nýjan samning við Barcelona og taka á sig launalækkun. Á föstudag varð hins vegar ljóst að svo yrði ekki. Messi, sem var klökkur á fundinum, segist hafa gert allt sem í hans valdi stóð til að geta verið áfram hjá félaginu en skuldir Barcelona og reglur spænsku deildarinnar hafi komið í veg fyrir það. Orðrómur hefur verið um að næsta stopp Messi verði franska stórliðið Paris Saint-Germain. Messi svaraði því á blaðamannafundinum að það væri möguleiki en ekkert væri þó enn í hendi\nKeppni á Ólympíuleikunum í Tókýó lauk í dag. Það eru Bandaríkjamenn sem fara heim með flest gullverðlaun af leikunum, 39 talsins.Bandaríkin fengu alls 113 verðlaun á leikunum, 39 gull, 41 silfur og 33 brons. Fyrir lokadaginn voru Kínverjar í toppsæti verðlaunatöflunnar og. hafa raunar verið það næstum frá upphafi. Þennan lokadag nældu Bandaríkin sér hins vegar í þrjú gull, í körfubolta kvenna, blaki kvenna og Omnium hjólreiðum kvenna, og tókst að hrifsa toppsætið af Kínverjum. Þórir Hergeirsson og norska kvennalandsliðið í handbolta tryggðu sér bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í nótt með öruggum sigri á Svíum, 36-19. Þetta er í þriðja sinn sem Noregur fær brons í handbolta kvenna á leikunum og í annað skiptið í röð en bronsverðlaun voru líka niðurstaðan á leikunum í Ríó 2016.\nHulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er langefst í kvennaflokki fyrir fjórða og síðasta hringinn á Íslandsmótinu í golfi sem stendur yfir á Jaðarsvelli á Akureyri.Aron Snær Júlíusson, líka úr GKG, er efstur í karlaflokki. Hann fór hringina þrjá á sjö undir pari og er einu höggi á undan félaga sínum úr GKG, Hlyni Bergssyni. Þriðji er Jóhannes Guðmundsson úr GR á fimm undir pari. Eins og í gær sýnir RÚV beint frá mótinu í dag og útsending hefst klukkan 14:30.","summary":"Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi kom fram á blaðamannafundi í Barcelona í dag. Hann segist hafa gert allt sem í hans valdi stóð til að vera áfram hjá liðinu en það hafi ekki gengið eftir. "} {"year":"2021","id":"164","intro":"Flundra er farin að hafa töluverð áhrif á stangveiði og hún finnst í öllum helstu laxveiðiám landsins. Líffræðingur sem rannsakað hefur flundruna segir mikilvægt að koma á vöktun til að halda utan um stofninn.","main":"Flundra er af kolaætt, ekki ólík skarkola. Hún verður oftast um 30 cm löng og býr á grunnsævi þótt hún gangi einnig í ár. Hún veiddist fyrst hér á landi í Ölfusárósi árið 1999 en hefur síðan breitt hratt úr sér. Áhugam um stangveiði er mörgum illa við flundruna og tengja minnkandi veiði á sjóbleikju á Íslandi við strandhögg hennar hér. Er hún talin éta bæði hrogn og seiði. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, líffræðingur, hefur undanfarið rannsakað flundruna ásamt meistaranemanum Theresu Henke. Samkvæmt þeirra rannsóknum bendir margt til að hún sé farin að hafa mikil áhrif.\nÞað hefur svo sem ekki verið sýnt fram á það vísindalega að hún hafi áhrif á neina villta fiska hér á Íslandi en það er bara mögulega vegna þess að það vantar rannsóknir. Það er hins vegar alveg ljóst að tilvist flundrunnar hefur mikil áhrif á stangveiði þannig að það er orðið töluvert af flundru í mörgum stangveiðiám á landinu. Þetta hefur verið sýnt með spurningalistum sem Theresa hefur lagt fyrir stangveiðimenn að þeirra upplifun af flundrunni er mjög neikvæð og hún er svona að eyðileggja fyrir þeim upplifunina af þessari veiði.\"\n-En hvað er þá til ráða?-\nÉg efast um að það sé hægt að sporna við þessu með einhverju ráði núna með umfangsmiklum veiðum eða eitthvað slíkt. Það er ýmislegt sem væri hægt að gera. Og náttúrlega fyrst og fremst þyrfti að koma upp einhvers konar vöktunarprógrami þannig að við vitum betur hvað er mikið, hver er stofnstærð flundru á Íslandi í dag. Síðan þyrfti að kynna flundruna um áhugamönnum um veiði. Það má vel veiða þennan fisk og nýta hann og éta hann.\"","summary":null} {"year":"2021","id":"165","intro":"Á einum sólarhring hafa Talibanar hertekið tvær héraðshöfuðborgir í Afganistan. Bandarísk og bresk yfirvöld hvetja ríkisborgara sína til að yfirgefa landið.","main":"Talibanar halda áfram landvinningum sínum í Afganistan. Í gær náðu þeir borginni Saranj á sitt vald án nokkurrar mótspyrnu. Saranj er fyrsta héraðshöfuðborginn sem Talibönum tekst að hertaka. Í morgun leystu þeir fanga úr haldi í borginni Sheberghan í Jawzjan-héraði. Á samfélagsmiðlum sjást hundruð fanga yfirgefa fangelsið. Shebergen er eitt sterkasta vígi fyrrverandi varaforseta Afganistans, Abdul Rahid Dostum. Hann snéri aftur til Afganistans eftir læknismeðferð í Tyrklandi. Hann er talin bera ábyrgð á fjöldamorðum á allt að tvö þúsund Talibönum í innrás Bandaríkjanna í Afganistan fyrir 20 árum. AFP fréttastofan hefur eftir einum af yfirmönnum afgangska hersins að borgin sé fallin og að stjórnarherinn hafi hörfað og verjist á flugvelli borgarinnar. Talibanar hafa sótt í sig veðrið frá því að ríki Atlantshafsbandalagsins ákváðu að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan 1. maí og ljúka honum í síðasta lagi 11. september. Þá verða 20 ár liðin frá árásum á tvíburaturnana í New York. Talsmaður Hvíta hússins, Jen Psaki, sagði í gær að Joe Biden forseti Bandaríkjanna væri enn þeirrar skoðunar að sú ákvörðun að draga bandaríska herlíðið frá Afganistan væri rétt ákvörðun. Bandarísk og Bresk yfirvöld hvetja ríkisborgara sína til að yfirgefa Afganistan eins og fljótt og auðið er.","summary":null} {"year":"2021","id":"165","intro":"Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar segir að það sé með ólíkindum að veirufræðideildin geti ekki annað fleiri sýnum, en íslensk erfðagreining stæðist sennilega ekki freistunguna að hlaupa undir bagga ef kallið kemur. Bæði fjármálaráðherra og forstjóri Lansdpítala hafi rétt fyrir sér um vanda heilbrigðiskerfisins.","main":"Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að aðgerðir stjórnvalda síðustu ára til að efla heilbrigðiskerfið hefðu ekki skilað nægum árangri og framleiðni hefði ekki aukist. Vandi kerfisins yrði ekki leystur einungis með bættri fjármögnun. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í kvöldfréttum að ekki væri við rekstur Landspítalans að sakast, reksturinn væri ódýrari en rekstur sambærilegra sjúkrahúsa erlendis.\nÞeir hafa að vissu leyti báðir rétt fyrir sér. vandamál LSH leysist ekki bara með meira fé, en LSH þarf meira fé og heilbrigðiskerfið þarf stærri hundraðasta hluta úr kökunni en það fær núna. Og það er alveg með ólíkindum að núna fimm árum eftir að við söfnuðum 87000 undirskriftum til stuðning sheilbrigðiskerfisins hefur mjög lítið verið aukið við fé til kerfisins, það þarf að leggja miklu meira í það. en það þarf líkaða hlúa að öðru en það sem menn fá úr fé.\nsegir Kári Stefánsson. Í gær samþykkti ríkisstjórnin að hefja skimanir á fólki sem kæmi hingað og hefði tengsl við landið - frá og með 16. ágúst. Það þýðir meira álag á veirufræðideildina, sem hefur varla við að greina innanlandssýni, tölur um fjölda smita liggja stundum ekki fyrir fyrr en þarnæsta dag. Deildarstjóri deildarinnar segir að ef mörg hundruð bætist við á degi hverjum - vegna íslenskra komufarþega - þurfi að bæta við starfsfólki eða leita aðstoðar annarstaðar frá.\nKári segir að ekki hafi verið óskað eftir hjálp frá íslenskri erfðagreiningu við greiningar, sem erfðagreining sinnti að miklu leyti fyrsta ár faraldursins.\nég trúi því bara ekki að veirufræðirannsóknarstofan geti ekki höndlað miklu meira en þeir eru að gera núna. Þeir eru með tvær nýjar vélar hvor um sig á að geta annað 4000 sýni á dag. mer finnst með ólíkindum að þeir geti ekki höndlað meira, en þetta virðist vera að mestu leyti vandamál með mönnun.\nEn væruð þið reiðubúin að veita aðstoð?\nMér finnst mjög líklegt að ef það yrði leitað til okkar þá stæðumst við ekki freistinguna að taka þátt.","summary":"Kári Stefánsson forstjóri íslenskrar erfðagreiningar telur að bæði fjármálaráðherra og forstjóri Lansdpítala hafi rétt fyrir sér um vanda heilbrigðiskerfisins. Það mætti fjármagna betur, en líka hlúa betur að því fé sem berst."} {"year":"2021","id":"165","intro":"Lögregla í Frakklandi býr sig undir mótmælagöngur og fundi á allt að 140 stöðum í landinu í dag, þar sem andstæðingar skyldubólusetninga og aðgerða stjórnvalda gegn útbreiðslu COVID-19 koma saman.","main":"Fjórir mótmælafundir verða haldnir í París og er reiknað með miklu fjölmenni á tveimur þeirra en færri á hinum. Um 3.000 lögreglumenn eru í startholunum í höfuðborginni. Á vef frönsku sjónvarpsstöðvarinnar BFM TV segir að einnig sé búist við að mótmælendur skipti þúsundum í fjölmörgum borgum öðrum, svo sem Montpellier, Toulon, Bordeaux, Perpignan og Nice. Öll beinast mótmælin að sama máli: Aðgerðum stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19 og allra helst að nýsamþykktri löggjöf um skyldubólusetningu ákveðinna starfsstétta og svokallaðan COVID- eða heilsupassa. Passinn sá veitir bólusettum meiri rétt en óbólusettum á ýmsum sviðum, svo sem til að nota almenningssamgöngur og njóta grímulausra samvista við meðborgarana inni á veitinga- og skemmtistöðum, söfnum, kvikmyndahúsum og öðrum opinberum stöðum. Innanríkisráðuneytið franska áætlar að 150.000 -- 200.000 manns hafi tekið þátt í sams konar mótmælum fyrir viku. Stjórnlagadómstóll Frakklands komst að þeirri niðurstöðu í vikunni að lögin um heilsupassann, sem taka gildi á mánudag, standist stjórnarskrá landsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"165","intro":"Garðyrkjumaður gerir ráð fyrir að árið 2021 verði ekki gjöfult ár hvað berjasprettu varðar. Horfur eru fremur slakar sunnan, vestan og norðanlands en ekki er öll nótt úti enn. Öðru máli gegnir um Austurland.","main":"Árið 2021 fer ekki í sögubækur fyrir góða berjasprettu. Horfur eru heldur slakar sunnan- vestan- og norðanlands þótt enn sé von um berjaland. Austurland hefur aðra sögu að segja.\nKalt vor og fremur slakt sumar sunnanlands hefur haft áhrif á berjasprettu. Betri tíðindi eru að austan þar sem hiti og sól hafa verið við völd megnið af sumri. Vilmundur Hansen er garðyrkjufræðingur.\nþetta skiptir náttúrulega svolitlu máli að lyngið nái að blómstra á vorin og svo geta orðið frostskemmdir ef það er mjög kalt í blómvísunum og berjavísunum um leið en það er ekki öll von úti ennþá. Það er nú bara ágúst ennþá og ef við fáum gott haust hér fyrir sunnan þá ættum við alveg að fá þokkalega sprettu sko.\nVilmundur segir garðaber rifsber og önnur ekki aðeins villtu bláberin og krækiberin vera seinni á ferðinni sunnanlands en ella í kjölfarið á köldu vori. Gera megi ráð fyrir að sprettan sé sein víða á landinu.\nÞannig að landsmenn verða bara að sulta í september en ekki í júlí og ágúst. Já svona eftir miðjan undir lok ágúst ætti það að vera hægt fyrir okkur fyrir sunnan vestan og norðan. Og hvernig meturðu þetta berjaár í heildina? Ég held að það verði frekar lítið. Þetta verður ekki stórt ár.","summary":"Ekki er útlit fyrir gjöfult berjasprettuár víðast hvar á landinu í ár. Horfur eru fremur slakar sunnan, vestan og norðanlands, en Austurland er að verða fagurlega berjablátt. "} {"year":"2021","id":"165","intro":"Langveik börn og fjölskyldur þeirra eru í óbærilegri stöðu í fjórðu bylgju faraldursins. Þetta segir Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju. Margir þurfi enn og aftur að loka sig af, og óvissan sé verst. Hún vill að stjórnvöld grípi í taumana og hafi í huga að fólk sé misvel í stakk búið til að takast á við bylgjuna.","main":"við erum hér með hóp sem er að stórum hluta óbólusettur, jafnvel ónæmisbældur og er í sérstakri áhættu fyrir að veikjast illa ef það smitast af COVID. Og eins og staðan er núna sér fók kannski ekki aðra stöðu en að halda áfram, eða fara aftur í sjálfstkipaða sóttkví sem það hefur mátt vera í alveg fram að því að bólusetningar hófust. ÞEtta er ótrúlega óþægilegt ástand og það versta í því er að vita ekkert hvað er framundan.\nÁrný segir ótækt að tala um að nú eigi að lifa með veirunni án takmarkana en á sama tíma að vernda viðkvæma hópa. Stjórnvöld verði að gefa skýrari svör um framhaldið.\nþað er ekki hægt að loka fólk sem er að glíma við sjúkdóma eða fatlanir af og ætla sér bara að lifa lífinu áfram. Þannig að vissulega erum við mjög uggandi yfir þessari stöðu, eins og örugglega mjög margir landsmenn.","summary":null} {"year":"2021","id":"165","intro":null,"main":"Talið er að um fimm þúsund smit geti bæst við hér á landi á næstu sex vikum, samkvæmt nýju spálíkani Landspítalans. Spáin er talin frekar bjartsýn að mati sóttvarnalæknis og landlæknis. Talið er að bylgjan geti náð hápunkti á næstu dögum. Í spánni er ekki gerður greinarmunur á bólusettum og óbólusettum. Það er þó ýmislegt sem getur haft áhrif á spánna, eins og aðgerðir innanlands og á landamærunum. Svartsýnustu spár Landspítala gera ráð fyrir að um þrjátíu leggist inn á spítala, á sama tíma.","summary":"Fimm þúsund manns gætu smitast hér á landi á næstu sex vikum, samkvæmt nýju spálíkani Landsspítalans, sem byggt er á bjartsýnni spá sóttvarnalæknis og landlæknis. Samkvæmt svartsýnustu spá gætu sex lagst inn á gjörgæslu. "} {"year":"2021","id":"165","intro":"Næstsíðasti keppnisdagur Ólympíuleikanna í Tókýó er í dag og leikið til úrslita í mörgum greinum. Hér heima heldur Valur fjögurra stiga forskoti í úrvalsdeild kvenna í fótbolta.","main":"Valur er áfram í toppsætinu en nýtt lið er komið í fallsæti úrvalsdeildar kvenna í fótbolta þar sem fjórir leikir voru spilaðir í gærkvöldi. Valskonur tóku á móti ÍBV á Hlíðarenda.\nValur var fyrir leikinn með fjögurra stiga forskot á Breiðablik sem hélt norður og mætti nýliðum Tindastóls. ÍBV var hins vegar í sjötta sæti. Staðan var markalaus í leikhléi og lengst af í síðari hálfleik líka eða allt fram í uppbótartíma. Í blálokin komust eyjakonur nálægt því að skora en þess í stað héldu heimakonur í sókn og landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir kom boltanum í netið og tryggði Val þrjú stig. Á Sauðárkróki náði Tindastóll forystunni en Blikar unnu að lokum 3-1 og staðan því enn eins á toppi deildarinnar.\nStjarnan heldur þriðja sætinu eftir 1-1 jafntefli við Þór\/KA í Garðabæ en norðankonur eru í því sjöunda. Loks náði Fylkir sér í mikilvæg stig með 2-1 sigri á Keflavík suður með sjó. Liðin voru í tveimur neðstu sætunum fyrir leikinn en Fylkiskonur fóru af botninum upp í áttunda sæti, Keflavík á botninn og Tindastóll niður í níunda sæti.\nNæstsíðasti keppnisdagurinn á Ólympíuleikunum í Tókýó er í dag og nóg af útsendingum framundan á RÚV og RÚV2. Bandaríska karlalandsliðið í körfubolta varð í nótt Ólympíumeistari með fimm stiga sigri á Frökkum, 87-82. Kevin Durant fór á kostum og skoraði 29 stig, tók að auki sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Þetta var sextánda gull karlaliðs Bandaríkjanna á Ólympíuleikum. Í dag er til að mynda leikið til úrslita í handbolta, blaki og fótbolta karla, þetta má allt saman finna á vefnum okkar.\nVið sýnum líka frá Íslandsmótinu í golfi í dag og á morgun. Spilað er á Jaðarsvelli á Akureyri og útsending hefst á RÚV í dag á slaginu þrjú. Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar var efstur eftir fyrstu tvo hringina á fimm höggum undir pari og í kvennaflokki var Hulda Cara Gestsdóttir líka úr GKG með átta högga forystu á þremur undir.","summary":"Næstsíðasti keppnisdagur Ólympíuleikanna í Tókýó er í dag og leikið til úrslita í mörgum greinum. Hér heima heldur Valur fjögurra stiga forskoti í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. "} {"year":"2021","id":"166","intro":"Isavia hefur endurráðið ríflega tvö hundruð starfsmenn, en í lok árs 2020 hafði flugvallarstarfsmönnum fækkað úr sextán hundruð í um 970. Á annan tug þúsunda ferðamanna fer nú um völlinn á degi hverjum.","main":"Álagið í Leifsstöð hefur aukist hratt undanfarnar vikur. Mestu álagstopparnir eru eldsnemma á morgnana, þegar flugvélar koma með farþega frá Bandaríkjunum og aðrar fara til Evrópu, og aftur síðdegis þegar dæmið snýst við. Starfsfólk Fríhafnarinnar finnur vel fyrir þessu. Þar er nú nóg að gera.\n(( Hér var mjög lítið og ekkert að gera í marga mánuði. Hér var verið bara að þurrka af og laga til og reyna að halda öllu þannig að það sé tilbúið, og yfir í það núna, sérstaklega síðustu vikur í júlí, að það er mjög mikið að gera sérstaklega ákveðna tíma dags, þannig að fólkið upplifir það þannig að það sé að hlaupa ansi hratt á mestu álagstímunum. ))\nSalan í Fríhöfninni í fyrra var einungis tíu prósent af því sem hún var fyrir covid, en núna er salan komin upp í sextíu prósent.\nÍ gær fóru meira en þrettán þúsund farþegar um völlinn. Fjöldi farþega nú er þó einungis um einn þriðji af því sem hann var fyrir covid.\nStarfsmönnum Isavia var fækkað úr 16 hundruð í innan við þúsund í fyrra. Ríflega tvö hundruð hafa nú verið endurráðnir.","summary":"Starfsmönnum Isavia hefur verið fjölgað í tólfhundruð, en þeir voru innan við þúsund í lok árs 2020. Enn hafa um fjögur hundruð starfsmenn ekki verið endurráðnir."} {"year":"2021","id":"166","intro":"Tveir hvítrússneskir þjálfarar hafa verið sviptir Ólympíupassa sínum í Tókíó. Ástæðan er meint tilraun þeirra til að þvinga hvítrússnesku hlaupakonuna Krystinu Tsimanovskaju til að snúa aftur til Hvíta-Rússlands fyrir að gagnrýna frammistöðu þeirra opinberlega.","main":"Alþjóða Ólympíunefndin tilkynnti í gærkvöld að hún hefði svipt þjálfarana Artur Shimak og Júrí Maisevitsj ólympíupössum sínum og að þeir hefðu þegar yfirgefið Ólympíuþorpið. Í tilkynningunni segir að málið sé enn í rannsókn og að þjálfararnir muni fá tækifæri til andmæla, en ákvörðunin um útilokun þeirra frá leikunum hafi verið tekin með hagsmuni keppenda að leiðarljósi. Vandræði hennar hófust fyrir alvöru þegar hún gagnrýndi þjálfara sína á samfélagsmiðli fyrir að skrá hana og stöllu hennar í 4 X 400 metra boðhlaup að þeim fornspurðum, þar sem mistök voru gerð við lyfjapróf tveggja í boðhlaupssveitinni. Var henni þá tilkynnt að hún fengi ekki að keppa í sinni grein heldur yrði send tafarlaust til Minsk. Síðan var henni ekið út á flugvöll þar sem henni tókst að forðast heimreksturinn með því að biðja lögreglu um hjálp. Segist hún hafa verið upplýst um það að þar biði hennar annað hvort fangelsi eða vistun á geðdeild, og því hafi hún ákveðið að forða sér. Frásagnir af mögulegri vistun hennar á geðdeild eru ekki úr lausu lofti gripnar, því þegar hvítrússneska ólympíunefndin var krafin skýringa á atburðarásinni í Tókíó sendi hún frá sér yfirlýsingu, þar sem segir að þjálfarar Tsimanouskaju hafi ákveðið að draga hana úr keppni að læknisráði vegna \u001etilfinningalegs og sálræns ástands\" hennar.","summary":null} {"year":"2021","id":"166","intro":"Helgi Már Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs KR í körfubolta. Þeir taka við liðinu af Darra Frey Atlasyni en margfaldir Íslandsmeistararnir þurftu að sætta sig við fimmta sæti á síðasta tímabili.","main":"Úrslit eru að skýrast í mörgum greinum nú á lokadögum Ólympíuleikanna í Tókýó. Undanúrslitaleikur Þóris Hergeirssonar og norska kvennalandsliðsins í handbolta gegn liði rússnesku Ólympíunefndarinnar stendur einmitt yfir.\nFyrri undanúrslitaleikurinn var í morgun þegar Frakkar mættu Svíum. Sænska liðið byrjaði leikinn betur og komst í 5-2 áður en það franska náði tökum á leiknum og var marki yfir í leikhléi 15-14. Svíar komust aftur yfir í síðari hálfleik en Frakkland vann að lokum með tveimur mörkum 29-27. Frakkar spiluðu líka til úrslita í Ríó 2016 þar sem þeir töpuðu fyrir Rússum. Síðari undanúrslitaleikurinn milli Norðmanna og liðs rússnesku Ólympíunefndarinnar er í gangi á RÚV 2 og því stutt í að það skýrist hverjir mæta Frökkum í úrslitaleiknum aðra nótt.\nMexíkóar tryggðu sér brons í fótbolta karla með 3-1 sigri á Japönum eftir að hafa komist í 3-0. Spánverjar og Brasilíumenn mætast í úrslitaleik á morgun.\nEins og hingað til eru fjölmargir viðburðir á leikunum á dagskrá RÚV í dag. Framundan næstu klukkutímana er úrslitaleikur kvenna í fótbolta milli Kanada og Svíþjóðar klukkan tuttugu og fimm mínútur í tvö og úrslit karla og kvenna í klifri.\nHelgi Már Magnússon hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs KR í körfubolta til þriggja ára og Jakob Örn Sigurðarson honum til aðstoðar næsta árið. Þeir félagar eru öllum hnútum kunnugir í vesturbænum og lögðu báðir skóna á hilluna eftir síðasta tímabil þegar KR hafnaði í fimmta sæti undir stjórn Darra Freys Atlasonar. Síðustu sex ár þar á undan fagnaði KR Íslandsmeistaratitli.\nKarlalið Breiðabliks í fótbolta mætti skoska liðinu Aberdeen í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gærkvöldi. Leikið var og Laugardalsvelli og Aberdeen hafði betur 3-2. Mörk Breiðabliks skoruðu Gísli Eyjólfsson og Árni Vilhjálmsson úr víti þegar hann jafnaði 2-2. Liðin mætast aftur ytra á fimmtudaginn í næstu viku.","summary":"Helgi Már Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson hafa verið ráðnir þjálfarar karlaliðs KR í körfubolta. Þeir taka við liðinu af Darra Frey Atlasyni en margfaldir Íslandsmeistararnir þurftu að sætta sig við fimmta sæti á síðasta tímabili. "} {"year":"2021","id":"166","intro":"Farþegar Icelandair voru jafnmargir í júlí og fyrstu sex mánuði ársins samanlagt, að sögn forstjóra Icelandair Group. Hann segist bjartsýnn á framhaldið þrátt fyrir stöðu Íslands á sóttvarnakortum.","main":"Heildarfjöldi farþega Icelandair var um 219.400 í júlí. Þar af voru farþegar í millilandaflugi um 195.200. Sætanýting var 70% og stundvísi í leiðakerfinu 81%. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair er ánægður með árangurinn.\nÞað er mjög ánægjulegt að farþegafjöldi sé að taka við sér. Við höfum verið að auka starfsemina og flugið mjög mikið. Í júlímánuði fluttum við jafnmarga farþega og við höfum flutt á fyrstu sex mánuðum ársins samtals. Það var fínn gangur í þessu í mánuðinum.\nStarfsemin hefur gengið mjög vel og starfsfólk og samstarfsaðilar hafa staðið sig frábærlega í þessu flókna umhverfi sem við erum að eiga við.\nEins og fram hefur komið er Ísland orðið rautt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu eftir uppsveiflu í faraldrinum á undanförnum vikum. Bogi segist þó bjartsýnn á framhaldið hjá Icelandair.\nTil lengri tíma erum við bjartsýn.Við erum í betri stöðu en fyrir þremur eða sex mánuðum síðan, nú þegar þjóðin er að mestu leyti bólusett. Við finnum það að mörg lönd eru að horfa á bólusetningar og veikindi í stað fjölda smita. Við erum bjartsýn til lengri tíma.\nÁfram verða brekkur á leiðinni og við verðum að fara í gegnum þær hér eftir sem hingað til.","summary":"Farþegafjöldi Icelandair jókst til muna í júlí. Forstjóri Icelandair Group segist bjartsýnn til lengri tíma þrátt fyrir breytta stöðu vegna faraldursins."} {"year":"2021","id":"166","intro":null,"main":"Virkni í gígnum í Geldingadölum tók kipp í nótt og rauðglóandi hraun rann að Meradölum eftir þriggja sólarhringa hlé. Gosið er svifaseinna en áður en töluvert kvikurennsli gæti verið undir hrauninu.\nVirkni í gosgígnum í Geldingadölum jókst í gærkvöld og var töluverð til morguns. Þá rann rauðglóandi hraunið stríðum straumum í átt að Meradölum. Gosórói jókst síðdegis í gær en fór að minnka aftur upp úr klukkan átta í morgun. Slæmt skyggni er við gosstöðvarnar og ekki hefur sést til gígsins á vefmyndavélum síðan í morgun.\nÞorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er á línunni. Það er enn að breytast þetta síbreytilega gos.\nBreytingar á hraunflæði? kviðuvirknin.\nEldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands metur það sem svo að hægt hafi á virkninni og hver hrina sé nú lengur að koma sér í gang en áður. Ekki er vitað hvers vegna en hugsanleg skýring að hlutfallslega meira magn af kviku streymi nú beint inn í flutningsrásir hraunsins og minna úr gígnum. Það gæti skýrt minna uppstreymi kviku í gosrásinni.","summary":"Virkni í gígnum í Geldingadölum tók kipp í nótt og rauðglóandi hraun rann að Meradölum eftir þriggja sólarhringa hlé. Gosið er svifaseinna en áður en töluvert kvikurennsli gæti verið undir hrauninu. "} {"year":"2021","id":"166","intro":"Formaður Kennarasambandsins segir að skólarnir geti litlu stjórnað um skólastarf í faraldrinum, öðru en staðbundnum sóttvörnum.","main":"Forvarnir og bólusetningar séu ekki á hendi skólanna. Hann vonar að börn í unglingadeildum verði bólusett næst á eftir kennurum.\nÍ framhaldinu þarf að mati Ragnars koma til útfærsla yfirvalda á beitingu aðgerða eins og skimunar, rakningar, einangrunar og sóttkvíar. Hann segir það hvernig stjórnvöld, sóttvarnaryfirvöld og almannavarnir treysta sér til að byggja varnarmúr í kringum skólastarfið með þessum aðferðum ráði úrslitum um það hvort og þá að hversu miklu leyti byggja þarf þessa múra innan skólanna.","summary":null} {"year":"2021","id":"166","intro":"Þúsundir Grikkja hafa orðið að flýja að heiman undan skógareldum sem brenna víða um landið. Í Norður-Makedóníu hefur verið lýst yfir neyðarástandi vegna elda.","main":"Þúsundir Grikkja urðu að forða sér að heiman í nótt og í morgun vegna skógarelda. Baráttan við eldana er erfið og á eftir að versna þegar vindur vex í dag. Slökkviliðsmenn hafa fengið liðsauka og tækjabúnað frá öðrum Evrópuríkjum.\nEldarnir hafa breiðst hratt út um Attíkuskaga, þar sem höfuðborgin Aþena er í sveit sett. Stingandi loftmengun er í borginni og mikill hiti. Þúsundir íbúa í þorpum og bæjum á skaganum flúðu undan eldi og reyk í nótt. Eldarnir hafa náð til bæjarins Afidnes, þar sem hús brenna. Þaðan mátti heyra tvær sprengingar í morgun þegar kviknaði í iðnfyrirtækjum. Almannavarnir sendu í dag út boð til íbúa í fjórum bæjum á norðanverðum skaganum um að forða sér. Í nótt voru á sjöunda hundrað íbúar eyjarinnar Evíu fluttir á brott með strandgæsluskipum og tiltækum bátum.\nEkki er útlit fyrir að hiti fari yfir 39 stig í Grikklandi í dag, en vindur er að aukast. Því er viðbúið að eldarnir breiðist út enn víðar. Slökkviliðsmenn hafa fengið liðsauka frá Frakklandi, Sviss, Rúmeníu, Svíþjóð og Kýpur og tækjabúnað að auki, svo sem slökkviliðsflugvélar.\nGróðureldar loga einnig í suðvesturhluta Tyrklands. Þá brennur gróður í Norður-Makedóníu þar sem stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi í dag. Í nágrannaríkjunum Albaníu og Búlgaríu loga einnig eldar.","summary":"Þúsundir Grikkja hafa orðið að flýja að heiman undan skógareldum sem brenna víða um landið. Í Norður-Makedóníu hefur verið lýst yfir neyðarástandi vegna elda. "} {"year":"2021","id":"167","intro":"Tilkynnt var um 118 kjarr- og skógarelda í Grikklandi síðastliðinn sólarhring. Um það bil sex þúsund hektarar gróðurlendis eru ónýtir.","main":"Grikkir hafa óskað eftir aðstoð frá Evrópska almannavarnakerfinu við að hemja gróðurelda sem brenna á yfir eitt hundrað stöðum í landinu. Ástandið á eyjunni Evíu er einkar slæmt þar sem á annað hundrað hús hafa eyðilagst.\nÍbúar í þorpinu Kehries á norðanverðri Evíu voru vaktir klukkan sjö í morgun að staðartíma með klukknahringingu og skipað að forða sér. Gróðureldarnir voru þá að nálgast útjaðar þorpsins. Nokkur þorp til viðbótar eru tóm vegna eldanna. Yfir 150 hús eru brunnin á eyjunni.\nVið hinn fornfræga bæ Ólympíu loga einnig eldar. Fjöldi slökkviliðsmanna hefur verið sendur þangað til að verja fornar minjar. Þá veldur reykur frá eldum í grennd við höfuðborgina Aþenu íbúunum miklum óþægindum.\nNikos Hardalias, ráðherra almannavarna, greindi frá því í gærkvöld að sólarhringinn þar á undan hefðu borist 118 tilkynningar um kjarr- og skógarelda víðs vegar um Grikkland. Frá því um mánaðamót hafa um það bil sex þúsund hektarar gróðurlendis eyðilagst. Stjórnvöld hafa óskað eftir aðstoð Evrópska almannavarnakerfisins við að halda aftur af eldunum. Tvær slökkviflugvélar eru væntanlegar frá Svíþjóð í dag og einnig 81 slökkviliðsmaður frá Frakklandi. Sveit slökkviliðsmanna kom frá Kýpur í gær, svo og tvær slökkviflugvélar.\nEldar brenna víðar í Suður-Evrópu þessa dagana og sömuleiðis við Miðjarðarhafs- og Eyjahafsstrendur Tyrklands. Tyrkneska strandgæslan bjargaði í dag hundruðum íbúa í þorpum í nágrenni orkuvers í héraðinu Mugla sem hætta var á að yrði eldinum að bráð.","summary":"Tilkynnt var um 118 kjarr- og skógarelda í Grikklandi síðastliðinn sólarhring. Um það bil sex þúsund hektarar gróðurlendis eru ónýtir. "} {"year":"2021","id":"167","intro":"Á sama tíma og umferð um höfuðborgarsvæðið dróst saman hefur umferð um hringveginn aldrei verið meiri. Vertinn í vegasjoppunni á Möðrudal hefur fundið vel fyrir aukningunni og hafði vart undan við að steikja ástarpunga í júlí.","main":"Tölur sem Vegagerðin tók saman sýna svart á hvítu hversu duglegir höfuðborgarbúar voru að ferðast um landið í nýliðnum júlímánuði. Þær sýna að umferð dróst saman á öllum mælum Vegagerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Mest um Vesturlandsveg ofan Ártúnsbrekku eða um 7,3 prósent. Á sama tíma var slegið met í umferð um hringveginn. Jókst umferðin þar um 6 prósent frá því í júlí í fyrra. Þar munar mikið um aukninguna á Austurlandi sem nam rúmum 23 prósentum. Friðleifur Ingi Brynjarsson verkefnisstjóri hjá Vegagerðinni segir tölurnar hafa komið nokkuð á óvart.\nJá, ég átti ekki von á því að það yrði slegið met í júlí í akstri. Það var mun meiri umferð en ég átti von á. Voru einhverjir sérstakir staðir fyrir norðan eða austan sem að fólk virtist flykkjast á? Það var svona hlutfallslega mesta aukningin um Mývatnsöræfi og Mývatnsheiði.\"\nJá, landsmenn flykktust austur í land í sumar og fundu Vilhjálmur Vernharðsson og félagar í vegsjoppunni á Möðrudal vel fyrir því.\nÞetta er miklu meira en maður bjóst við. Svo náttúrlega þegar veðrið er svona þá vitum við að Íslendingar elta veðrið mikið. Þegar maður fór að sjá fram í spárnar í lok júní og fram í júlí þá vissi maður að það yrði mikil traffík. Þannig að þú hefur ekki haft undan við að steikja ástarpunga og sjóða kjötsúpu í sumar? Nei það er búið að vera nóg að gera í því, bara mjög gott.\"","summary":"Metumferð var um hringveginn í nýliðnum mánuði á meðan umferð um höfuðborgarsvæðið dróst saman. Í vegasjoppunni á Möðrudal höfðu menn vart undan við að steikja ástarpunga og sjóða kjötsúpu. "} {"year":"2021","id":"167","intro":"Valsmenn eru með fjögurra stiga forystu á toppi úrvalsdeildar karla í fótbolta eftir fimmtán umferðir. Valur lagði KR í stórleik umferðarinnar í gærkvöld.","main":"KR-ingar hefðu með sigri komist upp í þriðja sætið. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði hins vegar eina mark leiksins fyrir Val sem jók þar með forystu sína á toppnum en KR-ingar sitja í fimmta sætinu. Í öðrum leikjum kvöldsins mættust annars vegar Stjarnan og ÍA og hins vegar FH og HK. Skemmst er frá því að segja að Garðbæingar fóru illa með botnlið Skagamanna og unnu leikinn 4-0. Leikur FH og HK var ekki síður fjörugur en fjögur mörk komu á fyrstu 30 mínútum leiksins. Jónatan Ingi Jónsson kom FH yfir strax á fyrstu mínútu, Birnir Snær Ingason jafnaði fyrir HK fjórum mínútum síðar og Arnþór Ari Atlason kom HK svo yfir 2-1 stuttu síðar en FH-ingar jöfnuðu á þrítugustu mínútu. HK skoraði svo tvö mörk í seinni hálfleik og lokatölur því 4-2 fyrir HK sem situr þó enn í fallsæti en FH eru í 6. sæti deildarinnar.\nFranska karlalandsliðið í handbolta er komið í úrslit Ólympíuleika, fjórðu leikana í röð, eftir 27-23 sigur á Egyptum í undanúrslitum í morgun. Frakkar urðu Ólympíumeistarar 2008 og 2012 og töpuðu fyrir Dönum í úrslitaleiknum 2016. Frakkar mæta annað hvort Spáni eða Danmörku í úrslitaleiknum á laugardag en leikur Spánar og Danmerkur er í beinni útsendingu á RÚV og hófst klukkan 11:50.\nBandaríska karlalandsliðið í körfubolta er komið í úrslit Ólympíuleikanna í Tókýó. Bandaríska liðið sló Ástralíu út í undanúrslitum, 97-78 og hefur unnið alla sína leiki á leikunum eftir að hafa tapað fyrir Frökkum í fyrsta leik. Bandaríkin og Frakkland gætu mæst aftur í úrslitum en Frakkland og Slóvenía mætast í seinni undanúrslitaleiknum sem hófst klukkan 11.\nOg Bandaríkjamaðurinn Ryan Crouser tryggði sér sitt annað gull í kúluvarpi karla í Tókýó í nótt. Crouser vann á nýju Ólympíumeti með kast upp á 23,30 metra og bætti eigið Ólympíumet frá því í Ríó 2016 sem var 22,52 metrar.","summary":"Valsmenn eru komnir með fjögurra stiga forystu á toppi úrvalsdeildar karla í fótbolta. Valur lagði KR á Hlíðarenda í gærkvöld."} {"year":"2021","id":"167","intro":"Forstjóri Landspítalans segir hann nálgast neyðarástand, mikilvægt sé að tryggja öruggt heilbrigðiskerfi til framtíðar. Staðgengill sóttvarnalæknis segir að fjölgi smitum mjög sé hætta á að kerfin bresti og neyðarástand skapist. Hundrað fimmtíu og eitt nýtt smit greindist innanlands í gær. Fimmtíu og fimm voru óbólusett og hafa aldrei verið fleiri á einum degi. Ísland er orðið rautt í litakóðunarkerfi Sóttvarnastofnunar Evrópu.","main":"Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, óttast að fari smitum enn fjölgandi geti skapast vítahringur og heilbrigðiskerfið brostið undan álaginu.\nPáll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði hann vera á mörkum neyðarástands. Þjóðfélagið sé líka á fullu og því verði slys og önnur atvik ólíkt því sem var í fyrri bylgjum. Því sé líklegt að álag aukist. Líklega þurfi að opna fleiri deildir fyrir covid-sjúklinga. Hann segir brýnt að ná valdi á bylgjunni hratt og örugglega enda toppnum ekki náð, vinna beri áfram að viðbrögðum og efla heilbrigðiskerfið. Það sé helsta verkefni samfélagsins til langrar framtíðar. Þessi og viðlíka farsóttir séu komnar til að vera.\nvið höfum verið á hættustigi frá því að við fórum að leggja fólk í rauninni. Við erum við neyðastástand, við glímum við erfiðleika við að manna gjörgæslurýmin hjá okkur. Við erum búin að fylla A7 smitsjúkdómadeildina af fólki með covid. Við þurfum næst samkvæmt okkar áætlun að opna A6, lungnadeildina fyrir covid-veika.","summary":"Staðgengill sóttvarnalæknis óttast að heilbrigðiskerfið þoli ekki að smitum fjölgi mjög. Forstjóri Landspítalans segir sjúkrahúsið á mörkum neyðarástands enda sé við fleira að glíma en covid. Styrkja þurfi heilbrigðiskerfið til framtíðar. "} {"year":"2021","id":"167","intro":"Skruggur gætu fylgt skúraveðri á sunnan- og suðvestanverðu landinu í dag en mestar líkur eru á eldingum inn til landsins. Þrumuveðrið gæti orðið svipað því sem varð í síðustu viku. Páll Ágúst Þórarinsson er veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.","main":"Við erum helst að horfa á suðvesturhelming landsins, Fjallabak og hálendið og uppsveitir Árnessýslu og mögulega innst í Borgarfirðinum. Við horfðum á skýin rísa mjög hratt í morgun um leið og það byrjaði að skína sól eftir raka nótt, en þetta eru helstu svæðin. Þetta er eitthvað sem yfirleitt lætur ekkert kræla á sér fyrr en síðdegis og fram á kvöld þegar sólin er búin að fá að hita yfirborðið í svolítinn tíma. Og hvað veldur? Það er þetta óstöðuga loft sem við erum með og þessi raki sem fyrir var og svo þegar sólin hitar landið þá gufar það upp og myndar kjöraðstæður fyrir skúraveður sem mögulega eitthvað getur farið að heyrast í og mögulega slegið niður úr eins og gerðist í síðustu viku.","summary":"Veðurstofan varar við eldingaveðri sunnan- og suðvestanlands síðdegis, en það gæti orðið svipað því sem var í uppsveitum sunnanlands í síðustu viku. "} {"year":"2021","id":"167","intro":"Framkvæmdastjóri rafskútuleigunnar Hopp vonar að rafhlaupahjól fyrirtækisins verði komin aftur á göturnar í Þórshöfn í Færeyjum fyrir lok mánaðarins. Hopp flutti fimmtíu rafhlaupahjól til Þórshafnar á dögunum en færeyska lögreglan lagði hald á farartækin þar sem samgöngustofa Færeyja telur þau ólögleg.","main":"Hjólin dúsa nú í kjallara lögreglustöðvarinnar í Þórshöfn. Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopps, segir þetta allt byggja á misskilningi. Akstofan, það er samgöngustofan í Færeyjum, hafi upp á sitt einsdæmi ákveðið að skilgreina hjólin sem breytt, vélknúin farartæki án þess að ráðfæra sig við löggjafann.\nÞað er miður að lögreglan ákvað að fylgja formælum akstofunnar og taka hjólin inn en samkvæmt lögfræðingunum sem við töluðum við þarna úti, um hvernig ætti að gera þetta, þyrfti löggjafinn alltaf að taka svona ákvarðanir.\nHann segir hjólin hafa verið flutt inn löglega, merkt sem rafskútur. Þá hafi fyrirtækið átt í jákvæðum samskiptum við borgaryfirvöld í Þórshöfn, sem hafi verið spennt fyrir þessari nýjung. Eyþór segir ekki halda vatni að skilgreina hjólin sem sem vasahjól, eða breytt vélknúin ökutæki, eins og samgöngustofa Færeyja gerir, enda hafi þeim ekki verið breytt og ekkert að finna í skilgreiningunni á vasahjóli sem gefi til kynna að rafskútur falli í þann flokk. .\nHopp ætlar hvorki að una ákvörðun Akstofunnar né lögreglunnar og Eyþór segist fullviss um að Hopp vinni málið, fari það fyrir dómstóla.\nHann gerir ráð fyrir því að hjólin verði aftur komin á götur Þórshafnar fyrir mánaðamót.\nÚtrás fyrirtækisins er ekki bundin við Færeyjar, en Hopp er til dæmis með starfsemi í tveimur bæjum á Spáni. Eyþór segir að fyrirtækið","summary":"Framkvæmdastjóri rafskútuleigunnar Hopp er vongóður um að hjól fyrirtækisins losni úr prísund lögreglunnar í Færeyjum fyrir mánaðarlok. Það mat færeysku samgöngustofunnar að hjólin séu ólögleg byggi á misskilningi. "} {"year":"2021","id":"168","intro":"Frakkar heita Líbönum hundrað milljónum evra í neyðaraðstoð og fimm hundruð þúsund skömmtum af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ár er í dag frá því að sprenging olli gríðarlegu tjóni í Beirút.","main":"Frakkar ætla að veita Líbönum hundrað milljónir evra í neyðaraðstoð og senda þeim fimm hundruð þúsund skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Eitt ár er í dag frá gríðarlegri sprengingu við höfnina í Beirút.\nEmmanuel Macron Frakklandsforseti stýrir í dag fjáröflunarfundi fyrir Líbanon sem leiðtogar nokkurra ríkja taka þátt í með fjarfundarbúnaði. Hann sagði við upphaf fundarins að mikilvægasta skrefið fyrir Líbana væri að mynda starfhæfa ríkisstjórn sem hefði afl til að koma á efnahagslegum umbótum. Þá ættu landsmenn það inni hjá stjórnmálaleiðtogum að heyra sannleikann um sprenginguna miklu 4. ágúst í fyrra. Hún varð á þriðja hundrað íbúum Beirút að bana og olli gríðarlegu eignatjóni. Macron tilkynnti að Frakkar ætluðu að veita Líbönum neyðaraðstoð að andvirði hundrað milljóna evra og jafnframt að senda þeim fimm hundruð þúsund skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni.\nEfnahagskreppa ríkti í Líbanon fyrir sprenginguna, sem bætti gráu ofan á svart. Við bætist ótryggt pólitískt ástand. Stjórnmálaleiðtogum virðist vera ómögulegt að koma saman starfhæfri ríkisstjórn þrátt fyrir þrýsting frá Frakklandi og fleiri þjóðum. Einnig virðist rannsókn á ástæðum sprengingarinnar í fyrra vera í skötulíki. Fimmtíu og þrenn alþjóðleg mannréttindasamtök og hópar í Líbanon og víðar í Miðausturlöndum fóru fram á það fyrr í sumar að Sameinuðu þjóðirnar tækju að sér óháða rannsókn á sprengingunni. Líbanskir pólitíkusar hafa jafnan hafnað erlendum afskiptum af málinu.","summary":"Frakkar heita Líbönum hundrað milljónum evra í neyðaraðstoð og fimm hundruð þúsund skömmtum af bóluefni gegn kórónuveirunni. Ár er í dag frá því að sprenging olli gríðarlegu tjóni í Beirút."} {"year":"2021","id":"168","intro":"Ríkissaksóknari Namibíu segist í nýrri yfirlýsingu til dómstóls þar ytra enn hafa fullan hug á að ákæra suma af starfsmönnum Samherja sem stýrðu dótturfyrirtækjum útgerðarinnar þar í landi. Sá skilningur Samherjamanna að þeir séu ósnertanlegir sé rangur.","main":"Í hinni eiðsvörnu yfirlýsingu sem Namibian Sun fjallar um í dag segir ríkissaksóknarinn Martha Imalwa að dótturfyrirtækin sex sem um ræðir séu skráð á namibískri grundu og því sé hægt að leggja hald á þau og eignir þeirra að namibískum lögum. Á þeim grunni hafi handtökuskipun verið gefin út í apríllok á hendur þremenningunum sem stýrðu þeim, Ingvari Júlíussyni, Agli Helga Árnasyni og Aðalsteini Helgasyni.\nÞá hafi beiðni um gagnkvæma aðstoð við rekstur sakamála jafnframt verið send til Íslands og íslensk stjórnvöld hafi svarað henni með því að senda út minnislykil sem á voru tölvupóstsamskipti sem aflað var af tölvuþjónum Samherja.\nÞá hafnar Imalwa alfarið þeim ummælum Samherjamanna að þeir komi aldrei fyrir namibíska dómstóla vegna þess að íslensk stjórnvöld framselji engan til Namibíu. Enn fremur hafi þeir fullyrt að saksóknarinn hafi ekki sýnt fram á að hún hygðist yfirhöfuð ákæra þá. Imalwa segir í yfirlýsingunni að þessi ályktun þeirra hafi verið villandi, ótímabær og haldi ekki vatni. Að minnsta kosti einn stjórnendanna þriggja sé persónulega ákærður í málinu. Handtökuskipun á hendur þremenningunum hafi verið gefin út og að namibísk stjórnvöld hefðu ekki formlega óskað eftir framsali þeirra enda hefði það ekki verið hægt fyrr en handtökuskipun væri gefin út. Auk þess geti íslensk stjórnvöld þá aðeins komið í veg fyrir framsal þremenninganna, ef þeir eru staddir á Íslandi.","summary":null} {"year":"2021","id":"168","intro":"Í júlí stórjókst umferð einkaþotna um Reykjavíkurflugvöll og var talsvert meiri en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Vélarnar eru bæði stærri og þyngri en áður og sumir íbúar í grennd við völlinn eru komnir með nóg af hávaðanum.","main":"Stefán Smári Kristinsson, rekstrarstjóri ACE FBO, fyrirtækis sem þjónustar einkaflugvélar sem lenda á Reykjavíkurflugvelli, var einmitt að taka saman tölurnar fyrir júlímánuð þegar fréttastofa náði af honum tali.\nÞað var alveg gríðarleg aukning hjá okkur, alveg 50% aukning frá því sem var í júlí 2019, við sjáum að það eru mun stærri vélar sem eru að lenda, kannski ekki fleiri í vélum talið en mun stærri, við mælum þetta alltaf í maximum take off weight, eins og gerist í fluginu.\nFyrirtækið afgreiðir að sögn Stefáns á bilinu þrjár til fjórar vélar á dag, vélarnar sem lenda eru þó fleiri enda fleiri fyrirtæki sem þjónusta einkaþotur. En ræður Reykjavíkurflugvöllur við þetta?\nÞað er voða lítið sem má gera eins og staðan er núna, en hefði auðvitað verið gott að geta malbikað stærri hluta af því sem er í boði. Það hefur alveg verið nálægt því að þurfa að vísa vélum frá.\nUndanfarin ár hafa heilu hverfin risið við flugvöllinn og íbúar þar eru ekki allir himinlifandi með aukna umferð, sama gildir raunar um íbúa í miðbænum. Illugi Jökulsson, einn þeirra, ræddi ástandið á Facebook-síðu sinni og sagði að í miðbænum heyrðist oft ekki mannsins mál langtímum saman fyrir hávaða í þotunum. Margir tóku undir með honum.\nÞað náttúrulega gefur auga leið að ef maður býr við hliðina á flugvelli þá heyrist í flugvélum.\nStefán Smári segir að það komi ákveðnir álagstoppar, við flugtak og lendingu, en ályktar þó að heilt yfir sé truflunin minni en til dæmis frá umferðarniðnum við Miklubraut. Stefán Smári segir að oftast séu þetta ríkir ferðamenn sem vilji komast á afskekktan og öruggan stað þar sem auðvelt sé að halda sig fjarri mannhafinu. Óljóst sé hvaða áhrif nýja bylgjan hafi á aðsóknina í ágúst, en líklegast skipti","summary":null} {"year":"2021","id":"168","intro":"Þórir Hergeirsson og norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum í Tókýó eftir sigur á Ungverjalandi í 8-liða úrslitum.","main":"Leikurinn var jafn og spennandi og liðin skiptust á forystunni. Hin 41 árs gamla Katrine Lunde átti lykilinnkomu í norska liðið á síðari hluta seinni hálfleiks. Hún varði 5 af 8 skotum sem hún fékk á sig og Noregur sneri leiknum úr því að vera tveimur mörkum undir í að ná fjögurra marka forskoti og vinna. Þórir segir að flestar af leikmönnunum séu búnar að bíða eftir þessu augnabliki í fimm ár, síðan liðið tapaði fyrir Rússum í undanúrslitum leikanna í Ríó 2016.\nÞorkell Gunnar Sigurbjörnsson ræddi við Þóri í Tókýó. Norska liðið mun mæta liði rússnesku ólympíunefndarinnar, sem vann Svartfjallaland í nótt, 32-26. Svíþjóð er sömuleiðis komið í undanúrslit og mætir þar sigurvegaranum úr leik Frakklands og Hollands sem sýndur verður klukkan 13 á RÚV.\nAnnan daginn í röð féll svo heimsmet í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum. Nú var það Sydney McLaughlin frá Bandaríkjunum sem bætti eigið heimsmet í kvennaflokki þegar hún tryggði sér um leið sín fyrstu ólympíuverðlaun og það gull. Frábær endasprettur hennar tryggði McLaughlin svo sigurinn en hún kom í mark á 51,46 sekúndum en fyrra heimsmet hennar var 51,90 sekúndur.\nTveir leikir voru spilaðir í úrvalsdeild karla í fótbolta í gær. KA vann Keflavík 2-1 og situr nú í 4. sæti deildarinnar en Keflavík er í því 8. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði bæði mörk KA en Joey Gibbs skoraði mark Keflvíkinga úr vítaspyrnu. Í hinum leik kvöldsins mættust Fylkir og Leiknir en þar var niðurstaðan markalaust jafntefli. Leiknir er í 7. sæti deildarinnar en Fylkir í 9. , fimm stigum frá fallsæti.","summary":"Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið í undanúrslit á Ólympíuleikunum þar sem liðið mætir Rússum. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska liðsins, segir Rússana erfiðasta andstæðinginn á leikunum. "} {"year":"2021","id":"168","intro":"Þorsteinn Sæberg, formaður Skólastjórafélagsins, segir það mjög skýr skilaboð frá stjórnvöldum að skólastarf hefjist í haust án takmarkana og engar ákvarðanir verði teknar án samráðs við skólastjórnendur. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í gær að engar takmarkanir væru í gildi þegar kæmi að skólastarfi og undirbúningur ætti að miðast við það. Þorsteinn segir að breyta þurfi áherslum frá því sem var á síðasta skólaári.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"168","intro":"Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna varar við ferðalögum til Íslands og hvetur óbólusetta Bandaríkjamenn til að ferðast ekki hingað að nauðsynjalausu. Ísland er nú flokkað í næsthæsta áhættuflokki þar í landi. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir flokkanir sem þessar alltaf hafa einhver áhrif á ferðahegðun fólks.","main":"Þetta virðist ekki hafa áhrif á bólusetta gesti, eða bólusetta Bandaríkjamenn, og það hafa eingöngu bólusettir Bandaríkjamenn verið að koma hingað síðustu mánuði. Þannig að við vonum að áhrifin af þessu verði helst engin.\nAfstaða forsvarsmanna ferðaþjónustunnar varðandi þau áhrif sem litur Íslands á litakóðunarkortum hefur á greinina, hefur verið nokkuð fljótandi síðustu vikur. Ýmist var það talið mjög slæmt að Ísland yrði annað en grænt, eða að það skipti litlu máli. Bjarnheiður segir ástæðuna vera síbreytilegar forsendur í heiminum öllum, og sömuleiðis þær sem liggja að baki kortunum, þá sérstaklega kortinu frá sóttvarnastofnun Evrópu, þar sem Ísland verður rautt á næstu uppfærslu.\nÞað var svona alfa og ómega í þessum ferðaráðleggingum lengi vel, en hins vegar þá er þetta að breytast núna og einstök ríki eru farin að taka fleiri þætti inn í sitt áhættumat, þannig að þetta eru ekki lengur bara smittölur eða hlutfall jákvæðra sýna af sýnatökum sem eru lögð til grundvallar, heldur miklu fleiri þættir. Við sjáum breytingu á þessu greinilega og teljum að þetta hafi ekki eins mikil áhrif eins og bara fyrir nokkrum vikum síðan.\nHvort heldurðu að fæli meira frá, litakóðunarkerfi, eða áhættumat viðkomandi lands varðandi fjölda smita, eða hversu strangar takmarkanir eru innanlands.\nEins og þær eru núna þá hafa þær sáralítil áhrif á heildarsamhengið í rekstri ferðaþjónustunnar. En ef að samkomutakmarkanir yrðu mjög strangar, þá mundi það strax hafa áhrif. Og eins ef tveggja metra reglan yrði tekin upp, þannig að hún hefði áhrif á hópferðir. Þannig að svarið er: Það fer algjörlega eftir því hversu strangar þessar takmarkanir innanlands yrðu.","summary":null} {"year":"2021","id":"169","intro":"Á sjötta þúsund manns berjast við skógarelda í suður- og suðvesturhluta Tyrklands. Þeir hafa orðið að minnsta kosti átta að bana.","main":"Skógareldar í suðvesturhluta Tyrklands ógna varmaorkuveri við ferðamannabæinn Milas. Þeir hafa orðið að minnsta kosti átta manns að bana. Á sjötta þúsund berjast við eldana og notast við mönnuð og ómönnuð loftför og hundruð slökkvibíla.\nYfir fjörutíu stiga hiti er á svæðunum í suður- og suðvesturhluta Tyrklands við Miðjarðarhaf og Eyjahaf þar sem skógareldarnir loga glatt. Þeir hafa einnig valdið miklu tjóni á ökrum bænda, sem hafa orðið að forða sér til sjávar með búsmala sinn, þar á meðal til vinsælla ferðamannabæja á borð við Marmaris og Antalya. Margir ferðamenn hafa flúið í bátum og ferjum. Eldarnir loga í héruðunum Mugla, Antalya og Isparta. Bæjarstjórinn í Milas í Muglahéraði greindi frá því á Twitter í dag að þeir stefndu í átt að varmaorkuveri. Yrði það eldinum að bráð væri ástandið komið á enn alvarlegra stig. Að sögn Anadoulu-fréttastofunnar berjast á sjötta þúsund manns við eldana. Þeir nota til þess yfir 850 dælubíla, 25 flugvélar, þar af níu ómannaðar og 52 þyrlur. Nokkrar rafmagnstruflanir hafa verið víða í Tyrklandi, þar á meðal í Istanbúl og höfuðborginni Ankara. Að sögn stjórnvalda er ástæðan sú að uppistöðulón eru að tæmast vegna þurrka og er raforkuframleiðslan óstöðug. Stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir lélegt skipulag á slökkvistarfinu. Fjölmiðlafulltrúi Erdogans forseta varar við falsfréttum af ástandinu. Best sé að treysta opinberum upplýsingum um það. Að hans sögn er búið að slökkva 125 elda, en eftir að ráða niðurlögum sjö.","summary":"Á sjötta þúsund manns berjast við skógarelda í suður- og suðvesturhluta Tyrklands. Þeir hafa orðið að minnsta kosti átta að bana."} {"year":"2021","id":"169","intro":"Norðmaðurinn Karsten Warholm varð í nótt ólympíumeistari í 400 metra grindahlaupi karla á nýju heimsmeti. Hann er fyrsti maðurinn í sögunni til að hlaupa greinina á undir 46 sekúndum.","main":"Fyrir úrslitahlaupið í nótt átti Warholm sjálfur heimsmetið, 46,70 sekúndur. Hann stórbætti hins vegar það met og hljóp á 45,94 sekúndum. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsti hlaupinu í nótt af sinni alkunnu snilld.\nBenjamin Rai frá Bandaríkjunum varð annar og hljóp langt undir gamla heimsmetinu og á því næstbesta tíma sögunnar. Bein útsending frá frjálsum íþróttum er í fullum gangi á RÚV og klárast étt fyrir klukkan eitt í dag með úrslitum í 200 metra hlaupi kvenna. Þar er allt eins búist við heimsmeti frá Elaine Thompson-Herah sem setti ólympíumet í 100 metra hlaupi fyrr á mótinu.\nFimleikakonan Simone Biles nældi sér í brons á slá á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Biles hefur lítið sem ekkert tekið þátt á mótinu til þessa eins og frægt er orðið, en hún dró sig úr keppni í fjölþraut og á öllum áhöldum nema slánni. Æfingar Biles í dag voru vel heppnaðar en hún gerði þó léttara afstökk en hún er vön. Biles fékk 14,000 fyrir æfingarnar sem var nóg til að fá bronsverðlaun. Kínverskar fimleikakonur voru í fyrsta og öðru sæti. Guan Chenchen fékk gull en Tang Xijing fékk silfur.\nBreiðablik vann góðan sigur á Víkingi í Pepsi Max-deild karla í gærkvöld. Fyrir leikinn var Víkingur í 2. sæti en Breiðablik í því 4. Jason Daði Svanþórsson skoraði tvö mörk og Viktor Örn Margeirsson og Gísli Eyjólfsson sitt hvort markið fyrir Blika, lokatölur 4-0 og Breiðablik komið upp í 3. sæti deildarinnar, þremur stigum frá Víkingi og á auk þess leik til góða.","summary":"Norðmaðurinn Karsten Warholm varð í nótt ólympíumeistari í 400 metra grindahlaupi karla á nýju heimsmeti, Warholm er fyrstur til að hlaupa greinina á undir 46 sekúndum. Hann bætti eigið heimsmet um hátt í heila sekúndu."} {"year":"2021","id":"169","intro":"108 smit greindust hér á landi í gær. Sóttvarnalæknir segist ekki ætla að leggja fram til minnisblað til ráðherra um aðgerðir en það sé stjórnvalda að ákveða hvort grípa eigi til harðra aðgerða til að kveða veiruna í kútinn.","main":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á fundi almannavarna í dag að það væru vonbrigði að víðtæk bólusetning hefði ekki náð að tryggja hjarðónæmi en bundnar væru vonir við að bólusetning drægi úr alvarlegum veikindum. Fjórtán hundruð og sjötíu smit hafa greinst og tuttugu og fjórir verið lagðir inn á spítala í þessari bylgju faraldursins eða um 1,6% smitaðra.\nHlutfallið er um eitt prósent hjá bólusettum en 2,4% hjá óbólusettum en vert að taka fram að þar að baki liggja lágar tölur.\nReglugerð um aðgerðir innanlands rennur út 13. ágúst.\nÞórólfur sagðist aðspurður ekki ætla að leggja fram minnisblað með sama hætti og áður en sagði boltann vera hjá stjórnvöldum, og ekki mátti heyra að tilslakanir væru í kortunum.\nBóluefni Janssen hefur reynst veita verri vörn gegn smiti en önnur efni. Í dag hófst svokölluð örvunarbólusetning meðal skólastarfsfólks sem fékk á sínum tíma efni Janssen, en það fær nú einn skammt af efni Pfizer. Ákveðið hefur verið að bjóða í kjölfarið öllum Janssen-þegum örvunarskammt af efni Pfizer eða Moderna, og stefnt að því að öllum Janssen-þegum hafi verið boðinn skammtur fyrir 20. ágúst.","summary":"Sóttvarnalæknir segir það stjórnvalda að taka ákvörðun um framhald sóttvarnatakmarkana og hann muni ekki koma með tillögur í þá veru á sama formi og hann hefur gert til þessa. 108 greindust með Covid-19 hér á landi í gær. "} {"year":"2021","id":"169","intro":"Endurbólusetning fyrir þá sem fengu bóluefni Janssen fer mishratt af stað eftir landshlutum. Víðast hvar er skólastarfsfólk fremst í röðinni.","main":"Í fjórðu bylgju faraldursins hefur smit aðallega greinst hjá þeim sem voru bólusettir með bóluefni Janssen og talið er að það veiti þrisvar sinnum minni vörn en tveir skammtar af bóluefni Pfizer eða Moderna. Pfizer-bólusetning fyrir þá sem fengu Janssen hófst í síðustu viku á Suðurlandi, sumar heilsugæslustöðvanna hafa boðið öllum í einu en annars staðar er forgangsraðað á svipaðan hátt og á höfuðborgarsvæðinu, með skólastarfsfólk fremst í röðinni. Á Austurlandi hefst endurbólusetningin á morgun en þá hefur um 900 manns verið boðið. Um það bil 400 til viðbótar verður boðið í næstu viku. Á Vesturlandi er stefnt að því að bjóða þeim sem fengu Janssen-efnið Pfizer-bólusetningu í næstu viku, en hugsanlega verður hægt að byrja í þessari viku. Á Suðurnesjum er jafnframt vonast til að hægt verði að hefjast handa í þessari viku, starfsfólki skóla verður borðið fyrst. Á Norðurlandi og Vestfjörðum er bólusetningin jafnframt í undirbúningi og búist við að hún hefjist í næstu eða þarnæstu viku.","summary":null} {"year":"2021","id":"169","intro":"Rúta sem flutti um fimmtíu ferðamenn valt út af vegi við Drumboddsstaði á Suðurlandi í gærkvöld. Orsök slyssins er talin vera vegkantur sem brast undan þunga rútunnar. Nokkrir farþegar hlutu höfuðáverka og einhverjir beinbrot, en enginn er lífshættulega slasaður. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli segir að betur hafi farið en á horfðist.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"169","intro":"Ríkisstjórnin ræddi leiðir til að bregðast við stærstu bylgju faraldursins hér til þessa, á ríkisstjórnarfundi í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki hægt að beita sömu verkfærum og áður því bólusetningar breyti stöðunni. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á skólastarfi í haust.","main":"Það eru engar takmarkanir í gildi varðandi skólastarf þannig að ég geri ráð fyrir því að allir hefji undirbúning að skólastarfi eins og við eðlilegar kringumstæður. Við erum að hefja í dag þessa örvunarbólusetningu fyrir kennara og það verður til þess að verja þann hóp ennþá betur en við sjáum að bólusetningar eru að gagnast mjög vel, ekki gagnvart smitum nægilega vel en vel gagnvart sjúkdómnum og alvarlegum veikindum.\nSagði Svandís Svavarsdóttir eftir ríkisstjórn í morgun, en skólastjórnendur hafa kvartað undan því að óvissa sé um skólastarfið sem hefst á næstu vikum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir tiltölulega mildar ráðstafanir í gildi hér, en fylgjast þurfi vel með framhaldinu.\nÞað eru margir sem hafa smitast en við þurfum líka að horfa á alvarleika veikinda, það er auðvitað stóra málið að þetta er ekki sama staða og í óbólusettu samfélagi, við erum að sjá að bóluefnin virðast vera að veita góða vörn gegn veikindum þannig að við getum ekki tekið gömlu verkfærin upp úr skúffunni og gert það sama og við gerðum þegar samfélagið var óbólusett heldur þurfum við að meta þetta alveg upp á nýtt.\nBjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ríkisstjórnarfundurinn í morgun hafi fyrst og fremst verið samráðsfundur til að skipuleggja vinnuna fram undan og þá valkosti sem standi til boða til að bregðast við, þar á meðal ýmis efnahagsúrræði sem verða í gildi út þetta ár.\nÞau eru til staðar fyrir þá sem eru að verða fyrir tekjufalli og slíku. Enn sem komið er þá held ég að þessar nýjustu ráðstafanir okkar séu ekki að valda mjög mikilli röskun þó auðvitað komi það við suma, sérstaklega ákveðnar tegundir rekstrar, tökum sem dæmi skemmtistaðina. Og auðvitað er það áfall fyrir Vestmannaeyinga að hafa ekki getað haldið þjóðhátíð eða aðra sem voru að undirbúa slíka viðburði en við verðum að horfa á þetta í stóra samhenginu og þá erum við ekki að verða fyrir neinum efnahagsskelli núna sem er í líkingu við það sem var fyrir ári síðan.","summary":null} {"year":"2021","id":"169","intro":"Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst senda ómannað Starliner-geimfar að alþjóðlegu geimstöðinni í dag. Geimskotið er hluti af milljarða dala samningi Boeing við bandarísku geimferðastofnunina NASA.","main":"Starliner-farinu verður skotið frá Canaveral-höfða í Flórída klukkan ríflega fimm síðdegis að íslenskum tíma. Búist er við að ferð farsins að geimstöðinni taki um sólarhring. Ríflega helmingslíkur eru á að af geimskotinu geti orðið, veðurhorfur á höfðanum eru þokkalegar en þó gæti brugðið til beggja vona.\nFarið ber um 180 kíló af ýmsum búnaði og vistum ætluðum áhöfn geimstöðvarinnar og verður sent til baka með annað eins.\nÆtlunin var að skjóta farinu af stað á föstudag en því var frestað eftir að óvænt kviknaði á brennurum rússneskrar geimferju nýtengdrar við geimstöðina sem varð til að hún færðist nokkuð úr stað.\nGeimferðir Boeing og SpaceX-áætlun auðkýfingsins Elons Musk hafa verið í uppbyggingu í um tíu ár og byggja á milljarða bandaríkjadala samningi bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, við fyrirtækin.\nSpaceX er komið nokkuð lengra á leið en í desember síðastliðnum varð að snúa Starliner-fari Boeing til jarðar þar sem því tókst ekki að tengjast geimstöðinni.\nBilun í hugbúnaði var um að kenna en NASA fann áttatíu atriði sem Boeing þurfti að laga. Nú ríkir bjartsýni í herbúðum NASA að vel gangi enda sé Starliner frábært farartæki. Búist er við að margt megi læra af þessari fyrstu geimferð þess.","summary":null} {"year":"2021","id":"170","intro":"Pólsk yfirvöld hafa veitt hvítrússneska spretthlauparanum Kristinu Tsimanouvkayu dvalarleyfi. Hún átti að keppa á leiknum í dag en hvítrússnesk yfirvöldum hugðust flytja hana nauðuga heim fyrir að gagnrýna þjálfara liðsins.","main":"Hvítrússneska hlaupakonan Kristina Tsimanovskaya hefur fengið dalarleyfi í Póllandi af mannúðarástæðum. Flytja átti hana nauðuga til Hvítarússlands eftir að hún gagnrýndi forsvarsmenn ólympíuliðsins sem hún var hluti af. Eiginmaður hennar hefur flúið land.\nSíðasti sólarhringur hefur verið afar viðburðarríkur hjá Kristinu Tsimanovskayu, sem átti að keppa í riðlakeppninni í tvö hundruð metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókíó í dag. Hún hafði gagnrýnt forsvarsmenn Ólympíuliðsins á Instragram fyrir að setja hana í boðhlaupssveit landsins með skömmum fyrirvara. Þeirri færslu hefur nú verið eytt. Hún var þá flutt nauðug á flugvöllinn í Tókíó í gær og átti að senda hana til Hvítarússlands. Hún neitaði að fara um borð og fékk sínu framgengt. Hún sendi svo skilaboð um stöðu sína í gegnum Instagram.\nHún biðlaði til Alþjóðaólympíunefndarinnar um aðstoð. Hún væri undir pressu og verið væri að reyna að fara með hana úr landi, þ.e. Japan, án hennar samþykkis. Alþjóðaólympíunefndin og yfirvöld í Japan tilkynntu svo að hún væri örugg og liði vel. Þá hefur Alþjóðaólympíunefndin krafið hvítrússnesku ólympíunefndina um skýringar.\nTékknesk yfirvöld buðu í morgun Tsimanovskayu hæli en í morgun fór hún í pólska sendiráðið í Tókíó, til að sækja um vernd í Póllandi. Marci Przydacz varautanríkisráðherra Póllands staðfesti svo á Twitter í morgun að hún hefði fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.\nÞá hefur eiginmaður hennar, Arseny Zdanevich, flúið land og er nú staddur í Kiev. Hann sagðist í samtali við AFP-fréttasofuna vonast til að geta hitt eiginkonu sína í nánustu framtíð.\nÞetta er ekki í fyrsta sinn sem skerst í odda með hvítrússneskum yfirvöldum og Alþjóðaólympíunefndinni. Í desember bannaði nefndin Alexander Lukashenko forseta og Viktor syni hans að koma á viðburði tengda Ólympíuleikum þar sem ólympíunefnd landsins hefði gert íþróttamenn sem tóku þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum að skotmarki. Í mars neitaði svo alþjóðaólympíunefndin að viðurkenna formennsku Viktors Lukashenko í ólympíunefnd Hvítarússlands. Hann hafði þá tekið við því embætti af Alexander föður sínum.\nRíkissjónvarp Hvítarússland gagnrýndi framgöngu Tsimanovskayu og sagði að tími hennar í Tókíó væri eitt stórt hneyksli.","summary":"Pólsk yfirvöld hafa veitt hvítrússneska spretthlauparanum Kristinu Tsimanouvskayu dvalarleyfi. Hún átti að keppa á Ólympíuleikunum í dag en hvítrússnesk yfirvöldum hugðust flytja hana nauðuga heim fyrir að gagnrýna þjálfara liðsins."} {"year":"2021","id":"170","intro":"Lögreglumenn á Norðurlandi eystra fara í nokkrar ferðir á sumrin og dvelja í þrjár til fjórar nætur í Drekagili. Svo virðist sem nærvera löggæslumanna dragi úr utanvegaakstri. Virk löggæsla styttir viðbragðstíma þegar slys verða.","main":"Fimm lögreglustöðvar heyra undir embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra sem nær frá Siglufirði í vestri til Bakkafjarðar í austri. Í kjölfar eldgossins í Holuhrauni sumarið 2014 sinnti lögreglan gæslu á hálendinu. Frá 2016 var ákveðið að fara í lengri ferðir og dvelja lengur á hálendinu.\nferðir Dveljum í einhverjar nætur og förum nokkrar ferðir yfir sumarið. En svo núna aftur í 2-3 síðustu sumur er það orðið þannig að við förum í 5-6 túra yfir sumarið og dveljum 3-4 nætur á hálendinu í hverjum túr í Drekagili við Öskju. og þannig\nHreiðar Hreiðarsson er aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Mikil umferð á hálendingu í fyrra kom á óvart en hún hefur verið meiri í ár. Eitt verkefna lögreglunnar er að ræða við ökumenn og veita þeim leiðbeiningar.\nOg Hvert einasta spjall endar með því að við erum orðin svona upplýsingabanki fyrir ferðalangana og\nþað er þannig svo Til viðbótar náttúrulega er þarna náttúrulega virk löggæsla. Það er styttri tími að sinna því sem upp kemur og lögreglumenn og aðrir læra einfaldlega á þetta svæði og átta sig á því hvers konar flæmi þetta er og tímalengdirnar í að koma sér á milli staða.\nUtanvegaakstur hefur verið vandamál á undanförnum árum.\nVið þekkjum alveg utanvegaakstursmál í fréttum lið inna ára, bara ljót brot og vítaverð. Allt þetta sem við erum að gera leiðir til þess að það dregur úr þessu. Fólk er miklu meðvitaðra um það sem það er að gera og fær þarna leiðbeiningar. Ef eitthvað er sýnist okkur frekar að það dragi úr svona ljótum utanvega akstursbrotum þó þau komi alltaf upp annað slagið. en hvað\nNærvera lögreglunnar tryggir styttri viðbragðstíma. Flest slysin eru minniháttar.\nÞað er nú ekki langt síðan að það þurfti að sinna hérna manni sem týndist norðvestan vert í Öskju hérna fyrir um tveimur vikum síðan, hann var mjög hætt kominn.","summary":"Nærvera lögreglu á hálendinu virðist draga úr utanvegaakstri. Lögreglumenn á Norðurlandi eystra fara nokkrar ferðir á sumri í Drekagil og dvelja þar í þrjár til fjórar nætur."} {"year":"2021","id":"170","intro":"Það er nóg um að vera á tíunda degi Ólympíuleikanna í Tókýó sem stendur nú yfir. Þá hafnaði Anníe Mist Þórisdóttir í þriðja sæti á Heimsleikunum í Crossfit sem kláruðust í gær.","main":"Anníe Mist varð betri með hverjum keppnisdeginum og sigraði næst síðustu greinina í gær. Það lyfti henni upp í þriðja sætið fyrir lokagreinina. Hún varð svo þriðja í lokagreininni, sem skilaði henni bronsinu. Katrín Tanja Davíðsdóttir hafnaði í tíunda sæti og Þuríður Erla Helgadóttir í því þrettánda. Í karlaflokki hafnaði Björgvin Karl Guðmundsson í fjórða sæti, nítján stigum á eftir Brent Fikowski frá Kanada sem varð þriðji. Tia Clair Toomey vann sinn fimmta sigur í röð á leikunum í kvennaflokki. Í karlaflokki vann Bandaríkjamaðurinn Justin Meideiros í fyrsta skiptið.\nJasmine Camacho-Quinn frá Púertó Ríkó bar sigur úr býtum í 100 metra grindahlaupi kvenna Á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Hún setti Ólympíumet í undanúrslitum og vann með miklu öryggi í úrslitunum. Hún hljóp á 12,37 sekúndum, 15 hundruðustu á undan heimsmethafanum Kendru Harrison frá Bandaríkjunum, sem varð önnur. Þriðja varð Megan Tapper frá Jamaíku.\nKanada vann sögulegan 1-0 sigur á Bandaríkjunum í undanúrslitum í fótbolta kvenna á Ólympíuleikunum í morgun. Markið gerði Jessie Fleming úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Kanada mætir annað hvort Svíþjóð eða Ástralíu í úrslitum en sá leikur stendur nú yfir.\nBandaríska fimleikasambandið hefur staðfest að fimleikakonan Simone Biles verði á keppendalistanum á morgun þegar keppt verður til úrslita á jafnvægislá á Ólympíuleikunum. Biles hafði áður dregið sig úr keppni á hinum áhöldunum þremur. Ástæðan var sú að Biles vildi setja geðheilsu sína í forgang.","summary":"Anníe Mist Þórisdóttir varð í þriðja sæti á Heimsleikunum í Crossfit sem kláruðust í gær. Þá var nóg um að vera á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt."} {"year":"2021","id":"170","intro":"Stjórnarherinn í Afganistan reynir nú með öllum mætti að koma í veg fyrir að Talibanar leggi undir sig höfuðborgir þriggja héraða landsins. Forseti Afganistan segir þá ákvörðun að kalla alþjóðlegt herlið frá landinu aðalástæðuna fyrir auknum átökum.","main":"Frá því í maí, þegar NATO hóf að flytja herlið frá Afganistan, hafa hörð átök staðið yfir milli Talibana og stjórnarhersins. Talibanar leggja nú áherslu á að ná til sín þremur héraðshöfuðborgum, og sækja nú mest að borginni Lashkar Gah í Helmand-héraði. Sú borg er mikilvæg, meðal annars þar sem um hana liggja mikilvægir vegir. Stjórnarherinn hefur aukið viðveru sína verulega í borginni vegna ásóknar Talibana. Átökin hafa haft mikil áhrif á íbúa. Rafmagnið fer reglulega af, fjarskipti liggja niðri og öll lyf eru ófáanleg.\nAshraf Ghani forseti landsins sagði á þingi í morgun að ástæðan fyrir auknum átökum væri að ákvörðunin um að kalla alþjóðlegt herlið til baka hefði verið tekin í fljótfærni. Hann hefði varað stjórnvöld í Bandaríkjunum við því að þessi ákvörðun myndi hafa afleiðingar.\nUtanríkisráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag að í ljósi aukinnar sóknar Talibana í landinu væri unnið að því að taka við nokkur þúsund afgönskum flóttamönnum til viðbótar. Þeir sem myndu bætast við hafi unnið með bandarískum fjölmiðlum og samtökum og í túlkaþjónustu.\nBandaríkjastjórn heldur sig hins vegar við áætlanir um brottflutning og telur sig hafa gert allt til að koma á stöðugleika í landinu. AFP-fréttastofan hefur hins vegar eftir Nishank Motwani, áströlskum sérfræðingi í málefnum Afganistan, að ef Talibanar nái borgum á sitt vald verði brottflutningsins minnst sem eins mesta klúðurs í utanríkismálum Bandaríkjanna.","summary":"Forseti Afganistan segir skyndilega ákvörðun um brotthvarf alþjóðlegs herliðs ástæðuna fyrir auknum átökum í landinu. Bandaríkjastjórn ætlar að taka við fleiri afgönskum flóttamönnum vegna stöðunnar."} {"year":"2021","id":"170","intro":"Formaður þingflokks vinstri grænna segir að mun lengri tíma þurfi en gefinn var í vor til að ræða breytingar á kosningakerfinu sem minnihlutinn lagði til. Formaður þingflokks Samfylkingar telur fyrirkomulagið nú ólýðræðislegt.","main":"Formaður þingflokks vinstri grænna segir að breytingartillaga um atkvæðavægi hefði þurft meiri umræðu innan þingsins áður en svo afdrifaríkar breytingar yrðu gerðar á kosningalögum.\nÞingflokksformaður Samfylkingarinnar segir kerfið ólýðræðislegt. Einhver sitji eftir með svarta pétur.\nOddný Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar segi nauðsyn að breyta lögum á þann veg að flokkar fái þingmenn í samræmi við fylgi sitt. Það sé ekki staðan nú.\nog í síðustu kosningum þá sat Samfylkingin eftir með svarta pétur. við vorum með meira fylgi en framsóknarflokkurinn en við fengum færri þingmenn og þetta er réttætismál.\nÓlafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur skoðað heildarfylgi stjórnmálaflokka í nýlegum skoðanakönnunum, skiptingu kjördæmasæta og jöfnunarmanna. Hann segir að núverandi kosningakerfi tryggi ekki lengur samræmi milli atkvæðamagns og þingsæta. Það sjáist af úrslitum síðustu kosninga og skoðanakönnunum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er formaður þingflokks vinstri grænna.Hún segir að velta megi fyrir sér hvort núverandi kerfi geti haft úrslitaáhrif. Margt sé til umræðu. Til dæmis hvort skipta eigi upp kjördæmum og fjölga eða fækka þingmönnum.\nÞetta er bara eins og annað kannski sem snýr að lýðræðinu og kosningakerfinu og annað að fólk vill bara ræða þessi mál í þaula og ég tel að það sé skynsamlegt.\nÞað er margt svona sem við þurfum að ræða. Ég held að þetta eitt eitt og sér leysi ekki þann vanda sem hefur falist í því á hverjum tíma að einhverjir flokkar fá einum manni fleiri á kostnað hins eins og margur hefur fengið í gegnum tíðina.\nen þetta gæti í raun skipt sköpum um hvort unnt er að mynda stjórn eða ekki. Já já og hefur gert það en þetta verða ekki fyrstu kosningarnar sem að það er undir.\nÞess vegna mun einhver fá svarta pétur því að þessu var ekki breytt","summary":"Formaður þingflokks vinstri grænna segir að mun lengri tíma þurfi en gefinn var í vor til að ræða breytingar á kosningakerfinu sem minnihlutinn lagði til. Formaður þingflokks Samfylkingar telur fyrirkomulagið nú ólýðræðislegt."} {"year":"2021","id":"171","intro":"Carrie Johnson, forsætisráðherrafrú í Bretlandi á von á barni. Barnið verður það sjötta sem fæðist sitjandi forsætisráðherra í Bretlandi frá upphafi, en enginn forsætisráðherra eignaðist barn í stjórnartíð sinni alla tuttugustu öldina.","main":"Carrie og Boris Johnson tilkynntu um óléttuna í gær. Á Instagramsíðu sinni sagðist Carrie vera í skýjunum yfir fregnunum. Þær væru sérstaklega ánægjulegar í ljósi þess að hún missti fóstur fyrr á þessu ári. Forsætisráðherrahjónin gengu í hjónaband fyrr á þessu ári og barnið, sem á að fæðast í desember, verður annað barn þeirra saman. Fyrir eiga þau soninn Wilfred sem fæddist níu mánuðum eftir að faðir hans tók við embætti forsætisráðherra Bretlands.\nBarnið sem forsætisráðherrahjónin eiga von á verður sjötta barnið sem fæðist sitjandi forsætisráðherra í sögu Bretlands. Þrjú þeirra eru fædd forsætisráðherrum á þessari öld, en auk barns Johnson hjónanna eignuðust David Cameron og Tony Blair börn með eiginkonum sínum á meðan þeir sátu í embætti.\nEkkert barn átti hinsvegar Downingstæti 10 að sínu fyrsta heimili alla tuttugustu öldina, en enginn þeirra sem gegndi embætti forsætisráðherra Bretlands þá róstursömu öld eignaðist barn á meðan á embættistíðinni stóð.\nTvö börn fæddust hins vegar sitjandi forsætisráðherra á nítjándu öldinni, það voru synir John Russel og eiginkonu hans Frances.","summary":"Forsætisráðherrahjónin í Bretlandi eiga von á barni. Barnið, sem á að fæðast í desember, verður það sjötta í sögu Bretlands sem á Downingstræti 10 að sínu fyrsta heimili. "} {"year":"2021","id":"171","intro":"Yfirvöld í fjölmörgum ríkjum hafa áhyggjur af því að hægar gangi að bólusetja gegn COVID-19 eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir. Víða hefur verið gripið til ráðstafana til að hvetja fólk til láta bólusetja sig.","main":"Bólusetningatregða er misjafnlega útbreidd, töluverður hluti Bandaríkjamanna, Frakka og Rússa, svo dæmi séu tekin, er tortrygginn eða andvígur bólusetningum. Hið sama gildir í mörgum ríkjum í Austur-Evrópu. Í Rúmeníu gekk svo illa að fá landsmenn til að láta bólusetja sig að yfirvöld seldu Dönum vel á aðra milljón skammta af Pfizer-BioNtech-bóluefninu. Í sumum hlutum Bretlands ríkir einnig tortryggni og heilbrigðisyfirvöld á Norður-Írlandi senda þessa dagana sérstaka bólusetningabíla á íþróttaviðburði og aðra staði þar sem fólk safnast saman. Þá hafa Norður-Írar gripið til þess ráðs að auglýsa í sjónvarpi.\nÍ Bandaríkjunum tilkynnti Joe Biden forseti að ríkisstarfsmenn yrðu að láta bólusetja sig gegn covid. Að öðrum kosti eiga þeir að vera með grímu, fara reglulega í sýnatöku, halda fjarlægðarmörkum og fá ekki að ferðast vegna vinnu sinnar. Bandaríska ríkið er stærsti vinnuveitandi landsins, en sum stórfyrirtæki, eins og Google, hafa einnig gert starfsfólki sínu að fara í bólusetningu. Leikhús á Broadway í New York hafa ákveðið að einungis fullbólusettir megi sækja sýningar þar. Ástæða þess að hægt hefur á bólusetningu í Bandaríkjunum er líklega að stærstu leyti að langflestir þeirra sem enn eru óbólusettir vilji hreinlega ekki láta bólusetja sig. Í Þýskalandi er rætt um að bólusettir verði undanþegnir skerðingum sem fylgt hafa sóttvarnaráðstöfunum. Berlínarbúinn Uwe Köhler telur það samfélagsábyrgð að láta bólusetja sig.\nKöhler telur að erfitt verði að breyta viðhorfi andstæðinga bólusetninga, stjórnvöld skyldi fólk líklega í bólusetningu, en ekki fyrr en eftir þingkosningarnar í lok september.","summary":"Í Bandaríkjunum og á Norður-Írlandi er meðal annars gripið til ráðstafana til að reyna að hvetja fólk til að fara í bólusetningu. Yfirvöld hafa víða áhyggjur af því að hægar gangi að bólusetja gegn Covid eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir. "} {"year":"2021","id":"171","intro":"Íslenskum flugrekendum er skylt að vísa erlendum farþegum frá, framvísi þeir ekki bólusetningarvottorði og neikvæðu COVID-prófi. Þetta segir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Ef Íslendingar mæta vottorðslausir á flugvöllinn er það flugstjóri vélarinnar sem ræður hvort þeir fái að fara með eða ekki.","main":"Flugfélögin Play og Icelandair hafa brugðist við vottorðsleysi íslenskra farþega með ólíkum hætti. Play telur sig geta vísað íslenskum ríkisborgurum sem ekki framvísa smitleysisvottorði frá en Icelandair hleypir þeim um borð. Í samtali við mbl.is sagði talsmaður Icelandair að félagið teldi sér skylt samkvæmt lögum að hleypa Íslendingum um borð.\nÞórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir að á þessu sé tekið í reglugerðum og bráðabirgðaákvæði við lög um loftferðir.\nRegluverkið eins og það er sett fram er alveg skýrt að því er varðar skyldu flugrekenda til að hleypa ekki um borð til Íslands farþegum sem eru ekki íslenskir ríkisborgarar ef þeir eru ekki með þessi vottorð sem þú nefnir, en þessi skylda flugrekandans á ekki við um íslenska ríkisborgara. Í þeim tilfellum, þegar íslenskur ríkisborgari á leið til Íslands getur ekki framvísað umbeðnum vottorðum eða staðfestingum þá ber flugrekandanum ekki skylda til að meina viðkomandi að fara um borð. Þannig er ákvörðunin í þeim tilvikum hjá flugrekandanum sjálfum og flugstjórinn sem ræður.\nEf flugrekandi hleypir erlendum ríkisborgurum vottorðslausum fær félagið sekt. Ef Íslendingur er fluttur yfir hafið vottorðslaus, er það hann sem getur búist við allt að 100 þúsund króna sekt á vellinum vegna brota á sóttvarnarlögum , ekki íslenska flugfélagið.","summary":"Íslenskum flugrekendum er skylt að vísa erlendum farþegum frá, framvísi þeir ekki bólusetningarvottorði og neikvæðu COVID-prófi. Öðru máli gegnir um Íslendinga. "} {"year":"2021","id":"171","intro":"Undanfarið hálft ár hefur fækkað nokkuð á lista yfir þá sem bíða eftir því að komast í afplánun. Fangelsismálastjóri bindur vonir við að með nýrri lagaheimild verði hægt að saxa á biðlista og koma í veg fyrir að tugir fangelsisdóma fyrnist. Erfitt er að segja til um hvort hægt verði að stytta boðunarlista til frambúðar því dómar hafa almennt þyngst.","main":"Arnhildur Hálfdánardóttir tók saman og talaði við Pál Winkel.\nDómsmálaráðherra lagði lagabreytinguna til í vor. Til bráðabirgða verður heimilt að leyfa þeim sem fengið hafa tveggja ára óskilorðsbundinn dóm að afplána með samfélagsþjónustu. Lagabreytingin var samþykkt á Alþingi um miðjan júní og gildir til þriggja ára. Páll Winkel fangelsismálastjóri fagnar breytingunni.\nég tel að þessi breyting sé mjög góð og það verður spennandi að sjá hvaða áhrif þetta hefur á boðunarlistann til lengri tíma.\nNú bíða um 650 eftir afplánun en í lok síðasta árs voru það rúmlega 715. Fækkað hefur um rúmlega fjörutíu á lista þeirra sem bíða eftir að afplána í fangelsi. Á móti kemur að fleiri bíða eftir afplánun með samfélagsþjónustu. Þar hefur heimsfaraldurinn spilað inn í því margir vinnustaðir sem voru með samfélagsþjóna lokuðu.\nÞað er mjög misjafnt milli ára hversu þungar refsingar dómstólar dæma, í fyrra nam samanlögð lengd fangelsisdóma, eða heildarrefsitími 416 árum og hefur aðeins einu sinni verið lengri. Þetta hefur áhrif á hversu vel gengur að stytta listana.\nÞegar ég er spurður hvenær ætlarðu að klára þessa boðunarlista þá get ég ekki svarað því vegna þess að dómstólar sveiflast fram og til baka í refsingum, jafnvel 50-70% milli ára\nÞað sem af er þessu ári hefur 21 refsing fyrnst, Páll Winkel segir að þetta séu oftast minniháttar mál og engin gömul hrunmál þar á meðal. Stofnunin hefur gefið út handtökubeiðni vegna annarra dóma, sem eiga að hættu að fyrnast á árinu. Því ætti fyrningum ekki að fjölga mikið.","summary":"Undanfarið hálft ár hefur fækkað nokkuð á lista yfir þá sem bíða eftir því að komast í afplánun. Erfitt er að segja til um hvort hægt verði að stytta boðunarlista til frambúðar því dómar hafa almennt þyngst. Í fyrra var samanlögð refsiþyngd dóma 416 ár. "} {"year":"2021","id":"171","intro":"Þessir Ólympíuleikar eru sigur fyrir handboltann í Asíu, segir Aron Kristjánsson þjálfari karlalandsliðs Barein í handbolta. Barein er komið í átta liða úrslit á leikunum.","main":"Barein steinlá fyrir Egyptalandi 30-20 í nótt í lokaleik liðsins í riðlinum. En þar sem lærisveinar Dags Sigurðssonar í Japan unnu eins marks sigur 31-30 á Portúgal í sama riðli kemst Barein áfram. Japan og Portúgal eru hins vegar úr leik. Aron segir tapið gegn Egyptalandi ekki gefa rétta mynd af leik liðsins heilt yfir á leikunum.\nSagði Aron Kristjánsson. Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele varð Ólympíumeistari karla í golfi í nótt. Hann var með forystuna fyrir lokahringinn og hélt henni út síðasta daginn. Hann fór lokahringinn á fjórum höggum undir pari og lauk keppni á 18 undir pari samanlagt.\nBandaríski sundmaðurinn Calaeb Dressel vann gullið í 50 metra skriðsundi á 21,07 sekúndum og bætti þar með Ólympíumetið um 23 hundruðustu. Þá setti boðsundssveit Bandaríkjanna heimsmet í fjórum sinnum hundrað metra fjórsundi karla þegar sveitin synti á 3 mínútum og 26,78 sekúndum. Dressel var í sveitinni og hefur núna unnið fimm gullverðlaun á leikunum.\nÞá vann Emma McKeon frá Ástralíu 50 metra skriðsund kvenna einnig á Ólympíumeti. Hún bætti þá eigið met frá því í gær um 19 hundruðustu þegar hún synti á 23,81 sekúndu. Þá vann McKeon einnig gull í fjórum sinnum 100 metra fjórsundi kvenna með boðsundssveit Ástralíu og þar með sitt fjórða gull á leikunum. Hún hefur nú unnið sjö verðlaun á leikunum, fjögur gull og þrjú brons.","summary":"Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í karlalandsliði Barein í handbolta eru komnir í átta liða úrslit á Ólympíuleikunum í Tókýó. Aron segir þetta sigur fyrir handbolta í Asíu."} {"year":"2021","id":"171","intro":"Eins og fram kom hér áðan má jafnvel búast við að fjölmennustu samkomur helgarinnar hér á landi séu á Suðurlandsbrautinni, þar sem fjöldi fólks hefur lagt leið sína í sýnatöku alla verslunarmannahelgina,","main":"Engin er þjóðhátíðin þetta árið en Eyjamenn hafa þó fagnað í smærri hópum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum var ekki yfir neinu að kvarta í nótt. Nokkuð var um hávaðaútköll þar sem fólk skemmti sér heima við, en engin alvarleg brot og enginn gisti fangageymslu.\nEn nóttin var verulega erfið að sögn framkvæmdastjóra tjaldsvæðanna á Akureyri. Starfsmenn voru að undir morgun til að verjast því að ölvað fólk reyndi að komast inná tjaldsvæðið á Hömrum.\nLogi Geir Harðarson varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir nóttina hafa gengið vel. Fjórir voru færðir á lögreglustöðina og gistu þar í nótt. Hann segir að töluverður fjöldi sé á Akureyri.\nAðsókn á tjaldsvæðunum á Akureyri hefur verið góð alla helgina, um 800 gistu á Hömrum og um 200 á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti.\nTryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri tjaldsvæðanna segir að sem betur fer hafi starfsfólkið ekki lent í svipuðum átökum í langan tíma.","summary":null} {"year":"2021","id":"172","intro":"Evrópusambandið lýsti því yfir í gær að það væri tilbúið að beita ráðandi stétt í Líbanon refsiaðgerðum vegna stjórnmála- og fjármálakreppunnar í landinu sem stefnir afkomu íbúa þess í vonarvöl. Spjótum yrði beint að þeim sem standa í vegi fyrir myndun ríkisstjórnar í landinu.","main":"Ekki hefur verið starfhæf ríkisstjórn í Líbanon eftir að sú síðasta sagði af sér í kjölfar sprengingarinnar miklu í Beirút í ágúst á síðasta ári. Alþjóðabankinn lýisr kreppunni í Líbanon sem þeirri allra verstu frá því um miðja nítjándu öld.\nVerðbólgan í landinu er komin yfir 100 prósent og líbanska líran hefur misst 90 prósent af verðgildi sínu. Líbanon reiðir sig að miklu leyti á innflutning. Ríkið er nánast gjaldþrota og matur, lyf og eldsneyti eru af skornum skammti.\nNajib Mikati fékk stjórnarmyndunarumboð á mánudag en aðgerðum Evrópusambandsins yrði beint gegn þeim sem stæðu í vegi fyrir að stjórnarmyndun takist.\nAðgerðum yrði beint gegn þeim sem ógna réttarríkinu og grafa undan lýðræði eins og segir í yfirlýsingu. Þær fælu meðal annars í sér ferðabann til Evrópu og frystingu eigna einstaklinga og samtaka. Öll aðildarríkin 27 þurfa að samþykkja aðgerðirnar og að hverjum þær beinast.\nAntony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Janet Yellen fjármálaráðherra kveðast bæði fagna ákvörðun Evrópusambandsins","summary":null} {"year":"2021","id":"172","intro":"Amanda Knox gagnrýnir aðalleikara og leikstjóra kvikmyndarinnar Stillwater fyrir að græða á raunarsögu sinni. Myndin byggir á sögu Knox, sem sat í fangelsi á Ítalíu í fjögur ár, grunuð um morð á meðleigjanda sínum.","main":"Í kvikmyndinni Stillwater, sem frumsýnd var í vikunni, segir frá bandarískum karlmanni, leiknum af Matt Damon, sem fer til Frakklands til að aðstoða dóttur sína. Hún situr á bak við lás og slá, grunuð um að hafa myrt ástkonu sína.\nAmanda Knox segir söguþráðinn minna helst til mikið á hennar eigin sögu og sakar Damon og leikstjóra myndarinnar Tom McCarthy um að maka krókinn á sorgarsögu hennar. Mál Knox vakti heimsathygi en hún var árið 2007 dæmd fyrir morðið á meðleigjanda sínum. Meðleigjandinn, Meredith Kercher, fannst látin í íbúð sem þær leigðu saman í Perugia á Ítalíu. Árið 2015 var Knox svo náðuð árið 2015 en hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu.\nKnox segir að í söguþræði Stillwater sé látið að því liggja að unga konan beri einhverja ábyrgð á dauða ástkonu sinnar. Í langri bloggfærslu segir Knox það sárt að vera sífellt bendluð við glæp sem hún framdi ekki. Knox gagnrýnir sömuleiðis að leikstjórinn hafi aldrei haft samband við hana við gerð myndarinnar.\nLeikstjórinn McCarthy, segir það ekkert launungamál að söguþráður myndarinnar byggi lauslega á sögu Knox. Hann hafi heillast af sögu hennar og baráttu þegar hann las við hana viðtal í tímaritinu Vanity Fair.","summary":"Bandarísk kona segir leikarann Matt Damon græða á raunarsögu sinni með því að leika í mynd sem byggð er á sögu hennar."} {"year":"2021","id":"172","intro":"Leikmenn í meistaraflokki kvenna í fótbolta hjá Þór\/KA þurfa sjálfar að standa straum af kostnaði við liðið sem leikmenn meistaraflokks karla þurfa ekki að gera. Móðir leikmanns í kvennaliðinu segir að eina sem þurfi til að breyta þessu sé raunverulegur vilji.","main":"Foreldrar stúlkna sem leika með liðinu vöktu athygli á málinu með færslum á samfélagsmiðlum. Hildur Friðriksdóttir er móðir stúlku í liðinu.\nÞað sem vakti fyrir okkur var að vekja athygli í rauninni á þessum aðstöðumun milli kynjanna í meistarflokki í fótbolta. Þar er augljós munur, augljós skekkja.\nStelpurnar eru endalaust að þrífa íbúðir, þær eru í vörutalningum, þær eru að selja hitt og þetta, þær sjá um veitingasöluna á heimaleikjum meistarflokks karla.\nHildur segir að hún hafi upplifað ákveðna vörn hjá stjórnendum félagsins og fengið svör á þá leið að svona væri þetta bara.\nÞá veltir maður fyrir sér að sérstaklega þegar við erum komin í meistaraflokk þá erum við komin á það stig að við erum komnar í hálfgerða atvinnumennsku. Og við erum bæði með náttúrulega lög um jafnan rétt karla og kvenna.\nSíðan erum við líka með nýleg lög sem kveða á um jafnlaunavottun fyrirtækja. Nú þegar þetta er orðin atvinnumennska má segja að íþróttafélögin séu orðin vinnuveitandi\nHildur segir að því sé ekki hægt að firra íþróttafélögin þeirri ábyrgð að jafna hlut kven- og karlleikmanna hjá liðum sínum.\nÞað er svolítið svekkjandi að þegar umræðan sé á þá leið að þetta sé eitthvað lögmál eins og það sé ekki hægt að breyta þessu.\nVið vitum er að það er vel hægt að breyta þesssu, það eina sem þarf er raunverulegur vilji.","summary":null} {"year":"2021","id":"172","intro":"Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason ætlar ekki að dvelja við slæman dag á Ólympíuleikunum í gær. Hann segir allt á leið upp á við og setur markið hátt næstu ár.","main":"Guðni Valur kastaði þrjú ógild köst á leikunum í undanrásum í kringlukastinu í gær. Hann komst því ekki í úrslit eins og hann gerði sér vonir um. Hann neitar þó að dvelja við fortíðina.\nSagði Guðni Valur Guðnason. Eitt heimsmet féll í úrslitum sundi í nótt. Bandaríkjamaðurinn Caeleb Dressel setti þá heimsmet í 100 metra flugsundi karla þegar hann synti á 49,45 sekúndum. Með því bætti hann sitt eigið heimsmet frá 2019 um fimm hundruðustu úr sekúndu. Þá vann Katie Ledecky frá Bandaríkjunum gull í 800 metra skriðsundi kvenna. Þetta eru þriðju leikarnir í röð sem hún sigrar í greininni. Ledecky er nú næst sigursælasta sundkonan frá upphafi á Ólympíuleikunum með 7 gull. Aðeins Jenny Thompson vann fleiri, 8 talsins.\nFimleikastjarnan Simone Biles hefur ákveðið að draga sig úr keppni í stökki og tvíslá. Biles hafði þegar dregið sig úr úrslitum í liðakeppni og fjölþraut geðheilsu sinnar vegna. Enn er í skoðun hvort hún keppi í úrslitum í gólfæfingum og jafnvægisslá sem eru tvær síðustu greinarnar.\nÞað stefnir í æsispennandi úrslit í 100 metra hlaupi kvenna eftir undanúrslitin í morgun þar sem fljótustu konur heims stóðu allar undir væntingum. Úrslitahlaupið er klukkan 12:50 og í beinni útsendingu á RÚV. Allt það helsta frá Ólympíuleikunum í nótt og í dag má nálgast á íþróttavef RÚV og í Ólympíukvöldi í kvöld klukkan korter fyrir átta.","summary":null} {"year":"2021","id":"172","intro":"Armin Laschet, kanslaraefni Kristilegra demókrata í Þýskalandi, hefur játað á sig ritstuld. Þetta er annað vandræðamál Laschets á skömmum tíma.","main":"Laschet hefur beðist afsökunar á að hafa ekki getið heimilda með réttum hætti í bók sem hann gaf út árið 2009.\nUpp hefur komist að heilu málsgreinarnar voru teknar úr bók þróunarfræðingsins Karstens Weitzerneggers án þess að þess væri sérstaklega getið.\nÞjóðverjar ganga til kosninga 26. september og freistar Laschet þess að taka við kanslaraembættinu af flokkssystur sinni, Angelu Merkel, sem þá lætur af embætti.\nLaschet er annar oddvitinn sem sakaður er um ritstuld, en í júní var Annalena Baerbock, oddviti Græningja, borin sömu sökum.\nGræningjum hefur fatast flugið í skoðanakönnunum síðustu vikur eftir að hafa til skamms tíma tekið fram úr Kristilegum demókrötum sem stærsti flokkurinn í könnunum.\nKristilegir mælast nú stærstir með um þrjátíu prósenta fylgi en Græningjar með um átján.\nStutt er síðan Laschet þurfti að biðjast afsökunar síðast, eftir opinbera heimsókn til bæjarins Erftstadt, eins þeirra sem fór hve verst út úr flóðunum fyrir skemmstu.\nMinnst tvö hundruð létust í flóðunum og fór það fyrir brjóstið á mörgum þegar sást til Laschets skellihlæjandi í hrókasamræðum við annan mann á meðan íbygginn forseti landsins flutti yfirlýsingu.","summary":null} {"year":"2021","id":"173","intro":"Bensín, jarðböð og skyndibiti er meðal þess helsta sem landsmenn nýta ferðagjöf sína í. Um 17 prósent landsmanna hafa nýtt gjöfina sem rennur út í lok september.","main":"Tímabil nýrrar ferðagjafar er nú hálfnað. En þótt um 290 þúsund manns - allir landsmenn eldri en 18 - eigi rétt á gjöfinni hafa aðeins um 50 þúsund nýtt sér hana, ýmist að hluta eða í heild.\nAlls hefur ferðagjöf fyrir 250 milljónir króna verið nýtt, en það eru um 17 prósent af heildarfjárhæð gjafarinnar, það er ef allir landsmenn nýttu sér hana.\nN1, Sky Lagoon, Olís og KFC eru þau fyrirtæki sem hafa fengið mest í sinn hlut, öll yfir tíu milljónir króna. Önnur vinsæl fyrirtæki eru Flyover Iceland, jarðböðin á Mývatni og Dominos.\nÞótt gjöfinni sé ætlað að hvetja til ferðalaga innanlands, hefur hún helst verið nýtt á höfuðborgarsvæðinu þar sem meirihluti landsmanna býr. Fyrirtæki með starfsstöðvar þar hafa fengið 94 milljónir króna í sinn hlut og fyrirtæki á Norðurlandi eystra 36 milljónir króna.\nMinnst hefur verið nýtt á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum, um fjórar milljónir í hvorum landshluta.\nÞá hafa svokölluð \u001elandsdekkandi fyrirtæki, fyrirtæki með starfsstöðvar í mörgum landshlutum, fengið 56 milljónir úr ferðagjöfinni en ekki fást upplýsingar um hvar þær gjafir eru nýttar.","summary":"Um sautján prósent landsmanna hafa nýtt sér ferðagjöf stjórnvalda, sem rennur út í lok september. Veitingastaðir, bensínstöðvar og jarðböð njóta mestrar hylli."} {"year":"2021","id":"173","intro":"Laxveiði virðist ekki vera eins góð á landinu og síðustu ár. Formaður Landssambands veiðimanna segir meiri sveiflur á fjölda laxa í ánum og erfitt sé að spá fyrir um þær.","main":"Það sem af er sumri hefur veiðin smám saman verið að taka við sér segir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðimanna.\nÉg held hún hafi byrjað mjög rólega svona í upphafi en svo hefur hún verið að skána talsvert mikið.\nSérstaklega held ég í Borgarfirðinum en þar hefur verið býsna góð veiði upp á síðkastið. Svona sama svolítið vítt um land, það hefur aðeins skánað.\nJón segir að veiðin hafi verið slökust fyrir norðan en að það gæti snúist við þegar líða tekur á sumarið.\nAf því að þar er stórt hlutfall af laxinum stórlax þannig að þegar hann skilar sér lítið þá hefur það mikil áhrif á veiðina þar.\nÉg hugsa hins vegar að þeir gætu átt þar inni því að það er heldur stærra hlutfall af smálaxi, þeir gætu átt svona heldur betri endasprett heldur en í fyrra.\nVeiðimenn hafa orðið varir við meiri sveiflur í veiðinni síðustu ár.\nÞað er erfiðara að spá, það eru miklu meiri sveiflur sem kannski er ekki hægt að skýra\nog virðist tengjast því hvernig því hvernig fiskurinn hefur það í sjónum.\nSala á veiðileyfum hefur verið mjög góð í ár líkt og fyrri ár.\nÞað hefur bara gengið mjög vel að selja þetta árið og íslenski markaðurinn hafi verið mjög sterkur.\nÚtlendingar hafa verið að skila sér ágætlega.","summary":"Laxveiði hefur farið rólega af stað en formaður Landssambands veiðimanna telur að útlit sé fyrir ágætan endasprett í veiðinni síðsumars."} {"year":"2021","id":"173","intro":"Yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum á von á því að stórir hópar brottfluttra Eyjamanna flykkist heim um helgina auk gesta. Þó að Þjóðhátíð hafi formlega verið aflýst komi fjölskyldur og vinahópar saman og haldi í hefðina. Aukinn viðbúnaður verður hjá lögreglu um helgina og þrefalt fleiri á vakt en alla jafna.","main":"Þjóðhátíðartaugin er römm í Vestmannaeyjum og þó að hátíðinni hafi formlega verið aflýst vegna samkomutakmarkana býst Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn, við miklu skemmtanahaldi.\nÞað er náttúrulega rík hefð fyrir þessari hátið og eðlilega munu menn halda í hana eins og þeir geta, menn munu setja og hafa sett upp þjóðhátíðartjöld í görðum hjá sér og munu hittast þar við setningu í dag með kaffisamsæti, svo verður einhver gleði í kvöld í tjöldum og görðum, og á öðrum stöðum, þetta verður svona meira fjölskyldustemning.\nJóhannes á von á að straumurinn liggi svolítið til Eyja um helgina. En hvað koma margir?\nVið vitum það nokkurn veginn, það verða örugglega helmingi færri en við áttum von á en það verður þónokkur fjöldi hér enda veður gott og spáin fín.\nBrekkusöngurinn, eini formlegi viðburðurinn sem ekki hefur verið aflýst, fer fram á sunnudagskvöld með breyttu sniði, en honum verður streymt gegn gjaldi. Herjólfsdalur verður lokaður og því verður fólk að fylgjast með úr sófanum heima.\nJóhannes segir viðbúnað lögreglu verða aukinn verulega til að tryggja að allt fari vel fram.\nVið bætum við okkar hefðbundnu vakt, við þreföldum hana, svona til öryggis.","summary":"Hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum verður stóraukinn viðbúnaður um helgina. Jóhannes Ólafsson, yfirlögregluþjónn, segir bera á þjóðhátíðartjöldum í görðum og ljóst að fjölskyldur og vinir ætli að koma saman og skemmta sér þrátt fyrir að hátíðin hafi formlega verið blásin af. Akureyringar ætla líka að gera sér þó glaðan dag með minni viðburðum í bænum þrátt fyrir að Einni með öllu hafi verið aflýst."} {"year":"2021","id":"173","intro":"Rússum tókst að tengja Nauka-rannsóknarferjuna við Alþjóðlegu geimstöðina í dag. Áhöfn geimstöðvarinnar þurfti að bregðast skjótt við þegar óvænt kviknaði á brennurum ferjunnar eftir tenginguna.","main":"Vísindamönnum á jörðu niðri og áhöfn geimstöðvarinnar brá mjög í brún þegar ferjan fór óvænt í gang nokkru eftir tenginguna með þeim afleiðingum að geimstöðin sjálf færðist til um 45 gráður.\nTil að vega á móti þurftu geimfararnar í geimstöðinni að kveikja á brennurum hennar og koma henni aftur á réttan stað. Allri hættu var afstýrt en samkvæmt upplýsingum frá NASA var SpaceX-skutla sem tengd er við geimstöðina gerð ferðbúin þyrfti áhöfnin að forða sér.\nÁkveðið var að fresta ómannaðri ferð Boeing Starliner-geimhylkis til geimstöðvarinnar um nokkra daga meðan atvikið er rannsakað.\nNauka var skotið á loft í síðustu viku en ætlunin er að hún nýtist við margvíslegar rannsóknir í geimstöðinni. Sömuleiðis bætir ferjan við geymslurými stöðvarinnar og bætir aðstöðu rússneskra geimfara sem þar dveljast.\nMiklar tafir hafa orðið á að koma Nauka að geimstöðinni. Hún var hönnuð á tíunda áratugnum og átti að endurlífga geimáætlun Rússa en fjárskortur og skriffinnska gekk nánast af henni dauðri.\nÞrátt fyrir að geimskotið hafi heppnast prýðilega komu upp nokkur vandræði fyrstu þrjá sólarhringa eftir það. Því viðurkennir Dmitry Rogozin, forstjóri rússnesku geimvísindastofnunarinnar, að hann hafi andað léttar þegar loksins tókst að tengja Nauka við geimstöðina.","summary":null} {"year":"2021","id":"173","intro":"Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason komst ekki áfram í úrslit á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Það með eru allir íslensku keppendurnir fallnir úr leik.","main":"Guðni Valur var í seinni kasthópnum í undanrásum. Fyrri tvö köst hans voru ógild. Það þriðja var svo langt frá því að vera nógu langt til að ná í úrslit og Guðni Valur steig út úr hringnum og ógilti þar með kastið. Ekkert kast var því gilt og Guðni úr leik.\nÞar með hafa öll fjögur sem tóku þátt á leikunum fyrir Íslands hönd lokið keppni. Guðni segist þó ganga hnarreistur frá keppninni.\nSagði Guðni Valur eftir keppni í nótt. Serbinn Novak Djokovic, efsti maður heimslistans í tennis, féll úr leik í undanúrslitum í einliðaleik karla á Ólympíuleikunum í dag. Hann tapaði fyrir Þjóðverjanum Alexander Zverev 2-1, eftir að hafa unnið fyrsta settið. Djokovic nær því ekki gullnu alslemmunni í ár, sem er sigur á öllum risamótunum fjórum og Ólympíuleikunum. Zverev hefur aldrei unnið risamót eða á Ólympíuleikum. Hann mætir Rússanum Karen Kachanov í úrslitaleiknum á morgun.\nKarlalið Breiðabliks í fótbolta er komið í þriðju umferð Sambandsdeildar Evrópu eftir 2-1 sigur á Austria Vín í gærkvöld í seinni leik liðanna. Þá féllu Valur og FH úr leik í sömu keppni. Valur tapaði 3-0 fyrir Bodö\/Glimt, og FH fyrir Rosenborg 4-1.","summary":"Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason er fallinn úr keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó. Guðni kastaði þremur ógildum köstum í nótt og komst því ekki í úrslit."} {"year":"2021","id":"173","intro":"Nýju bólusetningarátaki hefur verið hleypt af stokkunum í Ísrael þar sem bólusetja á í þriðja sinn landsmenn sem orðnir eru sextíu ára og eldri.","main":"Bólusetningarátak hófst í Ísrael í dag þegar forseti landsins og eiginkona hans fengu þriðju sprautuna gegn kórónuveirunni. Hún stendur öllum landsmönnum til boða sem orðnir eru sextíu ára og eldri. Smitum hefur farið fjölgandi í Ísrael að undanförnu.\nÁtakið hófst formlega í dag á sjúkrahúsi í borginni Ramat Gan. Isaac Herzog forseti, sextugur að aldri, og Michal, eiginkona hans, fengu þá þriðju Pfizer-BioNTech sprautuna. Naftali Bennett forsætisráðherra var viðstaddur. Hann sagði að þar með væru Ísraelsmenn orðnir brautryðjendur í þeirri viðleitni að verja þá sem orðnir eru sextíu ára og eldri.\nBólusetningarátak Ísraelsmanna gegn kórónuveirunni hófst í desember. Lengi vel voru þeir í fararbroddi meðal þjóða heims vegna forskots sem þeir náðu í samningum við framleiðendur bóluefnanna. 55 prósent þjóðarinnar teljast fullbólusett. Ísraelsmenn hafa þó fengið að kenna á hinu bráðsmitandi delta-afbrigði veirunnar. Yfir fjórtán hundruð smit voru greind í gær. Á annað hundrað liggja þungt haldnir á sjúkrahúsum .Margar smitvarnir sem voru afnumdar fyrr í sumar hafa verið teknar upp aftur, svo sem grímuskylda á almannafæri.","summary":"Nýju bólusetningarátaki hefur verið hleypt af stokkunum í Ísrael þar sem bólusetja á í þriðja sinn landsmenn sem eru sextíu ára og eldri."} {"year":"2021","id":"173","intro":"Eins og aðrar hátíðir hefur fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri verið slegin af. Skipuleggjandi hátíðarinnar þakkar fyrir að henni hafi verið aflýst með lengri fyrirvara en í fyrrasumar.","main":"Davíð Rúnar Gunnarsson hefur komið að skipulagningu Einnar með öllu um árabil. Í ár líkt og í fyrra hefur henni verið aflýst. Einhverjir viðburðir verða þó um helgina þótt varla sé hægt að tala um Eina með öllu.\nVið erum búin að kalla hana ein með ýmsu, ein með engu, ein með litlu, mini ein með öllu.\nEn Ein með öllu, það er auðvitað búið að blása hana af en við erum að reyna að halda utan um litla viðburði sem eru í bænum sem að er komið leyfi fyrir.\nÍ fyrra var hátíðinni sömuleiðis aflýst en þá á fimmtudeginum fyrir verslunarmannahelgina. Davíð segist þakklátur fyrir að hátíðarhöldin voru nú slegin af borðinu með töluvert betri fyrirvara.\nDagskrá verður þó einhver í bænum.\nVið erum með þetta á einmedollu.is þar er hægt að skoða. Þetta eru allt svona minni viðburðir, mest fyrir krakka. Það er náttúrulega stórt hjólamót í bænum sem Hjólreiðafélag Akureyrar er með. Það er Súlur vertical-hlaupið. Rafhjólaklúbburinn á Akureyri er með hjólamót uppi í fjöllum.\nKjarnaskógur verður að sjálfsögðu opinn, um að gera að taka krakkana og kíkja í Kjarna. Það er svona hitt og þetta. Kirkjutröppuhlaupið verður, sem er náttúrulega skemmtilegt fyrir alla krakka að koma á.\nÞannig að það verður alveg gaman um Akureyri um helgina. Það er aldrei leiðinlegt á Akureyri, aldrei!","summary":null} {"year":"2021","id":"173","intro":"Fínasta veður verður á landinu um verslunarmannahelgina. Veðurfræðingur segir mestar líkur á að sjá sólina á Vestfjörðum á morgun en það sem eftir lifir helgarinnar muni sú gula verða á kunnuglegum slóðum, á Norður- og Austurlandi.","main":"Stóra spurningin er alltaf um verslunarmannahelgina\nSegir Ingibjörg Jóhannesdóttir veðurfræðingur. Hún segir að það verði víða bjart veður í dag en líkur á síðdegisskúrum á suðvesturhorninu. Hlýjast verður á Suður- og Vesturlandi og þar gæti hitinn náð 25 stigum. Kaldast verður á Norðausturlandi og Ingibjörg ætlar aðeins að bjóða upp á tíu gráður þar.\nVeðrið á sunnudaginn verður í svipuðum dúr en skýjað sunnan- og vestanlands, hitinn á landinu 10-18 gráður og það gætu orðið skúrir á miðhálendinu. Á mánudaginn verður hitinn svipaður og dálítil væta sunnan og vestan til en léttskýjað annars staðar.","summary":null} {"year":"2021","id":"174","intro":"Dómstóll í Tókíó staðfesti í gær fangelsisdóma í máli bandarískra feðga sem aðstoðuðu fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan við að flýja land í desember 2019.","main":"Saksóknarar í málinu greindu frá málavöxtum við málflutning í júní síðastliðnum en margt í atburðarásinni er sagt minna meira á söguþráð í bíómynd en raunverulega atburði.\nGhosn var handtekinn í Japan árið 2018 vegna gruns um fjármálaglæpi en var laus gegn tryggingu þegar hann lét sig hverfa í desember 2019. Feðgarnir játuðu að hafa komið honum fyrir í kassa eða stórri hljóðafæratösku um borð í einkaþotu, sem flutti hann brott frá Japan.\nGhosn segist hafa flúið land því hann hafi ekki búist við réttlátum réttarhöldum í Japan. Hann hefur alltaf neitað sök og segir stjórnendur Nissan hafa viljað koma honum í klípu vegna tilrauna hans til að auka samstarf við franska bílaframleiðandann Renault.\nHann greiddi Taylor-feðgum~ríflega 860 þúsund Bandaríkjadali fyrir vikið eða sem nemur um 107 milljónum króna auk ríflega hálfrar milljónar dala í rafmynt, sem ætluð var til að greiða lögfræðikostnað.\nGhosn var yfirmaður Nissan í nærri tvo áratugi en hann dvelur nú sem alþjóðlegur flóttamaður Líbanon.~Hann er með franskt, líbanskt og brasilískt vegabréf.~\nFaðirinn, Michael Taylor, sem er fyrrverandi hermaður í sérsveit Bandaríkjahers hlaut tveggja ára fangelsisdóm en sonurinn Peter tuttugu mánaða. Þriðja mannsins George Antoine Zayek sem talinn er hafa aðstoða við flóttann er enn leitað.~","summary":"Dómstóll í Tókíó staðfesti í gær fangelsisdóma í máli bandarískra feðga sem aðstoðuðu fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandans Nissan við að flýja land í desember 2019."} {"year":"2021","id":"174","intro":"Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Alaska eftir að jarðskjálfti af stærðinni 8,2 reið yfir snemma í morgun að íslenskum tíma. Hún var afturkölluð þremur klukkustundum síðar.","main":"Jarðskjálfti af stærðinni 8,2 reið yfir undan strönd Alaska á sjöunda tímanum í morgun að íslenskum tíma. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út, en afturkölluð þremur klukkustundum síðar. Þetta er stærsti skjálfti sem komið hefur í Alaska í meira en hálfa öld.\nSkjálftinn kom þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í ellefu í gærkvöld að staðartíma. Upptökin voru undan strönd ríkisins, rúmlega níutíu kílómetra suðaustan við þorpið Perryville. Flóðbylgjuviðvörun var samstundis gefin út fyrir suðurhluta Alaska og Alaskaskaga. Hún var afturkölluð þremur klukkustundum síðar eftir að 21 sentimetra háar öldur bar að landi. Viðvörunarflautur voru þeyttar á Kodiakeyju, þar sem búa um sex þúsund manns. Fólk var beðið um að forða sér frá ströndinni. Á samskiptamiðlum voru birtar myndir þar sem fólk sást aka til hærri staða. Útvarpsstöð á eyjunni greindi frá því að skjálftinn hefði einungis valdið smávegis öldugangi og engu tjóni. Nokkrir eftirskjálftar mældust eftir þann stóra, sá stærsti 6,2.\nÞessi nýjasti stórskjálfti er sá stærsti sem komið hefur í Alaska frá árinu 1965. Í mars árið áður varð þar stærsti skjálfti sem mælst hefur í Norður-Ameríku, 9,2. Hann og flóðbylgja sem hann olli varð yfir 250 að bana og olli gríðarlegu tjóni í Anchorage, stærstu borg ríkisins.","summary":"Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Alaska eftir að jarðskjálfti af stærðinni 8,2 reið yfir snemma í morgun að íslenskum tíma. Hún var afturkölluð þremur klukkustundum síðar."} {"year":"2021","id":"174","intro":"Miðað við þann fjölda sem heimsótt hefur eldstöðvarnar á Reykjanesi hefur þetta gengið ágætlega, segir Bogi Adólfsson formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Ekki er gert ráð fyrir auknum fjölda við gæslu um Verslunarmannahelgina en reiknað er með að margir leggi leið sína á gosstöðvarnar.","main":"Björgunarsveitarmenn eru ekki á vakt á virkum dögum en um helgar eru 10-15 manns á vegum sveitarinnar sem fylgast með svæðinu.\nBogi segir að C leiðin sé þægilegust og vinsælust. Bogi segir að fari menn þá leiðina sé útsýnið best ef einhver læti eru í gosinu.\nRíkisvaldið hefur lagt til fé til þess að standa straum af gæslunni á svæðinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"174","intro":"Ísland er appelsínugult á nýju korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, í fyrsta sinn frá því í apríl. Ekkert getur komið í veg fyrir að Ísland verði rautt á kortinu eftir viku.","main":"Kort Sóttvarnastofnunarinnar var uppfært í dag. Það byggir á stöðu faraldursins yfir tveggja vikna tímabil, til og með síðasta sunnudegi og er þetta fyrsta uppfærslan síðan ný bylgja hófst hér á landi. Ísland er gult á kortinu í fyrsta sinn frá í apríl. Það gæti haft afleiðingar því lönd álfunnar hafa mörg hver kortið til hliðsjónar þegar reglur um ferðatakmarkanir eru settar. Verri staða á kortinu getur þýtt að fólk á leið frá Íslandi þurfi PCR-próf, skimanir, sóttkví eða jafnvel að það megi ekki ferðast nema í brýnum erindagjörðum.\nEn Samtök ferðaþjónustunnar óttast líka áhrifin á ferðalög til landsins. Fólk vill síður ferðast til lands með háa smittíðni og hvað þá sæta sóttkví þegar snúið er heim.\nFormaður samtakanna hefur sagt að það hefði svakalegar afleiðingar fyrir greinina ef Ísland yrði rautt á kortinu. En það verður einmitt raunin eftir viku.\nSkemmst er frá því að segja að Ísland verður rautt á kortinu sem gefið er út eftir viku. Þegar hafa of mörg smit greinst á því tímabili sem þá er til grundvallar, til að því verði afstýrt.","summary":"Ísland er appelsínugult á nýju korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Eftir viku verður Ísland rautt."} {"year":"2021","id":"174","intro":"Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, hvetur barnshafandi konur til að halda sínu striki eftir mótmælin við bólusetningarstöðina í morgun. Hún var spurð um uppákomuna á upplýsingafundi nú fyrr hádegi.","main":"Það er alltaf erfitt að svara því þegar fólk hrópar ókvæðisorð að fólki að ósekju. Konurnar voru að leitast eftir að verja bæði sig og börnin sín smiti því ef konan smitast seint á meðgöngu er hætt við að barnið smitist líka.\nÉg hvet þær til að halda sínu striki og vonast til að fleiri fylgi þeirra fordæmi. hvað á maður að segja við fólk sem segir svona, ég á ekki svör við því.\nsagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir. Á upplýsingafundinum í dag kom fram að 118 ný kórónuveirusmit hafi greinst í gær og voru 67 utan sóttkvíar. Áttatíu voru fullbólusettir og fjórir hálfbólusettir. Síðan í gær hafa þrír verið lagðir inn á spítala og eru tveir á gjörgæslu.\nRunólfur Pálsson yfirlæknir covid-göngudeildar segir að þrír á göngudeildinni séu skráðir rauðir, með mikil einkenni og 15 skráðir gulir með miðlungsmikil einkenni. 21 starfsmaður Landspítala er í einangrun og 35 í sóttkví heimafyrir.\nRunólfur segir að veikindi þeirra sem liggja óbólusettir á spítala vera önnur en þeirra sem eru bólusettir.\nVið erum annars vegar með tvo sem hafa ekki fengið fulla bólusetningu og annar þeirra alveg óbólusettur. Ástand þeirra er svipað og við sáum í fyrri bylgjum. Svæsin covid-lungnabólga.\nHinir eru með blöndu af covid-19 og undirliggjandi sjúkdóma sem hafa áhrif á þeirra veikindaferli og ástand.","summary":"Staðgengill sóttvarnalæknis hvetur barnshafandi konur til að halda sínu striki. eftir mótmælin í dag. Yfirmaður covid-göngudeildar segir veikindi þeirra sem liggja óbólusettir á spítala önnur en bólusettra."} {"year":"2021","id":"174","intro":"Heimsleikarnir í CrossFit hófust í gær í Madisonborg í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. Sex íslenskir keppendur eru á leikunum.","main":"Þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Þuríður Erla Helgadóttir keppa í kvennaflokki og Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki. Eftir fyrsta keppnisdaginn og fjórar greinar er Björgvin Karl í 4. Sæti, Katrín Tanja í 6. Sæti, Annie Mist í 12. Sæti og Þuríður Erla í því 19.\nÍslendingar eiga einnig tvo keppendur í unglingaflokki á leikunum. Ari Tómas Hjálmarsson keppir í 14-15 ára flokki og er í 15. Sæti eftir 5 greinar og Rökkvi Hrafn Guðnason keppir í 16-17 ára flokki og er í 5. Sæti eftir 6. Greinar.\nGuðni Valur Guðnason, kringlukastari, segist hrikalega vel stemmdur fyrir því að stíga á svið á Ólympíuleikunum í Tókýó en keppni í frjálsíþróttum hefst í nótt.\nÞorkell Gunnar Sigurbjörnsson ræddi við Guðna Val í Tókýó og viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttavef ruv.is. Bein útsending frá keppni í frjálsum íþróttum hefst á RÚV í kvöld klukkan 23:50 en Guðni Valur kastar í undankeppni kringlukastsins klukkan 2:20.\nÍslensku karlaliðin í fótbolta spila seinni leiki sína í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag. Valur mætir Bodö\/Glimt í Noregi klukkan 16, FH mætir Rosenborg á útivelli klukkan 17 og Breiðablik mætir Austria Wien í Kópavogi klukkan 17:30. Það er á brattan að sækja hjá Val og FH en Valur tapaði fyrri leiknum 3-0 og FH 2-0. Blikar gerðu hins vegar 1-1 jafntefli og geta því tryggt sig áfram með sigri.","summary":"Heimsleikarnir í CrossFit hófust í gær í Madisonborg í Wisconsin-fylki í Bandaríkjunum. Sex íslenskir keppendur eru á leikunum. "} {"year":"2021","id":"174","intro":"Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar varar við að landið geti orðið næsti ofurdreifari kórónuveirunnar. Heilbrigðiskerfið er í molum, dauðsföllum af völdum covid hefur fjölgað mjög og óttast er að ástandið muni versna enn á komandi mánuðum.","main":"Í kjölfar valdaráns hersins í febrúar hefur heilbrigðiskerfi Mjanmar hrakað mjög og bólusetningaráætlanir brostið. Aðeins um þrjú prósent íbúanna eru bólusettir og dauðsföllum hefur fjölgað gífurlega frá því í júlíbyrjun.\nThe Guardian greinir frá því að líkbrennslur í landinu hafi vart undan þrátt fyrir að standa langar vaktir, daga og nætur. Nú er hlutfall andláta af völdum sjúkdómsins orðið hærra en á Indlandi í Mjanmar, Malasíu og Indónesíu. Tom Andrews erindreki Sameinuðu þjóðanna í landinu segir mikla hættu á ferðum, Delta-afbrigðið og önnur bráðsmitandi fari sem eldur í sinu.\nHann minnir á að um þriðjungur jarðarbúa eigi heimkynni sín skammt frá Mjanmar og því geti veiran dreifst hratt um, meðal annars til Kína. Andrews segir veiruna ekki fara í manngreinarálit, smiti og felli fólk í valinn, hvert sem þjóðerni þess, hugmyndafræði eða stjórnmálaskoðanir eru. Óttast er að ástandið í Mjanmar muni versna enn á næstu vikum og mánuðum að því er fram kemur í máli mannréttindahóps á vegum ASEAN, samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu. Traust á herstjórninni sé ekkert, enda hafi hún beitt heilbrigðisstarfsfólk mikilli hörku. Afar fáir íbúar Mjanmar fari í skimun, fáir bólusettir, skortur sé á súrefni og lyfjum sem geri ástandið afar alvarlegt.","summary":null} {"year":"2021","id":"174","intro":"Lögreglan fjarlægði konu fyrir öskur og óspektir þegar byrjað var að bólusetja þungaðar konur á Suðurlandsbrautinni í morgun. Hún hrópaði yfir hópinn lét í ljós þá skoðun sína að bólusetningar væru skaðlegar og sagði að verið væri að sprauta eitri í fólk en ekki bóluefni.","main":"Löng röð var á Suðurlandsbrautinni og margir voru auk þess á leið í sýnatöku og því var fjölmennt á bílaplaninu. Margrét Héðinsdóttir verkefnastjóri í bólusetningum stýrði fólkinu í réttar raðir en þurfti einnig að glíma við annan vanda.\nLjóst var að mörgum var brugðið við hrópin og köllin. Mótmælandinn beindi einnig orðum sínum að þeim sem voru í röð á leið í sýnatöku.\nÞað leið töluverður tími þar til lögreglan kom á staðinn. Eftir samtal við mótmælandann var konan færð í lögreglubíl\nFyrir hvað er ég tekin föst.","summary":"Lögreglan handtók konu fyrir öskur og óspektir þegar byrjað var að bólusetja þungaðar konur á Suðurlandsbrautinni í morgun. Hún æpti að eitri væri sprautað í konurnar. "} {"year":"2021","id":"175","intro":"Tveir all-stórir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu í gærkvöld. Sennilega er eldstöðin enn að jafna sig eftir gosið í Holuhrauni fyrir sex árum.","main":"Nokkrir jarðskjálftar urðu við Bárðarbungu í Vatnajökli í gærkvöld. Tveir all-stórir, annar þrír komma níu að stærð, hinn fjórir komma fimm. Þetta eru með stærstu skjálftum sem þarna hafa orðið síðan í Holuhraunsgosi fyrir sex árum - en hvað lesa vísindamenn úr þessum nýjustu skjálftum? Salóme Jórunn Bernharðsdóttir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni.","summary":"Tveir all-stórir jarðskjálftar urðu í Bárðarbungu í gærkvöld. Sennilega er eldstöðin enn að jafna sig eftir gosið í Holuhrauni fyrir sex árum. "} {"year":"2021","id":"175","intro":"Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, segir að á næstu vikum komi í ljós hvort aðgerðirnar sem nú séu í gildi dugi til að verja aldraða og viðkvæma fyrir alvarlegum veikindum. Yfir tuttugu prósent þeirra, sem liggi á spítala í Bretlandi sýktir af delta-afbrigðinu, séu fullbólusettir og hlutfallið sé yfir sextíu prósent í Ísrael þar sem sama afbrigði sé allsráðandi. Margir sjúklinganna séu yfir sextugt og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.","main":"Ingileif segir að skimanir séu betri en pcr-próf á landamærunum en þau komi þó að miklu gagni.\nÞannig að þetta mun ná mörgum. Hins vegar þá sáum við líka að rétt áður en það var opnað og fyrstu vikurnar á eftir að þeir sem voru að greinast smitaðir höfðu komið einkennalausir og greinst neikvæðir á landamærunum en voru síðan að fá vottorð til að komast heim og greindust þá jákvæðir. Þannig að skimun er alltaf betri og þá er náttúrlega mjög mikilvægt að allir sem greinast jákvæðir, að þeir stofnar séu raðgreindir, til þess að við vitum hvaða afbrigði eru að herja á okkur.","summary":null} {"year":"2021","id":"175","intro":"Fimleikakonan Simone Biles keppir ekki í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum á morgun. Biles á titil að verja en segist þurfa að huga að andlegri heilsu sinni.","main":"Bandaríska fimleikasambandið tilkynnti þetta í morgun að Biles myndi ekki taka þátt í úrslitum fjölþrautar kvenna á morgun. Biles dró sig úr keppni í liðakeppni kvenna í gær og sagðist þurfa að einbeita sér að andlegri heilsu sinni. Það er sömuleiðis ástæða þess að hún tekur ekki þátt á morgun. \u001eVið erum ekki bara íþróttafólk, við erum manneskjur og stundum þurfum við bara að stíga til baka, sagði Biles enn frekar. Ekki hefur verið tekið ákvörðun um hvort hún taki þátt í úrslitum á einstökum áhöldum síðar á leikunum.\nIngólfur Hannesson, fyrrverandi íþróttastjóri RÚV, segir ljóst að skoða þurfi hvað hafi farið úrskeðis í afreksstefnu Íþrótta og Ólympíusambands Íslands í ljósi þess hve fáir íslenskir keppendur hafi komist inn á Ólympíuleikana síðustu ár.\nIngólfur og aðrir sérfræðingar ræddu afreksstefnu ÍSÍ í Ólympíukvöldi á RÚV í gærkvöld. Umræðuna í heild sinni má sjá á íþróttavef ruv.is.\nÍslenska sundfólkið lauk keppni á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Snæfríður Sól Jórunnardóttir bætti persónulegt met sitt í 100 m skriðsundi sem er þó ekki hennar aðalgrein.\nEinar Örn Jónsson ræddi við Snæfríði í Tókýó í morgun. Tími Snæfríðar var 56,15 sek Hún bætti því sinn besta tíma í greininni um 17\/100 úr sekúndu.","summary":"Simone Biles verður ekki meðal keppenda í fjölþraut kvenna á Ólympíuleikunum á morgun. Biles tók þessa ákvörðun til að huga að andlegri heilsu sinni. "} {"year":"2021","id":"175","intro":"Niðurstöður selatalningarinnar miklu, sem fór fram á Vatnsnesi um helgina, benda til að stofninn sé frekar að stækka heldur en minnka. Framkvæmdastjóri Selasetursins telur líklegt að það sé selveiðibanninu að þakka.","main":"Talningin var framkvæmd á rúmlega 100 km svæði á Vatns- og Heggstaðanesi. Öll fjaran var gengin, selir taldir og skráðir. Páll Sigurðsson, framkvæmdastjóri Selasetursins á Hvammstanga segir að talningin hafi komið vel út.\nVið töldum 718 seli sem er talsvert betra en þrjú síðustu skipti. Síðast þegar við töldum 2016 fengum 580 seli.\nÞannig að við erum alveg mjög kát yfir því að stofninn skuli ekki vera að fækka heldur í það minnsta að standa í stað.\nSelir hafa verið taldir á Vatnsnesinu frá 2007 og hefur meðaltalið verið 757 dýr. Nú er fjöldi sela því einmitt nærri þessu meðaltali. Páll telur þessar tölur gefi vísbendingar um að selveiðibannið sem var sett á fyrir um tveimur árum sé að virka.\nAð menn voru ekki að drepa seli við ósa þar sem laxar voru.\nMenn höfðu þá ranghugmynd að selir væru að éta laxana og þá voru þeir svona réttdræpir, við skulum orða það þannig.\nPáll segir að upplýsingarnar séu mikilvægar fyrir selarannsóknir næstu áratugina og stefnt sé að selatalningu næstu árin.\nSelirnir voru taldir af sjálfboðaliðum sem komu víðs vegar að og voru jafnt Íslendingar sem útlendingar.\nÞað var mjög góð þátttaka, í allt voru þetta 58 og það voru 55 sem gengu eða örkuðu Vatnsnes og Heggstaðanes.\nÞannig að við erum mjög ánægð og þakklát fyrir þennan hóp sjálfboðaliða.","summary":null} {"year":"2021","id":"175","intro":"Sýrlenskur læknir hefur verið ákærður í Þýskalandi fyrir glæpi gegn mannkyni. Hann er sakaður um að hafa pyntað sjúklinga í Sýrlandsstríðinu á síðasta áratug.","main":"Sýrlenskur læknir, sem búið hefur í Þýskalandi síðan um miðjan síðasta áratug, hefur verið ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni. Hann er sakaður um að hafa pyntað sjúklinga sína á hrottalegan hátt.\nYfirvöld hafa einungis nafngreint lækninn sem Alaa M. Hann var handtekinn í júní í fyrra og gefið að sök að hafa beitt sjúklinga ómannúðlegu harðræði í fangelsi í Homs í Sýrlandi árið 2011. Við frekari rannsókn á ferli hans kom ýmislegt fleira í ljós, þannig að við bættust eitt morð á sjúklingi og pyntingar á átján til viðbótar.\nAlaa M starfaði á hersjúkrahúsum í Damaskus og Homs á árunum 2011 og 2012. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa hellt eldfimum vökva á kynfæri unglingspilts og kveikt í. Einnig er hann sakaður um að hafa pyntað sjúkling sem þjáðist af flogaveiki. Vitni segja hann hafa kýlt manninn í andlitið, lamið hann með plaströri og sparkað í höfuð hans. Sjúklingurinn lést nokkrum dögum síðar eftir að læknirinn gaf honum töflu. Dánarorsök liggur ekki fyrir. Aðrar lýsingar á pyntingum læknisins eru í svipuðum dúr.\nAlaa M flutti frá Sýrlandi til Þýskalands árið 2015. Þar starfaði hann áfram sem læknir þar til hann var tekinn höndum. Síðastliðinn vetur var fyrrverandi starfsmaður sýrlensku leyniþjónustunnar dæmdur í Þýskalandi fyrir glæpi gegn mannkyni. Hann tók þátt í að handtaka að minnsta kosti þrjátíu mótmælendur í Duma haustið 2011 og senda þá í Al-Khatib fangabúðirnar í Damaskus. Þar voru þeir beittir pyntingum.","summary":"Sýrlenskur læknir hefur verið ákærður í Þýskalandi fyrir glæpi gegn mannkyni. Hann er sakaður um að hafa pyntað sjúklinga í Sýrlandsstríðinu á síðasta áratug."} {"year":"2021","id":"175","intro":"Sautján alþingismenn, þrettán karlar og fjórar konur, verða ekki í framboði í alþingiskosningum í haust. Endurnýjun er á listum flestra flokka, en allir þingmenn Viðreisnar og báðir þingmenn Flokks fólksins gefa kost á sér til endurkjörs.","main":"Hjá Vinstri grænum, Samfylkingu, Pírötum, Sjálfstæðisflokki og Miðflokki eru þrír þingmenn á útleið, en hjá Framsóknarflokknum er einn ekki á lista, auk þess sem Þórunn Egilsdóttir þingkona er nýlátin.\nÞótt mun fleiri karlar hætti nú þingmennsku, eru engu að síður fleiri karlkyns þingmenn en kvenkyns sem gefa kost á sér til endurkjörs.\nÁstæðan er sú að mun fleiri karlar en konur sitja á þingi.\nKarlkyns þingmenn eru þrjátíu og átta. Þrettán hverfa af listum en tuttugu og fimm verða í framboði.\nKonur á þingi eru tuttugu og fimm. Fjórar hverfa af listum en tuttugu og ein er í framboði.\nÞá er vert að nefna að sumir þingmenn lutu í lægra haldi fyrir nýliðum í prófkjöri en tóku þó sæti neðarlega á lista, sæti sem ekki þykja vænleg til árangurs.","summary":"Sautján þingmenn, þrettán karlar og fjórar konur, verða ekki í framboði í alþingiskosningum í haust. Endurnýjun er á listum flestra flokka, en allir þingmenn Viðreisnar og báðir þingmenn Flokks fólksins gefa kost á sér til endurkjörs."} {"year":"2021","id":"175","intro":"Undir venjulegum kringumstæðum væri stærsta ferðahelgi ársins í aðsigi. Ljóst er að hún verður með rólegra móti í ár, líkt og raunar í fyrra. Fámennari viðburðir verða þó á stangli.","main":"Fjölmennum hátíðum hefur verið aflýst undanfarna daga enda rúmast þær ekki innan þeirra takmarkanna sem tóku gildi um liðna helgi. Veðurútlitið fyrir helgina er nokkuð gott, sér í lagi á Norður- og Austurlandi, en einhver rigning gæti látið á sér kræla sunnan heiða - kunnuglegt stef í sumar.\nSamkvæmt upplýsingum frá markaðsstofum landshlutanna og tjaldsvæðum á landinu eru fáir viðburðir í kortunum. Á Akureyri fer Súlur vertical hlaupið fram og nokkrir minni viðburðir fara einnig fram þar í bæ og nágrenni hans. Gönguhátíð á Súðavík fer fram eins og til stóð og smærri tónleikar í Flatey á Breiðafirði og Ísafjarðarkirkju en viðburðir og tónleikar á Vagninum á Flateyri falla niður. Á Flúðum verða engir viðburðir en tjaldsvæðinu verður skipt í 3 hólf þar sem 200 manns mega koma saman í hverju hólfi. Þangað verður engum hleypt inn nema að hann hafi armband sem aðgöngumiða. Vestmannaeyingar fagna ekki á Þjóðhátíð sinni með hefðbundnu sniði eðli málsins samkvæmt. Á sunnudagskvöld verður þó kvöldvöku streymt ásamt brekkusöng. Aðstandendur tjaldsvæðisins í Eyjum segjast ekki eiga ekki von á neinni mannmergð. Þau geti tekið á móti 600 manns líkt og á Flúðum. Á Austurlandi stendur enn til að fara í gönguferðir, bæði í Fljótsdal og á Neskaupsstað, og auk þess verða haldin sirkusnámskeið. Ljóst er að landinn þarf að reiða sig á samverustundir með sínum nánustu þessa verslunarmannahelgina.","summary":"Stærsta ferðahelgi ársins verður með allra minnsta móti þetta árið. Ekki er unnt að halda stórar hátíðir líkt og venja er. Veðurútlitið er lýsandi fyrir þetta sumarið, blíða norðan og austanlands, en dropar gætu fallið sunnan heiða. "} {"year":"2021","id":"176","intro":"Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee var töluvert frá sínu besta í undanrásum 200 metra bringusunds á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun. Hann komst ekki áfram og segir það gífurleg vonbrigði.","main":"Anton Sveinn synti í öðrum riðli af fimm. Hann fór ágætlega af stað og var fyrstur eftir 100 metra. Á seinni 100 dró hins vegar verulega af honum og hann kom annar í mark í sínum riðli á 2 mínútum og 11,64 sekúndum. Með því varð hann tuttugasti og fjórði í heildina en efstu 16 komust áfram í undanúrslit. Hann hefði þurft að synda á 2 mínútum og 9,95 sekúndum til að komast áfram. Anton keppti aðeins í þessari einu grein og er því úr leik.\nAnton segir að honum hafi liðið vel á meðan sundinu stóð og tíminn hafi því komið honum á óvart.\nSagði Anton Sveinn McKee. Þá hefur fimleikakonan Simone Biles dregið sig úr keppni í úrslitum í liðakeppni í fimleikum sem standa nú yfir. Biles er skærasta stjarna bandaríska liðsins sem þykir mjög sigurstranglegt. Ekki hefur verið gefin nákvæm ástæða fyrir ákvörðun Biles en fjölmiðlar greina frá því að orsökin sé líkamlegt álag.","summary":"Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee hefur lokið keppni á Ólympíuleikunum. eftir að hafa ekki komist áfram úr undanrásum í 200 metra bringusundi. Þá hefur Simone Biles dregið sig úr keppni í úrslitum í liðakeppni í fimleikum."} {"year":"2021","id":"176","intro":"Ferðamálaráðherra vonast til að á næstum vikum muni nágrannaríkin breyta viðmiðum sínum samhliða bólusetningu, þannig að ríki hætti að horfa til fjölda smita þegar flokka á lönd í rauð, appelsínugul eða græn.","main":"Ríkisstjórnin samþykkti fyrir helgi að herða sóttvarnaaðgerðir og var staða faraldursins rædd á fundi hennar í morgun. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að markmið aðgerðanna hafi verið að tempra smit þangað til í ljós kemur hvort þeir sem veikst hafa undanfarið veikist alvarlega. Sem stendur séu nær allir þeir sem hafi greinst með covid-19 með lítil eða engin einkenni.\nÍsland stefnir hraðbyri í að verða rautt land samkvæmt skilgreiningu sóttvarnastofnunar Evrópu. Ráðherra segir það vissulega slæmar fréttir fyrir íslenska ferðaþjónustu enda hafi sú skilgreining áhrif á ferðahegðun fólks. Hins vegar vonast hún til að á næstu vikum verði nýjum mælikvörðum beitt á hvað það þýði að vera rautt land á meðan heimsfaraldur geisar.","summary":"Ferðamálaráðherra vonast til að á næstum vikum muni nágrannaríkin breyta viðmiðum sínum í takt við bólusetningar, og hætta að horfa á fjölda smita þegar flokka á lönd í rauð, appelsínugul eða græn. "} {"year":"2021","id":"176","intro":"Níutíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, hið minnsta. Á fimmta þúsund sýni voru tekin og enn ekki búið að greina þau öll. Landlæknir segir aðgerðirnar, sem nú eru í gildi, til komnar vegna óvissu um hversu illa delta-afbrigðið eigi eftir að leika samfélagið.","main":"Þriðjungur þeirra sem þegar hafa greinst jákvæð voru í sóttkví við greiningu. Hlutfall óbólusettra meðal hinna smituðu reyndist hærra en almennt í samfélaginu. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, segir það góðs viti.\nÞað er staðfesting á því að bólusetningin er að gera eitthvert gagn.\nÞað er þó ljóst að bólusettir eru ekki mjög vel varðir gegn því að smitast af Delta-afbrigðinu og Almannavarnir ákváðu því í gær að hætta að taka tillit til þess hvort fólk sé bólusett eða ekki, þegar tekin er ákvörðun um hvort það þurfi að fara í sóttkví.\nAlma Möller Landlæknir, fór á upplýsingafundi í morgun yfir forsendur þeirra aðgerða sem nú eru í gildi, óvissu um áhrif Delta-afbrigðisins sem sé meira smitandi og talið valda tvöfalt fleiri innlögnum en fyrri afbrigði. Hún segir að bóluefni Pfizer, AstraZeneca og Moderna virðist vernda vel gegn alvarlegum veikindum, en minna sé vitað um Janssen\nVið vitum ekki hvaða hlutfall bólusettra sem veikjast munu þurfa spítalainnlögn, við áætlum að það sé hálft til eitt prósent, við vitum ekki hve margir óbólusettra munu veikjast alvarlega og við vitum ekki hvernig afbrigðið fer í þá sem eru eldri og með bælt ónæmiskerfi.\nAlma lagði áherslu á að heilbrigðiskerfið væri viðkvæmt og starfsfólk undir miklu álagi, hún kallaði eftir fólki í bakvarðasveitir bæði heilbrigðissráðuneytis og félagsmálaráðuneytis.\nNæstu vikur sagði hún ráða úrslitum um framhaldið.\nVonandi skýrist myndin innan fárra vikna og þá þarf að skýra varnir og viðbrögð til lengri tíma.","summary":"Að minnsta kosti 96 greindust með covid-smit innanlands í gær. Landlæknir segir að óvissa ríki um hversu illa delta-afbrigðið eigi eftir að leika samfélagið, og gildandi sóttvarnaraðgerðir taki mið af því. Það ætti að skýrast innan örfárra vikna, og þá þurfi að skýra varnir og viðbrögð til lengri tíma. "} {"year":"2021","id":"176","intro":"Sjötíu prósent íbúa í Evrópusambandsríkjunum hafa verið bólusett að minnsta kosti einu sinni. Forseti framkvæmdastjórnarinnar fagnar árangrinum en varar við hættunni af delta-afbrigði veirunnar.","main":"Búið er að bólusetja sjötíu prósent íbúa í ríkjum Evrópusambandsins að minnsta kosti einu sinni gegn kórónuveirunni. Misjafnt er þó eftir löndum hvernig verkinu miðar. Varað er við hættunni af delta-afbrigði veirunnar.\nUrsula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greindi frá þessum árangri í yfirlýsingu í höfuðstöðvunum í Brussel í dag. Hún sagði að markmiðið hefði verið að ljúka við að bólusetja sjötíu prósent íbúanna í júlí einu sinni og það hefði tekist. Þegar er búið að fullbólusetja 57 prósent íbúanna, sem von der Leyen sagði að þýddi að Evrópa væri nú í fararbroddi í bólusetningum í heiminum. En betur má ef duga skal, sagði framkvæmdastjórinn. Hún varaði við hættunni af hinu bráðsmitandi delta-afbrigði kórónuveirunnar og því væri mikilvægt að sem flestir létu bólusetja sig, til að tryggja eigið heilbrigði og til að vernda aðra.\nVon der Leyen bætti því við að Evrópusambandið ætlaði að sjá til þess að nóg yrði til af bóluefnum til að átakið gæti haldið áfram.\nÍ frétt Bloomberg fréttaveitunnar segir að 33,9 milljónir bóluefnaskammta séu gefnar í heiminum á hverjum degi. Búið er að bólusetja rúmlega fjórðung jarðarbúa.","summary":"Sjötíu prósent íbúa í Evrópusambandsríkjunum hafa verið bólusett að minnsta kosti einu sinni. Forseti framkvæmdastjórnarinnar fagnar árangrinum en varar við hættunni af delta-afbrigði veirunnar."} {"year":"2021","id":"176","intro":"Staðfest er er að lík þriggja manna sem fundust í gær í hlíðum K-tveggja, er lík félaganna Johns Snorra Sigurjónssonar, Muhammads Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr.","main":"Í tilkynningu frá fjölskyldu Johns segir að það sé pakistanskra yfirvalda að ákveða hvort reynt verður að ná líkum þeirra af fjallinu.\nFjallgöngumennirnir höfðu freistað þess að ná tindi fjallsins að vetrarlagi en fimmta febrúar síðastliðinn hættu að berast tíðindi af þeim og þeir í kjölfarið taldir af.\nLík mannanna fundust í gær í um 7.800 metra hæð, aðstæður eru erfiðar og segir í tilkynningu frá fjölskyldu Johns Snorra að pakistönsk yfirvöld muni ákveða hvort reynt verði að koma líkum þeirra niður úr hlíðum fjallsins.\nÍ samtali við fréttastofu AFP segir Ayaz Shagri hjá Alpaklúbbi Pakistan að unnið sé að aðgerðaráætlun um hugsanlegan flutning líkanna neðar í fjallið svo að hægt verði að sækja þau með þyrlu.\nÞá segir í tilkynningunni að vísbendingar séu um að mennirnir hafi verið á leið niður af toppi fjallsins þegar þeir létust.","summary":null} {"year":"2021","id":"176","intro":"Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir mikla fjölgun smita undanfarna daga ekki hafa áhrif á viðspyrnu efnahagslífsins. Þvert á móti sé efnahagslífið á mikilli uppleið. Þótt bólusetningar hafi ekki haft þau áhrif sem vonast var varðandi að hefta útbreiðslu smita, þá hafi enn ekki komið upp alvarleg veikindi. þeim enn sem komið er tekist að koma í veg fyrir alvarleg veikindi.","main":null,"summary":"Fjármálaráðherra segir að mikil fjölgun smita undanfarna daga hafi ekki áhrif á viðspyrnu efnahagslífsins. Þvert á móti sé efnahagslífið á mikilli uppleið. "} {"year":"2021","id":"176","intro":"Þungaðar konur á Akureyri sem vilja fara í 12 vikna fósturskimun á sumarleyfistíma þurfa að fara til Reykjavíkur. Forstöðuljósmóðir á Akureyri segir að skimunin sé ekki nauðsynleg og algjörlega val foreldrana hvort fara skuli í hana.","main":"Skimunin sem um ræðir er oft kölluð hnakkaþykktarmæling. Þar er leitað eftir sérstökum frávikum í fóstrinu. Aðeins einn læknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri framkvæmir þessa skimun og þegar hún fer í sumarfrí þurfa þær mæður sem vilja fara í skimunina að fara suður til Reykjavíkur. Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, forstöðuljósmóðir á Akureyri, segir að síðustu ár hafi nokkrar konur á hverju sumri leitað suður til að fá þessa skimun.\nNú er bara miklu fleiri þunganir og það virðist ætla að halda áfram, við erum með mun fleiri fæðingar en það virðist ætla að halda áfram svolítið\nÞað eru margar sem eru að bóka núna í 12 vikna sónar og þá eru auðvitað fleiri sem þurfa að fara suður og því heyrist kannski meira um þetta.\nIngibjörg segir að þessi ómskoðun sé ekki nauðsynleg og því sé ferðalag til Reykjavíkur vegna hennar ekki niðurgreidd af ríkinu.\nNei, við erum ekki að mæla með þessu. Eini sónarinn sem við mælum með sem konur fara í er 20 vikna sónarinn.\nÍ þeim tilfellum þar sem er einhver saga um einhverja fósturgalla þá já mælum við með en ákvörðunin er alltaf mæðranna sjálfra eða foreldranna.","summary":null} {"year":"2021","id":"176","intro":"Stjórnvöld í Norður- og Suður-Kóreu greindu óvænt frá því í morgun að ríkin hefðu tekið upp samskipti að nýju, rúmu ári eftir að Norður-Kóreumenn lokuðu á allar opinberar samskiptaleiðir milli ríkjanna.","main":"Formlega eiga Kóreuríkin tvö enn í stríði og þótt vopnahlé hafi ríkt frá 1953 andar oftar en ekki köldu á milli Pjongjang og Seúl. 2018 batnaði sambúðin til muna. Þeir Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Moon Jae-In, nýkjörinn forseti Suður-Kóreu, hittust í þrígang, bein lína milli æðstu valdhafa og herstjórna var opnuð að nýju og leiðtogarnir sammæltust um að binda formlega enda á stríðið innan árs. Þíðan entist þó ekki og eftir að seinni leiðtogafundur þeirra Kims og Donalds Trumps fór út um þúfur í ársbyrjun 2019 versnaði sambandið hratt, uns Norður-Kórea rauf öll opinber samskipti við Suður-Kóreu í júní í fyrra. Í morgun barst svo óvænt tilkynning, án nokkurs opinbers aðdraganda, um að allar samskiptalínur hefðu verið opnaðar að nýju, samkvæmt samkomulagi leiðtoganna tveggja. Í tilkynningu frá skrifstofu Moons segir að þeir Kim hafi skipst á bréfum síðan í apríl, með það fyrir augum að bæta samband ríkjanna. Opnun beinu línanna væri fyrsta skrefið í þá átt. \u001eLeiðtogarnir sammæltust líka um að endurskapa traust á milli Kóreuríkjanna eins fljótt og auðið er og halda áfram að bæta samband þeirra,\" segir í yfirlýsingunni.","summary":null} {"year":"2021","id":"177","intro":"Þrír risar í bandarískum kvikmyndaiðnaði hafa fengið Sinfóníuhljómsveit Norðurlands til að spila tónlist í kvikmyndum sínum. Upptökur standa nú yfir í Hofi á stærsta verkefni hljómsveitarinnar til þessa.","main":"Meira en hundrað manns koma að verkefninu, þar af 80 manna sinfóníuhljómsveit.\nÞorvaldur Bjarni Þorvaldsson er tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar.\nNú er komið að okkar stærstu verkefnum í kvikmyndatónlistinni og í þessum alþjóðlega afþreyingariðnaði\nþar sem þrír turnar í þessum iðnaði eru komnir til Íslands og eru að taka upp með okkur í alveg heila viku.\nSinfóníuhljómsveitin hefur undanfarin ár tekið þátt í upptökum á kvikmyndatónlist fyrir erlendan markað. Þorvaldur segir að staðsetningin á Akureyri heilli sem og auðvitað gæði hljómsveitarinnar.\nÞeir kjósa að koma til Íslands og kjósa sérstaklega að koma til Akureyrar og í Hof af því það þykir ofsalega kúl að koma í svona fullkomna tónleikahöll\nþar sem verið er að taka upp svona alþjóðlega tónlist út í sveit eiginlega, þó við köllum auðvitað Akureyri borg.\nÞorvaldur segir að það séu mörg verkefni framundan hjá hljómsveitinni. Verkefnastaðan hafi verið og sé það góð að atvinnutónlistarfólk flytjist jafnvel til Akureyrar til að spila með hljómsveitinni. Og það eru stór verkefni framundan.\nÉg má reyndar segja frá því að í ágúst er Sony að taka upp stóran tölvuleik hérna.\nSvo er hann vinur okkar, hann Atli Örvarsson, sem er náinn samstarfsmaður verkefnisins sem er að fara að taka upp nýjustu seríuna sína sem er svona alþjóðleg sjónvarpssería.","summary":"Upptökur standa yfir á stærsta kvikmyndaverkefni Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands til þessa. "} {"year":"2021","id":"177","intro":"Málfundafélagið Endurreisn hefur verið tekið inn í flokk Viðreisnar. Því má segja að sættir hafi náðst innan flokksins því formaður Endurreisnar er einn stofnenda flokksins, Benedikt Jóhannesson. Ósætti var innan flokksins í vor eftir að Benedikt hlaut ekki oddvitasæti sem hann hafði sóst eftir.","main":"Málfundafélagið Endurreisn var stofnað í kjölfar atburðanna í vor þegar Benedikt Jóhannessyni var eingöngu boðið heiðurssæti á lista Viðreisnar. Benedikt segir félagið hafa verið stofnað af fólki sem vildi fara yfir ýmislegt í reglum og stjórnarháttum flokksins.\nÞetta var allt fólk sem voru félagar í Viðreisn og flestir stofnfélagar, menn vildu gjarnan styðja þann málstað áfram. Það voru viðræður við stjórn flokksins og\nsamkomulag náðist um að Endurreisn myndi starfa innan Viðreisnar.\nBenedikt segir að deilurnar í vor séu bæði gleymdar og grafnar.\nÞað sem er liðið er bara liðið. Menn geta valið tvær leiðir, vera ósáttir og í fýlu sem lífsskoðun en við töldum að það yrði miklu farsælla að við ynnum saman.\n. Það er brýnt að rödd Viðreisnar verði sem hæst á Alþingi eftir kosningarnar,\nBenedikt segir að félagið og stjórn Viðreisnar hafi farið yfir reglur flokksins og fundið ýmislegt sem þar mætti bæta. Viðamesta breytingin sé að prófkjör verði meginreglan fyrir val á listum flokksins,\nHeld að það sé mjög gott fyrir flokk\nsem berst fyrir gagnsæi og opnum stjórnarháttum.","summary":"Sættir hafa náðst innan Viðreisnar eftir deilur í tengslum við uppstillingu framboðslista í vor. Málfundafélagið Endurreisn sem Benedikt Jóhannesson fyrrum formaður flokksins stofnaði hefur verið tekið inn í flokkinn."} {"year":"2021","id":"177","intro":"Kostnaðurinn við förgun rafhlöðu úr rafbíl hleypur í dag á hundruðum þúsunda króna. Enn hefur ekki verið lagt á þær úrvinnslugjald og óljóst hver ber ábyrgð á förguninni til framtíðar. Bílaumboðin bíða eftir reglugerð frá stjórnvöldum. Forstjóri Brimborgar er vongóður um að málið leysist farsællega en þar á bæ er stefnt að því að geyma úr sér gengnar rafhlöður í gámi þar til málin skýrast.","main":"Evróputilskipun liggur fyrir en íslensk stjórnvöld eiga eftir að klára sína innleiðingu, það getur haft óvissuáhrif á í hvaða farvegi drifrafhlöður í bílum enda þó ég sé frekar bjartsýnn sjálfur á að þetta muni allt leysast og bara vel\nÍ dag greiða umboðin fyrir förgunina en kostnaðurinn getur líka lent á eiganda bílsins, hafi hann flutt hann inn sjálfur, það kostar að fjarlægja rafhlöðurnar úr bílunum og svo þarf að gera ýmsar varúðarráðstafanir í kringum flutning þeirra úr landi, sem kosta sitt. Egill skilur Evróputilskipunina þannig að hún geri ráð fyrir að frumframleiðandi bílsins beri ábyrgðina. Hann býst ekki við neinni holskeflu af rafhlöðum til förgunar á næstunni.\nVið erum með þá hugmynd að ef það kæmi til myndum við safna þessu saman hjá okkur, í sérstakan gám, og geyma þar til þetta kemst algerlega á hreint.\nHann telur rafhlöðurnar eigi eftir að endast lengur en sem nemur átta ára ábyrgðartíma, í 12-14 ár, að þeim tíma loknum megi endurnýta þær, til dæmis sem aflgjafa fyrir sumarbústaði. Það sé því enn tími til stefnu að koma þessu í farveg.\nEnn er sáralítið um að rafbílarafhlöður skili sér á móttökustöðvar spilliefna enda einungis áratugur síðan rafbílar fóru að ryðja sér til rúms hér.\nTerra Efnaeyðing hefur tekið á móti rafbílarafhlöðum gegn gjaldi, um 100 til 200 þúsund krónum fyrir meðalrafhlöðu. Þær eru fluttar til Frakklands. Endurvinnsla á þessum rafhlöðum er enn að slíta barnsskónum erlendis og kostar mikið. Jón H. Steingrímsson, framkvæmdastjóri Efnaeyðingarinnar segir enn sáralítið um að þessar rafhlöður skili sér til förgunar, enda einungis áratugur síðan rafbílar fóru að ryðja sér til rúms hér og rafhlöðurnar flestar enn í fínu standi.","summary":"Enn er óljóst hvað verður um ónýtar rafbílarafhlöður hér á landi. Kostnaður við förgun þeirra fellur nú á bílaumboðin og hleypur á hundruðum þúsunda. "} {"year":"2021","id":"177","intro":"Þungvopnuð lögregla réðist inn á skrifstofu Al Jazeera í höfuðborg Túnis fyrir skömmu og lagði hald á allan búnað og farsíma starfsfólks. Herinn stendur vörð um þinghúsið eftir að forseti landsins rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi.","main":"Mótmæli hafa brotist út bæði við þinghúsið í Túnis og forsetahöllina í dag. Herinn stendur vörð á báðum stöðum og í morgun kom til átaka milli stuðningsmanna forsetans Kais Saied og þeirra sem mættu til að mótmæla ákvörðun hans um að reka forsætisráðherrann og gera hlé á þingstörfum í þrjátíu daga. Nokkuð sem hann telur sér heimilt að gera samkvæmt stjórnarskrá, en um það eru deildar meiningar á meðal flokka á þingi. Hichem Mechichi tók við embætti forsætisráðherra í september í fyrra og hefur átt í deilum við Saied forseta frá byrjun. Hann er óháður ráðherra en nýtur stuðnings Ennahda flokksins, sem er stærsti flokkurinn á þinginu.\nLeiðtogi Ennahda, sem er forseti þingsins, reyndi að komast inn í þinghúsið í nótt en var meinaður aðgangur. Hann hvatti fólk til að sýna flokknum stuðning og leiddi sjálfur mótmæli fyrir utan. Ennahda flokkurinn og aðrir andstæðingar forsetans fordæma aðgerðirnar og saka hann um valdarán.\nTugir þúsunda Túnisbúa söfnuðust saman í nokkrum borgum í gær og kröfðust þess að ríkisstjórnin færi frá og þing yrði rofið. Mörg þeirra tóku ákvörðun forsetans fagnandi. Mótmælin í gær og síðustu daga snúa bæði að viðbrögðum stjórnvalda við faraldrinum, sem geisar nú af miklum þunga í Túnis, og bágu efnahagsástandi.\nSkömmu fyrir hádegi bárust svo fregnir af því að þungvopnaðir lögreglumenn hefðu ráðist inn á skrifstofu fjölmiðilsins Al Jazeera í höfuðborginni. Lögreglan sagðist vera að fylgja skipunum dómsmálaráðuneytisins, lagði hald á allan búnað og farsíma starfsfólksins, og því var gert að yfirgefa skrifstofuna.","summary":"Herinn í Túnis stendur vörð við þinghúsið og forsetahöllina eftir að forseti landsins rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Þungvopnaðir lögreglumenn réðust inn á skrifstofu Al Jazeera í Túnis og lögðu hald á allan búnað og farsíma."} {"year":"2021","id":"178","intro":"Metanhleðslustöðin á Akureyri hefur ekki náð að anna eftirspurn síðastliðnar vikur. Forstjóri Norðurorku segir að framleiðsla úr sorphaugnum, sem notuð er á hleðslustöðinni, sé ekki eins mikil og gert hafi verið ráð fyrir í upphafi.","main":"Síðan árið 2014 hefur Norðurorka unnið metan til að nota sem orkugjafa á bíla. Metanið hefur ekki náð mikilli útbreiðslu hér á landi en starfræktar eru tvær metanhleðslustöðvar, ein á Akureyri og önnur í Reykjavík.\nHelgi Jóhannesson, forstjóri Norðurorku, segir þó að fjölgun metanbíla sé ekki orsök aukinnar eftirspurnar.\nFólk er greinilega mikið í sumarfríinu hérna norðan heiða og þess vegna eru vafalaust margir metanbílar í því.\nSíðan hefur líka fjölgað stærri bílum eins og strætó og vinnubílum m.a. okkar. Þannig að ég held að það sé ekki einkabílum að fjölga hér á svæðinu.\nMetangasið sem notað er á hleðslustöð Norðurorku kemur úr gömlu sorphaugum bæjarbúa í Glerárdal. Ef metanið væri ekki unnið úr haugnum myndi gasið úr honum streyma út í andrúmsloftið og valda þar skaða. Jákvæð umhverfisleg áhrif eru því töluverð.\nÞegar byrjað var að vinna metan úr sorphaugunum fyrir um 7 árum var gert ráð fyrir að að gasið myndi nægja alla vega til ársins 2030.\nVið gerðum spálíkan í upphafi til að reyna að meta hversu mikið haugurinn gæti framleitt þangað til að hann deyr út, þannig.\nSú spá var um 600.000 normalrúmmetra á ári en nú erum við að nálgast 300.000 og margt bendir til að við séum komin í topp og náum ekki meira út úr honum.\nHelgi segir að rafmagnsbílar hafi tekið ákveðið forskot á aðra vistvænni bíla.\nÞað lítur ekki þannig út að við getum framleitt meira en þetta er þá orðið pólitísk spurning, svona samfélagsspurning.\nEn það er spurning á hvers hendi það er.","summary":null} {"year":"2021","id":"178","intro":"Það er ekki grímuskylda í öllum helstu matvöruverslunum en verslunareigendur biðja fólk um að setja upp grímur. Það gætir misræmis á milli reglugerð heilbrigðisráðherra og upplýsinga á covid.is. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að skilaboðin frá stjórnvöldum mættu vera skýrari.","main":"Hertar takmarkanir tóku gildi á miðnætti. Nú þarf fólk að taka aftur upp andlitsgrímurnar en það virðist ekki alveg nógu skýrt hvar þær þarf að bera. Á covid.is segir: \u001eAndlitsgrímur skal nota í almenningssamgöngum, í verslunum og annarri þjónustu. Einnig skal nota andlitsgrímur þar sem ekki er unnt að tryggja 1 metra nálægðartakmörkun. Í reglugerð heilbrigðisráðherra segir hins vegar að andlitsgrímur skuli nota þar sem húsnæði er illa loftræst eða ekki unnt að tryggja nálægðartakmörkun. Það er því undir verslunareigendum komið að meta hvort grímuskylda eigi við hjá þeim eða ekki. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að langflest verslunarhúsnæði hér séu vel loftræst og rúmgóð og það sé ekki grímuskylda í öllum helstu matvöruverslunum.\nÞað er ekki grímuskylda, það er alveg skýrt samkvæmt reglugerðinni að það er ekki grímuskylda. En hins vegar þá munu matvöruverslanirnar, allar má ég segja, beina þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að bera grímur þegar þau koma inn í búðirnar. Bara til að taka af allan vafa. Það er hins vegar þannig að það er ekki skylda samkvæmt reglugerðinni að bera grímur inni í verslunum. Það er eingöngu þegar það er ekki hægt að virða fjarlægðarmörk eða loftræsting er ónóg inni í verslunum.\nÞetta virðist stangast á við skilning heilbrigðisráðherra á reglugerð sinni. Aðspurð á Twitter af manni sem rak augun í þetta misræmi segir hún að það sé almenn grímuskylda í verslunum.\nFramkvæmdastjórar Bónus, Krónunnar og Hagkaups tóku undir það í svari við fyrirspurn fréttastofu að það væri ekki grímuskylda en vinsamleg tilmæli til viðskiptavina að bera grímu. Andrés segir að verslunareigendur vilji vinna með stjórnvöldum en skilaboðin frá þeim mættu vera skýrari.\nJá það er ekkert hjá því komist að orða það þannig að skilaboðin sem koma frá stjórnvöldum mættu vera skýrari. Það eru alveg hreinar línur. Það er ekki samræmi milli þess sem stendur í reglugerðinni og þess sem stendur á covid.is. Við munum beina þeim, og höfum beint þeim tilmælum til stjórnvalda að eyða því misræmi og taka af allan vafa í þessum efnum.","summary":"Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir misræmi í skilaboðum stjórnvalda um grímuskyldu í verslunum. Stóru matvörubúðirnar ætla ekki að hafa grímuskyldu en mælast vinsamlega til notkunar þeira. "} {"year":"2021","id":"178","intro":"Alþingismaðurinn Þorsteinn Sæmundsson segir ákall í Miðflokknum eftir konum og það komi í ljós 25. september hvort það skilar sér í atkvæðum til flokksins.","main":"Fjóla Hrund Björnsdóttir hafði betur í baráttu við Þorstein um oddvitasæti í Reykjavíkurkjördæmi suður.\nFjóla, sem er framkvæmdastjóri Miðflokksins, fékk 58 prósent atkvæða en Þorsteinn 42 prósent. Flokkurinn boðaði til oddvitakjörs eftir að tillaga uppstillingarnefndar, þar sem Fjólu var stillt upp í 1. sæti, var felld á félagsfundi. Bæði eiga rætur í Framsóknarflokkum. Fjóla er framkvæmdastjóri Þingflokksins, komu úrslitin henni á óvart?\nÍ skoðanamælingum stjórnmálaflokkanna undanfarnar vikur er staða Miðflokksins í Reykjavík ekki líkleg til að skila flokkunum þingsæti.\nÞorsteinn Sæmundsson segist þakklátur þeim fjölmörgu sem sýndu honum stuðning.\nÞorsteinn segir að lýðræðið virki í Miðflokknum.\nÞorsteinn segir að hann verði ekki áberandi í pólitísku starfi á næstunni. Ætlar hann að bjóða sig fram til þings í næstu kosningum?\nÞorsteinn segist hafa borið þá von í brjósti að flokkurinn myndi velja mann í baráttusæti sem kominn væri á þennan aldur og með mikla reynslu en Þorsteinn er 67 ára.","summary":null} {"year":"2021","id":"178","intro":"Ólympíuleikarnir í Tókýó eru í fullum gangi. Hinn sigursæli þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, Þórir Hergeirsson, leiddi lið sitt í dag til stórsigurs í fyrsta leik. Noregur vann Suður-Kóreu með tólf mörkum.","main":"Þórir Hergeirsson er mættur á sína þriðju Ólympíuleika sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta. Liðið mætti Suður-Kóreu í fyrsta leik á leikunum í Tókýó í dag.\nUndir stjórn Þóris urðu Norðmenn Ólympíumeistarar í London 2012 og unnu brons í Ríó 2016. Þórir var aðstoðarþjálfari liðsins þegar það vann gullið í Peking 2008. Og Noregur byrjaði leikana í ár af miklum krafti með tólf marka sigri á Suður-Kóreu 39-27. Kari Brattset Dale fór mikinn og skoraði ellefu mörk fyrir norska liðið sem er á toppi A-riðils eftir sigurinn. Holland og Svartfjallaland eru þó líka með tvö stig. Hollendingar unnu stórsigur á Japan í dag og Svartfellingar fóru létt með Angóla.\nEina konan sem keppir fyrir Íslands hönd á leikunum þreytir frumraun sína á morgun. Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppir þá í sinni aðalgrein, 200 metra skriðsundi. Íslandsmet hennar er tvær mínútur og 0,50 sekúndur og var sett í mars. Hún segist þó ekki endilega vera að spá í metið í Tókýó.\nsagði Snæfríður Sól í samtali við Einar Örn Jónsson.\nAllt um Ólympíuleikana má finna á vefnum ruv.is, þar er líka yfirlit yfir útsendingar frá leikunum og svo er Ólympíukvöld á dagskrá RÚV öll kvöld meðan á leikunum stendur klukkan 19:40.","summary":"Ólympíuleikarnir í Tókýó eru í fullum gangi. Hinn sigursæli þjálfari kvennaliðs Noregs í handbolta, Þórir Hergeirsson, leiddi lið sitt í dag til stórsigurs í fyrsta leik. Noregur vann Suður-Kóreu með tólf mörkum. "} {"year":"2021","id":"179","intro":"Líkamsrækt, sundlaugar, söfn - 75% af leyfilegum fjölda","main":"Hámarksfjöldi þeirra sem mega koma saman verður 200 manns, barir og skemmtistaðir þurfa að loka fyrr, eins metra nálægðarregla tekur gildi og grímuskylda innahúss á vissum stöðum, samkvæmt nýrri reglugerð ríkisstjórnarinnar. Sóttvarnalæknir vildi tveggja metra reglu og strangari grímuskyldu.\nNýjar sóttvarnarreglur taka gildi á miðnætti í kvöld, eftir að akkúrat mánuður er liðinn af engum takmörkunum. Samkomubann miðast við 200 manns, eins metra nándarregla tekur gildi og grímuskylda innanhúss þar sem ekki er hægt að virða þá reglu. Hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunum verður 200 og líkamsræktarstöðvar, sundlaugar og söfn mega taka á móti 75 prósentum af hámarksfjölda gesta. Íþróttir eru leyfðar með 100 manna hámarksfjölda og 200 manna áhorfendafjölda. Sömu tölur gilda um sviðslistir. Allir skulu skráðir í sæti og engin veitingasala verður leyfð. Hámarksfjöldi gesta við trúarathafnir verður 200. Opnunartími veitingastaða og skemmtistaða verður til klukkan ellefu að kvöldi og staðirnir rýmdir fyrir miðnætti. Hámarksfjöldi gesta er 100 manns í rými og vínveitingar einungis leyfðar til sitjandi gesta. Tjaldstæði og hjólhýsasvæði fari eftir leiðbeiningum sóttvarnalæknis og Ferðamálastofu.\nLítil börn, fædd 2016 og síðar, eru undanþegin fjöldatakmörkunum og eins meters reglunni. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.\nÍ minnisblaði sóttvarnarlæknis stendur að þegar öllum takmörkunum var aflétt og landamærin opnuð þótti líklegt að útbreiðsla smita yrði ekki mikil vegna bólusetninganna. Hins vegar kom svo í ljós að smitin sem komu inn í landið leiddu til mikillar útbreiðslu innanlands og þeirrar nýju bylgju sem nú er í veldisvexti. Langflest smitin hafa orðið í full bólusettum einstaklingum.\nSvo virðist sem ríkisstjórnin hafi að mestu farið að tilmælum sóttvarnalæknis, að öðru leyti en því að hann lagði til tveggja metra reglu, en ekki eins metra, og grímuskyldu víðar en reglugerðin segir til um. Sömuleiðis verða leyfðir 200 gestir í erfidrykkjum, en ekki 100 eins og sóttvarnalæknir vildi.\nÞau sem hafa fengið bólusetningu frá Janssen fá aðra sprautu í ágúst ef þau vilja. Sömuleiðis verður þeim sem eru með undirliggjandi ónæmisvandamál og þeim sem talið er að tveir skammtar veiti ekki nægilega góða vörn boðinn þriðji skammtur.\nSamkomutakmarkanir taka gildi á miðnætti í kvöld, 25. júlí, og gilda í þrjár vikur, til og með 13. ágúst.\nSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti ákvörðunina í gærkvöld, eftir þriggja tíma ríkisstjórnarfund á Egilsstöðum.\nÞegar að sóttvarnalæknir sendir til mín minnisblað\num að hér sé ákveðin áhætta á ferðinni, þurfum við að taka það alvarlega. Við höfum gert það hingað til og ég tel það okkar lán að fara að hans ráði og ég tel rétt að við gerum það áfram.\nSvandís segir sagði í fréttum í gær samstaða hefði verið um þessar aðgerðir innan ríkisstjórnarinnar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina hafa hlustað á áhyggjur sóttvarnayfirvalda af fjölgun smita og ákveðið að grípa inn í.\nÖll gögn sem ég hef séð fram til þessa segja mér að bólusetning breyti leiknum í grundvallaratriðum. Hún virkar vel, hún slær verulega niður líkurnar á innlögnum og verulega niður líkurnar á dauðsföllum í samfélaginu. Og þess vegna trúi ég því að við munum geta bólusetninguna sem grundvöll fyrir frelsinu,","summary":null} {"year":"2021","id":"179","intro":"Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir greinina ef Ísland yrði rautt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Hún segir nýjar sóttvarnatakmarkanir vægari en samtökin hafi búist við.","main":"Auðvitað eru allar takmarkanir hamlandi að einhverju leyti en þær eru svona mildari en við áttum kannski von á. Þannig að heildaráhrif á ferðaþjónustu tel ég að verði ekki mikil þó vissulega verði einhver áhrif núna af samkomutakmörkunum varðandi hátíðarhöld um verslunarmannahelgina sem vissulega hafa áhrif á rekstur einhverra fyrirtækja.\nBjarnheiður býst ekki við að auknar takmarkanir í veitinga- og skemmtistaðarekstri hafi mikil áhrif á ákvarðanir ferðamanna um að koma hingað til lands. Auknar landamæratakmarkanir myndu hins vegar gera það, það væri til að mynda mjög alvarlegt mál ef skylda ætti alla komufarþega í sóttkví.\nÞað myndi einfaldlega leiða til þess að ferðaþjónustan myndi leggjast af, alþjóðleg ferðaþjónusta, þannig að það myndi hafa gríðarlega alvarlegar afleiðingar. Aðalmálið núna er í rauninni hvað þetta varðar að halda landinu grænu þannig að við verðum ekki rauð og þar verður þjóðin að leggjast á eitt við að halda niðri smitum til þess að það gerist ekki því það myndi hafa svakalegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna og þjóðarbúið í heild sinni eins og allir vita.","summary":"Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir nýjar sóttvarnatakmarkanir vægari en hún hafi gert ráð fyrir. Nú skipti mestu máli að Ísland verði áfram grænt á litakóðunarkerfi Sóttvarnastofnunar Evrópu."} {"year":"2021","id":"179","intro":"Gangi allt að óskum verður hægt að aka frá suðurhluta Vestfjarða á malbikuðum vegi 2024. Vegagerðin og landeigendur Grafar í Þorskafirði hafa náð samkomulagi um veglagningu í Gufudalssveit á sunnanverðum Vestfjörðum og segir samgönguráðherra mjög ánægjulegt að sjá fyrir endan á verkefninu.","main":"Eigendur Grafar voru þeir einu sem Vegagerðin hafði ekki náð samkomulagi við og hafa deilur um framkvæmdina staðið lengi. Vegurinn á að hluta til að liggja um Teigsskóg. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, segir að smátt og smátt hafi hindrunum fækkað í samningsferlinu.\nOg að lokum eru menn bara sammála um að samkomulagi sé náð um að standa auðvitað vel að verki og vanda frágang eins og kostur er.\nNæst á dagskrá er útboð í haust um þverun Gufufjarðar. Verið er að gera jarðvegsrannsóknir í Teigsskógi og verða framkvæmdir þar boðnar út snemma á næsta ári. Samgönguráðherra kveðst mjög ánægður með að Vegagerðinni hafi tekist að ná samningum. Málið hafi þvælst í áratugi í stjórnkerfinu.\nVerkefnið er með fulla fjárveitingu til ársins 2024, bæði á samgönguáætlun og fjármálaáætlun og þá eru áætluð verklok 2024 á öllum þessum kafla. Og þá verður kominn þarna nýr nútímavegur á suðurfjörðunum sem styttir vegalengdina til að mynda til Ísafjarðar um 50 kílómetral, það er 27 km stytting með Dýrafjarðargöngunum og 22 km stytting í Gufudalssveitinni með þessum nýju framkvæmdum.","summary":"Samgönguráðherra kveðst feginn að Vegagerðinni hafi tekist að ná samningum um veglagningu um Teigsskóg. Málið hafi þvælst í stjórnkerfinu í áratugi. Gangi allt samkvæmt áætlunum verður hægt að aka á malbiki um suðurfirði Vestfjarða árið 2024. "} {"year":"2021","id":"179","intro":"Þórir Haraldsson formaður framkvæmdanefndar unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi segir að íþróttahreyfingin á Selfossi hafi orðið af tugum milljóna króna. Unglingalandsmótinu var frestað annað árið í röð.","main":"Skipuleggjendur Druslugöngunnar hafa ekki gefið upp von um að gangan verði síðar á árinu.\nFjölmargir viðburðir voru slegnir af eftir tíðindi gærdagsins. Fjölskylduhátíðin ein með öllu á Akureyri, Þjóðhátíðinni í Vestmannaeyjum, Berjadögum á Ólafsfirði svo einhverjar hátíðir séu nefndar.\nDruslugangan, samstöðuganga með þolendum kynferðisofbeldis, átti að vera í dag í 10. sinn. Skipuleggjendur ákváðu að hætta við gönguna þrátt fyrir að samkomutakmarkanir taki ekki gildi fyrr en á miðnætti\nSegir Eva Sigurðardóttir sem er í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Ætlunin var að ganga einnig á Húsavík og á Bræðslunni á Borgarfirði eystra. Eva segir það ákvörðun skipuleggjenda á þeim stöðum hvort gangan verði. Eva segir það enn ekki ljóst hvort gangan verði síðar á þessu ári.\nEkkert verður af Unglingalandsmótinu sem vera átti á Selfossi um Verlunarmannahelgina. Mótinu var frestað í fyrra og Þórir Haraldsson formaður framkvæmdanefndar segir það mikið áfall og þurfa að fresta mótinu.\nÞórir segir að áhugi á mótinu hafi verið mikill og mótshaldarar voru tilbúnir til að taka við allt að þrjú þúsund keppendum.\nFjölmargir sjálfboðaliðar hafa unnið að undirbúningi landsmótsins og aflað í leiðinni tekjur fyrir sín íþróttafélög á Suðurlandi.\nÞetta er náttúrulega geysileg vinna sem farin er í súginn.","summary":null} {"year":"2021","id":"179","intro":"Skyttan Ásgeir Sigurgeirsson reið á vaðið fyrir hönd Íslendinga á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun. Hann keppti í forkeppni skotfimi með loftbyssu af tíu metra færi og hafnaði í 28. sæti.","main":"Fyrsti formlegi keppnisdagur Ólympíuleikanna í Tokýó er í dag. Ásgeir Sigurgeirsson keppti fyrstu íslensku keppendanna fjögurra í morgun.\nÁsgeir keppti í forkeppni skotfimi með loftbyssu af tíu metra færi. 36 þátttakendur hófu keppni og fékk hver þeirra eina og hálfa klukkustund til að skjóta 60 skotum, í sex tíu skota lotum. Ásgeir byrjaði vel og náði 95 stigum í fyrstu lotunni og 98 í annarri. Hann missti dampinn í næstu tveimur seríum en endaði vel með tveimur 97 stiga lotum. Samtals fékk hann 570 stig og hafnaði í 28. sæti, átta stigum frá sæti í úrslitum en þangað komust átta efstu. Ásgeir hefur þar með lokið keppni á leikunum í ár en þetta var í annað skipti sem hann keppir á Ólympíuleikum.\nsagði Ásgeir Sigurgeirsson í samtali við Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson.\nEn það voru fleiri Íslendingar í sviðsljósinu á þessum fyrsta keppnisdegi því Alfreð Gíslason og Aron Kristjánsson biðu báðir ósigur í fyrstu umferð handboltakeppninnar. Alfreð og lærissveinar hans í þýska landsliðinu töpuðu fyrir Spánverjum 28-27 í æsispennandi leik og Aron og Bahrein fyrir Svíum 32-31. Flestir bjuggust við öruggum sigri Svía en Bahrein var yfir nánast allan leikinn. Nú stendur yfir leikur Japans og heimsmeistara Dana í beinni útsendingu á RÚV. Dagur Sigurðsson er þjálfari Japana.","summary":"Skyttan Ásgeir Sigurgeirsson reið á vaðið fyrir hönd Íslendinga á Ólympíuleikunum í Tókýó í morgun. Hann keppti í forkeppni skotfimi með loftbyssu af tíu metra færi og hafnaði í 28. sæti. "} {"year":"2021","id":"180","intro":"Gríðarleg rigning í miðhluta Kína hefur orðið tugum að bana. Vegir eru ónýtir og margir hafa verið án matar og vatns svo dögum skiptir.","main":"Flóð í Henan-héraði í miðhluta Kína hafa kostað yfir fimmtíu manns lífið. Gert er ráð fyrir að manntjón sé mun meira. Hundruð þúsunda hafa verið flutt að heiman, en margir eru innlyksa vegna vatnavaxta og ónýtra samgöngumannvirkja.\nMilljónir íbúa Henan-héraðs hafa fengið að kenna á vatnsveðrinu síðustu sólarhringa. Hátt í fjögur hundruð þúsundum hefur verið forðað að heiman. Björgunarsveitir eru á ferð á gúmmíbátum og flekum til að forða fólki undan vatnsflaumnum. Verst er ástandið í héraðshöfuðborginni Zhengzhou. Þar hafa slökkviliðsmenn í dag dælt aurlituðu vatni úr göngum, þar á meðal jarðlestagöngum þar sem tólf manns drukknuðu fyrr í vikunni. Þá féll álíka mikið regn á þremur sólarhringum og í meðalári.\nAð sögn ríkisfjölmiðlanna í Kína hafa margir íbúar Henan verið í sjálfheldu dögum saman án matar og vatns. Vegir eru orðnir að leðju, ár flæða yfir bakka sína og heilu landsvæðin hafa breyst í forarsvað. Í nótt færðist regnsvæðið norður á bóginn til borgarinnar Xinxiang. Fréttamyndir þaðan sýna fólk vaða vatnselginn í mitti þegar það fer þar um götur. Ekki er útlit fyrir að ástandið batni á næstunni. Að sögn veðurfræðinga nálgast fellibylurinn In-Fa með roki og hellirigningu sem á eftir að dembast yfir hluta Henan-héraðs næstu sólarhringana. Tjón af völdum hamfaranna er orðið verulegt. Yfirvöld í Zhengzhou áætla að það nemi jafnvirði 1.260 milljarða króna.","summary":"Gríðarleg rigning í miðhluta Kína hefur orðið tugum að bana. Vegir eru ónýtir og margir hafa verið án matar og vatns svo dögum skiptir."} {"year":"2021","id":"180","intro":"Hraunflæðimælingar á eldgosinu við Fagradalsfjall gefa til kynna að það hafi dregist verulega saman og gosið sé því greinilega á undanhaldi. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði segir hraunflæði hafa minnkað og virkni breyst.","main":"Undanfarnar vikur hefur flugvélin, sem notuð hefur verið til rannsókna á gosstöðvunum verið bundin í öðrum verkefnum. Nítjánda júlí fengu vísindamenn flugvél í eigu Isavia, búna radarhæðarmæli, og gátu í kjölfarið borið stöðuna saman við stöðuna 2. júlí. Á því tímabili hefur virkni breyst og reglulega orðið goshlé.\nNiðurstöðurnar eru í stuttu máli þær að það dregur verulega úr hraunrennslinu sem kemur svo sem ekki á óvart. Það staðfestir að rennslið fer úr þessum 12 rúmmetrum\/sekúndu niður í sjö til átta.\nÞetta eru marktækar niðurstöður og sýna að farið er að draga verulega úr,\nKvikan virðist vera að koma beint úr möttlinum en ekki úr kvikuhólfi líkt algengast er í eldgosum hér á landi. Magnús Tumi segir að líklegt sé að gosið muni fjara út en erfitt sé að setja fram tímaramma.\nÞað virðist vera vídd gosrásarinnar sem hefur ráðið mestu hvað varðar hegðun. Það virðist vera að framan af hafi gosrásin víkkað aðeins og því jóx gosið fyrstu mánuðina.\nNú er að minnka framboðið þarna niðri og það er líklegt að við munum horfa á minnkandi gos sem svo fjarar út en tímasetningar eru mjög erfiðar","summary":"Verulega hefur dregið úr hraunrennsli í eldgosinu við Fagradalsfjall. Prófessor í jarðeðlisfræði segir ómögulegt að spá fyrir um hvenær gosinu lýkur."} {"year":"2021","id":"180","intro":"Sala á einnota hönskum, grímum og spritti hrundi í júní samkvæmt upplýsingum frá hreinsiefnaframleiðanda. Eftir smittölur vikunnar hefur salan rokið upp að nýju og ljóst er að fólk er að búa sig undir nýja bylgju.","main":"Einar Kristjánsson framkvæmdastjóri Rekstrarvara segir að sala á spritti hafi tífaldast í fyrra. Hún hafi síðan dregist mikið saman í sumar þegar engin smit greindust. Eftir fund almannavarna í gær hafi orðið gífurleg aukning á sölu á grímum, spritti og hönskum. Mörg fyrirtæki segja að það sé krafa viðskiptavinarins að fyrirtækin bjóði viðskiptavinum sínum að spritta á sér hendurnar. Það er hans mat að svo verði áfram\nFyrirtækið Tandur er efnafyrirtæki sem framleiðir hreinsiefni fyrir matvælaiðnaðinn. Í maí í fyrra urðu hanskar, grímur og spritt söluhæstu vörur fyrirtækisins. Páll Sævar Guðjónsson er sölu og þjónustufulltrúi:","summary":"Sala á hönskum, grímum og spritti rauk upp eftir upplýsingafund almannavarna í gær. Sala á þessum vörum nánast hrundi í júní."} {"year":"2021","id":"180","intro":"Forsvarsmenn Bræðslunnar á Borgarfirði eystra og Mærudaga á Húsavík eru í viðbragðsstöðu ef sóttvarnaryfirvöld herða samkomutakmarkanir.","main":"Hætt var við ball sem vera átti á Mærudögum á Húsavík í gærkvöldi og öðru tjaldsvæði bæjarins hefur verið lokað af sóttvarnaástæðum. Forsvarsmenn Bræðslunnar á Borgarfirði eystra og Mærudaga ætla að halda sínu striki en fylgjast grannt með ákvörðunum sóttvarnayfirvalda.\nMærudagar hafa verið haldnir hátíðlegir á Húsavík frá árinu 1994. Mikill fjöldi hefur verið í bænum í sumar og ljóst að margir væntanlegir um helgina.\nGuðrún Huld Gunnarsdóttir er í forsvari fyrir Mærudaga.\nÆtlið þið að halda ykkar striki.\nHestamannafélagið Grani hætti við ball sem átti að vera í reiðhöllinni.\nTónlistarhátíðin Bræðslan verður á Borgarfirði eystra annað kvöld í 16. sinn. Í gærkvöldi voru tónleikar í félagsheimilinu og aðrir verða í kvöld.","summary":"Forsvarsmenn Bræðslunnar á Borgarfirði eystra og Mærudaga á Húsavík eru í viðbragðsstöðu ef stjórnvöld herða samkomutakmarkanir."} {"year":"2021","id":"180","intro":"Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hittast á Egilsstöðum síðdegis í dag til að ræða tillögur sóttvarnalæknis að aðgerðum innanlands. Engar upplýsingar hafa fengist um efni minnisblaðsins enn sem komið er. Margar stórar bæjarhátíðir hófust víðs vegar um land í dag.","main":"Það eru nákvæmlega fjórar vikur síðan þjóðin fagnaði þeim merka áfanga að öllum sóttvarnaaðgerðum var aflétt innanlands, á miðnætti föstudagsins 25. júní. Við tók algjört frelsi í fjöldasamkomum, skemmtistaðir máttu standa opnir langt fram eftir nóttu, grímuskylda var afnumin og sprittið fór ofan í skúffu. Landamærin voru sömuleiðis galopin og allt fylltist fljótlega af erlendum ferðamönnum.\nNæstu tvær vikurnar fannst eitt og eitt smit, en fyrir viku síðan, föstudaginn 16. júlí, greindust 13 manns innanlands með delta-afbrigðið. Þremur dögum síðar greindust 38 smit, svo 56, 78 og nýjustu tölur eru 76.\nÍ gær tók við kunnuglegt stef, sem hófst klukkan ellefu með upplýsingafundi almannavarna þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að heilbrigðisráðherra fengi frá honum enn eitt minnisblaðið með tillögum að aðgerðum. Hann vildi ekki greina frá innihaldi minnisblaðsins, en undirstrikaði að við vissum svo sem hvað hefði virkað fram til þessa. Þar á sóttvarnalæknir væntanlega við grímuskyldu, sprittnotkun, fjarlægðartakmörk, fjöldatakmarkanir og að öllum líkindum styttan opnunartíma skemmtistaða. Langflest smitin sem nú greinast má rekja til skemmtanalífs í miðbænum.\nEkkert heyrist úr herbúðum ríkisstjórnarinnar annað en að þar virðast margir vera á faraldsfæti og að þau hittast á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum klukkan 16 síðdegis í dag. Ekki er talið líklegt að formlegur blaðamannafundur verði haldinn þar sem ákvarðanir ríkisstjórnarinnar verða tilkynntar, en veitt verða viðtöl að fundi loknum.","summary":"Stærstur hluti ríkisstjórnarinnar kemur saman til fundar á Egilsstöðum klukkan fjögur í dag þar sem tillögur að innanlandsaðgerðum verða ræddar og síðan tilkynntar. Þessi staðsetning varð fyrir valinu þar sem margir ráðherrar eru á ferðalagi um landið, eins og margir aðrir landsmenn."} {"year":"2021","id":"181","intro":"Norðmenn minnast þess að í dag eru tíu ár liðin frá hryðjuverkaárásunum í Osló og Útey. 77 voru myrt þennan dag af hryðjuverkamanninum Anders Behring Breivik.","main":"Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, minntist fórnarlamba árásarinnar í morgun. Hún sagði baráttunni við hatur og öfgar hvergi nærri lokið. Allar þjóðir þyrftu að berjast gegn ofbeldisfullum öfgum, hatursglæpum og kynþáttafordómum.\nDagskrá norska ríkissjónvarpsins, NRK verður í dag helguð umfjöllun um hryðjuverkin fyrir 10 árum.\nHér á landi standa ungir jafnaðarmenn fyrir minningarathöfn klukkan 16.30 í dag. Gengið verður frá Norræna húsinu og í minningarlund í Vatnsmýri.","summary":"Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir baráttunni við hatur og öfgar hvergi nærri lokið. Norðmenn minnast þess að í dag eru tíu ár liðin frá því að norskur hryðjuverkamaður myrti 77 í Útey og Osló. "} {"year":"2021","id":"181","intro":"Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að þjóðir heims herði baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Mikil flóð í vesturhluta landsins í síðustu viku eru rakin til þeirra.","main":"Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að Þjóðverjar og aðrar þjóðir hafi ekki gert nóg til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar í heiminum. Hún vill herða baráttuna. Náttúruhamfarir í Vestur-Evrópu í síðustu viku eru raktar til þeirra.\nMikil flóð í vesturhluta Þýskalands og austurhluta Belgíu í síðustu viku eru rakin til hlýnunar í heiminum. Angela Merkel gerði loftslagsmálin að umtalsefni á fundi með fréttamönnum í Berlín í dag. Hún sagði að Þjóðverjar og aðrar þjóðir hefðu ekki gert nóg til að stöðva þróunina til að ná þeim markmiðum sem sett voru með Parísarsáttmálanum um minnkun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Rangt væri að fullyrða að ekkert hefði verið gert, en það mætti vissulega vera mun meira. Hún minnti á að fyrr á þessu ári hefðu stjórnvöld tilkynnt að stefnt skyldi að því að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda árið 2045, fimm árum fyrr en áður var áætlað.\nMerkel hitti nokkur fórnarlömb hamfaranna í Rheinland-Pfalz um síðustu helgi og ræddi þar einnig mikilvægi þess að berjast gegn loftslagsbreytingum. Flóðin kostuðu að minnsta kosti 177 manns lífið í Þýskalandi og 32 í Belgíu. Eignatjón skiptir milljörðum evra.\nAngela Merkel lætur af embætti kanslara eftir þingkosningar í Þýskalandi 26. september. Hún hefur gegnt því síðastliðin sextán ár.","summary":"Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að þjóðir heims herði baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Mikil flóð í vesturhluta landsins í síðustu viku eru rakin til þeirra."} {"year":"2021","id":"181","intro":"Formaður Kennarasambands Íslands segir mikilvægt að tryggja eins eðlilegt skólastarf og unnt er í haust.","main":"Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands segir niðurstöður kannana um áhrif á andlega líðan ungs fólks á COVID tímum skuggalegar. Stjórnvöld og sóttvarnayfirvöld þurfi að miða aðgerðir að því að ná eins eðlilegu samfélagi og hægt er í kringum skólabyrjun. Koma þurfi í veg fyrir að skólanemendur lokist inni í höftum sóttvarnaráðstafana.\nÞað er einfaldlega þannig að við verðum að reyna að tryggja ungu fólki að það lokist ekki aftur inni í þeim höftum sem voru á þeirra lífi. Skóli er svo miklu meira en stofnun sem deilir upplýsingum á milli kynslóða. Skóli er samfélagslegur vefnaður.\nÞetta er samfélagið sem ungt fólk tilheyrir og félagsskapurinn og félagslífið og þessi félagslega vídd skiptir gríðarlega miklu máli og það er meira en að segja það að kippa þeirri vídd út.\nRagnar segir tilgang náms ekki aðeins að safna að sér staðreyndum, heldur að læra að tilheyra samfélagi og það felist í samskiptum. Ungt fólk hafi ekki safnað upp þeirri reynslu og því þurfi samfélagið að taka ábyrgð á því og verja þann hóp.\nOg við sem erum með áratuga reynslu við að tilheyra samfélagi getum stigið til baka og fundið okkar samskiptum annan farveg tímabundið. En við líðum samt fyrir það. Við söknum þessara mannlegu samskipta.\n.. Þetta er hópur sem þarf að verja alveg eins og við þurftum að verja aldrað fólk og fólk í viðkvæmri stöðu. Þá er þetta viðkvæmur hópur sem gleymist því miður of oft kannski vegna þess að hann hefur ekki atkvæðaseðla.","summary":null} {"year":"2021","id":"181","intro":"Ásókn í bólusetningu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mikið síðustu daga. Framkvæmdastjóri lækninga segir að líklega verði fólki sem fékk Janssen-efnið ekki gefin önnur sprauta fyrr en í ágúst, en heilsugæslan bíði fyrirmæla sóttvarnalæknis.","main":"Heilsugæslan fær þessa dagana fjölda símtala frá fólki sem liggur á að komast í bólusetningu, fjölgun smita spilar þar stórt hlutverk. Í gær fengu 200 manns sprautu á Suðurlandsbraut.\nVið ráðum ekki við það með öllum þessum sýnatökum líka þannig að við höfum þurft að takmarka okkur við um hundrað á dag.\nSegir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. Til skoðunar er að efla ónæmissvar þeirra um það bil 50 þúsund landsmanna sem fengu Janssen, með annarri sprautu. Bóluefnið virðist veita svipaða vörn og annar skammturinn af bóluefni AstraZeneca. Sigríður telur þrátt fyrir stöðuna ekki þörf á að kalla fólk inn úr sumarfríi til þess að hefja fjöldabólusetningar á ný.\nVið munum fara í þessa aukasprautu strax og við fáum fyrirmæli um sem verður væntanlega bara um miðjan ágúst.\nForsvarsmenn heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu funda um stöðuna og viðbrögð við henni í dag, til stendur að taka aftur upp grímuskyldu og fjarlægðarmörk á heilsugæslustöðvum og skjólstæðingar sem finna fyrir minnstu einkennum sem bent gætu til COVID-smits eru beðnir um að koma ekki á heilsugæsluna nema að undangenginni skimun.","summary":"Margir sem ekki hafa fengið fulla bólusetningu sækjast nú eftir því að komast í sprautu. Á heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu er hægt að taka á móti hundrað manns á dag. Seinni sprauta af bóluefni Janssen verður líklega gefin í ágúst. "} {"year":"2021","id":"181","intro":"Sóttvarnalæknir hyggst senda heilbrigðisráðherra minnisblað með uppástungum að innanlandsaðgerðum í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. 78 innanlandssmit greindust í gær, 59 þeirra utan sóttkvíar. Hann vill ekki upplýsa um efni minnisblaðsins að svo stöddu.","main":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að forsendur hertra aðgerða væru vísbendingar um alvarleg veikindi, spítalainnlagnir og óvissa um hvað gerist veikist bólusett fólk í hópum aldraðra og fólks í áhættuhópum. Persónulegar sóttvarnir séu lykillinn í baráttunni en þegar þær dugi ekki til þurfi að grípa til samfélagslegra aðgerða.\nÞórólfur segist ekki vilja ræða tillögurnar fyrr en ráðherra og ráðamenn hafa fengið tækifæri til að fjalla um þær. Best sé að grípa strax til aðgerða og nýta reynslu frá fyrri bylgjum.\nÞórólfur segir að horfast þurfi í augu við að faraldrinum sé ekki lokið fyrr en hann hafi gengið yfir um allan heim. Baráttan sé því lengri en sem nemur nokkrum vikur.\nVið erum að upplifa þetta núna\nMá ekki slá okkur út af laginu. Verðum að bregðast við með þeim aðferðum sem við kunnum og vitum að virka. Samstaðan er okkar helsta vopn\nAlmannavarnir boða til upplýsingafundar í dag vegna stöðu kórónuveirufaraldursins. 56 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og búist er við áframhaldandi fjölgun smita.\nKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segist í Fréttablaðinu í dag skilja þörf fólks um skýr svör um hvað verður, en segir mikilvægt að fá andrými til að meta stöðuna. Tillögur um frekari aðgerðir en þær sem ákveðnar voru á mánudag, þegar aðgerðir voru hertar á landamærum, eru ekki komnar á borð ríkisstjórnarinnar.\nÞórólfur Guðnason rifjaði upp að undanfarna viku hafa - veiran er í veldisvexti.\nDelta - og undirafbrigði - vernd bóluefna minni en talið var. Sennilega minni gegn delta en talið hefur verið. Könnun hjá kollegum sýnir delta afbrigðið í mikilli sókn og innlögnum á sjúkrahúsum fjölgar. Verði útbreiðslan nógu mikil er hætt við alvarlegum sjúkdómum og innlögnum en það mun skýrast á næstu dögum og vikum.\nÚtbreiðslan er mest hjá 20 til 40 ára og flestir með Janssen sem má þó ekki túlka of sterkt. Matið: ljóst að eftir tilslökun á landamærunum hafi margir komið smitaðir inn í landið sem hafi valdið talsverðri útbreiðslu. Dreifingin er ótrúlega hröð. Ekki vitað hvort útbreidd smit leiði til alvarlegra veikinda en telja má verndina nokkra. Áhættan getur verið mest meðal eldri og fólki með undirliggjandi sjúkdóma. Það er þó ekki vitað enn, enda þurfi að líða vika þar til niðurstöður sjást.\nRifjar upp nýju landamærareglurnar. Fólk með tengslanet innanlands hvatt til sýnatöku við komuna til landsins og fara varlega. Hann hyggst senda ráðherra minnisblað með tillögum að aðgerðum innanlands í dag, en er ekki tilbúinn að ræða tillögurnar fyrr en ráðherra og ráðamenn hafa fengið tækifæri til að fjalla um þær. Nýta ber reynslu fyrri sóttvarnaraðgerða, persónulegar smitvarnir eru lykill að einhverju leyti en grípa þarf til samfélagslegra aðgerða einnig.\nVíðir Reynisson hvetur alla sem eru að koma heim frá útlöndum að panta tíma sýnatöku","summary":"Sóttvarnalæknir ætlar að senda heilbrigðisráðherra minnisblað í dag um nýjar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Sjötíu og átta greindust með kórónuveirusmit í gær. Ekki hafa fleiri smit greinst á einum degi síðan í október. "} {"year":"2021","id":"182","intro":"Búið að er aflýsa hátíðarhöldum sem fara áttu fram um verslunarmannahelgina á Flúðum. Er það gert vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Bergsveinn Theodórsson er skipuleggjandi hátíðarinnar Flúðir um Versló.","main":"Við náttúrulega erum búin að vera on og off í undirbúningi á þessari hátíð sem átti að fara fram í sjötta skiptið, en í ljósi þessarar aukningar í smitum þá sjáum við okkur ekki fært um að vera að stuðla að því að fólk sé að safnast saman, og viljum með þessu sýna ábyrgð. Þetta er svekkelsi og draugfúlt, en svona er þetta víst.\nSegir Bergsveinn. Hann segir skipuleggjendur hátíðahalda vera í erfiðri stöðu.\nÞað eru allir á sama stað, það veit enginn neitt. Það koma engar tillögur eða skipanir eða nokkur skapaður hlutur frá stjórnvöldum. Þetta er sett í hendurnar á skipuleggjendum sjálfum og við eigum að taka ákvarðanirnar. Þetta er mjög erfið staða. Ég öfunda engan sem er að skipuleggja stóran viðburð.\nEnn er stefnt á að halda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Innipúkann og Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson kynningarstjóri UMFÍ staðfestir það í samtali við fréttastofu. Hann segir að grannt sé fylgst með stöðunni en gert er ráð fyrir 10.000 gestum þar. Til greina komi að skipta mótinu upp í hólfaskiptingu ef til þess kemur. Hluti keppenda er óbólusettur. Þá er enn stefnt að útitónleikum á sunnudagskvöldinu á Neskaupstað. Aðrar hátíðir sem halda á um verslunarmannahelgina hafa ekki svarað erindi fréttastofu. Forsvarsmenn Mærudaga á Húsavík og Bræðslunnar á Borgarfirði eystra, sem fram fara um helgina, stefna enn að því að halda hátíðirnar. Höfðað er til þess að gestir sinni persónulegum sóttvörnum og haldi sig heima ef þeir verða varir við einkenni.","summary":"Hátíð sem fara átti fram á Flúðum um verslunarmannahelgina hefur verið aflýst vegna fjölgunar smita í samfélaginu. Skipuleggjandi hátíðarinnar segist ekki öfunda neinn af því að halda utan um útihátíðir í því árferði sem nú er. "} {"year":"2021","id":"182","intro":"Framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri segir raunsæjan kost að Ísland geti orðið algjörlega óháð olíu á næstu árum og þar með sjálfbært um alla orkuframleiðslu. Heildræna stefnu vanti þó í málaflokknum.","main":"Fyrirtækið Vistorka hefur það að markmiði að stuðla að framleiðslu umhverfisvæns eldsneytis með sjálfbærri nýtingu hráefnis. Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir tímaspursmál hvenær hætt verði að nota olíu sem orkugjafa.\nSá dagur mun renna upp að við hættum að nota olíu, hvort sem það verður af okkar eigin ákvörðunum eða hún tæmist.\nVið Íslendingar í gegnum tíðina höfum verið ofsalega háð olíu. Málið er að við erum með bullandi framleiðslu á öðru eldsneyti.\nGuðmundur nefnir þar sem dæmi metan, lífdísil og vetni. Hann telur því að hægt væri að flýta banni á innflutningi á bensín- og dísilbílum til 2025. Tæknilegar áskoranir séu þó vissulega einhverjar.\nEn að það séu einhverjar hindranir eða eitthvað ómögulegt, það er ekki. Hér á Akureyri erum við búin að framleiða sem samsvarar milljón lítrum af olíu af metani\nog milljón lítrum af lífdísli sem samsvarar tveimur milljón lítra af olíu erum við búin að framleiða hér á Akureyri bara úr ruslinu okkar.\nLausnin í umhverfismálum sé þó ekki, að mati Guðmundar, að skipta út bílum sem nota olíu fyrir aðra sem nota umhverfisvæna orkugjafa. Það þurfi einfaldlega að fækka bílum, enda séu þeir mun fleiri á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum.\nVið þurfum einhvern veginn að vinna í þessu heildarprógrammi í breyttum ferðavenjum.\nVissulega koma rafbílar í staðinn en 230.000 rafbílar eða dísilbílar það er jafnmikið magn af bílum.","summary":null} {"year":"2021","id":"182","intro":"Gylfi Þór Sigurðsson er sagður neita staðfastlega að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi. Liðsfélagar hans eru sagðir miður sín yfir ásökununum.","main":"Breskir miðlar halda áfram að fjalla um mál Gylfa þótt hann hafi enn ekki verið nafngreindur þar af lagalegum ástæðum. The Sun segir frá því að samherji Gylfa, Englendingurinn Fabian Delph, hafi á samfélagsmiðlum verið ranglega sakaður um að hafa verið sá leikmaður sem Everton sendi í leyfi vegna rannsóknarinnar. Það hafi komið til vegna þess að félagið nafngreindi ekki umræddan leikmann en fjölmiðlar greindu frá því að viðkomandi væri 31 árs gamall og komu því aðeins tveir til greina, Gylfi og Delph. Því hafi fjölmargir ranglega getið sér til um að sá síðarnefndi ætti hlut að máli.\nÍ umfjöllun The Sun segir að leikmenn Everton hafi fengið tíðindin af handtökunni í fyrradag. Þeim hafi verið mjög brugðið enda Gylfi vinsæll á meðal samherja sinna. Segir heimildarmaður breska blaðsins að leikmennirnir vonist til þess að um misskilning sé að ræða. Engin yfirlýsing hefur borist frá Gylfa en í umfjöllun The Sun segir enn fremur, án þess að vísað sé til heimilda, að leikmaðurinn neiti staðfastlega ásökunum á hendur sér.","summary":"Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er sagður hafna staðfastlega ásökunum um að hafa brotið gegn ólögráða einstaklingi. "} {"year":"2021","id":"182","intro":"Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir í Henan-héraði í Kína vegna flóða. Þau hafa orðið að minnsta kosti tólf manns að bana.","main":"Hátt í tvö hundruð þúsund íbúar borgarinnar Sheng-sjá Zhengzhou í Henan-héraði í Kína hafa verið fluttir að heiman vegna flóða. Þau hafa orðið að minnsta kosti tólf manns að bana. Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir í héraðinu.\nRíkisfjölmiðlar í Kína hafa eftir Xi Jinping að ástandið í Henan sé afar alvarlegt. Stíflur hafi brostið og valdið manntjóni og eignatapi. Allir verði að leggjast á árarnar til að koma í veg fyrir að það verði enn meira.\nÁ annan tug borga og bæja eru umflotin vatni. Á götum hafa myndast straumharðar ár sem bera með sér bíla og alls kyns brak. Ef marka má fréttir af svæðinu er ástandið verst í héraðshöfuðborginni Zhengzhou. Þar flæddi vatn inn í jarðlestagöng með þeim afleiðingum að tólf drukknuðu. Um fimm hundruð var bjargað úr göngunum. Hátt í tvö hundruð þúsund íbúum borgarinnar hefur verið forðað að heiman vegna flóða. Síðustu þrjá sólarhringa hefur fallið álíka mikið regn og á einu ári.\nÞá greindi kínverski herinn frá því í gær að tuttugu metra sprunga væri komin í Yihetan stífluna í Luoyang þar sem um það bil sjö milljónir búa. Hermenn hafa verið sendir á vettvang til að stýra rennsli í ám og hlaða upp sandpokum til að styrkja bakkana.\nVegna veðursins í miðhluta Kína hefur fjölda flugferða verið aflýst og áætlunarferðir járnbrautarlesta eru úr skorðum.","summary":"Hæsta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir í Henan héraði í Kína vegna flóða. Að minnsta kosti tólf manns hafa látist."} {"year":"2021","id":"182","intro":"Milvokí Milwaukee Bucks varð í nótt bandarískur meistari í körfubolta eftir sigur gegn Phoenix Suns. Þetta er fyrsti NBA titill félagsins í 50 ár og aðeins annar titill þess í sögunni.","main":"Bucks töpuðu fyrstu tveimur leikjunum í úrslitaeinvíginu en eftir það komu hins vegar þrír sigurleikir og því gat liðið tryggt sér meistaratitilinn með sigri í nótt, sem þeir og gerðu. Þeir eru fimmta liðið í sögu keppninnar til þess að hampa titli eftir slíka byrjun. Leikurinn var spilaður á heimavelli Bucks í Milwaukee og það voru heimamenn sem byrjuðu betur en Phoenix Suns voru mun betri í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 42-47 fyrir Suns. Bucks voru hins vegar betri bæði í þriðja og fjórða leikhluta og eftir spennuþrungnar lokasekúndur var það liðið frá Milwaukee sem hafði betur, 105-98.\nLeikmaður Milwaukee Bucks, Giannis Antetokounmpo, hefur verið stórkostlegur í einvíginu og hélt áfram uppteknum hætti í þessum leik, skorað 50 stig, tók 14 fráköst, varði fimm skot og gaf tvær stoðsendingar. Það kom því fáum á óvart að hann var valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar og mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins að leik loknum.Auk þess sem hann var valinn varnarmaður ársins.\nKeppni í knattspyrnu er hafin á Ólympíuleikunum í Tókýó þó svo að leikarnir verði ekki formlega settir fyrr en á föstudag. Ríkjandi heimsmeistarar Bandaríkjanna fengu skell gegn Svíum í fyrsta leik mótsins. Bandaríkjakonur sáu aldrei til sólar í leiknum og lentu undir strax á 25. mínútu þegar Stina Blackstenius kom Svíþjóð í 1-0 með góðu skallamarki. Staðan var 1-0 í hálfleik en á 54. mínútu var Blackstenius aftur á ferðinni og skoraði annað mark fyrir Svía. Síðasti naglinn í kistu Bandaríkjanna kom svo á 72. mínútu þegar Lina Hurtig skoraði og lokatölur 3-0. Fyrir leikinn höfðu Bandaríkjakonur ekki tapað leik í 44 leikjum í röð.\nSvíþjóð og Bandaríkin spila í G-riðli mótsins. Kvennalið Breta vann lið Chile 2-0 í E-riðli þar sem Ellen White skoraði bæði mörkin og Brasilía vann stórsigur á Kína 5-0 í F-riðli.\nÁstralska borgin Brisbane mun halda Sumarólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2032. Þetta var staðfest af Alþjóðaólympíunefndinni í dag. Þetta verður í þriðja sinn sem Ólympíuleikarnir fara fram í Ástralíu en áður fóru þeir fram í Melbourne árið 1956 og í Sydney árið 2000","summary":"Milvokí Milwaukee Bucks varð í nótt bandarískur meistari í körfubolta eftir sigur gegn Phoenix Suns. Þetta er fyrsti NBA titill félagsins í 50 ár."} {"year":"2021","id":"182","intro":"Enn sveiflast styrkur eldgossins á Reykjanesskaga. Gosórói fór minnkandi um klukkan níu í morgun eftir að hafa verið stöðugur í nótt, að sögn Lovísu Mjallar Guðmundsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni.","main":"Hann hélst alveg uppi þangað til upp undir níu í morgun.\nÞá féll hann aftur niður og hefur legið niðri síðan þá. Það er lítið að frétta,\nHraun hefur streymt niður í Meradali undanfarið enn ekki í Nátthaga. Meðan hraun streymdi hvað mest niður í Nátthaga óttuðust margir um Suðurstrandarveg. Lovísa segir að eins og er séu líkur á að þetta mynstur haldist.\nÞað hefur lítið verið að fara niður í Nátthaga seinustu vikurnar.\nÞað virðist vera að hraunið streymi bara í þá átt. Gígurinn beini hrauninu í þá átt,\nLovísa segir þó of snemmt að segja til um hvort Suðurstrandarvegur sé hólpinn.\nÞað getur alltaf brotið sér aftur leið og farið aftur niður í nátthaga\nÍ rauninni er ekki hægt að segja til um það því miður,\nVísindamenn hafa ekki geta flogið yfir gosstöðvarnar undanfarið - bæði vegna veðurs og vegna þess að flugvélin sem notuð hefur verið er bundin í öðrum verkefnum.\nÞað hefur verið reynt að setja upp mælingar, sjónlega séð. Sett upp skilti og\nséð hversu hátt hraunið hefur verið að flæða en ekkert flug undanfarið.","summary":null} {"year":"2021","id":"182","intro":"Heimilislæknir segir grímunotkun, aukna sprittnotkun og tíðari handþvott hafa orðið til þess að minna hafi orðið um umgangspestir. Hún hvetur fólk til að halda því áfram og sýna þolinmæði gagnvart veikindum.","main":"Þórdís Oddsdóttir, heimilislæknir segir fólk seint verða alveg óhult fyrir umgangspestum. Tímabil þeirra hafi þó færst nokkuð til:\nEinhverjar svona öndunarfæra veirusýkingar í gangi aðrar en COVID en það er raunverulega ekkert nýtt í sjálfu sér.\nÞetta virðist meira dreift yfir allt árið. Við erum ekki að sjá þessi skil eins og við sáum áður sem gerir erfiðara fyrir okkur að vita hvað er hvað.\nGasmengun og frjókorn geta valdið að veiru- eða bakteríusýkingar vari lengur. Auðvelt sé að átta sig á frjókornatölunum en erfiðara sé að eiga við áhrif gasmengunar. Þórdís hvetur fólk til að drífa sig í skimun finni það fyrir flensueinkennum.\nog það gefur okkur mun betri möguleika á að greina á milli hvað er í gangi\nÞórdís hvetur fólk sem veikist til að sýna þolinmæði, því það taki lengri tíma að jafna sig sé farið of snemma af stað.\nÞannig að maður hvetur fólk til að taka þann tíma sem þarf til að jafna sig.\nUm leið biðlar maður til atvinnurekenda að vera þolinmóðir með sínu starfsfólki sem ég tel þá hafa verið generalt í gegnum COVID.\nMikilvægt sé að ástunda sprittnotkun og handþvott áfram.","summary":null} {"year":"2021","id":"182","intro":"Álag á starfsfólk sem sinnir COVID-sýnatöku hefur aukist töluvert síðustu daga og helst þyrfti að fjölga í hópnum. Verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býst við mikilli aðsókn í dag.","main":"Í gær voru tekin um þrjúþúsund sýni og hafa þau ekki verið fleiri í nokkra mánuði, Ingibjörg Salóme Steindórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins býst við álíka fjölda í dag.\nHér hefur verið, síðastliðna daga ansi þétt setinn bekkurinn en það gengur samt ágætlega.\nVið Suðurlandsbraut í Reykjavík eru bæði tekin sýni úr þeim sem eru með einkenni og ferðalöngum sem þurfa vottorð um smitleysi.\nHún segir álagið hafa aukist hægt og bítandi undanfarnar vikur, bæði á Keflavíkurflugvelli og á Suðurlandsbraut, fyrst vegna fjölgunar ferðamanna en nú síðustu daga vegna aukins fjölda innanlandssmita. Helst þyrfti að ráða fleira fólk til að munda sýnatökupinnana.\nVið erum að reyna það en það er ekki mikið af lausu starfsfólki\nÞórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur hvatt landsmenn sem koma að utan til að fara í sýnatöku eftir heimkomu, Ingibjörg segir þónokkuð um að fólk geri það en bendir á að þessi hópur geti líka valið að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli. Þó að álagið á Suðurlandsbraut hafi aukist hvetur hún fólk til að mæta.\nÞó að fólk þurfi kannski að bíða í einhverri röð þá gengur þetta yfirleitt bara þónokkuð hratt.","summary":"Búist er við þúsundum í sýnatöku í dag, álagið á Suðurlandsbraut hefur aukist en verkefnastjóri hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að raðirnar gangi hratt. "} {"year":"2021","id":"183","intro":"Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er sagður hafa verið handtekinn á föstudag grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni hér á landi segjast engar tilkynningar hafa fengið um málið.","main":"Fjölmiðlar í Bretlandi greindu frá því í gærkvöld að leikmaður í ensku úrvalsdeildinni hefði verið handtekinn. Í tilkynningu frá lögreglunni í Manchester segir að hún hafi handtekið 31 árs gamlan mann á föstudag 16. júlí vegna grunsemdar um kynferðisbrot gagnvart barni.\nBresk lög heimila ekki nafnbirtingar á meðan slík mál eru rannsökuð en í breskum miðlum kom fram að fótboltamaðurinn léki stórt hlutverk með landsliði sínu. Knattspyrnufélagið Everton birti í gærkvöldi yfirlýsingu og staðfesti að lögreglan hefði til rannsóknar leikmann sem spilaði með aðalliði félagsins. Félagið býður lögregluyfirvöldum aðstoð við rannsókn málsins og setti leikmanninn í bann. Tveir leikmenn í leikmannahópi Everton samsvara lýsingu lögreglunnar í Manchester, Gylfi Þór Sigurðsson og Englendingurinn Fabian Delph.\nMikil umræða varð á samfélagsmiðlum um helgina þar sem því var haldið fram að Gylfi hefði verið handtekinn. Í morgun nafngreindu nokkrir erlendir miðlar íslenska landsliðsmanninn og mbl.is greindi fyrst því frá íslenskra miðla að Gylfi væri sá handtekni. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan hefur það ekki fengist staðfest. Guðni Bergsson, formaður knattspyrnusambands Íslands, segir sambandinu ekki hafa borist nein tilkynning um að íslenskur landsliðsmaður hafi verið handtekinn í Englandi. Fréttastofan hefur heyrt í mörgum í knattspyrnuhreyfingunni í morgun. Margir viðmælendur líta málið alvarlegum augum en á meðan ekki fæst staðfest hver á hlut að máli vill enginn tjá sig um málið.","summary":"Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er sagður hafa verið handtekinn á föstudag grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Formaður KSÍ segir að sambandinu hafi engar upplýsingar borist um að íslenskur knattspyrnumaður hafi verið handtekinn á Englandi."} {"year":"2021","id":"183","intro":"Sprengjusveit lögreglunnar í Los Angeles misreiknaði all-hrikalega massa heimagerðra flugelda sem sprengja átti með öruggum hætti. Sautján manns slösuðust í sprengingunni og talsverðar skemmdir urðu á mannvirkjum í nágrenninu.","main":"Flugeldunum var komið fyrir í stóru sprengjuheldu hylki, en það dugði ekki til. Fimm hafa verið leystir frá störfum í sprengjusveitinni á meðan rannsókn málsins fer fram að sögn Michael Moore, lögreglustjóra í Los Angeles. Þeir gætu átt refsingu yfir höfði sér.\nLögreglan í Los Angeles og alríkislögreglan FBI endurskoða nú starfsreglur lögreglu varðandi meðferð sprengiefna. Lögreglustjóri verður nú að samþykkja sprengingu þeirra, auk þess sem tvær sprengiætknar og yfirmaður úr sprengjudeildinni verða að samþykkja verkið.\nÍbúar í nágrenninu kalla eftir því að einhver verði dreginn til ábyrgðar. Þeir spyrja hvers vegna sumir voru enn heima við þrátt fyrir að lögregla hafi átt að láta alla vita af aðerðinni. Skemmdir urðu á nokkrum heimilum, fyrirtækjum og bílum í nágrenni við sprenginguna.\nHvorki má eiga né selja flugelda í Los Angeles og nágrenni. Fjöldi lætur þó yfirleitt ekki segjast, þá sérstaklega í kringum 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Sérstök rassía var gerð í ár vegna mikilla þurrka og eldhættu af völdum flugeldanna.","summary":null} {"year":"2021","id":"183","intro":"Umferð um landið hefur verið með mesta móti síðastliðnar vikur. Umferð um Vaðlaheiðargöng hefur aukist mikið og er þar góða veðrinu fyrir norðan að þakka.","main":"Mun fleiri hafa ekið í gegnum Vaðlaheiðargöng heldur en í fyrra. Valgeir Bergmann framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga segir að ferðamannastraumurinn um Norður- og Austurland undanfarið hafi orðið til þess að metumferð er um göngin. Yfir 3000 ökutæki aka þar nú í gegn daglega.\nÞað hefur verið gríðarleg aukning og þetta er langmesta umferð sem hefur verið í göngin frá upphafi\nÉg veit ekki hvort við erum búin að toppa en við erum komin með langmestu umferðina í göngunum og það eru 2 vikur í verslunarmannahelgi.\nValgeir segir að umferð hafi ekki aðeins aukist í gegnum göngin heldur aki líka fleiri ferðamenn yfir Víkurskarðið en áður, sem og gamla Vaðlaheiðarveginn. Það er einfaldlega allt fullt af ferðamönnum á Norðurlandi en erfitt að segja til um hvort það haldist.\nEf að veðrið helst áfram gott þá klárlega njótum við góðs af því.\nÞað er í rauninni eingöngu þessu veðri að þakka enda síðustu 3 vikur hafa verið ævintýralegar hjá okkur. Það er þvílík aukning hjá okkur miðað við í fyrra.\nÍslendingar eru í miklum meirihluta þeirra sem nota göngin og segir Valgeir að erlendir ferðamenn séu mun færri heldur en 2019. Það eru því aðallega ferðaþyrstir Íslendingar sem bruna með tengivagna í gegnum göngin enda er ókeypis fyrir aftanívagna í Vaðlaheiðargöng.","summary":"Metumferð hefur verið um Vaðlaheiðargöng síðastliðnar vikur. Framkvæmdastjóri ganganna segir Íslendinga aðalnotendurna og erlenda ferðamenn mun færri heldur en 2019."} {"year":"2021","id":"183","intro":"Helgi Jensson hefur óskað eftir rökstuðningi frá dómsmálaráðuneytinu vegna skipunar í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Tilkynnt var í gær að ráðuneytið hefði skipað Birgi Jónasson í embættið en hæfnisnefnd hafði aftur á móti metið Helga hæfastan umsækjenda.","main":"Umsóknarfrestur um embættið rann út 19. apríl. Átta sóttu um og komst hæfnisnefnd að þeirri niðurstöðu að allir uppfylltu þeir almenn hæfnisskilyrði. Í umsögn nefndarinnar segir að þegar tekið sé tillit til heildarmats á hæfnisþáttum standi Helgi Jensson öðrum umsækjendum framar og sé mjög vel hæfur til að gegna embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Embættið sé að mörgu leyti áþekkt því sem hann hafi starfað hjá en hann hefur verið staðgengill bæði sýslumanna og lögreglustjóra í nær þrjá áratugi.\nFréttastofa náði tali af Helga í morgun. Hann hefur óskað eftir rökstuðningi frá dómsmálaráðuneyti vegna skipunarinnar.\nNæstur á eftir Helga í hæfnismatinu var Birgir Jónasson. Tilkynnt var á vef dómsmálaráðuneytis í gær að hann hefði verið skipaður lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Nefndin mat hann vel hæfan til að gegna embættinu. Í umsögn hennar segir að þó að hann hafi minni reynslu á því sviði sem um ræði hafi hann fjölbreyttari reynslu en Helgi. Birgir hafi sinnt kennslu og hafi meiri yfirsýn yfir aðra þætti innan lögreglunnar sem geti nýst vel í umræddu embætti.\nFréttastofa hefur sent dómsmálaráðuneyti fyrirspurn vegna málsins.","summary":"Dómsmálaráðherra hefur skipað þann sem metinn var næst hæfastur í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Sá sem metinn var hæfastur hefur óskað eftir rökstuðningi fyrir skipuninni. "} {"year":"2021","id":"183","intro":"Á annað þúsund hælisleitendum hefur tekist að komast yfir Ermarsund til Bretlands það sem af er þessum mánuði, fleiri en allt árið í fyrra.","main":"Á fimmta hundrað hælisleitendum tókst í gær að komast á gúmmíbátum yfir Ermarsund frá Frakklandi til Bretlands. Breska þingið áformar lagabreytingar í von um að stöðva flóttamannastrauminn.\nAð sögn PA fréttastofunnar komust að minnsta kosti 430 yfir sundið í gær, þar á meðal konur og börn, nokkur undir eins árs aldri. Af loftmyndum má sjá þétt setna gúmmíbáta sem siglt var frá Frakklandi að suðurströnd Englands. Þetta er metfjöldi á einum degi. Fyrra metið var 416 í september í fyrra. Bretar hafa greitt Frökkum háar upphæðir fyrir að efla eftirlit sín megin til að stöðva flóttamannastrauminn. Fréttaritari Sky sjónvarpsstöðvarinnar sem fylgst hefur með málinu segir að það líkist einna helst leik músarinnar að kettunum. Fólki takist æði oft að sleppa undan eftirlitinu og sífellt sé verið að breyta áfangastöðum Englandsmegin. Það sem af er júlímánuði hefur að minnsta kosti 1.850 hælisleitendum tekist að komast til Bretlands. Það eru fleiri en allt árið í fyrra. Breska þingið ræðir um þessar mundir lagabreytingar til að stöðva flóttamannastrauminn. Theresa May, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur varað við hugmyndum að hætti Ástrala, um að flytja fólkið í búðir fjarri meginlandinu meðan verið er að kanna uppruna þess og ferðir.","summary":"Á annað þúsund hælisleitendum hefur tekist að komast yfir Ermarsund til Bretlands það sem af er þessum mánuði, fleiri en allt árið í fyrra."} {"year":"2021","id":"183","intro":"Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka veiðiheimildir til strandveiða um tæp 1.200 tonn. Þessi viðbót á gera strandveiðisjómönnum kleift að stunda veiðar út ágúst og þar með að ljúka tímabilinu á tilsettum tíma.","main":"Allt stefndi í að stöðva þyrfti strandveiðar um miðjan ágúst því útlit var fyrir að þau 11.100 tonn sem leyft hafði verið að veiða í ár dygðu ekki út veiðitímabilið. Það sama gerðist í fyrrasumar en þá voru veiðarnar stöðvaðar nítjánda ágúst, þrátt fyrir að sjávarútvegsráðherra hefði þá bætt við 720 tonnum af þorski. Í gær, að loknum fjörutíu og tveimur veiðidögum á strandveiðum, var heildaraflinn kominn í 7.870 tonn. Miðað við meðalafla á dag var ljóst að heimildir dygðu ekki út tímabilið. Nú hefur sjávarútvegsráðherra undirritað reglugerð um auknar veiðiheimildir og bætt við 1.171 tonni af þorski. Þar með verður leyfileg heildarveiði á strandveiðum 12.271 tonn af óslægðum botnfiski. Þau tonn sem þarna bætast við eru óráðstafaðar þorskveiðiheimildir á skiptimarkaði í skiptum fyrir makríl og fleiri tegundir. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að með þessari aukningu eigi strandveiðisjómenn að geta stundað veiðar út ágúst. Þá muni viðbótin jafna stöðu milli einstakra veiðisvæða þar sem ágústmánuður sé besti veiðitíminn á sumum svæðum.","summary":"Strandveiðikvótinn hefur verið aukinn um tæp 1.200 tonn. Þar með á að vera hægt að ljúka strandveiðum á tilsettum tíma í lok ágúst. "} {"year":"2021","id":"183","intro":"Íbúðafélagið Bjarg ætlar að lækka leigu stórs hóps leigjenda sinna frá og með fyrsta september næstkomandi og nemur lækkunin allt að þrjátíu og fimm þúsund krónum á mánuði. Um verulega búbót er að ræða fyrir þá sem leigja íbúð af Bjargi en íbúðafélagið er húsnæðis-sjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB. Ný greining hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á nýjustu gögnum um leigumarkaðinn sýnir að leiga hjá Bjargi verður nú tuttugu prósent ódýrari en leiga á almennum markaði.","main":"Ástæða lækkunarinnar er hagstæð ný langtímafjármögnun á lánum félagsins hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun í kjölfar þess að niðurstaða náðist í ríkisstjórn um framtíðarfyrirkomulag lánveitinga stofnunarinnar til byggingar og kaupa á íbúðum á samfélagslegum forsendum þar sem um er að ræða óhagnaðardrifið húsnæðiskerfi. Björn Traustason er framkvæmdastjóri Bjargs íbúðarfélags.\nÁsmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Björn og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, undirrituðu viljayfirlýsingu um fjármögnunina nú í morgun. Um tvö ár eru frá því Bjarg íbúðarfélag afhenti fyrstu íbúðina og alls eru íbúðirnar núna um fimm hundruð talsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"183","intro":"Kostnaðurinn við Ólympíuleikana í Tókýó er í námunda við landsframleiðslu Íslands, eða um þrjú þúsund milljarðar króna. Mótshaldarar verða af um hundrað milljörðum króna vegna þess að engir áhorfendur verða á pöllunum.","main":"Ólympíuleikarnir í Tókýó verða settir á föstudaginn. Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri greiningar Íslandsbanka segir það koma sér á óvart hve dýrir leikarnir verða. Kostnaðurinn er miklu meiri en ráð var fyrir gert og tekjurnar hafa dregist saman, meðal annars vegna þess að engir áhorfendur verða viðstaddir.\nþetta eru mjög stórir leikar. Aldrei verið jafn margir viðburðir, þetta er haldið í landi þar sem eru stórir leikvangar sem taka marga í sæti. Bæði tekjutapið og aukning í kostnaði hleypur á 100 milljarða króna.\nHvað gætu þessir leikar kostað. Þeir virðast ætla að kosta eitthvað í námunda við landsframleiðslu Íslands það er að segja eitthvað fyrir norðan þrjú þúsund milljarða króna. Sem mun þá gera þá að þá að dýrustu Ólympíuleikum sögunnar.\nVið fáum þá mesta tap á Ólympíuleikum í kjölfarið? Það er nefnilega ekki útilokað.\nBjörn Berg segir að væntanlega þurfi borgaryfirvöld í Tókýó að greiða reikninginn. Venjan er þó sú að tap sé af Ólympíuleikum.\nEn það er nú samt sem áður venjan með Olympíuleika almennt. Þeir eru reknir með tapi.\nÞað er verið að halda partí, veislu og stórt íþróttamót og þá hafa heimamenn hingað til með semingi amk sætt sig við að það að þetta verði mjög dýrt. Andstaðan hefur verið mikil í Japan að undanförnu við þessa leika.\nMótshaldarar verða af miklum tekjum vegna þess að engir áhorfendur verða á íþróttavöllunum.\nJá ef við litum eingöngu á það þá munar circa 100 milljörðum króna í bókhaldið, bara við þáð að geta ekki selt miða. Það eru þá beinar miðasölutekjur. Til viðbótar við þær var auðvitað gert ráð fyrir því að þeir sem sæktu leikana þyrftu nú að gista einhvers staðar, borða og njóta lífsins í Tókíó. Þegar allt er talið er reiknað með því að tap Tókíó vegna þessa sé um 250 milljarðar króna. Þá erum við eingöngu að taka saman þær tölur sem tengjast áhorfendaleysi.","summary":null} {"year":"2021","id":"184","intro":"Borgarfulltrúar meiri- og minnihluta segja fulla ástæðu til að ræða hvernig bregðast skuli við auknu ofbeldi og ölvun í miðbæ Reykjavíkur um helgar eftir að samkomutakmörkunum var aflétt í lok júní.","main":"Varðstjórar hjá lögreglu og slökkviliði lýstu mjög erfiðu ástandi í miðbæ Reykjavíkur um liðna helgi. Lögregla hefur óskað eftir umræðu um opnunartíma skemmtistaða, en hann er nú frjáls. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í meirihluta borgarstjórnar segir mikilvægt að taka upplýsta umræðu um kosti og galla núverandi fyrirkomulags.\nOg svo þurfum við líka að skoða tölur sem við höfum á veðan á Covidinu stóð. Þá jókst heimilisofbeldi og ofbeldi í heimahúsum og barnaverndatilkynningum fjölgaði þannig að við þurfum að skoða þetta allt saman heildstætt. Og þegar við gerum það þá þurfum við líka að gera það í samtali við alla sem koma að þessum málum. Þannig að við þurfum að taka þetta allt saman saman og taka þetta samtal yfirvegað og með gögnin með okkur, því að opnunartíminn grundvallast á aðalskipulagi borgarinnar og því er ekki breytt á einni nóttu. Auðvitað erum við öll búin að vera í Covid í eitt og hálft ár og standa okkur ótrúlega vel. Kannski erum við dálítið eins og kýrnar þegar þeim er hleypt út á vorin. Við þurfum bara að skoða þetta saman og taka ákvarðanir að yfirveguðu máli og upplýstu.\nEyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna i minnihluta borgarstjórnar segir að ein rót vandans felist í fjölgun skemmtstaða og bara í miðbænum á kostnað verslunar.\nÉg held að það sé full ástæða til að skoða hvað hægt er að gera til að bæta umgengni og hegðan. Eitt af atriðunum er skipulagið, þ.e.a.s. Laugavegur og Bankastræti hafa þróast úr því að vera verslunargata í það að vera meira pöbbar og barir. Ég hef haft áhyggjur af þeirri þróun. Ég held að hún sé hluti af því af hverju þetta er orðið svona mikið. Ég held að bönn leysi nú ekki vandann því þá ýtum við honum bara eitthvert annað eins og þekkt er. En það er eitthvað annað í umgjörðinni sem við getum bætt. Og eitt af því er að hlutfall veitingastaða er orðið mjög hátt miðað við verslun.","summary":null} {"year":"2021","id":"184","intro":"Enginn starfsmaður hefur smitast eða þurft að fara í einangrun vegna starfa sinna í sóttvarnahúsi. Helmingur þeirra sem þar dvelst er einkennalaus. Forstöðumaðurinn reiknar með að fleiri þurfi að fara í einangrun næstu daga.","main":"Í dag eru um 200 manns á sóttvarnarhótelum, þetta fólk er óbólusett og byrjar fimm daga sóttkví áður en það getur lagt í ferðalag um landið. Rauði Krossinn er með fjögur sóttvarnarhótel á leigu en tvö þeirra eru í notkun.\nÞað er nú svolítið merkilegt að við höfum verið með á þeim hótelum mörg þúsund manns frá því að þau opnuðu 1. apríl. En ætli það séu ekki um 10 manns sem hafa greinst jákvæðir í seinni skimun á þeim hótelum. Fólk sem hefur þá verið í sóttkvínni í fimm daga. Við erum að greina fleiri jákvæða sem eru bólusettir heldur en þeim sem hafa ekki verið það í okkar úrræðum.\nNokkur herbergi losna á sóttvarnarhúsum í dag en Gylfi reiknar með meiri fjölda næsta daga.\nFjölmargir hafa komið í sóttvarnarhúsin en ennþá hefur enginn smitast.\nÉg hef ekki smitast og enginn starfsmaður hjá okkur hefur smitast. Enginn starfsmaður hefur þurft að fara í sóttkví vegna starfa sinna í húsunum. Enginn þeirra sem komið hafa til okkar hvort sem það eru hótelstarfsmenn eða öryggisverðir eða hvað það er hefur smitast í húsunum. Þannig að við erum að gera eitthvað rétt sem betur fer.","summary":null} {"year":"2021","id":"184","intro":"Flóðin í Þýskalandi hafa orðið að minnsta kosti hundrað sextíu og þremur að bana. Margra er saknað. Sambandsstjórnin í Berlín ætlar að reiða fram 400 milljónir evra til uppbyggingar á flóðasvæðunum.","main":"165 hafa fundist látnir eftir flóðin í vesturhluta Þýskalands í síðustu viku. Margra er saknað. Fjögur hundruð milljónum evra verður varið úr ríkissjóði til uppbyggingar á flóðasvæðunum. Breskur vísindamaður segir að varað hafi verið við flóðunum, en yfirvöld trassað að láta íbúana vita.\nMest varð manntjónið í Ahrweiler héraði í Rheinland-Pfalz. Þar létust að minnsta kosti 117. Björgunarsveitir hafa í dag einbeitt sér að því að leita þeirra sem saknað er, en að sögn skipuleggjenda leitarinnar er ekki vitað hve margir þeir eru. Að sögn þýskra fjölmiðla hyggst sambandsstjórnin reiða fram fjögur hundruð milljónir evra til uppbyggingar á flóðasvæðunum í Rheinland-Pfalz og Nordrhein-Westfalen. Horst Seehofer innanríkisráðherra sagði þegar hann kannaði aðstæður í dag að fjárveitingin yrði afgreidd á þingi á miðvikudag.\nBreskur vísindamaður, Hannah Cloke, prófessor í vatnafræði við háskólann í Reading, segir að varað hafi verið við yfirvofandi flóðum í Þýskalandi nokkrum dögum áður en úrhellið skall á. Yfirvöldum hafi verið gerð grein fyrir að hætta væri að skapast, einkum í grennd við árnar Erft og Ahr, sér í lagi í bæjunum Hagen og Altenahr. Hún segir í viðtali við Sunday Times að yfirvöld hafi hins vegar látið undir höfuð leggjast að vara íbúana við hættunni. Hannah Cloke er einn af höfundum spálíkans sem segir fyrir um yfirvofandi flóð í Evrópu af meiri nákvæmni en önnur.","summary":"Flóðin í Þýskalandi hafa orðið að minnsta kosti 165 að bana. Margra er saknað. Sambandsstjórnin í Berlín ætlar að reiða fram 400 milljónir evra til uppbyggingar á flóðasvæðunum. "} {"year":"2021","id":"184","intro":"Þrátt fyrir að fjölmargir gestir hafi sótt Akureyri heim í veðurblíðunni síðustu vikur hefur lögreglan ekki orðið vör við meira álag en venjulega.","main":"Á Akureyri er mikill fjöldi gesta og tjaldsvæði og aðrir gististaðir eru full. Jóhann Olsen varðstjóri hjá Lögreglunni á Akureyri segir að lögregluþjónar í bænum hafi ekki upplifað slæmt ástand um helgina.\nHelgin gekk bara vel, það er náttúrulega margt fólk hérna í bænum og auðvitað fylgir því einhver smá erill en þetta gekk allt slysalaust og vel fyrir sig.\nOg ekkert meira ölvunarástand núna heldur en verið hefur verið undanfarið.\nJóhann segir að þau útköll sem lögreglan hafi sinnt um helgina ekki endilega tengjast auknum fjölda ferðamanna í bænum. Eitthvað hafi verið um hávaða í heimahúsum en engin stórmál komið á borð lögreglu. Það sé þó meira að gera heldur en meðan fjöldatakmarkanir voru enn í gildi fyrr í sumar.\nJú, auðvitað er hlutirnir öðruvísi núna en þeir voru í covid\nen þeir eru ekkert öðruvísi heldur en þeir voru fyrir covid. Fólk er bara að skemmta sér eins og gengur.","summary":null} {"year":"2021","id":"184","intro":"Vel er fylgst með íslenska hópnum sem kominn er til Tókýó á Ólympíuleikana. COVID-19 smit hafa komið upp hjá einhverjum keppendum og starfsliði annarra þjóða í Tókýó, nú þegar aðeins fjórir dagar eru þar til leikarnir verða settir.","main":"Ásgeir Sigurgeirsson sem keppir í skotfimi á laugardag er kominn inn í Ólympíuþorpið í Tókýó og dvelur þar þangað til næsta mánudag þegar hann fer aftur heim til Íslands. Guðni Valur Guðnason sem keppir í kringlukasti er í þessum skrifuðu orðum á ferðalagi til Japans frá Íslandi. Guðni Valur mun svo fara í æfingabúðir íslenska hópsins í Tama City, sem er í útjaðri Tókýó. Þar eru núna sundfólkið Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir ásamt þjálfurum sínum og sjúkrateymi Íslands. Allir í íslenska hópnum eru skimaðir daglega fyrir COVID-19, hvort sem er í Ólympíuþorpinu eða í Tama City. Hópurinn er auk þess hitamældur reglulega og þarf að skila inn upplýsingum um heilsufar. Setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó fer fram kl. 11:00 að íslenskum tíma á föstudag. Keppni er þó þjófstartað á miðvikudag þegar keppni í fótbolta hefst. Sýnt verður frá keppni Ólympíuleikanna alla daga leikanna á rásum RÚV. Sérstakir samantektarþættir verða svo á hverjum degi klukkan 20 mínútur í átta á RÚV sem nefnast Ólympíukvöld. Þá sendir íþróttadeild RÚV frá sér hlaðvarp í Tókýó alla daga leikanna, það fyrsta á fimmtudag. Það verður jafnframt flutt á Rás 2 á virkum dögum klukkan 10 mínútur yfir sex.\nTveir leikir voru spilaðir í úrvalsdeild karla í fótbolta í gærkvöld. KR og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Reykjavík. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir en Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði fyrir Blika. Þá tryggði Steven Lennon FH 1-0 sigur á Fylki með marki tólf mínútum fyrir leikslok. Sigurinn var kærkominn fyrir FH-inga sem höfðu ekki unnið í sjö leiki í röð fyrir sigurinn í gærkvöld. Síðast vann FH leik í deildinni 17. maí á móti HK. Þrettándu umferð deildarinnar lýkur í kvöld þegar Leiknir fær Stjörnunar í heimsókn og Keflavík og Víkingur eigast við.","summary":"Vel er fylgst með íslenska hópnum sem kominn er til Tókýó á Ólympíuleikana. COVID-19 smit hafa komið upp hjá einhverjum keppendum og starfsliði annarra þjóða í Tókýó nú þegar aðeins fjórir dagar eru þar til leikarnir verða settir."} {"year":"2021","id":"184","intro":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill hertar aðgerðir á landamærunum, en kórónuveirusmitum hefur fjölgað innanlands undanfarna daga. Hann hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði þess efnis.","main":null,"summary":"Ríkisstjórnin ræðir nú nýtt minnisblað frá sóttvarnalækni um hertar aðgerðir á landamærunum í kjölfar þess að kórónuveirusmitum hefur fjölgað undanfarna daga."} {"year":"2021","id":"184","intro":"John Lewis verslanakeðjan í Bretlandi áformar að fækka stjórnendastöðum um eitt þúsund til að draga úr rekstrarkostnaði. Fyrirtækið hefur orðið fyrir þungum búsifjum í COVID-19 faraldrinum og vegna sívaxandi vinsælda verslana á netinu.","main":"Í tilkynningu frá fyrirtækinu, John Lewis Partnership, segir að niðurskurðurinn verði hvort tveggja í 34 vöruhúsum þess og í 331 verslun í Waitrose matvöruverslanakeðjunni sem það rekur einnig. Þetta eru ekki fyrstu sparnaðarráðstafanir sem gripið er til. Þegar er búið að loka sextán verslunum með þeim afleiðingum að 2.800 starfsmenn misstu vinnuna. Ekki stendur til að loka fleiri verslunum, að því er breskir fjölmiðlar hafa eftir stjórnendunum. Fyrr í þessum mánuði var tilkynnt að fyrirtækið ætlaði að reisa þúsundir leiguíbúða á lóðum í þess eigu til að styrkja fjárhaginn. Rekstur John Lewis verslananna gekk ekki sem skyldi áður en heimsfaraldurinn brast á í fyrra. Viðskiptavinum hefur fækkað í takti við að vetla netverslana færist stöðugt í aukana. Fleiri breskar verslanakeðjur hafa lent í erfiðleikum af sömu ástæðum og þurft að skera niður í rekstrinum eða skella endanlega í lás.","summary":null} {"year":"2021","id":"185","intro":"Fjölmenn mótmæli hafa farið fram í Frakklandi í vikunni eftir að ríkisstjórn Emmanuels Macron ákvað á mánudag að öllu heilbrigðisstarfsfólki bæri að fara í bólusetningu.","main":"Á mánudaginn var tilkynnt um þá ákvörðun ríkisstjórnar Emmanuels Macrons, forseta Frakklands, að skikka alla heilbrigðisstarfsmenn í landinu í bólusetningu gegn Covid 19. Sömuleiðis beri þeim og öðrum Frökkum að framvísa bólusetningaskrírteini á fjölmennum opinberum stöðum sé eftir því óskað. Geti fólk ekki framvísað bólusetningarskírteini verður það að framvísa nýlegu vottorði um að það sé ekki með kórónuveirusmit, til dæmis til að geta sest inn á veitingastaði.\nSíðan reglurnar voru settar á mánudag hefur þeim fjölgað til muna, Frökkunum sem óska eftir að fá bólusetningu.\nHins vegar eru ekki öll sátt við reglur ríkisstjórnarinnar og tugir þúsunda hafa komið saman á götum Parísar og víðar til að láta í ljós óánægju sína.\nNiður með einræðið og heilsan mín kemur þér ekki við er meðal þess sem stóð á kröfuspjöldum mótmælenda. Þá hrópuðu mörg þeirra einfaldlega \"frelsi\".\nLögreglan í París beitti táragasi á þá mótmælendur sem þeim fannst ganga hvað harðast fram í mótmælum sínum í gær. Efasemdir um ágæti bólusetninga hafa verið hvað mestar í Frakklandi af öllum Evrópuþjóðum síðan faraldurinn blossaði upp. Í skoðanakönnun sem gerð var í desember í fyrra kom fram að 42% Frakka höfðu hug á að láta bólusetja sig. Það hlutfall var komið upp í 70% nú í apríl.\nRétt rúmlega helmingur fullorðinna í Frakklandi hafa nú fengið hið minnsta einn skammt af bóluefni gegn Covid.","summary":null} {"year":"2021","id":"185","intro":"Bashar al-Assad sór í gær embættiseið fyrir fjórða kjörtímabil sitt sem forseti Sýrlands. Hann fékk 95 prósent greiddra atkvæða í kosningum sem ráðamenn á vesturlöndum hafa dregið í efa.","main":"Bashar al-Assad tók fyrst við embætti forseta Sýrlands þegar faðir hans, Hafez, lést árið 2000.\nÞetta voru aðrar forsetakosningarnar í landinu síðan stríðsátök brutust þar út. Stríðsátök sem hafa kostað næstum hálfa milljón Sýrlendinga lífið og laskað verulega alla innviði landsins.\nRétt áður en innsetningarathöfn forsetans fór fram í gær skutu stjórnarhermenn eldflaugum á uppreisnarhópa í Idlib héraði með þeim afleiðingum að sex létust, þar af þrjú börn.\nSlagorð Assads í kosningabaráttunni var Von með vinnu, hann lagði áherslu á að hann væri vænlegasti kosturinn til að stýra uppbygginu landsins. Kosningabaráttan var hins vegar hvorki spennandi né tvísýn, tveir óþekktir frambjóðendur voru á kjörseðlinum auk Assads, sem mældist alltaf með um eða yfir 90% fylgi í skoðanakönnunum. Assad sagði kosningarnar í maí síðastliðnum, þar sem hann fékk 95% greiddra atkvæða, sýna styrk lýðræðis í landinu.\nEkki eru allir sammála því mati forsetans. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu hafa sagt að kosningarnar hafi hvorki verið sanngjarnar né frjálsar í hinu stríðshrjáða landi. Stjórnvöld í Sýrlandi segja kjörsókn hafa verið nær 80%, en þau sem setja spurningamerki við þær fullyrðingar benda á þá staðreynd að nær helmingur 18 milljóna íbúa landsins er á flótta, annað hvort innan lands eða utan, eftir tíu ára stríðsátök í landinu.","summary":"Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, hóf í gær sitt fjórða kjörtímabil. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa dregið í efa réttmæti kosninganna sem tryggðu forsetanum 95 prósent greiddra atkvæða. "} {"year":"2021","id":"185","intro":"Rannsóknarskipið Árni Friðriksson er nú ásamt fjórum öðrum skipum í árlegum fjölþjóðlegum leiðangri til að rannsaka uppsjávarvistkerfi. Eitt meginmarkmiðið er að meta magn og útbreiðslu makríls, kolmunna og norsk-íslenskrar síldar. Í gær sáu leiðangursmenn íslenska sumargotssíld og makríls hefur einnig orðið vart.","main":"Makrílveiðar hafa ekki gengið nógu vel í íslensku fiskveiðilögsögunni svo skipin hafa verið að veiðum í Síldarsmugunni langt austnorðuraustur af landinu. Vonir eru bundnar við að makríllinn finnst nær Íslandsströndum. Niðurstöður úr leiðangri Árna Friðrikssonar verða þó ekki birtar fyrr en í lok ágúst en eitthvað hefur fundist, segir Anna Heiða Ólafsdóttir fiskifræðingur á uppsjávarsviði Hafrannsóknastofnunar:\nVið höfum séð fisk, bæði makríl og síld. Þannig að það er einhver fiskur eftir í sjónum.\nSegir Anna Heiða stödd um borð í Árna langt suður af Hornafirði. Leiðangurinn gengur mjög vel enda hefur verið gott veður nema í gær. Skipin fimm að Árna meðtöldum fara yfir 2,8 milljónir ferkílómetra í Norður-Atlantshafi.\nLeiðangurinn í heild mun gefa nokkuð góða mynd af því hvar makríllinn er, hvar hann er ekki og hver þéttleikinn er. Og við höfum líka séð svolítið af síld bæði norsk-íslensku vorgotssíldinni, hún hefur verið fyrir norðan og svo fyrir austan landið. Og svo núna erum við að byrja hérna fyrir sunnan og bara núna í morgun þá vorum við að fá íslenska sumargotssíld þ.a. það er síld. Og kannski það sem kom mest á óvart í leiðangrinum er það að við vorum að fá loðnu. Við fengum bara fullorðna stóra fína loðnu í þremur togum fyrir norðan landið. Það kemur mikið á óvart og er ekki venjulegt í þessum leiðangri. Þannig að það verður mjög spennandi að sjá hvað gerist á næstu loðnuvertíð.","summary":null} {"year":"2021","id":"185","intro":"Franska hrollvekjan Titane hlaut í gærkvöld gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes og Norðmenn eru í sjöunda himni eftir að norsk leikkona var valin sú besta. Spike Lee, sem var formaður dómnefndarinnar, voru heldur mislagðar hendur á verðlaunahátíðinni.","main":"Hrollvekjan Titane eftir Juliu Ducournau þykir bæði hrottafengin og frumleg. Ducarnau er aðeins önnur konan til að hljóta gullpálmannn á Cannes, það gerðist síðast 1993 þegar Jane Campion fékk þessi verðlaun fyrir The Piano.\nSpike Lee, sem var formaður dómnefndar, hljóp illa á sig þegar franskur kynnir verðlaunahátíðarinnar bað hann að kynna fyrstu verðlaun kvöldsins. Bandaríski leikstjórinn misskildi spurninguna og hélt að hann ætti kynna fyrstu verðlaun og upplýsti því hvaða mynd hefði unnið aðalverðlaunin,\nÞótt hugur margra í salnum hafi reikað aftur til Óskarsverðlaunanna 2017 þegar Lala Land var ranglega sögð hafa unnið Óskarinn sást Ducarnau flissa út í sal. Hún sagði kvöldið hafa verið fullkomið þar sem það væri ófullkomið.\nNorðmenn eru jafnframt í sjöunda himni eftir að Renate Reinsve var valin besta leikkonan á hátíðinni fyrir leik sinn í kvikmyndinni Verdens verste menneske. Ágústhiminn, Brasilísk-íslensk stuttmynd, hlaut sérstaka viðurkenningu . Tveir Íslendingar komu að gerð myndarinnar; Kári Úlfsson framleiðandi og Brúsi Ólason klippari.","summary":null} {"year":"2021","id":"185","intro":"Hlynur Andrésson bætti í gærkvöldi Íslandsmet karla í 5000 metra hlaupi. Það var í þriðja sinn á tveimur vikum sem metið fellur en Hlynur og Baldvin Þór Magnússon skiptast á að bæta metið.","main":"Hlynur keppti í gær á Flanders Cup mótinu í Belgíu og varð sjötti á nýju Íslandsmeti, 13 mínútum og 41,06 sekúndum. Hann bætti Íslandsmetið um 3,94 sekúndur en fyrra metið átti Baldvin Þór Magnússon. Það met var setti á Evrópumóti 23 ára og yngri á laugardaginn var. Baldvin Þór náði þá metinu af Hlyni sem var sett laugardaginn þar á undan. Íslandsmetið féll því í gær í þriðja sinn á sléttum tveimur vikum. Þeir Hlynur og Baldvin Þór berjast því hart um Íslandsmetið. Hlynur hafði átt það í tvö ár þegar Baldvin Þór náði því í mars síðastliðnum en baráttan hefur heldur betur harðnað á síðustu vikum.\nMilwaukee Bucks er nú aðeins einum sigri frá NBA-titlinum í körfubolta. Liðið lagði Phoenix Suns að velli í fimmta úrslitaleik liðanna í gærkvöldi, 123-119, eftir æsispennandi leik. Phoenix vann tvo fyrstu leiki liðanna en Milwaukee hefur nú unnið þrjá í röð og getur tryggt sér titilinn í sjötta úrslitaleiknum í Milwaukee á aðfararnótt miðvikudags. Takist það ekki verður hreinn oddaleikur um titilinn í Phoenix aðfararnótt föstudags. Milwaukee hefur einu sinni hampað NBA-titlinum og það var árið 1971. Phoenix hefur aldrei unnið titilinn.\nTveir íþróttamenn greindust með Covid-19 smit í Ólympíuþorpinu síðasta sólarhringinn. Bæði smitin tengjast því fyrsta sem greindist í gærmorgun. Smitin eru öll frá sama landi og tengjast sömu íþróttagrein, en nánari upplýsingar hafa ekki verið veitta. AFP-fréttaveitan hefur eftir framkvæmdastjóra leikanna að sóttvarnir í þorpinu ættu að koma í veg fyrir útbreiðslu smita. Allir séu skimaðir daglega og samgangur milli hópa ákaflega takmarkaður, sem ætti að koma í veg fyrir útbreiðslu smitanna. Leikarnir verða settir á föstudaginn kemur og streymir íþróttafólk nú til Tókýó. Sýnt verður beint frá leikunum á sjónvarpsrásum RÚV alla keppnisdaga og má nálgast allar upplýsingar um útsendingar RÚV á ruv.is.","summary":null} {"year":"2021","id":"186","intro":"Fleiri en 1300 er enn saknað og hið minnsta 150 eru látin í miklum flóðum í Þýskalandi og Belgíu. Staðaryfirvöld í vestur Þýskalandi eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við viðvörunum veðurfræðinga.","main":"Verslunareigendur í Belgíu eru nú víða í óðaönn að reyna að moka vatni úr verslunum sínum. Þeirra á meðal André Cloeck en í skóbúð hans náði vatnið um 1,2 metrum.\nEverything is under water, we had 1m10-1m20 of water and as I put my shoes on the ground and everything is floating.\nÉg á tvö ár í eftirlaunaaldurinn og nú missi ég allt, mér líður hræðilega, segir skóbúðaeigandinn Cloeck.\nOg hann er víst sannarlega ekki eini íbúi Belgíu, Þýskalands, Sviss, Lúxembúrg eða Hollands sem berst í bökkum vegna gríðarlegra flóða.\nÁstandið er verst í vestur Þýskalandi og Belgíu. Þar hafa fleiri en 150 látist vegna flóðanna. Þeirra á meðal eru 12 íbúar á sambýli fyrir fólk með fötlun í Rínarlöndum. Enn er ekki vitað um afdrif um 1300 manns á flóðasvæðunum.\nBjörgunarstarf er erfitt í þessu ástandi, vegir hafa víða eyðilagst og símasamband liggur víða niðri. Fleiri en 100 þúsund heimili eru nú án rafmagns.\nÍ Belgíu eru hið minnsta 20 látin. Þriðjudagurinn 20. júlí verður dagur þjóðarsorgar þar í landi, sagði forsætisráðherrann Alexander De Croo í gær.\nFlóðaeftirlitsstofnun Evrópu gaf úr flóðaviðvörun fyrr í vikunni. Því spyrja mörg sig hvers vegna ekki hafi verið gripið til rýminga og annarra forvarna fyrr. Verðurstofa Þýskalands segist hafa komið viðvöruninni áfram til staðaryfirvalda, sem bera ábyrgð á viðbrögðum við yfirvofandi náttúruhamförum.","summary":"Héraðsyfirvöld í Vestur Þýskalandi eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki brugðist fyrr við viðvörunum um yfirvofandi flóð á svæðinu. Að minnsta kosti 150 eru látin og eitt þúsund og þrjú hundruð er enn saknað. "} {"year":"2021","id":"186","intro":"Aðstæður almennings í Mjanmar fara stöðugt versnandi rúmlega fimm mánuðum eftir að herinn rændi völdum. Þetta er mat Sameinuðu þjóðanna. Hætta sé á að helmingur þjóðarinnar falli undir fátæktarmörk.","main":"Herforingjastjórnin hefur barið niður mótmæli og andstöðu af mikilli hörku. Vitað er um nærri eitt þúsund sem her og lögregla hafa orðið að bana. Víðtæk verkföll hafa lamað atvinnulífið og til að bæta gráu ofan á svart er COVID-19 farsóttin í miklu vexti. Talsmaður Alþjóða Rauða krossins og rauða hálfmánans segir að ástandið sé afar hættulegt, aðgengi að sjúkrahúsum og heilsugæslu sé takmarkað. Biðraðir eru við sjúkrahús sem geta ekki sinnt nema broti af þeim sem eru sýktir af kórónuveirunni. Skortur er á lyfjum og súrefni.\nMichelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að ástandið hafi breyst úr pólitískri krísu í mannlegar hamfarir.\nHerforingjastjórnin lætur sér þjáningar almennings í léttu rúmi liggja og herðir tökin á landinu. Sumir í hópi stjórnarandstæðinga virðast telja að friðsamlegar aðgerðir eins og verkföll og mótmæli skili engum árangri. Þeir segja að viðbrögð alþjóðasamfélagsins við valdaráninu aumkunarverð. Bandaríkin og Evrópusambandið hafa gripið til refsiaðgerða en Kínverjar og Rússar hafa komið í veg fyrir að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna geti samþykkt eitt eða neitt um valdaránið og framferði herforingjastjórnarinnar. Róttækir stjórnarandstæðingar segja því að tími sé kominn til að grípa til vopna gegn herforingjastjórninni. Þegar hafa borist fréttir af árásum á her og lögreglu víða um landið en fréttaskýrendur segja vopnaða baráttu gegn herforingjunum nánast vonlausa.\nSameinuðu þjóðirnar áætla að samdráttur þjóðarframleiðslu í Mjanmar verði að minnsta kosti tíu prósent á þessu ári. Hagur almennings versnar hratt og Michelle Bachelet segir að sex milljónir Mjanmar-búa þurfi mataraðstoð.\nMichelle Bachelet sagði einnig að Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna teldi að helmingur þjóðarinnar verði undir fátækrarmörkum í byrjun næsta árs. Það eru meir en 25 milljónir manns.","summary":"Ástandið í Mjanmar fer sífellt versnandi nærri hálfu ári eftir valdarán herforingja. Sameinuðu þjóðirnar segja að sex milljónir þurfi mataraðstoð og hætta sé á að helmingur þjóðarinnar falli undir fátæktarmörk. "} {"year":"2021","id":"186","intro":"Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum segja að fjölgun dauðsfalla og veikinda af völdum COVID-19 megi nánast eingöngu rekja til þeirra sem ekki hafa látið bólusetja sig. Forsetinn er harðorður í garð samfélagsmiðla.","main":"Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, var ómyrkur í máli þegar blaðamaður spurði hann hver skilaboð hans væru til miðla á borð við Facebook.\nÞeir drepa fólk, sagði forsetinn og bætti því við að faraldurinn breiddist nú aðeins út meðal þeirra óbólusettu.\nFacebook vísaði gagnrýni forsetans á bug og telur sig hafa bjargað mannslífum með því að halda staðreyndum á lofti. Miðillinn benti á að 3,3 milljónir Bandaríkjamanna hefðu nýtt sér miðilinn til að sjá hvar þeir gætu látið bólusetja sig. Hvergi hefðu jafnmargir skoðað staðfestar upplýsingar um COVID-19 og bóluefni og á Facebook.\nÍ umfjöllun AFP-fréttastofunnar kemur fram að þeir sem eru óbólusettir treysti ekki bóluefnunum heldur trúi frekar falsfréttum á samfélagsmiðlum. Þá eru þeir til sem halda því fram að bóluefnin geri stjórnvöldum kleift að öðlast vald yfir fólki.","summary":"Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum segja að fjölgun dauðsfalla og veikinda af völdum COVID-19 megi nánast eingöngu rekja til þeirra sem ekki hafa látið bólusetja sig. "} {"year":"2021","id":"186","intro":"Þróttur og Breiðablik leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í fótbolta í ár. Undanúrslitin voru leikin í gærkvöldi.","main":"Þróttur lagði FH að velli í Laugardal með fjórum mörkum gegn engu. Linda Líf Boama, Andrea Rut Bjarnadóttir, Dani Rhodes og Ólöf Sigríður Kristinsdóttir skoruðu mörk Þróttar. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Þrótta kemst í úrslit bikarkeppninnar. Í úrslitaleiknum mæta þær Íslandsmeisturum Breiðabliks, sem lögðu Val að velli í spennuleik í gærkvöldi. Agla María Albertsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir komu Breiðabliki í 2-0 en Mary Alice Vignola og Ída Marín Hermannsdóttir jöfnuðu fyrir Val. Taylor Marie Ziemer kom Breiðabliki í 3-2 en á lokamínútunni jafnaði Fanndís Friðriksdóttir aftur fyrir Val. Í uppbótartíma skoraði Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir svo sigurmark Breiðabliks sem vann 4-3. Úrslitaleikurinn fer fram á Laugardalsvelli 1. október.\nCovid-19 smit greindist hjá starfsmanni í Ólympíuþorpinu í Tókýó í gær, en Ólympíuleikarnir verða settir á föstudaginn kemur. Þetta er fyrsta smitið sem greinist í þorpinu, en faraldurinn er í vexti í Tókýó og neyðarástand ríkir í borginni. Sá smitaði var sendur rakleitt í einangrun utan þorpsins. Þjóðerni þess smitaða hefur ekki verið gefið upp og heldur ekki hvort viðkomandi sé bólusettur. Ákaflega strangar sóttvarnarreglur gilda í þorpinu meðan á leikum stendur og allt íþróttafólk og starfslið þeirra eru skimuð daglega. Íþróttafólk streymir nú til Tókýó og hafa fimm greinst með Covid-19 smit á landamærunum við komuna til Japan. Leikarnir verða settir á föstudag og standa til 8. ágúst. RÚV sýnir beint frá leikunum á sjónvarpsrásum sínum og má finna allar upplýsingar um leikana og útsendingar RÚV á ruv.is.\nSuður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen er með forystu eftir tvo keppnisdaga á Opna meistaramótinu í golfi á Englandi. Hann var með eins höggs forskot eftir fyrsta keppnisdaginn og lék annan hring á fimm höggum undir pari og er samtals á 11 undir pari, sem er met eftir tvo keppnisdaga á mótinu. Oosthuizen er tveimur höggum á undan Bandaríkjamanninum Collin Morikawa. Keppni er hafin á þriðja hring mótsins en mótinu lýkur á morgun.","summary":null} {"year":"2021","id":"187","intro":"ÁTVR hefur lagt fram kæru á hendur netversluninni Sante fyrir meint skattsvik. Stofnunin segir fyrirtækið innheimta virðisaukaskatt án þess að vera með sérstakt virðisaukaskattsnúmer.","main":"Netverslunin Sante var opnuð fyrr á þessu ári. Fyrirtækið er í eigu Arnars Sigurðssonar vínkaupmanns en skráð í Frakklandi. Það rekur lager hér á landi og eru vörur tilbúnar til afgreiðslu samdægurs.\nNetverslun með áfengi frá erlendum vefverslunum hefur verið heimil í fjölda ára á grundvelli EES-samningsins, en Sante var sú fyrsta sem kom sér upp lager hér á landi og hafa fleiri fylgt í kjölfarið.\nÁTVR telur hana ganga gegn lögum um einkaleyfi hennar til smásölu áfengis en Arnar Sigurðsson eigandi telur verslunina lögmæta enda séu allir skattar og gjöld greidd hér á landi.\nMorgunblaðið greindi frá því í morgun að ÁTVR hefði nú kært fyrirtækið fyrir meint skattsvik. Í kærunni kemur fram að ÁTVR telji fyrirtækið innheimta ellefu prósenta virðisaukaskatt án þess að vera með sérstakt virðisaukaskattsnúmer, sem sé forsenda þess að skila gjöldum í ríkissjóð. Segir í kærunni að umsvif fyrirtækisins bendi til þess að skattaundanskot nemi \u001everulegum fjárhæðum.\nÁ heimasíðu vefverslunarinnar Sante er íslenskt virðisaukaskattsnúmer gefið upp en númerið er þó ekki skráð á fyrirtækið franska heldur eigandann. Sigrún Ósk Sigurðardóttir er aðstoðarforstjóri ÁTVR.\nVið höfum gefið það skýrt út að við teljum\nerum að benda á það með þessum kærum","summary":"ÁTVR hefur lagt fram kæru á hendur netversluninni Sante fyrir meint skattsvik. Stofnunin segir fyrirtækið innheimta virðisaukaskatt án þess að vera með sérstakt virðisaukaskattsnúmer."} {"year":"2021","id":"187","intro":"Enginn gosórói hefur mælst á eldstöðvunum á Reykjanesskaga síðan klukkan fimm í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur ekkert hraun sést renna á yfirborðinu en þó megi ætla að það renni í lokuðum hraunrásum. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir að dregið hafi úr hraunkviku sem upp komi í júlí miðað við maí og júní.","main":"Gosið liggur niðri og nú svo verður bara tíminn að leiða í ljós hvort að það tekur sig upp aftur eins og það er búið að gera nokkrum sinnum núna. Það verður bara að koma í ljós. Við vitum bara ekkert hvort að þetta sé endirinn eða hvort það heldur áfram. Og miðað við söguna að þá er hitt alveg eins líklegt að það haldi eitthvað áfram. Það kom síðast hlé í fimm daga og aðfararnótt laugardags þá byrjaði nú mikill kraftur, það er ekkert hægt að lesa út úr því til þess að spá í framtíðina? Nei, ekki nema að þessi hrina sem kom þarna milli 10. og 15. júlí, við höfum lagt svona gróft mat á hvað kom mikið upp í því með því að nota vefmyndavélar, myndavélar almannavarna og merki sem við eigum þarna í Meradölum. Og það er svona gróft mat að þetta hafi verið svona tíu rúmmetrar á sekúndu sem að var að koma á þessu tímabili. Og það er ekkert ósvipað því sem var lengst af í maí og júní. En yfir síðustu tvær, þrjár vikurnar, þetta tímabil sem þetta hefur verið svona skrykkjótt að þá er svona að meðaltali, vegna þess að þá koma þessi hlé þar sem lítið gerist, að þá er meðaltalið kannski nær fimm til sex rúmmetrum svona helmingur af því sem að var lengst af í maí og júní. Þannig að það hefur vissulega í heildina dregið úr magni kviku sem er að koma upp að neðan.\nMagnús Tumi segir að svo til allt hraunið hafa runnið niður í Meradali síðan á laugardag og mest vestast í dalina næst gígnum. Síðast var farið í mælingaflug 26. júní. Stefnt er að því að reyna að fljúga um helgina. Veður og önnur verkefni flugvélarinnar ráða því.","summary":"Enginn gosórói hefur mælst í eldgosinu á Reykjanesskaga síðan í gærmorgun. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðiprófessor segir að nú verði að bíða og sjá með framhaldið. Hann áætlar að hraunrennslið síðan á laugardag hafi numið 10 rúmmetrum á sekúndu. "} {"year":"2021","id":"187","intro":"Mál flugvirkja sem krefjast launa fyrir ferðalög til útlanda getur haft fordæmisgildi fyrir alla opinbera starfsmenn sem þurfa að ferðast vegna vinnu. Þetta segir formaður Flugvirkjafélagsins. EFTA-dómstóllinn skilaði í gær áliti í málinu þar sem tekið er undir sjónarmið flugvirkjanna.","main":"Flugvirkjafélagið höfðaði fyrir tveimur árum mál á hendur íslenska ríkinu vegna launagreiðslna flugvirkja hjá Samgöngustofu. Flugvirkjarnir ferðast mikið vegna vinnu en fá aðeins greidd laun fyrir þá vinnu sem unnin er á áfangastað. Flugvirkjar hjá einkafyrirtækjum fá hins vegar greitt fyrir þau ferðalög sem farin eru vegna vinnu. Guðmundur Úlfar Jónsson er formaður Flugvirkjafélagsins.\nÞeir geta lent í því að vera sendir erlendis á sunnudegi og ferðast í einn til tvo sólarhringa á verkstað og vinna þar dagvinnu, og fara síðan í annað eins ferðalag heim.\nMeðan á þessu stendur geta þeir verið í ferðalagi á öllum stundum sólarhrings en fá ekki fyrir það greitt.\nGuðmundur segir að ekki sé krafist launa fyrir allan þann tíma sem varið er erlendis. Aðeins ferðatíma og annars sem nauðsynlegt er vegna vinnu\nVið förum fram á það að það séu greiddar vinnustundir meðan á ferðalaginu stendur. Ef það kemur hvíldartími inn í ferðalagið, til dæmis hótelsetur þá er það ekki greitt.\nMálið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, en að kröfu flugvirkja var óskað eftir ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. Álitið birtist í gær og er þar tekið undir sjónarmið flugvirkja.\nSambærileg mál hafa komið upp í öðrum Evrópulöndum, til dæmis í Noregi, en málið er það fyrsta á Íslandi og Guðmundur segir það hafa fordæmisgildi fyrir alla opinbera starfsmenn.\nÞetta mun geta haft mjög stór áhrif fyrir alla opinbera starfsmenn sem þurfa að sækja vinnu eða ráðstefnur eða eitthvað slíkt erlendis og þurfa að ferðast starfa sinna vegna","summary":"Mál flugvirkja sem krefjast launa fyrir ferðalög til útlanda getur haft fordæmisgildi fyrir alla opinbera starfsmenn sem þurfa að ferðast vegna vinnu, að sögn formanns Flugvirkjafélagsins. EFTA-dómstóllinn skilaði í gær áliti í málinu þar sem tekið er undir sjónarmið flugvirkjanna."} {"year":"2021","id":"187","intro":"Flóðin í Vestur-Evrópu hafa orðið að minnsta kosti 126 að bana í Þýskalandi og Belgíu. Hundraða er enn saknað. Tjón á eignum er gífurlegt.","main":"Fjöldi látinna af völdum flóðanna í Vestur-Evrópu er kominn í 126 manns. Óvíst er um afdrif yfir þúsund manns. Hús eru víða umflotin vatni þótt stytt hafi upp.\nNánast öll hús í þorpinu Schuld í Rheinland-Pfalz eru ónýt. Þar búa sjö hundruð manns. Í héraðinu Ahrweiler er ekkert enn vitað um afdrif þrettán hundruð íbúa. Farsímamöstur hafa brotnað og því er erfitt að afla upplýsinga um það sem gerst hefur. Víðar í sambandsríkinu Nordrhein-Westfalen er ástandið alvarlegt og tjón gífurlegt. Vatnsflaumurinn hefur borið hús með sér og eyðilagt önnur. Bílflök liggja eins og hráviði um götur. Víða er rafmagnslaust og rofnar gaslagnir gera björgunarsveitum erfitt með að athafna sig. Þá hefur drykkjarvatn spillst. Sums staðar er fólki ráðlagt að nota vatnið ekki til eldunar. Yfirvöld búast ekki við að hægt verði að leggja mat á heildartjón í hamförunum fyrr en að nokkrum vikum liðnum.\nSömu sögu er að segja í nokkrum héruðum Belgíu. Vatnsyfirborð árinnar Maas heldur áfram að hækka. Í gær var send út viðvörun til íbúa í byggðum við ána um að það ætti eftir að rísa um einn og hálfan metra til viðbótar við það sem þá var orðið.\nFrank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, hvatti í dag til þess að baráttan gegn hlýnun jarðar yrði hert. Það væri besta leiðin til að berjast gegn öfgum í veðurfari eins og íbúar landanna í Vestur-Evrópu hefðu upplifað síðustu daga.\nÍbúar í Hollandi, Lúxemborg og Sviss hafa einnig fengið að kenna á hamförunum. Ekki hafa þó borist fregnir af manntjóni. Í Maastricht í Hollandi urðu nokkur þúsund manns að flýja að heiman í gærkvöld vegna flóða í Maas.","summary":"Flóðin í Vestur-Evrópu hafa orðið að minnsta kosti 126 að bana í Þýskalandi og Belgíu. Hundraða er enn saknað. Tjón á eignum er gífurlegt."} {"year":"2021","id":"187","intro":"Tvö íslensk fótboltalið eru komin áfram í Sambandsdeild Evrópu. Breiðablik og FH tryggðu sig áfram í gærkvöld en Stjarnan er fallin úr leik.","main":"Þrjú íslensk lið hófu keppni í nýrri Sambandsdeild Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA. Stjarnan féll úr leik í gærkvöld eftir 3-0 tap á útivelli gegn írska liðinu Bohemians. Fyrri leikur liðanna fór 1-1 á heimavelli Stjörnunnar. Breiðablik vann hins vegar 2-0 sigur á Racing Union frá Lúxemburg á Kópavogsvelli í gær. Blikar unnu fyrri leikinn 2-3 á útivelli og eru því komnir áfram í næstu umferð þar sem þeir mæta Austria Vín. Þá er FH sömuleiðis komið áfram eftir 2-1 útisigur á Sligo Rovers á Írlandi. FH mætir norska liðinu Rosenborg í næstu umferð. Valur, sem féll úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar gegn Dinamo Zagreb í vikunni, kemur inn í aðra umferð Sambandsdeildarinnar. Þar mætir liðið norsku meisturunum í Bodö\/Glimt þar sem landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted spilar.\nUndanúrslit bikarkeppni kvenna í fótbolta fara fram í kvöld. Í fyrri leik kvöldsins mætir úrvalsdeildarlið Þróttar FH sem leikur í Lengjudeildinni. Sá síðari verður stórleikur þegar toppliðin tvö, Valur og Breiðablik, mætast á Kópavogsvelli.\nAnnar hringur Opna breska meistaramótsins í golfi stendur nú yfir. Eftir fyrsta hring í gær var Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen með forystuna. Hann fór fyrsta hringinn á 64 höggum eða sex höggum undir pari vallarins þegar hann fékk sex fugla. Mjótt er á mununum á efstu mönnum en Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth var annar eftir fyrsta hring á fimm höggum undir pari vallarins. Bandaríkjamaðurinn Collin Morikawa lék einkar vel á öðrum hring þegar hann fór á sex höggum undir pari vallarins. Hann er nú efstur á samtals á níu undir pari og en Oosthuizen og Spieth hafa ekki hafið keppni í dag.","summary":null} {"year":"2021","id":"187","intro":"Rekstarhalli lögreglustjóraembættisins á Suðurnesjum á fyrstu sex mánuðum ársins er sjötíu og tvær milljónir króna. Fækkað hefur um tvo á almennum vöktum. Fjórir af hverjum 10 lögreglumönnum í almennri löggæslu hjá embættinu eru ómenntaðir. Lögreglustjórinn gagnrýnir fjármálaráðuneytið fyrir að veita ekki betri upplýsingar.","main":"Eftir vinnutímastyttinguna 1. maí hefur gengið illa að manna vaktir í lögregluumdæmum landsins. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum og formaður lögreglustjórafélagsins tekur undir þetta\nFyrir kovid vorum við með 10 lögreglumenn á vöktum í almennri deild lögreglunnar á Suðurnesjum. Eftir 1. maí þegar þetta nýja kerfi, við getum kallað þetta styttri vinnutíma, þá erum við að ná 8 mönnum inná vakt en þurftum reyndar að fjölga vöktum, voru fjórar áður en eru fimm í dag. Hugmyndin var að gera þetta með nýjum mönnum og það var sú tillaga sem við sendum inn í ráðuneytið en fjárhagur og mönnunarvandi, það eru ekki til lögreglumenn á Íslandi í dag\nÚlfar segir sama vandamál vera í Leifstöð, þar eru fimm á vakt í stað sex.\nMannskapur er ekki til og fjárhagur leyfir raun og veru ekki bætingu. Mér sýnist rekstrarhalli fyrstu 6 mánuði vera í kringum 72 milljónir.\nEr þetta ekki þá meiri ábyrgð sem hvílir þá á menntuðum lögreglumönnum því þíð eruð örugglega með einhverja ómenntaða menn líka? Ef ég skýt á það að þá erum við að reka almennu löggæslu á 40 prósent ómenntaðra manna. Það segir sig sjálft að þeir sem eru menntaðir lögreglumenn þurfa í ríkari mæli að leiðbeina og þjálfa ogkenna þá sem\nFinnst þér þetta vera almennur tónn hjá kollegum þínum annars staðar á landinu?. Ég held að þetta sé söngurinn í það minnsta hjá stærri lögregluembættum landsins. Það sem ég fyrst og fremst gagnrýni er að það er ákveðið\nÉg beini spjótum mínum að fjármálaráðuneytinu bæði sem lögreglustjóri hér á Suðurnesjum og lögreglustjórafélagi Íslands","summary":"Lögreglustjórinn á Suðurnesjum og formaður lögreglustjórafélagsins gagnrýnir fjármálaráðuneytið fyrir að gefa ekki betri upplýsingar hvernig bæta eigi lögregluembættum kostnað við styttingu vinnutímans."} {"year":"2021","id":"188","intro":"Sóttvarnalæknir hveturhjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir til að skerpa á umgengisreglum í ljósi fjölgunar smita. Forstjóri Hrafnistuheimila segir að umgengnisreglur verði ekki hertar að svo stöddu.","main":"María Fjóla Harðardóttir forstjóra Hrafnistuheimilanna segir stöðugt fylgst með ástandinu og metið hvort herða þurfi á reglum.\nEn við höfum ákveðið að gera það ekki að sinni en það sem við viljum og munum óska eftir er að aðstandendur geri eins og þau hafa gert áður og aðrir sem koma inn í hjúkrunarheimilin. Að bara virða sóttvarnir, muna eftir handþvotti og spritti. Og ekki koma inn með einkenni.\nOg gott að geta nýtt tækifærið núna til að minna á það og við munum trúlega senda frá okkur yfirlýsingu hvað það varðar.\nMaría Fjóla segir nánast alla íbúa vera bólusetta og skapi nokkra ró, enda veiti bólusetning ákveðna vörn gegn miklum veikindum.\nog við erum stöðugt á varðbergi.\nHún minnir á að veiran er enn úti í samfélaginu.\nHildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítalans sagði við fréttastofu í gær að líkur væru á að umgengnisreglur á spítalanum yrðu hertar á næstu dögum. Slakað var á reglum um mánaðamótin.","summary":"Hrafnistuheimilin herða ekki umgengnisreglur að svo stöddu enda flestir íbúar bólusettir."} {"year":"2021","id":"188","intro":"Enginn þeirra þriggja sem hafa fengið kröfubréf frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni ætla að biðjast afsökunar eða greiða miskabætur. Einn þeirra segist hlakka til að mæta Ingólfi í dómsal. Kröfurnar þrjár nema tæpum níu milljónum króna.","main":"Að minnsta kosti þrjú kröfubréf hafa verið afhent frá lögmanni Ingólfs Þórarinssonar þar sem krafist er samtals átta milljóna króna í miskabætur. Ekkert þeirra sem hefur verið stefnt ætla að verða við kröfunum.\nKristlín Dís Ingilínardóttir er krafin þriggja milljóna, afsökunarbeiðnar og greiðslu lögmannskostnaðar vegna fréttar sem hún skrifaði á vef Fréttablaðsins um Ingólf. Kristlín sagði í viðtali við RÚV í gær að hún ætlaði ekki að biðjast afsökunar fyrir að vinna vinnuna sína.\nÓlöf Tara Harðardóttir fékk bréf í gær þar sem hún er krafin tveggja milljóna í miskabætur og skriflegrar afsökunarbeiðnar á Twitter og Facebook. Þá er þess krafist að hún fjarlægi færslu sína um Ingólf. Ólöf Tara segir á Twitter, með fyrrisögninni Mín afsökunarbeiðni til þín, að hennar eina eftirsjá sé að hafa sungið og trallað við það sem hún segir vera drepleiðinlega tónlist Ingólfs. \"Kærðu það, sorpið þitt.\" skrifar hún.\nSindri Þór Hilmars- Sigríðarson er krafinn um þrjár milljónir í bætur og afsökunarbeiðni á Twitter. Hann segir í yfirlýsingu á Facebook að hann sjái ekki eftir einu orði sem hann lét falla á samfélagsmiðlum, frásagnir tuga kvenna hafi komið fram á þræðinum hans og að honum hafi ofboðið sú eitraða gerendameðvirkni sem hafi blossað upp í málinu. Þá segir Sindri að Ingólfur fái ekki krónu frá honum og að hann hlakki til að mæta honum í dómsal.\nÖll eru krafin um greiðslu lögmannskostnaðar, 250 þúsund krónur á mann, og allt skal greiðast fyrir næsta mánudag, 19. júlí, ellegar fari málið fyrir dóm. Samtals eru kröfurnar þrjár upp á tæpar níu milljónir.\nFimm svona kröfubréf hafa verið lögð fram af lögmanni Ingólfs en fréttastofa hefur ekki upplýsingar um fjárhæðir tveggja krafnanna.","summary":"Ekkert þeirra þriggja sem hafa fengið kröfubréf frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni ætlar að biðjast afsökunar eða greiða miskabætur. Einn þeirra segist hlakka til að mæta Ingólfi í dómsal. Kröfurnar þrjár nema tæpum níu milljónum króna. "} {"year":"2021","id":"188","intro":"Ein vika er nú þar til Ólympíuleikarnir í Tókíó hefjast. Einn íþróttamaður, sem kominn er til Tókíó, greindist í dag með kórónuveirusmit.","main":"Japanski miðillinn NHK greinir frá þessu í dag. Þar segir að íþróttamaðurinn, sem ekki er japanskur, sé í 14-daga einangrun og að hann hafi því ekki farið inn í sjálft ólympíuþorpið í Tókíó en hafi þó dvalið á stöðum tengdum leikunum. Þetta er fyrsta smitið sem kemur upp hjá íþróttamanni sem keppir á leikunum í og við ólympíusvæðið. Í morgun var svo greint frá því að minnst átta starfsmenn á hóteli sem hýsir brasilíska júdókappa á leikunum hafi greinst með kórónuveirusmit. Neyðarlög eru í gildi í Tókíó vegna faraldursins en í gær greindust 1149 með smit, sem er það mesta á einum sólarhring frá því í janúar. Engir áhorfendur verða leyfðir á Ólympíuleikunum en neyðarlögin verða í gildi fram yfir leikana.\nBreiðablik, FH og Stjarnan mæta til leiks í síðari leik fyrstu umferðar Sambandsdeildarinnar í fótbolta í dag og í kvöld. Breiðablik fær Racing frá Lúxemborg í heimsókn á Kópavogsvöllinn klukkan sjö en Blikar eru 3-2 yfir eftir fyrri leik liðanna ytra. FH og Stjarnan eiga bæði útileiki í Írlandi. FH heimsækir Sligo Rovers klukkan fimm en FH-ingar eru 1-0 yfir í einvíginu. Þá mætir Stjarnan Bohemian FC klukkan korter í sjö en þar lauk fyrri leiknum með 1-1 jafntefli í Garðabænum.\nMilwaukee Bucks jafnaði metin í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í körfubolta gegn Pheonix Suns í nótt og hafa bæði lið nú unnið tvo leiki hvort. Khris Middleton fór fyrir liði Milwaukee á heimavelli í nótt en hann skoraði 40 stig. Þá bætti Giannis Antetokounmpo við 26 stigum og 14 fráköstum. Leiknum lauk með 109-103 sigri Milwaukee og þegar fjórum leikjum er lokið er staðan nú 2-2. Vinna þarf fjóra leiki til að tryggja sér NBA-titilinn. Liðin mætast í Pheonix í fimmta leiknum aðfaranótt sunnudags.","summary":null} {"year":"2021","id":"188","intro":"Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, allir voru fullbólusettir. Fimm voru utan sóttkvíar. Smitin eru rakin til landamæranna og til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Sjö greindust við landamærin, sex voru fullbólusettir. Sóttvarnalæknir segir að ekki verði krafist hertra aðgerða innanlands að svo stöddu, en skoðar hvort herða eigi aðgerðir á landamærunum.","main":"Ekki hafa jafn margir greinst smitaðir í næstum þrjá mánuði, eða síðan 28. apríl og Almannavarnir boðuðu til upplýsingafundar í morgun, sem var sá fyrsti síðan 27. maí.\nÁstæðan fyrir því að við köllum til þessa upplýsingafundar í dag er sú að við erum að hefja nýjan kafla í baráttunni við COVID-19.\nSagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í upphafi fundarins. Hann sagði viðeigandi að leggja mat á stöðu faraldursins í dag og hvort ástæða væri til frekari aðgerða. Hann sagði að sterk rök hefðu verið fyrir því að afnema allar innanlandstakmarkanir 26. júní og hætta skimun bólusettra við landamærin um síðustu mánaðamót. Tímabært hefði verið að láta reyna á hjarðónæmi innanlands af völdum bólusetningarinnar.\nEf við skoðum þróunina síðustu daga þá höfum við verið að sjá talsverða aukningu í smitum innanlands undanfarið sem rekja má í flestum tilfellum til smita á landamærunum og einnig til skemmtistaða á höfuðborgarsvæðinu. Síðastliðinn sólarhring greindust 10 með smit innanlands sem rekja má til fyrri smita og smita á landamærunum og af þessum 10 voru 5 í sóttkví og voru allir 10 fullbólusettir. Í gær greindust 7 á landamærunum þar af voru 6 fullbólusettir.\nFrá 1. júlí hafa 23 greinst innanlands, 17 voru fullbólusettir og tíu voru í sóttkví. Fólkið er á aldrinum 20-50 ára, enginn hefur verið lagður inn og flest smitin eru af delta-afbrigði veirunnar. 40 hafa greinst á landamærum.\nÞó að ég sé ekki með tillögur á teikniborðinu til ráðherra þessa stundina um hertar aðgerðir innanlands þá gæti sú staða komið upp fljótlega.\nTil skoðunar hjá mér er hvort við getum fundið leiðir til að lágmarka enn frekar að hindra að veiran berist ekki hingað inn með ferðamönnum eða einstaklingum sem yrðu ekki of íþyngjandi fyrir þá sem hingað koma. Eins og að krefja alla sem hingað koma um neikvætt pcr-vottorð sem tekið er fyrir komu. Við höfum hinsvegar ekki bolmagn til að taka sýni af öllum þeim sem hingað koma, til þess er fjöldi ferðamanna allt of mikill.","summary":"Sóttvarnalæknir ætlar ekki að leggja til hertar aðgerðir innanlands þrátt fyrir að tíu innanlandssmit hafi greinst í gær, þar af fimm utan sóttkvíar, og hann hafi af því áhyggjur. Hann íhugar hins vegar að leggja til hertar landamærareglur."} {"year":"2021","id":"188","intro":"Flóð af völdum úrhellisrigningar í vesturhluta Evrópu hafa orðið að minnsta kosti tuttugu að bana í Þýskalandi og tveimur í Belgíu. Tuga er saknað.","main":"Að minnsta kosti 33 eru látnir í Þýskalandi og nokkrir í Belgíu af völdum úrhellisrigningar í vestanverðri Evrópu. Tuga er saknað. Flóð í ám hafa hrifið með sér hús og vegir eru lokaðir. Gert er ráð fyrir að áfram rigni að minnsta kosti fram á föstudagskvöld.\nVerst er ástandið í sambandsríkjunum Rheinland-Pfalz og Nordrhein-Westfalen. Meðal þeirra sem hafa fundist látnir af völdum flóðanna eru tveir slökkviliðsmenn sem unnu að björgun fólks í nauðum. Flóðin hafa valdið miklum skaða auk manntjóns. Hús í tugavís eru ónýt eftir að ár flutu yfir bakka sína. Fjöldi íbúa á flóðasvæðunum hefur verið fluttur á brott. Björgunarsveitir og slökkviliðsmenn hafa bjargað fólki af húsþökum, meðal annars í borginni Koblenz. Þar er sjötíu manns saknað, að því er fjölmiðlar hafa eftir talsmanni lögreglunnar. Á þriðja hundrað hermenn taka þátt í björgunarstörfum í Nordrhein-Westfalen og yfir sjötíu í Rheinland-Pfalz. Þar eru fjórar herþyrlur notaðar til að sækja fólk sem er í nauðum vegna vatnsflaumsins.\nÞýskir veðurfræðingar spá því að áfram verði úrhellisrigning í dag og á morgun. Ekki er talið líklegt að úr vatnsveðrinu dragi fyrr en í fyrsta lagi annað kvöld. Haft er eftir forsætisráðherra Rheinland-Pfalz að óveðrið og afleiðingar þess eigi sér engin fordæmi í ríkinu.\nÍbúar í Lúxemborg og Belgíu hafa einnig fengið að kenna á flóðunum. Verst er ástandið í Liege-héraði í Belgíu. Þar hafa fjórir fundist látnir og tugir íbúðarhúsa í bænum Pepinster í héraðinu austanverðu hafa hrunið. Á tólfta tímanum í dag biðu um sextíu manns eftir að verða bjargað af þökum húsa sinna. Gul viðvörun verður í nokkrum héruðum í Belgíu til miðnættis vegna veðursins.","summary":"Flóð af völdum úrhellisrigningar í vesturhluta Evrópu hafa orðið að minnsta kosti 33 að bana í Þýskalandi og nokkrir í Belgíu. Tuga er saknað. "} {"year":"2021","id":"188","intro":"Yfirvöld í Suður-Afríku ætla að senda tuttugu og fimm þúsund hermenn til viðbótar til þeirra svæða þar sem óöld hefur ríkt síðustu daga. Mótmæli, sem hafa þróast út í gripdeildir í verslunum, brutust út um helgina eftir dóm vegna spillingar yfir fyrrum forseta landsins, Jacob Zuma.","main":"Lögregla réð illa við ástandið og var fimm þúsund hermönnum bætt við í gær. Það hefur ekki dugað til að koma á lögum og reglu í héruðunum KwaZulu-Natal og í Gauteng. Því hefur verið fjölgað enn frekar í herliðinu.\nÞetta eru mestu óeirðir í landinu í nær þrjá áratugi. Sjötíu og tveir, hið minnsta, hafa fallið og yfir eitt þúsund og sjö hundruð hafa verið handtekin. Verslanamiðstöðvar hafa verið lagðar í rúst og fólk hefur látið greipar sópa. Einnig hefur verið kveikt í fyrirtækjum. Ríkisstjórnin hefur lýst yfir að gripið hafi verið til aðgerða til að koma í veg fyrir matarskort og reynt er að verja þær matvörubúðir sem enn eru starfandi. Þar fara matarbirgðir þverrandi.","summary":"Tuttugu og fimm þúsund hermenn til viðbótar verða í dag sendir til héraðanna tveggja í Suður-Afríku þar sem óöld ríkir. Sautján hundruð manns hafa verið handtekin. "} {"year":"2021","id":"188","intro":"Í dag eru fimm ár liðin frá misheppnaðri valdaránstilraun í Tyrklandi. Þá reyndu hermenn sem fullyrt var að væru hliðhollir útlagaklerknum Fethullah Gülen að koma forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, frá völdum.","main":"Recep Tayyip Erdogan komst til valda í Tyrklandi árið 2002 og varð forseti 2014. Áratugum saman hefur her landsins álitið skyldu sína að verja arfleifð Kemals Atatürks sem almennt er talinn faðir lýðræðisríkisins Tyrklands. Undanfarna áratugi reyndi herinn þrisvar að ræna völdum í nafni lýðræðis og friðar.\nAð kvöldi fimmtánda júlí tvöþúsund og sextán flugu herflugvélar yfir höfuðborgina Ankara og sprengjum var varpað á höfuðstöðvar sérsveita og lögreglu.\nAtatürk flugvöllur var hertekinn og hermenn tóku Taksim torg í Istanbúl herskildi. Erdogan var í sumarleyfi en las yfirlýsingu í sjónvarp og ákallaði almenning að hrinda valdaráninu. Undir morgun sextánda júlí hafði flugvöllurinn verið frelsaður undan uppreisnarmönnum og þeir tóku að gefast upp eftir hörð átök.\nMinnst tvöhundruð og sextíu féllu í átökunum og á þriðja þúsund særðist. Flestir hinna föllnu voru úr röðum valdaránsmanna, en tugir almennra borgara, lögreglumanna og stjórnarhermanna týndu einnig lífi. Erdogan herti mjög tökin í Tyrklandi eftir atburðina og hóf umfangsmiklar pólítískar hreinsanir. Þrengt var mjög að mál-, prent- og skoðanafrelsi í landinu.\nÞúsundir hermanna og hershöfðingja voru handteknir og hlutu margir mjög þunga dóma. Á annað hundrað þúsunda opinberra starfsmanna voru reknir, þar á meðal dómarar og lögreglumenn.\nÍ apríl síðastliðnum voru tuttugu og tveir hermenn dæmdir í lífstíðarfangelsi. Einn þeirra var undirofursti sem braust inn í ríkisútvarpið og neyddi þul til að lesa tilkynningu hersins um valdaránið. Fethullah Gülen, sem er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum hefur ætíð þvertekið fyrir nokkra aðild að uppreisninni og fullyrti að Erdogan hefði sviðsett valdaránið.","summary":null} {"year":"2021","id":"189","intro":"Selfoss blandaði sér í toppbaráttu úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu í gærkvöld þegar tíundu umferð deildarinnar lauk.","main":"Selfoss tók á móti Keflavík í eina leik gærkvöldsins í deildinni. Selfoss hafði sigur með einu marki gegn engu og skoraði Brenna Lovera markið á 41. mínútu. Sigurinn fleytti Selfossliðinu upp í þriðja sæti deildarinnar og eru liðið nú með 17 stig, fjórum minna en Breiðablik sem er í öðru sæti og sex minna en topplið Vals. Keflavík er eftir sem áður í harðri fallbaráttu með 9 stig, jafnmörg og Fylkir og einu meira en Tindastóll, en þau tvö síðasttöldu sitja í fallsætunum.\nÍ úrvalsdeild karla voru tveir leikir í gærkvöldi. HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli en Fylkir vann mikilvægan sigur á KA í Árbænum, 2-1. Orri Sveinn Stefánsson og Orri Hrafn Kjartansson komu Fylki í 2-0 áður en Hallgrímur Mar Steingrímsson minnkaði muninn fyrir KA. KA-menn skutu í tvígang í stöng Fylkismarksins á lokamínútunum en jöfnunarmarkið kom ekki. Mikið jafnræði er í neðri hluta deildarinnar og Fylkir lyfti sér úr 10. sæti í það 6. með sigrinum. Fylkir er nú með 14 stig, þremur færri en KA sem situr í sætinu fyrir ofan.\nKarlalið Vals er úr leik í forkeppni Meistaradeildar karla í fótbolta eftir tap gegn króatíska liðinu Dinamo Zagreb að Hlíðarenda í gærkvöldi, 2-0. Luka Ivanusec og Mislav Orsic skoruðu mörk Zagreb, en báðir voru í leikmannahópi Króata á Evrópumótinu fyrr í sumar. Þetta var síðari leikur liðanna en sá fyrri fór 3-2 í Zagreb í síðustu viku og því unnu Króatarnir 5-2 samanlagt. Valsmenn eru því úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar en færast yfir í aðra umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar nýju.\nSvissneska tennisgoðsögnin Roger Federer tilkynnti í gærkvöldi að hann gæti ekki tekið þátt í tenniskeppni Ólympíuleikanna í Tókýó. Federer, sem er 39 ára gamall, er einn þriggja karla sem hafa unnið 20 risamót á ferlinum en hnémeiðsli koma í veg fyrir þátttöku hans í Tókýó. Hann vann gullverðlaun í tvíliðaleik á leikunum í Peking 2008 en hefur ekki landað gulli í einliðaleik. Síðasti sigur hans á risamóti var á Opna ástralska meistaramótinu árið 2018.","summary":null} {"year":"2021","id":"189","intro":"Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur hefur fylgst með umgengni um rafskutlur í borginni og þeim slysum sem orðið hafa. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu segir að ekki hafi verið rætt formlega um harðari aðgerðir líkt og gripið hefur verið til Osló og fleiri borgum.","main":"Borgarstjórn Oslóar samþykkti í gær að fækka skyldi rafskutlum á götum borgarinnar um 68 prósent frá því sem nú er einkum vegna mikillar óánægju borgarbúa um hvernig skilið er við þær.\nHvorki náðist í formann né varaformann skipulags- og samgönguráðs en Eyþór Arnalds fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að greinilegt sé að fólk vilji nýta sér þennan samgöngumáta endi henti hann vel hér. Ýmislegt þurfi þó að bæta.\nÞetta eru vélknúin ökutæki og fara á 25 kílómetra hraða. Og til þess að við getum haldið þessu inni sem spennandi valkosti þurfum við að gera betur.\nÉg sé víða í borginni að þessu er ekki lagt á réttum stöðum. Það þarf algerlega að bæta það og líka minnka slys sem eru allt of algeng. Þetta tvennt þurfum við að bæta svo við getum notað rafskutlur áfram í Reykjavík.\nEyþór segir notendur oft ekki fylgja almennum umferðarreglum. Kvartanir hafi borist borgarstarfsmönnum vegna þess að rafskutlur hafa verð skildar eftir á göngu- og hjólastólaleiðum.\nÞetta er svolítið frumskógarlögmál. Við erum að sjá rafskutlurnar á gangstéttum, á götum og stundum á móti umferð og fleira.\nEn ég held við þurfum bara að fara betur eftir þeim reglum sem eru í gangi og sýna tillit. Það er bara eins og í öðru.","summary":null} {"year":"2021","id":"189","intro":"Á síðasta ári fékk Hafrannsóknastofnun til sín þrjá eldislaxa sem sluppu úr sjókvíum og veiddust í laxveiðiám. Fiskifræðingur bendir á að ekki veiðist nema hluti strokufiska og mismikið eftirlit sé í ánum. Slík vöktum er þó sífellt að aukast.","main":"Hafrannsóknastofnun hefur nú gefið út nýja skýrslu með samantekt um áhrif sjókvíaeldis á íslenska laxastofna og helstu niðurstöðum rannsókna og vöktunar ársins 2020. Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnssviðs, segir að með vaxandi laxeldi hafi hætta aukist á að eldisfiskar sleppi og komi upp í ár.\nÞað eftirlit fari fram með teljurum sem búnir eru myndavélum svo hægt sé að telja fisk sem gengur í árnar og greina hvort þar séu eldisfiskar. En einnig er safnað sýnum úr seiðum og þau upprunagreind til að sjá hvort þau koma úr eldi.\nMeð því að vera með mælingar á ákveðnum stöðum sé hægt að gera sér betur grein fyrir heildarfjöldanum og hlutfalli eldisfiska.","summary":null} {"year":"2021","id":"189","intro":"Tuttugu og sjö voru í morgun sakfelldir fyrir aðild sína að ýmsum skipulögðum glæpum í Svíþjóð, allt frá morðtilraunum og mannránum til vopnalagabrota og peningaþvættis. Meðal þeirra er einn vinsælasti rappari landsins.","main":"Tuttugu og sjö manns, sem tengjast glæpagengi í Stokkhólmi, voru í morgun fundnir sekir um hina ýmsu glæpi í undirrétti.\nMálið er eitt það umfangsmesta tengt skipulagðri glæpastarfsemi í landinu en gengið er talið hafa staðið fyrir skotárásum, ofbeldi og fíkniefnaviðskiptum í landinu síðastliðinn tíu ár.\nFangelsisdómur yfir mönnunum er æði misjafn, allt frá sex mánuðum til tæpra átján ára\nMeðal þeirra sakfelldu er einn vinsælasti rappari landsins, maður að nafni Yasin Mahamoud, tuttugu og tveggja ára Svíi af sómölsku bergi brotinn.\nYasin var fundinn sekur um að hafa skipulagt mannrán á öðrum vinsælum rappara, Einari, í fyrravor.\nEinar, sem þá var aðeins átján ára gamall, var rænt í mars í fyrra. Hann var pyntaður, barinn til blóðs og myndir teknar af honum í lítillækkandi aðstæðum.\nMyndunum var síðan dreift á netið þegar rapparinn ungi neitaði að láta undan fjárkúgun.\nMálið vakti skiljanlega mikla athygli enda á ferðinni tveir dáðir rapparar, sem fara báðir mikinn í að lofsyngja glæpi og vara hlustendur við lögreglunni.\nAðeins er rúmur mánuður síðan Yasin fór sigurför á sænsku tónlistarverðlaununum Grammis sem P3, ein stöðva sænska ríkisútvarpsins, stendur fyrir. Yasin var vant við látinn á verðlaunaathöfninni enda sat hann í gæsluvarðhaldi, en það kom ekki í veg fyrir að hann væri verðlaunaður sem besti rapparinn, besti listamaðurinn, besti textasmiðurinn og fyrir að eiga plötu ársins.\nÚtvarpsstöðin sætti nokkurri gagnrýni fyrir að upphefja ofbeldismann með þessum hætti, en í yfirlýsingu ítrekuðu yfirmenn að nauðsynlegt væri að aðgreina listina frá listamanni. Áþekk yfirlýsing birtist í dag í kjölfar dómsins, þar sem P3 áréttar að Yasin fái enn að hljóma í sænska ríkisútvarpinu.","summary":"Tuttugu og sjö voru í morgun sakfelldir fyrir aðild sína að ýmsum skipulögðum glæpum í Svíþjóð, allt frá morðtilraunum og mannránum til vopnalagabrota og peningaþvættis. Meðal þeirra er einn vinsælasti rappari landsins."} {"year":"2021","id":"189","intro":"Hryðjuverkaógn er enn viðvarandi í Frakklandi. Í dag eru fimm ár liðin frá mannskæðri árás í Nice þar sem tugir féllu í valinn.","main":"Frakkar minnast þess í dag að fimm ár eru liðin frá hryðjuverkaárás í borginni Nice þar sem 86 létust. Hryðjuverkaógnin er enn viðvarandi í landinu.\nAð kvöldi Bastilludagsins, þjóðhátíðardags Frakka, árið 2016 ók Mohamed Lahouaiej-Bouhlel flutningabíl inn í mannþröng og varð áttatíu og sex að bana, þar af tíu börnum. Nærri fimmhundruð slösuðust í árásinni sem íslamska ríkið lýsti síðar ábyrgð á. Árásarmaðurinn féll í skotbardaga við lögreglu. Evrópumótinu í knattspyrnu var nýlokið og stór hópur Íslendinga var í borginni skömmu áður.\nÍ um áratug hefur Frakkland verið skotmark íslamskra öfgasinna, ráðist var á skrifstofur skopmyndablaðsins Charlie Hebdo árið 2015 og eitthundrað og þrjátíu féllu í sprengju- og skotárásum í París í nóvember sama ár. Í október, eftir að kennari sem sýndi nemendum sínum skopmyndir Charlie Hebdo af Múhammeð spámanni var myrtur lýsti Emmanuel Macron forseti því yfir að árás á Frakkland stæði yfir.\nUndanfarna átján mánuði hefur leyniþjónustu Frakklands tekist að koma í veg fyrir fimm árásir öfgamanna en sjö sinnum hefur þeim tekist ætlunarverk sitt.\nFrá árinu 2014 hafa tvöhundruð sextíu og fjögur farist í hryðjuverkaárásum í Frakklandi og ríflega tólf hundruð særst. Það er meira en í öðrum vestrænum ríkjum.\nUmdeilt lagafrumvarp sem á að auðvelda stjórnvöldum að sporna við og koma í veg fyrir hryðjuverk eru enn til umræðu í franska þinginu. Andstæðingar frumvarpsins segja ýmis ákvæði þess geta ýtt undir andúð á öllum múslímum í landinu.\nFrakkar hafa þó aukið mjög viðbúnað vegna hryðjuverkaógnarinnar, auknu fé er varið til að styrkja her og lögreglu og ýmis lög hafa verið sett svo fella megi dóma hraðar yfir þeim sem fremja ódæðisverk í landinu.","summary":"Í dag eru fimm ár liðin frá mannskæðri árás í Nice þar sem tugir féllu í valinn. Hryðjuverkaógn er enn viðvarandi í Frakklandi. "} {"year":"2021","id":"189","intro":"Ingólfur Þórarinsson krefst milljóna í miskabætur og afsökunarbeiðna frá fimm manns vegna frétta og ummæla um hann. Kærurnar bárust nú rétt fyrir hádegi. Í einni er blaðamanni veittur frestur til 19. júlí til að borga þrjár milljónir og birta formlega afsökunarbeiðni. Auðugur frumkvöðull bauðst í gærkvöld til að greiða málskostnað allra þeirra sem Ingólfur hefur kært.","main":"Nokkuð hraðar vendingar hafa orðið síðasta sólarhring í máli Ingólfs, sem hefur verið sakaður opinberlega um fjölda kynferðisbrota. Það ætlaði allt um koll að keyra á samfélagsmiðlinum Twitter í gærkvöld þegar auðkýfingurinn Haraldur Þorleifsson tilkynnti þar að hann myndi borga lögfræðikostnað þeirra sem Ingólfur hefur kært. Rúv greindi frá því í gær að Ingólfur hefði ráðið lögmanninn Vilhjálm Vilhjálmsson til verkanna, sem sagði í viðtali að lagðar hefðu verið fram kærur vegna þrjátíu og tveggja nafnlausra sagna um Ingólf sem birtust á Tiktok-svæðinu Öfgar. Þá hefðu verið send fimm kröfubréf vegna ummæla á netinu og fréttaskrifa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þetta baráttufólkið Ólöf Tara Harðardóttir og Sindri Þór Hilmars- og Sigríðarson, áhrifavaldurinn Edda Falak, og blaðakonurnar og Erla Dóra Magnúsdóttir og Kristlín Dís Ingilínardóttir.\nKristlín fékk stefnuna nú rétt fyrir hádegi. Þar er hún krafin skriflegrar afsökunarbeiðni á forsíðu Fréttablaðsins, auk þriggja milljóna króna miskabótagreiðslu fyrir 19. júlí og málskostnaðar.\nHún býst við því að lögmenn Blaðamannafélagsins eða Torgs standi straum af kostnaði við málaferlin.","summary":"Fimm kröfur um afsökunarbeiðnir og milljóna króna miskabætur hafa borist til blaðamanna og metoo-baráttufólks frá lögmanni Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns. Einn þekktasti auðmaður Íslands hefur boðist til að greiða málskostnað þeirra sem Ingólfur kærir. "} {"year":"2021","id":"190","intro":"og það er að sjálfsögðu bólusett víðar en á höfuðborgarsvæðinu, en stefnt er að því að klára seinni bólusetningar hjá langflestum á Norðurlandi á næstu vikum. Guðný Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, bendir ferðalöngum á að mögulegt sé að fá bólusetningu fyrir norðan í vikunni, það fari þó eftir því hvort til séu skammtar.","main":"Það eru í kringum 2000 manns sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu og við reiknum með að það klárist í þessari viku, að mestu, þó það verði einhverjir fáir sem eiga eftir að fá í næstu viku. Svo reyndar verður Húsavík með stóra bólusetningarviku í þarnæstu viku. En að öðru leyti verðum við komin í sumarfrí eftir þessa viku. Þeir sem eru á ferðalagi geta komið svona 14.45 til að athuga hvort eitthvað sé laust í seinni skammt. Það er ekki alveg hægt að treysta á að það séu til lausir skammtar þannig það er best að fólk fari í bólusetningu þar sem það er boðað.","summary":null} {"year":"2021","id":"190","intro":"Reykjavíkurborg stendur sig ekki nógu vel í uppbyggingu búsetuúrræða fyrir fólk með geðræn vandamál. Það gerir það að verkum að fólk festist inni á geðdeildum og fyllist vonleysi og uppgjöf. Þetta segir yfirlæknir réttargeðdeildarinnar á Kleppi.","main":"Sex útskriftarhæfir sjúklingar á geðdeildum Landspítalans eru fastir inni á spítalanum vegna skorts á viðunandi úrræðum á vegum sveitarfélaga. Allir eru með lögheimili í Reykjavík nema einn sem er úr Reykjanesbæ. Samkvæmt upplýsingum frá geðsviði LSH hefur einn þeirra þó fengið úrræði, en það er ekki tilbúið. Hann dvelur á öryggisgeðdeild. Fjórir sjúklinganna hafa beðið í allt að þrjá mánuði en tveir hafa beðið lengur en 6 mánuði, annar á Réttargeðdeild og hinn á öryggisgeðdeild. Fréttastofa hefur fjallað um mál mikið fatlaðs manns sem hefur verið vistaður á réttargeðdeildinni síðan 2017, en var sýknaður og metinn ósakhæfur ári síðar.\nSigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttargeðdeildarinnar, segir Reykjavíkurborg, og sum önnur sveitarfélög, ekki hafa staðið sig nægilega vel í því að búa til úrræði fyrir þennan hóp og undirstrikar mikilvægi þess að bæta úr því, þar sem réttindi allra séu að fá búsetu utan veggja heilbrigðisstofnana.\nÞað eru margir ennþá að bíða á réttar- og öryggisdeildum eftir úrræði. Það hefur verið versnandi vandamál síðustu fjögur ár.\nMeðaldvalartími fólks á réttargeðdeildinni er um fjögur ár. Eftir að út er komið er fólk undir eftirliti hjá Sigurði Páli og segir hann að það gangi vel með langflesta. Margir eru farnir að vinna. En að festast inni á deildunum geti haft alvarlegar afleiðingar.\nÞetta er ástand sem hefur þróast vegna úrræðaleysis úti í samfélaginu.\nÞað segir sig sjálft að fólk sem kemst ekki út, því jafnvel getur farið aftur inni á deildunum?\nSjálfsmynd þess hrynur, því hrakar, það kemur vonleysi, uppgjöf. Þannig að þetta er ekki gott fyrir neinn.","summary":null} {"year":"2021","id":"190","intro":"Bannað verður að leigja út rafskútur í Ósló milli ellefu á kvöldin og fimm á morgnana frá fyrsta september. Hvergi í borgum og bæjum í Evrópu eru fleiri slík farartæki miðað við höfðatölu. Þeim verður fækkað umtalsvert.","main":"Borgarráð Óslóar samþykkti í dag bann við útleigu á rafskútum frá ellefu að kvöldi til fimm að morgni alla daga vikunnar. Bannið gengur í gildi fyrsta september. Leiguskútum verður sömuleiðis fækkað til muna.\nÍ fréttatilkynningu sem borgaryfirvöld sendu frá sér í dag segir að hvergi í evrópskum borgum og bæjum séu fleiri slík farartæki miðað við fólksfjölda en í Ósló, eða 25.734. Þeim fjölgaði um 25 prósent síðustu þrjá mánuði. Í apríl voru rafskúturnar 200 á hverja tíu þúsund borgarbúa. Í Stokkhólmi voru þær 125 og innan við fimmtíu í Berlín, París og Róm, að því er kemur fram í frétt Verdens Gang. Rafskútuleigur verða samkvæmt ákvörðun borgarráðs að fækka farartækjunum niður í átta þúsund.\nÍ upphaflegri tillögu sem borgarráð tók til umræðu var gert ráð fyrir að bann við leigunni stæði frá eitt að nóttu til fimm. Henni var breytt eftir athugasemd frá háskólasjúkrahúsinu í Ósló. Þar kemur fram að flest rafskútuslys verði milli klukkan ellefu og miðnættis.\nÍ nýrri skoðanakönnun meðal borgarbúa kemur í ljós að tæplega sjötíu prósent þeirra vilja banna rafskútur alfarið á götum og gangstéttum höfuðborgarinnar. Auk slysahættunnar fer það mest í taugarnar á fólki að sjá þær liggja eins og hráviði út um borg og bý og valda vegfarendum slysahættu.","summary":"Bannað verður að leigja út rafskútur í Ósló milli ellefu á kvöldin og fimm á morgnana frá fyrsta september. Hvergi í borgum og bæjum í Evrópu eru fleiri slík farartæki miðað við höfðatölu en í Óslóborg. Þeim verður fækkað umtalsvert."} {"year":"2021","id":"190","intro":"Heildarkostnaður við nýbyggingar Landspítalans við Hringbraut verður rúmum 16 milljörðum króna meiri en ráð var fyrir gert. Árið 2017 var kostnaðurinn talinn verða 62,8 milljarðar, uppfært til verðlags í desember 2020, en nú er reiknað með útgjöldum upp á 79,1 milljarð. Þetta kemur í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins. Morgunblaðið greindi fyrst frá. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir að hækkanirnar séu eðlilegar, þær hafi orðið á mörgum árum og séu ekki jafn miklar og ætla hefði mátt.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"190","intro":"Eldgosið við Fagradalsfjall heldur áfram að breyta um takt og halda jarðvísindafólki á tánum. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að púlsandi virkni hafi verið í gosinu undanfarinn sólarhring.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"190","intro":"Sveitarfélagið Fjarðabyggð kannar nú kosti þess að reisa verksmiðju á Reyðarfirði þar sem framleitt yrði eldsneyti úr vetni. Viljayfirlýsing um grænan orkugarð á Reyðarfirði var undirrituð á dögunum.","main":"Það eru Fjarðabyggð, Landsvirkjun og danski fjárfestingasjóðurinn Copenhagen Infrastructure Partners sem hafa síðustu mánuði unnið að hugmyndum að grænum orkugarði á Reyðarfirði með höfuðáherslu á vetnisframleiðslu.\nSegir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð. Hann segir fyrst og fremst stefnt að framleiðslu rafeldsneytis, sem er eldsneyti úr vetni. Ýmsar aðrar afurðir falli síðan til við þá framleiðslu. Bæði sé horft til innanlandsnota og útflutnings. Það hjálpi síðan til að stór skref hafi síðustu ár verið stigin í þróun á vetnisframleiðslu, sem verður til við rafgreiningu á vatni.\nHann segir hlutverk sveitarfélagsins í þessu verkefni fyrst og fremst að skapa aðstöðu og útvega lóð fyrir vetnisverksmiðju.","summary":"Sveitarfélagið Fjarðabyggð, Landsvirkjun og danskur fjárfestingasjóður kanna nú kosti þess að reisa vetnisverksmiðju á Reyðarfirði og framleiða þar eldsneyti úr vetni."} {"year":"2021","id":"190","intro":"Efstu lið úrvalsdeildar kvenna í fótbolta unnu bæði leiki sína í gærkvöldi og hafa tekið afgerandi forystu í deildinni.","main":"Valur og Breiðablik voru bæði í eldlínunni í gærkvöld og lönduðu bæði þremur stigum. Valur sótti Stjörnuna heim í Garðabæ og vann með tveimur mörkum gegn engu. Mary Alice Vignola og Lára Kristín Pedersen skoruðu mörk Vals. Valur er í efsta sæti deildarinnar með 23 stig, tveimur meira en Íslandsmeistarar Breiðabliks sem sóttu Fylki heim í gærkvöldi. Breiðablik vann þar öruggan 4-0 sigur með tveimur mörkum frá Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og sitt hvoru markinu frá Taylor Ziemer og Hildi Antonsdóttur. Valur og Breiðablik eru nú með 6 og 8 stiga forskot á næstu lið og stefnir í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn eitt árið enn.\nÍ úrvalsdeild karla voru sömuleiðis tveir leikir í gærkvöldi. KR lagði Keflavík með einu marki gegn engu og skoraði Arnþór Ingi Kristinsson eina mark leiksins fyrir KR. KR er í 4. sæti deildarinnar með 21 stig, stigi á eftir Víkingi og Breiðabliki sem eiga þó bæði leik til góða. Keflavík er í 7. sæti. Í hinum leik gærkvöldsins vann Leiknir svo botnlið ÍA, 2-0. Sævar Atli Magnússon og Manga Escobar skoruðu mörk Leiknis sem lyfti sér í 5. sætið en ÍA er áfram í neðsta sætinu, þremur stigum á eftir HK og fimm á eftir Fylki.\nKarlalandslið Bandaríkjanna í körfubolta er í miklum vandræðum í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana í Tókýó. Bandaríkin hafa unnið gull á síðustu þremur leikum en hafa nú tapað báðum æfingaleikjum sínum í aðdraganda leikanna, sem er fáheyrt. Í gærkvöldi tapaði liðið gegn Ástralíu með 91 stigi gegn 83 og kom það í kjölfar 90-87 taps gegn Nígeríu á laugardag. Bandaríska liðið er sem fyrr prýtt stjörnum úr NBA-deildinni á borð við Kevin Durant og Damian Lillard, en það hefur litlu skilað nú. Töpin tvö núna bætast við slakan árangur bandaríska liðsins á heimsmeistaramótinu 2019 þar sem liðið varð í 7. sæti og hefur aldrei endað neðar. Þá tapaði liðið tveimur af síðustu þremur leikjum sínum og hefur því nú tapaði fjórum af síðustu fimm leikjum. Engu að síður er bandaríska liðið talið langsigurstranglegast á Ólympíuleikunum en þar mætir liðið Frakklandi í fyrsta leik sínum þann 25. júlí. Sá leikur verður sýndur beint á RÚV eins og fjöldi annarra leikja körfuboltakeppni leikanna.","summary":null} {"year":"2021","id":"190","intro":"Magnús Kjartan Eyjólfsson, söngvari Stuðlabandsins frá Selfossi, segist hlakka mjög til að stýra brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hann segist þó hafa þurft að hugsa sig aðeins um áður en hann ákvað að slá til.","main":"Ingólfur Þórarinsson stýrði brekkusöngnum í Herjólfsdal frá árinu 2013 en nýverið var ákveðið að hann gerði það ekki í kjölfar fjölda ásakana um kynferðisofbeldi og áreitni. Hann tók við af Árni Johnsen sem stýrði söngnum frá 1978 til 2012 að undanskildu árinu 2003 þegar Robert Marshall leysti hann af. Þjóðhátíðarnefnd hafði samband við Magnús í síðustu viku.\nÉg ræddi þetta við konuna og mína bestu vini og trúnaðarmenn. Þau sögðu bara jájá skelltu þér bara í þetta.\nEn varstu efins um að taka þetta að þér í ljósi aðstæðnanna? Ég veit ekki hvort ég var beint efins en maður hugsaði sig vissulega um hvort væri gaman að taka við þessu við þessar aðstæður. En svo bara ákvað ég að skella mér á þetta.\nMagnús segist hafa grófa hugmynd um hvað verði á efnisskránni. Málið sé að finna lög sem allir tuttuguþúsund gestirnir í dalnum geti sungið með.\nHún vissulega gæti alveg þess vegna tekið breytingum þangað til klukkan kortér fyrir ellefu á sunnudagskvöldi á þjóðhátíð.\nÞað er svona ákveðin beinagrind sem að ég er kominn með. Þetta er ekki mitt móment, þetta er móment fólksins. Fólkið verður bara að fá það sem það vill fá.\nHann segist hlakka mjög til brekkusöngsins en hann hefur stýrt sléttusöngnum á Selfossi undanfarin ár þar sem um tólf þúsund söngraddir taka undir.\nÞað er til brekkusöngur og svo er til brekkusöngurinn með greini.","summary":"Nýr forsöngvari Brekkusöngsins í Eyjum hlakkar mikið til en segist þó hafa þurft að hugsa sig um áður en hann tók verkefnið að sér. "} {"year":"2021","id":"190","intro":"Búið er að ráða aftur yfir 100 af þeim 200 starfsmönnum sem Airport Associates á Keflavíkurflugvelli sagði upp í kórónuveirufaraldrinum. Forstjóri félagsins segir að innan skamms verði starfsmenn orðnir jafn margir og þeir voru fyrir faraldurinn. Umferð um flugvöllinn eigi eftir að aukast mikið.","main":"Fyrir kórónuveirufaraldurinn voru um 300 starfsmenn hjá Airport Associates sem sinnir flugvélum og farþegum á Keflavíkurflugvelli. Þegar draga fór úr flugferðum var tveimur þriðju þeirra sagt upp en nú hefur meira en helmingur verið ráðinn aftur.\nSem betur fer þá er þetta bara allt að fara í gang og við höfum verið að endurráða og erum komin með rúmlega 200 manns núna og á leiðinni upp.\nSegir Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri félagsins. Hann segir að þeim sem sagt var upp störfum hafi verið boðin störfin sín aftur. Hluti þeirra hafi þegið þau, sumir hafi verið komnir í önnur störf og aðrir farnir úr landi. Hann segir að nokkuð vel hafi gengið að ráða fólk.\nEn fyrirfram hefði maður haldið að það myndi ganga aðeins betur. Við höfum alveg náð í þá sem við höfum þurft og svo er starfsemin að vaxa eftir því sem líður á sumarið og veturinn, það er búið að vera smá challenge en hefur þó gengið. Þið voruð 300, nú eruð þið rúmlega 200 - hvenær sérðu fyrir þér að þið verðið komin upp í sama starfsmannafjölda og fyrir faraldur? Ég held að það verði ekkert rosalega langt í það. Við eigum eftir að fara yfir þann fjölda eftir því sem Play stækkar og svo eru fleiri félög eins og Easy Jet og Wizz Air og British og þessi félög sem eru að auka mjög mikið. Samkvæmt áætlunum er stöðug aukning eftir því sem líður á veturinn sem er tiltölulega óvanalegt.","summary":"Forstjóri Airport Associates á Keflavíkurflugvelli segir að innan skamms verði starfsmenn félagsins orðnir jafn margir og þeir voru fyrir faraldurinn. Umferð um flugvöllinn eigi eftir að aukast mikið."} {"year":"2021","id":"191","intro":"Þúsundir söfnuðust saman á Kúbu í gær og mótmæltu ráðamönnum landsins, höftum, vöruskorti og óboðlegu efnahagsástandi. Málgagn kommúnistaflokksins segir fámennan hóp gagnbyltingarsinna hafa verið á ferð.","main":"Þúsundir stjórnarandstæðinga söfnuðust saman víðs vegar á Kúbu í gær og mótmæltu bágu efnahagsástandi, vöruskorti og ánauð. Málgagn kommúnistastjórnarinnar gerir lítið úr mótmælunum og segir fámennan hóp gagnbyltingarsinna hafa verið á ferð. Rússar vara við erlendum afskiptum af innanríkismálum á Kúbu.\nNokkur fjöldi kom saman á Malecón, breiðstrætinu við strönd höfuðborgarinnar Havana. Mun fleiri eða nokkur þúsund manns tóku þátt í mótmælum í bænum San Antonio de los Banos skammt frá höfuðborginni. Þar hrópaði fólk vígorð gegn ráðamönnum og krafðist frelsis. Margir heyrðust einnig hrópa Patria y Vida eða föðurland og líf, sem er útúrsnúningur úr slagorði byltingar kommúnista, föðurland eða dauði. Víðar í borgum og bæjum víðs vegar um Kúbu var efnt til mótmæla. Á samfélagsmiðlum mátti sjá myndskeið af fólki í kröfugöngum eða akandi um á skellinöðrum.\nGranma, málgagn kúbverska kommúnistaflokksins, gerir lítið úr mótmælunum; segir að fámennur hópur andbyltingarsinna hafi verið á ferð, knúinn af áróðri bandarískra heimsvaldasinna. Í Moskvu varaði talsmaður utanríkisráðuneytisins í dag við erlendum afskiptum af málefnum landsins.\nEfnahagsástandið á Kúbu hefur verið bágborið áratugum saman, en tæpast verra en nú síðastliðna þrjá áratugi. Vöruskortur er viðvarandi. Sömuleiðis skortir eldsneyti og lyf. Ferðaþjónustan í landinu hefur orðið fyrir alvarlegu áfalli í heimsfaraldrinum og þriðja bylgja hans ríður yfir landið um þessar mundir. Á föstudag greindust 6.422 veirusmit, um það bil tvöfalt fleiri en í byrjun vikunnar. Miklar tafir hafa orðið á bólusetningu gegn veirunni.","summary":"Þúsundir söfnuðust saman á Kúbu í gær og mótmæltu ráðamönnum landsins, höftum, vöruskorti og óboðlegu efnahagsástandi. Málgagn kommúnistaflokksins segir fámennan hóp gagnbyltingarsinna hafa verið á ferð."} {"year":"2021","id":"191","intro":"Enn hefur ekki fundist makríll í veiðanlegu magni í íslensku lögsögunni og er allur íslenski flotinn við veiðar í Síldarsmugunni. Mælingar á makríl eru meðal verkefna í uppsjávarleiðangri sem Hafrannsóknastofnun tekur nú þátt í.","main":"Leiðangurinn hófst 5. júlí og er rannsóknaskipið Árni Friðriksson þar ásamt skipum frá Noregi, Færeyjum og Danmörku. Þetta er tólfta árið í röð sem Hafrannsóknastofnun tekur þátt í þessum leiðangri, en eitt af meginmarkmiðum hans er að meta magn og útbreiðslu makríls í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi. Í sumar hefur ekki fundist nægur makríll í íslensku lögsögunni svo hægt sé að hefja þar veiðar. Allur íslenski flotinn hefur því til þessa verið að veiðum í Síldarsmugunni, en þangað getur verið allt að 400 mílna sigling á miðin. Árni Friðriksson er nú kominn norðaustur af landinu og er við mælingar þar innan landhelginnar, og sjö til átta íslensk veiðiskip eru að leita undan Austurlandi. Þar hefur aðeins orðið vart við makríl, en veiðin er sáralítil. Sífellt minna hefur mælst af makríl í íslensku landhelginni undanfarin ár og í þessum sama rannsóknaleiðangri í fyrrasumar mældist 72% minna af makríl á hafsvæðinu við Ísland en árið 2019. Miklu máli skiptir fyrir íslensku útgerðirnar að veiða makrílinn í landhelginni til þess að skapa veiðireynslu og samningsstöðu, því ekkert samkomulag er í gildi um skiptingu aflaheimilda milli þjóðanna sem veiða úr makrílstofninum. Þar setur hver þjóð sér sitt aflamark.","summary":"Hafrannsóknastofnun er nú við makrílrannsóknir á hafsvæðinu við Ísland, en enginn makríll hefur veiðst í íslenskri landhelgi það sem af er vertíðinni. Öll veiðin er í Síldarsmugunni langt norður í hafi."} {"year":"2021","id":"191","intro":"Fimmtán ferðamenn með COVID-19 eru nú í Farsóttarhúsi. Fólkið hafði flest verið bólusett og greindist við seinni skimun áður en það hugðist fara úr landi. Forstöðumaður Farsóttarhúsa segir óvíst hvort fólkið hafi smitast hér á landi eða komið smitað til landsins.","main":"Samtals eru nú um 300 á þeim þremur sóttkvíarhótelum sem enn eru opin, en tvö eru í Reykjavík og eitt á Neskaupstað. Þess utan eru 28 í Farsóttarhúsi, að sögn Gylfa Þórs Þorsteinssonar, forstöðumanns Farsóttarhúsa - og þar af er rúmur helmingur með COVID-19.\nVið erum með 15 hér í einangrun já. Langflestir eru bólusettir. Þannig að bólusetningin, eins góð og hún er, þá er hún ekki 100% þannig að við þurfum að fara varlega áfram. Þetta er ekki alveg búið eins og sagt er.\nGylfi segir að nokkrir í hópnum séu með einkenni, en engin alvarleg.\nÞau eru með lítil einkenni, sem betur fer, en þó einhverjir með nokkur. Þetta fólk greinist meira eða minna allt saman á leið úr landi aftur.\nÞannig að það er búið að vera hér í einhvern tíma og af því að þau eru bólusett þá þurfa þau ekki skimun við komu þannig að það er ómögulegt að segja hvort þau hafi borið þessi smit með sér erlendis frá eða hvort þau séu að smitast hér.\nOg er þetta fólk búið að ferðast mikið um landið? Já, sum þeirra hafa verið að ferðast um landið.\nHversu lengi hefur fólkið dvalist hér á landi? Það er mismunandi, allt frá nokkrum dögum og upp í einhverjar vikur.","summary":"Fimmtán ferðamenn með COVID-19 dvelja nú í Farsóttarhúsi, meirihlutinn er bólusettur gegn kórónuveirunni. Fólkið greindist skömmu áður en það hugðist fara úr landi og flestir höfðu ferðast talsvert um landið. "} {"year":"2021","id":"191","intro":"Eins fölskvalaus og gleði ítölsku þjóðarinnar var eftir úrslitaleikinn í gærkvöld, þá voru vonbrigði Englendinga mikil.","main":"Sigur Ítala í gærkvöld var heldur betur dramatískur. Luke Shaw kom Englandi yfir á 2. mínútu en Leonardo Bonucci jafnaði metin á þeirri 67. og þar við sat. Við tók vítaspyrnukeppni og þar mistókust þrjár síðustu spyrnur enska liðsins og Ítalir fögnuðu sigri. Fyrst skaut Marcus Rashford í stöng og svo varði Gianluigi Donnarumma frá Jadon Sancho og svo úrslitavítið frá Bukayo Saka. Donnarumma var svo valinn besti leikmaður mótsins að leik loknum. Þetta er í annað sinn sem Ítalir verða Evrópumeistarar en fyrra skiptið var árið 1968 þegar keppnin fór fram á Ítalíu. Mikil gleði braust út á Ítalíu þegar sigurinn var í höfn. Dansað var um götur og torg um landið þvert og endilangt og stóð gleðin langt fram eftir nóttu, en fór friðsamlega fram. Ítalska liðið sneri heim til Rómar snemma í morgun og verður opinber móttaka fyrir það síðar í dag. Ítalska liðið lék í gær 34. leik sinn í röð án þess að tapa og nálgast þar með lið Brasilíu og Spánar sem léku á sínum tíma 35 leiki án taps.\nEnglendingar eru hins vegar í sárum. England komst í fyrsta sinn í úrslitaleik stórmóts frá árinu 1966 en það ár vann liðið sinn eina stóra titil til þessa þegar liðið varð heimsmeistari á heimavelli. Þjálfari enska liðsins, Gareth Southgate, tók ábyrgðina á vítakeppninni á sínar herðar. Hann sagðist hafa ákveðið vítaskytturnar út frá frammistöðu á æfingum. Sancho, Rashford og Saka eru meðal yngstu leikmanna liðsins og Saka sá yngsti. Eins og fram kom fyrr í fréttatímanum fengu þeir holskeflu kynþáttasvívirðinga á samfélagsmiðlum í kjölfar leiksins en allir þrír eru hörundsdökkir.\nÞriðji úrslitaleikur NBA-deildarinnar í körfubolta fór fram í nótt. Það mætast Milwaukee Bucks og Phoenix Suns á heimavelli þess fyrrnefnda. Phoenix hafði unnið fyrstu tvo leiki einvígisins en Milwaukee svaraði fyrir sig í nótt. Milwaukee vann með 120 stigum gegn 100 og minnkaði muninn í 2-1. Giannis Antetokounmpo fór mikinn í liði Milwaukee og skoraði 41 stig og tók 13 fráköst. Fjórði leikur liðanna er í Milwaukee á miðvikudagskvöld en vinna þarf fjóra leiki til að hampa titlinum. Phoenix hefur aldrei orðið NBA-meistari en eini titill Milwaukee-liðsins vannst árið 1971.","summary":null} {"year":"2021","id":"191","intro":"Stofnun þjóðgarðs á Vestfjörðum frestast fram í lok sumars, en upphaflega átti að skrifa undir skilmála sautjánda júní. Samráðsnefnd leggur til að hann fái heitið Dynjandisþjóðgarður.","main":"Dynjandisþjóðgarður myndi draga nafn sitt af náttúruvættinu Dynjanda í Arnarfirði, en samráðsnefnd leggur nafnið til við ráðherra eftir að það bar sigur úr býtum í kosningu á vef Umhverfisstofnunar.\nStofnun þjóðgarðsins frestast þar til síðsumars, en Umhverfisráðuneytið staðfestir að það hafi verið ákveðið á fundi ráðherra og sveitarfélaga. Upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að skrifað yrði undir skilmála fyrir þjóðgarðinn sautjánda júní, en ekki varð úr því.\nFjallað er um nauðsyn uppbyggingar á innviðum innan vébanda þjóðgarðsins og eins flutningskerfi raforku í drögum að viljayfirlýsingu um þjóðgarðinn. Orkubú Vestfjarða er meðal þeirra sem hafa lýst áhyggjum af að þjóðgarður gæti hindrað slíka uppbyggingu og hefur hvatt til þess að virkjanakostir verði kortlagðir áður en þjóðgarðurinn er stofnaður.\nViljayfirlýsingin fjallar einnig um uppbyggingu gestastofa við innganga þjóðgarðsins og mannaflaþörf. Auglýsa á stöðu þjóðgarðsvarðar strax við stofnun, heilsársstarfsmaður verður ráðinn og landvörðum í tímabundnum störfum fjölgað. Þetta yrði til viðbótar við þau stöðugildi sem þegar eru til staðar.","summary":null} {"year":"2021","id":"191","intro":"Krafist er harðra viðbragða við rasískum skilaboðum sem þremur landsliðsmönnum Englands bárust eftir tapið gegn Ítalíu í gær. Lögregla heitir því að uppruni skilaboðanna verði rannsakaður.","main":"Lundúnalögreglan hyggst rannsaka uppruna rasískra skilaboða sem send voru enskum landsliðsmönnum eftir tapið gegn Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu í gærkvöld. Fyrrverandi landsliðsmaður Englands krefst harðra viðbragða við slíku framferði.\nÍ tilkynningu frá lögreglu segir jafnframt að nítján lögreglumenn hafi særst í viðureign við óróaseggi nærri Wembley, við Trafalgar-torg og víðar í West End.\nMeðal annars var glerflöskum kastað að lögreglumönnum, rúður brotnar í verslunum, tré rifin upp með rótum, klifrað í staurum og upp á byggingar. Lundúnalögreglan þakkar jafnframt þeim tugum þúsunda stuðningsmanna sem hegðuðu sér óaðfinnanlega þrátt fyrir tapið.\nDavid Wolfson, aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu, benti þinginu á að ofbeldi, einkum heimilisofbeldi, ykist í tengslum við viðamikla viðburði á borð við úrslitaleikinn í gærkvöldi.\nÞrír hörundsdökkir landsliðsmenn, þeir Marcus Rashford, Jadon Sancho og Bukayo Saka fengu yfir sig skæðadrífu hatursfullra skilaboða á samfélagsmiðlum, þrungnum kynþáttarfordómum, eftir að þeim mistókst að skora í vítaspyrnukeppninni.\nGary Neville, fyrrverandi landsliðsmaður Englands, segir eitthvað bogið við það samfélag sem samþykki að gagnrýni á frammistöðu leikmanna snúist fyrst og fremst um hörundslit þeirra. Þau sem slíkt geri eigi að taka afleiðingum gjörða sinna og það eigi líka við um samfélagsmiðlafyrirtækin sjálf.\nThey absolutely should. So should the social media companies.\nSocial media companies have to come down harder on racist abuse. I think we have to start to isolate these individuals who are attacking the players in a racist manner and isolate them by writing to their employers. So that ultimately there is total accountability and there is suffering and consequence. (Feida út og þulur talar yfir)\nSamfélagsmiðlum beri að bregðast hart við kynþáttafordómum, einangra eigi fólk sem viðhefur rasísk ummæli með því tilkynna vinnuveitendum um þau, svo það finni fyrir afleiðingum gjörða sinna. Jafnframt þurfi knattspyrnusamtök heimsins að bregðast hart við slíkri hegðun.\nVilhjálmur Bretaprins lýsti megnri andúð sinni á hegðun stuðningsmannanna og Boris Johnson forsætisráðherra segir leikmenn landsliðsins alls ekki eiga skilið aðkast, heldur beri að fagna þeim sem hetjum. Lundúnalögreglan hefur lýst því yfir að uppruni ummælanna verði rakinn og rannsakaður enda sé slík framkoma gersamlega óásættanleg.\nTom Tugendhat, þingmaður Íhaldsflokksins og formaður utanríkismálanefndar þingsins, krefst þess að ummælin verði rakin og rannsökuð.\nLundúnalögreglan lýsti því yfir að það verði gert, enda sé slík framkoma algerlega óásættanleg.","summary":"Harðra viðurlaga er krafist við rasískum skilaboðum sem þremur landsliðsmönnum Englands bárust eftir tapið gegn Ítalíu í gær. Lögregla heitir rannsókn á uppruna skilaboðanna."} {"year":"2021","id":"192","intro":"Þokuslæða hefur legið yfir gosstöðvunum í Geldingadölum í morgun og útsýni því takmarkað á eldsumbrotin. Talsverð virkni er eftir sem áður í gígnum við Fagradalsfjall og engin merki þess að gosinu sé að ljúka í bráð.","main":"Um tíma má segja að í nótt hafi blasað við uppljómaður goshiminn þegar horft var í suður frá Reykjavík og nágrannasveitarfélögum. Góður gangur virðist því í gosinu, eins og Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir.\nSkjálftavirkni er lítil á svæðinu sem stendur en gosið lifir engu að síður ennþá góðu lífi.","summary":null} {"year":"2021","id":"192","intro":"Tæp hundrað flugvélar fara um Keflavíkurflugvöll í dag. Búast má við örtröð á vellinum. Komufarþegi segist aldrei hafa upplifað annað eins og í Leifsstöð í gær.","main":"Fólk var eins og síld í tunnu í komusalnum í Leifsstöð í gær og er búist við mikilli umferð verði einnig um völlinn í dag. Tæplega hundrað flug fara um Keflavíkurflugvöll í dag.\nFjörutíu og átta flug eru til Keflavíkur samkvæmt áætlun Isavía í dag og fjörutíu og sex brottfarir. Annríki verður því óneitanlega í Leifsstöð annan daginn í röð þótt aðeins um þriðjungur farþega miðað við þegar mest var 2019 fari nú um völlinn. Íslenskum farþegum komu tafirnar á vellinum verulega á óvart og þótti litlu breyta þótt þeir væru með öll gögn um bólusetningu meðferðis. Örtröð var bæði í komusal og brottfararsalnum. Ragnar Jónsson var að koma frá Kaupmannahöfn.\nHún var eiginlega bókstaflega skelfileg. Mér finnst þetta bara alls ekki boðlegt. Þá vil ég aðeins flokka okkur niður Íslendinga og svo túrista sem er bara frábært að fá til landsins en við sem erum fullbólusett og með öll þessi vottorð og að vera í biðröð með tvö þúsund manns þarna inni algjörlega stappað það var stappað þarna ég hef aldrei á ævinni lent í öðru eins þarna inni. Mér finnst það ekki alveg nógu gott eða boðlegt.\nSannreyna þarf bólusetningarvottorð og Covid próf bæði á leið inn í landið og út úr því. Flugvöllurinn í Keflavík þykir þegar orðinn of lítill þegar mikil umferð er um völlinn. Áform eru um að stækka hann um allt að ígildi heillar flugstöðvar eins og hún var þegar hún var byggð eða um tuttugu þúsund fermetra. Guðmundur Ólafsson forstöðumaður flugvallasviðs Icelandair segir að flugstöðin sé þegar orðin of lítil, jafnvel í venjulegu árferði, en þetta sumar hafi einnig í för með sér allt aðrar kröfur en við séum vön vegna heimsfaraldurs auk öryggiskrafna.","summary":"Tæplega hundrað komur og brottfarir eru áætlaðar á Keflavíkurflugvelli í dag. Búast má við örtröð á vellinum. Komufarþegi segist aldrei hafa upplifað annað eins og í Leifsstöð í gær."} {"year":"2021","id":"192","intro":"Mjög skiptar skoðanir eru um drög að landsáætlun í skógrækt. Allmargar athugasemdir eru gerðar við áformin og í minnihlutaáliti segir margt benda til að óraunhæft sé að koma þeirri nytjaskógrækt sem stefnt sé að fyrir í landinu án verulega neikvæðra áhrifa á náttúruverðmæti. Í drögunum er lagt upp með að gróðursetja níu milljónir plantna á þrjú þúsund hekturum árlega næstu tvo áratugi.","main":"Á vef skógræktarinnar segir að gróðursetja þurfi á sextíu þúsund hekturum lands næstu tuttugu ár til að ná markmiðum um aukabindingu kolefnis með skógrækt fyrir 2040 ef miðað sé við að helmingur gróðursetningar sé birki á rýru landi.\nÁ fimmta tug umsagna hafa borist. Ljóst er að skoðanir eru mjög skipta. Allt frá því að lýst er yfir fullum stuðningi við drögin í það að segja skógræktaráform ógna lífríki fugla og koma með ágengar tegundir í miklum mæli inn í íslenskt lífríki.\nSérstaklega er vikið að fuglastofnum í sérálitinu segir þar að nokkrir afar stórir fuglastofnar meðal annars mófuglar, einkum vaðfuglar, sumir spörfuglar og rjúpa reiði sig á opið skóglaust land á láglendi. Flestir stofnanna séu ábyrgðartegundir Íslands þar sem stór hluti heimsstofns verpi á Íslandi. Dæmi þar um séu spói, heiðlóa, lóuþræll jaðrakan og stelkur. Fuglarnir séu friðaðir með lögum. Íslendingar hafi tekið á sig víðtækar alþjóðlegar skuldbindingar um vernd þeirra. Engin ástæða sé til þess að ganga gegn því að skógrækt nýtist í baráttu við loftslagsbreytingar eins og gert sé ráð fyrir í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Skógræktaráform gætu hins vegar haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir lífríki Íslands og kostnað. Mikilvægt sé að vanda betur til verka. Aðalsteinn Sigurgeirsson stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Íslands segir Ísland skóglausasta land Evrópu að Vatikaninu undanskildu. Réttnefndur skógur þeki aðeins hálft prósent landsins.\nÞegar maður les rökin fyrir minnihlutaálitinu þá er engu líkara en að það sé óbifanleg sannfæring minnihluta nefndarinnar að útlendingar séu vondir og skapi","summary":null} {"year":"2021","id":"192","intro":"Ferðamálastjóri segir að ferðaþjónustan það sem af er sumri hafi tekið hraðar við sér en menn reiknuðu með. Bandaríkjamenn eru fjölmennastir erlendra ferðamanna og vísbendingar eru um að þeir staldri lengur við en áður.","main":"Skarphéðinn Berg Steinarsson segir að sumarið lofi góðu. Elísabet Þorvaldsdóttir sem rekur veitingasölu við Seljalandsfoss segir ferðamenn fleiri en hún hafi reiknað með og að þeim fjölgi með hverjum degi. Hún segir greinilegt að fólk sé orðið ferðaþyrst. Flestir gestanna eru Bandaríkjamenn og þeir eru dolfallnir af landinu.\nMikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Stuðlagil á Jökuldal. Aðalsteinn Jónsson bóndi á Klausturseli segir umferð hafa verið stöðuga frá því í maí og að hún fari vaxandi.\nStuðlagil sló í gegn í hittifyrra og vinsældarnar hafa ekki minnkað. Hann segir langt komið að leggja göngustíg inn að gilinu sem styttir gönguleiðina um tæpan helming. Nú þurfa menn að ganga 5-6 kílómetra til að komist að gilinu. Unnið er að deiliskipulagi fyrir svæðið. Aðalsteinn segir að Íslendingar séu duglegasti að skoða Stuðlagil en Bandaríkjamenn eru flestir í hópi erlendra ferðamanna.\nStefán Guðmundsson rekur hvalaskoðunarfyrirtækið Gentle Giants á Húsavík finnur fyrir auknum áhuga ferðamanna:\nStefán tekur undir með öðrum viðmælendum að Bandaríkjamenn eru stærsti hópur erlendra ferðamanna.\nÞað er búið að vera þægilegur og góður stígandi frá því að við byrjuðum 1. júní og svo hefur þetta verið að lifna aðeins við síðustu vikuna. Það var ákveðinn vendipunktur þegar fyrsta skemmtiferðaskipið kom inn til Húsavíkur sem við höfum verið að þjónusta undanfarin sjö ár. Þá fannst manni þetta verið dottið í gang en óvissan er mikil. Menn hafa nú ekki séð nema í eina viku í senn.\nAmeríkanar eru mjög áberandi og maður er ánægður með það að þeir virðast ætla að dveljast bara mjög lengi. Mér finnst það mjög jákvætt og ætla bara að gefa sér góðan tíma í að taka sitt sumarfrí hér. Mjög algengt að þetta verði 12-15 dagar og allt upp í sjö vikur. Ég hef verið að taka stikkprufur inná milli.","summary":"Bandaríkjamenn eru fjölmennastir erlendra ferðamanna í sumar og virðast þeir staldri lengur við en áður."} {"year":"2021","id":"192","intro":"Ekkja Jovenels Moise, forseta Haítí, telur að hann hafi verið myrtur vegna fyrirhugaðra breytinga á stjórnarskrá landsins. Hún segist ætla að halda áfram starfi eiginmanns síns.","main":"Forsetinn var myrtur á heimili sínu í Port-au-Prince aðfaranótt miðvikudags. Enn er leitað að átta kólumbískum málaliðum sem grunaðir eru um aðild að morðinu, sautján eru í haldi lögreglu og þrír féllu í skotbardaga í vikunni sem leið. Eiginkona forsetans, Martine Mois, særðist í árásinni og var flogið með hana á sjúkrahús í Miami í Flórída þar sem hún er enn. Hún er þó ekki í lífshættu og líðan hennar er sögð stöðug.\nMartine birti hljóðupptöku á Twitter síðu sinni í dag. Þar segir hún frá því að maður hennar hafi ekki haft tíma til að segja stakt orð áður en hann varð sundurtættur af byssukúlum árásarmannanna.\nMartine telur að Jovenel hafi verið myrtur vegna fyrirhugaðra breytinga á stjórnarskrá landsins, sem hefðu meðal annars gefið forsetanum meiri völd. Þá sagðist hún ætla að halda áfram starfi eiginmanns síns, landið mætti ekki fara inn á ranga braut núna og blóð forsetans mætti ekki flæða til einskis.\nMoise, sem komst til valda árið 2017, stjórnaði landinu með tilskipunum frá því að þingkosningum var frestað 2018 og hefur þingið varla verið starfhæft síðasta árið. Þá var hann ítrekað sakaður um spillingu.\nEnn liggur ekki fyrir hverjir fengu árásarmennina til að ráða forsetann af dögum og hvers vegna. Til stendur að yfirheyra lífverði Moise í vikunni, en stjórnarandstæðingurinn Steven Benoit, hefur haldið því fram að þeir hafi myrt forsetann, ekki kólumbísku málaliðarnir líkt og lögreglan heldur fram.","summary":"Eiginkona forseta Haítí sem myrtur var aðfaranótt miðvikudags, segist ætla að halda áfram starfi hans. Hún telur að fyrirhugaðar stjórnarskrárbreytingar hafi leitt til morðsins."} {"year":"2021","id":"192","intro":"Dönsk stjórnvöld hyggjast bólusetja börn á aldrinum frá tólf til fimmtán ára gegn COVID-19. Ýmsir barnalæknar í Danmörku hafa lýst efasemdum um þessar fyrirætlanir.","main":"Bólusetningardagatal Dana breyttist mikið þegar þeir keyptu tæplega eina komma tvær milljónir skammta af bóluefni frá Rúmeníu. Nú er stefnt að því að allir fullorðnir sem þess óska verði fullbólusettir í lok ágúst. Ástæðan fyrir því að Rúmenar voru aflögufærir með bóluefni er að tregða er í Rúmeníu til að láta bólusetja sig, fólk tortryggir stjórnvöld og trúir ekki upplýsingum sem koma frá þeim. Þetta gildir raunar í fleiri ríkjum í Austur-Evrópu, til dæmis Búlgaríu og ekki minnst í Rússlandi. Í mörgum löndum Evrópu þar sem almenningur óskar eftir bólusetningu er skortur á bóluefni og því taka Danir fagnandi við sendingunni frá Rúmeníu.\nÞetta var Helene Bilsted Probst, aðstoðarlandlæknir, sem sagði að með meira bóluefni hefði verið ákveðið að hefja bólusetningar 12-15 ára barna. Klaus Birkelund Johansen, formaður félags barnalækna, lýsir efasemdum. Hann bendir á að í löndum eins og Þýskalandi og Englandi séu aðeins börn í áhættuhópum bólusett. Hann telji að Danir eigi að gera hið sama og bíða með að bólusetja heilbrigð börn.\nAðstoðarlandlæknir telur ekki ástæðu til óttast, vel verði fylgst með og gripið inn í ef ástæða þyki til, nú bendi ekkert til annars en að öruggt sé að bólusetja börn.\nSebastian Simonsen, tólf ára, vill gjarna láta bólusetja sig. Honum finnst frábært að geta hjálpað til svo ekki þurfi að loka skólum.\nVibeke Musaeus, móðir Christians sem er fimmtán ára, treystir heilbrigðisyfirvöldum, sonur hennar megi láta bólusetja sig.\nÆtlunin er að hefja bólusetningar 12-15 ára í næstu viku.","summary":"Danir ætla að láta bólusetja börn á aldrinum tólf til fimmtán ára þó að félag barnalækna leggist gegn því. Heilbrigðisyfirvöld segjast ætla að fygljast vel með en ekkert bendi til annars en að öruggt sé að bólusetja börn."} {"year":"2021","id":"192","intro":"Þjóðernisstolt, múgsefjun og fíkniefnaneysla blönduð eitraðri karlmennsku eru á meðal ástæðna þess að ofbeldi er verra vandamál á meðal stuðningsmanna enska landsliðsins en annarra, segir félagsfræðiprófessor. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af ofbeldi í tengslum við úrslitaleikinn í evrópumeistarakeppninni í kvöld.","main":"Það er ástæða til að hafa áhyggjur af hegðun stuðningsmanna enska landsliðsins í leiknum í kvöld. Þetta segir félagsfræðiprófessorinn Viðar Halldórsson. Rannsóknir sýni að heimilisofbeldi og annað ofbeldi blossi upp þegar enska landsliðið á leik.\nFramganga stuðningsmanna enska liðsins hefur verið gagnrýnd, bæði í leiknum við Þjóðverja og við Dani. Danskir stuðningsmenn sögðu frá þvi eftir leikinn á miðvikudag að enskar bullur hefðu veist að þeim, rifið í hár þeirra og jafnvel skyrpt á börn. Evrópska knattspyrnusambandið hefur kært Englendinga vegna þess að leysigeisla var beint að andliti danska markvarðarins Kaspers Schmeichels rétt fyrir vítaspyrnu sem réði úrslitum leiksins, og eins fyrir að trufla flutning danska þjóðsöngsins og kveikja í flugeldum á áhorfendapöllunum. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands segir hegðun bullanna áhyggjuefni í kvöld.\nJá, heldur betur, það er mikil ástæða til að hafa áhyggjur af því sem gerist í kringum þennan leik, og það skiptir þá ekki endilega máli hvort England vinnur eða tapar. Til dæmis sýna rannsóknir að þegar England spilar á stórmótum í fótbolta eykst heimilisofbeldi í kjölfar leikjanna. Ef England tapar er það sérstaklega mikið, en ef England vinnur verður það meira en alla jafna.\nViðar segir að þótt fótboltabullur séu vandamál víða, þá virðist ofbeldi í tengslum við fótboltaleiki vera verra á Englandi en annars staðar, og jafnvel kallað \"enska vandamálið.\"\nVegna þess að hvað sem gerist, hvort sem þeir spila heima eða heiman, þá verður einhver múgstemning sem magnast upp við ákveðnar aðstæður. Og fótboltinn veitir einhvers konar umgjörð sem dregur saman alls konar vandamál og þætti, eins og þjóðarstolt, eins og sjálfsmynd, vímuefnaneyslu, eitraða karlmennsku, alls konar svona hlutir, harka leiksins, að tilheyra einhverjum hópi, dregur þetta saman í einhvers konar suðupott, þegar svona tilfinningar og hugmyndir koma saman, og brjótast út í kringum þennan íþróttakappleik.","summary":"Þjóðernisstolt, múgsefjun og fíkniefnaneysla blönduð eitraðri karlmennsku eru á meðal ástæðna þess að ofbeldi er verra vandamál á enskum landsleikjum en annars staðar, segir félagsfræðiprófessor. Ástæða sé til að hafa áhyggjur af ofbeldi í tengslum við úrslitaleikinn í evrópumeistarakeppninni í knattspyrnu í kvöld. "} {"year":"2021","id":"192","intro":"Lið Argentínu varð í nótt Suður-Ameríkumeistari í fótbolta karla eftir 1-0 sigur á heimamönnum í Brasilíu.","main":"Liðin höfðu slegið út Kólumbíu og Perú í undanúrslitum og mættust á Maracana leikvellinum í Rio de Janeiro í gærkvöld. Eina mark leiksins leit dagsins ljós eftir tuttugu mínútur en það var Angel di Maria sem að skoraði það fyrir Argentínumenn og færði þeim langþráðan stóran titil en 28 ár eru síðan liðið vann síðast stórmót á alþjóðavettvangi. Þetta var sömuleiðis fyrsti stóri titillinn sem Lionel Messi nælir í með landsliðinu.\nHlauparinn Baldvin Þór Magnússon bætti enn og aftur Íslandsmetið í 5000 metra hlaupi á Evrópumeistaramóti undir 23 ára sem fram fer í Tallinn í Eistlandi um þessar mundir. Metið dugði honum í þriðja sætið á mótinu. Baldvin hljóp á tímanum 13:45,00 og bætti þar með Íslandsmet sem Hlynur Andrésson setti fyrir aðeins viku síðan, 13:45,20. Áður hafði Baldvin bætti metið í mars á þessu ári þegar hann hljóp á tímanum 13:45,66 á móti í Bandaríkjunum.\nÍslandsmót fatlaðra í frjálsum íþróttum utanhúss hófst í Kaplakrika í gær en tvö ný Íslandsmet litu dagsins ljós á mótinu, annars vegar í kúluvarpi og hins vegar í 1500 metra hlaupi.\nBergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, sem verður einn af sex fulltrúum Íslands á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics í Tokyo, stórbætti eigið Íslandsmet í kúluvarpi í flokki F37 með kasti upp á 9,10 metra. Þá setti Aníta Ósk Hrafnsdóttir nýtt Íslandsmet í 1500 metra hlaupi T20 kvenna en hún kom í mark á tímanum 8:04,64 mínútum.\nOg úrslitaleikur Evrópumótsins í knattspyrnu karla fer fram á Wembley í London í kvöld. Í leiknum mætast England og Ítalía en enska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur aldrei unnið leik gegn því ítalska á stórmóti í fótbolta. Leikurinn hefst klukkan 19 í kvöld.","summary":"Argentína varð í nótt Suður-Ameríkumeistari í fótbolta karla eftir 1-0 sigur á heimamönnum í Brasilíu. Titillinn er fyrsti stóri alþjóðlegi titill liðsins í 28 ár. "} {"year":"2021","id":"193","intro":"Skátamót er í fullum gangi hófst að útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni á miðvikudag og stendur fram á sunnudag. Síðasta sumar stóð til að halda stórt Landsmót skáta en vegna heimsfaraldursins var því frestað. Þess í stað verða haldin þrjú minni skátamót í sumar, í mótaröð sem gengur undir nafninu Skátasumarið.","main":"Á skátamótunum er lagt upp úr því að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta og að allir finni sér eitthvað við sitt hæfi. Þátttakendur fá sjálfir að velja sína dagskrá og reyna verkefnin bæði á samvinnu skátaflokksins sem og hugmyndaflug, hæfni og reynslu hvers þátttakanda. Fyrsta mótið hófst þann sjöunda júlí og hin tvö byrja fjórtánda og tuttugasta og fyrsta júlí. En hvernig er stemningin hjá skátum á Úlfljótsvatni? Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir er ein þriggja mótsstjóra Skátasumarsins.\nÁ mótum Skátasumarsins er áhersla lögð á útilíf, tjaldbúðarlíf og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Gert er ráð fyrir þúsund til fimmtánhundruð manns á svæðinu í hverri viku. Mikill hugur er í skátum enda uppsöfnuð tilhlökkun eftir því að geta haldið mót á Úlfljótsvatni. Að sögn Ragnheiðar var samkomutakmörkunum aflétt á elleftu stundu og mátti vart tæpara standa.","summary":null} {"year":"2021","id":"193","intro":"Handlæknastöðin hefur breytt sínum verkferlum og sett á laggirnar gæðanefnd. Allir starfsmenn stöðvarinnar geta núna tilkynnt um grunsamleg atvik. Þetta er gert í kjölfarið á því að læknir framkvæmdi óþarfar aðgerðir á sjúklingum.","main":"Handlæknastöðin rekur skurðstofur og leigir út aðstöðu til ólíkra sérfræðinga. Stjórnarformaðurinn Eiríkur Orri Guðmundsson segir að stöðin hafi ekki eftirlit með þeirra starfsemi, ráðgjöf og þeim aðgerðum sem þeir framkvæma. Einn sérfræðinganna, Hannes Þröstur Hjartarson, háls- nef- og eyrnalæknir vann á Handlæknastöðinni í 8 mánuði eftir að Landsspítalinn mat hann óhæfan til að gera aðgerðir í apríl 2019. Lækninum er gefið að sök að hafa framkvæmt fjölda óþarfra aðgerða. Sjúkratryggingar Íslands hefur krafið hann um endurgreiðslur og landlæknir íhugar að vísa málinu til lögreglu. Í kjölfar þessa máls hefur Handlæknastöðin breytt sínum verkferlum.\nJá, eftir að þetta mál kom upp þá lögðumst við í heilmikla endurskoðun á öllum okkar ferlum og höfum sett á fót gæðanefnd og förum fram á að allir sem starfa hjá okkur undirriti samning þess efnis að þessi gæðanefnd sé til staðar og geti skoðað þeirra störf og sömuleiðis geta allir sem að stöðinni starfa, ekki bara læknar geta tilkynnt til nefndarinnar sem getur þá gert einhvers konar frumathugun á því hvað um er að ræða og eftir atvikum farið lengra með málið.","summary":"Allir starfsmenn Handlæknastöðvarinnar geta nú tilkynnt um grunsamleg atvik til nýstofnaðrar gæðanefndar stofnunarinnar. Verkferlum var breytt eftir að samverkamenn læknis tilkynntu hann til Landlæknis."} {"year":"2021","id":"193","intro":"Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi vilja koma í veg fyrir að Vegagerðin fari í framkvæmdir á Vesturdalsvegi í Vatnajökulsþjóðgarði. Í fyrra voru framkvæmdir stöðvaðar vegna kröfu frá samtökunum en ekki hafa komið skýr svör hvort ráðist verði í þær aftur í sumar.","main":"Samtökin kærðu í fyrra framkvæmdir innan Vatnajökulsþjóðgarðs við Vesturdal, sem er í námunda við Hljóðakletta, og sagði þær ekki í samræmi við verndaráætlun þjóðgarðsins.\nSif Konráðsdóttir er lögmaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi.\nÍ júlí í fyrra þá krafðist minn umbjóðandi, Samtök um náttúrvernd á Norðurlandi, þess að framkvæmdir niðri í Vesturdal sem er í Jökulsárgljúfrum yrðu stöðvaðar\nþví þær væru í ósamræmi við áætlun þjóðgarðins, hvernig ætti að líta út þarna niðri í Vesturdal. Mikið uppbyggðir vegir og bílastæði.\nMálið var tekið fyrir í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála í febrúar en framkvæmdaleyfið var ekki gert ógilt.\nÚrskurðarnefndin telur sig ekki hafa heimildir til að fjalla um þetta neitt nánar því hún sé kærustjórnvald og hafi ekki neina ákvörðun eða athöfn eða athafnaleysi sem hún hafi heimild til að fjalla um\nog segir þess vegna ég ógildi ekki framkvæmdaleyfið en ég hef ekki lagalegar heimildir til að fjalla um aðra þætti málsins.\nSamtökin gagnrýna bæði aðgerðaleysi stjórnsýsluaðila í Norðurþingi og þjóðgarðsvörð sem að þau segja að hafi ekki sinnt eftirlitsskyldu sinni í samræmi við lög. Náttúruverndarsinnar sjá fyrir sér lágstemmdan, óuppbyggðan en þó klæddan veg í gegnum tjaldstæðið í Vesturdal og senda því stöðvunarkröfu til umhverfis- og auðlindaráðuneytisins en hafa ekki enn fengið svör.","summary":null} {"year":"2021","id":"193","intro":"Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að hægar gangi að bólusetja gegn COVID-19 eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir. Markmiðið var að 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið að minnsta kosti fyrri sprautuna á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí, en það náðist ekki.","main":"Ástæða þess að hægt hefur á bólusetningu í Bandaríkjunum er líklega að stærstu leyti að langflestir þeirra sem enn eru óbólusettir vilji hreinlega ekki láta bólusetja sig. Joe Biden forseti segir að milljónir séu óbólusettar og hafi ekki vörn gegn sjúkdómnum. Þannig stefni þeir samfélagi sínu í hættu sem og vinum sínum, ástvinir þeirra séu í hættu.\nRight now as I speak to you. Millions of Americans are still unvaccinated and unprotected. And because of that, their communities are at risk, their friends are at risk. The people that they care about are at risk.\nOrð forsetans eru þó ekki líkleg til að sannfæra marga sem ekki vilja láta bólusetja sig, samkvæmt könnunum er mikil fylgni á milli stjórnmálaskoðana og afstöðunnar til bólusetninga. Þrjátíu og þrjú prósent fullorðinna í Bandaríkjunum eru enn óbólusett og samkvæmt könnun sem YouGov gerði fyrir tímaritið The Economist vill meirihluti þeirra ekki láta bólusetja sig og stór hluti er í vafa um ágæti bólusetningarinnar. Langflestir þeirra sem eru andvígir bólusetningum eru repúblikanar og stuðningsmenn Donalds Trumps, fyrrverandi forseta. Economist segir að Bandaríkjamenn á hægri væng stjórnmálanna hafi tilhneigingu til að hundsa ráð vísindamanna og vera trúaðir á samsæriskenningar. Ekki hafi bætt úr að Trump hafi sjálfur gert lítið til að hvetja stuðningsmenn sína til að láta bólusetja sig. Hann hafi til dæmis ekki leyft myndatökur þegar hann var sjálfur bólusettur. Stjórnvöld hafa áhyggjur af bólusetningartregðunni.\nThis is an even bigger concern because of the Delta variant. In today`s briefing, we discussed how the Delta variant is already responsible for half of all cases in many parts of this country.\nÞarna lýsti Biden að delta-afbrigði kórónuveirunnar ylli áhyggjum, í mörgum hlutum landsins væri meira en helmingur nýrra smita vegna þess afbrigðis. Biden grátbað óbólusetta að láta sprauta sig, það skipti miklu. \u001eÞið sýnið ættjarðarást með því að láta bólusetja ykkur, sagði Bandaríkjaforseti.\nPlease, please get vaccinated. It makes a big differece. As I have said, it's a patriotric thing to do.","summary":null} {"year":"2021","id":"193","intro":"Serbinn Novak Djokovic fær tækifæri til þess að verja titil sinn á Wimbledon mótinu í tennis eftir að hann vann Denis Shapovalov í undanúrslitum í gærkvöld.","main":"Sigurinn var aldrei í hættu en Djokovic vann viðureignina í þremur settum og er þar með kominn í úrslit. Sigri Djokovic mótið mun hann jafna met Roger Federer og Rafael Nadal yfir flesta sigra í einliðaleik karla á risamótum í tennis. Federer og Nadal hafa hvor um sig unnið 20 risamót en Djokovic 19.\nÍ hinum undanúrslitaleiknum sigraði Ítalinn Matteo Berrettini Pólverjan Hubert Hurkacz. Hurkacz hafði komið öllum á óvart með því að sigra Roger Federer í 8-liða úrslitunum en átti ekki erindi sem erfiði gegn Berrettini.\nDjokovic og Berettini mætast í úrslitaleiknum á morgun, sunnudag, en í dag fer fram úrslitaleikurinn í einliðaleik kvenna. Þar mætir efsta kona heimslistans, ástralinn Ashleigh Barty, Tékkanum Karolínu Pliskovu.\nHK og Fylkir mættust í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Gengi beggja liða hefur verið brösulegt í deildinni hingað til en fyrir leikinn var Fylkir í níunda sæti og HK i fallsæti i því ellefta.\nFylkismenn komust yfir á 25. Mínútu með marki Daða Ólafssonar beint úr aukaspyrnu og staðan 1-0 í hálfleik. Á 60. Mínútu jafnaði Birnir Snær Ingason fyrir HK og tæpu korteri seinna kom Martin Rauschenberg þeim yfir. 2-1 urðu því lokatölur og HK sótti mikilvæg stig þrátt fyrir að komast ekki upp úr fallsætinu.\nKólumbía og Perú mættust í bronsleik Suður-Ameríkubikarsins í Brasilíu í nótt. Yoshimar Yotún kom Perú yfir rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og staðan 1-0 í leikhléi. Kólumbíumenn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og Juan Cuadrado var ekki lengi að jafna metin með marki beint úr aukaspyrnu. Luis Díaz kom Kólumbíu svo yfir á 65. mínútu en Gianluca Lapadula jafnaði metin fyrir Perú á 82. mínútu, 2-2, og allt stefndi í framlengingu. Á síðustu sekúndum uppbótatímans í seinni hálfleik skoraði Díaz hins vegar þrusu mark, tryggði Kólumbíumönnum bronsverðlaun í fimmta sinn í keppninni.\nÚrslit mótsins fara fram á Maracana vellinum í Rio de Janeiro í kvöld og hefjast á miðnætti að íslenskum tíma. Þar mætast stórveldin Argentína og Brasilía.","summary":"Serbinn Novak Djokovic fær tækifæri til þess að verja titil sinn á Wimbledon mótinu í tennis eftir sigur í undanúrslitum í gær. Úrslit í einliðaleik kvenna fara fram í dag. "} {"year":"2021","id":"193","intro":"Yfirvöld á Haítí hafa farið þess á leit við bandarísk stjórnvöld að þau sendi hersveitir til landsins til að tryggja innviði þess. Leit stendur enn yfir að átta kólumbískum málaliðum sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í að myrða forsetann.","main":"Upplausnarástand hefur verið á Haítí eftir morðið á SJovenel Moís forseta landsins aðfaranótt miðvikudags. Tveir menn gera tilkall til forsætisráðherraembættisins, þingið er óstarfhæft og íbúar hafa látið reiði sína í ljós á götum úti.\nLeit stendur enn yfir að átta kólumbískum málaliðum, sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í að myrða Moise, sautján eru í haldi og þrír féllu í skotbardaga við lögregluna. Enn liggur ekki fyrir hverjir fengu þá til að ráða forsetann af dögum eða hvers vegna.\nStjórnvöld í Port-au-Prince hafa nú beðið Bandaríkjastjórn að senda herlið til Haítí til að tryggja hafnir, flugvelli, eldsneytisbirgðir og fleiri lykilinnviði í ljósi stöðunnar.\nÞað ætla Bandaríkjamenn hins vegar ekki að gera að svo stöddu en Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi frá að háttsettir fulltrúar alríkislögreglunnar og heimavarnarráðuneytisins yrðu sendir til höfuðborgarinnar til að kanna með hvaða hætti hægt sé að koma Haítum til hjálpar.\nWe will be sending senior FBI and DHS officials to Port-au-Prince as soon as possible to assess the situation and how we may be able to assist.\nUm þúsund manns komu saman við bandaríska sendiráðið í Haítí í nótt í þeirri von um að þeim yrði hleypt til Bandaríkjanna. Stephane Dujarric, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, varar við því að ástandið eigi eftir að versna enn frekar í landinu, sem er eitt það fátækasta í heimi.\nthis is the worst humanitarian crisis Haiti has faced over the past few years, and it's deteriorating week after week.","summary":"Yfirvöld á Haítí hafa óskað eftir aðstoð bandarískra hersveita við að bregðast við vaxandi ólgu meðal íbúa. Átta er enn leitað vegna morðsins á forseta landsins."} {"year":"2021","id":"194","intro":"Vísindamennirnir þrír sem tilkynntu ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarinis til stjórnenda Karólínska sjúkrahússins, vegna plastbarkaígræðslna hans og lentu sjálfir í vandræðum vegna þess, hafa kært málsmeðferð sænska ríkisins til Mannréttindadómstóls Evrópu. Þeir segja að meðferð málsins hafi komið niður á starfsferli þeirra og þeir hafi ekki fengið tækifæri til að verja sig.","main":"Þrír vísindamenn, sem sjálfir tóku þátt í rannsókninni, tilkynntu Macchiarini til stjórnenda sjúkrahússins og sögðu hann hafa átt við niðurstöður rannsóknanna.\nSíðan þá hafa tveir sjúklinganna látist, þeirra á meðal Erítreumanninum Ande-Mariam Beyene sem lést 2014. Hann var búsettur á Íslandi.\nÍ innri rannsókn Karólínska sjúkrahússins, sem gerð var í kjölfarið, var komist að þeirri niðurstöðu að sjö vísindamenn hefðu gerst sekir um vísindalegt misferli í málinu. Þeirra á meðal voru Macchiarini, vísindamennirnir þrír og Tómas Guðbjartsson læknir á Landspítalanum.\nVísindamennirnir, sem leitað hafa til Mannréttindadómstólsins, segja að ákvörðunin um áminningu hafi komið niður á starfsferli þeirra og þeir hafi ekki fengið tækifæri til að skjóta málinu til dómstóla í Svíþjóð. Lögmaður þeirra segir réttinn til að áfrýja stjórnvaldsákvörðunum til dómstóla eina af grunnstoðum réttarríkisins.\nMacchiarini á yfir höfði sér ákæru í Svíþjóð fyrir grófa vanrækslu í málunum þremur. Réttarhöld hefjast á næsta ári.","summary":"Vísindamennirnir þrír sem tilkynntu ítalska skurðlækninn Paolo Macchiarinis til stjórnenda Karólínska sjúkrahússins, vegna plastbarkaígræðslna hans, og lentu sjálfir í vandræðum vegna þeirra, hafa kært meðferð sænska ríkisins til Mannréttindadómstóls Evrópu."} {"year":"2021","id":"194","intro":"Allir helstu hálendisvegir landsins eru nú orðnir færir þó enn sé akstursbann á nokkrum leiðum. Sprengisandsleið var opnuð í morgun og Fjallabaksleið syðri verður opnuð í dag.","main":"Í gær mokuðu vegagerðarmenn að norðan og sunnan vegi svo hægt væri að opna Sprengisandsleið. Þetta er annars vegar leiðin upp úr Bárðardal í Nýjadal og leiðin að sunnan úr Hrauneyjum í Nýjadal. Þar með er Sprengisandsleið opin. Enn eru þó lokaðar leiðirnar úr Eyjafirði og Skagafirði upp á Sprengisand.\nSegir Þórólfur Jón Ingólfsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík. Talsvert er síðan Kjalvegur var opnaður. Norðan Vatnajökuls er búið að opna leiðir inn í Herðubreiðarlindir og Öskju og vel fært er orðið í Kverkfjöll. Leiðin inn í Snæfell er lokuð vegna aurbleytu og Gæsavatnaleið frá Holuhrauni vestur Dyngjuháls er ófær. Þórólfur Jón segir ekkert reynt að opna hana á næstunni.\nVegagerðarmenn í Vík segja stefnt að því að opna Fjallabaksleið syðri í dag, en það er síðasta leiðin á sunnanverðu hálendinu sem átti eftir að opna.","summary":"Vegurinn norður Sprengisand er nú orðinn fær en vegagerðarmenn luku við snjómokstur þar í gærkvöld. Allir helstu hálendisvegir landsins eru þar með orðnir færir."} {"year":"2021","id":"194","intro":"Flugfélagið Play var skráð á markað í morgun. Viðskipti hafa farið líflega af stað og verð á hlutum hækkað um allt að 44 prósent frá hlutafjárútboði.","main":"Ekki er langt síðan Play fór í sitt fyrsta flug og í táknrænni afhöfn flaug félagið inn í Kauphöll Íslands. Það gerðist í sérstöku flugi yfir hálendi Íslands í fyrradag sem síðan var sýnt á myndbandi í morgun þegar formleg skráning tók gildi og félagið þar með hringt inn í Kauphöllina.\nPlay efndi til hlutafjárútboðs 24. til 25. júní. Í boði voru tæplega 222 milljónir hluta og var verð á hlut á bilinu 18 til 20 krónur. Heildarverðmæti útboðsins var 4,3 milljarðar króna.\nMagnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar segir að viðskiptin hafi verð lífleg í morgunsárið.\nNúna klukkan korter yfir 11 þá hafa átt sér stað um 190 viðskipti fyrir um 600 milljónir og bréfin standa í 24,3 krónum. Það þýðir að þau hafa farið upp á bilinu 21-35 prósent frá útboðsverðinu. Þau opnuðu reyndar í 26 krónum sem er frá 30-44 prósentum yfir útboðsverðinu. Viðskiptin hafa farið vel af stað og markaðurinn tekið félaginu mjög vel.\nHann segir erfitt að spá fyrir um upphaf viðskipta með félög, en það komi ekki á óvart að bréfin hafi hækkað frá hlutafjárútboðinu. Þar reyndist umframeftirspurn áttföld.\nÞannig að maður átti von á hækkun, en það er alltaf erfitt að giska á hvar þetta lendir.","summary":"Mikil viðskipti hafa verið með bréf í flugfélaginu Play það sem af er degi. Félagið var formlega skráð í kauphöllina í morgun. "} {"year":"2021","id":"194","intro":"Talibanar segjast hafa náð yfirráðum í meginhluta Afganistans. Allt bandarískt herlið verður farið úr landinu í ágústlok.","main":"Talibanar fullyrða að þeir hafi lagt meginhluta Afanistans undir sig, þar á meðal hernaðarlega mikilvægan bæ við landamæri Írans. Allt bandarískt herlið verður farið frá Afganistan í ágústlok, að sögn Bandaríkjaforseta.\nSendinefnd talibana sem stödd er í Moskvu greindi frá því í dag að talibanar hefðu lagt undir sig um það bil 250 af 398 héruðum Afganistans. Það jafngilti 85 prósentum landsins. Þá hafði AFP fréttastofan eftir talsmanni talibana að þeir hefðu náð yfirráðum í bænum Islam Qala á landamærum Afganistans og Írans, en hann þykir hernaðarlega mikilvægur. Stjórnvöld í Kabúl segja þetta ekki rétt; enn sé barist um bæinn. Þau andmæla einnig upplýsingum um landvinninga talibana að undanförnu.\nJoe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrr á árinu að allt herlið Bandaríkjanna yrði farið frá Afganistan í síðasta lagi 11. september næstkomandi, réttum tuttugu árum eftir hryðjuverkaárásir vígmanna Al-Kaída á New York og Washington. Hann sagði í gær á fundi með öryggisráðgjöfum forsetaembættisins að brottflutningurinn gengi vel. Hernaðarafskiptum Bandaríkjanna lyki 31. ágúst. Forsetinn sagði að tilgangi hersetunnar hefði verið náð. Ekki kæmi til greina að hann sendi enn eina kynslóð ungra Bandaríkjamanna til herþjónustu í Afganistan. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti þinginu í gær að nánast allt breskt herlið væri farið frá Afganistan. Þeir síðustu væru væntanlegir heim innan skamms.","summary":"Talibanar segjast hafa náð yfirráðum í meginhluta Afganistans. Allt bandarískt herlið verður farið úr landinu í ágústlok."} {"year":"2021","id":"194","intro":"Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem var sviptur var starfsleyfi, gerði ónauðsynlegar aðgerðir á ennisholum og nefi sjúklinga sinna, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá beitti hann í sumum tilfellum úreltum aðferðum í aðgerðum sínum. María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.","main":null,"summary":"Læknirinn á Handlæknastöðinni, sem sviptur var starfsleyfi, gerði ónauðsynlegar aðgerðir með úreltum aðferðum á ennisholum og nefi sjúklinga sinna. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir sorglegt að öryggi sjúklinga hafi verið stefnt í hættu. "} {"year":"2021","id":"194","intro":"Þrjú íslensk lið spiluðu í fyrstu umferð nýrrar Sambandsdeildar UEFA, Evrópska knattspyrnusambandsins, í gær. Þau standa vel að vígi fyrir seinni leiki umferðarinnar sem spilaðir verða á fimmtudag í næstu viku.","main":"Þetta er í fyrsta skipti sem spilað er í Sambandsdeildinni sem sett var á laggirnar til að gefa smærri löndum Evrópu, Íslandi þar á meðal, fleiri Evrópuleiki félagsliða. Breiðablik átti magnaða endurkomu í Lúxemborg þegar þeir unnu 3-2 sigur á Racing Union eftir að hafa lent 2-0 undir. Breiðablik náði að minnka muninn á 37. mínútum með marki frá Gísla Eyjólfssyni og í síðari hálfleik jafnaði Thomas Mikkelsen. Yfirburðir Breiðabliks í seinni hálfleik skiluðu loks sigurmarki á 88. mínútu þegar Damir Muminovic skoraði gullfallegt mark, lokatölur 3-2.\nÞá vann FH góðan sigur gegn írska liðinu Sligo Rovers. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en FH nýtti sér liðsmuninn eftir að Írar misstu mann af velli með rautt spjald undir lok leiks. Steven Lennon skoraði sigurmark FH og Hafnfirðingar með eins marks forystu fyrir seinni leikinn í Sligo.\nStjarnan gerði loks 1-1 jafntefli gegn írska liðinu Bohemian FC í Garðabæ í kvöld. Gestirnir byrjuðu leikinn betur og voru meira með boltann en það voru þrátt fyrir það Stjörnumenn sem skoruðu fyrsta mark leiksins þegar Emil Atlason stýrði sendingu Elís Rafns Björnssonar í netið. Leikurinn var fjörugur en á 63. mínútu jafnaði Tyreke Wilsons fyrir Bohemian og þar við sat.\nGlódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í knattspyrnu hefur skrifað undir þriggja ára samning við Þýskalandsmeistara Bayern München. Þetta tilkynnti liðið í dag en Glódís spilaði sinn síðasta leik fyrir sænska úrvalsdeildarliðið Rosengård í gær. Í Bayern mun Glódís spila með annarri íslenskri landsliðskonu, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sem gekk til liðs við félagið í byrjun árs.\nLið Phoenix Suns er komið í vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu um NBA titilinn eftir sigur á Milwaukee Bucks, 118-108, í gærkvöld. Milwaukee var yfir, 29-26, eftir fyrsta leikhluta en Pheonix var mun betra í öðrum leikhlutanum og hálfleikstölur 56-45. Giannis Antetokounmpo átti stórleik í liði Milwaukee, skoraði 20 stig í þriðja leikhluta og alls 42 stig í leiknum. Það dugði þó ekki, Pheonix vann með 10 stiga mun, og eru nú 2-0 yfir í einvíginu. Vinna þarf fjóra leiki til að lyfta NBA-titlinum.","summary":null} {"year":"2021","id":"194","intro":"Ný rannsókn á flaki ferjunnar Estoniu, sem liggur á botni Eystrasalts, hefst í dag. Rannsóknarteymi frá þremur löndum; Svíþjóð, Eistlandi og Finnlandi, hyggst rannsaka göt á skrokki ferjunnar sem greint var frá í nýlegri heimildamynd og ekki höfðu sést áður.","main":"Sænska ríkissjónvarpið hefur eftir Jonasi Bäckstrand hjá rannsóknarnefnd sjóslysa í Svíþjóð, að hafi götin komið á skipsskrokkinn á meðan ferjan var enn ofan sjávar geti þau hafa leitt til þess að hún sökk. Nokkrar kenningar eru uppi um orsakir slyssins en óyggjandi niðurstöður þar að lútandi hafa aldrei fengist. Grafarhelgi ríkir við flak Estoniu en eftir að götin voru sýnd í heimildarmyndinni var ákveðið að aflétta henni að hluta svo hægt væri að kafa niður að flakinu og rannsaka þau. \u001eVið viljum fyrst og fremst komast að því, hvenær og hvernig götin urðu til,\" segir Bäckström. Næstu tíu dagana verður sjávarbotninn umhverfis flakið rækilega kortlagður með bergmálsmælingum en síðar verður einnig kafað niður að flakinu til að ljósmynda það. Öll gögn sem aflað verður í rannsókninni verða birt með tíð og tíma, en það mun taka einhverja mánuði að vinna úr þeim, segir í tilkynningu sjóslysanefndar. Efnt verður til minningarstundar yfir flakinu í dag, til að minnast þeirra 852 sem fórust þegar Estonia sökk hinn 28. september 1994.","summary":null} {"year":"2021","id":"194","intro":"Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað um helgina, en um síðustu helgi var mikil ölvun í miðbænum og met sett í sjúkraflutningum. Varðstjóri segir að sjúkraflutningamenn hafi verið að jafna sig fram eftir vikunni. Hann býst við svipuðu álagi nú.","main":"Við erum búnir að bæta við mannskap, gerðum það strax eftir fyrstu helgina þar sem COVID-höftum var aflétt. Við erum búin að bæta við auka sjúkrabíl hérna í Skógarhlíðarstöðina þar sem mesta álagsaukningin er. Og þá er það aðallega út af skemmtanalífi borgarinnar. Við búumst alveg við því að það verði annasamt um helgina eins og síðustu helgi sem var alveg methelgi hjá okkur á laugardagskvöldinu.\nSegir Sigurjón Hendriksson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Um síðustu helgi var farið í 122 sjúkraflutninga sem er eins og að stórviðburður hefði verið í bænum. Af þessu voru 67 á laugardagskvöldinu, sem er um 25 fleiri en venjan er á þeim tíma. Sigurjón segir að erfitt sé að manna aukavaktir þessa dagana vegna sumarfría, en allt sé reynt til að vera viðbúin auknum verkefnum. Hann segir að sjúkraflutningamenn hafi verið lúnir eftir þessa annasömu helgi.\nOg voru hálflúnir fram á þriðjudag - tók alveg tvo daga að jafna sig eftir svona tarnir sko, þeir sem voru mest í miðbænum. Þetta tekur á? Jájá, þetta tekur á og sígur í.\nHann segir að eftir því sem veitingastaðirnir séu opnir lengur, þeim mun erfiðari verði verkefnin.\nÞá er fólk orðið þreytt og kannski mikið drukkið og þá verður alltaf erfiðara að eiga við fólk þar sem það er búið að koma sér í vandræði.","summary":"Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu býr sig nú undir annasama helgi, en um síðustu helgi var sett met í sjúkraflutningum sem flestir tengdust skemmtanalífi í miðbænum. Bætt hefur verið við sjúkrabíl og mannskap."} {"year":"2021","id":"194","intro":"Rúmlega fjórtán þúsund og þrjú hundruð voru á atvinnuleysisskrá í lok júní og hafði fækkað um þrjú þúsund og þrjú hundruð frá síðasta mánuði. Atvinnuleysi í júní mældist sjö komma fjögur prósent.","main":"og dróst saman í öllum landshlutum, mest á Suðurnesjum, um fimm prósent.\nTæplega sex þúsund manns hafa farið af atvinnuleysisskrá síðustu tvo mánuði. Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Hvernig metur hún stöðuna?\nHún lítur bara mjög vel út. Það er alveg í sögulegu hámarki fækkun í atvinnuleysi. Það hafa aldrei verið jafn margir sem hafa fengið atvinnu milli mánaða hjá okkur. Hvað er atvinnuleysið þá núna? Það er 7,4 prósent, var það í júní og 3.300 fengu störf.\nHjá Vinnumálastofnun hafa verið auglýst um 11.500 störf, og búið er að ráða í um 4.300 störf.\nMál um 1.600 atvinnuleitenda hafa verið tekin til umfjöllunar á Greiðslustofu Vinnumálastofnunar þar sem metið er hvort ákvörðun um að hafna starfstilboði sé réttlætanleg. Þar af hafa um 950 atvinnuleitendur verið beittir viðurlögum.\nKannski er þetta gríðarlega stór hluti. Þegar lagt var af stað í átakið þá voru rúmlega 20 þúsund manns í atvinnuleit.\nHvað geriði í því tilviki? Það missir bótarétt annaðhvort tímabundið eða alveg. Það fer eftir því hvort þetta er ítrekun eða hvers eðlis brotið er. Veistu í hve mörgum tilvikum þið hafið orðið að beita þessu að menn fari af bótum. Það fara náttúrulega allir af bótum um tíma, það eru um 850 og síðan eru það um 50 sem hafa misst bótaréttinn alveg og þurfa þá að vinna sér inn nýjan bótarétt ef þeir ætla að koma aftur.\nUnnur segir að atvinnulausum fækki á öllu landinu\nEn kannski má segja að hástökkvarinn núna á milli þessara mánaða það er á Suðurnesjum. Þar minnkaði atvinnuleysi um 5 prósent, fór úr 18,7 prósentum maí í 13,7 í júní. Það er ljóst að ferðaþjónustan er heldur betur að taka við sér.","summary":"Tæplega sex þúsund manns hafa farið af atvinnuleysisskrá á síðustu tveimur mánuðum. Atvinnuleysi í júní mældist 7,4 prósent og dróst saman í öllum landshlutum, mest á Suðurnesjum."} {"year":"2021","id":"194","intro":"Rúmlega tvö þúsund tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkanir vegna Covid-19 bóluefna. Þar af eru tæplega 130 flokkaðar sem alvarlegar.","main":"Búið er að fullbólusetja um 240 þúsund manns hér á landi og um 25 þúsund eiga eftir að fá seinni sprautuna. Næsta vika verður sú síðasta í fjöldabólusetningu fyrir sumarfrí en þá er ráðgert að bólusetja með Pfizer, AstraZeneca og Moderna.\n2.090 tilkynningar hafa borist Lyfjastofnun vegna gruns um aukaverkanir en í flestum tilvikum eru þær minniháttar.\nRúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir þetta vera svipað hlutfall og í nágrannalöndum okkar.\nRaunverulega á pari við það sem við gerðum ráð fyrir\nÞað er ekkert þannig séð óvanalegt við þetta\nAlgengustu aukaverkanirnar eru bara hiti, höfuðverkur, bein, vöðvaverkir, slappleiki og þreyta.\nÞetta eru svona topp fimm og virðist vera mjög svipað fyrir öll bóluefni\nUm 129 tilkynningar eru flokkaðar sem alvarlegar og þar af tuttugu og sex sem tengjast andláti eftir bólusetningu. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið hér á landi hafa ekki sýnt fram á bein tengsl milli tilkynntra andláta og bólusetningar.\nHlutfallslega hafa flestar tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir komið eftir bólusetningu með Moderna. Tæplega tveir af hverjum hundrað sem hafa fengið það bóluefni hafa tilkynnt um aukaverkanir. Næst kemur Astrazeneca með eitt prósent, Pfizer með 0,6 prósent og Janssen með 0,4 prósent. Rúna segir að margt geti þó skekkt þessar tölur. Sum bóluefni hafi verið notuð mun meira en önnur og þá hafi einnig verið munur á notkun bóluefna á milli aldurshópa.\nEiginlega eftir því sem fólk er eldra þá koma alvarlegri aukaverkanir.\nÞað segir sig sjálft að þetta þýði er með fleiri undirliggjandi sjúkdóma","summary":"Lyfjastofnun hefur fengið rúmlega tvö þúsund tilkynningar vegna gruns um aukaverkanir af völdum Covid-19 bóluefna. "} {"year":"2021","id":"195","intro":"Tveir flugumferðarstjórar hjá dótturfélagi Isavia hafa verið kærðir fyrir að hafa nauðgað konu sem var nemandi í flugumferðarstjórn. Flugumferðarstjórarnir hafa verið reknir úr starfi.","main":"Í yfirlýsingu frá Isavia segir að um sé að ræða alvarlegt atvik sem hafi átt sér stað í kjölfar skemmtunar á vegum Félags íslenskra flugumferðarstjóra í fyrra, en fyrst var greint frá málinu í fréttum Bylgjunnar í hádeginu. Um sé að ræða ólíðandi hegðun sem samrýmist engang veginn því sem Isavia ANS standi fyrir og að öllum hlutaðeigandi hafi verið boðin stuðningsúrræði vegna málsins. Flugumferðarstjórarnir tveir eru báðir karlmenn og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur konan kært þá fyrir nauðgun. Flugumferðarstjórarnir störfuðu báðir í Flugstjórnarmiðstöðinni á Reykjavíkurflugvelli samkvæmt heimildum fréttastofu.","summary":null} {"year":"2021","id":"195","intro":"Talibanar hafa á undanförnum dögum og vikum lagt undir sig stór svæði í Afganistan. Þeir hófu sókn í apríl þegar brottför fjölþjóðaherliðs hófst frá landinu.","main":"Talibanar hafa sótt mjög í sig veðrið eftir að Bandaríkjamenn hófu að flytja hermenn sína á brott. Stjórnarherinn virðist vanbúinn til að veita þeim öflugt viðnám og virðist einkum sakna stuðnings bandaríska flughersins. Bandaríkjamenn yfirgáfu mikilvægustu herstöð sína á Bagram flugvelli í skjóli nætur og án þess að láta afganska stjórnarherinn vita.\nTalibanar stjórnuðu í Afganistan frá 1996 til 2001, þeir eru öfga-múslímar og stjórn þeirra var sannkölluð ógnarstjórn. Bandaríkjamenn réðust inn í landið eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Ástæðan fyrir innrásinni var að talibanar höfðu leyft Osama-bin Laden og hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda að hafa aðsetur og búðir í landinu. Bandaríkjamenn steyptu stjórn talibana, en tókst aldrei að vinna fullnaðarsigur á talibönum og þeir hafa ráðið stórum hlutum landsins, stjórnin í Kabúl hefur ráðið stærri bæjum og borgum en í sveitum landsins hafa talibanar alltaf haft mikil áhrif.\nBandaríkjamenn ákváðu meðan Donald Trump var forseti að kalla her sinn heim frá landinu. Trump stjórnin samdi um þetta við talibana og þegar núverandi forseti, Joe Biden, staðfesti þá ákvörðun ákváðu bandamenn Bandaríkjanna í NATO að kalla sínar hersveitir heim.\nBrottflutningurinn virðist vera verulegt áfall fyrir baráttuandaafganska stjórnhersins, fréttir bárust af því að eittþúsund hermennhefðu flúið til grannríkisinsTadsíkistans. Þá herma fregnir aðmargir aðrir hafi hlaupist undan merkjum og veruleg spurning er hvort afganski herinn, sem telur 300 þúsund manns,hafi burði til að standast talibönum snúning.","summary":"Talibanar hafa á undanförnum dögum og vikum lagt undir sig stór svæði í Afganistan. Margir efast um að stjórnarherinn hafi burði til að standast þeim snúning. "} {"year":"2021","id":"195","intro":"Um fjögur hundruð manns taka þátt í skátamóti sem nú stendur yfir á Úlfljótsvatni. Upphaflega átti að halda þetta mót í fyrra en því var frestað vegna Covid. Mótsstjóri segir að faraldurinn hafi haft mikil áhrif á starfsemi skátahreyfingarinnar.","main":"Mótið er eitt af þremur sem haldið verður á Úlfljótsvatni í sumar. Landsmót skáta átti að fara fram í fyrrasumar en því var frestað og gripið til þess ráðs að halda þess í stað þrjú minni mót á þessu ári.\nRagnheiður Silja Kristjánsdóttir, einn af þremur mótsstjórum, segir að boðið verði upp á fjölbreytta dagskrá fyrir þátttakendur, en þeir eru flestir á aldrinum 7 til 18 ára.\nÍ dag og næstu tvo daga þá er svona aðaldagskráin í gangi. Það er opin dagskrá sem inniheldur alla þessa klassísku útivistardagskrá sem að Úlfljótsvatn býður upp á.\nÞað er klifurturninn og bátarnir og bogfimi. Svo erum við með vatnasafarí og sápufótbolta. Föndur og alls konar dagskrá þar sem hægt er að ganga á milli\nRagnheiður segir að Covid faraldurinn hafi haft mikil áhrif á skátastarfið. Mörgum viðburðum hafi verið frestað og þá hafi skátar líkt og aðrir þurft að aðlagast breyttum aðstæðum.\nÞannig að skátastarfið er búið þróast mjög mikið með Covid bara í nýjar áttir sem við höfum ekki prófað áður. Þannig að það hlýtur að vera mikil gleði á svæðinu að fá að hittast á ný? Ekkert smá. Við erum öll búin að bíða og bíða eftir þessu. Í allan vetur höfum við verið að krossa fingur og vona að þetta verði hægt.\nÞetta er alltaf að verða að veruleika og svo breytast takmarkanir og þá lítur ekki út fyrir að þetta muni takast. Svo bara rétt fyrir mót þá bara allar samkomutakmarkanir farnar og við fáum að hittast og leika okkur, syngja og hafa gaman","summary":null} {"year":"2021","id":"195","intro":"Þar á meðal er aðgerð á tveggja ára barni sem var svæft og er aðgerðin sögð til marks um sinnuleysi fyrir velferð barnsins.","main":"Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun landlæknis um að svipta háls-, nef- og eyrnalækni starfsleyfinu. Yfirgripsmikil rannsókn embættis landlæknis leiddi í ljós að maðurinn hafði framkvæmt fjölda ónauðsynlegra aðgerða. Þar á meðal ónauðsynlegar aðgerðir á tveggja ára barni sem var svæft og 15 ára stúlku.\nÁbending um brot læknisins í starfi kom fram í desember 2019, en það voru samstarfsmenn hans á Handlæknastöðinni sem létu Landlæknisembættið vita.Rannsókn hófst þegar í stað og var maðurinn sviptur starfsleyfi til bráðabirgða meðan á henni stóð. Framkvæmdastjóri stöðvarinnar segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi ekki starfað fyrir stöðina síðan þá.\nÓháðir sérfræðingar, sem embættið fékk til starfa, rannsökuðu 53 aðgerðir mannsins á tímabilinu 1. september til 30. nóvember 2019. Komust þeir að þeirri niðurstöðu að ekki hafi fundist ástæða fyrir aðgerð í tólf tilvikum og að \u001eerfitt sé að sjá að einhver annar [læknir] hefði ákveðið að gera aðgerð undir þessum kringumstæðum.\nSérlega ámælisverð er talin aðgerð sem framkvæmd var á tveggja ára barni þar sem barnið var svæft. Segir í úrskurðinum að maðurinn hafi sýnt af sér dómgreindarleysi og sinnuleysi um velferð og öryggi barnsins.\nAlls eru gerðar athugasemdir við 22 aðgerðir mannsins á þriggja mánaða tímabili. Jafnframt gera skýrsluhöfundar athugasemdir við stuttan aðgerðatíma sem styðji ályktanir um rangar, vafasamar og ófullnægjandi aðgerðir.\nKomst landlæknir því að þeirri niðurstöðu að svipta manninn starfsleyfi. Stöð 2 greindi fyrst frá því í gær að læknirinn hefði kært þá ákvörðun landlæknis til heilbrigðisráðuneytisins, en í dag birti ráðuneytið úrskurð sinn þar sem ákvörðun landlæknis er staðfest.","summary":"Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest starfsleyfissviptingu háls-, nef- og eyrnalæknis sem framkvæmdi tólf ónauðsynlegar aðgerðir, þar á meðal á tveggja ára barni með svæfingu, sem sögð er sérstaklega ámælisverð. "} {"year":"2021","id":"195","intro":"Fjöldi hlutabréfaeigenda hefur fjórfaldast frá árslokum 2019 að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Hann segir hlutabréfamarkaðinn vera að hressast.","main":"Íslenska ríkið seldi 35% hlut í Íslandsbanka í síðasta mánuði og voru seld hlutabréf fyrir rúmlega 55 milljarða króna. Níföld umframeftirspurn reyndist vera eftir bréfum í bankanum og nam hún 486 milljörðum króna. Bankinn er nú skráður í Kauphöllina. Hluthafar í bankanum eru nú um 24 þúsund, sem eru fleiri en í nokkru öðru skráðu fyrirtæki á Íslandi. Til stendur að skrá flugfélagið Play á markað á morgun, en fyrirtækir er sem kunnugt er nýbyrjað í rekstri og telur Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar að það geti orðið ákveðin fyrirmynd fyrir önnur félög að fara þá leið, en ákvörðun um að skrá félagið lá fyrir áður en félagið var farið að afla tekna. Eftir að Play verður komið á markað verða tvö íslensk flugfélög skráð á markað og er skráning Play fyrsta nýskráning ferðaþjónustufyrirtækis í Kauphöllinni í fimmtán ár. Magnús telur að fyrirhuguð skráning og það sem gerst hefur á hlutabréfamarkaði undanfarið sé merki um að hann sé að lifna við.\nJá, ég held að megi segja það. Við höfum séð að ef við til dæmis förum yfir í þátttöku almennings á markaðnum þá hefur fjöldi einstaklinga sem á hlutabréf fjórfaldast frá árslokum 2019. Og ég held að það sé líka dæmi um það sem koma skal að félög í vaxtarfasa muni nota markaðinn meira.","summary":null} {"year":"2021","id":"195","intro":"Aðsókn í kórónuveiruskimun á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur aukist umtalsvert að undanförnu. Þetta má helst skýra með auknu flæði ferðamanna til og frá landinu. Um helmingur allra sýna er nú tekinn með hraðprófum.","main":"Með vaxandi fjölda ferðamanna eykst aðsókn í skimun en víða er krafist neikvæðrar niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum. Það eru þá ýmist hraðpróf sem tekin voru í notkun í seinnihluta júní eða svokölluð PCR-próf.\nNiðurstöður úr hraðprófum liggja fyrir á um klukkustund en eru þau einungis ætluð þeim sem hyggja á ferðir til útlanda. Hafi fólk grun um kórónuveirusmit eða er með einkenni skal það gangast undir PCR-skimun. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að þetta séu að mestu ferðamenn og að vel gangi að skima þrátt fyrir aukið álag.\njá það hefur gengið mjög vel og núna er svona cirka about helmingur þeirra ferðamanna sem eru að fara frá landinu sem koma til okkar í hraðpróf en svo er hinn helmingurinn eftir sem fer í PCR próf.\nTilkoma hraðprófanna hefur þá jafnframt létt undir hjá Landsspítalanum þar sem þau þarf ekki að greina á rannsóknarstofu eins og PCR-prófin. Allir sem koma hingað til lands án bólusetningavottorðs eða vottorðs um fyrri kórónuveirusýkingu þurfa að gangast undir PCR-skimun.Ragnheiður Ósk segir aðsókn í skimun á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins mikla en hana megi að mestu rekja til aukins ferðamannastraums.\njá fjölgunin er alveg töluverð. Við erum búin að vera með þetta núna alveg frá mánaðamótum og við sjáum alveg að það er aukning á ferðafólki. Og við sjáum líka oft í svona lok vikunnar að þá fjölgar þeim. Þá er fólk að fara frá landinu. Þannig þetta er alveg töluverður fjöldi sem fer þarna í gegn á hverjum degi. Það skiptir alveg þúsundum.","summary":"Aðsókn í kórónuveiruskimun á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur aukist umtalsvert að undanförnu en hana má helst skýra með auknu flæði ferðamanna til og frá landinu. "} {"year":"2021","id":"195","intro":"Miklir þurrkar í kjölfar hlýinda á Norður- og Austurlandi hafa orðið til þess að tún eru farin að brenna hjá bændum. Staðan er misslæm en ljóst að uppskera verður víða minni en áður, segir bóndi í Skagafirði.","main":"Bændur á Norður- og Austurlandi hafa þurft að takast á við óvenjumargar veðurtengdar áskoranir það sem af er ári. Vorið var óvenjukalt og tún tóku seint við sér. Síðustu vikur hafa verið mikil hlýindi og vindur með miklum vatnavöxtum og tilheyrandi flóðum inn á tún. Hlýindunum fylgir nú þurrkur en hefur ekki rignt að ráði í um mánuð og tún víða farin að brenna. Ekki er útlit fyrir úrkomu næstu daga.\nSteinn Rögnvaldsson er bóndi á Hrauni í Skagafirði. Hann segir að staðan á túnum sé ekki góð.\nJá já hún er svo sem alls ekki góð en það rigndi núna í morgun og alveg náttúrlega algjör himnasending.\nÞað eru farin að brenna hér tún og svo sem ekki neyðarástand en lítur ekki nógu vel út, við getum orðað það þannig.\nÍ fyrra var mikið kal á túnum, heybirgðir því ekki miklar og kláruðust þær í kuldanum í vor. Bændur þyrftu því að ná góðum heyjum í sumar, en óttast að svo verði ekki vegna þurrka. Sums staðar lítur jafnvel út fyrir að einungis náist einn sláttur í sumar.\nHann verður töluvert seinni en hann hefði verið og eins og útlitið var og síðan verður trúlega eins og staðan er í dag minni uppskera\nog svona já minni hey í haust en reyndar er sumarið ekki búið og þetta getur allt breyst til hins betra.","summary":"Tún eru víða farin að brenna á Norðurlandi vegna þurrka í kjölfar hlýinda síðustu vikna. Ekki er útlit fyrir úrkomu næstu daga."} {"year":"2021","id":"195","intro":"Það verður England sem mætir Ítalíu í úrslitaleik Evrópumótsins í knattspyrnu. Liðið hafði betur gegn Dönum í undanúrslitaleiknum á Wembley í gærkvöld og getur mögulega nælt sér í fyrsta Evrópumeistaratitil sinn á sunnudag.","main":"Danir brutu ísinn á þrítugustu mínútu með marki Mikkel Daamsgaard beint úr aukaspyrnu. Kasper Schmeichel varði nokkrum sinnum vel í marki Dana en gat ekki komið í veg fyrir að Simon Kjær skoraði sjálfsmark á 39. mínútu. Á 75. mínútu vildu Englendingar fá víti. Dómari leiksins var ekki sammála og undir það tók myndbandsdómari. 1-1 var því staðan eftir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti.\nVítaspyrnuguðirnir voru með Englendingum í liði á 105. mínútu þegar Raheem Sterling fékk ódýrt víti. Schmeichel hélt áfram uppteknum hætti og varði spyrnu Harry Kane en náði hins vegar ekki að halda í boltann sem skoppaði aftur út í teig hvar Kane náði til hans og kom í netið. Niðurstaðan 2-1 sigur Englendinga og karlaliðið komið úrslitaleikinn á EM, í fyrsta skipti í sögunni.\nValsmenn mættu króatíumeisturum Dinamo Zagreb í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Valsmenn lentu undir strax á áttundu mínútu þegar Arijan Ademi skoraði mark eftir hornspyrnu. Á 39. Mínútu fengu þeir svo dæmda á sig vítaspyrnu sem króatarnir skoraði úr og staðan 2-0 í hálfleik. Á 72. Mínútu komst Zagreb í 3-0 en þá tóku við fjörugar mínútur hjá Valsmönnum.\nChristian Köhler fékk dæmda á sig vítaspyrnu á 81. mínútu en Hannes Þór Halldórsson varði frá Ademi. Stuttu síðar voru það svo Valsmenn sem fengu vítaspyrnu. Danijel Zagorac varði skotið sem Kristinn Freyr Sigurðsson tók en Kristinn náði frákastinu og skallaði boltann í netið. Mínútu síðar skoraði Andri Adolphsson svo annað mark fyrir Valsmenn eftir furðuleg mistök í vörn Zagreb. Lokatölur 3-2 og von Valsmanna enn á lífi fyrir seinni leik liðanna á þriðjudag.\nÞrjú íslensk lið verða svo í eldlínunni í dag í 1. umferð nýrrar Sambandsdeildar UEFA. Stjarnan mætir írska liðinu Bohemians í Garðabæ, FH fær annað írskt lið í heimsókn, Sligo Rovers, og Breiðablik mætir liði Racing í Lúxemborg.\nOg Spænski knattspyrnumaðurinn Sergio Ramos hefur skrifað undir tveggja ára samning við franska stórliðið Paris Saint-Germain. Þetta staðfesti liðið á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Ramos hefur spilað með spænska liðinu Real Madrid í 16 ár en fyrr í sumar var tilkynnt að samningur hans við liðið yrði ekki framlengdur.","summary":null} {"year":"2021","id":"195","intro":"Munur á vinnutíma karla og kvenna í fullu starfi er mestur á Íslandi af öllum löndum OECD. Ein ástæða þess er að jaðarskattar eru meiri á konur í sambúð en karla. Fjármálaráðherra segir að ástæður þess þurfi að skoða nánar.","main":"Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Vinnuvika íslenskra karla er að jafnaði um tólf prósentum lengri en hjá konum. Í Svíþjóð og Noregi er þessi munur 3% og í Danmörku er hann um 4%. Meðaltal OECD-landanna er um 6%.\nÍ skýrslunni segir að ein skýring þessa sé að jaðarskattar, sem meðal annars felast í samnýtingu persónuafsláttar, leggist í meiri mæli á konur en karla. Sameiginlegur skattaafsláttur sé frekar nýttur af körlum en konum, þar sem þeir hafi oft hærri tekjur, og því sé lítill hvati fyrir konur til að vinna meira. Í skýrslunni segir að þær breytingar sem gerðar hafi verið á fæðingarorlofi hér á landi séu líklegar til að draga úr þessum mun.\nBjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir að skoða þurfi ástæðurnar fyrir löngum vinnudegi íslenskra karla og þessum mun á vinnuframlagi karla og kvenna.\nÞað sýnir sig að íslenskir karlmenn eru að vinna að jafnaði fleiri vinnustundir en gerist annars staðar og þetta er hlutur sem mig langar til að skoða nánar. Ég geri ráð fyrir því að þetta sé bundið við ákveðnar starfsgreinar og þetta gefur okkur tilefni til að skoða það nánar.","summary":null} {"year":"2021","id":"196","intro":"Tveir hælisleitendur voru handteknir á skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í gær. Mennirnir voru þangað komnir til að sækja bólusetningarvottorð, en þeir voru leiddir út í járnum og eru nú í flugi á leið til Grikklands. Baráttukona fyrir réttindum flóttafólks segir mennina hafa verið lokkaða þangað á fölskum forsendum.","main":"Það sem að gerðist er að þarna mættu\ngera tilraun til þess að yfirgefa bygginguna\nsegir Sema Erla Serdar, formaður samtakanna Solaris, sem berjast fyrir réttindum flóttafólks.\nHún segir starfsmenn Útlendingastofnunar hafa neitað mönnunum að fara.\nStuttu síðar koma fjórir lögreglubílar, sérsveitarmenn á ómerktum lögreglubílum, ásamt sjúkraliðum og slökkviliði.\nMönnunum hafi þá verið tilkynnt að þar sem þeir séu nú bólusettir verði þeim vísað úr landi og eigi að fara með lögreglunni\nÞorsteinn Gunnarsson staðgengill forstjóra Útlendingastofnunar vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu í morgun og vísaði á lögreglu.\nÞað er ráðist á þessa einstaklinga","summary":"Tveir hælisleitendur voru handteknir á skrifstofu Útlendingastofnunar í gær. Vitni segja að þeir hafi verið narraðir þangað á fölskum forsendum og beittir harðræði. Málið verður tilkynnt til nefndar um eftirlit með störfum lögreglu."} {"year":"2021","id":"196","intro":"Sjónvarpsstjóri Símans segir erfitt fyrir íslensk fjölmiðlafyrirtæki að keppa við erlendar efnisveitur um vinsælt sjónvarpsefni. Síminn tryggði sér nýlega sýningarrétt á enska boltanum til ársins 2025 en Viaplay tók einnig þátt í útboðinu. Verðið hækkaði frá síðasta útboði þegar sýningarrétturinn kostaði rúman milljarð.","main":"Þrjú fyrirtæki gerðu tilboð í sýningarréttinn á ensku úrvalsdeildinni í fótbolta samkvæmt heimildum fréttastofu en auk Símans voru það Sýn og streymisveitan Viaplay.\nSíðast þegar enski boltinn var boðinn út árið 2018 gerði Sýn tilboð upp á einn komma einn milljarð en þá var tilboð Símans hins vegar hærra, að því er fram kom í fjölmiðlum á þeim tíma.\nMagnús Ragnarsson sjónvarpsstjóri Símans vill ekki gefa upp kaupverðið nú.\nEn þurftuð þið að borga meira núna heldur en síðast? Það var einhver hækkun á réttinum já\nVið þurftum að verja réttinn að ég held fyrir Viaplay\nViaplay hefur verið að gera sig gildandi hér á landi að undanförnu og hefur meðal annars tryggt sér sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá 2022 til 2028. Fyrirtækið er einnig með sýningarréttinn á enska boltanum á Norðurlöndunum, í Hollandi, Póllandi og Eystrasaltsríkjunum.\nMagnús segir erfitt fyrir íslensk fjölmiðlafyrirtæki að keppa við fyrirtæki sem starfa á alþjóðlegum markaði.\nÞað hefur gríðarlega mikil áhrif. Við erum að keppa núna við þessu alþjóðlegu stóru fyrirtæki. Við erum að keppa við Netflix, við erum að keppa við Disney+, við erum að keppa við Viaplay. Og í rauninni hjá þessum aðilum, rekstur skiptir þá mjög litlu máli. Það er bara markaðshlutdeild og hversu marga áskrifendur þeir fá.\nNetflix er búið að vera í taprekstri í áratugi. Og eina sem hreyfir hjá þeim verðið á fyrirtækinu er hvort standast spár um fjölgun áskrifenda. Þannig að það verður mjög gaman að sjá hvort að samkeppnisyfirvöld ætla eitthvað að láta sig þessi mál varða. Af því að þetta eru aðilar sem koma bara inn á markaðinn. Þeim er næstum því sama hvað þeir borga. Þeir ætla bara að ná hlutdeild","summary":null} {"year":"2021","id":"196","intro":"Stafrænu ökuskírteinin sem tekin voru í notkun síðasta sumar og eru víða notuð sem persónuskilríki valda starfsfólki Vínbúðanna miklum vandræðum. Fölsuð skilríki á stafrænu formi eru vaxandi vandamál í verslunum ÁTVR.","main":"Síðasta sumar voru tekin í notkun stafræn ökuskírteini. Verkefnastofan Stafrænt Ísland vann að tæknilausn fyrir skírteinin í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Megintilgangurinn er að notendur geti sannað ökuréttindi sín gagnvart lögreglu þrátt fyrir að hafa ekki hefðbundna skírteinið meðferðis og var tæknilausnin fyrst og fremst hugsuð til þess að einfalda fólki lífið. Skírteinin eru nú víða notuð sem persónuskilríki.\nSigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að sífellt sé meira um að fölsuðum rafrænum ökuskírteinum sé framvísað í verslunum ÁTVR.\nvið höfum orðið vör við það að það er talsvert um það að þegar við flettum upp kennitölum á þessum skirteinum að þá eru þær ekki til staðar og þá ályktum við sem svo að þau séu fölsuð og þetta er vaxandi vandamál hjá okkur við skilríkjaeftirlit\nÞá virðist auðvelt að falsa stafrænu skilríkin en erfitt að sannreyna þau.\nvið höfum verið í vandræðum með að sannreyna þau því að það virðist vera að það sé mjög auðvelt að fá þessum skirteinum breytt, þannig að það sé búið að breyta ártali og kennitölu og þessi skilriki eru inni í wallet og hægt að snua þeim og nánast ómögulegt að sjá að um fölsun er að ræða\nVigdís Jóhannsdóttir, markaðsstjóri Stafræns Íslands, segir að verið sé að vinna að leið til að skanna skírteinin en það eigi að einfalda sannprófunina frekar.","summary":"Ökuskírteini á stafrænu formi valda starfsfólki Vínbúðanna miklum vandræðum. Fölsuðum skilríkjum er nú oftar framvísað í verslunum ÁTVR. "} {"year":"2021","id":"196","intro":"Ítalía spilar til úrslita á Evrópumóti karla í fótbolta, en Ítalir höfðu betur gegn Spáni í vítaspyrnukeppni í gærkvöld eftir framlengdan undanúrslitaleik á Wembley í Lundúnum.","main":"Það var markalaust í leikhléi en seinni hálfleikur byrjaði með látum. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir klukkustundarleik sem ísinn var brotinn. Federico Chiesa kom þá Ítalíu í forystu 1-0. Þannig stóð þar til á 80. mínútu þegar Alvaro Morata jafnaði metin fyrir Spán. Hvorugu liðinu tókst að skora í venjulegum leiktíma, og ekki í framlengingu heldur og fór leikurinn því í vítaspyrnukeppni. Þar reyndist Gianluigi Donnarumma, markvörður Ítala, hetjan þegar hann varði frá Alvaro Morata. Jorginho skoraði svo í kjölfarið og tryggði Ítölum sæti í úrslitum. Stór sigur fyrir Ítali sem komust síðast í úrslitaleik EM árið 2012 þar sem þeir steinlágu einmitt fyrir Spáni 4-0. Ítalía hefur einu sinni orðið Evrópumeistari, árið 1968, og því langþráður titill í boði á Wembley á sunnudag.\nÞað kemur svo í ljós í kvöld hvaða lið mætir Ítalíu í úrslitunum en England mætir Danmörku í seinni undanúrslitunum klukkan sjö. England hefur verið sannfærandi í keppninni til þessa og ekki enn fengið á sig mark. England hefur aldrei orðið Evrópumeistari í fótbolta, en Danir hafa unnið keppnina einu sinni, árið 1992.\nHeil umferð var í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í gærkvöld. Valur styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar þegar þær höfðu betur gegn Selfossi 2-1. Þá vann Breiðablik Þrótt 3-2 eftir ótrúlegar lokamínútur. Blikar voru undir 2-1 þegar fjórar mínútur lifðu venjulegs leiktíma. Þá gerðu þær tvö mörk á 87. og 92. mínútu. Tveimur stigum munar því enn á milli Vals og Breiðabliks í efstu tveimur sætunum. Þá vann Tindastóll Stjörnuna nokkuð óvænt 1-0 og náði sér þar í mikilvæg stig á botni deildarinnar, ætli liðið að eiga möguleika að halda sér í efstu deild. Þá hafði Þór\/KA betur gegn Keflavík 2-1 og ÍBV vann Fylki 2-0.","summary":"Ítalía hafði betur gegn Spáni í undanúrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í gærkvöld. Í kvöld skýrist hvort það verður England eða Danmörk sem mætir Ítalíu í úrslitum."} {"year":"2021","id":"196","intro":"Forseti Haítís var myrtur á heimili sínu í Port-au-Prince í nótt. Forsetafrúin særðist í árásinni og er á sjúkrahúsi.","main":"Jovenel Moïse [Sjofnel Moís], forseti Haítís, var myrtur á heimili sínu í nótt. Forsetafrúin særðist í árásinni og var flutt á sjúkrahús. Claude Joseph forsætisráðherra kveðst hafa tekið stjórn landsins í sínar hendur.\nÞað var Claude Joseph, forsætisráðherra til bráðabirgða, sem tilkynnti um morðið. Að hans sögn réðst hópur útlendinga sem töluðu ensku og spænsku inn á heimilið um klukkan eitt í nótt að staðartíma og myrti Moïse forseta. Joseph hvatti landsmenn til að sýna stillingu. Lögreglu og her landsins hefði verið falið að tryggja öryggi þeirra.\nAllt hefur logað í illdeilum á Haítí um langt skeið. Jovenel Moïse stjórnaði landinu með tilskipunum eftir að þingkosningum var frestað árið 2018 vegna ágreinings, meðal annars um hvenær kjörtímabili forsetans lyki. Þá hefur kosningum um nýja stjórnarskrá tvívegis verið frestað vegna COVID-19 faraldursins. Til stendur að kjósa um hana í september.\nAndstæðingar forsetans höfðu krafist þess að hann segði af sér vegna spillingarmála auk þess sem þeir drógu í efa að hann hefði umboð til að gegna embættinu. Á síðustu fjórum árum hafa sjö manns gegnt embætti forsætisráðherra. Til stóð að Claude Joseph léti af embætti síðar í þessari viku.\nHvergi í Ameríkuríkjum er fátækt meiri en á Haítí. Vopnaðir hópar hafa fært sig upp á skaftið að undanförnu með mannránum til að krefjast lausnargjalds. Þá hafa náttúruhamfarir haft mikil áhrif á líf landsmanna, svo sem fellibyljir og jarðskjálftar, þar á meðal einn sem reið yfir árið 2010 og varð um 200 þúsund manns að bana.","summary":"Forseti Haítís var myrtur á heimili sínu í Port-au-Prince í nótt. Forsetafrúin særðist í árásinni og er á sjúkrahúsi."} {"year":"2021","id":"196","intro":"Lítil virkni hefur verið í eldgosinu í Geldingadölum frá því á mánudag. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir tvær mögulegar skýringar á þessu.","main":"það sem við erum að horfa á í raun og veru er að það séu hugsanlega tvær sviðsmyndir. Önnur er að gosið sé að haga sér eins og það hefur verið að haga sér frá upphafi. Þannig að virknin í gígunum virðist vera alveg óháð því sem er að gerast í hrauninu, það eru breytingar í virkni í gígnum en hruanflæðið er nokkuð stöðugt.\nskýra af hverju virknin hefur dottið svona niður\nÞorvaldur segir að hraunið muni renna yfir Suðurstrandaveg og þaðan út í sjó ef hraunmyndun heldur áfram og ef ekki verður ráðist í aðgerðir á svæðinu.\nef að hraunið fer fram í sjó má alltaf búast við töluverðri gufumyndun, þannig að sjórinn gufar upp og hvarfast við bæði gasgufur úr hrauninu og hraunið sjálftog það geta alltaf myndast skýjabólstrar sem eru óholl fyrir okkur en þetta er fyrst og fremst bara staðbundin mengun\nÞá sé einnig möguleiki á sprengivirkni þegar glóandi kvika rennur í vatn og þá sérstaklega ef vatn lokast undir hrauninu, en þá geti myndast sprengigos að sögn Þorvaldar.\nÁhrifin frá slíkri virkni yrðu staðbundin, þá yrði gjóskufall við hraunið þar sem það færi út í sjó, en hún hefði engin áhrif á innviði á Reykjanesskaga.","summary":"Lítil virkni hefur verið í eldgosinu í Geldingadölum frá því á mánudag. Eldfjallafræðingur segir að mögulega hafi dregið úr rennsli kviku í gegnum gosrásina. "} {"year":"2021","id":"196","intro":"Framsóknarflokkurinn bætir við sig rúmum þremur prósentustigum í nýrri könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Níu flokkar myndu ná sæti á þingi.","main":"Könnunin var gerð dagana 4. til 14. júní.\nSjálfstæðisflokkurinn mælist sem fyrr stærstur með rúmlega 25 prósent fylgi og tapar einu og hálfu prósentustigi frá fyrri könnun.\nFramsóknarflokkurinn bætir við sig rúmum þremur prósentustigum og mælist með 12,3 prósent. Viðreisn bætir við sig rúmu prósentustigi og mælist með 9,1 prósenta fylgi. Píratar tapa hins vegar einu prósentustigi og mælast með 12,2 prósent.\nFylgi annarra flokka mælist nær óbreytt frá síðustu könnun.\nVinstri græn eru með 11,9 prósent, Samfylking 10,6 prósent, Miðflokkurinn 6,6 prósent, Flokkur fólksins 5,5 og Sósíalistaflokkurinn með 5,3 prósent.\nStuðningur við aðra mældist 1,2 prósent samanlagt.\nSamkvæmt þessu myndu níu flokkar ná sæti á þingi og hafa aldrei verið fleiri. Stuðningur við ríkisstjórnin mælist 54,9 prósent og eykst um rúmt prósentustig frá síðustu könnun.","summary":"Stuðningur við ríkisstjórnina eykst um rúmt prósentustig samkvæmt nýrri könnun MMR. Níu flokkar myndu ná sæti á þingi. "} {"year":"2021","id":"196","intro":"Ísland stóð storminn sem fylgdi COVID-19 faraldrinum betur af sér en flestar aðrar þjóðir og viðsnúningur er framundan. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar um íslenskt efnahagslíf. Fjármálaráðherra segir að þetta megi þakka góðri stöðu ríkisfjármála fyrir faraldur.","main":"Skýrslan var kynnt í morgun. Þar sagði Alvaro S Pereira, forstöðumaður skrifstofu efnahagsmála aðildarlanda Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, að Ísland hefði komið vel út úr faraldrinum miðað við önnur lönd og að viðsnúningur væri framundan. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að skýrslan sé jákvæð umsögn um þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til vegna faraldursins.\nÞær hafi hjálpað til við að halda uppi einkaneyslu í íslenska hagkerfinu og eru liður í því að viðhalda sterkum kaupmætti heimilanna sem hefur reyndar vaxið í þessum heimsfaraldri.\nVið finnum fyrir því líka að hagkerfið er að taka við sér og vonandi getum við farið fram úr spám sem við höfum fengið fram til þessa um vöxt hagkerfisins vegna þess að það gefur okkur vonir um að atvinnuleysi fari hraðar niður.\nBjarni segir að reiknað sé með miklum vexti útflutningsgreina og þar verði horft til nýsköpunar og smærri fyrirtækja. Skýrslan staðfesti að góð staða ríkisfjármála fyrir faraldurinn hafi skipt sköpum.\nVið höfðum byggt upp viðnámsþrótt í hagkerfinu til þess að gera það sem við erum að gera, til þess að beita ríkisfjármálunum af fullum krafti.\nSíðan þarf að smíða aðgerðir sem ná tilætluðum árangri og það hefur okkur líka tekist. Við þurfum að taka þetta með okkur inn í framtíðina og byggja að nýju upp viðnámsþrótt eftir því sem áhrifa þessa faraldurs hættir að gæta.","summary":"Viðsnúningur er framundan í íslensku efnahagslífi og Ísland stóð kórónuveirufaraldurinn betur af sér en flestar aðrar þjóðir. Þetta er mat Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Fjármálaráðherra þakkar þetta góðri stöðu ríkisfjármála fyrir faraldur."} {"year":"2021","id":"197","intro":"Tíu misstórar framkvæmdir við uppbyggingu stofnvegakerfis höfuðborgarsvæðisins á næstu tíu árum eru ýmist hafnar eða hafa verið ákveðnar. Þetta kom fram á kynningarfundi Vegagerðarinnar og fyrirtækisins Betri samgangna í morgun.","main":"Fyrirtækið Betri samgöngur ohf. var stofnaði október í fyrra í kjölfar samþykktar laga á Alþingi um samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þar er kveðið á um 15 ára áætlun varðandi uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Tilgangur Betri samgangna er að halda utan um fjármögnun og uppbyggingu mannvirkjanna. Árni Mathiesen stjórnarformaður Betri samgangna sagði á fundinum í morgun að framkvæmdir á stofnvegakerfi höfuðborgarsvæðisins hefðu legið niðri að mestu í um 10 ár. Önnur meginverkefni samgöngusáttmálans eru uppbygging borgarlínu og gerð göngu- og hjólastíga. Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri segir að tíu veigamiklar stofnbrautaframkvæmdir séu annaðhvort hafnar eða í lokaundirbúningi. Þessum framkvæmdum er ýmist lokið eða á að ljúka innan níu til tíu ára. Þar má nefna Reykjanesbraut frá Kaldárselsbraut að Krísuvíkurvegi sunnan Hafnarfjarðar. Þetta var fyrsta verkefni samgöngusáttmálans og og því lauk í fyrra. Einnig er lokið við að gera hluta Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ og hluta Suðurlandsvegar frá Bæjarhálsi að Vesturlandsvegi. Á næsta ári verður farið í Arnarnesveg frá gatnamótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar að Breiðholtsbraut. Áfanginn mun létta töluvert á umferð um Vatnsendaveg í Kópavogi austan Reykjanesbrautar. Í frumskoðun Vegagerðarinnar er síðan verkefni sem margir hafa beðið eftir, en það er stokkur fyrir Miklubraut. Þá er undirbúningsvinna við lagningu stokks á Sæbraut nálægt Elliðaánum langt komin. Einnig stendur til að leggja Hafnarfjarðarveg í Garðabæ í stokk, en vinna við það verkefni er ekki hafin.","summary":"Miklabraut í Reykjavík verður lögð í stokk, einnig Sæbrautin við Elliðaár og hluti Hafnarfjarðarvegar í Garðabæ - þetta eru meðal tíu stórra stofnvegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum sem kynntar voru í morgun. "} {"year":"2021","id":"197","intro":"Algjör metþátttaka er í Dyrfjallahlaupinu sem ræst verður á laugardag, en um 450 hafa skráð sig. Spáð er miklum hita og hægviðri og fær enginn að hlaupa af stað nema vatnsbrúsi sé með í för.","main":"Dyrfjallahlaupið á Borgarfirði eystra hefur slegið í gegn. Aldrei hafa fleiri skráð sig til leiks eða yfir 450 manns.\nÞað eru kannski tveir þættir sem eiga heiðurinn að þessu og það er að við breyttum hlaupaleiðinni. Fórum úr Stórurðinni sem við höfum alltaf verið að hlaupa í og förum núna yfir á Víknaslóðir. Í fyrsta sinn bættum við líka við styttri vegalengd. Við höfum alltaf verið að fara sem sagt 24 kílómetra í Stórurðina. En færum okkur núna í 24 kílómetra í gegnum Breiðuvík og Brúnavík og bætum svo við einni 12 kílómetra leið sem við förum í gegnum Hofstrandarskarðið og förum niður í Brúnavík. Báðar leiðirnar sameinast svo neðst niðri í Brúnavík við fjöruborðið þar og enda svo báðar við Hafnarhólmann heima á Borgarfirði.\nSegir Olgeir Pétursson, verkefnastjóri Dyrfjallahlaups. Um helmingur þátttakenda ætlar að fara í lengra hlaupið - þar á meðal margir af sterkustu utanvegahlaupurum landsins. Spáð er um 20 stiga hita og hægviðri sem er mjög krefjandi hlaupaveður. Hlaupið er nú í fyrsta sinn undir hatti alþjóðlegra hlaupasamtaka, ITRA, og því eru takmörk á hvað skipuleggjendur mega veita hlaupurum mikla þjónustu.\nÁ 24 kílómetra leiðinni eru tvö stopp þar sem þú getur fyllt á vatnsbirgðir. Og svo verðum við auðvitað með búnað fyrir þá sem eru verst staddir eins og þrúgusykur og mat og allskonar. En þjónustan á leiðinni er frekar lítil en við gerum á móti þá kröfu fyrir hlauparann að hann sé með næringu með sér og sérstaklega vatn. Vatnsbrúsi verður algjör skylda núna í ár og það kemst enginn af stað í hlaupið nema vera með einhvern smá vökva með sér.\nRétt er að taka fram að 40-50 manna lið Björgunarsveitarinnar Sveinunga vaktar brautina og þá sem eru að hlaupa. Fjölskyldur og stuðningsmenn geta tekið á móti hlaupurum við Hafnarhúsið í Hafnarhólma og verður margt í boði á Borgarfirði eystra.\nÍ bænum sjálfum og náttúrlega í Hafnarhólmanum líka er hægt að skoða lundann á meðan þú bíður. Kíkja á Lundabúðina og í Hafnarhúsið. Svo einnig um um kvöldið verðum við með ótrúlega flott hlaðborð hjá þeim vetrum í Já sæll í Fjarðarborg. Svo breytist veitingahúsið þar í tónleikasal stuttu eftir og þar verða svo tónleikar með Jóni Jónssyni og Friðriki Dór seinna um kvöldið.","summary":"Algjör metþátttaka er í Dyrfjallahlaupinu sem ræst verður á laugardag, um 450 hafa skráð sig. Spáð er miklum hita og hægviðri og fær enginn að hlaupa af stað nema vatnsbrúsi sé með í för."} {"year":"2021","id":"197","intro":"Reykjavíkurliðin Víkingur og KR unnu bæði mikilvæga sigra í úrvalsdeild karla í fótbolta í gærkvöld. Víkingur er nú í þriðja sæti deildarinnar.","main":"Nikolaj Hansen tryggði Víkingi dramatískan 1-0 sigur á Skagamönnum með marki úr vítaspyrnu seint í uppbótartíma leiksins. Víkingur hefur nú 22 stig í þriðja sæti deildarinnar, jafnmörg stig og Breiðablik sem er í öðru sæti. Blikar hafa þó betri markatölu. Valsmenn hafa fimm marka forskot á toppnum en Blikar og Víkingur eiga bæði leik til góða á Val. KR vann svo öflugan 2-1 útisigur á KA á Dalvíkurvelli þrátt fyrir að vera manni færri stóran hluta leiks. Kristján Flóki Finnbogason fékk tvö gul spjöld á sömu mínútunni og þar með rautt eftir 20 mínútna leik. Pálmi Rafn Pálmason tryggði KR sigurinn með marki úr vítaspyrnu í lok fyrri hálfleiks. Áður hafði Kjartan Henry Finnbogason komið KR 1-0 yfir og Elfar Árni Aðalsteinsson jafnað í 1-1 fyrir KA. KR hefur nú 18 stig í 4. sæti en KA 17 stig í 5. sæti og á leik til góða.\nÍ næstefstu deild karla eru Framarar enn taplausir eftir 10 umferðir. Fram vann Kórdrengi 4-3 og er á toppnum með 28 stig af 30 mögulegum og með sex stiga forskot á ÍBV sem er í 2. sæti. ÍBV vann 1-0 útisigur á Þrótti Reykjavík í gærkvöld. Grindavík er svo í þriðja sæti deildarinnar, 10 stigum á eftir toppliði Fram. Grindavík og Afturelding gerðu 3-3 jafntefli í gærkvöld. Grótta vann Víking Ólafsvík 3-2 og Selfoss og Þór Akureyri gerðu 1-1 jafntefli.\nUndanúrslit Evrópumóts karlalandsliða í fótbolta hefjast í kvöld. Ítalía mætir Spáni á Wembley í Lundúnum klukkan sjö. Seinni leikur undanúrslitanna verður svo spilaður á sama stað annað kvöld þegar England og Danmörk mætast. Undanúrslit Suður-Ameríkukeppninnar í fótbolta, Copa América hófst hins vegar í gærkvöld. Brasilía komst þá í úrslitaleik mótsins með 1-0 sigri á Perú. Lucas Paqueta leikmaður Frakklandsmeistara Lyon skoraði sigurmark leiksins fyrir Brasilíu sem mætir annað hvort Argentínu eða Kólumbíu í úrslitum um helgina. Argentína og Kólumbía mætast í undanúrslitum í kvöld.","summary":"Reykjavíkurliðin Víkingur og KR unnu bæði mikilvæga sigra í úrvalsdeild karla í fótbolta í gærkvöld. Víkingur er nú í þriðja sæti deildarinnar."} {"year":"2021","id":"197","intro":"Hálf öld er í dag frá því að Louis Armstrong, einn áhrifamesti djasstónlistarmaður tuttugustu aldarinnar, lést.","main":"Fimmtíu ár eru í dag frá því að bandaríski djasstónlistarmaðurinn Louis Armstrong lést. Hann markaði djúp spor í tónlistarsöguna og er enn minnst fyrir framlag sitt til djass- og dægurtónlistarsögunnar.\nHér heyrum við brot úr laginu Hello, Dolly! sem kom út með Louis Armstrong árið 1964, þegar Bítlaæðið var í algleymingi um hinn vestræna heim. Lagið fór í efsta sæti vinsældalista í Bandaríkjunum og kom þannig í veg fyrir að Bítlarnir næðu fjórum topplögum í röð. Ári síðar, í febrúar 1965 kom Louis Armstrong í heimsókn til Íslands og hélt ferna tónleika í Háskólabíói fyrir hátt í fjögur þúsund áheyrendur.\nÁ þessum tíma var popptónlist farin að setja mark sitt á feril Armstrongs, en allt frá unglingsárum var djassinn í aðalhlutverki. Hann fæddist árið 1901 eða 1900, eftir því við hvaða heimildir er stuðst og var kominn í fyrstu djasshljómsveitina 19 ára, fyrst sem trompetleikari, en síðar tók söngurinn yfir. Og söngstíllinn var engu líkur. Meira en nóg var að gera við tónleikahald með eigin hljómsveitum og annarra og hljómplöturnar voru óteljandi. Líkast til náði Armstrong að hljóðrita nánast öll lögin í hinni svonefndu amerísku söngbók, ýmist einn síns liðs eða með söngvurum á borð við Bing Crosby, Bessie Smith og að sjálfsögðu Ellu Fitzgerald. Hann fékk hjartaáfall í mars 1971 og lést nokkrum mánuðum síðar, stuttu fyrir sjötugsafmælið sitt.","summary":"Hálf öld er í dag frá því að Louis Armstrong, einn áhrifamesti djasstónlistarmaður tuttugustu aldarinnar, lést."} {"year":"2021","id":"197","intro":"Fjörutíu og níu kennarar í Háskola Íslands fengu á dögunum stöðuhækkun. Meðal þeirra eru þrjátíu og sjö konur sem færast skör hærra í háskólasamfélaginu.","main":"Háskólakennararnir koma af öllum fimm fræðasviðum skólans og það er aðeins á Verkfræði- og náttúruvísindasviði þar sem fleiri karlar fá framgang, ein kona og fjórir karlmenn.\nAllir kennararnir á heilbrigðisvísindasviði eru konur, sjö af átta á félagsvísindasviði, 16 konur og tveir karlar á menntavísindasviði. Mesta jafnræðið er á hugvísindasviði, þar eru konurnar 6 en karlarnir fimm.\nNú bætast við 26 prófessorar, 19 konur og sjö karlar\nÍ hópi prófessora við HÍ hefur hallað á konur. Ánægjulegt að sjá í þessum tölum er að fjölga konum í þeim hópi. Fyrir nokkrum árum var þriðjungur kvenna prófessorar, ég að held að núna sé þetta að fara yfir\n40 prósent. Það er mjög jákvætt.\nSvona hlutfallslega er um helmingur kennara við HÍ prófessorar. Það er bara ánægjulegt hve fólk er að standa sig vel í starfi.\nAkademískir starfsmenn geta árlega sótt um framgang í starfi og er hann jafnan veittur einu sinni á ári, þ.e. í lok skólaárs.\nTil þess að fá þessa nafnbót þarf fólk að hafa sýnt fram á frumleika og frumkvæði í starfi og vera framarlega í vísindasamfélaginu.","summary":null} {"year":"2021","id":"197","intro":"Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun könnun sem Ísland, Norðurlöndin öll og mörg OECD ríkja ætla að gera á trausti almennings til opinberra stofnana. OECD hefur lengi þróað kannanir um traust því það er ekki einfalt að mæla segir Katrín, um margt verði þetta svipað könnunum sem gerðar hafa verið hér heima.","main":"en líka hvaða drifkraftar eru á bak við það traust, hvað ræður því trausti og hvað er það sem getur haft áhrif á það að traust dvínar. Þannig að við erum að fara að taka þátt í þessu í fyrsta sinn og það verður mjög áhugavert að sjá niðurstöðurnar og í fyrsta sinn höfum við þá líka alþjóðlega samanburðarhæf gögn um traust milli ríkja innan OECD","summary":null} {"year":"2021","id":"197","intro":"Leitarsveitir hafa fundið flak rússneskrar farþegaflugvélar sem samband rofnaði við í nótt. Ólíklegt þykir að nokkur hafi lifað slysið af.","main":"Leitarsveitir hafa fundið brak úr rússneskri farþegaflugvél sem samband rofnaði við skömmu áður en hún var væntanleg til lendingar. Tuttugu og átta voru um borð. Ólíklegt þykir að nokkur hafi lifað slysið af.\nFlugvélin var af gerðinni Antonov An-26. Hún var á leið frá Petropavlovsk-Kamchatsky, aðal borginni á Kamsjatkaskaga, til Palana við strönd skagans þegar samband rofnaði við hana þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í þrjú. Hún átti þá níu kílómetra ófarna til Palana, þar sem hún átti að lenda tíu mínútum síðar. Þyrlur, strandgæsluflugvél og nokkur skip voru þegar send til leitar, aðallega á Okhotskahafi. Flakið fannst á tíunda tímanum í morgun, fjóra til fimm kílómetra frá flugbrautinni. Brak úr flugvélinni hafði dreifst um ströndina. Að sögn flugmálayfirvalda voru 22 farþegar með vélinni, þar á meðal eitt barn, ásamt sex manna áhöfn. Ólíklegt þykir að nokkur hafi lifað af. Óstaðfestar fréttir herma að flugvélin hafi rekist á klett þegar hún var á leið til lendingar. Slæmt veður var á slysstaðnum, sem kann að hafa valdið því að flugvélin brotlenti.","summary":"Leitarsveitir hafa fundið flak rússneskrar farþegaflugvélar sem samband rofnaði við í nótt. Ólíklegt þykir að nokkur hafi lifað slysið af."} {"year":"2021","id":"198","intro":"Íslenska krónan hefur styrkst gagnvart evru það sem af er sumri og er það í takt við þróunina allt frá síðustu áramótum. Í upphafi árs kostaði ein evra 157 krónur en nú kostar hún 147 krónur.","main":"Að sögn Daníels Svavarssonar, forstöðumanns Hagfræðideildar Landsbanka Íslands, er gjaldeyrismarkaðurinn ákaflega væntingadrifinn og uppsveiflan í upphafi árs byggði að miklu leyti á því sem kalla mætti bólusetningarbjartsýni. Síðustu vikurnar hafa svo fjárfestingar tengdar stórum hlutafjárútboðum í Íslandsbanka og flugfélaginu Play haft sitt að segja.\nDaníel á ekki von á að Seðlabankinn grípi inn í atburðarásina með því að festa gengi krónunnar við eitthvert ákveðið gildi. Seðlabankinn hafi hins vegar verið mjög virkur á markaði með því að jafna sveiflur, bæði til styrkingar og veikingar. Hann á frekar von á svipaðri þróun næstu mánuði.","summary":null} {"year":"2021","id":"198","intro":"Farið er að síga á seinni hlutann í bólusetningartörn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Laugardalshöll í Reykjavík. Aðeins eru eftir fjórir dagar fyrir sumarfrí, tveir í þessari viku og tveir í þeirri næstu.","main":"Á morgun, þriðjudag, verður seinni bólusetning með Pfizer og hafa tæplega sjö þúsund manns verið boðaðir á milli klukkan tíu og tvö.\nÁ miðvikudag verður svokallað opið hús milli klukkan tíu og eitt fyrir þá sem kjósa Jansen bóluefnið. Þegar hafa um 1200 manns skráð sig í þá bólusetningu á heilsuveru punktur is, en öðrum er frjálst að mæta án skráningar. Skilyrðið er að hafa náð 18 ára aldri. Þungaðar konur fá ekki Jansen.\nÍ næstu viku er svo lokahnykkurinn. Þá verður boðað í seinni Pfizer sprautu á þriðjudag, 13. júli, og seinni skammt af Moderna og Astra Zeneca á miðvikudag, 14.júlí.\nÞeir sem hafa verið sprautaðir með fyrri skammt af Astra Zeneca geta reyndar líka valið um tvo aðra kosti. Þeir geta mætt í Pfizer bólusetningardagana á morgun og á þriðjudag í næstu viku, þann 13. júlí. og fengið seinni bólusetninguna með Pfizer bóluefninu.\nEftir 14. júlí verður gert hlé á bólusetningum fram í miðjan ágúst. Þá verður hafist handa að nýju, en með breyttu sniði sem kynnt verður þegar nær dregur. Þó liggur fyrir að nálar verða ekki mundaðar í Laugardalshöll eftir sumarfrí.","summary":null} {"year":"2021","id":"198","intro":"Barátta er hafin fyrir að banna auglýsingar sem byggðar eru á söfnun persónuupplýsinga á netinu. Formaður Neytendasamtakanna segir slíka upplýsingasöfnun hafa verið notaða til að hafa áhrif á kosningar.","main":"Neytendasamtökin eru í hópi á sjötta tug samtaka á sviði neytendaverndar, mannréttinda, fræðimanna og fleiri í Evrópu og Bandaríkjunum sem skorað hafa á Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn að banna auglýsingar sem eru persónusniðnar að hverjum neytanda. Upplýsingum er safnað um hann eftir að hann hefur samþykkt vafrakökur eða cookies - við það að fara inn á samfélagsmiðla og netsíður.\nÞetta eru vissulega háleit markmið, þetta er náttúrlega multi billjón dollara iðnaður, en einhvers staðar verður að byrja og við þetta verður ekki búið öllu lengur. Það hefur sýnt sig að persónusniðnar auglýsingar virka ekkert betur heldur en gamaldags auglýsingar. Og það hefur líka sýnt sig í rannsókn norsku neytendasamtakanna að hvorki fyrirtækjum né neytendum hugnast svona persónunjósnir.\nSegir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Hann segir að svona barátta verði ekki háð nema með fjölþjóðlegri breiðfylkingu. Neytendasamtökin beindu erindi sínu til dómsmálaráðuneytisins og sendu það einnig til Persónuverndar. Breki segir að málinu verði fylgt eftir. Hann segir málið víðtækara en svo að einungis sé verið að beina tilteknum varningi að fólki eftir persónulegum áhuga þess eða smekk.\nAuk þess þá hafa þessar upplýsingar verið notaðar í andlýðræðislegum tilgangi, að reyna að hafa áhrif á úrslit kosninga, til að reyna að letja fólk til þátttöku í kosningum og svo framvegis. Þannig að það eru þarna ýmsar skuggahliðar á þessum málum sem ekki verða liðnar.","summary":"Neytendasamtökin eru í hópi 55 samtaka sem skora á Evrópusambandið og stjórnvöld í Bandaríkjunum að banna auglýsingar sem byggðar eru á söfnun persónuupplýsinga. Slík upplýsingasöfnun geti grafið undan lýðræðinu."} {"year":"2021","id":"198","intro":"Forseti sænska þingsins hefur falið Stefan Löfven að halda áfram viðræðum við leiðtoga annarra flokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar í stað þeirrar sem sagði af sér í síðustu viku.","main":"Forseti sænska þingsins hefur falið Stefan Löfven að gegna áfram embætti forsætisráðherra eftir að hann gerði honum grein fyrir gangi viðræðna við leiðtoga annarra flokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Leiðtoga stjórnarandstöðunnar mistókst í síðustu viku að fá stuðning meirihluta þingmanna fyrir hægristjórn.\nStefan Löfven tilkynnti afsögn sína á mánudaginn var, viku eftir að vantrauststillaga Svíþjóðardemókratanna á hann og stjórn hans var samþykkt á sænska þinginu. Eftir að Andreas Norlén, forseti þingsins, hafði rætt við forsvarsmenn allra flokka, fól hann Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, að reyna stjórnarmyndun og gaf honum þrjá daga til verksins. Eftir að Kristersson mistókst það fékk Stefan Löfven umboðið. Hann tilkynnti þingforestanum fyrr í dag um gang viðræðna við leiðtoga annarra flokka og var þá formlega tilnefndur forsætisráðherra og gefið leyfi til að halda viðræðum áfram, meðal annars við Miðflokkinn og Vinstriflokkinn. Að sögn sænskra fjölmiðla má reikna með að atkvæði verði greidd um nýja stjórn síðar í þessari viku gangi viðræðurnar að óskum. Fylgi allir þingmenn flokkslínum verði nýja stjórnin samþykkt með eins atkvæðis meirihluta.","summary":"Forseti sænska þingsins hefur falið Stefan Löfven að halda áfram viðræðum við leiðtoga annarra flokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar í stað þeirrar sem sagði af sér í síðustu viku."} {"year":"2021","id":"198","intro":"Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að með vísindin að vopni eigi Bandaríkin eftir að ná tökum á sjálfstæði sínu frá COVID-19. Það þjóðræknasta sem Bandaríkjamenn geti gert sé að láta bólusetja sig.","main":"Þetta sagði Biden í þjóðhátíðarræðu sinni til Bandaríkjamanna í gærkvöld. Hann líkti baráttunni við kórónuveirufaraldurinn við sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna frá breska heimsveldinu árið 1776. Þá hafi menn lýst sjálfstæði frá fjarlægum kóngi, en í dag séu Bandaríkin að ná því markmiði sínu að verða sjálfstæð frá lífshættulegri veiru.\nHann sagði að það mætti þó ekki skilja hann sem svo að faraldrinum sé lokið, því enn séu öflug afbrigði veirunnar á ferli. Besta vörnin gegn þeim væri að vera bólusettur.\nHann sagði þjóðinni að það þjóðræknasta sem hægt væri að gera um þessar mundir væri að láta bólusetja sig. Hann hvatti þá sem hafa ekki gert það nú þegar til þess að drífa sig í því, fyrir sjálfa sig, ástvini, samfélag og fyrir þjóðina.","summary":null} {"year":"2021","id":"198","intro":"Heildartekjur einstaklinga hér á landi voru um 7,1 milljón króna að meðaltali árið 2020 eða um 591 þúsund krónur á mánuði. Um miðjan maí höfðu landsmenn tekið út 27 milljarða króna af séreignarsparnaði.","main":"Miðgildi heildartekna var þó töluvert lægra eða um 5,9 milljónir króna á ári sem þýðir að helmingur einstaklinga var með heildartekjur undir 488 þúsund krónum á mánuði. Þetta kemur fram í skýrslu Hagstofunnar.\nVið sjáum að launatekjur eru að dragast saman.\nÞær tekjur má rekja til efnahagsúrræða stjórnvalda, atvinnuleysisbætur voru tekjutengdar í 6 mánuði, laun greidd til þeirra sem voru í sóttkví og auk þess voru gerðir kjarasamningar á árinu. Þá var veitt heimild til að taka út séreignarsparnað.\nMargir í yngstu aldurshópunum búa enn í foreldrahúsum og heildartekjur 17-19 ára í fyrra námu um 117 þúsund krónum á mánuði. Í hópi 20-24 ára voru tekjurnar 319 þúsund en hæstar hjá 45-49 ára. Þar voru tekjurnar um 786 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Summa tekna vegna atvinnuleysisbóta jókst um 240% milli ára og félagsleg aðstoð um 31% á verðlagi ársins 2020.","summary":null} {"year":"2021","id":"198","intro":"Orsök þess að skriða féll á tvö íbúðarhús í Varmahlíð í Skagafirði síðastliðinn þriðjudag er mikið vatnsstreymi úr uppsprettum undir götunni. Búið er að hleypa vatninu í skurð, rennur það nú framhjá þorpinu og hefur rýmingu húsa verið aflétt.","main":"Eftir að skriðan féll voru níu hús rýmd í Varmahlíð. Hreinsunarstarf er komið vel á veg. Það tók nokkurn tíma að komast að því hvaðan vatn flæddi sem kom skriðunni af stað þannig að hægt væri að drena svæðið og leiða vatnið í burtu.\nSigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar, segir að íbúum Varmahlíðar sé létt eftir að komist var til botns í hvaðan vatnið kom og hægt var að hefja hreinsunarstarf.\nVIð erum búin að ná að beina því í farveg fram hjá byggðinni og drena svæðið og aflétta rýmingu á öllum húsum\nog það er bara hreinsunarstarf í gangi núna, bæði sem sagt utandyra og svo eru íbúarnir sjálfir byrjaðir á sínu hreinsunar og uppbyggingarstarfi.\nVitað var af jarðsig í götunni fyrir ofan húsin sem skriðan féll síðan á. Sama dag og aurskriðan fór af stað var áætlað að viðgerðir hæfust. Nú hefur komið í ljós að vatnsstreymi er þarna mun meira en gert hafði verið ráð fyrir.\nÞetta gerir það að við förum í þá framkvæmd en við þurfum að meta svona af því þetta eruð aðrar orakir heldur en við héldum,\nþetta er miklu meira vatn sem er að koma þarna í ljós þannig að það getur vel verið að við förum í meiri aðgerðir heldur en við vorum búin að hanna.","summary":null} {"year":"2021","id":"198","intro":"Sundkonan Snæfríður Sól Jórunnardóttir hefur fengið staðfestan keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Tókýó. Snæfríður mun synda bæði 100 og 200 metra skriðsund.","main":"Snæfríður hafði synt undir svokölluðu B-lágmarki í 200 m skriðsundi í mars. Það eitt og sér dugar ekki. En þar sem Ísland á rétt á sæti fyrir eina konu og einn karl í sundi óháð lágmörkum fékk Snæfríður úthlutað sæti í sundkeppni Ólympíuleikanna. FINA, Alþjóða sundsambandið staðfesti þetta um helgina með boðsbréfi til Sundsambands Íslands. ÍSÍ staðfestir svo boðið í dag. Auk 200 m skriðsundsins mun Snæfríður einnig synda 100 m skriðsund í Tókýó. Hún mun synda í undanrásum 200 m skriðsundsins 26. júlí og í undanrásum 100 m skriðsundsins 28. júlí. Snæfríður Sól verður eina konan sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Tókýó. Áður höfðu Anton Sveinn McKee fengið keppnisrétt í 200 m bringusundi, Ásgeir Sigurgeirsson í skotfimi og Guðni Valur Guðnason í kringlukasti. Þetta verður fámennasti keppendalisti Íslands á sumarólympíuleikum í 57 ár. Síðast átti Ísland aðeins fjóra keppendur á Ólympíuleikunum 1964, sem vill til að voru einmitt haldnir líka í Tókýó. Þá voru keppendur Íslands einmitt líka þrír karlar og ein kona. Snæfríður Sól hefur aldrei áður keppt á Ólympíuleikum, þannig hún þreytir frumraun sína í Tókýó. Anton Sveinn (2012 og 2016), Ásgeir (2012) og Guðni Valur (2016) hafa hins vegar allir keppt áður á Ólympíuleikum. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí og þeir standa yfir til 8. ágúst. Sýnt verður beint frá fjölda viðburða á leikunum á rásum RÚV.\nTveir leikir verða spilaðir í úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. KA og KR eigast við klukkan korter yfir sjö á Dalvíkurvelli. Á sama tíma eigast svo við lið Víkings og ÍA í Reykjavík. Hitt Víkingsliðið, sem er frá Ólafsvík og vermir botnsæti næstefstu deildar réði í gær nýjan þjálfara. Guðjón Þórðarson fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands tók þá við Ólafsvíkingum í annað sinn. Guðjón stýrði Víkingi Ólafsvík líka seinni hluta síðasta sumars.","summary":"Sundkappinn Snæfríður Sól Jórunnardóttir hefur fengið staðfestan keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Tókýó. Hún verður eina konan sem keppir undir merkjum Íslands á leikunum."} {"year":"2021","id":"198","intro":"Ástandið á húsnæðinu við Kleppsveg 150 til 152 í Reykjavík reyndist verra en upphaflega var talið og umfang og kostnaði við verkið svipar til þess að byggður yrði nýr leikskóli. Upphaflega var talið að kostnaðurinn við endurbæturnar gæti mest orðið 600 milljónir en nú stefnir í að hann verði um milljarður.","main":"Það vakti nokkra athygli þegar borgin keypti í nóvember húsnæðið við Kleppsveg 150 til 152- þar var áður kynlífstækjabúðin Adam og Eva og arkitektastofa. Til stendur að breyta húsnæðinu í leikskóla fyrir 120 til 130 börn á sex deildum. Borgin keypti húsnæðið á 625 milljónir og átti upphaflega kostnaður við breytingar á húsnæðinu að vera í kringum 370 til 600 milljónir.\nSamkvæmt nýju minnisblaði umhverfis-og skipulagssviðs hefur hins vegar komið í ljós að húsnæðið var í verra ástandi en upphaflega var talið og kostnaðurinn við endurbætur á bæði húsnæði og lóð gæti numið einum milljarði.\nÞar munar mestu um frágang innandyra en kostnaðurinn við það nemur um 167 milljónum. Borgin hafði meðal annars gert sér vonir um að hægt væri að halda skipulagi í kjallara að mestu óbreyttu. Í minnisblaðinu kemur að það þurfi að endurskipuleggja hann vegna bruna- og öryggismála. Þá vildi bogin halda innra skipulagi á efri hæð að Kleppsvegi 152 en þar eru rakaskemmdir sem ekki hefur verið brugðist við að fullu og sýni hafa staðfest bæði myglu- og örveruvöxt.\nEndurnýja þarf flest allar lagnir en borgin hafði reiknað með að hægt yrði að nýta hluta vatns, hita og raflagna. Jafnframt hefur komið í ljós leki á miðju þaki Kleppsvegar 150 sem borgin taldi að hægt yrði hafa óbreytt.\nEnn fremur vildi borgin halda í upprunalegt útlit hússins en arkitektar hafa lagt til verulega andlitslyftingu.","summary":"Kostnaður við endurbætur á húsnæðinu við Kleppsveg 150 til 152 gæti numið einum milljarði króna. Húsnæðið er í miklu verra ástandi en talið var. "} {"year":"2021","id":"198","intro":"Einungis verður hægt að lenda minni farþegavélum á Egilsstaðaflugvelli næstu vikurnar á meðan nýtt malbik verður lagt á völlinn. Flugbrautin verður stytt um helming á framkvæmdatíma.","main":"Stórfelldar endubætur hófust á Egilsstaðaflugvelli í morgun. Áætlað er að malbikun og önnur tengd verk kosti 1,4 milljarða og geta einungis minni vélar Icelandair geta lent á vellinum meðan á framkvæmdum stendur.\nFlugbrautin á Egilsstaðaflugvelli er 2000 metra löng og 45 metra breið. Verður hún öll malbikuð ásamt öxlum og akbrautum næstu vikurnar, samtals yfir 131 þúsund fermetrar. Í þetta þarf yfir 18 þúsund tonn af malbiki. Sett var upp sérstök malbikunarstöð á Selhöfða og er heitu malbikinu ekið á bílum inn á flugvöll. Þar er lagt út 5 sentimetra þykkt lag ofan á eldra malbik.\nÁsgeir Rúnar Harðarson, flugvallastjóri á Egilsstaðaflugvelli, segir snúið að malbika flugvöll í fullri notkun.\nJú, það er margt sem þarf að huga að og er fyllsta öryggis gætt í öllu. Starfsmenn ISAVIA hafa verið að vinna að því í allan vetur að undirbúa þetta verk. Á framkvæmdatíma þá erum við búin að stytta flugbrautina. Við erum með þúsund metra braut í notkun og þúsund metra þá undir framkvæmdasvæði. (En geta þá stærri vélar síður lent á vellinum ef brautin er bara helmingur af því sem hún er venjulega?) Við takmörkum okkur við áætlunarflug og þá minni flugvél Icelandair, Q200 vélina á framkvæmdatíma. Og sjúkra- og neyðarflug.\nFlugbrautin verður malbikuð í þrennu lagi - fyrst suðurendinn, næst flugstöðinni. Á meðan verður tímabundin akbraut í gegnum framkvæmdasvæðið og fylgdarbíll fylgir vélum heim í stæði. Næst verður lagt á miðhlutann og verður völlurinn lokaður í 17-20 klukkutíma meðan á þeirri vinnu stendur. Að lokum verður svo norðurendinn malbikaður.\nVið áætlum að þessu verði lokið um mánaðamótin júlí-ágúst ef allt gengur vel en framkvæmdin er vissulega háð veðri. Og ég vil þakka samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Alþingi fyrir að fara í þessa brýnu framkvæmd.","summary":"Einungis verður hægt að lenda minni farþegavélum á Egilsstaðaflugvelli næstu vikurnar á meðan nýtt malbik verður lagt á völlinn. Flugbrautin verður stytt um helming á meðan."} {"year":"2021","id":"199","intro":"Heilbrigðisráðherra segir að heildarendurskoðun á rekstrarfyrirkomulagi hjúkrunarheimila verði eitt af stærstu verkefnum komandi kjörtímabils. Mögulega þurfi að fjölga umönnunarúrræðum fyrir aldraða.","main":"Flest hjúkrunarheimili landsins hafa verið rekin með halla og mörg þeirra stefna að óbreyttu í þrot. Þetta kemur fram skýrslu starfshóps á vegum heilbrigðisráðherra sem var birt í vor. Sveitarfélögin hafa verið að segja sig frá rekstri heimilanna á undanförnum misserum og nýverið var þrettán starfsmönnum á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri sagt upp störfum. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila í bænum í byrjun maí.\nSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að nú þegar sé hafin vinna við að greina betur stöðu heimilanna.\nÞað var löngu tímabært að fara alveg ofaní ræturnar á þessu kerfi. Bæði hjá kerfinu sem slíkur en ekki síður rekstrarfyrirkomulaginu og svona greiðslumódelinu. Og\nþetta erum við að gera núna og verður alveg örugglega eitt af stærstu verkefnum næsta kjörtímabils að fara í þetta\nHún segir að mögulega þurfi að endurskipuleggja kerfið frá grunni.\nEn í grunninn þá erum við að horfast í augu við það að byrja með hreint borð í þessum málaflokki. Við getum ekki haldið áfram bara að bæta við hjúkrunarrýmum og horfa á útskriftarvanda einhvers staðar og svo framvegis. Heldur þurfum við miklu miklu fjölbreyttari úrræði. Bæði heima og svo mögulega eitthvað millistig þar sem fólk getur fengið einhverja umönnun og einhvern stuðning\nán þess að vera beinlínis komið á hjúkrunarheimili. Þetta snýst samt fyrst og fremst um það að það eru ákveðnar skyldur en það fylgir ekki fjármagn með þessum skyldum sem þessar stofnanir eiga að uppfylla? Ja það er álitamál. Það er alltaf álitamál ef að sumir reka sig með halla en aðrir ekki. Þá hlýtur það að vera eitthvað sem þarf að skoða í hverju það felst og það dugar ekki bara að rekstaraðilinn segi hér vantar fleiri peninga og ríkissjóður segi já gjörið þér svo vel. Það væri ekki ábyrgt utanumhald utan um ríkissjóð að gera það þannig að við þurfum að fara kyrfilega í saumana á því hvað er á bak við þetta og við erum að því","summary":"Heilbrigðisráðherra segir að það verði eitt af stærstu verkefnum komandi kjörtímabils að endurskipuleggja greiðslu- og rekstrarfyrirkomulag hjúkrunarheimila. "} {"year":"2021","id":"199","intro":"Fjórir hafa farist í miklum skógareldum sem hafa geisað á Kýpur síðan í gær. Síðustu daga hefur verið um fjörutíu stiga hiti.","main":"Eldurinn fór að breiðast út seinni part dags í gær í Troodos fjöllum. Heimili hafa brunnið til kaldra kola og fimmtíu og fimm ferkílómetrar lands. Forseti Kýpur segir að þetta séu mestu hörmungar í landinu síðan Tyrkir réðust þangað inn árið 1974, tóku yfir hluta eyjunnar og myrtu fjölda manns. Búið er að ná tökum á eldunum en forsetinn sagði hættu á að hann geti farið aftur úr böndunum.\nThe services responded immediately, they did everything possible in order to prevent deaths, unfortunately this was not avoided as we now know that a deadly incident has been reported.\nStrax var brugðist við eldunum og viðbragðssveitir gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir manntjón. Því miður tókst það ekki og tilkynnt hefur verið að fólk hafi farist, sagði Nicos Anastasiades (Anasta-síadas), forseti Kýpur, í viðtali við fjölmiðla í morgun.\nFjórir hafa fundist látnir. Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa kveikt eldinn. Allt að fjörutíu stiga hiti hefur verið á sunnanverðri eyjunni undanfarna daga og lítið hefur rignt síðan um miðjan apríl. Nokkur þorp voru rýmd vegna eldanna. Evrópusambandið og stjórnvöld í Ísrael sendu flugvélar til aðstoðar við slökkvistarfið.","summary":"Fjórir hafa farist í skógareldum á Kýpur sem kviknuðu í gær. Forsetinn lýsir eldunum sem mestu hörmungum í landinu frá innrás Tyrkja fyrir hálfri öld."} {"year":"2021","id":"199","intro":"Fjarskiptasamband í Hítardal á Mýrum er svo óáreiðanlegt að ábúendur geta lent í að detta úr tengingu við umheiminn með öllu. Formaður björgunarsveitar segir að mörg útköll síðustu ár hafi verið flóknari og dregist á langinn vegna þessa.","main":"Það eru líklega fáir staðir á landinu þar sem samband er jafn slæmt og í Hítardal á Mýrum. Þar er ekki farsímasamband, og tæplega tetra tenging. Leifur Finnbogason frá sauðfjárbænum Hítardal segir að internettenging sé einnig óáreiðanleg og geti dottið út svo dögum skiptir. Þá rofnaði landlínusíminn út á bænum nú nýlega, sem á að vera, svo að segja, eina áreiðanlega sambandið.\nÞað getur komið fyrir að mann vantar landlínu, vanti farsíma, vanti net og vanti sjónvarp. Maður sé í raun bara sambandslaus við umheiminn.\nFjölskylda Leifs hefur búið í Hítardal í meira en hundrað ár.\nÞað er svona með mannkynið, maður venst öllu sem þarf að standa í en þetta er ekki það sem fólk á kannski að venjast á tuttugustu og fyrstu öldinni, að vera alveg umskiptalaus eða fjarskiptalaus við umheiminn. Þetta er svona, letjandi kannski til lengri tíma að búa við þetta þegar maður getur búið við annað.\nFjarskiptasamband er víða lélegt á Mýrum, sér í lagi í Hítardal en einnig við Langavatn. Þetta varðar ekki einungis þau sem þar búa, heldur einnig þann fjölda fólks sem kemur þangað í frístundum. Arnar Grétarsson er formaður björgunarsveitarinnar Heiðars í Borgarfirði.\nÞað hafa komið þónokkuð margar leitir og aðstoðarbeiðnir þar sem hefur verið annað hvort erfitt að ná í fólkið eða finna út úr því hvar það er. Leitir hafa dregist á langinn og orðið umfangsmeiri.\nNærtækt dæmi sé maður sem festi bíl sinn á leið að Langavatni utan þjónustusvæðis í apríl. Hann fannst í bílnum eftir nokkra daga, en næsti sendir sem hafði numið merki frá síma mannsins var upp í Húsafelli, í 27 kílómetra fjarlægð.\nþyrlan byrjaði þarna daginn áður og var búin að leita að honum á því svæði og fann hann auðvitað ekki. Þá var farið í allsherjar leit á öllu svæðinu þegar þetta uppgötvaðist að hann var bara á allt öðru svæði.\nArnar segir að björgunarsveitir Borgarfjarðar hafi í fleiri ár leitað eftir að úr þessu sé bætt og lagt til ákjósanlega staði fyrir senda. Neyðarlínan hafi tekið vel í umleitanirnar, en fjármagnsskortur standi framkvæmdum fyrir þrifum.","summary":"Útköll björgunarsveita í Hítardal hafa reynst flókin og dregist á langinn vegna óáreiðanlegs fjarskiptasambands á svæðinu. "} {"year":"2021","id":"199","intro":"Aðstoðarvarðstjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins man ekki eftir jafn annasamri nótt í Reykjavík og þeirri síðustu. Mikil ölvun, líkamsárásir, slys og óhöpp voru helstu verkefnin, þessa aðra helgi eftir afléttingu samkomutakmarkana.","main":"Næturvaktin var eins og stórviðburður væri í bænum, sagði í Facebook-færslu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í morgun um verkefni næturinnar. Slökkviliðið fór í 122 sjúkraflutninga, þar af voru 67 á næturvaktinni, flest vegna atvika í miðbænum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði sömuleiðis í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir, það var ráðist á dyravörð og nokkuð margir voru teknir vegna gruns um ölvunarakstur. Einn keyrði á vegg og annar inn í garð.\n25 manns voru á vakt hjá slökkviliðinu í nótt og Bjarni Ingimarsson aðstoðarvarðstjóri tók við í morgun. Öllum Covid-samkomutakmörkunum var aflétt fyrir rúmri viku, og djammið þar af leiðandi komið á fullt.\nEn þetta er fyrsta helgin þar sem er alveg svona brjálað að gera. Það var aðeins rólegra um síðustu helgi, en þessi helgi núna var bara alveg kreisí sko. Ég man ekki eftir svona annasamri nótt, sérstaklega í forgangsflutningum þar sem maður er bara á bláum ljósum út um allan bæ.\nEn þetta er ansi stór hluti af þessu líka forgangsverkefni, það er að segja verkefni þar sem fólk er talið í mikilli hættu og við þurfum að komast sem fyrst á staðinn. Eins og meðvitundarleysi og annað þess háttar.\nTöluvert var um áfengisdautt fólk í miðbænum sem lögreglan hafði afskipti af, en slökkviliðið sinnir því sömuleiðis.\nEf það er hægt að vekja fólk þá er því komið heim og lögregla sér um það. En mikið af þessu er flutt á slysadeildina til eftirfylgni.\nSlökkviliðið sinnir bæði sínum lögbundnu verkefnum og svo sjúkraflutningum í verktöku fyrir ríkið.\nSjúkraflutningarnir eru svona 95 prósent af vinnunni. Svo þurfum við að eiga mannskap á slökkvibílana líka og öfugt. Þannig að um leið og allir sjúkrabílarnir eru farnir út hjá okkur þá er orðið ansi lítið eftir hjá okkur á slökkvibílana.","summary":null} {"year":"2021","id":"199","intro":"Bann við að setja tilteknar, algengar einnota vörur úr plasti á markað á Íslandi tók gildi í gær. Þá er veitingastöðum óheimilt að gefa viðskiptavinum sínum ókeypis einnota plastílát undir mat til þess að taka með sér heim, til dæmis plastglös og bolla úr frauðplasti.","main":"Bannið byggir á breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem Alþingi samþykkti árið 2020 og miðar að því að draga úr notkun óþarfa plasts í samfélaginu. Bannið á við um allt plast, líka það sem er kallað lífplast og flokkast í lífrænt eða almennt rusl. Elva Rakel Jónsdóttir sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir að gjaldið eigi nú að vera sýnilegt á kassakvittun.\nOg þarna erum við að tala um einnota umbúðir\nTekin verður upp eftirlitsáætlun til að fylgjast með fyrirkomulaginu með haustinu. En geta neytendur búist við verðhækkunum?\nNei það finnst mér mjög ólíklegt að gerist\nÍ gær tók einnig gildi bann um að setja á markað einnota vörur úr plasti, svo sem bómullarpinna úr plasti, plasthnífapör og -diska, sogrör, hræripinna og blöðrustangir. Elva segir að allt sé þetta liður í að innleiða margnota lausnir og breyta hugsunarhætti fólks.\nheldur en við gerum í dag","summary":null} {"year":"2021","id":"199","intro":"Mikil aukning hefur orðið á svokallaðri ,,rauðri ferðamennsku\" í Kína í tengslum við 100 ára afmæli kommúnistaflokksins. Kínverjar ferðast til staða sem tengdir eru sögu flokksins, margir þessara ferðamanna eru fólk á eftirlaunum.","main":"Um tíundi hluti ferðaþjónustunnar í Kína tengist hinni svokölluðu rauðu ferðamennsku að því er ferðamálaráðuneytið í Peking segir. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til að heimsækja staði sem tengjast lykilatburðum í sögu kínverska kommúnistaflokksins.\nÞetta var eftirlaunaþeginn Xuan, félagi í kommúnistaflokknum, sem sagði í viðtali við sænska ríkisútvarpið að hann hefði orðið hrærður þegar hann stóð fyrir framan styttu af Maó-tse-tung. Maó var formaður flokksins í áratugi og helsti byltingarleiðtogi Kína. Styttan er þar sem flokkurinn hafði bækistöðvar í Jenan á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Ósjaldan hljómar Austrið er rautt.\nSöngurinn var nánast eins og þjóðsöngur Kína í menningarbyltingunni sem Maó hratt af stað árið 1966. Breska tímaritið Economist segir í umfjöllun um rauðu ferðamennskuna að núverandi leiðtogar kínverska kommúnistaflokksins vilji ekki að sagan sé skoðuð með gagnrýnum augum og umræða um skelfilegar afleiðingar menningarbyltingarinnar sé bönnuð. Þá er heldur ekki minnst á að allt að 30 milljónir létust í hinu svokallaða Stóra stökki fram á við, sem leiddi til sennilega verstu hungursneyðar í sögu mannkyns, þetta var um 1960. Rana Mitter, prófessor í kínverskri sögu við Oxford-háskóla í Bretlandi, segir að flokksforystunni sé í mun að opinber skilningur á sögunni verði ríkjandi, slíkt staðfesti lögmæti flokksins og sé siðferðileg réttlæting.\nHvað sem líður sögunni þá hafa hundruð milljóna Kínverja losnað úr örbirgð á undanförnum árum, miklar efnahagslegar framfarir hafa orðið og einnig á öðrum sviðum, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfesti í liðinni viku að malaríu hefði verið útrýmt í Kína, en hún varð milljónum að aldurtila fyrir nokkrum áratugum. En efnahagslegum og öðrum framförum hafa ekki fylgt breytingar á alræði flokksins. Núverandi stjórn undir forystu Xi Jingping forseta hefur hert tökin innanlands og engin andstaða er liðin og því fá íbúar Hong Kong að kenna á þessa dagana.","summary":null} {"year":"2021","id":"199","intro":"Átta liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta lauk í gærkvöldi þegar England tryggði sig áfram með stórsigri á Úkraínu. England mætir Danmörku í undanúrslitum og Spánn Ítalíu.","main":"England varð í gær fjórða liðið til að komast í undanúrslit á Evrópumóti karla í fótbolta eftir öruggan 4-0 sigur á Úkraínu.\nEngland átti ekki í neinum vandræðum með Úkraínu í lokaleik 8-liða úrslita á EM í gærkvöld. England komst yfir strax á 4. mínútu með marki frá Harry Kane. í kjölfarið tók enska liðið öll völd á vellinum án þess þó að bæta við mörkum í fyrri hálfleik.\nÍ upphafi síðari hálfleiks hófst hins vegar markaregn Englands. Harry Maguire skoraði annað mark þeirra á 46. mínútu og fjórum mínútum síðar bætti Harry Kane við öðru marki sínu og þriðja marki Englands. Það var svo varamaðurinn Jordan Henderson sem skoraði fjórða markið á 63. mínútu og öruggur 4-0 sigur Englands gulltryggður.\nEngland mætir Danmörku í undanúrslitaleik á Wembley í Lundúnum miðvikudaginn 7. júlí, en Danir komust einnig í undanúrslitin í gær eftir 2-1 sigur gegn Tékklandi. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Ítalía og Spánn en sá leikur fer fram þriðjudaginn 6. júlí.\nHlauparinn Hlynur Andrésson setti nýtt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi í gær. Hlynur tók þá þátt í Nacht mótinu sem fer fram í Heusden-Zolder í Belgíu. Hlynur hljóp á tímanum 13:45:20 og bætti met Baldvins Þórs Magnússonar um 66 sekúndurbrot.\nMilwaukee Bucks komst í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt með sigri gegn Atlanta Hawks. Bucks voru með forystuna nær allan leikinn og náðu mest 22 stiga forystu í fjórða leikhluta. Leikmenn Atlanta Hawks gáfust ekki upp og þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var munurinn aðeins sex stig. Að lokum náði Milwaukee Bucks að landa sigrinum 118-107 og mæta því Phoenix Suns í úrslitaeinvíginu um NBA-titilinn. Þetta er í fyrsta sinn í 47 ár sem Bucks keppa til úrslita í NBA.","summary":null} {"year":"2021","id":"200","intro":"Landeigendur á gosstöðvunum í Geldingadölum hyggjast fara fram á gjaldtöku frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem selja ferðir og þjónustu á svæðinu. Formaður landeigendafélagsins segir að í almannarétti felist ekki leyfi til að vera í atvinnustarfsemi á annara manna landi.","main":"Fyrr í vikunni var sett lögbann á lendingar þyrlna Norðurflugs að beiðni eigenda Hrauns eftir að Norðurflug neitaði að greiða lendingargjald. Þegar hefur verið samið við eitt þyrlufyrirtæki um að lenda á landinu. Fram hefur komið í fréttum að gjaldið fyrir hverja lendingu sé 20.000, en Sigurður Guðjón Gíslason formaður Landeigendafélags Hrauns vill ekki staðfesta það.\nÞetta er náttúrulega bara trúnaðarmál og samningur við hvern og einn. Menn geta bara horft á rétt lendingargjöld í Reykjavík og annars staðar og þetta er auðvitað mjög eftirsótt að fá að lenda á þessum hólum þarna í kringum þetta. Ég myndi ekki segja að við værum að taka stóran hluta af því sem menn eru að ætla sér að ná út úr þessu. Þessi tala er bara einhver tala sem var kastað fram í einhverri tilboðsgerð.\nSigurður segir að landeigendur hafi nú varið um tíu milljónum í framkvæmdir á svæðinu. Viðræður standi nú yfir við fleiri þyrlufyrirtæki.\nÞað má fljúga yfir eins og menn vilja en almannarétturinn takmarkast við að þú getir farið þarna frjáls og labbað að þessu og eitthvað slíkt en inni í almannaréttinum er ekki réttur fyrirtækja til að vera í atvinnustarfsemi á annarra manna löndum.\nSigurður segir að fylgst verði með lendingum þyrlna meðal annars með vefmyndavélum og að til standi að taka upp gjaldtöku frá annarri ferðaþjónustu en þyrluferðum. Hann segir að landeigendur hafi varið í um tíu milljónum í framkvæmdir á svæðinu, fljótlega verði svæðið deiliskipulagt, ný bílastæði lögð og sérstakt aðgengi lagt upp fjallið fyrir sérleyfishafa.\nÞannig að það er klárlega í gangi, sama hvort hættir að gjósa eða ekki þá held ég að þetta verði áhugaverður staður til að heimsækja næstu árin.","summary":"Landeigendur á gosstöðvunum í Geldingadölum ætla að krefjast gjalds frá þeim ferðaþjónustuaðilum sem hafa tekjur af ferðum á svæðið. Eitt þyrlufyrirtæki hefur þegar gert samning um að greiða fyrir að lenda þar og viðræður standa yfir við fleiri."} {"year":"2021","id":"200","intro":"Þarna heyrðum við skipun til Alexu, sem er búnaður í snjalltækjum. Fjöldi foreldra stúlkna sem heita Alexa hafa biðlað til Amazon, sem framleiðir búnaðinn, að breyta nafni hans því dætrum þeirra sé stanslaust strítt fyrir að heita þessu nafni.","main":"Alexa kom fyrst á markað árið 2014 og er raddstýring í gagnvirkum hátalara. Með því að segja fyrst Alexa getur fólk skipað snjalltækjum frá Amazon fyrir og til dæmis beðið um ákveðnar upplýsingar. Síðan tækin komu á markað hafa Alexur um allan heim orðið fyrir mikilli stríðni þar sem fólk segir nafnið þeirra og skipar þeim svo fyrir. Þetta gerist nær alls staðar þar sem þær eru, hvort sem það er í skólanum, á leikvellinum eða í vinnunni. Í umfjöllun Breska ríkisútvarpsins segir að fjöldi foreldra hafi sett sig í samband við Amazon og beðið um að eitthvert annað orð en Alexa verði notað til að gefa skipanir - eins að það verði ekki mannanafn.\nÍ yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir að sorglegt sé að heyra af stríðninni en að hver og einn geti breytt orðinu í sínu tæki. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að börn hafi látið breyta nafni sínu vegna þessa og eins að vinsældir nafnsins í Bretlandi hafi dalað mikið síðan Alexa kom á markað. Árið 2016 var nafnið í 167. sæti yfir vinsælustu nöfnin í Bretlandi en var komið í sæti 920 þremur árum síðar.","summary":null} {"year":"2021","id":"200","intro":"Ríkislögmaður hefur fyrir hönd íslenska ríkisins viðurkennt að starfsmenn bráðamóttöku Landspítalans hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda andláts Eyglóar Svövu Kristjánsdóttur, sem lést stuttu eftir útskrift af spítalanum í mars í fyrra og samþykkt bótakröfu fjölskyldunnar. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.","main":"Eygló Svava Kristjánsdóttir leitaði á bráðamóttöku Landspítalans í mars með blóðsýkingu. Hún var útskrifuð þaðan rúmri klukkustund síðar og send heim, þar sem hún lést stuttu síðar. Landlæknir gerði úttekt á málinu og niðurstaðan var afgerandi. Að mati landlæknis vanrækti læknir sem ábyrgur var fyrir greiningu og meðferð sjúklingsins að skoða hann á fullnægjandi hátt og mæla fyrir um grundvallarrannsóknir til þess að eiga möguleika á að uppgötva alvarlegt ástand og hefja rétta meðferð. Útskriftin hafi verið ótímabær og illa undirbyggð.\nLandlæknisembættið stofnaði til sérstaks eftirlitsmál gagnvart lækninum sem bar ábyrgð á ummönun Eyglóar Svövu sem er, eftir því sem fréttastofa kemst næst, enn í gangi. Fjölskylda Eyglóar Svövu bíður nú niðurstöðu sérstaks kvörtunarmáls sem þau höfðuðu hjá Landlækni, sem þau ákváðu að halda til streitu þrátt fyrir afdráttarlausa niðurstöðu rannsóknar embættisins á málinu, þar þeim gafst ekki kostur á að koma að athugasemdum og sjónarmiðum þegar úttektin var gerð. Ýmislegt í greinargerð spítalans um málið stangast á við frásögn fjölskyldunnar.\nMálið kom inn á borð ríkislögmanns sem komst nýverið að þeirri niðurstöðu að starfsmenn bráðamóttöku Landspítalans hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í aðdraganda andláts Eyglóar Svövu, vegna vanrækslu og mistaka sem leiddu til ótímabærs andláts hennar. Þá samþykkti ríkislögmaður bótakröfu fjölskyldunnar.\nMálið er í formlegri rannsókn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og fjölskyldan gaf skýrslu í byrjun sumars.","summary":"Ríkislögmaður hefur komist að þeirri niðurstöðu að starfsfólk bráðamóttöku Landspítalans hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi í meðhöndlun rúmlega fertugrar konu sem lést eftir ótímabæra útskrift af bráðamóttökunni í fyrra og samþykkt bótakröfu fjölskyldunnar. "} {"year":"2021","id":"200","intro":"Drunur sem minntu á herþotu, flugelda, eldgos, jarðskjálfta og aurskriðu dundu yfir suðurlandið í gærkvöld. Fólki brá eðlilega í brún og nú hafa vísindamenn komist að þeirri niðurstöðu að líklegast hafi loftsteinn sprungið í um 20 kílómetra hæð yfir Þingvöllum.","main":"Hljóðið brast á um klukkan korter í ellefu í gærkvöld. Fólk líkti drununum við mjög öflugar þrumur, sumir sáu bjarma á himninum, íbúar á Suðurnesjum hugsuðu eðlilega til eldgossins eða herþota. Einhverjir töldu þetta vera öfluga áramótabombu, sprengingu, byssuskot, aurskriðu eða jarðskjálfta.\nVísindamenn Veðurstofunnar lögðust í rannsóknir í morgunsárið til að átta sig á hvað það var sem gerðist þarna. Óróinn er mjög ólíkur jarðskjálfta og því fór nokkur vinna í að finna upptökin. Eftir nokkra leit fannst stuttur en greinanlegur púls á jarðskjálftamælum á Suðurlandi klukkan um korter í ellefu. Líklegasta skýringin er að loftsteinn hafi brunnið hratt upp í andrúmslofti og við það hafi bæði orðið nokkur blossi og svokölluð þrýstibylgja í andrúmslofti, m.ö.o. innhljóðsbylgja. Fyrstu mælingar eru í grennd við Þingvelli og er líklegasta staðsetning upptakanna ofan við það svæði. Talið er að steinninn hafi sprungið í um 20 kílómetra hæð og mögulegt er að brot úr honum hafi fallið til jarðar. Hann gæti hafa verið fáeinir metrar í þvermál.\nÞorsteinn Sæmundsson, prófessor í stjörnufræði, heyrði sjálfur drunurnar, en datt þó ekki í hug að þarna væri loftsteinn á ferðinni, enda svo margt annað sem fyrst kemur upp í hugann.\nÞetta sem gerðist í gær, sem er að öllum líkindum stór loftsteinn, það minnir töluvert á loftstein sem sást 1. ágúst 1976, af öllu landinu. Og þá var svo bjart yfir öllu landinu, nú var það ekki. Þannig að e´g veit ekki hversu nákvæmar lýsingar maður getur fengið, en það er mjög áríðandi að fá lýsingar frá sem flestum.\nSamkvæmt almanaki Háskóla Íslands hafa borist tilkynningar um 216 vígahnetti yfir Íslandi - sú fyrsta árið 1941 yfir Nónöxl, nærri Fagurhólsmýri. Honum var lýst sem tveimur hægfara rauðum ljóshnöttum með hala.\nEinstaka sinnum koma brot úr loftsteinum til jarðar, en því miður hefur aldrei neinn fundist hér á landi. En það er vegna þess að grjótið hér er dökkt og svipar því sem loftsteinar eru venjulega.\nStærri loftsteinar hafa valdið hreinum ósköpum hér á jörðinni, það vita menn. Þessi frægi loftsteinn sem átti þátt í að útrýma risaeðlunum fyrir 65 milljón árum, hann er náttúrulega alveg ofboðslega stór.","summary":null} {"year":"2021","id":"200","intro":"Frans Timmermans, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, neitaði að láta taka mynd af sér með forsætisráðherra Slóveníu er Slóvenar tóku við formennsku í ESB um mánaðamótin. Þeim lenti harkalega saman á fundi ríkisstjórnar Slóveníu með framkvæmdastjórn ESB í Ljublana. Fundurinn var til að undirbúa formennsku Slóvena.","main":"Janez Janaa, forsætisráðherra Slóveníu, er sakaður um aðför að sjálfstæði fjölmiðla og dómstóla, ekki ósvipað og stjórnvöld í Ungverjalandi og Póllandi. Janaa heldur því fram að dómstólar séu vilhallir og andvígir núverandi ríkisstjórn. Á fundinum með framkvæmdastjórn ESB sýndi Janaa ljósmynd af dómara með tveimur þingmönnum úr hópi sósíalista og demókrata á Evrópuþinginu. Frans Timmermans, sem er í sama þingmannahópi, hafnaði þessum málflutningi slóvenska forsætisráðherrans algerlega og kom til hvassra orðahnippinga. Timmermans neitaði svo að vera á mynd með Janez Janaa. Formennska í Evrópusambandinu þýðir meðal annars að viðkomandi land hefur áhrif á áherslur sambandsins. Ríki ESB skiptast á formennsku og gegnir hvert þeirra formennskunni í hálft ár.\nJanez Janaa er afar umdeildur stjórnmálamaður, hann er formaður Slóvenska lýðræðisflokksins sem stendur langt til hægri. Hann var fundinn sekur um spillingu og dæmdur í tveggja ára fangelsi 2013. Hann sat inni í nokkurn tíma uns áfrýjunardómstóll sneri dómnum við. Hann er eini leiðtogi Evrópusambandsríkis sem hefur tekið undir með Donald Trump um að svindlað hafi verið í kosningunum í fyrra er Joe Biden var kjörinn Bandaríkjaforseti. Slóvenar minntust í vikunni að 30 ár eru liðin frá því að ríkið lýsti yfir sjálfstæði en Slóvenía var áður hluti Júgóslavíu. Janaa sagði að Slóvenar hefðu staðið einir og ekkert ríki viðurkennt sjálfstæðið fyrir utan Króatíu, Eystrasaltsríkin og Ísland.\nEn nú eru Slóvenar ekki lengur einir, þeir eru í NATO og Evrópusambandinu, þar sem þeir fara með forystu næsta hálfa árið. Þá skiptir engu að ríkisstjórn Slóveníu situr undir ásökunum um að sniðganga reglur ESB. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, notaði tækifærið á fundinum í Ljubljana til að minna Slóvena á að þeir þyrftu að virða lög og reglur ESB. Margir efast um Janez Janaa sé rétti maðurinn til að halda á lofti gildum Evrópusambandsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"200","intro":"Átta liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta lýkur í dag með tveimur leikjum. Ítalir og Spánverjar tryggðu sig áfram í gær og mætast í undanúrslitum mótsins.","main":"Ítalía komst í gærkvöldi í undanúrslitin á EM karla í fótbolta þegar að liðið sigraði Belgíu, 2-1 í 8-liða úrslitum. Ítalir mæta Spáni í undanúrslitunum.\nFyrri hálfleikur var sérstaklega fjörugur í leiknum og strax á 13. mínútu skoruðu Ítalar mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Á 31. mínútu komst Ítalía yfir með marki Nicolo Barella. Ítalía komst svo í 2-0 á 44. mínútu með stórglæsilegu marki frá Lorenzo Insigne. Belgar gáfust ekki upp og í uppbótartíma fyrri hálfleiks minnkaði Romelu Lukaku muninn úr vítaspyrnu og staðan í hálfleik því 2-1.\nBelgar reyndu hvað þeir gátu til að jafna leikinn í síðari hálfleik en varnarmúr Ítala var órjúfanlegur og það er því ítalska liðið sem mætir Spánverjum í undanúrslitum mótsins. En Spánn tryggði sæti sitt í undanúrslitum eftir að hafa unnið Sviss í vítaspyrnukeppni fyrr í gær.\nSeinni tveir leikirnir í 8-liða úrslitum EM fara fram í dag. Fyrri leikur dagsins er viðureign Tékklands og Danmerkur sem hefst klukkan fjögur og klukkan sjö mætast England og Úkraína.\nEinn þekktasti tenniskappi Bretlands, Andy Murray, er úr leik á Wimbledon mótinu eftir tap gegn Denis Shapovalov í gær. Murray, sem vann Wimbledon mótið, árin 2013 og 2016, hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár. Í viðtölum við fjölmiðla eftir tapið í gær sagðist Murray þurfa að taka ákvörðun hvort það væri þess virði að halda áfram í tennis.\nBreski ökuþórinn Lewis Hamilton hefur framlengt samning sinn við Mercedes liðið í Formúlu 1. Hamilton, sem er 36 ára, hefur sjö sinnum unnið keppni ökuþórar í Formúlu 1 og freistar þess nú að vinna sinn áttunda titil sem myndi gera hann að sigursælasta ökumanni allra tíma. Hamilton mun því aka fyrir Mercedes liðið til ársins 2023","summary":"Átta liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta lýkur í dag með tveimur leikjum. Ítalir og Spánverjar tryggðu sig áfram í gær og mætast í undanúrslitum mótsins. "} {"year":"2021","id":"201","intro":"Talsvert hefur verið um að fólki sé snúið við á Keflavíkurflugvelli þar sem það hefur ekki viðunandi bólusetningarvottorð eða kemur hingað frá löndum utan EES-svæðisins, að sögn yfirlögregluþjóns. Evrópski covid-passinn svokallaði er kominn í notkun og hefur gefið góða raun.","main":"Í gær tóku gildi breytingar á sóttvarnareglum á landamærum. Nú eru börn og fólk með vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu ekki skimuð lengur í flugstöðinni. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn, segir að nýtt fyrirkomulag fari vel af stað og það sé mikill tímasparnaður að þurfa ekki að skima alla sem hingað koma.\n85 prósent af komufarþegum eru með vottorð um bólusetningu eða eldri sýkingu og þeir eru þá hættir að fara í skimun. Þannig þetta gekk bara eins og best verður á kosið þrátt fyrir mikill fjölda farþega. Gámarnir sem voru sýndir hérna mikið í sjónvarpi og fréttum þeir eru ekki í notkun eins og er. Þau sýni sem eru tekin eru þá\nTalsvert hefur verið um að farþegum sé snúið til baka í flugstöðinni vegna ófullnægjandi gagna um bólusetningu. Þá eru nokkur dæmi um að fólk hafi framvísað fölsuðum bólusetningarskírteinum eða PCR-prófum.\nJá já við höfum verið að snúa fólki við í hverri viku nánast undanfarna mánuði sko. Það er þá bæði vöntun á vottorðum, algjör vöntun eða slíkt og svo líka vegna ferðatakmarkana sem eru í gildi ennþá á þriðja ríkis borgurum svokölluðum, fólk utan\nSigurgeir segir að Covid-passinn svokallaði, sem er samevrópskt dulkóðað vottorðakerfi, hafi gefið góða raun. Miklu skipti að vottorðin séu örugg því álagið á flugstöðina aukist jafnt og þétt og ferðamönnum fjölgi.\nbólusetningarvottorðin eru að færast yfir í rafrænt. Við erum farin að sjá rafræn vottorð frá bæði Bandaríkjunum og Bretlandi, en mest frá Evrópu. Þá sýnist okkur að allavega tíu prósent af þeim sem koma frá Evrópu séu með rafrænt vottorð,","summary":null} {"year":"2021","id":"201","intro":"Allt erlent herlið er farið frá Bagram-herstöðinni í Afganistan. Hún var árum saman aðalbækistöð þess í baráttunni við talibana og vígasveitir Al-Kaída.","main":"Stjórnarherinn í Afganistan tók í dag við forráðum í Bagram-herstöðinni nærri Kabúl. Hún var miðpunkturinn í baráttu erlends herliðs við talibana og hryðjuverkasveitir Al-Kaída eftir hryðjuverkaárásir í Bandaríkjunum 11. september 2001.\nTalsmaður varnarmálaráðuneytisins í Kabúl tilkynnti á samfélagsmiðlum í dag að síðustu bandarísku hermennirnir og liðsmenn fjölþjóðaliðs Atlantshafsbandalagsins væru farnir frá Bagram. Talibanar fögnuðu tíðindunum með þeim orðum að þegar erlendir hermenn væru horfnir á brott gætu Afganar sjálfir ákveðið framtíðina.\nBandarísk stjórnvöld ákváðu fyrr á árinu að flytja allt sitt herlið frá Afganistan fyrir 11. september. Þá verða liðin tuttugu ár frá hryðjuverkaárásunum í New York og Washington. Brottflutningarnir hafa gengið svo hratt að útlit er fyrir að síðustu hermennirnir haldi á brott nokkru fyrr. Að vísu verða eftir sex hundruð hermenn eða svo til að verja bandaríska sendiráðið í Kabúl. Í maí var talið að um sjö þúsund erlendir hermenn væru enn í Afganistan. Síðan hefur þeim fækkað til muna. Þjóðverjar og Ítalir tilkynntu til dæmis í vikunni að þeirra veru í landinu væri lokið.\nHersveitir talibana hafa síðustu mánuði hert baráttuna fyrir yfirráðum til muna. Þær ráða núna tugum héraða og sitja um nokkrar borgir. Því hefur verið spáð að borgarastríð brjótist út þegar síðustu erlendu hersveitirnar eru farnar úr landi.","summary":"Allt erlent herlið er farið frá Bagram herstöðinni í Afganistan. Hún var árum saman aðalbækistöð þess í baráttunni við talibana og vígasveitir Al-Kaída."} {"year":"2021","id":"201","intro":"Eftir mikla vatnavexti á Norðurlandi síðustu daga virðist flaumurinn vera í rénun. Veðurstofan segir að toppinum hafi verið náð.","main":"Skemmdir hafa orðið á vegamannvirkjum en vegurinn fram í Reyki inni í Fnjóskadal er sá eini sem nú er lokaður. Unnið er að hjáleið en ekki búist við að hún verði tilbúin fyrr en á morgun. Brúin við Þverá skemmdist en gamla brúin hefur verið styrkt og er nú opin allri umferð.\nEina sem er lokað hjá okkur held ég að sé Illugastaðavegurinn innan við Illugastaði í Fnjóskadal. En við Þverá, hvernig lítur þar út?\nÞað er opið fyrir umferð held ég.\nÞAnnig að það er bara þarna hjá Illugastöðum sem er lokað?\nOg er ekkert annað sem þið hafið áhyggjur af?\nNei það hefur sjatnað rosalega frá í gær og skv. spá veðurstofunar náði þetta hámarki í fyrrinótt og fnjóska var mun lægri í nótt heldur","summary":"Vatnsflaumurinn á Norðurlandi virðist vera í rénun."} {"year":"2021","id":"201","intro":"Svetlana Tikanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, segir stuðning Íslands við lýðræðisþróun þar í landi dýrmætan. Hún ræddi við Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, í morgun. Hann er vonbetri um stöðuna í Hvíta-Rússlandi eftir fundinn en hann var fyrir hann.","main":"Tikanovskaya er stödd hér á landi í boði utanríkisráðherra. Þau funduðu í utanríkisráðuneytinu í morgun. Í forsetakosningum í fyrra lýsti Alexander Lukasjenka yfir stórsigri - sem margir telja að hafi ekki unnist lögum samkvæmt. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn og eins hafa margir neyðst til að flýja land, þar á meðal Tikanovskaya. Á blaðamannafundi í morgun sagði Guðlaugur Þór að hugrekki Tikanovskayu hefði ekki látið neinn ósnortinn. Hún þakkaði íslenskum stjórnvöldum fyrir stuðninginn.\nNo matter how far you are, and how small you are. When your policy is based on values so you really can do great things and you proved this towards Belarus.\nAlveg sama hve langt er milli ríkjanna og hve lítið ríki er, þegar stefna þess er byggð á góðum gildum er hægt að fá ýmsu áorkað og það hafið þið sýnt í tilfelli Hvíta-Rússlands, sagði Tikanovskaya á blaðamannafundinum.\nEn hvernig metur Guðlaugur Þór stöðuna í Hvíta-Rússlandi?\nLýðræðisöflin hafa ekki gefist upp. Og þau kunna mjög að meta það og leggja mikið upp úr því að við sem búum við þessi réttindi höldum þessu á lofti og vekjum athygli á því. Þetta snýst ekki um að hafa afskipti af innanlandsmálum. Þetta snýst um það að fólk í Hvíta-Rússlandi fái að njóta sömu réttinda og okkur finnst vera sjálfsögð. Og ég er mun vonbetri eftir þennan fund, um að þessi mál geti þróast í rétta átt, heldur en fyrir hann.\nTikanovskaya kveðst vongóð um að hægt verði að snúa stöðunni í lýðræðisátt. Staðan í Hvíta-Rússlandi hafi verið mjög erfið.\nPeople don´t feel safe, not in the streets, not in the houses, people can be kidnapped in their apartments in front of their children´s eyes and it is really awful but people are fighting undergroundly.\nFólk er hvergi öruggt, ekki á götum úti, ekki á heimilum sínum. Fólki er rænt heima hjá sér, fyrir framan börn sín og það er hræðilegt, sagði Tikanovskaya í morgun. Þó að minna sé um mótmæli á götum úti finni fólk annan farveg til að sýna andstöðu við stjórnvöld.","summary":null} {"year":"2021","id":"201","intro":"Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að henni hafi ekki verið formlega meinað að heimsækja Rússland. Forseti rússneska þjóðþingsins vill að það verði gert vegna skýrslu hennar um stöðu Krímtatara og alvarleg mannréttindabrot á Krímskaga.","main":"Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vonast til að ekkert verði úr hótun Rússa og hún geti farið í vettvangsferð til Rússlands sem fyrirhuguð er í haust.\nÞað er bara að bíða og sjá hvort þetta verði formlega niðurstaðan. Ég vona auðvitað ekki.\nÞeim ber auðvitað lagaleg skylda til að vinna með skýrsluhöfundum Evrópuráðsþingsins að þeim verkefnum sem Evrópuráðsþingið felur þeim.\nSteingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sagði á fundi með Vyacheslav (Vjaheslav?) Volodin forseta dúmunnar að rétt væri að beina athugasemdum að Evrópuráðsþinginu sjálfu en ekki skýrsluhöfundi.\nSkýrslan og innihald hennar er orðin að ályktun Evrópuráðsþingsins sem slíks og hættir að tilheyra mér að einhverju marki\nað öðru en því að ég var flutningsmaður þessarar skýrslu og þessarar ályktunar.\nÞórhildur segir yfirstjórn Evrópuráðsþingsins meðvitaða um ummæli Volodins.\nForseti Dúmunnar hefur sem slíkur ekkert umboð til þess að banna mér að fara til Rússlands\nÉg hugsa að það sé ekki nema það verði formlega einhver viðbrögð við þessari kröfu þingforsetans sem Evrópuráðið bregst við.","summary":null} {"year":"2021","id":"201","intro":"Um þúsund manns hafa orðið að yfirgefa heimili sín í vestanverðu Kanada vegna gróðurelda. Öflugur hæðarhryggur veldur ógnarháum hita í Bresku Kólumbíu. Talið er að meira en hundrað dauðsföll í Kanada síðustu daga megi rekja til hitabylgjunnar.","main":"Bærinn Lytton í Bresku Kólumbíu sem komst í heimspressuna í vikunni fyrir að slá hvert hitametið á fætur öðru í Kanada er nánast ein rjúkandi rúst af völdum gróðurelda. Öllum 250 íbúum bæjarins var gert að rýma hann í fyrrakvöld áður en eldarnir teygðu sig yfir bæinn. Miklar skemmdir urðu á mannvirkjum og stóð um 90 prósent bæjarins í ljósum logum, hefur AFP fréttastofan eftir Brad Vis, þingmanni af svæðinu.\nOfsafengin hitabylgja er um þessar mundir við vesturströnd Kanada og Bandaríkjanna. Hiti í Lytton í náði mest 49,6 stigum á þriðjudag. Kanadíska umhverfisráðuneytið varaði við því í gær að hæðarhryggurinn yfir landinu geti valdið enn meiri hita næstu daga. Síðasta sólarhring hafa yfirvöldum borist rúmlega sextíu tilkynningar vegna gróðurelda í fylkinu, að sögn John Horgan, fylkisstjóra.\nAlmannavarnir í Kanada vara við því að hitabylgjan eigi eftir að fara víðar um landið. Viðvaranir hafa verið gefnar út í Alberta, Saskatchewan, Manitoba, víða á norðvestanverðu landinu og í norðanverðu Ontario.","summary":null} {"year":"2021","id":"201","intro":"Skortur er á blóði í öllum flokkum í Blóðbankanum, sérstaklega í flokki O mínus og B mínus, og er fólk hvatt til að gefa blóð áður en það fer í sumarfrí til að tryggja nægar birgðir. Blóðbankinn er venjulega lokaður á föstudögum en opið verður til klukkan þrjú í dag til að taka á móti blóðgjöfum. Sveinn Guðmundsson er yfirlæknir í Blóðbankanum.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"201","intro":"Breiðablik mætir Færeyjameisturunum KÍ frá Klaksvík á heimavelli í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Valur sækir þýska liðið Hoffenheim heim.","main":"Dregið var í fyrstu umferð Meistaradeilar kvenna í fótbolta nú rétt fyrir hádegi í höfuðstöðvum Evrópska knattspyrnusambandsins í Sviss. Tvö íslensk lið voru í pottinum; Breiðablik og Valur.\nKeppnin hefur verið stækkuð og fyrirkomulaginu breytt og Ísland fékk fyrir vikið að senda tvö lið en ekki eitt eins og verið hefur. Ísland er í tólfta sæti á styrkleikalista Evrópu fyrir félagslið kvenna. Íslandsmeistarar Breiðabliks voru í efri styrkleikaflokki en Valur neðri. Blikar mæta færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík á heimavelli í fyrstu umferð en Valsarar þýska liðinu Hoffenheim á útivelli. Leikirnir verða spilaðir 18. ágúst. Liðin þurfa að komast í gegnum tvær umferðir til að komast í riðlakeppni mótsins.\nEllefta umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta hófst í gær með leik toppliðs Vals og FH á Hlíðarenda. Valur hafði betur 2-0 með mörkum frá Sigurði Agli Lárussyni og Sverri Páli Hjaltested. Bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Valsarar hafa nú átta stiga forskot á Breiðablik á toppi deildarinnar en Blikar eiga tvo leiki til góða. FH er í sjöunda sæti og hefur ekki unnið í síðustu sjö umferðum og tapaði síðustu fimm leikjum. KR-ingum er svo að berast liðsstyrkur því Theodór Elmar Bjarnason sem hefur verið í atvinnumennsku síðustu sautján ár er á leið heim í vesturbæinn þar sem hann er uppalinn. Theodór Elmar á að baki 41 landsleik. Hann verður kominn með leikheimild þegar KR mætir KA á mánudaginn. KR-ingar eru sem stendur í fimmta sæti deildarinnar.\nÚtlit er fyrir að spretthlaupastjarnan bandaríska Sha'Carri Richardson verði ekki með á Ólympíuleikunum sem hefjast síðar í júlí. Hún náði sjötta besta tíma sögunnar í 100 metra hlaupi fyrr á árinu og náði besta tímanum á úrtökumóti bandaríska Ólympíuliðsins á dögunum. Hún féll hins vegar á lyfjaprófi sem tekið var á mótinu því kannabis mældist í sýni hennar. Það hefur ekki verið staðfest en þetta þýðir líklegast að árangur hennar á mótinu verði þurrkaður út, hún fari í bann og verði ekki með á Ólympíuleikunum. Ekki hefur náðst í umboðsmann hennar en á Twitter skrifaði hún stutta færslu þar sem stóð; I am human eða ég er mennsk.","summary":"Breiðablik mætir Færeyjameisturunum KÍ frá Klakksvík á heimavelli í fyrstu umferð Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Valur sækir þýska liðið Hoffenheim heim. "} {"year":"2021","id":"201","intro":null,"main":"Sex ára barn liggur mikið slasað á Landspítalanum eftir hátt fall úr hoppukastalanum sem tókst á loft á Akureyri í gær. Lögreglan á Akureyri rannsakar málið en samkvæmt upplýsingum þaðan er rannsóknin bara rétt að byrja, en allt verður rannsakað sem hægt er að rannsaka, samkvæmt Kristjáni Kristjánssyni yfirlögregluþjóni í samtali við RÚV. Allt kapp verði lagt á til að upplýsa hvernig slysið bar að höndum, annars er lítið nýtt að frétta. Lögreglan hefur engar upplýsingar um líðan barnanna, en sjö voru flutt á sjúkrahúsið á Akureyri eftir slysið með minniháttar áverka. Eitt barn missti meðvitund og var það flutt með sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu voru tölur um fjölda barna sem voru í kastalanum þegar hann losnaði eru nokkuð á reiki, fyrst var sagt að þau hefðu verið 108 en þau voru eitthvað færri, á milli 60 og 70. Sjö börn voru flutt á sjúkrahús á Akureyri eftir atvikið. Eitt missti meðvitund og var flutt með sjúkraflugi á Landspítalann í Reykjavík.","summary":"Sex ára barn liggur mikið slasað á spítala eftir hátt fall úr hoppukastala sem tókst á loft á Akureyri í gær. Yfirlögregluþjónn segir allt verða rannsakað sem hægt sé að rannsaka."} {"year":"2021","id":"202","intro":"Miklir vatnavextir eru nú um norðanvert landið þar sem snjór er enn í fjöllum og snjóbráð mikil í hlýindunum. Vegir í Eyjafirði og Fnjóskadal hafa skemmst og þá hafa bændur orðið fyrir tjóni þar sem tún og kornakrar eru umflotin vatni. Þetta eru að likindum mestu flóð í meira en þrjá áratugi.","main":"Mestu vatnavextirnir eru í Eyjafirði og Skagafirði og vestur á Ströndum. Þannig flæða Eyjafjarðará, Svarfaðardalsá og Hörgá yfir bakka sína - þá er mjög mikið rennsli í Hjaltadalsá í Skagafirði og Hvalá á Ströndum er í miklum vexti. Eftir því sem næst verður komist eru vegaskemmdir aðeins bundnar við Eyjafjörð og Fnjóskadal. Eyjafjarðarbraut eystri fór í sundur við Þverá og er vegurinn lokaður þaðan og inn undir Möðruvelli þar sem Eyjafjarðará hefur flætt yfir brú á veginum. Þá er vegurinn við Illugastaði innst í Fnjóskadal farinn í sundur. Það flæðir víða yfir tún og kornakra í Eyjafjarðarsveit. Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir ljóst að bændur hafi orðið fyrir tjóni.\nÞað eru nokkur tilfelli þar sem þetta fer yfir ræktunarland og ég veit dæmi um talsverða kornrækt sem verður væntanlega ónýt. Menn sáu í hvað stefndi og voru snöggir til að heyja, þó menn hafi ekki ætlað að heyja alltsaman alveg strax, en heyjuð í snatrið áður en flæddi yfir.\nÞá hafi fallið skriður inni í dölum og þá berist leir með lækjum og ám og kaffæri gróðurinn, bæði á ræktuðu landi, en einnig villt kjarr og trjágróður.\nÞað verður svo mikill leir sem fer yfir allt og uppskeran svona hálfónýt þar sem þetta fer yfir tún.\nOg hann segist sjaldan hafa séð aðra eins vatnavexti.\nÞó var akkúrat um þessi sömu mánaðarmót 1986, semsagt fyrir 35 árum, eitthvað sambærilegt. Ég á allavega myndir af ákveðnum stöðum þar sem mér sýnist þetta ver svipað mikið\nLögregla hvetur vegfarendur til að fara varlega og vera ekki á ferðinni að óþörfu þar sem vatnið er mest. Það getur flætt yfir vegi og ár, og lækir geta rofið vegi þegar minnst varir og skemmt brýr. Þá eru íbúar við Glerá á Akureyri beðnir um að vera ekki á göngustígum og lægðum kringum ána, en hún er í gríðarlegum vexti.","summary":"Enn eru miklir vatnavextir í hlýindum og snjóbráð á norðanverðu landinu. Vegagerðin fylgist grannt með vegum sem hafa sums staðar látið undan vatnsflaumnum og óttast er að tjón hafi orðið hjá bændum í Eyjafirði þar sem vatn og aur flæðir yfir ræktað land. "} {"year":"2021","id":"202","intro":"Mikill erill hefur verið í sjúkraflutningum síðasta sólarhringinn en Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í alls 130 slíka í gærdag og síðustu nótt.","main":"Sigurjón Hendriksson, vaktstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að ekki sé nóg með að síðustu dagar hafi verið með drjúgasta móti í sjúkraflutningum heldur hefur aukningin allt síðasta ár verið gríðarleg.\nÆtla mætti að Covid-19 faraldrinum væri hér um að kenna en þó er ekki alfarið hægt að skella skuldinni á kórónuveiruna þó vissulega eigi hún hlut að máli. Sjúkraflutningar sem tengjast Covid beint nema um þriðjungi aukningarinnar. Aukningin er í öllum flutningum, forgangsflutningum, almennum veikindum í heimahúsum og flutningum á milli spítala og skýringuna er að mati Sigurjóns að finna í samspili ýmissa þátta.","summary":null} {"year":"2021","id":"202","intro":"Í gær fundust yfir 180 ómerktar grafir barna úr röðum frumbyggja við gamlan heimavistarskóla sem kaþólska kirkjan hafði umsjón með í Bresku Kólumbíu í Kanada. Reiði í garð kirkjunnar fer sífellt vaxandi, en þetta er þriðji grafreiturinn sem finnst í Kanada á skömmum tíma.","main":"Grafirnar sem fundust í gær eru við skóla nærri Cranbrook í Bresku Kólumbíu. Talið er að börn á aldrinum sjö til fimmtán ára hafi verið grafin þar.\nÍ maí fundust 215 ómerktar grafir við annan heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaþjóðum í Bresku Kólumbíu, og í síðustu viku fundust yfir 750 ómerktar grafir við skóla í Saskatchewan fylki.\nJustin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði í blaðamannafundi í gær að uppgötvun grafreitanna sé til vitnis um óréttlæti í garð fólks af ættum frumbyggja í Kanada, jafnt nú sem fyrr.\nKaþólska kirkjan hafði umsjón með heimavistarskólunum fyrir hönd kanadíska ríkisins frá árinu 1912 allt fram á tíunda áratuginn..\nÞar átti að hjálpa börnum úr röðum frumbyggja að aðlagast kanadísku samfélagi.\nUm 150 þúsund börn úr röðum þeirra fjölmörgu þjóða sem byggðu lendur Kanada áður en Evrópubúar tóku landið yfir, og byggja enn, voru skikkuð í skólana. Samkvæmt ítarlegri rannsókn voru þau beitt líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af skólastjórnendum og kennurum, auk þess sem þau voru svipt menningu sinni og þjóðtungu. Yfir fjögur þúsund börn létu lífið af völdum sjúkdóma eða vanrækslu í skólunum.","summary":null} {"year":"2021","id":"202","intro":null,"main":"Enn er vel fylgst með hlíðum ofan Seyðisfjarðar vegna vatnavaxta í hlýindum og mögulegrar skriðuhættu en engar hreyfingar hafa sést á mælum. Búðará er vatnsmikil; það lækkar í henni yfir nóttina en eykst aftur síðdegis. Í gær sá eftirlitsmaður Veðurstofunnar steina koma á flugi niður Búðarárfoss og er fólk varað við að vera á ferð nálægt fossinum. Áin brýtur úr hliðum skriðunnar stóru sem féll í desember og er fólki ráðið frá því að ganga inn á milli varnargarða sem reistir voru beggja vegna Búðarár.","summary":"Vel er fylgst með hlíðum ofan Seyðisfjarðar vegna vatnavaxta í hlýindum og mögulegra skriðuhættu - en engar hreyfingar hafa sést á mælum. "} {"year":"2021","id":"202","intro":"Frá og með deginum í dag eiga Tyrkir ekki lengur aðild að samningi um forvarnir gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi.","main":"Samningurinn var samþykktur í maí 2011 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum sama dag. Hann tók gildi 1. ágúst 2018 og er kenndur við Istanbúl í Tyrklandi. Þetta er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur á ofbeldi gegn konum. Samningurinn felur meðal annars í sér réttindi brotaþola og skyldur opinberra aðila að vernda og aðstoða konur sem verða fyrir ofbeldi. Auk þess að fræða almenning, stjórnvöld og sinna forvörnum gegn kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi.\nRecep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lýsti því yfir í mars að Tyrkir hyggðust segja sig frá samningnum. Fjöldi þjóðarleiðtoga og mannréttindasamtök hörmuðu þá ákvörðun. Fjörutíu og fimm lönd auk Evrópusambandsins eiga aðild að Istanbúl-samningnum. Kvenréttindasmtök i Tyrklandi segja að með því að segja sig frá samkomulaginu sé Erdogan að friða íhaldssöm öfl í Tyrklandi. Flokkur hans stendur höllum fæti í skoðanakönnunum. Í fyrra voru 300 konur myrtar í Tyrklandi og 189 það sem af er þessu ári. Aðalritari Amnesty International segir ákvörðun Tyrkja senda hættuleg skilaboð til gerenda ofbeldis sem geta haldið áfram að limlesta og drepa án þess að sæta refsingu.","summary":null} {"year":"2021","id":"202","intro":"Stefan Löfvén starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar fær umboð til stjórnarmyndunar. Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, skilaði umboði sínu í morgun.","main":"Andreas Norlén forseti þingsins tilkynnti þessa ákvörðun sína á ellefta tímanum í morgun. Sænska ríkisútvarpið greinir frá því að Norlén segist tilbúinn að tilnefna Löfven sem forsætisráðherra síðdegis í dag, sýni hann fram á að hann geti myndað starfhæfa stjórn.\nKristerson kveður þau Ebbu Busch formann Kristilegra demókrata hafa átt gott samtal við Frjálslynda og Svíþjóðardemókrata en að ljóst sé að meirihuta skorti til myndunar borgaralegrar hægri stjórnar í landinu.\nPå den grunden har jag dragit slutsatsen att det inte finns parlamentariska förutsättningar att fortsätta sonderingsuppdraget.\nJag har informerat talmannen om detta och lämnat tillbaka sonderingsuppdraget till honom.\nHundrað sjötíu og fimm þingmenn þarf til að mynda meirihluta í þinginu sem Kristerson taldi ekki unnt að gera. Því hafi hann ákveðið að láta af tilraunum sínum og færa Andreas Norlén, forseta þingsins, keflið að nýju. Hann hefði að óbreyttu átt að skila umboði sínu á morgun tækist honum ekki að munda stjórn.\nKristerson var leiðtogi stjórnarandstöðunnar í sænska þinginu frá því að sósíaldemókratinn Stefan Löfven myndaði stjórn eftir kosningarnar 2018. Sósíaldemókrataflokkurinn er fjölmennastur á sænska þinginu með hundrað þingmenn.","summary":"Stefan Löfvén forsætisráðherra Svíþjóðar er kominn með stjórnarmyndunarumboðið að nýju eftir að Ulf Kristersson formaður Moderatarna skilaði umboði sínu"} {"year":"2021","id":"202","intro":"Leik Fylkis og HK sem átti að fara fram í úrvalsdeild karla í fótbolta á sunnudag hefur verið frestað. Stór hluti Fylkismanna er kominn í sóttkví.","main":"Einn leikmaður Fylkis greindist með COVID-19 í gær og í kjölfarið þurftu 15 úr leikmannahóp og starfsliði Fylkis að fara í sóttkví. Jafnvel þó hluti hópsins sé fullbólusettur. Þar sem hópurinn verður í sóttkví til þriðjudags hefur KSÍ frestað leik Fylkis sem fyrirhugaður var við HK á sunnudag. Vefsíðan 433.is greindi frá því í gærkvöld að sá smitaði hefði verið í byrjunarliði Fylkis á móti Val í síðustu umferð Íslandsmótsins. Það hafi þó ekki í för með sér að Valsmenn þurfi að fara í sóttkví.\nÁttundu umferð úrvalsdeildar kvenna í fótbolta lauk í gærkvöld með óvæntum úrslitum. Stjarnan vann 2-1 útisigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks og nýliðar Tindastóls gerðu markalaust jafntefli við sterkt lið Selfoss. Að loknum átta umferðum eru Valskonur á toppnum með 17 stig. Breiðablik er í 2. sæti með 15 stig, þá kemur Selfoss með 14 stig í 3. sæti, Stjarnan hefur 13 stig í 4. sæti og Þróttur er í fimmta sæti með 12 stig.\nChris Paul átti stórleik þegar Phoenix Suns tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta með öruggum sigri í sjötta leik liðsins gegn Los Angeles Clippers. Hann skoraði 41 stig, og hitti úr sjö af átta þriggja stiga skotum sínum. Leikurinn fór 130-103 fyrir Phoenix, sem vann einvígið gegn Clippers 4-2. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Phoenix leikur um meistaratitilinn. Phoenix bíður nú niðurstöðu einvígis Milwaukee Bucks og Atlanta Hawks í úrslitum austurdeildarinnar. Staðan í einvígi þeirra er 2-2.\nEinn besti fótboltamaður sögunnar, Argentínumaðurinn Lionel Messi rann út á samningi hjá Barcelona í gærkvöld. Messi hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með Barcelona eða frá 2004. Messi hefur ekki endursamið við Börsunga, en reyndar ekki skrifað undir hjá neinu öðru félagi heldur. Hann er þessa dagana við keppni í Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta, Copa America með argentínska landsliðinu. Það gætu því liðið nokkrir dagar þar til í ljós kemur hvort Messi verði áfram hjá Barcelona eða hvort hann ákveði að róa á önnur mið.","summary":"Leik Fylkis og HK sem átti að fara fram í úrvalsdeild karla í fótbolta á sunnudag hefur verið frestað. Stór hluti Fylkismanna er kominn í sóttkví."} {"year":"2021","id":"202","intro":null,"main":"Vegagerðin á Austurlandi vinnur nú hörðum höndum að því að bera sand ofan í miklar tjörublæðingar í malbiki. Búið er að sandbera á Hólmahálsi, í Norðfjarðarsveit, á Borgarfirði eystra og á Fjarðarheiði. Nú er verið að ljúka við að bera í blæðingar á fjölda staða á Suðurfjarðarvegi milli Breiðdalsvíkur á Hafnar í Hornafirði. Blæðingarnar eru vegna mikilla hita og er hálkuvarnarsandur borinn í tjöruna. Hann treðst ofan í blæðinguna og þurrkar hana upp. Vegfarendum er bent á að fara með gát því hált getur orðið í tjörunni og mynstur hjólbarða getur fyllst.","summary":"Það eru ekki aðeins flóð sem skemma vegi því Vegagerðin á Austurlandi vinnur nú hörðum höndum að því að bera sand ofan í miklar tjörublæðingar í malbiki."} {"year":"2021","id":"203","intro":"Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu að flytja rannsóknarhluta leghálsskimana aftur heim til Landspítalans. Forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir það vera besta kostinn.","main":"Svandís sagði í viðtali í morgunútvarpi Rásar tvö að rannsóknir ytra hefðu tekið of langan tíma og að áhyggjuefni væri hve traustið til breytinganna væri lítið í samfélaginu.\nOg þess vegna höfum við verið að ræða það að undanförnu við heilsugæsluna og landspítala að mögulega að flytja þennan rannsóknarhluta hingað heim.\nMeð þeim undirbúning sem landspítalinn þarf á að halda, með því að tryggja mönnun, tækjabúnað og húsnæði.\nÓskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir raunhæft að Landspítalinn taki að sér rannsóknirnar.\nLandlæknir er búinn að gefa út gott yfirlit yfir það hvernig best er að tryggja gæði og öryggi\nog landspítalinn hefur sagt að þeir geti gert það samkvæmt sem landlæknir hefur sett upp\nÓskar og Svandís eru sammála um að tilfærslan útheimti mikinn undirbúning. Málið snúist fyrst og fremst um öryggi þjónustunnar - Landspítalinn telji sig geta tekið við verkefninu en tryggja verði að spítalinn fái þann tíma sem þarf til undirbúnings.\nOpna þessar rannsóknarstofur, ráða fólk og kaupa tækjabúnað og starta þannig að\nþað mun taka einhvern tíma. Við þurfum að tryggja að ekki verði rof á þjónustu ef af verður. Þannig að það er mjög mikilvægt að þetta verði vel undirbúið og vandað.\nSvandís vonast til að ráðuneytið og heilsugæslan geti greint frá þessu með nákvæmari hætti á næstu dögum.","summary":"Heilbrigðisráðherra fyrirhugar að flytja rannsóknarhluta leghálsskimana til Landspítala að nýju. Forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fagnar áformunum. "} {"year":"2021","id":"203","intro":"Fjármálastöðugleikanefnd hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána úr 85 í 80 prósent. Hámarkhlutfall fyrstu kaupenda verður óbreytt, 90 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og formaður fjármálastöðugleikanefndar segir að undanfarið hafi skuldsetning verið of mikil á fasteignamarkaði.","main":"Nýju reglurnar þýða það að sá sem kaupir íbúð fyrir 100 milljónir getur fengið 80 milljónir í fasteignalán en það var áður 85 milljónir. Það munar sem sagt 5 milljónum á 100 milljóna króna eign. Samsvarandi munar það tveimur og hálfri milljón króna á íbúð sem kostar 50 milljónir. Þau sem eru að kaupa íbúð í fyrsta sinn mega áfram skulda 90 prósent af íbúð sem þau kaupa.\nVið höfum aldrie séð hærra hlutfall af fyrstu kaupendum 1218 Við viljum undanskilja fyrstu kaupendur, við viljum hlada þessum glugga opnum fyrir þá sem eru að kaupa fasteignir í fyrsta skipti. 1225 Þess vegna erum við ekki að takmarka veðsetningu þeirra nema að 90 %. 1233 En við viljum koma í vega fyrir það að við hin eða aðrir sem að kanns ki kaupa sér íbúð númer 2 eða eru að stækka við sig séu í rauninni að taka of mikið af lánum. 1247 Eru vísbendingar um það? Það eru vísbendingar um það að skuldsetning sé aðeins að aukast og líka það sem við sjáum að það eru vísbendingar um það væntingar kaupenda um að fasteignamarkaðurinn haldi áfram að hækka og það sé bara í góðu lagi að taka gríðarlega mikið af lánum vegna þess að markaðurinn muni bara búa til eigið fé fyrir þig. 1306 Og það er ekki rétt, það mun ekki ganga eftir og við viljum ekki sjá þannig fasteignamarkað. Við viljum sjá fasteignamarkað sem er í samræmi við laun fólksins í landingu og okkar vaxtastefnu ekki einhverja skuldsetningu\nSegir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hann segir að einhverju leyti sé ástæða hækkun fasteignaverðs sú að lítið sé um nýjar íbúðir. Framboð hafi verið þokkalegt á síðasta ári en það sé nú að dragast saman.\nÞað 1347 hafa náttúrlega verið teknar ákvarðanir í skipulagsmálum eins og það að brjóta ekki nýtt land undir ný hverfi. Það hefur verið að takmarka framboð af nýju húsnæði hér á höfuðborgarsvæðinu. 1400 Það hefur áhrif. Það verða að vera byggðar íbúðir til þess að fólk geti keypt þær. Það mun breytast þ.a. við eigum nóg land hér á Íslandi og þó að við værum mörgum sinnum fleiri.","summary":null} {"year":"2021","id":"203","intro":"Þrátt fyrir litla sem enga úrkomu eru miklir vatnavextir í ám og lækjum á Norður- og Austurlandi. Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastóli í gærkvöldi og tók í sundur háspennulínu. Foráttuvöxtur er í öllum ám í Skagafirði og silfurtærar bergvatnsár nú kolmórauðar. Þá flæddu Fnjóská og Hörgá yfir bakka sína í morgun.","main":"Undanfarna daga hefur hitinn slegið í rúmar tuttugu gráður víða á Norður- og Austurlandi. Það hefur komið af stað miklum vatnavöxtum og eru nú margar ár og lækir á svæðinu kraftmiklar og kakóbrúnar. Þessu fylgja vandræði víða en á Norðurlandi hafa bæði Hörgá og Fnjóská flætt yfir bakka sína. Þá er mjög mikið vatn í Glerá sem rennur í gegnum Akureyri. Hulda Rós Helgadóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir ástæðu til fylgjast vel með ám og lækjum á svæðinu.\nÍ þeim ám sem við erum með mæla þá er há vatnsstaða í Hörgá og Fnjóská og víða á Tröllaskaga og alveg vestur á Strandir líka. Það þarf bara að hafa í huga að þetta gæti sett af stað eitthvað grjót og jafnvel skriður af því að vatnið fer ofan í jarðveginn.\"\nEin slík skriða féll á skíðasvæðið í Tindastóli í gærkvöld og tók í sundur háspennulínu með þeim afleiðingum að rafmagn fór af Skagalínu og Reykjaströnd. Brynjar Gunnarsson, starfsmaður hjá RARIK kom fyrstur að svæðinu í morgun. \u001eÞað var mikið vatn sem var að renna þarna og mikil drulla og grjót sem var að renna niður hlíðina. Það er mjög hvasst og búið að vera rosalega heitt hérna undanfarna daga. Þannig að það eru miklar leysingar í gangi í fjöllunum,\" segir Brynjar. -Gerir þú þér grein fyrir því hvað það var sem gerðist þarna?- \u001eStrengurinn okkar liggur þarna akkúrat þar sem skriðan hefur fallið, háspennustrengur upp á Einhyrning og það virðist bara hafa farið í sundur.\"\n-Er mikið tjón á skíðasvæðinu sjálfu?-\nÉg hugsa að það þurfi að fara af stað talsvert hreinsunarstarf þarna í gang, hreinsa grjót og drullu. Já, ég held að það sé smá verk fyrir höndum.\"","summary":"Aurskriða féll á skíðasvæðinu í Tindastóli í gærkvöld og tók í sundur háspennulínu. Vegna hlýinda og sólbráðar er feikna vöxtur í ám og lækjum á Norður- og Austurlandi."} {"year":"2021","id":"203","intro":"Eftir að 16-liða úrslitum Evrópumóts karlalandsliða í fótbolta lauk í gærkvöld varð um leið ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum mótsins. Það lá raunar að mestu fyrir, en varð endanlega ljóst eftir sigur Úkraínu á Svíþjóð í framlengdum leik í gærkvöld.","main":"Artem Dovbyk skoraði dramatískt sigurmark Úkraínu í uppbótartíma framlengingar á móti Svíþjóð í 16-liða úrslitum EM í gærkvöld. Dovbyk tryggði Úkraínu þar með 2-1 sigur. Fyrr í gær hafði England slegið Þýskaland út 2-0. Joachim Löw sem hefur verið landsliðsþjálfari Þjóðverja síðustu 15 ár stýrði Þýskalandi þar með í sínum síðasta landsleik. Löw hafði nefnilega tilkynnt í vetur að hann ætlaði að hætta sem landsliðsþjálfari eftir EM. Nú liggur endanlega ljóst fyrir hvaða lið eigast við í 8-liða úrslitunum á EM. Þau hefjast á föstudag með leik Sviss og Spánar klukkan fjögur og klukkan sjö mætast svo Belgía og Ítalía. Á laugardag lýkur svo 8-liða úrslitunum. Tékkland og Danmörk mætast klukkan fjögur og Úkraína og England leiða saman garpa sína klukkan sjö. Undanúrslit EM verða svo á þriðjudag og miðvikudag og úrslitaleikurinn sunnudaginn 11. júlí.\nValur komst í gærkvöld í toppsæti úrvalsdeildar kvenna í fótbolta með 4-0 sigri á Keflavík. Elín Metta Jensen skoraði þrennu og Sólveig Jóhannesdóttir Larsen eitt mark. Valur hefur 17 stig í toppsætinu, tveimur stigum meira en Íslandsmeistarar Breiðabliks sem eru í 2. sæti. Blikar eiga þó leik til góða við Stjörnuna í kvöld. Tindastóll og Selfoss mætast líka í kvöld. Önnur úrslit gærkvöldsins í deildinni urðu þau að Þór\/KA og Fylkir gerðu markalaust jafntefli og Þróttur vann 2-1 útisigur á ÍBV í leik þar sem þrjár vítaspyrnur fóru forgörðum.\nAtlanta Hawks vann í nótt öruggan sigur gegn Milwaukee Bucks í einvígi liðanna í undanúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta. Atlanta jafnaði um leið metin í 2-2, en vinna þarf fjóra leiki til þess að komast í úrslitaeinvígið. Liðin mætast næst annað kvöld.\nOg Bandaríska tennisstjarnan Serena Williams, sigursælasta tenniskona samtímans varð að draga sig úr keppni í miðjum fyrsta leik sínum á Wimbledon mótinu í gærkvöld, þriðja risamóti ársins af fjórum. Serena varð að hætta vegna meiðsla og mun því ekki takast að jafna met Ástralans Margaret Court í bili, í flestum risamótssigrum í einliðaleik.","summary":"Eftir að 16-liða úrslitum Evrópumóts karlalandsliða í fótbolta lauk í gærkvöld varð um leið ljóst hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum mótsins. Það lá raunar að mestu fyrir, en varð endanlega ljóst eftir sigur Úkraínu á Svíþjóð í framlengdum leik í gærkvöld."} {"year":"2021","id":"203","intro":"Yfir hundrað hafa látist í hitabylgju sem ríður yfir Kanada. Hitamet féll þar í landi í gær, þriðja daginn í röð, þegar hitinn mældist nær fimmtíu gráður.","main":"Skráð hafa verið hundrað og þrjátíu skyndileg dauðsföll í borginni Vancouver og nágrenni síðan á föstudag. Flest hinna látnu eru aldraðir með undirliggjandi sjúkdóma og er talið að dauðsföllin megi rekja til hitans sem hefur verið hættulega mikill. Breska ríkisútvarpið hefur eftir lögreglu að undir eðlilegum kringumstæðum séu þrjú til fjögur skyndileg dauðsföll skráð í borginni á dag.\nÍ smábænum Lytton í Bresku Kólumbíu, í vesturhluta landsins, fór hitinn í gær í 49,6 gráður. Það er mesti hiti sem mælst hefur í landinu. Hitamet á landsvísu féllu einnig á sunnudag og mánudag. Þar til á sunnudag hafði hiti í Kanada aldrei mælst hærri en fjörutíu og fimm gráður. Mjög óvanalegt er að hitinn verði svo mikill í Bresku Kólumbíu og því er fjöldi heimila án loftkælingar. Starfsmaður félagþjónustu í borginni Edmonton í Alberta, þar sem hitinn hefur farið í 37 gráður, hefur þungar áhyggjur af stöðunni.\nThere`s going to be a lot of people ending up in the hospital and being really, really sick from this because some of them don`t know how to look after themselves.\nMargir eiga eftir að verða alvarlega veikir vegna hitans og þurfa að leggjast inn á spítala því að mörg þeirra geta ekki séð um sig sjálf, segir félagsráðgjafinn Verna Fisher.\nHitabylgjan hefur teygt sig yfir landamærin til Bandaríkjanna - í ríkjunum Nevada, Oregon, Washington, Kaliforníu og Idaho hefur hitinn verið óvenjulega hár og talið er að nokkur dauðsföll megi rekja til hitabylgjunnar. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að sérfræðingar hafi varað við að vegna loftslagsbreytinga megi búast við öfgum í veðri. Flóknara geti þó reynst að rekja einstaka atburði, sem þennan, til loftslagsbreytinga.","summary":null} {"year":"2021","id":"203","intro":"Almannavarnarnefnd Skagafjarðar kom saman á Sauðárkróki í morgun. Tilefnið er skriðuföll í sveitarfélaginu - í Tindastóli í nótt og Varmahlíð í gær.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"203","intro":"Alþingi kemur saman á þriðjudag til að afgreiða frumvarp um fjármál stjórnmálaflokkanna en vegna mistaka, misstu listabókstafir flokkanna gildi sitt.","main":"Alþingi samþykkti í vor breytingar á lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda. Í meðförum þingsins féllu ákvæði um listabókstaf stjórnmálasamtaka brott og einnig nýsamþykkt breyting sem heimilar rafræna söfnun meðmælenda. Aðspurður hvernig þetta hafi getað gerst segir Brynjar Níelsson, annar varaforseti Alþingis.\nÉg svo sem veit það ekki fyrir víst, en mig grunar að það sé einhvers konar sambandsleysi á milli dómsmálaráðuneytisins og forsætisráðuneytisins í þessu. Það virðast skarast þarna lögin um fjármál stjórnmálaflokka sem voru samþykkt og svo breytingin á kosningalögunum. Gildistökuákvæðin passa ekki saman þannig að þetta verður klúður með listabókstafina.\nStjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis kom saman í morgun til að fjalla um málið.\nNefndin samþykkti að flytja frumvarp, sem okkur hafði verið bent á, sem tryggir að listabókstafirnir verða þá virkir í kosningunum í haust, en ef við bregðumst ekki við þessu núna þá væru þeir ekki virkir og þar af leiðandi engar kosningar.\nSegir Jón Þór Ólafsson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Um leið verður tryggt að nýju breytingarnar á söfnun meðmælenda flokkanna öðlast gildi.\nÞað er vanalegt að svona mistök eigi sér stað einhvers staðar í löggjafarferlinu. Núna er þetta áríðandi vegna þess að það eru kosningar á næsta leiti þannig að það er ekkert hægt að bíða með að bregðast við því heldur en strax.","summary":null} {"year":"2021","id":"204","intro":"Náttúruvársérfræðingur segir virkni á gosstöðvunum hafa aukist á ný eftir að hafa minnkað í gær. Krafturinn er þó enn minni en verið hefur.","main":"Virkni á gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur aukist að nýju eftir að hafa minnkað verulega í gærkvöldi. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir erfitt að meta stöðu eldgossins nákvæmlega vegna veðurs.\nVirknin datt svolítið niður í gærkvöldi einmitt\n.. hver staðan er á eldgosinu akkúrat núna.","summary":"Náttúruvársérfræðingur segir virkni á gosstöðvunum hafa aukist lítið eitt á ný eftir að dró úr henni í gær. Krafturinn er þó enn minni en verið hefur."} {"year":"2021","id":"204","intro":"Dómsmálaráðherra innti Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu eftir afsökunarbeiðni í símtali síðdegis á aðfangadag vegna dagbókarfærslu sem lögreglan skrifaði um fjármálaráðherra í Ásmundarsal. Dómsmálaráðherra þótti færslan sérstök, en hefur sagt að hún hafi ekki hafa haft afskipti af málinu.","main":"Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra spurði Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, hvort lögreglan bæðist afsökunar á dagbókarfærslu sinni á aðfangadag um sóttvarnarbrot í Ásmundarsal. Í færslunni stóð að ráðherra í ríkisstjórn Íslands hefði verið meðal gesta í partýi í salnum á Þorláksmessukvöld þar sem sóttvarnarlög voru brotin. Ráðherrann var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Halla Bergþóra greindi frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í byrjun mars, en fundurinn var lokaður og trúnaður ríkti um það sem fram fór þar.\nSamkvæmt heimildum fréttastofu spurðu nefndarmenn lögreglustjórann út í samskipti hennar og dómsmálaráðherra á aðfangadag, en Áslaug Arna hringdi tvisvar í hana yfir daginn, í seinna skipti einum og hálfum tíma fyrir jól, klukkan hálf fimm. Í því símtali spurði ráðherra lögreglustjórann hvort það kæmi ekki afsökunarbeiðni frá embættinu vegna færslunnar, í ljósi þess að það hefði verið tilgreint sérstaklega að ráðherra hefði verið viðstaddur, en það varð ljóst fyrir hádegi á aðfangadag að umræddur ráðherra var Bjarni. Efni símtalsins var rætt á fundi nefndarinnar þegar Halla Bergþóra sat fyrir svörum. Hvorki hún né Áslaug Arna hafa þó viljað greina opinberlega frá því hvað fór fram í þessum símtölum annað en að þau hafi snúist um upplýsingagjöf lögregluembættisins í dagbókarfærslunni. Ráðherra vildi sömuleiðis ræða verklagsreglur embættisins við dagbókarskrif.\nEmbætti lögreglustjórans skoðaði hvort færslan gæti flokkast sem brot á persónuverndarlögum, en svo var ekki. Verklag og samskipti embættisins við fjölmiðla var þó endurskoðað.\nÁslaug hefur svarað því að henni hafi þótt dagbókarfærslan sérstök, en hún hafi ekki látið í ljós þá skoðun sína í símtölunum við Höllu Bergþóru. Fyrir utan símtölin tvö hafi hún ekki rætt Ásmundarsalarmálið við hana eða haft afskipti af rannsókn þess.","summary":"Dómsmálaráðherra spurði lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu klukkan hálf fimm á aðfangadag hvort embættið ætlaði ekki að biðjast afsökunar á dagbókarfærslu lögreglunnar um Ásmundarsalarmálið. Lögreglustjórinn greindi frá þessu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í mars. "} {"year":"2021","id":"204","intro":"Heimsmeistarar Frakklands féllu úr leik í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í gærkvöldi og átta mörk voru skoruð í leik Spánar og Króatíu. 16-liða úrslitum keppninnar lýkur í kvöld.","main":"Sviss náði forystunni á 15. mínútu en Frakkar skoruðu næstu þrjú mörk og voru komnir í 3-1 þegar korter var til leiksloka. Svisslendingar gáfust ekki upp. Þeir skoruðu tvö mörk á síðustu 10 mínútum leiksins og jöfnuðu metin í 3-3. Því þurfti að framlengja. Ekkert mark var hins vegar skorað í framlengingunni og farið var í vítaspyrnukeppni. Sviss var búið að skora úr öllum fimm spyrnum sínum, og Frakkar úr fjórum, þegar kom að Kylian Mbappe. Yann Sommer varði hins vegar frá Mbappe og þar með ljóst að Sviss færi áfram og heimsmeistarar Frakka úr leik. Sviss mætir Spáni í 8-liða úrslitum en leikur Spánar og Króatíu í gær reyndist fjörugur. Líkt og í leik Frakklands og Sviss var staðan jöfn, 3-3, eftir venjulegan leiktíma. Í framlengingunni skoruðu þeir Alvaro Morata og Mikel Oyarzabal fyrir Spán og tryggðu Spánverjum 5-3 sigur og sæti í 8-liða úrslitunum. Lokaleikir 16-liða úrslitanna verða spilaðir í dag og í kvöld. England og Þýskaland mætast klukkan fjögur og klukkan sjö berjast Svíþjóð og Úkraína um síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit keppninnar.\nTíundu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta lauk í gær. Leiknir varð fyrsta liðið til að vinna Víking á leiktíðinni en liðin mættust í Breiðholti og lauk leiknum með 2-1 sigri heimamanna. Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknis en Nikolaj Hansen lagaði stöðuna fyrir Víking með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Stjarnan vann KR á útivelli 2-1 á Akranesi skildu ÍA og Keflavík jöfn 2-2. Úrvalsdeild kvenna heldur áfram í dag, á Akureyri fær Þór\/KA Fylki í heimsókn, ÍBV og Þróttur mætast í Vestmannaeyjum og Valur tekur á móti Keflavík á Hlíðarenda.\nLionel Messi varð í gærkvöldi leikjahæsti landsliðsmaður Argentínu er Argentínumenn lögðu Bólivíu í lokaleik A-riðils Suður-Ameríkukeppninnar í fótbolta. Leikurinn í gær var 148. landsleikur Messi fyrir Argentínu og tók hann þar með fram úr Javier Mascherano sem lék 147 leiki fyrir argentíska landsliðið. Messi er einnig langmarkahæsti leikmaður Argentínu. Hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 4-1 sigri liðsins í gær og hefur hann nú skorað 75 landsliðsmörk. Argentína mætir Ekvador í 8-liða úrslitum keppninnar.","summary":"Frakkland féll úr leik í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í gærkvöld. Frakkar mættu Sviss og réðust úrslitin í vítaspyrnukeppni. Átta mörk voru skoruð í leik Spánar og Króatíu."} {"year":"2021","id":"204","intro":"Sveitarfélögin Skagaströnd og Skagabyggð sem liggja norður af Blönduósi hittast á fundi í kvöld og ræða grundvöll fyrir sameiningu. Þau höfnuðu bæði sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu fyrr í sumar.","main":"Þann 5. júní var kosið um sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Tillagan var felld en úrslit kosninganna sýndu mismikinn vilja sveitarfélaganna fjögurra til sameiningar. Tillagan var samþykkt í Húnavatnshreppi og Blönduósbæ en felld í sveitarfélaginu Skagaströnd og Skagabyggð. Nú hafa þau tvö síðastnefndu ákveðið að setjast niður og kanna möguleika á sameiningu. Halldór G. Ólafsson er oddviti sveitarstjórnar á Skagaströnd.\nBáðar sveitastjórnir hafa fjallað um málið og það er búið að ákveða að sveitarstjórninar hittst í kvöld á Skagaströnd til að ákveða næstu skref.\n-Og hver eru þá næstu skref, ef vel gengur?-\nÞað er í raun bara að ákveða hvort á að ganga til kosninga aftur til þess að athuga hvort vilji íbúanna í Skagabyggð og Skagaströnd er til staðar til sameiningar.\n-En nú voru það þessi tvö sveitarfélög sem höfnuðu sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnsýslu, ertu bjartýsnn á að þetta geti gengið?-\nJá, það er nú þannig að Skagaströnd og Skagabyggð hafa átt í góðu samstarfi mjög lengi.\n-Og yrði þá kostið samhliða alþingiskosningum í haust?-\nEkki endilega þetta svo svolítið þröngur tímarammi gagnvart þeim formlegheitum sem þurfa að eiga sér stað.","summary":"Sveitarfélögin Skagaströnd og Skagabyggð ræða nú grundvöll fyrir sameiningu. Íbúar þeirra beggja höfnuðu sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu fyrr í sumar."} {"year":"2021","id":"204","intro":"Fyrrverandi forseti Suður-Afríku þarf að afplána fimmtán mánaða fangelsisvist fyrir að sýna dómstól landsins vanvirðingu.","main":"Stjórnlagadómstóll í Suður-Afríku dæmdi í dag Jacob Zuma, fyrrverandi forseta landsins, í fimmtán mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Refsinguna fær hann fyrir að sýna spillingardómnefnd í Jóhannesarborg vanvirðingu. Í dómsorði segir að enginn sé hafinn yfir lögin.\nZuma er orðinn 79 ára. Hann neitaði margoft að mæta þegar rannsóknarnefndin átti að fjalla um meint fjármálamisferli meðan hann gegndi embætti forseta landsins. Á endanum vísaði nefndin máli hans til stjórnlagadómstólsins. Rannsókn á háttsemi hans hófst í maí. Hann er grunaður um brask, fjármálaspillingu, peningaþvætti og að að hafa þegið mútur af frönsku vopnafyrirtæki.\nZuma sakar rannsóknarnefndina um hlutdrægni og að ásakanir á hendur honum séu af pólitískum rótum runnar. Hann gegndi embætti forseta Suður-Afríku um tæplega níu ára skeið. Hann varð að segja af sér forsetaembættinu árið 2018 eftir að félagar hans í Afríska þjóðarráðinu höfðu fengið nóg af ásökunum á hendur honum fyrir fjármálaspillingu.\nÍ dómsorði stjórnlagadómstólsins er minnt á að í Suður-Afríku sé enginn hafinn yfir lögin. Jacob Zuma hefur fimm daga til að gefa sig fram. Ella verður lögreglunni falið að hafa uppi á honum og flytja í fangelsi.","summary":null} {"year":"2021","id":"204","intro":"Börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verða ekki boðuð í bólusetningu gegn Covid 19 að svo stöddu þótt reglugerð heimili það. Bólusetning barna eru á forræði heilsugæslunnar og segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, að margir hafi haft samband við heilsugæsluna með það í huga að bólusetja börn sín. Hins vegar telji heilsugæslan ekki rétt að boða börn í bólusetningu þar sem sóttvarnalæknir vilji bíða eftir frekari niðurstöðum úr rannsóknum á bólusetningu barna.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"204","intro":"Rúmlega fimm hundruð smávirkjanakostir hafa nú verið kortlagðir í sveitarfélögum á Norðurlandi. Sérfræðingur hjá Orkustofnun segir gott fyrir hagsmunaðila að sjá hvaða möguleikar eru í boði.","main":"Verkfræðistofan Vatnaskil vann skýsluna fyrir Orkustofnun en þar var lagt upp með að finna kosti á stærðarbilinu 100 kWe upp í 10 MWe. Alls voru kortlagðir 532 virkjanakostir, með heildarafl upp á 829 MWe. Til samanburðar er afl Kárahnjúkavirkjunar 690 MW. Mögulegur fjöldi og þar af leiðandi heildarafl er þó lægra, þar sem nokkrir kostir hafa áhrif í sama vatnsfalli. Þá er einnig tekið fram að sumir kostir sem reiknað er með geta verið erfiðir í framkvæmd eða hreinlega ógerlegir. Jóhann F. Kristjánsson er sérfræðingur hjá Orkustofnun.\nÞað var eiginlega gert til að safna saman svona heildstætt, öllum mögulegum og ómögulegum kostum ef við getum orðað það þannig.\"\nHann segir gott fyrir hagsmunaaðila að geta stuðst við eitt og sama skipulagið.\nÞarna hafa landeigendur, sveitarfélög eða orkufyrirtæki svona mynd á því hvaða möguleikar séu til staðar við það að byggja upp svona heildstætt kerfi og við þekkjum það nú ágætlega frá síðastliðnum vetri að fluttnings- og dreifikerfi geta nú rofanað víða af veðurástæðum.\"","summary":"Búið er að kortleggja rúmlega fimm hundruð smávirkjanakosti í sveitarfélögum á Norðurlandi. Sérfræðingur hjá Orkustofnun segir gott fyrir hagsmunaaðila að sjá hvaða möguleikar eru í boði. "} {"year":"2021","id":"205","intro":"Solid Clouds verður fyrsta og eina tölvuleikjafyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði þegar viðskipti með bréf í fyrirtækinu hefjast í júlí. Hlutafjárútboð hófst í morgun.","main":"Hlutafjárútboðið hófst í morgun og stendur fram á miðvikudag. Solid Clouds framleiðir tölvuleiki fyrir snjallsíma og PC tölvur og hefur getið sér nafn fyrir Starborne tölvuleikina, en fyrsti leikurinn í seríunni náði til 400 þúsund notenda. Á næsta ári kemur svo flaggskip fyrirtækisins út, Starborne:Frontiers þar sem spilarar bregða sér í hlutverk foringja yfir geimflota sem safnar sér geimskipum og berst við óvini úr ýmsum fylkingum.\nÁ undanförnum vikum hafa þrjú stór fyrirtæki verið skráð á markað, Síldarvinnslan, Íslandsbanki og Play. Í öllum tilvikum var mikill áhugi á bréfum og umframeftirspurn margföld. Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri Solid Clouds, segist skynja mikinn áhuga á bréfum í fyrirtækinu en útboðið markar tímamót að því leyti að Solid Clouds verður fyrsta og eina tölvuleikjafyrirtækið á markaði hérlendis.\nÞetta er í sjálfu sér þekkt fyrirbæri í nágrannalöndum hjá okkur að nýsköpunarfyrirtæki sem Solid Clouds sannarlega er, að þau fari á markað. Og þetta er þróun sem við höfum séð til dæmis í Svíþjóð og Póllandi. Ég held að það séu 70 leikjafyrirtæki á pólska markaðnum.\nÚtboðið er óhefðbundið að því leyti að einstaklingar sem fjárfesta í fyrirtækinu fyrir að minnsta kosti 300 þúsund fá skattaafslátt. Það er vegna þess að Solid Clouds er skilgreint sem lítið nýsköpunarfyrirtæki og er markmiðið að hvetja til fjárfestingar í nýsköpun. Stefán Þór Björnsson, fjármálastjóri, segir að skattahvatakerfi sem þetta hafi gefist mjög vel í Bretlandi.\nÞeir fjárfestar, það er að segja einstaklingsfjárfestar, ekki fyrirtæki, sem kaupa í Solid Clouds geta fengið 75 prósent lækkun á tekjuskatts- eða fjármagnstekjuskattsstofni með því að fjárfesta í fyrirtækinu, upp að 15 milljónum.\nÞað er náttúrlega mismunandi hvernig tekjuskattsstofn hvers og eins fjárfestis er en í mörgum tilvikum að þá er viðkomandi fjárfestir að fá cirka einn þriðja af fjárfestingunni tilbaka í gegnum skattkerfið árið eftir.\nAlls eru 40 milljón hlutir í boði en ef eftirspurn verður mikil er heimild til að selja 18 milljónir hluti til viðbótar. Tvær áskriftaleiðir eru í boði og er verð á hvern hlut 12,5 krónur í þeim báðum. Verði útboðið stækkað gefur útboðsgengið félaginu markaðsvirði upp á 2,3 milljarða króna. Niðurstöður útboðsins verða kynntar á fimmtudaginn.","summary":"Solid Clouds verður fyrsta og eina tölvuleikjafyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði en hlutafjárútboð í fyrirtækinu hófst í morgun."} {"year":"2021","id":"205","intro":"Alvarlegt ástand er í vesturríkjum Kanada og Bandaríkjanna vegna hitabylgju. Í Kanada er 84 ára gamalt hitamet fallið. Varað er við gróðureldum vegna hita og vatnsskorts.","main":"Hitaviðvörun er í gildi víða í vesturríkjum Bandaríkjanna og Kanada. Útlit er fyrir að hitinn fari víða yfir fjörutíu stig í vikunni. Varað er við alvarlegu ástandi í stórborgum. Þá er hætta á gróðureldum vegna hita og vatnsskorts.\nÁttatíu og fjögurra ára gamalt hitamet féll í gær í Kanada. Þá mældist 46,1 stigs hiti í bænum Lytton í Bresku-Kólumbíu. Fyrra metið, 45 stig, er frá því í júlí 1937. Það féll í Yellow Grass og Midale í Saskatchewan. Hitabylgja gengur yfir vesturhéruð Kanada og Bandaríkjanna. Viðvörun er í gildi fyrir Bresku KólumbíuÁttatíu og fjögurra ára gamalt hitamet féll í gær í Kanada. Þá mældist 46,1 stigs hiti í bænum Lytton í Bresku-Kólumbíu. Fyrra metið, 45 stig, er frá því í júlí 1937. Það féll í Yellow Grass og Midale í Saskatchewan. Hitabylgja gengur yfir vesturhéruð Kanada og Bandaríkjanna. Viðvörun er í gildi fyrir Bresku Kólumbíu, Alberta og hluta af Saskatchewan, Yukon og Norðvestursvæðunum. Sömu sögu er að segja um Washington, Oregon, hluta Kaliforníu og Idaho í Bandaríkjunum. Viðvörunin er í gildi fram eftir vikunni. Útlit er fyrir að í borgunum Portland og Seattle verði meiri hiti en nokkru sinni frá því að mælingar hófust. Um helgina var byrjað að dreifa vatni til heimilislauss fólks í borgum þar sem útlit er fyrir að ástandið verði verst.\nÞar sem hitinn er mestur í Kanada hefur frí verið gefið í skólum, íþróttaviðburðum aflýst og stöðvum lokað þar sem skimað er fyrir kórónuveirunni, svo nokkuð sé nefnt. Veðurfræðingar í Kanada vonast til að það dragi úr mesta hitanum á morgun, þriðjudag. Íbúarnir eru minntir á að drekka nóg af vatni og nota vatn til að kæla sig hafi þeir ekki aðgang að rafmagnsloftkælingu.","summary":"Alvarlegt ástand er í vesturríkjum Kanada og Bandaríkjanna vegna hitabylgju. Í Kanada er 84 ára gamalt hitamet fallið. Varað er við gróðureldum vegna hita og vatnsskorts."} {"year":"2021","id":"205","intro":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þó Íslendingar séu á góðum stað í bólusetningum þá verði að hafa varann á. Bóluefni virðast virka vel á delta afbrigði veirunnar, en ný afbrigði gætu komið upp á næstu misserum þannig að hugsa þyrfti bólusetningar upp á nýtt.","main":"Öll sóttvarnahöft vegna kórónuveirufaraldursins voru afnumin á miðnætti aðfaranótt laugardags, þar með taldar fjöldatakmarkanir, grímuskylda, nálægðarregla og reglur um opnunartíma. Misströng höft höfðu þá verið í gildi hér á landi í rúma fimmtán mánuði. Þórólfur sagði á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun að ástandið í nágrannaríkjum og í heiminum væri mjög misjafnt.\nÞó að gangi vel hér þá töluverður vöxtur í faraldrinum í mörgum löndum. Það er ekki búið að bólusetja nema brot af heiminum og á meðan faraldurinn er í gangi einhvers staðar í heiminum þá verðum við hér á Íslandi að hafa gát á og fylgjast vel með hvort að veirur séu að koma til landsins og þá hvaða veirur. Hvort þetta séu nýjar veirur sem sleppa undan bólusetningu eða fyrri sýkingum. Þess vegna tala ég um áfangasigur. Við erum klárlega komin á góðan stað og vonandi getum við viðhaldið því.\nHið svokallaða delta afbrigði veirunnar hefur verið mjög skætt í mörgum löndum síðustu daga og vikur. Fjölmargir hafa veikst og látist af afbrigðinu í Rússlandi, til að mynda. Þórólfur segir að bóluefnin virðist virka ágætlega gegn delta afbrigðinu.\nEn svo eru önnur afbrigði eins og suðurafríska afbrigðið sem menn eru að velta fyrir sér. Það er t.d. spurning hvort að verkunin á Astra Zenica bóluefninu sé minni gagnvart því afbrigði. Þannig er staðan núna og það getur átt eftir að breytast eftir ár þegar þetta er búið að smitast á milli manna. Þá gætum við fengið allt í einu nýtt afbrigði og þurft að hugsa málin upp á nýtt með bólusetningar t.d.\nBóluefnaframleiðendur eru að skoða þetta til að vera tilbúnir í að koma með ný bóluefni ef ný afbrigði koma upp. Það er þess vegna sem ég segi að þetta sé áfangasigur en ekki fullnaðarsigur\"","summary":"Ný afbrigði kórónuveirunnar gætu komið upp á næstu misserum sem myndu kalla á ný bóluefni, segir sóttvarnalæknir. Aflétting sóttvarnatakmarkana sé áfangasigur, ekki fullnaðarsigur. "} {"year":"2021","id":"205","intro":"Vegna útboðsgalla verður slökkt á rúmlega eitt hundrað og fimmtíu götuhleðslustöðvum Orku náttúrunnar fyrir rafbíla í Reykjavík í dag. Útboð vegna hleðslustöðvanna var gallað og hefur Kærunefnd útboðsmála gert Reykjavíkurborg að bjóða uppsetningu og rekstur hleðslustöðva fyrir rafbíla út á ný.","main":"Starfsmenn Orku náttúrunnar slökkva nú á götuhleðslustöðvunum sem eru á þrjátíu og einum stað í borginni. Þessar stöðvar hafa verið gjaldfrjálsar. Þetta á eingöngu við um stöðvar í Reykjavík. Hraðhleðslustöðvar Orku náttúrunnar í höfuðborginni og um land allt eru opnar, en þar þarf að greiða fyrir rafmagnið. Óvíst er hversu lengi verður lokað fyrir götuhleðslustöðvarnar eða hvort einhverskonar undanþága eða sátt verði gerð þar til niðurstöður koma úr nýju útboði. Þetta þýðir þó ekki að rafbílaeigendur verði straumlausir og geti ekki notað götuhleðslustöðvar því fleiri eru um hituna en Orka náttúrunnar. Á höfuðborgarsvæðinu er fjöldinn allur af götuhleðslustöðvum á vegum Reykjavíkurborgar og ýmissa fyrirtækja. Sumar þeirra eru gjaldfrjálsar, en borga þarf fyrir strauminn í öðrum. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir lokunina hjá Orku náttúrunnar bagalega fyrir almenning. Hún bitni fyrst og fremst á notendum, en virða beri lög og reglur.","summary":"Slökkt verður á eitt hundrað og fimmtíu götuhleðslustöðvum Orku náttúrunnar fyrir rafbíla í Reykjavík í dag vegna útboðsgalla. Rafbílaeigendur þurfa þó ekki að óttast straumleysi því hundruð gjaldfrjálsra og gjaldskyldra stöðva eru á vegum ýmissa annarra fyrirtækja í borginni. "} {"year":"2021","id":"205","intro":"Næstu dagar verða með þeim umfangsmestu í bólusetningum gegn COVID-19 hér á landi þegar tugir þúsunda verða endurbólusett í Laugardalshöll.","main":"Framundan er sannkölluð risavika í bólusetningum þar sem tugþúsundir Íslendinga verða endurbólusett. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir um eina stærstu bólusetningarvikuna að ræða þar sem endurbólusett verður með hinum ýmsu efnum.\nJá þetta er alveg risavika hjá okkur, eins sú stærsta sem við höfum haft til þessa og allt endurbólusetningar. Í dag erum við með Moderna, um fjögur þúsund skammta og á morgun verðum við með endurbólusetningu á Pfizer, þá verðum við með níu þúsund skammta. Síðan verða stórir tveir Astra dagar hjá okkur miðvikudagur og fimmtudagur og þá verðum við líklega með ellefu til tólf þúsund skammta hvorn daginn um sig. Þannig að þetta er mjög stór vika hjá okkur.\nMiðvikudagur og fimmtudagur verða svo umfangsmiklir AstraZeneca dagar í Höllinni og þá verða á bilinu ellefu til tólf þúsund manns endurbólusett hvorn daginn um sig. Þetta er því ekki bara stór vika í bólusetningum hér á landi heldur sú langstærsta.\nÍ sama streng tekur Júlía Ósk Atladóttir, framkvæmdastjóri hjá Distica, sem er dreifingaraðili bóluefnanna hér á landi. Í síðustu viku kom stærsta sending frá Pfizer sem hingað til lands hefur komið, tuttugu og þrjú þúsund skammtar. Á laugardaginn bættust við nítján þúsund skammtar frá AstraZeneca sem er líka stærsta sending sem komið hefur af því bóluefni. Fyrir voru til fimm þúsund skammtar af AstraZeneca og verður því bólusett með alls tuttugu og fjögur þúsund skömmtum samtals á miðvikudag og fimmtudag.\nÞó mikið mæði á dreifingaraðila bóluefnanna þegar svo stórir skammtar eru í umferð segir Júlía ekki þörf á sérstökum ráðstöfunum þegar þannig stendur á.\nVissulega tekur þetta meira í eftir því sem sendingarnar eru stærri en umfangið af hverjum skammti og hverju glasi er bara mjög lítið þannig að við höfum ennþá nóg pláss og allt slíkt. En kannski flóknast er þegar verið er að bólusetja með öllum fjórum bóluefnunum, það getur verið flókið.","summary":"Næstu dagar verða með þeim umfangsmestu í bólusetningu gegn COVID-19 hér á landi; tugir þúsunda verða endurbólusettir í Laugardalshöll. "} {"year":"2021","id":"205","intro":"Jón Páll Baldvinsson, formaður stjórnar FETAR - landssamtaka fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilsársferðaþjónustu, segir áform um vegatoll á landi Hjörleifshöfða vera kúrekastarfsemi sem gæti í besta falli talist vera á gráu svæði.","main":"Land Hjörleifshöfða sem áður var í fjölskyldueigu var selt þýska stórfyrirtækinu STEAG síðasta haust með útflutning á sandi og vikri í huga. Nú hyggjast íslenskir samstarfsmenn þýska stórfyrirtækisins hefja gjaldheimtu á veginum. Mikil uppbygging ferðaþjónustu hefur orðið á svæðinu og mörg ný störf hafa skapast í sveitarfélaginu. Myndi því slíkur vegatollur skaða starfsemina mjög. Jón Páll segir málaliðana hvorki hafa umboð fyrir slíkri gjaldheimtu né nokkrar forsendur.\nJón Páll segir að engin ferðaþjónustufyrirtæki muni gera samning um gjaldheimtu á svæðinu. Hann vonast til að málið falli um sjálft sig en að öðru leyti fari málið fyrir dóm.","summary":"Eigendur Hjörleifshöfða og fyrirtæki á þeirra vegum hafa ekki umboð til gjaldheimtu á veginum heim að höfðanum segir formaður stjórnar FETAR - landssamtaka fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilsársferðaþjónustu,"} {"year":"2021","id":"205","intro":"Ríkjandi Evrópumeistarar Portúgal féllu úr leik í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í gærkvöld. Breiðablik vann Kópavogsslaginn í úrvalsdeild karla í fótbolta og Fylkir náði í stig gegn Val á Hlíðarenda.","main":"Portúgal mætti Belgíu, efsta liði heimslistans, í Sevilla á Spáni. Aðeins eitt mark var skorað í leiknum en það gerði Thorgen Hazard á 42. mínútu og Portúgal mun því ekki verja Evrópumeistaratitilinn í ár. Belgía mætir Ítalíu í Munchen í 8-liða úrslitum á föstudag. Tékkland vann Holland 2-0 í fyrri leiknum í gær og það verða því Tékkar sem mæta Dönum í Aserbaisjan á laugardag. 16-liða úrslit keppninnar halda áfram í dag og í kvöld og klukkan fjögur mætast Króatía og Spánn á Parken í Kaupmannahöfn. Frakkland og Sviss eigast svo við klukkan sjö í Búkarest í Rúmeníu.\nTíunda umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta hélt áfram í gærkvöldi og mættust HK og Breiðablik í Kópavogsslag í Kórnum. HK komst tvívegis yfir í leiknum en Blikar jöfnuðu og Andri Rafn Yeoman tryggði þeim grænklæddu svo 3-2 sigur skömmu fyrir leikslok. Á Hlíðarenda fékk topplið Vals Fylki í heimsókn. Þar voru Valsmenn 1-0 yfir allt þar til á 89. mínútu þegar Arnór Borg Guðjohnsen jafnaði fyrir Fylki og 1-1 voru lokatölur. Valur er þó áfram á toppi deildarinnar, nú fimm stigum ofar en Breiðablik og Víkingur sem bæði eiga leiki til góða á Valsmenn. KR mætir Stjörnunni í kvöld, Leiknir fær Víking í heimsókn og ÍA tekur á móti Keflavík.\nHin bandaríska Sydney McLaughlin setti heimsmet í 400 metra grindahlaupi á úrtökumóti bandaríska frjálsíþróttasambandsins fyrir Ólympíuleikana. McLaughlin hljóp á 51,90 sekúndum og varð um leið fyrst kvenna til að hlaupa undir 52 sekúndum. Hún var á undan löndu sinni Daliluh Muhammed sem er ríkjandi heims- og Ólympíumeistari en Muhammed, sem hljóp á 52,42 sekúndum, átti heimsmetið í greininni.\nFimleikakonan Eyþóra Elísabet Þórsdóttir tryggði sér um helgina keppnisrétt á Ólympíuleikunum á úrtökumóti í Hollandi.Eyþóra, sem keppir í fjölþraut, á íslenska foreldra en hefur verið búsett í Hollandi nær alla tíð. Þetta verða aðrir Ólympíuleikar Eyþóru í röð en hún var einnig á meðal keppenda í Ríó og endaði í 9. sætinu í fjölþraut, sem er besti árangur hollenskrar fimleikakonu á Ólympíuleikum.","summary":"Belgía sló ríkjandi Evrópumeistara Portúgal úr leik á EM karla í fótbolta í gærkvöldi. Tékkland komst í 8-liða úrslitin eftir sigur á Hollandi."} {"year":"2021","id":"205","intro":"Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að láta af embætti. Sænska þingið lýsti yfir vantrausti á stjórn hans í síðustu viku.","main":"Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur ákveðið að láta af embætti forsætisráðherra. Vantrausti var lýst á stjórn hans í síðustu viku. Forseti sænska þingsins kallar leiðtoga allra flokka á þingi á sinn fund áður en næstu skref verða ákveðin.\nLöfven tilkynnti ákvörðun sína á fundi með fréttamönnum í morgun. Hann ákvað jafnframt að boða ekki til aukakosninga en sænsk lög kveða á um að kosið sé á fjögurra ára fresti, hvað sem á gengur. Kjósa á haustið 2022. Löfven sagði að aukakosningar myndu hugsanlega draga tímabil óvissu á langinn og við það yrði ekki unað á tímum heimsfaraldurs. Alltaf yrði að gera það sem væri Svíþjóð fyrir bestu.\nLöfven sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að segja af sér um helgina. Það væri erfiðasta pólitíska ákvörðun sem hann hefði þurft að taka en hann teldi þetta fyrir bestu. Ákvörðun hans um afsögn en að boða ekki til aukakosninga var nokkuð óvænt. Um fjóra mánuði tók að mynda stjórn eftir kosningarnar 2018.\nAndreas Norlén þingforseti kallar á næstunni leiðtoga allra flokka sem sæti eiga á þingi á sinn fund til að kanna möguleikana á að mynda nýja stjórn. Takist það ekki eftir fjórar tilraunir verður boðað til aukakosninga.","summary":"Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að láta af embætti. Sænska þingið lýsti yfir vantrausti á stjórn hans í síðustu viku."} {"year":"2021","id":"206","intro":"Bandaríski ferðamaðurinn sem leitað var að við gosstöðvarnar í gær og fyrradag var furðuvel á sig kominn þegar hann fannst, að sögn lögreglu. Hans var saknað í rúman sólarhring.","main":"Maðurinn varð viðskila við konu sína á gosstöðvunum um þrjúleytið á föstudag. Lögregla og björgunarsveitir fengu tilkynningu um það tveimur til þremur klukkustundum síðar og hófst þá leit. Mikil fjöldi björgunarsveitarmanna úr fjölda sveita tók þátt í leitinni og þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig notuð við leitina. Leiðindaveður var á föstudaginn, hvasst og rigning og skilyrði til leitar erfið. undir morgun í gær létti til og var mikill þungi lagður í leitina, björgunarsveitarmenn leituðu fótgangandi, á fjórhjúlum og leitarhundar voru notaðir. Auk þyrlu Landhelgisgæslunnar voru flugmenn sem fluttu ferðamenn með þyrlum á gosstöðvarnar beðnir um að svipast um og fór ein slík þyrla í sérstakt flug með björgunarsveitarmenn og fólk sem var á svæðinu að skoða eldgosið var einnig beðið um að hafa augun hjá sér. Það var svo á áttunda tímanum í gærkvöldi sem maðurinn fannst vestan við Núpshlíðarháls um fjóra kílómetra frá þeim stað þar sem hann varð viðskila við konuna sína. Að sögn Gunnars Scharm yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum var ástand mannsins gott.\nMaðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi þar sem hann er enn. Gunnar segir að lögreglan og leitarfólk hafi ekki verið búið að gefa upp alla von að finna manninn, en óneitanlega hafi vonin verið farin að dofna enda hafði mannsins verið saknað í anna sólarhring og hann ekki útbúinn fyrir það kalsaveður sem var í fyrradag og frameftir nóttu.\nSegir Gunnar Schram. Á meðan á leitinni stóð dvaldi eiginkona mannsins á hóteli í Grindavík í umsjá Rauða krossins en ekið var með hana á Landspitalann um leið og maðurinn fannst. Lögreglan tók skýrslu af manninum í morgun á Landspítalanum.","summary":"Bandaríski ferðamaðurinn sem leitað var að við gosstöðvarnar dvelur enn á Landspítalanum. Hann fannst á áttunda tímanum í gærkvöld eftir um sólarhringsleit, um fjóra kílómetra frá þeim stað þar sem hann varð viðskila við eiginkonu sína."} {"year":"2021","id":"206","intro":"Fimm hafa fundist látin í rústum tólf hæða blokkar sem hrundi í bænum Seaside í Flórída aðfaranótt fimmtudags. Eldur braust út í rústunum í gær.","main":"Leitað hefur verið í kappi við tímann og er hundrað fimmtíu og sex manns enn saknað. Í gær fannst fimmta manneskjan látin. Öllum mögulegum aðferðum hefur verið beitt við leitina, drónum flogið yfir, leitarhundar hafa verið sendir á vettvang og míkrafónum komið fyrir til að nema öll hljóð. Í gær braust eldur út í rústunum og tafði það leitarstarfið um stund. Ættingjar þeirra sem saknað er hafa komið saman í hverfinu og bíða eftir kraftaverki; að ástvinir þeirra finnist á lífi en líkurnar minnka með hverjum klukkutímanum sem líður. Ein þeirra er Rachel Spiegel, dóttir konu sem bjó í húsinu.\nYou know I'm concerned about my mom, I wonder if she was sleeping, I wonder if she got woken up. She didn't call any of us, her phone goes to voicemail.\nÉg hef áhyggjur af mömmu og velti því fyrir mér hvort hún hafi verið sofandi, hvort hún hafi vaknað. Hún hringdi ekki í neitt okkar. Þegar við hringum í hana kemur talhólf, sagði Spiegel, þar sem hún beið við rústirnar með bræðrum sínum.\nEkki er ljóst hvað olli hruni hússins sem var fjörutíu ára gamalt og nálægt strönd. Gerð var skýrsla um ástand þess árið 2018 og var hún gerð opinber í gær. Þar segir að meiriháttar vankantar hafi verið á hönnun hússins, sem er í bænum Surfside, nálægt borginni Miami. Vegna galla hafi vatn ekki getað runnið sem skyldi undan þeim stað sundlaug hússins er. Þá hafi einnig verið sprungur víða í bílageymslunni. Ekki er ljóst hvort hrunið megi rekja til þessa.","summary":null} {"year":"2021","id":"206","intro":"Árangur í meðhöndlun við lifrarbólgu C hér á landi þykir einstakur meðal þróaðra ríkja. Hlutfall smitaðra í hópi sprautufíkla var fimmtíu prósent en er komið niður í tíu prósent.","main":"Árið 2016 var farið í átak til að draga úr útbreiðslu lifrarbólgu C. Fjallað er um stöðuna eftir fyrstu þrjú árin í læknatímaritinu Lancet.\nVið sýnum fram á að við náðum meginmarkmiðum alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sem snýr að því að greina að minnsta kosti 90% þeirra sem eru smitaðir í hverju samfélagi og bjóða 80% þeirra sem eru greindir lyfjameðferð og lækningu. Þetta eru svona áfangar sem alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur áherslu á til að ná því langtímamarkmiði að útrýma lifrabólgu C sem meiriháttar lýðheilsuvandamáli,\nSegir Sigurður Ólafsson læknir og sérfræðingur í meltingar- og lifrarsjúkdómum, en hann er einn höfunda greinarinnar. Þar er átt við að lækka nýgengi um 80% og lækkun á dánartíðni um 65% fyrir árið 2030. Sá árangur hefur ekki náðst enn þá og Sigurður segir ýmsar áskoranir, eins og fjölgun sprautufíkla, sem er langstærsti hópur þeirra sem smitast, þýða að enn greinast ný smit og eitthvað er um endursmit hjá þeim sem hafa læknast. Engu að síður er árangurinn á þessum fyrstu þremur árum átaksins mjög góður. Hlutfall smitaðara meðal sprautufíkla var 50% en er nú 10% og nýjum tilfellum um skorpulifur hefur fækkað mjög. Sigurður segir að yfir 30% þeirra sem hafa verið meðhöndlaðir séu virkir í neyslu. Svo hátt hlutfall sé einstakt á heimsvísu.\nOkkur hefur tekist að nálgast þennan hóp með góðri samvinnu við fíknlækningar SÁÁ og Vog og það er eiginlega þetta samstarf sem er lykillinn að því að ná árangri og ná til þessa hóps sem verður svo oft útundan og fær ekki góða þjónustu víða annars staðar.\nSigurður segir fátítt að viðkomandi hafni meðferð. Hann segir að halda verði þessu starfi áfram og leggja þurfi áherslu á forvarnir, skaðaminnkun, öfluga fíknmeðferð sem og að meðhöndla þá sem hafa smitast. Lyfjafyrirtækið Gilead hefur stutt við átakið með því að gefa til þess lyf. Samstarfssamningurinn rennur út um áramót og segir Sigurður óvíst hvort að framhald verði á.","summary":null} {"year":"2021","id":"206","intro":"Bresk yfirvöld rannsaka hvernig á því standi að skjöl um varnarmál, sem algjör leynd á að ríkja um, hafi fundist í strætóskýli á Englandi. Í skjölunum er fjallað um skipulag siglingar tundurspillis við Krímskaga í síðustu viku en málið olli deilum milli Rússa og Breta.","main":"Skjölin samanstanda af fimmtíu blaðsíðum og fundust í strætóskýli í Kent á suður-Englandi á þriðjudag. Fyrst var greint frá málinu í Breska ríkisútvarpinu í morgun. Í skjölunum er fjallað um möguleg viðbrögð rússneskra stjórnvalda við því ef áhöfn breska tunduspillisins Defender myndi sigla um hafsvæði, sem samkvæmt alþjóðalögum tilheyrir Úkraínu, og er suður af Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014. Sem kunnugt er þá skutu Rússar viðvörunarskotum að tundurspillinum í varúðarskyni á miðvikudag og kölluðu fulltrúa breska sendiráðsins í Moskvu á sinn fund vegna málsins. Bretar létu sem þeir hefðu ekki orðið varir við viðbrögð Rússa, enda hafi tundurspillinum verið siglt um úkraínskt hafsvæði. Skjölin þykja aftur á móti sýna að ætlunin hafi verið að ögra Rússum. Þá segir einnig í skjölunum að talið hafi verið að með því sigla leiðina gætu bresk stjórnvöld sýnt þeim úkraínsku stuðning.\nBresk yfirvöld reyna nú að komast að því hvernig í ósköpunum skjölin enduðu í strætóskýli, fyrir allra augum. Starfsmaður breska varnarmálaráðuneytisins tilkynnti í síðustu viku að skjölin hefðu týnst og þá var rannsókn hrundið af stað. Einnig voru í strætóskýlinu skjöl þar sem fjallað er um mögulega viðveru breska hersins í Afganistan eftir að Atlantshafsbandalagið dregur heri síðan þaðan. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að í skjölunum um Afganistan séu það viðkvæmar upplýsingar sem varðað gætu öryggi Breta í Afgangistan, að þær verði ekki birtar í fréttum.","summary":"Bresk leyniskjöl fundust í strætóskýli á Suður-Englandi í vikunni. Í þeim er bæði fjallað um möguleg viðbrögð Rússa við siglingu tundurspillis við Krímskaga og mögulega veru breska hersins í Afganistan eftir að herir Atlantshafsbandalagsríkja hverfa á braut. "} {"year":"2021","id":"206","intro":"Danmörk og Ítalía tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta. Ríkjandi Evrópumeistarar Portúgal mæta Belgíu í kvöld.","main":"Danmörk vann Wales með fjórum mörkum gegn engu í fyrri leik gærdagsins og er þetta stærsti sigur Dana á Evrópumóti frá upphafi. Þá var þetta fyrsti sigur Dana í útsláttarkeppni EM frá árinu 1992, þegar Danir urðu Evrópumeistarar. Danmörk mætir annað hvort Hollandi eða Tékklandi í 8-liða úrslitunum en þau lið eigast við í Búdapest í dag. Ítalía mætti svo Austurríki í síðari leiknum í gær en eftir venjulegan leiktíma var staðan ennþá markalaus. Því þurfti að grípa til framlengingar. Varamennirnir Federico Chiesa og Matteo Pessina reyndust hetjur Ítala ein þeir skoruðu sitt markið hvort í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Austurríkismenn minnkuðu muninn undir lok leiksins en það dugði ekki til, Ítalía vann leikinn 2-1, og er komið í 8-liða úrslitin. Fram að marki Austurríkismanna höfðu Ítalir haldið marki sínu hreinu í 1168 mínútur eða frá 14. október 2020. Ítalía mætir annað hvort efsta liði heimslistans, Belgíu, eða ríkjandi Evrópumeisturum Portúgal í 8-liða úrslitum keppninar en þau lið eigast við á Sevilla á Spáni í kvöld.\nIvan Perisic, einn besti og reynslumesti leikmaður Króata, hefur greinst með COVID-19 smit og verður því ekki með Króötum gegn Spáni í 16-liða úrslitum EM. Perisic þarf nú að sæta 10 daga einangrun og óvíst hvort hann leiki meira með Króötum á mótinu. Þessi 32 ára sóknarmaður hefur spilað 104 landsleiki fyrir Króatíu og skorað 30 mörk.\nLandsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson, sem leikur með GOG í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta, var á dögunum valinn besti ungi markmaður heims í kjöri sem vefmiðillinn handball-planet stóð fyrir. Alls bárust yfir 31.000 atkvæði en valið stóð á milli fjögurra markvarða. Landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Magdeburgar, var einnig tilnefndur í kjöri handball-planet sem besti ungi miðjumaður heims og hafnaði Gísli Þorgeir í þriðja sætinu.\nTíunda umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta heldur áfram í dag. Í Kórnum í Kópavogi mætast erkifjendurnir HK og Breiðablik í Kópavogsslag, FH tekur á móti KA í Kaplakrika og Valur fær Fylki í heimsókn á Hlíðarenda. Valsmenn eru á toppi deildarinnar með 23 stig, fjórum stigum ofar en Víkingur sem er í 2. sætinu. KA og Breiðablik eru svo jöfn með 16 stig í þriðja sæti deildarinnar. Skagamenn verma botnsætið með fimm stig eftir níu leiki.","summary":null} {"year":"2021","id":"206","intro":"Hundruð söfnuðust saman í Istanbúl í Tyrklandi í gær og freistuðu þess að ganga gleðigöngu um borgina til að fagna fjölbreytileikanum, mótmæla vaxandi fordómum í garð hinseginfólks í Tyrklandi og berjast fyrir réttindum sínum, þrátt fyrir að borgaryfirvöld hefðu afturkallað leyfi fyrir göngunni á síðustu stundu. Lögregla beitti táragasi og tugir voru handteknir.","main":"Yfirvöld höfðu gefið leyfi fyrir göngunni og búið var að girða gönguleiðina af og gera allt klárt þegar þau boð bárust frá borgarstjórn Istanbúl um að gangan myndi ekki fara fram eftir allt saman.\nVísað var í lög og reglugerðir um mótmælagöngur, sem banna meðal annars viðburði sem ýta undir \u001ebrot gegn almennu siðgæði\", eins og það er orðið. Einnig var vísað til sóttvarnarreglna vegna COVID-19, sem rétt eins og siðgæðisákvæðið komu þó ekki í veg fyrir að leyfi var veitt fyrir göngunni. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa bannað gleðigöngur síðan 2015 og ýmist borið fyrir sig öryggisástæðum, siðgæðisástæðum eða, eins og núna og í fyrra, heimsfaraldur.\nTugir þúsunda tóku aftur á móti þátt í vel heppnuðum gleðigöngum í París, Berlín, Róm og fleiri borgum Evrópu í gær. Í Lissabon og Lundúnum voru göngurnar hins vegar blásnar af vegna mikillar útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónaveirunnar.","summary":null} {"year":"2021","id":"207","intro":"Til greina kemur að bólusetja tólf til fimmtán ára börn sem þurfa að fara til útlanda. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þegar er byrjað að bólusetja börn á þessum aldri sem eru með undirliggjandi sjúkdóma.","main":"Samtals hafa 258.120 manns fengið að minnsta kosti fyrri skammt bóluefnis hérlendis. Í alþjóðlegu samhengi er staðan með besta móti hér á landi sagði í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í gær. Samkvæmt vefsíðunni Our world in data er hlutfall bólusettra af heildaríbúafjölda með fyrri skammti langhæst á Íslandi eða tæp 76 prósent. Fullbólusettir eru hlutfallslega flestir í Ísrael, tæp 60 prósent. Ísland er í öðru sæti en hér eru 52 prósent fullbólusett. Sjíle er rétt á eftir og síðan Bretland og Bandaríkin. Á fréttamannafundinum um afléttingu samkomutakmarkana í gær kom fram að 87 til 88 prósent þeirra sem boðaðir hafa verið í bólusetningu, það er 16 ára og eldri, hafa komið í hana. Þórólfur Guðnason hvetur alla þá sem eftir eru að mæta að gera það. Bóluefni Pfizer-BioNTech er eina efnið sem leyft hefur verið að nota fyrir börn á aldrinum tólf til fimmtán ára.\nVið erum núna bara að bólusetja þá sem eru með undirliggjandi áhættuþætti á þessum aldri. Við höfum ekki farið út í það að ætla að fara að bólusetja alla á þessum aldri. Það getur líka vel verið að við munum bjóða fólki sem það vill að fá bólusetningu fyrir sín börn og unglinga t.d. vegna ferðalaga eða einhvers slíks. En það er ekki alveg á döfinni eins og staðan er núna að fara út í almennar bólusetningar á þessum aldri.","summary":"Sóttvarnalæknir segir hugsanlegt að börnum á aldrinum tólf til fimmtán ára verði boðin bólusetning vegna ferðalaga til útlanda. Almennar bólusetningar fyrir börn á þessum aldri eru ekki á döfinni eins og er. "} {"year":"2021","id":"207","intro":"Framleiðsla á vöktunarbúnaði fyrirtækisins Controllant meðal annars fyrir bóluefni Pfizer hefur margfaldast á skömmum tíma. Veldisvöxtur er hjá fyrirtækinu.","main":"Umfang framleiðslu hjá fyrirtækinu Controllant hefur aukist gífurlega á skömmum tíma vegna aukinnar eftirspurnar. Vöktun lyfja frá fyrirtækinu Pfizer er eitt af stærstu verkefnum fyrirtækisins. Nú eru framleidd um tuttugu og tvö þúsund eintök af vöktunarbúnaði á viku sem til skamms tíma var mánaðarframleiðsla fyrirtækisins. Veldisvöxtur hefur verið hjá fyrirtækinu síðasta ár.\nFramleiðslan hefur farið úr á milli fjögur og fimm þúsund tækjum í tuttugu og tvö þúsund á rúmu hálfu ári. Búnaðurinn er sendur til yfir hundrað landa víða um heim og fer þeim fjölgandi.\nStarfsmönnum hefur fjölgað úr hundrað og þrjátíu í tvö hundruð og tíu frá ársbyrjun. Meirihluti þeirra er á Íslandi en einnig eru um tuttugu starfsmenn víðs vegar um heim sem vinna að fjölbreyttum verkefnum allt frá tækniþjónustu til innleiðingarþjónustu. Bæði er um vélbúnað og hugbúnað að ræða. Fyrirtækið annast bæði eftirlit með hitastigi og staðsetningu lyfjasendinga og fyrir matvælaiðnað. Fyrir tilkomu fyrirtækisins fór fjórðungur lyfjasendinga oft forgörðum í sendingum. Nú komast tæp hundrað prósent lyfja heil á leiðarenda að sögn Elínar Maríu Björnsdóttur mannauðsstjóra hjá Controllant.\nOg með þessum heimsfaraldri þá höfum við þurft að hraða upp okkar framleiðslu og fjölga starfsmönnum gríðarlega og aukið afkastagetu okkar teyma\nVið sjáum alveg klárlega fram á áframhaldandi vöxt bæði út af bóluefninu og þessi þjónusta á alveg líka heima í öðrum sviðum lyfjafyrirtækjanna","summary":null} {"year":"2021","id":"207","intro":"Bandaríski flugherinn hefur skráð 143 atvik síðan 2004 þar sem hlutir sjást á flugi sem ekki hefur tekist að greina eða útskýra. Þessi fyrirbæri eru stundum nefnd fjlúgandi furðuhlutir. Varnarmálaráðuneytið telur að hlutirnir stefni flugöryggi í hættu og séu mögulega ógn við þjóðaröryggi.","main":"Þarna heyrast bandarískir flughermenn lýsa furðu sinni á einhverskonar loftfari sem ferðast á miklum hraða en slíkir hlutir hafa jafnan verið kveikjan að ýmsum kenningum um hvað leynist í myrkum djúpum himinhvolfana.\nÁ síðasta ári birti Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna þrjú myndskeið sem sýndu ókunnug loftför. Þeim möguleikum var velt upp hvort þar væru á ferð háþróaðir drónar, eða jafnvel farartæki frá öðrum reikistjörnum. Í kjölfarið var ákveðið að gera skýrslu um ferðir svokallaðra fljúgandi furðuhluti í lofthelgi Bandaríkjanna, sem ráðuneytið birti síðan í gær.\nÞar kemur fram að Bandaríski flugherinn hefur orðið var við 144 slíka hluti síðan 2004 og að enn hafi ekki tekist að útskýra nema einn þeirra, sem reyndist vera stór blaðra.\nRáðuneytið útlokar ekki að hlutirnir séu frá öðrum reikisstjörnum en tekur þó fram að ekkert bendi sérstaklega til þess. Loftförin eða hlutirnir hafa margir verið á miklum hraða sem erfitt hefur þótt að útskýra en í skýrlunni er tekið fram að mögulega sé um að ræða tækni frá Rússlandi eða Kína, og í einhverjum tilvikum jafnvel náttúruleg fyrirbrigði eins og ískristalla.\nÞá er tekið fram að hlutirnir stefni flugöryggi í hættu og sé mögulega ógn við þjóðaröryggi. Ráðuneytið leiti því leiða til að varpa frekari ljósi stöðuna.","summary":null} {"year":"2021","id":"207","intro":"Gul veðurviðvörun er enn í gildi á Norðurlandi vestra, norðurlandi eystra, á miðhálendinu og Suðausturlandi, það er spáð allt að þrjátíu metrum á sekúndu í hviðum við fjöll og víða slæm skilyrði til ferðalaga með ferðavagna. Á Sauðárkróki fer fram stórt fótboltamót þar sem um 700 stelpur í 6. flokki keppa. Í gær var appelsínugul viðvörun í gildi vegna hvassviðris og fjöldi fólks í tjöldum eða ferðavögnum.. Helgi Freyr Margeirsson er mótsstjóri.","main":"Það gekk alveg ótrúlega vel, ég fékk skýrlsu frá þeim sem eru með gistivaktirnar hjá okkur mótshöldurum og fólk er bara eins og blóm í eggi og leið bara mjög vel enda allir þeir sem kusu að gista inni fengu gistingu inni en hvernig var á tjaldsvæðunum, ég hef ekki heryt annað en að það hafi gengið vel.\nVoru margir sem þáðu gistingu inni? Já það var töluvert af fólki sem þáði gistingu inni og við vorum búin að græja meira húsnæði og við fengum íbúð frá fólki sem er á móti í Vestmannaeyjum, það bauð íbúðina sína, þar eru tvær fjölskyldur, önnur frá HK og hin frá Fjölni sem sameinuðust í þeirri íbúð. Svo erum við með herbergi í íbúðarhúsum og fólk var að lána fellihýsi og hjólhýsi og innkeyrslur. Svo var opnað stærðarinnar tjaldsvæði fyrir utan íþróttahúsið og þar voru settir upp fleiri tenglar en maður hefur séð á öðru knattspyrnumóti, þannig að ég held að flestir hafi komist í það skjól sem þau óskuðu eftir.\nÞannig að þið tokuð ykkur saman og redduðu málunum? Það er bara eina vitið. steinullarmótið er stærsta mót á íslandi fyrir 6. flokki og tindastóll er með 10 stelpur a´mótinu af 700 þannig að ábyrgðin hjá okkur er gríðarleg. Ef við foreldrarnir hefðum ákveðið að þetta væri allt of mikil vinna út frá þessum 10 stelpum þá hefðu 690 stelpur setið eftir heima og ekki fengið mótið sitt og það er bara kominn tími til að standa með stelpum og við gerðum það alla leið.","summary":null} {"year":"2021","id":"207","intro":"Engin tilraun var gerð til að leyna því sem fram kom á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna sem komu í Ásmundarsal á Þorláksmessu á síðasta ári að sinna sóttvarnareftirliti.","main":"Lögreglan greindi frá þessu í tilkynningu í gær vegna fréttaflutnings um niðurstöðu nefndar um eftirlit með lögreglu varðandi starfshætti lögreglunnar. Þar segir að tæmandi endurrit af samræðum lögreglumanna á vettvangi hafi fylgt með til nefndarinnar strax í upphafi en upptökur úr búkmyndavélunum voru í fyrstu hljóðlausar að hluta til.\nNefndin hafði þar af leiðandi umrædd samtöl, sem vísað er til í niðurstöðum hennar, undir höndum allan tímann.\nNefndin sem tók málið upp að eigin frumkvæði komst að því að að háttsemi lögregluþjónanna geti talist ámælisverð og hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu málið nú til meðferðar.\nEinnig gerði nefndin athugasemdir við dagbókarfærslu af atvikinu á aðfangadag og segir að vísbendingar séu uppi um að hún hafi verið efnislega röng. Ekkert tilefni hafi verið til upplýsingagjafar af þessu tagi. Beinir nefndin því til lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að vandað verði betur til verka þegar komi að upplýsingagjöf embættisins til fjölmiðla.\nEkki náðist í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu við vinnslu fréttarinnar.","summary":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áréttað að engin tilraun var gerð til að leyna því sem fram kom á upptökum úr búkmyndavélum lögreglumanna sem komu í Ásmundarsal á Þorláksmessu á síðasta ári að sinna sóttvarnareftirliti."} {"year":"2021","id":"207","intro":"Þór Þórlákshöfn varð í gærkvöldi Íslandsmeistari karla í körfubolta í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þór mætti Keflavík í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Þorlákshöfn.","main":"Staðan í einvíginu var 2-1 og því gat Þór tryggt sér Íslandsmeistararatitilinn á heimavelli með sigri. Það voru hins vegar Keflvíkingar sem byrjuðu leikinn af meiri krafti og þeir voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 25-19. Þórsarar létu þetta ekki slá sig út af laginu og voru komnir með forystuna í hálfleik, 43-40. Eftir spennandi síðari hálfleik reyndust heimamenn öflugri á lokasprettinum, Þór vann leikinn 81-66, og tryggði sér um leið fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins og stemningin í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn var engri lík.\nBesti maður leiksins og verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar var Adomas Drungilas, leikmaður Þórsara, en hann skoraði 24 stig og tók 11 fráköst í gær. Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, var hógvær í leikslok og óskaði bæjarfélaginu til hamingju með titilinn.\nMargir leikmenn Þórs eru uppaldir hjá félaginu og þeir, líkt og Lárus þjálfari, bentu á hversu mikilvægur titillinn væri bæjarfélaginu.\nsögðu þeir Davíð Arnar Ágústsson og Styrmir Snær Þrastarson, leikmenn Þórs en báðir áttu afar góðan leik í gær. Styrmir Snær með 17 stig og 4 fráköst og Davíð Arnar með 15 stig öll úr þriggja stiga skotum.","summary":"Mikil fagnaðarlæti brutust út í Þorlákshöfn í gær þegar Þór varð Íslandsmeistari í körfubolta karla. "} {"year":"2021","id":"208","intro":"Minnst fimm létu lífið og tugir slösuðust í mannskaðaveðri sem gekk yfir fjölda þorpa í suðausturhluta Tékklands í gær. Öflugur skýstrókur skildi eftir sig slóð eyðileggingar og sjónarvottar segja engu líkara en sum þorpanna hafi orðið fyrir sprengjuárás.","main":"Mikið tjón varð í óveðrinu sem gekk yfir síðdegis í gær og fram á nótt. Tjónið var mest í bæjum og þorpum við landamærin að Austurríki og Slóvakíu. Miklar truflanir urðu á samgöngum. Meðal annars lokaðist aðal hraðbrautin milli Prag og Bratislava, höfuðborgar Slóvakíu, þegar rafmagnslínur slitnuðu og lokuðu veginum. Svo öflugir skýstrókar eru sjaldgæfir á þessum slóðum en þeim fylgdi ógnarhaglél með höglum á stærð við tennisbolta. Umtalsvert tjón varð á mannvirkjum í illviðrinu og tæplega áttatíu þúsund heimili og fyrirtæki voru enn án rafmagns í morgun. Skýstrókurinn eirði engu sem fyrir varð en vindur fór yfir sextíu metra á sekúndu og enn hærra í hviðum. Tré rifnuðu upp með rótum og bílar liggja eins og hráviði á víð og dreif. Slökkviliðs- og björgunarmenn eru enn að leita í rústum húsa og óttast er að fleiri eigi eftir að finnast látnir. Yfirvöld hafa staðfest að fimm hafi látið lífið og rúmlega hundrað slasast. Jan Hamacek innanríkisráðherra kom á svæðið á morgun. Hann lýsti yfir neyðarástandi og sagði stöðuna mjög alvarlega, yfirvöld ætli að gera allt sitt til að bregðast við og aðstoða íbúa.","summary":"Minnst fimm létu lífið og tugir slösuðust í mannskaðaveðri sem gekk yfir fjölda þorpa í suðausturhluta Tékklands í gær. Öflugur skýstrókur skildi eftir sig slóð eyðileggingar og sjónarvottar segja engu líkara en sum þorpanna hafi orðið fyrir sprengjuárás. "} {"year":"2021","id":"208","intro":"Lögreglan á Norðurlandi vesta og björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu vegna vonskuveðurs sem er að skella á. Appelsínugul viðvörun gildir fyrir norðanvert Snæfellsnes, Breiðafjörð, Strandir og Norðurland. Lögreglan hvetur ökumenn til að sýna skynsemi.","main":"Það blæs duglega á landsmenn í dag og fólk ætti ekki að vera á ferðinni í norðvesturhluta landsins. Haraldur Eiríkisson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að vind lægi ekki fyrr en í fyrramálið.\nÞað eru viðvaranir úti, appelsínugular fyrir norðvestanvert landið. Suðvestan hvassviðri, stormur, mjög hvassar vindhviður við fjöll. Spáin hefur í raun ekkert breyst frá því í gær. Þetta vonskuveður er á leiðinni,\"\nVeðrið sé verst á norðanverðu landinu\nÞetta er norðvestur fjórðungurinn má segja. Þetta er norðanvert Snæfellsnes, Breiðafjörður, Vestfirðir, Strandir og Norðurland vestra og alveg austur í Eyjafjörðinn. Eyjafjörður fylgir þessu líka.,\"\nHann hvetur fólk til að bíða með ferðalög á þessum slóðum.\nBara vera helst ekki á ferðinni og sérstaklega ekki ef fólk er með aftanívagna, hjólhýsi eða þess háttar. Þetta er ekki dagur til að vera að ferðast,\"\nLögreglan á Norðurlandi vestra sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem vegfarendur voru beðnir um að vera ekki á ferðinni með fellihýsi eða hjólhýsi á meðan þessar viðvaranir eru í gildi. Sigurður Kristjánsson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra segir að svo virðist sem fólk hafi virt þá beiðni.\nVið höfum ekki fengið neinar tilkynningar um nein óhöpp. Það er hérna stórt fótboltamót um helgina og það var haft samband við mótshaldara þeir beðnir að koma þeim upplýsigum áfram, það er að segja þessum viðvörunum til keppenda og þeirra aðstandenda. Og svo hefur verið haft samband við björgunarsveitir og annað þannig að þær séu bara í viðbragðsstöðu ef það fer að rjúka verulega upp sko. -Ertu með einhver skilaboð til fólks?- Já já það er bara að athuga upplýsingar með veður og færð og sýna skynsemi heldur en að rjúka af stað út í óvissuna.\"\nÞað er íþróttafélagið Tindastóll á Sauðárkróki sem stendur fyrir fótboltamótinu í bænum um helgina. Samkvæmt upplýsingum frá mótsstjórn stendur ekki til að fresta mótinu. Það hafi þó verðið gerðar ákveðnar ráðstafanir þar sem foreldrum er meðal annars boðin gisting í grunnskólanum. Þá verður dagskrá mögulega hliðrað til vegna veðurs og eru gestir hvattir til þess að fylgjast vel með á heimasíðu mótsins.","summary":"Það er skollinn á suðvestan-sumarhvellur. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir norðanvert Snæfellsnes, Breiðafjörð, Strandir og Norðurland. Lögreglan hvetur ökumenn til að sýna skynsemi og vera ekki á ferðinni í norðvesturhluta landsins með ferðavagna. "} {"year":"2021","id":"208","intro":"Forseti ASÍ segir að Flugfélagið Play muni þurfa að gera kjarasamninga við Flugfreyjufélag Íslands. Forsvarsmenn Play telja enga þörf á því. Deilan fer til ríkissáttasemjara.","main":"Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir sorglegt að nýtt fyrirtæki sem ætli sér stóra hluti á íslenskum markaði hyggist ekki vanda til verka og gera raunverulega kjarasamninga. Flugfélagið Play sem hóf sig til flugs í gær telur sig þegar með fullgilda kjarasamninga.\nRíkissáttassemjari fær erindi frá Flugfreyjufélagi Íslands vegna flugfélagsins Play, þar sem forráðamenn þess neita að ganga til kjarasamninga við Flugfreyjufélag Íslands. Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands segir þetta dapurlega stöðu.\nJá mér finnst það náttúrulega mjög sorglegt að nýtt fyrirtæki sem ætlar sér stóra hluti á markaðnum ætli ekki að vanda til verka og gera raunverulega kjarasamninga því eins og við höfum sýnt fram á þá geta þetta ekki talist raunverulegir kjarasamningar sem gerðir eru á félagslegum grunni og við höfum skylgreint ÍFF sem gult stéttarfélag það er að segja félag sem er undir áhrifavaldi atvinnurekenda. Við höfum sagt að launin þarna séu lægri en gengur og gerist og Play hefur reyndar staðfest það í fjárfestakynningum sínum þannig að mér þykir mjög miður að þeir nýti ekki tækifærið og geri samninga við raunverulegt stéttarfélag.\nDrífa segir ljóst að það sé hagur þeirra sem hefji störf hjá Play og hafi áður unnið hjá flugfélaginu WOW að ganga í Flugfreyjufélagið þar sem starfsmenn hafi öðlast réttindi. Eingöngu sé tímaspursmál hvenær forsvarsmenn Play verði að gera kjarasamning. Flugfélagið myndi lægja öldur gengi það til kjarasamninga. Birgir Jónsson forstjóri Play telur ekki ástæðu til að semja við Flugfreyjufélagið.\nJá Flugfreyjufélagið hefur gert það en við sjáum ekki ástæðu til þess. Við erum með fullgildan kjarasamning við fullgilt stéttarfélag og ég ber mikla virðingu fyrir Flugfreyjufélaginu en við sjáum ekki ástæðu til að fara í kjaraviðræður þegar við erum með fullgildan samning.","summary":"Forseti ASÍ segir að Flugfélagið Play þurfi að gera kjarasamninga við Flugfreyjufélag Íslands. Forsvarsmenn Play telja enga þörf á því. Deilan fer til ríkissáttasemjara. "} {"year":"2021","id":"208","intro":"Frá og með miðnætti falla allar takmarkanir á samkomur fólks úr gildi, sem og grímuskylda og tveggja metra regla. Þetta tilkynnti ríkisstjórnin á fréttamannafundi klukkan ellefu í morgun.","main":"Í dag er dagur þar sem við ætlum að slaka á ráðstöfunum. Þessar ráðstafanir sem við kynnum hér í dag, þær eru fyrst og fremst innanlands. Það er að segja við munum, vegna þess að aféttingar innannlands eru það sem við höfum forgangsraðað alltaf í okkar ákvarðanatöku í samræmi við okkar stefnu og leiðarljós í þessum faraldri frá upphafi, þá munum við áfram viðhafa ráðstafanir á landamærum fram eftir sumri.\nSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra benti á að sextánda mars í fyrra hefði í fyrsta sinn verið nýtt lagaheimild um að setja takmarkanir á samkomur fólks.\nOg nú rúmum 15 mánuðum síðar hef ég undirritað reglugerð um að fella brott allar takmarkanir á samkomum vegna farsóttar. Frá og með morgundeginum falla því úr gildi allar takmarkanir á samkomum innanlands, þar með talið fjöldatakmarkanir, grímuskylda, nálægðarreglan og svo framvegis. Opnunartímar. Allar þessar takmarkanir eru felldar niður. Ísland er þar með, samkvæmt mínum heimildum, fyrsta Norðurlandaþjóðin, og líklega fyrsta Evrópuþjóðin sem afléttir öllum takmörkunum á samkomum innanlands.\nHeilbrigðisráðherra brýnir þó fyrir fólki að þvo hendur og spritta og fara í sýnatöku kenni það einkenna. Fyrsta júlí verður hætt að skima þá sem koma til landsins og framvísa vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu. Einnig verður hætt sýnatöku hjá börnum sem fædd eru 2005 eða síðar. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er dómsmálaráðherra.\nÞað er bara loksins komið að þessum áfanga í þessari baráttu sem við höfum öll beðið eftir. Við erum öll svo spennt að geta lifað okkar eðlilega lífi aftur, að mega heilsast og knúsa og faðma. Að geta mætt í skólann fullum fetum og á menntaskólaballi. Að geta hvatt aðstandendur með almennilegum hætti en ekki með takmörkunum eins og verið hefur. Og allar aðrar fórnir sem við höfum fært undanfarna mánuði heyra nú sögunni til.","summary":null} {"year":"2021","id":"208","intro":"Leiðtogaráð Evrópusambandsins hafnaði í gærkvöld óvæntri tillögu Þýskalandskanslara og Frakklandsforseta um að taka aftur upp beina fundi leiðtoganna með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Leiðtogar Póllands og Eystrasaltslandanna fóru fyrir andstöðunni.","main":"Leiðtogar Evrópusambandsins hættu að halda fundi með Pútín eftir að Rússar innlimuðu Krímskagann árið 2014 og Vesturlönd brugðust við með viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum af ýmsum toga. Þegar langt var liðið á fund leiðtoganna í Brussel í gærkvöld lögðu þau Angela Merkel og Emmanuel Macron til að hefja slík fundarhöld að nýju. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hitti Pútín að máli hinn 16. þessa mánaðar og sagði Macron tímabært að leiðtogar Evrópusambandsríkjanna gerðu slíkt hið sama, enda fullviss um að fundarhöld með Pútín myndi þjóna hagsmunum Evrópusambandsins. Eftir það sem Merkel kallaði yfirgripsmiklar og erfiðar viðræður var þessu hafnað. Að fundi loknum sagði Gitanas Nauseda, forseti Litáens, að það hefði verið \u001esameiginleg afstaða margra leiðtoga\" sambandsins að breyta ekki stefnu þess gagnvart Rússum. Fyrr um kvöldið líkti hann hugmyndinni við að \u001ereyna að fá björn til að passa upp á hunangskrukku.\" Úr varð að í stað þess að skipta um kúrs og hefja beinar viðræður við Rússlandsforseta samþykktu leiðtogarnir að kalla eftir tillögum framkvæmdastjórnar um enn frekari refsiaðgerðir gagnvart Rússum.","summary":null} {"year":"2021","id":"208","intro":"Fjögur Reykjavíkurlið tryggðu sér síðustu lausu sætin í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta í gærkvöld. Valur varð svo fyrsta liðið til að komast í undanúrslit bikarkeppni kvenna.","main":"Valskonur unnu 1-0 útisigur á ÍBV þar sem Elín Metta Jensen var í aðalhlutverki. Bæði skoraði hún sigurmark leiksins og fékk rautt spjald í leiknum. 8-liða úrslitum kvenna lýkur í kvöld með þremur leikjum. Fylkir tekur á móti FH. Selfoss fær Þrótt í heimsókn og Breiðablik og Afturelding eigast við. Fjórir síðustu leikirnir í 32-liða úrslitum karla voru spilaðir í gærkvöld. Víkingur Reykjavík vann 3-0 sigur á Sindra frá Hornafirði. KR marði 2-1 útisigur á Kára á Akranesi. Valur sigraði Leikni Reykjavík 2-0 og Fylkir burstaði Úlfana, venslalið Fram, 7-0. Dregið verður í 16-liða úrslit karla og undanúrslit kvenna í hádeginu á mánudag.\nDarri Freyr Atlason hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs KR í körfubolta. Þetta staðfestir Darri við RÚV í dag. Hann segist hætta í góðu, og ástæðan fyrir brotthvarfi sínu séu miklar annir í vinnu. Hann muni nú einbeita sér alfarið að því að stýra viðskiptaþróun hjá fyrirtækinu Lucinity þar sem hann hefur starfað meðfram þjálfarstörfum sínum í körfuboltanum. Undir stjórn Darra endaði KR í 5. sæti úrvalsdeildarinnar í vor og komst í undaúrslit úrslitakeppninnar þar sem liðið féll út fyrir Keflavík. Áður stýrði hann kvennaliðum KR og Vals og gerði Valskonur að Íslands- og bikarmeisturum 2019. Vefsíðan karfan.is telur Helga Má Magnússon leikmann KR og fyrrverandi þjálfara liðsins líklegastan sem eftirmann Darra.\nÞór Þorlákshöfn fær tækifæri númer tvö í kvöld að tryggja sér Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í fyrsta sinn. Til þess þurfa Þórsarar að leggja Keflvíkinga að velli í Þorlákshöfn. Fjórði úrslitaleikur Þórs og Keflavíkur er á dagskrá kl. 20:15 í kvöld í Þorlákshöfn. Staðan í einvígi liðanna er 2-1, en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.","summary":"Fjögur Reykjavíkurlið tryggðu sér síðustu lausu sætin í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta í gærkvöld. Valur varð svo fyrsta liðið til að komast í undanúrslit bikarkeppni kvenna."} {"year":"2021","id":"208","intro":"Starfandi fjölmiðlafólki hefur fækkað um helming á síðustu fimm árum og rekstrartekjur í greininni dregist saman um sjö milljarða.","main":"Hagstofan birti í morgun svokallaða menningarvísa sem ætlað er að gefa mynd af stöðu og þróun í völdum menningargreinum. Vísarnir sýna miklar breytingar í fjölmiðlaheiminum. Frá árinu 2010 hefur þeim sem starfa við fjölmiðla fækkað úr tæplega 1.900 niður í 870, eða um 52 prósent. Nær öll fækkunin hefur orðið á síðustu fimm árum. Fjöldi rekstraraðila hefur þó staðið nokkurn veginn í stað á sama tíma en rekstrartekjur fjölmiðla hafa farið hratt minnkandi, úr 26 milljörðum árið 2014 niður í 19 milljarða í fyrra.\nSviðslistafólki fækkaði milli 2019 og 2020 og kann covid-faraldurinn að skýra þá fækkun enda sviðslistir að miklu leyti legið niðri. Faraldurinn er hins vegar ólíklegur til að skýra fækkun starfandi fólks við kvikmyndir og sjónvarp því þar hefur fækkað jafnt og þétt frá árinu 2017.\nÓlíkt flestum öðrum menningargeirum hefur fjölgað í hönnun og arkítektúr, hvort heldur er litið er til fjölda starfandi fólks og aukningar rekstrartekna.","summary":null} {"year":"2021","id":"208","intro":"Áætlað er að reisa þriggja til fimm metra háan varnargarð í dalsmynni Nátthaga. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum segir að með því sé markmiðið að fresta því að Suðurstrandarvegur fari undir hraun. Frekari varnir eru ekki áformaðar.","main":"Þessi garður sem á að reisa í Nátthaga er bara lágur garður. Við vorum með mun stærri framkvæmd í huga. Miðað við spár vísindamanna um að þetta yrði langtímaatburður þá er ljóst að það mun ekki halda til lengri tíma og fallið frá því. Síðan var ákveðið að reisa þarna lítinn garð til að kaupa meiri tíma þannig að Suðurstrandarvegur haldist opinn aðeins lengur,\nEinnig vinnist tími til þess að verja ljósleiðara og til að klára framkvæmdir og skrásetningar sem fyrirhugaðar eru á svæðinu. Rögnvaldur segir að í raun sé garðurinn ekki reistur í kappi við tímann. Þetta sé lítil framkvæmd og mögulega verði henni lokið seinna í dag.\nÞað hefur ekki verið hreyfing á þessu svæði síðan á laugardaginn\nfela garðinn og öll ummerki um hann.\nAlmannavarnir hafa gefið út að Suðurstrandarvegur gæti farið undir hraun á næstu vikum. Rögnvaldur segir að hægst hafi á framgangi hraunsins og erfitt að gefa upp nákvæman tímaramma.Vonast er til að með garðinum sé hægt að tefja það um nokkrar vikur að hraun renni yfir veginn.","summary":null} {"year":"2021","id":"208","intro":"Kráareigendur eru í óða önn að bóka tónlistarmenn fyrir kvöldið og helgina og ráða inn starfsfólk. Þó fyrirvarinn sé lítill kvarti þeir ekki.","main":"Kráareigendur eru í óða önn að bóka tónlistarmenn fyrir kvöldið og helgina og ráða inn starfsfólk. Arnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri og einn eigenda Lebowski bars, Kalda bars, Enska barsins, The Irishman Pub og Dönsku kráarinnar í miðbæ Reykjavíkur, segir að fyrirvarinn sé lítill en hann kvarti ekki. Viðbúið sé að það taki um tvö ár að ná sama dampi og var á rekstrinum áður en heimsfaraldurinn skall á.","summary":"Kráareigendur eru í óða önn að bóka tónlistarmenn fyrir kvöldið og helgina og ráða inn starfsfólk. Þar kvartar enginn þó fyrirvarinn sé lítill. "} {"year":"2021","id":"208","intro":null,"main":"Nærri 160 er saknað í Surfside, norðan Miami í Flórdía, þar sem helmingur tólf hæða blokkar hrundi aðafaranótt fimmtudags. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og neyðarástandi var lýst yfir í Flórída sem gerir kleift að hægt er að senda þangað fjármagn og aðra aðstoð með hraði. Vitað er um afdrif hundrað og tveggja, þar 37 manns sem var bjargað úr rústunum og í það minnsta fjögur eru látin. Byggingin stendur við ströndina og var byggð árið 1981. Enn er ekki vitað hvað olli því að hluti hennar hrundi, byggingaverkfræðingar, borgaryfirvöld og slökkvilið vinna saman að rannsókn á því.","summary":"Björgunaraðgerðir standa enn yfir í Surfside í Flórída þar sem hluti af tólf hæða íbúðablokk hrundi í gærmorgun. Fjögur hafa fundist látin en um hundrað er enn saknað. "} {"year":"2021","id":"209","intro":"Hátt í tvö þúsund flóttamenn frá Venesúela hafa verið myrtir í Kólumbíu síðustu ár. Hundraða er saknað.","main":"Að minnsta kosti 1.933 flóttamenn frá Venesúela hafa verið myrtir í nágrannaríkinu Kólumbíu síðustu ár. Hundraða er saknað. Margir hafa verið beittir ofbeldi.\nÞetta kemur fram í nýbirtri skýrslu kólumbísku mannréttindasamtakanna CODHES. Hún er byggð á opinberum gögnum og upplýsingum frá flóttafólkinu sjálfu. Samkvæmt þeim er staðfest að nítján hundruð þrjátíu og þrír voru myrtir á árunum 2015 til 2020. Líklegt er talið að þeir hafi verið fleiri. Átta hundrð þrjátíu og sex er opinberlega saknað. Fram kemur í skýrslunni að fólkinu frá Venesúela sé mismunað, því sé útskúfað og látið finna að það sé óvelkomið í Kólumbíu. Þá sé fólkið beitt ofbeldi. Yfir tvö þúsund og þrjú hundruð tilfelli eru skráð þar sem venesúelskar stúlkur, flestar undir lögaldri, voru beittar kynferðisofbeldi.\nHátt í sex milljónir hafa flúið frá Venesúela á undanförnum árum undan örbyrgð, óstjórn og ofsóknum stjórnvalda. Af þeim eru ein komma átta milljónir í Kólumbíu. Fyrr á þessu ári byrjuðu kólumbísk yfirvöld að veita flóttafólkinu búseturétt til tíu ára. Vonast er til að öllum hafi verið veittur sá réttur fyrir árslok. Engin pólitísk samskipti eru milli stjórnvalda í Venesúela og Kólumbíu.","summary":"Hátt í tvö þúsund flóttamenn frá Venesúela hafa verið myrtir í Kólumbíu síðustu ár. Hundraða er saknað. "} {"year":"2021","id":"209","intro":"Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir fyrirhuguð kaup Bain Capital á 16,6% sextán komma sex prósenta hlut í félaginu hafa mjög mikla þýðingu. Kaupin geri Icelandair kleift að styrkja fjárhagsstöðuna í kjölfar faraldursins og grípa tækifæri á flugmarkaði.","main":"Alþjóðlegi fjárfestingarsjóðurinn Bain Capital hefur gert samkomulag við Icelandair Group um að kaupa 16,6 prósenta hlut í félaginu. Sjóðurinn skráir sig fyrir tæplega 5,7 milljónum nýrra hluta fyrir um 8,1 milljarð króna og verður langstærsti hluthafinn í fyrirtækinu.\nÞað hefur náttúrulega mjög mikla þýðingu fyrir okkar félag. Þessi sjóður sem er mjög virtur á sínu sviði og fjárfestir talsvert í fluggeiranum. Það er mikil viðurkenning fyrir viðskiptalíkan Icelandair group að þessi sjóður hafi áhuga á að koma inn sem stór hluthafi í félaginu.\nAð styrkja fjárhagsstöðuna er mjög mikilvægt. Við erum bæði með þessu að styrkja lausafjárstöðu félagsins og eiginfjárstöðu og fyrir öll flugfélög í heiminum er það mjög mikilvægt á tímum sem þessum.\nÞá geri kaupin félaginu betur kleift að grípa tækifæri á flugmarkaði.\nÞað er það sem stýrir vextinum og fjölgun starfa og bara okkar starfsemi í heild sinni. Það eru tækifæri á markaði.\nSamkvæmt samkomulaginu fær Bain Capital fulltrúa í stjórn Icelandair. Bogi segir að ekki hafi komið fram að fjárfestingasjóðurinn vilji gera breytingar á starfsemi félagsins.\nViðskiptalíkan félagsins snýst um að reka þetta tengimódel út frá Keflavík. Það er lykillinn í okkar viðskiptalíkani. Það er það sem Bain er að kaupa sig inn í og þar ætlar félagið að vaxa og dafna áfram.","summary":null} {"year":"2021","id":"209","intro":"Lokun vega í landi Hjörleifshöfða án samþykkis sveitarstjórnar kemur ekki til greina, segir oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps um fyrirætlanir eigenda Hjörleifshöfða um að taka þar upp gjaldtöku fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Hann segir að slíkt gæti haft áhrif á afkomu ferðaþjónustu á svæðinu.","main":"Eigendur jarðarinnar Hjörleifshöfða hyggjast krefja ferðaþjónustufyrirtæki sem selja ferðir inn á landið um 1.500 króna veggjald á hvern ferðamann. Vegurinn upp á Kötlujökul liggur um landið og í fréttum RÚV í gær sagði einn eigendanna að tilgangurinn væri að halda við vegum og byggja upp innviði. Einar Freyr Elínarson oddviti sveitarstjórnar Mýrdalshrepps segir að sveitarstjórin hafi ekki tekið afstöðu til málsins.\nVið fréttum fyrst af þessu í fjölmiðlum fyrir um 2 vikum síðan. Í kjölfarið funduðum við með þessum aðilum og óskuðum frekari upplýsinga og erum með í vinnslu núna lögfræðiálit fyrir sveitarfélagið bara til að glöggva okkur á því hvaða stöðu sveitarfélagið hefur í svona máli. En mér virðist nokkuð skýrt að það kemur ekki til neinna vegalokana án þess að það hljóti samþykki í sveitarstjórn og það er þá samkvæmt vegalögum.\nEr það eitthvað sem þið í sveitarstjórn mynduð samþykkja? Ég get bara ekkert fullyrt um það. Það þyrfti bara að koma fram beiðni um slíkt og hún hefur ekki komið fram.\nFyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að veggjald hefði slæm áhrif á atvinnugreinina.\nÞað kann auðvitað að vera að gjaldtaka hafi einhver áhrif á starfsemi en við leggjum bara áherslu á að allt sé gert í samræmi við lög og reglur og að rétt sé staðið að öllum skipulagsmálum.","summary":null} {"year":"2021","id":"209","intro":"Hópur fjárfesta sem tengist Hótel Óðinsvéum freistar þess að kaupa Bændahöllina. Formaður Bændasamtakanna segir að unnið sé í kapp við tímann, áður en heimild til fjárhagslegrar endurskipulagningar rennur út sjöunda júlí. Um 20 erlendir og innlendir aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa Bændahöllina.","main":"Einkaviðræður standa yfir. Gunnar Þorgeirsson er formaður Bændasamtakanna. Er hann vongóður um að af sölu verði?\nÞað er allavega mikill hugur í mönnum og væntingar okkar standa til þess að þetta gangi nú allt saman.\nSíðasta ár var erfitt fyrir Hótel Sögu. Um hundrað manns störfuðu við hótelið, leikmenn enska landsliðsins í fótbolta voru á meðal síðustu viðskiptavina áður en skellt var í lás. Við tók fjárhagsleg endurskipulagning. Gunnar segir að margir hafi sýnt áhuga á að kaupa Bændahöllina.\nGunnar skiptir þeim í þrjá hópa sem sýndu áhuga á kaupunum, sumir vildu endurvekja rekstur í húsinu, aðrir hugðust kaupa eignina fyrir hótelrekstur og svo var áhugi á opinberum rekstri, hjúkrunarheimili eða Háskóla Íslands.\nEn þetta er kannski svona á síðustu vikum orðið meiri alvara í umræðunni, sérstaklega miðað við bjartsýni í samfélaginu um aukið magn af túristum til landsins. En eruð þið ekki að renna út á tíma, tifar ekki klukkan á ykkur? Jú, jú það er sem ég segi, eina sem gengur í lífinu er klukkan. En þessi fjárhagslega endurskipulagning á grundvelli laganna rennur út núna sjöunda júlí. Þannig að þetta er heilmikil svipa á okkur að þetta gangi eftir.\nArion banki er stærsti kröfuhafinn. Gunnar segir að við söluna þurfi að gæta að hagsmunum allra kröfuhafa í Bændahöllinni ehf.","summary":"Fjárfestar sem tengjast Hótel Óðinsvéum vilja kaupa Bændahöllina. Viðræður eru hafnar um kaupin. Formaður Bændasamtakanna segir að unnið sé í kapp við tímann."} {"year":"2021","id":"209","intro":"Umboðsmaður barna vill að fyrirkomulag sundkennslu verði endurskoðað. Svo virðist sem sundið geti ýtt undir áreitni og einelti.","main":"Salvör Nordal, umboðsmaður barna, mælist til þess í bréfi til menntamálaráðherra að fyrirkomulag sundkennslu í grunnskólum landsins verði tekið til skoðunar með tilliti til skoðana grunnskólanema á því málefni.\nVið höfum auðvitað fengið ýmis erindi í gegnum tíðina uym að þetta er staður fyrir áreiti og einelti þannig að það er full ástæða að okkar mati að skoða þessi mál.\nKristín Guðmundsdóttir sundkennari og Ingi Þór Einarsson, lektor við íþróttafræðideild HR, ræddu þetta mál í Morgunútvarpinu á Rás2 í morgun. Þau sögðust fagna umræðunni en vildu ekki gera róttækar breytingar á sundkennslunni.\nSalvör Nordal segir að það hafi komið á óvart hversu miklar kröfur eru gerðar um færni í sundi í aðalnámskrá.\nÞetta er bara fín ábending, því að það er ekkert svo gott að það megi ekki ræða það eða reyna að breyta því, en það er margt þarna sem ég er ekkert sammála, mér finnst hins vegar þessar kröfur ekkert miklar og þær hafa minnkað töluvert undanfarin ár.","summary":null} {"year":"2021","id":"209","intro":"Belgía og Portúgal mætast í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta. Ljóst varð eftir að riðlakeppninni lauk í gærkvöld hvernig 16-liða úrslitin raðast.","main":"Frakkland, Þýskaland og Portúgal tryggðu sig öll áfram upp úr F-riðli, eða dauðariðlinum svokallaða. Frakkar gerði 2-2 jafntefli við Portúgala þar sem Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Portúgals. Hann jafnaði um leið Ali Daei frá Íran yfir markahæstu landsliðsmenn sögunnar. Báðir hafa þeir skorað 109 mörk fyrir landsliðs sín. Ali Daei mun þó tæplega skora fleiri fyrir Íran, þar sem hann er orðinn 52 ára og lagði skóna á hilluna 2006. Þýskaland og Ungverjaland gerðu svo líka 2-2 jafntefli í F-riðlinum í gærkvöld. Ungverjar misstu naumlega af sæti í 16-liða úrslitum. Þau hefast á laugardag. Þá mætast Wales og Danmörk og svo Ítalía og Austurríki. Á sunnudag spila Hollendingar við Tékka og stórleikur Belgíu og Portúgals verður um kvöldið. Á mánudag mætast Króatía og Spánn og svo Frakkland og Sviss. Stórslagur Englands og Þýskalands verður spilaður á þriðjudag og um kvöldið lýkur 16-liða úrslitunum með leik Svíþjóðar og Úkraínu.\nStjörnumenn voru æfir í leikslok þegar liðið féll úr keppni í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta í gærkvöld. KA vann Stjörnuna 2-1, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Boltinn virtist farinn út af vellinum í aðdraganda sigurmarksins sem skýrir reiði Stjörnufólks. Keflavík vann sætan sigur á Breiðabliki, 1-0 eftir framlengdan leik og C-deildarlið ÍR burstaði ÍBV 3-0. Eyjamenn leika deild ofar. Ólafur Jóhannesson stýrði FH í fyrsta sinn frá því hann tók við liðinu, þegar FH sló út Njarðvík 4-1. Önnur úrslit urðu þau að ÍA sigraði Fram, 3-0. HK sló Gróttu út, 2-1. Fjölnir hafði betur á móti Augnabliki, 4-1, Vestri lagði Aftureldingu, 2-1 og Knattspyrnufélagið Framherjar-Smástund úr Vestmannaeyjum, KFS sem er á botni fjórðu efstu deildar sigraði Víking Ólafsvík, 4-2. 32-liða úrslitunum lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Víkingur Reykjavík mætir Sindra Hornafirði, Kári af Akranesi fær KR í heimsókn, Valur og Leiknir Reykjavík mætast og Fylkir tekur á móti Úlfunum, sem er venslalið Fram.","summary":"Belgía og Portúgal mætast í 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta. Ljóst varð eftir að riðlakeppninni lauk í gærkvöld hvernig 16-liða úrslitin raðast."} {"year":"2021","id":"210","intro":"Ákvörðun knattspyrnusambands Evrópu, að banna Þjóðverjum að lýsa Allianz fótboltavöllinn í regnbogalitum fyrir leik Þjóðverja og Ungverja á EM í fótbolta í kvöld, hefur fallið í grýttan jarðveg. Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ segir málið líta illa út.","main":"Borgarstjórinn í Munchen, Dieter Reiter, óskaði eftir því við Evrópska knattspyrnusambandið að fá að lýsa upp knattspyrnuvöllinn í regnbogalitunum. Erindinu var hafnað á þeim forsendum að pólitísk skilaboð eigi ekki heima í íþróttinni. Borgarstjórinn gagnrýnir UEFA harðlega og segir að önnur opinber mannvirki í Munchen verði lýst upp í regnbogalitum. Ungverska þingið samþykkti nýlega lög sem þrengja að rétti hinsegin fólks. Þeim lögum hefur harðlega verið mótmælt víða um heim og ungversk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir ýmis mannréttindabrot. Heiko Maas untanríkisráðherra Þýskalands segir á Twitter að vissulega snúist fótbolti ekki um stjórnmál en íþróttin snúist um manneskjur, réttlæti og umburðarlyndi.\nKlara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ á sæti í nefnd á vegum Evrópska knattspyrnusambandsins um samfélagslega ábyrgð.\nÞetta er bara hið versta mál\nKlara hélt á vormánuðum erindi á vegum samtaka sem berjast fyrir mismunun í fótbolta.\nÞýskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að forsætisráðherra Ungverjalands, Victor Orban, hefði hætt við að fara á leikinn.","summary":null} {"year":"2021","id":"210","intro":"Hægt verður að fara gangandi eða hjólandi frá Skaftafelli alla leið að sporði Svínafellsjökuls þegar nýr jöklastígur kemst í gagnið. Verkefnið fékk tæpar hundrað milljónir úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða.","main":"Til stendur að leggja göngustíg meðfram Svínafellsjökli, eins konar jöklastíg fyrir bæði gangandi og hjólandi vegfarendur. Verkefnið fékk hæsta styrkinn úr framkvæmdasjóði ferðmannastaða í ár; tæpar hundrað milljónir króna.\nStígurinn verður lagður frá Svínafelli í Öræfum að Þjóðgarðinum í Skaftafelli. Leiðin liggur meðfram sporði Svínafellsjökuls, Skaftafellsjökull blasir einnig við og Hvannadalshnjúkur gnæfir yfir. Það er sveitarféalgið Hornafjörður sem heldur utan um verkefnið. Þar er Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri og segir markmiðið að fólk getið skoðað jökla á sjálfbæran hátt.\nÞá þarf fólk ekki lengur að fara þarna um þjóðveginn til að komast á milli staða. Bæði er þá hægt að fara á hjóli eða gangandi. Það er kominn vísir að hluta af gönguleiðinni. Frá Freysnesi upp á jöklinum og í lítinn hring þar. Það er vinsælt og það er vinsælt að geta gengið í nálægð jökla.\nFræðsluskilti verða sett upp á leiðinni sem þar sagt verður frá áhrifum hamfarhlýnunar á jöklana.\nÞetta er einnig hluti af stærra konsepti sem við erum að undirbúa sem heitir Jöklaleiðin. Það er komin leið frá Haukafelli á mýrum og að Skálafelli. Reyndar á eftir að leggja nýja brú þar sem fór. Það er einnig 14 kílómetra leið milli jökulsárlóna. Jökulsárlóns og Fjallsárlóns. Þar er gönguleið, stikuð reyndar eingögnu ekki á stíg. Markmiðið er að ná upp einu heildrænu gönguleiðakerfi í nágrenni jökla.","summary":"Hægt verður að fara gangandi eða á hjóli, frá Skaftafelli alla leið að sporði Svínafellsjökuls þegar nýr jöklastígur kemst í gagnið. Verkefnið fékk tæpar hundrað milljónir úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða. "} {"year":"2021","id":"210","intro":"Greiðslustöðvun rækjuvinnslunnar Kampa á Ísafirði hefur verið framlengd til 7. ágúst. Þá verður tekið til við að ljúka nauðasamningum við lánadrottna.","main":"Kampi fékk heimild til greiðslustöðvunar í janúar. Hún hefur verið framlengd nokkrum sinnum og nú síðast þangað til í byrjun ágúst. Kristján Jón Guðmundsson, skrifstofustjóri, segir útlitið bjartara nú en í upphafi árs. Mikil vinna hafi farið í að endurskipuleggja starfsemi fyrirtækisins, gagnsæi aukið og ferlum breytt. Rekstur hafi gengið vel það sem af er ári og byrjað sé að greiða niður forgangskröfur. Við lok greiðslustöðvunar sjöunda ágúst verði þá tekið til við að klára nauðasamninga við lánardrottna. Skuldir fyrirtækisins eru um tvö hundruð milljónir króna.\nKampi kærði bresti í bókhaldi til lögreglunnar á Vestfjörðum í febrúar og málið er enn til rannsóknar. Einum tveggja stjórnenda Kampa hafði þá þegar verið vikið úr starfi. Kristján segir ekki hafa orðið aðrar mannabreytingar hjá fyrirtækinu en rúmlega fjörutíu starfa hjá því.","summary":null} {"year":"2021","id":"210","intro":"Ferðasumarið 2021 fer vel af stað á Norðurlandi. Mikið er um bókanir og víða fullbókað á hótelum.","main":"Í fyrrasumar voru fáir erlendir ferðamenn á ferli en þeim mun fleiri Íslendingar. Í sumar hefur hlutfall erlendra ferðamanna aukist til muna. .\nBókanir hafa gengið vel á hótelum á Norðurlandi og erlendir gestir eru aftur í meirihluta. Flestir koma frá löndum þar sem bólusetning er langt komin og mest munar um Bandaríkjamenn.\nAsíubúar, og þá aðallega Kínverjar, voru stór hluti ferðamanna á Íslandi áður en faraldurinn braust út. Vegna ferðatakmarkanna í mörgum ríkjum Asíu og slaks gengis í bólusetningum hafa bókanir ekki borist frá Asíu en væntingar standa til að það breytist þegar líður að hausti.\nBókanir í hvalaskoðun hafa líka gengið vel og á það ekki bara við á Norðurlandi. Hlutfall íslenskra ferðamanna er minna en í fyrrasumar en Bandaríkjamenn í miklum meirihluta, eða 90%.\nIlla gengur þó að ráða starfsfólk og er í raun erfiðara en það var árið 2019.\nÁberandi er hve mikil bjartsýni rýkir í ferðaþjónustunni en óttinn við bakslag í faraldrinum er þó mikill.","summary":null} {"year":"2021","id":"210","intro":"985 íslenskir læknar sendu stjórnvöldum áskorun um að axla ábyrgð á vanda heilbrigðiskerfisins. Þeir mótmæla langdregnu sinnuleysi yfirvalda.","main":"Í áskorun sinni segja læknarnir að ítrekuð loforð um aðgerðir og úrbætur innan kerfisins hafi verið svikin. Theódór Skúli Sigurðsson, svæfingalæknir, er forsvarsmaður verkefnisins. Hann segir umræðu síðustu daga og ástand innan veggja spítalans hafa verið kornið sem fyllti mælinn.\nKornið sem fyllti mælin eru nokkur atriði sem hafa verið í umræðunni og viðvarandi neyðarástand vegna aðstæðna innan landspítalans.\nTheódór segir að læknar hafi stigið fram og látið áhyggjur sínar í ljós en talað fyrir daufum eyrum stjórnvalda.\nOkkar tilraun núna var að reyna að ýta\nTheódór segist sjaldan hafa fundið fyrir jafn mikilli umræðu um málið á milli starfsmanna Landspítalans sem Theodór segir þreytta eftir heimsfaraldur. Nú mæti þeim sparnaðarkrafa af hálfu spítalans. Krafist sé frekari afkasta, meiri árangurs fyrir minna fjármagn. Eitthvað verði undan að láta og hann segist hafa verulegar áhyggjur af bæði öryggi sjúklinga og lækna.\nÍ áskorun læknanna eru þær úrbætur sem þeir krefjast útlistaðar. Þar á meðal er krafa um að öldrunarþjónusta verði endurskipulögð fyrir allt suðvesturhorn landsins. Taka þurfi á skorti á gjörgæslurýmum hér á landi en síendurtekið þarf að fresta stórum skurðaðgerðum.\nÞá er gagnrýnt að verkefni séu flutt til heilsugæslustöðva án samráðs og án þess fjármagns sem þurfi til að takast á við verkefnin.\nAð mati læknanna ættu yfirvöld þá að hlúa meira að framsæknum fyrirtækjum í heilbrigðisrekstri í stað þess að líta á þau sem andstæðinga.","summary":"Læknar segjast vera orðnir þreyttir á sinnuleysi stjórnvalda í garð heilbrigðiskerfisins. Tæplæga þúsund læknar hafa skorað á stjórnvöld að axla ábyrgð á stöðu heilbrigðiskerfisins."} {"year":"2021","id":"210","intro":"Enginn hvítabjörn fannst á Hornströndum í nótt þrátt fyrir nokkurra klukkustunda leit úr lofti og er nú talið að engan slíkan sé þar að finna. Saursýni benda til þess að álftir séu sökudólgurinn, en hvítabirnir saklausir.","main":"Gönguhópur í Hlöðuvík á Hornströndum hafði samband við lögreglu í gærkvöld og greindi frá ummerkjum um óþekkt dýr, mögulega hvítabjörn. Lögreglan á Vestfjörðum óskaði þá aðstoðar Landhelgisgæslunnar, sem sendi þyrlu vestur.\nTveir lögreglumenn fóru með þyrlunni. Á vettvangi fundust fótspor og saur sem gat bent til þess að hvítabjörn hefði farið um svæðið. Haft var samband við þá sem voru í grenndinni og fólk beðið um að hafa varann á. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði eru ekki margir á svæðinu, að minnsta kosti eru tjöldin ekki mörg. Frekari leit bar ekki árangur og henni hætt um fjögurleytið. Í samráði við Matvælastofnun, MAST, voru tekin sýni úr saurnum sem gönguhópurinn fann.\nKristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun á Ísafirði, var á ferð í Hlöðuvík um helgina. Hún sagðist í samtali við RÚV í morgun hafa séð töluvert af stórum álftasporum. Það rennir því stoðum undir það að álft hafi stolið glæpnum af hvítabirni.\nSigríður Gísladóttir dýralæknir hjá Mast segir að líklega sé um álft að ræða. Fuglinn er stór og hægðirnar samsvarandi. Þó er það þekkt að svangir ísbirnir bíti gras. Hægðirnar verða rannsakaðar nánar að Keldum.\nFyrir 10 árum var hvítabörn felldur í Rekavík á Hornströndum. Lögreglan á Ísafirði mat aðstæður þannig að ómögulegt væri að vakta dýrið allan sólarhringinn og tryggja að það færi ekki í sjó eða flytti sig um set í átt að byggð. Af öryggisástæðum var ákveðið að fella dýrið.\nSigríður Inga Sigurjónsdóttir sem þá var hérðasdýralæknir segir að björninn hafi verið illa á sig kominn og því ekki um annað að ræða en að aflífa hann.","summary":null} {"year":"2021","id":"210","intro":"Hlutur ríkisins í Íslandsbanka er 20 milljörðum verðmætari eftir mikla verðhækkun á markaði í gær. Hlutabréf hækkuðu lítillega í morgun en of snemmt er að segja til um hvort verðlagning í hlutafjárútboði var of lág. Íslandsbanki birti í morgun lista yfir stærstu hluthafa bankans.","main":"Eftir mikla hækkun í gær hefur gengi hlutabréfa í Íslandsbanka náð jafnvægi og bréfin hækkuðu í morgun um 0,53 prósent. Mikil eftirspurn eftir bréfum í bankanum hefur hrundið af stað umræðu um hvort hlutabréf ríkisins hafi verið verðlögð of lágt í frumútboðinu. Þar var verðbilið 71 til 79 krónur á hvern hlut en á endanum seldust öll bréf á 79 krónur. Hluturinn er nú kominn yfir 95 krónur.\nVerðlagning er að hluta í höndum söluráðgjafa og er það meðal annars ákvarðað út frá fundum með mögulegum fjárfestum í aðdraganda útboðs. Viðmælendur fréttastofu segja enn of snemmt að fella dóma um hvort verðið hafi verið of lágt. Endanleg verðmyndun taki nokkurn tíma og þá þurfi að sjá hver viðbrögð markaðarins verða eftir að bankinn birtir næsta ársfjórðungsuppgjör.\nÍslandsbanki birti í morgun lista yfir stærstu hluthafa bankans að loknu frumútboði. Ríkissjóður heldur enn á stærsta hlutnum, 65 prósentum, og miðað við hækkun gærdagsins er sá hlutur 20 milljörðum verðmætari en hann var í gærmorgun. Níu erlendir sjóðir eiga samtals 8,7 prósenta hlut í bankanum, þar af á bandaríski sjóðurinn Capital World 3,2 prósent. Íslenskir lífeyrissjóðir eru áberandi í hluthafahópnum og ljóst að fjárfesting þeirra er þegar búin að skila góðri ávöxtun, hvað sem síðar verður.\nFjármálaráðherra hefur þegar lýst yfir vilja til að selja stærri hlut í bankanum. Það kemur þó í hlut næstu ríkisstjórnar að ákveða það enda 180 daga sölubann eftir útboð og kosningar í september.","summary":null} {"year":"2021","id":"210","intro":"Stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum hyggjast þjóðnýta flugfélagið Cabo Verde Airlines. Dótturfélag Icelandair Group og íslenskir fjárfestar eiga meirihluta í félaginu.","main":"Forsætisráðherra Grænhöfðaeyja segir að til standi að þjóðnýta flugfélagið Cabo Verde Airlines. Það hefur síðustu ár verið í meirihlutaeigu dótturfélags Icelandair Group og íslenskra fjárfesta.\nUlisses Correia e Silva forsætisráðherra greindi frá þessu í viðtali í ríkissjónvarpi Grænhöfðaeyja á mánudag. Vegna heimfaraldursins hafa áætlunarferðir Cabo Verde Airlines til áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku legið niðri frá því í mars í fyrra. Tekjur af ferðafólki skipta ríkissjóð landsins og íbúana miklu máli og því leit út fyrir að betri tíð væri í vændum þegar tilkynnt var í byrjun júní að flug hæfist að nýju 18. júní. Áformað var að fljúga fjórum sinnum í viku til Lissabon til að byrja með, einu sinni til Boston og einu sinni til Parísar. Haft var eftir Erlendi Svavarssyni, forstjóra félagsins, að loksins væri hægt að endurlífga starfsemina á rústum faraldursins.\nEitthvað virðist hafa farið úrskeiðis, því starfsemin hófst ekki 18. júní eins og lofað hafði verið. Þremur dögum síðar lýsti Ulisses Correia e Silva forsætisráðherra yfir vonbrigðum sínum. Þar sem stjórnendur flugfélagsins gætu ekki staðið sína plikt ætlaði hann að hefja undirbúning þess að þjóðnýta flugfélagið. Einnig þyrfti að hafa í huga afkomu starfsfólks fyrirtækisins.\nCabo Verde Airlines var einkavætt árið 2019 þegar Loftleiðir, dótturfélag Icelandair Group, og íslenskir fjárfestar eignuðust 51 prósents hlut í því. Starfsfólkið eignaðist 10 prósent og afgangurinn var áfram í eigu ríkisins.","summary":"Stjórnvöld á Grænhöfðaeyjum hyggjast þjóðnýta flugfélagið Cabo Verde Airlines. Dótturfélag Icelandair Group og íslenskir fjárfestar eiga meirihluta í félaginu."} {"year":"2021","id":"210","intro":"Keflavík kom í veg fyrir að Íslandsmeistaratitillinn í úrvalsdeild karla í körfubolta færi á loft í gærkvöld. Keflvíkingar unnu þá Þór Þorlákshöfn í þriðja leik úrslitaeinvígisins.","main":"Þórsarar voru búnir að vinna fyrstu tvo leiki einvígisins og þurftu því einn sigur til viðbótar til að tryggja sér titilinn. Það gekk ekki eftir því Keflvíkingar reyndust sterkari frá fyrstu mínútu og unnu leikinn með 14 stiga mun, 97-83. Staðan í einvíginu er nú 2-1. Fjórði leikur liðanna verður spilaður í Þorlákshöfn á föstudag og Þórsarar geta því tryggt sér titilinn á heimavelli. Vinni Keflavík mætast liðin í oddaleik suður með sjó.\nRiðlakeppni Evrópumóts karla í fótbolta lýkur í dag og í kvöld með fjórum leikjum. Mesta spennan er í F-riðlinum þar sem Portúgal og Þýskaland eiga bæði í hættu á að sitja eftir. Heimsmeistarar Frakka eru með 4 stig og þegar öruggir áfram en Portúgal og Þýskaland eru jöfn með þrjú stig. Þrátt fyrir að Ungverjaland sé aðeins með eitt stig geta Ungverjar enn komist í 16-liða úrslitin með hagstæðum úrslitum í kvöld. Ungverjaland mætir Þýskalandi og Portúgal Frakklandi og hefjast leikirnir klukan sjö. Síðasta umferð E-riðilsins verður einnig spiluð klukkan fjögur í dag en þar eru Svíar öruggir í 16-liða úrslitin. Svíþjóð mætir Póllandi og Spánn mætir Slóvakíu en Slóvakar eru með þrjú stig, Spánverjar tvö og Pólverjar eitt.\nKeppni í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla í fótbolta heldur áfram í kvöld og eru tveir úrvalsdeildarslagir á dagskrá. Í Garðabæ mætast Stjarnan og KA og þá fær Keflavík Breiðablik í heimsókn. Þór frá Akureyri, Haukar og Völsungur tryggðu sér í gær sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.\nSpænski kylfingurinn Jon Rahm er kominn í efsta sæti heimslistans eftir sigurinn á Opna bandaríska meistaramótinu um helgina. Rahm tók toppsætið af Bandaríkjamanninum Dustin Johnson sem setið hafði á toppnum í 43 vikur samfleytt. Síðustu vikur hafa verið ansi magnaðar fyrir Rahm. Hann var með afgerandi forystu fyrir lokahringinn á Memorial-mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi fyrir tveimur vikum en varð að draga sig úr keppni þar sem hann greindist með kórónaveirusmit. Rahm losnaði úr einangrun skömmu fyrir Opna bandaríska og tryggði sér svo sinn fyrsta sigur á risamóti.","summary":"Keflavík vann Þór Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í gærkvöld. Riðlakeppni Evrópumótsins í fótbolta lýkur í kvöld."} {"year":"2021","id":"211","intro":null,"main":"Bólusett er í Laugardalshöll í Reykjavík í dag með bóluefni Janssen. Nú í hádeginu var búið að bólusetja þá aldurshópa sem dregnir voru út í byrjun mánaðarins og núna geta allir þeir sem eru óbólusettir, fæddir 2002 og fyrr, fengið bólusetningu.\nÁ morgun verður bólusett með Pfizer í höllinni en AstraZeneca bólusetningar sem áttu að vera á fimmtudag frestast því bóluefnið er ekki komið til landsins. Gert er ráð fyrir að um 33 þúsund verði bólusett í þessari viku, samtals fá 18 þúsund Pfizer, þar af 8.500 fyrri bólusetningu, tíu þúsund Janssen og á landsbyggðinni fá liðlega fimm þúsund seinni skammt AstraZeneca.","summary":"Bólusett er í Laugardalshöll í dag með bóluefni Janssen. Bólusetning gekk vel í morgun og nú geta allir þeir sem eru fæddir 2002 og fyrr og eru óbólusettir fengið bólusetningu í höllinni. "} {"year":"2021","id":"211","intro":"Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir eðlilegan hluta af eftirlitshlutverki að óska skýringa hjá SÁÁ á útgjöldum. Ekki sé um einsdæmi að ræða.","main":"Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að ósk um skýringar SÁÁ á hundrað þrjátíu og fjórum milljónum króna, sé hluti af eftirlitshlutverki. Beðið sé eftir svari frá SÁÁ á útgjöldunum.\nSjúkratryggingar Íslands sendu SÁÁ bréf í byrjun júni þar sem óskað er svara frá stofnuninni vegna útgjalda upp á vel á annað hundrað milljóna króna.\nEftirlitsdeild var stofnuð hjá Sjúkratryggingum í ársbyrjun.\nEinar Hermannsson forstjóri SÁÁ segir samtökunum hafa verið brugðið við erindi Sjúkratrygginga. Í bréfinu sé óskað eftir endurgreiðslum upp á annað hundrað milljóna króna. Því hafni SÁÁ.\nMaría Heimisdóttir forstjóri sjúkratrygginga Íslands segir eðlilegt að efla eftirlit með útgjöldum. Misræmi virðist vera á milli gagna um þjónustu sem veitt hefur verið og krafna sem sendar voru til Sjúkratrygginga til greiðslu.\nNei það er alls ekki tímabært að tala neitt um endurkröfu sem slíka. Þessu eftirlitsverkefni er ekki lokið og okkur finnst alls ekki tímabært að fullyrða um hvort það verða endurkröfur eða að hvaða umfangi. Er þetta einsdæmi eða eruð þið að líta á mörg fyrirtæki með sama hætti? Já við erum með ýmiss konar verkefni í gangi.\nþað er allur gangur á því hvort um endurkröfu verður að ræða","summary":null} {"year":"2021","id":"211","intro":"Hugmyndir um friðun Langaness var rædd á kynningarfundi á Þórshöfn í gær. Landeigendur hafa áhyggjur af því að nýtingu landgæða verði settar skorður.","main":"Frá upphafi síðasta árs hefur sveitarstjórn Langanesbyggðar kannað möguleika þess að friðlýsa utanvert Langanes. Umhverfisstofnun hefur gert ítarlega úttekt um þá möguleika sem felast í friðun. Stig friðunar eru mörg. Mesta friðunin felst í að gera svæðið að þjóðgarði. Í úttekt Umhverfisstofnunar eru kostir, gallar og kvaðir friðunar skoðaðir.. Hvorki hefur verið tekin ákvörðun um stig friðunar né hvort friðað verði á annað borð. Nú verði farið í að kynna málið fyrir íbúum og landeigendum og fundurinn á Þórshöfn í gær var liður í því.\nÁ fundinum var farið yfir úttekt Umhverfisstofnunar og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, greindi frá reynslu Snæfellinga af Snæfellsþjóðgarði.Hann sagði að þjóðgarðsfriðun fæli aðeins í sér kosti.\nEnginn býr á svæðinu en landeigendur þar hafa mestar áhyggjur af þeim skorðum sem friðun setur um nýtingu lands. Jónas Egilsson sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að þó svæðið verði friðað sé hægt að fá ákveðnar heimildir til nýtingar.\nNæstu skref eru að ræða frekar við íbúa og landeigendur því vissulega setji friðun ákveðnar skorður á framkvæmdir og nýtingu á svæðinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"211","intro":"Forseti Filippseyja hótar þeim fangelsisvist sem neita að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. COVID-19 faraldurinn hefur dregið yfir 23 þúsund landsmanna til dauða.","main":"Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hótar að láta fangelsa fólk sem neitar að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Rúmlega tvær milljónir af hundrað og tíu milljón íbúum landsins eru full-bólusettar.\n\"Það er neyðarástand í landinu. Ykkar er valið, látið bólusetja ykkur eða þið verðið handtekin,\" sagði Duterte í sjónvarpsávarpi í gær.\nHingað til hafa heilbrigðisyfirvöld á Filippseyjum mælt með bólusetningu, en jafnframt tekið fram að fólk ráði hvað það geri í þeim efnum. Stjórnvöld í Manila settu sér það markmið að bólusetja á árinu sjötíu milljónir af hundrað og tíu milljónum landsmanna. Á sunnudag höfðu tvær komma ein milljón hlýtt kallinu. Þetta sagði forsetinn með öllu óviðunandi þegar hann ávarpaði þjóðina í gær.\nYfirvöld á einstökum svæðum hafa gripið til ýmissa ráða til að hvetja fólk til að láta bólusetja sig. Í einu af fátækrahverfum Manila er til dæmis boðið upp á happdrætti. Í hverri viku er dregið úr nöfnum þeirra sem fara í bólusetningu. Í boði eru tuttugu vinningar, til dæmis 25 kílóa sekkur af hrísgrjónum. Um síðustu mánaðamót létu að jafnaði fjögur hundruð bólusetja sig á hverjum degi. Eftir að happdrættið var sett í gang eru þeir tvö þúsund.","summary":"Forseti Filippseyja hótar þeim fangelsisvist sem neita að láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Faraldurinn hefur dregið yfir 23 þúsund landsmanna til dauða. "} {"year":"2021","id":"211","intro":"Tíu ára drengur, sem þarf á mikilli tal- og lestrarþjálfun að halda, var á biðlista í talþjálfun í tvö ár áður en kallið kom. Þegar á reyndi var hins vegar tveggja ára beiðni frá heimilslækni útrunnin og drengurinn missti af tímanum.","main":"Elva Björk Ágústsdóttir, kennari og móðir drengsins, segir að þetta sé saga sonarins og foreldra hans í tíu ár. Hún segir að rót vandans felist í skorti á talmeinafræðingum. Ekki vanti áhugann hjá fólki, en flókið endurgreiðslu-, greiningar- og beiðnakerfi gangi alls ekki upp.\nJá tíu ár og alltaf þurfum við nýja beiðni. Við þurfum nýjar greiningar stundum af því barnið þroskast og breytist. Vandinn breytist með auknum aldri. Við erum alltaf að byrja á núllpunkti, alltaf að bíða í tvö ár. En það er líka svolítið sérstakt og sýnir hversu kerfið er stórgallað að þú getur farið framhjá kerfinu. Þú getur farið og komist að hjá einhverjum sem er ekki kominn inn í niðurgreiðslu hjá Sjúkratryggingum og borgað fullt gjald. Og við gerðum það í síðustu viku, fórum þá í þrjá tíma hjá lestrarþjálfara og það kostaði okkur 30 þúsund krónur. Þetta geta ekkert allir gert og þetta á ekkert að vera svona á Íslandi. Það er auðvitað fullt af fólki sem vill læra talmeinafræði. Það er fólk sem kemst ekki inn í námið. Það komast aðeins 15 í námið annað hvert ár, sem er auðvitað bara brenglun. Við þurfum auðvitað miklu fleiri talmeinafræðinga því þeir eru ekki bara að vinna með litlum börnum. Talmeinafræðingar eru líka að vinna með fólki sem hefur fengið áverka á heila, með alzheimer sjúklingum o.sv.frv. Þetta er starfstétt sem er gríðarlega mikilvæg, en þegar kemur að börnunum er svo mikilvægt að grípa inn í strax. En við erum að bíða og bíða og bíða. Við erum að bíða í tvö ár og það er rosalega langur tími fyrir ltila krakka.","summary":null} {"year":"2021","id":"211","intro":"Samherji biðst afsökunar á framferði fyrirtækisins í Namibíu en neitar að lög hafi verið brotin, nema af hálfu fyrrverandi framkvæmdastjóra.","main":"Samherji birti í morgun auglýsingu í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu undir fyrirsögninni: \u001eVið gerðum mistök og biðjumst afsökunar. Þar segir að ámælisverðir viðskiptahættir hafi fengið að viðgangast í starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, veikleikar hafi verið í stjórnskipulagi og ekki brugðist við eins og hefði átt að gera. Þetta sé harmað og einlægrar afsökunar beðist og það geri Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri fyrirtækisins einnig, en hann skrifar undir auglýsinguna. Samherji birtir á heimasíðu sinni yfirlýsingu þar sem fyrirtækið segist gera grein fyrir nokkrum helstu niðurstöðum rannsóknar norsku lögmannsstofunnar Wikborg Rein á starfsemi fyrirtækisins í Namibíu. Í yfirlýsingu Samherja segir meðal annars að rannsókn Wikborg Rein hafi leitt íljós að ákveðin atriði í rekstri félaga tengdum Samherja í Namibíu hafi vakið upp spurningar um vandaða viðskiptahætti. Að mati Samherja virðist sem ekki hafi verið vandað nægilega vel til verka. Samherji hafi notið ráðgjafar heimamanna í Namibíu, með pólitísk tengsl, á grundvelli ráðgjafarsamnings um aðgengi að aflaheimildum og segir í yfirlýsingunni að Wikborg Rein telji að ráðning þessara ráðgjafa, og láta aðkomu háttsettra aðila í stjórnkerfi Namibíu að ráðgjöfinni óátalda, hafi vakið upp spurningar um vandaða viðskiptahætti. Þrátt fyrir að rannsókn sýni að raunveruleg ráðgjöf hafi verið veitt hafi þeim verið greitt án greinargóðra skýringa og fylgiskjala. Samherji hafnar ásökunum um mútugreiðslur, en tekur undir að haga hefði mátt greiðslunum öðruvísi. Samherji segir það vera niðurstöðu skýrslunnar að Jóhannes Stefánsson fyrrverandi framkvæmdastjóri félaga Samherja í Namibíu hafi tekið verulegar fjárhæðir af reikningum félaganna án skýringa og margt bendi til að peningarnir hafi verið notaðir með óréttmætum hætti. Samherji segir einnig í yfirlýsingu sinni að mistök hafi verið gerð í rekstri fyrirtækisins í Færeyjum sem tengdust alþjóðlegri skipaskrá og biðst velvirðingar á þeim. Í lok yfirlýsingarinnar segir Þorsteinn Már að engin refsiverð brot hafi verið framin í Namibíu af hálfu fyrirtækja Samherja ef undan sé skilin háttsemi fyrrverandi framkvæmdastjóra. Hann sem forstjóri beri engu að síður ábyrgð. Fréttastofan óskaði eftir viðtali við Þorstein Má, en því var hafnað og vísað í fyrrgreinda yfirlýsingu. Einnig var óskað eftir aðgangi að skýrslu Wikborg Rein og segir í skriflegu svar frá Samherja að skoðað verði hvort frekari upplýsingar verði veittar, meta þurfi hvort birting kunni að hafa áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum og rétt þeirra sem koma við sögu í skýrslunni. Samkvæmt upplýsingum frá embætti héraðssaksóknara hefur embættið ekki fengið skýrslu Wikborg Rein en fyrirhugað sé að funda með lögmönnum stofunnar þegar aðstæður leyfa.","summary":"Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja biðst afsökunar á þeim vinnubrögðum sem voru viðhöfð í Namibíu, en fullyrðir að engin refsiverð brot hafi verið framin af hálfu fyrirtækja Samherja, ef undan er skilinn háttsemi fyrrverandi framkvæmdastjóri þar."} {"year":"2021","id":"211","intro":"Gengi hlutabréfa í Íslandsbanka í fyrstu viðskiptum dagsins var 20 prósentum yfir útboðsgengi. Íslandsbanki er þriðja stærsta félagið að markaðsvirði í Kauphöllinni. Nú rétt fyrir hádegi var búið að selja hlutabréf fyrir rúma fjóra milljarða króna í tæplega 400 viðskiptum.","main":"Það ríkti mikil eftirvænting þegar Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringdi bjöllu til marks um að viðskipti væru hafin í bréfum bankans.\nÉg var bara svo ánægð með þessa breiðu þátttöku. Það var frábært að fá þessa 24 þúsun nýja hluthafa. Stóra og smáa, innlenda og erlenda. Algjörlega frábært.\nViðbrögðin í útboðinu voru náttúrulega sérlega glæsileg, níföld eftirspurn og gengið hækkar núna í fyrstu viðskiptum duglega. En að það skyldi vera níföld eftirspurn skal ég viðurkenna að koma mér á óvart en ég átti von á góðum viðtökum.\nÞetta hlutafjárútboð, þýðir það ekki að áhugi verður meiri og þið fáið fleiri félög inn í Kauphöllina? Jú ekki spurning nú þegar koma svona margir nýir fjárfestar inn á markaðinn. Þá er ég ekki í nokkrum vafa um að önnur skráð félög muni njóta góðs af og muni hvetja til skráningar á hlutabréfamarkaði.\nÍslandsbanki er þriðja stærsta félagið í Kauphöllinni en fyrir eru 23 félög. Tvö félög bætast við í byrjun júlí; Flugfélagið Play og tölvuleikjafyrirtækið Solid Cloud.","summary":null} {"year":"2021","id":"211","intro":"Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á toppinn í úrvalsdeild kvenna í fótbolta eftir stórsigur á Selfossi í gærkvöldi. Selfoss var á toppnum fyrir umferðina.","main":"Breiðablik hafði í gærkvöld toppsæti úrvalsdeildarkvenna í fótbolta af Selfossi. Liðin mættust í úrhelli á heimavelli þeirra síðarnefndu.\nEkki var hægt að hefja leik á heimavelli Selfyssinga þegar til stóð vegna veðurs. Það blés hressilega og rigndi og dómurunum fannst línur vallarins ekki sjást nógu vel. Leikurinn var því færður yfir á gervigrasvöll félagsins. Blikar voru 2-0 yfir í leikhléi eftir mörk frá landsliðskonunni Öglu Maríu Albertsdóttur og Taylor Marie Ziemer. Karitas Tómasdóttir og Birta Georgsdóttir bættu svo í fyrir Breiðablik í síðari hálfleik sem fagnaði 4-0 sigri og toppsætinu að sjö umferðum loknum. Valur sem gerði 1-1 jafntefli við Þór\/KA er í öðru sæti. Stjarnan vann ÍBV 3-0 og er í fjórða sæti. Loks lyfti Fylkir sér upp úr fallsæti með 4-2 sigri á Þrótti.\nÍ úrvalsdeild karla mættust Víkingur og KR í lokaleik níundu umferðar. Nikolaj Hansen kom Víkingum yfir í fyrri hálfleik og Kristján Flóki Finnbogason jafnaði fyrir KR í uppbótartíma, lokatölur 1-1 og Víkingur er áfram í öðru sæti deildarinnar og KR því fimmta.\nEllefu þjóðir eru öruggar áfram í 16-liða úrslit Evrópumóts karla í fótbolta. Það eru Ítalía, Belgía, Holland, Wales, Danmörk, Austurríki, Sviss, Tékkland, England, Svíþjóð og Frakkland. Spilað verður um fimm síðustu sætin í kvöld og á morgun. Tveir úr enska hópnum eru farnir í sóttkví eftir að hafa faðmað Skotann Billy Gilmour sem greindist síðar með kórónuveiruna. Þeir Mason Mount og Ben Chilwell verða því ekki með Englendingum gegn Tékkum í kvöld og mögulega ekki heldur í 16-liða úrslitum mótsins.\nÞór Þorlákshöfn getur fagnað Íslandsmeistaratitili karla í körfubolta í kvöld. Liðið mætir þá Keflavík í Keflavík í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu. Þór er 2-0 eftir að hafa unnið fyrsta leikinn 91-73 og annan 88-83 en vinna þarf þrjá til að verða Íslandsmeistari. Keflavík sem varð deildarmeistari í vor heldur því lífi í einvíginu með sigri.","summary":"Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnir á toppinn í úrvalsdeild kvenna í fótbolta eftir stórsigur á Selfossi í gærkvöldi. Selfoss var á toppnum fyrir umferðina. "} {"year":"2021","id":"211","intro":"Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að hugmyndin um að banna rafskútuleigu á helgarkvöldum sé áhugaverð. Þetta sé gert í sums staðar í Danmörku og Svíþjóð til að koma í veg fyrir ölvunar- og hraðakstur. Hann segir að rafskútur séu komnar til að vera og að yfirvöld og almenningur verði að aðlagast og venjast nýjum veruleika. Núna blasi vandi við.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"211","intro":"Kalt er á fjöllum og stór hluti Sprengisandsleiðar ófær vegna snjóa. Kjalvegur er fær fjallabílum og verður fólksbílafær næstu daga.","main":"Meira en helmingur Sprengisandsleiðar er ófær og lokaður vegna snjóa og aurbleytu. Kjalvegur er fær fjallabílum en verið er að hefla fyrir fólksbíla inn að Hveravöllum. Nokkrir tugir göngugarpa hafa lagt á Laugaveginn. Flestir gista í skála því lítt viðrar til tjaldútilegu.\nOpið er inn í Landmannalaugar, að Sigöldu og Dómadalsleið og austan frá inn í Eldgjá. Þar á milli er lokað um Fjallabaksleið nyrðri. Kannað verður á fimmtudag hvort unnt verður að opna á milli.\nÁgúst Freyr Bjartmarsson er yfirverkstjóri Vegagerðarinnar í Vík.\nNúna var mjög snjólétt í vetur þess vegna bjóst maður við að geta opnað fyrr heldur en síðustu ár en út af maí og júní hafa verið svo kaldir að það hefur lítið gerst á fjöllum þannig að það er að ná endum saman miðað við í fyrra sem var mjög snjómikið.\nMarautt er í Veiðivötn og Sprengisandur er opinn inn að Versölum fyrstu sextíu kílómetrana sunnan að. Ekki er unnt að fara lengra vegna snjóa. Nýidalur á Miðhálendinu er utan seilingar vegna fannfergis, klaka og leðju.\nSnjómokstur þurfti við Þakgil um miðjan mánuð og björgunarsveitir til að bjarga fólki í ógöngum.\nKjalvegur er greiðfær inn í Kerlingafjöll og stendur vinna yfir við veginn þaðan og inn á Hveravelli. Þótt fært hafi verið fyrir fjallabíla er vegurinn enn ófær fólksbílum. Menn hafa verið á tánum og ryðja um leið og hægt er vegna kulda, segir Ágúst Sigurjónsson yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á suðursvæði. Vonast er til að verkinu ljúki næstu daga.\nUm helgina snjóaði á Fimmvörðuhálsi. Snjór er frá Brennisteinsöldu í Landmannalaugum og stikur sjást ekki frá Stórahver og niður Jökultungur, að sögn Guðrúnar Georgsdóttur skálavarðar í Þórsmörk. Allt er á kafi við Hrafntinnusker. Göngufólk á Laugaveginum ætti því að vera með GPS-tæki og vel búið. Vetraraðstæður ríkja. Nokkrir tugir göngugarpa hafa lagt á Laugaveginn og flestir gista í skálum, að sögn Katy Featherstone skálavarðar í Landmannalaugum.","summary":"Kalt er á fjöllum og stór hluti Sprengisandsleiðar ófær. Kjalvegur er fær fjallabílum og verður fólksbílafær næstu daga."} {"year":"2021","id":"212","intro":"Menningarsetrinu Hannesarholti var lokað í dag, að óbreyttu til frambúðar. Hallveig Rúnarsdóttir, formaður félags íslenskra tónlistarmanna, segir þetta mjög sorglega stöðu þar sem mikill skortur sé á tónleikaaðstöðu af þessari stærð í Reykjavík.","main":"Sjálfseignarstofnunin Hannesarholt hefur haldið úti menningarsetri í sögufrægu húsi Hannesar Hafstein frá 2013 en húsið var reist árið 1915. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir, forstöðukona Hannesarholts, sagði í kvöldfréttum í gær að fjármagn stofnunarinnar væri á þrotum og ekki væri hægt að halda henni gangandi lengur. Hannesarholt er sjálfseignarstofnun sem ekki er rekin í hagnaðarskyni en hefði hún verið einkahlutafélag rekið í hagnaðarskyni hefði Hannesarholt átt rétt á svokölluðum covid-styrk upp á tuttugu milljónir.\nHallveig Rúnarsdóttir segir þetta mikið högg fyrir íslenska tónlistarmenn og þá sérstaklega klassíska listamenn.\nþað er auðvitað bara rosalega sorglegt\nKlassísk deild félags íslenskra tónlistarmanna segir að mjög sé þrengt að möguleikum til tónleikahalds í klassíska geiranum með lokun Hannesarholts en einnig hafi verið minnkaður stuðningur Listasafns Íslands við tónleikahald í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Báðir þessi staðir hafi verið ómetanlegur vettvangur klassískra tónlistarmanna hérlendis til fjölda ára og þetta séu því afar slæmar fréttir.","summary":null} {"year":"2021","id":"212","intro":"Kröpp sumarlægð gengur yfir vestanvert landið í dag með allt að þrjátíu og fimm metrum á sekúndu í kviðum. Varhugavert getur verið að vera á ferð með aftanívagna.","main":"Hvellur gengur yfir landið vestanvert í dag. Varhugavert getur verið að vera með hjólhýsi, hestakerrur, tjaldvagna og aðra aftanívagna á ferðinni á meðan verstu lætin ganga yfir. Farið verður að lægja upp úr klukkan átta í kvöld.\nGert er ráð fyrir allt að þrjátíu til þrjátíu og fimm metrum á sekúndu í hviðum á Snæfellsnesi fram eftir degi. Einnig verður stormur norðan Skarðsheiðar frá hringveginum við Seleyri að Skeljabrekku.\nRigning fylgir í ofaníkaupið. Einar Sveinbjörnsson er veðurfræðingur hjá Vegagerðinni.\nAðallega þeir sem eru úti á ferðinni að gæta sín á vindhviðum. Þær verða einkanlega á norðanverðu Snæfellsnesi eins og oft áður í sunnanáttinni og líka í Borgarfirði og þá einkum frá gatnamótunum yfir Borgarfjarðarbrúna og inn með Skarðsheiðinni og að Seleyri á leiðinni í Skorradal og á þeim slóðum. Kannski víðar í dölum og á sunnanverðum Vestfjörðum. Það fylgir þessu líka slagveðursrigning talsverð úrkoma hún er mest um suðvestan og vestanvert landið. Þetta er fyrst og fremst sumarleg og dálítið kröpp lægð sem er að fara yfir landið í dag.","summary":"Kröpp sumarlægð gengur yfir vestanvert landið í dag með allt að þrjátíu og fimm metrum á sekúndu í hviðum. Varhugavert getur verið að vera á ferð með aftanívagna."} {"year":"2021","id":"212","intro":"Sænska ríkisstjórnin er fallin. Þingmenn á sænska þinginu samþykktu vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata í morgun. Stefan Löfven forsætisráðherra fær viku til að ákveða hvort hann segir af sér eða boðar til nýrra kosninga.","main":"Þingmenn á sænska þinginu samþykktu vantraust á ríkisstjórn Stefans Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, í morgun. Löfven fær viku til að afla stuðnings við nýja stjórn en hann er fyrsti sænski forsætisráðherrann sem er felldur með þessum hætti.\nRíkisstjórn Jafnaðarmanna og Græningja hefur aðeins þriðjung atkvæða að baki en þingmenn Miðflokksins, Frjálslyndra og Vinstriflokksins hafa varið hana falli. Stjórnin missti stuðning Vinstriflokksins í síðustu viku en helsta ástæða þess er sú ákvörðun stjórnarinnar að aflétta hömlum á leiguverði nýs íbúðarhúsnæðis - en óttast er að það verði til þess að leiguverð hækki. Nooshi Dadgostar, leiðtogi Vinstriflokksins, sagði fyrir atkvæðagreiðsluna í morgun að þetta væru svik við sænska velferðarlíkanið og kjósendur Jafnaðarmanna. Hún hefði sjálf notið góðs af þessu kerfi og því ætti ekki að breyta.\nÞegar ljóst var að stjórnin nyti ekki stuðnings lögðu Svíþjóðardemókratar strax fram vantrauststillögu, og hún var samþykkt í morgun með 181 atkvæði, 109 sögðu nei og 51 þingmaður sat hjá.\nOg eins og heyra má var klappað í þingsal þegar Andreas Norlén, forseti þingsins, greindi frá niðurstöðunni. Löfven hefur til þriðjudagsins 29. júní til að velja milli tveggja kosta, nýrra kosninga sem verða í síðasta lagi í september eða reyna áfram að mynda starfhæfa stjórn. Hann hefur ekki marga kosti, nema ef hann frestar leiguverðshækkunum sem fóru fyrir brjóstið á Dadgostar og Vinstriflokknum, því hún sagðist nú fyrir hádegi taka honum opnum örmum ef svo færi. Stjórnarandstöðuflokkarnir til hægri reyna líklega að afla stuðnings við minnihlutastjórn samhliða því að Löfven reynir að treysta böndin við gömlu félagana. Það verður erfitt því eftir síðustu kosningar tók það fjóra mánuði að mynda nýja ríkisstjórn. En Löfven segist ætla að reyna til þrautar.","summary":"Sænska ríkisstjórnin er fallin. Þingmenn á sænska þinginu samþykktu vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata í morgun. Stefan Löfven forsætisráðherra fær viku til að ákveða hvort hann segir af sér eða boðar til nýrra kosninga. "} {"year":"2021","id":"212","intro":"Mikið fjölmenni var á Akureyri um helgina. Nokkur erill var hjá lögreglunni og þá mest vegna gesta Bíladaga Bílaklúbbs Akureyrar.","main":"Óvenjumargir heimsóttu Akureyri í síðustu viku og um helgina. Menntaskólinn á Akureyri útskrifar nemendur sína 17. júní og gamlir nemendur skólans koma saman til að fagna útskriftarafmælum sínum. Þá komu stúlkur í 7. flokki í fótbolta af öllu landinu saman á Íslandsbankamóti KA ásamt föruneyti en langstærsti viðburðurinn var Bíladagar.\nBíladögum hefur löngum fylgt mikill hávaði til dæmis vegna spóls og hraðaksturs. Aðalsteinn Júíusson, varðstjóri Lögreglunnar á Akureyri segir að helgin hafi gengið betur en síðustu ár. Engu að síður hafi verið mjög mikið að gera um helgina. Frá fimmtudegi til sunnudagskvölds komu 150 mál inn á borð lögreglunnar.\nMest var að gera á tjaldsvæði Bílaklúbbsins við Hlíðarfjallsveg þar sem var nokkuð um slagsmál sem þurfti að hafa afskipti af. Nokkuð var um bæði ölvunar- og fíkniefnaakstur sem og að próflausir og vímaðir menn sætu undir stýri. Eitthvað var um hraðakstur sem var mestur mældur í umdæminu 143 kílómetrar á klukkustund. Alls sátu sjö menn í fangaklefa lögreglustöðvarinnar á Akureyri um helgina.\nSamkvæmt vaktstjóra lögreglunnar fóru önnur hátíðarhöld vel fram og ekki þurfti að hafa afskipti af þeim.","summary":null} {"year":"2021","id":"212","intro":"Þriðjungur af rafskútslysum í umferðinni verða þegar ökumenn nota tækið í fyrsta sinn. Fjörutíu og fimm prósent þeirra sem slösuðust á rafskútum í fyrrasumar voru undir 18 ára aldri.","main":null,"summary":" Nærri helmingur þeirra sem slasast á rafskútum er undir 18 ára aldri. Flestir slasast þeir þeir nota tækið i fyrsta sinn. "} {"year":"2021","id":"212","intro":"Haraldur Benediktsson segir málefnin ráða varðandi áframhaldandi þátttöku í stjórnmálum. Hann neitar hvorki né játar því hvort hann haldi áfram.","main":"Haraldur Benediktsson liggur undir feldi og veltir fyrir sér áframhaldandi þátttöku í stjórnmálum. Hann varð í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Haraldur sagði í síðustu viku að hann ætlaði ekki að taka sæti á lista ef hann fengi ekki fyrsta sætið. Hann sagðist í gær standa við fyrri orð sín um að það geti ekki verið gott fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu. Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir varð í fyrsta sætinu. Haraldur segir nú að málefnin ráði ákvörðun um framhaldið.\nHaraldur segir niðurstöðu prófkjörsins vissulega ekki hafa verið það sem hann stefndi að en stuðningur við hann hafi engu að síður verið mikill og góður. Hann þurfi að átta sig á hvers konar pólitík verði ofan á í kjördæminu þar sem hann sé ekki lengur oddviti og taka ákvörðun í kjölfar þess.\nÉg er ekki búinn að segja nei og ég er ekki búinn að segja já. Ég vil fá að ræða hvað ætla frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins að leggja áherslu á í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum og hvaða áherslur leggjum við til hagsbóta fyrir íbúana þar. Og í kjölfar þess tekurðu ákvörðun, þannig að þú ert ekki hættur í stjórnmálum Haraldur. Losnar maður nokkurn tíma við stjórnmál? Það er svo bara spurning hvaða vettvang maður velur sér.\nÞórdís Kolbrún var með þrettán hundruð fjörutíu og sjö atkvæði og í fyrsta sæti í prófkjörinu um helgina. Haraldur var með eitt þúsund sextíu og eitt atkvæði í fyrsta til annað sæti.","summary":"Haraldur Benediktsson segir málefnin ráða varðandi áframhaldandi þátttöku í stjórnmálum. Hann neitar því hvorki né játar hvort hann heldur áfram."} {"year":"2021","id":"212","intro":"Bóluefni frá Astra Zeneca berst til landsins fyrir bólusetningar í næstu viku. Mikilvægt er að fólk fylgist vel með skilaboðum því stundum verður að senda út boð með stuttum fyrirvara.","main":"Margir bíða eftir að fá seinni skammt Astra Zeneca bóluefnis. Reynt verður að bregðast við því eins og unnt er. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóir lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að búið verði að bólusetja alla sem til stendur að bólusetja að minnsta kosti einu sinni fyrir mánaðamót. Astra Zeneca berist fyrir næstu viku. Hlé verði gert í júlí.\nÞrjátíu og þrjú þúsund manns víða um land verða bólusett þessa viku með þremur tegundum bóluefna. Tíu þúsund fá Janssen á höfuðborgarsvæðinu og tíu þúsund Pfizer. Á landsbyggðinni fá rúmlega fimm þúsund manns Astra Zeneca og tíu þúsund fá Janssen.Sigríður Dóra Magnúsdóttir er framkvæmdastjór lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.\nJú það er þannig að við fáum því miður ekki Astra Zeneca í þessari viku sem við vorum að vonast til en við fáum í næstu viku stórar sendingar af Astra Zeneca þannig að við munum bólusetja einn og jafnvel tvo daga í næstu viku með Astra Zeneca","summary":"Bóluefni frá Astra Zeneca berst til landsins fyrir bólusetningu í næstu viku. Mikilvægt er að fólk fylgist vel með skilaboðum því stundum verður að senda út boð með stuttum fyrirvara."} {"year":"2021","id":"212","intro":"Logi Ólafsson er hættur sem þjálfari karlaliðs FH í úrvalsdeildinni í fótbolta. Í tilkynningu segir að þetta hafi verið sameiginleg niðurstaða Loga og forsvarsmanna félagins.","main":"Logi Ólafsson hefur látið af störfum sem þjálfari FH í úrvalsdeild karla í fótbolta. Liðið fékk aðeins eitt stig úr síðustu fimm leikjum og situr í sjötta sæti deildarinnar.\nFH-ingar sendu frá sér tilkynningu á Facebook-síðu sinni nú rétt fyrir hádegi þar sem fram kemur að Logi og forsvarsmenn félagsins hafi komist að þessari niðurstöðu. Logi tók við liðinu um mitt síðasta tímabil, FH lenti þá í öðru sæti deildarinnar og komst í undanúrslit bikarkeppninnar. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar honum í tilkynningunni vel unnin störf í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar.\nFH steinlá í gærkvöldi fyrir Breiðabliki 4-0 í níundu umferð mótsins. Kristinn Steindórsson, Jason Daði Svanþórsson og Viktor Karl Einarsson skoruðu mörk Breiðabliks í fyrri hálfleik. Eftir rúmlega hálftímaleik var Jason Daði svo fluttur burt með sjúkrabíl eftir að hafa átt erfitt með andardrátt og fengið svima. Í samtali við RÚV í morgun sagði hann líðan sína eftir atvikum góða, hann sé á leið í rannsóknir á morgun. Staðan var 3-0 fyrir Blika í leikhléi. Árni Vilhjálmsson skoraði svo fjórða markið á 58. mínútu. FH-ingar eru í sjötta sæti en Blikar því fjórða. Valur sem vann KA 1-0 í gær er á toppnum og Víkingur í öðru sæti en þeir mæta KR í lokaleik umferðarinnar í kvöld. Fylkir vann ÍA 3-1 og Stjarnan HK 2-1. HK og ÍA sitja á botni deildarinnar. Loks vann Keflavík Leikni 1-0.\nKórónuveirusmit er komið upp í skoska landsliðshópnum á EM karla í fótbolta. Miðjumaðurinn Billy Gilmour er kominn í tíu daga einangrun. Þetta kom fram í tilkynningu frá Skoska knattspyrnusambandinu í morgun. Gilmour var valinn maður leiksins í jafntefli Skota við England á föstudag en með sigri á Króötum á morgun eiga þeir enn mögulega á að komast í 16-liða úrslit.\nLaurel Hubbard verður fyrsta transkonan til að keppa á Ólympíuleikum. Hún verður meðal þátttakenda í kraftlyftingum í Tokyo en leikarnir hefjast 23. júlí. Þátttaka hennar hefur verið gagnrýnd, meðal annars af keppinautum en Hubbard sem er 43 ára uppfyllir öll þau skilyrði sem Alþjóðaólympíunefndin og Alþjóðakraftlyftingasambandið setja.","summary":"Logi Ólafsson er hættur sem þjálfari karlaliðs FH í úrvalsdeildinni í fótbolta. Í tilkynningu segir að þetta hafi verið sameiginleg niðurstaða Loga og forsvarsmanna félagins. "} {"year":"2021","id":"212","intro":"Nýkjörinn forseti Írans vill bætt samskipti við Sádi-Araba. Stjórnmálasamskipti þeirra hafa legið niðri síðastliðin fimm ár.","main":"Ebrahim Raisi, nýkjörinn forseti Írans, segist ekki ætla að semja um kjarnorkuáætlun landsins við önnur ríki nema samningurinn komi þjóð hans til góða. Hann kveðst ekki sjá því neitt til fyrirstöðu að bæta samskiptin við Sádi-Arabíu og hefur engan áhuga á að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta.\nEbrahim Raisi efndi í dag til síns fyrsta fundar með fréttamönnum eftir að hann náði kjöri í forsetakosningunum í síðustu viku. Þar sagði hann meðal annars að hann sæi ekki tilgang að halda áfram kjarnorkuviðræðum við stórveldin einungis viðræðnanna vegna. Hann styddi hins vegar að þær héldu áfram ef þær tryggðu hagsmuni írönsku þjóðarinnar.\nHinn nýkjörni forseti sagðist enn fremur ekkert sjá því til fyrirstöðu að bæta samskiptin við Sádi-Arabíu, erkióvin Írana í Miðausturlöndum og bandalagsþjóð Bandaríkjanna. Diplómatískum samskiptum þjóðanna var slitið árið 2016. Vinna er hafin við að koma þeim á að nýju. Raisi var á fundinum spurður að því hvort hann hefði hug á að hitta Joe Biden Bandaríkjaforseta að máli. Hann svaraði því neitandi.\nEbrahim Raisi er sagður strangtrúaður íhaldsmaður, í nánum tengslum við erkiklerkinn Ali Khamenei, æðsta valdamann Írans. Hann hefur á Vesturlöndum verið sakaður um að hafa átt þátt í pyntingum og aftökum pólitískra fanga á níunda áratugnum. Á fréttamannafundinum í Teheran í dag kvaðst Raisi sem yfirmaður íranska dómskerfisins ávallt hafa varið mannréttindi","summary":"Nýkjörinn forseti Írans vill bætt samskipti við Sádi-Araba. Stjórnmálasamskipti þeirra hafa legið niðri síðustu fimm ár. "} {"year":"2021","id":"212","intro":"Kosningar til ríkis- og svæðisþinga í Eþíópíu eru hafnar, þær fyrstu frá því að Abiy Ahmed komst til valda. Fastlega er búist við að hann haldi völdum áfram.","main":"Abyi Ahmed tók við embætti forsætisráðherra í apríl árið 2018 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið eftir, einkum fyrir að koma á friði við nágrannaríkið Erítreu. Kosningum í landinu var frestað tvisvar, í fyrra sinnið vegna útbreiðslu COVID-19 og hið síðara svo tryggja mætti að hægt yrði að kjósa um allt land.\nAhmed hét því í aðdraganda kosninganna að þær yrðu lausar við þá kúgun sem einkennt hefur kosningar í landinu undanfarið. Búist er við að Velmegunarflokkur Ahmeds fái meirihluta atkvæða og geti því haldið áfram um stjórnartaumana. Þingmenn á ríkisþinginu kjósa forsætisráðherrann og forseta landsins. Um 38 milljónir eru á kjörskrá en um fimmtungur þarf að bíða til 6. september eftir að fá að greiða atkvæði sitt.\nAhmed hefur unnið að margvíslegum umbótum innanlands í Eþíópíu en stjórnartíð hans hefur litast af mannskæðum hernaði í Tígray-héraði. Forsætisráðherrann sendi stjórnarherinn þangað seinni hluta árs 2020 til að stöðva valdabrölt fyrrverandi samherja sinna í stjórn héraðsins. Þar þurfa íbúar nú að treysta á neyðaraðstoð til að draga fram lífið og grunur er uppi um að stjórnarherinn hafi framið ódæðisverk meðan á hernaðinum hefur staðið. Ekki hefur verið ákveðið hvenær íbúar Tigray-héraðs geta gengið að kjörborðinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"213","intro":"Formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna segist engin svör hafa fengið frá heilbrigðisráðherra en félagið hefur síðastliðna sjö mánuði ítrekað gert athugasemdir við að leghálssýni séu send til Danmerkur til greiningar.","main":"Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna segist engin svör hafa fengið frá heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar bréfaskriftir síðastliðna sjö mánuði. Skýrsla sem unnin var að beiðni heilbrigðisráðherra um fyrirkomulag leghálsskimana, hefur ekki skilað óháðu áliti, að mati Aðalbjargar Björgvinsdóttur, formanns Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.\nOkkur finnst að skýrslan hafi ekki skilað því áliti sem beðið var um, þ.e.a.s. óháðu áliti sem fór yfir alla þætti málsins.\nAðeins sé talað við þá sem sjá um framkvæmdina nú en þeir hafa sætt gangrýni. Hvorki sé leitað sjónarmiða kvenna sem eru skimaðar né heilbrigðsstarfsfólks.\nOg það hlýtur að gefa skakka mynd af þeirri niðurstöðu sem maður fær eins og okkur finnst skýrslan sýna.\nÞá hafa læknarnir áhyggjur af öryggi sjúklinga. Aukin hætta sé á mistökum því nú séu íslenskum kennitölum á sýnum breytt handvirkt í danskar og aftur til baka.\nOg það er kannski eina helsa spurningin sem maður ætti að spyrja sig: Af hverju er verið að gera leið þessara sýna flóknari en hún þarf að vera.\nFréttastofa hefur ekki náð tali af heilbrigðisráðherra í morgun. Aðalbjörg segist ekki hafa fengið viðbrögð frá heilbrigðisráðherra við gagnrýni lækna.\nÞað er auðvelt að svara því: hún hefur ekkert svarað okkur. Við höfum ítrekað sent henni bréf, sent opin bréf í fjölmiðlum til þess að sjá hvort við fengjum svar þá m.a.s. Okkur er ekki svarað. - Er langt síðan þið fæðinga- og kvensjúkdómalæknar fóruð að reyna að ná tali af heilbrigðisráðherra um þessi mál? Já, 13. desember sendum við henni bréf það sem við vörum við að ferlið væri illa undirbúið.","summary":"Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hefur síðastliðna sjö mánuði ítrekað gert athugasemdir við að leghálssýni séu send til Danmerkur til greiningar. Formaður félagsins segist engin svör hafa fengið frá heilbrigðisráðherra."} {"year":"2021","id":"213","intro":"Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hlaut afgerandi kosningu í fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Haraldur Benediktsson, sem einnig sóttist eftir að leiða listann, segist standa við orð sín um að það sé ekki gott fyrir nýjan oddvita að hafa gamlan oddvita í aftursætinu. Hann ætlar þó ekki að taka ákvörðun um framtíð sína fyrr en hann hefur rætt við kjörnefnd og forystu flokksins.","main":"Þórdís Kolbrún fékk 1.347 atkvæði í fyrsta sætið. Haraldur sem einnig sóttist eftir að leiða listann fékk 1.061 atkvæði í fyrsta til annað sæti. Í þriðja sæti varð Teitur Björn Einarsson en hann var í öðru sæti eftir að fyrstu tölur höfðu verið birtar.\nÞórdís Kolbrún var að vonum ánægð með niðurstöðuna.\nHaraldur segir í samtali við fréttastofu að hann standi við fyrri orð sín um að ekki geti verið gott fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu. Hann ætlar þó ekki að gefa út neinar yfirlýsingar um framtíð sína fyrr en hann hefur rætt við kjörnefnd og forystu flokksins. Haraldur segir að að það veki athygli sína að þrír af Vesturlandi sunnanverðu séu í fjórum efstu sætunum, það sé óheppileg samsetning.\nAtkvæði í prófjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi verða talin í dag og úrslitin tilkynnt síðdegis.","summary":"Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún ætlar að ræða við Harald Benediktsson síðar í dag. Haraldur gaf það út fyrir prófkjörið að hann myndi ekki taka annað sætið á listanum. "} {"year":"2021","id":"213","intro":null,"main":"Þingkosningar fara fram í Armeníu í dag. Nikol Pashinyan, forsætisráðherra boðaði til kosninganna í mars síðastliðnum í von um að leysa stjórnarkreppu sem ríkti í landinu frá undirritun vopnahléssamkomulags við Asera. Armenar og Aserar hafa deilt hatrammlega um yfirráð yfir héraðinu Nagorno-Karabakh. Forsætisráðherrann Pashinyan játar að hafa gert mistök í stríðinu en vonist þó til að fá endurnýjað umboð kjósenda. Helsti keppinautur Pashinyans er Robert Kocharyan fyrrverandi forseti Armeníu. Stjórnmálaskýrendur segja erfitt að spá fyrir um úrslit kosninganna enda sé áhugi kjósenda lítill en þó hafi kosningabaráttan verið illvíg.","summary":"Armenar ganga að kjörborðinu í dag. Forsætisráðherra landsins vonast til að endurnýja umboð sitt en viðurkennir að hafa gert mistök í stríði við Asera um yfirráð yfir Nagorno-Karabakh. "} {"year":"2021","id":"213","intro":"Farið er að hilla undir lok fjöldabólusetninga víða um land. Helmingur þjóðarinnar er fullbólusettur og þriðjungur til viðbótar kominn með fyrri skammtinn. Líklega verða tafir á afhendingu siðustu sendingarinnar af bóluefni AstraZeneca.","main":"Í vikunni er von á rúmlega 46 þúsund skömmtum af bóluefni til landsins, 23 þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer, tæplega 3000 skömmtum frá Moderna og svo var gert ráð fyrir rúmlega 20 þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca.\nNú eiga allir árgangar á höfuðborgarsvæðinu að vera komnir með boð í bólusetningu. Gert er ráð fyrir þremur bólusetningardögum í vikunni. Tíu árgangar á eiga að fá Janssen á þriðjudag og á miðvikudag verða fjórir árgangar boðaðir í seinni sprautuna af Pfizer. Þá fá ungmenni fædd 2005 fyrri bólusetningu. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, hvetur foreldra til að minna börn sín á. Eftir hádegi þessa daga geta þau sem eiga eldra boð í Janssen og Pfizer, komið og þegið sprautu á meðan birgðir endast.\nÁ fimmtudag stóð til að bólusetja með AstraZeneca, klára seinni bólusetningu hjá öllum á höfuðborgarsvæðinu. Ragnheiður segir ósennilegt að efnið berist í tæka tíð, Astra-dagurinn frestist líklega um viku og til skoðunar að boða aðra hópa í Janssen í staðinn. Á heimasíðiu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að allt AstraZeneca bóluefni sem berst verði notað til að gefa seinni skammtinn. Þau sem fengu boð í fyrri skammt af AstraZeneca sem þau gátu ekki nýtt sér fái boð í annað efni.\nSeinni bólusetningum á að ljúka um miðjan júlí. Ragnheiður segir óljóst hvort verði af opnum dögum í ágúst, það ráðist af eftirspurn, eitthvað verði þó til af bóluefni fram á haustið, t.d. til að bólusetja ófrískar konur eða aðra sem ekki hafa getað þegið bólusetningu.\nGóður gangur hefur verið í bólusetningum á landsbyggðinni. Búið að boða vel fletsa þó ekki hafi allir mætt. Á heilsugæslu Suðurnesja er búið að bólusetja alla sem hafa þegið boð um bólusetningu og á Austurlandi voru öll fædd 2005 og fyrr búin að fá boð strax í byrjun júní. Útlit er fyrir að á Vesturlandi náist að klára bólusetningar að mestu leyti í þessari viku að þvi gefnu að þangað berist efni frá AstraZeneca. Þá efni sem þegar er komið til landsins. Það eru allir íbúar búnir að fá boð í fyrri bólusetningu og margir í seinni líka. Á Norðurlandi verða endurbólusetningar með efni frá Pfizer og AstraZeneca, á miðvikudag verður svo haldinn opinn dagur þar sem allir sem áður hafa fengið boð en ekki komist geta fengið bóluefni frá Pfizer. Áður gátu einungis ungmenni sem eru orðin 16 ára fengið bólusetningu, en í þessari viku verður breyting þar á, árið gildir og því geta öll fædd 2005 mætt.","summary":"Afhending síðustu sendingarinnar af bóluefni AstraZeneca til Íslands tefst að líkindum. Sendingin átti að koma á fimmtudaginn. Seinni bólusetning með efninu frestast því um viku. "} {"year":"2021","id":"213","intro":"Þór Þorlákshöfn er kominn í vænlega stöðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur á Keflavík í öðrum leik liðana í gærkvöld.","main":"Þórsarar eru komnir tvö núll yfir í einvíginu eftir leikinn í gær sem fram fór í Þorlákshöfn. Heimamenn mættu grimmir til leiks og náðu upp góðri forystu snemma leiks en staðan var 27-22 eftir fyrsta leikhluta. Í hálfleik var munurinn svo orðinn tíu stig, 47-37. Keflvíkingar mættu hressari til leiks í þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn niður í eitt stig, 68-67.\nSíðasti leikhluti var svo æsispennandi, Keflvíkingar komust yfir á tímabili en Þórsarar náðu á endanum vopnum sínum aftur og sigruðu 88-82. Adomas Drungilas var stigahæstur í liði Þórs með 29 stig en Calvin Burks setti 27 stig fyrir Keflavík. Þór getur þar með tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í næsta leik liðanna sem fer fram í Keflavík á þriðjudag.\nSpánn og Pólland gerðu 1-1 jafntefli í kvöldleik Evrópumótsins í fótbolta gær. Alvaro Morato skoraði mark Spánverja en Robert Lewandowski jafnaði fyrir Pólverja. Gerard Moreno fékk tækifæri á að tryggja Spánverjum sigur þegar hann tók vítaspyrnu en hún hafnaði í stönginni. Spánverjar eru því með tvö stig eftir tvo leiki en Pólverjar með eitt.\nKlukkan 4 í dag ráðast úrslitin í A-riðli þegar Ítalía mætir Wales og Sviss mætir Tyrklandi. Ítalir eru nú þegar komnir áfram í 16 liða úrslit og Walesverjum dugar jafntefli til að tryggja sér annað sætið í riðlinum.","summary":"Þór Þorlákshöfn er komið 2:0 yfir í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur á Keflavík í gærkvöld. "} {"year":"2021","id":"213","intro":"John Bercow, fyrrum forseti neðri málstofu breska þingsins, hefur sagt skilið við breska Íhaldsflokkinn og er genginn til liðs við Verkamannaflokkinn.","main":"Frá þessu greinir Bercow í viðtali við dagblaðið Observer sem birtist í dag. Hann segir nauðsynlegt að skipta um ríkisstjórn landsins og telur Verkamannaflokkinn betur til þess fallinn en Íhaldsflokk Borisar Johnson. Bercow gagnrýnir forsætisráðherrann harðlega, segir hann standa sig vel í kosningaherferðum en illa þegar á reynir í stjórn landsins.\nHann segir Íhaldsflokkinn undir stjórn Johnson popúlískan flokk sem stundum daðri við útlendingaandúð.\nBercow gegndi embætti þingforseta í áratug en sagði starfi sínu lausu haustið 2019. Hann þótti litríkur þingforseti og er eflaust mörgum eftirminnilegur fyrir tilraunir sínar til að halda ró í þingsalnum.","summary":"John Bercow, fyrrum forseti neðri málstofu breska þingsins, er genginn til liðs við Verkamannaflokkinn. Hann segir Íhaldsflokkinn undir stjórn Borisar Johnson popúlískan flokk sem daðri á stundum við útlendingaandúð. "} {"year":"2021","id":"213","intro":"Athafnakonan Michele Roosevelt Edwards, áður Michele Ballarin, sem hugðist endurreisa flugfélagið WOW, er ein af þeim sem hefur á undanförnum mánuðum gert samsæriskenningunni \u001eItalygate hátt undir höfði. Samsæriskenningin er sögð hafa náð alla leið í Hvíta húsið.","main":"Samsæriskenningin Italygate felst í því að starfsmenn ítalsks hergagnaframleiðanda í samstarfi við leyniþjónustu Bandaríkjanna hafi haft áhrif á úrslit forsetakosninga Bandaríkjanna í fyrra.\nWashington Post greindi frá því í gærkvöldi að bréf þar sem kenningin var útlistuð hafi verið skrifuð á bréfsefni fyrirtækisins USAerospace Partners, móðurfélags WOW. Þar er Michele Edwards stjórnarformaður.\nBréfið var á meðal skjala sem Bandaríkjaþing birti í vikunni en fram hefur komið að bæði Jeffrey Rosen fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og Mark Meadows fyrrum yfirmaður starfsliðs Hvíta hússins hafi rætt bréfið í tölvupóstsamskiptum í desember síðastliðnum.\nMichelle Edwards er einnig í forsvari fyrir stofnunina Institute for Good Governance en stofnunin sendi í janúar út yfirlýsingu ítalsks lögmanns sem sagði að ítalskur hakkari hafi viðurkennt fyrir dómstólum í heimalandi að hafa tekið þátt í samsærinu gegn Trump. Lögmaður umrædds hakkara hefur hafnað þessu alfarið.\nStofnunin sem um ræðir er skráð til húsa í glæsihýsi í Warrenton í Virginíu sem ber nafnið North Wales. Það var því húsi sem viðtal fréttaskýringaþáttarins Kveiks við Michele Edwards í nóvember síðastliðnum fór fram. Edwards sagði Ingólfi Bjarna Sigfússyni, fréttamanni, að húsið væri nýkomið í hennar eigu, sagðist búa í húsinu og sagðist geta fullvissað Ingólf Bjarna um að ekki væri um leiguhúsnæði að ræða.\nWashington Post ræddi við raunverulegan eiganda hússins sem kvaðst ekki þekkja til Edwards og furðaði sig á því að hún hafi verið í húsinu hennar.\nTalið er að rekja megi uppruna Italygate til skrifa ítalska fjölmiðlamannsins Daniele Cappezzone í blaðið La Verita í byrjun desember. Washington Post hefur eftir Cappezzone að hann hafi komist að því að samsæriskenningin væri ekkert nema falsfréttir.\nAthafnakonan Michele Roosevelt Edwards, áður Michele Ballarin, er ein af þeim sem hefur á undanförnum mánuðum gert samsæriskenningunni \u001eItalygate hátt undir höfði. Samsæriskenningin er sögð hafa náð alla leið á borð fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.\nSamkvæmt samsæriskenningunni höfðu starfsmenn ítalsks hergagnaframleiðanda, í samstarfi við háttsetta yfirmenn innan leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, beitt gervihnöttum í eigu hersins til þess að breyta Trump-atkvæðum yfir í Biden-atkvæði og þar með haft áhrif á úrslit forsetakosninganna 2020. Washington Post greinir frá því að bréf, þar sem þessi kenning var útlistuð, hafi verið skrifað á bréfsefni flugrekstrarfyrirtækisins USAerospace Partners, móðurfélags WOW en þar er Michele Edwards, áður Ballarin, stjórnarformaður.\nBréfið var á meðal gagna sem birt voru af Bandaríkjaþingi í vikunni og kemur fram í umfjöllun Washington Post að Mark Meadows, starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi í desember síðastliðnum sent starfandi dómsmálaráðherra, Jeffrey Rosen, tölvupóst vegna bréfsins. Ballarin hefur neitað fyrir að hafa vitað um tilvist bréfsins.\nNokkrum vikum seinna sendi stofnunin Institute for Good Governance frá sér yfirlýsingu ítalsks lögmanns sem sagði að hakkari hafi viðurkennt þátt sinn í samsærinu gegn Trump.\nFram kemur í umfjöllun Washington Post að stofnunin Institute of Good Governance sé skráð í Virginíu-fylki, líkt og USAerospace Partners. Stofnunin er í raun skráð til húsa í glæsilegu sveitasetri í Warrenton í Virginíu, 22 herbergja glæsihýsi sem ber heitið North Wales.\nNafn sveitasetursins North Wales kann að hringja einhverjum bjöllum hjá áhorfendum Kveiks en það var einmitt þar sem viðtal Kveiks við Michele Roosevelt Ballarin var tekið, degi eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Washington Post fjallar einmitt um viðtal Ingólfs Bjarna Sigfússonar og spurningar hans um húsið eftir að hafa fengið leiðsögn um það. Edwards greindi Kveik frá því að húsið væri nýtilkomið í hennar eigu og væri ekki til sölu þó svo að það væri skráð til sölu á internetinu. Þetta væri ekki leiguhúsnæði og að hún byggi í húsinu.\nWashington Post ræddi við raunverulega eigendur hússins. Húsið var í eigu fyrirtækis David B. Ford sem lést í september síðastliðinn, WP ræddi við ónefnda ekkju Ford sem sagðist ekki þekkja Edwards og sagði, eftir að hafa séð upptöku af viðtali Kveiks, \u001eHún er í húsinu mínu. Afhverju er hún inni í húsinu mínu?\nHúsið var til sölu á þeim tíma sem viðtalið var tekið en Edwards neitaði að tjá sig um málið við Washington Post þegar eftir því var leitað.\nTalið er að samsæriskenninguna um \u001eItalygate megi rekja til greinar ítalska blaðamannsins Daniele Capezzone í ítalska blaðið La Verita. Þar kom fram að teymi Donald Trump væri að rannsaka hvort að yfirmaður í bandaríska sendiráðinu í Róm hefði unnið með ítölskum hergagnaframleiðanda að því að hafa áhrif á forsetakosningarnar. Capezzone hefur sjálfur sagt að í ljós hafi komið að samsæriskenningin væri ekkert nema falsfréttir.\nMaria Strollo Zack sem hefur unnið fyrir Repúblikana í Georgíu og kveðst vinkona Maríu Maples, fyrrum eiginkonu Donald Trump, er þá sögð hafa sagt Trump frá samsæriskenningunni í jólaboði í Mar-a-Lago í Flórída. Zack rekur samtökin Nations in Action sem gaf frá sér tilkynningu í byrjun árs þar sem sagt var frá því að samtökin hafi rannsakað kosningasvindl, í samstarfi við Institute for Good Governance og fundið sönnunargögn. Vinna þeirra hafi skilað langþráðum sönnunum fyrir því að samsæri gegn Bandaríkjunum hafi verið framkvæmt með aðkomu aðila um allan heim. Í tilkynningunni var einnig að finna yfirlýsingu sikileyska lögfræðingsins Alfio D'Urso sem sagðist hafa vitneskju um ráðabruggið. Hakkari hafi viðurkennt fyrir dómara að hann hafi tekið þátt í að stela atkvæðum frá Trump að undirlagi starfsmanna bandaríska sendiráðsins í Róm.\nVerjandi umrædds hakkara hefur neitað þessu og segir hvorki sig né skjólstæðing sinn hafa heyrt um D'Urso fyrr en nú.\nÞá var einnig að finna í tilkynningunni PDF skjal sem innihélt ítalska grein um samsæriskenninguna. Í gögnum sést að Michele Edwards er skráður höfundur PDF skjalsins.\nWashington Post hefur eftir Mariu Zack að hún leitist enn eftir því að fá bandarísk stjórnvöld til að rannsaka málið. Það sé skylda stjórnvalda að tryggja að ekkert kosningasvindl hafi átt sér stað. Aðrir eru ekki eins vissir um ágæti kenningarinnar. Til að mynda sagði Richard Donoghue, yfirmaður í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna kenninguna vera algjöra þvælu í tölvupósti til yfirmanns síns Jeffrey Rosen eftir að hafa fengið bréfið frá stofnun Ballarin sent.","summary":"Ein þeirra sem ýtti undir samsæriskenninguna Italygate var Michelle Edwards, áður Ballarin, sem hugðist endurreisa WOW. Kenningin barst alla leið í Hvíta húsið."} {"year":"2021","id":"214","intro":"Að halda niðri í sér andanum eða hrökkva kút læknar ekki hiksta. Þessu hafa vísindamenn komist að í leit sinni að lækningunni við hiksta.","main":"Öll þekkjum við hiksta og hann getur verið hvimleiður. Flest þekkjum við líka tilraunir til að losna við hiksta. Að halda niðri í sér andanum er ein aðferð sem gjarnan er notuð. Önnur aðferð er að biðja nærstadda að skjóta manni skelk í bringu í þeirri von að sjokkið hristi hikstan í burtu. Aðferðirnar virka mis vel og engin ein aðferð gulltryggir það að hikstinn hverfi.\nÞar til nú. Vísindamenn við lýðheilsufræðideild Háskólans í Texas birtu í það minnsta vísindagrein á dögunum þar sem tíundaðar eru niðurstöður rannsóknar þeirra á lækningu við hiksta. Og það er l-laga plaströr sem á að vera allra meina bót í þessu tilliti.\nÁ Vísindavef Háskóla Íslands eru orsakir hiksta útskýrðar:\nHiksti er krampi í þindinni sem veldur snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn snögglega við það að bilið á milli raddbandanna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu sem fylgir þessum kvilla.\nÞar sem plaströrið er l-laga þarf að hafa aðeins meira fyrir því að sjúga vatnið í gegnum það. Sogið virkjar taug í þindinni og með því að kyngja virkjast flakk-taugin svokallaða sem sér um skyn- og hreyfiboð í koki, barkakýli og vélinda. Með því að halda þessum tveimur taugum, þessum sökudólgum hiksta, uppteknum við annað, fer hikstinn fer lönd og leið.\n249 tóku þátt í rannsókninni og 92% þeirra náðu að losa sig við hiksta með því að drekka vatn í gegnum l-laga plaströr.","summary":"Vísindamenn hafa nú fundið lækningu við hiksta. Að halda niðri í sér andanum eða hrökkva í kút, dugar víst skammt. "} {"year":"2021","id":"214","intro":"Heldur dræm kjörsókn var þegar Íranir kusu sér nýjan forseta í gær. Saksóknarinn Ebrahim Raisi fékk ríflega sextíu prósent atkvæða og tekur því við forsetaembættinu í ágúst.","main":"Upphaflega sóttust 600 eftir því að gefa kost á sér til embættis forseta. Kjörseðillinn taldi þó ekki svo mörg nöfn því Varðliðið, ráð tólf klerka og lögspekinga, gaf samþykki fyrir framboðum sjö karla. Varðliðið hefur til þessa aldrei samþykkt framboð kvenna, en þær voru að þessu sinni 40 talsins sem vildu bjóða sig fram.\nKjörsókn var dræm, einungis um 42% af þeim 59 milljónum sem eru á kjörskrá, kusu. Ebrahim Raisi fékk 62% greiddra atkvæða og tekur því við forsetaembættinu af Hassan Rouhani í ágúst. Hann tapaði einmitt fyrir Rouhani í forsetakosningum í landinu fyrir átta árum.\nÆðsta vald í Íran er sem fyrr í höndum erkiklerksins Ayatollah Ali Khamenei, en forseti íslamska lýðveldisins er æðsti maður stjórnsýslunnar og getur haft mikil áhrif á mörgum sviðum, til að mynda í samskiptum við erlend ríki.\nÞá hefur Raisi reyndar verið nefndur sem mögulegur arftaki erkiklerksins Khameinis síðar meir, en klerkurinn er 82 ára.\nRaisi er hins vegar sjálfur sextugur og hefur starfað sem saksóknari. Í kosningabaráttunni var honum tíðrætt um að hann væri rétti maðurinn til að draga úr spillingu og rétta úr kútnum í efnahag Írana. Þau sem vildu hann ekki sem forseta segja hann hins vegar afar íhaldsaman og minna á ásakanir um þátt Raisis í fjöldaaftökum á pólitískum föngum í landinu á níunda áratugnum. Ásakanir sem hvorki írönsk stjórnvöld, né Raisi sjálfur, hafa tjáð sig um.","summary":null} {"year":"2021","id":"214","intro":"Lögmaður manns sem sýknaður var af ákæru um manndráp í Landsrétti segir vel koma til greina að skjólstæðingur hans höfði skaðabótamál gegn ríkinu. Saksóknari segir niðurstöðuna koma á óvart en telur ólíklegt að sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.","main":"Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Arturas Leimontas í 16 ára fangelsi hvenær en hann var ákærður fyrir að hafa kastað hinum 58 ára gamla Egidijus Buzelis fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss í Úlfarsárdal.\nLandsréttur sýknaði hins vegar Leimontas í gær þar sem ekki þótti hafið yfir skynsamlegan vafa að Leimontas hefði orðið Buzelis að bana. Í dómnum segir að engin vitni eða bein sönnunargögn hafi verið fyrir hendi sem sanni verknaðinn.\nÞað er afar fátítt að sakfellingu í manndrápsmáli sé snúið við á æðra dómstigi. Ef undan er skilið Guðmundar- og Geirfinnsmálið, sem var um margt einstakt mál, þarf líkast til að leita einhverja áratugi aftur í tímann til að finna sambærilegan dóm.\nHelgi Magnús Gunnarsson, saksóknari í málinu, segir niðurstöðu Landsréttar koma á óvart. Á líki hins látna hafi verið áverkar sem ekki hlutust af fallinu fram af svölunum. Það bendi sterklega til þess að átök hafi átt sér stað fyrir fallið. Þá hafi trúverðugt vitni lýst því að Leimontas og hinn látni hafi átt í útistöðum fyrir fallið og framburður Leimontas verið ótrúverðugur. Engu að síður býst Helgi Magnús ekki við því að sótt verði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem dómurinn tekur sjaldnast við málum þar sem niðurstaðan ræðst af mati munnlegs framburðar.\nArnar Kormákur Friðriksson, verjandi Leimontas, segir niðurstöðu Landsréttar rétta. Ekki hafi verið hægt að upplýsa hvað átti sér stað umrætt kvöld. Hann segist ekki hafa rætt mögulega bótakröfu á hendur ríkinu við skjólstæðing sinni. Slíkt komi þó vel til greina.","summary":"Verjandi Arturas Leimontas, sem í gær var sýknaður var af ákæru um manndráp, segir vel koma til greina að höfða skaðabótamál gegn ríkinu. Saksóknari undrast sýknudóminn en á ekki von á að honum verði áfrýjað til Hæstaréttar. "} {"year":"2021","id":"214","intro":"Einn besti maður leikmaður Vals í handbolta segist alltaf hafa haft trú á því að Valur yrði Íslandsmeistari þessa leiktíðina, þrátt fyrir langan og erfiðan kafla á miðri leiktíð. Valur varð Íslandsmeistari karla í handbolta í gærkvöld eftir sigur á Haukum.","main":"Valur sigraði Hauka, 34-29 í seinni úrslitaleik liðanna á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöld. Þar sem Valur vann fyrri leikinn með þriggja marka mun hafði Valur betur í úrslitaeinvíginu með samtals átta mörkum. Þetta er 23. Íslandsmeistaratitill karlaliðs Vals í handbolta. Síðast varð Valur Íslandsmeistari 2017. Illa gekk á löngum köflum hjá Val á leiktíðinni, en þegar mest á reyndi sýndu Valsmenn gæði sín. Snorri Steinn Guðjónsson er þjálfari Vals.\nBandaríkjamaðurinn Ryan Crouser bætti í gærkvöld 31 árs gamalt heimsmet í kúluvarpi. Crouser kastaði þá 23,37 metra á bandaríska úrtökumótinu fyrir Ólympíuleikana í Eugene í Oregon. Crouser bætti þar með heimsmet Randy Barnes frá árinu 1990 um 25 sentimetra.\nOg kvöldleik EM karla í fótbolta í gærkvöld lauk með markalausu jafntefli Englands og Skotlands. Þrír leikir eru spilaðir á EM í dag, þeirra stærstur er viðureign Portúgals og Þýskalands klukkan fjögur.","summary":null} {"year":"2021","id":"214","intro":"Tvö prófkjör fara fram í dag. Í Norðvesturkjördæmi er harður slagur um að leiða lista Sjálfstæðisflokksins og barist er um annað sætið hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi.","main":"Tveir berjast um efsta sætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Norðvesturkjördæmi, núverandi oddviti Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reyfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýköpunarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Úrslitin teljast til tíðinda, hver sem þau verða. Haraldur hefur sagt að ef hann hafni ekki í fyrsta sæti þiggi hann ekki sæti á listanum. Sú yfirlýsing olli nokkru fjaðrafoki innan flokksins og töldu margir að með þessu væri Haraldur að stilla flokksmönnum upp við vegg. Í öllu falli er hans pólitíska framtíð undir í prófkjörinu. Þórdís Kolbrún hefur ekki gefið út viðlíka yfirlýsingu en það væri óneitanlega sérstök staða ef sitjandi ráðherra og varaformaður flokksins tapar í baráttu um oddvitasæti.\nSíðustu kjörstöðum verður lokað klukkan sjö í kvöld og verða atkvæði keyrð í Borgarnes þar sem þau verða talin. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn er von á fyrstu tölum um klukkan níu í kvöld.\nEkki er barist um oddvitasæti hjá Framsóknarflokknum í Suðurkjördæmi þar sem flokkurinn á tvo þingmenn. Formaðurinn Sigurður Ingi Jóhannsson sækist einn eftir fyrsta sætinu en barist er um annað sætið. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður, býður sig aftur fram í annað sætið eins og Jóhann Friðrik Friðriksson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Kosið er í lokuðu prófkjöri í dag og atkvæði talin á morgun. Úrsitin verða tilkynnt á Hótel Selfossi á morgun milli klukkan fjögur og fimm.","summary":"Það ræðst í kvöld hvort Haraldur Benediktsson eða Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Í Suðurkjördæmi er barist um annað sætið hjá Framsóknarflokknum. "} {"year":"2021","id":"214","intro":"Leit að makríl hefur lítinn árangur borið til þessa. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar telur skýringuna vera kalt veður í vor, og kveðst engar áhyggjur hafa af stöðunni.","main":"Kalt vor veldur því að makríllinn finnst seinna á miðunum en undanfarin ár, segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Hann kveðst þó engar áhyggjur hafa af stöðunni. Frá sjómannadeginum í upphafi mánaðar hafa tveir leiðangrar haldið út á miðin í leit að makríl en árangur leitarinnar hefur látið á sér standa.\nfjögurhundruð mílur í þessar tíu gráður núna.\nSegir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson. Byrjað verður að undirbúa næsta leitarleiðangur á morgun. Sigurgeir segist engar áhyggjur hafa af stöðunni.","summary":"Leit að makríl hefur lítinn árangur borið til þessa. Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar telur skýringuna vera kalt veður í vor, og kveðst engar áhyggjur hafa af stöðunni."} {"year":"2021","id":"215","intro":"Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn í morgun þegar neyðarlínu barst tilkynning um þrjár ungar stúlkur sem lent höfðu í vandræðum á uppblásnum bát á vatninu. Báturinn var þá farinn að fyllast af vatni og þær gátu ekki siglt honum að landi.","main":"Allar björgunarsveitir Árnessýslu, sjúkraflutningamenn og hluti af björgunarsveitum höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar út um sjöleytið í morgun ásamt lögreglu og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Einnig voru kafarateymi slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra kallaðar á vettvang. Bátur stúlknanna var þá byrjaður að leka og þær náðu ekki að sigla honum í land. Viðar Arason, sem er í viðbragðsstjórn björgunarsveitaraðgerða á Suðurlandi segir að stúlkurnar hafi verið kaldar og blautar þegar komið var í land.\nViðar minnir jafnframt á að alvarleg slys hafi orðið á Þingvallavatni. Það sé mjög kalt allan ársins hring og óvanir einstaklingar eigi því ekki erindi út á vatnið.","summary":"Mikill viðbúnaður var við Þingvallavatn í morgun þegar neyðarlínu barst tilkynning um þrjár ungar stúlkur sem lent höfðu í vandræðum á uppblásnum bát á vatninu."} {"year":"2021","id":"215","intro":"Ráðherranefnd fundar um tilhögun Covid-varna á landamærunum á næstu dögum. Ferðaþjónustan kallar eftir frekari tilslökunum en heilbrigðisráðherra vill fara varlega og segir að verja þurfi góða stöðu innanlands.","main":"Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagðist í viðtali við Morgunblaðið í dag vonast til þess að sóttkví við komuna til landsins yrði afnumin fljótlega. Bólusettir ferðamenn þurfa einungis að fara í eina sýnatöku við komu en óbólusettum er gert að fara tvisvar í sýnatöku með fimm daga sóttkví á milli. Það fyrirkomulag stendur að minnsta kosti til 15. júlí en Bjarnheiður segir að með afléttingu allra takmarkana geti ferðaþjónustan farið í fullan gang.\nSvandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að ráðherranefnd muni funda um fyrirkomulagið á landamærunum á næstu dögum og verður sóttvarnalæknir hafður með í ráðum.\n(( Við náttúrlega tökum mið af áhættunni eins og við höfum gert hingað til og ég held að landamærin séu eitt af því almikilvægasta sem að við erum að passa upp á akkúrat núna. ))\nÞótt smittölur víða um heim hafi verið á niðurleið samhliða bólusetningum hafa heilbrigðisyfirvöld áhyggjur af hinu svokallaða delta-afbrigði sem upprunnið er í Indlandi. Bresk yfirvöld hafa frestað afléttingum vegna þess og í Rússlandi er veiran aftur farin á flug. Svandís segir að í ljósi þess þurfi að fara mjög varlega.\nVið erum að fá mikið af ferðamönnum núna sem eru bólusettir og það hefur breytt mjög miklu fyrir ferðaþjónustuna hér og það eru mestu sóknarfærin í þeim hópi. Þessi verðmæti sem eru fólgin í þessari sterku stöðu hér innanlands eru kannski það mikilvægasta af öllu þannig að við förum varlega.","summary":"Heilbrigðisráðherra vill fara varlega í tilslakanir á landamærunum en ferðaþjónustan kallar eftir að sóttkví fyrir óbólusetta ferðamenn verði afnumin. "} {"year":"2021","id":"215","intro":"Á Húsavík er nú haldin sumarhátíð fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Þar koma saman fjölskyldur af öllu landinu og gera sér glaðan dag.","main":"Þetta er annað árið í röð sem sumarhátíðin stendur fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra til boða. Verkefnið er styrkt af félagsmálaráðuneytinu sem viðbrögð við félagslegum áhrifum Covid-faraldursins. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra stendur að skipulaginu og Atli Lýðsson leiðir verkefnið.\nVið erum svolítið fljót að gleyma en það var nú bara þannig þegar þessi faraldur fór af stað þá lokuðu flest allar þjónustustofnanir t.d. fyrir fatlaða og börn og settu mjög margar fjölskyldur sem eiga börn sem þurfa mikla athygli og hjálp í mjög erfiða og flókna stöðu og fólk þurfti stundum að klára sumarfríið og alla vega til að geta verið heima með börnin sín í hálfgerðu stofufangelsi í margar vikur.\nÍ fyrra fóru fjölskyldurnar í Vík í Mýrdal en nú er hátíðin einnig haldin á Húsavík. Þannig geta fjölskyldur alls staðar að af landinu tekið þátt án þess að þurfa að ferðast of langa vegalengd.\nVerkefnið er unnið að norrænni fyrirmynd þar sem markmiðið er að gefa fjölskyldum fatlaðra barna tækifæri til að fara í skemmtilegt frí saman, sem annars getur verið mjög flókið og erfitt. Starfsfólk Reykjadals er með í för og mikið lagt upp úr að allir fái að njóta sín, börnin jafnt sem foreldrar þeirra og systkini.","summary":null} {"year":"2021","id":"215","intro":"Grímuskylda utandyra verður afnumin á Spáni í lok næstu viku. Henni var komið á í maí í fyrra.","main":"Grímuskylda utandyra verður afnumin á Spáni frá og með laugardeginum 26. júní. Stjórnvöld vonast til þess að með því færist landsmenn nær því að geta lifað eðlilegu lífi á ný. Spánverjar eiga von á 70 milljarða evra björgunarpakka frá Evrópusambandinu til að koma hjólum efnahagslífsins í gang á ný.\nPedro Sanchez forsætisráðherra sagði, þegar hann tilkynnti um afnám grímuskyldu utandyra, að komandi helgi væri sú síðasta þar sem fólk þyrfti að bera hlífðargrímu á almannafæri. Loksins kæmi að því að fólk gæti notið lífsins án þeirra. Sanchez bætti því við að ríkisstjórnin greiddi atkvæði um þessa ákvörðun á aukafundi á fimmtudaginn kemur. Óvíst er hvort stjórnvöld í sjálfstjórnarhéruðum Spánar, þar á meðal í Madrídarhéraði, bregðast strax við afnáminu. Grímuskyldu í almenningsfarartækjum var fyrst komið á í maí í fyrra. Hún var hert til muna nokkrum vikum síðar.\nFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fallist á áætlun spænskra stjórnvalda um endurreisn efnahagslífsins eftir COVID-19 faraldurinn. Þau eiga því von á 70 milljörðum evra í lán og styrki, þar af 19 milljörðum á þessu ári. Áætlunin miðar að því að gera hagkerfið stafrænna, grænna og þar með umhverfisvænna en hingað til. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, lýsti ánægju með áætlunina í heimsókn til Madrídar í vikunni. Með henni sagði hún að spænska efnahagskerfið ætti að verða mun sveigjanlegra en áður.","summary":"Grímuskylda utandyra verður afnumin á Spáni í lok næstu viku. Henni var komið á í maí í fyrra. "} {"year":"2021","id":"215","intro":"Strandveiðisjómenn eru búnir að veiða tæplega helming kvótans þegar tveir og hálfur mánuður er eftir af veiðitímabilinu. Svo gæti farið að búið verði að veiða allan kvótann í lok júlí.","main":"Rúmlega 600 sjómenn stunda strandveiðar en það er svipaður fjöldi og í fyrra. Veiðisvæðin eru fjögur, vel hefur fiskast á svæðum A og B en samdráttur er á hinum svæðunum. Þannig var veiðin á svæði D, fyrir suðurlandi, tæplega þúsund tonn í fyrra en um 730 tonn í sumar.\nNú eru tveir og hálfur mánuður eftir af veiðitímabilinu en ljóst að búið er að veiða tæplega helming. Það fer að nálgast það. Við höfum áhyggjur af því að veiðiheimildarnar nægi ekki og þetta stoppi mun fyrr en á síðasta ári.\nÞá máttu strandveiðibátarnir veiða 10,720 tonn eftir að ráðherra jók kvótann. Örn vonast til þess að svo verði einnig núna.\nEn síðan á nú ráðherrann eftir að koma að þessu og ég reikna með að hann bæti við þannig að þetta dugi út ágúst. Að óbreyttu er að þetta dugi ekki út júlímánuð.\nHafrannsóknastofnun mælir með þrettán prósenta samdrætti í þorskveiði á næsta fiskveiðiári.\nNú er nokkuð ljóst að miðað við ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar þá kemur þetta til með að bitna á ykkur á næsta ári? Jú alveg gríðarlega mikið. Smábátarnir eru mjög háðir þorskveiðum. Til að mynda í strandveiðum er 95 prósent af öllum afla þeirra er þorskur. Þannig að menn mega ekki við neinu. Þess vegna þarf að skoða þessa ráðgjöf og jafnvel að vera með einhverja uppstokkun innan kerfisins líka með tillliti til þess hve þorskurinn er mikilvægur fyrir smábátana.","summary":"Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda óttast að strandveiðikvótinn klárist í júlí. Þegar er búið að veiða tæplega helming kvótans. "} {"year":"2021","id":"215","intro":"Dómstóll í sænsku borginni Norrköping dæmdi í morgun fjóra unga karlmenn í lífstíðarfangelsi fyrir manndráp og tilraun til manndráps á skyndibitastað í borginni í apríl í fyrra. Tveir samverkamenn þeirra voru enn fremur dæmdir í 16 ára fangelsi. Mennirnir voru aftur á móti sýknaðir af ákæru um tvö manndráp á skemmtistað nokkrum mánuðum áður.","main":"Íbúar sænsku borgarinnar Norrköping í Austur-Gautlandi hafa ekki farið varhluta af uppgjöri glæpagengja í borginni síðustu misseri. Í desember 2019 voru tveir menn skotnir til bana fyrir utan næturklúbb í borginni og náðist atvikið á öryggismyndavélar staðarins.\nFórnarlömbin voru liðsmenn glæpagengis sem nefnist No Surrender MC, en meðan á árásinni stóð var næturklúbburinn fullur af grunlausu fólki. Sjá má úr upptökum að nokkrir gestir innandyra stóðu aðeins steinsnar frá gluggum staðarins sem nokkur skot hæfðu.\nNokkrum mánuðum síðar, í apríl 2020, var einn maður skotinn til bana á skyndibitastað í borginni en annar slapp naumlega undan árásarmönnunum. Fórnarlömbin tvö höfðu tengsl við sama glæpagengi.\nSex menn voru að lokum ákærðir fyrir morðin og hófust réttarhöld í apríl. Mennirnir voru allir sýknaðir fyrir skotárásina við skemmtistaðinn þar sem ósannað þótti að þeir hefðu verið að verki. Þeir fá hins vegar þungan dóm fyrir morðið og morðtilraunina á skyndibitastaðnum.\nFjórir eru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína, en tveir fá sextán ára dóm.","summary":null} {"year":"2021","id":"215","intro":"Íslandsmeistaratitillinn í úrvalsdeild karla í handbolta fer á loft í kvöld þegar Valur og Haukar mætast í seinni leik liðanna í úrslitum deildarinnar.","main":"Valur og Haukar mættust á þriðjudag þar sem Valsmenn höfðu betur á heimavelli, 32-29. Valur er því með þriggja marka forskot fyrir leikinn í kvöld. Tveir leikir eru spilaðir í úrslitaeinvíginu og því ljóst að Íslandsmeistaratitillinn fer á loft í kvöld en allt að 2400 áhorfendur mega vera í stúkunni á Ásvöllum.\nEvrópumótið í fótbolta heldur áfram í dag en spilað verður í E- og D-riðlunum. Svíþjóð og Slóvakía mætast í fyrsta leik dagsins í E-riðlinum. Slóvakar eru á toppi riðilsins eftir 2-1 sigur á Póllandi í fyrstu umferðinni en Svíar með eitt stig eftir markalaust jafntefli við Spánverja. Í D-riðlinum er stórleikur á dagskrá á Wembley í Lundúnum í kvöld en þar mætast grannþjóðirnar England og Skotland. Króatía og Tékkland eigast svo við í sama riðli síðdegis. England og Tékkland eru með þrjú stig eftir fyrstu umferð D-riðilsins. Danir hafa ekki gefið upp alla von um að komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar þrátt fyrir að vera án stiga eftir fyrstu tvo leikina. Kasper Hjulmand, þjálfari Dana, sat fyrir svörum á fjölmiðlafundi liðsins í morgun þar sem hann benti á að ríkjandi Evrópumeistarar Portúgal hefðu komist upp úr riðlinum með þrjú stig á EM 2016, eftir þrjú jafntefli; gegn Íslandi, Ungverjalandi og Austurríki. Danmörk mátti þola 2-1 tap gegn Belgíu í gær og verma Danir því botnsæti riðilsins þegar ein umferð er eftir í B-riðlinum. Danmörk getur ennþá endað í 2. sæti riðilsins en þá þurfa Danir að vinna Rússland á mánudag og vonast til að Belgía vinni Finnland.\nÍslandsmótið í holukeppni hófst á Þorláksvelli í Þorlákshöfn í morgun en mótið stendur yfir til sunnudags. Axel Bóasson og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eru ríkjandi Íslandsmeistarar í holukeppni en hvorugt þeirra er með á mótinu að þessu sinni og því ljóst að nýir Íslandsmeistarar verða krýndir í ár.","summary":null} {"year":"2021","id":"216","intro":"Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun frá kæru Ólafs Ólafssonar á hendur íslenska ríkinu vegna málsmeðferðar rannsóknarnefndar Alþingis á aðkomu þýska bankans Hauck und Afhauser að einknavæðingu Búnaðarbankans. Fyrrverandi formaður nefndarinnar segir að ef niðurstaðan hefði orðið Ólafi í hag hefðu rannsóknarnefndir eins og þær þekkjast í dag líklega heyrt sögunni til.","main":"Ólafur kærði málsmeðferð rannsóknarnefndarinnar til Mannréttindadómstóls Evrópu um miðjan júlí 2017. Hann taldi að umgjörð og málsmeðferð nefndarinnar, sem taldi að stjórnvöld hefði verið blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum, hefði falið í sér sakamál og að niðurstaða hennar jafngilti refsingu, án þess að hann hefði notið nokkurra þeirra réttinda sem sakborningar ættu rétt á. Þá hefði nefndin brotið gegn rétti Ólafs til réttlátrar málsmeðferðar.\nMannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun frá kæru Ólafs og hafnar því að málsmeðferin geti talist sakamálameðferð. Kjartan Bjarni Björgvinsson var formaður rannsóknarnefndarinnar.\nEf það hefði verið fallist á þann málatilbúnað þá hefði þurft að endurskoða að verulegu leyti hvernig við upplýsum mál, mikilvæg samfélagsleg málefni með tilstyrk rannsóknarnefnda og ég er ekki viss um að það hefði verið hægt áfram í núverandi mynd ef niðurstaðan hefði fallið kæranda í hag það er að segja.\nÍ niðurstöðu dómstólsins kemur fram að ef Ólafur telji að finna megi ærumeiðingar í skýrslunni verði slíkt mál að fara fyrir íslenska dómstóla.\nÉg fagna því að þessari meðferð MDE sé lokið. Hún hefur tekið sinn tíma. Niðurstaðan er afgerandi og ljós og auðvitað sú sem ég vonaðist eftir.","summary":"Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun frá kæru Ólafs Ólafssonar vegna skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck und Aufhauser að einkavæðingu búnaðarbankans. Kjartan Bjarni Björgvinsson, sem var formaður nefndarinnar, segir niðurstöðu dómstólsins afgerandi."} {"year":"2021","id":"216","intro":"Þjóðhátíðardeginum er fagnað um allt land en samkomutakmarknir setja hátíðahöldum ýmsar skorður. Margt var þó á sínum stað; forseti Íslands lagði blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar og hátíðarræður voru fluttar.","main":"Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gerði kórónuveirufaraldurinn og þau áhrif sem hann hefur haft á daglegt líf fólks að umfjöllunarefni í hátíðarræðu sinni á Austurvelli og sagði að framundan væru ekki síður krefjandi tímar þar sem hafa þyrfti hagsmuni barna og ungmenna sérstaklega í huga. Þá þyrfti að takast á við loftlagsvána af sama krafti og tekist var á við faraldurinn.\nHvers konar Ísland viljum við byggja upp að loknum faraldri? Land þar sem tekið er tillit til annarra. Land þar sem fólk getur breytt draum í veruleika. Land þar sem fólk getur skapað sér tækifæri, land þar sem fólk getur leitað hamingjunnar.\nÁ okkur hvílir skylda gagnvart þeim sem á undan gengu og gagnvart þeim sem á eftir okkur munu koma og undir þeirri skyldu og ábyrgð viljum við standa, hvert og eitt og saman sem þjóð. Þannig mun okkur áfram farnast vel. Til hamingju með daginn, kæru landsmenn.\nÞetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Austurvelli í morgun. Þjóðhátíðardeginum er fagnað um allt land en 300 manna samkomutakmarknir setja hátíðahöldum ýmsar skorður og miðar dagskrá við að stórir hópar safnist ekki saman. Víða um land er hátíðasvæðum skipt niður og á höfuðborgarsvæðinu verða haldnar hverfahátíðir.\nÍ Háskóla Íslands var hátíðasamkoma í tilefni af 110 ára afmæli skólans og þar var undirrituð viljayfirlýsing á milli Háskólans og ríkisstjórnar Íslands um að setja á fót sýningu helgaða forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur. Vigdís færði háskólanum finnskt sverð og tvo kjóla, en á sýningunni verða meðal annars ýmsir munir sem Vigdísi voru færðir þegar hún var forseti, auk fatnaðar hennar.\nMér er mjög ljúft og kært að vita af þessu hjá Háskóla Íslands sem ég hef dáðst að alveg frá því ég man eftir mér.","summary":null} {"year":"2021","id":"216","intro":"Kona nokkur notaði skilríki læknis, þóttist vera sá læknir og kastaði með því ryki í augu þúsunda Dana sem hafa leitað ráða í Facebook hópi sem gengur undir heitinu Spyrðu lækni um kórónuveiruna.","main":"Facebook-hópurinn er verðlaunað framtak um 200 lækna sem hafa unnið í sjálfboðavinnu í á annað ár en þar hafa fróðleiksþyrstir Danir fengið margvíslegar upplýsingar um faraldurinn. Nú hefur komið á daginn að eitt þeirra sem gefið hafa ráð og svarað spurningum er alls ekki læknir.\nÓfaglærð aðstoðarkona hjúkrunarfræðinga við sjúkrahúsið í Viborg komst yfir skilríki læknis sem þar hefur stöðu og skrifaði margvíslega svör í hennar nafni í Facebook hópnum. Svikin komust upp nánast fyrir tilviljun þegar öllum þeim læknum sem að átakinu komu var færður þakklætisvottur.\nLæknirinn í Viborg, sem starfar alla daga í Árósum, kom alveg af fjöllum þegar henni barst óvæntur pakki og hafði samband við sendandann. Fljótlega varð ljóst að svik voru í tafli og var málið tilkynnt til lögreglu sem nú rannsakar málavöxtu.\nLæknum er vitaskuld brugðið en svikin stóðu yfir í meira en ár eða frá því í apríl á síðasta ári. Sú sem brotið framdi gengur ekki vaktir meðan málið er rannskakað. Læknirinn sem varð fyrir barðinu á svikahrappnum hefur sjálf ekki viljað tjá sig um málið en Lars Østergaard, yfirlæknir við háskólasjúkrahúsið í Árósum, segist aldrei hafa upplifað annað eins en það sé grafalvarlegt að einhver geti þóst vera læknir.","summary":null} {"year":"2021","id":"216","intro":"Ísland er eftirbátur nágrannaríkjanna í samkeppnishæfni, samkvæmt nýjum samanburði IMD-viðskiptaháskólans í Sviss.","main":"Ísland er í 21. sæti af sextíu og fjórum og lækkaði um eitt sæti frá því í fyrra. Svíþjóð er í öðru sæti á eftir Sviss, Danmörk í þriðja og Noregur í því sjötta. Ótal þættir eru teknir með í reikninginn og meðal þess sem dregur Ísland niður er atvinnuleysi, samdráttur og halli ríkissjóðs. Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir áhyggjuefni hversu illa Ísland stendur í norrænum samanburði.\nHann segir að efnahagsleg áhrif faraldursins hafi verið meiri hér á landi en víða annars staðar og að Ísland færist líklega ofar á listann eftir því sem hagkerfið kemst á réttan kjöl.","summary":null} {"year":"2021","id":"216","intro":"Kínversku geimfararnir þrír sem eru á leið að Tiangong geimstöðinni lögðu upp í ferð sína úr Góbí eyðimörkinni á öðrum tímanum í nótt. Geimskotið tókst giftusamlega.","main":"Þremenningarir eru fyrstu mennirnir sem dvelja í geimstöðinni og ætlunin er að þar verði þeir næstu þrjá mánuði. Þetta er því lengsta ferð í sögu kínversku geimferðastofnunarinnar.\nFjöldi fólks var viðstaddur þegar eldflaugin sem kennd er við Gönguna miklu bar Shenzhou-12 geimfarið upp í himinhvolfið en skömmu áður kvöddu geimfararnir fjölskyldur sínar og starfsfólk geimhafnarinnar við hátíðlega athöfn.\nUm það bil tíu mínútum eftir geimskotið losnaði geimfarið frá eldflauginni við mikil fagnaðarlæti á jörðu niðri. Farið var þá komið á sporbaug um jörðina en það tengist við meginhluta geimstöðvarinnar sem hefur verið á sporbaug frá því í lok apríl.\nÆtlunin er að geimfararnir þrír reyni öll kerfi geimstöðvarinnar, fari í geimgöngur og geri vísindatilraunir á meðan á dvölinni stendur.\nÞrautlaus þjálfun er að baki ferðar geimfaranna þriggja, þeir hafa varið um sex þúsund klukkustundum við margvíslegar æfingar sem eiga að gera þeim kleift að dvelja langdvölum í geimstöðinni.\nÆtlun Kínverja er að senda þrjú mönnuð geimför á loft á næsta ári og ellefu samtals.","summary":null} {"year":"2021","id":"216","intro":"Breska forsætisráðuneytið hvorki játar né neitar því að skilaboð sem Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafi Boris Johnsons, gerði opinber í gær séu ósvikin. Þar segir Johnson að Matt Hancock heilbrigðisráðherra sé vonlaus og hann hafi hug á skipta honum út.","main":"Algjörlega vonlaus. Þetta sagði Boris Johnsson forsætisráherra Bretlands um Matt Hancock heilbrigiðisráðherrra að því er kemur fram í skilaboðum sem Dominic Cummings fyrrverandi aðstoðarmaður forsætisráðherrans gerði opinber í gær. Cummings birti skjáskot af samtali á samskiptaforritinu Whats app. 27. mars í fyrra skrifaði Cummings Johnsson skilaboð um árangur Bandaríkjamanna í skimunum og segir að Bretar ættu að gera slíkt hið sama en Matt Hancock sé efins. Algjörlega vonlaus svarar Johnsson þá og bætti við blótsyrði. Matt Hancock var spurður út í ummæli Johnsons.\nAre you hopeless Mr. Hancock? I don´t think so.\nErtu vonlaus Hancock? Spyr blaðamaður. Hancock segist ekki halda það. Samtalið birti Cummings í langri færslu á bloggsíðu sinni. Þar kemur einnig fram að Johnson virðist hafa haft hug á því að skipta Hancock út. Bæði skjáskot virðast af samskiptum milli Cummings og Johnson og hefur ráðuneyti hans ekki neitað því að uppruni samskipanna sé ósvikinn.\nCummings sem var driffjöðrin í sigrði Brexit-sinna 2016 lét af embætti ráðgjafa forsætisrráðherra í nóvember. Síðan þá hefur hann látið ýmislegt flakka og 7.000 orða bloggfærslan sem birt var í gær er nýjasta atlaga Cummings að forsætisráðherranum.","summary":null} {"year":"2021","id":"216","intro":null,"main":"Danir ætla að byrja að bólusetja börn, tólf til fimmtán ára, við kórónuveirunni í september. Soren Brostrom, landlæknir Dana, greindi frá þessu á blaðamannafundi í morgun. Talið er að þegar búið verði að bólusetja alla sextán ára og eldri hafi náðst um 70 prósenta hjarðónæmi. Brostrom segir að líklega dugi það ekki til að halda faraldrinum í skefjum. Til þessa hefur ekki staðið til að bólusetja börn í Danmörku en það er nú til skoðunar á Norðurlöndunum, eftir að Pfizer fékk leyfi frá Lyfjastofnun Evrópu. Í rannsókninni sem framkvæmd var reyndust algengustu aukverkanirnar í þessum aldurshópi svipaðar og hjá þeim sem eldri eru.","summary":"Danir ætla að byrja að bólusetja börn, tólf til fimmtán ára, við kórónuveirunni í september. Landlæknir Dana segir að annars sé ekki hægt að halda faraldrinum í skefjum. "} {"year":"2021","id":"216","intro":"Þór Þorlákshöfn og Keflavík mættust í gærkvöldi í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í úrvalsdeild karla í körfubolta. Leikið var í Keflavík.","main":"Keflvíkingar urðu deildarmeistarar í vor, hafa farið taplausir í gegnum úrslitakeppnina til þessa og ekki tapað heimaleik í allan vetur. En Þórsarar mættu til leiks af miklum krafti, spiluðu góða vörn og stýrðu ferðinni algjörlega. Þeir voru fimmtán stigur yfir í leikhléi 45-30 og bættu svo í forystuna í síðari hálfleik. Fyrir lokafjórðunginn var munurinn milli liðanna 24 stig, 70-46. Keflvíkingar náðu aðeins að rétta stöðuna af seint í leiknum en honum lauk með átján stiga sigri Þórs 91-73. Liðin mætast næst í Þorlákshöfn á laugardaginn en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.\nValur komst á toppinn í úrvalsdeild karla í fótbolta á nýjan leik með 3-1 sigri á Breiðablik í gærkvöldi. Valur hefur tveggja stiga forskot á Víking sem á leik til góða. Mörk Valsara skoruðu Sebastian Hedlund, Patrik Pedersen og Guðmundur Andri Tryggvason en þetta var hans fyrsta mark fyrir liðið. Árni Vilhjálmsson skoraði mark Blika úr vítaspyrnu. FH gerði jafntefli við Stjörnuna 1-1 eftir að hafa tapað þremur síðustu leikjum, KA vann ÍA 2-0 Keflavík HK sömuleiðis.\nDanir mæta aftur til leiks á EM karla í fótbolta í dag þegar þeir mæta Belgum. Danska liðið tapaði 1-0 fyrir Finnum í fyrsta leik eftir að Christian Eriksen fór í hjartastopp og var lífgaður við á Parken leikvanginum í Kaupmannahöfn. Afar umdeilt var að leikurinn skildi vera kláraður seinna þetta sama kvöld enda leikmenn varla búnir að ná áttum eftir atvikið óhugnarlega. Eriksen hefur verið í stöðugum rannsóknum síðan og Danska knattspyrnusambandið tilkynnti á Twitter í morgun að hann myndi gangast undir aðgerð þar sem bjargráður verður græddur í hann. Bjargráðurinn grípur inn í starfsemi hjartans við hjartsláttartruflanir.","summary":"Þór Þorlákshöfn vann í gærkvöldi fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Deildarmeistarar Keflavíkur höfðu til þessa ekki tapað leik á heimavelli í vetur. "} {"year":"2021","id":"216","intro":"1.500 milljóna króna sektin sem Eimskip er gert að greiða vegna brota á samkeppnislögum er með þeim hæstu hér á landi. Formaður neytendasamtakana segir brotin aðför að neytendum.","main":"Í tilkynningu frá Eimskip segir forstjóri félagsins að þetta séu vissulega þung skref að taka en með nýjum stjórnendum séu stjórnarhættir bættir. Þrátt fyrir neikvæðu fjárhagslegu áhrifin af sektinni var það mat stjórnar Eimskips að best væri fyrir heildarhagsmuni félagsins að ljúka málinu með sátt.\nSektin sem Eimskip greiðir er ein sú hæsta vegna samkeppnislagabrota hér á landi. Valitor þurfti að greiða hálfan milljarð árið 2016 fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála fyrir fimm árum vegna samráðs Olís, Skeljungs og Olíufélagsins, sem þurftu að greiða 1,5 milljarð króna í sekt.\nneytendur treysta á virka samkeppni og allar tilraunir til að koma í veg fyrir hana er aðför að okkur neytendum.\nFyrr á árinu staðfesti Hæstiréttur 480 milljóna króna sekt sem Mjólkursamsalan þurfti að greiða fyrir tvö brot á samkeppnislögum.\nÞað er augljóst að þetta vandamál leynist víða en sem betur fer höfum við virkt og gott eftirliti með samkeppni. Þessi dæmi sem við höfum séð núna á þessu ári renna stoðum undir það að þetta er vissulega mjög stórt og alvarlegt vandamál.\nBreki segir að stjórn Neytendasamtakana krefjist þess að stjórnvöld setji tafarlaust af stað vinnu til að bæta úr úrræðaleysi neytenda og breyta lögum.\nÍ tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að ætluð brot Samskipa séu enn til rannsóknar.","summary":"Sektin sem Eimskip þarf að greiða vegna samkeppnisbrota er með þeim hæstu hér á landi. Formaður Neytendasamtakanna fagnar því að hér sé virkt Samkeppniseftirlit."} {"year":"2021","id":"217","intro":"Tækifærum væri kastað á glæ með því að afneita þeim kostum sem geta falist í fjölbreyttu rekstrarfyrirkomulagi í heilbrigðiskerfinu, þar með talið auknum einkarekstri. Þetta segir fjármálaráðherra. Hann var gestur í viðtalsþætti Drífu Snædal, forseta ASÍ, í morgun en Drífa ræðir þessa dagana við formenn allra flokka.","main":"Heilbrigðismál voru fyrirferðarmikil í samtali Bjarna og Drífu.\nÍ viðtalinu lýsti Drífa efasemdum um framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins í málaflokknum og viðraði áhyggjur af því að eftir því sem læknar færðu sig yfir í arðbæran einkarekstur, sem niðurgreiddur er með opinberu fé, kæmi það niður á opinberri þjónustu. Þá vísaði hún í umfjöllun Kveiks frá í síðasta mánuði þar sem fram kom að einstaka sérfræðilæknar í einkarekstri hefðu þegið hundruð þúsunda í greiðslur frá Sjúkratryggingum á degi hverjum.\nBjarni sagði aftur á móti á að ýmis heilbrigðisþjónusta væri nú þegar í höndum einkaaðila, svo sem sjúkraþjálfun, tannlækningar og sérfræðilækningar og hefði tekist vel til innan þess stakks sem hið opinbera sníður.\nBjarni sagði að horfast þyrfti í augu við að ríkið, sem þjónustuveitandi, skilaði ekki alltaf mestri framlegð og nýtti peningana best. Stöðugt þyrfti að leita leiða til að bæta þjónustuna og hagræða í rekstri.\nÞað er orðið eins og sjálfstætt baráttumál\nað gera betur fyrir sama fé eða jafnvel minna","summary":"Fjármálaráðherra segir að tækifærum væri kastað á glæ með því að afneita þeim kostum sem geta falist í fjölbreyttu rekstrarfyrirkomulagi í heilbrigðiskerfinu, þar með talið auknum einkarekstri. "} {"year":"2021","id":"217","intro":"Félag talmeinafræðingar telur að lausn sem sjúkratryggingar bjóða, til að tryggja að yfir 60 börn hjá tveimur talmeinafræðingum á Akurreyri þurfi ekki að fara aftur á biðlista séu þvingunaraðgerðir.","main":"Deila talmeinafræðinga og Sjúkratrygginga Íslands er enn í hnút og óvíst hvort yfir 60 börn missa talmeinafræðinga sína á Akureyri vegna kröfu um tveggja ára starfsreynslu. Talmeinafræðingar telja að lausn sem Sjúkratryggingar bjóða séu þvingunaraðgerðir.\nYfir 60 börn hafa fengið þjónustu hjá tveimur nýútskrifuðuð talmeinafræðingum á Akureyri undir handleiðslu reyndari talmeinafræðinga. Að óbreyttu stefnir í að þau þurfi aftur á biðlista því sjúkratryggingar niðurgreiða ekki þjónustu talmeinafræðinga strax eftir útskrift. Fyrst þurfa þeir að ná sér í tveggja ára starfsreynslu. Talmeinafræðingarnir hafa fengið að sinna börnunum hálft ár á svokölluðu handleiðslutímabili undir umsjón reyndari talmeinafræðings á sömu stofu. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands boðaði lausn í málinu og bauð fyrirtækjasamning við sjúkratryggingar í stað þess að samningur yrði gerður við einstaka talmeinafræðinga.\nFélag talmeinafræðinga sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þessari lausn er hafnað. Í yfirlýsingunni segir að við nánari skoðun hafi komið í ljós að þessir fyrirtækjasamningar henti ekki. Krafa sé um að minnst tveir, jafnvel þrír, reynslumeiri séu á stofunni. Slíku sé ekki til að dreifa hjá einyrkjum úti á landi. Því líti félagið á að þetta sem þvingunaraðgerðir af hálfu Sjúkratrygginga. Talmeinafræðingar vilja standa saman og losna við kröfuna um tveggja ára starfsreynslu frekar en að einstaka stofur samþykki fyrirtækjasamning.\nFram kom hjá forstjóra Sjúkratrygginga að ekki sé til fjármagn til að byrja að greiða fyrir þjónustu allra talmeinafræðinga sem ekki hafa náð tveggja ára starfsreynslu. Talmeinafræðingar telja að sá kostnaður sé ofmetinn. Í yfirlýsingu Félags talmeinafræðinga segir að stjórnvöld verði gera ráð fyrir þessari þjónustu í fjárlögum. Annars líði börn og aðrir skjólstæðingar talmeinafræðinga áfram fyrir skort á þjónustunni.","summary":null} {"year":"2021","id":"217","intro":"Vegurinn í Landmannalaugar var opnaður fyrir nokkrum dögum og skálaverðir Ferðafélagsins eru að standsetja skála víða um land. Snjór á Laugaveginum, milli Landmannalauga og Þórsmerkur, er eins og í meðalári, segir Anna Dóra Sæþórsdóttir, forseti Ferðafélagsins.","main":"Það er bara verið akkúrat þessa stundina að standsetja skálana, tengja vatn og koma öllu í gang. Það er töluvert mikill snjór uppi í Hrafntinnuskeri og þar í kring. Það hefur líka verið kalt og hefur snjóað undanfarna daga svo það er svolítið af snjó.\nFyrstu ferðamennirnir eru mættir í Landmannalaugar og eru að gera sig klára að labba af stað. Þó það sé mikill snjór þarna þá er það ekkert mál ef þú ert með réttan búnað. Losnar við að fara öll gilin upp og niður, labbar bara á snjónum í staðinn.\nLaugavegurinn er ein vinsælasta gönguleið landsins. Anna segir erfitt að meta hvort snjórinn sé óvenjulega mikill á leiðinni núna, stundum sé ekki hægt að opna inn í Landmannalaugar fyrr en um mánaðamótin júní\/júlí.\nÞetta er kannski nokkuð nærri meðallagi.\nVel er bókað hjá Ferðafélaginu í skipulagðar ferðir og í gistingu í skála víða um land í sumar, enda margir sem hafa hug á því að ferðast innanlands.\nskálaverðir mæta á Kili um mánaðarmótin. þar sem ferðafélagið er með aðra skála eins og í Valgerðsstaði í Norðurfirði og í Hornbjargsvita, þar er öll starfsemi komin í gang og fyrstu ferðamennirnir komnir þangað. Svo þetta er allt að fara af stað hjá okkur.","summary":null} {"year":"2021","id":"217","intro":"Valur hefur yfirhöndina gegn Haukum í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Valsmenn unnu í gærkvöldi fyrri leik liðanna í úrslitaeinvíginu með þremur mörkum.","main":"Valur tók stórt skref í átt að Íslandsmeistaratitli karla í handbolta í gærkvöld. Liðið vann þá deildarmeistara Hauka 32-29 í fyrri leik úrslitaeinvígisins.\nLeikurinn var jafn og spennandi til að byrja með, spilað var á heimavelli Vals á Hlíðarenda. Valur náði svo yfirhöndinni og var betra liðið lengst af. Í leikhléi var staðan 19-14 fyrir Val. Haukar náðu aðeins að saxa á forystuna í síðari hálfleik en munurinn lengst af 2-3 mörk. Heimir Óli Heimisson minnkaði hann í eitt mark þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en niðurstaðan þriggja marka sigur Vals 32-29. Anton Rúnarsson skoraði níu mörk fyrir Valsara og þeir Heimir Óli og Geir Guðmundsson sex hvor fyrir Hauka. Liðin mætast aftur á föstudaginn og þá þurfa Haukar að vinna með fjórum mörkum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Ef leikurinn endar með þriggja marka sigri Hauka vinnur það lið sem skoraði fleiri mörk á útivelli.\nÚrslitaeinvígið í körfubolta karla hefst svo í kvöld. Þar mætast deildarmeistarar Keflavíkur og Þór Þorlákshöfn og vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Leikurinn í kvöld verður spilaður í Keflavík.\nMarkaðsvirði gosdrykkjaframleiðandans Coca Cola hrundi eftir uppátæki Portúgalans Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi á HM í fyrradag. Hann ýtti tveimur kókflöskum sem hafði verið stillt upp á borðinu fyrir framan hann til hliðar, tók upp vatnsflösku og hvatti áhorfendur til að drekka frekar vatn. Atvikið vakti mikla athygli og hlutabréfin í Coca Cola lækkuðu í kjölfarið í verði. Markaðsvirði fyrirtækisins er talið hafa lækkað um fjóra milljarða dollara eða um 486 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að leikmönnum sé boðið upp á þrenns konar drykki; kók, sykurlaust kók og vatn og að fólki sé frjálst að drekka það sem það vill.","summary":"Valur hefur yfirhöndina gegn Haukum í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Valsmenn unnu í gærkvöldi fyrri leik liðanna í úrslitaeinvíginu með þremur mörkum. "} {"year":"2021","id":"217","intro":"Aðsókn í kvikmyndahús virðist vera að glæðast eftir dapurt bíóár 2020. Íslenskum bíógestum fækkaði um sextíu prósent frá 2019 til 2020. Flestir sem fóru í bíó um helgina fóru að sjá íslenska kvikmynd um saumaklúbb.","main":"FRÍSK, félag rétthafa í kvikmynda og sjónvarpsiðnaði birtir vikulega tölur um aðsókn í kvikmyndahús. Íslenska kvikmyndin Saumaklúbburinn sló öðrum við síðustu helgi. The Conjuring, The devil made me do it , Croods ný öld, A quiet place annar hluti og Cruella lutu í lægra haldi fyrir klúbbssystrunum, svo nokkrar myndir séu nefndar.\nHeimsfaraldur og samkomutakmarkanir settu að vonum risastórt strik í aðsókn í kvikmyndahús á síðasta ári. Átta nýjar íslenskar bíómyndir og heimildamyndir voru sýndar á síðasta ári en sextán kvikmyndir árið 2019. Athygli vekur að þrátt fyrir heimsfaraldur, tímabundna lokun kvikmyndahúsa og dræma aðsókn hluta árs, jókst aðsókn á íslenskar kvikmyndir milli ára um fimmtán prósent. Árið 2019 var þó óvenju slakt - og það hefur áhrif á samanburðinn.\nSíðasta veiðiferðin var langvinsælasta íslenska myndin á síðasta ári með tæplega sextíu og tvær milljónir í tekjur og yfir þrjátíu og fimm þúsund gesti. Amma Hófí var í öðru sæti með tæpar þrjátíu og sex milljónir og rúmlega tuttugu og tvö þúsund áhorfendur. Þetta kemur fram á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.\nAlls sáu tæplega sjötíu þúsund Íslendingar íslenskar kvikmyndir á síðasta ári.","summary":null} {"year":"2021","id":"217","intro":"Ákvörðun um að byggja nýja flugstöð á Akureyrarflugvelli hefur mjög hvetjandi áhrif á markaðssetningu og möguleika á beinu flugi þangað frá útlöndum. Verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands segir faraldurinn þó enn hafa þar mikil áhrif.","main":"Framkvæmdir við nýja flugstöðvarbyggingu á Akureyrarflugvelli verða boðnar út fyrir júnílok, en fyrsta skóflustunga í gær markar upphaf tveggja ára framkvæmdatíma á vellunum. Ferðaþjónustan hefur lengi kallað eftir nýrri flugstöð og telur það einn af lykilþáttum þess að geta byggt upp reglubundið flug til og frá útlöndum.\nSvona áfangar hafa gríðarlega mikið að segja því þetta eru skilaboð út í heim til okkar viðsemjenda, getum við sagt, ferðaskrifstofa eða flugfélaga, að hér sé verið að byggja upp til framtíðar og hér eigi að verða framtíðar áfangastaður. Og þau skilaboð eru gríðarlega mikilvæg inn í þessi samtöl okkar.\nSegir Hjalti Páll Þórarinsson, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands. Covid hafði mikil áhrif á störf við þessa markaðssetningu en Hjalti segir að þau hafi verið komin í mjög áhugaverðar viðræður við erlendar ferðaskrifstofur þegar faraldurinn braust út.\nVið höfum haft hér ferðaskrifstofu frá Hollandi sem hefur staðið fyrir flugi. Var búin að fljúga hér bæði sumar- og vetrartímabil áður en heimsfaraldurinn skall á. Það er gaman að segja frá því að þau ætla að halda ótrauð áfram frá og með næsta vetrartímabili. Og við höfum verið markviisst að leita að slíkum aðilum í fleiri löndum.\nÞar finni þau fyrir miklum áhuga en enn þá séu áhrifin af faraldrinum mikil og erlendar ferðaskrifstofur hálf vængbrotnar, eins og hann orðar það.\nOkkar vonir standa auðvitað til að það sem ekki gengur einn, tveir og þrír núna, að það séu möguleg tækifæri lengra inn í framtíðina.","summary":"Ný flugstöðvarbygging á Akureyrarflugvelli verður mikil lyftistöng við markaðssetningu á erlendum mörkuðum. Faraldurinn hefur þó enn mikil áhrif hjá viðskiptavinum erlendis."} {"year":"2021","id":"218","intro":"Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tæplega tveimur og hálfu prósentustigi í nýjustu fylgiskönnun MMR og fylgi Framsóknarflokksins dregst saman um tæplega fjögur prósentustig.","main":"Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkurinn með 27 prósenta fylgi. Píratar mælast næststærstir, með 13,1 prósent en fylgi þeirra er nánast óbreytt frá síðustu könnun MMR sem var gerð 1. júní. Þar á eftir koma Vinstri græn með 12,4 prósent en fylgi þeirra eykst um rúmt prósentustig.\nSamfylkingin er fjórði stærsti flokkurinn með 11,2 prósenta fylgi sem helst nær óbreytt frá síðustu könnun. Samfylkingin skiptir um sæti við Framsókn frá því í síðustu könnun MMR, en Framsókn fellur úr 12,5 prósentum í 8,8 prósent.\nFylgi Viðreisnar dregst líka saman, úr 11 prósentum í 7,8 prósent en Miðflokkurinn stækkar úr 6,5 prósentum í 7,3 prósent.\nFylgi Flokks fólksins eykst úr 2,8 prósentum í 5,5 prósent og fylgi Sósíalistaflokksins helst nær óbreytt og mælist 5,3 prósent.\nStuðningur við ríkisstjórnina eykst um rúmlega þrjú prósentustig frá síðustu könnun; úr 50,2 prósentum í 53,7 prósent.","summary":null} {"year":"2021","id":"218","intro":"Tillögur að hönnun Miklubrautar- og Sæbrautarstokka voru kynntar á fundi borgarstjóra í morgun. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahúsnæði og kjarnastöðvum borgarlínu ofanjarðar.","main":"Stefnt er að því að hefja framkvæmdir við að leggja hluta Miklubrautar og Sæbrautar í stokk á næsta ári eða því þarnæsta. Tillögur að hönnun stokkanna voru kynntar á opnum fundi borgarstjóra í morgun.\nFimm hópar arkitekta, landslagsarkitekta, hönnuða og verkfræðinga kynntu tillögur sínar á fundinum í morgun en ekki er um að ræða hefðbundna hugmyndasamkeppni. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir að landslið arkitekta hafi verið fengið til að draga fram möguleikana sem felast á svæðunum. Fyrri áfangi Miklubrautarstokks nær frá Rauðarárstíg til Snorrabrautar. Áætlað er að Sæbrautarstokkurinn verði milli Vogabyggðar og Vogahverfis og nái norður fyrir Skeiðarvog.\nVið vitum að þarna eru neikvæð áhrif af umferðinni hvað mest. Með því að setja hana ofan í jörðina tengjum við hverfin og höfum ótrúleg tækifæri. Núna getum við valið bestu hugmyndirnar úr öllum fimm tillögunum,\nTillögurnar sem kynntar voru á fundinum eru nú aðgengilegar á vef Reykjavíkurborgar og segist Borgarstjóri vonast eftir samtali um þær.\nVið sjáum fyrir okkur að fara núna með þetta í loftið, opnum heimasíðu á eftir og vonumst eftir samtali um það sem fólki fellur best og leggjum síðan línurnar þegar líður á árið um nákvæmlega hvernig þetta verður,\nFrumhönnun vegna Sæbrautarstokksins er hafin og hefst brátt við Miklubraut en samkvæmt samgöngusáttmála var gert ráð fyrir verklokum á næsta ári og því þarnæsta. Ljóst er að ekki verður af því en Dagur segir að vonast eftir því að framkvæmdir geti hafist innan tveggja ára, töfin á framkvæmdum sé vegna afgreiðslu sáttmálans á þingi.\nJú hann tafðist aðeins í meðferðum þingsins en núna lítum við þannig á að við séum komin á beinu brautina. Við vinnum bara þétt með Vegagerðinni og Betri samgöngum að því að koma þessu sem allra fyrst til framkvæmda,\nsegir Dagur B. Eggertsson. Í tillögunum er gert ráð fyrir að ofanjarðar verði hægt að reisa þúsundir nýrra íbúða og koma fyrir kjarnastöðvum Borgarlínu á nýjum torgum, Vogatorgi og Miklatorgi.","summary":null} {"year":"2021","id":"218","intro":"Græni bólusetningarpassinn, sem er samevrópskt bólusetningarvottorð, ætti að verða öllum fullbólusettum hér á landi aðgengilegur í kvöld.","main":"Ísland tekur þátt í tilraunaverkefni með samevrópskt bólusetningarvottorð, eða svonefndan grænan passa. Þeir sem hafa fengið pestina eða eru fullbólusettir ættu í kvöld að geta sótt vottorðið eða passann inn á vef Heilsuveru.\nFjórtán lönd til viðbótar við Ísland taka þátt í tilraunaverkefni Evrópusambandsins og EFTA-ríkjanna með bólusetningarvottorð með QR-kóða sem nefnt hefur verið græni passinn. Ingi Steinar Ingason er verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu.\nÞað sem er verið að gera er að vottorð sem núna er verið að skoða á landamærum, sem eru bólusetningavottorð, neikvæð PCR-próf og vottorð um fyrri COVID-sýkingu, þau eru að fá á sig öll svona staðlaðan QR-kóða sem inniheldur upplýsingar og gerir það að verkum að það er mun þægilegra að staðfesta að þessi vottorð séu öll rétt og ekki fölsuð.\nIngi segir að stefnt sé að því að uppfæra heilbrigðisgáttina Heilsuveru í dag. Þangað á að vera hægt að sækja vottorðið.\nVonandi í kvöld, í síðasta lagi á morgun. Þá eru menn að fá þennan QR-kóða. Það breytist aðeins útlitið, kemur svona samevrópskt útlit á bólusetningavottorðið eða skírteinið.\nIngi segir að hálfur mánuður sé frá því byrjað var að taka á móti vottorðum með QR-kóða á landamærunum. Það flýti fyrir afgreiðslu að hafa vottorðin rafræn. Stefnt er að því að nýju vottorðin verði tekin upp í öllu Evrópusambandinu 1. júlí. Hann hvetur fólk til að kynna sér reglur á landamærum þess ríkis sem ferðast er til.\nÞað er ekki hægt að falsa þessi vottorð. Það er alveg fullvissa fyrir því. Ef þú kemur með vottorð með QR-kóða getum við staðfest að þetta hafi raunverulega gefið út af réttum aðila og ekki hafi verið átt við vottorð, t.d. skipt um einstaklinga á því. Það er erfiðara þegar vottorðið er á pappír, að reyna að lesa í það.","summary":"Græni bólusetningarpassinn, sem er samevrópskt bólusetningarvottorð, ætti að verða öllum fullbólusettum hér á landi aðgengilegur í kvöld. "} {"year":"2021","id":"218","intro":"Brýnt er að unnt sé að greina veikindi fólks vegna myglu og rakaskemmda fljótt og vel og sérstakur greiningarlykill þarf að vera til í heilbrigðiskerfinu til að veiku fólki sé vísað rétta leið en velkist ekki um í kerfinu og gefist upp. Þetta segir formaður Samtaka um áhrif umhverfis á heilsu. Landlækni hefur verið sent erindi vegna þessa.","main":"Samtök um áhrif umhverfis á heilsu hafa barist fyrir því að fá upplýsingar um þá sem veikjast vegna rakavandamála og myglu. Óskað hefur verið eftir að upplýsingar um veikindi af þessum toga séu gagnsærri. Sérstaklega var óskað eftir því við landlækni í vor að koma á fót eins konar greiningarlykli í heilbrigðiskerfinu. Samkvæmt svari landlæknis til samtakanna er málið í vinnslu. Fagráð um myglu og rakaskemmdir hafi verið skipað. Samtökin telja mikilvægt að fólk geti leitað aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins en velkist ekki á milli lækna í tíma og ótíma án greiningar. Fólk gefist þá einfaldlega upp á heilbrigðiskerfinu að sögn Hörpu Fannar Sigurjónsdóttur formanns samtakanna.\nOkkur hefur þótt skorta í þessu kerfi að sjúklingarnir geti komið til síns læknis, sagt sína sögu lýst sínum einkennum og að þekkingin sé næg til innan kerfisins til að sjá þessi einkenni og tengja þau við heilsubrest vegna raka og myglu\nRakaskemmdir og mygla hafa fundist í fjölda eigna ríkisins og árlega hafa að jafnaði um tuttugu starfsmenn leitað til trúnaðarlæknis Landspítala vegna einkenna. Ekki er til heildaryfirlit yfir áhrif mygluvandamála í ríkishúsnæði á heilsu starfsmanna.\nTil dæmis eru núna til staðar ýmsar greiningar og lýsingar á öllum einkennum stórum sem smáum vegna heimsfaraldursins sem núna geisar. Það mætti gera svipað greiningarkerfi og nú er við kórónaveirunni við þessa sjúkdóma.\nÁ fimm árum hefur rúmum fimm milljörðum verið varið til viðgerða vegna myglu og raka í ríkishúsnæði.","summary":"Formaður Samtaka um tengsl umhverfis og heilsu segir brýnt að greina veikindi vegna myglu og rakaskemmda fljótt og vel. Landlæknir hefur verið beðinn um að gera sérstakan greiningarlykil fyrir heilbrigðiskerfið."} {"year":"2021","id":"218","intro":"Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskveiði verði dregin saman um þrettán prósent á næsta fiskveiðiári. Það skýrist af slökum árgöngum og ofmati á stærð veiðistofnsins. Veiðiráðgjöf á síld er tvöfölduð.","main":"Hafrannsóknastofnun kynnti í morgun veiðiráðgjöf sína fyrir næsta fiskveiðiár. Helstu tíðindin felast í að lagt er til að veidd verði tæplega 223 tonn af þorski sem er 13 prósenta lækkun frá yfirstandandi fiskveiðiári. Samdrátturinn nemur 17-18 milljörðum króna í aflaverðmæti og því ljóst að þetta er talsvert högg fyrir sjávarútvegsfyrirtæki í landinu. Þorsteinn Sigurðsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir niðurstöðuna vonbrigði.\nÞað eru tveir árgangar inni í þessum hluta veiðistofnsins sem að hefur mestan lífmassa sem eru mjög daprir. Þannig að náttúran er ekki að hjálpa okkur en auk þess hefur verið farið í rýni á stofnmatið og kemur í ljós að við höfum verið að ofmeta á undanförnum árum eldri hluta stofnsins og í raun þá allan stofninn um leið.\nÞorsteinn bendir á að þrátt fyrir þessi vonbrigði sé þorskstofninn stór í sögulegu samhengi og þarf að fara 40 ár aftur í tímann til að sjá viðlíka stærð á veiðistofni þorsks.\nRáðgjöf lækkar í fleiri tegundum, til að mynda um 17 prósent í gullkarfa, 36 prósent í djúpkarfa og 17 prósent í löngu. Á móti kemur að ráðgjöf á ýsu hækkar um 11 prósent og síldarstofninn er að taka við sér eftir langvarandi sýkingu. Þar er ráðgjöfin tvöfölduð, fer úr 35 þúsund tonnum í 72 þúsund tonn, sem Þorsteinn segir mikið ánægjuefni. Kemur það ofan á áður boðaða aukningu á loðnu.\nÞað er hins vegar mikið áhyggjuefni hversu léleg nýliðun hefur verið í mörgum stofnum. Þorsteinn segir það kalla á ítarlegar rannsóknir því ekki er vitað hvað veldur.\nÞetta er að gerast í alltof mörgum stofnum og í grunninn þeim stofnum sem eru svokallaðir hlýsjávarstofnar og með hlýnun hefði maður fyrirfram ætlað að það myndi gefa í í nýliðuninni en ekki draga úr henni eins og raunin er.","summary":"Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskveiði verði dregin saman um 13 prósent á næsta fiskveiðiári. Samdrátturinn nemur 17 til 18 milljörðum króna. Forstjóri Hafró segir að leggjast þurfi í víðtækar rannsóknir á slæmri nýliðun í mörgum fiskistofnum. "} {"year":"2021","id":"218","intro":"IKEA í Frakklandi þarf að greiða eina milljón evra í sekt fyrir að hafa njósnað um starfsfólk sitt um nokkurra ára skeið. Fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins fékk tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm.","main":"Dómstóll í Frakklandi sektaði í dag IKEA þar í landi um eina milljón evra, rúmlega 147 milljónir króna, fyrir að hafa njósnað um starfsfólk sitt og starfsumsækjendur um nokkurra ára skeið. Fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins fékk tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og fimmtíu þúsund evra sekt.\nSannað þótti við réttarhöld í Versölum að stjórnendur IKEA France hefðu með ólöglegum hætti aflað upplýsinga um hundruð starfsmanna sinna og umsækjenda um störf. Við það nutu þeir aðstoðar lögreglunnar og hóps einkaspæjara. Málaferlin snerust um njósnir um starfsfólkið á árunum 2009 til 2012, en saksóknarar héldu því fram að þær hefðu hafist að minnsta kosti áratug fyrr. Jean-Louis Baillot, sem stýrði fyrirtækinu á árunum 1996 til 2002 fékk tveggja ára fangelsisdóm og fimmtíu þúsund evra sekt, rúmlega 7,3 milljónir króna. Hann neitaði við réttarhöldin að hafa haft hugmynd um hið ólöglega athæfi og íhugar að áfrýja dómnum. Sannað þótti að fyrrverandi yfirmaður áhættustjórnunar hjá IKEA France hefði skipulagt hið ólöglega eftirlit með starfsfólkinu. Hann fékk eins og hálfs árs skilorðsbundið fangelsi og tíu þúsund evra sekt. Núverandi stjórnendur fyrirtækisins fordæma hið ólöglega athæfi og segjast hafa hrundið af stað áætlun til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur.","summary":"IKEA í Frakklandi þarf að greiða eina milljón evra í sekt fyrir að hafa njósnað um starfsfólk sitt um nokkurra ára skeið. Fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins fékk tveggja ára skilorðsbundinn fangelsisdóm. "} {"year":"2021","id":"218","intro":"Íslandsmeistarar Vals í fótbolta karla mæta króatísku meisturunum í Dinamo Zagreb í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Kvennalandslið Íslands í fótbolta mætir Írlandi í öðrum vináttuleik liðanna á Laugardalsvelli í dag.","main":"Dregið var í Nyon í Sviss í dag. Ljóst er að verkefni Valsmanna verður strembið en Dinamo Zagreb komst alla leið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Breiðablik, FH og Stjarnan voru öll í efri styrkleikaflokki þegar dregið var í fyrstu umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en þetta er í fyrsta sinn sem spilað er í keppninni. Sambandsdeildin er í raun þriðja Evrópukeppnin á eftir Evrópudeildinni og Meistaradeildinni, og mun hún gefa evrópskum félagsliðum frá smærri löndum Evrópu fleiri leiki. Degið var rétt fyrir hádegi og mun FH mæta írska liðinu Sligo Rovers, Stjarnan mætir Bohemian FC sem einnig er frá Írlandi og Breiðablik spilar við Racing Union frá Lúxemborg.\nKvennalandslið Íslands í fótbolta mætir Írlandi í öðrum vináttuleik á Laugardalsvelli í dag en leikurinn hefst klukkan fimm. Ísland vann fyrri leikinn á föstudag 3-2 þar sem Agla María Albertsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir skoruðu mörk Íslands.\nSex íslenskir kylfingar hófu í gær leik á breska áhugamannamótinu í golfi en Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR náði frábærum árangri á sama móti í kvennaflokki um síðustu helgi. Fyrstu tvo dagana er keppt í höggleik og komast 64 efstu kylfingarnir áfram í holukeppnina sem hefst svo á morgun. Dagbjartur Sigurbrandsson úr GR stendur best að vígi fyrir seinni hringinn en hann var jafn í 15. sæti fyrir daginn. Opna breska áhugamannamótið er eitt stærsta mót áhugakylfinga í heiminum.\nHaukar og Valur mætast í fyrsta leik liðanna í úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld klukkan hálf átta. Spilaðir eru tveir leikir í úrslitaeinvíginu og fer fyrri leikurinn fram á Hlíðarenda og sá síðari á Ásvöllum.\nFyrsta umferð F-riðils Evrópumóts karla í fótbolta fer fram í dag. Klukkan fjögur mætast Portúgal og Ungverjaland í Búdapest og klukkan sjö eigast Frakkland og Þýskaland við í stórleik í Munchen í Þýskalandi. Slóvakía er á toppi E-riðilsins eftir fyrstu umferðina í gær. Slóvakía vann Pólland 2-1 og þá gerðu Spánn og Svíþjóð markalaust jafntefli.","summary":"Valur mætir Dynamo Zagreb í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildar karla í fótbolta. FH og Stjarnan mæta írskum liðum og Breiðablik mætir liði frá Lúxemborg í fyrstu umferð forkeppni nýrrar Sambandsdeildar Evrópu."} {"year":"2021","id":"219","intro":"Leiðtogar 30 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ráða nú ráðum sínum í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Meðal þeirra er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sem einnig átti tvíhliða fundi í morgun. Síðdegis ræðir forsætisráðhera við Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er einnig á leiðtogafundi NATO. Hann segir að bandalagið standi nú á ákveðnum tímamótum.","main":"Stoltenberg varð tíðrætt um aukin áhrif Kínverja á alþjóðavettvangi og hvernig bandalagið þyrfti að bregðast við þegar hann hitti RÚV og fulltrúa fleiri fjölmiðla við innganginn á höfuðstöðvum NATO. Stoltenberg ræddi einnig samskiptin við Rússland sem hafa verið stirð. Þá lagði hann áherslu á nýja framtíðarsýn NATO fyrir árið 2030 þar sem meðal annars er fjallað um afleiðingar loftslagsbreytinga í öryggismálum. Nýr forseti Bandaríkjanna, Joe Biden mætir nú á sinn fyrsta leiðtogafund. Biden hefur heitið því að styrkja aftur samskiptin við aðra bandamenn sem voru á köflum stormasöm í forsetatíð Donalds Trumps. Sveinn Helgason talar frá leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Brüssel.","summary":null} {"year":"2021","id":"219","intro":"Einkalæknir knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona heitins og sex aðrir sem önnuðust hann síðustu dagana fyrir andlát hans verða yfirheyrðir af saksóknara í Argentínu í dag.","main":"Sjömenningarnir eru grunuð um manndráp af gáleysi og fyrir að hafa ekki annast knattspyrnugoðsögnina með fullnægjandi hætti og skilið hann eftir án umönnunar í lengri tíma. Þetta hefur rannsókn sérfærðinga á andláti hans leitt í ljós og ákæra gefin út á hendur þeim þess efnis. Maradona lést í nóvember á seinasta ári, sextugur að aldri, úr hjartaáfalli. Nokkrum vikum áður en hann lést fór hann í heilaaðgerð vegna blóðtappa. Tvö barna goðsagnarinnar fóru fram á rannsókn á vinnubrögðum heilaskurðlæknisins Leopoldo Luque. Þau kenna honum um að heilsufari Maradona hafi hrakað hrapalega eftir aðgerðina. Í áliti 20 sérfræðinga kemur fram að umönnun hafi verið ábótavant og starfsfólkið hafi látið örlögin ráða því hvað yrði um Maradona.\nYfirheyrslunar fara fram á næstu dögum þar sem farið verður yfir aðkomu hvers og eins. Þær áttu að fara fram í seinasta mánuði en uppgangur faraldursins í Argentínu varð til þess að það frestaðist. Að loknum yfirheyrslum er það svo í höndum dómara að ákveða hvort að ástæða sé til að leiða málið inn í dómsal. Sjömenningunum hefur verið bannað að fara úr landi þar til að ákvörðun um það verður tekin. Fari svo að þau verði sakfelld eiga þau yfir höfði sér frá átta upp í 25 ára fangelsi.\nLæknirinn segist hafa gert sitt besta. Hann hafi boðið Maradona ýmislegt. Hann hafi þegið sumt, en annað ekki. Hann lýsir yfir sakleysi sínu og segir að Maradona hafi glímt við þunglyndi seinustu ævidaga sína. Sóttkví og einangrun frá fólki vegna faraldursins hafi ekki farið vel í hann.\nMaradona er goðsögn vegna afreka sinna á knattspyrnuvellinum, ekki síst í heimalandinu en hans verður minnst sem einst besta knattspyrnumanns allra tíma. Eftir að ferlinum lauk lifði hann óheilbrigðum lífstíl sem hafði áhrif á heilsufar hans. Hann glímdi bæði við flöskuna og var haldin kókaínfíkn. Seinustu æviár sín líffæri hans látið á sjá, bæði nýru, lifur og hjarta þoldu álagið orðið illa.\nÞegar hann lést var lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg í Argentínu.","summary":null} {"year":"2021","id":"219","intro":"Rekstur sóttkvíarhótela hefur kostað ríkið einn koma tvo milljarða króna. Þar af hefur matur fyrir hótelgesti kostað hundrað sextíu og fjóra milljónir króna.","main":"Ríkið þarf að greiða einn komma tvo milljarða króna vegna sóttkvíarhótela. Langstærsti útgaldaliðurinn er leigan á hótelunum eða níu hundruð milljónir króna. Rúmlega þrjú hundruð manns dvelja núna á sóttkvíarhótelum.\nÞetta kemur fram í skriflegu svari Sjúkratrygginga Íslands við fyrirspurn fréttastofu RÚV.\nKostnaður vegna sóttkvíarhótela var sex hundruð og fjórtán milljónir króna í fyrra og hann er sex hundruð tuttugu og átta milljónir það sem af er þessu ári. Samanlagt hefur því rúmlega einn komma tveir milljarðar króna komið í hlut ríkisins að greiða vegna sóttkvíarhótela. Í svari Sjúkratrygginga kemur fram að enn vanti þó talsvert af reikningum fyrir apíl og maí. Kostnaðurinn er sundurliðaður. Leiga á hótelum er langdýrust. Þannig er kostnaður vegna gistingar rétt tæpar níu hundruð milljónir króna. Matur fyrir gesti er hundrað sextíu og fjórar milljónir og Rauði krossinn hefur fengið hundrað fimmtíu og sjö milljónir króna. Þá kemur fram að ríkið þurfi einnig að greiða fyrir þrif þegar hótelrýmum verður skilað til eigenda sinna.\nNúna dvelja um þrjú hundruð og þrjátíu manns á sóttkvíarhóteli. Þar er einungis fólk sem þarf að vera í fimm daga sóttkví. Ákveðið hefur verið að sóttkvíarhótelin verði opin út júlí að minnsta kosti. Enn er það þannig að fólk þarf hvorki að greiða fyrir mat né gistingu. Að auki eru fimmtíu manns í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. Þar er fólk sem er annað hvort með veiruna eða hefur verið í námunda við smitað fólk.\nGylfi Þór Þorsteinson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir að alls hafi verið um sjö hundruð sýktir einstaklingar á sóttkvíarhótelunum og farsóttarhúsunum frá því faraldurinn braust út.","summary":"Rekstur sóttkvíarhótela hefur kostað ríkið einn koma tvo milljarða króna. Þar af hefur matur fyrir hótelgesti kostað hundrað sextíu og fjóra milljónir króna. "} {"year":"2021","id":"219","intro":"Ekkert verður af stjórnarskrárbreytingum á þessu kjörtímabili. Katrín Jakobsdóttir varð í vetur þriðji forsætisráðherrann til að leggja fram stjórnarskrárfrumvarp í eigin nafni. Afdrifin urðu þau sömu og áður þegar forverar hennar hafa farið þessa leið.","main":"Endurskoðun stjórnarskrárinnar er einn af föstunum í íslenskum stjórnmálum á lýðveldistímanum. Stefnt var að endurskoðun hennar við stofnun lýðveldis og sú er enn raunin tæpum áttatíu árum síðar. Þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fram stjórnarskrárfrumvarp í eigin nafni í ársbyrjun sagðist hún bjartsýn á að Alþingi afgreiddi frumvarpið fyrir þinglok. Þess í stað gerðist það sama og í fyrri skipti sem forsætisráðherrar hafa lagt fram stjórnarskrárfrumvarp í eigin nafni: Stjórnarskráin stóð óhögguð.\nGunnar Thoroddsen var fyrsti forsætisráðherrann til að leggja fram stjórnarskrárfrumvarp í eigin nafni, árið 1983, eftir að fimm ára starf stjórnarskrárnefndar skilaði ekki sameiginlegri niðurstöðu. Forsætisráðherrann mælti fyrir frumvarpi sínu en ekkert meira gerðist. Tæpum aldarfjórðungi síðar fór Sigurður Ingi Jóhannsson sömu leið, árið 2016 eftir að stjórnarskrárvinna á kjörtímabilinu hafði ekki leitt til niðurstöðu. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu og vísað til nefndar og dó þar. Sama niðurstaða varð með frumvarp Katrínar Jakobsdóttur sem hún lagði fram í janúar.\nForsætisráðherrar eru þó ekki þeir einu sem hafa lent í þessu. Þingmenn hafa hundrað sinnum lagt til breytingar á stjórnarskrá á lýðveldistímanum sem hafa ekki náð fram að ganga.","summary":null} {"year":"2021","id":"219","intro":"Kvartað hefur verið til Persónuverndar vegna embættis héraðssaksóknara. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast þær kvartanir meðal annars rannsókn embættisins á Samherjaskjölunum sem fyrst voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik.","main":"Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu RÚV að Persónuvernd upplýsi ekki um fólk sem til stofnunarinnar leitar. Hins vegar geti Persónuvernd upplýst að stofnunin sé með til umfjöllunar kvartanir yfir vinnslu persónuupplýsinga hjá héraðssaksóknara. Hún staðfestir að þetta séu þrjár kvartanir.\nSamkvæmt upplýsingum fréttastofu snúast þessar kvartanir meðal annars að samnýtingu á gögnum en bæði héraðssaksóknari og skattrannsóknarstjóri hafa haft Samherjaskjölin til rannsóknar.\nEmbætti héraðssaksóknara vildi ekki tjá sig um málið og lögmaður á vegum Samherja hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu.\nSex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Samherja hafa haft réttarstöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara. Embættið hefur sagt að rannsóknin sé stór og að hún taki örugglega þó nokkurn tíma, meðal annars kalli hún á samstarf við erlendar löggæslustofnanir.\nSamherji hefur nokkrum sinnum leitað til dómstóla eftir að rannsókn héraðssaksóknara hófst, helst í tengslum við gögn frá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG.\nÞað hafði nokkur eftirmál. Kvartað var til eftirlitsnefndar með störfum lögreglu vegna saksóknara í málinu og einnig til nefndar um dómarastörf vegna dómara hjá Héraðsdóm Reykjavíkur. Báðum kvörtunum var vísað frá.","summary":null} {"year":"2021","id":"219","intro":"Danski framherjinn Christian Eriksen segir í samtali við fjölmiðla í dag að honum líði betur en að hann vilji komast að því hvað nákvæmlega gerðist á laugardag. Eriksen fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands.","main":"Christian Eriksen leikur með Inter á Ítalíu og sagði í samtali við ítalska blaðið Gazzetto dello Sport í dag að líðan hans væri betri og að hann ætli ekki að gefast upp. Hann vilji þó vita hvað varð til þess að hjarta hans stöðvaðist. Leikmenn danska landsliðsins mættu á fjölmiðlafund í morgun en Danir mæta Belgíu í næsta leik riðilsins á fimmtudag. Framherjinn Martin Braithwaite brotnaði saman þegar hann var spurður út í það hvað hann hefði hugsað um á vellinum á meðan læknar hnoðuðu lífi í Eriksen. Braithwaite sagði: Ég hélt við værum að missa liðsfélaga okkar. Markvörðurinn Kasper Schmeichel sagði við fjölmiðla að hann hefði fengið að hitta Eriksen í stutta stund í gær, honum líði betur og sé farinn að brosa.\nKeppni á Evrópumótinu heldur áfram í dag og verða þrír leikir spilaðir í tveimur riðlum. Nú klukkan eitt hefst leikur Skotlands og Tékklands í D-riðlinum og klukkan fjögur fer E-riðilinn af stað. Þar eigast við Pólland og Slóvenía klukkan fjögur og klukkan sjö mætast Spánn og Svíþjóð. Holland vann í gær 3-2 sigur á Úkraínu í C-riðlinum og eru Hollendingar komnir með þrjú stig í riðlinum líkt og Austurríki sem vann Norður-Makedóníu, 3-1.\nAron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru Evrópumeistarar í handbolta eftir sigur á Álaborg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. Barcelona vann afar öruggan sigur, 36-23, og er þetta þriðji Evrópumeistaratitill Arons með Börsungum. Aron gengur til liðs við Álaborg í sumar en þar er Arnór Atlason aðstoðarþjálfari.\nSerbinn Novak Djokovic vann í gærkvöldi sinn nítjánda risatitil í einliðaleik í tennis en Djokovic bar sigur úr býtum á Opna franska risamótið á Roland Garros-vellinum í París. Djokovic lagði Grikkjann Stefanos Tsisipas í úrslitaleiknum. Djokovic lenti 2-0 undir en vann næstu þrjú sett og tryggði sér þar með titilinn. Þetta er í annað sinn sem Djokovic vinnur á leirnum í París og er hann nú einum titli frá því að jafna við þá Roger Federer og Rafael Nadal sem báðir eiga 20 risatitla. Barbara Krejcikova fagnaði sigri í einliðaleik kvenna í gærmorgun en þetta var fyrsti risatitill hinnar tékknesku.","summary":"Danski framherjinn Christian Eriksen segist vera að hressast, en hann fekk hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á Evróumótinu í fótbolta á laugardag. Félagar hans í danska landsliðinu eru enn slegnir yfir atvikinu."} {"year":"2021","id":"219","intro":"Palestínumenn gera ekki ráð fyrir að samskiptin við Ísraelsmenn batni þrátt fyrir ný stjórn sé tekin við völdum.","main":"Palestínumenn gera ekki ráð fyrir að samskipti þeirra við stjórnvöld í Ísrael eigi eftir að breytast þótt ný ríkisstjórn sé tekin við völdum. Nýr forsætisráðherra landsins þykir jafnvel enn harðari í horn að taka í afstöðunni til Palestínu en sá sem lét af embætti í gær eftir síðustu tólf ár við stjórnvölinn.\nMohammed Shtyyeh, forsætisráðherra Palestínu, sagði áður en hann settist á ríkisstjórnarfund í Ramallah í dag, að brotthvarf Benjamíns Netanyahús úr embætti forsætisráðherra markaði endalok eins versta tímabilsins í samskiptum Ísraelsmanna og Palestínumanna til þessa. Hins vegar gæti hann ekki ímyndað sér að nýir stjórnarherrar ættu eftir að stuðla að friðarsamkomulagi við Palestínu. Ekkert benti til þess að nýja stjórnin ætti eftir að verða skárri en sú gamla. Þá fordæmdi hann yfirlýsingu Naftalis Bennetts forsætisráðherra um stuðning við landtökubyggðir á palestínsku landi. Shtayyeh bætti því við að nýja stjórnin ætti ekki langa framtíð fyrir höndum ef hún neitaði að taka tillit til palestínsku þjóðarinnar og lagalegra réttinda hennar.\nTraustsyfirlýsing við nýju stjórnina var samþykkt naumlega á Knesset, ísraelska þinginu í gær. Sextíu þingmenn greiddu henni atkvæði, fimmtíu og níu voru á móti.","summary":"Palestínumenn gera ekki ráð fyrir að samskiptin við Ísraelsmenn batni þrátt fyrir ný stjórn sé tekin við völdum."} {"year":"2021","id":"220","intro":"Þingfundi á Alþingi var slitið á öðrum tímanum í nótt. Tuttugu og sex lög voru samþykkt á síðasta starfsdegi þingsins.","main":"Eftir að hafa fallist í faðma í þinglok héldu þingmenn og starfsmenn Alþingis út í kalda júnínóttina. Flest þeirra mála sem afgreidd voru í gær urðu að lögum án mikillar umræðu. Lög um loftlagsmál þar sem lagt er til að kolefnishlutlaust Íslands árið 2040 verði staðfest. Lög um fullnustu refsinga. Þar eru lagðar til tímabundnar breytingar á lögum um samfélagsþjónstu og reynslulausn. Markmiðið er að stytta boðunarlista þeirra sem bíða refsingar. Í lok árs voru 706 á þessum lista en þeir voru til samanburðar 300 árið 2010. Á meðal annarra laga sem tóku gildi voru lög um fjármál stjórnmálasamtaka, breytingar á kosningalögum, heildarlög um Þjóðkirkjuna og ný lög um gjaldeyrismál. Lög um leiðsöguhunda tóku gildi auk fjölda annarra. Þá hlutu fimmtán íslenskan ríkisborgararétt í gær.\n150 lög voru afgreidd á 151. Löggjafarþinginu, þar af 133 frá ríkisstjórninni, 11 nefndarfrumvörp og sex þingmannafrumvörp.\nÁ meðal þeirra mála sem ekki varð að lögum var frumvarp umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð. Lítil sátt hefur ríkt um málið og málið hefur orðið eldfimara eftir því sem liðið hefur nær þinglokum.\nJá það var létt yfir mönnum í gærkvöldi, Bergþór Ólafsson og forseti þingsins, Steingrímur J Sigfússon. Steingrímur hefur setið á Alþingi í 38 ár. Hann þakkaði samverkafólki sínu í lokaræðu sinni\n13,10 &. En kveð það sáttur.","summary":"Alþingismenn fóru í frí á öðrum tímanum í nótt, að öllum líkindum fram yfir kosningar í haust. Tuttugu og sex lög voru samþykkt á síðasta starfsdegi þingsins. "} {"year":"2021","id":"220","intro":"Hraun úr eldgosinu við Fagradalsfjall er farið að renna yfir gönguleiðina, sem hefur verið kölluð gönguleið A, og niður í Nátthaga. Gossvæðið verður lokað fyrir almenningi í dag.","main":"Hraunið rennur úr botni Geldingadala en hraunflæði þangað virðist hafa aukist nokkuð í nótt. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið fyrir hádegi til að ganga úr skugga um að enginn væri innlyksa en hrauntungan lokar af nokkuð stóru svæði í vestanverðum Nátthaga og á hryggnum milli Nátthaga og Geldingadala. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að hraunið hafi tekið að renna yfir gönguleiðina um klukkan níu í morgun","summary":"Hraun úr eldgosinu við Fagradalsfjall fór að renna yfir gönguleiðina að gígnum snemma í morgun og niður í Nátthaga. Hrauntunga lokar stóru svæði í vestanverðum Nátthaga en enginn var þar á ferð í morgun. Lokað verður að gosstöðvunum í dag. "} {"year":"2021","id":"220","intro":"Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Brussel á morgun ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. Leiðtogaranir ræða m.a. framtíðarsýn bandalagsins fyrir 2030, samskiptin við Rússa, aukin áhrif Kína á alþjóðavettvangi og afleiðingar loftslagsbreytinga fyrir öryggismál.","main":"Þessi leiðtogafundur er stuttur er en hann er mjög mikilvægur, hefur táknræna þýðingu fyrir NATO og er sá fyrsti sem Joe Biden Bandaríkjaforseti sækir í valdatíð sinni, segir Kristine Berzina, sérfræðingur um öryggis- og alþjóðamál hjá German Marshall Fund hugveitunni hér í Brussel. Hún segir að fundinum sé ætla að sýna fram á styrk og samstöðu ríkja Atlantshafsbandalagsins. Gestgjafinn, Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóri NATO hefur einmitt sagt að bandamenn verði að sameinast í að mæta öryggisógnum.\nSo therefore we need to stand together in NATO.\nStefna NATO gagnvart Kína verður ofarlega á baugi þegar leiðtogar aðildarríkjanna koma saman líkt og raunin var á fundi leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims, eða G7, í Cornwall á Englandi um helgina. Þar samþykktu leiðtogarnir áætlun sem m.a. snýst um að svara miklum fjárfestingum Kina í samgöngumannvirkjum og fleiri grunnvallarinnviðum, á alþjóðavísu. Kristine Berzina segir að NATO-ríkin verði að tryggja full yfirráð yfir þessum samfélagsstoðum annars sé voðinn vís.\nThe loss of potential sovereignty on critical infrastructure within NATO's countrys and societies is a traumatic risk.\nSegir Kristine og varðandi samskiptin við Rússland segir hún að Joe Biden þurfi að sýna festu þegar hann hittir Putin Rússlandsforseta í Genf á miðvikudaginn.\nWhat needs to be shown is a backbone.\nPútin sagði síðan í nýju viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina að Biden væri gjörólikur fyrirrennara sínum Donald Trump en kvaðst hafa trú að forsetarnir tveir gætu unnið saman. Fyrst beinist þó sviðsljósið að höfuðstöðvum NATO á morgun. Sveinn Helgason talar frá Brussel.","summary":null} {"year":"2021","id":"220","intro":"Fólk er slegið eftir atburði gærdagsins á EM karla í fótbolta þar sem Daninn Christian Eriksen hneig niður fyrirvaralaust í leik gegn Finnum. Leikurinn var kláraður seinna um kvöldið og margir vilja meina að sú ákvörðun hafi verið illa ígrunduð.","main":"Peter Schmeichel, einn þekktasti knattspyrnumaður Dana, segir algjörlega fáránlegt að leikur Danmerkur og Finnlands á EM karla í fótbolta hafa verið kláraður í gærkvöldi eftir að hinn danski Christian Eriksen hneig niður. Hann gagnrýnir þá valkosti sem Evrópska knattspyrnusambandið bauð leikmönnum upp á.\nLíðan Eriksen er sögð stöðug, hann hefur sent liðsfélögum sínum kveðjur og hópurinn fengið áfallahjálp.\nKnattspyrnusamband Evrópu bauð leikmönnum liðanna í gær að klára leikinn í gærkvöldi eða í hádeginu í dag. Þeir völdu fyrri kostinn eftir að fyrir lá að Eriksen var kominn til meðvitundar. Þetta er Peter Schmeichel - og fleiri - mjög ósáttir við. Hann tjáði sig við Breska ríkisútvarpið og segir ákvörðunina fáránlega. Sambandið hafi átt að sýna meiri samkennd og leita annarra leiða en ekki gert það. Eitthvað hræðilegt hafi gerst og þetta séu valkostirnir, og hvers konar valkostir eru það? Spyr Schmeichel. Enginn á vellinum hafi verið í ástandi til að spila fótboltaleik. Þá hefur BBC beðist afsökunar á því að hafa ekki klippt fyrr af vellinum í sjónvarpsútsendingu sinni þar sem hinn óhugnarlegi atburður stóð yfir.\nEn þá hingað heim. Þór Þorlákshöfn tryggði sig í gærkvöldi áfram í úrslit úrvalsdeildar karla í körfubolta þar sem liðið mætir deildarmeisturum Keflavíkur. Þór sló Stjörnuna út í undanúrslitaeinvígi 3-2. Þórsarar unnu lokaleik liðanna í gærkvöldi á heimavelli með átján stigum 92-74.","summary":"Peter Smeichel, einn þekktasti knattspyrnumaður dana frá upphafi, og faðir núverandi landsliðsmarkvarðar, gagnrýnir harðlega að leikur Dana og Finna hafi verið kláraður í gærkvöld eftir að Christian Eriksen fékk fyrir hjartað og hneig niður."} {"year":"2021","id":"220","intro":"Leiðtogar G-7 ríkjanna hyggjast á fundi sínum í dag skera upp herör gegn kolabrennslu. Þá stendur til að skrifa undir samning um aukna verndun hafsvæða.","main":"Þriggja daga fundi G-7 ríkjanna lýkur í dag í Cornwall á Englandi. Leiðtogarnir hafa nú þegar samþykkt að setja aukið fjármagn í innviðauppbyggingu í þróunarríkjum, samþykkt að gefa minnst einn milljarð bóluefnaskammta til efnaminni ríkja og rætt um aðgerðaáætlun sem gerir þeim kleift að bregðast hraðar við faröldrum eins og þeim sem nú stendur yfir.\nÍ dag ætla ríkin að kynna frekari aðgerðir í loftslagsmálum en náttúrufræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn Sir David Attenborough ávarpaði fundinn í morgun, og ítrekaði að bregðast þurfi við loftslagsbreytingum hratt og vel.\nThe decisions we make this decade, in particular the decisions made the most economically advanced nations are the most important in human history.\nÁ fundi G-7 ríkjanna í dag stendur meðal annars til að samþykkja að hætta að brenna kolum til raforkuvinnslu sem fyrst og veita efnaminni ríkjum fjárhagsstuðning til að gera slíkt hið sama. Þá verður samþykkt að vernda alfarið 30 prósent af hafsvæði jarðar og ósnertri náttúru fyrir ágangi mannsins. Gestgjafinn Boris Johnson sagði í morgun að ríkin vilji koma af stað alþjóðlegri grænni iðnbyltingu sem umbreyti lifnaðarháttum fólks.","summary":"Leiðtogar G-7 ríkjanna ætla í dag að samþykkja aðgerðir um að hætta að brenna kolum til raforkuvinnslu. Efnaminni ríkjum verður veittur fjárhagsstuðningur til að gera slíkt hið sama."} {"year":"2021","id":"221","intro":"Óvænt norðanhvassviðri gerði landsmönnum lífið leitt í gærkvöld. Hjólhýsi fuku bæði á vegum úti og einnig hjá hjólhýsakaupmönnum","main":"Seinni partinn í gær blés nokkuð hressilega að norðan. Engin veðurviðvörun var í gildi. Hjólhýsi fuku á Snæfellsnesi, Kjalarnesi og undir Ingólfsfjalli. En það var ekki bara úti á vegum úti sem hjólhýsin fuku. Hjá Útilegumanninum í Mosfellsbæ fóru þau á flakk. Kristjón Grétarsson er verslunarstjóri Útilegumannsins.\nÞegar við komum uppeftir þá var mannskaðaveður hérna. Ótrúlegar veðurbreytingar sem hafa orðið á smá tíma. Þegar við komum á staðinn þá er töluvert tjón en við náðum að bjarga því sem bjargað varð þannig að þetta fór betur en þegar þú kemur fyrst að svona þá er ansi mikið tjóns sem blasir við þér.\nÍ heildina varð altjón á fjórum hjólhýsum að hans sögn.\nTM mótið í knattspyrnu er haldið í Vestmannaeyjum um helgina. Metfjöldi stúlkna tekur þátt í mótinu, um 1.200 talsins. Veðrið lék tjaldgesti í Vestmannaeyjum nokkuð grátt í nótt. Sigríður Inga Kristmannsdóttir er mótstjóri TM mótsins.\nVið höfum alveg náð að halda dagskrá og bara verið rosalega gaman. Það hvessti svolítið hressilega hjá ykkur í gærkvöldi. Já það byrjaði aðeins í lokin, við vorum með landsleik fyrir stelpurnar. Það byrjaði aðeins að hvessa eftir hann og það lentu að mér skilst einhverjir í vanræðum á tjaldstæðunum. Einhverjir tóku niður tjöldin og fluttu sig eitthvað annað með þau. Aðrir reyndu að komast inn í gistingu annarsstaðar að ég best veit tókst það hjá öllum.\nHún segir að mótstjórn hafi látið lögreglu vita og almannavarnir fylgist grannt með, enda er veðurspá fyrir næstu nótt enn verri. Mótinu lýkur í dag svo flestir ættu að vera farnir til síns heima.\n19:37 Vesturlandsvegur, 270. Tilkynnt um foktjón á 4 hjólhýsum sem stóðu á bifreiðaplani. 2 hjólhýsi munu hafa tekist á loft og fóru veltur, eitt fauk utan í annað. Hjólhýsin mismikið skemmd, búið að ná í eigendur og verður unnið að lagfæringum um leið og veður lægir.\nMótsstjóri TM í Eyjum. Póstur frá Dagnýju: Daginn, TM-mótið (Pæjumótið) í fótbolta er í Eyjum um helgina og í nótt var mikið rok og eitthvað um að fólk þyrfti að pakka fjúkandi tjöldum og leita skjóls annars staðar.","summary":"Hjólhýsi fuku bæði á vegum úti og við verslanir í skyndilegu norðan hvassviðri í gærkvöld. Þá þurftu tjaldbúar í Vestmannaeyjum að leita skjóls. "} {"year":"2021","id":"221","intro":"Í næstu viku verður væntanlega tekin ákvörðun um nýja gönguleið að gosstöðvunum í Geldingadölum. Kostnaðurinn verður um 20 milljónir króna.","main":"Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir að haldi hraun áfram að renna til vesturs þýðir það að gönguleið A leggist af.\nSífellt bætist í þessa dali og Geldingadalur hann er smám saman að fylltast. Að því gæti komið eftir vikur eða mánuði að hraunið myndi leita vesturs og þá ofan í Nátthagakrikann þar sem leið a svokölluð liggur.\nÞá gæti þurft fyrir þann tíma að undirbúa aðra góða leið þarna uppeftir því a-leiðin gæti orðið varasöm eða jafnvel lokast. Menn þurfa að vera við því búnir að ný leið sé komin.\nÞið eruð með á teikniborðinu leið sem liggur nálægt leið b?\nJá það er búið að hanna þar tvær leiðir. Það er ekki búið að ákveða þetta endanlega, þetta er svona í kynningarferli og það á eftir að kostnaðargreina þetta og finna fjármagn. Það eru tilbúnar tillögur að þessu og fljótlega verður tekin ákvörðun um framhaldið.\nKostnaðurinn gæti orðið um 20 milljónir króna. Fannar segir að tímafrekt sé að sækja efni í göngustígana en nauðsynlegt sé að vanda til verka til að forðast slys. Grindavík er sannarlega komið á heimskortið.\nÞað er vaxandi fjöldi erlendra túrista sem hafa komið til okkar. Samkvæmt talningarmæli ferðamannastofu þegar ég leit á hann síðast þá voru 122 þúsund heimsóknir á staðinn. Eitthvað fór nú framhjá mælinum þannig að þetta eru um 140 þúsund sem hafa komið að berja þetta sjónarspil augum.","summary":"Ákvörðun um nýja gönguleið í Geldingadölum gæti legið fyrir í næstu viku. Kostnaður er talinn nema um tuttugu milljónum króna."} {"year":"2021","id":"221","intro":"Sérfræðiþekking var virt að vettugi þegar ákveðið var að ráðast í breytingar á framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi. Þetta segir varaformaður læknaráðs Landspítala. Hann segir að ábyrgðin liggi hjá heilbrigðisráðherra og æðstu stjórnendum Landspítala.","main":"Ákvörðun heilbrigðisráðherra um að flytja sýni úr skimunum við krabbameini í leghálsi frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins á danskt sjúkrahús til greiningar hefur verið víða gagnrýnd. Í gær var birt skýrsla sem heilbrigðisráðherra lét vinna um framkvæmdina og þar kemur fram að óljós svör Landspítala um hvort hann gæti tekið að sér greiningarnar hafi orðið til þess að samið var um þær við danska sjúkrahúsið. Gunnar Bjarni Ragnarsson krabbameinslæknir og varaformaður Læknaráðs Landspítala segir þetta ekki rétt. Ábyrgðin liggi hjá ráðherra og æðstu stjórnendum spítalans og ferlið hafi verið sérlega illa undirbúið.\nÞetta var ákveðið í mars 2019 og í rauninni ekki farið af stað af alvöru fyrr en Krabbameinsfélagið minnist á þetta í júní 2020.\nÓfyrirgefanlegt að það skuli vera svona stuttur fyrirvari á ferli sem hefur verið flausturslegt í alla staði og einkennst af því að ráð fagfólks hafa verið hunsuð, þeim sýnd vanvirðing.\nog algjörum skorti á framtíðarsýn sem ég held að gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar.\nEr verið að stofna heilsu kvenna í hættu? Já, ég hef áður sagt að þetta sé aðför að heilsu kvenna og við stöndum við þau orð.\nKrabbameinsfélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem segir að rangfærslur séu í skýrslunni og að hún varpi skýru ljósi á hversu flutningnum var ábótavant.","summary":"Breytingar á framkvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi voru flausturslegar og sérfræðiþekking og ráðleggingar voru hunsuð. Þetta segir varaformaður læknaráðs Landspítala. Hann segir að afleiðingarnar gætu verið ófyrirsjáanlegar og stefnt heilsu kvenna í hættu."} {"year":"2021","id":"221","intro":"Forystumenn þingflokka náðu samkomulagi í gærkvöld um afgreiðslu mála og þinglok. Búist er við að Alþingi ljúki störfum seint í kvöld en stefnt er að því að afgreiða um fjörutíu mál. Þingflokksformaður Sjálfstæðismanna segir að mörgum málum hafi verið ýtt út af borðinu til að ná samkomulagi.","main":"Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun með umræðu um frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð. Þegar liggur fyrir að því máli verður vísað aftur ríkisstjórnar og ráðherra. Þrjátíu mál er nú á dagskrá þingfundar en viðbúið er að málum fjölgi þegar líður á daginn.\nBirgir Ármannsson er formaður þingflokks Sjálfstæðismanna.\nÞetta samkomulag felur í grundvallaratriðum í sér að langflest af þeim stjórnarfrumvörpum sem höfðu verið afgreidd út úr nefndum verða kláruð. Það eru einhverjir tugir mála sem þar eru undir. Það var samið um það að þrjú mál yrðu sett til hliðar hvert með sínum hætti. Innflytjendafrumvarp félagsmálaráðherra,\nmál heilbrigðisráðherra um réttindi sjúklinga sem snertir þvingunaraðgerðir og síðan eins og menn voru búnir að segja fyrir þá verður hálendisþjóðgarðinum vísað til ríkisstjórnarinnar\nBúist er við því að um fjörutíu mál verði afgreidd áður þingfundi lýkur.\nBirgir segir að stjórnarflokkarnir hafi þurft að ýta mörgum málum út af borðinu til að ná samkomulagi um þinglok.\nAuðvitað var það þannig að ríkisstjórnin var með mun fleiri mál í gangi. Þar á meðal eru mál sem búið er að vinna mikið í vetur og í sjálfu sér hefði verið æskilegt að koma í gegn\nen hins vegar er ljóst að á lokadögum þingsins er ekki hægt að koma í öllu í gegn. Þannig að samkomulagið miðaðist auðvitað við það að allir urðu að gefa eitthvað eftir\nGunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins segist sáttur við það samkomulag sem nú liggur fyrir.\nÞað eru mörg stórmál ríkisstjórnarinnar sem að þurfa nú að bíða. Umdeild mál jafnvel og mál sem við höfum talið að þyrfti að vinna betur. Og höfum helst viljað koma aftur til ríkisstjórnarinnar\nþau komast ekki á dagskrá og verða ekki afgreidd. Síðan er búið að lágmarka skaðann af öðrum málum eins og til dæmis þessu þjóðgarðsmáli sem er núna akkúrat í umræðu sem er kannsi stóra málið","summary":"Samkomulag náðist á Alþingi í gærkvöld um afgreiðslu mála fyrir þinglok. Hátt í fjörutíu mál verða afgreidd í dag og er búist við að þingfundur standi fram á kvöld og jafnvel fram yfir miðnætti. "} {"year":"2021","id":"221","intro":"Bandaríski humarveiðimaðurinn Michael Packard þakkar sínum sæla fyrir að ekki fór verr þegar hann lenti í kjafti hvals í gærmorgun og slapp með skrekkinn. Packard áætlar að hann hafi verið um hálfa mínútu í kjafti hvalsins áður en honum var spýtt út og bjargað af félaga sínum, heldur skemur en Jónas forðum - hann var í þrjá daga og þrjá nætur í hvalnum.","main":"Packard, sem er 56 ára gamall, hefur það að atvinnu að kafa eftir humri undan ströndum Cape Cod í Massachusetts. Hann var við þá iðju í gærmorgun á um það bil 14 metra dýpi, þegar hann fann fyrir ógurlegum hnykk og allt varð svart.\nAll of a sudden I felt this huge bump and everything went dark and I could sense that I was moving.\nHann hélt fyrst að hann orðið fyrir hákarlsárás en áttaði sig á því að það gæti ekki verið því hann fann hvorki fyrir tönnum né sársauka, og að hann væri í hvalskjafti og væri líklega að fara að deyja.\nI am in a whales mouth and he is trying to swollow me and I thougt to myself: ok this is it.\nPackard telur að hann hafi verið í um hálfa mínútu í hvalskjaftinum en þar sem hann var með köfunarbúnaðinn ólaskaðan gat hann andað vandræðalaust. Það kom honum síðan verulega á óvart þegar hvalurinn synti upp á yfirborðið, hristi sig og spýtti Packard út úr sér, líklega þar sem hann hafði gleypt meira en hann réði við að kyngja.\nI just got thrown in the air and landed in the water and I was free and just floated there. I could not believe it. I could not believe I got out of that.","summary":"Bandarískur humarveiðimaður segist vart trúa því að hann hafi komist lífs af eftir að hafa lent í kjafti hvals í um hálfa mínútu. Hvalurinn spýtti honum út ómeiddum."} {"year":"2021","id":"221","intro":"Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er á síðari átján holum úrslita Opna breska áhugamannamótsins í golfi. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem leikur til úrslita á mótinu.","main":"Hin átján ára gamla Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir spilar nú úrslitaeinvígi á Opna breska áhugamannamótinu í golfi. Þar mætir hún Louise Duncan frá Skotlandi þar sem mótið er einmitt haldið.\nÞetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur leikur til úrslita á mótinu sem er eitt elsta og sterkasta áhugamannamót sem haldið er á ári hverju. Spilaðar eru 36 holur í úrslitunum í holukeppni, fyrri átján er lokið og Duncan var fimm holum yfir fyrir seinni átján svo það var á brattann að sækja fyrir Jóhönnu. Stelpurnar héldu af stað í seinni helminginn rétt fyrir tólf. Sigurvegarinn fær keppnisrétt á fjórum ristamótum atvinnukylfinga. Jóhanna Lea er fædd í desember 2002 og verður því nítján ára í vetur. Hún varð Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára í fyrra.\nÍslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann Íra í vináttuleik á Laugardalsvelli í gærkvöldi 3-2. Mörk Íslands komu öll í fyrri hálfleik, þau skoruðu Agla María Albertsdóttir, fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir. Staðan var 3-0 í leikhléi en Írar minnkuðu muninn snemma í síðari hálfleik og skoruðu síðara mark sitt í uppbótartíma. Glódís Perla Viggósdóttir segir vindinn í gærkvöldi hafa sett töluverðan svip á leikinn.\nMark Gunnhildar Yrsu í gær var hennar ellefta fyrir landsliðið í 79 leikjum.\nLiðin mætast aftur á Laugardalsvelli á þriðjudag.","summary":"Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er á síðari átján holum úrslita Opna breska áhugamannamótsins í golfi. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem leikur til úrslita á mótinu. "} {"year":"2021","id":"221","intro":"Akureyrarbær hefur ákveðið að bjóða út rekstur skíðsvæðisins í Hlíðarfjalli. Forseti bæjarstjórar segir að nokkrir hafi þegar sýnt rekstrinum áhuga, en aðeins eitt skíðasvæði hér á landi er í einkarekstri í dag.","main":"Það hefur lengi verið til umræðu hjá bæjaryfirvöldum á Akureyri að fá aðra að borðinu við reksturinn í Hlíðarfjalli. Bæjarráð hefur nú ákveðið að bjóða rekstur skíðasvæðisins út til þriggja ára, með möguleika á framlengingu í tvö ár. Ríkiskaup sjá um útboðið sem Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að verði auglýst á næstu vikum.\nÞað er dýrt fyrir Akureyrarbæ að reka skíðasvæðið í Hlíðarfjalli og til dæmis var kostnaðurinn um 190 milljónir króna árið 2020. Auk þess keypti bærinn nýja stólalyftu af Vinum Hlíðarfjalls fyrir rúmlega 340 milljónir. Aðeins eitt skíðasvæði hér á landi er í einkarekstri í dag, svæðið í Skarðsdal við Siglufjörð.\nÞá séu talsverðir möguleikar í Hlíðarfjalli utan skíðavertíðarinnar. Undanfarin ár hafi verið byggð þar upp aðstaða fyrir ýmiss konar afþreyngu yfir sumartímann, fjallahjólabrautir, gönguleiðir og fleira.","summary":null} {"year":"2021","id":"221","intro":"Darnella Frazier, sem var sautján ára þegar hún tók myndband af handtöku lögreglu á George Floyd í fyrra, hlaut í gær hin eftirsóttu Pulitzer-verðlaun. Pulitzer-nefndin segir myndbandið varpa ljósi á mikilvægi almennra borgara í sannleiksleit fjölmiðla.","main":"Fá myndskeið hafa reynst áhrifameiri en tíu mínútna löng upptaka Darnellu Frazier. Þar sést lögreglumaðurinn Derek Chauvin krjúpa yfir hinum 46 ára George Floyd í miðborg Minneapolis með hnéð fast upp á hálsi hans. Floyd biður ítrekað um miskunn og segist ekki geta andað. Stuttu síðar hætti Floyd að anda og komst aldrei aftur til meðvitundar.\nMótmælaalda reið yfir Bandaríkin í kjölfarið og Chauvin var síðan sakfelldur fyrir morðið á Floyd í vor. Klippa inn: Frazier bar vitni við aðalmeðferð málsins og sagði þar oft hugsa um það á andvökunóttum að hún hefði átt að gera meira til að stöðva Chauvin.\nFrazier fékk í gær Pulitzer-verðlaunin, ein virtustu blaðamannaverðlaun heims, fyrir upptökuna. Í rökstuðningi nefndarinnar kemur fram að hún hafi með hugrekki sínu varpað ljósi á lögregluofbeldi með þeim afleiðingum að mótmælaalda reið yfir heiminn. Hún hafi sömuleiðis sýnt mikilvægi almennra borgara í sannleiksleit fjölmiðla.","summary":"Átján ára stúlka fékk í gær hin eftirsóttu Pulitzer-blaðamannaverðlaun fyrir myndbandsupptöku sína af handtöku lögreglu á George Floyd í fyrra. "} {"year":"2021","id":"222","intro":"Yfir 60 börn, sem hafa fengið þjónustu hjá tveimur talmeinafræðingum á Akureyri, þurfa að fara aftur á biðlista vegna þess að talmeinafræðingarnir mega ekki sinna þeim áfram. Þeir hafi lokið námi og þurfa að ná sér í tveggja ára starfsreynslu áður en reglur sjúkratrygginga gera þeim kleift að starfa áfram á stofunni.","main":"Á sama tíma og langir biðlistar eru hjá talmeinafræðingum sjá tveir talmeinafræðingar á Akureyrir fram á atvinnuleysi. Þær geta ekki haldið áfram störfum á stofu fyrr en þær hafa náð sér í tveggja ára starfsreynslu. Félag talmeinafræðinga vill að stjórnvöld finni lausnir strax.\nÍ fréttum RÚV sagði móðir sjö ára stúlku á Egilsstöðum, frá því að hún þyrfti að hætta að fara með dóttur sína til talmeinafræðings á Akureyri og ástæðan kemur á óvart. Talmeinafræðingurinn hefur lokið handleiðslutímabili með reyndari talmeinafræðingi og hefur þar með lokið námi og fær fullgildingu. Reglur Sjúkratrygginga krefjast þess hins vegar að eftir nám nái talmeinafræðingar sér í tveggja ára starfsreyslu áður en til greina kemur að gera við þá samning um greiðsluþátttöku ríkisins.\nTalmeinafræðingurinn heitir Brynhildur Þöll Steinarsdóttir. Hún segir að hún og annar talmeinafræðingur á sömu stofu sjái nú fram á atvinnuleysi eftir útskrift og óvissu um hvernig ná skuli í starfsreynsluna.\nÞað yrði alveg draumastaða fyrir okkur að geta haldið áfram á stofunni þar sem nú þegar eru mjög langir biðlistar. En við komumst þó ekki á samning sjálfar hjá Sjúkrastyggingum Íslands vegna ákvæðis í samningnum þar sem er krafist tveggja ára starfsreynslu til þess að komast á samning. (Og hvar eigið þið þá að ná í þessa starfsreynslu?) Það er nefnilega stór spurning og sérstaklega úti á landi. Það er líklegt að við þurfum þá að flytja eitthvert en við vitum ekki alveg hvernig við eigum að leysa þennan vanda. Það sem særir mig mest er að tilkynna foreldrum og skjólstæðingum að þau þurfi að öllum líkindum að fara aftur á biðlista því ég hafi ekki tækifæri til að halda áfram að sinna þeim. Og ég hef verið að sinna í kringum 30 skjólstæðingum og samstarfskona mín, sem er líka að ljúka handleiðslu, hefur verið með rétt rúmlega 30 skjólstæðinga. Þannig að þetta eru rúmlega 60 börn sem þurfa að fara aftur á biðlista. Mörg þessara barna eru með mjög alvarleg frávik og mega alls ekki við því að bíða.\nSamkvæmt upplýsingum frá Félagi talmeinafræðinga er svipuð staða um allt land og veldur sérstökum vandræðum á landsbyggðinni svo sem í Vestmannaeyjum og á Húsavík. Nýir talmeinafræðingar þurfa að hætta að sinna börnum vegna þess að handleiðslutímabili er lokið. Átján talmeinafræðingar eiga að útskrifast næsta vor og eru í sömu óvissu. Talmeinafræðingar hafa ítrekað rætt við bæði sjúkratryggingar og ráðuneytið og málið hefur verið tekið upp á þingi en ekkert gerist.\nÞað er alveg nokkuð ljóst að það þarf að taka þetta ákvæði út úr samningunum svo að við getum haldið áfram að starfa eðlilega og grynnka á þessum löngu biðlistum. Ég get alls ekki séð hvernig það getur verið betra að setja börnin aftur á biðlista, sem nú þegar eru allt of langir, heldur en að leyfa okkur, sem nú þegar þekkjum þau og þeirra vanda, að halda áfram að sinna þeim og sérstaklega með reynda talmeinafræðinga okkur við hlið á stofunni.","summary":null} {"year":"2021","id":"222","intro":"Kylfingurinn Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir tryggði sér sæti í undanúrslitum Opna breska áhugamannamótsins í golfi í morgun. Árangur hennar er sá besti sem íslenskur kvenkylfingur hefur náð á mótinu.","main":"Opna breska áhugamannamótið er eitt sterkasta áhugamannamót heims. Jóhanna Lea mætti Kate Lanigan frá Írlandi í fjórðungsúrslitum í morgun og hafði betur. Hún mætir Shannon McWilliam í undanúrslitum. Árangur Jóhönnu Leu er sá besti sem íslenskur kylfingur hefur náð í kvennaflokki á mótinu.\nFylkir vann sinn fyrsta leik á leiktíðinni í gærkvöld. Fylkir lagði nýliða Tindastóls 2-1 á heimavelli. Með því fer Fylkir í níunda sætið en Tindastóll á botninn.\nValencia, með Martin Hermannsson innanborðs, tapaði oddaleik fyrir Real Madríd í undanúrslitum um spænska meistaratitilinn í körfubolta í gær. Real Madríd vann leikinn 80-77 og einvígi liðanna 2-1. Real mætir annað hvort Barcelona eða Tenerife í úrslitum.\nÍslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir í dag Írlandi í vináttulandsleik. Leikurinn hefst klukkan fimm og verður á Laugardalsvelli með áhorfendum. Og seinni leikirnir í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta eru í kvöld. Haukar og Stjarnan mætast en Haukar unnu fyrri leik liðanna, í seinni leiknum mætast Valur og ÍBV en Valur náði í góðan útisigur í fyrri leik liðanna.\nEvrópumótið í fótbolta hefst í kvöld. Mótið átti upphaflega að vera í fyrra en hefst nú ári síðar. Í opnunarleiknum eigast við Ítalía og Tyrkland í A-riðli í Róm. Þrír leikir verða svo á morgun og aðrir þrír á sunnudag.\nNorski langhlauparinn Jakob Ingebrigsten setti í gærkvöld Evrópumet í fimm þúsund metra hlaupi. Ingebrigsten hljóp á tólf mínútum og 48,45 sekúndum. Fyrra metið átti Belginn Mohammed Mourhit en hann setti það fyrir tuttugu og einu ári síðan.","summary":null} {"year":"2021","id":"222","intro":"Þrjú hundruð manns mega koma saman frá og með næsta þriðjudegi og um mánaðamótin verður hætt að skima þá sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum á landamærunum. Heilbrgðisráðherra segir að tuttugasta og fimmta júní verði búið að bjóða öllum fyrri bólusetningu, að minnsta kosti.","main":"Ríkisstjórnin ræddi minnisblöð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um fjöldatakmarkanir og aðrar reglur fundi sínum í morgun.\nSagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir að fyrirkomulag á landamærunum verði óbreytt næstu tvær vikur.\nSvandís segir að full samstaða sé um þetta innan ríkisstjórnarinnar. Hún fagnaði því að 24 þúsund skammtar af bóluefninu frá Janssen hefðu fengist frá Svíþjóð, en staða bólusetninga var einnig rædd á ríkisstjórnarfundinum.","summary":"300 manns mega koma saman frá og með næsta þriðjudegi. Eins metra nándarregla tekur gildi en engin nándarregla verður á sitjandi viðburðum en þar heldur grímuskylda. "} {"year":"2021","id":"222","intro":"Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að mannréttindi séu fótum troðin í Mjanmar. Einungis herforingjastjórn landsins sé um að kenna.","main":"Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ofbeldi fari stigvaxandi í Mjanmar. Mannréttindi séu þar fótum troðin og hundruð almennra borgara hafi verið myrt frá því að herforingjastjórnin rændi völdum.\nÞetta kemur fram í yfirlýsingu sem Michelle Bachelet mannréttindastjóri sendi frá sér í dag. Þar segir að áður en herforingjastjórnin rak Aung San Suu Kyi og samherja hennar frá völdum fyrsta febrúar og tók við stjórninni hafi ríkt brothætt lýðræði í Mjanmar. Nú ríki þar sannkallaðar hamfarir á mannréttindasviðinu. Mótmæli almennra borgara gegn valdaráninu séu miskunnarlaust brotin á bak aftur. Áreiðanlegar heimildir séu fyrir því að að minnsta kosti 860 úr þeirra röðum hafi verið teknir af lífi. Þá segir Bachelet að ofbeldi fari vaxandi víða um landið, þar á meðal í ríkjunum Kayah, Chin og Kachin. Þar sé miskunnarlaust barið á minnihlutahópum. Þá sakar hún her landsins um að beita loftárásum og þungavopnum gegn vopnuðum hópum sem reyna að andæfa valdaráninu. Jafnvel kirkjur kristinna eru jafnaðar við jörðu. Mannréttindastjórinn segir að flótti sé brostinn á í héruðum þar sem ástandið er verst. Á annað hundrað þúsund hafi flúið frá Kayeh síðustu þrjár vikur. Margir hafist við í skógum þar sem skortur er á matvælum, vatni og hreinlætisaðstöðu.","summary":"Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að mannréttindi séu fótum troðin í Mjanmar. Einungis herforingjastjórn landsins sé um að kenna."} {"year":"2021","id":"222","intro":"Stjórnvöld gera ráð fyrir að þann 25. júní hafi allir sem til stendur að bólusetja fengið boð um bólusetningu. Í ágúst stendur til að bjóða þeim bólusetningu sem ekki hafa nýtt sér fyrri boðun. Stjórnvöld telja ekki þörf á fimmta bóluefninu frá CureVac miðað við framgang bólusetningar.","main":"Þetta er meðal þess sem kemur fram í minnisblaði heilbrigðisráðherra sem kynnt var á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Alls hafa um 220 þúsund fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni, sem eru um 76,6 prósent þeirra sem áætlað er að bólusetja ef með eru taldir þeir sem eru með mótefni. Heilbrigðisráðherra er bjartsýnn á að þann 25. júní, sem er eftir hálfan mánuð, verði allir sem til stendur að bólusetja búnir að fá boð í bólusetningu.\nÍ minnisblaðinu kemur fram að ekki liggi fyrir hvort og þá hvenær krakkar á aldrinum 12 til 15 ára verði bólusettir. Í minnisblaðinu kemur þó fram að börnum á þessum aldri sem hafa undirliggjandi sjúkdóma verði boðin bólusetning í þessum mánuði.\nRáðherra segir að notað verði bóluefni frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca í næsta mánuði. Það síðastnefnda verður þó aðeins nýtt í seinni sprautuna. Sá mánuður verður sögulegur því ráðuneytið segir stefnt að því fullbólusetja alla sem til stendur að bólusetja.\nRáðuneytið hefur fengið staðfesta afhendingaráætlun frá Pfizer sem ætlar að afhenda 70 þúsund skammta í næsta mánuði. Í þeim mánuði stendur einnig til að endurgreiða þá 16 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca sem Ísland fékk að láni frá Noregi. Fram kom á blaðamannafundi sænskra stjórnvalda í morgun að Svíar hefðu lánað Íslendingum 24 þúsund skammta af bóluefni Janssen, þeir skammtar eru að mestu leyti komnir og búið er að nota tæpan helming þeirra.\nÍ ágúst fer síðan að hægjast aðeins á bólusetningum hér á landi og þá verða aðeins notuð bóluefnin frá Pfizer og Moderna. Í þeim mánuði stendur til að bjóða þeim bólusetningu sem ekki hafa nýtt sér fyrri boðun. Ráðuneytið segir að þar sé verið að koma til móts við þá sem hafa afþakkað tiltekið bóluefni og óskað eftir annarri tegund. Ráðuneytið reiknar ekki með að þörf verði á fimmta bóluefninu, CureVac, en að leiða megi líkum að því að áfram þurfi að bólusetja gegn COVID-19. Íslandi standa til boða 740 þúsund skammtar af bóluefni Pfizer, í gegnum samning Evrópusambandsins, sem verða afhentir næstu tvö ár.","summary":"Þeir sem ekki hafa nýtt sér fyrri boð fá bólusetningu í ágúst, samkvæmt nýrri áætlun heilbrigðisráðherra. Fullbólusetja á alla sem fengið hafa fyrri sprautu í júlí og eftir hálfan mánuð eiga allir 16 ára og eldri að hafa fengið boð um bólusetningu."} {"year":"2021","id":"222","intro":"Skemmdarverk voru unnin á listaverkum á sýningu í Gerðubergi eftir hádegi í gær og sást til spellvirkjans á öryggismyndavél. Spreyjað var yfir verkin sem unnin voru beint á veggi sýningarsalarins. Myndlistarmaðurinn Sigga Björg Sigurðardóttir segir að það verði flókið að laga verkin en ætlar ekki að láta deigan síga.","main":"Verkin eru unnin með vatnslitum og bleki. Skemmdarverkin með olíumálningu úr spreybrúsa. Í upptökum úr öryggismyndavél sést hvar maður gengur rólega inn í salinn og spreyjar yfir listaverkin. Sigga Björg Sigurðardóttir fundaði með deildarstjóra Gerðubergs undir hádegi um hvað skuli gera. Hún er furðu lostin yfir verknaðinum en hyggst ekki gefast upp þótt móti blási.\neinhver öfgafull viðbrögð sem ég mun þurfa að bregðast við.\nSýningin, sem ber nafnið Stanslaus titringur, hófst á laugardag og er sumarsýning Gerðubergs. Til stóð að hún yrði fram undir miðjan ágúst. Einnig átti að skipuleggja viðburði í rými sýningarinnar.","summary":null} {"year":"2021","id":"223","intro":"Deila Breta og Evrópusambandsins um framkvæmd Brexit-samkomulagsins á Norður-Írlandi virðist komin í harðan hnút. Fundur í Lundúnum í gær var árangurslaus.","main":"David Frost lávarður, samningamaður Breta, sagði engan árangur hafa orðið en viðræðum hefði ekki verið slitið.\nFrost segir ESB vilja túlka Brexit-samninginn afar bókstaflega, en Maros Sefcovic, formaður saminganefndar ESB, sagði að þolinmæði sambandsins gagnvart Bretum væri orðin ansi lítil.\nFrost segir ESB vilja túlka Brexit-samninginn afar bókstaflega, fulltrúar ESB segja Breta brjóta alþjóðalög með einhliða aðgerðum meðal annars með því að framlengja aðlögunartíma Norður-Íra. Samkvæmt Brexit-samningnum er Norður-Írland hluti af innri markaði Evrópusambandsins og þar eiga að gilda matvælareglur ESB. Þar með ættu matvæli framleidd í Bretlandi að sæta innflutningseftirliti, þar á meðal unnar kjötvörur eins og pylsur. Breska stjórnin segir að húnm vilji tryggja að Norður-Írar hafi sama úrval í verslunum og aðrir Bretar.\nFyrir meira en 30 árum gerði BBC afar vinsæla gamanþáttaröð, Yes minister, sem var beitt satíra á pólitík, embættismenn og stjórnsýsluna. Þarna eru aðalhetjurnar ráðherrann Jim Hacker, ráðuneytisstjórinn sir Humphrey Appleby og Bernard Woolley, sérlegur aðstoðarmaður ráðherrans. Eitt ýktasta atriði seríunnar er þegar að Hacker slær sig til riddara með því að fara í slag við ESB vegna meintrar tilraunar búrókratanna í Brussel að banna bresku pylsuna. Ýmsum þykir sem veruleikinn sé líkur 30 ára gamalli gamanþáttaröð.","summary":"Bretar og Evrópusambandið deila hart um framkvæmd Brexit-samkomulagsins á Norður-Írlandi. Fundur í Lundúnum í gær var árangurslaus. "} {"year":"2021","id":"223","intro":"Stjórn Landverndar er harðorð í garð Alþingis eftir að ljóst varð að ekkert yrði af stofnun hálendisþjóðgarðs á þessu kjörtímabili. Hún segir þingið hafa hunsað stjórnarsáttmálann með framgöngu sinni. Þingmenn hafi látið hjá líða að leysa úr ágreiningsmálum og komið í veg fyrir mikilvægan áfanga í íslenskri náttúruvernd. Tryggvi Felixson formaður Landverndar segir þetta mikil vonbrigði en að mikill stuðningur sé við hálendisþjóðgarð í samfélaginu.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"223","intro":"Deildarmyrkvi á sólu sást betur í morgun en lengi var útlit fyrir og kættust áhugasamir mjög.","main":"Deildarmyrkvinn hófst klukkan 9:06 og honum lauk klukkan 11:33. Þegar hann var í hámarki huldi tunglið 69% af þvermáli sólar séð frá Reykjavík. Skýjað var í morgun og því ekki útlit fyrir að myrkvinn sæist, en það tókst.\nJá, mér tókst að sjá hann í gegnum skýin og svo létti reyndar til tímabundið og þá bara blasti hann við og gleraugun komu að góðu gagni þar. Þetta var gullfallegt þótt að útlitið hafi ekki verið neitt mjög gott þegar maður var hlaupandi um í rigningunni leitandi að götum í skýjunum hér og þar.\nSegir Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins, eða Stjörnu Sævar eins og hann er þekktur. Og það var ekki bara að hann hlypi um leitandi að götum í skýjunum heldur hljóp hann líka í Laugardalshöllina því hann var boðaður í bólusetningu á sama tíma.\nÉg fékk bólusetninguna, kom út og það létti til bara eins og náttúran hefði planað þetta frá a til ö. Þetta er skemmtileg tilviljun og fullkominn dagur að fá loksins bólusetninguna og fá að sjá myrkvann í leiðinni.","summary":"Deildarmyrkvi á sólu var í morgun. Útlit var fyrir að hann sæist illa eða ekki, en annað kom á daginn. "} {"year":"2021","id":"223","intro":"Aðeins um helmingur þeirra sem fékk boð í bólusetningu með bóluefni Janssen í Laugardalshöll í dag lét sjá sig. Heilsugæslan hefur því sent boð á nokkra árganga sem voru næstir í röðinni. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist ekki vita hvers vegna fólk veigri sér við að þiggja efni Janssen. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur fólk til að drífa sig í bólusetningu.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"223","intro":"Starfsemi samtaka rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnys gegn spillingu heldur áfram þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að þau séu öfgasamtök. Evrópusambandið fordæmir niðurstöðuna.","main":"Evrópusambandið fordæmir þá niðurstöðu dómstóls í Rússlandi að baráttusamtök Alexeis Navalnys gegn spillingu séu öfgasamtök. Starfsemi þeirra heldur áfram þrátt fyrir úrskurðinn.\nVið vöknuðum í morgun, brostum með illt í huga, vitandi að við erum hættuleg þjóðfélaginu og ætlum að halda baráttu okkar áfram, skrifaði einn samstarfsmaður Navalnys á Twitter í dag. Annar sagðist hafa tilkynnt eiginkonu sinni í morgun að nú væri hann orðinn öfgamaður og ætlaði hér eftir að hegða sér í samræmi við það.\nSamkvæmt niðurstöðu dómstóls í Moskvu frá því í gær eru FBK samtök Navalnys öfgahreyfing á borð við Al-Kaída, Íslamska ríkið og söfnuð Votta Jehóva. Fólk sem vinnur fyrir Navalny og FBK er öfgafólk og er því ekki kjörgengt í þingkosningunum í haust. Allir, sem stutt hafa samtökin með fjárframlögum eða með því að deila eða dreifa frá þeim efni, eiga á hættu að verða sóttir til saka og dæmdir til fangelsisvistar.\nJosep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, fordæmdi í dag ákvörðun Rússa um að flokka FBK-samtökin með öfga- og hryðjuverkahópum. Hann sagði í yfirlýsingu að niðurstaða dómstólsins væri alvarlegasta atlaga rússneskra ráðamanna til þessa til að þagga niður í pólitískum andstæðingum sínum.","summary":"Starfsemi samtaka rússneska stjórnarandstæðingsins Alexeis Navalnys gegn spillingu heldur áfram þrátt fyrir að dómstóll hafi úrskurðað að þau séu öfgasamtök. Evrópusambandið fordæmir niðurstöðuna."} {"year":"2021","id":"223","intro":"Júdókappinn Sveinbjörn Jun Iura féll út í fyrstu umferð á heimsmeistaramótinu í júdó í Búdapest í Ungverjalandi í gær en mótið var síðasta tækifæri Sveinbjörns til að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Tókýó. Sveinbjörn smitaðist af COVID-19 í vor og segir það svekkjandi að afreksíþróttafólk hafi ekki mætt meiri skilningi hjá heilbrigðisyfirvöldum.","main":"Sveinbjörn Jun Iura hefur verið einn fremsti júdómaður landsins um árabil. Hann stefndi að því að komast á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar og hefur hann því síðustu mánuði reynt að styrkja stöðu sína á heimslistanum með því að keppa á alþjóðlegum mótum. Á einu slíku móti í vor smitaðist Sveinbjörn af COVID-19 og var HM í Búdapest í gær fyrsta mót hans eftir veikindin.\nSveinbjörn segir að hann hafi í raun smitast á versta tíma. Hann missti af mikilvægum mótum og að nú þurfi hann að horfast í augu við að Ólympíudraumurinn sé úti.\nHann segir það svekkjandi að þeir fáu íþróttamenn sem voru í Ólympíuhópi ÍSÍ, og gátu unnið sér inn keppnisrétt á leikana, hafi ekki mætt meiri skilning heilbrigðisyfirvalda og fengið bólusetningu fyrr á árinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"223","intro":"Ekkert smit greindist innanlands í gær og enginn hefur greinst utan sóttkvíar síðustu sex daga. Sóttvarnalæknir segir þetta líta vel út og margt bendi til þess að viðnámsþróttur gegn kórónuveirunni sé að verða býsna góður. Hann reiknar með að skila minnisblaði um aðgerðir á landamærunum og innanlands á næstu dögum, jafnvel fyrir helgi.","main":"Nú eru 45 í einangrun með virkt smit og 217 í sóttkví. Einn er á sjúkrahúsi. Svo virðist sem tekist hafi að ná utanum hópsýkingu sem kom upp í síðustu viku þegar sjö smit greindust utan sóttkvíar.\nÞórólfur reiknar með að skila fyrir helgi minnisblaði til heilbrigðisráðherra um aðgerðir innanlands og á landamærunum. Hann segir að áfram verði að fara hægt en örugglega og bendir á að rúmar aðgerðir séu nú þegar í gildi.","summary":"Von er á nýju minnisblaði frá sóttvarnalækni á næstu dögum, jafnvel fyrir helgi. Margt bendir til þess að viðnámsþróttur gegn COVID-smiti sé að verða býsna góður."} {"year":"2021","id":"223","intro":null,"main":"Hraun gýs ekki lengur upp úr gígnum í Geldingadölum. Hraunstraumurinn er núna jafn. Kristín Jónsdóttir er hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni,\nKristín geturðu lýst fyrir okkur breytingum á virkninni í Fagradalsfjalli síðasta sólarhringinn\nhefur dregið úr hraunrennsli\nVísindaráð kemur saman á eftir hvað verður rætt","summary":"Hraunstraumurinn úr gígnum í Fagradalsfjalli er jafn en ekki hafa sést strókar upp úr honum síðan í nótt. "} {"year":"2021","id":"223","intro":"Foreldrar á Egilsstöðum sem hafa ekið með dóttur sína til talmeinafræðings á Akureyri þurfa að hætta því þar sem talmeinafræðingurinn hefur útskrifast úr námi. Sjúkratryggingar greiða ekki þjónustu hans, fyrr en hann hefur fengið tveggja ára starfsreynslu.","main":"Sjö ára stúlka á Egilsstöðum sem glímir við málþroskaröskun þarf að hætta í meðferð hjá talmeinafræðingi vegna þess að talmeinafræðingurinn hefur lokið námi. Hann þarf að öðlast tveggja ára starfsreynslu áður en sjúkratryggingar taka í mál að niðurgreiða þjónustu hans. Auðvelt væri að stytta langa biðlista hjá talmeinafræðingum með því að fella á brott kröfu um tveggja ára reynslu, segir Elsa Guðný Björgvinsdóttir móðir stúlkunnar.\nHér á Austurlandi eru engir talmeinafræðingar sem sinna tilfellum sem Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða. Því höfum við brugðið á það ráð að keyra með dóttur okkar frá Egilsstöðum til Akureyrar til að sækja þessa þjónustu sem hún þarf á að halda. Þar komumst við að hjá stofu og hjá talmeinafræðingi sem vinnur undir handleiðslu reyndari talmeinafræðings. Nú er þessu handleiðslutímabili hjá okkar talmeinafræðingi að ljúka sem þýðir í rauninni að hún er að verða fullgildur talmeinafræðingur en um leið þýðir það að við munum líklega þurfa að hætta að fara til hennar vegna þess að Sjúkratryggingar Íslands gera þá kröfu að talmeinafræðingar séu með tveggja ára starfsreynslu. Það uppfyllir þessi talmeinafræðingur ekki enn þá. Þannig að við erum í þeirri stöðu að hafa sótt þjónustu til talmeinafræðings sem þekkir orðið dóttur okkar vel og hennar þarfir og er fullgildur talmeinafræðingur og hefur tíma fyrir okkur en við megum væntanlega ekki nýta þjónustu hennar.\nOg þið þurfið þá að fara aftast í biðröð hjá einhverjum öðrum talmeinafræðingi?\nJá það lítur út fyrir það að við þurfum að leita annað og eins og þú segir fara á biðlista. Þeir eru gríðarlega langir. Það er mikill skortur á talmeinafræðingum í landinu og hann er meiri eftir því sem fjær dregur höfuðborgarsvæðinu. Þarna virðist vera einhver stífla sem ætti að vera hægur vandi að losa og leysa þannig hluta af vandanum. Við myndum vilja að talmeinafræðingar sem eru útskrifaðir úr háskólanámi fái bara að sinna börnum sem þurfa á því að halda. Mér skilst að hjá Sjúkratryggingum snúist þetta um gæði þjónustunnar. En mér er fyrirmunað að skilja hvernig það getur verið betri þjónusta við börn að láta þau sitja heima og bíða eftir því að komast að þegar þau gætu mögulega komist miklu fyrr að hjá talmeinafræðingi sem er ef til vill með aðeins minni starfsreynslu en fullgildur engu að síður.","summary":"Foreldrar á Egilsstöðum sem hafa ekið með dóttur sína til talmeinafræðings á Akureyri þurfa að hætta því þar sem talmeinafræðingurinn hefur útskrifast úr námi. Sjúkratryggingar greiða ekki fyrir þjónustu hans fyrr en hann hefur öðlast tveggja ára starfsreynslu. "} {"year":"2021","id":"223","intro":"Lottóvinningshafinn sem vann tæpa einn komma þrjá milljarða króna í Víkinglottóinu í gær tók fréttunum af mikilli ró, að sögn Halldóru Maríu Einarsdóttur markaðsstjóra hjá Íslenskri getspá. Vinningurinn er sá stærsti sem Íslendingur hefur unnið.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"224","intro":"Aðsókn í bólusetningu með bóluefni AstraZeneca í dag er mun meiri en búist var við. Röðin nær frá Laugardalshöll upp Reykjaveg, meðfram Suðurlandsbraut og hlykkjast hálfa leið í átt að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Biðin er að minnsta kosti klukkutími. Stór hluti þeirra sem bíða hefur ekki fengið boð en vonast til að fá seinni bólusetningu aðeins fjórum vikum frá fyrri sprautu. Starfsfólk Heilsugæslunnar gengur á röðina til að tryggja að fólk hafi fengið boð. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að um sex þúsund manns komist að í dag og nú rétt fyrir fréttir voru tvö þúsund skammtar eftir.","main":"við áttum von á að einhverjir kæmu og byrjuðum að hleypa þeim inn. En svo sáum við bara að þetta voru mörg hundruð manns. Svo við þurftum að stoppa það og bíða þannig að þeir taki ekki skammt frá þeim sem eru boðaðir að fá skammt, þeir sem eru komnir yfir átta vikur.\nRagnheiður segist telja að fólk mæti eftir fjórar vikur til þess að verða fullbólusett fyrr.\nVörnin sem fæst með bólusetningu eykst hins vegar eftir því sem lengra líður milli sprauta.\nog rannsóknir sýna það að átta vikur eru góður tími til að bíða\nHún biður þá sem ekki hafa fengið boð, en hafa beðið lengur en í fjórar vikur, að mæta ekki í Laugardalshöll fyrr en eftir klukkan tvö í dag. AstaZeneca verður svo næst í boði eftir tvær vikur.\nboð fór á þá sem voru komnir á 9.-10. viku. Við viljum klára að bólusetja þá. Allir skammtar sem við erum með afgangs, þeir fara í þá sem eru komnir yfir fjórar vikur.","summary":null} {"year":"2021","id":"224","intro":"Menningarfélag Akureyrar leggur til að Akureyrarbær sæki um að verða menningarhöfuðborg Evrópu árið 2030. Framkvæmdastjóri félagsins telur að Akureyri standi fyllilega undir nafnbótinni.","main":"Á hverju ári útnefnir Evrópusambandið tvær borgir eða bæi í Evrópu til að bera titilinn menningarhöfuðborg Evrópu. Tilgangurinn er að efla fjölbreytta menningarflóru álfunnar en einnig að fagna sameiginlegum áherslum í menningarmálum. Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar vill að bæjaryfirvöld stefni á að Akureyri verði menningarhöfuðborg Evrópu árið 2030.\nVið lítum á þetta sem ákveðið tækifæri fyrir Akureyri, bæði til þess að lyfta upp menningarlífinu og sýna fram á alla þá starfsemi sem fer hér fram. Allt þetta gróskumikla starf og þessa atvinnumennsku sem fer hér fram í menningarmálum.\nTil að Akureyri eigi möguleika sem menningarhöfuðborg þurfa bæjaryfirvöld að mynda sér skýra framtíðarsýn á menningarmálum. Þuríður telur að Akureyri geti fyllilega staðið undir nafnbótinni þar sem menningarstarf í bænum sé öflugt og meira en gerist í mun stærri samfélögum. Til að mynda sé á Akureyri atvinnuleikhús, sinfóníuhljómsveit og stórt menningarhús.\nEf bærinn yrði menningarhöfuðborg væri það ekki bara Akureyri sem hefði hag af verkefninu.\nVið erum líka að hugsa um þetta í samstarfi við stærra svæði, samtök sveitarfélaga á Norðurlandi og í rauninni held ég líka að þetta samvinnuverkefni nái langt út fyrir Akureyri því það eru þá menningarstofnanir, hvort sem er á Siglufirði eða á Húsavík sem ná þarna ávinningi við þetta samevrópska samstarf.","summary":null} {"year":"2021","id":"224","intro":"Lítil sól er í veðurkortunum eins og er, og viðbúið að deildarmyrkvi á sólu á morgun fari fram hjá landsmönnum. Málarar hafa lítið getað unnið, en einn þeirra segist þó bjartsýnn, það eiginlega hái málurum hvað þeir eru bjartsýnir.","main":"Eftir mikla þurrka framan af vori hefur rignt nánast samfellt lengi á sunnanverðu landinu. Teitur Arason veðurfræðingur sér engar breytingar í kortunum alveg á næstunni.\nNei, í grófum dráttum má segja að núna séum við Íslendingar í lægðabrautinni. Lægðirnar ganga hver af annarri yfir landið og með því rignir um allt land.\nNorðlendingar og fólk á Austurlandi fékk góðvirðiskafla, en núna er honum lokið í bili og reyndar gæti gránað í fjöll og jafnvel efstu byggðir á föstudag, þá verður þurrt syðra en hvasst og svalt. Hann segir þetta enga vísbendingu um sumarið.\nÞví miður þá er erfitt að spá fyrir um stöðu lægðakerfanna lengra en viku fram í tímann, þannig að við bara bíðum og vonum að við fáum sumarlegra veður seinna.\nDeildarmyrkvi á sólu er á morgun upp úr klukkan níu.\nÞá er útlit fyrir að það verði skýjað á öllu landinu, þannig að ég er mjög svartsýnn á að það sjáist í þennan deildarmyrkva nokkurs staðar á Íslandi.\nEin stétt sem háð er þurrki eru húsamálarar og þeir hafa ekki geta málað mikið, ekki hér syðra.\nEkki mikið, en þó hafa komið göt sem við höfum getað nýtt okkur því við erum á vaktinni allan sólarhringinni málarar á sumrin.\nEr það þannig að það er ekki litið á klukkuna heldur frekar skýjafarið?\nJá, það er bara þurrkur eða ekki þurrkur.\nSegir Georg Óskar Ólafsson málari. Sjálfur nýtti hann þurrk í gær og var fram á nótt á bera á sólpalla í sumarhúsabyggð fyrir austan fjall.\nJa, það er ekki mikið á batteríinu.\nGeorg segir að stytting vinnuvikunnar sé ekki alltaf í gildi hjá málurum. En þrátt fyrir tíðina er hann ekki svartsýnn á sumarið.\nNei, málarar eru afskaplega bjartsýn stétt og bara taka slaginn.\nTilbúnir með pensilinn þegar styttir upp?\nÞað eiginlega háir okkur hvað við erum hamingjusamir.","summary":null} {"year":"2021","id":"224","intro":"Sífellt fleiri ellilífeyrisþegar hafa allar sínar tekjur frá lífeyrissjóðum en fá engan ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Ellilífeyrisþegum hefur fjölgað um helming á rúmlega áratug.","main":"Ellilífeyrisþegar eru tæplega 50 þúsund talsins og örorkulífeyrisþegar nær 20 þúsund, samkvæmt nýuppfærðum tölum Hagstofunnar, sem miðast við árslok 2019. Ellilífeyrisþegum fjölgaði um fjögur prósent milli ára en örorkulífeyrisþegum um eitt og hálft prósent.\nEf litið er lengra aftur í tímann má sjá að ellilífeyrisþegum hefur fjölgað úr þrjátíu og þremur þúsundum árið 2007 í 49 þúsund árið 2019, um nærri helming á sama tíma og landsmönnum hefur fjölgað um einn sjötta. Hlutfall ellilífeyrisþega af öllum landsmönnum hefur hækkað úr tíu og hálfu prósenti í þrettán og hálft prósent á þessu tímabili. Í byrjun síðasta árs voru 5,3 á vinnumarkaði fyrir hvern einn einstakling á eftirlaunum hérlendis, einum færri en áratug áður og tveimur færri en árið 1980. Samkvæmt mannfjöldaspám gætu vinnandi einstaklingar á hvern ellilífeyrisþega verið orðnir um það bil fjórir eftir áratug og þrír um 2050.\nMikil breyting hefur orðið á samsetningu ellilífeyrisþega á tímabilinu. 2007 voru ellilífeyrisþegar sem fengu allar sínar tekjur frá Tryggingastofnun tæp sjö prósent allra eftirlaunaþega en eru nú tæp þrjú prósent. Þeir sem fá engar bætur frá Tryggingastofnun en aðeins lífeyri frá lífeyrissjóðum voru tæp þrettán prósent hópsins árið 2007 en eru nú 26 prósent hans. Fólk sem er með yfir 600 þúsund krónur á mánuði fær ekkert greitt frá Tryggingastofnun.\nÞrjú og hálft prósent ellilífeyrisþega erlendis\nÖrorkulífeyrisþegum hefur fjölgað um tæplega þriðjung frá árinu 2007.\nFjöldi ellilífeyrisþega var 49.387 í desember árið 2019 sem er fjölgun um 4,0% frá fyrra ári. Örorkulífeyrisþegar voru 19.546 og fjölgaði um 1,5%. Árið 2019 voru örorkulífeyrisþegar 7,8% íbúa á aldrinum 18 til 66 ára sem er nær óbreytt hlutfall frá fyrra ári. Talnaefni hefur verið uppfært.\nHvernig eru lífeyrissjóðirnir undir það búnir að taka á þessari fjölgun?\nHvers vegna færri bara með ellilífeyri og fleiri bara með lífeyrissjóð?\nFjöldi ellilífeyrisþega var 49.387 í desember árið 2019 sem er fjölgun um 4,0% frá fyrra ári. Örorkulífeyrisþegar voru 19.546 og fjölgaði um 1,5%. Árið 2019 voru örorkulífeyrisþegar 7,8% íbúa á aldrinum 18 til 66 ára sem er nær óbreytt hlutfall frá fyrra ári. Talnaefni hefur verið uppfært.\nÖrorkulífeyrisþegum fjölgaði um eitt og hálft prósent en voru nær óbreytt hlutfall af fólksfjölda frá fyrra ári.","summary":"Sífellt fleiri ellilífeyrisþegar hafa allar sínar tekjur frá lífeyrissjóðum en fá engan ellilífeyri frá Tryggingastofnun. Ellilífeyrisþegum hefur fjölgað um helming á rúmlega áratug."} {"year":"2021","id":"224","intro":"Haukar og Valur standa vel að vígi í baráttunni um sæti í úrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. Þór frá Þorlákshöfn getur komist í úrslit Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld.","main":"Haukar mættu Stjörnunni í Garðabæ í fyrri leik liðanna af tveimur í úrslitaeinvíginu. Leikið er heima og að heiman og gildir samanlögð markatala í því hvort liðið komist í úrslit. Haukar unnu leikinn með fimm marka mun, 28-23, og eru því með fimm mörk í plús fyrir seinni leik liðanna að Ásvöllum á fimmtudagskvöld. Geir Guðmundsson og Darri Aronsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Hauka og voru markahæstir sinna manna en hjá Stjörnunni var Björgvin Hólmgeirsson markahæstur með 10 mörk.Valur gerði góða ferð til Vestmannaeyja í hinu undanúrslistaeinvíginu en Valur vann ÍBV með þriggja marka mun, 28-25. Liðin mætast næst á Hlíðarenda á föstudagskvöld. Anton Rúnarsson fór fyrir liði Vals og skoraði 10 mörk en Hákon Daði Styrmisson skoraði sjö mörk fyrir ÍBV.\nStjarnan tekur á móti Þór Þorlákshöfn í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í kvöld. Þetta verður fjórði leikur liðanna í undanúrlistunum en Þórsarar hafa unnið tvo leiki og Stjarnan einn. Vinni Þór leikinn í kvöld fara þeir í úrslit Íslandsmótsins og mæta þar Keflavík en Stjarnan getur með sigri knúið fram oddaleik í einvíginu.\nEvrópumót karla í fótbolta hefst á föstudag. E-riðillinn hefur leik á mánudagskvöld og þar mætast Spánn og Svíþjóð í fyrstu viðureigninni. Staðan hjá liðunum er hins vegar ekkert sérstök en tveir leikmenn úr hvoru liði eru smitaðir af kórónuveirunni\n26 leikmenn eru í leikmannahópi liðanna og samkvæmt reglum Evrópska knattpsyrnusambandsins fara leikir fram svo lengi sem liðin hafa 13 leikmenn til taks. Luis Enrique, þjálfari Spánar, hefur gripið til þess ráðs að kalla til 11 leikmenn í varahóp og þessir leikmenn verða því klárir ef fleiri leikmenn spænska landsliðshópsins smitast af veirunni. Fyrsti leikur Evrópumótsins verður á milli Tyrklands og Ítalíu í A-riðlinum á föstudagskvöld en leikið verður á Stadio Olympico í Rómarborg.","summary":"Fyrstu leikir undanúrslitanna í úrvalsdeild karla í handbolta fóru fram í gær. Haukar og Valur standa vel að vígi."} {"year":"2021","id":"224","intro":"Fjallabyggð gerir alvarlegar athugasemdir við drög að nýrri reglugerð um öryggismál í jarðgöngum sem er í vinnslu hjá samgönguráðuneyti. Það sé ekki boðlegt að gerðar séu mismiklar öryggiskröfur eftir aldri jarðganga og þá sé hvergi minnst á farsímasamband í göngum.","main":"Núgildandi reglugerð um öryggismál gildir um öll jarðgöngin fern á hringveginum, en einnig önnur göng sem eru lengri en þúsund metrar og umferðarþungi er hvað mestur. Ný reglugerð nær yfir öll jarðgöng lengri en 500 metrar. Göngin eru þó flokkuð í þrennt eftir aldri og umferðarþunga og mismunandi öryggiskröfur gerðar fyrir hvern flokk. Þessa flokkun gagnrýna bæjaryfirvöld í Fjallabyggð, en þar eru flest jarðgöng í einu sveitarfélagi hér á landi. Elías Pétursson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir að aldur ganga eigi ekki að skipta máli þegar umferðaröryggi sé annars vegar.\nDrög að nýrri reglugerð eru í samráðsgátt stjórnvalda og þar taka Samband íslenskra sveitarfélaga og Samgöngufélagið meðal annars undir með Fjallabyggð. Sveitarfélagið hefur barist sérstaklega fyrir góðum fjarskiptum í öllum jarðgöngum og Elías segist því hafa búist við ákvæðum um það í nýrri reglugerð. Svo sé hins vegar ekki.","summary":"Bæjastjórinn í Fjallabyggð segir að í öll jarðgöng sem eru lengri en fimm hundruð metrar eigi að setja þá tækni sem mögulegt er. Hann gagnrýnir að í drögum að nýrri reglugerð um öryggismál séu gerðar mismiklar kröfur eftir aldri jarðganga."} {"year":"2021","id":"224","intro":"Þekktir milljarðamæringar í Bandaríkjunum borga hlutfallslega minna í tekjuskatt en almenningur í landinu. Sum árin eru þeir tekjuskattslausir með öllu.","main":"Nokkrir af auðugustu mönnum Bandaríkjanna borga mun lægra hlutfall í tekjuskatt en flestir samlandar þeirra. Þetta sýna gögn frá bandaríska skattinum sem þarlendir rannsóknarblaðamenn hafa komist yfir.\nBlaðamennirnir vinna hjá ProPublica, stofnun og miðli sem hefur það að markmiði að upplýsa mál sem koma almenningi til góða. Gögnin sem þeir fengu hafa meðal annars að geyma nákvæmar upplýsingar um skattgreiðslur milljarðamæringa á borð við Jeff Bezos, stofnanda Amazon-netverslunarinnar, Elon Musk, stofnanda Tesla, fjárfestinn Rupert Murdoch, Mark Zuckerberg, stofnanda Facebook og Bill Gates, stofnanda Microsoft. Í umfjöllun ProPublica kemur fram að 25 ríkustu Bandaríkjamennirnir borga að meðaltali 15,8 prósent af tekjum sínum í skatt, mun lægra hlutfall en hinn venjulegi Bandaríkjamaður gerir. Sum árin hafa þeir jafnvel ekki borgað neitt í tekjuskatt. Auðkýfingarnir eru ekki sakaðir um skattsvik heldur er bent á að þeir notfæri sér smugur í skattakerfi Bandaríkjanna sem geri þeim kleift að borga lægra hlutfall en allur almenningur.\nAð sögn blaðamanna ProPublica er enn verið að vinna úr skattagögnunum. Frekari upplýsinga er því að vænta á næstu vikum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur heitið því að hækka skatta á hina ríku. Að mati blaðamanna ProPublica eiga tillögur forsetaembættisins um breytingar á skattalögunum litlu eftir að skipta um tekjuskatta ríkustu Bandaríkjamannanna.","summary":"Þekktir milljarðamæringar í Bandaríkjunum borga hlutfallslega minna í tekjuskatt en almenningur í landinu. Sum árin hafa þeir ekki borgað neinn tekjuskatt. "} {"year":"2021","id":"225","intro":"Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er ánægður með ákvörðun G7-ríkjanna um að leggja skatta á alþjóðleg fyrirtæki.","main":"Ráðherrann segir að stór alþjóðleg fyrirtæki hafi lagt mikið á sig til að lágmarka skattgreiðslur sínar\nBjarni segir það síðari tíma verkefni að draga mörkin um lágmarksskattlagningu, þar hefur ekki náðst sátt enn þá.\nÍslensk stjórnvöld hafa á undanförnum árum skipst á upplýsingum við Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, OECD. Því liggja fyrir upplýsingar um starfsemi sem teygja sig yfir landamæri.","summary":null} {"year":"2021","id":"225","intro":"Hæstu upphæð frá því fyrir hrun er nú varið í viðhald og nýframkvæmdir vega. Ekki hefur verið varið jafn miklu í viðhald og nýframkvæmdir vega síðan fyrir hrun. Hellisheiðin er lokuð til klukkan átta í kvöld og umferð verður beint um Þrengsli. Þetta er forsmekkurinn af því sem koma skal í sumar.","main":"Malbik verður lagt á stærri veghluta nærri þéttbýli en áður. Malbikið er þrefalt dýrara en bundið slitlag, að sögn Óskars Arnar Jónssonar forstöðumanns framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.\nBundið slitlag er meirihluti viðhaldsframkvæmda, þar undir falla öryggisaðgerðir, styrkingar á vegum, brúarviðhald og klæðningar.\nVegagerðin ver sautján milljörðum framkvæmir fyrir sautján milljarða í nýframkvæmdir á þessu ári.\nStærstu verkefnin nú eru frá Hólmsá að Fossavöllum við Gunnarshólma á Suðurlandsvegi, á leið út úr bænum. Þar verður unnið við hlið þjóðvegarins til að loka ekki annarri meginæðinni út úr höfuðborginni sem einnig er einn fjölfarnasti vegakafli landsins. Kjalarnesið seinni áfangi, verður Í seinni áfanga á Kjalarnesi verður vegur breikkaður vegur í tvo plús einn með möguleikum á að breikka í tvær tveggja akreina brautir síðar. Framkvæmdir þar eru hafnar. Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar segir að í þéttbýli verði unnið á nóttunni á stærri stofnbrautum til að valda sem minnstu róti. Þverun Þorskafjarðar á Vestfjörðum stendur yfir og fyrsti áfangi stendur yfir á Dynjandisheiði upp frá Flókalundi. Vinna stendur einnig yfir frá Dýrafjarðargöngum fyrir Meðalnes að Dynjandisvogi hinum megin frá. Stærsta verk á Norðurlandi er Þverárfjallsvegur og á Austurlandi eru stór brúarverkefni, Hverfisfljót og Núpsvötn er eitt þeirra, Jökulsá á Sólheimasandi á einnig að brúa á nýjan leik. Útboðskynning stendur einnig yfir fyrir hringveg um Hornafjörð. Óskar Örn segir sumarið eitt mesta framkvæmdasumar hjá Vegagerðinni síðan fyrir hrun.","summary":null} {"year":"2021","id":"225","intro":"Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Félag atvinnurekenda lýsa yfir vonbrigðum með fríverslunarsamning Íslands og annarra EFTA-ríkja við Bretland, sem samþykktur var á dögunum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda furðar sig á samráðsleysi.","main":"Utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein undirrituðu á föstudag samkomulag við bresk stjórnvöld um nýjan fríverslunarsamning og tekur hann við af bráðabirgðasamningi sem gerður var við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Sjávarútvegsfyrirtæki höfðu bundið vonir við að markaðsaðgangur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja yrði betri en fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir hins vegar að samningurinn sé sambærilegur því sem áður var.\nFélag atvinnurekenda gerir einnig athugasemdir. Samið var um tollfrelsi fyrir 692 tonn af lambakjöti og 329 tonn af skyri til Bretlands, en á móti fá bresk fyrirtæki tollkvóta fyrir 48 tonnum af ostum og unnum kjötvörum.","summary":"Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Félag atvinnurekenda lýsa yfir vonbrigðum með fríverslunarsamning Íslands og Bretlands, sem samþykktur var á föstudag. "} {"year":"2021","id":"225","intro":"Hótel á Vestfjörðum eru að fyllast fyrir sumarið og Vestfirðingar bera sig vel. Íslendingar eru áfram í meirihluta gesta þótt útlendingar slæðist með í sumar.","main":"Nánast fullbókað er á hótel Djúpavík og víðar á Vestfjörðum fyrir sumarið. Íslendingar eru í meiri hluta gesta líkt og í fyrra en þó eru erlendir gestir farnir að slæðast með.\nMagnús Karl Pétursson hótelstjóri á Hótel Djúpavík segir að ferðavertíðin sé styttri á Vestfjörðum en víða annars staðar á landinu. Síðasta sumar hafi verið metár og útlit sé fyrir annað eins í ár.\nLangflestir sem ætla til Djúpavíkur í sumar eru Íslendingar, eða um 80 prósent gesta. Einhverjir útlendingar verða þó þarna á meðal. Gjarnan eru það ferðamenn sem eru að koma í annað, þriðja eða fjórða sinn til landsins. Ferðaþjónustufyrirtæki á Vestfjörðum höfðu vart undan á síðasta ári því væntingar voru ekki miklar vegna faraldursins. Magnús Karl dreif fjölskylduna þá í hótelstörf til að anna álaginu.\nÞannig var þetta svolítið í fyrra. Í lok maí var ég bara eiginlega, hugsaði maður að maður ætti bara að skella í lás en upp úr tíunda maí hrönnuðust inn bókanir og ég hefði örugglega getað selt þetta hótel þrisvar fjórum sinnum ef ég hefði haft það mörg herbergi. Elsta fólk man ekki eftir fleira fólki á götu á Strandaveginum góða gamla.\nBókanir fara vel af stað hjá flestum gististiöðum á Vestfjörðum, að sögn Birnu Jónasdóttur hjá Markaðsstofu Vestfjarða. Flestir vestra eru bjartsýnir á sumarið. Sérstaða svæðisins felst ekki hvað síst í því að hennar sögn að nóg rými er fyrir alla, enginn fólksfjöldi og nægilegt pláss til að halda fjarlægð í kjölfar heimsfaraldurs. Hótelstjórinn á Djúpavík lætur ekki taka sig í bólinu líkt og síðasta sumar.\nNú í ár er ég búinn að ráða fleira fólk þannig að við ættum að geta haldið geðheilsunni í haust","summary":null} {"year":"2021","id":"225","intro":"Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segist fagna þessari gagnrýni og því að fleiri vilji auka fríverslun Íslendinga. Hann segir þó að gagnrýnin komi of seint.","main":"Það sem ég hef gert, ekki bara í þessu máli heldur í öllu mínu starfi sem utanríkisviðskiptaráðherra er að vekja athygli á mikilvægi fríverslunar fyrir okkur Íslendinga en maður hefur nú ekki fengið mikinn stuðning við það, og það á ekki bara við þennan samning heldur sömuleiðis varðandi þar sem var gert á vettvangi EFTA, þar sem við höfum opnað stóra markaði í efnahagssamráði við Bandaríkin og svo framvegis. Og ég verð að viðurkenna það að mér hefur fundist þetta nokkuð einmanalegt þannig að ef að menn eru að vakna núna og tala fyrir hinu augljósa þá bara fagna ég því, en það hefði mátt gerast fyrr.","summary":null} {"year":"2021","id":"225","intro":"Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna veitti í gær skilyrt leyfi til notkunar lyfsins Aduhelm. Lyfjarisinn Biogen þróar lyfið sem er ætlað alzheimer-sjúklingum. Öldrunarlæknir segir það marka tímamót.","main":"Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir segir Aduhelm vera fyrsta lyfið sem byggi á mótefni gefnu í æð. Það fær ónæmiskerfi líkamans til að hreinsa út svonefndar amyloid-skellur í heila, sem flestir telja grunnorsök alzheimer-sjúkdómsins.\nOg þetta var gríðarlegt breakthrough á sínum tíma þegar hægt var að sýna fram á\nþessa virkni lyfsins vegna þess að fram að því voru engin lyf í þróun sem gátu gert þetta.\nSteinunn segir heila fólks oft vera orðinn mettaðan af skellum þegar fyrstu einkenna verður vart.\nþannig að þetta lyf hefur eingöngu verið prófað í fólki með einkenni\nkenningin er sú að byrja þurfi fyrr til að sjá virkilega áhrif af því. Áhrifin á fólk með einkenni hafa verið afar hófleg.\nSteinunn bendir á að leyfið vestanhafs verði endurskoðað að ári og telur því líklegast að Lyfjastofnun Evrópu bíði átekta uns viðameiri rannsóknir liggja fyrir.\npúður í lyfjaþróun á allra næstu árum.","summary":"Íslenskur öldrunarlæknir segir nýtt bandarískt alzheimer-lyf marka tímamót í viðureigninni við sjúkdóminn. Hún segir líklegt að Lyfjastofnun Evrópu bíði átekta þar til lyfið er fullprófað. "} {"year":"2021","id":"225","intro":"Örvera af fylkingu hjóldýra sem legið hefur frosin í túndru Síberíu í um 24 þúsund ár er lifnuð við. Frá þessu greina vísindamenn í rannsókn sem birt er í nýjasta hefti vísindaritsins Current Biology.","main":"Örveran var sótt í ána Alayeza nyrst í Rússlandi. Eftir að hún var afþídd af mörg þúsund ára dvala gat hún fjölgað sér kynlaust. Áður en rannsóknin var gerð töldu vísindamenn mögulegt að veran gæti vaknað af allt að tíu ára frost-dvala. Niðurstöður rannsóknarinnar benda hins vegar til þess að hún geti legið í dvala í mörg þúsund ár, jafnvel lengur. Fréttastofa BBC hefur eftir rússneska vísindamanninum Stas Malavin að þetta sé draumur margra skáldsagnahöfunda.\nMalavin, sem er starfsmaður stofnunar lífeðlis- og líffræðirannsókna í jarðvegsvísindum, segir fleiri rannsóknir nauðsynlegar til þess að átta sig á því hvernig örveran fer að þessu.\nHjóldýrið nefnist dellojd og finnst í ferskvatni víðs vegar um heiminn. Hjóldýr eru þekkt fyrir að þola miklar öfgar.\nVitað er af fleiri lífverum sem hafa vaknað til lífs eftir nokkur þúsund ára dvala. Þeirra á meðal er ein tegund þráðorma, einhverjar plöntutegundir og mosar.","summary":null} {"year":"2021","id":"225","intro":"Í fyrsta skipti frá 2014 verður nafn KR ekki á Íslandsmeistarabikar karla í körfubolta. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta ætlar að mæta því pólska af fullri hörku í dag.","main":"Keflavík batt í gærkvöld enda á langa sigurgöngu KR í úrvalsdeild karla í körfubolta. Vesturbæingar þurfa að sætta sig við að horfa á eftir bikarnum í annað sinn síðan 2013.\nKR mætti Keflavík í undanúrslitum í þetta skiptið og staðan 2-0 fyrir þriðja leikinn í gærkvöldi sem spilaður var í Keflavík. Heimamenn byrjuðu leikinn frábærlega og þrátt fyrir góðan kafla KR í upphafi annars leikhluta var Keflavík þrettán stigum yfir í leikhléi, 47-34. Þriðji leikhluti var nokkuð jafn en KR náði ekki að ógna Keflavík að neinu ráði og staðan 65-53 fyrir lokaleikhlutann. Það var lítil spenna í fjórða leikhluta, lokatölur urðu 88-70 og Keflvíkingar, sem fögnuðu deildarmeistaratitli í vor, komnir í úrslitaeinvígið. Þar mæta þeir annað hvort Þór Þorlákshöfn eða Stjörnunni en Þór er yfir í undanúrslitaeinvígi liðanna 2-1.\nGrindavík varð Íslandsmeistari 2013 en síðan hefur einokun KR á titlinum verið algjör, titlarnir urðu sex í röð en Íslandsmeistarar voru ekki krýndir í fyrra vegna kórónuveirunnar.\nValur og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í gærkvöldi í toppslag úrvalsdeildar karla í fótbolta. Staðan var markalaus í leikhléi en Kaj Leo í Bartalsstovu kom Val yfir með glæsilegu marki. Seint í uppbótartíma jafnaði Nikolaj Hansen fyrir Víkinga en hann spilaði áður fyrir Val. Valur er áfram með tveggja stiga forskot á Víking á toppi deildarinnar en bæði liðin eru taplaus það sem af er sumri.\nÍslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Póllandi í vináttulandsleik í dag. Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari liðsins.\nLeikurinn í dag verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV og hefst klukkan fjögur.","summary":"Í fyrsta skipti frá 2014 verður nafn KR ekki á Íslandsmeistarabikar karla í körfubolta. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta ætlar að mæta því pólska af fullri hörku í dag. "} {"year":"2021","id":"225","intro":"Stærstu fréttavefir heims, vefir bresku ríkisstjórnarinnar og stórar netverslanir lágu niðri í morgun vegna bilunar. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir bilunin sé rakin til netflutningsfyrirtækisins Fastly sem sér um að dreifa upplýsingum milli landa. Á vef þess kemur fram að tekist hafi að greina bilunina og unnið sé að viðgerð.","main":"Á vef netflutningsfyrirtækisins Fastly kom fram um klukkan ellefu að bilunin hefði fundist og viðgerð væri hafin, en margir vefir lágu enn niðri fram undir hádegi. Bilunin náði til marga stærstu fjölmiðla heims, BBC, CNN, Financial Times, Bloomberg, Le Monde og Guardian. Einnig rofnaði samband við vefi bresku ríkisstjórnarinnar, eBay og Reddit. Sambandið rofnaði laust eftir klukkan tíu og varði mislengi. Guðmundur segir að CERT-ÍS hafi ekki fengið tilkynningar frá íslenskum fyrirtækjum eða vefþjónustum um vandræði í morgun, en það hafi líklega verið raunin. Ef ekki megi nýta þetta sem víti til varnaðar.\nBoðskapurinn í þessu er í rauninni bara þessi gamli góði að setja ekki öll eggin í sömu körfuna, rekstraraðilar á íslenskum vefþjónustum ættu að taka þetta til sín og reyna að tryggja að vefsíður sem þeir eru að reka og stóla á svona speglunarþjónustur hafi einhver ráð til þess að vera í tvöföldu sambandi við helst sitthvora efnisveituna þannig að ef önnur fer niður þá sé hægt sjálfvirkt eða með einföldun hætti að skipta yfir á hina.","summary":null} {"year":"2021","id":"226","intro":"Framkvæmdastjóri Geðhjálpar efast um að embætti landlæknis geti sinnt eftirlitsskyldu sinni með heilbrigðisstofnunum landsins og telur það hafa brugðist í kjölfar ábendinga um stöðuna á réttargeðdeildum Landspítalans. Kallað er eftir óháðri úttekt á starfsemi allra geðdeilda spítalans.","main":"Fréttastofa greindi frá því í síðasta mánuði að núverandi og fyrrverandi starfsmenn á réttargeðdeildum Landspítalans hefðu lýst ofbeldi, lyfjaþvingun og margvíslegum samskiptavanda á deildunum. Geðhjálp leitaði til Landlæknisembættisins vegna málsins en Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir viðbrögðin hins vegar hafa verið dræm. Ekkert hafi gerst fyrr en starfsmenn stigu fram í fjölmiðlum.\nÞetta eru mjög alvarlegar ábendingar og eftirlitsaðilinn hlýtur að eiga ðafara strax í alvarlega úttekt og skoðun á því sem þar kemur fram.\nLandlæknisembættið hefur síðan lýst yfir ánægju með viðbrögð spítalans, meðal annars með því að senda deildarstjóra öryggis- og réttargeðdeildar í ótímabundið leyfi.\nvið teljum að þau þurfi að fara miklu, miklu, miklu dýpra í þetta mál og taka út allt kerfið og skoða hvort það sé í raun komin einhvers konar ómenning innan þess sem þurfi að uppræta. okkur finnst landlæknisembættið hafa brugðist í þessu máli, brugðist þeirri eftirlitsskyldu sem það hefur\nGeðhjálp óskar eftir heildarúttekt á málefnum fólks með geðrænan vanda þeirra sem búa við geðrænar áskoranir, en efast um að Landlæknisembættið sé best til þess fallið að annast hana.\nÞetta er mikið af kollegum og Ísland er mjög lítið. Það þarf óháðari aðila teljum við.\nSamkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu eru ábendingar Geðhjálpar til skoðunar hjá embættinu.","summary":"Geðhjálp telur embætti landlæknis hafa brugðist þegar núverandi og fyrrverandi starfsmenn réttargeðdeildar Landspítala lýstu ofbeldi og þvingunum á deildunum. Samtökin kalla eftir óháðri heildarúttekt á starfsemi allra geðdeilda spítalans."} {"year":"2021","id":"226","intro":"Varnargarðarnir við eldgosið hafa sannað gildi sitt, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hægt verði að nýta hönnun þeirra til að stöðva hraunflæði tímabundið. Hann segir ljóst að á einhverjum tímapunkti flæði hraun yfir núverandi gönguleið.","main":"Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir ekki enn vera hægt að átt sig á hve langan tíma taki fyrir hraunflæðið að ná Suðurstrandarvegi.\nAlveg frá tveim vikum upp í þrjá mánuði\nþannig að þetta er einhvers staðar þarna á milli\nRögnvaldur segir einboðið að hraun renni yfir gönguleiðina á einhverjum tímapunkti. Erfitt sé að meta hvenær það geti gerst. Gaumgæfilega sé fylgst með framvindunni.\nHraunið flæðir þarna á milli og finnur sér einhverja leið\nerfitt að spá nákvæmlega fyrir um hvenær verði breytingar.\nHönnun varnargarða sem reistir voru við eldstöðvarnar gefi góðar væntingar með að unnt verði að hafa áhrif á hraunstrauminn til skamms tíma og staðbundið.","summary":"Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir liggja fyrir að hraunið í Geldingadölum renni á einhverjum tímapunkti yfir núverandi gönguleið að gosinu. Hann segir enn óljóst hvenær hraunstraumurinn nái Suðurstrandarvegi. "} {"year":"2021","id":"226","intro":"Eins og annars staðar á landinu féllu komur skemmtiferðaskipa til Ísafjarðar niður með öllu í faraldrinum í fyrra. Nú virðist komið annað hljóð í strokkinn; það er von á sextíu skipum í sumar.","main":"Það komu engin skemmtiferðaskip til Ísafjarðar í fyrra, ekkert frekar en annars staðar, og búið var að afboða 150 skip sem búist var við í sumar. En eftir því sem slaknar á COVID-krumlunni hér á landi hafa bókanir tekið við sér. Von er á 57 skipum til Ísafjarðar.\nOg það verða þrjár skipakomur til Flateyrar, þannig þá erum við komin í 60. Síðan eru auka þrjár komur í tollklareringunni á Suðureyri í Súgandafirði. Þannig að 63 skipakomur er bara mjög gott og við erum bara mjög ánægð með það.\nSegir Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri. Ekki var gert ráð fyrir neinum skipum í fjárhagsáætlun og verða þessar komur til um fimmtíu milljóna viðbótartekna. Þá líti næsta ár enn betur út og stefnir í metfjölda skipa.\nNæsta ár erum við að sjá fram á það að það verði kannski 160 skip plús sem koma. Framtíðin er björt og bókanir fyrir 23, 24, 25 og jafnvel 26 eru komnar vel af stað.\nÞá er unnið í stækkun hafnarinnar á Ísafirði, bæði lengingu og dýpkun, en með henni geta stærstu skemmtiferðaskipin lagt þar að. Sú framkvæmd kostar um milljarð og eiga skipin að geta lagt við nýjan kant seinnipart sumars á næsta ári.","summary":"Skemmtiferðaskip eru væntanleg til landsins á ný eftir að komur féllu niður með öllu í faraldrinum. Á Ísafirði er von á sextíu skipum, sem er sextíu fleiri en upphaflega var gert ráð fyrir. "} {"year":"2021","id":"226","intro":"Þrátt fyrir milda tíð síðustu daga er ekki útlit fyrir að hægt verði að opna vegi á hálendinu fyrr en vanalega. Þar spilar inn í óvenjukaldur maímánuður.","main":"Fulltrúar Vegagerðarinnar, lögreglu, Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs komu saman í síðustu viku á árlegum vorfundi. Þar var meðal annars farið yfir stöðuna í tímabundnum vorlokunum á hálendisvegum. Flestir eru þeir enn lokaðir og stefnir allt í að opnanir verði á svipuðum tíma og í fyrra sem þá var óvenjuseint. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar á Selfossi er stefnt að því að opna veginn í Landmannalaugar á föstudaginn og eins veginn upp í Veiðivötn.\nFyrir norðan eru mikil snjóalög og sérstaklega mikið hjarn sem bráðnar seint. Þórólfur Jón Ingólfsson hjá Vegagerðinni á Húsavík segir ómögulegt að segja hvenær helstu vegir norðan Vatnajökuls verði opnaðir. Á veginum í Ösku er enn mikill snjór og það sama á við um Sprengisand. Í fyrra var Sprengisandsvegur ekki opnaður fyrr en 8. júlí og er ekki útlit fyrir að það verði fyrr í ár. Þórólfur segir að ekki sé mikið um fyrirspurnir frá erlendum ferðamönnum um opnanir á þessum vegum en fastlega megi gera ráð fyrir að það breytist þegar líður á sumarið í takt við auknar ferðir til landsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"226","intro":"Forseti ísraelska þingsins tilkynnir formlega í dag að ný ríkisstjórn hafi verið mynduð. Hún sver embættiseið í síðasta lagi eftir eina viku.","main":"Staðfest verður formlega á ísraelska þinginu í dag að Yair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, hafi myndað nýja ríkisstjórn. Hún sver embættiseið í síðasta lagi eftir viku. Benjamín Netanyahu, fráfarandi forsætisráðherra, segir að kosningasvikum hafi verið beitt til að koma honum frá völdum.\nÁtta flokkar eiga aðild að hinni nýju ríkisstjórn. Að sögn stjórnmálaskýrenda sameinar þá fátt annað en viljinn til að koma frá völdum Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels til fimmtán ára, þar af tólf þeirra síðustu. Tilraunir Yairs Lapids til stjórnarmyndunar skiptu sköpum þegar Naftali Bennett, leiðtogi hægriflokksins Yamina, snerist á sveif með honum. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður Bennett forsætisráðherra til 27. ágúst 2022. Lapid verður utanríkisráðherra og tekur við embættinu af Bennett, sem verður þá innanríkisráðherra. Í stjórnarsáttmálanum kemur fram að nýja stjórnin setur sér það markmið að ganga frá fjárlögum innan hundrað daga, ella segir hún af sér.\nNetanyhahu hótar því að róa að því öllum árum að koma nýju stjórninni frá völdum. Hann sakar Naftali Bennett um svívirðilegustu kosningasvik í sögu lýðræðisins fyrir að hafa gengið til liðs við vinstrimenn. Þá skorar hann á alla hægrimenn á þingi að fella stjórnina þegar atkvæði verða greidd um traustsyfirlýsingu á hana. Stjórnin hefur einungis eins manns meirihluta á Knesset, ísraelska þinginu.","summary":"Forseti ísraelska þingsins tilkynnir formlega í dag að ný ríkisstjórn hafi verið mynduð. Hún sver embættiseið í síðasta lagi eftir viku."} {"year":"2021","id":"226","intro":"Hjúkrunarfræðinga vantar á 500 vaktir á bráðadeild Landspítala í sumar og fjórir læknar hafa hætt störfum þar það sem af er ári. Formaður Félags bráðalækna segir að ekki verði hægt að tryggja öryggi sjúklinga á deildinni að óbreyttu. Stjórnendur spítalans ræddu um stöðuna á fundi í morgun.","main":"Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, segir að það stefni í að ekki takist að uppfylla skilgreinda neyðarmönnun. Vandinn sé ekki nýtilkominn.\nSérfræðilæknar á bráðamóttökunni hafa verið að gagnrýna það allt frá árinu 2014. Ef þú ert með vinnustað sem er undir gríðarlegum þrýstingi árum saman þá endar með því að fólk finnur sér annan farveg. Frá áramótum höfum við til dæmis misst fjóra sérfræðilækna sem hafa leitað í önnur störf.\nHvernig er með aðra heilbrigðisstarfsmenn sem vinna á deildinni; hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða eða aðra - er svipuð staða þar? Hjá hjúkrunarfræðingunum er staðan rosalega erfið. Síðast þegar ég frétti voru um 500 vaktir hjúkrunarfræðinga sem vantaði í sumar.\nÁ þessa einu deild? Á þessa einu deild, já.\nAð sögn Bergs hefur landlæknir látið í ljós ítrekaðar áhyggjur vegna stöðunnar.\nMér telst saman að þetta séu um fimm skýrslur og minnisblöð sem hafa verið send ráðherra frá 2018.\nOg hvaða áhrif hafa þessar skýrslur og minnisblöð haft á stöðuna? Staðan hefur farið síst batnandi.\nBergur segir að verði ekki bætt úr, verði ekki hægt að tryggja öryggi sjúklinga á deildinni.\nÞá ertu um leið að stefna þeim í hættu.\nEr þetta versta staða sem verið hefur uppi á deildinni? hvað varðar mönnun á læknavængnum myndi ég segja tvímælalaust já.\nBráðalæknar vöktu athygli stjórnenda Landspítala á læknaskortinum í byrjun maí. Samkvæmt upplýsingum frá spítalanum funduðu stjórnendur hans um stöðuna í morgun. Bergur segir að læknar hafi óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra og með Velferðarnefnd Alþingis, en því hafi verið hafnað.\nVið þurfum á því að halda að það verði gripið til alvöru aðgerða, alvöru úrbóta.","summary":"Ekki verður hægt að tryggja öryggi sjúklinga á bráðadeild Landspítala í sumar, verði starfsfólki ekki fjölgað. Formaður Félags bráðalækna segir að staðan á deildinni sé verri en nokkru sinni. þar vantar hjúkrunarfræðinga á 500 vaktir í sumar. "} {"year":"2021","id":"226","intro":"Framkvæmdarstjóri Orkuseturs segir að allt bendi til þess að markmið stjórnvalda um 40 prósenta hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa árið 2030 náist án vandkvæða. Hröð rafbílavæðing skipti það höfuðmáli.","main":"Í gær var greint frá því að markmiðum Íslands um að einn tíundi hluti samgöngukerfisins yrði knúinn með endurnýjanlegum orkugjöfum hefði náðst. Reyndar gott betur því hann var í lok síðasta árs 11,4 prósent. Það er töluverð breyting frá á síðustu tíu árum. Árið 2011 var hlutfallið í samgöngum innan við eitt prósent hérlendis og töluvert lægra en almennt gerðist annars staðar. Framkvæmdarstjóri Orkuseturs segir hraða þróun í rafbílatækni skipta sköpum.\nLykillinn var náttúrlega, fyrst þá byggði þetta á íblöndun á lífeldsneyti í hefðbundið eldsneyti og það skilaði svona mestu áður en við fegnum rafbílana inn og þeir hafa svo komið hrikalega sterkir inn sem hlutfall inn í þetta. Þar náttúrulega erum við á fleygiferð.\"\nStjórnvöld hafa sett sér markmið um að Ísland verði leiðandi í grænum samgöngum, með 40 prósenta hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa árið 2030. Árið 2050 er svo ætlunin að samgöngur á Íslandi verði alfarið óháðar jarðefnaeldsneyti og noti þess í stað 100% endurnýjanlega orkugjafa. Sigurður segir allt benda til að það náist.\nÉg er bara mjög bjartsýnn á það, það er allt að vinna með okkur. Íslendingar virðast taka vel í þessa nýju tækni. Og það sem styður okkur eru í raun og veru bæði kostnaðarlækkun og fjölbreytni farartækja sem keyra á rafmagni og öðru er núna í boði. Þannig að þetta er miklu auðveldara val fyrir fólk að skipta en áður var þegar þetta voru bara örfáar tegundir.\"","summary":null} {"year":"2021","id":"226","intro":"Rut Jónsdóttir, landsliðskona í handbolta, sér ekki eftir því að hafa tekið slaginn með KA\/Þór í úrvalsdeild kvenna hér heima í ár. Liðið varð Íslandsmeistari í gær og er nú handhafi allra þriggja titlanna sem í boði voru á tímabilinu til þessa.","main":"Þrátt fyrir að vera þaulreynd handboltakona fagnaði Rut Jónsdóttir sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli í gær. Hún gekk til liðs við KA\/Þór fyrir tímabilið og sér ekki eftir því.\nRut er uppalin í HK í Kópavogi en fór ung út í atvinnumennsku og spilaði í tólf ár í Danmörku. Hún vann Evrópubikarinn með danska liðinu Tvis Holstebro 2013 og 2016 var hún danskur bikarmeistari með Randers. 2019 varð hún svo danskur meistari með Esbjerg. Þá hefur hún verið lykilmaður í landsliðinu um árabil. KA\/Þór varð Meistari Meistaranna síðasta haust, deildarmeistari í vor og vann svo Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn 2-0.\nÞór Þorlákshöfn er einum sigri frá því að tryggja sig áfram í úrslit úrvalsdeildar karla í körfubolta. Fyrir leik Þórs og Stjörnunnar í gærkvöldi var staðan 1-1 í undanúrslitaveinvígi þeirra en Þór vann 115-92 á heimavelli og staðan orðin 2-1, vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Í kvöld getur Keflavík tryggt sig áfram með sigri á KR í hinu undanúrslitaeinvíginu. Staðan er 2-0 fyrir Keflavík.\nHin nítján ára gamla Yuka Saso frá Filippseyjum fagnaði í gær sigri á Opna bandaríska risamótinu í golfi. Hún er fyrst Filippseyinga til að vinna á risamóti í greininni og annar táningurinn í sögunni. Saso verður tvítug seinna í júní. Hún mætti Nasa Hataoka frá Japan í bráðabana um sigurinn og hafði betur með þriggja metra pútti á þriðju holu bráðabanans. Fyrir vikið fékk hún eina milljón bandaríkjadala eða rúmar 120 milljónir íslenskra króna.","summary":null} {"year":"2021","id":"227","intro":"Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir að það gæti vantað 6-800 milljónir króna til að fjármagna styttingu vinnuvikunnar hjá hjúkrunar- og dvalarheimilum sem hann vonast til að verði bætt í haust.","main":"Þetta er flækjustig að stytta vaktir að bæta við starfsfólki og það er kannski ekki til að bæta stöðuna að það er líka verið að ráða inn sumarstarfsfólk þannig þetta er svona eykur flækjustigið enn þá meira en þetta hefur gengið vel hjá flestum.\nStytting vinnuviku hjá vaktavinnufólki hjá ríki og sveitarfélögum tók gildi um síðustu mánaðarmót og tekur til um níu þúsund manns, flestir starfa hjá Landspítala.\nGísli segir að það þurfi að fjölga starfsfólki hjúkrunarheimilana um 10% í samræmi við styttingu vinnuvikunnar. Með styttingunni aukast heildarútgjöld heimilana um fimm til sex prósent.\nvið fengum upp í þetta 3,3% og við teljum þetta ágætisbyrjun og upp í greiðslu í það sem koma skal og ég geri ráð fyrir því að það verði gert upp í október desember í lok árs. Þegar menn sjá raunverulega hvað þetta kostar því það veit það eiginlega enginn í dag þegar þú ert að gera svona miklar kerfisbreytingar, hvað raunverulega þetta kostar.\nEn hvað heldur þú að þetta sé í peningum talið?\nHvert prósent er 400 milljónir. Ef það vantar 2% þá eru þetta 800 milljónir sem vantar. Eins og ég sagði áðan veit enginn hvað þetta kostar mikið, hvort það eru 600, 800 eða 1000 milljónir sem vantar til viðbótar. það verður bara að koma í ljós í haust.","summary":"Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir að það gæti vantað allt að 800 milljónir til að fjármagna styttingu vinnuvikunnar sem hann vonast til að þeim verði bætt upp í haust."} {"year":"2021","id":"227","intro":"Bandaríkjastjórn ætlar að hætta leynilegum aðgerðum til þess að komast yfir síma- og tölvupóstsamskipti blaðamanna, sem ríkið hefur notað til þess að komast á snoðir um leka frá stjórnvöldum.","main":"AFP fréttastofan hefur þetta eftir yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins.\nNew York Times greindi frá því í vikunni að dómsmálaráðuneytið hafi, með mikilli leynd, reynt að fá samþykki dómara til þess að komast yfir tölvupóstsamskipti fjögurra blaðamanna Times. Vonuðust stjórnvöld til þess að komast þannig að því hver væri að leka upplýsingum til fjölmiðla. Þreifingarnar hófust í stjórnartíð Donald Trumps, og héldu áfram eftir að Joe Biden tók við embætti forseta. Fjölmiðlar segja þetta gróft brot á fjölmiðlafrelsi.\nDómsmálaráðuneytið sagði í yfirlýsingu sinni að það ætli að breyta um kúrs og hætta að reyna að komast að því hvaðan lekinn kemur með því að sækjast eftir upplýsingum fjölmiðla í gegnum dómskerfið. Öllum blaðamönnum sem reynt var að sækja upplýsingar frá hefur verið gert viðvart.\nFleiri bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því undanfarnar vikur að stjórnvöld hafi reynt að hlera síma þeirra eða sækja tölvupóstsamskipti.","summary":null} {"year":"2021","id":"227","intro":"Minnst 132 þorpsbúar voru myrtir af vígamönnum í Búrkína Fasó í gær. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðina fordæmir harðlega þessa svívirðilegu árás sem er sú mannskæðasta þar í landi í áraraðir.","main":"Mennirnir réðust vopnaðir inn í þorpið Solhan að næturlagi aðfaranótt laugardags. Fyrst réðust þeir á sveit sjálfboðaliða sem reyndi að verjast innrásinni. Vígamennirnir myrtu að minnsta 132 þorpsbúa, þeirra á meðal voru börn. Árásin er sú mannskæðasta í mörg ár. Í dag lýstu yfirvöld yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu. Enginn hópur eða samtök hafa sagst bera ábyrgð á ódæðinu en árásir íslamskra öfgahópa hafa verið tíðar á þessu svæði í Búrkína Fasó. Auk þess að murka lífið úr þorpsbúum þá brenndu árásarmennirnir fjöldamörg hús og markaðinn í þorpinu. Þá eru tugir særðir eftir árásina.\nTalsmaður Antonio Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, segir í yfirlýsingu að Guterres fordæmi harðlega þessa svívirðilegu árás. Árásir og mannrán eru tíð í Búrkína Fasó sem frá árinu 2015 hefur glímt við uppgang vopnaða öfgahópa líkt og mörg nágrannaríkin. Örlítið austar, í nágrannaríkinu Nígeru, voru nærri sjötíu íbúar í sjö þorpum myrtir af glæpagengjum í gær. Talið er að árásarmennirnir komi úr nágrannahéraði. Fjöldi nautgripaþjófa hefur komið sér fyrir í norðvestanverðri og miðri Nígeríu. Þeir ráðast inn í þorp, drepa eða ræna þorpsbúum fyrir lausnargjald eftir að þeir hafa farið ránsför um heimili og skilja eftir sig sviðna jörð.","summary":"Sameinuðu þjóðirnar fordæma svívirðilega árás vígamanna í Búrkína Fasó þar sem minnst 132 þorpsbúar voru myrtir. Yfirvöld segja árásina þá mannskæðustu í mörg ár. "} {"year":"2021","id":"227","intro":"Bresku góðgerðasamtökin Oxfam segja samning sjö af ríkustu löndum heims um lágmarksskatt á alþjóðleg fyrirtækja ekki ganga nógu langt til að hafa raunveruleg áhrif. Hann sé til þess fallinn að gagnast þessum sjö ríkjum á kostnað fátækari ríkja.","main":"Fjármálaráðherrar G7-ríkjanna; Bandaríkjanna, Bretlands, Þýskalands, Frakklands, Ítalíu, Kanada og Japans - skrifuðu undir samninginn í gær sem er sagður sögulegur. Hann er stefnubreyting hjá stórveldunum, ekki síst Bandaríkjunum og Bretlandi. Markmiðið er að koma í veg fyrir að alþjóðleg stórfyrirtæki nýti sér skattaskjól. Auk þess að setja á 15 prósenta lágmarksskatt á þessi fyrirtæki á að skylda þau til þess að greiða skatt af tekjum í því landi sem þeim er aflað. Samningurinn er sagður leggja grunn að sanngjarnara skattkerfi sem hæfi 21. öldinni. Hann verður svo tekinn til umræðu á fundi G20-ríkjanna ásamt Kína og Indlandi. Tæknirisar eins og Amazon og Google eru á meðal þeirra fyrirtækja sem skattinum er ætlað að hafa áhrif á.\nNick Clegg, aðstoðarforstjóri alþjóðadeildar Facebook, skrifaði á Twitter í gær að Facebook taki þessum fagnandi. Þetta gæti þýtt að Facebook greiði meira í skatta og á fleiri stöðum, skrifaði Clegg. En bresku hjálparsamtökin Oxfam segja skattprósentuna ekki eiga eftir að stöðva starfsemi í skattaskjólum enda sé skattheimtan sem miðað sé við sambærileg skattheimtu í ríkjum sem eru kölluð skattaskjól fyrir fyrirtæki eins Írlandi, Sviss og Singapúr. Viðmiðið sé sett svo lágt að það hafi lítil sem engin áhrif á fyrirtæki og þannig sé samningurinn til þess fallinn að gagnast ríkjunum sjö á kostnað fátækari ríkja. Þá segja samtök um réttlátt skattkerfi samkomulagið marka þáttaskil en að skattprósentan sé áfram ósanngjörn og tryggja þurfi að ábatinn dreifist jafnt um heiminn.","summary":"Samningur G7-ríkjanna um lágmarksskatt á alþjóðleg fyrirtæki er gagnrýndur fyrir að ganga ekki nógu langt. Forsvarsmenn Facebook taka samningnum fagnandi en hann beinist að miklu leyti að alþjóðlegum stórfyrirtækjum eins og Facebook. "} {"year":"2021","id":"227","intro":"Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir að mögulega hafi gauragangur í kringum hennar störf haft áhrif á útkomu hennar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Brynjar Nílesson hættir í stjórnmálum.","main":"Gulaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafnaði í efsta sæti listans með 3.508 atkvæði í fyrsta sæti, en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hlaut 3.326 atkvæði í fyrsta sæti og munu því væntanlega leiða lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Á eftir ráðherrunum eru þær Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs, og Hildur Sverrisdóttir. Brynjar Níelsson vermir fimmta sætið og Birgir Ármannsson það sjötta, og þeir Kjartan Magnússon og Friðjón R. Friðjónsson eru í sjöunda og áttunda sæti. Sigríður Á. Andersen er því dottin út af listanum yfir átta efstu frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún sóttist eftir öðru sæti, og leiddi flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir fjórum árum. Sjálfstæðisflokkurinn er með fimm þingmenn í Reykjavík. Sigríður segist ekki hafa eina tiltekna skýringu á niðurstöðunni.\nSegir Sigríður Andersen. Hún segir prófkjörið ekki bindandi og nú sé málið í höndum kjörnefndar. Hún segist ætla að tilkynni henni að hún geri ekki kröfu um sæti á framboðslista. En er hún hætt í pólitík?\nBrynjar Níelsson segir á Facebooksíðu sinni að úrslitin séu honum talsverð vonbrigði, en skilabðin séu skýr. Hann kveðji því stjórnmálin sáttur.\nBrynjar og Sigríður bætast þar með í ört stækkandi hóp sitjandi þingmanna sem sóttust eftir leiðtogahlutverki á framboðslistum, en var hafnað.","summary":"Tveimur sitjandi þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík var hafnað í prófkjöri flokksins. Sigríður Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra var ekki meðal átta efstu og Brynjar Níelsson lenti í fimmta sæti. Guðlaugur Þór Þórðarson varð efstur."} {"year":"2021","id":"227","intro":"Sjómannadagurinn er í dag, sjómenn heiðraðir og margt til gamans gert, en dagskráin víðast hvar er þó mjög hófstillt.","main":"Látinna og týndra sjómanna var minnst í Reykjavík í morgun með minningarathöfn við Minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossvogskirkju og sjómannamessa var í Dómkirkjunni og var henni útvarpað. Eftir hádegið verða sjómenn heiðrarðir eins og venja er, en að þessu sinni verður athöfninni streymt. Víða um land er ýmislegt gert sjómönnum til heiðurs. Um helgina hefur til dæmis veriðverið dagskrá á Ólafsfirði og klukkan hálftvö verður hátíðardagskrá við Tjarnarborg. Í Fjarðabyggð verður hátíðardagskrá á Eskifirði og í Neskaupstað verður haldið upp á sjómannadaginn um helgina og í dag verður reipitog, koddaslagur, dorgveiðikeppni og fleira hefðbundið í boði. Og er þá fátt eitt nefnt.","summary":"Sjómannadagurinn er í dag og hann haldinn hátíðlegur víða um land. Hátíðahöldin eru þó öllu lágstemmdari en venja er, vegna heimsfaraldursins."} {"year":"2021","id":"227","intro":"Hlynur Andrésson bætti enn og aftur Íslandsmet í hlaupi í gær. Hlynur bætti þá eigið Íslandsmet í 10 þúsund metra brautarhlaupi.","main":"Hlynur tók þátt í sterku hlaupamóti í Birmingham á Englandi. Keppendum var skipt upp í tvo ráshópa í tíuþúsund metra hlaupinu og var Hlynur í ráshóp B. Hann kom í mark á 28 mínútum og 36,80 sekúndum og bætti Íslandsmet sitt frá því í september í fyrra um 19 sekúndur. Fyrra Íslandsmet Hlyns var 28 mínútur og 55,47 sekúndur. Hann er eini Íslendingurinn sem hlaupið hefur 10.000 brautarhlaup undir 29 mínútum. Hlynur varð annar í mark í B-ráshópnum á eftir Ítalanum Pietro Riva. Tími Hlyns var betri en hjá 20 keppendum í A-ráshópnum. Í A-ráshópnum hljóp breska stjarnan Mo Farah sitt fyrsta brautarhlaup í fjögur ár. Farah sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í tíuþúsund metra hlaupi hætti í brautarhlaupum eftir HM í frjálsíþróttum 2017. Hann sneri þeirri ákvörðun sinni hins vegar við þegar leið á árið 2019 og ákvað að stefna á Ólympíuleikana í Tókýó. Farah var hins vegar langt frá Ólympíulágmarkinu í Birmingham í gærkvöld. Hann hljóp á 27 mínútum og 50,54 sekúndum og var 22 sekúndum frá Ólympíulágmarkinu. Sir Mo Farah hefur aðeins til 27. júní að ná lágmarkinu ætli hann sér á Ólympíuleikana í Tókýó. Hann er orðinn 38 ára og er einn vinsælasti íþróttamaður Breta undanfarinn áratug.\nJamaíska hlaupadrottningin Shelly-Ann Fraser-Pryce vann í gær mikið afrek þegar hún hljóp 100 metra hlaup á 10,63 sek. á frjálsíþróttmóti í Kingston í Jamaíku. Fraser-Pryce setti landsmet og er nú næsthraðasta kona sögunnar. Aðeins heimsmethafinn Florence Griffith-Joyner heitin á betri tíma en Fraser-Pryce. Heimsmet hinnar bandarísku FloJo frá árinu 1988 er 10,49 sek. Shelly-Ann Fraser Pryce er fædd í desember 1986 og er því 34 ára. Hún varð Ólympíumeistari í 100 m hlaupi í Peking 2008 og í London 2012 en varð að sætta sig við brons í greininni í Ríó de Janeiro 2016. Verði hún Ólympíumeistari í 100 metra hlaupinu í Tókýó í sumar verður hún fyrsta konan til að vinna Ólympíugull í greininni í þrígang.","summary":"Hlynur Andrésson bætti enn og aftur Íslandsmet í hlaupi í gær. Hlynur bætti þá eigið Íslandsmet í 10 þúsund metra brautarhlaupi."} {"year":"2021","id":"228","intro":"Í dag kjósa íbúar í sex sveitarfélögum á Norðurlandi um sameiningu við nágrannasveitarfélögin. Kosið er um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu og tveggja sveitarfélaga í Suður-Þingeyjarsýslu.","main":"Fyrstu kjörstaðir voru opnaðir klukkan tíu í morgun og hægt verður að kjósa til tíu í kvöld þar sem lengst verður opið. Það er þó aðeins misjafnt eftir stöðum. Í Austur-Húnavatnssýslu eru samtals 1.365 á kjörskrá. Þar er kosið um sameinginu Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Sveitarfélagsins Skagastrandar og Skagabyggðar. Viðræður um sameiningu hefur staðið með hléum frá 2017 en formlegur undirbúningur hófst í október 2019. Tæplega 1.900 íbúar yrðu í þessu sameinaða sveitarfélagi sem næði yfir rúma 4.500 ferkílómetra. Jón Gíslason er formaður samstarfsnefndar um sameiningu.\nÍ Suður Þingeyjarsýslu er kosið um sameinginu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Þar eru 967 á kjörskrá. Sameinað sveitarfélag yrði landfræðilega stórt, ríflega 12.000 ferkílómetrar, en ekki ýkja fjölmennt með ríflega 1.300 íbúa. Þarna hefur formlegur undirbúningur sameiningar staðið í tvö ár - hófst í júní 2019. Helgi Héðinsson er formaður samstarfsnefndar um sameiningu þar.","summary":"Klukkan tíu í morgun hófst kosning um sameiningu sveitarfélaga á tveimur svæðum á Norðurlandi - í Austur-Húnavatnssýslu og Suður-Þingeyjarsýslu. Formenn samstarfsnefnda um sameiningu vonast eftir góðri þátttöku íbúa í kosningunum."} {"year":"2021","id":"228","intro":"15 prósenta lágmarksskattur á alþjóðleg fyrirtæki var samþykktur á fundi fjármálaráðherra G7-ríkjanna í Lundúnum í dag. Fjármálaráðherra Þýskalands segir að skatturinn geti breytt heiminum.","main":"Joe Biden Bandaríkjaforseti setti fyrr árinu fram tillögu um alþjóðlegan lágmarksskatt til þess að sporna gegn því að einstaka þjóðir laði til sín stórfyrirtæki með lágum sköttum. Þessi sömu fyrirtæki geta svo grætt á starfsemi í öðrum löndum án þess að borga skatta þar. Nú hafa fjármálaráðherrar sjö af stærstu iðnríkjum heims; Kanada, Frakklands, Ítalíu, Japans, Bandaríkjanna, Bretlands og Þýskalands samþykkt þetta. Fyrr í dag hafði BBC hefur eftir Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýskalands, að þessi skattur geti breytt heiminum. Hann komi sér vel nú þegar þjóðir heims eru að takast á við afleiðingar heimsfaraldursins. Stjórnvöld á Írlandi hafa tekið þessari hugmynd fálega. Fjöldi alþjóðlegra tæknifyrirtækja og lyfjaframleiðanda hafa flutt sína starfsemi til Írlands vegna lágra skatta þar. Þar er skattur á fyrirtæki 12,5 prósent. Upphaflega hugmynd Bidens var að lágmarksskattturinn yrði 21 prósent. En í dag var samþykkt að setja á 15 prósenta skatt og er samningurinn sagður sögulegur. Tæknirisar eins og Amazon og Google eru á meðal þeirra fyrirtækja sem slíkur skattur hefur áhrif á og eru gríðarlegir fjármunir í húfi. Samþykkt G7 ríkjanna setur líka þrýsing á önnur ríki að gera slíkt hið sama. Fjármalaráðherrar 20 stærstu iðnríkja heims hittast á fundi á Ítalíu í júlí þar sem þetta mál verður til umræðu.\nInnan OECD hefur einnig verið unnið að því að móta reglur um hvernig haga megi alþjóðlegri skattlagningu og hafa íslensk stjórnvöld tekið þátt í því starfi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í viðtali við fréttastofu í síðasta mánuði að hann voni samstaða náist um samræmda skattlagningu. Gríðarlegir fjármunir fara í auglýsingar hér á landi á miðlum eins og Facebook og Google. Tekjur slíkra fyrirtækja hér á landi skipta milljörðum.","summary":null} {"year":"2021","id":"228","intro":"Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af því að stýrivextir hafi verið hækkaðir lítillega. Hann vill fjölgun starfa og aukin umsvif en ekki hægagang í hagkerfinu. Stýrivextir undir einu prósenti til lengri tíma séu merki um slíkan hægagang.","main":"Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig upp í eitt prósent í maí. Stóru bankarnir brugðust við og hækkuðu meðal annars breytilega vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum; um 0,10 upp í 0,25 prósentustig. Verðbólga í maí mældist 4,4 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. Í apríl var tólf mánaða verðbólgan 4,6 prósent. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er tvö og hálft prósent.\nÞetta hlýtur að vera áhyggjuefni bæði fyrir stjórnvöld og ekki síst fyrir heimilin í landinu? Já, það er ákveðið áhyggjuefni. Hins vegar verðbólgan núna síðustu mælingar sýna að hún er aðeins að koma aftur niður. Við skulum muna sömuleiðis að vextirnir hafa sögulega aldrei verið jafn lágir. Þrátt fyrir lítils háttar hækkun á vöxtum erum við enn með vextina í stöðu í eitt prósent hjá Seðlabankanum er sko það lægsta sem við höfum séð sögulega. Þannig að þetta er ekki orðið verulegt áhyggjuefni. Það sem við viljum fá núna er fjölgun starfa. Við þurfum að sjá aukin umsvif. Og það er vonandi ekki þannig að það þurfi að vera með vexti hér við núllið eða undir einu prósenti um langt skeið vegna þess að það væri í sjálfu sér merki um mikinn hægagang í öllu hagkerfinu.","summary":"Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þótt stýrivextir hafi hækkað lítillega sé það ekki verulegt áhyggjuefni enda séu þeir enn í sögulegu lágmarki. Hann vonar að vextir verði ekki lengi undir einu prósenti því það sé merki um hægagang í hagkerfinu. "} {"year":"2021","id":"228","intro":"Mjög góð kjörsókn hefur verið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, en fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um kvöldmatarleytið. Þá kynnir Samfylkingin alla sína framboðslista eftir hádegið og Miðflokkurinn heldur landsþing.","main":"Prófkjör Sjálfstæðisflokksins hófst í gær og eru kjörstaðir opnir til klukkan 18 í dag. Ingvar P. Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi flokksins segir að kjörsóknin sé mjög góð og meiri en var síðast. Hann segir að fyrstu tölur ættu að liggja fyrir um klukkan 19, en endanleg úrslit ekki fyrr en síðar í kvöld. Þrettán frambjóðendur gefa kost á sér, sex konur og sjö karlar, en kosið eru m sex til átta efstu sætin. Tveir ráðherrar gefa kost á sér í fyrsta sætið, en það eru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Í síðasta prófkjöri varð Ólöf Nordal í fyrsta sæti og Guðlaugur Þór í öðru og leiddu þau sitt hvorn listann í Reykjávikurkjördæmunum tveimur. Áslaug Arna hafnaði þá í fjórða sæti. Í dag verða framboðslistar Samfylkingarinnar í öllum kjördæmum kynntir, en flokksstjórn kemur saman eftir hádegið. Loks verður landsþing Miðflokksins haldið í dag, en fundurinn verður fjarfundur. Á landsþinginu verður kosin stjórn flokksins og kosið í nefndir og embætti, kosningakerfið kynnt og sem og lagabreytingar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins heldur ræðu laust eftir klukkan eitt þar sem hann fer yfir hið pólitíska svið.","summary":"Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ráðast í kvöld þar sem tveir ráðherrar bítast um fyrsta sætið. Þá heldur Miðflokkurinn landsþing sitt í dag og flokksstjórn Samfylkingarinnar kemur einnig saman og kynnir alla framboðslista flokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust."} {"year":"2021","id":"228","intro":"Á miðnætti að tíma tók gildi bann Evrópusambandsins gegn hvítrússneskum flugvélum. Þeim er nú meinað að fljúga um lofthelgi allra 27 aðildarríkja.","main":"Eftir að farþegaflugvél Ryanair sem var á leið frá Grikklandi til Litháen þann 23. maí var þvinguð til lendingar í Minsk kynnti Evrópusambandið nýjar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi. Um borð í flugvél Ryanair var Roman Portasevich, hvítrússneskur blaðamaður og stjórnarandstæðingur, sem var handtekinn ásamt unnustu sinni Sofiu Sapega. Þau eru enn í haldi og hefur ESB krafist þess að þeim verði sleppt tafarlaust. Bannið sem tók gildi á miðnættiþýðir að öll 27 aðildarríki ESB eiga að meina hvítrússneskum flugvélum að fljúga um lofthelgi þeirra. Hvítrússneska ríkisflugfélagið Belavia flýgur vanalega til 20 borga á því svæði. Þeirra á meðal Berlín, París og Róm. Þá eru evrópsk flugfélög eindregið hvött til þess að forðast að fljúga um lofthelgi Hvíta-Rússlands. Alþjóðasamband flugfélaga gagnrýndi þá ákvörðun í gær. Í yfirlýsingu segir að það kunni ekki góðri lukku að stýra að blanda saman flugöryggi og stjórnmálum. Ákvörðun Evrópusambandsins sé skref til baka og valdi vonbrigðum.","summary":null} {"year":"2021","id":"228","intro":"Félag bráðalækna telur að veikum og slösuðum sjúklingum á bráðadeild Landspítala sé stefnt í hættu með \u001egrafalvarlegri undirmönnun. Öryggi sjúklinga þar sé ekki tryggt og lífi landsmanna þannig stefnt í hættu.","main":"Í nýrri yfirlýsingu félagsins er þess krafist að landlæknir knýi á um úrbætur á deildinni af hálfu framkvæmdastjórnar og forstjóra spítalans. Undirmönnun skapi óboðlegar vinnuaðstæður; skilgreind neyðarmönnun sé ekki uppfyllt og í stað sjö vaktalína séu þær fimm og stundum færri. Læknarnir telja yfirgnæfandi líkur á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu. Þeir lýsa því yfir að komi til alvarlegra atvika á bráðadeild sem rekja megi til manneklu, ófullnægjandi starfsaðstöðu eða annarra tengdra þátta, vísi þeir allri ábyrgð til forstjóra Landspítala, Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og Alþingis.","summary":"Félag bráðalækna telur að undirmönnun á bráðadeild Landspítala stefni veikum og slösuðum sjúklingum í hættu. Í yfirlýsingu krefst félagið tafarlausra úrbóta. "} {"year":"2021","id":"228","intro":"Þá 15 mánuði sem kórónuveirufaraldurinn hefur staðið hafa Víðir Reynisson og Rögnvaldur Ólafsson unnið átján hundruð yfirvinnutíma í tengslum við farsóttina. Landlæknir og sóttvarnalæknir hafa ekki fengið greidda neina yfirvinnutíma heldur launaauka.","main":"Víðir Reynisson og Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavörnum hafa unnið nærri átján hundruð yfirvinnutíma í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Alma Möller, landlæknir, og Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hafa ekki fengið greidda neina yfirvinnu heldur launaauka þann tíma sem faraldurinn hefur staðið.\nÞetta kemur fram í svörum Almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra og landlæknisembættisins við fyrirspurnum fréttastofu. Víðir, Rögnvaldur, Alma og Þórólfur hafa staðið vaktina frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst fyrir 15 mánuðum; svarað spurningum á upplýsingafundum sem um tíma voru daglegt brauð, veitt fjölmiðlum viðtöl, nánast á öllum tímum sólarhringsins og svo allt hitt sem fram hefur farið á bakvið tjöldin, Sem dæmi um þá miklu vinnu sem fylgt hefur farsóttinni má nefna að Þórólfur hefur sent heilbrigðisráðherra yfir sjötíu minnisblöð um hinar og þessar sóttvarnaaðgerðir.\nÍ svari Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra Almannavarna, er miðað við janúar á síðasta ári til maí á þessu ári en óvissustigi almannavarna vegna COVID var lýst yfir þann 27. janúar í fyrra. Á þessu tímabili hefur Rögnvaldur Ólafsson unnið nærri 1.200 yfirvinnutíma. 480 tímar eru hluti af fastri yfirvinnu en 709 vegna umfram vinnu. Af þessum yfirvinnutímum voru 737 yfirvinnutímar tengdir COVID-19.\nVíðir Reynisson hefur á sama tímabili unnið þrettán hundruð og fjörutíu yfirvinnutíma - sjöhundruð sjötíu og átta voru hluti af fastri yfirvinnu en sex hundruð níutíu og þrír vegna umfram yfirvinnu. Af þessum þrettán hundruð yfirvinnutímum voru rúmlega þúsund tengdir kórónuveiruveirufaraldrinum. Þeir Víðir og Rögnvaldur hafa því unnið nærri 1.800 yfirvinnutíma í tengslum við faraldurinn en báðir voru frá vinnu um tíma eftir að hafa smitast af veirunni.\nFram kemur í svarinu að Víðir sé með 826 þúsund krónur í föst laun á mánuði en Rögnvaldur 786 þúsund.\nÍ svari frá embætti landlæknis kemur fram að Alma og Þórólfur hafi ekki fengið greidda neina yfirvinnutíma heldur sín föstu laun auk álags.Fastlega má þó gera ráð fyrir að vinnudagurinn hjá þeim hafi verið jafn langur og hjá Rögnvaldi og Víði þann tíma sem faraldurinn hefur geisað. Heilbrigðisráðuneytið ákvað launaauka til Ölmu og hefur hann að meðaltali numið 10 prósentum á mánuði þá fimmtán mánuði sem faraldurinn hefur staðið og er heildarupphæðin tvær og hálf milljón króna\nLaunaauki til Þórólfs hefur að meðaltali numið 12,1 prósenti á mánuði og var greidd sem eingreiðsla fyrsta október í fyrra. Heildarupphæðin er tvær komma átta milljónir. Fram kemur í svarinu að leitað hafi verið ráðgjafar hjá bæði heilbrigðisráðuneytinu og kjara-og mannauðssýslu ríkisins við þá ákvörðun.","summary":"Þá 15 mánuði sem kórónuveirufaraldurinn hefur staðið hafa Víðir Reynisson og Rögnvaldur Ólafsson unnið átján hundruð yfirvinnutíma í tengslum við farsóttina. Landlæknir og sóttvarnalæknir hafa ekki fengið greidda neina yfirvinnutíma heldur launaauka."} {"year":"2021","id":"228","intro":"Mikael Neville Anderson bjargaði íslenska karlalandsliðinu í fótbolta fyrir horn í gærkvöld. Mikael skoraði þá sigurmarkið í 1-0 sigri Íslands á Færeyjum.","main":"Sigurmark Mikaels kom 20 mínútum fyrir leikslok. Um var að ræða vináttuleik, en jafnframt vígsluleik á Tórsvelli í Þórshöfn í Færeyjum. Færeyingar hafa nú byggt stúku allan hringinn í kringum þjóðarleikvanginn og átti að vígja stúkuna. Þar sem áhorfendur voru hins vegar ekki leyfðir á leiknum vegna COVID-19 var sá þáttur minni en til stóð. Ísland spilar næst vináttuleik við Pólverja ytra á þriðjudagskvöld í beinni útsendingu RÚV. Svo verða ekki leikir hjá karlalandsliðinu fyrr en í september þegar undankeppni HM heldur áfram.\nBjarki Már Elísson varð í gær þýskur bikarmeistari í handbolta með liði sínu Lemgo. Lemgo hafði betur í úrslitaleik á móti Melsungen, 28-24. Arnar Freyr Arnarsson leikur með Melsungen og liðið er þjálfað af Guðmundi Guðmundssyni. Þetta var fyrsti stóri titill Lemgo í ellefu ár, eða síðan liðið vann EHF bikarinn árið 2010.\nÍ handboltanum hér heima tryggðu Stjarnan og Valur sér sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla. Stjarnan vann seinni leik sinn í 8-liða úrslitum á móti Selfossi, 30-28. Selfoss vann fyrri leikinn líka með tveggja marka mun 26-24. En þar sem Stjarnan skoraði fleiri mörk á útivelli voru það Garðbæingar sem komust áfram. Stjarnan mætir Haukum í undanúrslitum. Valur sló svo KA út eftir sex marka sigur í gærkvöld, 33-27. Valur vann einvígi liðanna samanlagt með 10 marka mun og mætir ÍBV í undanúrslitunum. Leikið verður heima og að heiman í undanúrslitunum, tvo leiki og það lið sem skorar fleiri mörk samanlagt kemst í úrslit. Undanúrslitin hefjast á þriðjudag.\nKeflavík er svo aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Íslandsmóts karla í körfubolta eftir sigur á KR í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í gærkvöld. Keflavík vann í vesturbæ Reykjavíkur, 91-82. Keflavík er nú 2-0 yfir í einvíginu en vinna þarf þrjá leikti til að komast í úrslit. Næst mætast liðin á mánudagskvöld.","summary":"Mikael Neville Anderson bjargaði íslenska karlalandsliðinu í fótbolta fyrir horn í gærkvöld. Mikael skoraði þá sigurmarkið í 1-0 sigri Íslands á Færeyjum."} {"year":"2021","id":"229","intro":"Stjórnvöld á Spáni vilja bólusetja öll ungmenni á aldrinum tólf til sautján ára áður en nýtt skólaár hefst í haust.","main":"Spánverjar stefna að því að bólusetja öll ungmenni á aldrinum tólf til sautján ára við kórónuveirunni áður en nýtt skólaár hefst í haust. Lyfjastofnun Evrópu hefur heimilað að bóluefni frá Pfizer-BioNTech verði notað fyrir þann aldurshóp.\nCarolina Darias heilbrigðisráðherra greindi frá þessu í dag í viðtali við spænska ríkissjónvarpið. Ríkisstjórnin ætlar að fara fram á að lýðheilsustofnun landsins fallist á þessa fyrirætlun. Samkvæmt henni á að bólusetja alla nemendur í aldurshópnum um það bil einni viku áður en nýtt skólaár hefst í september. Spánverjar hafa farið einna verst Evrópuþjóða út úr COVID-19 farsóttinni. Yfir áttatíu þúsund landsmenn hafa dáið af hennar völdum hingað til. Stjórnvöld stefna að því að hafa bólusett sjötíu prósent landsmanna fyrir sumarlok. Tæplega fjórir af hverjum tíu hafa fengið fyrri bóluefnisskammtinn til þessa.\nBreska lyfjaeftirlitið heimilaði í dag að ungmennum á aldrinum tólf til fimmtán ára verði gefið bóluefni frá lyfjafyrirtækjunum Pfizer-BioNTech. Hið sama gerði Lyfjastofnun Evrópu í síðustu viku. Frakkar tilkynntu á miðvikudag að þeir ætluðu að byrja að bólusetja fólk á aldrinum tólf til átján ára þann fimmtánda júní.","summary":"Stjórnvöld á Spáni vilja bólusetja öll ungmenni á aldrinum tólf til sautján ára áður en nýtt skólaár hefst í haust."} {"year":"2021","id":"229","intro":"Ísland hefur, ásamt EFTA-ríkjunum Noregi og Liechtenstein, náð samkomulagi við bresk stjórnvöld um nýjan fríverslunarsamning. Samningurinn veitir gagnkvæman aðgang að mörkuðum þegar kemur að vöru- og þjónustuviðskiptum og opinberum innkaupum. Samningaviðræður um fríverslunarsamning hófust formlega í september á síðasta ári en bráðabirgðasamningur hefur verið í gildi frá áramótum til að bregðast við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.","main":"Það eru gríðarlegir hagsmunir í húfi. Það er afskaplega mikilvægt að við séum með aðgang og séum með ekki síðri aðgang heldur en samkeppnisaðilar okkar þegar kemur að þessum næst mikilvægasta markaði okkar. Þannig að þetta er mikið gleðiefni að við séum búin að klára þennan samning. Hvað felst í honum?\nHann felst í því að við erum með aðgang inn á þennan markað með okkar helstu útflutningsvörur og þjónustu sem er lykilatriði. Síðan er ýmislegt annað í samningnum sumt sem hefur ekki verið áður í fríverslunarsamningum eins og með jafnréttismálin og það er tekið á umhverfismál og ýmsum öðrum þáttum.","summary":null} {"year":"2021","id":"229","intro":"Tuttugu og sjö árgangar, sem eiga eftir að fá bólusetningu, voru dregnir úr potti Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins í morgun. Röð handahófskenndu bólusetningarinnar liggur því nokkurn veginn fyrir. Áætlað er að allir verði búnir að fá fyrstu sprautuna innan þriggja vikna. Nú er búið að fullbólusetja yfir 100 þúsund einstaklinga á landinu öllu.","main":"Þetta er óstaðfest bólusetningaráætlun hjá okkur. við eigum ekki alveg staðfest fyrir öllum þessum skömmtum. Auðvitað getur röðin hliðrast til. Þetta er alla vega planið og vonandi náum við að bólusetja eftir þessu skipulagi.\nsegir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, forstjóri hjúkrunar hjá heilsugæslunni.\nHeilsugæslan áætlar að um þúsund manns séu í hverjum hópi því um þriðjungur í hverjum árgangi er í forgangshópi sem búið er að bólusetja. 20 þúsund skammtar verða gefnir í næstu viku.\nVið byrjum að boða í dag alla sem við vitum að við eigum staðfest bóluefni fyrir. Þannig munum við gera það, alltaf um leið og við fáum staðfestingu á fjölda skammta. Þá getum við boðað næstu hópa og næstu hópa. Þannig að það er ekki alveg víst að allir sem voru dregnir í næstu viku fái boð í dag? Nei það er ekki. Nei.\nHeilsugæslan ætlar að geyma alla skammta sem berast af AstraZeneca til að nýta í endurbólusetningar þeirra sem hafa þegar fengið fyrri skammtinn. Töf hefur orðið á afhendingu efnisins en Ragnheiður segir að það hafi ekki áhrif á árganga-áætlunina. Í vikunni hefur verið gagnrýnt að það sé ekki nógu handahófskennt að bólusetja eftir árgöngum.\nÞað má alveg gagnrýna það. Og mjög góður punktur. Þegar við skoðum árgangana þá sjáum við að einn þriðji úr hverjum árgangi er búinn að fá bólusetnignu. Það hefur verið það mikil handahófskennd bólusetning út af öllum forgangshópunum. Tveir þriðju eru eftir og við skiptum þeim í tvennt, þetta er svona eins gott og það verður.\nRagnheiður segir að með þessu fyrirkomulagi sé betur tryggt að allir fái sinn skammt. Því að ef einhver fær ekki boðun í smáskilaboðum en veit að komið er að sínum hópi getur viðkomandi einfaldlega mætt upp í Laugardalshöll og kannað málið.","summary":"Ekki er alveg víst að allir fái boð í bólusetningu í næstu viku, sem voru dregnir úr happdrætti heilsugæslunnar í morgun. Það fer eftir fjölda skammta hverju sinni. Áætlað er að klára fyrsta skammt handahófskenndu bólusetninganna á næstu þremur vikum."} {"year":"2021","id":"229","intro":"-Kórónuveirufaraldurinn hefur haft skaðleg áhrif á andlega heilsu íslenskra unglinga, sérstaklega stúlkna. Þetta eru niðurstöður rannsókna sem greint er frá í sérfræðitímaritinu The Lancet Psychiatry.","main":"Hópur íslenskra og bandarískra atferlis- og félagsvísindamanna kannaði líðan 59 þúsund íslenskra ungmenna. Til samanburðar voru skoðaðar niðurstöður úr könnun frá 2016 og 2018. Þunglyndiseinkenni hafa aukist hjá framhaldsskólanemendum.\nSegir Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Ingibjörg Eva Þórhallsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu, er einn af höfundum greinarinnar.\n0,30 &. Þá farið að virkja þau","summary":null} {"year":"2021","id":"229","intro":"Ófremdarástand er á markaði með hrávörur. Heimsmarkaðasverð á flestum vörum hefur hækkað um tugi prósenta og skortur er á ákveðnum vörum. Í ofanálag hefur flutningskostnaður frá Asíu margfaldast og eru miklar verðhækkanir á byggingavörumarkaði hér heima í aðsigi.","main":"Verð á nánast öllum hrávörum til byggingaiðnaðar eru á hraðri uppleið, einkum og sér í lagi á timbri og stáli og nemur hækkunin tugum prósenta. Vegna COVID-19 faraldursins hafa orðið miklir hnökrar á framleiðslu á sama tíma og eftirspurn eftir hrávörum er mjög mikil, einkum í Bandaríkjunum þar sem mikill uppgangur er á fasteignamarkaði. Hækkandi olíuverð og skortur á gámum hefur svo keyrt upp flutningskostnað og hefur gámaverð frá Asíu rúmlega þrefaldast.\nAllt þetta skilar sér í hærra verðlagi hér heima. Fréttastofa hefur rætt við verktaka og birgja á byggingavörumarkaði sem segjast finna vel fyrir verðhækkunum. Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri Byko, segir óhjákvæmilegt að þessar hækkanir skili sér út í verðlagið. Verð hafi þegar hækkað og frekari hækkanir séu fyrirsjáanlegar.\nVið sjáum það í stáli og timbri að innkaupsverð milli sendinga er að hækka í timbrinu svona í kringum 30 prósent, svolítið misjafnt eftir vöruflokkum en allt að 30 prósent á milli sendinga sem við erum að sjá núna.\nÁrni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, tekur í sama streng. Reynt hafi verið að halda aftur af verðhækkunum og ganga á eldri birgðir, en að framundan séu óhjákvæmilegar hækkanir jafnvel þótt gengi krónunnar hafi styrkst að undanförnu. Bæði Byko og Húsasmiðjan finna fyrir því að afhendingartími hafi lengst og í ákveðnum vöruflokkum, einkum timbri, er skortur.\nVonir standa til að verð taki að lækka eftir því sem bólusetningum við COVID-19 fleygir fram.\nSvona sögulega séð þá gerist það, þetta mun ganga til baka. Hvenær það verður, það er erfitt að spá fyrir um það eins og staðan er núna. Það er bara mikil eftirspurn í öllum heiminum, bæði Evrópu og Ameríku eftir timbri, stáli og öðrum hrávörum. Hvenær það verður, haust, kringum áramótin, mögulega.\nHækkanirnar koma illa við verktaka sem flestir eru að vinna eftir tilboðum sem gerð voru áður en verðhækkana varð vart. Þeir sem fréttastofa hefur rætt við segja að þau tilboð sem nú eru í bígerð taki mið af þeim og því ljóst að kostnaður við framkvæmdir mun hækka umtalsvert á næstu mánuðum.","summary":"Miklar verðhækkanir eru framundan á byggingavörumarkaði. Hrávöruverð á heimsmarkaði hefur hækkað um tugi prósenta og flutningskostnaður frá Asíu þrefaldast. "} {"year":"2021","id":"229","intro":"Stefna stjórnvalda í heilbrigðismálum styrkir ráðherraræði frekar en sinna þörfum sjúklinga, segir framkvæmdastjóri Domus Medica. Fyrirtækið hættir rekstri í árslok.","main":"Domus Medica var stofnað árið 1966 til að þjónusta lækna og sérfræðinga, og hefur gert allar götur síðan, en nú er komið að lokum starfseminnar, segir Jón Gauti Jónsson framkvæmdastjóri Domus Medica.\nÞað er vegna þess að menn treysta sér ekki til að ráðast í þau verkefni sem framundan eru í því umhverfi sem sjálfstætt starfandi sérfræðingum er gert að starfa. Og hefur í raun verið lengi og það er ekkert í kortunum sem bendir til að það breytist.\nÞá segir Jón Gauti að samstarf milli eininga hafi lengi verið slæmt. Núverandi ríkisstjórn hafi rekið harða ríkisvæðingarstefnu og ekki gert mikið til að laga vandamálin sem eru í stjórnsýslunni og stýringu á þessum málaflokki. Hann gerir ráð fyrir að læknarnir færi sig annað.\nAð öllum líkindum. Það eru náttúrlega 70 sérfræðingar sem starfa hér sjálfstætt, þannig að þeir að öllum líkindum fara og finna sér annan samastað til að sinna sinni þjónustu við sjúklinga, einhverjir hætta og einhverjir vinna saman. Ég í sjálfu sér veit ekki hvernig það verður, við erum bara að setja endapunktinn við 55 ára þjónustusögu við sérfræðinga núna um áramót. Hvað tekur við hjá þeim, það er ekki ljóst í mínum huga á þessari stundu.\nFramundan eru viðgerðir og endurbætur á húsnæðinu við Egilsgötu í Reykjavík.\nÞetta viðhald sem þarf að fara í á húsinu, er það það sem ræður þessar tímasetningunni núna frekar en samskiptin við heilbrigðisyfirvöld?\nNei, eins og ég segi þetta er sambland.\nJón Gauti segir að meðalaldur þeirra 360 lækna sem starfa á Íslandi fari hækkandi, nýliðun í stéttinni sé ónóg og nýting á stofunum ekki með besta móti. Þá sé þetta umtalsverð fjárfesting og sama hvernig dæmið hafi verið reiknað þá treysti menn sér ekki áfram í þeirri óvissu og glundroða sem ríki í stjórnun heilbrigðismála og hafi gert lengi. Hann kallar eftir heildstæðri stefnumótun sem geri öllum, sem innan geirans starfa, ljóst hver ábyrgð og hlutverk þeirra sé sem og skýr forgangsröðun sem væri rædd lýðræðislega á Alþingi á hverju ári.\nÞessi stefna, sem ríkisstjórnin starfar eftir, er frekar rammi sem styrkir ráðherraræði heldur en að taka mið af raunverulegum þörfum sjúklinga á Íslandi.","summary":null} {"year":"2021","id":"229","intro":"Karlalandslið Íslands í fótbolta mætir Færeyjum í vináttuleik í Þórshöfn í kvöld. Engir áhorfendur verða leyfðir á Þórsvelli vegna kórónuveirusmita í Færeyjum.","main":"Þórsvöllur hefur farið í gegnum mikla yfirhalningu undanfarna mánuði. Um 1500 sætum var bætt við völlinn og stóð til að blása til mikillar veislu í Þórshöfn í vígsluleik hins endurbætta leikvangs. Í gær bönnuðu Færeyingar allar samkomur vegna kórónuveirufaraldursins en þá voru 43 með kórónuveirusmit og 395 í sóttkví í Færeyjum. Leikur Íslands og Færeyja mun því fara fram án áhorfenda og þeir sem þegar höfðu keypt miða fá þá endurgreidda. Þetta verður annar vináttuleikur Íslands af þremur í landsleikjaglugganum. Íslenska liðið mætti Mexíkó um síðustu helgi og beið lægri hlut, 2-1, en Ísland mætir svo Póllandi í Poznan á þriðjudaginn kemur. Leikur Íslands og Færeyja verður í beinni útsendingu á RÚV 2 í kvöld og hefst útsending klukkan 18:35.\nÞór Þorlákshöfn jafnaði metin í einvíginu gegn Sjtörnunni í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í gærkvöld. Þetta var annar leikur liðanna í einvíginu og unnu Þórsarar með fjögurra stiga mun, 94-90, og staðan því 1-1 í einvíginu. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslit. Í kvöld mætast KR og Keflavík í öðrum leik liðanna í undanúrslitum en þar er staðan 1-0 fyrir deildarmeistara Keflavíkur.\nHaukar komust í gær í undanúrslit úrvalsdeildar karla í handbolta en Haukar unnu Aftureldingu örugglega í 8-liða úrslitunum. Haukar unnu seinni leikinn í gær með 14 marka mun, 36-22, en fyrri leikurinn vannst með 10 marka mun og deildarmeistarar Hauka unnu einvígið því samanlagt með 24 mörkum. Þá sló ÍBV FH út í 8-liða úrslitunum í gær. Liðin skildu jöfn í Kaplakrika, 33-33, og komst ÍBV áfram með fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Fyrri leik liðanna í Vestmannaeyjum lauk einnig með jafntefli.","summary":"Engir áhorfendur verða á vináttuleik Íslands og Færeyja í Þórshöfn í kvöld. Haukar og ÍBV eru komnir í undanúrslit um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. "} {"year":"2021","id":"229","intro":"Landlæknisembættið mælir ekki með því að barnshafandi konur þiggi bólusetningu við COVID-19, nema þær séu í sérstökum áhættuhópi. Þetta segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, verkefnisstjóri hjá embættinu.","main":"Kamilla segir að leiðbeiningarnar séu svipaðar og fyrir flest önnur bóluefni á meðgöngu, að undanskildri inflúensubólusetningu og kíghóstabólusetningu. Ástæðan fyrir því að þunguðum konum er almennt ráðlagt að forðast bólusetningu sé meðal annars sú að henni geti fylgt aukaverkanir á borð við háan hita, og ekki sé ráðlegt að taka hitalækkandi lyf í miklu magni á meðgöngu.\nHún segir að embættið mæli þó ekki gegn því að konur með sérstaka undirliggjandi áhættuþætti, og þær sem eru líklegar til að vera útsettar fyrir sjúkdómnum, séu bólusettar en þá sé best að bólusetja á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngunnar.","summary":"Landlæknisembættið mælir ekki með því að barnshafandi konur þiggi bólusetningu við COVID-19, nema þær séu í sérstökum áhættuhópi. Þá skuli það gert á öðrum eða þriðja þriðjungi meðgöngunnar. "} {"year":"2021","id":"230","intro":"Mörg Evrópulönd ætla að byrja að bólusetja unglinga í þessum mánuði. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hér á landi. Annan daginn í röð greindust innan við 10 þúsund smit í Frakklandi.","main":"Það er í fyrsta sinn frá því í september sem smitum fækkar. Dauðsföllum í Frakklandi hefur fækkað mikið síðustu daga. Tæplega 110 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 en tæplega 5,7 milljónir hafa greinst með sjúkdóminn.\nUngverjar byrjuðu að bólusetja 16-18 ára unglinga um miðjan maí.\nUm síðustu mánaðamót gáfu ítölsk sóttvarnayfirvöld grænt ljós á að 12-15 ára unglingar gætu fengið Pfizer-BioNTech bóluefnið. Frakkar og Þjóðverjar fylgja í kjölfarið síðar í þessum mánuði.\nKjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, segist ekki reikna með því að íslenskir unglingar verði bólusettir næstu mánuði. Það er þó til skoðunar en áhersla verður lögð á að bólusetja forgangshópa.\nEins og í Frakklandi gengur núna betur að glíma við faraldurinn í Þýskalandi. Núna eru smit rúmlega 34 á hverja 100 þúsund íbúa. Þýskir stjórnmálamenn hvetja til varkárni, þeir óttast að smitum eigi eftir að fjölga í sumar í kjölfar afléttinga á sóttvarnaaðgerðum. Tæplega 90 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 en 3,7 milljónir hafa greinst með veiruna. Þjóðverjar hafa haft áhyggjur af delta-afbrigðinu svonefnda sem fyrst var vart í Indlandi. Tvö komma eitt prósent þeirra sem greindust í síðustu viku voru með það afbrigði. Farþegar sem koma til Þýskalands frá Bretlandi þurfa að fara í tveggja vikna sóttkví þrátt fyrir að hafa greinst neikvæðir við skimun.","summary":null} {"year":"2021","id":"230","intro":"Lögregla skoðar nú hvernig viðkvæm gögn í rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi bárust í hendur sakborninga. Ekki er talið að lekinn hafi skaðað rannsókn málsins.","main":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur um nokkurra mánaða skeið rannsakað umfangsmikla skipulagða glæpastarfsemi þar sem meðal annars eru til rannsóknar fíkniefnaviðskipti og peningaþvætti.\nStöð 2 greindi í gær frá því að viðkvæmum gögnum hefði verið lekið til sakborninga í málinu.\nMargeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við fréttastofu að lögreglan hafi nú til skoðunar hvernig gögnin láku út, hvert þau fóru og hvenær. Margeir segist ekki telja að gögnin hafi lekið frá lögreglunni og að ólíklegt sé að lekinn hafi spillt rannsókn málsins. Margeir telur að fyrst og fremst séu þetta gögn er varða afléttingu bankaleyndar.\nAuk lögreglunnar hafa dómstólarnir og bankarnir gögn sem þessi undir höndum, en um þau á að ríkja algjör trúnaður. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur gögnin einnig undir höndum og Margeir segir að fundað hafi verið með fréttamönnunum vegna málsins.\nVerði málið tekið til rannsóknar verður sú rannsókn í höndum héraðssaksóknara.","summary":"Viðkvæm gögn úr rannsókn lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi láku til sakborninga. Lögreglan skoðar hvernig þetta gat gerst en telur ekki að lekinn hafi spillt rannsókninni. "} {"year":"2021","id":"230","intro":"Engin stór skemmtiferðaskip eru væntanleg til Reykjavíkur í ár og von er á mun færri farþegum en útlit var fyrir í byrjun árs. Markaðsstjóri Faxaflóahafna segir ekki skorta á vilja hjá útgerðunum en erfiðlega reynist að fylla skipin vegna kórónuveirufaraldursins.","main":"Í ársbyrjun leit út fyrir að skipakomur í ár yrðu 198 og farþegarnir 217 þúsund. Kórónuveirufaraldurinn hefur hins vegar dregist á langinn víða um heim og nú er útlit fyrir að skipakomurnar verði 99 og farþegarnir 71 þúsund. Ólíklegt er að stór skemmtiferðaskip komi til landsins í ár og er þá miðað við skip sem telja fleiri en tvö þúsund farþega. Erna Kristjánsdóttir er markaðsstjóri Faxaflóahafna.\nVið sjáum að útgerðirnar þær vilja koma en eru kannski ekki í rauninni að ná að fylla skipin hjá sér þannig að þróunin þetta sumarið verður að við erum að sjá meira af minni skipunum, þau kallast leiðangursskip. Þetta eru skip sem komast á allar hafnir í kringum landið og við trúum því að stóru skipin muni ekki koma þetta sumarið. En það verður náttúrlega að koma í ljós. Það eru ennþá bókanir hjá þeim hjá okkur en eftir því sem líða fer á sumar þá búumst við því að þær detti út.\nBókunarstaðan fyrir næsta ár lítur hins vegar mun betur út og þá ættu stóru skipin að byrja að sigla í íslenskar hafnir á ný.\nHún er bara svipuð eins og þetta ár átti að vera, örlítið betri. Þannig að ef allt gengur upp og allt verður eins og það á að vera þá ætti næsta ár að vera metár bæði hvað varðar farþegakomur og farþega fjölda.","summary":"Mikið er um að skemmtiferðaskip afboði komur sínar til landsins og útlit fyrir að engin stór skip komi í ár. Það stefnir hins vegar í metfjölda á næsta ári. "} {"year":"2021","id":"230","intro":"Loðdýrabædur sjá fram á betri tíð með hækkandi markaðsverði eftir lengstu niðursveiflu í sögu íslenskrar loðdýraræktar. Tekist hefur að halda búum hér á landi smitlausum. Formaður Sambands loðdýrabænda telur að þótt smit kæmi upp yrðu viðbrögð frábrugðin því sem var í Danmörku.","main":"Tíu loðdýrabú eru starfandi á Íslandi en þau voru um tuttugu og fimm fyrir rúmum áratug. Heimsmarkaðsverð lækkaði 2014 og 2015 og árin í kjölfarið, 2016 til 2019, var löng niðusveifla. Bændum í greininni fækkaði þá mjög.\nFormaður Sambands íslenskra loðdýrabænda er bjartsýnn á betri tíð. Minna framboð á skinnum hefur ýtt undir hærra markaðsverð og jákvæðar fréttir berast af síðustu skinnauppboðum í greininni.\nEinar kveðst sannfærður um að kæmi smit upp á minkabúi í Danmörku nú yrði ekki brugðist við með sama hætti og gert var í haust. Þau viðbrögð hafi verið yfirdrifin.","summary":null} {"year":"2021","id":"230","intro":"Samtökum atvinnulífins hafa ekki borist neinar ábendingar eða kvartanir vegna fyrirtækja sem brjóti lög með uppsagnarstyrkjum. Framkvæmdastjóri SA segir málin líklega flóknari en formaður Starfsgreinasambandsins telur þau vera.","main":"Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, sagði í kvöldfréttum í gær að hann vissi um nokkur dæmi þar sem fyrirtæki brjóti á starfsmönnum í tengslum við uppsagnarstyrk. Það er að segja, bjóði þeim ekki gamla starf sitt aftur eftir uppsögn sé það í boði innan árs.\nVið erum að heyra um nokkur dæmi þar sem að þetta er ekki gert. Þannig að þetta virðist vera raunveruleikinn að einhverjir eru að leika þennan leik.\nEf Björn er með dæmi um það þá hvet ég hann auðvitað til að stíga fram með það, enda er þetta alvarlegt mál. Hins vegar grunar mig að þetta sé flóknara en fjallað er um.\nsegir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann undirstrikar að samkvæmt lögum um uppsagnarstyrki hafa þau sem misstu vinnuna forgang í starfið að nýju í 12 mánuði, hafi atvinnurekandinn þegið styrki.\nÞað er hins vegar þannig að ef atvinnurekandi býður þeim starf þá hafa þau hafnað starfinu í einhverjum tilvikum, eins og hefur verið fjallað um á undanförnum dögum í fréttum. En ég held í öllu falli að þetta sé ekki eins umfangsmikið vandamál og fjallað var um í fréttum RÚV í gær.\nEngin mál þessu tengd eru á borði SA í gegnum þeirra félagsmenn. Halldór segir samtökin alla jafna fyrsta stopp verkalýðsfélaganna til að koma svona á framfæri og hann geri ríka kröfu á félagsmenn og verkalýðsfélögin að láta vita af misbrestum eða lögbrotum.\nÉg geri þá kröfu að menn bara tali skýrt ef það eru dæmi um þetta þá eiga þau bara að koma upp á yfirborðið. Og við erum öll saman í því samfélagi að hvorki launþegar né atvinnurekendur séu að misnota þau úrræði sem eru í boði. Og við sem samfélag eigum að taka hart á því ef svo er. Og það skiptir engu máli hvort það sé frá sjónarhóli atvinnurekenda eða verkalýðsfélaganna.","summary":null} {"year":"2021","id":"230","intro":"Ólympíudraumurinn er úti í þetta skiptið hjá þríþrautarkonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur sem er meidd á mjöðm. Valur varð í gærkvöldi Íslandsmeistari kvenna í körfubolta.","main":"Valur varð í gærkvöldi Íslandsmeistari kvenna í körfubolta og varði titilinn frá 2019, engir Íslandsmeistarar voru krýndir í fyrra vegna kórónuveirunnar. \u001eÞetta eru stelpur sem kunna þetta og þær vissu hvernig ætti að loka leiknum, segir þjálfarinn Ólafur Jónas Sigurðsson.\nValur mætti Haukum í úrslitaeinvíginu og vann 3-0, síðasta leikinn í gærkvöldi á heimavelli með níu stigum 74-65. Landsliðskonan Hildur Björg Kjartansdóttir var stigahæst Valskvenna með átján stig og átta fráköst. Hún kom til liðsins frá KR fyrir tímabilið.\nsagði þjálfarinn Ólafur Jónas sem tók við Val fyrir tímabilið. Þetta er hans fyrsti Íslandsmeistaratitill á ferlinum. Þrátt fyrir að sigurinn virðist öruggur 3-0 var mikil spenna í leikjum liðanna sem höfnuðu í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Bjarni Magnússon er þjálfari Hauka.\nÓlympíudraumur þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur verður ekki að veruleika í ár. Hún er meidd á mjöðm, á leiðinni í aðgerð og á langt bataferli fyrir höndum. Hún segist í færslu á Instagram vera algjörlega niðurbrotin yfir stöðunni og meiðslin komi á sérstaklega slæmum tíma. Meðferðin sem hún þarf á að halda er ekki í boði hérlendis og er auk þess kostnaðarsöm og hefur Guðlaug Edda þess vegna sett upp söfnunarsíðu sem verður opinberuð fljótlega.","summary":"Ólympíudraumurinn er úti í þetta skiptið hjá þríþrautarkonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur sem er meidd á mjöðm. Valur varð í gærkvöldi Íslandsmeistari kvenna í körfubolta. "} {"year":"2021","id":"230","intro":"Danska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila að umsækjendur um alþjóðlega vernd séu sendir til ákveðins ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu umsókna sinna. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir áhyggjum af því að fleiri ríki grípi til aðgerða sem þessa.","main":"Frumvarpið, sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra, lagði fram, var samþykkt með sjötíu atkvæðum gegn tuttugu og fjórum. Samkvæmt lögunum þarf fólk að sækja um alþjóðlega vernd í eigin persónu á landamærum Danmerkur. Svo er það flutt með flugvél til þess ríkis sem Danmörk hefur samið við að hýsa flóttamenn. Þar bíður fólk á meðan mál þess er til meðferðar. Ef svarið er já frá dönskum stjórnvöldum þá fær fólk ekki að fara aftur til Danmerkur, heldur fær það hæli í þessu útvistunar-ríki. Ef svarið er nei, þarf fólk að yfirgefa landið.\nYfirvöld í Danmörku hafa átt í viðræðum við fimm til tíu ríki um að taka við fólki á flótta. Danskir fjölmiðlar greina frá því að þar á meðal séu Egyptaland, Eritrea og Eþíópía. Viðræður hafa staðið yfir við Rúanda og hafa ríkin tvö undirritað viljayfirlýsingu um samvinnu á þessu sviði. Yfirlýsingin segir þó ekkert um að Rúganda taki við flóttafólki á þennan hátt.\nFlóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og ýmis mannréttindasamtök hafa gagnrýnt þessa stefnu Dana harðlega. Fulltrúi Flóttamannastofnunarinnar á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum, Henrik Nordentort, segir að lögin gangi gegn grundvallarreglum um alþjóðlega samvinnu í tengslum við fólk á flótta. Lögin geti haft ruðningsáhrif - Önnur Evrópuríki gætu leitað svipaðra leiða til að losa sig undan þeirri ábyrgð að taka á móti flóttafólki.\nStefna ríkisstjórnar Frederiksen í málefnum flóttamanna þykir ein sú strangasta í Evrópu. Fyrr á árinu voru Sýrlendingar sviptir dvalarleyfi í Danmörku því dönsk yfirvöld telja að öruggt sé að senda þá á ákveðna staði í Sýrlandi.","summary":"Danska þingið samþykkti umdeild lög í morgun, sem fela í sér að hægt verður að senda umsækjendur um alþjóðlega vernd til ríkis utan Evrópu þar sem þeir bíða niðurstöðu. Hljóti fólk vernd, fær það ekki að koma til Danmerkur. "} {"year":"2021","id":"231","intro":"Um 5.500 skammtar af bóluefni Moderna verða gefnir í Laugardalshöll í dag, en litlu munaði að ekki tækist að klára alla skammtana í gær. Þeir árgangar sem dregnir voru út af handahófi í gær fengu aftur boð í dag og einnig er reynt að ná til fólks úr forgangshópum, sem hefur ekki þegar fengið bólusetningu.","main":"Það eru þeir sem eru í forgangshópum sex og sjö, með undirliggjandi sjúkdóma eða sextíu ára og eldri.\nsegir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í gær var í fyrsta sinn dregið í handahófskennda bólusetningu. Konur fæddar 1982, 1983 og 1996 voru dregnar út og karlar fæddir 1987 og 1999 og fengu boðun fyrir þá skammta af Pfizer sem stefndi í að yrðu afgangs í gær. Þessir hópar fengu svo aftur boð í bólusetningu í dag og því er ólíklegt að draga þurfi fleiri árganga af handahófi til að klára skammta dagsins.\nþetta er það mikið af boðunum sem eru úti núna og við erum að vonast til þess að það dekki það. Síðan munum við skipuleggja næstu viku og sendum þá líklega út boð á föstudaginn og draga þar, svo þá verður meiri fyrirvari.\nRagnheiður segir að heimtur í samdægursboðun í gær hafi verið ágætar, en þó stóð tæpt að ná að klára þá 2.500 skammta sem enn voru á lausu eftir hádegi.\nTímaramminn er knappur og við vorum svolítið í stressi og boðuðum því fleiri en færri. En þetta tókst og við náðum áður en efnið rann út. Það er náttúrulega alls ekki í boði að henda bóluefni, svo það er allt kapp lagt á að klára.\nSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi í gær að yfir 90 prósent fullorðinna hér á landi verði í það minnsta komin með einn bóluefnaskammt í lok þessa mánaðar gangi áætlanir eftir. Enn er þó mikið álag á samskiptaleiðum heilsugæslunnar.\nÞað eru margir sem eru að hafa samband sem óska eftir því að komast í einhvers konar forgang en við biðjum vinsamlegast um að fólk sýni okkur biðlund, vika til eða frá á ekki að skipta máli.","summary":"Það stóð tæpt að allir bóluefnaskammtarnir í Laugardalshöll yrðu gefnir í gær vegna affalla. Víðtæk boðun hefur verið send út fyrir skammta dagsins og því er ólíklegt að árgangar verði dregnir af handahófi eins og í gær."} {"year":"2021","id":"231","intro":"Vel yfir þúsund störf hafa skapast samhliða auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir marga bíða eftir að komast í störfin sín á flugvellinum en ekki komist allir að í sumar.","main":"Flugferðum til og frá landinu fjölgar ört og í gær lentu 17 vélar á Keflavíkurflugvelli. Sú tala á bara eftir að hækka þegar líður á sumarið því vel á annan tug flugfélaga, hið minnsta, fljúga hingað til lands í sumar. Aukin umsvif kalla á fleira starfsfólk og vel yfir þúsund störf hafa þegar skapast frá áramótum.\nFréttablaðið greindi í dag frá því að Icelandair hefði ráðið 800 manns og verða þeir enn fleiri þegar líður á sumarið. Sömu sögu er að segja af öðrum fyrirtækjum sem starfa í kringum alþjóðaflug. Airport Associates, sem þjónustar stóran hluta þeirra flugfélaga sem hingað fljúga, hefur bætt við sig allt að hundrað starfsmönnum frá því í janúar og þeim verður fjölgað þegar líður á sumarið. Play, sem ætlar að hefja sig til lofts í lok mánaðar, hefur þegar ráðið nokkra tugi í vinnu og stefnir á að hafa 150 manns í vinnu í lok sumars.\nEinnig hefur stöðugildum hjá Isavia, þar með talið dótturfélögum, fjölgað um 96 frá því í febrúar.\nÞá eru ótalin störf í verslunum í flugstöð Leifs Eiríkssonar og annarri starfsemi í kringum flugvöllinn.\nKjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist vel finna fyrir þessum auknu umsvifum.\nSvo eru að fara í gang núna verklegar framkvæmdir líka sem að við fögnum og það munar um hvert starf. Það voru nokkur þúsund manns á atvinnuleysisskrá þegar verst lét fyrr í vetur og snemma í vor en nú sem betur fer fækkar í þeim hópi og við erum afar ánægð með það.\nAtvinnuleysi í Reykjanesbæ var 24,5 prósent um áramót en var komið niður í 21,6 prósent í apríl. Kjartan vonast til að sú tala minni hratt á næstu misserum. Enn séu á atvinnuleysisskrá fólk sem vann lengi á flugvellinum, við störf sem krefjast sérþekkingar.\nVið vitum að margt af þessu fólki er að bíða eftir starfinu sínu, gamla starfinu sínu. Vill bara komast í það aftur og við vonum að það gangi eftir þannig. En það verður náttúrlega ekki þannig í sumar að það fái allir vinnu sem voru að vinna einhvern tímann upp á flugvelli. Það verður ekki þannig núna en þetta gerist vonandi á næstu tveimur, þremur eða fjórum árum.","summary":"Aukin umsvif á Keflavíkurflugvelli hafa skapað vel yfir þúsund störf. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir að það muni um hvert starf en að einhver ár geti liðið þar til allir verði komnir aftur í sín gömlu störf. "} {"year":"2021","id":"231","intro":"Önnur af tveimur túrbínum Reykjanesvirkjunar er óvirk. Starfsmenn virkjunarinnar fundu óeðlilegan titring í gærmorgun og var ákveðið að slökkva á túrbínunni til að forða frekara tjóni. Tjónið hleypur á tugum milljóna króna en áætlað er að viðgerð taki tvær vikur.","main":"Orsökin er ekki alveg að fullu ljós en það sem gerist er það að vélfræðingar HS Orku á Reykjanesi verða varir við þó nokkuð mikinn titring í annarri vélinni í gærmorgun og sem varúðarráðstöfun er vélin keyrð niður. Síðan þá það sem við höfum gert er að taka vélina upp og við erum að skoða hana og það lítur út fyrir að það hafi brotnað eitt blað í túrbínunni.\nSegir Jóhann Snorri Sigurbergsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá HS Orku, en Morgunblaðið greindi fyrst frá biluninni. Það er lán í óláni að árið 2010 keypti fyrirtækið túrbínu í tengslum við fyrirhugaða stækkun virkjunarinnar. Hætt var við þau áform og hefur túrbínan því staðið ónotuð síðan, en hægt er að sækja í hana varahluti.\nFramleiðslugeta Reykjanesvirkjunar er 100 megavött en hún er nú aðeins keyrð á hálfu afli. Virkjunin sér meðal annars álveri Norðuráls á Grundartanga fyrir rafmagni en varaafl og samningur við Orku náttúrunnar tryggir að hvorki Norðurál né aðrir viðskiptavinir HS Orku verða varir við bilunina.\nÞað er ekkert rof á afhendingu til okkar viðskiptavina.\nLjóst er að tjónið er mikið en þó minna en hefði orðið ef ekki væru til varahlutir því þá hefði þurft að ráðast í viðgerð á blaðinu sem skemmdist sem hefði tekið mun lengri tíma.\nÍ stóra samhenginu verður tjónið ekki mjög stórt en hleypur líklega á einhverjum tugum milljóna.","summary":"Tuga milljóna króna tjón varð þegar blað brotnaði í annarri af tveimur túrbínum Reykjanesvirkjunar. Áætlað er að viðgerð taki tvær vikur og er virkjunin keyrð á hálfu afli á meðan. "} {"year":"2021","id":"231","intro":"Karine Jean-Pierre, talsmaður Hvíta hússins, sagði í gærkvöld að Bandaríkjastjórn væri fús til að svara öllum spurningum um njósnir um evrópska bandamenn. Þetta er hið fyrsta sem heyrist frá Bandaríkjastjórn um hleranir þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, í samvinnu við leyniþjónustu danska hersins.","main":"Karine Jean-Pierre, sem er aðstoðarblaðafulltrúi Joe Bidens forseta, svaraði spurningum blaðamanna um borð í forsetaflugvélinni Air Force Once í gær. Hún var spurð um hleranir NSA í Evrópu.\nJean-Pierre sagði að Bandaríkjastjórn ætlaði að vinna með evrópskum bandamönnum og fjalla um um allar spurningar samkvæmt hefðbundnum samskiptaleiðum þjóðaröryggismála.\nWe will work with our European allies and partners to address any questions through the appropriate national security channels.\nÞjóðaröryggisstofnunin, NSA notaði fjarskiptakapla sem tengjast Danmörku til að hlera símtöl og rafræn samskipti evrópskra ráðamanna, stofnana og fyrirtækja. Vitað er að njósnað var um ráðamenn í Frakklandi, Noregi, Svíþjóð og Þýskalandi og hefur málið valdið úlfúð og reiði. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, Stefan Löfven og Erna Solberg, forsætisráðherrar Svíþjóðar og Noregs hafa lýst undrun og krafið Bandaríkjamenn og Dani skýringa. Hið sama hefur Guðlaugur Þór Þórsson, utanríkisráðherra, gert. Sæstrengurinn DanIce liggur milli Íslands og Danmerkur og um hann fara mikil rafræn samskipti. Ekkert hefur raunar komið fram í uppljóstrunum um málið sem bendir til þess að njósnað hafi verið um Ísland eða Íslendinga.\nEngu að síður hafa bæði Guðlaugur Þór og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagt málið mjög alvarlegt. Katrín kvaðst í viðtali við Spegilinn hafa áhyggjur af því hvaða áhrif þetta geti haft á traust á milli Norðurlandaþjóðanna. Guðlaugur Þór á símafund með Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, á allra næstu dögum þar sem málið verður rætt. Hann sagði á Alþingi að málið væri grafalvarlegt og græfi augljóslega undan trausti í samskiptum þessara miklu vina og bandalagsþjóða. Utanríkisráðuneytið hefði krafist skýringa frá Dönum. Kannski koma þær skýringar nú frá Washington.","summary":null} {"year":"2021","id":"231","intro":"Flogið var með sextán skammta af bóluefni Janssen til Grímseyjar í gær og allir eyjarskeggjar sem það vildu bólusettir. Kona sem býr í eynni segir dásamlegt að vera bólusett en um leið sorglegt að það hafi ekki gerst fyrr.","main":"Fjórir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands flugu til Grímseyjar í gær og bólusettu alla þá íbúa sem áttu eftir að fá bólusetningu. Sextán voru bólusettir í þessari ferð með bóluefni frá Jansen og þurfa þeir því ekki annan skammt. Fjörutíu manns eru búsettir í Grímsey og höfðu einhverjir þeirra þegar verið bólusettir. Anna María Sigvaldadóttir er ein þeirra sem fékk bólusetningu í gær.\nVið vorum sextán sem mættum í félagsheimilið, bara búið að stóla upp þar sextán sætum í tveimur röðum og tveir hjúkrunarfræðingar frá Akureyri sem eru líka í Landsbjörg komu, ásamt tveimur læknum, þar sem að einn læknirinn var hérna bara í svona vitjun sem hann kemur í í þriggja vikna fresti. -Og hvernig er tilfinningin að vera á, líklega eina þéttbýlisstað á landinu sem er orðinn bólusettur?- Fyrir okkur er þetta bara dásamlegt og auðvitað bara sorglegt að við höfum ekki hugsað út í þetta fyrr. Bara fyrir þá sem höfðu þurft að fara í land. Segjum sem dæmi að þú átt bólusetningu á þriðjudegi, þú þarft að fara í land á mánudegi og kemst heim á mánudegi. Þannig að þetta er bara dásamlegt að þetta sé komið í gegn og við orðin bólusett.\"\nNokkuð hefur borið á því fólk finni fyrir aukaverkunum og leggist jafnvel í rúmið eftir að hafa verið bólusett. Anna segir líðan fólks nokkuð misjafna.\nSko, á mínu heimili vorum við þrjú sem fengum bólusetningu, við hjónin og svo sonur okkar sem er 22 ára og hann liggur hérna veikur inn í rúmi.\"","summary":"Grímseyingar voru bólusettir á einu bretti með bóluefni Janssen í gær. Kona sem býr í eynni segir tilfinninguna dásamlega en Grímsey er nú eini þéttbýlisstaður landsins þar sem allir íbúar sem vilja hafa fengið sprautu."} {"year":"2021","id":"231","intro":"Þrefalt fleiri mál voru kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í fyrra en fyrir þremur árum. Karlar sendu inn nærri 40 kærur fyrir hverja eina kæru sem kona sendi inn.","main":"Málum sem kærð eru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál hefur fjölgað mikið síðustu ár. Í fyrra kvað nefndin upp fleiri úrskurði en nokkru sinni áður í 24 ára sögu sinni.\nAlls bárust úrskurðarnefnd um upplýsingamál 268 ný mál í fyrra. Fjölgunin hefur verið hröð síðustu þrjú árin, úr því að vera ríflega 80-130 mál á ári í vel yfir 200. Þetta sést líka á úrskurðum nefndarinnar. Hún kvað upp metfjölda úrskurða árið 2019 og aftur í fyrra. Hafsteinn Þór Hauksson, formaður nefndarinnar, segir ekki einhlítar skýringar á aukninguni. Hún kunni þó að vera vegna aukinnar áherslu stjórnvalda á upplýsingamál og meiri afköst og styttri afgreiðslutíma.\nÞað hefur orðið aukning til dæmis í kærum frá fjölmiðlafólki sem er þá að nýta sér þessa kæruleið í auknum mæli.\nAfgreiðslutími nefndarinnar hefur styst síðustu ár, úr 391 degi að meðaltali árið 2016 í 142 daga í fyrra. Hafsteinn segir að brugðist hafi verið við þegar stefndi í óefni fyrir nokkrum árum, ritari ráðinn í fullt starf og nefndarmenn fundað oftar. Gera á enn betur.\nLangalgengast er að einstaklingar kæri synjun um aðgengi að upplýsingum til úrskurðarnefndar, því næst koma fjölmiðlar og þar talsvert að baki fyrirtæki og samtök. Karlar eru miklu líklegri til að senda inn kæru en konur, í fyrra bárust 158 kærur frá körlum en fjórar frá konum. Það er ekki ljóst hvers vegna munurinn er svo mikill en eitt kann að skýra hann að hluta.\nÞað er þannig að við hjá úrskurðarnefndinni eins og önnur stjórnvöld eigum okkar eigin, eigum við að segja fastakúnna, einstaklinga sem leita mjög ítrekað til nefndarinnar og er með fjölda erinda. Það vill þannig til að þessir einstaklingar eru held ég flestir eða allir karlkyns.","summary":"Þrefalt fleiri mál voru kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í fyrra en fyrir þremur árum. Karlar sendu inn nærri 40 kærur fyrir hverja eina kæru sem kona sendi inn."} {"year":"2021","id":"232","intro":"Nærri níu þúsund manns nýttu Ferðagjöf stjórnvalda í gær, en frestur til þess rann út á miðnætti. Flughermir, bensínstöðvar, hótel, Bláa lónið og skyndibitastaðir verma efstu tíu sætin meðal fyrirtækja. 403 milljónir fóru til veitingastaða í formi gjafarinnar.","main":"Frestur til að nýta Ferðagjöfina rann út á miðnætti. Um níu þúsund manns notuðu hana í gær. Ný gjöf verður aðgengileg í dag og gildir hún út september. Bensínstöðvar og skyndibitastaðir eru meðal vinsælustu fyrirtækjanna.\nÍ gær voru rúmlega 28 þúsund ferðagjafir ónýttar. Greinilega ákvað töluverður fjöldi að nota hana á síðustu stundu, eins og margra Íslendinga er siður, það er að segja fyrir miðnætti í gær. Samkvæmt uppfærðum tölum Ferðamálastofu eru nú ríflega 19 þúsund ferðagjafir ónýttar, og þar með ónýtar, sem þýðir að nærri níu þúsund manns greiddu með gjöfinni á einn eða annan hátt í gær.\nElías Gíslason er forstöðumaður gæða- og þróunarsviðs Ferðamálastofu.\nþegar við horfum yfir heildarnotkunina, þá eru það veitingastaðir, sem tróna á toppnum. Svo er það gistingin, afþreyingin og svo samgöngurnar.\nSamtals hefur rúmur milljarður verið greiddur til hinna ýmsu fyrirtækja með þessu fyrirkomulagi, langmest á höfuðborgarsvæðinu. Veitingastaðir höluðu inn um 400 milljónum í heild en sé litið til stakra fyrirtækja er það flughermirinn Fly Over Iceland sem hefur vinninginn, með 53 milljónir. N1 og Olís eru með samtals tæpar 100 milljónir og skyndibitastaðirnir KFC, Dómínós og Hlöllabátar sem fengu saman tæpar 80 milljónir frá ríkinu í formi ferðagjafarinnar.\nNú er ný ferðagjöf upp á 5000 krónur orðin aðgengileg öllum fullorðnum Íslendingum og gildir hún út september. Elías hvetur fólk að bíða ekki fram á síðustu stundu með að nota hana, eins og þá fyrri.\nÞað var töluvert mikið um það að fólk væri að hringja í okkur og fólk sem er að koma að ferðagjöfinni, hvernig þeir gætu nýtt hana svona síðustu dagana. Þannig að við hvetjum fólk til að vera tímanlega núna, og að nýta ferðagjöfina.","summary":"Nærri níu þúsund manns nýttu fyrri Ferðagjöf stjórnvalda í gær, en frestur til þess rann út á miðnætti. Flughermir, bensínstöðvar, hótel, Bláa lónið og skyndibitastaðir verma efstu tíu sætin meðal fyrirtækja. 403 milljónir fóru til veitingastaða í formi gjafarinnar."} {"year":"2021","id":"232","intro":"Slakað er á vörnum gegn kórónuveirunni í Svíþjóð í dag. Fleiri mega fara í bíó og sækja leikhús og íþróttaviðburði. Fimm hundruð mega nú koma saman á viðburðum utanhúss, en aðeins fimmtíu innandyra. Veitingastaðir og barir mega nú vera nú opnir til klukkan hálf-ellefu. Því fer þó fjarri að öllum takmörkunum hafi verið aflétt en þetta er fyrsta skref af fimm sem sænska stjórnin kynnti í síðasta mánuði. Elin Johansson, veitingamaður í Borås, segir að beðið hafi verið eftir þessu en farið verði varlega af stað.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"232","intro":"Ferðaþjónustan tekur enn hraðar við sér en búist var við. Mikilvægt er að stefnumótun ferðaþjónustufyrirtækja og stjórnvalda miði að því að fá meiri verðmæti út úr geiranum frekar en mikinn fjölda ferðamanna. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.","main":"Arður í krónum talinn, að frádregnum öllum útlögðum kostnaði í rekstri íslenskrar ferðaþjónustu, var lægri en menn vonuðust til fyrir Covid. Mikið fjármagn var lagt í innviðauppbyggingu og ferðaþjónustufyrirtækin skuldsettu sig til að mæta stóraukinni eftirspurn. Þau voru ekki farin að njóta blómanna þegar faraldurinn braust út og allt fraus.\nJóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann segir að endurlífgun og bataferli ferðaþjónustunnar hér á landi sé hraðara en búist var við. Fyrst og fremst vegna þess að nú sé hægt að taka við bólusettum Bandaríkjamönnum.\nOg þeir hafa tekið töluvert hraðar við sér heldur en við bjuggumst við.\nNú vilji ferðaþjónustufyrirtækin fá fólk sem stoppi lengur og eyði meiri peningum.\nÞannig verða verðmætin til fyrir samfélagið sem skila sér svo á endanum í kassann. Með auknum gæðum og fagmennsku þá munu fyrirækin ná að þróast og styrkjast og stækka.\nEn var Covid tíminn nýttur til að endurhugsa íslenska ferðaþjónustu og hvers lags ferðamanna eigi helst að höfða til?\nÍ grunninn þá dregur áfangastaðurinn Ísland að sér ákveðinn hóp ferðamanna. Fólk kemur hingað að stærstum hluta til að skoða náttúru og ferðast um landið, keyra hringveginn og svo framvegis eins og við þekkjum. Það mun ekki breytast í grunninn. Við verðum áfram samskonar áfangastaður og þess vegna með svipaðan markhóp.\nTalsverð vinna hafi verið lögð í nýjar markaðsherferðir og vöruþróun.\nÞað sem við fókuserum á, bæði fyrirtækin og stefnumótun stjórnvalda, er að fá meiri verðmæti út úr greininni frekar en fjölda og ég held að það muni halda áfram vegna þess að það er einfaldlega hinn sjálfbæri vöxtur þessarar atvinnugreinar sem mun skipta máli inn í framtíðina.","summary":"Það vorar hratt í íslenskri ferðaþjónustu og hraðar en menn bjuggust við. Markaðsherferðir miða nú að því að fá hingað ferðamenn sem dvelja lengur og eyða meiri peningum meðan á dvölinni stendur segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustufyrirtækja."} {"year":"2021","id":"232","intro":"Grafarvogskirkja hefur auglýst svokölluð drop-in brúðkaup í lok júní, þar sem fólki er boðið upp á giftingar með litlum fyrirvara. Athafnirnar verða um hálftíma langar og ókeypis. Guðrún Karls Helgudóttir Grafarvogsprestur segir að kirkjan vilji hvetja til brúðkaupa en prestarnir hafi enn ekki hugmynd um hver aðsóknin verður.","main":null,"summary":"Grafarvogskirkja rennur blint í sjóinn með svokölluð drop-in brúðkaup í sumar. Grafarvogsprestur segir kirkjuna vilja hvetja til brúðkaupa."} {"year":"2021","id":"232","intro":"Vinnutími sem hentar barnafólki illa er ein helsta skýringin á því að atvinnuleitendur hafna starfi, segir forstjóri Vinnumálastofnunar.","main":"Rúmlega 350 manns misstu rétt til atvinnuleysisbóta á tímabilinu frá 1. mars til loka maí eftir að hafa hafnað vinnu í tengslum við átakið Hefjum störf. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir að þetta virðist ámóta hlutfall og venja er, þótt það hafi ekki verið rannsakað, en vegna ástandsins séu allar tölur hærri núna.\nTekjutap vegna atvinnuleysis er verulegt, jafnvel fyrir fólk í neðri hluta launastigans, og því er ólíklegt að atvinnuleysisbætur aftri því að fólk taki störfum sem bjóðast. Þetta er mat hagfræðideildar Landsbankans og kemur fram í nýjustu hagsjá bankans. Ástæðan sé frekar sú að fólk treysti því ekki að faraldrinum sé lokið. Unnur telur ekki að það muni svo litlu á atvinnuleysisbótum og launum að fólk ákveði að þiggja ekki störf.\nSem fyrr segir hafa rúmlega 350 manns minnst bótarétt fyrir að hafna starfi frá í byrjun mars. Vinnumálastofnun kannaði annan álíka stóran hóp sem hafði hafnað vinnu, en þar kom í ljós að margir voru komnir í nýtt starf og aðrir gáfu upp góðar og gildar ástæður fyrir að taka ekki starfi.","summary":"Forstjóri Vinnumálastofnunar telur ekki að munur á atvinnuleysisbótum og launum sé ástæða þess að atvinnuleitendur hafni vinnu. Ein algengasta skýringin sé sú að störfin henti illa barnafólki."} {"year":"2021","id":"232","intro":"Þingmenn Demókrata gengu út af ríkisþinginu í Texas í Bandaríkjunum til að koma í veg fyrir samþykkt frumvarps sem þeir segja að þrengi mjög möguleika fólks á að nýta sér atkvæðisrétt sinn í kosningum. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins í Texas.","main":"Frumvarpið hefur valdið harðvítugum deilum í Texas. Ríkisstjórinn Gregg Abbott, sem er Repúblikani, hefur hótað að hýrudraga þingmenn Demókrata skirrist þeir við að sinna skyldum sínum. Abbott hefur kvatt þingið saman á ný til sérstaks fundar en þingið átti samkvæmt starfsáætlun að ljúka störfum á sunnudagskvöld. Demókratar komu í veg fyrir að hægt væri að taka breytingarnar á kosningalögunum til atkvæðagreiðslu með því að að ganga út rétt áður en þinginu var frestað.\nJacey Jetton, þingmaður Repúblikana, segir að tilgangurinn með fyrirhuguðum breytingum á kosningalögum sé að koma í veg fyrir svindl, ströng skilyrði um framvísun persónuskilríkja við utankjörfundaratkvæðagreiðslu eigi að auka öruggi og vernda atkvæði kjósenda, eins og hann komst að orði.\nDemókratar segja að Repúblikanar gangi skipulega til verks í þeim ríkjum þar sem þeir hafi meirihluta til að reyna að gera fólki erfitt fyrir að nýta kosningarétt sinn, frumvarpið í Texas gangi þó lengra en í rúmlega tug annarra ríkja þar sem kosningalögum hefur verið breytt eða til stendur að breyta þeim. Nicole Collier, þingmaður Demókrata, segir að ekki verði lengur unað við að Repúblikanar svipti fólk rétti sínum til að kjósa.","summary":"Demókratar gengu í gær út af ríkisþingi Texas til að koma í veg fyrir breytingar á kosningalögum sem þeir segja þrengja mjög möguleika fólks á að nýta sér atkvæðisrétt sinn."} {"year":"2021","id":"232","intro":"Þó enn séu 52 dagar þar til Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast eru fyrstu keppendurnir þegar mættir til japönsku höfuðborgarinnar. Kvennalið Ástralíu í mjúkbolta lenti fyrr í dag í Tókýó.","main":"Þar verður ástralska liðið í æfingabúðum fram að Ólympíuleikunum. Leikarnir verða settir 23. júlí, en mjúkboltakeppnin hefst reyndar tveimur dögum áður en leikarnir verða formlega settir. Ástralar spila því sinn fyrsta leik 21. júlí við heimakonur í Japan. Mjúkboltakeppni Ólympíuleikanna verður hálfgjörð utanleika-keppni eða\u001eOff venue. Því leikstaðirnir verða ekki á Ólympíusvæðinu í Tókýó heldur í Fukushima og Yokohama. Þrátt fyrir neyðarástand í Tókýó vegna COVID-19 er ljóst að keppnishaldarar eru þó orðnir spenntir fyrir því að Ólympíuleikarnir hefjist loksins. Fjöldi beinna útsendinga verður frá Ólympíuleikunum á RÚV frá 21. júlí, auk þess sem sérstakur samantektarþáttur, Ólympíukvöld verða á dagskrá hver keppnisdag.\nÚrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta hófst í gærkvöld með tveimur leikjum í 8-liða úrslitum. Haukar burstuðu Aftureldingu, 35-25 og ÍBV og FH gerðu jafntefli 31-31. Liðin mætast aftur á fimmtudag. Samanlögð markatala úr leikjunum tveimur telur. Það lið sem hefur betur samanlagt í tveimur leikjum kemst í undanúrslit. Hin einvígin í 8-liða úrslitunum hefjast í kvöld. KA tekur á móti Val klukkan sex og Stjarnan og Selfoss eigast við klukkan átta.\nUndanúrslitin í úrslitakeppni karla í körfubolta eru hins vegar hafin. Stjarnan vann níu stiga útisigur á Þór Þorlákshöfn, 99-90 í fyrsta leik liðanna í gærkvöld. Í körfunni þarf að vinna þrjá leiki til að komast áfram í næstu umferð, sem eru þá úrslitin í þessu tilviki. Stjarnan og Þór mætast næst á fimmtudag en rimma Keflavíkur og KR hefst klukkan korter yfir átta í kvöld.\nÍBV, Breiðablik og Fylkir tryggðu sig öll áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni kvenna í fótbolta í gær. ÍBV vann 2-1 útisigur á Stjörnunni. Breiðablik sigraði Tindastól 2-1 og Fylkir burstaði Keflavík 5-1. Fjórir leikir eru spilaðir í 16-liða úrslitum bikarsins í kvöld.","summary":"Þó enn séu 52 dagar þar til Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast eru fyrstu keppendurnir þegar mættir til japönsku höfuðborgarinnar."} {"year":"2021","id":"233","intro":"Leyniþjónusta danska hersins aðstoðaði bandarísku þjóðaröryggisstofnunina við að njósna um háttsetta stjórnmála- og embættismenn í nágrannalöndunum. Þetta var afhjúpað í innanhússrannsókn leyniþjónustunnar árið 2015, sem var stungið ofan í skúffu.","main":"Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin, NSA, naut aðstoðar leyniþjónustu danska hersins við að njósna um háttsetta stjórnmála- og embættismenn í Svíþjóð, Noregi, Frakklandi og Þýskalandi. Kanslaraefni Sósíaldemókrata í Þýskalandi 2013 segir þetta pólitískt hneyksli og Peter Hultquist, varnarmálaráðherra Svía, krafði Dani skýringa í morgun.\nwhether it be regarding the use of Danish systems and platforms in the wiretapping of Swedish politicians and officials, and whether any other country was involved in this issue.\nHultquist (Hultkvist) krafði í morgun dönsk yfirvöld svara við því hvort njósnað hefði verið um sænska stjórnmála- og embættismenn. Peer Steinbrück, sem var kanslaraefni Sósíaldemókrata í Þýskalandi árið 2013, segir það pólitískt hneyksli að dönsk yfirvöld hafi tekið þátt í njósnum á bandamönnum sínum.\nNSA notaði danska fjarskiptakapla til að hlera símtöl evrópskra ráðamanna, stofnana og fyrirtækja og fylgjast með hvers kyns rafrænum samskiptum í gegnum síma þeirra, með vitund og vilja leyniþjónustu danska hersins. Meðal þeirra sem njósnað var um með þessum hætti eru Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Frank-Walter Steinmeier, þáverandi utanríkisráðherra Þýskalands og núverandi forseti. Einnig var njósnað um háttsetta stjórnmála- og embættismenn, stofnanir og fyrirtæki í Noregi, Svíþjóð og Frakklandi, þótt nöfn hafi ekki verið nefnd enn.\nAllt var þetta afhjúpað í háleynilegri innanhússrannsókn leyniþjónustu danska hersins árið 2015, sem yfirmenn stofnunarinnar stungu ofan í skúffu. Þremur árum síðar fór hins vegar einn rannsakenda með skýrsluna til Eftirlitsnefndar með störfum leyniþjónustunnar. Hún hóf í framhaldinu umfangsmikla rannsókn sem leiddi til njósnahneykslis sem olli miklum titringi í dönskum stjórnmálum og samfélagi í fyrra og varð til þess að hópur þáverandi og fyrrverandi yfirmanna leyniþjónustunnar var látinn taka pokann sinn.\nÞá var fókusinn einkum á ólöglegri upplýsingasöfnun um danska ríkisborgara, en ekkert kom fram um þá samvinnu leyniþjónustu danska hersins og Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna varðandi njósnir um háttsetta stjórnmála- og embættismenn í nánum bandalagsríkjum Danmerkur, sem nú hefur verið flett ofan af, og talin er stefna í að verða mesta njósnahneyksli í sögu Danmerkur.","summary":"Leyniþjónusta danska hersins aðstoðaði bandarísku þjóðaröryggisstofnunina við að njósna um háttsetta stjórnmála- og embættismenn í nágrannalöndunum. Þetta var afhjúpað í innanhússrannsókn leyniþjónustunnar árið 2015, sem var stungið ofan í skúffu. "} {"year":"2021","id":"233","intro":"Stjórnvöld í Guangdong-héraði í Kína hafa gripið til víðtækra ráðstafana og aflýst hundruðum flugferða eftir að afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist á Indlandi, varð þar vart.","main":"Víðtækar ráðstafanir eru í gildi í Guangdong-héraði í Kína til að koma í veg fyrir að afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist á Indlandi, breiðist þar út. Gripið hefur verið til ferðatakmarkana og hundruðum flugferða aflýst.\nÍ Guangdong búa um hundrað milljónir. Ströngustu sóttvarnaráðstafanirnar til þessa eru í héraðshöfuðborginni Guangzhou norður af Hong Kong. Þar búa fimmtán milljónir. Frá og með deginum í dag má enginn fara út fyrir borgarmörkin nema hann geti sannað að hafa verið veirulaus síðustu þrjá sólarhringa. Hundruðum flugferða frá Baiyun-alþjóðaflugvellinum í borginni hefur verið aflýst. Skólanemendur hafa verið sendir heim, nema þeir sem eru á síðasta ári framhaldsskóla. Borgarbúum er skipað að halda sig sem mest heima. Mörg þúsund voru send í skimun fyrir veirunni í dag og til stendur að skima íbúa heilu hverfanna á næstu dögum. Eitt þeirra, Liwan, hefur verið lokað með öllu síðan á laugardag. Átján reyndust smitaðir með hinu indverska afbrigði veirunnar í dag, að sögn heilbrigðisyfirvalda. Víðar í Guandong stendur til að grípa til ráðstafana, þar á meðal í nágrannaborgunum Foshan og Shenzhen sem liggja að Hong Kong. Þar greindust nokkur smit í síðustu viku.\nLífið hefur nokkurn veginn gengið sinn vanagang í Kína frá því um mitt síðasta sumar. Þegar vart hefur orðið við kórónuveirusmit hafa yfirvöld gripið til harðra aðgerða til að stöðva útbreiðslu þeirra. Fólk sem kemur til Kína frá útlöndum þarf að fara í langa sóttkví á hóteli, sem hefur lengst síðustu vikur vegna nýrra afbrigða veirunnar.","summary":"Stjórnvöld í Guangdong héraði í Kína hafa gripið til víðtækra ráðstafana og aflýst hundruðum flugferða eftir að afbrigðis kórónuveirunnar, sem fyrst greindist á Indlandi, varð þar vart."} {"year":"2021","id":"233","intro":"Með bættum reiðhjólastígum er hægt að fækka rafhlaupahjólaslysum. Mörg þeirra má rekja til yfirborðsins, samkvæmt nýrri skýrslu VSÓ-ráðgjafar. Einn höfunda segir að rafskútuleigur ættu að huga að því að takmarka þjónustu um helgar til að minnka akstur undir áhrifum áfengis.","main":"Síðasta sumar leituðu 150 manns á Landspítalann vegna rafhlaupahjólaslysa og mátti rekja stóran hluta slysa til ofsaaksturs, aksturs undir áhrifum áfengis eða ójafns yfirborðs.\nRagnar Þór Þrastarson, iðnaðar- og rekstrarverkfræðingur hjá VSÓ-ráðgjöf sem gerði nýverið skýrslu um rafskútur og umferðaöryggi, segir að slysatíðnin lækki eftir því sem þú notar tækið oftar.\nÞað helsta sem þarf að gera hér á landi er uppbygging á stígum fyrir tækin, hvort sem það eru hjóla eða göngustígar. Það eru töluvert að slysum sem má rekja til þess að stígarnir séu ekki nógu góðir.\nhelstu niðurstöður eru að borgir og bæir erlendis eru óhrædd við að breyta sínum reglum þegar það er komin reynsla á tækin.\nBreyting á lögum til að bæta öryggi gæti verið reglur um hvar megi aka rafskútum, stærð og aldur notenda eða stighækkandi sektir fyrir brot á umferðarlögum.\nUm helmingur þeirra sem leituðu á bráðamótttöku vegna þessa í fyrrasumar voru undir 18 ára.\nÞað má skoða það hvort að aldurstakmarkið þurfi að vera sterkara í þessu.\nmér finnst alveg koma til greina að takmarka þjónustuna á föstudags og laugardagskvöldum. Það er gert víða erlendis.","summary":null} {"year":"2021","id":"233","intro":"Valskonur eru aðeins einum sigri frá því að verja Íslandsmeistaratitil sinn í körfubolta. Valur komst í 2-0 í úrslitaeinvígi sínu við Hauka í gærkvöld.","main":"Valur vann leik liðanna á Ásvöllum í Hafnarfirði í gærkvöld með sex stiga mun 71-65. Leikurinn var mun jafnari en fyrsti leikurinn á fimmtudagskvöld þar sem Valskonur voru mun betri. Helena Sverrisdóttir fór á kostum í gærkvöld og skoraði 21 stig, tók 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. valur getur með sigri í þriðja leiknum á Hlíðarenda á miðvikudagskvöld tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn, því vinna þarf þrjá leiki í úrslitunum til að verða meistari. Engir Íslandsmeistarar voru krýndir í fyrra vegna COVID-19, en Valur varð meistari í fyrsta sinn 2019. Haukar unnu hins vegar árið þar á undan, 2018.\nStjarnan er nú eina lið úrvalsdeildar karla í fótbolta sem enn hefur ekki unnið leik á Íslandsmótinu á leiktíðinni. Þrír fyrstu leikir sjöundu umferðar voru spilaðir í gærkvöld. Fyrir umferðina áttu aðeins HK og Stjarnan eftir að vinna leiki í deildinni í ár. HK bætti úr því með 2-1 sigri á Leikni. Stjarnan gerði hins vegar 1-1 jafntefli við Fylki. Stjarnan er í 11. sæti, næstneðsta sæti deildarinnar með 3 stig. Keflavík er á botninum með jafn mörg stig en á leik til góða. Í þriðja leik gærkvöldsins vann KR 3-1 sigur á Skagamönnum. KR fór með sigrinum upp í 4. sæti og hefur þar ellefu stig, fimm stigum minna en topplið Vals. Valur á þó leik til góða. Sjöundu umferðinni lýkur raunar ekki fyrr en mánudagskvöldið í næstu viku. Það er vegna landsleikjahlés sem nú stendur yfir. Íslenska karlalandsliðið spilar við Færeyjar í Þórshöfn á föstudag. Sjöundu umferð Pepsi Max deildarinnar lýkur svo með leikjum KA og Breiðabliks, FH og Keflavíkur og Vals og Víkings næsta mánudagskvöld.\nÚrsltiakeppni karla um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum í 8-liða úrslitum. ÍBV tekur á móti FH klukkan sex og að honum loknum hefst viðureign Aftureldingar og Hauka. Spilaðir eru tveir leikir í hverju einvígi, heima og að heiman og það lið sem verður með betri markatölu að loknum leikjunum tveimur kemst áfram í undanúrslit. Þá hefjast undanúrslitin um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í kvöld með leik Þórs í Þorlákshöfn og Stjörnunnar. Þar þarf að vinna þrjá leiki til að komast í úrslit.","summary":"Valskonur eru aðeins einum sigri frá því að verja Íslandsmeistaratitil sinn í körfubolta. Valur komst í 2-0 í úrslitaeinvígi sínu við Hauka í gærkvöld."} {"year":"2021","id":"233","intro":"Bensínstöðvarnar Olís og N1, og skyndibitakeðjurnar KFC og Dómínós, fengu samtals tæpar 120 milljónir króna frá ríkinu í formi ferðagjafar Íslendinga. Um 900 milljónum hafa verið varið með gjöfinni, en um 30 þúsund manns hafa ekki sótt hana.","main":"Íslendingar hafa nú notað alls um 900 milljónir króna í formi ferðagjafar stjórnvalda. Um 30 þúsund manns eiga eftir að nota peninginn, en frestur til þess rennur út í kvöld. Olís og N1 fengu saman 70 milljónir, Fly Over Iceland tæpar 50 og stærstu skyndibitakeðjurnar samtals 47 milljónir. Ný ferðagjöf verður aðgengileg á morgun.\nEin af fjölmörgum aðgerðum stjórnvalda í faraldrinum, Viðspyrnu fyrir Ísland, er ferðagjöfin. Það er rafrænn styrkur upp á fimm þúsund krónur sem á að hvetja fólk til að ferðast innanlands og styrkja íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu.\nFerðagjöfin varð aðgengileg öllum fullorðnum Íslendingum síðasta vor og rennur gildistíminn út á miðnætti í kvöld. Samkvæmt mælaborði Ferðamálastofu hafa nú rúmlega 215 þúsund Íslendingar hlaðið ferðagjöfinni sinni niður en ríflega 31 þúsund eiga hana enn inni. 185 þúsund manns hafa notað ávísunina á einn eða annan hátt, sem gera um 900 milljónir króna úr ríkiskassanum. Flughermirinn á Granda, Fly over iceland, átti vinninginn en þangað komu tæpar 50 milljónir í formi ferðagjafarinnar. Bensínstöðin og sjoppan Olís, Olíuverslun Íslands, er í öðru sæti með 35 milljónir, og svo eru það þjónustustöðvar N1, með 34 milljónir. Skyndibitakeðjur fengu líka töluvert í kassann frá ríkinu, KFC fékk 26 milljónir og Dómínós pítsa 21 milljón. Ný ferðagjöf verður svo aðgengileg á miðnætti, um leið og sú gamla rennur út. Hún gildir út sumarið, til og með 31. ágúst 2021, og er sama upphæð, 5.000 krónur.","summary":"Bensínstöðvarnar Olís og N1, og skyndibitakeðjurnar KFC og Dómínós, fengu samtals tæpar 120 milljónir króna frá ríkinu í formi ferðagjafar Íslendinga. Um 900 milljónum hefur verið varið með gjöfinni, en um 30 þúsund manns hafa ekki sótt hana. "} {"year":"2021","id":"233","intro":"Búið er að loka aðalútsýnisstaðnum við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall þar sem hraun nánast umlykur hann, en búið er að færa gönguleiðina á annan útsýnisstað.","main":"Útsýnishæð við eldstöðvarnar við Fagradalsfjall var rýmd í gærkvöld vegna hættu á að hraun geti umlukið svæðið. Öruggast þótti að flytja fólk á brott svo það ætti ekki á hættu að verða innlyksa.\nHæðin er milli Geldingadala og syðri hluta Meradala sem oft hefur verið nefndur nafnlausi dalurinn. Hæðin hefur verið vinsæl meðal fólks sem vill virða eldgosið fyrir sér í návígi, en nú er hún lokuð.\nSegir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Hann segir að það styttist í að hæðin breytist í svokallaðan óbrennishólma, sem er svæði sem stendur upp úr hrauni og brennur því ekki. Tímaspursmál sé hvenær hraunið rennur úr Geldingadölum í syðstu dali Meradala. Unnið er að því að undirbúa varnaraðgerðir vegna Suðurstrandarvegar í samvinnu við landeigendur, sveitarfélög, Vegagerðina og fleiri. Rögnvaldur segir að vísindamenn hafi sagt að svigrúmið sé einhverjar vikur, en hann á von á að tillögur liggi fyrir fljótlega.","summary":null} {"year":"2021","id":"233","intro":"Bólusetningar af handahófi fara af stað í þessari viku. Misjafnt er eftir landshlutum með hvaða hætti drátturinn fer fram. Á landsbyggðinni er þegar búið að draga í niðurröðun eftir árgöngum.","main":"Heilbrigðisstofnanir landsins eru nú hver á fætur annarri að klára að bólusetja forgangshópa. Að því loknu tekur við bólusetning almennings. Röðun verður, eins og áður hefur verið sagt frá, tilviljunarkennd. Á Norðurlandi, Vestfjörðum og Austurlandi voru árgangar dregnir fyrir helgina en það er misjafnt hvernig fyrirkomulagið er á hverjum stað. Á Austurlandi voru árgangar settir í pott ásamt bókstöfum. Um tíu bókstafir í hverjum árgangi eru dregnir út og þeir sem eru með þá bókstafi sem upphafsstaf í sínu nafni eru boðaðir. Þannig á að bólusetja 30-50% af hverjum árgangi í einu.\nÁ Norðurlandi og Vestfjörðum er búið að draga og tilkynna í hvaða röð fólk verður boðað. Þar verða heilir árgangar kláraðir áður en farið er í þann næsta. Hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands verður ákvörðun um málið tekin í vikunni en þar er reiknað er með að hefja handahófsbólusettningar á næstu dögum.\nÁ höfuðborgarsvæðinu er ekki búið að ákveða hvaða aðferð verður notuð. Samkvæmt upplýsingum frá Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, er reiknað er með hefja í handahófsbólusetningu í vikunni. Hún segir að árgangar og kyn verði dregið úr krús en ekki sé búið að ákveða hvort það verður dregið einu sinni eða ferlinu skipt upp. Það komi í ljós á morgun.","summary":"Byrjað verður að bólusetja fólk af handahófi víða um land í vikunni. Misjafnt er eftir landshlutum með hvaða hætti drátturinn fer fram."} {"year":"2021","id":"234","intro":"Hljómsveitin Ólafur Kram bar sigur úr býtum í Músiktilraunum sem lauk í gærkvöldi. Keppnin féll niður í fyrra en með því að seinka henni um tvo mánuði var unnt að halda hana í ár.","main":"Hljómsveitin Ólafur Kram er sigurvegari Músíktilrauna 2021. Rúmlega fjörutíu hljómsveitir tóku þátt í ár. Tólf hljómsveitir komust svo á úrslitakvöldið sem var í gær.\nÞarna heyrðum við í sigurvegurum Músiktilrauna. Hljómsveitinni Ólafi Kram sem jafnframt hreppti verðlaun fyrir textagerð. Einnig voru veitt verðlaun í gær fyrir söng og þau hlaut Halldór Ívar Stefánsson. Ívar Andri Bjarnason fékk verðlaun fyrir gítarleik, Guðmundur Hermann Lárusson fyrir bassaleik, Magnús Þór Sveinsson fyrir hljómborðsleik, Alexandra Rós Norðkvist fyrir trommuleik og Júlíus Óli Jakobsen sem rafheili Músíktilrauna.\nÍ öðru sæti Músiktilrauna varð hljómsveitin Eilíf sjálfsfróun.\nOg í þriðja sæti varð hljómsveitin Grafnár.","summary":"Hljómsveitin Ólafur Kram bar sigur úr býtum í Músiktilraunum sem lauk í gærkvöldi. Keppnin féll niður í fyrra en með því að seinka henni um tvo mánuði var unnt að halda hana í ár. "} {"year":"2021","id":"234","intro":"Minnst tveir létu lífið og rúmlega tuttugu særðust í skotárás á næturklúbbi á Flórída í Bandaríkjunum í nótt. Árásarmennirnir ganga enn lausir.","main":"Staðfest er að tveir hafi látið lífið á Flórída í gær þegar þrír menn vopnaðir hríðskotarifflum skutu á mannfjölda fyrir utan skemmtistað. Óttast er að fleiri hafi látið lífið.\nFjöldi fólks var samankominn fyrir utan skemmtistað í borginni Hialeah nærri Miami á Flórída þegar árásin var gerð. Tónleikar voru við að hefjast skömmu eftir miðnætti að staðartíma þegar hvítum jeppa var ekið að mannfjöldanum sem stóð fyrir utan, út stigu þrír menn vopnaðir hríðskotarifflum og skammbyssum og hófu skothríð. Alfredo Ramirez lögreglustjóri segir greinilegt að árásin hafi verið þaulskipulögð því eftir stutta skothríð fóru þeir upp í bílinn og óku burt. Lögregla hefur litlar sem engar upplýsingar um mennina og hefur biðlað til sjónarvotta um aðstoð. Þetta er önnur fjöldaskotárásin í Miami um helgina og Ramirez lögreglustjóri segir við Miami Herald að stjórnvöld verði að bregðast við og stöðva þessar árásir.","summary":"Minnst tveir létust og rúmlega tuttugu særðust í skotárás á næturklúbbi á Flórída í Bandaríkjunum í nótt. Árásarmennirnir ganga enn lausir. "} {"year":"2021","id":"234","intro":"Ríkisútgjöld hækka um tæpa fimmtán milljarða króna samkvæmt nýju frumvarpi til fjáraukalaga. Stærstur hluti upphæðarinnar fer í vinnumarkaðsmál. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu fagnar eins milljarðs hækkun daggjalda en segir það ekki leysa allan vanda.","main":"Hátt í tíu milljarðar króna verða settir í vinnumarkaðsmál samkvæmt fjáraukalagafrumvarpi sem lagt var fram á vef Alþingis í gær. Einn milljarður fer í tímabundna hækkun daggjalda hjá hjúkrunarheimilum.\nÚtgjöld ríkissjóðs í ár aukast um rúman fjórtán og hálfan milljarð króna og hallarekstur um átta milljarða samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga sem var birt á vef Alþingis í gær. Frumvarpið tengist að mestu efnahagsaðgerðum sem ríkisstjórnin kynnti undir lok síðasta mánaðar. Tæpir fjórtán milljarðar eru til komnir vegna aðgerða til að bregðast við efnahagsvanda vegna COVID. Mest fer í ráðningarstyrki til fyrirtækja sem eiga að gera þeim kleift að ráða starfsfólk í skertu starfshlutfalli í fullt starf. Til þess eru ætlaðir 4,4 milljarðar króna. Litlu lægri fjárhæð, 4,3 milljarðar, fer í verkefnið Hefjum störf sem á að skapa 7.000 tímabundin störf fyrir langtímaatvinnulausa og námsmenn.\nÍ fjáraukalagafrumvarpinu er lagt til að fjárheimildir vegna barnabóta verði hækkaðar um 1.620 milljónir króna. Daggjöld hjúkrunarheimila hækka um einn milljarð til að koma til móts við vanda þeirra.\nMér líst bara mjög vel á það. Allir nýir peningar eru vel þegnir inn í þetta frekar fjársvelta kerfi, þannig að ég get ekki annað en verið ánægður með þetta.\nSegir Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. En leysir þetta þann vanda hjúkrunarheimila sem rætt hefur verið um.\nNei, það gerir það ekki að fullu leyti sýnist mér. Það var talað um að það vantaði um það bil þrjá milljarða á ári, þannig að þetta er einn þriðji af því, en þetta er góð byrjun.\nHækkun daggjalda er tímabundin og gengur til baka á næsta ári. Einnig er hækkunin skilyrt því að núverandi samningur verði framlengdur um tvo mánuði. Viðræður um nýjan samning eru ekki hafnar. Gísli Páll segir að einnig vanti skýr svör um hvernig brugðist verði við auknum launakostnaði vegna styttingar vinnuvikunnar. Hann segir það óþægilegt rúmum sólarhring áður en borgað verður út á þeim grundvelli.","summary":"Ríkisútgjöld hækka um tæpa fimmtán milljarða króna samkvæmt nýju frumvarpi til fjáraukalaga. Stærstur hluti upphæðarinnar fer í vinnumarkaðsmál. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu fagnar eins milljarðs hækkun daggjalda en segir það ekki leysa allan vanda."} {"year":"2021","id":"234","intro":"Kórónuveirufaraldurinn var leiðtogum stjórnmálaflokkanna átta sem sæti eiga á þingi ofarlega í huga aðspurð um hverjar áherslurnar yrðu fyrir þingkosningarnar í haust.","main":"Leiðtogarnir voru gestir í Silfrinu í morgun og nefndu auk faraldursins, atvinnumál, loftslagsvána og sjálfvirknivæðingu til framtíðar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði vel hafa tekist til við að uppfylla markmið ríkis stjórnarinnar.\nKosningarnar framundan munu að miklu leyti snúast um hvernig við sjáum Ísland eftir þetta áfall sem faraldurinn olli\nhvernig við sjáum atvnnulíf framtíðar, efnahagslíf framtíðar og hvernig við stöndum vörð um þann árangur sem hefur náðst í heilbrigðiskerfi, velferðarkerfi og menntakerfi.\nBjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði markvissa peningastefnu hafa skapað grunn að skjóli fyrir heimili og fyrirtæki.\nOg spurningin er sú hvernig ætlum við að standa vörð um þennan stöðugleika fyrir heimili og fyrirtæki í framtíðinni\nauðvitað erum við með atvinnuleysi sem er að ógna stöðu heimilanna.\nSigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra sagði komandi kosningar snúast um að vernda líf,heilsu og efnahag.\nSíðan mun það snúast um að skapa hér gott samfélag áfram. Það mun snúast um vinnu, vinnu og aftur vinnu\nfjárfesta í fólki og halda áfram að fjárfesta í innviðum.\nLogi Einarsson formaður Samfylkingar talaði um loftslagsvána en líka um mikilvægi atvinnu og þá breytingu sem yfirstandandi tæknibylting veldur á samfélaginu.\nSamfylkingin mun áfram leggja áherslu á að berjast gegn ójöfnuði í allri sinni birtingarmynd\nen við munum auðvitað líka einbeita okkur að því að koma fólki til vinnu, tryggja velferð og skapa græna framtíð\nÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar sagði mikilvægt að byggja upp heilbrigðiskerfið og atvinnulíf.\nog síðast en ekki síst er það risamálið að við þurfum að stoppa þessa sérhagsmunagæslu sem er ofboðslega sjáanleg\nog það er kaldranalegt að á sama tíma og við erum að aflétta grímuskyldunni þá sjáum við grímulausa hagsmunagæslu og það þarf að stoppa.\nÞórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata sagði þurfa að fjölga stoðum atvinnulífsins og jafna skiptingu gæða.\nÉg held að næstu kosningar muni snúast um réttláta uppbyggingu eftir þennan heimsfaraldur\nSigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði ríkisstjórninni hafa liðið vel í skjóli COVID. Nú þurfi að huga að stóru málunum.\nRíkisstjórnin tók við einstaklega góðri stöðu sem hefur nýst vel\nvið að takast á við efnahagslegar afleiðingar faraldursins. Sú staða varð til með alvöru stjórnmálum með innihaldi sem skilaði gríðarlegum árangri.\nInga Sæland, formaður Flokks fólksins sagði komandi kosningar snúast um jöfnuð milli þeirra sem allt eigi og hinna sem ekkert eigi.\nÉg trúi því að það verði ákveðið uppgjör í haust. Það er orðið ákall eftir meiri jöfnuði og réttlæti í samfélaginu. Næstu kosningar snúast um velferð, heilbrigðismál og jöfnuð\nog grundvallarmannréttindi, fæði, klæði og húsnæði fyrir alla.","summary":"Afleiðingar kórónuveirufaraldursins, loftslagsmál og atvinna til framtíðar voru leiðtogum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi ofarlega í huga í Silfrinu í morgun. "} {"year":"2021","id":"234","intro":"Á miðnætti verður fólki sem kemur til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum ekki lengur skylt að dvelja í sóttvarnahúsi meðan það er í sóttkví. Fólk getur í stað þess verið í heimasóttkví. Forstöðumaður farsóttarhúsa segir að sóttkvíarhótelin verði áfram opin og ókeypis næsta hálfa mánuðinn hið minnsta.","main":"Þeir sem koma til landsins í kvöld frá rauðum löndum þurfa að dvelja fimm daga á sóttkvíarhóteli. Þeir sem koma eftir miðnætti geta verið í heimasóttkví. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, býst við að gestum fækki á sóttkvíarhótelunum næstu daga.\nÞeir sem koma áður en þessi reglugerð tekur gildi þeir klára sitt hjá okkur. En hvað þetta þýðir svo í framhaldinu það á eftir að koma í ljós. Líklega verður einhver fækkun á gestum hjá okkur á næstu dögum. Fólk getur þá valið að vera í heimasóttkví. En hversu miklu þetta breytir, það á eftir að koma í ljós því það er mikið af fólki að koma og hugsanlega einhverjir sem vilja frekar dvelja á sóttkvíarhótelunum í sinni sóttkví heldur en að borgar fyrir vistina einhver staðar annars staðar. Maður veit aldrei.\nUm þrjú hundruð manns dvelja á sóttkvíarhótelunum núna. Gylfi segir að starfsfólk sóttkvíarhótela sé ráðið tímabundið. Sóttkvíarhótelin verði áfram opin.\nHugsanlega út júní en alla vega til fimmtánda júní. Við erum svona að meta þetta. Það er náttúrulega ríkið sem stýrir því hvað þetta er opiðn lengi og hvað þetta kostar eða kostar ekki. Enn sem komið er verður þetta frítt já.\nHvernig líst þér á þessa breytingu? Mér líst bara vel á hana. Ef fólk treystir sér til þess að halda sóttkvínni á þeim stað sem það ætlar að vera, þá er það bara hið besta mál. Nú verðum við bara að vona að þeir sem hingað koma um landamærin til að vera í sóttkví, að þeir verði sannarlega í sóttkví.","summary":"Á miðnætti verður fólki sem kemur til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum ekki lengur skylt að dvelja í sóttvarnahúsi meðan það er í sóttkví. Fólk getur í stað þess verið í heimasóttkví. Forstöðumaður farsóttarhúsa segir að sóttkvíarhótelin verði áfram opin og ókeypis næsta hálfa mánuðinn hið minnsta. "} {"year":"2021","id":"234","intro":"Tugþúsundir kröfðust afsagnar Brasilíuforseta í stærstu borgum landsins í gærkvöld. Mótmælendur segja hann hafa brugðist þjóðinni með viðbrögðum sínum við faraldrinum og saka hann um þjóðarmorð.","main":"Fora Bolsonaro, burt með Bolsonaro, kölluðu mótmælendur í Sao Paulo í gærkvöld. Þeir krefjast þess að Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, verði kærður til embættismissis fyrir afglöp í starfi. Mótmælin voru fjölmennust í Sao Paulo og Rio de Janeiro þar sem á milli tíu og tuttugu þúsund marseruðu grímuklædd um borgirnar. Bolsonaro var sagður gera lítið úr þeirri ógn sem af heimsfaraldrinum stafaði og stuðlað þannig að hraðari og meiri útbreiðslu farsóttarinnar. Hann hefur lýst COVID-19 sem saklausri flensu og barist gegn flestum þeim aðgerðum sem yfirvöld einstakra ríkja hafa gripið til í því skyni að reyna að hemja útbreiðslu veirunnar. Nær 460 þúsund manns hafa dáið úr COVID-19 í Brasilíu samkvæmt opinberum gögnum og vel á sautjándu milljón hafa greinst með sjúkdóminn. Talið er að mun fleiri hafi hvort tveggja smitast og dáið úr COVID-19 en þessar tölur segja til um.","summary":null} {"year":"2021","id":"234","intro":"Útgerðarfélagið Samherji biðst afsökunar á harkalegum viðbrögðum stjórnenda félagsins við neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtækið og gengst við því að umræður svokallaðrar skæruliðadeildar Samherja hafi verið óheppilegar.","main":"Kjarninn og Stundinn birtu á dögunum samskipti hóps sem kallar sig skæruliðadeild Samherja og fram fóru í gegnum spjallforrit á netinu. Hópnum tilheyra starfsmenn Samherja og ráðgjafar á vegum fyrirtækisins. Hópurinn ræddi meðal annars greinaskrif sem birt voru í fjölmiðlum í nafni skipstjóra hjá Samherja og gerði tilraun til að hafa áhrif á formannskjör í Blaðamannafélagi Íslands og prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.\nÞá var upplýsingum safnað um blaðamenn, reynt að gera þá ótrúverðuga og jafnvel vanhæfa til að fjalla áfram um Samherja.\nSamherji birti í morgun yfirlýsingu þar sem viðurkennt er að of langt hafi verið gengið, bæði í þessu tiltekna tilviki og öðrum. Stjórnendur fyrirtækisins brugðust afar hart við umfjöllun Kveiks um viðskipti Samherja í Namibíu og hefur herferð fyrirtækisins meðal annars beinst persónulega að þeim fréttamönnum sem komu að umfjölluninni.\nÍ yfirlýsingu Samherja segir að mikið hafi verið fjallað um málefni fyrirtækisins undanfarin ár og að stjórnendum og starfsfólki hafi sviðið umfjöllunin sem hafi verið einhliða, ósanngjörn og ekki alltaf byggð á staðreyndum. Í slíkum aðstæðum geti verið erfitt að bregðast ekki við.\nÍ tilviki skæruliðadeildarinnar hafi fólk verið að skiptast á skoðunum um hvernig best væri að bregðast við aðstæðum. Þetta hafi verið persónuleg samskipti sem ekki var gert ráð fyrir að yrðu opinber. Það breyti því hins vegar ekki að þau orð og sú umræða sem þar voru viðhöfð voru óheppileg.\nEnn fremur segir að stjórnendur hafi brugðist harkalega við neikvæðri umfjöllun um félagið og ljóst að of langt hafi verið gengið í þeim viðbrögðum. Af þeim sökum vilji Samherji biðjast afsökunar á þeirri framgöngu.","summary":"Samherji hefur beðist afsökunar á viðbrögðum stjórnenda fyrirtækisins vegna umfjöllunar um málefni fyrirtækisins;. Fyrirtækið viðurkennir að þeir hafi gengið of langt í vörn sinn. "} {"year":"2021","id":"234","intro":"Íslenska karlalandsliðið í fótbolta beið lægri hlut gegn Mexíkó í vináttulandsleik þjóðanna í Texas í Bandaríkjunum í nótt. Landsliðsþjálfari Íslands segist stoltur af samvinnu nýliða og reyndari leikmanna í leiknum.","main":"Það var Birkir Már Sævarsson sem kom Íslandi yfir á 14. mínútu og staðan var 1-0 alveg fram á 73. mínútu en þá jafnaði varamaðurinn Hirving Lozano, leikmaður Napoli, metin og hann var aftur á ferðinni þegar hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigir Mexíkó á 78. mínútu. Fjórir leikmenn Íslands, Brynjar Ingi Bjarnason, Hörður Ingi Gunnarsson, Þórir Jóhann Helgason og Ísak Bergmann Jóhannesson, voru í fyrsta skipti í byrjunarliði með A-landsliðinu í bland við reynslumeiri leikmann á borð við Aron Einar Gunnarsson, Birki Bjarnason, Birki Má Sævarsson og Kolbein Sigþórsson.\nSagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, eftir leikinn í Texas í nótt. Arnar og leikmenn Íslands voru sammála um að það hefði verið kærkomið að leika fyrir framan áhorfendur, en 40 þúsund manns voru á vellinum, og því setið í helmingi þeirra 80 þúsund sæta sem eru á AT&T vellunum í Texas. Leikvangurinn er einn sá flottasti og dýrasti í heiminum, og er heimavöllur Dallas Cowboys í NFL-ruðningsdeildinni.\nSögðu Arnar Þór og Birkir Már Sævarsson, sem lék í gær sinn 98. landsleik. Ísland mætir svo Færeyjum 4. júní og Póllandi 8. júní en báðir leikir verða sýndir beint á RÚV.\nChelsea varð í gærkvöld Evrópumeistari í annað sinn í sögu félagsins. Chelsea vann Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Portó í Portúgal en Þjóðverjinn Kai Havertz skoraði eina markið í 1-0 sigri Chelsea í fyrri hálfleik.\nHeiðarskóli úr Keflavík bar í gærkvöld sigur úr bítum í Skólahreysti í sjötta sinn. Skólinn endaði með 64 stig í úrslitunum og sigraði með minnsta mögulega mun en Laugalækjarskóli lenti í öðru sæti með 63,5 stig. Flóaskóli varð svo í þriðja sæti með 55,5 stig.","summary":"Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Mexíkó í vináttulandsleik þjóðanna fyrir fram um 40 þúsund áhorfendur í Texas í Bandaríkjunum í nótt og Chelsea varð Evrópumeistari karla í fótbolta í gærkvöld. "} {"year":"2021","id":"235","intro":"Stjórnvöld í Washington boðuðu í gærkvöld frekari refsiaðgerðir gegn lykilfólki í hvítrússneska stjórnkerfinu, í samvinnu við Evrópusambandið. Rússlandsforseti lofar hins vegar enn sterkari og betri tengsl Rússlands við nágrannaríkið.","main":"Vladimír Pútín, Rússlandsforseti, fór fögrum orðum um batnandi samband Rússlands og Hvíta Rússlands, á fundi sínum með Alexander Lúkasjenkó, forseta Hvíta Rússlands. Forsetarnir funduðu í Rússlandi í gær, daginn eftir að Alþjóða flugmálastofnunin boðaði rannsókn á því er farþegaþota Ryanair var knúin til lendingar í Minsk á fölskum forsendum og þekktur hvítrússneskur stjórnarandstæðingur og blaðamaður sem þar var um borð var handtekinn og fangelsaður ásamt unnustu sinni. Rússar hafa varið aðgerðir stjórnvalda í Minsk og fullyrt að þeir hafi farið að alþjóðalögum í einu og öllu. Vestræn ríki, með Evrópusambandið og Bandaríkin fremst í flokki, hafa gagnrýnt atvikið harðlega og sagt það jafngilda flugráni, vera skýrt brot á á alþjóðalögum og ógn við hvort tveggja flugöryggi og fjölmiðlafrelsi. Evrópusambandið hefur þegar bannað umferð hvítrússneskra flugvéla innan vébanda sambandsins og innleitt ýmsar refsiaðgerðir gegn áhrifafólki og fyrirtækjum í Hvíta Rússlandi. Það hafa Bandaríkjamenn líka gert og í gærkvöld tilkynnti Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, að von væri á enn frekari refsiaðgerðum Bandaríkjanna og ESB gegn Lúkasjenkó, lykilfólki í stjórn hans og níu stórfyrirtækjum í ríkiseigu.","summary":"Bandarísk stjórnvöld boða frekari refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi, í samvinnu við Evrópusambandið. Rússlandsforseti lofar hins vegar batnandi tengsl Rússa og Hvít-Rússa. "} {"year":"2021","id":"235","intro":"Mývetningar grípa tækifærið um leið og samkomutakmarkanir voru rýmkaðar og halda hátíð um helgina. Í dag er hjólareiðakeppnin Mývatnshringurinn haldin í fyrsta sinn og árlegt Mývatnsmaraþon. Þá verða kammertónleikar í Skjólbrekku í kvöld sem tilheyra tónlistarhátíðinni Músík í Mývatnssveit. Laufey Sigurðardóttir fer fyrir þeirri hátíð sem fyrst var haldin 1998.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"235","intro":"Samkomubann, atvinnuleysi, heimavinna og tilheyrandi álag á fjölskyldur virðist ekki hafa leitt til fleiri sambandsslita í heimsfaraldrinum, lögskilnuðum fækkaði að minnsta kosti. Sambandsráðgjafi segir faraldurinn hafa útrýmt gráum svæðum, fólk vilji annað hvort vera saman eða skilja og lítið þar á milli.","main":"Tölur Þjóðskrár sýna að fyrstu tvo mánuði þessa árs slitu 172 einstaklingar hjúskap, skilnaðir í janúar og febrúar hafa ekki verið færri síðan árið 2015 og þó hefur fólki fjölgað. Heilt yfir virðist skilnaðartíðni lítið hafa breyst. Í fyrra voru skilnaðir nokkuð færri en meðaltal undanfarinna ára. Áslaug Kristjánsdóttir, sambands- og kynlífsráðgjafi, segir að í faraldrinum hafi valkostirnir orðið skýrari í huga fólks.\nÞað varð ekkert grásvæði lengur í vinnunni minni, það var fólkið sem kom af því það vildi skilja og vildi aðstoð við það, eða fólk sem var alveg ákveðið í því að láta þetta ganga og vildi aðstoð við það. Það hætti að vera þetta, æi við vitum það ekki alveg, þetta fór meira í sitthvorar öfgarnar.\nÞað dró verulega úr hjónavígslum í faraldrinum en það er ekki þar með sagt að fólk hafi hætt að gifta sig, í fyrra gengu 3571 í hnapphelduna, gripu tækifærið þegar faraldurinn lá í láginni eða héldu litla athöfn. Þó ástin hafi ítrekað sigrað veiruvána í fyrra hafa hjónavígslur ekki verið færri síðan árið 2016. Miðsumarskúfurinn var miklu lægri en árið 2019, jólakúfurinn sömuleiðis og í apríl voru skilnaðir fleiri en brúðkaup, það var einfaldlega ekki veislufært og félagslíf landsmanna að miklu leyti bundið við að sjá framan í Ölmu, Þórólf og Víði daglega.\nÍ fyrra fækkaði hjónavígslum hjá sýslumanni skarpt, síðustu ár hefur verið mikið um að erlendir ferðamenn komi hingað til að gifta sig en það datt alveg niður í faraldrinum. Nú er þetta aðeins að taka við sér aftur. Prestar Þjóðkirkjunnar hafa orðið varir við uppsafnaða þörf para til að ganga í það heilaga og síðustu vikur hefur veraldlegum brúðkaupsbókunum hjá Siðmennt líka fjölgað hratt, framkvæmdastjórinn segir aldrei að vita nema giftingarsumarið verði rosalegt þótt hann búist við því að stóra bomban verði sumarið 2022.","summary":"Lögskilnuðum fækkaði í heimsfaraldrinum. Sambandsráðgjafi segir faraldurinn hafa útrýmt gráum svæðum, fólk vilji annað hvort vera saman eða ekki. "} {"year":"2021","id":"235","intro":"Forseti Kólumbíu ætlar að senda hersveitir til borgarinnar Cali til að kveða niður mótmæli gegn stjórnvöldum. Tugir hafa látið lífið í mótmælunum.","main":"Fjölmenn mótmæli hófust í stærstu borgum Kólumbíu fyrir um mánuði þegar ríkisstjórnin hugðist hækka virðistaukaskatt og tekjuskatt á lægstu laun. Forsetinn féll frá skattahækkunum en það dugði ekki til að lægja reiði almennings sem krefst afsagnar forsetans og stjórnar hans og vill kosningar sem fyrst.\nTugir hafa látið lífið í mótmælunum en þau hafa verið fjölmennust og hörðust í Cali, þriðju stærstu borg landsins, þar sem mótmælendur hafa unnið skemmdarverk á byggingum og farið ránshendi um verslanir. Þrennt dó í átökum lögreglu og mótmælenda í borginni í gær. Í kjölfarið tilkynnti Ivan Duque, forseti Kólumbíu, að fjölmennar hersveitir yrðu sendar þangað til að veita lögreglunni aðstoð við að kveða niður mótmælin.\nIslands of anarchy do not have a place in our country. There should always be sensitivity to understand the citizen's clamor, interpret it and tend to it, but never with violence in the middle, never assaulting citizens.\nDuque sagði að stjórnleysi mætti ekki viðgangast í landinu. Það væri vissulega nauðsynlegt að hlusta á og meta kröfur almennings í mótmælunum en að ofbeldi væri óásættanlegt.","summary":"Þrennt dó í átökum lögreglu og mótmælenda í Kolumbíu í gær. Forseti landsins hyggst nú senda hersveitir til að kveða niður mótmæli gegn stjórnvöldum."} {"year":"2021","id":"235","intro":"Krabbameinsfélagið hyggst leggja Landspítala til um 450 milljónir króna til að byggja nýja göngudeild fyrir krabbameinssjúklinga. Gjöfin er bundin því skilyrði að stjórnvöld leggist á árar með spítalanum og félaginu við að leysa vanda krabbameinsdeildarinnar.","main":"Halla Þorvaldsdóttir formaður Krabbameinsfélagsins segir félagið tilbúið að leggja fram fjármagn verði það til þess að flýta því að leyst verði úr aðstöðuleysi krabbameinsdeildarinnar. Viðræður hafa staðið yfir við stjórnvöld og stjórnendur sjúkrahússins um þessa hugmynd félagsins.\nKrabbameinsfélagið er tilbúið að veita allt að\nHalla segir núverandi aðstöðu algerlega óviðunandi fyrir sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk. Því þurfi að bregðast hratt við.\nEkki er gert ráð fyrir deildinni í nýjum meðferðarkjarna. Landspítalinn eigi hugmynd að lausn, ekki sé hægt að bíða lengur eftir því að bætt verði úr stöðunni.\nÞað er lausn sem hægt er að hrinda í framkvæmd","summary":null} {"year":"2021","id":"235","intro":"Fjöldagröf 215 barna fannst á dögunum í Kanada í gömlum heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum. Forsætisráðherra landsins segir fundinn sársaukafulla áminningu um skammarlega fortíð Kanada.","main":"Börnin voru nemendur í Kamloops Indian Residential skólanum í Bresku-Kólumbíu sem var einn nokkurra heimavistarskóla þar sem aðlaga átti börn af frumbyggjaættum að kanadísku samfélagi. Þar var þeim bannað að nota eigin tungumál og rækja eigin menningu og siði. Um fimm hundruð börn sóttu nám í skólanum þegar mest lét á sjötta áratugnum en honum var lokað árið 1978.\nEkki liggur fyrir hvenær eða hvernig börnin létust en líkin fundust með ratsjá við eftirlit í byggingunni. Þau yngstu voru þriggja ára.\nTalið er að rúmlega 150 þúsund börnum hafi verið gert að fara í heimavistarskóla eins og Kamloops Indian Residential frá 1863 til 1998. Kanadísk stjórnvöld báðust afsökunar á kerfinu árið 2008 og hófu formlega rannsókn á því. Í ljós kom að fjöldi barna sneri aldrei aftur til síns heima.\nJustin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, sagði á Twitter síðu sinni í morgun að líkfundurinn væri sársaukafull áminning um skammarlega fortíð landsins.","summary":"Fjöldagröf 215 barna fannst nýlega í gömlum heimavistarskóla fyrir börn af frumbyggjaættum í Kanada. Í skólanum átti að aðlaga börnin að kanadísku samfélagi."} {"year":"2021","id":"235","intro":"Björgunarsveitir fóru í um 70 útköll vegna hvassviðris sem gekk yfir sunnan- og vestanvert landið í gær. Óvenju mörg útköll voru vegna þess að hjólhýsi og ferðavagnar voru að fjúka.","main":"Afar hvasst var á Suður- og Vesturlandi í gær og mikið um útköll hjá lögreglu og slökkviliði vegna þessa. Útköllum fjölgaði þegar bætti í vind seinni partinn og voru björgunarsveitir þá kallaðar út. Útkölllin voru alls 70 talsins, flest á höfuðborgarsvæðinu en nokkur á Suðurlandi. Davíð Már Bjarnason er upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.\nHelstu verkefnin snérust um trampólín, klæðningar og ferðahýsi, það var svona sem vakti pínu athygli okkar í gær að það var óvenju fannst fólki af hjólhýsum og ferðahýsum sem voru að fjúka til og valda tjóni sem við höfum kannski ekki séð í svona miklu magni áður. Líklega helgast þetta bara af því að margir búnir að ná í hýsin sín og gera sig klár fyrir sumarið og erum kannski ekki alveg vön að fá svona mikinn hvell á þessum tíma.\nEnginn slasaðist en víða varð minni háttar fjártjón þar sem lausamunir rákust utan í bíla og þess háttar. En það voru ekki bara veðurtengd útköll hjá björgunarsveitunum í gær því björgunarsveitir í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út í gærkvöldi vegna hóps af hrossum sem voru strandaglópar á sandeyri í miðri Þjórsá. Virðist sem stóðið hafi farið út á eyrina á þurru en svo hækkaði í ánni og hrossin, sem voru tæplega 20, veigruðu sér við að fara yfir hana.\nBjörgunarsveitir í Árnessýslu fóru þarna, óðu yfir til þeirra og settu taum á einhver hrossin og teymdu yfir ánna og þá fylgdi stóðið eftir þannig að þetta var fljótleyst og leystist vel.","summary":"Óvenju mikið var um útköll þar sem hjólhýsi og ferðavagnar fuku í hvassviðrinu í gær. Björgunarsveitir voru kalllaðar til oftar en sextíu sinnum. . "} {"year":"2021","id":"235","intro":"Fólk á atvinnuleysisskrá getur ekki hafnað starfi á grundvelli menntunar eða starfsreynslu án þess að það skerði rétt til atvinnuleysisbóta. Vinnumálastofnun vill að fyrirtæki tilkynni um fólk sem neitar vinnu eða lætur ekki ná í sig.","main":"Atvinnulaust fólk missir bótarétt ef það hafnar starfstilboðum. Tillit kann að vera tekið til félagslegra aðstæðna en ekki er hægt að bera fyrir sig menntun eða starfsreynslu.\nAtvinnurekendur hafa kvartað undan því síðustu daga að erfitt geti reynst að fá fólk til starfa sem er á atvinnuleysisskrá. Það hafi hafnað vinnu eða ekki látið ná í sig.\nUnnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að lögin séu skýr. Fólk geti ekki hafnað starfstilboði án þess að missa bótarétt. Fyrst í tvo mánuði, síðan í þrjá mánuði og að lokum þar til það hefur unnið sér inn bótarétt á ný.\nFólk getur ekki hafnað vinnu á þeim grundvelli að hún sé ekki í hæfi við menntun þess eða starfsreynslu. Þó er reynt að finna fólki störf við hæfi. Hafi fólk verið lengi í atvinnuleit án árangurs ræða ráðgjafar við að um að skoða fleiri starfsmöguleika.\nVið metum skýringar einstaklingsbundið. Auðvitað fær fólk alltaf tækifæri til að koma með skýringar á því ef það hafnar vinnu. Stundum eru þær gildar, eins og ef þetta er kannski vaktavinna og fólk er ekki með pössun og þarf kannski að mæta nánast á nóttunni og svoleiðis. Til dæmis slíkar aðstæður geta verið metnar gildar.\nSegir Unnur. Brugðist hefur verið við fréttum um að fólk á atvinnuleysisskrá hafni vinnu.\nVið höfum heyrt þetta og það fór teymi til að fara gaumgæfilega ofan í öll þessi mál og höfum verið að hvetja atvinnurekendur til þess að láta vita í hvert skipti sem þetta gerist. Öðruvísi getum við ekki tekið á málinu nema við fáum upplýsingar um það að viðkomandi hafni starfi eða láti ekki ná í sig.","summary":"Fólk á atvinnuleysisskrá getur ekki hafnað starfi á grundvelli menntunar eða starfsreynslu án þess að það skerði rétt til atvinnuleysisbóta. Vinnumálastofnun vill að fyrirtæki tilkynni um fólk sem hafnar vinnu eða lætur ekki ná í sig."} {"year":"2021","id":"235","intro":"Jón Arnór Stefánsson, körfuboltamaður, hefur lagt skóna á hilluna. Þetta tilkynnti hann að loknum leik Vals og KR í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í gærkvöld.","main":"Jón Arnór, sem er 38 ára, var meðal annars á mála hjá bandaríska NBA liðinu Dallas Mavericks á árunum 2003 til 2004. Jón Arnór hefur spilað með Val síðan síðasta sumar en hann er uppalinn í KR og spilaði með liðinu þegar hann kom heim úr atvinnumennsku 2016. Hann spilaði sinn síðasta leik í gær þegar Valur tapaði fyrir KR í oddaleik í átta liða úrslitum Dominos deildarinnar.\nViðtalið við Jón Arnór má sjá í heild sinni á ruv.is\nEinvígi Vals og KR hefur verið æsispennandi en oddaleiknum lauk með þriggja stiga sigri KR, 86-89. KR fer því áfram í undanúrslitin þar sem þeir mæta Keflavík. Hinn oddaleikurinn sem spilaður var í gærkvöld lauk með stórsigri Stjörnunnar á Grindavík 104-72 og Stjarnan mætir Þór Þorlákshöfn í undanúrslitunum.\nFyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, Aron Einar Gunnarsson, verður áfram í herbúðum Al Arabi í Katar en samningur hans átti að renna út í sumar. Ákvæði í samningnum gerði honum kleift að vinna sér inn auka ár hjá liðinu. Aron Einar er um þessar mundir staddur ásamt íslenska landsliðshópnum í Dallas þar sem vináttuleikur við Mexíkó fer fram. Útsending frá leiknum hefst seint í kvöld klukkan tíu mínútur í eitt á RÚV.\nÚrslit Skólahreysti fara fram í Mýrinni í Garðabæ í kvöld. Þar munu 12 skólar keppa um titilinn hraustasti skóli landsins. Þrjú íslandsmet voru sett í undanriðlum keppninnar og tveir Íslandsmethafar eru meðal keppenda í kvöld. Bein útsending frá Skólahreysti hefst á RÚV klukkan 19:45","summary":"KR komst í gær í undanúrslit í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur á Val. Jón Arnór Stefánsson tilkynnti eftir leikinn að hann leggi nú skóna á hilluna."} {"year":"2021","id":"236","intro":"Heilir árgangar verða dregnir úr hatti fyrir handahófskenndar bólusetningar. Í næstu viku verður reynt að ljúka við að bólusetja fólk fætt fyrir 1975 og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.","main":"Á höfuðborgarsvæðinu verður bólusett með 14 þúsund skömmtum í næstu viku, Pfizer á þriðjudag, Moderna á miðvikudag og Janssen á fimmtudag. Í vikunni á eftir er von á 20 þúsund skömmtum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.\nÞað verða mikið til endurbólusetningar, bæði Pfizer og Moderna, síðan ætlum við að reyna að klára árganga og fólk með undirliggjandi sjúkdóma.\nÞað er þá fólk sem hefur ekki mætt?\nJá einhverja hluta vegna ekki átt heimangengt eða ekki viljað ákveðið efni, svo við ætlum að reyna að klára eins mikið og við getum af þessum hópum.\nVerði bóluefni afgangs eftir þessar bólusetningar verður farið í handahófskennda bólusetningu.\nHún virkar þannig að við ætlum að setja alla árganga sem eftir eru í ákveðinn hatt eða krús og síðan draga árganga, annað hvort eru það karlar eða konur úr viðkomandi árgangi sem við drögum upp.\nÞannig þetta er bara svolítið eins og að vinna í lottóinu?\nJá það má eiginlega segja það, að þetta verði svona bólusetningalottó.\nÆtli viðmiðið verði ekki 1975 og yngri sem við munum setja í þetta lottó en reyna að klára alveg niður að því.\nRagnheiður segir að flestar heilsugæslur fari í handahófskenndar bólusetningar á næstu dögum eftir svipuðu fyrirkomulagi og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins.","summary":"Heilir árgangar verða dregnir út handahófskennt fyrir bólusetningu, sem gæti hafist í næstu viku á höfuðborgarsvæðinu."} {"year":"2021","id":"236","intro":"Einfalda þarf flókið og sundurleitt lagaumhverfi í málefnum eldri borgara og gera það skilvirkara. Þá skyldi lágmarkslífeyrir aldrei vera lægri en umsamin lágmarkslaun á vinnumarkaði. Þetta er meðal áhersluatriða eldra fólks fyrir komandi alþingiskosningar.","main":"Áhersluatriðin voru samþykkt á landsfundi Landssambands eldri borgara 26. maí. Áhersla er einnig lögð á að starfslok verði miðuð við áhuga, færni og getu en ekki horft eingöngu til aldurs. Fella beri úr lögum allar aldurstengdar viðmiðanir sem fari gegn jafnræðisreglu stjórnarskrár. Frekar verði horft til þekkingar, reynslu, hæfni og menntunar. Þess er krafist að fólk á eftirlaunum geti unnið án skerðinga í almannatryggingakerfinu og frítekjumark verði 100 þúsund krónur.\nÁhersluatriðin hafa þegar verið kynnt stjórnmálaflokkum, forystu launþegahreyfingarinnar og atvinnurekenda og sveitarstjórnum. Sérstaklega er tiltekið að skilja þurfi að lög um eldra fólk og öryrkja.\nÞá er talið brýnt að byggja upp búsetuform sem væri millistig milli búsetu á eigin heimili og dvalar á hjúkrunarheimili og að fjármunum í Framkvæmdasjóði aldraðra verði eingöngu varið til uppbyggingar, endurbóta og viðhalds stofnana fyrir eldra fólk. Jafnframt þurfi að tryggja að heilsugæsla verði vagga öldrunarþjónustu, með stóraukinni samvinnu ríkis og sveitarfélaga, og að fjárframlög taki mið af því. Forgangsmál sé að stofna öldrunargeðdeild og að meta framlag aðstandenda til umönnunar eldra fólks til launa með umönnunarálagi.","summary":null} {"year":"2021","id":"236","intro":"Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, viðurkenndi í gær að þýska ríkið hefði framið þjóðarmorð í Namibíu þegar ríkið var nýlenda Þýskalands. Um leið samþykktu stjórnvöld í Berlín að veita yfir milljarð evra í uppbyggingarstyrki til Namibíu. Namibísk stjórnvöld segja að viðurkenningin sé skref í rétta átt.","main":"Maas sagði í yfirlýsingu sinni að nú ætli Þjóðverjar að líta á atburðina í upphafi síðustu aldar út frá viðmiðum nútímans, þar hafi verið framið þjóðarmorð. Þýskir landnemar drápu tugþúsundir úr röðum Hereróa og Nama á milli áranna 1904 og 1908. Sagnfræðingar hafa kallað það fyrsta þjóðarmorð 20. aldar, að sögn AFP fréttastofunnar.\nSjóðurinn sem stjórnvöld í Berlín leggja fram til uppbyggingar í Namibíu eru nokkurs konar skaðabætur af hálfu Þýskalands að sögn Maas. Með þeim vilja Þjóðverjar styðja við uppbyggingu og þróun í landinu. Upphæðin, um 1,1 milljarðar evra, verður greidd út á 30 ára tímabili, hefur AFP fréttastofan eftir heimildamanni sínum tengdum málinu. Stærstur hluti upphæðarinnar á að koma afkomendum Hereoa og Nama til góða.\nÞjóðverjar tóku völd í Namibíu árið 1884 og héldu þeim til 1915. Hereoar risu upp gegn nýlenduherrum árið 1904, þar sem landnemarnir hirtu land og búfénað af þeim. Þeir drápu um hundrað landnema á sínum tíma, og ári síðar risu Namar gegn nýlenduherrunum. Þýski herforinginn Lothar von Trotha var sendur til þess að draga úr mótmælunum, og skipaði hann svo fyrir að þjóðunum skyldi útrýmt.","summary":null} {"year":"2021","id":"236","intro":"Meira en þrjátíu hektarar lands hafa orðið gróðureldum að bráð í kringum eldsstöðvarnar við Fagradalsfjall. Náttúrufræðistofnun Íslands endurmat nýverið umfang eldanna, sem hefur aukist töluvert.","main":"Eldgosið hefur nú staðið yfir í meira en tvo mánuði með tilheyrandi hraunflæði. Hraunið þekur nú meira en tvo ferkílómetra á svæðinu og stækkar ört dag frá degi. Gróðurelda við hraunið varð fyrst vart í byrjun maí og hefur Náttúrufræðistofnun Íslands mælt og metið eldana reglulega. Nú er talið að um 31 hektari hafi orðið eldum að bráð. Einn hektari þekur tíu þúsund fermetra, hundrað metra sinnum hundrað. Tíunda maí var stærð brunasvæðisins áætluð um 25 hektarar og er það mestmegnis mosinn hraungambri sem hefur brunnið. Náttúrufræðistofnun segir á vef sínum að í hraungambranum vaxi fáeinar tegundir æðplantna. Gróðurinn við gosstöðvarnar var skoðaður gaumgæfilega um miðjan maí til að meta hvað væri að hverfa undir hraun annars vegar, og hins vegar að brenna. Þá var það land sem hafði farið undir hraun að meiri hluta lítt gróið, melar og moldir. Gróflega áætlað var um þriðjungur þess lands sem nú er þakið nýju hrauni vel gróin mosaþemba og lyngmóar.\nNú hefur Náttúrufræðistofnun endurmetið umfang gróðureldanna og ljóst er að þurrkar maímánaðar hafa gert það að verkum að töluvert stærra svæði hefur brunnið síðan í byrjun maí, um níu hektarar til viðbótar. Gróflega áætlað höfðu um 340 tonn af gróðri brunnið í eldunum fyrir tíu dögum síðan. Eldarnir kvikna frá hraunjöðrum á grónu landi og út frá gjósku. Háu gosstrókarnir bera glóandi gjósku langt frá gígnum sem svíður mosann þar sem hún fellur til jarðar og vindur ýfir upp glóðina sem kraumar í mosanum. Úrkoma nær að slökkva eldana, en um leið og styttir upp virðast þeir kvikna að nýju. Náttúrufræðistofnun fylgist áfram með svæðinu og endurmetur reglulega útbreiðslu brunnins lands.","summary":null} {"year":"2021","id":"236","intro":"Alþjóðaflugmálastofnunin ætlar að rannsaka hvort Hvítrússar hafi brotið lög þegar þeir þvinguðu farþegaþotu Ryanair til að lenda í höfuðborginni Minsk. Tveir farþegar voru handteknir við komuna þangað.","main":"Alþjóðaflugmálastofnunin ætlar að rannsaka hvort lög um flugumferð hafi verið brotin þegar Hvítrússar þvinguðu farþegaþotu Ryanair til að lenda í höfuðborginni Minsk þegar hún var á leið frá Grikklandi til Litáens á sunnudag. Við komuna þangað var þekktur stjórnarandstæðingur tekinn höndum.\nHlutverk Alþjóðaflugmálastofnunarinnar er meðal annars að stuðla að auknu flugöryggi. Ákveðið var að taka málið til rannsóknar eftir að utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims skoruðu í gær á hana að taka til rannsóknar með hvaða hætti það gerðist að Hvítrússar skipuðu Ryanairþotunni að lenda á sunnudag. Í Minsk er fullyrt að upplýsingar hafi borist um að sprengja væri um borð. Það er dregið í efa, ekki síst í ljósi þess að tveir farþegar í þotunni, blaðamaðurinn og stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich og Sofia Sapega kærasta hans, voru handtekin við komuna til Minsk. Í framhaldi af þessu ákvað Evrópusambandið að herða refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi, mælast til þess að hvítrússneskum flugvélum yrði bannað að fljúga í lofthelgi aðildarlandanna og að flugfélög frá ESB-ríkjum hættu að fljúga um hvítrússneska lofthelgi. Nokkur hafa þegar orðið við því. Þotum frá Austrian Airlines og Air France hefur verið meinað að fljúga til Moskvu eftir að þau tilkynntu um breytta flugleið. Talsmaður rússnesku stjórnarinnar sagði í dag að það væri ekki af pólitískum ástæðum heldur tæknilegum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur boðið Alexander Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands, til viðræðna í Sochi síðar í dag. Fundurinn er sagður eiga að sýna stuðning Rússa við Hvítrússa á táknrænan hátt vegna viðbragða vestrænna ríkja.","summary":"Alþjóðaflugmálastofnunin ætlar að rannsaka hvort Hvítrússar hafi brotið lög þegar þeir þvinguðu farþegaþotu Ryanair til að lenda í höfuðborginni Minsk. Tveir farþegar voru handteknir við komuna þangað."} {"year":"2021","id":"236","intro":"Framlínustarfsmenn, sem staðið hafa lengi í broddi fylkingar í baráttunni við COVID-19 hér á landi, eiga á hættu að örmagnast andlega og kulna í starfi.","main":"Þetta segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Sjálf bauð hún sig fram í bakvarðasveit heilbrigðiskerfisins þegar faraldurinn stóð sem hæst. Álagið hafi komið fram með ýmsu móti, til að mynda í minni nánd milli sjúklinga og starfsmanna sem voru grímuklæddir í óþægilegum hlífðarbúnaði.\nÉg hef áhyggjur af að það sé ekki tekið nægilega vel utan um þessa starfsmenn sem eru búnir að vera lengi í framlínu. Það er ástæða fyrir því af því að ég upplifði það á eigin skinni hvernig þessu fólki leið þegar ég var að vinna þarna, og það var bara í stuttan tíma. En þetta fólk sem þarna er að vinna er að vinna með þetta veika fólk árum saman og þá uppsafnast ákveðin þreyta og óþol gagnvart því umhverfi sem það er búið að vera í og það er loksins að sjá fyrir endann á þessu álagi sem er búið að vera en það sem blasir við er áframhaldandi starf í þessu umhverfi.\nÞá hafi fólk sífellt óttast að bera smit inn á deildir, inn á eigin heimili og á milli samstarfsfólks.\nFólk sem var í þessari sjálfskipuðu sóttkví var ekki að hitta fjölskylduna sína og börnin sín af því að það þurfti jafnvel að gista á hóteli á milli vaktanna. Það varð til þess að álagið inni á heimilunum sem jafnan dreifðist á alla heimilismeðlimi, þá var það í höndum makans.","summary":null} {"year":"2021","id":"236","intro":"KSÍ tilkynnti í gærkvöldi að Ragnar Sigurðsson yrði ekki með íslenska landsliðinu í fótbolta í vináttuleikjum við Mexíkó, Færeyjar og Pólland. Liðið er komið til Dallas í Texas í Bandaríkjunum, þar sem vináttuleikur við Mexíkó fer fram 30. maí. Ekki verður kallaður til annar leikmaður í stað Ragnars.","main":"Ragnar Sigurðsson er fimmti leikmaðurinn sem dregur sig úr landsliðshópnum í vikunni en fyrir höfðu Arnór Ingvi Traustason, Rúnar Már Sigurjónsson, Viðar Örn Kjartansson og Kári Árnason tilkynnt að þeir yrðu ekki með liðinu í vináttuleikjunum þremur. Liðið mætti til Dallas á miðvikudag þar sem það hefur æft á æfingasvæði SMU háskólans. Leikurinn gegn Mexíkó fer fram aðfaranótt sunnudags á AT&T leikvanginum, heimavelli NFL liðsins Dallas Cowboys, þar sem búist er við allt að 40 þúsund áhorfendum.\nKeppni í Olísdeild karla í handbolta lauk í gærkvöld og ljóst er hvaða lið það verða sem mætast í úrslitakeppninni sem hefst 31. maí. Liðin sem mætast í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar eru því Haukar og Afturelding, FH og ÍBV, Valur og KA og loks Selfoss og Stjarnan. Tveir leikir verða spilaðir mánudagskvöldið 31. maí og 2 leikir þriðjudagskvöldið 1. júní. Tveir leikir eru spilaðir í hverju einvígi, heima og að heiman, og liðið sem hefur betur með samanlagðri markatölu kemst áfram í undanúrslit.\nValskonur eru komnar yfir 1-0 í úrslitaeinvíginu við Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Valur vann fyrsta leik liðanna sem fram fór í gærkvöld með þrettán stiga mun 58-45. Liðin mætast aftur á Ásvöllum á sunnudag klukkan korter yfir átta en vinna þarf þrjá leiki til þess að verða Íslandsmeistari.\nÞrátt fyrir markalaust jafntefli við botnlið Fylkis er Selfoss enn á toppi Pepsi Max deildar kvenna í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins. Liðið er með 13 stig, 1 stigi meira en Breiðablik í 2. Sæti. Breiðablik sigraði Val í 10 marka leik 7-3. Þór\/KA vann 2-1 sigur á nýliðum Tindastóls og ÍBV vann útisigur á Keflavík 2-1","summary":null} {"year":"2021","id":"236","intro":"Bóndi í Skagafirði hefur gripið til þess ráðs að vökva hjá sér túnin til að koma af stað einhverri sprettu. Hann segir að túnin séu að skrælna af þurrki, áburðurinn liggi á þeim og engin rigning sé í kortunum.","main":"Það hlýnaði snögglega á Norðurlandi eftir kalda daga og næturfrost síðustu vikur. Margir bændur hafa þegar borið á tún, bæði skít og tilbúinn áburð, en sprettan er lítil enda túnin þurr. Kristinn Sævarsson, bóndi á Hamri í Skagafirði, segir að túnin hafi þó grænkað eftir að það tók að hlýna.\nSvo þegar maður fer að labba um túnin og horfir ofan í svörðinn, þá sér maður að áburðurinn sem við bárum á fyrir tveimur til þremur vikum, hann liggur bara ennþá. Af því að það vantar vætuna til að skola honum niður.\nOg til að bæta úr því hefur hann nú gangsett vökvunarbúnað sem hann fjáfesti í fyrir tveimur árum, en hefur ekkert notað fyrr en nú.\nÞað verður bara vinnan næstu daga, það er að reyna að komast yfir eins mikið og við getum. Og þar sem við komumst í vatn og svoleiðis.\nLandareignin á Hamri er tæpir eitt hundrað hektarar og Kristinn segir að þótt dælan afkasti um 60 tonnum á klukkustund náist ekki að vökva nema tvo til fjóra hektara á dag.\nÞað þyrfti náttúruleg að vökva allt.\nSvona vökvunarbúnaður er almennt ekki til í íslenskum búskap, enda hafa bændur ekki talið réttlætanlegt að kaupa svo dýran búnað fyrir fá skipti. En vera má að það kunni að breytast miðað við hvernig staðan er núna. Því Kristinn segist strax sjá árangur þar sem búið er að vökva.\nMaður sér að áburðinum hefur skolað niður og útlitið á grasinu er strax betra. Svo bara vonast maður til þess að það fari að spretta meira.","summary":"Víða um land eru tún að skrælna af þurrki og ekkert sprettur þó búið sé að bera á. Bóndi í Skagafirði hefur gripið til þess ráðs að vökva hjá sér túnin til að koma einhverri sprettu af stað."} {"year":"2021","id":"237","intro":"Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir ekki útilokað að hægt verði að mæta rekstrarvanda hjúkrunarheimila í sérstöku fjáraukalagafrumvarpi fyrir þinglok. Ekki er gert ráð fyrir auknum fjárframlögum til reksturs heimilanna í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára.","main":"Flest hjúkrunarheimili landsins voru rekin með halla á árunum 2017 til 2019 samkvæmt skýrslu sem starfshópur á vegum heilbrigðisráðherra skilaði í síðasta mánuði. Í skýrslunni kom einnig fram að bæta þyrfti níu milljörðum króna á ári við fjárveitingar til reksturs hjúkrunarheimila til þess að þau gætu sinnt eðlilegri umönnun.\nÍ áliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára kemur fram að rekstrarvandi hjúkrunarheimila sé aðkallandi og við honum þurfi að bregðast. Ekki er þó gert ráð fyrir auknum fjárframlögum til reksturs heimilanna í fjármálaáætlun.\nWillum Þór Þórsson er formaður fjárlaganefndar Alþingis:\nÞetta er nú kannski tvíþætt. Í afgreiðslu fjármálaáætlunar er búið að áætla reksturinn til næstu fimm ára og uppbyggingu nýrra hjúkrunarrýma. Fjárlaganefnd bregst þar við og bætir við fjármagni til reksturs nýrra hjúkrunarrýma. Svo erum við með þessa skýrslu, þennan vanda, þennan aðkallandi vanda\num rekstrarafkomu hjúkrunarheimili það hallar verulega á. Þeim vanda yrði þá að mæta á þessu ári með fjáraukalögum og það er ekki útilokað\nEybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir í samtali við Morgunblaðið í dag að mörg hjúkrunarheimili stefni í gjaldþrot og því verði að bregðast við þessum vanda sem fyrst.\nWillum segir ekki útilokað að hægt verði bregðast við þessu áður en þingi lýkur í næsta mánuði.\nÞað eru fjölmargir þættir auðvitað sem að koma til í þessu og skýrslan er ágætis gagn í þá veru eins og ég segi það er ekki útilokað. Venjan er auðvitað sú að fjáraukalagafrumvarp komi að hausti en nú höfum við til að mynda síðasta árið í gegnum Covid afgreitt fimm fjáraukalagafrumvörp til þess að mæta covid\nkostnaði til þess að halda gagnsæi utan um þau útgjöld þannig að það er ekki útilokað við getum afgreitt fjáraukalagafrumvarp fyrir þinglok","summary":"Formaður fjárlaganefndar Alþingis útilokar ekki að hægt verði að samþykkja aukna fjárveitingu til hjúkrunarheimila í næsta mánuði til að mæta rekstrarvanda þeirra. "} {"year":"2021","id":"237","intro":"Engin kennsla verður í húsnæði Fossvogsskóla næsta vetur á meðan ráðist verður í umfangsmiklar endurbætur vegna myglu og raka í byggingum skólans. Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar segir hug sinn vera hjá foreldrum vegna þess mikla róts sem börnin hafa glímt við.","main":"Byggingar Fossvogsskóla voru fyrst rýmdar fyrir rúmum tveimur árum, eftir að raki og mygla greindist í húsnæðinu. Reykjavíkurborg réðst í framkvæmdir fyrir rúmar hundrað milljónir, sem nú er ljóst að duga ekki til. Nú verður farið í gagngerar endurbætur á öllum byggingum skólans og því fer engin kennsla þar fram næsta vetur. Skúli Helgason er formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.\nÞað má alveg segja að það séu ákveðin vonbrigði, en mér finnst líka mikilvægt að þessi ítarlega úttekt hefur fundið skýr merki um aðgerðir sem þurfi að ráðast í til þess að komast endanlega fyrir þennan vanda sem Fossvogsskóli hefur verið í. Þá er verkefnið einfaldlega að fara hratt og vel í að laga það sem ekki er í lagi og ráðast í umfangsmiklar aðgerðir svo húsnæði Fossvogsskóla verði fullnægjandi til langrar framtíðar.\nValgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að taka hefði þurft fastar á málinu frá byrjun.\nOg það að staðan sé þessi að það þurfi að endurnýja skólann frá A til Ö núna, það finnst mér óásættanlegt.\nÞetta húsnæði er auðvitað 50 ára gamalt og kominn tími á ákveðna uppfærslu. Það er ákveðinn lærdómur sem við getum dregið af þessu ferli, að menn þurfa að stíga fastar og hraðar inn í mál sem þessi\nKostnaður við framkvæmdirnar liggur ekki fyrir og heldur ekki tilhögun skólastarfs á næsta ári, en kennsla var flutt yfir í Korpuskóla í vor.\nSá kostur liggur á borðinu en það er mikilvægt að heyra hvað foreldrum og starfsfólki hugnast best. Minn hugur er með foreldrum, þetta er ekki skemmtilegt mál að þurfa að fara í gegnum.","summary":null} {"year":"2021","id":"237","intro":"Kínverjar lýsa yfir vanþóknun sinni á að Bandaríkjamenn séu á ný farnir að gera sér í hugarlund að kórónuveiran sem veldur COVID-19 hafi orðið til á kínverskri rannsóknarstofu. Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað leyniþjónustustofnunum landsins að komast að uppruna veirunnar.","main":"Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur gefið leyniþjónustustofnunum landsins þriggja mánaða frest til að komast að því hvort kórónuveiran sem veldur COVID-19 hafi orðið til á rannsóknastofu í borginni Wuhan í Kína. Kínversk stjórnvöld lýsa yfir vanþóknun sinni á að sú hugmynd sé komin á kreik á ný.\nJoe Biden hefur til þessa verið þeirrar skoðunar að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin ætti að annast leitina að uppruna veirunnar. Sérfræðingar hennar og kínverskra stjórnvalda komust að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að líklegasta skýringin væri sú að hún hefði borist í menn úr leðurblökum gegnum þriðja hýsil. Forstjóri stofnunarinnar var þó ekki sannfærður og vildi að rannsóknum yrði haldið áfram, þar sem erfitt hefði verið að fá frumgögn frá Kínverjum til að komast að endanlegri niðurstöðu. Sögur um að veiran eigi uppruna sinn á kínverskri rannsóknarstofu hafa komist á kreik síðustu daga, einkum eftir að Antony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna og aðalráðgjafi Joes Bidens forseta í heilbrigðismálum, sagðist ekki vilja útiloka þann möguleika. Biden hefur því skipað leyniþjónustustofnunum landsins að komast til botns í málinu.\nAf því tilefni lýstu stjórnvöld í Peking því yfir að enn á ný heyrðust tilhæfulausar yfirlýsingar um uppruna veirunnar. Á það var minnt að bandaríska leyniþjónustan ætti sér dökka fortíð og var með því vísað til tilhæfulausra ásakana hennar um efnavopnaeign Írakshers fyrr á öldinni.","summary":"Kínverjar lýsa vanþóknun á að Bandaríkjamenn séu á ný farnir að gera sér í hugarlund að COVID-19 megi rekja til kínverskrar rannsóknarstofu. Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað leyniþjónustustofnunum að komast að uppruna veirunnar. "} {"year":"2021","id":"237","intro":"Dynjandisþjóðgarður og Vesturgarður eru meðal þeirra nafna sem hægt er að kjósa um fyrir fyrirhugaðan þjóðgarð á sunnanverðum Vestfjörðum. Fimm nöfn koma til greina en stefnt er að því að þjóðgarðurinn verði stofnaður eftir þrjár vikur.","main":"Hin nöfnin sem valið stendur á milli eru Vestfjarðaþjóðgarður, Arnargarður eða þjóðgarðurinn Gláma, sem vísar til Glámuhálendis og jökuls sem var þar áður fyrr. Kosningin fer fram á vef Umhverfisstofnunar og geta allir tekið þátt. Byrjað er að vinna úr þeirri tuttugu og einni athugasemd sem barst við tillögu að friðlýsingu þjóðgarðsins en frestur til þess að gera athugasemdir rann út í gær.\nÞjóðgarðurinn yrði sá fyrsti á Vestfjarðakjálka. Innan hans yrðu náttúruvættin tvö, Dynjandi og Surtarbrandsgil. Sömuleiðis Vatnsfjörður, sem var friðaður 1975 og Geirþjófsfjörður, sögusvið Gísla sögu Súrssonar - og einnig Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar, en vígsla garðsins er fyrirhuguð á fæðingardegi hans, sautjánda júní.","summary":null} {"year":"2021","id":"237","intro":"Karlalið Hamars er Íslandsmeistari í blaki. Hamar mætti KA í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í gær.","main":"Hamarsmenn höfðu borið höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni í vetur. Þeir kórónuðu svo tímabilið með öruggum sigri á KA í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu á Akureyri í gærkvöld, þegar liðið vann 3-0 útisigur. Hamar vann því þrefalt í vetur en auk þess að verða deildar- og Íslandsmeistari, tryggði Hamar sér bikarmeistaratitilinn fyrr á árinu. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Hvergerðinga í liðsíþrótt.\nSagði Hafsteinn Valdimarsson, fyrirliði Hamars, eftir leikinn í gærkvöld.\nValur tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna. Valur vann Fram örugglega í öðrum leik liðanna í undanúrslitum 24-19. Valur mætir annaðhvort deildarmeisturum KA\/Þórs eða ÍBV í úrslitum.\nÞór Þorlákshöfn er komið í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þór frá Þorlákshöfn vann sannfærandi útisigur á Þór frá Akureyri í gærkvöld 98-66 og eru því komnir með þrjá sigra í einvíginu. Í hinum leik gærkvöldsins í 8-liða úrslitum mættust Valur og KR. KR hefði því getað tryggt sér sæti í undanúrslitin í gær. Það tókst hins vegar ekki og Valur vann með sex stigum, 88-82, og fram undan er því oddaleikur annað kvöld.\nOg spænska félagið Villareal er Evrópudeildarmeistari í fótbolta, eftir sigur á Manchester United í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum í gær. Vítaspyrnukeppnin fór í bráðabana og lauk ekki fyrr en á elleftu spyrnu United, þegar David De Gea klúðraði sinni spyrnu, og Villareal tryggði sér með því fyrsta Evrópudeildartitil félagsins í sögunni.","summary":null} {"year":"2021","id":"237","intro":"Íslandsbanki samþykkti á hluthafafundi í gær að gefa Listasafni Íslands og öðrum viðurkenndum söfnum hér á landi rúmlega 200 listaverk sem eru í eigu bankans. Safnstjóri Listasafns Íslands líkir þessu við hvalreka.","main":"Íslandsbanki er að fullu í eigu ríkisins en til stendur að selja minnst 25 prósenta hlut í bankanum í hlutafjárútboði sem á að hefjast í lok næsta mánaðar. Í kjölfarið verður bankinn svo skráður í Kauphöllina.\nBankinn á nú 203 listaverk og á hluthafafundinum í gær var samþykkt að gefa þau öll til Listasafns Íslands og annarra viðurkenndra safna með þeim skilmálum að bankinn hafi áfram í sinni vörslu 51 verk sem hann hefur til sýnis í sinni starfsemi.\nHarpa Þórsdóttir er safnstjóri Listasafns Íslands.\nJá þetta er alveg, við getum bara sagt hvalreki fyrir okkar safn\nÞarna er mjög ríkuleg safneign sem Íslandsbanki hefur safnað á löngum tíma\nHarpa segir þetta vera listaverk eftir helstu listamenn þjóðarinnar fyrr og síðar.\nÞetta eru okkar frumherjar. Þetta eru listamenn eins og Þórarinn B. Þorláksson, Kjarval, Jón Stefánsson, Kristín Jónsdóttir, Scheving. Í rauninni er þetta úrval allra listamanna í íslenskri listasögu\nListasafn Íslands mun einnig hafa það hlutverk ráðstafa verkum til annarra safna í landinu.\nég myndi bara segja að þetta eru ómetanleg menningarverðmæti","summary":"Íslandsbanki ætlar að gefa Listasafni Íslands og og fleiri söfnum rúmlega 200 verk úr safni bankans, eftir helstu listamenn þjóðarinnar fyrr og síðar. "} {"year":"2021","id":"237","intro":"Íslendingar eiga heimsmet í skerðingum í almannatryggingakerfinu að mati skýrsluhöfunda á vegum stéttarfélagsins Eflingar.","main":"Skýrslan var kynnt í gær á málþingi Öryrkjabandalagsins. Hún var unnin af Stefáni Ólafssyni, sérfræðingi Eflingar og Stefáni Andra Stefánssyni. Þar segir að skerðingar í almannatryggingakerfinu á Íslandi séu óhóflegar og fari nærri því að vera heimsmet. Miklar skerðingar komi meðal annars fram í að útgjöld hins opinbera vegna lífeyrisgreiðslna eru óvenju lág eða þau fimmtu lægstu meðal OECD-ríkjanna. Önnur afleiðing er að á bilinu 25 til 50% íslenskra lífeyrisþega glíma við lágtekjuvanda, eftir því hvar lágtekjumörkin eru dregin. Þá segir að með óvenju harkalegum skerðingum skeri Íslendingar sig talsvert frá hinum Norðurlandaþjóðunum og líkist íslenska velferðarkerfið fremur engilsaxneskum velferðarkerfum en þeim norrænu hvað þetta snertir.\nÍ skýrslunni eru lögð fram gögn um virkni almannatrygginga og lífeyrissjóða og sýnt fram á hvernig kjörum kerfið skilar lífeyrisþegum sem og þeim sem fara á lífeyri á næstu árum. Lagt er til að frítekjumark lífeyrissjóðstekna verði hækkað í minnst 100.000 kr. á mánuði auk þess sem hámarks lífeyrir frá Tryggingastofnun fyrir einstaklinga hækki úr rúmum 333 þúsund krónum í 375.000 kr. á mánuði og samsvarandi fyrir sambúðarfólk. Þá er einnig lagt til að lífeyriskjör öryrkja og ellilífeyrisþega verði samræmd, sem og að frítekjumark vegna atvinnutekna verði aldrei lægra en sem nemur lágmarkslaunum á vinnumarkaði.","summary":null} {"year":"2021","id":"237","intro":"Landssamband smábátaeigenda vill að sjómenn sem veiða umfram leyfilegan dagskammt á strandveiðum fái tækifæri næsta veiðidag til að leiðrétta skekkjuna. Í maí hefur strandveiðiflotinn veitt rúm 26 tonn umfram leyfilegan afla.","main":"Hámarksafli hvern dag á strandveiðum er 650 þorskígildi sem jafnast á við 774 kíló af óslægðum þorski. Verðmæti fyrir allan afla sem er umfram þessi mörk rennur beint í ríkissjóð auk þess sem umframaflinn dregst frá heildarkvóta tímabilsins.\nSegir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Sambandið hefur nú lagt til að tekin verði upp sú regla að þegar sjómenn fari yfir dagskammtinn gefist þeim svigrúm til að leiðrétta það næsta veiðidag á eftir. Menn missi þó þennan rétt ef aflinn fari yfir 800 kíló eftir daginn.\nStrandveiðitímabilið hófst þriðja maí og nú á síðasta veiðidegi mánaðarins er umframaflinn orðinn tæp 26 tonn. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu hefur þetta þó farið minnkandi eftir að þar var farið að birta lista með nöfnum þeirra báta sem landa umfram leyfilegan dagskammt. Örn er þó vongóður um að þeirra tillögur verði samþykktar.","summary":"Landssamband smábátaeigenda leggur til að strandveiðimenn sem veiða umfram leyfilegan dagskammt geti leiðrétt það í næsta róðri. Verðmæti fyrir umframaflann renni í ríkissjóð og skerði heildarkvóta tímabilsins. "} {"year":"2021","id":"238","intro":"Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að aukinnar bjartsýni gæti meðal ferðaþjónustufyrirtækja með komandi ferðasumar. Von er á auknum fjölda erlendra ferðamanna og þá er vonast til þess að landsmenn nýti nýja ferðaávísun til ferðalaga innanlands.","main":"Allir einstaklingar, 18 ára og eldri með lögheimili hér á landi, fá nýja fimm þúsund króna ferðagjöf samkvæmt frumvarpi sem Alþingi samþykkti í gær. Sú gamla rennur út um næstu mánaðamót.\nBjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar bindur vonir við að þetta skili svipuðum árangri og í fyrra þegar landsmenn lögðu í tugþúsunda tali land undir fót.\nVið höfum fulla trú á því að þetta hvetji fólk til að ferðast um landið og kaupa þjónustu og leiði jafnvel til þess að fólk kaupi meiri þjónustu en það ætlaði, sem er gríðarlega mikilvægt fyrir ferðaþjónustufyrirtæki út um allt land. En nú fer erlendum ferðamönnum fjölgandi er sama þörf fyrir svona ferðaávísun í ár eins og var í fyrra?\nJá ég myndi telja það. Þessi fyrirtæki eru flest búin að þreyja þorrann mjög lengi og vera mörg hver tekjulaus hátt í heilt ár. Þannig að það veitir ekki af öllum viðskiptum sem bjóðast.\nSpár gera ráð fyrir að rúmlega 700 þúsund erlendir ferðamenn komi hingað til lands í ár. Bjarnheiður segir að aukinnar bjartsýni gæti nú meðal ferðaþjónustufyrirtækja þó enn geti brugðið til beggja vona.\nÞað er að lifna yfir þessu öllu saman. Fólki sem er að vinna í ferðaþjónustunni ber saman um að það eru jákvæðar blikur á lofti. Bandaríkjamenn eru að koma mjög sterkir inn þessa dagana. Í rauninni mjög mikið af bókunum frá þeim og þeir eru farnir að koma til landsins.\nVið búumst við að Bretar fylgi í kjölfarið núna mjög fljótlega og það sem meira er þá er Evrópumarkaðurinn farinn að rumska líka þannig að við vonum svo sannarlega að síðsumars förum við að sjá meira af gestum frá Mið-Evrópu líka","summary":null} {"year":"2021","id":"238","intro":"Ljósleiðari sem lagður var í tilraunaskyni við varnargarðana í Nafnlausa dalnum virkar enn þótt hann sé kominn undir hraun. Það gefur góð fyrirheit um að ljósleiðarinn í Nátthaga sé ekki ónýtur þó að hraunið nái þangað.","main":"Þegar varnargarðarnir voru gerðir, fyrr í þessum mánuði, var ákveðið að gera tilraun með að leggja ljósleiðara framan við hraunið til að sjá hvort að hann myndi slitna eða skemmast þegar hraunið rynni yfir hann. Ljósleiðarinn var grafinn á þriðjudag í seinustu viku og á föstudag fór hraunið yfir hann. Daði Sigurðarson er sviðstjóri hjá Mílu.\nHann er bara undir hrauni og er búinn að liggja undir hrauni í að verða sjö sólarhringa. Virkni hans er bara eðlileg, hann virkar sem skyldi. Það lítum við á sem mjög jákvætt. Þá erum við að minnsta kosti komin með þá reynslu að ljósleiðari sem liggur á þessu dýpi, 70 cm eða meira, hann virkar þá eftir viku. Vitið þið hvað það er mikið hraun ofan á ljósleiðaranum? Ég tel það vera bara eins og hæð varnargarðanna en skilst að það sé enn um fjórir metrar við eystri varnargarðana svo það er fjögurra metra farg ofan á.\nHraunið rennur stöðugt í Nátthaga og ef gosið heldur áfram er líklegt að það nái að Suðurstrandarvegi á næstu vikum eða mánuðum. Við Suðurstrandarveg er ljósleiðari í notkun en nái hraunið þangað er ekki þar með sagt að hann skemmist.\nÞetta gefur okkur alla vega vísbendingu um að hann þoli talsvert. Við erum nýbúin að vera að sóna hann og kanna dýpið á honum þar sem hann liggur syðst í Nátthaganum og hann er alls staðar á réttu dýpi, rúmlega 70 cm eða upp í einn metra og það gefur okkur von um að hann þoli þetta álag þegar hraunið rennur yfir.","summary":"Ljós skín enn í gegnum ljósleiðarann sem lagður var í tilraunaskyni við varnargarðinn í Nafnlausa dalnum. Tilraunin gefur góð fyrirheit um að ljósleiðarinn í Nátthaga eyðileggist ekki þótt hann fari undir hraun. "} {"year":"2021","id":"238","intro":"Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að viðbrögð annarra ríkja síðustu daga, í kjölfar þess að farþegaþotu á leið frá Grikklandi til Litáens var gert að lenda í Minsk í Hvíta-Rússlandi á sunnudag, hafi gengið of langt.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"238","intro":"Spáð er áframhaldandi hækkunum á fasteignaverði og hraðri fjölgun ferðamanna í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka sem birt var í morgun.","main":"Sérfræðingar bankans líta svo á að botni kórónukreppunnar sé þegar náð og spá tveggja komma sjö prósenta hagvexti í ár eftir 6,6 prósenta samdrátt í fyrra. Þetta er heldur hægari bati en í janúarspá bankans en á næsta ári verður hagkerfið komið á fullt skrið og þá gert ráð fyrir 4,9 prósenta hagvexti.\nÞar munar mestu um fjölgun ferðamanna. Áætlað er að þeir verði 700 þúsund í ár, 1,3 milljónir á næsta ári og ein og hálf milljón árið 2023. Það er því enn nokkuð langt í að fjöldi ferðamanna nái tveimur milljónum líkt og fyrir faraldurinn.\nSamhliða fjölgun ferðamanna er því spáð að krónan styrkist sem um leið dregur úr verðbólgu sem er nú 4,6 prósent og hefur ekki mælst meiri í átta ár. Telur Íslandsbanki að toppnum sé náð og að verðbólga á æsta ári verði 2,6 prósent.\nAtvinnuleysi var 11,3 prósent í upphafi árs og er því spáð að það hjaðni hratt, það verði 5,3 prósent að jafnaði á næsta ári og 3,6 prósent árið 2023.\nÞá er ekkert lát á hækkunum á fasteignamarkaði. Það sem af er ári hefur verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 7,8 prósent og verð á fjölbýli 4,3 prósent. Lágir vextir og skortur á nýju húsnæði heldur áfram að þrýsta verðinu upp á við og er því spáð að hækkunin í ár verði 11,3 og 6,7 prósent á næsta ári.","summary":null} {"year":"2021","id":"238","intro":"Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er á því að hið opinbera eigi að sjá um rekstur sjúkrahúsa og annarra stórra eininga innan heilbrigðiskerfisins. Þá er mikill vilji fyrir því að ríkið auki útgjöld til heilbrigðismála.","main":"Þetta eru niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar sem kynnt var á fundi BSRB um heilbrigðismál í morgun. Í henni kemur meðal annars fram að átta af hverjum tíu Íslendingum eru þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi fyrst og fremst að reka sjúkrahús. Einnig er mikill stuðningur fyrir opinberum rekstri heilsugæslu og hjúkrunarheimila en innan við fjögur prósent aðspurðra eru á því að þessi rekstur eigi fyrst og fremst heima hjá einkaaðilum.\nMeiri stuðningur er við blandaðan rekstur sjúkraþjálfunar, sálfræðiþjónustu, læknastofa og tannlækninga fullorðinna, en mikill meirihluti er hins vegar á því að hið opinbera sjái um tannlækningar barna. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, kynnti niðurstöður könnunarinnar.\nÞað virðist vera þessi almenna afstaða, að þetta sé á ábyrgð hins opinbera. Heilbrigðisþjónustan sé þess eðlis og með þeim hætti að hið opinbera eigi að skipuleggja hana, fjármagna hana og að miklu leyti, ekki eingöngu en að miklu leyti, eigi að reka hana, standa fyrir rekstri hennar. Og við sjáum að þetta er mest áberandi varðandi stærstu rekstrareiningarnar. Og ef fjármögnunin er skýr að þessu leyti, að viðhorfið er það að hið opinbera eigi að veita meira fé en nú er til heilbrigðismála.\nÞar vísar Rúnar til þess að 78 prósent aðspurðra vilja að hið opinbera veiti meira fé til heilbrigðisþjónustu en nú er gert. Útgjöld til heilbrigðismála eru nú 8,8 prósent af landsframleiðslu sem er nokkuð minna en annars staðar á Norðurlöndum en yfir meðaltali Evrópuríkja.","summary":"Ný könnun leiðir í ljós að stór hluti Íslendinga vill að hið opinbera sjái um rekstur sjúkrahúsa og heilsugæslu. Átta af hverjum tíu Íslendingum vilja að ríkið veiti meira fé til heilbrigðismála. "} {"year":"2021","id":"238","intro":"Mikill fjöldi bíla var í Laugardalnum fyrir hádegi enda von á nærri átta þúsund manns í bólusetningu.","main":"Yfir! Góðan daginn. Góðan dag. Hvorum megin viltu? Hérna.\nSkipulagið í Laugardalshöllinni er afar gott og bólusetning gengur hratt. Hjúkrunarfræðingar fara með hjólaborð á milli sætaraða og allir á sama tíma því sá sem stjórnar kallar \"yfir\" þegar farið er að næstu röð og þar situr fólk tilbúið með beran upphandlegginn.\n7700 skammt af Pfizer verða notaðir í dag. Aðstandendur langveikra verða bólusettir og fólk sem búið er að fá fyrri sprautuna. Svo er alltaf nokkur spenna um hádegisbil því ef það eru til aukaskammtar þá eru send sms skilaboð og þá gildir að vera fljótur að koma sér í Höllina því skilaboð eru send á fleiri en skammtar eru til fyrir.\nÁ morgun verður bólusett með nærri 3000 skömmtum af AstraZeneca fyrir þau sem þurfa seinni sprautu.\nUmferðin gengur mjög hægt í Laugardalnum og má minna á að líka er hægt að komast í dalinn frá gatnamótum Suðurlandsbrautar og Grensásvegar. Mikil bið er hins vegar á beygjuljósinu á Suðurlandsbraut niður á Reykjaveg.\nBólusetningardagar eru einu dagarnir sem hægt er að leggja upp á grasi því lögreglan sektar ekki fyrir það.","summary":null} {"year":"2021","id":"238","intro":"Þekktum andlitum í landsliðshópi karlalandsliðs Íslands í fótbolta fækkar enn. Í dag varð ljóst að þrír leikmenn hefðu dregið sig út úr hópnum fyrir þrjá vináttuleiki landsliðsins sem framundan eru.","main":"Arnór Ingvi Traustason, Rúnar Már Sigurjónsson og Viðar Örn Kjartansson hafa allir dregið sig út úr landsliðshóp Íslands fyrir þrjá vináttuleiki sem fram undan eru hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Ísland mætir Mexíkó í Texas 30. maí og svo Færeyjum 4. júní og Póllandi 8. júní. Allir leikir verða spilaðir á útivelli.\nArnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands tilkynnti um forföll Arnórs, Rúnars og Viðars í dag að því er fram kemur á mbl.is. Í gær greindi Kári Árnason frá því að hann hefði dregið sig úr landsliðshópnum af ótta við COVID-19. Áður var ljóst að Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Alfreð Finnbogason, Hannes Þór Halldórsson og Guðlaugur Victor Pálsson yrðu ekki með landsliðinu í vináttuleikjunum fram undan. Þá var ljóst að Ari Freyr Skúlason og Hörður Björgvin Magnússon væru meiddir. Það verða því margir nýir og reynsluminni landsliðsmenn sem fá tækifæri í búningi Íslands í leikjunum.\nVíkingi mistókst að jafna Íslandsmeistara Vals á toppi úrvalsdeildar karla í fótbolta í gærkvöld. Víkingur gerði 2-2 jafntefli við Fylki og hefur eftir leikinn 14 stig í 2. sæti deildarinnar. Valur er einn á toppnum með 16 stig að loknum sex umferðum. KR og HK gerðu 1-1 jafntefli og nýliðar Leiknis unnu frækinn 2-1 sigur á FH. Þetta var annar sigur Leiknis á leiktíðinni.\nÍ körfuboltanum kræktu Grindvíkingar í oddaleik á móti Stjörnunni í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla. Grindavík vann fjórða leik liðanna í gærkvöld með 95 stigum gegn 92. Þór Þorlákshöfn og KR geta bæði komið sér í undanúrslitin í kvöld. Til þess þarf Þór þá að vinna nafna sína frá Akureyri og KR þarf að vinna Val. Takist það ekki verða oddaleikir líka í þeim einvígjum. Keflavík er eina liðið sem þegar hefur tryggt sig í undanúrslitin eftir að hafa slegið Tindastól út 3-0.","summary":"Þrír leikmenn hafa dregið sig út úr karlalandsliðinu í fótbolta fyrir vináttuleiki landsliðsins sem framundan eru. "} {"year":"2021","id":"238","intro":"Brýnt er að taka á kjara- og búsetumálum aldraðra, segir fráfarandi formaður landssambands þeirra. Kjör þeirra hafi ekki fylgt verðlagsþróun og það sé mannréttindabrot.","main":"Landssamband eldri borgara heldur nú landsfund á Selfossi. Eftir hádegið verður nefndastarf þar sem fjallað verður um kjör, velferð, heilbrigði og fleira.\nBrýnustu málin hjá okkur eru og hafa verið og verða kjaramálin. Og síðan í velferðarmálunum förum við yfir sviðið og það náttúrlega er mikið rætt um fjölbreyttari búsetu til þess líka að draga úr þörfinni á hjúkrunarheimilum. Allir vilja að við búum sem lengst heima en það vantar aukna aðstoð við það.\nSegir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, fráfarandi formaður Landssambands eldri borgara. Hún lætur af því embætti á fundinum síðar í dag. Þórunn segir að stjórnvöld hafi skilning á málinu en það vanti að efla heimaþjónustu. Við vandann bætist að heimahjúkrun heyri undir ríkið, en heimaþjónustan undir sveitarfélög, þannig að kerfin spili ekki vel saman nema í Reykjavík.Hvað kjörin varðar þá eru skerðingar á greiðslum vegna lífeyrissjóðstekna og annars áfram vandamál. Þá segir hún að með lögum frá 2017 hafi verið kveðið á um 25 þúsund króna mark á aðrar tekjur, en það hafi ekki fylgt verðlagsþróun og kjörin hafi því versnað síðan lögin voru sett og það sama gildi um frítekjumark vegna atvinnutekna sem er 100 þúsund krónur. Þetta segir Þórunn að sé mannréttindabrot. Binda þurfi þessi skilyrði við vísitölu.\nOg við höfum fengið frekar góðan hljómgrunn fyrir því hjá fleiri en einum og fleiri en tveimur ráðherrum. Þetta virðist frekar vera einhver handvömm, ég þori nú ekki að fullyrða meira, en alla vega er það svona og það er bara mjög vont mál.","summary":"Fráfarandi formaður Landssambands eldri borgara segir að kjara- og búsetumál aldraðra séu brýnustu málin. Versnandi kjör eldri borgara séu mannréttindabrot. Landsfundur sambandsins stendur nú yfir."} {"year":"2021","id":"239","intro":"Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna krefst þess að Hvítrússar láti stjórnarandstæðinginn Roman Protasevich lausan þegar í stað. Breskum flugfélögum hafa verið gefin fyrirmæli um að fljúga ekki um hvítrússneska lofthelgi.","main":"Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna krefst þess að ráðamenn í Hvíta-Rússlandi láti stjórnarandstæðinginn Roman Protasevich lausan úr haldi þegar í stað. Hið sama gerir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Bresk flugfélög hafa fengið fyrirmæli um að fljúga ekki um hvítrússneska lofthelgi.\nStjórnvöld vestrænna ríkja saka Hvítrússa um að hafa rænt farþegaþotu Ryanair þegar hún var á leið frá Grikklandi til Litáens á sunnudag og þvingað hana til að lenda í höfuðborginni Minsk til að geta handtekið stjórnarandstæðinginn Roman Protasevich og unnustu hans. Leiðtogar Evrópusambandsríkja ákváðu í gær að herða refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi og bönnuðu hvítrússneskum flugvélum að fljúga um lofthelgi ESB-ríkja. Einnig var því beint til evrópskra flugfélaga að fljúga ekki um lofthelgi Hvíta-Rússlands. Nokkur flugfélög hafa þegar orðið við þessu, svo sem SAS, Lufthansa, Finnair og nú síðast Air France. Þá hefur Singapore Airlines tilkynnt að vélar félagsins fari aðra leið.\nMannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna bættist í dag í hóp þeirra sem krefjast þess að Roman Protasevich og unnustu hans verði sleppt þegar í stað. Talsmaður stofnunarinnar sagði á fundi með fréttamönnum að fólki væri brugðið við tíðindin. Öllum ætti að vera ljóst að lög hefðu verið brotin. Þá krafðist Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þess á Twitter að Protasevich yrði umsvifalaust sleppt. Breskum flugfélögum hafa verið gefin fyrirmæli um að fljúga ekki um hvítrússneska lofthelgi.","summary":"Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðnna krefst þess að Hvítrússar láti stjórnarandstæðinginn Roman Protasevich lausan þegar í stað. Breskum flugfélögum hafa verið gefin fyrirmæli um að fljúga ekki um hvítrússneska lofthelgi."} {"year":"2021","id":"239","intro":"Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun alla liðsmenn Sigur Rósar í umfangsmiklu skattsvikamáli. Þá var Jón Þór Birgisson, söngvari sveitarinnar, einnig sýknaður af ákæru um skattsvik í tengslum við samlagsfélagið Frakk. Sakarkostnaður upp á nærri 56 milljónir króna greiðist úr ríkissjóði.","main":"Allir liðsmenn Sigur Rósar nema Kjartan Sveinsson voru ákærðir fyrir meiri háttar skattalagabrot með því að hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum gjaldárin 2011 til 2014. Kjartan var í ákæru sagður hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum árin 2012 og 2014.\nÞá var Jón Þór Birgisson, söngvari sveitarinnar, einn ákærður fyrir 190 milljóna króna skattsvik í tengslum við samlagsfélag sitt Frakk.\nHéraðsdómur horfði til nýrra laga sem samþykkt voru á Alþingi í apríl þar sem bann er lagt við tvöfaldri refsingu. Vísar hann meðal annars til nefndarálits meirihluta efnhags- og viðskiptanefndar Alþingis þar sem talið var að í ljósi ítrekaðra aðfinnslna mannréttindadómstólsins væri lítið svigrúm til að túlka vafa öðruvísi en sakborningum í hag.\nDómurinn taldi að ef liðsmenn Sigur Rósar yrðu sakfelldir væri það tvöföld refsing sem löggjafinn hefði nú bannað.\nÍ dómnum yfir Jóni Þór er dómarinn nokkuð afdráttalausari. Þar segir hann að söngvarinn hafi gert það sem í hans valdi stóð til að tryggja að skattamál Frakks væru í réttu horfi. Hann hafi ráðið til sín sérfróðan aðila sem greindi honum ekki frá vanskilunum. Þótt það leysti hann ekki undan ábyrgð væri ósannað að hann hefði sýnt af sér stórfellt gáleysi\nMálið vakti heimsathygli enda er Sigur Rós sú íslenska hljómsveit sem lengst hefur náð. Eignir að verðmæti tæpra 800 milljóna króna voru kyrrsettar um tíma en þetta voru fasteignir, ökutæki, bankareikningar og hlutafé í fyrirtækjum.","summary":null} {"year":"2021","id":"239","intro":"Angjelin Sterkaj hélt því fram fyrir dómi í morgun að hann hefði myrt Armando Beqiri Bekíræ einn síns liðs. Hin þrjú, sem ákærð eru í málinu, neita öll sök.","main":"Ákæra í Rauðagerðismálinu var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fjögur eru ákærð fyrir manndráp en aðeins einn sakborninga, Murat Selivrada, mætti fyrir dóminn. Angjelin Sterkaj og Shpetim Qerimi tóku afstöðu í gegnum fjarfundarbúnað frá fangelsinu á Hólmsheiði. Angjelin hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn en Shpetim afplánar eldri dóm. Fjórði sakborningurinn, Claudia Sofia Carvalho, mætti ekki.\nAngjelin lýsti sig sekan af ákærunni og bætti við að hann hefði framið verknaðinn einn síns liðs. Aðrir sakborningar lýstu yfir sakleysi sínu.\nÍ ákæru saksóknara er því lýst hvar Murat fyrirskipaði Claudiu að fylgjast með ferðum Armandos Bekíræ á Rauðarárstíg og láta vita þegar hreyfing yrði á ferðum hans. Þeir Angjelin og Shpetim hefðu setið fyrir honum í Rauðagerði og veitt honum eftirför að heimili hans. Þegar Armando kom út úr bílskúr eftir að hafa lagt bíl sínum hefði Angjelin skotið hann níu sinnum með skammbyssu. Angjelin og Shpetim hefðu svo flúið vettvang, hent skotvopninu í sjóinn í Kollafirði og keyrt í Skagafjörð.\nTæknilegir örðugleikar settu svip sinn á þinghaldið í morgun þar sem erfiðlega gekk að ná sambandi við fangelsið á Hólmsheiði. Ekki minnkaði flækjustigið við það að túlkur sakborninga var í sóttkví og þurfti að túlka í gegnum fjarfundabúnað.\nAðalmeðferð í málinu hefst 13. september. Það vekur athygli að öll fjögur eru ákærð fyrir manndráp þótt fyrir liggi að hlutur þeirra er mismikill. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari í málinu, segir ákæruvaldið líta svo á að þau hafi öll átt þátt í verknaðinum.\nÁkæruvaldið leggur upp með það að þetta sé samverknaður og það er ákært fyrir það, svokölluð verkskipt aðild þar sem menn skipta í rauninni með sér verkum. Það er uppleggið.\nKolbrún segir ekki koma á óvart að aðrir sakborningar en Angjelin hafi lýst yfir sakleysi en ákæruvaldið muni reyna að sanna ásetning sakborninga og varpa ljósi á gjörðir hvers og eins.","summary":null} {"year":"2021","id":"239","intro":"Valur komst á topp úrvalsdeildar karla í fótbolta í gærkvöld með sigri á Keflavík suður með sjó. Sjötta umferð Íslandsmótsins hófst þá með þremur leikjum en Stjarnan er enn án sigurs í deildinni.","main":"Varnarmenn Valsmanna sáu um að skora mörkin í 2-1 sigri í Keflavík í gærkvöld. Fyrst var það danski miðvörðurinn Rasmus Christiansen sem skoraði stuttu fyrir leikhléið og snemma í seinni hálfleik var það svo landsliðsmaðurinn og hægri bakvörður Valsara, Birkir Már Sævarsson, sem breytti stöðunni í 2-0. Í uppbótartíma leiksins lagaði Joey Gibbs stöðuna fyrir Keflavík en lokatölur urðu 2-1 fyrir Val sem komst þannig á topp deildarinnar. Hlíðarendafélagið er með 16 stig eftir sex leiki. Breiðablik hóf Íslandsmótið illa og var með aðeins fjögur stig eftir fjóra leiki. Stigin eru nú orðin tíu talsins því Blikar unnu annan leikinn í röð í kvöld. Breiðablik fór þá upp á Skaga og vann ÍA í markaleik, 3-2.\nEftir tap fyrir Víkingi í síðustu umferð komst KA svo aftur á sigurbraut með 1-0 sigri á Stjörnunni í Garðabæ. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði sigurmark gestanna um tíu mínútum fyrir leikslok.\nKA er í toppbaráttunni með 13 stig en Stjarnan er í miklum vandræðum með tvö stig á botni deildarinnar eftir sex umferðir og enn án sigurs. Þá hafa Garðbæingar aðeins skorað tvö mörk í fyrstu sex leikjunum.\nNæst síðustu umferð Olísdeildar karla lauk í gærkvöld en deildarmeistarar Hauka fóru illa með Selfoss á útivelli og unnu með ellefu marka mun, 35-24.\nSelfoss er í baráttu um heimaleikjarétt en í Vestmannaeyjum þurfti Afturelding að sækja stig gegn ÍBV til að tryggja sæti sitt í úrslitakeppninni.\nÞað var einmitt það sem Afturelding gerði en lokatölur urðu 27-27. Í Garðabæ vann Stjarnan öruggan sigur á Þór, 27-23, og Valur lagði KA á Hlíðarenda, 31-27.\nÍ Breiðholti styrkti FH stöðu sína í 2. sæti með fimm marka sigri á ÍR, 30-25. ÍR hefur tapað öllum 21 leik sínum á tímabilinu. Fram burstaði svo Gróttu í Safamýri, 32-20, en þar sem Afturelding gerði jafntefli á Fram ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni.","summary":"Valsmenn komust á topp úrvalsdeildar karla í fótbolta í gærkvöld með sigri á Keflavík. Stjarnan er enn án sigurs eftir sex deildarleiki. "} {"year":"2021","id":"239","intro":"Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við hundrað og fimmtíu manns í stað fimmtíu, eins metra regla er víða í gildi og grímuskylda undantekning fremur en regla. Sumir vildu þó halda í grímuna til öryggis þegar Kringlan var opnuð í morgun. Aðrir voru fegnir að losna við hana.","main":"Þú ert bara með grímuna í hendinni?\nJá bara til taks. Ef á þarf að halda. Sumir vilja að maður sé með grímu, það er bara sjálfsagt að gera það.\nEr ekki léttir að sleppa því að vera með grímuna? Jú það er mikill léttir. Ég þarf að labba mikið og núna get ég andað meira og það eru allir mjög ánægðir með þetta.\nLíður þér eins og þú sért örugg án grímunar? Það er smá skrítið en ég er ennþá með einn metra á milli, reyna að fara ekki of nálægt - fyrsta daginn.\nÞegar fólk er ofan í manni og er að aðstoða fólk vil ég vera með grímuna ennþá, ef fólk heldur sinni fjarlægð þá kannski er maður ekki með hana.\nÞú ert væntanlega ekki bólusett? Nei ég er bara 21 árs óbólusett.\nEr ekki léttir að mega aðeins slaka á? jú húðin mín er þakklát fyrir það, þetta er ennþá óvissustig einhvernvegin, en vona bara að fólk fari varlega.","summary":"Sumir gesta Kringlunnar í morgun voru með grímuna í hendinni til öryggis. Aðrir voru fegnir að geta sleppt henni en bara ef fólk heldur fjarlægð. Frá og með deginum í dag er grímuskylda undantekning fremur en regla."} {"year":"2021","id":"239","intro":"Jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu um klukkan hálftíu í gærkvöldi. Hann var þrír komma fjórir 3,4 að stærð og upptök hans voru um fjóra komma sjö kílómetra 4,7 km norðaustur af Brennisteinsfjöllum. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að skjálftinn geti verið undanfari skjálfta af stærðinni sex eða meira en þó sé ómögulegt að slá því föstu.","main":"Það hefur verið talað um að á þessu svæði sé möguleiki á stærri skjálfta og við sjáum dæmi um það í sögunni, þegar það kemur svona virknitímabil eins og við erum í á Reykjanesskaganum núna, að stærri skjálftar á þessu svæði hafa fylgt þeim tímabilum. En það er í raun ennþá ómögulegt að spá fyrir um það núna hvort við fáum stærri skjálfta en það er möguleiki á því. Við fylgjumst vel með þessu svæði núna og þessi skjálfti í gær\nEinar segir að örfáir mun minni eftirskjálftar hafi fylgt skjálftanum og lítil virkni sé í Brennisteinsfjöllum vestan við Bláfjöll í dag.\nSíðast varð skjálfti af stærðinni sex þar árið 1968 og þar áður um fjörutíu árum fyrr, 1929.","summary":null} {"year":"2021","id":"239","intro":"Allar leiðir til að verja Suðurstrandarveg verða skoðaðar. Kostnaður og hvað verja skal skiptir máli, að sögn umhverfisverkfræðings.","main":"Í vikunni verða skoðaðir allir möguleikar til að verja Suðurstrandarveg fyrir hraunflæði úr Nátthaga.\nHörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingaverkfræðingur hjá Verkís, segir að tekið sé að skýrast hve langan tíma það tekur hraunið að ná Suðurstrandarvegi. Vinna þurfi hratt svo hægt verði að klára þær aðgerðir sem farið verði í.\nÍ kjölfarið verður skoðað og valið úr hvað væri best að skoða betur. Nú greinir sérfræðinga á hve langan tíma það tekur hraunið að ná suðurstrandarvegi. Þarf ekki að hafa hraðar hendur?\nMiðað við hvernig þetta er núna og hvernig flæðið sem fer niður í Merardali hegðar sér eru þetta sambærilegar aðstæður. Þú ert með bratta brekku og dal fyrir neðan og það sama á í rauninni við um Nátthaga. Þetta er að gerast sæmilega rólega þannig að við höfum alveg vikur til stefnur. Þetta fer eftir því hvaða aðgerðaplan verður valið.\nNú verði unnið hörðum höndum að því að ákveða hvað verði gert en meta þurfi hve langt eigi að ganga. Þar spili kostnaður inn í og hvað verið sé að verja.\nTil þess að stöðva hraun að fullu þyrftum við heilt fjall\n.. þannig að það þarf aðeins að skoða þetta betur og meta betur hve langt eigi að ganga og hvort skoða eigi einhverjar aðgerðir við Suðurstrandarveginn. Það er líka í umræðunni.","summary":null} {"year":"2021","id":"240","intro":"Foreldrar sem missa barn fá sorgarleyfi frá vinnu í allt að sex mánuði, nái frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, fram að ganga. Ráðgjafi hjá stuðningssamtökum um barnsmissi segir þetta mikið hagsmunamál, mörg dæmi séu um að fólk hafi dottið út af vinnumarkaði og misst heilsuna í kjölfar barnsmissis.","main":"Drög að frumvarpinu eru nú í samráðsgátt stjórnvalda. Samkvæmt því yrði foreldrum á innlendum vinnumarkaði, sem missa barn eða missa fóstur eftir 18 vikna meðgöngu, tryggt sorgarleyfi í allt að hálft ár og greiðslur sem nema 80% af heildarlaunum sem Vinnumálastofnun heldur utan um. Þá verður námsmönnum og fólki utan vinnumarkaðar einnig tryggðar sambærilegar greiðslur. Steinunn Sigurþórsdóttir stýrir stuðningshópi vegna barnsmissis hjá samtökunum Nýrri Dögun. Hún segir að þörfin fyrir sorgarleyfi sem þetta hafi verið rædd á þeim vettvangi undanfarin ár.\nSorg sem fylgir ótímabærum missi, sem barnsmissir er alltaf, hún er bara flóknari heldur en sorgin sem fylgir því að missa aldraða foreldra eða hvað sem það er. Við búumst ekki við því að jarða börnin okkar.\nSteinunn segir að foreldrar sem missi barn séu algerlega háðir vinnuveitendum sínum um hvort þeir fái leyfi eða ekki.\nÞú hefur engan rétt á því að eiga einhverja frídaga eftir. Sumir vinnuveitendur geta gefið fólki leyfi á launum á meðan aðrir gera það ekki og það eru dæmi um fólk sem hefur misst vinnuna. Fyrst misst tekjur og síðan misst vinnuna eða heilsuna.","summary":null} {"year":"2021","id":"240","intro":"Leiðtogar Evrópusambandsríkja koma saman í dag og ræða hugsanlegar þvingunaraðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi. Flugvél Ryanair var snúið til Minsk í Hvíta-Rússlandi á leið frá Grikklandi til Litháen í gær og hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Protasevich var handtekinn.","main":"Fjölmargir leiðtogar vestrænna ríkja hafa fordæmt aðgerðir Hvít-Rússa og kallað þær hryðjuverk. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í morgun að þessar stórundarlegu aðgerðir myndu hafa alvarlegar afleiðingar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur kallað eftir því að Protasevich verði tafarlaust látinn laus og segir aðgerðirnar hafa stefnt lífi fjölda fólks í hættu. Þá segir Simon Coveney, utanríkisráðherra Írlands, aðgerðirnar ólöglega yfirtöku á flugvél og Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, telur víst að fulltrúar hvítrússnesku leyniþjónustunnar hafi verið um borð. Leiðtogar innan Evrópusambandsins koma saman síðdegis og búist er við að sambandið herði viðskiptaþvinganir gagnvart Hvíta-Rússlandi.\nStjórnvöld í Minsk eru sökuð um að hafa skýlt sér á bak við falska sprengjuhótun þegar vélinni var snúið við og ríkisfjölmiðlar í Hvíta-rússlandi kveða yfirvöld ekki hafa vitað að Protasevich væri meðal farþega í vélinni.\nProtasevich stofnaði rásina Nexta á miðlinum Telegram ásamt félaga sínum Stepan Putilo. Þaðan skipulögðu þeir fjölmenn mótmæli gegn stjórn Alexander Lukasjenka, forseta Hvíta-Rússlands. Úrslitum forsetakosninganna í ágúst í fyrra hefur verið mótmælt ákaft í Hvíta-Rússlandi, þar sem talið er að stjórn Lukasjenka hafi viðhaft stórfelld kosningasvik.\nFarþegar í flugvélinni segja að það hafi verið óhugnanlegt þegar vélinni var skyndilega snúið við. Protasevich hafi orðið dauðskelkaður þegar hann áttaði sig á því að það væri vegna hans. Hvíta-Rússland er eina Evrópuríkið þar sem dauðarefsingar viðgangast enn.","summary":"Leiðtogar Evrópusambandsríkja ræða í dag þvingunaraðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi eftir að farþegaflugvél á leið til Litháen var snúið til Minsk í Hvíta-Rússlandi og hvítrússneskur blaðamaður handtekinn."} {"year":"2021","id":"240","intro":"Sérfræðingar fara yfir það að beiðni almannavarna hvað hægt er að gera í Nátthaga til að verja Suðurstrandarveg og ljósleiðara sem þar liggur og hvaða tími er til stefnu til að reisa varnirnar. Rögnvaldur Ólafsson, er yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.","main":"Við erum að skoða í rauninni hvaða möguleikar eru í stöðunni. Við fórum í þessa aðgerð upp á fjalli af því það var tiltölulega einföld framkvæmd sem hægt var að fara í. Við reyndar vonuðumst eftir betri árangri, en aðstæður breyttust þarna upp við gosstöðvarnar. Og hraunið fór að streyma eiginlega allt til suðurs í áttina að nátthaga. Þannig þessir garðar sem við höfum sett upp þar dugðu styttra en við höfðum gert okkur vonir um.\nSérfræðingar eru ekki á einu máli um það hvað það tekur hraunið langan tíma að flæða úr Nátthaga. Ágiskanir hafa verið frá einni til tveimur vikum í einn til tvo mánuði. Rúmlega tveir kílómetrar eru frá Nátthaga í Suðurstrandaveg.\nRögnvaldur segir að ekki sé búið að taka ákvarðanir um hvort eða til hvaða varna verður gripið í Nátthaga. Það þurfi að skoða betur í vikunni.\nÞegar við fórum í þetta þarna upp frá var fyrirséð að það þyrfti töluvert lengra og stærra mannvirki niðri heldur en uppi.\nÞað yrðu mögulega einhvernvegin leiðigarðar, beina hrauninu í einhverja átt fremur en aðra. Eða að setja svipað mannvirkji eins og fyrir ofan nátthaga. Í þeim tilgangi að stækka baðkarið, ef við getum orðað það þannig. Þannig að þetta svæði getur tekið á móti efni og geymt það verður þá stærra og meira og þar af leiðandi seinkað framganginum að suðurstrandaveginum og fram í sjó.\nÞorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur segir á Facebook í dag að það sé að myndast miðlunarlón við gíginn. Þaðan vellur yfir í mestu kvikustrókahrinunum. Þorvaldur segir að þetta sé athyglisvert því að myndun svona lóns sé grunnskilyrði fyrir myndun hraunskjaldar eða dyngju.\nHraunið rennur ekki bara í Nátthaga heldur líka til suðurs í Geldingadali og nálgast skarð á aðalgönguleiðinni. Hraunflæði gæti farið þar yfir með tíð og tíma, sameinast öðrum hraunstraumum og lokað á síðasta hól gönguleiðarinnar, þar sem fólk kemst næst gígnum.\nÞað er aðeins minna í forgangi hjá okkur. en það getur alveg gerst að það muni fara yfir gönguleiðina og þá þarf bara væntanleg að leggja nýja gönguleið.","summary":"Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir fyrirséð að stærra mannvirki þyrfti í Nátthaga en í nafnlausa dalnum til að stýra hraunflæðinu. Í vikunni verður ákveðið hvort og þá í hvaða aðgerðir verður ráðist í til að verja Suðurstrandaveg."} {"year":"2021","id":"240","intro":"Stangveiðimenn hafa áhyggjur af því að langvarandi þurrkur sunnan- og vestanlands verði til þess að helstu laxveiðiár landsins verði vatnslitlar í ár. Þeir dansa regndans og eru vongóðir um öfluga rigningatíð á næstunni.","main":"Veðurfar hefur verið óvenjulegt á suðvesturhorni landsins. Lítið snjóaði í vetur og síðustu vikur hefur úrkoma verið með allra minnsta móti. Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, segir að veiðimenn séu vissulega orðnir langeygir eftir rigningunni, en bætir við að eitt helsta einkenni íslenskra veiðimanna sé óbilandi bjartsýni.\nJón Þór segir að norðan- og austanlands séu horfurnar betri. Þurrkatíðin hefur þó ekki haft áhrif á sölu veiðileyfa. Óvissan um veðurfar fylgi með í kaupunum og nú þegar eru margar af ám félagsins uppseldar. Þá er von á fleiri útlendingum í ár en í fyrra, en kórónuveirufaraldurinn hafði mjög mikil áhrif á sölu veiðileyfa í fyrra.","summary":"Formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur segir veiðimenn á suðvesturhorni landsins dansa nú regndans í von um að langvarandi þurrkatíð sé senn á enda."} {"year":"2021","id":"240","intro":"KR og Þór frá Þorlákshöfn þurfa einn sigur til viðbótar í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta til að komast í undanúrslit. KR vann Val á Hlíðarenda í gærkvöld í þriðja leik liðanna og þá vann Þór frá Þorlákshöfn nafna sinn Þór frá Akureyri.","main":"Mikil spenna var í fyrstu tveimur leikjum Vals og KR, staðan í einvíginu 1-1, og unnust leikirnir með minnsta mun. KR-ingar reyndust þó sterkari aðilinn í gær og unnu leikinn á Hlíðarenda 115-103. Tyler Sabin og Brandon Nazione voru atkvæðamestir hjá KR. Sabin skoraði 35 stig og gaf 11 stoðsendingar og Brandon skoraði 33 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. KR leiðir nú einvígið 2-1 og þarf sigur á heimavelli sínum í Vesturbænum á miðvikudaginn til að slá Valsmenn út og komast í undanúrslit. Vinni Valur leikinn á miðvikudag jafna Valsmenn einvígið og liðin mætast í oddaleik á Hlíðarenda. Það sama er uppi á teningnum hjá Þór Þorlákshöfn og Þór Akureyri. Liðin mættust í Þorlákshöfn í gær og unnu heimamenn nauman sigur, 109-105 í spennandi leik. Næsti leikur liðanna verður á Akureyri á miðvikudag og þar getur Þór Þorlákshöfn tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri.\nHeil umferð verður spiluð í úrvalsdeild karla í handbolta í dag og er um að ræða næst síðustu umferð deildarkeppninnar. Átta efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina og eru sjö lið þegar búið að tryggja sér farmiðann þangað. Fram, sem nú er í 9. sætinu, þarf að vinna báða leiki sína sem eftir eru til að komast í úrslitakeppnina og á sama tíma þarf Afturelding, sem er sæti ofar, að tapa báðum sínum leikjum. Fram mætir Gróttu í dag og Afturelding sækir ÍBV heim til Vestmannaeyja. Allir leikir dagsins hefjast klukkan fjögur.\nBandaríkjamaðurinn Phil Mickelson varð í gær elsti kylfingur sögunnar til að fagna sigri á einu af risamótunum fjórum þegar hann vann PGA-meistaramótið í Suður-Karólínu. Mickelson, sem verður 51 árs um miðjan júní, lék frábært golf á mótinu og lauk keppni á sex höggum undir pari, tveimur höggum á undan þeim Brooks Koepka og Louis Oosthuizen. Mickelson bætti þar með met Julius Boros sem, fyrir gærkvöldið, var sá elsti sem hafði sigrað á risamóti. Boros var 48 ára, 4 mánaða og 18 daga þegar hann vann sama mót, PGA-meistaramótið, árið 1968. Phil Mickelson vann sinn fyrsta sigur á PGA-mótaröðinni árið 1991, þá sem áhugamaður. Sigurinn í gær var 45. sigur hans á PGA-mótaröðinni en aðeins sá þriðji frá því hann vann Opna mótið árið 2013. Sigrarnir á risamótum eru nú orðnir sex talsins hjá þessum örvhenta kylfingi. Þrisvar hefur hann fagnað sigri á Masters-mótinu, einu sinni á Opna mótinu og nú tvisvar á PGA-meistaramótinu. Honum hefur ekki tekist að vinna Opna bandaríska en sex sinnum hefur hann þurft að sætta sig við annað sætið.","summary":null} {"year":"2021","id":"240","intro":"Yfirvöld á Ítalíu hafa hafið rannsókn á slysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Kláfur hrundi og fjórtán létust. Fimm ára drengur var sá eini sem lifði af.","main":"Slysið varð í hlíðum Mottarone fjalls um hádegisbil í gær. Kláfurinn var á leið upp á topp fjallsins þegar hann hrundi niður um 20 metra. Einn þeirra sem kom fyrstur á vettvang er Luca Carica slökkviliðsmaður. Hann segir aðkomuna hafa verið hræðilega og það hafi verið erfitt fyrir bráðaliða að athafna sig í brattri hlíð fjallsins.\nthere were bodies strewn along the path and more bodies inside the cabin. We immediately attempted to rescue the injured people. Unfortunately, only two children were still alive, and all the other people were dead.\nCarica segir að við þeim hafi blasað fjöldi líka, þau hafi strax reynt að hlúa að fólkinu en aðeins tvö börn hafi verið með lífsmarki. Þau voru flutt á spítala, annað þeirra lést þar. Fimm ára drengur er sá eini sem lifði slysið af. Alls voru fimmtán um borð, samkvæmt ítölskum miðlum var fólkið úr fimm fjölskyldum. Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur staðfest að fimm ísraelskir ríkisborgarar hafi látist í slysinu. Foreldrar drengsins sem lifði af, tveggja ára sonur þeirra og amma og afi móðurinnar.\nEnrico Giovanni, samgönguráðherra Ítalíu, heitir rannsókn á orsökum slyssins. Það sé nú sameiginlegt verkefni allra stofnana að ganga úr skugga um að þetta gerist aldrei aftur og að koma þeim sem tengjast slysinu til aðstoðar.","summary":"Rannsókn er hafin á tildrögum slyss sem varð á Ítalíu í gær, fjórtán létust þegar kláfur hrundi. "} {"year":"2021","id":"241","intro":"Slökkviliðsstjóri í Austur-Húnavatnssýslu segir slökkviliðið ekki hafa búnað til að bregðast við miklum gróðureldum. Hann segir sinuna á svæðinu vera eins og hálfgerða púðurtunnu.","main":"Hættustig vegna mögulegra gróðurelda er nú í gildi á nær öllu vestanverðu landinu og í Austur Skaftafellssýslu. Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Austur-Húnvetninga hefur áhyggjur af stöðunni.\nHér er mjög þurrt. Hér er ekki búið að rigna síðan seinnipart apríl og við sitjum hérna og stöndum í sólinni í hálfgerðri púðurtunnu.\nHann segir að fólk á svæðinu taki viðvörunum almannavarna alvarlega. Áfram þurfi þó að koma skilaboðum um hættuna áleiðis með markvissum hætti.\nÞetta er eitthvað sem verður viðvarandi næstu árin hjá okkur vegna hlýnun loftslags og ég held að við þurfum að passa upp á að við erum að gera okkur út sem ferðamannaþjóð og bjóða ferðamenn velkomna að kynna þeim fyrir að það er ekki bara í Kaliforníu eða á Spáni sem að hætta er á gróðureldum heldur á Íslandi líka og ég held að erlendir ferðamenn séu kannski ekki meðvitaðir um þetta hættu sem er hér.\nÞá segir Ingvar að slökkviliðið ráði illa við mikla gróðurelda.\nÍ þessari stærðargráðu sem við erum hræddir um þá held ég að þetta sé hugsun sem þarf að fara af stað um búnað slökkviliða til þess að bregðast við gróðureldum. Við erum auðvitað til þess búnir að fara í eitthvað upphafsstarf en eins og við horfum á gróðurelda á Mýrum og annars staðar forðum daga þá er þetta erfitt að eiga við en sérhæfðan búnað eigum við ekki, galla og annað.","summary":"Slökkviliðsstjóri í Austur-Húnavatnssýslu líkir sinunni á svæðinu við púðurtunnu og hefur áhyggjur af því að erlendir ferðamenn séu ekki meðvitaðir um hættuna. Ný slökkviskjóla Landhelgisgæslunnar er komin til landsins. "} {"year":"2021","id":"241","intro":"Stjórnamaður í VÁ, félagi um vernd Seyðisfjarðar, gagnrýnir harðlega að sveitarfélagið Múlaþing ætli ekki að nýta skipulagsvald yfir áformuðu fiskeldi innan hafnarsvæðis á Seyðisfirði.","main":"Samtök sem berjast gegn fiskeldi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði furða sig á því að sveitarfélagið Múlaþing ætli ekki að nýta sér skipulagsvald yfir hafnarsvæðinu sem nær fyrir allan fjörðinn. Þau telja að þannig mætti knýja fram samráðsferli um fiskeldið.\nFiskeldi Austfjarða áformar fiskeldi á þremur stöðum í Seyðisfirði en meirihluti Seyðfirðinga virðist mótfallinn því. Fimmtíu og fimm prósent íbúa skrifuðu undir mótmæli gegn eldi í firðinum. Þeir eru ekki síst ósáttir við að Fiskeldi Austfjarða telji sig óbundið af nýju haf- og strandsvæðaskipulagi sem er í vinnslu, eldisáformin voru tilkynnt áður en lög um skipulagið tóku gildi.\nEn samkvæmt lögfræðiáliti sem VÁ, félag um vernd fjarðar, lét gera kemur í ljós að allur fjörðurinn er skilgreindur sem hafnarsvæði sem þýðir að Seyðisfjarðarhöfn og sveitarfélagið fara með skipulagsvaldið. Samkvæmt lögfræðiálit sem höfnin lét vinna færðist það skipulagsvald yfir til svæðisráðs sem vinnur strandsvæðisskipulagið þegar lög um það tóku gildi.\nEkki er að sjá að sveitarfélagið vilji virkja þetta skipulagsvald.\nÁ síðasta fundi sveitarstjórnar felldi meirhlutinn tillögu frá Austurlistanum og VG um að sveitarfélagið lýsti því yfir við Fiskeldi Austfjarða að fyrirhugað eldi heyrði undir skipulagið sem er í vinnslu. Í staðinn var samþykkt áskorun um að svæðisráð sem vinnur skipulagið taki tillit til ábendinga sveitarfélagsins.\nSigfinnur Mikelsson stjórnarmaður í VÁ er ósáttur við þessa afgreiðslu sveitarfélagsins. Hann vill að Múlaþing beiti sér fyrir því að allt fiskeldið fari í fullgilt skipulags- og samráðsferli enda sé svæðið á valdi hafnarinnar.\nHöfnin í Seyðisfirði nær alveg út allan fjörð. Út fyrir öll þau svæði sem að fiskeldi Ausfjarða tilgreinir, þá er það innan hafnarsvæðis Seyðisfjarðar. Eins og þeir vilja halda fram, þá sé þetta bara einskis manns land og enginn hafi neitt um þetta að segja. Menn geti bara komið eins og á víkingaöld og skellt niður opnum sjókvíum í Seyðisfjörð og það sé bara enginn sem getur sagt nokkurn skapaðan hlut um það. Lögin geta bara ekki verið svoleiðis á 21. öldinni.","summary":null} {"year":"2021","id":"241","intro":"Fjölmiðlanotkun landsmanna er gerbreytt og mjög ólík eftir aldurshópum, samkvæmt niðurstöðum könnunar á fjölmiðlalæsi sem fjölmiðlanefnd lét gera í febrúar og mars. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri fjölmiðlanefndar, segir að það sé töluverður munur á Íslandi og Noregi þegar kemur að miðlalæsi.","main":"Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að einn af hverjum átta eiga erfitt með að fylgjast með efni frétta, þar af um þrjátíu prósent í hópi 15 til 17 ára, en rúm níutíu prósent í þeim aldurshópi nota samfélagsmiðla til að nálgast fréttir. Hátt í tuttugu prósent í hópi 18 til 29 ára sögðust eiga í erfiðleikum með að fylgjast með efni frétta.\nSjónvarp þykir mikilvægasti fréttamiðillinn hjá 66 prósentum en 63 prósent segja ókeypis fréttamiðla á netinu mikilvægasta fréttamiðilinn. Þá telja tæp 60% útvarp þann mikilvægasta. Tæp tuttugu prósent telja samfélagsmiðla mikilvæga fréttaveitu og tvö prósent svarenda fylgjast ekki með fréttum. Þá sagðist nærri helmingur svarenda frekar eða mjög sammála því að þau væru vel upplýst þrátt fyrir að fylgjast ekki með fréttum.\nVið erum að bera þetta saman við norska rannsókn sem er mjög sambærileg þessari.Þar erum við að sjá að það er töluverður munur á Íslandi og Noregi þegar kemur að miðlalæsi, og miðlalæsi er mikilvægt til að efla gagnrýna hugsun þannig að við getum skilið, og dregið skynsamlegar ályktanir af upplýsingunum sem við erum að fá á hverjum degi.\nOg skilningurinn í Noregi virðist vera á öðrum stað en hér, við virðumst vera að sjá miklu fleiri falsfréttir en það gæti líka verið til dæmis af því að við erum með betra\n..miðlalæsi, við tökum frekar eftir þeim.","summary":null} {"year":"2021","id":"241","intro":"Deildarmeistarar Vals og Haukar mætast í úrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Bæði lið unnu alla þrjá leikina í undanúrslitaeinvígum sínum.","main":"Valur valtaði yfir Fjölni í fyrsta leik liðanna 90-49 en annar leikur liðanna var jafnari en endaði með Valssigri. Í þriðja leik liðanna í gærkvöld voru Fjölniskonur yfir eftir fyrsta leikhluta en Valur var með yfirhöndina í hálfleik 47-43. Leikurinn var svo afar jafn fram á síðustu mínútu, en Valskonur náðu að lokum að kreista fram fjögurra stiga sigur 78-74, og eru því komnar í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta Haukum. Haukar unnu alla þrjá leiki sína gegn Keflavík sannfærandi, og unnu í gær með 30 stiga mun 80-50. Fyrsti leikur úrslitaeinvígisins er á fimmtudaginn kemur.\nSundmaðurinn Már Gunnarsson hafnaði í fimmta sæti í úrslitum í 100 metra baksundi í flokki S11 á EM fatlaðra í Madeira í Portúgal í gærkvöld. Már synti á einni mínútu og 11,81 sekúndu og var hálfri sekúndu frá bronsverðlaunum. Úkraínumaðurinn Mykhailo Serbin vann gullverðlaunin en hann synti á 1 mínútu og 10,28 sekúndum.\nTveir Íslendingar syntu í undanrásum á EM í sundi í Ungverjalandi í morgun. Dadó Fenrir Jasmínuson synti 50 metra skriðsund. Hann hafnaði í 55. sæti og hækkar sig um tvö sæti. Þá synti Jóhanna Elín Guðmundsdóttir í 50 metra flugsundi og hafnaði í 43. sæti og hækkar sig sömuleiðis um tvö sæti. RÚV sýnir beint frá úrslitum og undanúrslitum á EM í dag kl. fjögur á RÚV tvö.\nVíkingur er á toppi Pepsi Max deildar karla í fótbolta eftir 1-0 sigur á KA fyrir norðan. Þá unnu Valsmenn nýliða Leiknis 1-0 og lyftu sér upp í annað sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Víkingur. ÍA vann fyrsta sigur tímabilsins þegar liðið vann HK 3-1 í Kórnum, og Fylkir lagði Keflavík 4-2 í Árbænum. Þá vann Breiðablik sannfærandi 4-0 sigur á Stjörnunni sem lyftir þeim upp í fimmta sæti deildarinnar með 7 stig en KA er þar fyrir ofan í því fjórða með 10 stig.","summary":"Valur og Haukar mætast í úrslitum um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta. Bæði lið unnu alla þrjá leikina í undanúrslitaeinvíginu."} {"year":"2021","id":"242","intro":"Hraun rennur nú yfir báða varnargarðana sem komið var upp í Nafnlausa dalnum, syðst í Meradölum, til að varna því að hraun rynni úr eldstöðvunum í Geldingadal niður í Nátthaga. Aðfaranótt gærdagsins fór hraun að renna yfir þann austari og hefur hraunfoss streymt niður í Nátthaga síðan þá. Í morgun varð vart við að hraun rynni yfir þann vestari.","main":"Varnargarðarnir voru fyrst reistir í fjögurra metra hæð og áttu að varna því að hraun rynni yfir Suðurstrandarveg, en síðan var ákveðið að hækka þá upp í átta metra. Vestari garðurinn var kominn upp í þá hæð og sá austari var kominn upp í sex metra hæð þegar hraun tók að renna yfir þá. Á milli Nátthaga og Suðurstrandarvegar er um tveir og hálfur kílómetri.\nAð sögn Bjarka Kaldalóns Friis náttúruvásérfræðings hjá Veðurstofu Íslands varð vart við að hraun væri farið að renna yfir vestari garðinn snemma í morgun.\nÉg var að skoða rennsli yfir vestari varnargarðinn og það er komið pínulítið rennsli yfir varnargarðinn þar en það virðist ekki halda áfram niður í Nátthaga, þannig að það er spurning um hversu hátt það liggur upp að varnargarðinum þar.\nBjarki segir ekki liggja fyrir hvenær rennslið yfir vestari garðinn hafi byrjað.\nÉg veit ekki hvort það gerðist í nótt eða í morgun - það er erfitt að sjá.\nNú eru 65 dagar síðan gosið hófst. Bjarki segir að ekki sé vitað hversu mikið hraun hafi nú runnið á svæðinu, til standi að fljúga yfir það í vikunni og þá sé hugsanlega hægt að leggja mat á það. Hann segir að áfram sé svipuð virkni í gosinu, hraunrennsli sé stöðugt og lítil skjálftavirkni. Erfitt sé að spá fyrir um framhald gossins.\nÞað er allt að gerast í þessu eldgosi - það er frekar spennandi að fylgjast með.","summary":"Hraun rennur nú yfir báða varnargarðana sem komið var upp í Nafnlausa dalnum, syðst í Meradölum,til að verja Nátthaga fyrir hraunflæði úr eldstöðvunum í Geldingadal. 65 dagar eru síðan gosið hófst og virknin helst stöðug."} {"year":"2021","id":"242","intro":"Forsætisráðherra segir að nýtt umhverfi blasi við vegna kosningabaráttu á samfélagsmiðlum. Þá bendir hún á að enn séu engar reglur um skoðanaauglýsingar.","main":"Persónuvernd sendi bréf til stjórnmálasamtaka fyrr í mánuðinum þar sem meðal annars er áréttað að vinnsla samtakanna á viðkvæmum persónuupplýsingum félagsmanna og kjósenda verði að byggjast á afdráttarlausu samþykki hins skráða fyrir vinnslunni. Formenn allra flokka á þingi lögðu fram frumvarp um breytingar á upplýsingaskyldu stjórnmálasamtaka í marsmánuði.\nÉg tel nú í fyrsta lagi að frumvarp formannanna sem nú liggur fyrir Alþingi sé skref í rétta átt. Það má auðvitað deila um það hversu langt er gengið en við lögðum upp úr því að taka mikilvæg skref í rétta átt sem tekin væru í góðri samstöðu.\nMeðal þess sem er lagt til í frumvarpinu er að banna nafnlausan kosningaáróður en ekki er minnst á að ekki megi nýta persónuupplýsingar til að ná til skilgreindra hópa.\nÞað er alveg ljóst að við erum að færa okkur inn í nýtt umhverfi og ég held að sú aðlögun muni taka ákveðinn tíma en ég leyfi mér líka að segja að ég held að flokkarnir séu allir af vilja gerðir að gera rétt og vel í þessum málum.\nFramkvæmdastjórar stjórnmálaflokkanna hafa svarað bréfi Persónuverndar og þá bendir Katrín á að frumvarpið sé enn til meðferðar í þinginu.\nKemur til greina að gera þær breytingar að það verði alfarið óheimilt að nýta persónusnið í auglýsingum? Ég held að það sem við þurfum að gera er að skoða þetta í stærra samhengi. Við erum að sjá aðeins breytta hegðun í tenglsum við samfélagsmiðla en líka við þá staðreynd að við erum ekki með regluverk um það sem heitir skoðanaauglýsingar sem eru ekki endilega auglýsingar sem stjórnmálaflokkar eru að kosta heldur aðilar sem eru ekki formlega hluti af stjórnmálaflokkum. Ég held líka að það dugir ekki bara að horfa á stjórnmálaflokkanna. Við þurfum líka að horfa á ýmsa aðra aðila í þessum efnum og regluverkið sem þar gildir.","summary":null} {"year":"2021","id":"242","intro":"Formaður Starfsgreinasambandsins segir sveitarfélögin ekki hafa staðið sig sem skyldi í styttingu vinnuvikunar. Sveitarfélögin setji starfsmönnum stólinn fyrir dyrnar með því að ræða ekki við þá um útfærslu vinnustyttingu.","main":"Starfsgreinasambandið sendi frá sér ályktun í vikunni þar sem vinnubrögð sveitarfélaga við styttingu vinnuvikunar voru gagngrýnd. Formaður sambands íslenskra sveitarfélaga sagið í fréttum í gær að ályktunin væri sorgleg og að samið hafi verið um 13 mínútna styttingu á dag. Í kjarasamningum sé heimildaákvæði til frekari styttingar en samtöl þurfi að fara fram á milli yfirmanna og starfsmanna til umbóta útfærslunar. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir að í leiðbeiningum frá sambandi íslenskra sveitarfélaga um vinnustyttinguna sé að finna ákvæði um hvernig eigi að stytta úr 40 vinnustundum í 36.\nEf það næst ekki samkomulag á vinnustöðunum þá skuli 13 mínúturnar koma frá seinustu áramótum. Það á að vera þannig að starfsfólk og yfirmenn komi sér saman um hvernig menn gera þetta en það sem gerist er það að sveitarfélögin, þau taka bara ákvöðun um það og skipa sínum yfirmönnum að það sé bara þessar 13 mínútur sem eru til umræðu og ekkert annað þannig að það er verið að segja að taka valdið af fólkinu á vinnustöðunum og yfirmönnunum sem áttu að koma sér saman um hvernig væri hægt að gera þetta.\nHann segir að almennt hafi stytting vinnuvikunar gengið áfallalaust meðal félaga í Starfsgreinasambandinu.\nAð sumu leiti hefur þetta gengið þokkalega, en það er sérstaklega á þessum stöðum þar sem sveitarfélögin hafa tekið ráðin af öllu og skipað fólki að þetta sé ekkert annað sem er til umræðu en þessar 13 mínútur, þar er mikil óánægja. Sérstaklega hefur óánægjan verið í grunnskólum og leikskólum. Þessi uppstilling sveitarfélaganna er alls ekki það sem var samið um í seinustu kjarasamningum.","summary":"Formaður Starfsgreinasambandsins segir sveitarfélög sniðganga kjarasamninga með því að nýta ekki heimildaákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 13 mínútna stytting á dag sé ekki eina útfærslan sem sé í boði. "} {"year":"2021","id":"242","intro":"Þúsundir hafa flúið heimili sín og fimm eru látnir í eldgosi í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Gos hófst í fjallinu Nyirangongo (Ní-ra-gon-gó) í gærkvöld í um tíu kílómetra fjarlægð frá tveggja milljóna manna borg.","main":"Margir lögðu á flótta í nótt og snemma í morgun, ýmist til að landamærunum að Rúwanda eða upp í hæðir vestur af borginni Goma. Fólk greip með sér dýnur og annað smálegt. Þegar hafa fimm þúsund manns leitað skjóls í Rúwanda og þar fær fólk gistingu í skólum. Fimm hafa látist í slysum vegna náttúruhamfaranna. Óttast var að hraunið myndi flæða inn í borgina Goma. Þar búa tvær milljónir manna. Í morgun tilkynnti yfirmaður hermála að svo virtist sem hraunflæðið hafi stöðvast í útjarðri hennar. Hraun flæddi yfir flugvöll borgarinnar. Mikil brennisteinslykt er í loftinu, eldtaumar skera himininn og það rignir gjósku.\nAlexis Kambere, sem býr nálægt eldfjallinu, lýsti stöðunni fyrir fréttamönnum.\n\"Here the situation is serious, the fire is becoming complicated, the houses are burned, the people are suffering, the problems are huge. We didn't know it was going to overflow like this, now we see the houses burned, people fleeing. As you see, we are with the volcano right here.\"\nStaðan er mjög alvarleg, sagði Kambere í nótt þar sem hann stóð við skóg og hús í ljósum logum. Hann sagði húsin brunnin til grunna og neyð fólks mikla. Þau hafi ekki vitað að slíkar hamfarir væru í uppsiglingu.\nFjallið gaus síðast árið 2002. Þá fórust tvö hundruð og fimmtíu manns og hundrað og tuttugu þúsund misstu heimili sín.\nNyirangongo er talið eitt virkasta eldfjall í heimi. Jarðvísindamenn hafa ekki getað fylgst með sem skyldi því Alþjóðabankinn hefur lækkað fjárframlög til jarðvísindastofnunar landsins vegna ásakana um spillingu.","summary":"Eldgos hófst í fjallinu Nyirangongo (Ní-ra-gon-gó) í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í gærkvöld. Fimm hafa látist í slysum tengdu gosinu og þúsundir lagt á flótta. "} {"year":"2021","id":"242","intro":"Keflavík varð í gær fyrsta liðið til að komast í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í körfubolta. Keflvíkingar slógu Tindastól út.","main":"Þetta var þriðji leikur liðanna í einvíginu. Keflavík hafði unnið fyrstu tvo leikina og bætti þriðja sigrinum við í gær en leiknum lauk með fjögurra stiga mun, 87-83. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit og Keflavík er því komið áfram en Tindastóll úr leik. Þá vann Stjarnan Grindavík í hinum liek 8-liða úrslitanna í gær, 85-69. Stjarnan er nú 2-1 yfir í einvíginu og þarf einn sigur til viðbótar til að komast í undanúrslit. Þór Þorlákshöfn og Þór Akureyri eigast við í þriðja leik liðanna í kvöld en þar er staðan jöfn 1-1 líkt og í einvígi Vals og KR sem mætast á Hlíðarenda í kvöld.\nUndanúrslitin í keppni um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta hefjast í dag en þar mætast deildarmeistarar KA\/Þórs og ÍBV annars vegar og Fram og Valur hins vegar. Vinna þarf tvo leiki í undanúrslitum til að komast í úrslitaeinvígið.\nSnæfríður Sól Jórunnardóttir hafnaði í 33. sæti í 400 metra skriðsundi á EM í 50 metra laug í Búdapest í morgun en Snæfríður synti á 4. mínútum og 23,45 sekúndum. Íslendingar hafa nú lokið keppni á EM en undanúrslit og úrslit fara fram síðar í dag og verða í beinni útsendingu á RÚV klukkan fjögur.\nBandaríski kylfingurinn Phil Mickelson er einn í forystu á PGA-meistaramótinu í golfi fyrir lokahringinn sem spilaður verður í dag. Mickelson vann PGA-meistaramótið árið 2005 en þessi fimmtugi kylfingur hefur verið í miklu stuði upp á síðkastið. Á hringnum í gær fékk Mickelson fimm fugla á fyrstu tíu holunum og var þá kominn á fimm undir par. Hann fékk svo skolla og skramba á 12. og 13. holunni en kláraði hringinn á tveimur undir pari og er samtals á sjö höggum undir pari fyrir lokahringinn, höggi á undan Brooks Koepka. Vinni Mickelson PGA-meistaramótið verður hann elsti sigurvegari risamóts í sögunni.","summary":"Keflavík varð í gær fyrsta liðið til að komast í undanúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Undanúrslitin um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta hefjast í dag."} {"year":"2021","id":"243","intro":"Flugfélagið Play segir Alþýðusamband Íslands stunda skemmdarverkastarfsemi sem byggi á rangfærslum.","main":"ASÍ hefur skorað á fólk að sniðganga flugfélagið Play þar sem verðandi flugfreyjur og flugþjónar félagsins muni vinna á launum sem séu undir lágmarkslaunum. Birgir Jónsson forstjóri Play sagði í fréttum RÚV í gær að sig hafi sett hljóðan við þá yfirlýsingu miðstjórnar ASÍ um þetta og að félagið muni leita réttar síns. ASÍ birti svo síðdegis í gær samanburð á launum flugfreyja og þjóna hjá Icelandair og Play sem sýndi að byrjunarlaun hjá Play væru 30% lægri en hjá Icelandair. Play sendi frá sér yfirlýsingu fyrir stundu þar sem segir að skemmdarverkastarfsemi ASÍ byggi á endalausum rangfærslum. ASÍ hafi dregið í land með yfirlýsingar eins og að Play borgi lægstu laun í landinu og segir að borin séu saman grunnlaun Play og heildarlaun Icelandair. Forstjóri Play sagði í fréttum RÚV í gær að lægstu laun hjá Play án vinnuframlags væru um 350 þúsund krónur á mánuði fast, það væru grunlaun með fastri akstursgreiðslu og sölutryggingu. ASÍ hefur lýst yfir efasemdum um Íslenska flugstéttarfélagið sem er viðsemjandi Play og sagt fyrirtækið fjármagna félagið. Í yfirlýsingu Play er minnt á að Íslenska flugstéttarfélagið sé sjö ára gamalt félag, stofnað áður en Play var stofnað. Sem kunnugt er voru flugmenn WOW í því félagi, en núna hafa flugfreyjur og flugþjónar bæst við. Play segir Íslenska flugstéttarfélagið hafa gert samning sem sé í takti við almennan vinnumarkað. Drífa Snædal er foseti ASÍ.\nEr einhver skylda að flugfreyjur og flugþjónar séu í flugfreyjufélagi Íslands? Nei, það er ekki skylda en hins vegar ættu þau að vera það. Það er náttúrulega eðlilegt að það félag sem hefur mesta reynslu af því að semja fyrir flugfreyjur og flugþjóna geri það og þetta er það félag sem er innan okkur heildarsamtaka og notið verndar okkar og stuðnings í gegnum tíðina í þeim kjaradeilum sem þau eru í. Það er hins vegar alveg frjálst að stofna stéttarfélag en við stígum mjög fast til jarðar þegar fyrirtæki hlutast til um stofnun stéttarfélags og gera við það samninga, það er ekki raunverulegt stéttarfélag sem myndað er af vinnandi fólki til þess að semja um kaup og kjör fyrir sig.","summary":"Flugfélagið Play segir Alþýðusamband Íslands stunda skemmdarverkastarfsemi sem byggist á rangfærslum. Forseti ASÍ segir enga skyldu hvíla á flugfreyjum og þjónum að vera í Flugfreyjufélagi Íslands, en lýsir efasemdum um Íslenska flugstéttarfélagið."} {"year":"2021","id":"243","intro":"Daði og Gagnamagnið verða tólftu á svið í lokakeppni Eurovision í Rotterdam á morgun. Felix Bergsson segir hópinn ánægðan með uppröðunina, hún bendi til þess að þau hafi verið stigahá í undankeppninni.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"243","intro":"Vopnahléið sem Hamas samtökin og Ísraelsmenn sömdu um í gærkvöld hefur verið virt til þessa. Almenningi beggja vegna landamæranna er létt eftir ellefu daga hernaðaraðgerðir.","main":"Vopnahlé Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna sem tók gildi klukkan ellefu í gærkvöld hefur verið virt til þessa. Hernaðaraðgerðirnar síðustu ellefu daga kostuðu á þriðja hundrað manns lífið.\nGríðarlegur fögnuður braust út á Gaza þegar fréttir bárust af því að samkomulag hefði náðst um vopnahlé. Fólk flykktist út á götur, bílflautur voru þeyttar, tónlist var spiluð og hátalarakerfi í moskum voru notuð til að lýsa yfir sigri. Í Ísrael ríkti ró í fyrsta sinn í ellefu nætur. Almennir borgarar sem fjölmiðlar ræddu við í morgun beggja vegna landamæranna fögnuðu því að hernaðaraðgerðum væri lokið og að þeir gætu sofið rólegir á nóttunni án þess að hrökkva upp við loftvarnaflautur og sprengjugný.\nSamninganefndum Egypta er hrósað fyrir að hafa tekist að fá Ísraelsstjórn og Hamas-samtökin ásamt Islamic Jihad til að fallast á vopnahlé. Joe Biden Bandaríkjaforseti fór fögrum orðum um þær í ávarpi í gærkvöld. Hann vottaði samúð sína ættingjum þeirra sem féllu og óskaði þeim sem særðust góðs bata. Forsetinn hét því jafnframt að vinna með Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðasamtökum að mannúðaraðstoð við Gazabúa.\nTólf létust í eldflaugaárásunum á Ísrael, þar af tvö börn. Á Gaza féllu 243, þar á meðal 66 börn. Langflestir hinna látnu voru almennir borgarar.\nHátt í tvö þúsund særðust og um 120 þúsund urðu að flýja heimili sín. Skemmdir á íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum eru verulegar. Landamæri Ísraels og Gaza voru opnuð í gærkvöld til að koma matvælum, lyfjum og öðrum nauðsynjavörum til bágstaddra.","summary":"Vopnahléið sem Hamas samtökin og Ísraelsmenn sömdu um í gærkvöld hefur verið virt til þessa. Almenningi beggja vegna landamæranna er létt eftir ellefu daga hernaðaraðgerðir."} {"year":"2021","id":"243","intro":"Og að öðrum íþróttafréttum. Róbert Ísak Jónsson vann til bronsverðlauna í sínum flokki í 200 metra fjórsundi á Evrópumóti fatlaðra í sundi í gærkvöld. Mótið er haldið á portúgölsku eyjunni Madeira.","main":"Róbert Ísak sem keppir í S14, fötlunarflokki þroskahamlaðra synti 200 metra fjórsundið á tveimur mínútum og 14,85 sekúndum í úrslitum. Það er 69 hundraðshlutum úr sekúndu frá Íslandsmeti hans. Már Gunnarsson keppti einnig til úrslita á EM á Madeira í gærkvöld. Már sem syndir í S11 flokki blindra synti 100 metra skriðsund á einni mínútu og 4,21 sekúndu. Hann endaði sjöundu á tíma sem var tæpum tveimur sekúndum frá Íslandsmeti hans. Báðir keppendur stefna á að vera í sínu besta formi á Ólympíumóti fatlaðra, Paralympics í Tókýó síðsumars.\nHvorki Snæfríður Sól Jórunnardóttir né Jóhanna Elín Guðmundsdóttir komust áfram úr undanriðlum 100 m skriðsundsins á EM í sundi í Búdapest í morgun. Jóhanna setti þó persónulegt met í greininni. Jóhanna Elín sem synti í öðrum riðli af átta synti á 57,35 sekúndum. Hún hafði áður synt 100 m skriðsund hraðast á tímanum 57,61 sekúndu og bætti sig því um 26\/100 úr sekúndu. Hún endaði fjórða í sínum riðli en samtals í 58. sæti af 69 keppendum. Snæfríður Sól sem var í þriðja riðlinum synti á 56,63 sekúndum sem er nálægt hennar besta tíma. Hún varð sjöunda í sínum riðli. Það dugði ekki áfram í undanúrslit. Snæfríður endaði í 52. sæti greinarinnar. Sýnt verður beint frá úrslitahluta EM í Búdapest í dag á RÚV klukkan fimm mínútur í fjögur. Mótinu lýkur á sunnudag.\nHaukar komust í kvöld í 16-liða úrslit bikarkeppninnar í handbolta eftir öruggan sigur á Selfossi á Ásvöllum í gærkvöld, 32-24. Allt var jafnt í hálfleik en Haukar stungu af um miðbik síðari hálfleiksins. Bikarkeppninni verður framhaldið í haust.\nKA komst í úrslitakeppni Olísdeildar karla í handbolta í fyrsta sinn í 16 ár í kvöld eftir sigur á FH í hörkuslag á Akureyri. KA vann leikinn 30-29 og lyfti sér upp úr áttunda sæti og upp í fjórða sæti með sigrinum. KA tryggði sig jafnframt inn í úrslitakeppnina þó enn séu tvær umferðir eftir í deildinni.","summary":"Róbert Ísak Jónsson vann til bronsverðlauna í 200 metra fjórsundi í flokki þroskahamlaðra á Evrópumóti fatlaðra í sundi í gærkvöld. Íþróttir (m)Már Gunnarsson keppti í úrslitum 100 metra skriðsunds í flokki blindra."} {"year":"2021","id":"243","intro":"150 fá að koma saman í stað 50, samkvæmt nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi næsta þriðjudag. Stíga á fyrsta skrefið í átt að því að afnema grímuskyldu.","main":"Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti afléttingar á sóttvarnatakmörkunum eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Reglurnar taka gildi næsta þriðjudag og gilda til 16. júní. Hundrað og fimmtíu fá að koma saman í stað 50 áður og þá verður fólki almennt ekki skylt að bera grímur lengur.\nÞað verður áfram skylda að vera með grímur þar sem maður er í merktum sætum, til dæmis í leikhúsum eða á tónleikum og í svona persónulegri þjónustu eins og hárgreiðslu og nuddi og því um líkur en annars er grímuskyldan þá meira orðin eins og undantekning heldur en regla.\n300 mega frá þriðjudeginum sækja menningar- og íþróttaviðburði. Líkamsræktarstöðvar og sundlaugar geta aftur tekið upp starfsemi án takmarkana og þá verður veitinga- og skemmtistöðum leyft að taka á móti gestum til klukkan ellefu. Jafnframt verður tveggja metra reglan að eins metra reglu í einhverjum tilvikum.\nSums staðar í ýmis konar þjónustu eins og til dæmis á veitingahúsum þar sem við förum niður í einn metra á milli borða sem skiptir mjög miklu máli veitingahús sem eru að reka sína starfsemi í litlum rýmum sem myndu lítið finna fyrir aukningunni úr 50 í 150.\nHvað varðar breytingar á landamærunum var ákveðið að boðað litakóðakerfi á landamærum taki ekki gildi þar sem nú sé stefnt að því að aflétta aðgerðum hraðar á landamærum gagnvart öllum löndum en áður var talið unnt. Þá fellur reglugerð um bann við ónauðsynlegum ferðalögum úr gildi 1. júní.\nFyrst og fremst er ég að framlengja reglugerðina um landamærin til 15. júní en sóttkvíarhús verða aflögð frá og með 1. júní þannig að það er meginbreytingin. Fórstu eftir ráðleggingum sóttvarnalæknis í einu og öllu? Já. Við vorum sammála um þetta allt saman.","summary":"150 fá að koma saman í stað 50 og grímuskylda verður afnumin að hluta samkvæmt nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi næsta þriðjudag. Skyldudvöld í sóttvarnahúsi verður felld úr gildi 1. júní."} {"year":"2021","id":"243","intro":"Framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands harmar að hatursfull orðræða sé viðhöfð í knattspyrnuleikjum hér á landi. Tveir ungir menn hafa verið dæmdir í leikbann fyrir rasísk og niðrandi ummæli um mótherja.","main":"Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt tvo unga leikmenn í fimm leikja bann fyrir niðrandi ummæli um mótherja sína. Um tvö aðskilin mál er að ræða. Annar leikmaðurinn er sagður hafa viðhaft rasísk ummæli um mótherja sinn, þegar hann, samkvæmt skýrslu dómara notaði um hann orðin \u001epólska drasl\". Í hinu atvikinu kallaði leikmaður, mótherja sinn \u001efokking homma\". Auk leikbanns þurfa félögin sem þeir léku með að greiða hundrað þúsund krónur í sekt. Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir málin því miður ekki einsdæmi.\nÞetta svo sem er ekki í fyrsta skipti sem úrskurður er á grundvelli þessa ákvæðis þessarar reglugerðinni. Þannig að í rauninni er þetta þannig lagað eins og hver annar úrskurður nefndarinnar en auðvitað er ekki hægt að líta fram hjá því að þetta eru óvenjulega þungir úrskurðir. Sem betur fer fáum við ekki mörg svona mál á hverju ári. -Lítið þið á þetta sem fordæmisgefandi dóm eða eru dæmi um þetta?- Já, já, því miður eru fordæmi fyrir úrskurðum að þessu tagi en úrskurðarnefnd KSÍ er svo sem ekki, lítur ekki til þess að vera að setja einhver fordæmi með úrskurði sínum heldur byggir hún úrskurð á ákvæðum reglugerða.\"\n-En nú eru þetta alvarleg ummæli í báðum tilfellum, er þetta eitthvað vandamál innan hreyfingarinnar?-\nKnattspyrnuhreyfingin er ekkert ólík samfélaginu að því marki að því miður er orðræða sem þessi, hún fyrirfinnst í okkar samfélagi og í knattspyrnuhreyfingunni. Þannig að eins og ég sagði áðan þá kemur þetta fyrir hjá okkur eins og annars staðar, því miður.\"","summary":"Tveir ungir knattspyrnumenn hafa verið dæmdir í leikbann fyrir rasísk og niðrandi ummæli um mótherja. Framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands segir málið ekki einsdæmi. "} {"year":"2021","id":"243","intro":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að farið hafi verið eftir tillögum hans varðandi afléttingar sóttvarnaaðgerða í einu og öllu, en hugsanlega hefði verið tilefni til að auka þann fjölda sem má koma saman. Hann segir að ekki megi fara of geyst í að afnema fjarlægðarmörk.","main":"Afléttingarnar sem voru kynntar í morgun eru á grundvelli tillagna Þórólfs sem hann skilaði Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í gær. Hann hefur einnig skilað tillögum að óbreyttum landamæraaðgerðum, að minnsta kosti fram í júní.\nVar algjörlega farið eftir þínum tillögum? Mér sýnist það já.\nÞarna er verið að þrefalda fjöldann sem má koma saman - er það sú tala sem þú lagðir til? Já, já ég lagði það til.\nHefði verið tilefni til að fara hærra? Alveg örugglega.\nÞetta er bara eins og gengur, en þegar við léttum á aðgerðum síðastliðið vor þá var það af svipuðum toga og þetta.\nEkkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Þórólfur segir að þrátt fyrir fá smit sé mikilvægt að halda áfram að virða fjarlægðarmörk.\nÞegar við skiptum úr 2ja metra reglu í 1 metra reglu fyrir ári síðan á öllum vígstöðvum þá fljótlega aftur fengum við mikla uppsveiflu í faraldurinn þannig að við ákváðum að vera aðeins rólegri í tíðinni núna.\nGrímuskylda hefur verið á landinu í sjö mánuði, frá 20. október, en Þórólfur segist telja að það sé skynsamlegt skref að slaka á henni.\nEn það sem skiptir máli er auðvitað hvernig fólk hegðar sér og passar sig hver og einn.","summary":"Sóttvarnalæknir segir að farið hafi verið eftir tillögum hans varðandi afléttingar sóttvarnaaðgerða í einu og öllu. Ekki megi fara of geyst í að afnema fjarlægðarmörk."} {"year":"2021","id":"244","intro":"Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun hvetur fólk til að tilkynna tafarlaust um dauða fugla. Viðbúnaðrstig vegna fuglaflensu er enn í gildi þó að hún hafi ekki greinst í villtum fuglum hér á landi í vor.","main":"Í mars birti Matvælastofnun auglýsingu um tímabundnar sóttvarnaráðstafanir til að fyrirbyggja að fuglaflensa bærist hingað til lands. Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir að þótt ekki hafi greinst fuglaflensa hér á landi í vor sé hættan enn til staðar. \u001eVið erum enn þá með aukið viðbúnaðarstig út af fuglaflensunni en það hefur gengið vel. Við höfum ekkert greint neitt í villtum fuglum og það hefur ekki neinn grunur í alifuglum heldur en við höfum haldið okkur við óbreytta stöðu því að staðan í Evrópu er ekki nógu góð enn þá. Það er enn verið að greina fuglaflensu á vetrarstöðvum okkar íslensku farfugla.\"\nSíðan í byrjun árs hafa Matvælastofnun borist 25 ábendingar frá almenningi um veika eða dauða villta fugla sem hafa fundist. \u001eVið höfum einhver sýni, jú jú og það er bara mjög gott og við erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið þessar ábendingar en það hefði verið betra að fá fleiri. -Þannig að það eru alveg einhverjar líkur á því að flensan sé í einhverjum fuglum hérna, en bara hafi ekki fundist?- Já\"\nBrigitte hvetur almenning til að hafa samband, finni það dauða fugla. \u001eUm að gera að senda okkur tafarlausa ábendingu, við erum ekkert að biðja almenning um að taka upp fuglinn. Það er bara gott að setja poka utan um fuglinn án þess að snerta hann. En venjulega erum við bara að biðja almenning um að láta hann liggja en láta okkur vita svo við getum farið á staðinn sem fyrst.\"","summary":"Viðbúnaðarstig vegna fuglaflensu er enn í gildi hér á landi. Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir að þó enn hafi ekki greinst smit hér sé hættan ekki liðin hjá."} {"year":"2021","id":"244","intro":"Í kvöld kemur í ljós hvort Daði og Gagnamagnið komast í úrslit Eurovision söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. Tvær Norðurlandaþjóðir eru þegar komnar áfram.","main":"Bæði Svíar og Norðmenn komust áfram eftir fyrra undanúrslitakvöld Eurovision-söngvakeppninnar á þriðjudag. Í kvöld kemur í ljós hvort Finnar, Danir og ekki síst Íslendingar stígi þar á svið. Miklar líkur eru á því ef marka má veðbanka en Daða og Gagnamagninu er spáð þriðja sætinu, Finnum því fjórða og Dönum tíunda.\nMestar líkur eru taldar á sigri Svisslendinga eða Búlgara í kvöld, en bæði lönd bjóða upp á kröftugar ballöður. Þau Daði og Árný verða í sérstöku grænu herbergi á hótelinu sínu í kvöld þaðan sem þau fylgjast með keppninni og Evrópa með viðbrögðum þeirra.\nKórónuveirufaraldurinn hefur óneitanlega sett mark sitt á þessa 65. söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva en Duncan Laurence, hollenski sigurvegarinn 2019, er smitaður og kemur því ekki fram á laugardaginn. Hins vegar má telja næsta víst að Daði og Gagnamagnið verði á skjáum Evrópu á laugardagskvöldið þótt notast verði við vel heppnaða upptöku af æfingu í síðustu viku.\nSpila bút úr 10 Years í lokin","summary":null} {"year":"2021","id":"244","intro":"RARIK ætlar ekki að nýta tækifærið þegar ljósleiðari verður lagður í sveitir á Héraði í sumar og leggja þrífasa jarðstreng samhliða. Forstjóri RARIK segir efniskostnað mun hærri við rafmagn en ljósleiðara.","main":"Ljósleiðari verður lagður í sveitir á Héraði í sumar en RARIK ætlar ekki að nýta tækifærið og leggja þrífasa jarðstreng samhliða. Forstjóri RARIK segir efni og vinnu við þrífasa jarðstrengjavæðingu rafmagns mun dýrara en við ljósleiðara. og fyrirtækið þurfi tæp 10 ár til að ljúka henni til allra býla í ábúð til sveita.\nStjórnvöld ætla að bæði ljósleiðarvæða allt landið með Ísland ljóstengt og að koma þrífasa rafmagni í jörðu. Í sumar ætlar Hitaveita Egilsstaða og Fella að leggja ljósleiðara í sveitir á Héraði; á Jökuldal, í Hlíð, út Hróarstungu og Hjaltastaðarþinghá. Víða á þessu svæði er ekki enn komið þrífasa rafmagn og er einfasa rafmagni dreift með loftlínum. RARIK ætlar ekki að nýta skurðgröftinn og plæginguna á ljósleiðaranum og leggja þrífasa rafmagn samhliða nema á ákveðnum kafla í Jökulsárhlíð. Þetta hefur verið gagnrýnt, meðal annars af heimastjórn Fljótsdalshéraðs sem hvatti sveitarstjórn til að ræða við RARIK og viðkomandi ráðuneyti um málið.\nSamkvæmt upplýsingum frá RARIK var á sínum tíma farið í ýtarlega skoðun möguleikum til samlegðar. Niðurstaðan var að lagning ljósleiðara átti að taka um fjögur ár en fimmtán ár þurfti til að ljúka þrífasavæðingu að fullu. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir að í einhverjum tilvikum hafi reynst unnt að færa til verkefni til að koma á samlegð en útilokað sé að hraða öllu. Rafstrengur þurfi að fara dýpra í jörðu en ljósleiðari sem kalli á dýrari plægingu, og þá sé bæði vinna og efniskostnaður mun meiri við þrífasavæðingu en ljósleiðara. Til að mynda þurfi að setja upp 2-3 milljóna króna spennistöð við hvern bæ.","summary":"RARIK ætlar ekki að nýta tækifærið og leggja þrífasa jarðstreng samhliða ljósleiðara sem verður lagður í sveitir á Héraði í sumar. Forstjóri RARIK segir efniskostnað mun hærri við rafmagn en ljósleiðara. "} {"year":"2021","id":"244","intro":"Samkomulag um vopnahlé milli Palestínumanna og Ísraelsmanna er sagt vera á næsta leiti. Hernaðaraðgerðir þeirra síðustu daga hafa kostað á þriðja hundrað manns lífið, aðallega almenna borgara.","main":"Tilraunir Egypta og fleiri þjóða til að koma á vopnahléi milli Palestínumanna og Ísraelsmanna eru farnar að skila árangri. Gert er ráð fyrir að því verði lýst yfir á morgun eða laugardag. Eftir tiltölulega rólega nótt hófust hernaðaraðgerðir beggja þegar leið á morguninn.\nBandaríska dagblaðið Wall Street Journal segir í dag að mögulega verði samið um vopnahlé á morgun, þökk sé þrotlausri vinnu egypskra samningamanna sem hafi verið í stöðugum viðræðum við leiðtoga Hamas samtakanna á Gaza og stjórnvöld í Ísrael. Fleiri hafi lagt lóð á vogarskálarnar, svo sem Bandaríkjamenn, Katarar og nokkrar Evrópuþjóðir. Þá hefur CNN eftir leiðtogum Hamas að samkomulag sé á næsta leiti, jafnvel á morgun eða laugardag. Óvíst er þó hvernig liðsmenn Islamic Jihad, samtaka herskárra palestínskra íslamista, taka þeim tíðindum og hvort þeir virða vopnahléið.\nEldflaugaskothríð frá Gaza yfir til Ísraels hætti um eittleytið í nótt að staðartíma og þremur stundum síðar dró úr árásum Ísraelshers. Hernaðaraðgerðirnar hófust þó að nýju þegar morgnaði. Meðal annars hæfði flugskeyti frá norðurhluta Gaza rútu sem þrjátíu ísraelskir hermenn voru nýstignir út úr. Einn meiddist lítillega þegar hann varð fyrir braki úr rútunni. Átökin frá því á mánudag í síðustu viku hafa kostað 230 Palestínumenn lífið, aðallega almenna borgara og þar á meðal 65 börn. Tólf eru fallnir í Ísrael, þar af þrír erlendir ríkisborgarar og eitt barn.","summary":"Samkomulag um vopnahlé milli Palestínumanna og Ísraelsmanna er sagt vera á næsta leiti. Hernaðaraðgerðir þeirra síðustu daga hafa kostað á þriðja hundrað manns lífið, aðallega almenna borgara."} {"year":"2021","id":"244","intro":"Áttatíu stjórnarfrumvörp bíða afgreiðslu Alþingis og ólíklegt þykir að hægt verði að klára þau öll áður en þingi verður frestað í byrjun næsta mánaðar. Einungis ellefu þingfundadagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun Alþingis.","main":"Af þessum áttatíu málum eru sjötíu í umfjöllun nefnda eftir fyrstu umræðu. Þetta eru mál á borð við frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta, frumvarp umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð, barnafrumvörp félagsmálaráðherra og frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á áfengislögum. Níu önnur stjórnarmál bíða annarrar og þriðju umræðu.\nMörg þessara mála eru umdeild og því ólíklegt að hægt verði að afgreiða þau á yfirstandandi þingi. Samkvæmt starfsáætlun eru ellefu þingfundadagar eftir og á Alþingi að ljúka störfum 10. júní. Ekki er hægt að útiloka að einhverjum þingfundadögum verði bætt við ef samstaða næst um það.\nÞá er líka óljóst hvort hægt verði að afgreiða frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá en hún lagði málið fram sem þingmannafrumvarp. Fyrstu umræðu lauk í febrúar og er málið enn til umfjöllunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.","summary":null} {"year":"2021","id":"244","intro":"Franskur áfrýjunardómstóll staðfesti í morgun að TUV Rheinland, sem hafði eftirlit með framleiðslu og vottun PIP brjóstafyllinga, bæri að greiða skaðabætur vegna galla í púðunum. Lögmaður íslenskra kvenna í sambærilegu máli segist vonast eftir lokaniðurstöðu innan tveggja ára.","main":"Saga Ýrr Jónsdóttir, lögmaður þeirra íslensku kvenna taka þátt í annarri hópmálssókn gegn fyrirtækinu, segir mikilvægan áfangasigur hafa unnist.\nÞetta eru jákvæð teikn þegar málið sigrast á þessu dómsstigi\nÞetta verður til þess að Cour de cassation getur staðfest niðurstöðu áfrýjunardómstólsins í þessu máli og fundið TUV skaðabótaskylt með endanlegri niðurstöðu.\nNær öruggt sé að sama niðurstaða fáist í því máli en líklegt sé að TUV áfrýi málinu. Saga telur að málaferlin ein og sér eigi eftir að hafa áhrif á að eftirlitsaðilar vandi vinnubrögð sín. Læknaráð, sett saman af dómstólnum, fari nú yfir gögn í málinu sem meti skaða kvennanna og hvaða bótagreiðslur hverri beri að fá. Mikill munur geti orðið milli hæstu og lægstu bóta.\nVið erum að setja af matsferli núna þar sem verið að meta konurnar áður en endanlega niðurstaða liggur fyrir. Ég bind vonir við að farið verði að greiða\nbætur til íslenskra kvenna eftir svona tvö ár.","summary":"Franskur dómstóll dæmdi í morgun að fyrirtæki, sem hafði eftirlit með framleiðslu PIP brjóstafyllinga, væri skaðabótaskylt gagnvart 2.500 konum. Lögmaður íslenskra kvenna í sams konar hópmálsókn segir öruggt að dómur falli með sama hætti í máli þeirra. "} {"year":"2021","id":"245","intro":"Fall í afurðarverði kindakjöts þýðir um tveimur milljörðum króna minni tekjur fyrir sauðfjárbændur í heild á ári. Dósent við Landbúnaðarháskólann segir það afleitt. Samdráttur í sauðfjárrækt í landinu sé áhyggjuefni fyrir landsbyggðina.","main":"Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands, kynnti landbúnaðarráðherra í morgun nýja skýrslu um afkomu sauðfjárbænda og leiðir til að bæta hana.\nJóhannes segir að meginvandi sauðfjárbænda sé lágt afurðaverð. Hrun varð í afurðarverði á árunum 2016 til 17 sem hefur ekki náðst til baka.\nÞetta fall í afurðarverði þýðir tveggja milljarða minni tekjur fyrir greinina í heild á ári sem sagt, sem er auðvitað afleitt. Og það er auðvitað engum í hag hvorki neytendum né bændum að verðið sé svona óstöðugt.\nJóhannes segir að í sauðfjárrækt séu ákvarðanir um framleiðslu teknar langt fram í tímann og því þurfi að byggja upp kerfi sem stuðlar að stöðugleika. Hægt væri að koma á markaðsstöðugleikasjóði með hvötum til að ná góðum árangri í útflutningi.\nÞað þarf að reyna að vera með markvissara sölustarf, ekki síst í útflutningi. Þegar illa gengur í útflutningi verður mikil sölupressa á innanlandsmarkað. Sem veldur því að verðin sem fást á innanlandsmarkaði eru of lág. Það þarf að koma á fyrirkomulagi sem stýrir þessu betur.\nEkki hefur verið færra fé í landinu í 160 ár eða allt frá fjárkláðaniðurskurði árið 1860. Jóhannes telur samt ekki að það sé flótti úr greininni, fækkunin hafi orðið jafnt og þétt. Enn sé hægt að snúa þeirri þróun við.\nÞað hefur orðið töluverð fækkun núna í kjölfar þessa hruns. Það er það sem er áhyggjuefni fyrir ekki bara þessa búgrein heldur líka fyrir landsbyggðina alla. Og úrvinnslugreinarnar. Afurðarstöðvarnar, alla sem tengjsast sauðfjárræktinni.","summary":"Fé hefur ekki verið færra í landinu í 160 ár. Dósent í landbúnaðaháskólanum segir það áhyggjuefni fyrir landsbyggðina alla."} {"year":"2021","id":"245","intro":"Ísraelsmenn eru að meta hvort aðstæður hafi skapast til að hætta loftárásum á Gaza. Þrýst er á ísraelsk stjórnvöld úr öllum áttum að semja um vopnahlé. Átökin hafa kostað á þriðja hundrað mannslíf.","main":"Ísraelsmenn eru sagðir vera að meta hvort nú sé rétti tíminn til að hætta loftárásum á Gaza-svæðið. Þeir séu þó reiðubúnir til að halda þeim áfram enn um sinn. Þrýst er á ísraelsk stjórnvöld hvaðanæva að um að semja um vopnahlé, þar á meðal frá Bandaríkjunum.\nAFP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni í Ísraelsher að verið sé að meta hvort aðstæður hafi skapast til að láta af árásum á herskáa Palestínumenn á Gaza. Sé sú ekki raunin sé herinn tilbúinn til að halda áfram hernaðaraðgerðum næstu daga. BBC hafði eftir heimildarmanni sínum innan hersins í dag að vopnahlé væri ekki í sjónmáli. Þá var engan bilbug að heyra á Benjamín Netanyahu forsætisráðherra þegar hann ræddi við erlenda fréttamenn í Tel Aviv í morgun. Annað hvort yrðu Hamas-samtökin brotin á bak aftur eða knúin til samninga, en öllum möguleikum væri haldið opnum.\nYou can either conquer them, en that's always an open possibility, or you can deter them, and we are now in forceful deterrence, but I have to say we don't rule out anything.\nHaft er eftir embættismönnum Hamas í Katar að viðræður um vopnahlé standi yfir, en enn hafi ekki verið gengið að kröfum Palestínumanna. Þjóðarleiðtogar víða um heim þrýsta á ísraelsk stjórnvöld að láta af loftárásum á Gaza, þeirra á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti. Hernaðaraðgerðirnar hafa staðið í tíu daga. Þær hafa kostað 219 Palestínumenn lífið, nánast allt almenna borgara. Tólf hafa fallið Ísraelsmegin, sömu leiðis aðallega almennir borgarar.","summary":"Ísraelsmenn eru að meta hvort aðstæður hafi skapast til að hætta loftárásum á Gazasvæðið. Þrýst er á ísraelsk stjórnvöld úr öllum áttum að semja um vopnahlé."} {"year":"2021","id":"245","intro":"Vextir hækkuðu um núll komma tuttugu og fimm prósentustig í morgun vegna meiri verðbólgu en gert var ráð fyrir. Seðlabankinn spáir meiri hagvexti á þessu og næsta ári en spáð hafði verið.","main":"Eftir tímabil vaxtalækkana ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vextina um 0,25 prósentustig i morgun. Þetta þýðir að vextir á sjö daga bundnum innlánum verða 1%.\nSegir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Hann útilokar ekki að þetta sé byrjunin á frekari vaxtahækkunum. Hann segir hagkerfið komið í góðan bata og vextir séu eftir sem áður mjög lágir. Margir fasteignakaupendur hafa tekið óverðtryggð lán að undanförnu og sumir skuldbreytt yfir í slík.\nSkýringin á verðbólgunni er gengislækkun, launahækkanir og það sem kallað er framboðstruflanir vegna COVID-19, sem þýðir að dýrara er að flytja vörur og hráefni til landsins, olíuverð hefur hækkað og fleira. Ásgeir segir heimshagkerfið í raun hökta eftir heimsfaraldurinn. Þetta sé tímabundið ástand. Hann býst ekki við að fasteignaverð haldi áfram að hækka. Þá fari atvinnuleysi minnkandi þótt það sé enn mikið. Seðlabankinn spáir núna rúmlega þriggja prósenta 3% hagvexti á þessu ári og meiri en fimm prósenta 5% á því næsta. Það er mun meira en spáð var.","summary":"Seðlabankinn hækkaði vexti um 0,25% í morgun. Verðbólga hefur reynst meiri og þrálátari en spáð var, "} {"year":"2021","id":"245","intro":"Utanríkisráðherrar streyma nú til landsins á fund Norðurskautsráðsins sem verður á morgun. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hitti utanríkisáðherra Kanada á fundi í Hörpu í morgun og þar er Magnús Geir Eyjólfsson. Magnús, það eru stíf fundahöld í dag og á morgun.","main":"Já Guðlaugur Þór ræddi við Marc Garneau utanríkisráðherra Kanada og ræðir við utanríkisráðherra Svíþjóðar og Finnlands um miðjan daginn.\nEn í dag er áherslan mest á fund Sergeis Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Antonys Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Lavrov kemur til landsins síðdegis og þeir ætla að funda í kvöld. Og það er töluverð spenna fyrir fundinum og áhugi alþjóðlegra fjölmiðla mikill, en töluverður fjöldi bæði rússneskra og bandarískra fjölmiðla er á landinu til að fylgjast með fundinum, sem er þeirra fyrsti augliti til auglitis. Fundurinn verður hér í Hörpu um klukkan níu í kvöld og þeir ætla að ávarpa fjölmiðla stuttlega fyrir fundinn en taka ekki við spurningum.\nBlinken tók við snemma á nýju ári en nokkura daga vera hans hér á landi er til marks um aukinn áhuga bandaríkjastjórnar á Norðurslóðum. Hann fór fyrst til Danmerkur, verður hér í þrjá daga og fer síðan til Grænlands. Nokkur átök eru um yfirráð yfir norðursheimskautssvæðinu og Rússar sendu skýr skilaboð í vikunni um að aðrir ættu að hafa sig hæga. Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Rússlandi, segir að Rússar hafi mestra hagsmuna að gæta á svæðinu, sér í lagi þegar kemur að vinnslu olíu og gass.\nNorðurslóðir og þróun þessara auðlinda og vinnsla þeirra þetta er lykilforsenda í öllum væntingum um hagþróun í Rússlandi á næstu árum og áratugum, skiptir alveg feykilega miklu efnahagslegu máli og þar af leiðir hafa Rússar mikinn hag af því að ákveðinn stöðugleiki ríki á Norðurslóðum og það er ein ástæða þess að norðurskautsráðið hefur fúnkerað alveg ljómandi vel þrátt fyrir stirð samskipti að öðru leyti, jafnvel eftir Úkraínudeiluna sem hófst fyrir sjö árum, allan tímann hefur norðurskautsráðið fúnkerað vel.\nAlbert segir að samskipti Rússa og Bandaríkjanna hafi verið stirð síðustu ár og líklegt að pólitískar deilur verði ræddar á fundi Lavrovs og Blinkens, en haldið utan við fund Norðurskautsráðsins. Þar verði umhverfis- og loftslagsmál mest áberandi.\nÞar sem þeir eru að láta þessa auknu sókn bandaríkjahers inn á Norðurslóðir fara í taugarnar á sér og þess vegna er hugsanlegt að það að halda hernaðarlegum málefnum utan við starfsemi ráðsins og halda Norðurslóðum sem lágspennusvæði eins og það er kallað, það er hugsanlegt að það fari að reyna á það.","summary":"Utanríkisráðherra Rússa kemur til landsins síðdegis. Hann á fund með bandarískum kollega sínum í kvöld og er það þeirra fyrsti fundur augliti til auglitis. "} {"year":"2021","id":"245","intro":"Grindavík jafnaði metin í einvígi sínu gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í gærkvöld. Þá eru deildarmeistarar Keflavíkur í góðum málum eftir sigur á Tindastóli á Sauðárkróki.","main":"Keflvíkingar byrjuðu leikinn betur á Sauðárkróki í gær og voru átta stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 19-11. Það var þó allt í járnum í upphafi lokafjórðungsins og Tindastóll komst yfir í upphafi leikhlutans. Þá tóku gestirnir góða rispu, Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði hverja körfuna á fætur annarri og 12 stiga sigur Keflavíkur niðurstaðan, 86-74. Hörður Axel skoraði 29 stig fyrir Keflavík, sem vann líka fyrsta leikinn í einvíginu, og getur því tryggt sér farseðil í undanúrslit með sigri í þriðja leik liðanna í Keflavík á laugardaginn.\nÍ Grindavík tókst heimamönnum að jafna metin í einvígi sínu gegn Stjörnunni með 12 stiga sigri, 101-89. Staðan í rimmunni er 1-1 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer áfram í undanúrslit.\nAfturelding og HK mættust í gærkvöld í öðrum leik sínum í úrslitum úrvalsdeildar kvenna í blaki. HK var 1-0 yfir og gat tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri.\nAfturelding vann leikinn 3-1 og tókst þannig að tryggja sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Það verður því hreinn úrslitaleikur þegar liðin mætast í Fagralundi í Kópavogi á laugardag.\nÞriðji keppnisdagur Evrópumótsins í sundi í 50 metra laug hófst í Búdapest í Ungverjalandi í morgun. Snæfríður Sól Jórunnardóttir var aðeins hálfri sekúndu frá því að komast í undanúrslit í 200 metra baksundi.\nSnæfríður Sól synti á 2:01:31 en Spánverjinn Africa Sanz Zamorano var sú síðasta inn í undanúrslitin á 2:00:81. Snæfríður hafnaði í 28. sæti sem er besti árangur Íslendings á mótinu til þessa. Sextán bestu komast í undanúrslit en aðeins mega þó tveir keppendur frá sama landi fara áfram.\nKristinn Þórarinsson fann sig ekki í undanrásunum í 100 metra baksundi í morgun og synti á 58.24 sekúndum sem skilaði honum 56. sæti af 58 keppendum.\nBein útsending frá EM í sundi hefst á RÚV klukkan 16 í dag.\nKnattspyrnusamband Íslands hefur frestað fundi sem hafði verið boðað til klukkan eitt í dag. Þar átti Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla, að tilkynna leikmannahópinn sem mætir Mexíkó, Færeyjum og Póllandi í vináttuleikjum í lok maí og byrjun júní.\nFótbolti.net greindi frá því í morgun að Arnar Þór væri einn þeirra sem kæmi til greina í þjálfarastarfið hjá OB þar í Danmörku og vitnaði þar í danska fjölmiðla.\nSamkvæmt KSÍ var fundinum frestað vegna breytinga á stöðu leikmanna sem áttu að vera í hópnum.\nÞess vegna þurfi landsliðsþjálfararnir meiri tíma til að ráða ráðum sínum. Ekki hefur verið gefið út hvenær hópurinn verður kynntur.","summary":"Grindavík tókst að jafna metin í einvígi sínu við Stjörnuna í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í gærkvöld. Lið Keflavíkur er komið í 2-0 í rimmu sinni við Tindastól."} {"year":"2021","id":"246","intro":"Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir næsta öruggt að kvótinn fyrir strandveiðar klárist áður en tímabilinu lýkur í haust. Nú þegar er búið að veiða rúmlega tólf prósent af heildaraflanum sem gefinn var út fyrir sumarið.","main":"Strandveiðar hófust 3. maí og nær tímabilið yfir sumarmánuðina maí, júní, júlí og ágúst. Töluverður áhugi er veiðunum í ár og til marks um það hafa rúmlega 550 bátar fengið leyfi til veiða sem er fjölgun frá síðasta ári. Þessum bátum er heimilt að veiða rúm ellefu þúsund tonn af óslægðum botnfiski. Það er sama magn og við upphaf tímabilsins í fyrra en þá voru veiðarnar stöðvaðar um miðjan ágúst þegar aflaheimildir kláruðust. Erna Jónsdóttir, sviðsstjóri hjá Fiskistofu, segir ekki ólíklegt að það sama gerist í ár.\nÞað er svolítið erfitt að spá fyrir um það -En það er ekkert ólíklegt miðað við að þetta fer svona bratt af stað og það eru aðeins fleiri en í fyrra?- \u001eNei það er ekkert ólíklegt ef þetta er sambærilegt og í fyrra.\"\nÖrn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, kveður fastar að orði og segir að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær veiðiheimildir klárast.\nEins og kerfið er núna þá eru hamlandi ákvæði sem geta stöðvað veiðarnar, jafnvel áður en júlí er allur, og við viljum sýna það, og vekja athygli stjórnvalda á því, að það þarf að gera eitthvað í málinu. Það er alveg ljóst að stjórnvöld þurfa að koma að málinu og bæta við veiðiheimildum, þannig að við getum stundað veiðar út allan ágúst.\"","summary":"Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir að það sé ekki spurning hvort heldur hvenær útgefnar veiðiheimildir strandveiða klárist. Rúmlega tólf prósent af heildarafla hafa þegar verið veidd."} {"year":"2021","id":"246","intro":"Áhyggjur landsmanna af því að smitast af COVID-19 fara dvínandi sem og af heilsufarslegum áhrifum veirunnar. Þá fjölgar þeim sem telja of mikið gert úr þeirri heilsufarslegu hættu sem stafar af veirunni.","main":"Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Átta prósent telja að almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld geri aðeins of mikið eða alltof mikið til að bregðast við faraldrinum. Níutíu og þrjú prósent svarenda segjast treysta almannavörnum og heilbrigðisyfirvöldum vel til að takast á við faraldurinn. Konur bera meira traust í þeirra garð en karlar og eldra fólk frekar en yngra.\nÞrjátíu prósent svarenda segja ríkisstjórnina gera of lítið til að fyrirbyggja eða bregðast við efnahagslegum áhrifum faraldursins. Sextíu og fjögur prósent telja aðgerðirnar vera hæfilegar.\nÁ heildina litið óttast 47 prósent svarenda lítið að smitast af COVID-19. Konur óttast frekar að smitast en karlar, og fólk sem býr á höfuðborgarsvæðinu óttast frekar að smitast en þeir sem búa á landsbyggðinni. Yngra fólk hefur minni áhyggjur af því að smitast en þeir sem eldri eru.","summary":null} {"year":"2021","id":"246","intro":"Heilbrigðisráðherra segir stefna í að hægt verði að slaka á sóttvarnatakmörkunum strax eftir helgi. Til skoðunar er að biðja Íslenska erfðagreiningu um að létta undir við greiningu sýna.","main":"Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær, í fyrsta skipti í rúmlega mánuð. Eitt smit greindist á landamærunum og var sá með mótefni. Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra.\nStaðan er bara góð. Við virðumst vera búin að ná utan um þessi hópsmit sem hafa verið vítt og breitt þannig að við virðumst vera komin á mjög góðan stað.\nSvandís segir mögulega tilefni til að létta á takmörkunum fyrr en áætlað var.\nMér sýnist að við getum stigið einhver skref strax eftir helgina. Það er nálægt því sem við vorum búin að ætla okkur en við erum að skoða það já.\nSamkvæmt afléttingaráætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir að 100 til þúsund manns fái að koma saman seinni hluta maí og eins metra regla taki gildi. Ekkert kemur hins vegar fram í áætluninni um grímunotkun.\nHvenær má fólk taka grímurnar niður? Það hlýtur að enda með því.\nSvandís segir að bólusetning gangi framar vonum. Ekkert sé þó að frétta af samningaviðræðum við Spútnik. Þá er til skoðunar að biðja Íslenska erfðagreiningu um að létta undir við greiningu sýna.\nIndverska afbrigði kórónuveirunnar, sem hefur greinst á landamærunum hér á landi, er talið vera meira smitandi en áður var talið. Þá kunna bóluefni sem notuð eru gegn veirunni að hafa minni vörn gegn afbrigðinu en öðrum. Bretar hafa til að mynda brugðist við útbreiðslunni með því að flýta seinni bólusetningu.\nMitt fólk segir mér að það sé ástæða til að hafa áhyggjur af stökkbreyttum afbrigðum. Sérstaklega þeim afbriðgum þar sem bóluefni virka ekki eins vel og á fyrri afbrigði þannig að það er alveg ljóst að þessi slagur er ekki búinn, ekki fyrr en heimsbyggðin hefur í raun og veru sigrast á kórónuveirunni og afbrigðum hennar.","summary":"Heilbrigðisráðherra segir stefna í að hægt verði að slaka á sóttvarnatakmörkunum strax eftir helgi. Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær, í fyrsta skipti í rúmlega mánuð. "} {"year":"2021","id":"246","intro":"Valur kom sér í kjörstöðu í gærkvöld í undanúrslitaeinvíginu í efstu deild kvenna í körfubolta. Valur mætti Fjölni í gærkvöld í Dalhúsum.","main":"Þetta var annar leikur deildarmeistara Vals gegn Fjölni en Valur vann fyrri leikinn sannfærandi. Leikurinn í gærkvöld var spennandi framan af en Valskonur voru sterkari í fjórða leikhluta og unnu að lokum sjö stiga sigur 83-76. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið en þriðji leikur liðanna er á föstudaginn kemur, þegar Valur getur tryggt sér sæti í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn með sigri.\nFjórðu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta lauk í gærkvöld með fjórum leikjum. Valur hafði betur gegn KR 3-2 eftir Reykjavíkurslag af bestu gerð í Vesturbænum. Valur er nú með tíu stig í toppbaráttunni eins og Víkingur, FH og KA. FH vann 3-1 útisigur á HK í gær, KA vann 4-1 sigur á Keflavík og í fjórða leik kvöldsins gerðu ÍA og Stjarnan markalaust jafntefli á Akranesi.\nEM í sundi í Búdabest heldur áfram í dag. Í morgun synti Steingerður Hauksdóttir í undanrásum í 50 metra baksundi. Steingerður varð þriðja í sínum riðli, og í fertugasta sæti í heildina. Hún kemst ekki áfram í greininni en bætti engu að síður sinn besta tíma um þrjá hundruðustu úr sekúndu. RÚV sýnir beint frá úrslitum og undanúrslitum nokkurra greina á mótinu í dag klukkan fjögur.\nSundmennirnir Már Gunnarsson og Róbert Ísak Jónsson settu báðir Íslandsmet í úrslitum á Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi í dag sem fram fer í Madeira í Portúgal. Már bætti sitt eigið met í 100 metra flugsundi þegar hann hafnaði í fjórða sæti í flokki S11. Hann synti á 1 mínútu og 11,11 sekúndum og bætti þar með Íslandsmetið í flugsundi í sínum flokki. Róbert hafnaði í sjöunda sæti í 100 metra baksundi í flokki S14 og bætti eigið Íslandsmet þegar hann synti á 1 mínútu og 4,76 sekúndum.","summary":"Valskonur eru komnar með annan fótinn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Valur mætti Fjölni í öðrum leik liðanna í undanúrslitum í gær."} {"year":"2021","id":"246","intro":"Uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur varar við frumvarpi heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna og telur að það leiði til aukinnar neyslu meðal barna- og ungmenna.","main":"Frumvarp heilbrigðisráðherra felur í sér að það verður ekki lengur refsivert fyrir einstaklinga 18 ára og eldri að kaupa eða vera með neysluskammta af fíkniefnum. Tilefni frumvarpsins er sú stefnumörkun stjórnvalda að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda í heilbrigðiskerfinu fremur en í dómskerfinu.\nSkiptar skoðanir eru um þetta frumvarp og hátt í þrjátíu umsagnir hafa borist velferðarnefnd Alþingis sem hefur það nú til umfjöllunar.\nGuðrún Ágústa Ágústsdóttir, uppeldis-, fíkni- og fjölskyldufræðingur, segir að verði frumvarpið að lögum sendi það röng skilaboð til barna og ungmenna.\nÞað eru auglýsingar í öllu þeirra nærumhverfi um alls konar fíkniefn. Þetta er í tölvuleikjum, þetta er í tónlistarmyndböndum, bíómyndum, hlaðvörpum, sjónvarpsþáttum þetta er út um allt.\nOg ef við ætlum að afglæpavæða neysluskammta þá erum við svolítið að segja við ungmenninn okkar, þetta er ekkert hættulegt, þetta er ekkert mál\nGuðrún segir dæmi um að börn allt niður í 12 ára séu að neyta fíkniefna reglulega. Helst séu þau að nota kannabisefni eða spice sem er sett í rafrettur. Auka þurfi forvarnarstarf verulega áður en farið sé að ræða um afglæpavæðingu.\nEins og ég sé þetta núna þá höfum við svolítið sofnað á verðinum.\nÉg tel að unga kynslóðin okkar sé ekki alveg tilbúin til þessa skrefs","summary":null} {"year":"2021","id":"246","intro":"Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest úrskurð Hæstaréttar frá 2017 um að Þjóðskrá beri ekki að skrá íslenskar konur, sem eignuðust dreng með hjálp staðgöngumóður, gjafaeggs og -sæðis, sem foreldra hans. Lögmaður kvennanna segir að niðurstaðan sé vonbrigði.","main":"Drengurinn fæddist árið 2013 í Bandaríkjunum og konurnar voru skráðir foreldrar hans þar í landi. Þau fluttu hingað til lands ári síðar og þá hafnaði Þjóðskrá að skrá þær sem foreldra hans og að skrá drenginn sem íslenskan ríkisborgara, en Alþingi veitti honum síðar ríkisborgararétt. Mál kvennanna fór fyrir héraðsdóm og hæstarétt og var kröfu þeirra hafnað á báðum stigum. Drengurinn var síðan skráður sem fósturbarn annarrar konunnar eftir að þær skildu.\nÍ úrskurði Mannréttindadómstólsins sem birtur var í morgun segir að höfnun Hæstaréttar á að konurnar gætu verið skráðar foreldrar drengsins hefði átt sér stoð í íslenskum lögum.\nHvorug kvennanna vildi tjá sig um úrskurðinn við fréttastofu en Þyrí Steingrímsdóttir lögmaður þeirra sagði að niðurstaðan væri mikil vonbrigði. Ekki hefði verið hugað að hagsmunum barnsins.\nDögg Pálsdóttir lögmaður og aðjúnkt við lagadeild HR segir að svo virðist sem úrskurðurinn hafi byggst á því að hvorug kvennanna hafi blóðbönd við barnið. Þá virðist skilnaður þeirra hafa haft áhrif.\nÍslensk lög banna staðgöngumæðrun og það er greinilegt að MDE telur að það sé heimilt, löndum sé heimilt að banna staðgöngumæðrun.\nMiðað við kringumstæður í þessu tiltekna máli sem einkennist af því að barnið er ekki tengt blóðböndum hvorugu foreldrinu þá er það niðurstaðan að þetta hafi verið heimilt.","summary":"Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest úrskurð Hæstaréttar frá 2017 um að íslenskar konur, sem eignuðust dreng með hjálp staðgöngumóður sem foreldra hans, verði ekki skráðir foreldrar hans. Lögmaður kvennanna segir að niðurstaðan sé vonbrigði."} {"year":"2021","id":"246","intro":"Síðar í dag ræðir Blinken við Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún hefur sagst ætla að taka þar upp málefni Ísraels og Palestínu.","main":"Það er auðvitað mjög mikilvægt að þessi stóru ríki, bæði Bandaríkin og Rússland beiti sér fyrir því að vopnahlé verði strax og að menn setjist niður og ræði lausnir. Það liggur alveg fyrir hver afstaða Íslands er í því. Við höfum viðurkennt sjálfstæði Palestínu og teljum ljóst að til frambúðar muni alltaf byggjast á tveggja ríkja lausninni. Kemur til greina að setja einhvers konar viðskiptabann á vörur frá Ísrael? Það hefur ekki verið til umræðu. Þau viðskiptabönn sem við höfum tekið þátt í hafa alltaf byggst á alþjóðlegu samstarfi um slíkar þvinganir. Það hefur ekki verið til umræðu að þessu sinni.","summary":null} {"year":"2021","id":"246","intro":"Hundrað sjötíu og eitt land er á nýjum lista heilbrigðisráðuneytisins yfir svæði og lönd sem talin eru hááhættusvæði vegna COVID-19. Löndunum á listanum hefur fjölgað um 33 frá síðasta lista. Allir sem koma frá þessum svæðum þurfa að sæta sóttkví í sóttvarnahúsi við komuna til landsins, en hluti þeirra getur sótt um undanþágu frá því.","main":"Listinn tekur gildi í dag og hann er tvískiptur. Annars vegar eru158lönd þar sem 14 daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa er allt að 699 eða hlutfall jákvæðra sýna 5% eða hærra. Meðal þessara landa eru Bandaríkin, Spánn, Danmörk, Pólland og Þýskalandauk fjölmargra landa í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku.\nFólk sem kemur frá þessum löndum getur sótt um undanþágu frásóttkví í sóttvarnahúsi að minnsta kosti tveimur sólarhringum fyrir komuna til landsins og þarf þá að sýna fram á að það geti verið í sóttkví á eigin vegum.\nHins vegar eru 13lönd á listanum þar sem nýgengi COVID-19 er 700 eða meira. Meðal þeirra eru Frakkland, Holland, Króatía og Svíþjóð. Fólk sem kemur frá þessum löndum þarf skilyrðislaust að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi.\nStjórnvöld endurskoða reglulega lista yfir hááhættusvæði. Listi sem þessi var síðast gefinn út í byrjun mánaðarins og þá voru á honum 138 lönd.\nListinn tekur gildi í dag og skiptist í tvennt. Annars vegar eru 163 lönd þar sem 14 daga nýgengi er allt að 699 eða hlutfall jákvæðra sýna 5% eða hærra. Meðal slíkra landa eru Bandaríkin, Spánn, Danmörk, Pólland og Þýskaland, auk fjölmargra landa í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Fólk sem kemur frá þessum löndum getur sótt um undanþágu frá því að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi að minnsta kosti tveimur sólarhringum fyrir komuna til landsins og þarf þá að sýna fram á að það geti verið í sóttkví á eigin vegum.\nHins vegar eru 15 lönd þar sem nýgengi COVID-19 er 700 eða meira. Meðal þeirra eru Frakkland, Holland, Króatía og Svíþjóð. Fólk sem kemur frá þessum löndum þarf skilyrðislaust að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi.\nStjórnvöld endurskoða reglulega lista yfir hááhættusvæði. Listi sem þessi var síðast gefinn út í byrjun mánaðarins og þá voru á honum 138 lönd.","summary":null} {"year":"2021","id":"246","intro":"Tuttugu risafyrirtæki framleiða meira en helming af öllu einnotaplasti sem fer í ruslið á ári hverju og þaðan á urðunarstaði, endurvinnslu og sorpbrennslur þegar best lætur, en líka út um víðan völl og í ár, vötn og höf heimsins, þar sem það er vaxandi og hættulegur mengunarvaldur.","main":"Frá þessu er greint á vef breska blaðsins The Guardian. Þar segir að fyrirtækin 20, sem samtals eru ábyrg fyrir 55 prósentum af einnota plastrusli heimsins, séu ýmist ríkisfyrirtæki eða alþjóðleg risafyrirtæki, þar á meðal efnaframleiðendur og olíu- og gasfyrirtæki. Ellefu þessara 20 fyrirtækja eru með höfuðstöðvar í Asíu, fjögur í Evrópu, þrjú í Norður-Ameríku, eitt í Suður-Ameríku og eitt í Miðausturlöndum. Samtals framleiða þau fyrirtæki ríflega sjötíu og eina milljón af þeim 130 milljónum tonna af einnotaplasti sem hent var í ruslið - eða út í náttúruna - árið 2019, samkvæmt rannsókn sérfræðinganna. Einnota plast er nánast alfarið unnið úr jarðefnaeldsneyti og framleiðsla þess kyndir þar af leiðandi undir loftslagsvánni og hlýnun Jarðar. Það brotnar líka seint og illa niður og einungis 10 - 15 prósent þess eru endurunnin, segir í frétt Guardian. Því endar mikill meirihluti þess í plastfjöllum á ruslahaugum heimsins, sem rifrildi á víð og dreif um náttúruna eða í höfum, vötnum og vatnsföllum heimsins, stórum sem smáum, ýmist í misstórum stykkjum og tætlum eða sem heilsuspillandi örplast sem ógnar lífríki sjávar.","summary":null} {"year":"2021","id":"246","intro":"Landamæri Ísraels og Gaza hafa verið opnuð til að hægt sé að koma neyðaraðstoð til stríðshrjáðra íbúa svæðisins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræðir ástandið í samskiptum Ísraelsmanna og Palestínumanna í dag.","main":"Ísraelsmenn heimiluðu í dag að landamærin að Gaza yrðu opnuð á einum stað til að hægt verði að koma hjálpargögnum til íbúa svæðisins. Leiðtogar Frakklands, Egyptalands og Jórdaníu ræða í dag hvernig hægt verði að koma á vopnahléi milli Ísraels- og Palestínumanna með skjótum hætti.\nLandamærastöðin við samyrkjubúið Kerem Shalom eða víngarð friðarins var opnuð í morgun. Jens Lærke, talsmaður Mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna, fagnaði því en bað jafnframt um að landamærastöðin við Erez yrði einnig opnuð til að hjálparstarfsfólk komist inn til aðstoðar stríðshrjáðum Gazabúum. Hann segir að viðamikið verkefni sé fram undan eftir loftárásir Ísraelshers síðustu átta daga.\nÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman í dag til síns fjórða fundar um ástandið í samskiptum Ísraelsmanna og Palestínumanna. Engin ályktun hefur enn verið samþykkt vegna andstöðu fulltrúa Bandaríkjastjórnar. Þá ætla forsetar Frakklands og Egyptalands og konungur Jórdaníu að ræða í dag um leiðir til að koma á vopnahléi sem fyrst og að tryggt verði að ástandið versni ekki á ný.\nHernaðaraðgerðirnar hófust á mánudag fyrir viku þegar Hamasmenn skutu eldflaugum á Ísrael í hefndarskyni fyrir áform um að reka palestínska íbúa í Austur-Jerúsalem úr húsum sínum til að rýma fyrir landtökubyggð gyðinga. Frá því hefur Ísraelsher haldið uppi linnulitlum árásum á Gaza. Átökin hafa kostað yfir 220 mannslíf. Flestir hinna föllnu eru Palestínumenn.","summary":"Landamæri Ísraels og Gaza hafa verið opnuð til að hægt sé að koma neyðaraðstoð til stríðshrjáðra íbúa svæðisins. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ræðir ástandið í samskiptum Ísraelsmanna og Palestínumanna í dag. "} {"year":"2021","id":"247","intro":"Málefni Ísraels og Palestínu eru rædd á fundi utanríkismálanefndar sem hófst skömmu fyrir hádegi og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kom á fund nefndarinnar. Ísraelar halda áfram hörðum loftárásum á Gasaströndina og þær hafa nú staðið í rúma viku. Sigríður Á. Andersen, formaður nefndarinnar, segir að þetta sé fyrst og fremst upplýsingafundur.","main":"Málefni fyrir botni Miðjarðarhafs hafa af og til verið tekin upp í utanríkismálanefnd og við höldum reglulega fundi með utanríkisráðherra, og \/eða sérfræðingum í utanríkisráðuneytinu um málefni líðandi stundar víðsvegar um heiminn. Fundurinn í dag er af augljósu tilefni og full samstaða um það í nefndinni að fá ráðherrann til að upplýsa nefndina um það hvernig Ísland hefur sýnt þessu máli áhuga. Þessu ástandi sem þarna hefur rokið upp á nokkrum dögum.\nÁttu von á að einhverjar refsiaðgerðir verði ræddar? Já, örugglega ræddar. Það er auðvitað fólk hér innanlands sem hefur áhuga á því en utanríkisráðherra hefur lýst þeirri stefnu Íslands að Ísland hafi ekki forgöngu um slíkt. Og ég held að það þurfi að fá aðeins meiri botn í staðreyndir málsins hvað þetta ástand varðar þarna fyrir botni Miðjarðarhafs áður en slík ákvörðun yrði tekin á alþjóðavettvangi.","summary":null} {"year":"2021","id":"247","intro":"Kvennalið Barcelona er Evrópumeistari í fótbolta eftir sigur á Chelsea í úrslitaleiknum. Barcelona er þar með fyrsta félagið sem á bæði Evróputitil bæði í karla- og kvennaflokki.","main":"Barcelona og Chelsea mættust í úrslitaleiknum á gamla Ullevi-leikvanginum í Gautaborg. Barcelona kom af miklum krafti í leikinn og komust í forystu eftir 30 sekúndur og þá var ekki aftur snúið. Þær bættu við þremur mörkum í viðbót í fyrri hálfleik, og þar við sat, 4-0 sigur Barcelona niðurstaðan. Ógnarsterkt lið Chelsea, sem varð enskur meistari fyrr í mánuðinum, hafði engin svör við frábærri spilamennsku Barcelona. Tímabilið hjá kvennaliði Barcelona var stórkostlegt en liðið vann spænsku deildina örugglega og gerði þar yfir 120 mörk.\nEM í sundi hófst í morgun, en fimm Íslendingar taka þátt á mótinu. Þrír Íslendingar syntu í undanrásum á morgun. Þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Steingerður Hauksdóttir kepptu í 50 metra skriðsundi, og Kristinn Þórarinsson í 50 metra baksundi. Þau voru öll talsvert frá sínu besta. RÚV sýnir beint frá EM í sundi næstu daga en útsendingin hefst í dag klukkan fjögur.\nTveir leikir voru í 8-liða úrslitum úrslitakeppni Dominos-deildar karla í körfubolta í gærkvöld. Á Hlíðarenda mættust Valur og KR í hörkuspennandi leik þar sem allt var í járnum. Framlengja þurfti leikinn og KR vann að lokum með einu stigi 99-98. Þá vann Þór Þorlákshöfn Þór frá Akureyri örugglega 95-76. Vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast áfram í undanúrslitin.\nTveir leikir voru í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í gærkvöld þegar fjórða umferð hófst. Mikið var skorað og Víkingur kom sér á topp deildarinnar með 3-0 sigri á Breiðablik, og þá unnu nýliðar Leiknis sinn fyrsta leik í deildinni þegar þeir unnu Fylki sannfærandi 3-0. Fjórir leikir eru á dagskrá í fjórðu umferð í kvöld, þar á meðal grannaslagur KR og Vals á Meistaravöllum. FH, KA og Valur geta öll jafnað Víking að stigum með sigri í kvöld.","summary":"Barcelona er fyrsta knattspyrnyfélagið sem á Evróputitil bæði í karla- og kvennaflokki. Kvennalið Barcelona vann Chelsea örugglega í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær."} {"year":"2021","id":"247","intro":"Aldrei hafa fleiri gist á sóttvarnahótelum en nú. Sex hótel, þar af eitt á Egilsstöðum, gegna nú þessu hlutverki og hugsanlega þarf að bæta fleirum við. Hátt í 100 starfsmenn vinna á hótelunum.","main":"Við erum með sex hótel í það heila, í notkun í dag. Fimm þeirra eru hér í Reykjavík og eitt á Egilsstöðum. Og allt er nánast fullt hjá okkur eins og staðan er í dag.\nHvað eru margir samtals á hótelunum? Við erum með yfir 600 gesti hjá okkur. Samt sem áður er það þannig hjá okkur að við eigum 100 herbergi til hér og þar samtals.\nSegir Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður Farsóttarhúsa. Hann segir að búast megi við að stór hluti gestanna fari af hótelunum á morgun. Þeir koma víðs vegar að.\nNáttúrulega frá þessum dökkrauðu löndum; flestir hafa verið að koma undanfarna daga frá Póllandi, en einnig hefur mikið verið að koma frá Spáni.\nHafa einhverntímann verið fleiri á sóttvarnahótelum? Nei, það hafa aldrei verið fleiri hjá okkur og það er í mörg horn að líta þegar það eru svona margir gestir.\nFleiri gestir hljóta að kalla á fleiri starfsmenn. Við erum nokkuð vel sett með starfsmannafjölda þannig að það held ég að sleppi nú. Við erum með hátt í 100 starfsmenn hjá okkur sem að sinna þessu. Það virðist allavegana ætla að sleppa næstu dagana.\nSex hótel í notkun núna - eruð þið komin með einhver fleiri í sigtið? Við erum alltaf með augun opin og alltaf með nokkur backup-plön, eins og sagt er.","summary":null} {"year":"2021","id":"247","intro":"Stjórnendur ÁTVR hafa ákveðið að fara fram á lögbann á starfsemi netverslunar sem selur áfengi. Starfsemin verður einnig kærð til lögreglu.","main":"ÁTVR hyggst fara fram á lögbann á áfengssölu á netinu og kæra starfsemina til lögreglu. Aðstoðarforstjóri ÁTVR segir það mat fyrirtækisins að netsalan sé ólögleg og að úr því verði að fá skorið.\nStjórnendur ÁTVR hafa ákveðið að bregðast við netverslun víninnflytjandans Sante með því að óska eftir lögbanni á starsemina og kæra hana til lögreglu. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir að hafinn sé undirbúningur að hvoru tveggja.\nEins og kemur fram þá teljum við nauðsynlegt að fá úr því skorið hvort að þessi starfsemi sé lögleg. Auðvitað er okkar mat eins og kemur fram að hún standist ekki lög. Það er nauðsynlegt fyrir okkur fyrir framhaldið að vita hvar við stöndum.\nStjórnendur ÁTVR vísa til þess að fyrirtækinu hafi verið falinn einkaréttur á áfengissölu og sú lagasetning byggist á markmiðum löggjafans um heilbrigðissjónarmið. Sigrún telur starfsemi Sante stangast á við þau markmið.\nÉg held að það sé alveg ljóst að þetta sé ógn við markmiðið sem starfsemin byggir á\nArnar Sigurðsson, eigandi Sante, sagði í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að hann hygðist senda inn kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA, hann sagðist telja að ríkið niðurgreiddi samkeppnisrekstur í smásölu á áfengi með rekstri ÁTVR.","summary":"Stjórnendur ÁTVR hafa ákveðið að fara fram á lögbann á starfsemi netverslunar sem selur áfengi. Starfsemin verður einnig kærð til lögreglu."} {"year":"2021","id":"247","intro":"Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis leggur til að gildistími nýrrar ferðagjafar stjórnvalda verði lengdur um einn mánuð til að mæta óskum ferðaþjónustufyrirtækja. Flutningsmaður tillögunnar vonar að gjöfin ýti undir ferðalög innanlands í sumar líkt og í fyrra.","main":"Allir átján ára og eldri með lögheimili hér á landi fá fimm þúsund króna ferðagjöf frá stjórnvöldum í sumar líkt og í fyrra, samkvæmt frumvarpi ferðamálaráðherra. Önnur umræða um frumvarpið er á dagskrá Alþingis í dag.\nFerðagjöfin á að gilda frá 1. júní til 31. ágúst samkvæmt frumvarpinu. Meirihluti atvinnuveganefndar leggur hins vegar til að gildistíminn verði lengdur um einn mánuði, eða til loka septembermánaðar, til að mæta óskum ferðaþjónustufyrirtækja.\nNjáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er flutningsmaður tillögu nefndarinnar.\nSamtök ferðaþjónustunnar fóru meðal annars fram á þetta og okkur fannst\nbara eðlilegt að verða við þeirri beiðni. Núna þegar við erum að reyna að koma þessu öllu af stað aftur, atvinnugreininni.\nNjáll vonar að almenningur nýti gjöfina til ferðalaga í sumar en segir að ekki hafi verið hægt að lengja gildistímann enn frekar.\nRíkisstyrkjareglurnar leyfa ekki að þetta gildi lengur en til 30. september. Við verðum að virða það sem kemur frá ESA. Varðandi ferðagjöf eitt þá virðist vera að þeir sem hafa ætlað sér að nýta hana, hún rennur út um mánaðamótin séu búnir að því vegna þess að það hefur verið mjög lítil notkun allra síðustu mánuði á henni.\nOg til þess að nýta fjármagnið betur sem var í ferðagjöf eitt sem er að ljúka núna þá er verið að færa fjármuni þar inn í nýja ferðagjöf og vonandi að almenningur taki við sér og nýti sér fjármagnið","summary":null} {"year":"2021","id":"247","intro":"Verið er að leggja lokahönd á að reisa varnargarða sem tefja hraunrennslið úr gígunum við Fagradalsfjall til að vernda Suðurstrandaveg. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingarverkfræðingur hjá Verkís, sem annast framkvæmdina, telur að hækka þurfi garðana fyrr en seinna.","main":"Við erum að leggja lokahönd á\n.. ekkert ólíklegt að það verði fyrr en seinna.\nRenni hraunið í Nátthaga á það greiða leið niður á Suðurstrandaveg. Hörn segir að það hafi tekist að tefja rennslið þó svo að verkið hefði mátt hefjast fyrr. Hraunmolar eru nú farnir að hrynja yfir neyðargarða sem voru reistir í síðustu viku til að tryggja vinnusvæðið en hraunrennsli jókst um 70% samkvæmt mælingum í síðustu viku.\nHörn segir að litið hafi verið til reynslu erlendis við svipaðar framkvæmdir en samtímis séu þau að prófa sig áfram við íslenskar aðstæður.\nÞað sem er kannski erfiðast við að yfirfæra þetta á íslenskar aðstæður er það að það sem við höfum verið að skoða. Það er flest allt gert í eldfjöllum, þar sem það er bara hraun að renna niður mikinn bratta og í dölum og svoleiðis meðan að hérna erum við að fást við það sem hraunið er að leggjast í svona eins konar baðkör og safnast fyrir og hegða sér aðeins öðruvísi. Núna erum við bæði með kosti og galla, landslagið hjálpar okkur aðeins því það er hæð á milli þessara draga sem við erum að setja stíflurnar í þannig að það heldurlíka aftur að hrauninu en á móti kemur að við erum að reyna að stoppa hraun og almennt talið er að stíflur virki best ef verið er að beina hrauni meðfram en við erum ekki að gera það erum að fást við eitthvað sem er sæmilega erfitt, þannig að\nþað verður mjög lærdómsríkt að sjá hversu lengi okkur tekst að tefja hraunið í þessa áttina.","summary":null} {"year":"2021","id":"247","intro":"Hertum sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði og Akrahreppi var aflétt á miðnætti. Fjórir greindust með veiruna þar um helgina, allir í sóttkví. Alls er nú tuttugu og einn í einangrun í sveitarfélaginu en ekki er vitað til þess að nokkur þeirra sé alvarlega veikur.","main":"Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað um helgina að óska ekki eftir því við heilbrigðisráðuneytið að framlengja reglugerð sem sett var fyrir Skagafjörð vegna hópsmits sem upp kom á svæðinu fyrir rúmlega viku. Þetta þýðir meðal annars að leik- , grunn- og framhaldsskólinn á Sauðárkróki voru opnaðir á ný í morgun auk þess sem íþróttaæfingar fóru aftur af stað. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra er vongóður um að búið sé að ná utan um hópsmitið.\nÞað er okkar mat og rakningarteymisins að það sé búið að ná utan um þessa hópsýkingu sem hér kom upp á föstudaginn fyrir rúmri viku. Það er engin smitrakning í gangi varðandi smit hér í Skagafirði þannig að eins og við sögðu í upphafi þá var markmiðið að ná afléttingu núna í dag og allar aðgerðir, bæði reglugerðin og aðgerðir voru dagsettar til og með sunnudagsins og það hefur gengið eftir. Og það var ekkert smit sem greinist til dæmi í gær, hér í Skagafirði.\n-Veistu hvernig líðan þessa fólks er?\nVið höfum allavegana ekki neinar upplýsingar um að einhver sé alvarlega veikur.","summary":"Skóla- og íþróttastarf hófst á ný á Sauðarkróki í morgun eftir að hertum aðgerðum var aflétt. Tuttugu og einn er í einangrun í sveitarfélaginu en ekki er vitað til þess að nokkur þeirra sé alvarlega veikur. "} {"year":"2021","id":"247","intro":"Ekkert lát er á hernaðaraðgerðum fyrir botni Miðjarðarhafs, viku eftir að þær brutust fyrst út. Loftárásir Ísraelshers voru hinar mestu í nótt til þessa, að sögn íbúanna. Yfir 200 eru fallnir, þar af tugir barna.","main":"Ástand fer versnandi á Gazasvæðinu eftir tugi loftárása Ísraelshers í nótt og morgun. Að minnsta kosti fjórir hafa fallið það sem af er degi, þar á meðal hátt settur herforingi. Forseti Tyrklands fer fram á að Frans Páfi blandi sér í deilu Ísraelsmanna og Palestínumanna.\nFimmtíu og fjórar orrustuþotur gerðu fyrr í dag loftárásir á tugi staða á Gazasvæðinu sem talsmaður hersins segir að séu hernaðarlega mikilvægir fyrir Hamas-samtökin og aðra hópa sem halda uppi eldflaugaárásum á Ísrael. Í einni þeirra féll hátt settur herforingi í Islamic Jihad-samtökum herskárra Palestínumanna. Alls hafa fjórir fallið í árásum dagsins, að sögn palestínsku fréttaþjónustunnar Ma'an. Fjöldi fallinna er þar með kominn í 201 á Gaza. Þar á meðal eru 58 börn og fimmtán eldri borgarar. Tjón á mannvirkjum er gífurlegt. Ísraelsmegin hafa tíu fallið, þar af eitt barn.\nEldflaugaárásir hafa haldið áfram frá Gaza yfir á þéttbýlisstaði í suðurhluta Ísraels, í grennd við landamærin. Engar fréttir hafa borist af mannfalli eða eignatjóni.\nErdogan, forseti Tyrklands, fór þess á leit í dag við Frans páfa að hann beitti sér til að stöðva það sem Erdogan sagði jafngilda fjöldamorði Ísraelsmanna á Palestínumönnum. Í símtali við páfa sagði hann að alþjóðasamfélagið ætti að sýna andúð sína á hegðun Ísraelsmanna með refsiaðgerðum. Jafnframt væru skilaboð frá páfa mikilvægt innlegg til að sameina hinn kristna heim í andstöðu sinni við framferði Ísraelsmanna.","summary":"Ekkert lát er á hernaðaraðgerðum fyrir botni Miðjarðarhafs viku eftir að þær brutust fyrst út. Loftárásir Ísraelshers voru hinar mestu í nótt til þessa að sögn íbúanna. Yfir 200 eru fallnir, þar af tugir barna."} {"year":"2021","id":"247","intro":"Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í kvöld. Lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna komu hans og annarra utanríkisráðherra sem sækja ráðherrafund Norðurskautsráðsins í vikunni.","main":"Blinken er nú í opinberri heimsókn í Danmörku en heldur þaðan til hingað til lands. Áætlað er að flugvél hans lendi í Keflavík á áttunda tímanum í kvöld. Blinken mun eiga fundi með forseta Íslands, forsætisráðherra og utanríkisráðherra á morgun.\nAugu heimsins verða á fundi Blinkens og Sergeis Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem væntanlegur er til landsins á miðvikudaginn. Þetta er fyrsti fundur háttsettra ráðamanna þessara ríkja frá því Joe Biden tók við embætti forseta og hefur fundarins verið beðið með mikilli eftirvæntingu, enda samskipti stórveldanna afar stirð um þessar mundir.\nRáðherrafundur Norðurskautsráðsins verður svo á miðvikudag og fimmtudag.\nMikill viðbúnaður er vegna fundarins og verða yfir hundrað manns frá Ríkislögreglustjóra og lögregluembættunum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum á vakt frá því Blinken lendir í kvöld og þar til fundi lýkur á fimmtudagskvöld. Mesti viðbúnaðurinn verður í kringum Blinken og Lavrov en með þeim verður fjölmennt fylgdarlið, meðal annars vopnaðir öryggisverðir. Mesti viðbúnaðurinn verður vitaskuld í Hörpu þar sem fundir ráðherranna verða. Þar verður leitað í hverjum krók og kima, meðal annars með aðstoð sprengjuleitarhunda.\nAð sögn Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, er viðbúnaðurinn álíka mikill og þegar Mike Pence, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kom í heimsókn. Þótt færri séu í fylgdarliði utanríkisráðherra en varaforseta vegur á móti að fjöldi utanríkisráðherra er mikill. Það einfaldi þó skipulagninguna að flestir viðburðirnir eru í Hörpu og verður almenningur einna helst var við umstangið þegar bílalestir ráðherranna aka frá flugvelli eða dvalarstað á fundarstað.","summary":"Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, er væntanlegur til Íslands á áttunda tímanum í kvöld. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna komu hans og annarra utanríkisráðherra sem sækja ráðherrafund Norðurskautsráðsins á fimmtudag. "} {"year":"2021","id":"247","intro":"Engin áform eru um afléttingar sóttvarnaaðgerða innanlands á næstunni segir sóttvarnalæknir. Hann segir að ekki megi slaka á í sóttvörnum á landamærunum, til þess að svo megi verða þurfi liðsinni Íslenskrar erfðagreiningar við sýnatöku þar.","main":"Tveir greindust með kórónuveiruna í gær, báðir í sóttkví. Síðast greindist smit utan sóttkvíar 12. maí. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sá fjöldi smita sem greinst hafi síðustu daga veki vonir um að komist hafi verið fyrir þau hópsmit sem hafa verið að greinast undanfarið. Hann segir að ekki sé tilefni til að aflétta aðgerðum innanlands að svo stöddu, en fjöldi ferðamanna hafi aukist meira en búist var við.\nAuðvitað eru margir sem gleðjast yfir því. En það er mikil áskorun fyrir okkur að viðhafa fullnægjandi sóttvarnir á landamærunum meðan við erum að ná meiri útbreiðslu í bólusetningarnar. Telurðu ástæðu til að breyta sóttvörnum á landamærunum? Við erum búin að ná ansi góðu fyrirkomulagi hvað varðar sóttvarnir á landamærunum og ég held að það sé nokkurn veginn það öruggasta sem við getum haft núna. Ég held að það sé mikilvægt að halda því áfram þangað til við náum góðu marki í því.\nÞórólfur segir ljóst að til þess að viðhalda sóttvörnum á landamærunum þurfi fleiri að koma að skimunum þar. Íslensk erfðagreining skimaði við landamærin í fyrrasumar en hann segir engar formlegar viðræður í gangi um framhald á því verkefni.\nEf við ætlum að halda áfram með þessar PCR-skimanir sem eru bestu greiningarnar sem við höfum þá þurfum við að fá utankomnandi aðstoð.\nER einhver annar sem kemur til greina en ÍE? Það er enginn annar aðili hér innanlands sem hefur yfir þeirri getu að ráða eins og Íslensk erfðagreining.","summary":null} {"year":"2021","id":"248","intro":"Bæta þarf leitar- og björgunargetu á hafsvæðinu í kringum Ísland, ekki síst með aukinni umferð um norðurslóðir, að mati starfshóps utanríkisráðherra. Skemmtiferðaskip sem lenti í vandræðum á þessum slóðum myndi reyna mikið á leit og björgun, sem og heilbrigðiskerfið.","main":"Starfshópur sem utanríkisráðherra skipaði 2019 skilaði fyrir helgi skýrslu um efnahagstækifæri á norðurslóðum. Þar er meðal annars fjallað um möguleika á að gera Ísland að samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða, en einnig um aðgerðir sem fara verði í til að tryggja öryggi á svæðinu til dæmis hvað varðar leit og björgun. Starfshópurinn segir að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af takmarkaðri viðbragðsgetu um leit og björgun innan íslenskrar landhelgi og víðar á hafsvæði norðurslóða. Mikill harmleikur yrði ef skemmtiferðaskip lenti í vandræðum innan íslenskrar lögsögu eða annars staðar á norðurslóðum. Viðbúið sé að íslenskir björgunaraðilar ættu erfitt um vik að sinna tilskildum neyðarviðbrögðum sökum takmarkaðs búnaðar og mannafla. Slíkt fjöldaslys væri áskorun fyrir heilbrigðiskerfið, en á sama tíma gæti það orðið mikill álitshnekkir fyrir Íslands og dregið úr áhuga fólks á að ferðast hingað. Starfshópurinn leggur því til að íslensk stjórnvöld fjármagni uppbyggingu innlends björgunarklasa og tryggi viðunandi leitar- og björgunargetu. Eins þurfi að tryggja að sjúkrahús landsins séu búin undir alvarleg stórslys á hafinu kringum Ísland. Samkvæmt skýrslu starfshópsins gerir lega landsins, sterkir innviðir, íslausar hafnir og gott samgöngukerfi og samgöngur, Ísland að vænlegum kosti sem samgöngu- og þjónustumiðstöð fyrir norðurslóðir og leggur starfshópurinn til að stjórnvöld stuðli að því. Hann kallar því eftir heildstæðri framtíðarsýn við uppbyggingu öruggra innviða sem og heildstæðir framtíðaráætlun stjórnvalda þar sem hugað er að hlutverki Íslands á norðurslóðum. Starfshópurinn leggur til að áfram verði unnið að uppbyggingu og stækkun Keflavíkurflugvallar og Akureyrarflugvöllur efldur. Markvisst þurfi að efla flugsamgöngur landsins við áfangastaði á norðurslóðum og einnig sé mikiilvægt að koma á beinu reglulegu flugi milli Íslands og Rússlands annars vegar og Íslands og Kína hins vegar, segir meðal annars í skýrslu starfshópsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"248","intro":"Samanburður á stöðu farsóttarinnar í Bretlandi nú og fyrir sléttum fjórum mánuðum síðan sýnir glöggt hversu mikil og afgerandi áhrif fjöldabólusetning hefur. Ný rannsókn ítalskra heilbrigðisyfirvalda sýnir sömu, óyggjandi niðurstöður.","main":"2.027 greindust með COVID-19 í Bretlandi í gær og sjö dauðsföll voru rakin til sjúkdómsins. Þetta er algjör viðsnúningur frá því sem var fyrir aðeins nokkrum mánuðum síðan, þegar önnur bylgja farsóttarinnar geisaði af feiknarafli í landinu. Réttum fjórum mánuðum fyrr, 15. janúar, dóu 1.285 úr COVID í Bretlandi og nær 56.000 greindust með veiruna þann daginn. Munurinn er sá að 15. janúar höfðu um tíu prósent Breta fengið einn skammt af bóluefni. Í dag hafa 53 prósent Breta fengið fyrri skammtinn og 28 prósent þeirra eru fullbólusettir. Svipaða sögu er að segja frá Ítalíu. Ný rannsókn sem kynnt var í gær leiðir í ljós að nýsmitum fækkar um 80 prósent í öllum aldurshópum, fimm vikum eftir bólusetningu með hvort sem er Pfizer, Moderna eða AstraZeneca-bóluefni. Sjúkrahúsinnlögnum vegna COVID-19 fækkar á sama tíma um 90 prósent og dauðsföllum um 95 prósent. Rannsóknin er byggð á gögnum Heilbrigðisstofnunar og heilbrigðisráðuneytis Ítalíu um þær 13,7 milljónir sem bólusettar hafa verið frá því í árslok 2020 til 3. maí á þessu ári.","summary":null} {"year":"2021","id":"248","intro":"Þrjátíu og þrjú eru látin í árásum Ísraelshers á Gaza það sem af er degi. Forsætisráðherra Ísraels segir hörku beitt þar til öryggi þeirra verði tryggt. Öryggisráð Sameinuðu þjóðana ræðir stöðuna á opnum fundi síðar í dag.","main":"Í morgun féllu þrjátíu og þrjú í einni og sömu árásinni á Gaza, sem eru sú mannskæðasta til þess. Frá því á mánudag hafa minnst 180 látist í árásum Ísraelshers, á meðal þeirra eru að minnsta kosti 52 börn. Tíu Ísraelar hafa látið lífið í flugskeytaárásum Hamas og Islamic Jihad til þessa, þar af tvö börn. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir milljónir Ísraela hafa þurft að leita skjóls í loftvarnarbyrgjum síðustu daga.\nIsrael has responded forcefully to these attacks and we will continue to respond forcefully until the security of our people is reinstated and restored.\nHann segir að haldið verði áfram að bregðast við af hörku, þar til öryggi Ísraela verði tryggt.\nÞað vakti hörð viðbrögð margra þegar Ísraelsher sprengdi í loft upp skrifstofur alþjóðlegra fjölmiðla í gær, þar á meðal AP og Al Jazeera. Íbúar í byggingunni og þau sem þar störfuðu fengu klukkustund til þess að forða sér.\n\"They vacated the premises before the target was destroyed and that's why you don't hear of casualties from these collapsing terror towers, because we take special care to avoid these civil casualties.\"\nNetanjahú segir að viðvörunin hafi gert það að verkum að enginn var drepinn í árásinni, við reynum allt til að forðast dauðsföll almennra borgara segir hann.\nWe narrowly escaped a huge loss of life. We had 12 journalists in that building and those brave journalists not only got out, but they were able to salvage much of our equipment because it's important that we continue to tell this story.\nGary Pruitt, forstjóri AP, segir þau hafa sloppið naumlega við mannfall. 12 fréttamenn þeirra á staðnum hafi komist út og þau hafi einnig náð að bjarga stærstum hluta búnaðarins.\nAð söng ísraelskra stjórnvalda voru Hamas-samtökin með starfsemi í byggingunni sem ógnaði öryggi Ísraels. Þetta er dregið í efa í yfirlýsingu fréttastofu AP. Þar er kallað eftir því að ísraelsk stjórnvöld færi sönnur á mál sitt. AP hefur haft aðsetur í byggingunni í fimmtán ár og engin merki séð um Hamas. Við athugum það eftir okkar bestu getu enda myndum við aldrei stofna starfsfólki okkar í hættu, segir í yfirlýsingunni.\nÍ frétt Al Jazeera er farið yfir atburðarásina. Þar kemur fram að al-Jalaa byggingin hafi verið ellefu hæðir og þar var aðeins ein lyfta sem virkaði. Þar voru sextíu íbúðir og nokkur fjöldi skrifstofa. Börn og eldra fólk gengu fyrir í lyftunni og aðrir hlupu upp og niður stigana og reyndu að hafa með sér allt hvað þau gátu. Þau sem höfðu tök á gripu börn með sér niður stigana. Fréttamenn AP og Jawad Mahdi eigandi byggingarinnar reyndu að fá auka tíu mínútur til þess að ná í myndatökuvélar og annan búnað sem varð eftir.\nBeiðninni var hafnað og stuttu síðar var byggingin sprengd i loft upp. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á opnum fjarfundi klukkan tvö í dag, til að ræða stöðu mála. Fulltrúar Noregs, Kína og Túnis óskuðu eftir fundinum sem stóð til að færi fram síðasta föstudag en Bandaríkin höfnuðu því og var honum því frestað.","summary":"Dauðsföllum fjölgar hratt á Gaza, 52 börn hafa verið drepin í árásum síðan á mánudag. Forsætisráðherra Ísraels segir að hörku verði beitt þar til öryggi Ísraela sé tryggt. "} {"year":"2021","id":"248","intro":"Ari Guðmundsson, byggingaverkfræðingur sem stýrir framkvæmdum við varnargarða á gosstöðvunum segir að áætlað sé að garðarnir kosti minna en tíu milljónir, stefnt er að því að klára verkið í dag eða á morgun. Vestari varnargarðurinn er tilbúinn og sá sem er austan meginn er orðinn tveir af fjórum metrum.","main":"Það hefur bara gengið mjög vel. Verktakar hófu vinnu aftur í morgun og eru að vinna í eystri varnargarðinn, sá er um það bil hálfnaður nuna og fer mjög langt í dag.\nÞegar fréttastofa var á ferð um gosstöðvarnar síðdegis í gær var hraun farið að hrannast upp aftan við neyðarruðning sem var ýtt upp við hraunið í skarðinu vestanmegin.\nvið sjáum ekki austanmegin neina breytingu. Við sjáum breytingu vestanmegin, þar er þrýstingur aftan á bak við neyðarruðningana og einstaka steinar farnir að velta yfir neyðarruðninginn.\nNeyðarruðningurinn er aðeins framan við varnargarðinn sjálfan og því er ekki farið að reyna á hann. Tilgangurinn með görðunum er að verja Nátthaga, renni hraunið þangað á það nokkra kílómetra í Suðurstrandaveg. Ari segir að það sé ekki búið að taka alveg saman kostnaðinn við framkvæmdina.\nvið höfum áætlað að þetta sé minna en tíu milljónir.\nÞað er ekki alveg búið að taka saman kostnað en þetta er auðvitað mun minna en það sem myndi skaða við Suðurstrandaveginn.","summary":"Stefnt er að því að hækka austari varnargarðinn á gosstöðvunum úr tveimur upp í fjóra metra í dag og á morgun. Verkstjóri segir að framkvæmdin muni ekki kosta meira en tíu milljónir standist áætlanir."} {"year":"2021","id":"248","intro":"Haukar tryggðu sér í gærkvöld deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í handbolta. Haukar tryggðu sér titilinn með sigri á grönnum sínum í FH að Ásvöllum.","main":"Mikið jafnræði var með liðunum framan af en eftir um 20 mínútur var staðan jöfn, 10-10. Þá hertu Haukar tökin og í hálfleik var munur liðanna fimm mörk, 17-12. Áfram héldu Haukamenn að breikka bilið í síðari hálfleik og unnu að lokum öruggan átta marka sigur, 34-26, og Haukar tryggðu um leið sinn tólfta deildarmeistaratitil. Brynjólfur Snær Brynjólfsson og Stefán Rafn Sigurmannsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Hauka og þá varði Björgvin Páll Gústavsson sextán skot í markinu. Hjá FH var Einar Rafn Eiðsson markahæstur með átta mörk. Í hinum leikjunum í gær vann Stjarnan Val, 31-28, og þá vann Grótta Þór Akureyri, 27-21, og Þórsarar leika því í 1. deildinni á næstu leiktíð líkt og ÍR-ingar sem þegar voru fallnir. Úrslitakeppni úrvalsdeildar kvenna í handbolta heldur áfram í dag. Stjarnan mætir ÍBV og Haukar mæta Val en Stjarnan og Haukar verða að vinna í dag til að knýja fram oddaleiki. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram, ÍBV og Valur unnu sína leiki í fyrstu umferðinni og eru því 1-0 yfir.\nÚrslitaleikur Meistaradeildar kvenna í fótbolta verður spilaður í Gautaborg í Svíþjóð í kvöld en þar eigast við Chelsea og Barcelona. Þetta er í fyrsta sinn sem Chelsea kemst alla leið í úrslitaleik keppninnar og aðeins í annað sinn sem Barcelona leikur til úrslita. Barcelona fögnuðu nýverið sigri í spænsku deildinni og Chelsea tryggði sér Englandsmeistaratitilinn í síðustu viku og því má búast við hörkuviðureign.\nKeflavík er 1-0 yfir í einvígi sínu gegn Tindastóli og Stjarnan er 1-0 yfir gegn Grindavík eftir fyrstu leiki liðanna í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í gær. Tvær úrslitarimmur hefjast í kvöld þegar Þórsliðin, Þór Akureyri og Þór Þorlákshöfn mætast í Þorlákshöfn og Valur og KR eigast við á Hlíðarenda.","summary":"Haukar tryggðu sér í gær sinn tólfta deildarmeistaratitil í úrvalsdeild karla í handbolta. Þór Akureyri féll úr úrvalsdeildinni eftir tap gegn Gróttu."} {"year":"2021","id":"248","intro":"Landsréttur staðfesti í vikunni úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framsal á litháískum karlmanni til Litháen. Hann liggur þar undir grun um að hafa fyrir fjórum árum notfært sér bágindi fjögurra einstaklinga og fengið þá með blekkingum til að flytja kókaín til Íslands með því að fela það í líkama sínum.","main":"Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að maðurinn hafi um tíma verið í farbanni vegna framsalsbeiðninnar en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í janúar.\nHann hefur verið til rannsóknar í fimm sakamálum hér á landi, meðal annars fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og auðgunarbrot.\nMaðurinn hefur ekki verið ákærður í neinum af þessum málum en virðist hafa reynt eftir fremsta megni að komast hjá framsali til Litháens.\nHanngaf þannigskýrslu hjá lögregluí byrjun mars þar sem hann játaði á sig sök í fimm málum og gekkst meðal annars undir DNA-próf í einu þeirra.\nÍ úrskurði héraðsdóms kemur fram að þetta hafi enga þýðingu fyrir úrlausn framsalsinsþví rannsókn hafi þegar verið hætt í þremur af þessum málum.\nMaðurinn sagði í skýrslu sinni fyrir dómi að hann hefði kosið að vera í gæsluvarðhaldi á Íslandi þar sem hann væri þá í öruggu umhverfi og viðurkenndi að hafa farið huldu höfði hér á landi. Hann ætti hér nokkra vini en enga ættingja.\nBæði héraðsdómur og Landsréttur komust að þótt einhver mál væri til rannsóknar hér á landi bæri staðfesta þá ákvörðun dómsmálaráðuneytisins að framseljamanninn til Litháens.","summary":null} {"year":"2021","id":"249","intro":"Alþjóðaheilbrigðisstofnunin varar við því að mun fleiri muni deyja úr COVID-19 á þessu ári en í fyrra ef svo fer fram sem horfir. Tæplega 162 milljónir hafa greinst með COVID-19 frá upphafi faraldursins og 3,35 milljónir manna hafa dáið úr sjúkdómnum svo staðfest sé, en talið er næsta víst að fjöldinn sé stórlega vanmetinn í báðum tilfellum.","main":"Samkvæmt gögnum tölfræðivefsins Worldometers voru um 1.850.000 dauðsföll rakin til COVID-19 í heiminum allt árið 2020 en þau eru orðin um 1.500.000 það sem af er þessu ári. Þyngst vega þar Bandaríkin og Brasilía, þar sem sóttin geisaði af miklum þunga á fyrstu mánuðum ársins, og svo Indland, þar sem þúsundir hafa dáið úr sjúkdómnum á degi hverjum um nokkurra vikna skeið. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, hvatti til þess í gær að ríkar þjóðir bíði með að bólusetja börn og ungmenni gegn kórónaveirunni og gefi þess í stað umframbirgðir sínar af bóluefni til COVAX-samstarfsins og þjóða, sem minna mega sín efnahagslega. Hann hefur áður bent á að til lengri tíma litið sé þetta mun skilvirkari leið til að vernda alla gegn þessum vágesti, líka ríku þjóðirnar. Ástæðan er sú að líkurnar á stökkbreytingum veirunnar sem valdið geta nýjum og illviðráðanlegum bylgjum farsóttarinnar aukast eftir því sem veiran fær að leika lengur lausum hala í fjölmennum og fátækum ríkjum heims.","summary":null} {"year":"2021","id":"249","intro":"Kínverska könnunarfarið Sjúrong lenti á Mars í nótt og gekk lendingin að óskum. Frá þessu er greint í kínverskum ríkisfjölmiðlum. Komst könnunarfarið óskaddað í gegnum aðflug og lendingu, sem jafnan er talið erfiðasti og hættulegasti hluti Marsferða.","main":"Síðasti spölurinn, frá því að geimför koma inn í lofthjúp plánetunnar, um það bil 100 kílómetrum ofan við yfirborð hennar, og þar til þau lenda, gengur undir heitinu \"sjö mínútna ógn og skelfing\" þar sem ekkert má fara úrskeiðis ef ekki á illa að fara. Hefur þessi síðasti þröskuldur reynst ófáum Marsflaugum óyfirstíganlegur og þær brotlent og eyðilagst. Könnunarfarið var flutt til Mars með Tianwen-1 geimflauginni, sem skotið var upp í júlí í fyrra. Hún hefur verið hefur á sporbaug um plánetuna frá því í febrúar, en beðið var með að senda lendingarflaug með könnunarfarið innanborðs niður á yfirborðið þar til nú, þegar skilyrði voru hagstæð. Vel heppnuð lending kínverska könnunarfarsins markar tímamót í geimferðasögu Jarðarbúa. Með henni eru Kínverjar ekki einasta orðnir þriðja þjóðin til að koma geimflaug til Mars, heldur líka fyrsta þjóðin til að takast allt í senn í sínum fyrsta leiðangri þangað; að koma flaug á sporbaug um þessa nágrannaplánetu okkar, koma lendingarflaug óskaddaðri niður á yfirborð hennar og könnunarfari af stað í sinn leiðangur. Bæði Bandaríkjamenn og Rússar þurftu fleiri leiðangra áður en allt þetta gekk upp hjá þeim.","summary":null} {"year":"2021","id":"249","intro":"Síðastliðið ár ætluðu stjórnvöld að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum, enginn þeirra er kominn til landsins. Starfsmaður flóttamannanefndar stjórnvalda segir heimsfaraldurinn hafa tafið fyrir.","main":"Í fyrra ráðgerðu stjórnvöld að taka á móti 85 kvótaflóttamönnum, meðal annars frá Sýrlandi og Afganistan, en ekkert bólar á fólkinu. Linda Rós Alfreðsdóttir, starfsmaður flóttamannanefndar, skrifar tafirnar á heimsfaraldurinn.\nNú fyrst sé að komast hreyfing á málin. Í næstu viku verði tekin viðtöl við hluta kvótaflóttamannanna, Afgani sem dvalið hafa í búðum í Írak, og vonandi náist að fá fólkið hingað til lands á þessu ári.\nEnn liggur ekki fyrir hvaðan þau hundrað sem eiga að koma í ár koma eða hvenær.","summary":null} {"year":"2021","id":"249","intro":"Umhverfisráðherra segist enn bjartsýnn á að frumvarp hans um hálendisþjóðgarð verði samþykkt, þrátt fyrir andstöðu innan stjórnarflokkanna.","main":"Fréttastofa greindi frá því í gær að hverfandi líkur væru á því að frumvarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra verði afgreitt á þessu kjörtímabili þar sem vinna við það sé skammt á veg komin og lítill vilji innan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks að klára málið, en kveðið er á um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Guðmundur Ingi kveðst þó bjartsýnn á að málið verið afgreitt á Alþingi í vor.\nÞað er erfitt að segja til um það á þessari stundu og ég get ekki tjáð mig um það en það verða yfirleitt einhverjar breytingar á málum sem eru jafn stór og þetta.\nVerði frumvarpið saltað eins og ýmislegt bendir til, vill Guðmundur Ingi ekki segja til um hvort það hafi áhrif á hvort VG hugnist samstarf núverandi ríkisstjórnarflokka eftir kosningar í haust.\nÉg held að það sé ekki tímabært að svara þessari spurningu við skulum bara reyna að kl'ara verkefnið, þá getum við tekið til að huga að ríkisstjórnarsamstarfi. VG gengur allavega óbundið til kosninga við vitum það.","summary":"Þrátt fyrir andstöðu innan ríkisstjórnarflokkanna er umhverfisráðherra enn bjartsýnn á að frumvarp hans um hálendisþjóðgarð verði samþykkt. "} {"year":"2021","id":"249","intro":"Verktakar á gosstöðvunum búast við að klára vestari varnargarðinn um hádegisbil. Hann er orðinn rúmir fjórir metrar, öllu hærri en hraungarðurinn.","main":"Verktakarnir á gosstöðvunum segja að það gangi vel að byggja varnir, eftir hádegi verður byrjað á austari stíflunni, þar var gerður neyðarruðningur í gær sem heldur enn sem komið er en hraunið er farið að ýta á hann. Stefnt er að því að gera tvo fjögurra metra garða til að byrja með, hægt er að hækka garðinn eftir þörfum. Framkvæmdir hófust í fyrri nótt og er hægt að fylgjast með þeim á vefmyndavél RÚV frá Landahrygg. Tilgangur þeirra er að verja Suðurstrandaveg og ljósleiðara sem liggur um svæðið.\nÞetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta er reynt á Íslandi. Í Vestmannaeyjagosinu voru reistir varnargarðar til að verja byggðina. Birgir Jónsson stóð vaktina þar sem jarðverkfræðingur. Hann segir að annar garðanna í Eyjum hafi haldið allan tímann en hinn brast á endanum. Með görðunum var notuð vatnskæling en hann segir að hraunið sé meira fljótandi í Geldingadölum en í Eyjum. En miðað við reynslu Birgis úr Vestamannaeyjagosinu, mun garðurinn á gosstöðvunum í Geldingadölum halda?\nÞetta virkar eitthvað tímabundið sko. Þetta heldur við hraunið bara þangað til það hækkar og flæðir yfir, þeir geta haldið áfram að hækka garðinn. Hann mun halda við ef hliðarnar á garðinum eru nógu aflíðandi. ekki of brattar.\nÞarf ekki kælingu með í Geldingadölum? Það myndi ekkert saka að kæla. Það gæti vel verið að það myndi virka eins og smávegis hækkun. En þetta er svo fljótandi.\nTelur þú að garðurinn dugi einn og sér? jájá. Miðað við hæðina á garðinum þá heldur hann við. Það er ekki fyrr en hraunið er orðið það hátt að það fer að flæða yfir. Garðurinn brotnar ekkert, það fer að flæða yfir hann þá. Það verður að hækka þá í öllum dalnum sko. tila ð það flæði yfir. þetta er eiginlega eins og stöðuvatn.","summary":null} {"year":"2021","id":"249","intro":"HK leikur í úrvalsdeild karla í handbolta á næsta tímabili. Liðið tryggði sér deildarmeistaratitil í gær með sannfærandi sigri á Fram U.","main":"HK og Víkingur voru jöfn að stigum fyrir lokaumferðina í gær. HK nægði sigur í gær vegna innbyrðisstöðu gegn Víkingi. HK mætti Fram U í lokaleiknum og vann sannfærandi 13 marka sigur 29-16. Víkingur vann sömuleiðis sinn lokaleik gegn Herði á Ísafirði 36-32. HK er því deildarmeistari í Grill 66 deildinni með 32 stig, jafn mörg og Víkingur í öðru sætinu. Það verða því Víkingur, Hörður, Fjölnir og Kría sem fara í umspil um laust sæti í Olísdeildinni. Unanúrslit umspilsins hefjast á miðvikudag.\nHaukar geta orðið deildarmeistarar í Ollísdeild karla í kvöld. Þeir þurfa að ná í stig á heimavelli gegn nágrönnum sínum í FH, og takist það verða þeir deildarmeistarar í þrettánda sinn. Þá eru tveir leikir í undanúrslitum í umspili um sæti í Olísdeild kvenna í dag. Sameiginlegt lið Fjölnis og Fylkir mætir þar HK, en HK vann fyrri leik liðanna. Í hinum leiknum mætast ÍR og Grótta og þar er Grótta 1-0 yfir í einvíginu fyrir seinni leikinn.\nÚrslitakeppni Dominos-deildar kvenna í körfubolta hófst í gærkvöld. Deildarmeistarar Vals fengu Fjölni í heimsókn á Hlíðarenda og unnu afar sannfærandi sigur 90-49. Í hinum leiknum unnu Haukar Keflavík með 14 stigum 77-63. Valur og Haukar leiða því einvígin með einum sigri gegn engum. Þá hefst úrslitakeppnin í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld þegar annars vegar Stjarnan og Grindavík mætast og hins vegar Keflavík og Tindastóll.\nÍ dag verður leikið til úrslita í ensku bikarkeppninni þar sem mætast Chelsea og Leicester. Leikurinn hefst fimm mínútur yfir fjögur. En í gær unnu Englandsmeistarar Manchester City Newcastle 4-3 á útivelli. Manchester City varð með þessu fyrsta liðið í ensku úrvalsdeildinni til að vinna 12 útileiki í röð.","summary":"Nóg er um að vera í íþróttunum í dag. Í gær tryggði HK sér sæti í efstu deild karla í handbolta, og í dag hefst úrslitakeppnin í úrvalsdeild karla í körfubolta."} {"year":"2021","id":"250","intro":"Ekki fást upplýsingar í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu um hvernig brugðist verður við erindi Þjóðskjalasafns um Biblíubréfið svonefnda. Þjóðskjalasafn telur bréfið eign ríkisins og að því eigi að skila inn til safnsins.","main":"Biblíubréfið er dýrasta frímerkta bréf Íslandssögunnar og var á sínum tíma metið á um 200 milljónir króna. Það er frá árinu 1874 og þykir einstakt þar sem á því er að finna 23 skildingafrímerki sem eru afar sjaldgæf. Þjóðskjalasafn telur að bréfið sé eign íslenska ríkisins. Það hafi verið hluti af skjalasafni Sýslumannsins í Árnessýslu en horfið úr því, líklega eftir að safnið barst Þjóðskjalasafni. Bréfið er nú í vörslu sænsks greifa sem á stórt safn íslenskra frímerkja og keypti Biblíubréfið snemma á öldinni. Þjóðskjalasafn telur að skila eigi Biblíubréfinu til vörslu á Þjóðskjalasafni. Í svari Mennta- og menningarmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að erindi hafi borist frá safninu, málið sé umfangsmikið og ekki hægt að veita upplýsingar um viðbrögð að svo stöddu. Biblíubréfið var umfjöllunarefni heimildamyndarinnar Leyndarmálsins sem sýnd var á RÚV í síðasta mánuði. Þar kom fram að líklegra væri að bréfinu hefði verið stolið af Kiðjabergi, þar sem sýslumaður bjó, en Þjóðskjalasafninu. Sú mynd varð kveikjan að rannsókn Þjóðskjalasafns á uppruna Biblíubréfsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"250","intro":"Heilsíðuauglýsingu, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, er einnig að finna á vefsíðunni Kovid.is, með K-i. Þar er stefna stjórnvalda gagnrýnd og Lyfjastofnun sökuð um mannréttindabrot. Landlæknisembættið telur þó ekki sérstakt tilefni til að bregðast við síðunni og efni hennar.","main":"Vefsíðunni Kovid.is með K-i, svipar svolítið til opinberrar upplýsingasíðu stjórnvalda, covid.is. Á síðunni er því haldið fram að stjórnvöld hafi sniðgengið lyfið Ivermectin sem geti bundið endi á Covid-faraldurinn fyrir fullt og allt, það verki gegn öllum afbrigðum COVID-19 og allar rannsóknir á því hafi reynst jákvæðar. Lyfjastofnun er gagnrýnd harðlega og því haldið fram að stofnunin hafi gert alvarleg mistök og framið mannréttindabrot með því að hafna lyfinu. Í bland við þetta er að finna á síðunni þekkt slagorð á borð við, \u001evið erum öll almannavarnir og upptökur af upplýsingafundum. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður Landlæknis, segir embættið ekki geta brugðist við, fólk hafi sitt málfrelsi.\nog við teljum að almenningur sé almennt orðinn nokkuð sjóaður í því að sigta í gegnum upplýsingar sem eru birtar með vafasömum hætti, vafasamar fullyrðingar og án mikils rökstuðnings. Þetta er ekki eitthvað sem við höfum beint áhyggjur af eða höfum í huga að taka á með beinum hætti.\nÁ kovid.is er að finna sömu auglýsingu og birtist nafnlaust í Morgunblaðinu í gær. Morgunblaðið hefur beðist afsökunar á þessu og greint frá því að Vilborg Björk Hjaltested, lífeindafræðingur, hafi keypt auglýsinguna í gegnum fyrirtæki sitt Bjuti.is. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að af auglýsingunni hafi mátt ráða að hún væri frá Lyfjastofnun komin.\nÞað er náttúrulega bara mjög alvarlegt þegar svona framsetning býður upp á það að fólk viti ekki hvaðan upplýsingarnar koma.\nEkki náðist í auglýsandann, Vilborgu Hjaltested, við vinnslu fréttarinnar en líklega er hún meðal þeirra sem halda úti vefsíðunni. Á síðunni segir að á baki henni standi sjálfboðasamtök lækna, fagfólks, atvinnurekenda og annarra sem berjist fyrir þekktum, öruggum, vísindalega sönnuðum lausnum sem fjölmiðlar og stjórnvöld hafi ekkert fjallað um.","summary":"Heilsíðuauglýsingu, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, er einnig að finna á vefsíðunni Kovid.is, með K-i. Þar er Lyfjastofnun sökuð um mannréttindabrot. Fjölmiðlanefnd hafa borist tvær ábendingar vegna auglýsingarinnar. "} {"year":"2021","id":"250","intro":"Hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum er enn í gildi, allt frá Breiðafirði að Eyjafjöllum, og óvissustig er á Norðurlandi vestra. Lítil sem engin úrkoma er í kortunum fyrr en eftir hvítasunnuhelgi.","main":"Almannavarnir, slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar funda daglega til þess að meta stöðuna. Eitthvað rigndi í gær, mest á Vesturlandi, en Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri hjá slökkviliði Borgarbyggðar segir það hafa dugað skammt og jafnvel hafi rignt minna en vonast var til. Við það hafi einungis myndast yfirborðsraki sem gufar fljótt upp.\nSvo erum við að horfa fram á það að það er lítil sem engin úrkoma alla vega fram yfir Hvítasunnuhelgi miðað við spár.\nHvað þarf að rigna mikið til að eitthvað breytist?\nJa, það þyrfti að vera svona tveggja daga góð úrkoma með ákveðnu millibili til þess að við séum að sjá einhvern almennilegan raka í jarðvegi.\nBann við opnum eldi er enn í gildi á Suður- og Vesturlandi og fólk beðið um að sýna aðgát á Norðvesturlandi.\nVið biðjum fólk um að vera á varðbergi. Fara varlega og fylgjast með hvort öðru og minna hvort annað á.","summary":"Hættustig almannavarna er enn í gildi á Suður- og Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum og óvissustig er á Norðvesturlandi. Stjórnvöld áætla að kaupa þrjár nýjar slökkviskjólur fyrir Landhelgisgæsluna til að tryggja viðbúnað við gróðureldum."} {"year":"2021","id":"250","intro":"Fjögur lið eru jöfn í efstu sætum úrvalsdeildar karla í fótbolta eftir lokaleiki þriðju umferðar Íslandsmótsins í gærkvöld. Tveir leikmenn ÍA meiddust illa í tapi Skagamanna fyrir FH í Kaplakrika.","main":"ÍA komst yfir gegn FH í Hafnarfirði strax á sjöttu mínútu leiksins. Hákon Ingi Jónsson, leikmaður Skagamanna, fékk að líta tvö gul spjöld með þriggja mínútna millibili og var því rekinn af velli. Skagamenn því manni færri eftir tæplega hálftíma leik. FH-ingar voru fljótir að jafna metin í kjölfarið og 1-1 stóð í hálfleik. Um miðjan seinni hálfleik þurfti að stöðva leikinn í um fimmtán mínútur þegar Sindri Snær Magnússon, leikmaður ÍA, meiddist og var hann fluttur á brott í sjúkrabíl. Nú hefur komið í ljós að tvö rifbein brotnuðu og verður Sindri því ekki með Skagamönnum næstu vikurnar. FH komst svo yfir á 82. mínútu og heimamenn bættu við þriðja markinu undir lok venjulegs leiktíma. Í óvenju löngum uppbótartíma leiksins meiddist svo markvörður og fyrirliði Skagamanna, Árni Snær Ólafsson, og þurfti að fara af velli. ÍA hafði klárað allar þrjár skiptingar sínar og því þurfti bakvörðurinn Þórður Þorsteinn Þórðarson að fara í markið. FH-ingum tókst að skora tvö mörk til viðbótar og vinna 5-1. Árni Snær er með slitna hásin og leikur því ekki meira með ÍA á tímabilinu.\nÍ öðrum leikjum gærkvöldsins vann Breiðablik Keflavík, 4-0, Valur hafði betur gegn HK, 3-2, og Víkingur vann útisigur á Stjörnunni, 3-2. Að þremur umferðum loknum eru FH, KA, Valur og Víkingur öll jöfn í efstu sætunum með sjö stig.\nLiverpool vann í gær afar mikilvægan sigur á erkifjendum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í baráttunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liverpool vann leikinn 4-2 og er nú aðeins fjórum stigum á eftir Chelsea sem situr í 4. sætinu sem er það síðasta sem gefur sæti í Meistaradeildinni. Liverpool á þrjá leiki eftir í deildinni en Chelsea aðeins tvo.\nHlynur Andrésson bætti í gær eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi. Hlynur býr og keppir í Hollandi og tók þátt á Harry Schulting-leikunum þar í landi í gær og bætti gamla metið sitt um rúma sekúndu. Hlynur hefur á síðustu árum eignast Íslandsmetið í sex vegalengdum utanhúss en hann á nú metið í 3000 og 10000 metra hlaupi, 10 km götuhlaupi, hálfu maraþoni og í maraþoni.","summary":"Markvörður og fyrirliði ÍA í úrvalsdeild karla í knattspyrnu leikur ekki meira með liðinu í sumar eftir meiðsli sem hann hlaut í tapi liðsins gegn FH í gær. Fjögur lið eru jöfn í efstu sætum deildarinnar."} {"year":"2021","id":"250","intro":"Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna og Palestínumanna hafa kostað hátt í 130 manns lífið. Hundruð hafa særst. Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Ísraels vegna ástandsins.","main":"Hamas samtökin hvetja Palestínumenn í Ísrael til að safnast saman til mótmælafunda í dag og sýna í verki andstöðu sína gegn stefnu stjórnvalda gagnvart íbúum á herteknu svæðunum. Hernaðaraðgerðir fyrir botni Miðjarðarhafs síðustu daga hafa kostað hátt í 130 manns lífið.\nAð sögn heilbrigðisráðuneytisins í Gazaborg hafa árásir Ísraelshers frá mánudegi orðið 119 að bana, þar á meðal 27 börnum. Ísraelsmegin hafa sjö fallið, þar af eitt barn. Loftárásir héldu áfram í nótt og morgun á skotmörk á Gaza. Eldflaugaárásir á Ísrael lágu niðri fram eftir morgni. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fordæmdi þær í dag og kallaði þær hryðjuverkaárásir sem væru til þess eins fallnar að skaða saklausa borgara og valda hræðslu. Mótmæli og óeirðir innan Ísraels hafa færst í aukana síðustu daga. Lögreglan hefur handtekið yfir 740 manns sem tóku þátt í þeim. Ismail Hanyeh, leiðtogi Hamas, skoraði í dag á alla Palestínumenn í Ísrael að safnast saman og mótmæla stefnu Ísraelsstjórnar gegn þeim.\nBandaríska utanríkisráðuneytið ráðlagði Bandaríkjamönnum í dag að ferðast ekki til Ísraels að svo stöddu. Nokkur erlend flugfélög, bandarísk þar á meðal, hafa aflýst ferðum þangað um óákveðinn tíma.\nSérfræðingur ísraelska dagblaðsins Ha'aretz í varnarmálum segir í fréttaskýringu í dag að nánast allir Palestínumenn og Ísraelsmenn vilji binda á hernaðaraðgerðirnar sem staðið hafa nótt sem nýtan dag að undanförnu. Ákvörðunin strandi aðeins á einum manni, Benjamín Netanyahu forsætisráðherra. Stjórnvöldum sé ljóst að Ísraelsmönnum stafi mun meiri hætta af óeirðum innanlands en eldflaugum sem skotið sé yfir landamærin frá Gaza. Netanyahu hefur hins vegar margítrekað þá stefnu sína að árásum á Gaza verði haldið áfram þar til eldflaugaárásum linnir.","summary":"Hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna og Palestínumanna hafa kostað hátt í 130 manns lífið. Hundruð hafa særst. Bandaríkjamönnum er ráðið frá því að ferðast til Ísraels vegna ástandsins. "} {"year":"2021","id":"250","intro":"Ný slökkviskjóla í stað þeirrar sem eyðilagðist í kjölfar gróðurelda í Heiðmörk í síðustu viku er væntanleg til landsins í dag eða á morgun. Skjólan er hengd neðan í þyrlu, getur borið um tvö þúsund lítra af vatni og nýtist til þess að slökkva gróðurelda. Hún var keypt frá Kanada, en ekkert varð úr því að leigja skjólu frá Svíþjóð. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vonar að hægt verði að ganga frá kaupum á fleiri slökkviskjólum á næstunni en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi í morgun.","main":"Og við höfum nú fengið skjólu frá Kanada sem er á leiðinni til þess að tryggja það að við getum brugðist við vegna þeirrar hættu sem getur skapast hérna vegna gróðurelda. Erum við vanbúin til þess að mæta þessari ógn? Við áttum eina skjólu sem var notuð hér um daginn í Heiðmörk en skemmdist við þá aðgerð og þess vegna þurfum við að bæta úr og þurfum helst að eiga þrjár skjólur á allar þyrlur Landhelgisgæslunnar.\ntil að geta brugðist við þessari stöðu. Og hvar fáum við þessar skjólur? Það er í vinnslu við höfum líka átt í samtölum við Norðurlöndin og almannavarnadeildir víða til þess að reyna að tryggja þetta. Það er í vinnslu. Við fáum allavega eina frá Kanada núna og svo var samþykkt að halda áfram samtali til að tryggja okkur fleiri.","summary":null} {"year":"2021","id":"250","intro":"Forstjóri Síldarvinnslunnar segir mikinn áhuga á hlutabréfum í fyrirtækinu sýna að almenningur hafi enn mikinn áhuga á sjávarútvegi. Hann segir niðurstöðuna styrkja félagið mjög í þeim fjárfestingum sem framundan eru.","main":"Mikill áhugi var á bréfum í Síldarvinnslunni og óhætt að segja að hlutafjárútboðið, sem lauk á miðvikudag, hafi verið vel heppnað. Eftirspurn var tvöföld og var endanlegt útboðsgengi við efri mörk verðbils. Gjalddagi bréfanna er þann 20. maí og verður endanlegur hluthafalisti birtur þá.\nGunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, er hæstánægður með niðurstöðu útboðsins og segir að í henni felist mikil traustsyfirlýsing.\nJákvætt að sjá svona marga einstaklinga koma inn í félagið og svo bara mikill áhugi hjá fagfjárfestum líka. Mér finnst mjög jákvætt að upplifa hvað það eru jákvæðir straumar í kringum þetta og að almenningur hafi í rauninni mikinn áhuga á íslenskum sjávarútvegi.\nGunnþór segir að meginmarkmið útboðsins hafi verið að hleypa almenningi að félaginu og það markmið hafi náðst. Þá skipti það miklu að nú loks sé komið fyrirtæki með höfuðstöðvar á landsbyggðinni inn í kauphöllina. Gunnþór segir skráningu félagsins á markað opna ný tækifæri og styrkja þá uppbyggingu sem framundan er.\nEins og kemur fram í gögnum erum við að taka við nýju uppsjávarskipi sem er verið að smíða í Danmörku í lok mánaðarins vonandi og við erum að ráðast í mikla stækkun á fiskimjölsverksmiðjunni í Neskaupstað sem er framkvæmd sem mun spanna næstu þrjú til fjögur ár og eru upp á fimm milljarða. Þetta eru miklar fjárfestingar í sjávarútvegi. Það er mikil fjárbinding. En þetta er liður í okkar framtíðarsýn.","summary":"Mikil ásókn í hlutabréf í Síldarvinnslunni er til marks um mikinn áhuga almennings á íslenskum sjávarútvegi segir forstjóri fyrirtækisins. "} {"year":"2021","id":"251","intro":"Á meðan íslenskur lopi nýtur fádæma vinsælda og framleiðsla á handprjónabandi til útflutnings hefur stóraukist er annars flokks ull af tvílitu nær verðlaus. Sauðfjárbændur vona að markaður fyrir ullina fari að glæðast.","main":"Eftir veturinn eru kindur rúnar, fyrir ullina borgar Ullarvinnslan Ístex, á bilinu 0-60 krónur á kíló. Svo bætist við ríkisstuðningur. Í fyrrahaust gerði áætlun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ráð fyrir að bændur fengju á bilinu 183 til 569 krónur fyrir kílóið af vetrarull sem er verðminni en haustullin. Lambsull og góð ull af hvítu, svörtu og mórauðu er nýtt til að framleiða handprjónaband í ullarvinnslu Ístex í Mosfellsbæ, Verðið á lopanum hækkaði fyrir nokkrum árum og hefur haldið verðgildi sínu. Öðru máli gegnir um lakari ull og ull af tvílitu sem erfiðara er að vinna hreina liti úr, sú ull er send úr landi og mikið nýtt í gólfteppaframleiðslu.\nSegir Gunnar Þórarinsson, sauðfjárbóndi og stjórnarformaður Ístex. Bændur í Bretlandi brenndu ull og verksmiðjur stoppuðu.\nSíðastliðin tvö ár hefur Ístex, sem er að mestu í eigu bænda, tapað yfir 130 milljónum, iðnaðarbandið sem notað var til að framleiða túristavarning seldist afar lítið í faraldrinum, salan minnkaði strax eftir fall WOW-air. Gunnar segir auknar vinsældir handprjónabandsins hafa glætt reksturinn og vonar að ferðaþjónustan taki við sér. Þróunarvinna síðustu ára miðar að því að skapa meiri verðmæti úr lakari ullinni, hún er meðal annars nýtt inn í sængur og kodda. Gunnar segir að það komi til með að taka tíma að hífa upp verðið.\nÞó ullin af tvílitu hafi alltaf verið verðminni fjölgar tvílitum ám, magn ullar í þessum flokki hefur aukist. \u001eÞað er eiginlega eina ullin sem við fáum meira magn af nú þegar fé er að fækka. Bændur virðast því ekki láta ullarverðið stýra ræktuninni og botnótt, blesótt og krúnuleistótt fé lifir enn góðu lífi.","summary":null} {"year":"2021","id":"251","intro":"Ekkert lát er á hörðum átökum Ísraela og Palestínumanna á Gasa. Hamasliðar skutu fjölda flugskeyta að Ísrael en ísraelski flugherinn hefur haldið uppi hörðum loftárásum í alla nótt og Ísraelar hafa sent fjölmennt herlið að landamærum Gaza.","main":"Átökin fyrir botni miðjarðarhafs stigmagnast dag frá degi en tugir hafa látist í loftárásum síðustu daga og hundruð særst. Óttast er að hörð átök brjótist út við landamærin að Gasa.\nÍsraelskt herlið er nú að koma sér fyrir við landamærin en átök hafa harðnað síðustu daga og ekkert lát á loftárásum. 83 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraela frá því um helgina og hátt í fimm hundruð særst. Fjöldi íbúðarhúsa, meðal annars þrjár íbúðablokkir, eru rústir einar eftir árásir síðustu daga. Og þótt drægni palestínsku eldflauganna sé takmörkuð og þær langflestar skotnar niður af loftvarnakerfi Ísraela hafa nokkrar þeirra ratað til jarðar Ísraelsmegin landamæranna og valdið þar manntjóni.\nÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman til neyðarfundar á morgun til að ræða ástandið og hefur Ísraelum og Palestínumönnum verið boðið að senda fulltrúa á fundinn. Þá hefur fjöldi ríkja kallað eftir friðsamlegri lausn en lítið borið á vilja til samninga með Ísraela og Palestínumanna. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hvatti til stillingar í ræðu sem hann flutti í gærkvöld og sagði að árásunum verði að linna. Ekki aðeins loftárásum milli stríðandi fylkinga heldur einnig árásum á borgarana, en mörg dæmi eru um síðustu daga að hópar gyðinga hafi ráðist á araba á götum úti, og arabar á gyðinga, og barið til óbóta. Mark Regev, einn aðalráðgjafa Netanjahús segir tilgangslaust að semja um vopnahlé til skamms tíma því því án lausnar í deilunni sem báðir aðilar geti sætt sig við verði friðurinn skammvinnur.\nThis is a difficult time, but there's no point to have some sort of band aid quick fix, only to go through all this again next week.\nRegev segir ólíklegt að átökunum linni í bráð. Stjórnmálaskýrendur telja að þetta ástand geti jafnvel varað í nokkrar vikur en til að því linni þurfi báðar fylkingar að geta lýst yfir sigri, Hamas-liðar þurfi að geta sagt að þeim hafi tekist að verja Palestínumenn og Jerúsalem og Ísraelar að þeir hafi varist árásunum, og látið þá sem ráðist að Ísraelum iðrast gjörða sinna. Það eru þó ekki allir svo svartsýnir. Joe Biden bandaríkjaforseti hefur verið að miðla málum og segir líklegt að átökunum ljúki fljótlega.\nI had a conversation with Bibi Netanyahu (Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu) not too long ago. I will be putting out a statement very shortly on that. My expectation and hope is that this will be closing down sooner than later,","summary":"Ekkert lát er á hörðum átökum Ísraela og Palestínumanna á Gasa. Hamasliðar skutu fjölda flugskeyta að Ísrael en ísraelski flugherinn hefur haldið uppi hörðum loftárásum í alla nótt og Ísraelar hafa sent fjölmennt herlið að landamærum Gaza. "} {"year":"2021","id":"251","intro":"Þurrt og kalt vor tefur sprettu á Suður- og Vesturlandi. Sauðfjárbóndi segir bændur þurfa að vera með nýbornar ærnar á fullri gjöf út maí. Grænmetisbændur eru tvístigandi.","main":"Ekki þarf að leita lengra aftur en til ársins 2019 til að finna lengra þurrkatímabil en nú, fyrstu fjórir mánuðir ársins hafa þó verið þeir þurrustu frá árinu 1995.\nUnnsteinn Snorri Snorrason, sauðfjárbóndi á Syðstu-Fossum í Andakíl í Borgarfirði, er með 120 vetrarfóðraðar ær, tíðarfarið undanfarið hefur haft áhrif á búskapinn.\nÞurrkarnir og kuldinn er farinn að há sprettu verulega þannig að það þarf að gefa fénu vel með beitinni. Eiga bændur nóg af góðu heyi til að gefa ánum? Já almennt er það nú að bændur gera ráð fyrir að þurfa að gefa út maímánuð, það hefur kannski ekki verið raunin síðustu árin en sagan kennir okkur það að það getur þurft.\nBændum hefur í gegnum tíðina oft gengið erfiðlega að fá áheyrn veðurguða. Unnsteinn segir að nú láti rigningin bíða eftir sér, svo láti hún líklegast sjá sig í júní þegar bændur þurfi þurrkinn. Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi og formaður Bændasamtakanna, segir næturfrostið hafa tafið fyrir útiræktun og ekki hægt að setja niður kartöflur nema undir hlífðarplasti. Bændur séu tvístígandi og bíði þess að jarðvegurinn hitni almennilega. Sáning á korni fer líka hægt af stað.\nTúnin eru heldur gul núna, bara grashýjungur og lítil framför að sögn Unnsteins en það gæti breyst. Góð úrkoma myndi koma sprettunni af stað og leysa upp áburðinn.\nEn ef við fáum rigningu, góða rigningu á næstu dögum mun það breyta öllu og það er nú akkúrat núna svona smá úði hér í Borgarfirði allavega.","summary":null} {"year":"2021","id":"251","intro":"Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt fram ellefu tillögur að aðgerðum stjórnvalda til að flýta fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar og um leið viðspyrnu efnahagslífsins. Tillögunum er sérstaklega beint að þeirri ríkisstjórn sem tekur við í haust.","main":"Auk tillagnanna ellefu hafa Samtök ferðaþjónustunnar opnað vefsíðuna viðspyrnan punktur is. þar má finna svokallað árangursmælaborð þar sem hægt verður að fylgjast með framgangi þeirra markmiða sem sett eru fram í vegvísinum. Tillögurnar fela meðal annars í sér að stjórnvöld bæti rekstrarumhverfi fyrirtækja, beiti sér fyrir úrlausn á skuldavanda fyrirtækja, auki fjármagn í markaðssetningu erlendis og efli uppbyggingu ferðamannastaða. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að kallað hafi veirð eftir hraðri viðspyrnu efnahagslífsins eftir faraldurinn og þetta sé framlag ferðaþjónustunnar.\nAð sýna fram á með þessum tillögum hvað þarf í raun og veru að gera ef við viljum fá eins hraða viðspyrnu og við teljum unnt.\nFerðamönnum er þegar tekið að fjölga og vísbendingar eru um að þeim muni fjölga hratt þegar líður á sumarið og ferðatakmörkunum aflétt.\nÞarf ferðaþjónustan allar þessar ívilnanir? Ég myndi ekki kalla þetta ívilnanir. Í rekstrarumhverfi fyrirtækja til dæmis snýst um miklu meira en ferðaþjónustuna, það snýst um atvinnulífið í heild sinni. Þetta snýst um það að þó að við séum að byrja að sjá ferðamenn núna að þá mun það ekki bara gerast af sjálfu sér.\nJóhannes segir að allar skýrslur um endurreisn efnahagslífsins geri ráð fyrir að ferðaþjónustan muni leiða endurreisnina. Þótt spár geri ráð fyrir um 700 þúsund ferðamönnum þá sé langt í að greinin nái fyrri styrk og mörg fyrirtækjanna eru illa stödd. Verði ekkert gert sé kostnaður meiri þegar upp er staðið.\nFerðaþjónustan er sú grein sem getur hraðast unnið okkur upp úr þessu. Það þýðir ekki að ferðaþjónustan eigi að taka yfir allt efnahagslífið. Alls ekki.","summary":"Samtök ferðaþjónustunnar hafa lagt fram ellefu tillögur að aðgerðum stjórnvalda til að flýta fyrir endurreisn ferðaþjónustunnar. Þau vilja að stjórnvöld bæti rekstrarumhverfi fyrirtækja og leysi úr skuldavanda þeirra."} {"year":"2021","id":"251","intro":null,"main":"Yfir 4.000 manns dóu úr COVID-19 á Indlandi síðasta sólarhringinn og ríflega 360.000 greindust með sjúkdóminn. Staðfest dauðsföll eru þar með orðin rúmlega 258.000 talsins og smitin 23,7 milljónir, samkvæmt opinberum tölum heilbrigðisráðuneytisins. Skráningum er þó víða ábótavant í víðfemu og fjölmennu landinu og líklegt að hvort tveggja dauðsföll og smit séu mun fleiri í raun. Stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar, sem kallað hefur verið indverska afbrigðið, virðist smitast hraðar á milli fólks svo þessi önnur bylgja kórónuveirunnar reynist enn illviðráðanlegri en sú fyrri.","summary":"Staðfest dauðsföll vegna Covid-19 eru nú orðin fleiri en 258 þúsund á Indlandi. Yfir 4.000 manns dóu úr sjúkdómnum þar í landi síðastliðinn sólarhring."} {"year":"2021","id":"251","intro":"Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur beðist afsökunar á framgöngu breskra hermanna sem skutu tíu manns til bana í Ballymurphy hverfinu í Belfast á Norður Írlandi árið 1971. Ættingjar þeirra sem létust gefa hins vegar lítið fyrir afsökunarbeiðnina.","main":"Í ágúst árið 1971 réðst bresk herdeild inn í Ballymurphy-hverfið í Belfast á Norður-Írlandi. Tíu óbreyttir borgarar voru skotnir til bana í þriggja daga umsátursástandi í hverfinu.\nÆttinginar hinna látnu hafa allar götur síðan viljað láta rannsaka dauðsföllin og hreinsa látna ættingja sína af ásökunum um að hafa verið vopnuð eða á mála hjá Írska lýðveldishernum. Réttarrannsókn á atburðunum hófst árið 2018 og niðurstaða rannsóknarinnar var tilkynnt á þriðjudag.\nÞar segir meðal annars að þau tíu sem létust hafi öll verið óvopnuð og hafi á engan hátt ógnað hermönnunum eða sýnt af sér hegðum sem réttlætir eða útskýrir örlög þeirra.\nÆttingjar fögnuðu niðurstöðunni en gagnrýndu harðlega framgöngu og frásagnir hersins og þátttöku breskra stjónvalda í að þagga málið niður.\nBoris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hringdi í Arlene Foster fyrsta ráðherra Norður Írlands, í gær og baðst afsökunar fyrir hönd bresku stjórnarinnar. Yfirlýsingu sama efnis birti hann skömmu síðar.\nJohn Teggart, er einn þeirra sem gaf hinsvegar lítið fyrir afsökunarbeiðni forsætisráðherrans. Faðir Teggarts, Daniel, er einn þeirra tíu sem voru skotin til bana í Ballymurphy hverfinu. Hann segir afsökunarbeiðnina almenns eðlis, henni sé ekki beint til aðstandenda þeirra sem létust. Þau hafi aldrei hitt né heyrt neitt frá ráðamönnum Bretlands.","summary":"Ættingjar þeirra tíu sem létust í áhlaupi breska hersins í Belfast á Norður Írlandi árið 1971 gefa lítið fyrir afsökunarbeiðni forsætisráðherra landsins vegna málsins. Rannsóknarréttur úrskurðaði á þriðjudag um sakleysi allra þeirra sem létust þennan dag. "} {"year":"2021","id":"251","intro":"Þriðja umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta hófst með tveimur leikjum í gær. Á Dalvík mættust KA og Leiknir í markaleik.","main":"Leika þurfti á Dalvík þar sem Greifavöllur, heimavöllur KA, er ekki kominn í nógu gott stand. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn en það breyttist í gær þegar KA vann öruggan 3-0 sigur á nýliðunum. Hallgrímur Mar Steingrímsson gerði tvö mörk, bæði úr vítaspyrnu, og Ásgeir Sigurgeirsson það þriðja. KA menn eru nú með 7 stig eftir fyrstu þrjá leikina og á toppi deildarinnar. Og í hinum leik gærdagsins gerðu Fylkir og KR 1-1 jafntefli í Árbænum. Beitir Ólafsson, markvörður KR, varði vítaspyrnu frá Arnóri Borg Guðjohnsen í seinni hálfleiknum, og bjargaði þar með stigi fyrir sína menn. Niðurstaðan jafntefli og KR er nú með 4 stig eftir þrjá leiki og Fylkir tvö. Fjórir leikir í þriðju umferð Pepsi Max deildar karla eru á dagskrá í kvöld klukkan korter yfir sjö.\nFyrri umspilsleikir um sæti í úrvalsdeild kvenna í handbolta voru spilaðir í gærkvöld. Úrvalsdeildarlið HK rúllaði yfir sameiginlegt lið Fjölnis og Fylkis úr fyrstu deildinni 27-15. Á Seltjarnarnesi vann Grótta ÍR með einu marki 16-15, en liðin léku bæði í fyrstu deildinni í vetur. Liðin mætast aftur á laugardag og sigurvegararnir mætast í úrslitaeinvígi um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.\nÚrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu hefur verið færður á heimavöll Porto, Drekavöllinn, í Portúgal. Upphaflega átti leikurinn að fara fram á Atatürk-vellinum í Istanbúl í Tyrklandi en þar sem Tyrkland er nú komið á rauðan lista vegna mikillar aukningar COVID-19 smita þar í landi var ákveðið að færa leikinn. Manchester City og Chelsea mætast í úrslitaleiknum sem verður 29. maí. Áhorfendur verða á leiknum og búist er við að allt að því tólf þúsund stuðningsmenn verði á vellinum, sex þúsund frá hvoru félagi. Þar sem Tyrkland er nú rautt land hefðu áhorfendur ekki mátt ferðast þangað og því var ákveðið að færa leikinn.","summary":"Fjórir leikir eru á dagskrá í úrvalsdeild karla í fótbolta í dag. Þriðja umferð hófst með látum með tveimur leikjum í gærkvöld."} {"year":"2021","id":"252","intro":"Formaður Samfylkingarinnar segir brýnt að grípa sem fyrst til aðgerða á vinnumarkaði til að fjölga störfum og hjálpa þeim sem glíma við atvinnuleysi. Flokkurinn ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu á næstu dögum um 18 milljarða króna aðgerðarpakka.","main":"Samfylkingin kynnti í morgun sex tillögur er snúa að aðgerðum á vinnumarkaði. Tillögurnar gera ráð fyrir að tímabil atvinnuleysisbóta verði lengt um 12 mánuði og að bætur hækki upp í 95 prósent af lágmarkslaunum. Flokkurinn vill að ráðningastyrkir verði veittir í 12 mánuði í stað sex og að veittur verði tímabundinn skattaafsláttur þegar fólk kemur aftur til starfa eftir atvinnuleysi. Þá eru einnig tillögur að atvinnuúrræðum fyrir námsmenn, styrkjum til listafólks og auknum stuðningi við nýsköpun.\nLogi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir mikilvægt að grípa strax til aðgerða.\nÞær miða fyrst og fremst af því að ná niður atvinnuleysi bæta fólki sem hefur verið atvinnulaust upp, skapa sóknarfæri fyrir námsmenn. Þannig að þetta er fyrir atvinnulausa, þetta er fyrir ungt fólk og námsmenn.\nÞetta er til þess að örva og smyrja hjólin sem eru þegar að fara af stað og þetta á að vinna með aðgerðum ríkisstjórnarinnar\nSamfylkingin ætlar að leggja fram þingsályktunartillögu á næstu dögum með þessum aðgerðum. Áætlað er að þær kosti ríkissjóð um 18 milljarða.\nStaðreyndin er sú að ef atvinnuleysi fellur strax um 2 prósent á næsta ári vegna þessara aðgerða þá eru aðgerðirnar strax búnar að borga sig upp. Ef þær falla um eitt prósent þá borga þær sig upp á einu og hálfu til tveimur árum. Þannig að þetta er í rauninni tillaga inn í umræðuna svo fólk fari að hugsa aðeins meira í dínamísku kerfi.\nAlveg eins og við vitum að fyrirtæki fjárfesta til að þess að skapa tekjur síðar meir þá þurfum við að fjárfesta núna í fólki til þess að auka tekjuvöxt í hagkerfinu, auka virkni og draga úr útgjöldum til lengri tíma litið","summary":null} {"year":"2021","id":"252","intro":"Slökkvilið á Suður- og Vesturlandi hafa síðustu daga farið í að minnsta kosti 35 útköll vegna gróðurelda. Loftslagssérfræðingur segir þurrkana undanfarið ekki óeðlilega, en að afleiðingarnar geti verið alvarlegri en áður.","main":"Náttúrufræðistofnun Íslands hefur haldið skrá yfir gróðurelda síðustu ár, frá 2006 hafa 32 eldar verið skráðir hjá stofnuninni, sá minnsti 0,05 hektarar við Gróttu árið 2017, þá brann aðallega hvönn. Sá stærsti var á Fáskrúðarbakka á Snæfellsnesi árið 2015, þá varð 318 hektara mýrlendi eldi að bráð.\nStofnunin er ekki búin að skrá alla þá elda sem hafa gert sér mat úr skraufþurrum gróðri sunnan- og vestanlands síðustu tvær vikur. Slökkviliðsembættin halda utan um þetta hvert fyrir sig. Fréttastofa hafði samband við slökkviliðsembætti á Suður- og Vesturlandi og fékk þær upplýsingar að útköllin vegna gróðurelda væru orðin að minnsta kosti 35 talsins það sem af er maí. Hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru þau 24, það stærsta í Heiðmörk þar sem 60 hektarar urðu eldi að bráð. Vernharð Guðnason, deildarstjóri hjá aðgerðasviði, man ekki eftir öðru eins. Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út í fjórgang, stærsta útkallið var í gær þegar tæplega tveir hektarar brunnu á Vatnsleysuströnd. Slökkvilið Akraness- og Hvalfjarðarsveitar hefur farið í þrjú útköll, þar voru fulltrúar slökkviliðsins í eftirlitsferð í morgun. Brunavarnir Árnessýslu í fjögur útköll. Unna Björg Ögmundsdóttir, starfsmaður embættisins, segir að vegfarandi sem stökk út með skóflur og slökkti eld í Grímsnesi þann 6. maí hafi hugsanlega bjargað sumarhúsabyggðinni, þá hafi eldur sem kviknaði út frá slípirokki í Flóahreppi verið fimm metrum frá því að læsa sig í bústað þegar tókst að hemja hann. Slökkviliðsmenn í Borgarbyggð, Dalabyggð og Reykhólahreppi hafa sloppið við útköll, enn sem komið er. Það eru allir á varðbergi því ef miða má við reynslu síðustu daga er spurningin ekki hvort fleiri eldar kvikna heldur hvar þeir kvikna næst.\nEldarnir kvikna nær undantekningalaust á vorin eða snemma sumars, á þurrasta tíma ársins. Halldór Björnsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að fyrstu fjórir mánuðir ársins hafa verið þeir þurrustu frá árinu 1995 en það þurfi ekki að fara lengra aftur en til ársins 2019 til að finna lengri þurrkakafla. Aðstæður séu þó verri nú, minni snjór í vetur og þurrari mánuðir á undan.\nþó þessi þurrkakafli sé ekki svo afbrigðilegur verður það þannig að líkur á gróðureldum eru meiri því allt er orðið miklu þurrara.\nÞað sem af er maí hafa fallið 0,2 millimetrar af úrkomu en það bleytir ekki upp í neinu og Halldór segir ekki rigningu í kortunum næstu tíu daga. Í skýrslu vísindanefndar um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi er varað við því að með aukinni gróðursæld, meiri útbreiðslu skóga og minnkandi beit aukist hætta á miklu tjóni af völdum gróðurelda. Halldór segir mikilvægt að bregðast við þessari nýju stöðu, það sé liður í mikivægri áhættustýringu, það þurfi að endurskoða gróður í kringum sumarbústaði og hvernig skógar eru ræktaðir, þannig að inni á milli séu gróðursett belti af trjám sem brenna hægar og geta hamið útbreiðslu elds.","summary":"Slökkvilið á Suður- og Vesturlandi hafa síðustu daga farið í að minnsta kosti 35 útköll vegna gróðurelda. Loftslagssérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enga úrkomu í kortunum næstu daga. "} {"year":"2021","id":"252","intro":"Til greina kemur að rýmka samkomutakmarkanir í næstu viku og auka þann fjölda sem má koma saman. Þetta segir heilbrigðisráðherra. Hugsanlega verður líka slakað á tveggja metra fjarlægðarreglunni.","main":"Þannig að ég á von á að við höldum áfram að tilkynna um afléttingar í næstu eða þarnæstu viku.\nHvað er þá verið að horfa til?\nÞað er bara það sem við sjáum í afléttingaráætluninni okkar. Það snýst þá um ennþá aukinn fjölda sem megi koma saman, tiltekna starfsemi þar sem mega vera fleiri og þá mögulega að draga úr þessari 2ja metra reglu. Það gæti verið 1 meter, að minnsta kosti í tilteknum tilvikum.\nVonandi stefnir þetta núna í það að við getum aflétt þessu í eitt skipti fyrir öll.\nÞannig að við gætum séð að allt að 200 manns mættu koma saman frá og með næstu viku? Ég ætla ekkert að segja um það.","summary":"Heilbrigðisráðherra segir að til greina komi að rýmka samkomutakmarkanir og draga úr tveggja metra fjarlægðarreglunni í næstu viku þar sem bólusetning gangi vel."} {"year":"2021","id":"252","intro":"Ákvörðun Kolbeins Óttarssonar Proppé, þingmanns Vinstri grænna um að draga framboð sitt til baka, var hans ákvörðun og fer í ferli innan þingflokks Vinstri grænna, segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður VG.","main":"Kolbeinn greindi frá því í gærkvöld að hann hafi komið illa fram við konur og að kvartað hafi verið undan hegðun hans til fagráðs Vinstri grænna. Hann segir að það ferli sem þá fór af stað hafi opnað augu hans fyrir því að ýmsu sé ábótavant í hans hegðun. Bjarkey segir að sér hafi komið ákvörðun Kolbeins á óvart.\nJájá það gerði það nú, ég ætla nú samt að segja, þetta er bara góð ákvörðun, þetta er hans ákvörðun og málið fer í ferli hjá hreyfingunni eins og vera ber og við bara sjáum svo til hvernig það verður allt saman, þannig að það er lítið um það að segja annað en að það er bara gott að sjá að fólk kannast við og tekur á málunum.\nSagði Bjarkey á Morgunvaktinni á Rás1 í morgun. Í flestum stjórnmálaflokkum hér á landi eru fagráð eða siðanefndir sem taka á eineltismálum, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi innan flokkanna. Í verklagsreglum fagráðs VG kemur fram að trúnaður ríki gagnvart málsaðilum. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvers eðlis brotin eru eða hversu margar kvartanir bárust til fagráðsins vegna hegðunar Kolbeins.\nKolbeinn sóttist eftir því að leiða lista flokksins í Suðurkjördæmi en lenti í fjórða sæti. Hann ákvað að þiggja ekki sætið og tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram í Reykjavík. Eftir því sem næst verður komist hyggst hann sitja áfram sem þingmaður til loka kjörtímabilsins. Katrín Jakobsdóttir formaður VG og forsætisráðherra hefur ekki getað veitt viðtal vegna málsins í morgun.","summary":null} {"year":"2021","id":"252","intro":"Manchester City er Englandsmeistari í fótbolta. Þetta varð ljóst eftir að grannar þeirra í Manchester United töpuðu í gærkvöld.","main":"Manchester United tapaði 2-1 fyrir Leicester í gærkvöld og þar með gat ekkert lið náð Manchester City að stigum þegar þrjár umferðir eru eftir. Þetta er tíundi titill Manchester City undir stjórn Spánverjans Pep Guardiola sem tók við liðinu árið 2016 en liðið hefur unnið ensku deildina fimm sinnum í heildina og þrisvar á síðustu fjórum árum. City vann sömuleiðis enska deildarbikarinn með sigri á Tottenham í úrslitaleiknum í lok apríl, og er á leið í úrslit Meistaradeildarinnar í lok maí. Liðið byrjaði ekki sérlega vel í deildinni og var í 11. sæti í lok nóvember. Þá tóku þeir hins vegar við sér og hafa síðan þá unnið 22 leiki, tapað þremur leikjum og gert tvö jafntefli í deildinni. City mætir Chelsea í úrslitum Meistaradeildarinnar, en liðið hefur aldrei áður komist í úrslitaleikinn.\nTveir leikir voru í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í gær. Selfoss komst á topp deildarinnar eftir 2-0 sigur á Þór\/KA á Akureyri og er nú með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina. Þá skildu Stjarnan og Keflavík jöfn í markalausum leik í Garðabænum og eru bæði lið nú með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki tímabilsins.\nKjartan Henry Finnbogason er genginn til liðs við KR frá Esbjerg. Kjartan gerir þriggja ára samning við uppeldisfélagið en hann hefur leikið víða erlendis á ferlinum. Áður en hann hélt utan erlendis varð hann Íslandsmeistari með KR í tvígang og þrisvar bikarmeistari.\nBarcelona tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld, en titilbaráttan í deildinni hefur sjaldan verið jafn spennandi. Barcelona gerði þá 3-3 jafntefli við Levante á heimavelli. Eftir leikinn er Barcelona stigi á eftir toppliði Atletico Madrid sem á leik til góða, en Atletico mætir Real Sociedad í kvöld. Real Madrid, sem er stigi á eftir Barcelona, á einnig leik til góða og mætir Granada á morgun.","summary":"Manchester City er Englandsmeistari í fótbolta. City hefur nú unnið ensku deildina þrisvar á síðustu fjórum árum og er á leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar."} {"year":"2021","id":"252","intro":"Mikilvægt er að gerðar séu langtímaáætlanir til að jafna aðstæður barna í efnahagslægðum, því áhrifin geti verið lengi að koma fram. Staða íslenskra barna er almennt góð, en þau eiga síður kost á að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu Unicef á Íslandi um efnislegan skort barna.","main":"Í skýrslunni var staða barna árið 2018 borin saman við árin 2009 og '14. Skoðað var meðal annars hvort börn fái að minnsta kosti eina máltíð á dag, eigi tvö pör af skóm, hvort haldið sé upp á afmæli, hvort þau búi í viðunandi húsnæði og þátttaka þeirra í tómstundastarfi.\nEva Bjarnadóttir verkefnastjóri hjá Unicef og höfundur skýrslunnar segir að staða íslenskra barna sé að mörgu leyti góð.\nEn það er ákveðinn hópur barna sem tapar þegar það er kreppa en græðir ekki mikið á góðærinu. Sem segir okkur að það er ójöfnuður meðal barna á Íslandi.\nÍsland er það Evrópuland þar sem efnislegur skortur barna mælist sjöundi minnsti og staðan er best hvað varðar menntun. Staðan er verst hvað varðar þátttöku í tómstundum, 17% íslenskra barna mælast með skort á því sviði og Ísland er þar í 19. sæti af 31 Evrópulandi.\nÞað kemur mest á óvart að það skuli vera svona hátt hlutfall barna sem skortir tómstundir á Íslandi.\nHvaða lærdóm væri hægt að draga af þessu, núna þegar við erum í annarri kreppu sem tengist COVID?\nÞað má draga þann lærdóm að það þarf að greina sérstaklega stöðu barna og áhrif kreppu á börn. Og skoða hvaða hópar það eru sem verða verst úti og beina aðstoð þangað til þess að jafna tækifæri barna og það þarf að líta til lengri tíma þgar kemur að börnum því það getur verið að áhrif birtist ekki fyrr en nokkrum árum eftir að kreppan skellur á.","summary":"Áhrif efnahagslægða á aðstæður barna skorts\/fátæktar á börn geta verið lengi að koma fram og er brýnt að gerðar séu langtímaáætlanir til að draga úr þeim. Ný skýrsla Unicef sýnir að íslensk börn eiga síður kost á að taka þátt í tómstundastarfi en börn í öðrum Evrópulöndum. "} {"year":"2021","id":"252","intro":"Tveir hafa greinst með indverska afbrigði COVID á landamærunum og eru báðir í sóttvarnahúsi. Almannavarnastig hefur verið fært af neyðarstigi niður á hættustig","main":"Almannavarnastig vegna COVID hefur verið lækkað af neyðarstigi niður á hættustig. Landlæknir segir uppfært smitrakningarapp sérstaklega mikilvægt nú, þegar samfélagið verður opnara með slökun samkomutakmarkana.\nÞrjú COVID smit greindust innanlands í gær, þar af eitt utan sóttkvíar. Tvö smitanna tengjast hópsmitinu í Skagafirði og hafa því alls ellefu smit greinst á þeim slóðum síðustu daga. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn greindi frá því við upphaf upplýsingafundar í dag að almannavarnastig hefur verið fært af neyðarstigi niður á hættustig, af efsta stigi niður á miðstig.\nÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fór yfir stöðu faraldursins. Hann sagði að dregið hefði úr smitum á landamærunum, þrátt fyrir fjölgun ferðamanna, og taldi það ef til vill skýrast af hertum aðgerðum.\nFlestar veirur sem greinst hafa á landamærunum undanfarið eru af breska afbrigðinu en einnig hafa tveir greinst með indverska afbrigði veirunnar.\nÞað hafi verið viðbúið miðað við útbreiðslu í nágrannalöndum. Indverska afbrigðið hafi þó ekki komist inn í landið svo vitað sé. Margt er enn á huldu um indverska afbrigðið, það er talið geta verið meira smitandi en önnur afbrigði og óvíst hvernig bólusetning virkar á það.\nÉg held að það megi alveg búast við því að þetta verði ráðandi afbrigði, allavega í mörgum löndum, á næstunni.\nUppfærð útgáfa af smitrakningarappinu var gefin út í gær. Hún byggist á bluetooth-tækni í stað GPS og á að gefa betri upplýsingar en fyrri útgáfa, en tryggja um leið fulla persónuvernd, sagði Alma Möller landlæknir.\nVið teljum Bluetooth rakningu sérstaklega mikilvæga á þessum tímapunkti í faraldrinum, þar sem fyrirsjáanlegt er að samfélag okkar verður opnara eftir því sem fleiri verða bólusettir.\nSagði Alma og hvatti alla til að sækja sér nýja útgáfu appsins, sérstaklega ungt fólk.","summary":"Tveir hafa greinst með indverska afbrigði COVID á landamærunum og eru báðir í sóttvarnahúsi. Almannavarnastig hefur verið fært af neyðarstigi niður á hættustig "} {"year":"2021","id":"252","intro":"Árásir Ísraelshers á Gazasvæðið hafa kostað hátt í fimmtíu Palestínumenn lífið. Á fjórða hundrað eru særðir. Egypskar sendinefndir eru væntanlegar til Gaza og Ísraels í dag til að reyna að stilla til friðar.","main":"Tugir Palestínumanna eru fallnir í loftárásum Ísraelshers og hundruð eru særðir. Fulltrúar erlendra þjóða reyna að draga úr spennunni fyrir botni Miðjarðarhafs, en án árangurs til þessa.\nHeilbrigðisráðuneytið í Gazaborg greindi frá því í dag að 48 hefðu fallið í loftárásum Ísraelshers síðustu dægrin, þar á meðal fjórtán börn. Þrjú hundruð og fjórir eru særðir. Sex eru fallnir í Ísrael, aðallega í eldflaugaárásum, og tugir særðir. Palestínumenn hafa skotið 850 eldflaugum á Ísrael og loftárásir á Gaza skipta orðið hundruðum.\nAð sögn ísraelskra og arabískra fjölmiðla eru friðarsendinefndir frá Egyptalandi væntanlegar til Gaza og Ísraels í dag til að reyna að stilla til friðar. Þá er Biden Bandaríkjaforseti sagður áforma að senda Hadi Ammar aðstoðarutanríkisráðherra til Miðausturlanda í sama tilgangi. Ísraelska dagblaðið Ha'aretz hefur heimildir fyrir því að viðræður milli stríðandi fylkinga hafi verið hafnar, en upp úr þeim slitnað þegar Ísraelsher réð þrjá leiðtoga Islamic Jihad, samtaka herskárra íslamista, af dögum í Gazaborg í gær.\nYair Lapid, leiðtogi miðjuflokksins Yesh Atid, sem fékk umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar í Ísrael fyrir viku hefur frestað viðræðum við leiðtoga annarra flokka vegna ófremdarástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Einn þeirra, Naftaly Bennett, skoraði í dag á Benjamín Netanyahu forsætisráðherra að halda áfram árásum á Gaza þar til Hamasmenn hefðu verið brotnir á bak aftur. Gilti þá einu þótt þessi skoðun hans kostaði hann þátttöku í næstu ríkisstjórn landsins.","summary":"Árásir Ísraelshers á Gazasvæðið hafa kostað hátt í fimmtíu Palestínumenn lífið. Sex eru fallnir í Ísrael í árásum Palestínumanna. Egypskar sendinefndir eru væntanlegar til Gaza og Ísraels í dag til að reyna að stilla til friðar. "} {"year":"2021","id":"253","intro":"Í fyrsta sinn er hættustig í gildi vegna gróðurelda. Almannavarnir hafa, í samráði við slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi, ákveðið að hækka viðbúnaðarstigið og banna allan opinn eld. Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.","main":"Niðurstaðan er að hækka almannavarnastigið yfir á hættustig og það er gert í ljósi stöðunnar. Það hafa verið miklir þurrkar undanfarið. Þetta er venjulega sá mánuður þar sem rignir minnst. Núna er samt óvenjulega lítil rigning þrátt fyrir það. Það er fátt annað í stöðunni en að hækka almannavarnastigið.\nÞað er líka stórt svæði sem er undir líka,, óvenju stórt, það hefur ekki verið svo stórt áður.\nSvæðið nær frá Breiðafirði að Eyjafjöllum. Þetta er í fyrsta sinn sem hættustig er í gildi hér á landi vegna hættu á gróðureldum. Hættustig almannavarna er sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum þó ekki svo að um neyðarástand sé að ræða. Lítið hefur rignt undanfarnar vikur og lítil úrkoma er í langtímaspám.\nAllir slökkviliðsstjórar á þessu svæði hafa ákveðið að nýta sér reglugerð um meðferð elds og ákvæði í reglugerð og hafa ákveðið að banna allan opinn eld á þessu svæði.\nRögnvaldur hvetur fólk sérstaklega til að fara varlega í sumarbústaðalöndum, með allt sem gæti flokkast undir opinn eld, verkfæri og þess háttar.\nog líka eins og með kamínur og eldstæði og arin og þess háttar. Að geyma ða nota það, því það getur farið neisti upp úr þessu, við viljum ekki taka þennan séns.\nÞá er fól hvattt til að kynna sér flóttaleiðir við sumarhús og bleyta í gróðri í kringum hús þar sem þurrt er.\nSlökkviliðin fara nú reglulega í eftirlitsferðir og hafa sums staðar fært slökkvitæki og önnur tól þangað sem hætta er á gróðureldum til að það sé styttra í þau ef eldar blossa upp. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kviknuðu 20 eldar á fyrstu tíu dögum þessa mánaðar. Sem fyrr hvetur Rögnvaldur fólk til að passa sig.\nMeðferð opins elds er bönnuð, það er bara svo einfalt. Þar sem fólk hefur verið að fara inn í gróðurlendi og grilla og hafa gaman og þess háttar. Það verður þá að sleppa öllum eld í því samhengi, bara mæta með samlokur og kex.","summary":"Almannavarnir hafa hækkað viðbúnaðarstig sitt vegna gróðurelda úr óvissu- í hættustig. Slökkviliðsstjórar á Suður og Vestanverðulandinu hafa bannað allan opinn eld."} {"year":"2021","id":"253","intro":"Minnihluti alllsherjar- og menntamálanefndar Alþingis vill setja þak á stuðning ríkisins við einkarekna fjölmiðla til að koma í veg fyrir að það fjármagn sem er til skiptanna renni að mestum hluta til stærstu fyrirtækjanna á markaðnum. Annarri umræðu um frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var óvænt frestað á Alþingi í gær.","main":"Menntamálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu í desember og allsherjar- og menntamálanefnd var með það til umfjöllunar í rúma þrjá mánuði. Nefndin lauk umfjöllun sinni í síðustu viku.\nSamkvæmt breytingatillögu meirihluta nefndarinnar eiga lögin einungis að gilda til loka þessa árs. Sjálfstæðismenn hafa lagt áherslu á að lögin gildi einungis í takmarkaðan tíma og Páll Magnússon, formaður nefndarinnar, sagði í hádegisfréttum útvarps á föstudag að það væri ekki sjálfgefið að ríkið styddi einkafyrirtæki með þessum hætti.\nFulltrúar Pírata og Samfylkingarinnar í nefndinni skiluðu minnihlutaáliti í gær og þar er lagt til að stuðningur við einstök fyrirtæki skuli ekki vera hærri en sem nemur 50 milljónum króna.\nGuðmundur Andri Thorsson fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir mikilvægt að setja þak á stuðninginn til að tryggja hagsmuni minni fyrirtækja á markaði.\nOg ef að það er ekkert þak á þessu þá er hætt við því að allt fjármagnið sem til skiptanna\ner að það renni til þessara stærstu aðila og minni aðilar sitji eftir með sárt ennið og fái ekki neitt og þá er verra af stað farið en heima setið\nÖnnur umræða um málið átti að hefjast á Alþingi í gær en það var óvænt tekið af dagskrá að beiðni fulltrúa Framsóknarflokks. Guðmundur Andri segir að tillaga meirihlutans um að binda gildistíma laganna við eitt ár sé ekki skynsamleg.\nMér finnst hún vera misráðin og ég veit svo sem ekki alveg hvað verður um hana. Nefndin hefur tekið málið aftur til sín og er að fara að skoða þetta á ný og það getur verið\nað meirihlutinn falli frá þessari tillögu og ég held að það sé mjög mikilvægt ekki síst fyrir þessa minni aðila og í raun fyrir alla aðila.","summary":null} {"year":"2021","id":"253","intro":"Átta hið minnsta, sjö unglingar og kennari þeirra, létust í skotárás í borginni Kazan í Rússlandi í morgun. Tuttugu særðust. Einn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar og er hann fyrrum nemandi við skólann og átti byssu. Forseti Rússlands vill herða reglur um byssueign hið snarasta.","main":"Nemendur og kennarar heyrðu sprengingu áður en skotárásin hófst. Ekki er staðfest hve margir létust en vitað er að sjö nemendur og einn kennari eru látin. Ríkisfréttastofan RIA Novosti greinir frá því að tveir nemendur hafi látist er þeir stukku út úr skólanum af þriðju hæð. Að minnsta kosti tuttugu manns særðust. Þar af eru sex í lífshættu. Myndskeiðum var dreift á samfélagsmiðlum í Rússlandi þar sem sjá mátti fólk stökkva út um glugga til að forða sér af vettvangi.\nNítján ára gamall maður, sem útskrifaðist úr skólanum fyrir fjórum árum, hefur verið handtekinn, grunaður um ódæðisverkin. Hann er skráður byssueigandi. Rússneskir fjölmiðlar greina frá því að hann hafi lýst því yfir á samfélagsmiðlinum Telegram að hann hafi ætlað að skjóta fjölda manns og svipta sig svo lífi. Skotárásir sem þessar eru afar sjaldgæfar í Rússlandi.\nVladimír Pútín, forseti landsins, fyrirskipaði í morgun að löggjöf um byssueign í landinu yrði endurskoðuð hið fyrsta í ljósi árásarinnar.\nZolotov has been instructed to amend regulations on the types of weapons which can be in civil circulation in the hands of people, considering the type of weapon used by a shooter.\nViktor Zolotov, yfirmanni rússneska varðliðsins, hefur verið falið að breyta reglum um hvernig vopn almenningur megi eiga, með það í huga hvernig vopni árásarmaðurinn beitti, sagði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í viðtali við fjölmiðla í morgun.\nBorgin Kazan, þar sem árásin var gerð, er í átta hundruð kílómetra fjarlægð frá Moskvu, í sjálfstjórnarlýðveldinu Tatarstan.","summary":"Staðfest hefur verið að sjö nemendur og kennari létust í skotárás í skóla í borginni Kazan í Rússlandi í morgun. Stjórnvöld ætla að herða reglur um byssueign. "} {"year":"2021","id":"253","intro":"Fimm þúsund manna varalið Ísraelshers hefur verið kallað út vegna vaxandi ólgu í samskiptum Ísraelsmanna og Palestínumanna. Leiðtogar þeirra eru hvattir til að sýna stillingu.","main":"Loftárásir Ísraelshers á Gaza-svæðið í gærkvöld urðu að minnsta kosti tuttugu og tveimur að bana, þar á meðal níu börnum. Ólga í samskiptum Ísraelsmanna og Palestínumanna hefur aukist stöðugt síðustu daga. Fimm þúsund manna varalið Ísraelshers var kallað út í dag.\nTalsmaður Ísraelshers sagði í morgun að loftárásir hefðu verið gerðar á 130 hernaðarlega mikilvæg skotmörk á Gaza-svæðinu. Þær hefðu kostað fimmtán liðsmenn úr hernaðararmi Hamas-samtakanna lífið. Með þessu voru Ísraelsmenn að svara eldflaugaárásum frá Gaza í gær. Að sögn ísraelskra fjölmiðla var 250 eldflaugum skotið yfir landamærin, þar á meðal nokkrum að Jerúsalem, þar sem allt hefur verið á suðupunkti undanfarna sólarhringa. Þrjátíu og einn almennur borgari særðist. Ástandið í borginni er sagt hið versta frá árinu 2017.\nÖryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman í gær til að ræða ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Engin ályktun var samþykkt. Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna og Evrópusambandsins hvetja leiðtoga beggja til að beita áhrifum sínum til að lægja öldurnar. Erdogan, forseti Tyrklands, fordæmdi í gær valdbeitingu Ísraelshers gagnvart Palestínumönnum og kallaði Ísrael hryðjuverkaríki.\nÓvíst er hvort ástandið eigi eftir að batna á næstunni. Benny Gantz varnarmálaráðherra kallaði í dag út fimm þúsund manna varalið ísraelska hersins. Þá hefur verið fjölgað í herliðinu við landamæri Ísraels og Gaza. Nýjustu tíðindin af þeim slóðum eru að Ísraelsher gerði í dag árás á íbúð í átta hæða fjölbýlishúsi í Gazaborg. Tveir foringjar í vígasveitunum Islamic Jihad féllu og einn særðist alvarlega.","summary":"Fimm þúsund manna varalið Ísraelshers hefur verið kallað út vegna vaxandi ólgu í samskiptum Ísraelsmanna og Palestínumanna. Leiðtogar þeirra eru hvattir til að sýna stillingu."} {"year":"2021","id":"253","intro":"Höttur frá Egilsstöðum spilar í 1. deild í körfubolta karla á næstu leiktíð. Lokaumferð úrvalsdeildarinnar var leikin í gær.","main":"Spennan var mikil fyrir lokaumferðina en fyrir leiki gærkvöldsins gátu tvö lið enn fallið úr deildinni og fjögur komist í úrslitakeppnina. Höttur stóð verst að vígi en Hattarmenn þurftu að vinna deildarmeistara Keflavík og um leið treysta á önnur úrslit. Hetti tókst þó ekki að vinna sinn leik og Höttur leikur því í 1. deildinni á næstu leiktíð, líkt og Haukar, sem þegar voru fallnir. Njarðvík endaði í 9. sæti deildarinnar og ÍR í því 10. Efstu átta lið deildarinnar fara í úrslitakeppnina. Deildameistarar Keflavíkur mæta liðinu í 8. sæti, Tindastóli, Þór Þorlákshöfn mætir Þór Akureyri, Stjarnan mætir Grindavík og Valur og KR etja kappi. Úrslitakeppnin hefst um næstu helgi en vinna þarf þrjá leiki til að komast í undanúrslit.\nÍBV vann Breiðablik í úrvalsdeild kvenna í gær, 4-2. Delaney Baie Pridham og Viktorija Zaicikova skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍBV en Kristín Dís Árnadóttir og Agla María Albertsdóttir gerðu mörk Breiðabliks. Skömmu áður en flautað var til hálfleiks fékk Olga Sevcova, leikmaður ÍBV, beint rautt spjald fyrir að slá Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða Breiðabliks, í andlitið og má gera ráð fyrir því að Olga fái nokkurra leikja bann. Þróttur og Valur gerðu markalaust jafntefli í Laugardalnum í hinum leik gærkvöldsins. Þór\/KA tekur á móti Selfossi í dag og þá fær Stjarnan Keflavík í heimsókn. Leik Tindastóls og Fylkis, sem átti að fara fram á Sauðárkróki í dag, var frestað til 10. júní.\nFulham tapaði fyrir Burnley í ensku úrvaldseildinni í gærkvöld, 2-0, og tapið sendi Lundúnarliðið niður um deild. Fulham, West Bromwich Albion og Sheffield United munu því öll leik aí B-deildinni á næstu leiktíð. Ashley Westwood og Chris Wood gerðu mörk Burnley en Jóhann Berg Guðmundsson sat á varamannabekk Burnley og kom ekki við sögu. Manchester United tekur á móti Leicester í dag klukkan fimm og þá fær Southampton Crystal Palace í heimsókn korter yfir sjö.","summary":"Lokaumferð úrvalsdeildar karla í körfubolta var spiluð í gær. Átta lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Höttur og Haukar spila í 1. deild að ári."} {"year":"2021","id":"254","intro":"Á fjórða hundrað slösuðust þegar Palestínumönnum og ísraelskum lögreglumönnum lenti saman í Jerúsalem í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman vegna ástandsins.","main":"Á fjórða hundrað slösuðust þegar Palestínumönnum og ísraelskum lögereglumönnum lenti saman utan við Al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í dag. Þjóðernissinnaðir Ísraelsmenn fagna því í dag að 54 eru liðin frá því að þeir náðu yfirráðum í austurhluta borgarinnar.\nFjöldi Palestínumanna safnaðist saman í Al-Aqsa-moskunni í nótt, margir með grjót og heimatilbúnar bensínsprengjur meðferðis. Þegar lögreglumenn komu á staðinn voru þeir grýttir. Þeir svöruðu með því að skjóta gúmmíhúðuðum byssukúlum og varpa höggsprengjum á mannfjöldann. Einnig beittu þeir táragasi. Yfir þrjú hundruð slösuðust að sögn palestínskra sjúkraflutningamanna. Fimm eru sagðir alvarlega slasaðir. Einnig þurftu nokkrir lögreglumenn að leita á sjúkrahús eftir að hafa fengið grjóthnullunga í sig.\nÁtök hafa staðið yfir milli Palestínumanna og Ísraelsmanna síðustu daga. Þau eru sögð hin verstu frá árinu 2017. Dagurinn í dag er sérstaklega slæmur, þar sem þá minnast þjóðernissinnaðir gyðingar þess að Ísraelsmenn náðu yfirráðum yfir Austur-Jerúsalem árið 1967. Af því tilefni stendur til þess að þeir fari í skrúðgöngu síðar í dag til að fagna áfanganum. Vegna ástandsins í samskiptum Palestínumanna og Ísraelsmanna hefur öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verið boðað á lokaðan fund síðar í dag að ósk Túnismanna.","summary":"Á þriðja hundrað slösuðust þegar Palestínumönnum og ísraelskum lögreglumönnum lenti saman í Jerúsalem í dag. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur verið kallað saman vegna ástandsins."} {"year":"2021","id":"254","intro":"Lokað er að gosstöðvunum við Fagradalsfjall í dag vegna gróðurelda og óhagstæðrar vindáttar. Hæg norðanátt gerir það að verkum að hætta er á gas- og reykmengun á gönguleiðinni og þá hafa gróðureldar kviknað þegar gjóska þeytist langt frá gígunum. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir töluverðar breytingar á gosvirkni en ekkert sem bendi til þess að gosi sé að ljúka.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"254","intro":"Ekkert lið úrvalsdeildar karla í fótbolta er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðir deildarinnar. FH og Valur skildu jöfn í Kaplakrika í stórleik gærkvöldsins.","main":"FH og Valur unnu bæði leiki sína í fyrstu umferðinni og voru því með 3 stig fyrir leik liðanna í gær. Á 22. mínútu sauð upp úr þegar Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, sparkaði Jónatan Inga Jónsson niður og Haukur Páll fékk að líta beint rautt spjald. Valur lék því manni færri það sem eftir lifði leiks. Á 38. mínútu dró til tíðinda. Hörður Ingi Gunnarsson skaut að marki Vals, boltinn hafði viðkomu í baki Ágústar Eðvalds Hlynssonar, breytti um stefnu og endaði í markinu, 1-0 fyrir FH. Þannig var staðan allt þar til 20 mínútur voru til leiksloka þegar Sigurður Egill Lárusson jafnaði metin fyrir Val og 1-1 reyndust lokatölur í Kaplakrika. Nýliðar Keflavíkur tóku á móti Stjörnunni í hinum leik gærkvöldsins en þetta var fyrsti leikur Garðbæinga eftir að Rúnar Páll Sigmundsson lét óvænt af störfum sem þjálfari liðsins. Keflavík vann leikinn 2-0 með mörkum frá Frans Elvarssyni og Kian Williams og Keflavík því komið með þrjú stig í deildinni. Eftir tvær umferðir eru öll lið deildarinnar komin á blað; ekkert lið er með fullt hús stiga og öll lið búin að næla í stig. FH, KA, Valur og Víkingur hafa unnið einn leik og gert eitt jafntefli og eru því með 4 stig. Þá eru Breiðablik, Fylkir, ÍA og Stjarnan með eitt stig.\nÖnnur umferð úrvalsdeildar kvenna í fótbolta hefst í kvöld. ÍBV tekur á móti Breiðabliki og Þróttur fær Val í heimsókn. Breiðablik og Valur, sem börðust um titilinn á síðustu leiktíð, eru með þrjú stig eftir fyrstu umferðina, Þróttur með eitt og Eyjakonur án stiga.\nLokaumferð úrvalsdeildar karla í körfubolta verður öll leikin samtímis í kvöld. Eftir spennandi botnbaráttu síðustu vikur eru Haukar þegar fallnir úr deildinni með 12 stig. Þrjú lið eiga enn í hættu á að fylgja Haukum í niður í 1. deild; Njarðvík, ÍR og Höttur. Höttur er með 14 stig og þarf á sigri að halda gegn deildameisturum Keflavíkur á Egilsstöðum í kvöld til að eiga möguleika. Njarðvík og ÍR eru með 16 stig og sigur heldur liðunum uppi. Njarðvík mætir Þór Þorlákshöfn og ÍR heimsækir KR. Staðan í deildinni er það jöfn að þrátt fyrir að Njarðvík og ÍR séu í fallhættu, eiga þau einnig möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Bæði lið eru tveimur stigum á eftir Þór Akureyri og Tindastóli sem eru í 7. og 8. sæti. Átta efstu liðin eftir leikin kvöldsins fara í úrslitakeppnina. Flautað verður til leiks í öllum leikjum kvöldsins klukkan korter yfir sjö.","summary":"Lokaumferð úrvalsdeildar karla í körfubolta er spiluð í kvöld og eiga þrjú lið í hættu á að falla. Annarri umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta lauk í gærkvöld, engu liði tókst að vinna fyrstu tvo leiki leiktíðarinnar."} {"year":"2021","id":"254","intro":"Enn er í gildi óvissustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum á Suður- og Vesturlandi. Lítið sem ekkert hefur rignt síðustu daga og hartnær engin úrkoma er í veðurkortunum fyrr en á fimmtudag.","main":"Óvissustigið er í gildi allt frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í fimm útköll í gær vegna gróðurelda. Annars staðar á sunnan- og vestanverðu landinu urðu engin útköll en einhver afskipti þurfti að hafa af fólki. Sextán manns voru á bakvakt hjá Slökkviliði Borgarbyggðar um helgina. Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri segir fólk meðvitað um hættuna.\nFólk lætur sér brunavarnir varða, en það er kannski að þakka þessum SMS-sendingum sem fólk er að fá. Fólk er líka duglegt að minna nágranna og fleiri á.\nFólk fær þá áfram SMS-skilaboð þegar það er á ferðinni, bæði á Vestur- og Suðurlandi. Stefnt er að því að mannskapur verði aftur á bakvakt hjá slökkviliðinu um næstu helgi, frá fimmtudegi til mánudags. Úrkomu er spáð á fimmtudag en Heiðar segir það ekki duga til að eyða hættunni.\nÍ stóra samhenginu þyrfti hún að vera helst í viku í viðbót sú rigning til að hafa einhver áhrif. Þótt það rigni aðeins þá er hættan enn töluvert mikil.\nHann hvetur fólk til þess að athuga og tryggja að brunavarnir séu í lagi.\nFólk komi sér saman, þá sumarhúsafélög jafnvel um að kaupa einhvern búnað. Klöppur og fleira og það séu til garðslöngur sem ná tvo hringi í kringum sumarbústaðinn. Því mikilvægast í þessu öllu saman er að ef það verður eldur að ná að stöðva hann á fyrstu sekúndunum.\nHægt er að nálgast frekari upplýsingar um viðbúnað og viðbragð vegna gróðurelda á síðunni gróðureldar punktur is.","summary":"Enn er í gildi óvissustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum á Suður- og Vesturlandi. Lítið sem ekkert hefur rignt síðustu daga og hartnær engin úrkoma í veðurkortunum fyrr en á fimmtudag."} {"year":"2021","id":"254","intro":"Allt er í heiminum hverfult, Rúmenum býðst nú að fá bólusetningu í kastala blóðsugunnar Drakúla greifa. en margir Rúmenar efast um ágæti bólusetninga.","main":"Í kastalanum sem talið er að Bram Stoker hafi fengið innblástur sinn að fylgsni blóðþyrstu vampírunnar Drakúla geta vegfarendur nú fengið bóluefnissprautu gegn COVID-19.\nVel merkt heilbrigðisstarfsfólk, með límmiða skreyttum vígtönnum á klæðum sínum, tekur á móti gestum í Bran-kastalanum í miðri Rúmeníu. Er þetta liður í aðgerðum stjórnvalda þar í landi til að hvetja fólk til bólusetninga.\nRúm milljón Rúmena hefur greinst með COVID-19 og nærri 29 þúsund eru látnir af völdum sjúkdómsins. Stefna stjórnvalda er að bólusetja tíu milljónir fyrir september. Nær helmingur Rúmena er óviss um hvort hann vill vera bólusettur. Staðarhaldarar í Bran-kastala vonast til þess að innlegg þeirra hjálpi til við að ná settum markmiðum. Hverja helgi í maí getur fólk komið í kastalann og fengið bólusetningu án þess að panta tíma. Að auki fær fólk frían aðgang að sýningu kastalans á 52 pyntingatólum frá miðöldum, að sögn fréttastofu BBC.\nStaðarhaldarar vonast einnig til þess að hugmyndin verði til þess að fleiri komi í kastalann. Hann var reistur á 14. öld í Karpatafjöllum og hefur verið vinsæll ferðamannastaður í Rúmeníu. Talið er að prinsinn Vlad, sem þekktur var fyrir að stjaksetja fjandmenn sína, hafi haft aðsetur í kastalanum á miðöldum. Vlad er fyrirmynd Drakúla Stokers.","summary":"Rúmenum gefst nú kostur á því að fara í bólusetningu í kastala Drakúla greifa en margir Rúmenar efast um ágæti bólusetninga. "} {"year":"2021","id":"255","intro":"Öllum ferðahömlum hefur verið aflétt á Spáni, eftir að viðbúnaðarstigi, sem verið hefur í gildi í meira en hálft ár, var aflétt á miðnætti. Sérfræðingar óttast nýja bylgju kórónusmita, ef almenningur tekur nýfengnu frelsi af léttúð.","main":"Á miðnætti í nótt féll úr gildi viðbúnaðarástand sem verið hefur í gildi á Spáni í rúma 6 mánuði, eða allt frá 26. október. Síðan þá hefur íbúum landsins verið meinað að ferðast á milli héraða landsins, útgöngubann hefur verið í gildi á næturnar og miklar samkomutakmarkanir.\nFyrir rúmum mánuði tilkynnti forsætisráðherra landsins, Pedro Sánchez, að þessu viðbúnaðarstigi yrði aflétt þann 9. maí. Þá fylgdi reyndar sögunni að hann reiknaði þá með að smit á Spáni yrðu komin niður í 25 á hverja 100.000. Það er alls ekki raunin, þau eru nú um 200 á hverja 100.000 íbúa.\nÞessi aflétting viðbúnaðarstigs hefur í för með sér að öllum ferðahömlum, útgöngubanni og samkomutakmörkunum er aflétt í einu vetfangi. Nú verða stjórnvöld í hverju héraði að leita til dómstóla til að viðhalda þessum takmörkunum sem taldar eru vega að grundvallarmannréttindum og það er ekki auðsótt mál. Enn sem komið er hafa einungis fjögur sjálfsstjórnarhéruð fengið heimild til áframhaldandi útgöngubanns á nóttunni og hvergi eru nú ferðatakmarkanir.\nElena Martínez, formaður Samtaka faraldsfræðinga á Spáni, segir í samtali við El País í dag að enn séu smitin of mörg á landsvísu. Aflétting viðbúnaðarstigs veiti almenningi hugsanlega falskt öryggi, sem og fréttir af því að bólusetningar gangi vel, en nú hafa tæp 30% þjóðarinnar fengið eina eða tvær sprautur af bóluefni. Martínez segir að þrátt fyrir allt þá sé hættan á smitum og nýrri bylgju enn fyrir hendi, og að nú ríði á að almenningur sýni ábyrgð með gjörðum sínum.\nÁ sama tíma og vart verður mikilla efasemda hjá sérfræðingum, þá einkenna fögnuður og eirðarleysi stóran hluta almennings. Þegar í nótt var mikill mannfjöldi á götum stærstu borga Spánar, og stemningin var eins og þegar fólk fagnar nýfengnu frelsi. Þar við bætist að mikill hiti hefur verið um mestallan Spán um helgina og strendur landsins hafa verið kjaftfullar af fólki að sleikja sólina. Þá er viðbúið að mikil umferð verði um hraðbrautir Spánar á næstu sólarhringum, því margir þrá orðið að vitja ættingja og vina sem þeir hafa ekki séð mánuðum saman.\nÞetta er Jóhann Hlíðar Harðarson sem talar frá Spáni.","summary":"Viðbúnaðarstigi vegna COVID-19 hefur verið aflétt á Spáni eftir að hafa verið í gildi í meira en hálft ár. Öllum ferðahömlum hefur verið aflétt og sérfræðingar óttast nýja bylgju kórónusmita."} {"year":"2021","id":"255","intro":"Næstum þúsund konur sem tóku þátt í mótmælum í Bandaríkjunum í fyrra, segjast hafa upplifað breytingar á tíðahring sínum eftir að hafa orðið fyrir táragasi. Prófessor segir niðurstöðurnar bæta við fyrri rannsóknir á áhrifum táragass, sem hingað til hafa mest verið gerðar á körlum.","main":"Fjölmenn mótmæli spruttu upp í Portland í Oregon síðasta sumar, og reyndar mun víðar. Ástæðan var örlög George Floyd sem var myrtur af lögreglumanninum Dereck Chauvin.\nVíða lenti mótmælendum og lögreglumönnum saman í kjölfarið og táragasi var víða beitt. Meðal annars í Portland. Um þúsund konur, sem tóku þátt í mótmælunum og urðu fyrir táragasi, greina nú frá breytingum á tíðahring sínum eftir atburðinn. Svo margar voru frásagnirnar að Britta Torgrimson-Ojerio hjá bandarísku heilbrigðisstofnuninni Kaiser Permanente Northwest ákvað að rannsaka málið. Um helmingur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni sögðust hafa upplifað óreglulegri og meiri blæðingar, verri tíðaverki og aðrar breytingar á tíðahring sínum. Læknirinn Torgrimson-Ojerio segir niðurstöðurnar sá efasemdum um þá útbreiddu staðhæfingu að táragas hafi mikil líkamleg áhrif í stuttan tíma, en engar langvarandi aukaverkanir.\nFjölmargar hafa síðan í fyrra tjáð sig um þessar aukaverkanir eftir mótmælin í fyrra. Fimm transmenn, sem allir taka testósterón, sögðu blæðingar hafa byrjað aftur hjá sér eftir að hafa lent í táragasi.\nSven-Eric Jordt, prófessor við Duke háskólann, sagði þessar niðurstöður bæta talsverðu við aðrar rannsóknir á áhrifum táragass, sem hingað til hafa langmest verið rannsökuð hjá ungum karlmönnum.","summary":null} {"year":"2021","id":"255","intro":"Frændi Elísabetar drottningar er sagður hafa verið reiðubúinn að beita áhrifum sínum hjá rússneskum stjórnvöldum til að liðka fyrir viðskiptum suðurkóresks fyrirtækis gegn því að hann fengi greitt fyrir.","main":"Þessu er haldið fram í breska vikublaðinu The Sunday Times. Blaðamenn þess þóttust vera stjórnendur suðurkóresks fyrirtækis sem hygðist ráðast í verkefni í Rússlandi og þyrfti á aðgangi að æðstu ráðamönnum að halda. Prinsinn er sagður hafa verið reiðubúinn til að liðka fyrir þeim samskiptum gegn 1,7 milljóna króna greiðslu á dag meðan á því stæði.\nMichael prins og Elísabet drottning eru bræðrabörn. Hann er ekki á launaskrá hjá konungsfjölskyldunni bresku en kom á árum áður fram sem fulltrúi drottningar.\nBlaðið segir að prinsinn hafi verið reiðubúinn að beita áhrifum sínum til að tala máli suðurkóreska fyrirtækisins við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, gegn greiðslu. Það mætti þó ekki fara hátt.\nSuðurkóreska fyrirtækið er þó tilbúningur blaðamanna sem voru að rannsaka ásakanir um að meðlimir bresku konungsfjölskyldunnar notuðu tengsl sín við drottninguna sér til fjárhagslegs ávinnings. Þar er vitnað í skjöl um að viðskiptafélagi prinsins til 30 ára hafi selt aðgang að Pútín á samkomu sem prinsinn og rússneski forsetinn komu að árið 2013. Viðskiptafélaginn, markgreifinn af Reading, lýsti Michael sem óopinberum sendiherra hennar hátignar í Rússlandi.\nTalsmaður prinsins hafnaði öllum ásökunum um óeðlilegt eða ólöglegt athæfi prinsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"255","intro":"Nicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins, segir hvorki Boris Johnson né nokkurn annan geta staðið í vegi fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands. Shadiq Khan var endurkjörinn borgarstjóri Lundúna í kosningum á fimmtudag.","main":"Skoski þjóðarflokkurinn með Nicolu Sturgeon í fararbroddi, fékk að lokum 64 þingsæti, en vantaði einn stól upp á að ná hreinum meirihluta á þinginu.\nAnd given that outcome, there is simply no democratic justification whatsoever for Boris Johnson, or indeed for anyone else, seeking to block the right of the people of Scotland to choose our own future\nSturgeon sagði úrslitin staðfesta að það sé engin lýðræðisleg réttlæting á því að Boris Johnson, eða nokkur annar, standi í vegi fyrir því að Skotar fái að velja sína eigin framtíð.\nBoris Johnson forsætisráðherra Bretlands sendi Sturgeon hamingjuóskir í gærkvöld en hann hefur alfarið hafnað kröfum um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu, sem hann segir ábyrgðarlausa og glannalega hugmynd.\nSturgeon segir undirbúning þjóðaratkvæðagreiðslu hefjast eftir að mesta ógnin af kórónuveirufaraldrinum er yfirstaðin og ekki síðar en fyrir árslok 2023\nEn það var ekki bara kosið til þings í Skotlandi og í Wales síðastliðinn fimmtudag. Kosið var í bæjar- og sveitastjórnir um allt land.\nShadiq Khan var endurkjörinn borgarstjóri Lundúna. Hann þakkaði stuðngininn í gær og sagðist vilja halda áfram að vinna að bjartari framtíð fyrir Lundúnabúa. Þegar erfiðir tímar kórónuveirunnar væru að baki tæki við uppbygging í átt að grænni, réttlátari og öruggari borg.\nI promise to strain every sinew to help build a better and brighter future for London after the dark days of the pandemic and to create a greener fairer and safer city.\nÞau úrslit voru ein af örfáum rósum í hnappagat Verkamannaflokksins í þessum kosningum.","summary":null} {"year":"2021","id":"255","intro":null,"main":"Fimmtíu eru nú látin af völdum sprengjuárásar fyrir utan skóla í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Bílsprengja var sprengd fyrir utan skólann að sögn talsmanns afganska innanríkisráðuneytisins.\nÞegar nemendurnir hlupu út úr skólanum skelfingu lostnir sprungu tvær sprengjur til viðbótar. Fleiri en hundrað eru særðir eftir árásina. Stjórnvöld og alþjóðastofnanir fordæma árásina. Nefnd Evrópusambandsins í Afganistan hana viðurstyggilegt hryðjuverk. Árásinni væri beint að framtíð Afganistans, ungu fólki sem var viljugt til að efla land sitt. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í Afganistan tók í sama streng. Stúlkur voru í miklum meirihluta nemenda sem voru í skólanum þegar sprengjurnar sprungu.","summary":"Stjórnvöld og alþjóðastofnanir fordæma sprengjuárás fyrir utan skóla í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Fimmtíu eru nú látin eftir árásina og mörghundruð eru særð. "} {"year":"2021","id":"255","intro":"Gera má ráð fyrir því að Ísland fái 1,4 milljónir skammta af bóluefni Pfizer, á næsta ári og því þar næsta. Embættismaður sem sér um dreifingu bóluefna til Norðurlandanna fyrir hönd Evrópusambandsins segir að líta megi á skammtana sem tryggingu, ef þörf verður á að bólusetja aftur gegn nýjum veiruafbrigðum.","main":"Í gær greindi Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, frá því á Twitter-síðu sinni, að sambandið hefði skrifað undir risasamning við Pfizer-BioNTech. Samningurinn er til þriggja ára og kveður á um kaup á 900 milljónum bóluefnaskammta frá framleiðandanum, til viðbótar við þá sem þegar hafa verið keyptir. Að auki tryggði sambandið sér kauprétt á jafnmörgum skömmtum. Samtals eru þetta því á annan milljarð skammta af bóluefninu sem afhentir verða á árunum 2021 til 2023. Ísland á aðild að bóluefnasamstarfinu Evrópusambandsins. Richard Bergström, sem sér um dreifingu bóluefna til Norðurlandanna fyrir hönd Evrópusambandsins og situr í samninganefnd framkvæmdastjórnar ESB, segir að af þessum skömmtum fái Ísland um 1,4 milljónir, skammtarnir verði afhendir á næsta ári og því þarnæsta. Samkvæmt orðum Bergström er ekki útlit fyrir að þessi samningur hafi áhrif á bólusetningaráætlun stjórnvalda á þessu ári. En hvers vegna eru Evrópuríki að tryggja sér alla þessa Pfizer skammta svona langt fram í tímann? Begström segir þetta gert til þess að hægt verði að endurbólusetja fólk, jafnvel nokkrum sinnum, gegn hugsanlegum nýjum veiruafbrigðum. Líta megi á samninginn sem tryggingarráðstöfun. Framleiðendur Pfizer hafa einmitt lýst því yfir að það sé auðvelt að breyta efninu lítillega þannig að það virki gegn nýjum afbrigðum.","summary":"Ísland fær um 1,4 milljónir skammta af bóluefni Pfizer á næstu tveimur árum, Embættismaður sem sér um dreifingu bóluefna til Norðurlandanna fyrir Evrópusambandið, segir að líta megi á þessa viðbótarskammta sem tryggingu. "} {"year":"2021","id":"255","intro":"Reykhólahreppur lætur nú greina þá kosti sem felast í sameiningu við önnur sveitarfélög. Sveitarstjóri segir stefnt að kosningum árið 2026.","main":"Reykhólahreppur hefur nú bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem vill skoða möguleika á sameiningu við önnur sveitarfélög. Vinnan er nýhafin en Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri segir að átta sviðsmyndir séu nú til skoðunar.\nÞetta er sem sagt bara efni sem við erum að safna núna og við ætlum svo að vinna þetta með íbúum og verðum með íbúaþing í maí eða byrjun júní og þá kemur aðalefnið fram.\nNágrannar þeirra í Strandabyggð hafa þá einnig hafið sama ferli. Reykhólahreppur, Strandir og Dalir eiga í ríku samstarfi. Þau eru með sameiginlegt svæðisskipulag og einnig sameiginlega byggingar- og skipulagsfulltrúa. Ingibjörg segir það þó ekki binda sveitarfélögin í að skoða aðra kosti. Reykhólahreppur leggur áherslu á að efla stjórnsýslu.\nVerkefnin sem sveitarfélögunum eru falin og eru okkur falin til framtíðar. Við þurfum að geta unnið þau vel og hafa starfsfólk til þess. Við teljum að stærri heild geti betur unnið úr þeim efnum.\nLeiðin að endanlegri sameiningu er engu að síður löng. Að valkostagreiningu lokinni er boðið til óformlegra samræðna sem verða síðan formlegar ef allt gengur að óskum. Endanleg kosning um sameiningu verður því ekki í bráð.\nVið sjáum fyrir okkur að það verður væntanlega ekki fyrr en í fyrsta lagi í kosningunum ekki næstu heldur þar næstu þar sem væri þá hægt að kjósa um sameiningu sveitarfélaga, sem er þá 2026.","summary":null} {"year":"2021","id":"255","intro":"Jason Daði Svanþórsson reyndist hetja Blika þegar liðið mætti nýliðum Leiknis í úrvalsdeild karla í fótbolta í gærkvöldi. Jason skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í lok leiks og tryggði liðinu sem margir spá Íslandsmeistaratitli eitt stig.","main":"Þrír leikir voru spilaðir í annarri umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta í gærkvöldi. Breiðablik sótti nýliða Leiknis heim í Breiðholt í fjörugum leik.\nBlikar máttu sæta sig við 2-0 tap fyrir KR í fyrstu umferð en Leiknismenn gerðu markalaust jafntefli við Stjörnuna. Thomas Mikkelsen skoraði fyrsta mark leiksins í gærkvöldi eftir hornspyrnu um miðjan fyrri hálfleik og staðan 1-0 fyrir Breiðablik. Blikar virtust líklegri til að bæta í það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Máni Austmann Hilmarsson skoraði glæsilegt mark fyrir Leikni í uppbótartíma hálfleiksins og staðan jöfn í leikhléi.\nLeiknismenn hófu seinni hálfleikinn af krafti og Emil Berger breytti stöðunni fljótlega í 2-1. Sævar Atli Magnússon bætti svo þriðja markinu við úr víti en dómurinn var umdeildur. Síðustu tuttugu mínúturnar hresstust Blikar svo um munaði og sóttu stíft. Hinn 21 árs gamli Jason Daði Svanþórsson sem kom frá Aftureldingu í vetur reyndist drjúgur og skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik sem krækti þar með í sitt fyrsta stig í sumar. Lokatölur í Breiðholti 3-3.\nÁ Akranesi tók ÍA á móti Víkingi. Helgi Guðjónsson kom gestunum yfir strax á fyrstu mínútu og sú forysta hélst allt þar til í lokin þegar Þórður Þórðarson jafnaði fyrir Skagamenn og 1-1 niðurstaðan. Í Kórnum í Kópavogi mættust svo HK og Fylkir. Djair Parfitt-Williams kom Fylkismönnum yfir snemma leiks og bætti öðru marki við í upphafi síðari hálfleiks. Stefán Alexander Ljubicic minnkaði muninn í 2-1 stuttu síðar og Ásgeir Marteinsson jafnaði fyrir HK í uppbótartíma.\nÖllum þremur leikjum gærkvöldsins lauk því með jafntefli og samtals 12 mörk voru skoruð. Umferðinni lýkur í kvöld með tveimur leikjum, stórleik FH og Vals í Kaplakrika og viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar suður með sjó. Báðir leikirnir hefjast klukkan kortér yfir sjö.","summary":null} {"year":"2021","id":"256","intro":"Hestafólk, hjólreiðafólk, skíðagöngumenn, hundaeigendur, ökumenn og fulltrúar annarra vegfarenda undirrituðu í morgun sáttmála og hrintu úr vör fræðsluverkefni. Hagsmunir hópanna hafa ekki alltaf farið saman og komið hefur til orðaskaks á stígum og í netheimum en nú horfir til betri vegar.","main":"Áhugi á útivist hvers konar hefur stóraukist í faraldrinum og árekstrar virðast því tíðari. Vegfarendur fara óvarlega og fæla hesta, hestafólk eyðileggur skíðaslóða í gáleysi, hjólreiðafólk notar hestastíga í leyfisleysi og hestafólk hjólastíga. Á síðasta ári voru 160 hestaslys skráð hjá Bráðamótttöku Landspítalans, sum alvarleg og oft er ástæðan sú að hesturinn fælist og tekur á rás. Nú ætla þessir hópar að leggja sig fram við að sýna hver öðrum gagnkvæma virðingu og tillit. Í því augnamiði var gert sérstakt myndband um það sem hafa þarf í huga í kringum hesta svo þeir hvekkist ekki. Fulltrúar tólf félaga undirrituðu sáttmálann, þar á meðal Guðni Halldórsson,formaður Landssambands hestamanna.","summary":null} {"year":"2021","id":"256","intro":"Forsætisráðherra segir útilokað að einkaaðilar geti lokað fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum. Ríkið leggi til fjármuni til að byggja upp aðstöðu á svæðinu og forsenda þess sé að aðgengi almennings verði tryggt.","main":"Unnið er að því að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn á gosstöðvunum enda búist við að þær verði einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þegar erlendum ferðamönnum tekur að fjölga. Landeigendur hafa verið með í þeirri vinnu og sátu meðal annars í starfshópi sem skiluðu minnisblaði til ferðamálaráðherra á dögunum. Þar var fyrirætlunum þeirra lýst, og fela þær meðal annars í sér byggingu þjónustuskála með veitingum og varningi, lagningu bílastæða og útgáfu sérleyfa fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Þá leggja stjórnvöld einnig fé til innviðauppbyggingar í gegnum framkvæmdasjóð ferðamannastaða.\nTalsmaður landeigenda sagði í viðtali við Stöð 2 um daginn að jörðin Hraun væri föl fyrir rétt verð og að tvö til þrjú tilboð hefðu borist. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa fjárfestar hug á að kaupa jörðina í þeim tilgangi að reka þar ferðaþjónustu. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir það ekki hafa komið til tals að ríkið gangi inn í kaupin. Hins vegar ætli stjórnvöld að tryggja að almenningur hafi aðgang að gosstöðvunum.\nÞannig að það er í raun og veru forsendan fyrir öllu því sem við erum að gera. Þarna er auðvitað ríkið að koma inn með fjármuni til að tryggja ákveðna uppbyggingu og aðgengi, að þetta aðgengi verði tryggt og fólk geti bara haldið áfram að koma þarna og skoða þessar gosstöðvar.\nForsætisráðherra er skýr með það hvað gerist ef landið fer að ganga kaupum og sölum og nýir eigendur hyggist takmarka aðgengi almennings.\nJa það kemur ekki til greina.","summary":"Forsætisráðherra segir að ríkið muni tryggja almennings að gosstöðvunum þótt ekki komi til greina að það gangi inn í kaupin á jörðinni Hraun, fari svo að jörðin verði seld. "} {"year":"2021","id":"256","intro":"Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir sjálfstæðri rannsókn á aðgerðum brasilísku lögreglunnar í fyrradag þar sem 25 lágu í valnum. Lögreglan segir að allt hafi verið gert samkvæmt settum reglum.","main":"Aðgerð lögreglunnar beindist gegn eiturlyfjasölum í einu af fátækrahverfum Rio de Jenenro. Einn hinna látnu er lögreglumaður en hinir tuttugu og fjórir voru, að sögn lögreglu, með réttarstöðu grunaðra. Lögregluaðgerðin er sú mannskæðasta í sögu borgarinnar, en hún er þekkt sem ein hættulegasta borg Brasilíu.\nMótmælt var við lögreglustöðvar borgarinnar strax í kjölfarið þar sem krafist var réttlætis. Mótmælendur sögðu það nógu slæmt að íbúar létust í stríðum straumum vegna kórónuveirunnar og hungurs, án þess að lögregluofforsi þurfi að bæta við þann lista.\nMannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir miklum áhyggjum vegna málsins og Marta Hurtado, talskona samtakanna, kallar eftir sjálfstæðri rannsókn á aðgerðunum.\nHurtado sagði meðal annars vísbendingar vera um að lögreglan hefði lítið hirt um nákvæma vörslu sönnunargagna, sem gæti torveldað sjálfstæða rannsókn á aðgerðunum. Yfirmenn lögreglunnar sverja þó af sér allar sakir.","summary":null} {"year":"2021","id":"256","intro":"Fólk á leið til útlanda gæti fengið sýnatöku með hraðprófi samkvæmt tillögu starfshóps heilbrigðisráðherra. Til skoðunar er að sleppa sýnatöku þeirra sem koma hingað til lands með vottorð um bólusetningu eða fyrra smit.","main":"Yfirvöld skoða möguleika á því að taka upp hraðpróf við sýnatöku vegna COVID samfara fjölgun ferðamanna sem koma til landsins. Einnig á að auka greiningargetu.\nSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti ríkisstjórninni í gær tillögur starfshóps sem fenginn var til að kanna greiningargetu og þörf fyrir sýnatöku vegna COVID-19. Meðal þess sem starfshópurinn leggur til er að áhersla verði lögð á notkun hraðvirkra PCR prófa og er áætlað að notkun þeirra geti hafist á Landspítalanum innan mánaðar. Einnig komu fram tillögur um að fólk sem er á leið úr landi og þarf á sýnatöku að halda geti nýtt sér hraðpróf. Það getur bæði átt við um Íslendinga á leið í ferðalög og erlenda ferðamenn sem hafa verið hér en halda til síns heima.\nSvandís sagði að loknum ríkisstjórnarfundi að áherslan væri á að auka getu til sýnatöku og greiningar.\nSagði Svandís Svavarsdóttir. Einnig hefur verið rætt hvort fólk sem framvísar vottorðum við komuna hingað til lands skuli undanþegið sýnatöku. Nú þarf það að fara í eina sýnatöku en sleppur við fimm daga sóttkví og tvöfalda sýnatöku. Jafnframt er verið að kanna hvernig vottorð eru metin.","summary":"Fólk á leið til útlanda gæti fengið COVIDsýnatöku með hraðprófi samkvæmt tillögu starfshóps heilbrigðisráðherra. Til skoðunar er að sleppa sýnatöku þeirra sem koma hingað til lands með vottorð um bólusetningu eða fyrra smit."} {"year":"2021","id":"256","intro":"Svo virðist sem aftur sé tekið að gjósa úr fyrsta gígnum í Geldingadölum. Strókavirknin sem einkennt hefur gosið hætti nú á tíunda tímanum í morgun.","main":"Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir ekki margt hægt að lesa í breytinguna. Eitthvað hafi færst til eða breyst í gosrásinni þannig að nú verður ekki það þrýstingsfall sem olli gosstrókunum.\nÞað kom stór strókur rétt eftir klukkan níu og svo er bara eins og sú virkni hætti það er hægt að sjá á vefmyndavélum og óróagröfum sem við fylgjumst mikið með\nÞyrluflugmaður tilkynnti Veðurstofu í morgun um að hraun væri tekið að renna úr fyrsta gígnum.\nSalóme Jórunn segir skjálfta upp á tvo komma sjö á Bláfjallasvæðinu i nótt tengjast spennuvirkninni á svæðinu en ekki gosinu beint. Ekki sé hægt að spá um framhald gossins, enda hafi gosið þarna seinast fyrir 800 árum.\nVið verðum bara að bíða og sjá hvað þetta endist lengi.\nEr ekki hvert eldgos með sinn karakter og þetta er bara karakter þessa elgoss.","summary":"Aftur er tekið að gjósa úr fyrsta gígnum í Geldingadölum, en strókavirknin sem einkennt hefur gosið við Fagradalsfjall undanfarið hætti á tíunda tímanum í morgun. "} {"year":"2021","id":"256","intro":"Það kemur í ljós í dag hvort KA\/Þór eða Fram fagni deildarmeistaratitli í úrvalsdeild kvenna í handbolta þetta tímabilið. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik í Safamýri þar sem norðankonum dugar jafntefli.","main":"KA\/Þór og Fram mætast í dag í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild kvenna í handbolta. Norðankonur hafa aldrei orðið deildarmeistarar.\nKA\/Þór og Fram eru bæði með 20 stig en norðankonur eru á toppnum vegna sigurs í fyrri leik liðanna, 27-23. Þess vegna nægir þeim jafntefli í dag til að fagna fyrsta deildarmeistaratitlinum í sögu félagsins. KA\/Þór er þegar búið að vinna einn titil í Safamýri á tímabilinu því þar vann liðið Meistarakeppni HSÍ í haust. Lokaumferð deildarinnar verður spiluð í heild klukkan hálftvö.\nÞór Akureyri bjargaði sér frá falli úr úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöldi með sigri á Þór Þorlákshöfn, 108-103. Fyrir leikinn var ljóst að Þór Þorlákshöfn myndi hafna í öðru sæti deildarinnar, óháð úrslitum í lokaumferðunum tveimur. Og það voru þeir sem voru fimm stigum yfir að loknum fyrri hálfleik í gær en Akureyringar voru sterkir í þriðja leikhluta og náðu forystunni. Talsverð spenna var á endasprettinum en eins og fyrr segir vann Þór Akureyri að lokum með fimm stigum. Með sigrinum fór liðið upp í áttunda sæti sem er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni. Deildarmeistarar Keflavíkur unnu Val í hinum leik gærkvöldsins 101-82. Valur situr í sjötta sæti. Ein umferð er nú eftir af deildarkeppninni og liðin sem geta enn fallið eru Njarðvík, ÍR og Höttur.\nOg enn meira af afrekum Akureyringa því KA vann 3-1 sigur á KR í vesturbænum í gærkvöldi í annarri umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta. Þetta var fyrsti útisigur KA á KR í 40 ár. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði tvö marka KA og Brynjar Ingi Bjarnason eitt. Mark KR skoraði Guðjón Baldvinsson þegar hann breytti stöðunni í 2-1 í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þrír leikir verða spilaðir í deildinni í kvöld. HK og Fylkir mætast í Kórnum, Leiknismenn taka á móti Breiðabliki og Víkingur sækir ÍA heim á Skagann. Leikirnir byrja allir klukkan kortér yfir sjö.","summary":"Það kemur í ljós í dag hvort KA\/Þór eða Fram fagni deildarmeistaratitli í úrvalsdeild kvenna í handbolta þetta tímabilið. Liðin mætast í hreinum úrslitaleik í Safamýri þar sem norðankonum dugar jafntefli. "} {"year":"2021","id":"256","intro":"Danski þjóðarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp sem myndi banna lífstíðardæmdum föngum að stofna til ástarsambanda við fólk utan veggja fangelsisins. Meðal þeirra sem mæla með slíkri lagasetningu er ung kona sem átti í sambandi við Peter Madsen þegar hún var sautján ára. Madsen sat þá í gæsluvarðhaldi fyrir morðið á blaðakonunni Kim Wall.","main":"Verði frumvarp þjóðaflokksins danska að lögum mega fangar með lífstíðardóma einungis vera í sambandi við nánustu fjölskyldu og vini, engir aðrir mega koma í heimsókn á meðan á afplánun stendur og föngunum verði ekki heimilt að gifta sig á meðan þeir sitja inni.\nEin af þeim sem styðja frumvarpið er Cammilla nokkur Kürstein. Hún var sautján ára þegar hún hóf ástarsamband við Peter Madsen, sem þá sat í gæsluvarðhaldi grunaður um morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall. Morð sem hann hlaut síðar lífstíðardóm fyrir. Cammilla Kürstein átti í sambandi við Madsen í tvö ár þrátt fyrir þrálát mótmæli fjölskyldu hennar og vina.\nÞetta er í annað sinn sem Danski þjóðarflokkurinn reynir að leggja fram frumvarp af þessu tagi.\nÁrið 2019 höfðu þau ekki erindi sem erfiði, en eygja von núna þegar Jafnaðarmannaflokkurinn er í ríkisstjórn. Jeppe Bruus, þingmaður Jafnaðarmanna, sagði flokkinn styðja hugmyndina, en sagðist vilja sjá nánari útfærslu á því hvernig hún kæmist til framkvæmdar.\nSíðast drógu Jafnaðarmenn stuðning sinn til baka eftir viðvaranir fagfólks. Þá, líkt og nú, varaði félag fangavarða við lögleiðingu bannsins. Þau höfðu áhyggjur af því að væri það fest í lög að fangar mættu ekki stofna til ástarsambanda myndi það auka líkur á ofbeldi, sjálfsskaða og jafnvel sjálfsvígum meðal fanga.","summary":"Danski þjóðarflokkurinn hefur lagt fram frumvarp þar sem lífstíðardæmdum föngum er bannað að stofna til ástarsambanda á meðan þeir afplána dóma sína. Samtökum fangavarða líst illa á tillöguna og segja hana geta aukið á vanlíðan fanga. "} {"year":"2021","id":"257","intro":"Til stendur að fljúga til Grímseyjar og bólusetja alla íbúa þar í einu. Það er bæði tímafrekt og dýrt fyrir Grímseyinga að fara til Akureyrar í bólusetningu.","main":"Í Morgunblaðinu er rætt við Grímseying sem gagnrýnir það að eyjarskeggjar þurfi að koma sér til Akureyrar á eigin kostnað ætli þeir í bólusetningu. Það þýði tveggja daga frí úr vinnu og mikinn ferðakostnað. Á bilinu 30-40 manns búa í Grímsey og um þriðjungur þeirra hefur þegar fengið sprautu. Jón Helgi Björnsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, segir vel koma til greina að fara til Grímseyjar og bólusetja þar.\nÞegar búið verði að bólusetja forgangshópa gefist svigrúm fyrir svona verkefni. Hann getur ekki sagt nákvæmlega hvenær farið yrði til Grímseyjar.\nOg það yrði hægt að bólusetja alla Grímseyinga í einu.","summary":null} {"year":"2021","id":"257","intro":"Fjármálaráðherra segist sannfærður um að sameining embætta skattrannsókna sé af hinu góða og einfaldi skattrannsóknir. Fjöldi jákvæðra umsagna hafi borist við frumvarpið.","main":"Frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um sameiningu skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra varð að lögum í apríl. Þar var meðal annars höfð hliðsjón af dómum mannréttindadómstóls Evrópu gegn íslenska ríkinu, þar sem það var dæmt fyrir að refsa í tvígang fyrir sama skattalagabrotið. Við breytinguna varð skattrannsóknarstjóri eining innan embættis ríkisskattstjóra og allir starfsmenn færðust þangað yfir. Fyrrverandi ríkisskattstjóri hefur sagt að breytingin veiki stöðu skattrannsókna. Bjarni Benediktsson vísar þeirri gagnrýni á bug og segir bæði jákvæðar og neikvæðar umsagnir hafa borist vegna frumvarpsins.\nÞað voru margar mjög jákvæðar, sterkar umsagnir í þessu ferli og í frumvarpinu sjálfu er gerð grein fyrir öllum aðdraganda þessa máls með sannfærandi hætti sýnt fram á að þessi breyting muni vera til þess að styrkja þennan málaflokk og það er ætlunin með þessu máli. Þarf að breyta reglum eða lögum svo að héraðssaksóknari geti rannsakað þessi stærri brot? Ég er þeirrar skoðunar að hér sé komin umgjörð fyrir stærri málin þannig að þau fari inn á það borð þegar það á við og eftir atvikum komi aftur til skattrannsóknar ef málum lýkur þar með tilteknum hætti eins og rakið er í lögunum en allt er þetta gert til að koma í veg fyrir að fólk þurfi að sæta tvöfaldri refsinsing, Við viljum auka skilvirni,\nskerpa línur og það finnst mér hafa tekist vel","summary":"Fjármálaráðherra segist sannfærður um að sameining embætta skattrannsókna sé af hinu góða. Hann vísar gagnrýni fyrrverandi ríkisskattstjóra á bug."} {"year":"2021","id":"257","intro":"Staða breska íhaldsflokksins virtist styrkjast nokkuð í kosningum á Bretlandseyjum í gær. Mikil spenna er í Skotlandi en Verkamannaflokkurinn tapaði sæti sínu í Hartlepool á Norðaustur-Englandi í fyrsta sinn síðan 1974.","main":"Það stefnir í góðan sigur breska íhaldsflokksins í þing- og sveitarstjórnakosningum á Bretlandi. Verkamannaflokkurinn tapaði þingsæti á Norðaustur-Englandi sem hann hefur haldið síðan 1974.\nBretar kusu sér nýjar bæjar- og sveitarstjórnir í gær auk fjölda borgarstjóra og til þings í Skotlandi og Wales. Fyrstu tölur liggja víða fyrir en lokaúrslit líklega ekki fyrr en á morgun. Flest bendir til að Sadiq Khan, borgarstjóri Lundúna, verði endurkjörinn en mörgum félögum hans í Verkamannaflokknum vegnaði ekki eins vel. Þetta eru fyrstu stóru kosningarnar eftir að Keir Starmer tók við forystu í Verkamannaflokknum og frumraunin lofar ekki góðu. Fylgi flokksins dalar víða og flokkurinn tapaði aukakosningum um þingsæti í Hartlepool á Norðaustur-Englandi en flokkurinn hefur átt þingmann kjördæmisins frá 1974.\nÞað var líka kosið í Skotlandi en þar spennan einna mest. Búist er við góðri kjörsókn þar og von á fyrstu tölum nú í hádeginu. Endanleg úrslit verða þó ekki ljós fyrr en á morgun. Kjörsókn var líklega betri en í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2014 þegar Skotar höfnuðu sjálfstæði. Fyrir þessar kosningar sýndu kannanir að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta sæta á þinginu í Edinborg og þar með reynt að efna til nýrrar atkvæðagreiðslu um sjálfstæði, en það var ofarlega í huga kjósenda í Edinborg í morgun.\nI don't like the way that Westminster can decide everything for us. So yeah, I used to feel not so strongly but now I'm very strongly in favour of independence.\nBoris Johnson forsætisráðherra hefur sagt að það komi ekki til greina að Skotar fái að kjósa aftur um sjálfstæði á næstu áratugum. Mörgum Skotum hefur snúist hugur þegar kemur að sjálfstæði eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu og margir á því að Skotar ættu að horfa til Norðurlanda. Aðrir segja að nú sé faraldurinn og afleiðingar hans forgangsverk og sjálfstæðið verði að bíða um sinn.\nI can't imagine anybody who taking priority for a referendum at the moment. We're trying to get over this pandemic.\nWe'd love Scotland to go down that sort of route that Scandinavians have gone down: leaving Britain (UK) and joining the EU, we would get much more of a say as an individual country.","summary":"Staða breska íhaldsflokksins styrktist nokkuð í kosningum á Bretlandseyjum í gær. Mikil spenna er í Skotlandi en Verkamannaflokkurinn tapaði sæti sínu í Hartlepool á Norðaustur-Englandi í fyrsta sinn síðan 1974. "} {"year":"2021","id":"257","intro":"Haukar féllu í gærkvöld úr úrvalsdeild karla í körfubolta. Þá vann Njarðvík mikilvægan sigur og komst af fallsvæðinu, í bili.","main":"Haukar tóku á móti Hetti frá Egilsstöðum á Ásvöllum í gærkvöld. Bæði lið voru fyrir leik með 12 stig í neðstu tveimur sætum deildarinnar. Haukar voru yfir nær allan fyrri hálfleikinn en Höttur átti góðan lokakafla og vann leikinn 104-100. Með því eru Haukar fallnir úr efstu deild en Höttur heldur áfram að berjast um að halda sér í deildinni. Þá mættust ÍR og Njarðvík einnig í gærkvöld. Njarðvík vann með 106 stigum gegn 99 stigum ÍR. Með því jafnaði Njarðvík ÍR að stigum með 16 stig, en Höttur er þar fyrir neðan með 14. Lokaumferðin er á mánudag, og endi Höttur og Njarðvík jöfn eftir hana fellur Njarðvík en endi öll þrjú liðin jöfn, fellur Höttur, vegna innbyrðisviðureigna.\nSíðari undanúrslitaleikirnir í Evrópudeildinni í fótbolta fóru fram í gærkvöld. Arsenal og Villareal gerðu 0-0 jafntefli í London. Spænska liðið vann fyrri leikinn 2-1 og fer því áfram í úrslitaleikinn. Þá heimsótti Manchester United Roma. United var í afar góðri stöðu fyrir leik eftir að hafa unnið fyrri leikinn 6-2 á heimavelli. Roma vann 3-2 í gær en það dugði ekki til og United mætir því Villareal í úrslitaleiknum í Póllandi 26. maí.\nTennisstjörnurnar Naomi Osaka og Rafael Nadal voru valin íþróttafólk ársins af hinni virtu Laureus loríus akademíu. Osaka sem hefur náð miklum árangri á stuttum tíma vann til að mynda Opna bandaríska meistaramótið í tennis í fyrra. Nadal vann sinn tuttugasta risatitil á ferlinum þegar hann sigraði á Opna franska meistaramótinu. Með því jafnaði hann met Roger Federer yfir flesta risatitla á ferlinum en þetta er í fimmta sinn sem hann hlýtur nafnbótina, en þetta eru fyrstu Laureus-verðlaun Osaka. Þá var Bayern Munchen valið lið ársins en liðið vann þrennu í fyrra, Meistaradeild Evrópu og varð þýskir meistarar og bikarmeistarar.","summary":"Haukar eru fallnir úr úrvalsdeild karla í körfubolta. Lokaumferðin er á mánudag og þá skýrist hvaða lið fellur með Haukum."} {"year":"2021","id":"257","intro":"Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segist ekki geta stutt frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, um afglæpavæðingu fíkniefna. Í umsögn um frumvarpið segir meðal annars að aðhald með neyslu fíkniefna verði að engu verði frumvarpið að lögum.","main":"Embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra skilaði fyrr í vikunni umsögn vegna frumvarps um breytingar á ávana- og fíkniefnalögum. Frumvarpið sem snýst um að gera vörslu og kaup fíkniefna upp að ákveðnu marki refsilaus hefur verið til umræðu í nokkurn tíma en þetta er þriðja frumvarpið sem lagt er fram á síðustu árum um afglæpavæðingu neysluskammta. Í áliti sem Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri, sendi nefndasviði Alþingis segir að frumvarpið gangi lengra en yfirlýst markmið, auk þess sem undirbúningur fyrir stefnubreytingu sem þessa hafi ekki verið nægur. Þá sé ekki tryggt að forvarnarstarf verið aukið eða meðferðarúrræðum fjölgað. Í álitinu bendir embættið líka á að aðhald með neyslu fíkniefna verður ekkert verði frumvarpið að lögum. Þá hefur lögreglan áhyggjur af því að með auknu aðgengi aukist akstur undir áhrifum fíkniefna og að skipulögð glæpastarfsemi eflist enn frekar.","summary":"Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir að nýtt frumvarp heilbrigðisráðherra, um afglæpavæðingu fíkniefna, geti valdið því að aðhald með neyslu fíkniefna verði að engu. Í áliti segir að frumvarpið gangi lengra en yfirlýst markmið."} {"year":"2021","id":"257","intro":"Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis leggur til að frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla verði tímabundið úrræði og falli úr gildi í lok þessa árs. Formaður nefndarinnar segir ekki sjálfgefið að ríkið aðstoði einkarekin fyrirtæki.","main":"Með frumvarpinu er lagt til að komið verði á fót stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi. Menntamálaráðherra mælti fyrir frumvarpinu í nóvember. Málið fór til allsherjar-og menntamálanefnd í janúar og nefndin lauk umfjöllun sinni í gær.\nMeirihluti nefndarinnar leggur til nokkrar breytingar. Prentmiðlar þurfa að koma út að minnsta kosti 20 sinnum á ári til að eiga rétt á stuðningi og aðrir miðlar bjóða upp á samfélags- og fréttaumfjöllun á virkum dögum minnst 20 vikur á ári. Þá þurfi fjölmiðilinn að hafa verið starfandi í 12 mánuði eða lengur með skráningu hjá fjölmiðlanefnd.\nMeirihlutinn leggur líka til að þetta verði tímabundið úrræði og að lögin falli úr gildi í lok þessa árs. Páll Magnússon formaður nefndarinnar segir það ekki ganga upp til lengdar að einkareknir fjölmiðlar séu háðir fjárframlögum úr ríkissjóði. Styrkja þurfi rekstrargrundvöll þeirra með öðrum hætti og bendir hann meðal annars á þá vinnu sem er í gangi varðandi endurskoðun á skattlagningu erlendra efnis- og streymisveitna.\nÞað er þá auðvelt og hægur vandi að framlengja þetta ef þarf.\nEn aðgerðin sjálf þykir okkur vera í eðli sínu þess eðlis að það eigi ekki að líta á hana sem varanlega\nÞað er ekki sjálfsagt að ríkið komi til beinnar aðstoðar við einkarekin fyrirtæki, alveg sama á hvaða markaði það er.\nOg það hlýtur alltaf að vera miklum vafa undirorpið. Það er meðal annars eins og ég lýsti því áðan skýringin á því að okkur þykir eðlilegt að tímabinda þetta\nMálið hefur verið umdeilt innan þingflokks Sjálfstæðismanna en Páll telur að með þessum breytingum verði að hægt að afgreiða frumvarpið, jafnvel í næstu viku.\nEn andstaðan innan sjálfstæðisflokksins hefur fyrst og fremst verið þetta grundvallaratriði\nÞað þarf býsna mikið til að réttlæta það að ríkið komi með skattfé til aðstoða einkarekin fyrirtæki á markaði","summary":"Frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla verður timabundið úrræði, samkvæmt tillögu meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis. Lagt er til að lögin falli úr gildi í lok þessa árs."} {"year":"2021","id":"257","intro":"Slakað verður á samkomutakmörkunum á mánudag og þá mega fimmtíu koma saman í stað tuttugu. Veitingastaðir fá að hafa opið lengur og fleiri fá að mæta í sund og líkamsrækt. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti þessar tilslakanir á ríkisstjórnarfundi í morgun.","main":null,"summary":"Slakað verður á samkomutakmörkun á mánudag. Fimmtíu mega koma saman í stað tuttugu og fleiri fá að mæta í sund og líkamsrækt. "} {"year":"2021","id":"257","intro":"Stefnt er að því að allir í forgangshópum verði búnir að fá bólusetningu í næstu viku.","main":"Færri verða bólusett við kórónuveirunni í næstu viku en voru í þessari viku. Þá er þó stefnt að því að allt fólk í forgangshópum á höfuðborgarsvæðinu verði hið minnsta búið að fá fyrri sprautu bólusetningar.\nVikan sem nú er að líða er sú stærsta í bólusetningum frá upphafi. Um fjörutíu þúsund manns fá bólusetningu þessa dagana. Öllu færri verða bólusett í næstu viku, eða um tíu þúsund manns sem er þó með stærstu bólusetningarvikum til þessa. Það skýrist af því að einu bóluefnin sem þá verða í boði eru þau sem berast frá Pfizer.\nSigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að stór bólusetningardagur verði í Laugardalshöll á þriðjudag.\nÞá erum við annars vegar að taka seinni bólusetningar þeirra sem eru þegar búin að fá bólusetningu og svo höldum við áfram niður forgangshópana. Þá eru það aðallega kvenmenn sem eru í forgangshópi og mega ekki fá AstraZeneca, konur undir 55 ára aldri.\nÞrátt fyrir að færri verði bólusett í næstu viku en þessari er útlit fyrir að þá verði áfanga náð í bólusetningu fólks í forgangshópum.\nVonandi náum við að klára þá alveg. Við erum búin að boða alla karlmenn, vonandi náum við að taka kvenmennina í næstu viku. Það væri óskandi.\nNáist það verður búið að veita öllum í forgangshópum á höfuðborgarsvæðinu fyrri sprautu bólusetningar og stór hluti þeirra verður fullbólusettur. Á Norðurlandi eystra átti að klára bólusetningu fólks með undirliggjandi sjúkdóma í þessari viku og fara síðan í næstu forgangshópa. Víða á landinu er verið að vinna niður lista yfir fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Samkvæmt nýjustu uppfærðu tölum hafa um 140 þúsund verið bólusett og þar af 54 þúsund fullbólusett.","summary":"Stefnt er að því að allir í forgangshópum á höfuðborgarsvæðinu verði búnir að fá bólusetningu í næstu viku. "} {"year":"2021","id":"258","intro":"Tugir franskra skipstjóra hafa lagt skipum sínum úti fyrir höfn á á eynni Jersey í Ermarsundi í mótmælaskyni. Komið hefur upp harðvítug deila milli Breta og Frakka um fiskveiðar í landhelgi Jersey en reglur breyttust vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.","main":"Forsíður bresku dagblaðanna eru í dag undirlagðar af deilunni sem snýr að veiðum í landhelgi eyjunnar Jersey. Eyjan er í Ermarsundi um 22 kílómetra undan ströndum Frakklands og þar búa um 100 þúsund manns. Jersey hefur sitt eigið löggjafarþing og dómskerfi en Bretar fara með utanríkis- og varnarmál. Deilan tengist Brexit. Vegna útgöngu Breta úr ESB breyttust reglur um veiðileyfi þannig að nú þurfa frönsk skip að sýna fram á að hafa veitt áður í landhelgi Jersey vilji þau haldi því áfram.\nIan Gorst ráðherra utanríkismála á Jersey segir það hafa verið vitað mál að Brexit-breytingar yrðu vandamál.\nTheres a bureaucratic process of providing information, but whats important is that we respond firmly to threats and weve heard disproportionate threats from Paris\nSkriffinnska og skortur á upplýsingagjöf séu helstu hnökrarnir en Gorst segir að það sé mikilvægt að bregðast við hótunum frá París sem séu ekki í neinu samræmi við alvarleika málsins. Fyrr í vikunni hótaði sjávarútvegsráðherra Frakklands að slá út rafmagninu á Jersey en eyjan fær nær allt sitt rafmagn í gegnum sæstreng þaðan. Yfirvöld á Jersey sjá ein um útgáfu veiðileyfanna. 41 leyfi var gefið út á föstudag en um 60-80 frönsk fiskiskip sigldu í mótmælaskyni að St. Helier höfninni, sem er sú stærsta á Jersey, og lóna þar. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands ákvað að senda tvö herskip til Jersey og þá ákváðu Frakkar að senda tvö af sínum eigin líka. Gorst, utanríkisráðherrann á Jersey, þakkar Boris Johnson stuðninginn en ætlar sjálfur að ræða við franska sjómenn í dag - því lausnin á deilunni sé fólgin í að tala saman.\n\"It`s important that we respond to threats, but the answer to this solution is to continue to talk and diplomacy.\"","summary":"Bretar og Frakkar eiga í harðvítugri deilu um fiskveiðar og hafa sent herskip að eynni Jersey í Ermarsundi. Tugir franskra skipa lóna úti við stærstu höfnina á Jersey og krefjast leyfis til veiða. "} {"year":"2021","id":"258","intro":"Kosið er á Bretlandseyjum í dag til margra bæja- og sveitarstjórna, og þings í Skotlandi og Wales. Um 40 milljónir Breta hafa rétt til að kjósa í kosningum dagsins.","main":"Athyglin beinist helst að þingkosningunum í Skotlandi þar sem kannanir sýna að Skoski þjóðarflokkurinn, SNP, gæti unnið hreinan meirihluta sæta á þinginu í Edinborg. Sara Smith, Skotlandsritstjóri breska ríkisútvarpsins, segir að SNP telji sig fá umboð til að efna til nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands fái flokkurinn meirihluta þingsæta.\nEn málið er ekki svo einfalt, breska stjórnin í Lundúnum verður að samþykkja nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. Boris Johnson forsætisráðherra hefur sagt að ekki komi til greina að Skotar fái að kjósa aftur um sjálfstæði, atkvæðagreiðslan 2014 hafi átt að útkljá málið í mannsaldur.\nNicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands og leiðtogi SNP, segir að það sé skosku þjóðarinnar að ákveða framtíð sína.\nEndanleg úrslit í Skotlandi verða ekki ljós fyrr en á laugardag. Bretar kjósa einnig í dag um 4000 bæja- og sveitastjórnarfulltrúa, 13 borgarstjóra og fjölmarga aðra embættismenn. Borgarstjórakosningar eru í nokkrum fjölmennustu borgum Bretlands, Lundúnum, Birmingham, Manchester og Liverpool. Búist er við að Sadiq Khan, sem er í Verkamannaflokknum, verði endurkjörin borgarstjóri Lundúna, en meiri óvissa er annars staðar. Almennt virðist staða Íhaldsflokksins vera að styrkjast og kannanir spá því til dæmis að Verkamannaflokkurinn missi þingsæti í Hartlepool í norðausturhluta Englands - en flokkurinn hefur haldið sætinu frá því kjördæmið varð til 1974. Aukakosningar eru þar vegna afsagnar þingmanns Verkamannaflokksins sem sakaður var um kynferðislegt ofbeldi. Það yrði fjöður í hatt Íhaldsflokksins að vinna í Hartlepool og staðfesting á að flokknum hefði tekist að veikja Verkamannaflokkinn á stöðum sem áður voru höfuðvígi hans.","summary":null} {"year":"2021","id":"258","intro":"Í fyrsta skipti í 130 ár er nú engin bankaþjónusta á Blönduósi, en í gær var síðasti opnunardagur útibús Arion banka á staðnum. Sveitarstjórinn segir að margir hyggist hætta viðskiptum við bankann, Blönduósbær þar á meðal.","main":"Það var í vetur sem Arion banki tilkynnti þá ákvörðun að loka útibúi bankans á Blönduósi fimmta maí og sameina það útibúinu á Sauðárkróki. Arion banki var eini bankinn á Blönduósi og Valdimar Hermannsson sveitarstjóri segir þetta mikil vonbrigði.\nSveitarstjórn hafði lýst því yfir að aðrir kostir yrðu skoðaðir varðandi bankaviðskipti og Valdimar segir að Blönduósbær muni nú að öllum líkindum færa sig í annan banka.\nHann segir að til sín hafi komið einstaklingar, sérstaklega fullorðið fólk, ásamt fulltrúum fyrirtækja og stofnana sem ýmist hafi þegar fært bankaviðskipti sín annað eða ætli sér að gera það á næstunni.","summary":null} {"year":"2021","id":"258","intro":"Íbúi í Skorradal hefur áhyggjur af gróðureldum og telur að skilgreina þurfi þá á sama hátt og aðra náttúruvá. Gera þurfi átak í að skipuleggja vatnsöflun á skógarsvæðum og forvarnir. Skipta þurfi skógum í brunahólf.","main":"Íbúi í Skorradal telur að auka þurfi varnir við miklum gróðureldum, ekki síst í stærstu skógum landins. Skipuleggja þurfi skógrækt með tilliti til vatnsöflunar og skipta skógum í brunahólf.\nGróðureldarnir í Heiðmörk í fyrradag lögðu undir sig meira en tvo ferkílómetra lands. Víða um land eru stærri og þéttari skógar en í Heiðmörk, svo sem á Hallormsstað á Austurlandi og í Skorradal á Vesturlandi. Á Fitjum í Skorradal býr Hulda Guðmundsdóttir. Hún hefur ásamt Trausta Jónssyni veðurfræðingi reynt að vekja stjórnvöld til vitundar um hættuna sem fylgir miklum gróðureldum.\nVið teljum í rauninni að það þurfi að skilgreina gróðurelda sem náttúruvá og þá þarf að móta einhvers konar tillögur um samfélagsskuldbindingu, hvernig ætlum við að taka á þessari vá sem greinilega er komin, hvort sem það eru loftslagsbreytingar eða mismunandi árferði, allavega þá er veðurfarið og gróðurhulan orðin þannig að þessi vá er fyrir hendi aftur og aftur. Það verður að taka á hættunni af þessari náttúruvá í öllu skipulagi, hvort sem það er frístundabyggð eða önnur landnotkun. Hvar er slökkvivatn, því að sums staðar er það mjög langt undan og mjög erfitt að nálgast það fyrir slökkviliðið. Og þau þurfa að hafa heilmikinn búnað á að skipa og eru náttúrulega vanbúin út um allt land til þess að takast á við þetta, bæði skortir þá þjálfun við þessar aðstæður, við höfum svolítið verið eins og strúturinn með þetta, vonandi bara gerist þetta ekki. Það mætti hugsa sér að það gæti verið hægt að setja upp forvarnir á sumum stöðum þar sem þannig háttar til. Það væri hægt að setja upp tæki þannig að það væri hægt að rennbleyta í einhverjum línum þar sem mætti búa til einhvers konar brunahólf með vatni hreinlega.","summary":"Íbúi í Skorradal hefur áhyggjur af gróðureldum og telur að skilgreina þurfi þá á sama hátt og aðra náttúruvá. Gera þurfi átak í að skipuleggja vatnsöflun á skógarsvæðum og forvarnir sömuleiðis. "} {"year":"2021","id":"258","intro":"Kennarar sem eru framarlega í stafrófinu fengu bólusetningu í gær, flestir með bóluefni Janssen, og eru margir frá vinnu í dag. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara segir mikil forföll í sínum hópi. í kennaraliði á höfuðborgarsvæðinu í dag.","main":"Það verður bara að segjast eins og er að það er stór hópur kennara sem fékk þess háttar eftirköst að þeir eru veikir heim í dag eða slappir í vinnunni. Það eru þessir 2 hópar.\nSegir Þorgerður. Hún hafi heyrt í þó nokkrum trúnaðarmönnum í morgun sem staðfesti þetta. Hún segir þetta koma niður á skólastarfi en óumflýjanlegt sé að svo verði, bæði að fólk þurfi að komast frá til að mæta í bólusetninguna og glíma við hugsanleg eftirköst. Og það er líka lasleiki á leikskólunum. Hulda Ásgeirsdóttir, skólastjóri á leikskólanum Tjörn við tjörnina í Reykjavík, segir að veikindin hafi töluverð áhrif á starfsemina.\nÞað voru semsagt tíu starfsmenn sem fóru í bólusetningu í gær og við erum þrjú mætt í dag, þannig að við urðum öll veik. Ég var til dæmis veik í nótt en þetta gekk hratt yfir þannig að ég er komin í dag. Og hvaða áhrif hefur þetta á starfsemina? Þetta hefur þau áhrif, ég semsagt stýri í tveimur húsum og hérna megin þarf ég að biðla til foreldra í fyrsta sinn á mínum ferli að koma og sækja börnin fyrr í dag.","summary":null} {"year":"2021","id":"258","intro":"Fyrstu umferð úrvalsdeildar kvenna í fótbolta lauk í gærkvöld. Valskonum er spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár og þær hófu leiktíðina með sigri á Hlíðarenda.","main":"Valur fékk Stjörnuna í heimsókn. Ída Marín Hermannsdóttir kom Valskonum í 1-0 í fyrri hálfleik og Anna Rakel Pétursdóttir bætti öðru marki Vals við þegar rúmar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna á 77. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 2-1 fyrir Val. Selfoss heimsótti nýliða Keflavíkur og þar lauk leiknum með 3-0 sigri Selfyssinga. Brenna Lovera skoraði fyrstu tvö mörk Selfoss og Hólmfríður Magnúsdóttir bætti við þriðja markinu þegar níu mínútur voru til leiksloka. Eftirvæntingin var mikil á Sauðárkróki þegar Tindastóll fékk Þrótt í heimsókn en þetta er í fyrsta sinn sem Tindastóll spilar í efstu deild. Hugrún Pálsdóttir kom Tindastóli yfir með marki á 36. mínútu en Katherine Amanda Cousins jafnaði metin fyrir Þróttara í blálokin og leiknum lauk með 1-1 jafntefli.\nHaukar unnu Keflavík í hörkuslag í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gær, 67-63, og fóru Haukar langleiðina með að tryggja sér 2. sæti deildarinnar og um leið heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Haukar og Keflavík eru nú jöfn að stigum þegar ein umferð er eftir en Haukar mæta föllnum KR-ingum í lokaumferðinni á meðan Keflavík fær deildarmeistara Vals í heimsókn. Fjölnir, sem er í 4. sætinu, vann stórsigur á KR í gær, 105-67 og þá vann Breiðablik Skallagrím 82-72.\nChelsea komst í gærkvöld í úrslit Meistaradeildar karla í fótbolta eftir sigur á Real Madrid í undanúrslitaeinvíginu. Timo Werner og Mason Mount gerðu mörkin í 2-0 sigri Chelsea á Madrídingum í gær og vann Lundúnaliðið einvígið samanlagt 4-1. Það verða því Chelsea og Manchester City sem leika til úrslita í Meistaradeildinni í ár. Á sunnudag komst kvennalið Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir sigur á Bayern München. Árangur Chelsea á þessari leiktíð er því sögulegur því aldrei áður hefur félagsliði tekist að koma báðum sínum liðum í úrslit Meistaradeildar á sömu leiktíð.\nÞað kemur í ljós í dag hvaða liðum Ísland mætir í riðlakeppninni á EM í handbolta í janúar á næsta ári en í dag verður dregið í sex fjögurra liða riðla. Ísland er í þriðja styrkleikaflokki af fjórum en hægt verður að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á RÚV klukkan þrjú í dag.","summary":null} {"year":"2021","id":"258","intro":"Breyta þarf vinnulagi við landamæraskimun þar sem fleiri ferðamenn eru væntanlegir til landsins en gert var ráð fyrir. Sóttvarnalæknir væntir þess að hægt verði að slaka nokkuð hratt á sóttvarnaaðgerðum í næstu viku.","main":"Tvö kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, bæði í sóttkví. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að líklega væri búið að komast fyrir þær hópsýkingar sem blossuðu upp síðustu vikur.\nÞetta gefur vonandi tilefni til að hægt sé að aflétta nokkuð hratt næstu vikur hér innanlands\nÞó þurfi áfram að fara varlega.\nSérstaklega þurfa þeir fjölmörgu sem eru nú í sóttkví að fara varlega, því líklega munu þau hundruð sem nú eru í sóttkví greinast með smit. Gott að hafa það í huga.\nÞrjú þúsund manns komu til landsins í síðustu viku og helmingur þeirra framvísaði vottorði um bólusetningu eða fyrri sýkingu. Von er á fleirum til landsins en spáð var.\nÞað mun valda álagi á getu okkar við greiningar á sýnum. Þetta mun kalla á breytingu á vinnulagi á landamærum sem vonandi kemur ekki niður á örygginu að halda veirunni frá landinu.\nKamilla Sigríður Jósefsdóttir smitsjúkdómalæknir upplýsti á fundinum að þeir sem fengu fyrri sprautu með bóluefni AstraZeneca, áður en ákveðið var að takmarka notkun þess við ákveðna hópa og eru utan þeirra marka, geta valið um það hvort þeir fái seinni sprautuna með AstraZeneca eða öðru bóluefni. Enn er þó verið að rannsaka áhrif þess að fá tvö mismunandi bóluefni.\nEn núna er komið að seinni bólusetningu þannig við þurfum bara að bjóða hana. En það sem við vitum er að þó það sé ekki það sama sem er í bóluefnisglasinu, þá er það sama sem líkaminn okkar bregst á endanum við.","summary":null} {"year":"2021","id":"258","intro":"Svo kann að vera að Tryggingastofnun hafi skert greiðslur til fjölda fólks með því að rangtúlka greiðslur sem það fékk úr erlendum almannatryggingasjóðum. Umboðsmaður Alþingis hefur gert úrskurðarnefnd velferðarmála að taka aftur til meðferðar mál konu sem fékk skertar greiðslur hér vegna greiðslu úr þýskum sjóði. Lögmaður konunnar segir að málið sé áfellisdómur yfir Tryggingastofnun.","main":"Íslensk kona sem metin er með 75 prósent örorku leitaði til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar úrskurðarnefndar velferðarmála um að skerða örorkubætur hennar. Konan er búsett í Þýskalandi og þáði greiðslur úr þarlendum sjóði sem hún taldi að svaraði til almannatrygginga. Lögum samkvæmt eiga slíkar greiðslur ekki að leiða til skerðingar hérlendis.\nÞað var var hins vegar mat Tryggingastofnunar að fara bæri með greiðslur konunnar sem greiðslur úr lífeyrissjóði og ákvað stofnunin þess vegna að skerða greiðslur hennar hérlendis. Úrskurðarnefnd velferðarmála staðfesti síðar þá ákvörðun.\nUmboðsmaður telur hins vegar í nýju áliti að úrskurðarnefndin hafi ekki leyst með réttum hætti úr máli konunnar. Lesa má út úr álitinu að þýski sjóðurinn sé vissulega ígildi almannatrygginga og fer umboðsmaður þess á leit við úrskurðarnefndina að taka mál konunnar fyrir aftur með hliðsjón af álitinu. Daníel Isebarn Ágústsson er lögmaður konunnar.\nÞetta álit er algjör áfellisdómur yfir vinnubrögðum Tryggingastofnunar og um leið mikill áfellisdómur yfir úrskurðarnefnd velferðarmála sem því miður virðist lítið annað gera en að blessa vinnubrögð Tryggingastofnunar.\nDaníel segir málið fordæmisgefandi því Tryggingastofnun hafi úrskurðað á sama hátt í fjölda annarra mála. Málið varði því hundruð einstaklinga sem búsettir eru víðs vegar í Evrópu.\nMeð þessu áliti umboðsmanns er í raun og veru verið að segja það í málum mörg hundruð borgara hafi verið teknar rangar ákvarðanir, íþyngjandi ákvarðanir þar sem Tryggingastofnun hefur ákveðið að túlka lögin algjörlega á haus og í andstöðu við tilgang þeirra og með þeim hætti sem kemur verst niður á fólki.","summary":"Niðurstaða umboðsmanns Alþingis er áfellisdómur yfir Tryggingastofnun, segir lögmaður konu sem fékk skertar greiðslur hér - vegna greiðslna sem hún fékk frá þýskum sjóði. Málið gæti haft áhrif á fjölda fólks sem fengið hefur skertar greiðslur vegna sömu túlkunar Tryggingastofnunar. "} {"year":"2021","id":"259","intro":"Bóndi nokkur í Belgíu færði óvart landamæri ríkisins að Frakklandi um rúma tvo metra. Steinn sem olli honum óþægindum við bústörfin reyndist marka landamæri ríkjanna.","main":"Steininum var komið fyrir við bæinn Erquelinnes (Erkjúlíne) í Belgíu þegar landamærin að Frakklandi voru mörkuð eftir að Napóleón var sigraður við Waterloo árið 1819. Steinninn hafði verið færður um rúma tvo metra, svo bóndinn kæmist nú ferða sinna á dráttarvélinni. Þessi stutta tilfærsla stækkaði landsvæði Belgíu um nærri þúsund fermetra á kostnað Frakklands.\nDavid Lavaux (Lavú), bæjarstjóri Erquelinnes, benti góðfúslega á að bóndanum beri lagaleg skylda til þess að koma steininum aftur fyrir á sínum fyrri stað. Kíminn sagðist bæjarstjórinn þó nokkuð sáttur við að bærinn hans hafi stækkað aðeins. Til þess að koma í veg fyrir landamæradeilur væri þó betra að að færa bæjarbúum í Bousignies-sur-Roc (Búsigní súr rokk) það sem þeim ber. Sjái bóndinn að sér leysist málið að sjálfu sér, sagði Lavaux með bros á vör.\nNeiti bóndinn hins vegar að færa steininn aftur á sinn stað gæti málið endað á borði belgíska utanríkisráðuneytisins. Þar þyrfti að skipa nefnd um landamæri Belgíu og Frakklands, sem hefur ekki þurft að koma saman síðan 1930. Aurelie (Orelí) Welonek, bæjarstjóri Bousignies-sur-Roc, sagðist þó í viðtali við fjölmiðil í heimabænum að ekki séu líkur á að þessar landamæradeilur leiði til stríðs.","summary":null} {"year":"2021","id":"259","intro":"Slakað verður á sóttvörnum í Ósló frá og með morgundeginum. Heimilt verður að opna verslanir og verslanamiðstöðvar að nýju og börn og unglingar fá að æfa íþróttir utan dyra.","main":"Þetta kom fram á fundi borgaryfirvalda með fréttamönnum í dag. Forseti borgarstjórnar sagði að COVID-19 smitum hefði fækkað umtalsvert frá því þau náðu hámarki um miðjan mars og einnig innlögnum á sjúkrahús. Vissast væri þó að fara að öllu með gát til að missa ekki faraldurinn úr böndunum á ný. Verslanir og verslanamiðstöðvar verða því opnaðar á ný frá morgundeginum. Takmarkanir verða á fjölda viðskiptavina, þannig að hver og einn á að hafa fjóra fermetra til að athafna sig. Starfsfólk verslanamiðstöðva þarf að gæta þess að hópar safnist þar ekki saman. Þá verður fólki óheimilt að borða mat sem það hefur keypt á veitingastöðum. Þá verður börnum og ungmennum heimilt að æfa íþróttir utan dyra. Enn frekari tilslakanir standa til í þessum mánuði, sem borgaryfirvöld ætla að kynna að hálfum mánuði liðnum. Búist er við að einnig verði slakað á sóttvörnum í nágrannasveitarfélögum Óslóar. Yfirvöld í Lillestrøm hafa þegar tilkynnt að þar verði verslanir opnaðar á morgun.","summary":"Borgaryfirvöld í Ósló heimila nokkrar tilslakanir á sóttvarnareglum vegna COVID-19 frá og með morgundeginum. Verslanir verða opnaðar að nýju."} {"year":"2021","id":"259","intro":"Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vill að Alþingi setji sérlög um Seyðisfjörð til að bregðast við ósanngirni í reglum Ofanflóðasjóðs. Atvinnuhúsnæði fæst ekki bætt þó atvinnulíf greiði í sjóðinn og eigendur íbúðarhúsa fá sumir minna en fasteignamat gerir ráð fyrir, fyrir húsin sín.","main":"Forseti Sveitastjórnar Múlaþings telur að reglur um Ofanflóðasjóð séu ósanngjarnar gagnvart eigendum atvinnuhúsnæðis á Seyðisfirði. Líka gagnvart þeim sem mega ekki búa í húsum sínum. Mögulega þyrfti að setja sérlög um Seyðisfjörð.\nLög og reglur varðandi Ofanflóðasjóð eru á þann hátt að íbúðarhúsnæði fæst bætt að hluta. En atvinnuhúsnæði fæst það ekki. Sem er sérkennilegt sérstaklega í ljósi þess að atvinnulífið greiðir í þennan umrædda Ofanflóðasjóð líkt og aðrir. Þannig að það eitt og sér er dálítið sérstakt. (Og hvaða lausnir vilja menn sjá á þessu til að hægt verði að flytja frystihúsið á Seyðisfirði?) Leiðin sem ég hef rætt innan samstarfshópsins hún er sú að það verði þá gripið mögulega til einhverra sértækra aðgerða á Seyðisfirði til að bregðast við vandanum sem við stöndum frammi fyrir. Það gæti mögulega þýtt lagasetning.\nSegir Gauti Jóhannesson, forseti sveitastjórnar Múlaþings, en hann á sæti í samráðshópi stjórnvalda vegna skriðufallanna á Seyðisfirði í desember.\nEins og fram hefur komið er frystihús Síldarvinnslunnar, stærsti vinnustaðurinn í bænum á hættusvæði í nýju bráðabirgðahættumati. Þar er erfitt að rýma og spá fyrir um skriðuhættu vegna bráðnandi sífrera í Strandartindi.\nAltjón varð á 13 húsum á Seyðisfirði og fá eigendur þeirra greitt samkvæmt brunabótamati. Bannað er að búa í fjórum til viðbótar samkvæmt nýju hættumati og ákveðin mismunun snýr að þeim sem eiga bannhús. Þeir fá greitt samkvæmt mati sem byggist á nýlegri sölu á húsnæði á Seyðisfirði og sú upphæð nær í sumum tilvikum ekki fasteignamati sem þó er mun lægra en brunabótamatið.\nMér fyndist það sanngirnisatriðið að miða allavega við það að fólk fái á lágmarki fasteignamat fyrir umræddar húseignir.","summary":"Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vill að Alþingi setji sérlög um Seyðisfjörð til að bregðast við ósanngirni í reglum Ofanflóðasjóðs. Atvinnuhúsnæði fæst ekki bætt þó atvinnulíf greiði í sjóðinn og eigendur íbúðarhúsa sá sumir minna en fasteignamat fyrir húsin sín. "} {"year":"2021","id":"259","intro":"Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti í gærkvöld að úthluta verktakafyrirtæki í bænum fjölbýlishúsalóð við Tónatröð. Málið er afar umdeilt og bærstjórn klofnaði í afstöðu sinni. Formaður skipulagsráðs segir ekkert óeðlilegt við vinnslu málsins.","main":"Meirihluti bæjarstjórnar hefur nú heimilað verktakafyrirtækinu SS Byggi að vinna að gerð breytinga á deiliskipulagi við reit í innbæ Akureyrar til samræmis við hugmyndir sem fyrirtækið hefur kynnt. Fyrirtækið sótti um fimm lóðir við götuna þar sem reisa á fimm stór fjölbýlishús. Þær hugmyndir hafa allt frá kynningu verið umdeildar en bæjarstjórn Akureyrar, sem skipuð er öllum bæjarfulltrúum, klofnaði málinu. Fimm greiddu atkvæði gegn tillögunni en sex samþykktu hana.\nÞeir bæjarfulltrúar sem greiddu atkvæði gegn tillögunni létu við afgreiðslu hennar bóka að eðlilegt væri að auglýsa reitinn til þess að allir áhugasamir fái jöfn tækifæri til þess að sækjast eftir lóðinni. Er það sagt í anda góðrar stjórnsýslu og jafnræðis. Árið 2018 hafnaði skipulagsráð þrisvar umsókn frá verktakanum Hoffelli ehf. sem lagði fram hugmyndir um breytingar á svæðinu í þá átt að byggja háhýsi. Á þeim tíma taldi skipulagsráð sex íbúða fjölbýlishús ekki samræmast útliti og yfirbragði nærliggjandi byggðar.\nÞórhall Jónsson, formaður skipulagsráðs, segir að með þessu sé verið að bregðast hratt og vel við lóðaskorti í bænum. Ekki hafi verið jafn rík þörf á lóðum þegar Hoffell sótti um lóðina. Skipulagsráði hafi litist vel á hugmyndir verktakans og ekkert óeðliegt sé við ferlið.","summary":null} {"year":"2021","id":"259","intro":"Íslandsmeistarar Breiðabliks í fótbolta byrja úrvalsdeild kvenna með látum. Valur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gær með öruggum sigri á Snæfelli.","main":"Úrvalsdeild kvenna í fótbolta hófst í gær og voru tveir leikir spilaðir. Í Vestmannaeyjum fékk ÍBV Þór\/KA í heimsókn og unnu norðankonur 2-1 sigur. Delaney Baie Pridham skoraði fyrsta mark leiksins fyrir ÍBV í fyrri hálfleik en Hulda Ósk Jónsdóttir jafnaði metin fyrir Þór\/KA um miðbik seinni hálfleiksins. Karen María Sigurgeirsdóttir tryggði Þór\/KA svo 2-1 sigur þegar níu mínútur voru til leiksloka. Í Kópavogi fékk Breiðablik Fylki í heimsókn. Blikum er spáð 2. sæti í deildinni í sumar en Valskonum er spáð Íslandsmeistaratitlinum. Fylkir endaði í 3. sæti í fyrra og er spáð sama sæti í ár. Breiðablikskonur skoruðu níu mörk í leiknum í gær og héldu markinu hreinu. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir og Birta Georgsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Blika og þær Tiffany McCarty, Karitas Tómasdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir, Þóríds Hrönn Sigfúsdóttir og Agla María Albertsdóttir gerðu eitt mark hver. Fyrstu umferðinni lýkur í kvöld. Keflavík fær Selfoss í heimsókn, Valur tekur á móti Stjörnunni og Tindastóll og Þróttur eigast við á Sauðárkróki.\nValur tryggði sér deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gær en Valur vann Snæfell örugglega, 86-62. Valur mætir Keflavík í lokaleik deildarkeppninnar um næstu helgi en Keflavík, sem er í 2. sæti deildarinnar, er sex stigum frá Val. Keflavík mætir Haukum í kvöd, Fjölnir fær KR í heimsókn og Breiðablik og skallagrímur eigast við í Smáranum.\nManchester City komst í gærkvöld í fyrsta sinn í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir sigur á PSG í seinni viðureign liðanna, 2-0. City vann einvígið samanlagt 4-1 og mætir annað kvöld Chelsea eða Real Madrid í úrslitum keppninnar. Chelsea tekur á móti Madrídingum í Lundúnum í kvöld en staðan í einvíginu eftir fyrri leikinn er 1-1. Úrslitaleikur Meistaradieldarinnar verður spilaður í Istanbul þann 29. maí.\nGrunnskólinn austan Vatna og Dalvíkurskóli tryggðu sér í gær sæti í úrslitum Skólahreysti. Fyrstu undanriðlarnir fóru fram í íþróttahúsinu á Akureyri í gær og sendu 18 skólar lið til þátttöku. Úrslitin í Skólahreysti fara fram 29. maí en næstu undanriðlar fara fram 11. og 12. maí í Digranesi í Kópavogi.","summary":"Breiðablik skoraði níu mörk í fyrsta leik sínum í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í gær og Valur er deildarmeistari kvenna í körfubolta. "} {"year":"2021","id":"259","intro":"Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hefur verið stofnuð á Veðurstofu Íslands. Umhverfisráðherra segir að með þessu sé verið að safna þekkingu á einn stað, svo hægt sé að taka sem skynsamlegastar ákvarðanir í loftslagsmálum.","main":"Skrifstofu loftslagsþjónustu og aðlögunar verður komið á fót á Veðurstofu Íslands. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra tilkynnti þetta á ársfundi Veðurstofunnar í morgun. Skrifstofan á að verða brú milli vísinda og samfélags og er ætlað að miðla gögnum, rannsóknum og þekkingu sem nýtist samfélaginu við að takast á við þá náttúruvá lsem oftslagsbreytinga eru.\nMeð stofnun skrifstofu um loftslagsþjónustu og aðlögun verður til vettvangur sem þjónustar brýn verkefni á sviði aðlögunar, leggur til sviðsmyndir að loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, og vöktun afleiðinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að skrifstofan verði vettvangur fyrir vísindasamfélagið, fagstofnanir og hagaðila um aðlögun, auk þess sem skrifstofan sinni samstarfi við alþjóðastofnanir og miðlun um áhrif loftslagsbreytinga til hagsmunaaðila og almennings. Veðurstofa Íslands veitir skrifstofunni forystu, en hún verður sameiginlegur vettvangur háskólasamfélagsins, Rannís, fagstofnana og hagaðila. Þá segir að skrifstofan eigi að vera mikilvægur vettvangur til að styðja stefnu stjórnvalda um aðlögun vegna loftslagsbreytinga sem nú er í smíðum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að með þessu sé verið að búa til nauðsynlegan samstarfsvettvang.\nÉg vil til dæmis sjá þann árangur þegar við horfum til baka eftir fimm ár, að þá séum við búin að byggja upp þennan samstarfsvettvang sem þarf að vera á milli fagstofnana sem eru að vinna að rannsóknum og vöktun á milli hagaðila eins og þeirra sem þurfa að velta fyrir sér aðlögun samfélagsins að hækkun sjávar eða meira rennsli í jökullónum, og síðan vísindasamfélagsins, háskólasamfélagsins, þannig að við séum í rauninni að fá bestu mögulegu þekkingu og upplýsingar til þess að byggja ákvarðanatöku um hvernig við aðlögumst að loftslagsbreytingum á. Bara rétt eins og við erum að byggja á þeirri þekkingu sem við höfum til þess að takast á við kórónuveirufaraldurinn, þá er þetta í raun að safna saman þeirri þekkingu sem við þurfum á að halda til þess að geta tekið sem skynsamlegastar ákvarðanir, oft þegar mikil óvissa er samt sem áður uppi þegar kemur að aðlögun að loftslagsbreytingum.\nGuðmundur Ingi segir að kostnaður við skrifstofuna verði um 40 milljónir króna á ári.","summary":"Skrifstofa loftslagsþjónustu og aðlögunar hefur verið stofnuð á Veðurstofu Íslands. Umhverfisráðherra segir að með þessu sé verið að safna þekkingu á einn stað, svo hægt sé að taka sem skynsamlegastar ákvarðanir í loftslagsmálum."} {"year":"2021","id":"260","intro":"Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að framlengja núverandi sóttvarnareglugerð um eina viku og verða því engar breytingar gerðar á samkomutakmörkunum. Ráðherra tilkynnti þetta að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun en reglugerðin átti að renna út á miðnætti annað kvöld. Svandís bindur vonir við að hægt verði að grípa til umfangsmikilla afléttinga í næstu viku.","main":null,"summary":"Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja núverandi reglugerð um sóttvarnir um eina viku og eru samkomutakmarkanir því óbreyttar. Ráðherra reiknar með miklum afléttingum í næstu viku. Sex greindust með Covid í gær, þar af 5 í sóttkví. "} {"year":"2021","id":"260","intro":"Amazon hefur aldrei selt meiri vöru og þjónustu í Evrópu en í fyrra. Þrátt fyrir það var fyrirtækið rekið með tapi samkvæmt ársreikningi. Það hefur verið gagnrýnt fyrir að koma sér undan skattgreiðslum.","main":"Amazon í Lúxemborg greiddi engan fyrirtækjaskatt í fyrra þrátt fyrir að hafa selt vöru og þjónustu fyrir hátt í sjö þúsund milljarða króna, meira en nokkru sinni fyrr. Amazon hefur sætt gagnrýni fyrir að koma sér hjá skattgreiðslum.\nAmazon í Lúxemborg heldur utan um sölu fyrirtækisins í stærstu ríkjum Evrópu, svo sem Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi, auk fleiri ríkja. Það var rekið með tapi í fyrra, samkvæmt uppgjöri, þrátt fyrir algjört sölumet í faraldrinum. Þar með greiðir Amazon engan fyrirtækjaskatt en vann sér þess í stað inn skattaafslátt sem það getur notað gegn tekjum í framtíðinni. Sala Amazon jókst um þriðjung í fyrra og nam andvirði sex þúsund og sex hundruð milljörðum króna, um það bil níföldum tekjum ríkissjóðs í ár.\nFjallað er um uppgjör fyrirtækisins í The Guardian í dag. Þar er haft eftir breska þingmanninum Margaret Hodge að Amazon virðist halda áfram vægðarlausri herferð sinni gegn því að greiða skatta. Þá segir Paul Monaghan, framkvæmdastjóri Fair Tax samtakanna, að Amazon auki stöðugt markaðshlutdeild sína en komist að mestu hjá því að greiða skatta. Stjórnendur Amazon hafa bent á fjárfestingu í tækniþróun og fasteignum sem ástæðu fyrir skattaleysi. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilgreindi Amazon sérstaklega í ræðu fyrir mánuði þegar hann sagði kominn tíma til að stórfyrirtæki greiddu sinn skerf af samneyslunni, óboðlegt væri að kennarar og slökkviliðsmenn greiddu hærri skatta en risar á markaði.","summary":"Amazon hefur aldrei selt meiri vöru og þjónustu í Evrópu en í fyrra. Þrátt fyrir það var fyrirtækið rekið með tapi samkvæmt ársreikningi. Það hefur verið gagnrýnt fyrir að koma sér undan skattgreiðslum."} {"year":"2021","id":"260","intro":"Samherji segir skýrslu norska fjármálaeftirlitsins ónákvæma og gagnrýnir að ekki hafi verið haft samband við fyrirtækið við gerð hennar. Félagið tekur hins vegar einnig fram að efni skýrslunnar sé Samherja óviðkomandi og lúti eingöngu að málefnum norska bankans DNB.","main":"Norska fjármálaeftirlitið fann alvarlegar brotalamir í peningaþvættisvörnum norska DNB bankans og sektaði hann sem nemur sex milljörðum (íslenskra?) króna. Sektin þykir mjög há á norska vísu en bankinn ákvað eigi að síður að una sektinni.\nNokkur félög tengd Samherja voru í viðskiptum við DNB þar til norski bankinn lokaði á viðskipti við þau árið 2019. Fjármálaeftirlitið sá ástæðu til að gera sérstaka skýrslu um viðskipti þessara félaga og var niðurstaðan sú að eftirlitsskyldu með þessum félögum hefði ekki verið sinnt, jafnvel þótt þau hefðu verið í áhættuhópi.\nSérstaklega er minnst á millifærslur þar sem háar peningafærslur voru færðar milli tveggja ónefndra Samherjafyrirtækja um það leyti sem Samherjaskjölin voru gerð opinber. Fjármálaeftirlitið segir að þessar millifærslur hafi bankinn átt að rannsaka nánar í ljósi umfjöllunar um málefni fyrirtækisins. Það var ekki gert.\nSamherji fjallar á heimasíðu sinni um sekt norska bankans og segir að fyrirtækið eigi enga aðild að málinu. Þótt fjármálaeftirlitið hafi gefið út skýrslu sem að nafninu til fjalli um samband DNB við Samherja, þá snúist meginefni skýrslunnar um starfshætti DNB en ekki Samherja. Þrátt fyrir það gagnrýnir Samherji að fyrirtækið hafi ekki fengið að koma á framfæri athugasemdum til norska fjármálaeftirlitsins. Fyrir vikið sé skýrslan ónákvæm og hafi leitt til villandi fréttaflutningins. auk þess sem óheppilegt sé að skýrsla sem hefur að geyma trúnaðarupplýsingar sé birt opinberlega.\nÞá greindi færeyska ríkissjónvarpið frá því í gærkvöldi að skattaskil færeysks dótturfélags Samherja hafi verið kærð til lögreglunnar þar í landi. Var fyrirtækið staðið að því að skrá sjómenn sem voru á fiskiskipum í Namibíu, eins og þeir væru á farskipum í Færeyjum. Samkvæmt lögum í Færeyjum fá útgerðir skatt þeirra áhafna endurgreiddan. Félagið, Tindhólmur, hefur endurgreitt færeyskum yfirvöldum tæplega 350 milljónir króna vegna þessa.","summary":"Samherji gagnrýnir að norska fjármálaeftirlitið hafi ekki leitað álits fyrirtækisins við gerð skýrslu um viðskipti norska bankans við Samherjafélög. Fyrir vikið sé skýrslan, sem fyrirtækið segir á engan hátt tengjast Samherja, ónákvæm. "} {"year":"2021","id":"260","intro":"Forsætisráðherra segir hugsanlega ástæðu til að skoða hvort breyta þurfi regluverki um pólitískar auglýsingar fyrirtækja. Hún segist bera fullt traust til héraðssaksóknara vegna Samherjamálsins.","main":"Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsti í vikunni yfir óánægju sinni með ákvörðun stjórnenda Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, að birta auglýsingar frá Samherja á vef sínum. Stjórnin sagði að auglýsingin væri liður í áróðursherferð Samherja gegn Helga Seljan og fleiri sem staðið hafi linnulaust í á annað ár.\nSjálf hef ég sagt að mér finnist þetta of langt gengið í slíkum auglýsingum en við erum reyndar með slíkar skoðanaauglýsingar sem eru í gangi núna.\nKatrín nefnir í þessu samhengi auglýsingar sem beinst hafa gegn borgarstjóra Reykjavíkur. Hún segir að mögulega sé ástæða til að skoða hvort breyta þurfi regluverki um auglýsingar vegna þessa.\nVið erum núna með frumvarp inni í þinginu hvað varðar nafnlausan áróður þannig að við höfum verið að taka ákveðin skref. Ég held að það sé full ástæða til að efna til þessarar umræðu því við erum að sjá þetta í auknum mæli.\nSkattayfirvöld í Færeyjum hafa kært dótturfélag Samherja, Tindhólm, til lögreglu. Þá er rannsókn í gangi í Namibíu vegna Samherjamálsins.\nFinnst þér nógu mikill hraði í þessari rannsókn sem hefur verið í gangi? Ég ber bara fullt traust til þess að héraðssaksóknari sé að sinna þessu með fullkomnlega réttum hætti og hef enga ástæðu til að ætla annað.\nHögni Hoydal fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja sagðist í síðasta mánuði hafa upplifað pólitískan þrýsting frá íslenskum fyrirtækum og stjórnmálamönnum þegar breytingar voru gerðar á fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga og eignarhaldi í færeyskum sjávarútvegi.\nUtanríkisþjónustan íslenska og einstök ráðuneyti eru auðvitað í stöðugri hagsmunagæslu fyrir Ísland og síðan auðvitað skiptir máli hins vegar að það sé gert með gagnsæjum hætti og með opnum hætti.","summary":"Hún segir að hugsanlega sé ástæða til að skoða hvort breyta þurfi regluverki um pólitískar auglýsingar fyrirtækja."} {"year":"2021","id":"260","intro":"Fram samdi í dag við Englendinginn Danny Guthrie sem hefur leikið yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Guthrie leikur því með Frömurum í næst efstu deild hér á landi í sumar.","main":"Fram, sem hefur átján sinnum orðið Íslandsmeistari karla í fótbolta, féll úr úrvalsdeildinni árið 2014 og hefur leikið í næst efstu deild síðan. Í morgun greindi Fram frá því að félagið hefði samið við Englendinginn Danny Guthrie um að leika með félaginu í Lengjudeildinni í sumar. Guthrie, sem er 34 ára, lék um árabil með liðum á borð við Newcastle og Reading og hefur leikið yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar áður fór hann í gegnum unglingastarfið hjá bæði Liverpool og Manchester United en hann var á mála hjá Walsall í fjórðu efstu deild á Englandi þar til í febrúar. Ásgrímur Helgi Einarsson er formaður knattspyrnudeildar Fram.\nSagði Ásgrímur Helgi Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram.\nÞrír leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld. Valur hafði betur gegn Haukum og Þór Þorlákshöfn vann Hött, en Höttur og Haukar eru í fallsætunum tveimur þegar tvær umferðir eru eftir. ÍR komst í fjögurra stiga fjarlægð frá fallsvæðinu með tveggja stiga sigri á Stjörnunni á heimavelli, 97-95.\nÞá voru einnig þrír leikir í úrvalsdeild karla í handbolta í gær. Fram vann Þór Akureyri örugglega, Stjarnan lagði ÍR og ÍBV vann útisigur á Gróttu. Átjándu umferð lýkur í kvöld en mikil spenna er í deildinni enda munar aðeins fjórum stigum á liðunum í þriðja og níunda sæti.\nTímabilið í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum. Klukkan sex eigast við ÍBV og Þór\/KA í Vestmannaeyjum og klukkan 19:15 hefst leikur Íslandsmeistara Breiðabliks og Fylkis í Kópavogi.","summary":"Fram, sem hefur leik í næst efstu deild karla í fótbolta á fimmtudag, samdi í dag við Englendinginn Danny Guthrie, hann hefur leikið yfir 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni. með liðum á borð við Newcastle og Reading. "} {"year":"2021","id":"260","intro":"Nýtt hættumat fyrir eldgosið við Fagradalsfjall tekur mið af vindi á svæðinu, og hversu langt frá gígnum svokallaðar bombur geta skotist.","main":"Nýtt hættumat fyrir eldgosið við Fagradalsfjall tekur meðal annars mið af vindi á svæðinu. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að áfram gjósi úr einum gíg og að gosið sé áfram sveiflukennt með háum strókum.\nÞannig að það má segja að staðan á svæðinu sé svipuð heilt yfir en við hefur bæst að þegar kvikustrókarnir rísa svona hátt, þá er hætta á að það þeytist til kvika eða gjóska, stundum kallaðar bombur, í einhverja nokkur hundruð metra fjarlægð frá gígnum. Þannig að það er ekki öruggt að standa mjög nálægt þessu svæði eins og áður var.\nÍ því ljósi var ákveðið að endurmeta stærð hættusvæðisins og Björn segir að Veðurstofan hafi í morgun kynnt kort sem sýnir ákveðinn radíus í kringum gíginn, þar sem hætta er á að fólk verði fyrir gjóskufalli. Radíusinn sé misstór eftir því hversu mikill vindur er á svæðinu. Nú sé unnið að því að birta öruggar gönguleiðir fyrir fólk að gosinu.\nBjörn segir að ekki sé nákvæmlega vitað hvers vegna gosið er eins sveiflukennt og raun ber vitni. Þó sé líklegt að gas í kvikunni þeyti strókunum svona hátt upp í loftið. Þá segir Björn að aukin skjálftavirkni á svæðinu sé ekki vísbending um að sprunga opnist á nýjum stað.\nEn það er fylgst vel með öllum breytingum og í hvert skipti sem stærri skjálftar verða, þá er það borið saman við aflögunargögn sem ættu þá að gefa til kynna ef kvika er að hreyfast neðanjarðar, utan við gossvæðið.\nBjörn segir að á þessu stigi sé ekki hægt að segja til um hvort magn kviku í gosinu sé að aukast eða minnka. Þá sé ekkert hægt að segja til um hvort gosinu sé að ljúka.\nNei ekki á svona stuttum tíma. Við höfum séð sveiflur í því. Og er á meðan er.","summary":"Nýtt hættumat fyrir eldgosið við Fagradalsfjall tekur mið af vindi á svæðinu, og hversu langt frá gígnum svokallaðar bombur geta skotist."} {"year":"2021","id":"260","intro":"Stærsta bólusetningarvikan til þessa er runnin upp og stríður straumur fólks á leið í Laugardalshöll í Reykjavík. Þar er verið að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og heilbrigðisstarfsfólk með Pfizer, alls tíu þúsund manns í dag. Um helmingurinn fær fyrri sprautuna en hinn helmingurinn gengur út, því sem næst fullbólusettur.","main":"Þegar inn í salinn er komið blasir við mannhaf, það er setið á 422 stólum og við og við er kallað, þá stendur heila röðin upp sem einn maður og gengur út úr salnum. Lögreglumaður við innganginn segir fólki til og það þarf ekki að sitja lengi til að læra möntruna. Elta næsta mann, ykkur verður vísað til sætis.\nHjúkrunarfræðingar færðu líka vagnana milli sætaraða, í einum rykk, buðu góðan dag og sprautuðu næsta .\nMeðal þeirra sem fengu sprautu voru Alma Möller landlæknir, það kvisaðist út og fólk klappaði, líka þau sem sátu aftast og voru ekki alveg viss um hvers vegna þau voru að klappa.\nFyrir feðginin Magnús og Regínu var þetta tilfinningarík stund.","summary":"Stærsta bólusetningarvikan til þessa er runnin upp og miklar tafir verið á umferð við Laugardalshöll í Reykjavík. Alls verða um tíu þúsund bólusett í dag. Landlæknir var á meðal þeirra sem voru bólusett í morgun. "} {"year":"2021","id":"261","intro":"Fjórir eru í haldi eftir að þýska lögreglan upprætti stóran barnaníðsvef á djúpnetinu. Yfir fjögur hundruð þúsund manns skiptust þar á myndefni.","main":"Þýska lögreglan hefur upprætt umfangsmikinn barnaníðsvef þar sem yfir fjögur hundruð þúsund manns skiptust á ólöglegu myndefni. Fjórir eru í haldi vegna málsins.\nÞýska alríkislögreglan greindi frá málinu í dag. Þar kemur fram að barnaníðsvefurinn Boystown hafi verið starfræktur á djúpnetinu svonefnda frá 2019. Þar skiptust yfir fjögur hundruð þúsund manns á myndum og myndskeiðum þar sem níðst var kynferðislega á börnum, einkum kornungum drengjum. Á vefnum gátu notendurnir verið í samskiptum hverjir við aðra á spjallrásum. Þeim hefur einnig verið lokað. Rannsókn þýsku lögreglunnar á starfseminni hefur staðið mánuðum saman í samvinnu við Evrópulögregluna Europol og lögregluembætti í Svíþjóð, Bandaríkjunum og Kanada. Fjórir karlmenn voru handteknir um miðjan síðasta mánuði, þrír í Þýskalandi og þýskur ríkisborgari, búsettur í Paragvæ. Þrír þeirra stjórnuðu vefnum, önnuðust tæknimál og gáfu notendunum ráð, meðal annars um það hvernig þeir ættu að komast hjá því að yfirvöld uppgötvuðu hvað þeir væru að aðhafast. Sá fjórði var umfangsmikill notandi í Hamborg. Húsleit var gerð vegna rannsóknarinnar á sjö stöðum víðs vegar í Þýskalandi.\nDjúpnetið er óaðgengilegt flestum netnotendum. Inn á það er ekki hægt að komast nema með dulkóðun. Á því athafna glæpamenn sig, meðal annars í fíkniefnaviðskiptum, við vopnasölu og með því að skiptast á myndefni þar sem níðst er á börnum.","summary":"Fjórir eru í haldi eftir að þýska lögreglan upprætti stóran barnaníðsvef á djúpnetinu. Yfir fjögur hundruð þúsund manns skiptust þar á myndefni."} {"year":"2021","id":"261","intro":"Rúmlega fjögur hundruð umsóknir bárust um veiðileyfi fyrir strandveiðitímabilið sem hófst í morgun. Formaður Landssambands smábátaeigenda óttast að kvótinn klárist áður en tímabilið er á enda","main":"Árlegt strandveiðitímabil hófst í morgun. Ljóst er að mikill áhugi er fyrir veiðunum í ár. Þegar lokað var fyrir umsóknir um veiðileyfi hjá Fiskistofu fyrir helgi höfðu 408 sótt um leyfi, 74 bátum meira en á sama tíma í fyrra. Á tímabilinu, sem spannar 48 veiðidaga í maí, júní, júlí og ágúst, verður heimilt að veiða allt að 10.000 tonn af þorski, 1.000 tonn af ufsa og 100 tonn af gullkarfa. Arthur Bogason er formaður Landssambands smábátaeigenda.\nVið sjáum ekki fram á að, ef að veiðarnar ganga jafn vel og í fyrra, að það tryggi mönnum þessa 48 daga sem við erum búnir að vera að sækja um að lögfesta í nokkur ár. Þannig að við erum heldur óhressir með en vonandi þá finnst nú lausn á því. -Hvað þarf til?- Ráðherra hefur það í hendi sér að auka við þessar heimildir, hann hefur heimild til þess samkvæmt reglugerðinni og ég bara legg traust mitt á að hann geri það. Því það er nú varla hægt að ímynda sér hógværari kröfu frá vinnandi stétt að mega fara 48 daga í vinnuna á ári.\"","summary":"Formaður Landssambands smábátaeigenda sér fram á að útgefinn kvóti til strandveiða klárist áður en veiðitímabilinu lýkur í haust. Strandveiðar hófust um land allt í morgun. "} {"year":"2021","id":"261","intro":"Norska bankanum DNB var í morgun gert að greiða 400 milljónir norskra króna, jafnvirði sex milljarða íslenskra króna, vegna slælegs eftirlits með peningaþvætti. Bankinn fær á baukinn í umfjöllun fjármálaeftirlitsins í tengslum við viðskipti hans við félög tengd Samherja.","main":"Í tilkynningu fjármálaeftirlitsins kemur fram að mikið hafi vantað upp á að bankinn framfylgdi lögum um eftirlit með peningaþvætti. Framhaldsrannsókn sem ráðist var í eftir umfjöllun um Samherjaskjölin svokölluðu hafi staðfest alvarlegar brotalamir. Bankinn ætlar að una sektinni að því er fram kemur í tilkynningu hans til norsku kauphallarinnar þar sem hann segist taka gagnrýnina alvarlega. Viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs hefur óskað eftir fundi með stjórnendum bankans.\nFjármálaeftirlitið birti nokkrar úttektir á vef sínum í morgun, meðal annars skýrslu sem unnin var í desember um viðskipti DNB við félög tengd Samherja. Hún er 36 síður en hluti skýrslunnar er yfirstrikaður og því ólæsilegur.\nBrot bankans, sem þar eru tiltekin, eru annað hvort fyrnd eða voru framin í tíð fyrri laga um peningaþvætti þar sem ekki var að finna heimild til að leggja á sektir?.\nFjármálaeftirlitið telur meðal annars að bankinn hefði átt að grípa til aukins eftirlits með Samherja-félögunum með vísan til fimmtándu greinar laga þar sem fjallað er um aukna hættu á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.\nHann hefði átt horfa til þess í hvaða atvinnugrein Samherji væri og við hvaða lönd fyrirtækið skipti. Sex fyrirtæki í Samherja-samstæðunni hafi í mörg ár getað nýtt sér þjónustu bankans án þess að aflað væri fullnægjandi upplýsinga á grundvelli laga um peningaþvætti. Slíkar upplýsingar, segir eftirlitið, eru lykilþáttur í eftirliti með peningaþvætti.\nÍ skýrslunni kemur jafnframt fram að háar fjárhæðir hafi farið á milli tveggja fyrirtækja í Samherjasamstæðunni skömmu fyrir og eftir að mál þess komst í hámæli. Eftirlitið átelur bankann fyrir að hafa ekki kannað þessa greiðslur nánar og segir að á þessum tímapunkti hefði bankinn átt að vera með sérstakt eftirlit með greiðslum frá þessum fyrirtækjum og leggja mat á hvort þær væru grunsamlegar.\nRétt er að taka fram að norska fjármálaeftirlitið leggur ekki mat á hvort einstök fyrirtæki, Samherji þar með talinn, hafi brotið lög enda fjalla skýrslurnar einvörðungu um brotalamir í eftirlitskerfi bankans.","summary":"Norski bankinn DNB er tekinn til bæna af fjármálaeftirlitinu og meðal annars gagnrýndur fyrir slakt eftirlit með sex félögum Samherjasamstæðunnar. Bankinn var í morgun sektaður um 400 milljónir norskra króna, sex milljarða íslenskra króna, fyrir slælegt eftirlit með peningaþvætti. "} {"year":"2021","id":"261","intro":null,"main":"Landlæknisembættinu hefur verið falið að meta hvort Landspítalinn geti uppfyllt viðmið um gæði með því að rannsaka leghálssýni. Heilbrigðisráðherra hefur ekki ákveðið hvort sýnin verða áfram send til Danmerkur eða rannsökuð á Landspítalanum.\nHeilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir að Embætti landlæknis meti hvort áætlun, sem Landspítalinn hefur sett fram um rannsókn leghálssýna, uppfyllir viðmið. Núna eru sýnin send til Danmerkur til rannsóknar en ráðuneytið óskaði eftir svörum frá Landspítala um hvort hann gæti sinnt rannsóknunum. Spítalinn hefur lagt fram áætlun um kostnað. Hins vegar greinir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítalann á um hvort unnt sé að uppfylla viðmið um gæði.\nUm áramótin var fyrirkomulagi sýnatöku breytt þannig að HPV-veirugreining verði almennt fyrsta skref í krabbameinsleit í leghálsi en ekki frumuskoðun eins og var áður. Við þetta fækkar frumusýnum niður í sjö til átta þúsund á ári. Það er mat Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að þetta séu ekki nægilega mörg sýni til að sérfræðingar hér geti viðhaldið færni sinni í að greina þau. Þessu er Landspítalinn ósammála; þau sýni sem eru óeðlileg og þarfnist frekari skoðunar séu nægilega mörg til að viðhalda færni.","summary":"Landlæknisembættinu hefur verið falið að meta hvort Landspítalinn geti uppfyllt kröfur um rannsókn leghálssýna. Heilbrigðisráðherra hefur ekki ákveðið hvort sýnin verða áfram send til Danmerkur eða rannsökuð á Landspítalanum."} {"year":"2021","id":"261","intro":"Peningaþvætti er samfélagslegt vandamál um allan heim, segir lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir ekki nóg að auka eftirlit heldur séu brotin hluti af menningu sem þurfi að bæta.","main":"Það er ekki nóg að byggja upp eftirlit og varnir gegn peningaþvætti heldur þarf að breyta sumum þáttum í menningu okkar til að ná árangri, segir lögfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra.\nPeningaþvætti er samfélagslegt vandamál um allan heim og þar dugar ekki að kalla á aðgerðir stjórnvalda, sagði Birgir Jónasson, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.\nÞetta er ekki bara viðfangsefni lögreglu eða yfirvalda, þetta er viðfangsefni samfélagsins\nÍsland var sett á gráan lista vegna skorts á vörnum við peningaþvætti og hafa stjórnvöld síðan unnið að því að herða eftirlit á nokkrum sviðum. Samkvæmt nýju áhættumati ríkislögreglustjóra um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka hefur dregið úr áhættu vegna nokkurra þátta frá 2019 en aðrir hafa staðið í stað.\nBirgir segir að skort hafi á það í gegnum árin að varnir gegn peningaþvætti væru teknar nógu alvarlega. Brugðist hafi verið við þegar Ísland lenti á gráum lista en enn sé nokkuð í land. Fleira þarf en reglur og eftirlit.\nÞað dálítið greypt í okkar menningu margt sem við þurfum að bæta.\nAð auki þurfi yfirvöld að vera á tánum vegna nýrrar tækni sem getur af sér nýjar ógnir.\nNorski bankinn DNB hlaut háa sekt frá norska fjármálaeftirlitinu vegna slælegrar framkvæmdar laga um eftirlit með peningaþvætti, meðal annars í tengslum við fyrirtæki í eigu Samherja.\nÞað hafa svo sem verið vísbendingar um að varnir gegn peningaþvætti annars staðar á Norðurlöndum hafi ekki verið fullnægjandi. Það eru ekki vísbendingar um það hérna á Íslandi.\nBirgir segir að það skýrist að hluta vegna þess að íslensku bankarnir eru ekki með starfsemi erlendis.","summary":"Peningaþvætti er samfélagslegt vandamál um allan heim, segir lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir ekki nóg að auka eftirlit heldur séu brotin hluti af menningu sem þurfi að bæta."} {"year":"2021","id":"261","intro":"Leikskólastarfsmenn, fólk í jaðarhópum og áhafnir skipa eru meðal þeirra sem byrjað verður að bólusetja í vikunni. Haldið verður áfram að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Bólusettum í þeim hópi fjölgaði töluvert fyrir helgi. Alls fá 25 þúsund landsmenn sprautu í vikunni.","main":"Það stefnir í stóra bólusetningarviku á höfuðborgarsvæðinu. Á miðvikudag verða fyrstu 6000 skammtarnir af bóluefni Janssen gefnir en af því efni þarf bara einn skammt á mann.\nÞá erum við að færa okkur í forgangshóp átta og níu, fólkið sem er starfandi í félagsþjónustu, það er leikskólarnir og flugáhafnir og skipaáhafnir, síðan jaðarhópar.\nSegir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.\nEf vel gengur verður byrjað að bólusetja starfsmenn grunnskóla. Til að koma í veg fyrir að heilu starfsstéttirnar liggi heima með lumbru í einu á að bólusetja í stafrófsröð, hluta hvers hóps í senn og forðast þannig ástandið sem skapaðist á hjúkrunarheimilum í vor þegar stór hluti starfsfólks var bólusettur í einu. Á morgun og á miðvikudag verður haldið áfram að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma, tæplega 13 þúsund skammtar í boði. með bóluefni Pfizer, 10 þúsund skammtar gefnir á höfuðborgarsvæðinu, og á fimmtudag fá tæplega þrjú þúsund manns með undirliggjandi sjúkdóma bóluefni Moderna. Á Norðurlandi stefnir líka í stóra viku í bólusetningum, en ekki jafn stóra og í síðustu viku þegar heilu árgangarnir fengu fyrri skammt af bóluefni Astra Zeneca. Inga Berglind Birgisdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, segir að á morgun fái rúmlega þúsund manns með undirliggjandi sjúkdóma sprautu frá Pfizer og á fimmtudag verða gefnir um 600 skammtar.\nRagnheiður Ósk segir að hópur fólks með undirliggjandi sjúkdóma hafi stækkað töluvert fyrir helgi.\nLyfin sem Ragnheiður vísar til eru til dæmis ónæmisbælandi lyf önnur en krabbameinslyf.","summary":"Mikill gangur er í bólusetningum og er stefnt á að bólusetja 25 þúsund manns í þessari viku. Leikskólastarfsfólk og flugfreyjur eru meðal þeirra sem fá sprautu í vikunni. Þá verður haldið áfram að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Þetta verður því næststærsta bólusetningarvikan á eftir síðustu viku. "} {"year":"2021","id":"261","intro":"Bretar ætla að senda þúsund öndunarvélar til Indlands, þar sem algjört neyðarástand ríkir vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Þúsundir deyja úr COVID-19 á degi hverjum og yfir 300.000 ný tilfelli hafa greinst daglega, tólf daga í röð.","main":"Mikill hörgull er á öndunarvélum, súrefnisbirgðum, lyfjum og öðrum lækningavörum á Indlandi, auk þess sem bóluefni eru víða af skornum skammti þrátt fyrir mikla bóluefnaframleiðslu í landinu. Skortur á súrefnisbirgðum hefur þegar kostað fjölda mannslífa og takmarkast þau ekki við COVID-19 sjúklinga. Minnst 12 sjúklingar létust á stóru sjúkrahúsi í höfuðborginni Nýju Delí þegar súrefnisbirgðir þess gengu til þurrðar. Súrefnisbirgðir eru af hættulega skornum skammti á fjölda sjúkrahúsa um allt Indland, segir í frétt BBC, og fólk sem þarf á súrefni að halda í daglegu lífi þarf að standa í biðröð hálfu dagana eftir áfyllingu á súrefniskúta sína. Talsmenn yfirvalda segja engan skort á súrefnisbirgðum, heldur liggi vandinn í dreifingu þeirra. Þetta telja dómarar við yfirrétt Delí-borgar ekki ásættanlega skýringu og segja nóg komið af pólitísku orðaskaki og undanbrögðum. Í úrskurði dómstólsins segir að ríkisstjórnin verði að bregðast við og koma þessum málum í rétt horf án tafar. Stjórnin hafi gefið fyrirmæli um úthlutun súrefnisbirgða og hún verði að sjá til þess að farið verði eftir þeim.","summary":null} {"year":"2021","id":"261","intro":"Aðeins fjögur lið af tólf skoruðu í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta sem lauk í gærkvöld. Reykjavíkurliðin KR og Víkingur unnu þá leiki sína.","main":"KR-ingar heimsóttu Breiðablik heim í Kópavog en Breiðabliki var á dögunum spáð Íslandsmeistaratitlinum í árlegri spá fyrir mótið. Það voru hins vegar gestirnir úr Vesturbæ sem voru mun sterkari í leiknum og mörk frá Óskari Erni Haukssyni og Kennie Chopart snemma í fyrri hálfleik tryggðu KR 2-0 sigur.\nÁ Víkingsvelli voru nýliðar Keflavíkur í heimsókn. Sölvi Geir Ottesen skoraði þar eina markið í 1-0 sigri Víkings. Í fyrstu umferð Íslandsmótsins voru aðeins skoruð sjö mörk og átta liðum tókst ekki að finna netmöskvana.\nGrindavík vann ótrúlegan sigur á KR þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld. KR-ingar voru einu stigi yfir og áttu innkast á eigin vallarhelmingi þegar 2,3 sekúndur lifðu leiks. Matthías Orri Sigurðarson gaf boltann úr innkastinu beint á Ólaf Ólafsson, fyrirliða Grindavíkur, sem geystist fram völlinn og skoraði sigurkörfu Grindvíkinga með skoti rétt fyrir innan miðlínu. Grindavík fór með sigrinum upp í 5. sæti deildarinnar, en KR-ingar, sem hafa tapað fimm leikjum í röð, sitja í 4. sæti. Nýkrýndir deildarmeistarar Keflavíkur unnu fimmtán stiga sigur á Tindastóli á Sauðárkróki og Njarðvík vann mikilvægan sigur á Þór Akureyri. Njarðvík komst með sigrinum í fjögurra stiga fjarlægð frá fallsvæðinu. Tuttugustu umferðinni lýkur með þremur leikjum í kvöld; Höttur tekur á móti Þór Þorlákshöfn, Stjarnan sækir ÍR heim og Valur tekur á móti Haukum.\nAfturelding vann í gærkvöld tveggja marka sigur á Fjölni\/Fylki, þegar liðin mættust í 1. deild kvenna í handbolta. Með sigrinum tryggði Afturelding sæti sitt í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Afturelding lék í Olísdeildinni á síðustu leiktíð og stoppaði því stutt við í 1. deildinni.","summary":"Aðeins fjögur lið af tólf skoruðu í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta sem lauk í gærkvöldi. "} {"year":"2021","id":"261","intro":"Líklegt er að hættusvæðið næst gígnum í Geldingadölum verða stækkað í dag. Háir gosstrókar koma enn úr gígnum, með tilheyrandi gjóskufalli.","main":"Verið er að endurmeta hættusvæðið við eldgosið í Geldingadölum, eftir að fólk fékk yfir sig gjósku næst gígnum í gær. Líklegt er að hættusvæðið verða stækkað. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, var við gosstöðvarnar í nótt.\nÞað virðist vera að malla hægt og rólega í gígnum sjálfum og inn á milli koma svo rosalega háir strókar sem eru 100 til 200 metra háir. Og það þeytist efni í nærumhverfið við það líka. Og tungan sem rennur niður í Meradali, eða byrjaði á því um daginn, hún rennur áfram þar hægt og rólega í þá átt.\nBjarki segir að á þessu stigi sé ekki hægt að segja til um hvort hraunflæðið frá gosinu sé að aukast. Unnið er að því að endurmeta hættusvæðið í kringum gíginn eftir að töluvert gjóskufall varð upp við hann í gær. Bjarki segir að von sé á nýju hættumati síðar í dag.\nOg líklega verður svæðið alveg upp við gíginn skilgreint sem hættusvæði og líklega verða það einhverjir 100 til 500 metrar sem það verður gert. En það er alveg hægt að fara í næstu brekku austar. Ég var að horfa á þetta í nótt og það var mjög fínt að horfa á þetta þar líka.","summary":"Líklegt er að hættusvæðið næst gígnum í Geldingadölum verða stækkað í dag. Háir gosstrókar koma enn úr gígnum, með tilheyrandi gjóskufalli."} {"year":"2021","id":"261","intro":"Rauðagerðismálið svokallaða er komið til héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, í svari til fréttastofu. Albanskur karlmaður hefur játað að hafa skotið Armando Bequiri (Bekiræ), ríflega þrítugan fjölskylduföður frá Albaníu, til bana fyrir utan heimili hans um miðjan febrúar.","main":"Níu dagar eru þar til gæsluvarðhald yfir manninum rennur út og þarf saksóknari að hafa gefið út ákæru á hendur honum fyrir þann tíma. Starfsmönnum héraðssaksóknara hefur verið haldið upplýstum um rannsóknina og voru þeir meðal annars viðstaddir þegar lögreglan sviðsetti atburðarásina í Rauðagerði í síðustu viku.\nFréttaskýringaþátturinn Kompás á visir.is segist í dag hafa heimildir fyrir því að hinn grunaði byssumaður hafi framvísað fölsku sakavottorði með umsókn sinni um dvalarleyfi hér á landi. Það hafi ekki verið afturkallað þegar það komst upp. Maðurinn var eftirlýstur í heimalandi sínu.\nRannsóknin á morðinu er ein sú umfangsmesta í Íslandssögunni. Um tíma sátu níu í gæsluvarðhaldi og fjórtán hafa réttarstöðu sakbornings. Málsskjölin fylla tíu möppur og þrír liggja ýmist undir sterkum eða rökstuddum grun um að hafa komið að verknaðinum með einum eða öðrum hætt. Aðrir eru meðal annars grunaðir um önnur brot ótengd morðinu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"262","intro":"Nýtt sóttkvíarhótel verður opnað á Hótel Kletti við Mjölnisholt í Reykjavík í dag. Farþegum sem ýmist þurfa eða kjósa að vera á sóttkvíarhóteli hefur farið fjölgandi að undanförnu og í nótt voru um 400 gestir á þeim tveimur hótelum sem nú eru starfandi. Von er á átta farþegavélum til landsins í dag. Þar af eru tvær frá hááhættusvæðum með nýgengi smita yfir 700. Gunnlaugur Bragi Björnsson upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að sóttkvíarhótelin séu við það að fyllast.","main":"Nú er bara gestafjöldi á þessum tveimur sem fyrir voru hérna á höfuðborgarsvæðinu orðinn það mikill\nað við þorum ekki annað en að opna það þriðja til þess að geta örugglega tekið á móti þeim fjölda sem má búast við í dag og næstu daga\nÞað er í rauninni orðið mjög þéttsetið sérstaklega í Þórunnartúni þannig að það er betra að geta aðeins dreift álaginu á milli staða. Mun þetta duga til eða sjáið þið fram á að það þurfi að opna fleiri hótel á næstu vikum og mánuðum? Það er erfitt að segja. En við teljum að miðað við þann damb sem hefur verið í fjöldanum sem er að koma og þeim sem hafa verið að fara út eftir seinni skimun dag frá degi undanfarið þá ætti þetta að duga okkur í einhvern tíma að minnsta kosti\nEn farþegavélunum sem eru að koma til landsins fer fjölgandi og mun eflaust gera það eftir því sem líður á mánuðinn. Þannig að ég ætla alls ekki að útiloka að það komi til þess að við opnum fleiri. Eruð þið með nægilega marga starfsmenn til að takast á við þetta aukna verkefni? Það er veirð að fjölga starfsfólki og er verið að gera það eftir því sem gestafjöldinn heldur áfram að fara upp á við","summary":"Nýtt sóttkvíarhótel með rúmlega 80 herbergjum verður opnað í Reykjavík í dag. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir þau sem fyrir eru séu við það að fyllast. "} {"year":"2021","id":"262","intro":"Otti Rafn Sigmarsson, félagi í björgunarsveitinni Þorbirni er við gosstöðvarnar segir magnað að heyra og sjá kvikustrókana í gígnum. Þar sem hann stóð þegar fréttastofa tók hann tali rétt fyrir tólf taldi hann sinubruna vera það sem veldur reyknum í hlíðinni.","main":"Þegar maður horfir hérna yfir nýja hraunið og þá er augljóst sinubruni eða mosabruni vestan við gosstöðvarnar sem maður sér sko. Þetta er mikill reykur og mikill gróður þarna og þetta virðist hafa náð einhverju flugi og brennt stóran hring þarna í hlíðina.\nVið vitum ekkert hvað er að gerast undir þessum sinubruna. núna brennur sina og það er ekki merki um neina kviku eða neitt, en svo veit maður ekki hvað gerist sko.\nEru margir núna? já það eru þó nokkrir sko, en ekkert eins og í gærkvöldi. en það eru nokkuð margir. Það var mikil aðsókn þá og eiginlega ótrúlegt mannhaf sem myndaðist hérna.\nEn hvernig er að sjá þetta, nú er búið að færast meiri virkni í gíginn og hann fer rosalgea hátt upp, við sjáum hann úr Efstaleiti?\nJá þetta er svolítið magnað. Maður heyrir það rosalega vel þegar það slökknar í honum og svo er allt í einu eins og hann rífi sig í gang aftu rmeð ægilegum látum, það er mjög flott að sjá þetta.","summary":null} {"year":"2021","id":"262","intro":"Nærri 3.700 létust úr Covid-19 á Indlandi í gær og hafa aldrei verið fleiri. Sjúkrahús um allt land eru full og súerefnisbirgðir litlar sem engar. Ástandið er einnig slæmt víða í Suður-Ameríku og í fleiri ríkjum Asíu.","main":"Nánast hvern einasta dag eru vafasöm met slegin á Indlandi. Ríflega 392 þúsund greindust smituð í gær, örlítið færri en í fyrradag þegar fleiri en 400 þúsund greindust og nálgast staðfest smit 20 milljónir í þessu næst fjölmennasta ríki heims. Enn virðist önnur bylgja faraldursins geisa stjórnlaust og í stórborgum eins og Nýju Delí hleypur fólk örvæntingafullt á milli sjúkrahúsa í leit að plássi fyrir fárveika ástvini sína. Tugir hafa látist eftir að sjúkrahús urðu uppskroppa með súrefni. Í gær var ákveðið leyfa öllum eldri en átján ára að mæta í bólusetningu, en framboð á bóluefni of lítið í flestum ríkjum landsins. Aðeins rétt rúm níu prósent Indverja hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni og af þeim eru tvö prósent fullbólusett. Indverjar hafa notað tvö bóluefni, Astrazeneca og indverska bóluefnið covaxin. Nýlega var rússneska bóluefnið Spútnik fimm samþykkt þar í landi og komu fyrstu skammtarnir í dag, 150 þúsund.\nÁstandið á faraldrinum er slæmt víðar um heim. Á heimsvísu hefur smitum fjölgað í níu vikur samfleytt og skráðum dauðsföllum í sex vikur. Í heilt ár hefur Alþjóðaheilbrigðiðsstofnunin ítrekað bent á að allur heimurinn sé í þessu saman, enginn sé öruggur fyrr en allir eru öruggir. Í Íran var einnig skráður mesti fjöldi dauðsfalla á einum degi í gær og Tyrkir hafa gripið til harðra sóttvarnaraðgerða vegna fjölda smita þar. Þá er staðan slæm í mörgum ríkjum Suður-Ameríku. Í Brasilíu deyja enn flestir úr sjúkdómnum á hverja milljón íbúa. Önnur bylgja faraldursins herjar á Argentínu og nálgast staðfest smit þar þrjár milljónir.","summary":"Nærri 3.700 létust úr COVID-19 á Indlandi í gær, fleiri en nokkru sinni áður. Ástandið á faraldrinum er einnig slæmt í fleiri ríkjum Asíu og víða í Suður-Ameríku."} {"year":"2021","id":"262","intro":"Fjármálaráðherra segir að athugasemdir sem gerðar voru við fyrirhugaðar lagabreytingar um eignarhald í færeyskum sjávarútvegi hafi ekki verið þrýsingur. Fjárfestingar Íslendinga þar hafi verið á grundvelli fríverslunarsamnings, og lagabreytingar hefðu sett þær á brunaútsölu.","main":"Högni Hoydal fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Færeyja sagðist í þættinum Dagur og vika í færeyska Kringvarpinu í síðasta mánuði að hann hefði upplifað pólitískan þrýsting frá Íslandi, meðal annars frá fyrirtækjum, stjórnmálamönnum og ráðherrum og þrýstingurinn tengdist Sjálfstæðisflokknum. Þetta hafi tengst vinnu við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfi Færeyinga og eignarhald í færeyskum sjávarútvegi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki hafi verið þrýst á Færeyinga.\nNei, nei, nei ég held að þetta sé nú einhver regin misskilningur. Það hefur verið í gildi fríverslunarsamningur þar sem að ákveðin prinsip eru til grundvallar, en Færeyingarnir vildu fara að breyta því, að það sem áður hafði verið í lagi, að fjárfestingar íslenskra aðila í Færeyjum væru lögmætar. Það er mjög snúið mál þegar menn ætla að vinda ofan af slíku vegna þess að eignarhlutirnir geta orðið verðlausir bara í einni svipan.\nSegir Bjarni Benediktsson. Því hafi verið eðlilegt að koma athugasemdum á framfæri við Færeyinga um að þeir gætu ekki með einfaldri lagabreytingu sett eignir á brunaútsölu.\nEf menn hafa athugasemdir við það þá finnst mér menn ganga býsna langt.\nÞað hefur verið haft samband við þá út af því?\nJá, já það var komið á framfæri athugasemdum vegna þess að þetta varðaði beina íslenska hagsmuni.\nFríverslunarsamningurinn milli Íslands og Færeyja gengur undir nafninu Hoyvikursamningurinn og var hann undirritaður árið 2005. Bjarni segir að íslensk stjórnvöld hafi viljað, í samræmi við samninginn, viðhalda frjálsum og opnum viðskiptum við Færeyinga, sem hafi gagnast vel. Hann vill ekki skilgreina það sem þrýsting.\nNei, ég veit ekki af hverju menn kalla það þrýsting, það eru ekki nema eðlilegar athugasemdir að eignir manna verði ekki seldar á brunaútsölu.","summary":"Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ekki hafi verið þrýst á Færeyinga vegna fyrirhugaðra lagabreytinga á eignarhaldi í færeyskum sjávarútvegi, heldur hafi athugasemdum verið komið á framfæri svo eignir íslenskra fjárfesta þar yrðu ekki seldar á brunaútsölu."} {"year":"2021","id":"262","intro":"Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna eru mishrifnir af efnahagsaðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var á föstudag. Að mörgu leiti sé hann skref í rétta átt en aðrir segja hann of lítið, of seint.","main":"Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segist hrifinn að ýmsu sem fram kemur í aðgerðunum. Það hafi blasað við að framlengja þyrfti ýmsar aðgerðir og koma fram með nýjar.\nVið hefðum viljað sjá ríkisstjórnina bregðast fyrr við af meiri krafti og taka undir tillögur okkar og verkalýðshreyfingarinnar um að lengja tekjutengdar atvinnuleysisbætur, hækka grunnbætur og lengja tímabilið vegna þess að nú eru hundruðir að detta út af atvinnuleysisbótakerfinu og þurfa þá væntanlega að reiða sig á félagsaðstoð og hjálparsamtök. Þannig að það má segja, þetta er gott skref gott skref, en alltof lítið og alltof seint\nBjörn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir þingmenn ekki hafa fengið upplýsingar um gang aðgerða.\nÞannig að það er í raunnni mjög erfitt að leggja mat á það hvort að þessar aðgerðir komi til móts við þann vanda sem við glímum við, sem er að vissu leiti sjálfskipaður miðað við stöðu atvinnuleysiss þar sem hefur verið lögð áhersla á að fólk bara bíði. Fari ekki og finni aðra vinnu eða búi til aðra vinnu heldur bara bíði á atvinnuleysisbótum eða hlutabótum. Þannig að atvinnuleysið er í rauninni sjálfskipað vandamál hjá ríkisstjórninni.\nInga Sæland, formaður Flokks fólksins segir kosningalykt af aðgerðunum\nÉg segi bara gleðileg jól í raun og veru. Það kemur ekkert á óvart, svona rétt fyrir kosningar að eitthvað sé frekar að gert. Þetta var stór aðgerðapakki. Við vitum ekki verðmiðann á honum en þetta hleypur á milljöðrum, en ég er alveg sammála því sem fjármálaráðherra segir að þessum peningum er vel varið, þeir eru í rauninni nauðsynlegir. Hvað okkur varðar þá hefðum við viljað setja mun meira fjármagn, og finnst þeim peningum líka vel varið, ég hefði haft hærri fjárhæðir til að taka utan um lægstu hópana.","summary":null} {"year":"2021","id":"262","intro":"Skipulagt áætlunarflug frá Bandaríkjunum að frátöldu flugi Icelandair hófst í morgun þegar Boeing 757 vél Delta flugfélagsins frá New York lenti á Keflavíkurflugvelli. Bandarískir farþegar voru ánægðir að komast loks til útlanda.","main":"Aðeins fullbólusettir Bandaríkjamenn mega koma til landsins. Nú er þriðjungur Bandaríkjamanna fullbólusettur. Flugfélagið verður með daglegt flug frá Bandaríkjunum, nú frá New York, en Boston og Minneapolis bætast við í lok maí. United Airlines verður með flug frá Chicago og New York. Þá ætlar Air Canada líka að bjóða upp á ferðir. Mestu munar þó um Ameríkuflug Icelandair en félagið flýgur til tíu borga vestanhafs í sumar.\nHjólin eru aðeins farin að snúast. Nú sjáum við það hverju það skilar að bólusetningar bæði hér og í löndunum í kringum okkur eru farnar að ganga betur og hraðar. Og áhuginn frá til dæmis Bandaríkjamönnum sem eru orðnir bólusettir eða hafa fengið Covid áður er töluverður. Þannig að já ég vonast til þess að núna svona séu þetta merki um það að ferðamannasumarið sé að hefjast.\nSagði Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í komusal Keflavíkurflugvallar í morgun. Með vélinni í morgun komu 130 farþegar. Þeir framvísa bólusetningarvottorðum við komu og fara í sýnatöku. Þótt farþegarnir væru þreyttir eftir næturflugið voru þeir spenntir að komast til útlanda eins og þau Tess Mckenna og Andrew Schilling sem hafa haldið sig innandyra í New York mjög lengi. Þau eru með marga áfangastaða í huga til að skoða í rúmlega viku dvöl sinni hér:\nWe are going to the Golden Circle, the Westfjords, I´m sorry how I pronounce this, the Snaefellsjokulpeninsula. We are hoping to do a lot of outdoor time and hiking. A lot of hiking, enjoying the beautiful scenery and everything around Iceland.","summary":"Flugvél bandaríska flugfélagsins Delta lenti í morgun á Keflavíkurflugvelli með 130 farþega frá New York. Delta hefur ekki flogið hingað síðan haustið 2019 en verður með daglegt flug hingað í sumar frá þremur borgum.. "} {"year":"2021","id":"262","intro":"Sala nýrra bíla í landinu virðist vera að glæðast ef marka má tölur Bílgreinasambandsins fyrir aprílmánuð. Almenningur og fyrirtæki keyptu um 110% fleiri bíla nú en í fyrra og sala til bílaleiga margfaldaðist.","main":"Heildaraukningin í sölu nýrra bíla fyrstu fjóra mánuði ársins nemur 0,6 prósentum samanborið við sama tíma á síðasta ári. Alls var skráður 781 nýr fólksbíll á Íslandi í apríl en 372 í fyrra. Sautján fleiri nýir bílar seldust það sem af er ári en í fyrra, 2.870 nú en 2.853 árið 2020.\nÍ tilkynningu Bílgreinasambandsins segir jafnframt að einstaklingar hafi keypt 379 fólksbíla í apríl núna en 269 á liðnu ári. Því er aukning í sölu til almennings 40,9% milli ára. Yfir 65% nýrra bíla eru svokallaðir nýorkubílar en hlutfallið var 61% á sama tíma fyrir ári. Fyrirtæki keyptu nú tvöfalt fleiri bíla í apríl en í fyrra eða 140 nú á móti 70 þá. Heildaraukning á sölu bíla til fyrirtækja nemur því um níu af hundraði. Sala til bílaleiga hefur einnig glæðst verulega en þær keyptu 260 bíla í apríl á móti 30 á liðnu ári. Heildarsalan til þeirra er þó ögn minni það sem af er þessu ári en var 2020.","summary":null} {"year":"2021","id":"262","intro":"Karlalandslið Íslands í handbolta leikur lokaleik sinn í undankeppni Evrópumótsins 2022 gegn Ísrael í dag. Íslenska liðið er þegar öruggt með sæti í lokakeppninni en vill ljúka undankeppninni með stæl.","main":"Ísland er í 2. sæti undanriðilsins, tveimur stigum á eftir Portúgal. Sigur í riðlinum er enn innan seilingar ef Ísland leggur Ísrael í dag og Litáen skellir Portúgal, toppliði riðilsins, á sama tíma. Ísland missti toppsæti riðilsins á fimmtudag eftir 29-27 tap gegn Litáen og það tap svíður enn.\nSagði Aron Pálmarsson, fyrirliði, á æfingu íslenska liðsins í gær. Hann segir leikmenn liðsins staðráðna í að bæta fyrir slakan leik á fimmtudag.\nLeikur Íslands og Ísrael er á Ásvöllum klukkan fjögur í dag. Engir áhorfendur eru leyfðir en leikurinn er sýndur beint á RÚV og hefst útsending klukkan hálffjögur.\nTveir leikir voru í fyrstu umferð úrvalsdeildar karla í fótbolta í gærkvöldi. Stjarnan tók á móti nýliðum Leiknis í Garðabæ og gerðu liðin markalaust jafntefli. FH sótti þrjú stig í greipar Fylkis í Árbæ með 2-0 sigri. Steven Lennon og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk FH. Fyrstu umferð lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Nýliðar Keflavíkur sækja Víkinga heim í Fossvoginn og Breiðablik tekur á móti KR í Kópavogi. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15.\nKvennalið Vals í körfubolta er með deildarmeistaratitilinn í augsýn eftir leiki gærkvöldsins í úrvalsdeildinni. Valur lagði Hauka með 66 stigum gegn 58 og getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn í næstu umferð, sem er næstsíðasta umferð deildarinnar. Valur er með 4 stiga forskot á Keflavík, sem vann Fjölni 87-85 í gær. Loks lagði Breiðablik botnlið KR í gær, 76-65, og fellur KR í 1. deild ef Snæfell vinnur Skallagrím í lokaleik umferðarinnar í dag.","summary":"Karlalandslið Íslands í handbolta leikur lokaleik sinn í undankeppni EM 2022 í dag. "} {"year":"2021","id":"263","intro":"Atvinnuleysi, misskipting launa og hár húsnæðiskostnaður er áhyggjuefni að mati þriggja verkalýðsforingar sem voru til viðtals í Vikulokunum á Rás 1 í morgun.","main":"hvaða laun eru svona há, ég myndi bara vísa því til SA og láta þá svara fyrir það. Ég sé þetta ekki á mínu svæði\nSandra Frank formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagði einn mikilvægasti þátturinn í afkomu fólks á Íslandi vera mikinn húsnæðiskostnað.\nOg þegar þú ert búinn að greiða af húsnæðinu þínu hvort sem það er leiga eða þú ert að borga af lánum\nþá er óskaplega lítið eftir í veskinu sem þú þarft að hafa til að lifa.","summary":null} {"year":"2021","id":"263","intro":"Von er á 14 farþegavélum hingað til lands um helgina og er þetta ein stærsta ferðahelgin það sem af er þessu ári. Vélarnar eru meðal annars koma frá Þýskalandi, Hollandi og Bandaríkjunum. Viðbúið er að sóttvarnahótelin í Reykjavík fyllist á næstu dögum.","main":"Umferð um Keflavíkurflugvöll hefur ekki verið jafn mikil síðan byrjun janúarmánaðar samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Vélarnar sem lenda nú um helgina eru flestar á vegum Icelandair en einnig er von á vélum frá þýska flugfélaginu Lufthansa, spænska félaginu Vueling, Ungverska félaginu Wizz Air, lettneska félaginu AirBaltic og bandaríska félaginu Delta.\nÁslaug Ellen Yngvadóttir annar umsjónarmanna sóttkvíarhótels við Þórunnartún segir viðbúið að gestum á hótelinu fjölgi hratt á næstu dögum.\nÞað er samt alltaf erfitt fyrir okkur að reikna út hvað koma margir frá degi til dags af því þetta er svo breytilegt. En í dag er ég að búast við 75 upp í 120 manns og á morgun örugglega enn þá fleirum heldur en í dag af því það er Póllandsvél og hún er rauð og það eru alltaf svo margir farþegar sem koma til okkar þaðan\nEr pláss fyrir alla á hótelinu? Það verður pláss fyrir alla í dag og við erum með 147 herbergi laus eins og staðan er í dag þannig að við komum öllum fyrir núna. Og á morgun erum við að losa 110 herbergi þannig að ef við erum nógu snögg að þrífa þá verður pláss fyrir alla\"\nTvö sóttkvíarhótel eru nú starfandi auk farsóttarhússins við Rauðarárstíg. Áslaug segir til skoðunar að opna nýtt hótel á mánudag.\nAf því að þá eru öll flugin komin eftir helgina og þá erum við ekki að fara að tæma húsin\nfyrr en eftir fimm daga og þá eru samt alltaf einhver flug að koma á virkum dögum og með þeim þá gætum við fyllt þessi tvö hótel","summary":"Sóttkvíarhótel í Reykjavík gætu fyllst á næstu dögum. Von er á 14 vélum til Keflavíkur um helgina og hafa ekki verið fleiri frá því í byrjun janúarmánaðar. "} {"year":"2021","id":"263","intro":"Stytting vinnuvikunnar hjá þeim sem vinna vaktavinnu hjá hinu opinbera tekur gildi í dag en hjá dagvinnufólki tók hún gildi um áramótin. Tveir af hverjum þremur hjúkrunarfræðingum vinnur vaktavinnu og segir Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga áratugubaráttu vera í höfn. Vinnuvika hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu verður nú 32 til 36 stundir.","main":"Við erum búin að berjast fyrir því að 80 prósent vaktavinna væri metin sem 100 prósent. Og það er í rauninni niðurstaðan ef þú endar í 32 klukkustunda vinnuviku. Þetta bíður upp á meiri aðskilnað milli vinnu og einkalífs og á líka að tryggja gæði og öryggi þjónustunnar og það er nú það sem við viljum númer 1, 2 og 3. Þetta er bara framför sem við höfum ekki séð í yfir 40 ár.\nÞó nokkur hluti hjúkrunarfræðinga í vaktavinnu hefur aukið starfshlutfall sitt með þessari breytingu en vinnur ekki fleiri stundir en áður og fær hærri laun.","summary":null} {"year":"2021","id":"263","intro":"Fjármálaráðherra segir það hafa komið á óvart hversu mikil verðbólga mælist og hann hafi áhyggjur af því.","main":"Verðbólga síðustu tólf mánaða mældist 4,6% í apríl og hefur nú mælst yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er tvö og hálft prósent, fjóra mánuði í röð og ekki verið meiri síðan í febrúar 2013.\nMaður hefur áhyggjur af því og við þurfum að fylgjast mjög vel með því áfram. Við erum ekki komin í neina óðaverðbólgu, en það kemur á óvart að fá þessar mælingar núna, þetta er umfram það sem væntingar stóðu til um.\nSegir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann segist hafa áhyggjur af því að þetta gerist á meðan mikið atvinnuleysi sé. Húsnæðismarkaðurinn sé á mikilli uppleið, en fleira komi til, þjónusta hafi hækkað í verði og fleira. Það skipti máli að allir sem áhrif geta haft á þróunina vinni saman.\nÞar skiptir máli að verslunin í landinu fari ekki fram úr sér, það skiptir máli að það sé verið að horfa til þess í fjármálakerfinu að ýta ekki undir þessa þróun, sveitarfélögin þurfa að gá eftir því að framboð af lóðum og þar með húsnæði sé fullnægjandi og mæti eftirspurn. Seðlabankinn hefur síðan kistu af ýmsum úrræðum til þess að beita við þessar aðstæður. Við hljótum að hafa væntingar til þess að þetta róist og verðbólgan komi niður aftur og færist nær markmiðinu smám saman, en þetta er áhyggjuefni.\nBjarni segir verðbólguna ekki komna úr börnunum, en þróunin sé í öfuga átt. Gengið hafi verið stöðugt í marga mánuði og krónan aðeins styrkst.\nÞannig að maður fer að spyrja sig hvort að það sé fleira en bara húsnæðisliðurinn sem að er að hafa áhrif.","summary":null} {"year":"2021","id":"263","intro":"Baráttudagur verkalýðsins, 1. maí, verður öðru vísi í dag eins og í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki verða útifundir eða kröfugöngur heldur sjónvarpsþáttur heildarsamtaka launafólks í kvöld.","main":"En hins vegar er ekki alveg sátt um það hvernig auðæfunum er skipt. Við ættum að geta búið þannig að allir búi við öryggi og afkomu en það er svo sannarlega ekki þannig um hvað þurfi til til þess að það náist sátt í þessu samfélagi. Hvað er einfaldast að ráðast í þar? Við búm við mjög góð jöfnunartæki og við búum við tæki í okkar samfélagi sem getur gert það að verkum að þeir sem aflögu eru færir, hafa aðgang að auðlindunum okkar til dæmis, geta greitt meira inn í sameiginlega sjóði. Og það á að sjálfsögðu að vera mjög hávær krafa.\nSegir Drífa Snædal forseti ASÍ. Í ASÍ eru tveir þriðju hlutar launafólks í landinu í kringum 140 þúsund manns. Í skýrslu Kjaratölfræðinefndar sem út kom í gær kom fram að tímakaup hefði hækkað um 14 til 29 prósent síðan í mars 2019 og að þeir lægstlaunuðu hefðu hækkað mest enda var samið um krónutöluhækkanir í síðustu kjarasamningum.\nÞað er vissulega ánægjulegt að það að einhverju leyti tókst vel upp með síðustu kjarasamninga þ.a. þessi áhersla á krónutöluhækkanir hefur skilað sér. En hins vegar erum við að sjá launaskrið hjá öðrum stéttum líka og erum að fylgjast mjög vel með því hvort að launaskriðið í efstu lögunum raungerist. Við erum stöðugt að fá vísbendingar um það að varnarbaráttan fyrir lægstu kjörum er áfram barátta sem þarf að heyja á hverjum einasta degi.","summary":null} {"year":"2021","id":"263","intro":"Stjórnvöld í Noregi hafi ákveðið að lengja tímann á milli þess sem fólk fær fyrri og seinni sprautu af bóluefni. Þannig getur yngra fólk nú búist við því að fá fyrri sprautuna fimm vikum fyrr en áætlað var. Í Svíþjóð hefur bólusetningum seinkað um þrjár vikur.","main":"Lena Hallengren félagsmálaráðherra og Johan Carlson landlæknir Svíþjóðar kynntu uppfærða bólusetningaáætlun í gær.\nAccording to the new forecast, all adults over 18 years of age will have been offered their first dose in week 35, i.e. on 5 September.\"\nSamkvæmt nýju áætluninni eiga allir Svíar átján ára og eldri að hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu fimmta september. Áður var miðað við fimmtánda ágúst. Bólusetningum seinkar því um þrjár vikur. Fyrir þessu eru nokkar ástæður segir Carlson.\nThe Public Health Agency has decided to suspend the use of Janssen`s vaccine in Sweden, as you already know. This is because of suspected increased risk of rare, very rare even, serious side effects mainly in younger people.\nBóluefni Janssen hefur ekki enn verið tekið í notkun vegna gruns um að sjaldgæfir blóðtappar gætu verið afar sjaldgæf aukaverkun, einkum í yngra fólki. Hann segir að það gæti farið svo að notkun á þessu bóluefni verið takmörkunum háð.\nStjórnvöld í Noregi hafa ákveðið að lengja tímann á milli fyrri og seinni sprautu. Nú líða 12 vikur á milli skammta frá Pfizer og Moderna í stað sex. Þetta á aðeins við um þau sem eru yngri en 65 ára og eru ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Breytingin tekur gildi strax á mánudag og segja stjórnvöld þetta gert þar sem fyrri skammturinn veitir fína vörn gegn COVID-19. Vegna þessa getur fólk á aldrinum 18 til 44 ára nú átt von á að fá sína fyrri sprautu allt að fimm vikum fyrr en áður var áætlað, seinni partinn í júlí í stað undir lok ágústmánaðar.\nBóluefni Astrazeneca er ekki notað Noregi né Danmörku. Fólk eldra en 65 ára fær það hins vegar hér á Íslandi, í Svíþjóð og Finnlandi. Enn sem komið er Ísland eina ríkið af þessum fimm sem hefur þegar ákveðið að taka bóluefni Janssen í notkun.","summary":"Bólusetningum seinkar um þrjár vikur í Svíþjóð á meðan yngra fólk í Noregi má búast við því að fá fyrri sprautuna fimm vikum fyrr en áætlað var. "} {"year":"2021","id":"263","intro":"Joe Biden forseti Bandaríkjanna sagði í vikunni í ræðu á þingi að mikill viðsnúningur hefði orðið í Bandaríkjunum frá því hann tók við völdum fyrir 100 dögum. Enga uppgjör væri að finna á Bandaríkjamönnum. Bogi Ágústsson tók saman.","main":"Stjórnmálaskýrendur telja flestir að allt annar bragur sé á fyrstu mánuðum stjórnartíðar Bidens en Trumps fyrir fjórum árum. Gengið hafi verið skipulega til verka, stjórnin í Washington sé skipuð reyndu og hæfu fólki og stefnan sé skýr. Þá er nefnt að Kamala Harris, varaforseti, gegni veigameira hlutverki en hafi gengið og gerst um fyrri varaforseta. Sigríður Rut Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður, stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum og fylgist gjörla með stjórnmálum vestra. Hún segir að mikill munur sé frá forsetatíð Donalds Trumps.\nSjálfur sagði Joe Biden í ræðu í þinginu í vikunni að þetta hefðu verið eitt hundrað dagar björgunar- og endurnýjunarstarfa, hann teldi Bandaríkin reiðubúin til að lyfta sér flugs. Við erum aftur í vinnu, dreymir drauma, uppgötvum hluti og erum í forystu í heiminum á ný. Við höfum sýnt hvert öðru og heiminum að það er engin uppgjöf í Ameríku, engin.\nAfter 100 days of rescue and renewal, America is ready for a takeoff, in my view. We're working again, dreaming again, discovering again and leading the world again. We have shown each other and the world that there's no quit in America, none\nAfter 100 days of rescue and renewal,\nJohn Kennedy, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Louisiana, sagði að Biden hefði í ræðu sinni í þinginu hafa getað sparað sér mikinn tíma með því að segja einfaldlega það sem hafi verið kjarninn í máli hans, ég er Biden forseti, ég vil að þið sendið frelsi ykkar og allar eigur til Washington.\nNánar er fjallað um stöðuna í bandarískum stjórnmálum í Heimskviðum sem eru á dagskrá Rásar-1 að loknum hádegisfréttum.","summary":null} {"year":"2021","id":"263","intro":"Úrvalsdeild karla í fótbolta fór af stað í gærkvöldi með einum leik. Íslandsmeistarar Vals byrjuðu titilvörnina þegar þeir tóku á móti ÍA að Hlíðarenda.","main":"Fyrri hálfleikur var markalaus í gærkvöldi en á 55. mínútu skoraði Patrick Pedersen fyrsta mark Íslandsmótsins þetta sumarið fyrir Valsmenn. Kristinn Freyr Sigurðsson bætti við öðru marki fyrir Val á 72. mínútu og 2-0 fór og Valsmenn hefja titilvörnina því á sigri.\nSagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, áður heyrðum við í Heimi Guðjónssyni, þjálfara Vals. Þrír leikir eru í deildinni í dag. Klukkan fimm mætast HK og KA í Kórnum og þegar klukkan er korter gengin í átta tekur Fylkir á móti FH og Stjarnan fær nýliða Leiknis í heimsókn. Umferðinni lýkur svo annað kvöld með tveimur leikjum.\nKeflavík tryggði sér í gærkvöldi deildarmeistaratitil karla í körfubolta þegar liðið lagði KR í Sláturhúsinu með 95 stigum gegn 87. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2008 sem Keflavík verður deildarmeistari. Keflavík er með 34 stig eftir 19 leiki, átta sigum meira en Stjarnan og Þór Þorlákshöfn. Þórsarar lögðu Val með 98 stigum gegn 96 í gærkvöldi og stöðvuðu sex leikja sigurhrinu Valsliðsins. Valur er í fjórða sæti með 20 stig.\nÍR féll í gærkvöldi úr úrvalsdeild karla í handbolta eftir tap gegn Gróttu, 32-26. ÍR hefur tapað öllum 17 leikjum sínum í vetur. Grótta fjarlægðist fallið með sigrinum og er nú fjórum stigum á undan Þór Akureyri sem er í hinu fallsætinu. Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þau að Stjarnan og FH gerðu jafntefli, 30-30, Selfoss lagði ÍBV í eyjum, 27-26, og Haukar rúlluðu yfir Þór Akureyri, 36-17. Haukar juku forskot sitt í efsta sæti í fimm stig og með 29 stig en FH er með 24 í öðru sæti. 17 umferðum af 22 er lokið.\nÍslandsmótinu í skák lauk í gærkvöldi. Hjörtvar Steinn Grétarsson var með hálfs vinnings forskot á Jóhann Hjartarson fyrir lokaumferðina og spennan því talsverð. Jóhann lagði Hannes Hlífar Stefánsson og setti pressu á Hjörvar Stein. Hann stóð undir þeirri pressu því Hjörvar Steinn lagði Sigurbjörn Björnsson og tryggði sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Jóhann varð í öðru sæti og fráfarandi Íslandsmeistari, Guðmundur Kjartansson, þriðji.","summary":null} {"year":"2021","id":"264","intro":"Efling hefur krafist þess að Gildi lífeyrissjóður beiti sér fyrir óháðri rannsókn á viðskiptum sínum við Init ehf. Framkvæmdastjóri félagsins segir sjóðfélaga eiga rétt á að öll spil séu lögð á borðið.","main":"Fjallað var um fyrirtækið Init ehf. og viðskipti lífeyrissjóða og stéttarfélaga við það í þætti Kveiks í gær. Init rekur kerfi sem lífeyrissjóðir nota til að halda utan um öll iðgjöld, sjóðfélagalán og önnur réttindi en í Kveik kom fram að Init hefði átt í hundraða milljóna viðskiptum við systurfélag sitt og þrjú félög í eigu lykilstjórnenda.\nViðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að Reiknistofa lífeyrissjóða hafi neitað að veita félaginu aðgang að samningum sem Reiknistofan gerði við Init um verðskrá fyrir hönd sjóðanna.\nÞví er haldið um að það ríki um þetta trúnaður og þá væntanlega trúnaður gagnvart Init en þetta kemur mér spánskt fyrir sjónir því að framkvæmdastjóri Init hefur sjálfur sagt og staðfest skriflega að hann telji að svo sé ekki.\nEfling hefur nú krafist þess að stjórn Gildis - lífeyrissjóðs beiti sér fyrir óháðri rannsókn á viðskiptum við Init ehf. Þá þurfi Reiknistofa lífeyrissjóða að leggja öll spilin á borðið.\nÞað er sameiginlegt hagsmunamál allra lífeyrissjóðanna sem í hlut eiga og verkalýðsfélaganna sem eru búin að standa í þessum viðskiptum og greiða þetta dýrum dómum og beint úr vösum félagsmanna og sjóðfélaga núna árum saman.","summary":"Efling hefur krafist óháðrar rannsóknar á viðskiptum lífeyrissjóðanna við Init ehf., sem hefur séð um tölvukerfi þeirra. Reiknistofa lífeyrissjóða hefur ekki birt samninga sína við fyrirtækið."} {"year":"2021","id":"264","intro":"Bjartsýni gætir hjá Icelandair þrátt fyrir tekjulækkun og tap á fyrsta fjórðungi ársins 2021. Það má einkum þakka velgengni í fraktflutningi og góðu gengi í bólusetningum beggja vegna Atlantshafsins.","main":"Tekjur Icelandair af fraktflugi urðu til þess að auka tekjur félagsins ásamt að búist er við að samþætting innanlandsflugsins við millilandaflugið minnki kostnað og auki tekjur. Heildartekjur félagsins lækkuðu um 73% fyrsta ársfjórðunginn og tap þess nemur um 3,9 milljörðum. Eiginfjárhlutfall félagsins er 23% leiðrétt fyrir tímabundnum áhrifum áskriftarréttinda en var 25% í upphafi árs. Þó er talið að bjartari horfur séu framundan, að flugferðum fjölgi og framboð aukist enda miðar vel í bólusetningum við kórónuveirunni vestan hafs og austan. Markaðsherferð í Bandaríkjunum hefur orðið til þess að bókunum hingað til lands hefur fjölgað enda hefur eldgosið í Geldingadölum vakið mikla athygli.\nÞótt ekki verði gefin út afkomuspá fyrir árið 2021 vegna áframhaldandi óvissu segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair að félagið sé í góðri stöðu til að takast á við hana og grípa tækifæri til framtíðar.","summary":null} {"year":"2021","id":"264","intro":"Það kostar rúmlega 650 milljónir að laga og rífa húsnæði Borgarbyggðar í Brákarey. Byggingunum var lokað fyrr í vor af byggingarfulltrúa og slökkviliði vegna brunahættu.","main":"Samkvæmt skýrslu frá Verkís er þörf á að annaðhvort rífa eða endurbyggja töluverðan hluta af húsnæði Borgarbyggðar í Brákarey. Húsnæðið skiptist í fimm byggingar, og í þeim hefur fjöldi fyrirtækja, einstaklinga og félagasamtaka haft starfsemi - þar á meðal fornbílaklúbbur, golfklúbbur, frumkvöðlasetur og áhaldahús. Þeir hafa allir annaðhvort þurft að færa starfsemi sína eða stöðva hana vegna lokunarinnar. Verkís metur það sem svo að 654 milljónir muni kosta að gera byggingarnar nothæfar að nýju. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri, segir það fé ekki á reiðum höndum.\nÞetta er helmingurinn af því framkvæmdafé sem sveitarfélagið ætlar að nota á fjögurra ára tímabili til fjárfestingar, til að setja þetta í einhver hlutföll.\nHúsnæðinu var lokað með tveggja daga fyrirvara í febrúar vegna eldhættu. Enn er bannað að fara inn í húsið og hefur hluti þess verið innsiglaður. Á fundi með leigutökum var farið yfir næstu skref.\nNæsta skref er í rauninni bara ræða við húsnæðis og mannvirkjastofnun, fara yfir þessa skýrslu Verkís með byggingarfulltrúum og eldvarnareftirliti og slökkviliði, sjá hvort það séu einhverjar leiðir fyrir sveitarfélagið til að geta haldið einhverri starfsemi opinni.\nÞar á meðal hvort hægt verði að hafa safn fornbílaklúbbsins opið fyrir gesti í sumar. Skoða þurfi þó stöðuna vel fyrst áður en hægt sé að komast að niðurstöðu.","summary":null} {"year":"2021","id":"264","intro":"Skautafélag Akureyrar varð í gærkvöld Íslandsmeistari karla í íshokkí. SA lagði Fjölni að velli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu í Skautahöllinni á Akureyri.","main":"Skautafélag Akureyrar var 2-0 yfir í einvíginu gegn Fjölni þegar kom að leiknum í Skautahöllinni á Akureyri í gær en Jóhann Leifsson kom SA yfir í fyrsta leikhluta. Staðan var 1-0 alveg þangað til Axel Orongan breytti stöðunni í 2-0 seint í þriðja leikhluta og Jóhann bætti svo við öðru marki í tómt mark gestanna og lokatölur 3-0. SA-ingar urðu þar með Íslandsmeistarar í 22. skipti en kvennalið félagsins varð Íslandsmeistari síðustu helgi.\nAndri Már Mikaelsson, fyrirliði SA, hefur margoft orðið Íslandsmeistari og hann segir það bara verða skemmtilegra og skemmtilegra með hverjum titli.\nSagði Andri Már Mikaelsson, fyrirliði Íslandsmeistara SA eftir leikinn í gærkvöld.\nOg nú rétt fyrir hádegið var dregið í riðla fyrir undankeppni HM kvenna í fótbolta sem fram fer í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi 2023. Ísland dróst í C-riðil ásamt Evrópumeisturum Hollands sem er jafnframt silfurliðið frá HM 2019, en auk Íslands og Hollands eru Tékkland, Hvíta-Rússland og Kýpur í riðlinum. Undankeppnin hefst í september.\nHöttur er komið úr fallsæti eftir leiki gærkvöldsins í úrvalsdeild karla í körfubolta. Höttur lagði Þór Akureyri en Njarðvík, sem tapaði fyrir Stjörnunni, er komið á botn deildarinnar. Njarðvíkingar, sem eru sautjánfaldir Íslandsmeistarar, eru með jafnmörg stig og Haukar og Höttur. Haukar lögðu Tindastól í gær og hafa nú unnið þrjá leiki í röð eftir að Sævaldur Bjarnason tók við þjálfun liðsins. Í síðasta leik gærkvöldsins vann Grindavík mikilvægan sigur á ÍR í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Í kvöld lýkur 19. umferðinni með leikjum Keflavíkur og KR og Þórs Þorlákshafnar og Vals.\nValur og Fram mættust í afar mikilvægum leik upp á sæti í úrslitakeppni í úrvalsdeild karla í fótbolta í kvöld. Leikið var á Hlíðarenda og Valur hafði betur í æsispennandi leik, 26-24.\nOg í dag ráðast úrslitin á Íslandsmótinu í skák. Hjörvar Steinn Grétarsson náði í gær hálfs vinnings forskoti á Jóhann Hjartarson en fari svo að allt verði jafnt eftir lokaumferðina sem hefst klukkan þrjú í dag verður teflt til þrautar á morgun og þá með skemmri umhugsunartíma.","summary":null} {"year":"2021","id":"264","intro":"Sjálfstæðisflokkur bætir við sig fylgi, Samfylking og Píratar dala í nýrri könnun MMR","main":"Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl.\nBenda greinendur MMR á að það sé svipaður kippur og Sjálfstæðisflokkurinn tók við upphaf kórónuveirufaraldursins í fyrra. VG bætir við sig um þremur prósentum og er með hátt í þrettán prósent en þriðji stjórnarflokkurinn Framsókn fær einu prósentustigi minna en í síðustu könnun - segjast 10 og hálft prósent myndu kjósa hann.\nÞá dregst fylgi Samfylkingar saman um fjögur prósentustig, stendur í rúmlega ellefu prósentum og fylgi Pírata hefur minnkað um álíka mikið; mælist tæp 10%.\nSex prósent segjast myndu kjósa Sósíalistaflokk Íslands, álíka margir og kysu Miðflokkinn en fylgi hans hefur minnkað um rúmt prósentustig. Fylgi Flokks fólksins er álíka og var í síðustu könnun, tæplega 5%.\nEnn nýtur ríkisstjórnin stuðnings meirihluta þeirra sem tóku þátt í könnuninni. Stuðningur við hana er rúm 56% og hefur aukist um tæplega 4 prósentustig á þeim mánuði sem er frá síðustu könnun.\nFylgi Viðreisnar mældist nú tæp 9% og mældist 10% í síðustu könnun. Gleymdist í pistlinum.","summary":"Sjálfstæðisflokkur bætir við sig fylgi, Samfylking og Píratar dala í nýrri könnun MMR"} {"year":"2021","id":"264","intro":"Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Ísrael eftir að 45 létust þegar áhorfendapallur gaf sig á fjölmennri trúarhátíð. Á annað hundrað slösuðust.","main":"Að minnsta kosti fjörutíu og fimm létust og á annað hundrað slösuðust þegar áhorfendapallur gaf sig á fjölmennri trúarhátíð í Ísrael í nótt. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í landinu.\nHátíðin var haldin í þorpinu Meron í norðurhluta Ísraels. Leyfi hafði verið gefið fyrir því að þrjátíu þúsund manns mættu koma þar saman til að fagna upphafi Lag BaOmer hátíðarinnar. Allt að níutíu þúsund mættu, að sögn ísraelskra fjölmiðla, einkum strangtrúaðir gyðingar. Fólkið sem lést var flest allt úr sama söfnuðinum í Jerúsalem. Þeirra á meðal voru fimm börn og unglingar undir sextán ára aldri. Um 150 slösuðust. Að minnsta kosti sex eru í lífshættu. 250 sjúkrabílar voru sendir á staðinn ásamt sex sjúkraþyrlum. Þá voru 300 tómar rútur sendar til þorpsins til að flytja fólkið heim.\nBenjamín Netanyahu forsætisráðherra fór á slysstaðinn í morgun. Hann sagði að slysið væri eitt hið alvarlegasta í sögu Ísraels. Þjóðarsorg verður í landinu á sunnudag. Rannsókn hefur verið fyrirskipuð til að komast að því hvað fór úrskeiðis í Meron í nótt. Stjórnvöldum hafa borist samúðarkveðjur hvaðanæva að í dag, meðal annars frá fulltrúum erlendra ríkja og trúarsöfnuðum.","summary":"Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Ísrael eftir að 44 létust þegar áhorfendapallur gaf sig á fjölmennri trúarhátíð. Á annað hundrað slösuðust."} {"year":"2021","id":"265","intro":"Nefnd, sem falið var að meta viðbrögð norskra stjórnvalda við kórónuveirufaraldrinum, telur að yfirvöld hefðu að einhverju leyti getað komið í veg fyrir útbreiðslu COVID-smita hefðu þau hlustað á viðvaranir frá Íslandi varðandi skíðasvæði í Tíról í Austurríki. Áhrifin af þeim aðgerðum hefðu þó líkast til verið takmörkuð.","main":"Skýrslan er umfangsmikil, rúmlega 450 síður og var afhent Ernu Solberg, forsætisráðherra noregs, um miðjan þennan mánuð.\nÍ lok febrúar í fyrra voru aðeins sjö með staðfest smit í Noregi. Nokkrum dögum seinna eða aðfaranótt 5. mars barst tilkynning frá Íslandi um að hópur ferðamanna, sem hafði verið á skíðum í Tíról, hefði greinst með COVID-19. Tilkynningin bar þess merki að mögulega væri smit útbreiddara á þessu svæði en opinberar tölur sögðu til um.\nÞremur dögum eftir að tilkynningin barst frá íslandi ákváðu norsk yfirvöld að lýsa Tíról sem há-áhættusvæði og farþegar þaðan hvattir til að fara í sóttkví og sýnatöku.\nNorðmenn eru ekki eina Norðurlandaþjóðin sem horfir til Ischgl því dönsk yfirvöld sættu líka nokkurri gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við tilkynningunni frá Íslandi. Ischgl var ekki sett á lista yfir áhættulista fyrr en 9. mars sem mörgum fannst sérkennilegt í ljósi þess að margir Danir höfðu verið þar á ferðalagi.","summary":null} {"year":"2021","id":"265","intro":"Bandarísk fyrirtæki og ríkt fólk verður að greiða sanngjarnan hlut af tekjum sínum í skatta. Þetta sagði Joe Biden í fyrstu þingsræðu sinni eftir að hann tók við embætti Bandaríkjaforseta. Þá sagðist hann ekki vilja auka spennu í samskiptum við Rússland og Kína.","main":"Þessi fyrsta ræða markaði á margan hátt tímamót. Til að mynda hafa aldrei jafn fáir hlýtt á ræðuna á staðnum í seinni tíð, vegna COVID-19 faraldursins. En Joe Biden byrjað á að vísa í önnur tímamót.\nÞað hefur ekki gerst áður að tvær konur sitji að baki forsetanum þegar hann heldur þessa ræðu - Kamala Harris varaforseti og Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar þingsins. Biden sagði það hafa verið löngu orðið tímabært.\nEn Biden kom víða við í ræðu sinni. Eins og áður hafði verið greint frá boðaði hann skattahækkanir á fyrirtæki og auðmenn, en með því ætlaði hann að koma á umbótum, bæði félagslegum og til að skapa störf, án þess að það fæli í sér hallarekstur. Auðmenn og stórfyrirtæki þurfi að greiða sinn hlut í samfélagsrekstrinum. Hann sagði atvinnuáætlunina fjárfestingu í Bandaríkjunum til heillar kynslóðar.\nÞá sagðist hann hvorki vera að leitast eftir deilum við Kína né Rússland.\nBiden segist hafa sagt það við Pútín, en jafnframt að það hefði afleiðingar ef það sem þeir væru sakaðir um reyndist rétt, og það var raunin. Þar var hann að tala um afskipti af kosningum og netárásir á stofnanir og fyrirtæki.\nRepúblikanar hafa gagnýnt tillögur Bidens og segja þær lækka tekjur vinnandi fólks og að miklum fjármunum sé sóað.","summary":"Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ekki vilja auka spennuna í samskiptum við Kína og Rússland en misgjörðir þeirra hafi afleiðingar. Hann hélt fyrstu þingræðu sína eftir forsetakjörið í gærkvöld. "} {"year":"2021","id":"265","intro":"Bólusetning á landinu öllu gengur vel. Alls staðar er byrjað að bólusetja fólk sem er fætt árið 1962 og á höfuðborgarsvæðinu er stefnt á að byrja á '63-árganginum.","main":"Gærdagurinn var stærsti bólusetningadagur á landinu hingað til. Rúmlega ellefu þúsund og fimm hundruð fengu bóluefni. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að 7.350 af þeim níu þúsund sem fengu boð í bólusetningu með AstraZeneca í Laugardalshöll í gær hafi mætt og fengið sprautu.\nÞað er komið ansi gott skipulag hjá okkur hérna í höllinni. Þetta er svona hersveit svolítið, bólusetningarhersveit, en þetta gengur mjög vel.\nAlls staðar eru þau sem eru fædd '62 farin að fá bóluefni sem hefur orðið afgangs. Ragnheiður bindur vonir við að í dag klárist að bólusetja '62-árganginn.\nog erum jafnvel að spá núna í að boða 1963 líka, okkur sýnist við eiga nóg efni í það.\nÍ næstu viku verða á þriðja tug þúsunda bólusett á landinu, en það verður með Pfizer, Moderna og Janssen. Þar af fá tuttugu þúsund bóluefni í Reykjavík.\nÁ þriðjudag og miðvikudag verður fólk með undirliggjandi og svo verður Janssen og þá færum við okkur yfir í jaðarhópa og hugsanlega áhafnir og leikskólakennara.\nÞórólfur Guðnason sagði á upplýsingafundi fyrir hádegi að ekki væri víst hvenær takist að klára að bólsetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Það gæti tekið einhvern tíma en sá hópur skiptir tugum þúsunda.","summary":"Vel gengur að bólusetja á landinu og er alls staðar byrjað að gefa fólki sem er fætt árið 1962 bóluefni við COVID-19. Í Reykjavík á að hefjast handa við að bólusetja '63-árganginn."} {"year":"2021","id":"265","intro":"Skortur á rauntímagögnum um fasteignamarkaðinn veldur því að menn eltast við flökkusögur um stöðu á markaði þegar kemur að fjárfestingum, segir forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.","main":"Forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur undir með seðlabankastjóra um að nauðsynlegt sé að bæta rauntímagögn svo betur sé hægt að bregðast við þróun á fasteignamarkaði.\nÁsgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á fundi með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í gær að talsvert skorti upp á að til væru góð rauntímagögn um stöðu efnahagsmála á sumum sviðum. Hann til tók sérstaklega fasteignamarkaðinn og sagði að sumu leyti erfitt að eiga við hann vegna skorts á upplýsingum. Þannig þyrfti að byggja á eldri tölum í stað þess að geta sagt hverju sinni til dæmis hversu margar íbúðir væru í byggingu, á hvaða stigi framkvæmda og í hvaða stærðarflokkum.\nHermann Jónasson, forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, tekur undir með honum. Rauntímagagna sé þörf.\nÞá aukum við stöðugleikann, fyrirsjáanleikann, þannig að bæði lánveitendur og aðilar á byggingamarkaði geti tekið ákvarðanir um hvert skuli halda.\nYfirsýn skorti um hvað er að gerast á byggingamarkaði.\nSkortur á rauntímagögnum geti valdið því að erfitt sé að taka upplýstar ákvarðanir.\nMeð því að vera ekki með þessar upplýsingar þá erum við alltaf að eltast við einhverjar flökkusögur um að það sé mikið að gera á fasteignamarkaði eða lítið að gera. Byggingaraðilar hafa þar af leiðandi ekki fast land undir fótum þegar þeir taka ákvörðun um næstu verkefni né bankarnir þegar þeir taka ákvörðun um fjármögnun.\nÞví geti menn verið smeykir við að fara í ný verkefni í niðursveiflu. Liggi rauntímagögn hins vegar fyrir sé auðveldara að meta stöðuna rétt.","summary":"Skortur á rauntímagögnum um fasteignamarkaðinn veldur því að menn eltast við flökkusögur um stöðu á markaði þegar kemur að fjárfestingum, segir forstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. "} {"year":"2021","id":"265","intro":"Verðbólga hefur ekki mælst meiri í átta ár. Allt þetta ár hefur hún verið meiri en verðbólgumarkmið Seðlabankans segja til um.","main":"Verðbólga síðustu tólf mánaða mældist 4,6 prósent í apríl. Verðbólgan hefur ekki verið meiri síðan í febrúar árið 2013 þegar hún mældist 4,8 prósent. Verðbólga fór síðast yfir fimm prósent í júní 2012.\nHúsnæðiskostnaður, sem hækkaði um tvö og hálft prósent, hefur mest áhrif til aukningar verðbólgu, hann hækkar neysluverðsvísitöluna um 0,4 prósent. Því næst kemur hækkun á mat og drykkjarvörum um 1,1 prósent sem skýrist að mestu af hækkun á verði mjólkurvara.\nGunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, sagði á fundi að ástæða væri til bjartsýni í efnahagsmálum þrátt fyrir óvissu. Þá tiltók hann þó að landsmenn væru alls ekki komnir í var með verðbólgu. Hún hefur nú mælst yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans fjóra mánuði í röð, eða allt þetta ár. Samkvæmt verðbólgumarkmiðum er stefnt á tveggja og hálfs prósents verðbólgu og vikmörk við eitt og fjögur prósent.","summary":null} {"year":"2021","id":"265","intro":"Nokkurn veginn allir heimsins jöklar fara minnkandi, bráðnun þeirra er hraðari en áður og er ein helsta ástæða hækkandi yfirborðs sjávar. Þetta eru meginniðurstöður rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Nature í gær.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"265","intro":"Samtök rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny verða leyst upp. Stuðningsmaður hans tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum í dag. Navalny mætti í dag fyrir rétt vegna ákæru um að hafa móðgað stríðshetju.","main":"Rússneskir saksóknarar hafa gert þá kröfu fyrir dómi að samtök Navalnys séu skilgreind sem öfgasamtök, en slíkt myndi þýða langa fangelsisdóma fyrir þá sem vinna fyrir þau. Dómstólar höfðu þegar ákveðið að banna starfsemi samtakanna tímabundið. Réttað var vegna málsins í dag og eiga þau að halda áfram um miðjan maí. Leonid Volkov, einn af stuðningsmönnum Navalnys, tilkynnti hins vegar í myndskeiði á samfélagsmiðlum í dag að þau yrði leyst upp. Ekki voru gefnar formlegar ástæður fyrir því en Volkov sagði að nokkrar héraðsskrifstofur samtakanna myndu starfa áfram sjálfstætt. Volkov og Ivan Zhdanov, sem hefur verið framkvæmdastjóri samtaka Navalnys, hafa sjálfir verið ákærðir fyrir að takmarka rétt og frelsi einstaklinga. Refsing fyrir slíkt brot er allt að fjögurra ára fangelsi.\nNavalny mætti fyrir rétt í dag vegna ákæru um að hafa móðgað gamla stríðshetju í auglýsingu. Hann hefur hætt mótmælasvelti sem hann fór í til að krefjast læknishjálpar vegna verkja í fótum og baki. Í hljóðupptöku, sem sjálfstæða sjónvarpsstöðin Dozhd birti, segist hann hafa horft í spegil eftir að hafa fengið að fara í sturtu í gær og liti út eins og beinagrind. Hann hafi ekki verið jafn léttur síðan í sjöunda bekk. Þá sagði hann við Yuliu eiginkonu sína að hann mætti aðeins borða tvær skeiðar af hafragraut á dag, af heilsufarsástæðum.","summary":null} {"year":"2021","id":"265","intro":"Skíðamót Íslands hófst á Akureyri í gær. Linda Rós Hannesdóttir og Snorri Einarsson tryggðu sér þá Íslandsmeistaratitla í sprettgöngu.","main":"Skíðamót Íslands hófst í Hlíðarfjalli á Akureyri í gær en Skíðasamband Íslands ákvað með mjög stuttum fyrirvara að halda mótið sem lýkur svo á morgun. Í gær var keppt í sprettgöngu en í úrslitum hjá konum sigraði Linda Rós Hannesdóttir frá Ísafirði eftir frábæran sprett í úrslitum. Þetta var hennar fyrsti Íslandsmeistaratitill í fullorðinsflokki. Hjö körlunum stóð Snorri Einarsson frá Ulli uppi sem sigurvegari eftir ótrúlegan endasprett við Dag Benediktsson sem endaði með því að það þurfti myndbandsdómgæslu en einungis munaði nokkrum sentimetrum á þeim.\nSnæfell fór langleiðina með að bjarga sæti sínu í úrvalsdeild kvenna í körfubolta með sigri á KR í botnslag liðanna í Stykkishólmi í gærkvöld. Að sama skapi er staða KR mjög erfið og fall blasir niður í 1. deild blasir við liðinu. Snæfell vann leikinn í gær 77-61 og náði tveggja stiga forskoti á KR auk þess að vera með betri innbyrðis stöðu eftir sigurinn, en aðeins eitt lið fellur úr deildinni. Þá sótti Keflavík Breiðablik heim og tapaði með 73 stigum gegn 66 og á sama tíma töpuðu Haukar gegn Fjölni með 73 stigum gegn 65. Þessi úrslit þýða að Valur er í bestri stöðu til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Valur tók á móti Skallagrími að Hlíðarenda í gærkvöld og vann með 80 stigum gegn 63. Valskonur eru með fjögurra stiga forskot í efsta sæti deildarinnar þar sem þeirra næstu keppinautar, Haukar og Keflavík, töpuðu sínum leikjum.\nÍsland og Litáen mætast í undankeppni EM karla í handbolta í Vilnius í dag. Með sigri gulltryggir Ísland sér sæti á EM sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar á næsta ári. Íslenska liðið vann tíu marka sigur á Ísrael, 30-20, á þriðjudag. Ísland vann fyrri leikinn gegn Litáen með 16 marka mun, 36-20, í Laugardalshöll í nóvember. Efstu tvö liðin fara beint á EM 2022 ásamt fjórum liðum með bestan árangur í þriðja sæti. Jafntefli nægir því íslenska liðinu til að tryggja sér farseðilinn á EM. Fari svo að Ísland tapi fyrir Litáen í dag fær liðið annað tækifæri til að tryggja EM-sæti þegar Ísrael kemur í heimsókn á Ásvelli á sunnudag.\nLeikurinn er klukkan 16 en bein útsending hefst á RÚV með upphitun í EM-stofunni klukkan 15:30.","summary":"Linda Rós Hannesdóttir og Snorri Einarsson urðu í gær Íslandsmeistarar í sprettgöngu á Skíðamóti Íslands og íslenska karlalandsliðið í handbolta getur í dag tryggt sér sæti á EM með sigri á Litháen. "} {"year":"2021","id":"266","intro":"Fjörutíu og tvö börn eru nú í meðferð hjá trans teymi barna- og unglingageðdeildar Landspítala. Áttatíu og þrjú börn hafa notið slíkrar meðferðar síðustu tíu ár og flest koma þau í meðferð á kynþroskaskeiði. Tvö af hverjum þremur eru líffræðilega kvenkyns.","main":"Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um meðferð barna sem sem upplifa kynmisræmi. Þar kemur fram að árin 2011-15 voru samtals 11 börn í slíkri meðferð en þeim hefur fjölgað talsvert síðan þá. Af þeim 42 börnum sem nú njóta meðferðarinnar hafa tvö bæst við það sem af er þessu ári. Í fyrra hófu tíu börn meðferð og árið 2019 voru þau 19. Líffræðilegt kyn barnanna við upphaf meðferðar er að 55 hafa verið stúlkur og 28 drengir. Flest börn sem upplifa kynmisræmi koma í meðferð í og eftir kynþroska. Sjötíu og þrjú af þessum 83 börnum hafa verið greind með aðra geð- og taugaröskun og í svarinu kemur fram að oft sé þörf á fjölbreyttri meðferð.","summary":null} {"year":"2021","id":"266","intro":"Góðar horfur eru með sölu laxveiðileyfa í sumar, að mati formanns Landssambands veiðifélaga. Margir erlendir veiðimenn hafa þegar bókað sig í veiði. Fjöldi bólusetninga í Bretlandi kemur sér afar vel því Bretar eru jafnan fjölmennastir útlendinga í íslenskum laxveiðiám.","main":"Talsverð óvissa hefur verið í vetur um hvaða áhrif faraldurinn hafi á sölu veiðileyfa til erlendra laxveiðimanna sem sækja jafnan mikið í veiði hér á landi. Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga, segir að ræst hafi úr og nú horfi nokkuð vel með sölu veiðileyfa.\nAuðvitað sé þetta með fyrirvara um hvernig málin þróast. En verði samkomutakmörkunum aflétt eins og vonir standa til sé útlitið býsna gott. Og staða bólusetninga í heimalöndum þessara erlendu veiðmanna skipti líka máli.\nÞó talsverð afföll hafi orðið af laxveiðipöntunum í fyrrasumar segir Jón Helgi að tímabilið í heild hafi gengið þokkalega. Erlendir veiðimenn komust til landsins yfir hásumarið en svo lokaðist allt í ágúst þegar smitum tók að fjölga.","summary":"Fjöldi erlendra laxveiðimanna hefur þegar bókað sig í veiði í íslenskum ám í sumar. Bretar eru þar fjölmennastir og nú kemur sér vel hve margir hafa verið bólusettir fyrir Covid-19 í Bretlandi."} {"year":"2021","id":"266","intro":"Það var klappað fyrir Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni þegar hann settist til að fá fyrri skammtinn af AstraZeneca-bóluefninu í morgun. Þórólfur bar sig vel eftir bólusetninguna og segist alls ekki á leið til útlanda þótt hann sé bólusettur. Níu þúsund verða bólusett í Laugardalshöll í dag.","main":"Þórólfur fékk höfðinglegar móttökur þegar hann kom í Laugardalshöll í morgun og mátti sjá að hann var hrærður yfir móttökunum. Bólusetningin sjálf tók fljótt af.\nÞórólfur kenndi sér einskis meins eftir sprautuna.\nNíu kórónuveirusmit greindust innanlands í gær. Þar af voru tveir ekki í sóttkví. Hluti smitanna tengist hópsmitinu á Suðurlandi, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur upplýsingafulltrúa Almannavarna, en þar hafa smit meðal annars greinst í leik- og grunnskóla. Ekkert smit greindist á landamærunum.\nÞórólfur segir ekki búið að ná utan um hópsýkinguna sem nú er í gangi en hann er þó bjartsýnn. Útbreiðslan er enn takmörkuð og sjúkrahúsinnlögnum ekki að fjölga.","summary":null} {"year":"2021","id":"266","intro":"Íbúar 14 landa eru grunaðir um brot á sóttkví og einangrun á þessu ári. Sextíu og sjö prósent þeirra sem hafa verið kærðir fyrir slík brot í ár eru ferðamenn.","main":"Þetta er meðal þess sem kemur fram í áhættumati almannvarnadeildar ríkislögreglustjóra sem vísað var til í minnisblaði sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir á landamærunum. Fréttastofa fékk áhættumatið afhent í gær.\nÍbúar 26 landa hafa verið grunaðir um brot á sóttkví eða einangrun síðan farsóttin hóf innreið sína.\nÍslendingar eru langfjölmennasti hópurinn eða 40. 39 þeirra voru á síðasta ári en aðeins einn á þessu ári. Tuttugu Pólverjar hafa legið undir grun fyrir slík brot, ellefu í fyrra en níu á þessu ári. Sextán eru frá Rúmeníu en af þeim voru fimmtán í fyrra.\nTólf Bretar hafa verið grunaðir um brot gegn einangrun eða sóttkví frá því að faraldurinn hófst; fjórir í ár en átta í fyrra. Tólf eru frá Spáni, þar af níu á þessu ári.\nÍ fyrra voru 76,8 prósent þeirra sem kærðir voru fyrir brot á sóttkví eða einangrun tengdir landamærunum en á þessu ári eru það allar kærurnar.\nNánar er fjallað um málið á ruv.is","summary":null} {"year":"2021","id":"266","intro":"Dauðsföll af völdum COVID-19 eru komin yfir tvö hundruð þúsund á Indlandi. 360 þúsund smit voru greind þar síðastliðinn sólarhring.","main":"COVID-19 farsóttin hefur dregið yfir tvö hundruð þúsund manns til dauða á Indlandi. Á fjórða hundrað þúsund smit voru greind þar síðasta sólarhring. Skortur er á bóluefni við veirunni víða um landið.\nHeilbrigðisráðuneytið í Nýju-Delhi greindi frá því í dag að tilkynnt hefði verið um 3.293 dauðsföll í gær af völdum COVID-19. Fjöldi látinna er þar með kominn yfir 201 þúsund frá því að farsóttin braust út, samkvæmt opinberum tölum. Fullyrt er að fjöldinn sé mun meiri. Smit í landinu voru að minnsta kosti 360 þúsund í gær. Þau hafa hvergi verið fleiri á einum sólarhring frá því að kórónuveirunnar varð fyrst vart í árslok 2019. Indverskt afbrigði hennar hefur greinst um allt land frá því að það kom fyrst fram í dagsljósið í október. Ástandið hefur sligað heilbrigðiskerfi þessa fjölmennasta lýðræðisríkis heimsins. Skortur er á sjúkrarúmum og öndunarvélum, súrefnisbirgðir eru víða á þrotum og einnig bóluefni við veirunni svo nokkuð sé nefnt. Að minnsta kosti 600 milljónir Indverja á fullorðinsaldri eiga enn eftir að fá fyrri skammtinn. Aðstoð berst víða að þessa dagana. Bandaríkjamenn, Bretar, Ástralar, Frakkar, Þjóðverjar, Írar og fleiri þjóðir hafa sent lækningatæki og ýmsar vörur til Indlands. Norðmenn bættust í hópinn í dag með því að styrkja hjálparstarfið með 20 milljónum norskra króna, sem jafngildir 300 milljónum íslenskra króna.","summary":"Dauðsföll af völdum COVID-19 eru komin yfir tvö hundruð þúsund á Indlandi. 360 þúsund smit voru greind þar síðastliðinn sólarhring. "} {"year":"2021","id":"266","intro":"Sveitarstjórinn í Norðurþingi segir að Húsvíkingar ætli að nýta sér áfram þá miklu athygli sem bærinn fékk þegar myndband við lagið Húsavík - My Hometown var sýnt á Óskarsverðlaunahátíðinni um helgina. Sérstök áhersla verði nú lögð á það að taka á móti aðdáendum Eurovision - alls staðar að úr heiminum.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"266","intro":"Knattspyrnumaðurinn Gary Martin hefur verið rekinn frá ÍBV vegna agabrots. Átta dagar eru í að keppni hefjist í fyrstu deild karla í fótbolta. Haukur Harðarson þetta var tilkynnt í morgun. a í dag.","main":"Haukur live: Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnuráði ÍBV í morgun en ekki kemur fram hvers eðlis brot Gary hafi verið.\nDaníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV, vildi ekki tjá sig um málið við RÚV í morgun og ekki náðist í Gary Martin. Martin framlengdi samning sinn við ÍBV til 2023 í síðasta mánuði. Hann skoraði 11 mörk í 19 leikjum í Lengjudeildinni í fyrra.\nStjarnan tók á móti KA\/Þór í Garðabæ í úrvalsdeild kvenna í gærkvöld en liðin höfðu áður mæst 13. febrúar og norðankonur unnu með einu marki, 27-26. Eftir leikinn kom hins vegar í ljós að mistök höfðu orðið á ritaraborðinu í Garðabæ og KA\/Þór fengið skráð einu marki of mikið. Stjarnan kærði framkvæmd leiksins og krafðist þess að úrslitunum yrði breytt í 26-26 eða leikurinn spilaður aftur. Dómstóll HSÍ staðfesti hins vegar sigur Þórs\/KA en áfrýjunardómsstóll sneri þeim dómi og ákveðið að spila leikinn aftur sem var gert í gærkvöld. Eva Björk Davíðsdóttir jafnaði í blálokin fyrir Stjörnuna í gær og svo fór að liðin skildu jöfn, 25-25. Þjálfarar liðanna, Rakel Dögg Bragadóttir hjá Stjörnunni, og Andri Snær Stefánsson hjá KA\/Þór, voru missátt með að leikurinn skildi hafa verið endurtekinn.","summary":"Englendingurinn Gary Martin var rekinn frá ÍBV í morgun vegna agabrots, átta dögum áður en Eyjamenn hefja leik í 1. deild karla í fótbolta og Stjarnan og KA\/Þór skildu jöfn endurteknum leik í úrvaldsdeild kvenna í handbolta í gærkvöld."} {"year":"2021","id":"266","intro":"Fjórtán íbúðir verða byggðar á Seyðisfirði í sumar í stað húsa sem eyðilögðust í skriðunum í desember. Íþróttavöllurinn þarf að víkja fyrir íbúðunum.","main":"Uppbygging hefst á Seyðisfirði í sumar en þar stendur til að reisa fjölda húsa í staðinn fyrir þau sem eyðilögðust í skriðunum í desember. Íbúðabyggð verður komið fyrir á fótboltavellinum.\nBríet er að fara að byggja leiguíbúðir, Þetta eru þrjú parhús. Síðan er Bæjartún að fara að byggja átta íbúða kjarna með aðstöðu fyrir eldri borgara eða svona félagsaðstöðu líka. Þessi hús eiga að rísa á Garðarsvelli og það á að byrja á þessu í vor eða bara um leið og deiliskipulagið er tilbúið.\nSegir Aðalheiður Borgþórsdóttir, fulltrúi sveitarstjóra á Seyðisfirði og atvinnu- og menningarstjóri Múlaþings.\nSvokallað altjón varð á 13 húsum og bannað er að búa í fjórum með samtals sex íbúðum. Enginn er beinlínis á hrakhólum og hafa allir fengið húsnæði hjá vinum eða ættingjum eða búa í íbúðum sem ætlaðar eru undir ferðaþjónustu.\nGarðarsvöllur þar sem íbúðirnar rísa hefur verið leikvangur Seyðfirðinga í yfir hundrað ár og íþróttafélagið Huginn ætlar að fara þess á leit við Múlaþing að nýr staður verði fundinn undir íþróttavöll.\nÝmislegt jákvætt er að gerast á Seyðisfirði. Þrjátíu og fjórar umsóknir bárust í sérstakan hvatasjóð til að endurreisa og styðja atvinnulíf og nýsköpun á staðnum og verður samtals 55 milljónum úthlutað í næsta mánuði.\n(Og það er að koma sumar á Seyðisfirði og Seyðfirðingar eru að búa sig undir betri tíð?) Já, það er byrjað að sá í sárin, skriðusárin og veitingastaðir eru að gera sig klára í að opna og þá á að fara að mála regnbogagötuna og menn eru bara að dusta rykið af öllu og koma sér í gang. Um leið og uppbyggingin byrjar þá braggast maður. Þannig að það er ekki bilbug á okkur ða finna og bærinn á áfram fallegur og tekur vel á móti gestum það má ekki gleyma því.","summary":"Fjórtán íbúðir verða byggðar á Seyðisfirði í sumar í stað húsa sem eyðilögðust í skriðunum í desember. Íþróttavöllurinn þarf að víkja fyrir íbúðunum. "} {"year":"2021","id":"267","intro":"Gangi áætlun stjórnvalda um afléttingu sóttvarnaráðstafana innanlands eftir verður öllum takmörkunum innanlands aflétt í síðari hluta júní og fjöldatakmörk gætu verið allt að 200 manns í byrjun næsta mánaðar. Forsenda þessa er að bólusetningaráætlanir standist. Heilbrigðisráðherra segir að samstaða sé um þessar aðgerðir innan ríkisstjórnarinnar.","main":"Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti fjögurra skrefa áætlun um afléttingu sóttvarnaráðstafana á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún verður kynnt síðar í dag og verður lögð til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda til 3. maí. Fyrsta skrefinu er þegar náð, það næsta er í byrjun maí.\nGangi áætlunin eftir verður þetta í lok júní. Svandís segir að samstaða hafi verið um áætlunina í ríkisstjórninni og að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi verið upplýstur um hana.\nSóttvarnalæknir setur ekki stafina sína á áætlun af þessu tagi af því að það er ekki hans verkefni heldur miklu frekar að gera tillögur til mín á grundvelli stöðu faraldursins hverju sinni. Þannig að það er svolítið annað verkefni en þegar stjórnvöld eru að reyna að sjá aðeins lengra fram í tímann.\nHvað gæti orðið til þess að þessi áætlun stæðist ekki? Breytingar á bólusetningaráætlunum, breytingar á faraldrinum sjálfum, við þekkjum þetta hingað til en við sjáum að það sem hefur verið að gerast með bóluefnin hafa verið góðar fréttir að undanförnu. Við getum mögulega byrjað að nota Janssen í þessari viku og við fengum þetta lán frá Norðmönnum með Astra, Pfizer hefur verið að herða á sínum plönum, við höfum verið að fá meira frá Pfizer en til stóð. Þannig að allar fréttir hafa verið jákvæðar að undanförnu. næsta vika lítur út fyrir að verða ennþá stærri en þessi þannig að við höfum bara verið að sjá góðar fréttir undanfarna daga.\nÞannig að þú ert vongóð um að þessi áætlun haldist? Ég er það.\nHvernig verður sumarið? Ég held að það verði gott","summary":"Öllum takmörkunum innanlands verður aflétt í síðari hluta júní og fjöldatakmörk gætu verið allt að 200 manns í byrjun næsta mánaðar, gangi áætlun stjórnvalda eftir.. um afléttingu sóttvarnaráðstafana eftir."} {"year":"2021","id":"267","intro":"Mjófirðingar fagna því að bjóða eigi út eldissvæði í firðinum og telja að fiskeldi gæti bjargað búsetu þar. Fjórtán manns bjuggu í firðinum í vetur. Vegagerðin byrjar að opna veginn þangað í dag.","main":"Fyrrverandi hreppstjóri í Mjóafirði fagnar áformum um að bjóða út eldissvæði í firðinum. Slíkt gæti bjargað byggðinni sem hann segir ekki bara brothætta heldur margbrotna.\nÍ Mjóafirði hafa ellefu manns fasta búsetu og í vetur réðu sig á ferjuna hjón með barn og því voru íbúar 14 talsins. Í firðinum hefur það helst dregið til tíðanda að sjávarútvegsráðhera hefur beðið Hafrannsóknastofnun að gefa út burðarþol fyrir fjörðinn sem er undarfari þess að hægt sé að bjóða út eldissvæði. Laxar fiskeldi eru áhugasamir um eldi í Mjóafirði. Sigfús Vilhjálmsson útvegsbóndi var síðasti hreppstjóri í Mjóafirði fyrir sameiningu. áður en hann sameinaðist.\nÞetta eru ekkert nema gleðitíðindi fyrir okkur ef þetta yrði að veruleika. Hér yrði talsverð atvinnu í kringum svpna rétt eins og var hér á þessum árum. Ég held að það hafi verið 2002 sem þeir komu hérna og voru í 5-6 ár. Það var náttúrulega allt á fullu þá og efr kæmi hér laxeldi núna þá myndi það gjörbreyta hér öllu. Hitt er svo annað mál að samgöngur eru náttúrulega, jú, við höfum þessa ferju tvisvar í viku til Neskaupstaðar og það svo sem dugar okkur en það er ekki þar með sagt að það dugi svona eldi.\nMjófirðingar þurfa að treysta á ferju til Neskaupstaðar yfir vetrartímann vegna snjóþyngsla á Mjóafjarðarheiði sem er yfirleitt lokuð allan veturinn. Verktakar Vegagerðarinnar byrjuðu í dag að opna veginn og telja sig geta lokið því verki á tveimur eða þremur dögum. Sigfús er ósáttur við forgangsröðun í jarðgangaframkvæmdum á Austurlandi og vill að grafið verði næst milli Neskaupstaðar og Seyðisfjarðar um Mjóafjörð.\nÞá er ég alveg forviða á því að það skuli ekki vera haldið áfram og opna þennan hring. Ég held að menn geri sér bara ekki grein fyrir því hverslag ofboðsleg samfélagsleg áhrif það hefði. Vonandi átta menn sig á þessu áður en þeir fara út í hitt sem er bara tóm steypa að byrja á Fjarðarheiðargöngum sem eru dýr. En þetta er nú mitt sjónarmið.","summary":"Íbúar í Mjóafirðri Mjófirðingar fagna því að bjóða eigi út eldissvæði í firðinum og telja að fiskeldi gæti bjargað búsetu þar. 14 manns bjuggu í firðinum í vetur. Vegagerðin byrjar að opna veginn þangað í dag. "} {"year":"2021","id":"267","intro":"Karlalandslið Íslands í handbolta mætir Ísrael í Tel Aviv í dag í undankeppni Evrópumótsins 2022. Mikil törn er fram undan hjá íslenska liðinu sem spilar þrjá leiki á sex dögum í þremur löndum.","main":"Íslenska liðið hefur hægt og bítandi verið að tínast til Tel Aviv en þegar liðið æfði í keppnishöllinni í gær voru aðeins níu leikmenn komnir til móts við hópinn.\nSagði Guðmundur Guðmundsson eftir æfingu í gær. Þrír leikir eru eftir af undankeppninni og verða þeir allir spilaðir í þessari viku; fyrst gegn Ísrael í kvöld, svo gegn Litáen á fimmtudag og loks aftur gegn Ísrael hér heima á sunnudag. Sigur í tveimur leikjum gulltryggir sæti á EM en sigur í öllum leikjunum tryggir sigur í riðlinum og betri stöðu á styrkleikalista fyrir lokakeppnina sem verður í Ungverjalandi og Slóvakíu í janúar 2022.\nLeikur Ísrael og Íslands er klukkan hálfsex í dag og verður sýndur beint á RÚV. Upphitun hefst í EM-stofunni klukkan fimm.\nKeflavík er komið með átta fingur á deildarmeistaratitilinn í körfubolta karla. 18. umferð deildarinnar lauk í gærkvöldi og vann Keflavík ÍR með 116 stigum gegn 109 eftir framlengdan leik. Keflavík er með 8 stiga forskot á Þór og Stjörnuna og nægir einn sigur í viðbót til að tryggja deildarmeistaratitilinn. Stjarnan lagði Grindavík í gærkvöldi 79-74 og Höttur hleypti mikilli spennu í fallbaráttuna með sigri á Njarðvík, 74-72. Höttur og Haukar eru í fallsætunum með 10 stig hvort lið, tveimur færri en Njarðvík í sætinu fyrir ofan. ÍR kemur svo þar fyrir ofan með tveimur stigum meira en Njarðvík. Enn eru 8 stig eftir í pottinum og verður hart barist um fallið á endasprettinum.\nÞýska stórveldið Bayern München tilkynnti í dag að Julian Nagelsmann yrði næsti þjálfari félagsins. Hann tekur við af Hansi Flick, sem baðst lausnar frá samningi sínum í sumar. Nagelsmann hefur stýrt Hoffenheim og RB Leipzig með góðum árangri undanfarin ár en hann er aðeins 33 ára gamll og varð yngsti þjálfari þýsku deildarinnar frá upphafi þegar hann tók við Hoffenheim 28 ára gamall árið 2016. Flick er talinn líklegastur til að taka við þýska landsliðinu þegar Joachim Löw lætur af störfum eftir EM í sumar.","summary":"Karlalandsliðið í handbolta mætir Ísrael í dag í undankeppni EM 2022. Þetta er fyrsti leikurinn af þremur sem íslenska liðið spilar á sex dögum í þremur mismunandi löndum."} {"year":"2021","id":"267","intro":"Tyrkir boða hertar aðgerðir gegn COVID-19 faraldrinum til að bjarga ferðaþjónustunni í sumar. Landið verður meira og minna lokað til sautjánda maí.","main":"Stjórnvöld í Tyrklandi ætla að grípa til harðra aðgerða vegna fjölgunar COVID-19 tilfella að undanförnu. Allt kapp er lagt á að bjarga ferðaþjónustunni í sumar. Fólk á að halda sig heima að mestu til sautjánda maí.\nHertar reglur taka gildi á fimmtudag. Verslunum sem selja annað en brýnustu nauðsynjavörur verður lokað. Einnig veitingastöðum og kaffihúsum. Skólum verður lokað og tekin upp fjarkennsla. Fólk á að halda sig heima nema þegar það kaupir í matinn eða nauðsynleg lyf. Einnig verður heimilt að leita læknis. Heilbrigðisstarfsfólk og þeir sem starfa við matvælaframleiðslu fá þó að fara ferða sinna. Fólki verður óheimilt að fara milli bæja og borga nema með leyfi yfirvalda. Sjónvarpsstöðin Al Jazeera hefur eftir Erdogan, forseta landsins, að nauðsynlegt sé að herða sóttvarnaaðgerðir til að hægt verði að taka á móti ferðafólki í sumar. Efnahagur tyrkneska ríkisins er bágborinn um þessar mundir og því skipta tekjur af ferðaþjónustunni miklu máli fyrir ríkissjóð.\nTilkynnt var um 37 þúsund ný smit í Tyrklandi í gær og 353 dauðsföll. Stjórnvöld stefna að því að ná smitum á hverjum sólarhring niður í fimm þúsund áður en takmörkunum verður aflétt.","summary":"Tyrkir boða hertar aðgerðir í faraldrinum til að bjarga ferðaþjónustunni í sumar. Landið verður meira og minna lokað til sautjánda maí."} {"year":"2021","id":"268","intro":"Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna jókst um tvö og hálft prósent í fyrra. Það skýrist að miklu leyti af félagslegum tilfærslum og því að fólk nýtti heimild til að taka út séreignasparnað sinn.","main":"Þetta er meðal þess sem kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofunnar um hvernig heimilum landsins farnaðist í fyrra í skugga COVID og efnahagssamdráttar. Launatekjur landsmanna drógust saman um tvö prósent á síðasta ári. Atvinnuleysi dró úr tekjum fólks en lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur unnu á móti tekjufallinu. Þar er annars vegar til þess að líta að fólk nýtti sér tímabundna heimild til að taka út séreignalífeyrissparnað, það eitt skilaði heimilunum rúmum tuttugu milljörðum í fyrra. Þá skiluðu hlutaatvinnubætur og auknar atvinnuleysisbætur heimilunum á sjötta tug milljarða. Þessir tveir liðir stóðu í fyrra undir hátt í fimmtungi af heildartekjum heimila. Það hlutfall hefur ekki verið hærra frá árinu 2014. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust um rúm sjö prósent í fyrra og kaupmáttur þeirra um tvö og hálft prósent, þegar tekið hafði verið mið af verðbólgu. Ráðstöfunartekjur á mann numu að meðaltali 4,2 milljónum króna og jukust um 5,4 prósent milli ára.\nHagstofan birti fyrir helgi nýjustu tölur um launaþróun. Launavísitalan hefur hækkað um tæp ellefu prósent síðustu tólf mánuði og kaupmáttur um sex prósent, sem er mikið í sögulegu samhengi.","summary":null} {"year":"2021","id":"268","intro":"Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað um 20% síðan kórónuveirufaraldurinn braust út. Tilkynningum um að líf og heilsa ófædds kunni að vera í hættu, hefur fjölgað mest. þar sem óttast er um að líf eða heilsa ófædds barns sé í hættu hefur fjölgað mest.","main":"Þetta kemur fram í samantekt Barnaverndarstofu. Teknar eru saman tilkynningar til allra barnaverndarnefnda á landinu á tímabilinu mars í fyrra til febrúar í ár til að meta hvaða áhrif faraldurinn hefur haft á þennan málaflokk og bera saman við sama tímabil árið áður.\nAlls bárust á fjórtánda þúsund tilkynningar á þessu tímabili sem var tæplega 16 prósentum meira en árið á undan. Þeim fjölgaði í öllum mánuðum og misjafnt er eftir tegundum tilkynninga hversu mikil fjölgunin er. Tilkynningum um vanrækslu fjölgaði um þúsund, tilkynningum um ofbeldi fjölgaði um 700 en hlutfallslega mesta fjölgunin var í flokki tilkynninga þar sem óttast var um að heilsa eða líf ófædds barns væri í hættu. Þeim fjölgaði um hátt í 70%, úr 88 í 148.","summary":"Tilkynningum til barnaverndarnefnda þar sem óttast er að líf eða heilsa ófædds barns sé í hættu hefur fjölgað um tæp 70% frá upphafi kórónuveirufaraldursins miðað við fyrri ár. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Barnaverndarstofu."} {"year":"2021","id":"268","intro":"Sautján manna áhöfn fiskiskips, sem dregið var með bilaða vél til Þórshafnar í nótt, er í sóttkví, meðan gengið er úr skugga um að mennirnir séu smitaðir af Covid-19. Skipstjórinn tilkynnt Landhelgisgæslunni um veikindi hjá fimm skipverjum áður en skipið var tekið í tog.","main":"Um hálfeitt í gærdag barst Landhelgisgæslunni beiðni um aðstoð við netaskipið Þórsnes SH sem var með bilaða aðalvél um 40 mílur norður af Langanesi. Skipið var á grálúðuveiðum undan Norðurlandi. Klukkan 15:25 hefur skipstjórinn aftur samband við Landhelgisgæsluna og segir að fimm skipverjar séu orðnir slappir og komnir með hita og einkenni hálsbólgu. Ásgeir Erlendsson, upplýsingarfulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að við það hafi ákveðið ferli farið í gang og viðkomandi heilbrigðisyfirvöld meðal annars verið upplýst um þessi veikindi. Varðskipið Þór var komið að Þórsnesinu um sexleytið í gær og kom með skipið í togi til hafnar á Þórshöfn klukkan þrjú í nótt. Sautján eru um borð og tók starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Þórshöfn sýni úr öllum skipverjum í morgun til að ganga úr skugga um hvort þeir eru með Covid-19. Eggert Bergmann Halldórsson, framkvæmdastjóri Þórsness hf. sem gerir skipið út, segir vika síðan þeir fóru í þennan túr. Hann segist hafa frétt af veikindum um borð á sama tíma og hann heyrði af bilaðri vél. Hann telur ólíklegt að einhverjir hafi verið veikir lengur án þess að hann hefði frétt af því. Hermann Karlsson, varðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra á Norðurlandi-eystra, segir sýnin nú í rannsókn á Akureyri og niðurstaða eigi að liggja fyrir seinnipartinn í dag. Á meðan er áhöfnin í sóttkví og enginn samgangur við skipverja um borð.","summary":null} {"year":"2021","id":"268","intro":"Haukar hleyptu mikilli spennu í fallbaráttu úrvalsdeildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Liðið lagði þá KR, sem sígur hægt og rólega niður töfluna.","main":"Haukar lögðu KR-inga í miklum spennuleik í Frostaskjóli í gærkvöldi, 72-69. Hansel Atencia skoraði sigurkörfu Hauka í þann mund er leiktíminn rann út. Þetta var annar sigur Hauka í röð og lyfti liðið sér úr neðsta sæti í það næstneðsta og eru Haukar aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti en í því situr Njarðvík.\nKR tapaði hins vegar fjórða leik sínum í síðustu fimm og er fallið niður í 5. sæti, niður fyrir Val sem vann sjötta leik sinn í röð í gærkvöldi. Valur lagði Þór Akureyri örugglega, 99-68. Þá vann Tindastóll Þór Þorlákshöfn, 92-91, og fór úr 8. sæti í það 6.\nÞrír leikir eru í deildinni í kvöld. ÍR fær topplið Keflavíkur í heimsókn, Stjarnan tekur á móti Grindavík og Njarðvík tekur á móti Hetti. Að þeim leikjum loknum eru fjórar umferðir eftir í deildinni og spennan fer að aukast.\nFjórðu umferð Íslandsmótsins í skák lauk í Kópavogi í gærkvöldi og eru þrír skákmenn efstir og jafnir með fjóra vinninga. Jóhann Hjartarson, Vignir Vatnar Stefánsson og Bragi Þorfinnsson hafa allir náð í þrjá vinninga. Ríkjandi Íslandsmeistari, Guðmundur Kjartansson, kemur næstur þeim með tvo og hálfan vinning. Fimmta umferð hefst í dag en vegna sóttvarnarreglna eru áhorfendur ekki leyfðir á keppnisstað en hægt er að fylgjast með öllum viðureignum á skák.is.\nSpennan í spænska fótboltanum magnast og magnast. Atletico Madrid missteig sig gegn Athletic Bilbao í gærkvöldi og tapaði 2-1. Madridarliðið hefði getað náð fimm stiga forskoti á toppnum en nú eru fjögur lið í hnapp. Atletico er með 73 stig, tveimur meira en Real Madrid og Barcelona en Börsungar eiga leik til góða og geta því náð toppsætinu með sigri í þeim leik. Einu stigi á eftir Real og Barcelona er svo Sevilla. Fimm umferðir eru eftir á Spáni.\nEnska úrvalsdeildin í fótbolta kynnti í morgun fyrstu tvo leikmennina sem teknir hafa verið inn í nýstofnaða heiðurshöll deildarinnar. Þeir fyrstu til að hljóta útnefningu eru þeir Alan Shearer og Thierry Henry. Shearer er markahæsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar með 260 mörk, en úrvalsdeildin leysti gömlu fyrstu deildina af árið 1992. Shearer er jafnframt sá eini sem hefur skorað yfir 100 mörk fyrir tvö félög, en það gerði hann með Blackburn og Newcastle. Henry varð í fjórgang markahæsti maður deildarinnar á sínum ferli með Arsenal. Alls skoraði hann 175 mörk í 258 leikjum og er enginn með fleiri mörk að meðaltali í leik en hann.","summary":null} {"year":"2021","id":"268","intro":"Frystihúsið á Seyðisfirði á sér ekki framtíð á núverandi stað vegna hættu að stórri skriðu úr Strandartindi í sunnanverðum firðinum. Óvissa ríkir um hvort Ofanflóðasjóði er skylt að kosta uppkaup á atvinnuhúsnæði.","main":"Líklega þarf að flytja frystihúsið á Seyðisfirði vegna hættu á landskriðu í sunnanverðum firðinum. Þar bráðnar sífreri í urðarjökli og gæti sett af stað stóra skriðu.\nEftir aurskriðurnar á Seyðisfirði í desember vann Veðurstofa Íslands nýtt bráðbirgðahættumat fyrir fjörðinn. Á Seyðisfirði er ekki bara hætta vegna mikilli rigninga heldur líka vegna hlýnunar. Yfir athafnasvæði Síldarvinnslunnar sem er langstærsti atvinnurekandinn í bænum gnæfir Strandartindur og í honum er sífreri, svokallaður urðarjökull undir miklu af lausu efni í 7-800 metra hæð. Þarna er hlíðin óútreiknanleg og ekki hægt að grípa til rýminga eins og þegar skriðuhætta verður vegna rigninga. Þarna er hættan mest síðsumars og á haustin eftir mikil hlýindi og í verstu sviðsmynd Veðurstofunnar gæti hálf milljón rúmmetra farið af stað.\nFrystihús og fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar eru á hættusvæði og liggur hættulínan í gegnum frystihúsið. Heimastjórn Seyðisfjarðar hefur látið í ljós áhyggjur af stöðunni og forstjóri Síldarvinnslunar hefur sagt í fjölmiðlum að ekkert annað sé í boði en að bregðast við. Í frystihúsinu vinna 35 manns að meðaltali.\nEkki hefur verið rætt að Síldarvinnslan hætti starfsemi á Seyðisfirði og fátt annað virðist koma til greina en að byggja nýtt frystihús. Nægt rými er fyrir slíkt til dæmis á uppfyllingunni við Strandarbakka.\nNú bregður svo undarlega við að óvíssa ríkir um það hvort Ofanflóðasjóður ætti að koma að uppkaupum á húsnæði Síldarvinnslunnar. Í lögum um sjóðinn er skýrt kveðið á um uppkaupsskyldu við aðstæður sem þessar en reglugerð virðist þrengja skyldur sjóðsins. Þar er sérstaklega tekið fram að uppkaupsskyldan gildi um íbúðarhús. Þar með gæti atvinnuhúsnæði verið undanskilið jafnvel þótt iðgjald til sjóðsins sé greitt af slíku húsnæði. Fréttastofa hefur sent Umhverfisráðuneytinu fyrirspurn vegna málsins en ekki fengið svar.","summary":"Frystihúsið á Seyðisfirði á sér ekki framtíð þar sem það er nú vegna hættu að stórri skriðu úr Strandartindi í sunnanverðum firðinum. Óvissa ríkir um hvort Ofanflóðasjóði er skylt að kosta uppkaup á atvinnuhúsnæði. "} {"year":"2021","id":"268","intro":"Kvikmyndin Nomadland hlaut þrenn verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt.","main":"Nomadland var verðlaunuð fyrir leikstjórn Chloe Zhao og hún er besta kvikmynd ársins að mati bandarísku kvikmyndaakademíunnar. Aðalleikkonan Frances McDormand fékk verðlaunin fyrir hlutverk miðaldra konunnar Fern sem gerist nútímahirðingi eftir að hún missir vinnuna og allt sitt.\nMcDormand hefur fengið Golden Globe, BAFTA og fern Óskarsverðlaun á ferlinum. Hún hvatti öll þau sem fylgdust með hátíðinni að flykkjast í kvikmyndahús að sjá allar þær myndir sem tilnefndar voru til verðlauna. Annar margverðlaunaður leikari, sá velski Anthony Hopkins var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna en hlutverk hans í The Father sem roskinn maður í glímu við minnisglöp tryggði honum verðlaunin í ár.\nStutta íslenska teiknimyndin Já fólkið og lagið um Húsavík hlutu ekki náð fyrir augum bandarísku kvikmyndaakemíunnar.","summary":"Kvikmyndin Nomadland hlaut flest verðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Stutta íslenska teiknimyndin Já fólkið og lagið um Húsavík hlutu ekki náð fyrir augum bandarísku kvikmyndaakemíunnar."} {"year":"2021","id":"269","intro":"STEF SPILAÐ Kvikmyndinni Nomadland er spáð sigri í helstu flokkum þegar Óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld. Kórónuveirufaraldurinn setur svip sinn á hátíðina sem verður aðallega á tveimur stöðum í Los Angeles. Freyr Gígja Gunnarsson er hingað kominn.","main":"Þótt svarthvíta myndin Mank sé tilnefnd til flestra verðlauna eða tíu eru flestir sérfræðingar sammála um að það verði kvikmyndin Nomadland sem verði sigurvegari kvöldsins. Hún fái verðlaun sem kvikmynd ársins og að leikstjórinn Chloe Zhao hreppi hinn eftirsótta Óskar. Mikil spenna ríkir um hver verði valin leikkona ársins þótt flestir hallist að sigri Frances McDormand fyrir Nomadland. Þá er því spáð að Chadwick Bosemen, sem lést síðasta sumar, hljóti Óskarinn sem leikari ársins fyrir leik sinn í kvikmyndinni Ma Rainey's Black Bottom.\nAugu Íslendinga munu þó aðallega beinast að tveimur flokkum; annars vegar stuttmynd ársins í flokki teiknimynda þar sem Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson er tilnefnd og svo lag ársins þar sem lagið Húsavík úr Eurovision-mynd Will Ferrell er nokkuð sigurstranglegt.\nKórónuveirufaraldurinn setur eðlilega sinn svip á Óskarinn. Hátíðin verður aðallega á tveimur stöðum, annars vegar í Dolbý-kvikmyndahúsinu og hins vegar frá hinni sögufrægu byggingu Union Station. Þá er búið að koma upp myndveri í Lundúnum og París fyrir þá Breta og Frakka sem tilnefndir eru til verðlaunanna.\nBein útsending frá hátíðinni verður á RÚV í kvöld.","summary":"Óskarsverðlaunin verða afhent í kvöld með áður óþekktu sniði. Hátíðin verður á minnst fjórum stöðum. "} {"year":"2021","id":"269","intro":"Tyrknesk yfirvöld segja að yfirlýsing Bandaríkjaforseta um þjóðarmorð Tyrkja í Armeníu í fyrri heimsstyrjöld grafi undan trausti og vináttu ríkjanna. Armenar í heimalandinu, og víðar um heiminn, fögnuðu áfanganum í gær.","main":"Armenar minntust í gær þeirra sem féllu fyrir hendi Tyrkja frá 1915 til 1917. Joe Biden varð í gær fyrstur Bandaríkjaforseta til að tala um ódæðisverk Tyrkjaveldis sem þjóðarmorð. Í yfirlýsingu Bidens segir að ekki sé ætlunin að finna sökudólga heldur að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. Forsætisráðherra Armeníu, Nikol Pashinyan, (Passinjan) fagnaði yfirlýsingu Bandaríkjaforseta.\nTyrkir eru ekki sáttir við yfirlýsinguna - og segir í tilkynningu frá tyrkneska utanríkisráðuneytinu að hún sé gerð vegna þrýstings frá öfgafullum hópum sem séu andsnúnir Tyrkjum. Yfirlýsing Bidens geti rifiið upp gömul sár og grafið undan trausti og vináttu milli Tyrklands og Bandaríkjanna.\nOrðum Bandaríkjaforseta var fagnað í gær bæði í Armeníu og meðal fólks af armenskum uppruna í Bandaríkjunum.\nYou know, I was surprised at how emotional I felt about it, and what really hit me is that I grew up my whole life and my parents grew up our whole life really, really fighting for this moment.\nEin þeirra sem fagnaði í Beverly Hills í Kaliforníu í Bandaríkjunum var Cate Koch. (Kots) Hún sagði það hafa komið sér á óvart hve tilfinningaþrungin stund það hafi verið að heyra af yfirlýsingu Bidens. Í æsku hafi foreldrar hennar barist fyrir þessari stund og það hafi hún sjálf einnig gert allt sitt líf.\nTyrknesk stjórnvöld hafa viðurkennt að um þrjú hundruð þúsund Armenar hafi fallið en neita alfarið að kalla ódæðisverkin þjóðarmorð, heldur hafi fjöldi Armena dáið úr hungri, líkt og Tyrkir. Armenar telja aftur á móti að ein og hálf milljón Armena hafi beðið bana.","summary":null} {"year":"2021","id":"269","intro":"Indónesíski kafbáturinn sem sökk undan ströndum Balí er fundinn á um átta hundruð og fimmtíu metra dýpi. Tilraunir til að ná kafbátnum upp af svo miklu dýpi gætu reynst hættulegar","main":"Bátsins hefur verið saknað síðan á miðvikudag. Í gær fannst brak úr honum en nú er ljóst að hann er á sjávarbotni á áttahundruð og fimmtíu metra dýpi, brotinn í þrjá hluta. Báturinn var ekki hannaður til að komast svo djúpt. Yfirvöld hafa staðfest að allir sem voru um borð, fimmtíu og þrír talsins, séu taldir af.\nForseti Indónesíu ávarpaði landsmenn sína í morgun vegna slyssins.\nThis tragedy shocked us all, not only the families of the 53 crew members, the Hiu Kencana Community but also the whole Indonesian people.\nJoko Widodo, forseti Indónesíu, sagði í ávarpinu að mikil sorg ríki vegna sjóslyssins, ekki aðeins hjá fjölskyldum þeirra sem fórust, heldur meðal allra landsmanna í Indónesíu. Yfirvöld hafa lýst því yfir að tilraunir til að sækja kafbátinn og þá látnu gætu orðið hættulegar og erfiðar á svo miklu dýpi. Þá hafa yfirvöld á Indónesíu gefið út að orsök slyssins geti verið sú að kafbáturinn hafi orðið vélarvana og því hafi ekki verið hægt að sigla ofar. Slíkt er þó ekki staðfest.","summary":"Indónesísk stjórnvöld vara við því að tilraunir til að ná kafbátnum af hafsbotni, sem sökk undan ströndum Bali, gætu reynst mjög hættuleguar. Hann er á 850 metra dýpi."} {"year":"2021","id":"269","intro":"Greiðslur ríkisins til reksturs hjúkrunarheimila hafa ekki verið í neinum tengslum við raunveruleikann, segir formaður velferðarnefndar Alþingis. Formaður Landssambands eldri borgar segir það grafalvarlegt að hjúkrunarheimili nái ekki lágmarksviðmiði um fjölda starfsfólk í umönnun með íbúar hjúkrunarheimila.","main":"Formaður Landssambands eldri borgara segir það grafalvarlegt að hjúkrunarheimili nái ekki lágmarksfjölda starfsfólks til að sinna umönnum í samræmi fyrir viðmið landlæknis. Þetta leiðir ný skýrsla starfshóps heilbrigðisráðherra í ljós. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir nefndin stefni á að fjalla um niðurstöður skýrslunnar á næstu dögum enda hafi nefndin ítrekað ýtt á eftir því að skýrslan verði gerð opinber.\nÉg er mjög fegin að þessi skýrsla er komin fram því að hún sýnir svart á hvítur að rekstraraðilar sem hafa verið að hrópa undanfarin ár, höfðu rétt fyrir sér. Þessi rekstur hefur verið vanfjármagnaður af hálfu ríkisins. Þau hafa talað um að daggjöldin sem ríkið skaffar í þetta sé ekki í neinum tengslum við raunveruleikann og skýrslan bara sýnir það.\nHeilbrigðisráðherra sagði í fréttum RÚV í gær að þjónusta við eldri borgara verði að vera margþætt. Helga Vala tekur undir það.\nStjórnvöld verða auðvitað að bera ábyrgð á þessari þjónustu við eldra fólk. Það er verið að einblína mjög mikið á heimaþjónustu núna við eldra fólk en ég held að við verðum líka að hafa einhvers konar millistig.\nÁ Landspítala einum og sér eru 130 manns sem eru komnir með þetta færni- og heilsumat, sem þýðir að þeir geta útskrifast af Landspítala en geta ekki verið heima hjá sér og eiga þá að komast í einhvers konar úrræði á vegum stjórnvalda.\nHeilbrigðisráðherra sagði að sveitarfélög og ríki verði að snúa bökum saman í því að fjölga úrræðum fyrir aldraða. Helga Vala bendir á að sveitarfélög hafi greitt tvo komma tvo milljarða króna í hjúkrunarheimilin sem séu þó á ábyrgð ríkisins að reka. Akureyrarbæjar einn og sér hafi sett einn og hálfan milljarð króna í rekstur hjúkrunarheimila á síðustu fimm árum.\nÞeir peningar hefðu getað nýst í annað, aðra þjónustu, t.d. við þetta sama fólk.\nÞórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, segir að þriggja og hálfs milljarða hallarekstur á hjúrkunarheimilum á þriggja ára tímabili, sé hærri upphæð en hún hafi talið.\nMér finnst þetta gríðarlega mikið og einnig hvað sveitarfélögin hafa þó greitt á móti til þess að halda þessu gangangi. Það vekur mikla athygli. - Nú kemur fram í skýrslunni að að jafnaði eru hjúkrunarheimilin ekki að ná þessu lágmarksviði í fjölda umönnunarklukkustunda og heldur ekki umönnunarklukkustunda fagfólks. Hvað finnst þér um það? Það er náttúrulega grafalvarlegt.\nÞórunn bendir að hjúkrunarheimilin hafi síðustu ár kvartað undan þröngum fjárhag.\nEnda má bara horfa nokkur aftur í tímann þar Hrafnista og Grund og þessi stóru heimili gátu veitt fólki félagsstarf. Nú er fólk bara svo miklu, miklu veikara að starfsemin er líka breytt. Hún kallar á meira af hjúkrunarfólki, sjúkraliðum, starfsfólki og umönnunarfólki. Þá kemur að þessu: hvað færðu að ráða marga til þess að peningurinn passi? Það gengur ekki upp.","summary":"Greiðslur ríkisins til reksturs hjúkrunarheimila hafa ekki verið í neinum tengslum við raunveruleikann, segir formaður velferðarnefndar Alþingis. Formaður Landssambands eldri borgara segir það grafalvarlegt að hjúkrunarheimili nái ekki lágmarksviðmiði um fjölda starfsfólks í umönnun."} {"year":"2021","id":"269","intro":"Björgunarsveitarmenn úr Þorbirni í Grindavík þurftu í gær að smala fólki af fjallshrygg við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Útlit var fyrir að hrauntungurnar í Meradölum rynnu saman og fólkið á hryggnum yrði innlyksa.","main":"Björgunarsveitarmenn sem voru á ferð í Merardal tóku eftir því síðdegis í gær að hraun var tekið að renna ofan í dalinn á nýjan leik. Hraunið rannn þrjá til fjóra metra á sekúndu niður gilið í suðvesturhorni Merardals og leit út fyrir að hrauntungurnar ofan í dalnum myndu sameinast. Fóru björgunarsveitarmenn því í snarhasti upp á hrygginn við gosstöðvarnar, þar sem veðurstöðin er, til að smala fólki í burtu enda hætta á að það yrði innlyksa á hryggnum.\nAð sögn Steinars Þórs Kristinssonar hjá björgunarsveitinni Þorbirni var leiðindaveður við gosstöðvarnar í gær og því fáir á ferð. Það var því ekkert tiltökumál að koma fólki af svæðinu.\nHrauntungurnar höfðu ekki enn sameinast þegar björgunarsveitarfólk yfirgaf svæðið seint í gærkvöldi, en þá hafði hægt á rennslun og einn einhverjir metrar í að þær sameinuðust. Hraunrennslið í Merardal hefur engin áhrif á gönguleiðirnar sem enn eru opnað. Hins vegar hefur það mikil áhrif á aðgengi vísindamanna og fjölmiðla að gígunum.","summary":"Björgunarsveitarmenn úr Þorbirni í Grindavík þurftu í gær að rýma fjallshrygg við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem útlit var fólk yrði innlyksa ef hrauntungur í Meradölum rynnu saman."} {"year":"2021","id":"269","intro":"Skautafélag Akureyrar varð í gærkvöld Íslandsmeistari kvenna í íshokkí. SA vann Fjölni örugglega í oddaleik á Akureyri í gærkvöld.","main":"Skautafélag Akureyrar vann alla sjö deildarleiki sína á tímabilinu og vann svo fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu gegn Fjölni 13-1 á heimavelli. Það kom því mjög á óvart þegar Fjölnir vann annan leikinn í Reykjavík og tryggði sér þannig oddaleik í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Í gærkvöld hafði SA öll völd á vellinum og Jónína Guðbjartsdóttir, Saga Sigurðardóttir, Arndís Sigurðardóttir og Kolbrún Garðarsdóttir skoruðu mörkin í 5-0 sigri heimakvenna. SA er því Íslandsmeistari kvenna í íshokkí og það var mikill fögnuður í Skautahöllinni á Akureyri þegar fyrirliðinn Ragnhildur Kjartansdóttir lyfti Íslandsmeistarabikarnum á loft.\nSagði Ragnhildur Kjartansdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara SA eftir sigurinn í gærkvöld. Og fyrr í gær vann karlalið SA svo sigur á Fjölni í fyrsta leik liðanna í úrslitum á Akureyri en lokatölur urðu 2-1. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari.\nValur kom sér í gærkvöld í góða stöðu í baráttunni um deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik þegar liðið lagði Fjölni að velli í Grafarvogi. Valskonur unnu nokkuð þægilegan tíu stiga sigur 74-64. Valur er nú eitt á toppi deildarinnar tveimur stigum frá Keflavík og Haukum sem eru jöfn í öðru sætinu.\nEinn leikur fór fram í úrvalsdeild karla í handknattleik í gær þegar Stjarnan og Afturelding mættust í Garðabæ.\nLokatölur urðu 35-33 fyrir Stjörnuna Blær Hinriksson fór mikinn í liði Aftureldingar og skoraði fjórtán mörk en markahæstur í liði Stjörnunnar var Starri Friðriksson með níu. Með sigrinum fór Stjarnan upp um fimm sæti og alla leið upp í fjórða sætið, stigi á eftir Aftureldingu sem er í þriðja sæti.\nÍslandsmótið í sundi í 50 metra laug heldur áfram í Laugardalnum í dag. Nokkrir keppendur náðu í gær lágmörkum fyrir EM í 50 metra laug sem verður í Ungverjalandi í næsta mánuði en þeirra á meðal var Steingerður Hauksdóttir sem náði lágmarkinu í 50 metra baksundi.\nSagði Steingerður í Laugardalslaug í gær. Sýnt verður beint frá mótinu á RÚV í dag og hefst útsending klukkan fjögur.","summary":"Skautafélag Akureyrar varð í gærkvöld Íslandsmeistari kvenna í íshokkí eftir sigur á Fjölni í oddaleik á Akureyri. SA vann alla sjö deildarleiki sína á tímabilinu. "} {"year":"2021","id":"270","intro":"Búast má við að Joe Biden Bandaríkjaforseti viðurkenni í dag, laugardag, að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimstyrjöldinni. Tyrkir hafa mjög barist gegn því að þjóðarmorðið verði viðurkennt á alþjóðlegum vettvangi.","main":"Þessi fyrirætlan Bidens kom fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Það væri sögulegur viðburður því Bandaríkjamenn hafa hingað til ekki viljað viðurkenna atburðina sem þjóðarmorð. Fjöldi ríkja hefur ekki enn gert það en viðurkenning var eitt af kosningaloforðum Bidens sem löngum hefur ræktað samband sitt við samfélag Armena og Grikkja í Bandaríkjunum. Forsetinn ræddi símleiðis við Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í gær þar sem hann þrýsti á um að ríkin tvö kæmust að samkomulagi um deiluefni sín og bættu tvíhliða samstarf sitt. Í dag eru 106 ár liðin frá því að ósmanska veldið hóf fjöldamorð og flutninga á Armenum frá landsvæðinu þar sem Armenía er nú þangað sem nú eru Írak og Sýrland. Ekki er vitað hve mörg féllu í valinn. Afkomendur þeirra hafa þrýst mjög á að þjóðir heims viðurkenndu þjóðarmorð en Tyrkir hafa alltaf streist á móti. Meðal röksemda þeirra er að atburðirnir hafi verið hluti af átökum fyrri heimstyrjaldar. Erdogan sjálfur hvatti á fimmtudaginn til þess að varðveita sannleikann um það sem hann nefndi \u001esvokallaði þjóðarmorð á Armenum\". Í yfirlýsingu tyrkneskra stjórnvalda eftir samtal Erdogans við Biden sagði að þeir væru sammála um mikilvægi samvinnu ríkjanna.","summary":null} {"year":"2021","id":"270","intro":"Kafbáturinn sem saknað hefur verið undan ströndum Balí er sokkinn, að því er sjóher Indónesíu tilkynnti í morgun. Útilokað er talið hægt verði að bjarga einhverjum þeirra fimmtíu og þriggja skipverja sem voru um borð.","main":"Leitað hefur verið í kapp við tímann að kafbátnum síðustu þrjá daga. Í nótt fannst brak úr honum, þar á meðal brak sem talið er vera innan úr kafbátnum. Vonir um að finna áhöfnina á lífi eru því að engu orðnar. Talið er að súrefnisbirgðir hafi klárast en þær áttu að geta dugað í þrjá daga eftir að báturinn varð vélarvana. Kafbáturinn er einn fimm slíkra í eigu indónesíska sjóhersins. Áhöfnin var við æfingar undan ströndum Balí þegar sambandið rofnaði á miðvikudag. Olía fannst á þeim slóðum þar sem hann hvarf og þótti það ekki vita á gott. Einnig voru uppi getgátur um að kafbáturinn hafi farið á meira en sjö hundruð metra dýpi, en hann var ekki byggður til að þola svo mikla dýpt. Indónesísk yfirvöld ekki gefið neitt út um það hverja þau telja orsök slyssins.","summary":"Indónesískur kafbátur, sem saknað hefur verið undan ströndum Balí síðan á miðvikudag, er sokkinn. Þar með eru vonir um að finna áhöfnina á lífi að engu orðnar. "} {"year":"2021","id":"270","intro":"Mannréttindasamtök víða um heim mótmæla því að Íran hafi í vikunni verið kosið til setu í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi kvenna. Samtök kvenna af írönskum uppruna segja niðurstöðuna vera vanvirðingu við konur sem daglega verði fyrir mismunun í Íran.","main":"Hlutverk nefndarinnar, sem er á vegum Sameinuðu þjóðanna, er að vinna að jafnrétti og eflingu kvenna um allan heim. Fulltrúar ríkja í Efnahags- og félagsmálaráði Sameinuðu þjóðanna, ECOSOC, greiddu atkvæði á fimmtudag og niðurstaðan varð sú að Íran myndi eiga sæti í nefndinni næstu fjögur ár. Hillel Neuer, framkvæmdastjóri Mannréttindavaktar Sameinuðu þjóðanna, líkir kjörinu við að ráða brennuvarg sem slökkviliðsstjóra. Mannréttindavaktin hefur krafist þess að fá að vita hvaða ríki greiddu Íran atkvæði sitt. Skemmst er frá því að segja að staða kvenna í Íran þykir afar slæm. Þar er konum skylt að hylja höfuð sitt með slæðu og þær sem gera það ekki eru handteknar. Þá þurfa konur leyfi frá karlkyns forráðamanni til ýmissa athafna. Þá tíðkast í landinu að karlar geti gengið í hjónaband með stúlkum, allt niður í þrettán ára gömlum. Ef foreldrar enn yngri stúlkna gefa leyfi sitt geta karlar gifst þeim.\nSamtök kvenna af írönskum uppruna í Frakklandi, Svíþjóð og á Ítalíu segja í yfirlýsingu að kjörið sé vanvirðing við allar íranskar konur, sem hafi þurft að þola öfgafulla stefnu stjórnvalda þar síðustu fjóra áratugi. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna þegar kemur að mannréttindum í Íran sendi frá sér skýrslu í mars þar sem hann lýsti yfir þungum áhyggjum af stöðu mála þar. Þar segir að mismunun sé fest í lög og viðhorf í samfélaginu.","summary":null} {"year":"2021","id":"270","intro":"Enn mælist mengun í jarðvegi á Hofsósi þar sem bensínleki varð úr birgðatanki N1 fyrir tveimur árum. Umhverfisstofnun telur að frekari hreinsunaraðgerða sé þörf en sveitarstjórinn í Skagafirði gagnrýnir stofnunina fyrir seinagang í málinu.","main":"Í desember 2019 neyddist fjölskylda á Hofsósi til að flytja úr húsi sínu vegna bensínmengunarinnar. Þá var lyktarmengun í verslun KS á Hofsósi auk þess sem loka þurfti veitingastað á staðnum vegna sömu mengunar. Umhverfisstofnun skilaði niðurstöðum úr rannsókn sinni vegna málsins í vikunni. Sigfús Ingi Sigfússon er sveitarstjóri í Skagafirði.\nÞetta hefði þurft að gerast miklu fyrr og það þarf að grípa til aðgerða. Það er alveg ljóst. Við vonum að tíminn verði nýttur vel.\nN1 hefur ráðist í ýmsar mótvægisaðgerðir. Leka olíutanknum var skipt úr fyrir nýjan, mengaður jarðvegur við stöðina var fjarlægður og nýjar eldsneytisdælur settar upp. Þá bauð fyrirtækið húseigendum að lofta út með sérstökum búnaði.\nUmhverfisstofnun telur hins vegar að mengun sé enn á svæðinu þrátt fyrir hreinsunaraðgerðir og að frekari aðgerða sé þörf. Þá þurfi að tryggja að mengun sé innan skilgreindra heilsuverndarmarka. Stofnunin hefur krafist þess að N1 skili úrbótaáætlun ekki síðar en 10. maí.\nÉg vona að þessu ljúki nú bara hérna í sumar og menn hreinsi þetta á mannsæmandi hátt og íbúar geti snúið til síns heima og fyrirtækið hafið starfsemi að nýju.","summary":"Umhverfisstofnun telur að frekari hreinsunaraðgerða sé þörf á Hofsósi þar sem bensínleki varð úr birgðatanki N1 fyrir tveimur árum. "} {"year":"2021","id":"270","intro":"Sundmaðurinn Már Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og bætti tæplega 30 ára gamalt heimsmet í 200 metra baksundi í gær á Íslandsmótinu í 50 metra laug sem fram fer í Laugardalnum.","main":"Már Gunnarsson sem syndir fyrir ÍRB í Reykjanesbæ sló heimsmetup í 200 m baksundi í flokki S11 á Íslandsmeistaramótinu í 50 metra laug í Laugardalslaug í gær. Már synti á tímanum 2:32,31. Fyrra metið var 2:33,42 og var slegið á Ólympíumóti fatlaðra í Barcelona 1992. Már synti vel í gær því um morguninn bætti hann Íslandsmetið en þá synti hann á 2:33,76, stuttu síðar bætti hann svo heimsmetið. RÚV sýnir beint frá Íslandsmótinu í sundi á RÚV klukkan fjögur í dag.\nTveir leikir fóru fram í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í gær. Í Grindavík vann Njarðvík sigur á heimamönnum, 94-91. Njarðvík er því með 12 stig í 10. sæti, tveimur stigum á eftir ÍR, Grindavík er með 16 stig í 8. sæti deildarinnar líkt og þrjú önnur lið.\nÍ Keflavík fór fram toppslagur milli heimamanna og Stjörnumanna. Stjarnan fór illa með Keflavík í fyrri leik liðanna í Garðabæ og því höfðu Keflvíkingar harma að hefna. Jafnræði var með liðunum til að byrja með en sitt hvoru megin við hálfleikshléið gerðu Keflvíkingar út um leikinn og unnu að lokum stórsigur 100-81. Keflavík situr eitt á toppi deildarinnar með 30 stig en Stjarnan í þriðja sætinu með 22.\nRyan Giggs, einn dáðasti leikmaður Manchester United, hefur verið ákærður heimilisofbeldi og árás. Hann var í gær rekinn sem landsliðsþjálfari Wales en segist vera saklaus og ætlar að hreinsa mannorð sitt fyrir dómstólum.\nGiggs er ákærður fyrir að ráðast á þáverandi sambýliskonu sína og aðra konu á heimili sínu í nóvember á síðasta ári.\nKnattspyrnumaðurinn Valgeir Valgeirsson hefur ákveðið að snúa heim í uppeldisfélagið sitt HK og spila með þeim í sumar í úrvalsdeildinni. Valgeir hefur verið á láni hjá varaliði Brentford.\nValgeir er 18 ára gamall fjölhæfur leikmaður og hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína á síðasta tímabili sem endaði með því að hann var lánaður til Brentford. Hann fékk hins vegar lítið að sýna sig með aðalliðinu og hefur því ákveðið að taka slaginn með uppeldisfélaginu í sumar. Íslandsmót karla hefst á föstudaginn.\nEvrópumeistaramótið í áhaldafimleikum heldur áfram í dag með keppni í stökum áhöldum. Bein útsending frá mótinu stendur nú yfir á RÚV og rúv.is.","summary":"Sundmaðurinn Már Gunnarsson sló 30 ára gamalt heimsmet í 200 metra baksundi í gær."} {"year":"2021","id":"270","intro":"Bæta þyrfti hátt í níu milljörðum króna á ári við fjárveitingar til reksturs hjúkrunarheimila til þess að þau næðu því að sinna umönnun eins og landlæknir telur eðlilegt. Langfæst heimili eru með nægilega mikið af faglærðu starfsfólki.","main":"Aðeins tvö af fjörutíu hjúkrunarheimilum eru með jafnmarga hjúkrunarfræðinga að störfum og viðmið landlæknis segir til um. Til þess að geta sinnt umönnun eins og landlæknir telur eðlilegt þyrftu hjúkrunarheimilin aukafjárveitingu upp á hátt í níu milljarða króna.\nStarfshópur sem heilbrigðisráðherra skipaði skoðaði kostnað hjúkrunarheimila sem rekin eru fyrir daggjöld frá ríkinu. Þau eru 46 talsins og fjörutíu þeirra skiluðu starsfshópnum gögnum. Í skýrslu hópsins sem hann skilaði í gær kemur fram að tap á rekstri hjúkrunarheimilanna er þrír og hálfur milljarður króna árin 2017 til 2019. Flest hjúkrunarheimili voru rekin með halla og var hann á bilinu tvö hundruð til sjö hundruð milljónir króna á ári. Árið 2019 greiddu sveitarfélögin 950 milljónir króna til þess að draga úr hallarekstri hjúkrunarheimila.\nLaunagreiðslur hafa hækkað verulega frá 2017 eða úr 21 milljarði króna í tæpa tuttugu og níu milljarða króna miðað við áætlun fyrir árið í ár. Tæp sextíu og fjögur prósent starfsfólks hjúkrunarheimila eru ófaglærð. Launagreiðslur eru að jafnaði lægri en til faglærðra. Umönnun aldraðra á hjúkrunarheimilum er því að verulegu leyti borin uppi af ófaglærðu starfsfólki og hlutfall faglærðra talsvert undir viðmiðum, segir í skýrslunni.\nViðbúið er að launakostnaður hjúkrunarheimila aukist á næstu árum enda spáir Hagstofan því að það fjöldi þeirra sem eru áttræðir og eldri tvöfaldist á næstu tuttugu árum. Þetta kallar á fjölgun hjúkrunarheimila og starfsmanna. Aukin áhersla á heimahjúkrun gæti vegið á móti en kostnaður við málaflokkinn í heild mun engu að síður vaxa, segja skýrsluhöfundar.\nLangfæst hjúkrunarheimili ná viðmiði landlæknis um hlutfall hjúkrunarfræðinga í umönnum eða aðeins tvö lítil heimili af fjörutíu heimilum. Í heildina ná hjúkrunarheimili ekki heldur lágmarksviðmiði landlæknisembættisins um umönnunarklukkustundir á íbúa og voru að jafnaði vel undir æskilegu viðmiði embættisins.\nTil þess að öll hjúkrunarheimilin nái lágmarksviðmiðinu þyrfti að fjölga starfsmönnum. Starfshópurinn telur að það myndi kosta þrjá milljarða króna á ári. Mun dýrara yrði að ná æskilegum viðmiðum Embættis landlæknis en lágmarksviðmiðunum. Það myndi kosta fimm komma sjö milljarða króna og til að ná æskilegu hlutfalli fagfólks þyrfti að bæta við tæpum þremur milljörðum króna. Samtals þyrfti því að bæta við átta komma sex milljörðum króna á ári til þess að hjúkrunarheimili hæfðu nægan mannskap og nægilega mikið af fagfólki til þess að uppfylla viðmið landlæknisembættisins um umönnunarklukkustundir.","summary":"Bæta þyrfti hátt í níu milljörðum króna á ári við fjárveitingar til hjúkrunarheimila til þess að þau nái því að sinna umönnun eins og landlæknir telur eðlilegt. Langfæst heimili eru með nægilega margt faglærðt starfsfólk."} {"year":"2021","id":"271","intro":"Enn hefur ekkert spurst til indónesísks kafbáts sem hvarf undan ströndum Balí á miðvikudag. Fimmtíu og þrír eru í áhöfninni og tíminn er að renna út.","main":"Samband við kafbátinn rofnaði á æfingu sjóhersins á miðvikudag. Fljótlega fannst olíubrák á sjónum á þeim slóðum þar sem síðast var vitað um bátinn, og óttast að hann gæti hafa sokkið niður á allt að 700 metra dýpi og laskast vegna þrýstings. Seint í gærkvöld töldu leitarsveitir sig hins vegar hafa fundið óþekktan hlut sem sendi frá sér bylgjur á um hundrað metra dýpi. Fljótlega hættu bylgjurnar þó að berast, sagði Achmad Riad, talsmaður indónesíska hersins, í morgun. Nú væri leitað í blindni með sónartækni.\nÁ þriðja tug herskipa og fjöldi flugvéla eru við leit á svæðinu í dag. Bandaríkin bættust í hóp þeirra ríkja sem aðstoða við leit og senda stuðning úr lofti á svæðið í dag. En tíminn er að renna út. Talið er að súrefni í kafbátnum dugi aðeins í tæpan sólarhring í viðbót.\nJoko Widodo, forseti Indónesíu, biður landsmenn að hafa áhöfn kafbátsins með í bænum sínum með von um að enn sé möguleiki að finna hana á lífi.","summary":null} {"year":"2021","id":"271","intro":"Hótel Oddsson hefur verið boðið fram sem hjúkrunarrými. Sjúkratryggingar vonast til að allt að eitt hundrað ný hjúkrunarrými verði tekin í notkun á höfuðborgarsvæðinu í sumar.","main":"Tveir hafa sótt um að heimild til reksturs hjúkrunarheimilis á höfuðborgarsvæðinu í húsnæði sem þegar hefur verið reist. Annað húsnæðið sem boðið er til rekstursins er hótel Oddsson við Grensásveg í Reykjavík.\nHeilbrigðisráðherra tilkynnti í desember í fyrra aukafjárveitingu til reksturs nýrra hjúkrunarrýma sem taka ætti í notkun á þessu ári. Sjúkratryggingar auglýstu reksturinn í febrúar. Í skriflegu svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að þrír lýstu áhuga á verkefninu en einn þeirra dró sig til baka. Sjúkratryggingar gefa ekki upp nöfn umsækjenda en Sóltún öldrunarþjónusta, sem rekur bæði Sóltún og Sólvang, staðfesti í samtali við fréttastofu að þau væru annar umsækjendanna. Sóltún getur boðið sextíu hjúkrunarrými í hótelinu Oddson. Nýju rýmin geta alls orðið eitt hundrað talsins miðað við útboðslýsingu Sjúkratrygginga. Sjúkratryggingar óskuðu eftir viðbótarupplýsingum frá umsækjendum og ekki liggur endanlega niðurstaða fyrir um hvort umsóknir beggja umsækjenda verða samþykktar. Fyrstu rýmin verða væntanlega tekin í notkun í sumar.","summary":"Hótel Oddsson í Reykjavík hefur verið boðið fram sem hjúkrunarrými. Sjúkratryggingar vonast til að allt að eitt hundrað ný hjúkrunarrými verði tekin í notkun á höfuðborgarsvæðinu í sumar."} {"year":"2021","id":"271","intro":"Sænsk stjórnvöld hafa stofnað krísuhóp vegna morða á konum í landinu að undanförnu. Fimm konur hafa verið myrtar í Svíþjóð á innan við þremur vikum.","main":"Í flestum tilvikum eru grunaðir morðingjar karlmenn sem flestir höfðu átt í sambandi eða samskiptum við konurnar sem voru myrtar. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, greinir svo frá því á Facebook-síðu sinni í morgun að á síðustu fjórum árum hafi fimmtán konur að meðaltali á ári verið myrtar af maka sínum. Löfven sagði að samfélagið í heild þyrfti að bregðast við ofbeldinu og gera ungum drengjum það ljóst að karlmennska felist ekki í því að beita konur ofbeldi.\nKrísuhópurinn á að leggja til tillögur að frekari aðgerðum stjórnvalda og fundar með leiðtogum þingflokka landsins í dag til að koma þeirri vinnu af stað. Löfven boðar jafnframt þyngri refsiramma fyrir þá sem sakfelldir eru fyrir konumorð eða ofbeldi í nánu sambandi.","summary":null} {"year":"2021","id":"271","intro":"Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund rétt fyrir fréttir að unnið væri að útfærslu reglugerðar um hertar aðgerðir á landamærunum í takt við tillögur sóttvarnalæknis um hááhættusvæði. Sóttvarnalæknir skilaði fyrir hádegi minnisblaði til heilbrigðisráðherra um aðgerðir á landamærum vegna laga sem samþykkt voru á Alþingi aðfaranótt fimmtudags um að skikka megi fólk frá hááhættusvæðum í sóttvarnahús. Lögin gera ráð fyrir því að sóttvarnalæknir skilgreini þessi hááhættusvæði eftir fjölda smita, nýgengi þeirra og þeim veiruafbrigðum sem þar greinast. Ríkisstjórnin ræddi ekki minnisblaðið á fundi sínum í morgun, heilbrigðisráðherra var ekki komin með það í hendur í tæka tíð fyrir fundinn.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"271","intro":"Um tvö hundruð kvennærbuxur eru á leið inn um póstlúguna hjá Jean Castex (Kastex), forsætisráðherra Frakklands. Sendingarnar eru aðferð verslunareigenda til að mótmæla lokunum.","main":"Nathalie Paredes, eigandi Sylvette nærfataverslunarinnar í Lyon, er upphafskona mótmælaaðgerðanna. Hún kveðst hafa fengið um tvö hundruð verslunareigendur víðs vegar um landið til liðs við sig, sem þýðir að forsætisráðherrann á von á það mörgum umslögum með kvennærfötum inn um lúguna á næstu dögum.\nEigendurnir birtu margir myndir af sendingunum á samfélagsmiðlum áður en þær voru póstlagðar. Nærbuxunum er komið fyrir í umslagi ásamt bréfi þar sem skýringa er krafist á því hvers vegna nærfataverslanir verði að loka samkvæmt núverandi sóttvarnareglum í Frakklandi.\nÍ fréttatilkynningu mótmælahópsins er forsætisráðherrann spurður hvers vegna verslanir og þjónusta á borð við blómabúðir, bókabúðir, hárgreiðslustofur og plötubúðir eru opnar á þeim forsendum að þær selji nauðsynjavörur, á meðan nærfataverslanir eru lokaðar. Í tilkynningunni er spurt hvort nærföt skipti ekki sköpum varðandi hreinlæti og vernd.\nCastex er hvattur til að endurmeta sóttvarnaaðgerðir á þeim forsendum að allar verslanir, jafnt stórar sem smáar, séu nauðsynlegar. \u001eÞær leggja sitt af mörkum til samfélagsins og hleypa lífi í það,\" segir í tilkynningunni.\nFrönsk yfirvöld hertu verulega á sóttvarnareglum 3. apríl. Öllum búðum sem ekki eru taldar selja nauðsynjavörur var lokað, auk bara, líkamsræktarstöðva, safna og leikhúsa.","summary":null} {"year":"2021","id":"271","intro":"Saksóknari í Namibíu vill fá þrjá Íslendinga framselda þangað svo hægt verði að birta þeim ákæru í Fishrot-málinu svokallaða. Erindinu hefur þegar verið hafnað enda framselja stjórnvöld íslenska ríkisborgara ekki til annarra landa.","main":"Málflutningur í Fishrot málinu fór fram í gær en í því eru fyrrum viðskiptafélagar Samherja, og fyrirtæki þeim tengd, grunaðir um stórfelld brot í tengslum við útboð á hestamakrílskvóta. Þeirra á meðal eru fyrrum ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, Sacky Shangala og Bernhard Esau.\nVið málflutning í gær upplýsti ákæruvaldið að það hefði lagt fram beiðni um að þrír íslenskir ríkisborgarar yrði framseldir til Namibíu svo hægt verði að birta þeim ákæru og rétta yfir þeim. Samkvæmt frásögn The Namibian eru þetta þeir Aðalsteinn Helgason, Egill Helgi Árnason og Ingvar Júlíusson. Íslendingarnir eru tilgreindir á ákæruskjali saksóknara en dómari málsins hefur sagt að þeir verði ekki á meðal sakborninga fyrr en þeir hafa verið formlega ákærðir og framseldir til Namibíu.\nHelgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, staðfestir í samtali við fréttastofu að erindi þess efnis hafi borist. Því hafi þegar verið hafnað enda engin heimild í lögum til að framselja íslenska ríkisborgara.\nÍ frétt um málið sem birtist á vef rúv í gærkvöld var sagt að þeir Aðalsteinn, Egill Helgi og Ingvar sættu nú þegar ákæru í málinu. Það er ekki rétt því eins og áður sagði hafa þeir ekki verið formlega ákærðir þótt vilji sakskóknara standi til þess.","summary":"Embætti ríkissaksóknara hefur hafnað beiðni ákæruvaldsins í Namibíu um að framselja þrjá Íslendinga í tengslum réttarhöldin í Fishrot-málinu. Íslensk lög heimila ekki framsal. "} {"year":"2021","id":"271","intro":"Þór Þorlákshöfn er í góðum málum í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir sannfærandi sigur á KR á heimavelli sínum í gærkvöld. Eftir rólegar vikur voru fjölmargir kappleikir á dagskrá í gærkvöld.","main":"Þórsarar voru skrefi á undan KR allan leikinn í Þorlákshöfn í gærkvöld og unnu 8 stiga sigur, 84-76. Þórsarar eru því einir í 2. sæti deildarinnar með 24 stig, fjórum minna en Keflavík og tveimur meira en Stjarnan, en þau tvö lið eigast einmitt við í Keflavík í kvöld.\nBotnlið Hauka tók á móti ÍR og vann með 104 stigum gegn 94. Haukar eru því með 8 stig eins og Höttur og sitja liðin í tveimur neðstu sætunum. Tveimur stigum á undan er Njarðvík en Njarðvík mætir Grindavík annað kvöld.\nÍ þriðja leik kvöldsins vann Tindastóll svo risasigur á Þór Akureyri. Stólarnir skoruðu hvorki meira né minna en 117 stig og héldu Þórsurum um leið í 65 stigum og gerir það 53 stiga sigur. Tindastóll er með 16 stig í 6. sæti, jafnmörg stig og Þórsarar og Grindavík.\nÍ fyrsta leik gærdagsins vann Valur Hött á Egilsstöðum 95-91.\nÍ úrvalsdeild karla í handbolta voru tveir leikir á dagskrá í gærkvöld.\nÍ Safamýri tók Fram á móti FH en Framarar höfðu ekki tapað leik á heimavelli á tímabilinu fram að leiknum í gær sem var jafn og spennandi. Oftast 1-2 mörkum og skiptust liðin á forystunni. 13-13 stóð í leikhléi. Áfram var mjótt á mununum í seinni hálfleik en á síðustu 10 mínútunum náði FH að síga framúr. Eftir að staðan var 26-26 skoraði FH 8 mörk gegn 4 á endasprettinum.\nFH er eftir sigurinn í 2. sæti með 23 stig, tveimur minna en Haukar sem eiga leik til góða. Fram er með 16 stig í 9. sæti, stigi á eftir KA sem vann Gróttu í hinum leik gærdagsins.\nÍ dag dregur til tíðinda á Evrópumeistaramótinu í áhaldafimleikum í Basel í Sviss því keppt verður um fyrstu verðlaun mótsins hingað til þegar úrslit karla og kvenna í fjölþraut fara fram. Síðustu tvo daga hefur verið keppt í undanúrslitum en allir átta íslensku keppendurnir eru úr leik. RÚV sýnir beint frá úrslitum í fjölþraut karla og kvenna í dag. Úrslit í kvennaflokki eru þegar hafinn en bein útsending frá keppni í karlaflokki hefst á RÚV og rúv.is klukkan 14:50.","summary":"Þór Þorlákshöfn styrkti stöðu sína í öðru sæti úrvalsdeildar karla í körfubolta þegar liðið bar sigurorð af Íslandsmeisturum KR í gærkvöld í annað sinn á tímabilinu. "} {"year":"2021","id":"272","intro":"Innan við helmingur Alþingis samþykkti á fimmta tímanum í nótt frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum og lögum um útlendinga. Hart var tekist á um málið á þingi og þingmenn börðu í borð máli sínu til stuðnings.","main":"Frá og með deginum í dag til 30. júní hefur heilbrigðisráðherra heimild til þess að skylda ferðamenn frá hááhættusvæðum, að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, til að dvelja í sóttvarnahúsi. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum allra þingmanna Vinstri grænna og Framsóknarflokks og 11 þingmanna Sjálfstæðisflokks. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokks greiddi atkvæði gegn því og Birgir Ármannsson formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins sat hjá.\nÞað gerðu líka allir þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem voru á þingfundi, nema Olga Margrét Cilia þingmaður Pírata sem greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. 11 voru fjarverandi, þar af þrír þingmenn Sjálfstæðisflokks.\nSú breyting var gerð á frumvarpinu, að tillögu minnihluta velferðarnefndar, að ekki er tekið fram hvert 14 daga nýgengi smita á hverja 100 þúsund íbúa þarf að vera til að land sé skilgreint sem hááhættusvæði. Birtur verður listi yfir þau lönd.\nog hann endurskoðaður á minnst tveggja vikna fresti.\nEn hart var tekist á um málið á þingfundi í nótt og þingmenn slógu í borð til að sýna óánægju þegar heilbrigðisráðherra hélt lokaræðu sína.\nÞað hefði verið gott fyrir málið og gott fyrir samstöðu í samfélaginu að við gætum verið sammála um að renna styrkari stoðum undir nauðsynlegar ráðstafanir sóttvarnalæknis. Það hefur greinilega verið freistandi fyrir ýmsa í umræðunni hér í dag að láta þetta mál snúast um eitthvað annað, en það verður bara svo að vera,\nSvo mikill var hávaðinn að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, kvaðst ekki viss um að hann hefði heyrt í öllum sem báðu um orðið.\nNú veit ég ekki hvort ég náði öllum niður, en menn gefa sig þá bara fram.\nÓskaplega var þetta aumt hjá hæstvirtum heilbrigðisráðherra þegar klukkan er 25 mínútur gengin í 5 að lokum langs vinnudags fjölda fólks að við að reyna að taka til í frumvarpi hæstvirts ráðherra.\nÉg ætla að sitja hjá við þetta mál. Ég býst fastlega við því að þurfa að rökræða við ansi mikið af okkar stuðningsfólki í kjölfarið. Ég ætla að gera það virðulegi forseti vegna þess að ég sór eið að stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.\nHrakfarir heilbrigðisráðherra í þessum efnum halda áfram. Það er minnihluti nefndarinnar sem er á bak við þetta nefndarálit sem hér liggur fyrir og hér kemur hæstvirtur heilbrigðisráðherra og virðist ekki geta boðið upp á annað en skæting.\nHér erum við að taka til ákveðinna varna með skynsamlegum hætti, ríkisstjórnin","summary":"Alþingi samþykkti seint í nótt frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á sóttvarnalögum. Umsjónarmaður farsóttarhúsa reiknar með auknum fjölda gesta á næstu vikum."} {"year":"2021","id":"272","intro":"Farga á allt að þremur milljónum tonna af koldíoxíð á ári í Straumsvík samkvæmt áformum dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. Sigla á með koldíoxíð frá Norður-Evrópu og binda það í Straumsvík með íslenskri tækni.","main":"Carbfix, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hyggst farga allt að þremur milljónum tonna af koldíoxíð á ári hverju til að vinna gegn loftslagsbreytingum. Áformin kosta allt að 35 milljarða og skapa um 600 bein og afleidd störf við uppbyggingu og rekstur.\nCarbfix ætlar að byggja upp móttöku- og förgunarmiðstöð fyrir koldíoxíð í Straumsvík. Þar á að binda koldíoxíð varanlega með því að leysa það upp í vatni og dæla því djúpt í berglög.\nSandra Ósk Snæbjörnsdóttir, jarðfræðingur hjá Carbfix, segir þetta tilraun til að vinna gegn loftslagsbreytingum.\nVið erum náttúrulega að spúa alveg gríðarlegu magni af koldíoxíði út í andrúmsloftið á hverju ári. Til að sporna við þessum miklu áhrifum sem við höfum nú þegar valdið þá þurfum við mjög stórtækar lausnir og vonandi mun þetta vera ein af þeim lausnum sem gagnast okkur.\nStöðin í Straumsvík verði sú fyrsta sinnar tegundar en Carbfix gæti reist fleiri hérlendis. Að auki sé hægt að nota tæknina í öllum heimsálfum til að farga koldíoxíði.\nHugmyndin er að sigla með koldíoxið frá Norður-Evrópu til Straumsvíkur þar sem því verður fargað.\nÞetta hljómar þetta náttúrulega mjög framandi fyrir okkur til að byrja með. Ef við hugsum um allt það kerfi sem við rekum nú þegar í kringum olíu- og gasiðnaðinn, þar sem koldíoxíð er flutt í formi olíu og gass langar vegalengdir, þá er þetta kannski ekki svo framandi.\nKolefnissporið við flutningana á að vera þrjú til sex prósent af því koldíoxíði sem er fargað.\nSkjálftavirkni hefur orðið vart þar sem vatni hefur verið dælt niður. Svo sem á Hellisheiði. Sú hætta á ekki að vera fyrir hendi í Straumsvík.\nNiðurstöður benda til þess að hætta á finnanlegri skjálftavirkni í Straumsvík sé óveruleg.","summary":"Farga á allt að þremur milljónum tonna af koldíoxíð á ári í Straumsvík samkvæmt áformum dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. Sigla á með koldíoxíð frá Norður-Evrópu og binda það í Straumsvík með íslenskri tækni."} {"year":"2021","id":"272","intro":"Ísland og Slóvenía gerðu í gærkvöldi jafntefli í síðari umspilsleik sínum um sæti á HM kvenna í handbolta. Slóvenía sigraði samanlagt og fer á HM, en landsliðsþjálfari Íslands segir íslenska liðið taka sífelldum framförum.","main":"Leikurinn í gærkvöldi var jafn og spennandi allan tímann og var varnarleikur beggja liða í fyrirrúmi. Slóvenar voru einu marki yfir í leikhléi, 9-8. Sama spenna hélt áfram í síðari hálfleik og var Slóvenía marki yfir þegar Ísland hélt í lokasókn sína. Íslenska liðið náði sér í vítakast í þann mund er leiktíminn rann út og Ragnheiður Júlíusdóttir jafnaði metin út vítinu þegar leiktíminn var liðinn, 21-21 urðu lokatölur.\nSagði Ragnheiður Júlíusdóttir. Slóvenía vann fyrri leikinn með 10 marka mun og sigrar því samanlagt í einvíginu og fer á HM, sem verður á Spáni í desember. Íslenska liðið hefur verið lengi saman núna og á rúmum mánuði leikið fimm erfiða leiki, eftir að hafa ekki spilað leik í eitt og hálft ár. Lovísa Thompson segir það mikilvægt fyrir liðið að hafa náð svona góðum tíma saman til að stilla strengina.\nSagði Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari. Áður heyrðum við í Lovísu Thompson.\nHeil umferð fór fram í gærkvöldi í úrvalsdeild kvenna í körfubolta og að henni lokinni eru Valskonur einar á toppnum. Valur tók botnlið KR í bakaríið í gærkvöldi og vann með 106 stigum gegn 52. Á sama tíma tapaði Keflavík gegn Skallagrímu 76-64 en Valur og Keflavík voru jöfn á toppnum fyrir umferð gærkvöldsins. Valur er nú með tveggja stiga forskot á toppnum. Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þau að Fjölnir vann Breiðablik 79-69 og Haukar unnu Snæfell 92-71.\nEkkert verður af heimsmeistaramóti íslenska hestsins í sumar. Mótið var fyrirhugað í Herning í Danmörku í byrjun ágúst en Alþjóðasamtök íslenska hestsins, FEIF, hafa ákveðið að aflýsa mótinu í ár, þar sem ekki öll lönd sjái sér fært að senda hesta og knapa á mótið vegna kórónaveirufaraldursins. Næsta heimsmeistaramót verður því í Hollandi sumarið 2023.","summary":"Ísland og Slóvenía gerðu jafntefli í síðari umspilsleik sínum um sæti á HM kvenna í handbolta í gærkvöldi. Ragnheiður Júlíusdóttir jafnaði metin þegar leiktíminn var úti. Slóvenía vann fyrri leikinn og fer á HM."} {"year":"2021","id":"273","intro":"Hjarðónæmi næst í Rússlandi í haust ef áætlanir stjórnvalda ganga eftir en miklar efasemdir eru um bólusetningu þar í landi. Pútín Rússlandforseti sagði í árlegu ávarpi til rússnesku þjóðarinnar í morgun að bólusetning væri ein helsta forgangsröðun stjórnvalda.","main":"Pútin lagði aðaláherslu á viðbrögð stjórnvalda við faraldrinum í ávarpinu í morgun. Hann sagði þörf á að hraða bólusetningu, en hún hefur gengið heldur hægt miðað við flest önnur Evrópulönd. Þá kynnti hann nýjar efnahagsaðgerðir til að bregðast við efnahagslægðinni sem fylgt hefur faraldrinum. Þá vék hann einnig að alþjóðamálum en spenna hefur aukist milli Rússlands og Bandaríkjanna síðustu vikur, vegna hernaðarumsvifa Rússa í Úkraínu. Rússar hafa flutt rúmlega 100 þúsund hermenn að landamærunum, en stærstur hluti þeirra er á Krímskaga sem Rússar innlimuðu 2014. Þá hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum heitið refsiaðgerðum ef eitthvað kemur fyrir stjórnarandstæðinginn Alexei Navalní, sem er í haldi í fangelsi skammt frá Moskvu. Stuðningsmenn Navalnys hafa boðað mótmæli um allt Rússland í dag. Þar verður þess meðal annars krafist að hann verði látinn laus úr fangelsi, en hann hefur verið í mótmælasvelti síðustu þrjár vikur því hann fær ekki að hitta lækna sína í fangelsinu. Hans fólk segir hann máttfarinn og við slæma heilsu. Mótmælin hefjast klukkan þrjú síðdegis, að íslenskum tíma, nærri Kremlin í Moskvu. Stjórnvöld veittu ekki leyfi fyrir mótmælunum og því er búist við miklum lögregluviðbúnaði. Þá hefur einnig verið boðað til mótmæla í miðborg Reykjavíkur í kvöld.","summary":"Pútín Rússlandsforseti varaði Bandaríkin við því að ganga á rétt Rússa, í árlegu ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. "} {"year":"2021","id":"273","intro":"Handritin voru og eru konunglegar gjafir, sagði Jóhann Hafstein, þáverandi forsætisráðherra, þegar Danir færðu Íslendingum fyrstu handritin. 50 ár eru í dag liðin frá því Konungsbók Eddukvæða og Flateyjabók komu aftur til Íslands.","main":"Mikill mannfjöldi safnaðist saman í Reykjavíkurhöfn þegar danskt varðskip sigldi inn í höfnina 21. apríl 1971. Í fyrsta sinn var bein útsending í íslensku sjónvarpi frá atburði utanhúss. Sextíu árum eftir að fyrstu hugmyndir heyrðust um endurheimt íslenskra handrita frá Danmörku, og eftir langar og erfiðar samningaviðræður, komu Flateyjabók og Konungsbók Eddukvæða til Íslands.\nPoul Hartling, utanríkisráðherra Danmerkur, ávarpaði mannfjöldann og sagði fyrstu handritin komin heim.\nJóhann Hafstein forsætisráðherra fagnaði endurheimt handritanna, sem skrifuð hefðu verið við grútartýru.\nSamt sem áður þóttu þetta konunglegar gjafir áður fyrr og eru það eigi síður enn þegar þér nú færið oss þær aftur eftir langa varðveislu.\nFormleg afhending handritanna fór fram við hátíðarathöfn í Háskólabíói um kvöldið, þegar Helge Larsen, menntamálaráðherra Danmerkur, afhenti Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráðherra Íslands, handritin.","summary":null} {"year":"2021","id":"273","intro":"Sakfelling Dereks Chauvin fyrir morðið á George Floyd er ekki endilega merki um allsherjarbreytingu í málum sem þessum í Bandaríkjunum, að mati afbrotafræðings. Chauvin var sakfelldur í þremur ákæruatriðum og búast má við að nokkrar vikur líði áður en dómari kveður upp refsingu.","main":"Spennan var áþreifanleg í Minneapolis á meðan niðurstöðu kviðdómsins var beðið. Málflutningi lauk seint á mánudagskvöld og á tíunda tímanum í gær var niðurstaðan kunngjörð. Chauvin var sakfelldur í öllum þremur ákæruatriðum. Margrét Valdimarsdóttir doktor í afbrotafræði segir að hún hafi ekki búist við því í upphafi að hann yrði sakfelldur fyrir annars stigs morð sem var alvarlegasta ákæran.\nOg það er brot sem er hámarks 40 ára fanglesisvist fyrir.\nAnnars stigs morð þýðir í raun að Chauvin hafi vitað á þeirri stundu sem morðið var framið að hann væri að drepa George Floyd. Fjölmiðar og fólk vestanhafs segir sakfellinguna tímamót.\nÞetta er merkilegt þegar maður skoðar söguna. Langa sögu af sýknudómum í svipuðum málum. Að því leyti er þetta sérstakt. En þá verðum við líka að muna að þetta mál er sérstakt að öðru leyti, að það hefur fengið alveg gríðarlega athygli. Mjög mikla fjölmiðlaathygli og þess vegna, þá kom þessi dómur kannski ekki svo mikið á óvart.\nÞess vegna hefur hún efasamdir um að málið hafi í för með sér allherjarbreytingu.\nKannski er þetta bara merki um alla þess athygli og öll þessi mótmæli. Að þau höfðu áhrif. Það var í raun veru ekki hægt að gera annað en að dæma Chauvin fyrir allar þrjár ákærur.\nMargrét segir að einhverjar vikur líði áður en dómarinn kveður upp refsingu.\nFólk bíður jafn mikið eftir þeirri ákvörðun eins og hvort hann yrði sakfelldur.\nVerjandi Chauvins mun áfrýja og þá verður það sérstaklega notað að hann hafi ekki fengið réttláta málsmeðferð útaf allri þessari fjölmiðlaathygli. Að fólk hafi verið búið að mynda sér skoðun áður, að sjórnmálaleiðtogar hafi komið fram í fjölmiðlum og dæmt Chauvin sekan án þess að hafa heyrt allt um málið. Það verður næsta skref, þessu verður áfrýjað.","summary":"Doktor í afbrotafræði hefur efasemdir um sakfelling Dereks Chauvin fyrir morðið á George Floyd sé merki um allsherjarbreytingu. Chauvin var sakfelldur í öllum þremur ákæruatriðum seint í gær."} {"year":"2021","id":"273","intro":"Svo virðist sem fyrirhuguð Ofurdeild í fótbolta sé í andarslitrunum. Öll sex ensku liðin sem áttu að vera með drógu sig út úr deildinni í gærkvöld.","main":"Tilkynnt var um stofnun deildarinnar á sunndagskvöld og er óhætt að segja að fyrirætlanir liðanna tólf hafi fallið í grýttan jarðveg, ekki síst á Englandi. Mótmælaalda reið yfir ensku liðin og svo fór í gær og í gærkvöldi að öll sex ensku liðin drógu sig út úr deildinni. Manchester City, Manchester United, Chelsea, Tottenham, Liverpool og Arsenal hættu öll við þátttökuna, ekki síst vegna reiðiöldu stuðningsmanna liðanna, en líka vegna andstöðu ensku úrvalsdeildarinnar og ensku ríkisstjórnarinnar. Í morgun tilkynntu svo Inter Mílanó og Atletico Madrid að þau hefðu í hyggju að draga sig úr keppninni. Það kom skömmu eftir yfirlýsingu þeirra sex liða sem eftir stóðu að haldið yrði áfram með fyrirætlanirnar. Nú undir hádegi hafði fréttaveitan Reuters hins vegar eftir Andrea Agnelli, forseta Juventus, að verkefnið væri andvana fætt. Eftir standa nú aðeins Real Madrid, Barcelona, Juventus og AC Milan og erfitt að sjá hvernig ofurdeildin ætlar að halda lífi.\nKeppni hefst að nýju í úrvaldeild kvenna í körfubolta í kvöld. Þá fer fram heil umferð. Breiðablik fær Fjölni í heimsókn, Snæfell tekur á móti Haukum, Skallagrímur og Keflavík eigast við og Reykjavíkurveldin Valur og KR. 15 umferðir eru búnar af deildinni og eru Valur og Keflavík efst og jöfn.\nFyrsti úrslitaleikur Íslandsmóts kvenna í íshokkí var í gærkvöldi. SA vann stórsigur á Fjölni á Akureyri, 13-1. Vinna þarf tvo leiki til að verða Íslandsmeistari og getur SA tryggt sér titilinn annað kvöld, að öðrum kosti mætast liðin þriðja sinni á Akureyri á laugardag.\nÍ kvöld er svo síðari umspilsleikur Íslands og Slóveníu um sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram á Spáni í desember. Slóvenía vann fyrri leikinn með 10 marka mun og segir landsliðsþjálfarinn, Arnar Pétursson, að verkefni kvöldsins sé skýrt.\nLeikur Íslands og Slóveníu er klukkan 19:45 á Ásvöllum í kvöld. Engir áhorfendur verða leyfðir en leikurinn er sýndur beint á RÚV.","summary":null} {"year":"2021","id":"273","intro":"Magnús Gottfreðsson, yfirlæknir og sérfræðingur í smitsjúkdómum, gagnrýnir séríslenskt litakóðunarkerfi sem stjórnvöld vilja koma á á landamærunum þann 1. júní. Hann hefði viljað að sóttvarnalæknir fengi rýmri heimildir til að skylda fólk í sóttkvíarhús.","main":"Þarna eru bara ákveðnir veikleikar í þessari útfærslu eins og hún blasir við mér. Ég hefði gjarnan viljað sjá aðeins einfaldari og harðari útfærslu, mér er ekki alveg ljóst hvernig þessar tölur eru valdar sem miðað er við, hef ekki séð greiningu á því hvernig þær koma til eða hvort menn hafi keyrt spálíkön sem sýni að þetta séu mörk sem við getum alveg unað við, miðað við svona gríðarlega hátt nýgengi eins og þarna er verið að leggja til.\nÞá geti verið flókið í framkvæmd að kanna hvaðan fólk er raunverulega að koma og vegna innbyggðra tafa gefi litakóðunarkerfið ekki alttaf rétta mynd af stöðu faraldursins í hverju landi.\nÞannig getur faraldurinn verið í mjög mikilli uppsveiflu í landinu en landið enn grænt á þessum alþjóðlegu mælaborðum.\nMagnús hefði viljað að sóttvarnalæknir fengi heimildir til að skikka fleiri í sóttvarnahús, en frumvarp ríkisstjórnarinnar miðar að því að fólk frá ríkjum þar sem nýgengi er yfir þúsund dvelji í slíku úrræði, og sömuleiðis fólk frá ríkjum með nýgengi yfir 750, nema það fái undanþágu. Hann segist hafa áhyggjur af því að stjórnvöld hafi ekki ráðfært sig nóg við vísindamenn við ákvörðunatökuna, engin fordæmi virðist vera fyrir svona sérútfærslu á litakóðunarkerfinu. Mikil samfélagsleg verðmæti séu fólgin í því að varðveita góða stöðu innanlands.\nÉg held það sé ólíku saman að jafna þar sem nýgengi er jafnlágt og hefur verið hér á Íslandi upp á síðkastið og stöðunni í þessum löndum þar sem nýgengið er 20 -30 sinnum hærra heldur en ég.","summary":"Sérfræðingur í smitsjúkdómum gagnrýnir að stjórnvöld hyggist ekki veita sóttvarnalækni rýmri heimildir til að skikka fólk í sóttvarnahús. Hann sér margt athugavert við fyrirhugað litakóðunarkerfi á landamærunum. "} {"year":"2021","id":"274","intro":"Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis fjallaði í morgun um skýrslu Ríkisendurskoðunar um fall WOW air í mars 2019 og hefur trúnaði um efni skýrslunnar verið aflétt. Í skýrslunni eru voru gerðar margvíslegar athugasemdir við verklag Samgöngustofu. Magnús Geir Eyjólfsson.","main":"Þá kemur fram að stjórnvöld hafi efast um getu Samgöngustofu til að sinna fjárhagslegu eftirliti. Samgönguráðuneytið bauð fram aðstoð Fjármálaeftirlitsins en því hafnaði Samgöngustofa. Þá veitti Samgöngustofa ráðuneytinu misvísandi upplýsingar þegar ráðuneytið fór fram á að Samgöngustofa gerði ítarlega úttekt á rekstri WOW því Samgöngustofa svaraði því til að slík úttekt væri þegar hafin. Það var hins vegar rangt því úttektin hófst ekki fyrr en tveimur vikum eftir að fyrirmælin bárust. Ríkisendurskoðun segir þetta ótækt og það sé alvarlegt að uppi hafi verið ágreiningur hafi verið milli samgönguráðuneytis og Samgöngustöfu um hvernig bæri að haga eftirliti með svo þjóðhagslega mikilvægu fyrirtæki á víðsjáarverðum tímum í rekstri þess.","summary":null} {"year":"2021","id":"274","intro":"Eldisleyfi verða líklega boðin út í Mjóafirði á Austfjörðum. Ráðherra hefur beðið Hafrannsóknastofnun um að gefa út hve mikið eldi fjörðurinn þolir.","main":"Sjávarútvegsráðherra hefur beðið Hafrannsóknastofnum um að meta burðarþol Mjóafjarðar en bæði Laxar fiskeldi og Fjarðabyggð vilja eldi í firðinum. Samkvæmt nýjum lögum verður að bjóða út nýtingu á eldisvæðum.\nFiskeldi var reynt í Mjóafirði fyrir mörgum árum en þar hefur ekkert eldi verið um skeið. Mikil aukning hefur hins vegar verið í fiskeldi á Austfjörðum á síðustu árum og vilja Laxar fiskeldi nú láta á það reyna hvort þeir fái eldisleyfi í Mjóafirði. Fyrirtækið elur lax bæði í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði en ólíklegt er að Mjóifjörður ráði við álíka magn enda minni. Hafrannsóknastofnun á eftir að gefa út burðarþolið og gerir líka áhættumat vegna hættu á blöndun við villta laxastofna en jafnvel gæti fjörðurinn ráðið við 8-13 þúsund tonn. Sjávarútvegsráðherra hefur upplýst svæðisráð sem vinnur strandsvæðaskipulag fyrir Austfirði um áformin. Eldið heyrir undir ný lög um fiskeldi og því verður nýting á mögulegum eldisvæðum í Mjóafirði boðin út.\nJens Garðar Helgason er framkvæmdastjóri Laxa fiskeldis.\nÉg tel að þetta séu gríðarlega mikil tækifæri bæði fyrir brothætta byggðina í Mjóafirði og svæðið í heild hér fyrir austan. Sveitarfélagið hefur verið að þrýsta á um að Mjóifjörður fari í útboð þannig að það er bara mikið fagnaðarefni að þessi vinna sé hafin. (En nú er kannski ekkert allt of góð reynsla af eldi í Mjóafirði. Marglyttur hafa valdið þar skaða í fiskeldi. Þið óttist ekki að eitthvað slíkt endurtaki sig?) Það hefur orðið mikið framþróun í bæði tækni og vöktun og annað þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því.","summary":"Eldisleyfi verða líklega boðin út í Mjóafirði á Austfjörðum. Ráðherra hefur beðið Hafrannsóknastofnun að taka út hve mikið eldi fjörðurinn þolir. "} {"year":"2021","id":"274","intro":"Loftslagsváin stigmagnaðist á síðasta ári. Þrátt fyrir færri ferðalög og minni umferð dró ekkert úr heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna.","main":"This is a frightening report. And, it needs to be read by all leaders and decision-makers in the world.\"\nAntonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir skýrsluna ógnvekjandi og leiðtogar um allan heim þurfi að gefa henni gaum. Árið 2020 var um margt fordæmalaust. Samkvæmt skýrslunni var það enn eitt ár öfga í veðri og það heitasta frá því mælingar hófust, á pari við 2016 og 2019. Guterres segir mannkynið standa á brúnum hyldýpis.\nWe are getting dangerously close to the 1.5 degree Celsius limit that was set by the scientific community. We are on the verge of the abyss.\nHann segir okkur færast hættulega nálægt þeim mörkum sem vísindasamfélagið hefur sett. Meðalhiti jarðar megi ekki hækka um meira en 1,5 gráður en hafi nú hækkað um 1,28. Skýrslan sjálf telur yfir 50 blaðsíður. Í henni kemur meðal annars fram að billjónir tonna af hafís bráðnuðu við Grænland og Suðurskautslandið, mikil flóð herjuðu á hluta Afríku og Asíu sem áttu þátt í engisprettufaraldri. Miklir þurrkar höfðu gríðarleg áhrif á landbúnað í Suður-Ameríku, mestu gróðureldar sem mælst hafa geisuðu í Bandaríkjunum og hitamet var slegið í Ástralíu. Guterres segir niðurstöðurnar sýna að við megum engan tíma missa, við ættum öll að taka þetta til okkar og hætta stríði gegn náttúrunni.\nThis report shows we have no time to waste. Climate disruption is here. I urge everyone to take the message of this report to heart. Let us all commit to act to stabilize our climate and to end our war on nature.","summary":"Kórónuveirufaraldurinn hafði engin áhrif á heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í fyrra, samkvæmt nýrri skýrslu, þrátt fyrir færri ferðalög og minni umferð. Síðasta ár var það heitasta frá því mælingar hófust. "} {"year":"2021","id":"274","intro":"Alþjóðaorkumálastofnunin spáir því að mikil aukning verði í kolefnislosun á árinu, sú næst mesta frá upphafi. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir þessa þróun vonbrigði og hneyksli.","main":"Mesta aukning kolefnislosunar var fyrir um áratug, í kjölfar fjármálakreppunnar. Nú virðast ríki heims setja mikla fjármuni í jarðefnaeldsneytisiðnað til þess að sporna við efnahagsáhrifum kórónuveirufaraldursins. Sérstaklega er spáð mikilli aukningu kolavinnslu, sem er sá orkugjafi sem mengar andrúmsloftið einna mest. Aukning er mikil í Asíu en einnig í Bandaríkjunum. Samt hefur endurnýjanleg orka lækkað mikið í verði og er nú ódýrari en kol. Í samtali við breska blaðið The Guardian segir Faith Birol, framkvæmdastjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar, að þessi þróun sé vonbrigði og hneyksli. Á sama tíma og stjórnvöld ríkja í heiminum segjast hafa baráttuna gegn loftslagsvá að leiðarljósi verði næst mesta aukning kolefnislosunar frá upphafi.","summary":null} {"year":"2021","id":"274","intro":"Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að samþjöppun lífeyrissjóða á markaði sé orðin alltof mikil og það stefni í vandræði. Það kunni ekki góðri lukku að stýra að sömu aðilar eigi hluti í öllum helstu fjármálafyrirtækjum landsins.","main":"Döbbið er í frétttir verkefni: HKS FME.wav\nÞetta kom fram á fundi seðlabankastjóra með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun þar sem farið var yfir skýrslu fjármálaeftirlitsnefndar. Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits, sat einnig fundinn.\nÁsgeir segir að stærð og umsvif lífeyrissjóðanna kalli á auknar kröfur.\nOg við erum með hugtakið að vera kerfislega mikilvægur sem er beitt um bankanna til að þeir verði að hlýða ákveðnum reglum. Við viljum gera svipaða kröfu til lífeyrissjóðanna eins og við gerum til bankanna. Þetta á við um allt. Hæfi stjórnarmanna. Að þessir tilnefningaraðilar, aðilar vinnumarkaðarins átti sig á því að þetta eru ekki þeirra peningar sem lífeyrissjóðirnir eru að sýsla með heldur peningar sjóðsfélaga.\nOg það eru ákveðnar reglur um góða stjórnarhætti sem við erum að reyna að framfylgja\nSjóðirnir eigi enn fremur eignarhluti í stærstu fjármálafyrirtækum landsins.\nÞetta er alltof mikil samþjöppun í kerfinu. sem við erum að fara að lenda í vandræðum með. Ef þið skoðið hlutahafalistann eins og þá aðila sem við erum að fylgjast með, eftirlitsskylda aðila. Tryggingafélög og svo framvegis.\nÞá eru sömu lífeyrissjóðirnir í öllum þessum fyrirtækjum.\nÉg held að flestir sjái það að það kann ekki góðri lukku að stýra ef sami aðili er\nmeð hlut í öllum fjármálafyrirækjum og eru eins og lífeyrissjóðirnir eru sjálftir aktívir á fjármálamarkaði.","summary":"Seðlabankastjóri segir að stærð og umsvif lífeyrissjóða á fjármálamarkaði kalli á auknar kröfur frá eftirlitsstofnunum. Samþjöppun sé orðin það mikil að það gæti skapað vandræði. "} {"year":"2021","id":"274","intro":"Rúmlega tólf þúsund manns manns fá bólusetningu í þessari viku með tveimur tegundum bóluefna. Fólk með undirliggjandi sjúkdóma er stærsti hluti þeirra sem fá sprautu í þessari viku. Fyrstu vikuna í maí má svo búast við stóru stökki.","main":"Bólusetning heldur áfram í þessari viku af töluverðum krafti en í dag verður fólk á aldrinum 65-70 ára með undirliggjandi áhættuþætti boðað í bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að þungi verði lagður í að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma í vikunni.\nÞað er mjög stór Pfizer dagur í dag, þannig að það er í gangi í dag og það var byrjað að blanda bóluefni klukkan sjö í morgun fyrir þann dag. Nú á morgun, tökum við Moderna bóluefnið og þá erum við að taka áfram forgangshópa, annars vegar svona unga einstaklinga sem eru með langtímaveikindi og fatlaða einstaklinga.\"\nAuk höfuðborgarsvæðisins verður bólusett víða um land í vikunni en á Akureyri fá 300 manns bólusetningu í dag. Svipaður fjöldi verður bólusettur í næstu viku á landinu en fyrstu vikuna í maí má svo búast við mikilli aukningu þegar hingað koma nærri 26 þúsund skammtar. Og þá þarf að gera ráðstafanir í Laugardalshöll og taka í gagnið stærri sal.\nNú erum við að fara að færa okkur þannig að næstu viku erum við að fara að færa okkur inn í stóra salinn, þess vegna getum við verið með svona mikinn fjölda.\"","summary":null} {"year":"2021","id":"274","intro":"Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson gengur til liðs við Danmerkurmeistara Álaborgar í sumar. Aron varð Spánarmeistari með Barcelona í gærkvöld.","main":"Barcelona vann stórstigur á Puente Genil 37-21 í gær og tryggði sér um leið sigur í spænsku deildinni. Þetta er tíundi deildarmeistaratitill Arons í þremur löndum en hann varð fimm sinnum deildarmeistari með þýska liðinu Kiel, tvisvar vann hann ungversku deildina með Veszprem og nú hefur hann unnið þá spænsku með Barcelona í þrígang. Í morgun staðfestu dönsku meistararnir í Álaborg að Aron myndi ganga til liðs við félagið í sumar og verður Álaborg því fjórða félagslið Arons sem atvinnumaður. Aron gerir þriggja ára samning við Danmerkurmeistarana. Þar mun hann hitta fyrir landsliðsmanninn fyrrverandi Arnór Atlason en Arnór er aðstoðarþjálfari danska liðsins. Ljóst er að meistaralið Álaborgar ætlar sér enn stærri hluti á næstu árum en árið 2022 mun Daninn Mikkel Hansen ganga til liðs við félagið.\nÞau fjórtán lið ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta sem ekki eru hluti af hinni nýju ofurdeild munu funda um áform hinna sex félaganna í dag. Everton sendi í morgun frá sér yfirlýsingu þar sem segir að félagið sé afar vonsvikið yfir þessari ákvörðun liðanna sex. Þau hugsi aðeins um eigin hagsmuni og sverta um leið orðspor íþróttarinnar. Í yfirlýsingu frá Brighton í dag segir að stofnun ofurdeildar myndi eyðileggja drauma fótboltaliða á öllum stigum enska fótboltans. Þrátt fyrir mikla ólgu á Englandi heldur enska úrvalsdeildin áfram og mun Brighton heimsækja Chelsea í kvöld. Brighton er í 16. sæti deildarinnar með 33 stig en Chelsea situr í 5. sætinu með 54. Í gær fékk Leeds Liverpool í heimsókn á Elland Road. Sadio Mané kom Liverpool í 1-0 eftir rúmlega hálftímaleik en Diego Llorente jafnaði metin fyrir Leeds skömmu fyrir leikslok og 1-1 voru lokatölur. Leeds er í 10. sæti deildarinnar með 46 stig, líkt og Arsenal, en Liverpool situr í 6. sætinu með 53 stig.","summary":"Handboltamaðurinn Aron Pálmarsson verður leikmaður Danmerkurmeistara Álaborgar í sumar. Aron varð spænskur meistari með Barcelona í gærkvöld. "} {"year":"2021","id":"274","intro":"Rúmlega 62 prósent landsmanna hefðu viljað að komufarþegar frá skilgreindum hááhættusvæðum yrðu áfram skikkaðir í sóttkví í sóttkvíarhúsi og að gerð hefði verið breyting á sóttvarnalögum sem heimilaði slíka kvöð. Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups.","main":"Ríflega 34 prósent þeirra sem tóku afstöðu í netkönnuninni, sem gerð var 9. til 19. apríl, eru sátt við nýja reglugerð heilbrigðisráðherra sem felur í sér að komufarþegar sem eiga að fara í sóttkví geti verið í heimahúsi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Tæplega fjögur prósent hefðu kosið að komufarþegar hefðu fengið að ráða hvar þeir væru í sóttkví án þess að reglur um heimasóttkví væru hertar, en rúmlega 62 prósent landsmanna hefðu viljað að komufarþegar frá skilgreindum hááhættusvæðum yrðu skikkaðir í sóttkvíarhús eins og gert var í byrjun þessa mánaðar þar til Héraðsdómur úrskurðaði að ekki væri lagaheimild fyrir því.\nTöluverður munur er á svörum fólks eftir því hvaða flokk það kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er andvígast sóttkvíarhótelskyldu. Fjörutíu og sex prósent þeirra vilja að komufarþegum frá hááhættusvæðum sé gert að vera í sóttkví á sóttvarnahóteli, á meðan um 61 til 73 prósent þeirra sem kysu aðra flokka vilja það. Framsóknar- og Miðflokksfólk er líklegast til að styðja slíka kvöð, eða um 71 prósent kjósenda Miðflokksins og 73 prósent kjósenda Framsóknar.","summary":"Rúmlega 62 prósent landsmanna hefðu viljað að komufarþegar frá skilgreindum hááhættusvæðum yrðu áfram skikkaðir í sóttkvíarhús. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er andvígast sóttkvíarhótelskyldu en Framsóknarfólk hlynntast."} {"year":"2021","id":"275","intro":"Dæmi eru um að íbúar á Seyðisfirði séu ósáttir við verðmat á húsum sem ekki má búa í vegna skriðuhættu. Þeir fá mun lægri bætur en fást fyrir hús sem eyðilögðust.","main":"Seyðfirðingar sem ekki mega búa í húsum sínum vegna skriðuhættu þurfa að sætta sig við að fá makaðsverð fyrir húsin. Það er lágt á Seyðisfirði. Þeir sem eiga hús sem eyðilögðust fá hins vegar mun hærri bætur sem eiga að duga til að byggja sambærileg hús. Þetta ósamræmi er talið óheppilegt og geta falið í sér mismunun.\nEftir skriðuföllin á Seyðisfirði í desember fékk Náttúruhamfaratrygging 90 tilkynningar um tjón. Bæði vegna lausafjár og innbús og tjóns á húsum. Uppgjöri er lokið á 92% tjóna. Svokallað altjón varð á 13 húsum og Náttúrhamfartrygging áætlar að greiða 930 milljónir króna í bætur.\nÞeir sem misstu húsin sín fá greitt samkvæmt brunabótamati sem á að duga til að byggja sambærilegt hús á sama stað. Allt önnur lög og reglur gilda um þá sem eru neyddir til að flytja úr heilum húsum sem standa á bannsvæði vegna skriðuhættu. Um slíkt gilda lög um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum og samkvæmt þeim kaupir sveitarfélagið húsin á svokölluðu staðgreiðslumarkaðsverði húseigna í sveitarfélaginu og fær til þess 90% styrk frá Ofanflóðasjóði. Þetta á við um fjögur hús á Seyðisfirði og í þeim eru sex íbúðir. Vandamálið er að markaðsverð húsa á Seyðisfirði er lágt, ekkert er til sölu og bæturnar duga ekki til að byggja nýtt. Sveitarfélagið Múlaþing hefur látið matsmenn meta verðmæti húsanna, Ofanflóðasjóður samþykkt matið en íbúar gera athugasemdir. Dæmi eru um að mat á húsum nái ekki einu sinni fasteignamati og eru eigendur afar ósáttir.\nLjóst er þeir sem missa hús sín vegna banns við að búa í þeim fá minni bætur en þeir sem misstu húsin sín vegna altjóns. Sveitarfélagið hefur bent stjórnvöldum á þetta ósamræmi. Reyndar er spurning hvort talsvert hærra markaðsverð á húsum á Egilsstöðum gæti rétt hlut húseigenda. Í lögunum er talað um markaðsverð húsa í sveitarfélaginu ekki viðkomandi þorpi og hafa íbúar knúið á um að það verði til hækkunar.\nÞá vekur athygli að í reglugerð um ofanflóðasjóð virðist atvinnuhúsnæði sem lendir á bannsvæði undanskilið frá uppkaupum. Jafnvel þrátt fyrir að tryggingaiðgjald til ofanflóðasjóðs sé greitt af slíku húsnæði.\ní 5. grein reglurgerðarinnar segir: \u001eOfanflóðasjóði er heimilt að greiða viðkomandi sveitarfélagi allt að 90% af kostnaði við hönnun, undirbúning og framkvæmdir við varnarvirki, kaup á lóðum vegna varnarvirkja og húseignum (íbúðarhúsum) og kostnaði við flutning húseigna.\"","summary":null} {"year":"2021","id":"275","intro":"Fólk hefur vaxandi áhyggjur af heilsu rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny. Hann hefur verið fluttur úr fangelsi og á spítala.","main":"Navalny hefur verið í mótmælasvelti í nærri þrjár vikur. Í lok mars sagðist hann ekki ætla að nærast fyrr en hann fengi læknisaðstoð vegna bakverkja og máttleysis í fótum. Eftir að læknar hans gáfu út að hann væri í hættu á að fá hjartaáfall eða nýrnabilun hefur hann nú verið fluttur úr fanglesi og á spítala. Stuðningsmenn hans óttast að hann geti fallið frá á hverri stundu en í yfirlýsingu frá rússnesku fangelsmálastofnuninni í dag segir að hann sé við viðunandi heilsu.\nLæknar hans og talsmenn segjast hvorki vita hvaða meðferð hann hefur fengið né hvort hann hafi sjálfur samþykkt hana. Navalny hefur verið í fangelsi frá því febrúar þar sem hann afplánar tveggja og hálfs árs dóm fyrir brot á skilorði. Hann telst hafa brotið skilorð þegar hann var fluttur meðvitundarlaus frá Rússlandi til Þýskalands í haust eftir að eitrað var fyrir honum. Fangelsisdómi yfir honum verið mótmælt víða um heims, meðal annars hér á Íslandi. Í janúar voru þúsundir handteknir í Rússlandi þegar fjöldamótmæli brutust út á götum úti víða um landið. Innanríkisráðherra Rússlands hefur varað fólk við því að grípa aftur til mótmæla en stuðningsmenn Navalnys undirbúa mótmæli á miðvikudag, sama dag og Vladimír Pútin, forseti Rússlands, flytur árlegt ávarp sitt fyrir rússneska þinginu.","summary":"Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny hefur verið fluttur úr fangelsi á spítala. Hann hefur verið í mótmælasvelti í tuttugu daga og læknar segja hættu á að hann fái hjartaáfall eða nýrnabilun. "} {"year":"2021","id":"275","intro":"Svokölluð ferðakúla var opnuð í dag á milli Ástralíu og Nýja-Sjálands. Það þýðir að fólk getur nú ferðast á milli landanna tveggja án takmarkana í fyrsta sinn í meira en ár.","main":"Þessi unga stúlka er ekki sú eina sem er glöð með að geta ferðast án takmarkana á ný, af myndum af dæma voru vel flestir brosandi á bak við grímurnar á flugvöllum í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í dag. Þúsundir eiga bókaðar flugferðir á milli landana tveggja í dag og það var mikill erill á flugvöllum strax snemma morguns. Bæði ríki hafa náð að halda faraldrinum í skefjum með hörðum takmörkunum á landamærum. Í Ástralíu hafa nærri 30 þúsund greind smituð frá upphafi faraldursins og rétt yfir 2.500 í Nýja-Sjálandi. Sumir voru á leiðinni í langþráð frí í öðru landi á meðan aðrir biðu endurfunda við fjölskyldu eftir langan aðskilnað.\nmother with two children: \"These two are going to Melbourne. They`re going to see their dad, they haven`t seen him for 15 months.\"\nÞessi kona var að fylgja tveimur börnum sínum á flugvellinum í Auckland. Þau voru á leið til Melbourne að hitta pabba sinn sem þau hafa ekki hitt í fimmtán mánuði. Á sama flugvelli var önnur kona nýlent og var að sjá barnabarnið sitt í fyrsta sinn.\ngrandma meeting her grandchild for first time: \"I`ve been waiting so long. It`s fantastic.\"\nFerðabúbblan verður endurskoðuð ef smitum tekur að fjölga í öðru hvoru landinu. Bæði Ástralíu og Nýja-Sjáland hafa þann háttinn á að ef aðeins nokkur smit greinast innanlands er farið strax í harðar lokanir og jafnvel útgöngubann í nokkra daga.","summary":"Það er mikil gleði og fagnaðarfundir á flugvöllum á Nýja-Sjálandi og Ástralíu í dag. Fólk getur nú ferðast á milli landanna tveggja án takmarkana í fyrsta sinn í meira en ár. "} {"year":"2021","id":"275","intro":"Afl gossins á Reykjanesskaga hefur aukist nokkuð eftir því sem fleiri gígar opnast á gosstöðvunum. Meðalrennsli frá gígunum síðustu sex daga var um átta rúmmetrar á sekúndu. Gosið telst þó enn lítið.","main":"Þetta sýna nýjar niðurstöður jarðvísindamanna hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sem birtar voru í morgun en þeir flugu yfir svæðið í gær. Flatarmál hraunsins er 0,9 ferkílómetrar og heildarrúmmál þess um 14 milljónir rúmmetra. Meðalhraunrennslið fyrstu 30 dagana var 5,6 rúmmetrar á sekúndu. Samanborið við flest önnur gos er rennslið tiltölulega stöðugt. Síðustu tvær vikur hefur gosið heldur sótt í sig veðrið sem er nokkuð óvenjulegt miðað við önnur gos. Ekki er hægt að segja til um hversu lengi á eftir að gjósa, en þróun hraunrennslis gefur vísbendingar um það þegar fram í sækir.\nTil samanburðar má geta þess að hraunrennslið er aðeins um helmingur þess sem kom að meðaltali fyrstu 10 daga gossins í Fimmvörðuhálsi árið 2010 og samanborið við Holuhraunsgosið er rennslið sex til sjö prósent af meðalhraunrennsli þá sex mánuði sem það gos stóð. Rennslið er svipað og í Surtseyjargosinu eftir að hraungos hófst þarþar í apríl 1964 til gosloka í júní 1967.","summary":null} {"year":"2021","id":"275","intro":"Stefnt er að því að hefja uppkeyrslu á einum af ofnum kísilvers PCC á Bakka við Húsavík á morgun. Tíu mánuðir eru síðan tilkynnt var um tímabundna lokun á verksmiðjunni og áttatíu manns var sagt upp störfum.","main":"PCC tilkynnti nú um helgina að til stæði að hefja uppkeyrslu á einum af brennsluofnum verksmiðjunnar í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að uppkeyrsluferlið hefjist með viðarbruna í sólarhring áður en hægt sé að hleypa afli á ofninn. Húsvíkingar voru varaðar við að því ferli fylgdi ljós reykur ásamt brunalykt. Það var svo tilkynnt nú í morgun að ferlið sem í heild tekur fjóra daga hæfist ekki fyrr en á morgun. Því má búast við að ofninn verði tilbúinn til notkunar næstu helgi. Ráðning í störf í verksmiðjunni hafa staðið yfir síðustu vikur. Áætlað er að um 140 manns verði við störf þegar framleiðsla hefst þar á ný, sem er svipaður fjöldi og var þegar framleiðslu var hætt í júlí í fyrra. Rúnar Sigurpálsson, forstjóri PCC, vildi ekki veita viðtal vegna málsins og vísaði í tilkynningar á Facebook-síðu fyrirtækisins.","summary":"Fyrstu skrefin í átt að framleiðslu í kísilveri PCC á Bakka verða tekin á morgun þegar fyrsti ofninn verður keyrður af stað. Tíu mánuðir eru síðan tilkynnt var um lokun á verksmiðjunni og áttatíu manns var sagt upp störfum."} {"year":"2021","id":"275","intro":"Aðstæður eru slæmar fyrir fólk sem hyggst ganga að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag. Leggja á ljósleiðara og rafmagn þangað á næstu dögum.","main":"Í dag er mánuður síðan eldgos hófst í Geldingadölum. Á þessum fjórum vikum hafa sex gígar myndast og fjórtán komma fjórar 14,4 milljónir rúmmetra af hrauni flætt upp á yfirborðið.\nHelga Ívarsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir aðstæður ekki skaplegar til að fara og berja gosið augum í dag.\nÞað er núna suðlæg átt, tíu metrar á sekúndu við gosstöðvarnar og gengur á með éljum sem geta verið nokkuð dimm og hitastig er við frostmark þannig það getur verið dálítil vosbúð.\nÁ morgun verði éljagangurinn yfirstaðinn og aðstæður betri.\nMengun berst að öllum líkindum í átt að höfuðborgarsvæðinu síðar í dag þegar vindur snýst í suðvestan- og svo vestanátt. Helga segir að ekki sé búist við mikilli mengun en ráðlegt sé að fylgjast með á loftgæði punktur is.\nStikaða gönguleiðin að gosstöðvunum er í slæmu ástandi eftir átroðning gosþyrstra ferðalanga síðustu vikur. Nú er verið að bera möl í leiðina til að bæta aðgengi og vernda náttúruna en Fannar Jónsson bæjarstjóri í Grindavík segist ekki geta sagt til um hvenær það klárast.\nÞetta er frekar tímafrekt því að það er verið að gæta að því að valda ekki frekari spjöllum á landinu, þannig að þær vélar sem fara þarna um, þær þurfa að vera kannski sérstaklega útbúnar.\nAuk þess eigi að koma upp fjarskiptasendum á Langahrygg og Festarfjalli.\nFannar vonast til að hægt verði að hefjast handa við að leggja rafmagn og ljósleiðara að gosstöðvunum á næstu dögum. Með því verði meðal annars hægt að setja upp lýsingu á bílaplaninu við Suðurstrandarveg og bæta aðstæður fyrir lögreglu og björgunarsveitir. Unnið er að því að finna fjármagn til verksins.\nÞessi framkvæmd kostar tugi milljóna. Við höfum leitað til ríkisvaldsins, haft samband við ráðherra meðal annars til þess að fjármagna þetta. Svo eru veitufyrirtæki sem koma að þessu líka.","summary":"Aðstæður eru slæmar fyrir þau sem vilja fara að gosinu í Geldingadölum í dag en skána á morgun. Um átta rúmetrar haf hrauni streyma fram á hverri sekúndu. Meðalrennsli í gosinu er um átta rúmmetrar á sekúndu. "} {"year":"2021","id":"275","intro":"Forsvarsmenn grunnskóla í grennd við leikskólann Jörfa sendu tölvupóst í gær og óskuðu eftir því að nemendur sem ættu systkini á Jörfa héldu sig heima. Þá var skerpt á því að allir sem fyndu fyrir minnstu einkennum kæmu ekki í skólann í dag. Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla, segist ánægður með viðbrögð yfirvalda við hópsýkingunni í hverfinu. Hann vildi þó sjá meiri áherslu á loftræstingu á fjölmennum stöðum.","main":"sérstaklega til vinnustaða þar sem eru margir í rýmum, sem eru mögulega þá lokuð og menn gleyma að opna glugga. Af því það er ofboðslega fljótt ef það er einstaklingur orðinn veikur og smitar aðra þá fyllist rýmið mjög fl´jótt af litlum vatnsdropum sem koma í útöndunloftinu frá þeim. Það er eitthvað sem er auðvelt að koma í veg fyrir með góðri loftræstingu. Opna glugga og ræsta í gegn. Mér finnst þetta aðeins hafa vantað þrátt fyrir að yfirvöld hafa bent á þetta þá er þetta ekki á pari við aðrar leiðir sem hefur verið bent á.\nNemendur sem eiga systkini á Jörfa eiga að vera í sóttkví. Ítrekað hefur verið við nemendur og foreldra þeirra að allir með einkenni skyldu vera heima. Jón Pétur segir að aðeins fleiri en venjulega hafi verið skráðir veikir í dag.\nÞað er aðeins svona aukin skráning á þannig veikindum heima hjá okkur. Það eru nokkrir krakkar sem eiga síðan systkini á Jörfa og þau eru þá í sóttkví.","summary":null} {"year":"2021","id":"276","intro":"Það er ekki einsdæmi að fólki sé haldið föngnu hér á landi og það látið vinna fyrir lítið kaup eða kauplaust. Þetta segir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands. Algengt er að fórnarlömb mansals vilji sem minnst afskipti lögreglu af sínum málum.","main":"Margrét Steinarsdóttir framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir að birtingarmyndir mansals séu ýmsar. Í gær var greint frá því í fréttum RÚV að erlendum karlmanni hefði verið haldið föngnum í marga mánuði á veitingastað í Reykjavík í fyrra.\nÞví miður er þetta ekki einsdæmi, en þetta er - eins og dæmið um manninn sem var haldið föngnum. Ég hef ekki séð mörg slík tilvik. Þetta hefur gerst hér áður og örugglega fleiri tilvik en við þekkjum.\nMargrét segir að það sé algengt meðal fórnarlamba mansals að þau vilji hafa sem minnst samskipti við lögreglu. Ástæðurnar fyrir því geti verið ýmsar, til dæmis tengsl við þá sem reyna að hagnýta sér fólkið eða að því hafi verið hótað.\nÉg vil líka meina það að ekki svo mörg mál hafi í rauninni komið inn á borð lögreglu. Fólk er yfirleitt hikandi og það tekur langan tíma að byggja upp traust líka.\nÞetta er mjög langur prósess og erfið mál í rannsókn.\nDæmi eru um að fólk hafi reynt að nýta sér fjölskyldusameiningu til að smygla fólki til landsins. Margrét segir að heimild sé fyrir því í útlendingalögum að gera DNA-rannsóknir til að staðfesta skyldleika fólks, en hún sé ekki mikið nýtt.\nÉg veit um tilvik um það þar sem fólk hefur komið á fölsuðum skjölum og eru jafnvel ekki börn þeirra sem eru að fá þau hingað vegna fjölskyldusameiningar eða eitthvað annað þvíumlíkt.","summary":"Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands segir að það sé því miður ekki einsdæmi að fólki sé haldið föngnu hér á landi eða að reynt sé að nýta fjölskyldusameiningu til að smygla fólki hingað. Algengt er að fórnarlömb mansals vilji sem minnst afskipti lögreglu af sínum málum. "} {"year":"2021","id":"276","intro":"Fjármálaráðherra segir að undirbúningur fyrir sölu á hlut í Íslandsbanka gangi samkvæmt áætlun og að líklega verði hægt að auglýsa hlutinn til sölu strax í byrjun júní.","main":"Bankasýsla ríkisins lagði til í desember að ríkið seldi fjórðungshlut í Íslandsbanka, og gerði þá ráð fyrir að hægt yrði að opna fyrir útboð fimm mánuðum síðar - eða um það leyti sem nú er. Meirihlutar efnahags- og viðskiptanefndar og fjárlaganefndar þingsins lögðu svo til að 25-35 prósent af hlutafé bankans yrðu boðin til sölu, og bankasýslunni var falið að hefja undirbúninginn. Hann stendur enn - fyrir mánuði var gengið frá ráðningu þriggja ráðgjafa við söluferlið, sem eru Citigroup, JP Morgan og fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Þeir voru valdir úr hópi 24 umsækjenda um verkið. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist telja að góður gangur sé í vinnunni.\nOg ég hef bara góðar væntingar til þess að þetta muni ganga upp samkvæmt því sem upp var lagt með, en það er þó enn of snemmt að segja.\n- Ef þetta allt gengur vel, hvenær heldurðu að væri hægt að setja hann á sölu?\n- Ég geri ráð fyrir að það verði snemma í júní - mér þætti það ekkert ólíklegt.\nSegir Bjarni í samtali við Þórdísi Arnljótsdóttur. Skrá á hlutinn allan á markað hérlendis og þingnefndameirihlutarnir lögðu til að það yrði tryggt að enginn gæti átt meira en tvö og hálft til þrjú prósent í bankanum. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt söluáformin, og meðal annars spurt hvort þingkosningarnar í haust ráði því að til standi að selja núna, en ekki seinna.","summary":"Fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að ríkið setji hlut í Íslandsbanki í sölu í byrjun júní."} {"year":"2021","id":"276","intro":"Tónlistarkonan Bríet var sigursæl á íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöld, og sendi þeim ótvíræð skilaboð sem hafa efast um hvort hún semji textana sína sjálf. Hljómsveitin Sigur Rós fékk heiðursverðlaun.","main":"Verðlaunin voru afhent í hollum í gærdag, en upptökur af verðlaunaafhendingunum leiknar innan um beina sjónvarpsdagskrá úr Hörpu. Meðal sigurvegara voru hljómsveitin HAM, sem fékk verðlaun fyrir rokklag ársins, Víkingur Heiðar var valinn tólnistarflytjandi ársins í flokki sígildrar tónlistar, Ingibjörg Turchi fékk verðlaun fyrir bestu plötu ársins í flokki djass- og blústónlistar, Högni Egilsson var valinn söngvari ársins í popp- og rokkflokknum og Bubbi Morthens var tónlistarflytjandi ársins í sama flokki. Best popplagið var lagið Think About Things með Daða og Gagnamagninu.\nHljómsveitin Sigur Rós fékk heiðursverðlaunin í ár fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar.\nSagði Kjartan Sveinsson, fyrrverandi liðsmaður sveitarinnar, sem talaði fyrir hönd hópsins á sviðinu. Hann hvatti tónlistarfólk til að gæta að innbyrðis samstöðu, enda geti verið erfitt að fóta sig í flóknum tónlistarbransa þegar lífið snýst um að skapa - og hann nýtti tækifærið til að hnýta í skattrannsóknina sem liðsmenn sveitarinnar sættu.\nSigurvegari kvöldsins var hins vegar Bríet, sem var tilnefnd til sjö verðlauna og hlaut þrenn, fyrir poppplötu ársins, söngkonu ársins, og textagerð. Hún rak löngutöng framan í myndavélina þegar hún veitti síðastnefndu verðlaununum viðtöku og sagði:\nBríet tróð svo upp á hátíðinni og flutti lagið Djúp sár gróa hægt.","summary":"Söngkonan Bríet gaf þeim fingurinn sem höfðu efast um að hún semdi textana sína sjálf, þegar hún vann verðlaun fyrir textagerð á íslensku tónlistarverðlaununum í gær."} {"year":"2021","id":"276","intro":"Dómari hefur úrskurðað að Matteo Salvini, formaður Norðurbandalagsins og fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu, verði að mæta fyrir rétt í Palermo á Sikiley hinn 15. september næstkomandi, ákærður fyrir mannrán.","main":"Salvini er ákærður fyrir að hafa framið mannrán með því að koma í veg fyrir að um hundraði flótta- og förufólks í björgunarskipinu Open Arms yrði hleypt í land í ágúst í fyrra. Þannig hafi hann haldið fólkinu nauðugu um borð í skipinu, þar sem það þurfti að halda kyrru fyrir um þriggja vikna skeið við illan kost, áður en saksóknari fyrirskipaði að skipið skyldi haldlagt og fólkinu hleypt í land á eyjunni Lampedusa. Oscar Camps, stofnandi hjálparsamtakanna sem gerðu björgunarskipið út, fagnar úrskurði dómarans. Camps segir það skammarlega framkomu að brjóta gegn grundvallarmannréttindum og alþjóðalögum um vernd fólks í hafnauð í pólitísku áróðursskyni. Salvini, sem enn leiðir Norðurbandalagið en hefur verið sviptur þinghelgi vegna þessa máls, kom ítrekað í veg fyrir að björgunarskip fengju að sigla í ítalska höfn þá fjórtán mánuði sem hann gegndi embætti innanríkisráðherra. Hann segist ganga hnarreistur fyrir dómarann þegar þar að kemur. Það sé heilög skylda sérhvers borgara að verja öryggi lands síns og það sé það sem hann hafi gert og sé nú ákærður fyrir. Verði hann sakfelldur á Salvini allt að 15 ára fangelsi yfir höfði sér.","summary":null} {"year":"2021","id":"276","intro":"Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon heldur áfram að gera það gott í Bandaríkjunum. Í gærkvöld sló hann Íslandsmetið utanhúss í 1500 metra hlaupi.","main":"Baldvin hljóp á þremur mínútum og 40, 74 sekúndum á Rick Erdmann Twilight mótinu í Richmond, Kentucky. Baldvin sló þar með 39 ára gamalt Íslandsmet í 1500 m hlaupi sem Jón Diðriksson hafði átt frá árinu 1982. Jón hljóp vegalengdina á sínum tíma á þremur mínútum og 41,65 sekúndum og því bætti Baldvin Íslandsmetið um rétt tæpa sekúndu. Þetta er fyrsta Íslandsmetið sem Baldvin setur utanhúss, en fyrir örfáum vikum tvíbætti hann Íslandsmetið í 3000 m hlaupi innanhúss. Met sem Hlynur Andrésson hafði áður átt. Baldvin sem er fæddur árið 1999 keppir fyrir Eastern-Michigan háskólann í Bandaríkjunum. Baldvin er fæddur á Akureyri, sonur hjónanna Katrínar Snædal Húnsdóttur og Magnúsar Þórs Magnússonar. Hann fluttist svo með fjölskyldu sinni til Hull í Englandi þegar hann var fimm ára. Hann bjó í Englandi þar til hann hóf háskólanámið í Bandaríkjunum, en heldur hins vegar í upprunann og keppir undir fána Íslands.\nBarcelona varð í kvöld spænskur bikarmeistari karla í fótbolta í 31. sinn. Börsungar sigruðu Athletic Bilbao 4-0 í úrslitaleiknum. Þetta eru tvö sigursælustu lið keppninnar frá upphafi.\nBilbao hefur unnið bikarinn næst oftast allra eða 23 sinnum, en þó ekki síðan 1984 síðast. Liðið komst í bikarúrslit líka á síðustu leiktíð. Sá bikarúrslitaleikur var ekki spilaður fyrr en 3. apríl vegna COVID-19. Þá tapaði Bilbao fyrir Real Sociedad. Því hefur Athletic Bilbao tapað tveimur bikarúrslitaleikjum í sömu bikarkeppninni í apríl á þessu ári og sex síðustu bikarúrslitaleikjum sem liðið hefur komist í. Antoine Griezmann kom Barcelona yfir á 60. mínútu í kvöld og Frenkie de Jong bætti svo öðru marki við fljótlega. Lionel Messi rak svo smiðshöggið með því að skora tvö síðustu mörk leiksins og sá til þess að Barcelona vann úrslitaleikinn 4-0. Þetta er fimmti bikarmeistaratitill Börsunga á síðustu sjö árum og 31. bikarmeistaratitill félagsins.\nOg Sheffield United varð í gærkvöld fyrsta liðið sem fellur úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á þessari leiktíð. Úlfarnir sendu Sheffield niður með 1-0 sigri. Norwich City mun taka sæti Sheffield, því það varð ljóst í gær að Norwich væri á leið aftur upp um deild eftir árs fjarveru frá úrvalsdeildinni.","summary":null} {"year":"2021","id":"276","intro":"Rússneskir njósnarar eru sterklega grunaðir um að eiga þátt í sprenginu á vopnageymslu í Tékklandi árið tvö þúsund og fjórtán. Tékknesk stjórnvöld hafa vísað átján rússneskum sendiráðsstarfsmönnum út landi vegna málsins.","main":"Tékknesk stjórnvöld segjast hafa skýrar sannanir fyrir því að rússneskir njósnarara hafi sprengt sprengiefnalager árið tvö þúsund og fjórtán, með þeim afleiðingum að tveir létust. 18 starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Prag var vísað úr landi vegna málsins.\nTilkynnt var um málið á blaðamannafundi í gærkvöld. Andrej Babis forsætisráðherra Tékklands segir að innanríkisráðherra hafi verið upplýstur um alvarlegt mál sem varðaði öryggi landsins.\nBabis upplýsti síðan að rannsókn öryggissveita hafi leitt í ljós að það sé rökstuddur grunur um að rússneskir starfsmenn GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, hefði átt þátt í mannskæðum sprengingum í skotfæra- og sprengiefnageymslum í Tékklandi í október 2014. Þar féllu tveir öryggisverðir féllu og gríðarlegt tjón varð á mannvirkjum. Þá var talið að sprengingin hefði verið slys.\nInnanríkisráðherra Tékklands sagði á blaðamannafundinum í gær að ríkisstjórnin hefði af þessum sökum ákveðið að vísa úr landi 18 starfsmönnum rússneska sendiráðsins í Prag, sem taldir eru að séu þar á vegum rússneskra leyniþjónustustofnana.\nTékkneska lögreglan hefur birt myndir af tveimur grunuðum mönnum. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir að tölvupóstur frá þjóðvarðliði Tajikistan hafi komið rannsakendum á sporið. Þar var óskað eftir aðgangi að svæðinu fyrir tvo menn sem væru við eftirlitsstörf. Það reyndust vera rússnesku njósnararnir.\nÞessir sömu menn eru eftirlýstir í Bretlandi, grunaðir um að hafa eitrað fyrir Rússanum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í bænum Salisbury á Englandi í mars 2018. Sá atburður varð til þess að ýmis önnur óútskýrð atvik voru rannsökuð. Sprengingin í Tékklandi var það á meðal. Búist er við að málið verði rétt á utanríkisráðherrafundi Evrópusambandsins á morgun.\nRússar segja þessar ásakanir Tékka fráleitar.","summary":"Rússneskir njósnarar eru sterklega grunaðir um að eiga þátt í sprenginu á vopnageymslu í Tékklandi árið tvö þúsund og fjórtán. Tékknesk stjórnvöld hafa vísað átján rússneskum sendiráðsstarfsmönnum úr landi vegna málsins."} {"year":"2021","id":"277","intro":"Sjúkratryggingum Íslands hafa ekki borist upplýsingar frá fjármálaráðuneytinu um hvernig koma eigi til móts við aukinn launakostnað heilbrigðisstofnana í kjölfar styttingu vinnuvikunnar sem tekur gildi eftir tvær vikur. Forstjóri Sjúkratrygginga segir mikilvægt að þetta liggi fyrir sem fyrst.","main":"Vinnuvika hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og fleiri stétta sem starfa hjá fyrirtækjum í velferðarþjónustu styttist 1. maí. Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu sagði í fréttum RÚV í gær að það stefndi í algjört kaos, færu þessi mál ekki að komast á hreint. 3-5 milljarða vantaði til að mæta þessum kostnaði. María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.\nÞað er rétt sem þau segja að þessar mikilvægu upplýsingar liggja því miður enn ekki fyrir frá fjármálaráðuneytinu.\nOg þegar þú talar um mikilvægar upplýsingar þá er það hvernig á að koma til móts við þennan aukna launakostnað? Já, það varðar hvernig á að að fara með áhrif styttingar vinnuvikunnar á launakostnað.\nHafið þið kallað eftir þeim? Jájá, við erum auðvitað í sambandi við okkar fagráðuneyti sem aftur rekur þetta mál væntanlega gagnvart fjármálaráðuneytinu.\nÁ hverju strandar þetta? Við þekkjum það ekki í rauninni. En það er í rauninni mjög mikilvægt fyrir okkur að fá þetta í hendur sem allra, allra fyrst þannig að við getum upplýst okkar viðsemjendur og eftir atvikum afgreitt þá fjármuni sem þessu fylgja væntanlega.\nMaría segist bjartsýn á að þetta liggi fyrir á allra næstu dögum.\nOg við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að vinna með þessum fyrirtækjum og tryggja að þetta gangi bara vel upp.","summary":"Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir óljóst hvernig komið verði til móts við aukinn launakostnað heilbrigðisstofnana vegna styttingar vinnuvikunnar. Engar upplýsingar hafi borist frá fjármálaráðuneytinu, mikilvægt sé að fá þær sem allra fyrst."} {"year":"2021","id":"277","intro":"Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir vanhugsað að lækka hámarkshraða á götum borgarinnar líkt og tillaga meirihluta skipulags- og samgönguráðs felur í sér. Nær væri að hreinsa göturnar og draga úr nagladekkjanotkun.","main":"Tillagan var afgreidd í vikunni og felur í sér að hámarkshraði mun lækka úr fimmtíu niður í fjörutíu kílómetra á klukkustund á stofnleiðum í borginni, og að langstærstum hluta innan íbúðarhverfa og á vistgötum verður hámarkshraði þrjátíu eða lægri. Með þessu á að auka loftgæði og fækka slysum. Þessar breytingar munu kosta um einn og hálfan milljarð. Samkvæmt íslenskri rannsókn á þetta að minnka svifryksmengun um 40 prósent. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks í ráðinu greiddu atkvæði gegn tillögunni og einn sat hjá. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir tillöguna vanhugsaða og auki þann tíma sem fólk er úti í umferðinni.\nVið höfum talið að það eigi að taka fast á svifryksmálum og vorum meðal annars með tillögu í borgarstjórn fyrr á þessu ári um það að þeir sem eru á nagladekkjum greiddu hærra fyrir að leggja í borgarlandinu. Það hefur ekki verið afgreitt í borginni. Í tíð núverandi meirihluta hefur nagladekkjanotkun aukist. Svo er það hitt að það þarf að þrífa göturnar, og það er bara gert tvisvar á ári varðandi flestar götur, og það er of lítið.\nHann segir að nær væri að ráðast að rót vandans.\nÞað er það að það er malbik sem spænist upp út af nagladekkjum og þungum bílum. Síðan er það mánuðum saman án þess að vera þrifið.Það er aðalatriðið. Hvort að akstur sé hærri eða lægri það hefur áhrif hversu mikið þyrlast upp, en auðvitað á að taka á rótum vandans, og minnka svifrykið og það er það sem við höfum lagt til.","summary":null} {"year":"2021","id":"277","intro":"Bandaríkjamenn og Rússar hafa beitt þvingunum og brottvísunum utanríkisþjónustustarfsmanna hvor á annan undanfarna daga vegna deilna um hernað Rússa við Úkraínu. Spennan fer vaxandi, en þó er áfram stefnt að leiðtogafundi milli forseta landanna um samskipti þeirra á milli.","main":"Spenna hefur farið vaxandi milli Rússa og Úkraínumanna undanfarnar vikur með auknum hernaði Rússa við landamæri Úkraínu austa- og norðan megin. Það er líka aukin spenna milli Rússa og Bandaríkjamanna eftir að þeir síðarnefndu lýstu yfir andstöðu við þennan herða Rússa.\nEftir að bæði NATO og Bandaríkin kröfðust þess að Rússar kölluðu herlið sitt til baka, gripu Bandaríkjamenn til viðskiptaþvingana. Þær fela meðal annars í sér að heimild bandarískra banka til viðskipta í Rússlandi er þrengd enn frekar. Að auki voru tíu starfsmenn rússnesku utanríkisþjónustunnar í Bandaríkjunum sendir heim. Rússar svöruðu í sömu mynt með því að reka tíu starfsmenn bandarísku utanríkisþjónustunnar frá Rússlandi. Þeir bönnuðu þar að auki nokkrum embættismönnum að koma til Rússlands - þar á meðal dómsmálaráðherranum og yfirmanni bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Þá segjast Rússar einnig ætla að loka hluta Svartahafsins í sex mánuði, en NATO hafði í hyggju að senda skip þangað til að tryggja að siglingaleiðir þar héldust opnar.\nÍ morgun tilkynnti svo rússneska öryggislögreglan að hún hefði handtekið embættismann hjá ræðismannaskrifstofu Úkraínu í St. Pétursborg í Rússlandi. Hann hefði verið í haldi í nokkrar klukkustundir en síðan sleppt. Ástæðan hafi verið að hann hafi verið nappaður á fundi með rússneskum manni við að fá afhentar trúnaðarupplýsingar. Gripið verði til viðeigandi ráðstafana. Talsmaður utanríkisráðuneytis Úkraínu sagði þetta enn eina aðgerð Rússa til ögrunar og þessu verði svarað fljótlega.\nÞrátt fyrir þessa spennu hefur rússneska utanríkisráðuneytið tekið jákvætt í hugmynd Joe Biden Bandaríkjaforseta um leiðtogafund við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Þar á að ræða um samskipti ríkjanna. Rússar eru nú með málið til skoðunar. Finnar hafa þegar boðist til að halda þennan fund.","summary":"Spenna fer vaxandi milli Bandaríkjamanna og Rússa vegna aðgerða þeirra síðarnefndu við Úkraínu. Rússar hafa handtekið úkraínskan sendiráðsstarfsmann og bannað tíu hátt settum bandarískum embættismönnum að koma til Rússlands."} {"year":"2021","id":"277","intro":"Maðurinn sem skaut átta starfsmenn FedEx til bana í Indianapolis í Bandaríkjunum í fyrrakvöld var fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins. Hann var undir sérstöku eftirliti í fyrra vegna gruns um andleg veikindi. Helmingur hinna látnu voru sík-har.","main":"Í skotárásinni á starfsstöð FedEx í Indianapolis særðust minnst sautján manns, þar af létust átta. Lögreglan í borginni birti í gærkvöld nafn árásarmannsins, sem svipti sig í lífi eftir árásina. Hann hét Brandon Hole, var nítján ára gamall og var fyrrverandi starfsmaður þar. Hann vann þar síðast í fyrra en ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort hann hætti sjálfur eða var rekinn, né heldur hvort hann hafi þekkt til fórnarlambaárásarinnar. Haglabyssa í vörslu hans hafi verið gerð upptæk fyrir ári en þá var hann undir sérstöku eftirliti vegna gruns um andleg veikindi.\nSamtök síkha í Bandaríkjunum tilkynntu í gær að fjórir þeirra sem létust hefðu aðhyllst þá trú. Síkha-trúin er upprunnin í Punjab-héraði á Indlandi og tuttugu og fimm milljónir manna aðhyllast hana í heiminum. Hún er helst þekkt fyrir að karlmenn bera gjarnan túrban á höfði. Í tilkynningunni segja samtökin að þó að ekkert sé vitað um ástæður árásarinnar hafi hann gert hana á svæði þar sem síkhar eru fjölmennir en um tíu þúsund síkha-fjölskyldur búa í Indianapolis.\nÞegar Brandon Hole var undir eftirliti í fyrra benti hins vegar ekkert til þess að hann aðhylltist kynþáttahatur. Engar skýringar hafa fundist á hvaða hvatir lágu að baki árás hans í starfsstöð FedEx.","summary":"Maðurinn sem varð átta manns að bana í skotárás í Indianapolis var undir eftirliti lögreglu í fyrra vegna gruns um andleg veikini. Haglabyssa í fórum hans var þá gerð upptæk."} {"year":"2021","id":"277","intro":"Gylfi Þór Sigurðsson var í aðalhlutverki hjá Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Gylfi skoraði þá bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli á móti Tottenham.","main":"Harry Kane kom Tottenham yfir í leiknum en á 27. mínútu en Gylfi jafnaði með marki úr vítaspyrnu skömmu síðar. Á 62. mínútu kom Gylfi Everton svo yfir þegar hann afgreiddi fyrirgjöf Seamus Coleman í fyrstu snertingu. Sérlega glæsilegt mark.\nSagði Gylfi í viðtali við Sky Sports eftir leikinn í gær, ánægður með fyrirgjöfina og hvernig honum tókst að stýra henni beinustu leið í markið án þess að láta varnarmenn Tottenham hafa áhrif á sig. Markið dugði þó ekki til sigurs því Harry Kane jafnaði fyrir Tottenham á 68. mínútu í 2-2 og þar við sat. Liðin eru í 7. og 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en láta sig þó bæði áfram dreyma um sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð.\nÍslenska kvennalandsliðið í handbolta spilar í dag fyrri umspilsleik sinn við Slóveníu um laust sæti á HM. Leikurinn hefst klukkan hálffjögur og verður sýndur á RÚV en upphitun fyrir leikinn í dag hefst klukkan þrjú. Liðin mætast svo aftur á Ásvöllum í Hafnarfirði á miðvikudagskvöld. Liðið sem skorar fleiri mörk samanlagt vinnur sér inn sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem verður haldin á Spáni í desember. Ísland hefur aðeins einu sinni komist á HM kvenna í handbolta. Það eru komin tíu ár síðan, því þar var síðast á HM 2011 í Brasilíu. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari Íslands segir HM draum Íslands raunhæfann.","summary":"Gylfi Þór Sigurðsson fór á kostum með Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Og kvennalandslið Íslands í handbolta spilar mikilvægan leik við Slóveníu í umspili fyrir HM í dag."} {"year":"2021","id":"278","intro":"Átta eru látin og fimm hafa verið flutt á sjúkrahús í bandarísku borginni Indianapolis, þar sem karlmaður hóf skotárás við starfsstöð flutningafyrirtækisins Fedex í gærkvöld.","main":"Jeremiah Miller varð vitni að árásinni, í fyrstu taldi hann að skothvellirnir kæmu frá vél í bifreið. En þegar skothvellirnir voru orðnir tíu hafi hann litið upp og séð skothríðina koma frá karlmanni sem stóð við innganginn að fyrirtækinu með sjálfvirkan riffil.\nÁrásin var gerð klukkan ellefu að kvöldi að staðartíma við starfsstöð Fedex-flutningafyrirtækisins, nærri flugvellinum í Indianapolis, fjölmennustu borg Indiana. Að sögn lögreglu eru fimm á sjúkrahúsi, en ekki hefur verið greint frá því hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Ekki er enn ljóst hversu mörg særðust í árásinni. Fjölmiðlar vestra hafa eftir talskonu lögreglu í borginni að lögreglumenn á vettvangi telji árásarmanninn hafa svipt sig lífi. Hvorki hefur verið greint frá nafni árásarmannsins né hvað gæti hafa fengið hann til þess að fremja ódæðið.\nNær 40.000 manns deyja af völdum skotsára á ári hverju í Bandaríkjunum. Um eða yfir helmingur þessara dauðsfalla eru sjálfsvíg. Fyrr í þessum mánuði boðaði Joe Biden sex tilskipanir og reglugerðir sem miða að því að draga úr byssuofbeldi í landinu.","summary":"Átta, hið minnsta, voru skotin til bana í skotárás við við starfsstöð Fedex-flutningafyrirtækisins í bandarísku borginni Indianapolis. Vitni segir árásamanninn hafa notað sjálfvirkan riffil."} {"year":"2021","id":"278","intro":"Um tuttugu slökkviliðsmenn Brunavarna Austurlands voru kallaðir að Vífilsstöðum í Hróarstungu á Héraði á ellefta tímanum í gærkvöld vegna sinuelds, sem jafnframt barst í skóg sem þar er ræktaður og bílflök. Slökkvistarf gekk nokkuð greiðlega, þótt aðstæður hafi reynst erfiðari en upphaflega útkallið, um sinueld, hafði gefið til kynna. Rúnar Snær Reynisson var á staðnum og ræddi við Harald Geir Eðvaldsson slökkviliðsstjóra um ellefuleytið í gær.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"278","intro":"Fornminjar hafa fundist við bæinn Gröf í Hrunamannahreppi. Talið er að þær séu frá landnámsöld. Gera þarf breytingar á uppbyggingu íbúðahverfis vegna þessa.","main":"Sunnlenska.is greinir frá. Framkvæmdir hófust í febrúar við nýtt hverfi á Flúðum í landi Grafar. Þar er gert ráð fyrir allt að 60 lóðum, bæði til íbúðar og þjónustu. Frá því að framkvæmdir hófust hafa fulltrúar Fornleifastofnunar verið til taks. Lilja Björk Pálsdóttir fornleifafræðingur er ein þeirra.\nNú er komið svo að við erum við bæjarhólinn og þá sjáum við glugga inn í hann. Við erum með stórt snið, 20 cm stórt snið sem sýnir þróun byggðarinnra hérna á staðnum frá landnámstíma eða stuttu þar eftir og allt til 20. aldar þegar síðasti bærinn var rifinn hérna. Við erum með torfhús sem er með landnámsgjóskunni í, það er frá fyrstu öldum. Svo erum við með heilmiklar gryfjur sem eru fullar af viðarkolum, það er spurning hvort að hér hafi verið einhverskonar járnvinnsla í gangi.\nLilja segir það koma á óvart hversu heillegar minjarnar eru því þarna hafi í tímans rás verið nokkrar framkvæmdir. Í Gröf var þingstaður fyrr á öldum og útkirkja frá Skálholti. Um árið 1950 voru grafnar upp átta beinagrindur þar sem talið er að bænahús og kirkjugarður hafi staðið við Gröf.\nHalldóra Hjörleifsdóttir oddviti Hrunamannahrepps segir að vegna fundarins þurfi að hliðra innkeyrslu inn á svæðið lítillega en hann hafi ekki áhrif á lóðir. Frekari rannsóknir leiði í ljós hvort þar leynast frekari minjar.","summary":null} {"year":"2021","id":"278","intro":"Ágreiningur var á milli stjórnvalda og Samgöngustofu um hvernig haga bæri fjárhagslegu eftirliti með WOW air. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fall WOW, en þar kemur fram að Stjórnvöld hafi ekki borið traust til Samgöngustofu til að sinna þessu eftirliti.","main":"Í skýrslunni segir beinlínis að stjórnvöld hafi efast um getu Samgöngustofu til að sinna fjárhagseftirliti með flugrekendum. Vísað er í minnisblað samgönguráðherra þar sem segir að jafnvel þótt Samgöngustofa nyti aðstoðar endurskoðanda, þá virtist stofnunin ekki hafa þekkingu til að vinna úr þeim upplýsingum sem þaðan kæmu.\nÍ byrjun september 2018 bauð ráðuneytið fram aðstoð Fjármálaeftirlitsins til að styrkja getu Samgöngustofu til að sinna hlutverki sínu. Því boði var hafnað og telur Ríkisendurskoðun ástæðu til að kanna hvers vegna það var gert. Ráðuneytið gerði líka athugasemdir við hversu langt var í næsta fund Samgöngustofu með forsvarsmönnum WOW.\nÞað var svo 7. september 2018 að samgönguráðuneytið sendir Samgöngustofu skýr fyrirmæli um að gera ítarlegt mat á fjárhagsstöðu WOW. Í bréfi ráðuneytisis kemur fram að ráðuneytið hafi ítrekað kallað eftir því að stofnunin brygðist við sjónarmiðum og afstöðu ráðuneytisins án þess að við því hafi verið orðið.\nÞað liðu tvær vikur þangað til Samgöngustofa varð við beiðni ráðuneytisins en í millitíðinni sendir Samgöngustofa ráðuneytinu bréf þar sem fram kom að stofnunin ynni þá þegar að ítarlegu fjárhagsmati. Ríkisendurskoðun segir að ekki verið annað séð en að þarna hafi Samgöngustofa veitt ráðuneytinu misvísandi upplýsingar.\nÍ skýrslunni segir orðrétt: \u001eÞað er alvarlegt að uppi hafi verið ágreiningur milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og Samgöngustofu um hvernig bæri að haga eftirliti með svo þjóðhagslega mikilvægu fyrirtæki á viðsjárverðum tímum í rekstri þess. Tilvitnun lýkur.","summary":"Stjórnvöld treystu ekki Samgöngustofu til að hafa eftirlit með fjárhagsstöðu WOW air. Þetta má lesa úr skýrslu Ríkisendurskoðunar um fall félagsins. Þá greindi stjórnvöld á við stofnunina um hvernig bæri að haga eftirlitinu"} {"year":"2021","id":"278","intro":"Íslendingur sem settur hefur verið á svartan lista í Kína segir málið allt tóma þvælu. Hann verði ekki fyrir neinum áhrifum af banninu enda eigi hann þar engar eignir og hafi engin áform um að fara til Kína.","main":"Lögmaðurinn Jónas Haraldsson hefur verið settur á svartan lista í Kína vegna blaðaskrifa sinna um landið í Morgunblaðið. Hann segir útspil Kínverja bitlaust, því hann eigi engar eignir í Kína og hafi engin áform um að fara þangað.\nJónas hefur skrifað blaðagreinar í Morgunblaðið um ýmiss mál sem viðkoma Kína, Kínverjum og kínverskum yfirvöldum.\nJónas segist hafa fengið símtal í gærmorgun og beðinn um að koma á fund í utanríkisráðuneytinu.\nÉg var eðlilega forvitinn hvað utanríkisráðuneytið vilji mér og fær svona smá skýringar að það sé eitthvað varðandi Kínverja og eitthvað svona ráðstafanir. Og ég fer í ráðuneytið og fæ að vita þetta að ég er kominn á svartan lista, eini Íslendingurinn.\nÞau sem sett eru á svartan lista í Kína er bannað að fara þangað og geta búist við að eignir þeirra þar verði frystar. Jónas segist engar eignir eiga í Kína.\nÉg á engar eignir í Kína eða neitt og stendur ekki til að eiga við skipti þar eða að fara til Kína, það hvarflar ekki að mér. Þannig að þetta er alveg bitlaust, ég er alveg hneykslaður á þeim. Þetta er tóm þvæla, eitthvað táknrænt, maður tekur því bara þannig.\nJónas telur ekki vegið að tjáningarfrelsi sínu.\nNei, ég skrifa svona og þeim líkar það ekki og grípa til þessarar aðferðar að mótmæla því og gefa í skyn að þeim líkar ekki. Þeir hafa sitt tjáningarfrelsi en þessi aðferð finnst mér klaufaleg því hún bitnar ekkert á mér.\nþví hún bitnar ekkert á mér sko.\nSamkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu er því ekki kunnugt um að aðrir Íslendingar sæti sambærilegum aðgerðum. Íslenski sendiherrann í Kína hafi komið mótmælum á framfæri þar í landi og hér á landi hafi mótmælum verið komið á framfæri við kínverska sendiherrann hér.","summary":"Íslendingur sem settur hefur verið á svartan lista í Kína segir málið allt tóma þvælu. Hann verði ekki fyrir neinum áhrifum af banninu enda eigi hann þar engar eignir og hafi engin áform um að fara til Kína. "} {"year":"2021","id":"278","intro":"Byggðarráð Skagafjarðar gagnrýnir Umhverfisstofnun harðlega fyrir seinagang við rannsókn á bensínmengun á Hofósi. Brátt eru liðin tvö ár frá því mikill bensínleki uppgötvaðist úr birgðatanki N1 á Hofsósi.","main":"Í desember 2019 neyddist fjölskylda á Hofsósi til að flytja úr húsi sínu vegna bensínmengunar sem rakin var til leka úr bensínstöð N1 í þorpinu. Þá var lyktarmengun í verslun KS á Hofsósi auk þess sem loka þurfti veitingastað á staðnum vegna sömu mengunar. Þó brátt séu liðin tvö ár frá því bensínlekinn uppgötvaðist er rannsókn enn ekki lokið.\nSegir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði. Í vikunni kallaði byggðarráð Skagafjarðar fulltrúa Umhverfisstofnunar á sinn fund til að afla upplýsinga um aðgerðir á Hofsósi, en Sigfús segir þar hafa verið fátt um svör.\nSveitarfélagið lét gera sjálfstæða rannsókn á menguninni og Sigfús segir hana hafa leitt í ljós bæði jarðvegsmengun og lyktarmengun upp úr holum. Því verði Umhverfisstofnun tafarlaust að skera úr um nauðsynlegar aðgerðir.","summary":"Sveitarstjórinn í Skagafirði krefst þess að Umhversisstofnun svari því tafarlaust hvernig bregðast eigi við mikilli bensínmengun á Hofsósi. Nærri tvö ár eru liðin frá því mikill bensínleki uppgötvaðist úr birgðatanki í þorpinu."} {"year":"2021","id":"278","intro":"Manchester United mætir Roma í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta og Arsenal mætir Villareal. Átta liða-úrslitum keppninnar lauk í gærkvöld.","main":"Manchester United sló spænska liðið Granada út í 8-liða úrslitum í gær en United vann einvígið samanlagt 4-0. Tvö mörk voru skoruð í leik gærkvöldsins. Fyrra markið skoraði Úrúgvæinn Edison Cavani snemma leiks og bætti Jesus Vallejo við sjálfsmarki undir lok leiksins og þar við sat. United mætir ítalska liðinu Roma í undanúrslitum en Roma hafði betur gegn Ajax. Roma vann fyrir leikinn 2-1 en leikurinn í gær endaði með 1-1 jafntefli og vann Roma því samanlagt 3-2. Þá sló Villareal Dinamo Zagreb út í 8-liða úrslitunum. Villareal vann leikina tvo samanlagt 3-1 og mun mæta Arsenal í undanúrslitum. Arsenal vann Slavia Prag frá Tékklandi örugglega í seinni leik liðanna í gær. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því var mikið undir í leik gærkvöldsins. Arsenal lenti þó í litlum vandræðum í gær. Nicolas Pepe og Bukayo saka gerðu sitt markið hvor og Alexandre Lacazette skoraði tvö og lauk leiknum með 4-0 sigri Lundúnarliðsins. Fyrri leikir undanúrslitanna verða spilaðir 29. apríl og seinni leikirnir viku síðar.\nBandaríkjamaðurinn Christian Coleman, heimsmeistari í 100 metra hlaupi karla, fékk keppnisbann sitt stytt um sex mánuði eftir áfrýjun sína til Alþjóðaíþróttadómstólsins. Bannið nær hins vegar til 14. nóvember og því verður Coleman ekki á meðal keppenda á Ólympíuleikunum í Tókýó. Coleman tryggði sér heimsmeistaratitilinn á HM í Doha árið 2019 en í júní 2020 var hann dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að hafa í þrígang misst af lyfjaprófi. Coleman mun þó geta varið heimsmeistaratitla sína í 100 metra hlaupi á HM innanhúss og HM utanhúss á næsta ári.","summary":"Átta-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta lauk í gær. Manchester United og Roma mætast í undanúrslitum og Arsenal mætir Villareal."} {"year":"2021","id":"279","intro":"Mikið tekjutap blasir við grásleppuútgerðinni en verð fyrir grásleppuhrogn hefur hríðfallið frá síðustu vertíð. Á móti hafa veiðiheimildir sjaldan verið meiri og alger mokveiði er hjá þeim bátum sem farnir eru til veiða.","main":"Hefja mátti grásleppuveiðar 23. mars, en fáir fóru til veiða strax í byrjun. Mikil óvissa er um sölu á grásleppuafurðum - kaupendur hafa verið tregir til að gefa upp verð og hve mikið þeir muni kaupa. Þá ætla einhverjir kaupendur ekki að taka við grásleppu í ár.\nSegir Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. En það er alger mokveiði.\nOg það er nægur kvóti, en veiða má 9000 tonn á vertíðinni sem er 74 prósenta aukning milli ára. En þó nú sé svipaður fjöldi báta farinn til grásleppuveiða og á sama tíma í fyrra telur Örn að einhverjir ætli ekki taka þátt í vertíðinni.","summary":null} {"year":"2021","id":"279","intro":"Á annað þúsund manns hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin eftir að innheimtukröfur vegna smálána voru sendar út seint á þriðjudag. Formaður samtakanna segir dæmi um að verið sé rukka fólk um skuld sem þegar er búið að greiða. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur kallað eftir gögnum frá innheimtufyrirtækinu út af þessum kröfum.","main":"hksdöbb1 (döbbið má finna í fréttir verkefni)\nSegja má að síminn hafi varla stoppað hjá Neytendasamtökunum eftir að fyrirtækið BPO innheimta hóf að senda innheimtukröfur á fólk vegna smálána. Fyrirtækið segist í tilkynningu til fjölmiðla hafa keypt 24 þúsund smálánakröfur sem áður voru í eigu E-commerce. Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að þetta hafi komið mörgum á óvart.\nAldrei fyrr í sögu samtakanna hafa jafn margir haft samband á jafn skömmum tíma eins og núna varðandi þetta fyrirtæki. Rétt tæplega 1.400 manns hafa sett sig í samband á einn eða annan hátt við okkur undanfarin sólarhring. Hvað er fólkið að spyrja um? Það er hræðilegt að fá svona kröfur inn á heimabankann sinn. Án þess að fá neinar upplýsingar um það.\nTilurð þeirra eða ástæðu. Í mörgum tilvikum er fólk þegar búið að greiða þessar kröfur. Í þessum kröfum eru ólöglegar að okkar mati vextir og annar kostnaður sem er búð að dæma eða úrskurða ólöglega. Og í ýmsum tilvikum sem við höfum fengið á okkar borð þá kannast fólk ekki við þessar kröfur\nhksdöbb2 (döbbið má finna í fréttir verkefni)\nNeytendasamtökin ætla að funda með fjármálaeftirlit Seðlabankans á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur fjármálaeftirlitið óskað eftir gögnum frá innheimtufyrirtækinu út af þessum kröfum.\nÞað er margt í þessu sem þarfnast nánari skoðunar. Þetta er allavega ólíðandi háttsemi að skella svona inn kröfum án þess að rökstyðja það. Við getum bent á að í 19. grein laga um neytendalán þegar kröfur eru færðar á milli aðila þá þarf lánveitandinn\nað tilkynna lántaka að hann sé að selja þessa kröfu. Og lántaki hefur þá tækifæri til að koma með mótbárur. Í þessu tilviki var því ekki sinnt","summary":"Á annað þúsund manns hafa sett sig í samband við Neytendasamtökin síðasta sólarhring vegna innheimtu smálána. Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur kallað eftir gögnum frá innheimtufyrirtækinu. "} {"year":"2021","id":"279","intro":"Það voru ekki rafstrengir sem kveiktu í Lagarfljótsbrú eins og talið var heldur logaði í gömlum símastrengjum, þó á slíku sé nánast enginn straumur. Brúin er lítið skemmd eftir brunann en nýlagt brúargólfið hefur spænst upp í vetur og þarf að skipa um stóran hluta þess.","main":"Lagarfljótsbrú er lítið skemmd eftir brunann í gær en nýtt brúargólf er stórskemmt eftir bílaumferð vetrarins. Ráðgáta er af hverju kviknaði í. Eldurinn logaði ekki í rafstrengjum eins og fyrst var talið heldur í gömlum símastrengjum.\nMargir urðu hissa þegar fór að loga í Lagarfljótsbrú eftir hádegi í gær. Eldurinn brann neðan í brúnni og bráðnuðu kápur á fjórum þykkum gömlum símastrengjum á um eins og hálfs metra kafla. Líka logaði í timbri í neðanverðu brúargólfinu.\nÞað voru starfsmenn ISAVIA á Egilsstaðaflugvelli sem slökktu eldinn á báti og með slöngu frá slökkviliðinu. Flugvallarmenn eru alltaf viðbúnir að setja báta út á Lagarfljót ef flugvél fer í fljótið.\nSkemmdirnar voru skoðaðar í gær og komust RARIK-menn að því að þetta voru ekki rafstrengir heldur símastrengir. Á þeim er svo lítill straumur að ekki ætti að kvikna í út frá þeim. Engin merki fundust um íkveikju með bensíni eða öðru eldfimu því engin merki sáust um yfirborðsbruna. Kenning er á lofti um að logandi sígarettu hafi verið kastað á brúna.\nEftir að hasarinn á brúnni var yfirstaðinn í gær var umferð fljótlega hleypt á báðar akreinar enda brann timbrið ekki í gegn heldur rétt kolaðist yfirborðið. Rannsókn á eldsupptökum stendur enn.\nÞó að Lagarfljótsbrú sé lítið skemmd eftir brunann er hún stórskemmd eftir bílaumferð vetrarins. Nýtt timburgólf sem lagt var síðasta vetur þolir umferð mjög illa. Timbrið spænist hratt upp, skaflar af flísum hlaðast upp í köntum, naglar standa upp úr og stefnir í óefni. Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar frá Vík kemur austur á mánudag og hefur viðgerð. Skipta á út hinu brunaskemmda timbri en líka eyddu brúargólfinu. Vegagerðin telur að timbrið sem fékkst í brúargólfið hafi verið verra og hraðvaxnara en ákjósanlegt er. Í gólfið var valið efni áþekkt því sem notað er undirstöður undir sólpalla en minna fúavarið og á að þola meira. Nú verður skipt um það mest skemmda og lagðar stálmottur yfir. Það er talsvert verk og stendur fram á mitt sumar.","summary":"Það voru ekki rafstrengir sem kveiktu í Lagarfljótsbrú eins og talið var heldur logaði í gömlum símastrengjum. Brúin er lítið skemmd eftir brunann en nýlagt brúargólfið hefur spænst upp í vetur og þarf að skipta um stóran hluta þess. "} {"year":"2021","id":"279","intro":"Spánarmeistarar Real Madrid og topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, komust áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Það skýrist í kvöld hvaða lið leika til undanúrslita í Evrópudeildinni.","main":"Real Madrid var í kjörstöðu gegn Liverpool þegar liðin áttust við á Anfield á Englandi í gær. Madrídingar unnu fyrri leik liðanna 3-1 og því þurfti Liverpool á mörkum að halda í leik gærkvöldsins til að eiga möguleika á að komast áfram. Ekkert mark var þó skorað í leiknum og Englandsmeistarar Liverpool úr leik. Borussia Dortmund tók svo á móti Manchester City en City var með 2-1 forystu eftir fyrri leikinn. Hinn 17 ára Jude Bellingham kom Dortmund í 1-0 á 15. mínútu. Riyad Mahrez jafnaði metin úr vítaspyrnu á 55. mínútu áður en Phil Foden tryggði Manchester City 2-1 sigur þegar korter var til leiksloka. City vann því einvígið samanlagt 4-2 og er komið í undanúrslit. Þetta er í fyrsta sinn frá því Pep Guardiola tók við sem knattspyrnustjóri Manchester City sem liðið kemst svo langt í Meistaradeild Evrópu. City mætir Paris Saint-Germain í undanúrslitum en Real Madrid mætir Chelsea. Fyrri leikir liðanna verða spilaðir 27. og 28. apríl og seinni leikirnir viku síðar.\nUndanúrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eru undir í kvöld en þá fara seinni leikir 8-liða úrslitanna fram. Manchester United er í góðri stöðu gegn spænska liðinu Granada en United vann fyrri leikinn 2-0 ytra en leikurinn í kvöld fer fram á Old Trafford í Manchester. Villareal mætir Dinamo Zagreb á heimavelli og er Villareal 1-0 yfir í einvíginu. Þá er Roma 2-1 yfir gegn Ajax en leikurinn í kvöld fer fram í Rómarborg. Mesta spennan er í viðureign Slavia Prag og Arsenal en fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Lundúnum.","summary":"Real Madrid mætir Chelsea og Manchester City og Paris Saint-Germain eigast við í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. 8-liða úrslitum keppninnar lauk í gærkvöld. "} {"year":"2021","id":"279","intro":"Um 350 tillögur bárust að nafni á nýja hraunið við Fagradalsfjall í örnefnasamkeppni sem Grindavíkurbær stóð fyrir dagana 31. mars til 9. apríl. Eitthvað færri tillögur bárust um nöfn á gígana sjálfa.","main":"Jafnframt því að stinga upp á nöfnum var fólk beðið um rökstyðja val sitt. Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs Grindavíkurbæjar og þjóðfræðingur, segir ætlunina að velja fallegt og þjált heiti sem hæfi staðháttum. Þríeykið var nefnt ásamt nöfnum tengdum kórónuveirufaraldrinum.\nÖrnefnalistinn var lagður fram í bæjarráði í síðustu viku að sögn Eggerts. Bæjarráðið velur úr listanum og sendir örnefnanefnd tillögur. Eggert segir að margar áhugaverðar og skemmtilegar tillögur hafi borist og að gaman hafi verið að fara í gegnum listann. Hann býst við að örnefnanefnd fái nafnalista sendan í næstu viku.\nSamráð hefur verið haft við nefndina og nafnafræðisvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Eins verður samráð haft við landeigendur á Hrauni og Ísólfsskála.","summary":null} {"year":"2021","id":"279","intro":"Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa boðað til blaðamannafundar klukkan tvö í dag. Þar verður tilkynnt um næstu skref þar í landi varðandi bóluefni Astrazeneca.","main":"Norðmenn hafa ekki notað bóluefni Astrazeneca síðan 11. mars. Þann 26. var svo ákveðið að það yrði ekki notað að minnsta kosti til dagsins í dag. Í gær tilkynntu heilbrigðisyfirvöld í Danmörku að þau væru hætt að nota Astrazeneca, meðal annars vegna þess að þeirra rannsóknir sýndu að einn af hverjum 40 þúsund gæti fengið blóðtappa. Rannsóknir í Noregi benda til þess að blóðtappar gætu verið enn algengari aukaverkun þar, eða hjá einum af hverjum 27.000. Þar hafa fimm heilbrigðisstarfsmenn fengið blóðtappa eftir að þau voru bólusett með bóluefni Astrazeneca, fjórar konur og einn karlmaður - öll á aldrinum 32 til 54 ára. Þrjú þeirra eru látin og tvö enn á spítala. Þá er fjórða dauðsfallið sem gæti tengst bóluefninu til rannsóknar. Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalæknir og prófessor, ræddi þessi mál í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.\nUpplýsingarnar sem við erum að byggja ákvarðanir á þær eru stöðugt að breytast. Og í annan stað þá hafa menn núna verið að velta svolítið fyrir sér hvort áhættan kunni að vera að einhverju leyti mismunandi eftir löndum. Og það er rannsókn frá Noregi sem að bendir einmitt til þess að þessi tiltekna afskaplega sjaldgæfa aukaverkun kunni að vera algengari þar. Og það vekur þá spurningar hvort að það séu einhverjir sérstakir þættir í okkur sjálfum, erfðaþættir til dæmis eða eitthvað slíkt sem að gera okkur íbúa Norðurlandanna hugsanlega eitthvað aðeins næmari fyrir þessari aukaverkun. Þetta eru bara vangaveltur.","summary":null} {"year":"2021","id":"279","intro":"Ekki stendur til að hætta notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi líkt og Danir hafa ákveðið. Norðmenn tilkynna ákvörðun sína í dag. Áhyggjur hafa verið uppi um blóðtappamyndun af völdum þess og sömuleiðis bóluefnis Janssen. Maður á sjötugsaldri sem millilenti hér á landi er í öndunarvél á gjörgæslu með COVID-19.","main":"Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna að skynsamlegt væri að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca með þeim takmörkunum sem eru í gildi.\nVið höfum ákveðið að halda áfram notkun þess bóluefnis hér hjá aldurshópnum 65 ára og eldri og hugsanlega verður hægt að fara niður í sextíu ára og eldri\nhjá þeim einstaklingum sem ekki eru með sögu um undirliggjandi blóðsiga eða blæðingavandamál.\nEkki eru formlegar þreifingar í gangi um að kaupa AstraZeneca bóluefni af Dönum enda ætli þeir að geyma efnið uns grípa gæti þurft til þess. Bíða á með notkun bóluefnis Janssen uns fyrir liggja niðurstöður á rannsóknum á blóðsegavanda vestanhafs.\nNý reglugerð tók gildi um miðnætti um tilslakanir innanlands, og er hún að mestu í samræmi við ráðleggingar sóttvarnalæknis. Hann lagði þó til að áhorfendur yrðu ekki leyfðir á íþróttaviðburðum. Allt að eitthundrað áhorfendur eru leyfðir við íþróttakeppnir, þó ekki fleiri en fimmtíu fullorðnir.\nÖkunám og flugnám með kennara verður leyft að nýju. Skíðasvæði verða opnuð með helmingi hámarksfjölda og leikhús, skemmtistaðir, spilasalir og barir geta tekið á móti gestum með takmörkunum. Hundrað mega vera við útfarir en þrjátíu við aðrar athafnir trú- og lífsskoðunarfélaga.\nEnginn greindist innanlands með COVID-19 í gær og Þórólfur sagði vel hafa gengið að framfylgja þeim breyttu reglum sem tóku gildi við landamærin 9. apríl síðastliðinn. Veiran væri þó enn úti í samfélaginu.","summary":"Ekki stendur til að láta af notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi líkt og Danir hafa ákveðið. Klukkan tvö í dag ætla heilbrigðisyfirvöld í Noregi að tilkynna hvort notkun þess hefst á ný. "} {"year":"2021","id":"279","intro":"Samgöngustofa hefði að mati Ríkisendurskoðunar átt að grípa til aðgerða strax í maí 2018 þegar grunur vaknaði um að WOW Air gæti ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sínar. Ríkisendurskoðun telur vafa leika á um að nokkrar alvöru viðræður um björgun WOW hafi átt sér stað síðustu dagana fyrir fall félagsins.","main":"Það var strax í maí sem Samgöngustofa fékk upplýsingar um að félagið ætti í miklum vandræðum og segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar um fall WOW að þá þegar hefði Samgöngustofa átt að herða eftirlit með félaginu.\nReglum samkvæmt átti Samgöngustofa að fella flugrekstrarleyfi WOW tímabundið úr gildi eða afturkalla það. Bendir Ríkisendurskoðun á að slíkt sé ekki valkvætt heldur skylda. Hefði þá verið hægt að veita WOW tímabundið flugrekstrarleyfi á meðan fjárhagsleg endurskipulagning færi fram. Það var ekki gert þótt ljóst væri að félagið væri komið að fótum fram, en Samgöngustofa hélt því fram að hún teldi áætlanir WOW raunhæfar og að tímabundin leyfisveiting gæti haft skaðleg áhrif á möguleika WOW til að endurfjármagna sig. Ríkisendurskoðun gefur lítið fyrir þau rök og segir það umhugsunarvert að Samgöngustofa hafi í einhverjum tilfellum haft viðskiptalega hagsmuni WOW að leiðarljósi í ákvarðanatöku sinni.\nÞað var mat Samgöngustofu á þessum tíma að WOW hefði endurtekið sýnt fram á að það stæði í raunhæfri fjárhagslegri endurskipulagningu með aðkomu fjárfesta - fyrst Icelandair Group, svo Indigo Partners og svo aftur Icelandair Group. Ríkisendurskoðun telur að á meðan þessar viðræður hafi staðið yfir hafi eftirlit Samgöngustofu verið fullnægjandi. Hins vegar sé vafamál hvort raunhæfar viðræður hafi staðið yfir síðustu fjóra dagana sem félagið starfaði í lok mars 2019. Það eina sem Samgöngustofa hafði í höndunum var staðfesting frá lögmanni skuldabréfaeigenda. Á engum tímapunkti var fjárfestir með nýtt fé nefndur á nafn og engin gögn um raunverulegar viðræður voru lögð fram.\nSigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, gat ekki tjáð sig um málið þar sem hann hefur enn ekki fengið skýrsluna á sitt borð, en skýrslan hefur enn ekki verið gerð opinber. Þeir nefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sem fréttastofa náði tali af vildu ekki tjá sig um málið og báru fyrir sig að trúnaður ríkti um efni skýrslunnar.","summary":"Ríkisendurskoðun efast um að raunverulegar viðræður hafi átt sér stað um björgun WOW Air síðustu dagana sem félagið starfaði. Samgöngustofa er gagnrýnd fyrir að hafa látið viðskiptalega hagsmuni flugfélagsins ráða för í ákvarðanatöku sinni. "} {"year":"2021","id":"279","intro":"Leiðtogi Talíbana segir að þeir hafi unnið stríðið í Afganistan og Bandaríkin hafi tapað. Bandaríkin og Nato hafa tilkynnt að herlið þeirra fari frá Afganistan á næstu mánuðum.","main":"Utanríkis- og varnarmálaráðherrar allra 30 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu í gær að draga allt herlið sitt frá Afganistan. Ákvörðunin var tekin í framhaldi af tilkynningu Joes Bidens, Bandaríkjaforseta, um að hann ætlaði að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan 1. maí og ljúka honum í síðasta lagi 11. september, réttum 20 árum eftir árásina á Tvíburaturnana í New York. Fréttamenn BBC í Afganistan ræddu við Haji Hekmat, leiðtoga Talíbana í Balkh-héraði. Hann sagði að Talíbanar hefðu unnið stríðið og Bandaríkin tapað. Margir óttast að Talíbanir sæti færis og reyni að ná völdum aftur í landinu þegar herlið Vesturlanda hverfa frá. Frá því að Bandaríkin og Talíbanar undirrituðu friðarsamkomulag í lok febrúar í fyrra hafa Talíbanar dregið úr árásum á erlend herlið en haldið áfram í átökum við afgönsk stjórnvöld. Að því er fram kemur í frétt BBC virðist Haji Hekmat hafa verið mikið í mun um að sýna fréttamönnum jákvæða mynd af hreyfingunni, til dæmis með heimsókn í skóla þar sem stúlkur voru við nám. Þegar Talíbanar voru við völd frá 1996 til 2001 máttu stúlkur ekki ganga í skóla og konur máttu ekki vinna úti. Um 100.000 bandarískir hermenn voru í Afganistan þegar mest lét. Í dag eru þar um 10.000 erlendir hermenn frá 36 löndum. Á fundi með fréttamönnum í Danmörku í gær tilkynntu Jeppe Kofod utanríkisráðherra og Trine Bramsen að Danir hygðust kalla heim sitt herlið sem er í Afganistan, bæði á vegum Nato og annað herlið. Bramsen upplýsti að dönsku hermennirnir í Afganistan væru nú 135 talsins.","summary":"Talibanar segjast hafa unnið stríðið í Afganistan. Margir óttast að þeir nái aftur völdum eftir að Bandaríkin og Nato tilkynntu um brottför hermanna frá landinu. "} {"year":"2021","id":"280","intro":"Líklegt er að brennisteinsdíoxíð frá eldgosinu við Fagradalsfjall berist yfir höfuðborgarsvæðið í dag. Þessi gastegund getur verið skaðleg mönnum í miklu magni, en ekki er talið líklegt að mengun verði mikil í dag.","main":"Veðurstofan spáir sunnan- og suðvestanátt fimm til tíu metrum á sekúndu og dálitilli rigningu. Sérfræðingar þar segja líklegt að gasmengun geti safnast fyrir í lægðum þegar vindur verður í neðri mörkum. Því er spáð að gasmengun sé líkleg á höfuðborgarsvæðinu í fyrstu, en í Vogum á Vatnsleysuströnd og Reykjanesbæ síðdegis og í kvöld. Síðan er spáð vaxandi suðaustanátt í kvöld og verður vindur á bilinu átta til þrettán metrar á sekúndu undir miðnætti, en hvessir síðan meira með rigningu í nótt. Fjögur ný gosop mynduðust á svæðinu í gær og gýs því alls úr átta gosopum. Skyggni á gossvæðinu er nánast ekkert eins og sjá má á myndavélum RÚV á svæðinu, gosmökk og gasmengun leggur yfir svæðið. Lögreglan á Suðurnesjum ræður öldruðum, barnshafandi konum og börnum sem og þeim sem glíma við undirliggjandi hjarta- og lungnasjúkdóma frá því að fara á gossvæðið sé loftmengun yfirvofandi. Líka sé hætta á yfirborðsmengun í jarðvegi, snjó og yfirborðsvatni. Hún ítrekar einnig að engin vakt sé á svæðinu frá miðnætti til hádegis","summary":"Búast má við að gasmengun frá eldgosinu við Fagradalsfjall leggi yfir höfuðborgarsvæðið í dag. Ekki er talið að mengunin verði mikil. "} {"year":"2021","id":"280","intro":"Upplýsingar um færð og ástand vega verða gerðar aðgengilegar alþjóðlegum leiðsöguþjónustum með nýju kerfi sem Vegagerðin tók í gagnið í dag. Forstjórinn stofnunarinnar segir mikilvægt að vegfarendur fái upplýsingar hratt og örugglega.","main":"Upplýsingum um vegakerfið á Íslandi hefur nú verið komið á samræmdan staðal Evrópusambandsins. Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir kerfið einfalda upplýsingagjöf því leiðsögufyrirtæki geti nú nálgast upplýsingar á sama hátt á milli landa.\nÞær eru þá tilbúnar fyrir leiðsögufyrirtækin eins og Google og Here og hvað þau nú öll heita að taka þau upp. Þessi fyrirtæki vinna eingöngu út frá þessum staðli þannig að upplýsingarnar okkar hafa ekki verið á tæku formi fyrir þessi fyrirtæki.\nVegfarendur eiga þá að geta nálgast veigamiklar upplýsingar í rauntíma í leiðsögukerfum sínum. Stjórnvöld settu fjármagn í uppsetningu kerfisins í kjölfar óveðursins í desember 2019.\nVið þekkjum þessa hegðun. Fólk kíkir á vefinn okkar áður en það fer af stað en það fær ekki miklar upplýsingar á meðan á ferðalaginu stendur. Það getur verið mjög verðmætt fyrir vegfarendur að fá upplýsingar um aðstæður hratt annað hvort í símann sinn eða í leiðsögutæki bifreiða og þetta er öryggismál. Klárlega.","summary":"Vegfarendur eiga að geta nálgast upplýsingar um færð og ástand vega í rauntíma með nýju kerfi sem Vegagerðin tók í gagnið í dag. Stjórnvöld settu fjármagn í verkefnið í kjölfar óveðursins í desember árið 2019"} {"year":"2021","id":"280","intro":"Seðlabankinn óttast að greiðsluvandi ferðaþjónustufyrirtækja breytist í skuldavanda nú þegar hillir undir lok kórónuveirufaraldursins og fyrirtæki þurfa að byrja að borga af lánum sínum á ný.","main":"Seðlabankinn kynnti í morgun greiningu sína á fjármálastöðugleika. Meginniðurstaðan er sú að staða heimila og flestra fyrirtækja er sterk þrátt fyrir faraldurinn og að bankakerfið sé vel í stakk búið til að fjármagna viðspyrnuna.\nHelstu áhyggjur Seðlabankans lúta að ferðaþjónustunni sem hefur farið hægar af stað en vonir stóðu til og útlit fyrir að meginþorri ferðamennsku í sumar verði, eins og í fyrra, borinn uppi af Íslendingum. Það hjálpar aðeins hluta greinarinnar því innlendir ferðamenn sækja aðeins að litlu leyti gististaði á höfuðborgarsvæðinu og þjónustu ferðaskrifstofa og ýmissa afþreyingarfyrirtækja.\nÞrátt fyrir erfitt ástand hafa gjaldþrot í ferðaþjónustu verið fátíð, en það kann að breytast. Hingað til hafa ferðaþjónustufyrirtæki getað frestað afborgunum og vaxtagreiðslum og reitt sig á stuðnings- og brúarlán á meðan tekjurnar eru svo gott sem engar. Þannig voru tæplega 17 prósent fyrirtækjaútlána bankanna í fyrstingu í lok febrúar, langflest þeirra í ferðaþjónustu og annarri þjónustustarfsemi.\nSeðlabankinn varar við því að þegar þessi fyrirtæki þurfa að byrja að greiða af lánum sínum á ný, breytist greiðsluvandi þeirra í skuldavanda. Fram undan sé uppgjör og nú, þegar hillir undir lok faraldursins, sé brýnt að fara að huga að því. Því kann svo að fara að mörg fyrirtæki fari í þrot og að bankarnir þurfi að afskrifa umtalsverðar fjárhæðir.","summary":"Seðlabankinn óttast að fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja lendi í skuldavanda þegar frystingu á afborgunum léttir. "} {"year":"2021","id":"280","intro":"Rakaskemmdir og mygla í húsum getur haft slæm áhrif á röddina, að mati talmeinafræðings. Þannig geti mygla í skólahúsum valdið hæsi og versnandi raddheilsu hjá kennurum og nemendum.","main":"Fjölmörg dæmi eru um það á síðustu árum að mygla hefur komið upp í skólum og valdið þar tjóni og haft skaðleg áhrif á heilsu fólks. Valdís Ingibjörn Jónsdóttir, talmeina- og raddfræðingur, segir dæmi um að raki og mygla hafi skaddað raddbönd kennara og nemenda.\nJá, það bendir allt til þess, þetta hefur verið rannsakað töluvert. Og það virðist vera meira að segja svo að raddveila geti verið eitt fyrsta dæmið um það að það sem myglu að finna í andrúmslofti.\nOg oft komi í ljós að fólk með skaddaða rödd sem leitar sér hjálpar dvaldi í mygluðu húsnæði.\nÞetta þarf ekki endilega að vera atvinnuhúsnæði, þetta getur líka verið heimili. Að hann hafi dvalið í myglulofti, já.\nHún segir ýmsar leiðir færar til að þjálfa upp raddbönd og laga röddina, nema í þeim tilfellum sem ástæðan er mygla eða rakaskemmdir í húsum.\nAð þarna erum við að fást við, setjum þetta pínulítið innan gæsalappa þó, skemmdir á þessu þekjölögum raddbandanna og þessum slímbúskap sem er þar. Og það er miklu erfiðara að laga slíkt.\nOg það skorti þekkingu á þessum málum í þjóðfélaginu og stutt sé síðan farið var að tala um rödd sem atvinnutæki. Röddin sé ekki lögvernduð og ekki tryggð fyrir skemmdum.\nÞetta er ekki einu sinni á lista yfir það sem við köllum lýðheilsu og auðvitað er þetta heilsufar. Ég vildi gjarnan að bæði landlæknir og einhverjir þingmenn myndu hlusta á þetta, vegna þess að það er alveg klárt mál að það þarf að búa til einhverskonar lagastoð utan um raddöryggi.","summary":null} {"year":"2021","id":"280","intro":"Kvennalandsliðið í fótbolta verður í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir Evrópumótið á Englandi á næsta ári. Umspil um laust sæti á EM lauk í gær.","main":"Þrettán lið voru búin að vinna sér inn keppnisrétt í gegnum undankeppnina og bættust við þrjú lið í gegnum umspilið sem lauk í gær. Rússland vann Portúgal, Sviss lagði Tékkland og Norður-Írland vann Úkraínu og því eru Rússland, Sviss og Norður-Írland á leið á EM. Mikil spenna var í leik Sviss og Tékklands. Sviss hafði betur eftir vítaspyrnukeppni og höfðu þau úrslit áhrif á niðurröðunina í styrkleikaflokka fyrir riðlakeppnina. Hefði Tékkland unnið væri Ísland í þriðja styrkleikaflokki en þar sem Sviss vann einvígið færist íslenska liðið niður í fjórða og neðsta styrkleikaflokk. Þar verða einnig Rússland, Finnland og Norður-Írland. Norður-írska liðið náði sögulegum árangri með sigri á Úkraínu í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Írland kemst á stórmót en liðið er í 49. sæti heimslistans og að mestu skipað leikmönnum sem spila í heimalandinu.\nEvrópumeistarar Bayern München eru úr leik í Meistaradeild karla í fótbolta. Bayern heimsótti Paris Saint-Germain á Parc des Princes í París í gær og þrátt fyrir 1-0 sigur Bayern fer PSG áfram í undanúrslit með fleiri mörk skoruð á útivelli. Fyrri leik liðanna lauk með 3-2 sigri PSG í Þýskalandi. Þá komst Lundúnarlið Chelsea einnig áfram í undanúrslit eftir samanlagðan sigur á Porto þrátt fyrir að Porto hafi unnið seinni leikinn í gær, 1-0. Chelsea vann fyrri leikinn 2-0 og einvígið því samanlagt 2-1. Það skýrist í kvöld hvaða tvö lið komast einnig í undanúrslit en þar eigast við Dortmund og Manchester City í Þýskalandi þar sem City leiðir 2-1 og svo Liverpool og Real Madrid á Anfield þar sem spænska liðið leiðir 3-1 eftir sigur á heimavelli í fyrri leiknum. Báðir leikir hefjast klukkan sjö.","summary":"Þrjú lið tryggðu sér sæti á Evrópumóti kvenna í fótbolta í gærkvöld. Ísland verður í fjórða styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir EM."} {"year":"2021","id":"280","intro":"Leikkona af indverskum uppruna sem síðustu fjögur ár hefur leikið eitt af aðalhlutverkunum í áströlsku sjónvarpsþáttunum Nágrönnum er hætt og sakar samstarfsfólk sitt um rasisma. Fleiri leikarar hafa stigið fram og segjast hafa þurft að sæta mismunun og kynþáttafordómum.","main":"Ástralska sápuóperan Nágrannar eða Neighbours fjallar um líf íbúa á Ramsay-götu í Erinsborough, tilbúnu úthverfi Melbourne. Þættirnir hafa verið í framleiðslu síðan 1985 og hafa verið sýndir á Stöð 2 hér á landi í áraraðir.\nÞað þótti fréttaefni þegar leikkonan Sharon Joahl fékk hlutverk í þáttunum 2017 þar sem hún var sú fyrsta af indverskum uppruna. Nú hefur hún stigið fram og lýsir síðustu fjórum árum sem sársaukafullum. Joahl segist hafa ítrekað orðið fyrir rasisma í vinnunni, bæði beint og óbeint. Í langri yfirlýsingu frá leikonunni segist hún hafa reynt að leiða þetta hjá sér. Þá hafi fyrirtækið sem framleiðir þættina ekki aðhafst neitt þegar hún reyndi að fá aðstoð. Joahl segir að meðal annars hafi einn úr starfliði þáttanna látið hana vita af því að annar leikari í þáttunum talaði alltaf um hana sem þessa svörtu þegar hún heyrði ekki til. Þá segir Joahl að annar leikari hafi ítrekað hermt eftir Apu, indverska kaupamanninum úr Simpson-þáttunum sem talar ensku með miklum hreim, fyrir framan hana þótt hún hafi beðið hann að hætta. Joahl sagði upp í síðasta mánuði. Ástæða þess að hún segir frá sinni reynslu núna er að tveir aðrir leikarar úr þáttunum greindu frá því í síðustu viku að þau hafi orðið fyrir kynþáttafordómum. Fyrirtækið Fremantle sem framleiðir þættina gaf þá út yfirlýsingu þar sem kemur fram að slík hegðun sé ekki látin ótalin og málið verði rannsakað.","summary":"Þrír leikarar úr áströlsku sápuóperunni Nágrönnum segjast hafa orðið fyrir rasisma í vinnunni. Leikkona af invdverskum uppruna sem lék eitt aðalhlutverkið hætti í síðasta mánuði. "} {"year":"2021","id":"280","intro":"Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var í sóttkví. Þórólfur Guðnason segir að ekki séu öll kurl komin til grafar varðandi smit enda séu fleiri útsettir.","main":"Nýgengi innanlandssmita lækkar enn. Það stendur nú í fjórtán á hverja hundrað þúsund íbúa í dag en var sextán í gær. Tvennt liggur á sjúkrahúsi með COVID nítján, 199 í sóttkví og 83 eru í einangrun. Af þeim dvelja 27 í sóttkvíarhúsinu Lind í Reykjavík. Hátt í þrjú hundruð eru á sóttkvíarhóteli í Reykjavík og um tíu á Egilsstöðum.\nÞórólfur telur að smitrakning hafi náð utan um smit utan sóttkvíar. Öll smit síðustu vikur segir Þórólfur vera af breska afbrigðinu en hann hvetur fólk eindregið til að fara í skimun.\nFólk þarf að passa sig. Þetta stendur og fellur með því hvað við sem einstaklingar gerum. Að við reynum að forðast hópamyndanir sem mest jafnvel þótt mörkin séu 20.\nÞað kunna þetta allir og það skiptir öllu máli.\nHátt í þrjátíu nemendur í fimmta bekk Öldutúnsskóla og þrír kennarar eru í sóttkví eftir að smit var staðfest í árganginum. Önnur börn í skólanum þurfa ekki að fara í sóttkví. Öll kennsla í Menntaskólanum í Hamrahlíð verður um netið út vikuna því kennari þar greindist með kórónuveiruna.\nTalsverðar tilslakanir taka gildi á morgun fimmtudag sem gert er ráð fyrir að gildi í þrjár vikur. Þórólfur segir ráðleggingar sínar að stórum hluta hafa skilað sér í reglugerð heilbrigðisráðherra.\nég lagði til að áhorfendur yrðu ekki leyfðir á íþróttaviðburðum en ráðherra gerði það.\nþað er ekkert við því að segja finnst mér.\nAllt íþróttastarf kemst í gang á ný, fjöldatakmarkanir fara úr tíu í tuttugu og sundlaugar, skíðasvæði og kvikmynda- og leikhús verða opnuð að nýju.","summary":"Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var í sóttkví. "} {"year":"2021","id":"280","intro":"Danir ætla að hætta alfarið að nota bóluefnið frá AstraZeneca. Danska ríkisútvarpið greindi frá þessu fyrir skömmu, um 150.000 hafa fengið fyrri sprautuna af bóluefninu í Danmörku.","main":"Danir hættu að nota bóluefni AstraZenca tímabundið 11. mars, líkt og mörg önnur ríki. Nú virðast stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um hætta alfarið notkun á bóluefninu. Vika er síðan að Lyfjastofnun Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skrá ætti blóðtappa sem sjaldgæfa aukaverkun bóluefnisins. Alls hafa nærri 150.000 fengið eina sprautu af AstraZeneca í Danmörku og 595 hafa verið fullbólusett með efninu. Vitað er að ein kona lést nokkrum dögum eftir að hafa fengið bóluefnið.\nNú eru uppi sömu áhyggjur með bóluefni Janssen, Lyfjastofnun Evrópu rannskara möguleg tengsl við blóðtappa. Fari svo svo að það verði ekki heldur notað í Danmörku hefur það veruleg áhrif á bólusetningaáætlun. Stjórnvöld í Danmörku stefna á að klára bólusetningar 25. júlí en danska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að ef aðeins verði notast við bóluefni frá Pfizer og Moderna ljúki bólusetningum ekki fyrr en undir lok árs.","summary":null} {"year":"2021","id":"280","intro":"Rýmingarskiltum verður dreift í öll hús á Seyðisfirði og mögulega líka á Eskifirði og í Neskaupstað. Í óðagoti geta mikilvægir hlutir gleymst og ef skiltið er úti í glugga veit lögregla hvaða hús eru yfirgefin.","main":"Hugmyndin er þá að dreifa þessu á hvert heimili á Seyðisfirði og ef til þess kemur að þarf að fara í rýmingar þá er þetta hugsað þannig að þeta verði sett út í glugga eða á áberandi stað sem er sýnilegt frá götu til þess að einfalda og auðvelda yfirsýn lögreglu og þeirra sem aðstoða við að fylgja eftir rýmingunni.\nSegir Guðrún Lísbet Níelsdóttir, verkefnisstjóri hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Rýmingarskilti hafa verið notuð á Suðurlandi vegna eldgosa og til greina kemur að dreifa skiltum einnig í hús á Eskifirði og í Neskaupstað þar sem ofanflóð geta ógnað byggð. Á skiltunum eru líka holl ráð til þeirra sem þurfa að rýma. Í húsum getur verið gestkomandi fólk, jafnvel ferðamenn sem ekki þekkja rýmingar. Einnig gátlisti um það sem þarf að hafa meðferðis þegar heimili er yfirgefið.\nFólk er í geðshræringu jafnvel og þetta er ekki þægileg tilfinning að þurfa að yfirgefa heimili sitt með þessum hætti. Þá er gott að hafa eitthvað í höndunum til þess að minna sig á hvað maður á að hafa í huga. (Og mér skilst að það hafi viljað brenna við þegar fólk er að rýma í skyndingu að fólk er til dæmis að gleyma lyfjunum sínum heima og þarf þá að snúa aftur heim að sækja þau?) Jú við erum þarna með gátlista á þessum skiltum þar sem er verið að minna á eins og lyf og fatnað og snyrtivörur og önnur nauðsynleg hjálpartæki eins og gleraugu og heyrnartæki og gæludýr líka. Það þarf að gera ráðstafanir fyrir þau þannig að þetta eru ýmis holl ráð sem eru á þessu skilti.","summary":"Rýmingarskiltum verður dreift í öll hús á Seyðisfirði og mögulega líka á Eskifirði og í Neskaupstað. Í óðagoti geta mikilvægir hlutir gleymst en ef skiltið er úti í glugga veit lögregla hvaða hús eru yfirgefin. "} {"year":"2021","id":"281","intro":"Lundinn er kominn til landsins og farinn að setjast upp í sínar hefðbundnu lundabyggðir. Lundastofninn, sem var í mikilli lægð, hefur verið að styrkjast jafnt og þétt síðustu ár.","main":"Það lifnar yfir fuglabyggðum víða um land þessa dagana og meðal annars er lundinn nú sestur upp fyrir norðan og austan. Hann er til dæmis kominn í varpstöðvarnar í Grímsey og í Hafnarhólma á Borgarfirði eystra. Lundinn er um tveimur vikum seinna á ferðinni á Suður- og Vesturlandi og Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands, bíður spenntur eftir að hann komi til Vestmannaeyja.\nÁstand lundastofnsins var orðið afar dapurt og þá einkum á sunnanverðu landinu. En undanfarin fjögur til fimm ár hefur stofninn smám saman náð sér á strik.\nOg hann vonast til þess að ljósáta, sem hefur eiginlega komið í staðinn fyrir sandsíli sem fæða lundans við Eyjar, verði áfram til staðar og þá eigi lundinn að braggast vel.","summary":null} {"year":"2021","id":"281","intro":"Þrjátíu hermenn hafa verið handteknir í Mexíkó, grunaðir um að eiga þátt í mannshvörfum í Tamaulipas árið 2014. Ekki er greint frá því hvenær fólkið hvarf, eða hversu margt það var.","main":"Í yfirlýsingu frá skrifstofu mexíkóska hersins er greint frá því að mennirnir handteknir á föstudag. Málið er sagt varða mannshvörf í Nuevo Laredo í Tamaulipas-fylki, við landamærin að Bandaríkjunum, árið 2014. AFP fréttastofan hefur eftir yfirlýsingu hersins að hermennirnir hafi verið sendir til yfirheyrslu hjá ríkissaksóknara.\nMannshvörf eru tíð í Tamaulipas, þar sem eiturlyfjagengi kljást um yfirráð við landamærin að Bandaríkjunum. Gengjunum er yfirleitt kennt um mannshvörfin, en lögreglumenn eiga oft sök á þeim.\nStjórnvöld greindu frá því fyrir nokkru að í undirbúningi væri handtökuskipun gegn hernum vegna hvarfs 43 nemenda úr Ayotzinapa skólanum í Guerrero-fylki í suðurhluta Mexíkó. Engin opinber yfirlýsing hefur verið gefin út um að þær skipanir hafi verið gefnar.\nFrá árinu 2006 hefur ofbeldisalda riðið yfir Mexíkó í kjölfar stríðsyfirlýsingar stjórnvalda gegn eiturlyfjagengjum. 300 þúsund hafa verið myrt í landinu síðan þá, og í desember síðastliðnum höfðu borist yfir 80 þúsund tilkynningar um mannshvörf.","summary":null} {"year":"2021","id":"281","intro":"Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni Vinstri grænna, var hafnað í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi. Hann sóttist eftir fyrsta sæti en hafnaði í fjórða. Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri i Sandgerði, hreppti fyrsta sætið. en Róbert Marshall komst ekki á blað. Kolbeinn hefur ekki ákveðið hvað hann gerir í framhaldinu. Mikil barátta er hafin um oddvitasæti flokkanna.","main":"Óhætt er að segja að niðurstaða prófkjörs VG í Suðurkjördæmi í gær hafi komið á óvart. Hómfríður Árnadóttir verður nýr oddviti en þar sat áður Ari Trausti Guðmundsson sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs.\nÞað voru margir frábærir kandídatar í framboði og ég bjóst ekkert við þessu frekar en öðru.\nSagði Hólmfríður Árnadóttir. Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sem sóttist eftir fyrsta sætinu, komst ekki á blað og Kolbeinn Óttarsson Proppé sitjandi þingmaður, sem líka sóttist eftir fyrsta sæti, hafnaði í fjórða sæti.\nÉg er að setjast yfir mín mál núna og ætla ekki að svara neinu um það strax.\nSagði Kolbeinn Óttarsson Proppé. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sem sóttist eftir fyrsta sæti, fékk annað sætið og Sigrún Birna Steinarsdóttir það þriðja. Endanlegur listi liggur ekki fyrir enda þarf að huga að jafnræði kynja og gefur kjörstjórn sér rúman tíma.\nOg það er víða barist. Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi halda prófkjör í lok maí og þar hefur Páll Magnússon núverandi oddviti tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Því berjast Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason um fyrsta sætið. Og í júní verður prófkjör Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi þar sem Haraldur Benediktsson núverandi oddviti og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra berjast um fyrsta sætið.\nÞá hafnaði Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður í þriðja sæti hjá Framsókn í norðvestur en hún sóttist eftir að leiða listann. Það sæti vann Stefán Vagn Stefánsson.\nHjá Samfylkingunni hefur mikið gengið á. Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður ákvað að taka ekki það sæti sem honum var boðið og ætlar að hætta á þingi. Þá ýtti Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, Guðmundi Andra Thorssyni í annað sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi sem hún ætlar að leiða.\nOg fyrir nokkrum dögum lét Karen Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar af störfum og sagði að hugmyndir hennar og nýkjörins formanns framkvæmdastjórnar, Kjartans Valgarðssonar, væru of ólíkar til að þau gætu unnið saman.","summary":null} {"year":"2021","id":"281","intro":"Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi ásamt öðrum knattspyrnusamböndum á Norðurlöndum vakið athygli á stöðu mannréttindamála í Katar. HM í fótbolta verður haldið þar á næsta ári og hefur aðbúnaður farandverkamanna verið sagður ömurlegur. 6.500 farandverkamenn hafa látist við byggingu knattspyrnuleikvanga og innviða í landinu. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands sagði í yfirlýsingu í morgun að þögn KSÍ um þessi mál væri ærandi og á sama tíma og landslið Noregs, Hollands og Þýskalands hefðu sýnt samstöðu með mannréttindum verkafólks hefði ekkert heyrst frá KSÍ. Guðni Bergsson er formaður.","main":"Ja þrúgandi þögn. Ég held að það hefði í raun og veru verið betra að ræða við okkur um málið og hvað við höfum verið að gera en tilfellið er að við höfum verið að beita okkur í þessum málum ásamt öðrum knattspyrnusamböndum á Norðurlöndum undanfarin ár og höfum verið með sérstakan vinnuhóp þar sem hefur verið fjallað um málefni sem eru tengd HM í Katar varðandi mannréttindi, aðbúnað verkamanna og svo framvegis. Og höfum þá verið í samskiptum við yfirvöld bæði í Katar og við FIFA til þess í sjálfu sér að beita þrýstingi til að aðbúnaðurinn sé með sem bestum hætti eða sé betrumbættur þar sem þess er þörf. Þannig að það er búið að verið að beita þrýstingi áyfirvöld í KAtar og FIFA í þessum efnum.","summary":null} {"year":"2021","id":"281","intro":"Þá að íþróttum. En eins og fram kom hér fyrr í fréttatímanum hefst íþróttastarf að nýju í lok þessarar viku þegar slakað verður á sóttvarnarreglum. Keppni hefst hjá flestum þegar líða tekur á næstu viku.","main":"Hannes S. Jónsson formaður KKÍ sagði í samtali við RÚV nú rétt fyrir fréttir að gert væri ráð fyrir því að keppni í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta hæfust á ný í lok næstu viku. Keppni í úrvalsdeildunum í handbolta mun líka hefjast í næstu viku. Tvær umferðir eru eftir í úrvalsdeild kvenna í handbolta auk úrslitakeppni og bikarkeppni en sjö umferðir í úrvalsdeild karla. Sex umferðir eru eftir í úrvalsdeild karla í körfubolta og sami fjöldi í úrvalsdeild kvenna.\nViðspyrna Westbromwich Albion í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta heldur áfram. WBA vann í gærkvöld sinn annan leik í röð þegar liðið sigraði Southampton 3-0. Liðið hefur nú 24 stig í 19. sæti, átta stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar sjö umferðurm er ólokið. WBA hefur aðeins unnið fimm leiki á leiktíðinni, þar af síðustu tvo. Everton varð svo að mikilvægum stigum í baráttu sinni um Evrópusæti þegar Everton og Brighton gerðu markalaust jafntefli. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn með Everton.\nKvennalandslið Íslands í fótbolta mætir Ítölum í vináttuleik í Flórens núna klukkan tvö. Ítalir unnu 1-0 þegar liðin áttust við á laugardag. Leiknum verður sjónvarpað hjá Stöð 2 Sport.\nTvö af fjórum sætum í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta verða skipuð í kvöld. Þá eigast Chelsea og Porto við í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum. Chelsea vann fyrri leikinn 2-0. París Saint Germain sem vann Evrópumeistara Bayern München 3-2 í fyrri leik liðanna eigast svo við í seinna skiptið líka í kvöld. 8-liða úrslitunum lýkur svo annað kvöld þegar Liverpool mætir Real Madríd og Borussia Dortmund og Manchester City eigast við.","summary":null} {"year":"2021","id":"282","intro":"Rödd Júrí Gagarín útv. 12 eða 14.4. (er í Highlander)","main":"Þess er minnst víða um heim og þá sérstaklega í Rússlandi að í dag eru sextíu ár frá sögulegri ferð fyrsta mannsins út í geim. Í þá ferð fór sovétborgarinn Gagarín fyrir hönd Sovétríkjanna árið 1961. Hann fór í umhverfis jörðina og tók ferðin hundrað og átta mínútur. Honum var skotið á loft í geimfarinu Vastok í Kazakstan, sem þá var hluti af Sovétríkjunum. Eftir ferðina lenti Gagarín í fallhlíf í kartöflugarði við borgina Engels í suðurhluta Rússlands. Rætt er við Ritu Nurskanovu í rússneska dagblaðinu Moskovsky Komsomolets í dag en hún var, þá fimm ára gömul, var undirbúa vorverkin í kartölfugarðinum með ömmu sinni þegar geimfarinn lenti. Hún lýsir því að ömmu hennar hafi ekki staðið á sama að sjá geimfarinn koma ofan af himnum en að Gagarín hafi hughreyst þær. Amma hennar hafi svo hjálpað honum að losa hjálminn af höfðinu.\nVladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar í tilefni dagsins til borgarinnar Engels. Þar verður athöfn í dag til að minnast afreksins.","summary":null} {"year":"2021","id":"282","intro":"Tuttugu manns hefur verið sagt upp störfum á Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi og tíu til viðbótar á öðrum Hrafnistuheimilum. Forstjóri Hrafnistu segist hafa miklar áhyggjur af stöðunni og vissulega komi uppsagnirnar niður á þjónustu við íbúa. Ef fram heldur sem horfir sjái hún fram á nokkur hundruð milljóna hallarekstur á árinu.","main":"Uppsagnirnar ná til stjórnenda, hjúkrunarfræðinga, ræstitæka og annars starfsfólks. Ekki verður ráðið í tuttugu stöðugildi sem voru á Sléttuvegi en reynt verður að láta ellefu störf á öðrum heimilum falla undir aðra starfsmannaveltu. Frekari uppsagnir eru ekki áætlaðar, að sögn Maríu Fjólu Harðardóttur, forstjóra Hrafnistuheimilanna en þær þýði að þjónustustigið verður lægra en áður.\nMaría segir að launahækkanir starfsfólks og stytting vinnuvikunnar setji stórt strik í reikninginn. Þá dugi svokallað einingaverð á íbúa, sem ræður greiðslum til hjúkrunarheimila, ekki til að standa undir rekstrinum.\nÞað er um þrju til fjögur prósent\nHún segir lítið um svör frá heilbrigðisráðuneytinu og sjúkratryggingum en kallar eftir því að einingaverðið verði endurskoðað.\nog eigum að gera það vel","summary":"Þrjátíu hefur verið sagt upp störfum á Hrafnistuheimilum vegna erfiðra rekstrarskilyrða. Forstjóri Hrafnistu segir stöðuna óhugnanlega og þjónustuskerðing blasi við. Hún sér fram á þrjú til fjögur hundruð milljóna hallarekstur á árinu."} {"year":"2021","id":"282","intro":"Gasmengun vegna jarðeldanna í Geldingadölum hefur allt að tvöfaldast frá byrjun goss. Hraunelfur virðast ekki renna lengur niður í Meradali, straumurinn liggur nú í Geldingadali.","main":"Opnað var fyrir aðgang almennings að gosstöðvunum núna klukkan tólf en nokkur fjöldi hefur lagt leið sína þangað í morgun. Þar er austanátt, 8-13 metrar á sekúndu, og gasmengun hefur borist til vesturs. Búist er við að mengunin berist til norðvesturs síðdegis í dag.\nÞorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir að hraunflæðið úr jarðeldunum sé stöðugt, um tíu rúmmetrar af hrauni komi upp úr gígunum á hverri sekúndu.\nÞað virðist ekki hafa orðið nein breyting á framleiðni hvers og eins.\nHins vegar hefur orðið breyting á hraunrennslinu niður í Meradali.\nSá gígur sem dældi hrauninu niður í Meradali er með svona cirka 5 rúmmetra á sekúndu, nyrsti gígurinn, og það virðist vera sem svo að að þegar þetta kom niður í Meradal hefur hraunið náð sinni kjörlengd þannig að aflið á bakvið flæðið hefur ekki kraftinn til að fara með þetta lengra.\nAllar leiðir liggja til Geldingadala eins og er.\nGasmengun vegna jarðeldanna berst líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga, frá Vogum og vestur að Höfnum, í dag. Á þessum slóðum þessu svæði eru líkur á að loft verði of mengað fyrir viðkvæma. Þorvaldur segir að um þrjátíu kílógrömm af brennisteinsdíoxíð komi úr gígunum á hverri sekúndu.\nMiðað við það sem það var í upphafi þá er óhætt að segja það að það hafi sennilega allt að tvöfaldast gasútstreymi eða mengun frá gosinu.","summary":"Gasmengun vegna jarðeldanna berst líklega yfir vestanverðan Reykjanesskaga í dag. Gasmengun hefur allt að tvöfaldast frá byrjun gossins."} {"year":"2021","id":"282","intro":"Helst - Mótmælt var í Minneapolis í Bandaríkjunum í nótt eftir að lögregla skaut tvítugan mann af bandarískum og afrískum uppruna til bana. Þessa dagana fara fram réttarhöld yfir lögreglumanninum sem varð George Floyd að bana í fyrra.","main":"Mótmæli brutust út í útjarðri Minneapolis í Bandaríkjunum í nótt eftir að lögregla skaut ungan mann til bana. Mikil spenna er í borginni þar sem þessa dagana fara fram réttarhöld yfir lögreglumanninum sem varð George Floyd að bana í fyrra.\nHundruð komu saman við lögreglustöðina í Brooklyn Center, lítilli borg nálægt Minneapolis eftir að fréttirnar spurðust út í nótt. Lögregla beitti táragasi til að dreifa mannfjöldanum.\nUngi maðurinn sem skotinn var til bana, Daunte Wright, var tvítugur að aldri og af bandarískum og afrískum uppruna. Í yfirlýsingu lögreglu segir að hann hafi verið stöðvaður fyrir umferðarlagabrot en handtökuskipun hafi áður verið gefin út á hendur honum. Þegar lögregla hafi reynt að handtaka Wright hafi hann farið aftur inn í bíl sinn og þá hafi lögreglumaður skotið hann. Wright tókst að keyra áfram en ók á annan bíl. Hann var úrskurðaður látinn á staðnum.\nFjölmiðlar vestanhafs hafa eftir móður Wrights að hann hafi hringt í hana og sagt henni að lögreglan hefði stöðvað hann. Hún hafi heyrt lögreglu segja honum að leggja frá sér símann og samtalið hafi svo endað. Stuttu síðar hafi unnusta unga mannsins hringt í tengdamóður sína og sagt henni að hann hafi verið skotinn. Unnustan var með honum í bílnum og særðist lítillega.\nTöluverð spenna er í borginni. Þar standa yfir réttarhöld yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana í maí í fyrra þegar hann þrengdi að hálsi hans. Mál Floyds varð kveikjan að fjölmennum mótmælum gegn lögregluofbeldi og kynþáttamisrétti í Bandaríkjunum og víðar um heim.","summary":"Mótmælt var í Minneapolis í Bandaríkjunum í nótt eftir að lögregla skaut tvítugan mann, af bandarískum og afrískum uppruna, til bana. Þessa dagana fara fram, í borginni, réttarhöld yfir lögreglumanninum sem ákærður er fyrir að hafa banað George Floyd í fyrra. "} {"year":"2021","id":"282","intro":"Ráða á námsmenn í um 2.500 störf í sumar í átaksverkefni stjórnvalda. Verja á um 2,4 milljörðum í verkefnið.","main":"Stjórnvöld ætla að verja um 2,4 milljörðum króna í í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn. Stefnt að því að til verði um 2.500 störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Í fyrra var ekki ráðið í öll störfin sem auglýst voru í sams konar átaki.\nÁtaksverkefnið er í samvinnu við opinberar stofnanir, sveitarfélög og félagasamtök. Í tilkynningu sem birt var fyrir helgi kemur fram að hverjum námsmanni sem ráðinn verði í gegnum þetta úrræði fylgi styrkur sem nemi dagvinnulaunum að hámarki 472 þúsund krónur auk framlags í lífeyrissjóð. Ráða á námsmenn til starfa í tvo og hálfan mánuð í sumar. 472 þúsund er hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta. Í fyrra var svipað átak og þá sá Vinnumálastofnun um framkvæmdina. Þar á bæ búast menn við að svipaður háttur verði hafður á en ekki er búið að útfæra hvernig.\nÞegar er búið að úthluta 311 milljónum úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til um 206 verkefna. Ráða á 351 námsmann í grunnnámi og á meistarastigi í rannsóknar og þróunarverkefni sem sótt er um sérstaklega og eru þau mjög fjölbreytt. 10 erfiðustu atriði í íslensku útskýrð á Youtube, hreinsun úr skiljuvatni Bjarnaflagsvirkjunar, drónamælingar á gróðurlendi, sögur af íslenska fjárhundinum, hættumat ferðamannastaða, kostnaðarvirknigreining á krabbameinsskimunum og þróun á matstæki á viðhorfum til trans fólks, svo örfá séu nefnd.\nÞá á að verja 650 milljónum til að tryggja framboð á sumarnámi, hálfur milljarður til háskóla og 150 í nám á framhaldsskólastigi. Í fyrra sóttu um 650 nemendur námskeið á vegum framhaldsskóla og tæplega 5.000 á vegum háskólanna. Nánara fyrirkomulag sumarnámsins á að kynna á næstunni.\nGengur út á að nýta mannauðinn sem er í stúdentum\nvar að spyrjast fyrir um að þetta væri á borðinu en á eftir að útfæra nánar.\nhlýtur ða koma á næstu vikum\n++störfum deilt inn á vef Vinnumálastastofnunar eins og var í fyrra\nmjög mörg störf í boði innan háskólans sem voru búin til.\nNýsköpunarsjóðurinn rannsakendur leggja til beiðnir 311 fá þar störf rannsóknarþekking framtíðarfærni\nstörf allskonar störf og umbunin Vinnumálastofnun\nTengslatorgin, um hvaða hóp er verið að tala fyrstu hughrifin Grunnnámsnemendur og líka þá sem eru í framhalds óg doktórsnámi\nÁ vinnumálastofnun vita menn ekki enn hvernig þetta verður útfært\nÁ Vinnumálastofnun er ekki búið að útfæra málið","summary":"Ráða á námsmenn í um 2.500 störf í sumar í átaksverkefni stjórnvalda. Verja á um 2,4 milljörðum í verkefnið. "} {"year":"2021","id":"282","intro":"Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir það draumsýn að ferðaþjónustan geti haldið af stað af krafti eftir covid án þess að fá til þess aukinn stuðning. Það verði átak að fá hjólin til að snúast aftur og mikil samkeppni sé fram undan um ferðamenn.","main":"Faraldurinn hefur höggvið stórt skarð í ferðaþjónustuna, margir hafa gefist upp og hætt rekstri eða stöðvað hann tímabundið. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir því ljóst að þekking hafi glatast og það verði átak að endurreisa greinina.\nFerðaþjónustan þarf stuðning til að fara hratt af stað aftur. Það er draumsýn að halda að menn séu bara tilbúnir og klárir, án þess að fá nokkurn stuðning.\nStuðningur frá stjórnvöldum hingað til sé fyrst og fremst rekstarrstuðningur sem hafi dugað fyrir hluta af föstum kostnaði og varnað því að fyrirtæki færu hreinlega í gjaldþrot.\nTil þess að fara aftur af stað hinsvegar, því fylgir kostnaður. Það þarf að koma öllum græjum í gang aftur. Það þarf að kaupa allskonar leyfi, það þarf að fara í markaðssetningu, það þarf að ráða og þjálfa fólk. Og ef við ætlum að vera með ný verkefni og nýsköpun í ferðaþjónustunni þarf styrki í það.\nMarkaðurinn sé til staðar en það verði mikil samkeppni um ferðamenn og átak að fá fólk til að ferðast um allt land.\nÉg myndi segja að það þurfi upphafsstuðning til þess að koma fyrirtækjunum í gang aftur. Ef við ætlum að gera þetta vel, ef við ætlum ekki bara að fara hægt og rólega af stað.","summary":"Ferðaþjónustan þarf aukinn stuðning ef takast á að ná greininni af stað af krafti eftir covid að mati framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands. Mikil samkeppni sé framundan um ferðamenn til landsins."} {"year":"2021","id":"282","intro":"Hideki Matsuyama sem í gærkvöld varð fyrsti japanski karlkylfingurinn til að vinna risamót í golfi þegar hann vann Mastersmótið vonast til þess að vera frumkvöðull í japanskri golfbylgju. Hann segist hafa hugsað til fjölskyldu sinna og vina í Japan mjög reglulega á Mastersmótinu.","main":"Matsuyama hafði nokkuð öruggt forskot lengst af síðustu tvo hringi Mastersmótsins, en á fjórða og síðasta hringnum í gær fór aðeins að halla undan fæti. Hann náði þó að halda út og vann með eins höggs mun á Bandaríkjamanninn Will Zalatoris sem varð annar. Matsuyama lék hringina fjóra á samtals tíu höggum undir pari. Tveir japanskir kylfingar hafa unnið risamót kvenna í golfi. Hisako Higuchi vann LPGA meistaramótið árið 1977 og Hianko Shibuno vann Opna breska meistaramótið fyrir tveimur árum. Enginn japanskur karl hafði hins vegar unnið risamót fyrr en Matsuyama gerði það á Agusta vellinum um helgina. Hann sagði í viðtölum eftir mótið að hann vonist til þess að þetta opni japanskar flóðgáttir inn í golfheiminn. Sjálfur mun hann svo stoltur keppa í golfkeppni Ólympíuleikanna á heimavelli í sumar, en leikarnir verða í Tókýó og hefjast 23. júlí. Fyrir sigurinn á Mastersmótinu fékk Matsuyama að klæðast græna jakkanum fræga sem er táknmynd sigurvegara mótsins, en að auki rúmlega tvær milljónir bandaríkjadala í verðlaunafé eða því sem samsvarar rúmlega 265 milljónum íslenskra króna.\nSpennan um spænska meistaratitilinn í fótbolta magnast eftir 1-1 jafntefli Atlético Madríd við Real Betis í deildinni í gærkvöld. Atlético Madríd er enn í efsta sætinu, nú með 67 stig þegar átta umferðir eru eftir. Real Madríd er í 2. sæti með 66 stig og Barcelona í 3. sæti með 65 stig. Það stefnir því í harða þriggja liða baráttu um meistaratitilinn. Atlético Madríd og Barcelona eiga eftir að mætast einu sinni innbyrðis, en Real Madríd hefur spilað alla sína innbyrðisleiki við Atlético og Barcelona, síðast á laugardagskvöld þegar Real vann Börsunga 2-1.","summary":"Hideki Matsuyama varð í gærkvöld fyrsti Japaninn sem vinnur Mastersmótið í golfi."} {"year":"2021","id":"283","intro":"Gasmengunin við og frá gosstöðvunum í Geldingadölum er svipuð og í gær. Samkvæmt spálíkani Veðurstofu Íslands eru líkur á gasmengun milli Voga og Hafna.","main":"Salóme Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mengunina liggja yfir norðanverðan Reykjanesskagann í dag, frá Vogum yfir í Hafnir, en dreifist með deginum og fram á kvöld til vesturs og suðvesturs. Næstu nótt verður mengun ríkjandi á óbyggðum hlutum Reykjanestáar.\nÞá verður einhver möguleg gasmengun á morgun í kringum Hafnir og Reykjanesbæ.\nSleppur höfuðborgarsvæðið? Það virðist sleppa í bili svo er spurning hvernig framhaldið er á þriðja degi en eins og spáin er núna eru engar líkur á gasmengun á höfuðborgarsvæðinu næstu tvo daga.\nJörð skelfur nokkuð á landssvæðinu umhverfis gosið að sögn Salóme en það er innan skilgreinds hættusvæðis.\nÞað eru ekki stórir skjálftar en þeir eru að dreifa sér nokkuð jafnt. Í rauninni í norðaustur nær Keili enþeir eru á þó nokkru dýpi allflestir. Kvikugangurinn er enn að láta á sér kræla en við höfum ekki miklar áhyggjur af því að bráð hætta sé á að komi upp svolítið norðar.\nFyrir einni eða tveimur vikum skalf jörð við Lambafell og Raufarhólshelli. Salóme segir þá skjálfta eðlilegan hluta af bakgrunnsvirkni á svæðinu.\nÞað má búast við skjálftum á þessu svæði og við höfum séð þá áður þarna\nÞetta tengist þessu svæði sem er bæði Reykjanesið og Suðurlandið.","summary":"Gasmengun frá gosstöðvunum getur lagt yfir Voga og Hafnir í dag. Að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands sleppur höfuðborgarsvæðið við mengun næstu daga. Skjálftavirkni er nokkur á svæðinu en allt innan eðlilegra marka. "} {"year":"2021","id":"283","intro":"Ekkert bólar á uppfærðu smitrakningarappi Landlæknisembættisins. Persónuvernd segir appið hafa skilað sér seinna þangað en Landlæknisembættið hélt fram opinberlega. Líklega styttist þó í útgáfu þess.","main":"Þann 19. mars tilkynnti Landlæknisembættið að von væri á nýrri og uppfærðri útgáfu af smitrakningarappinu Rakning-C19. Það átti að kynna það í lok marsmánaðar. Svo leið og beið og ekkert fréttist af forritinu.\nAppið er á ábyrgð sóttvarnalæknis sem heyrir undir Embætti landlæknis.\nNýja útgáfan byggir á bluetooth-tækni og safnar gögnum um hvaða símar, sem einnig þurfa að vera með forritið, hafi verið í tveggja metra fjarlægð frá síma þess sem er með appið í meira en fimmtán mínútur. Eigendur símanna eru þá látnir vita ef einhver sem hefur verið nálægt þeim greindist með kórónuveiruna. Ef faraldurinn er mjög útbreiddur á að vera hægt að stækka svæðið sem appið nær til, láta til dæmis alla sem voru í fimm metra fjarlægð frá þeim smitaða í tíu mínútur vita. Fólk sem var í sömu búð, til dæmis.\nNúverandi útgáfa byggir á GPS- hnitum og safnar einungis upplýsingum um hvert sá sem er með appið hefur farið síðustu tvær vikur, ef eigandi símans greinist með veiruna geta upplýsingarnar hjálpað honum að rifja upp hverja hann hefur hitt.\nKjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis segir að útgáfa appsins hafi tafist vegna þess að ákveðið hafi verið að verja lengri tíma í öryggisúttekt. Embættið hafi ekki viljað ýta á eftir Persónuvernd.\nLandlæknisembættið hélt því fram að Persónuvernd hefði fengið forritið til yfirferðar þann 19. mars, en stofnunin þarf að taka afstöðu til þess hvort notkun þess standist persónuverndarlög. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að formleg umsókn hafi ekki borist frá Landlækni fyrr en nokkru eftir að embættið tilkynnti að Persónuvernd væri farin að skoða appið. Stofnunin er þó að leggja lokahönd á athugun sína og Helga býst við því að ljúka henni á morgun, í framhaldinu geti Landlæknir gefið forritið út.\nÞau sem eru með appið í símum sínum þurfa að samþykkja uppfærsluna.","summary":"Ekkert bólar á uppfærðu smitrakningarappi Landlæknisembættisins. Persónuvernd segir appið hafa skilað sér seinna þangað en Landlæknisembættið hélt fram opinberlega. "} {"year":"2021","id":"283","intro":"Að minnsta kosti áttatíu mótmælendur voru drepnir af öryggissveitum í borginni Bago í Mjanmar á föstudag. Herinn er sagður hafa fjarlægt líkin, og því óljóst hversu margir voru í raun drepnir. Vitni segja hermenn hafa beitt öflugum vopnum og skotið á allt sem hreyfist.","main":"Fréttastofa BBC hefur þetta eftir vitnum. Það fréttist ekki af morðunum í Bago fyrr en í gær, þar sem margir íbúar borgarinnar neyddust til að flýja til nærliggjandi þorpa.\nLæknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn í Mjanmar sögðu í samtali við breska sunnudagsblaðið Observer að öryggissveitir sitji fyrir þeim. Þeir hafi ítrekað verið varaðir við því að hlúa að særðum fórnarlömbum öryggissveita. Þá hafi herinn ráðist inn á sjúkrahús og heilsugæslur, leitað í sjúkrabílum og skotið að þeim, auk þess að hafa handtekið, lamið eða drepið starfssystkin þeirra, hefur Observer eftir þeim.\nNú hafa alls á sjöunda hundrað verið drepin í aðgerðum herstjórnarinnar gegn mótmælendum eftir valdaránið 1. febrúar. Herinn vill meina að stórfellt kosningasvindl hafi tryggt Lýðræðisfylkingu fyrrverandi leiðtogans Aung San Suu Kyi örugga kosningu í nóvember. Flokkurinn hlaut þá hreinan meirihluta á þingi. Herinn rændi völdum rétt áður en nýtt þing átti að koma saman, snemma morguns 1. febrúar. Þúsundir hafa verið handteknar, þar á meðal Suu Kyi og fjöldi flokkssystkina hennar.","summary":null} {"year":"2021","id":"283","intro":"Breska ríkisútvarpinu hafa borist fjölmargar kvartanir frá fólki sem finnst umfjöllun um andlát Filippusar drottningarmanns hafa verið of mikil. Hertoginn af Edinborg verður borinn til grafar á laugardag.","main":"Karl Bretaprins minntist föður síns í gær og þakkaði fyrir auðsýndan stuðning sem fjölskyldunni hafi verið sýndur síðan Filippus drottningarmaður lést á föstudagsmorgun.\nAnd, my dear Papa was a very special person who I think above all else would have been amazed by the reaction and the touching things that have been said about him.\nKarl sagði föður sinn hafa verið einstakan mann sem hefði líklega orðið forviða á þessum miklu viðbrögðum við andláti hans.\nOg viðbrögðin hafa sannarlega verið mikil og umfjöllunin sömuleiðis. Vefmiðlar á borð við BBC og Guardian breyttu viðmóti sínu á vefnum, sem þakin var umfjöllun um Filippus. Forsíður velflestra ef ekki allra dagblaða í Bretlandi prýddu myndir af hertoganum af Edinborg og breska ríkisútvarpið breytti dagskrá sinni í útvarpi og sjónvarpi allan föstudaginn. Vinsælir þættir á borð við East Enders og MasterChef voru látnir víkja fyrir umfjöllun um hertogann í sjónvarpi og dagskrá útvarpsstöðva breska ríkisútvarpsins var sömuleiðis stokkuð upp.\nÞetta þótti mörgum Bretum heldur vel í lagt og fjölmargar kvartanir bárust breska ríkisútvarpinu vegna hinnar ítarlegu umfjöllunar á föstudag og laugardag. Svo margar kvartanir bárust reyndar að BBC opnaði sérstaka vefsíðu þar sem fólk gat komið umkvörtunum sínum á framfæri.\nEn þó að umfjöllunin hafi mögulega keyrt um þverbak hefur Filippusar verið minnst með hlýju og virðingu. Útför hans fer fram á laugardaginn kemur. Samkvæmt sóttvarnarreglum stjórnvalda mega einungis 30 koma saman við slíkar aðstæður svo líklegt er að einungis nánasta fjölskylda hertogans verði viðstödd. Sýnt verður beint frá útförinni í sjónvarpi.","summary":"Þó flestir Bretar minnist Filippusar drottningarmanns með hlýju og virðingu þykir mörgum umfjöllun fjölmiðla um andlát hans vera of mikil. Breska ríkisútvarpinu hafa borist fjölmargar kvartanir þess efnis. "} {"year":"2021","id":"283","intro":"Línuívilnun hefur minnkað um tvo þriðju á síðustu fimm árum. Sjómaður á Hólmavík segir útgerðinni sinni ekki stætt nema hennar njóti við.","main":"Línuívilnun er tekin úr fimm komma þriggja prósenta potti heildarkvóta hvers fiskveiðiárs, líkt og strandveiðar og grásleppan. Þegar línuívilnunar nýtur við mega línubátar landa tuttugu prósentum meiri fiski án þess að það teljist til kvóta, sem telst til töluverðar búbótar.\nLínuívilnun skiptist á tímabil innan fiskveiðiársins og er tekin af þegar heimild hvers tímabils klárast þar til það næsta hefst. Taka átti ívilnunina af með skömmum fyrirvara nú um miðjan mars. Hún var þá sett aftur á nokkrum dögum síðar með því að færa heimild næsta tímabils yfir á það yfirstandandi. Pétur Matthíasson hjá útgerðinni Hlökk á Hólmavík, sem gerir út á landbeitta línu, telur að með þessu sé einungis verið að fresta því óumflýjanlega.\nEins og lítur út í nýjustu reglugerðarbreytingunni þá er engin línuívilnun í þorski frá júníbyrjun og til ágústloka sem gerir það að verkum að þeir sem eru að gera út á landbeitta línu sjá sér ekki fært að gera út á landbeitta línu við þessar aðstæður.\nHlökk gerir út á línu allt árið og þar starfa að jafnaði níu manns. Njóti ívilnunarinnar ekki við sé ómögulegt að halda í störf í landi. Það sé vissulega eðli línuveiðanna að ívilnunin sé sett á og tekin aftur af, en hún hafi minnkað mikið síðustu ár.\nÞar með minnki sá tími sem hægt sé að stunda línuveiðar sem komi fyrst og fremst niður á smærri útgerðum á landsbyggðinni. Auka þurfi við ívilnunina á ný til þess að geta haldið í störf sem reiði sig á landbeitta línu.","summary":null} {"year":"2021","id":"283","intro":"Það voru miklar sviptingar á stöðu efstu manna eftir þriðja hringinn á Mastersmótinu í golfi. Real Madrid vann Barcelona í risaslag liðanna á Spáni í gærkvöld.","main":"Keppni á þriðja hring á Mastersmótinu lauk í gærkvöld. Japaninn Hideki Matsuyama spilaði afar vel á þriðja hring en Matsuyama, sem var á fjórum höggum undir pari þegar mótið var hálfnað, lék hringinn í gær á sjö höggum undir pari. Hann er núna einn í efsta sæti á 11 höggum undir pari samanlagt fyrir lokahringinn. Englendingurinn Justin Rose, sem var í forystu eftir fyrstu tvo hringina, lék þriðja hringinn á parinu líkt og hann gerði á öðrum hringnum. Hann er því enn á sjö höggum undir pari og er í 2. sætinu en aðrir sem eru jafnir Rose á sjö undir pari eru Xander Schauffele, Marc Leishman og Will Zalatoris.\nErna Sóley Gunnarsdóttir setti í gær Íslandsmet í kúluvarpi kvenna utanhúss. Hún bætti um leið Íslandsmet Ásdísar Hjálmsdóttir í greininni. Erna Sóley varpaði kúlunni 16,72 metra en fyrra met Ásdísar var 16,53 metrar. Íslandsmet Ernu Sóleyja er einnig aldursflokkamet í 20-22 ára flokki en Erna á nú Íslandsmet í kúluvarpi utanhúss og innanhúss.\nSpánarmeistarar Real Madrid og Barcelona áttust við í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en leikið var á heimavelli Real Madrid. Karin Benzema kom Madrídingum í 1-0 á 13. mínútu og Toni Kroos tvöfaldaði forystuna eftir hálftíma leik. Oscar Minguez minnkaði muninn í 2-1 í síðari hálfleik en það reyndust lokatölur og Real og grannar þeirra í Atletico Madrid deila toppsætinu með 66 stig. Barcelona er með 65 stig í öðru sætinu.\nFjórir leikir eru spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leik Burnley og Newcastle er að ljúka en Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley. West Ham tekur svo á móti Leicester klukkan eitt, Tottenham fær Manchester United í heimsókn klukkan hálf fjögur og Sheffield mætir Arsenal í lokaleik dagsins klukkan sex.","summary":"Japaninn Hideki Matsuyama er í forystu á Mastersmótinu í golfi fyrir lokahringinn. Real Madrid komst á toppinn í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær með sigri á Barcelona."} {"year":"2021","id":"284","intro":"Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi þau skilaboð til þjóðar sinnar að hún verði að búa sig undir erfiða tíma. Hann líkti ástandinu við hungursneyðina á tíunda áratugnum.","main":"Fréttastofa BBC segir hann hafa líkt stöðunni nú við hungursneyðina á tíunda áratug síðustu aldar, kenndri við erfiðan mars. Þá varð Norður-Kórea illa fyrir barðinu á falli Sovétríkjanna, sem ríkið hafði notið mikils stuðnings frá. Talið er að allt að þrjár milljónir hafi þá dáið úr hungri.\nAlþjóðleg mannréttindasamtök hafa varað við miklum matarskorti í Norður-Kóreu síðustu mánuði og óstöðugum efnahag landsins. Ríkið hefur lokað landamærum sínum alfarið vegna kóronuveirufaraldursins og viðskipti Norður-Kóreu við Kína eru nánast engin um þessar mundir að sögn BBC. Kína hefur undanfarin ár verið efnahagsleg lífæð Norður-Kóreu. Tvær öflugar lægðir lögðu stóran hluta uppskeru landsins í rúst síðasta sumar, og ofan á allt er Norður-Kórea beitt hörðum alþjóðlegum viðskiptaþvingunum vegna kjarnorkutilrauna sinna.\nNorður-kóresk stjórnvöld hafa hingað til neitað að taka við utanaðkomandi aðstoð. Nánast allir erindrekar og hjálparstarfsmenn, þar á meðal starfsmenn Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, hafa yfirgefið landið. Ekkert er því vitað um hvort, og þá hversu mikil, aðstoð berst til landsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"284","intro":"Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segist ekki hafa fengið tilkynningu um að minna bóluefni berist hingað frá Astra Zeneca í næstu viku. Í gærkvöldi bárust fréttir af því að lyfjaframleiðandinn gæti ekki staðið við afhendingaráætlun næstu viku.","main":"Fjallað var um málið í breska blaðinu Financial times, blaðið sagðist hafa skjöl undir höndum sem sýndu að í næstu viku gæti AstraZeneca aðeins afhent Evrópuríkjum helming þeirra skammta sem til stóð að þau fengju samkvæmt afhendingaráætlun. Evrópuríki áttu að fá 2,6 milljónir skammta en samkvæmt umfjölluninni verða þeir bara 1,3 milljónir og niðurskurðurinn dreifist jafnt yfir öll þau ríki sem áttu að fá bóluefnið. Samkvæmt afhendingaráætlun íslenskra stjórnvalda var von á tæplega tvö þúsund skömmtum af bóluefni AstraZeneca hingað til lands í næstu viku. Lyfjaframleiðandinn heitir því að bresturinn hafi ekki áhrif á heildarfjölda skammta á öðrum ársfjórðungi en óánægju gætir meðal leiðtoga Evrópuríkja og sumir óttast að skorturinn verði viðvarandi. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir í samtali við fréttastofu að hann hafi ekki fengið upplýsingar um að Íslendingar fái minna af bóluefni en áætlanir gera ráð fyrir.","summary":"Sóttvarnalæknir segist ekki hafa frétt af því að minna berist af bóluefni Astra Zeneca í næstu viku. Það er fullyrt í fjölmiðlum ytra að afhendingaráætlun standist ekki. "} {"year":"2021","id":"284","intro":null,"main":"Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, segist hafa átt margar svefnlausar nætur síðan hann fór á fund Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, fyrr í vikunni. Fundurinn vakti umtalsvert meiri athygi en alla jafna vegna þess að þó að þau Michel og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, væru bæði gestir forseta Tyrklands var einungis boðið upp á einn stól við hlið forsetans. Í þann stól settist Michel, en von der Leyen neyddist þá til að sitja fundinn í sófa til hliðar við þá félaga. Í viðtali við þýska dagblaðið Handelsblatt segist Michel hafa sofið illa á hverri nóttu síðan. Hann sjái atburðarásina fyrir sér aftur og aftur. Hann sagðist óska þess að geta ferðast aftur í tímann, þá myndi hann bregðast öðru vísi við og bjóða von der Leyen stólinn eina.","summary":"Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins segist hafa sofið illa síðan hann sat fund með Tyrklandsforseta fyrr í vikunni. Hann segist sjá eftir því að hafa ekki eftirlátið Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, eina stólinn sem í boði var á fundinum. "} {"year":"2021","id":"284","intro":"Gosstöðvarnar í Geldingadölum verða vaktaðar frá hádegi í dag eins og til stóð þrátt fyrir að fjórða sprungan hafi opnast þar í nótt. Hraunið breiðir sífellt úr sér og því verður æ erfiðara fyrir lögreglu og björgunarsveitir að hafa yfirsýn.","main":"Guðmundur Eyjólfsson varðstjóri í lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri við gosstöðvarnar segir björgunarsveitir vakta svæðið áfram.\nÞað er hættu svæði sem við viljum ekki að fólk fari inn á\nsíðan eru björgunarsveitir stöðugt að taka stöðuna þarna. Eru einhver sérstök viðbrögð vegna sprungunnar sem opnaðist nótt. Svæðið er opið óbreytt frá því sem var í gær, ekki nema þetta hættusvæði.\nSvæðið sé stórt og erfitt að hafa yfirsýn yfir það, tölvuverður snjór sé á jörð og mikilvægt að vera vel búin ekki síst til fótanna. Í morgun hafi verið um 20 til 30 bílar á bílastæðinu.\nEr ráðlagt að fara utan auglýst opnunartíma? Nei mér finnst það ekki\nþegar viðbragð er í lágmarki er ekki gott að vera á ferðinni.\nGuðmundur segir ekki búið að ákveða að svo stöddu hve lengi áfram verði vakt við gosstöðvarnar.\nSprungan sem opnaðist í nótt er á því svæði sem afmarkað er sem hættusvæði, Salóme Jórunn Bernharðsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.\nVið búumst ekki við að sprungur opnist utan þess svæðis en það verður kannski aðeins endurskoðað og dregið norðar í dag eða á morgun en til hliðsjónar af austur og vesturhlíðum þessa svæði þá er það nokkuð vel afmarkað.\nSalóme hvetur fólk til að kynna sér gasspána og veðurspá. Í hægum vindi geti safnast gas í lægðum og því brýnt að halda sig ofarlega. Gasmælar séu við gönguleiðir og víðar auk þess sem björgunarsveitir séu mjög meðvitaðar um aðstæður og bregðist umsvifalaust við ef eitthvað gerist.","summary":"Nýja gossprungan sem opnaðist í Geldingadölum í nótt er innan skilgreinds hættusvæðis. Gosstöðvarnar verða opnar í dag en fólk sem hyggst fara þangað er hvatt til að kynna sér veðurspá og gasspá. "} {"year":"2021","id":"284","intro":"Nýlega uppgötvuð forn-egypsk borg þykir einhver merkilegasti fornleifafundur í landinu síðan grafhýsi Tutankhamuns fannst. Borgin er sögð frá gullaldarárum faraóa, fyrir um 3.000 árum.","main":"Al Jazeera hefur eftir Zahi Hawass, sérfræðingi í sögu og tungu Forn-Egypta, að gullna borgin sé fundin. Hún fannst við uppgröft nærri Luxor, í dali konunganna, mitt á milli hofa Ramsesar III og Amenhoteps III. Borgin er í um 500 kílómetra fjarlægð frá Kaíró. Auk húsarústa hafa munir á borð við skartgripi, leirker og steina með kennimerki faraósins Amenhotep III fundist. Hawass telur borgina hafa verið reista á tímum Amenhoteps III, sem er talinn hafa dáið um 1354 fyrir okkar tímatal.\nUppgröftur hófst í september í fyrra. Sjö mánuðum síðar eru nokkur hverfi borgarinnar komin í ljós. Þar á meðal hefur fundist fornt bakarí með ofnum og geymslu. Í fréttatilkynningu fornleifafræðinganna segir að minjarnar hafi legið þarna óhreyfðar í þúsundir ára, og skildar eftir líkt og borgarbúar hafi yfirgefið þær í gær. Betsy Bryan, prófessor í egypskri list og fornleifafræði við Johns Hopkins háskólann, segir í samtali við Al Jazeera að fundurinn veiti einstaka innsýn í líf Forn-Egypta á þeim tímum sem veldi þeirra var hvað auðguast.\nFornleifafræðingarnir kveðast vongóðir um að finna fleiri verðmæti. Þeir hafa fundið fjölda grafhýsa sem svipar til þeirra sem fundust í dal konunganna á sínum tíma.","summary":null} {"year":"2021","id":"284","intro":"Þeim fjölgar til muna jarðskjálftamælunum við Grímsvötn um helgina. Tíu vísindamenn eru á leiðinni þangað á snjóbíl, jöklajeppa og vélsleðum með tólf kílómetra langan ljósleiðara. Hann mun gegna hlutverki tólf þúsund jarðskjálftamæla.","main":"\"Þessi ljósleiðari mun gegna því hlutverki að vera notaður sem jarðskjálftamælir. Það er í rauninni sent ljós eftir leiðaranum. Á metra fresti eru endurkastfletir sem virka eins og jarðskjálftamælar. Þannig að þetta er svona svipað eins og að leggja út net eða línu með tólf þúsund jarðskjálftamælum.\"\nSegir Kristín Jónsdóttir jarðeðlisfræðingur og fagstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Hún segir að takist þetta verði hægt að greina miklu minni skjálfta en áður og líka ná upplýsingum sem sýni betur byggingu eldstöðvarinnar. Grímsvatnakerfið er virkasta eldstöðvarkerfi landsins og þar gaus síðast fyrir tíu árum. Kristín segir að mæling skjálfta með ljósleiðara sé það nýjasta í jarðskjálftaheiminum.\n\"Þannig að það er það sem er nýtt í þessu að það hefur aldrei verið lagður ljósleiðari yfir svona jökul eins og við erum að fara að gera núna. Hvernig festir maður ljósleiðarann á jökulinn? Já, það er eiginlega búinn að vera heilmikill hausverkur og við erum í rauninni bara að renna blint í sjóinn með þetta. Kollegar mínir eru búnir að vera að smíða plóg.\"\nSá plógur er engin smásmíði, hundrað kíló, og verður dreginn af snjóbíl. Ofan á plóginn er ljósleiðarinn festur og þræddur um rör niður með beittu stálblaði sem ristir 70 sentimetra ofan í jökulinn þar sem ljósleiðarinn fær samastað. Tölva verður tengd við ljósleiðarann og stór diskastæða til að rúma gögnin. Ljósleiðarinn verður tengdur við rafstöð á Grímsfjalli. Andreas Fichtner prófessor við ETH-háskólann í Zürich og nemendur hans standa að standa að verkinu í samstarfi við Veðurstofu Íslands.\n\"Við verðum þarna í nokkra daga og gistum í skálanum upp á Grímsfjalli. Er þetta ekki eitt af svona skemmtilegri verkefnum sem maður gerir? Þetta er mjög skemmtilegt alltaf gaman að fara upp á jökul. Þetta er auðvitað svolítið sérstakt að fara núna í miðju gosi þarna upp eftir. En þetta er eitthvað sem var ákveðið með mjög löngum fyrirvara. Þannig að ég ætla ekkert að breyta út af því.\"","summary":"Hópur íslenskra og svissneskra jarðvísindamanna er nú á leið á Vatnajökul til þess að leggja tólf kílómetra langan ljósleiðara frá Grímsfjalli í Grímsvötn. Hann verður ígildi tólf þúsund jarðskjálftamæla og á eftir að gagnast afar vel, segir Kristín Jónsdóttir, einn leiðangursmanna. "} {"year":"2021","id":"284","intro":"Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðhera, leggur til í reglugerðadrögum að sjálfstætt starfandi sérgreinalæknar, sem rukka aukalega, njóti ekki kostnaðarþátttöku Sjúkratrygginga Íslands. Núverandi ástand vinni gegn markmiðum um heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.","main":"Síðustu þrjú ár hafa sjálfstætt starfandi sérgreinalæknar verið án samnings við Sjúkratryggingar og á meðan fengið tímabundna heimild til þess að rukka samkvæmt sérstakri gjaldskrá stofnunarinnar. Nú telur heilbrigðisráðherra það ekki lengur tækt, þrjú ár geti ekki talist tímabundið ástand og brýnt að ná samningum sem fyrst. Í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að sérgreinalæknar hafi í sumum tilvikum ekki unað gjaldskrá sjúkratrygginga og sett gjaldskrár til hliðar við opinbera kerfið. Sjúklingar hafi því þurft að greiða tvo reikninga þegar þeir sækja þjónustu þeirra og einungis kostnaðarþátttaka vegna annars þeirra. Sjúktratryggingar hafa ekki upplýsingar um umfang gjaldanna og þau eru sögð standa markmiðum stjórnvalda um að greiðsluþátttaka sjúklinga fari ekki yfir ákveðin mörk, fyrir þrifum.\nTil að bregðast við stöðunni, leggur heilbrigðisráðherra til að reglugerð um endurgreiðslu kostnaðar taki ekki til þeirra lækna sem krefja sjúklinga um aukagreiðslur. Þá áformar ráðherra að setja skilyrði um að sérgreinalæknar skili ársreikningin vegna reksturs síns, hyggist þeir sækja eindurgreiðslu á hlut sjúklings frá sjúkratryggingum.\nFrestur til þess að skila umsögnum við reglugerðardrögin rennur út þann 23. apríl.","summary":"Heilbrigðisráðherra vill bregðast við aukinni gjaldtöku sérfræðilækna og leggur til að þeir sem rukki meira en gjaldskrá sjúkratrygginga kveður á um njóti ekki kostnaðarþátttöku. Núverandi ástand vinni gegn markmiðum um að tryggja sjúklingum heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. "} {"year":"2021","id":"284","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Ítalíu í vináttuleik í dag ytra, en liðin mætast svo öðru sinni á þriðjudag. Hægt verður að fylgjast með leiknum í beinu streymi á YouTube-rás KSÍ.","main":"Leikirnir tveir verða spilaðir í Coverciano, á æfingasvæði ítalska knattspyrnusambandsins. Ítalía er í 13. sæti heimslistans, þremur sætum ofar en Ísland. Ítalska landsliðið hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu ár og á HM 2019 í Frakklandi komust þær ítölsku í 8-liða úrslit en féllu þá út eftir 2-0 tap gegn Evrópumeisturum Hollands. Leikurinn gegn Ítölum í dag verður fyrsti landsleikur Þorsteins Halldórssonar sem þjálfari landsliðsins. Leikurinn hefst klukkan tvö og verður hægt að horfa á hann í beinu streymi á YouTube-rás KSÍ en slóðina má finna á íþróttavef RÚV.is\nEnglendingurinn Justin Rose er enn í forystu eftir tvo hringi á Mastersmótinu, fyrsta risamóti ársins í golfi karla. Rose var langefstur eftir fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari en hann lenti snemma í miklum hremmingum á öðrum hringnum í gær. Hann fékk fjóra skolla og einn fugl á fyrstu sjö holunum og hleypti spennu í toppbaráttuna. Þrír fuglar á síðustu sex holum vallarins kom honum þó á parið og hann lék hringinn á 72 höggum, eða á pari vallarins. Rose er því á sama skori og eftir fyrsta hringinn, á sjö höggum undir pari samanlagt, og er nú einu höggi á undan Will Zalatoris og Brian Harman sem eru samanlagt sex höggum undir pari. Dustin Johnson sem fagnaði sigri á Mastersmótinu í fyrra, náði sér engan veginn á strik og hann er úr leik. Johnson var á tveimur höggum yfir pari eftir fyrsta hringinn en hann lék hringinn í gær á þremur yfir pari og lauk því keppni samanlegt á fimm höggum yfir pari. Það er því ljóst að græni jakinn frægi, sem sigurvegari mótsins fær að launum, eignast nýjan eiganda í ár. Keppni á þriðja hring hefst síðar í dag en mótinu lýkur á morgun.","summary":"Íslenska kvennalandsliðið mætir Ítalíu í vináttuleik ytra í dag. Dustin Johnson mun ekki verja titilinn á Mastersmótinu í golfi. Johnson komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir annan hringinn í gær. "} {"year":"2021","id":"284","intro":"Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar og þingmaður Samfylkingar segir að þeir sem sjá um framkvæmd nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra um aðgerðir við komuna til landsins hefðu átt að hafa meiri aðkomu að setningu hennar. Fyrri reglugerð var ekki í samræmi við lög. Fulltrúar í velferðarnefnd fóru á sóttkvíarhótelið í gær.","main":"og það var mjög dýrmætt að koma þangað og heyra nákvæmlega hvernig framkvæmdin er þar, og hvers vegna ekki er hægt að fara í ákveðin atriði sem þó standa núna í reglugerð. og þá veltir maður fyrir sér hvort að heppilegt væri mögulega að vera í betri og nánari samráði við framkvæmdaaðila áður en reglugerðir eru settar. Ég held að það sé mikilvægt og mikilvægur lærdómur og eiginlega óskiljanlegt að svo hafi ekki verið áður en reglugerðin nýja var sett.","summary":null} {"year":"2021","id":"285","intro":"Gasmengun úr eldgosum getur verið banvæn og nokkur fjöldi hefur leitað læknis vegna eitrunar. Sérfræðingur í eiturefnafræði mælist alfarið gegn því að fólk með astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma fari að gosstöðvunum.","main":"Almannavarnir hafa gefið út nýjan upplýsingabækling um þessar hættur. Hér skal hér reynt að draga út aðalatriðin.\nEldstöð er eins og úðabrúsi sem dreifir fjölmörgum lofttegundum út í andrúmsloftið. Mengunin er, eðli málsins samkvæmt, mest næst eldstöðinni sjálfri, en getur dreifst um langan veg. Mikil loftmengun getur skaðað menn, dýr, gróður og mannvirki. Algengasta lofttegundin er vatnsgufa, sem er skaðlaus. Eftirfarandi efni, sem losna líka eru það hins vegar ekki:\nBrennisteinsdíoxíð, SO2, sem lyktar eins og flugeldar. Einkenni eitrunar eru hósti, höfuðverkur og erting í augum, nefi og koki.\nBrennisteinsvetni, H2S, lyktar eins og úldin egg og einkennir hverasvæði. Þó finna ekki allir þessa lykt og getur það verið sérstaklega varasamt. Eitrunareinkenni eru þreyta, lystarleysi, erting í öndunarfærum og bráðarugl. Mjög há gildi geta valdið yfirliði og skyndidauða.\nKoltvísýringur, CO2, er lyktarlaus og því sérlega hættulegur. Gasgrímur vernda ekki gegn koltvísýringi. Eitrun veldur höfuðverk, svita, hröðum hjartslætti og öndunarörðugleikum. Alvarleg eitrun getur verið banvæn án fyrirvara.\nÖll gösin eru litlaus og þyngri en andrúmsloftið, svo þau leita niður. Svo er mikilvægt að hafa í huga að lyktarskyn fólks er misjafnt og lyktin venst. Börn, barnshafandi konur, aldrað fólk, hjarta- og lungnasjúklingar skulu ekki dvelja lengur en fimmtán mínútur á stöðum þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum.\nRegn og snjókoma við eldgos er oftast súr af brennisteinssýru. Það getur valdið ertingu í húð, augum og nefi. Það flýtir líka fyrir ryði í málmum og getur skemmt bíla og mannvirki, auk þess sem það getur haft áhrif á lífríki í vatni.\nHelena Líndal er lyfjafræðingur og sérfræðingur í klínískri eiturefnafræði hjá Eitrunarmiðstöð Landspítalans.\nÞað sem við höfum sérstaklega áhyggjur af núna er flúrsýra, sem er mjög eitrað efni og sérstaklega ertandi fyrir augu og nef. Hún hefur verið að mælast í þónokkuð miklu magni\nEitrunarmiðstöðin er opin allan sólarhringinn. Tíu símtöl hafa borist frá fólki eftir að hafa verið við gosstöðvarnar, meðal annars vegna ertingar í augum. Læknar hafa einnig hringt og beðið um ráðleggingar vegna gossins.\nÞað hefur ekki verið mjög alvarlegt en íþyngjandi fyrir einstaklingana sem lenda í þessu. Það var einn með undirliggjandi astma og ég mundi ekki ráðleggja neinum með astma að fara á þessi svæði. Það voru verulegir öndunarörðugleikar og það þurfti að meðhöndla þann einstakling með svokallaðri friðarpípu. Ég mæli sérstaklega gegn því að fólk með undirliggjandi hjarta- eða lungnasjúkdóma, eða ófrískar konur, fari ekki nálægt gosstöðvunum.","summary":"Sérfræðingur í eiturefnafræði mælist alfarið gegn því að fólk með astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma fari að gosstöðvunum. Eitrunarmiðstöðin hefur sérstakar áhyggjur af magni flúrsýru við gosið, sem veldur ertingu í augum, húð og hálsi. "} {"year":"2021","id":"285","intro":"Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, þarf að greiða 20 þúsund norskar krónur í sekt fyrir að brjóta sóttvarnalög, jafnvirði um 300 þúsund íslenskra króna.","main":"Norska lögreglan tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, yrði sektuð fyrir að brjóta sóttvarnalög. Hún bauð til þrettán manna afmælisveislu í febrúar þegar tíu manna samkomubann var í gildi.\nErna Solberg varð sextug 24. febrúar og bauð fjölskyldunni með sér á skíði í Geilo í Noregi nokkrum dögum eftir afmælisdaginn. Þau fóru út að borða á veitingastað, tólf saman auk afmælisbarnsins. Norska ríkisútvarpið fjallaði um málið og stuttu síðar fór lögregla að grennslast fyrir um það. Hún hóf rannsókn sem lauk með þeirri niðurstöðu að Solberg hefði brotið sóttvarnalög, því þarna hefði tíu manna samkomubann verið í gildi. Solberg og eiginmaður hennar voru með réttarstöðu sakbornings, henni var gert að greiða sekt - tuttugu þúsund norskar krónur, jafnvirði um 300 þúsund íslenskra, en eiginmanninum ekki. Ole Sæverud, lögreglustjóri í Suðaustur Noregi, sagði á blaðamannafundi í morgun að það væru allir jafnir fyrir lögunum, en það væri ekki alveg svo í þessu tilviki.\nSelv om loven er lik for alle, er ikke alle like. Solberg er landets fremste tillitsvalgte, og har ved en rekke anledninger frontet regjeringens beslutninger om tiltak for å motvirke pandemien\nSæverud sagði að Solberg væri æðsti ráðamaður norsku þjóðarinnar og hefði staðið í stafni þegar samkomutakmarkanir voru settar og jafnvel kynnt þær sjálf. Henni hefði því átt að vera ljóst að hún væri að brjóta lögin. Norskir lögspekingar hafa gagnrýnt lögreglu í norskum fjölmiðlum í morgun og furða sig á þessum orðum Sæverud, að það séu ekki allir jafnir fyrir lögunum. Solberg hafi því í raun verið sektuð af því hún er forsætisráðherra. Erna Solberg gengst við því að hafa brotið sóttvarnalög og segist ætla að greiða sektina því hún hefði átt að vita betur.","summary":"Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, þarf að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir að brjóta sóttvarnalög."} {"year":"2021","id":"285","intro":"Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, er látinn, 99 ára að aldri. Hann var giftur Elísabetu í yfir sjötíu ár en hafði síðustu æviárin glímt við erfið veikindi. Samúðarkveðjur hafa borist í hádeginu frá þjóðarleiðtogum um allan heim.","main":"Filippus lést í Windsor-kastala í morgun. Hann var 99 ára en hefði orðið 100 ára í júní. Hann giftist Elísabetu 1947, fimm árum áður en hún varð drottning og fáir hafa því þjónað bresku krúnunni jafn lengi og hann. Hann settist í helgan stein árið 2017 og hafði þá sinnt vel á þriðja tug þúsunda embættisverka án drottningar og flutt hátt í sex þúsund ræður. Hann og Elísabet eignuðust fjögur börn, þau Karl, Önnu, Andrés og Játvarð. Hann var þekktur fyrir ansi sterkar skoðanir og barðist fyrir því á seinni helmingi síðustu aldar að færa konungsfjölskylduna úr gamla tímanum og meira í ætt við nýja tíma. Hann kom að ýmsum góðgerðasamtökum í áranna rás sem sneru meðal annars að náttúruvernd, vísindum og heilbrigði barna. Hann hafði verið hjartveikur undanfarin ár en var útskrifaður af sjúkrahúsi um miðjan síðasta mánuð eftir að hafa legið inni í tæpan mánuð eftir hjartaaðgerð. Konungsfjölskyldan sameinast fólki um allan heim í sorg sinni, segir í tilkynningu frá konungsfjölskyldunni en ekki liggur fyrir hvenær Filippus verður borinn til grafar.","summary":"Filippus prins, eiginmaður Elísabetar Bretadrottningar, er látinn, 99 ára að aldri. Hann hefur glímt við veikindi að undanförnu en hann lést á friðsælan hátt í Windsor kastal í morgun."} {"year":"2021","id":"285","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður án bæði Dagnýjar Brynjarsdóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur í vináttuleik gegn Ítalíu á morgun. Þetta verður fyrsti leikur Þorsteins Halldórssonar með liðið.","main":"Greint var frá því í lok mars að landsliðsfyrirliðinn Sara Björk yrði ekki með vegna meiðsla en í dag kom það svo í ljós að miðjumaðurinn Dagný Brynjarsdóttir verður heldur ekki með eftir að hafa greinst með COVID-19 í skimun í Englandi fyrir ferðalagið. Dagný fékk jákvæða niðurstöðu úr COVID-19 skimun, en greindist svo ekki með veiruna sólarhring síðar. Þrátt fyrir það er ein jákvæð niðurstaða nóg til að hún sé nú komin í einangrun í Englandi og leikur því ekki með íslenska liðinu á morgun. Þetta verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar og sagði hann á blaðamannafundi í hádeginu að allir útileikmennirnir sem væru með í för myndu spila eitthvað í leikjunum tveimur en seinni vináttuleikurinn er á þriðjudag. Leikur Íslands og Ítalíu er á morgun klukkan tvö og verður sýndur á Youtube-rás KSÍ.\nBretinn Justin Rose var efstur eftir fyrsta daginn á Mastersmótinu í golfi í gærkvöld. Rose var með fjögurra högga forskot eftir fyrsta hringinn en hann lék á 65 höggum í gær eða 7 undir pari vallarins. Jafnir í öðru sætinu voru þeir Hideki Matsuyama frá Japan og Brian Harman.\nLeikið var í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöld. Þetta var fyrri viðureign liðanna. Manchester United vann Granada 2-0 á Spáni og Villareal vann Dinamo Zagreb með einu marki gegn engu í Króatíu. Þá gerðu Arsenal og Slavia Prag 1-1 jafntefli í London og sömuleiðis Ajax og Roma í Amsterdam. Seinni leikur 8-liða úrslitanna fer fram eftir viku.","summary":null} {"year":"2021","id":"285","intro":"Fastlega má gera ráð fyrir því að gönguleið upp að gosstöðvunum verði færð, þar sem hætta er á að nýjar sprungur opnist í Geldingadölum sunnan við gígana þar.","main":"Vísindaráð ályktaði í gær að gönguleiðin upp að Geldingadölum gæti verið varasöm. Við suðurenda Geldingadala gæti kvika komið upp á yfirborð í nýjum sprungum. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að það sé í skoðun að færa stíginn.\nElín Björk Jónasdóttir hópstjóri veðurþjónustu Veðurstofu Íslands segir að aðstæður við gosstöðvarnar hafi breyst eftir að fleiri sprungur opnuðust.\nMagnús Tumi Guðmundsson prófessor í Jarðeðlisfræði segir að það þurfi að umgangast gosið og hraunið af virðingu. Hætturnar séu lúmskar í grennd við gosið.","summary":"Gönguleið að gosstöðvunum verður að öllum líkindum færð vegna hættu á að nýjar sprungur opnist í grennd við gömlu leiðina. Ekki er mikil hætta á að gosið valdi skaðlegri gasmengun á höfuðborgarsvæðinu. "} {"year":"2021","id":"285","intro":"Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands segjast ekki geta tryggt rétt gesta sóttvarnahúsa til útivistar, enn sem komið er og biðja um skilning gesta. Unnið sé að því að uppfylla reglugerðina en það krefjist breytts verklags og aukins mannafla. Umsjónarmaður sóttvarnahúsa segir óljóst hvort hægt verði að vinna eftir reglugerðinni. Nýja reglugerðin einfaldar aftur á móti störf lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli","main":"Fulltrúar Rauða krossins og Sjúkratrygginga Íslands leita nú leiða til að uppfylla reglugerðina. Í sameiginlegri tilkynningu þeirra kemur fram að vinnan snúi einkum að því að tryggja útvist án þess að skerða sóttvarnir. Þetta kalli á verulega breytt verklag og aukinn mannafla en allt kapp sé lagt á að vinna þetta hratt. Í tilkynningunni segir að á meðan á vinnunni standi verði því miður ekki hægt að tryggja gestum tækifæri til útivistar enda myndi það bitna á sóttvarnarráðstöfunum og ógna öryggi gesta. Rauði krossinn og Sjúkratryggingar treysti á skilning gesta og samfélagsins alls á þessum tímabundnu óþægindum. Frekari frétta sé að vænta einhvern tímann á næstu tveimur sólarhringum.\nGylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins segir að enginn samgangur megi vera á milli fólks hvort sem það er að fara af hótelinu, skrá sig inn eða fara út í göngutúr. Það þyrfti að tryggja að skrá fólk út og inn og tryggja að það haldi sig fjarri öðrum, fari ekki á leikvelli eða matsölustaði.\nÞað flæki málið enn frekar að nú eigi allir sem eiga að sæta sóttkví eftir komuna til landsins, og geta ekki verið í húsnæði á eigin vegum, að fara í sóttvarnahús, óháð því hvort þeir koma frá eldrauðu áhættusvæði eða ekki. Til að mega vera í svokallaðri heimasóttkví þarf fólk að vera alveg aðskilið frá öðrum, með sér salerni og eldunaraðstöðu.\nNýja reglugerðin auðveldar aftur á móti störf lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Í morgun lenti vél frá Boston, þar voru allir með bólusetningarvottorð en eftir hádegi koma vélar frá Danmörku og Póllandi. Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn, segir að fólk sé upplýst um reglurnar og að nú sé enn betur fylgst með því að forskráningar farþega um hvar þeir hyggist dvelja í sóttkví haldi vatni. Að mestu leyti einfaldi nýja reglugerðin landamæragæsluna - því ekki þurfi lengur að eyða púðri í að greina hvaðan farþegar séu að koma upphaflega. Aðalmálið sé að sóttkvíaráformin séu trúverðug.","summary":"Rauði krossinn og Sjúkratryggingar Íslands segjast ekki geta tryggt rétt gesta sóttvarnahúsa til útivistar, enn sem komið er og biðja um skilning gesta. "} {"year":"2021","id":"285","intro":"Lungnalæknirinn Martin Tobin sagði fyrir dómi í gær að súrefnisleysi hefði orðið George Floyd að bana. Hann og aðrir læknar útiloka að ofskammtur lyfja hafi leitt til dauða hans.","main":"Gærdagurinn var sá níundi í vitnaleiðslum í málinu gegn lögreglumanninum Derek Chauvin. Tobin sagði kviðdómnum að hann hafi horft á myndbandið af handtökunni á Floyd nokkur hundruð sinnum. Þar sést Chauvin þrýsta hné sínu að hálsi Floyd í um níu mínútur. Lengst af biðst Floyd vægðar og kvartar ítrekað undan því að ná ekki andanum. Tobin sagði Floyd hafa átt erfitt með andardrátt vegna þess að andlit hans nam við götuna, handjárnaður fyrir aftan bak, á meðan Chauvin þrýsti á hás hans og aðrir lögreglumenn voru á baki hans.\nTobin þvertók einnig fyrir að undirliggjandi sjúkdómar ásamt áhrifum ólöglegra lyfja á borð við amfetamín og fentanýl hafi valdið dauða hans. Tobin sagði að aðfarir Chauvins myndu einnig draga heilbrigðan mann til dauða. Hvað lyf varðar sagði Tobin að fentanýl ætti það til að veikja öndun, en öndun Floyds hafi virkað eðlileg áður en hann leið út af og lést.\nEiturefnafræðingurinn Daniel Isenschmid sagði kviðdómi einnig að fremur lítið hafi verið af fentanýli í blóði Floyds. Þau halda áfram í dag. Chauvin neitar sök í málinu. Hann á yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsi verði hann dæmdur fyrir alvarlegasta ákæruefnið, morð af annarri gráðu.","summary":null} {"year":"2021","id":"285","intro":"Óeirðir héldu áfram á Norður-Írlandi í nótt og biður fyrsti ráðherra landsins um að ofbeldinu linni. Í nótt, áttundu nóttina í röð, hentu hópar ungmenna grjóti í átt að lögreglu, sprengdu flugelda og bensínsprengjur á götum úti í hverfi þjóðernissinna í Belfast.","main":"Þetta eru verstu óeirðir í landinu síðari ár. Mótmælin brutust út fyrir viku þegar ljóst varð að leiðtogar Sinn Fein yrðu ekki ákærðir fyrir að mæta í fjölmenna jarðarför fyrrverandi foringja írska lýðveldishersins síðasta sumar þegar takmarkanir vegna faraldursins voru í gildi. Þá er einnig talið að niðurstaða Brexit hafi kynt undir óánægju og sundrung. Bæði sambandssinnar, sem eru hlynntir veru Norður-Írlands í breska samveldinu, og þjóðernissinnar, sem vilja sameinast Írlandi, eru ósáttir.\nArlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, segir ofbeldið síðustu vikuna víða um landið vera ótækt.\nThe scenes we have seen over the last evening and previous evenings in various parts of of Northern Ireland are totally unacceptable. There can be no place in our society for violence or the threat of violence and it must stop.\nOfbeldi á ekki rétt á sér neins staðar í samfélaginu, né heldur hótanir um slíkt og þessu verður að linna, segir Foster í viðtali við Sky News.\nFimmtíu og fimm lögreglumenn hafa særst í óeirðunum.","summary":null} {"year":"2021","id":"285","intro":"Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er fullviss um að ný reglugerð um sóttkví standist lög. Hún sagði eftir ríkisstjórnarfund nú rétt fyrir hádegi að með nýju reglugerðinni séu settar strangari reglur um sóttkví, sektir hækkaðar og rík áhersla lögð á að fólk fylgi reglum. Varðandi þá farþega sem voru skikkaðir í sóttkví í farsóttarhúsinu á grundvelli reglugerðar sem stóðst ekki lög, undirstrikar forsætisráðherra að stjórnvöld höfðu talið að reglugerðin væri lögleg, áður en dómur héraðsdóms lá fyrir.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"286","intro":"Sendiherra Mjanmar var úthýst úr sendiráði landsins í Lundúnum í gærkvöld. Fulltrúi herstjórnarinnar, sem rændi völdum í Mjanmar í febrúar, hefur tekið við.","main":"Sendiherra Mjanmar í Lundúnum neyddist til að verja nóttinni í bíl sínum þar sem honum var ekki hleypt inn í sendiráðið í borginni. Hernaðarfulltrúi sendiráðsins og starfsfólk hliðhollt herstjórninni í Mjanmar skipaði öðru starfsfólki að yfirgefa sendiráðið í gær og tilkynnti sendiherranum að hann væri ekki lengur fulltrúi Mjanmar í Bretlandi. Herinn í Mjanmar hrifsaði til sín völdin 1. febrúar og hefur sendiherrann fráfarandi, Kyaw Zwar Minn, gagnrýnt herforingjastjórnina og krafist þess að leiðtogi landsins, Aung San Suu Kyi, verði látin laus úr haldi. Upplausnarástand ríkir í Mjanmar og hefur herinn ráðið sex hundruð almenna borgara af dögum.\nBreska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að sendiherrann fráfarandi hafi hvatt stjórnvöld í Bretlandi til að viðurkenna ekki nýskipaðan sendiherra herstjórnarinnar. Nær væri að senda hann aftur heim til Mjanmar. Valdarán hefði verið framið í Mjanmar í febrúar. Nú væri sama staða uppi í miðborg Lundúna.\nDominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, segir í færslu á Twitter að ríkisstjórnin fordæmi aðgerðir stjórnvalda í Mjanmar í Lundúnum í gær og að hann dáist að hugrekki sendiherrans. Bresk stjórnvöld ætli áfram að kalla eftir því að endir verði bundinn á valdaránið og ofbeldið sem því hafi fylgt.","summary":null} {"year":"2021","id":"286","intro":"Yfir níu hundruð manns létust úr COVID-19 í Póllandi síðasta sólarhringinn. Þar hefur þriðja bylgja faraldursins verið mjög skæð og segir talsmaður heilbrigðisráðuneytis Póllands að staðan sé mjög alvarleg, bæði fyrir heilbrigðiskerfið og samfélagið.","main":"Heilbrigðisráðuneyti Póllands greindi frá því í dag að síðasta sólarhring hefðu níuhundruð fimmtíu og fjórir látist af völdum sjúkdómsins í landinu. Dauðsföllin hafa aldrei áður verið svo mörg þar. Flest voru þau áður í nóvember, sex hundruð sjötíu og fjögur. Alls hafa fimmtíu og sex þúsund manns látist úr COVID í Póllandi. Tæplega tuttugu og átta þúsund smit hafa verið greind í dag. Mjög hertar takmarkanir eru í gildi í landinu til 18. apríl. Skólar eru lokaðir, líkamsræktarstöðvar sömuleiðis og öllum menningarviðburðum hefur verið aflýst.\nWojciech Andrusiewicz, talsmaður heilbrigðisráðuneytis Póllands, segir að þriðja bylgjan sé í hámarki þessa dagana.\nIn Polish hospitals, the peak of the third wave is currently going on. This is very dangerous for the Polish health system, this is very dangerous for us as a society. That is why we have to take care of ourselves these days.\nStaðan er mjög alvarleg fyrir heilbrigðiskerfið í Póllandi og fyrir okkur sem samfélag, segir talsmaðurinn. Þess vegna þurfi fólk að huga vel að sjálfu sér þessa dagana.","summary":null} {"year":"2021","id":"286","intro":"Velferðarnefnd Alþingis hefur kallað eftir gögnum sem lögð voru til grundvallar reglugerð um sóttvarnir á landamærum. Heilbrigðisráðuneytið fer fram á að nefndarmenn haldi trúnað um innihaldið. Sumir nefndarmenn vilja það ekki og fara fram á að trúnaði verði aflétt. Þingmaður Pírata segir málið eiga erindi til almennings.","main":"Velferðarnefnd Alþingis kom saman til stutts fundar í morgun þar sem þessi ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins var rædd. Halldóra Mogensen fulltrúi Pírata í nefndinni segir að beðið hafi verið um upplýsingar um gögn sem liggi að baki ákvörðun um reglugerð um sóttvarnir vegna COVID-19, en sem kunnugt er hefur Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðað að ákvæði í reglugerðinni, þar sem fólk er skikkað í sóttkví á sóttkvíarhóteli, standist ekki lög. Halldóra segir að þau skilaboð hafi komið frá heilbrigðisráðuneytinu að trúnaður ríkti um einhver gagnanna og nefndarmenn gætu því ekki tjáð sig um þau.\nÞað voru skiptar skoðanir. Sumir í nefndinni voru til í það og aðrir ekki. Ég vil ekki taka á móti gögnunum á meðan þau eru bundin trúnaði, ég vil ekki láta múlbinda mig á þann hátt. Mér finnst þetta vera mikilvægar upplýsingar sem að varða almenning og mér finnst að við eigum að geta talað um rökin sem að liggja að baki ákvörðunartöku stjórnvalda.\nSegir Halldóra Mogensen. Hún segir að þess vegna hafi verið farið fram á við heilbrigðisráðuneytið að trúnaði verði aflétt, eins og heimilt sé. Halldóra segir að með takmörkunum sem þessum sé verið að takmarka lýðræðisskyldu Alþingis og grafa undan eftirlitsskyldu með framkvæmdavaldinu og leyna almenning og fulltrúum almennings mikilvægum upplýsingum. Gögnin sem um ræðir eru minnisblað frá heilbrigðisráðherra til ríkisstjórnar, sameiginlegt minnisblað þriggja ráðherra til ríkisstjórnar um opinberar sóttvarnaráðstafanir á landamærum og minnisblað frá skrifstofu löggjafarmála í forsætisráðuneytinu til forsætisráðherra þar sem lagt er mat á lögmæti aðgerða á landamærum. Halldóra segir erfitt fyrir nefndina að fjalla um málið undir þessum kringumstæðum og eins ef sumir nefndarmenn ákveða að virða trúnað og fá gögnin, en aðrir ekki. Hún segist ekki vita hvað sé í gögnunum, en vont sé að ákveða fyrirfram að gæta trúnaðar.\nMér finnst bara mjög óþægilegt að vinna í þannig aðstæðum, sérstaklega út af því að þetta eru ekki einhver hernaðarleyndarmál sem við erum að biðja um. Við erum bara að biðja um minnisblöðin, við erum að biðja um rökin sem liggja að baki ákvörðunum stjórnvalda í sóttvarnaaðgerðum. Þetta á ekki bara erindi til okkar, þetta á erindi til almennings alls, við verðum að vera opinská og gegnsæ með þær ákvarðanir sem verið er að taka.","summary":"Heilbrigðisráðuneytið fer fram á að velferðarnefnd Alþingis haldi trúnað um gögn sem liggja að baki reglugerð um sóttvarnir. Sumir nefndarmenn telja að málið eigi erindi til almennings og hafa farið fram á að ráðuneytið endurskoði afstöðu sína."} {"year":"2021","id":"286","intro":"Hópsmitið í Mýrdalshreppi virðist vera komið frá einstaklingi sem hafði smitast af COVID-19 í annað skipti. Þetta segir sóttvarnalæknir. Hann segir að niðurstaða dómstóla um sóttvarnarhús séu vonbrigði, en hann sé þegar búinn að skila ráðherra minnisblaði um nýjar reglur á landamærunum.","main":"Fjórir greindust með kórónuveiruna í gær og voru þeir allir í sóttkví. Þrír greindust með veiruna á landamærunum. Á upplýsingafundi almannavarna í morgun sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að í hópsmiti í Mýrdalshreppi í fyrradag hefði nýtt afbrigði veirunnar greinst.\nSmitið virðist hafa komið með einstaklingi sem var með erlent vottorð um fyrri sýkingu og fór því ekki í próf við komu. Þegar betur var að gáð er þessi aðili með mótefni sem staðfestir fyrri sýkingu. Þannig virðist um endursýkingu að ræða hjá þessum einstaklingi og sá hinn sami hafi borið smitið inn í hópinn sem setti af stað þessa hópsýkingu.\nÞórólfur sagði að endursýkingar væru mjög sjaldgæfar en yrði vart við fleiri slíkar gæti þurft að breyta nálgun.\nLandsréttur vísaði í gær frá kæru sóttvarnalæknis um dvöl Íslendinga í hinu svokallaða sóttvkíarhóteli við Þórunnartún. Þetta þýðir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá því fyrr í vikunni stendur, þar sem ákvörðun sóttvarnalæknis um að Íslendingur skyldi dveljast í sóttkví í sóttvarnahúsi var felld úr gildi.\nÞessi niðurstaða dómstóla eru vonbrigði fyrir sóttvarnir og þau sjónarmið að hér sé verið að vernda heilsu almennings og koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar heimsfaraldursins. Ég hef því sent nýtt minnisblað til ráðherra um tillögur varðandi aðgerðir á landamærunum innan núverandi lagaramma til að tryggja sem best að áfram takist að halda faraldrinum hér í skefjum. Þessar tillögur eru að mínu mati ekki eins áhrifaríkar og fyrri tillögur voru en vonandi munu þær skila tilætluðum árangri. Þessar tillögur útiloka hins vegar ekki að stjórnvöld leiti áfram leiða til breytinga á sóttvarnarlögum.\nÞórólfur var spurður hvaða breytingar varðandi reglur á landamærunum kæmu til greina.\nÞað er mjög margt hægt að gera. Það er til dæmis hægt að skerpa á reglum um sóttkví í heimahúsi og skýra það betur hvað húsnæði þarf að uppfylla og hvaða skyldur fólk í sóttkví þarf að uppfylla. Og setja þá hugsanlega í sóttvarnarhús þá sem ekki geta uppfyllt þetta. Það er hægt að auka eftirlit með fólki sem er í heimasóttkví á einhvern máta, það er hægt að skerpa á eftirliti á landamærunum og fylgja því betur eftir í hvernig húsnæði fólk er að fara og svo framvegis. Þannig að það er hægt að gera ýmislegt.","summary":null} {"year":"2021","id":"286","intro":"Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að herða verði sóttvarnirnar hér. þetta gefa tilefni til breytinga á sóttvörnum hér. Skima verði alla sem koma til landsins tvisvar, jafnvel þó þeir hafi sýkst áður eða verið bólusettir.","main":"Nú erum við með gott dæmi um mann sem hafði sýkst, myndað mótefni. Fór til útlanda, kom til baka og reyndist hafa sýkst á nýjan leik með mjög miklu magni af veiru og smitaði fólk í kringum sig. Svona dæmi hlýtur að hafa áhrif á sóttvarnaaðgerðir. Ég held til dæmis að það væri ekki óskynsamlegt að skima alla þá sem koma inn í landið hvort svo sem þeir hafi verið bólusettir eða sýkst áður og setja þá í einhverja sóttkví og skima þá svo á nýjan leik.\nEru mörg dæmi þessa alþjóðlega að menn smitist, myndi mótefni og smitist svo aftur? Það eru mjög mörg dæmi þess að menn hafi verið bólusettir, myndað mótefni og smitast engu að síður. Gögnin sem lyfjafyrirtæki hafa aflað segja okkur að í besta falli veitir bólusetning 90 vörn sem þýðir það að 10 prósent þeirra sem hafa verið bólusettir geta sýkst.\nÞað er lang líklegast að sá sem smitaðist hafi fengið veiruna í sig utan landsteinanna. Kári segir harla ólíklegt, en ekki útilokað, að það hafi verið hér á landi. Þá sé þetta afbrigði svipað og önnur sem hingað hafi ratað.\nÞað er engin ástæða til þess að ætla að veira með þessar stökkbreytingar hagi sér öðruvísi heldur en breska afbrigðið almennt, það er ekkert sem bendir til þess.","summary":null} {"year":"2021","id":"286","intro":"Evrópumeistararnir í liði Bayern München eiga á brattann að sækja í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir tap gegn París Saint Germain í 8-liða úrslitum í gærkvöld. Liðin mætast á ný á þriðjudagskvöld.","main":"Snjó kyngdi niður á Allianz-leikvanginn í München í gærkvöld þegar gestirnir frá París komust í 2-0 með mörkum frá Kylian Mbappe og Marquinhos eftir innan við hálftíma leik. Eric Maxim Choupo-Moting, fyrrverandi leikmaður PSG, lagaði stöðuna fyrir Bayern seint í fyrri hálfleik og Thomas Müller jafnaði metin á 60. mínútu.\nMbappe var svo aftur á ferðinni á 68. mínútu þegar hann skoraði það sem reyndist sigurmark PSG og lokatölur 3-2 fyrir gestina. Liðin mætast í seinni leiknum í París á þriðjudag en liðið sem hefur betur samanlagt kemst í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Bayern vann keppninna á síðasta ári, eftir að hafa lagt Parísarliðið að velli í úrslitum. Í hinum leik gærkvöldsins í 8-liða úrslitum keppninnar vann Chelsea 2-0 sigur á Porto. Mason Mount og Ben Chilwell skoruðu mörk leiksins. Átta lið úrslit Evrópudeildar karla hefjast í kvöld. Ajax tekur á móti Roma. Arsenal og Slavía Prag eigast við. Dinamo Zagreb og Villareal leiða saman garpa sína og Granada fær Manchester United í heimsókn.\nFyrsta risamót karlkylfinga í golfi þetta almanaksárið hefst í dag þegar keppni á Mastersmótinu fer af stað. Mótið er eitt fjögurra risamót ársins á PGA mótaröðinni í golfi og ásamt Opna breska meistaramótinu það mót sem flestum kylfingum dreymir um að vinna. Bandaríska sjónvarpsstöðin ESPN fékk golfsérfræðinga sína til að spá í spilin fyrir mótið. Flestir þeirra telja Justin Thomas sigurstranglegastan en Jordan Spieth þykir einnig líklegur. Þá var Dustin Johnson sem vann mótið á síðasta ári einnig nefndur til sögunnar sem líklegur sigurvegari í ár.","summary":"Evrópumeistararnir í liði Bayern München eiga á brattann að sækja í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir tap gegn PSG í 8-liða úrslitum í gærkvöld"} {"year":"2021","id":"286","intro":"Bóndi í í Aðaldal óttast að tjón verði á girðingum og landi í miklum flóðum sem nú eru í Laxá. Hann hefur ekki séð viðlíka flóð í ánni frá árinu 1979 og tún á stórum hluta jarðarinnar eru á kafi.","main":"Þegar snjóar í miklum kulda myndast gjarnan krapastíflur í Laxá í Aðaldal og það gerðist einmitt í byrjun vikunnar. Áin hefur flætt yfir bakka sína á nokkrum stöðum og meðal annars yfir tún og girðingar á bænum Hólmavaði. Benedikt Kristjánsson bóndi þar segir algengt að Laxá flæði á þessum slóðum en nú sé þetta með allra mesta móti.\nOg þetta hafi gerst mjög snögglega.\nHann segir engin hús hafa verið í hættu, en óttast tjón á girðingum og landi.","summary":"Bóndi í Aðaldal óttast tjón á girðingum og landi þar sem Laxá flæðir yfir bakka sína. Hann segir þetta mestu flóð á sinni jörð í rúm fjörutíu ár."} {"year":"2021","id":"287","intro":"Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Grænlandi er sigurvegari þingkosninganna sem haldnar voru í gær. Leiðtoginn, Múte B. Egede, verður líklega næsti formaður landstjórnarinnar eða forsætisráðherra.","main":"Það fór eins og kannanir höfðu spáð að Inuit Ataqatigiit eða IA fékk flest atkvæði, um 37 af hundraði atkvæða og 12 af 31 sæti á grænlenska þinginu, Inatsisartut. IA verður helst líkt við Vinstri græn af íslenskum stjórnmálaflokkum. IA bætti við sig fjórum þingsætum og er því í lykilaðstöðu til að mynda nýja ríkisstjórn. Múte Bourup Egede, formaður flokksins, var þakklátur fyrir stuðning kjósenda, sigrinum fylgdi mikil ábyrgð.\nEgede sagði að IA ætti nú möguleika á að móta framtíð Grænlands næstu fjögur árin. Kosningasigur IA þýðir að ekkert verður af fyrirætlunum um námurekstur í Kuannersuit eða Hvannarfjalli í grennd við Narsaq á Suður-Grænlandi. Flokkurinn var eindregið á móti vinnslunni vegna þess að auk sjaldgæfra verðmætra málma sem þarna er að finna stóð til að vinna úran. Samkvæmt könnun eru rúmlega 60 prósent Grænlendinga andvígir námuvinnslunni. Stuðningur fráfarandi stjórnarflokks, Siumut, við námuvinnsluna gæti hafa kostað flokkinn atkvæði. Einnig voru innanflokksátök flokknum til trafala, Kim Kielsen, formaður flokksins frá 2014, missti það embætti seint á síðasta ári. Nýi formaðurinn, Erik Jensen, sagði þegar úrslitin voru ljós að flokksmenn viðurkenndu val kjósenda.\nMúte B. Egede, sem verður að öllum líkindum næsti formaður landstjórnarinnar eða forsætisráðherra Grænlands er 34 ára. Þrátt fyrir ungan aldur er hann enginn nýgræðingur í pólitík, hann var formaður ungliðahreyfingar IA og formaður Stúdentaráðs Grænlandsháskóla. Hann tók við sem formaður flokksins fyrir þremur árum.","summary":"Stjórnarskipti verða líklega á Grænlandi í kjölfar kosningasigurs Inuit Ataqatigiit (Ínúít Atta-ka-tík-itt.) Leiðtogi flokksins, Múte B. Egede er þakklátur fyrir stuðninginn."} {"year":"2021","id":"287","intro":"Real Madríd og Manchester City komu sér í góða stöðu í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Bæði lið unnu sína leiki í 8-liða úrslitum keppninnar.","main":"Real Madríd vann 3-1 sigur á Liverpool í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum. Vincíus Juníor skoraði tvö mörk og Marco Asensio eitt fyrir Real en Mohamed Salah skoraði mark Liverpool. Þó staða Real sé vænleg upp á að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar gæti mark Salah reynst Liverpool dýrmætt. Liverpool þarf að vinna heimaleikinn í rimmu liðanna 2-0 til að komast áfram á kostnað Real. Manchester City vann svo 2-1 sigur á Borussia Dortmund í Manchester. Kevin de Bruyne kom Manchester City yfir, Marco Reus jafnaði fyrir Dortmund en Íslandsvinurinn Phil Foden skoraði sigurmark City á 90. mínútu. Seinni leikirnir í 8-liða úrslitunum milli þessara liða verða spilaðir næsta miðvikudagskvöld, 14. apríl. Í kvöld hefjast svo hinar viðureignirnar tvær í 8-liða úrslitunum. Evrópumeistarar Bayern München taka á móti silfurliði síðustu leiktíðar, París Saint Germain og Porto og Chelsea eigast við í Portúgal. Báðir leikirnir hefjast klukkan sjö. Seinni leikir þessarra liða verða spilaðar næsta þriðjudagskvöld.\nHörður Björgvin Magnússon landsliðsmaður í fótbolta og leikmaður CSKA Moskvu í Rússlandi heldur til Finnlands á morgun og gengst undir aðgerð á föstudag eftir að hafa slitið hásin í leik á laugardag. Hörður gerir ráð fyrir að vera frá keppni í um hálft ár, en sagði við RÚV í dag að hann vonaðist til að bataferlið tæki skemmri tími svo hann gæti verið með íslenska landsliðinu í næstu leikjum undankeppni HM sem verða spilaðir í haust.","summary":"Real Madríd og Manchester City standa vel að vígi í Meistaradeild Evrópu í fótbolta eftir leiki gærkvöldsins."} {"year":"2021","id":"287","intro":"Tuttugu og tveir hlutu lífstíðarfangelsisdóma í Tyrklandi í dag og er gefið að sök að hafa tekið þátt í tilraun til valdaráns árið 2016. Þúsundir hafa hlotið dóma vegna málsins.","main":"Hinir dæmdu eru allir fyrrverandi hermenn. Reynt var að koma forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, frá völdum sumarið 2016, en heppnaðist ekki. Hlutur um fimm hundruð hermanna í valdaránstilrauninni hefur verið til rannsóknar, þar á meðal hlutur öryggisvarða forsetans.\nEinn þeirra tuttugu og tveggja sem var dæmdur til lífstíðarfangelsis í dag var undirofursti sem braut ákvæði stjórnarskrár Tyrklands með því að brjótast inn í ríkissjónvarp landsins og neyða þul til að lesa tilkynningu hersins um valdarán. Dómurinn var kunngjörður í stærsta réttarsal Tyrklands, en hann var byggður sérstaklega til að dæma í málum sem tengjast valdaránum.\n248 létust og tvö þúsund særðust í valdaráninu, sem tyrknesk stjórnvöld segja runnið undan rifjum klerksins Fethullah Gulen, sem er í sjálfskipaðri útlegð í Bandaríkjunum. Þeim ásökunum hefur hann alfarið neitað. Þúsundir hafa verið handtekin síðan árið 2016, grunuð um að tengjast klerknum. Þá hefur yfir hundrað þúsund ríkisstarfsmönnum verið sagt upp störfum fyrir sömu sakir. AFP fréttaveitan greinir frá því að valdaránstilraunin hafi haft mikil áhrif á landslag stjórnmála í landinu. Fyrr í vikunni sakaði Erdogan yfir hundrað flotaforingja á eftirlaunum um að hafa ýjað að valdaráni eftir að þeir gagnrýndu áform hans um nýjan skipaskurð í Istanbúl.","summary":null} {"year":"2021","id":"288","intro":"Á fyrirhuguðum hálendishring um Austurland eru staðir sem ekki þola mikinn fjölda ferðamanna og vandasamt að markaðssetja leiðina án þess að þeir yfirfyllist, segir verkefnastjóri hjá Austurbrú. Á hringnum eru Stuðlagil, Hengifoss og Hafrahvammagljúfur en líka heitur foss sem yrði fljótur að missa þokka sinn ef mikill fjöldi reyndi að baða sig þar á sama tíma.","main":"Áform eru um að markaðssetja sérstakan hálendishring um Austurland þar sem ferðamenn geta á einum degi skoðað margar af helstu perlum fjórðungsins. Vandasamt er að beina miklum fjölda um leiðina enda eru á henni viðkvæmir staðir sem ekki þola átroðning.\nÞetta er bara leiðin frá Egilsstöðum inn með Lagarfljóti í gegnum Hallormsstaðaskóg hjá Hengifossi og upp í rauninni góðan veg um Fljótsdalsheiðina. Þar sem þú keyrir meðal annars framhjá Laugarfelli og áfram um Vesturöræfin. Svo heldur þú áfram og kemur að Kárahnjúkum og Hafrahvammagljúfri og Jökulsá á brú. Og kemur svo í rauninni niður á Brú á Jökuldal og þar sem einmitt blasir við Stuðlagil til dæmis og í raun áfram út Jökuldalinn og inn á þjóðveg eitt við Skjöldólfsstaði. Þar meðal annars sérðu Rjúkanda og ofboðslega fallegan dal Jökuldalinn og út í Egilsstaði. Þessi hringur í rauninni byrjar frá Egilsstöðum og auðvitað eru fjölmargir staðir á þessari leið allt frá lífrænu býli, Móður jörð niður í hæstu gljúfur Íslands og yfir í Stuðlagil. Þetta er mögnuð leið. Auðvitað eru margar perlur þarna á þessari leið sem eru viðkvæmar og auðvitað þurfum við að fara varlega í aðgengi að þeim.\nSegir María Hjálmarsdóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú. Hálendishringurinn liggur meðal annars framhjá Laugarvalladal þar sem hægt er að baða sig í heitum fossi. Þar er ekki pláss fyrir marga í einu.\nNei og ég veit að Múlaþing hefur verið að vinna með landeigandanum þar ákveðinni uppbyggingu en þeta er staður sem myndi ekki þola mikið af ferðamönnum og er í rauninni engin aðstaða þannig séð en er alveg magnaður staður. Við auðvitað myndum aldrei fara að auglýsa þannig stað sérstaklega á okkar síðum hjá Austurbrú eða á instagram og annað núna. en það vita margir af þessum stað og við í rauninni ráðum ekkert förinni svolítið á netinu. Eins og bara með Stuðlagil. Þetta er sjálfsprottinn áfangastaður og ráðum ráðum ekkert ferðinni ef það verður allt í einu instagram æði og annað þarna þannig að við verðum að vera viðbúin og í rauninni byrjuð að plana áður en að sprengja kemur.\nVegurinn um hálendishringinn er góður nema á kaflanum vestan Kárahnjúkastíflu og að Brú á Jökuldal. Austurbrú á í viðræðum við Vegagerðina um að sá kafli verði heflaður oft á sumri, eða eins og þurfa þykir til að vegurinn þoli aukna umferð.","summary":null} {"year":"2021","id":"288","intro":"Yfirmaður bóluefnadeildar Evrópsku lyfjastofnunarinnar segir ljóst að það séu tengsl milli bóluefnis AstraZeneca við Covid nítján og blóðtappa. Búist er við tilkynningu frá stofnuninni í dag. Bretar íhuga að nota ekki bóluefnið á fólki undir þrítugu.","main":"Marcello Cavaleri, sem er yfirmaður bóluefna hjá stofnuninni, segir í viðtali við ítalska dagblaðið Il Messaggero, að hann telji tengslin nú vera skýr, en það liggi hins vegar ekki fyrir enn þá hvað í bóluefninu valdi blóðtöppum. Hann gaf í skyn að stofnunin eigi eftir að staðfesta þetta á næstu klukkustundum. Hann sagði jafnframt að meðal hinna bólusettu séu fleiri tilfelli um blóðtappa hjá yngra fólki en almennt gengur og gerist. Unnið sé að því að fá nákvæma mynd af því hverju þetta sæti en athugun stofnunarinnar sé hvergi nærri lokið.\nEvrópska lyfjastofnunin hafði áður gefið út, eftir að nokkur lönd hættu notkun bóluefnisins tíma, að ávinningurinn af notkun bóluefnisins vægi þyngra en áhættan sem af henni hlytist. Þá hefur stofnunin jafnframt sagt að ekkert bendi til tengsla þarna á milli, þó með þeim fyrirvara að frekari athuganir stæðu yfir. Nokkur lönd, þar á meðal Ísland, hafa hætt að gefa yngra fólki þetta bóluefni.\nÞað eru fleiri en Evrópska lyfjastofnunin sem eru með þetta bóluefni til skoðunar. Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa verið með þessi tengsl til ítarlegrar skoðunar hjá sér og Channel four sagði í fréttum sínum í gærkvöld að þar væri verið að íhuga að gefa þetta bóluefni ekki fólki undir þrítugu. Þá hafa Hollendingar hætt alveg að nota bóluefnið tímabundið.\nEvrópska lyfjastofnunin hefur ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málið. Hlutabréf í AstraZeneca lækkuðu hins vegar um hálft prósent þegar viðskipti hófust með bréf þess í morgun eftir páskaleyfi.","summary":"Tengsl eru milli bóluefnis Astra Zeneca við Covid nítján og blóðtappamyndun, segir yfirmaður bóluefnadeildar Evrópsku lyfjastofnunarinnar. Fleiri tilfelli blóðtappa séu hjá yngra fólki en búast hefði mátt við."} {"year":"2021","id":"288","intro":"Grænlendingar kjósa í dag bæði til sveitarstjórna og þings. Athyglin í kosningabaráttunni hefur beinst meira að þingkosningunum en samkvæmt skoðanakönnun sem birt var fyrir helgi vinnur stjórnarandstaðan verulega á. Bogi Ágústsson.","main":"Hugsanlega hafa kjósendur ákveðið sig eftir umræður flokksleiðtoga í grænlenska ríkissjónvarpinu í gærkvöld. Þær voru hófsamar og stóryrði spöruð, mögulega vegna þess að viðræður um samsteypustjórn eru fram undan. Þar er allt opið því fréttaskýrendur segja að nánast allir geti unnið með öllum.\nVeður í Nuuk og víðar á Grænlandi er leiðinlegt í dag, kalt, snjókoma og hvassviðri og það gæti haft áhrif á kjörsókn. Kjörstöðum verður lokað klukkað tíu í kvöld að íslenskum tíma.\nEitt af höfuðmálum kosningabaráttunnar var hvort leyfa eigi námuvinnslu í","summary":"Grænlendingar kjósa bæði til þings og sveitastjórna í dag, stjórnarandstöðunni var spáð framgangi í þingkosningunum í nýlegri könnun, en margir kjósendur voru enn óákveðnir."} {"year":"2021","id":"288","intro":"Lokað verður fyrir umferð fólks að gosstöðvunum í Geldingadölum og Meradölum í dag vegna mengunarhættu. Heildarkvikustreymi á svæðinu er meira eftir að nýjar sprungur opnuðust um hádegisbil í gær. Nýjar yfirborðssprungur komu í ljós í nótt á milli gosanna tveggja. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn talaði um eldgosið við upphaf upplýsingafundar almannavarna í morgun.","main":null,"summary":"Lokað verður upp að gosstöðvunum í Geldinga- og Meradölum í dag vegna mengunarhættu. Ný 150 metra yfirborðssprunga á milli gosanna kom í ljós í nótt. Heildarkvikustreymi á svæðinu hefur aukist eftir að nýju sprungurnar opnuðust í gær. "} {"year":"2021","id":"288","intro":"Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, segir að íslenska liðið sé stöðugt að verða betra. Ísland mætir Slóveníu í umspili um laust sæti á HM síðar í þessum mánuði.","main":"Íslenska landsliðið fékk undanþágu frá heilbrigðisyfirvöldum til að æfa af fullum krafti en í næstu viku heldur liðið til Slóveníu. Ísland mætir Slóveníu í tveimur leikjum, heima og að heiman, og það lið sem hefur betur í einvíginu fer á heimsmeistaramótið í handbolta sem fram fer á Spáni í desember. Ísland spilaði þrjá leiki í forkeppni HM í mars og tryggði sér þar sæti í umspilinu. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, segir að leikirnir þrír hafi gert mikið fyrir liðið.\nsagði Arnar Pétursson. Ísland mætir Slóveníu ytra í fyrri leiknum þann 17. apríl og heimaleikurinn verður svo spilaður á Ásvöllum fimm dögum síðar.\nTveir leikir fara fram í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester City, tekur á móti Dortmund frá Þýskalandi í fyrri viðureign 8-liða úrslitanna og þá fá Spánarmeistarar Real Madrid Englandsmeistara Liverpool í heimsókn í fyrri leik liðanna. Leikið var í ensku úrvalsdeildinni í gær á öðrum degi páska. Everton og Crystal Palace gerðu 1-1 jafntefli og þá vann West Ham Úlfana 3-2 í hörkuleik. West Ham komst upp fyrir Chelsea og í 4. sæti deildarinnar með sigrinum en stigi munar nú á liðunum. Manchester City situr sem fastast á toppi deildarinnar með 74 stig, Manchester United er í 2. sætinu með 60, og Leicester í því þriðja með 56.","summary":"Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta segir ágætis stíganda í liðinu en íslenska liðið mætir Slóveníu í umspili um sæti á HM síðar í mánuðinum."} {"year":"2021","id":"289","intro":"Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðar síðar í dag í þremur málum er snúa að því hvort löglegt sé að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Á þriðja hundrað farþega dvöldu í sóttkvíarhúsinu í Þórunnartúni í nótt og fara fyrstu hóparnir í síðari skimun á morgun.","main":"Alls hafa fimm kærur er varða 12 manns verið lagðar fram og voru þrjár þeirra teknar fyrir í gær. Eru kærurnar byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. Í kröfugerð sóttvarnalæknis vegna málsins kemur fram að það sé mat hans og heilbrigðisráðherra að aðgerðin gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að hefta útbreiðslu COVID-19 og vernda lýðheilsu. Tilgangurinn sé í samræmi við meðalhóf og brjóti ekki í bága við stjórnarskrá.\nFastlega má búast við að niðurstaða héraðsdóms verði kærð til Landsréttar, hver sem niðurstaðan verður enda mögulegt að hún hafi fordæmisgildi.\n220 dvöldu á Fosshóteli í Þórunnartúni i nótt og einn til viðbótar bættist við í morgun þegar flugvél frá London lenti í Keflavík. Þrjár vélar eiga að lenda í dag, frá Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Barcelona. Ekki er vitað hversu margir úr þessum vélum koma til með að dvelja í sóttkvíarhúsinu.\nFyrstu hóparnir fara í síðari skimun á morgun og því munu einhverjir losna úr sóttkví síðdegis á morgun. Í þeim hópi eru einstaklingar sem hafa skotið máli sínu til héraðsdóms. Það skapar óvissu því líklegt er að þeir verði lausir úr sóttkví þegar Landsréttur tekur málið fyrir.","summary":"Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðar í dag um hvort skikka hafi mátt flugfarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Nær öruggt má teljast að niðurstaða héraðsdóms verði kærð til Landsréttar, hver sem hún verður. "} {"year":"2021","id":"289","intro":"Ný sprunga, um 500 metra löng, hefur opnast í Geldingadölum og verið er að rýma svæðið. Fólk kann að vera í hættu. Sigurður Bergmann, aðalvarðsstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri, segir að fólk kunni að vera í hættu.","main":"Gasmengun kann að aukast verulega vegna nýju sprungunnar.\nEruði búin að ná utan um þessa nýju stöðu? Nei, þetta er bara að gerast í þessum töluðu orðum, við þurfum að rýma fjallið, loka og skoða aðstæður, hvort þetta hafi áhrif á framhaldið, það kemur í ljós.\nFjórir björgunarsveitarmenn voru þegar á vakt við gosstöðvarnar. Sigurður segir að um 50 manns til viðbótar verði sendir á vettvang.\nÞyrluflugmenn sem voru að fljúga með ferðamenn yfir svæðið hafa verið beðnir um að svipast um eftir göngufólki, þá verður reynt að fá þyrlu Landhelgisgæslunnar til að fljúga yfir. Þessar þyrlur geta þá lent og bjargað fólki ef þarf.\nVefmyndavél RÚV hefur verið snúið að nýju sprungunni.","summary":"Ný sprunga hefur opnast í Geldingadölum og verið er að rýma svæðið. Sigurður Bergmann, aðalvarðsstjóri hjá lögreglunni á suðurnesjum og vettvangsstjóri, segir alla viðbragðsaðila hafa verið kallaða á vettvang. Ljóst sé að fólk geti verið í hættu. "} {"year":"2021","id":"289","intro":"Staðan á sjúkrahúsum í Póllandi var erfið um páskahelgina vegna mikillar útbreiðslu COVID-19. Sjúklingar hafa verið útskrifaðir þrátt fyrir að vera ekki orðnir frískir, til að hleypa öðrum að.","main":"Á ríkisspítalanum í Bochnia (Boxnja) eru 120 rúm og eru COVID-sjúklingar í nær öllum. Jaroslaw Gucwa (Jarósvav Busva), yfirlæknir þar, segir að faraldurinn sé verri en hann þyrfti að vera vegna fólks sem telur að hann sé blekking og sinni því ekki ráðlögðum sóttvörnum. Álagið vegna COVID sé svo mikið að fólk sé útskrifað þrátt fyrir að þurfa á frekari meðferð að halda. Þetta sé gert til að hleypa sjúklingum að sem er enn meira veikir.\nThe health service as such will not collapse, but what has already happened in the past year is that ambulances have been standing or driving from hospital to hospital, trying to leave the patient somewhere for many, many hours. This is a symptom of very high inefficiency if we have nowhere to put these patients and nowhere to treat them.\nHeilbrigðiskerfið sem slíkt er ekki að komast þolmörkum, segir hann. En í faraldrinum hefur það gerst að sjúkrabílum er ekið milli spítala klukkutímum saman til að leita að lausu plássi, segir hann. Hægt gangi að kveða faraldurinn niður ef ekki sé mögulegt að finna pláss fyrir sjúklingana.\nGripið var til mjög hertra aðgerða í Póllandi í tvær vikur í kringum páskana. 35,000 smit hafa greinst á dag síðustu tvo daga og síðustu sjö daga hafa dauðsföllin að meðaltali verið yfir fjögur hundruð á dag.","summary":null} {"year":"2021","id":"289","intro":"Manchester United vann Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær og er United á góðri leið með að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Tveir leikir verða spilaðir í deildinni í dag á öðrum degi páska.","main":"Mason Greenwood tryggði Manchester United sigurinn á Old Trafford í gær en Greenwood kom United í 2-1 sjö mínútum fyrir leikslok. Danny Welbeck skoraði fyrsta mark leiksins á 13. mínútu og kom Brighton í forystuna en Marcus Rashford jafnaði metin á 62. mínútu áður en Greenwood tryggði Untied stigin þrjú. United er nú með 60 stig og í 2. sæti deildarinnar, 9 stigum ofar en Chelsea sem er í fjórða sætinu en þau lið sem enda í efstu fjórum sætunum vinna sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Brighton varð af mikilvægum stigum í fallbaráttunni en Brighton er í 16. sætinu með 32 stig, sex stigum ofar en Fulham sem er í fallsæti. Tveir leikir verða spilaðir í deildinni í dag. Everton tekur á móti Crystal Palace klukkan fimm og þá fá Úlfarnir West Ham í heimsókn klukkan korter yfir sjö.\nFyrsta risamóti ársins í golfi kvenna, ANA Inspiration, lauk í Kaliforníu í gær. Patty Tavatakanit frá Tælandi, sem er nýliði á LPGA-mótaröðinni, tryggði sér sigurinn og var þetta hennar fyrsti sigur á mótaröðinni. Tavatanakit lék hringina fjóra á 18 höggum undir pari en önnur varð hin nýsjálenska Lydia Ko sem átti frábæran lokahring, lék á 10 höggum undir pari, og endaði tveimur höggum á eftir Tavatanakit. Keppni á Valero Texas mótinu á PGA-mótaröðinni í golfi lauk einnig í gær. Þar vann Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth langþráðan sigur. Spieth og Englendingurinn Matt Wallace voru jafnir í efsta sætinu fyrir lokahringinn en Spieth lék hringinn í gær á sex höggum undir pari, fjórum höggum betur en Wallace, og tryggði sér sigurinn á 18 höggum undir pari samanlagt. Þetta er fyrstu sigur Jordans Spieth í tæplega fjögur ár en síðasti sigur hans á mótaröðinni kom á Opna breska risamótinu árið 2017.","summary":null} {"year":"2021","id":"290","intro":"Tvær konur sem voru handteknar á flugvellinum í Dublin á föstudag hafa verið ákærðar fyrir brot á sóttvarnarlögum. Konurnar voru að koma heim til Írlands frá Dúbaí og neituðu að fara í sóttkví á hóteli líkt og lög kveða á um.","main":"Samkvæmt gildandi sóttvarnarreglum á Írlandi þurfa farþegar sem koma frá 33 löndum að fara í sóttkví í 12 daga á hóteli og greiða fyrir dvölina þar úr eigin vasa. Á lista yfir þessi 33 lönd eru Sameinuðu arabísku furstadæmin hvaðan þær Kristie McGrath og Niamh Mulready voru að koma á föstudag. Þær neituðu að fara á sóttkvíarhótel, voru handteknar á flugvellinum í Dyflinni og færðar í varðhald. Lögmaður kvennana segir að þær hafi ekki vitað af þessum reglum áður en þær fóru til Dúbaí í brjóstastækkun. McGrath og Mulready voru leiddar fyrir dómara í gær þar sem þær voru ákærðar fyrir brot sótttvarnarlögum. Viðurlögin eru allt að 2.000 evru sekt, sem jafngildir ríflega 300 þúsund krónum eða einn mánuður í fangelsi. Konurnar tvær koma fyrir rétt næsta föstudag, lögmaður þeirra segir að látið verði reyna á það hvort það standist stjórnarskrá að skikka fólk í sóttkví á hóteli. McGrath er þrítug og Mulready 25 ára og báðar eiga þær börn og segjast ekki hafa viljað fara í sóttkví á hóteli þeirra vegna. Þær eru báðar enn í varðhaldi. Þær verða látnar lausar gegn ríflega 120.000 króna tryggingu en þurfa að láta af hendi vegabréf sin og fara beint í sóttkví stað sem yfirvöld ákveða. Fyrir tólf daga dvöl á sóttkvíarhóteli þarf fólk að greiða um 285.000 krónur, það getur þó farið í skimun eftir 10 daga og fær að fara heim ef niðurstaðan reynist neikvæð.","summary":"Tvær írskar konur hafa verið ákærðar fyrir að neita að fara í sóttkví á hóteli þar í landi. Konurnar voru nýkomnar heim frá Dúbaí þegar þær voru handteknar á flugvellinum í Dyflinni á föstudag."} {"year":"2021","id":"290","intro":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt fram kröfugerð í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þess er krafist að ákvörðun hans um að þrír gestir sóttkvíarhótelsins við Þórunnartún verði þar í sóttkví verði staðfest. Fólkið kærði dvöl sína þar og í kröfugerðinni segir að það sé mat sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra að aðgerðin gangi ekki lengra en nauðsynlegt er til að hefta útbreiðslu COVID-19 og vernda lýðheilsu.","main":"Ákvörðunin um að allir farþegar sem koma frá tilteknum áhættusvæðum skuli vera í sóttkví á sóttkvíarhóteli hefur reynst umdeild. Þrír farþegar kærðu dvöl sína til Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem þeir töldu þetta vera ólögmæta frelsissviptingu Í gærkvöld skilaði sóttvarnalæknir kröfugerð sinni í málinu og samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður fyrirtaka í málinu eftir hádegi í dag.\nÍ kröfugerðinni segir Þórólfur að greining smita á landamærunum sé lykilatriði til að halda faraldrinum í skefjum. Ísland sé á viðkvæmum tímapunkti í baráttunni, aðgerðir á landamærunum hafi ekki skilað tilætluðum árangri og ný og meira smitandi afbrigði hafi greinst hjá ferðamönnum.\nFallast megi á að skyldudvöl á sóttkvíarhóteli feli í sér frelsisskerðingu, en brjóti ekki gegn ákvæði 67. greinar stjórnarskrárinnar sem kveður á um að engan meti svipta frelsi nema samkvæmt heimild í lögum. Þær takmarkanir sem settar séu á ferðir fólks meðan á dvölinni stendur séu nauðsynlegar til þess að tryggja að viðkomandi fylgi sóttkví á tímabilinu og koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar.\nÞórólfur segir að það sé mat sitt og ráðherra að aðgerðirnar gangi ekki lengra en nauðsynlegt sé til að hefta útbreiðslu faraldursins, vistunin vari ekki lengur en nauðsynlegt sé til að ljúka sýnatöku og miðað við aðstæður sé ekki hægt að fallast á vægari aðgerðir.","summary":"Sóttvarnalæknir hefur lagt fram kröfugerð í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem krafist er staðfestingar á ákvörðun hans um að þrír gestir sóttkvíarhótelsins við Þórunnartún verði þar áfram í sóttkví. Búist er við að fyrirtaka í málinu fari fram síðar í dag. "} {"year":"2021","id":"290","intro":null,"main":"Jarðskjálfti, þrír að stærð, varð á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga skömmu eftir klukkan tvö í nótt. Upptök hans voru á tæplega sex kílómetra dýpi, skammt suðvestur af Keili. Þetta er fyrsti skjálftinn á svæðinu, þrír eða stærri, síðan nítjánda mars þegar eldgosið hófst. Veðurstofunni bárust tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist bæði á höfuðborgarsvæðinu og í Borgarfirði. Ekki hefur orðið vart við frekari skjálftavirkni eða óróa af nokkru tagi við gosstöðvarnar eftir skjálftann í nótt.","summary":"Jarðskjálfti þrír að stærð varð í nótt skammt suðvestur af Keili. Þetta er fyrsti jarðskjálftinn, yfir þremur að stærð, á umbrotasvæðinu á Reykjanesskaga frá því eldgosið í Geldingadölum hófst. Gönguleiðin að gosinu var opnuð að nýju í hádeginu. "} {"year":"2021","id":"290","intro":"Nokkrir hafa yfirgefið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún og það hefur verið tilkynnt lögreglu sem brot á sóttvarnareglum. Á þriðja hundrað gestir dvöldu þar í nótt. Nokkuð hefur verið um að fólk safnist saman á herbergjum og hefur starfsfólk þurft að ítreka reglur.","main":"Það voru 216 gestir á Sóttkvíarhótelinu í nótt, það bættust við um 50 nýir gestir í gær. Þrjár vélar koma til landsins í dag. Við vitum þetta ekki í rauninni fyrr en fólk er komið út úr vélinni og upp í rútu sem flytur það hingað.\nSegir Gunnlaugur Bragi Björnsson upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Hann segir að starfsfólk hafi þurft að hafa afskipti af fólki vegna hópamyndana og samgangs á milli herbergja.\nÞað var mest fyrst um sinn, það er ekki eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á starfsemina hérna en það hefur aðeins þurft að skerpa á því við gesti hverjar reglurnar eru.\nAð sögn Gunnlaugs er fólk missátt við að þurfa að vera í sóttkví á hótelinu.\nOkkar starfsfólk mun aldrei standa í vegi fyrir að fólk fari, en mun upplýsa um að það væri brot á sóttvarnareglum sem þarf að tilkynna til lögreglu.\nHafið þið tilkynnt eitthvað slíkt til lögreglu? Það hefur verið mjög lítið um slíkt.\nHefur eitthvað verið um slíkt? Mér skilst að það hafi verið einhver dæmi um það, já.\nEr einhver vinna í gangi til að gera fólkinu sem þarna dvelst kleift að komast undir bert loft?\nÞað er aftur þessi reglugerð sem gildir um húsið sem tekur fyrir það að fólki sem dvelur á Sóttkvíarhóteli er óheimilt að fara út úr húsinu meðan á sóttkví stendur. Það er frá heilbrigðisráðherra og eftir því sem ég best veit er ekki verið að endurskoða það. En verði það gert, þá munum við að sjálfsögðu gera það sem við getum að gera fólki kleift að komast út úr húsi","summary":"Nokkrir hafa yfirgefið Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún og það hefur verið tilkynnt lögreglu sem brot á sóttvarnareglum. Fólk hefur einnig safnast saman á herbergjum og starfsfólk þarf að ítreka reglur."} {"year":"2021","id":"290","intro":"Von er á bóluefni fyrir minnst 134 þúsund manns á næstu þremur mánuðum. Þar munar mest um bóluefni frá bóluefnaframleiðandanum Pfizer BioNTech en ný verksmiðja fyrirtækisins í Marburg í Þýskalandi gerir fyritækinu kleift að afhenda mun fleiri skammta en hingað til.","main":"Samkvæmt afhendingaráætlun er gert ráð fyrir þrjátíu og sjö þúsund skömmtum frá Pfizer í þessum mánuði, 54 þúsund skömmtum í maí og 63 þúsund skömmtum í júní eða samtals 154 þúsund skömmtum sem duga til að bólusetja 77 þúsund manns..\nVon er á 4.800 skömmtum af Janssen bóluefninu um miðjan þennan mánuð, gert er ráð fyrir 30 þúsund skömmtum af bóluefni Moderna á öðrum ársfjórðungi og 25.600 skömmtum af bóluefni AstraZeneca í í þessum mánuði. Sóttvarnalæknir er hóflega bjartsýnn á að bólusetningadagatal stjórnvalda gangi upp.","summary":null} {"year":"2021","id":"290","intro":"Það er leikið flestum fótboltadeildum Evrópu um páskahelgina. Englandsmeistarar Liverpool unnu 3-0 sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld.","main":"Eftir markalausan fyrri hálfleik breyttist leikurinn þegar portúgalski framherjinn Diego Jota kom inn á sem varamaður fyrir Liverpool á 61. mínútu. Hann skoraði tvö mörk og Mohamed Salah eitt í 3-0 sigri Liverpool á Arsenal. Liverpool færðist með sigrinum upp í 5. sæti og hefur þar 49 stig eftir 30 leiki, tveimur stigum minna en Chelsea í fjórða sætinu. Fjögur efstu sætin í deildinni gefa þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það er líklega orðið helsta takmark Liverpool núna, enda getur liðið ekki lengur varið Englandsmeistaratitil sinn frá því í fyrra. Manchester City sem trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar hefur 25 stigum meira en Liverpool og aðeins 24 stig eftir í pottinum fyrir Liverpool.\nLínur eru farnar að skýrast í toppbaráttu fleiri af stóru fótboltadeildunum í Evrópu. Leon Goretzka tryggði Bayern München 1-0 sigur á Leipzig í uppgjöri tveggja efstu liðanna í Þýskalandi í gær. Bayern hefur eftir sigurinn sjö stiga forkost á Leipzig. Á Ítalíu jók Inter Mílanó forskot sitt á toppnum í átta stig með 1-0 sigri á Bologna. Romelu Lukaku skoraði sigurmark Inter. Í Frakklandi hafði Lille betur í toppslagnum á móti París Saint Germain. Jonathan David skoraði sigurmark Lille í 1-0 sigri í París. Lille hefur 66 stig á toppnum en PSG 63 stig í 2. sæti. Í Hollandi er Ajax í góðri stöðu með átta stiga forskot á toppnum á AZ Alkmaar sem er í öðru sæti, auk þess að Ajax á tvo leiki til góða. AZ vann 1-0 sigur á Willem II í gærkvöld. Albert Guðmundsson skoraði sigurmark AZ í leiknum. Á Spáni er ennþá þriggja liða barátta um meistaratitilinn. Atlético Madríd er á toppnum með 66 stig eftir 28 leiki, Real Madríd komst upp í 2. sætið með 2-0 sigri á Eibar í gærkvöld. Real hefur 63 stig en hefur leikið einum leik meira en Atlético og Barcelona sem er í þriðja sætinu. Börsungar hafa 62 stig.","summary":null} {"year":"2021","id":"290","intro":"Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands segir að landsmenn verði að sýna þolinmæði og þrautseigju enn um sinn í báráttunni við Covid-faraldurinn. Þetta kom fram í páskapredikun biskups í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun. Guðþjónustan fór fram fyrir luktum dyrum út af samkomutakmörkunum en hún var í beinni útsendingu á Rás 1 og RÚV tvö.","main":"Fyrir einu ári vorum við saman komin hér í Dómkirkjunni í Reykjavík, örfá\nvegna samkomutakmarkana. Á þessu eina ári höfum við lært heilmikið. Fólk á\nþessari jörð hefur tekist á við ógnina sem heimsfaraldrinum fylgir. Hér á landi\nhefur faraldurinn verið viðráðanlegur hvað heilbrigðiskerfið varðar en svo er því\nÍ sumum löndum hafa heilbrigðisstarfsfólk ekki getað\nsinnt öllum sökum plássleysis og mannfæðar. Nú hyllir undir að við séum að\nsleppa fyrir horn. Við þurfum að sýna þolinmæði og þrautseigju enn um sinn.\nHugsa um hag heildarinnar um leið og við hugum að eigin sóttvörnum.","summary":"Biskup Íslands hvatti landsmenn til að sýna þolinmæði í baráttunni við Covid faraldurinn í páskapredikun í Dómkirkjunni í morgun. "} {"year":"2021","id":"291","intro":"Sjö af þeim þrjátíu sem fengu blóðtappa eftir að hafa verið bólusett með bóluefni AstraZeneca í Bretlandi eru látin. Átján milljónir hafa fengið bóluefnið þar í landi. Breska lyfjastofnunin segir ávinninginn af bóluefninu þó meiri en mögulegar aukaverkanir.","main":"Tölur um blóðtappa eftir bólusetningu með bóluefni Astrazeneca í Bretlandi voru kynntar í gær og taka til fólks sem var bólusett fyrir 24. mars, sem eru ríflega 18 milljónir. Í morgunþætti breska ríkisútvarpsins BBC í morgun sagði Sarah Jarvis læknir að enn sé ósannað að bólusetning sé orsök blóðtappanna. Tilkynnt sé um alls kyns mögulegar aukaverkanir.\nThey include excess wind, alcohol poisoning, getting pregnant. There are so many things that people report because they happen shortly after people have the vaccine, within a few weeks of them havig the vaccine, that does not mean they wouldnt have happened anyway.\nHún segir að þar á meðal séu áfengiseitrun og ólétta, fólk ákveði að tilkynna alls kyns hluti sem gerast stuttu eftir bólusetningu, en það þýði ekki að þeir hefðu ekki gerst hvort sem er. Jarvis segir að meirihluti þeirra sem hafa fengið blóðtappa í Bretlandi séu ungar konur og því sé mikilvægt að halda til haga því þær séu líklegri til þess að fá blóðtappa almennt. Jarvis minnti á tölfræði um blóðtappa hjá ungum konum, ein af hverri fimm þúsund fái blóðtappa. Og ef konur taki getnaðarvarnarpilluna aukist líkurnar, í sumum tilfellum þannig að ein af hverjum 800 fái blóðtappa. Til samanburðar hefur einn af hverjum 600.000 fengið blóðtappa eftir bólusetningu með Astrazeneca í Bretlandi. Enn fremur sagði Linda Bauld, prófessor hjá Edinborgarháskóla, í sama þætti að ef fólk smitast af COVID-19 þá auki það eitt og sér líkur á blóðtappa. Ekki stendur til að stöðva eða takmarka notkun á Astrazeneca í Bretlandi, breska lyfjastofnunin metur það svo að ávinningur sé enn meiri en áhætta. Í ljósi þess að ungar konur eru meirihluti þeirra sem fá blóðtappa hafa mörg ríki ákveðið að gefa aðeins eldra fólki bóluefni Astrazeneca. Til dæmis hér á Íslandi þar sem einstaklingar eldir en 70 ára fá bóluefnið.","summary":"30 manns, aðallega ungar konur, hafa fengið blóðtappa eftir bólusetningu með AstraZeneca í Bretlandi. 18 milljónir manna hafa fengið bóluefnið þar í landi. "} {"year":"2021","id":"291","intro":"Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fengið tvær kröfur frá lögmönnum fólks sem var gert að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi við komuna til landsins og fleiri íhuga að sækja rétt sinn. Í öðru tilfellinu er um að ræða konu og 13 ára gamla dóttur hennar. Lögmaður mæðgnanna segir alvarlegt að verið sé að svipta barn frelsi sínu.","main":"Hitt málið varðar karlmann sem kom frá Rúmeníu í gegnum Frankfurt í gær. Hann mótmælti því við komuna til landsins að þurfa að fara í sóttvarnahús þar sem hanná heimili hér og gæti verið þar í sóttkví, eins og hann hefur margoft gert áður vegna ferðalaga sinna. Að sögn Ómars R. Valdimarssonar, lögmanns mannsins, var sóttvarna ekki gætt á leiðinni í rútunni frá flugvellinum.\nÞar sem hann situr við hliðina á einhverju fólki sem hann þekkir ekkert, enginn með grímur. Líkurnar á því að smitast eru meiri á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur en í öllu ferðalaginu þar á undan. Á hótelinu eru honum ekki kynntar neinar reglur.\nÓmar segir að um fimm manns hafi haft samband við sig í dag vegna fyrirhugaðrar heimferðar sinnar hingað á næstunni og að þeir hyggist bera mál sín fyrir dómstóla. Hann segir að málið snúist ekki um að skjólstæðingur hans vilji ekki vera í sóttkví.\nEn sú aðstaða sem verið er að bjóða fólki upp á er fullkomnlega óviðunandi og óásættanlegt hvernig þetta hefur verið framkvæmt af íslenskum stjórnvöldum.\nÓmar byggir kröfu sína á 67. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að bera megi frelsissviptingu beint undir dómstóla. Það gerir líka Jón Magnússon, lögmaður konu og 13 ára dóttur hennar sem fóru erlendis vegna jarðarfarar. Þegar þær komu aftur höfðu reglur um skyldusóttkví í sóttvarnahúsi tekið gildi. Hann segir umhugsunarvert að verið sé að svipta barn frelsi sínu með þessum hætti.\nÞað er stóralvarlegt og athugunarleysi af yfirvöldum að koma fram með þeim hætti.\nJón segir skýrt í sóttvarnalögum að þegar fólk sé svipt frelsi, þá skuli gera því grein fyrir ástæðum þess og veita leiðbeiningar um að bera ákvörðunina undir dóm. Þess hafi ekki verið gætt.\nÞað segir líka áfram í þessari 15. grein laganna að nú óskar málsaðili eftir því að ákvörðun verði borin undir dóm og skal þá sóttvarnalæknir svo fljótt sem verða má setja fram skriflega kröfu um staðfestingu á gildi ákvörðunarinnar. Það sem við höfum verið að reyna að gera er að ná í sóttvarnalækni og embætti landlæknis til þess að þeir sinni þessari skyldu sinni. Það hefur ekki náðst í þá frá því í gær.","summary":"Héraðsdómi Reykjavíkur hafa borist tvær kröfur frá fólki sem var gert að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Fólkið telur á sér brotið og krefst þess að nauðungarvistun verði aflétt. Lögmaður konu og 13 ára dóttur hennar segir alvarlegt að stjórnvöld hafi svipt barn frelsinu. Sóttvarnalæknir segir skyldudvöl fólks í sóttvarnahúsi tilraun til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar. "} {"year":"2021","id":"291","intro":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að skyldudvöl fólks í sóttvarnahúsi sé tilraun til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. Allt annað hafi verið reynt. Ekki komi til greina að breyta þessu fyrirkomulagi","main":"Hugmyndin að því að gera þetta svona hefur verið sú að við erum með bylgju hér og megnið af þeim sýkingum sem við höfum verið að eiga við hafa komið frá fólki sem ekki hefur haldið sóttkví, sérstaklega fólk sem er að koma hingað til lands, við sjáum það. Þannig að þetta var tilraun til þess að reyna að tryggja það að við kæmum í veg fyrir svona útbreiðslu.\nÞað hafa margir bent á að það hefði hugsanlega mátt standa öðruvísi að málum þegar fólk er með aðsetur hér á landi og getur farið í sóttkví þar.\nÞað er nú bara þannig að öll þriðja bylgjan og það sem við höfum verið að sjá núna er frá fólki sem er með íslenskt ríkisfang. Og hefur farið í aðsetur þar sem það hefur ekki gengið betur en þetta.\nnú hefur fólk sem þarna dvelur verið að lýsa aðstæðum þarna. Er þetta ekki farið að minna meira á einangrun en sóttkví?\nÞarna hefur fólk ekki möguleika á að fá sér ferskt loft eða hreyfa sig - þetta hefur varla verið hugmyndi nmeð þessu?\nVið erum með ákveðnar leiðbeiningar sem gilda um sóttkví og ef menn telja að það sé ekki farið eftir því, þá þarf að skoða það.\nSvoer þetta spurningin um hvað þessi hótel, hvað er framkvæmanlegt.\nfinnst þér koma til greina að breyta þessu fyrirkomulagi? Ekki finnst mér það. Það má ekki gleyma hver tilgangurinn með þessu er, að reyna ða koma í veg fyrir útbreiðslu innanlands og lendum aftur í mikilli bylgju sem mun geta kostað okkur eitthvað dýrt.","summary":null} {"year":"2021","id":"291","intro":"Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt refsiaðgerðum sem ríkisstjórn Donalds Trump innleiddi gagnvart aðalsaksóknara Alþjóða sakamáladómstólsins í Haag og starfsfólki hans.","main":"Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í gær. Segir hann núverandi stjórnvöld aflétta refsiaðgerðunum þar sem þær séu hvort tveggja ranglátar og gagnslausar. Forveri Blinkens, Mike Pompeo, fordæmdi dómstólinn í fyrra og tilkynnti að aðalsaksóknari hans, hin gambíska Fatou Bensouda, fengi ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og henni væru óheimil hvers kyns viðskipti og fjármálagjörningar þar í landi. Þetta náði einnig til nokkurra lykilstarfsmanna embættisins. Ástæðan er sú að 2017 hóf Bensouda formlega rannsókn á meintum stríðsglæpum í Afganistan, sem nær ekki aðeins til talibana og afganskra stjórnarhermanna, heldur líka til bandarískra hermanna í landinu. Þá jók það enn á reiði Trump-stjórnarinnar, þegar Bensouda og Alþjóða sakamáladómstóllinn ákváðu að þau hefðu hvorttveggja lögsögu og fyllstu ástæðu til að hefja rannsókn á mögulegum stríðsglæpum Ísraela í Palestínu, en Ísraelar viðurkenna ekki lögsögu dómstólsins frekar en Bandaríkjamenn. Blinken sagði í yfirlýsingu sinni að Bandaríkjastjórn væri enn \u001eafar mótfallin\" báðum fyrrnefndum rannsóknum dómstólsins en telji virk samskipti við alla sem hlut eiga að máli vænlegri til árangurs en refsiaðgerðir.","summary":null} {"year":"2021","id":"291","intro":"Lögreglumaður lést eftir að maður ók á öryggishlið og tvo lögreglumenn við þinghúsið í Washington í gær. Árásin hefur vakið upp óþægilega minningar frá árásinna á þinghúsið sjötta janúar.","main":"Árásin var gerð um eitt eftir hádegið að staðartíma í gær. Árásarmaðurinn ók bifreið sinni á tvo lögreglumenn og öryggishlið við þinghúsið, fór út úr bílnum og hljóp svo vopnaður hnífi í átt að lögreglumönnum. Þeir gripu til vopna og skutu manninn til bana. Rétt tæpir þrír mánuðir eru frá því að hundruð réðust á þinghúsið í Washington með þeim afleiðingum að fimm létust. Það vakti því óþægilegar minningar þegar fólk var beðið að halda kyrru fyrir vegna utanaðkomandi hættu við þinghúsið í gær. Þá hafa vaknað spurningar enn á ný um öryggisgæslu við þinghúsið. Árásarmaðurinn var 25 ára gamall Bandaríkjamaður sem var atvinnulaus og virðist hafa átt erfitt lengi.\nAtvikið er ekki rannsakað sem hryðjuverk, sagði Robert Contee lögreglustjóri á blaðamannafundi í gærkvöldi. Hann tók einnig fram að hann væri ekki góðkunningi lögreglunnar.","summary":"Árásin sem var gerð á lögreglumenn við þinghúsið í Washington í gær hefur vakið upp óþægilegar minningar frá árásinni á þinghúsið í janúar. Tveir létust í árásinni lögreglumaður og árásarmaðurinn. "} {"year":"2021","id":"291","intro":null,"main":"Og það er leiðindaveður víðar á landinu en gul veðurviðvörun er í gildi um norðan, austan og sunnanvert landið. Það er spáð hríðarveðri og síðar stormi á austan- og suðaustanverðu landinu og miðhálendinu. Björn Sævar Einarsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Ísland, er á línunni. Hvenær á þetta að skella á?\nSuðvestan, hvar verst?\nNýliðinn vetur var óvenjuhlýr og snjóléttur, marsmánuður sérstaklega, en meðalhiti í Reykjavík í mars var 2,3 stig, 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Á Akureyri var meðalhitinn 1,7 stigum yfir meðallagi síðustu þriggja áratuga. Veturinn mildur um allt land?\nÞá var einnig óvenju snjólétt. Alhvítir dagar í Reykjavík í vetrarmánuðunum fjórum voru níu, 38 færri en vanalega en þeir hafa ekki verið eins fáir frá því veturinn 1976 til 1977.\nÞá voru þeir fimm. Á Akureyri voru alhvítir dagar 59, en þeir voru að meðaltali 73 árin 1991 til 2020.","summary":"Nýliðinn vetur var óvenjuhlýr og marsmánuður sérstaklega, en hiti var vel yfir meðallagi síðustu áratuga. Það var snjólétt í höfuðborginni en alhvítir dagar hafa ekki verið verið svo fáir síðan 1977. "} {"year":"2021","id":"291","intro":"Nóttin á sóttkvíarhótelinu gekk vel að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins. Von er á tveimur flugvélum til landsins í dag og gætu allt að 36 manns bæst í hóp gesta á hótelinu.","main":"Það hefur bara gengið vel. Nú er komin smá reynsla á ferlana hérna og þetta er farið að ganga ansi smurt.\nHafa greinst einhver fleiri smit hjá ykkur?\nNei, það hafa ekki greinst fleiri smit, það voru þessi tvö í gær og svo reyndar ennþá verið að bíða eftir niðurstöðum úr landamæraskimun fyrir síðustu vélina sem kom í gær.\nSegir Gunnlaugur Bragi Björnsson upplýsingafulltrúi Rauða krossins. Enn er verið að bíða mótefnamælingar úr seinna smitinu sem greindist hjá gesti á hótelinu í gær. Eins og fram hefur komið hafa tveir gestir hótelsins farið fram á að dómstólar kveði upp úr um lögmæti vistunarinnar á hótelinu. Gunnlaugur Bragi segist ekki skynja ókyrrð meðal gestanna.\nNei, ég held ég geti nú ekki sagt það svona á heildina litið. Auðvitað er fólk misánægt eða misóánægt með það að þurfa að verja sinni sóttkví hér, en á heildina litið höfum við bara skynjað skilning en að sama skapi sjáum við auðvitað bara hvað gerist í framhaldinu\nVon er á tveimur vélum til landsins í dag, önnur kemur núna í hádeginu frá Frankfurt í Þýskalandi, en hin í kvöld frá Gdansk í Póllandi. Gunnlaugur Bragi segir að endaleg tala um fjölda þeirra sem fara á sóttkvíarhótelið liggi ekki fyrir fyrr en skömmu áður en fólkið kemur á staðinn.\nÍ dag er verið að áætla að það komi sennilega sex úr öðru og þrjátíu úr hinu en það er eitthvað sem að kemur í raunninni ekkert í ljós fyrr en að menn vita hvað koma margir út úr flugvélinni og hvað fara margir inn í rútu í Keflavík.\nÞið væntanlega gerið ráð fyrir hærri tölunni og vitið svo bara með skömmum fyrirvara hversu margir koma í raun?\nJá, við tryggjum það að við getum tekið á móti því sem er áætlað og svo fáum við upplýsingar bara þegar fólk er á leiðinni hversu mörg herbergi þurfa að vera klár.","summary":"Nóttin á sóttkvíarhótelinu gekk vel að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins. Hann segist ekki skynja ókyrrð meðal gesta þrátt fyrir að tveir hafi ákveðið að láta reyna á lögmæti vistunarinnar fyrir dómstólum. "} {"year":"2021","id":"291","intro":"Íslandsmet Elísabetar Rúnarsdóttur í sleggjukasti í gær er sjöunda Íslandsmetið sem fellur í sleggjukasti kvenna á innan við tveimur árum. Elísabet bætti Íslandsmetið í gær um næstum heilan metra.","main":"Elísabet Rut Rúnarsdóttir sem keppir fyrir ÍR kastaði sleggjunni 64,39 metra á vetrarkastmóti í Laugardalnum í gær og bætti þar met FH-ingsins Vigdísar Jónsdóttur, en met Vigdísar frá 27. ágúst í fyrra var 63,44 metrar. Vigdís bætti Íslandsmetið í sleggjukasti fyrst árið 2014 og bætti það svo átta sinnum áður en Elísabet setti Íslandsmet í fyrsta sinn 16. maí 2019 með kasti upp á 62,16 metra. Síðasta sumar fimm-bætti Vigdís svo Íslandsmetið og metkast Elísabetar í gær er því sjöunda Íslandsmetið sem fellur í sleggjukasti kvenna á innan við tveimur árum. Þar sem keppnistímabilið er varla hafið má vel búast við enn frekari framför hjá bæði Elísabetu og Vigdísi í sumar og góðar líkur á því að metið muni falla oftar á þessu ári.\nKeppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er komin af stað á ný eftir landsleikjahlé. Fjórir leikir eru spilaðir í dag. Nú stendur yfir viðureign Chelsea og WBA. Klukkan tvö tekur Leeds á móti Sheffield United, topplið Manchester City sæki Leicester heim klukkan hálffimm og stórleikur dagsins er svo þegar Arsenal fær Englandsmeistara Liverpool í heimsókn klukkan sjö.","summary":"Elísabet Rúnarsdóttir bætti Íslandsmetið í sleggjukasti í gær um næstum heilan metra."} {"year":"2021","id":"292","intro":"Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir að það sé klár frelsissvipting og sambærilegt varðhaldi að skikka þá sem koma til landsins til að dvelja í sóttkví í sóttvarnahúsi. Mannréttindasáttmáli Evrópu heimili slíka vistun til að hamla gegn útbreiðsla farsótta, en skoða þyrfti hvert tilvik fyrir sig.","main":"Ef maður horfir á þetta út frá Stjórnarskránni, þá byrjar maður í 67. grein þar sem - þetta er auðvitað frelsissvipting - sambærilegt því að einhverju leyti að vera settur í varðhald. þannig að skilyrðin fyrir því að það gangi upp eru í fyrsta lagi að það sé lagaheimild og nauðsyn á frelsissviptingunni. Þetta má bara gerast í ákveðnum tilgangi og það er listi yfir það hvers vegna má frelssvipta fólk og hann birtist í mannréttindasáttmála Evrópu, þannig að það þarf að lesa stjórnarskrána og mannréttindasáttmálann saman að þessu leyti.\neinn af þeim hlutum sem er heimilt að nota sem ástæðu til að frelsissvipta fólk er að stöðva útbreiðslu farsótta.\nSegir Kári Hólmar Ragnarsson lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Hann segir að einnig þurfi að skoða lagaheimildina, sem er sóttvarnalögin með þeim breytingum sem samþykktar voru á þeim í febrúar.\nOg síðan hvort að í hverju tilviki fyrir sig sé nauðsynlegt að beita þessu úrræði. Og það er heildstætt mat sem þarf að fara fram í hverju tilviki fyrir sig.","summary":"Lektor við lagadeild Háskóla Íslands segir að það sé klár frelsissvipting að skikka fólk í sóttkví í sóttvarnahúsi. Mannréttindasáttmáli Evrópu heimili þó slíka vistun."} {"year":"2021","id":"292","intro":"Aprílgabb fór illilega úr böndunum í Brussel í gær, þegar þúsundir partíþyrstra Belga stormuðu í almenningsgarð í höfuðborginni í blíðskaparveðri, til að skemmta sér á auglýstri tónlistarhátíð sem engin reyndist vera.","main":"Lögregla beitti háþrýstidælum og táragasi til að dreifa mannfjöldanum, sem var allt annað en ánægður með hvort tveggja tónleikaleysið og harkalegar aðgerðir lögreglu.\nEngum hefði þó átt að koma á óvart að auglýstir skífuþeytarar og tónlistarmenn skyldu ekki láta sjá sig, því tónlistarhátíðin var auglýst á samfélagsmiðlum á miðvikudag sem \u001eFyrsta-apríl-tónlistarhátíð.\" Að lögregla skyldi ganga hart fram í að leysa upp gleðskapinn hefði heldur ekki átt að koma aftan að neinum, því strangar sóttvarnareglur gilda í Belgíu, sem kveða meðal annars á um að ekki megi fleiri en fjögur koma saman á einum stað. En þótt flest hafi haft skilning á því að stöðva þyrfti galskapinn, þá þótti mörgum nóg um hörku lögreglunnar við þá iðju sína. Leitun er að löndum sem farið hafa verr út úr heimsfaraldri kórónaveirunnar en Belgía, þar sem yfir 880.000 af 11,5 milljónum landsmanna hafa greinst með COVID-19 og um 23.000 manns dáið úr sjúkdómnum. Það samsvarar 200 dauðsföllum á hverja 100.000 íbúa. Til samanburðar eru dauðsföll í Brasilíu um 150 á hverja 100.000 íbúa og hér eru þau innan við 8.","summary":null} {"year":"2021","id":"292","intro":"Gestur á sótthvarnarhótelinu við Þórunnartún greindist með COVID-19 á landamærunum í gær og verður fluttur. Ekki þarf að gripa til ráðstafana vegna annarra gesta þess vegna.","main":"Rúmlega 120 manns dvöldu á Fosshóteli Reykjavík í nótt sem breytt hefur verið í sóttkvíarhótel, það er nokkru færra en búist hafði verið við.\nÞað eina sem var svona aðeins að stríða okkur var farþegalistarnir, að fá þá rétta til okkar, það er nú verið að vinna í því að laga það þannig að það verður vonandi komið í lag áður en næstu vélar koma. En þetta er mun minna af fólki en búist var við í upphafi.\nSegir Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttahúss og sóttkvíarhótela. Von er á þremur vélum í dag þar af einni frá svæði sem skilgreint er sem dökkrautt og því áhættusvæði, en einnig þurfi að kanna betur hvaðan farþegar hinna vélanna komi. Einn þeirra sem komu á hótelið í gær hefur greinst með COVID-19.\nJá, það var einn sem var að greinast sem hafði komið í gær þannig að viðkomandi verður núna fluttur í einangrun í farsóttahúsinu á Rauðarárstíg. Sem betur fer hafa það ekki verið fleiri en þetta kannski sýnir það að við náðum að grípa þann einstakling strax og einangra strax.\nGylfi Þór segir að ekki þurfi að grípa til sérstakra ráðstafana gagnvart öðrum gestum vegna þessa því öryggi þeirra hafi verið tryggt strax við komuna. Fólkið þarf að dvelja í sóttkví í fimmdaga milli skimana, en að sögn Gylfa Þórs mun fólk geta farið út undir bert loft en verið sé að útfæra fyrirkomulagið á því, þannig að smitvarna sé gætt.\nVið erum að vinna í því núna og það verður vonandi á næstu klukkutímum útskýrt nánar fyrir gestunum hvernig útivist verður háttað.\nÞá geti reykingafólk reykt inni á herbergi, en mælst til að það geri það út um gluggann. Það getur eflaust reynt á fólk að vera lokað langtímum saman inni á hótelherbergi, en Gylfi segir að fólki standi til boða stuðningur.\nVið erum bæði í samvinnu við geðdeild, sálfræðinga, fíknigeðdeild, við erum í góðu samstarfi við læknavaktina, þannig að það er alveg sama hvað kemur upp, við ættum að geta leyst það hratt og vel.","summary":"Einn gestur á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni greindist með COVID-19 á landamærunum og verður fluttur á farsóttahótelið á Rauðarárstíg. Von er á þremur flugvélum til landsins í dag, einni frá dökkrauðu svæði. Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands í gær og voru allir í sóttkví. "} {"year":"2021","id":"292","intro":"54 hið minnsta létust í lestarslysi á Taívan þegar farþegalest fór út af sporinu inni í lestargöngum í morgun. Fleiri en hundrað eru slösuð og tugir þurftu aðhlynningu á spítala.","main":"Lestin var á leið frá höfuðborginni Taípei til borgarinnar Taítung á eyjunni suðaustanverðri þegar hún fór út af sporinu í þann mund sem henni var ekið inn í lestargöng. Talið er að vinnuvél eða trukkur hafi runnið niður brekku og skollið á lestinni rétt áður en hún brunaði inn í göngin. Nærri fimm hundruð voru um borð, sem eru fleiri en áður hafði verið gefið upp. Tugir eru látnir og fleiri en hundrað eru slösuð. Fjörtíu hið minnsta voru flutt á spítala og ein þeirra tjáði sig við fjölmiðla.\n\"Many people were crushed under train seats from the collision and there were other people on top of the seats. So those at the bottom were pressed and crushed and lost their consciousness. At the beginning, they still responded when we called them. But I guess they lost consciousness afterward.\"\nHún segir að fjöldi fólks hafi kramist undir sætunum og öðrum farþegum þegar slysið varð og fólk hafi fljótlega misst meðvitund.\nTalið er að fjöldi farþega hafi staðið í lestinni sökum þess hversu margir voru um borð. Á myndum frá vettvangi sést hvernig lestarvagnarnir sem höfnuðu inni í göngunum rifnuðu í sundur við skellinn en hluti farþega náði að koma sér út með því að fara upp á þak vagna sem enn voru fyrir utan göngin.\nSlysið varð um klukkan hálf tíu að staðartíma eða hálf tvö í nótt að íslenskum tíma. Það gekk erfiðlega fyrir sjúkrabíla og slökkvilið að komast á vettvang vegna þess aðeins tveir vegir liggja að slysstað. Fjórir vagnar skemmdust mikið og það tók björgunarfólk klukkustundir að komast að þeim en nýjustu fregnir herma að björgunaraðgerðum sé nú lokið.","summary":"Minnst 54 létust og fleiri en 100 slösuðust í lestarslysi á Taívan í morgun. Nærri fimm hundruð voru um borð þegar lestin fór út af sporinu inni í lestargöngum. "} {"year":"2021","id":"292","intro":"Þó að snjórinn minnki á þessari öld verður hann enn nægur til að norðmenn geti áfram skellt sér á skíði um páskana. Þetta sýnir ný athugun á vegum norsku veðurstofunnar.","main":"Skíðaþyrstir Norðmenn munu áfram geta skellt sér í brekkurnar um páskana alla þessa öld, samkvæmt nýrri spá. Snjólagið mun þó minnka vegna hlýnunar jarðar og í einhverjum tilvikum þarf að fara hærra eftir snjónum en nú.\nNorska veðurstofan hefur ásamt vatns- og orkumálastofnun Noregs gert spá um snjóalög í Noregi fram til ársins tvö þúsund og eitt hundrað, einkum með tillit til þess hvort áfram verði hægt að skíða um páskana. Þar er þá átt við tímabilið 15. mars til 25. apríl.\nSamkvæmt forsendum spárinnar þarf að vera minnst fimmtán sentimetra snjólag til að það sé hægt að skíða á því. Niðurstaðan er að það verður vel hægt að skíða um páskana í lok þessarar aldar. Þó að hlýnun jarðar valdi því að það dragi úr snjó verður það ekki nóg til að skemma skíðafærið um páskaleytið. Í norðurhluta Noregs megi finna skíðasnjó í 400-500 metra hæð yfir sjávarmáli, en í suðurhlutanum þurfti 600-800 metra hæð til. Snjólínan hækkar um 100-300 metra eftir aðstæðum á hverjum stað en flest af hestu skíðasvæðum Noregs eru þar fyrir ofan.\nÍ spánni segir að snjóalög muni líklega minnka um einn metra fram að næstu aldamótum, ekki aðeins vegna beinnar bráðnunar heldur meiri rigninga sem valdi þá flóðum. Það dugi þó hvergi til að skíðaþyrstir Norðmenn þurfti að örvænta og finna sér eitthvað annað að gera þegar páskafríið skellur á.","summary":"Þó að snjórinn minnki á þessari öld verður hann enn nægur til að norðmenn geti áfram skellt sér á skíði um páskana. Þetta sýnir ný athugun á vegum norsku veðurstofunnar."} {"year":"2021","id":"292","intro":"Háhyrningar syntu inn á Pollinn við Ísafjörð í morgun og fönguðu athygli fólks. Starfsmaður Háskólaseturs segir að námsefnið hafi komið syndandi til nemenda sem leggja stund á sjávartengt nám við setrið.","main":"Háhyrningar syntu í morgun inn á Pollinn við Ísafjörð og hafa vakið þar athygli, svamlandi um. Fjölda fólks hefur drifið að til að skoða dýrin.\nFólk tók eftir því í morgun að lífríkið á Pollinum við Ísafjörð var orðið heldur fjölbreyttara en það á að venjast. Háhyrningar höfðu synt inn á pollinn og höfðust þar við.\nÉg sit hérna heima í stofu, bara í stúku, og fjölskyldan og horfum á þetta. Það er bílatraffíkin meðfram og fólk að taka myndir.\nSegir Björn Jóhannsson, hafnsögumaður á Ísafirði.\nHérna erum við búin að sjá, ætli það séu ekki allavega fimm dýr sem við erum búin að sjá. Við teljum þetta vera háhyrninga. Þetta virðist vera kýr, það er svo svakalegur uggi, hann er svo stór að við teljum að það sé með fjóra fimm kálfa. Þessi dýr eru að sveima um pollinn fram og aftur.\nFjöldi fólks hefur lagt leið sína að Pollinum til að fylgjast með dýrunum og taka myndir af þeim. Þeirra á meðal eru nemendur í Haf- og strandsvæðastjórnun og sjávarbyggðafræði við Háskólasetur Vestfjarða. Hafði einn starfsmaður skólans á orði að námsefnið hefði komið syndandi til nemenda. Viðmælendur fréttastofu á Ísafirði minnast þess ekki að hafa séð háhyrninga áður á Pollinum en höfrungar hafa nokkrum sinnum synt þangað inn.","summary":"Háhyrningar syntu inn á Pollinn við Ísafjörð í morgun og fönguðu athygli fólks. Starfsmaður Háskólaseturs segir að námsefnið hafi komið syndandi til nemenda sem leggja stund á sjávartengt nám við setrið."} {"year":"2021","id":"292","intro":"Um tvö þúsund manns eru við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Lögreglan hefur strangt eftirlit með að enginn sem á að vera í sóttkví fari inn á svæðið. Fjórum var vísað frá þess vegna í gær.","main":"Við erum með sérstakt COVID-eftirlit eins og við köllum það. Við höfðum afskipti í gær af einhverjum tuttugu útlendingum, ferðamönnum, fjórum var vísað frá sem áttu að vera í sóttkví. Þannig að þegar fólk kemur í bílum sínum þá spyrjið þið það? Já og líka höfum við eftirlit með þeim sem koma í rútunum.\nSegir Sigurður Bergmann aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurnesjum og vettvangsstjóri á gosstöðvunum. Hann segir erfitt að meta hve margir eru í Geldingadölum núna en um hálftólf hafi verið 800 bílar á bílastæðunum við upphaf gönguleiðarinnar. Þar er þá pláss fyrir nærri 200 til viðbótar. Auk þess eru tvö fyrirtæki með skipulagðar rútuferðir frá Grindavík frá því snemma á morgnanna og síðasta rútan sækir fólk klukkan tíu á kvöldin. Sigurður giskar á að um tvö þúsund manns séu á svæðinu. Samkvæmt sjálfvirkri talningu Ferðamálastofu á stikaðri gönguleið í Geldingadali komu þangað tæplega 4100 manns í gær.\nÞað er blíðviðri. Það er hægur andvari, skýjað og hlýtt. Hefur eitthvað komið upp á síðasta sólarhringinn, fólk slasast og björgunarsveitir hafi þurft að sækja það og flytja fólk af fjalli? Ekkert alvarlegt. Það er alltaf eitthvað um aðstoðarbeiðnir, fólk er náttúrulega að örmagnast og smávægileg göngustígahnjösk eins og maður segir.","summary":"Lögreglan vísaði fjórum frá gosstöðvunum í Geldingadölum í gær sem áttu að vera í sóttkví. Átta hundruð bílar eru á bílastæðum við gönguleiðina og veðrið gott. "} {"year":"2021","id":"292","intro":"Fyrsta risamót ársins í golfi kvenna hófst í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær. Sigurvegari mótsins frá því í fyrra, Mirim Lee frá Suður-Kóreu, er þremur höggum frá efsta sætinu eftir fyrsta hring.","main":"Risamótin í golfi kvenna eru fimm og er ANA Inspiration, sem hófst á Mission Hills-vellinum í Kaliforníu í gær, fyrsta mót ársins. Patty Tavatanakit frá Tælandi er í efsta sætinu eftir fyrstu 18 holurnar en hún lék hringinn á sex höggum undir pari og tapaði ekki höggi, en Tavatanakit situr í 103. sæti heimslistans. Mirim Lee, sem tryggði sér sigurinn á mótinu í bráðabana í fyrra, fékk fjóra fugla og einn skolla á hringnum og er á þremur höggum undir pari. Efsta kona heimslistans, Jin Young Ko frá Suður-Kóreu lék einnig á þremur höggum undir pari og eru þær Lee jafnar í áttunda sæti fyrir annan hringinn í dag. Mótinu lýkur á sunnudag en sigurvegarinn vinnur sér inn tæplega 60 milljóna íslenskra króna.\nKörfuboltamaðurinn Tryggvi Snær Hlinason er kominn í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í körfubolta en lið hans Zaragoza vann 19 stiga sigur á tékkneska liðinu Nymburk í gærkvöld, 90-71. Tryggvi lék lítið í gær en skoraði tvö stig og tók tvö fráköst í leiknum. Zaragoza er í toppsæti riðilsins emð fjóra sigra í fimm leikjum. Spilað var í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og voru alls sjö leikir á dagskrá. Mesta spennan var í viðureign San Antonio Spurs og Atlanta Hawks en leikurinn var tvíframlengdur. Atlanta vann að lokum fimm stiga sigur, 134-129, og er Atlanta nú í 7. sæti Austurdeildarinnar.","summary":"Körfuboltamaðurinn Tryggvi Snær Hlinason er kominn í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í körfubolta. Fyrsta risamót ársins í golfi kvenna hófst í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær"} {"year":"2021","id":"293","intro":"Viðtal við Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, var fjarlægt af Facebook-síðu tengdadóttur hans. Hún segir aðgerðirnar minna á söguþráð skáldsögu George Orwell, 1984.","main":"Bandaríkjaforsetinn fyrrverandi var bannaður af Facebook, Instragram og Twitter eftir innrásina í þinghúsið í Washington þann 6. janúar. Hæstráðendum hjá samfélagsmiðlunum þótti orðræða Donalds Trump í aðdraganda og kjölfar innrásarinnar ala á sundrungu og hatri.\nLara Trump, tengdadóttir forsetans fyrrverandi, hóf nýverið störf hjá Fox fréttastöðinni sem dagskrárgerðarkona. Meðal þess sem hún hefur tekið sér fyrir hendur í nýju starfi er að taka viðtal við Donald Trump. Hún deildi viðtalinu á facebook síðu sinni, en segist í kjölfarið hafa fengið póst frá Facebook. Bréfið birtir hún á Instagram síðu sinni þar sem segir að viðtalið hafi verið fjarlægt. Birting þess brjóti í bága við ákvörðun um úthýsingu Donalds Trump á Facebook, verði efni með honum áfram deilt á síðu Löru Trump gæti þurft að grípa til aðgerða þar líka.\nLara, sem er gift Eric Trump, syni forsetans fyrrverandi, skrifaði í færslu með bréfabirtingunni að aðgerðirnar minntu á söguþráðinn í skáldsögu George Orwells, 1984.","summary":"Tengdadóttir Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segir facebook hafa fjarlægt viðtal sem hún tók við hann. Trump var bannaður á samfélagsmiðlinum eftir innrásina í þinghúsið í Washington í janúar. "} {"year":"2021","id":"293","intro":"Fyrstu tveir farþegarnir fóru í farsóttahús í morgun, í samræmi við nýjar reglur sem tóku gildi á landamærunum í dag. Von er á allt að 400 farþegum til viðbótar í farsóttahús í dag, þótt sú tala geti einnig orðið mun lægri.","main":"Og eins og áður segir tóku strangari sóttvarnareglur á landamærunum gildi á miðnætti. og nú þurfa þau sem koma hingað frá áhættusvæðum að fara í farsóttarhús á milli fyrri og seinni sýnatöku. Sex flugvélar lenda á Keflavíkurflugvelli í dag, þrjár frá áhættusvæðum; Póllandi, Svíþjóð og Hollandi. Þær koma seinni partinn og í kvöld. Enn er óljóst hversu margir farþegar þurfa að fara í farsóttarhús í dag, en það fer meðal annars eftir því hvaðan þeir koma upphaflega, og hvort þeir framvísi vottorði um bólusetningu. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, segir fyrstu farþegana hafa mætt á Fosshótel Reykjavík í morgun.\nFyrstu farþegar voru að koma fyrir svona hálftíma eða svo. Voru bara tveir þannig að það var ágætt að fara í gegnum ferlið með þeim. Það hefði samt kannski verið betra að fá 10 manns til þess að við myndum vera alveg örugg á kerfunum.\nÞessi vél sem var að koma í morgun, hún var að koma frá London sem er ekki skilgreint áhættusvæði?\nNei það er ekki skilgreint áhættusvæði samkvæmt lista frá sóttvarnarlækni. Hins vegar voru þarna tveir farþegar í því flugi sem höfðu komið frá dökkrauðum svæðum. Þannig að við þurfum að hýsa þá.\nHvað áttu svo von á mörgum hingað í dag?\nÞetta er mjög góð spurning. Við vitum það ekki alveg ennþá. Við búumst við að þetta geti verið á bilinu 300 til 400 manns. En það gætu orðið mun færri, við bara vitum það ekki. Eins og London vélin sýndi, það voru bara 12 farþegar þar en við bjuggumst við fleiri farþegum.\n300 til 400 manns, fer það ekki langt með að fylla hótelið?\nÞað gæti gert það. En einhverjir eru að ferðast saman og geta verið saman á herbergjum. En það verður líklega þétt setið hjá okkur eftir daginn, það er alveg ljóst.\nVeistu svo hvað þú átt von á mörgu fólki á næstu dögum eða rennur þú alveg blint í sjóinn með það?\nÉg renn alveg blint í sjóinn með það.\nEn er ekki hætt við að þetta hótel yfirfyllist af fólki í sóttkví?\nJú það getur gerst og þá verðum við að bregðast við. Og sá undirbúningur er hafinn, að vera viðbúinn ef þetta fyllist, að opna á fleiri stöðum.","summary":"Fyrstu tveir farþegarnir komu í farsóttahús í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar reglur sem tóku gildi í dag. Von er á allt að 400 farþegum í farsóttahús í dag. "} {"year":"2021","id":"293","intro":"Formaður Lögmannafélags Íslands segir það fela í sér gríðarlega frelsissviptingu að skikka fólk í farsóttarhús við komuna til landsins. Hún býst við að látið verði reyna á úrræðið fyrir dómstólum mjög fljótlega.","main":"Með breytingum sem voru gerðar á sóttvarnalögum í febrúar fengu stjórnvöld heimild til að koma á fót farsóttarhúsum. Frá og með deginum í dag þurfa allir ferðamenn, óháð þjóðerni, sem að koma frá áhættusvæðum, eða rauðum ríkjum, að dvelja fimm daga í húsinu og hafa þeir ekkert val þar um. Hægt er að veita undanþágur en til þess þurfa að vera mjög sérstakar ástæður. Óheimilt er að fara út af sóttvarnahúsinu á meðan dvöl stendur en heimilt er að koma smámunum, svo sem tölvum og afþreyingarefni, til íbúa með milligöngu starfsfólks.\nEfasemdir hafa komið upp um lögmæti þess að skikka ferðamenn í farsóttarhús, sér í lagi íslenska ríkisborgara sem eiga heimili á Íslandi. Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélags Íslands, segir þetta mikla skerðingu á frelsi fólks.\nBerglind bendir á að hægt er að láta reyna á þetta úrræði fyrir dómstólum, rétt eins og í málum er varða gæsluvarðhald og lögræðissviptingar. Úrskurður ætti þá að liggja fyrir fljótlega og kostnaður við málareksturinn falla á ríkissjóð.\nÉg á fastlega von á því að það verði látið á þetta reyna bara fljótt og örugglega.\nÞað er heimild til að setja þessi farsóttarhús af stað, en ná þau til íslenskra ríkisborgara, ná þau til aðila sem hafa í önnur hús að vernda. Mig minnir að þetta hafi verið reynt í Noregi og þau þurftu að bakka með það.","summary":"Formaður Lögmannafélags Íslands býst við að fljótlega verði látið reyna á reglur um farsóttarhús fyrir dómstólum enda felist í þeim gríðarleg skerðing á frelsi fólks. "} {"year":"2021","id":"293","intro":"Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gagnrýnir Evrópusambandið harðlega fyrir óásættanlegan hægagang í bólusetningu. Tafir verða einnig á bólusetningu vestanhafs vegna mistaka í framleiðslu á bóluefni Johnson & Johnson.","main":"Bólusetning gengur hægar en gert var ráð fyrir í flestum Evrópuríkjum og smitum fjölgar enn hratt. Um 13 prósent fullorðinna Evrópubúa hafa verið bólusettir en til samanburðar er hlutfallið 52 prósent í Bretlandi. Hans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, sagði í yfirlýsingu í dag að hraða þyrfti á framleiðslunni, koma í veg fyrir allar hindranir í bólusetningu og nýta hvern einasta dropa. Hann lýsti einnig áhyggjum af alvarlegri stöðu faraldursins í Evrópu og varaði við samkomum og ferðalögum í tengslum við hátíðahöld á næstu vikum.\nEn í Bandaríkjunum verða tafir á dreifingu tug milljóna skammta bóluefnis Johnson & Johnson eftir að um fimmtán milljón skammtar af efninu eyðilögðust fyrir mistök í framleiðsluferlinu. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna rannsakar nú gæðastaðla Emergent BioSolutions verksmiðjunnar. Verksmiðjan framleiðir sömuleiðis bóluefni AstraZeneca. Vonir hafa staðið til að bóluefni Johnson & Johnson hraðaði bólusetningum vestra enda þarf ekki nema einn skammt af því.","summary":"Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gagnrýnir Evrópusambandið fyrir óásættanlegan hægagang í bólusetningu og lýsir yfir áhyggjum af stöðu faraldursins. "} {"year":"2021","id":"293","intro":"Armenía er eina liðið sem er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina í J-riðli undankeppni HM karla í fótbolta. Ísland fékk sín fyrstu þrjú stig í riðlinum gegn Liechtenstein í gær en Þýskaland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni HM í 20 ár í gærkvöld.","main":"Ísland vann Liechtenstein 4-1 í Vaduz í Liechtenstein í gærkvöld. Birkir Már Sævarsson og Birkir Bjarnason skoruðu tvö mörk fyrir Ísland í fyrri hálfleik og þeir Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson bættu tveimur mörkum við í þeim síðari. Yannick Frick skoraði mark Liechtenstein beint úr hornspyrnu á 79. mínútu. Eftir sigurinn í gær er Ísland með þrjú stig í J-riðli undankeppninnar en Liechtenstein er án stiga. Tveir aðrir leikir voru spilaðir í riðlinum í gær. Armenía vann Rúmeníu 3-2 og hafa Armenar því unnið alla þrjá leiki sína í riðlinum. Óvæntustu úrslit riðilsins í gær komu í Duisburg í Þýskalandi en þar vann Norður-Makedónía 2-1 sigur á Þýskalandi. Þetta var fyrsta tap Þjóðverja í undankeppni HM frá árinu 2001 þegar Þýskaland tapaði 5-1 fyrir Englandi. Þjóðverjar eru með 6 stig í riðlinum, líkt og Norður-Makedónía en Rúmenía er, líkt og Ísland, með þrjú stig. Næstu leikir undankeppninnar verða spilaðir í september en þá spilar Ísland fimm heimaleiki í röð. Í júní spilar íslenska liðið tvo vináttuleiki, við Færeyjar og Pólland, áður en undankeppnin heldur áfram. Arnar Þór Viðarsson er þjálfari karlalandsliðsins.\nsagði Arnar Þór í viðtali við RÚV eftir leikinn í gær.","summary":"Þýskaland tapaði sínum fyrsta leik í undankeppni HM í 20 ár í gær fyrir Norður-Makedóníu í riðli Íslands. Armenía er eitt á toppi riðilsins en Ísland nældi í sín fyrstu stig í gær."} {"year":"2021","id":"294","intro":"Stjórnvöld í Washington fyrirskipuðu í morgun að allir bandarískir erindrekar í Mjanmar skyldu sendir heim, aðrir en þeir sem þyrftu að vera þar af brýnni nauðsyn. Bandaríska utanríkisráðuneytið segir þetta gert með öryggi starfsmanna og fjölskyldna þeirra í huga.","main":"Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið hafa boðað refsiaðgerðir gegn fulltrúum herforingjastjórnarinnar sem rændi völdum í Mjanmar fyrir tveimur mánuðum og fyrirtækjum tengdum hernum. Fleiri hafa brugðist við, en Toshimitsu Motegi, utanríkisráðherra Japans, tilkynnti á þingi í morgun að allri nýrri efnahagsaðstoð við Mjanmar yrði frestað. Með þessu vildu stjórnvöld í Tókýó senda skýr skilaboð, en Mjanmar hefði hvergi fengið meiri efnahagsaðstoð en frá Japan. Boðað hefur verið til fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag um ástandið í Mjanmar. Það voru Bretar, fyrrverandi nýlenduherrar, sem báðu um fundinn. Vaxandi spennu gætir meðal hinna ýmsu þjóðarbrota í Mjanmar vegna ástandsins í landinu og hörku herforingjastjórnarinnar í garð mótmælenda. Nokkrir hóta aðgerðum, en Þjóðfrelsisfylking Karenþjóðarinnar, KNLA, lét til skarar skríða um helgina og réðst á herstöð í austurhluta landsins. Herforingjastjórnin svaraði með loftárásum á bækistöðvar þeirra og þorp. Um sjö þúsund hröktust á flótta, þar af fóru um þrjú þúsund yfir landamærin til Taílands. Flestir hafa snúið aftur, en sumir segjast hafa verið þvingaðir til baka.","summary":null} {"year":"2021","id":"294","intro":"Sérfræðingar frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun fóru um helgina að gosstöðvunum til að mæla flúormengun í úrkomu, og tóku einnig sýni úr pollum. Niðurstöður liggja nú fyrir og sýna þær talsverða flúormegnun í regnvatni við gosstöðvarnar.","main":"Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, segir að um tvö tonn af flúorgasi streymi úr gosinu á dag, sem gæti hljómað mikið, en til samanburðar voru það um 40 til 50 tonn á dag í gosinu í Fimmvörðuhálsi. Hins vegar er að mælast töluverð flúormengun í regnvatninu alveg við gosstöðvarnar. Vatnið er mjög súrt, bæði vegna flúor og saltsýru, með PH gildi undir þremur. Flúormagnið í regnvatninu er um 80 milligröm á hvern lítra, en neysluvatnsviðmiðið er eitt milligramm. Andri segir það undir Matvælastofnun og sóttvarnaryfirvöldum komið hvernig leiðbeiningarnar verða, en mælist til þess að fólk sé ekki að drekka úr pollum á svæðinu og ekki leyfa hundum að gera það heldur.","summary":null} {"year":"2021","id":"294","intro":"Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar vill láta rannsaka frekar uppruna kórónuveirunnar, meðal annars þá tilgátu að hún hafi borist frá rannsóknarstofu í Kína. Hann segir að ekki sé búið að útiloka neinar tilgátur um uppruna veirunnar.","main":"Kínverskir vísindamenn og sérfræðingar á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar kynntu í gær skýrslu um rannsókn sem fram fór í Kína í janúar um kórónuveiruna og uppruna hennar. Í skýrslunni segir að enn sé uppruni veirunnar ekki ljós, en líklegasta skýringin sé að hún hafi borist í menn frá leðurblökum í gegnum þriðja hýsil. Sú tilgáta að veiran hafi borist frá rannsóknarstofu í Wuhan sé afar ólíkleg. Peter Ben Embarek, sem fór fyrir hópi sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Kína, sagði í gær að ekki væri þó hægt að útiloka neitt í þeim efnum. Tedros Ghebreyesus, yfirmaður stofnunarinnar, kveður þær skýringar sem fram komi í skýrslunni ekki fullnægjandi og að upprunann verði að rannsaka frekar. Hann segir að fram hafi komið í samtölum við þá sem tekið hafi þátt í rannsókninni í Kína að erfiðlega hafi gengið að fá frumgögn frá heimamönnum. Ráðamenn í Peking segja hins vegar að viðhaft hafi verið fullt gagnsæi. Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt framgöngu og upplýsingagjöf Kínverja í kórónuveirufaraldrinum. Í gær birtu þeir ásamt þrettán öðrum ríkjum yfirlýsingu um nýbirta skýrslu og sögðu þar skorta bæði mikilvægar upplýsingar og gögn.","summary":"Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir ekki búið að útiloka neina tilgátu um uppruna kórónuveirunnar. Hann vill frekari rannsókn - þar á meðal á hvort veiran hafi borist frá rannsóknarstofu í Wuhan."} {"year":"2021","id":"294","intro":"Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvunum klukkan sex að morgni fram yfir páska og lokað klukkan sex að kvöldi - eða fyrr ef nauðsyn krefur. Byrjað verður að rýma gossvæðið klukkan tíu á kvöldin. Þetta kynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum í morgun. Umferðaröngþveiti myndaðist á Grindavíkurvegi í gær og Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir augljóst að grípa þurfi til aðgerða til að hlífa Grindvíkingum.","main":"Maður upplifir þetta þannig að bæjarfélagið er komið í gíslingu. Eins og einhver myndi leggja þjóðveg í gegnum bæinn án þess að spyrja kóng eða prest. Ég veit að fólk komst ekki í búðina, ekki inn í bæinn og ekki út úr bænum. Fólk var fast við Þorbjörn með krakkana sína. Svo voru erfiðleikar með að koma sjúkrabílum inn og út úr bænum\nAð minnsta kosti tvö þúsund manns hafa lagt leið sína að gosstöðvunum það sem af er degi. Rúmlega fimm þúsund manns skoðuðu eldgosið í gær og alls hafa nú hátt í 24 þúsund manns lagt leið sína þangað að talið er. Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður á Suðurnesjum, situr í aðgerðastjórn í Grindavík. Hann segir að lögreglan sé í viðbragðsstöðu til að grípa fyrr inn í en gert var í gær.\nVið verðum að vera viðbúin því að stýra fólki frá þannig að við lendum ekki í svona mikilli biðröð. Þetta skapar bara aðra hættu, það var einn árekstur hérna í bænum bara útaf þessu. Nú erum við meðvituð um að þetta má helst ekki skapast aftur.\nHjálmar segir líka að nokkuð hafi færst í aukana að fólk slasist á leiðinni að gosstöðvunum, enda sé of algengt að göngufólk sé illa búið. Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að ekki hafi verið rætt að rukka inn á svæðið en þó komi til greina að leggja á bílastæðagjald.\nþað er takmörkuð auðlind og það er verið að leggja kostnað og fyrirhöfn í að útbúa bílastæði sem næst gönguleiðinni. Þá væri það bara til þess að standa undir kostnaði landeigenda og svo að einhverju leyti stuðningur við björgunarsveitirnar að rukka bílastæðagjald.","summary":"Opnað verður fyrir umferð að gosstöðvunum í Geldingadölum klukkan sex að morgni fram yfir páska og lokað klukkan sex að kvöldi. Grindvíkingar komust illa leiðar sinnar í gær vegna umferðar og lögreglan á Suðurnesjum ætlar að grípa hraðar inn í á næstu dögum. "} {"year":"2021","id":"294","intro":"Átta greindust með kórónuveirusmit í gær. Þar af voru fimm utan sóttkvíar. Engar vísbendingar eru um tengsl milli þeirra sem greindust.","main":"Öll þessi smit eru af völdum nokkurra undirtegunda af breska afbrigðinu. Flestir sem að hafa greinst í sóttkví tengjast smitum sem komu upp í grunnskólum hérna á höfuðborgarsvæði. Stóran hluta þeirra sem hafa greinst utan sóttkvíar má rekja til ferðamanns eða ferðamanna sem greinst hafa í seinni skimun og virðist hafa farið óvarlega í sinni 5 daga sóttkví.\nSagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Ekki er búið að rekja smitin sem greindust í gær. Einn greindist í seinni skimun á landamærum og annar bíður mótefnamælingar. Þeim sem eru í sóttkví fækkar verulega, úr 972 niður í 405. 38 hafa nú greinst í fjórðu bylgju faraldursins.\nÞórólfur segist binda vonir við að það takist að ná böndum á smit á næstu vikum. Núgildandi aðgerðir innanlands verða í gildi til að minnsta kosti 15. apríl. Páskarnir eru framundan og margir hafa þegar lagt leið sína eða hyggjast leggja leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum.\nÞað eru ekki neinar vísbendingar um að þessi smit hafi komið upp eða orðið þar, þetta eru svona stök tilfelli sem eru að koma hingað og þangað, ég held að við þurfum fleiri einstaklinga svo að það sé hægt að rekja það á sameiginlega staði, en við erum með augun opin fyrir því.\nVið erum ekki að hvetja fólk til ferðalaga\nÞeir sem finna fyrir einkennum geta farið í sýnatöku um páskana:","summary":"Átta greindust innanlands með kórónuveirusmit í gær. Þar af voru fimm utan sóttkvíar. Skólastarf með ákveðnum takmörkunum hefst á öllum skólastigum strax eftir páska."} {"year":"2021","id":"294","intro":"Hafrannsóknastofnun leggur til að veiða megi allt að níu þúsund tonn af grásleppu í ár, nærri 75 prósentum meira en í fyrra. Formaður Landssambands smábátaeigenda segir mikla óvissu í upphafi vertíðar og verð fyrir afurðir afar lágt.","main":"Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um grásleppuveiði byggir að mestu á stofnvístölu úr stofnmælingu botnfiska í mars, svokölluðu togararalli. Hún var sú hæsta frá upphafi mælinga árið 1985. Lagt er til að veiðar á grásleppu verði ekki meiri en 9.040 tonn á vertíðinni sem er um 74% hækkun milli ára. Þá er lagt til að upphafskvóti verði 3.174 tonn, samanborið við 1.459 tonn í upphafi síðustu vertíðar. Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, gleðst yfir fréttum af sterkum stofni grásleppu, sem komi grásleppusjómönnum reyndar ekkert á óvart.\nÞað ríkir hins vegar mikil óvissa um hve margir muni halda til grásleppuveiða í ár. Eins og fram hefur komið eru markaðir fyrir heila grásleppu í Kína nánast lokaðir og lágt verð er fyrir grásleppuhrogn enn sem komið er.","summary":null} {"year":"2021","id":"294","intro":"Ráðherra ferðamála gagnrýndi í gær þær ströngu sóttvarnaaðgerðir sem nú eru í gildi og sagði illmögulegt að elta uppi fólk, sem ætti að vera í sóttkví. Hagfræðiprófessor segir glapræði að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum 1. maí.","main":"Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor sagði í Kastljósi í gærkvöld að stjórnvöld þyrftu að standa áfram vörð um þann hluta hagkerfisins, um 90 prósent, sem virtist vera að standa faraldurinn af sér. Frekari opnun landamæranna gæti hleypt öllu í uppnám. Ferðaþjónustan jafngilti þeim 10 prósentum hagkerfisins sem væru í frosti.\nSvo er verið að segja að erlendir ferðamenn séu að koma hingað að skoða nýja eldfjallaþjóðgarðinn okkar, sem mun vonandi efla tekna í framtíðinni. En það er bara of snemmt að opna núna.\nErtu þá að segja að þessi áform stjórnvalda að opna landið 1. maí með þessu litakóðunarkerfi, að það sé bara algjört glapræði?\nJá. Mér finnst að það ætti að búa til áætlun sem hugsar um heildarhagsmuni, en ekki bara eina atvinnugrein. Og reyna að varðveita þetta sumar sem ferðasumar fyrir Íslendinga. Hver Íslendingur eyðir mjög miklu í samanburði við erlenda ferðamenn.\nÞórdís Kolbrún Reykfjörð G ylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali á Hringbraut í gær að hún setti spurningarmerki við margt varðandi sóttvarnaaðgerðir stjórnvalda. Hún sagði meðal annars að tekið hefði fulllangan tíma að aflétta ströngum aðgerðum og að stefna að veirufríu landi væri útópía. Varðandi hert eftirlit með fólki sem ætti að vera í sóttkví og þær reglur sem tækju gildi á morgun, að skylda fólk í farsóttahús ef það kemur frá löndum þar sem mikið er um smit, sagði Þórdís að það væri ekki hægt að elta fólk inn í landið og út um allt. Þá sagði ráðherra sömuleiðis að á einhverjum tímapunkti hlyti að vera hægt að segja að þótt það greindist einstaka smit innanlands og á landamærunum, að þá yrði það bara allt í lagi. Ekki náðist í ráðherra við vinnslu fréttarinnar í morgun.\nFinnst þér óeðlilegt að veita ferðamönnum einhvers konar eftirlit?\nVið getum náttúrlega ekki elt fólk inn í landið og út um allt en við erum að reyna að sauma í þessi göt á landamærunum og mér finnst við hafa gengið mjög langt í þeim efnum.\nÉg held að það sé ekki hægt að herða þær mikið frekar, segir Þórdís.\nErt þú ósátt við þær ströngu aðgerðir sem hefur verið gripið til hér?\nMér hefur stundum fundist við kannski fulllengi að aflétta og mér hefur fundist við taka svolítinn snúning frá því að tala um að fletja út kúrfu og halda stjórn yfir í það að stefna að veirufríu landi sem er útópía, sagði ráðherra.\nFrá og með morgundeginum þurfa allir ferðamenn sem koma frá löndum þar sem ástand veirunnar er slæmt, að fara í farsóttarhús í sóttkví. Svo eftir einhverja daga þurfa þeir að greiða sjálfir fyrir dvölina þar. 10 þúsund með mat.\nFinnst þér óeðlilegt að veita ferðamönnum einhvers konar eftirlit?\nVið getum náttúrlega ekki elt fólk inn í landið og út um allt en við erum að reyna að sauma í þessi göt á landamærunum og mér finnst við hafa gengið mjög langt í þeim efnum.\nÉg held að það sé ekki hægt að herða þær mikið frekar, segir Þórdís.\nÁ síðastliðnum tólf dögum hafa 53 greinst með COVID-19 innanlands. Af þeim voru tíu utan sóttkvíar við greiningu. Á sama tíma hafa 38 virk smit greinst á landamærunum, 23 í fyrri skimun og fimmtán í þeirri seinni.\n53 innanlandssmit á 12 dögum - Um helgina greindust tíu með virkt smit innanlands og af þeim voru þrír utan sóttkvíar. Sóttvarnalæknir segir það valda áhyggjum af þrjár tegundir veirunnar sem greinst hafi innanlands hafi ekki greinst á landamærunum.\nÞað eru ekki forsendur fyrir því að fólk geti komið hérna inn og verið hér í örfáa daga sem eru færri en sóttkvíardagar og það þarf að taka fyrir það, sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.\nTíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, níu af þeim voru þegar í sóttkví. 109 eru nú í einangrun með virkt smit og einn á sjúkrahúsi. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. 972 eru í sóttkví. Frá því að aðgerðir voru hertar innanlands fyrir tæpri viku hafa aðeins fimm greinst utan sóttkvíar.\nNú stendur til að farþegar frá löndum, þar sem ástand veirunnar er slæmt, verði skyldaðir til dvalar í sóttvarnahúsi meðan á sóttkví stendur. Þórdís Kolbrún segir að vart sé hægt að herða ráðstafanir á landamærum frekar.\nÉg held að það sé ekki hægt að herða þær mikið frekar, segir Þórdís.\nVið getum náttúrlega ekki elt fólk inn í landið og út um allt en við erum að reyna að sauma í þessi göt á landamærunum og mér finnst við hafa gengið mjög langt í þeim efnum.\nVið erum með borgaraleg grundvallarréttindi fólks, sem við erum og fólk almennt frekar tilbúin að afhenda í þessu ástandi.","summary":null} {"year":"2021","id":"295","intro":"Þrenn vopnuð samtök minnihlutahópa í Mjanmar fordæma herforingjastjórnina og boða samstarf við aðra minnihlutahópa hætti öryggissveitir ekki ofbeldi og drápum á mótmælendum.","main":"Þrenn vopnuð samtök minnihlutahópa í Mjanmar sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau hvöttu herforingjastjórnina til að hætta að beita skotvopnum gegn mótmælendum og beita sér fyrir pólitískri lausn á ástandinu í landinu. Ef ekki myndu þau taka höndum saman við alla minnihlutahópa í landinu sem tækju þátt í byltingunni gegn herforingjastjórninni.\nSamkvæmt sérfræðingum hjá International Crisis Group eru um tuttugu fylkingar uppreisnarmanna í Mjanmar. Flestar leggja höfuðáherslu á aukna sjálfstjórn í heimahéraði, þar á meðal í héruðunum Kachi og Shan í norðurhluta landsins, Rakhine í vestri og Karen í suðri. Talsmaður einnar þeirra, Arakan-hersins, sagði í morgun að morð á saklausum borgurum væru ekki líðandi, en margar fylkingar hafa fordæmt valdarán hersins undanfarna daga. Herinn í Mjanmar svaraði um helgina með loftárásum á bækistöðvar Þjóðfylkingar Karenmanna, elstu fylkingar uppreisnarmanna í landinu, en það voru fyrstu loftárásir á stöðvar hennar í tuttugu ár. Að minnsta kosti 510 almennir borgarar hafa verið skotnir til bana í mótmælum gegn herforingjastjórninni síðan hún tók völdin í Mjanmar fyrir tæpum tveimur mánuðum. Hafa öryggissveitir beitt æ meiri hörku gegn mótmælendum síðustu vikur.","summary":"Þrenn vopnuð samtök minnihlutahópa í Mjanmar fordæma herforingjastjórnina og boða samstarf við aðra minnihlutahópa, hætti öryggissveitir ekki ofbeldi og drápum á mótmælendum."} {"year":"2021","id":"295","intro":"Portúgalar ætla að senda hermenn til að aðstoða herinn í Mósambík í baráttunni gegn íslömskum vígamönnum í norðurhluta landsins. Bandaríkjamenn hafa einnig heitið stjórnvöldum í Mósambík stuðningi.","main":"Portúgal ætlar að senda sextíu hermenn til Mósambík til að hjálpa stjórnarhernum í landinu í baráttunni gegn íslömskum vígamönnum. Augusto Santos Silva, utanríkisráðherra Portúgals, greindi frá þessu í gærkvöld.\nRáðherrann sagði að undirbúningur væri hafinn og að hermennirnir yrðu sendir á næstu vikum. Þeir myndu meðal annars hjálpa til við þjálfun sérsveita í her Mósambík. Landið var áður nýlenda Portúgals en hlaut sjálfstæði árið 1975 eftir langvarandi stríð. Mikil spenna hefur verið í héraðinu Cabo Delgado í norðurhluta Mósambík undanfarin ár. Stjórnarherinn hefur barist við herská samtök íslamista sem lýst hafa yfir hollustu við samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Þúsundir hafa fallið og hundruð þúsunda hrakist frá heimkynnum sínum. Um helgina náðu íslamistar bænum Palma á sitt vald og herma fregnir að fjöldi bæjarbúa hafi verið drepinn og margir lagt á flótta. Stjórnvöld hafa auk þess áhyggjur af gasframleiðslu sem til stendur að hefja skammt undan landi. Bandaríkjastjórn lýsti yfir í gær að að hún ætlaði að veita stjórninni í Mósambík stuðning í baráttunni gegn vígamönnum og við að uppræta samtök þeirra.","summary":"Portúgalar ætla að senda hermenn til að aðstoða herinn í Mósambík í baráttunni gegn íslömskum vígamönnum í norðurhluta landsins. Bandaríkjamenn hafa einnig heitið stjórnvöldum í Mósambík stuðningi."} {"year":"2021","id":"295","intro":"Ítalir áforma að skylda alla sem koma frá ríkjum Evrópusambandsins í fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Þeir byrjuðu í morgun að nota á ný bóluefni frá AstraZeneca eftir nokkurt hlé.","main":"Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu byrjuðu á ný í morgun að nota bóluefni frá AstraZeneca eftir nokkurt hlé. Áformað er að skylda alla sem koma til landsins í sóttkví.\nHafin er á ný umfangsmikil bólusetning á Ítalíu með bóluefni frá AstraZeneca og voru Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, og eiginkona hans, Maria Serenella Cappello, meðal þeirra fyrstu sem fengu fyrri skammtinn í morgun. Ítalir eins og margir aðrir gerðu hlé á notkun bóluefnisins fyrr í þessum mánuði vegna frétta um nokkur tilfelli blóðtappa eftir bólusetningu með því. Ítalía varð strax illa úti í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins og glímir nú við þriðju bylgjuna. Yfir 108.000 hafa látist úr COVID-19 á Ítalíu. Ríflega þrjár milljónir manna hafa lokið þar bólusetningu, það er að segja fengið tvo skammta bóluefnis, en 3,6 milljónir til viðbótar hafa fengið fyrri skammtinn. Fréttastofan AFP hafði eftir heimildarmanni innan ítalska heilbrigðisráðuneytisins í morgun að áformað væri að skylda alla þá sem kæmu til landsins frá öðrum ríkjum Evrópusambandsins að fara í fimm daga sóttkví við komuna þangað og síðan í skimun, en einungis þeir fengju að koma sem greinst hefðu áður neikvæðir í heimalandi sínu og væru með staðfestingu meðferðis. Heimildarmaður AFP sagði að Roberto Speranza heilbrigðisráðherra myndi leggja blessun sína yfir áformin í dag, en sagði ekki ljóst hvenær nýjar reglur tækju gildi eða hversu lengi þær giltu.","summary":"Ítalir áforma að skylda alla sem koma frá ríkjum Evrópusambandsins í fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Þeir byrjuðu í morgun að nota á ný bóluefni frá AstraZeneca eftir nokkurt hlé."} {"year":"2021","id":"295","intro":"Talið er að um 16.000 manns séu þegar búin að sjá gosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga en um 5.600 manns fóru að gosstöðvunum á sunnudag.","main":"Þegar mest lét er talið að um 140 manns úr björgunarsveitum hvaðanæva að á landinu hafi komið til aðstoðar á gosstöðvunum.\nFannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir viðamikið verkefni að koma skipulagi á svæðið umhverfis gosstöðvarnar.\n10 milljóna króna framlagi úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis var veitt til verkefnisins.\nVið þökkum kærlega fyrir þetta framlag og ekki síður þann móralska stuðning sem felst í þessu, \u001eÞað er að mörgu að hyggja og eins og ég var að nefna, gönguleiðin hefur verið stikuð, það er búið að útbúa plan fyrir aðstöðu, við erum að setja upp salrnisaðstöðu og skilti, merkingar og bílastæði og frágangur ýmiskonar.Við höfum líka þurft að bæta í búnað björgunarsveitanna. Þannig að þetta er mjög vel þegið, sagði Fannar. Hvort sem það dugar eða ekki stendur Grindavíkurbær bara undir því sem upp á vantar, það er ekki vandamálið.\nþetta er mikið verkefni sem maður áttar sig ekki á fyrr en á reynir","summary":"Talið er að um 16.000 manns séu þegar búin að sjá gosið í Geldingadölum "} {"year":"2021","id":"295","intro":"Börn þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir tíma hjá talmeinafræðingi. Dæmi eru um að 900 börn séu á biðlista eftir tíma.","main":"Börn þurfa að bíða í 17 til 36 mánuði eftir tíma í talþjálfun. Formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi segir að of fáir talmeinafræðingar séu að störfum og að ákvæði í rammasamningi hamli nýliðun í stéttinni.\nFjölmörg börn eiga erfitt með mál, tal og tjáskipti. Talmeinafræðingar vinna við að greina vandamálin, og þjálfa börn þannig að þau nái betra valdi á tali og tjáskiptum. En biðlistar eftir tíma hjá talmeinafræðingum eru mjög langir. Kristín Theódóra Þórarinsdóttir er formaður Félags talmeinafræðinga á Íslandi.\nÞað virðist vera þannig núna að börn þurfi að bíða frá 17 og upp í 36 mánuði samkvæmt athugun sem var gerð fyrir stuttu. Þetta er gríðarlega langur tími.\nOg hvað eru þá mörg börn á biðlistum?\nVið höfum dæmi um að það séu 900 börn á biðlista á einni stofu. Þannig að þetta er gríðarlegur fjöldi sem er að bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga.\nKristín segir að það sé mjög slæmt fyrir börnin að þurfa að bíða svo lengi eftir þjónustu, og að það geti skert lífsgæði þeirra til muna. Þá geti þessi staða verið íþyngjandi bæði fyrir menntakerfið og heilbrigðiskerfið. Kristín segir að of fáir talmeinafræðingar séu starfandi. Núverandi rammasamningur hamli nýliðun í stéttinni, og þá sérstaklega eitt ákvæði í þeim.\nÞetta er tveggja ára ákvæði sem kveður á um það að talmeinafræðingar þurfi að afla sér tveggja ára starfsreynslu til þess að geta farið á rammasamning og sinnt börnum á stofum, þeim börnum sem þurfa virkilega á þjónustu að halda. Þetta eru börn sem eru með alvarleg málþroskafrávik og það eru þessi börn sem eru að bíða í þennan langa tíma. Og við viljum bregðast við því.\nHafið þið vakið athygli stjórnvalda á þessum vanda?\nJá við höfum gert það. Við höfum sent minnisblað til heilbrigðisráðherra til dæmis, og kynnt honum þetta vandamál. En við tölum svolítið fyrir daufum eyrum og finnst það miður að stjórnvöld hafi ekki skilning á þessu vandamáli. Við teljum að það þurfi að bregðast við þessu sem fyrst.","summary":"Börn þurfa að bíða í allt að þrjú ár eftir tíma hjá talmeinafræðingi. Dæmi eru um að 900 börn séu á biðlista. "} {"year":"2021","id":"296","intro":"Héraðssaksóknari hefur ákært Jónmund Guðmarsson, fyrrum bæjarstjóra á Seltjarnarnesi og fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins fyrir meiriháttar brot á skatta- og bókhaldslögum. Meint brot voru framin eftir að hann lét af þeim störfum. Ákæran verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness eftir páska.","main":"Í ákærunni er Jónmundi gefið að sök að hafa oftalið rekstrargjöld félagsins Polygon, sem hann á 99 prósent hlut í, um nærri 95 milljónir.\nSaksóknari telur hann hafa staðið skil á efnislega röngum skattframtölum félagsins vegna þriggja ára, 2014, 2015 og 2016. Það hafi hann gert með því að færa til gjalda í skattskilum félagsins tilhæfulausan kostnað.\nÞetta voru annars vegar greiðslur til félags með aðsetur í Frankfurt í Þýskalandi og hins vegar kostnaður vegna kaupa á vörum og þjónustu og fyrning eigna, sem hvort tveggja var rekstri Polygon óviðkomandi heldur í reynd í þágu Jónmundar persónulega.\nGreiðslurnar til félagsins í Þýskalandi eru umfangsmestar en samkvæmt ákæru saksóknara nema þær um 93 milljónum. Í ákærunni er einnig að finna greiðslur til úrsmiðsins Frank Michelsen, Svefns og heilsu, Hörpu, Hugo Boss og World Class sem saksóknari telur að hafi verið rekstri félagsins Polyogon óviðkomandi.\nJónmundur er einnig ákærður fyrir að rangfæra bókhald Polygon á þessum árum, það hafi gefið ranga mynd af viðskiptum og notkun fjármuna félagsins, sérstaklega á þann hátt að rekstrargjöld voru oftalin.","summary":null} {"year":"2021","id":"296","intro":"Risaflutningaskipið sem teppt hefur umferð um Súesskurðinn í sex daga situr enn fast. Þrjú hundruð skip bíða þess að komast leiðar sinnar.","main":"Risaflutningaskipið Ever Given teppir enn umferð um Súesskurð, eina fjölförnustu siglingaleið í heimi. Vonast var til að það væri að losna nú í morgun, en stjórnandi björgunaraðgerða segir að töluvert verk sé enn óunnið.\nRekstrarfélag Súesskurðarins sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem sagði að tekist hefði að losa skipið að hluta til af strandstað. Gert var ráð fyrir að það losnaði jafnvel alveg á háflóði klukkan hálf tíu í morgun að íslenskum tíma. Peter Berdowski, forstjóri hollenska björgunarfélagsins Boskalis sem sér um að losa skipið gerði þær vonir að engu í viðtali við hollenska ríkisútvarpið. Hann sagði góðu fréttirnar þó þær að skutur skipsins væri laus. Erfiðasti hlutinn væri hins vegar eftir, að renna skipinu af stað með öllum þeim þunga sem í því er.\nEver Given er 224 þúsund tonn að þyngd og fullfermt ber það tuttugu þúsund gáma, hátt í tífalt fleiri en nýjustu skip Eimskips. Það strandaði í Súesskurðinum á þriðjudag í síðustu viku. Fréttum af ástæðu þess ber ekki saman. Mikið liggur á að losa skipið, þar sem um það bil þrjú hundruð flutninga- og olíuskip bíða við báða enda skurðarins eftir því að komast um hann. AFP fréttastofan hafði í dag eftir yfirmanni rekstrarfélags skurðarins að það tæki þrjá og hálfan sólarhring að koma umferðinni í samt lag eftir að Ever Given hefur losnað.","summary":"Risaflutningaskipið sem hefur teppt umferð um Súesskurðinn í sex daga situr enn fast. Þrjú hundruð skip bíða þess að komast leiðar sinnar."} {"year":"2021","id":"296","intro":"Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni að erlendir ferðamenn komi hingað til lands í stuttar ferðir til að sjá eldgosið í Geldingadölum og virði þannig sóttkví að vettugi. Erfitt sé að bregðast við slíku.","main":"Fjórir greindust með COVID-19 innanlands í gær, þar af voru tveir ekki í sóttkví. Alls greindust tíu um helgina, þar af þrír utan sóttkvíar. Samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum er verið að rekja smitin sem greindust utan sóttkvíar. Ekki er enn hægt að segja til um hvort smitin tengjast hópsýkingum sem hafa komið upp undanfarna viku.\nÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að frá því að eldgosið hófst hafi verið nokkuð um að erlendir ferðamenn komi hingað gagngert til að sjá gosið og virði allar sóttkvíarreglur og aðrar sóttvarnareglur að vettugi.\nLandamæraverðir og lögregla á Suðurnesjunum hafa ákveðið að taka hart á því og fylgja því eftir og ég er bara mjög ánægður með það.\nMeð því að spyrja fólk og hvetja fólk og benda fólki á, sem kemur hingað til landsins, að það geti ekki farið á gosstöðvarnar. Sérstaklega fólki sem ætlar bara að dvelja hérna nokkra daga, 3-4 daga. Það er eitthvað skrýtið að fólk ætli bara að vera í sóttkví 3-4 daga og fara svo aftur úr landi þannig að það eru allskonar þannig hlutir sem hægt er að skoða.\nEru dæmi um það eftir að eldgosið hófst að fólk sé að koma hingað í svona stuttar ferðir? Já ég held það. Maður heyrir það frá lögreglunni og fleirum.\nÞað er lítið hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta? Við getum reynt að benda fólki á þetta, Auðvitað er það erfitt.","summary":"Nokkuð er um að erlendir ferðamenn komi hingað til lands í stuttar ferðir til að sjá eldgosið í Geldingadölum og fari ekki í sóttkví. Þetta segir sóttvarnalæknir. Lögregla ætlar að taka upp eftirlit við gosstöðvarnar. "} {"year":"2021","id":"296","intro":"Birgir Bieltvedt og hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt Dominos á Íslandi, stærstu skyndibitakeðju landsins, á ný. Kaupverðið er sagt nema rúmum 2,4 milljörðum króna eða 14 milljónum punda.","main":"Birgir á stóran þátt í vinsældum Dominos hér á landi en hann stofnaði íslenska hluta fyrirtækisins árið 1993. 23 Dominos staðir eru nú reknir á Íslandi og hefur meðalsala verið sögð sú mesta hér á landi af öllum þeim stöðum sem starfa undir merkjum Dominos víðs vegar um heim. Rekstrarhagnaður íslenska rekstrarfélags Dominos hefur þó dregist saman og var rúmar hundrað milljónir í fyrra.\nFyrr í mars tók Birgir yfir rekstur Dominos í Svíþjóð af Dominos Pizza Group fyrir um tvær milljónir evra og er hann einnig minnihlutaeigandi í Domino´s í Noregi.\nReksturinn hefur einnig verið með tapi í Noregi og Svíþjóð eftir en Dominos hóf starfsemi þar fyrir um fimm árum.\nBirgir seldi Domino's á Íslandi fyrst árið 2005. Hann keypti starfsemina aftur 2011 eftir að Landsbankinn hafði þá tekið það yfir vegna erfiðrar skuldastöðu og seldi svo Domino's Pizza Group fyrirtækið í áföngum 2017.\nNýr eigendahópur samanstendur af Eyju, félags Birgis, Kristni, í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, Sjávarsýn í eigu Bjarna Ármannssonar. og Lýsi, meðal annars í eigu Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar. Fyrri eigandi veitingastaðarins Pizza Group í Bretlandi, setti íslenska rekstrarfélag Dominos, Pizza Pizza ehf., í formlegt söluferli í fyrra eftir að fyrirtækið tók ákvörðun 2019 um að losa sig við alþjóðlega starfsemi sína og setja meðal annars keðjuna á Íslandi, í Noregi og Svíþjóð í söluferli.\nBirgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos á Íslandi lætur af störfum samhliða söluferlinu.","summary":"Birgir Bieltvedt og hópur íslenskra fjárfesta hefur keypt Dominos á Íslandi, stærstu skyndibitakeðju landsins, á ný. Kaupverðið er sagt nema rúmum 2,4 milljörðum króna."} {"year":"2021","id":"296","intro":"Velferðarnefnd Alþingis ætlar að skila Alþingi þingsályktunartillögu um rannsókn á Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum. Formaður nefndarinnar segir að í rannsókninni verði einnig að skoða aðbúnað fólks á hvers kyns vistheimilum nú á dögum.","main":"Velferðarnefnd Alþingis hyggst skila Alþingi skýrslu og þingsályktunartillögu um rannsókn á vistheimilinu Arnarholti og fleiri sambærilegum heimilum fljótlega eftir páska. Formaður nefndarinnar segir að í þessari vinnu hafi nefndarmenn fengið ábendingar um slæman aðbúnað fatlaðs fólks nú á dögum.\nÍ nóvember greindi fréttastofa RÚV frá slæmum aðbúnaði og ómannúðlegri meðferð sem fólk á vistheimilinu Arnarholti varð fyrir á árunum í kringum 1970. Fréttastofa birti þá gögn sem aldrei höfðu komið fyrir sjónir almennings áður. Eftir þá umfjöllun hefur rannsókn á málinu verið í burðarliðnum, og hefur málið meðal annars verið tekið fyrir í borgarstjórn, borgarráði, forsætisráðuneytinu og hjá Velferðarnefnd Alþingis. Helga Vala Helgadóttir, formaður nefndarinnar, segir að nú hafi verið tekin ákvörðun um næstu skref.\nOg erum núna búin að taka ákvörðun um að senda Alþingi skýrslu um þá vinnu sem við höfum verið í, og jafnframt þingsályktunartillögu um að farið verði í rannsókn á þessum málum.\nÞá rannsókn ekki bara á Arnarholti heldur öðrum heimilum líka?\nJá. Eftir að Arnarholts-málið kom fram í dagsljósið, þá fengum við öll fjölda tilkynninga og ábendinga frá fólki og aðstandendum allt fram í nútímann, á hinum og þessum stöðum. Og þá áttuðum við okkur á því að við erum ekki bara að horfa á fortíðina, heldur þurfum við ekki síður að horfa til dagsins í dag, hvað er að gerast í þessum málum núna. Og þetta er yfirgripsmeira en þetta eina heimili.\nHelga Vala segir að einhugur hafi verið í nefndinni um að fara þessa leið, enda sé málið ekki flokkspólitískt.\nVið ætlum að klára að smíða þessa afurð núna í þessu hléi sem er á þinginu, viku fyrir og eftir páska, og vonandi náum við að skila þinginu þessu fljótlega eftir það.","summary":"Velferðarnefnd Alþingis ætlar að skila Alþingi þingsályktunartillögu um rannsókn á Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum. Formaður nefndarinnar segir að í rannsókninni verði einnig að kanna aðbúnað fólks á hvers kyns vistheimilum nú á dögum."} {"year":"2021","id":"296","intro":"Arnari Þór Viðarssyni landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta og framherjanum Viðari Erni Kjartanssyni ber ekki saman um af hverju Viðar sé ekki í landsliðinu. Arnar segir að félag Viðars hafi ekki gefið honum leyfi, en því hafnar Viðar.","main":"Eftir 2-0 tap fyrir Armeníu í undankeppni HM karla í fótbolta í gærkvöld var því velt upp af hverju framherjinn Viðar Örn Kjartansson væri ekki í landsliðshópnum. Ísland hefur ekki enn skorað í undankeppninni og Viðar sem skoraði 9 mörk í 14 deildarleikjum fyrir Vålerenga í Noregi á síðasta ári hefði hugsanlega getað hjálpað liðinu.\nSagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands. Þessu hafna þó bæði Viðar Örn og Jörgen Ingebrigtsen íþróttastjóri Vålerenga í viðtölum við fotbolta.net í dag. Ingebrigtsen sagði þar að KSÍ hefði falast eftir Viðari en Vålerenga sagt að vegna sóttkvíareglna í Noregi væri félaginu heimilt að banna honum að fara. Það mætti þó ræða frekar væri vilji til þess.\nGuðjón Þórðarson fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands ýjaði svo að því í hlaðvarpinu The Mike Show í gærkvöld að ástæðan fyrir því að Gylfi Þór Sigurðsson væri ekki með landsliðinu núna væri vegna ósættis við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara.\nArnar hefur ákveðið að kalla til fjóra leikmenn 21 árs landsliðsins inn í A-landsliðið fyrir leik Íslands við Liechtentein á miðvikudag. Jón Dagur Þorsteinsson, Willum Þór Willumsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Sveinn Aron Guðjohnsen fara nú í A-landsliðið.","summary":"Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir rangt að ósætti sé milli Gylfa Þórs Sigurðssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen, og að það valdi fjarveru Gylfa með landsliðinu. Þá segir Arnar að Viðar Örn Kjartansson hafi ekki fengið leyfi frá félagsliði sínu til að spila með landsliðinu, en Viðar og félag hans segja það rangt."} {"year":"2021","id":"296","intro":"Samgönguráðherra segir talsverðan áhuga á öllum þeim vegaframkvæmdum sem ríkið hyggst ráðast í í samvinnu við einkaaðila. Markaðsdagur vegna heilsársvegar yfir Öxi verður í lok sumars og eiga framkvæmdir að hefjast á næsta ári.","main":"Til stendur að bjóða út nýjan heilsársveg yfir Öxi um næstu áramót, en vegurinn styttir hringveginn á milli Reykjavíkur og Egilsstaða um rúma 60 kílómetra.\nNúverandi malarvegur um Öxi er lokaður í dag enda er þar engin regluleg vetrarþjónusta. Þó að vegurinn sé hlykkjóttur og brattur malarvegur og slæmur í bleytutíð kýs stór hluti vegfarenda að stytta sé leið um Öxi þegar vegurinn er opinn á sumrin.\nÍbúar á Djúpavogi hafa ekki síst barist fyrir heilsársvegi en um Öxi er minna en klukkustundar akstur til að sækja þjónustu og flugsamgöngur til Egilsstaða. Öxi átti að vera hluti af flýtiframkvæmdum vegna skerðingar á þorskafla 2007. Öllum þeim framkvæmdum er lokið nema Öxi. Krafan um heilsársveg fékk mikinn meðbyr með sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi. Umhverfismati og skipulagi er lokið og forhönnun er á lokastigi. Vegagerðin hóf síðasta sumar að undirbúa verkið, gera jarðvegsathuganir og finna hentugar námur fyrir framkvæmdina.\nKostnaður hefur verið áætlaður 2,8 milljarðar og á helmingur að koma frá einkaaðila sem myndi ná fjárfestingunni til baka með veggjöldum. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að sérstakur markaðsdagur með áhugasömum fjárfestum verði haldinn í lok sumars.\nOg í framhaldi af því þá fer útboðsferli fram bæði um hönnunina og framkvæmdina. Með þessu þá fáum við breiðari þátttöku og fleiri sérfræðinga bæði að hönnun og framkvæmd og síðan er stefnt að útboði á veginum um Öxi um áramót og framkvæmdir hæfust þá á næsta ári. (En hafið þið heyrt af einhverjum áhuga, eru einhverjir líklegir?) Eins og ég segi; markaðsdagurinn verður í lok sumars. Vegagerðin hefur verið, alveg frá því þessi leið var kynnt, þessi samvinnuleið, þá hafa fjölmargir aðilar sett sig í samband og hafa áhuga á að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem þar eru.","summary":null} {"year":"2021","id":"296","intro":"Meðferð við brasilíska afbrigði kórónuveirunnar er eins og við öðrum afbrigðum hennar, að sögn yfirlæknis sýkingavarnadeildar Landspítalans, en skipverji af erlendu flutningaskipi sem greindist með veiruna hefur verið fluttur á Landspítalann.","main":"Tíu skipverjar af nítján á súrálsflutningaskipi sem liggur við bryggju á Reyðarfirði greindust með COVID-19. Skipið var að koma frá Brasilíu - reyndust skipverjarnir smitaðir af brasilíska afbrigði veirunnar og er það í fyrsta sinn sem það greinist hér á landi. Það afbrigði er talið sérlega smitandi. Áhöfninni var heldið í einangrun um borð, en einn skipverja var fluttur á Landspíalann í gær. Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir og yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítalans segir að flutningur sjúklingsins hafi gengið vel.\nÞað gekk bara ágætlega. Það er náttúrlega vinnuferill sem hefur verið nýttur áður og gekk ágætlega nú sem áður.\nSegir Ólafur Guðlaugsson. Hann segir alltaf mikinn viðbúnað vegna flutnings sjúklinga með sjúkdóminn, en ekki hafi verið ástæða til að vera með sérstakan viðbúnað umfram það.\nNei, smitleiðirnar eru þær sömu og viðbúnaðurinn er þess vegna bara sá sami.\nÓlafur segir einangrun sjúklingsins á deildinni eins og annarra COVID sjúklinga og ekki sé ástæða til að ætla að meiri hætta sé á að þetta afbrigði sleppi út og dreifist. Þá sé meðferðin við brasilíska afbrigðinu sú sama og við öðrum afbrigðum.\nVið náttúrlega vitum öll að meðferð við COVID vandamálinu er að verulegu leyti stuðningsmeðferð og sú meðferð er eins. Og síðan höfum við beitt þá þessum sömu veirulyfjum sem við höfum verið að nota með ágætisárangri hér og eins þessum bólguminnkandi sterum, þannig að við beitum sömu meðferðinni og við hin afbrigðin.","summary":"Vel gekk að flytja erlendan sjómann sem greindist með brasilíska afbrigði kórónuveirunnar, frá Reyðarfirði, á Landspítalann í gær. að sögn yfirlæknis á sýkingavarnadeild Landspítalans. Ekki hafi verið ástæða til að vera með sérstakar ráðstafanir umfram aðra COVID flutninga."} {"year":"2021","id":"297","intro":null,"main":"Aðgerðir við að koma flutningaskipinu Ever Given aftur á flot í Súes-skurðinum hafa enn engan árangur borið. Um tuttugu þúsund tonnum af sandi var í gær mokað frá skipinu sem hefur þverað fjölfarinn skurðinn síðan á þriðjudag. Það tókst að færa skipið um einar þrjátíu gráður en ekki nóg til að það komist áfram leiðar sinnar. Fleiri en þrjú hundruð skip bíða fulllestuð við sitt hvorn enda skurðarins eftir því að komast leiðar sinnar. Vonir standa til að björgunaraðgerðirnar beri meiri árangur í dag og ef allt fer að óskum ætti skipið að komast á flot í kvöld. Takist það ekki gæti þurft að afferma skipið, sem er lestað um 18.300 gámum.","summary":"Um tuttugu þúsund tonnum af sandi var í gær mokað frá flutningaskipinu Ever Given sem hefur þverað Súes-skurðinn síðan á þriðjudag. Ekki hefur þó tekist að koma skipinu á flot. "} {"year":"2021","id":"297","intro":"Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ríkið öðlist fullt forræði yfir auðkenni, fyirrtækinu sem gefur út rafræn skilríki. Ríkið standi nú í viðræðum um kaup á fyrirtækinu, en heimild er til þess í fjárlögum.","main":"Það gildir einu hvort þú ert að fá út úr covid-prófi eða krabbameinsskimun á Heilsuveru, skila skattframtali, skoða stöðuna á lífeyrissjóðnum eða skólagögn barns á Mentor - þú getur notað rafræn skilríki og í framtíðinni eiga þau að fá aukið vægi. Í síðustu viku mælti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra fyrir frumvarpi um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda. Markmið þess er að öll samskipti stjórnvalda og fyrirtækja við borgara verði stafræn. Allir þyrftu þá að afla sér rafrænna skilríkja sem í dag eru gefin út af einkafyrirtækinu Auðkenni. Vinstri græn telja að útgáfa skilríkjanna ætti að vera á hendi ríkisins.\nSagði Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna um frumvarp Bjarna.\nAuðkenni er í eigu Arion banka, Íslandsbanka, Landsbankans, Símans og Teris, ríkið á þó meirihluta hlutafjár í því, beint eða óbeint. Bjarni segir viðræður um kaup ríkisins á Auðkenni í fullum gangi.\nViðræðurnar snúist um hvaða verð ríkið sé til í að greiða fyrir fyrirtækið og hvort eigendur Auðkennis geti áfram haft aðkomu að þróun hugbúnaðarins eftir kaup. Bjarni telur mikilvægt að einfalda eignarhaldið.","summary":"Stjórnvöld eiga í viðræðum um kaup á Auðkenni, fyrirtækinu sem gefur út rafræn skilríki. Stefnt er að því að öll samskipti ríkis og borgara verði netinu. "} {"year":"2021","id":"297","intro":"Sex ára piltur í leit að ormum og brotum úr leirmunum og múrsteinum í garðinum sínum í Walsall í Englandi gróf upp nokkur hundruð milljón ára steingerving.","main":"Þegar Siddak Singh Jhamat var að leika sér í garðinum heima með fornleifagraftarsett sem hann fékk í jólagjöf fann hann stein sem lítur nokkurn veginn út eins og horn. Hann hélt að þetta væri mögulega tönn eða kló úr einhverju dýri eða jafnvel horn. Síðar komst hann að því að þetta væri brot úr kóral sem kallaður er horn-kórall.\nFaðir piltsins Vish Singh fékk aðstoð á Facebookhópi áhugamanna um steingervinga til að bera kennsl á gripinn. Miðað við útlit hans virðist þetta vera brot úr Rugosa kóral, sem talinn er vera á milli 251 og 488 milljón ára gamall. , Vish Singh, segist í samtali við Guardian hafa orðið hissa á því sem drengurinn gróf upp. Daginn eftir fóru feðgarnir og grófu aftur á svæðinu og fundu fjöldan allan af steingerðum litlum skeljum og lindýrum. Eins fundu þeir steingerða sælilju. Hann kveðst ætla að hafa samband við jarðfræðisafn háskólans í Birmingham vegna fundarins.","summary":null} {"year":"2021","id":"297","intro":"Það var greinilega hugur í fólki að komast inn í Geldingadali í morgun, Töluverður fjöldi kominn til Grindavíkur fyrir átta í morgun en Suðurstrandarvegur og gönguleiðin voru ekki opnuð fyrr en laust eftir níu. Hjálmar Hallgrímsson er vettvangsstjóri og lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"297","intro":"Notkun ópíóíða á Íslandi er enn talsvert meiri en annars staðar á Norðurlöndunum, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni hér á landi á síðastliðnum árum. Þetta kemur fram í nýjum talnabrunni embættis landlæknis.","main":"Á síðustu þremur árum hefur þeim fækkað umtalsvert sem fá ávísað lyfjum í flestum undirflokkum ópíóíða hér á landi, að oxýkódóni undanskildu, en á síðustu sjö árum varð þreföldun í fjölda þeirra sem leystu út oxýkódón eða oxýkódón í blöndu með naloxóni. Aukningin virðist að mestu leyti vera bundin við elstu aldurshópana og var sérstaklega mikil árið 2020. Í talnabrunni landlæknis segir að hún kunni að skýrast af lengri biðtíma eftir skurðaaðgerðum sem er tilkominn vegna heimsfaraldursins.\nEldra fólk er líklegra en yngra til að nota ópíóíða og næstum 35 prósent fólks á aldrinum 80 ára og eldri notuðu slík lyf árið 2020.\nKonur eru líklegri en karlar til að nota ópíóíða. Á síðasta ári fengu 184 af hverjum þúsund konum ávísað ópíóíðum en 131 af hverjum þúsund körlum. Og körlum sem leysa út ávísun á ópíóíða hefur fækkað hlutfallslega meira en konum á síðustu árum eða um tuttugu og fjögur prósent frá árinu 2016, en konum um tuttugu og eitt prósent.\nÍ talnabrunni landlæknisembættisins er samdráttur í notkun ópíóíða hér á landi meðal annars rakinn til breytingar á reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja sem tók gildi um mitt ár 2018. Breytingin hafði í för með sér að nú má afgreiða að hámarki 30 daga skammt af eftirritunarskyldum lyfjum, eins og ópíóíðum, í einu en ekki hundrað daga skammt eins og áður var.","summary":null} {"year":"2021","id":"297","intro":"Herforingjaráð og ráðamenn víða um heim hafa fordæmt aðgerðir herforingjastjórnarinnar í Mjanmar í gær. Ræðismaður Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar segir áhyggjuraddir ráðamanna heims hafa litla þýðingu fyrir íbúa landsins. Hið minnsta 114 voru myrt í mótmælum í gær.","main":"Eins og nánast alla daga frá 1.febrúar síðastliðnum kom fólk saman víða í Mjanmar í morgun til að mótmæla valdaráni hersins þar í landi. Mótmælendur komu saman í dag þrátt fyrir að dagurinn í gær hafi verið sá mannskæðasti í næstum tvo mánuði. Hið minnsta 114 voru myrt af hermönnum í mótmælum gærdagsins, þeirra á meðal fimm ára drengur og þrettán ára stúlka.\nÍ gær var haldið upp á árlegan dag hersins þar í landi og herforingjastjórnin varaði fólk við því að mótmæla þennan tiltekna dag. Fjölmörg gerðu það nú samt og herinn tók á móti af áðurnefndri hörku víðsvegar um landið.\nYfirlýsingar hafa borist víða að þar sem framgöngu herforingjastjórnarinnar í gær er harðlega mótmælt.\nGuðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, skrifar á Twitter-síðu sína, að ofbeldisfullum aðgerðum gegn friðsömum mótmælendum verði að linna og að draga verði til ábyrgðar þau sem gerist sek um mannréttindabrot.\nHerforingjaráð tólf ríkja, þeirra á meðal Bandaríkjanna, Bretlands, Japans og Ástralíu, fordæmir sömuleiðis aðgerðir starfssystkina sinna í Mjanmar.\nTom Andrews, sérstakur ræðismaður Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar, sagði í yfirlýsingu í gær að nú væri tími til að grípa til aðgerða. Annað hvort í gegnum Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna eða öðrum leiðum.\nGagnrýnisraddir og áhyggjur ráðamanna víða um heim ristu heldur grunnt hjá íbúum Mjanmar, á meðan herinn væri að murka úr þeim lífið, segir sömuleiðis í yfirlýsingu Andrews.","summary":"Hið minnsta 114 voru myrtir í mótmælum gegn herforingjastjórninni í Mjanmar í gær. Ræðismaður Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar segir áhyggjuraddir ráðamanna heims hafi lítið að segja fyrir Mjanmara. "} {"year":"2021","id":"298","intro":"Fjöldi mótmælenda var skotinn til bana í Mjanmar í dag þar sem herinn sýndi mátt sinn og megin á árlegum degi til heiðurs honum í landinu.","main":"Herinn varaði við því í aðdraganda umfangsmikillar hersýningar að lýðræðissinnar gætu átt hættu á að vera skotnir á færi ef þeir héldu mótmælum gegn valdaráninu áfram.\nAlmenningur í landinu hefur mótmælt nánast daglega síðan herinn tók völdin í landinu snemma morguns 1. febrúar, skömmu áður en nýkjörið þing átti að koma saman. Fjöldi þingmanna úr flokki Aung San Suu Kyi hafa verið hnepptir í varðhald af hernum og herlög eru í gildi í eitt ár. Flokkur Suu Kyi hlaut yfirburðakjör í kosningum í nóvember, og ætti með réttu að fara með völd í landinu. Herinn taldi hins vegar brögð hafa verið í tafli í kosningunum, og ákvað því að ræna völdum.\nHerinn hefur beitt valdi sínu gegn almennum borgurum í auknum mæli og hafa yfir þrjú hundruð fallið í aðgerðum gegn mótmælendum og yfir þrjú þúsund hafa verið handteknir.\nÞrátt fyrir ofbeldið í dag sagði Min Aung Hlaing, leiðtogi herstjórnarinnar, að yfirvöld ætli að vernda þjóðina og berjast fyrir lýðræði. Herinn vilji ná sáttum við þjóðina, en ofbeldisverk sem ógni stöðugleika og öryggi þjóðarinnar séu óásættanleg.","summary":null} {"year":"2021","id":"298","intro":"Grænlendingar ganga að kjörborðinu þriðjudaginn eftir páska, þann 6.apríl. Boðað var til kosninga þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár. Eitt af höfuðmálum kosningabaráttunnar er fyrirhuguð námuvinnsla í Kvanefjeldet á suðvesturhluta Grænlands á þeim stað þar sem Íslendingar settust að um árið 1000. En fleira er rætt í kosningabaráttunni. Nýir flugvellir, sem eru langmesta fjárfesting sem ráðist hefur verið í á Grænlandi, sjálfsmynd Grænlendinga, hvað það er að vera grænlenskur og náskylt því staða landsins í ríkissambandinu við Danmörku og mögulegt sjálfstæði.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"298","intro":"Lögreglan ætlar að loka Suðurstrandarvegi nálægt eldstöðvunum við Geldingadali klukkan eitt og rýma svæðið fyrir klukkan fimm þegar vonskuveður skellur á. Lögreglustjóri segir dæmi um að erlendir ferðamenn brjóti reglur um sóttkví til að skoða eldgosið og hyggst taka upp eftirlit með þeim.","main":"Hvassviðri og mikill kuldi hefur ekki komið í veg fyrir að fólk legði leið sína að eldstöðvunum í Geldingadölum í morgun. Vonskuveður er yfirvofandi og Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun á þessum slóðum. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, hefur ákveðið að bregðast við því og loka Suðurstrandarvegi klukkan eitt.\nÞá er það lokun frá hrauni að vestanverðu og við Krýsuvíkurvegamót að austanverðu. Veðurútlit fyrir daginn er ekki gott, spáð leiðinlegu veðri eftir klukkan fimm. Við þurfum þennan tíma til að rýma svæðið og þess vegna er þessi ákvörðun tekin.\nÚlfar telur að fimm til sex þúsund manns hafi farið að eldgosinu í gær og í nótt. Það gekk áfallalaust.\nÞað bar eitthvað á áfengisdrykkju og flöskur skildar eftir, sóðaskapur á svæðinu, eitthvað sem við erum ekki ánægð með.\nÚlfar segir lögreglu þekkja dæmi þess að erlendir ferðamenn hafi ekki farið í sóttkví áður en þeir fóru að eldstöðvunum.\nÉg hef tekið þá ákvörðun að taka upp virkt eftirlit með ferðum erlendra ferðamanna á Suðurstrandarvegi, frá Grindavík. Það eru ekki gerðar athugasemdir við þá sem geta sýnt fram á að vera með mótefni eða bólusetningarvottorð við COVID-19. Öll vafamál verða skoðuð af lögreglu og erlendir ferðamenn þurfa að gera grein fyrir ferðum sínum,\nBílar í nágrenni eldstöðvanna verða stöðvaðir og gengið úr skugga um að fólk sé ekki að brjóta gegn sóttvarnareglum.","summary":"Lögreglan á Suðurnesjum ætlar að taka upp eftirlit með erlendum ferðamönnum nærri eldstöðvunum við Geldingadali þar sem dæmi eru um að ferðamenn hafi brotið reglur um sóttkví til að skoða gosið. Svæðið við Geldingadali verður rýmt í dag vegna óveðurs."} {"year":"2021","id":"298","intro":"Eigendur flutningaskpisins Ever Given sem situr fast í Súes-skrðinum, vonast til þess að hægt verði að ná skipinu á flot í kvöld, en það hefur lokað allri umferð um þessa mikilvægu siglingaleið síðan á þriðjudag.","main":"Skipið er í eigu japanska fyrirtækisins Shoe Kisen og sagði Yukito Higaki stjórnarformaður þess á blaðamannafundi í gærkvöld að 10 dráttarbátar vinni nú að því að losa skipið. Þá er unnið að því að dýpka skurðinn þar sem skipið er strandað. Higaki segist vongóður um að jafnvel takist að losa skipið í kvöld. Engin ummerki eru um skemmdir á skipinu, stýri þess eða vélum Um leið og það kemst á flot verði hægt að rétta það af og opna aftur fyrir umferð um skurðinn. Flutningaskip sem sigla á milli Asíu og Evrópu hafa þurft að sigla fyrir suðurodda Afríku en sú leið er sjö þúsund kílómetrum lengri og tekur tvær vikur til viðbótar. Þá bíða enn um 200 skip við skurðinn. Takist ekki að losa Ever Given fljótlega gæti þurft að taka gámana af því en það er tímafrekt og gæti jafnvel tekið nokkrar vikur.","summary":"Vonir standa til þess að hægt verði að losa flutningaskipið sem þverar Súesskurðinn í kvöld. Það virðist óskemmt og því hægt að rétta það af um leið og það kemst á flot. "} {"year":"2021","id":"298","intro":"Brotalamir eru kennslu, skipulagi og framkvæmd lögreglunámsins við Háskólann á Akureyri og er vart hægt að treysta skólanum til að halda því úti. Þetta er niðurstaða Gæðaráðs íslenskra háskóla. Ráðið hefur skilað skýrslu um úttekt sína á náminu þar sem víða virðist pottur brotinn.","main":"Nám í lögreglufræðum hófst í Háskólanum á Akureyri haustið 2016. Eftir um tveggja ára reynslu kom fram gagnrýni frá nemendum, og nýútskrifuðum lögreglumönnum, varðandi námið og sögðu margir að námið væri ekki að búa þau nægilega vel fyrir það sem koma skildi. Sömuleiðis var staðsetningin, Akureyri, erfið, þar sem margir búa annarsstaðar\nNú hefur Gæðaráð íslenskra háskóla skilað úttekt á lögreglunáminu og er hún birt á vef Stjórnarráðsins. Skýrslan er á ensku og telur 107 blaðsíður. Í tilkynningu stjórnarráðsins segir að tækifæri séu til úrbóta og að gerðar séu athugasemdir við þætti sem þurfi að laga. Auka gagnsæi fjárveitinga, skýra verkaskiptingu, auka samskipti við ríkið, bæta samræmi varðandi markmið námsins, vinnuframlag og samspil bóklegra faga og faglegrar þjálfunar. Og skýra hæfnikröfur lögreglumanna og móta stefnu um raunfærnimat.\nÞað er kveðið aðeins fastar að orði í úttektinni sjálfri. Gæðaráðið segir meðal annars að ofangreint leiði til þess að það sé ekki hægt að treysta því nægilega vel að Háskólinn á Akureyri hafi, og geti í framtíðinni, staðið undir þeim akademískum kröfum sem þurfi til að halda lögreglunáminu úti. Það sé niðurstaðan í ljósi þess að ítrekað sé búið að gera athugasemdir við ýmsar brotalamir sem ekki hafi verið brugðist við. Ítrekað er rætt um fjárveitingar og skort á gagnsæi því tengdu. Sömuleiðis metur gæðaráðið það svo að það sé mjög skýrt í samningi HA og Menntamálaráðuneytisins hvaða kröfur útskrifaðir lögreglumenn eigi að uppfylla, en ekki hvernig þeir eigi að læra að uppfylla þær kröfur. Það sé ósamræmi í náminu og þeim raunveruleika sem blasi við starfandi lögreglumönnum.\nÍ tilkynningu stjórnarráðsins segir að háskólinn muni nú skila umbótaáætlun til gæðaráðsins, sem verði fylgt eftir af hálfu dómsmálaráðuneytis og menntamálaráðuneytis. Gæðaráð íslenskra háskóla er samansett af erlendum sérfræðingum, skipað samkvæmt íslenskum lögum. Það ber ábyrgð á eftirliti með háskólum landsins.","summary":"Háskólanum á Akureyri er vart treystandi til að halda úti faglegu námi í lögreglufræðum. Þetta er mat Gæðaráðs íslenskra háskóla. Ógagnsæi í fjárveitingum, óskýr verkaskipting og ósamræmi í námi er meðal þess sem ráðið setur út á í úttekt sinni. "} {"year":"2021","id":"298","intro":"Mikil uppbygging er áformuð við Stuðlagil á Efra-Jökuldal. Ráðast þarf í talsverðar framkvæmdir til að tryggja öryggi ferðmanna. Þá stendur til að gera bílastæði og byggja þjónustuhús Klausturselsmegin, þar sem engin aðstaða hefur verið.","main":"Stuðlagil á Jökuldal var síðasta sumar einn af vinsælustu áfangastöðum á Austurlandi en fegurð gilsins komst fyrst í hámæli fyrir nokkrum árum. Umhverfi gilsins er hins vegar mjög háskalegt og ferðamenn hætta sér fram á ystu nöf til að ná ljósmyndum. Mögulega þyrfti að koma fyrir handriðum víða umhverfis gilið. Grundarmegin hefur þegar verið ráðist í nokkra uppbyggingu og meðal annars gerður stigi og útsýnispallur en hingað til hefur engin aðstaða verið Klausturselsmegin. Í fyrra var þó byrjað að brúa ár og læki og keyra möl í stíga og verður það klárað fyrripart sumars.\nÞaðan sést betur inn í gilið en til að komast að því þeim megin frá þarf að ganga fimm kílómetra. Nú stendur til að stytta þá gönguleið um næstum helming með vegi og bílastæði og einnig verður byggt þjónustuhús við bílastæðið. Landeigendur fengu þrjár og háfa milljón úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að vinna deiliskipulag fyrir stíga og útsýnissvæði. Þá fékkst 21 og hálf milljón til að gera öryggisúttekt og landlagshönnun við gilið. Hópur öryggissérfræðinga, byggingaverkfræðinga, landfræðinga og landslagsarkitekt gera tillögur að uppbyggingu og ásýnd. Náttúruverndarsamtök Austurlands hafa einmitt kallað eftir heildstæðri uppbyggingu við gilið, sem ekki spilli ásýnd. Þessari vinnu er ætlað að ná sátt um framkvæmdir og verða hönnuð mannvirki og gert skipulag fyrir gilið í heild sinni beggja vegna ár. Þessu til viðbótar hefur ferðamálaráðherra styrkt uppbyggingu við Stuðlagil um 15 milljónir og ætla landeigendur að fá Austurbrú til liðs við sig til að samræma uppbyggingu Stuðlagils sem áfangsstaðar en gilið er orðinn einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.","summary":"Uppbygging við Stuðlagil verður samræmd og ráðist í talsverðar framkvæmdir til að tryggja öryggi ferðmanna sem æða fram á ystu nöf með myndavélar. "} {"year":"2021","id":"299","intro":"Smituð manneskja, sem greindist utan sóttkvíar í gær, hefur starfað við ferðaþjónustu á gosstöðvunum á Reykjanesskaga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill ekki að fólk leggi leið sína að gosinu. Þar séu sameiginlegir snertifletir eins og kaðall í brekku. Of snemmt sé að fagna því að smitum hafi fækkað.","main":"Það sem vekur mestar áhyggjur hjá mér núna er að tilfellið utan sóttkvíar tengist gosstöðvunum, aðili sem var þar í ferðaþjónustu.\nEnn er opið inn í Geldingadali. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að það geti breyst þegar líður á daginn.\nÞórólfur ræður fólki frá því að leggja leið sína í Geldingadali að gosinu.\nÉg held að það geti verið sýkingarhætta þar hvort sem er um skipulagðar ferðir er að ræða eða ekki. Við sjáum hvernig þetta er á leiðinni inn að gosstöðvunum, allir snertandi sama reipið til að komast upp brekkuna. Ég myndi telja að það væri töluverð sýkingar- og smithætta af þessu ferðum öllum inn á gosstöðvarnar eins og staðan er núna,\nMargir þeirra sem gengið hafa að gosinu eru af erlendum uppruna. Þórólfur segist ekkert geta fullyrt um hvort einhverjir í þeim hópi ættu að vera í sóttkví.\nVið vitum að það eru að koma fleiri farþega núna til landsins heldur en hefur verið áður. Maður getur spurt sig hvort það tengist gosinu. En það er alveg skýrt að það er ekki leyfilegt að fara á gosstöðvarnar í sóttkví - Þó svo að maður megi fara í gönguferðir í sóttkví, þá má ekki ganga að gosinu? Nei, í svona hópum eins og þar eru og eru á leiðinni á göngustígum, það fellur ekki innan ramma sóttkvíar, alveg klárlega ekki, segir Þórólfur.","summary":"Sex greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær, einn utan sóttkvíar, sá hefur starfað á gosstöðvunum á Reykjanesskaga. Sóttvarnalæknir vill ekki að fólk leggi leið sína að gosinu."} {"year":"2021","id":"299","intro":"Stjórnendur háskólans í Suður-Kaliforníu samþykktu í gær að greiða hundruðum kvenna samanlagt yfir einn milljarð dollara í bætur. Konurnar sökuðu kvensjúkdómalækni skólans um að hafa brotið gegn sér kynferðislega.","main":"Gloria Allred, ein lögmanna kvennanna, sagði þetta hæstu sáttagreiðslu í einkamálum er varða kynferðisbrot og kynferðislega áreitni í bandarískum háskólum.\nLæknirinn, George Tyndall, er sakaður um fjölda brota á þrjátíu ára ferli sínum við skólann. Þau ná allt aftur til ársins 1990, og eru allt frá því að vera ásakanir um óviðeigandi snertingu yfir í nauðganir. Hann er einnig sakaður um að hafa tekið myndir af kynfærum sjúklinga sinna, káfað á brjóstum þeirra og sagt óviðeigandi hluti um vaxtarlag þeirra.\nÞúsundir fyrrverandi sjúklinga Tyndalls hafa lagt fram kæru gegn skólanum fyrir að bregðast ekki við ásökunum gegn honum. Mál hans voru ekki rannsökuð fyrr en árið 2016, og var honum síðar leyft að fara á eftirlaun. Að sögn AFP fréttastofunnar hlaut hann jafnframt starfslokagreiðslu upp á 200 þúsund dollara, jafnvirði um 25 milljóna króna.\nLögreglan í Los Angeles hóf eigin rannsókn á máli læknisins. Árið 2019 var Tyndall handtekinn og ákærður í mörgum liðum fyrir kynferðisbrot gegn 16 ungum konum. Hann bíður nú réttarhalda. Verði hann dæmdur á hann yfir höfði sér allt að 53 ára fangelsi.","summary":null} {"year":"2021","id":"299","intro":"Rannsóknir á landnámsskála og mögulegri útstöð höfðingja á Stöð í Stöðvarfirði fengu hæsta styrkinn úr Fornminjasjóði í ár, fjórar milljónir króna. Lítið fé til fornleifarannsókna veldur því að aðeins er hægt að vinna í mánuð á sumri. Með þessu áframhaldi tekur tíu ár til viðbótar að ljúka uppgreftrinum.","main":"Það er í fyrsta lagi vegna þess að þetta eru mjög flóknar og umfangsmiklar rústir. Það er líka vegna þess að við fáum takmarkað fé. Getum bara verið í takmarkaðan tíma sem þýðir að á hverju ári þarf að ná þeirri stöðu sem var uppi þegar við hættum sumarið áður. Í það fara kannski fjórir dagar. Einn dagur fer í frágang og þá er farin ein vika. Það fer fjórðungur tímans bara í að ná þessu. Við náum að vinna allan júnímánuð. Með náttúrulega fé að austan. Frá heimamönnum, fyrirtækjum og stofnunum. Í draumaheimi væri hægt að vinna þarna fyrir austan í þrjá mánuði á sumri og þá gengi þetta öskufljótt.\nSegir dr. Bjarni F. Einarsson framkvæmdastjóri Fornleifafræðistofunnar.\nAlls voru rúmar 40 milljónir til úthlutunar úr Fornminjasjóði. 61 umsókn barst en næstum tveimur þriðju þeirra var hafnað, líklega vegna þess hve litlir peningar eru settir í sjóðinn. Önnur verkefni sem fengu styrk voru meðal annars rannsókn á fornum rústum í Ólafsdal og miðaldabýlum í landi Auðkúlu í Arnarfirði og í Arfabót á Mýrdalssandi.\nÁ Stöð í Stöðvarfirði er verið að grafa upp nokkur mannvirki, þar að meðal tvo skála. Yngri landnámsskála, mjög stóran og ríkan af gripum. Og undir honum enn eldri skála sem er talinn vera frá því fyrir eiginlegt landnám. Mögulega útstöð sem var notuð til að safna auðlindum til að sigla með frá landinu.\n(En þú bíður spenntur eftir að geta farið að skrifa um eldri skálann?) Já, mjög spenntur. Hann er alveg svakalegur. En ég er líka svo þolinmóður að ég missi ekki svefn yfir þessu.","summary":"Fornleifarannsóknir ganga hægt vegna þess hve litlir fjármunir eru settir í uppgröft. Með sama áfamhaldi tekur tíu ár að ljúka uppgreftri á Stöð í Stöðvarfirði. Ódýrara væri að grafa á skemmri tíma því heil vika fer í að rífa ofan af rústum og ganga frá eftir sumarið. "} {"year":"2021","id":"299","intro":"Ríkisstjórnin skoðar nú hvort Ísland geti samið við Rússa um kaup á Spútnik-V-bóluefninu framhjá Evrópusamstarfinu. Forsætisráðherra segir Ísland standa nokkuð vel með tilliti til bólusetningar, af Norðurlöndunum séu hlutfallslega flestir fullbólusettir hér og í Danmörku. Afhendingaráætlun Janssen sé farin að skýrast og aftur farið að bólusetja með Astra Zeneca.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"299","intro":"Lögregla í Noregi rannsakar enn meint sóttvarnabrot Ernu Solberg forsætisráðherra. Niðurstöðu er að vænta eftir páska.","main":"Niðurstöðu lögreglurannsóknar á meintu sóttvarnabroti Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, og eiginmanns hennar er ekki að vænta fyrr en eftir páska. Solberg hefur viðurkennt að of margir hafi verið í afmælisfagnaði hennar í febrúarlok.\nÍ yfirlýsingu sem norska lögreglan sendi frá sér í dag segir að skýrslutökum sé ekki lokið og hún þurfi lengri tíma til að rannsaka málið. Fram kom í fréttum í vikunni að Solberg og Sindre Finnes, eiginmaður hennar, hefðu réttarstöðu grunaðra eftir að norska ríkisútvarpið upplýsti að reglur um fjöldatakmarkanir hefðu verið brotnar þegar hún hélt upp á sextugsafmæli sitt með fjölskyldunni á skíðasvæðinu í Geilo í lok febrúar. Þrettán tóku þátt í veisluhöldum fyrri daginn og fjórtán daginn eftir. Á þeim tíma var bannað í Noregi að fleiri en tíu kæmu saman. Fyrri daginn var Erna Solberg ekki viðstödd þar sem hún þurfti að fara til læknis.\nSolberg hefur þegar beðið þjóðina afsökunar og segist ekki eiga sér neinar málsbætur. Hún segist hafa átt að vita betur þar sem hún ræði á degi hverjum við þjóðina um sóttvarnir.\nÞau hjónin geta búist við að verða sektuð um 20 þúsund norskar krónur, um það bil 300 þúsund íslenskar.","summary":"Lögregla í Noregi rannsakar enn meint sóttvarnabrot Ernu Solberg forsætisráðherra. Niðurstöðu er að vænta eftir páska."} {"year":"2021","id":"299","intro":"Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segja að ekkert þýði að dvelja við tapið fyrir fjórföldum heimsmeisturum Þýskalands í gær. Íslenska liðið ætlar að ná í sex stig í næstu leikjum, á móti Armeníu og Liechtenstein.","main":"Karlalandslið Íslands mátti þola 3-0 tap gegn Þýskalandi í sínum 500. landsleik í gær þegar ný undankeppni fyrir HM í fótbolta hófst. Leon Goretzka og Kai Havertz skoruðu sitt markið hvor fyrir Þýskaland á fyrstu sjö mínútum leiksins og Ilkay Gundogan bætti þriðja markinu við í síðari hálfleiknum. Ísland er í J-riðli undankeppninnar og var fyrsta umferð riðilsins öll spiluð í gær. Rúmenía vann Norður-Makedóníu 3-2 og þá vann Armenía Liechtenstein 1-0. Ísland mætir Armeníu í næsta leik undankeppninnar á sunnudag og Liechtenstein á miðvikudag. Íslenski hópurinn æfði í Þýskalandi í morgun áður en síðar í dag ferðast hópurinn til Armeníu.\nsögðu Hannes Þór Halldórsson, Albert Guðmundsson og Jón Daði Böðvarsson. U21 árs landslið Íslands tapaði einnig sínum fyrsta leik í lokakeppni Evrópumóts karla í fótbolta gegn Rússlandi í gær 4-1 en mark Íslands skoraði Sveinn Aron Guðjohnsen. Næsti leikur Íslands í riðlinum verður gegn Danmörku á sunnudag en Danmörk vann Frakkland 1-0 í hinum leik riðilsins í gær.","summary":"Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer til Armeníu í dag og mætir Armenum í undankeppni HM á sunnudag. Leikmenn liðsins ætla ekki að dvelja við tapið fyrir Þýskalandi í gærkvöld."} {"year":"2021","id":"300","intro":"Stjórn Félags stjórnenda leikskóla harmar þá ákvörðun að leikskólum hafi ekki verið lokað líkt og öðrum skólum fram að páskum. Formaður Félags leikskólakennara spyr hvort verið sé að taka óþarfa áhættu með því að hafa leikskólana opna.","main":"Fram kom á upplýsingafundinum í morgun að Þórólfur telur ekki rök til að loka leikskólum og byggir það meðal annars á rannsóknum frá norðurlöndunum. En Félög stjórnenda leikskóla og leikskólakennara hvetja fólk til þess að halda leikskólabörnum heima fram yfir páska til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, furðar sig á að leikskólum hafi ekki verið lokað fram að páskum, eins og öðrum skólum.\nHér er verið að ráðast í sóttvarnaraðgerðir til þess að koma í veg fyrir veldisvöxt veirunnar með skjótum hætti. Og það er erfitt að sjá skynsemina í því að loka ekki leikskólum þennan stutta tíma fram að páskum, eins og öðrum skólastigum. Og það er byggt á því að þessi veira hefur sýnt fram á að hún er óútreiknanleg varðandi það hvar hún slær niður. Þá vaknar bara spurningin hvort það sé verið að taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskum.\nUndir þetta tekur Félag stjórnenda leikskóla sem hefur sent frá sér ályktun vegna málsins. Þar segir að stjórnin harmi þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að setja ekki takmarkanir á starfsemi leikskóla líkt og gert er á öðrum skólastigum. Mikilvægi leikskólastigsins fyrir framlínustarfsfólk sé óumdeilt, en hægt hefði verið að halda leikskólum opnum með lágmarksstarfsemi fyrir vel skilgreinda forgangshópa. Þá hvetur félagið foreldra leikskólabarna til að halda börnum sínum heima fram yfir páska til að hefta útbreiðslu veirunnar. Haraldur tekur undir þá áskorun.\nJá við gerum það eins og mörg sveitarfélög hafa gert. Og við beinum líka þeim tilmælum til íslenskra atvinnurekenda að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að foreldrum barna sé gert kleift að vera heima með börnum sínum fram yfir páska. Þannig geta bæði atvinnurekendur og foreldrar lagst á árarnar í þessum samfélagslega slag við kórónuveiruna.\nLeikskólar á höfuðborgarsvæðinu voru lokaðir til hádegis í dag, þar sem stjórnendur undirbjuggu breytt skipulag. Haraldur segist hafa skilning á að einhverjir foreldrar hafi verið óánægðir með að starfsdagur hafi verið settur á með svo skömmum fyrirvara.\nÞað er bara þannig almennt í samfélaginu að það er lítið þol fyrir hvers konar takmörkunum á eðlilegu lífi. Og það endurspeglast bara í þessu eins og öðru.\nÞað eru miklar takmarkanir að fara aftur í gang í leikskólunum. Og það þarf að virkja það plan svo vel sé.","summary":"Stjórn Félags stjórnenda leikskóla harmar þá ákvörðun að leikskólum hafi ekki verið lokað eins og öðrum skólum fram að páskum. Formaður Félags leikskólakennara spyr hvort verið sé að taka óþarfa áhættu með því að hafa leikskólana opna."} {"year":"2021","id":"300","intro":"Eigendur skipsins sem strandaði og stöðvaði umferð um Súesskurð segja að erfitt geti reynst að koma skipinu á flot. Sérfræðingar telja að það geti tekið margar vikur að losa skipið af strandstað.","main":"Japanskir eigendur flutningaskipsins Ever Given, sem strandaði í Súesskurði, báðust í morgun afsökunar á óhappinu og sögðu að erfitt gæti reynst að ná skipinu á flot. Þeir segja engan hafa sakað og engin olía hafi lekið úr skipinu.\nGreint var frá því í morgun að egypskir dráttarbátar væru að reyna að losa flutningaskipið sem þverar Súesskurðinn og hindrar alla umferð um hann. Fjöldi skipa bíður beggja vegna og bendir margt til að sú bið kunni að verða löng. Toshiaki Fujiwara, talsmaður Shoei Kisen Kaisha, japanska fyrirtækisins sem segist eiga skipið, sagðist í morgun ekki geta svarað því hve lengi það tæki að koma því á flot. Sérfræðingar segja að þeir hafi aldrei séð aðrar eins aðstæður. Það geti tekið frá nokkrum dögum upp í margar vikur að losa skipið, því ef ekki dugi einfaldar aðgerðir þurfi að létta það með því að hífa úr því gáma og jafnvel að dæla úr því eldsneyti og olíu, sem taki drjúgan tíma. Atburðurinn undirstrikar mikilvægi Súesskurðarins, en um hann fara nær allir vöruflutningar milli Asíu og Evrópu. Nærri 19.000 skip fóru um Súesskurð í fyrra með ríflega einn milljarð tonna af varningi. Strandið hefur þegar leitt til verðhækkunar á olíumarkaði, þar sem það raskar ferðum olíuskipa og seinkar afhendingu á olíu. Þá bitnar þetta á efnahag Egyptalands sem hefur miklar tekjur af ferðum skipa um Súesskurðinn.","summary":"Eigendur skips sem strandaði og stöðvaði umferð um Súesskurð, segja að erfitt geti reynst að koma skipinu á flot. Sérfræðingar telja að margar vikur geti tekið að losa skipið. af strandstað."} {"year":"2021","id":"300","intro":"Fyrstu skammtarnir af Janssen bóluefninu eiga að berast í næsta mánuði að sögn umsjónarmanns bóluefnadreifingar hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.","main":"Bóluefni frá Pfizer, Moderna og Astra Zeneca hafa þegar borist til landsins, að vísu í mun minna magni en til stóð eða vonast var eftir. Í gær bárust síðan fréttir um að Ísland væri á lista framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um ríki sem ekki fengju bóluefni þaðan. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði frá því í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun að hún hefði haft samband við Ursulu von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í gær og fengið mjög skýr skilaboð um að reglugerðin sem málið snýst um hefði ekki áhrif á afhendingu bóluefna til Íslands. Það sama staðfesti Richard Bergström sem sér um dreifingu bóluefna til Norðurlandanna fyrir hönd Evrópusambandsins og situr í samninganefnd sambandsins í kvöldfréttum RÚV í gærkvöld. Sem fyrr segir hefur minna borist af bóluefnunum þremur en til stóð, en Bergström segir að með nýjum verksmiðjum þrefaldist framleiðslugeta Moderna og Pfizer um rúmlega það, en vandamál hafi verið með Astra Zeneca sem hafi aðeins afhent um fjórðung þess sem framleiðandinn skuldbatt sig til. Þar til í sumar verði aðeins um þriðjungur umsamins magns afhentur. Bóluefnið frá Janssen sé hins vegar væntanlegt.\nBergström segir að fyrstu sendingarnar frá framleiðandanum komi væntanlega í flugi til Íslands þann sextánda apríl, að vísu ekki mikið magn, en það aukist í maí og sérstaklega í júní. Bóluefnið sé einkar áhugavert því aðeins þurfi að gefa það einu sinni.","summary":null} {"year":"2021","id":"300","intro":"8 greindust innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví við greiningu. 28 hafa greinst undanfarna daga í nokkrum hópsýkingum. Viðbúið er að aukið álag verði á heilbrigðiskerfið á næstunni.","main":"Hertar aðgerðir tóku gildi á miðnætti. Allt skólahald liggur niðri í grunn-, framhalds- og háskólum. Undanfarna viku hafa þrjú hópsmit greinst, og eru tvö þeirra tengd. Þeir sem hafa greinst undanfarið hafa verið með breska afbrigði veirunnar.\nÞessi þróun veldur áhyggjum því ekki aðeins er þetta afbrigði meira smitandi heldur veldur það alvarlegri veikindum nema í yngsta aldurshópnum yngri en 6 ára.\nSegir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í morgun.\nAf þeim sökum er viðbúið að aukið álag verði á heilbrigðiskerfið ef breska afbrigðið dreifir sér frekar um samfélagið.\nTölur frá Noregi benda til að 2,5 sinnum fleiri þurfi sjúkrahúsinnlagnir. Hingað til hefur 4 prósent smitaðra þurft sjúkrahúsinnlögn í fyrri bylgjum, þannig að nú má búast við allt að 10 prósent.\nSegir Alma Möller landlæknir. Til að bregðast við því hefur til að mynda verið opnað fyrir skráningar í bakvarðasveitir. Þeir sem voru áður skráðir þurfa að gera það aftur.\nBólusetningar með bóluefni Astra zeneca verður tekin upp að nýju. Þórólfur telur það vera virkt og gott bóluefni, óháð aldri.\nþegar notkun á bóluefninu hófst hér þá lágu ekki fyrir rannsóknir á því hvort að bóluefnið væri virkt hjá eldri einstaklingum en 65 ára. Það var á þeim grunni sem var ákveðið að nota bóluefnið bara hjá fólki yngra en 65 ára. Nú liggja hins vegar fyrir niðurstöður rannsókna um að bóluefnið er mjög virkt hjá eldri hópunum líka þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að nota það, og skipta um kúrs og nota það hjá eldri aldurshópum.\nHann segir aukaverkanir vegna blóðtappa og blæðinga aðeins sjást hjá fólki undir sextugu. Páskarnir nálgast og hvatti Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fólk til að gæta vel að sóttvörnum, og ekki síður í grennd við gosstöðvarnar þar sem fjölmenni hefur verið undanfarna daga.\nNúna og næstu daga eru vetraraðstæður á svæðinu við Geldingadal, göngufólk þarf að vera vel útbúið til vetrarferðamennsku með tilheyrandi klæðnaði og nesti. Þar þarf líka að huga að persónulegum sóttvörnum á meðan fólk er á svæðinu, ekki blanda óskyldum hópum og að nota grímur þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægð og nota grímur þar sem ekki er hægt að tryggja fjarlægt","summary":"8 greindust innanlands í gær og voru þeir allir í sóttkví. Breska afbrigði veirunnar virðist hafa náð bólfestu hér á landi. Fólk getur veikst alvarlega og fleiri þurfa að leita á sjúkrahús vegna hennar. "} {"year":"2021","id":"300","intro":"Gufubólstrar sem stíga upp frá Höskuldarvöllum og sáust vel í bjartviðrinu og stillunni í morgun, eru að líkindum ekki til marks um eldvirkni. Almannavarnir fengu ábendingar um reyk eða gufu við Trölladyngju í dag og einnig fyrir þremur dögum.","main":"Gunnar Schram, hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að lögreglumenn séu rétt ókomnir á svæðið til þess að kanna málið. Þegar sambærileg ábending barst á dögunum kom í ljós að enn rýkur gufa úr gömlum gíg skammt frá gamalli rauðamalargryfju á Höskuldarvöllum undir Trölladyngju.\nÞað kann að vera að jarðhræringarnar á Reykjanesskaga hafi breytt jarðhitasvæðum og að þess vegna rjúki meira úr þessum gamla gíg nú. Hann er í Trölladyngjukerfinu öðru eldgosakerfi en nú gýs úr í Geldingadölum í Fagradalsfjalli og ekki tengdur kvikuganginum sem nær frá Keili í norðaustri undir Nátthaga í suðvestri.\nGunnar segir að stöðugan hita og reyk leggi upp úr gígnum á Höskuldarvöllum allan ársins hring. Gígurinn hafi jafnvel verið vinsæll meðal ferðamanna sem vilji skoða jarðhita á Íslandi.","summary":null} {"year":"2021","id":"301","intro":"Eftir tvær mannskæðar fjöldaskotárásir í Bandaríkjunum á innan við viku kallar Joe Biden Bandaríkjaforseti eftir að þingmenn láti til sín taka.","main":"Biden sagðist í ræðu í Hvíta húsinu í gær ekki sjá ástæðu til þess að bíða lengur með að taka skynsöm skref til að bjarga mannslífum.\nHann hvatti þingmenn öldungadeildarinnar sérstaklega til þess að samþykkja tvö frumvörp um bakgrunnsrannsóknir sem hlutu samþykki í fulltrúadeildinni fyrr í mánuðinum.\nHann kallaði einnig eftir banni á árásarvopnum, til að mynda hálf-sjálfvirkum byssum, og skothylkjum sem geta geymt mörg skot.\nAð sögn Guardian eru talsverðar líkur á að öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins leggi sitt að mörkum til að koma í veg fyrir lagabreytingar er varða byssur eða byssukaup. Demókratar kalla hins vegar flestir eftir breytingum.\nBandaríska fánanum var flaggað í hálfa stöng við Hvíta húsið í gær til að minnast fórnarlambanna í skotárásinni í Colorado á mánudagskvöld. Fáninn blakti einnig í hálfri stöng í síðustu viku eftir árás í Atlanta, þar sem átta létu lífið.","summary":null} {"year":"2021","id":"301","intro":"Til greina kemur að bjóða upp á rútuferðir frá Grindavík að gosstöðvunum næstu daga, og banna fólki að leggja bílum á Suðurstrandarvegi. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að fara megi að svæðinu í dag. Því var lokað í gær vegna gasmengunar.","main":"Það verður opið í dag. Veðurspáin er okkur hliðholl. Það gæti breyst á morgun. Býstu við að fjöldi fólks leggi leið sína þangað í dag? Ég á von á því já. Klárlega.\nFannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að ófremdarástand hafi skapast á Suðurstrandavegi síðustu daga vegna bíla. Því standi til að hafa reglulegar rútuferðir til og frá bílastæðum í Grindavík að gönguleiðinni, ef sóttvarnareglur leyfa.\nÞað þarf að gæta mjög vel að sóttvörnum og nú er ástandið ekki nógu gott hvað það varðar en við erum samt að reyna að vinna með þetta svo það myndist ekki þessi ofboðslega teppa sem verið hefur og langur gangur hjá fólki að reyna að komast einhvern veginn að svæðinu og reyna að greiða úr þessu eins og við getum.\nTilhögun gjaldtöku hefur ekki verið ákveðin en til stendur að banna fólki að leggja á Suðurstrandarvegi. Fyrirkomulagið átti að taka gildi síðar í vikunni en Fannar telur óvarlegt að segja fyrir um hvernig það verður, í ljósi hugsanlegra viðbragða við fjölgun kórónuveirusmita.","summary":null} {"year":"2021","id":"301","intro":"Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að ekki sé eftir neinu að bíða, grípa þurfi til harkalegra aðgerða strax til að koma í veg fyrir að fjórða bylgja faraldursins skelli á af fullum þunga. Ganga eigi eins langt, og þegar lengst var gengið í fyrra.","main":"Ég held að þessar tölur séu að segja okkur að veiran sé komin víða í samfélagið, hún sé búin að breiðast út nokkuð víða, ég held að það sé töluverð hætta á því að fjórða bylgjan sé komin og ekki í öllu sínu veldi heldur í svona byrjunarkafla. Og ég held að þessar tölur séu að segja okkur að við verðum að skella öllu í lás núna til þess að ná utan um þetta sem allra fyrst.\nSegir Kári Stefánsson. Hann vill að ekki verði farið í aðgerðir með hangandi hendi heldur gengið langt í lokunum.\nÉg er að tala um að fara eins langt og við fórum lengst á síðasta ári.\nKári segir að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi stýrt þessari baráttu af myndarskap og efast ekki um að hann geri það áfram. Vel megi vera að hægt sé að ganga skemmra, en það sé ekki hægt að vita. Það eina sem er vitað sé að því lengra sem er gengið því betur virki það, tölur úr þriðju bylgjunni sýni hvernig aðgerðir sóttvarnalæknis höfðu áhrif á dreifingu veirunnar.\nÉg vildi að við hefðum skellt í lás strax á mánudag en við gerðum það ekki svo að ég held að við eigum ekki að bíða mínútunni lengur heldur rjúka í þetta. Því það er ekki nokkur vafi á því að þeim mun kröftugar sem við grípum inn í núna, þeim skemur þurfa þessar ráðstafanir að endast.","summary":null} {"year":"2021","id":"301","intro":"Nemendur Fossvogsskóla í mættu í Kelduskóla í Grafarvogi í morgun. Skólastarfið var flutt þangað vegna myglu í húsnæði Fossvogsskóla. Skólastjórinn segir að dagurinn hafi gengið mjög vel.","main":"Um 350 nemendur í Fossvogsskóla Í Reykjavík hófu skóladaginn á nýjum stað í morgun; í Kelduskóla í Grafarvogi, sem einnig er kallaður Korpuskóli. Foreldrar barna í Fossvogsskóla kröfðust þess að skólayfirvöld rýmdu skólahúsið vegna myglu. og sveppagróa. Margir segja að börn þeirra hafi veikst af að vera við nám í húsinu í að undanförnu. Lagfæringar á skólanum hafa staðið yfir í rúm tvö ár. Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, segir að fyrsti skóladagurinn á nýjum stað hafi byrjað vel.\nMér líst mjög vel á þetta. Þetta er ótrúlega fallegt umhverfi, fallegur skóli, Fossvogsskólaandinn er kominn hingað upp eftir, og það skiptir öllu máli.\nÞetta er fyrsti dagurinn, hvernig gekk í morgun?\nÞað gekk mjög vel. Rútuferðirnar gengu vel, krakkarnir komu hingað. Það eru bara litlir árekstrar sem við erum að vinna með og klárum þá. En ekkert sem skiptir máli.\nMér finnst þeir bara vera hressir. Ég er búinn að fara í alla árganga í morgun nema einn, og það eru bara allir jákvæðir, allir spenntir, auðvitað er þetta nýtt og spennandi og það er bara gaman.\nHvað gerið þið ráð fyrir að þurfa að vera lengi hér?\nVið höfum ekki hugmynd um það. Við verðum bara hérna á meðan við getum og á meðan verið er að skoða Fossvogsskóla. Og þegar það liggur endanlega fyrir, og vonandi bara gerist það hratt, kannski út skólaárið, kannski fyrr, kannski lengur, við bara tökum því eins og það er.","summary":"Nemendur í Fossvogsskóla fara nú í Kelduskóla í Grafarvogi. Þangað var skólastarfið flutt vegna myglu í Fossvogsskóla. Skólastjórinn segir að dagurinn hafi gengið mjög vel."} {"year":"2021","id":"301","intro":"A-landslið Íslands í fótbolta karla mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM á morgun. Undir 21 árs lið Íslands mætir Rússlandi í fyrsta leik á EM karla í Ungverjalandi. Ísak Bergmann Jóhannesson segir að yngra liðið eigi góða möguleika í riðlinum.","main":"A-landsliðið mætir Þýskalandi annað kvöld klukkan korter fyrir átta og verður leikurinn sýndur beint á RÚV. Allir leikmenn liðsins eru heilir og klárir í slaginn að undantöldum Jóhanni Berg Guðmundssyni sem er tæpur vegna meiðsla. Arnar telur þó að Jóhann muni taka meiri þátt á æfingu liðsins í dag en síðustu daga og bindur vonir við að hann geti spilað á morgun. Lið Þjóðverja er afar sterkt, en Arnar segir íslenska liðið vel undirbúið.\nÞá leikur undir 21 árs sinn fyrsta leik í riðlakeppni lokamóts EM á morgun klukkan fimm og er sá leikur einnig sýndur beint á RÚV. Ísland mætir Rússlandi í fyrsta leik í riðlinum, en íslenska liðið hefur greint það rússneska gaumgæfilega síðustu daga.\nsagði Ísak Bergmann Jóhannesson. HM stofan og EM stofan byrja hálftíma fyrir leikina á RÚV.","summary":"Undirbúningur A-landsliðs Íslands í fótbolta og 21-árs liðs karla er á lokastigi. Bæði lið hefja keppni á nýjum vígstöðvum á morgun; A-landsliðið í undankeppni HM og 21 árs liðið í lokakeppni EM."} {"year":"2021","id":"302","intro":"Ísraelsmenn ganga að kjörborði í dag og kjósa sér nýtt þing. Þetta eru fjórðu þingkosningarnar í landinu á innan við tveimur árum. Kannanir hafa gefið kynna að Likud, flokkur Benjamins Netanyahus forsætisráðherra, fái flest atkvæði flokka sem bjóða fram í kosningunum, en þurfi samstarf við aðra til að mynda stjórn.","main":"Að sögn fréttastofunnar AFP blasa við þrír möguleikar að kosningum loknum, að mynduð verði enn ein samsteypustjórn undir forystu Netanyahus, að andstæðingar Netanyahus sameinist gegn honum og myndi stjórn þrátt fyrir hugmyndafræðilegan ágreining eða að kjósa þurfi í fimmta skipti á stuttum tíma. Netanyahu, sem hefur verið við völd í Ísrael síðan 2009, hefur átt undir högg að sækja að undanförnu vegna ásakana um spillingu, sem hann vísar á bug. Hann er sagður vona að góður árangur við bólusetningar gegn COVID-19 styrki stöðu hans. Netanyahu myndaði fráfarandi stjórn með helsta keppinaut sínu, Benny Gantz og Blá\/hvíta bandalaginu hans og sex öðrum flokkum. Fylgi Gantz og bandalagsins hefur hins vegar hrunið og margir snúið við honum baki fyrir að hafa farið í samstarf við Netanyahu. Yair Lapid, fyrrverandi fjármálaráðherra og leiðtogi Yesh Atid-flokksins, er nú talinn helsti keppinautur forsætisráðherrans. Hann sagði í morgun að landsmenn yrðu að velja á milli Yesh Atid eða ríkisstjórn undir forystu Netanyahus sem ala myndi á kynþáttafordómum og andúð á hinsegin fólki. Útgönguspár verða birtar þegar kjörstöðum verður lokað klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma.","summary":"Þingkosningar eru í Ísrael í dag, hinar fjórðu á innan við tveimur árum. Búist er við að Likud, fokkur Benjamins Netanyahus forsætisráðherra, verði áfram stærstur að kosningum loknum."} {"year":"2021","id":"302","intro":"Íslendingar telja að efnahagsáföll séu mesta ógnin sem að þjóðinni stafar. Þar á eftir koma farsóttir, tölvuárásir og loftslagsbreytingar. Flestir vilja að Ísland sé áfram aðili að alþjóðastofnunum. Afstaða Íslendinga til alþjóðamála mótast talsvert af notagildi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um afstöðu fólks til alþjóðamála.","main":"Silja Bára Ómarsdóttir, höfundur könnunarinnar og prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að skoðunum almennnings á utanríkismálum sé gjarnan lítill gaumur gefinn. Könnuninni sé ætlað að veita stjórnvöldum vísbendingar um þær.\nÞað er oft litið svo á að það sé á hendi hins opinbera og að það séu stofnanir ríkisins einar sem hafi með það að gera. Þetta er líka hvati til þess að auka umræðu um alþjóðamál í samfélaginu, ekki bara milli þings og ráðuneytis\nSilja Bára segir að það einna mestan áhuga hafi vakið í niðurstöðunum sé breytt viðhorf til samstarfs við Bandaríkin, sem hafa verið helsti bandamaður Íslands í áratugi.\nÞað er ekkert ofboðslega mikill áhugi á að auka samstarf og töluverður áhugi á að draga úr samstarfi við Bandaríkin. En þessi könnun er lögð fyrir á síðustu mánuðum valdatíðar Donalds Trump, það gæti spilað inn í - við vitum það ekki. Síðan er það hversu mikil nytjahyggja er - að fólk virðist vera tilbúið til að miðla málum ef efnahagslegir hagsmunir eru undir.","summary":null} {"year":"2021","id":"302","intro":"Eldgosið við Fagradalsfjall þyrfti að haldast stöðugt í áratugi til að mynda stóra dyngju. Fátt bendir til að það ógni byggð á næstu árum nema flæðið breytist. Eldfjallafræðingur segir að þetta geti hentað vel fyrir ferðamenn ef gosið heldur áfram.","main":"Nú telja vísindamenn mögulegt að eldfjallið í Geldingadölum sé, eða verði, dyngja. Dyngjur eru breið, aflíðandi og keilulaga eldfjöll sem myndast í langvinnu eldgosi á hringlaga gosopi. Dyngjur líkjast skál eða skildi á hvolfi og eru Skjaldbreiður og Trölladyngja líklega þær þekktustu hér á landi.\nÞorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að helstu vísbendingarnar séu að gosið við Fagradalsfjall byrjaði á föstudagskvöld með litlu kvikustreymi, fimm til tíu rúmkílómetrum á sekúndu, og hefur haldið sig í því síðan. Sömuleiðis hafi flæðið inn í kvikuganginn verið stöðugt síðan í lok febrúar.\nVið vitum líka annað, sem er mjög mikilvægt, að uppruni þessarar kviku er á verulegu dýpi, 17 til 20 km dýpi. Og þar er geymslutankurinn, ef svo má segja. Og hún kemur þarna upp, frá þessu dýpi, með þessu tiltölulega jafna, en litla streymi.\nEf þetta endar með dyngju sem hafi áhrif á umhverfið utan við Fagradalsfjall, þurfi gosið að halda áfram í áratugi, nema framleiðnin aukist verulega, og það sé ekkert útilokað.\nEn ef það heldur áfram á þessu stigi þá er það ekki að fara að setja nein mannvirki í hættu í bráð. Það eru einhverjar vikur í að hraunið fari út úr Geldingadal. Það náttúrulega bara hleðst upp þarna. Eins og við erum bara að horfa á.\nJákvæði hlutinn af þessu er að ef við fáum svona langvinnt gos þá held ég að við séum komin með mjög heppilegt gos fyrir ferðamenn til að horfa á.\nOg meðal þess sem hefur sést á vefmyndavélinni í morgun er bláleitur reykurinn sem stígur upp úr gígnum og hrauninu.\nÞessi bláa móða, það er brennisteinninn sem er ráðandi þar með litinn. Og eins ef menn finna lykt þá er það yfirleitt frá brennisteininum því koltvísýringurinn er lyktarlaus.\nHann varar við því að farið sé ofan í lægðirnar á lygnum degi sem þessum. Það geti verið stórhættulegt og jafnvel banvænt.\nÞað er mjög óráðlegt að vera við hraunið og ofan í lægðinni við þessar aðstæður.","summary":"Hundruð manna eru nú við gosstöðvarnar og segja almannavarnir að allir verði að fara þaðan fyrir klukkan fimm í dag vegna gasmengunar. Gosið gæti endað sem dyngja ef það heldur áfram, segir eldfjallafræðingur, en það þyrfti áratugi til að hún yrði stór. Fátt bendir til að gosið ógni byggð á næstunni. "} {"year":"2021","id":"302","intro":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur ekki til hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands á meðan tilfelli COVID-19 utan sóttkvíar eru ekki fleiri en raun ber vitni. Einn greindist með smit innanlands í gær og var í sóttkví. Sýni verða tekin úr börnum við landamærin og fólk frá áhættusvæðum verður skyldað í sóttkví í farsóttarhúsi samvæmt nýjum reglum heilbrigðisráðherra.","main":"Þórólfur segir að staðan hafi ekki breyst frá því í gær en hann taki sér þann tíma sem hann þarf til að meta stöðuna og ákveða framhaldið.\nÉg held að við séum samt sem áður ekki alveg búin að sjá fyrir endann á þessum hópsmitum sem\nhafa verið að greinast undanfarna daga þannig að við þurfum bara að vera við öllu búin hvað það varðar\nUm helgina greindust tuttugu og sex kórónuveirusmit, þar á meðal í starfsmanni Landspítalans, dreng í fimmta flokki Þróttar, tveimur nemendum Laugarnesskóla og nemanda í Menntaskólanum í Kópavogi.\nHvorki hefur þurft að senda nemendur né starfsfólk MK í sóttkví að sögn Guðríðar Arnardóttur skólameistara.\nÞjálfarar og liðsfélagar drengsins í Þrótti eru í sóttkví og er verið að sótthreinsa íþróttahúsið.\nSvandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti ríkisstjórninni í dag nýjar reglur um viðbrögð á landamærunum sem taka gildi á næstu dögum. Tekin verði sýni úr börnum en það hefur ekki verið gert áður.\nHins vegar snýst það um að nota sóttvarnarhús eða farsóttarhús í sóttkví fyrir þau sem eru að koma frá sérstaklega hættulegum svæðum.\neða svæðum þar sem faraldurinn er hvað skæðastur. Það eru löndin sem eru eldrauð á korti Sótttvarnarstofnunar Evrópu.\nÖll smitin sem greinst hafa innanlands undanfarna daga eru af breska afbrigðinu. Nú eru 435 í sóttkví og 57 í einangrun. Einn liggur á sjúkrahúsi með COVID-19 en smitstuðullinn innanlands er nú þrjú smit á hverja hundrað þúsund íbúa.","summary":"Sóttvarnalæknir ætlar ekki að leggja til harðari sóttvarnaaðgerðir innanlands þótt ekki sjái fyrir endann á hópsmitum. Börn verða skimuð við landamærin og fólki frá áhættusvæðum verður gert að dvelja í farsóttarhúsi samkvæmt nýjum reglum heilbrigðisráðherra."} {"year":"2021","id":"302","intro":"Félag sem berst gegn áformum um 10 þúsund tonna fiskeldi í Seyðisfirði telur að umsóknarferlið þurfi að fara aftur á byjunarreit. Ósamræmi sé milli tilkynntra áforma og þess sem fram kemur í frummatsskýrslu og eldissvæði séu orðin fleiri en upphaflega stóð til.","main":"Félagið Vá, félag um verndun fjarðar, var stofnað í upphafi árs. Markmið þess er að \u001efrelsa Seyðisfjörð frá fiskeldi í opnum sjókvíum\" eins og það er orðað. Sem kunnugt er lætur Fiskeldi Austfjarða nú meta umhverfisáhrif af 10 þúsund tonna eldi í firðinum. Sigfinnur Mikaelsson stjórnarmaður í Vá félagi um verndun fjarðar segir andstæðinga eldisins mjög ósátta við að heimastjórn og sveitarstjórn skuli ekki leggjast gegn eldi sem meiri hluti bæjarbúa er mótfallinn.\nÞað voru 55% sem skrifuðu upp á þessa undirskriftasöfnun sem hljóðaði algjörlega upp á það að vera algjörlega á móti þessu fiskeldi. Þetta birtist okkur hérna sem eiginlega ákvörðun sem hafði ekki fengið neina einustu umræðu hérna.\nMargir Seyðfirðingar eru ósáttir við að eldið þurfi ekki að lúta nýju skipulagi haf- og strandsvæða sem er í vinnslu. Fiskeldi Austfjarða hóf umsóknarferli áður en lög um það skipulag komu til 2018. Sigfinnur segir lögfræðing samtakanna draga í efa að eldið sé undanþegið lögunum. Þá sé eldið innan hafnarsvæðis og skipulagsvaldið því hjá sveitarfélaginu. Þar að auki hafi áformin verið í mótun og breyst eftir að umsóknarferlið hófst. Fiskeldi Austfjarða sé að reyna að stytta sér leið með því að hefja ekki nýtt ferli þegar áformuðum eldisvæðum fjölgar.\nÞá eru þeir árið 2016 bara með umsókn fyrir tvö af þessum fjórum svæðum sem þeir erum með í frummatsskýrslunni. Þá eru komin fjögur eldisvæði en hefur ekki verið fjallað um nema tvö þeirra hjá Skipulagsstofnun. Þeir þurfa þá bara að byrja upp á nýtt ef þeir ætla að halda því til streitu að vera með eldi hérna í Seyðisfirði.\nEftir þrýsting frá íbúum, heimastjórn og sveitarstjórn féll Fiskeldi Austfjarða frá einu eldissvæði af fjórum en áformar enn eldi á þremur stöðum í Seyðisfirði.","summary":null} {"year":"2021","id":"302","intro":"Af hverju ættum við ekki að geta unnið Þýskaland? spyr Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta. Íslenska liðið hóf af alvöru undirbúning sinn fyrir fyrsta leikinn í undankeppni HM 2022 í gær og mætir Þýskalandi á fimmtudag.","main":"Framundan eru þrír leikir hjá íslenska liðinu á næstu 10 dögum. Sá fyrsti er gegn Þjóðverjum á þeirra heimavelli á fimmtudag.\nSegir Ari Freyr sem hefur tekið þátt í öllum ævintýrum íslenska liðsins á undanförnum árum. Guðlaugur Victor Pálsson er hins vegar nýrri í liðinu, þrátt fyrir að verða þrítugur í næsta mánuði. Hann varð stór hluti af liðinu í tíð síðasta þjálfara, Svíans Eriks Hamrens, og segist berjast hart fyrir sínum tækifærum.\nÞað er ekki bara A-landsliðið sem stendur í ströngu því 21-árs lið karla hefur leik í úrslitakeppni Evrópumótsins á fimmtudag þegar liðið mætir Rússlandi í Györ í Ungverjalandi. Þetta er aðeins í annað sinn sem 21-árs liðið kemst í lokakeppnina og ætla leikmenn að nýta færið vel.\nKeflavík vann sjötta leik sinn í röð í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöldi og gerðu það með stæl. Keflavík var óstöðvandi sóknarlega gegn grönnum sínum frá Grindavík og unnu með 115 stigum gegn 82. Grunnurinn var lagður snemma því staðan var 39-7 eftir fyrsta leikhluta. Keflavík hefur ekki tapað síðan 12. janúar þegar Valsmenn náðu að leggja þá. Keflavík er með 6 stiga forskot í efsta sæti og næst kemur lið Þórs frá Þorlákshöfn sem vann ÍR í gærkvöldi, 105-98.\nFram og Stjarnan unnu leiki sína í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöldi. Fram vann stigalaust botnlið ÍR 29-23 og Stjarnan lagði KA fyrir norðan, 32-27. Bæði lið eru með 16 stig eftir 15 leiki eins og Selfoss í sætum 6-8. KA er sæti neðar með 15 stig.","summary":"Ari Freyr Skúlason segir að íslenska karlalandsliðið í fótbolta geti vel strítt stórliði á borð við Þýskaland. Liðin mætast í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2022 á fimmtudag."} {"year":"2021","id":"302","intro":"Manntjón varð þegar eldur braust út í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess í gær. Fimmtán hafa fundist látnir, en um fjögur hundruð er saknað.","main":"Ekki er vitað um upptök eldsins, en hann breiddist hratt út og herma fregnir að gaskútar hafi sprungið sem gert hafi illt verra. Fólk hafi átt fótum fjör að launa, en haft er eftir sjónarvottum að gaddavírsgirðingar hafi hindrað för margra. Nokkrum sinnum hafa blossað upp miklir eldar í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess, en sá í gær var sá þriðji á einungis fjórum dögum. Þá varð talsvert tjón í tveimur eldum í janúar og misstu þá þúsundir allt sitt. Johannes van der Klaauw, fulltrúi flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í landinu, sagði í morgun að eldurinn í gær hefði verið meiri en nokkru sinni. Auk látinna og þeirra sem er saknað hefðu 560 skaðast. Um tíu þúsund skýli hefðu brunnið sem þýddi að minnst 45.000 hefðu misst híbýli sín og eigur. Finna yrði fólkinu nýjan samastað. Yfir ein milljón Róhingja dvelur í flóttamannabúðum nærri borginni Coxs Bazar í Bangladess, meirihlutinn flúði þangað árið 2017 vegna ofsókna hersins í Mjanmar.","summary":"Hundraða er saknað eftir eldsvoða í flóttamannabúðum Róhingja í Bangladess. Tugir þúsunda misstu allt sitt í eldinum."} {"year":"2021","id":"303","intro":"Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, viðurkennir að niðurstaða póstkosningar Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra hafi verið vonbrigði. Hún ætlar samt sem áður að þiggja þriðja sæti listans.","main":"Talningu atkvæða í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra lauk á föstudagskvöld. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, hlaut flest atkvæði og leiðir því listann. Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingismaður, hafnaði í þriðja sæti. \u001eÉg sóttist eftir fyrsta til öðru sætinu þannig að auðvitað verður maður fyrir vonbrigðum þegar maður nær ekki þeim árangri sem ætlað er. En ég fékk örugga kosningu í þriðja sætið. -Þú segir að þetta hafi verið ákveðin vonbrigði, af því að þú sækist eftir fyrsta eða öðru, stóð einhvern tímann til að jafnvel taka ekki þetta sæti?- Já já það hljóta allir að hugsa sig tvisvar um þegar þeir fá svona niðurstöðu en ég hef fengið mikla hvatningu um að halda áfram.","summary":null} {"year":"2021","id":"303","intro":"Yfirvöld í Sydney í Ástralíu undirbúa flutning á þúsundum manna frá úthverfum í vesturhluta borgarinnar vegna flóðahættu. Óttast er einhver mestu flóð á þeim slóðum í sex áratugi.","main":"Þegar hafa hátt í tuttugu þúsund manns orðið að yfirgefa heimili sín vegna flóða í Nýja Suður-Wales, en ekki er vitað um manntjón eða alvarleg slys af völdum hamfaranna. Mikil úrkoma hefur verið á þessum slóðum síðustu daga og ár og lækir flætt yfir bakka sína svo vatnsborð hefur sums staðar ekki verið hærra í þrjá áratugi. Að sögn veðurfræðinga er fram undan enn meiri rigning. Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast, en þeim hafa borist hátt í níu þúsund hjálparbeiðnir síðan flóðin byrjuðu. Íbúar Nýja Suður-Wales hafa verið beðnir um að vera ekki á ferli að óþörfu og vinna heima ef hægt er. Vísindamenn hafa á undanförnum árum varað við miklum öfgum í veðri í Ástralíu af völdum loftslagsbreytinga og Gladys Berejiklian, forsætisráðherra Nýja Suður-Wales, minnti á það um helgina að fyrir rúmu ári hefðu verið miklir gróðureldar í fylkinu vegna óvenjumikilla þurrka. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sem sakaður hefur verið um að draga lappirnar í loftslagsmálum, sagði flóðin núna enn eina prófraunina fyrir landsmenn og gaf til kynna að herinn yrði kallaður út til hjálpar á hamfarasvæðunum.","summary":"Þúsundir hafa orðið að yfirgefa heimili sín vegna flóða í austanverðri Ástralíu, verið er að undirbúa frekari flutning fólks frá hverfum í vesturhluta Sydney-borgar."} {"year":"2021","id":"303","intro":"Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir það vissulega slæmt fyrir liðið að Gylfi Þór Sigurðsson geti ekki verið með í leikjunum þremur sem fram undan eru í undankeppni HM. Það séu hins vegar nokkrir hlutir í lífinu sem séu mikilvægari en fótboltinn.","main":"Gylfi Þór og eiginkona hans eiga von á sínu fyrsta barni á næstunni og dróg Gylfi Þór sig út úr landsliðshópnum af þeim sökum. Arnar Þór gleðst fyrir hönd Gylfa Þórs, þó sannarlega sé þetta ekki gott fyrir landsliðið.\nSagði Arnar Þór Viðarsson. Ísland mætir Þýskalandi á fimmtudag í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2022 í beinni útsendingu RÚV\nKlukkan tvö í dag verður dregið í umspil um sæti á heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Landslið Íslands tryggði sér sæti í umspilinu með 10 marka sigri á Litáen í lokaleik sínum í forkeppninni í gærkvöldi, 33-23. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, segir liðið vera í framför.\nSterkar þjóðir bíða í umspilinu og Arnar vill lítið spá og spekúlera fyrr en andstæðingurinn er ljós.\nNjarðvík tapaði sjötta leik sínum í röð í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöldi. Njarðvík tók á móti Val og tapaði með 80 stigum gegn 78. Njarðvík er í tíunda sæti deildarinnar, tveimur stigum frá fallsvæðinu. Þór Akureyri gerði góða fer í Vesturbæinn og lagði KR, 90-86, þá vann Tindastóll Hött 90-82 og Stjarnan vann Hauka 88-76. Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 26 stig, fjórum meira en Stjarnan, og á leik til góða gegn Grindavík í kvöld.\nEinn leikur var í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöldi, Fjölnir lagði Breiðablik með 80 stigum gegn 77. Fjölnir er í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum frá toppnum, en Breiðablik í sjötta sæti.\nHaukar eru áfram með fjögurra stiga forystu á toppi úrvalsdeildar karla í handbolta. Haukar unnu Val að Hlíðarenda 32-28 og eru Haukar fjórum stigum á undan grönnum sínum úr FH. FH lagði Selfoss í gærkvöldi, 28-27.","summary":null} {"year":"2021","id":"304","intro":"Gosið við Fagradalsfjall gæti hætt á morgun, eftir viku eða eftir mánuð. Framleiðnin er svipuð í dag og í gær","main":"Vísindamenn sammælast um að gosið í Geldingadal sé afllítið, veikt og smátt hraungos. Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, segir að ef framleiðnin fer mikið undir þrjá rúmmetra á sekúndu er líklegt að það stöðvist. Það virðist vera svipuð virkni í dag og var í gær.\nVið vitum það líka að þótt við séum með framleiðni upp á 5 til 10 rúmmetra á sekúndu, þá getur svoleiðis gos staðið áratugum saman. Og besta dæmið um það er gosið á Kílóea fjalli, sem stóð frá árinu 1984 til 2018 og frá og með 1986 var framleiðnin í því gosi 5 - 10 rúmmetrar á sekúndu.\nMörg dæmi um slík gos á Íslandi og nærtækasta dæmið við Fagradalsfjall er Þráinsskjöldur, sem gaus fyrir 14000 árum. Rannsóknir sýna að sum gos á Reykjanesskaganum hafi staðið yfir í nokkur hundruð ár.\nNú er ég ekki að segja að þetta sé sviðsmynd sem við erum að horfa á þarna við Fagradalsfjall. Við erum ekki komin nálægt neinu svona. En það sem liggur framundan fyrir okkur er að þessi dalur, Geldingadalur, þarf að fyllast af hrauni og hraunið þarf að verða að minnsta kosti 25 til 30 metra þykkt áður en það fer að flæða út úr dalnum. Þetta gos gæti endað á morgun, eða eftir viku eða eftir mánuð.\nEf gosið heldur áfram, þá fyllir hraunið lægðina.\nOg þá er hugsanlegt að það myndist hrauntjörn með skorpu á. Og sú skorpa getur verið þunn ef það myndast yfirflæði í hrauntjörninni, þá fer það að sökkva skorpunni og endurnýja hana. Og það getur orðið dálítið skemmtilegt sjónarspil. En það er held ég næsta skrefið þarna, ef gos heldur áfram. Þá myndast hrauntjörn í Geldingadal.\nMiklu líklegra að það hætti eftir nokkra daga. Svo getur það tekið sig upp aftur eftir vikur, mánuði eða ár, og ekkert endilega á sama stað. Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur tekur í sama streng.\nUmmæli Benedikts í kvöldfréttum RÚV á föstudag, þar sem hann sagðist meðal annars síður eiga von á gosi, og fyrirsögn fréttarinnar það kvöld á vef RÚV, vöktu töluverða kátínu meðal almennings, í ljósi þess að það byrjaði að gjósa nokkrum klukkustundum síðar.","summary":null} {"year":"2021","id":"304","intro":"Gasmengun er mikil í Geldingadölum og svæðinu í kringum jarðeldana en ekki mikil utan þess. Hulda Rós Helgadóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.","main":"Þarna við gosstöðvarnar var auðvitað og hefur verið mikið gas en hérna á höfuðborgarsvæðinu höfum við sloppið nokkuð vel. Það mældist smá toppur í Hafnarfirði seinni partinn í gær en hann fór ekki yfir hættumörk. Núna er mengunin hvað mest reyndar í Hvalfirði. Og hvernig er spáin? Mjög svipuð, það eru suðlægar áttir en það er ekki búist við því að mengun fari yfir hættumörk á höfuðborgarsvæðinu.","summary":"Talsverð gasmengun er við gosstöðvarnar en ekki er talin hætta í byggð."} {"year":"2021","id":"304","intro":"Búist er við að svæðið verði opið áfram en almannavarnir hafa áhyggjur af því að fólk fari full glannalega. Hundruð göngugarpa hafa lagt leið sína að gosstöðvunum í dag og eru lögregla og björgunarsveitir með mikinn viðbúnað. Sumir eru illa búnir og dæmi eru um að fólk fari óvarlega nærri gosinu. Einn var í tjaldi við gosstöðvarnar í nótt.","main":"Strax klukkan sjö í morgun voru um sextíu bílar við Grindavíkurveg og um hundrað við lokunarpóst á Suðurstrandarvegi. Þar er núna um kílómetralöng röð bíla.\nÞað virðist vera ekki minnkun á straumnum á fólki, hann er bara að aukast núna jafnt og þétt.\nSegir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Hann segir að margt beri að varast svo nálægt eldgosinu.\nFólk er að fara allt of nálægt við reyndum þarna í gær að beiðni lögreglustjóra og fimm mínútum eftir það þá vorum við búnir að rýma og þá flæddi hraun yfir hann sko. Þá kom einhver innspýting í gosið þannig að menn verða að fara varlega.\nVið búum á Íslandi þetta getur breyst fljótt. Þetta er eldgos, aðstæður þar geta breyst mjög fljótt líka. Bara að fólk hugsi áður en það framkvæmir.\nFjöldi göngufólks lagði leið sína að gosinu í gærkvöld og í nótt og var mis vel búið. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum er í aðgerðastjórn. Hann segir að nóttin hafi gengið furðu vel miðað við aðstæður.\nBjörgunarsveitarmenn þurftu að ferja örmagna einn einstakling sem var aðframkominn af þreytu, bleytu og veðrið var nú ekki að hjálpa til þarna og þetta slapp mjög vel og svo Landsbjargarfólk labbaði hérna alla helstu stíga svona gönguleiðir að gosstöðvunum til þess að svona hvort að fólk væri í einhverjum erfiðleikum á þessum gönguleiðum og þeir tóku upp einhverja þreytta, ferjuðu þá til Grindavíkur annars gekk þetta bara furðu vel, sko.\nÞað hefur verið hvasst og blautt og þoka á gosstöðvunum en það virðist ekki hafa aftrað göngufólki.\nOg einhverjir hafa verið þarna í nótt og einhverjar fréttir bárust af manni sem var í tjaldi þarna í góðu yfirlæti þannig að það er allur gangur á þessu.","summary":null} {"year":"2021","id":"304","intro":"Kvennalandslið Íslands í handbolta getur í dag tryggt sér sæti í umspili um sæti á heimsmeistaramóti kvenna. Sigur á Litáen síðdegis tryggir sætið í umspilinu.","main":"Íslenska liðið leikur lokaleik sinn í forkeppnisriðli sínum klukkan sex í dag. Þá mætir liðið Litáen og sigur í þeim leik tryggir Íslandi annað sæti riðilsins og sæti í umspilinu. Ísland mætti Grikklandi í gærkvöldi og vann öruggan sigur með 31 marki gegn 19. Rut Jónsdóttir var markahæst í íslenska liðinu í gærkvöldi með 7 mörk en liðið lék án fyrirliðans, Steinunnar Björnsdóttur, sem meiddist í tapinu gegn Norður-Makedóníu á föstudag.\nKomist Ísland í umspilið verður leikið verða tveir leikir um miðjan apríl og sæti á HM í boði. HM fer fram á Spáni í desember næstkomandi. Leikurinn gegn Litáen er klukkan sex í kvöld og verður í beinu streymi á Youtube-síðu norður-makedónska handboltasambandsins og verður streymið aðgengilegt á ruv.is.\nÞrír leikir voru í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gær og einvígi toppliðanna Vals og Keflavíkur heldur áfram. Keflavík tók á móti Skallagrími og vann með 74 stigum gegn 51 og Valur lagði KR í Frostaskjóli, 87-67. Valur og Keflavík eru efst og jöfn með 24 stig eftir 15 leiki. Haukar fylgja fast á eftir með 22 stig eftir sigur á Snæfelli í gær, 98-68. 15. umferð lýkur í dag þegar Fjölnir tekur á móti Breiðabliki.","summary":null} {"year":"2021","id":"304","intro":"Mikil flóð vegna úrhellisrigningar herja nú á íbúa Nýja Suður-Wales í Ástralíu. Þúsundir íbúa í Sydney hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna hættu á skyndiflóðum.","main":"Þúsundir Sydneybúa þurftu að yfirgefa heimili sín í úthverfum Sydneyborgar og nágrenni þegar líða tók á aðfaranótt sunnudags þar eystra, vegna flóðahættu. Metúrkoma féll við austurströnd landsins í gær.\nMikil úrkoma hefur verið í Nýja Suður Wales í Ástralíu undanfarna daga. Fólk sem býr lægst hefur þurft að yfirgefa heimili sín víða í ríkinu og í dag var staðan orðin þannig í stærstu borginni, Sydney. Þar voru það einkum íbúar í lágt liggjandi hverfum í norðvesturborginni og aðliggjandi bæjum sem þurftu að taka föggur sínar og forða sér eftir að yfirvöld vöruðu við hættu á \u001elífshættulegum skyndiflóðum\" víða í Nýju Suður-Wales og fyrirskipuðu rýmingu.\nÍ bænum Taree, þar sem heilt einbýlishús náðist á mynd þar sem það barst með straumnum niður eftir á sem bólgnað hafði upp í beljandi stórfljót, gistu um 150 manns í samkomuhúsi bæjarins. Í húsinu bjó ungt par en brúðkaup þeirra var fyrirhugað í dag.\nNeyðarþjónustum hafa borist yfir 1.000 hjálparbeiðnir og aðfaranótt sunnudags fóru viðbragðsaðilar í rúmlega 100 útköll til að bjarga fólki í nauð vegna flóðanna.\nRigningarnar hófust norðarlega í strandhéruðum Nýju Suður-Wales á miðvikudag og hefur úrkomubakkinn þokast suður með austurströndinni síðan. Ekki er búist við uppstyttu fyrr en á fimmtudag. Til marks um úrkomuna er spáð 100 mm úrkomu næstu tólf tímana í Sydney.","summary":"Mikil flóð vegna úrhellisrigningar herja nú á íbúa Nýja Suður-Wales í Ástralíu. Þúsundir íbúa í Sydney hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna hættu á skyndiflóðum."} {"year":"2021","id":"305","intro":"Eldgos hófst í Geldingadölum við Fagradalsfjall (korter fyrir níu nákvæm tímasetning) þegar klukkan var að nálgast níu í gærkvöld. Eldgosið er lítið og jarðvísindamenn búast við að það standi stutt og ógni ekki byggð eða mannvirkjum. Ingvar Þór Björnsson","main":"Tilkynningar um gosbjarma á himni, ofan við Fagradalsfjall, bárust á níunda tímanum í gær. Fljótlega varð ljóst að eldgos væri hafið, sérfræðingar Veðurstofunnar og almannavarna fóru í þyrluflug yfir gosstöðvarnar á tíunda tímanum, stjórnstöð almannavarna var virkjuð sem og aðgerðastjórn á Suðurnesjum, og neyðarstigi var lýst yfir.\nBjarmi af gosinu sást víða. Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, sagði að margir hefðu lagt leið sína á Reykjanesskaga til þess að berja gosið augum. Það mætti ekki og var Reykjanesbraut lokað um tíma.\nÉg veit að fólk hefur farið þarna af stað labbandi og annað. Það getur bara verið hættulegt.\nGosið kom upp í Geldingadölum, úr miðjum kvikuganginum milli Keilis og Fagradalsfjalls og var gossprungan talin vera um 500 til þúsund metrar að lengd. Lítil gosstrókavirkni var á svæðinu þegar rætt var við Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing, í flugvél Landhelgisgæslunnar í miðnæturfréttum útvarps.\nÞetta er ekki stórt gos og það er ekki mikil sprengivirkni í þessu. Það sem við erum að horfa á er bara óttalegur ræfill\nTvær hrauntungur mynduðust upp úr sprungunni og runnu þær bæði til suðurs og vesturs. Strax var ljóst að hvorki mannabyggð né innviðum stafaði bráð hætta af gosinu en vegna gasmengunar beindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, því til íbúa austan við gosstöðvarnar, í Þorlákshöfn, Hveragerði, Ölfusi og Árborg að loka gluggum og skrúfa upp í ofnum.\nSvona gosi fylgir gasmengun og í svona landslagi eins og er þarna getur gas sest mjög auðveldlega í lægðir þannig að fólk getur mjög auðveldlega komið sér í mikla hættu ef það fer nálægt þannig við biðjum fólk að slaka aðeins á. Leyfa okkur að meta þetta og geta gefið betri upplýsingar um hvernig staðan er.\nMörgum var brugðið þegar það byrjaði að gjósa í gær enda hafði dregið nokkuð úr skjálftavirkninni. Einhverjum var þó létt, eins og grindvísku fjölskyldunni, sem rætt var við í nótt.\nHvernig verður að fara að sofa í nótt? Ég held að við verðum bara róleg. Nú búumst við ekki við jarðskjálftum þannig í rauninni held ég að við leggjumst bara rólegri til svefns. Það er búið að ganga á svo miklu hérna á nóttinni og það hefur verið svo óþægilegt. Ég hugsa að líkaminn okkar bregðist bara svolítið við eins og jörðin. Það er búið að gjósa og nú er bara komið að smá slökun. Nú leyfum við þessu bara að flæða.","summary":null} {"year":"2021","id":"305","intro":"Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá Almannavörnum, flaug yfir gosstöðvarnar í morgun ásamt fleiri vísindamönnum og segir að gosið hafi virst töluvert stærra í myrkrinu í nótt.","main":"Við sáum gígana sem opnuðust í gær og síðan hrauntungurnar sem renna þaðan út. Við vorum líka í flugi í myrkrinu í gær og þegar maður sér þetta með fjöllin og dalina til samanburðar þá er þetta heldur minna heldur en maður bjóst við eftir flugið í gær og það hefur dregið úr kvikustrókavirkninni. Það er lítil sem engin aska sem kemur frá þessu og gosmökkurinn er frekar lítill sem kemur úr gígnum sjálfum. Þetta er mjög vel afmarkað en við þurfum samt að hafa það í huga að á meðan þessi virkni er að það er ekki útilokað að það opnist aðrar sprungur á öðrum stöðvum, þannig að við höldum áfram að fylgjast með umhverfinu í kringum þessar gosstöðvar.","summary":null} {"year":"2021","id":"305","intro":"Alþjóðlegir áhorfendur verða ekki leyfðir á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í Japan í sumar. Þetta var ákveðið vegna óvissu um framvindu heimsfaraldurs kórónuveiur.","main":"Alþjóðaólympíunefndin og Alþjóðanefnd Ólympíumóts fatlaðra funduðu í dag vegna stöðu faraldursins í heiminum. Ákveðið var að hleypa ekki ferðamönnum til Japan á meðan mótin tvö standa yfir í síðsumars. Í tilkynningu segir að þetta sé gert til að tryggja öryggi bæði heimamanna og gesta vegna óvissu um stöðu COVID-19 faraldursins í sumar en töluverð óánægja hefur verið í Japan með að leikarnir séu enn á áætlun.\nÍslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Grikklandi í forkeppni HM 2021 klukkan sex í dag. Íslenska liðið tapaði fyrir Norður-Makedóníu í gærkvöld 24-17 í fyrsta leik. Steinunn Björnsdóttir fyrirliði liðsins verður ekki með í dag eftir að hafa meiðst í í leiknum í gær. Þá fer fram Íslandsmótið í áhaldafimleikum klukkan fjögur í dag og verður í beinni útsendingu á RÚV.\nBjörn Bergmann Sigurðarson hefur dregið sig úr landsliðshópnum sem leikur þrjá leiki í undankeppni HM í fótbolta í lok mars. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að kalla nýjan leikmann inn í hópinn.\nÍsland mætir Þýskalandi á fimmtudag í fyrsta leik liðsins undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar.","summary":"Vegna óvissu um kórónuveirufaraldurinn verða erlendir áhorfendur ekki leyfðir á Ólympíuleikunum og Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó í Japan í sumar. "} {"year":"2021","id":"306","intro":null,"main":"Mjög hefur dregið úr jarðskjálftavirkni yfir kvikuganginum við Fagradalsfjall. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, segir að svo virðist sem kvikuflæði sé að minnka til og að kvikan í ganginum sé tekin að storkna. Þetta staðfesta nýjar gervitunglamyndir.\nNý jarðskjálftahrina hófst hins vegar á Reykjaneshryggnum, vestnorðvestur af Reykjanestá, í morgun og urðu átta jarðskjálftar yfir þremur að stærð á sjötta tímanum. Þeir stærstu voru 3,7 að stærð. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að tengja þessa skjálfta við kvikuganginn undir Fagradalsfjalli, í það minnsta ekki með beinum hætti.","summary":"Mjög hefur dregið úr skjálftavirkni yfir kvikuganginum við Fagradalsfjall og jafnvel líkur á því að kvikan í honum sé tekin að storkna. "} {"year":"2021","id":"306","intro":"Gistinóttum útlendinga á hótelum hér á landi fækkaði um 98% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og fimm þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll miðað við 167 þúsund í sama mánuði í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að búast megi við því að fleiri ferðaþjónustufyrirtæki hætti starfsemi á næstunni.","main":"Í skammtímahagvísum Hagstofu Íslands fyrir ferðaþjónustu kemur fram að velta í gistingu og fólksflutningum hafi verið 58 prósentum minni í fyrra en árið á undan. Þar kemur líka fram að 97 prósentum færri farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar\nÞessar tölur sýna fyrst og fremst þá gífurlega alvarlegu stöðu sem ferðaþjónustan stendur í\nMeðal þess sem fram kemur í tölum Hagstofunnar er að framboð á hótelherbergjum hefur minnkað um 44%.\nNúna stöndum við frammi fyrir þeirri stöðu að ýmis fyrirtæki gætu verið með mjög litlar eða engar tekjur. Jafnvel eitthvað inn í sumarið. Vonandi breytir ákvörðunin um að opna Schengen-landamærin fyrir almennum bólusettum ferðamönnum einhverju um það, en það er allavegana ljóst að þetta er lengri tími sem fyrirtækin þurfa að þrauka tekjulítil eða tekjulaus en búist var við og við finnum mjög fyrir því að það er farið að taka verulega á hjá fjölmörgum félögum. ég held að það megi búast við því að það muni fyrirtæki þar á meðal hótel heltast úr lestinni núna á næstu mánuðum.","summary":"Fimm þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar miðað við 167 þúsund í sama mánuði í fyrra og gistinóttum útlendinga á hótelum hér á landi fækkaði um 98%. Búist er við að fleiri ferðaþjónustufyrirtæki muni hætta starfsemi á næstunni."} {"year":"2021","id":"306","intro":"Andrúmsloftið var allt annað en vinalegt í upphafi fyrsta fundar háttsettra ráðamanna Biden-stjórnarinnar og kínverskra kollega þeirra í Alaska í gær, þar sem ádrepur og digurmæli gengu á víxl.","main":"Fulltrúar Pekingstjórnarinnar sökuðu Bandaríkjamenn um að hvetja önnur ríki til að \u001eráðast gegn Kína\" en gestgjafarnir sökuðu Kínverja um að hafa mætt til fundarins með það eitt fyrir augum að efna til illinda með látalátum og gífuryrðum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist í opnunarávarpi sínuætla að ræða alvarlegar áhyggjur Bandaríkjastjórnar af ofsóknum Kínverja gegn Úígúrum og yfirgangi þeirra gagnvart Hong Kong og Taívan, tölvuárásum á Bandaríkin og efnahagslegum þvingunum gagnvart vinaþjóðum Bandaríkjanna, enda ógnaði þetta stöðugleika í heiminum öllum. Wang svaraði því til að Bandaríkin notuðu hernaðarmátt sinn og efnahagslega yfirburði til að halda öðrum ríkjum niðri. Þau hikuðu ekki við að misnota hugtök á borð við þjóðaröryggi \u001etil að hindra eðlileg viðskipti og hvetja sum lönd til að ráðast gegn Kína.\" Þá sagði hann mannréttindi fótum troðin í Bandaríkjunum, þar sem þeldökkum borgurum væri \u001eslátrað.\" Eftir um það bil klukkustund af hnútuköstum milli sendinefndanna, meira og minna í beinni útsendingu, lýsti fulltrúi Bandaríkjastjórnar því yfir að viðræður stórveldanna myndu halda áfram, samkvæmt áætlun, utan kastljóss fjölmiðlanna.","summary":null} {"year":"2021","id":"306","intro":"Öryggissveitir í Mjanmar skutu átta mótmælendur til bana í morgun. Fólk er farið að flýja stærstu borg landsins vegna hörku öryggissveita.","main":"Fólk er farið að flýja Yangon, næst stærstu borg Mjanmar, vegna harkalegra aðgerða öryggissveita gegn andstæðingum herforingjastjórnarinnar sem hrifsaði völdin í landinu í byrjun febrúar, en herlög eru í gildi í sex hverfum borgarinnar. Átta voru skotnir til bana í mótmælum gegn herforingjastjórninni í morgun.\nRíkisfjölmiðlar í Mjanmar sýndu í morgun myndskeið af þéttum bílaröðum á vegum frá Yangon, en fréttastofan AFP hafði í vikunni eftir borgarbúum að þeir óttuðust orðið mjög um öryggi sitt. Þingmenn sem settir voru af í síðasta mánuði eru að sögn fréttastofunnar Reuters að kanna hvort Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hafi heimild til að rannsaka hvort herforingjastjórnin hafi gerst sek um glæpi gegn mannkyni með harkalegu aðgerðum gegn mótmælendum. Grannríki í ASEAN, samtökum ríkja í Suðuaustur-Asíu, hafa haft þá stefnu að skipta sér ekki af innanríkismálum hverra annarra, en nú virðist sem óþolinmæði sé farið að gæta í garð herforingjastjórnarinnar í Mjanmar. Joko Widodo, forsdeti Indónesíu, hefur hvatt til leiðtogafundar vegna ástandsins í Majnmar, hvatt til að lýðræði verði endurreist í landinu og að ofbeldinu linni. Yfirvöld í Taílandi segjast vera farin að búa sig undir komu flóttafólks frá Mjanmar. Yfir 230 hafa látið lífið í mótmælunum gegn herforingjastjórninni, en yfir 2.000 andstæðingar hennar hafa verið teknir höndum. Þá hefur fjöldi fréttamanna verið handtekinn, tveir í morgun, annar þeirra á vegum breska útvarpsins BBC.","summary":null} {"year":"2021","id":"306","intro":"Lögreglan í Noregi ætlar að rannsaka meint brot Ernu Solberg forsætisráðherra á sóttvarnareglum þegar hún hélt upp á afmælið sitt í febrúar.","main":"Norska lögreglan ætlar að rannsaka ásakanir um að Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, hafi brotið sóttvarnareglur þegar hún fagnaði sextugsafmæli sínu í síðasta mánuði.\nSolberg fór þá ásamt ættingjum og vinum til bæjarins Geilo í tilefni afmælisins. Samkvæmt norskum fjölmiðlum kom fólk úr föruneyti hennar á veitingastað í Geilo föstudaginn 25. febrúar, alls þrettán manns, en reglur kváðu um að einungis mættu tíu koma saman. Solberg var ekki þar viðstödd, þar sem hún þurfti að leita til læknis, en daginn eftir komu fjórtán saman til kvöldverðar í Geilo, Solberg þar á meðal, eða fjórum fleiri en leyfilegt var. Norska ríkisútvarpið segir engan í föruneyti forsætisráðherrans hafa smitast í ferðinni. Solberg baðst í gær afsökunar og kvaðst hafa átt að vita betur.","summary":"Lögreglan í Noregi ætlar að rannsaka meint brot Ernu Solberg forsætisráðherra á sóttvarnareglum þegar hún hélt upp á afmælið sitt í febrúar."} {"year":"2021","id":"306","intro":"Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhald yfir konu á Suðurnesjum sem hefur verið sökuð um barnaþrælkun, fjárdrátt og sálrænt ofbeldi gagnvart þremur stjúpbörnum sínum. Hún er sögð hafa látið börnin vinna gríðarlega mikið en tekið laun þeirra sjálf. Rannsóknin hefur verið í gangi síðan í nóvember.","main":"Héraðsdómur Reykjaness taldi hættu á að konan myndi reyna að torvelda rannsókn málsins, meðal annars með því að eyða gögnum, skjóta undan munum og hafa áhrif á mikilvæg vitni, sér í lagi stjúpbörn hennar. Landsréttur sagði hins vegar að ekki væru fyrir hendi rannsóknarhagsmunir til þess að konunni yrði gert að sæta gæsluvarðhaldi.\nRannsókn lögreglu er sögð mjög umfangsmikil. Búið er að afla dómsúrskurðar um afléttingu bankaleyndar og beðið er eftir gögnum frá alþjóðlegum peningasendingafyrirtækjum. Fram kemur í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum að við leit á heimili konunnar hafi fundist 835 þúsund krónur í reiðufé.\nLögreglan fór fram á gæsluvarðhald yfir konunni þar sem nauðsynlegt væri að yfirheyra hana með ítarlegum hætti. Og tryggja veru hennar á Íslandi. Þótt hún væri íslenskur ríkisborgari hefði hún sterkar tengingar við erlent land, þar ætti hún meðal annars fasteign og hefði sent þangað umtalsverða fjármuni.\nVerjandi konunnar benti á að hún hefði verið samstarfsfús og meðal annars gefið upp pin-númer sitt. Rannsókn lögreglu hefði staðið í fjóra mánuði og vandséð væri hvernig hún gæti spillt fyrir henni. Þá hefði hún verið búsett hér í mörg ár, væri íslenskur ríkisborgari og því væri fráleitt að halda því fram að hún myndi reyna að komast úr landi\nFram kemur í úrskurði héraðsdóms að fyrir liggi samhljóða vitnisburður þriggja stjúpbarna hennar um að þau hafi verið látin vinna myrkranna á milli undir stjórn stjúpmóður sinna og að hún hafi tekið öll laun þeirra. Rannsókn lögreglu á bankareikningum hennar og barnanna styðji eindregið frásögn barnanna.","summary":"Íslensk kona á Suðurnesjum er sökuð um barnaþrælkun, fjárdrátt og sálrænt ofbeldi gagnvart þremur stjúpbörnum sínum. Málið hefur verið til rannsóknar hjá lögreglunni í fjóra mánuði. Börnin segjast hafa verið látin vinna myrkranna á milli en konan tekið laun þeirra."} {"year":"2021","id":"306","intro":"Valur vinn sinn þriðja leik í röð í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld. Valsmenn, sem byrjuðu Íslandsmótið illa, fengu Tindastól í heimsókn á Hlíðarenda.","main":"Valsmenn voru með undirtökin í leiknum nánast allan tímann en Jón Arnór Stefánsson og Jordan Roland skoruðu 21 stig hvor fyrir Val sem vann með ellefu stiga mun, 90-79. Valur vann þar með sinn þriðja leik í röð og hefur klifrað upp í 6. sæti í deildarinnar en liðið sat í 10. sæti fyrir nokkrum vikum. Þór Þorlákshöfn fór upp fyrir Stjörnuna í 2. sæti með sigri í leik liðanna, 92-83, og KR komst upp í 3. sæti með eins stigs sigri á Hetti á Egilsstöðum, 98-97, þar sem Bandaríkjamaðurinn Tyler Sabin skoraði sigurkörfu Vesturbæinga á lokasekúndunum. Þá tóku Haukar á móti Grindavík í fyrsta leik sínum eftir að Israel Martin var rekinn. Við starfi hans tók Sævaldur Bjarnason en ekki tókst liðinu að snúa við slæmu gengi vetrarins. Eftir að hafa haft undirtökin lengi vel gegn Grindavík voru það gestirnir sem höfðu sigur, 81-76, og Haukar sitja sem fastast á botni deildarinnar en Grindavík er í 5. sæti.\nÁfrýjunardómstóll HSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að endurtaka þurfi viðureign Stjörnunnar og KA\/Þórs í Olísdeild kvenna í handbolta. Úrslit leiksins hafa verið gerð ómerk en hann fór fram 13. febrúar. Mark sem Stjarnan skoraði í leiknum í stöðunni var ekki fært til bókar en KA\/Þór vann einmitt með einu marki. Í dómnum segir að það sé á valdi HSÍ að leiðrétta slík augljós og óumdeild mistök við framkvæmd leiks.\nManchester United komst í gærkvöld í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á AC Milan á útivelli. Paul Pogba skoraði fyrir Manchester snemma í seinni hálfleik eftir að hafa komið inná sem varamaður. United vann því samanlagt 2-1 og fer áfram. Nú í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit keppninnar en United mætir Granada frá Spáni. Arsenal og Slavia Prag mætast. Þá var einnig dregið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu hjá körlunum í morgun. Þar eigast við Real Madrid og Liverpool, PSG og Bayern München, Chelsea og Porto og Manchester City og Dortmund.\nFjórir leikmenn ítalska úrvalsdeildarliðsins Inter hafa greinst með Covid-19 veiruna. Leik liðsins gegn Sassuolo sem átti að vera á morgun hefur verið frestað og þá hefur leikmönnum Inter verið bannað að ferðast í landsliðsverkefni í undankeppni HM.\nÍsland og Norður-Makedónía eigast við í forkeppni HM kvenna í handbolta í Skopje í dag. Riðill Íslands í forkeppninni verður kláraður á næstu þremur dögum í Norður-Makedóníu.\nTvö efstu liðin úr riðlinum komast áfram í umspil um sæti á HM á Spáni í desember. Ásamt Íslandi og Norður-Makedóníu eru Litháen og Grikklandi í riðlinum. Flautað verður til leiks klukkan 16:00 í Skopje í dag en leikurinn verður sýndur beint á ruv.is.","summary":"Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur leik í forkeppni HM í handbolta í Norður-Makedóníu í dag og Valsmenn unnu sinn þriðja leik í röð í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld. "} {"year":"2021","id":"306","intro":"Byrjað verður á ný í mörgum Evrópuríkjum í dag að bólusetja með bóluefninu frá AstraZeneca, þar á meðal í Þýskalandi og Frakklandi þar sem greindum smitum hefur farið fjölgandi að undanförnu.","main":"Fjöldi Evrópuríkja ætlar í dag að hefja á ný bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf í gær grænt ljós á notkun þess. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin birtir álit sitt um bóluefni AstraZeneca í dag.\nMálið snerist um hvort aukin hætta væri á blóðtappa eftir bólusetningu með efninu, en Lyfjastofnunin kvað svo ekki vera. Minnst tíu ríki í Evrópu hafa í ljósi þessa tilkynnt að þau ætli að hefja á ný bólusetningu með bóluefninu frá AstraZeneca í dag. Greindum kórónuveirusmitum hefur víða farið fjölgandi á ný í álfunni, þar á meðal í Þýskalandi og Frakklandi. Fulltrúi Robert Koch-smitsjúkdómastofnunarinnar í Þýskalandi sagði á fundi með fréttamönnum í morgun að ástæðan væri ekki síst ný afbrigði sem smituðu hraðar. Hann kvað hættu á að staðan um páskana yrði svipuð og fyrir jól hvað varðaði fjölda smita og dauðsfalla og að sjúkrahús kynnu að verða yfirfull. Frakkar taka einnig bóluefni Astra Zeneca aftur í notkun í dag og verður Jean Castex forsætisráðherra meðal þeirra sem bólusettir verða með því í dag. Nýjar sóttvarnareglur taka gildi í Frakklandi á miðnætti annað kvöld og gilda í mánuð.","summary":"Byrjað verður á ný í mörgum Evrópuríkjum í dag að bólusetja með bóluefninu frá AstraZeneca, þar á meðal í Þýskalandi og Frakklandi þar sem greindum smitum hefur farið fjölgandi að undanförnu."} {"year":"2021","id":"307","intro":"Skotvopn sem notað var í morðinu í Rauðagerði um miðjan febrúar hefur ekki fundist. Níu skothylki fundust á vettvangi. Lögreglan telur morðið hafa verið framið í samverknaði nokkurra. Lögmaður eins sakbornings er sagður hafa verið samskiptum við aðra sakborninga, fyrir og eftir að hann var skipaður verjandi.","main":"Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrsta úrskurðinum sem birtur hefur verið í tengslum við rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði. Hann var kveðinn upp í tengslum við kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um að skipun Steinbergs Finnbogasonar sem verjanda eins sakbornings í málinu yrði felld úr gildi.\nSkjólstæðingur Steinbergs er Íslendingur á fimmtugsaldri sem hefur verið sagður umsvifamikill í undirheimum.\nÍ úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögreglan telji Steinberg hafa verið í samskiptum við aðra sakborninga fyrir og eftir að hann var skipaður verjandi. Meðal þeirra sé sakborningur sem lögregla telur sig hafa rökstuddan grun um að hafa verið á vettvangi skömmu fyrir og rétt eftir morðið.\nÞrír sitja nú í gæsluvarðhaldi, tveir karlmenn og ein kona. Einn þeirra, albanskur karlmaður, var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Sex eru í farbanni og tólf hafa réttarstöðu sakbornings.\nFram kemur í úrskurðinum að lögregla telji ljóst að morðið á Armando Bequiri hafi verið unnið í samverknaði nokkurra og jafnvel með hlutdeild annarra.\nSkotvopnið hefur ekki fundist en í úrskurði héraðsdóms kemur fram að lögreglu hafi borist fjölmargar ábendingar og upplýsingar varðandi það.","summary":"Níu skothylki fundust á vettvangi morðsins í Rauðagerði en byssan hefur ekki fundist. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins og telur lögreglan að morðið hafi verið framið í samverknaði nokkurra. "} {"year":"2021","id":"307","intro":"Forstjóri kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík vonast til að framleiðsla þar hefjist á ný í lok næsta mánaðar. Þó séu enn margir lausir endar. Um 140 manns verði þá við störf - eða álíka margt og var áður en verksmiðjunni var lokað í fyrrasumar.","main":"PCC Bakki Silicon tilkynnti 25. júní að verksmiðjunni yrði lokað tímabundið og voru ofnar verksmiðjunnar stöðvaðir mánuði síðar. Um áttatíu manns var sagt upp störfum, en ríflega fimmtíu störfuðu áfram. Í janúar var auglýst eftir starfsfólki á ný og Rúnar Sigurpálsson, forstjóri, segist ánægður með viðbrögðin.\nFjöldi erlendra starfsmanna PCC fór úr landi eftir að þeir misstu vinnuna en Rúnar segir marga þeirra hafa snúið aftur.\nHann reiknar með álíka mörgum starfsmönnum í verksmiðjunni og var fyrir stöðvun, þegar framleiðsla hefst á ný.\nHrun á mörkuðum fyrir kísilmálm var meginástæða þess að framleiðslu var hætt hjá PCC á Bakka í fyrrasumar. Rúnar segir að þar hafi þróunin verið í rétta átt.","summary":"Forstjóri kísilverksmiðju PCC á Bakka vonast til að framleiðsla hefjist á ný í lok apríl. Landið sé heldur að rísa á mörkuðum fyrir kísilmálm. Álíka margir verði við störf og voru áður en verksmiðjunni var lokað."} {"year":"2021","id":"307","intro":"Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur birt nýjar ásakanir um mútuþægni á hendur Aung San Suu Kyi sem steypt var af stóli í síðasta mánuði. Lögmaður hennar vísar þeim ásökunum á bug.","main":"Lögmaður Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar sem steypt var af stóli í byrjun síðasta mánaðar, sagði í morgun ekkert hæft í nýjum ásökunum sem birtar hafa verið á hendur henni, en hún er sökuð um að hafa þegið fé frá auðugum kaupsýslumanni.\nSjónvarpsstöð hersins í Mjanmar birti í gær brot úr viðtali við kaupsýslumanninn Maung Weik, sem kvaðst fjórum sinnum á undanförnum árum hafa látið hana hafa fé úr eigin vasa, jafnvirði um sjötíu milljóna króna. Fleiri úr ríkisstjórn hennar hefðu fengið frá honum fé. Í síðustu viku staðhæfði talsmaður herforingjastjórnarinnar að ráðherra sem nú væri í haldi hefði viðurkennt að hafa látið Suu Kyi hafa tugmilljónavirði í gulli og peningum. Lögmaður hennar Khin Maung Zaw, sagði í morgun að Suu Kyi væri eflaust ekki gallalaus, en ásakanir um mútuþægni og spillingu ættu ekki við rök að styðjast. Enn er mótmælt í Mjanmar þótt herinn hafi hert þar tökin. Réttindasamtök í Mjanmar segja það staðfest að 217 hafi verið drepnir síðan mótmæli hófust gegn herforingjastjórninni, en telja fjölda látinna mun meiri. Útgáfa á öllum einkareknum dagblöðum í landinu hefur verið stöðvuð og internetþjónusta takmörkuð. Þrjátíu og sjö blaðamenn hafa verið handteknir síðan herforingjar hrifsuðu völdin í landinu í byrjun síðasta mánaðar og að sögn Sameinuðu þjóðanna er meira en helmingur þeirra enn í haldi.","summary":"Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur birt nýjar ásakanir um mútuþægni á hendur Aung San Suu Kyi sem steypt var af stóli í síðasta mánuði. Lögmaður hennar vísar þeim ásökunum á bug."} {"year":"2021","id":"307","intro":"Topplið úrvalsdeildar kvenna í körfubolta töpuðu bæði í gærkvöld þegar heil umferð fór fram í deildinni. Botnlið KR vann aðeins annan sigur sinn í deildinni.","main":"KR sótti Keflavík heim og hafði frækinn sex stiga sigur, en Keflavík sat ásamt Val í efsta sæti deildarinnar fyrir leikinn. KR vann 81-75. KR situr þó enn á botninum en Keflavík er áfram ásamt Val í efsta sæti því Valur tapaði líka í gærkvöldi. Valskonur sóttu Breiðablik heim í Smárann og sigraði Breiðablik með 74 stigum gegn 69. Breiðablik er í 6. og þriðja neðsta sæti, sex stigum á undan KR og Snæfelli en Snæfell tapaði gegn Fjölni í gærkvöldi, 79-71. Toppbaráttan harðnaði í gærkvöldi því Haukar eru nú aðeins tveimur stigum á eftir Val og Keflavík eftir 73-69 sigur á Skallagrími. Sjö umferðir eru eftir af deildarkeppninni og verður framhaldið því spennandi.\nSpennan er ekki síðri í úrvalsdeild karla í handbolta þar sem þrír leikir voru í gærkvöldi. ÍBV lagði Val að Hlíðarenda í spennandi leik, 29-28, þar sem Hákon Daði Styrmisson skoraði sigurmark Eyjamanna úr víti þegar leiktíminn var liðinn. Þá sótti Afturelding tvö stig á Selfoss með 26-23 sigri og Þór Akureyri náði í dýrmæt stig í fallbaráttunni með 28-25 sigri á stigalausum ÍR-ingum. Haukar eru með 4 stiga forskot á FH í efsta sæti en svo er hart barist þar fyrir aftan. Munar aðeins fimm stigum á FH í öðru sæti og Fram í því níunda. Á botninum er svo ÍR án stiga, Þór er með 6 stig í hinu fallsætinu, fjórum stigum á eftir Gróttu.\n16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lauk í gærkvöldi með tveimur leikjum. Chelsea sigraði Atletico Madrid 2-0 og 3-0 samanlagt eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum. Bayern München vann Lazio 2-1 og eftir 4-1 sigur í fyrri leiknum 6-1 samanlagt. Dregið verður í fjórðungsúrslitin á morgun en þar verða í pottinum ensku liðin Chelsea, Liverpool og Manchester City, þýsku liðin Bayern München og Dortmund og svo PSG, Porto og Real Madrid.\nErlendir fjölmiðlar greina frá því að Mike Tyson, fyrrum heimsmeistari í hnefaleikum, ætli sér að snúa aftur í hringinn í lok maí. Það sem meira er þá er sagt að Evander Holyfield, sömuleiðis fyrrum heimsmeistari, verði næsti andstæðingur, en um sýningarbardaga er að ræða. Tyson og Holyfield öttu kappi í goðsagnakenndum og alræmdum bardögum í lok síðustu aldar. Þeim rimmum lauk með því að Tyson beit eyrað af Holyfield. Báðir menn eru nú komnir vel á sextugsaldurinn og ósennilegt, en ekki útilokað, að nokkur verði bitinn verði af bardaganum.","summary":"Bæði topplið úrvalsdeildar kvenna í körfubolta töpuðu í gærkvöldi. Spennan magnast í deildinni."} {"year":"2021","id":"307","intro":"Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur lýst yfir sigri í kosningunum sem fram fóru í landinu í vikunni og hyggst strax í dag hefja viðræður um stjórnarmyndun.","main":"Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, ætlar strax í dag að hefja viðræður um stjórnarmyndun eftir að ljóst var að flokkur hans VVD hefði fengið fleiri atkvæði en aðrir í kosningunum sem lauk í gær. Rutte lýsti yfir sigri þegar í gærkvöld, eftir að útgönguspár höfðu verið birtar.\nRutte, sem verið hefur forsætisráðherra Hollands frá 2010, kvaðst í gærkvöld þakklátur fyrir það traust sem kjósendur hefðu sýnt honum. Hann viðurkenndi að ekki hefði allt gengið með ágætum undanfarinn áratug, en framundan væri nýtt kjörtímabil þar sem leggja yrði höfuðáherslu á endurreisn eftir kórónuveirufaraldurinn. Hann kvaðst hafa næga orku fyrir önnur tíu ár. Í morgun, þegar búið var að telja 88 prósent atkvæða, stefndi í að VVD fengi 35 fulltrúa af 150 í neðri deild hollenska þingsins. Flokkurinn D-66, sem er einn af núverandi stjórnarflokkum, er í öðru sæti og fær allt að 24 þingsæti. Rutte sagði í morgun að beinast lægi við að hefja viðræður við Sigrid Kaag, leiðtoga D-66. Búist er við að Rutte ræði auk þess við Kristilega demókrata sem einnig eru með honum í stjórn. Frelsisflokkur Geert Wilders, sem var næst stærstur, fékk talsvert minna en í síðustu kosningum, en fær þó allt að sautján þingsæti.","summary":"Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hefur lýst yfir sigri í kosningunum sem fram fóru í landinu í vikunni og hyggst strax í dag hefja viðræður um stjórnarmyndun. "} {"year":"2021","id":"308","intro":"Í ljósi jarðhræringanna á Reykjanesskaga hafa spurningar vaknað um hvort ráðlegt sé að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sagði á borgarstjórnarfundi í gær allar forsendur brostnar fyrir flugvallarstæði í Hvassahrauni og vill hún tryggja rekstraöryggi flugvallarins í Vatnsmýri. Borgarstjóri segir ótímabært að slá allan Reykjanesskaga út af borðinu vegna þess að þar sé virkt eldstöðvasvæði.","main":"Marta Guðjónsdóttir fór yfir mat ÍSOR frá 2015 á mögulegu gosi á Reykjanesskaga á borgarstjórnarfundi í gær. Það var gert að ósk Rögnunefndar sem var falið að finna stað fyrir nýjan innanlandsflugvöll.\nAllar forsendur eru brostnar og því verkefninu sjálfhætt.\nBorgarstjóri segir rannsóknum nýs starfshóps um byggingu flugvallar í Hvassahrauni eiga að ljúka fyrir lok þessa árs. Vinna starfshópsins hófst 2019 og er hugað að greiningu á öllum nauðsynlegum þáttum varðandi nýjan innanlandsflugvöll og byggist hún meðal annars á mati Veðurstofunnar sem unnið er fyrir Almannavarnir og lýtur að eldgosahættu og náttúruvá á öllu suðvesturhorninu.\nBæði ég og ráðherra höfum sagt að það sé að sjálfsögðu lykilatriði að horfa á hvað kemur út úr þessu.\n. Það má alveg segja eins og borgarfulltrúi orðar það hér að allt Reykjanesið sé á virku eldstöðvasvæði en ég held að það sé alveg ótímabært að slá allt Reykjanesið af.","summary":"Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði á borgarstjórnarfundi í gær allar forsendur brostnar fyrir flugvallarstæði í Hvassahrauni vegna jarðhræringanna. Borgarstjóri segir ótímabært að slá Reykjanesið út af borðinu þrátt fyrir eldstöðvavirkni."} {"year":"2021","id":"308","intro":"Snjó- eða krapaflóð gætu fallið í þeim hlýindum sem eru á landinu. Hættan er einna mest á utanverðum Tröllaskaga þar sem nýlega fallinn snjór er til fjalla.","main":"Það spáir suðlægri átt og hita á bilinu fimm til fimmtán stig í dag og á morgun og hlýjast verður á austanverðu landinu. Við þessar aðstæður getur skapast snjóflóðahætta, sérstaklega þar sem nýlega hefur snjóað. Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar hjá Veðurstofunni, segir að því þurfi að fylgjast vel með snjóalögum. Talsverður snjór féll á Tröllaskaga fyrir fáeinum dögum og þar er hættan einna mest. Sérstaklega við veginn um Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Harpa segir ekkert hafa skriðið af stað enn þá en það sjáist kögglahrun og hreyfingar á yfirborði. Það sé bót í máli að ekki rigni þar sem snjórinn er mestur en við langvarandi hlýindi sé hætta á krapaflóðum. Það er minni snjór á Vestfjörðum og hættan þar því ekki mikil, að sögn Hörpu. Á Austfjörðum sé lengra síðan snjóaði og það hjálpi til. Í snjóflóðaspá Veðustofunnar er sögð töluverð flóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum, utanverðum Tröllaskaga og Austfjörðum. Harpa hvetur fólk sem er á ferð á fjöllun til að fara varlega.","summary":"Hætta getur verið á snjó- eða krapaflóðum í miklum hlýindum sem spáð er næstu tvo daga. "} {"year":"2021","id":"308","intro":"Formaður Samfylkingarinnar segir vatnaskil þegar ríkisstjórnin fer gegn tillögum sóttvarnalæknis með því að opna landið enn meira sem geti komið illa í bakið á landsmönnum ef illa fer. Flokkur fólksins fordæmir áhættuna sem ríkisstjórnin taki með þessu sem sýni að ríkisstjórnin sé farin á taugum.","main":"Formaður Samfylkingarinnar segir að það kunni að felast í því freisting að opna landið enn meira til að hleypa efnahagslífinu af stað en það geti komið illa í bakið á landsmönnum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er á Alþingi, Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar er þarna að bregðast við áformum ríkisstjórnarinnar frá því í gær.","summary":"Formaður Samfylkingarinnar segir það vatnaskil þegar ríkisstjórnin fer gegn tillögum sóttvarnalæknis með því að opna landið enn meira; það geti komið illa í bakið á landsmönnum. Flokkur fólksins fordæmir áhættuna sem ríkisstjórnin taki með þessu; ákvörðunin sýni að hún sé farin á taugum."} {"year":"2021","id":"308","intro":"Í dag er síðasti dagur þingkosninga í Hollandi, en kosið er á þremur dögum vegna kórónuveirufaraldursins. Þrjátíu og sjö flokkar bjóða þar fram til þings.","main":"Kjörstaðir voru opnaðir í morgun á þriðja og síðasta degi þingkosninga í Hollandi. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett mikinn svip á kosningarnar.\nÍ gær og fyrradag var einkum tryggt að aldraðir, veikburða og sjúkir gætu kosið á völdum stöðum, en í dag fá allir aðrir að kjósa. Litið er á kosningarnar sem vísbendingu um hvernig landsmenn meta frammistöðu Marks Rutte og stjórnar hans í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn, en kannanir fyrir kosningar gáfu til kynna að flokkur hans VVD fengi flest atkvæði þeirra þrjátíu og sjö flokka sem bjóða fram til þings. Frelsisflokkur Geert Wilders (Hert Vilders) var með næst mest fylgi. Búist er við að Rutte, sem verið hefur forsætisráðherra frá 2010, fái umboð til stjórnarmyndunar en það dugir ekki eitt og sér að flokkur hans fái mest fylgi því hann þarf að ná samkomulagi við aðra flokka um myndun nýrrar stjórnar. Talið er að það geti þurft allt að fimm flokka til að mynda saman meirihluta á þingi. Ekki er því talið ólíklegt Því er talið líklegt að stjórnarmyndunarviðræður taki tíma, en eftir síðustu kosningar 2017 voru núverandi stjórnarflokkar sjö mánuði að mynda ríkisstjórn. Búist er við að útgönguspár verði birtar strax og búið verður að loka kjörstöðum klukkan átta í kvöld að íslenskum tíma.","summary":"Síðasti dagur þingkosninga í Hollandi er í dag, en kosið er á þremur dögum vegna kórónuveirufaraldursins. Þrjátíu og sjö flokkar bjóða þar fram til þings."} {"year":"2021","id":"308","intro":"Það er sérstaklega mikilvægt, í jafn litlu samfélagi og Íslandi, að börn sem eru getin með gjafakynfrumum fái að vita uppruna sinn. Tími er kominn til að breyta lögum í þessa veru. Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu sjö þingmanna úr fjórum flokkum um rétt barna til að þekkja uppruna sinn.","main":"Fólk sem gefur kynfrumur velur hvort gjöfin er rekjanleg og sé hún það, ákveða foreldrar barnsins hvort það fær að vita uppruna sinn. Í tillögunni er lagt til að dómsmálaráðherra leggi frumvarp fyrir Alþingi um að þessu verði breytt. Tillagan var lögð fyrir í október og gekk til velferðarnefndar í nóvember. Fyrsti flutningsmaður er Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, en hún lagði tillöguna nú fram í fimmta sinn.\nÞetta snýst um sjálfstæðan rétt barna til þess að fá upplýsingar um uppruna sinn. Hin Norðurlöndin hafa nú þegar breytt lögum á þann hátt en við höfum setið eftir. Ég veit ekki að hvaða niðurstöðu Alþingi mun komast, en það er allavegana kominn tími til að ræða þetta.\nSilja segir að það rími ekki vel við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að meina börnum að þekkja uppruna sinn og það sé reynsla annarra þjóða að ekki dragi úr vilja fólks til að gefa kynfrumur þegar þar voru sett lög um að öll börn ættu rétt á að fá að vita um uppruna sinn. Silja segir að opin kynfrumugjöf sé sérstaklega mikilvæg í fámennu samfélagi eins og hér.\nUpp á öryggismál; að fólk þekki líffræðilega ættingja sína, sé með upplýsingar um hverjir eru systur þínar og bræður og náfrændur og frænkur. Upp á ákveðið siðferði að gera; að það sé ennþá mikilvægara. Við getum ekki treyst á þessar fjarlægðir sem eru í stærri ríkjum.","summary":"Tími er til kominn að breyta lögum þannig að börn sem eru getin með tæknifrjóvgun eða gjafakynfrumum fái rétt til að þekkja uppruna sinn. Þetta er mat sjö þingmanna úr fjórum flokkum. "} {"year":"2021","id":"308","intro":"Byrjað verður í dag að leggja fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla valkvæð könnunarpróf, sem standa til 30. apríl. Prófin verða lögð fyrir á pappír.","main":"Eftir að próftökukerfið hrundi 8. mars við töku íslenskuprófs ákvað menntamálaráðherra að aflýsa könnunarprófum níundubekkinga í stærðfræði og ensku. Í kjölfarið var ákveðið að leyfa nemendum að velja sjálfir hvort þeir þreyttu prófin.\nMenntamálastofnun leggur áherslu það við skóla að prófin séu eingöngu til könnunar. Skólarnir eru jafnframt beðnir að tilkynna stofnuninni um próftöku, áætlaðan fjölda nemenda, hvaða dag próf er lagt fyrir og í hvaða greinum. Öllum nemendum er ætlað að taka prófið á sama tíma og fá einkunn innan fjögurra vikna.\nÁ vefsíðu Menntamálastofnunar segir að almenn sátt hafi verið um þá ákvörðun mennta- og menningamálaráðherra að aflýsa samræmdum könnunarprófum í 9. bekk grunnskóla. Nemendum er þó gefinn kostur á að þreyta próf í íslensku, stærðfræði og ensku.\nArnór Guðmundsson forstjóri Menntamálastofnunar sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að rafræna próftökukerfið verði ekki notað áfram. Stofnunin leggi til að hlé verði gert í tvö ár sem nýtt verði til uppbyggingar öruggs kerfis.","summary":null} {"year":"2021","id":"308","intro":"Haukar juku forskot sitt á toppi úrvalsdeildar karla í handbolta í gærkvöld með sigri á Stjörnunni. Tveir leikir voru í deildinni í gærkvöld.","main":"Haukar tóku á móti Stjörnunni að Ásvöllum og voru með fimm marka forystu í hálfleik, 16-11. Stjörnumenn þjörmuðu að Haukum í síðari hálfleik en náðu ekki að jafna metin og Haukar unnu eins marks sigur, 26-25. Stjarnan er áfram í 7. sæti deildarinnar eftir leikinn en Haukar juku forystu sína í efsta sæti í 4 stig. Haukar eru með 23 stig en FH er í öðru sæti með 19 stig eftir jafntefli við Gróttu í gærkvöldi, 30-30. FH jafnaði metin þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. Grótta er áfram í 10. sætinu en nú 6 stigum frá fallsætunum. Þrír leikir eru í deildinni í kvöld. Valur fær ÍBV í heimsókn klukkan sex, Þór Akureyri tekur á móti ÍR í fallslag klukkan sjö og þegar klukkuna vantar 20 mínútur í átta mætast Selfoss og Afturelding á Selfossi.\nReal Madrid og Manchester City tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real Madrid lagði Atalanta í síðari leik liðanna með þremur mörkum gegn einu. Real vann fyrri leikinn á Ítalíu 1-0 og hafði því betur samanlagt 4-1. Manchester City vann Borussia Mönchengladbach 2-0 í síðari leik liðanna en liðið vann fyrri leikinn líka 2-0 og því fór 4-0 samanlagt. 16-liða úrslitunum lýkur í kvöld þegar Lazio og Bayern München mætast og Atletico Madrid og Chelsea. Bayern er 4-1 yfir gegn Lazio eftir fyrri leikinn og Chelsea 1-0 yfir gegn Atletico.\nHólmfríður Magnúsdóttir, fótboltakona, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hólmfríður er 36 ára gömul og er næstmarkahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 37 mörk. Hólmfríður lék 113 a-landsleiki og er sjötta leikjahæsta landsliðskonan frá upphafi. Hún lék með landsliðinu á þremur Evrópumótum og skoraði meðal annars fyrsta mark Íslands á stórmóti í fótbolta á Evrópumótinu 2009. Hún lék lengst af ferlinum með KR hér heima en lék líka með Val, ÍBV og Selfossi. Þá lék hún lengi erlendis í Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum.\nNúna klukkan 13:15 verður karlalandslið Íslands í fótbolta valið fyrir þrjá fyrstu leikina í undankeppni HM 2022. Þetta er fyrsti landsliðshópurinn sem Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen velja en leikið verður gegn Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Valinu verður streymt beint á ruv.is og þar verður jafnframt textalýsing.","summary":null} {"year":"2021","id":"309","intro":"Aðalfundur Arion banka verður haldinn í dag. Þar verður meðal annars tekist á um tillögu stjórnar um að hækka laun stjórnarmanna.","main":"Á aðalfundinum verður meðal annars verður kosið um tillögu stjórnar um að greiða hluthöfum þrjá milljarða króna í arð. Þrjár tillögur hafa þó valdið mestum titringi í hópi hluthafa, einkum og sér í lagi þeirra lífeyrissjóða sem halda um stærsta eignarhlutinn.\nGildi, Lífeyrissjóður verslunarmanna og LSR hafa gert athugasemdir við tillögu stjórnar um að hækka laun stjórnarmanna. Verði tillagan samþykkt verða laun almennra stjórnarmanna 600 þúsund krónur í stað 490 þúsunda áður, laun varaformanns hækka úr 730 þúsundum í 900 þúsund og stjórnarformanns úr 980 þúsundum í 1,2 milljónir. Gildi og Lífeyrissjóður verslunarmanna vilja að kjör stjórnarmanna verði óbreytt og formaður LSR sagðist í gær hugsi yfir tillögunni.\nGildi og Lífeyrissjóður verslunarmanna leggjast einnig gegn breytingum á tilnefningarnefnd bankans sem fela í sér að skipun nefndarinnar færist frá hluthafafundi til tveggja stærstu hluthafa félagsins. Með því gefist almennum hluthöfum ekki lengur kostur á að tjá sig um skipun nefndarinnar.\nÞriðja tillagan sem tekist verður á um er breytt starfskjarastefna bankans og felur í sér útvíkkun á kaupaukakerfi og kaupréttaráætlun bankans. Gildi leggst alfarið gegn tillögunni og sagði stjórnarformaður sjóðsins í fréttum í gær að tillögurnar væru út úr öllu korti, enda væru laun stjórnenda Arion banka nú þegar mun hærri en gengur og gerist á markaði. LSR gerir hins vegar ekki athugasemdir við tillöguna en Lífeyrissjóður verslunarmanna ætlar að styðja tillöguna en hyggst leggja fram bókun þar sem stjórnin er hvött til að endurskoða starfskjarastefnu bankans.","summary":"Tekist verður á um laun stjórnarmanna og kaupaukakerfi fyrir starfsmenn á aðalfundi Arion banka í dag. "} {"year":"2021","id":"309","intro":"Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um óbreyttar sóttvarnareglur innanlands. Þá hefur verið ákveðið að bólusetningarvottorð komufarþega utan Schengen-svæðisins verði tekin gild.","main":"Tillögur sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir innanlands voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi í morgun. Fyrirkomulagið verður að mestu óbreytt næstu þrjár vikurnar en skerpt hefur verið á ýmsum reglum.\nEins og til að mynda það að fólk haldi kyrru fyrir í hléum á tónleikum og í leikhúsum og svo framvegis og aðeins skerpt á málum varðandi hlaðborð. Ég held að fólk sé að hugsa um fermingarlotuna sem fram undan er. Þetta eru ekki breytingar sem skipta neinu stóru þannig séð.\nAðgerðir á landamærum voru ekki til umfjöllunar á fundinum.\nÉg geri ráð fyrir því að við munum halda ráðherranefndarfund um þau mál á næstu dögum til að fara yfir þessar tillögur sem sóttvarnalæknir er með í minnisblaðinu sem lúta að til dæmis því að prófa börn á landamærum. Hann er að fjalla líka um aukna notkun á sóttvarnahúsi og skoða möguleika á því og svo hefur hann líka verið að ræða um bólusetningavottorð á landamærum.\nÞá var ákveðið að þeir sem eru bólusettir og búsettir utan Schengen-svæðisins megi koma til landsins, framvísi þeir gildu vottorði um slíkt. Ferðaþjónustan hefur þrýst á um þessar breytingar.\nÞað er mikilvægt að taka sömu vottorð gilda sama hvort þau koma innan eða utan Evrópu og í þessu felast bara tækifæri. Eruði að horfa á einhverja ákveðna markaði? Auðvitað Bretland og Bandaríkin, okkar stærstu markaði. Það liggja tækifæri í þeim. Þau eru komin lengra í bólusetningum en Evrópa og ljóst að það sé mikilvægt að fá þau hérna inn fyrir atvinnulífið hér á landi.","summary":"Ákveðið var á ríkisstjórnarfundi að taka gild, bólusetningarvottorð komufarþega utan Schengen svæðisins. Sóttvarnareglur innanlands verða að mestu óbreyttar næstu þrjár vikurnar."} {"year":"2021","id":"309","intro":"Tilkynnt var í Ísrael í morgun að bútar úr bókrollu hefðu fundist við fornleifarannsóknir. Rollurnar eru sagðar innihalda tvö þúsund ára Biblíutexta á grísku úr skrifum minni spámannanna tólf.","main":"Fornleifastofnun Ísraels lýsir fornleifafundinum sem þeim merkasta síðan Dauðahafshandritin svokölluðu fundust á fimmta og sjötta áratug síðustu aldar. Þótt textinn sé allur á grísku mun nafn Guðs þó vera ritað með fornri hebreskri leturgerð. Í yfirlýsingu stofnunarinnar segir að þetta sé í fyrsta sinn í um 60 ár að efni af þessu tagi finnist í landinu. Auk handritanna fannst sjóður sjaldgæfrar myntar, sexþúsund ára gömul beinagrind barns og yfir tíuþúsund ára gömul karfa sem þá telst sú elsta í heimi. Fornleifarannsóknirnar sem leiddu þennan fund í ljós hafa staðið yfir um nokkurra ára skeið í klettabelti í Júdeu eyðimörkinni í suðurhluta Ísrael sem teygir sig alla leið inn á Vesturbakkann.","summary":null} {"year":"2021","id":"309","intro":"Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir verðbólgu hjaðna hægar en gert var ráð fyrir og að hún verði ekki komin niður í markmið Seðlabankans fyrr en í árslok. Útlit er fyrir að verðbólga aukist lítillega í mars.","main":"Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,4 prósent í þessum mánuði og að verðbólga aukist úr fjóru komma einu 4,1 prósenti í 4,2 fjögur komma tvö prósent. Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur bankans.\nVið erum búin að vera að sjá mjög hraða hækkun á eldsneytisverði erlendis og það er að endurspeglast í hækkunum á dælunum hér innanlands. Það er stærsti einstaki þátturinn og þar á ofan koma útsölulok sem alltaf eru í mars.\nVerðbólgan hefur hjaðnað hægar á fyrstu mánuðum ársins en gert var ráð fyrir. Í byrjun árs var gert ráð fyrir að verðbólgan yrði komin niður í tveggja komma fimm 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í lok sumars en nú er gert ráð fyrir að það gerist ekki fyrr en í árslok.\nÞað hefur verið seigara í henni heldur en við héldum fyrir nokkrum mánuðum. Það kemur til af tvennu, annars vegar er íbúðamarkaður sterkari en við héldum framan af síðasta ári og svo hitt er þessi mikla hækkun á eldsneytisverðinu.\nJón Bjarki býst þó við að verðbólgan hjaðni hratt þegar líður á árið.\nÞar skiptir mestu máli að við gerum ráð fyrir því að krónan styrkist þegar ferðaþjónustan tekur við sér. Það eru kraftar sem yfirvinna aðra skammtímaáhrifaþætti í verðbólgunni hjá okkur.","summary":"Verðbólga hjaðnar hægar á þessu ári en gert hefur verið ráð fyrir. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka býst við að hún verði ekki komin niður í markmið Seðlabankans fyrr en í lok árs."} {"year":"2021","id":"309","intro":"Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, birti í dag 21 árs landsliðshóp Íslands fyrir Evrópmót karla í lok mánaðar. Þjálfari íslenska liðsins segir hópinn enn geta breyst.","main":"Allir lykilmenn liðsins úr undankeppni Evrópumótsins eru í hópnum á vef UEFA að undanskildum þeim Alfons Sampsted og Arnóri Sigurðssyni. Jón Dagur Þorsteinson, sem hefur verið kallaður í A-landsliðið í síðustu verkefni, er í 21 árs hópnum en hægt er að nálgast listann á íþróttavef RÚV. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari undir tuttugu og eins árs liðsins, sagði í samtali við RÚV að hópurinn á vef UEFA væri í raun drög sem þurfti að skila til UEFA. Hópur A-landsliðsins fyrir þrjá leiki í undankeppni HM verður tilkynntur á morgun. A-landsliðið spilar á sömu leikdögum og 21 árs liðið og Davíð segir að enn eigi mál nokkurra leikmanna í A-landsliðinu eftir að skýrast og þangað til sé ekki hægt að ákvarða 21 árs liðið. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen greina frá A-landsliðshópnum á morgun og verður því streymt beint á RÚV.is. Reglur UEFA eru á þá leið að A-landsliðið getur hvenær sem er kallað leikmenn úr U21 árs hópnum, svo breytingar geta orðið eftir að mótið hefst.\nIsrael Martin hefur verið sagt upp sem þjálfara Hauka í Dominos deild karla í körfubolta. Haukar eru á botni deildarinnar með 6 stig og stjórn deildarinnar segir að það hafi verið tímabært að breyta til. Martin hefur stýrt liðinu frá því sumarið 2019.\nEinn leikur var í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Liverpool vann þá 1-0 sigur á Úlfunum með marki frá Diogo Jota í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Liverpool komst upp í 6. sæti deildarinnar með sigrinum en Úlfarnir eru í 13. sæti.","summary":"Þjálfari 21 árs karlalandsliðsins í fótbolta segir hópinn fyrir EM geta breyst vegna A-landsliðsins sem verður tilkynnt á morgun. Evrópska knattspyrnusambandið birti í dag hóp Íslands á EM."} {"year":"2021","id":"309","intro":"Gert er ráð fyrir að Breiðafjarðarferjan Baldur sigli á ný á morgun. Verið er að tryggja að ný túrbína sem fengin var um helgina sé í lagi. Samgönguráðherra fundar nú með sveitarfélögum um Baldur.","main":"Bilunina í Baldri má nokkuð örugglega rekja til gamallar viðgerðar á túrbínu í vél ferjunnar. Hún var sett í Baldur þegar hann bilaði í fyrrasumar. Gunnlaugur Grettisson framkvæmdastjóri Sæferða, sem gera Baldur út, segir að farið verði sérstaklega yfir nýju túrbínuna sem kom til landsins á sunnudag.\nHún er því komin í skoðun, það er að segja nýja túrbínan er komin í skoðun, einnig var kallað eftir nánari upplýsingum frá söluaðila erlendis um hennar fortíð og allt slíkt til að vera algjörlega með þetta á hreinu.\nEngin ferja siglir á milli Stykkishólms og Brjánslækjar í Baldurs stað. Særún, sem er minni ferja og tekur ekki skip, siglir til Flateyjar ef þörf er á. Lagt var upp með að Baldur myndi hefja siglingar á ný á morgun og Gunnlaugur segir að enn sé miðað við það.\nEn vitum svona meira þegar fer að líða á þennan dag, hvernig staðan er á þessari nýju túrbínu, og vonandi er hún í lagi og þá mun hún bara fara aftur vestur og um borð í skipið og menn geta hafið lokafrágang.\nNúna klukkan hálfeitt halda samgönguráðherra og vegamálastjóri fund með fulltrúum sveitarfélaga beggja vegna Breiðafjarðar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ætla sveitarfélögin að inna sérstaklega eftir því hvaða vinna fari nú fram af hálfu stjórnvalda til að tryggja nýja ferju á Breiðafjörð og hvenær hennar megi vænta.","summary":null} {"year":"2021","id":"309","intro":"Hafinn er lokaáfangi í átakinu Ísland ljóstengt þar sem þrettán sveitarfélögum gefst kostur á stuðningi til ljósleiðaravæðingar. Formaður Fjarskiptasjóðs segir að nú sé meðal annars horft til svæða þar sem hingað til hefur þótt of dýrt að leggja ljósleiðara.","main":"Verkefnið Ísland ljóstengt hófst árið 2016 og er skilgreint sem tímabundið átak stjórnvalda við að byggja upp ljósleiðara í dreifbýli utan markaðssvæða. Í þessum lokaáfanga standa þrettán sveitarfélögum til boða 180 milljónir króna úr Fjarskiptasjóði. Stuðningurinn er háður mótframlagi sveitarfélaganna og hafa þau frest til 17. mars til að ákveða þátttöku.\nSegir Páll Jóhann Pálsson, formaður Fjarskiptasjóðs. Í þessarri úthlutun sé horft til landsvæða sem ekki hafa áður verið inni í myndinni þar sem hingað til hafi verið valin til samstarfs sveitarfélög sem hafa getað tengt sem flest heimili fyrir þann styrk sem er í boði.\nÞannig fær Árneshreppur hæsta styrkinn eða 46,5 milljónir, Húnaþing vestra fær 33,5 millónir, Skaftárhreppur fær nú styrki og veittur er styrkur til að leggja ljósleiðara til Hríseyjar svo dæmi séu tekin.","summary":null} {"year":"2021","id":"310","intro":"Veiðum á stuttri loðnuvertíð er nú lokið, en íslenski flotinn mátti aðeins veiða tæp sjötíu þúsund tonn. Talið er að útflutningsverðmæti afurða verði allt að 25 milljarðar króna.","main":"Ekkert íslenskt loðnuskip er nú á sjó, enda hafa allar útgerðir lokið veiðum á þessari vertíð sem stóð aðeins í mánuð. Og það tókst að spila eins vel og hægt var úr vertíðinni.\nSegir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Útgerðirnar stýrðu veiðum á vertíðinni þannig að veiði hófst ekki fyrr en hrognafylling loðnunnar var orðin þannig að hæsta verð fengist fyrir afurðirnar. Þess vegna eru verðmætin eins mikil og raun ber vitni en talið er að útflutningsverðmæti afurða geti orðið allt að 25 milljarðar króna.\nSölumenn loðnuafurða sem rætt var við í morgum segja gott útlit með sölu á afurðum af vertíðinni og útlit fyrir að allt seljist þrátt fyrir hátt verð. Nú sé verið að semja um verð á verðmætustu afurðunum. Það hafi orðið talsverðar verðhækkanir á loðnuafurðum eftir vertíðna fyrir tveimur árum og því þurfi markaðir tíma til að aðlagast því háa verði sem nú er á þessum afurðum. En mikill skortur var orðinn á mörkuðum fyrir frysta loðnu og eftirspurnin er því mikil.","summary":"Stutt og snörp 70 þúsund tonna loðnuvertíð er nú á enda og allar útgerðir loðnuskipa hafa lokið veiðum. Talið er að tekist hafi að spila eins vel og hægt var úr þeim tæpum 70 þúsund tonnum sem mátti veiða."} {"year":"2021","id":"310","intro":"Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir að þó segja þurfi upp öllum stafsmönnum á hjúkrunarheimilum í Fjarðabyggð þegar ríkið tekur við rekstrinum verði hægt að bjóða öllum starf. Skortur sé á starfsfólki og starfsöryggi mikið.","main":"Fjarðabyggð gæti setið uppi með tugmilljóna kostnað við að skila hjúkrunarheimilum til ríkisins. Enginn ætti að missa vinnuna þó að reksturinn færist yfir, segir Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðistofnunar Austurlands, sem tekur við rekstri hjúkrunarheimila á Fáskrúðsfirði og Eskifirði.\nÞað er þannig að því miður er bara skortur á fólki til ummönnunarstarfa. Þannig að almennt er það þannig að fólk sem vinnur í þessum geira þarf ekki að óttast um sitt starf og ég geri ekki ráða fyrir öðru en að við munum þurfa alla hendur á dekk í þessu og munum ráða allt þetta stafsfólk aftur til starfa hjá Heilbrigðistofnun Austurlands.\nFjarðabyggð og Vestmannaeyjabær eru í hópi þeirra sveitarfélaga sem sögðu upp samningum um rekstur hjúkrunarheimila og hafa gagnrýnt harðlega hvernig heilbrigðisráðuneytið ætlar að taka við rekstrinum.\nRáðuneytið túlkar lög um aðilaskipti þannig að þau eigi ekki við þegar stjórnvald tekur við verkefni af öðru stjórnvaldi og því þurfi segja starfsfólki upp formlega og auglýsa störfin. Þetta þurfti ekki að gera til dæmis þegar Vigdísarholt tók við rekstri hjúkrunarheimilis á Hornafirði því þar voru ekki að verða til ný innan gæsalappa störf hjá ríkinu.\nÞessi túlkun ráðuneytisins hefur áhrif á fjárhagslegan aðskilnað sveitarfélaga við hjúkrunarheimilina. Gildi lög um aðilaskipti tekur ríkið við orlofsskuld og mögulegum greiðslum í uppsagnarfresti, annars sitja sveitarfélögin eftir með þann kostnað ofan í það sem þau hafa þegar lagt út vegna tapreksturs á heimilunum. Í tilfelli Fjarðabyggðar gæti það munað tugum milljóna, allt eftir því hve margir fá greitt í uppsagnarfresti. Bara orlofsskuldin er um 25 milljónir.\nGuðjón forstjóri HSA segir að ef lög um aðilaskipti gildi þyrfti HSA að borga þeim sem færast yfir samkvæmt öðrum kjarasamningi en þeim sem fyrir er á öðrum hjúkrunarheimilum HSA. Slíkt ósamræmi væri óhepplilegt. Allir starfsmenn á HSA fái greitt samkvæmt kjarasamningi stéttarfélaga við ríkið.\n(En stendur til að draga saman seglin eða flytja til starfsemi í tengslum við þetta. Draga úr til dæmis á Fáskrúðsfirði eða auka þá kannski á einhverju öðru hjúkrunarheimili sem HSA rekur?) Það eru engin áform uppi um neitt slíkt. Þannig að svarið við þessari spurningu er bara nei.","summary":"Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands segir að þótt segja þurfi upp öllum stafsmönnum hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð þegar ríkið tekur við rekstrinum, verði hægt að bjóða öllum starf. Skortur sé á starfsfólki og starfsöryggi mikið."} {"year":"2021","id":"310","intro":"Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í gær Grammyverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Beyonce er orðin sigursælasta konan í sögu verðlaunanna.","main":"Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í gærkvöld Grammy-verðlaun fyrir tónlist í kvikmyndinni Joker. Lagahöfundurinn og söngkonan Beyonce náði þeim áfanga að verða sigursælasta konan í sögu verðlaunanna.\n(Brot úr Black Parade - Beyonce)\nHér er brot úr lagi Beyonce, Black Parade. Fyrir það hlaut hún sín 28. Grammy-verðlaun í gærkvöld og varð þar með sú sigursælasta í sögu þeirra. Fyrra metið átti kántrísöngkonan Alison Krauss. Hljómsveitarstjórinn og lagahöfundurinn Quincy Jones, hefur einnig hlotið 28 styttur, en sá sigursælasti frá upphafi vega er hljómsveitarstjórinn Georg Solti með þrjátíu og ein verðlaun.\nKonur voru stóru hlutverki á hátíðinni í gærkvöld. Billie Eilish var meðal vinningshafa, sömuleiðis Taylor Swift og Meghan Thee Stallion var valin nýliði ársins. Athygli okkar beindist að vonum að hinni margverðlaunuðu Hildi Guðnadóttur. Hún hlaut Grammy fyrir tónlist í kvikmyndinni Joker. Hún hefur þar með unnið Óskar, Bafta, Golden Globe og Grammy fyrir verkið sem hefur hlotið einróma lof. Hún þakkaði leikstjóranum Todd Phillips fyrir þá trú sem hann hafði og það rými sem hann veitti henni. Hildur hlaut þessi sömu verðlaun einnig í fyrra fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl.","summary":"Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í gær Grammyverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Beyonce er orðin sigursælasta konan í sögu verðlaunanna. "} {"year":"2021","id":"310","intro":"Áreiðanlegar ferjusiglingar um Breiðafjörð skipta öllu máli fyrir fyrirtæki sem vinna með ferskvöru á sunnanverðum Vestfjörðum. Þetta segir framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Arctic Fish.","main":"Breiðafjarðarferjan Baldur liggur nú biluð við bryggju og hefur verið síðan á föstudag. Ný túrbína kom til landsins í gær og er lagt upp með að Baldur sigli á ný á miðvikudag. Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish, segir að tafir á flutningum um Breiðafjörð hafi neikvæð á áhrif á starfsemi fyrirtækisins. Bæði fiskeldisfyrirtækin Arctic Fish og Arnarlax reiða sig á að geta flutt afurðir með ferjunni, sér í lagi þegar ófært er á vegum.\nÞannig að það að missa þessa lífæð út, hefur ofboðslega mikil áhrif af því að þarna var vara á leiðinni sem missir þá af því að komast i skip og þá getur orðið um tvöfalt lengri flutningstími á vöru sem hefur takmarkaðan líftíma.\nÞegar Baldur bilaði fyrir helgi voru þar um borð 80 tonn af laxi frá fyrirtækinu Arnarlax og á meðan á biluninni stóð lá slátrun hjá fyrirtækinu niðri á Bíldudal.\nStarfsmenn frá Arctic Fish voru um borð í Baldri þegar hann bilaði og voru þar fastir í meira en sólarhring ásamt öðrum farþegum og áhöfn.\nSamgönguráðherra sagði um helgina að siglingar um Breiðafjörð verði best tryggðar með nýrri ferju. Sigurður segir þetta vandamál ekki nýtt af nálinni, en hann hafi trú á því að nú verði breyting á.\nAð ræða þetta er það sem skiptir mestu máli en látum verkin tala og finnum lausn á þessu sem er ásættanleg fyrir bæði íbúa sem og fyrirtæki á svæðinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"310","intro":"Hamar er bikarmeistari karla í blaki í fyrsta sinn eftir sigur á Aftureldingu í gær. HK tryggði sér þá sinn sjötta bikarmeistaratitil í kvennaflokki.","main":"Hamar úr Hveragerði mætti Aftureldingu í úrslitaleik Kjörísbikarsins í blaki í gær. Hamar vann leikinn þrjú núll eftir spennandi leik þar sem upphækun þurfti til í annarri hrinu. Tvíburabræðurnir Kristján og Hafsteinn Valdimarssynir léku stórt hlutverk í liði Hamars en þeir hafa leikið í Danmörku síðustu ellefu ár, og komu heim í fyrra og voru að sjálfsögðu ánægðir með að fá bikarinn heim í Hveragerði í fyrsta sinn.\nHafsteinn Valdimarsson. 1503 sport utv hafsteinn\nSagði Hafsteinn Valdirmarsson eftir leikinn í gær. Í kvennaflokki mættust HK og KA. HK vann þrjár hrinur og því 3-0 sigur sem tryggði þeim bikarmeistaratitilinn, þetta var í sjötta sinn sem HK vann titilinn en síðast vann liðið bikarkeppnina árið 2014.\nHjördís Eiríksdóttir 1503 sport utv hjordis\nSagði Hjördís Eiríksdóttir í liði HK. Hjörvar Steinn Grétarsson vann Íslandsbikarinn í skák í gær. Hjörvar sigraði Hannes Hlífar Stefánsson í annarri úrslitaskák þeirra um titilinn. Með sigrinum tryggði Hjörvar Steinn sér keppnisrétt í heimsbikarnum í skák sem fram fer í Sochi í Rússlandi í júlí og ágúst.\nÍ Dominos-deild karla í körfubolta í gær var einn leikur. Þór Akureyri vann þá Hauka örugglega 100-79. Þórsarar sem hafa verið í vandræðum undanfarið hafa nú unnið tvo leiki í röð en þeir unnu Stjörnuna á föstudag. Þórsarar eru nú með 12 stig eins og Valur og Tindastóll í sjöunda til níunda sæti. Haukar eru áfram í botnsætinu með sex stig.","summary":null} {"year":"2021","id":"310","intro":"Flokkur Angelu Merkel fékk slæma útreið í tvennum kosningum til ríkisþinga. Úrslitin eru talin gefa vísbendingar um niðurstöðuna í kosningum til sambandsþingsins í haust.","main":"Kristilegir demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, fengu slæma útreið í kosningum til tveggja ríkisþinga í gær. Talið er að úrslitin gefi vísbendingu um niðurstöðuna í kosningum til sambandsþingsins í haust og mögulega verði Kristilegir utan stjórnar á næsta kjörtímabili.\nGengið var til atkvæða í tveimur sambandsríkjum í suðuvesturlhuta Þýskalands, Baden-Württemberg og Rheinland-Pfalz. Kristilegir demókratar hafa notið mikils fylgis í báðum, en í gær snerist dæmið við. Flokkur græningja fékk flest atkvæði í Banden-Württemberg, og Jafnaðarmenn héldu sínu í Rheinland-Pfalz. Þýskir fjölmiðlar sögðu í gærkvöld að Kristilegir væru að fá sína verstu útreið í ríkjunum í sögu sinni.\nAngela Merkel ætlar að láta af kanslaraembættinu í haust eftir sextán ára setu. Hún nýtur mikilla vinsælda, en þær skila sér ekki til flokks hennar. Það er einkum rakið til þess hve seint gengur að bólusetja við COVID-19 og harðra aðgerða til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar.\nOlaf Scholz, leiðtogi Jafnaðarmanna og kanslaraefni þeirra, fagnar niðurstöðu kosninganna í gær. Þau gefi fyrirheit um að Kristilegir demókratar og systurflokkurinn í Bæjaralandi verði ekki í stjórn á næsta kjörtímabili, heldur til dæmis Jafnaðarmenn, Græningjar og Frjálsir demókratar.","summary":"Flokkur Angelu Merkel fékk slæma útreið í tvennum kosningum til ríkisþinga í gær. Úrslitin eru talin gefa vísbendingar um niðurstöðuna í kosningum til sambandsþingsins í haust."} {"year":"2021","id":"310","intro":"Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að það hefði mjög alvarleg áhrif að hætta við að taka upp litakóðunarkerfi á landamærunum 1. maí. Hann gagnrýnir sóttvarnalækni vegna málsins.","main":"Litakóðunarkerfið tekur mið af áhættumati Sóttvarnastofnunar Evrópu. Staða faraldursins er metin í hverju ríki fyrir sig og komufarþegar frá löndum með lágan smitstuðul eiga kost á að sleppa því að fara í sóttkví. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, gagnrýnir sóttvarnalækni og segir hann hafa látið eins og ákvörðun um litakóðunarkerfið liggi ekki fyrir í viðtölum.\nÞað liggur fyrir að ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um það að það taki við litakóðakerfi 1. maí og á því hefur öll markaðssetning og sölustarf ferðaþjónustunnar byggst síðan þannig að það myndi hafa gríðarlega alvarleg áhrif ef þessari ákvörðun yrði hnikað á einhvern máta og ég get ekki séð það fyrir mér að það verði gert nema þá að ástandið á faraldrinum verði í algerri steik út um allan heim.\nJóhannes gagnrýnir segir ekkert tilefni hafi verið til að efast um ákvörðunina.\nÞess vegna á ég mjög erfitt með að átta mig á því hvað sóttvarnalæknir á við þegar hann talar um að engin ákvörðun hafi verið tekin og að hans embætti þurfi að skoða þetta mál betur.\nEkki hefur verið tekið við bólusetningarvottorðum komufarþega utan Schengen-svæðisins.\nÞað er augljóst að fara næsta vetur skiptir gríðarlega miklu máli, og næsta haust líka, hvort það verði búið að opna fyrir sérstaklega Bandaríkjamenn og Bretland.","summary":"Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að það yrði alvarlegt ef ákvörðun um litakóðunarkerfi á landamærunum yrði hnikað. Hann segir nauðsynlegt að taka verði við bólusetningarvottorðum komufarþega utan Schengen-svæðisins."} {"year":"2021","id":"310","intro":"Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur segir að einhugur hafi staðið um 370 þúsund króna launahækkun forstjóra fyrirtækisins. Launin voru leiðrétt tvö ár aftur í tímann auk þess sem sérstök hækkun kom til vegna þess að forstjóri situr ekki lengur í stjórnum dótturfyrirtækja.","main":"Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum þann 25. febrúar að hækka laun forstjórans Bjarna Bjarnasonar um 370 þúsund krónur, úr tveimur og hálfri milljón á mánuði í tæplega 2,9 milljónir. Í ofanlálag fékk Bjarni þriggja milljóna króna eingreiðslu þar sem laun hans höfðu ekki verið uppfærð í tvö ár. Til samanburðar eru laun borgarstjóra tæplega tvær milljónir króna, en Reykjavíkurborg er langstærsti hluthafinn í Orkuveitunni.\nBrynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitunnar, vildi ekki veita viðtal vegna málsins en í skriflegu svari til fréttastofu sagði hún að einhugur hafi verið innan stjórnarinnar um að samþykkja tillögu starfskjaranefndar. Í svörum hennar segir að í ráðningarsamningi sé skýrt ákvæði um endurskoðun launa einu sinni á ári og þar sem engin endurskoðun var gerð í fyrra hafi launin verið leiðrétt tvö ár aftur í tímann.\nHækkunin er töluvert umfram þróun verðlags en Brynhildur vísar til þess að frá síðustu launahækkun hafi launavísitalan hækkað um 11,2 prósent. Vegna skipulagsbreytinga hafi verið ákveðið að bæta þriggja prósenta hækkun ofan á þá tölu. Þær breytingar fela meðal annars í sér að forstjórinn situr ekki lengur í stjórnum dótturfélaga og þarf því að afla sér upplýsinga um starfsemi þeirra með öðrum hætti. Þá fær hann ekki lengur greiðslur fyrir stjórnarsetu en árið 2019 voru þær 480 þúsund krónur.","summary":null} {"year":"2021","id":"311","intro":null,"main":"Yfir fjórtán hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti á sjálfvirkum skjálftamælum Veðurstofu Íslands. Stærsti skjálftinn mældist skömmu fyrir klukkan fimm í nótt og var fjórir komma tveir að stærð nærri Fagradalsfjalli. Frá klukkan sex í morgun hafa fjórir skjálftar mælst yfir þremur að stærð, stærstur þeirra var rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun og var þrír komma sex að stærð. Alls mældust um tvö þúsund og sex hundruð jarðskjálfar á Reykjanesskaga í gær, þar af tuttugu skjálftar stærri en þrír.","summary":"Enn skelfur jörð á Reykjanesskaga. Sjálfvirkir mælar Veðurstofu Íslands hafa mælt yfir fjórtán hundruð skjálfta frá miðnætti, sá stærsti var fjórir komma tveir að stærð. "} {"year":"2021","id":"311","intro":"Um tvö hundruð voru handteknir á ráðstefnu stjórnarandstæðinga í Moskvu í Rússlandi í gær. Á ráðstefnunni voru stjórnmálamenn jafnt úr lands- og sveitarstjórnarmálum að ráða ráðum sínum fyrir kosningar í september.","main":"Um fjörutíu mínútum eftir að ráðstefnan hófst stöðvaði lögreglan hana og handtók þá sem þar voru inni. AFP fréttastofan hefur eftir yfirlýsingu lögreglu að margir ráðstefnugesta hafi verið grímulausir, og sumir þeirra væru í samtökum sem yfirvöldum þykja óæskileg. Nokkrum hinna handteknu var sleppt síðar í gær, en beðnir um að mæta fyrir dómstól á næstunni.\nStjórnarandstæðingurinn Andrei Pivovarov segir í samtali við AFP að lögreglan hafi talið ráðstefnuna skipulagða af samtökunum Opið Rússland. Þau voru stofnuð af stjórnarandstæðingnum Mikhail Kodorkovsky, og eru að sögn stjórnvalda óæskileg samtök. Það voru hins vegar önnur samtök, sem Kodorkovsky styður einnig, sem héldu ráðstefnuna.\nEinn þekktasti gagnrýnandi Vladimír Pútíns Rússlandsforseta og stjórnar hans, Alexei Navalny, var stungið í fangelsi í síðasta mánuði fyrir brot á skilorði. Yfir tíu þúsund mótmælendur hafa verið handsamaðir í Rússlandi síðan þá.\nBandaríski utanríkisráðherrann Antony Blinken sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvatti rússnesk stjórnvöld til þess að láta af ofsóknum gegn sjálfstæðum röddum almennings.","summary":null} {"year":"2021","id":"311","intro":"Borgarstjórinn í Lundúnum og innanríkisráðherra Bretlands hafa krafið lögreglu skýringa á atburðum þar sem hún leysti upp minningarathöfn í almenningsgarði í gær. Fólk var saman komið til að minnast Söruh Everard, sem var myrt fyrr í þessum mánuði. Lögreglan segist hafa þurft að bregðast við vegna mikillar smithættu en hefur verið sökuð um að beita óþarfa hörku.","main":"Fjöldi fólks lagði leið sína í Clapham Commons, stóran almenningsgarð nærri heimili Söru Everard, í gær til að minnast hennar og annarra kvenna sem hlutu sömu örlög. Margir lögðu niður blóm eða kveiktu á kertum, þeirra á meðal Katrín hertogynja af Cambridge, eiginkona Vilhjálms prins. Þegar líða tók á kvöld voru hundruð komin saman í garðinum og lögregla kom á vettvang til þess að leysa samkomuna upp.\nNokkur fjöldi var fjarlægður með valdi af myndskeiðum að dæma og á meðal þeirra sem hafa sakað lögreglu um að beita óþarfalega mikilli hörku eru Priti Patel Innanríkisráðherra og Sadiq Khan borgarstjóri Lundúna. Bæði hafa krafið lögreglu um nákvæma skýrslu á atburðunum. Helen Ball aðstoðarlögreglustjóri sagði við fjölmiðla í morgun að lögreglumenn hafi verið í erfiðri stöðu.\n\"Hundreds of people were tightly packed together posing a very real risk of easily transmitting COVID-19. Police must act for people's safety. This is the only responsible thing to do. The pandemic is not over.\"\nBall segir að hundruð hafi staðið þétt saman og smithætta því mikil. Það sé hlutverk lögreglu að tryggja öryggi fólks faraldurinn sé ekki búinn.\nHandtakið ykkar eigið fólk, heyrist fólk hrópa. Wayne Couzens, 48 ára lögreglumaður, er í haldi sakaður um mannrán og morðið á Söruh Everard. Þriðja mars gekk Everard heim eftir heimsókn hjá vinum í suðurhluta Lundúna og hvarf. Síðasta miðvikudag fundust líkamsleifar hennar í skóglendi um 100 kílómetrum frá borginni. Morðið hefur vakið mikinn óhug og reiði, einnig hefur það komið af stað vitundarvakningu á meðal kvenna í Bretlandi og víðar.","summary":"Lögreglan í Lundúnum hefur sætt gagnrýni fyrir að leysa upp minningarathöfn í almenningsgarði í borginni í gærkvöld. Lögreglan segist hafa verið að bregðast við mikilli smithættu en er sökuð um að hafa beitt óþarfa hörku. "} {"year":"2021","id":"311","intro":"Í dag eru liðin þrjátíu ár frá því að sexmenningarnir svokölluðu frá Birmingham voru látnir lausir úr bresku fangelsi. Þeir voru dæmdir saklausir til lífstíðarfangavistar fyrir hryðjuverk árið 1975.","main":"The police told us from the start\nThat they knew we had not done it\nLögregla vissi frá upphafi að við hefðum ekki gert það sagði einn sexmenninganna eftir að þeir voru látnir lausir.\nÞeir voru norðurírskir og höfðu tengsl við Írska lýðveldisherinn. Þeir Hugh Callaghan, Patrick Joseph Hill, Gerard Hunter, Richard McIlkenny, William Power og John Walker voru ákærðir og dæmdir fyrir að hafa staðið að sprengjutilræðum á tveimur krám í Birmingham í nóvember 1974, sem urðu tuttugu og einu að fjörtjóni og særði 182, sum mjög alvarlega.\nHver og einn þeirra játaði sök og hlaut margfaldan lífstíðardóm í ágúst 1975 fyrir þetta mesta hryðjuverk og fjöldamorð í Bretlandi frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Sexmenningarnir hófu þegar að berjast fyrir því að verða látnir lausir enda hefðu þeir verið beittir harðræði af hálfu lögreglu við að ná fram játningum en var meinað um áfrýjun í mars 1976.\nÝmsir fjölmiðlar í Bretlandi sýndu máli þeirra mikinn áhuga og tíu árum eftir sakfellinguna sýndi sjónvarpsstöðin Granada fréttaskýringaþátt þar sem réttmæti hennar var dregin stórlega í efa. Æðsti dómstóll Bretlands staðfesti árið 1988 að dómurinn hefði byggst á réttlæti og rökum.\nÍ kjölfarið barðist fjöldi fólks fyrir því að sexmenningarnir yrðu látnir lausir. Mál þeirra var að lokum tekið fyrir árið 1991 og niðurstaðan varð sú að lögregla hefði búið til sannanir og hagrætt málum til að ná fram sakfellingu.\nMeðal þeirra sem báru vitni var Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur sem rannsakaði játningar mannanna. Sexmenningarnir frá Birmingham voru látnir lausir 14. mars 1991 en tíu ár liðu uns breska ríkið greiddi þeim bætur sem námu á bilinu 840 þúsund pundum til einnar komma tveggja milljóna.","summary":"Í dag eru þrjátíu ár liðin frá því að sexmenningarnir frá Birmingham voru látnir lausir úr bresku fangelsi eftir sextán ára fangavist. Dómstóll taldi að játningar þeirra hefðu fengist vegna harðræði lögreglu. "} {"year":"2021","id":"311","intro":"Ekkert smit greindist innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum. Næstu daga skýrist hvort haldið verður áfram að nota bóluefni AstraZeneca við bólusetningar hérlendis. Engin dreifingaráætlun hefur borist stjórnvöldum um Janssen bóluefnið.","main":"Nokkur lönd, Ísland, þeirra á meðal stöðvuðu notkun AstraZeneca bóluefnisins fyrir nokkrum dögum. Síðast í gær bárust fréttir af því að Norðmenn væru að rannsaka hvort samhengi væri á milli blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum og bóluefnisins. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir þó ekkert því til fyrirstöðu á halda áfram að nota AstraZeneca.\nÞað er bara eftir að skoða þetta. Við erum að draga fram tölur hér á Íslandi um hver tíðnin á því er hér og bera það sem við þá sem voru bólusettir og sjá svona hvernig landið liggur. Og við erum líka að sjá tíðnitölur annars staðar frá og svo er náttúrulega Lyfjastofnun Evrópu að skoða þetta aðeins betur.\nSegir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem segir að nú eftir helgi komist þetta á hreint. Stjórnvöld hafa samið um kaup á 235 þúsund skömmtum af bóluefni Janssens sem fékk markaðsleyfi vikunni. Fyrirtækið Distica mun dreifa því eins og hinum bóluefnunum sem þegar eru komin í dreifingu. Distica hefur ekki fengið neina afhendingaráætlun. Sama á við um sóttvarnalækni:\nÉg get eiginlega ekki svarað því vegna þess að við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um hvenær þeir ætla að láta okkur fá dreifingaráætlun.\nÍ fyrradag varð ljóst að bólusetningar frestast um mánuð vegna tafa á afhendingu AstraZeneca. Heilbrigðisráðherra sagði þá að hægt verði að bjóða öllum eldri en 16 ára bóluefni fyrir lok júlí.\nSamkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar var fjöldi þeirra sem voru 17 ára og eldri um síðustu áramót 287 þúsund manns. Nú er búið eða byrjað að bólusetja 34 þúsund manns. Því er eftir að bólusetja 253 þúsund manns. Miðað við þessar tölur verður að halda vel á spöðunum því fjórir og hálfur mánuður er til loka júlí. Ef allir eldri en 16 ára hafa byrjað að fá bólusetningu, það er fengið að minnsta kosti fyrsta skammt, fyrir júlílok þarf að bólusetja rúmlega 1830 manns á dag alla sjö daga vikunnar þangað til. Það gengur alla vega ekki upp í mars því gert er að ráð fyrir að aðeins níu þúsund manns til viðbótar verði bólusettir til marsloka.","summary":"Bólusetja þarf 1830 manns á dag á hverjum degi til júlí-loka eigi að takast að byrja að bólusetja alla 17 ára og eldri fyrir lok júlí. Ákveðið verður næstu daga hvort haldið verður áfram að nota bóluefni AstraZeneca. Stjórnvöld hafa engar upplýsingar um hvenær bóluefni Janssens kemur. "} {"year":"2021","id":"311","intro":"Akureyringurinn Baldvin Þór Magnússon bætti í gær Íslandsmetið í 3000 metra hlaupi innanhúss þegar hann hljóp á sjö mínútum og 53,72 sekúndum á bandaríska háskóla-meistaramótinu. Baldvin endaði í 7. sæti í hlaupinu.","main":"Með tímanum bætti Baldvin eigið Íslandsmet í greininni um 20 hundraðshluta úr sekúndu. Eldra metið setti hann 6. febrúar þegar hann hljóp á 7:53,92 mín. og sló þá Íslandsmet Hlyns Andréssonar frá 2019 um rúmar fimm sekúndur. Eftir því sem næst verður komið eru Baldvin Þór og Hlynur einu Íslendingarnir sem hafa hlaupið 3000 m hlaup á tíma undir átta mínútum. Íslandsmetið í greininni utanhúss er átta mínútur og 2,60 sekúndur sett af Hlyni 1. ágúst í fyrra. Enginn Íslendingur virðist því enn hafa rofið átta mínútna múrinn í 3000 m hlaupi utanhúss. Baldvin Þór Magnússon er fæddur árið 1999. Íslandsmetið hans um helgina telst því einnig sem aldursflokkamet 20-22 ára í 3000 m hlaupi innanhúss.\nTopplið Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta átti ekki í neinum vandræðum með Fulham í gærkvöld. City vann leik liðanna 3-0. John Stones, Gabriel Jesus og Sergio Aguero skoruðu mörk leiksins. Manchester City hefur eftir sigurinn 71 stig í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. City hefur 17 stiga forskot á Manchester United sem er í 2. sæti. United á þó reyndar tvo leiki til góða. Fyrri leikinn við West Ham klukkan korter yfir sjö í kvöld. Botnlið Sheffield United er svo komið í leit að nýjum knattspyrnustjóra eftir að hafa samið um starfslok við Chris Wilder í gærkvöld. Wilder hafði stýrt liðinu frá 2016 og kom því upp um tvær deildir. Undir hans stjórn endaði United í 9. sæti í fyrra en mun verr hefur gengið í vetur.\nBikarmeistarar í blaki verða krýndir í Digranesi í Kópavogi í dag. Klukkan eitt mætast KA og HK í bikarúrslitum kvenna og klukkan hálffjögur mætast Afturelding og Hamar í bikarúrslitum karla. Báðir leikir verða sýndir á RÚV og hefst útsending klukkan korter í eitt. Bikarúrslitin í fyrra féllu niður vegna COVID-19 og spennan í blakhreyfingunni fyrir leikjunum í dag er því afar mikil.","summary":"Íslandsmetið í 3000 metra hlaupi karla innanhúss var slegið í gærkvöld."} {"year":"2021","id":"312","intro":"Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að nauðsynlegt sé að bæta vegaþjónustu á Vestfjörðum. Breiðafjarðarferjan Baldur bilaði í fyrradag og tæplega þriggja tíma ferð tók ríflega sólarhring.","main":"Sigurður Ingi kveðst þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að bæta þjónustuna til lengri tíma með því að viðhalda almennilegum siglingum.\nÁætlanir hafi verið uppi að endurnýja ferjuna þegar að því kæmi með orkuskiptaskipi. Sigurður segir óásættanlegt að núverandi ferja bili í tíma og ótíma.\nÞað er verið að fara yfir útboðsskilmála í ráðuneytinu með vegagerðinni\nVarðandi þann samning sem er í gangi hvaða kröfur sé hægt að gera innan hans og hvort Sæferðir grípi strax til aðgerða. Þetta er öflugt fyrirtæki.\nSigurður Ingi segir góðar samgöngur um og til Vestfjarða mikilvægar fyrir ferðamannaiðnaðinn. En hvenær má búast við niðurstöðum?\nVið munum náttúrulega skoða útboðskilmála hratt og hvað sé hægt að gera innan þessa samnings.\nMenn voru að velta fyrir sér hvort Herjólfur þriðji gæti siglt. Hann er talsvert breiðari og bryggjuendarnir á Brjánslæk og Stykkishólmi gætu ekki tekið hann að óbreyttu. Það þarf bara að skoða alla möguleika því það þarf að laga þetta ástand.","summary":null} {"year":"2021","id":"312","intro":"Formaður Samfylkingarinnar hvatti félaga sína á flokksráðsfundi, sem nú stendur, til hörkuvinnu í vor og sumar svo hægt verði að tryggja Samfylkingunni forystu í næstu ríkisstjórn.","main":"Kosningabaráttan er hafin hjá öllum flokkum og var greinileg í ávarpi Loga Einarssonar formanns Samfylkingarinnar í morgun. Flokksráðsfundurinn var opinn félögum í flokknum og stuðningsmönnum og var rafrænn eins og flest nú um stundir. Logi sagði að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum sýndu að ríkisstjórnin hefði ekki áttað sig á eðli kreppunnar.\nViðbrögð ríkisstjórnarinnar komu seint fram, aðgerðirnar voru tilviljanakenndar og margar komust illa til framkvæmda. Og einstaka aðgerðir unnu síðan beinlínis gegn öðrum.\nÞar mætti nefna hlutabótaleiðina sem hafi verið geld með uppsagnaleiðinni. Hann segir að ríkisstjórnin hafi látið Seðlabankanum eftir að koma peningum í umferð, þeir hafi flætt um fasteigna- og verðbréfamarkaðinn sem hafi ýtt upp eignaverði, en ekki til þeirra sem mest hafi þurft á þeim að halda.\nÞað er ótrúlegt að hlusta á fjármálaráðherra horfa algjörlega fram hjá stærsta áhrifavaldi verðbólgunnar í dag, veikingu krónunnar, en með velþóknun á mörg hundruð milljarða af nýju fjármagni sem fer í örvun fjármálamarkaða, en ekki til hagvaxtarhvetjandi verkefna; innviða, ráðninga á fólki.\nLogi sagði frá leiðum Samfylkingarinnar til þess að efnahagslífið geti rétt úr kútnum til lengri og skemmri tíma.\nHann segir stefnu Samfylkingarinnar í loftslagsmálum þá metnaðarfyllstu sem nokkur stjórnmálaflokkur hefur lagt fram. Aukinn metnaður í loftslagsmálum, segir hann, verði að komast á dagskrá nýrrar ríkisstjórnar og að stjórnvöld þurfi að taka frumkvæði og ryðja brautina.\nÞví er mikilvægt að Samfylkingin myndi næstu ríkisstjórn með flokkum sem eru tilbúnir í þá vegferð.","summary":"Formaður Samfylkingarinnar gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir efnahagsleg viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum. Á flokksráðsfundi fyrir hádegi sagðist hann vilja Samfylkinginu í forystu í næstu ríkisstjórn með flokkum sem hafa metnað til að berjast gegn loftslagsvánni. "} {"year":"2021","id":"312","intro":"Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, og öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand hafa bæst í hóp þeirra sem kalla eftir afsögn Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York.","main":"Þau Schumer og Gillibrand eru þingmenn New York ríkis í öldungadeildinni, og flokkssystkini Cuomos í Demókrataflokknum. Í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra segir að það þurfi ákveðna og stöðuga leiðsögn í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Þau styðja frásagnir þeirra hugrökku kvenna sem hafa komið fram og sagt sögur sínar um áreitni Cuomos í garð þeirra .Vegna fjölda trúverðugra ásakana gegn Cuomo um kynferðislega áreitni og afglöp í starfi sé ljóst að hann hafi misst traust New York búa og yfirvalda í ríkinu. \u001eCuomo ríkisstjóri ætti að segja af sér,\" segir í lok yfirlýsingarinnar.\nTugir flokkssystkina Cuomos á ríkisþingi New York hafa þegar skorað á hann að segja sig úr embætti, auk fjölda fulltrúadeildarþingmanna á Bandaríkjaþingi.\nCuomo sagðist á blaðamannafundi í gær ekki ætla að segja af sér, og kveðst hann saklaus af ásökununum.\nSex konur hafa sakað ríkisstjórann um að áreita sig kynferðislega eða sýna ósæmilega hegðun. Auk þess hefur verið sótt hart að honum vegna misvísandi upplýsinga um dauðsföll á hjúkrunarheimilum í New York af völdum COVID-19.","summary":null} {"year":"2021","id":"312","intro":null,"main":"Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í komandi alþingiskosningum. Þetta kemur fram í viðtali við Kristján í Morgunblaðinu í dag.\nKristján Þór hefur setið á þingi fyrir Norðausturkjördæmi frá árinu 2007, hann er núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og fyrsti þingmaður þess. Hann hefur gegnt ráðherraembætti frá árinu 2013. Fyrst sem heilbrigðisráðherra, síðan mennta- og menningarmálaráðherra og nú sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.\nNú stendur yfir aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi þar sem tekin verður afstaða til tillögu stjórnar kjördæmisráðsins um hvort haldið verði prófkjör í kjördæminu eða stillt upp á lista.","summary":"Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í komandi alþingiskosningum, hann hefur setið á þingi í fjórtán ár og gegnt þremur ráðherraembættum."} {"year":"2021","id":"312","intro":"Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ræða við sérgreinalækna og segir mjög alvarlegt að þeir ígrundi að láta sjúklinga greiða allan lækniskostnað og hafa ekki milligöngu um niðurgreiðslu ríkisins eins og greint var frá í Kveik í vikunni. Hún sakar sérgreinalækna um að beita sjúklingum fyrir sig í þágu eigin hagsmuna.","main":"Mér finnst þetta mjög alvarleg staða, ef satt reynist, að sérgreinalæknar hafa komið sér saman um að beita sjúklingum fyrir sig í eiginhagsmunaskyni. Ég vil bara heyra í þeim með hvort þetta sé raunverulega það sem þeir ætli sér að gera til þess að þrýsta á um einhverjar breytingar í eigin þágu. Ég vil ekki trúa því fyrr en ég tek á því. - Öryrkjabandalagið segir að verði þetta niðurstaðan muni margir veigra sér við að leita læknis. - Mér finnst þetta, jú, mér finnst þetta bara mjög alvarlegt vegna þess að verkefnin númer eitt tvö og þrjú í heilbrigðisþjónustunni er að sinna veiku fólki.","summary":null} {"year":"2021","id":"312","intro":null,"main":"Rúmlega þrettán hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Stærstur þeirra var fjórir komma 6 að stærð kllukkan rúmlega hálf tvö í nótt.\nMeira en þrettán hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Enginn skjálfti stærri en þrír hefur mælst síðan klukkan níu í morgun en þá höfðu tíu skjálftar, stærri en þrír, mælst frá miðnætti. Sá stærsti var fjórir komma sex að stærð, klukkan rúmlega hálf tvö í nótt, og fannst víða, allt frá Reykjanesskaga norður í Borgarnes og austur í Fljótshlíð, segir á vef Veðurstofunnar.","summary":"Rúmlega þrettán hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Stærstur þeirra var fjórir komma 6 að stærð kllukkan rúmlega hálf tvö í nótt. "} {"year":"2021","id":"312","intro":"Frímúrararegla karla og kvenna, opnaði hús sitt í gær í Grafarholti í fjórða sinn í tilefni af 100 ára afmæli reglunnar á Íslandi. Um 360 eru núna í hreyfingunni, meirihlutinn konur, segir Þórhildur Garðarsdóttir.","main":"Við leyfum fólki fyrst og fremst að nota sína eigin frjálsu og skapandi hugsun til að upplifa það sem hér fer fram.\nÞað er partur af því að segja það ekki hvað fer hér fram, ef ég segi það nákvæmlega þá tek ég af þér þetta frelsi sem þú átt að hafa til að upplifa það sem er hér fyrir innan. Við erum ekki að gera neitt sem er leynilegt. Við erum bara að halda því þannig að þú fáir að eiga upplifunina af því að vera hér systir eða bróðir.\nSagði Magnús Norðdahl. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við hann.","summary":"Frímúrararegla karla og kvenna á Íslandi opnaði dyr sínar í gær þegar reglan fagnaði hundrað ára afmæli"} {"year":"2021","id":"312","intro":"Það verða KA og HK sem mætast í úrslitum bikarkeppni kvenna í blaki á morgun. Undanúrslitaleikirnir hjá körlunum verða spilaðir í dag.","main":"KA konur unnu Völsung, 3-0 í undanúrslitum blak-bikarsins í gærkvöld. HK vann Aftureldingu hins vegar eftir meiri spennu í leik sem endaði 3-1 og allar hrinurnar fjórar frekar jafnar. KA og HK mætast í úrslitum bikarkeppninnar klukkan eitt á morgun í Digranesi í beinni útsendingu RÚV. Eftir leikinn verður svo bikarúrslitaleikur karla sýndur. Hamar og Vestri eigast við í öðrum undanúrslitaleik karla og HK og Afturelding í hinum undanúrslitaleiknum í dag.\nKA\/Þór kom sér aftur upp í toppsæti Olís-deildar kvenna í handbolta þegar Akureyrarliðið vann HK, 29-23 í gærkvöld. Leiknum hafði verið tvífrestað. Upphaflega átti að spila leikinn á miðvikudagskvöld, en honum var þá frestað vegna færðar milli Akureyrar og höfuðborgarsvæðisins. Aftur átti að reyna á fimmtudag, en það sama var upp á teningnum þá. Liðin gátu þó mæst í Kórnum í Kópavogi í gærkvöld þar sem KA\/Þór vann með sex marka mun og endurheimti um leið toppsætið í Olís-deildinni af Fram. Landsliðskonan Rut Jónsdóttir fór mikinn fyrir Akureyringa á móti uppeldisfélagi sínu og skoraði níu mörk fyrir KA\/Þór í leiknum. KA\/Þór hefur nú 19 stig en Fram hefur 18 stig í 2. sæti. Ekkert verður leikið í deildinni næstu 17 daga vegna landsleikjahlés og ljóst að KA\/Þór verður því á toppnum í það minnsta til 30. mars þegar næst verður leikið í deildinni.\nHannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson komust í gærkvöld í úrslitin um Íslandsbikarinn í skák. Teflt var til þrautar í undanúrslitaviðureignum mótsins í gær. Fyrri úrslitaleik skák Hjörvars Steins og Hannesar Hlífars hefst klukkan 14:00 í dag og verður Hannes með hvítt í henni. Seinni úrslitaskákin hefst svo klukkan 14:00 á morgun. Verði jafnt eftir hana verður teflt til þrautar klukkan 17:00 á mánudag.","summary":null} {"year":"2021","id":"312","intro":"Stjórnvöld á Ítalíu óttast að ný bylgja faraldursins vofi yfir og hafa boðað hertar aðgerðir frá og með mánudegi. Skólum, verslunum og veitingastöðum verður lokað í stórum hluta landsins fram að páskum og um páskana verður landið allt skilgreint sem há-áhættusvæði.","main":"Fyrir ári síðan var Ítalía miðpunktur faraldursins. Ástandið var skelfilegt í sumum landshlutum og hálfgert útgöngubann ríkti á Ítalíu svo mánuðum skipti sem leiddi til mestu efnahagskreppu frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Síðan faraldurinn barst þangað hafa ríflega þrjár komma ein milljón greinst smituð og fleiri en 100 þúsund hafa dáið úr sjúkdómnum. Smitum hefur farið fjölgandi síðustu vikur og nú stórnvöld óttast mjög nýja bylgju faraldursins. Því var ákveðið að grípa til hertra aðgerða frá og með mánudegi, í stórum hluta landsins. Þar á meðal í Róm og Mílanó, fjölmennustu borgum landsins. Skólum, veitingastöðum og verslunum er gert að loka og fólk beðið um að halda sig að mestu heima. Aðeins er leyfilegt að sækja vinnu, heilbrigðisþjónustu og aðrar nauðsynjar. Þessar aðgerðir eru í gildi til páska og um páskana gilda hertur reglur um allt land.\nMario Draghi, Italian Prime Minister: \"I´m aware that today´s measures will have consequences on children´s education, on the economy but also on the psychological state of all of us.\"\nMario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, segist skilja afleiðingarnar. Hertar takmarkanir hafi áhrif á menntun barna, efnahaginn og sálarlíf Ítala.\nMario Draghi, Italian Prime Minister: \"(These measures) They are necessary to avoid a deterioration that would make even more stringent measures inevitable.\nÞessar aðgerðir eru nauðsynlegar, segir Draghi, til að varna því að grípa þurfi til enn harðari aðgerða seinna. Eins og víða annars staðar í Evrópu hefur bólusetning gengið hægar á Ítalíu en reiknað hafði verið með, ekki síst vegna skorts á bóluefnum. Draghi hét því við fjölmiðla að setja enn meiri kraft í bólusetningar. Um 170 þúsund eru bólusettir á hverjum degi á Ítalíu og lofaði forsætisráðherrann að þrefalda þann fjölda sem allra fyrst.","summary":"Stjórnvöld á Ítalíu boða hertar sóttvarnaraðgerðir frá og með mánudegi af ótta við nýja bylgu faraldursin. Fleiri en 100 þúsund hafa dáið úr COVID-19 í landinu. "} {"year":"2021","id":"313","intro":null,"main":"Varðskipið Þór er komið með Breiðafjarðarferjuna Baldur í tog og er gert ráð fyrir að skipin verði komin í Stykkishólm um klukkan eitt. Tuttugu farþegar eru um borð og margir þeirra orðnir sjóveikir eftir sólarhrings velting. Vélin í Baldri bilaði í gærdag og Einar Valsson, skipherra á Þór, segir að veðrið hafi tafið dráttinn.\nÚt: Það svo sem gengur rólega það er ennþá talsverður vindur og við erum svona að meta stöðuna, næsta plan er að reyna að taka skipið bara í tog hjá okkur og fara með það nær höfninni. Það er hérna 15-17 metra vindur af norðaustri, það er svona það helst það sem er að tefja okkur og trufla.","summary":"Varðskipið Þór er komið með Breiðafjarðarferjuna Baldur í tog og er gert ráð fyrir að skipin verði komin í Stykkishólm um klukkan eitt. Rúmur sólarhringur er síðan Baldur lagði úr höfn á Brjánslæk með tuttugu farþega um borð sem margir eru orðnir sjóveikir eftir sólarhrings velting. "} {"year":"2021","id":"313","intro":"Um fimm þúsund manns hafa enn ekki skilað skattframtali fyrir árið 2019. Skilafrestur fyrir árið 2020 rennur út á miðnætti en varaskattstjóri segir að ekki sé hundrað í hættunni þó að fólk skili ekki fyrr en á mánudag.","main":"Skatturinn veitti engan skilafrest í ár en seinkaði þess í stað skiladeginum um nokkra daga. Í morgun átti um þriðjungur enn eftir að skila. Um 312 þúsund kennitölur eru á skrá hjá Skattinum og í morgun höfðu tæplega 200 þúsund skilað, samkvæmt Elínu Ölmu Artúrsdóttur, vararíkisskattstjóra og sviðsstjóra álagningarsviðs, þar af um 3.000 bara í morgun. Hún segir mjög óalgengt að það séu villur í framtölunum.\nÞetta er hjá þessum venjulega Jóni, mjög hverfandi. Þær villur sem við sjáum eða ábendingar, segjum við við fólk áður en það skilar. Og sumar villur eru þannig að þú getur ekki skilað fyrr en þú ert búin að laga.\nUm 5.000 manns hafa enn ekki skilað skattframtali ársins 2019, af þeim 313 þúsund sem voru á skrá. Nú eru 110 manns að veita einstaklingum aðstoð og segir Elín að langflestir þurfi ekkert að óttast ef framtalinu verður skilað á allra næstu dögum. En ef viðkomandi gerir þetta ítrekað og það líður mjög langur tími, þá gæti komið álagning.\nÞað borgar sig fyrir alla, þótt þeir nái því ekki í dag, til dæmis vegna þess að þeir ná ekki inn til okkar og eru með spurningu sem þeir þurfa svar við, þá hafa þeir bara samband á mánudaginn og skila strax þá. Ég get garanterað að það gerist ekkert í slíkum tilvikum.","summary":"Frestur til að skila skattframtali rennur út á miðnætti. Enginn frestur var veittur í ár, en varaskattstjóri segir að fólk þurfi engar áhyggjur að hafa þótt að framtalið skili sér ekki fyrr en eftir nokkra daga. Um 5000 manns hafa enn ekki skilað skattaskýrslu fyrir 2019. "} {"year":"2021","id":"313","intro":"Ofbeldi á öldruðum er dulinn vandi, segir yfirmaður greiningadeildar ríkislögreglustjóra. Deildin hefur birt skýrslu um málefnið. Hann segir að vekja þurfi þjóðfélagið til vitundar um vandann.","main":"Í skýrslunni sem birt var í gær segir að ofbeldi gegn öldruðum sé hulinn vandi og að birtingarmyndir geti verið ólíkar. Þá sé mikilvægt að hafa í huga að vanræksla getur flokkast sem ofbeldi líkt og skortur á virðingu fyrir reisn og sjálfsákvörðunarrétti viðkomandi. Runólfur Þórhallson aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður greiningadeildar Ríkislögreglustjóra segir að gera þurfi rannsóknir hérlendis, auka þurfi samvinnu lögreglu, heilsugæslu, félagsþjónustu og dvalar- og hjúkrunarheimila:\nVitundin mætti vera betri og síðan segja rannsóknir okkur það að aldraðir tilkynna síður um ofbeldi til lögreglu og til annarra. Það er alveg klárlega dulinn vandi og þess vegna er mikilvægt að við tölum um þetta og reynum að vekja samfélagið allt til vitundar um þetta.\nSegir Runólfur. Nokkrar rannsóknir tengdar ofbeldi gegn öldruðum hafa verið gerðar hér og vísað er í skýrslunni til rannsókna á Norðurlöndum og tengdar Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Ein þeirra frá 2017 sýndi að tæp 16 prósent fólks 60 ára og eldra hafði orðið fyrir ofbeldi undanfarið ár. Birtingarmyndir ofbeldis eru margvíslegar eins og líkamlegt og tilfinningalegt ofbeldi en líka fjárhagslegt ofbeldi eins og þegar fé er svikið út úr eldra fólki og vanræksla eins og þegar aldraðir fá ekki umönnun eða eru vannærðir. Allt ofbeldi á að tilkynna til lögreglu. Á vef lögreglunnar er hægt að tilkynna brot rafrænt.","summary":null} {"year":"2021","id":"313","intro":"Deila sérgreinalækna og stjórnvalda bitnar á sjúklingum, segir formaður Öryrkjabandalagsins. Hætti læknar milligöngu um niðurgreiðslu kostnaðar sjúklinga muni margir veigra sér við því að leita læknis.","main":"Formaður Öryrkjabandalagsins segir ósanngjarnt að deila sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands bitni á sjúklingum. Efnalítið fólk geti ekki lagt út tugi þúsunda króna fyrir lækniskostnaði og margir eigi óhægt um að gera sér ferð í Sjúkratryggingar á Vínlandsleið í Reykjavík til að krefjast endurgreiðslu.\nÍ umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks í gærkvöldi kom fram að sjálfstætt starfandi sérgreinalæknar íhugi að hætta að hafa milligöngu um niðurgreiðslu ríkisins á kostnaði sjúklinga. Það myndi þýða að sjúklingar þyrftu að leggja út fyrir öllum kostnaði og sækja svo sjálfir þá endurgreiðslu sem þeir ættu rétt á. Ástæðan er deila um lækna og stjórnvalda um samninga um þjónustuna. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að þetta bitni á þeim sem síst skyldi.\nÉg held að þetta hafi bara mjög slæm áhrif á sjúklinga, bæði fólk sem er innan sem utan vinnumarkaðar. Það er alveg ljóst að það mun veigra sér við að sækja læknisþjónustu og fullt af fólki sem mun ekki treysta sér til að fara sjálft upp á Vínlandsleið til Sjúkratrygginga.\nHalla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir að það yrði mjög óheppilegt ef læknar hættu milligöngunni.\nÞað er mjög mikilvægt í sambandi við öll þessi kerfi að þau tali saman þannig að allur frágangur fyrir sjúklinginn sjálfan sé eins einfaldur og mögulegt er. Það getur verið mjög íþyngjandi fyrir fólk að leggja út tiltölulega háar upphæðir og þurfa að bíða eftir endurgreiðslu. Þetta er auðvitað bara enn eitt sem bætir á það álag sem fólk er þegar undir. Viðsemjendur þurfa auðvitað í sinni vinnu að hafa sjúklinginn í huga. Hann þarf að vera útgangspunkturinn.\nÞetta getur örugglega hlaupið á tugum sjúklinga og sjúklingar veigra sér við því. Þetta á bara ekki að vera svona í okkar samfélagi að það séu sjúklingar sem líði fyrir samningsleysi milli Sjúkratrygginga og sérgreinalækna.","summary":null} {"year":"2021","id":"313","intro":"Rúmlega 170 manns gistu á Laugarbakka í nótt eftir að vörubíll lokaði þjóðvegi eitt við Hvammstanga. Flestir fóru á Hótel Laugarbakka, sem var opnað í snatri, auk þess sem opnuð var fjöldahjálparstöð. Fjölmennar björgunarsveitir tóku þátt í aðgerðum.","main":"Björgunarsveitir voru kallaðar út á áttunda tímanum í gær til aðstoða bíla sem sátu fastir á þjóðvegi eitt við Hvammstanga. Þar hafði flutningabíll runnið til og sat fastur þvert yfir veginn. Bílar voru fastir beggja vegna við. Fjörutíu og fimm manns úr fjórum björgunarsveitum tóku þátt í aðgerðum. Ævar Smári Marteinsson er í aðaðgerðastjórn.\nUpphaflega voru þetta bara þrír bílar sem voru fastir þarna. En svo kom í ljós þegar nær var komið að þetta voru einhvers staðar á milli 100 og 150 bílar sem voru orðnir stopp þarna og vörubíll sem þveraði veginn.\"\nÆvar segir að ágætlega hafi gengið að aðstoða ökumenn og var öllum komið í skjól í gærkvöldi. Á Hvammstanga gistu fimmtán manns en flestir fóru á Laugarbakka.\nBæði er hótel á Laugarbakka, þar sem við komum fyrir alveg þó nokkrum mannskap, og svo var opnuð fjöldahjálparstöð í félagsheimilinu á Laugabakka. -Voru margir þar?- Þetta voru eitthvað á milli 10 og 20 í fjöldahjálparstöðinni og í heildinni sem gisti á Laugabakka voru á milli 160 og 170 manns.\"\nÖrn Arnarsson hóteleigandi hafði hraðar hendur og opnaði Hótel Laugarbakka í gærkvöldi.\nÞað var bara þannig, síminn byrjaði að hringja og bílar að streyma inn á bílastæðið hjá okkur og inn um hurðina. -Og þá var ekkert annað að gera en að kalla út kokk og búa um rúm?- Já, já, það var bara þannig, það var bara hringt á alla sem voru á staðnum gátu komið þannig að þetta var ansi magnað. Fólk var mjög ánægt já og bara fegið að komast í skjól og í rúm svo fengu allir grillaðar samlokur, franskar og kokteil þannig að það voru öll börn með fulla maga og fullorðnir líka.\"","summary":"Tæplega 200 manns þurftu að gista á Laugabakka og Hvammstanga í nótt eftir að vörubíll lokaði þjóðvegi eitt við Hvammstanga. Vegurinn var opnaður aftur í morgun. "} {"year":"2021","id":"313","intro":"Lára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti, segir að ríkinu beri að fara að lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti fyrirtækja og tryggja þannig réttindi og störf rúmlega 130 starfsmanna hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum.","main":"Framkvæmdastjóri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð segir að starfsfólk sé í algjörri óvissu með kjör sín við yfirfærslu frá sveitarfélögum til ríkisins. Mögulega gæti kostnaður við uppsafnað orlof og uppsagnarfrest starfsfólks lent á sveitarfélaginu sem nú þegar greiði með rekstrinum.\nLára V. Júlíusdóttir, lögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir rétt að það verði að segja upp ráðningarsamningi þegar nýr aðili taki við rekstrinum alveg frá grunni.\nen framhjá þessu er mjög einfalt og auðvelt að fara með lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipta að fyrirtækjum sem eiga að tryggja réttindi fólks ef að nýr rekstraraðili er að taka við einingum með þessum hætti.\nHeilbrigðisráðuneytið hefur sagt að lög um aðilaskipti eigi einungis við um fyrirtæki. Lögin gildi hvorki um breytingar á skipulagi stjórnvalds eða tilfærslu á verkefnum milli stjórnvalda.\nÍ lögunum segir að fyrirtæki sé einstaklingur, félag, opinberir aðilar og aðrir þeir sem stunda atvinnurekstur án tillits til þess hvort slíkt er gert í hagnaðarskyni.\nOg það segir í lögunum sko að fyrirtæki sé einstaklingur, félag, opinberir aðilar og aðrir sem stunda atvinnurekstur án tillits til þess hvort að slíkt sé gert í hagnaðarskyni. Ég get ekki annað séð en þessar rekstrareiningar sem eru hjúkrunarheimili sem eru að fara úr rekstri sveitarfélags yfir í rekstur á vegum ríksins, að þessi rekstur eigi mjög vel heima þessari skilgreiningu á fyrirtæki sem er þarna í annarri grein, 1.stu málsgrein þriðja töluliðar þessara ágætu laga.\nÞannig þú telur að ríkið gæti notað þessi lög um aðilaskipti til að koma í veg fyrir að þessu fólki sé sagt upp?\nEkki bara gæti notað þessi lög heldur beri að fara eftir þessum lögum. Ég sé ekki hvernig ríkið geti haldið því fram að þessi lög eigi ekki við. Ef þau eru að taka við rekstri þessarar rekstrareiningar. Ef þau eru hins vegar að leggja niður þessi heimili þá horfir málið allt öðruvísi við ef það stendur til að reka þessi heimil áfram undir formerkjum ríkisns get ég ekki annað séð en það þurfi að fara eftir þessum ákvæðum.","summary":"Sérfræðingur í vinnurétti segir að ríkinu beri að tryggja réttindi um 130 starfsmanna hjúkrunarheimila í Vestmannaeyjum og Fjarðabyggð samkvæmt lögum um aðilaskipti á fyrirtækjum. Sveitarfélögin hafa mótmælt því að þurfa að segja þeim upp."} {"year":"2021","id":"313","intro":"Vöruútflutningur Breta til Evrópusambandsríkja dróst verulega saman fyrsta mánuðinn eftir að þeir sögðu endanlega skilið við sambandið. Samdráttur er í iðnaðarframleiðslu í Bretlandi vegna COVID-19 faraldursins.","main":"Vöruútflutningur frá Bretlandi til Evrópusambandslanda dróst saman um hátt í fjörutíu og eitt prósent í janúar frá mánuðinum þar á undan. Um áramótin gekk útganga Breta úr ESB endanlega í gildi. Breska hagkerfið hefur minnkað um níu prósent frá því að heimsfaraldurinn braust út.\nÍ tilkynningu sem hagstofan í Lundúnum sendi frá sér í dag segir að verðmæti útflutnings til Evrópusambandsríkja hafi dregist saman um 5,6 milljarða sterlingspunda, eða 40,7 prósent frá því í desember. Upphæðin nemur rúmlega þúsund milljörðum króna. Sérfræðingar hagstofunnar gera ráð fyrir að samdrátturinn sé tímabundinn vegna viðskilnaðarins. Jafnframt var greint frá því í dag að tveggja komma níu prósenta efnahagssamdráttur hefði verið í Bretlandi í janúar, þegar landinu var lokað að miklu leyti vegna þriðju bylgju faraldursins. Þá segir í frétt hagstofunnar að breska hagkerfið hafi skroppið saman um níu prósent frá því að heimsfaraldurinn braust út. Vegna lokana dróst ýmis framleiðsla saman í byrjun ársins, einkum bílaframleiðsla. Eina atvinnugreinin sem blómstraði á fyrstu vikum ársins var heilbrigðisþjónusta, að því er BBC hefur eftir sérfræðingi hjá hagstofunni.","summary":"Vöruútflutningur Breta til Evrópusambandsríkja dróst verulega saman fyrsta mánuðinn eftir að þeir sögðu endanlega skilið við sambandið. Samdráttur er í iðnaðarframleiðslu í Bretlandi vegna COVID-19 faraldursins."} {"year":"2021","id":"313","intro":"Valur lagði KR á Íslandsmóti karla í körfubolta í gærkvöld. Þetta var fyrsti sigur Vals á KR á heimavelli þeirra síðarnefndu í tuttugu og tvö ár.","main":"Leikur Reykjavíkurliðanna var jafn og spennandi allt fram í fjórða leikhluta. Þá náðu Valsmenn að loka vörn sinni og síga framúr. KR skoraði aðeins 13 stig í lokafjórðungnum og Valur vann með 87 stigum gegn 77.\nSagði Matthías Orri Sigurðarson, fyrirliði KR. Gleðin var öllu meiri hjá Valsmönnum. Finnur Freyr Stefánsson er þjálfari þeirra.\nFinnur Freyr stýrði áður KR og gerði liðið í fimmgang að Íslandsmeisturum. Það var nokkurs konar heimkoma hjá fleiri leikmönnum Vals í gær því fjórir leikmenn liðsins eiga þrjá til sjö Íslandsmeistaratitla að baki með KR. Einn þeirra er Jón Arnór Stefánsson sem lék í fyrsta sinn í KR-heimilinu í annarri treyju er þeirri röndóttu.\nÖnnur úrslit í úrvalsdeild karla í gærkvöldi urðu þau að Keflavík lagði Hauka 86-74 og náði fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar, Grindavík lagði Þór Þorlákshöfn 105-101 og ÍR vann Hött 89-69. Tveir leikir eru í deildinni í kvöld; Stjarnan fær Þór Akureyri í heimsókn og getur minnkað forystu Keflavíkur í efsta sæti í tvö stig, og Njarðvík tekur á móti Tindastóli.\nÍ úrvalsdeild kvenna voru tveir leikir. Breiðablik lagði Snæfell 93-76 og fjarlægðist fallsvæðið. Þá vann Fjölnir Skallagrím 98-90 en liðin sitja í fjórða og fimmta sæti deildarinnar.\nEnsku liðin áttu góðu gengi að fagna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi. Arsenal lagði Olympiacos á útivelli 3-1 og Tottenham vann Dinamo Zagreb 2-0. Manchester United gerði hins vegar jafntefli við AC Milan á heimavelli, 1-1. Þetta voru fyrri leikirnir í 16-liða úrslitum en þeir síðari verða að viku liðinni.","summary":"Valur lagði KR í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöldi. Þetta var fyrsti sigur Vals á heimavelli KR í 22 ár. Keflavík náði fjögurra stiga forystu í deildinni."} {"year":"2021","id":"314","intro":"Japanar minnast í dag þeirra þúsunda sem fórust fyrir tíu árum, þegar flóðbylgja sem myndaðist eftir gríðarlega öflugan jarðskjálfta skall á bænum Fukushima.","main":"Kyrrðarstund var í Japan í morgun þegar landsmenn minntust þeirra sem fórust í náttúruhamförunum 11. mars 2011 þegar jarðskjálfti varð undan norðausturströnd landsins og flóðbylgja sem myndaðist í kjölfarið skall á bænum Fukushima. Um 18.500 fórust í hamförunum.\nKlukkan 5:46 í morgun að íslenskum tíma, á sama tíma og skjálftinn varð, hófst mínútu þögn um allt Japan. Skjálftinn var meðal þeirra öflugustu sem skráðir hafa verið og myndaði hann flóðbylgju sem skall á bænum Fukushima og nágrenni. Strax var ljóst að manntjón væri mikið, en það olli miklum ótta þegar ljóst var að kjarnorkuverið í Fukushima hefði eyðilagst og geislavirk efni hefðu borist út í andrúmsloftið. Rýma varð byggð í nágrenninu og finna fólki nýjan samastað enda ekki búandi við þær aðstæður. Japanar minnast þessara atburða árlega, en athafnir voru lágstemmdar þetta árið vegna kórónuveirufaraldursins. Naruhito keisari sagði í morgun að landsmenn væru fjarri því búnir að gleyma þessum atburðum, en margir hefðu komist í gegnum þær hörmungar sem þeim fylgdu með samhjálp og samstöðu. Eftir hamfarirnar hófst mikið uppbyggingarstarf og þykja Japanar hafa unnið þrekvirki á því sviði. Auk þess hafa verið endurskoðaðar allar áætlanir og viðbrögð við náttúruhamförum í landinu.","summary":"Japanar minnast í dag þeirra þúsunda sem fórust fyrir tíu árum, þegar flóðbylgja sem myndaðist eftir gríðarlega öflugan jarðskjálfta, skall á bænum Fukushima."} {"year":"2021","id":"314","intro":"Búið er að leka nýja Eurovision-lagi Daða og Gagnamagnsins sem til stóð að frumflytja á laugardaginn. Dagskrárstjóri RÚV segir að þetta sé klár þjófnaður, og að forsvarsmenn Eurovision-keppninnar verði krafðir svara um hvernig svona nokkuð geti gerst.","main":"Sjóræningjaútgáfu af nýju Eurovision-lagi Daða og Gagnamagnsins, 10 years, sem til stendur að frumflytja í sjónvarpinu á laugardagskvöld, hefur verið lekið á netið. Lagið er komið í almenna dreifingu þar og hefur verið birt á fjölmörgum síðum, bæði hér heima og erlendis. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV, segir þetta óþolandi, en að allir beri sig þó vel og haldi sínu striki.\nÞað sem gerðist var það að við skiluðum laginu á þriðjudaginn, þegar okkur var gert að skila því inn til Eurovision-keppninnar. Og innan við sólarhring síðar, þá er búið að leka því, eða hefur það lekið á netið. Þetta er klár þjófnaður, þetta er í sjálfu sér ekki leki. Þetta hefur gerst áður, oftar en einu sinni. Þetta segir til um hversu mikil eftirvæntingin er, þegar kemur að því að fólk vilji heyra þessi lög. Það er eitthvað sem við getum litið jákvæðum augum, það er mikil eftirvænting eftir því að heyra framlag Daða og Gagnamagnsins í ár.\nEr vitað hvernig þetta gerðist eða hver gerði þetta?\nÞað er ómögulegt að segja til um það. Eins og ég segi, þetta eru einhverjir óprúttnir aðilar sem stunda þetta. Það eru veðbankar í kringum þetta og þetta hefur örugglega eitthvað með það að gera líka. En eins og ég segi, þá er ómögulegt að rekja það og það eina sem við getum gert er að halda okkar striki og við berum okkur vel og Daði og er rólegur, við erum róleg og höldum okkar striki.\nHefur þetta einhverjar afleiðingar varðandi þátttöku okkar í Eurovision?\nÞað á ekki að hafa neinar afleiðingar, aðrar en þær að við munum náttúrulega krefja forsvarsmenn keppninnar svara um hvernig svona lagað getur átt sér stað og hvort það sé ekki þörf á því að herða allar slíkar varúðarráðstafanir sem snúa að mögulegum þjófnaði.","summary":"Búið er að leka nýja Eurovision-lagi Daða og Gagnamagnsins sem til stóð að frumflytja á laugardaginn. Dagskrárstjóri RÚV segir að þetta sé klár þjófnaður, og að forsvarsmenn Eurovision-keppninnar verði krafðir svara um hvernig svona nokkuð geti gerst."} {"year":"2021","id":"314","intro":"Þrjár íslenskar landsliðskonur eru komnar í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Seinni leikir 16-liða úrslitanna fóru fram í gær.","main":"Karólína Lea, sem er 19 ára, gekk til liðs við Bayern Munchen í upphafi árs frá Breiðabliki. Hún spilaði allan leikinn í gær þegar Bayern vann Kazygurt frá Kasakstan 3-0 í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum. Bayern er þar með komið í 8-liða úrslit. Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, spilaði 60 mínútur í 3-1 sigri ríkjandi Evrópumeistara Lyon á Bröndby þegar Lyon tryggði sig áfram í 8-liða úrslitin í dag. Þá lék Glódís Perla Viggósdóttir allan leikinn með Rosengård í 2-0 sigri á Pölten frá Austurríki og Rosengård er komið áfram í átta liða úrslitin. Þá eru Wolfsburg, Chelsea og Barcelona einnig komin áfram. Síðustu tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram í næstu viku en dregið verður í átta liða úrslitin á morgun.\nOg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta tryggðu Liverpool og PSG sig örugglega áfram í gærkvöld. Liverpool vann tvö núll sigur á Leipzig, og því samanlagt 4-0 í einvíginu. PSG og Barcelona mættust í seinni leik liðanna, en sá fyrri fór 4-1 fyrir PSG á Spáni. Liðin gerðu svo 1-1 jafntefli í gær og PSG fer því áfram í átta liða úrslitin á samtals 5-2 sigri í einvíginu.\nValur vann heimasigur á Keflavík í toppslag liðanna í Dominos-deild kvenna í körfubolta í gærkvöld. Valskonur unnu með þrettán stiga mun, 80-67, og eru nú með tveggja stiga forskot á toppnum á Keflavík sem á þó leik til góða. Þá burstuðu Haukar KR á Ásvöllum 120-77, Haukar eru nú með 18 stig í 3. sæti en KR er á botninum með tvö stig. Þá þurfti að fresta tveimur leikjum vegna veðurs.\nHandknattleiksdeild Fram hefur staðfest að Einar Jónsson tekur við karlaliði liðsins á ný á næstu leiktíð. Félagið hefur ákveðið að láta Sebastian Alexandersson fara eftir yfirstandandi leiktíð. Einar hóf þjálfaraferil sinn í Safamýri og gerði karlaliðið að Íslandsmeisturum árið 2013 og kvennaliðið að bikarmeisturum 2010 og 2011.","summary":null} {"year":"2021","id":"314","intro":"Herforingjastjórnin í Mjanmar sakaði í morgun Aung San Suu Kyi um að hafa þegið ólöglega jafnvirði meira en 150 milljóna króna í fé og gulli. Þetta eru alvarlegustu ásakanir sem birtar hafa verið á hendur henni.","main":"Aung San Suu Kyi, sem herinn í Mjanmar steypti af stóli í byrjun síðasta mánaðar, var í morgun sökuð um að hafa ólöglega þegið fé og gull, jafnvirði um 77 milljóna króna í peningum og ríflega ellefu kíló af gulli að verðmæti allt að 80 milljóna króna.\nFulltrúi herforingjastjórnarinnar greindi frá þessu í morgun, en vísaði ekki til neinna sönnunargagna máli sínu til stuðnings. Þetta eru alvarlegustu ásakanir sem birtar hafa verið á hendur Suu Kyi, en hún hefur einnig verið ákærð fyrir að skapa glundroða og ótta í landinu, fyrir að hafa ólögleg fjarskiptatæki undir höndum og fyrir að brjóta sóttvarnareglur. Suu Kyi hefur verið í haldi á leyndum stað frá því herinn hrifsaði völdin. Win Mynt forseti og nokkrir ráðherrar hafa einnig verið ákærðir fyrir spillingu. Ekkert lát er á mótmælum gegn herforingjastjórninni í Mjanmar og voru að minnsta kosti sjö mótmælendur skotnir til bana í morgun. Yfir sextíu hafa látið lífið í mótmælunum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í gær aðgerðir hersins gegn mótmælendum í landinu. Tillaga þess efnis var lögð fram af Bretum. Ekki náðist samstaða í öryggisráðinu um að fordæma sjálft valdaránið og hótanir um aðgerðir vegna þess. Voru orð þess efnis felld úr þeirri yfirlýsingu sem samþykkt var í lok fundar.","summary":null} {"year":"2021","id":"314","intro":"Bólusetning með bóluefni AstraZeneca verður stöðvuð tímabundið hér á landi. Þetta var ákveðið eftir að fregnir bárust af hugsanlegum tengslum milli bóluefnisins og blóðtappa. Ekki hafa borist tilkynningar um slíkt hér á landi að sögn sóttvarnalæknis. Einn var greindur með COVID í gær og var sá í sóttkví.","main":"Hátt í níu þúsund Íslendingar hafa nú þegar verið bólusettir með bóluefni AstraZeneca, aðallega heilbrigðisstarfsfólk. Tilkynnt hefur verið um blóðtappa hjá fólki í Danmörku og Austurríki í kjölfar bólusetningar. Þá hefur verið tilkynnt um eitt dauðsfall í hvoru landi. Verið er að skoða málið hjá Lyfjastofnun Evrópu og sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi Almannavarna í morgun að stofnunin hefði sagt að ekkert benti til orsakasamhengis. Nánari upplýsinga er að vænta í dag eða á allra næstu dögum.\nEn til að gæta fyllsta öryggis þá höfuð við hér á Íslandi einnig ákveðið að stöðva tímabundið bólusetningu með Astrazeneca bóluefninu eða þar til betri upplýsingar fást um þessa atburði. Og við munum greina frá því þegar við fáum góðar uppl.\nSóttvarnalæknir segir bólusetningu með AstraZeneca hér á landi hafa gengið vel.\nog við höfum ekki fengið upplýsingar um neinar alvarlegar afleiðingar eða alvarleg veikindi hjá fólki eftir astrazeneca bóluefni.\nSóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að notkun bóluefnisins verði aðeins stöðvuð í nokkra daga. Bóluefnið hefur verið hvað mest notað í Bretlandi og kveðst hann ekki vita til þess að borist hafi margar tilkynningar þaðan um blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Í Danmörku, Austurríki, Eistlandi, Litháen, Lettlandi, Lúxemborg og í nokkrum borgum Noregs hefur einnig verið gert hlé á notkun bóluefnisins.\nEinn var greindur með veiruna innanlands í gær og var sá í sóttkví. Nú hafa verið greind fimm afleidd smit af landamærasmiti á dögunum sem var af breska afbrigði veirunnar. Hundrað og sjötíu manns eru í sóttkví. Ekki stendur til að herða aðgerðir eins og sakir standa.\nDönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að gera tveggja vikna hlé á bólusetningu við COVID-19 með bóluefni frá AstraZeneca. Í tilkynningu á vef Landlæknisembættis Danmerkur segir að þetta sé gert vegna tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem fengið hefur bólusetninguna. Ekki sé ljóst hvort tengsl séu þarna á milli, þetta sé gert í varúðarskyni. Þessa fjórtán daga á að nýta til að fara nánar yfir málin.\nTilkynnt hefur verið um eitt andlát. Greint er frá því á vef Danska ríkisútvarpsins, DR, að í morgun hafi heilbrigðisyfirvöld haft samband við yfirmenn bólusetninga um landið og beðið þá að hætta bólusetningum með bóluefninu. Dönsk yfirvöld ætla að nýta þessar tvær vikur til að gera nýtt mat á notkun bóluefnisins.\nDanir standa nú í umfangsmestu og mikilvægustu bólusetningu í sögu landsins og því er þörf á öllum þeim bóluefnum sem í boði eru. Það hafi því ekki verið auðveld ákvörðun að hætta að nota eitt þeirra, er haft eftir Søren Brostrøm, landlækni Danmerkur, í tilkynningu. Vegna þess hve margir séu bólusettir verði að bregðast tímanlega við þegar grunur vakni um hugsanlegar aukaverkanir. Þá bendir landlæknisembættið á að einnig séu til ítarlegar rannsóknir sem sýni að bóluefnið sé bæði öruggt og áhrifaríkt.","summary":"Ákveðið hefur verið að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hér á landi. Það sama hefur verið gert í Danmörku, Austurríki og víðar eftir að fólk fékk blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Verið er að rannsaka hvort tengsl séu þarna á milli. "} {"year":"2021","id":"314","intro":"Þó tekist hafi að opna margar af helstu leiðum á norðanverðu landinu í morgun er enn mikil ófærð. Verst er ástandið með ströndinni á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Holtavörðuheiði hefur verið lokuð frá því í gær.","main":"Það er orðin þokkalegasta vetrarfærð á öllu Norðaustur- og Austurlandi og Vegagerðin opnaði Möðrudalsöræfi og leiðir beggja vegna Eyjafjarðar í morgun. Þó er enn lokað um Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu og ekki útlit fyrir að þar opnist fyrr en veður gengur niður. Á vestanverðum Tröllaskaga er mikil ófærð en betur hefur gengið að opna vegi í Skagafirði og Húnavatnssýslum í morgun að sögn Víglundar Rúnars Péturssonar, yfirverkstjóra hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki.\nVið erum búnir að opna þjóðveg eitt yfir Vatnsskarð og Blönduós. Við stefnum að því að komast út á Ketilás núna á eftir að hreinsa. Það er biðstaða með Siglufjarðarleið frá Ketilási út á Siglufjörð út af snjófloðahættu og verður ekkert gert fyrr en kemur grænt ljós frá snjóflóðaeftirlitsmönnum. Þverárfjallið er ófært eins og er og þar er leiðindaveður, en við stefnum að þvi að skoða það núna upp úr hádeginu og vonumst til að geta opnað þar fyrir kvöldið.\nSkólahaldi var aflýst á Blönduósi í morgun vegna ófærðar, bæði í leik- og grunnskólanum. Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri í Blönduskóla, segir fátt annað hafa komið til greina í morgun en að aflýsa skólahaldinu en mikil ófærð hafi verið á vegum í kring um Blönduós\nMaður byrjar alltaf á því hvort maður geti kíkt út um gluggann og séð í næstu hús. Ég hef alveg séð það verra hérna. Það kom alveg ótrúlega mikið og hefur farið í skafla. Það er alveg autt á milli og svo eru hér góðir skaflar sem einmitt tefja umferð.\nÁ Vestfjörðum er mikil ófærð og stórhríð á flestum fjallvegum. Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðs og verður metið síðar í dag með opnun þar. Vegirnir um Þröskulda og Dynjandisheiði eru lokaðir, Steingrímsfjarðarheiði er ófær og ekki átt við mokstur þar fyrr en lægir. Þæfingsfærð er í Ísafjarðardjúpi og ófært norður Strandir. Holtavörðuheiði hefur verið lokuð síðan í gær og þá er Brattabrekkaeinnig lokuð. Ágæt færð er á Snæfellsnesi og greiðfært á öllu Suðvestur- og suðurlandi.","summary":"Enn er mikil ófærð á Norðvesturlandi og Vestfjörðum, snjóflóðahætta í Súðavíkurhlíð og á vegum beggja vegna Fjallabyggðar. Mikið annríki hefur verið við snjómokstur hjá Vegagerðinn. "} {"year":"2021","id":"315","intro":"Áfram þarf að gera ráð fyrir að eldgos geti brotist út á Reykjanesskaga, segja sérfræðingar Veðurstofunnar. Virkni í morgun hefur verið bundin við suðurhluta kvikugangsins sem er að öllum líkindum til marks um stækkun hans. Skjálfti upp á 5,1 varð í nótt og í morgun kom annar snarpur, 4,6 að stærð.","main":"Skjálftarnir fundust vel á öllu suðvesturhorni landsins, á Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðinu, austur á Hellu og norður í Búðardal. Sá stóri í nótt varð klukkan korter yfir þrjú og mældist hann 5,1, í suðvesturhorni Fagradalsfjalls. Virknin, eins og í gær, er að mestu bundin við suðurhluta fjallsins en nokkrir skjálftar mældust við Grindavík í nótt, sá stærsti 3,9 klukkan hálf fimm í morgun og örfáir við Trölladyngju. Svo róaðist lítið eitt, en það varði ekki lengi og jókst virknin aftur rétt fyrir klukkan níu í morgun með einum 3,1 að stærð og svo öðrum 4,6 - báðir rétt austur af Fagradalsfjalli. Enginn gosórói hefur þó mælst og engar afgerandi breytingar er að sjá í GPS-gögnum, enn sem komið er.\nÍ dag eru nákvæmlega tvær vikur síðan jörð byrjaði að skjálfa fyrir alvöru á Reykjanesskaga, að morgni miðvikudagsins 24. febrúar.\nOg í morgun fékk fréttastofa samantekt frá Veðurstofunni yfir virknina síðasta hálfa mánuðinn. Um 34.000 skjálftar hafa mælst á svæðinu síðan þá, þar af um 430 stærri en þrír, um 40 stærri en fjórir og sex stærri en fimm. Þetta eru um 2500 skjálftar á sólarhring að meðaltali, en bara í gær mældust um 2900 jarðskjálftar á Reykjanesskaga og er virknin aðallega bundin við suðurhluta Fagradalsfjalls. Samkvæmt skjálftatöflu Veðurstofunnar mælist yfirleitt einn skjálfti á mínútu, stundum fleiri. Vísindaráð hittist í dag klukkan eitt og fer yfir niðurstöður úr rannsóknum gærdagsins.","summary":"Öflugur skjálfti varð við Fagradalsfjall í nótt, 5,1 að stærð, og annar snarpur í morgun, 4,6. Yfir 34.000 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðan jörð tók þar að skjálfa fyrir sléttum tveimur vikum. Líkur aukast á því að til eldgoss komi. . Sérfræðingar segja að áfram þurfi að gera ráð fyrir því að eldgos brjótist út. "} {"year":"2021","id":"315","intro":"Skerpt hefur verið á reglum um áhorfendur á íþróttaleikjum, að beiðni yfirvalda. Allir áhorfendur þurfa nú að vera í númeruðum sætum.","main":"KKÍ og HSÍ sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem kemur fram að eftir fréttir af COVID-19 innanlandssmitum um liðna helgi þurfi íþróttahreyfingin að taka sóttvarnir sérstaklega föstum tökum. Áður voru reglurnar þannig að 200 áhorfendur voru leyfðir að því gefnu að allir væru með grímur og allir skráðir með nafni og kennitölu. Nú hefur bæst við að allir verða að sitja í því sæti sem þeim er úthlutað og ekki verður heimilt að færa sig í annað sæti. Að minnsta kosti einn metri skal vera milli ótengdra gesta.\nJuventus féll úr leik í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir mikla dramatík í gærkvöld. Juventus mætti þar Porto í seinni leik liðanna en Porto vann fyrri leikinn á heimavelli 2-1. Porto-menn misstu mann af velli á 54. mínútu sem fékk rautt spjald og spiluðu því stóran hluta leiksins manni færri. Staðan var 2-1 fyrir Juventus eftir venjulegan leiktíma og því þurfi að grípa til framlengingar því staðan var jöfn eftir leikina tvo. Porto fékk aukaspyrnu í framlengingunni og afleitur varnarveggur Juventus varð til þess að Sergio Olivera skoraði beint úr spyrnunni. Heimamenn jöfnuðu metin tveimru mínútum síðar, en það dugði ekki til og Porto fer áfram á fleiri útivallarmörkum í einvíginu. Á sama tíma komst Borussia Dortmund áfram með 2-2 jafntefli við Sevilla, en einvígið fór samanlangt 5-4 fyrir Dortmund.\nValur fékk botnlið FH í heimsókn í Olís-deild kvenna í handbolta í gærkvöld. Valskonur völtuðu yfir FH-inga og unnu með 19 marka mun, 33-14. Valur er nú með 15 stig í þriðja sæti, stigi á eftir Fram, í öðru sætinu, sem á leik til góða. FH er enn án stiga eftir 12 leiki á botni deildarinnar.","summary":"Allir áhorfendur á íþróttaleikjum þurfa nú að vera í númeruðum sætum. Reglur um áhorfendur hafa verið skerptar í kjölfar nýrra innanlandssmita. "} {"year":"2021","id":"315","intro":"Hafnarfjarðarbær ætlar að tryggja betur öryggi í Áslandshverfi, vegna slyss þegar bíll rann á leikvöll um helgina. Lítill drengur slasaðist en hann er á batavegi. Til skoðunar er að setja vegrið við veginn ofan við leiksvæðið. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist þakklát fyrir að ekki hafi farið verr en bætt verði úr sem allra fyrst.","main":"Það hefur verið gengið frá hverfinu eins og þessum bílastæðum sem bærinn á með viðunandi hætti. En stendur til að gera úttekt á því hvort það séu fleiri staðir sem þarf að setja vegrið? Við ætlum einmitt að setja í gang í kjölfar þessa að skoða sérstaklega þetta hverfi þar sem mikill halli er á mili gatna, skoða það hvort það þurfi að setja vegrið til þess að koma í veg fyrir að svona ömurlegir og hörmulegir atburðir geti gerst, það munum við gera og það er farið í gang.","summary":null} {"year":"2021","id":"315","intro":"Rándýrt skimunar- og rakningarkerfi bresku ríkisstjórnarinnar hefur ekki skilað neinum sjáanlegum árangri, að því er formaður nefndar þingsins í Lundúnum segir. Nefndin hefur skilað skýrslu þar sem kostnaður og lítill árangur kerfisins í baráttunni við kórónuveiruna er harðlega gagnrýndur.","main":"Það skorti ekki stórkarlalegar yfirlýsingar þegar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, tilkynnti í fyrravor að stjórn hans hefði í undirbúningi skimunar- og rakningarkerfi sem myndi taka öllum öðrum í heiminum fram.\nÞetta sagði Johnson í maí í fyrra og að þetta besta kerfi heims yrði tilbúið 1. júní. Reikningsskilanefnd breska þingisns, The Public Accounts Committee, hefur nú birt skýrslu þar sem fram kemur meðal annars að kerfið hafi ekki verið tilbúið þegar eftirspurn eftir skimun stórjókst í september. Takmarkið hafi verið að skila niðurstöðum úr skimunum við kórónuveirusmitum innan sólarhrings, það hefði aldrei tekist. Stjórnvöld hefðu reitt sig á 2500 ráðgjafa sem sumir hefðu fengið greitt sem svarar meir en milljón íslenskra króna - á dag. Gagnrýnt er að rakningarteymi hefðu setið auðum höndum jafnvel þegar faraldurinn var í vexti. Meg Hillier, formaður nefndarinnar, sem er stjórnarandstöðuþingmaður, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið í morgun að áherslurnar væru rangar, leggja ætti rækt við staðbundna rakningu smita.\nHillier bætti við að það megi ekki nota skattgreiðendur eins og hraðbanka. Kostnaðurinn við kerfið er gagnrýndur, það er firnadýrt, kostar meir en 6000 milljarða íslenskra króna á tveimur árum, sem er jafn mikið og Bretar verja til réttarkerfisins, lögreglunnar, dómstóla og fangelsa samanlagt.\nBarónessan Dido Harding, sem stýrir skimunar- og rakningarkerfinu, bendir á móti á að Bretar skimi meira en nokkur önnur sambærileg þjóð, bara í gær hafi ein og hálf milljón manna verið skimuð.\nRáðherrar hafa einnig varið kerfið, Grant Shapps, samgönguráðherra, sagði í morgun að faraldurinn hefði orðið mun verri án þess. En hann viðurkenndi að kerfið væri dýrt, en kórónuveiran hefði verið dýr fyrir samfélagið og efnahagslífið.","summary":"Bresk þingnefnd hefur skilað skýrslu þar sem kostnaður og lítill árangur skimunar- og rakningarkerfi kerfisins í baráttunni við kórónuveiruna er harðlega gagnrýndur. Sjáanlegur árangur sé enginn og kerfið rándýrt."} {"year":"2021","id":"315","intro":"Storm- og hríðarviðvörun hefur verið gefin út fyrir allt norðan- og vestanvert landið frá Faxaflóa til Norðurlands vestra. Færð hefur þegar spillst á mörgum fjallvegum norðan- og vestanlands.","main":"Leiðindaveður er á norðan- og vestanverðu landinu með tilheyrandi hvassviðri og snjókomu. Þá er gul viðvörun í gildi á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Þorsteinn V. Jónsson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.\nSko, það er komið svona svolítið vetrarveður í kortin hjá okkur núna og norðanáttin hún stendur alveg fram á helgina. Þó það fari heldur að draga úr henni. En svo eftir helgi, á mánudag þá er spáð vaxandi suðaustan átt með hlýindum og slyddu eða rigningu sunnan og vestanlands.\nBúast má við áframhaldandi ofankomu á norðurhelmingi landsins og viðbúið að færð spillist á fjallvegum. Ófært er um Öxi, á Þröskuldum, Dynjandisheiði og Klessthálsi. Skafrenningur er á Sigufjarðarvegi og óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi. Þá er þæfingsfærð Mývatns og Möðrudalsöræfi. Hálka og skafrenningur er á Reykjanesbraut og hálka á Hellisheiði.","summary":"Leiðindaveður er á norðan- og vestanverðu landinu með tilheyrandi hvassviðri og snjókomu. Færð hefur þegar spillst á mörgum fjallvegum. Búist er við vetrarveðri víða um land fram yfir helgi."} {"year":"2021","id":"315","intro":"Fyrrverandi formaður bæjarráðs á Seyðisfirði telur að Múlaþing hafi ofhannað lausar kennslustofur og gert þær of dýrar. Það varð til þess að þær eru ekki enn komnar í notkun vegna of mikils kostnaðar.","main":"Fyrrverandi formaður bæjarráðs á Seyðisfirði hafnar því að kostnaður við bráðabirgðaskólastofur hafi verið vanmetinn líkt og haldið hafi verið fram. Vel hefði verið hægt að sleppa með rúmar 20 milljónir í kostnað í stað 60 milljóna.\nEftir sameiningu hafi nýja sveitarfélagið Múlaþing hannað dýrari lausn sem uppfyllti kröfur til varanlegs húsnæðis.\nHúsnæði Seyðisfjarðarskóla grunn-, leik og tónlistarskóla staðarins er of lítið, gamalt og úr sér gengið. Fyrir sameiningu Seyðisfjarðarkaupstaðar við þrjú önnur sveitarfélög vildi Seyðisfjarðarlistinn leysa málið til bráðabirgða og keypti gámaeiningar til að nota sem skólastofur með stöðuleyfi til skamms tíma og átti heildarpakkinn að kosta um 22 milljónir. Skólastofurnar komust hins vegar aldrei í notkun. Rúnar Gunnarsson þáverandi formaður bæjarráðs segir að málið hafi tekið aðra stefnu hjá nýja sveitarfélaginu Múlaþingi eftir sameiningu.\nSvo var þetta stoppað og þetta fór í byggingarleyfisferli og annað slíkt og þá komu að þessu verkfræðingar og arkitektar og þetta fór í hönnun. Og sú hönnun skilaði af sér fullnaðar hönnun á varanlegu húsnæði. Með til dæmis tengibyggingu sem ein og sér átti að kosta 8 milljónir. Þetta er eitthvað sem við ætluðum aldrei að gera. að halda því fram að við höfum vanmetið kostnaðinn við þetta er bara ekki rétt því að það er búið að kostnaðargreina þetta á allt annan máta en við lögðum upp með.\nFleira í hönnum Múlaþings hafi aukið kostnað, í tengibygginguna hafi átt að koma lyfta og þá hafi átt að setja upp fjölda af eldvarnahurðum og stóreflis loftræstikerfi. Þetta hafi híft áætlaðan kostnað upp í 60 milljónir.\n(En var ykkur stætt á því að hanna svona bráðabirgðalausn; að byggja skólahúsnæði sem ekki uppfyllti allar kröfur?) Þetta hefur verið gert á fjölmörgum stöðum að setja upp bráðabirgðastofum sem eru í raun og eru bara gámaeiningar. Ég er ekkert viss um að í þeim séu oft eldvarnarhurðir og hitt og þetta og loftræstistokkar og annað slíkt. Ég held að við hefðum alveg geta gert þetta og nýtt þetta í 2-3 ár á meðan verið væri að taka endanlega ákvörðun um byggingu á skóla hérna. En núna eru börnin okkar enn á vergangi og hafa ekki þessa aðstöðu sem þau hefðu annars fengið út úr þessum húsum.","summary":"Fyrrverandi formaður bæjarráðs á Seyðisfirði telur að Múlaþing hafi ofhannað lausar kennslustofur og gert þær of dýrar. Það varð til þess að þær eru ekki enn konar í notkun vegna of mikils kostnaðar."} {"year":"2021","id":"316","intro":"Norðmenn ætla ekki að herða sóttvarnaráðstafanir í öllum Noregi að sinni. Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, lýsti verulegum áhyggjum af fjölgun kórónuveirusmita, á fundi með fréttamönnum í morgun. Solberg sagði að nú væri á kreiki stökkbreytt afbrigði veirunnar sem smitaðist auðveldar og landsmenn yrðu að sýna mikla aðgát. Allir yrðu að vera viðbúnir að gripið yrði til harðra aðgerða. Sveitarfélög yrðu að bregðast hart við smitum, en ástandið væri svo ólíkt í landinu að ekki væri ástæða til að grípa til ráðstafana nú sem næðu til alls Noregs. Ef ástandið batnar ekki skjótt hefur ríkisstjórnin rætt aðgerðir á landsvísu.","main":null,"summary":"Norðmenn ætla ekki að herða sóttvarnaráðstafanir í öllum Noregi að sinni. Erna Solberg, forsætisráðherra segir að ástandið sé svo ólíkt í landinu að ekki sé ástæða til að grípa til ráðstafana nú sem næðu til alls Noregs, heldur yrðu smitvarnir staðbundnar."} {"year":"2021","id":"316","intro":null,"main":"Laust fyrir klukkan hálf sex í morgun jókst jarðaskjálftavirkni við Fagradalsfjall, hún varð vegna stækkunar á kvikuganginum á milli Keilis og Fagradalsfjall og olli óróapúlsi. Fyrir klukkan sjö í morgun hafði dregið úr þessari auknu virkni og síðan þá hefur verið smáskjálftavirkni á svæðinu. Frá miðnætti hafa mælst um 1.400 skjálftar á svæðinu, einn var yfir þremur að stærð. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur.\nHefur einhvers óróa orðið vart síðan í morgun.\nEr hraunkvika enn að nálgast yfirborð við Fagradalsfjall. Áfram líkindi á gosi?\nKomi til goss syðst í kvikuganginum, hvaða leið á hraunflóðið.","summary":"Óróapúls mældist á jarðskjálftamælum á Reykjanesskaga snemma í morgun og er hann merki um að kvikugangurinn milli Keilis og Fagradalsfjalls sé að stækka. Um 1.400 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti, einn stærri en þrír."} {"year":"2021","id":"316","intro":"Joachim Löw hættir sem landsliðsþjálfari þýska karlalandsliðsins í fótbolta að loknu Evrópumótinu í sumar. Þetta kom fram í tilkynningu frá þýska knattspyrnusambandinu í dag.","main":"Valur náði sér í tvö mikilvæg stig í úrvalsdeild karla í körfbolta í gærkvöld þegar Valsmenn unnu ÍR-inga, 101-90. Með sigrinum fór Valur upp í 8. sæti deildarinnar og hefur þar 10 stig. Þrátt fyrir að lið Vals sé stjörnum prýtt fór liðið hægt af stað á leiktíðinni en er nú óðar að rétta úr kútnum. Sigur Hauka á Njarðvík var ekki síður mikilvægur. Haukar unnu leikinn, 82-71. Haukar eru þó eftir sem áður á botni deildarinnar en nú með 6 stig. Þór Akureyri og Höttur eru í sætunum fyrir ofan Hauka með tveimur stigum meira.\nOg Lundúnaliðin Chelsea og West Ham unnu bæði sigra í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Chelsea vann Everton 2-0 og West Ham sigraði Leeds, 2-0. Chelsea er í 4. sæti með 50 stig en West Ham í 5. sæti með 48 stig og á leik til góða á Chelsea.","summary":null} {"year":"2021","id":"316","intro":"Stjórn samtaka um kvennaathvarf hefur ákveðið að framlengja tilraunaverkefni með kvennaathvarf á Akureyri út árið 2021. Frá því athvarfið opnaði um mitt síðasta ár hafa 20 konur og börn dvalið í húsinu í rúmlega 400 daga.","main":"Í lok ágúst í fyrra var neyðarathvarf fyrir konur og börn, sem þurfa að flýja heimili sín vegna ofbeldis, opnað á Akureyri. Það eru Samtök um kvennaathvarf, Aflið og Bjarmahlíð sem standa athvarfinu sem opnað var í tilraunaskyni til hálfs árs. Signý Valdimarsdóttir er verkefnastýra Kvennaathvarfsins á Norðurlandi.\nÞetta var opnað sem tilraunaverkefni og átti að ljúka þá núna um mánaðamótin en stjórn samtaka um kvennaathvarf hefur þá samþykkt núna að þetta verði áfram sem tilraunaverkefni út áið 2021 og við reiknum svo sem að þetta sé komið til þess að vera en það voru bara ekki forsendur til að fara að meta það núna en það var ákveðið að halda þessu sem tilraunaverkefni áfram.\"\nHún segir góða nýtingu sýna að þörfin fyrir kvennathvarf sé klárlega til staðar á Akureyri.\nAthvarfið hefur verið nýtt vel, það hafa verið um 20 í dvöl á þessum tíma og dvalardagar eru komnir upp í 410-415 á þessum tíma og það er nánast allt einhver íbúi í húsinu. Við vitum að þetta er ekki bara bundið við Höfuðborgarsvæðið þannig að það er heimilsofbeldi um allt land og þess vegna er mikilvægt að við séum hér fyrir þær konur sem eru úti á landi á landsbyggðinni.\"","summary":"Ákveðið hefur verið að framlengja tilraunaverkefni með kvennaathvarf á Akureyri út árið 2021. Verkefnastýra segir heimilsofbeldi ekki bara bundið við Höfuðborgarsvæðið "} {"year":"2021","id":"317","intro":"Frumvarp dómsmálaráðherra um að lítil handsverksbrugghús fái að selja bjór út úr húsi á framleiðslustað er ýmis sagt vega að áfengisvörnum, styrkja atvinnustarfsemi í brothættum byggðum eða ekki ganga nógu langt til að koma að gagni.","main":"Þetta er meðal þess sem kemur fram í 39 umsögnum sem skilað hefur verið inn um frumvarpið. Það gengur út á að smærri brugghús fái undanþágu frá einkarétti ÁTVR til smásölu á áfengi, og megi selja bjór í smásölu á framleiðslustað. Viðbrögðin eru afar ólík. Forsvarsmenn handverksbrugghúsanna taka frumvarpinu flestir fagnandi og segja að það styrki mjög rekstur sinn, sérstaklega þar sem gert er út á skoðunarferðir ferðamanna í brugghús.\nNokkur sveitarfélög á landsbyggðinni fagna því einnig að atvinnurekstur í hinum dreifðu byggðum styrkist með breytingunni. Ekki eru þó allir sáttir. Heilbrigðis-, bindindis- og barnavelferðarsamtök gagnrýna frumvarpið og óttast áhrif aukins frjálsræði í sölu áfengis, sem og að grafið verði undan forvarnar- og lýðheilsumálum. Samtökum ferðaþjónustunnar sárnar hins vegar að ákvæði um vefsölu handverksbrugghúsa hafi verið tekið út úr frumvarpinu og eigandi Húsavíkur öls undrast að kirkjunni sé blandað í málið með því að banna sölu á hátíðisdögum hennar.\nÁTVR segir stórt skarð hoggið í rótgróna einkasölu íslenska ríkisins á áfengi, svo mjög að forsendur fyrir rekstri ÁTVR myndi að líkindum bresta. Umsjónarmenn hlaðvarpsins Bruggvarpsins telja frumvarpið hafa lítil áhrif á áfengisneyslu ungmenna, enda séu bjórarnir sem framleiddir eru í handverksbrugghúsunum iðulega dýrari en gengur og gerist auk þess sem þeir séu sérviskulegir í stíl og fæstir við alþýðuskap.","summary":null} {"year":"2021","id":"317","intro":"Stefnt er að því að allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem eru á milli áttræðs og níræðs verði komnir með fyrri sprautuna af bóluefni Pfizer fyrir vikulok. Sama á við á Akureyri.","main":"Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur á milli 4000 og 5000 skömmtum til að dreifa í næstu viku. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að bólusett verði í Laugardalshöll á þriðjudag.\nog bólusetjum þá afganginn af árgangi 1940, árgang 1941 og 1942. Þannig að þið náið að klára þennan aldurshóp. Já við náum að klára hann. Fá þeir sem þurftu frá að hverfa í síðustu viku einhvern forgang. Já við boðuðum hann í fyrra fallinu þannig að það er alveg öruggt að þeir fá bólusetningu núna.\n: Hvernig eru svo horfurnar á næstu vikum, vitiði það? Já, það liggur fyrir núna að við erum að fara í heilbrigðisstarfsmenn utan stofnana og líka fólk með undirliggjandi sjúkdóma, þetta eru tveir stórir hópar sem við byrjum á innan skamms, væntanlega í næstu viku eða þarnæstu viku.\nHeilbrigðisstarfsmenn utan stofnana eru til dæmis tannlæknar og sjúkraþjálfarar.\nÁ Akureyri er staðan svipuð og sunnan heiða, þangað koma um 450 skammtar í næstu viku. Á þriðjudag á að bólusetja fólk á níræðissaldri sem komst ekki í síðustu viku og svo verður byrjað á árganginum sem fæddur er 1942. Á fimmtudag verður byrjað á heilbrigðisstarfsmönnum utan stofnana. Almennt fær eldra fólk Pfizer, en heilbrigðisstarfsmenn yngri en 65 ára og fólk með undirliggjandi sjúkdóma fær bóluefnið frá Astra Zeneca.\nTölur yfir hugsanleg smit um helgina, innanlands eða á landamærunum, verða birtar á morgun. Almannavarnir hafa dregið úr upplýsingagjöf um helgar.","summary":null} {"year":"2021","id":"317","intro":"Dalamenn vilja færa byggðasafn sitt úr ónýtu húsnæði á Laugum í Sælingsdal að Staðarfelli á Fellsströnd. Á annað hundrað milljónir króna myndi kosta að breyta Staðarfelli í byggðasafn. Staðarfell hefur ekki verið í notkun í fjögur ár, síðan SÁÁ flutti starfsemi sína þaðan 2017.","main":"Byggðasafn Dalamanna á Laugum í Sælingsdal var lokað allt síðasta ár, en safnið hefur verið staðsett þar allt frá stofnun fyrir rúmlega fjörutíu árum. Dalamenn hafa síðustu mánuði átt í viðræðum við ríkið um að flytja safnið að Staðarfelli. Í bréfi sveitarstjóra til mennta- og menningarmálaráðuneytis frá því í febrúar segir að húsnæði byggðasafnsins á Laugum sé úr sér gengið og henti ekki nútímakröfum fyrir safnastarfsemi. Þá sé þar vatnstjón yfirvofandi vegna lélegra lagna og mögulegra flóða vegna leysingavatns. Það sé óviðunandi áhætta með tilliti til varðveislu safnmuna.\nDýrara yrði að fara í nýbyggingu en að laga Staðarfell að hlutverki byggðasafns. Nýbygging yrði raunar utan fjárhagslegs bolmagns fámenns samfélags. Það myndi kosta um 125 milljónir að breyta Staðarfelli í byggðasafn, þar af fælist þriðjungur kostnaðar í því að gera húsið aðgengilegt. Sveitarfélagið vill vita hve mikið ríkið getur lagt til þessara breytinga.\nStaðarfell stendur á Fellsströnd í Dölunum. Aðalbyggingin á þessu forna höfuðbóli var reist 1927 og var húsmæðraskóli starfræktur þar í rúm fimmtíu ár, þar til SÁÁ hóf þar starfsemi endurhæfingarstöðvar 1980. SÁÁ var þar um þónokkurt skeið en flutti þaðan 2017 og hefur Staðarfell staðið autt síðan.","summary":null} {"year":"2021","id":"317","intro":"Ríkislögmaður útvistaði máli íslenska ríkisins, og ráðherra mennta- og menningarmála, gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur. Það er fremur sjaldgæft að ríkislögmaður feli öðrum málarekstur og sömuleiðis er það fátítt að íslenska ríkið fari í mál. Enn hefur ekki tekist að fá viðtöl við ráðamenn vegna dómsins sem féll á föstudagsmorgun.","main":"Mál íslenska ríkisins og Lilju Alfreðsdóttur gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur er að mörgu leiti óvenjulegt. Fyrir það fyrsta gerist það örsjaldan að ríkið höfði mál, og þá sérstaklega gegn einstaklingum. Ríkislögmaður er sá sem rekur dómsmál fyrir ríkið og stofnanir þess, oftast er það vörn ríkisins, en embættið annast einnig sókn þeirra mála sem ríkið höfðar á hendur öðrum. Í þessu tilviki nýtti ríkislögmaður lagaheimild til að útvista málinu og er það því rekið af lögmanni utan stjórnsýslunnar. Hafdís kærði ráðningu Páls Magnússonar í stöðu ráðuneytisstjóra mennta- og menningarmálaráðuneytisins til kærunefndar jafnréttismála sem úrskurðaði síðasta sumar að Lilja hafði brotið jafnréttislög með ráðningunni.\nRáðherra, og íslenska ríkið, stefndi Hafdísi í júlí og krafðist þess að héraðsdómur mundi ógilda úrskurð kærunefndarinnar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það mjög fátítt að ríkislögmaður útvisti málum, en fyrir því geta verið ýmsar ástæður. Embættið heyrir beint undir forsætisráðuneytið, þar sem Hafdís er skrifstofustjóri, og er það meðal annars tekið til greina í þessu tilviki. Þegar málum er útvistað er ráðinn lögmaður utan stjórnsýslunnar til að reka málið og eru þóknanir hans þá ákvarðaðar sérstaklega.\nLilja tapaði málinu fyrir héraðsdómi á föstudag og samdægurs var tekin ákvörðun um að áfrýja til Landsréttar, en áfrýjunarfrestur er fjórar vikur. Héraðsdómur hafnaði kröfu ráðherra um að ógilda úrskurð kærunefndarinnar og ríkið greiðir allan málskostnað Hafdísar, fjóra og hálfa milljón. Lilja hefur ekkert tjáð sig um niðurstöðuna og hafa fengist þær upplýsingar frá ráðuneytinu að hún ætli ekkert að gera það á meðan málið er í áfrýjunarferli fyrir Landsrétti. Það ferli er tímafrekt og getur verið allt frá hálfu og upp í heilt ár. Fréttastofa hefur ekkert náð í Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, síðan dómurinn féll, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir og beiðnir um viðtal. Þá hefur forsætisráðherra, sem er sömuleiðis ráðherra jafnréttismála, heldur ekki viljað veita viðtal.","summary":null} {"year":"2021","id":"317","intro":"Heimsmeistaramótinu í skíðagöngu lýkur í Oberstdorf í Þýskalandi í dag, þessa stundina keppa karlar 50 kílómetra göngu. Evrópumóti í frjálsum íþróttum innanhúss lýkur einnig í dag.","main":"Síðasta greinin á HM í skíðagöngu í Oberstdorf er 50 kílómetra ganga með hefðbundinni aðferð og voru allir keppendur ræstir út samtímis klukkan 12 en gangan er í beinni útsendingu á RÚV 2 þessa stundina. Norðmaðurinn Hans Christer Holund vann þessa grein á HM í Seefeld fyrir tveimur árum en þá var gengið með frjálsri aðferð. Landa hans, Therese Johaug, varði heimsmeistaratitil sinn í 30 kílómetra göngu kvenna í gær en Norðmenn hafa verið í fantaformi á HM í Oberstdorf.\nÍ dag er fjórði og síðasti keppnisdagur EM í frjálsíþróttum innanhúss en spennan var mikil á þriðja degi mótsins í gærkvöld. Í 60 metra hlaupi karla kom Ítalinn Marcell Jacbobs fyrstur í mark á 6,47 sekúndum, sem er besti tíminn sem náðst hefur í heiminum í þessari grein á árinu. Þá urðu úrslitin í stangarstökki og langstökki kvenna nokkuð óvænt. Maryna Romanchuk átti lengsta stökk ársins í langstökkinu þegar hún stökk 6,92 metra og tryggði sér gullið og Angelica Moser frá Sviss bætti sinn persónulega árangur í stangarstökkinu þegar hún fór yfir 4,75 metra. EM lýkur í dag og hefst útsending á RÚV 2 klukkan fimm mínútur í fjögur.\nÞað er stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar erkifjendurnir í Manchester City og Manchester United eigast við á Etihad-vellinum, heimavelli City, klukkan hálf fimm. City er eitt á toppi deildarinnar með 65 stig en United situr í þriðja sætinu með 51. Leicester komst upp í 2. sætið í gærkvöld með 2-1 sigri á Brighton og er Leicester nú 12 stigum frá toppnum. Þrír aðrir leikir eru spilaðir í dag. Nú stendur yfir leikur West Bromwich Albion og Newcastle, klukkan tvö mætast Liverpool og Fulham á Anfield og klukkan korter yfir sjö í kvöld tekur Tottenham á móti Crystal Palace í Lundúnaslag.","summary":"HM í skíðagöngu og EM í frjálsum íþróttum innanhúss lýkur í dag og það verður stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þegar Manchester City og Manchester United eigast við. "} {"year":"2021","id":"318","intro":"Vinna við hreinsun rústa og björgun muna á svæðinu þar sem aurskriður féllu á Seyðisfirði er komin vel áleiðis og nú sér fyrir endann á eiginlegu hreinsunarstarfi. Þetta kom fram á stöðufundi Lögreglunnar á Austurlandi í vikunni. Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, segir að svæðið líti mun betur út en það gerði en enn sé mikið verk óunnið. .","main":"Ég held að þetta svæði verði alveg í lagi en auðvitað verður það ekki eins og það var. Við skulum átta okkur á því að hluti þessa svæðis er undir skriðu og þær verða ekki hreinsaðar að fullu.\nSíðustu vikuna hefur Veðurstofan unnið að líkanreikningum til að meta hættu á skriðum sem gætu fallið úr þelaurðinni undir Strandartindi. Þá stendur til að bæta við 6 sjálfvirkum GPS stöðvum til viðbótar við þær þrjár sem fyrir eru. Þegar þeim hefur verið komið upp verður auðveldara að vakta svæðið á meðan úrkoma gengur yfir og skyggnið er slæmt. Félagsþjónusta Múlaþings býður íbúum á Seyðisfirði upp á viðtöl og sálfræðiþjónusta er í boði á heilsugæslunni. Björn segir íbúa marga vera enn að jafna sig eftir áfallið sem fylgdi skriðuföllunum.\nMaður hefur fullan skilning á því að þetta er mikið áfall og það tekur tíma að vinna úr því. en ég held að mér sé alveg óhætt að segja að íbúar á Seyðisfirði hafa staðið sig alveg feiknarlega vel í þessu.","summary":"Hreinsunarstarf á skriðusvæðinu á Seyðisfirði gengur vel og sveitarstjóri Múlaþings segir svæðið líta mun betur út en það gerði eftir að aurskriðurnar féllu í desember. "} {"year":"2021","id":"318","intro":"Tvöfalt fleira ungt fólk glímir við atvinnuleysi nú, en á sama tíma í fyrra. Stúdentar hafa áhyggjur af stöðunni. Félagsmálaráðherra segir ekki útlit fyrir að björtustu spár um ferðaþjónustuna rætist í sumar og ætlar að kynna aðgerðir fljótlega.","main":"Ölgerðin, Landspítalinn, Strætó, Íslandspóstur. Þessi fyrirtæki og fleiri óska nú eftir sumarstarfsfólki og það ætti að vera nóg af umsækjendum. Í lok janúar voru 2449 á aldrinum 18-24 ára í leit að vinnu, á sama tíma í fyrra taldi hópurinn 1244. Þá var heimsfaraldurinn ekki enn farinn að teygja anga sína hingað. Þegar leið á síðasta vor fór faraldurinn að herða takið á atvinnulífinu og fljótlega varð ljóst að ferðamenn myndu lítið láta sjá sig um sumarið. Stjórnvöld réðust þá í átak og sköpuðu yfir 3000 sumarstörf fyrir námsmenn; hjá sveitarfélögum og ríkisstofnunum, meðal annars við mauratalningar og tölvuöryggismál. Rúmlega tveimur milljörðum var varið til átaksins en þegar á hólminn var komið reyndist ekki þörf á öllum störfunum, nokkur hundruð störf gengu af en samt sögðust 40% námsmanna í Háskóla Íslands vera án atvinnu í lok maí. Í fyrra var líka ákveðið að hækka framlag til Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Sjóðurinn auglýsti eftir umsóknum í desember og nú í febrúar var umsóknarfresturinn framlengdur vegna þess hversu fáar umsóknir höfðu borist.\nÞetta orkar svolítið tvímælis en stúdentar hafa áhyggjur af stöðunni og segjast falla á milli skips og bryggju í kerfinu, þeir eigi ekki rétt á atvinnuleysisbótum, jafnvel þó þeir hafi unnið með skóla. Það eru ekki bara ungir námsmenn sem glíma við atvinnuleysi heldur ungt fólk yfirleitt, í heild hefur langtímaatvinnuleysi líka aukist og hætt við því að stórir hópar missi bótarétt á árinu. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, segir að við þessu verði brugðist.\nVið erum bara að fara yfir þessi mál almennt, það er alveg ljóst að kórónufaraldurinn er að dragast aðeins á langinn og næsta sumar, við reiknum ekki með því að ferðaþjónustan fari af stað af því afli sem björtustu spár gerðu ráð fyrir og þess vegna teljum við mikilvægt að stíga inn í, bæði gagnvart þeim sem eru atvinnulausir og eins þeim sem hafa stólað á það að geta fengið fjölbreytt sumarstörf á vinnumarkaði.\nÁsmundur vill ekki tjá sig um hversu mörg störf verði sköpuð í ár eða hversu háum fjárhæðum verður varið til þess, segir að aðgerðir í atvinnumálum verði kynntar einhvern tímann á næstu tveimur vikum. Þá sé verið að skoða hvernig atvinnuleysistryggingakerfið og námslánakerfið geti spilað betur saman.","summary":null} {"year":"2021","id":"318","intro":"Styrking glugga og dyra hurða og dyraopa í húsum sem eru efst í þorpinu á Flateyri; og snjósöfnunargrindur ofan við Innra-Bæjargil og Skollahvilft eru meðal fjögurra tillagna Verkfræðistofunnar Verkís að eflingu ofanflóðavarna.","main":"Þessar tillögur eru unnar eftir að snjóflóð féllu í Önundarfirði og Súgandafirði í janúar 2020. Þær eru fyrsta skref í umfangsmeiri tillögum sem verða kynntar í heild sinni í skýrslu sem kemur út í vor. Hinir tveir kostirnir eru annars vegar víkkun flóðrása við annan leiðigarðinn fyrir ofan þorpið, sem gæti þá leitt meiri snjó frá þorpinu; og hins vegar jarðvegsrannsóknir á hafnarsvæðinu. Rannsóknirnar væru til þess gerðar að skoða mögulega gerð hafnargarðs til að vernda höfnina fyrir flóðum, en í fyrra sukku sex bátar í flóðinu. Ofanflóðasjóður greiðir allan kostnað af jarðvegsrannsóknum í höfninni, en ekki liggur fyrir hversu mikill hann er. Hinar tillögurnar eiga að kosta allt að 345 milljónir, þar af greiðir Ísafjarðarbær tíu prósent. Tillögurnar geta allar komið fljótlega til framkvæmda og flestar klárast fyrir árslok. Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum á fimmtudag að hafist yrði handa við þær.","summary":null} {"year":"2021","id":"318","intro":"Seinni hluti rannsóknar á eldsvoðanum í Grenfell fjölbýlishúsinu í Lundúnum sumarið 2017 er nú farinn aftur á stað eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Þar á að rannsaka klæðninguna á húsinu, hverjum hafi verið kunnugt um að hún stóðst ekki gæðakröfur og hver báru ábyrgð á eftirliti. Og svo er það sá mikli fjöldi Lundúnabúa sem enn býr í húsum með samskonar klæðingu og fuðraði upp þegar kviknaði í út frá ísskáp í Grenfell turninum í júní 2017. Sá hópur bíður eftir efndum loforða stjórnvalda að allt verði gert til að málið myndi ekki endurtaka sig.","main":"Það er talað um það það séu 247 þúsund íbúðir sem hafa svona klæðningu\nog það eru kannski 650 þúsund manns sem búa í þessum íbúðum en það eru í raun miklu fleiri sem þetta hefur áhrif á, það er talað um að þetta snerti líf hundruða þúsunda, ef ekki milljóna manna. Fólk sem býr í húsum eða íbúðum með svona klæðningu getur eiginlega ekki selt eignir sínar. Þeir sem vildu hugsanlega kaupa þessar íbúðir, þeir geta ekki fengið lán. Það er einn vandinn, og svo er það kostnaðurinn við það að búa í blokkum með þessum klæðningum, kostnaðurinn til öryggismála hefur algjörlega rokið upp úr öllu valdi og það sama með tryggingar.","summary":null} {"year":"2021","id":"318","intro":"Bæjarstjórinn í Grindavík segir það með öllu óviðunandi að bæjarbúar hafi þurft að þola hátt í tíu klukkustunda langt rafmagnsleysi fram undir miðnætti í gærkvöldi. Hann hyggst óska skýringa HS-veitna á fundi á mánudag.","main":"Grindvíkingum verður boðið upp á opið hús í dag og á morgun þar sem eldfjalla- og jarðskjálftafræðingar fara yfir stöðu jarðhræringa á reykjanesskaga. Þá verður einnig fræðsla um áhrif jarðskjálfta og byggingar. Á morgun verða fræðsluerindi túlkuð yfir á pólsku en af þrjú þúsund og fimm hundruð bæjarbúum eru fimm hundruð af erlendum uppruna. Boðið verður upp á beint streymi af fræðsluerindunum. Rafmagn fór af Grindavík um tvöleytið í gær en er komið á að nýju, segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík.\nÞað var þó ekki fyrr en á tólfta tímanum í gærkvöldi sem tókst að tengja allt bæjarfélagið. Það voru liðnir næstum tíu klukkutímar. Afskaplega óheppilegt og bagalegt, sérstaklega við þessar óvenjulegu aðstæður hjá okkur hérna í Grindavík.\nEgill Þorsteinn Sigmundsson, sviðstjóri rafmagnssviðs HS Veitna, segir að varnarbúnaður hafi ekki virkað sem skyldi og því hafi verið erfitt að greina bilunina.\nþað tók langan tíma fyrir okkur að átta okkur á því að þetta var hvorki í Svartsengi né tengingunni frá svartsengi til Grindavíkur. En það var eins og búnaðurinn horfði á að þar væri bilun.\nÞað tók allt of langan tíma og við munum eiga fund á mánudaginn með forsvarsmönnum fyrirtækisins og fara yfir þessa stöðu. Tíminn sem tók að gera við þetta er auðvitað allt, allt of langur og ég er ekki að kenna neinum um það. En þetta er algjörlega óviðunandi að þurfa að búa við rafmagnsleysi svo klukkutímum skiptir. Tíu klukkutímar eru náttúrulega algjörlega óviðunandi og við þurfum að fara yfir það hvernig er hægt að tryggja það að þetta gerist ekki aftur.","summary":null} {"year":"2021","id":"318","intro":"Formaður Velferðarnefndar Alþingis furðar sig á þeirri ákvörðun menntamálaráðherra að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms. Dómurin hafnaði í gær kröfu ráðherra um að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að hún hafi brotið jafnréttislög.","main":"Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði í maí að Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, hefði brotið jafnréttislög með því að ráða Pál Magnússon, bæjarritara Kópavogsbæjar, í starf ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins. Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, sóttist einnig eftir starfinu og hafði kært ráðninguna til nefndarinnar í mars.\nLilja vísaði málinu til héraðsdóm og krafðist ógildingar á úrskurði kærunefndar. Héraðsdómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu í gær að úrskurðurinn hafi verið vel rökstuddur að engir annmarkar hafi verið á meðferð málsins í nefndinni. Því var kröfu ráðherra hafnað.\nLilja hefur hingað til ekki viljað veita viðtal vegna málsins en hefur hins vegar ákveðið að áfrýja því til Landsréttar.\nHelga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingar, furðar sig á þessari ákvörðun.\nMér finnst hún sækja þetta ansi hart. Við erum með skýr jafnréttislög á landinu. Auðvitað umsækjandi um þetta starf á rétt á því að bera það undir kærunefndina sem var afdráttarlaus. Stundum hefur maður bara rangt fyrir sér og ég held að ráðherra í þessu tilviki verði að játa sig sigraða og viðurkenna\nað hún hafði rangt fyrir sér þegar hún skipaði flokksbróður sinn sem ráðuneytisstjóra í staðinn fyrir þennan umrædda umsækjandi sem virðist bæði hafa meiri menntun, meiri reynslu og meira hæfi til þess að gegna embættinu\nEn er það ekki líka réttur ráðherra að fara með málið eins langt og hægt er? Það er auðvitað réttur hennar. Það er réttur allra að bera mál sín fyrir dóm en það er spurning hversu langt\nþú ert til í að draga almenning fyrir skattfé almennings til að reyna að finna niðurstöðu sem er þér þóknanleg","summary":"Formaður Velferðarnefndar Alþingis furðar sig á þeirri ákvörðun menntamálaráðhera að áfrýja niðurstöðu héraðsdóms sem hafnaði gær kröfu ráðherra um ógildingu úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. "} {"year":"2021","id":"318","intro":"Sagan fellir ekki mildan dóm yfir Bretum ef við snúum baki við fólkinu í Jemen, segir meðal annars í bréfi sem sent var í nafni yfir 100 hjálparsamtaka til forsætisráðherra Bretlands. Ný gögn benda til að ríkisstjórn Bretlands ætli að skera fjárhagsaðstoð til Jemens niður um helming.","main":"Á árunum 2019 til 2020 gáfu bresk stjórnvöld 164 milljónir punda til hjálparstarfs í Jemen. Hún er næstum helmingi lægri upphæðin sem stendur til að styrkja Jemena nú ári síðar, eða 87 milljónir punda.\nOg það er á fleiri stöðum sem til stendur að skera niður hjálparframlög. Í gögnum sem lekið var úr breska stjórnkerfinu og eru til umfjöllunar á vef breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur einnig fram að stjórnvöld hyggist skera niður fjárstuðning til Sýrlands um 67%, til Suður Súdan um 59% og til Líbanon um 88%.\nFleiri en 100 hjálparsamtök í Bretlandi hafa gagnrýnt þessa ákvörðun harðlega. Sagan mun ekki fella fallegan dóm yfir Bretum ef við snúum baki við fólkinu í Jemen, segir meðal annars í bréfi sem barst Boris Johnson, forsætisráðherra Breta í nafni hjálparsamtakanna.\nTalsmaður utanríkisráðuneytis Bretlands sagði hins vegar að áframhaldandi stuðningur við Jemena væri sannarlega á stefnuskránni. Það hefur þó verið gefið út að ríkisstjórnin ætli að draga úr erlendri fjárhagsaðstoð um fjóra milljarða punda á árunum 2021 til 2022. Með því myndu Bretar ekki lengur ná því markmiði Sameinuðu þjóðanna að verja 0,7% af þjóðartekjum sínum til hjálparstarfs. Það hefur þó ekki verið gefið út opinberlega á hvaða sviðum verður skorið niður, fyrstu vísbendingar um það eru í skjölunum sem lekið var.\nFyrr í vikunni voru sagðar fréttir af því að ekki náðist að safna nema tæpum helmingi þess fjár sem þörf er á á áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir Jemen.","summary":null} {"year":"2021","id":"318","intro":"Keppni á Evrópumótinu í frjálsíþróttum innanhúss hófst í Torun í Póllandi í gær. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen þurfti að bíða í rúma tvo klukkutíma eftir endanlegri niðurstöðu um það hvort hann hefði í raun unnið 1500 metra hlaupið.","main":"Jakob Ingebrigtsen kom fyrstur í mark í 1500 metrunum og fagnaði vel en skömmu síðar var hann dæmdur úr leik og sviptur sigrinum fyrir að hafa, um stund, hlaupið utan brautar. Ingebrigtsen mótmælti þessu harðlega og sagði að sér hefði verið ýtt út úr brautinni. Niðurstaða fékkst í málið skömmu fyrir miðnætti í gær, rúmlega tveimur tímum síðar, en þá féllust dómarar á það að Ingebrigtsen hefði í raun verið ýtt og sigurinn því hans. Þetta er í annað sinn sem Jakob Ingebrigtsen fagnar sigri í 1500 metra hlaupi á EM í frjálsum innanhúss. Tomas Stanek frá Tékklandi fagnaði sigri í kúluvarpi karla í gær en hann kastaði 21,62 metra. Auriol Dongmo frá Portúgal vann gull í kvennaflokki, kastaði 19,34 metra, en Fanny Roos frá Svíþjóð endaði önnur á nýju Norðurlandameti með kast upp á 19,29 metra. Vésteinn Hafsteinsson er þjálfari Roos. EM í frjálsum heldur áfram í dag og hefst útsending á RÚV 2 klukkan korter í sex.\nSænskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Zlatan Ibrahimovic verði að öllum líkindum í landsliðshópi Svíþjóðar sem hefur leik í undankeppni HM í fótbolta síðar í þessum mánuði. Zlatan, sem er 39 ára, hætti með landsliðinu eftir EM 2016 en hann hefur spilað 116 leiki fyrir sænska landsliðið og skorað 62 mörk. Janne Anderson, þjálfari Svíþjóðar, mun tilkynna landsliðshópinn þann 18. mars en Svíþjóð mætir Georgíu og Kósóvó í undankeppninni.\nFjórir leikir verða spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og er leikur Burnley og Arsenal þegar hafinn. Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er búinn að jafna sig af meiðslum og er í byrjunarliði Burnley í dag. Sheffield United og Southampton eigast við klukkan þrjú, Aston Villa og Úlfarnir klukkan hálf sex og Brighton og Leicester mætast klukkan átta í kvöld.","summary":"Keppni á Evrópumótinu í frjálsíþróttum innanhúss hófst í gær. Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen vann gull í 1500 metra hlaupi karla eftir mikla rekistefnu."} {"year":"2021","id":"319","intro":"Tvær Boeing 737 MAX þotur Icelandair verða teknar í notkun í mars. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir enga ástæðu til að vantreysta vélunum.","main":"Fyrsta áætlunarflug Boing MAX þotu Icelandair er til Kaupmannahafnar 8. mars næstkomandi.\nBogi segir ekki verið að viðurkenna vantraust til vélanna með því að heimila farþegum að skipta um flugvél.\nÞað er alveg eðlilegt í ljósi þess sem kom fyrir að eitthvað hik yrði á einhverjum viðskiptavinum\nBogi segir enga ástæðu til vantraust gagnvart þotunum enda öryggisbúnaður þeirra uppfærður í samræmi við kröfur flugmálayfirvalda.\nNú er búið að aflétta kyrrsetningunni\nþað hefði aldrei verið gert nema vélarnar væru taldar mjög traustar af þessum aðilum. Vélarnar fóru í gegnum mjög yfirgripsmikið ferli og voru gerða breytingar á ákveðnum búnaði og flugmálayfirvöld og flugmálayfirvöld telja þetta mjög traustar vélar og það gerum við líka.\nVélarnar séu nú búnar að fljúga í um tvo mánuði í Norður-Ameríku. Það er eitthvað á annað hundrað manns skráð í fyrsta flug MAX þotu Icelandair næstkomandi mánudag. Bogi segir lítið hafa verið um afbókanir.\nHann er sjálfur að fara í sitt fyrsta flug með Max þotu eftir að þær voru teknar í notkun að nýju.\nÉg hlakka mjög til flugsins sem ég er að fara í á morgun á Max vélinni\nog við erum mjög ánægð með að vélin sé að fara að koma inn í okkar flota og leiðakerfi á næstum vikum.","summary":null} {"year":"2021","id":"319","intro":"Heimsmeistaramótið í skíðagöngu heldur áfram í Obertsdorf í Þýskalandi í dag. Boðganga karla stendur nú yfir.","main":"Boðgangan er nú í beinni útsendingu í sjónvarpinu á RÚV. Keppni hófst klukkan korter yfir tólf. Fjórir keppendur skipa hverja sveit í boðgöngunni og fer hver og einn keppandi tíu kílómetra sprett þar sem fyrri tveir sprettirnir eru með hefðbundinni aðferð og seinni tveir með frjálsri aðferð. Norðmenn eru ríkjandi meistarar í greininni, og eru sigurstranglegir í dag en þeir hafa unnið 14 af síðustu 15 boðgöngum karla á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu. Í hádeginu á morgun verður svo sýnt frá 30 kílómetra skíðagöngu kvenna sem byrjar kl. hálf 12.\nGylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, átti sannarlega góða innkomu hjá Everton í gærkvöld sem mættu West Bromwich Albion. Gylfi byrjaði á varamannabekk liðsins en kom inn á á 64. mínútu í stöðunni 0-0. Gylfi var búinn að vera inn á í mínútu þegar hann átti sendingu á Richarlison sem skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Everton vinnur 1-0 og Gylfi leggur upp sigurmarkið fyrir Richarlison. Þá töpuðu Englandsmeistarar Liverpool 1-0 fyrir Chelsea í gærkvöld og Tottenham lagði Fulham sömuleiðis 1-0.\nEinn leikur var í Olís-deild karla í handbolta í gær. Fram vann þá Aftureldingu með fimm mörkum 29-24. Fram fór með sigrinum upp í sjöunda sæti og er með 14 stig rétt eins og KA sem er sæti ofar. Afturelding er með 15 stig í 5. sæti eftir þrettán leiki. Og í Dominos-deild karla í körfubolta jók Keflavík forskot sitt á toppnum með öruggum sigri á Þór á Akureyri 102-69. Þá vann ÍR Tindastól 91-69, Höttur vann öflugan útisigur á Grindavík 96-89 og KR vann góðan sigur á Njarðvík 77-81. Þór Þorlákshöfn, Stjarnan og KR eru nú öll með 16 stig í öðru, þriðja og fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur en Þór og Stjarnan eiga leik til góða.","summary":null} {"year":"2021","id":"319","intro":"Foreldrar barna í Fossvogsskóla krefjast þess að Reykjavíkurborg setji lausn á mygluvandanum í skólanum í forgang. Faðir drengs í skólanum hefur tilkynnt borgina til barnaverndaryfirvalda.","main":"Foreldrar segja sýnatöku Náttúrufræðistofnunar Íslands og minnisblöð frá Verkís sýna að þrátt fyrir ítarleg þrif og sótthreinsun sé enn að finna gró og mengun af völdum hættulegra myglutegunda í skólanum.\nÍ samtölum fréttastofu við foreldra barna sem hafa veikst kemur ítrekað fram að samskiptin við borgina hafi orðið til þess að traust sé þorrið.\nIngvar Páll Ingason faðir drengs í Fossvogsskóla hefur tilkynnt barnaverndaryfirvöldum um það sem hann kallar ofbeldi Reykjavíkurborgar gagnvart barninu með því að ekki hafi fengist úrlausn vegna mygluvandans í skólanum. Hann segir að samkvæmt barnaverndarlögum beri að tilkynna til barnaverndarnefnda sé ástæða til að ætla að heilsu og þroska barns sé stofnað í alvarlega hættu.\nIngvar segir forsvarsmenn Reykjavíkurborgar hafa reynt að gera sem minnst úr málinu og stundi hártoganir um vísindalegar staðreyndir.","summary":"Faðir barns í Fossvogsskóla hefur tilkynnt Reykjavíkurborg til barnaverndaryfirvalda vegna mygluvanda í skólanum. "} {"year":"2021","id":"319","intro":"Tvenn mannréttindasamtök hafa sakað hermenn frá Erítreu um fjöldamorð í Tigray-héraði í Eþíópíu. Fjöldi almennra borgara hafi verið drepinn í bænum Axum í lok nóvember.","main":"Mannréttindasamtökin Human Rights Watch birtu í morgun skýrslu þar sem fram koma ásakanir um að hersveitir frá Erítreu hafi framið fjöldamorð á almennum borgurum í Tigray-héraði í Eþíópíu í nóvember. Samskonar ásakanir komu fram í skýrslu Amnesty International fyrir viku.\nÍ skýrslu samtakanna Human Rights Watch er greint frá aðdraganda fjöldamorða í bænum Axum undir lok nóvember eftir að hersveitir Eþíópíu- og Erítreumanna komu þangað nokkrum dögum áður. Morðin hafi byrjað 28. nóvember eftir árás vopnaðra sveita Tigray-manna á hermenn frá Erítreu. Eþíópískir hermenn hefðu horft aðgerðarlausir á fjöldamorð Erítreumanna. Human Rights Watch segir útilokað að fá nákvæma tölu um hve margir hefðu verið drepnir, en í skýrslu Amnesty International segir að talið sé að yfir tvö hundruð almennir borgarar hafi verið myrtir í Axum dagana 28. og 29. nóvember. Bæði samtökin hvetja til að Sameinuðu þjóðirnar rannsaki ásakanir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni í Tigray. Stjórnvöld í Eþíópíu og Erítreu gerðu lítið úr ásökunum sem fram komu í skýrslu Anmesty International á dögunum og búist er við að sama verði uppi á teningnum varðandi skýrslu Human Rights Watch. Laetitia Bader, sem stýrir starfi samtakanna í þessum heimshluta, sagði hins vegar í morgun að ráðamenn í ríkjunum tveimur gætu ekki lengur falið sig á bak við tjald þöggunar. Tryggja yrði að réttlætið næði fram að ganga.","summary":null} {"year":"2021","id":"319","intro":"Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði laust fyrir hádegi kröfu ríkisins og mennta- og menningarmálaráðherra um að fella úr gildi úrskurð kærunefndar jafnréttismála um að ráðherra hefði brotið jafnréttislög. Ríkið greiðir allan málskostnað, fjórar og hálfa milljón. Ekki hefur náðst í ráðherra.","main":"Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði í maí að Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, hefði brotið jafnréttislög með ráðningu Páls Magnússonar, bæjarritara Kópavogsbæjar og Framsóknarmanns, sem ráðuneytisstjóra ráðuneytis síns. Hafdís Helga Ólafsdóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, hafði sóst eftir starfinu, og hafði kært kærði ráðninguna til nefndarinnar í mars og vísaði málinu til umboðsmanns Alþingis. Kærunefndin segir brot Lilju meðal annars felast í því að Hafdís hafi verið vanmetin samanborið við Pál varðandi menntun, reynslu, leiðtogahæfileika og hæfni. Verulega hafi skort á efnislegan rökstuðning ráðherra fyrir ráðningunni og ekki hafi tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en kynferði hafi legið þar til grundvallar. Úrskurðir kærunefndarinnar eru bindandi. Í júní tilkynnti Lilja að hún hyggðist höfða mál fyrir dómstólum, gegn Hafdísi, í þeim tilgangi að ógilda úrskurðinn, sem hún sagðist í grundvallaratriðum ósammála. Hún sagði brýnt að fá úrskurð dómstóls til að eyða allri óvissu.\nHéraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn nú laust fyrir hádegi. Niðurstaðan er sú að kröfu Lilju, íslenska ríkisins, er hafnað og úrskurður kærunefndarinnar stendur. Ríkið skal sömuleiðis greiða allan málskostnað Hafdísar Helgu, fjórar og hálfa milljón króna. Ekki hefur náðst í Lilju í morgun og því liggur ekki fyrir hvort ríkið ákveði að áfrýja málinu til Landsréttar.\nEn við náðum stuttu tali af Áslaugu Árnadóttur, lögmanni Hafdísar Helgu, í héraðsdómi nú rétt fyrir hádegi, en hún hafði þá ekki lesið dómsúrskurðinn sem telur um 40 blaðsíður.","summary":"Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, um að ógilda úrskurð kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytið. Lilja höfðaði mál gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem kærði ráðninguna, til að fella úrskurð kærunefndarinnar úr gildi. "} {"year":"2021","id":"319","intro":"Búist er við að kínverska þingið samþykki frumvarp sem talið er munu torvelda lýðræðissinnum enn að komast á þing í Hong Kong. Ársfundur kínverska þingsins hófst í morgun.","main":"Árleg samkoma kínverska þingsins var sett í morgun og stendur í eina viku. Athygli hefur vakið frumvarp, sem lagt var fram í morgun, um frambjóðendur til þings í Hong Kong og er talið munu torvelda lýðræðissinnum að komast þar að.\nÍ frumvarpinu er kveðið á um eins konar hæfnismat fyrir frambjóðendur til að tryggja þjóðholla stjórn í Hong Kong. Fréttastofan AFP hefur eftir Willie Lam, sérfræðingi við Kínverska háskólann í Hong Kong, að verði frumvarpið samþykkt verði öll andstaða þar þögguð niður og í raun þurrkuð út. Búist er við að frumvarpið verði samþykkt í næstu viku. Hert var verulega að lýðræðissinnum með öryggislögum sem samþykkt voru á síðasta þingi, en síðast í gær var verið að dæma fólk í fangelsi fyrir brot á þeim lögum, þar á meðal fulltrúa á þingi Hong Kong. Um þrjú þúsund fulltrúar eru við þetta árlega þinghald, sem nú fer öðru sinni að miklu leyti fram í gegnum fjarfundabúnað vegna kórónuveirufaraldursins. Á þinginu á meðal annars að leggja fram nýja fimm ára áætlun þar sem áhersla verður lögð á rannsóknir og þróun. Li Keqiang, forsætisráðherra Kína, fjallaði um efnahagsmál í setningarræðu sinni í morgun og sagði stefnt að meira en sex prósenta hagvexti í Kína á þessu ári. Samkvæmt kínverska fjármálaráðuneytinu verða útgjöld til her- og varnarmála aukin um 6,8 prósent á árinu.","summary":"Búist er við að kínverska þingið samþykki frumvarp sem talið er munu torvelda enn lýðræðissinnum að komast á þing í Hong Kong. Ársfundur kínverska þingsins hófst í morgun."} {"year":"2021","id":"319","intro":"Svo virðist sem dregið hafi úr óróapúlsinum sem var á Reykjanesskaga í vikunni en enn er þó talsverð skjálftavirkni. Nokkrir Grindvíkingar fengu nóg af hristingnum í gærkvöld og komu sér út úr bænum.","main":"Í gær mældust um 3000 jarðskjálftar og frá miðnætti hafa tæplega 700 skjálftar mælst. Í heildina hafa rúmlega 20.000 jarðskjálftar mælst síðan hrinan hófst fyrir rúmri viku. Mest er virknin nú við Fagradalsfjall, hún hefur færst aðeins í norðaustur frá því í gær. Frá því á miðnætti hafa mælst átta skjálftar yfir þremur að stærð, nú síðast skömmu fyrir hádegi.\nÍ gær virtist skjálftavirknin vera að færast nær Grindavík. Snarpur skjálfti varð nærri Grindavík í gærkvöld. Þó hann hafi mælst fjórir komma tveir voru upptökin nálægt byggð. Bæjarbúar urðu því vel varir við hann og þótti nokkrum þeirra nóg um og tóku saman föggur sínar og komu sér burt. Þeirra á meðal var Gunnar Georgsson og fjölskylda hans. Í hrinunni hefur stærsti skjálftinn mælst 5,7, en hann segist hafa upplifað skjálftann mun öflugri.\nÉg er að finna fyrir 10 til 15 stórum skjálftum á dag þar sem húsið beinlíniss hristist. Þessi sem var 4,2 og var í 2 kílómetra fjarlægð. Mér fannst eins og hann hafi verið svona helmingi stærri en þessi stóri stóri. Og ég og fjölskyldan mín, við hlaupum út og þá sjáum við alla vera að hlaupa út hingað og þangað.Maður er búinn að vera að hristast í mánuð. Það er alveg sama hvar við erum. Það er eins og við séum á sjó öll saman. Jörðin er vaggandi undir okkur.\nKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fer síðar í dag um Reykjanesskaga. Óróinn er þó ekki aðaltilgangur heimsóknarinnar.\nen ég vænti þess að jarðhræringar komi líka við sögu\nVísindaráð almannavarna á fund í hádeginu um stöðuna á Reykjanesskaga.","summary":"Skjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesskaga. Skömmu fyrir hádegi varð snarpur skjálfti sem fannst vel víða á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrum Grindvíkingum þykir þetta vera orðið meira en nóg og hafa komið sér út úr bænum. "} {"year":"2021","id":"319","intro":"Það stefnir í metár í framkvæmdum, að sögn formans Sambands iðnfélaga. Margir nýta sér endurgreiðslu virðisaukaskatts og ráðast í framkvæmdir á heimilum sínum. Tólf milljarðar voru endurgreiddir frá mars 2020 til áramóta.","main":"Níu þúsund endurgreiðslubeiðnir á virðisaukaskatti vegna vinnu iðnaðarmanna við endurbætur og viðhald hafa borist það sem af er ári. Í fyrra voru þær 45 þúsund yfir allt árið og 12 þúsund árið 2019. Hundrað og þrjátíu milljónir hafa verið endurgreiddar á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs.\nEndurgreiðsla virðisaukaskatts var tímabundið hækkuð úr 60 prósentum í 100 prósent í tengslum við Allir vinna-átakið til að bregðast við niðursveiflu í efnahagslífinu vegna heimsfaraldursins. Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, segir úrræðið hafa gefið góða raun.\nJá þetta hefur gengið vonum framar og við sjáum fyrir líka að það verði fullt að gera væntanlega í sumar þegar fólk fer að huga að pöllum og öðru slíku. Fólk er ekki að fara til útlanda og eyða peningum í utanlandsferðir og reynir þá að gera betur við sig heima. Laga húsnæði og fara í endurbætur og\nSamkvæmt upplýsingum frá Skattinum voru rúmlega tólf milljarðar endurgreiddir vegna vinnu sem framkvæmd var frá mars 2020 til áramóta. Meðal annars vegna endurbóta og viðhalds á íbúðarhúsnæði, nýbygginga og bílaviðgerða. Úrræðið gildir út þetta ár.\nVið hvetjum bara til þess að framlengja þetta átak um ár í viðbót. Það er að sýna sig að fólk er að taka við sér og láta laga húsnæði. Svo höfum við nú verið að benda á að í þessum skjálftagangi núna þá sé einmitt not fyrir okkur að fá ráðleggingar að festa húsbúnað og annað sem getur færst til á heimilum.","summary":"Margir hafa nýtt sér endurgreiðslu virðisaukaskatts og ráðist í framkvæmdir á heimilum sínum. Formaður Sambands iðnfélaga segir stefna í metár og vill að úrræðið Allir vinna verði framlengt."} {"year":"2021","id":"320","intro":"Um fimmtíu manns á níræðisaldri þurftu frá að hverfa í Laugardalshöll þegar bóluefni kláraðist í gær. Ailir sem fæddir eru fyrir 1939 voru í upphafi boðaðir en í fyrrakvöld var ákveðið að boða einnig fólk fætt 1940. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir fólk hafa tekið þessu almennt mjög vel.","main":"En fólk tók þessu almennt mjög vel\nþað endaði kannski frekar með því að fólk var að hugga okkur\nAlls hafa um fjögur þúsund eldri en áttatíu ára verið bólusett í þessari viku, en ástæðu þess að bóluefnið kláraðist má rekja til að um hundrað fleiri komu en búist var við.\nÞá fóru útreikningarnir okkar út um þúfur.\nÞetta er eitthvað sem við þurfum þá að passa næst að það eru um 5% sem kemur utan af höfuðborgarsvæðinu.\nRagnheiður segir heilsugæsluna ekki ráða hve marga skammta hún fær, en verkefnið sé að láta magnið ganga upp og ekkert megi fara til spillis. Á morgun verða heilbrigðisstarfsmenn bólusettir með AstraZeneca efninu. Fleiri skammtar frá Pfizer komi í næstu viku.\nOg þá vinnum við áfram með eldri borgara\nog klárum árgang 1940 og tökum árgang 1941 líka.","summary":null} {"year":"2021","id":"320","intro":"Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, fór í morgun hörðum orðum um herforingjastjórnina í Mjanmar. Hún fordæmdi framgöngu öryggissveita og sagði að hætta yrði morðum á mótmælendum.","main":"Í yfirlýsingu sem Bachelet sendi frá sér í morgun fordæmdi hún að skotvopnum væri beint gegn mótmælendum. Ennfremur fordæmdi hún árásir öryggissveita á sjúkraflutningamenn og heilbrigðisstarfsfólk sem reyndu að ná til særðra. Ekkert lát er á mótmælum gegn herforingjastjórninni í Mjanmar þrátt fyrir aukna hörku öryggissveita og fóru þúsundir út á götur borga og bæja í morgun til þess að lýsa andúð sinni á valdhöfum. Gærdagurinn var hinn mannskæðasti frá upphafi mótmælanna, en yfir þrjátíu lágu þá í valnum. Samkvæmt staðfestum upplýsingum Sameinuðu þjóðanna hafa að minnsta kosti fimmtíu og fjórir verið drepnir síðan herforingjastjórnin hrifsaði völdin, en þeir kynnu að vera mun fleiri. Fjöldi ríkja hefur samþykkt eða hótað herforingjastjórninni refsiaðgerðum, en Christine Schraner Burgener, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Mjanmar, segir herforingjastjórnina láta slíkar hótanir sem vind um eyru þjóta. Fjallað verður um ástandið í Mjanmar á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á morgun. Fréttastofan Reuters greindi frá því í morgun að þrír lögreglumenn frá Mjanmar hefðu flúið yfir landamærin til Indlands í gær og óskað þar hælis. Þeir hefðu ekki lengur viljað hlýða fyrirskipunum herforingjastjórnarinnar.","summary":"Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í morgun framgöngu öryggissveita gegn mótmælendum í Mjanmar. Yfir fimmtíu hafa verið drepnir síðan herinn hrifsaði völdin í landinu. mótmæli hófust í landinu eftir valdarán hersins."} {"year":"2021","id":"320","intro":"Tugi glæpamanna eru í nokkrum þeirra fimmtán skipulögðu glæpahópa sem eru lögregla telur að séu starfræktir hér á landi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir hópana takast á innbyrðis um yfirráðasvæði. og hafa skotvopn í sínum fórum.","main":"Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í greiningardeild Ríkislögreglustjóra, segir minnst fimmtán skipulagða glæpahópa starfa hérlendis, og að þeim hafi fjölgað á síðustu árum.\nVið teljum ákveðinn stíganda hafa verið í þessu í gegnum tíðina.\nMeðal þessara fimmtán hópa er að minnsta kosti eitt mótorhjólagengi. Runólfur segir lögregluna hins vegar ekki kortleggja hópana út frá þjóðerni.\nVið sjáum það í þessum hópum að það skiptir sífellt minna og minna máli. Það gerði það kannski fyrir einhverjum árum síðan innan þessara hópa en í dag skiptir það miklu minna máli og við sjáum að þetta er mjög fljótandi.\nRunófur segir erfitt að segja til um hversu margir séu í hverjum hóp, þó séu dæmi um að fjöldinn geti hlaupið á tugum.\nÉg vil ekki setja neina fasta tölu á þetta. Þetta getur hlaupið á ansi mörgum.\nKomið hefur til átaka á milli hópanna.\nÞað er alltaf möguleiki á því að það geti orðið eignatjón eða líkamstjón almennings þegar að þessir hópar eru að slást innbyrðis eða berjast. Það getur komið upp á. Það er algengara að hóparnir séu að berjast innbyrðis. Að átökin séu á milli hópa um yfirráðasvæði.\nDæmi eru um að hóparnir hafi vopn í sínum fórum.\nVið erum að sjá vísbendingar um það að hnífaburður hafi aukist. En það eru einhver dæmi um það að hópar hafi skotvopn í sínum fórum? Við höfum fengið upplýsingar um það já.","summary":null} {"year":"2021","id":"320","intro":"Frá því að krafa um að fólk framvísi staðfestingu um það sé ósmitað við komuna til landsins tók gildi hefur 1.600 slíkum vottorðum verið framvísað. Af þeim hafa 8 verið með virkt smit sem greinst hefur við sýnatöku.","main":"Sóttvarnalæknir segir líklegt að búið sé að uppræta kórónuveiruna innanlands, það sé þó ekki öruggt.\nEkkert smit greindist í gær, hvorki innanlands né við landamærin. Fyrr í vikunni greindist svokallað suður-afrískt afbrigði veirunnar í fyrsta sinn.8 hafa greinst við landamærin þó þeir hafi framvísað neikvæðu PCR prófi.\nÞetta segir okkur að neikvætt PCR próf, eða vottorð um það er ekki fullkomið til að halda veirunni frá þó að það sé árangursríkt að krefjast þessa vottorðs vafalaust. Það sem af er hafa 90 einstaklingar greinst með breska afbrigðið svokallaða, þar af eru 20 innanlandssmit eða fjölskyldumeðlimir sem tengjast nánum böndum þessum sem eru að greinast á landamærum, en við höfum ekki séð nánari dreifingu inn í landið. Einn hefur greinst með suður afríska afbrigðið svokallaða, það var fyrir 4 dögum síðan,\nEnginn hefur greinst með brasilískt afbrigði veirunnar. Um 7.000 manns voru bólusettir í vikunni og annar eins fjöldi verður bólusettur í næstu viku. Í gær kláraðist bóluefnið áður en náðist að ljúka ætlaðri bólusetningu. Alma og Þórólfur töluðu bæði um mikilvægi þess að missa ekki dampinn í veirubaráttunni þrátt fyrir yfirvofandi hættu á eldgosi á Reykjanesskaga.\nVið þurfum áfram að halda áfram að sýna samstöðu og yfirvegun í því sem nú gengur yfir,\u001eÉg held að við getum líka tekið Pollýönnu á þetta líka, og sagt að það er ljós í myrkrinu að staðan á faraldrinum er svona góð hér þegar við erum að takast á við þessar jarðhræringar. Það væri miklu verra ef við værum með mikinn faraldur í gangi og fengjum þetta svo í fangið.","summary":null} {"year":"2021","id":"320","intro":"Fótboltakonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir byrjar vel með þýska stórliðinu Bayern München. Landsliðskonan skoraði nefnilega í sínum fyrsta keppnisleik með liðinu í 6-1 útisigri á Kazygurt í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í snemma í morgun.","main":"Kazygurt er frá Kasakstan sem útskýrir að hluta til af hverju leikurinn var spilaður klukkan 6:00 í morgun að íslenskum tíma. Sex klukkutímum munar á Íslandi og Kasakstan, þannig að um hádegisleik var að ræða í Kasakstan. Þetta var fyrri leikur Kazygurt og Bayern í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og Bayern stendur því afar vel að vígi eftir þennan 6-1 útisigur. Karólína Lea sem gekk í raðir Bayern frá Breiðabliki fyrr á árinu, kom inn á sem varamaður á 65. mínútu í stöðunni 4-0. Það tók hana ekki nema rétt um þrjár mínútur að komast á markaskoraralistann þegar hún kom Bayern í 5-0 á 68. mínútu. Frábær frumraun hjá Karólínu með nýju liði. Hún gæti svo komið við sögu í sínum fyrsta leik í þýsku deildinni þegar Bayern sækir Freiburg heim á sunnudag. Seinni leikur Bayern við Kazygurt í Meistaradeildinni er svo á miðvikudag í Þýskalandi.\nEvrópska knattspyrnusambandið segir að enn sé stefnt að því að EM karla í fótbolta verði spilað í 12 mismunandi borgum víðs vegar um Evrópu í sumar. Boris Johnson forsætisráðherra Breta lýsti fyrr í vikunni Breta reiðubúna til að taka allt mótið til sín í ljósi COVID-19 heimsfaraldursins.\nNokkrir leikir verða hvort sem er spilaðir á Wembley í Lundúnum. Allir þrír leikir Englands í riðlakeppninni verða þar og þá verða báðir undanúrslitaleikir EM sem og úrslitaleikur mótsins spilaðir á Wembley. Annars eru það 12 mismunandi borgir frá jafn mörgum löndum sem eiga að halda mótið í sameiningu. Sky Sports hefur það eftir UEFA í dag að enn sé unnið eftir upphaflegu plani. Ekkert annað komi til greina í augnablikinu en að spila EM í sumar í öllum þessum 12 borgum. Upphafsleikur EM í sumar á að fara fram á Ólympíuleikvanginum í Róm þann 11. júní milli Ítala og Tyrkja í A-riðli.\nOg nú stendur yfir keppni í boðgöngu kvenna á HM í norrænum greinum í Obertsdorf í Þýskalandi. Sýnt er beint frá keppninni á RÚV.","summary":null} {"year":"2021","id":"320","intro":"Framkvæmdastjóri Icelandair Cargo segir að nauðsynlegur tækjabúnaður til að afgreiða flugfrakt verði færður til varaflugvalla ef Keflavíkurflugvöllur lokast vegna eldgoss. Allt kapp verði lagt á að verja afkastagetuna í fraktflugi til og frá landinu.","main":"Tvö íslensk flugfélög eru umsvifamest í fraktflugi til og frá landinu; Icelandair Cargo og Bláfugl. Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo, segir horft til varaflugvalla sem næstu kosta í vöruflutningum ef Keflavíkurflugvöllur lokast vegna eldgoss á Reykjanesi. Hjá félaginu sé til staðar þekking á hvernig þurfi að bregðast við ef svo fer.\nEf hægt yrði að fljúga bæði frá Reykjavík og Akureyri ætti afkastagetan í fraktfluginu að haldast að mestu óbreytt.\nGuðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að í gær hafi verið haldinn fundur með Veðurstofunni þar sem Isavia og fulltrúar frá flugrekendum hafi verið upplýst um stöðu mála varðandi mögulegt eldgos og flugumferð. Þau samskipti haldi áfram með reglubundnum hætti. Það sé flugfélaganna að ákveða hvaða flugvöll þau velja út frá öskuspá tengdri mögulegu eldgosi. Allir þrír varaflugvellir á landinu, og starfsfólk þeirra, séu tilbúin til að taka við millilandaflugi ef svo beri undir.","summary":"Búnaður til að afgreiða fraktflug til og frá landinu verður færður til varaflugvalla ef Keflavíkurflugvöllur lokast vegna eldgoss á Reykjanesi. "} {"year":"2021","id":"321","intro":"Bráðamóttaka Landspítalans er yfirfull og legudeildir sömuleiðis og því er geta til að taka á móti mörgum slösuðum, til dæmis eftir hópslys, skert, að sögn Hjalta Más Björnssonar, yfirlæknis bráðalækninga á spítalanum. Því hefur verið beint til fólks að leita frekar á heilsugæslu eða læknavakt, en á bráðamóttöku, vegna vægra slysa eða minniháttar veikinda. Margir sjúklingar bíða á bráðamóttökunni eftir að komast á legudeildir spítalans, þar sem einnig er þröngt.","main":"Landspítalinn er með mjög ítarlegar viðbragðsáætlanir sem að gera ráð fyrir rýmingu bráðamóttökunnar og legudeilda og það að kalla út starfsfólk til þess að sinna slíkum viðburði þannig að ég hef fulla trú á því að landspítalinn geti sinnt því ef til þess kæmi en að því sögðu er þá náttúrulega viðbragðsgeta ekki jafn góð og hún ætti að vera þar sem að það eru í dag engin pláss laus í dag á Landspítalanum. Þannig að svigrúm okkar til þess að bregðast við mögulegu hópslysi eða náttúru-hamförum sem myndi valda miklu aðstreymi slasaðra á spítalann er skert og ekki jafn gott að það ætti að vera.","summary":null} {"year":"2021","id":"321","intro":"Nauðsynlegt er að fá úr því skorið hvort símtöl dómsmálaráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í samræmi við lög og reglur, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Verið sé að kanna hvaða farvegur sé farsælastur fyrir málið.","main":"Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur nú til skoðunar í hvaða farveg skuli fara með mál dómsmálaráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Svo virðist sem ráðherra hafi hringt í lögreglustjórann bæði að morgni aðfangadags, og síðdegis. Forseti Alþingis segir að nefndarmönnum sé óheimilt að vitna til orða gesta sem koma á lokaða nefndarfundi.\nHalla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, gerði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í gær, grein fyrir samtölum sem hún átti við Áslaugu Örnu Sigubjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, á aðfangadag og vörðuðu upplýsingagjöf lögreglu í tengslum við veru fjármálaráðherra í Ásmundarsal.\nJón Þór Ólafsson, formaður nefndarinnar, segir að verið sé að kanna hvaða farvegur sé farsælastur fyrir málið í ljósi þeirra upplýsinga sem fram hafi komið fyrir nefndinni. Tilgangurinn sé að athuga hvort símtöl ráðherra hafi verið í samræmi við lög og reglur, eða hvort þau hafi stangast á við sjálfstæði og hlutlægni lögreglu við rannsókn sakamáls. Það sé grundvallaratriði í réttarríki, segir Jón Þór.\nHalla Bergþóra hefur ekki viljað veita fréttastofu viðtal um málið.\nEkki hafa fengist upplýsingar um það, hvað fór fram á fundinum í gær, og hafa nefndarmenn borið fyrir sig trúnað.\nSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að samkvæmt þingskaparlögum sé nefndarmönnum með öllu óheimilt að vitna til orða nefndarmanna eða gesta á lokuðum nefndarfundum. Það megi því ekki hafa eftir það sem menn segja á slíkum fundum.\nGuðmundur Andri Thorsson, sem á sæti í nefndinni, spurði ráðherra um málið á Alþingi í gær, eftir að fundi nefndarinnar með Höllu Bergþóru var lokið. Guðmundur Andri sagði meðal annars að Áslaug Arna hefði hringt tvívegis í Höllu Bergþóru, og spurði meðal annars hvort þetta hafi verið mikilvæg samskipti, og ef þau hefðu ekki verið mikilvæg, hvers vegna Áslaug Arna hefði hringt í Höllu Bergþóru klukkan hálffimm á aðfangadag.","summary":"Nauðsynlegt er að fá úr því skorið hvort símtöl dómsmálaráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hafi verið í samræmi við lög og reglur, segir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. "} {"year":"2021","id":"321","intro":"Fjárfestingafélagið 105 Miðborg hefur sagt upp samningi sínum við verktakafyrirtækið ÍAV vegna uppbyggingar á Kirkjusandi í Reykjavík. Framkvæmdirnar eru langt komnar. Annar verktaki hefur verið ráðinn til að ljúka við verkið.","main":"Morgunblaðið greindi frá þessu í morgun. ÍAV hefur þegar byggt tvö fjölbýlishús og búið er að steypa upp ríflega 7.000 fermetra skrifstofuhúsnæði á Kirkjusandi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins bera verkkaupar fyrir sig að miklar tafir hafi orðið á framkvæmdum og að gallar hafi verið á húsbyggingunum. Er því haldið fram að gengið verði á verktryggingu verktakans hjá tryggingafélaginu VÍS vegna þessa. VÍS segir óvíst að skilyrði þess séu uppfyllt. Sigurður Ragnarsson forstjóri ÍAV, vildi ekki veita viðtal vegna málsins að svo stöddu en segir að fyrirtækið ætli að bregðast við. 105 Miðborg er hluti af Íslandssjóðum sem eru í eigu Íslandsbanka. Í tilkynningu frá bankanum til fréttastofu kemur fram að búið sé að semja við annan verktaka um að ljúka framkvæmdunum.","summary":null} {"year":"2021","id":"321","intro":"Vika er síðan jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga, með skjálfta af stærðinni 5,7 síðasta miðvikudag. Síðan þá hafa mælst á sautjánda þúsund skjálftar á svæðinu, aðeins dró úr virkni stærri skjálfta í gærkvöld og í nótt, en í morgun varð skjálfti af stærðinni 3,8. Vísindaráð almannavarna fundar um stöðuna síðar í dag.","main":"Rétt fyrir hádegi höfðu mælst 800 skjálftar frá miðnætti, þar af voru sex yfir þremur. Sá síðasti yfir þremur varð klukkan fimm mínútur yfir ellefu, en sá stærsti var 4,1 að stærð klukkan rúmlega tvö í nótt.\nFrá upphafi hrinunnar á miðvikudagsmorgun hafa mælst yfir 16.500 skjálftar, þar af hafa yfir 320 verið stærri en þrír, og 51 skjálfti hefur verið yfir fjórum.\nFjórir skjálftar hafa mælst yfir fimm að stærð, sá síðasti varð á laugardagsmorgun, 5,2 að stærð.\nSérsveit ríkislögreglustjóra og vísindamenn freista þess að fljúga dróna yfir svæðið á milli Keilis og Fagradalsfjalls til að kanna breytingar á landi, en óvíst er hvort það tekst vegna veðurs. Í morgun komu fjórir ráðherrar úr ríkisstjórninni í stjórnstöð Almannavarna þar sem þeir kynntu sér stöðu mála og Vísindaráð almannavarna fundar síðdegis.","summary":null} {"year":"2021","id":"321","intro":"Ekkert lát er á mótmælum gegn herforingjastjórninni í Mjanmar. Að minnsta kosti níu mótmælendur voru skotnir þar til bana í morgun.","main":"Öryggissveitir í Mjanmar beittu skotvopnum, táragasi og ýmsum öðrum meðulum gegn mótmælendum víðs vegar um land í morgun. Að minnsta kosti níu mótmælendur voru skotnir til bana og fjöldi manna særðist.\nFréttastofan AFP hefur eftir heilbrigðisstarfsfólki að fimm hafi verið skotnir til bana í Monywa, stærstu borg Sagaing-héraðs í norðurhluta landsins. Einnig voru mótmælendur skotnir til bana í Mandalay og í borginni Mjingjan um miðbik landsins. Alls hafa þrjátíu látið lífið í mótmælum í Mjanmar síðan herforingjastjórnin tók völd í landinu í byrjun síðasta mánaðar. Charles Maung Bo kardínáli og erkibiskup í Yangon, líkti í morgun ástandinu í landinu við atburðina í Kína árið 1989 þegar mótmæli lýðræðissinna voru barin niður. Mótmælendur segjast hins vegar ekki ætla að láta af aðgerðum sínum fyrr en herforingjastjórninni sé það ljóst að landsmenn kæri sig ekki um einræði. Tilraunir grannríkja til að leysa málið báru í gær engan árangur enda ekki eining í samtökum þeirra, meðal annars um þá kröfu um að Aung San Suu Kyi yrði leyst úr haldi. Hjá Sameinuðu þjóðunum er komin sérkennileg staða, en samtökunum hafa borist tvö bréf um sendiherra Mjanmar, annað frá herforingjastjórinni um nýjan sendiherra, en hitt frá Kyaw Moe Tun sem stjórnin vék frá störfum á dögunum. Kyaw Moe Tun telur þann gjörning ólögmætan enda hafi hann verið skipaður af réttkjörnum stjórnvöldum í Mjanmar.","summary":"Ekkert lát er á mótmælum gegn herforingjastjórninni í Mjanmar. Að minnsta kosti níu voru skotnir þar til bana í morgun."} {"year":"2021","id":"321","intro":"Dýralæknir segir mikið um að hundaeigendur hafi samband vegna vanlíðunar hunda sinna í jarðskjálftunum. Nokkuð er um að hundar fái kvíðastillandi lyf til að slá á óróleikann en mikilvægast er að sýna þeim hlýju og stuðning.","main":"Hanna Arnórsdóttir dýralæknir og sérfræðingur í atferli dýra segir að hundar skynji skjálftavirkni á annan hátt en menn. Þeir heyri drunur þeirra og finni betur fyrir smærri skjálftum. Dæmi séu um að hundar haldi vöku fyrir heimilisfólki heilu næturnar vegna jarðskjálfta.\nSumir hundar gelta þegar skjálftinn ríður yfir vegna þess að þetta eru hlutir inni hjá okkur sem hristast sem getur líkst því þegar einhver er að reyna að komast inn í húsið okkar. Svo eru sumir sem fá hreinlega kvíðalyf á meðan þetta stendur yfir. Sérstaklega þau sem áður hafa sýnt hræðslu við viðlíka aðstæður eins og á gamlárskvöld, þá vekur þetta upp sömu líðan. Reyna að komast undan eða flýja eða fela sig og vilja jafnvel leita út því að þar er ekki allt á reiðiskjálfi í kringum þau. Og margir hundar sem leita til eigenda sinna , koma þétt upp að þeim og biðla til þeirra um að láta þetta nú hætta.\nHanna segir mikilvægt að sýna hundum skilning og leyfa þeim að vera nálægt sér. Ekki megi loka þá inni. Margar leiðir séu til að róa hræddan hund í skjálftahrinu.\nÞegar þeir voru verstir hérna í byrjun og komu hver á fætur öðrum þá fór fólk í smá bíltúr með hundinn því þú finnur þetta ekki í bílnum. Í flestum tilfellum er nóg að sýna þeim stuðning.","summary":"Talsvert er um að hundaeigendur leiti til dýralækna vegna skelfingar hunda sinna í jarðskjálftunum. Sumir hundar fá kvíðastillandi lyf en dýralæknir segir mikilvægast að sýna þeim ástúð."} {"year":"2021","id":"321","intro":"Líklegt er að einungis Japanar fái að vera viðstaddir viðburði Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra í Tókýó í sumar. Leikarnir eiga að hefjast eftir tæpa fimm mánuði.","main":"Japanska dagblaðið Mainichi greindi frá því í dag aðákveðið hefði verið að meina fólki utan Japans að koma á viðburði Ólympíuleikanna í sumar sem almennum áhorfendum. Dagblaðið vísaði þó aðeins í ónafngreindan heimildamann sem sagði að endanleg ákvörðun yrði tekin innan mánaðar. Núverandi aðstæður í heiminum vegna COVID-19 bjóði tæplega upp á erlenda áhorfendur á leikana í Tókýó. Thomas Bach forseti IOC, Alþjóða Ólympíunefndarinnar hefur sagt að aðaláherslan sé sett á keppendur og keppni leikanna. Allt annað mæti afgangi, þar með talið mál áhorfenda. Að nægu verður að huga til að leikarnir geti farið sómasamlega fram í miðjum heimsfaraldri. Um 11 þúsund íþróttamenn munu keppa á Ólympíuleikunum og um 4.400 á Ólympíumóti fatlaðra. Þá hleypur fjöldi þjálfara, dómara, styrktaraðila og fjölmiðlfaólks á tugþúsundum. Líklegt verður að teljast að Japanir muni tapa á miðasölu Ólympíuleikanna. Ekki er útséð nefnilega heldur með það hversu margir áhorfendur fá að vera viðstaddir hvern viðburð og hvort áhorfendur verði hreinlega leyfilegir á öllum viðburðum.\nManchester City stendur orðið sérlega vel að vígi í baráttunni um enska meistaratitilinn í fótbolta. City jók forskot sitt á toppnum með 3-1 sigri á Úlfunum og hefur nú fimmtán stigum meira en Manchester United sem er í öðru sæti deildarinnar. Reyndar á United þó leik til góða. Manchester City hefur nú unnið 21 leik í röð í öllum keppnum, þar af fimmtán síðustu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. City tapaði síðast leik 21. nóvember.\nHeimsmeistaramótið í skíðagöngu heldur áfram. Í dag er keppt í 15 kílómetra göngu karla með frjálsri aðferð. Bein útsending hófst á RÚV klukkan korter yfir tólf. Tveir Íslendingar er meðal keppenda í dag en það eru þeir Snorri Einarsson og Albert Jónsson.","summary":"Líklegt er að einungis heimamenn fái að vera viðstaddir viðburði Ólympíuleikanna og Ólympíumóts fatlaðra í Tókýó í Japan í sumar. Leikarnir eiga að hefjast eftir tæpa fimm mánuði."} {"year":"2021","id":"321","intro":null,"main":"Þrír skjálftar yfir þremur að stærð hafa orðið í morgun við Keili og Fagradalsfjall. Nú er rétt vika síðan jarðskjálfti upp á 5,7 skók allt sunnan- og vestanvert landið. Síðan hefur gengið á með hryðjum og sér ekki fyrir endann á.\nKristín Jónsdóttir.\nRétt upp úr kl 11. Bæði hávaðasamur og harður, en ekki nema 3.8. Hvað skýrir mismunandi áhrif jafn stórra skjálfta.\nEinhver merki um að skjálftar séu að færast í átt til Brennseinsfjala með tilheyrandi líkum á þeim stóra.\nEitthvað nýtt frá í gær um möguleika á að jarðeldur brjótist upp?\nGas og gliðnum.","summary":"Sex skjáltar yfir þremur að stærð, hafa orðið frá miðnætti við Keili og Fagradalsfjall. Nú er rétt vika síðan jarðskjálfti upp á 5,7 skók allt sunnan- og vestanvert landið"} {"year":"2021","id":"321","intro":"Frans páfi er staðráðinn í að fara til Íraks þrátt fyrir flugskeytaárásir á bækistöðvar fjölþjóðaliðsins í landinu. Ein slík árás var gerð í morgun og einn féll.","main":"Enn ein árás var gerð á bækistöðvar fjölþjóðaliðsins í Írak í morgun og var hin fjórða síðan þær hófust að nýju fyrir þremur vikum eftir nokkurra mánaða hlé. Frans páfi kveðst ekki láta þessar árásir hafa áhrif á fyrirhugaða för til Íraks.\nPáfi heldur til Íraks á föstudag, en það verður fyrsta ferð hans til útlanda síðan kórónuveirufaraldurinn braust út og fyrsta ferð páfa til Íraks. Páfi verður þar fjóra daga og ætlar að sækja heim kristna söfnuði í landinu og hitta auk þess veraldlega og trúarlega leiðtoga landsins, þar á meðal Ali Sistani erkiklerk, æðsta leiðtoga síta í Írak. Sistani, sem er níræður, er búsettur í Najaf. Hann nýtur mikillar virðingar og hefur mikil áhrif í heimalandi sínu. Hann sést sjaldan opinberlega og tekur sjaldan á móti gestum. Að sögn Páfagarðs mun páfi ferðast um í brynvörðum bíl í Írak og forðast mikið fjölmenni. Frans páfi sagði í morgun að hann hreinlega gæti ekki hætt við förina. Írakar hefðu á sínum tíma beðið komu páfa sem ekkert hafi orðið úr og hann gæti ekki látið það gerast öðru sinni. Jóhannes Páll páfi annar ætlaði til Íraks árið 1999, fyrstur páfa, en varð að hætta við. Einn lét lífið þegar flugskeytum var í morgun skotið á Ain al-Assad herflugvöllinn þar sem fjölþjóðaliðið í Írak undir forystu Bandaríkjamanna hefur bækistöðvar. Fjöldi slíkra árása var gerður í fyrra og var vopnuðum sveitum tengdum Íran kennt um. Hlé var á þessum árásum í október, en þær hófust að nýju í síðasta mánuði. Alls hafa þrír fallið í þessum árásum.","summary":"Frans páfi er staðráðinn í að fara til Íraks þrátt fyrir flugskeytaárásir á bækistöðvar fjölþjóðaliðsins í landinu. Ein slík árás var gerð í morgun. "} {"year":"2021","id":"321","intro":"Húsnæði grunnskólans á Seyðisfirði er óboðlegt eftir margra ára viðhaldsleysi, og er óaðgengilegt fötluðum. Bráðabirgðastofum var ekki komið í gagnið fyrir veturinn og gætu kostað þrisvar sinnum meira en áætlað var.","main":"Grunnskólinn á Seyðisfirði er orðinn allt of lítill og hundrað og fjórtan ára gamalt húsið er í ferlegu ástandi. Gluggar og dyr halda ekki veðri og vindum. Úrbætur hafa tafist.\nSeyðisfjarðarkaupstaður keypti tvö gámahús í fyrrahaust sem áttu að þjóna sem skólastofur til bráðabirgða en þær eru ekki enn komnar í notkun. Fram kemur á vef Austurfréttar að ástæðan sé sú að dýrara hafi reynst að útbúa þær sem kennslustofur en áætlað var. Haft er eftir Múlaþingi sem varð til við sameiningu Seyðisfjarðar við þrjú önnur sveitarfélög að rúmar 40 milljónir vanti til viðbótar til að fullgera húsið svo það standist kröfur. Stofurnar yrðu þá þrisvar sinnum dýrari en áætlað var.\nSvandís Egilsdóttir skólastjóri er í námsleyfi en sagði í samtali við fréttastofu að þegar leikskóli og tónlistarskóli voru sameinaðir grunnskólanum, og húsnæði bókasafnsins var selt, hafi þrengt mjög að skólanum. Aðalbyggingin er orðin 114 ára gömul og þar lekur vatn inn um glugga og blæs inn um dyr. Tröppurnar eru að molna niður. Ekkert bóli enn á nýrri útidyrahurð þrátt fyrir 17 ára bið og annað viðhald hafi líka setið á hakanum. Engin fundaraðstaða sé í skólanum, engin lyfta á milli hæða, ekki er hægt að stíga niður fæti án þess að það braki í gólffjölum og öll læti bergmáli um bygginguna. Salernisaðstaðan er í kjallara.\nÞórunn Hrund Óladóttir er starfandi skólastjóri í Seyðisfjarðarskóla.\nÞað er búið að vera í umræðunni í 40 ár að byggja nýjan skóla þannig að það sem þarf fyrst og fremst að gera er að fara í það verk. Byrja að hanna og í framhaldinu byggja nýjan skóla. (Ætti þá að hætta við þetta bráðabyrgðahúsnæði og fara bara í fullnaðar framkvæmd?) Bráðabyrgðahúsnæði var náttúrulega hugsað bara til að taka á bráðavandanum. Okkur vantar lausnir strax. Því þó það yrði tekin ákvörðun um fara að byggja nýtt skólahúsnæði þá tekur það alltaf einhver ár. Mér er alveg sama hvað lausnin heitir bara ef hún kemur.","summary":"Húsnæði grunnskólans á Seyðisfirði er óboðlegt eftir margra ára viðhaldsleysi og óaðgengilegt fötluðum. Bráðabirgðastofur komust ekki í gagnið fyrir veturinn og gætu kostað þrisvar sinnum meira en áætlað var."} {"year":"2021","id":"322","intro":"23 skjálftar, stærri en þrír, hafa orðið á Reykjanesskaga síðan á miðnætti. Þar af voru fimm yfir fjórum að stærð. Sá stærsti var 4,6, klukkan rétt rúmlega þrjú í nótt.","main":"Skjálftarnir eru langflestir við Keili, Krýsuvík eða Fagradalsfjall og virðast finnast vel víða ef þeir eru yfir þrír að stærð. Það er þó alls ekki algilt hvort fólk finnur þá eða ekki, jafnvel þó að það sé í sama rými. Ef viðkomandi er til dæmis í sturtu, eða jafnvel bara að ganga, virðast vera minni líkur á að skjálftarnir finnist en ef maður situr kyrr eða liggur. Þá virðist líka skipta töluverðu máli hvar á höfuðborgarsvæðinu fólk er statt þegar skjálftarnir ríða yfir. Grafarholt, Úlfarsárdalur, Grafarvogur og Mosfellsbær virðast til dæmis sleppa betur en Vesturbærinn og Hafnarfjörður. Almannavarnir sendu frá sér tilkynningu í gær þar sem nokkrir möguleikar á framvindunni á Reykjanesskaga voru taldir upp, meðal annars nýjasta sviðsmyndin: eldgos við Keili. Það gos myndi ekki leiða til mjög mikils öskufalls, kannski einhvers öskufalls sem gæti valdið óþægindum, og gasútstreymi yrði án efa eitthvað ef af gosi verður, sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í Kastljósi í gær. Tuttugu og þrír skjálftar, stærri en þrír, hafa mælst síðan á miðnætti, sá stærsti varð klukkan rúmlega þrjú í nótt, 4,6.\nSkjálftinn nú áðan var á 5,3 kílómetra dýpi og skammt 1,4 km. suð-suð-vestan af Keili.","summary":"Meira en tuttugu skjálftar, stærri en þrír, hafa mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Sá stærsti varð klukkan þrjú í nótt, 4,6 að stærð. Vísindamenn mæla gasstreymi í dag. Fundur í Vísindaráði Almannavarna hófst klukkan 12. "} {"year":"2021","id":"322","intro":"Talsmaður herforingjastjórnarinnar í Mjanmar situr fyrir svörum á fundi utanríkisráðherra ASEAN, samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu, í dag, þar sem rætt verður um ástandið í landinu. og aukna hörku gegn mótmælendum. Skotvopnum var beitt gegn mótmælendum í bænum Kaley í norðurhluta Myanmar í morgun.","main":"Haft er heftir heilbrigðisstarfsmönnum í Kaley að um tuttugu hafi særst, þrír þeirra alvarlega. Á sama tíma og lögregla réðst gegn mótmælendum í Kaley var einn þeirra átján, sem skotnir voru til bana í mótmælum í fyrradag, borinn til grafar í Yangon. Andstæðingar herforingjastjórnarinnar efdu til mótmæla á nokkrum stöðum í Yangon í morgun og beittu öryggissveitir hörku til að dreifa mannfjöldanum. Yfir tólf hundruð hafa verið handteknir og dæmdir fyrir þátttöku í mótmælum í Mjanmar undanfarinn mánuð, um níu hundruð sitja enn á bak við lás og slá. Valdarán hersins í Mjanmar og atburðir síðustu vikna hafa víða verið fordæmdir, en grannríki hafa verið varkár í yfirlýsingum um málið enda ekki venja að þau gefi út opinberar yfirlýsingar í garð hvorra annarra sem túlka megi sem afskipti af innanríkismálum. Vivian Balakrishnan, utanríkisráðherra Singapúr, brá út af vananum og fordæmdi þá hörku sem herforingjastjórninn beitti gegn mótmælendum. hann hvatti stjórnina til að halda að sér höndum og hefja endurreisn lýðræðis í Mjanmar.","summary":"Utanríkisráðherrar ríkja í Suðaustur-Asíu ræða í dag við fulltrúa herforingjastjórnarinnar í Mjanmar um ástandið í landinu. Skotvopnum var beitt gegn mótmælendum í norðurhluta Mjanmar í morgun."} {"year":"2021","id":"322","intro":"Samtökin Fréttamenn án landamæra höfðað mál á hendur krónprinsinum í Sádi-Arabíu vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi.","main":"Samtökin Fréttamenn án landamæra hafa höfðað mál í Þýskalandi á hendur Mohammed bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu, vegna morðsins á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi og saka krónprinsinn um glæpi gegn mannkyni. Hann hafi einnig staðið á bak við ofsóknir á öðrum blaðamönnum.\nSamtökin Fréttamenn án landamæra lögðu fram málsókn sína á hendur krónprinsinum við alríkisdómstól í Karlsruhe í gær með vísan í alþjóðalög sem heimilar yfirvöldum í Þýskalandi að rétta í málum sem fjalla um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni óháð því hvar brot hefur verið framið. Í síðustu viku birtu yfirvöld í Bandaríkjunum áður leynilega skýrslu um morðið á Khashoggi, sem ráðinn var af dögum í skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl 2018. Í skýrslunni er krónprinsinn talinn hafa lagt blessun sína yfir það. Ráðamenn í Sádi-Arabíu vísa því á bug, en Fréttamenn án landamæra segjast ráða yfir upplýsingum um skipulagðar aðgerðir stjórnvalda til að ofsækja og þagga niður í blaðamönnum. Samtökin fara fram á að embætti saksóknara í Þýskalandi rannsaki þau mál, en tiltekin eru gögn sem lögð voru fram með málshöfðuninni um mál þrjátíu og fjögurra blaðamanna sem fangelsaðir hafa verið í Sádi-Arabíu á síðustu árum. Þar á meðal er bloggari, Raif Badawi, sem setið hefur í fangelsi frá 2012 sakaður um að lítilsvirða íslam. Christophe Deloire, framkvæmdastjóri Fréttamanna án landamæra, hvetur yfirvöld í Þýskalandi til að taka málið föstum tökum, engin eigi að vera hafinn yfir alþjóðalög.","summary":"Samtökin Fréttamenn án landamæra hafa höfðað mál á hendur krónprinsinum í Sádi-Arabíu vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi."} {"year":"2021","id":"322","intro":"Keflavík er áfram eitt á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir leiki gærkvöldsins. Stjarnan og Þór Þorlákshöfn fylgja fast á hæla Garðbæinga.","main":"Stjarnan mætti Tindastóli í Garðabænum í gærkvöld. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá upphafi og það var ekki fyrr en á lokakafla leiksins að Stjörnumenn sigldu fram úr og unnu fimm stiga sigur, 98-93. Stjarnan er í 2.-3. sæti deildarinnar ásamt Þór Þorlákshöfn, nú tveimur stigum frá toppliði Keflavíkur sem vann Hött í gær með 20 stiga mun, 93-73. Grindavík vann Val, 97-85 og þá vann Þór Þorlákshöfn Njarðvík með tveimur stigum, 91-89.\nHM í skíðagöngu heldur áfram í dag og nú stendur yfir keppni í 10 kílómetra göngu kvenna. Therese Johaug er ríkjandi heimsmeistari í greininni og er hún talin afar sigurstrangleg en útsending frá keppninni hófst klukkan korter yfir tólf á RÚV.\nBoris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er spenntur fyrir því að halda heimsmeistaramótið í fótbolta á Bretlandseyjum árið 2030. Bretland og Írland myndu þá bjóða sameiginlega í mótið. Það verður þó ekki formlega hægt að sækja um fyrr en á næsta ári en knattspyrnusambönd Englands, Skotlands, Wales, Norður-Írlands og Írlands eru afar spennt yfir þessum áhuga bresku ríkisstjórnarinnar. Fótboltinn verður líka áberandi á Bretlandseyjum í sumar en ljóst er að undanúrslit og úrslit Evrópumóts karla verða spiluð á Wembley í Lundúnum. Þá mun lokakeppni Evrópumóts kvenna fara fram á Englandi á næsta ári og þar verður Ísland á meðal þátttökuþjóða.\nEinn leikur verður spilaður í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þar mætast Manchester City og Úlfarnir á Etihad-vellinum í Manchester. City er með 62 stig og á toppi deildarinnar og aukið forskot sitt í 15 stig með sigri en Úlfarnir sitja í 12. sætinu með 34 stig eftir 26 leiki. Everton lagði Southampton í eina leik gærkvöldsins. Gylfi Þór Sigurðsson var fyrirliði Everton og lagði upp eina mark leiksins fyrir Richarlison á 14. mínútu. Everton er áfram í 7. sætinu, nú með jafnmörg stig og Liverpool.","summary":"Keflavík heldur sigurgöngu sinni áfram í úrvalsdeild karla í körfubolta. og keppni á HM í skíðagöngu verður fram haldið í dag."} {"year":"2021","id":"322","intro":"Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að láta Veðurstofuna fá 60 milljóna aukafjárveitingu til að standa straum af kostnaði við vöktun og mönnun á Reykjanesskaga. Við náðum tali af Katrínu Jakobsdóttur forsætirsráðherra eftir fundinn, sem lauk nú rétt í þessu.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"323","intro":"Sveitarfélagið Hornafjörður og 20 fyrirtæki í bænum undirrituðu á föstudag yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum í samstarfi við Festu. Á Hornafirði valda hverfandi jöklar landrisi og losa um bergskriður sem vofa yfir íbúum í Öræfum.","main":"Íbúar í sveitarfélaginu Hornafirði horfa upp á áhrif loftslagsbreytinga og hopandi jökla. Landið lyftist, sem gerir innsiglinguna erfiðari, og ófallnar bergskriður blasa við þegar jöklarnir hverfa. Sveitarfélagið og 20 fyrirtæki undirrituðu loftslagsyfirlýsingu á föstudag. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri segir að samstarf við fyrirtækið Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, auðveldi fyrirtækjum og stofnunum heima fyrir að halda utan um losun og mæla árangur.\nOft er vandkvæðum bundið að ná tökum á þessum mælingum á útblæstrinum; kolefnissporinu. Loftslagsmælir Festu hjálpar okkur að ná tölum á þessa mælikvarða. Grunnmarkmiðið er að draga úr og fylgja þannig eftir markmiðum ríkisstjórnarinnar um að draga úr losun um 55% eða meira til ársins 2030, miðað við árið 1990. Og ef það á að nást verða svietarfélög í landinu að vinna með ríkisstjórninni í þessum málum.\nHornafjörður er þriðja sveitarfélagið sem stendur að slíkri undirritun ásamt fyrirtækjum á svæðinu og Festu. Reykjavíkurborg reið á vaðið 2015 og Akureyrarbær var næstur árið 2019.\nMatthildur segir að loftslagsbreytingar hafi mikil og sýnileg áhrif á Hornafirði og í öðrum Vatnajöklasveitum.\nVið sjáum þessi umhverfisáhrif raungerast dag frá degi. Bara með því að horfa á jöklana og bera saman myndir ár frá ári. (Og eftir því sem jöklarnir hopa þá er landið að rísa er það ekki á Hornafirði?) Jú það er að gerast og við byggjum afkomu okkar meðal annars á sjávarútvegi og það er áhyggjuefni að land rís hér en það hefur áhrif á innsiglinguna til dæmis inn í höfnina. Jafnframt erum við að glíma við náttúruvá af völdum hopunar skriðjökla. Það er minni stuðningur við hlíðar fjalla og við erum meðal annars með bergsprungu á Svínafellsheiði fyrir ofan Freysnes sem skapar mikla hættu fyrir íbúa í Öræfunum. Þegar sækir fram í sérstaklega og eftir því sem umhverfisáhrifin verða meiri.","summary":null} {"year":"2021","id":"323","intro":"Sjötíu og níu prósenta hækkun varð á verði fyrir minkaskinn á uppboði sem nú er nýlokið í Kaupmannahöfn. Talsmaður íslenskra loðdýrabænda segir þetta gefa minkabændum vind í seglin, enda sé mikil eftirspurn eftir skinnum.","main":"Algert hrun varð í sölu á minkaskinnum í kjölfar heimsfaraldursins og setti það allar áætlanir íslenskra minkabænda úr skorðum, því í byrjun síðasta árs leit úr fyrir að salan væri að glæðast. En nú virðast breytingar fram undan því mikil hækkun varð á uppboði í Kaupmannahöfn í síðustu viku.\nÞað voru boðnar tli sölu rúmlega tvær milljónir skinna og það seldist allt sem boðið var til sölu.\"\nSegir Einar Eðvald Einarsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda. Þarna segir hann vera að ganga eftir þær væntingar sem menn höfðu um að ástandið myndi batna þegar faraldurinn gengi yfir.\nNúna bara hungrar markaðinn í skinn. Það hefur víða verið vetur í heiminum og góða sala í búðum í Asíulöndum núna síðustu vikur.\"\nEn þrátt fyrir þessa miklu verðhækkun núna sé skinnaverð enn undir framleiðslukostnaði. Verðið á síðasta ári hafi verið nánast helmingi of lágt.\nEn það að fá núna 79 prósenta hækkun á einu uppboði og síðan þær fregnir sem við höfum frá kaupendum og úr smásölunni og frá framleiðendum, þær gefa ekkert annað til kynna en að verðið haldi áfram að hækka. Og ég er verulega bjartsýnn á að það fari yfir framleiðslukostnað á næsta uppboði og að þetta verði bara mjög gott á komandi mánuðum.\"","summary":null} {"year":"2021","id":"323","intro":"Jörð skelfur enn á Reykjanesskaganum og hafa nærri tuttugu stórir skjálftar mælst þar síðan á miðnætti. Sá stærsti var 4,9 að stærð og varð klukkan hálf tvö í nótt. Við ræðum við náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands í fréttatímanum.","main":"Að minnsta kosti 17 stórir skjálftar, yfir þremur að stærð, hafa orðið á Suðurnesjum síðan á miðnætti. Sá stærsti var 4,9, um klukkan hálf tvö í nótt. Þetta er meiri virkni heldur en á sama tíma í gær. Náttúruhamfaratryggingum hafa borist á annan tug tilkynninga um tjón vegna skjálftanna undanfarna daga.\nYfir tíu þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu við Keili og Fagradalsfjall síðan á miðvikudag og nokkuð margir öflugir nú í morgun sem hafa fundist greinilega. Stærsti skjálftinn í hrinunni var að morgni miðvikudagsins, 5,7 að stærð, og svo fylgdi annar, fimm að stærð, strax á eftir. Í nótt, um klukkan hálf tvö, vakti snarpur 4,9 skjálfti eflaust marga íbúa suðvesturhornsins. Náttúruhamfaratryggingum hafa borist 15 tjónatilkynningar vegna skjálftanna síðustu daga, en ekkert meiriháttar.\nsegir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Hann undirstrikar að enn sé unnið samkvæmt tveimur mögulegum sviðsmyndum. Annars vegar að skjálftahrinan haldi áfram með svipuðum skjálftum og síðustu daga, jafnvel örlítið stærri.\nÞó að skjálftarnir hristi líklega upp í flestum, þá virðast þeir ekki hafa nein eiginleg áhrif á starfsemi eða daglegt líf fólks. Til að mynda hefur engum skurðaðgerðum verið frestað á Landspítalanum, samkvæmt upplýsingum þaðan, og stendur ekki til að gera það. Hættustig Almannavarna hefur verið í gildi síðan á miðvikudag og nær það til Suðurnesja, höfuðborgarsvæðisins og Árnessýslu. Fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni við brattar hlíðar á Suðurnesjum vegna hættu á grjóthruni og þá er sérstaklega mælst til þess að göngufólk bíði með ferðir á Keili, þar sem flestir skjálftarnir eiga upptök sín einmitt þar. Sprungur hafa myndast í vegum á Suðurnesjunum, en það er ekkert sem bendir til þess að þar undir séu stórar sprungur heldur virðist steypan einfaldlega hafa brotnað í átökunum.","summary":"Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga og hafa nærri tuttugu skjálftar yfir þremur að stærð mælst þar síðan á miðnætti. Sá stærsti var 4,9 að stærð og varð klukkan hálf tvö í nótt. Við ræðum við náttúruvársérfræðing á Veðurstofu Íslands rétt á eftir. "} {"year":"2021","id":"323","intro":"Herstjórnin í Mjanmar hefur bætt við tveimur ákæruliðum gegn Aung San Suu Kyi, brotum á fjarskiptalögum og að hvetja til borgaralegrar óhlýðni. Hún kom fyrir rétt í dag.","main":"Aung San Suu Kyi, sem sett var af sem leiðtogi Mjanmar fyrir mánuði, kom í dag fyrir rétt í Naypyidaw (Nebbji-daa), höfuðborg landsins. Þar svaraði hún til saka sem almennt er talið að séu uppspuni herforingjastjórnar landsins. Tveimur ákæruliðum hefur verið bætt við þá sem fyrir voru.\nSuu Kyi hafði ekki sést opinberlega frá því að henni og samherjum hennar var bolað frá völdum. Fjarfundarbúnaður var notaður við yfirheyrsluna í dag. Lögmaður hennar sagði í viðtali við AFP-fréttastofuna að hún hefði virst við góða heilsu.\nHún er sökuð um að hafa brotið lög um inn- og útflutning vegna óskráðra lítilla talstöðva, svonefndra labb rabb-stöðva sem sagðar eru hafa fundist á heimili hennar. Hún á einnig að hafa brotið sóttvarnalög með því að efna til kosningafundar í haust þegar það var bannað vegna COVID-19 faraldursins. Lögmaður Suu Kyi sagði að henni hefðu verið birtar tvær ákærur í viðbót í dag, brot á fjarskiptalögum og að hafa hvatt landsmenn til borgaralegrar óhlýðni. Honum var ekki heimilað að ræða við hana áður en réttarhöldin hófust.\nFólk hefur safnast saman víða um Mjanmar í dag og krafist þess að lýðræðislega kjörin stjórn taki aftur við völdum. Í gær skutu hermenn og lögreglumenn á lýðræðissinna. Átján létust, samkvæmt heimildum Sameinuðu þjóðanna.","summary":"Herstjórnin í Mjanmar hefur bætt við tveimur ákæruliðum gegn Aung San Suu Kyi, brotum á fjarskiptalögum og að hvetja til borgaralegrar óhlýðni. Hún kom fyrir rétt í dag."} {"year":"2021","id":"323","intro":"Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði er enn án björgunarjeppa eftir skriðuföllin í demember. Sveitin er í mikilvægu hlutverki við að bjarga fólki af Fjarðarheiði og tryggja sjúkraflutninga í ófærð. Formaður Ísólfs segir aðrar björgunarsveitir hjálpa til og jeppa í einkaeigu tiltæka í neyð.","main":"Björgunarsvetin Ísólfur á Seyðisfirði er enn jeppalaus eftir skriðuföllin í desember þar sem trukkur sveitarinnar skemmdist.\nVið erum kannski ekki alveg í bestu málunum eins og er. Við erum með einn óbreyttan bíl sem nýtist okkur kannski ekki mikið á Fjarðarheiðina. Þegar skriðuföllin voru vorum við með einn í vélarskiptum sem sagt breyttan bíl og hann er ekki alveg kominn á lappirnar en það styttist. Svo náttúrulega fór trukkurinn okkar dálítið illa í skriðunni. Hann er nú lagður af stað í bataferli skilst mér. (Og hvernig leysiði þetta þá með Fjarðarheiðina á meðan?) Fjarðarheiðin er bara samvinnuverkefni. Við eigum mjög góða félaga bæði í björgunarsveitinni Hérað og björgunarsveitinni Jökli á Jökuldal. Þeir bakka okkur upp eins og fyrr. Þeir leisa þetta á meðan við erum í þessari lægð. En við eigum svo sem bakkup í einkabílum líka ef illa fer og förum á móti þeim en þetta er staðan akkúrat núna en hún fer batnandi vonandi.\nStóra skriðan sem féll 18. desember skemmdi húsnæði Ísólfs og lenti meðal annars á nýbyggðu 200 fermetra tækjahúsi.\nÆtlið það hafi ekki verið sirka vika síðan við settum síðustu hurðina í húsið áður en skriðan kom á það. Þetta skemmdist nú aðeins hjá okkur. Það skemmdust einhverjar hurðar og einingar en eins og staðan er í dag þá vitum við ekki annað en að við megum vera þarna þangað til eitthvað annað kemur í ljós. Maður veit ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Það er búið að sem sagt aflétta rýmingu þarna og við erum komnirí húsið okkar og starfsemin er smátt og smátt að skríða saman.\nVegna erfiðleikanna fékk Ísólfur fimm milljónir í styrk frá ríkisstjórninni auk framlaga fram einstaklingum fólki og fyrirtækjum.\nVið höfum fengið mjög góðan velvilja og þökkum kærlega fyrir þann velvilja sem okkur hefur verið sýndur og það nýtist mjög vel í að koma þessu á lappirnar aftur.","summary":"Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði er enn án björgunarjeppa eftir skriðuföllin í demember. Sveitin er í mikilvægu hlutverki við að bjarga fólki af Fjarðarheiði og tryggja sjúkraflutninga í ófærð. "} {"year":"2021","id":"323","intro":"Spennan hélt áfram í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöld. Fimm stig skilja að liðin í efsta og níunda sæti deildarinnar.","main":"Selfoss tók á móti Stjörnunni og þar réðust úrslitin á lokasekúndunum. Stjörnumenn jöfnuðu metin í 28-28 þegar 35 sekúndur voru til leiksloka. Selfoss skoraði úr næstu sókn en tíminn sem eftir lifði var of naumur fyrir Stjörnumenn og Selfoss vann því eins marks sigur, 29-28. Selfoss fór upp í þriðja sætið með sigrinum en Selfyssingar eru nú með 15 stig, tveimur stigum frá toppliði Hauka. Þá vann Fram KA í Safamýrinni, 26-22, og eru Framarar enn ósigraðir á heimavelli á leiktíðinni. Fram og Stjarnan eru nú í 8. og 9. sæti deildarinnar með 12 stig, en þó aðeins fimm stigum frá Haukum. Þrír leikir verða spilaðir í kvöld. Haukar mæta Gróttu á Ásvöllum, Þór fær Aftureldingu í heimsókn norður í land og þá mætast Valur og FH á Hlíðarenda.\nTveir leikir voru spilaðir í körfuboltanum hér heima í gær. Skallagrímur og Keflavík mættust í úrvalsdeild kvenna þar sem Keflvíkingar unnu fjögurra stiga sigur, 71-67, og er Keflavík því áfram með fullt hús stiga eftir níu umferðir en Skallagrímur er í 5. sæti deildarinnar. Í karlaflokki mættust ÍR og KR í Breiðholti og þar höfðu KR-ingar betur, 91-84. Fjórir leikir verða spilaðir í úrvalsdeild karla í kvöld; Þór Þorlákshöfn mætir Njarðvík, Keflavík fær Hött í heimsókn, Grindavík og Valur eigast við og þá tekur Stjarnan á móti Tindastóli. Keflavík er einnig á toppi úrvalsdeildar karla með 16 stig en Haukar reka lestina með fjögur stig eftir tíu leiki.\nBandaríkjamaðurinn Collin Morikawa sigraði á móti helgarinnar á PGA-mótaröðinni í golfi en Morikawa lék á 18 höggum undir pari, þremur höggum betur en þeir Viktor Hovland, Brooks Koepka og Billy Horschel sem allir léku á fimmtán undir. Fjölmargir kylfingar sýndu Bandaríkjamanninum Tiger Woods, sem lenti í alvarlegri bílveltu í síðustu viku, stuðning með því að mæta til leiks á lokadegi mótsins í einkennisklæðnaði Woods; í rauðum stuttermabol og svörtum buxum. Hin sænska Annika Sörenstam lék líka í rauðu í gær á lokadegi Gainbridge-mótsins á LPGA-mótaröðinni í golfi en þetta var fyrsta mót Sörenstam í þrettán ár. Sörenstam er fimmtug og ákvað að gamni sínu að taka þátt í mótinu. Hún komst í gegnum niðurskurðinn en endaði í 74. sæti á samtals þrettán höggum yfir pari. Bandaríkjakonan Nelly Korda fagnaði sigri á mótinu á samtals 16 höggum undir pari.","summary":"Mikil spenna er í úrvalsdeild karla í handbolta. Fimm stig skilja að liðin í efsta og níunda sæti deildarinnar."} {"year":"2021","id":"324","intro":"Öryggissveitir herforingjastjórnarinnar í Mjanmar gengu harðar fram gegn mótmælendum í morgun en nokkru sinni frá því hún rændi völdum fyrir mánuði. Að minnsta kosti sex mótmælendur voru skotnir til bana. Sendiherra landsins gagnvart Sameinuðu þjóðunum hefur verið rekinn.","main":"Eftir því sem mótmælin gegn valdaráni herforingjastjórnarinnar hafa færst í aukana hefur lögregla gengið lengra í að kæfa þessi mótmæli. En þau hafa ekki áður verið eins blóðug og í morgun.\nLögreglan notaði ekki aðeins táragas, gúmmíkúlur og vatnssprautur til að dreifa mótmælendum - skotvopnum var líka óspart beitt. Þrír voru skotnir til bana í borginni Dawei í suðausturhluta landsins og hefur AFP-fréttastofan eftir björgunarfólki að minnst tuttugu hafi særst þar. Þá voru tveir unglingar skotnir til bana í borginni Bago og einn rúmlegra tvítugur mótmælandi í höfuðborginni Yangon. Þetta eru þau dauðsföll sem fjölmiðlar í landinu hafa staðfest. Að minnsta kostu fjögur hundruð sjötíu og níu manns voru handteknir í mótmælum í gær, en ekki hafi komið fram tölur um hversu margir þeir voru í morgun.\nSendiherra Mjanmar á vegum Sameinuðu þjóðanna, Kyaw Moe Tun, var rekinn í gær vegna ræðu þar sem hann kallaði eftir hjálp við að koma hernum frá völdum. Herforingjastjórnin sagði í tilkynningu sem var lesin upp í ríkissjónvarpi landsins að hann hefði svikið þjóðina og misnotað vald og ábyrgð sendiherra. Þetta varð ekki til að róa mótmælendur. Sameinuðu þjóðirnar líta hins vegar svo á að hann sé enn í embætti, þar sem þær viðurkenna ekki herforingjastjórnina sem réttmæta valdhafa.\nTil stendur að halda réttarhöldum yfir Aung Sang Suu Syi, sem var leiðtogi Mjanmar fram að valdaráninu, áfram á morgun en hún er ákærð fyrir ólöglegan innflutning á talstöðvum og brot á sóttvarnarreglum með því að hvetja til hópamyndunar. Lögmaður hennar hefur aðeins fengið að tala við hana í gegnum fjarfundarbúnað. Hann sagði við AFP-fréttastofuna að í réttarhöldunum gæti allt gerst.","summary":"Að minnsta kosti sex voru skotnir til bana í mótmælum í Mjanmar í morgun. Þetta eru mannskæðustu mótmælin í landinu frá því herforingjastjórnin rændi þar völdum. "} {"year":"2021","id":"324","intro":"Akureyrarbær hefur greitt hátt í tvo milljarða króna með rekstri hjúkrunarheimila í bænum frá 2012. Bæjarfulltrúi í bænum segir að ekki sé grundvöllur fyrir áframhaldandi rekstri heimilanna.","main":"Fjárhagsstaða nokkurra hjúkrunarheimila í landinu hefur verið slæm að undanförnu, og einhver þeirra hafa þurft að taka yfirdrátt. Fjögur sveitarfélög hafa tilkynnt Sjúkratryggingum Íslands að þau framlengi ekki samninga um rekstur hjúkrunarheimila þegar núgildandi samningar renna út. Samningar við þau renna út á fyrri hluta þessa árs og hefur rekstur þeirra verið auglýstur. Fréttastofa kallaði eftir upplýsingum frá nokkrum þessara sveitarfélaga.\nÍris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir að uppsafnað rekstrartap sveitarfélgasins, vegna rekstrar hjúkrunarheimilisins Hraunbúða, nemi tæpum 500 milljónum króna frá árinu 2010. Að meðaltali hafi bærinn greitt tæpar 45 milljónir með heimilinu á ári síðastliðin 11 ár.\nÞær upplýsingar fengust frá Fjarðarbyggð að sveitarfélagið hefði greitt 130 milljónir með hjúkrunarheimilum síðastliðin þrjú ár, þar af um 60 milljónir í fyrra.\nOg á bæjarstjórnarfundi á Akureyri í síðustu viku var farið yfir stöðu öldrunarheimila bæjarins. Á fundinum kom fram að bærinn hefði greitt 1.700 milljónir króna með rekstri þeirra frá 2012 til 2020. Þá kom fram að það vanti hátt í 400 milljónir í reksturinn á þessu ári. Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi á Akureyri, fór yfir málið á fundinum.\nEn hins vegar er ljóst að það er ekki grundvöllur fyrir því að reka hjúkrunarheimili með þessum fjárframlögum sem eru í daggjöldum í dag. Hins vegar er beðið eftir skýrslu sem kemur frá Gylfa Magnússyni og hóp sem var myndaður í kringum rekstur öldrunarheimila og væntingar eru um að meira fjármagn fáist. En hins vegar er það einlægur ásetningur okkar í bæjarstjórn að skila rekstrinum. Það er bara þannig að við getum ekki og eigum ekki að vera að greiða niður þjónustu fyrir ríkið.","summary":"Þrjú sveitarfélög hafa greitt samanlagt yfir tvo milljarða króna með hjúkrunarheimilum á undanförnum árum. Þau hafa öll ákveðið að endurnýja ekki samninga við Sjúkratryggingar um áframhaldandi rekstur þeirra."} {"year":"2021","id":"324","intro":"Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur samþykkt notkun bólefnis Johnson&Johnson gegn Covid nítján. Aðeins þarf að gefa einn skammt af efninu til að fá vernd gegn veirunni.","main":"Í tilkynningu frá stofnuninni segir að bóluefni Johnson&Johnson virki afar vel gegn því að menn veikist illa af Covid nítján. Það eigi líka við um nýrri afbrigði veirunnar sem veldur sjúkdómnum. Verndin er þó ekki eins mikil og hjá bóluefnum Pfizer og Moderna - var tæp áttatíu og sex prósent í prófunum í Bandaríkjunum en virknin fór allt niður í sextíu og sex prósent í nýlegri tilfellum í löndum eins og Suður-Afríku og Brasilíu. Það sem skiptir þó sköpum að mati lyfjastofnunarinnar er að bóluefnið komu í veg fyrir dauðsföll og sjúkrahúsinnlagnir.\nÞað sem gerir bóluefni Johnson&Johnson frábrugðið hinum tveimur er að aðeins þarf einn skammt til að fá vernd gegn veirunni, auk þess sem aðeins þarf að geyma það í venjulegum kæli en ekki í frosti. Fyrirtækið hefur tilkynnt að það hyggist afhenda tuttugu milljónir skammta fyrir lok mars, og hundrað milljónir skammta fyrir lok júní. Bandaríkjastjórn ætlar að þrýsta á að það gerist fyrr. Allar líkur eru á að fyrstu bólusetningarnar með því verði síðar í þessari viku. Nú hafa yfir sextíu og fimm milljónir Bandaríkjamanna fengið að minnsta kosti fyrri skammtinn af hinum bóluefnunum tveimur.\nJoe Biden forseti Bandaríkjanna fagnaði áfanganum í yfirlýsingu en hvatti fólk þó til að viðhafa áfram persónubundnar sóttvarnir.\nEvrópusambandið hefur pantað tvö hundruð milljónir skammta af bóluefni Johnson&Johnson og er áætlað að það fá markaðsleyfi þar ellefta mars.","summary":"Bóluefni Johnson&Johnson gegn COVID nítján hefur verið samþykkt til notkunar í Bandaríkjunum. Það veitir minni vernd en fyrri bóluefni en aðeins þarf að gefa einn skammt af því."} {"year":"2021","id":"324","intro":"Hörmungardagar standa yfir á Hólmavík nú um helgina. Þar er öllu því sem er hörmulegt gert hátt undir höfði.","main":"Þetta var hljómsveitin Stebbi, sem flutti frumsamið lag sitt Stebbi í draumalandi í opnunaratriði Hörmungardaga. Hörmungardagar eru hátíð alls þess ömurlega, ómögulega, neikvæða og niðurdrepandi í heiminum á versta tíma ársins, í dimmum og köldum febrúar. Eða þannig er hátíðinni í það minnsta lýst. Esther Ösp Valdimarsdóttir, tómstundafulltrúi í Strandabyggð, er ein skipuleggjenda.\nÞað vantar oft svona rými fyrir það sem er neikvætt og það sem er svona, tuð og nöldur og niðurrif og ýmislegt svona. Líka til að fjalla bara um hluti sem við ættum að gefa betri gaum.\nÁ dagskránni eru meðal annars draugagöngur og sjálfsvorkunnarnámskeið, hægt verður að hlýða á hörmungarkvein og snæða hungursneið. Margt af þessu er í streymi.\nEsther segir minni pressu að skipuleggja Hörmungardaga en aðrar hátíðir, eins og Hamingjudaga sem eru haldnir að sumri.\nAf því það má alveg vera leiðinlegt, og það má allt fara í vaskinn því það yrði bara partur af prógramminu.\nEsther hvetur alla til að taka þátt, og gefa því hörmulega pláss þessa helgina. Engin sé hamingjan án þess hörmulega.","summary":null} {"year":"2021","id":"324","intro":"Fleiri en tíu þúsund skjálftar hafa mælst í hrinunni sem stendur yfir á Reykjanesskaga. Snarpur skjálfti varð suðvestur af Keili um hálftólf í morgun, sá mældist 4,7. Alls hafa mælst tuttugu og tveir skjálftar yfir þremur frá miðnætti.","main":"Laust eftir miðnættið varð skjálfti af stærðinni 4.7 og laust fyrir klukkan átta í morgun annar af stærðinni 4. Með skjálftanum nú laust fyrir hádegi hafa 3 skjálftar mælst stærri en 4 frá því í gær.\nSkjálftinn í gærkvöld og nú fyrir hádegi áttu upptök sín um þrjá kílómetra suðvestur af Keili. Á þriðja tug skjálfta yfir 3 af stærð hafa mælst frá miðnætti.\nJakob Jónsson, hafnsögumaður sem búsettur er í Vogum á Vatnsleysuströnd kveðst nokkuð rólegur þrátt fyrir stöðuga jarðskjálfta og umfjallanir um mögulegt eldgos á Reykjanesskaga. Fjölskyldan hefur þó búið sig undir að bregðast við, fari allt á versta veg.\nVið ræddum þetta sérstaklega eftir að maður sá spá fyrir hugsanlegt hraunstreymi, sem gerist ekki einn tveir og svona en ég ákvað það að vera amk undirbúinn þannig að við útbjuggum tösku með nauðsynjahlutum sem við þurfum og hún er hérna tilbúin og verður tekin með ef við þyrftum að yfirgefa svæðið með skömmum fyrirvara.\nStöðufundur almannavarna var haldin í morgun. Þar er farið yfir sviðsmyndir og gerðar áætlanir um viðbrögð á svæðinu.","summary":"Ekki virðist draga úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga. Snarpur skjálfti, 4,3, mældist suðvestur af Keili um hálftólf í morgun. Hann var sá þriðji yfir fjórum frá miðnætti."} {"year":"2021","id":"324","intro":"Valur komst á topp úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í gærkvöld með öruggum sigri á KR. KR-ingar sitja aftur á móti á botni deildarinnar.","main":"Valskonur tóku snemma afgerandi forystu á Hlíðarenda í í gærkvöld og sigur liðsins var aldrei í hættu. Kiana Johnson var stigahæst hjá Val með 17 stig en Finninn Annika Holopainen var með 28 stig fyrir KR. Holopainen skoraði um 60% stiga KR í leiknum því Vesturbæjarliðið skoraði aðeins 46 stig en lokatölur urðu 73-46. Valur náði með sigrinum tveggja stiga forskoti á Keflavík á toppnum en Keflavík á þrjá leiki til góða. Annan deildarleikinn í röð skoraði KR undir 50 stig en liðið situr á botninum eftir tíu töp í ellefu leikjum.\nBjörk og Gerpla endurheimtu bikartitla sína á bikarmótinu í frjálsum æfingum í áhaldafimleikum í gær. Gerpla átti einnig stigahæstu keppendur mótsins, Hildur Maja Guðmundsdóttir var stigahæst í kvennaflokki og Valgarð Reinhardsson var stigahæstur í karlaflokki. Vegna Covid-19 var þetta fyrsta mótið hér á landi í áhaldafimleikum í heilt ár og Valgarð segir mikla eftirvæntingu hafa ríkt hjá keppendum.\nNú í hádeginu hófst bein útsending frá keppni í liðaspretti á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu í Oberstdorf í Þýskalandi. Von er spennandi keppni en hún er sýnd á RÚV 2.","summary":"Valur komst á topp úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í gærkvöld með öruggum sigri á KR. KR-ingar sitja aftur á móti á botni deildarinnar"} {"year":"2021","id":"325","intro":"Allir íbúar í norðvesturhverfinu í Kaupmannahöfn þurfa að fara í Covid-próf um helgina vegna útbreiðslu suðurafríska afbrigðisins af Covid nítján þar. Þá greindist metfjöldi smita í Ósló í gær.","main":"Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn sendu frá sér tilkynningu um smitin í norðvesturhverfinu síðdegis í gær. Ekki var upplýst hversu margir væru smitaðir, aðeins að þeir væru færri en tíu. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að smitið hefði komið upp í tveimur nágrannafjölskyldum, sem hafi annars ekki mikil samskipti sín á milli. Áður en þetta koma upp höfðu þrettán tilfelli greinst af suðurafríska afbrigðinu í Danmörku, en það hefur einnig greinst í Svíþjóð.\nPrófunin gerist með tvennum hætti - annars vegar er fólk boðað með textaskilaboðum í síma og hins vegar er gengið í hús. Fjöldi fólks hefur þegar flykkst í Covidpróf í dag. Jens Lundgreen prófessor við ríkissjúkrahús Danmerkur segir nauðsynlegt að koma böndum á afbrigðið.\nÞetta var ekki það sem við þurftum á að halda, segir Lundgreen. Bæði er þetta afbrigði, rétt eins og það breska, meira smitandi en það sem við var að fást í haust auk þess sem vísbendingar séu um að bóluefni veiti ekki eins mikla vernd gegn þessu afbrigði eins og öðrum.\nEn vandræði með Covid eru víðar á Norðurlöndum. Tvö hundruð fjörutíu og fimm smit greindust í Ósló í gær. Þetta er það mesta sem hefur greinst í borginni á einum segi, og helmingi fleiri en að meðaltali síðustu vikuna. Camilla Stoltenberg forstjóri lýðheilsustofnunar Noregs lýsir yfir áhyggjum af þróuninni. Ekki sé lengur öruggt að hægt sé að halda smitum niðri með prófunum, einangrun, sóttkví og smitrakningu. Borgaryfirvöld í Ósló hafa boðað til blaðamannafundar á morgun vegna stöðunnar og þá verða boðaðar hertar aðgerðir þar.","summary":"Suðurafríska afbrigðið af Covid nítján veirunni greindist í norðvesturhverfi Kaupmannahafnar í gær og þurfa allir íbúar að fara í Covidpróf. Þá verða aðgerðir líklega hertar í Ósló eftir helgi vegna fjölda smita þar."} {"year":"2021","id":"325","intro":"Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í morgun björgunarpakka upp á hátt í tvö þúsund milljarða bandaríkjadala. Þingmaður Demókrata segir þetta verða til þess að Bandaríkin snúi vörn í sókn.","main":"Atkvæðagreiðslan fór nánast eftir flokkslínum - tvö hundruð og nítján samþykktu, tvö hundruð og tólf voru á móti. Tveir Demókratar greiddu atkvæði á móti. Samkvæmt lögunum eru milljarðar dollara settir í dreifingu bóluefna auk þess sem flestir Bandaríkjamenn fá fjárstyrk upp á fjórtán hundruð dollara, eða tæpar hundrað og áttatíu þúsund krónur. Þá verða ríki og lítil fyrirtæki einnig styrkt. Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlaði einnig að hækka lögbundin lágmarkslaun frá rúmum sjö dollurum upp í fimmtán dollara, en embættismenn í öldungadeildinni höfðu úrskurðað að það væri ekki hægt. Demókratar stefna þó enn að því að koma þessu ákvæði inn.\nBrendan Boyle þingmaður Demókrata sagði í atkvæðagreiðslunni að eftir ár sem einkennst hefði af dauðsföllum og neyð séu Bandaríkjamenn nú að snúa vörn í sókn.\nÞetta eru næstmestu fjárútlát í sögu Bandaríkjanna - næst á eftir tvö þúsund milljarða dollara björgunarbakka sem Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í mars í fyrra til að hefta útbreiðslu verunnar. Repúblíkanar segja að pakkinn sé of dýr og í honum sé of mikið af gæluverkefnum Demókrata sem tengist ekki faraldrinum á nokkurn hátt.\nÖldungadeildin verður að staðfesta lögin endanlega, og þar hangir meirihluti Demókrata á oddaatkvæði Kamölu Harris varaforseta.","summary":"Nýr björgunarpakki vegna Covid nítján faraldursins var samþykktur í fulltrúadeild Bandaíkjaþings í morgun. Hátt í tvö þúsund milljarðar bandaríkjadala verða settir í bóluefnadreifingu og styrki til heimila og fyrirtækja."} {"year":"2021","id":"325","intro":"Skjálftahrinan á Reykjanesskaga stendur enn yfir. Rétt rúmlega 8 í morgun varð skjálfti af stærðinni 5,2. Sá fannst um allan vesturhluta landsins. Virknin er áfram bundin við svæðið norðaustan Fagradalsfjalls.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"325","intro":"Það er eðlilegt að finna fyrir kvíða þegar jörð skelfur jafnmikið og raun ber vitni. Þetta segir sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni. Þeir sem finni fyrir miklum kvíða þurfi að minna sig á að hætta sé líklega ekki mikil.","main":"Sóley Dröfn Davíðsdóttir, sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni, segir að þeir sem finna fyrir miklum kvíða í þeim náttúruhamförum sem nú standa yfir, þurfi að gera eitthvað í stöðunni. Hún segir hins vegar að kvíði geti verið eðlilegur undir þessum kringumstæðum.\nÞað fer svolítið eftir því hvað kvíðinn er mikill. Það er alveg eðlilegt að vera pínu vakandi yfir þessu og kannski eilítið á varðbergi. En ef við erum mjög hrædd, þá erum við líklega að ofmeta hættuna og vanmeta getu okkar til þess að takast á við þetta.\nSóley segir að meta þurfi hvort kvíðinn sé eðlilegur, eða hvort hann sé kominn yfir ákveðin mörk.\nÞað tengist því hvernig maður hugsar. En kvíði er mjög sterkt, líkamlegt viðbragð, eins og öröndun, hjartsláttur, svimi og sviti. Þannig að það eru fullt af einkennum sem heyra til kvíða. Þannig að ef þessi einkenni eru orðin mjög sterk, þá er kannski eitthvað sem þarf að gera í stöðunni.\nSóley segir að gott sé fyrir fólk að minna sig á að hættan sé líklega ekki mikil. Þá sé mikilvægt að halda áfram með daglegt líf og haga sér eðlilega. Loks sé gott að tala við börnin um stöðuna, enda geti þau einnig fundið fyrir kvíða.\nKannski bara að tala um þetta sem áhugavert fyrirbæri, fræða þau aðeins um hvað er í gangi því öll þekking dregur úr ótta. Skoða þetta bara af forvitni og minna sig á að þetta eru ekki það sterkir skjálftar. Og þeir draga líka úr spennu, svona litlir skjálftar, þannig að það er kannski alslæmt að þeir eigi sér stað.","summary":"Það er eðlilegt að finna fyrir kvíða þegar jörð skelfur jafnmikið og raun ber vitni. Þetta segir sálfræðingur á Kvíðameðferðarstöðinni. Þeir sem finni fyrir miklum kvíða þurfi að minna sig á að ekki er mikil hætta á ferðum."} {"year":"2021","id":"325","intro":"Jarðskjálftahrinan sem nú gengur yfir Reykjanesið er áþekk fyrri hrinum á svæðinu að öðru leyti en því, að áður náði svipuð atburðarás yfir margra ára tímabil. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hann telur ekki líkur á stórhamförum á skaganum.","main":"Jarðskjálftahrinan sem nú gengur yfir er ólík fyrri hrinum á Reykjanesskaga að því leyti, að atburðarásin er mun hraðari en fólk á að venjast. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Skjálftar á Reykjanesskaga verði ekki eins stórir og á Suðurlandsundirlendinu, og Páll telur því ekki hættu á miklum hamförum.","summary":"Jarðskjálftahrinan sem nú gengur yfir Reykjanesskaga er áþekk fyrri hrinum á svæðinu að öðru leyti en því, að áður náði svipuð atburðarás yfir margra ára tímabil. Þetta segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hann telur ekki líkur á stórhamförum á skaganum."} {"year":"2021","id":"325","intro":"Þorvaldur Sigurðsson er hættur sem þjálfari Þórs í úrvalsdeild karla í handbolta. Þorvaldur óskaði sjálfur eftir því að hætta.","main":"Þorvaldur hefur stýrt liðinu ásamt Halldóri Erni Tryggvasyni sem mun stýra liðinu einn það sem eftir lifir tímabilsins. Þorvaldur óskaði sjálfur eftir því að hætta.\nÞór er í 11. sæti deildarinnar af 12 og allt stefnir í harða fallbaráttu hjá norðanmönnum. Þorvaldur var á árum áður leikmaður og fyrirliði Þórs og hefur starfað lengi fyrir félagið, bæði sem þjálfari og um tíma sem formaður handknattleiksdeildar. Næsti leikur Þórs í deildinni er á sunnudaginn þegar að liðið mætir Aftureldingu á heimavelli sínum á Akureyri.\nTiger Woods hefur verið fluttur á annan spítala þar sem hann heldur áfram endurhæfingu eftir alvarleg meiðsli á fæti sem hann hlaut í bílslysi á þriðjudaginn.\nÍ yfirlýsingu frá kylfingnum á Twitter í dag segir að hann hafi verið fluttur á Cedars-Sinai sjúkrahúsið í Los Angeles þar sem hann gekkst undir fleiri aðgerðir sem allar hafi heppnast vel. Þar segir að einnig að honum líði vel og að Tiger Woods og fjölskylda þakka öllum fyrir sýndan hlýhug undanfarna daga.\nKeppt var í skiptigöngu kvenna á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu í Oberstdorf í Þýskalandi í morgun þar sem Therese Johaug frá Noregi gerði sér lítið fyrir og varði heimsmeistaratitilinn í greininni sem hún vann á HM í Seefeld í Austurríki 2019.\nÍ skiptigöngu hjá konunum eru fyrst gengnir 7.5 kílómetrar með hefðbundinni aðferð, eftir það er skipt um skíði og stafi og strax haldið út á aðra 7,5 km leið en þá með frjálsri aðferð. Bein útsending frá skiptigöngu karla hófst fyrir nokkrum mínútum á RÚV.\n75. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í dag. Guðni Bergsson, sitjandi formaður KSÍ, er sjálfkjörinn en ekkert mótframboð barst. Stærsta kosningamálið er mögulega breytt keppnisfyrirkomulag í efstu deild karla. Til greina kemur að fjölga liðum úr 12 í 14 eða að halda tólf liðum en bæta við úrslitakeppni. Líklegt er að ÍA dragi tillögu sína um að leika þrefalda umferð í 12 liða deild til baka. Tveir þriðju hluta atkvæða þarf til að knýja fram breytingar og því er möguleiki að fyrirkomulagið haldist óbreytt. Þingið hófst með fjarfundarfyrirkomulagi klukkan ellefu í morgun en búist er við að þinginu ljúki á milli fjögur og fimm í dag.","summary":"Þorvaldur Sigurðsson er hættur sem þjálfari Þórs í úrvalsdeild karla í handbolta og 75. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í dag. Stærsta mál þingsins í ár er möguleg breyting á keppnisfyrirkomulagi í efstu deild karla."} {"year":"2021","id":"326","intro":"Tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár í síðustu sláturtíð er talið hafa tekist vel. Markmiðið með verkefninu var að finna leiðir til að auðvelda sauðfjárbændum heimaslátrun og markaðssetja eigið lambakjöt.","main":"Tuttugu og fimm býli í öllum landshlutum tóku þátt í þessu verkefni. Á ellefu bæjum var kjöt heilbrigðisskoðað á staðnum af dýralækni, en á fjórtán bæjum var heilbrigðisskoðað rafrænt í beinni útsendingu. Í skýrslu sem nú er komin út kemur fram að í verkefninu hafi átt að kanna áhuga bænda á því að fara þessa leið, sjá hvað opinbert eftirlit með slátrun væri mikið og tímafrekt og hvaða möguleikar fælust í rafrænni heilbrigðisskoðun. Hólmfríður Sveinsdóttir doktor í lífvísindum er höfundur skýrslunnar. Hún segir að í heildina sé úkoman góð. Vel hafi gengið fyrir dýralækna að fara heim á bæi og skoða féð fyrir slátrum og heilbrigðisskoða kjötið.\nÞá hafi gæðamælingar á kjötinu komið vel út þar sem bændur tóku sjálfir sýni og komu þeim á rannsóknastofu innan tiltekins tíma. Helstu hnökrarnir segir Hólmfríður að hafi komið fram í rafrænum samskiptum. Þau hafi ekki verið nógu góð.\nÍ næsta mánuði kynnir landbúnaðarráðherra átak sem á að auka möguleika bænda á að framleiða og selja afurðir beint frá býli og stuðla að frekari fullvinnslu og vöruþróun. Hólmfríður telur að útkoman úr þessu tilraunaverkefni sýni að þar séu miklir möguleikar fyrir bændur.","summary":null} {"year":"2021","id":"326","intro":"Keppt var í fimmgangi í Meistaradeildinn í hestaíþróttum í gærkvöld. Olil Amble (Úlil Amble) og hesturinn Álfaklettur unnu í greininni eftir spennandi úrslitakeppni.","main":"Tuttugu og fimm knapar hófu keppni með sín hross í forkeppni fimmgangsins. Að forkeppninni lokinni stóðu eftir sex knapar og þeir kepptu til úrslita. Eftir æsispennandi úrslitakeppni voru það Úlil Amble Olil Amble og Álfaklettur sem enduðu efst eftir harða keppni en þau fengu 7,36 í meðaleinkunn í úrslitunum. Í 2. sæti urðu þau Árni Björn Pálsson og Katla frá Hemlu II með einkunnina 7,33 og í þriðja sæti þau Eyrún Ýr Pálsdóttir og Hrannar frá Flugumýri með 7,19.\nLeikið var í Olís-deild karla í handbolta í gærkvöld. KA komst þá upp í þriðja sæti deildarinnar með tveggja marka sigri á toppliði Hauka 30-28. Haukar eru enn á toppi deildarinnar með 17 stig, með eins stigs forskot á FH í öðru sætinu. Þá vann Selfoss ÍBV sömuleiðis með tveimur mörkum 27-25. Selfoss er í 5. sæti deildarinnar með 13 stig og ÍBV í áttunda sætinu með 11 stig.\nJohn Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í fimleikum, framdi sjálfsvíg í gær, nokkrum klukkustundum eftir að hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisbrot. Ákæran á hendur Geddert var í 24 liðum, þar á meðal vegna kynferðisbrota gegn ungum íþróttamanni og er framkomu hans við íþróttafólkið sögð jafnast á við mansal. Þá hafi þjálfunaraðferðir hans valdið íþróttamönnunum meiðslum og öðrum skaða. Geddert átti æfingastöð þar sem læknirinn Larry Nassar starfaði en þeir voru nánir vinir. Nassar var læknir bandaríska fimleikasambandsins og var í fyrra dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir fjölda kynferðisbrota gegn ungum fimleikastúlkum.","summary":null} {"year":"2021","id":"326","intro":"Dómsmálaráðherra segist ekki hafa gert mistök þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu vegna Ásmundarsalarmálsins. Hún segir að dagbókarfærsla lögreglunnar hafi verið sérstök.","main":"Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa sett lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu í erfiða stöðu, þegar hún hringdi í hana á aðfangadag í tengslum við brot á sóttvörnum í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Í dagbókarfærslu lögreglu kom fram að háttvirtur ráðherra hefði verið í samkvæmi í salnum. Síðar kom í ljós að það var Bjarni Benediktson fjármálaráðherra. Fréttastofa greindi í vikunni frá því að Áslaug Arna hefði hringt í Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, að morgni aðfangadags vegna þessa máls.\nÉg á mikið af samtölum við lögreglustjórana og mjög gott og mikilvægt samstarf til að fá upplýsingar um spurningar sem að mér beinast sem æðsta yfirmanni lögreglunnar.\nÞannig að það voru ekki mistök af þinni hálfu að hafa samband á aðfangadag?\nNei ég tel það ekki mistök að afla mér upplýsinga um mál sem ég vil vera vel upplýst um áður en ég tjái mig.\nEf þú hringir í lögreglustjóra á aðfangadag þá hlýtur tilefnið að vera þetta tiltekna mál?\nTilefnið var dagbókarfærslan sem vakti athygli fjölmiðla. Og fjölmiðlar spurðu mig hvort hún væri eðlileg. Ég þekkti ekki verklag dagbókarfærslna lögreglunnar og spurði aðeins um það.\nHún var sérstök. Og lögreglan hefur orðað það þannig og endurskoðað verklagið.\nLéstu í ljós þá skoðun þína í samtalinu?\nEn hefurðu skilning á þeirri umræðu sem upp er komin í ljósi þess að fjármálaráðherra átti þarna hlut að máli?\nFólk vill kannski setja þetta í annað samhengi og er að reyna að láta í það liggja að ég hafi haft einhver afskipti af þessu sem er auðvitað kolrangt.\nTelurðu að þú hafir sett lögreglustjórann í erfiða stöðu?\nNei ég spurði bara um verklag um upplýsingagjöf og persónuverndarsjónarmið sem voru spurningar sem mér bárust.","summary":"Dómsmálaráðherra segist ekki hafa gert mistök þegar hún hringdi í lögreglustjórann í höfuðborgarsvæðinu vegna Ásmundarsalarmálsins. Hún segir að dagbókarfærsla lögreglunnar hafi verið sérstök."} {"year":"2021","id":"326","intro":"Enn eru líkur á stórum skjálfta milli Kleifarvatns og Bláfjalla, segir hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni. Engin merki um breytingar sjást á því svæði á gervitunglamyndum. Hins vegar sést á þeim að margar sprungur hafa færst austar á Reykjanesskaga.","main":"Samtals hafa um fimm þúsund jarðskjálftar mælst á sjálfvirka jarðaskjálftamælikerfi Verðurstofunnar frá því hrinan hófst í fyrradag. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni segir skjálftavirkni síðan í gærkvöld vera hefðbundna eftirskjálftavirkni.\nÞað dregur í rauninni bara úr virkni jafnt og þétt. Hafið þið fengið myndirnar frá gervitunglum? Já, þær komu í morgun og þær sýna mikla aflögun á þessu svæði milli Kleifarvatns og Grindavíkur. Og benda til þess að það hafi orðið færslur um norður-suður sprungur, margar norður-suður sprungur á þessu svæði. Þær sýna líka að það eru engin merki um landris eða grunnstæð kvikuinnskot samfara þessu. En ef það væri eitthvað djúpt eða eitthvað minna að þá hugsanlega sæist það ekki því það eru svo miklar færslur í skjálftunum.\nSegir Kristín Jónsdóttir. Ástæða þess að lýst var yfir hættustigi á Reykjanesskaga, höfuðborgarsvæðinu og í Árnessýslu er að hugsanlegt er að stór skjálfti allt að sex og hálfur getur orðið milli Kleifarvatns og Bláfjalla en 1968 var stór skjálfti við Brennisteinsfjöll. Engin skjálftavirkni hefur mælst þar í þessari hrinu.\nÞessi aflögunarmynd eða þessi Insar-gervitunglamynd sem við erum að skoða sýnir að það hafi ekki verið neinar færslur á því svæði. Það virðist vera að svæðið þarna á milli Kleifarvatns og Bláfjalla að það sé ekki mikið að gerast þar. Og við verðum að gera ráð fyrir því að það svæði sé hreinlega læst. Þannig að þar er enn því miður innistæða fyrir stærri skjálfta. Hvenær hann kemur það auðvitað vitum við ekki.\nVísindamenn Veðurstofunnar og Almannavarna sitja nú á stöðufundi. Mælingar halda áfram á Reykjanesskaga. Í gær mældist óvenjuhátt gildi vetnis við virkjun HS-orku í Svartsengi. Kristín segir að mælt verði aftur því niðurstöðurnar voru óvenjulegar og vera kunni að ástæðan sé bilun í mælitæki.","summary":null} {"year":"2021","id":"326","intro":"Á fjórða hundrað stúlkum var í nótt rænt af heimavist í miðskóla í norðvesturhluta Nígeríu. Gert er ráð fyrir að mannræningjarnir krefjist lausnargjalds fyrir þær.","main":"Lögregla í bænum Jangbe hefur enn ekkert tjáð sig um málið. Kennari við skólann greindi AFP fréttastofunni frá því að yfir þrjú hundruð stúlkum hefði verið rænt. Að hans sögn komu vopnaðir glæpamenn á mótorhjólum og pallbílum um eittleytið í nótt að staðartíma og rændu námsmeyjunum. Nokkrir þeirra voru í einkennisbúningum öryggissveitarmanna. Einungis 55 stúlkur voru skildar eftir.\nÞungvopnaðir glæpahópar hafa verið að færa sig upp á skaftið undanfarin misseri í mið- og norðvesturhluta Nígeríu, farið um rænandi og haft fólk á brott með sér til að krefjast lausnargjalds. Í desember var á fjórða hundrað drengjum rænt í Katisna, heimaríki Muhammadus Buharis, forseta Nígeríu, meðan hann var þar í heimsókn. Þeir voru allir látnir lausir um síðir. Í síðustu viku var 42 rænt í skóla í nágrannaríkinu Níger. Nígeríski herinn hefur verið sendur á staði þar sem þessir glæpaflokkar láta mest að sér kveða, en nærvera hermannanna virðist engu hafa skilað.","summary":"Glæpagengi rændi í nótt yfir þrjú hundruð skólastúlkum á heimavist í Nígeríu. Búist er við að lausnargjalds verði krafist fyrir þær."} {"year":"2021","id":"326","intro":"Boeing 767 farþegaþota Icelandair er nú komin langleiðina til Suðurskautslandsins og á að lenda þar núna laust fyrir klukkan eitt.","main":"Flugvélin lagði af stað frá Keflavíkurflugvelli á miðvikudagskvöld og fór í einum legg alla leið suður til Höfðaborgar í Suður-Afríku. Sá leggur er um 12.000 kílómetrar. Þar fór áhöfnin í hvíld og fyllti á eldsneytistankana og snemma í morgun var svo lagt af stað til Troll á Suðurskautslandinu. Verkefnið er á vegum Loftleiða, dótturfélags Icelandair Group. Sambærilegt flug var farið árið 2015. Linda Gunnarsdóttir er yfirflugstjóri hjá Icelandair.\nÞetta er óvenjulegt vegna þess að flugbrautin er gerð á ís. Við höfum þurft að sæta lagi, þetta eru svona veðurgluggar sem við þurfum að nýta okkur eins og fólk þekkir frá everest. helsta ógnin er snjóblinda, þ.e.a.s. skerpa á milli himins og jarðar er hvort tveggja hvítt en aðstæður í dag eru bara mjög góðar.\nVélin stoppar stutt við á þessum óhefðbundna flugvelli, aðeins í rúma klukkustund. Tilgangur ferðarinnar er að sækja vísindamenn á vegum Norska heimskautaráðsins sem eru við rannsóknir þar stóran hluta ársins.\nÞetta eru vísindamenn sem eru búnir að vera á svæðinu í allt upp undir 14 mánuði, og eru að fara heim til Noregs í frí","summary":"Ein af flugvélum Icelandair er á óhefðbundnum slóðum þessa stundina. Hún er komin langleiðina til Suðurskautslandsins og á að lenda þar eftir tæpan hálftíma. "} {"year":"2021","id":"326","intro":"Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í morgun gæsluvarðhald yfir einum þeirra sem grunaðir eru um aðild að morðinu í Rauðagerði.","main":"Sjö sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknarinnar á morðinu á Armando Beqiri utan við heimili hans fyrir tæpum tveimur vikum. Á þriðjudag var gæsluvarðhald framlengt yfir þremur, á miðvikudag yfir öðrum þremur, og síðan yfir þeim sjöunda í morgun. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og stjórnandi rannsóknarinnar, vill ekki tjá sig um hvort játning lægi fyrir eða hvort morðvopnið hefði fundist en sagði að lagt hefði verið hald á fjölda muna. Margeir telur að vel hafi tekist að ná utan um rannsóknina og býst ekki við að gerð yrði frekari húsleit nema eitthvað óvænt komi upp. Hann segir að yfirheyrslum verði haldið áfram um helgina sem og úrvinnslu gagna og margs konar samanburði, sem sé umfangsmikil og seinleg vinna.","summary":"Lögreglan telur sig búna að ná vel utan um rannsóknina á morðinu í Rauðagerði, en mikil vinna er eftir. varðandi yfirheyrslur og úrvinnslu gagna. Gæsluvarðhald yfir einum hinna grunuðu var framlengt í morgun."} {"year":"2021","id":"326","intro":"Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands, segir að þau tjón, sem stofnuninni hefur verið tilkynnt um eftir stóra skjálftann, séu líklega öll undir eigin áhættu, sem er 400 þúsund krónur.","main":"Það hafa borist tíu tilkynningar til okkar. Það er ekki í neinu tilviki um mikið tjón að ræða. þetta eru minniháttar sprungur og lausar flísar sem flest er og verður, miðað við það sem við sjáum, sýnist mér að öll þessi tjón séu undir eigin áhættu. Það er talsvert há eigin áhætta í náttúruhamfara-tjónum. Við erum með 400 þúsund króna eigin áhættu á húseignum. það þarf að vera talsvert mikið tjón til þess að það telji inn sem tjón hérna hjá okkur.\nAðeins eitt tjón var yfir eigin áhættu eftir stóra skjálftann í október. Hann var af svipaðri stærð og þeir stóru sem riðu yfir nú í vikunni. Veðurstofan býst við stærri skjálfta, yfir sex, á Reykjanesskaga í framhaldi af þessari skjálftahrinu. En hvernig á fólk að búa sig undir slíkan skjálfta?\nþað er mjög mikilvægt að huga að festingu lausamuna. það er þannig hjá okkur að ekki minnsta tjónið kemur þegar það eru að detta munir og skemma parket og flísar sem safnast saman þegar saman kemur ef það er á mörgum stöðum í einu húsi. Það er mikilvægt að fólk hugi að því að festa muni sem geta fallið niður.","summary":null} {"year":"2021","id":"327","intro":"Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá kröfum fjögurra rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og fyrirtækinu Eldum rétt. Forsvarsmenn Manna í vinnu voru sýknaðir af kröfunum.","main":"Starfsfólkið fyrrverandi sakar fyrirtækin um vangreiðslu launa, ólögmætan launafrádrátt, vanvirðandi meðferð og nauðungarvinnu. Stuttu eftir að málið var þingfest fór starfsmannaleigan Menn í vinnu í gjaldþrot og þegar kom að dómi hafði skiptum verið lokið og fyrirtækið afskráð. Í dómnum segir að því verði ekki gengið að neinum kröfum sem lúta að ófullnægðum eftirstöðvum lýstra krafa eða vanlýstum kröfum og vísað er til þess að ekki hafi verið lögð fram gögn um að stefnendur hafi gert athugasemdir við að skiptum yrði lokið. Þá segir að með því að vísa frá kröfum gagnvart starfsmannaleigunni verði ekki hjá því komist að vísa málinu einnig frá gagnvart notendafyrirtækinu Eldum rétt. Ragnar Aðalsteinsson lögmaður verkamannanna segir hætt við því að það verði auðvelt að sniðganga ákvæði um keðjuábyrgð, fái dómurinn að standa.\nEfling, stéttarfélag þeirra sem stefndu, tilkynnti í morgun að félagið myndi styðja félagsmennina fjóra til að skjóta dómnum til Landsréttar. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að Efling hafi haldið uppi tilefnislausum ásökunum á hendur Eldum rétt og segir dóminn skýran.","summary":null} {"year":"2021","id":"327","intro":"Bæta á ljósleiðaravæðingu landsins og auka samkeppni með útboði á tveimur ljósleiðaraþráðum í eigu Atlantshafsbandalagsins.","main":"Póst- og símamálastofnun hóf að leggja ljósleiðara hringinn í kringum landið árið 1989, var kerfið tekið í notkun 1991 og gengur þessi ljósleiðari undir nafninu NATO ljósleiðarinn. Þetta er strengur með átta þráðum, fimm eru í eigu Mílu. Nú stendur til að bjóða tvo til viðbótar út. Stefnt er að því að útboðið hefjist í maí og niðurstaða liggi fyrir í ágúst.\nEn stóru fréttirnar eru þær að það er ekki lengur verið að tala um að leigja út einn þráð heldur tvo þræði sem að veitir aukna möguleika á betri tengingu. Þrátt fyrir að það hafi verið unnið gríðarlega gott starf á undanförnum árum og áratugum, þá eru ennþá veikleikar og vonandi verður þetta til þess að leysa úr því.\nSegir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hann segir að þótt mikill árangur hafi náðst séu enn þéttbýlisstaðir með ófullnægjandi tengingu.\nÞað sem liggur til grundvallar þessari vinnu er í rauninni tvennt, það er annars vegar að huga að þjóðaröryggi og netöryggismálum og hins vegar það að þetta nýtist sem best til þess að auka samkeppni og bæta tengingar.\nHaraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins var formaður starfshóps sem utanríkisráðherra skipaði síðasta sumar um ljósleiðaramálefni, útboð og fleira. Ekki liggur fyrir hvort báðir ljósleiðaraþræðirnir verði leigðir sama aðila eða sitt hvorum.\nÉg myndi leggja til að það fari fram ákveðið forval þar sem að stjórnvöld, í sameiningu utanríkisráðuneyti og samgönguráðuneyti, kanni uppbyggingaráform fjarskiptafyrirtækja og ræði sig allavega til niðurstöðu um hvaða markmið menn hafa með útboðinu. Það gæti ráðið því hvernig verður staðið að því.\nSegir Haraldur Benediktsson. Hann kallar eftir aukinni samkeppni sem hann segir að ætti að lækka verð til notenda.\nJá, samkeppnin hefur tryggt okkur mjög hagstætt verð á fjarskiptum. Við erum að efla samkeppni, við trúum því að það bæti hag neytenda og fyrst og fremst bæti þjónustuna og aðgengið.","summary":null} {"year":"2021","id":"327","intro":"Andlát ríflega sjötugrar konu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu, virðist ekki einsdæmi á stofnuninni. Nokkur sambærileg mál eru til skoðunar þar sem aðstandendur telja að skyldmenni þeirra hafi fengið meðferð, sem leiddi til dauða. Stjórnendur HSS neita enn að veita viðtal.","main":"Fréttastofa hefur rætt við aðstandendur nokkurra aldraðra kvenna sem létust í umsjá læknisins síðustu tvö ár. Málin eru keimlík því sem hefur komið fram í fréttum í vikunni, konurnar fengu að því er virðist óviðeigandi lyf og meðferð og létust svo á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja skömmu eftir innlögn. Upplýsingagjöf læknisins til aðstandenda var verulega stopul, hjúkrunarfræðingar og almennt starfsfólk virtust hafa verið duglegri að koma skilaboðum á framfæri. Fjölskylda ríflega sjötugrar konu sem lést á HSS haustið 2019 sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem farið er fram á að andlátið verði rannsakað sem manndráp. Hún er talin hafa fengið lífslokameðferð með sterkum lyfjum hjá lækninum, án þess að hafa verið upplýst um það og án þess að hafa verið lífshættulega veik. Börn konunnar segja sömuleiðis að engar skýringar hafi fengist á hvaða sjúkdómar væru að draga móður þeirra til dauða eða hvers vegna hún væri á stórum skömmtum af slævandi lyfjum.\nÞað er mat Landlæknis að konan hafi fengið mjög slæma þjónustu á HSS og óviðeigandi meðferð fyrir andlát sitt. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum er með málið til rannsóknar, en að minnsta kosti ein kæra hefur verið lögð fram. Hann lét af störfum hjá HSS síðasta haust, eftir fyrra álit Landlæknis.\nStöð 2 greindi frá því í gærkvöld að maðurinn starfi nú á lyflækningadeild og krabbameinsdeild Landspítalans. Hann er ekki lengur með starfsleyfi sem læknir, en störf hans nú eru sögð hluti af endurmenntun hans. Engin viðbrögð hafa fengist frá Landspítalanum vegna þessa, önnur en þau að ekki sé hægt að ræða mál einstaka starfsmanna. Þá er rétt að taka fram að forsvarsmenn HSS, þeir Markús Ingólfur Eiríksson forstjóri og Fjölnir Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri lækninga, neita enn að veita viðtal.\nFréttastofa hefur rætt við aðstandendur þriggja kvenna sem létust báðar í umsjá læknisins. Fjölskylda annarar þeirra ætlar að tilkynna andlát hennar til Landlæknis eftir að hafa fengið gögn frá spítalanum og farið yfir sjúkrasögu hennar. Aðstandandi hinnar er enn að hugsa málið, en segir að meðferðin sem móðir hennar fékk í aðdraganda andlátsins hafi alltaf setið í henni. Málin eru keimlík því sem hefur komið fram í fréttum í vikunni,","summary":null} {"year":"2021","id":"327","intro":"Valur og Keflavík eru jöfn á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta eftir leiki gærkvöldsins. Sigurganga Keflavíkur hélt áfram en Keflvíkingar eru með fullt hús stiga eftir átta leiki.","main":"Keflavík mætti nýliðum Fjölnis í Grafarvoginum en Fjölniskonur hafa komið af krafti inn í úrvalsdeildina og lauk leiknum með eins stigs sigri Keflavíkur, 86-85. Keflavík er á toppi deildarinnar með 16 stig þrátt fyrir að hafa aðeins spilað átta leiki en Valur, sem einnig er með 16 stig, hefur spilað tveimur leikjum meira. Valur vann Hauka í gærkvöld, 79-64 en Haukar eru í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig, tveimur stigum frá toppliðunum. Skallagrímur og Snæfell mættust í Stykkishólmi þar sem Skallagrímur vann með minnsta mun, 66-65. Þá vann Breiðablik KR örugglega, 74-49.\n11. umferð úrvalsdeildar karla í handbolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum. KA tekur á móti Haukum á Akureyri og þá fær Selfoss ÍBV í heimsókn. Haukar eru á toppi deildarinnar með 17 stig, stigi ofar en FH, sem er í 2. sætinu. KA er í 5. sæti deildarinnar með 12 stig en ÍBV og Selfoss eru jöfn að stigum í 7. og 8. sæti, bæði með 11 stig.\nFyrsti keppnisdagur á heimsmeistaramótinu í skíðagöngu var í Oberstdorf í Þýskalandi í dag en nú fyrir skömmu lauk sprettgöngu karla og kvenna. Hin sænska Jonna Sundlig vann gullið í kvennaflokki en í karlaflokki var það Norðmaðurinn Johannes Hosflot Klæbo sem tryggði sér sigurinn. HM í skíðagöngu heldur áfram í vikunni og á fimmtudag verður bein útsending á RÚV frá skiptigöngu karla og kvenna.","summary":"Sigurganga Keflavíkur í úrvalsdeild kvenna í körfubolta hélt áfram í gær. Keflavík og Valur eru jöfn á toppi úrvalsdeildarinnar."} {"year":"2021","id":"327","intro":"Kennsla hefst ekki fyrr en eftir hádegið í Menntaskólanum við Hamrahlíð vegna sprengjuhótunar sem var send á netfang skólans skömmu fyrir fjögur í nótt. Steinn Jóhannsson, rektor skólans segir að sprengjusveitin hafi ekki fundið neitt óeðlilegt í skólanum.","main":"Tölvupósturinn var á ensku og sagði að það væri sprengja í MH sem myndi springa í dag\n. Þetta er mjög skrítin tilfinning og svona póst tekur maður mjög alvarlega. Maður bregst við í samræmi við það og er kannski ekki búin að átta sig á alvarleikanum að fá svona tölvupóst en þetta er litið mjög alvarlegum augum\nNemendur voru ekki komnir í skólann en lögreglunni var gert viðvart fljótlega eftir klukkan sjö.\nÉg les póstinn kl. 7.20 og ég bregst strax við í samræmi við viðbragðsáætlun. Það var enginn inn í skólanum, þrír starfsmenn. Það var gott hvað við gátum brugðist snemma við og að nemendur voru ekki komnir í hús til að tryggja og gæta fyllsta öryggis\nFannst eitthvað við leit lögreglu? \u001eNei, það fannst ekkert óeðlilegt inni í skólabyggingunni. Sprengjusveitin fór yfir skólann og skoðaði hvern krók og kima hér innanhúss og ekkert óeðlilegt kom í ljós.\nLögregla telur sig vita hver var að verki, sá er í útlöndum og hefur áður haft í hótunum með þessum hætti. Auk MH bárust lögreglu tilkynningar um sprengjuhótanir hjá þremur öðrum stofnunum í morgun.","summary":null} {"year":"2021","id":"327","intro":"Farið er að hitna í kolunum í Mjanmar. Í morgun kom til átaka milli fylgismanna og andstæðinga herforingjastjórnar landsins í stærstu borginni Yangon.","main":"Til átaka kom milli andstæðra fylkinga í Yangon, stærstu borg Mjanmar, morgun. Þar laust saman fylgismönnum og andstæðingum herforingjastjórnarinnar sem rændi völdum í landinu í byrjun þessa mánaðar.\nFylgismenn herforingjastjórnarinnar réðust á andstæðinga hennar í miðborg Yangon í morgun vopnaðir bareflum, teygjubyssum og hnífum og herma fregnir að nokkrir hafi særst. Þykja átökin vísbending um vaxandi ólgu í landinu. Andstæðingar herforingjastjórnarinnar boða áframhaldandi mótmæli, en þau hafa verið daglega í landinu undanfarnar vikur. Minnst fjórir hafa látið lífið í átökum mótmælenda og lögreglu, þrír mótmælendur og einn lögreglumaður, en yfir sjö hundruð hafa verið handteknir og ákærðir eða dæmdir fyrir þátttöku í mótmælum. Samfélagsmiðillinn Facebook greindi frá því í morgun að hann hefði lokað á allar síður tengdar herforingjastjórninni og bannað auglýsingar fyrirtækja tengdum henni. ASEAN, samtök ríkja í Suðaustur-Asíu, reyna nú að finna lausn á deilunum í Mjanmar. Stjórnvöld í Indónesíu hafa þar frumkvæði og segist utanríkisráðherra landsins hafa bæði rætt við fulltrúa herforingjastjórnarinnar og stjórnvalda sem steypt var af stóli 1. febrúar.","summary":"Farið er að hitna í kolunum í Mjanmar. Í morgun kom til átaka milli fylgismanna og andstæðinga herforingjastjórnarinnar í landinu í stærstu borginni Yangon."} {"year":"2021","id":"327","intro":null,"main":"Rithöfundarnir Guðrún Eva Mínervudóttir og Andri Snær Magnason voru í morgun tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Íslands hönd. Guðrún Eva er tilnefnd fyrir bókina Aðferðir til að lifa af og Andri fyrir verkið Um tímann og vatnið. Alls eru 14 norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur tilnefndar í ár. Tilkynnt verður hver hlýtur verðlaunin á þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember.","summary":"Guðrún Eva Mínervudóttir og Andri Snær Magnason voru í morgun tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Íslands hönd. Guðrún Eva fyrir Aðferðir til að lifa af, Andri Snær fyrir Um tímann og vatnið."} {"year":"2021","id":"327","intro":"Álagið á Veðurstofuvefinn í gær var meira en nokkru sinni, en sjötíu þúsund reyndu að komast á vefinn á stundarfjórðungi. Forstjóri Veðurstofunnar segir eitt af forgangsverkefnum stofnunarinnar að vefurinn geti annað álagi þegar stór-atburðir verða.","main":"Eðlileg fyrstu viðbrögð fólks þegar það finnur fyrir stórum jarðskjálfta er að athuga á vef veðurstofunnar hvað hann var stór. Svipað stór skjálfti og í gær reið yfir í október og þá lá vefurinn niðri í tuttugu mínútur, í gær lá vefurinn niðri í tvær og hálfa mínútu en það tekur um fimm mínútur fyrir starfsfólk veðurstofunnar að vinna úr gögnunum.\nÁrni Snorrason, forstjóri Veðurstofunnar, segir að álagið á veðurstofu-vefinn hafi verið tvöfalt meira í gær en eftir stóra skjálftann í október.\nmér fannst nú vefurinn standa sig mjög vel miðað við að álagið var miklu meira en nokkru sinni fyrr, en það er sannarlega hægt að bæta úr því.\nvið erum auðvitað mjög meðvituð um það að það sé mikilvægt að þetta sé í lagi og það séu ekki hnökrar á þessu. Þessi vinna er enn í gangi á þessu ári og næsta og þetta er eitt af forgangsverkefnunum að hafa þetta í lagi. Við vildum helst að hann gæti svarað svona toppum en það kostar auðvitað talsverða fjármuni.\nÞá segir Árni áskoranir felast í að gera sjálfvirku jarðskjálftaúrvinnsluna hraðvirkari. Það tekur um eina og hálfa mínútu fyrir kerfið að meta stakan skjálfta - en í gær komu tveir stórir hvor ofan í annan og þá getur tekið um og yfir fimm mínútur fyrir starfsfólkið að meta stærð og staðsetningu.\nþað tekur alltaf ákveðinn tíma. það er líka tími sem við viljum stytta og fara í tvær þrjár mínútur en það er ákveðin áskorun.","summary":null} {"year":"2021","id":"328","intro":"Viðbragðsáætlun Bláa lónsins var virkjuð skömmu eftir að skjálftahrinan hófst og allir starfsmenn sendir heim. Grímur Sæmundsen forstjóri Bláa lónsins segist aldrei hafa fundið jafnsnarpan skjálfta.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"328","intro":"Leikskólabörnin á Fífuborg í Grafarvogi brugðust hárrétt við jarðskjálftanum í morgun, enda aðeins nokkrar mínútur frá því árleg æfing í viðbrögðum við jarðskálftum fór fram. Helga Sigurðardóttir er leikskólastjóri á Fífuborg.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"328","intro":"Lögreglan krefst í dag áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fimm manns sem eru í haldi í tengslum við morðið við Rauðagerði. Allar kröfurnar eru jafn langar - vika til viðbótar. Ein og hálf vika er liðin frá morðinu. Lögreglan hefur handtekið á annan tug vegna rannsóknarinnar og leitað á yfir tuttugu stöðum víða um land.","main":"Nú eru sjö manns í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar á Armando Bequiri, rúmlega þrítugs fjölskylduföðurs frá Albaníu, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Reykjavík, seint á laugardagskvöldi 13. febrúar. Tveimur var sleppt í gær, en gæsluvarðhald var framlengt um viku yfir ríflega fertugum Íslendingi. Hann var handtekinn á mánudagskvöldinu eftir morðið í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sérsveitar ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Suðurlandi. Með honum voru tveir útlendingar og voru þremenningarnir allir úrskurðaðir í varðhald. Útlendingunum tveimur var sleppt í gær, en úrskurðaðir í tveggja vikna farbann.\nMeðal þeirra fimm sem fara fyrir dómara í dag vegna kröfu lögreglunnar er Litái á fertugsaldri sem var handtekinn í Garðabæ nokkrum klukkustundum eftir morðið, og Albani á fertugsaldri sem lögregla tók á þriðjudagskvöldinu, ásamt þremur öðrum. Öll fimm eru erlendir ríkisborgarar.","summary":"Krafist verður áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fimm manns sem eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á morðinu við Rauðagerði. Krafist er viku varðhalds í viðbót fyrir öll fimm. "} {"year":"2021","id":"328","intro":"Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er á batavegi eftir bílveltu sem varð í Los Angeles í gær.","main":"Woods virðist hafa misst stjórn á bifreið sinni, sem valt nokkra hringri áður en hún staðnæmdist utan vegar. Samkvæmt lögreglumönnum, sem fyrstir komu að vettvang, var Woods með rænu og afar rólegur þrátt fyrir að hafa setið fastur í bílnum. Hann var í bílbelti og ekki undir áhrifum áfengis. Lögreglumennirnir segja hann ótrúlega heppinn að hafa sloppið lifandi bílveltunni en beita þurfti klippum til að losa Woods úr bílnum. Samkvæmt tilkynningu frá fjölmiðlateymi kylfingsins fór Woods í aðgerð á hægri fótlegg og ökkla og er nú á batavegi.\nChelsea og Bayern München eru í afar góðri stöðu eftir góða útisigra í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Chelsea hafði betur gegn Atletico Madrid með einu marki gegn engu á meðan Bayern München fór illa með ítalska liðið Lazio og vann 4-1. Fyrri umferð 16-liða úrslitanna lýkur í kvöld. Borussia Mönchengladbach og Manchester City eigast við á Puskás-leikvanginum í Búdapest og þá spilar Atalanta við Real Madrid á Ítalíu. Þá verður einn leikur spilaður í Evrópudeildinni í fótbolta þegar Tottenham fær Wolfsberger í heimsókn. Tottenham er í vænlegri stöðu eftir fyrri leik liðanna, sem vannst 4-1, og með góðum úrslitum í kvöld tryggir Lundúnaliðið sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.\nHeil umferð verður spiluð í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í kvöld og verða það fyrstu leikirnir sem spilaðir verða með áhorfendum frá því í október. Keflavík, sem unnið hefur alla leiki sína í deildinni til þessa, heimsækir Fjölni í Grafarvoginn en nýliðar Fjölnis geta jafnað við Keflvíkinga að stigum með sigri. Þá mætast Breiðablik og KR en Blikar eru í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig og KR vermir botnsætið með tvö. Snæfell og Skallagrímur eigast við í Stykkishólmi og Valur og Haukar, sem bæði eru með 14 stig á toppi deildarinnar líkt og Keflavík, mætast á Hlíðarenda.","summary":null} {"year":"2021","id":"329","intro":"Annríki hefur verið hjá breskum ferðaskrifstofum og flugfélögum frá því í gær, þegar Boris Johnson forsætisráðherra kynnti áætlun um tilslakanir í sóttvörnum.","main":"Johnson sagði að samkvæmt áætlun stjórnvalda yrðu utanlandsferðir mögulegar frá og með 17. maí. Hann kvaðst vona að lífið gæti verið farið að ganga sinn vanagang um mitt sumar. Þessar yfirlýsingar urðu til þess að ferðaþyrstir Englendingar hafa pantað ferðir til sólarlanda að sögn talsmanna ferðaskrifstofunnar Tui. Mest hafi verið pantað af ferðum til Grikklands, Tyrklands og Spánar í sumar. Lággjaldaflugfélagið EasyJet sagði að bókanir til áfangastaða í sólríkum löndum hefðu sexfaldast og flestir hefðu bókað ferðir í ágúst-mánuði. Forráðamenn ferðaþjónustufyrirtækja lýstu þó vonbrigðum vegna þess ferðalög innanlands verða ekki leyfð um páskana. Lorna og Alistair Handyside reka sumarbústaðabyggð í Devon og Lorna sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið í morgun að það væri skelfilegt að mega ekki taka á móti gestum um páskana, þau þyrftu að standa undir rekstrarkostnaði og borga af lánum.","summary":null} {"year":"2021","id":"329","intro":"Spenna ríkir milli Rússa og Norðmanna vegna heræfinga Atlantshafsbandalagins í og við Noreg. Rússnesk stjórnvöld hafa brugðist illa við fréttum um að fjórar langdrægar bandarískar sprengjuflugvélar verði staðsettar tímabundið í Noregi.","main":"Sprengjuflugvélarnar eru af gerðinni B-1 og verða í Noregi vegna heræfinga Atlantshafsbandalagsins. Þær verða staðsettar á herflugvelli í Ørland í Þrándheimsfirði og er búist við þar verði vélarnar í um mánuð.\nAð sögn norska ríkisútvarpsins er þetta í fyrsta sinn síðan á níunda áratug síðustu aldar að langdrægar sprengjuflugvélar taka þátt í heræfingum í Noregi.\nRússar segja veru stórra, fullkominna, langdrægra sprengjuflugvéla vera ógn við jafnvægi í þessum heimshluta. Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, segir að spenna aukist á landamærunum við Noreg sem geti leitt til stríðs, vera bandarísku flugvélanna sé alvarleg ógn við öryggi Rússa.\nRússar tilkynntu um flugskeytaæfingar við Bjarnarey á milli Noregs og Svalbarða og er litið á það sem svar við æfingum NATO. Þá hafa langdrægar rússneskar sprengjuflugvélar verið að æfa árásir á herstöðvar í Noregi og á Grænlandi. Dimitri Litovkin, ritstjóri rússnesks tímarits um varnarmál, segir að bæði Rússar og Bandaríkjamenn æfi árásir.\nTone Skogland, talsmaður norsku ríkisstjórnarinnar segir að það sé mikilvægt og nauðsynlegt fyrir öryggi Noregs að bandamenn æfi með norska hernum.\nYfirmaður norska hersins, Eirik Kristoffersen, segir að heræfingarnar séu ekki ógn við Rússa, norski herinn hafi æft með bandamönnum sínum árum saman og Rússum sé tilkynnt um æfingarnar.","summary":"Heræfingar Atlantshafsbandalagins í og við Noreg hafa valdið spennu á milli Norðmanna og Rússa. Rússnesk stjórnvöld segja veru bandarískra sprengjuflugvéla í Noregi ógn við öryggi sitt."} {"year":"2021","id":"329","intro":"Óformlegar viðræður eru að hefjast um mögulega sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Oddviti Svalbarðshrepps segir sveitarfélögin eiga það margt sameiginlegt að auðvelt ætti að vera að taka skrefið til fulls.","main":"Það var sveitarstjórn Svalbarðshrepps sem fyrst leitaði til nágranna sinna í Langanesbyggð um að hefja viðræður um mögulega sameiningu sveitarfélagnna. Sigurður Þór Guðmundsson, oddviti, segir þetta ekki úr lausu lofti gripið. Sveitarfélögin tvö starfi orðið saman að öllum helstu verkefnum og hafi gert lengi og í raun sé þetta orðið eitt og sama samfélagið.\nSveitarfélögin hafa nú hvort um sig skipað þrjá fulltrúa í sameiginlega nefnd og samþykkt að hefja óformlegar viðræður. Haldinn var íbúafundur um þetta í Svalbarðshreppi í síðustu viku og Þorsteinn Ægir Egilsson, oddviti Langanesbyggðar, segir að þar sé íbúafundur einnig á dagskrá. Þá hafa oddvitarnir átt sameiginlegan fund með samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"329","intro":"Allt að tvö hundruð áhorfendur geta komið á íþrótta- og menningarviðburði með nýrri sóttvarnareglugerð sem tekur gildi á morgun. Almennar fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar úr 20 í 50 með nýrri sóttvarnareglugerð á morgun.","main":"Svandís Svavarsdóttir kynnti breytingar á sóttvarnareglum að loknum ríkisstjórnarfundi á tólfta tímanum. Samkomutakmarkanir verða rýmkaðar úr tuttugu í fimmtíu og heimilt verður að allt að 200 manns verði á íþrótta- og menningarviðburðum.\nÞar sem hægt er að tryggja að fólk sé í sætum, að það sé einn metri á milli óskyldra aðila og að það sé hægt að halda til haga upplýsingum sem eru skráðar um hvern og einn.\nÍ skólum mega 150 vera saman í rými og fullorðnir fá að koma inn í leik- og grunnskóla. Þar verður almenna reglan einn metri. Veitingastaðir fá að hafa opið til klukkan ellefu í stað tíu og þá fá fleiri að koma saman í sundi og á líkamsræktarstöðvum.\nÞarna erum við að tala um rýmkun sem nemur því sem að hver og einn rekstraraðili hefur leyfi fyrir úr 50 prósent í 75 prósent.\nReglurnar taka gildi strax á morgun og gilda í þrjár vikur.\nVið erum náttúrulega með opnasta samfélag í Evrópu og sem betur fer erum við að stíga stór skref og erum að gera það núna strax en ekki einhvern tímann í óskilgreindri framtíð. Það breytir því ekki að við þurfum að halda áfram að gæta okkar og þetta er rosalega dýrmætur árangur og við vitum hvernig við eigum að fara að því að passa upp á hann.","summary":"Fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar úr 20 í 50 með nýrri sóttvarnareglugerð, sem tekur gildi á morgun. Áhorfendur fá aftur að mæta á íþróttaviðburði og opnunartími veitingastaða verður lengdur um eina klukkustund. Ekkert kórónuveirusmit greindist innanlands í gær."} {"year":"2021","id":"329","intro":"Læknir sem er grunaður um röð alvarlegra mistaka og vanrækslu í starfi sínu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er ekki lengur með gilt starfsleyfi sem læknir. Hann vann hjá stofnuninni í tæpt ár eftir að kvörtun barst vegna andláts sjúklings í hans umsjá. Stjórnendur stofnunarinnar vilja ekki veita viðtöl vegna málsins.","main":"Embætti Landlæknis segir í áliti sínu nú 18. febrúar að þjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja við sjúkling, sem lést á sjúkradeildinni þar 2019, hafi verið verulega ábótavant, ófagleg og ekki samræmast viðurkenndu verklagi. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var það kona um áttrætt sem lést í umsjá læknis á spítalanum. Konan átti við veikindi að stríða, en var ekki lífshættulega veik, og hafði verið sett í líknandi meðferð.\nFramkvæmdastjórn stofnunarinnar sendi frá sér yfirlýsingu í gær, eftir að Stöð 2 bað um viðbrögð vegna fréttar sinnar um málið. Í yfirlýsingunni segir að málið sé alvarlegt, atburðurinn harmaður og aðstandendum vottuð samúð. Þá stendur að læknirinn sem hafi borið ábyrgð á meðferð sjúklingsins hafi verið sendur í leyfi og síðan sagt upp störfum. Hann hafði unnið sem læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja síðan í byrjun árs 2018.\nKonan lést í nóvember 2019 og kvörtuðu aðstandendur um meðferð hennar skömmu eftir það. Samkvæmt upplýsingum RÚV var læknirinn ekki sendur í leyfi fyrr en í ágúst 2020, um tíu mánuðum eftir að konan lést, eða um leið og embætti Landlæknis skilaði fyrra áliti sínu. Hann sneri ekki aftur til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og er ekki lengur með gilt starfsleyfi sem læknir, samkvæmt starfsleyfaskrá Landlæknis sem er uppfærð daglega.\nFramkvæmdastjórn HSS skoðaði fleiri mál tengd lækninum og sendi þau áfram til Landlæknis og sum til lögreglunnar. Læknirinn sætir nú rannsókn vegna nokkurra mála þar sem grunur leikur á alvarlegri vanrækslu eða mistökum hans við umsjón sjúklinga. Samkvæmt upplýsingum RÚV var læknirinn með gilt starfsleyfi þegar hann tók til starfa hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2018. Stjórnendur HSS hafa ekkert viljað tjá sig og sömu sögu er að segja um landlæknisembættið, þar sem málin eru í rannsókn. Þá eru sömuleiðis álit Landlæknis flokkuð sem trúnaðargögn.","summary":"Landlæknir og lögregla eru með nokkur mál til skoðunar þar sem læknir, sem vann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá 2018 til 2020, er grunaður um að hafa veitt sjúklingum líknandi meðferð á vafasömum forsendum. Læknirinn er ekki lengur með starfsleyfi. "} {"year":"2021","id":"329","intro":"Þrjú hundruð fjörutíu og fjórar tilkynningar hafa borist vegna gruns um aukaverkun eftir bólusetningu við COVID-19. Fimm prósent af þeim eru alvarlegar. Forstjóri Lyfjastofnunar segir að tilkynnt hafi verið um tíu dauðsföll, sem þó er ekki talið líklegt að tengist bólusetningunni sjálfri. Tilkynnt hefur verið um fjögur tilfelli af tímabundnum andlitsdofa hér á landi.","main":"Algengar aukaverkanir af öllum þremur bóluefnunum sem hafa verið notuð hér á landi, Astra Zeneca, Pfizer og Moderna, eru mjög svipaðar, verkur í handlegg á stungustað og flensueinkenni sem eru talin fylgja öllum bólusetningum. Sjaldgæfari aukaverkun af tveimur bóluefnanna, Pfizer og Moderna, sem einn af hverjum 1000 getur búist við er tímabundin lömun öðrum megin í andliti. Rúna Hauksdóttir Hvannberg forstjóri Lyfjastofnunar segir að engin tilkynning um slíkt hafi komið fram hér á landi\nVið höfum fengið tilkynnt 4 tilvik um dofa í andliti eftir bólusetingu sem sagt þrjú hjá Cominatry og eitt hjá Moderna. Og það er kannski bara í hlutfalli við það að það voru fleiri bólusettir miklu fleirir með Pfizer bóluefninu hér. Við höfum ekki fengið þessa skammvinnu lömun tilkynnta\nAndlitslömunin gangi til baka á fáum vikum en andlistsdofinn hverfi miklu fyrr. Átján alvarlegar aukaverkanir hafa verið tilkynntar og þar af 10 dauðsföll.\nen ekkert af þessum andlátum er líklegt að tengist bólusetningunni sjálfri\nHin alvarlegu tilfellin eru öndunarstopp og versnun á astma. Allar alvarlegustu aukaverkanirnar voru hjá fólki í elsta aldurshópnum, frá áttræðu og upp í nírætt.\nFjöldi tilkynninga og tegund aukaverkana hér sé í takti við það sem búist var við miðað við klínískar rannsóknir á efnunum.\nef við horfum á það að við séum komin með 2 prósent tilkynntar aukaverkanir af þeim sem hafa verið bólusettir það er ekkert langt frá því sem við vorum að horfa til. :","summary":"Tvö prósent þeirra sem hafa verið bólusett hafa tilkynnt um grun um aukaverkanir af Covid-bóluefnum. Átján alvarleg tilfelli hafa verið tilkynnt og af þeim eru 10 dauðsföll."} {"year":"2021","id":"329","intro":"Formaður körfuknattleikssambands Íslands fagnar því að 200 áhorfendur mega mæta á kappleiki frá og með morgundeginum. Það skipti miklu máli fyrir íþróttafélög að fá áhorfendur á viðburði.","main":"Svandís Svavarsdóttir, heilsbrigðisráðherra, kynnti nýja reglugerð fyrir utan Ráðherrabústaðinn í morgun og þar staðfesti hún að 200 áhorfendur megi mæta á íþróttakappleiki frá og með morgundeginum.\nAlgjört áhorfendabann hefur verið í gildi á íþróttakappleikjum frá því í október. Hávær krafa hefur verið í íþróttasamfélaginu að fá áhorfendur á viðburði og Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambandsins, fagnar tíðindum dagsins.\nÁ meðal þess sem félögin þurfa að huga að er að allir áhorfendur snúi í sömu átt og beri grímu, þá þarf að passa að selja aðeins í númeruð sæti auk þess sem einn metri þarf að vera á milli óskyldra aðila.","summary":"Íþróttafrömuðir fagna því að áhorfendur megi aftur mæta á íþróttakappleiki frá og með morgundeginum. Algjört áhorfendabann hefur verið á íþróttakappleikjum frá því í október."} {"year":"2021","id":"330","intro":"Það sem af er vetri hefur veður verið með mildasta móti sunnanlands. Hlýindin virðast hafa áhrif á farfugla. Í síðustu viku sást tjaldur í Kjósinni sem hafði vetursetu við Ermarsundseyjar","main":"Nú kemur vorið sunnan að, og sólin bræðir ís, við sendna strönd í fjarðarbotni, lítil alda rís, segir í ljóði Sigurðar Óskars Pálssonar. Á suðvesturhluta landsins hefur vetur konungur ekki verið tíður gestur ríkjandi það sem af er. Böðvar Þórisson og Sölvi Rúnar Vignisson hafa farið um fjörur Suður- og Vesturlands síðustu vikur og talið vaðfugla og leitað að merktum tjöldum en um þriðjugur tjalda hér á landi hafa hér vetursetu.\nÍ Kjósinni sáu þeir hins vegar til tjalds sem er merktur og vitað er að hafði vetursetu á Ermarsundseyjum. Böðvar Þórisson er verkefnastjóri rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi. Hann segir það klárt mál að tjaldurinn hafi ekki haft vetursetu hér á landi.\nJá já, hann sást seinast 4. febrúar á Ermasundseyjum. Búinn að sást þar í allan vetur. Það eru til myndir af honum þar.\nHann segir að tjaldur hafi ekki komið til landsins svona snemma áður.\nEldra metið var 28.febrúar og það er að sjá fjölgun af tjöldum upp úr mánaðamótum febrúar mars, þá er búist við að fuglarnir séu að koma. Eru einhverjar skýringar á því af hverju þeir koma svona snemma? Nei við höfum enga skýringu á því. Það gæti verið að það hafi verið hagstæðir vindar.\nÞá hafa tveir fullorðnislegir hafernir sést á flugi í uppsveitum Árnessýslu síðustu daga. Hafernir sem lengi vel hafa aðallega sést við Breiðafjörð og á Vesturlandi sjást orðið víðar og tíðar um landið sunnan- og norðanvert. Undanfarin ár hafa verið haförnum hagstæð. Síðustu varpár hafa gengið mjög vel í stofninum sem fer sífellt stækkandi og varpstöðum fjölgar. Nú eru um 300 ernir hér á landi, en stofninn taldi innan við 20 fugla fyrir um hálfri öld.","summary":"Það styttist í að farfuglarnir flykkist til landsins með hækkandi sólu. Tjaldur sem hafði vetursetu á Ermasundseyjum sást í Kjós í liðinni viku. "} {"year":"2021","id":"330","intro":"Herforingjastjórnin í Mjanmar hótar mótmælendum og þátttakendum í hvers kyns andófi gegn stjórninni, alvarlegum og jafnvel banvænum afleiðingum, haldi þeir uppteknum hætti.","main":"Hreyfing sem kallar sig Samtök um borgararlega óhlýðni hefur verið framarlega í flokki þeirra sem mótmæla valdaráni herforingjastjórnarinnar. Samtökin hvöttu íbúa Mjanmar til þess í gær, að efna til allsherjarverkfalls í dag. Þau hvatningarorð framkölluðu harkaleg viðbrögð herforingjastjórnarinnar, sem varar við því að áframhaldandi andóf geti orðið dýrkeypt. \u001eMótmælendur espa nú fólk til átaka og hvetja sérstaklega áhrifagjarna unglinga og ungt fólk til að taka þátt í aðgerðum sem hæglega gætu kostað mannslíf\", segir í viðvörun hersins. Lögreglumenn skutu tvo mótmælendur til bana í Mandalay í fyrradag og særðu minnst 20 til viðbótar. Þrátt fyrir þetta flykktust þúsundir út á götur og torg helstu borga Mjanmar í morgun til að mótmæla valdaráninu, krefjast frelsunar Aung San Suu Kyi og fleiri úr forystusveit Þjóðfylkingar lýðræðissinna, og endurreisnar lýðræðis í landinu.","summary":"Herforingjastjórnin í Mjanmar hótar mótmælendum alvarlegum afleiðingum og jafnvel dauða, haldi þeir áfram andófi gegn stjórninni. "} {"year":"2021","id":"330","intro":"Það er á ábyrgð stjórnenda að koma í veg fyrir kynbundinn launamun innan stofnana og fyrirtækja.","main":"Þetta segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri Sameykis. Stjórnvöld eigi að gera það refsivert að láta kynbundinn launamun viðgangast.\nlaunamunur kynjanna verður til við skrifborð stjórnenda. Hann verður til þegar starfsmaður og stjórnandi ákveða einstaklingsbundin laun, fara í launasamtal yfir borðið. Þar hækka karlarnir en konurnar ekki, eða ekki eins mikið. Þannig að þetta er á ábyrgð stjórnenda að sjá til þess að lögin séu framkvæmd, að það megi ekki vera kynbundinn launamunur innan stofnunar, eða á opinberum markaði að minnsta kosti. Og lögin eiga auðvitað að ná líka yfir almenna markaðinn.","summary":null} {"year":"2021","id":"330","intro":"Stóra veirutækið er komið í fulla notkun á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á veiru- og sýklafræðideild Landspítalans fagnar því. Íslensk erfðagreining hefur hætt eiginlegum greiningum en heldur áfram að raðgreina jákvæð sýni.","main":"við erum að taka í notkun að fullu nýja COBAS 8800 tækið sem greinir covid veiruna meðal annars. þannig afkastagetan okkar er orðin viðunandi núna.\nÍ fyrsta sinn síðan faraldurinn hófst hér á landi?\nÞað er mjög misjafnt eftir því sem álagið hefur verið mikið en miðað við þann sýnafjölda sem við ætlum að geta greint, 4-5 þúsund sýni á sólarhring þá er það í fyrsta sinn núna já.\nTækið kom til landsins um áramótin en tíma tók að setja það upp og kenna starfsfólki á það.\nKarl segir að það hafi verið mikil eftirspurn eftir þessum tækjum um allan heim síðan faraldurinn braust út og þess vegna hafi tekið svo langan tíma að fá tækið til landsins.\nþað er bara löng biðröð eftir þeim. jafnvel hafa þær tímasetningar sem okkur var gefið ekki staðist. Og svo hefur líka verið mjög mikið mál að fá hvarefni, það er ekki nóg að fá tæki heldur þarf líka að fá hvarefni. synatökusett og fleira, þannig það hafa allir lagst á eitt að reyna að gera þeta eins fljótt og hægt er.\nÍslensk erfðagreining hefur greint megnið af COVID-sýnunum til þessa. Nú verður loks breyting þar á.\nþau sjá um þann mikilvæga part að raðgreina veirurnar og sjá hvort það eru komin ný afbrigði til landsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"330","intro":"Tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir nú snúa fremur að skólum og skipulögðum atburðum heldur en fermingarveislum. Hann segir að krár yrðu þeir staðir sem farið yrði varlegast í afléttingar.","main":"Sóttvarnalæknir segir það framar í forgangsröðinni að slaka á sóttvarnaráðstöfunum í skólum og á skipulögðum viðburðum en að leyfa fleiri gesti í fermingarveislum og á krám. Útihátíðir gætu farið fram í sumar.\nGóðar forsendur hafa skapast til frekari tilslakana á samkomutakmörkunum, sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundi almannavarna í dag. Hann gerir ráð fyrir að heilbrigðisráðherra gæti kynnt nýja reglugerð strax á morgun. Ekkert smit greindist innanlands í gær, en eitt á landamærunum.\nÞórólfur vildi ekki greina frá tillögum sínum til ráðherra en ræddi þó almennt um tilslakanir í skólum og á skipulögðum viðburðum. Vínveitingastaðir eru neðarlega á listanum þegar kemur að afléttingum og tilslökunum.\nFermingar eru mörgum ofarlega í huga en óvíst að hægt sé að halda fjölmennar veislur.\nMínar hugmyndir eru nú að fara varlega í því. Frekar að slaka á fjöldamörkum á skipulögðum viðburðum eins og listviðburðum þar sem fólk situr en í númerum sætum en í einhverjum svona veislum. Þetta á bara eftir að koma í ljós.\nHann sagðist einnig hafa lagt fram tillögur um íþróttaviðburði en sagði ekki hverjar þær yrðu. Áhorfendur hafa verið bannaðir til þessa. Ef vel gengur að bólusetja fólk, halda stjórn á landamærunum og koma í veg fyrir smit gæti verið hægt að halda hátíðir í sumar, sem féllu niður í fyrra. Þórólfur lagði þó áherslu á mikilvægi persónulegra sóttvarna þó svo létt yrði á sóttvarnaráðstöfunum.\nÞá er mjög mikilvægt að fólk haldi áfram að passa sig. Þetta þýðir ekki að við getum lifað hinu villta góða lífi.","summary":"Tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir nú snúa fremur að skólum og skipulögðum atburðum heldur en fermingarveislum. Hann segir að krár yrðu þeir staðir sem farið yrði varlegast í tilslakanir."} {"year":"2021","id":"330","intro":"Rúmlega 40 prósentum fleiri létust í Evrópusambands- og EFTA-ríkjum í nóvember í fyrra en fjögur árin á undan. Þá náði önnur bylgja COVID-19 hámarki. Allt árið í fyrra voru andlát á Íslandi umfram meðaltal 1,6 prósent samkvæmt tölum Eurostat.","main":"Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, hefur birt bráðabirgðatölur um andlát í ríkjum sambandsins og EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi, Liechtensten og Sviss árið 2020. Þar má glöggt sjá áhrif COVID-19 faraldursins. Í yfirliti Eurostat kemur fram að í apríl í fyrra hafi dánartíðni í Evrópulöndum verið 25 prósentum hærri en árin 2016-19 og í hámarki annarrar bylgju í nóvember létust rúmlega 40 prósentum fleiri í ESB- og EFTA-ríkjum en fjögur árin á undan.","summary":"Rúmlega 40 prósentum fleiri létust í ESB- og EFTA-ríkjum í nóvember í fyrra en fjögur árin á undan. Einu komma sex prósentum fleiri létust á Íslandi allt árið í fyrra samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins."} {"year":"2021","id":"330","intro":"Sóttvarnalæknir gaf til kynna í dag að áhorfendur verði leyfðir á íþróttaviðburðum á næstunni. Áhorfendabann á kappleikjum hefur verið í gildi frá 20. október.","main":"Hávær krafa hefur verið að undanförnu í íþróttasamfélaginu að leyfa áhorfendur á kappleikjum í einhverri mynd en áhorfendur hafa verið leyfðir á menningarviðburðum með skilyrðum síðan 13. janúar. Síðan 20. október hefur algjört áhorfendabann verið við lýði en það virðist taka breytingum í nýjum tillögum sóttvarnarlæknis sem ráðherra kynnir á morgun. Þórólfur Guðnason var þó stuttorður þegar hann var spurður út í málið á Almannavarnarfundi dagsins.\nHaukar unnu tveggja stiga sigur á Fjölni í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gær, 85-83. Haukar eru eftir leikinn með 14 stig eftir 10 leiki. Valur og Keflavík eru líka með 14 stig en Keflavík hefur aðeins spilað 7 leiki og Valur 9. Fjölnir er með 12 stig í fjórða sæti og hefur spilað 10 leiki. Þá unnu KR-ingar sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið hafði betur gegn Snæfelli, 78-74. Snæfell og Breiðablik hafa fjögur stig en KR er á botninum með tvö stig.\nFram og Stjarnan áttust við í Olísdeild karla í handbolta í Safamýri gærkvöld. Lokasekúndurnar voru afar spennandi. Tandri Már Konráðsson kom Stjörnunni yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar 7 sekúndur voru eftir, 29-28. Þessar sekúndur nægðu Fram samt til að jafna metin. Þeir brunuðu fram og Stefán Darri Þórsson jafnaði á lokasekúndunni og 29-29 urðu lokatölurnar. Stjarnan er í 5. sæti með 12 stig en Fram í 9. sæti með tíu stig.\nManchester United komst upp að hlið Leicester í 2.-3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir öruggan 3-1 sigur á Newcastle í gærkvöld.\nLeikurinn var á heimavelli Manchester og Marcus Rashford kom heimamönnum í 1-0 eftir hálftíma leik. Allan Saint-Maximin jafnaði metin fyrir Newcastle 6 mínútum síðar og 1-1 stóð í leikhléi.\nDaniel James kom Manchester aftur yfir á 57. mínútu áður en Bruno Fernandes innsiglaði 3-1 sigur Manchester.\nManchester er eftir sigurinn með 49 stig eins og Leicester og sitja liðin í 2.-3. sæti, 10 stigum á eftir toppliði Mancester City.","summary":"Líklegt er að áhorfendur verði leyfðir á íþróttakappleikjum á næstu dögum. Sóttvarnalæknir skýrði frá því á fundi dagsins en ekki er ljóst með hvaða móti tilslakanir verða. "} {"year":"2021","id":"331","intro":"Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur umboðsmaður Alþingis, telur að sveitarfélag hafi ekki farið að lögum þegar það réð í starf aðalbókara í byrjun síðasta árs og vill að það leiðrétti hlut konu sem sótti um starfið.","main":"Konan taldi sviðsstjóra fjármálasviðs bæjarfélagsins hafa verið vanhæfan til að taka þátt í ráðningaferlinu vegna tengsla sinna við þann umsækjanda sem síðar var ráðinn. Í áliti umboðsmanns kemur fram að sviðsstjórinn og sá sem var ráðinn eru tengd fjölskylduböndum. Eiginmaður sviðsstjórans og umsækjandinn eru systkinabörn en auk þess hafði sviðsstjórinn verið yfirmaður umsækjandans í fyrra starfi hans hjá sveitarfélaginu.\nUmboðsmaður segir reyndar að fjölskyldutengslin ein og sér hafi ekki getað leitt til vanhæfis sviðsstjórans né sú staðreynd að hann hefði verið yfirmaður umsækjandans í fyrra starfi. Það sem skipti máli sé að sviðsstjórinn sjálfur hafi vakið máls á því að best væri að hann tæki ekki þátt í ráðningarferlinu. Og að bæjarstjóri sveitarfélagsins hafi tekið undir það og talið mikilvægt að fá utanaðkomandi fyrirtæki til verksins þannig að fyllsta hlutleysis yrði gætt.\nEngu að síður sat sviðsstjórinn viðtölin sem voru tekin við umsækjendur og spurði þá spurninga.\nUmboðsmaður segir í áliti sínu að skýringar sveitarfélagsins um hæfi sviðsstjórans til að koma að ráðningarmálinu hafi hvorki verið til þess fallnar að upplýsa málið né vekja traust á málsmferðinni sem hann telur að hafi ekki verið í samræmi við lög.","summary":null} {"year":"2021","id":"331","intro":"Samkvæmt nýrri bólusetningaráætlun breskra stjórnvalda verður öllum fullorðnum boðið í bólusetningu fyrir lok júlímánaðar. Boris Johnsson forsætisráðherra kynnir áætlun um tilslakanir á takmörkunum á morgun.","main":"Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir að nýtt markmið stjórnvalda sé að fyrir fimmtánda apríl verði búið að bjóða öllum þeim sem eru í áhættuhópi, öllu heilbrigðisstarfsfólki og fólki yfir fimmtugt bólusetningu.\nAnd then all adults should be offered a jab by the end of July. We now think that we have the supplies to be able to do that.\nFyrir lok júlí eiga svo allir fullorðnir Bretar að hafa fengið boð í fyrri sprautuna. Áður var miðað við september og mega Bretar því búast við að fá bólusetningu töluvert fyrr en áætlað var. Þegar hafa yfir 17 milljónir fengið fyrsta skammt bóluefnis í Bretlandi, og nærri 600 þúsund hafa fengið báða skammtana. Gripið var til harðra aðgerða í janúar til að hefta útbreiðslu veirunnar í Bretlandi og hefur tilfellum fækkað jafnt og þétt. Boris Johnsson forsætisráðherra heldur fund í dag með ráðgjöfum sínum um afléttingu takmarkana og búist er við að áætlun um tilslakanir verði kynnt á morgun.\nWe want to set out a roadmap which gives people guidance in terms of how we think we will be able to do this.\nHancock segir að stjórnvöld vilji með þessu sýna fólki hvernig þau búast við geta aflétt takmörkunum skref fyrir skref, það skipti þó máli að fara varlega í sakirnar.\nÍ Ísrael hafa bólusetningar gengið hratt og vel, nærri helmingur þjóðarinnar hefur fengið fyrri sprautuna og þriðjungur hefur fengið báðar. Í dag var slakaði ýmsum takmörkunum þar, flestir skólar, bókasöfn og listasöfn mega opna á ný eftir tveggja mánaða lokun. Þau sem eru fullbólusett fá græn vegabréf sem veita þeim ýmis fríðindi.\n\"I'm happy to be finally back. I'm happy we got the vaccines here so quickly, we got both, so I got the green passport, and I can start the workout again. And let's hope it will stay like this and we don't go back to what it was before.\"\nKathy Gafni býr í Ramat Gan nærri Tel Aviv. Sem handhafi græns vegabréfs mátti hún mæta aftur í ræktina í dag. Þau sem hafa eitt slíkt í vasanum mega líka fara á veitingastaði, í bíó og í sund.","summary":"Allir sextán ára og eldri í Bretlandi fá boð í bólusetningu fyrir lok júlí, samkvæmt nýrri bólusetningaráætlun stjórnvalda. Nú þegar hefur þriðjungur fengið fyrri sprautuna. "} {"year":"2021","id":"331","intro":"Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, reiknar með að fá minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalæknir í dag með tillögum um frekari tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands. Núverandi reglugerð fellur úr gildi þriðja mars. Þórólfur er sjálfur loðinn í svörum og vill ekki segja af eða á hvort hann sendi ráðherra minnisblaðið í dag.","main":"Svandís sagði í útvarpsþættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að hún reiknaði með minnisblaði frá sóttvarnalækni í dag.\nNý reglugerð um hertar aðgerðir á landamærunum tók gildi á föstudag og sagði Svandís eftir ríkisstjórnarfund á þriðjudag að markmiðið með þeim aðgerðum væri að geta slakað á aðgerðum innanlands. Samfélagið ætti að njóta þess þegar vel gengi. Og það hefur gengið vel - eitt smit greindist innanlands í gær og var viðkomandi í sóttkví eins og hefur verið með þau fáu smit sem greinst hafa í þessum mánuði. Ekkert smit greindist á föstudag\nÞórólfur hefur sjálfur sagt að ein af forsendum þess að hægt sé að slaka á aðgerðum innanlands sé að koma veg fyrir það eftir fremsta megni að smit leki í gegnum landamærin. Hættan á nýrri bylgju komi að utan.\nHann var loðinn í svörum sínum til fréttastofu og vildi ekki segja af eða á hvort ráðherra fengi minnisblaðið í dag.\nEins og flestir ættu að vera farnir að þekkja sendir sóttvarnalæknir ráðherra minnisblað með tillögum sínum en það er síðan ráðherrans að ákveða hvernig reglugerðin um sóttvarnaaðgerðir verður.\nVenjan hefur verið sú að heilbrigðisráðherra fer yfir minnisblaðið á fundi ríkisstjórnarinnar og kynnir þar ákvörðun sína. Næsti fundur ríkisstjórnarinnar er á þriðjudag.\nOg þótt margir beri þá von í brjósti um að slakað verði verulega á aðgerðum ítrekaði Þórólfur þá möntru sína á upplýsingafundi á fimmtudag að fara yrði varlega í allt slíkt. Eitt af því síðasta sem hann myndi mæla með væri að fólk felldi grímuna á næstunni.","summary":"Heilbrigðisráðherra reiknar með að fá minnisblað frá sóttvarnalækni í dag um tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands. Núverandi reglugerð fellur úr gildi þriðja mars. Sóttvarnalæknir hefur ítrekað sagt að fara verði varlega þegar slakað er á aðgerðum."} {"year":"2021","id":"331","intro":"Anna Margrét Jónsdóttir, formaður félags íslenskra rannsóknarlækna tekur undir með öðrum læknafélögum að greining leghálsýna sé best borgið á Íslandi. Boðleiðirnar séu lengri þegar sýni eru send erlendis til greiningar. Þannig séu meiri líkur á að eitthvað fari úrskeiðis.","main":"Við teljum alrangt að gæði og öryggi rannsókna, og þar með heilsa og öryggi kvenna, séu best tryggð með samningum við erlenda aðila. Þvert á móti; þá verða boðleiðir verða styttri og skilvirkni meiri með því að halda áfram að gera þessar rannsóknir á Íslandi.\nþað er sending til útlanda, það virðist vera að þegar sýnin koma til danmerkur að skipta um kennitölu - það þurfi að færa þau yfir á danska kennitölu og svo færa þau aftur yfir á íslenska kennitölu. Maður hugsar svona þegar boðleiðinrar eru orðnar svona langar séu líkur á því að eitthvað geti farið úrskeiðis.\nÍ kvöldfréttum RÚV í gær lýsti varaformaður læknaráðs Landspítala yfir þungum áhyggjum að greining leghálssýna yrði flutt úr landi. Heilbrigðisyfirvöld hafa gert þriggja ára samning við greiningarfyrirtæki í Danmörku. Það telja stjórnvöld öruggara og í samræmi við erlend öryggisviðmið. Rannsóknarstofur þurfi að greina ákveðið lágmark sýna, sem er í Danmörku 25 þúsund sýni, sem náist ekki hérlendis.\nAnna Margrét segir að sýnafjöldi sé engin gæðatrygging. Hægt sé að tryggja gæði með reglulegri vottun á starfseminni.\nþessi tala er 15 þúsund í Noregi, í öðrum löndum eins og Svíþjóð og Hollandi eru engin slík viðmið. Í Svíþjóð er miðað við að hver einstaklingur skoði 2 þúsund sýni á ári. En ekki miðað við heildarfjöldi á hverja rannsóknarstofu.\nÞúsund sýni hafa verið tekin hjá heilsugæslunni í janúar og febrúar en þau eru enn á Íslandi, það þarf að handmerkja sýnin á meðan verið er að forrita tölvukerfi sem geri ferlið skilvirkara. Með samningnum sem skrifað hefur verið undir við danska greiningarfyrirtækið býst forstjóri heilsugæslunnar við að biðtiminn eftir niðurstöðu styttist í mánuð.\nvið höfum miklar áhyggjur af því hvernig þetta er að þróast. Og þetta hefur allt saman komið okkur mjög mikið á óvart. Hvernig þessi þróun hefur orðið. Hvað þetta virðist vera illa skipulagt og síðast en ekki síst þá er samráð við aðra aðila en heilsugæsluna virðist ekki hafa átt sér stað. Það er eitthvað sem er mjög slæmt í þessu ferli.","summary":"Formaður félags rannsóknarlækna segir flutning leghálskimana til heilsugæslunnar illa skipulagða og ekkert samráð hafi átt sér stað utan heilsugæslunnar. Meiri líkur séu á að eitthvað fari úrskeiðis þegar sýnin eru send utan til greiningar."} {"year":"2021","id":"331","intro":"Heimsmeistaramótinu í alpagreinum og heimsmeistaramótinu í skíðaskotfimi lýkur í dag. Sturla Snær Snorrason var á meðal keppenda í sviginu í morgun en féll úr keppni.","main":"Sturla Snær Snorrason komst áfram úr forkeppninni í gær og var því eini Íslendingurinn í sviginu í Cortina d'Ampezzo á Ítalíu í morgun. Sturla var 59. í rásröðinni í fyrri ferðinni en honum hlekktist á undir lokin og tókst ekki að klára. Hann er því ekki með í seinni ferðinni en útsending frá henni hófst nú klukkan 25 mínútur yfir tólf á RÚV. HM í skíðaskotfimi lýkur einnig í dag þegar keppt verður í hópstarti. Þar ræsa allir keppendur út á sama tíma en hópstartið er að margra mati hápunktur skíðaskotfiminnar. Keppni í kvennaflokki lauk fyirr skömmu og þar var hann hin austurríska Lisa Theresa Hauser sem kom fyrst í mark. Karlarnir fara svo af stað klukkan 20 mínútur yfir tvö í beinni útsendingu á RÚV.\nSerbinn Novak Djokovic vann í morgun sinn 18. risatitil í einliðaleik karla þegar hann lagði Rússann Daniil Medvedev í úrslitaleik Opna ástralska meistaramótsins. Djokovic vann í þremur settum, 7-5, 6-2 og 6-2. Þetta var níundi úrslitaleikur Djokovic á Opna ástralska og níundi sigurinn. Hann vantar nú tvo risatitla til viðbótar til að jafna við Spánverjann Rafael Nadal og Roger Federer sem báðir hafa unnið 20 risatitla á ferlinum.\nLandsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði annað mark Everton í 2-0 sigri liðsins á grönnum sínum í Liverpool í gærkvöld. Þetta var fyrsti sigur Everton á Anfield, heimavelli Liverpool, frá árinu 1999 eða í tæp 22 ár. Gylfi hefur fimm sinnum skorað gegn Liverpool á ferlinum, þrjú í ensku úrvalsdeildinni og tvö í ensku bikarkeppninni, en öll mörkin hefur hann skorað á Anfield. Liverpool og Everton eru nú jöfn að stigum í 6. og 7. sæti deildarinnar, með 40 stig, en Everton á leik til góða. Fjórir leikir verða spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lundúnalið West Ham og Tottenham hófu leik klukkan tólf, Aston Villa fær Leicester í heimsókn klukkan tvö og klukkan hálf fimm mætast Arsenal og Manchester City. Manchester United mætir svo Newcastle í lokaleik dagsins klukkan sjö í kvöld.","summary":"HM í skíðaskotfimi og HM í alpagreinum lýkur í dag. Sturla Snær Snorrason komst ekki áfram í sviginu á HM í alpagreinum í morgun."} {"year":"2021","id":"332","intro":"Nærri sextíu eru látin í Texas þar sem íbúar glíma enn við afleiðingar veðursins sem á þá hefur herjað síðustu daga. Fjöldi fólks er enn án rafmagns og fleiri hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlar að hækka neyðarstig í ríkinu lýsa yfir allsherjar neyðarástandi.","main":"I'm going to ask him to accelerate our response for quote, it's a different declaration, for a major disaster declaration.\nSagði Joe Biden í gær eftir samtal við ríkisstjóra Texas. Þetta þýðir að stjórnvöld í Texas geta fengið enn frekari stuðning úr sjóðum alríkisstjórnarinnar vegna óveðursins. Nærri sextíu dauðsföll má rekja til óveðursins. Frost hefur mælst allt niður í 15 til 20 gráður. Ellefu ára drengur lést úr kulda á heimili sínu sem er óupphitað hjólýsi. Þá uðru mannskæð bílslys og fólk sem reyndi að halda á sér hita inn í bifreiðum sínum lést úr kolmónoxíðeitrun.\nÍ gær voru enn um 180 þúsund heimili og fyrirtæki án rafmagns. Í fjölda borga hefur fólk ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni.\n-SOUNDBITE (English) Linda Binion, Been without Water: \"I have no water coming in my home whatsoever. I`ve got six little ones that I need to take care of.?\nLinda Binoin er sex barna móðir og býr í Dallas og er ein þeirra sem á að sjóða vatn áður en það er drukkið. En hún segist ekki fá neitt vatn úr krönum heima hjá sér, allar leiðslur eru hreinlega frosnar.","summary":"Joe Biden forseti Bandaríkjanna ætlar að lýsa yfir allsherjar neyðarástandi í Texas þar sem miklar og óvenjulegar vetrarhörkur hafa herjað á íbúa síðustu daga. Nærri sextíu eru látin og fjöldi fólks er enn án rafmagns og vatns. "} {"year":"2021","id":"332","intro":"Íslenska ríkið hefur undirritað sátt við Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, þar sem viðurkennt er að ríkið hafi brotið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar.","main":"Þetta kom fram í máli Kristínar Edwald, verjanda hans, í málflutningi í Landsrétti í gær. Þá lauk aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Magnúsi, Hreiðari Má Sigurðssyni og Sigurði Einarssyni vegna lánveitinga til vildarviðskiptavina skömmu fyrir hrun. Sáttin byggir á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu um að dómari í al Thani málinu hafi verið vanhæfur og máli Magnúsar hjá Mannréttindadómstólnum vegna dóms í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Þar hélt Magnús því fram að hann hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð vegna vanhæfis dómara. Í sáttinni er fólgin viðurkenning ríkisins á að brotið hafi verið á rétti hans til réttlátrar málsmeðferðar, greiðsla ríkisins upp á tólf þúsund evrur, andvirði tæpra tveggja milljóna króna, og viðurkenning á að Magnús geti óskað eftir endurupptöku málanna. Þetta eru tvö þeirra þriggja mála þar sem Magnús hefur verið sakfelldur. Endurupptökunefnd hafnaði á sínum tíma beiðnum sakborninga í al Thani málinu um endurupptöku, áður en sakborningar fóru með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.","summary":null} {"year":"2021","id":"332","intro":"Hiti sjávar fyrir norðan land hefur verið fyrir ofan meðallag síðustu 20 árin og hafið umhverfis Ísland hefur súrnað. Þetta sýna gögn Hafrannsóknastofnunar sem rannsakað hefur ástand sjávar samfellt í 50 ár.","main":"Bjarni Sæmundsson, rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar, lagði af stað í tveggja vikna rannsóknarleiðangur umhverfis landið þann 15. febrúar. Farið er fjórum sinnum á ári í slíka leiðangra og þá er ástand sjávar kannað, meðal annars hiti, selta, súrefni og straumar. Leiðangurinn er liður í langtímarannsókn á hafinu, en þessir ársfjórðunglegu leiðangrar hafa verið farnir allt frá árinu 1970. Sólveig Rósa Ólafsdóttir efnafræðingur er verkefnisstjóri.\nSeinustu 20 ár eða svo hafa verið hafa verið hlý. Hiti í hlýsjónum sunnan og vestan við land hefur verið hærri heldur en í mælingunum 30 árin þar á undan. Þessi hlýnun nær líka yfir á norðurmið. Á norðurmiðum eru skilyrðin breytilegri vegna þess að þar blandast bæði þessi hlýi Atlantssjór og svo kaldur pólssjór og það fer eftir því hversu mikið er af atlantssjónum eða pólssjónum hver skilyrðin eru þannig að breytingar þar á milli ára eru mikli meiri en í atlantssjónum fyrir sunnan. En fyrir norðan eins og á mælingum frá Siglunessniði, sem er úti fyrir miðju Norðurlandi, hefur hiti sjávar verið fyrir ofan meðallag seinustu 15 til 20 árin.\nEr hægt að meta hvort að þessi breyting sé til góðs eða ills?\nÉg held að það sé ekki hægt að svo komnu máli hægt að gera það vegna þess að breytileikinn í þessu kerfi er hár og náttúrulegar aðstæður eru breytilegar.","summary":null} {"year":"2021","id":"332","intro":"Kim Kielsen, fráfarandi leiðtogi grænlensku landsstjórnarinnar og fyrrverandi formaður Siumut-flokksins, er hvergi nærri hættur í stjórnmálum þótt meirihluti flokkssystkina hans hafi hafnað honum sem formanni fyrir skemmstu.","main":"Kielsen segist í samtali við grænlenska blaðið Sermitsiaq ætla að bjóða sig fram fyrir Siumut í þingkosningunum í apríl. Hann segist telja sig skuldbundinn kjósendum til að standa sína plikt, svo lengi sem hann hafi áhuga og orku til að vinna í þeirra þágu. Kielsen, sem er hálfsextugur, fékk 2.183 persónuatkvæði í kosningunum 2018 og átti stóran þátt í því að tryggja Siumut nauman sigur yfir erkifjendunum í Inuit Ataqatigiit, með 7.957 atkvæðum gegn 7.478. Hann hefur verið þungavigtarmaður í grænlenskum stjórnmálum um langt árabil og formaður Siumut-flokksins síðan 2014. Nokkurrar óánægju var þó tekið að gæta með forystu Kielsens í flokknum og á haustdögum tapaði hann formannskosningum gegn áskorandanum Erik Jensen. Kielsen neitaði engu að síður að víkja úr forsæti landsstjórnarinnar, sem liðaðist að lokum í sundur fyrir rúmri viku. Í framhaldinu var boðað til þingkosninga samhliða sveitarstjórnarkosningunum 6. apríl næstkomandi, þótt ár lifi af kjörtímabilinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"332","intro":"Nokkuð er um að lögegla sé kölluð til þegar viðskiptavinir verslana neita að bera andlitsgrímur þrátt fyrir tilmæli þar um. Lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að yfirleitt sé um að ræða fólk undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna og að þessum málum ljúki oftast með sektargreiðslu.","main":"Í gærkvöldi óskaði starfsmaður verslunar í miðborg Reykjavíkur eftir aðstoð lögreglu eftir að hafa orðið fyrir árás viðskiptavinar sem neitaði að bera andlitsgrímu. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að um hafi verið að ræða karlmann, sem hafi verið sleppt eftir tiltal lögreglu.\nÞar kom maður án grímu inn í verslun. Hann var beðinn um að setja upp grímuna en neitaði því og brást illa við og ógnaði starfsmanni. Þannig að hann hringdi á lögreglu sem kom á staðinn. Við tókum niður allar upplýsingar um þennan mann, hann verður tekinn fyrir eftir helgi og á von á að greiða sekt. Ef hann greiðir ekki sektina þá fer þetta fyrir dómstólana.\nGuðmundur segir að í þessum aðstæðum sé starfsfólki verslana gjarnan hótað eða á það ráðist. Hann segist ekki vita til þess að alvarleg meiðsl hafi hlotist af, en fólki sé eðlilega brugðið og að stundum komi til handtöku. Um sé að ræða nokkuð fjölbreyttan hóp fólks.\nÞetta virðist vera á öllum aldri. Svona meirihlutinn karlar að vísu.","summary":null} {"year":"2021","id":"332","intro":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær tvo menn í tengslum við rannsóknina á morðinu í Rauðagerði um síðustu helgi. Tíu manns eru því í haldi lögreglu vegna rannsóknarinnar.","main":"Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að tvímenningarnir séu erlendir ríkisborgarar og ákvörðun um hvort að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim liggi ekki fyrir. Mennirnir voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu. Alls eru því tíu manns í haldi vegna rannsóknar málsins, átta í gæsluvarðhaldi. Allt fólkið sem er í haldi eru erlendir ríkisborgarar utan einn, sem er Íslendingur. Að sögn Margeirs er rannsóknin í fullum gangi, yfirheyrslur fara fram yfir þeim sem eru í haldi og telur lögreglan að hún sé með í haldi þá sem að málinu koma að einhverju leyti. Auk þess er unnið úr þeim gögnum sem fyrir liggja en lögreglan hefur farið í fjölda húsleita í tengslum við rannsóknina.","summary":"Lögreglan handtók tvo til viðbótar í gær vegna rannsóknarinnar á morðinu í Rauðagerði. Tíu manns eru þvi í haldi vegna málsins."} {"year":"2021","id":"332","intro":"Bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hefur sótt um skilnað frá rapparanum Kanye West eftir sjö ára hjónaband. Hjónin, sem gengu stundum undir nafninu Kimey, voru nánast stanslaust í sviðsljósi fjölmiðla en höfðu ekki búið saman um nokkurt skeið.","main":"Talsmaður Kardashian staðfestir skilnaðinn við New York Times. Sögusagnir um skilnað þeirra hafa verið á sveimi síðustu mánuði.\nHjónaband Kardashian og West var uppspretta endalausra frétta og var oft í stóru hlutverki í raunveruleikaþáttum Kardashian-fjölskyldunnar, Keeping Up With the Kardashians.\nHjónin lögðu leið sín til Íslands fyrir fimm árum þar sem rapparinn tók upp tónlistarmyndband á meðan Kardashian þeyttist um landið með systrum sínum. Ferðalaginu var gert skil í sjónvarpsþáttum fjölskyldunnar og forstöðumaður hjá Íslandsstofu sagði í samtali við RÚV á sínum tíma að ekki væri hægt að verðmeta landkynningu af þessu tagi. Heimsókn þeirra væri einstök og ómetanleg auglýsing fyrir Ísland.\nÞað reyndi verulega á hjónabandið þegar hegðun West fór að taka á sig sífellt undarlegri mynd. Hann fór í forsetaframboð á síðasta ári og birti sérkennileg tíst á Twitter þar sem hann sagði eiginkonu sína vilja leggja sig inn og að hann ætlaði að skilja við hana. Hann baðst síðar afsökunar á þessum ummælum sínum.\nÞetta leiddi til þess að Kardashian sá sig tilneydda til að gefa út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. Þar sagði hún eiginmann sinn glíma við geðhvörf, hann væri frábær en mjög flókin mannvera og kallaði eftir því að fólk og fjölmiðlar sýndu geðsjúkdómum meiri skilning.","summary":null} {"year":"2021","id":"332","intro":"Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Lúxemborg í lokaleik sínum í forkeppni HM 2023 í dag. Svigkeppni HM í alpagreinum er hálfnuð en allar íslensku skíðakonurnar fjórar féllu úr keppni eftir fyrri ferðina í morgun.","main":"Heimsmeistaramótið í alpagreinum stendur nú sem hæst í Cortina á Ítalíu og í morgun hófst keppni í svigi kvenna. Eftir fyrri ferðina er Austurríkiskonan Katharina Liensberger efst en næst á eftir henni er efsta kona heimsbikarsins, Petra Vlhova frá Slóvakíu og Wendy Holdener frá Sviss er þriðja. Fjórar íslenskar skíðakonur tóku þátt í keppninni í dag, þær Katla Björg Dagbjartsdóttir, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Sigríður Dröfn Auðunsdóttir og Hjördís Birna Ingvadóttir. Þær féllu allar úr leik eftir fyrri ferðina. Nú klukkan hálf eitt hófst seinni ferðin í sviginu og er hún í beinni útsendingu á RÚV. Klukkan tvö hefst svo bein útsending frá boðgöngu karla á HM í skíðaskotfimi og verður sýnt frá þeirri keppni á RÚV 2.\nKarlalandslið Íslands í körfubolta verður í eldlínunni í dag í lokaleik sínum í forkeppni HM 2023. Þá mætir Ísland Lúxemborg en á fimmtudag tryggði íslenska liðið sér efsta sæti riðilsins eftir sigur á Slóvakíu. Leikur Íslands og Lúxemborgar hefst klukkan þrjú og er í beinni útsendingu á RÚV.\nNaomi Osaka vann í morgun sinn fjórða risatitil í tennis eftir sigur á Jennifer Brady í úrslitum Opna ástralska meistaramótsins í tennis. Osaka vann Brady í tveimur settum, 6-4 og 6-3, og er þetta í annað sinn sem Osaka fagnar sigri á Opna ástralska. Úrslitaleikurinn í einliðaleik karla verður spilaður í fyrramálið en þá mætast Serbinn Novak Djokovic, áttfaldur meistari á mótinu, og Rússinn Daniil Medvedev.\nFjórir leikir verða spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og er leikur Southampton og Chelsea þegar hafinn. Burnley tekur á móti West Bromwich Albion klukkan þrjú og klukkan hálf sex mætast erkifjendurnir í Liverpool og Everton. Fulham tekur svo á móti Sheffield United í fallbaráttuslag klukkan átta í kvöld. Manchester City situr á toppi deildarinnar með 56 stig, 10 stigum ofar en Manchester United og Leicester.","summary":"Keppni í svigi kvenna á HM í alpagreinum stendur nú yfir í Cortina á Ítalíu. Íslensku skíðakonurnar fjórar sem hófu keppni í morgun féllu úr leik eftir fyrri ferðina. "} {"year":"2021","id":"333","intro":"Óttast er að aukin harka færist í mótmælin í Mjanmar eftir að ung kona sem særðist í mótmælum á dögunum lést af sárum sínum í morgun.","main":"Búist er við að mótmæli færist enn í aukana í Mjanmar eftir að ung kona, sem særðist í mótmælum í höfuðborginni Naypyidaw fyrir tíu dögum, lést af sárum sínum í morgun.\nMya Thwate Thwate Khaing er fyrst til að láta lífið í mótmælum gegn herforingjastjórninni, sem hrifsaði völdin í Mjanmar í byrjun mánaðarins. Öryggissveitir héldu að mestu að sér höndum fyrst eftir að mótmæli hófust, en 9. þessa mánaðar skutu þær gúmmíkúlum að mótmælendum í höfuðborginni og fékk þá Mya Thwate Thwate Khaing, sem varð tvítug í síðustu viku, skot í höfuðið og komst aldrei til meðvitundar. Haft hefur verið eftir læknum að tveir mótmælendur hafi verið fluttir þungt haldnir með skotsár á sjúkrahús í Naypyidaw umræddan dag. Atburðurinn var fordæmdur víða um heim og háværar kröfur eru um að framganga öryggissveita verði rannsökuð. Mannréttindasamtökin Amnesty International, sem skoðað hafa myndbönd frá atburðunum 9. febrúar, segja að öryggissveitir hafi ekki sýnt neina virðingu fyrir lífi eða öryggi fólks í aðgerðum sínum þennan dag. Ástandið í Mjanmar var rætt á fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Japans, Indlands og Ástralíu í gær og hvöttu ráðherrarnir til endurreisnar lýðræðis í Mjanmar.","summary":null} {"year":"2021","id":"333","intro":"Atkvæðagreiðsla stendur yfir hjá Flugfreyjufélaginu um kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna Air Iceland Connect. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður félagsins, segir að samningurinn feli í sér aukið vinnuframlag en félagið hafi ekki komist lengra í viðræðum vegna stöðu flugfélagsins.","main":"Það má segja að þessi samningur sé vissulega hagræðingarsamningur, en miðað við stöðuna sem uppi er hjá fyrirtækinu og í fluggeiranum í heild sinni má segja að við séum sáttar miðað við aðstæður. Samningurinn felur í sér aukið vinnuframlag. Og önnur sem sagt hagræðingaratriði til að tryggja sveigjanleika og hagræðingamöguleika hjá Air Iceland Connect, það er erfið staða þegar verið er að gefa eftir veigamikil atriði í samningnum en lengra varð ekki komist.\nKjarasamningar hafa verið lausir í um tvö ár. Samningurinn, sem var undirritaður hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku, tekur til hátt í 20 flugfreyja hjá Air Iceland Connect og gildir í fjögur ár.\nAtkvæðagreiðslu um samninginn lýkur á þriðjudaginn.\nég býst við að hann verði samþykktur og maður vonar það að sjálfsögðu alltaf.","summary":null} {"year":"2021","id":"333","intro":"Eftir mjög góða veiði á loðnumiðunum í gær hefur gengið verr að finna loðnu í morgun. Íslensku skipin eru nú flest að veiðum skammt vestan við Vestmanneyjar.","main":"Nú er tæp vika síðan loðnuveiði hófst hjá íslenska uppsjávarflotanum og veiðin fór hægt af stað fyrstu dagana. Hún glæddist þó mjög í gær og mikið var að sjá af loðnu suður af landinu. Það hefur hins vegar ekki gengið eins vel í morgun.\nSegir Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni frá Eskifirði, sem var nýbúinn að kasta á loðnutorfu þegar við töluðum saman rétt fyrir hádegið. Íslensku skipin eru flest að veiðum skammt vestan við Vestmanneyjar og Grétar segir að loðnan sé á hefðbundinni göngu vestur með landinu.\nOg það er passað upp á að skipin veiði ekki of mikið í einu svo vinnslan í landi fái alltaf sem best hráefni.","summary":null} {"year":"2021","id":"333","intro":"Síminn hagnaðist um milljarð króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaðurinn var fjörutíu prósentum meiri en á síðasta ársfjórðungi ársins 2019. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir að það hafi haft áhrif hvað fólk hélt sig heima á árinu. Einnig hafi hagræðingaraðgerðir skilað sér. Tekjur af upplýsingatækni jukust um rúm ellefu prósent milli ára sem og tekjur af sjónvarpssölu enda seldi Síminn áskrift að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í níu mánuði árið 2020, mun lengur en árið áður.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"333","intro":"Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem var handtekinn um síðustu helgi eftir að karlmaður var myrtur fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í Reykjavík. Tveir voru handteknir í gær og eru nú að minnsta kosti níu manns í haldi vegna málsins.","main":"Aðfaranótt sunnudagsins 14. febrúar var litháískur karlmaður á fertugsaldri handtekinn í tengslum við morðið á Armando Beqirai, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði. Maðurinn var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, þar til í dag, en lögreglan ætlar að fara fram á áframhaldandi varðhald yfir honum í fimm daga til viðbótar, til miðvikudags.\nÞetta var fyrsta handtakan af mörgum í tengslum við morðið í Rauðagerði á laugardagskvöld. Á mánudeginum voru þrír handteknir á Suðurlandi, þar á meðal Íslendingur á fertugsaldri sem er vel þekktur í undirheimum Reykjavíkur og hefur verið í áraraðir. Daginn eftir voru fjórir handteknir til viðbótar, þar á meðal samlandi Armandos, albanskur maður á fertugsaldri. Sá hafði ætlað að gefa sig fram við lögreglu að fyrra bragði, en gerði ekki. Einni konu var sleppt þá um kvöldið en hinir úrskurðaðir í vikulangt varðhald. Í gær voru tveir handteknir, en ekki fást upplýsingar um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim í dag. Þetta gera þá samtals 10 manns sem lögregla hefur gefið upp að hafi verið teknir vegna morðsins. Lögreglan hefur leitað á um tuttugu stöðum víðsvegar um landið og fundið þar, og tekið, hina ýmsu muni - meðal annars vopn og ökutæki. Armando var myrtur með skammbyssu, líklegast með hljóðdeyfi þar sem enginn virtist hafa heyrt skothvelli þegar hann var skotinn mörgum sinnum, meðal annars í hnakkann. Eftir því sem fréttastofa kemst næst eru nú níu manns í haldi vegna rannsóknarinnar, frá Íslandi, Spáni, Litáen og Albaníu. Fólkið er allt í einangrun og er því haldið aðskildu.","summary":"Lögreglan fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni á fertugsaldri sem var handtekinn aðfaranótt sunnudags vegna morðsins í Rauðagerði. Að minnsta kosti níu manns frá fjórum löndum eru í haldi í tengslum við rannsóknina. "} {"year":"2021","id":"333","intro":"Fleiri mega nú vera á skíðum í einu eða allt að helmingur af leyfilegum hámarksfjölda á hverju skíðasvæði. Mikil aðsókn er í skíðasvæðin nú þegar styttist í vetrarfrí í mörgum skólum.","main":"Miklu skiptir að fleiri mega nú vera á skíðum í einu, segir Hlynur Kristinsson formaður Samtaka skíðasvæða. Nýjar og rýmri reglur um skíðasvæði tóku gildi í dag. Forráðamennn skíðasvæða þrýstu á um breytingarnar og Hlynur fagnar því að þær séu nú komnar til framkvæmda þar sem vetrarfrí er í mörgum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu á mánudag og þriðjudag.\nÞað eru vetrarfrí núna og mjög stór helgi almennt á skíðasvæðunum í venjulegu ári. Við sáum fram á að þetta yrði svolítið snúið, sérstaklega fyrir stærri svæðin. Þannig að það skiptir öllu að hækka þetta upp í 50%. En svo sjáum við líka meiri dreifingu milli svæða vegna COVID-19. Þannig að það er meiri aðsókn í minni svæðin sem er mjög jákvætt því þá fáum meiri dreifingu um landið og þetta hlífir stóru svæðunum við því að lenda í miklu veseni með fjölda. Það var orðið uppselt í Hlíðarfjall en við það að þetta sé rýmkað geta þeir væntanlega selt einhverja miða aukalega. - Voru ekki margir hættir við að fara út úr bænum á skíði um helgina vegna þess að þeir sáu ekki fram á að komast inn á skíðasvæðin. Er þetta ekki svekkelsi fyri rmarga? Ég er ekki klár á hvort margir hafi hætt við að koma út á landi. En alla vega finn ég fyrir miklum áhuga hérna á Ísafirði. Það eru margir að koma hingað.","summary":"Slakað var á sóttvörnum á skíðasvæðunum í dag, en þau mega nú taka við helmingi af leyfilegum hámarksfjölda. Skíðamenn gleðjast nú þegar styttist í vetrarfrí í mörgum skólum. "} {"year":"2021","id":"333","intro":"Verjendur þriggja æðstu stjórnenda Kaupþings fyrir hrun kröfðust í morgun sýknudóms yfir þeim í síðasta hrunsmálinu.","main":"Lokadagur síðustu hrunsréttarhaldanna er runninn upp og hafa verjendur átt sviðið framan af degi. Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, reið á vaðið. Hann bar fram margþætta gagnrýni á málflutning ákæruvaldsins, meðal annars að það liti fram hjá upphafi málsins með aðkomu Deutsche Bank og stöðu beggja banka. Hún var metin góð þegar ákvörðun var tekin um lánveitingarnar sem ákært er fyrir. Hörður Felix vísaði á bug orðum saksóknara í gær um að líkja mætti þessu máli við Al Thani og markaðsmisnotkunarmál Kaupþings, sem sakfellt var fyrir. Hann sagði að enginn vafi léki á að viðskipti sem lánað var fyrir væru lögleg. Mikill munur væri á skuldabréfum með góðum umsömdum vöxtum og hlutabréfum sem gætu sveiflast í verði. Þetta hefði verið álitinn gulltryggður díll, eins og það hefði verið orðað fyrir hrun. Hörður Felix og Gestur Jónsson, verjandi Sigurðar Einarssonar, sögðu aðkomu sakborninga að hinum umdeildu lánveitingum alls ekki eins og ákæruvaldið lýsti, auk þess sem bankinn hefði verið með traustar tryggingar. Gestur lagði áherslu á að ákæruvaldið hefði aldrei rannsakað sem skyldi samkomulag Deutsche Bank við Kaupþing um endurgreiðslur, eins og Hæstiréttur hefði fyrirskipað. Því yrði að sýkna í málinu. Hann gagnrýndi líka að sakborningar sættu nú ákæru í þriðja, fjórða og fimmta skipti þegar í raun hefði átt að reka öll málin saman eða velja alvarlegustu brotin til að ákæra fyrir. Málflutningi verður haldið áfram hér í Landsrétti eftir hádegi og lýkur síðar í dag.","summary":null} {"year":"2021","id":"333","intro":"Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er komið áfram í aðra umferð í forkeppni heimsmeistaramótsins 2023. Ísland tryggði sér efsta sæti í riðlinum með sigri á Slóvakíu í gær.","main":"Ísland mætti Slóvakíu í gær í fremur jöfnum leik. Íslenska liðið spilaði frábærlega í þriðja leikhluta sem að lokum skilaði þeim 15 stiga sigri 94-79. Með sigrinum er Ísland komið áfram í aðra umferð í forkeppni HM 2023 sem hefst hefst í ágúst. Jón Axel Guðmundsson, sem leikur með Fraport Skyliners í þýsku 1. deildinni, var stigahæstur í liði Íslands í gær með 29 stig, þar af sex þriggja stiga körfur.\nSagði Jón Axel eftir leikinn. Ísland mætir svo Lúxemborg á morgun í lokaleik liðsins í riðlinum, og Jón segir leikinn leggjast vel í íslenska liðið.\nLeikur Íslands og Lúxemborgar verður sýndur beint á RÚV klukkan þrjú á morgun.\nSturla Snær Snorrason tók þátt í fyrri ferðinni í stórsvigi karla á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Cortina á Ítalíu í morgun. Sturla Snær náði ekki að klára ferðina og er því úr leik og verður ekki með í seinni ferðinni. Útsending frá seinni ferðinni hófst núna klukkan hálf eitt og er sýnd á RÚV. Frakkinn Alexis Pinturault var með besta tímann í fyrri ferðinni þegar hann fór á 1 mínútu og 17,55 sekúndum. Marco Odermatt frá Sviss, sem var talinn sigurstranglegur, náði ekki að klára fyrri ferðina. Á morgun sýnir RÚV svo frá svigi kvenna á HM í alpagreinum, og boðgöngu kvenna og karla á HM í skíðaskotfimi en hægt er að sjá þær útsendingar sem framundan eru á íþróttavef RÚV.","summary":"Íslenska karlalandsliðið í körfubolta er komið áfram í aðra umferð forkeppni heimsmeistaramótsins 2023. Ísland tryggði sér efsta sæti riðilsins með sigri á Slóvakíu í gær."} {"year":"2021","id":"333","intro":"Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að vaxandi átök í Jemen leiði til enn meiri hörmunga í landinu. Hungursneyð blasi við milljónum manna verði ekkert að gert.","main":"Erindrekar Sameinuðu þjóðanna telja alvarlega hættu á hungursneyð í Jemen. Hungursneyð blasi við milljónum manna og vaxandi átök í Marib-héraði geri illt verra.\nÁstandið í Jemen var rætt á fjarfundi hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöld. Martin Griffiths, erindreki samtakannna í málefnum Jemens, sagði að sókn Hútí-fylkingarinnar í Marib-héraði og að samnefndri borg væri verulegt áhyggjuefni. Borgin er síðasta vígi alþjóðlega viðurkenndrar stjórnar í norðurhluta Jemens. Þar hefur verið tiltölulega friðsælt miðað við annars staðar í landinu og undanfarin misseri hefur um ein milljón manna leitað þar skjóls. Griffiths sagði að þúsundir kynnu að hrekjast á vergang réðist Hútí-fylkingin á borgina. Hann hvatti stríðandi fylkingar til að semja um vopnahlé.\nGrifftihs sagði að brýnt væri að stríðandi fylkingar leyfðu óhindraða flutninga á hjálpargögnum til landsins bæði um höfnina í Hodeida og um flugvöllinn í höfuðborginni Sanaa. Breytt viðhorf Bandaríkjastjórnar til ástandsins í Jemen voru einnig til umræðu á fundinum, en Joe Biden, nýr forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir áhuga á að beita sér í málinu. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að Hútí-fylkingin yrði tekin af lista Bandaríkjastjórnar yfir hryðjuverkasamtök. Þetta telja margir auka möguleika á viðræðum milli stríðandi fylkinga, þeirra á meðal Mark Lowcock, sem fer með mannúðarmál hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann sagði að fyrst yrði að leggja höfuðáherslu á að afstýra hungursneyð í Jemen.","summary":"Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að vaxandi átök í Jemen leiði til enn meiri hörmunga í landinu. Hungursneyð blasi við milljónum verði ekkert að gert."} {"year":"2021","id":"333","intro":"Líkur á að rýma þurfi hús á Seyðisfirði í varúðarskyni fara minnkandi eftir því sem jarðvegur í hlíðum þéttist og Veðurstofan lærir á nýtt landslag og mælitæki.","main":"Ekki eru líkur á að rýma þurfi hús á Seyðisfirði þó sams konar aðstæður komi upp og voru þar á þriðjudag. Þá urðu um hundrað Seyðfirðingar að rýma heimili sín í varúðarskyni. Ofanflóðasérfræðingar telja að líkur á rýmingum fari minnkandi eftir því sem þekking eykst á breyttu landslagi eftir skriðuföllin í desember.\nEkki var spáð mjög mikilli úrkomu og aðeins um 45 millimetrar komu í mæla Veðurstofunnar. En samhliða rigningunni var hláka og úrkoma sem féll tveimur dögum áður var enn að skila sér niður. Samkvæmt upplýsingum frá ofanflóðavakt Veðurstofunnar var helgarrigningin og rigningin eftir helgi túlkuð sem eitt úrkomutímabil sem jafngilti meira en 100 millimetra úrkomu. Þar við bættist leysing vegna hláku. Í rigningunni á Seyðisfirði í vikunni hækkaði vatnsþrýstingur í borholum í hlíðinni meira en mælst hefur síðan skriðurnar féllu í desember. Ekki mældist hinsvegar marktæk hreyfing á jarðlögum.\nVeðurstofan er að koma sér upp eins konar rýmingarviðmiðum fyrir Seyðisfjörð og samkvæmt upplýsingum frá ofanflóðavakt verða þau viðmið hækkuð eftir þessa rýmingu. Lítið þurfti til að rýma fyrst eftir hamfarirnar, jafnvel aðeins um 50 millimetra úrkomu en eftir því sem lengra líður frá og jarðlög verða stöðugri þarf meira til að Seyðfirðingum verði gert að rýma húsin.\nSkriðurnar í desember breyttu landslagi og aðstæðum í hlíðinni fyrir ofan Seyðsifjörð sunnanverðan, þar eru brött brotsár í jarðlögum og nýjar sprungur. Sérfræðingar eru sífellt að læra meira á hvernig hlíðin hegðar sér í úrkomu og leysingu og hversu miklu vatni hún ræður við að skila til sjávar án vandræða. Þá eru líka að bætast við upplýsingar úr nýjum mælitækjum og borholum í hlíðinni. En til að hægt sé að hækka viðmiðið enn frekar og minnka líkur á að Seyðfirðingar þurfi að rýma þarf að fá meiri reynslu og eina leiðin til þess er að sjá hvernig hlíðin bregst við enn meiri úrkomu og leysingum. Því eru líkur á að Seyðfirðingar þurfi að rýma aftur í varúðarskyni í næstu stórrigningu þegar mælingar og spár gefa til kynna enn meiri rigningu og leysingu en varð í byrjun vikunnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þá fæst reynsla og þekking sem gerir vonandi kleift að rýma sjaldnar í framtíðinni.","summary":"Líkur á að rýma þurfi hús á Seyðisfirði í varúðarskyni fara minnkandi eftir því sem jarðvegur í hlíðum þéttist og Veðurstofan lærir á nýtt landslag og mælitæki."} {"year":"2021","id":"334","intro":"Ekki er hægt að segja að Ísland sé orðið kórónuveirulaust land þrátt fyrir að fá smit hafi greinst að undanförnu. Þetta segir Thor Aspelund prófessor í líftölfræði. Þó það sé markmið margra ríkja að verða alveg laus við veiruna þá sé það líklega ekki hægt.","main":"Þetta er verið að deila um núna og verið að skrifa um og hvort það sé hægt að fullyrða svona. Auðvitað skiptast menn í fylkingar í þessum málum sem öðrum. Meirihluti telur núna að það sé ekki hægt að fullyrða það eins og í löndum þar sem er svipuð staða og hér, eins og í Nýja-Sjálandi eða Ástralíu að það sé hægt að fullyrða að það sé veirulaust. Ég held að við getum alveg hugsað okkur þetta þannig að við viljum stefna þangað en tæknilega, bara út af veirum og hvernig þær hegða sér, þá mun hún vera með okkur, því miður, áfram.","summary":"Þó smit séu orðin fátíð hér á landi vill prófessor í líftölfræði ekki fullyrða að landið sé kórónuveirulaust. "} {"year":"2021","id":"334","intro":"Sjö sitja nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við morð á ungum manni í Rauðagerði um síðustu helgi. Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gærkvöld, en einni konu sleppt.","main":"Einn Íslendingur situr í varðhaldi, en hinir sex eru útlendingar, meðal annars frá Litháen og Albaníu. Allir eru grunaðir um einhvers konar tengsl við morðið á þrjátíu og þriggja ára manni frá Albaníu, Armando Baquiri, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði laust fyrir miðnætti á laugardagskvöld. Armando var skotinn nokkrum sinnum með skammbyssu, meðal annars í hnakkann, þegar hann var að koma heim til sín og er talið að beðið hafi verið eftir honum þar. Lögreglan telur sig hafa skotmanninn í haldi en hefur lítið viljað gefa upp um möguleg tengsl hinna við glæpinn. Á annan tug húsleita hafa verið gerðar víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurlandi og Norðurlandi. Lögreglan hefur tekið þar hina ýmsu muni, allt frá smámunum upp í ökutæki, eins og það var orðað. Fjögur voru handtekin í fyrrakvöld og þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gærkvöld. Konu var sleppt.\nLögreglan segir að þetta sé ein flóknasta og stærsta rannsókn sem hún hefur þurft að fást við síðustu ár. Allt kapp er lagt á að átta sig á tengslum mannanna, mögulegar ástæður sem gætu legið að baki og hvort morðið hafi verið fyrirskipað og skipulagt. Rannsókninni miðar nokkuð vel, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.","summary":"Sjö eru í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á morði á ungum manni í Rauðagerði um síðustu helgi. Þrír menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gærkvöld, en einni konu sleppt. "} {"year":"2021","id":"334","intro":"Konur í sambúð með meistaragráðu hafa að jafnaði næstum hundrað þúsund krónum lægri heildartekjur á mánuði en karlar í sambúð með grunnháskólamenntun eða bakkalárgráðu. Þetta er meðal þess sem má lesa út úr nýuppfærðri tekjusögu stjórnvalda. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir tölurnar varpa ljósi á marglaga misrétti á vinnumarkaði og í samfélaginu.","main":"Konur með grunnháskólamenntun hafa svipaðar heildartekjur og karlar sem aðeins hafa lokið grunnskóla, og á landsbyggðinni hafa þeir hærri tekjur en þær. Ef horft er á tekjur kynjanna óháð menntun eru heildartekjur karla að meðaltali um 29 prósentum hærri. Nýjustu gögn eru fyrir skattárið 2018 en Þórunn segir þau gefa skýra vísbendingu um að það sé enn langt í land að kynin standi jöfn.","summary":"Konur með grunnháskólamenntun hafa svipaðar heildartekjur og karlar sem aðeins hafa lokið grunnskóla, og á landsbyggðinni hafa þeir hærri tekjur en þær, samkvæmt nýuppfærðri tekjusögu stjórnvalda. "} {"year":"2021","id":"334","intro":"Nýr samstarfsvettvangur stjórnvalda og fyrirtækja ætlar að kortleggja kolefnisspor byggingariðnaðar á Íslandi og setja tímasett markmið um samdrátt í losun. Fátt er vitað um sporið í dag, annað en að það er stórt.","main":"Í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er lagt til að spor byggingageirans verði metið sérstaklega og unnið markvisst að því að draga úr losun frá honum. Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, sérfræðingur hjá húsnæðis- og mannvirkjastofnun, leiðir nýjan samstarfsvettvang, sem kallast Byggjum grænni framtíð. Byggingageirinn er talinn ábyrgur fyrir allt að 40% losunar á heimsvísu.\nÞá er verið að horfa á allan líftíma mannvirkis, allt frá framleiðslu byggingarefnis til loka líftíma þess. Þessar tölur hér á Íslandi eru bara ekki til. Það eina sem er notað í losunarbókhaldi Íslands sem er merkt mannvirkjageiranum er losun vegna jarðefnaeldsneytis á framkvæmdastað annars vegar og losun vegna framleiðslu á steinull hins vegar.\nUpplýsingar vantar um losun vegna framleiðslu sements og krossviðar erlendis, svo dæmi séu nefnd. Til stendur að afla gagna og gera vistferilsgreiningu, skoða losun á öllum líftíma mannvirkja og setja í kjölfarið tímasett markmið um samdrátt í losun fyrir árið 2030. Sigríður Ósk Bjarnadóttir, byggingarverkfræðingur hjá VSÓ stýrir vinnu við vistferilsgreininguna.\nÞað er alveg ofboðslega mikilvægt að hafa eitthvað viðmið, við vitum að byggingariðnaðurinn er ofboðslega stór hluti af kolefnislosun á heimsvísu sem þýðir að hann hlýtur að vera alveg stór hluti af kolefnislosun Íslans. VIð erum með alls konar markmið, kolefnishlutleysi fyrir 2040 og þurfum þá að fara að gera eitthvað en til þess að geta gert eitthvað þá þurfum við að vita hvar við erum núna.","summary":"Nýr samstarfsvettvangur ríkis og einkafyrirtækja á að kortleggja kolefnisspor byggingariðnaðarins á Íslandi og setja tímasett markmið um samdrátt. Lítið liggur fyrir um spor mannvirkjageirans nú. "} {"year":"2021","id":"334","intro":"Ekkert lát virðist á andstöðunni gegn herforingjastjórninni sem rændi völdum í Mjanmar í byrjun mánaðar. Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælum gegn henni víðs vegar um landið í morgun.","main":"Mótmælendur hafa tekið tæknina í sína þjónustu og gert netárásir á tölvukerfi hinna ýmsu stofnana hersins, einnig seðlabanka landsins, ríkisfjölmiðla og fleiri stofnana. Netþjónusta var hins vegar takmörkuð verulega í landinu í gærkvöld og nótt, fjórða daginn í röð. Í stærstu borginni Yangon trufluðu bíleigendur umferð annan daginn í röð með því að leggja bílum sínum á götum úti í allt að hálfa klukkustund í senn, opna vélarhlífina og þykjast vera að gera við. Í næst stærstu borg landsins Mandalay kom til átaka milli öryggissveita og mótmælenda eftir að hinir síðarnefndu stöðvuðu ferðir járnbrautarlesta til og frá borginni. Herma fregnir að skotvopnum hafi verið beitt og að minnst einn hafi særst. Nokkrir voru handteknir í Mandalay í morgun, þar á meðal járnbrautastarfsmenn sem tóku þátt í mótmælunum. Mótmælendur krefjast þess að herforingjastjórnin fari frá völdum og að Aung San Suu Kyi og öðrum borgaralegum leiðtogum verði sleppt. Suu Kyi verður leidd fyrir rétt 1. mars, en henni hefur verið gefið að sök að hafa óskráðar talstöðvar í fórum sínum og að hafa brotið sóttvarnarlög með kosningafundi á síðasta ári. Lögmaður Suu Kyi hefur ekki fengið að hitta hana og segir að ekki sé hægt að tryggja trúnað milli hans og skjólstæðings síns, fái hann einungis að ræða við hana í gegnum fjarfundarbúnað eða í síma.","summary":null} {"year":"2021","id":"334","intro":"Ný myglugró fundust við sýnatöku í Fossvogsskóla í desember. Á þessu skólaári hafa tíu börn glímt við einkenni sem hugsanlega má rekja til myglu í skólanum. Foreldrum og forsvarsmönnum skólans var kynnt ný skýrsla um stöðuna á fundi í gær.","main":"Mygla hefur verið viðvarandi vandamál í skólanum síðan í byrjun ársins 2019 og búið að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir til að komast fyrir hana. Um tíma þurfti að kenna nemendum skólans annars staðar. Kostnaðurinn við framkvæmdirnar nemur um 500 milljónum og ekki sér alveg fyrir endann á vandanum. Reykjavíkurborg boðaði í gær til fundar með foreldrum og formanni félags grunnskólakennara. Á fundinum voru kynntar niðurstöður frá verkfræðistofunni Verkís um ástand húsnæðisins. Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber en til stendur að birta hana á heimasíðu borgarinnar í dag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir í samtali við fréttastofu að við úttekt í desember hafi fundist myglugró í millilofti, ofan við kennslustofu, en frágangi hafi verið ábótavant við rakasperru í loftinu. Hann segir að hugsanlega geti þessi gró borist inn í kennslustofuna og því þurfi að bregðast við.\nHelgi segir að frá í haust hafi borgin fengið tilkynningar um tíu börn, sem sýnt hafi einkenni sem foreldrar telji að tengist loftmengun í skólanum, unnið sé með foreldrum þessara barna og fylgst með líðan þeirra. Þorgerður Diðriksdóttir, formaður félags grunnskólakennara sat fundinn og fékk það á hreint að enginn kennari við skólann er í veikindaleyfi vegna raka eða myglu.\nMyglumálin hafa tekið á og skapað ósætti milli foreldra, skólans og borgarinnar. Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Samfok, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, segir að á fundinum í gær hafi verið lögð áhersla á samvinnu og gagnsæi. Hún segir alla nú vera að gera sitt besta til að hafa samskiptin góð.","summary":"Ný myglugró fundust við sýnatöku í Fossvogsskóla í desember. Foreldrum og forsvarsmönnum skólans var kynnt ný skýrsla um stöðuna á fundi í gær. "} {"year":"2021","id":"334","intro":"Þrjár íslenskar skíðakonur komust áfram í seinni ferð í stórsvigi kvenna á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Cortina á Ítalíu í morgun. Spennan um heimsmeistaratitilinn er mikil.","main":"Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum náði besta tímanum í fyrri ferð stórsvigsins í Cortina í morgun en landa hennar, Nina O'Brien, var nokkuð óvænt aðeins tveimur hundraðshlutum úr sekúndu á eftir henni en O'Brien var með rásnúmer 19. Það munar innan við sekúndu á níu efstu keppendum fyrir seinni ferðina sem hófst núna klukkan hálf eitt og því spennandi barátta framundan um heimsmeistaratitilinn. Fjórar íslenskar skíðakonur voru skráðar til leiks í fyrri ferðina í morgun og og þrjár þeirra, Katla Björg Dagbjartsdóttir, Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir og Sigríður Dröfn Auðunsdóttir, voru á meðal 60 efstu og verða því með í seinni ferðinni á eftir. Katla Björg náði besta tíma Íslendinganna og er í 41. sæti eftir fyrri ferð, en hún var með rásnúmer 75. Hjördís Birna Ingvadóttir komst ekki áfram. Bein útsending frá seinni ferðinni í stórsviginu hófst á RÚV núna klukkan hálf eitt.\nÍslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Slóvakíu í mikilvægum í forkeppni HM í Kósóvó. Íslenska liðið þarf sigur gegn Slóvakíu til að gulltryggja sér sigur í riðlinum og þar með sæti í næsta stigi forkeppninnar. Ísland er með 7 stig í efsta sæti riðilsins en Slóvakía og Kósóvó eru bæði með 6 stig.\nÞarna heyrðum við í Gunnar Ólafssyni, landsliðsmanni í körfubolta. Leikur Íslands og Slóvakíu verður sýndur beint á RÚV klukkan þrjú en klukkan korter yfir tvö hefst beint útsending frá HM í skíðaskotfimi á RÚV þegar keppt verður í blandaðri boðgöngu.\nSerena Williams féll úr leik á Opna ástralska tennismótinu í Melbourne í morgun. Williams hefði með sigri á mótinu jafnað met Ástralans Margaret Court yfir flesta risatitla í tennis en Court vann á ferli sínum 24 slíka. Williams tapaði fyrir Naomi Osaka frá Japan í tveimur settum. Osaka, sem vann mótið 2019, mætir Jennifer Brady frá Bandaríkjunum í úrslitum en sú síðarnefnda hefur ekki leikið til úrslita áður á risamóti. Áttfaldur meistari í karlaflokki, Serbinn Novak Djokovic, komst svo enn einu sinni í úrslit Opna ástralska í morgun með sigri á Rússanum Aslan Karatsev í undanúrslitum.","summary":"Þrjár íslenskar skíðakonur komust áfram í seinni ferð í stórsvigi kvenna á heimsmeistaramótinu í alpagreinum í Cortina á Ítalíu í morgun og íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Slóvakíu í mikilvægum leik í dag. "} {"year":"2021","id":"334","intro":"Lögreglan þyrfti að hafa auknar heimildir til að geta rannsakað afbrot sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi, segir Runólfur Þórhallsson, yfirlögregluþjónn í greiningardeild Ríkislögreglustjóra. Gæsluvarðhaldsúrskurðir séu gjarnan of stuttir.","main":"Við höfum verulegar áhyggjur af þessari þróun sem hefur verið hér undanfarin ár. Þetta er fíkniefnaframleiðsla, sala á fíkniefnum, vændi, mansal.\nRunólfur bendir á að í Svíþjóð hafi verið ákveðið að efla lögregluna svo hún geti betur tekið á skipulagðri glæpastarfsemi. Lögreglumönnum hefi verið fjölgað og lagaheimildir auknar, til að mynda hvað varðar eignaupptöku. Hér hafi ekki tekist að fjölga lögreglumönnum.\nVið erum á svipuðum stað og við vorum 2007, rúmlega 700. Það sem við höfum kallað eftir er það að það séu ákveðnir þættir í okkar heimildum endurskoðaðir. Þar er ég ekki að tala um þessar forvirku rannsóknarheimildir. Ég er að tala um aðrar hefðbundnar rannsóknarheimildir.","summary":null} {"year":"2021","id":"334","intro":"Sóttvarnalæknir stefnir á að skila tillögum til heilbrigðisráðherra um tilslakanir innanlands um helgina eða snemma í næstu viku. Hann kveðst óttast að ógreind smit geti leynst úti í samfélaginu.","main":"Þetta hafi sýnt sig síðastliðið sumar og haust þegar veiran blossaði allt í einu upp eftir að engin smit höfðu greinst.\nVið erum ekki búin að útrýma veirunni, ég er næstum viss um það. Hvar hún er nákvæmlega það er erfitt að segja.\nÞórólfur segir jafnframt erfitt að segja hvenær hjarðónæmi náist.\nHvort að það að krefja fólk um neikvætt pcr próf áður en það kemur\nhvort að það myndi skylda tilætluðum árangri og það væri stórkostlegur árangur.\nÞórólfur býst við að hann komi seint með þau tilmæli að fólk felli grímurnar, ýmis starfsemi, á borð við krár og líkamsræktarstöðvar sé viðkvæmari en önnur og því þurfi að fara að öllu með gát.\nÉg get ekki betur séð en að allir séu með grímur og líði bara vel með\nþessar grímur út í búð og svo framvegis.\nÞórólfur segir áhrifaríkustu sóttvörnina að loka öllu en efast um að það gangi hér. Hér hafi verið mikil óánægja með vægar aðgerðir.\nÉg sé ekki fyrir mér að menn fari út mjög harðar aðgerðir\nnema við fáum mikið bakslag í faraldurinn.","summary":"Sóttvarnalæknir ætlar að leggja til að slakað verði á sóttvarnaaðgerðum um eða eftir helgi. Enginn hefur greinst með Covid-19 innanlands í sex daga. Hann óttast að ógreind smit geti leynst úti í samfélaginu. "} {"year":"2021","id":"334","intro":"Vigdísarholt tekur við rekstri hjúkrunarheimila af Sveitarfélaginu Hornafirði um næstu mánaðamót. Bæjarstjórinn segir ríkið skulda sveitarfélaginu á annað hundrað milljónir króna sem enn sé ósamið um.","main":"Hornafjörður er eitt fjögurra sveitarfélaga sem átt hafa í viðræðum við ríkið um yfirtöku á rekstri hjúkrunarheimila, en þau sögðu upp samningum á síðasta ári. Auk Hornafjarðar eru það Vestmannaeyjar, Akureyri og Fjarðabyggð. Mikil óvissa hefur ríkt um hvernig þessum rekstri verður háttað og hafa sveitarfélögin kvartað yfir óvissu og seinagangi í viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands. Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri á Hornafirði, segir að nú hafi verið gengið frá þessum málum þar.\nÞetta sé lausnin sem þau hafi kallað eftir en sveitarfélagið hafi ekki lengur treyst sér til að sinna þessum rekstri. Þrátt fyrir þetta sé enn margt ófrágengið gagnvart ríkinu og meðal annars þurfi að ná til baka miklum halla af rekstri hjúkrunarheimilis á Höfn.","summary":"Bæjarstjórinn á Hornafirði segir að ríkið skuldi sveitarfélaginu á annað hundrað milljónir króna vegna halla á rekstri hjúkrunarheimilis á Höfn. "} {"year":"2021","id":"335","intro":"Áfrýjunardómstóll í Haag í Hollandi sneri í gærkvöld dómi sem kveðinn var upp fyrr í gær þess efnis, að útgöngubann stjórnvalda vegna COVID-19 væri ólöglegt og skyldi aflétt þegar í stað.","main":"Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, hvatti landsmenn í gærkvöld til að virða þessa niðurstöðu.\nFjölskipaður áfrýjunardómstóllinn ákvarðaði í gærkvöld að útöngubannið skyldi gilda áfram fram á föstudag hið minnsta, þegar fjallað verður fyrir dómi um mál samtakanna Wiruswaarheid gegn stjórnvöldum. Samtökin kærðu fjölda sóttvarnaaðgerða stjórnvalda, þar á meðal útgöngubannið sem sett var á 23. janúar og nýlega var framlengt til 2. mars. Samkvæmt því er landsmönnum óheimilt að vera á ferli milli níu á kvöldin og hálffimm að nóttu. Mark Rutte, forsætisráðherra, fagnaði í gærkvöld niðurstöðu áfrýjunardómstólsins. Hann kvaðst fullviss um að útgöngubannið fengi að standa áfram, enda hefði það þegar sannað gildi sitt. Bannið væri ekki markmið í sjálfu sér heldur tæki í baráttunni við útbreiðslu kórónuveirunnar.\nMeirihluti neðri deildar hollenska þingsins samþykkti í gærkvöld frumvarp sem ætlað er að tryggja lagagrundvöll útgöngubannsins. Frumvarpið fær flýtimeðferð í þinginu og verður að líkindum tekið til umfjöllunar í efri deild þess í dag.","summary":"Útgöngubann verður áfram um nætur í Hollandi, að minnsta kosti fram á föstudag, eftir að áfrýjunardómstóll sneri í gærkvöld dómi frá því fyrr um daginn þar sem bannið var lýst ólöglegt."} {"year":"2021","id":"335","intro":"Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að hertar aðgerðir á landamærum, sem taka gildi á föstudaginn, breyti ekki miklu á meðan allir komufarþegar eiga að fara í sóttkví. Hún segir mikilvægt að COVID-19 próf séu sem hagkvæmust fyrir ferðamenn.","main":"Frá og með föstudeginum verður farið fram á neikvætt COVID-19 próf fyrir komuna til landsins og má það ekki vera eldra en sjötíu og tveggja 72 tíma gamalt. Tvöföld sýntataka verður jafnframt áfram í gildi. Bjarnheiður Hallsdóttir er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.\nÍ rauninni, svona í stóru myndinni, þá er þetta ekkert að breyta miklu núna eins og ástandið er á meðan þessi fimm daga skyldusóttkví er í gildi fyrir alla sem koma til landsins þá fer engin ferðaþjónusta af stað.\nSamtökin horfa til 1. maí þegar litakóðakerfi tekur við og komufarþegar frá löndum með lágan smitstuðul geta sloppið við sóttkví. Þangað til er ekki raunhæft að að selja ferðir til landsins að mati Bjarnheiðar.\nEins og staðan er núna þá er það í rauninni ekki fyrr en 1. maí.\nBorgaraþjónustunni hefur fengið töluvert af fyrirspurnum um breytt fyrirkomulag á landamærunum. Hins vegar kemur fyrst og fremst í hlut ferðaþjónustufyrirtækja að láta ferðamenn og söluaðila erlendis vita af breytingunum. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að flugfélagið hafi þegar hafist handa við það. Tvær vélar þess koma til landsins á föstudaginn og þurfa farþegarnir að hafa hraðann á við að koma sér í skimun.\nVið erum að senda tölvupósta og sms á alla farþega sem eru að koma til landsins til að láta vita af þessum breyttu reglum.\nÞó nokkrar þjóðir krefjast neikvæðs COVID-19 prófs komufarþega en misjafnt er hversu gamalt prófið má vera. Í Dankmörku má það til að mynda ekki vera eldra en tuttugu og fjögurra 24 tíma og því verða farþegar sem koma þangað að fara í hraðpróf. Norðmenn þurfa til að mynda að greiða tæplega 30 þúsund krónur fyrir það.\nÞetta er kannski eitthvað sem við þurfum frekar að hafa áhyggjur af í framtíðinni þegar ferðalög komast á fulla ferð en þá held ég að það sé mjög mikilvægt að reyna að draga sem mest úr þessum kostnaði og að þessi próf verði sem hagkvæmust fyrir ferðamenn.","summary":"Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ekki raunhæft að selja ferðir til landsins á meðan allir þurfa að fara í fimm daga sóttkví við komuna hingað. Hertar aðgerðir á landamærum sem taka gildi á föstudag breyti ekki miklu."} {"year":"2021","id":"335","intro":"Forstjóri Landspítalans segir að nýtt fjárveitingakerfi sem tók gildi um áramót dragi úr betli heilbrigðisstofnana landsins. Nú fái spítalarnir greitt fyrir það sem þeir gera í stað þess að þurfa sífellt að biðja um meira fé.","main":"Heilbrigðisstofnanir í flestum Evrópulöndum og Norður-Ameríku nota framleiðslutengt fjármögnunarkerfi, Diagnostic Related Grouping. Greining sjúklinga er flokkuð, kostnaður greindur fyrir fram - sjúkrahúsin fá greitt fyrir verkin sem þau vinna. Samningur Sjúkratrygginga og Landspítala um kerfið var undirritaður 2016 og hefur það verið tilraunaverkefni síðan, en tók að fullu gildi um áramótin. DRG hefur verið notað innanhúss á spítalanum síðan 2004.\nBjörn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, sagði í Kastljósi í gær að þetta væru góðar fréttir fyrir íslenskt heilbrigðiskerfi. Þar hefði fórnarlambshugsun verið ráðandi allt of lengi.\nÍ staðinn fyrir að vera stoltur og glaður og gera sem mest, þá er þetta bara: Já, þetta leysist ekkert nema með peningum. Eða, það eru einhverjir vondir við okkur sem ætla ekki að gefa okkur nóg af peningum. Það er sterk fórnarlambshugsun í mörgu í heilbrigðiskerfinu. En það má ekki gleyma því að ég held að það sé ekkert sem fólk hugsi viljandi. Ég held að það hafi bara komist upp sá kúltúr að vera háður beinum fjárveitingum í stað þess að vera meira háður því að fá borgað fyrir það sem þú gerir.\nPáll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir að það sé afleiðing af vondu kerfi.\nÞess vegna þarf sífellt að biðja um meira fé, til þess að gera meira. Og það er mjög þreytandi fyrir alla aðila.\nÞar sem eina leiðin til þess að fjármagna ný verkefni er að fara bónarveginn. Í staðinn fyrir að ákveða bara - þetta er rétt að gera. Það mun leiða til aukinna afkasta sem er mjög gott fyrir samfélagið og ef það passar inn í heilbrigðisstefnu og línu stjórnvalda þá getum við farið í það verkefni og vitað að það verði borgað.\nÞannig er búið að semja fyrirfram um að ef kostnaður við ákveðna greiningarflokka eykst fái spítalinn greitt fyrir unnin störf upp að ákveðnu þaki. Geðheilbrigðismál og hluti af öldrunarþjónustu eru þó ekki inni í kerfinu, þar sem mjög erfitt er að greina þann kostnað fyrir fram.\nEn það er líka gott að vita að ef við ákveðum að fara í ákveðin verkefni, sem kosta, þá sé möguleiki að fá það greitt í gegnum þennan DRG samning. Þannig að þetta dregur að verulegu leiti úr þessu betli.","summary":"Nýtt kostnaðargreiningarkerfi Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri gjörbreytir vinnu og afköstum á spítölunum. Forstjóri Landspítalans segir að það dragi úr sífelldu betli um fjárveitingar. "} {"year":"2021","id":"335","intro":"Formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar segir að loks sé að komast skriður á yfirtöku ríkisins á rekstri hjúkrunarheimila eftir að fjögur sveitarfélög sögðu samningunum upp á síðasta ári. Málin hafi skýrst nokkuð á fundi með Sjúkratryggingum Íslands í morgun.","main":"Akureyrabær var eitt fjögurra sveitarfélaga sem sögðu upp samningum við ríkið um rekstur hjúkunarheimila. Vestmannaeyjabær, Sveitarfélagið Hornafjörður og Fjarðabyggð tóku sömu ákvörðun. Á fundi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar í gær kom fram hörð gagnrýni á vinnubrögð Sjúkratrygginga við yfirtökuna á þessum rekstri. Mjög erfitt hafi verið að fá upplýsingar um hvað taki við eftir að samningur bæjarins rennur út í apríllok. Í morgun áttu fulltrúar Akureyrarbæjar fund með Sjúkratryggingum um þessi mál og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs, segir að þar hafi málin skýrst nokkuð.\nBæjaryfirvöld á Akureyri hafa lýst miklum áhyggjum af því að ríkið verði ekki tilbúið að taka við rekstri hjúkrunarheimilanna af bænum 30. apríl eins og samið hefur verið um. Guðmundur segir að á fundinum í morgun hafi verið samþykkt að leggja fram verkáætlun um hvernig að því skuli staðið og hann er bjartsýnn á að það gangi eftir. Fram til þessa hafi litið út fyrir ákveðið ráðaleysi af hálfu Sjúkratrygginga um hvernig þar eigi að taka á þessum málum.","summary":"Skriður er að komast á yfirtöku ríkisins á rekstri hjúkrunarheimila hjá Akureyarbæ að mati formanns bæjarráðs. Málin hafi skýrst nokkuð á fundi með Sjúkratryggingum Íslands í morgun."} {"year":"2021","id":"335","intro":"Ashleigh Barty frá Ástralíu, efsta konan á heimslistanum í tennis, tapaði óvænt í fjórðungsúrslitum Opna ástralska meistaramótsins í nótt. Barty var helsta sigurvon heimamanna í Melbourne.","main":"Barty mætti Karolinu Muchovu frá Tékklandi í nótt, en Muchova er 25. á heimslistanum. Barty byrjaði vel og vann fyrsta settið en Muchova svaraði með sigri í næstu tveimur og tryggði sér sigurinn og sæti í undanúrslitum. Þar mætur hún Jennifer Brady frá Bandaríkjunum, sem lagði löndu sína Jessicu Pegula í morgun í þremur settum. Í fjórðungsúrslitum karla vann Rússinn Daniil Medvedev landa sinn Andrey Rublev örugglega í þremur settum. Hann mætir annað hvort Spánverjanum Rafael Nadal eða Grikkjanum Stefanos Tsitsipas í undanúrslitum en viðureign þeirra stendur nú yfir.\n16-liða úrslit Meistaradeildar karla í fótbolta hófust í gærkvöldi með tveimur leikjum. Franska liðið PSG fór illa með Barcelona á Nývangi og vann með fjórum mörkum gegn einu. Lionel Messi kom Börsungum yfir en PSG svaraði með fjórum mörkum, þar af þremur frá Kylian Mbappe. Liverpool lagði svo RB Leipzig með tveimur mörkum gegn engu en leikið var í Búdapest þar sem ekki var hægt að leika í Leipzig vegna sóttvarnarreglna í Þýskalandi. Síðari leikir liðanna fara fram 10. mars. Tveir leikir eru í 16-liða úrslitunum í kvöld. Porto tekur á móti Juventus í Portúgal og Sevilla fær Borussia Dortmund í heimsókn til Spánar.\nEinn leikur var í úrvalsdeild kvenna í handbolta í gærkvöldi. ÍBV tók á móti HK og vann öruggan sigur með 24 mörkum gegn 18. Þetta var lokaleikurinn í níundu umferð deildarinnar og er ÍBV í 5. sæti með 9 stig en HK í því 7. með 5 stig. Fram og KA\/Þór sitja á toppnum með 14 stig. Næst verður leikið í deildinni 27. október þar sem landsliðið kemur saman til æfinga og undirbúnings fyrir undankeppni HM sem fer fram í mars.\nÞað er nóg um að vera á heimsmeistaramótunum í alpagreinum og skíðaskotfimi í dag. Nú stendur yfir keppni í liðakeppni í samhliða svigi í Cortina á Ítalíu og er bein útsending í gangi frá keppninni á RÚV. Klukkan hálftvö hefst svo bein útsending á RÚV frá keppni í 20 kílómetra skíðaskotfimi karla á HM í Pokljuka í Slóveníu. Báðar útsendingar má einnig sjá á ruv.is og í RÚV-appinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"335","intro":"Aðalmeðferð hófst í Landsrétti í morgun í síðasta hrunsmálinu.","main":"Þrír af æðstu stjórnendum Kaupþings voru ákærðir vegna lánveitinga til vildarviðskiptavina bankans skömmu fyrir hrunið. Brynjólfur Þór Guðmundsson er í Landsrétti.\nHér í Landsrétti er haldið áfram sögu sem hófst sumarið 2008, skömmu fyrir hrun. Einni heimskreppu og heimsfaraldri síðar erum við stödd í dómsal, enn eina ferðina. Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson eru ákærðir fyrir umboðssvik vegna lánveitinga til aflandsfélaga Ólafs Ólafssonar, Kevins Stanfords og fleiri vildarviðskiptavina Kaupþings skömmu fyrir hrun. Féð var notað til flókinna viðskipta með skuldatryggingar á Kaupþing í von um að álagið lækkaði. Sakborningar voru sýknaðir í héraði þar sem dómstóllinn sagði ekki sýnt fram á að stjórnendurnir þrír hefðu misnotað aðstöðu sína sér til ávinnings.\nÞetta er síðasta hrunmálið sem er í gangi, ef undan eru skilin þau sem rekin verða á grundvelli endurupptöku, og reyndar það stærsta þegar litið er til fjárhæðanna sem koma við sögu, rúmlega 500 milljóna dollar.\nAðalmeðferðin stendur í þrjá daga í Landsrétti. Morguninn fór í upptökur af vitnaskýrslu Hreiðars Más í héraði en hvorki hann né saksóknari töldu þörf á viðbótar vitnaskýrslu Hreiðars í dag. Hreiðar áskildi sér þó rétt til að ávarpa dóminn í lokin.\nFyrsta úrlausnarefni dagsins var þó að finna út úr því hvaða reglur giltu um grímunotkun enda falla dómstólar ekki undir sóttvarnaráðstafanir. Þegar forseti dómsins kvað upp úr að fólki væri í sjálfsvald sett hvort það væri með grímu eða ekki hurfu grímurnar fljótlega úr dómsal. Við verðum hins vegar áfram og segjum fréttir af því sem kemur fram við réttarhöldin.","summary":null} {"year":"2021","id":"335","intro":"Samtök Iðnaðarins krefjast þess að stjórnvöld bregðist tafarlaust við bágu ástandi vegakerfisins. Í nýrri skýrslu hagsmunasamtakanna um fjárfestingu í innviðum segir að heilt yfir sé illa komið fyrir innviðum landsins og þörf á 420 milljarða króna fjárfestingu til að koma þeim í viðunandi horf.","main":"Skýrslan var kynnt á fundi í Hörpu í dag, í henni er helstu innviðum landsins gefin ástandseinkunn frá einum upp í fimm og uppsöfnuð viðhaldsþörf metin. Sumt er metið í ágætis standi þar á meðal Keflavíkurflugvöllur og vatns- og rafveitukerfi en það sama er ekki hægt að segja um vegakerfið og fráveitukerfið. Fram kemur að stórir hlutar þjóðvegakerfisins uppfylli ekki lágmarksviðmið um slitlag og víða um land séu hættulegir vegkaflar. Að óbreyttu er ekki búist við því að þetta lagist mikið á næstu tíu árum. Í skýrslunni er líka greint frá því að stór hluti fráveitukerfisins sé kominn á aldur og afkastagetan óviðunandi. Ólíkt vegakerfinu séu horfurnar þó góðar, útlit fyrir að fráveitumál verði komin í betra horf eftir áratug.\nInnviðakerfið á Íslandi er í skýrslunni metið á 155% af vergri landsframleiðslu, það er sagt umfangsmeira hér en í flestum öðrum löndum og því hafa verulega þýðingu fyrir verðmætasköpun þjóðarbúsins. Vegirnir og rafveitan eru verðmætustu innviðirnir.\nSambærileg skýrsla var gerð árið 2017 og hefur staðan nær ekkert breyst síðan að mati skýrsluhöfunda. Ekkert innviðakerfi fær hæstu einkunn en kostnaður við að koma öllum kerfunum í viðunandi horf er talinn nema 420 milljörðum eða 14,5% af landsframleiðslu. Þar af er uppsöfnuð viðhaldsþörf vegakerfisins talin nema 160 -180 milljörðum.\nIngólfur Bender, hagfræðingur Samtaka Iðnaðarins, segir brýnt bregðast við.\nÞað eru ekki horfur á því að ástandið batni, þegar litið er til næstu tíu ára. NIðurstaðan það verður að setja fjárfestingu í innviðum í forgang, hún er forsenda samkeppnishæfs atvinnulífs og bættra lífskjara, fjárfesting í innviðum í dag er hagvöxtur á morgun.\ní skýrslunni segir að við séum enn að súpa seyðið af eftirhrunsárunum. Skýrsluhöfundar segja covid-tengda viðspyrnupakka fagnaðarefni en að meira þurfi til eigi að vinna á uppsafnaðri viðhaldsþörf.","summary":null} {"year":"2021","id":"336","intro":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að takist að ljúka bólusetningu 190 þúsund manns fyrir lok júní, eins og heilbrigðisráðherra kynnti í gær að væri stefnan, sé staðan orðin nokkuð góð.","main":"Það er ánægjulegt og ég vona að það standist. það er í takt við það sem maður bjóst við og var búinn ða heyra að framleiðslugeta bóluefnaframleiðanda muni aukast. hvað þýðir það að verði búið að bólusetja marga forgangshópa í lok júní? ég hef ekki geta hleypt mér svo langt að geta sagt það. ég hef reynt að halda mig við dreifingaráætlun sem við fáum frá fyrirtækjunum sem við erum bara með út marsmánuð. Þá verðum við búin að bólusetja um 45 þúsund út mars allavega.\nAlls á að bjóða rúmlega 280 þúsund manns bólusetningu hér á landi, eða öllum sem eru 16 ára og eldri. Þórólfur vill heldur ekki fullyrða um það hvort að áætlanir um að bólusetja 190 þúsund manns þýði hjarðónæmi í lok júní.\nþetta eru bollaleggingar sem er erfitt að negla niður. Ef við náum 190 þúsund manns í lok júní eins og talað hefur verið um erum við komin á ansi góðan stað. Og sumarið verði nokkuð eðlilegt? ég þori ekki heldur að segja um það. þó við verðum buin að bólusetja 190 þúsund manns þá er ennþá töluverður fjöldi sem er óbólusettur. við gætum þannig fengi smit. það er ekki rétt að ætlast til þess að veiran verði algjörlega horfin og við þurkum hana algjörlega út með því en við verðum búin að vernda okkar viðkvæmustu hópa og losna þannig við alvarlegustu sýkingarnar.\nEkkert smit greindist innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Rúmlega 880 sýni voru tekin. Aðeins einn hefur greinst utan sóttkvíar í tæpan mánuð. Bólusetningu er lokið hjá hátt í sex þúsund manns, það eru jafn margir og er áætlað að bólusetja í þessari viku.","summary":"Ekkert smit greindist innanlands í gær, fjórða daginn í röð. Sóttvarnalæknir segir að staðan hérlendis verði orðin nokkuð góð náist að bólusetja 190 þúsund manns fyrir lok júní."} {"year":"2021","id":"336","intro":"Tékkinn Marketa Davidova sigraði í 15 kílómetra skíðaskotfimi kvenna á heimsmeistaramótinu í skíðaskotfimi í Slóveníu í morgun. Þetta er fyrsti heimsmeistaratitill hennar.","main":"Augu flestra beindust að Tiril Eckhoff frá Noregi, sem þegar hefur unnið þrjár greinar á mótinu, og Dorotheu Wierer frá Ítalíu, sem er ríkjandi heimsmeistari. Þeim gekk hins vegar illa á skotsvæðinu og það er dýrt því fyrir hvert skot sem geigar bætist heil mínúta við heildartíma keppenda. Davidova skaut hins vegar óaðfinnanlega. Hún hitti úr öllum tuttugu skotum sínum og lagði þar grunninn að sigrinum. Keppni á mótinu heldur áfram á morgun þegar keppt er í 20 kílómetra skíðaskotfimi karla.\nFH og Haukar skildu jöfn í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöldi. Eftir háspennuleik fóru leikar svo að hvort lið skoraði 29 mörk. Haukar jöfnuðu metin úr vítakasti þegar 7 sekúndur voru eftir. Haukar fóru upp að hlið Aftureldingar á toppi deildarinnar. Bæði lið eru með 13 stig en Haukar eiga leik til góða. FH kemur svo í þriðja sæti með stigi minna. Það var ekki síðri spenna þegar ÍBV tók á móti KA. KA hafði sigur með einu marki, 29-28, og skoraði Patrekur Stefánsson sigurmark KA í þann mund er leiktíminn rann út. Þá vann Stjarnan öruggan sigur á Val að Hlíðarenda, 35-27. Eftir gærkvöldið er Valur í fimmta sæti með 10 stig en KA, ÍBV og Stjarnan hafa öll 9 stig eins og Fram. Mikið jafnræði er í deildinni og skilja aðeins fjögur stig að efsta sæti deildarinnar og það níunda.\nKarlalandsliðið í körfubolta er komið til Pristina í Kósóvó þar sem liðið leikur síðustu tvo leiki sína á fyrsta stigi forkeppni HM 2023. Ísland mætir Slóvakíu á fimmtudag og Lúxemborg á laugardag og verða báðir leikir sýndir beint á RÚV. Ísland er efst í riðlinum og nægir sigur í öðrum leiknum til að tryggja sér sæti á næsta þrepi forkeppninnar. Hjalti Þór Vilhjálmsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, segir stefnuna eðlilega setta á tvo sigurleiki en það komi ekki af sjálfu sér.","summary":null} {"year":"2021","id":"336","intro":"Fyrrverandi forstjóri Landspítala segir að það þurfi að minnka skriffinnsku og færa völd nær fólkinu á gólfinu innan spítalanna. Ríkari krafa þurfi að vera um árangur samhliða auknum fjárveitingum.","main":"Afköst og framleiðni lækna á Landspítala hafa dregist saman um 5,4 prósent og 7,3 prósent á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá árinu 2015. Þetta kemur fram í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá því í október. Björn Zoega forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi og fyrrverandi forstjóri Landspítala, flutti erindi á rafrænum fundi sænsk-íslenska viðskiptaráðsins í morgun um aukna framleiðni og gæði í heilbrigðisþjónustu. Hann fór yfir árangur á Karólínska sjúkrahúsinu og hvað mætti yfirfæra á íslensku sjúkrahúsin. Mi kill viðsnúningur hefur orðið í rekstri Karolinska sjúkrahússins síðustu ár. Fimm hundruð og fimmtíu starfsmönnum á skrifstofum var sagt upp, yfirmönnum var fækkað um 22 prósent, boðleiðir styttar og völd færð til fólks á gólfinu, fundum fækkað og þeir styttir. Kostnaður minnkaði um fimm prósent en framleiðni og tekjur jukust.\nMenn eru vanir því að fari þeir fram úr fjárlögum eða hvað það er kallað þá kemur eins og þeir segja hérna, mamma hlaupandi og gefur þér meiri pening og það hefur ekki alltaf fylgt með ábyrgð því ef maður gerir eitthvað vitlaust eða stendur ekki við það sem maður segir. Það var svona stærsti þröskuldurinn að fá fólk til að þora að gera hlutina því ef það myndi ekki gera það þá myndi það hafa afleiðingar fyrir þá og starfsemina.\nSagði Björn Zoega á fundinum í morgun. Hann segir að íslenskir spítalar geti lært ýmislegt af því sem gert var á Karolinska sjúkrahúsinu.\nÞar á meðal það að minnka skriffinnsku, fækka skrifstofufólki, færa völdin og boðskylduna nær gólfinu, eða nær fólkinu sem er að meðhöndla sjúklinginn.","summary":null} {"year":"2021","id":"336","intro":"Línumenn Landsnets horfðu á snjóflóð falla Vopnafjarðarlínu á sunnundag og voru heppnir að lenda ekki í flóðinu sjálfir. Enn er hætta á snjóflóðum og ekki hægt að komast til viðgerða nema með þyrlu í fyrsta lagi á morgun.","main":"Ekki verður hægt að komast til viðgerða á Vopnafjarðarlínu í dag. Vegna snjóflóðahættu er eina færa leiðin með þyrlu. Línumenn voru heppnir að lenda ekki í snjóflóði sem féll á línuna þegar þeir ætluðu að gera við á sunnudag.\nÁ aðfaranótt sunnudags þá fór Vopnafjarðarlína eitt út. Það kom upp bilun á línunni. Okkar menn þeir fóru á svæðið á sunnudaginn og þá kom í ljós slitin festing. Það voru mjög erfiðar aðstæður á svæðinu og erfitt að fara þarna um. Þeir hörðu farið þarna upp á sleðum til að komast að viðgerðarstaðnum og það sam sagt fellur flóð við hliðina á þeim. Þannig að þeir voru ekki í flóðinu sjálfu. Menn voru þarna í hættu þannig að það var ekki hægt að fara í viðgerð þarna á sunnudeginum og Vopnafjörður var áfram keyrður á varaafli.\nÞar sem enn er snjóflóðahætta er ekki þorandi að senda línumenn á snjósleðum eða snjóbílum upp á Hellisheiði. Landsnet átti fund með Landhelgisgæslunni í morgun um möguleika á að ferja línumenn upp með þyrlu.\nViðgerðin tekur svona fjóra klukkutíma þannig að það skiptir máli að það sé gluggi þar sem hægt er að fljúga bæði upp á heiði og af heiðinni. Eins og staðan er í dag þá lítur ekki út fyrir að það verði hægt að fljúga. Þannig að við erum að skoða aðrar leiðir. En númer eitt tvö og þrjú er að það fer enginn inn á svæðið á meðan hættan er til staðar.\nVaraaflið dugar ekki til að knýja uppsjávarbræðslu Brims á Vopnafirði en fyrsta loðnan er væntanleg þangað eftir hádegi. Ekki þarf þó að ræsa olíukatla í bræðslunni því svo vill til að loðnan er orðin hrognafull og verður því ekki brædd heldur heilfryst á japansmarkað. Steinunn segir að Landsnet undirbúi að leggja jarðstreng í stað vandræðakaflans á Vopnafjarðarlínu.\nOg það er gert bæði til að tryggja afhendingaröryggi á svæðinu og ekki síst að styggja öryggi okkar fólks. Þetta er sem sagt í undirbúningi núna. Og við stefnum á að þessu ljúki ef allt gengur 2022.","summary":"Línumenn Landsnets horfðu á snjóflóð falla Vopnafjarðarlínu á sunnundag og voru heppnir að lenda ekki í flóðinu sjálfir. Enn er hætta á snjóflóðum og ekki hægt að komast til viðgerða nema með þyrlu í fyrsta lagi á morgun. "} {"year":"2021","id":"336","intro":"Allir sem koma til landsins frá og með föstudegi þurfa að framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærunum. Þeir sem greinast með afbrigði veirunnar sem eru þekkt fyrir að vera meira smitandi verða að dvelja í sóttvarnahúsi.","main":"Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun drög að nýrri reglugerð, sem tekur gildi á föstudaginn, um hertar aðgerðir á landamærunum. Tvöföld sýnataka með 5 til 6 daga sóttkví á mili verður áfram í gildi, en farið verður fram á neikvætt COVID-próf fyrir komuna til landsins sem má ekki vera eldra en 72 tíma gamalt\nSvandís segir markmiðið með þessu að geta létt á aðgerðum innanlands.\nÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir aðgerðirnar ekki hafa mikil áhrif á ferðaþjónustuna.","summary":"Þeir sem koma til landsins þurfa að framvísa nýlegu, neikvæðu Covid-prófi, samkvæmt drögum að nýrri reglugerð sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun. Markmiðið er að létta á aðgerðum innanlands."} {"year":"2021","id":"336","intro":"Minnst tíu hafa farist í miklum kuldum í Bandaríkjunum og milljónir hafa oprið rafmagnslausar. Víða er búist við köldu veðri vestanhafs næstu daga.","main":"Víða í Bandaríkjunum er vont veður og kuldi og eru minnst tíu dauðsföll rakin til þess. Viðvaranir hafa verið gefnar út um vonskuveður víða í Bandaríkjunum næstu daga.\nVeðurviðvaranir ná til svæða þar sem búa um 150 milljónir manna og bandarískir veðurfræðingar telja ekki ólíklegt að sums staðar verði skráð ný met um kulda og snjókomu. Þeir spá einnig hlýindum sums staðar og þrumuveðri. Ástandið í Texas er afar slæmt, en í morgun voru þar ríflega fjórar milljónir manna án rafmagns. Í Texas fór frost mest niður í tuttugu og tvö stig í gær. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lýsti þar yfir neyðarástandi, þannig að stjórnvöld í Texas geta fengið stuðning úr sjóðum alríkisstjórnarinnar vegna óveðursins. Neyðarástandi hefur einnig verið lýst yfir vegna veðurs í Alabama, Oklahoma, Kansas, Mississippi og Oregon þar sem um 300.000 voru án rafmagns í morgun. Rafmagnsleysi í norðurhluta Mexíkó í gær er rakið til sama veðurkerfis og í Texas, en þar urðu 4,7 milljónir manna rafmagnslausar. Í morgun hafði helmingurinn fengið aftur rafmagn í híbýli sín. Við vötnin miklu í norðausturhluta Bandaríkjanna er spáð vonskuveðri og hafa yfirvöld gefið út viðvaranir um mikla hættu á slyddu og ísingu á vegum. Ekki er þó alls staðar kalt í Bandaríkjunum, í Flórída og Georgíu hafa verið gefnar út viðvaranir um mikið þrumuveður, mikla úrkomu og hlýindi.","summary":"Minnst tíu hafa farist í miklum kuldum í Bandaríkjunum og rafmagn farið af hjá milljónum manna. Víða er búist við köldu veðri vestanhafs næstu daga."} {"year":"2021","id":"336","intro":"Fjórir eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við morðið í Rauðagerði um helgina. Þrír menn voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á Suðurlandi aðstoðuðu við aðgerðirnar.","main":"Mennirnir þrír, sem voru handteknir í nótt, eru bæði Íslendingar og útlendingar. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn segir til skoðunar hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Það skýrist væntanlega þegar líður tekur á daginn. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er líklegra en hitt að lögreglan fari fram á gæsluvarðhald.\nKarlmaður á fertugsaldri situr nú þegar í gæsluvarðhaldi en ekki hefur náðst í verjanda hans. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjonn hjá ríkislögreglustjóra, sagði í fréttum RÚV í gær að ef morðið tengdist einhvers konar uppgjöri væru það mjög alvarleg skilaboð. Aðeins þyrfti að horfa til annarra Norðurlandaþjóða þar sem slíkt hefur verið til staðar.\nLögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér stutta tilkynningu um aðgerðir sérsveitarinnar og lögreglunnar á ellefta tímanum í morgun. Hvorki embætti ríkislögreglustjóra né Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, vildu tjá sig um aðgerðirnar og vísuðu á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.\nMálið í Rauðagerði þykir um margt sérstakt en eitt af því sem er til skoðunar er hvort morðið tengist einhvers konar uppgjöri í undirheimum.\nMargeir segir í samtali við fréttastofu að rannsókn málsins sé mjög umfangsmikil en henni miði vel. Mikil áhersla sé lögð á þetta mál og margt skoðað.\nLögreglan hefur í tengslum við rannsóknina farið í húsleit á nokkrum stöðum og lagt hald á \u001eýmsa muni, eins og Margeir orðar það.\nHann vill ekki fara nánar út í hvers konar munir það eru og tjáir sig ekki um hvort lögreglan hafi fundið skotvopnið sem notað var í Rauðagerði.","summary":"Þrír menn voru handteknir í nótt í tengslum við rannsóknina á morðinu í Rauðagerði. Nú eru fjórir í haldi vegna málsins. "} {"year":"2021","id":"337","intro":"Óvissu um framtíð álversins í Straumsvík er eytt með viðauka við orkusamning fyrirtækisins og Landsvirkjunar.","main":"Tilkynnt var um viðaukann undir hádegið. Eins og áður kveður samningurinn á um sölu á 390 megavöttum á ári og hann gildir til ársins 2036. Í samgeiginlegri yfirlýsingu segir að með breytingunum sé styrkari stoðun rennt undir samkeppnishæfni álversins í Straumsvík. Grunnur raforkuverðsins hefur tekið breytingum, en áfram er hann bundinn bandaríkjadal og tengdur við bandaríska neysluvísitölu, en hann er einnig að litlum hluta tengdur álverði. Rio Tinto kvartaði í júlí í fyrra til Samkeppsinseftirlitsins vegna Landsvirkjunar, en að mati fyrirtækisins fólst í samningi fyrirtækjanna mismunum og að Landsvirkjun hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með mismunandi verðlagningu og langtímaorkusamningum. Í febrúar tilkynntu stjórnendur Rio Tinto að starfsemin yrði endurskoðuð og álverinu hugsanlega lokað. Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar og Rio Tinto í dag segir Rannveig Rist forstjóri Rio Tinto á Íslandi að með viðaukanum sé óvissu um starfsemina í Straumsvík eytt og nú sé hægt að einbeita sér að framleiðslu hágæða áls. Samningur fyrirtækjanna verður ekki gerður opinber að svo stöddu.","summary":"Rio Tinto, eigandi álversins í Straumsvík hefur dregið kvörtun sína til Samkeppniseftirlitsins um orkusölu Landsvirkjunar til baka eftir að fyrirtækin náðu samkomulagi um viðauka við orkusamninginn. Óvissu um framtíð álversins hafi verið eytt."} {"year":"2021","id":"337","intro":"Vegna rafmagnsleysisins gat Axel Rúnar Guðmundsson bóndi í Ytri-Valdarási ekki mjólkað í morgun. Ef hann hefði ekki haft varaaflstöð til umráða hefðu kýrnar geta hlotið varanlegan skaða.","main":"það er hætta á júgurbólgu ef það líður langur tími, það er ekki víst að það verði afturkvæmt og þær nái sér að fullu. ég heyri fyrir aftan þig að þær eru aðeins farnar að kvarta, já þær eru orðnar órólegar.\nSagði Axel Rúnar upp úr klukkan níu í morgun. En varaaflstöðin bjargaði mjöltunum sem var að ljúka upp úr klukkan ellefu og aftur komin ró í fjósið.\nef við hefðum ekki verið með stöðina hefði þetta nú þegar orðið mjög slæmt og jafnvel orðin skaði. Sem kemur í ljós dálítið seinna. það virðist vera að kúabændur þurfi bar aað vera með þetta, línurnar orðnar gamlar og þurfa endurnýjundar við og helst setja þetta í jörðu.\nég var ekki með hana alveg tilbúna, ég bjóst ekki við þessu af því veðrið er mjög gott.\nÞá eru tvær línur úti hjá Landsneti, Vopnafjarðarlína og Hólalína milli Hóla og Teigahorns. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir ólíklegt að það þrufi að grípa til skerðinga á rafmagni þar sem línurnar eru á varaafli.\nþað var erfitt að komast í viðgerð vegna veðurs og snjóflóðahættu á svæðinu þannig að línan er ennþá úti og vopnafjörður keyrður á varaafli. Í gærkvöldi þá féll aurskriða á eina stæðu á hólalínu og tók út línuna, þar var ekki rafmagnsleysi í kjölfarið af því virkjanir á austurlandi sjá svæðinu ufyrir rafmagni.","summary":null} {"year":"2021","id":"337","intro":"Viðræður um myndun stjórnar í Katalóníu eru hafnar eftir að sjálfstæðissinnar juku við meirihluta sinn í héraðsþingkosningum í gær þvert á vonir spænskra stjórnvalda.","main":"Flokkar aðskilnaðarsinna í Kataloníu juku meirihluta sinn í héraðsþingkosningum í gær. Stjórnarmyndunarviðræður eru þegar hafnar undir stjórn Vinstrilýðveldisflokksins.\nFlokkarnir þrír sem berjast fyrir sjálfstæði héraðsins tryggðu sér 74 sæti af 135 á héraðsþinginu, fengu 70 í kosningunum fyrir fjórum árum. Vinstrilýðveldisflokkur Katalóníu fékk 33 þingsæti, harðlínuflokkurinn Saman fyrir Katalóníu, JxC, fékk einu minna og róttæku aðskilnaðarsinnarnir í Sameiningarflokki alþýðu CUP, náðu níu. Þeir sammæltust um það fyrir fram að vinna ekki með Sósíalistaflokki Katalóníu, sem náði 33 sætum og tvöfaldaði fylgi sitt. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hafði vonast til þess að aðskilnaðarsinnar misstu meirihlutann, en varð ekki að ósk sinni.\nPere Aragonès, leiðtogi Vinstrilýðveldisflokksins, hóf strax í morgun viðræður við forsvarsmenn hinna flokkanna tveggja um að mynda saman stjórn. Hann vill að hratt verði gengið til verks; hefur tíma til 12. mars, en vonast til þess að ljúka verkinu mun fyrr.\nCOVID-19 faraldurinn setti svip sinn á kjörsóknina í Katalóníu í gær. Hún var einungis fimmtíu og þrjú og hálft prósent, en var hátt í áttatíu prósent fyrir fjórum árum. Til marks um ástandið bað fjöldi þeirra, sem höfðu verið ráðnir til að sjá um kosningarnar, um að verða leystur undan skyldum sínum af ótta við að smitast.","summary":"Viðræður eru hafnar um myndun stjórnar í Katalóníu. Sjálfstæðissinnar juku við meirihluta sinn í héraðsþingkosningum í gær þvert á vonir spænskra stjórnvalda."} {"year":"2021","id":"337","intro":"Afturelding tyllti sér á topp úrvalsdeildar karla í handbolta í gærkvöld. Liðið lagði þá ÍR að velli en ÍR hefur tapað öllum níu leikjum sínum í deildinni.","main":"Afturelding og ÍR mættust í Breiðholti og vann Afturelding með fimm marka mun, 27-22, en jafnt var í leikhléi, 11-11. Sigurinn fleytti Aftureldingu upp fyrir Hauka og í efsta sætið. Afturelding er með 13 stig, stigi meira en Haukar sem eiga þó tvo leiki til góða. Selfoss gat fylgt Aftureldingu að stigum með sigri á Fram en það lánaðist ekki. Fram vann tveggja marka sigur á Selfossi, 27-25, en Selfyssingar voru búnir að vinna fjóra leiki í röð fyrir gærkvöldið. Selfoss er því áfram í 3.-4. sæti með ellefu stig. Fram fór upp í sjöunda sæti með 9 stig. Síðustu þrír leikir níundu umferðar eru í kvöld og geta Haukar farið aftur á toppinn með sigri á grönnum sínum í FH. Sigri FH-ingar hins vegar fara þeir upp fyrir Hauka og að hlið Aftureldingar. Í kvöld mætast líka ÍBV og KA í eyjum og Valur og Stjarnan að Hlíðarenda.\nDómstóll HSÍ hefur fengið til umfjöllunar kæru handknattleiksdeildar Stjörnunnar á úrslitum í leik liðsins gegn KA\/Þór á laugardag. KA\/Þór vann leikinn en í ljós hefur komið að eitt mark var oftalið. Stjarnan var sjálf framkvæmdaraðili leiksins. Mistökin urðu á ritaraborðinu þegar ranglega var skráð mark á KA\/Þór í stað Stjörnunnar. Stjarnan fékk svo markið skráð en ekkert mark var dregið af KA\/Þór. Mistökin uppgötvuðust þó ekki fyrr en að leik loknum. Stjarnan kærði í gær og vill fá úrslitunum breytt í jafntefli, 26-26. Dómstóll HSÍ hefur fengið málið til umfjöllunar og kallað eftir greinargerðum frá dómurum og HSÍ og frá KA\/Þór. Frestur til að skila greinargerð er til fimmtudags og eftir það fær málið efnislega umfjöllun dómstólsins. Dómstóll HSÍ hefur talsvert víðtækar heimildir í svona málum, samkvæmt framkvæmdastjóra HSÍ, Róberti Geir Gíslasyni. Dómstóllinn getur m.a. breytt úrslitunum eða látið úrslitin standa, látið endurtaka leikinn í heild og látið endurtaka hann frá þeim tíma sem mistökin urðu. Reikna má með að dómstóllinn taki málið fyrir í byrjun næstu viku.","summary":null} {"year":"2021","id":"337","intro":"Óliver Hilmarsson, hjá ofanflóðavakt Veðurstofunnar, segir að auk aurskriðunnar á Hólalínu hafi fjölmargar tilkynningar borist um snjó- og krapaflóð á Austurlandi.","main":"svo voru nokkur krapaflóð inn í skriðdal, meðal annars yfir veg og á Fáskrúðsfirði og á Reyðarfirði voru líka krapaflóð. það eru að týnast inn tilkynningar þarna fyrir austan.\nHættustig var í gildi um helgina á Seyðisfirði en það hefur verið lækkað í óvissustig eins og annars staðar á Austfjörðum. Í gærkvöldi þurftu sjö Seyðfirðingar að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu en þeirri rýmingu hefur nú verið aflétt enda stytt upp að mestu. Mikið hefur rignt síðasta sólarhring fyrir austan, mest á Borgarfirði eystra eða allt að 130 millimetrar.\nÓliver segir að flóðin sem hafi fallið í nótt séu ekki stór en áfram er spáð rigningu næstu daga.\nfóru yfir þjóðveg eitt og skemmdu vegrið - kl 22 í gærkvöld og fór yfir veginn\nverktakar að vinna við það að það er mikil bráðnun og koma vatninu burt og eru að mynda rásir í krapann til að vatnið geti grafið leið á fagradal\nHættustigi vegna ofanflóða á Seyðisfirði hefur verið aflétt og sjö íbúar, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gærkvöld, hafa fengið að snúa aftur til síns heima. Minnst tvö snjóflóð og fjöldi krapaflóða hafa fallið á Austfjörðum síðasta sólarhring. Flóð féll á þjóðveg 1 úr Grænafelli í Reyðarfirði og lokaði veginum og þá féll flóð í Seyðisfirði, utan þéttbýlis. Krapaflóð féllu einnig í Öræfasveit, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Óvissustig vegna ofanflóða er enn í gildi. Það rigndi mikið fyrir austan í gærkvöld og nótt en stytti upp undir morgun.\ní dag: Rýmingu á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Seint í nótt stytti upp og verður úrkomulítið á Austurlandi en suðaustanlands verður einhver úrkoma. Áfram verður hlýtt og leysing.\nÍ gær féll vott snjóflóð á þjóðveg 1 úr Grænafelli í Reyðarfirði og lokaði veginum. Þá féll vott snjóflóð í Seyðisfirði utan þéttbýlis. Krapaflóð féllu í Öræfasveit, Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði. Háspennulína skemmdist innan við Teigarhorn í aurskriðu í gærkvöldi. Viðbúið er að fleiri flóð hafi fallið austan- og suðaustan lands sem koma í ljós þegar birtir í dag.\nundir Strandartindi yst í sunnanverðum Seyðisfirði, vegna hættu á votum snjóflóðum. Vot flekahlaup féllu í Hánefssstaðafjalli í dag og búist við að fleiri flóð geti fallið þegar meira blotnar í snjónum í rigningu og leysingum í nót","summary":null} {"year":"2021","id":"337","intro":"Rafmagn fór af tíu sveitabæjum í Fitjardal á Norðurlandi þegar rafmagnsstaur með háspennulínu brann og féll til jarðar snemma í morgun. Línan lá þvert yfir þjóðveg eitt milli Miðfjarðar og Víðidals. Lögreglan stýrði umferð um hjáleið á meðan viðgerðir stóðu yfir. Þeim er nú lokið.","main":"Þjóðvegur eitt milli Miðfjarðar og Víðidals var lokaður um tíma í morgun vegna þess að háspennulína lá yfir veginn. Meðan á viðgerð stóð var allri umferð beint um hjáleið um Síðuveg og Vatnsnesveg. Viðgerðarflokkur frá Rarik kom á staðinn um hálfníu í morgun. Þórir Ólafur Halldórsson er á svæðisvakt Rarik á Norðurlandi.\nÞarna virðist hafa orðið einhver bilun í einangrara þannig að það leiðir þarna niður í staurinn sem veldur því að staurinn brennur og við það dettur línan niður og svo brennur staurinn áfram og fellur niður á veginn. En við það fer út næsta öryggi við þjóðveginn þannig að línan verður strax straumlaus. Síðan þegar okkar menn koma á staðinn fara þeir strax í að aftengja línuna og koma umferð á aftur.\nViðgerð lauk nú á tólfta tímanum. Rafmagnið er komið á og leiðin um veginn orðin greið.","summary":"Rafmagn fór af tíu sveitabæjum í Fitjardal á Norðurlandi þegar rafmagnsstaur með háspennulínu brann og féll til jarðar. Staurinn þveraði þjóðveg eitt milli Miðfjarðar og Víðidals og olli truflunum á samgöngum. "} {"year":"2021","id":"337","intro":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verst allra frétta af gangi rannsóknar á skotárás í Bústaðahverfi á laugardagskvöld. Karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana og maður á sama aldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.","main":"Rannsókn málsins er í fullum gangi og í algjörum forgangi hjá lögreglu, en Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins vildi ekkert tjá sig um gang rannsóknarinnar þegar fréttastofa náði tali af henni. Hinn látni er erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og sá sem er í haldi er einnig útlendingur á fertugsaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu var hinn látni með fleiri en eitt skotsár þegar komið var að honum utan við heimili sitt í Rauðagerði á miðnætti á laugardag, en lögreglan vill ekki tjá sig um það hvort byssan hafi fundist. Talið er að tilefni árásarinnar megi rekja til uppgjörs í undirheimunum. Þegar sá sem er í haldi var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi var mikil öryggisgæsla, samkvæmt heimildum. Dómari úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til föstudagsins 19. febrúar. Ekki hefur náðst í verjanda mannsins.","summary":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verst allra frétta af rannsókninni á morðinu í Rauðagerði í Reykjavík á laugardagskvöld. Karlmaður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gærkvöldi vegna rannsóknar málsins."} {"year":"2021","id":"337","intro":"Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, telur þriðja sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmum verða baráttusæti. Hann gefur lítið fyrir gagnrýni á val á lista flokksins.","main":"Logi sagði í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun eftirsjá vera að þeim Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni og Jóhönnu Vigdísi Guðmundsóttur varaþingmanni sem hvorugt tekur sæti á lista flokksins í kosningunum í haust.\nJóhanna Vigdís sagði sig úr Samfylkingunni fyrir skemmstu því harkaleg skilaboð fælust í því að nýliðar væru skipaðir í þrjú af fjórum efstu sætunum í Reykjavíkurkjördæmunum. Næstum alger endurnýjun varð í efstu sætunum eftir uppstillingu.\nÉg held að þegar ég horfi á þennan lista munu\náherslur sem Ágúst og Jóhanna lögðu áherslu á alveg verða innanborðs hjá okkur.\nLogi segist þess jafnframt fullviss að Ágúst Ólafur hefði komist inn á þing í þriðja sætinu.\nÞað var auðvitað leitt að sjá hann ekki taka þriðja sætið\nHann hefði vaxið á því og ég held að hann efði komið sér inn.\nLogi segir að Samfylkingin hyggist birta alla framboðslista á næstunni því hann vill að fólkið sem skipar efstu sætin sé tilbúið að taka þátt í mótun kosningastefnunnar sem verði samþykkt á flokkstjórnarfundi í næsta mánuði.\nFormaður Samfylkingarinnar boðaði félagshyggjustjórn með grænar áherslur eftir kosningar og ítrekaði að hann vildi ekki vinna með Sjálfstæðis- og Miðflokki næst. Það geti þó breyst á komandi árum.","summary":null} {"year":"2021","id":"337","intro":"70.000 skammtar af bóluefni við COVID-19 eru væntanlegir hingað til lands í lok mars og þá eru ekki taldir með skammtar frá AstraZeneca. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna í morgun.","main":"Framleitt hefur verið meira af bóluefni en gert var ráð fyrir og því er staðan þessi.\nÞannig að ég held að við getum verið vongóð um það að við munum fá bóluefni hraðar en við höfum talið til þessa.\nSagði Þórólfur Guðnason á upplýsingafundinum í morgun.\nVið erum hins vegar einungis enn þá með dreifingaráætlun út mars. skv. því fáum við um 70.000 skammta út mars en inn ií því er ekki bóluefni Astaz út mars. þannig að það er ýmislegt óljóst.\nDönsk stjórnvöld eru vongóð um að þar takist að bólusetja flesta í sumar. Danir fá níu hundruð þúsund fleiri skammta af bóluefni við kórónuveirunni en gert hafði verið ráð fyrir, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá heilbrigðisyfirvöldum í Kaupmannahöfn frá því í dag. Ástæðan er meðal annars framleiðsluaukning í verksmiðjum sem framleiða lyfið fyrir Pfizer-BioNTech. Þetta þýðir að hægt verður að bólusetja alla Dani sem þess óska fyrir júnílok, um það leyti sem sumarleyfi hefjast almennt í Danmörku.\nþetta ræðst allt af þeim dreifingaráætlunum sem að við munum fá frá framleiðendum.","summary":"Von er á rúmlega sjötíu þúsund skömmtum af bóluefni við COVID hingað til lands í lok mars. Sóttvarnalæknir vonar að hægt verði að bólusetja sem flesta í sumar. "} {"year":"2021","id":"337","intro":"Lyfjaeftirlitið í Japan hefur heimilað notkun bóluefnis við kórónuveirunni. Stefnt er að því að byrja að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk á miðvikudag. Samdráttur varð í efnahagslífi Japana í fyrra vegna faraldursins.","main":"Vonast er til að fyrsta sendingin frá Pfizer BioNtech dugi til að bólusetja tíu til tuttugu þúsund manns. Von er á annarri sendingu í apríl sem einnig verður notuð fyrir starfsfólk í heilbrigðisgeiranum og eldri borgara. Stjórnvöld í Japan hafa enn ekki lagt fram neina áætlun um hvernig bólusetningu 126 milljóna landsmanna verður háttað.\nTíðindin um að bólusetning væri að hefjast höfðu góð áhrif á fjármálamarkaðinn í Japan. Nikkei hlutabréfavísitalan hækkaði í dag um tæplega tvö prósent og fór yfir þrjátíu þúsund stig í fyrsta sinn síðan árið 1990. AFP fréttastofan hefur eftir sérfræðingi IwaiCosmo fjárfestingafyrirtækisins að vonast sé til að efnahagurinn glæðist þegar byrjað verður að bólusetja fólk af krafti. Efnahagssamdrátturinn í fyrra var 4,8 prósent þrátt fyrir hagvöxt á síðari hluta ársins. Útlit er fyrir samdrátt á fyrstu mánuðum þessa árs.","summary":null} {"year":"2021","id":"338","intro":"Slökkviliðið í Borgarbyggð vill kaupa sér stafrænan þjálfunarbúnað. Með slíkum tækjum má bæði spara fé og draga úr líkum á að slökkviliðsmenn fái krabbamein.","main":"Búnaðurinn samanstendur af LED-skjám sem sýna eld og slöngum og slökkvitækjum sem sprauta leysigeislum í stað vatns. Með þessum búnaði má komast hjá því að nota lifandi eld á slökkviðliðæfingum.\nHeiðar Örn Jónsson er varaslökkviliðsstjóri í Borgarbyggð.\nÍ dag æfum við þannig innan slökkviliðana að við æfum í svona gerviaðstæðum þar sem við erum með gervireyk og æfum leit og björgun og svoleiðis. Eða þá að við æfum með alvöru eld með tilheyrandi óþrifnaði og í raun útsetningu fyrir mengun.\nStafrænn æfingabúnaður geti þannig dregið úr líkum á krabbameini en eiturefni sem finnast í reyk auka líkur á krabbameini og því eru slökkviliðsmenn í áhættuhópi. Auk þess sé ódýrara að nota stafrænan búnað en búnaðinn sem er notaður í útköllum. Þessi tækni er ekki til á Íslandi en Heiðar segir að hún hafi gefið góða raun erlendis.\nEkki nóg með það að menn eru að fá fullt af góðri þjálfun í þessu heldur líka er þetta fyrir stjórnendur og fleiri til þess að geta metið mannskapinn sinn í beinni. Þú getur metið út frá hverjum og einum slökkviliðsmanni hvernig hann er að standa sig í tækninni við að slökkva eldinn. Er hann að nota of lítið vatn eða of mikið. Erum við að búa til óþarfa vatnsskemmdir og fleira.\nSlökkviliðið í Borgarbyggð fékk eina milljón króna úr Uppbyggingasjóði Vesturlands til kaupa á tækjunum.\nEn svona búnaður eins og við viljum setja upp kostar í kringum sex milljónir. Þannig að þetta er góð byrjun en okkur vantar aðeins upp á.\nÁsamt þessu vilji slökkviliðið líka kaupa stafræn slökkvitæki, sem væri hægt að fara með í skóla og fyrirtæki til kennslu í brunavörnum.","summary":null} {"year":"2021","id":"338","intro":"Bólusett verður við COVID-19 með öllum þremur bóluefnum í vikunni og er það í fyrsta skipti þau eru öll þrjú notuð á sama tíma. Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að íbúar á sambýlum, skjólstæðingar heimahjúkrunar og starfsfólk hjúkrunarheimila verði bólusett.","main":"Alls hafa fimm þúsund fimm hundruð þrjátíu og átta bólusett að fullu hér á landi, og átta þúsund fimmhundruð fjörutíu og átta hafa fengið fyrri bólusetningu. Hlutfall bólusettra er hæst á Norðurlandi og Vestfjörðum, þar sem yfir fimm prósent íbúa hafa fengið að minnsta kosti aðra sprautuna.\nÍ þessari viku verðum við að bólusetja með þremur bóluefnum. Það er í fyrsta sinn sem við erum með öll bóluefnin í gangi. Við verðum að bólusetja á þriðjudag og miðvikudag ef allt gengur eftir.\nSegir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að starfsfólk hjúkrunarheimila verði bólusett með AstraZeneca og verður því dreift á vikuna. Þá verða skjólstæðingar heimahjúkrunar og íbúar á sambýlum bólusettir með seinni skammti af Pfizer á heimilum sínum sem og fólk í dagdvöl. Þeir sem fá boð um bólusetningu verða bólusettir á Suðulandsbraut. Ekkert verður bólusett Laugardalshöll í vikunni.\nEn hverju margir verða bólusettir núna í vikunni?\nÞetta eru alveg 2500 skammtar sem við fáum samtals. Það eru 750 af AstraZeneca og svo síðan töluverður fjöldi af Pfizer. - Vitið þið hvenær það koma fleiri skammtar til landsins? Nú á þetta að fara að koma nokkuð reglulega. Við eigum að fá skammta vikulega. Nýjustu fréttir eru þær að í mars getum við farið að bólusetja eftir aldurshópum. Nú höfum við bólusett alla níræða. Þannigð að nú förum að vinna okkur niður hópinn, frá níræðu og niður, en það er ekki fyrr en í byrjun mars.","summary":null} {"year":"2021","id":"338","intro":"Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti segir sorglegt að Demókratar geti ofsótt alla þá sem hafa skoðanir sem eru þeim ekki þóknanlegar. Trump var í gær sýknaður af ákæru um embættisglöp í annað sinn.","main":"Það varð talsverð rekistefna þegar öldungdeild Bandaríkjaþings kom saman í gær eftir að saksóknarar fóru, nokkuð óvænt, fram á fram á vitnaleiðslur, og var sú beiðni samþykkt. Eftir að hafa svo ráðið ráðum sínum komust verjendur og saksóknarar að samkomulagi um að tefja málið ekki enn frekar með vitnaleiðslum og þá var komið að lokaorðum þeirra sem sækja málið og þeirra sem voru til varnar fyrir Donald Trump, fyrrum forseta Bandaríkjanna.\nAð því loknu gengu þingmenn öldungadeildarinnar til atkvæðagreiðslu um sekt eða sakleysi Trumps, um meinta ábyrgð hans á árásinni á þinghúsið í Washington þann 6. janúar.\n\"Mr. President, the Senate is now ready to vote on the article of impeachment, and after that is done, we will adjourn the court of impeachment.\"\nOg fljótlega lá niðurstaðan fyrir, hún kom fáum á óvart. Sjö þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn Trump, en tvo þriðju atkvæða hefði þurft til sakfellingar. 57 greiddu atkvæði með sakfellingu, 43 gegn henni, og Trump því sýknaður.\n\"The yeas are 57. The nays are 43. Two thirds of the senators present now having voted guilty, the Senate judges that respondent, Donald John Trump, former president of the United States is not guilty as charged in the articles of impeachment.\nÞetta er í annað sinn sem Trump er ákærður fyrir meint embættisglöp, fyrstur forseta. Og einnig í annað sinn sem hann er sýknaður af slíkum ákærum.\nÍ yfirlýsingu sem Trump sendi frá sér eftir að niðurstaðan varð ljós segir hann sorglegt að Demókratar geti \u001eofsótt, og sett á svarta lista, alla þá sem hafa skoðanir sem þeir séu ósammála.\nJoe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur hingað til verið spar á yfirlýsingar um réttarhöldin en sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu í gær. Hann segir sekt Trumps í vanrækslu á embættisskyldum ótvíræða, og minnti á mikilvægi þess að standa vörð um lýðræðið í landinu.","summary":"Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna, var í gær sýknaður af ákæru um embættisglöp. Hann segir sorglegt að Demókratar geti ofsótt þá sem ekki deili skoðunum þeirra. "} {"year":"2021","id":"338","intro":"Gremja ríkir í Færeyjum og á Grænlandi með að Danir hafi ekki haft samráð við stjórnir og þing landanna áður en tilkynnt var um áform um stóreflt eftirlit á norðurslóðum.","main":"Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, tilkynnti í síðustu viku að samkomulag hefði náðst á danska þinginu um að verja aukalega sem svarar rúmlega 30 milljörðum íslenskra króna til að fylgjast betur með siglingum og flugi á norðurslóðum. Málið snýst um öryggi ríkissambandsins sagði Bramsen meðal annars. Ríkissambandið, rigsfælledkabet, eru Danmörk, Færeyjar og Grænland. Stjórnmálaleiðtogar í löndum ríkissambandsins í Norður-Atlanthafi eru margir afar óánægðir með að ekki skuli hafa verið ráðgast við þá áður en áætlunin var kynnt. Í henni er meðal annars gert ráð fyrir nýrri eftirlitsratsjá í Færeyjum. Høgni Hoydal, fyrrverandi utanríkisráðherra Færeyja, segir ótækt að Danir ræði án samráðs við NATO um hluti sem geri Færeyjar að skotmarki.\nHoydal situr í utanríkismálanefnd færeyska Lögþingsins, hún var kölluð saman til fundar um það leyti sem áætlun Dana var kynnt á fréttamannafundi í Kaupmannahöfn. Annika Olsen, sem einnig situr í nefndinni, lýsti óánægju með að hafa frétt í færeyskum miðlum að setja ætti upp ratsjána.\nAleqa Hammond, formaður utanríkismálanefndar grænlenska þingsins, lýsti einnig óánægju með að nefndin hefði ekki séð tillögurnar áður en þær voru kynntar.\nFormaður Partii Naleraq og fyrrverandi fjármálaráðherra Grænlands, Pele Broberg, segist hafa frétt af tíðindum í fjölmiðlum.\nBramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, svaraði spurningum færeyska sjónvarpsins á þann veg að henni skildist að ráðamenn í Færeyjum væru hlynntir áætluninni. Hún vék sér undan nánara svari með því að ítreka að Færeyingar væru jákvæðir og þakkaði svo fyrir komuna á fréttamannafundinn.","summary":"Færeyskir og grænlenskir stjórnmálamenn hafa lýst óánægju með að Danir skuli ekki hafa ráðgast við þá um áætlanir um aukið eftirlit á norðurslóðum áður en áætlunin var kynnt á fréttamannafundi í Kaupmannahöfn."} {"year":"2021","id":"338","intro":"Maður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um aðild að mannsláti í Rauðagerði í Reykjavík í nótt. Maðurinn sem lést var sömuleiðis á fertugsaldri, en hann var fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn.","main":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið mann í tengslum við andlát í Reykjavík í nótt. Tæknideild lögreglunnar var enn að störfum á vettvangi um hádegisbil.\nLögreglan var kölluð að Rauðagerði í austurhluta Reykjavíkur um miðnætti í nótt þar sem tilkynnt var um slasaðan mann utan við íbúðarhús við götuna. Endurlífgunartilraunir báru ekki árangur á staðnum og var maðurinn fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn vill lítið gefa upp um málið, enda rannsókn á algjöru frumstigi. Einn er í haldi vegna andlátsins, útlendingur á fertugsaldri. Hinn látni var sömuleiðis á fertugsaldri og ekki Íslendingur. Rannsókn á vettvangi stóð enn yfir í hádeginu og var tæknideild meðal annars að notast við hunda, dróna og það sem virtist vera málmleitartæki. Lögreglan sendi frá sér tilkynningu nú laust fyrir hádegið þar sem kom meðal annars fram að rannsókn sé á algjöru frumstigi en önnur tilkynning verði send fjölmiðlum eftir því sem henni vindur fram, líklega síðar í dag.","summary":"Maður á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við mannslát í Rauðagerði í Reykjavík í nótt. Maðurinn sem lést var sömuleiðis á fertugsaldri, en hann var fluttur á Landspítalann þar sem hann var úrskurðaður látinn. "} {"year":"2021","id":"338","intro":"Vincent Kriechmayr er heimsmeistari í bruni karla. Kriechmayr hefur nú unnið báðar hraðagreinarnar á HM í alpagreinum sem fer fram í Cortina á Ítalíu.","main":"Brautin í bruninu hafði hlotið töluverða gagnrýni fyrir keppni dagsins enda mjög erfið tæknilega. Vincent Kriechmayer frá Austurríki, sem vann gullið í risasviginu á fimmtudag, var fyrstur í rásröðinni í dag. Kriechmayr átti frábæra ferð, gerði engin mistök, og fór niður á 1 mínútur og 37,79 sekúndum. Þjóðverjinn Andreas Sander var einum hundraðshluta úr sekúndu á eftir Kriechmayer og tryggði sér þar með silfrið. Bronsið tók svo efsti maður heimsbikarsins í greininni, Beat Feuz frá Sviss, sem var 18 hundruðustu á eftir Kriechmayr. Kriechmayr hefur nú unnið báðar keppnirnar í karlaflokki. RÚV sýnir næst frá keppni í samhliða svigi á mótinu á miðvikudaginn kemur klukkan korter yfir ellefu.\nOg nú stendur yfir keppni í eltigöngu karla á heimsmeistaramótinu í skíðaskotfimi. Keppni hófst klukkan korter yfir tólf og er sýnd beint á RÚV. Þá verður keppt í eltigöngu kvenna þar á eftir og hefst keppni klukkan hálf þrjú, og er hún einnig sýnd beint á RÚV. Í gær var keppt í sprettgöngu kvenna og þar var það Tiril Eckhoff frá Noregi sem kom sá og sigraði.\nManchester City heldur áfram að auka forystu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið vann þrjú núll sigur á Tottenham í gærkvöld. City er nú með sjö stiga forystu á Leicester í öðru sætinu og á, þar að auki, leik til góða. City hefur nú unnið 16 keppnisleiki í röð, og 11 í ensku deildinni. Þá var Jóhann Berg Guðmundsson á skotskónum í gær, þegar Burnley vann sannfærandi 3-0 sigur gegn Crystal Palace. Jóhann gerði fyrsta mark Burnley á fimmtu mínútu. Burnley er nú í 16. sæti deildarinnar, 11 stigum frá fallsæti.","summary":"Vincent Kriechmayr hefur nú unnið báðar greinarnar sem eru búnar á heimsmeistaramótinu í alpagreinum. Kriechmayr tryggði sér nokkuð óvænt gull í bruninu í morgun."} {"year":"2021","id":"338","intro":null,"main":"Óvissustig vegna ofanflóðahættu er áfram í gildi á Austurlandi þó að veðurspá líti betur út fyrir Seyðisfjörð en hún gerði í gær og ekki hafi enn þótt ástæða til rýmingar þar. Síðustu daga hafa snjóflóð fallið víða um land, í dag er meðal annars vitað um vot flóð á Ströndum og Tröllaskaga. Fólk á ferð til fjalla ætti að fara með gát. Jón Kristinn Helgason, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að enn geti hlýnað og bætt í úrkomu fyrir austan í dag.\nÚt:\nsagði Jón Kristinn Helgason.","summary":"Óvissustig vegna ofanflóða er áfram í gildi á Austurlandi þó að veðurspá sé betri en hún var í gær. "} {"year":"2021","id":"339","intro":"Samfylkingarfélögin í Reykjavík greiða atkvæði nú eftir hádegi um tillögur uppstillinganefndar að listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Töluverð endurnýjun verður á listunum miðað við síðustu kosningar.","main":"Fundur félaganna hefst núna klukkan eitt og verður að mestu í gegn um fjarfundarbúnað. Á milli 400 og 500 félagar í Samfylkingunni sitja fundinn, sem hefst á umræðum um ferlið sem á undan er gengið og verða líklega nokkuð líflegar umræður þar. Síðan verða tillögur uppstillinganefndarinnar kynntar og greitt um þær atkvæði. Hægt er að koma með breytingatillögur sem yrðu þá teknar efnislega fyrir á öðrum fundi. En samkvæmt þeim sem fréttastofa hefur rætt við í morgun er búist við að listarnir verði samþykktir, 22 á lista í hvoru kjördæmi. Nokkur styr hefur staðið um Samfylkinguna í Reykjavík að undanförnu. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir varaþingmaður sagði sig úr flokknum í vikunni eftir að hafa verið boðið 3. sæti á lista og sagði að uppstillingarnefnd hefði sent henni og öðru rótgrónu Samfylkingarfólki harkaleg skilaboð með skipun nýliða í efstu sæti flokksins í kjördæmunum. Líklegast eru einhverjir af þessum umræddu nýliðum Kristrún Frostadóttir hagfræðingur, Jóhann Páll Jóhannsson starfsmaður þingflokksins, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem gekk nýverið til liðs við þingflokk Samfylkingarinnar eftir að hafa yfirgefið VG. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður ákvað að taka ekki sæti á lista eftir að meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði sáttatillögu hans.","summary":null} {"year":"2021","id":"339","intro":"Nærri helmingur fullyrðinga um umhverfisvænar vörur eða þjónustu voru ýktar, villandi eða rangar. Þetta er niðurstaðan úr rannsókn evrópskra neytendastofa á fullyrðingum í markaðssetningu á heimasíðum fyrirtækja.","main":"Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. 344 fullyrðingar um umhverfisvænar vörur eða þjónustu voru athugaðar og metið hvort fullyrðingarnar stæðust skoðun. Neytendastofa tók þátt í verkefninu ásamt systurstofnunum sínum í Evrópu.\nNiðurstaðan var sú að 42 prósent yfirlýsinga voru ýktar, villandi eða rangar og gætu hugsanlega talist ósanngjarnir viðskiptahættir samkvæmt reglum Evrópusambandsins. Í tilkynningunni segir að svokallaður grænþvottur sé að aukast. Hann gengur út á að skapa ímynd meðal neytenda um að vörur séu umhverfisvænar án þess endilega að vera það. Slíkt getur haft áhrif á kauphegðun fólks því samkvæmt nýlegri könnun telja 78 prósent neytenda að umhverfisáhrif heimilistækja séu mjög eða nokkuð mikilvægur þáttur í vali á vöru. Samkvæmt könnuninni var ekki hægt að meta sannleiksgildi eða réttmæti fullyrðinga í 58 prósentum tilfella. Í 37 prósentum tilfella voru notuð óljós hugtök eins og umhverfisvæn, vistvæn eða sjálfbær.\nÁ Íslandi voru algengustu grænu fullyrðingarnar kolefnishlutleysi og kolefnisjöfnun. Aðsögn Neytendastofu voru fullyrðingarnar settar fram með skýrum hætti en skorti á fullnægjandi upplýsingar til að sannreyna fullyrðingarnar, svo sem með umhverfsvottunum eða öðrum gögnum. Neytendastofa metur í framhaldinu hvort aðgerða sé þörf.","summary":null} {"year":"2021","id":"339","intro":"Verjendur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segja að hann sé fórnarlamb útilokunarmenningar. Demókratar ættu að líta sér nær í orðanotkun og hætta að snúa út úr orðum Trumps.","main":"Verjendur Donalds Trump, fyrrum forseta Bandaríkjanna, luku málflutningi sínum í gærkvöld. Aðför að málfrelsinu er þeirra helsta röksemdarfærsla gegn ákærum á hendur Trump fyrir ábyrgð hans á innrásinni í þinghúsið í Washington 6.janúar.\nÞar kvað við kunnuglegan tón úr málflutningi Trumps sjálfs, ákærurnar væru ekkert annað en pólitískar nornaveiðar.\nLike every other politically motivated witch hunt, the left has engaged in over the past four years, this impeachment is completely divorced from the facts, the evidence and the interests of the American people\nVerjandinn Michael van der Veen sagði málsóknina eins og aðrar norna veiðar vinsti manna undanfarin fjögur ár, þarna skorti staðreyndir, sönnunargögn og hagsmuni Bandarísku þjóðarinnar.\nVerjendurnir sögðu sömuleiðs Trump vera fórnarlamb þess sem kallað er upp á ensku cancel-culture, og gæti útlagst sem útilokunarmenning.\nÞað væri snúið út úr orðum hans ítrekað, betur væri ef Demókratar litu sér nær sagði verjandinn van der Veen og birti svo samantekt úr ræðum og viðtölum við nokkra hátt setta Demókrata þar sem orðið fight eða slagur kom alltaf við sögu.\nEftir málflutning verjenda svörðu þeir spurningum kviðdómenda en lentu í vandræðum með spurningar hvenær Trump vissi af innrásinni í þinghúsið og hvort hann hafi vitað að varaforsetinn hafi verið í hættu inni í húsinu.\nVerjandinn van der Veen sagði Trump aldrei hafa fengið veður af því að Pence hefði verið í hættu. Það stangast á við gögn sem sýna að öldungadeildarþingmaðurinn Tom Tuberville greindi Trump frá því að Pence hafi verið komið undan æstum múgnum.\nRéttarhöldin halda áfram klukkan 3 í dag að íslenskum tíma. Dagskráin hefst á umræðum um hvort leyfa eigi vitnaleiðslur í réttarhöldunum.","summary":"Réttarhöldin yfir Donald Trump fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, halda áfram síðar í dag. Verjendur Trumps segja hann fórnarlamb útilokunarmenningar útskúfunar."} {"year":"2021","id":"339","intro":"Bláa lónið hefur ákveðið að opna baðstaðinn og hótel að nýju um helgar. Þá hafa nokkrir starfsmenn verið endurráðnir nokkrir starfsmenn, sem sagt var upp eftir að faraldurinn braust út. Lítið sem ekkert er að gera hjá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum.","main":"Fréttastofa hringdi í húsbílaleigu og á tvö hótel til að kanna hvort bókanir fyrir næstu daga hefðu aukist. Svörin voru alls staðar á sömu lund, varla nokkuð bókað. Hins vegar hafi þó nokkuð að fyrirspurnum borist um bókanir fyrir sumarið og er mikið spurt um hvort unnt sé að afbóka og fá endurgreitt. Þrátt fyrir þessa lægð hafa forráðamenn Bláa lónsins ákveðið að opna að nýju en baðstaðnum var lokað áttunda október, segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri hjá Bláa lóninu.\nVið fundum síðasta sumar fyrir miklum áhuga á og eftirspurn Íslendinga að koma og heimsækja okkur. Við viljum fylgja því eftir og erum þess vegna að opna um helgar fram á vorið.\nAuk baðstaðarins verður verslun, veitingastaður og svo hótel opnuð að nýju.\nVið sjáum að bókanir eru fínar og vonumst auðvitað eftir því að fá að taka á móti Íslendingum. Svo erum við farin að sjá bókanir koma inn svona frá og með júní, júlí og út árið.\nHelga segir að sumarbókunum erlendra ferðamanna hafi fjölgað þegar tilkynnt var um að í maí verði byrjað að taka við vottorðum um COVID-próf á landamærunum. Ríkið hefur greitt þeim fyrirtækjum sem hafa átt í vandræðum vegna faraldursins, styrk til að greiða hluta launa starfsfólks á uppsagnarfresti. Bláa lónið fékk langhæsta styrkinn eða rúmlega fimm hundruð og níutíu milljónir króna. Helga segir að ekki hafi verið endurráðið allt það starfsfólk sem sagt var sagt var upp eftir að faraldurinn skall á.\nEn við sjáum fram og erum nú þegar aðeins byrjuð að endurráða en tökum það í varfærnum skrefum enda óvissan mikil fram í árið. - Þið óttist ekkert að umræðan um Bláa lónið fæli Íslendinga frá því að fara þangað? - Það vona ég svo sannarlega ekki. Enda sú uppbygging hefur átt sér þar stað á heimsmælikvarða.","summary":"Bláa lónið hefur ákveðið að opna baðstaðinn og hótel að nýju um helgar. Þá hafa verið endurráðnir nokkrir starfsmenn, sem sagt var upp eftir að faraldurinn braust út. Lítið sem ekkert er að gera hjá öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum."} {"year":"2021","id":"339","intro":"Forstjóri Lyfjastofnunar segir viðbúið að aukaverkanir geri vart við sig hjá yngra fólki eftir seinni bólusetningu. Mikill meirihluti skammtanna sem koma hingað á næstu vikum og mánuðum verða frá Pfizer og AstraZeneca. Um fimm prósent þjóðarinnar hafa nú verið bólusett, að hálfu eða öllu leyti.","main":"Meira en 5500 Íslendingar eru fullbólusettir og um 8550 hafa fengið fyrri sprautuna. Um 250 tilkynningar um mögulegar aukaverkanir hafa borist Lyfjastofnun, þar af voru um 160 eftir Pfizer og um 80 eftir Moderna. 16 tilkynningar eru flokkaðar sem alvarlegar, þar af níu andlát. Allar voru eftir Pfizer-efnið, enda var það elsti hópurinn sem fékk það bóluefni.\nTöluverður fjöldi lögreglu- slökkviliðis- og sjúkraflutningamanna mætti ekki til vinnu eftir að hafa fengið sprautu númer tvö í vikunni. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að það hafi verið gert ráð fyrir því að almennar og ekki alvarlegar aukaverkanir yrðu fleiri hjá yngri hópunum og sömuleiðis eftir seinni bólusetningu.\nÞað byggist á því að yngra fólk er með virkara ónæmiskerfi. Það var bara ræsing að hluta til með fyrri bólusetningu og síðan, ef maður getur sagt, að það er búið að fullræsa kerfið í seinni bólusetningu. Og þá koma þessar vægu aukaverkanir fram.\nÞessi tilvik, þar sem fólk hringir sig inn veikt eftir bólusetningar, er það skráð til ykkar sem möguleg aukaverkun?\nNei, það er ekki skráð. Það sem er skráð hjá okkur er það sem er tilkynnt inn til okkar. Og ef fólk sér ástæðu sjálft, eða heilbrigðisstarfsmenn, mikið af þessu fólki er náttúrulega heilbrigðisstarfsmenn líka, að tilkynna inn þá kemur það inn til okkar, en það er ekki nema það sér tilkynnt sérstaklega inn til okkar.\nBólusetningar með með efni frá AstraZeneca hófust hér í vikunni. Sænsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að nota efnið á einhverjum svæðum þar sem fjórðungur heilbrigðisstarfsfólks sem fékk sprautuna varð veikur daginn eftir. Rúna segir efnið virka vel miðað við mörg önnur og ekki megi gleyma eftirspurninni, sem er töluvert meiri en framboðið.\nPfizer og AstraZeneca voru fyrstir á markað og það eru þeir sem eru að ná upp framleiðslunni og auka hana hvað mest. Svo þarna verða flestir skammtarnir, svona næstu vikur og mánuði, sem koma frá þeim.","summary":"Lyfjastofnun hefur fengið hátt í 250 tilkynningar um aukaverkanir eftir bólusetningar við Covid-19. Forstjóri stofnunarinnar segir viðbúið að aukaverkanir geri vart við sig hjá yngra fólki eftir seinni bólusetningu. "} {"year":"2021","id":"339","intro":"Einn þeirra sem rændi bandarísku raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian í París fyrir fjórum árum hefur nú gefið út bók um atburðinn. Hann mun þó ekki hagnast á útgáfu bókarinnar, samkvæmt dómsuppskurði fyrr í vikunni.","main":"Það var á tískuviku í París haustið 2016 sem fimm menn, klæddir sem lögregluþjónar, brutust inn á hótelherbergi bandarísku raunveruleikasjónvarpsstjörnunnar Kim Kardashian. Þeir bundu hana og kefluðu og rændu skartgripum og öðrum verðmætum frá henni.\nRéttarhöldin yfir ræningunum hefjast síðar á þessu ári og allavega einn þeirra gengst fullkomlega við glæpnum. Sá heitir Yunice Abbas og hefur nýtt tímann á meðan beðið er eftir réttarhöldunum til að skrifa bók. Bókin lýsir ráninu og heitir einfalfdlega, Ég rændi Kim Kardashian.\nEinn þeirra sem er líklega ekki búinn að tryggja sér eintak af bókinni er öryggisvörður sem stóð vaktina við hótelberbergi Kardashian þessa nótt. Hann slasaðist í átökum við ræningjana og höfðaði mál gegn bókahöfundinum Abbas vegna skrifana. Franskur dómstóll úrskurðaði fyrr í vikunni að öryggisvörðurinn hefði eitthvað til síns máls, Abbas má sannarlega gefa út bókina en hann má ekki hagnast á henni. Útgefanda bókarinnar er gert að halda eftir hagnaði af bókinni þar til niðurstaða fæst í dómsmálið.","summary":"Dómstóll í Frakklandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að höfundur nýútkominnar bókar megi ekki hagnast af sölu hennar. Höfundurinn skrifar um það þegar hann rændi bandarísku raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian í París fyrir fjórum árum. "} {"year":"2021","id":"339","intro":"Corinne Suter frá Sviss er heimsmeistari í bruni kvenna eftir góðan sigur á HM í alpagreinum á Ítalíu í morgun. Á morgun verður keppt í bruni karla.","main":"Sofia Goggia, Ólympíumeistari í bruni frá Ítalíu, var upphaflega talin lang sigurstranglegust í bruninu, enda með mikið forskot á toppi stigalistans í heimsbikarnum í greininni. Fyrr í mánuðinum greindi Goggia hins vegar frá því að hún gæti ekki verið með á HM vegna meiðsla. Þá töldu margir hina bandarísku Breezy Johnson og Corinne Suter frá Sviss líklegastar til afreka en þær eru í öðru og þriðja sæti stigali-stans í bruni í heimsbikarnum. Johnson sem var fimmta í rásröðinni í dag gerði hins vegar afdrifarík mistök í upphafi ferðar sem hægðu verulega á henni og hafnaði hún í níunda sætinu. Það fór hins vegar ekkert úrskeiðis hjá Suter sem náði besta tímanum í dag og þar með gullinu. Kira Weidle frá Þýskalandi varð í öðru sætinu, tuttugu hundruðustu á eftir Suter. Í þriðja sætinu hafnaði svo Lara Gut-Behrami frá Sviss, nýkrýndur heimsmeistari í risasvigi, en hún var 37 hundruðustu á eftir Suter. Keppni í bruni karla er svo á morgun kl. 10 og verður í beinni útsendingu á RÚV.\nOg keppni heldur áfram á HM í skíðaskotfimi í Slóveníu í dag með sprettgöngu kvenna. Keppnin hefst klukkan hálf tvö og verður sýnd beint á RÚV.\nKeppt var í Dominos deild karla í körfubolta í gærkvöld. Valur, sem hefur farið hægt af stað í deildinni, vann þá topplið Keflavíkur 85-72. Valur náði sér þar í mikilvæg stig í níunda sæti deildarinnar en Keflavík er áfram á toppnum með tveggja stiga forystu á næsta lið. Þá vann Njarðvík ÍR sannfærandi 96-80. Njarðvík er nú með 10 stig í 5.sæti deildarinnar en ÍR er með jafnmörg stig sæti neðar.","summary":"Keppt var í bruni kvenna á öðrum keppnisdegi heimsmeistaramótsins í alpagreinum í Cortina á Ítalíu í dag. Corinne Suter tryggði sér þar gullið."} {"year":"2021","id":"340","intro":"Fjórtán sitja í gæsluvarðhaldi í, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að vinna hryðjuverk í Danmörku eða Þýskalandi. Vopn og efni til sprengjugerðar fundust í fórum þeirra.","main":"Þrettán hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Danmörku og einn í Þýskalandi vegna gruns um að hópurinn hafi haft í hyggju að vinna hryðjuverk í öðru hvoru landinu. Við húsleit fundust meðal annars efni til sprengjugerðar.\nDanska leyniþjónustan PET greindi frá því í gær að sjö væru í haldi vegna gruns um yfirvofandi hryðjuverk. Sex til viðbótar voru síðan úrskurðaðir í gæsluvarðhald í nótt, vegna gruns um að vera í vitorði með hinum. Jafnframt er einn í varðhaldi í Þýskalandi vegna málsins. Að sögn danskra fjölmiðla sitja átta karlar og fimm konur í varðhaldi vegna málsins.\nÁ fundi með fréttamönnum í dag sagði Flemming Drejer, yfirmaður hjá leyniþjónustunni að hald hefði verið lagt á efni til sprengjugerðar og nokkuð af vopnum, þar á meðal veiðiriffill með sjónauka. Einnig fannst fáni hryðjuverkasamtakanna Íslamska ríkisins, sem hann sagði benda til að hópurinn væri undir áhrifum frá herskáum íslamistum.\nFjölmiðlar í Þýskalandi hafa eftir saksóknurum að meðal hinna handteknu séu þrír sýrlenskir bræður. Einn þeirra er í haldi lögreglunnar í Hesse. Athygli þýsku lögreglunnar á þeim var vakin í síðustu viku þegar þeir pöntuðu sér efni á netinu, sem hægt er að nýta til sprengjugerðar. Rannsókn á áformum hópsins er skammt á veg komin að sögn dönsku leyniþjónustunnar. Unnið verður að henni í samvinnu við þýsk yfirvöld.","summary":"Fjórtán sitja í gæsluvarðhaldi, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Danmörku eða Þýskalandi. Vopn og efni til sprengjugerðar fundust í fórum þeirra."} {"year":"2021","id":"340","intro":"Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að á næstu tíu árum sé stefnt á að gera borgina að framúrskarandi hjólreiðaborg á alþjóðamælikvarða.","main":"Þetta kom fram á kynningarfundi borgarstjórnar um græna borg í morgun. Verja á 2,7 milljörðum króna í samgöngur á þessu ári. Dagur segir að miklar breytingar séu framundan með borgarlínunni.\nVið munum líka sjá ótrúlega jákvæða umbreytingu borgarinnar með að Miklabraut og Sæbraut fari í stokk\nþað verður rólegri umferð á yfirborði með borgarlínu, hjólastígum og mannvænna umhverfi.\nÍ máli Davíðs Þorlákssonar, framkvæmdastjóra Betri samgangna, opinbers hlutafélags ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu, kom fram að markmið félagsins væri að greiða samgöngur og auka umferðaröryggi.\nÁ næstu árum er ætlað að setja 49,6 milljarða króna til innviða Borgarlínu. Jafnframt verði hafist handa við lagningu hjóla- og göngustíga. Davíð útilokaði ekki að tekin yrðu upp flýti- og umferðargjöld í framtíðinni.\nKostnaður við undirbúning borgarlínu er 1.100 milljónr á þessu ári. 750 milljónum verður varið í lagningu hjóla- og göngustíga. Davíð gerir ráð fyrir að framkvæmdir við Borgarlínu hefjist á næsta ári. Þegar sé þó byrjað að gera ráð fyrir henni, til að mynda við Landspítalann og á Hlíðarenda.\nen við erum kannski að sjá fyrir okkur að fyrstu vagnarnir geti byrjað að aka 2025.","summary":null} {"year":"2021","id":"340","intro":"Formaður Samfylkingarinnar segir vonbrigði að Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir hafi sagt sig úr flokknum. Umræða um ólgu innan flokksins sé ekki góð fyrir hann. Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslistum í Reykjavíkurkjördæmunum verður kynnt og borin upp til samþykktar á morgun.","main":"Jóhanna Vigdís var í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavík suður fyrir síðustu alþingiskosningar. Hún sóttist eftir að leiða lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu í komandi kosningum. Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.\nMér skilst að Jóhönnu hafi verið boðið þriðja sæti og hún var ekki sátt við það. Það eru auðvitað vonbrigði að hún fari með þessum hætti en það eru sextán þúsund manns í þessum flokki.\nJóhanna segir að uppstillinganefnd flokksins í Reykjavík sendi henni og öðru rótgrónu Samfylkingarfólki harkaleg skilaboð með því að skipa nýliða í þrjú af fjórum efstu sætum flokksins í kjördæmunum. Logi segist ekki hafa séð listana en hafnar því að flokkurinn útiloki grasrótina.\nNokkur ólga hefur verið innan flokksins vegna fyrirkomulags við val á lista. Efnt var til skoðanakönnunar meðal flokksfélaga um hverja þeir vildu sjá í efstu sætum en sú niðurstaða var ekki bindandi fyrir uppstillingarnefnd.\nÞað var alveg ljóst að það yrðu ekki allir sáttir með niðurstöðuna sama hvernig hún mun verða. En hlaut það ekki að blasa við að svona ógagnsæ leið myndi ýta undir ósætti og vandræði? Nei, ég held að það eigi nú eftir að koma í ljós að Samfylkingin mun í þessum tveimur kjördæmum stilla upp mjög sterkum listum. Við höfum þessa leið að fela fulltrúum okkar í Reykjavík að leggja mat á ýmsa hluti og þau munu bara gera grein fyrir því á morgun.\nÁgúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar ákvað að taka ekki sæti á lista flokksins eftir að meiri hluti uppstillingarnefndar hafnaði sáttatillögu hans. Í kjölfar þess sagði Birgir Dýrfjörð sig úr uppstillingarnefndinni.\nÞessar illdeilur og átök hljóta að skaða traust almennings til flokksins? Já, auðvitað eru svona umræður aldrei góðar en ég held að þær sýni að það er vindur í segli, það er mikill áhugi á þátttöku, það er spenningur fyrir flokknum og við þær aðstæður verður alltaf líka umræða.","summary":"Formaður Samfylkingarinnar segir vonbrigði að Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir varaþingmaður hafi sagt sig úr flokknum og að umræða um átök innan hans sé ekki góð. Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum verður kynnt og borin upp til samþykktar á morgun."} {"year":"2021","id":"340","intro":"Þýska eftirlitsfyrirtækið TUV Reihnland var í gær dæmt bótaskylt gagnvart tvö hundruð og þremur íslenskum konum sem höfðuðu mál vegna skaðlegra brjóstapúða. Lögmaður kvennanna segir að þetta sé mikilvægur áfangasigur. Kona sem fékk púðana 2004 varð mikið veik vegna þeirra og þurfti að tína sílikontægjur úr holhönd hennar þegar þeir voru fjarlægðir.","main":"Meira en 400 íslenskar konur fengu svonefnda PIP-púða í brjóstastækkun á árunum 2000 til 2010. Síðar kom í ljós að púðarnir voru ekki bara hriplekir, heldur voru þeir líka fullir af iðnaðarsílíkoni sem er ekki ætlað til lækninga. PIP-málið komst í hámæli 2011 þegar í ljós kom að um 400 þúsund konur um allan heim væru með púðana. Íslensk stjórnvöld buðu þá öllum íslensku konunum að fara í ómskoðun til að kanna ástand púðanna og létu langflestar fjarlægja þá. Yfir helmingur þeirra fór í skaðabótamál. Í gær dæmdi franskur áfrýjunardómstóll eftirlitsfyrirtækið TUV Rheinland bótaskylt gagnvart konunum, sem eru tvö hundruð og þrjár 203.\nSaga Ýrr Jónsdóttir er lögmaður kvennanna. Hún segir þetta mikilvægan sigur, en undirstrikar að Hæstiréttur eigi enn eftir að kveða upp sinn úrskurð. Saga gerir ráð fyrir að TUV Rheinland áfrýi niðurstöðunni en þar sem dómurinn er um 1.200 blaðsíður á enn eftir að fara yfir forsendur hans.\nÍris Rún Gunnarsdóttir fékk PIP-púða í brjóstastækkun 2004. Þegar hún fékk bréf frá heilbrigðisyfirvöldum átta árum síðar, datt henni fyrst í hug að þau líkamlegu einkenni og vanlíðan sem hún hafði fundið fyrir síðustu ár, væru mögulega af völdum púðanna.\nÞað var í raun bara rosalega mikil þreyta, ég var orðin ofboðslega gleymin. Mundi ekki neitt. En það sem verst var voru þessi gigtareinkenni. Ég var alltaf verkjuð, ég gat ekki prjónað. Ég var rosalega stíf í puttunum.\nLæknir Írisar hafði þá greint hana með gigt. Þegar hún lagðist undir hnífinn til að láta fjarlægja púðana kom í ljós að báðir púðarnir voru rofnir.\nAnnar er kominn alveg upp í holhönd. Hann var bara að tína tægjurnar út úr mér, hann sýndi mér það eftir á þegar ég vaknaði. Þá lá hann bara út um allt skurðarborð, sá. Þannig að það var ekkert sem minnti á púða þar.\nÞar sem Íris fékk nýja púða í staðinn tók ríkið engan þátt í kostnaðinum. Hún lét fjarlægja þá fyrir tveimur árum þar sem einkennin gerðu áfram vart við sig, í minna mæli þó.\nÓtrúlega magnað, ég fékk alveg nákvæmlega sömu ræðuna um gæði púðanna í bæði skiptin.\nÍris tók ekki þátt í hópmálsókninni.\nÉg verð í raun of sein. Það var ekkert sent til okkar um þetta, svo var það bara vinkona mín sem sendi mér þetta, hafði lesið þetta í blöðunum. Þá hef ég samband, en þá hafði hún verið að senda öll gögn deginum áður, eða tveimur dögum áður.\nSaga segir að það séu líkur á nýrri málsókn og mun upplýsa um það þegar ákvörðun liggur fyrir.","summary":"Rúmlega tvö hundruð íslenskum konum voru í gær dæmdar bætur fyrir frönskum áfrýjunardómstóli vegna skaðlegra brjóstapúða. Lögmaður kvennanna segir aðra málsókn líklega, þar sem mun fleiri konur fengu púðana en þær sem fóru í mál."} {"year":"2021","id":"340","intro":"KR vann mikilvægan sigur á Stjörnunni þegar liðin mættust í Vesturbænum í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld. Leikstjórnandi KR-inga segir að mikið leikjaálag framkalli miklar sveiflur hjá liðunum í deildinni.","main":"Íslandsmeistarar KR voru funheitir í fyrri hálfleik og hittu afar vel fyrir utan þriggja stiga línuna. KR-ingar voru sextán stigum yfir í leikhléi en Stjörnumenn komu af krafti inní þriðja leikhluta og minnkuðu muninn niður í þrjú stig fyrir lokafjórðunginn. Þar spiluðu heimamenn betur og unnu að lokum með níu stiga mun, 100-91. Tyler Sabin var stigahæstur hjá KR með tuttugu stig og þá átti Matthías Orri Sigurðarson góðan leik með 12 stig og 7 stoðsendingar. Hlynur Bæringsson var atkvæðamestur Stjörnumanna 18 stig og 11 fráköst. KR fór með sigrinum upp í 4. sæti með 12 stig en Stjarnan er í þriðja sæti með 14 stig. Höttur vann sinn þriðja leik í röð með sex stiga sigri á Haukum á Egilsstöðum og Tindastóll vann góðan sigur á Grindavík á Sauðárkróki, 88-81. Fyrir utan Keflavík sem hefur unnið sjö af átta leikjum sínum hafa verið miklar sveiflur hjá liðum í deildinni á milli leikja. Matthías Orri, leikstjórnandi KR-inga, segir mikið leikjaálag vegna frestana hluta af útskýringunni.\nÞarna var rætt við Matthías Orra Sigurðarson, leikmann KR í Dóminosdeild karla.\nKeppni heldur áfram á HM í skíðaskotfimi í Slóveníu í dag. RÚV sýnir beint frá 10 kílómetra sprettgöngu karla þar sem búist er við spennandi keppni. Útsending hefst á RÚV klukkan 13:30.","summary":"KR vann Stjörnuna í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld. Mikið leikjaálag veldur því að meiri sveiflur eru hjá liðum á milli leikja en áður, segir leikstjórnandi KR-inga. "} {"year":"2021","id":"340","intro":"Herstjórnin í Mjanmar ætlar að láta 23 þúsund fanga lausa úr haldi. Fjölmenn mótmæli gegn valdaráni hersins halda halda áfram víða um landið.","main":"Herstjórnin í Mjanmar fyrirskipaði í dag að rúmlega 23 þúsund fangar skyldu látnir lausir úr fangelsum og fangabúðum. Jafnframt var tilkynnt að 55 erlendum föngum yrði sleppt. Fjölmenn mótmæli gegn valdaráni hersins halda áfram, sjöunda daginn í röð.\nMin Aung Hlaing, yfirmaður herstjórnarinnar, undirritaði báðar tilskipanirnar um að föngunum yrði sleppt, að sögn ríkisútvarpsins í Mjanmar. Engar frekari upplýsingar voru gefnar um hverjir yrðu látnir lausir eða fyrir hvaða afbrot þeir hefðu verið dæmdir. Ekkert bendir til þess að Aung San Suu Kyi, leiðtogi landsins, eða pólitískir samherjar hennar séu þeirra á meðal. Þau hafa setið í gæsluvarðhaldi frá 1. febrúar. Að sögn AFP-fréttastofunnar eru fangelsi í landinu yfirfull.\nMótmæli gegn valdaráni hersins héldu áfram í dag í helstu bæjum og borgum Mjanmar, sjöunda daginn í röð. Þau fóru að mestu friðsamlega fram. Í hafnarborginni Maw-la-myne lét lögregla þó til skarar skríða gegn stúdentum sem höfðu efnt til setuverkfalls. Nokkrir voru handteknir.\nFólk af öllum stéttum tekur þátt í andófi gegn herforingjastjórninni, þar á meðal kennarar, flugumferðarstjórar og opinberir embættismenn. Herstjórnin skoraði í dag á fólk að snúa aftur til vinnu sinnar. Það ætti að bera hag lands og þjóðar fyrir brjósti en ekki láta tilfinningarnar ráða.","summary":"Herstjórnin í Mjanmar ætlar að láta 23 þúsund fanga lausa úr haldi. Fjölmenn mótmæli gegn valdaráni hersins halda halda áfram víða um landið. "} {"year":"2021","id":"340","intro":"Seyðfirðingar fagna um helgina um komu sólar eftir fjóra mánuði í skugga fjalla. Hátíðin List í ljósi hefst í kvöld og ber merki heimsfaraldurs og hamfaranna á Seyðisfirði í desember.","main":"Seyðfirðingar fagna komu sólarinnar í fjörðinn með hátíðinni List í ljósi sem hefst í kvöld. Listamenn varpa meðal annars ljóði á hlíðina sem aurskriðan féll úr í desember. Hátíðin er smærri í sniðum í ár vegna heimsfaraldursins. Sesselja Hlín Jónasardóttir er listrænn stjórnandi Listar í ljósi.\nVið erum ekki að taka á móti alþjóðlegum listamönnum þannig að þetta verða einungis heimamenn í ár. Þannig að hátíðin verður mjög náin og þetta er svona meira við að gefa til samfélagsins með því að setja upp einlæg listaverk. (Og verða þau á einhvern hátt tengd hamförunum þarna í desember?) Það fer algjörlega eftir hverjum og einum listamanni en við ætlum að varpa í fjallið. Það eru sem sagt tveir listamenn sem eru búnir að semja ljóð saman, ein íslensk og ein dönsk. Þetta er það eina sem við beinum upp í fjallið, þannig að þetta er ljóð sem er samtal við fjallið, í rauninni frá okkur til fjallsins og náttúrunnar.\nSeyðisfjörður er djúpur og sólin skín vart í bænum í fjóra mánuði á ári. Hátíðin er líka til að fagna hækkandi sól og því að geislar hennar vermi bæinn á ný.\nÞað veitir ekki af á þessum tímum. En eins og ég segi hún verður töluvert minni í ár. Þetta verður ekki hringur eins og við höfum vanist á List í ljósi heldur verður þetta bara ein gata frá Herðubreið að Skaftfell art Center. Mikið af þessu verður inni og varpað í glugga þannig að það er hægt að taka sér rúnt þó það rigni. Opnar klukkan sex í kvöld og verðum með opið til tíu. Og síðan aftur annað kvöld, frá sex til tíu.","summary":"Seyðfirðingar fagna um helgina um komu sólar eftir fjóra mánuði í skugga fjalla. Hátíðin List í ljósi hefst í kvöld og ber merki heimsfaraldurs og hamfaranna á Seyðisfirði í desember. "} {"year":"2021","id":"341","intro":"Rauði krossinn útnefndi nú í hádeginu skyndihjálparmann ársins. Sólveig Ásgeirsdóttir varð fyrir valinu en hún bjargaði lífi vinkonu sinnar í fyrrasumar.","main":"Sólveig, sem er 27 ára, var í heimsókn hjá Súsönnu Helgadóttur vinkonu sinni í júlí í fyrra þegar Súsanna missti skyndilega meðvitund. Hjartað hætti að slá, hún var hætt að anda og orðin blá í framan. Enginn var heima nema tveggja ára sonur Súsönnu, sem var sofandi. Sólveig hringdi strax á neyðarlínuna og hóf endurlífgun.\nÞetta var mjög mikið sjokk. Af því að við erum þetta ungar og hraustar og hún ekki lasin, þetta var bara svo furðulegt og allt mómentið var bara, ég trúi ekki að þetta sé að gerast. En akkúrat þegar ég þarf að byrja að hnoða og blása þá tekur við eitthvað svona autopilot, eitthvað svona robotic dæmi og ég hætti bara að pæla í sjokkinu og var bara að reyna að bjarga henni.\nÍ ljós kom að Súsanna, sem eru 28 ára, var með leyndan hjartagalla en hefur nú náð bata. Rauði krossinn útnefnir árlega Skyndihjálparmann ársins í tengslum við 112 daginn, sem er í dag. Súsanna segir að vinkona sín hafi bjargað lífi sínu en Sólveig var nýbúin á skyndihjálparnámskeiði.\nÉg er bara alveg endalaust þakklát fyrir hana og gæti ekki verið ánægðari með og stolt af viðbrögðum hennar á þessu mómenti. Ég get ekki ímyndað mér hvernig er að upplifa þetta og hvernig hún brást við svona hárrétt það er bara alveg magnað og ég er alveg óendanlega þakklát sko.","summary":"Sólveig Ásgeirsdóttir, sem bjargaði lífi bestu vinkonu sinnar í fyrrasumar, er skyndihjálparmaður ársins. "} {"year":"2021","id":"341","intro":"Innlend matvælaframleiðsla fullnægir að töluverðum hluta fæðuframboði á Íslandi. Framboð af fiski er langt umfram eftirspurn, yfir 90 prósent í kjöti, eggjum og mjólkurvörum, en grænmetið á langt í land.","main":"Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landbúnaðarháskólans fyrir atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, sem kynnt var í morgun. Þar er fjallað um fæðuöryggi þjóðarinnar. Aðeins eitt prósent af korni til manneldis er framleitt hér á landi og 43 prósent af grænmeti. Staðan er hins vegar allt önnur og betri í kjöti, eggjum og mjólkurvörum, að ekki sé talað um fisk. Innlend matvælaframleiðsla er mjög háð erlendum aðföngum, segir í skýrslunni, sérstaklega eldsneyti og áburði en einnig fóðri, sáðvöru og fleiru. Kristján Þór Júlíusson er landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.\nSkýrslan dregur að mínu mati ágætlega fram hversu sterk og mikilvæg íslensk matvælaframleiðsla er. Og hvað hún stendur undir stórum hluta af fæðuframboði hér á landi. Það í raun kemur á óvart miðað við hvernig umræðan oft á tíðum er. Ég vil sömuleiðis segja að hún dregur ágætlega fram þau tækifæri sem blasa við til þess að gera enn betur. Í því sambandi vil ég sérstaklega nefna þætti sem snúa að korni og áburði. það er í mínum huga mjög mikilvægt að hefja vinnu við að móta stefnu um fæðuöryggi þjóðarinnar og setja okkur markmið í þeim efnum varðandi innlenda matvælaframleiðslu og hvernig hún verður best í stakk búin til þess að takast á við skyndilegar breytingar sem snúa að aðföngum sem að íslensk matvælaframleiðsla þarf, séstaklega á sviði matvöru og innflutningi á matvöru, eldsneyti, áburði og korni.","summary":null} {"year":"2021","id":"341","intro":"Ekkert lát er á mótmælum andstæðinga herforingjastjórnarinnar í Mjanmar. Fjöldi stuðningsmanna Aung San Suu Kyi, sem steypt var af stóli í síðustu viku, hefur verið handtekinn undanfarna daga.","main":"Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur undanfarna daga látið handtaka háttsetta félaga í Þjóðfylkingunni, flokki Aung San Suu Kyi, sem steypt var af stóli í síðustu viku. Haft er eftir heimildarmönnum innan flokksins að fimm flokksfélagar hafi verið handteknir í gærkvöld, þeirra á meðal einn nánasti aðstoðarmaður Suu Kyi.\nUmræddur samstarfsmaður Suu Kyi er Kyaw Tint Swe, fyrrverandi sendiherra Mjanmar hjá Sameinuðu þjóðunum, en hann hefur verið hægri hönd hennar undanfarin ár. Sömu heimildarmenn segja að einnig hafi verið teknir höndum fulltrúar í kjörstjórninni sem skipulagði kosningarnar í landinu í nóvember, en herforingjastjórnin segir umfangsmikil kosningasvik meginástæðu valdaránsins í síðustu viku. Mótmælum gegn herforingjastjórninni var haldið áfram í morgun, sjötta daginn í röð. Hópur mótmælenda safnaðist saman við sendiráð Kína í Yangon í morgun og sakaði stjórnvöld í Peking um stuðning við herforingjastjórnina. Einnig var gengið að sendiráðum Bandaríkjanna, Rússlands og Frakklands. Franski sendiherrann fór út til að ræða við mótmælendur, kvaðst styðja lýðræði og hvatti til að borgarlegum leiðtogum landsins yrði sleppt úr haldi. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær tilskipun um refsiaðgerðir gegn herforingjastjórninni í Mjanmar. Búist er við að þær verði kynntar fyrir vikulok, en meðal annars er ætlunin að koma í veg fyrir að stjórnin geti náð út jafnvirði um 130 milljarða króna sem eru í geymslu í bandarískum bönkum í nafni stjórnvalda í Mjanmar.","summary":"Ekkert lát er á mótmælum andstæðinga herforingjastjórnarinnar í Mjanmar. Fjöldi stuðningsmanna Aung San Suu Kyi, sem steypt var af stóli í síðustu viku, hefur verið handtekinn undanfarna daga."} {"year":"2021","id":"341","intro":"Heildaratvinnuleysi í janúar var nærri 13%. 4500 hafa verið atvinnulausir í meira en ár og sem fyrr er ástandið verst á Suðurnesjum. Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir að margir séu að klára bótaréttinn sem sé áhyggjuefni.","main":"ég er ansi hrædd um að það sé stór hópur hjá okkur sem er jafnvel að fara að nálgast tvö árin sko. margir sem eru komnir með eitt ár og of stór hópur sem er kominn með tvö ár. maður hefur verulegar áhyggjur af þeim þegar þau klára bótaréttinn sinn.\nLangtímaatvinnuleysi eykst mikið milli ára. Fjögurþúsund og fimmhundruð hafa núna verið atvinnulausir í meira en eitt ár, rúmlega 2700 fleiri en fyrir ári. Þeim sem verið hafa atvinnulausir í sex til tólf mánuði fer einnig fjölgandi, voru rúmlega sjö þúsund í lok janúar en rúmlega tvö þúsund fyrir ári.\nAtvinnuþátttaka hefur ekki verið minni frá því að mælingar hófust samkvæmt Hagstofunni, sem skýrir af hverju atvinnuleysi eykst um prósentustig þrátt fyrir að rúmlega 500 manns hafi bæst við á atvinnuleysisskrá milli mánaða. Í skýrslu Vinnumálastofnunar sem kom út í gær segir að á Suðurnesjum sé aukningin óveruleg. Samt jókst heildaratvinnuleysi þar um tæplega þrjú prósent milli mánaða og er núna 26%.\neins og sést í skýrslunni er ástandið farið að vera mjög alvarlegt hérna og menn voru farnir að vonast til að það væri farið að sjást til sólar fljótlega fetir áramót en þetta lítur ekki vel út.","summary":null} {"year":"2021","id":"341","intro":"Keppni hófst loks í morgun á heimsmeistaramótinu í alpagreinum á Ítalíu eftir þriggja daga töf vegna veðurs. Fyrsta greinin var risasvig kvenna.","main":"Risasvigið átti upphaflega að fara fram á þriðjudag en var þá frestað vegna þoku. Rjómablíða var hins vegar í Cortina d'Ampezzo í morgun og heimsmeistaramótið gat hafist. Eins og við hafði verið búist var hin svissneska Lara Gut-Behrami öflugust. Hún var sjöunda í rásröðinni en vann með talsverðum yfirburðum en hún er líka langefst í heimsbikarnum í risasvigi. Næst á eftir henni var landa hennar, Corinne Suter, og Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum varð þriðja. Risasvig karla hófst svo á hádegi og stendur yfir og er bein útsending frá keppninni á RÚV og ruv.is.\nGylfi Þór Sigurðsson var í miklum ham í liði Everton sem lagði Tottenham að velli í framlengdum leik í ensku bikarkeppninni í gærkvöldi. Gylfi Þór skoraði eitt mark og lagði upp þrjú önnur í 5-4 sigri Everton. Everton komst áfram í 8-liða úrslit og hið sama gerðu lið Sheffield United, Manchester City og Leicester.\nKeppni hófst í gærkvöldi í bikarkeppni HSÍ í handbolta. Einn leikur var í fyrstu umferð karla og mættust grannliðin og erkifjendurnir Þór og KA á Akureyri. KA hafði þar betur eftir spennandi leik, 26-23, en Þórsarar voru yfir í leikhléi, 14-13. Þjálfarar liðanna voru eðlilega misglaðir, Jónatan Magnússon, þjálfari KA, öllu glaðari.\nSagði Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórs, áður heyrðum við í Jónatan Magnússyni.\nJapanskir fjölmiðlar fullyrða að hinn 83 ára gamli Yoshiro Mori, formaður skipulagsnefndar Ólympíuleikanna í Tókýó, segi starfi sínu lausu á morgun. Mori hefur legið undir ámæli vegna ummæla sinna um konur á dögunum. Ummælin hafa verið fordæmd víða af stjórnmálafólki, Alþjóða Ólympíunefndinni og meðal styrktaraðila leikanna. Þá hafa yfir 400 sjálfboðaliðar afboðað sig á leikanna segi Mori ekki af sér.","summary":null} {"year":"2021","id":"341","intro":"Til skoðunar er að herða aðgerðir á landamærunum til að koma í veg fyrir að smit berist inn í landið., að því er fram kom á upplýsingafundi Almannavarna í morgun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi í morgun, erfitt að segja til um það nú hvernig reglurnar innanlands verði, en ef tekst að halda ástandinu góðu sé hann vongóður um nokkuð frjálslegt sumar.","main":"Engin smit greindust innanlands í gær og fyrradag. Þórólfur upplýsti á fundinum að til að tryggja áframhaldandi góðan árangur væri verið að kanna hvort hægt væri að grípa til frekari aðgerða á landamærunum. Tillögur þess efnis yrðu sendar heilbrigðisráðherra á næstu dögum. Meðal hugmynda sem ræddar hefðu verið væri að sannreyna upplýsingar fólks um dvalarstað og að skylda það til að dvelja í sóttvarnarhúsi ef vafi léki á því hvort það héldi sóttkví.\nSóttvarnalæknir var spurður að því á fundinum hvort mögulegt yrði að halda hátíðir í sumar. Hann kvaðst ekki geta sagt til um það núna hvernig reglurnar yrðu þá. Það þyrfti að sjá hvernig gengi að bólusetja.\nEf það tekst að halda góðu ástandi og tryggja að við fáum ekki smit í gegnum landamærin að þá náttúrulega munum við reyna að hafa umhverfið og allt lífið eins frjálslegt eins og mögulegt er nú í sumar, þannig að ég er bara tiltölulega vongóður með það.\nÞórólfur sagði að það væru vissulega vonbrigði að líklega yrði ekki af rannsókn Pfizer hér á landi, en hvatti fólk til að gleðjast yfir þeim árangri sem hefði náðst. Ef af rannsókninni hefði orðið hefði Ísland gefið frá sér það bóluefni stjórnvöld hafa tryggt kaup á.\nEf af þessu hefði orðið þá hefði öðrum verið úthlutað án gjalds því bóluefni sem við höfum tryggt okkur kaup á og ekki þurft að nota rannsóknarinnar vegna.","summary":null} {"year":"2021","id":"341","intro":"Hjúkrunarheimilið Lundur á Hellu hefur neyðst til að taka 20 milljóna króna yfirdrátt vegna COVID-kostnaðar, launahækkana og vanreiknaðra daggjalda. Hjúkrunarforstjórinn segist vera búin á því.","main":"Hjúkrunarforstjórinn á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu segir að mikil fjárhagsvandræði á heimilinu séu farin að taka verulega á. Svör frá Sjúkratryggingum hafi ekki borist.\nHjúkrunarheimili hafa þurft að fá yfirdrátt og sum stefna í þrot vegna þess að greiðslur frá Sjúkratryggingum vegna aukakostnaðar í tengslum við faraldurinn hafa ekki borist. Þetta sagði formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu í fréttum í gær. Hann sagði að heimilin ættu rúman milljarð inni. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að gögn vanti frá sumum heimilum svo hægt sé að greiða peningana út. Eitt þeirra hjúkrunarheimila sem hafa þurft að steypa sér í skuldir er Lundur á Hellu. Þar er Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir hjúkrunarforstjóri.\nVið erum með 20 milljóna króna yfirdrátt og útistandandi um 15 milljónir þannig að við höfum aldrei verið jafnilla sett, fjárhagslega.\nHvað skýrir þessa stöðu í stuttu máli?\nVið erum í fyrsta lagi að fá röng daggjöld vegna mistaka í skráningu árin 2017 og 2018. Þannig að við erum langt undir í daggjöldum og erum búin að bíða allt árið 2020 eftir svörum og að fá leiðréttingu, en fáum ekki svör frá Sjúkratryggingum.\nÞá segir Margrét að launahækkanir í fyrra hafi kostað heimilið hátt í 20 milljónir afturvirkt, en engar launabætur hafi komið á móti. Þá sé kostnaður vegna COVID kominn í átta milljónir. Nauðsynlegt hafi reynst að ráðast í hagræðingu vegna þessa.\nJá mjög mikið. Við erum með allar klær úti og höfum sagt upp starfsfólki og þetta er bara hundleiðinlegt.\nHefur þessi staða bitnað á heimilisfólki?\nNei ekki ennþá. En ég veit ekki hvernig þetta endar ef við fáum ekki leiðréttingu og fáum ekki greiddan þennan kostnað. Það væri bara að skila lyklinum, en það er ekkert í boði í okkar tilfelli. En það væri best.\nMargrét segir að þessi staða sé farin að taka mjög á andlega.\nJá ég segi bara, ég er bara búin á því. Ég viðurkenni það og er farin að tala um það út á við að þetta er ekkert hægt. Það er ekki hægt að reka heimili undir þessum kringumstæðum. Ég hef ekki fundið fyrir því áður, en þetta er ekki hægt.","summary":"Hjúkrunarheimilið Lundur á Hellu hefur neyðst til að taka 20 milljóna króna yfirdrátt vegna COVID-kostnaðar, launahækkana og vanreiknaðra daggjalda. "} {"year":"2021","id":"342","intro":"Tíu til fimmtán rúm vantar í líknarþjónustu á Landspítalanum. Einnig vantar öldrunargeðdeild, segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunarlækningadeild Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hann talaði á ráðstefnu um málefni eldra fólks í gær (þriðjudag) og lagði fram fjölmargar tillögur til úrbóta. Ráðstefnan var á vegum Landssambands eldri borgara og Öldrunarráðs Íslands.","main":"skilgreinum heilsugæslu sem vöggu öldrunarþjónustu á heilbraigiðissviði. nýtum rafrænt heildrænt öldrunarmat við skimun eflum teymisvinnu í heilsugæslu og heimahjúkrun heimilislæknir sjái alla sem eru í heimahjúkrnu á sex til 8 vikna fresti annað hvort á stofu eða í vitjun\nPálmi sagði ennfremur að bæta þyrfti aðgengi að heildrænu öldrunarmati og styrkja byltu- og beinverndarmóttöku. Hann lagði einnig til að bráðamóttaka og sjúkrahús yrðu hönnuð með þarfir eldra fólks í huga.\nað styrkja aðgengi að líknar þjónustu. á landspítalanum vantar nú 10 til 15 rúm á hverjum tíma til að mæta þörf um líknarþjónustu og við þurfum að stofna öldrunargeðdeild þetta er veikasti hlekkurinn í öldrunarþjónustunni og við ættum stofna öldrunarbæklunarlækningadeild vegna þess að þegar fólk er að brotna t.d. á mjöðm þá er brotið toppurinn á ísjakanum og það á eftir að greina allt sem er þar undir","summary":null} {"year":"2021","id":"342","intro":"Skólameistari Hallormsstaðaskóla vonar að viðurkenning skólans á háskólastigi opni nýjar dyr og laði nemendur frá erlendum háskólum til Íslands að læra um sjálfbærni og sköpun.","main":"Hallormsstaðaskóli hefur fengið formlega viðurkenningu á háskólastigi. Skólameistarinn vonar að það auki samstarf við aðra háskóla og laði erlenda nemendur til landsins.\nHallormsstaðaskóli átti í vetur 90 ára starfsafmæli. Fyrir nokkrum árum var námi við skólann breytt og tekið upp nám í sjálfbærni og sköpun með áherslu á að nýta það sem náttúran gefur. Það var gert eftir að erfitt reyndist að fá gamla hússtjórnarnámið viðkurkennt á framhaldsskólastigi. Bryndís Fíóna Ford skólameistari segir að breytingar á náminu og viðurkenning námsbrautar á fjórða hæfnisþrepi, sem samsvarar háskólastigi, opni nýjar dyr. Þetta auki möguleika á samstarfi við aðra skóla. Ekki síst erlendar menntastofnanir.\nNemendur geta komið hingað í nám og fengið það metið á milli og séð kannski fyrir sér að koma hingað í ákveðið skiptinám sem hluta af öðru námi innan sjálfbærni og sköpunar.\nHallormsstaðaskóli býður upp á ákveðna vinnuaðstöðu hér sem snýr að textíl og meðferð matvæla. Við erum líka með ákveðið land í kringum okkur til landbúnaðar jafnvel og ræktunar og skógarafurða. Við horfum til þess að nemendur koma inn með ákveðna hugmynd að því sem þeir kafa dýpra í og reynum að koma til móts við að nemendur geta unnið á sínu áhugasviði.\nSköpun er líka hluti af náminu enda er hún mikilæg fyrir sjálfbæra þróun.\nAð virkja sköpunarkraft nemenda og koma þeim inn í meiri nýsköpun; það er lykillinn líka að því að ná ákveðinni sjálfbærni í gegn.","summary":null} {"year":"2021","id":"342","intro":"Hjúkrunarheimili hafa þurft að fá yfirdrátt og sum stefna í þrot vegna þess að greiðslur frá Sjúkratryggingum vegna aukakostnaðar í tengslum við faraldurinn hafa ekki borist. Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir að heimilin eigi rúman milljarð inni. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að gögn vanti svo hægt sé að greiða peningana út.","main":"Formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir að hjúkrunarheimili eigi rúman milljarð króna inni hjá Sjúkratryggingum Íslands, vegna kostnaðar í tengslum við faraldurinn. Hann segir að einhver heimilanna stefni í þrot vegna þessa. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að gögn vanti frá hluta heimilanna, og því sé ekki búið að greiða út.\nSamkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2020 áttu hjúkrunarheimili í landinu að fá 538 milljónir króna til að mæta ófyrirséðum kostnaði vegna COVID-19. Launakostnaður hækkaði vegna bakvarðasveita sem kallaðar voru út. Kostnaður vegna kaupa á nauðsynlegum búnaði hefur verið töluverður. Auk þess hefur ræsting verið aukin í faraldrinum. Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, segir að fjölmörg heimili hafi þar að auki orðið af miklum tekjum vegna þess að þau hafi orðið að útbúa sérstök einangrunarrými og því orðið að fækka heimilisfólki með tilheyrandi tekjutapi. Þetta fé segir Gísli Páll að Sjúkratryggingar hafi ekki greitt út, þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um.\nÞetta er að mínu mati rúmur milljarður. Það er ekki búið að taka saman formlega tapaðar tekjur en þær upplýsingar liggja allar fyrir hjá Sjúkratryggingum.\nGísli Páll segir að heimilin hafi ekki getað brugðist eins vel við seinni bylgjunum og þeim fyrri, því þau hafi neyðst til að spara svo mikið.\nOg þetta bitnar á heimilisfólkinu og starfsfólkinu okkar og við erum bara afar óánægð með þessa framkomu Sjúkratrygginga.\nHvað með reksturinn sjálfan, hafa menn þurft að ráðast í lántökur til þess að brúa bilið?\nJá það eru einhver heimili rekin með yfirdrætti.\nÞannig að einhver heimili hafa þurft, vegna þessa ástands, að taka yfirdrátt?\nJá. Ég hef staðfestar fréttir af því.\nEf þessir peningar berast ekki á næstunni, hvaða afleiðingar gæti það haft?\nÞað fara annað hvort einhverjir fleiri alveg í þrot eða gefast upp og skila sér til ríkisins. Og það er kannski það sem ríkið vill, að fá þetta til sín, ég veit það ekki.\nÞannig að einhver heimili stefna hreinlega í þrot út af þessu?\nMaría Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga, segir að gögn vanti frá ákveðnum heimilum svo hægt sé að greiða út.\nÞað þurfti að gefa heimilunum aukafrest til þess að skila gögnunum. Það átti að skila þeim 20. desember en 21. janúar, þá voru mörg heimili, fimmtungur heimilanna, enn ekki búin að skila. Og þá fengu þau frest til 28. janúar. Og þetta var ákveðið í samráði við formann samtaka heimilanna.\nEn væri ekki hægt að greiða þeim heimilum sem eru búin að skila gögnum?\nOkkur þykir mikilvægt að tryggja samræmi í því sem greitt er og heimilin eru að skila býsna mismunandi gögnum og að óska eftir greiðslum fyrir mismunandi hluti. Þannig að við teljum ekki rétt að greiða fyrr en gögn hafa borist frá öllum.","summary":"Hjúkrunarheimili hafa þurft að fá yfirdrátt og sum stefna í þrot vegna þess að greiðslur frá Sjúkratryggingum vegna aukakostnaðar vegna Covid 19 hafa ekki borist. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að gögn vanti svo hægt sé að greiða peningana út."} {"year":"2021","id":"342","intro":"Sækjendur og verjendur færa rök fyrir máli sínu þegar málflutningur hefst í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag um ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Meirihluti öldungadeildarinnar samþykkti í gærkvöld að halda málinu á hendur honum til streitu.","main":"Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöld að halda áfram réttarhöldum yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta. Sækjendur og verjendur færa rök fyrir máli sínu í dag.\nKristján Róbert Kristjánsson tók pistilinn saman.\nMeirihluti öldungadeildar samþykkti að halda til steitu áhærunni á hendur Trump með fimmtíu og sex atkvæðum gegn fjörutíu og fjórum. Þingmaðurinn Jamie Raskin, sem flytur málið fyrir hönd fulltrúadeildarinnar, hóf málflutning sinn í gær á því að fara yfir atburði 6. janúar þegar múgur og margmenni ruddist inn í þinghúsið í Washington.\nRaskin sagði að forsetar ættu ekki að geta hvatt til ofbeldis gegn stjórnvöldum og stofnunum landsins vegna þess eins að þeir sættu sig ekki við niðurstöður kosninga. Næstur tók við Bruce Castor, einn verjenda Trumps. Hann vísaði til þingmanna öldungadeilarinnar sem föðurlandsvina og hvatti þá til að taka afstöðu til málflutnings af heilum hug. Hann lagði áherslu á að ekki ætti að sækja menn til saka fyrir pólitíska orðræðu.\nSamherji Castors, David Schoen, tók svo við og sagði ákæruna á hendur Trump eiga eftir að auka á sundrungu í Bandaríkjunum og veikja stöðu ríkisins á alþjóðavísu. Framganga verjenda Trumps þykir þeim ekki til sóma og er forsetinn fyrrverandi sagður æfur út í þá. Margir fylgismenn hans hafa tekið undir þá gagnrýni og segja verjendurna hafa verið illa undirbúna. Vilja sumir að Trump geri enn frekari breytingar á verjendateymi sínu.","summary":"Sækjendur og verjendur færa rök fyrir máli sínu þegar málflutningur hefst í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag um ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. "} {"year":"2021","id":"342","intro":"Höfuðstöðvar Þjóðfylkingarinnar, flokks Aung San Suu Kyi, voru lagðar í rúst þegar hópur hermanna réðst þangað inn í gær. Ekkert lát er á mótmælum gegn herforingjastjórninni sem hrifsaði völdin í Mjanmar í síðustu viku.","main":"Mótmælum var haldið áfram í Mjanmar í morgun, fimmta daginn í röð og fóru þúsundir út á götur til þess að mótmæla valdaráni hersins. Í gær réðust hermenn inn í höfuðstöðvar Þjóðfylkingarinnar, flokks Aung San Suu Kyi, og lögðu þær í rúst.\nÖryggisverðir Þjóðfylkingarinnar fylgdust með í gegnum öryggismyndavélar og gátu ekkert að gert þegar hermenn fóru um skrifstofur flokksins í Yangon og brutu þar og brömluðu. Síðan var skorið á leiðslur öryggismyndavélanna. Fulltrúar flokksins komust ekki á staðinn fyrr en eftir sólarupprás þar sem útgöngubann var í gildi fram undir morgun. Þeir segja hermenn hafa auk skemmdarverka brotið upp peningakassa, þar hafi verið eitthvað af peningum, en einnig listi yfir gesti sem heimsótt hefðu höfuðstöðvarnar. Í gær lét lögreglan í Mjanmar verða af hótunum um að beita aukinni hörku. Var háþrýstidælum og táragasi beitt til að dreifa mannfjölda sem safnast hafði saman í helstu borgum landsins og var gúmmíkúlum skotið að mótmælendum í höfuðborginni Naypyidaw. Er kona sögð alvarlega sár eftir að hafa fengið byssukúlu í höfuðið. Herforingjastjórnin hefur hótað að herða enn tökin, en Min Aung Hlaing, yfirmaður hersins og leiðtogi stjórnarinnar, er sagður hafa nánast alræðisvald.","summary":"Höfuðstöðvar Þjóðfylkingarinnar, flokks Aung San Suu Kyi, voru lagðar í rúst þegar hópur hermanna réðst þangað inn í gær. Ekkert lát er á mótmælum gegn herforingjastjórninni sem hrifsaði völdin í Mjanmar í síðustu viku."} {"year":"2021","id":"342","intro":"Miklar sveiflur eru á hlutabréfamarkaði eftir að Pfizer-samningurinn rann út í sandinn. Hlutabréf Icelandair hafa fallið um ríflega ellefu prósent það sem af er degi. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir fátítt að sjá sveiflur upp í tveggja stafa tölur. eins og í morgun.","main":"það er mjög fátítt og fá önnur félög en Icelandair sem hafa sveiflast svo skarpt.\nen þetta er með því meira sem við höfum séð. En nú er verðið greinilega ða ná meira jafnvægi. markaðurinn er gjarnan þannig að það eru skarpar sveiflur við opnun.\nSveiflur undanfarna daga tengjast líklega væntingum í kringum viðræður við Pfizer um bóluefnisrannsókn hér á landi. Því hefði óneitanlega fylgt að hjól atvinnulífsins færu hraðar af stað en gert hefur verið ráð fyrir.\nÞegar mörkuðum var lokað í gær var gengi Icelandair 1,8 en er nú komið niður í 1,57.\nrétt að hafa í huga að þrátt fyrir sviptingar dagsins er verðið á svipuðum stað og um miðjan janúar, það er nú ekki lengra aftur að fara en það til að sjá svipaða verðlagningu á flugfélaginu.\nVið erum að sjá ríflega 300 milljóna veltu, sem þykja ekki ósköp á hlutabréfamarkaði. sem bendir til að þetta séu fleiri og smærri viðskipti en stundum eru.\nJón Bjarki segir að verðhreyfing síðustu daga tengist væntingum um mögulegan Pfizer-samning.\nverðhreyfing ´siðustu daga tengist Pfizer samningnum\nGengi hlutabréfa í Icelandair Group hefur tvöfaldast frá í nóvember. Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um 0.82% í gær, 444 fjárfestu í bréfum fyrir samtals 544 milljónir króna.\nfélagið er á svipuðum stað og ársbyrjun.\nhver og ein viðskipti ekki stór\nvæntanlega ymsir brugðist við eftir vonbrigði\nstóra semhenginu er félagið á sama stað og í ársbyrjun\nfátítt að við fáum tveggja stafa tölu - ýktar við opnun markaðar\nFylgjumst með kauphöllinni í dag. Hefur það einhver áhrif á gengi hlutabréfa í Icelandair eða annarra félaga að ekkert hafi orðið úr bóluefnarannsókn Pfizer hér á landi?\nGengi hlutabréfa í Icelandair Group hefur tvöfaldast frá í nóvember. Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um 0.82% í gær, 444 fjárfestu í bréfum fyrir samtals 544 milljónir króna. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka tengir þetta almennri þróun en líka spenningi fyrir hugsanlegum rannsóknarsamningi við Pfizer.","summary":"Hlutabréf Icelandair hafa fallið um ríflega 11 prósent í dag. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir sveiflurnar tengist Pfizer-viðræðunum"} {"year":"2021","id":"342","intro":"Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta og Íþróttamaður ársins, er á lista yfir bestu fótboltakonur heims í árlegu vali tímaritsins FourFourTwo. Fyrrum liðsfélagi hennar trónir á toppnum.","main":"FourFourTwo hefur þann háttinn á að leita til fótboltablaðamanna um víða veröld og velur hver og einn þeirra fimm leikmenn á lista sinn. Úr því verður til listi yfir þær tuttugu bestu. Sara Björk er í sextánda sæti ásamt hinni írsku Denise O'Sullivan. Í umsögn dómnefndar segir að geta Söru Bjarkar til að finna svæði á miðjunni sé einstök og að hún sé klassaleikmaður. Efst á listanum er Pernille Harder frá Danmörku, sem lék á síðustu leiktíð með Söru Björk hjá Wolfsburg í Þýskalandi. Hún varð í sumar dýrasti leikmaður sögunnar þegar Chelsea keypti hana frá þýska liðinu.\nManchester United komst í gærkvöldi áfram í fjórðungsúrslit ensku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á West Ham í framlengdum leik. Scott McTominay skoraði eina mark leiksins. B-deildarlið Bournemouth komst líka áfram í gærkvöldi eftir sigur á Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum í Burnley, 2-0. Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley en fór af velli stundarfjórðungi fyrir leikslok.\nKeppni hefst í kvöld í bikarkeppni HSÍ í handbolta. Einn leikur er á döfinni í fyrstu umferð og er það enginn smáleikur. Akureyrarliðin Þór og KA mætast í Höllinni á Akureyri og verður leikurinn sýndur beint á RÚV 2 klukkan 19:30. Mikill rígur er á milli þessara grannliða eins og þjálfarar liðanna, Þorvaldur Þorvaldsson hjá Þór og Jónatan Magnússon hjá KA gera sér vel grein fyrir, enda eru báðir fyrrum fyrirliðar Þórs og KA og þekkja svona leiki af eigin raun.\nSagði Þorvaldur Þorvaldsson, þjálfari Þórs, áður heyrðum við í Jónatan Magnússyni, þjálfara KA.\nKeppni hefst líka í dag á heimsmeistaramótinu í skíðaskotfimi í Slóvakíu. Fyrsta grein mótsins er keppni í blandaðri boðgöngu klukkan tvö í dag. RÚV sýnir beint frá mótinu og hefst útsending dagsins klukkan 13:55.","summary":"Sara Björk Gunnarsdóttir er á meðal tuttugu bestu fótboltakvenna heims að mati hins virta fótboltatímarits FourFourTwo. ."} {"year":"2021","id":"342","intro":"Bólusetja á um 400 framlínustarfsmenn á einni klukkustund í Laugardalshöll í dag. Það tæki margfalt lengri tíma á Suðurlandsbraut. Heilbrigðisráðherra segir að Pfizer-viðræðurnar hafi verið óformlegar, milli vísindamanna, og hún hafi stillt væntingum í hóf.","main":"Bólusetningarmiðstöð verður tekin í notkun í nýju Laugardalshöllinni í dag. Þar fær fólk sprautu og færir sig svo yfir á biðsvæði til að jafna sig í um korter. Á Suðurlandsbraut var ekkert biðsvæði, sem tafði fyrir. Þar var hægt að taka á móti um 100 til 200 manns á klukkutíma.\nRagnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, vonast til að geta tekið á móti mun fleirum í Laugardalshölli. Í dag fá sjúkraflutningamenn og lögreglumenn seinni sprautu Moderna.\nvið ætlum að prófa þarna 400 á einum klukkutíma. Þetta er betra upp á allt skipulag hjá okkur, að geta gert þetta svolítið hratt. við erum líka að fá stærri skammta núna og fleiri tegundir af bóluefnum.\nSóttvarnalæknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sögðu eftir fund með bóluefnisframleiðandanum Pfizer í gær að ólíklegt væri að samningar næðust um bóluefnisrannsókn hér á landi. Smit í samfélaginu væru of fá og ólíklegt að slík rannsókn myndi bera árangru.\nSvandís Svavarsdóttri heilbrigðisráðherra sagði á Morgunvaktinni á Rás 1 að hún hefði verið viðbúin því að það gæti brugðið til beggja vona í Pfizer-viðræðunum.\nStaðreyndin var sú að þetta var aldrei komið lengra heldur en að vera óformlegar samræður milli vísindafólks í raun og veru og var hugsað fyrst og fremst sem akademískt rannsóknarverkefni og það voru aldrei komnir neinir pappírar inn í málið. Þannig að spennan í umræðunni var orðin mjög mikil í gær og í fyrradag og í nokkra daga. Þannig að ég var nú ekki alveg eins hátt uppi eins og flestir í gær\nBjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að niðurstaðan hafi verið vonbrigði, samningur hefði óneitanlega verið góður fyrir eindurreisn greinarinnar.\nÞetta er búið að vera rússibanareið og erfið tímabil fyrir þá sem starfa í þessari grein. við erum farin að horfa til þess að þurfi að framlengja ýmsar aðgerðir sem stjórnvöld hafa komið á, t.d. frest um greiðsluskjólsúrræði, sömuleiðis hlutabótaleiðin sem þyrfti að framlengja ef þetta dregst á langinn.","summary":"400 lögreglumenn og sjúkraflutningamenn verða bólusettir í nýrri bólusetningarmiðstöð í Laugardalshöll í dag. Heilbrigðisráðherra segir að Pfizer-viðræðurnar hafi verið óformlegar."} {"year":"2021","id":"343","intro":"Þúsundir virtu að vettugi útgöngu- og mótmælabann herforingjastjórnarinnar í Mjanmar í morgun, og fóru um götur borga og bæja til að mótmæla valdaráni hersins í síðustu viku. Táragasi og háþrýstidælum var sums staðar beitt til að dreifa mannfjöldanum, en haft er eftir sjónarvottum að gúmmíkúlum hafi verið skotið að mótmælendum í höfuðborginni Naypyidaw.","main":"Þetta er fjórða daginn í röð sem andstæðingar herforingjastjórnarinnar og stuðningsmenn Aung San Suu Kyi, sem steypt var af stóli, efna til mótmæla í landinu. Mótmælendur segjast ekki taka mark á yfirlýsingum Min Aung Hlaing, leiðtoga herforingjastjórnarinnar, sem ávarpaði landsmenn í fyrsta skipti eftir valdaránið í gærkvöld. Þar sagði hann að herinn hefði tekið í taumana vegna umfangsmikilla svika í kosningunum í nóvember, þar sem Þjóðfylkingin, flokkur Suu Kyi, sigraði með yfirburðum. Fjöldi ríkja hefur fordæmt valdaránið í Mjanmar, en stjórnvöld á Nýja Sjálandi urðu fyrst til að grípa til aðgerða.\nJacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, sagði að slitið yrði öllum samskiptum við stjórnina og herinn í Myanmar. Einnig stæði til að banna leiðtogum herforingjastjórnarinnar að ferðast til Nýja Sjálands.\nÞá sagði Ardern að Nýja Sjáland og fleiri ríki ætluðu að fara fram á fund í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um valdaránið í Mjanmar og mannréttindi í landinu.","summary":null} {"year":"2021","id":"343","intro":"Óvenjulítil úrkoma hefur verið á suð-vesturhorni landsins í langan tíma. Einungis tveir alhvítir dagar hafa verið síðustu tvo mánuði. Kristín Björg Ólafsdóttir, er sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofu Íslands.","main":"að meðaltali eru alhvítir dagar í Reykjavík svona um 45 og þá eru það fjöldi alhvítra daga frá desember til mars. Þeir eru núna 2 komnir hjá okkur en það er heilmikið eftir af vetrinum það er alveg febrúar og mars eftir þannig að við skulum ekki hrósa happi of snemma Er einhver skýring til á þessu? Þetta bara hittist svona á núna. Það er búið að vera lengi sama veðrið og þá hrökkvum við upp og segjum þetta er nú eitthvað ovenjulegt. Já já auðvitað er það óvenjulegt\nÞað var hérna mjög snjóléttur vetur 1976 til 77 þá voru bara fimm alhvítir dagar og 2012 til 2013 var líka snjóléttur vetur hérna á suðvsturhorninu. Þannig að þetta er það sem af er vetri einn snjóléttasti vetur síðan? Já síðan - það nátturlega er ekki hægt að segja því hann er ekki búinn. Ef við fáum engan alhvítan dag þá verður hann snjóléttasti vetur síðan mælingar hófust en það er mjög ólíklegt að við fáum ekki snjó áður en vetrinum líkur því það eru næstumþví tveir mánuðir eftir af vetrinum.\nGetur þetta þá snúist við orðið snjóþyngsti því mér skilst að þetta sé eitthvað að breytast núna. Já já auðvitað getur komið alveg fullt af snjó það sem eftir er en það er að koma sunnan áttir og lægðagangur um helgina þannig við skulum sjá hvort það verði ekki bara rigning til að byrja með. þannig að þú sérð ekki snjó í kortunum Nei ekki ennþá","summary":null} {"year":"2021","id":"343","intro":"Ísafjarðarbær hefur ákveðið að selja 29 þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Með því ætlar bærinn að reyna að lækka skuldir og ráðast í framkvæmdir.","main":"Íbúðirnar á Hlíf á Ísafirði eru þjónustuíbúðir en þeim sem þar búa var gert viðvart um ákvörðunina með bréfi þar sem segir að leitast verði eftir að söluferlið hafi sem minnst áhrif á þá. Birgir Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir að ekki sé verið að selja ofan af fólki.\nEr þetta hugsað þannig að semja um söluna við einhvern einn aðila sem væri tilbúinn til að kaupa íbúðirnar og þá með hagsmuni íbúanna í hugsa. Tryggja þeim áframhaldandi búsetu og svipuð leigukjör og eru í boði í dag.\nÞetta sé skref í að minnka skuldir sveitarfélagsins en enn eigi þó eftir að koma í ljós hve mikið fjármagn losni við söluna. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins hefur versnað mikið í faraldrinum.\nÞegar eru um hundrað leiguíbúðir í eigu Ísafjarðarbæjar til sölu og bætast þessar tæplega þrjátíu íbúðir þar við. Sala almennra leiguíbúða á að meðal annars fjármagna nýtt fjölnota knattspyrnuhús á Ísafirði sem á að kosta tæplega hálfan milljarð.\nÞú talar um að þetta sé gert til að bæta skuldastöðu sveitarfélagsins en er þá skynsamlegt að vera að fara að reisa þetta knattspyrnuhús?\nÞað er skynsamlegt með tilliti til þess að við viljum geta boðið íbúunum okkar upp á góð búsetuskilyrði, það er að segja að það sé gott að búa í samfélaginu okkar.\nEn það hlýtur að vera skiljanlegt að þetta tvennt saman, það lítur út fyrir að skjóta skökku við.\nNei, ég sé þetta alls ekki skjóta skökku við.\nSala á þjónustuíbúðunum bjóði þá upp á önnur tækifæri.\nTalandi um söluna á íbúðunum á Hlíf að þá með því að minnka skuldir bæjarins sem nemur söluandvirði eignanna þá opnast tækifæri til þess að taka þátt í uppbyggingu á íbúðum fyrir aldraða að öðru leyti.\nÞó sé uppbygging nýrra íbúða fyrir aldraða ekki komin á dagskrá, heldur verði slíkir kostir skoðaðir í framhaldi af sölu þjónustuíbúðanna.","summary":null} {"year":"2021","id":"343","intro":"HM í alpagreinum hófst í dag á Cortina á Ítalíu. Mótið hefst með keppni í risasvigi kvenna. Sýnt verður frá mótinu næstu daga á rásum RÚV.","main":"HM í alpagreinum hófst í hádeginu með keppni í risasvigi kvenna og stendur það nú yfir og er í beinni útsendingu á RÚV tvö. Sýnt verður frá hinum ýmsu greinum á mótinu næstu daga og hægt er að nálgast upplýsingar um þær útsendingar sem eru fram undan á íþróttavef RÚV.\nÓvíst er hvort íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fari á æfingamót í Frakklandi síðar í febrúar eins og áætlað var. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari liðsins, átti að tilkynna hóp fyrir mótið í dag en því hefur nú verið frestað. Noregur hefur dregið sig úr keppni vegna strangra sóttvarnareglna þar í landi og því alls óvíst hvort mótið fari fram yfir höfuð, en þar áttu að taka þátt ásamt Noregi og Íslandi, Frakkland og Sviss.\nBjörgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, yfirgefur Hauka eftir leiktíðina. Hann ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum þar sem hann vill verja meiri tíma með fjölskyldunni, og vill því vera í fullu starfi tengdu handboltanum en hann er í hálfu starfi hjá Haukum eins og er.\nBayern Munchen vann 2-0 sigur á Al Alhly í undanúrslitum HM félagsliða í gærkvöld. Robert Lewandowski gerði bæði mörk þýska liðsins. Bayern Munchen mætir því Tigres frá Mexíkó í úrslitaleiknum á fimmtudag en leikurinn verður sýndur beint á RÚV 2 klukkan sex.\nLewis Hamilton, margfaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1, hefur framlengt samning sinn við Mercedes um eitt ár. Hamilton, sem er orðinn sigursælasti ökumaður sögunnar í Formúlunni, getur bætt met Michaels Schumachers yfir flesta heimsmeistaratitla ökumanna á næsta tímabili þegar Hamilton gerir atlögu að sínum áttunda heimsmeistaratitli, en hann jafnaði met Schumachers á síðasta tímabili.","summary":"HM í alpagreinum hófst í dag á Cortina á Ítalíu. Mótið hefst með keppni í risasvigi kvenna."} {"year":"2021","id":"343","intro":"Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um tæpt prósent í gær, 444 fjárfestu í bréfum í félaginu. Sama dag var tilkynnt um að félagið hefði tapað 51 milljarði í fyrra. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að viðskiptin tengist hugsanlegum samningi við Pfizer um fjöldabólusetningu í rannsóknarskyni.","main":"Icelandair Group tapaði fimmtíu og einum milljarði króna á síðasta ári .Ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt í gær. Farþegafjöldinn hrundi og sætaframboð sömuleiðis. Óvissan er mikil. Í tilkynningu sem félagið sendi Kauphöll Íslands segir að þróun faraldursins og dreifing bóluefna á næstu mánuðum muni skipta sköpum varðandi framhaldið. Félagið geri ráð fyrir því að flug aukist á vormánuðum, þá verða Boeing 7373 Max vélarnar líka teknar aftur í notkun.\nGengi hlutabréfa í Icelandair Group hefur tvöfaldast frá í nóvember. Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um 0.82% í gær, 444 fjárfestu í bréfum fyrir samtals 544 milljónir króna. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka tengir þetta almennri þróun en líka spenningi fyrir hugsanlegum rannsóknarsamningi við Pfizer.\nÞað hefu ralmennt veirð heldur meðbyr með flugfélögum í Evrópu, sérstaklega þeim sem eru á styttri leiðum eins og Iceandair er að hluta. Líklega er nú helsta skýringin viðbrögð við orðrómi um að það kunni að vera yfirvofandi fréttir af mögulegri rannsókn Pfizer á hjarðónæmi hér sem gæti haft jákvæð áhrif á flugsamgöngur til og frá landinu .\nHann segir að margir hafi keypt í Icelandair í gær, en upphæðirnar frekar lágar. Verðhreyfingin hafi ekki verið mikil, þrátt fyrir mikla veltu og ekki mikil lækkun í dag.\nMarkaðurinn er nú svona yfirvegaður þrátt fyrir lífleg viðskipti með félagið","summary":"Hlutabréf Icelandair Group hækkuðu í gær, sama dag og tilkynnt var um tugmilljarða tap félagsins á síðasta ári. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir spennu ríkja á markaði vegna hugsanlegs rannsóknarsamnings við Pfizer. "} {"year":"2021","id":"343","intro":"Ein helsta bygging Tækniminjasafns Austurlands skemmdist meira í aurskiðunni í desember en talið var. Tæma þarf húsið sem er ótraust. Enn finnast merkir safngripir í skriðunni og er mikið verk fyrir höndum að hreinsa muni. Safnið hefur ráðist í hópfjármögnun á netinu.","main":"Rekstrargrundvöllur safnisins áður en þessi ósköp dundu yfir hann var ekki tryggur þannig að í raun bara til að geta haldið þessu starfi áfram og horft fram á við þá þurfum við meira fjármagn.\nSegir Elfa Hlín Sigrúnar Pétursdóttir, ráðgjafi hjá Tækniminjasafninu. Markmiðið er að safna um 10 milljónum króna fyrir 15. mars í gegum Karolina fund. Enn er unnið að því að bjarga gripum úr rústunum og þeir sem hafa verið grafnir úr jörðu bíða í fiskikörum í mjölskemmu Síldarvinnslunnar. Hreinsun er unnin í samráði við Þjóðminjasafnið og á tvegga vikna fresti kemur hópur safnafólks austur til aðstoðar við að flokka, meta og hreinsa gripi.\nOg þeir eru í mjög misjöfnu ástandi. Sumir eru ótrúlega heilir á meðan aðrir eru gjörónýtir. Það þarf þá að taka ákvörðun um hvað er það heillegt að það sé þess virði að geyma það og þá er heilmikil forvarsla framundan. Nú er til dæmis mikið af skjölum og ljósmyndum sem við erum að bjarga og fyrsta skrefið er í rauninni að setja það í frost. Svo getum við farið í gegnum það hægt og rólega. Þetta er alveg gífurlega mikil vinna framundan.\nÍ gær fundust húsamyndir Dieters Roth illa leiknar eftir skriðuna. Hús safnsins standa á hættusvæði og þarf að tæma þau öll, Gömu símstöðina, Angró og stálgrindarskemmu. Skriðan féll á innsta hluta vélsmiðu Jóhanns Hanssonar og var talið að aðrir hlutar hússins væru í lagi. Annað hefur komið á daginn.\nEn svo þegar var farið að grafa frá þá kemur í ljós að burðarvirki hússins er mjög laskað og það er núna enn eitt forgangsmálið á okkar lista að það þarf að tæma það af safngripum því það er bara ekki öryggt það hús.\nEinn þeirra gripa sem stóð inni í þeim hluta hússins sem varð fyrir skriðunni var svokallaður þúfnabani eða Traktor International 1924.\nOg hann er allur beiglaður og krabúleraður og fullur af mold og við höfum í hyggju að geyma hann svona sem minnismerki eða heimild um þessi ósköp.","summary":null} {"year":"2021","id":"344","intro":"Tveir sænskir kvikmyndagerðarmenn voru í morgun sýknaðir af ákærum um að hafa rofið friðhelgi með því að taka myndir af flaki ferjunnar Estonia sem sökk á Eystrasalti fyrir rúmum aldarfjórðungi.","main":"Alls fórust 852 þegar ferja sökk í september 1994 á leiðinni frá Tallin í Eistlandi til Stokkhólms. Einungis 137 komust lífs af, en skipið sökk í vonskuveðri á innan við klukkustund. Árið 1995 þegar stjórnir Svíþjóðar, Eistlands og Finnlands gáfu upp á bátinn að ná flakinu upp voru í ríkjunum samþykkt lög um að óheimilt væri að eiga nokkuð við flakið og svæðið í kring. Kvikmyndagerðarmennirnir áttu yfir höfði sér sekt eða allt að tveggja ára fangelsi fyrir gjörning sinn, en dómstóll í Stokkhólmi komst að þeirri niðurstöðu að þótt þeir hefðu brotið fyrrnefnd lög, væri ekki hægt að draga þá til ábyrgðar þar sem þeir voru á skipi skráðu í Þýskalandi og á alþjóðlegu hafsvæði þegar þeir köfuðu niður að skipinu, en engin þýsk lög lúta að flaki ferjunnar. Þær upplýsingar sem kvikmyndagerðarmennirnir öfluðu í leiðangri sínum að flakinu leiddu til krafna um nýja rannsókn, en sérfræðingar sem þær skoðuðu töldu upphaflegar kenningar ekki standast. Undir lok síðasta árs boðuðu stjórnvöld í Svíþjóð breytingar á lögum um að heimila frekari rannsókn.","summary":null} {"year":"2021","id":"344","intro":"Lítil von er um að John Snorri Sigurjónsson finnist á lífi á fjallinu K2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eiginkonu hans. Allir fjallgöngumenn sem hafa verið í búðum á fjallinu sneru til síns heima í dag.","main":"Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á K2 (ká tveimur) í þrjá sólarhringa, segir í tilkynningunni að vitað sé að þegar myrkur skellur á í Pakistan um tvöleytið í dag að íslenskum tíma, sé lítil von um að John Snorri finnist á lífi. Aðstæður á fjallinu séu afar erfiðar og kuldinn mikill. Fjallgöngumennirnir Muhammad Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr voru með John Snorra í för og síðast sást til þeirra á föstudagsmorgun við svonefndan flöskuháls, rúma fjögur hundruð metra frá tindinum. Fjölskylda Johns Snorra biður um að fá andrými til að takast á við þessa þungbæru stöðu.\nSajid, sonur Alis, var í för með þremenningunum en þurfti frá að hverfa þegar súrefnisbúnaður hans bilaði. Hann er nú kominn til byggða. Sajid sendi einnig frá sér yfirlýsingu í gær. Þar sagðist hann telja að þremenningarnir hefðu náð tindinum. \u001eÉg held að þeir hljóti að hafa lent í slysi á leiðinni niður vegna þess að það fór að hvessa mjög um nóttina. Þeir hafa verið í 8000 metrum í tvo daga og í þessari hæð að vetri til, gefur mér enga von um að þeir séu á lífi, segir Sajid í yfirlýsingu sinni.\nSamkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur frá skipuleggjendum leiðangra á K2 (ká tvo) eru nú allir fjallgöngumenn sem voru í samfloti með Johns Snorra og félögum, en reyndu ekki að komast tindinn, á leið heim. Þeir höfðu dvalist í grunnbúðum og beðið frétta. Þeir einu sem nú eru eftir í grunnbúðum eru nokkrir sjerpar, heimamenn og svo sjerpinn Dawa sem hefur stýrt leitinni að John Snorra og félögum.","summary":"Litlar líkur eru taldar á að John Snorri Sigurjónsson finnist á lífi á fjallinu K2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá eiginkonu hans. Johns hefur verið saknað í þrjá sólarhringa."} {"year":"2021","id":"344","intro":"Óveðrið sem gekk yfir Austfirði í síðasta mánuði og sökkti fóðurpramma í Reyðarfirði særði eldislax bæði þar og í Fáskrúðsfirði. Fiskurinn nuddaðist bæði við kvíarnar og við fuglanet sem gáfu sig undan mikilli ísingu.","main":"Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, segir að viku eftir óveðrið hafi byrjað að bera á auknum laxadauða í Reyðarfirði. Sterkir straumar og stöðugur vindur í sólarhring hafi valdið því að fiskurinn fékk nuddsár. Hann hefur ekki tölur um hve mikið af fiski drapst en á öðru eldissvæðinu var laxinn kominn í sláturstærð og var slappasti fiskurinn tekinn til slátrunar. Laxadauðinn var tilkynntur til Matvælastofnunar og samkvæmt upplýsingum þaðan varð einnig seiðadauði á eldisvæði Laxa við Gripialda í Reyðarfirði þar sem pramminn sökk.\nÍ Fáskrúðsfirði jókst einnig laxadauði hjá Fiskeldi Austfjarða. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu voru það aðeins nokkur tonn sem ekki hafi teljandi áhrif á reksturinn. Ákveðið var að taka fisk úr einni kvínni til slátrunar.\nSamkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun hlóðst ísing á fuglanet yfir kvíunum svo þau brotnuðu niður og særðu fiskinn þegar hann leitaði upp á yfirborðið. Í Fáskrúðsfirði kemur til greina að gera tilraun með að fjarlægja fuglanetin yfir verstu vetrarmánuðina og fóðra laxinn frekar neðansjávar en fugl sækir í fóðrið sem blásið er yfir kvíarnar.\nAf fóðurprammanum sem sökk er það að frétta að hann liggur enn á hafsbotni í Reyðarfirði með 10 rúmmetra af dísilolíu. Áætlað er að dæla olíunni úr honum síðar í mánuðinum. Ekki verður reynt að hífa sjálfan prammann fyrr en í sumar.","summary":"Margir laxar drápust í Reyðarfirði og Fáskrúðsfirði eftir óveðrið sem gekk þar yfir í janúar. Ísing hlóðst á fuglanet sem brotnuðu niður í kvíar og særðu fiskinn. Tilraun verður gerð með að fjarlæga fuglanet og fóðra neðansjávar."} {"year":"2021","id":"344","intro":"Tampa Bay Buccaneers unnu Kansas City Chiefs örugglega í úrslitaleiknum um Ofurskálina í NFL-deildinni í nótt. Hinn 43 ára Tom Brady var valinn maður leiksins.","main":"Tampa Bay vann leikinn örugglega 31-9 eftir arfaslakan leik Kansas. Tom Brady tók hins vegar allar réttu ákvarðanirnar og átti stóran hlut í sigri Tampa Bay enda var hann valinn mikilvægasti leikmaður leiksins. Brady kom til liðsins í sumar eftir að hafa leikið með New England Patriots allan ferilinn. Þar var hann gífurlega sigursæll en ekki þóttu miklar líkur á að Tampa Bay væru líklegir til afreka í deildinni enda ekki komist í úrslit síðan 2003. Brady verður 44 ára á árinu og hefur nú leikið í NFL-deildinni í tuttugu ár en atvinnumenn endast að meðaltali í þrjú og hálft ár í íþróttinni. Nú hefur Brady unnið Ofurskálina sjö sinnum í heildina og fimm sinnum verið valinn maður leiksins. Þá tilkynnti hann í gær að hann hyggðist taka annað tímabil með Tampa Bay og því má enn búast við fleiri titlum.\nKeflavík vann öruggan sigur í gærkvöld á Tindastól 107-81 í Dominos deild-karla í körfubolta. Keflavík styrkti með því stöðu sína á toppi deildarinnar með 16 stig af 18 mögulegum. Þar á eftir koma Stjarnan og Þór Þorlákshöfn, bæði með 12 stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar. Í Olísdeild kvenna í handbolta vann Fram mikilvægan tíu marka sigur á HK 32-22. Með því jafnaði Fram Þór\/KA í toppsætinu að stigum en bæði eru með 12 stig eftir átta leiki.\nÍ ensku úrvalsdeildinni var stórleikur í gærkvöld þegar topplið Manchester City heimsótti Liverpool á Anfield. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik og staðan var 1-1 eftir rúmlega klukkustundarleik. Alisson markvörður Liverpool gerði þá tvenn afdrifarík mistök í röð og City refsaði með tveimur mörkum. Phil Foden innsiglaði svo öruggan 4-1 sigur City sem er nú með 50 stig á toppi deildarinnar, með leik til góða á Manchester United sem er í öðru sætinu með 45 stig.","summary":"Tampa Bay Buccaneers (Tampa Bei Bökkanírs) burstuðu Kansas City Chiefs í úrslitaleiknum um Ofurskálina vestn hafs. Tom Brady, 43 ára leikstjórnandi Tampa, vann með því titilinn í sjöunda sinn."} {"year":"2021","id":"344","intro":"Víða í Mjanmar voru mótmæli í morgun gegn herforingjastjórninni sem rændi völdum í landinu fyrir viku. Mótmælin voru hin fjölmennustu til þessa og hvöttu mótmælendur til allsherjarverkfalls til að þrýsta á herforingjastjórnina til að láta af völdum.","main":"Í höfuðborginni Naypyidaw (Nebbji-daa) fór fjöldi fólks um götur og krafðist þess að herforingjastjórnin færi frá völdum. Einnig voru fjölmenn mótmæli í Yangon, stærstu borg landsins, og næst stærstu borginni Mandalay. Fólk úr ýmsum starfsstéttum tók þátt í mótmælunum og í morgun bættust í hópinn munkar og nunnur. Margir mótmælenda báru myndir af Aung San Suu Kyi, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, sem herinn steypti af stóli, en hún er talin vera í stofufangelsi í Naypyidaw. Lögregla beitti háþrýstidælum til að dreifa mannfjöldanum, sem talin var vísbending um að herforingjastjórnin sé reiðubúin til að beita hörku til að kveða niður andóf. Enda sendi stjórnin síðar út viðvörun um að tekið yrði hart á þeim mótmælendum sem gerðust brotlegir við lög, ógnuðu stöðugleika í landinu eða ynnu skemmdarverk. Frans páfi lýsti í gær yfir samstöðu með almenniningi í Mjanmar og í morgun hvatti hann til þess að Suu Kyi yrði leyst úr haldi.","summary":"Mótmæli gegn herforingjastjórninni í Mjanmar færast í aukana og voru mótmælin í morgun hin fjölmennustu síðan herinn rændi völdum í landinu fyrir viku."} {"year":"2021","id":"344","intro":"Sóttvarnalæknir segir að ekki liggi ljóst fyrir hvort verður af rannsóknaverkefni með Pfizer um bólusetningu landsmanna. Engin samningsdrög hafi enn borist frá lyfjafyrirtækinu.","main":"Fyrirhugað samstarfsverkefni Íslands og Pfizer var fyrirferðarmikið í umræðunni á upplýsingafundi Almannavarna í morgun. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að margar flökkusögur væru í gangi.\nHið sanna í þessu er að við höfum enn ekki fengið samningsdrög frá Pfizer og meðan svo er þá liggur ekki fyrir hvort af þessu verkefni verður og því síður hversu marga skammta af bóluefnum við fáum eða hvenær það kemur.\nRéttar upplýsingar yrðu veittar strax eða mjög fljótt eftir að þær liggi fyrir. Hann sagði að þar til samningsdrögin bærust væri lítið hægt að segja.\nJón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn og sviðsstjóri landamærasviðs hjá Ríkislögreglustjóra, fór yfir stöðuna á landamærunum. Hann sagði reglur um tvöfalda skimun hafa skilað frábærum árangri. Hann sagði að almennt væri gengið væri út frá því að fólki væri treystandi. Þó væri reynslan sú að sumir færu ekki að reglum, fara ekki í sóttkví. Þá hefðu margir verið sóttir á flugvöllinn\nSamkvæmt upplýsingum frá flugstöðvardeild Lögreglustjórans voru þetta um helgina 90 tilvik þar sem einstaklingar komu til að sækja og hlýttu ekki þessum reglum. Þetta er ansi há tala.\nFrá áramótum hafa 292 greinst með virkt smit á landamærunum. Það er eitt og hálft prósent þeirra sem komið hafa hingað til lands á því tímabili.","summary":null} {"year":"2021","id":"344","intro":"Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kvaðst saklaus af öllum ákærum, þegar hann kom fyrir rétt í Jerúsalem í morgun, sakaður um spillingu. Andstæðingar forsætisráðherrans efndu til mótmæla við dómshúsið í Jerúslem í morgun.","main":"Netanyahu, sem er fyrstur forsætisráðherra Ísraels sem ákærður er á meðan hann gegnir embætti, var gert að gera munnlega grein fyrir máli sínu í morgun og tók það einungis tuttugu mínútur. Hann endurtók fyrri yfirlýsingar, sem hann hafði skrifað og afhent yfirvöldum um sakleysi sitt. Ásakanirnar á hendur forsætisráðherra skiptast í þrjú aðskilin mál, en honum er meðal annars gefið að sök að hafa tekið við óviðeigandi gjöfum og að hafa freistað þess að kaupa sér jákvæða fjölmiðlaumfjöllun með fyrirheitum um óeðlilega fyrirgreiðslu. Búast er því að Netanyahu verði ítrekað kallaður fyrir réttinn á meðan málflutningur stendur yfir, sem kemur sér illa fyrir hann í miðri kosningabaráttu, en einungis sex vikur eru til þingkosninga í Ísrael, þeirra fjórðu á innan við tveimur árum. Hann hefur gagnrýnt tímasetningu réttarhaldanna segir hana fela í sér bein afskipti af kosningunum sem fram fara 23. mars. Flokkur Netanyahus, Likud-flokkurinn, er með mest fylgi samkvæmt könnunum, en óvíst er hvort honum takist að mynda nýja ríkisstjórn að kosningum loknum. Netanyahu þarf auk þess að glíma við Gideon Saar, fyrrverandi innanríkis- og menntamálaráðherra, sem sagði sig nýlega úr Likud og stofnaði nýjan flokk, sem hann kallar Nýja von.","summary":"Forsætisráðherra Ísraels kvaðst saklaus þegar hann kom fyrir rétt í morgun sakaður um spillingu. Talið er að réttarhöldin yfir honum geti haft áhrif á niðurstöður kosninganna sem fram fara í Ísrael í næsta mánuði."} {"year":"2021","id":"344","intro":"Hafin er undirbúningur að orkuskiptum í Bolungarvíkurhöfn. Byrja þarf á að breyta skipulagi og byggja innviði áður en af þeim verður.","main":"Undirbúningur orkuskipta í Bolungarvíkurhöfn er hafin. Færa á starfsemi hafnarinnar frá jarðefnaeldsneyti til endurnýjanlegra orkugjafa eins og rafmagns og metans. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að byrja þurfi á að laga innviðina að þessari framtíð.\nHvað þarf af lóðum, hvað þarf af tengingum. Hverju þurfum við að breyta í skipulaginu, hvernig við þurfum að aðlaga skipulagið okkar og svo deiluskipulagið á höfninni. Í framhaldi af því erum við tilbúin í samstarf við þá aðila sem ætla sér að leiða þessar breytingar.\nSkipulagsbreytingar geta tekið tímann sinn og því segir Jón Páll að ekki sé eftir neinu að bíða. Í ferlinu hyggst Sveitarfélagið nýta sér Bláma, sem er orkuskiptaverkefni á vegum Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og Vestfjarðastofu. Mikil og fjölbreytt starfsemi er í höfninni sem kallar á fjölbreyttar lausnir.\nHérna koma í kringum tuttugu þúsund tonn af bolfiski á land á hverju ári og það er mjög mismunandi útgerðarform. Það eru strandveiðibátar, það eru línubátar í litla kerfinu. Snurvoðarbátar og togarar og svo framvegis. Við sjáum fyrir okkur að landslagið í hvernig orku menn nýta í útgerð muni breytast og við viljum vera undirbúin.","summary":null} {"year":"2021","id":"345","intro":"27.000 manns hafa skrifað undir áskorun til íslenskra stjórnvalda að veita rúmlega tvítugum Nígeríumanni vernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum á Íslandi. Kærunefnd útlendingamála hefur hafnað hælisumsókn hans. Lögmaður mannsins segir að stjórnvöld meti ástandið í Nígeríu ranglega.","main":"Uhunoma Osayomore (Úhnóma Ósæómore) er 21 árs frá Nígeríu. Hann flúði heimaríki sitt sautján ára gamall vegna ofbeldis og ofsókna föður síns. Þegar hann var 16 ára varð hann vitni að því þegar faðir hans myrti móður hans. Hann óttast að faðir hans veiti honum sömu örlög og móður sinni ef hann snýr aftur til heimalandsins. Magnús Davíð Norðdal, lögmaður hans segir stjórnvöld meta ástandið í Nígeríu ranglega.\nHann er fórnarlamb mansals og kynferðislegs ofbeldis, þá glímir hann einnig við alvarleg andleg veikindi. Stjórnvöld hafa ekki borið brigður á frásögn hans, það er ekki verið að efast um það sem hann segir, að það sé ósatt eða logið. Stjórnvöld telja hins vegar, ranglega að okkar dómi að ástandið í Nígeríu sé með þeim hætti að hann sé öruggur þar, bæði verandi fórnarlamb kynferðislegs ofbeldis og andlega veikur aðili. Við teljum þetta mat stórnvalda vera óforsvaranlegt og rangt.\nHann segir að í Nígeríu séu starfandi um 300 geðlæknar sem nái engann veginn að sinna þeim rúmlega 200 milljónum sem búa þar í landi. Það sé eins og að hér á landi væri einn geðlæknir í hálfu starfi til að sinna þeirri þjónustu. Þá sé lögreglan í landinu gjörspillt.\nÞú þarft helst að eiga einhverja peninga til að geta fengið aðstoð hjá henni. Þá er þessi hópur, verandi fórnarlamb mansals, kynferðislegs ofbeldis og andlega veikur, þetta er hópur sem á undir hgg að sækja og það gætir sinnuleysiss í hans garðs af hálfu lögreglu þar í landi. Óttast hann að snúa aftur til Nígeríu? jáá hann óttast að snúa aftur til Nígeríu. Hann var seldur mansali frá Nígeríu áfram til Lýbíu þar sem hann kom til Ítalíu og áfram til Íslands, svo hann óttast að lenda í höndunum á aðilum sem gætu selt hann, hann óttast stjórnvöld, hann óttast lögreglu, hann óttast að fá ekki aðstoð við sínum andlegu veikindum. Hann lýtur á það sem endalok, komi til þess að honum verði brottvísað.","summary":"Tæplega 27. þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að veita Nígeríumanni vernd eða dvalarleyfi hér á landi. Lögmaður hans segir stjórnvöld ofmeta öryggi hans í heimalandinu"} {"year":"2021","id":"345","intro":"Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir að tilfærsla bólusetninga í Laugardalshöll sé ekki vegna þess að Pfizer samningurinn sé í höfn, húsnæðið sé einfaldlega rýmra og með betra aðgengi.","main":"Eins og greint var frá í kvöldfréttum RÚV í gær voru starfsmenn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og slökkviliðsins að undirbúa aðstöðu til bólusetninga í Laugardalshöll í gær. Óskar Reykdalsson forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur sagt að komi til þess að margir verði bólusettir hér á landi í einu verði kosningastaðir og íþróttamannvirki notuð til að auka umsvif. Búist er við því að svör berist í vikunni um það hvort verður af samningi við Pfizer um að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar í febrúar. Víðir Reynisson segir að aðstaðan í Laugardalshöll sé fyrst og fremst til að fjölga bílastæðum og bæta aðgengi. Stækkunin sé ekki til marks um að von sé á stórum skammti af bóluefni.\nÞað er bara í samræmi við það plan sem heilsugæslan var búin að vinna, en menn ætluðu ekki að virkja nema kæmi til messabólusetningar en reynslan sýnir að við þurfum meira pláss og betra aðgengi og þetta er það sem menn vilja skoða betur. Þessi tímapunktur vekur athygli, það er búinn að vera orðrómur um að það sé von á stórum skammti af bóluefni frá Pfixer og á sama tíam er þetta í undirbúningi, er eh samhengi þarna á milli? Nei í sjálfu sér ekki, við ætlum að bólusetja yfir 30 þúsund manns fyrir 1. mars og það gerist ekkert bara þó að það sé verið að bólusetja um allt land, þá eru massabólusetningarnar á höfuðborgarsvæðinu, þá gerist það ekkert á suðurlandsbrautinni þar sem aðgengið er eins og það er. það hefur ekkert með það að segja hvort að það séu að koma meira efni eða eitthvað slíkt.","summary":"Aðstaða til fjöldabólusetninga í Laugardalshöll er ekki til marks um að Pfizer samningurinn sé í höfn. Þetta segir Víðir Reynisson. Henni sé fyrst og fremst ætlað auka afkastagetu ef bóluefni berst á sama tíma frá öllum framleiðendum. "} {"year":"2021","id":"345","intro":"Um hundrað og fimmtíu manns eru saknað eftir að jökulbrot úr Himalayafjöllum orsakaði stórt flóð í á á Norður-Indlandi. Stífla í byggingu brast í flóðinu. Minnst þrír eru látnir.","main":"Óttast er um afdrif um hundrað og fimmtíu manna eftir að flóð sópaði burt stíflu í byggingu í Uttarakhand (Útrakan) héraði á Norður-Indlandi. Verið er að rýma fjölda þorpa í nágrenni árinnar.\nFlóðið fór af stað eftir að stórt stykki úr jökli í Himalajafjöllunum brotnaði og lenti í á. Það koma af stað mjög stóru flóði, ekki aðeins af vatni heldur ryki, grjóti og leðju. Flóðið braut stíflu sem hefur verið í byggingu og sópaði síðan burt brúm og vegum. Vitni segja að þetta hafi gerst hratt og enginn tími hafi gefist til að vara fólk við.\nÞrír hafa fundist látnir af völdum flóðanna en um hundrað og fimmtíu manns er saknað. Þeir voru að vinna við stífluna þegar hún brast. Sextán til sautján manns lokuðust inni í stíflunni. Indverskir fjölmiðlar greina frá því að fjöldi húsa sem stóðu á bakka árinnar hafi eyðilagst. Yfirvöld hafa fyrirskipað að þorp í nágrenni stíflunnar verði rýmd. Þá hefur rennsli í nærliggjandi ám verið stöðvað og tvær aðrar stíflur tæmdar til að koma í veg fyrir að það flæði yfir stíflugarðinn, en vatnsborðið í þeim hafði hækkað fyrst eftir að flóðið fór af stað.\nBjörgunarsveitir eru þegar komnar á staðinn og þá eru þrjár flugvélar frá indverska flughernum nálægar og tilbúnar til að taka þátt í aðgerðum.\nRam Nath Kovind forseti Indlands hefur lýst yfir áhyggjum af stöðu mála og segist biðja fyrir velferð og öryggi fólksins. Þá hefur ríkisstjórn Indlands sagt að yfirvöld vinni að því að veita allan mögulegan stuðning til þeirra sem verða fyrir tjóni af völdum hamfaranna.\nStór flóð hafa áður átt sér stað á þessu svæði. Í júní 2013 létust hátt sex þúsund manns í flóðum af völdum mikilla rigninga.","summary":"Um hundrað og fimmtíu manns eru saknað eftir að jökulbrot úr Himalayafjöllum olli miklu flóði á Norður-Indlandi. Stífla í byggingu brast í flóðinu. Minnst þrír eru látnir."} {"year":"2021","id":"345","intro":"Það var hádramatík í uppbótartíma þegar Manchester United og Everton leiddu saman hesta sína í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Jöfnunarmark leit dagsins ljós eftir fimm mínútna uppbótartíma.","main":"Manchester United byrjaði mun betur og komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Edinson Cavani og Bruno Fernandes. Í seinni hálfleik svaraði Everton og mörk frá Abdoulaye Doucoure og James Rodriguez á þriggja mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks breyttu stöðunni í 2-2. Aftur komst Manchester yfir þegar 20 mínútur lifðu leiks þegar Scott McTominay skoraði. Það stefndi í sigur Manchestermanna þegar komið var fram í lok uppbótartímans. Eftir fimm mínútna uppbótartíma jafnaði Dominic Calvert-Lewin hins vegar metin að nýju fyrir Everton og 3-3 fór. Gylfi Þór Sigurðssno var ekki í byrjunarliði Everton en kom inná á 69. mínútu. Manchester United mistókst því að jafna við granna sína í Manchester City á toppi deildarinnar. City mætir Liverpool í dag og getur með sigri náð fimm stiga forskoti á United í efsta sæti og átt leik til góða.\nEinn leikur var í úrvalsdeild kvenna í handbolta í gærkvöldi. Stjarnan vann sjö marka sigur á FH í Kaplakrika, 29-22, og jafnaði við Fram í þriðja til fjórða sæti. FH er áfram í neðsta sæti deildarinnar, án stiga eftir átta leiki. HK og Fram mætast síðar í dag í lokaleik áttundu umferðar og getur Fram náð KA\/Þór á toppi deildarinnar með sigri.\nKvennalandslið Íslands tapaði í gær lokaleik sínum í undankeppni EM gegn Slóveníu, 96-59. Ísland tapaði öllum leikjum sínum í undankeppninni en Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, er engu að síður bjartsýnn á framtíð liðsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"345","intro":"Umfang rannsóknar á vistheimilinu Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum gæti orðið gríðarlega mikið. Þetta segir í greinargerð forsætisráðuneytisins sem afhent var velferðarnefnd Alþingis í vikunni.","main":"Forsætisráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess, hvort skipa skuli rannsóknarnefnd á vegum Alþingis eða stjórnsýslunefnd á vegum forsætisráðuneytis, til þess að rannsaka aðbúnað í Arnarholti og á öðrum sambærilegum vistheimilum. Þetta kemur fram í greinargerð forsætisráðuneytisins. Þar segir að umfang rannsóknarinnar geti orðið gríðarlegt.\nStarfsfólk á vistheimilinu Arnarholti lýsti ómannúðlegri meðferð á heimilisfólki í ítarlegum vitnaleiðslum fyrir tæpri hálfri öld. Greint var frá því sem fram kom í vitnaleiðslunum í fréttum í nóvember. Í kjölfar þeirrar umfjöllunar samþykkti borgarstjórn tillögu um að ráðast í heildstæða athugun á starfsemi Arnarholts. Þá óskaði velferðarnefnd Alþingis eftir greinargerð frá forsætisráðuneytinu, þar sem farið yrði yfir hvernig hliðstæðar rannsóknir hafi farið fram, hvaða leiðir séu heppilegastar og hvert umfang rannsóknar kunni að verða.\nForsætisráðuneytið skilaði velferðarnefnd greinargerðinni í vikunni. Þar segir meðal annars að fyrirliggjandi heimildir til rannsóknar og upplýsingaöflunar, séu mjög ítarlegar í lögum um rannsóknarnefndir. Forsætisráðuneytið telji ljóst að heimildir laganna séu fullnægjandi til að afla þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar séu til að möguleg rannsókn leiði fram staðreyndir málsins. Hvort sem skipuð verði stjórnsýslunefnd á vegum forsætisráðuneytisins eða rannsóknarnefnd á vegum Alþingis, þurfi að skipa nefnd sérfræðinga, auk þess að ráða hæft starfsfólk til verkefnisins.\nÞá segir að ljóst sé að umfang rannsóknar af því tagi sem hér er fjallað um, gæti orðið gríðarlega mikið. Því sé nauðsynlegt að afmarka vel í upphafi markmið með rannsókninni, meðal annars til hvaða stofnana hún nái, til hve margra ára aftur í tímann skuli fara og hvaða þáttum í starfseminni sé rétt að beina athyglinni að. Því er í greinargerðinni dreginn fram sá valkostur að í stað þess að ráðist sé í eiginlega rannsókn á fyrsta stigi, verði byrjað á því að gera fræðilega úttekt á starfsemi slíkra stofnana. Að lokinni slíkri úttekt yrði tekin afstaða til þess hvort, á hvaða lagagrundvelli og hversu langt aftur í tímann rannsókn skuli gerð, og hvort skipa skuli rannsóknarnefnd á vegum Alþingis eða stjórnsýslunefnd á vegum forsætisráðuneytis. Ráðuneytið taki ekki afstöðu til þess hvaða leið skuli farin.","summary":"Umfang rannsóknar á vistheimilinu Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum gæti orðið gríðarlega mikið. Þetta segir í greinargerð forsætisráðuneytisins sem afhent var velferðarnefnd Alþingis í vikunni."} {"year":"2021","id":"346","intro":"Framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi segir að Sundabraut verði langþráð samgöngubót. Hún eigi eftir að auðvelda fólki að setjast að í landshlutanum.","main":"Sundabraut hefur verið baráttumál Vestlendinga um nokkurt skeið og eitt af aðaláherslum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi í samgöngumálum síðustu ár. Páll Brynjarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, fagnar skýrslunni sem kynnt var í vikunni og að nú virðist lending vera komin í málið. Með Sundabraut aukist umferðaröryggi og ferðalagið til Reykjavíkur styttist.\nÞað er svo margt fyrir okkur sem mælir með þessu. Auðvitað er það þannig að Reykjavík er miðstöð þjónustu og miðstöð stjórnsýslu og það er nauðsynlegt að eiga gott aðgengi að borginni. En þetta auðvitað líka stækkar atvinnusvæðið. Þannig við sjáum fram á að þetta geti haft mikil áhrif á byggðarþróun á Vesturlandi að fá Sundabraut, sem styttir vegalengdir og styttir tíma.\nNú þegar er mikil umferð af Vesturlandi til höfuðborgarsvæðisins, líklega hvað mest frá Akranesi og Borgarnesi þar sem töluverður fjöldi fólks býr þar en starfar eða stundar nám í Reykjavík. Páll kveðst ekki hafa áhyggjur af að þéttbýli á Vesturlandi muni umbreytast í að vera úthverfi höfuðborgarsvæðisins. Þau haldi sinni sérstöðu.\nÞetta hins vegar gefur okkur Vestlendingum töluvert mikil tækifæri varðandi það að nú verður auðveldara fyrir fólk að velja sér búsetu á Vesturlandi og ætla sér svo að sækja starf til höfuðborgarinnar. Því hér eru staðir sem bjóða upp á mjög góð búsetuskilyrði.\nÞað eigi ekki einungis við Borgarnes og Akranes heldur Vesturland allt.\nSvo náttúrulega ef við hugsum lengra, þá hefur Sundabraut heilmikla þýðingu fyrir Vestfirðinga, Norðlendinga og jafnvel Austfirðinga því að þetta styttir vegalengdir á milli þessara landsvæða og höfuðborgarinnar. Þannig að þetta er að nýtast svo mörgum og svo auðvitað Reykvíkingum sjálfum.","summary":"Íbúar Vesturlands taka Sundabraut fagnandi, segir framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Hún auki umferðaröryggi og stytti leiðina til höfuðborgarinnar. "} {"year":"2021","id":"346","intro":"Tilkynnt var um 5000 ofbeldismál gegn börnum á síðasta ári, og 8000 tilvik þar sem börn voru vanrækt af foreldrum sínum. Forstjóri Barnaverndarstofu segir ljóst að faraldurinn hafi haft veruleg áhrif á aðstæður barna.","main":"Tilkynningum um ofbeldi gegn börnum fjölgaði um tuttugu og fimm prósent á síðasta ári, miðað við árið þar á undan. Tilkynningum um vanrækslu fjölgaði um nítján prósent. Forstjóri Barnaverndarstofu segir að faraldurinn valdi því að margir foreldrar eigi erfiðara með að takast á við uppeldi barna sinna.\nAlls bárust meira en 13.000 tilkynningar um ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum á síðasta ári. Þar af snerust um 8000 tilkynningar um vanrækslu og 5000 um ofbeldi. Greint er frá því í Morgunblaðinu í dag að í nóvember einum hafi borist 138 tilkynningar um ofbeldi gegn börnum, sem er met. Heiða Björg Pálmadóttir forstjóri Barnaverndarstofu segir að þetta sé mikil fjölgun frá fyrra ári, meira en 25 prósent fleiri ofbeldismál en árið 2019, og 19 prósent fleiri vanrækslumál. Fjölgunin sé mun meiri milli ára en nokkru sinni fyrr.\nHeiða Björg segir ekki hægt að fullyrða að öll aukningin stafi af aðstæðum sem hafa skapast í faraldrinum, en augljóst sé að þær hafi haft veruleg áhrif á aðstæður barna.\nÞegar fólk er ekki í jafnvægi eins og","summary":"Tilkynnt var um 5000 ofbeldismál gegn börnum á síðasta ári, og 8000 tilvik þar sem foreldrar vanræktu börn sín. Tilkynningum til barnaverndarnefnda um ofbeldi fjölgaði um fjórðung milli ára. Forstjóri Barnaverndarstofu segir ljóst að faraldurinn hafi haft mikil áhrif á aðstæður barna."} {"year":"2021","id":"346","intro":"Ástralskur efnahagsráðgjafi Aung Sang Suu Kyi leiðtoga Mjanmar var handtekinn í mótmælum í landinu í morgun. Þetta er fyrsti erlendi ríkisborgarinn sem er handtekinn í valdaráni hersins. Um þrjú þúsund manns mótmæltu valdaráni hersins, sem er það mesta hingað til.","main":"Niður með einræði hersins, hrópuðu mótmælendurnir þegar þeir söfnuðust saman. Margir þeirra voru með rauð höfuðbönd en sá litur er nátengdur flokki Aung San Suu Kyi leiðtoga landsins. Einn mótmælenda sagði við AFP-fréttastofuna að í dag hæfist byltingin. Óeirðarlögregla lokaði vegum og kom fyrir bílum með vatnssprautum á staðnum. Ekki hafa borist fréttir af átökum. Fjölmargir þingmenn úr lýðræðisfylkingu Suu Kyi, sem handteknir voru á mánudag en hafa fengið frelsið á ný, voru á meðal mótmælenda. Þetta eru stærstu mótmælin frá því herinn rændi völdum í landinu á mánudag.\nSean Turner, ástralskur sérfræðingur í efnahagsmálum sem hefur veitt stjórnvöldum ráðgjöf var handtekinn í mótmælunum, eftir því sem hann sagði sjálfur við breska ríkisútvarpið, BBC. Hann sagðist vera í gæslu á hóteli sínu. Honum hefði verið sýnd fyllsta kurteisi en hann vissi ekki hvort hann yrði kærður, og þá fyrir hvað. Þetta er fyrsti erlendi ríkisborgarinn sem vitað er til að hafi verið handtekinn í tengslum við valdaránið. Utanríkisráðherra Ástralíu hefur þegar kallað til sín sendiherra Mjanmar í landinu vegna málsins.\nHerforingjastjórnin í Mjanmar greip til þess í morgun að loka nánast alveg fyrir alla netnotkun í landinu. Aðgangi að Facebook var lokað í fyrradag og í gær var lokað á aðgengi landsmanna að Twitter og instagram. Aðgengi að netinu og samfélagsmiðlum hefur raunar verið afar stopult í Mjanmar frá því að herinn rændi þar völdum og í aðdraganda valdaránsins var líka alveg lokað á netaðgang.\nSameinuðu þjóðirnar hafa skorað á herforingjastjórnina að afhenda völdin að nýju til lýðræðislega kjörinna stjórnvalda.","summary":"Um þrjú þúsund manns söfnuðust saman í Mjanmar í morgun til að mótmæla herforingjastjórninni. Ástralskur efnahagsráðgjafi stjórnvalda var handtekinn í mótmælunum."} {"year":"2021","id":"346","intro":"Þjóðverjar, Pólverjar og Svíar hafa brugðist hart við þeirri ákvörðun Rússa að vísa starfsmönnum utanríkisþjónustunnar frá þessum löndum heim. Þýsk stjórnvöld segja að þessu verið ekki látið ósvarað.","main":"Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í gær að embættismönnum í utanríkisþjónustu þriggja landa, Þýskalands, Svíþjóðar og Póllands, sem starfað hafa í Rússlandi, verði vísað út landi. Ástæðan er þátttaka þeirra í mótmælum til stuðnings stjórnarandstæðingsins Aleksei Navalny, sem nú er í fangelsi. Stjórnvöld telja mótmælin ólögleg.\nFulltrúar allra þjóða hafa brugðist við. Svíar aftaka það reyndar með öllu að embættismenn þeirra hafi tekið þátt í mótmælunum og áskilja sér rétt til að bregðast við. Pólverjar segja að ákvörðunin geti leitt til stirðari samskipta milli þjóðanna. Og Angela Merkel kanslari Þýskalands hefur einnig brugðist við.\nMerkel segir ekki hægt að réttlæta þennan brottrekstur og sé enn eitt dæmi um hluti sem gerast í Rússlandi og sé á skjön við lög. Í yfirlýsingu sögðu þýsk stjórnvöld jafnframt að brugðist verði við þessari ákvörðun ef hún verður ekki endurskoðuð.\nFréttaskýrendur segja það ekki tilviljun að þessi ákvörðun sé tekin á sama tíma og Josep Borel utanríkismálastjóri Evrópusambandsins sé í heimsókn í Moskvu til að ræða stöðuna í samskiptum þess og Rússa. Brotteksturinn hefði getað átt sér stað hvenær sem er, en með því að gera það á þessum tíma sé verið að senda skilaboð - það skipti engu hvað sé predikað um frelsi og mannréttindi, Rússum standi á sama og geri það sem þeim sýnist.","summary":null} {"year":"2021","id":"346","intro":"Keflavík komst aftur á sigurbraut í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir útisigur á KR. Keflavík trónir þar með eitt á toppnum í deildinni.","main":"Keflavík vann fyrstu fimm leiki sína í deildinni en tapaði svo fyrir Stjörnunni í sjöttu umferð. Með sigrinum á KR í gærkvöld, 98-74 hefur Keflavík hins vegar unnið núna tvo leiki í röð, því Keflavík vann ÍR á mánudag. Keflavík er nú með 14 stig í efsta sæti deildarinnar. Tveimur stigum meira en Stjarnan sem er í 2. sæti. Einn annar leikur var spilaður í úrvalsdeildinni í gærkvöld. Þar vann ÍR sigur á Grindavík, 98-76.\nValur varð í gærkvöld Reykjavíkurmeistari kvenna í fótbolta. Valur vann Fylki í úrslitaleik keppninnar 2-0 á heimavelli sínum á Hlíðarenda. Diljá Ýr Zomers og Elín Metta Jensen skoruðu mörkin í leiknum. Þetta var tólfti Reykjavíkurmeistaratitill Vals á síðustu fjórtán árum.\nBjörgvin Karl Guðmundsson og Jóhanna Júlíusdóttir urðu í gærkvöld Reykjavíkurmeistarar í Crossfit. Björgvin Karl sagði í viðtali við RÚV eftir keppnina í gær að hann setti stefnuna á að verða heimsmeistari í Crossfit síðar á árinu.\nKeppni á Reykjavíkurleikunum, Reykjavík International Games heldur áfram í dag. Keppt verður til úrslita í danskeppni leikanna í kvöld og verður sýnt beint frá keppnini á RÚV. Útsendingin úr danskeppninni hefst klukkan 19:45 á RÚV, eða strax að loknum fréttum, íþróttum og veðri. RÚV hefur sýnt frá dansinum á Reykjavíkurleikunum undanfarin ár og hefur þessi viðburður notið mikilla vinsælda hjá sjónvarpsáhorfendum. En það eru fleiri beinar íþróttaútsendingar á dagskrá í dag á rásum RÚV. Klukkan 16:00 spilar íslenska kvennalandsliðið í körfubolta sinn síðasta leik í undankeppni EM. Íslenska liðið mætir þá sterku liði Slóveníu ytra. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.","summary":"Keflavík komst aftur á sigurbraut í úrvalsdeild karla í körfubolta eftir útisigur á KR. Keflavík trónir þar með eitt á toppnum í deildinni."} {"year":"2021","id":"346","intro":"Ekkert hefur spurst til Johns Snorra og samferðamanna hans á K2 í einn og hálfan sólarhring. Leit pakistanska hersins bar ekki árangur í morgun, en til greina kemur að halda henni áfram með herflugvélum.","main":"Fjallið er næsthæsta fjall í heimi og er oft kallað villta fjallið því mjög erfitt þykir að klífa það. John Snorri kleif fjallið að sumarlagi árið 2017 og freistar þess nú að ná á toppinn að vetri til.\nSíðast sást til Johns Snorra, Pablo Mohr og Ali Sadpara um klukkan fimm að morgni í gær. Samkvæmt ferðaáætlun hefðu þeir átt að vera á toppi fjallsins klukkan sjö að morgni að íslenskum tíma í gær. Áætlað var að ferðin niður í búðir tvö myndi taka um fimm til sex klukkutíma en ekkert hefur spurst til þeirra.\nHópurinn lagði af stað á tindinn á fimmtudagskvöld en fyrr um daginn ræddi John við Andra Frey Viðarsson í síðdegisútvarpinu á Rás 2.\nVið erum alveg heilir. Svolítið þreyttir. Þetta var langur dagur í dag. Við náttúrulega sofum ekkert. Við bara slöppum aðeins af og reynum að borða eins og við getum og hvíla okkur í þessa tvo þrjá tíma. Þetta er gríðarlega erfitt og tekur gríðarlega mikið á.\nSagði John Snorri fyrir tveimur dögum. Gestur Pétursson, vinur hans, segir að til greina komi að beita gervihnöttum og herflugvélum við leitina.\nVið höfum ekki heyrt neitt frá hópnum en við erum í góðu sambandi við aðila sem eru á staðnum. Bæði í grunnbúðum og svo aðila á vegum utanríkisþjónustunnar.\nKvikmyndagerðamaðurinn Kári Schram fylgdi John Snorra hluta leiðarinnar sumarið 2017 þegar hann komst á toppinn. Kári þekkir aðstæður því vel.\nÞú vilt vera snöggur þarna í gegn, bæði upp og niður, út af því að það er svo mikil hætta á falli á íshröngli úr þessum ískletti sem hangir þarna yfir þeim. Þetta er hálfgerð trekt þarna í gegn og þeir töluðu alltaf um að þarna viltu ekki stoppa.\nKári segir förina 2017 hafa sýnt að John hafi það sem þurfi til til að komast á toppinn.\nHann var öruggur og líka passasamur. Það voru engin læti og þess vegna leið manni alltaf OK í sínu hjarta að þetta myndi fara allt vel því hann var ekkert að ana eða gana út í neitt. Þannig ég er eiginlega að vona að hann sé þarna í Camp fjögur og þeir hafi ekki komist út og því sé enginn búinn að sjá þá ennþá þótt þyrlan hafi farið þarna upp. En þeir töluðu líka um það að þú vilt ekkert stoppa of lengi þar heldur. Þú vilt hvíla þig en þú vilt líka fara af stað fljótlega niður líka. Það er hætta þarna í hverju fótmáli.","summary":"Leit pakistanska hersins að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á K2 bar ekki árangur í morgun. Til greina kemur að beita herflugvélum við leitina. Kvikmyndagerðamaður sem fylgdi John Snorra hluta leiðarinnar árið 2017, segir hættu í hverju fótmáli."} {"year":"2021","id":"347","intro":"Íslensk uppsjávarskip mega veiða tæp sjötíu þúsund tonn af loðnu í vetur. Hafrannsóknastofnun tvöfaldaði í gær fyrri ráðgjöf um loðnuveiðar. Forstjóri Sildarvinnslunnar áætlar að útflutningstekjur á vertíðinni verði að lágmarki átján milljarðar króna.","main":"Í lokaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um loðnuveiðar í vetur, sem sjávarútvegsráðherra hefur nú fellt inn í reglugerð, er lagt til að veidd verði 127.300 tonn. Þar af koma rúm 69.800 tonn í hlut íslenskra skipa. Nú verður því hægt að halda til veiða eftir tveggja ára loðnubrest.\nSegir Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar. Og eftir tvö loðnulaus ár sé mikil eftirspurn á mörkuðum fyrir loðnuafurðir.\nOg þar sé markaður í Japan fyrir hrognafulla loðnu verðmætastur auk markaða fyrir loðnuhrogn. Loðnan sé enn ekki orðin hæf til vinnslu fyrir þessa markaði og því bíði menn átekta, ræði við kaupendur og meti hvenær best sé að hefja veiðar.","summary":"Áætlað er að útflutningstekjur á loðnuvertíðinni verði um átján milljarðar króna. Eftir að Hafrannsóknastofnun tvöfaldað fyrri ráðgjöf um loðnuveiðar, má íslenski flotinn veiða tæp sjötíu þúsund tonn."} {"year":"2021","id":"347","intro":"Um 230 ökutæki urðu fyrir tjóni í bikblæðingum í desember. Vegagerðin hefur til skoðunar að setja á þungatakmarkanir. Varað er við bikblæðingum á Vesturlandi í dag.","main":"Bikblæðingar á vegum í desember kostuðu Vegagerðina um 30 milljónir króna, en um 230 ökutæki urðu fyrir tjóni. Varað er við blæðingum á vegum á Vesturlandi í dag.\nMiklar bikblæðingar urðu á vegum á Norður- og Vesturlandi um miðjan desember. Slíkar blæðingar verða yfirleitt þegar veghiti hækkar mikið. Töluverð hætta skapaðist og fjöldi bíla varð fyrir tjóni. Vegagerðin hefur nú tekið saman hversu margir bílar urðu fyrir tjóni. G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.\nVið erum búin að fá tilkynningar um einhver 230 ökutæki sem urðu fyrir tjóni.\nMér sýnist á þeim tölum sem eru komnar að þetta séu um 29 milljónir króna, eða rúmlega það.\nEr þetta tjón sem Vegagerðin þarf að greiða eða er hún tryggð fyrir þessu?\nNei við sjáum um þessar tryggingar sjálf þannig að við þurfum að borga þetta.\nPétur segir að ekki sé hægt að koma í veg fyrir blæðingar og því hafi Vegagerðin leitað leiða til þess að tjón sem þetta verði sem minnst.\nOg við erum með það til skoðunar og það kemur til greina að setja á þungatakmarkanir þó þetta sé mikilvægasta flutningaleiðin á milli landshluta, eða jafnvel að loka vegum þegar svona kemur upp.\nOg í morgun varaði Vegagerðin við blæðingum á vegum á Vesturlandi, nánar tiltekið í Svínadal og Reykhólasveit.\nÍ þessum töluðu orðum eru okkar menn að skoða þetta. Þetta er nú vonandi eitthvað minniháttar og lítur þannig út núna.","summary":"Um 230 ökutæki urðu fyrir tjóni í bikblæðingum í desember. Vegagerðin hefur til skoðunar að setja á þungatakmarkanir. Varað er við bikblæðingum á Vesturlandi í dag."} {"year":"2021","id":"347","intro":"Aðeins áttatíu fullorðnum í einu verður hleypt í Sundlaug Akureyrar um helgina. Lögreglan lokaði lauginni um tíma síðustu helgi og gerði athugasemdir við hversu þétt var setið í heitu pottunum.","main":"Töluverður fjöldi fólks heimsótti Akureyri um síðustu helgi og eins og að venju lögðu margir leið sína í sundlaug bæjarins. Raunar svo margir að lögreglan greip til þess ráðs að loka lauginni um tíma. Þá var starfsfólki gert að bæta úr merkingum við heitu pottana áður en opnað yrði aftur. Elín Gísladóttir, forstöðumaður, reiknar með mikill aðsókn um helgina.\nÞessi helgi verður nákvæmlega eins, bærinn verður fullur af fólki og við eigum von á því að hér verði biðröð og mikil ásókn og þetta er bara mjög erfitt. En engu að síður viljum við gera okkar besta til að taka á móti fólki.\"\nHún segir að nú verði aðeins tekið við 80 gestum í laugina í einu að frátöldum börnum og ungmennum sem fædd eru 2005 eða síðar.\nVið ætlum að taka á móti færra fólki heldur en við gerðum þá. Við erum búin að merkja alla potta með fjölda og biðjum bara fólk að reyna að virða það. en við ætlum bara að reyna að gera þetta eins vel og við getum. En við erum samt alveg, reiknum með því að það mun koma uppá að það verði of margt í einhverjum potti.\"","summary":"Forstöðumaður í Sundlauginni á Akureyri býst við að raðir geti myndast við laugina um helgina þar sem aðeins verði tekið við 80 gestum í einu. Lögreglan lokaði lauginni um tíma síðustu helgi."} {"year":"2021","id":"347","intro":"Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að öskudagurinn verði öðruvísi en áður. Þeim tilmælum verði beint til foreldra og barna að halda sig innan hverfa og leggjast ekki í sælgætissníkjuferðir út fyrir þau.","main":"Öskudagurinn er 17. febrúar. Í áranna rás hafa börn haft þann sið að hefja upp raust sína og syngja fyrir mann og annan, meðal annars kaupmenn í verslunarmiðstöðvum og fengið sælgæti að launum. Almannavarnir leggja nú lokahönd á tilmæli um hvernig halda skuli upp á öskudaginn í ár.\nÍ stað þess að fólk sé mikið á ferðinni og að safnast saman á fáum stöðum, að ef menn ætla að skipuleggja eitthvað svona að gera það inni í hverfunum og séu að horfa á skólahverfin og nærumhverfið þar og reyna að horfa á þetta með þeim hætti að koma í veg fyrir að mikill fjöldi safnist saman.\nVíðir segir að það verði ekki sett bann á að börn fari á milli verslana og syngi en það sé ekki æskilegt. Undanþágur fyrir börn snúist um að halda skólastarfi og tómstundum gangandi, en ekki til að halda stórar samkomur.\nÞað er ekki í anda þessarar baráttu að vera að stefna mikið af fólki saman. Við vitum alveg að þeir krakkar sem eru hvað spenntastir fyrir að syngja eru þau yngstu og þau eru alltaf í fylgd með einhverjum foreldrum, eða foreldrar fylgja einhverjum hóp, svo þetta getur verið talsverður fjöldi ef menn ætla að standa fyrir svoleiðiss. Ég held að menn þurfi bara að hugsa það svolítið. Ég held að menn þufti bara að hugsa það aðeins og setja þetta niður fyrir sig í anda baráttunnar.","summary":null} {"year":"2021","id":"347","intro":"Dagur Sigurðsson þjálfari japanska karlalandsliðsins í handbolta er einn þeirra sem koma til greina sem næsti þjálfari þýska stórliðsins Rhein Neckar Löwen. Samningur Dags við Japan rennur út árið 2024.","main":"Martin Schwalb núverandi þjálfari handknattleiksliðsins Rhein-Neckar Löwen tilkynnti stjórn liðsins í gær að hann kæmi til með að hætta sem þjálfari að tímabili loknu. Fréttirnar komu stjórnarmönnum mikið á óvart og því voru þjálfararáðningar ekki ofarlega í huga Löwen manna, þær eru því stutt á leið komnar en nú þegar hafa nokkur nöfn verið orðuð við starfið. Nöfnin sem um ræðir eru Dagur Sigurðsson, Christian Berge þjálfari norska landsliðsins og Sebastian Hinze þjálfara Bergischer, að því er fram kemur í staðarmiðlinum Mannheimer Morgen í dag. Dagur er mikils metinn í Þýskalandi en hann gerði þýska landsliðið að Evrópumeisturum 2016. Samningur Dags við japanska landsliðið rennur út árið 2024 en stóra markmið hans með liðið er Ólympíuleikar á heimavelli í sumar.\nHandboltamaðurinn Aron Pálmarsson var á sínum stað í leikmannahópi Barcelona þegar liðið mætti Veszprém í uppgjöri toppliðanna í Meistaradeild Evrópu í gær.\nAron gat ekki tekið þátt á heimsmeistaramótinu vegna meiðsla en hann var mættur á gólfið með félagsliði sínu í gærkvöldi og átti frábæran leik. Aron skoraði 5 mörk og gaf eina stoðsendingu þegar liðið vann góðan sigur á útivelli í Ungverjalandi. Lokatölur 37-34 og Barcelona sem fyrr á toppi síns riðils en Veszprém héldu öðru sætinu þrátt fyrir tapið.\nÞað er sem fyrr nóg um að Reykjavíkurleikunum í dag. Crossfit hefur lengi vel verið einn af stærstu viðburðum leikanna og í kvöld verður engin breyting þar á.\nKeppnin fer fram í húsakynnum Crossfit Reykjavíkur, en hún verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV2 klukkan 19:30. Vegna aðstæðna var ekki hægt að halda stórt alþjóðlegt mót eins og átti að gera, en í ár er þetta boðsmót. Sömuleiðis verða engir áhorfendur leyfðir. Björgvin Karl Guðmundsson einn hraustasti Crossfit keppandi í heiminum mætir til leiks. Hægt er að sjá keppnina líkt og áður sagði í beinni útsendingu klukkan 19:30 í kvöld á RÚV2.","summary":"Dagur Sigurðsson þjálfari japanska karlalandsliðsins í handbolta er einn þeirra sem koma til greina sem næsti þjálfari þýska stórliðsins Rhein Neckar Löwen. Samningur Dags við Japan rennur út árið 2024."} {"year":"2021","id":"347","intro":"Samskipti Evrópusambandsins og Rússa eru afar stirð um þessar mundir, ekki síst vegna rússnesxka stjórnarandstöðuleiðtogans Alexeis Navalnys sem í morgun var enn einu sinni leiddur fyrir rétt í Moskvu. Utanríkisráðherra Rússalnds og utanríkismálastjóri Evrópusambandsins ræddu samskiptin í morgun.","main":"Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var enn einu sinni leiddur fyrir rétt í morgun. Á sama tíma hittust þeir á fundi í Moskvu Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússalands. Borrel sagði við upphaf fundar að samskiptin væru afar stirð um þessar mundir ekki síst vegna Navalnys.\nLavrov tók undir það að samskiptin væru ekki sem skyldi. Þetta væri eitrað ástand sem væri engum til góðs.\nBorrell kvaðst á fundinum vilja ræða allt sem skipti máli og bætt gæti samskiptin við Rússland. Að fundi loknum kváðust báðir vilja áframhaldandi samstarf Evrópusambandsins og Rússlands þrátt fyrir ágreining. Eins og fram hefur komið snýst hann meðal annars um Alexei Navalny sem var á dögunum dæmdur í fangelsi fyrir að rjúfa skilorð með dvöl sinni í Þýskalandi þangað sem hann var fluttur fárveikur í ágúst. Að þessu sinni er hann sakaður um ærumeiðingar í umfjöllun um myndband í fyrra þar sem lýst var yfir stuðningi við að Vladimir Pútín, forseti Rússlands, gæti sóst eftir endurkjöri tvö kjörtímabil í viðbót.","summary":"Utanríkisráðherra Rússlands og utanríkismálastjóri Evrópusambandsins ræddu samskipti sín í morgun. Þau eru stirð um þessar mundir, einkum vegna rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans Alexeis Navalnys sem í morgun var enn einu sinni leiddur fyrir rétt í Moskvu. "} {"year":"2021","id":"347","intro":"Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kynnti nú laust fyrir hádegi tilslakanir sem eru á minnisblaði Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann skilaði minnisblaði sínu til ráðherra í gær og voru þær ræddar á ríkisstjórnarfundi sem lauk fyrir hádegi. Ingvar þór Björnsson er í ráðherrabústaðnum","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"348","intro":"Liðið Klakinn, sem skipað er tveimur nemendum við Háskóla Íslands og starfsmanni, er komið í fjörutíu og átta liða úrslit í alþjóðlegri keppni um gerð spálíkana um kórónuveirufaraldrinn.","main":"Tveir stærðfræðinemendur er í liðinu Klakanum þeir Kári Rögnvaldsson og Rafael Vias og svo Alexander Berg Garðarsson, sérfræðingur í gagnavísindum við Háskóla Íslands. Allir hafa þeir starfað í teymi Háskólans og samstarfsaðila sem unnið hefur að spálíkani um þróun faraldursins hér á landi undir stjórn Thors Aspelunds, prófessors í líftölfræði. Liðið var í hópi tvö hundruð liða sem skráðu sig til þátttöku og eru nú eitt af fjörutíu og átta liðum í úrslitum. Verðlaunin er um þrjátíu milljónir króna. Alexander fer fyrir hópnum.","summary":null} {"year":"2021","id":"348","intro":"Í Bretlandi á að gera tilraunir með að nota eitt bóluefni við fyrri bólusetningu við kórónuveirunni og annað í þeirri síðari. Búist er við að niðurstöður liggi fyrir í sumar.","main":"Í Bretlandi er að hefjast tilraun á því hvort hægt sé að nota tvenns konar bóluefni við kórónuveirunni í stað eins, þannig að einstaklingar fái eitt bóluefni í fyrra skiptið, en annað í hinu síðara. Kannað verður meðal annars hvort þetta veiti vörn við stökkbreyttum afbrigðum kórónuveirunnar.\nBreska útvarpið BBC greinir frá þessu og segir hugmyndina að baki vera að skapa meiri sveigjanleika við dreifingu bóluefnis og hvort hægt sé að bregðast við með þessum hætti ef framboð á einhverju bóluefni verði takmarkað. Þá telji sumir vísindamenn að þetta geti hugsanlega veitt fólki aukna vörn, en aðferðin hafi reynst vel gagnvart öðrum sjúkdómum. Ætlunin sé að fá ríflega átta hundruð sjálfboðaliða, fimmtíu ára og eldri, til að taka þátt í tilrauninni. Sumir sjálfboðaliðanna fái fyrst bóluefni frá AstraZeneca, en fjórum til tólf vikum síðar bóluefni frá Pfizer-BioNTech. Aðrir byrja á bóluefni Pfizer-BioNTech en fá svo hitt. Að sögn BBC verður öðrum bóluefnum hugsanlega bætt við, fái þau samþykki heilbrigðisyfirvalda. Nadhim Zahawi, sem fer með þessi mál hjá bresku stjórninni, segir að stjórnvöld hafi veitt til verkefnisins sjö milljónum punda, en niðurstöður liggi ekki fyrir fyrr en í sumar, hugsanlega í júní. Þangað til verði engin breyting á stefnu stjórnvalda er snúi að bólusetningum.","summary":null} {"year":"2021","id":"348","intro":"Hækkun áskriftargjalds hjá tónlistarveitunni Spotify skilar um 350 milljóna króna aukinni veltu til rétthafa tónlistar, miðað við áskriftarfjölda hér á landi, að sögn framkvæmdastjóra Félags íslenskra hljómplötuútgefenda.","main":"Gjaldskrá tónlistarveitunnar Spotify, sem er sú stærsta sinnar tegundar, hækkar í næsta mánuði\nHækkunin nemur almennt um 10%, en upp í 27% í dýrustu áskriftinni. Ódýrasta áskriftin fer úr tæplega 1600 krónum í rúmlega 1700 á mánuði og sú dýrasta úr rúmlega 2300 krónum í tæplega 3000. En að sögn Eiðs Arnarssonar framkvæmdastjóri Félags íslenskra hljómplötuútgefanda hefur verðskráin haldist nánast óbreytt.\nSagði Eiður Arnarsson í Morgunútvarpi Rásar 2. Hann segir það útbreiddan misskilning að rétthafar tónlistarinnar fái mjög lítinn hluta teknanna í sinn hlut.","summary":null} {"year":"2021","id":"348","intro":"Og meira þessu tengt því Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður út í þessar tilraunir Breta á upplýsingafundi almannavarna í morgun.","main":"Ég sé ekki að það sé á þessari stundu einhver akkur í því að blanda saman bóluefnum nema að menn sjái að það virki einhvern veginn mismunandi á mismunandi stofna af veirunni og svo framvegis.\nÞannig að menn eiga bara eftir að svara fullt af spurningum áður en við förum að taka það alvarlega og fara hugsa um að gera eitthvað svipað\"","summary":null} {"year":"2021","id":"348","intro":"Inger Støjberg, fyrrverandi varaformaður Venstre-flokksins í Danmörku, ætlar að segja skilið við flokkinn. Fyrr í vikunni samþykkti danska þingið að Støjberg þyrfti að svara til saka fyrir Landsdómi fyrir brot í starfi sem ráðherra málefna útlendinga og innflytjenda.","main":"Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra málefna útlendinga og innflytjenda í Danmörku, ætlar að segja skilið við flokk sinn Venstre. Hún kveðst ekki lengur eiga samleið með flokknum undir forystu Jakobs Ellemann-Jensen.\nStøjberg sagði frá þessu í viðtali við Skive Folkeblad, en grunnt hefur verið á því góða milli hennar og formannsins. Hún kvað flokkinn hafa undir forystu Elleman-Jensen borið af leið frá þeim gildum sem hún hefði haft í heiðri og flokkurinn fram að því staðið fyrir. Hún ætlaði að sitja áfram á þingi utan flokka. Í lok desember sagði Støjberg af sér sem varaformaður Venstre, en þá hafði hún einungis gegnt embættinu í fimmtán mánuði. Áður hafði Elleman-Jensen farið fram á afsögn hennar og lýst sig fylgjandi því að Landsdómur fjallaði um meint brot hennar í embætti ráðherra. Fyrr í vikunni ákærði danska þingið Støjberg fyrir brot í starfi og þarf hún að svara til saka fyrir Landsdómi í Danmörku. Málið snýst um fyrirskipun hennar árið 2016 um að aðskilja gifta hælisleitendur yngri en átján ára, en þingnefnd komst að þeirri niðurstöðu að það hefði brotið í bága við lög. Hún vísar á bug ásökunum um lögbrot og segir markmiðið hafa verið að vernda ungar stúlkur sem þvingaðar hefðu verið í hjónaband.","summary":"Inger Støjberg, fyrrverandi varaformaður Venstre í Danmörku, ætlar að ganga úr flokknum. Fyrr í vikunni samþykkti danska þingið að Støjberg þyrfti að svara til saka fyrir Landsdómi fyrir brot í starfi sem ráðherra málefna útlendinga og innflytjenda."} {"year":"2021","id":"348","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir Grikklandi í undankeppni EM í dag. Góður andi er í íslenska liðinu sem þó býst við erfiðum leik.","main":"Íslenska liðið lék tvo leiki í undankeppni EM í nóvember og tapaði þar báðum leikjunum nokkuð stórt. Sara Rún Hinriksdóttir, leikmaður liðsins, segir liðið standa betur að vígi nú en þá þar sem margir leikmenn höfðu ekki æft eða spilað lengi í þeim landsleikjaglugga. Hún segir að leikurinn í kvöld leggist vel í hana þrátt fyrir að hún viti að verkefnið verði erfitt.\nLeikur Íslands og Grikklands verður sýndur beint á RÚV 2 og hefst hann klukkan korter yfir sex í dag.\nOg úrslit í keilu eru á dagskrá Reykjavíkurleikanna í dag. 32 keppendur eru komnir í úrslitakeppnina sem hefst í dag klukkan hálf þrjú. Úrslit fjögurra efstu fara svo fram í kvöld. Úrslitakeppnin í kvöld verður í beinni útsendingu á RÚV tvö klukkan átta.\nGylfi Þór Sigurðsson bar fyrirliðabandið þegar Everton hafði betur gegn Leeds í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Gylfi kom Everton í forystu á níundu mínútu og Dominic Calvert Lewin tvöfaldaði þá forystu rétt fyrir leikhlé. Leeds náði að minnka muninn í 2-1 en nær komust þeir ekki og Gylfi og félagar eru nú í sjötta sæti deildarinnar með 36 stig. Þá vann Manchester City 2-0 sigur á Burnley og jók með því forskot sitt á Manchester United í öðru sætinu. Manchester City er nú með 47 stig á toppnum og eiga leik til góða á United sem er með 44 stig í öðru sætinu.","summary":"Kvennalandslið Íslands í körfubolta leikur í undankeppni EM í dag. Liðið mætir þá Grikkjum og býst við erfiðum leik."} {"year":"2021","id":"348","intro":"Um þrjátíu konur og fulltrúar frá Krafti, stuðningsfélagi fyrir ungt fólk með krabbamein, afhentu heilbrigðisráðuneytinu rúmlega 37 þúsund undirskriftir í morgun til að mótmæla áætluðum breytingum á brjóstaskimunum. Skimunarráð Embættis landlæknis lagði til að breyta aldursviðmiðum brjóstaskimana úr fjörutíu í fimmtíu ár. Tillagan vakti hörð viðbrögð og því ákvað heilbrigðisráðherra að fresta þessum breytingum um óákveðinn tíma. Elín Sandra Skúladóttir formaður Krafts afhenti undirskriftalistann í morgun.","main":"Við viljum að þessi ákvörðun sé tekin til baka. við vitum í sjálfu sér ekkert hvað frestun þýðir, hvort þessu verði breytt einhvern tímann síðar. Við viljum tryggja að það verði í boði brjóstaskimanir fyrir konur frá 40 ára aldri.\nég er mætt hér í dag af því að ég var 36 þegar ég greinist með brjóstakrabbamein. ef ég hefði þurft að bíða þar til ég yrði 50 ára væri ég ekki á lífi, ég hefði aldrei náð þeim aldri. og sama á við um mjög margrar af þeim vinkonum sem ég kynntist í mínu ferli. Ef meinið þeirra hefði legið þannig að þær hefðu ekki fundið það sjálfar, myndu þær ekki lifa þangað til þær yrðu 50 ára.","summary":"37 þúsund undirskriftir voru afhentar heilbrigðisráðherra í morgun, þar sem mótmælt er fyrirhuguðum breytingum á brjóstaskimunum. Formaður Krafts vill að ráðherra hverfi frá þessum áformum. "} {"year":"2021","id":"349","intro":"Aukin þörf er fyrir endurhæfingu og þjónustu við krabbameinssjúklinga hér á landi. Formaður félags krabbameinslækna segir að endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra sé aðstöðulaust á Landspítalanum. Það skjóti skökku við þegar þörf fyrir þjónustu eykst sífellt.","main":"Hér á landi greinst sífellt fleiri með krabbamein af ýmsum toga samhliða hækkandi lífaldri þjóðarinnar, auknum lífsgæðum og tækniframförum. Á hverju ári greinast um 1700 manns með krabbamein og um 16 þúsund manns hafa greinst með krabbamein á lífsleiðinni og lifa með sjúkdómnum. Gunnar Bjarni Ragnarsson formaður krabbameinslækna og læknir á Landspítala í endurhæfingateymi krabbameinsgreindra segir brýnt að hugað sé að endurhæfingu þessa hóps, sem fer sífellt stækkandi.\nVið á endurhæfingarteymi krabbameinsgreindra á LSH sem er þverfaglegt endurhæfingarteymi höfum verið að sinna flóknustu tilvikunum og þurfum líka að sinna einhverskonar samhæfingarhlutverki í endurhæfingu þessa fólks í samfélaginu, til að leiðbeina því í gegnum kerfið. Og við höfum í raunninni enga aðstöðu núna fyrir okkar vinnu.\nEndurhæfingin segir Gunnar að sé mikilvægur hluti af því að fólk komist aftur út út í lífið að lokinni meðferð við meini sínu. Fjármunina skorti hins vegar vegna hagræðingarkröfu á spítalanum.\nÞað er peningaskortur og maður skilur það vel að það er forgangsraðað í meðferð. En okkur finnst samt skjóta skökku við að þegar þessi hópur er svona sístækkandi og þörfin eykst að við skulum ekki einu sinni hafa aðstöðu til þess. Sá peningur þarf þá að koma frá stjórnvöldum.","summary":null} {"year":"2021","id":"349","intro":"Þjóðvegur eitt yfir Jökulsá á Fjöllum var opnaður aftur í morgun en vakt er áfram við Jökulsárbrú. Þótt ekki sjáist vísbendingar um nýjar stíflur í ánni er ekki hægt að útiloka annað krapahlaup.","main":"Þjóðvegi eitt milli Austur- og Norðurlands var lokað um hádegisbil í gær vegna aukinnar krapasöfnunar í Jökulsá. Talin var aukin hætta á að þrepahlaup gæti verið að hefjast í ánni, sambærilegt því sem varð 26. janúar. Í könnunarflugi Veðurstofunnar seinnipartinn í gær sást enn mikill krapi í ánni þrjá kílómetra upp frá Jökulsárbrú. Bent er á að ís geti haldið áfram að safnast upp á meðan kalt er í veðri. Engar vísbendingar sáust um að nýjar stíflur væru að myndast ofan við brúna sem framkallað gætu stórt hlaup. Vatnshæðin lækkaði við brúna í gær sem talið var merki um að áin væri að bræða af sér krapa, og vatn þannig að finna sér leið undir krapanum. Ekki er þó talið hægt að útiloka annað krapahlaup. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglan á Norðurlandi eystra, Vegagerðin og Veðurstofa Íslands funduðu í morgun vegna þessa og niðurstöður fundarins voru að óhætt væri að opna veginn aftur með þeim takmörkunum sem voru áður. Vegurinn er því opinn milli klukkan níu og átján, en lokaður utan þess. Þetta fyrirkomulag verður endurskoðað á föstudaginn að öllu óbreyttu.","summary":"Þjóðvegur eitt yfir Jökulsá á Fjöllum var opnaður aftur í morgun en áfram er aðeins heimilt að aka þar yfir í dagsbirtu. "} {"year":"2021","id":"349","intro":"Meginvextir Seðlabanka Íslands verða óbreyttir 0,75% samkvæmt ákvörðun peningastefnunefndar bankans. Útflutningshorfur eru verri á þessu ári en áður var spáð, segir seðlabankastjóri og gerir bankinn ráð fyrir því að ferðaþjónustan fari í gang á þriðja fjórðungi ársins.","main":"Verðbólgan jókst í janúar upp í 4,3 prósent. Svo mikil hefur hún ekki verið síðan í ágúst 2013. Verðbólgan fór yfir svonefnd efri vikmörk verðbólgumarkmiða Seðlabankans en þau eru fjögur prósent en verðbólgumarkmið bankans er tvö og hálft prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þrátt fyrir svo háa verðbólgu hafi ekki verið ástæða að hækka meginvexti bankans sem áður voru kallaðir stýrivextir.\nVið teljum að hún muni ganga niður á næstu mánuðum. Þessi aukna verðbólga stafar að miklu leyti af lækkun á gengi krónunnar og slíkum þáttum. Og núna hefur krónan í raun og veru aðeins hækkað og haldist stöðug. Það er mikill samdráttur í kerfinu og mikið atvinnuleysi þannig að við höldum það að verðbólga muni ganga niður.\nSeðlabankastjóri segir horfurnar núna að séu betri að sumu leyti betri því innlend eftirspurn hafi aukist og þær aðgerðir sem bankinn hafi gripið til á síðasta ári hafi valdið því að hagkerfið innanlands hafi tekið við sér.\nEn horfur eru verri að því leyti að útflutningshorfur eru verri að þessu ári. Það er bæði vegna þess að það mun taka lengri tíma að koma ferðaþjónustunni aftur af stað. Svo eru þessar lokanir úti að hafa slæm áhrif eins og á sjávarútveg og aðrar greinar hér. Við erum kannski að horfa á að í útflutningsgreinunum að það sé ekki eins bjart útlit og var. Hvenær heldurðu að þetta fari í gang eins og ferðaþjónustan? Við erum svona að gera ráð fyrir því að það verði svona á þriðja ársfjórðungi á þessu ári.","summary":null} {"year":"2021","id":"349","intro":"Sérfræðingar á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sem staddir eru í Kína, héldu í morgun áfram leit sinni að uppruna kórónuveirunnar. Þeir heimsóttu í morgun veirurannsóknarstofu í borginni Wuhan.","main":"Almennt telja vísindamenn að veiran, sem fyrst greindist í Wuhan, eigi uppruna í leðurblökum, en hafi síðan borist í önnur dýr og þaðan í menn. Hins vegar hafa komið fram kenningar um að uppruna kórónuveirufaraldursins megi rekja til rannsóknarstofunnar í Wuhan og að hún hafi með einhverjum hætti breiðst þaðan út. Bandarískir ráðamenn ýjuðu að því í fyrra, þeirra á meðal Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem sagði trúverðugar vísbendingar í þá veru. Peter Daszak, sem fer fyrir sérfæðingahópi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, vildi lítið tjá sig fyrir heimsóknina, en sagði að spurðar yrðu allar spurningar sem þyrfti að spyrja.\nSérfræðingarnir dvöldu á rannsóknarstofunni í fjórar klukkustundir, en ræddu ekki við fréttamenn að þeirri heimsókn lokinni. Samkvæmt kínverskum fjölmiðlum skoðuðu þeir einnig aðra rannsóknarstofu þar sem ebólaveiran er meðal annars rannsökuð. Þeir hafa einnig skoðað markaðinn sem tengdur er við fyrsta smitið sem greindist í Wuhan og skoðað sjúkrahús sem meðhöndlaði fyrstu sjúklingana sem greindust með COVID-19.","summary":null} {"year":"2021","id":"349","intro":"Sextugur, fyrrverandi lögreglumaður er grunaður um að hafa skotið á bíl borgarstjóra og skrifstofur Samfylkingarinnar með riffli. Maðurinn er dæmdur kynferðisbrotamaður, og hlaut uppreist æru árið 2010. Hann er í gæsluvarðhaldi.","main":"Maðurinn var handtekinn á laugardag, um viku eftir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tilkynnti til lögreglu að skotið hefði verið úr byssu í gegnum aftari farþegahurð fjölskyldubílsins fyrir utan heimili hans. Á svipuðum tíma hafði verið skotið með byssu í gegn um rúður skrifstofu Samfylkingarinnar í Sóltúni. Samkvæmt heimildum fréttastofu stundar maðurinn skotveiði og er skráður fyrir nokkrum byssum, riffli þar á meðal, en slíkt vopn er talið hafa verið notað í skotárásunum. Gæsluvarðhald rann út á mánudag, en héraðssaksóknari fór fram á framlengingu til föstudags og féllst héraðsdómur á það. Það er á grundvelli tveggja liða, rannsóknarhagsmuna og að hann er talinn hættulegur öðrum. Úrskurðurinn var kærður til Landsréttar, en var vísað frá.\nMaðurinn, sem er ríflega sextugur Íslendingur, neitar sök. Hann er fyrrverandi lögreglumaður og var dæmdur í 18 mánaða fangelsi árið 2003 fyrir kynferðisbrot gegn þremur ungum stúlkum. Sex árum síðar, 2009, sótti hann um uppreist æru til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, með sjö meðmælabréfum valinkunnra aðila, eins og það er orðað í umsókninni. Þar á meðal eru tvö bréf dagsett 2002, þar sem þáverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirlögregluþjónn mæla með honum. Eitt bréfið virðist vera meðmæli vegna starfsumsóknar þar sem er sagt að hann sé góður starfsmaður og hverju fyrirtæki mikill fengur að fá til starfa. Ráðuneytið mælti svo með því til forseta Íslands 2010 að manninum yrði veitt uppreist æru, sem varð úr. Árið 2017 stigu þá brotaþolar hans opinberlega fram og tóku þátt í mikilli þjóðfélagsumræðu um uppreist æru.","summary":"Fyrrverandi lögreglumaður sem hlaut uppreist æru 2010 eftir dóm fyrir kynferðisbrot gegn börnum, er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa skotið með riffli á bíl borgarstjóra. Maðurinn er talinn hættulegur. Hann neitar sök. "} {"year":"2021","id":"349","intro":"Rúnar Alex Rúnarsson varð í gærkvöld fyrsti íslenski markvörðurinn til að leika í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom þá inn á hjá Arsenal eftir að aðalmarkmaður liðsins fékk rautt spjald.","main":"Það var söguleg stund þegar Rúnar Alex kom inn á völlinn hjá Arsenal í gær á 72. mínútu í tapi gegn Úlfunum. Enda hefur íslenskur markvörður aldrei fyrr leikið í ensku úrvalsdeildinni. Rúnar hafði áður leikið með liðinu í Evrópukeppni og deildarbikar en innkoman í gærkvöld var nokkuð óvænt. Bernd Leno, aðalmarkvörður liðsins, fékk þá rautt spjald fyrir að slá boltann með hendinni utan teigs í stöðunni 2-1 fyrir Úlfunum. Það var annað rauða spjaldið sem Arsenal fékk í leiknum. Arsenalmenn voru því tveimur færri þegar Rúnar kom inn á en hann stóð vaktina vel það sem eftir lifði leiks og varði vel í nokkur skipti en niðurstaðan engu að síður 2-1 tap Arsenal. Leno verður því í leikbanni í næsta leik gegn Aston Villa á laugardaginn. Markvörðurinn Mat Ryan, sem kom til Arsenal í janúar, hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið en verði hann orðinn heill berst Rúnar við hann um markvarðarstöðuna fyrir næsta leik.\nEn það voru fleiri lið sem fengu tvö rauð spjöld í einum og sama leiknum. Southampton heimsótti Manchester United og Alex Jankewitz, sem var að byrja sinn fyrsta leik með Southampton, nældi sér í beint rautt spjald eftir rúmlega mínútu leik fyrir gróft brot. Það átti eftir reynast dýrkeypt því heimamenn gerðu níu mörk í leiknum, og Southampton missti annan mann af velli þegar örfáar mínútur voru eftir. Með því að vinna 9-0 jafnaði United eigið félagsmet frá árinu 1995 þegar liðið sigraði Ipswich með sama mun.\nTvær greinar eru á dagskrá Reykjavíkurleikanna í dag. Undankeppni í keilu klárast í kvöld þegar það skýrist hvaða 24 keppendur komast í úrslitin þar. Þá verða úrslit í pílukasti í kvöld en þar keppa tveir karlar og tvær konur til úrslita. Í kvennaflokki þær Ingibjörg Magnúsdóttir og Sólveig Daníelsdóttir. Og í karlaflokki þeir Páll Árni Pétursson og Matthías Örn Friðriksson. Sýnt verður frá pílunni í beinni á RÚV tvö klukkan hálf átta í kvöld.","summary":"Rúnar Alex Rúnarsson varð í gær fyrstur íslenskra markvarða til að spila í ensku úrvalsdeildinni. Hann kom þá óvænt inn á hjá Arsenal í tapi gegn Úlfunum."} {"year":"2021","id":"349","intro":"Danskur karlmaður á sextugsaldri hefur játað að hafa orðið fyrrverandi sambýliskonu sinni, sem er íslensk, að bana á heimili hennar í Malling í Árósum. Hann var í morgun úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Hann er talinn hafa þrengt að hálsi hennar og síðan hlutað lík hennar í sundur.","main":"Danska lögreglan lýsti eftir Freyju Egilsdóttur Mogensen, 43 ára íslenskri konu, í gærkvöld. Þar kom fram að hún hefði ekki sést síðan seint á fimmutudagskvöld en hefði tilkynnt sig veika til vinnuveitanda síns á laugardag með sms-i. Á vef Ekstrablaðsins kemur fram að lögreglan telji að hún hafi þá þegar verið látin.\nÞað var sambýlismaðurinn fyrrverandi sem tilkynnti að Freyja væri týnd.\nsegir Michael Kjeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi. Það hafi verið eitthvað við tilkynninguna sem lögreglunni þótti grunsamlegt og leiddi til þess að maðurinn var handtekinn í framhaldinu. Kjeldgaard vill ekki tjá sig um hvað það var nákvæmlega sem lögreglunni þótti grunsamlegt.\nLeit hófst að konunni en í gærkvöld og nótt beindist hún að heimili konunnar. Þar fundust líkamshlutar sem reynt hafði verið að fela, í húsinu sjálfu og í garðinum. Lögreglan telur að maðurinn hafi orðið henni að bana með því að þrengja að hálsi hennar.\nMaðurinn kom fyrir dóm í morgun þar sem hann játaði sök. Hann var í framhaldinu úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Aðspurður um hvort það hafi verið einhver forsaga um ofbeldi í sambandi mannsins og Freyju segir Kjeldgaard að það verði nú kannað. Hann segir vitað hversu lengi þau hafi búið saman en vill ekki gefa það upp.\nEkki hefur verið haft samband við íslensk yfirvöld vegna málsins en Kjeldgaard útilokar ekki að það geti reynst nauðsynlegt til að varpa ljósi á forsöguna.","summary":"Danskur karlmaður á sextugsaldri hefur játað að hafa orðið íslenskri konu að bana á heimili hennar í Árósum. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. "} {"year":"2021","id":"349","intro":"Kaupandi fasteignar þarf ekki að greiða einnar milljónar króna lokagreiðslu þar sem seljandi leyndi upplýsingum um ofbeldisfullan og erfiðan nágranna, samkvæmt dómi Landsréttar.","main":"Með dómi sínum staðfesti Landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness. Forsaga málsins er sú að kaupandinn keypti íbúð á 52 milljónir króna og átti síðasta greiðslan upp á eina milljón að fara fram við útgáfu afsals tveimur mánuðum eftir afhendingu. Í upphafi þegar tilvonandi kaupandi skoðaði fasteignina, sem er í þriggja íbúða húsi, hafi seljandinn greint frá því að í einni íbúðinni byggi kona sem líklega væri veik á geði, en aldrei hafi komið til alvarlegra atvika. Kaupandinn hafi hins vegar komist að því eftir að kaupin gengu í gegn að konan hafði hlotið dóm fyrir líkamsárás á hendur seljandanum og einnig gerst sek um eignaspjöll á eignum hans. Ekki hafði heldur verið greint frá því að aðrir íbúar hússins hafi samþykkt tillögu á húsfundi um að bera konuna og mann hennar, sem sat einn í hússtjórn, út á grundvelli laga um fjöleignarhús. Vegna formsatriða taldist húsfundurinn ólögmætur. Seljandinn ákvað að selja íbúðina í framhaldinu. Kaupandinn taldi þetta jafnast á við galla á fasteign og ákvað að halda eftir síðustu greiðslunni. Héraðsdómur tók undir það og vísaði í 26. grein laga um fasteignakaup þar sem segir að fasteign teljist gölluð ef kaupandi hefur ekki fengið þær upplýsingar um hana sem seljandi vissi eða mátti vita um og kaupandi hafði réttmæta ástæðu til að ætla að hann fengi. Þetta gildir þó aðeins ef það hefur haft áhrif á gerð eða efni kaupsamnings að upplýsingarnar voru ekki veittar. Seljendur áfrýjuðu til Landsréttar sem staðfesti héraðsdóm og taldi að þetta væru atriði sem þeim hafi borið að upplýsa. Samkvæmt dómskvöddum matsmanni teldist verðgildi eignarinnar fimm til átta prósentum lægra en ef eignin væri ógölluð. Seljendum var gert að greiða kaupanda 1,1 milljón króna í málskostnað.","summary":"Ofbeldisfullur og erfiður nágranni telst galli á fasteign, samkvæmt bæði héraðs- og Landsdómi. Kaupandi fasteignar þarf ekki að greiða fullt verð þar sem honum hafði ekki verið gerð grein fyrir stöðunni."} {"year":"2021","id":"349","intro":"Heilbrigðisstarfsfólk á sjötíu sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum í þrjátíu borgum og bæjum í Mjanmar lagði niður vinnu í morgun til að mótmæla valdaráni hersins. Fólkið ber rauðan borða til að láta í ljós skoðun sína. Þá hefur fólk mótmælt valdaráninu með því að berja potta og pönnur á götum úti.","main":"Stofnuð hafa verið samtök um borgaralega óhlýðni í Mjanmar og 150.000 skráðu sig á nýja Facebook-síðu þeirra fyrsta sólarhringinn eftir að hún var opnuð. Ýmis námsmanna- og ungmennafélög hafa gengið til liðs við hin nýju samtök. Forsvarsmenn þeirra segja herinn hafa tekið eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni almennings. Breska útvarpið BBC greindi frá því í morgun að lögreglan í Mjanmar hefði lagt fram ákærur á hendur borgaralegum leiðtogum sem steypt hefði verið af stóli, þeim Aung San Suu Kyi og Win Myint, forseta landsins. Þau hefðu verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 15. þessa mánaðar. Hvorki hefði heyrst frá þeim né sést til þeirra síðan herinn tók völdin á mánudagsmorgun, en þau eru talin vera í stofufangelsi í höfuðborginni Nay Pyi Taw.\nMálið var rætt í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöld og greindi Stephane Dujarric, talsmaður samtakanna, fréttamanni frá fundinum.\nHann sagði að Christine Schraner Burgener, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Mjanmar, hefði ávarpað fundinn og hvatt ríki til að senda herforingjastjórninni skýr skilaboð um að þau styddu lýðræði í Mjanmar. Fundurinn skilaði ekki árangri, en haft var eftir ónefndum stjórnarerindreka að bæði Rússar og Kínverjar hefðu beðið um lengri tíma til að tjá afstöðu sína til málsins. Bæði ríki lögðust gegn refsiaðgerðum vegna framgöngu hersins gegn Róhingjum í Mjanmar.","summary":null} {"year":"2021","id":"350","intro":"Kröfur til þeirra sem sinna framkvæmdum fyrir Vegagerðina verða stórauknar og reglur um slíkar framkvæmdir verða hertar frá og með vorinu. Tilgangurinn er að auka öryggi.","main":"Vegagerðin kynnti málið á fundi sem var sýndur í beinu streymi í morgun. Þar var kynnt það sem kallað er stórauknar kröfur til verktaka og eftirlitsaðila með framkvæmdum þar sem lagt er út malbik og klæðing. Til stendur að gera ýmsar nýjar kröfur og auka aðrar, til að tryggja að ekki skapist aðstæður að lokinni framkvæmd sem geta reynst hættulegar vegfarendum. Bergþóra Þorkelsdóttir er forstjóri Vegagerðarinnar.\nÞetta er talsverð breyting. Og stærstu bitarnir eru þeir að við erum að auka fræðslu til þessara aðila sem eru að vinna fyrir okkur í nákvæmlega þeim kröfum sem eru gerðar til þeirra, ekki bara almenn þekking, og menn verða að gangast undir próf í því.\nÞá segir Bergþóra að verið sé að breyta eftirlitinu og faggilda það.\nÉg tel að þessar breytingar muni breyta miklu um það að framkvæmdir eru framkvæmdar á mjög einsleitan og skilvirkan hátt. Þannig að breytileikinn verður minni og ég tel að öryggi aukist við það.\nRúmlega 300 manns fylgdust með fundinum og fundargestir báru upp fjölda spurninga í lok hans. Bergþóra segir að þessar breytingar kosti vissulega töluvert, en það þýði þó ekki að skera þurfi niður fé til almenns viðhalds á móti.\nÖll vinna kostar. En í mínum huga eru þetta algjörlega tímabærar breytingar sem við erum að fara í. Við lærðum nýja hluti og við bregðumst við þeim. Og ég held að það sé skylda okkar að gera það. Þannig að kostnaðurinn verður að liggja á milli hluta.","summary":null} {"year":"2021","id":"350","intro":"Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins glímdi við sinueld við Korpúlfsstaði í morgun. Vel gekk að ráða niðurlögum hans.","main":"Kristján Sigfússon varðstjóri hjá slökkviliðinu stýrði aðgerðum á staðnum en eldurinn logaði á stóru svæði.\nKristján segir að eldurinn hafi breiðst hratt út enda hafi blásið nokkuð frá austri þegar slökkvilið kom á staðinn. Ekkert sé vitað um eldsupptök en lögregla rannsakar þau.\nKristján segir slökkviliðsmenn yfirleitt líta á sinuelda sem vorboða og óvanalegt sé að glíma við þá á þessum árstíma, einkum í þessu umfangi.\nEngin mannvirki voru í hættu en slökkviliðið hafði nokkrar áhyggjur af golfvelli Golfklúbbs Reykjavíkur en það slapp til. Kristján segir eldinn ekki hafa náð lengra en að veginum og því hafi í raun ekki verið mikil hætta á ferðum. útbreiðslu eldsins hafa stöðvað við veginn og því í raun ekki mikil hætta á ferðum.","summary":"Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti mikinn sinueld við Korpúlfsstaði í morgun. Óvenjulegt er að kvikni í sinu á þessum árstíma."} {"year":"2021","id":"350","intro":"Fylgismenn Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar, krefjast þess að henni verði sleppt og að herinn viðurkenni úrslit kosninganna fyrir þremur árum. Sameinuðu þjóðirnar óttast um stöðu Róhingja í Mjanmar eftir valdatöku hersins.","main":"Þjóðfylkingin, flokkur Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar, krefst þess að herinn sleppi henni og öðrum flokksmönnum og viðurkenni úrslit kosninganna í landinu fyrir þremur mánuðum. Suu Kyi er sögð í stofufangelsi í bústað sínum í höfuðborginni Naypyidaw. (Nepidov)\nFréttastofan AFP hafði eftir blaðafulltrúa Þjóðfylkingarinnar að flestir ráðherrar sem handteknir hefðu verið við valdaránið í gær væru nú komnir í stofufangelsi. Öðrum er enn haldið á afgirtu svæði í höfuðborginni. Herforinginn Min Aung Hlaing fer nú með stjórn landsins, en hann sætir refisaðgerðum Bandaríkjamanna vegna framgöngu hersins gagnvart Róhingjum. Hann viðurkennir ekki kosningarnar sem fram fóru í nóvember, ætlar að stjórna samkvæmt neyðarlögum í eitt ár, en kveðst síðan ætla efna til nýrra kosninga. Valdaránið hefur víða verið fordæmt, en á blaðamannafundi í morgun kallaði talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins það uppstokkun í stjórn Mjanmar. Valdaránið hefur vakið áhyggjur af stöðu þeirra Róhingja sem enn eru í Mjanmar. Vegna ofsókna hersins flýðu um 700.000 Róhingjar yfir til Bangladess árið 2017 og dvelja þar í flóttamannabúðum. Að sögn Stephane Dujarric, talsmanns Sameinuðu þjóðanna, eru enn um 600.000 Róhingjar í Rakhine-héraði í Mjanmar, þar af dvelji um 120.000 í sérstökum búðum, þar sem ferðafrelsi sé takmarkað og heilbrigðisþjónusta og menntun af skornum skammti. Hann segist óttast að staða þessa fólks eigi eftir að versna.","summary":"Fylgismenn Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar, krefjast þess að henni verði sleppt og að herinn viðurkenni úrslit kosninganna fyrir þremur mánuðum. Sameinuðu þjóðirnar óttast um stöðu Róhingja í Mjanmar eftir valdatöku hersins."} {"year":"2021","id":"350","intro":"Tugir húsa hafa brunnið í gróðureldum í útjaðri borgarinnar borginni Perth í Ástralíu. Þúsundir hafa orðið að yfirgefa heimili sín.","main":"Hátt í sextíu hús hafa brunnið í gróðureldum nærri borginni Perth í Vestur-Ástralíu. Um 7.500 hektarar lands hafa brunnið síðan eldur kviknaði í gær. Ástandið er afar erfitt í Perth, en þar eru í gildi strangar sóttvarnareglur vegna kórónuveirufaraldursins.\nÞetta sagði Mark McGowan, forsætisráðherra Vestur-Ástralíu, á fundi með fréttamönnum í morgun og bætti við að veðurútlitið væri ekki gott, en hvassviðri hefur torveldað slökkvistarf. Eldurinn kviknaði við Wooroloo, smábæ í útjaðri Perth, og breiddist hratt út. Þúsundir hafa orðið að flýja heimili sín, en að sögn forsætisráðherrans er búið að koma upp aðstöðu fyrir fólkið.\nSums staðar hefur þó fólki verið skipað að halda kyrru fyrir, því ekki væri þorandi að reyna að komast burt þar sem eldur væri mikill á leiðinni sem þyrfti að fara. Ekki er vitað um upptök eldsins og ekki hafa borist fregnir um manntjón, en forsætisráðherrann sagði að verið væri að kanna málið á tilteknum stað, Tildan Park.\nUm 250 slökkviliðsmenn berjast við eldanna og hafa yfirvöld í öðrum ríkjum Ástralíu boðið aðstoð við slökkvistarfið þar á meðal að senda sérútbúnar flugvélar til Perth.","summary":"Tugir húsa hafa brunnið í gróðureldum í útjaðri borgarinnar borginni Perth í Ástralíu. Þúsundir hafa orðið að yfirgefa heimili sín."} {"year":"2021","id":"350","intro":"Norræna efnisveitan NENT Group hefur tryggt sér sýningarrétt á öllum leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá 2022 til og með 2028. Allir leikir Íslands verða því sýndir á streymisveitunni Viaplay.","main":null,"summary":"Efnisveitan Viaplay hefur gert sex ára einkaréttarsamning um sjónvarpsútsendingar frá landsleikjum karlalandsliðsins í fótbolta. Samningurinn tekur gildi haustið 2022."} {"year":"2021","id":"350","intro":"Íslenska kalkþörungafélagið hefur fengið leyfi fyrir 120 þúsund tonna framleiðslu á kalki og öðrum afurðum. Þetta er 35 þúsund tonna aukning frá fyrra leyfi sem var gefið út fyrir þremur árum.","main":"Leyfið er gefið út fyrir vinnslu fyrirtækisins á Bíldudal á kalkþörungum sem eru unnir úr Arnarfirði. Halldór Halldórsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að með þessu verði þörf á að kaupa annan þurrkara í vinnslu fyrirtækisins þar. Stefnt hafi verið að þessu marki í þó nokkurn tíma og með þessu verður hægt að nýta betur það leyfi sem fyrirtækið hefur til efnisnáms í Arnarfirði.\nÞað er ekki eina ástæðan. Hin ástæðan er sú að áform okkar í Ísafjarðardjúpi, þeim hefur seinkað verulega. Það hefur tekið lengri tíma að vinna úr okkar umsóknum og umhverfismati og slíku en hefur verið áætlað. Það er ástæðan fyrir því að við þurfum að nýta enn betur heimildir okkar í Arnarfirði.\nFyrirtækið hefur stefnt að því að koma upp 120 þúsund tonna vinnslu í Súðavík í þó nokkurn tíma sem gæfi af sér þrjátíu til fjörutíu störf. Upprunaleg áætlun gerði ráð fyrir því að starfsemi myndi hefjast haustið 2020, sem gekk ekki eftir. Umhverfismati lauk fyrir um ári og nú liggur fyrir umsókn hjá Orkustofnun fyrir efnistöku í Djúpinu. Halldór vonast til að það gangi eftir fljótlega.\nÞá getum við farið að semja við Súðavíkurhrepp um landfyllingu og bryggju og þá verður hægt að leggja drög að verksmiðjunni þar.\nEnn fremur á eftir að tryggja orku til framleiðslunnar í Súðavík, en gert er ráð fyrir að full starfsemi þurfi tíu megawött af rafmagni á ári.","summary":"Kalkþörungafélagið hefur fengið leyfi fyrir 120 þúsund tonna framleiðslu á kalki á Bíldudal. Það er 35 þúsund tonna aukning. Áætlanir fyrirtækisins um að koma framleiðslu af stað í Súðavík hafa dregist mikið. "} {"year":"2021","id":"351","intro":"Flugvirkjar Icelandair hafa að undanförnu unnið að því að rífa niður eina af elstu þotum félagsins í flugskýli á Keflavíkurflugvelli. Vélin er af gerðinni Boeing 757. Hörður Már Harðarson er yfirflugvirki hjá Icelandair.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"351","intro":"Tuttugu fámenn sveitarfélög hafa nú hafið formlegt samráð. sín á milli. Þau neyðast til að sameinast öðrum sveitarfélögum ef boðaður þúsund manna lágmarksíbúafjöldi gengur eftir.","main":"Fimm manna nefnd vinnur nú að því að formfesta samstarf fámennari sveitarfélaga landsins. Helsta verkefni hópsins er að koma skoðunum þeirra á framfæri og reyna að koma í veg fyrir að þau neyðist til að sameinast öðrum sveitarfélögum ef lágmarksíbúafjöldi verður hækkaður. Jón Páll Hreinsson er bæjarstjóri í Bolungarvíkurkaupstað, einu þessara sveitarfélaga. Hann segir samráðshópinn ekki á móti því að efla sveitarfélög landsins.\nVið erum bara á móti því að íbúarnir eigi ekki síðasta orðið þegar kemur að sameiningu.\nHann segir hópinn vilja ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Samband Íslenskra sveitarfélaga er fylgjandi hækkuðum lágmarksfjölda.\nVið viljum ná sáttum og við viljum leggja á okkur að koma á einhvers konar málamiðlun til þess að reyna að sætta þessi andstæðu sjónarmið innan sambandsins því ég held það sé mikilvægt að öll sveitarfélög reyni að vinna saman að því að hagsmunum sveitarfélagsstigsins á landinu.\nFrumvarp sveitarstjórnarráðherra gerir ráð fyrir því að lágmarksíbúafjöldi verði 250 frá sveitarstjórnarkosningum á næsta ári og þúsund frá 2026. Yfir helmingur sveitarfélaga landsins, eða fjörutíu, ná ekki því marki og neyðast þar með til að sameinast.","summary":"Tuttugu fámenn sveitarfélög hafa nú stofnað til formlegs samráðs sín á milli. Þau neyðast til að sameinast öðrum sveitarfélögum verði frumvarp sem gerir ráð fyrir þúsund íbúa lágmarksfjölda samþykkt."} {"year":"2021","id":"351","intro":"Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson, stefnir að því að komast á topp fjallsins K2 á föstudag. Hann hefur verið á fjallinu í nær tvo mánuði, ásamt feðgum frá Pakistan. Hann segir veðurhorfur í vikunni góðar. John Snorri hefur áður klifið fjallið að sumarlagi. Aðeins einu sinni hefur tekist að komast á tindinn að vetri til. Það tókst hópi Nepala á dögunum. K2 er næsthæsta fjall í heimi á eftir Everest. Það er á mörkum Pakistans og Kína í Karakoram-fjallgarðinum og er 8.611 metra hátt. K2 er oft kallað Villta fjallið því það þykir Mjög erfitt þykir að klífa það.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"351","intro":"Gæsluvarðhaldskrafa yfir manni sem er grunaður um að hafa skotið úr 22. kalibera riffli á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, og inn um glugga á skrifstofuhúsnæði Samfylkingarinnar, rennur út í dag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og ríkislögreglustjóri verjast allra fregna af málinu.","main":"Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var handtekinn á laugardag ásamt öðrum manni. Sá er á fimmtugsaldri og var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Í yfirlýsingu lögreglu á laugardag stóð að mennirnir voru þá báðir með réttarstöðu sakbornings í málinu. Afar litlar upplýsingar er að fá um framgang rannsóknarinnar, en samkvæmt heimildum fréttastofu fannst töluvert magn af skotvopnum heima hjá yngri manninum, meðal annars tveir rifflar. Rannsóknin er bæði á borði ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en enginn hefur viljað vita neinar frekari upplýsingar í morgun. Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, upplýsingafulltrúi lögregunnar, segir í svari til RÚV að ekki sé hægt að greina frekar frá rannsókninni.\nMyndband hagsmunahópsins Björgum miðbænum, þar sem Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins er þulur og fjallar um framkvæmdakostnað við Óðinstorg, þar sem borgarstjóri á heima, var fjarlægt af Youtube í morgun. Bolli Kristinsson er meðal forsvarsmanna hópsins og baðst hann í gær afsökunar á að hafa beint athyglinni að heimili Dags og vildi að myndbandið yrði tekið úr birtingu. Borgarstjóri hefur sagt að með myndbandinu hafi heimili hans verið gert að skotskífu. Vigdís vildi ekki veita fréttastofu viðtal en undirstrikaði að engin tengsl væru á milli myndbandsins og skotárásanna á fjölskyldubíl Dags og skrifstofur Samfylkingarinnar.","summary":"Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir karlmanni sem er grunaður um að hafa skotið úr 22ggja kalibera riffli á bíl borgarstjóra og á skrifstofur Samfylkingarinnar rennur út í dag. "} {"year":"2021","id":"351","intro":"Öllum íbúum á hjúkrunar- og elliheimilum í Englandi hefur verið boðin bólusetning gegn kórónuveirunni. Sex hundruð þúsund landsmenn hafa þegar verið bólusettir.","main":"Öllum íbúum á enskum hjúkrunar- og elliheimilum hefur verið boðin bólusetning við kórónuveirunni. Boris Johnson forsætisráðherra segir að þessi tíðindi marki tímamót í baráttunni við COVID-19.\nBreska heilbrigðisþjónustan NHS greindi frá því í dag að íbúum á yfir tíu þúsund heimilum í landshlutanum hefði verið boðin bólusetning. Boris Johnson forsætisráðherra sagði að þetta væri merkur áfangi í því verkefni að bólusetja alla landsmenn sem væru hvað viðkvæmastir fyrir kórónuveirunni. Hann minnti jafnframt á að ýmiss konar erfiðleikar væru þó fram undan. Stjórnvöld hafa sett sér það markmið að hafa bólusett landsmenn sem orðnir eru sjötíu ára og eldri og heilbrigðisstarfsfólk í framvarðarsveitum fyrir miðjan þennan mánuð. Á laugardag höfðu tæplega sex hundruð þúsund manns verið bólusettir víðs vegar um Bretland. Þar með hafa hátt í níu milljón Bretar verið bólusettir, þar af um 490 þúsund tvívegis.\nStjórnvöld í Lundúnum tilkynntu í dag að þau hefðu pantað fjörutíu milljónir skammta af bóluefni frá franska lyfjafyrirtækinu Valneva. Ekki er búist við að það verði tilbúið fyrr en síðar á þessu ári eða því næsta.","summary":"Öllum íbúum á hjúkrunar- og elliheimilum á Englandi hefur verið boðin bólusetning við kórónuveirunni. Níu milljónir Bretar hafa þegar fengið bóluefni."} {"year":"2021","id":"351","intro":"Sóttvarnalæknir fagnar góðum árangri í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn og segir að mögulegt sé að slaka örlítið á. Hann vill þó ekki upplýsa í hverju þær tilslakanir gætu falist.","main":"Þórólfur Guðnason kveðst tilbúinn með tillögur að vægum tilslökunum, en sé þó ekki tilbúinn að upplýsa í hverju þær felast.\nVið þurfum að fara varlega í allar tilslakanir til að koma í veg fyrir bakslag. Það hefur reynsla sýnt okkur til þessa.\nÞórólfur hyggst kynna tillögur sínar fyrir heilbrigðisráðherra nú í vikunni. Um þær verði upplýst þegar að því kemur.\nÞórólfur segir Íslendinga í kjörstöðu að halda ástandinu góðu uns hjarðónæmi næst. Alltaf þurfi þó að taka tillit til aðstæðna innanlands, á landamærunum og ekki síst í útlöndum. Ekki gangi þó að loka öllu.\nvið erum svo sannarlega búin að leggja mikið á okkur til að ná góðum árangri\ní þessari þriðju bylgju til þess að ná henni niður og helst útrýma eins og hægt er með hörðum aðgerðum\nHér hafi tekist að bæla veiruna með lítt íþyngjandi aðgerðum enda teldi hann ólíklegt að landsmenn sættu sig við að hér yrði öllu lokað við fjölgun smita, líkt og tíðkast til dæmis í Ástralíu.\nÞórólfur segir ekki enn vitað hve verndandi bólusetning sé og því verði kvöðum á bólusett fólk ekki aflétt til að byrja með. Hann segist þó vonast til að bólusetningar verði til þess að kvöðum verði aflétt.","summary":null} {"year":"2021","id":"351","intro":"Valdarán hersins í Mjanmar í nótt er fordæmt víða um heim. Þess er krafist að Aung San Su Kyi og öðrum valdamönnum verði tafarlaust sleppt úr haldi.","main":"Herinn í Mjanmar rændi völdum í nótt og setti neyðarlög í eitt ár. Herforingjarnir bera því við að grípa hafi þurft til aðgerða vegna svika, þegar kosið var til þings í nóvember. Valdaráninu hefur verið mótmælt víða um heim.\nLýðræðisfylkingin, flokkur Aung San Su Kyi, leiðtoga Mjanmar, tryggði sér meirihluta í þingkosningum 13. nóvember. Fyrsti fundur hins nýja þings var fyrirhugaður í dag. Herinn kom í veg fyrir það með því að taka völdin í sínar hendur og fangelsa alla helstu frammámenn í Lýðræðisfylkingunni. Fullyrt er að flokkurinn hafi tryggt sér sigur í kosningunum með víðtækum svikum. Neyðarlög hafa verið sett til eins árs. Þá hyggst herstjórnin boða til kosninga og færa völdin þeim flokki sem þá fer með sigur af hólmi. Valdaránið fór fram klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. Fjarskiptasamband var rofið að mestu og útsendingar ríkisfjölmiðlanna truflaðar. Skömmu síðar var lesin upp yfirlýsing í sjónvarpi hersins um að hann hefði tekið völdin í sínar hendur.\nAðgerðum hersins hefur verið mótmælt víða um heim í dag. Þess er krafist að lýðræði verði komið á að nýju og Aung San Su Kyi og fylgismenn hennar verði látin laus. Bandaríkjastjórn hótar jafnframt að beita refsiaðgerðum. Kínverjar eru Mjanmörum alla jafna hliðhollir á alþjóðavettvangi. Þeir hvetja andstæðar fylkingar í landinu til að jafna ágreininginn innan marka laga og réttar og verja pólitískan og félagslegan stöðugleika.","summary":"Valdarán hersins í Mjanmar í nótt er fordæmt víða um heim. Þess er krafist að Aung San Su Kyi og öðrum valdamönnum verði tafarlaust sleppt úr haldi."} {"year":"2021","id":"351","intro":"Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, réð í gærkvöld tvo lögmenn til að stýra vörn hans vegna ákæru fyrir embættisglöp. Þeir taka við af lögmönnum sem sögðu sig frá verkinu í fyrrakvöld.","main":"Þeir David Schoen og Bruce Castor yngri verða lögmenn Trumps í réttarhöldunum í öldungadeild Bandaríkjaþings sem eiga að hefjast í næstu viku.\nÞeir telja báðir að ákæran á hendur honum stangist á við bandarísku stjórnarskrána, þar sem Trump er ekki lengur í embætti. Ákæran nær þó til þess tíma sem hann gegndi embætti forseta.\nTrump var ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir að hvetja stuðningsmenn sína til þess að ráðast inn í þinghúsið 6. janúar. Hann hélt fjöldafund með stuðningsmönnum skammt frá þinghúsinu þann sama dag, rétt áður en þingmenn staðfestu úrslit forsetakosninganna þar sem Joe Biden hafði betur gegn Trump. Trump, og margir stuðningsmanna hans, halda því statt og stöðugt fram að svindlað hafi verið í kosningunum og sigrinum hafi verið stolið af honum. Fjöldi þingmanna Repúblikana hefur tekið undir þær ásakanir forsetans. Samkvæmt heimildum CNN hættu fimm lögmenn við að verja Trump vegna þess að hann vildi halda þessum ásökunum sínum til streitu, og byggja málsvörn sína á því.","summary":null} {"year":"2021","id":"351","intro":"Hluti af þeirri loðnu sem mældist í vikulöngum rannsóknaleiðangri, sem lauk um helgina, er hugsanlega viðbót við það sem mælst hefur hingað til. Leiðangursstjórinn segir of snemmt að segja til um hvort það gefi tilefni til að auka við loðnukvótann.","main":"Það voru átta skip í þessum leiðangri sem er einn sá viðamesti sem Hafrannsóknastofnun hefur staðið fyrir. Mælt var frá miðunum undan Suðausturlandi, norður með Austfjörðum og þaðan vestur með Norðurlandi allt vestur á Grænlandssund. Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri, segir að loðna hafi sést víða með landgrunnsbrúnum á öllu þessu svæði.\nOg það ætti að vera loðna sem ekki náðist að mæla þar fyrr í janúar.\nNú tókst að mæla í Grænlandssundi þar sem hafís hefur áður hindrað mælingar, en þar reyndist aðallega ungloðna sem Birkir segir ekki hluta af veiðistofni þessarrar vertíðar. Fullorðna loðnan sé því gengin af því svæði enda hafi meira mælst af kynþroska loðnu eftir því sem austar dró. Þegar hafa verið heimilaðar veiðar á 61 þúsund tonnum af loðnu en af því kemur aðeins um þriðjungur til íslenskra skipa. Mikil eftirvænting ríkir því hjá útgerðinni fyrir niðurstöðum úr mælingunni.","summary":"Líkur eru á að hluti þeirrar loðnu sem mældist í rannsóknaleiðangri sem lauk um helgina sé viðbót við það sem áður hafði mælst. Útgerðin vonast eftir auknum veiðiheimildum."} {"year":"2021","id":"351","intro":"Landsliðsþjálfari Danmerkur þakkar það áherslubreytingum í vörn liðsins og frábærri markvörslu að Danir tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í handbolta í gær. Danir hafa nú unnið titilinn á tveimur mótum í röð.","main":"Danir unnu Svía í úrslitaleik HM í gær, 26-24. Leikurinn var jafn en um miðjan seinni hálfleik breytti Nikolaj Jacobsen þjálfara Dana um vörn. Hann fór úr flatri 6-0 vörn í það að hafa einn varnarmann fyrir framan hina, í svokallaða 5-1 vörn sem hann telur hafa verið lykilinn að sigrinum.\nSagði Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana á blaðamannafundi eftir sigurinn í gær. Hann hrósaði markverði sínum og fyrirliða, Niklas Landin í hástert þarna í lokin. Landin átti stórleik í marki Dana í seinni hálfleik í gær. Það segir sitt um gæði Landin að hann er nú handhafi flestra af stærstu titlum handboltans. Auk þess að vera heimsmeistari í annað sinn í röð er hann einnig ríkjandi Ólympíumeistari, ríkjandi þýskur meistari og bikarmeistari með Kiel og vann Meistaradeild Evrópu með Kiel nú í lok síðasta árs. Nikoaj Jacobsen er fjórði þjálfarinn sem nær að verja heimsmeistaratitil í handbolta. Áður hafði Curt Wadmark gert það með Svía á sjötta áratug síðustu aldar. Niculae Nedeff gerði það svo tvisvar með Rúmena 1961 og fjögur og svo aftur 1970 og 74. Síðastur á undan Jacobsen til að verja heimsmeistaratitilinn var Claude Onesta með Frakka 2011. HM gull Dana 2019 og í ár eru einu heimsmeistaratitlar danska landsliðsins. Þeir urðu þó Evrópumeistarar 2008 og 2012 undir stjórn Ulriks Wilbek og Ólympíumeistarar 2016 undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar núverandi landsliðsþjálfara Íslands.","summary":null} {"year":"2021","id":"352","intro":"Sveitarfélagið Vesturbyggð hefur stefnt Arnarlaxi vegna vangoldinna aflagjalda. Fyrirtækið hefur greitt inn á kröfur sveitarfélagsins í takt við eldri gjaldskrá sem ekki er lengur í gildi.","main":"Ef stytt er afkynning þessi: Þetta var Kristín Edwald. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir talaði við hana og Rebekku Hilmarsdóttur.\nVesturbyggð breytti gjaldskrá aflagjalda í höfnum sveitarfélagsins fyrir 2020 á þann veg að mið er tekið af Nasdaq vísitölu eldisfisks. Arnarlax, sem stundar fiskeldi í Arnarfirði og Patreksfirði og nýtir þjónustu hafna Vesturbyggðar, telur að sveitarfélagið hafi ekki lagalega heimild til að heimta aflagjald af fyrirtækinu né byggja gjaldskrána á Nasdaq. Nota hefði átt upplýsingar um verðmæti eldisafla fyrirtækisins sjálfs, eins og var gert fram að því. Fyrirtækið neitar því að fylgja nýju gjaldskránni.\nRebekka Hilmarsdóttir er bæjarstjóri í Vesturbyggð.\nNúna erum við bara í þessari stöðu að þetta fyrirtæki hefur ekki staðið við sín lögbundnu gjöld.\nFyrirtækið hefur engu að síður greitt gjöld, en þá í samræmi við eldri gjaldskrá út frá eigin útreikningum. Út af stendur mismunurinn, um 18 milljónir króna með vöxtum.\nÞannig að þeir hafa sannarlega greitt inn á kröfurnar en ekki í samræmi við gildandi gjaldskrá.\nVesturbyggð ákvað að miða gjöldin við Nasdaq-vísitöluna annars vegar til að tryggja jafnræði milli fiskeldisfyrirtækjanna tveggja sem eiga í viðskiptum við sveitarfélagið og hins vegar af því að erfiðlega hafði gengið að fá upplýsingar frá Arnarlaxi.\nKristín Edwald, lögmaður Arnarlax, segir það ekki rétt.\nÞær upplýsingar hafa alltaf legið fyrir og verið veittar lögum samkvæmt. Að sjálfsögðu á jafnræði að gilda um þetta, það er að segja að Vesturbyggð verður að geta rökstutt þjónustugjöldin gagnvart öllum sem eru að greiða þeim þjónustugjöld.\nGagnsæi skorti á hvert gjöldin renna.\nfyrirtækið er að sjálfsögðu tilbúið og hefur greitt fyrir þá þjónustu sem það svo sannarlega fær og á þessu tímabili hefur Arnarlax greitt í kringum áttatíu milljónir til hafnarsjóðs Vesturbyggðar.","summary":null} {"year":"2021","id":"352","intro":"Reyna á að laga mæla Veðurstofunnar við Jökulsá á Fjöllum og eru tveir vatnamælingamenn Veðurstofunnar lagðir af stað norður. Vatnshæðin hefur verið nokkuð stöðug um helgina í rúmum fimm metrum.","main":"Skúr Veðurstofunnar við ána sem í er mælingabúnaður fór á hliðina í vatnavöxtunum.\nOg sumt slitnaði og annað ekki en við ætlum að reyna að laga það. Koma skúrnum á réttan kjöl og koma í veg fyrir frekari skemmdir á mælitækjum.\nSegir Gunnar Sigurðsson hópstjóri vatnamælingakerfa á Veðurstofu Íslands sem er á leið norður við annan mann. Vatnshæðarmælirinn í skúrnum sendir þó enn merki til Veðurstofunnar. Vefmyndavélin á staðnum er líka í lagi nema hvað að hún hefur snúist og sýnir bara mynd af snjó. Vatnshæðin nú nokkuð stöðug í um 524 sentimetrum og vonar Gunnar að ekki fari að bresta:\nÞað hefur náttúrulega gerst einu sinni í sögu brúarinnar að það hafi orðið svona atburður eins og gerðist á þriðjudaginn svo að við vonum bara að þetta fari niður eins og alltaf áður. En það er ennþá bara sama hækkun og það eru ennþá sömu varúðarráðstafanir við brúna eins og verið hafa.\nEnn er óvissustig almannavarna í gildi vegna krapastíflu og flóðahættu en áin ruddi sig um miðjan dag á þriðjudag og hækkaði þá vatnsborð árinnar um 180 sentimetra á einni mínútu. Vegurinn sitthvorum megin við brúna liggur lægra en brúin sjálf svo vatn geti þá frekar flætt yfir veginn. Það er gert til að draga úr hættu á því að brúin laskist. Vegurinn er lokaður yfir nóttina.","summary":"Vatnamælingamenn Veðurstofunnar eru lagðir af stað að Jökulsá á Fjöllum til að laga senditæki og vefmyndavél. Enn er hátt í ánni; 524 sentimetrar. "} {"year":"2021","id":"352","intro":"Líklega var skotið á bíl fjölskyldu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á bílastæði aftan við heimili hans. Atvikinu fylgi erfiðar tilfinningar, hann og fjölskylda sín horfi aðeins öðruvísi út um gluggann nú en áður. Hann segir að heimili sitt hafi verið gert að skotskífu í myndbandi aðgerðahópsins Björgum miðbænum.","main":"Dagur var gestur Silfursins í morgun.Hann tók eftir gati á farþegahurð bíls fjölskyldunnar um síðustu helgi og setti sig strax í samband við lögreglu sem tók bílinn til rannsóknar. Kúlur fundust inni í hurðinni og í kjölfarið gerði lögregla ráðstafanir við heimili fjölskyldunnar. Við nánari athugun reyndust kúlnagötin vera tvö.Dagur segir að eiginkona sín og börn hafi brugðist við af miklu æðruleysi.\nEn þessu fylgja auðvitað erfiðar tilfinningar. Þetta er óöryggi og álag og maður stendur sjálfan sig að því, og við öll, að horfa aðeins öðruvísi út um gluggann meðan það er óvissa í þessu öllu saman.\nDagur segir að hugsanlega hafi áreitni sem beinist að stjórnmálaflokkum og einstökum stjórnmálamönnum ekki verið gefinn nægilegur gaumur\nÞá kemur á daginn að undanfarin tvö ár, allavega, hafa verið viðburðir sem hafa átt sér stað við skrifstofur annarra stjórnmálaflokka. Ég er hugsi yfir því að það sé ekki tekið til umræðu og sett á borðið.\nMyndband aðgerðahópsins Björgum miðbænum, þar sem Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins er þulur, hefur verið til umræðu í þessu sambandi, en þar er heimili borgarstjóra sýnt og staðsetning þess sett í samhengi við framkvæmdir við Óðinstorg.\nDagur segist ekki geta fullyrt um orsakasamhengi á milli myndbandsins og skotárásarinnar.\nTil þess vitum við ekki nógu mikið um þessa skotárás. Hinsvegar sagði ég strax þegar farið var að keyra þetta á stærstu netmiðlum landsins að þetta ylli mér óhug. Ég var ekkert einn í fjölskyldunni um það. Okkur fannst þetta mjög óhugnanlegt. Mér fannst þarna verið að fara inn á alveg nýjar brautir í íslenskri pólitík, færa mörkin og gera heimili mitt að skotskífu. Þá grunaði mig ekki það sem núna gerðist.","summary":"Dagur B Eggertsson borgarstjóri segir að skotárás á bíl hans fylgi erfiðar tilfinningar, hann og fjölskylda sín horfi aðeins öðruvísi út um gluggann nú en áður. Hann segir að heimili sitt hafi verið gert að skotskífu í myndbandi aðgerðahópsins Björgum miðbænum. "} {"year":"2021","id":"352","intro":"Rússneska lögreglan hefur handtekið meira en þúsund manns í mótmælum víða um land. Viðbúnaður er mikill og sérstaklega í höfuðborginni Moskvu þar sem fólki er sópað upp í rútur nánast um leið og það mætir til að mótmæla. Mótmælendur krefjast þess að stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny verði látinn laus úr fangelsi.","main":"Pútin er þjófur hrópa mótmælendur í borginni Novosibirsk í Síberu sem létu nístandi kulda og hættu á handtöku ekki stöðva sig. Mestur er viðbúnaðurinn í höfuðborginni. Miðborg Moskvu hefur nánast verið lokað. Fólk virðist gripið af lögreglu um leið og það lætur sjá sig og er sett upp í brynvarðar rútur.\nMeira en þúsund hafa verið handtekin það sem af er degi. Rússneski miðillinn Meduza segir að mótmæli hafi verið skipulögð í 142 borgum um land allt. Alexei Navalny var handtekinn 17. janúar um leið og hann kom til Moskvu frá Berlín. Þar dvaldi hann í fimm mánuði eftir að eitrað var fyrir honum í Síberíu í ágúst. Rússnesk stjórnvöld neita ábyrgð í málinu en samkvæmt rannsókn sem birt var á vefsíðu Bellingcat fylgdu útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar Navalny eftir á meir en 30 ferðalögum í þrjú ár áður en látið var til skarar skríða.\nEiginkona Alexei Yulia Navalnaya Navalnæja birti mynd af fjölskyldunni á Instagram og hvatti fólk til þess að láta í sér heyra í dag. Ein hrædd manneskja sem situr í sextán hæða byrgi með froðudiskóteki ákveður örlög okkar - skrifar hún undir myndina og á þar við forsetann Vladimír Pútín, sem að sögn eiginmanns hennar, lét byggja 17.000 fermetra glæsihöll við Svartahaf. Hann setur sum í fangelsi og eitrar fyrir öðrum - skrifar Yulia en þetta þarf ekki að vera svona áfram og verður ekki.\nTugir þúsunda mótmæltu einnig síðasta laugardag þá voru minnst 3500 handtekin. Mál Navalny hefur hreyft við fólki og mörg eru að mæta til mótmæla í fyrsta sinn á ævinni. Þá hafa þekktir leikarar og tónlistarfólk lýst yfir stuðningi við hann og einnig fyrrum fyrirliði landsliðsins í fótbolta sem eru nokkur tíðindi þar sem íþróttafólk hefur hingað til haldið sig frá stjórnmálum að mestu.","summary":"Meira en þúsund hafa verið handtekin í Rússlandi í dag við mótmæli til stuðnings Alexei Navalny. Í Moskvu er gríðarlegur viðbúnaður lögreglu og er fólki sópað upp í brynvarðar rútur. "} {"year":"2021","id":"352","intro":"Forsætisráðherra telur að upplifun almennings af spillingu hafi beðið það mikinn hnekki í hruninu að enn sé ekki búið að byggja upp traust á ný að fullu.","main":"Alþjóðleg samtök gegn spillingu, Transparency International, birtu í síðustu viku niðurstöður mælinga á spillingu í flestum löndum heims. Þær byggjast á áliti sérfræðinga og fólks í viðskiptalífinu og ná til opinbera geirans. Ísland er í sautjánda sæti yfir þau ríki þar sem spilling þrífst verst. Danmörk og Nýja Sjáland eru í efsta sæti, það er - þar er spillingin talin minnst. Ísland kemur verr út en hin Norðurlöndin.\nKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir á síðasta áratug hafi margt verið gert til að bæta regluverk og draga úr spillingu, þar megi nefna varnir gegn hagsmunaárekstum og reglur um fjármálakerfið. Samt sé Ísland neðar á listanum nú en árið fyrir hrun.\nÞað auðvitað segir okkur að þetta snýst kannski auðvitað um viðhorf almennings og upplifun almennings sem að einhverju leiti beið svo mikinn hnekki í hruninu að ég held að við séum enn ekki komin á þann stað að við höfum byggt upp traust þrátt fyrir allar þessar ráðstafanir sem gerðar hafa verið.\nEn er niðurstaða mælingarinnar rétt og sanngjörn?\nÉg held að hún sé ekki sanngjörn gagnvart þeim breytingum, til að mynda sem við höfum verið að gera. Og það er mjög áhugaverð skýrsla sem var lögð fram á þingi fyrir jól af mér sem fer yfir hvernig unnið hefur verið úr ábendingum rannsóknarskýrslna Alþingis, rannsóknarnefnda alþingis. Þar sem alveg ótrúlega mikið starf hefur verið unnið í raun og veru að bæta úr því sem bent var á þar.","summary":null} {"year":"2021","id":"352","intro":"Bresk stjórnvöld ætla að sækja um aðild að fríverslunarsvæði Kyrrahafsríkja. Ellefu ríki við Kyrrahaf eru aðilar að samningnum.","main":"Liz Truss, alþjóðaviðskiptaráðherra landsins, sækir formlega um aðild á morgun, mánudag, segir í tilkynningu frá breskum stjórnvöldum. Umsóknin verður lögð fram ári eftir að Bretar gengu formlega úr Evrópusambandinu. AFP fréttastofan hefur eftir Boris Johnson, forsætisráðherra, að nú ári eftir útgönguna séu Bretar að mynda ný viðskiptatengsl sem eigi eftir að færa þjóðinni mikinn efnahagsvöxt. Með umsókninni að fríverslunarsvæði Kyrrahafsríkja sýni Bretar að þeir vilji eiga viðskipti á sem bestu kjörum við vina- og samstarfsþjóðir um allan heim, hefur AFP eftir Johnson.\nTruss segir mikil tækifæri liggja í því að verða tólfta land fríverslunarsvæðisins. Það þýði til að mynda lægri tolla fyrir bíla- og viskýframleiðendur, ásamt auknum atvinnutækifærum heima fyrir.\nFríverslunarsvæðið nær til um 500 milljóna manna beggja vegna Kyrrahafsins. Það var formlega stofnað árið 2019, og á að vega upp á móti auknum efnahagsáhrifum Kína á heimsvísu. Bandaríkin voru meðal þeirra sem stóðu að stofnun fríverslunarsvæðisins í stjórnartíð Barack Obama. Þau drógu sig svo úr samkomulaginu í tíð Donald Trump, áður en það var fullgilt árið 2017.","summary":null} {"year":"2021","id":"353","intro":"Um áramótin var tekin upp aðferð við úthlutun tollkvóta á erlendar landbúnaðarvörur sem felst í því að innflutningsheimildunum er úthlutað til hæstbjóðenda. Innflytjendur matvara segja þetta hamla samkeppni, en formaður Bændasamtakanna segir að sú aðferð sem áður var notuð hafi hamlað samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar.","main":"Nú þurfa innflytjendur búvara að greiða útboðsgjald til að fá að flytja vörurnar inn án tolla. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að gjaldið hafi farið lækkandi um nokkurt skeið en eftir að reglunum var breytt um áramótin og eldri aðferð við að ákvarða gjöldin var tekin upp aftur, hafi það hækkað á ný. Það leiði til verðhækkana.\nOstakvótinn reyndar lækkar lítillega en svo eru miklar hækkanir, til dæmis 65% hækkun á tollkvóta fyrir nautakjöt, 115% fyrir lífrænt alifuglakjöt. Til að fá að flytja inn parma eða serrano-skinku 29-faldast útboðsgjaldið.\nÓlafur segir að hafi tilgangurinn verið að vernda íslenskan landbúnað hefði átt að beita öðrum aðferðum\nÞessi aðgerð er rökstudd með því að hún sé hjálparaðgerð fyrir landbúnaðinn vegna kórónuveirufaraldursins. Hún sker sig hins vegar mjög úr flestum öðrum aðgerðum stjornvalda í þágu atvinnulífsins vegna þess að hún byggist ekki á beinum stuðningi við rekstraraðila í greininni heldur með því að skerða stöðu keppinauta greinarinnar\nGunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands segir að tími hafi verið til kominn að breyta fyrra fyrirkomulagi.\nÚtboðið var þannig að menn fengu þetta í rauninni á lægsta gjaldinu áður. Og fyrir bragðið voru þeir sem buðu í tollkvótann, þeir voru að fá þetta á ansi lágu verði. Við höfðum miklar áhyggjur af því að ef fyrra útboðskerfi hefði verið haldið hefðu menn fengið þetta á 0 krónur og þá hefði samkeppnisstaða íslensks landbúnaðar verið ansi erfið.","summary":"Innflytjendur matvöru segja nýja aðferð við úthlutun tollkvóta á erlendar landbúnaðarvörur hamla samkeppni. Formaður Bændasamtakanna segir aftur á móti að fyrri aðferð hafa hamlað samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. "} {"year":"2021","id":"353","intro":"Síðasta árið hafa 13 jarðskjálftar mælst yfir fjórum á Reykjanesskaga. Hæð íshellunar í Grímsvötnum hefur ekki verið meiri í 25 ár. Vísindaráð almannavarna ræddi stöðuna á þessum eldstöðvum á sínum síðasta fundi.","main":"Í vor eru tíu ár frá síðasta Grímsvatnagosi og hefur eldstöðin þanist út nær stöðugt á þeim tíma. Grímsvötn er eina eldstöðin á Íslandi sem er á gulu-flug viðbúnaðarstigi.\nBjörn Oddson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum situr í vísindaráði.\nMerki sýna að þýrstingur í kvikuhólfinu er svipaður eða meiri en var síðast þegar gaus. Vatnsstaðan í grímsvötnum er hærri núna heldur hún hefur verið 1996. Við höfum séð það áður að eldgos hefjist í kjölfar jökulhlaupa. Við erum bara á tánum að ef jökulhlaup hefst að það kæmi ekki á óvart að eldgos kæmi í kjölfarið.\nEn það bendir ekkert til þess eins og staðan er núna?\nNei, það er buið að vera lítil jarðskjálftavirkni í grímsvötnum. Ef hún fer að aukast núna á næstu vikum og mánuðum þá getum við sagt að við förum aðeins hærra upp á tærnar.\nSíðustu mánuði hefur meðal rishraðinn verið um tveir sentímetrar á dag en í sumar náði hann níu sentímetrum. Í byrjun október var snöggt, allt að 30 sentímetra ris, þá seig grunnur sigketill norðaustan við grímsvötn um 10 metra samkvæmt mælingum.\nVísindaráð almannavarna segir vísbendingar um að rismiðjan sé nú austar en hún hefur verið lengst af. Þetta gæti þýtt að kvika safnist nú fyrir á nýjum stað, norður af Eystri Svíahnjúk. Þetta verður kannað betur á næstu vikum.\nÁ fundi vísindaráðs var líka farið yfir stöðuna á Reykjanesskaganum, eins og flestir íbúar á suðvesturhorninu hafa fundið fyrir hefur verið óvenju mikil jarðskjálftavirkni þar síðasta árið. Í heildina hafa fundist 13 jarðskjálftar stærri en fjórir. Stærsti skjálftinn var upp á 5,6 vestan við Krísuvík 20. október. Áberandi lítil skjálftavirkni hefur verið á svæðinu austan við Kleifarvatn að Þrengslum og því ekki hægt að útiloka að spenna sé að safnast þar upp. Stærstu skjálftarnir á Reykjanesskaga hafa orðið við Brennisteinsfjöll og verið allt að 6,5 að stærð. Ef slíkur skjálfti yrði myndi hann finnast vel á höfuðborgarsvæðinu.\nkviksöfnun eins og 2011 - ákveðin þrýsting í kvikuhólfi\neldgos geti hafist í kjölfar jökulhlaupa\ngrímsvötn eru á gulum - bakgrunnsgildi virkninar er hærri en venjulega","summary":"Hæð íshellunar í Grímsvötnum hefur ekki verið meiri í tuttugu og fimm ár. Jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum segir að þrýstingur í kvikuhóflinu sé svipaður og síðast þegar gaus."} {"year":"2021","id":"353","intro":"Í dag er eitt ár frá því að Alþjóðaheilbrigðisstofunin lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna kórónuveirunnar. Þá hafði veiran borist í öll héruð Kína og til annarra landa víða um heim og staðfest smit 7834. Í dag hafa ríflega 102 milljónir greinst með COVID-19.","main":"Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti í kvöld yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna Wuhan-kórónaveirunnar. Stofnunin segir ekki ástæðu til að setja skorður á ferðalög milli landa.\nSvo hljóðaði fyrsta frétt í tíufréttum okkar fyrir réttu ári síðan. Þegar þessi frétt var sögð höfðu greind smit á heimsvísu ekki náð átta þúsundum og skráð dauðsföll vegna veirunnar voru 170.\nVeiran var kölluð ýmsum nöfnum framan af. Í fyrstu var hún iðulega kennd við Wuhan í Kína þar sem hún greindist fyrst. Ellefta febrúar hlaut hún svo nýtt nafn, COVID-19, sem allir þekkja í dag. Co fyrir corona, vi fyrir vírus og d fyrir disease. Þannig er hún hvorki kennd við stað, þjóð eða dýrategund.\nNú ári síðar hafa yfir 102 milljónir greinst með COVID-19, samkvæmt samantekt Johns Hopkins. Og meira en 2 milljónir hafa látist úr sjúkdómnum.","summary":"Eitt ár er í dag frá því Alþjóðaheilbrigðisstofuninin lýsti yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna COVID-19. Þá voru staðfest smit tæplega átta þúsund - í dag eru þau 102 milljónir. "} {"year":"2021","id":"353","intro":"Það seldist upp í bæði tímahólfin á skíðasvæðinu í Bláfjöllum á einum og hálfum klukkutíma eftir að sala hófst í morgun. Rekstrarstjórinn segir skíðafólk virða allar reglur vel, fjallið iði af lífi og ánægjan skíni úr hverju andliti. Hópur þeirra sem stundi gönguskíði hafi margfaldast á skömmum tíma.","main":"Á skíðasvæðinu í Bláfjöllum er nú lítill sem enginn vindur og tveggja stiga frost. Það er fullt í öllum lyftum og Einar Bjarnason, rekstrarstjóri skíðasvæðisins segir færið vera frábært.\nÞetta getur ekki orði betra nema ef þú getur reddað mér tveimur metrum meira af snjó þá væri ég rosa ánægður.\nFólkið virði fjarlægðarmörkin vel og sé með grímur. Veitingaskálinn er lokaður en þar er bara opið inn á salernin. 500 manns mega vera í fjallinu í einu og selt er inn í tvö slott annað frá 10-1315 og hitt frá 1330 til 1700. Miðasalan fer fram á netinu og þar selst allt upp á dögum eins og þessum.\nKlukkan hálf níu var uppselt og það er rosalega asnalegt að vinna á skíðasvæði og svara svo símanum og segja nei það er uppselt og þú mátt ekki koma á skíði. En svona er þetta bara ennþá. En við erum í skýjunum og skíðafólkið líka.\nEinar segir raðirnar í lyfturnar ekki svo langar.\nÆtli að þetta taki ekki svona fjórar mínútur. Við þurfum bara eiginlega að knús þetta þríeyki fyrir að leyfa okkur að opna. Maður er frekar ánægður með þau. Það er bara verst að það má ekki heheh. Það er það versta við það.\nFjöldi þeirra sem stunda gönguskíði hefur margfaldast.\nSvo finnst mér á svona síðustu tveimur árum og sérstaklega núna í haust bara algjör sprengja. Ég er búin að heyra sölutölur úr búðum þar sem þeir eru búnir að selja yfir 1000 pör af gönguskíðum. Þetta er alveg bara meiriháttar að þetta skuli vera að gerast. Það koma hérna hundruð manna á hverjum degi á gönguskíði orðið. Það er ótrúlegt hvað þetta er búið að stækka á fáum árum og og það er bara æðislegt að sjá þetta gerast.","summary":null} {"year":"2021","id":"353","intro":"Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.","main":"Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um stofnun Hálendisþjóðgarðs í byrjun desember. Hann sagði að Hálendisþjóðgarður væri stærsta framlag Íslendinga til náttúruverndar og að þjóðgarðurinn væri mikilvægur fyrir byggðirnar í landinu.\nFréttastofa óskaði eftir afstöðu þeirra sveitarfélaga sem eiga aðild að þjóðgarðinum gagnvart áformunum. Umsagnarfrestur um frumvarpið rennur út nú um mánaðamótin. Af 23 sveitarfélögum leggjast 15 þeirra gegn þeim, og aðeins 5 sveitarfélög segjast styðja þau. önnur hafa ekki myndað afstöðu eða eru hlutlaus í afstöðu sinni. Auk þess hafa ýmis félagasamtök og hagsmunaaðilar skilað umsögn um frumvarpið og eru skiptar skoðanir um málið.\nÞau sveitarfélög sem styðja áformin eiga það sammerkt að eiga flest aðild að Vatnajökulsþjóðgarði nú þegar, en hann fellur inn í Hálendisþjóðgarð ef að verður. Andstaða við þjóðgarðin er ríkjandi meðal sveitarfélaga á Suðurlandi og norðurlandi vestra, en af þeim sveitarfélögum er aðeins Skaftárhreppur fylgjandi frumvarpinu. Í álitum sveitarfélaganna segir víða að aðgerðin sé ótímabær, hún hefti skipulagsvald sveitarfélaga og að stjórnsýsla sveitarfélaga færist í hendur annarra en þeirra sem búi á svæðunum.\nInnan margra sveitarstjórna er ekki samhugur um málið, en nánar má lesa um afstöðu sveitarfélganna, og efni frumvarpsins á vefnum rúv.is.","summary":null} {"year":"2021","id":"353","intro":"Þriðja kvöldið í röð þustu þúsundir Pólverja út á götur og mótmæltu hertri löggjöf um þungunarrof. Formaður janfréttisnefndar Evrópuþingsins segir málið sorglegt. Ekki aðeins fyrir konur heldur Evrópu í heild.","main":"Löggjöfin setur nánast setur blátt bann við þungunarrofi. Aðeins tvö prósent þungunarrofa sem framkvæmd voru í Póllandi í fyrra eru heimil með nýju lögunum. Samkvæmt þeim er aðeins heimilt að framkvæma þungunarof ef kona verður barnshafandi eftur nauðgun eða líf hennar er í hættu. Konum verður því til dæmis gert að ganga með fóstur sem ekki þykja lífvænleg. Það hefur andað köldu milli Evrópusambandsins og stjórnvalda í Póllandi vegna ýmissa ákvarðana og er þessi löggjöf ein þeirra. Evelyn Regner, evrópuþingmaður frá Austurríki sem er formaður jafnréttisnefndar, segir þessa löggjöf árás á heilsu kvenna. Dagurinn sem þau tóku gildi sé ekki aðeins sorgardagur fyrir konur heldur einnig fyrir lýðræðið og alla Evrópu.\nIt is a sad day not only for women, a sad day for democracy, a sad day for Europe. Why? I call this Court a so-called Constitutional court because the quality of the law has to be called into question. The judges are not independent.\nHvers vegna spyr hún og svara svo sjálf. Stjórnarskrárdómstóllinn í Varsjá sem samþykkti lögin í október sé ekki frjáls. ESB hefur ítrekað hnýtt í pólsk stjórnvöld fyrir að grafa undan sjálfstæði dómstóla síðustu ár. Lögin voru samþykkt í október en stjórnvöld biðu hins vegar með að fullgilda þau vegna mikilla og fjölmennra mótmæla um allt land og víðar um heim.\nafter the protests following this verdict, the Polish government promised us to take a closer look at the whole thing and perhaps to deviate from it and to introduce new legislation, but it has not.\nEnnfremur segri Regner að ríkisstjón Póllands hafi lofað að endurskoða lögin og jafnvel víkja frá þeim. Svo varð ekki og lögin umdeildu tóku gildi á miðvikudag.","summary":null} {"year":"2021","id":"353","intro":"Ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar Danmerkur mæta Svíþjóð í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handbolta á morgun. Þetta verður í fyrsta sinn sem þjóðirnar Danmörk og Svíþjóð mætast í úrslitum á heimsmeistaramóti karla í handbolta.","main":"Danir mættu Spánverjum í undanúrslitum í gærkvöld í hörkuleik. Staðan í hálfleik var 18-16 fyrir Dani. Spennan var mikil í seinni hálfleik og liðin skiptust á að skora en alltaf voru Danir skrefinu á undan. Einu marki munaði á liðunum þegar tvær mínútur voru til leiksloka en þeir dönsku voru sterkari undir lokin og unnu tveggja marka sigur, 35-33. Mikkel Hansen fór á kostum í liði Danmerkur og skoraði 12 mörk. Danir, sem eru ríkjandi heimsmeistarar, hafa nú spilað 18 leiki í lokakeppni HM án þess að tapa, 17 sigrar og eitt jafntefli. Danmörk mætir Svíþjóð í úrslitaleiknum á morgun. Svíar mættu Frökkum í fyrri undanúrslitaleiknum í gær og unnu þeir sænsku 32-26. Svíar hafa slegið í gegn á mótinu en alls vantar níu reynslumikla leikmenn í leikmannahóp sænska liðsins sem annað hvort voru meiddir eða gáfu ekki kost á sér. Þetta verður í áttunda sinn sem Svíþjóð leikur til úrslita á HM en Danir eru á leiðinni í fimmta úrslitaleikinn. Þetta verður í fyrsta sinn sem þjóðirnar mætast í úrslitum heimsmeistaramóts.\nReykjavíkurleikarnir fara nú fram í þrettánda sinn. Keppni hefst í dag stendur yfir til 7. febrúar og skiptist dagskrá leikanna á tvær helgar. RÚV sýnir beint frá keppni í júdó í dag og hefst útsending klukkan þrjú en á vef RÚV íþrótta má sjá hvaða útsendingar eru fram undan frá Reykjavíkurleikunum.\nSex leikir verða spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag og er einn leikur þgar hafinn. Það er viðureign Everton og Newcastle og er Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliði Everton. Crystal Palace tekur á móti Úlfunum, Manchester City fær Sheffield í heimsókn, West Bromwich Albion og Fulham eigast við, og Southampton og Aston Villa. Stórleikur dagsins er viðureign Arsenal og Manchester United klukkan hálf fimm. United er stigi á eftir Manchester City sem er á toppi deildarinnar en Arsenal situr í níunda sætinu.","summary":"Ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar Danmerkur mæta Svíþjóð í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í handbolta á morgun. "} {"year":"2021","id":"353","intro":null,"main":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið karlmann sem grunaður er um að tengjast skotárásinni á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sem uppgötvaðist á laugardaginn fyrir viku. Maðurinn er á fimmtugsaldri og er nú í haldi lögreglu. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjón segir lögregluna líta málið mjög alvarlegum augum og að rannsókn hafi staðið linnulaust alla vikuna. Hann segist ekki gefa upp meira á þessu stigi. Bylgjan greindi fyrst frá handtökunni.","summary":"Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu grunaður um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra síðasta laugardag. "} {"year":"2021","id":"354","intro":"Dómstóll í Kólumbíu tilkynnti í gær að átta hátt settir menn úr fyrrum skæruliðahreyfingunni FARC verði ákærðir fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.","main":"Meðal hinna ákærðu er Rodrigo Londono, sem leiðir nú Flokk alþýðunnar, stjórnmálaflokk sem varð til úr rústum FARC eftir friðarsamninginn við stjórnvöld árið 2016. Tveir þingmenn flokksins eru einnig ákærðir. Allir voru hinir ákærðu í æðstu stjórn FARC þegar glæpirnir voru framdir.\nMennirnir eru ákærðir fyrir að hafa svipt yfir 21 þúsund manns frelsi og sett skilyrði fyrir lausn þeirra. Eins eru þeir ákærðir fyrir illa meðferð á gíslum, þar á meðal morð og pyntingar, hefur Al Jazeera eftir dómaranum Julieta Lemaitre, sem las yfirlýsingu dómstólsins upp.\nÁkærurnar eru þær fyrstu gegn leiðtogum hreyfingarinnar eftir að sérstakur dómstóll var stofnaður til að taka á glæpum FARC-liða. Mennirnir hafa 30 daga til þess að svara ákærunum. Játi þeir sök verður frelsi þeirra settar skorður, en þurfa þó ekki að sitja inni. Neiti þeir hins vegar sök verður réttað yfir þeim og gætu þeir þá átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsi.\nFARC tók á sínum tíma gísla til þess að fjármagna stríð sitt gegn kólumbíska ríkinu. Þá voru hermenn og embættismenn teknir til fanga til þess að þrýsta á yfirvöld um að leysa fangelsaða skæruliða úr haldi, að sögn dómstólsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"354","intro":"Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ætlar að birta samninginn sem gerður var við bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca um kaup á bóluefni við kórónuveirunni. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnir að líkindum í dag hvort leyfi verði gefið fyrir efninu.","main":"Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, greindi frá því í viðtali við þýsku útvarpsstöðina Deutschlandfunk að ákveðið hefði verið að birta samninginn. Verið væri að fara yfir hvaða upplýsingar í honum þyrfti að má út, í samvinnu við fyrirtækið.\nDeila hefur sprottið upp milli Evrópusambandsins og forsvarsmanna AstraZeneca eftir að tilkynnt var fyrr í þessum mánuði um að tafir yrðu á afhendingu bóluefnisins á fyrsta ársfjórðungi vegna erfiðleika við framleiðsluna í verksmiðjum á meginlandi Evrópu. Framkvæmdastjórn ESB segir þetta vera brot á samningi sem gerður var í sumar. Minnt er á að sambandið hafi greitt fyrirtækinu háar fjárhæðir fyrir þróun bóluefnisins. Forsvarsmenn AstraZeneca segja að ráðamenn í ESB geti sjálfum sér um kennt vegna þess hve seint hafi verið samið um kaupin.\nBúist er við að Lyfjastofnun Evrópu tilkynni í dag hvort leyfi verði gefið fyrir bóluefni AstraZeneca á Evrópska efnahagssvæðinu. Þjóðverjar vilja að leyfið verði skilyrt þar sem það veiti þeim ekki nægjanlega vörn gegn veirunni sem eru orðnir 65 ára og eldri.","summary":"Evrópusambandið ætlar að birta samning sem það gerði við lyfjafyrirtækið AstraZeneca. Tafir á framleiðslu bóluefnis við kórónuveirunni hafa valdið deilum."} {"year":"2021","id":"354","intro":"Óvissustig Almannavarna er i gildi vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum. Þá hefur umferð um brúna verið takmörkuð og er hún aðeins opin milli níu og átján næstu þrjá daga. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að aðstæður geti breyst hratt.","main":"Veðurstofan fylgist grannt með Jökulsá á Fjöllum eftir að áin ruddi sig með látum um miðjan dag á þriðjudag. Vatnsborð hækkaði um 180 cm á einni mínútu þegar mest var. Veginum var lokað síðdegis sama dag vegna krapa sem ruddist upp og yfir veginn við brúna. Gunnar Sigurðsson hópstjóri vatnamælinga hjá Veðurstofunni segir að grannt sé fylgst með stöðu mála.\nÞað er enn þá ísstífla í ánni en í morgun hafði vatnsborðið lækkað aðeins síðan í gær en ástandið er bara svipað og það var í gær. -Hvernig horfir framhaldið við ykkur?- Það verður bara að koma í ljós, það er ennþá spáð mjög köldu veðri og ísinn fer ekkert á meðan það er svona kalt svo það verður áfram bara að hafa varúð á. -Þegar að þetta brestur fram þá gerist þetta mjög hratt er það ekki- Jú það hækkað vatnsborðið um næstum tvo metra á einni mínútu þegar mest þannig að þetta er bara flóðbylgja sem kom niður.\"\nÍ tilkynningu frá Almannavörnum segir að áfram megi búast við miklum kulda á Norðurlandi og vísbendingar séu um að krapi og ís sé aftur farinn að safnast fyrir í Jökulsá. Því sé enn hætta á krapaflóðum og lögreglan og Vegagerðin stjórni umferð um veginn á meðan svo er.","summary":"Umferð verður takmörkuð yfir brúna yfir Jökulsá á Fjöllum fram yfir helgi. Sérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að hlutirnir geti breyst hratt á svæðinu."} {"year":"2021","id":"354","intro":"Undirbúningur Donalds Trump fyrir forsetakosningarnar eftir rúm þrjú ár virðist hafinn. Hann hélt fund með Kevin McCarthy, leiðtoga Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, á setri sínu í Mar-a-Lago í Flórída í gærkvöld.","main":"Þeir Trump og McCarthy ræddu leiðir til þess að vinna meirihluta í fulltrúadeildinni af Demókrötum í þingkosningum á næsta ári.\nÍ fréttatilkynningu frá Save America, stjórnmálahóp sem AFP fréttastofan segir tengdan Trump, segir að vinsældir Trumps hafi aldrei verið meiri en nú, og stuðningur hans við frambjóðendur sé einhver sá þýðingarmesti í sögu bandarískra kosninga.\nVel virtist fara á með þeim McCarthy og Trump þrátt fyrir að þingmaðurinn hafi reynt að halda sig fjarri Trump eftir árásina á þinghúsið í byrjun árs. Í yfirlýsingu eftir fundinn segir McCarthy að Trump sé staðráðinn í að hjálpa Repúblikönum að ná kjöri í báðar þingdeildir á næsta ári. Þá skammaði hann Demókrata fyrir að ákæra forseta sem nú sé orðinn óbreyttur borgari.\nAfskaplega litlar líkur eru á að Trump verði sakfelldur í öldungadeildinni. Til þess þurfa minnst sautján þingmenn Repúblikana að vera tilbúnir að segja hann sekan, en þeir vilja helst halda sig nærri forsetanum fyrrverandi. Nýlegar kannanir sýna nefnilega að Trump er enn vinsæll meðal kjósenda Repúblikana, og vilja þeir því ekki fjarlægjast forsetann of mikið.","summary":null} {"year":"2021","id":"354","intro":"Aðeins um fjórðungur þeirra sem ráðnir voru framkvæmdastjórar hjá fyrirtækjum í fyrra voru konur. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar Creditinfo. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að með þessu áframhaldi náist markmið Jafnvægisvogarinnar alls ekki.","main":"Í greiningu Creditinfo var skoðuð kynjasamsetning framkvæmdastjóra í íslenskum fyrirtækjum, samkvæmt skráningu í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra. Til grundvallar voru um 6.000 virk fyrirtæki með tekjur yfir 30 milljónum króna síðustu þrjú ár. Brynja Baldursdóttir er framkvæmdastjóri Creditinfo.\nNiðurstaðan er sú að í um 25% ráðninga eru ráðnar konur til þess að stýra fyrirtækjum á Íslandi í dag. Sem er samt töluvert yfir meðaltali síðustu ára, sem er í kringum 20%.\nÞannig að þetta er skref í rétta átt?\nJá en mögulega gæti þetta líka verið tilviljun. En það sem þetta segir okkur samt er að innan virkra fyrirtækja eru um 18% konur að stýra þeim. Og ef maður horfir til 1.000 tekjuhæstu fyrirtækjanna, þá eru konur bara að stýra um 13% fyrirtækja. Þannig að ef við myndum vilja jafna þennan kynjahalla þyrfti auðvitað að ráða miklu fleiri konur heldur en karla þegar verið er að skipta um stjórnendur.\nBrynja segir að að óbreyttu náist ekki markmið Jafnvægisvogarinnar, sem er verkefni sem var komið á fót árið 2017.\nMarkmið Jafnvægisvogarinnar eru þau að 2027 séu allavega 40% fyrirtækja stýrt af konum. Og það er alveg ljóst að við erum talsvert langt frá því. Og með þessu framhaldi, þá munu þau markmið alls ekki nást árið 2027.","summary":"Konur voru ráðnar framkvæmdastjórar fyrirtækja í aðeins fjórðungi tilvika í fyrra. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar Creditinfo."} {"year":"2021","id":"354","intro":"Í dag skýrist hvaða tvö lið mætast í úrslitum á heimsmeistaramóti karla í handbolta á sunnudag. Tveir stórleikir eru í undanúrslitum í dag og eru þeir báðir sýndir beint á rásum RÚV.","main":"Í fyrri leik dagsins klukkan hálf fimm mætast Frakkland og Svíþjóð og er sá leikur sýndur beint á RÚV. Seinni leikurinn er klukkan hálf átta í kvöld og þar mætast ríkjandi heimsmeistarar Danmerkur og ríkjandi Evrópumeistarar Spánar. Frakkar komust í undanúrslitin eftir sigur á Ungverjum í framlengdum leik og Svíar unnu Katar auðveldlega í 8-liða úrslitunum og eru enn án taps á mótinu þrátt fyrir að vera án margra lykilmanna. Danir komust í undanúrslitin eftir gífurlega dramatík gegn Egyptalandi, eftir tvær framlengingar og vítakeppni. Mótherjar þeirra, Spánn, komust í undanúrslitin eftir öruggan sigur á Noregi. Liðin tvö sem fara með sigur á hólmi í dag mætast svo í úrslitaleik mótsins á sunnudag klukkan hálf fimm, og tapliðin í dag mætast í bronsleik á sunnudag klukkan hálf tvö - allt í beinni á RÚV.\nDagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er gengin til liðs við enska knattspyrnufélagið West Ham. Dagný, sem á að baki 90 A-landsleiki, lék með Selfossi á síðustu leiktíð og semur við West Ham til eins árs. West Ham er sem stendur í þriðja neðsta sæti ensku deildarinnar, með 7 stig eftir 10 leiki.\nEnglandsmeistarar Liverpool unnu sinn fyrsta deildarsigur í ensku úrvalsdeildinni í 40 daga í gærkvöld. Liðið hafði þá ekki unnið leik síðan 19. desember. Liverpool vann þá 3-1 útisigur á Tottenham. Með sigrinum fer Liverpool upp í fjórða sætið, með 37 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Manchester City.","summary":"Tveir stórleikir eru á heimsmeistaramóti karla í handbolta í dag þegar undanúrslitin fara fram. Svíþjóð mætir Frakklandi og Spánn og Danmörk eigast við."} {"year":"2021","id":"355","intro":"Um 200 konur sem áttu leghálssýni sem geymd voru í kössum verða kallaðar aftur í sýnatöku vegna þess að rannsóknarstofa í Danmörku sem samið hefur verið við um greiningu getur ekki frumugreint sýnin.","main":"Kristján Oddsson, svæðisstjóri og fagstjóri lækninga hjá heilsugæslunni í Hamraborg segir að tíu til 15 prósent þeirra kvenna sem áttu leghálssýni í geymslu verði kallaðar í sýnatöku á ný vegna þess að rannsóknarstofa í Danmörku, sem samið hefur verið við um greiningu á þeim, getur ekki notað eldri sýnin til að frumugreina þau.\nSkimanir færðust um áramótin yfir til heilsugæslunnar og þá voru sýnin 2000 sem höfðu verið í geymslu send á heilsugæsluna í Hamraborg.\nKristján segir að danska rannsóknarstofan hafi tekið að sér að greina sýnin og það hafi verið ódýrara heldur en ef það hefði verið gert á Landspítalanum. Danska rannsóknarstofan getur hins vegar ekki frumugreint sýnin\nKristján segir að sýnin verði öll HPV greind hjá dönsku rannsóknarstofunni. 1000 sýni hafa þegar verið send til Danmerkur og von er á fyrstu svörum í dag. Restin verður send út eftir helgi. Þau sýni sem koma út jákvætt hefðu verið frumugreind en í stað þess verða konurnar kallaðar aftur í sýnatöku. Gera má ráð að milli 10 og 12 prósent sýna séu jákvæð.\nþannig ef að aldurssamsetning í þessum pappakassahóp er mjög lág þá má kannski reikna með að tíðnin gæti verið hærri þannig að það gæti verið á bilinu 200 til 300 konur. við höldum að það eigi ekki að vera meira","summary":"Um 200 konur sem áttu leghálssýni sem geymd voru í kössum verða kallaðar aftur í sýnatöku vegna þess að rannsóknarstofa í Danmörku sem samið hefur verið við um greiningu getur ekki frumugreint sýnin. "} {"year":"2021","id":"355","intro":"Ljósmynd sem tekin var af öldungadeildarþingmanninum Bernie Sanders við innsetningarathöfn Joe Biden í síðustu viku er búin að tryggja góðgerðarsamtökum nærri tvær milljónir dala.","main":"Myndina þekkja líklega flestir, þar sem Sanders situr í úlpunni sinni og með þykka lopavettlinga á höndum. Síðan hefur myndin farið víða, og það bókstaflega þar sem gárungar á vefnum stilltu Sanders upp við alls konar bakgrunn. Sanders nýtti myndina og prentaði á boli og annan varning, sem hefur selst eins og heitar lummur. Að sögn AFP fréttastofunnar seldist fyrsta prentun af bolum og peysum með myndinni upp aðeins hálftíma eftir að sala hófst á þeim í síðustu viku. Allur ágóði af sölunni fer svo til góðgerðarmála í Vermont, heimaríki Sanders. Í yfirlýsingu segir Sanders að hann og eiginkona hans Jane séu ótrúlega ánægð með sköpunargleði netverja undanfarna viku. Þau eru einnig ánægð með að geta notað þessar óvæntu vinsældir til að aðstoða þá íbúa Vermont sem virkilega þurfa á að halda.\nAlls hefur 1,8 milljón bandaríkjadala safnast með sölunni, jafnvirði um 230 milljóna króna. Sanders segir það þó ekki koma í stað aðgerða stjórnvalda. Hann ætli að halda áfram að berjast fyrir því að þingmenn samþykki að koma vinnandi fólki í Vermont og víðar í Bandaríkjunum til aðstoðar á þessum erfiðu tímum.","summary":null} {"year":"2021","id":"355","intro":"Þýskur nýnasisti var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð á stjórnmálamanni í Hesse fyrir tveimur árum. Ákæruvaldið segir kynþáttafordóma og útlendingahatur kveikjuna að morðinu, en hinn látni hafði talað máli flóttamanna og hælisleitenda.","main":"Stephan Ernst, þýskur nýnasisti, var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Walter Lübcke, fulltrúa Kristilega demókrataflokksins, í Hessen í júní 2019. Kynþáttafordómar og útlendingahatur eru talin hafa verið kveikjan að morðinu.\nLübcke, sem var sextíu og fimm ára, fannst látinn á heimili sínu 2. júní 2019, skotinn til bana af stuttu færi. Lübcke var jákvæður í garð flóttamanna og hælisleitenda og telja saksóknarar að ræða sem hann flutti um málefni þeirra í október 2015 hafi verið kveikjan að morðinu, en Ernst hafi verið þar viðstaddur. Ernst, sem er 47 ára, var handtekinn tæpum hálfum mánuði eftir morðið á Lübcke og játaði á sig verknaðinn, en dró síðar játninguna til baka og sakaði félaga sinn Markus Hartmann um ódæðið, en þeir höfðu saman tekið þátt í ýmsum mótmælum og samkomum hægri öfgamanna. Ernst breytti aftur um síðar og hélt sig við fyrri framburð. Við rannsókn málsins fannst talsvert af skotvopnum í fórum hans. Meðan á rannsókn stóð var hann einnig ákærður fyrir tilraun til að myrða íraskan hælisleitanda árið 2016. Markus Hartmann var sýknaður af ákæru um að hafa verið í vitorði með Ernst, en var hins vegar dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir ólöglega vopnaeign. Hann er talinn hafa þjálfað Ernst í meðferð skotvopna. Hægri öfgamenn og nýnasistar hafa haft sig talsvert í frammi í Þýskalandi undanfarin ár. Horst Seehofer innanríkisráðherra telur mikla hættu stafa af þeim og hefur boðað aðgerðir til að halda þeim í skefjum.","summary":null} {"year":"2021","id":"355","intro":"Skemmdir voru unnar á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í seinustu viku. Talið er að skotið hafi verið á bílinn. Grunur leikur á að sá sem var þar að verki hafi einnig skotið að skrifstofu Samfylkingarinnar í Sóltúni í seinustu viku.","main":"Rannsókn málsins er í höndum rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan gaf út yfirlýsingu í morgun þar sem segir að málið sé litið alvarlegum augum. Rannsóknin beinist að því hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra og hvort það tengist skotárás á skrifstofu Samfylkingarinnar og Valhöll í seinustu viku.\nEkki hefur verið upplýst hvers konar riffli var beitt í þessum tilvikum.\nÍ 220. grein hegningarlaga segir að sá sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska, skuli sæta allt að fjögurra ára fangelsi.\nFréttastofa hefur heimildir fyrir því að lögregla hafi staðið vakt við heimili borgarstjóra um helgina. Talið er að það tengist skotárás á bíl fjölskyldunnar.","summary":"Skotið var á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra Reykjavíkur í seinustu viku. Lögregla vaktaði heimili hans um helgina vegna málsins. "} {"year":"2021","id":"355","intro":"Tveir greindust innanlands í gær, og voru þeir báðir í sóttkví. Enginn greindist við landamærin. Enginn er á gjörgæslu, og tveir með virkt smit á sjúkrahúsi. Enginn er í einangrun eða sóttkví á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum. Þórólfur Guðnason var spurður hvort kæmi til greina að flýta tilslökunum innanlands á upplýsingafundi almannavarna í morgun.","main":"Já það kemur vel til greina. ég myndi segja það að á næstunni, t.d. í næstu viku ef við erum áfram að horfa upp á lágar tölur þá er ekkert að því að fara að hugsa um frekari tilslakanir en ég ítreka það að það þarf að fara mjög varlega í þetta ef við ætlum ekki að fá bakslag eins og Rögnvaldur var að telja upp hérna áðan sem gerðist bara á einni viku.\nÞar vísaði Þórólfur í orð Rögnvaldar Ólafssonar sem rifjaði upp hvernig þriðja bylgja faraldursins hófst seinasta haust.\nEf við skoðum 11. sept til 18. sept að þá vorum við með 1 tilfelli, 2,3,7,15,22,23, 74. Þannig að á þessu 7 daga tímabili förum við úr 1 tilfelli og endum í 74","summary":null} {"year":"2021","id":"355","intro":"Þorsteinn Halldórsson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. KSÍ greindi frá ráðningunni í dag. Þorsteinn tekur við liðinu af Jóni Þór Haukssyni.","main":"Þorsteinn hefur þjálfað kvennalið Breiðabliks frá árinu 2014, en þjálfaði áður karlalið Þróattar og Hauka. Hann gerði Breiðablik að Íslandsmeistara 2015, 2018 og 2020 og vann bikarmeistaratitilinn með liðið 2016 og 2018. Þá komust Blikar í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu haustið 2019 undir stjórn Þorsteins. Ásmundur Haraldsson sem spilaði með Þorsteini í Þrótti R. á sínum tíma verður aðstoðarlandsliðsþjálfari. Ásmundur var líka aðstoðarþjálfari landsliðsins þegar Freyr Alexandersson var landsliðsþjálfari. Ólafur Pétursson sem hefur verið markmannsþjálfari landsliðsins síðustu ár mun gegna þeirri stöðu áfram. Ólafur hefur jafnframt þjálfað með Þorsteini í Breiðabliki síðustu ár. Fyrstu landsleikir Íslands undir stjórn Þorsteins verða í febrúar. Þá spilar íslenska landsliðið þrjá leiki á sterku æfingamóti á móti Frakklandi, Sviss og Noregi. Þorsteinn verður formlega kynntur á blaðamannafundi eftir hádegi og mun þar veita sín fyrstu viðtöl sem landsliðsþjálfari.\nEkki er leikið á HM karla í handbolta í dag. Það varð hins vegar ljóst í gærkvöld hvaða lið leika til undanúrslita mótsins á morgun. Öll liðin fjögur sem eftir eru á mótinu hafa áður orðið heimsmeistarar. Frakkar sem unnu Ungverja í framlengdum leik í 8-liða úrslitum í gærkvöld munu mæta Svíum í undanúrslitum klukkan hálffimm á morgun. Frakkar hafa sex sinnum orðið heimsmeistarar en Svíar fjórum sinnum. Svíar burstuðu Katar í 8-liða úrslitunum í gærkvöld. Danir sem urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn fyrir tveimur árum slógu Egypta út eftir tvíframlegndan leik og vítakeppni í gær. Þeir mæta Spánverjum í undanúrslitum klukkan hálfátta annað kvöld. Spánn sem tvisvar hefur orðið heimsmeistari vann Noreg í 8-liða úrslitunum í gærkvöld. Báðir undanúrslitaleikirnir verða sýndir á rásum RÚV á morgun.","summary":"Þorsteinn Halldórsson er nýr landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta. Hann hefur undanfarin ár stýrt kvennaliði Breiðabliks með góðum árangri."} {"year":"2021","id":"355","intro":"Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna varar við hættu á hryðjuverkum innlendra vestanhafs. Bandaríska alríkislögreglan telur meiri hættu stafa af einstaklingum en hópum eða samtökum.","main":"Ráðuneyti heimavarna í Bandaríkjunum gaf í gær út viðvörun um hættu á hryðjuverkum. Innlendir öfgamenn, óánægðir með valdaskiptin í Washington og örvaðir af innrásinni í þinghúsið fyrr í þessum mánuði, kunni að láta til skarar skríða.\nRáðuneytið segir að enn sé mikill viðbúnaður í Washington eftir atburðina við þinghúsið enda gefi ýmsar upplýsingar til kynna að öfgamenn óánægðir með bandarískt stjórnkerfi og forsetaskiptin kunni að vera íhuga ofbeldisverk, einnig fólk sem láti stýrast af ranghugmyndum og fölskum upplýsingum. Ekki sé þó neitt fast í hendi í þeim efnum eða tilvik sem sé hægt að vísa til. Bandaríska alríkislögreglan er á sama máli og Michael Paul, talsmaður FBI, segir enn mikla spennu í landinu eftir kosningarnar í nóvember og því verði menn að vera viðbúnir að eitthvað geti gerst.\nPaul telur meiri hættu stafa af einstaklingum en hópum eða samtökum.\nErfiðara sé að stöðva einfara eða hafa uppi á þeim vegna takmarkaðra samskipta þeirra við aðra. Þeir séu því lítt sýnilegir og óútreiknanlegir.","summary":"Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna varar við hættu á hryðjuverkum innlendra öfgamanna. Alríkislögreglan telur meiri hættu stafa af einstaklingum, en hópum eða samtökum."} {"year":"2021","id":"355","intro":"Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur nú verið aflétt, allt frá Vestfjörðum austur á firði. Ferðalög í bröttum fjallshlíðum eru þó varasöm þar sem snjóalög eru veik. Allir helstu fjallvegir eru orðnir færir.","main":"Færðin hefur batnað mikið í þeim landshlutum sem snjóað hefur hvað mest undanfarna sólarhringa. Þar er nú víðast hvar ágætis vetrarfærð, en þó hálka og snjóþekja. Síðustu fjallvegir á Vestfjörðum voru opnaðir í morgun en ófært er í Árneshrepp. Á Norðurlandi er alls staðar orðið fært ef frá er talið Víkurskarð sem er lokað, en þar stendur til að opna í dag. Þjóðvegur eitt yfir Jökulsá á Fjöllum var opnaður í morgun og ekki líkur á að þar þurfi að loka aftur í kvöld eins og gert var í gær. Á Austurlandi eru helstu fjallvegir færir, verið er að moka Vatnsskarð til Borgarfjarðar eystra en Breiðdalsheiði og Öxi eru lokaðar. Allir vegir á Suðurlandi og Vesturlandi eru greiðfærir. Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur nú verið aflétt á norðanverðum Vestfjörðum. Þar með hefur óvissustigi verið aflétt alls staðar þar sem varað var við snjóflóðahættu. Veðurstofan varar þó áfram við ferðalögum í brattlendi því snjóalög séu enn veik. Þannig sé hætta á að fólk geti sett af stað snjóflóð þegar ferðast er um eða við brattar fjallshlíðar. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur skíða-, útivistar- og vélsleðafólk til að fara varlega næstu daga ef farið er til fjalla og gæta vel að aðstæðum áður en farið er af stað.","summary":"Þótt óvissustigi vegna snjóflóðahættu hafi verið aflétt er áfram varað við ferðum í bröttum fjallshlíðum því snjóalög eru veik. "} {"year":"2021","id":"356","intro":"Aðalhagfræðingur Íslandsbanka vonar að í sögubókum verði kórónuveirukreppunnar minnst sem stystu efnahagsdýfu í sögu landsins. Í nýrri þjóðhagsspá bankans er því spáð að hagur fari að vænkast á þessu ári. Allt veltur á því hversu hratt og vel ferðaþjónustan nær vopnum sínum.","main":"Í spánni er því velt upp hvort árið 2021 verði raunverulega árið eftir kórónuveirukreppuna. Það er talið líklegt en þó ekki víst. Framhaldið veltur á því hvernig faraldrinum vindur fram. Stærsti óvissuþátturinn snýr að ferðaþjónustunni. Grunnspá bankans gerir ráð fyrir 700 þúsund ferðamönnum í ár, eða þriðjungi þess fjölda sem kom árið 2019. Flestir komi þeirr á seinni hluta árs. Árið 2022 verði þeir orðnir 1,3 milljón. Gangi þetta eftir gerir bankinn ráð fyrir rúmlega 3 prósenta hagvexti á árinu og 5% á því næsta. Atvinnuleysi fari þó ekki að láta undan fyrr en á seinni hluta árs og verði 9,4% að meðaltali í ár en tæp 5% á næsta ári. Bankinn spáir því að viðskiptajöfnuður við útlönd verði jákvæður um rúmlega eitt prósent á árinu, krónan styrkist og verðbólga verði komin undir 2,5% markmið Seðlabankans í lok árs.\nBjartari sviðsmynd bankans gerir ráð fyrir því að hingað komi milljón ferðamenn í ár og atvinnuleysi hjaðni hratt með vorinu. Dekkri sviðsmyndin spáir 400 þúsund ferðamönnum, þá yrði atvinnuleysið þrálátara, hagvöxtur lítill og hætt við að heimili og fyrirtæki lendi í vanda.\nÍ spánni segir að traust staða flestra heimila dempi hagsveiflunna og dragi úr sveiflum á íbúðamarkaði. Þá hafi seðlabankinn mildað gjaldeyrissveiflur umtalsvert með aðgerðum sínum. Faraldurinn hafi sýnt fram á styrk hagkerfisins en líka dregið fram hversu mikið það á undir ferðaþjónustunni. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að veiran hafi ekki valdið hagkerfinu miklum varanlegum skaða.","summary":null} {"year":"2021","id":"356","intro":"Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi í þremur landshlutum. Hafnarsvæðinu á Hofsósi var lokað í morgun vegna snjóflóðahættu.","main":"Óvissustig vegna snjóflóðahættu er á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Staðan verður þó metin að nýju eftir hádegi á Norðurlandi og Austfjörðum þar sem veðurspá er nokkuð góð. Um 140 snjóflóð hafa verið skráð hjá Veðurstofu síðustu tíu daga, en þau eru eflaust fleiri. Flateyrarvegur um Hvilftarströnd verður opnaður í dag. Hann hefur verið lokaður nær samfellt frá laugardagsmorgni. Fimm ný snjóflóð sáust þar í morgun sem höfðu fallið á veginn, að öllum líkindum á síðasta sólarhring.\nÁ Hofsósi var hafnarsvæðinu lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Stór sprunga hefur myndast í snjóalög ofan við húsnæði Vesturfarasetursins. Sigurður Hólmar Kristjánsson er settur lögreglustjóri á Norðurlandi vestra.\nÞað kom tilkynning í gær um þessa sprungu, var tilkynnt til aðila í björgunarsveitinni og hann tilkynnti þetta áfram þannig að við fórum og ákváðum að loka bara til þess að tryggja að það yrði enginn undir. Vesturfarasetrið er þarna beint fyrir neðan og við teljum að það geti ferið í hættu ef flekinn fellur niður frjálst. -Er ekki óvenjulegt að það sé snjóflóðahætta þarna á Hofsósi?- Það er svo sem ekkert óalgengt að það komi hengja þarna í brekkuna en það er bara þessi sprunga, hún er orðin það breið og snjórinn það mikill að við töldum ekki stætt á öðru en að loka þessu þarna.\nGreiðfært er á suðurhluta landsins en hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á norðurhluta þess. Eitthvað hefur færð skánað á Vestfjörðum sem hefur verið með versta móti síðustu daga. Steingrímsfjarðarheiði hefur verið opnuð eftir um sólarhringsófærð og það sama á við um Klettsháls. Dynjandisheiði er enn lokuð og líka Þröskuldar sem hafa verið það síðan á mánudag.","summary":"Enn er snjóflóðahætta á norðanverðum Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Flateyrarvegur verður opnaður í dag eftir tæplega fimm daga lokun. Fimm ný snjóflóð sáust þar í morgun. Hafnarsvæðinu á Hofsósi var þá lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. "} {"year":"2021","id":"356","intro":"Heilbrigðisráðherra segir það sannfæringu sína að það hafi verið rétt ákvörðun að fara í samflot með Evrópusambandinu við kaup á bóluefni. Þingmaður Miðflokksins segir það mistök að treysta Evrópusambandinu fyrir hagsmunum Íslendinga.","main":"Heilbrigðisráðherra segir að það sé undantekning að stjórnmálafólk reyni að gera COVID-19 og sóttvarnaaðgerðir að pólitísku bitbeini, Miðflokkurinn standi hins vegar fyrir þá undantekningu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er á Alþingi, þetta eru ansi hörð orð ekki satt?\nþað er mín sannfæring að það hafi verið skynsamlegt og rétt ákvörðun að fara í samflot með evrópskum ríkjum. Það er undantekning að þingmenn, þingflokkar og stjórnmálafólk hafi reynt að gera covid 19, bólusetningu og sóttvarnaráðstafanir að pólitísku bitbeini, því miður stendur háttvirtur þingmaður hér fyrir þá undantekningu","summary":"Heilbrigðisráðherra kveðst sannfærð um að það hafi verið rétt ákvörðun að fara í samflot með Evrópusambandinu við kaup á bóluefni. Þingmaður Miðflokksins segir það mistök að treysta Evrópusambandinu fyrir hagsmunum Íslendinga."} {"year":"2021","id":"356","intro":"Öryggisgæsla hefur verið hert í höfuðborg Indlands eftir mikil átök þar í gær, þegar bændur kröfðust þess að ný sett lög um breytingar í landbúnaði yrðu afnumdar. Tugir þúsunda bænda óku á dráttarvélum í gegnum vegatálma lögreglu.","main":"Öryggisgæsla hefur verð hert í Nýju Delí, höfuðborg Indlands, og helstu vegir til og frá borginni verið lokaðir til að koma í veg fyrir átök líkt og í gær, þegar tugþúsundir bænda fóru um götur til að mótmæla breytingum á lögum um landbúnað sem bændur telja að sé einkum stórfyrirtækjum í hag.\nBændur óku dráttarvélum í gegnum vegatálma í borginni í gær og til átaka kom milli þeirra og lögreglu. Einn úr liði bænda lét lífið, en margir meiddust í átökunum, þar af 86 lögreglumenn. Undir kvöld drógu bændur sig í hlé og héldu til búða utan borgarinnar. Stjórnvöld hafa búið sig undir frekari átök í dag og hafa kallað út öryggissveitir lögreglu til aðstoðar. Bændur efndu einnig til mótmæla í Mumbai og Bangalore, auk þess sem víða var mótmælt í Haryana-ríki í norðurhluta landsins. Öll umræða um breytingar í landbúnaði er afar viðkvæm á Indlandi, en um 70 prósent landsmanna hafa lífsviðurværi sitt af landbúnaði á einn eða annan hátt. Stjórnvöld segja að breytingarnar séu bændum til góða og gefi kost á að vera með bein viðskipti við einkaaðila í stað ríkisfyrirtækja. Stór hluti bænda telur hins vegar að stórfyrirtæki eigi eftir að stýra verðinu. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir Narendra Modi forsætisráðherra og stjórn hans. Hann hefur boðist til að fresta gildistöku laganna um hálft annað ár, en bændur vilja þau afnumin.","summary":"Öryggisgæsla hefur verið hert í höfuðborg Indlands eftir hörð átök þar í gær, þegar bændur kröfðust þess að ný landbúnaðarlög yrðu afnumin. Tugir þúsunda bænda óku á dráttarvélum í gegnum vegatálma lögreglu."} {"year":"2021","id":"356","intro":"Lyfjastofnun greip til aðgerða árið 2019, vegna fjölda tilkynninga um aukaverkanir af lyfinu Flixabi. Lyfið er samt sem áður talið jafnöruggt og önnur sambærileg lyf.","main":"Lyfjastofnun ákvað að grípa til aðgerða fyrir tveimur árum, vegna fjölda tilkynninga um aukaverkanir af lyfinu Flixabi. Enginn ákveðinn fjöldi tilkynninga leiðir til þess að stofnunin grípi til aðgerða.\nLyfjastofnun hafa borist 62 tilkynningar um aukaverkanir af lyfinu Flixabi. Í fréttum sjónvarps á laugardag var rætt við Írisi Hafþórsdóttur sem fékk lyfið í tvígang og þjáðist af margvíslegum aukaverkunum í tíu mánuði. Hún fær hins vegar engar aukaverkanir af frumlyfinu, sem er dýrara. Um 600 manns nota Flixabi hér á landi.\nÍ svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn fréttastofu segir meðal annars að fjöldi tilkynninga um aukaverkanir segi ekki einn og sér til um tíðni aukaverkana. Þessi fjöldi tilkynninga um Flixabi hafi þó leitt til þess að Lyfjastofnun og Miðstöð lyfjaupplýsinga á Landspítalanum hafi skoðað tilkynningar vegna Flixabi sérstaklega árið 2019, birt grein um málið í Læknablaðinu og haft samband við lækna sem ávísuðu líftæknilyfjum.\nLyfjastofnun bendir enn fremur á að nokkrir þættir geti skýrt það hvers vegna svo margar tilkynningar hafi borist vegna Flixabi. Í fyrsta lagi aukið eftirlit, í öðru lagi hvatning til fólks um að tilkynna aukaverkanir og í þriðja lagi sú staðreynd að margir sjúklingar byrjuðu að nota Flixabi á sama tíma.\nÞá segir í svari Lyfjastofnunar að enginn ákveðinn fjöldi tilkynninga leiði til þess að gripið sé til aðgerða. Ef í ljós kæmi að áhætta af notkun lyfs væri meiri en ávinningur yrði lyfið tekið af markaði. Ekki hafi komið fram upplýsingar um að meiri áhætta fylgi Flixabi en öðrum sambærilegum lyfjum. Loks kemur fram í svarinu að engin tilkynning um langvarandi aukaverkun vegna Flixabi hafi borist Lyfjastofnun. Ítarlegri svör Lyfjastofnunar má sjá á ruv.is.","summary":"Lyfjastofnun greip til aðgerða árið 2019, vegna fjölda tilkynninga um aukaverkanir af lyfinu Flixabi. Lyfið er samt sem áður talið jafnöruggt og önnur sambærileg lyf."} {"year":"2021","id":"356","intro":"Átta liða úrslit heimsmeistaramóts karla í handbolta hefjast í Egyptalandi síðdegis. Fjórir spennandi leikir eru á döfinni í dag.","main":"Fyrsti leikur dagsins er viðureign heimamanna í Egyptalandi og núverandi heimsmeistara Dana. Sá leikur er klukkan hálffimm í dag og er sýndur beint á RÚV. Hinir þrír leikir átta liða úrslitanna eru svo allir leiknir klukkan hálfátta í kvöld. Þar mætast Svíþjóð og Katar, Frakkland og Ungverjaland og Noregur og Evrópumeistarar Spánar. Sá síðasttaldi er sýndur beint á RÚV 2 en hinir tveir eru í beinni útsendingu á ruv.is.\nValur lyfti sér á ný í efsta sæti úrvalsdeildar kvenna í handbolta í gærkvöldi þegar liðið gerði jafntefli við KA\/Þór að Hlíðarenda, 23-23. Valur var fyrir leikinn með jafnmörg stig og Fram en situr nú eitt á toppnum með 9 stig, stigi meira en Fram. KA\/Þór fór að hlið Fram í öðru til þriðja sæti eftir jafnteflið en Fram hefur leikið einum leik færra en Valur og KA\/Þór.\nJakob Lárusson, þjálfari FH í úrvalsdeild kvenna, sagði starfi sínu lausu í gærkvöldi. Jakob tók við FH fyrir síðustu leiktíð og stýrði liðinu upp í úrvalsdeild. Þar hefur FH tapað öllum sex leikjum sínum og segir Jakob í yfirlýsingu FH frá í gærkvöldi að hann telji best að annar þjálfari klári tímabilið og haldi áfram uppbyggingu liðsins.\nManchester City fór á ný í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi eftir öruggan sigur á West Brom, 5-0. City er nú með 41 stig, einu meira en grannarnir í Manchester United. West Brom er sem fyrr í næstneðsta sæti með 11 stig, sex stigum frá öruggu sæti. Arsenal heldur áfram að klífa töfluna hægt og bítandi. Liðið hefur unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og lagði Southampton að velli í gærkvöldi, 3-1. Arsenal er í 8. sæti með 30 stig en Southampton er fallið í 11. sæti með stigi minna. Í hinum leikjum gærkvöldsins vann Leeds Newcastle, 2-1, og West Hamm lagði Crystal Palce 3-2. West Ham fór með sigrinum í fjórða sæti, upp fyrir Liverpool, en hefur leikið einum leik meira.","summary":"Átta liða úrslit fara fram í dag á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi. Valur lyfti sér í efsta sæti úrvalsdeildar kvenna í handbolta í gærkvöldi eftir jafntefli við KA\/Þór."} {"year":"2021","id":"356","intro":"Lag Daða Freys Péturssonar, sem keppir fyrir Íslands hönd í Eurovision í Rotterdam í maí, verður frumflutt í nýjum sjónvarpsþætti á RÚV 13. mars. Daði segist stefna á sigur.","main":"Daði og Gagnamagnið áttu að keppa í Rotterdam í fyrra, en vegna heimsfaraldurs var hætt við keppnina. Ríkisútvarpið fól Daða að semja framlag Íslands til keppninnar í ár og lagið verður frumflutt þann 13. mars í fyrsta þætti nýrrar sjónvarpsþáttaraðar á RÚV sem ber heitið Straumar. Að óbreyttu flytur Daði lagið, ásamt Gagnamagninu, í Rotterdam 20. maí og úrslitakeppnin verður svo 22. maí. Það er keppnishugur í Daða.\nDaði og félagar vinna nú hörðum höndum að undirbúningi og lagið fer í lokahljóðblöndun á næstu dögum. Daði segir að nú verði öllu tjaldað til.","summary":"Framlag Íslands til Júróvisjón-keppninnar í Rotterdam verður frumflutt í sjónvarpinu 13. mars. Það er keppnishugur í Daða og Gagnamagninu."} {"year":"2021","id":"357","intro":"Flateyrarvegur um Hvilftarströnd hefur verið lokaður síðan á laugardagsmorgun. Hann var opnaður um stundarkorn í gær en lokað aftur þegar snjóflóð féll á hann. Eigandi Gunnukaffis segir að stefni í brauðbakstur í dag.","main":"Þrjú hús efst í þorpinu voru rýmd um helgina, en rýmingunni var aflétt í gær. Ár er síðan snjóflóð féllu á Flateyri og kaffærðu hús eftir langvarandi snjókomu og vonskuveður. Guðrún Guðmundsdóttir, einn eigenda Gunnukaffis á Flateyri, segir að Flateyringar taki aðstæðum af yfirvegun.\nMér hefur fundist fólk bara dálítið rólegt yfir þessu. Þau vita, það var ekki kominn eins mikill snjór og í fyrra, en gott öryggisatriði að það sé rýmt.\nFlateyrarvegur er lokaður og samkvæmt Vegagerðinni á Ísafirði lítur ekki út fyrir að það breytist í dag. Honum var lokað á laugardagsmorgun, svo opnaður um stundarsakir í gær en lokað á ný þegar snjóflóð féll á hann. Síðast þegar vegurinn var ófær í lengri tíma var brugðið á það ráð að baka brauð á Gunnukaffi, svo að Flateyringar fengju nýtt brauð þrátt fyrir ófærð.\nHeyrðu, það mögulega stefnir í að við þurfum að gera það í dag. Við eigum ekkert í vandræðum með að baka bara ef það vantar eitthvað. Bara bretta upp ermarnar og taka fram hveitidunkana.","summary":"Vegurinn til Flateyrar hefur verið lokaður síðan á laugardag, að undanskilinni stundarkornsopnun í gær. Þrjú hús voru þar rýmd í um sólarhring um helgina vegna snjóflóðahættu. Flateyringar taka þó ástandinu af yfirvegun og stefna í brauðbakstur í dag. "} {"year":"2021","id":"357","intro":"Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, reynir nú allt hvað tekur að mynda nýja ríkissórn, en stjórnarflokkarnir, Fimm stjörnu hreyfingin og Lýðræðisflokkurinn, eru sagðir sýna aukinn áhuga á nýrri ríkisstjórn án hans.","main":"Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, leggur nú allt kapp á að tryggja hreinan meirihluta á þingi til að geta myndað nýja ríkisstjórn. Forystumenn hægri flokka á Ítalíu hvetja forsætisráðherrann til að segja af sér og boða til kosninga.\nStjórn Conte missti þingmeirihluta sinn þegar Viva Italia, flokkur Matteos Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði sig úr stjórn fyrr í þessum mánuði. Þreifingar um stjórnarmyndun hafa verið í gangi og í morgun greindu ítalskir fjölmiðlar frá því að Conte hygðist brátt biðjast lausnar, jafnvel strax á morgun, en síðan tilkynna myndun nýrrar stjórnar, en ekki hefur fengist staðfesting í þá veru. Ef af yrði, yrði það þriðja ríkisstjórnin undir hans forystu á nokkrum árum. Meirihluti neðri deildar ítalska þingsins lýsti í síðustu viku yfir stuðningi við tilraunir Conte til stjórnarmyndunar, en honum tókst ekki að tryggja sér hreinan meirihluta í öldungadeildinni. Fjölmiðlar segja að Conte vilji Renzi og flokk hans aftur í stjórn og auk þess tryggja sér frekari stuðning í öldungadeildinni, en meirihluti þingmanna í hinum stjórnarflokkunum, Fimm stjörnu hreyfingunni og Lýðræðisflokknum, vilji ekki Renzi aftur inn í stjórnina. Þar er auk þess sagður áhugi á að kanna möguleika á nýrri stjórn án Conte, hugsanlega með Forza Italia, flokki Silvios Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra","summary":"Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, reynir nú allthvað tekur að mynda nýja ríkisstjórn, en stjórnarflokkarnir, Fimm stjörnu hreyfingin og Lýðræðisflokkurinn, eru sagðir sýna aukinn áhuga á nýrri ríkisstjórn án hans."} {"year":"2021","id":"357","intro":"Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Ísafirði hefur verið aflétt og rýmingu atvinnuhúsnæðis í bænum líka. Óvissustig er enn á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðurlandi. Ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni segir að endurmeta þurfi aðstæður þar sem byggð er undir varnargörðum.","main":"Töluvert hefur bætt í snjó og áfram er varað við snjóflóðahættu á Norðurlandi og á norðanverðum Vestfjörðum. Óvissustig er á svæðinu en hættustigi á Ísafirði var aflétt í morgun. Þótt veðrið hafi skánað eru snjóalög enn óstöðug. Veðurstofan varar vegfarendur sem eiga leið um svæði þar sem snjóflóð gætu fallið við og hvetur þá til að hafa varann á. Sveinn Brynjólfsson er ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni.\nÞað náttúrlega hafa verið að falla býsna stór snjóflóð á Norðurlandi og fyrir vestan líka, á Vestfjörðunum, og alveg bara þangað til í gærkvöldi. Þannig að það er alveg greinilegt að snjóalög eru óstöðug þannig að það er best að hafa varann á þegar farið erum fjöllin og undir hlíðar þar sem snjóflóð geta fallið. -Nú voru einhverjir sem búa undir varnargörðunum þarna á Siglufirði hissa á að gripið hefði verið til svo drastískra aðgerða að rýma, er einhver ný nálgun í þessu eða hver er ástæðan fyrir því að farið var þessa leið?- Já það er náttúrlega bara reynslan frá því í fyrra á Flateyri þar sem flæddi fyrir garðana þar. Það bara sýnir okkur að við þurfum að endurmeta aðstæður þar sem eru svona leiðigarðar eða varnargarðar yfirleitt.\"\nVeðurstofan gerir ráð fyrir norðan- og norðaustankalda og allhvössum vindi í dag, víða 8 til15 metrum á sekúndu. Áfram verður éljagangur á Norður- og Austurlandi, og eru því enn líkur á samgöngutruflunum á þeim slóðum. Vetrarfærð er þannig í flestum landshlutum en þó er greiðfært með suðausturströndinni. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og veðurspám áður en lagt er í ferðalög.","summary":"Óvissustig er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðurlandi. Ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni segir greinilegt að snjóalög séu óstöðug. Brýnt sé að hafa varann á."} {"year":"2021","id":"357","intro":"Eitt kórónuveirusmit greindist innanlands í gær. Viðkomandi var í sóttkví. Tvö virk smit greindust í seinni skimun fólks eftir komuna til landsins. Ekkert staðfest virkt smit greindist við komuna til landsins í gær. Beðið er niðurstöðu mótefnamælingar úr tveimur sýnum til að sannreyna hvort þau voru virk eða gömul.","main":"Hlutfall kórónuveirusmita á landamærunum er nú í kringum 1%, en var 0,01% í haust. Þarna er hundraðfaldur munur og endurspeglar útbreiðslu faraldursins á alþjóðavísu. Dæmi eru um að fólk með einkenni kórónuveirusmits sé á ferli og virði þannig ekki sóttvarnareglur. Á upplýsingafundi Almannavarna var brýnt fyrir fólki að fara í skimun sé það með einkenni og forðast hópamyndanir til að varðveita þann árangur sem náðst hefur.\nÞórólfur guðnason sóttvarnalæknir segir að enn sé beðið eftir afhendingu bóluefnis frá helstu framleiðendum eftir marsmánuð.","summary":null} {"year":"2021","id":"357","intro":"Tilviljun réði því að upp komst að menn sem gerðu athugasemdir við hundagæslu og fyrirskipuðu lokun hennar voru ekki raunverulegir eftirlitsmenn Matvælastofnunar.","main":"Óþekktir einstaklingar þóttust vera eftirlitsmenn Matvælastofnunar og fyrirskipuðu hundagæslu að hætta starfsemi vegna meintra ágalla á starfseminni. Þetta uppgötvaðist þegar raunverulegir eftirlitsmenn komu í eftirlit skömmu síðar, segir Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi Matvælastofnunnar.\nÞá segir viðkomandi rekstraraðili að okkar eftirlitsmenn hafi verið þarna nokkrum dögum áður, sem við könnuðumst ekkert við. Það var alveg ljóst að þeir tveir einstaklingar sem mættu þangað í eftirlit, þóttust vera eftirlitsmenn Matvælastofnunar, voru með grímu yfir andlitinu, voru alls ekki eftirlitsmenn Matvælastofnunar. Þeir upplýstu viðkomandi um að Matvælastofnun gæfi ekki skilríki til starfsmanna sína, settu út á starfsemin og stöðvuðu hana.\nHjalti segir að fólkið hafi tekið mennina á orðinu og var farið að bregðast við athugasemdum sem þeir gerðu. Hann segir að allir eftirlitsmenn Matvælastofnunar séu með auðkenniskort sem þeir eigi að framvísa sé þess óskað og eru í klæðum stofnunarinnar. Ekki er vitað hvað hinum fölsku eftirlitsmönnum gekk til en málið hefur verið kært til lögreglu.\nÉg hef heyrt um ýmsar sérkennilegar uppákomur sem eftirlitsmenn okkar hafa lent í í gegnum tíðina en að einhver annar sé búinn að fara í eftirlit rétt áður en við förum í eftirlit og undir okkar formerkjum, það er alveg nýtt.","summary":null} {"year":"2021","id":"357","intro":"Tilkoma Dýrafjarðarganga hefur breytt mörgu fyrir Vestfirðinga. Meðal þess sem hefur breyst er starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, þar sem ekki þarf lengur að keyra meira en 400 kílómetra á milli starfsstöðva.","main":"Í vetur er í fyrsta skipti opið um Dýrafjarðargöng og Dynjandisheiði á milli sunnanverðra og norðanverðra Vestfjarða og því ekki þörf á að keyra meira en 400 kílómetra leið til að komast þar á milli að vetrinum. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, segir að með þessu ljúki sameiningarferli stofnunarinnar sem hófst fyrir sjö árum þegar Patreksfjörður og Ísafjörður voru sameinaðir.\nSíðan hafa verið 440 kílómetrar á milli á veturnar, en þetta gjörbreytir þeirri stöðu núna. Núna getur samstarfið farið að byrja fyrir alvöru.\nNú séu reglubundnar ferðir á milli starfsstöðvanna og samskipti starfsfólks hafi aukist og auðveldara sé að manna stöður. Þá skili þetta sér í bættri þjónustu, einkum fyrir sunnanverða Vestfirði.\nTalsvert af þeirri þjónustu sem við veitum á Ísafirði en höfum ekki vegna smæðar samfélagsins á sunnanverðu svæðinu. Að það sé hægt að veita hana líka á sunnanverðu svæðinu. Ég er þá að vísa til geðtímis, ljósmæðraþjónustu og rannsókna, blóðrannsókna og annarrar þjónustu.\nÞegar stofnunin sameinaðist hér áður fluttust störf og miðlæg þjónusta frá Patreksfirði til Ísafjarðar.\nÞað er okkar hlutverk að sýna að þetta sé til þess að bæta þjónustuna og auka öryggið eins og markmiðið var með aðgerðinni til þess að byrja með.","summary":null} {"year":"2021","id":"357","intro":"Víða er verið að grípa til hertra aðgerða á landamærum til að bregðast við afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd eru við Bretland, Brasilíu og Suður-Afríku. Nýr forseti Bandaríkjanna ætlar að herða reglur á landamærum í dag.","main":"Bráðsmitandi afbrigði kórónuveirunnar, kennd við Bretland, Brasilíu og Suður-Afríku, vekja ugg og víða er gripið til ráðstafana á landamærum. Haft var eftir fulltrúa Hvíta hússins í Washington að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætlaði í dag að banna komur erlendra ríkisborgara frá fyrrnefndum löndum og stórum hluta Evrópu.\nBiden, sem tók við embætti í síðustu viku, hefur þegar gripið til ýmissa aðgerða vegna faraldursins, þar á meðal hert reglur um grímunotkun og gert það að skyldu að þeir sem koma til Bandaríkjanna fari í sóttkví. Í gær fór fjöldi greindra kórónuveirusmita í Bandaríkjunum yfir 25 milljónir. Í Frakklandi eru þeir sem þangað koma með flugi eða skipum krafðir staðfestingar á því að þeir séu ekki smitaðir og í gær lokuðu Svíar landamærum sínum að Noregi vegna fjölgunar smita breska afbrigðis kórónuveirunnar í Ósló og nágrenni. Þá tilkynnti Benjamin Natanyahu, forsætisráðherra Ísraels, í gær, að ferðir flugvéla til og frá landinu yrðu stöðvaðar í viku nema í undantekningartilvikum.\nNetanyahu sagði að þetta væri gert til að hindra að ný afbrigði bærust til landsins og tryggja betri árangur við bólusetningar við veirunni. Fyrsta samfélagssmitið í meira en tvo mánuði greindist á Nýja Sjálandi í fyrradag og í morgun var staðfest að það væri hið suðurafríska afbrigði veirunnar. Stjórnvöld í Ástralíu brugðust við með því að herða á ný reglur um komur fólks frá Nýja Sjalandi en slakað hafði verið á þeim vegna fárra smita. Í gær urðu mikil mótmæli í Hollandi vegna ákvörðunar stjórnvalda að lengja útgöngubann um nætur frá níu að kvöldi til hálf fimm að morgni. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda og voru tugir handteknir.","summary":"Víða er verið að grípa til hertra aðgerða á landamærum til að bregðast við afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd eru við Bretland, Brasilíu og Suður-Afríku. Nýr forseti Bandaríkjanna ætlar að herða reglur á landamærum í dag."} {"year":"2021","id":"357","intro":"Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur lokið störfum við einbýlishús við Kaldasel í Reykjavík, þar sem eldur kviknaði í morgun. Lögregla hefur tekið við vettvangnum og rannsakar nú eldsupptök. Húsið er stórskemmt. Um skeið risu eldsúlurnar hátt upp af því og sáust víða að. Tilkynning um eldinn barst um 20 mínútur í sjö í morgun og voru slökkviliðsmenn búnir að ná stjórn á eldinum fyrir klukkan átta. Árni Ómar Árnason, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, var við húsið og greindi fréttastofu frá stöðunni þar.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"357","intro":"Ásmundarsalarmálið svokallaða er komið til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Yfir þrjátíu mál vegna gruns um brot á sóttvarnareglum eru til rannsóknar hjá lögreglunni.","main":"Lögreglan hafði afskipti af samkomu í Ásmundarsal í Reykjavík á Þorláksmessu. Meðal gesta var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, eins og fram kom í fréttum. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni Karli Þórissyni aðstoðaryfirlögregluþjóni lauk rannsókn málsins í síðustu viku og var það sent til ákærusviðs. Hann segir að skýrsla hafi verið tekin af þremur einstaklingum, sem allir tengjast staðnum, en ekki af gestum. Að sögn Jóhanns Karls eru yfir þrjátíu meint sóttvarnabrot til rannsóknar hjá lögreglunni sem til dæmis lúta að fólki sem á að vera í sóttkví en er ekki. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sviðsstjóri ákærusviðs sagði í samtali við fréttastofuna ekki ljóst hvenær niðurstöðu væri að vænta vegna Ásmundarsalar. Sektum væri almennt beitt vegna brota á sóttvarnalögum. Ríkissaksóknari gaf í nóvember síðastliðnum út fyrirmæli um sektargreiðslur og leggur ríkissaksóknari áherslu á það við ákærendur að ákvarða sektarfjárhæð með hliðsjón af alvarleika brots. Brot gegn skyldu til að fara eða vera í sóttkví varða sektum á bilinu 50 til 250 þúsund krónur og fyrir brot á reglum um einangrun er á bilinu 150 til 250 þúsund. Sektir fyrir brot á reglum um fjöldatakmarkanir eru 50 þúsund krónur fyrir einstakling, en þeir sem standa fyrir eða skipuleggja samkomu eiga yfir höfði sér sekt á bilinu 250 til 500 þúsund. Ef tveggja metra bil milli fólks er ekki tryggt á samkomu má forsvarsmaður hennar búast við sekt á frá 100 upp í 500 þúsund krónur og sama gildir um brot á reglum um andlitsgrímur, en einstaklingur sem ekki notar andlitsgrímu þar sem það á við getur búist við sekt frá 10 til 100 þúsunda. Og þeir sem brjóta reglur um takmarkanir á starfsemi vegna smithættu gætu verið sektaðir um 100 til 500 þúsund krónur.","summary":"Ásmundarsalarmálið svokallaða er komið til ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Yfir þrjátíu mál vegna gruns um brot á sóttvarnareglum eru til rannsóknar hjá lögreglunni."} {"year":"2021","id":"357","intro":"Íslenska karlalandsliðið í handbolta lauk í gær keppni á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Búið er að reka Frank Lampard sem knattspyrnustjórna enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea og Elísabet Gunnarsdóttir verður ekki næsti þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta.","main":"Ísland beið lægri hlut gegn Noregi eftir hetjulega baráttu þegar liðin mættust í lokaleik milliriðilsins í gær, 35-33. Eftir tvo sigra og eitt tap í riðlakeppninni tapaði Ísland öllum þremur leikjum sínum í milliriðlinum, gegn Sviss, Frakklandi og Noregi.\nsagði landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson eftir leikinn í gær. HM í handbolta heldur áfram í dag og í kvöld og verða þrír leikir sýndir beint á RÚV og RÚV 2. Klukkan hálf þrjú mætast Japan og Barein, lið Dags Sigurðssonar og Halldórs Jóhanns Sigfússonar, en bæði lið ljúka keppni á HM í dag. Klukkan fimm eigast við Spánn og Ungverjaland en þau eru að berjast um efsta sætið í milliriðli eitt. Danmörk og Króatía eigast svo við klukkan hálf átta.\nElísabet Gunnarsdóttir mun ekki taka við þjálfun íslenska kvennalandsliðsins. Hún mun áfram stýra Kristianstad í sænsku deildinni en segir að það hafi ekki verið vilji hjá KSÍ að hún yrði í tvöföldu starfi. Elísabet greinir frá þessu í samtali við Fótbolti.net í dag. Þar segir að viðræður hafi gengið vel lengst af en fyrir helgi hafi forsendurnar breyst. Hún er þó opin fyrir því að taka við landsliðinu síðar á ferlinum. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, hefur einnig verið í viðræðum við KSÍ um að taka við landsliðinu og þykir hann líklegasti kosturinn úr því að Elísabet er ekki lengur inni í myndinni.\nFrank Lampard var í dag rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Lampard var á sinni annarri leiktíð sem stjóri Chelsea en þar áður hafði hann þjálfað Derby County. Chelsea er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 19 leiki en liðið hefur tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum. Thomas Tuchel þykir líklegur eftirmaður Lampards en hann var áður stjóri PSG og gerði Parísarliðið tvisvar að Frakklandsmeisturum. Þar áður var Tuchel stjóri Borussia Dortmund.","summary":null} {"year":"2021","id":"358","intro":"Ellefu manns var bjargað úr námu í Kína í morgun eftir að þeir höfðu verið lokaðir þar inni í tvær vikur. Ellefu til viðbótar eru enn í námunni og er minnst einn þeirra látinn.","main":"Tekist hefur að bjarga ellefu af tuttugu og tveimur námamönnum sem lokuðust inni í námu í Shandong-héraði í Austur Kína fyrir tveimur vikum. Tíu manna er enn saknað.\nNámamennirnir lokuðust inni þegar sprenging varð í námagöngum djúpt í iðrum Hushan-námunnar hinn 10. janúar. Samband náðist viku seinna við 11 manna hóp sem var innilokaður á 580 metra dýpi og einn mann sem var fastur á öðrum stað, litlu neðar. Einn ellefumenninganna slasaðist alvarlega í sprengingunni og lést nokkru síðar. Mat og drykk, lyfjum og öðrum nauðsynjum var komið til tíumenninganna á meðan björgunarlið lagði nótt við dag við að ryðja og bora göng svo bjarga mætti þeim upp á yfirborðið.\nÍ nótt tókst að bjarga manninum sem lokaðist af einn og sér.\nHann var afar veikburða eftir prísundina samkvæmt frétt kínverska sjónvarpsins og þegar hann var kominn upp úr var hann meðvitundarlaus og með hlíf yfir augunum til að vernda þau frá dagsbirtunni eftir svo langan tíma ofan í jörðinni. Eftir það var þeim tíu sem eftur voru bjargað einn af öðrum. Einn þeirra er slasaður en margir hinna gátu gengið með því að styðja sig við björgunarfólk.\nUm hundrað metrum neðar eru ellefu til viðbótar og er vitað að minnst einn þeirra er á lífi. Ekki er vitað um afdrif hinna tíu en ekkert samband hefur náðst við þá á þessum tveimur vikum sem liðnar eru síðan þeir lokuðust inni.","summary":"Ellefu manns var bjargað úr námu í Kína í morgun eftir að þeir höfðu verið lokaðir þar inni í tvær vikur. Ellefu til viðbótar eru enn í námunni og er minnst einn þeirra látinn."} {"year":"2021","id":"358","intro":"Frá og með morgundeginum mega báðir foreldrar mæta í mæðravernd og ung- og smábarnavernd á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í sóttvarnaskyni hefur aðeins annað foreldrið mátt mæta síðustu mánuði. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslunni, segir að það hafi verði mikil eftirspurn eftir breytingunni.","main":"Þetta hefur verið þannig frá því síðastliðið vor að það er bara móðirin sem hefur komið í mæðravernd og bara annað foreldrið í ung- og smábarnavernd. En núna sökum þess að það er mjög lítið um samfélagslegt smit að þá höfum við ákveðið að opna þetta aftur. Og er þetta ekki léttir, skiptir þetta ekki miklu máli fyrir fólk? Jú, þetta er mikill léttir og mikil eftirspurn eftir þessu. Auðvitað vilja báðir foreldrar fylgja bæði í mæðraverndina og ung- og smábarnaverndina. Þannig þetta er mikill léttir fyrir fólk.","summary":null} {"year":"2021","id":"358","intro":"Talið er að minnsta kosti þrjú hross hafi drepist þegar snjóflóð féll í Skagafirði í gær. Búist er við að rýmingu vegna snjóflóðahættu verði aflétt á Flateyri síðar í dag.","main":"Í gær voru nokkur atvinnuhúsnæði á Ísafirði rýmd eftir að snjóflóð féllu í Skutulsfirði og síðdegis voru þrjú íbúðarhús rýmd á Flateyri vegna snjóflóðahættu. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði segir að vel hafi gengið að rýma húsin.\nÞetta er nú allt fólk sem er eldra en tvævetur og kippir sér nú ekki mikið upp við svona öryggisráðstafanir. Það fóru allir til vina og ættingja.\nSnjóflóð féll úr Skollahvilft ofan Flateyrar í nótt. Flóðið náði ekki niður að varnargarðinum. Þá féll snjóflóð á veginn um Eyrarhlíð milli Ísafjarðar og Hnífsdals og lokaði honum. Tómas Jóhannesson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni, býst við að rýmingu verði aflétt á Flateyri í dag þar sem veðrið sé mun skárra en í gær.\nVið munum skoða það síðdegis en ef veðrið heldur áfram svona þá eigum við von á því já. Nú er flóðið fallið úr skollakvistinni þannig það dregur úr hættu á að stærra flóð falli þar og svo er reyndar þetta veður sem verið hefur ekki alveg eins slæmt og hefði getað verið út frá spánni í gær.\nTómas brýnir þó fyrir fólki að áfram þurfi að fara varlega á svæðinu en varðskipið Þór er komið til Flateyrar.\nAuðvitað erum við í alvöru snjóflóðahrinu miðað við öll þau flóð sem fallið hafa þarna á ýmsum farvegum\nAð óbreyttu verður rýming áfram í gildi á Siglufirði en þar hefur verið hættustig vegna snjóflóðahættu síðan á fimmtudag. Týr, varðskip Landhelgisgæslunnar, þurfti að sækja veikan mann þangað í gærkvöld og flytja sjóleiðina til Akureyrar.\nÞar er gert ráð fyrir einhverjum áframhaldandi éljagangi og staðan verður bara metin aftur síðdegis en þessi rýming sem var gripið til þar undir varnargarðinum er enn í gildi og verður fram eftir degi.\nEnn eru í gildi óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Í gær kom í ljós að snjóflóð hafði fallið ofan við bæinn Smiðsgerði í Skagafirði. Flóðið tók skúr sem stóð um 250 metra ofan við bæinn og talið er að minnsta kosti þrjú hross hafi drepist.\nÞá unnu björgunarsveitarmenn á Þórshöfn og víðar á Norðausturhorninu þrekvirki þegar koma þurfti sjúklingi frá Þórshöfn til Akureyrar með hraði í gær. Þorsteinn Ægir Egilsson er formaður björgunarsveitarinnar Hafliða.\nAðstæður voru virkilega slæmar. Það var stór snjóblásari sem var á undan okkur en samt sem áður dugði það ekki þar sem það skóf bara jafnharðan í förin þannig það þurfti að draga sjúkrabíl nokkrum sinnum upp úr snjó.\nVegir eru víða lokaðir vegna veðurs og því eru björgunarsveitir áfram í viðbragsstöðu\nNúna sólarhring seinna er Hófaskarðið ennþá lokað og jú að sjálfsögðu er björgunarsveitin alltaf í viðbragsstöðu.","summary":"Snjóflóð féll úr Skollahvilft ofan Flateyrar í nótt, en búist er við að rýmingu vegna snjóflóðahættu verði aflétt á Flateyri síðar í dag. Talið er að minnsta kosti þrjú hross hafi drepist þegar snjóflóð féll í Skagafirði í gær."} {"year":"2021","id":"358","intro":"Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að fólk haldi áfram að sinna sóttvörnum þrátt fyrir að innanlandssmitum fari fækkandi. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórtán tilkynningar í nótt vegna samkvæmishávaða úr heimahúsum.","main":"Tveir greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og var annar þeirra í sóttkví. Átta smit greindust á landamærunum. Fáir hafa greinst með kórónuveirusmit innanlands á síðustu dögum. Einn greindist á föstudag og enginn á fimmtudag.\nVíði Reynisson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að fólk haldi áfram að koma í sýnatöku og sinna sóttvörnum.\nVið höfum aðeins áhyggjur af því að þeim hefur fækkað sem koma í sýnatöku þannig að við höfum aðeins áhyggjur af því að við séum kannski ekki alveg með rétta mynd af stöðunni.\nEn tölurnar eru lágar og það er fagnaðarefni\nLögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórtán kvartanir í nótt vegna gleðskapar og hávaða í heimahúsum - sem er óvenjumikið. Víðir segir þetta benda til þess að fólk sé kannski byrjað að slaka of mikið á sóttvörnum.\nEf að það þarf að kalla til lögreglu vegna hávaða í heimahúsum þá gengur nú eitthvað á og þá er nú væntanlega ekki verið að hugsa mikið um sóttvarnir. Auðvitað erum við að sjá það að fólk er að hittast og aðeins að lyfta sér upp\nen það eru flestir að gera það innan eðlilegra marka og það er allt í lagi en þegar svona er komið eins og þarna að það þarf að kalla til lögreglu þá er eitthvað meira í gangi\nEn það er ekkert sem bannar fólki að halda partí svo lengi sem það eru ekki 20 eða fleiri inni á heimilinu? Nei stífustu reglur eru þannig auðvitað en við erum að biðla til fólks að fara varlega\nFyrst og fremst gera það. Það er allt í lagi að hittast en að fara varlega. Ef það þarf að kalla til lögreglu þá held ég að menn séu ekki þar","summary":"Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórtán kvartanir í nótt vegna gleðskapar og hávaða í heimahúsum. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir mikilvægt að fólk haldi áfram að sinna sóttvörnum þrátt fyrir að innanlandssmitum fari fækkandi. "} {"year":"2021","id":"358","intro":"Ólafur Örn Pétursson, verkefnisstjóri hjá Múlaþingi segir að það gangi vonum framar að tína eigur fólks upp úr stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði fyrir jól, en verkefnið sé mörgum erfitt. Þrif og úrvinnsla muna sem hafa fundist hófst í vikunni.","main":"Veðráttan hefur leikið við okkur þannig séð þannig við höfum geta unnið á svæðinu sleitulaust frá upphafi. Við erum búin að lagera en eigum úrvinnsluna eftir að mestu leyti.\nMánuður er síðan stóra skriðan féll og tók með sér tvö hús tækniminjasafnins og þrjú íbúðarhús. Fleiri hús skemmdust mikið. Munir sem finnast í drullunni eru tíndir upp í fiskikör.\nsem eru merkt í hnitakerfi og úr hvaða húsi þau koma og dagsetningu, þau eru færð svo í gám. Svo hófum við fyrir tveimur dögum síðan úrvinnslu á þessu. Þá tökum við bara fyrsta húsið, úr einum gámi, tökum það inn í aðstöðuna hjá okkur og þrífum það með ákveðinni forskrift.\nÞað er gert í samvinnu við eigendur húsanna. En er erfitt að vinna í hreinsunarstarfi í litlu samfélagi þar sem allir þekkjast?\nvið þurfum að syna aðgát við fólk sem við erum að vinna með og nærri. Auðvitað er fólk undir álagi sem er héðan. Þetta er mest megnis heimafólk sem er að vinna í þessu, sumir voru með vinnustaðina sína inn á svæðinu og eru að vinna í að finna eigin vinnustaði í drullunni.","summary":"Það er álag fyrir Seyðfirðinga að tína eigur heimafólks upp úr skriðunni. Í vikunni hófust þrif og úrvinnsla muna sem hafa fundist."} {"year":"2021","id":"359","intro":"Formaður Miðflokksins telur ólíklegt að hægt verði að skapa breiða samstöðu um tillögur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá. Hann segir óheppilegt að ráðherra hafi kosið að leggja þetta fram sem þingmannafrumvarp eins og hvert annað pólitískt deiluefni.","main":"Frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá var dreift á Alþingi á fimmtudag. Ekki tókst að ná samkomulagi um sameiginlegt frumvarp formanna allra flokka á Alþingi og því er Katrín eini flutningsmaðurinn.\nBreytingartillögurnar varða umhverfis- og náttúruvernd, íslenska tungu og breytingar á kafla um forseta og framkvæmdavald. Þá er tillaga um nýtt auðlindaákvæði.\nSigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir óheppilegt að málið hafi farið í þennan farveg.\nMér líst ekki vel á aðferðina. Fordæmið sem er skapað með því að stjórnarskrárbreytingar séu lagðar fram sem þingmannafrumvarp eins og hvert annað pólitískt deiluefni.\nÉg held að það sé mjög mikilvægt að viðhalda þeirri samstöðu sem hefur verið um stjórnarskrána og að breytingar á henni séu gerðar í sæmilegri sátt\nSigmundur segist þó sáttur við tillöguna um íslenska tungu.\nEn svo eru atriði sem maður er sammála um að eigi að fara inn eins og auðlindaákvæði en það er þá kannski spurning um orðalag. Ég held að við höfum verið komin mjög nálægt því en það má bæta það.\nOg sama með náttúruverndina þar þarf að huga að raunverulegum áhrifum ákvæðisins. Auðvitað fallegt að hafa náttúruverndarákvæði í stjórnarskránni allir geta sjálfsagt tekið undir það en það skiptir máli hvernig það er orðað\nHann telur að það verði erfitt að skapa breiða sátt um frumvarp ráðherra.\nMér finnst ólílklegt í ljósi þess að þessir átta formenn áttu mjög erfitt með að ná saman um þetta á fjölmörgum fundum.\nAð þegar 63 þingmenn taka þetta fyrir og ræða þetta með þeim skamma tíma sem er til stefnu að við náum þá lendingu í því","summary":"Formaður Miðflokksins telur ólíklegt að hægt verði að skapa breiða sátt um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá. "} {"year":"2021","id":"359","intro":"Dauðsföll í Bretlandi af völdum Covid nítján eru nú fleiri þar miðað við höfðatölu en nokkurs staðar annars staðar í heiminum. Vísbendingar eru um að breska afbrigði veirunnar sé banvænna. Afbrigðið er farið að breiðast út í Noregi og hefur verið gripið til harðari aðgerða í Ósló og nágrenni af þeim sökum.","main":"Yfir 1.800 manns hafa dáið úr COVID-19 á degi hverjum í Bretlandi síðustu vikuna og eru dauðsföll nú orðin rúmlega 96.000 á Bretlandi, fleiri en nokkurs staðar annars staðar miðað við höfðatölu. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands ræddi breska afbrigðið á blaðamannafundi í gær.\nHópur vísindamanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé raunverulegur möguleiki á því að nýja afbrigðið sé banvænna en hið fyrra, en það sé þó alls ekki víst að svo sé. Sir Patrick Vallance, helsti vísindaráðgjafi bresku stjórnarinnar, leggur áherslu á að þessi kenning hvíli á afar takmörkuðum gögnum og því óvarlegt að draga of miklar ályktanir af þeim.\nBreska afbrigðið hefur greinst í yfir fimmtíu löndum. Noregur er þar á meðal og hefur nú komið í ljós að afbrigðið hefur breiðst út í sveitarfélaginu Nordre Follo, sem er skammt sunnan Ósló. Hætta er talin á að það hafi breiðst út fyrir sveitarfélagið. Tilkynnt var í morgun um verulega hertar aðgerðir í þessum tveimur sveitarfélögum, og tíu öðrum í nágrenninu, sem tóku gildi klukkan ellefu í morgun að íslenskum tíma. Fólk á að halda sig heima nema brýna nauðsyn beri til og vinna heima ef það getur. Veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum, sundstöðum, bókasöfnum, skemmtigörðum og kvikmyndahúsum verður lokað. Öllum verslunum nema matvöruverslunum, bensínstöðvum og lyfjaverslunum verður einnig lokað, þar á meðal áfengisverslunum. Þetta varð til þess að víða mynduðust raðir við þær verslanir. Erna Solberg forsætisráðherra Noregs bað fólk sérstaklega um að fara ekki í sumarbústaðina sína þessa daga. Þetta eru hörðustu aðgerðir sem gripið hefur verið til síðan tólfta mars og þær gilda út þennan mánuð.","summary":"Norðmenn hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða í Ósló og nágrenni þar sem breska afbrigði veirunnar er farið að breiðast út þar. Kenningar eru uppi um að afbrigðið sé banvænna en fyrri afbrigði."} {"year":"2021","id":"359","intro":"Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir ekki tímabært að huga að tilslökunum á sóttvarnaaðgerðum, enda stutt síðan síðustu tilslakanir tóku gildi. Einn greindist með COVID-19 innanlands í gær og sá var í sóttkví, og þrír greindust á landamærunum. Víðir segist óttast að lágar tölur yfir fjölda smita síðustu daga séu merki um svikalogn í faraldrinum.","main":null,"summary":"Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn óttast að lágar tölur yfir fjölda smita síðustu daga gefi ekki rétta mynd af faraldrinum. Hann segir ekki tímabært að huga að tilslökunum. "} {"year":"2021","id":"359","intro":"Ein umfangsmestu réttarhöld í sögu Ítalíu hófust á dögunum. Vitnin verða hátt í þúsund talsins og sakborningarnir eru á fjórða hundruð, allir sakaðir um aðild að mafíustarfsemi. Hin rótgróna glæpastarfsemi hefur gert baráttuna við kórónuveirufaraldurinn enn erfiðari í suðurhluta Ítalíu.","main":"Eiturlyfjasala, peningaþvætti, hótanir og morð, mannrán og smygl eru meðal ákæruefna í réttarhöldunum umfangsmiklu. Mancuso fjölskyldan er þarna í forgrunni, en fjölmargar fjölskyldur tengjast þeim og starfa undir hatti 'Ndrangheta mafíunnar. Höfuðvígi hennar er í Calabria héraði, syðst á Ítalíu. Sakborningar eru 355 sem taldir eru tengjast hinni skipulögðu glæpastarfsemi með einhverjum hætti.\nKórónuveirufaraldurinn setur svip sinn á réttarhöldin. Það er búið að útbúa nýjan dómssal í gömlu símaveri í bænum Lamezia Terme í Calabria héraði. Þar komast fyrir um eitt þúsund manns, með hæfilegt bil á milli sín.\nStarfsemi mafíunnar hefur sömuleiðs sett strik í reikninginn þegar stjórnvöld í Calabria héraði lýstu yfir neyðarstigi vegna kórónuveirufaldursins í nóvember.\nSkort á innviðum, til að mynda í heilbrigðiskerfinu, má skrifa á reikning 'Ndrangheta mafíunnar. Spillingin er mikil, birtingarmynd hennar er meðal annars á þá leið að ekki endilega færustu einstaklingarnir eru fengnir til verks hverju sinni, bara þeir sem þekkja rétta fólkið. Þannig var sérstakur ráðgjafi heilbrigðsmála á svæðinu beðinn um að hætta í vinnunni á dögunum, eftir að hann sagði grímunoktun óþarfa. Það væri ekki hægt að smitast af kórónuveirunni nema fara í sleik við veikan einstakling í allavega korter. Illa gekk að manna stöðu hans því faglærðir voru tregir til að ganga inn í hið spillta sjórnkefi þar sem allir vita hver ræður í rauninni.","summary":"Ein umfangsmestu réttarhöld í sögu Ítalíu hófust á dögunum. Réttarhöldin eru afrakstur margra ára rannsóknarvinnu lögreglu á starfsháttum mafíu í suðurhluta landsins."} {"year":"2021","id":"359","intro":"Björgunarsveitir aðstoðuðu á þriðja tug vegfarenda þegar tvö snjóflóð féllu á þjóðveg 1 á Öxnadalsheiði í gærkvöld. Ákveðið hefur verið að rýma svæði á Ísafirði vegna snjóflóðahættu.","main":"Vonskuveður hefur verið á norðan- og vestanverðu landinu síðastliðna sólarhringa og fjallvegir flestir ófærir. Í dag var lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á Ísafirði. Til stendur að rýma atvinnuhúsnæði en nokkur flóð hafa fallið í Skutulsfirði í gær og í nótt, þar af þrjú ofan þessara húsa. Hlynur Snorrason, yfirlögregluþjónn á Ísafirði, segir að engin íbúðarhús séu í hættu.\nRýming vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á Siglufirði og óvissustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Tvö snjóflóð féllu á þjóðveg 1 á Öxnadalsheiði seint í gærkvöld og var heiðinni lokað. Enginn bíll lenti í flóðinu en um 15 bílar voru stopp sitthvoru megin við það. Smári Sigurðsson er í aðgerðastjórn Landsbjargar í Eyjafirði.\nÞað gekk nú alveg þokkalega að losa um þessa bíla en var þó ekki búið alveg að losa um alla bílana þegar seinna flóðið fellur heldur austar. Þá voru tveir björgunarsveitabílar og þrír einkabílar fastir þarna á milli flóðanna og þá var ekkert um neitt annað að gera en drífa fólkið bara inn í björgunarsveitabílana og koma öllum af þesus hættusvæði sem allra fyrst.\nHannes Rúnarsson atvinnubílstjóri var ásamt fleirum að moka bíl í gegnum mikinn skafl á veginum þegar fyrsta snjóflóðið féll.\nÞegar það kemur bara höggbylgja og kolvitlaust veður og kögglar og drasl sem fýkur yfir okkur. Maður náttúrlega áttaði sig ekkert á hvað væri um að vera heldur bara allt í einu stend ég bara í snjó upp að hné og húfan fýkur af mér og eyrun á mér fyllast af snjó.\nHannes er ósáttur með að heiðinni hafi ekki verið lokað fyrr og að ekki hafi komið ruðningsbíll frá Vegagerðinni aftur á svæðið.\nÞað þarf eitthvað að skoða verkferlana hjá Vegagerðinni. Þetta hefði getað farið illa.","summary":"Hættustigi hefur verið lýst yfir á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Íbúðahús eru talin örugg en atvinnuhúsnæði hafa verið rýmd. Björgunarsveitir aðstoðuðu á þriðja tug vegfarenda þegar tvö snjóflóð féllu á Öxnadalsheiði í gærkvöld. "} {"year":"2021","id":"359","intro":"Ísland mátti þola tveggja marka tap, 28-26 á móti sterku liði Frakklands á HM karla í handbolta í gærkvöld. Íslenska liðið spilaði leikinn engu að síður afar vel. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var stoltur af sínu liði, en hélt svo mikla eldmessu þar sem hann svaraði gagnrýni handboltasérfræðinga á Íslandi.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"360","intro":"Ekkert Atlantshafsbandalagsríkjanna hefur fullgilt samning um bann við kjarnorkuvopnum sem tók gildi í dag. Á þriðja tug félagasamtaka, auk Biskupsstofu, skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda samninginn.","main":"Alls hefur fimmtíu og eitt 51 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna fullgilt samninginn sem var samþykktur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 2017. Hann bannar notkun, framleiðslu og geymslu kjarnorkuvopna og hvorki má flytja vopnin eða þróa né hóta að beita þeim. Samkvæmt könnun sem ICAN, alþjóðleg samtök um afnám kjarnorkuvopna, létu gera hér á landi fyrr í vetur eru 86 prósent landsmanna hlynnt því að Ísland fullgildi samninginn, en aðeins þrjú prósent vilja það ekki. Beatrice Finn, framkvæmdastjóri ICAN, segir að hættan á að kjarnokuvopnum sé beitt hafi aukist síðustu ár. Því verði NATO-ríkin, þar á meðal Ísland, að bregðast við.\nWe've seen these last few years how the risk of nuclear weapons used is increasing and we're living in a more unpredictable and threatful world than we did maybe 10 years ago, so I think the Icelandic government needs to step up.\nAusturríki, Írland, Mexíkó, Suður-Afríka og Nýja-Sjáland eru meðal þeirra ríkja sem hafa fullgilt samninginn, en ekkert þeirra er í Atlantshafsbandalaginu. Samtökin sem Beatrice fer fyrir hafa barist fyrir því í nokkur ár að NATO-ríkin taki afstöðu, því bandalagið hafi til þessa stutt notkun kjarnorkuvopna og aðildarþjóðirnar viðhaldi því ástandi með þögn sinni. Beatrice segir að stærð ríkja hafi þar lítil áhrif. Þau litlu geti breytt ýmsu í heimsmálunum, eins og í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.\nWe've seen that on other issues, such as gender equality for example, even among small countries take very strong position and lead, they are able to influence world politics.","summary":"Samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum tekur gildi í dag. 51 ríki hefur fullgilt samninginn en Ísland er ekki þar á meðal. Aðeins þrjú prósent landsmanna eru hlynnt þeirri stefnu, samkvæmt nýrri könnun. "} {"year":"2021","id":"360","intro":"Enn er hættustig vegna snjóflóðahættu á Siglufirði og rýmingu þar verður ekki aflétt að svo stöddu. Það er óvissustig á öllu Norðurlandi og snjóflóðhætta á Vestfjðrum er að aukast. Það er mikil ófærð á öllu norðanverðu landinu, skafrenningur og slæmt skyggni.","main":"Gul viðvörum tók gildi í morgun fyrir allt Norður- og Austurland og gildir fram á sunnudag. Þar er spáð hvassri norðanátt og áframhaldandi ofankomu með tilheyrandi samgöngutruflunum. Ekki er vitað til þess að snjóflóð hafi fallið á Norðurlandi síðan flóð féll í Héðinsfirði í gær. Lítið hefur bætt í snjó á Siglufirði í nótt, en þar er skafrenningur í fjöllum og gengur á með dimmum éljum. Sveinn Brynjólfsson er ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni en þar var fundað um stöðuna nú fyrir hádegi.\nMiðað við veðurspána segir Sveinn ekki líklegt að rýmingu á Siglufirði verði aflétt fyrr en á sunnudag. En ástandið sé metið reglulega og dagurinn í dag verði notaður til að skoða snjóalög betur. Hann segir að snjóflóðahætta sé að aukast á Vestfjörðum og þar er staðan í nánari skoðun. Í morgun féll lítið snjóflóð ofan vegarins um Eyrarhlíð, milli Ísafjarðar og Hnífsdals, en veginum var þó ekki lokað. Þá er óvissustig vegna snjóflóðahættu í Súðavíkurhlíð.\nÞað er ágætlega fært inn Djúp og Steingrímsfjarðarheiði og þaðan suður Strandir. Vegurinn um Þröskulda er lokaður. Skafrenningur og slæmt skyggni er á Holtavörðuheiði. Á Norðurlandi er Þverárfjall lokað og þæfingsfærð á Öxnadalsheiði. Búið er að opna Siglufjarðarveg og veginn fyrir Ólafsfjarðarmúla, en þar er óvissustig vegna snjóflóðahættu. Víkurskarð er lokað, þæfingsfærð er í Hófaskarði og ófært um Mývatns- og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði. Fyrir austan er þungfært á Fjarðarheiði og þæfingsfærð um Fagradal. Lokað eru um Breiðdalsheiði og Öxi. Greiðfært er á öllu sunnanverðu landinu.","summary":"Óvissustig er á öllu Norðurlandi og snjóflóðahætta á Vestfjörðum er að aukast. Enn er hættustig vegna snjóflóðahættu á Siglufirði og rýmingu þar verður ekki aflétt að svo stöddu. "} {"year":"2021","id":"360","intro":"Tvö hundruð og fimmtíu bílar hafa verið sýruþvegnir og tilkynnt hefur verið um tjón á 70 húsum eftir að sement gaus úr tanki Sementsverksmiðjunnar á Akranesi fyrr í mánuðinum. Talið er að meira sement hafi losnað út í andrúmsloftið en fyrst var gert ráð fyrir.","main":"Sementstankurinn yfirfylltist þegar dælt var í hann úr flutningaskipi í höfninni. Um 70 tilkynningar hafa borist um tjón vegna sementsfoks á fasteignir. Búið er að þrífa 25 hús, þau sem fengu einna mest yfir sig, en gera þurfti hlé á þrifum vegna frosts. Um 250 bílar hafa verið þrifnir eftir atvikið, þrífa þurfti þá með sýrublöndu til þess að ná efninu af.\nSementsverksmiðjan segist nú hafa upplýsingar um að gosið hafi staðið lengur yfir en áður var talið. Því gæti meira sement hafa borist út í andrúmsloftið en áður var áætlað. Gunnar H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, taldi upprunalega að það hefði verið frá 200 kílóum að tveimur tonnum.\nSíðan hafa komið fram vísbendingar um að óhappið hafi staðið í eitthvað lengri tíma. Þegar ég mat þetta var ég ekki með neinn tíma í huga heldur var ég bara að meta það magn sem hafði farið út frá okkur.\nHann segist þó ekki viss um hversu lengi atvikið stóð og ekki verði hægt að meta magnið fyrr en komið er á hreint hve vítt það dreifðist. Fólk sem býr í námunda við tankana hefur getið sér þess til að allt að 100 tonn hafi farið út.\nNei það er alveg útilokað. Það er alveg útilokað. Við vitum ekki annað á þessari stundu en að það hafi alla vega farið út þessi 200 kíló til tvö tonn.\nSjálfsagt sé að skoða hvort meira hafi sloppið út og það geri fyrirtækið nú með verkfræðistofunni Eflu. Þá eigi einnig að meta loftgæði á svæðinu. Engin ástæða sé þó til að ætla að rykið sem gaus úr tanknum hafi ógnað heilsu fólks.","summary":"Talið er að meira sement hafi sloppið út í andrúmsloftið en gert var ráð fyrir í fyrstu, þegar sementstankur á höfninni á Akranesi yfirfylltist og sement gaus upp úr honum. 250 bílar hafa verið þvegnir og 70 tjónstilkynningar hafa borist vegna sements á húsum. "} {"year":"2021","id":"360","intro":"Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú göt, sem virðast vera eftir byssukúlur, í að minnsta kosti sex gluggarúðum á skrifstofu Samfylkingarinnar í Sóltúni 26 í Reykjavík. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu en gefur ekki nánari upplýsingar að svo stöddu. Starfsfólk varð fyrst vart við götin þegar það mætti til vinnu í morgun og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri flokksins, segir að aðkoman hafi verið óskemmtileg.","main":null,"summary":"Göt á rúðum á skrifstofuhúsnæði Samfylkingarinnar, sem virðast vera eftir byssukúlur, eru til rannsóknar hjá tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdastjóri flokksins segir að aðkoman hafi ekki verið skemmtileg. "} {"year":"2021","id":"360","intro":"Björgunarmenn segja að það taki að minnsta kosti hálfan mánuð að ná upp námamönnum sem fastir hafa verið í gullnámu í austurhluta Kína undanfarna tólf daga. Samband náðist við ellefu námamenn um síðustu helgi en tuttugu og tveir lokuðust niðri í námunni.","main":"Mikil fyrirstaða torveldar björgunarmönnum að ná til námumanna sem lokuðust niðri í gullnámu í Shandong-héraði í austanverðu Kína fyrr í þessum mánuði. Yfirvöld segja að björgunaraðgerðir taki lengri tíma en búist hafi verið við.\nKínverskir ríkisfjölmiðlar höfðu eftir einum skipuleggjenda björgunaraðgerða í morgun að það tæki minnst hálfan mánuð að ná mönnunum upp á yfirborðið, jafnvel talsvert lengur. Tuttugu og tveir menn lokuðust niðri í námunni þegar sprenging varð í henni 10. janúar. Staðfest er að einn þeirra er látinn, en um síðustu helgi náðist samband við ellefu námumannanna sem fastir eru um 580 metrum undir yfirborði jarðar. Ekkert er vitað um afdrif hinna tíu, en óttast er að þeir séu látnir. Boraðar hafa verið holur til að koma næringu og lyfjum til mannanna. Í gær var greint frá því að til stæði að bora leið til að ná til mannanna og flytja þá upp á yfirborðið, en í morgun sögðu björgunarmenn að það tæki lengri tíma en vonast hefði verið til þar sem fyrirstaðan væri meiri en búist var við. Námuslys hafa verið tíð í Kína og virðast öryggismál víða í ólestri. Tuttugu og þrír fórust í námuslysi við borgina Chongqing í suðvesturhluta Kína í síðasta mánuði.","summary":"Björgunarmenn segja að það taki að minnsta kosti hálfan mánuð að ná upp námamönnum sem fastir hafa verið í gullnámu í austurhluta Kína undanfarna tólf daga. Samband náðist við ellefu námumenn um síðustu helgi en tuttugu og tveir lokuðust niðri í námunni."} {"year":"2021","id":"360","intro":"Ísland mætir Frakklandi í dag í milliriðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. Leikmenn íslenska liðsins segja að ef sóknarleikur liðsins nær sér á strik sé vel hægt að stríða ægisterku liði Frakka.","main":"Frakkar hafa unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og sitja á toppi riðilsins með 6 stig. Ísland er með tvö. Franska liðið hefur þó sýnt veikleikamerki í nokkrum leikjum en samt landað sigri. Varnarleikur íslenska liðsins hefur verið til fyrirmyndar á mótinu í ár og það verður grunnurinn sem verður byggt á í dag.\nSagði Arnór Þór Gunnarsson, fyrirliði, áður heyrðum við í Ólafi Guðmundssyni. Leikur Íslands og Frakklands er klukkan fimm í dag og er í beinni útsendingu RÚV og Rásar 2, upphitun hefst á í HM stofunni á RÚV klukkan hálffimm.\nFjórir leikir fóru fram í gærkvöldi í úrvalsdeild karla í körfubolta. Grindavík lagði Hauka með 82 stigum gegn 75 og hafa Grindvíkingar unnið alla leiki sína í deildinni. ÍR vann Þór frá Akureyri 105-90, KR lagði Hött 113-108 og Valur vann Tindastól fyrir norðan, 77-71. Gríndavík er í efsta sæti deildarinnar með 8 stig, tveimur meira en Keflavík, Stjarnan og ÍR. Keflavík og Stjarnan eiga leik til góða en síðustu tveir leikir fjórðu umferðar eru í kvöld. Stjarnan tekur á móti Þór Þorlákshöfn og Keflavík sækir Njarðvík heim í grannaslag.\nLiverpool fatast enn flugið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og í gærkvöldi beið liðið lægri hlut gegn Burnley á heimavelli sínum með einum marki gegn engu. Þetta var fyrsta tap Liverpool á heimavelli í úrvalsdeildinni síðan 23. apríl 2017 eða í 76 leikjum. Liverpool hefur auk þess ekki skorað í síðustu fjórum leikjum sínum. Jóhann Berg Guðmundsson spilaði síðustu 25 mínútur leiksins fyrir Burnley. Liverpool er í fjórða sæti eftir tapið en næstu lið eiga leiki til góða á Liverpool og geta komist upp fyrir meistarana. Burnley lyfti sér úr 17. sæti í það 16. með sigrinum.","summary":"Ísland mætir Frakklandi í dag í milliriðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi. "} {"year":"2021","id":"361","intro":"Baugsmenn verða allir komnir á bak við lás og slá, enda er málið gegn þeim stærsta svikamál sögunnar, hefur þáverandi forseti Íslands eftir þáverandi forsætisráðherra í nýrri bók Einars Kárasonar um Jón Ásgeir Jóhannesson. Samtalið á að hafa átt sér stað áður en ákærur komu fram í Baugsmálinu.","main":"Þetta var Einar Kárason rithöfundur. Helgi Seljan tók saman. Nánar verður fjallað um bók Einars og rætt við Jón Ásgeir Jóhannesson í fréttaskýringaþættinum Kveik í kvöld.\nÉgnáttúrulegahittiþarnamannsemtalið er aðhafisetiðlengstallraÍslendingafyrrogsíðar í yfirheyrslum, um þaðbil 6000 dagaþá var hannstöðugtmeðákærur á sér, undirlögrelgurannsóknogbeiðdóms,\nsvonalýsir Einar Kárasonrithöfundurfyrsta fundi þeirraJónsÁsgeirsogtildrögumþessaðþeirhófusamstarf um ritunbókarinnarMálsvörn.\nOg eftirþvísemégfórlengra í þetta, einsogmaðurinnsagði, þvíhissari var ég, hvaðþetta var í raungeggjuðogskrýtin saga.\nBaugsmáliðsvokallaða ekki sístsegir Einar -þarsem Jón Ásgeirogfleirisættutugumákærafyrirefnahagsbrotogskattsvik, enlyktaðimeðþvíaðeinungis var sakfelltfyrirlítiðbrotþeirra. Í bókinni er drjúguplássiendaveitt íbaksviðþess; meintafskiptiforsætisráðherransþáverandi, DavíðsOddssonarafmálarekstrinum,semJón Ásgeirsegirhafalitaðrannsóknþessogáfram. Í bókinnigreinir Ólafur Ragnar GrímssonfyrrverandiforsetiÍslandsfrásamtalisínuviðDavíð, sem áþaraðhafasagt, áðurennokkrarákærurkomufram, aðBaugsmennyrðuallirkomnir á bakviðlásogsláinnanskammstíma, endaværimáliðstærstasvikamálsögunnar.\nÞegarmaðurveitþaðaðinnanúrríkisstjórn er veriðaðreynaaðstoppauppgangþessara manna, þáhefurmaðursvosemengaástæðutilþessaðefast um aðþeirséulíkaaðhringja í menn í dómskerfinueðalögreglukerfinu, þaðeruvitnisburðir um það í bókinni.","summary":null} {"year":"2021","id":"361","intro":"Forsætisráðherra segir það sannfæringu sína að með efnislegri umræðu muni löngu tímabærar breytingar á stjórnarskránni þokast áfram. Formaður Samfylkingarinnar segir tilraun til að ná sáttum um breytingarnar hafa mistekist og þingmaður Pírata segir allt ferlið hafa mistekist.","main":"Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðu á Alþingi nú rétt fyrir fréttir að tilraunastarfsemi um breytingar á stjórnarskránni væri ekki af hinu góða. Umræðu um stöðu stjórnarskrármála lauk um klukkan tólf á Alþingi, Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er á Alþingi, ja hverju skilaði þessi umræða?\nég vil koma því sjónarmiði til skila ég tel ferlið sem farið var í núna hafa mistekist algerlega þetta er mjög svipað ferli og var farið í á þarsíðasta kjörtímabili","summary":"Forsætisráðherra segir að með efnislegri umræðu muni löngu tímabærar breytingar á stjórnarskránni þokast áfram. Formaður Samfylkingarinnar segir tilraun til að ná sáttum um breytingarnar hafa mistekist - og þingmaður Pírata segir allt ferlið hafa mistekist."} {"year":"2021","id":"361","intro":"Um 5.000 manns, íbúar hjúkrunarheimila og heilbrigðisstarfsfólk í framlínu sem fengu fyrri bólusetninguna af bóluefni Pfizer í lok síðasta árs, fá nú síðari skammtinn. Þegar hafa um 1.300 fengið þennan síðari skammt. Umdæmislæknir sóttvarna á höfuðborgarsvæðinu segir meiri líkur á að fá aukaverkanir við síðari bólusetningu en þá fyrri. Það tekur bóluefnið um eina viku að ná fullri virkni eftir síðari bólusetninguna.","main":"Samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis er þessari síðari bólusetningu lokið víða á landinu, meðal annars á Suður- og Norðurlandi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir umdæmislæknir sóttvarna og framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að byrjað hafi á að gefa síðari bólusetninguna á höfuðborgarsvæðinu á um 20 hjúkrunarheimilum og 50 sambýlum snemma í morgun. Bóluefnið er blandað í húsnæði Heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut og það síðan flutt í lögreglufylgd á bólusetningarstaði. Auk um 1.800 íbúa hjúkrunar- og dvalarheimila fá um 300 framlínustarfsmenn heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu og starfsfólk í sýnatöku síðari bólusetninguna í dag. Að sögn Sigríðar hefur það gengið vel.\nBara allskonar einkenni. Það er verið að lýsa óþægindum á stungustað en auðvitað getur komið svona almenn vanlíðan.\nÞað tekur um viku fyrir bóluefnið að ná fullri virkni.\nÞetta er viðmiðið. Það verða ekki gefin út bólusetningarvottorð fyrr en viku eftir seinni bólusetningu.","summary":"Um 5.000 manns, íbúar hjúkrunarheimila og heilbrigðisstarfsfólk í framlínu sem fengu fyrri bólusetninguna af kórónuveirubóluefni Pfizer í lok síðasta árs, fá nú síðari skammtinn. Það tekur bóluefnið um eina viku að ná fullri virkni eftir síðari bólusetninguna."} {"year":"2021","id":"361","intro":"Vatnstjón í byggingum háskóla Íslands er metið á hundruð milljóna. Þúsundir lítra af vatni flæddu um háskólasvæðið í nótt, þegar kaldavatnslögn við Suðurgötu rofnaði. Forstöðumanni Árnastofnunar brá mjög þegar hún fékk fréttirnar, en handritaarfur þjóðarinnar er óskaddaður.","main":"Mikið tjón varð í flestum byggingum Háskóla Íslands í nótt þegar þúsundir tonna af vatni flæddu um svæðið. Vatnið kom úr gamalli Kaldavatnslögn sem Veitur hafa unnið að viðgerðum á í meira en ár.\nSagði Kristinn Jóhannesson Sigríður Hagalín Björnsdóttir tók saman\n(Viðvörunarbjöllur ) Hér er allt á floti, einn og hálfur metri af vatni kominn inn í göngin hérna, þetta er skelfilegt!\nÞetta voru fyrstu viðbrögð Björns Auðuns Magnússonar, deildarstjóra reksturs fasteigna Háskólans, þegar hann kom í kjallara Háskólatorgs í nótt. Myndskeið hans af aðstæðum má sjá á ruv.is. Sjálfvirk glerhurð hélt vatninu í skefjum um stund, en brast skömmu síðar og flæddi um kjallarann. Eyðileggingin er mikil og erfitt að sjá að kennt verði í kennslustofum og fyrirlestrarsölum á næstunni. Tjónið hefði þó getað orðið mun alvarlegra, og óbætanlegt. Handritaarfur þjóðarinnar er varðveittur á Árnastofnun, í kjallara Árnagarðs. Þar á meðal eru Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók. Guðrún Nordal er forstöðumaður Árnastofnunar.\nGuðrún segir að vel sé búið um handritin á stofnuninni, en öryggisráðstafanir verði þó enn betri í Húsi íslenskunnar sem nú er í byggingu.\nAðrar byggingar sluppu ekki eins vel og Árnagarður. Þúsundir tonna af vatni fossuðu inn í kjallara margra þeirra eftir að stór kaldavatnslögn við Suðurgötu gaf sig. Lögnin er frá 1961 og hafa viðgerðir staðið yfir í rúmt ár. Veitur eru að kanna hvað fór úrskeiðis. Vatnið fossaði um háskólasvæðið í meira en klukkustund áður en tókst að stöðva rennslið. Aðalbygging, Lögberg, Gimli, Háskólatorg og Stúdentakjallarinn eru illa leikin eftir flóðið. Slökkviliðsmenn og starfsfólk Háskólans var í óða önn að dæla burt vatni og bjarga því sem bjargað yrði þegar fréttastofa kom að í morgun, en Kristinn Jóhannesson sviðsstjóri framkvæmda og tæknimála Háskólans segir tjónið mikið.\nMér líst bara ekkert á stöðuna.","summary":"Mikið tjón varð í nokkrum byggingum Háskóla Íslands í nótt þegar þúsundir tonna af vatni flæddu um svæðið. Vatnið kom úr gamalli kaldavatnslögn sem Veitur hafa unnið að viðgerðum á í meira en ár. Við fyrstu sýn er tjónið metið á hundruð milljóna króna. Betur fór þó en á horfðist, því handritaarfur þjóðarinnar og listasafn Háskólans eru ósködduð."} {"year":"2021","id":"361","intro":"Eftir tapið grátlega gegn Sviss á heimsmeistaramótinu í handbolta hefur íslenska karlalandsliðið snúið sjónum sínum að næsta leik. Hann er strax á morgun gegn sterku liði Frakklands.","main":"Frakkland vann ósannfærandi sigur á Alsír í gærkvöldi, 29-26, en eru með ægisterkt lið. Frakkar hafa unnið alla leiki sína á mótinu og sitja í efsta sæti milliriðilsins með 6 stig. Noregur og Portúgal eru með 4 stig eftir eins marks sigur Noregs á Portúgal í gærkvöldi, 29-28. Ísland er með tvö stig eins og Sviss en Alsír er án stiga. Íslenska liðið þarf að ýta tapinu gegn Sviss aftur fyrir sig með hraði því stutt er á milli leikja.\nSagði Björgvin Páll Gústavsson, áður heyrðum við í Elliða Snæ Viðarssyni og Guðmundi Guðmundssyni. Leikur Íslands og Frakklands er á morgun klukkan fimm og er í beinni útsendingu RÚV og Rásar 2, upphitun hefst á RÚV klukkan hálffimm.\nÍslenska liðið verður án Alexanders Petersson í leiknum við Frakka og það sem eftir lifir móts. HSÍ greindi frá því í morgun að Alexander hafi haldið heim á leið af persónulegum ástæðum eftir leikinn gegn Sviss í gær. Engar nánari útskýringar eru gefnar, aðrar en þær að ástæðurnar séu persónulegar.\nHeil umferð var í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Keflavík vann Hauka 67-57, Valur lagði Snæfell 80-68, Fjölnir hafði betur gegn KR 75-68 og Breiðablik vann Skallagrím 71-64. Eftir leiki gærkvöldsins eru Keflavík, Valur og Fjölnir öll með 8 stig en Keflavík hefur aðeins leikið fjóra leiki á meðan Fjölnir hefur leikið sex leiki og Valur fimm.\nÞað voru sviptingar á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi. Leicester sat á toppnum eftir sigur á Chelsea í fyrrakvöld en Manchester City komst í efsta sætið í gærkvöldi með 2-0 sigri á Aston Villa. Það reyndist skammgóður vermir því síðar í gærkvöldi vann Manchester United Fulham 2-1 og fór í toppsætið og situr þar enn. United er með 40 stig, tveimur meira en City og Leicester en City á leik til góða. Englandsmeistarar Liverpool geta komist stigi á eftir City og Leicester með sigri á Burnley í kvöld.","summary":null} {"year":"2021","id":"361","intro":"Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir það ekki ganga í nútíma samfélagi að íbúar í tvöþúsund manna sveitarfélagi séu innikróaðir dögum saman. Íbúi á Siglufirði, sem þurfti að rýma hús sitt, segir það hafa komið á óvart því öflugur varnargarður sé rétt ofan við götuna.","main":"Það er enn hættustig vegna snjóflóða á Siglufirði og rýming sem boðuð var í gær er enn í gildi. Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður snjóflóðaseturs Veðurstofunnar, segir að staðan verði metin í dag og áætlað sé að gefa út nýtt hættumat klukkan fjögur. Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla var opnaður í morgun, en þar hefur hefur verið lokað frá því á mánudagskvöld. Þar er samt óvissustig vegna snjóflóðahættu. Siglufjarðarvegur um Almenninga er enn lokaður. Síðasta vetur lokaðist vegurinn um Ólafsfjarðarmúla 24 sinnum og oft nokkra daga í einu eins og nú. Siglufjarðarvegur lokaðist 52 sinnum. Þá hafa þessar leiðir einnig lokast núna í vetur. Elías Pétursson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir þetta mjög óþægilegt, enda útheimti bæði atvinnulíf og annað að það séu tryggar samgöngur.\nOg lausnin sé til og felist í nýjum jarðgöngum úr Siglufirði yfir í Fljót og nýjum göngum frá Ólafsfirði til Dalvíkur eða endurbótum á núverandi Múlagöngum.\nFjölskyldur í níu íbúðarhúsum á Siglufirði gátu ekki verði í húsum sínum í nótt, en þau voru rýmd í gær. Sandra Finnsdóttir býr í Norðurtúni 7.\nVarðskipið Týr er nú komið inn á Eyjafjörð og leggst fljótlega að bryggju á Dalvík.","summary":"Bæjarstjórinn í Fjallabyggð segir það ekki ganga í nútíma samfélagi að íbúar séu innikróaðir vegna ófærðar dögum saman. Íbúi á Siglufirði segir að innilokunin sé farin að hafa meiri áhrif á fólk en snjóflóðahættan. "} {"year":"2021","id":"362","intro":"Hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst í sextíu löndum. Tvö slík tilfelli hafa verið staðfest í Peking, höfuðborg Kína, þar sem sóttvarnareglur hafa verið hertar vegna nýrra kórónuveirusmita.","main":"Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin staðfesti í morgun að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hafi nú greinst í sextíu löndum. Afbrigði kennt við Suður-Afríku hefur greinst í tuttugu og þremur löndum. Bæði eru þessi afbrigði talin bráðsmitandi. Breska afbrigðið hefur meðal annars greinst í Peking, höfuðborg Kína, þar sem sóttvarnareglur hafa verið hertar til muna.\nKínversk heilbrigðisyfirvöld sögðu frá því í morgun að hundrað og þrír hefðu greinst með kórónuveirusmit í landinu síðasta sólarhring, þar af sjö í Peking. Síðar var staðfest að tvö tilfellanna í Peking væru breska afbrigði veirunnar. Fyrirskipanir hafa verið gefnar um hertar sóttvarnareglur í Daxing-hverfinu í suðurhluta borgarinnar þar sem 1,6 milljónir manna búa. Íbúum hverfisins hefur verið meinað að fara frá borginni nema með sérstöku leyfi og staðfestingu um neikvæða niðurstöðu úr skimun innan við þremur dögum áður. Þá hefur fólki verið skipað að halda sig heima nema erindið sé brýnt. Leik- og grunnskólum í Daxing hefur verið lokað. Einnig hefur verið gripið til hertra ráðstafana í Hebei-héraði nærri höfuðborginni og einnig héruðunum Jilin og Heilongjang í norðausturhluta Kína vegna aukinna kórónuveirusmita að undanförnu. Staðfestur fjöldi kórónuveirusmita á heimsvísu nálgast nú eitt hundrað milljónir, en ríflega tvær milljónir hafa látist af völdum COVID-19.","summary":"Hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst í sextíu löndum. Tvö tilfelli hennar hafa verið staðfest í Peking, höfuðborg Kína. Þar hafa sóttvarnarreglur verið hertar vegna nýrra kórónuveirusmita."} {"year":"2021","id":"362","intro":"Gengi krónunnar veiktist um átta prósent á milli áranna 2019 og 2020. Veikinguna má rekja til efnahagslegra áhrifa af Covid-19-faraldrinum.","main":"Íslenska krónan veiktist í fyrra um átta prósent frá árinu áður. Það er þó ekki eins mikið og í fyrri kreppum. Ástæðan er meðal annars sú að ferðalög Íslendinga til útlanda drógust verulega saman.\nÞetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að faraldurinn hafi kippt ferðaþjónustu í heiminum nánast úr sambandi, en ferðaþjónustan hafi verið mikilvægasta útflutningsstoð Íslands síðustu ár. Veiking krónunnar í fyrra sé þó töluvert minni en í síðustu niðursveiflum hér á landi. Þannig lækkaði gengi krónunnar um rúm 13% í kreppunni 2001 og um rúmlega 35% í hruninu á árunum 2008 og 2009. Í Hagsjánni kemur fram að ástæða þess að veiking krónunnar hafi ekki orðið meiri í fyrra, þrátt fyrir að mjög stór hluti gjaldeyristekna landsins hafi gufað upp, sé sú að ferðalög Íslendinga til útlanda hafi dregist mikið saman. Mikill samdráttur hafi því einnig orðið í innflutningi, þar sem ferðalög Íslendinga vega þungt. Þá hafi það einnig stutt gengi krónunnar, að Seðlabankinn beitti stórum gjaldeyrisforða sínum til þess að koma í veg fyrir að gengið veiktist langt umfram jafnvægi.","summary":null} {"year":"2021","id":"362","intro":"Gangi áætlanir eftir tekur Icelandair að minnsta kosti sex flugvélar af gerðinni Boeing 737 MAX í notkun í mars. Kanadísk flugmálayfirvöld samþykktu notkun vélanna í gær, áður hafði notkun þeirra verið samþykkt í Bandaríkjunum og búist er við að leyfi verði veitt í Evrópu í næstu viku. MAX-vélar verða allt að þriðjungur flugflota Icelandair á næstu árum.","main":"Vélarnar voru kyrrsettar fyrir tæpum tveimur árum eftir tvö flugslys sem rakin voru til galla í stýrikerfi þeirra. Eftir gagngerar endurbætur er nú farið að veita þeim flughæfnisskírteini á ný og nú er beðið ákvörðunar EASA, Flugeftirlitsstofnunar Evrópu. Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair segir að undirbúningur fyrir notkun vélanna sé í fullum gangi.\nÞað eru ýmis verkefni sem við þurfum að klára áður. Við þurfum að bæta við þjálfun flugmanna. Við þurfum að gera hugbúnaðaruppfærslur á ákveðnum kerfum í vélinni og breytingar á vélinni í samræmi við tilmæli EASA. Þetta þýðir að við eigum von á að geta mögulega farið að fljúga MAX í marsmánuði.\nHaukur segir að unnið sé út frá tímalínu sem geri ráð fyrir að notkun vélanna verði leyfð í Evrópu í næstu viku. Tólf MAX-vélar verða í flota Icelandair. Félagið hefur þegar fengið sex þeirra, þrjár eru tilbúnar til afhendingar hjá Boeing og áætlað er að þrjár verði afhentar 2022 og 2023 á næsta og þarnæsta ári. Vélarnar verða stór hluti af flota Icelandair. Auk MAX er félagið með 20 þotur af gerðinni Boeing 757 og 767","summary":"Boeing 737 MAX- flugvélar verða allt að þriðjungur flugflota Icelandair á næstu árum. Búist er við að notkun vélanna verði leyfð í Evrópu í næstu viku. Icelandair áformar að taka sex slíkar vélar í notkun í mars."} {"year":"2021","id":"362","intro":"Snjóflóð féll á skíðasvæði Siglfirðinga í morgun. Flóðið féll meðal annars á skiðaskálann og færði hann úr stað. Allir vegir til Fjallabyggðar hafa verið lokaðir í tvo sólarhringa og óvíst hvort hægt verður að moka þangað í dag.","main":"Nokkur snjóflóð hafa fallið á Tröllaskaga frá því í gær. Tvö flóð féllu á veginn um Ólafsfjarðarmúla, tvö til þrjú úr Ósbrekkufjalli í Ólafsfirði, og í morgun sást að fallið hafi snjóflóð á skíðasvæði Siglfirðinga á Skarðadal. Egill Rögnvaldsson, svæðisstjóri skíðasvæðisins, segist ekki vita nákvæmlega hversu miklar skemmdir hafa orðið. Ekki hefur þótt óhætt að fara inn á svæðið enn sem komið er. Hann segir flóðið meðal annars hafa fallið á skíðaskálann og fært hann af grunninum. Þá féll flóðið á gáma skíðaleigunnar og snjótroðari færðist úr stað. Óvissustigi vegna snjóflóahættu var lýst yfir á Norðurlandi í gær. Sveinn Brynjólfsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir að dregið hafi úr úrkomu og verið sé að meta aðstæður í fjöllum.\nÍ fyrrakvöld var veginum um Ólafsfjarðarmúla lokað vegna snjóflóðahættu og Siglufjarðarvegi um Almenninga í kjölfarið. Vegagerðin hefur kannað aðstæður á báðum svæðum í morgun og ekki er talið óhætt að hefja snjómokstur. Elías Pétursson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir þetta vont ástand.\nOg það hefur hvorki verið hægt að koma vörum til eða frá Fjallabyggð frá því í fyrradag. Meðal annars varð skuttogarinn Múlaberg að landa á Sauðárkróki þar sem ekki er hægt að koma fiskinum á markað frá Siglufirði. Elías gerir athugasemdir við að engin veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir þetta svæði.","summary":"Snjóflóð féll á skíðasvæði Siglfirðinga í morgun og færði skiðaskálann meðal annars úr stað. Ófært hefur verið til Fjallabyggðar í tvo sólarhringa og óvíst hvort hægt verður að moka þangað í dag. Sérfræðingar hjá Veðurstofunni eru að meta ástandið."} {"year":"2021","id":"362","intro":"Forseti Írans hvetur Bandaríkjamenn til að hefja á ný aðild að kjarnorkusamningi stórveldanna og stjórnvalda í Teheran. Hann segir að Joe Biden, verðandi forseti, eigi næsta leik.","main":"Hassan Rouhani, forseti Írans, hvatti í morgun Joe Biden, verðandi forseta Bandaríkjanna, til að ganga á ný inn í kjarnorkusamkomulag stórveldanna og stjórnvalda í Teheran og aflétta refsiaðgerðum gegn Íran. Íransforseti fór hörðum orðum um Donald Trump, fráfarandi forseta Bandaríkjanna, í ræðu á þingi í morgun og kvaðst fagna því að valdatíð hans væri lokið.\nRouhani sagði að valdatíð Trumps hefði einkennst af óréttlæti og spillingu. Hann hefði ekki eingöngu skapað vanda fyrir þrjóð sína heldur heimsbyggðina alla. Fyrir tæpum þremur árum ákvað Trump að segja skilið við kjarnorkusamkomulag stórveldanna og Írans frá 2015, sem nánast virðist runnið út í sandinn. Markmiðið með því var að takmarka möguleika Írana á að smíða kjarnorkuvopn. Íranar hafa auk þess farið að auðga úran umfram það sem þar er kveðið á um. Biden hefur lýst yfir vilja til að ganga inn í samkomulagið að nýju svo framarlega sem Íranar standi við sinn hluta þess. Rouhani sagði í morgun að Bandaríkjamenn ættu næsta leik, en gengju þeir inn í samkomulagið myndu Íranar standa við sínar skuldbindingar. Antony Blinken, sem Biden hefur valið sem utanríkisráðherraefni sitt, sagði í gær að Bandaríkjastjórn myndi ekki flýta sér að taka ákvörðun í þessu máli.","summary":"Forseti Írans hvetur Bandaríkjamenn til að taka á ný þátt í kjarnorkusamningi stórveldanna og stjórnvalda í Teheran. Hann segir að Joe Biden, verðandi forseti, eigi næsta leik."} {"year":"2021","id":"363","intro":"Fólk sem kemur til landsins og á dvalarstað utan suðvesturhornsins hefur hingað til fengið þau skilaboð að það eigi að koma sér beint í sóttkví á dvalarstað, burtséð frá þreytu, tíma dags eða þeirri vegalengd sem fyrir höndum er. Þessu á nú að breyta.","main":"Fjölskyldan sem lenti í slysinu í Skötufirði á laugardag var nýkomin til landsins og á leið heim til Flateyrar í sóttkví. Kona lést eftir slysið en tildrög þess eru enn til rannsóknar hjá lögreglu. Jóhann Sigurjónsson, læknir á Ísafirði, var einn þeirra sem komu að slysinu. Hann hefur sjálfur farið til útlanda frá því að hertar reglur voru teknar upp á landamærum.\nSkilaboðin sem fólk er að fá, og ég hef fengið í þrígang í ferðum mínum til landsins, er að maður á tafarlaust að koma sér á endanlegan sóttkvíarstað.\nHann vill ekki tengja þessi skilaboð beint við slysið en það hafi vakið hann til umhugsunar. Einungis er hægt að skrá einn sóttkvíarstað við heimkomu. Fólk sem býr utan suðvesturhornsins getur átt langa bílferð fyrir höndum áður en þangað er komið. Einungis megi stoppa ef brýn nauðsyn krefur.\nÞað er sem sagt ekki nóg að það sé nauðsynlegt heldur verður að vera brýn nauðsyn. Sem býður upp á ákveðnar hártoganir í skilgreiningu.\nHonum hafi verið sagt að hvorki þreyta, tími dags, lengd ferðalags né slæm færð gæfi brýna nauðsyn. Jóhann vakti máls á þessu á Facebook í gærkvöld og hefur heyrt frá Almannavörnum.\nÞað sem ég hef fengið að heyra frá fulltrúum Almannavarna í morgun er að þetta verði samstundið tekið til endurskoðunar og þessu verklagi breytt.\nHéðan af verði fólk sem kemur til landsins og á langa ferð fyrir höndum hvatt til að hvílast, áður en haldið er af stað.","summary":"Almannavarnir ætla að breyta skilaboðum sínum um að allir sem koma til landsins eigi að koma sér tafarlaust í sóttkví. Eigi þeir langt ferðalag fyrir höndum, utan suðvesturhornsins, eru þeir hvattir til að hvíla sig áður en haldið er af stað. "} {"year":"2021","id":"363","intro":"Formaður Flokks fólksins segir að flokkurinn ætli að óbreyttu ekki að styðja frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá. Formaður Framsóknarflokksins segist hins vegar vera sáttur við niðurstöðuna.","main":"Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar á næstu dögum að leggja fram frumvarp með tillögum að breytingum á stjórnarskrá.\nTillögurnar varða umhverfis- og náttúruvernd, íslenska tungu og breytingar á ákvæði um forseta og framkvæmdavald. Mesti ágreiningurinn er þó um ákvæði um auðlindir í þjóðareign. Ekkert samkomulag náðist um þetta atriði meðal formanna allra flokka á Alþingi.\nLogi Einarsson formaður Samfylkingarinnar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar gagnrýndu þessa tillögu í fréttum sjónvarps í gær.\nInga Sæland formaður Flokks fólksins segist ekki styðja þetta frumvarp að óbreyttu.\nNei því miður þá get ég það ekki vegna þess að ég var alveg skýr með það alveg frá byrjun, alveg frá fyrsta fundi, að hvað lýtur að auðlindaákvæðinu þá vildi ég alltaf að við myndum nálgast það að fá fullt verð, að það kæmi inn í stjórnarskrána\nað við vildum fullt verð fyrir aðgang að auðlindinni. Við erum sérstaklega í þessu tilliti að horfa til sjávarauðlindarinnar en það var ekki samstaða um það\nSigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segist hins vegar vera sáttur við niðurstöðuna þótt hann sé ekki meðflutningsmaður á frumvarpi forsætisráðherra.\nÉg hef verið sáttur við þetta verklag, við höfum setið einhverja 24 fundi, formennirnir. Og þó svo að það gæti verið að það hljómaði eitthvað örlítið öðruvísi ef ég hefði fengið að skrifa þetta frumvarp\neinn og sér þá er ég ásáttur við niðurstöðuna sem út úr þessari vinnu kemur og reikna með því að styðja það meira og minna","summary":null} {"year":"2021","id":"363","intro":"Ísland tekur með sér tvö stig í milliriðla heimsmeistaramóts karla í handbolta í Egyptalandi. Þetta varð ljóst eftir sigur á grófu liði Marokkó í gærkvöld. Þrír leikmenn Marokkó fengu rauða spjaldið fyrir ruddaleg brot.","main":"Jafnræði var með liðunum framan af leik en íslenska liðið náði fimm marka forskoti fyrir leikhléið og vann að lokum með átta marka mun, 31-23. Marokkómenn voru ótrúlega grófir í leiknum og þrír þeirra fengu að líta beint rautt spjald, í öll skiptin fyrir sérstaklega ruddaleg brot. Einar Örn Jónsson lýsti leiknum á RÚV.\nElvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Viggó Kristjánsson fengu allir þung högg í brotunum en þeir sluppu þó við meiðsli. Og það var Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari ánægður með þegar Einar Örn ræddi við hann í Kaíró í morgun.\nÚrslitin í gær þýða að Ísland tekur með sér tvö stig inn í milliriðil en keppni í honum hefst strax á morgun. Þá mætir Ísland liði Sviss sem Guðmundur var að leikgreina í tölvunni langt fram undir morgun.\nLeikur Íslands og Sviss verður klukkan hálfþrjú á morgun og verður hann sýndur beint á RÚV og lýst á Rás 2. Upphitun hefst í HM-stofunni klukkan tvö á morgun.\nOg þrír leikir á HM eru sýndir beint í dag og íslenskir þjálfarar eru í eldlínunni í þeim öllum. Klukkan hálf þrjú mætir Japan, undir stjórn Dags Sigurðssonar, Angóla í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli og sá leikur er á RÚV. Sama staða eru uppi þegar Barein, undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar mætir Kongó á RÚV 2 klukkan fimm. Leikur lærisveina Alfreðs Gíslasonar í liði Þýskalands og Ungverja er svo á dagskrá RÚV 2 klukkan hálfátta í kvöld en sigurvegarinn fer með fullt hús stiga í milliriðil.","summary":null} {"year":"2021","id":"363","intro":"Tillaga verður lögð fram á fundi borgarstjórnar í dag um að gerð verði heildstæð athugun á starfsemi vistheimilisins Arnarholts.","main":"Borgarstjórn ætlar að beina því formlega til forsætisráðherra að gerð verði úttekt á vistheimilinu Arnarholti og öðrum sambærilegum heimilum. Borgarstjóri segir að aðalatriðið sé að málið verði upplýst og að réttar ályktanir verði dregnar.\nStarfsfólk á vistheimilinu Arnarholti lýsti ómannúðlegri meðferð á heimilisfólki í ítarlegum vitnaleiðslum fyrir tæpri hálfri öld. Ekki var greint frá því sem fram kom í vitnaleiðslunum fyrr en í fréttum RÚV í nóvember síðastliðnum. Eftir umfjöllunina hafa bæði borgarstjóri og forsætisráðherra sagt að ráðast verði í rannsókn á aðbúnaði í Arnarholti, og öðrum sambærilegum heimilum, og hefur slík rannsókn verið í undirbúningi. Tillaga um framhald málsins verður lögð fram á fundi borgarstjórnar í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að Alþingi þurfi að veita sérstakar lagaheimildir svo hægt sé að ráðast í rannsókn á málinu.\nÞannig að að höfðu samráði við forsætisráðherra, þá er málið þar nú til skoðunar. Og borgarstjórn vill bara lýsa yfir eindregnum stuðningi sínum við að þessi mál verði skoðuð í kjölinn og bjóða fram liðsinni borgarinnar í hverju því sem þarf í því sambandi.\nÚt á hvað gengur þá tillagan í dag?\nHún gengur út á það að beina því til forsætisráðherra að gerð verði úttekt á Arnarholti og eftir atvikum öðrum sambærilegum heimilum.\nAð ykkar mati, hvort á þá rannsóknin að fara fram á vegum forsætisráðuneytisins eða borgarinnar?\nÞað þarf allavega atbeina Alþingis og við yrðum alveg sátt við það og myndum treysta því að ríkið og forsætisráðuneytið myndu hafa forgöngu um það, eins og varðandi vistheimilin áður. Meginatriðið er að þetta verði vel gert og af virðingu fyrir því sem þarna gerðist þannig að málið verði upplýst og réttar ályktanir af því dregnar.","summary":"Lagt verður til á fundi borgarstjórnar í dag að gerð verði heildstæð athugun á starfsemi vistheimilisins Arnarholts."} {"year":"2021","id":"363","intro":"Thor Aspelund líftölfræðingur segir að faraldurinn á Írlandi og Íslandi hafi legið í svipuðum takti, þangað til um jólin, þegar Írar slökuðu á en Íslendingar ekki.","main":"Þeir slaka á um aðventuna meira. Þeir opna veitingahúsin og það verður allt miklu hressara hjá þeim eitthvað en þá sjáum við líka hvernig bylgjan þeirra hefur rokið upp og staðan þar eða var það fyrir viku eða tveimur með því versta í kringum okkur á meðan hjá okkur hélst þetta niðri áfram, sem var auðvitað mjög ánægjulegt.\nThor segir að Íslendingum hafi gengið vel í baráttunni við pestina\nEn lærdómurinn hefur ekki komið allur fram ennþá, hvað það var allt nákvæmlega, en almenningur hér hefur tekið virkilega góðan þátt í þessu. Hér er grímunotkun bara almenn. Þetta er ekkert vesen og margt svona sem er bara jákvætt og ég vona að við getum bara haldið því áfram","summary":null} {"year":"2021","id":"364","intro":"Þess er krafist á Vesturlöndum að Rússar láti stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny lausan þegar í stað. Hann var handtekinn við komuna til Moskvu í gær.","main":"Stjórnvöld víða á Vesturlöndum krefjast þess að rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny verði sleppt úr haldi. Hann var handtekinn í gær þegar hann kom heim frá Þýskalandi.\nMeðal þeirra sem hafa fordæmt handtökuna eru Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og starfsbræður hans Heiko Maas í Þýskalandi og Dominic Raab í Bretlandi. Hið sama gerði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í dag. Öll kröfðust þau þess að hann yrði látinn laus án tafar. Þá ítrekaði von der Leyen kröfu Evrópusambandsins um óháða rannsókn á því að reynt var að ráða Navalny af dögum í Rússlandi í fyrrasumar. Hann var þá fluttur alvarlega veikur til Þýskalands. Þarlendir læknar komust að þeirri niðurstöðu að eitrað hefði verið fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. Sovéskir vísindamenn þróuðu það á dögum kalda stríðsins. Navalny dvaldi í Þýskalandi þar til í gær þegar hann sneri aftur heim. Hann var handtekinn á flugvelli í Moskvu og fluttir á lögreglustöð þar sem hann hefur verið í varðhaldi síðan. Honum hefur verið meinað að ræða við lögmenn, en kom myndskeiði til talsmanns síns þar sem hann segir að lög séu brotin á honum.\nSergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, vísaði í dag á bug gagnrýni stjórnvalda á Vesturlöndum á meðferðinni á Navalny. Hann sagði að hún væri einungis til komin því að þau vildu draga athyglina frá vandamálum heima fyrir. Talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði á Facebook í gærkvöld að vestræn stjórnvöld væru með afskipti af rússneskum innanríkismálum. Þeim væri nær að virða alþjóðalög og einbeita sér að eigin vandamálum.","summary":"Þess er krafist á Vesturlöndum að Rússar láti stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny lausan þegar í stað. Hann var handtekinn við komuna til Moskvu í gær. "} {"year":"2021","id":"364","intro":"Skynsamlegt er að hefja sölu á hlut í Íslandsbanka því mun minni óvissa er núna heldur en var fyrir ári þegar hætt var við sölu á bankanum segir aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Forseti ASÍ segir að óvissan sé ennþá of mikil.","main":"Aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir skynsamlegt að hefja sölu á hlut í Íslandsbanka því mun minni óvissa sé nú en fyrir ári þegar hætt var við að selja hlut í bankanum. Forseti ASÍ telur óvissuna enn of mikla.\nRætt verður um sölu á hlut í Íslandsbanka á Alþingi í dag. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að Alþingi hafi ekki nægar upplýsingar til að fjalla um sölu bankanna. Ársreikningur bankans liggi ekki fyrir.\nVið skulum bara hafa það í huga að þingið á að skila áliti sínu á þessari sölu þremur vikum áður en ársreikninguinn liggur fyrir fyrir síðasta ár, sem maður myndi halda að væri svolítið mikilvægt gagn að ahfa við svona ákvarðanatöku\nog síðan má bara vísa í að það var frestað sölunni út af óvissu ástandi. Við erum ennþá í óvissu ástandi þannig að maður kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að það sem liggur á núna eru kosningar í september þannig að þetta er þá pólitísk ákvörðun\nKonráð Guðjonsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, tekur ekki undir þetta og bendir á að uppgjör banka komi á ársfjórðungs fresti.\nEg held að það sé engan vegin hægt að bera saman óvissuástandið núna og í mars síðasliðnum. í mars sl þá vissum við ekkert\nÞá hafi enginn vitað hvaða áhrif faraldurinn hefði á efnahagslífið, hversu lengi hann myndi vara eða hvenær bóluefni yrði tilbúið.\nnúna vitum við meira um allt þetta. Við vitum að á þessu ári verður búið að bólusetja stóran meiri hluta íslendinga vonandi fyrir sumarið. Gæti eð seinkað en í þessu samhengi breytir það ekki öllu máli varðandi það að þú sért að selja heilan banka og sama í löndunum í kringum okkur þannig að ég held að það sé engan vegin hægt að bera það saman\nAlþingi þarf að vanda til verka og velta fyrir sér hvernig eigi að gera þetta en ég held að það sé engin spurning\nað það sé skynsamlegt að hefja þessa vegferð","summary":null} {"year":"2021","id":"364","intro":"Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Erlu Bolladóttur um að lykilrannsóknarmenn lögreglunnar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu yrðu látnir bera vitni í máli hennar gegn ríkinu. Lögmaður Erlu sakar ríkið um að torvelda alla gagnaöflun.","main":"Erla stefndi ríkinu árið 2019 vegna höfnunar endurupptökunefndar vegna dóms hennar í Guðmundar- og Gerfinnsmálinu. Erla var dæmd fyrir meinsæri í málinu ásamt tveimur öðrum. Hinir fimm sakborningar í málinu fengu mál sín upptekin og voru sýknaðir af öllum ákæruliðum í Hæstarétti í september 2018.\nErla krafðist þess að fimm lögreglumenn sem komu að rannsókn málsins á sínum tíma yrðu látnir bera vitni. Þetta eru þeir Örn Höskuldsson, Sigurbjörn Víðir Eggertsson, Eggert Bjarnason, Valtýr Sigurðsson og Haukur Guðmundsson. Héraðsdómar hafnaði þessari kröfu í morgun.\nErla segir í samtali við fréttastofu að þessi úrskurður verði kærður til Landsréttar. Hún furðar sig enn fremur á því að ríkið skuli hafna því að fá tækifæri til að leiða fram sannleikann í þessu máli.\nRagnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu segir það vonbrigði að kröfunni hafi verið hafnað\nÞað veldur mér sem lögmanni Erlu Bolladóttur örðugleikum að fá rétta niðurstöðu í málinu ef að ríkið torveldar alla gagnaöflun. Og ríkið hefur reyndar gert það í þessu máli og öðrum sambærilegum og barist upp á líf og dauða.\nAugljóslega hefur ríkisstjórnin gefið lögmanni sínum fyrirmæli um að gera það\nRagnar segir mikilvægt að þeir sem rannsökuðu málið verði látnir bera vitni.\nJá það er auðvitað mikilvægt vegna þess að þeir sem rannsökuðu málið í Keflavík þeir felldu grun á Sigurbjörn Eiríksson og Magnús Leópoldsson og rannsökuðu bíla þeirra og áttu við þá samtal.\nOg því skiptir það máli þar sem að ákæruvaldið eða ríkið heldur því fram að Erla Bolladóttir eigi alla sök á því að fella grun á þá menn","summary":"Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í morgun kröfu Erlu Bolladóttur um að fimm lögreglumenn sem leiddu rannsóknina í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu verði látnir bera vitni í máli hennar gegn ríkinu. "} {"year":"2021","id":"364","intro":"Í einu af þeim fimm andlátum fólks sem hafði nýlega verið bólusett við kórónuveirunni, er ekki hægt að útiloka orsakatengsl. Enginn hefur greinst með svokallað Brasilíuafbrigði veirunnar hér á landi. Fólki er ráðið frá utanlandsferðum nema brýna nauðsyn beri til.","main":"Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis í morgun. Fjórir greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær, þar af voru tveir í sóttkví. Sex greindust við landamærin, þar af voru tveir með virkt smit. Ný sending af bóluefni kom til landsins í morgun og um 5.000 íbúar hjúkrunarheimila og heilbrigðisstarfsmenn fá seinni bólusetningu í vikunni og um 3.000 aldraðir fá þá fyrri.\nÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á fundinum að 43 hefðu greinst með breska afbrigði veirunnar hér á landi.\nEnginn hefur greinst hér á landamærunum með suðurafríska afbrigðið svokallaða eða afbrigði frá Brasilíu. Það er líka ánægjulegt að sjá að hlutfall jákvæðra sýna hjá þeim sem eru með einkenni er mjög lágt, 0,4% sem er merki um að við erum með mjög lítið samfélagslegt smit.\nÁ fundinum réð Þórólfur fólki frá því að fara til útlanda nema brýna nauðsyn bæri til.\nVið erum að heyra um marga sem eru að lenda í vandræðum víða þó þeir séu með vottorð. Það er ljóst að mörg lönd eru að herða verulega á sínum landamærum.\nÁ fundinum fór Alma D. Möller landlæknir yfir athugun sem var gerð á vegum embættis landlæknis á dauðsföllum fólks sem hafði nýlega verið bólusett við kórónuveirunni.\nNiðurstaða þeirra er að í fjórum þessara tilvika sé ekki eða mjög ólíklega um orsakatengsl að ræða en í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu þó líklega hefði andlátið fremur átt skýringar í undirliggjandi ástandi þess einstaklings.","summary":"Ekki er hægt að útiloka orsakatengsl í einu af þeim fimm andlátum sem tilkynnt hefur verið um í kjölfar kórónuveirubólusetningar. Fólki er ráðið frá utanlandsferðum nema brýna nauðsyn beri til. "} {"year":"2021","id":"364","intro":"Ísland mætir Marokkó í lokaleik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Sigur í leiknum tryggir Íslandi sæti í milliriðli með tvö stig.","main":"Marokkó hefur tapað báðum leikjum sínum á mótinu til þessa; gegn Alsír og Portúgal. Liðið spilar ekki ósvipað og lið Alsír, sem Ísland vann með 15 marka mun í fyrradag.\nSagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari. Íslenska liðið verður án leikstjórnandans Janusar Daða Smárasonar sem verður ekki meira með á mótinu vegna axlarmeiðsla.\nMeð sigri í dag tryggir Ísland sér annað sæti undanriðilsins og þar með sæti í milliriðlum og tekur íslenska liðið þá tvö stig með sér áfram í milliriðilinn. Keppni þar hefst á miðvikudag. Leikur Íslands og Marokkó er klukkan 19:30 í kvöld og verður lýst beint á RÚV og Rás 2, upphitun hefst á RÚV klukkan 19:15.\nVísir greindi frá því í morgun og hafði eftir sænskum fjölmiðlum að Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska liðsins, hafi ekki farið í skoðun lækna landsliðsins áður en ákveðið var að hann yrði ekki með á HM. Var það haft eftir Thomasi Svensson, markmannsþjálfara íslenska liðsins. HSÍ segir þetta rangt og byggt á misskilningi og Svensson hafi beðist afsökunar á því. Aron hafi sannarlega farið í skoðun hjá læknum íslenska liðsins við komuna til landsins í janúar og í kjölfarið ákveðið að hann gæti ekki leikið á HM.\nFjórir leikir voru í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöldi. Njarðvík lagði Tindastól í Njarðvík með 108 stigum gegn 107 og skoraði Logi Gunnarsson sigurkörfu Njarðvíkinga þegar leiktíminn rann út. Grindavík vann Þór Þorlákshöfn í ekki síður spennandi leik. Grindavík vann með 94 stigum gegn 92 eftir framlengdan leik. Þá vann Stjarnan Þór Akureyri naumlega fyrir norðan, 86-83, og ÍR lagði Hött á Egilstöðum, 105-87. Síðustu tveir leikir umferðarinnar eru svo í kvöld þegar Valur tekur á móti KR og Haukar frá Keflavík í heimsókn.","summary":"Ísland mætir Marokkó í lokaleik sínum í riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Sigur í leiknum tryggir Íslandi sæti í milliriðli með tvö stig."} {"year":"2021","id":"364","intro":"Veturinn hingað til hefur verið mjög snjóléttur hér á landi, og snjókoma í desember var langt undir meðaltali bæði í Reykjavík og á Akureyri.","main":"Fyrri partur vetrar hefur verið með þeim allra snjóléttustu í manna minnum hér á landi. Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur.\nOg það er þá borið saman við síðustu ár?\nJá við berum saman bæði við síðustu tíu ár og síðustu 30 ár og í báðum tilfellum er þetta mjög snjólétt, telst sem mjög snjóléttur vetur.\nJá til dæmis í desember var einn alhvítur dagur í Reykjavík, þeir eru að meðaltali svona sjö, alhvítir dagar í desember. Og á Akureyri voru alhvítu dagarnir sjö, en þeir eru yfirleitt fimmtán. Þannig að það er mjög áberandi gat í því hvað það hefur verið snjólétt.\nElín Björk minnir þó á að veturinn er ekki búinn, og samkvæmt spánni á að snjóa töluvert á norðan- og austanverðu landinu á næstu dögum.\nÞannig að það er ekkert útilokað að við náum meðaltalinu upp en það breytir því ekki að fyrri partur vetrar verður sennilega með þeim allra snjóléttustu sem við höfum séð. Og borið saman við árið í fyrra, sem var mjög snjóþungur vetur, þá eru þetta mikil viðbrigði.","summary":"Veturinn hingað til hefur verið mjög snjóléttur hér á landi, og snjókoma í desember var langt undir meðaltali bæði í Reykjavík og á Akureyri."} {"year":"2021","id":"364","intro":"Varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði segir að aðstæður viðbragðsaðila við banaslys sem varð í Skötufirði á laugardag gefi til kynna hve brýnt sé að bólusetja þá. Tuttugu manns fóru í sóttkví eftir slysið.","main":"Af fimm læknum sem komu á vettvang á laugardag hafði einungis einn verið búinn að fá bóluefni. Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði, segir þörf á að endurskoða forgangsröð í bólusetningu. Fjöldi viðbragðsaðila þurfti að fara í sóttkví eftir slysið.\nþetta eruð þið ekki ánægð með.\nNei, við erum ekki ánægð með þetta. Það fóru tuttugu manns í sóttkví eftir þetta slys í sólarhring.\nJá það er dálítið mikið í litlu samfélagi og maður spyr sig hvort megi ekki gera betur.\nÞá var færð með versta móti sem varð til þess að viðbragðsaðilar voru um klukkustund að fara áttatíu kílómetra leið á slysstað.\nSko, það var meira en krapi. Það var gler, ís yfir öllu. Það var svakalegt. Allavega vantaði upp á þjónustu. Að gera þetta bara fært, þetta voru svakalegar aðstæður.\nVegfarendur sem komu fyrstir að banaslysi í Skötufirði á laugardag þurfu að aka áfram þar til símasamband náðist til þess að hringja í Neyðarlínuna. Gylfi segir stopult símasamband vandamál víða í Djúpinu og það hafi orðið til vandræða áður, til að mynda þegar slys varð í Hestfirði 2018.\nAðilar sem komu að því slysi þurftu að fara frá vettvangi til að koma sér í símasamband og gátu ekki lýst þar af leiðandi nógu vel hversu alvarlegt það slys var.\nSlysið sem varð á laugardag er enn til rannsóknar hjá lögreglu.","summary":"Varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði segir að aðstæður viðbragðsaðila við banaslys sem varð í Skötufirði á laugardag gefi til kynna hve brýnt sé að bólusetja þá. Tuttugu manns fóru í sóttkví eftir slysið. "} {"year":"2021","id":"365","intro":"Kona á þrítugsaldri sem var í bíl sem hafnaði í sjónum í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í gærmorgun er látin. Hún lést seint í gærkvöld á gjörgæsludeild Landspítala.","main":"Konan hét Kamila Majewska og með henni í bílnum voru eiginmaður hennar og ungt barn. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum segir að ekki sé tímabært að veita frekari upplýsingar um líðan þeirra. Tildrög slyssins eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Hlynur Snorrason yfirlögregluþjónn á Ísafirði segir að tveir rannsóknarlögreglumenn þaðan hafi aflað gagna á vettvangi í gær og þá verði bílflakið tekið til rannsóknar.\nSíðan er unnið úr gögnum og framhaldið er bara framhaldsrannsókn sem tekur einhverjar vikur.\nFyrstu viðbragðsaðilar voru komnir á vettvang um klukkustund eftir að tilkynning barst til Neyðarlínunnar um slysið. Aðstæður í Skötufirði voru erfiðar, mikil hálka og krapi á vegum. Viðbúnaðurinn var mikill. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar komu á vettvang, með tvo lækna og kafara. Þá voru fyrir um 50 viðbragðsaðilar á vettvangi, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og lögreglumenn og tveir læknar sem komu frá Ísafirði.\nÉg held að það hafi verið gert allt það sem var hægt að gera í upphafi og viðbragðsaðilar eiga allir þakkir skildar. Ekki síður vegafarendurnir sem komu þarna fyrstir á vettvang og unnu þrekvirki eins og áður hefur komið fram.\nTveir vegfarendur sem komu fyrstir á vettvang hófu þegar í stað að gera ráðstafanir til að koma fólkinu til bjargar. Síðar komu tveir vegfarendur til viðbótar sem einnig veitt aðstoð. Fjórmenningunum tókst að koma Kamilu og barni hennar úr bifreiðinni á þurrt land og hófu endurlífgun. Maðurinn var fastur á þaki bílsins en var bjargað síðar um borð í björgunarbát og öll voru þau flutt til Reykjavíkur með þyrlum Landhelgisgæslu. Fjölskyldan var nýkomin heim frá Póllandi og á leið til Flateyrar í sóttkví þegar slysið varð. Hlynur segir að sorgin sér mikil í litlu bæjarfélagi.\nÞað er náttúrulega eins og alltaf er þegar hörmulegur atburður gerist í litlum samfélögum að það er náttúrulega sorg, mikil sorg.\nÁ annan tug viðbragðsaðila hafa dvalið í sóttvarnarhúsi sem opnað var í Önundarfirði í gær. Sökum þess að fjölskyldan átti að vera í sóttkví var ákveðið að senda hluta þeirra sem komu að björgunaraðgerðum í úrvinnslusóttkví. Vonir standa til að niðurstaða fáist síðar í dag um hvort hægt sé að aflétta sóttkvínni.\nKona sem var um borð í bifreið sem hafnaði í sjónum í Skötufirði í gærmorgun er látin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum. Þriggja manna fjölskylda var í bílnum þegar hann fór út af veginum og voru þau öll flutt með þyrlum Landhelgisgæslunnar á spítala í Reykjavík. Konan sem lést hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Eiginmaður hennar og ungt barn sem einnig voru í bílnum eru á sjúkrahúsi í Reykjavík og ekki tímabært að veita frekari upplýsingar um líðan þeirra, að því er kemur fram í tilkynningunni. Fjölskyldan var nýkomin frá Póllandi og var á leið heim til Flateyrar í sóttkví þegar slysið varð. Lögreglan og aðrir viðbragðsaðilar votta fjölskyldu og vinum Kamilu sína dýpstu samúð.\nÁður hefur verið upplýst um alvarlegt umferðarslys sem varð í gærmorgun þegar bifreið fór út af veginum í Skötufirði og hafnaði í sjónum, með þremur manneskjum um innanborðs.\nFjölskyldan sem í bílnum var, hjón með ungt barn, var flutt til frekari læknismeðferðar í Reykjavík, með þyrlum Landhelgisgæslunnar.\nSeint í gærkveldi lést konan, á gjörgæsludeild Landspítalans. Nafn hennar er Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Eiginmaður hennar og ungt barn njóta læknisaðstoðar í Reykjavík og ekki tímabært að veita frekari upplýsingar um líðan þeirra.\nKamila og fjölskylda voru búsett á Flateyri og voru að koma frá Póllandi skömmu áður en slysið varð.\nLögreglan og aðrir viðbragðsaðilar votta fjölskyldu og vinum Kamilu sína dýpstu samúð.\nEins og kom fram í fréttatilkynningu frá lögreglunni í gær fór stór hluti viðbragðsaðila í úrvinnslusóttkví vegna aðkomu þeirra að lífsbjargandi aðgerðum. Á annan tug þeirra hafa dvalið, síðan í gær, í sóttvarnahúsi sem opnað var í Önundarfirði.\nVonir standa til að niðurstaða fáist síðar í dag um hvort hægt sé að aflétta sóttkvínni.\nÁ annan tug manna eru í farsóttarhúsinu á Flateyri eftir að hafa komið að bílslysinu í Skötufirði í gær þar sem bíll hafnaði í sjónum, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði. Fólkið í bílnum, þriggja manna fjölskylda, kom í fyrrinótt frá Póllandi og fór í skimun á Keflavíkurflugvelli við komuna. Niðurstaða þeirra sýni reyndist neikvæð. Vegna þessa var ákveðið að 18 manns, sem komu að slysinu, þyrftu að vera í sóttkví þar til mál skýrðust. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um líðan fjölskyldunnar, en hún var flutt með tveimur þyrlum til Reykjavík, eitt þeirra var lagt inn á Landspítalann í Fossvogi og tvennt á Landspítalann við Hringbraut.","summary":"Konan sem var í bílnum sem hafnaði í sjónum í Skötufirði í gærmorun lést á gjörgæsludeild Landspítala seint í gærkvöld. Eiginmaður hennar og ungt barn voru einnig í bílnum og dvelja á sjúkrahúsi í Reykjavík. "} {"year":"2021","id":"365","intro":"Um níu þúsund Hondúrar hafa um helgina farið yfir landamærin að Gvatemala á leið sinni til Bandaríkjanna. Fólkið flýr fátækt, atvinnuleysi, ofbeldi glæpagengja og mikla eyðileggingu eftir tvo fellibyli.","main":"Fyrsti hópurinn fór um landamærin á föstudag, um sex þúsund manns. Yfirvöld í Gvatemala hafa lýst óánægju með komuna, sem þau segja ógn við fullveldi sitt. Þau hafa hvatt stjórnvöld í Hondúras til að hindra för fólks frá landinu.\nÍ gær kom til átaka í landamærabænum Vado Hondo þegar lögregla reyndi að stöðva för fólksins. Mörgum tókst að komast þar í gegn.\nRauði krossinn og flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa veitt hópunum aðstoð í Gvatemala. Flest eru þau fótgangandi og ætla þannig þúsundir kílómetra.\nFólkið vonast til þess að ný ríkisstjórn í Bandaríkjunum taki betur á móti flóttafólki en stjórn Trump. Bandarísk yfirvöld hafa þó varað þau við, að það sé sóun á tíma og peningum að leggja ferðina á sig. Gvatemala, Mexíkó og Hondúras hafa gert samning við Bandaríkin um að stöðva för fólks á flótta þangað.\nYfirvöld í Mexíkó hafa lýst því yfir að þau heimili ekki ólöglega komu flutningabíla með flóttafólki og hafa fjölgað vörðum við landamærin að Gvatemala.","summary":"Níu þúsund manns hafa um helgina farið fótgangandi frá Hondúras til Gvatemala. Fólkið ætlar að ganga þúsundir kílómetra til Bandaríkjanna í leit að betra lífi. "} {"year":"2021","id":"365","intro":"Franski utanríkisráðherrann Jean Yves Le Drian hefur áhyggjur af því að Íranir séu að koma sér upp kjarnvopnum. Hann kallar eftir því að stjórnvöld í Teheran og Washington taki aftur upp kjarnorkusamninginn frá árinu 2015.","main":"Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir Le Drian. Íranir hafa fært auðgun úrans í aukana eftir að stjórn Donalds Trumps dró Bandaríkin úr samningi Írans við stórveldin.\nLe Drian gagnrýnir aðgerðir Trump-stjórnarinnar. Hann segir hana hafa reynt að beita írönsku stjórnina harkalegum þrýstingi, en það hafi ekki skilað sér í öðru en meiri ógn og hættu. Þetta verði að stöðva því Íranir séu að vinna í því að koma sér upp kjarnavopnum.\nÞað gæti orðið hægara sagt en gert fyrir stjórn verðandi Bandaríkjaforseta, Joe Biden, að ganga aftur til samninga við Íran. Samhliða því að draga Bandaríkin einhliða úr samningnum árið 2018 lagði stjórn Trumps einnig harðar viðskiptaþvinganir á Íran.\nBiden hefur sjálfur sagst allur af vilja gerður við að taka samninginn aftur upp, ef Íranir eru tilbúnir að fylgja samningsatriðum. Erindrekar annarra aðildarríkja að samningnum segja Írani ítrekað hafa brotið gegn honum. Íranir segjast tilbúnir að gangast aftur við samningnum ef viðskiptaþvinganir gegn ríkinu verða dregnar til baka.","summary":null} {"year":"2021","id":"365","intro":"Úrkoma á Seyðisfirði í gær var minni en búist var við. Rýmingu hefur því verið aflétt á þeim svæðum sem rýmd voru í varúðarskyni á föstudagskvöld. Þá mega íbúar í Fossgötu snúa aftur heim, í fyrsta sinn síðan skriðan féll fyrir mánuði.","main":"Úrkoma á Seyðisfirði mældist í kringum 30 millimetra í gær en búist var við allt að 50. Engin hreyfing mældist á jarðlögum í hlíðinni ofan Seyðisfjarðar í þessari úrkomu en vatnshæð í borholum í Botnabrún hækkaði örlítið samkvæmt upplýsingum frá ofanflóðavakt Veðurstofunar. Engar tilkynningar um skriður hafa borist Veðurstofu eða almannavörnum.\nTil öryggis var gripið til rýminga og þurftu á milli sextíu og sjötíu manns að yfirgefa heimili sín yfir helgina þau mega nú snúa heim að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Austurlandi\nþeim rýmingum hefur verið aflétt og eins rýmingu á Fossgötu þar sem eru þrjú hús og hafa verið rýmd alveg frá því fyrir jól að þeirri rýmingu hefur verið aflétt líka.\nÞannig það eru í rauninni öllum rýmingum aflétt nema þarna handan skriðunar, þar eru nokkur íbúðarhús líka ekki satt?\nJú það eru hús á hafnargötu og eins handan skriðunar sem eru ennþá í rýmingu og eru til skoðunar, hvernig rýmingu verður farið þar.\nHvernig mega íbúar þar búast við einhverjum fréttum?\nÞetta er til skoðunar má segja daglega. Það er óvíst þannig það verður skoðað næst á morgun og vonandi fer að draga til tíðinda. En það er óvíst enn sem komið er.","summary":"Varúðarrýmingu hefur verið aflétt á Seyðisfirði. Allt að 70 íbúar mega því snúa aftur heim ásamt þeim sem búa í Fossgötu sem hefur verið rýmd undanfarin mánuð."} {"year":"2021","id":"365","intro":"Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalny heldur aftur heim til Moskvu í dag og svo gæti farið að hann verði handtekinn við komuna þangað. Hann hefur dvalið í Þýskalandi síðustu fimm mánuði eftir að eitrað var fyrir honum í Síberíu í ágúst.","main":"Navalny veiktist alvarlega um borð í flugvél í Síberíu 20. ágúst og samkvæmt rannsóknum í Frakklandi og Svíþjóð var honum byrlað taugaeitrið Novichok. Hann var fluttur á sjúkrahús í Berlín í Þýskalandi og hefur dvalið þar í borg síðan að jafna sig. Í dag á hann pantað flug frá Berlín til Moskvu og hafa margir stuðningsmenn hans boðað komu sína á Vnukovo (Vnúkova) flugvöll að taka á móti honum.\nSvo gæti þó farið að hann fái ekki mikið lengur um frjálst höfuð að strjúka. Yfirvöld segja hann hafa brotið skilorð með því að fara til útlanda. Navalny sagði í myndbandi á Instagram í síðustu viku að hann hafi ekki valið sér að fara til Þýskalands.\nBut it was not my choice to come to Germany. It´s a great country [Germany], but I was there against my will. I ended up here because those people tried to kill me.\nÞýskaland er frábært land. Ég endaði þar af því að þetta fólk reyndi að ráða mig af dögum, sagði Navalny í myndbandinu. Hann telur öruggt að stjórnvöld í Rússlandi beri ábyrgð á tilræðinu. Skilorðið er vegna dóms fyrir fjársvik frá árinu 2014, sem Mannréttindadómstóll Evrópu telur ekki á rökum reistan. Navalny gæti einnig beðið ákæra vegna ásakana stjórnvalda fyrir að hafa dregið sér upphæð, sem jafngildir rúmlega fimm hundruð milljónum króna, sem voru framlög til stofnunar hans, sem berst gegn spillingu.","summary":"Rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny gæti beðið fangelsisvist þegar hann snýr aftur til Rússlands frá Þýskalandi í dag. Yfirvöld segja hann hafa rofið skilorð með ferð sinni til Þýskalands en þar var hann á spítala eftir eitrun."} {"year":"2021","id":"365","intro":"Karlalandsliðið í handbolta bauð upp á sóknarveislu gegn Alsír á heimsmeistaramótinu í handbolta í Egyptalandi í gærkvöldi. Aðeins eitt skot íslenska liðsins geigaði í fyrri hálfleik.","main":"Eftir tapið gegn Portúgal í fyrsta leik riðilsins á fimmtudag voru leikmenn íslenska liðsins staðráðnir í að gefa Alsír aldrei andrými í upphafi leiks í gærkvöldi.\nBJARKI: \u001eVið mættum alveg ótrúlega einbeittir til leiks eins og sást í fyrri hálfleik og hvernig staðan var í hálfleik.\"\nSagði Bjarki Már Elísson, markahæsti maður íslenska liðsins. Sóknarleikur Íslands í fyrri hálfleik var í hæsta gæðaflokki. Staðan í leikhléi var 22-10, Íslandi í vil, og geigaði aðeins eitt skot íslenska liðsins í fyrri hálfleik og skotnýting liðsins var 96% sem er fáheyrt.\nGUMMI: \u001eFyrri hálfleikurinn var bara stórkostlega vel útfærður. Þetta er ekkert einfalt ef menn halda það. Þetta lið er erfiður andstæðingur alla jafna. En varnarleikurinn okkar var bara frábær og við fengum markvörslu og hraðaupphlaup í kjölfarið. Það er ekkert einfalt að halda þeim í 10 mörkum í einum hálfleik.\"\nSagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari. Í seinni hálfleik varð munurinn mestur 16 mörk en 15 munaði þegar yfir lauk, 39-24. Bjarki Már Elísson var markahæstur í íslenska liðinu með 12 mörk.\nBJARKI: \u001eÞað er skemmtilegt þegar leikirnir eru svona opnir. Þeir voru að spila svolítið agressíva vörn þarna til að byrja með og þá opnast hornið mikið fyrir mig. Ég kvarta ekki yfir því,\nSagði Bjarki Már. Ólafur Guðmundsson átti einnig skínandi leik og skoraði 6 mörk, Alexander Petersson skoraði 4 og Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú og stýrði sóknarleik íslenska liðsins af mikilli festu. Björgvin Páll Gústavsson varði 12 skot í markinu. Næsti leikur Íslands er gegn Marokkó annað kvöld en Marokkó hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa.\nEkkert verður af leik Grænhöfðaeyja og Þýskalands á HM í dag þar sem Grænhöfðaeyingar hafa ekki nægilega marga leikmenn leikfæra. Lið þurfa minnst 10 leikmenn klára til að fá að leika en vegna kórónaveirusmita hjá Grænhöfðaeyjum eru aðeins 9 leikmenn leikfærir í hópnum, en liði mætti aðeins með 11 leikmenn til mótsins vegna smita. Þýskalandi dæmist því 10-0 sigur og er komið áfram í milliriðil. Grænhöfðaeyjar ætla ekki að draga sig úr keppni heldur freista þess að kalla inn ósmitaða leikmenn fyrir lokaleik riðilsins gegn Úrúgvæ á þriðjudag.\nFleiri fréttir af HM og útsendingar RÚV frá mótinu í dag má sjá á ruv.is.","summary":"Karlalandsliðið í handbolta bauð upp á sóknarveislu í 15 marka sigri á Alsír á HM í Egyptalandi í gærkvöldi. Landsliðsþjálfarinn segir fyrri hálfleikinn hafa verið stórkostlega útfærðan. Ekkert verður af leik Grænhöfðaeyja og Þýskalands í dag vegna kórónaveirusmita í liði Grænhöfðaeyja."} {"year":"2021","id":"366","intro":"Kjörstjórn í Úganda lýsti því yfir í morgun að sitjandi forseti hafi fengið meirihluta atkvæða þegar talning var langt komin. Andstæðingur hans, tónlistarmaðurinn og leiðtogi stjórnarandstöðunnar Bobi Wine, telur að kosningasvindl hafi átt sér stað. Hermenn hafa setið um heimili hans.","main":"Yoveri Museveni hefur setið á forsetastóli í Úganda síðan árið 1986. Keppinautur hans um embættið, Bobi Wine, lýsti þvi yfir í gær að hermenn hafi umkringt heimili hans og farið þangað inn.\nWe also want to inform the world that our lives are in danger. Having survived assassination attempts on the campaign trail and now being confined at home, still we are being attacked at home by soldiers armed. They have not shown us, they have not told us what they intend to do. They have not told us why they are here.\nVið viljum að heimurinn viti að við erum í lífshættu. Við höfum lifað af morðtilraunir í kosningabaráttunni og erum nú föst á heimili okkar. Vopnaðir hermenn umkringja húsið, Wine í gær. Hermennirnir hafi ekki tilkynnt þeim hvers vegna þeir eru við heimilið né hvað þeir hafi í hyggju.\nWine er þekktur tónlistarmaður í Úganda og er talað um að í kosningunum nú mætist ólíkar kynslóðir, enda var Wine aðeins fjögurra ára þegar sitjandi forseti tók við völdum. Wine þykir vera fulltrúi yngri kynslóðarinnar og tákn nýrra tíma í stjórnmálum. Áhrif hans ná lagt út fyrir heimalandið. Wine ólst upp í fátækrahverfi og var kjörinn á þing árið 2017. Hann hefur lýst yfir sigri í kosningunum og telur að þær hafi ekki farið fram með réttmætum hætti. Óttast er að víðtæk mótmæli brjótist út verði sitjandi forseti lýstur sigurvegari í dag. Allt stefnir í að svo verði, því kjörstjórn lýsti því yfir í dag að þegar 86,7 prósent atkvæða hafi verið talin hafi Museveni, sitjandi forseti, fengið 58,8 prósent atkvæða og Wine 34,2 prósent.","summary":"Kjörstjórn í Úganda lýsti því yfir í morgun að sitjandi forseti hafi fengið meirihluta atkvæða þegar talning var langt komin. Hermenn hafa setið um heimili keppinautar forsetans."} {"year":"2021","id":"366","intro":"25 millimetra úrkoma hefur mælst á Seyðisfirði síðan í gærkvöldi en engin hreyfing á skriðunni. Hátt í 70 þurftu að yfirgefa heimili sín af varúðarástæðum og ein þeirra segir það vekja ákveðinn ugg meðal íbúa í bænum.","main":"Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi á Austfjörðum. Sveinn Brynjólfsson, sérfræðingur hjá ofanflóðavakt veðurstofunar segir veðurspána vera að rætast. Búist er við allt að 50 millimetra úrkomu á Seyðisfirði í dag og fram á morgundaginn.\nþað er ekki að sjá neinar hreyfingar. Það er litur á einum læk, dagmúlalæknum, innst innan við byggðina. Þá er hann bara að grafa í gömlu skriðunni þar sem féll um jólin.\nAðeins er farið að snjóa í fjöllin sem er góðs viti segir Sveinn.\nþað eru engar breytingar að sjá en við fylgjumst með og erum á tánum. Af því þessi rigning getur komið einhverju af stað en við búumst kannski svona síður við því.\nÍ varúðarskyni var ákveðið að rýma tæplega 40 hús á Seyðisfirði um kvöldmatarleytið í gær, til viðbótar við þau sem hafa verið mannlaus í um mánuð eða síðan stóra skriðan féll um miðjan desember. Á milli 60 og 70 íbúar búa í húsunum. Ein þeirra er Guðrún Ásta Tryggvadóttir, sem á heima í Botnahlíð, efst í bænum. Eftir að stóra skriðan féll þurftu þau að vera að heiman í um tvær vikur og í gær hafi hún að einhverju leyti búist við að þurfa að fara aftur.\nEn það er samt óþægilegt. Það ýfir upp tilfinningar. Og taugakerfið er ekki búið að setja síðan þarna. Það er 15 desember sem við þurftum að fara út úr húsinu okkar fyrst, komum aftur 30 desember og núna er 15 janúar, þannig þetta er alveg ört svolítið.\nHún segir að það hafi róað hana að sjá að rýmingin væri í varúðarskyni. Hún og fjölskylda hennar fá að vera hjá vinafólki á öðrum stað í bænum á meðan rýmingin gildir sem er eins og staðan er núna til klukkan tíu í fyrramálið, þá verður staðan metin að nýju.\nÞetta vekur ákveðinn ugg en við erum orðin svolítið meðvituð um að að einhverju leyti verður þetta svolítið viðvarandi ástand. Það var frábært að sjá að um leið og rýmingartilkynningin er komin að það var kominn annar hvort maður að bjóða upp á búin rúm. LAGA HÉR og hér hjálpast fólk að.","summary":"Engin hreyfing hefur mælst á hlíðinni ofan Seyðisfjarðar þrátt fyrir úrhellisrigningu í nótt. Hátt í 70 var gert að yfirgefa heimili sín í gær og ein þeirra segir það ýfa upp sár frá því að stóra skriðan féll. Enda í annað skiptið á mánuði sem þeim er gert að fara."} {"year":"2021","id":"366","intro":"Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar segja það ógna heilsu kvenna að ekki hafi verið greind sýni úr leghálsskimun í rúma tvo mánuði. Slæmt sé að það kerfi sem taka átti við af leitarstöð Krabbameinsfélagsins um áramót sé ekki tilbúið.","main":"Formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna gagnrýnir að kerfi leghálsskimunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sé ekki tilbúið. Sýni frá því í nóvemberbyrjun hafi því ekki verið greind. Það sé ógn við öryggi og heilsu kvenna, segir Aðalbjörg Björgvinsdóttir, formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.\nVið höfum mestar áhyggjur af því að kerfið sem átti að taka við skimunarkerfinu sem var áður, það er ekki tilbúið.\nUm áramótin fluttist framkvæmd leghálsskimana frá leitarstöð Krabbameinsfélagsins til heilsugæslustöðva. Ákveðið hefur verið að sýnin verði send til Danmerkur til greiningar. Aðalbjörg segir að það tefji greiningu að kerfið sé ekki tilbúið.\nÞannig að í dag getum við ekki sent beiðnir fyrir sýnin sem við tökum og við getum ekki fengið svör úr sýnunum sem við tökum.\nAðalbjörg segir slæmt að þegar eitt kerfi sé lagt niður að annað geti ekki strax tekið við.\nÁhættan er sú að það sé hægt að missa af einhverju af því að það sé þarna bil sem þarf að brúa, bil milli kerfa.\nFélag kvensjúkdóma- og fæðingalækna sendi í vikunni embætti landlæknis og heilbrigðisráðuneytinu bréf til ítrekunar á fyrri bréfum þar sem lýst er áhyggjum af öryggi í meðhöndlun sýna og af skimunarkefinu. Þar segir að staðan sé stór ógn við öryggi og heilsu kvenna. Félagið beri hag kvenna fyrir brjósti og geti ekki sætt sig við að enginn axli ábyrgð á þeim alvarlegu hættum sem blasi við. Aðalbjörg segir að á meðan staðan sé svona safnist upp ógreind sýni.\nÉg veit að það eru sýni frá því í byrjun nóvember sem við höfum ekki fengið svör fyrir.\nÞá hafa ekki verið greind svonefnd bráðasýni frá 21. desember, segir Aðalbjörg. Það er þó ekki nýtt að konur þurfi að bíða niðurstöðu leghálsskimunar. Í nóvember var staðan þannig að konur þurftu að bíða allt að fjóra mánuði frá krabbameinsskimun þangað til niðurstaða fékkst úr leghálsspeglun. Þá þótti biðin óvenjulöng og sagði yfirlæknir Krabbameinsfélagsins hafa skýrast af miklu álagi við að endurskoða eldri sýni.","summary":"Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar segja það ógna heilsu kvenna að ekki hafi verið greind sýni úr leghálsskimun í rúma tvo mánuði. Slæmt sé að það kerfi sem taka átti við af leitarstöð Krabbameinsfélagsins um áramót sé ekki tilbúið. "} {"year":"2021","id":"366","intro":"Armin Laschet (Armín Lassét) bar í dag sigur úr býtum í kjöri á formanni Kristilegra demókrata, stjórnarflokks Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. Hann var einn þriggja frambjóðenda.","main":"Þrír karlmenn buðu sig fram í formannssætið. Svo fór að Armin Laschet fékk flest atkvæði í síðari umferð kosninganna. Hann er ríkisstjóri í sambandsríkinu Norðurrín-Vestfalíu og þótti líklegastur frambjóðendanna þriggja til að halda áfram á sömu braut og Merkel hefur verið. Formaðurinn verður annað hvort kanslaraefni flokksins í kosningum í september, eða ræður miklu um það hver gegnir því hlutverki. AFP fréttastofan segir að líklegt að Merkel hafi stutt Laschet í embættið því hún hafi eitt sinn látið þau orð falla að hann það sem til þyrfti til að gegna embætti kanslara Þýskalands.\nMerkel lét af formennsku í flokknum árið 2018 og tók Annegret Kramp-Karrenbauer (Anne-grét - Kramp - Karrenbáer) við. Hún lýsti því yfir fyrr á árinu að hún myndi ekki sækjast eftir því að verða kanslaraefni flokksins.","summary":null} {"year":"2021","id":"366","intro":"Ísland mætir Alsír í öðrum leik sínum á heimsmeistaramóti karla í handbolta í Egyptalandi í dag. Landsliðsþjálfarinn segir lið Alsír vera gríðarlega ákaft en um leið aðeins villt.","main":"Alsír hóf keppnina í ár með því að leggja Marókkó með eins marks mun, 24-23, eftir að hafa verið sjö mörkum undir á tímabili. Íslenska liðið verður að ná sigri í dag eftir tapið gegn Portúgal til að laga stöðuna í riðlinum áður en kemur að milliriðlakeppninni. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir Alsír allt öðruvísi lið en Portúgal og það muni reyna á íslenska liðið í dag.\nSagði Elvar Örn Jónsson, áður heyrðum við í Guðmundi Guðmundssyni. Leikur Íslands og Alsír hefst klukkan 19:30 í kvöld og er sendur út beint á RÚV og Rás 2, upphitun hefst á RÚV klukkan 19:15.\nÞrír íslenskir þjálfarar stýra svo öðrum þjóðum á mótinu og hófu allir leik í gærkvöldi. Dagur Sigurðsson og hans menn í Japan komu verulega á óvart með því að gera jafntefli við Króatíu, silfurlið síðasta Evrópumóts. Japan hafði undirtökin svotil allan leikinn en 29-29 urðu úrslitin. Alfreð Gíslason stýrir Þýskalandi í fyrsta sinn á stórmóti og fékk lauflétta byrjun. Þýskaland rúllaði yfir Úrúgvæ með 43 mörkum gegn 14, en Úrúgvæ keppir á HM í fyrsta sinn. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfar svo lið Bahrein en þeir töpuðu gegn heimsmeisturum Dana í gærkvöldi, 34-20.\nFyrstu umferð úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir kórónaveiruhlé lauk í gærkvöldi með tveimur leikjum. Keflavík fór létt með Þór Þorlákshöfn í Keflavík og vann með 115 stigum gegn 87. Grindavík vann svo Þór frá Akureyri 119-105. Umferðin sem lauk í gærkvöldi var aðeins önnur umferð mótsins í vetur og eru Keflavík, Stjarnan og Grindavík búin að vinna báða leiki sína og sitja efst.","summary":"Landslið Alsír er gríðarlega ákaft en um leið aðeins villt segir landsliðsþjálfari Íslands um andstæðinga liðsins á HM í handbolta í dag."} {"year":"2021","id":"367","intro":"Joe Biden, verðandi Bandaríkjaforseti, kynnti í gærkvöld aðgerðir komandi Bandaríkjastjórnar til að endurreisa efnahag ríkisins. Samanlagt nema aðgerðirnar um 1.900 milljörðum bandaríkjadala.","main":"Áætlunin sem Biden kynnti í gærkvöld er fyrri af tviemur. Seinni hlutinn verður birtur í næsta mánuði. Biden segir stjórnvöld engan tíma mega missa til þess að koma í veg fyrir frekari skakkaföll. Hann segir fyrra skrefið stigið gegn faraldrinum og til að veita þeim Bandaríkjamönnum sem mest þurfa á að halda fjárhagsaðstoð.\nMeðal þess sem finna má í áætlun Bidens eiga allir Bandaríkjamenn að fá tvö þúsund dollara ávísun frá ríkinu. Jafnframt eiga lægstu laun að vera hækkuð upp í fimmtán dali á klukkustund, jafnvirði um tvö þúsund króna.\nÍ áætluninni er gert ráð fyrir fimmtíu milljörðum dollara til skimunar fyrir COVID-19, og tuttugu milljörðum til að hraða dreifingu bóluefnis að sögn AFP fréttaveitunnar. Stefnan er að 100 milljónir Bandaríkjamanna verið bólusettar á hundrað dögum.\nSeinni hlutinn, sem kynntur verður í febrúar, snýr meira að fjárfestingum. Biden segir að fjárfest verði í innviðum, verksmiðjum, nýsköpun, rannsóknum og þróun og hreinni orku.","summary":null} {"year":"2021","id":"367","intro":"Yfirvöld Almannavarna meta nú í samstarfi við Veðurstofuna hvort grípa þarf til sérstakra aðgerða á Seyðisfirði í ljósi mikillar rigningar sem þar er spáð í nótt og á morgun. Reiknað er með niðurstöðu fljótlega eftir hádegi.","main":"Talsverðri eða mikilli rigningu er spáð á Austfjörðum í nótt og þar til síðdegis á morgun. Gul viðvörun gildir á þessum tíma og á Seyðisfirði er spáð 50 millimetra úrkomu. Yfirvöld almannavarna hafa fundað um stöðuna í morgun.\nÞað sem er verið að gera núna er í rauninni það að veðurfræðingar eru að fara yfir spána og meta stöðuna og það er svosem bara verið að bíða eftir því mati út frá upplýsingum sem þaðan koma hvort og þá hvaða ráðstafana verði gripið til.\nSegir Hjalti Bergmar Axelsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Egilsstöðum. Reiknað er með að tekin verði ákvörðun um þetta fljótlega upp úr hádegi. Hreinsunarstarf var stöðvað af öryggisástæðum á Seyðisfirði í gær þar sem sprunga sást í sári stóru skriðunnar þar.\nSem kom svo í ljós að í rauninni var engin hætta á ferðum og því var aflétt og opnað aftur. Vinna fór þar í gang aftur í morgun. Verður sú vinna hugsanlega endurmetin í ljósi þessarar veðurspár? Já það hefur verið undanfarnar helgar, þá hefur ekki verið vinna í gangi vinna með fullumn afköstum, en það mun eins og annað að sjálfsögðu taka mið af aðstæðum herju sinni. Það er komin opin vöktun frá Veðurstofunni í hlíðina sem fylgist með breytingum öllum stundum. Að sjálfsögðu hefur veðurfarið áhrif eins og við höfum svosem uppifað síðusut vikur, að veðurfarið hefur áhrif til mögulegra breytinga\nStaðan er einnig viðkvæm á Eskifirði, en þar er spáð heldur minni úrkomu eða 35 millimetrum þar til síðdegis á morgun.","summary":"Verið er að meta hvort grípa þarf til sérstakra ráðstafana vegna mikillar úrkomu sem spáð er á Austurfjörðum í nótt og á morgun. Hreinsunarstarf á Seyðisfirði, sem stöðvað var í gær, hófst aftur í morgun."} {"year":"2021","id":"367","intro":"Guðmundi Felix Grétarssyni heilsast vel eftir að handleggir voru græddir á hann á sjúkrahúsi í Frakklandi. Eiginkona hans segir að þau hafi fengið símtal tveimur dögum fyrir aðgerðina um að hugsanlega væri handleggjagafi fundinn. Guðmdundur hafi vaknað í gær eftir aðgerðina.","main":"Guðmundur Felix Grétarsson er vaknaður eftir hálfs sólarhrings aðgerð þar sem græddir voru á hann handleggir og axlir. Eiginkona hans segir að þau hafi fengið símtal tveimur dögum fyrir aðgerðina um að hugsanlega væri handleggjagafi fundinn. Læknarnir séu afar ánægðir með hvernig aðgerðin tókst.\nGuðmundur Felix varð á miðvikudag fyrstur í heiminum til að fá á sig grædda báða handleggi og axlir. Aðgerðin tók tólf klukkutíma og var á sjúkrahúsi í Lyon í Frakklandi en Guðmundur Felix var á biðliðsta eftir aðgerðinni í rúm fimm ár. Á mánudag fékk hann símtal frá spítalanum um hugsanlegan líffæragjafa og á þriðjudeginum fékk hann samþykki fyrir gjöfinni. Aðgerðin hófst svo klukkan tíu morguninn eftir og stóð fram yfir miðnætti.\nSylwia Grétarsson Nowakowska, eiginkona Guðmundar Felix, ræddi við hann í síma í morgun.\nThe doctors are very happy with the surgery. It went according to their best scenario.\nSylwia segir að læknarnir séu afar ánægðir með aðgerðina og hún hafi gengið að óskum. Þetta sé þó bara upphafið. Felix hafi fyrst rumskað í gær og rétt áður en fréttastofa náði tali af Sylwiu í morgun hafði hún spjallað við hann í síma.\nHe is very well. I just got a picture from the doctors with Felix full body and just with a big smile. So even though he might not be very well now, he is very happy.\nHonum heilsast vel, segir Sylwia. Ég var rétt í þessu að fá ljósmynd frá læknunum af öllum líkama Guðmundar Felix. Þó að honum líði kannski ekki líkamlega vel núna, þá er hann mjög hamingjusamur, segir Sylwia. Honum er haldið algerlega í einangrun. Hann er afar bólginn og er á sterkum verkjalyfjum en það sé alveg í samræmi við það sem læknar hafi búist við. Guðmundur Felix megi ekki hreyfa sig og hafi því ekki sé nýju fingurneglurnar.","summary":"Guðmundi Felix Grétarssyni heilsast vel eftir að handleggir voru græddir á hann á sjúkrahúsi í Frakklandi. Eiginkona hans segir að þau hafi fengið símtal tveimur dögum fyrir aðgerðina um að hugsanlega væri handleggjagafi fundinn. Guðmundur hafi vaknað í gær eftir aðgerðina."} {"year":"2021","id":"367","intro":"Saksóknarar í Bandaríkjunum telja að múgur sem réðst inn í þinghúsið í Washington hafi áformað að ræna Mike Pence varaforseta og taka hann af lífi.","main":"Saksóknarar í Bandaríkjunum telja að stuðningsmenn Donalds Trumps sem réðust inn í þinghúsið í Washington í síðustu viku hafi ætlað að handsama Mike Pence varaforseta og taka hann af lífi. Þúsundir þjóðvarðliða eru í borginni til að koma í veg fyrir óeirðir þegar Joe Biden tekur við forsetaembættinu.\nÍ skjölum sem lögmenn bandaríska dómsmálaráðuneytisins lögðu fram í gær kemur fram að þeir telja að Mike Pence og þingmenn hafi verið í lífshættu þegar múgurinn réðst inn í þinghúsið. Í rannsókn alríkislögreglunnar eftir árásina fundust skilaboð til Pence í ræðupúlti öldungadeildarinnar. Í þeim stóð: \"Þetta er aðeins tímaspursmál. Réttlætinu verður fullnægt.\" Skilaboðin eru sögð vera frá Jacob Chansley, öfgamanni frá Arizona, sem hafði sig mjög í frammi í þinghúsinu, klæddur feldi og bar hjálm með hornum. Pence og þingmönnum var komið í skjól í þinghúsinu í þann mund sem múgurinn réðst þar inn. Chansley kemur fyrir rétt í dag. Saksóknarar segja að hann sé fíkniefnaneytandi og eigi líkast til við geðræn vandamál að stríða. Fleiri hafa verið handteknir og verða látnir svara til saka.\nYfirvöld eru viðbúin óeirðum í Washington þegar Joe Biden tekur við forsetaembættinu á miðvikudag. Umferð um miðborgina hefur verið takmörkuð. Tuttugu þúsund þjóðvarðliðar eru í borginni til að gæta laga og réttar.","summary":"Saksóknarar í Bandaríkjunum telja að múgur sem réðst inn í þinghúsið í Washington hafi áformað að ræna Mike Pence varaforseta og taka hann af lífi."} {"year":"2021","id":"367","intro":"Samtök fyrirtækja í veitingarekstri skora á stjórnvöld að bregðast við erfiðri stöðu veitingageirans tafarlaust áður en fleiri veitingastaðir gefast upp. Þau hvetja til meiri gagnsæis í sóttvarnaaðgerðum og að jafnræðis sé gætt.","main":"Starfsemi veitingahúsa hefur verið skert síðan í ágúst og krár verið lokaðar síðan í september.Emil Helgi Lárusson og Hrefna Björk Sverrisdóttir ræddu þessa stöðu í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun. Þau segja einkennilegt að 100 megi vera í verslunum en 20 í hverju hólfi á veitingastöðum\nGryitvið hefðum viljað sjá gengið aðeins lengra og hækka þennan lágmarksfjölda upp í 50 manns. Opnunartímann til 11 sem munar mjög miklu upp á að geta tví- eða þrísetið borðin og jafnfram leyfa kráareigendum að opna og hlíta sömu reglum og veitingahúsin gera.\nEmil segir að kjarasamningar og hækkun áfengisgjalds hafi komið illa niður á veitingastöðum.\nEn ég held að það sem angri okkur mest er að við skiljum ekki reglurnar nógu vel. Það er svo mikið ósamræmi í þeim.Verslanir mega taka inn 100 þarna kemur fólk inn og þuklar á öllum flíkum og pinklum. Það er ekkert hægt að spritta á milli. Veitingastaðir geta haldið sóttvörnum miklu betur.\nÞau leggja til að veitingastaðir fái endurgreiðslu virðisaukaskatts.\nÞað hvetur fólk til að selja meira, gefa upp tekjurnar og nýtist greininni mjög jafnt.","summary":null} {"year":"2021","id":"367","intro":"Flughált hefur verið á nokkrum stöðum á Suðurlandi, Vestfjörðum og Suðausturlandi í morgun. Á gatnamótum Biskupstungnabrautar og Skálholtsvegar rann skólarúta til og þveraði veginn auk þess sem jeppi fór út af. Engum varð þó meint af. Hafsteinn Helgason, sem átti leið þar um í morgun, segir hálkuna hafa verið með versta móti.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"367","intro":"Skoðað verður hvort breyta þurfi aðgangsmálum í framhaldsskólum, eftir árásina í Borgarholtsskóla í vikunni. Þetta segir formaður Skólameistarafélags Íslands. Félagið ræddi árásina við menntamálaráðherra í morgun.","main":"Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra átti í morgun fund með fulltrúum Skólameistarafélags Íslands, þar sem árásin í Borgarholtsskóla á miðvikudag var til umræðu. Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla, var viðstaddur fundinn, en hann hefur meðal annars sagt að árásin hafi verið aðför að þeirri lýðræðislegu hefð að ganga í skóla. Kristinn Þorsteinsson, formaður Skólameistarafélagsins, segir að fundurinn hafi verið góður.\nÞað var farið yfir hvað gerðist, Ársæll skólameistari fór yfir það og aðstoðarskólameistarinn Ásta einnig. Á sama tíma heyrðum við í ráðherra og hún kom fram með góðar tillögur í þessum efnum, hvernig við munum fjalla um þetta áfram. Það var svona það helsta. Svo gátu menn spurt spurninga og stappað stálinu í hvern annan undir þessum erfiðu kringumstæðum.\nKom eitthvað fram á fundinum um að það standi til að herða öryggismál í framhaldsskólum?\nNei ekki þannig, heldur erum við að skoða hvað þarf að gera. Ein tillagan er að skoða svolítið aðgangsmál, hverjir komast inn í skólana, en það var ekki ákveðið á þessum fundi og og snemmt að taka slíka ákvörðun.\nViljið þið hjá Skólameistarafélaginu að öryggismálin verði skoðuð eftir þetta?\nAð sjálfsögðu. Við þurfum alltaf að skoða öryggismálin. Hvort það þýði að við förum að bæta einhverri gæslu við er allt annar handleggur. En að sjálfsögðu þurfum við að fara yfir hvað er gert og hvað þarf að gera til að auka öryggi nemenda og starfsmanna í skólunum.","summary":"Skoðað verður hvort breyta þurfi aðgangsmálum í framhaldsskólum, eftir árásina í Borgarholtsskóla í vikunni. Þetta segir formaður Skólameistarafélags Íslands. Félagið ræddi árásina við menntamálaráðherra í morgun."} {"year":"2021","id":"367","intro":"Íslenski landsliðshópurinn segir að það þýði ekkert að hengja haus þrátt fyrir tap gegn Portúgal í fyrsta leik heimsmeistaramótsins í handbolta í Egyptalandi í gær. Ísland mætir Alsír á morgun og þar ætlar liðið sér sigur.","main":"Portúgal hafði betur í þriðja einvígi liðanna á rétt rúmri viku í gær, 25-23. Ísland spilar tvo leiki til viðbótar í F-riðli mótsins áður en milliriðlar taka við og er næsti leikur gegn Alsír strax annað kvöld.\nsögðu Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, og hornamaðurinn Bjarki Már Elísson í viðtali eftir leikinn við Portúgal í gær en Bjarki var markahæstur í liði Íslands með sex mörk. Hin tvö lið F-riðilsins, Marokkó og Alsír, áttust við í gær og höfðu Alsíringar betur 24-23 í ótrúlegum leik. Leikur Íslands og Alsír verður í beinni útsendingu á RÚV annað kvöld og hefst hann klukkan hálf átta.\nÞað verður nóg um að vera á HM í dag og verða tveir leikir sýndir beint. Klukkan fimm mætast Spánn og Brasilía í B-riðlinum og klukkan hálf átta mæta heimsmeistarar Dana Halldóri Jóhanni Sigfússyni og lærisveinum hans hjá Barein. Báðir leikir verða á RÚV 2. Þá verður Alfreð Gíslason einnig í eldlínunni með Þýskalandi í dag en hann mætir Úrúgvæ í A-riðlinum klukkan fimm. Er þetta í fyrsta sinn sem Alfreð stýrir Þýskalandi á stórmóti. Dagur Sigurðsson stýrir svo Japan gegn Króötum í C-riðlinum og fer sá leikur einnig fram klukkan. Leikjaniðurröðun og fréttir af HM í Egyptalandi má finna á HM-vef RÚV íþrótta á RÚV.is.","summary":null} {"year":"2021","id":"368","intro":"Nær öruggt þykir að Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála í Danmörku, verði látin svara til saka fyrir Landsdómi fyrir meint brot í embætti eftir að Jafnaðarmannaflokkurinn lýsti í morgun yfir stuðningi við málsókn á hendur henni.","main":"Inger Stöjberg, fyrrverandi varaformaður Venstre í Danmörku, verður að öllum líkindum látin svara til saka fyrir Landsdómi fyrir meint brot á meðan hún gegndi embætti ráðherra innflytjendamála. Jafnaðarmannaflokkurinn undir forystu Mette Frederiksen forsætisráðherra lýsti yfir stuðningi við það í morgun og er þá meirihluti fyrir því á danska þinginu. Þingið afgreiðir málið í næsta mánuði.\nÞingmenn Jafnaðarmannaflokksins ræddu málið í morgun og að fundi loknum sendi Mette Frederiksen frá sér yfirlýsingu þar sem hún sagði flokkinn, að vandlega athuguðu máli, fylgjandi því að mál Stöjberg færi fyrir Landsdóm. Stöjberg var ráðherra málefna innflytjenda í júní 2015 og hafði forgöngu um að herða löggjöfina í þeim málaflokki þá um haustið og voru mörg ákvæði þeirra laga afar umdeild. Árið 2016 gaf hún út fyrirskipun um að aðskilja gifta hælisleitendur þar sem annar eða báðir höfðu ekki náð átján ára aldri. Það er fyrst og fremst þetta sem hún þarf væntanlega að svara til saka fyrir, en rannsóknarnefnd á vegum danska þingsins komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að það hefði verið ólöglegt. Í kjölfarið fór Jakob Elleman-Jensen, formaður Venstre, fram að Stöjberg léti af embætti varaformanns sem hún gerði rétt fyrir áramót, en áður hafði formaðurinn lýst stuðningi við að Landsdómur fjallaði um mál hennar.","summary":"Nær öruggt þykir að Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra útlendinga- og innflytjendamála í Danmörku, verði látin svara til saka fyrir Landsdómi fyrir meint brot í embætti eftir að Jafnaðarmannaflokkurinn lýsti í morgun yfir stuðningi við málsókn á hendur henni."} {"year":"2021","id":"368","intro":"Stjórnvöld margra ríkja eru gagnrýnd fyrir hægagang í bólusetningum gegn kórónuveirunni. Ýmislegt hefur orðið til að tefja bólusetningar þó að bóluefni sé til staðar.","main":"Þetta gildir til dæmis um Noreg, þar var í gær aðeins búið að bólusetja rúmlega 20 þúsund á sama tíma og Danir hafa bólusett um 130 þúsund manns, hlutfallslega fleiri en önnur Norðurlönd eða rúmlega tvö prósent landsmanna. Þar á meðal eru allir vistmenn hjúkrunarheimila, sem vildu láta bólusetja sig. Danir eru ekki aðeins fremstir Norðurlandaþjóða heldur einng í forystu í Evrópusambandinu eins og Mette Frederiksen forsætisráðherra benti á:\nÍ Noregi liggja yfirvöld undir verulegu ámæli vegna slæms skipulags og hægagangs. Dagblaðið Aftenposten segir að ef ekki verði breyting á verði aðeins búið að bólusetja um 11 prósent þjóðarinnar 1. apríl. Yfirlýst markmið Norðmanna var að búið yrði að bólusetja alla fullorðna fyrir sumarið. Í Finnlandi hefur bólusetningin gengið hægt. Um helgina höfðu aðeins um 20 þúsund verið bólusett en sú tala hefur meir en tvöfaldast núna að því er sænska útvarpið segir:\nInnan við 100 þúsund hafa verið bólusett í Svíþjóð, eða innan við eitt prósent. Í Íslandi er hlutfallið það næsthæsta á Norðurlöndunum á eftir Danmörku. Hér er það aðeins skortur á bóluefni sem takmarkar bólusetningu. Ísraelsmenn hafa bólusett hæst hlutfall íbúa í öllum heiminum eða tæp 24 prósent.","summary":null} {"year":"2021","id":"368","intro":null,"main":"Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir árásina í Borgarholtsskóla í gær. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meiðsl þeirra sem særðust í árásinni voru ekki lífshættuleg og hafa þeir flestir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhald en þar sem sakborningarnir eru ungir að árum er málið unnið í samstarfi við félagsþjónustuna.\nMargeir segir að lögreglan sé með mikið af myndskeiðum frá átökunum og þau nýtist við rannsókn málsins. Þá sé búið að taka mikið af skýrslum, bæði af vitnum og þeim sem þarna komu við sögu. Skólastarf í Borgarholtsskóla hófst aftur í morgun, og til stendur að bjóða bæði nemendum og kennurum upp á áfallahjálp.","summary":"Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir árásina í Borgarholtsskóla. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhald enn þar sem sakborningarnir eru ungir að árum."} {"year":"2021","id":"368","intro":"Sjúkrahúsið á Ísafirði hefur verið fært á hættustig vegna COVID-19 smitsins sem greindist á Landspítalanum í gær. Sjúklingnum var nýlega sinnt á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.","main":"Þrír starfsmenn sjúkrahússins eru í sóttkví og þrír aðrir í úrvinnslusóttkví. Gylfi Ólafsson, forstjóri stofnunarinnar, segir þetta hafa þó nokkur áhrif á starfsemi.\nÞrjár litlar deildir hér á sjúkrahúsinu á Ísafirði sem veita talsvert skerta þjónustu á meðan hættustigi stendur og á meðan við vinnum úr málinu. Það eru röntgendeild, rannsóknadeild og skurð- og slysadeild.\nÍ þessu felst að öllu sem hægt er verður frestað. Neyðarþjónustu verður þó sinnt. Gylfi segir starfsmennina ekki með einkenni. Sýni hafa þegar verið tekin og eru á leið til Reykjavíkur til greiningar.\nSjúklingurinn greindist með smit á blóð- og krabbameinsdeild Landspítalans, en hafði þegar farið í sýnatöku á Ísafirði.\nþað hafa verið tekin sýni hjá sjúklingnum áður og þau reyndust neikvæð. Þannig það er bara verið að skoða hvernig þetta gæti hafa gerst. Í öllu falli er það þannig að við viljum gæta fyllsta öryggis og meiri varúð en minni.\nGylfi segir að ef sýnin reynist neikvæð verði hægt að aflétta hættustigi strax í kvöld.","summary":"Sjúkrahúsið á Ísafirði hefur verið fært á hættustig vegna smitsins sem greindist á Landspítalanum í gær, en sjúklingurinn leitaði til Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á dögunum. "} {"year":"2021","id":"368","intro":"Lokað er fyrir innlagnir á blóð- og smitsjúkdómadeild Landspítalans eftir að sjúklingur þar greindist með smit. Verið er að skima starfsmenn og sjúklinga og er von á niðurstöðum síðar í dag.","main":"Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans segir að lokað sé fyrir innlagnir á blóð- og krabbameinsdeildina á meðan verið sé að kanna útbreiðslu smits sem þar greindist í gærkvöld. Verið er að skima starfsmenn og sjúklinga og er von á niðurstöðum síðar í dag.\nSjúklingurinn á blóð- og krabbameinslækningadeildinni var lagður inn í fyrradag og var hann að koma frá sjúkrahúsinu á Ísafirði þar sem hann hafði verið skimaður. Þau sýni voru neikvæð. Um þrjátíu sjúklingar og tuttugu starfsmenn blóð- og krabbameinslækningadeildar verða skimaðir vegna þessa og er von á niðurstöðum eftir klukkan þrjú í dag.\nMár segir að það sé ekki almenn regla að sjúklingar séu skimaðir þegar þeir eru lagðir inn á Landspítalann, heldur sé lagt mat á það í hvert og eitt sinn.\nÞessi einstaklingur er með flókna sögu og var auðvitað með einkenni og breytingar á myndgreiningu sem gat bent til þessa\nSólarhringur er síðan Landspítalinn þurfti að grípa til aðgerða vegna smits sem kom upp á hjartadeild. Már segir að atburðirnir tveir séu aðskildir og með sitt hvora atburðarásina. Ekki sé hægt að líta á þessar tvær sýkingar sem gagnrýni á sóttvarnir á spítalanum.\nnei nei þetta er ekki palladómur um það. Þetta er bara meira árvekni starfsmanna annars vegar og bara flækjustig viðfangsefnisins hinsvegar\nEkki er lagt inn á krabbameinsdeildina á meðan verið er að kortleggja smitið.\nÉg vonast til að þetta hafi ekki verið með frekari útbreiðslu ef að það er frekari útbreiðsla þá bara kemur það á daginn og við munum fjalla um það. En ég vænti þess að verði ekki um frekari útbreiðslu að ræða og við getum þá hafið starfsemi annað hvort seinna í dag eða á morgun með eðlilegum hætti","summary":"Lokað er fyrir innlagnir á blóð- og smitsjúkdómadeild Landspítalans eftir að sjúklingur þar greindist smitaður af COVID-19. "} {"year":"2021","id":"368","intro":"Það er ekkert ákall frá almenningi um að ríkið selji banka en stjórnvöldum liggur greinilega mikið á. Þetta segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, um fyrirhugaða sölu á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka.","main":null,"summary":"Forseti ASÍ furðar sig á fyrirhugaðri sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að láta undan þrýstingi frá fjármálaöflum."} {"year":"2021","id":"368","intro":"Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, fordæmdi í gær árás óeirðaseggja í þinghúsið í Washington, skömmu eftir að ákæra á hendur honum var staðfest.","main":"Róbert Jóhannsson tók saman. Nánar verður fjallað um ákæru Bandaríkjaþings í Hádeginu á Rás 1 að loknum hádegisfréttum.\nDonald Trump varð í gær fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er í tvígang ákærður til embættismissis. Hann er sakaður um að egna stuðningsmenn sína til þess að ráðast inn í þinghúsið, sömu stuðningsmenn og hann fordæmdi í gærkvöld.\nVið undirritun ákærunnar sagði Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, að þingmenn deildarinnar hafi sýnt það þvert á flokka að enginn sé yfir lögin hafinn í Bandaríkjunum, ekki einu sinni forsetinn.\nTrump sagði í yfirlýsingu í gær að hann fordæmdi hegðun þeirra sem fóru inn í þinghúsið, og ofbeldi og skemmdarverk eigi ekki að líðast í Bandaríkjunum.\nJoe Biden, verðandi forseti, biðlaði til þingmanna öldungadeildarinnar að forgangsraða verkefnum nú þegar ákæran væri komin á borð þeirra. Fyrir liggi áríðandi mál á borð við glímuna við kórónuveirufaraldurinn og efnahagsþrengingar af völdum hans. Auk þess lagði Biden áherslu á að öldungadeildin samþykkti tilnefningar hans í ráðherraembætti svo ríkisstjórn hans geti hafist handa sem allra fyrst.","summary":null} {"year":"2021","id":"369","intro":"Búist er við að meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykki í dag tillögu um að Donald Trump forseti verði ákærður fyrir að hvetja til árásar á þinghúsið í Washington í síðustu viku. Nokkrir fulltrúa Repúblikanaflokksins segjast ætla að greiða því atkvæði.","main":"Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiðir í dag atkvæði um hvort ákæra beri Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir að hvetja til árásar á þinghúsið í Washington í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikana í fulltrúadeildinni segjast styðja það, þeirra á meðal Liz Cheney, dóttir Dicks Cheneys, fyrrverandi varaforseta. Bandaríkjanna.\nKristján Róbert Kristjánsson tók pistilinna saman.\nÍ gærkvöld samþykkti meirihluti fulltrúadeildarinnar tillögu þar sem skorað var á Mike Pence varaforseta að virkja 25. viðauka stjórnarskrárinnar til að koma Trump frá völdum. Áður sendi Pence bréf til Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni og tjáði henni að honum þætti ekki rétt að gera það í ljósi þess að forsetinn ætti einungis átta daga eftir af embættistíð sinni. Það þjónaði hvorki hagsmunum þjóðarinnar né væri í anda stjórnarskrárinnar. Engu að síður var gengið til atkvæðagreiðslu.\nTillagan var samþykkt með 223 atkvæðum gegn 205. Snörp orðaskipti urðu í umræðum um tillöguna og Nancy Pelosi gagnrýndi viðbrögð Trumps eftir atburðina við þinghúsið.\nPelosi sagði viðbrögð forsetans sýna að hann væri ekki hæfur til að gegna skyldum sínum og því þyrfti að koma honum strax frá völdum. Nokkrir þingmenn Repúblikana fóru hörðum orðum um framgöngu Demókrata, þeirra á meðal Jim Jordan, sem eftir forsetakosningarnar í nóvember hvatti til að úrslitunum yrði hnekkt, en hann sagði tilraunir þeirra til að koma Trump frá völdum vera orðnar að þráhyggju.\nÞingmenn fulltrúadeildarinnar koma saman klukkan tvö í dag að íslenskum tíma til að ræða hvort ákæra skuli forsetann og verði það niðurstaðan fer málið til umfjöllunar í öldungadeild Bandaríkjaþings.","summary":"Búist er við að meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykki í dag tillögu um að Donald Trump forseti verði ákærður fyrir að hvetja til árásar á þinghúsið í Washington. í Nokkrir fulltrúa Repúblikanaflokksins segjast ætla að greiða því atkvæði."} {"year":"2021","id":"369","intro":"Bandarísk kona var í morgun tekin af lífi fyrir glæp sem hún framdi fyrir sextán árum. Hún er fyrsta konan sem alríkisyfirvöld láta taka af lífi í hartnær sjö áratugi.","main":"Lisa Montgomery, fimmtíu og tveggja ára bandarísk kona, var tekin af lífi í alríkisfangelsi í Terre Haute (Terre Hót) í Indiana í morgun. Montgomery er fyrsta konan í næstum sjö áratugi sem alríkisyfirvöld í Bandaríkjunum láta taka af lífi.\nÁrið 2004 myrti Montgomery tuttugu og þriggja ára þungaða konu, Bobbie Jo Stinnett, í þeim tilgangi að stela ófæddu barni hennar. Þremur árum síðar var hún dæmd til dauða fyrir glæp sinn. Hæstiréttur Bandaríkjanna veitti heimild fyrir aftökunni í gær. Daginn áður hafði alríkisdómari veitt frest til að meta andlegt ástand hennar, en lögmenn Montgomery höfðu reynt að fá aftökunni afstýrt. Þeir sögðu að þótt ekki væri hægt að neita alvarleika glæpsins væri andleg heilsa hennar það slæm að hún skyldi ekki rökstuðninginn fyrir aftökunni. Aftökur hófust að nýju í Bandaríkjunum í sumar eftir sautján ára hlé, en Donald Trump, fráfarandi forseti, er fylgjandi dauðarefsingu. Tíu hafa verið teknir af lífi í fangelsinu í Terre Haute síðan í sumar. Auk Montgomery átti að taka tvo menn þar af lífi í þessari viku, en þeim aftökum var frestað í gær þar sem báðir höfðu greinst með COVID-19. Í fyrradag boðaði Demókratinn og öldungadeildarþingmaðurinn Dick Durbin að hann ætlaði að leggja fram frumvarp um að binda enda á aftökur á vegum alríkisyfirvalda í Bandaríkjunum.","summary":"Bandarísk kona var í morgun tekin af lífi fyrir glæp sem hún framdi fyrir sextán árum. Hún er fyrsta konan sem alríkisyfirvöld láta taka af lífi, í hartnær sjö áratugi."} {"year":"2021","id":"369","intro":null,"main":"Heimsmeistaramót karla í handbolta hefst í Egyptalandi í dag. Erlingur Richardsson og hans menn í landsliði Hollands eru tilbúnir að fljúga til Egyptalands sem þriðja varaþjóð, fari svo að Grænhöfðaeyjar þurfi að draga sig úr keppni. Haukur Harðarson, kórónuveiran hefur svo sannarlega sett strik í reikininginn nú þegar á HM?\nJá Broddi, í gær drógu lið Tékklands og Bandaríkjanna sig úr keppni vegna hópsmita, og nú lítur allt út fyrir Grænhöfðaeyjar þurfi að gera slíkt hið sama, og þá kemur Holland inn sem þriðja varaþjóð. Einar Örn Jónsson er úti í Kairó í Egyptalandi, og það liggur beinast við spurja, Einar, hvernig er þá staðan á íslenska liðinu?\nEinar svarar\nEn þetta er væntanlega mjög sérstakt starfsumhverfi miðað við það sem þú ert vanur af þessum stórmótum?\nEinar svarar og leiðir svo í viðtal við Guðmund\nÚt:\nEinar tekur við og minnir á fyrsta leik mótsins í dag og svo leik Íslands og Portúgal á morgun\nHaukur tekur við og gefur á Brodda.","summary":"Heimsmeistaramót karla í handbolta hefst í dag. Erlingur Richardsson landsliðsþjálfari Hollendinga og hans menn eru tilbúnir að fljúga til Egyptalands sem þriðja varaþjóð fari svo að Grænhöfðaeyjar þurfi að draga sig úr keppni."} {"year":"2021","id":"369","intro":"Lögreglan á Austurlandi hefur nú til rannsóknar meint brot á sóttvarnalögum í verslun Krónunnar á Reyðarfirði í gær. Þá komu tveir í verslunina sem að sögn sjónarvotta áttu að vera í sóttkví. Verslunarstjóri segir samfélagið lítið og auðvelt að finna út hverjir eiga að vera í sóttkví.","main":"Það var skömmu fyrir hádegi í gær sem starfsfólk Krónunnar varð vart við fólk sem það taldi að ætti að vera í sóttkví eftir komu frá útlöndum. Í kjölfarið var kallað til lögreglu, fólkinu vísað út og verslunin sótthreinsuð. Austurfrétt.is greindi fyrst frá málinu. María Guðrún Jósepsdóttir er verslunarstjóri Krónunnar.\nÍ rauninni þá komu bara tveir einstaklingar inn í verslunina sem eiga að vera í sóttkví. Þegar það uppgötvast höfum við samband við lögregluna og spyrjum að því hvaða skref við tökum í svona aðstæðum. Og okkur var bara tilkynnt að við þurftum að sótthreinsa alla verslunina. Okkar yfirmenn báðu svo í framhaldi um að búðinni yrði lokað á meðan. Það var í rauninni bara staðfest að af því að þau komu til landsins á föstudaginn að þau áttu að vera sóttkví enn þá.\" -En hvernig vissuð þið að þetta fólk ætti að vera í sóttkví?- \u001eÞetta er náttúrlega bara ofsalega lítið bæjarfélag og það þekkja allir alla hérna og einfalt að finna það út.\"\nSamkvæmt upplýsingum frá Kristján Ólafi Guðnasyni, yfirlögregluþjóni á Austurlandi, miðar rannsókn málsins vel. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.","summary":"Verslun Krónunnar á Reyðarfirði var lokuð um tíma í gær, eftir að fólk sem átti að vera í sóttkví kom í búðina. Lögreglan rannsakar málið."} {"year":"2021","id":"369","intro":"Lagt er til að hjúskaparlög verði endurskoðuð þannig að fleiri en tveir geti skráð sig í sambúð, í þingsályktunartillögu sem þingmenn Pírata eru með í smíðum. Þingmaður flokksins segir að núverandi löggjöf endurspegli ekki breyttan tíðaranda.","main":"Í greinargerð tillögunnar segir að forsendur sambúðar eftir kynvitund og kynhneigð komi löggjafanum ekki við. Fólk myndi alls konar sambönd um ævina og við hverja og hversu marga eigi ekki að vera háð lögformlegum fjöldatakmörkunum.\nGert er ráð fyrir að dómsmálaráðherra verði falið að endurskoða lögin.\nBjörn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segir samfélagið hafi tekið miklum breytingum á síðustu áratugum og að lögin þurfi að endurspegla það.\nVið sáum það fyrir svona áratug síðan þegar það var fjarlægð þessi krafa að það væri bara karl og kona og það gætu verið tveir einstaklingar og þá spyr maður sig sjálfkrafa afhverju ekki þrír?\nAfhverju ekki fleiri, afhverju mega fjórir ekki ættleiða barn til dæmis. Eða systkini sem að kaupa saman íbúð sem þau mega núna, afhverju mega þau ekki skrá sambúð í þá íbúð og fá þau réttindi sem fylgja því\nÞetta snúi líka að réttindum leigjenda.\nNokkrir vinir mínir voru að leigja saman stóra íbúð fyrir nokkrum árum síðan og vandamálið þar var að einn þeirra bar ábyrgð á leigusamningnum gagnvart hinum sem voru réttlausir\nÞað býr til alls konar vandamál varðandi húsaleigubætur og svoleiðis.Þannig að það eru núna fjöldatakmörk sem þurfa ekki að eiga við\nBjörn segist ekki vita til þess að svipuð löggjöf sé til staðar í öðrum vestrænum ríkjum. Hann segir að breyting geti haft áhrif á erfðalög, samnýtingu persónuafsláttar og einnig lög um ættleiðingar barna.\nÞannig að ef að fjöldinn er fleiri þar þá gerir það sjálfkrafa að verkum að fleiri en tveir\neinstaklingar, eða fleiri einn, þrír eða fleiri geti ættleitt","summary":null} {"year":"2021","id":"369","intro":"Búið er að skima hluta starfsfólks hjartadeildar Landspítala eftir að sjúklingur á deildinni greindist með COVID-19 síðdegis í gær. Í gærkvöld voru allir 32 sjúklingar deildarinnar skimaðir og enginn þeirra reyndist smitaður.","main":"Sýnataka starfsfólks deildarinnar stóð fram á nótt og hélt áfram í morgun og er langt komin. Landspítali hefur nú fengið niðurstöður sýkla- og veirufræðideildar úr skimun liðlega helmings þeirra 180 sem þurfti að skima.\nEnn sem komið er hafa sýni alls starfsfólks reynst neikvæð eða liðlega 100 talsins, rétt eins og hinna 32 sjúklinga sem liggja inni á deildinni.\nStöðufundur er áformaður í hádeginu til að fara yfir stöðuna. Davíð Ottó Arnar er yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala.\nStaðan núna er nokkuð stöður. Deildin er í sóttkví og það þýðir að starfsfólk er gallað upp og sinnir þeim sjúklingum sem eru þar sem eru 28 í augnablikinu. Svo er verið að skoða ný sýni og mótefnamælingar hjá þessum einstaklingi sem greindist í gær.\nHann segir að á meðan deildin er í sóttkví, séu nýir sjúklingar lagðir inn á aðrar deildir. Valkvæðum aðgerðum hefur verið frestað.\nÞað er öll bráðaþjónusta í gangi og við hvetjum fólk sem er með hjartaeinkenni til að bíða ekki heima, heldur leita á spítalann. þeir fá fulla og viðeigandi þjónustu","summary":"Enginn, hvorki sjúklingur né starfsmaður, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni í kjölfar smits sem greindist á hjartadeild Landspítala í gær. Staðan á deildinni er stöðug. Hún er í sóttkví og lokað fyrir innlagnir. "} {"year":"2021","id":"370","intro":"Fjármálaráðherra stefnir að því að hefja söluferli á fjórðungshlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir lok mánaðar og útboð verði eftir fimm mánuði.","main":"Samkvæmt minnisblaði sem Bankasýsla ríkisins sendi fjármálaráðherra 17. desember er lagt til að selja eignarhluti ríkisins í Íslandsbanka. Fjármálaráðherra hefur fallist á þessa tillögu og fjalla tvær þingnefndir um málið í dag, annars vegar efnahags- og viðskiptanefnd, sem kom saman upp úr klukkan níu í morgun og síðan fjárlaganefnd sem hittist klukkan eitt. Þar er fjallað um greinargerð fjármálaráðuneytisins um markmið með sölunni og aðferð. Í bréfi sem ráðherra skrifaði nefndunum rétt fyrir jól er óskað eftir því að umsögn nefndanna liggi fyrir ekki síðar en tuttugasta þessa mánðaðar. Sama dag skrifaði ráðherra Seðlabanka Íslands og óskaði eftir að umsögn bankans um jafnræði bjóðenda, líkleg áhrif sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð og óskar ráðherra eftir að umsögn bankans liggi fyrir eigi síðar en á föstudaginn. Þegar umsagnirnar liggja fyrir verður endanleg ákvörðun tekin. Í minnisblaðið bankasýslunnar er lagt til að strax í þessum mánuði verði lögfræði- og söluráðgjafar ráðnir, síðan fari fram áreiðanleikakannanir, gerð frumverðmats og fleira en í júní verði tilboða og áskriftarloforða aflað. Í greinargerð fjármálaráðuneytisins sem nú eru til umfjöllunar er lagt til að fjórðungshlutur í bankanum verði seldur í frumútboðinu, séu markaðsaðstæður hagfelldar en meira síðar, þannig að meiri og jafnvel allir hlutir verði seldir.","summary":null} {"year":"2021","id":"370","intro":"Mikil öryggisgæsla verður við athöfnina þegar Joe Biden verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna 20. þessa mánaðar. Gæsla hefur þegar víða verið efld enda búist við mótmælum í Washington og víðsvegar um land í aðdraganda embættistökunnar.","main":"Bandaríska alríkislögreglan FBI telur að verið sé að undirbúa víðtæk mótmæli í höfuðborginni Washington og víðs vegar um Bandaríkin næstu daga í aðdraganda embættistöku Joes Biden í næstu viku. Búast megi við að sumir mótmælendur verði vopnaðir.\nFréttastofan AP greinir frá þessu og vísar í innahúspóst hjá alríkislögreglunni. FBI telur að verið sé að skipuleggja mótmæli í höfuðborgum flestra ríkja Bandaríkjanna. Þau hefjist líklega á laugardag og í höfuðborginni Washington daginn eftir. Þau kunni að standa fram yfir embættistöku Bidens. Alríkislögreglan segist ekki skipta sér af friðsamlegum mótmælum, einungis þar sem öryggi fólks væri hætta búin vegna ofbeldis og skemmdarverka. AP hefur eftir Michael Plati, sem hefur umsjón með öryggisgæslu við embættistökuna, að við athöfnina í Washington þann 20. þessa mánaðar verði margar öryggisstonfanir með samstarf eins og við aðra atburði er flokkist undir þjóðaröryggi. Athöfnin verður að venju við þinghúsið, en vegna árásarinnar í síðustu viku verður margt með öðrum hætti en við fyrri athafnir, að sögn AP. Frá sunnudegi verði um 10.000 þjóðvarðliðar við öryggisgæslu í Washington, varðstöðvum og girðingum verði fjölgað og leitað verði á fólki með málmleitartækjum. Yogananda Pittman, starfandi yfirmaður lögregluliðs þinghússins, segir að fyrir liggi áætlanir um aukna gæslu og lóðin í kringum þinghúsið yrði ekki opin almenningi. Vegna COVID-19 er búist við að allt verði lágstemmdara en áður, enda hefur Biden hvatt stuðningsmenn sína til að halda sig heima og fylgjast með innsetningunni og atburðum henni tengdri í sjónvarpi.","summary":"Mikil öryggisgæsla verður við athöfnina þegar Joe Biden verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna 20. þessa mánaðar. Gæsla hefur þegar víða verið efld enda búist við mótmælum í Washington og víðsvegar um land í aðdraganda embættistökunnar."} {"year":"2021","id":"370","intro":"Bandaríska lyfjafyrirtækið Pfizer skoðar nú hvort til sé nóg bóluefni til að gera bólusetningarrannsókn hér á landi. Þetta segir sóttvarnalæknir. Hann vonast eftir svörum frá Pfizer í vikunni.","main":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hafa átt í viðræðum við Pfizer um að Ísland taki þátt í bólusetningarrannsókn og fái þar með viðbótarskammta fyrir stóran hluta þjóðarinnar fyrr en áætlað er.\nBoltinn er ennþá hjá þeim. Þeir hafa ekki svarað formlega. Eg veit að þeir eru að skoða hvort þeir eigi bóluefni í þetta. Því það er auðvitað mikil ásókn í bóluefni og þeir eru með skuldbindingar um allan heim. OG þeir eru ekki í auðveldri stöðu en ég veit þeir hafa mikinn áhuga á svona rannsókn. Og ég tel að málið sé statt þannig núna að þeir séu að leita leiða til að geta svarað okkur á jákvæðan máta. Svo verður bara að koma í ljós hvernig það verður.\nÞegar Þórólfur er spurður hvort álitamál í tengslum við alþjóðlegt samstarf um bóluefni við COVID-19 setji strik í reikninginn segir hann að Evrópusamstarfið gangi að hluta til út á að koma í veg fyrir að þjóðir semji utan við sameiginlega samninginn.\nþað er náttúrulega verið að reyna að tryggja öllu þjóðum aðgang að bóluefni svo stóru og ríku þjóðirnar séu ekki að ofbjóða sig fram fyrir aðra. Það er mikið um það rætt og örgglega mikil pólitík í spilinu sem ég þekki ekki.\nHann segist síðast hafa verið í sambandi við Pfizer í gær og vonast eftir frekari upplýsingum þaðan mjög fljótlega.\nJa, ég á von á því að það verði í vikunni einhvern tímann að þeir geti sagt okkur af eða á. Ég held að maður verði bara að bíða og sjá til með það.","summary":"Sóttvarnalæknir segir forsvarsmenn lyfjafyrirtækisins Pfizer hafa mikinn áhuga á að gera bólusetningar-rannsókn hér á landi. Hann vonast eftir svörum frá Pfizer í vikunni."} {"year":"2021","id":"370","intro":"Biðtími í meðferði hjá átröskunarteymi Landspítalans eru nú átján mánuðir. Teymisstjóri segir biðina ekki styttast nema með betra húsnæði og fjölgun starfsfólks.","main":"Átján mánaða bið er nú eftir meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans. Ríflega áttatíu manns eru á biðlista. Teymisstjórinn segir ástæðuna aðallega liggja í ófullnægjandi húsnæði sem geri það að verkum að meðferð tekur lengri tíma en ella.\nÁtröskunarteymið hefur fyrstu aðkomu að málum þar sem líklegt er að barn eða unglingur sé með átröskun. Það er fyrst og fremst göngudeild. Biðlistinn eftir meðferð hjá teyminu hefur fjórfaldast á síðustu tveimur árum og nú tekur átján mánuði að komast að hjá teyminu.\nMaría Þóra Þorgeirsdóttir teymisstjóri átröskunarteymisins segir stóran hluta vandans liggja í húsnæðinu.\nÍ fyrsta lagi kom upp mnygla í húsnæði okkar á Hvíta bandinu og nokkrir starfsmenn þurftu að fara í veikindaleyfi vegna þess. Að endingu þurftum við að flytja úr húsnæðinu út af myglunni. Við fluttum í bráðabirgðahúsnæði og höfum ekki ennþá fengið húsnæði sem hentar teyminu. Við erum búin að bíða í rúmt ár eftir því og vitum ekki hvenær það kemur.\nÞá hafi fækkun stöðugilda í teyminu um fjórðung á síðustu þremur til fjórum árum og kórónuveirufaraldurinn líka áhrif. María Þóra segir að þeim sem sækja í þjónustuna hafi ekki fjölgað, en samt er biðlistinn fjórfalt lengri en hann var fyrir tveimur árum.\nÞað er auðvitað einlæg ósk teymisins að málið leysist sem fyrst þar sem fólk veikist enn meira á meðan það bíður eftir meðferð og málin verða þyngri og taka lengri tíma í meðferð þegar fólk loksins kemst að. Þannig að þetta verður vítahringur sem viðheldur sér.\nMaría Þóra segir að endurskipuleggja þurfi þjónustuna við þennan hóp, til dæmis með aðkomu heilsugæslunnar. En fleira þurfi til að leysa vandann.\nÞað er mat okkar að biðtími styttist ekki án fjölgunar starfsfólk og að húsnæðismálin komist í eðlilegt horf.","summary":"Biðtími í meðferð hjá átröskunarteymi Landspítalans er nú átján mánuðir. Teymisstjóri segir biðina ekki styttast nema með betra húsnæði og fjölgun starfsfólks."} {"year":"2021","id":"370","intro":"Miklar frosthörkur torvelda snjómokstur eftir mikið fannfergi um miðbik Spánar og austanvert landið um helgina. Spænska ríkissjónvarpið sagði í morgun að í Guadalajara hefði frostið mælst 33,6 stig í nótt. Í höfuðborginni Madrid hefði verið nærri ellefu stiga frost.","main":"Spænska veðurstofan sagði í morgun að frá 1920 hefðu einungis fimmtán dagar verið kaldari en þessi. Yfirvöld segja að vegir séu víða lokaðir vegna fannfergis og hálku, auk þess sem fjarlægja þurfi tré sem hafi fallið á vegi. Vegna kuldanna í nótt hafi sums staðar orðið skortur á vatni. Mikil snjókoma var í Madrid um helgina, hin mesta í hálfa öld. Þr\nátt fyrir skort á snjóruðningstækjum og salti hefur verið reynt að koma lífinu í eðilegt horf og búið að hreinsa helstu umferðargötur. Ferðir strætisvagna og járnbrautarlesta eru enn takmarkaðar, en búist við að ástandið færist í betra horf síðar í dag. Veðrið hefur þó engin áhrif haft á jarðlestir borgarinnar. Ísing hefur valdið mörgum óhöppum í Madrid og víðar og hafa hundruð höfuðborgarbúa leitað til læknis eftir að hafa dottið í hálku. Spænska veðurstofan gerir ráð fyrir snjókomu og kulda um miðbik Spánar út vikuna, en heldur fari að draga úr frostinu fram eftir viku.","summary":"Óvenjumikill kuldi hefur verið á Spáni eftir mikið fannfergi um mibik og austnvert landið um helgina. Frost fór niður fyrir þrjátíu stig í Guadalajara í nótt."} {"year":"2021","id":"370","intro":"Heimsmeistaramótið í handbolta hefst í Egyptalandi á morgun. Íslenska landsliðið er komið til Egyptalands eftir langan ferðadag í gær. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson veit meira um málið.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"370","intro":"Fyrstu 1200 skammtar bóluefnisins frá Moderna bárust drefingarfyrirtækinu Distica upp úr klukkan níu í morgun. Júlía Rós Atladóttir framkvæmdastjóri þess segir að ef allt gekk að óskum við flutninginn til landsins verði bóluefninu dreift í fyrramálið.","main":"Nú var sending númer tvö að koma af bóluefni til landsins og fyrsta sendingin frá Moderna. Þannig að þetta er stór dagur líka í dag.\nBóluefnið var flutt til landsins með fraktflugi Icelandair frá Belgíu. Vélin lenti rétt fyrir klukkan átta í morgun. Bóluefnið var síðan flutt með stórum flutningabíl til dreifingarfyrirtækisins, í honum var bretti með einum pappakassa sem inniheldur um tólfhundruð skammta. Eins og áður fylgdi sérsveitin kassanum á leiðarenda.\nHitastig bóluefnisins frá Moderna á að vera mínus 15-25 gráður en bóluefni Pfizer geymist við mínus 60-90 gráður.\nNú þarf að skoða hitastigið, hvernig hitastigið var í flutningnum og fara yfir það. Þetta er viðkvæmt fyrir hitastigið þó að þetta sé ekki -80. Þá er það samt viðkvæmt. Við þurfum að fara yfir hitastigið hvrenig það var alveg frá því að varan var pökkuð úti, og flutningurinn til landsins. Nú er að sjá hvort það séu nokkuð frávik þar en þetta er í góðum flutningsumbúðum þannig við gerum ekki ráð fyrir því.\nModerna þarf að gefa samþykki fyrir því að það megi nota bóluefnið þegar þessari yfirferð er lokið.\nLíklega verður því dreift í fyrramálið ef allt fer að óskum.\nSkammtarnir eru ætlaðir framlínustarfsfólki einna helst á höfuðborgarsvæðinu. Heilsugæslan stefnir á að bólusetja um 500 lögreglu- og sjúkraflutningamenn í framlínu og starfsfólk farsóttarhúss á morgun. Þá fær Landspítali 700 skammta. Eins og með lyfið frá Pfizer þarf aðra sprautu að nokkrum vikum liðnum. Búist er við 1200 skömmtum frá Moderna aðra hverja viku út febrúar. Næsta miðvikudag kemur önnur sending frá Pfizer með um þrjú þúsund skömmtum sem fara til eldri borgara.","summary":"Fyrsta sending bóluefnis frá Moderna er komin til landsins. 1200 skammtar verða gefnir framlínustarfsfólki á morgun ef hitastigið var rétt í flutningnum til landsins. "} {"year":"2021","id":"371","intro":"Aðsókn í utanvegahlaup hefur aldrei verið meiri en núna. Uppselt er orðið í stærstu hlaup sumarsins mörgum mánuðum áður en þau fara fram og þátttakendafjöldi í öðrum hefur margfaldast frá því áður en faraldurinn braust út. Á sjötta hundrað sæti í hið 55 kílómetra langa Laugavegshlaup milli Landsmannalaugar og Þórsmerkur seldust upp á innan við hálftíma. Til samanburðar má nefna að fyrir fjórum árum seldist upp í hlaupið á þremur vikum. Nær ellefu hundruð hafa skráð sig í Hengilinn í sumar sem verður stærsta utanvegahlaup sumarsins. Þórir Erlingsson er mótstjóri Víking mótaraðarinnar sem Hengillinn er hluti af.","main":"Það er uppselt í hvert hlaupið á fætur öðru. Aukningarnar í öll utanvegahlaup eru tölur sem menn áttu ekki von á. Ég get sagt fyrir okkur hjá Víking mótaröðinni og Hengill ultra að þegar við opnuðum fyrir skráningar í nóvember áttum við ekki von á því að það yrði uppselt á örfáum dögum.\nMikil aðsókn er í mörg hlaup. Opnað var fyrir skráningu í Súlur Vertical klukkan átta í gærkvöld. Hálfum sólarhring síðar höfðu rúmlega tvö hundruð manns skráð sig, sem ætla að hlaupa frá átján upp í 55 kílómetra. Það eru nær tvöfalt fleiri en tóku þátt síðast þegar hlaupið fór fram, 2019. Rúmlega 400 hafa skráð sig í Puffin Run í Vestmannaeyjum, 20 kílómetra hring kringum Heimaey. Í fyrra var hlaupið hið fyrsta eftir að samkomutakmörkunum var aflétt og þá tóku 300 þátt, rúmlega tvöfalt fleiri en árið áður.\nÞórir segir margar ástæður fyrir fjölguninni.\nTil dæmis eru Íslendingar ekki að fara erlendis að hlaupa núna og þurfa þá að finna sér ný hlaup á Íslandi. Síðan erum við kannski að uppgötva náttúruna meira.","summary":null} {"year":"2021","id":"371","intro":"Um ein og hálf milljón manna víðs vegar um heim hefur fengið rússneska bóluefnið Spútnik. Stjórnvöld í Moskvu greindu frá þessu í morgun. Aukinn þungi hefur verið settur í framleiðslu bóluefnisins.","main":"Rússar voru fyrstir til að skrá bóluefni til notkunar við COVID-19 eða 11. ágúst á nýliðnu ári. Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússlands, sagði fyrr í þessum mánuði að 800.000 Rússar hefðu verið sprautaðir með bóluefninu, en búið væri að dreifa 1,5 (einni og hálfri) milljón skammta um allt land. Rússneskt fjárfestingafélag sem fjármagnað hefur þróun og framleiðslu á bóluefninu sagði í morgun að til stæði að framleiða fjórar milljónir skammta á næstu þrjátíu dögum. Rússar hafa selt bóluefni til annarra landa, en fjölmörg ríki hafa falast eftir því. Þá er hafin útrás með framleiðsluna, en fréttastofan Tass greindi frá því í morgun að lyfjafyrirtæki í Brasilíu ætlaði síðar í vikunni að hefja framleiðslu á rússneska bóluefninu. Brasilíska fyrirtækið hefði í síðustu viku fengið þau efni frá rússneskum framleiðendum sem til þyrfti og að sótt hefði verið um leyfi fyrir bóluefninu hjá yfirvöldum í Brasilíu. Framleiðslan færi fram á tveimur stöðum, í borginni Guarulhos og höfuðborginni Brasilíu. Í nóvember var haft eftir rússneskum embættismanni að til stæði að hefja framleiðslu á Sputnik-bóluefninu á Indlandi. Ætlunin væri að framleiða að minnsta kosti 300 milljónir skammta á þessu ári.","summary":"Ein og hálf milljón manna hefur fengið rússneska bóluefnið Spútnik. Til stendur að hefja framleiðslu á því í Brasilíu síðar í vikunni."} {"year":"2021","id":"371","intro":"Demókratar á Bandaríkjaþingi virðast staðráðnir í að knýja fram ákæru um embættisglöp á hendur Donald Trump forseta ef varaforseti og ríkisstjórn neita því að víkja honum úr embætti. Lokað hefur verið fyrir samskiptamiðlillinn Parler sem margir stuðningsmenn Trumps hafa notað.","main":"Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, kvaðst í gær ætla að leggja það til að Mike Pence varaforseti og ríkisstjórnin hlutist til um að Trump forseta verði vikið úr embætti á grundvelli tuttugasta og fimmta viðauka stjórnarskrárinnar, sem heimilar að forseta sé vikið frá teljist hann af einhverjum orsökum óhæfur að gegna embætti.\nIf the Vice President and cabinet do not act, the Congress may be prepared to move forward with impeachment.\nPelosi sagði að féllust varaforsetinn og stjórnin ekki á þetta væri þingið tilbúið að grípa til ákæru til embættismissis. Hún sagði forsetann ógn við lýðræðið og stjórnarskrána og því yrði að bregðast skjótt við. Ef til ákæru kemur á hendur Trump fyrir embættisglöp yrði það í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna að sami forseti er ákærður tvisvar. Í morgun var lokað fyrir samskiptamiðilinn Parler sem margir stuðningsmenn Trumps hafa notað til skoðanaskipta. Fyrirtækið Amazon greindi frá því í gær að það ætlaði ekki lengur að hýsa Parler þar sem miðillinn hefði ekkert gert til að fjarlægja efni þar sem hvatt væri til ofbeldis","summary":"Demókratar á Bandaríkjaþingi þrýsta á Mike Pence varaforseta og ríkisstjórnina að beita 25. viðauka stjórnarskrár til að koma Donald Trump forseta frá völdum en segjast ella ætla að beita sér fyrir ákæru á hendur forsetanum fyrir embættisglöp."} {"year":"2021","id":"371","intro":"Klassís, fagfélag klassískra söngvara á Íslandi, hefur lýst yfir vantrausti á stjórn og óperustjóra Íslensku óperunnar vegna stjórnunarhátta síðustu ár. Formaður félagsins segir söngvurum nóg boðið en óperustjóri hafnar öllum ásökunum.","main":"Ása Fanney Gestsdóttir, formaður Klassís, segir félagsmenn telja ljóst að Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og stjórn Íslensku óperunnar beri hag óperusöngvara ekki fyrir brjósti.\nHún segir ótalmörg dæmi þess að söngvarar sem leiti réttar síns séu ekki aftur ráðnir til Íslensku óperunnar og þar hafi fengið að viðgangast óútskýrður launamunur kynjanna.\nÍ yfirlýsingu félagsins segir að samningar Íslensku óperunnar við söngvara geti ekki talist neitt annað en gerviverktaka. Vísað er til dómsmáls Þóru Einarsdóttur óperusöngkonu gegn Íslensku óperunni þar sem hún lét á það reyna hvort Óperunni bæri að fara að kjarasamningi við Félag íslenskra hljómlistarmanna og virða vinnuverndarákvæði. Óperan var sýknuð í málinu á fimmtudaginn og í dómnum segir að aðalatriðið sé að samningur Þóru við Óperuna hafi verið verksamningur.\nSteinunn Birna vísar ásökunum félagsins á bug. Hún segir yfirlýsinguna koma á óvart og segist vilja stofna til samtals við söngvara um samningagerð.","summary":"Fagfélag klassískra söngvara á Íslandi lýsir yfir vantrausti á óperustjóra og stjórn Íslensku óperunnar. Formaður félagsins segir söngvara hafa fengið lítilsvirðandi viðmót frá Íslensku óperunni en óperustjóri hafnar ásökunum félagsins."} {"year":"2021","id":"371","intro":"Íslenska karlalandsliðið í handbolta hélt í dag til Egyptalands með níu marka sigur á Portúgal sem veganesti. Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik HM á fimmtudagskvöld.","main":"Ísland sigraði Portúgal með níu marka mun, 32-23 í undankeppni EM á Ásvöllum í gær. Það var jafnframt síðasti leikur Íslands í óhefðbundnum undirbúningi fyrir HM. Arnór Þór Gunnarsson er fyrirliði íslenska landsliðsins.\nSagði Arnór Þór Gunnarsson eftir leikinn við Portúgal í gær. Hann skoraði þrjú mörk í leiknum en Bjarki Már Elísson var markahæstur með níu mörk. Ágúst Elí Björgvinsson átti frábæra innkomu í mark Íslands og varði 11 skot og endaði með rúmlega 40% markvörslu. Ágúst Elí fór með landsliðinu á EM 2018 og HM 2019 en sat eftir á EM í fyrra sem virðist hafa haft áhrif á hann.","summary":"Íslenska karlalandsliðið í handbolta hélt í dag til Egyptalands með níu marka sigur á Portúgal sem veganesti. Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik HM á fimmtudagskvöld."} {"year":"2021","id":"371","intro":"Tólf hundruð skammtar af bóluefni Moderna eru væntanlegir til landsins á morgun. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að bólusett verði á miðvikudag, framkvæmdin sé einfaldari en með Pfizer-bóluefnið þar sem það þurfi ekki að blanda efnið frá Moderna.","main":"Við erum með plan um að bólusetja 360 skammta, sem við munum bólusetja á miðvikudaginn. Það eru sjúkraflutningamenn í framlínu og lögregla í framlínu og starfsfólk í farsóttarhúsinu sem við höfum fengið til að bólusetja.\nÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi að það stæði til að klára að bólusetja framlínustarfsmenn á höfuðborgarsvæðinu með Móderna-bóluefninu. Von er á tólf hundruð skömmtum frá þeim á tveggja vikna fresti út mars.\neftir það vitum við ekki hvernig planið verður. Það verður tilkynnt síðar. Auk þess er von á tæplega 3000 skömmtum frá Pfizer í næstu viku og tæplega 2000 skömmtum eftir 2 vikur. Þessir skammtar verða einkum notaðir til að bólusetja eldri íbúa þessa lands.\nRagnheiður segir að framkvæmd bólusetningarinnar sé einfaldari með bóluefninu frá Moderna en með bóluefninu frá Pfizer.\nvið náum 10 skömmtum úr hverju glasi og við þurfum ekki að blanda. Þannig þetta er mun einfaldara og ætti að ganga fljótt og vel fyrir sig.\nHvers vegna ákveðið þið að bíða fram á miðvikudag með að byrja þetta? Efnið er að berast á morgun þriðjudag, við vitum ekki nákvæmlega tímasetningu. Þannig þetta er bara upp á skipulagið. Það þarf að taka bóluefnið úr frysti og afþýða í 3-4 tíma áður en við getum gefið það. Það er skipulags atriði.","summary":null} {"year":"2021","id":"372","intro":"Efasemdir um ágæti bólusetningar bera vott um sjálfseyðandi afneitun, að mati Frans páfa. Hann hvetur fólk til að láta bólusetja sig hið fyrsta og ætlar sjálfur að láta bólusetja sig í komandi viku.","main":"Í viðtali við ítölsku sjónvarpsstöðina Stöð 5 mælir páfi eindregið með því að fólk fari í bólusetningu gegn COVID-19 og segir andstöðu við það \u001esjálfseyðandi afneitun, sem hann kunni enga skýringu á, en núna verði allir að láta bólusetja sig. Í viðtalinu, sem sent verður út í heild sinni í dag, sunnudag, bendir hann á að bólusetningin miði ekki einungis að því að vernda líf þess sem bólusettur er, heldur einnig og ekki síður líf annarra. \u001eÚt frá siðferðislegum sjónarmiðum tel ég að allir ættu að láta bólusetja sig,\" segir Frans. \u001eÞetta er siðferðislegt val, því þú ert að leggja heilsu þína og líf að veði, og líf annarra um leið.\" Páfi, sem er 84 ára gamall, segir að þegar sé búið að tryggja nægt bóluefni til að bólusetja alla íbúa Páfagarðs, sem eru um 450 talsins, og að hann eigi sjálfur bókaðan tíma í vikunni.","summary":null} {"year":"2021","id":"372","intro":"Samtök ungra bænda gagnrýna harðlega að í nýrri matvælastefnu Íslands sé ekki að finna aðgerðir til að tryggja nýliðun í bændastétt. Þá finnst samtökunum vanta áherslu á innlenda matvælaframleiðslu.","main":"Stefnunni er ætlað að verða leiðarljós fyrir stjórnvöld næstu árin. Meðal annars er þar lögð áhersla á verðmætasköpun, sjálfbærni og lýðheilsu og að neytendur fái aukinn aðgang að upplýsingum um matvæli sem þeir neyta\nStefnan er nú í samráðsgátt stjórnvalda og frestur til þess að senda inn umsagnir rennur út á morgun 11. janúar. Fimm umsagnir hafa borist og er umsögn Samtaka ungra bænda þar á meðal. Samtökin lýsa yfir ánægju sinni með stefnuna í heild og markmið um aukna nýliðun í bændastétt fyrir árið 2030 en gera alvarlegar athugasemdir við að engar aðgerðir séu í stefnunni til að auðvelda nýliðum að hefja búskap. Í dag skorti fjármagn í nýliðunarstuðning. Samtökin leggja líka áherslu á að stjórnvöld tryggi stöðugleika í umhverfi framleiðenda, það sé meginforsenda þess ða hægt sé að tryggja matvælaöryggi á neyðartímum. Þarna þurfi að huga sérstaklega að því að stjórna innflutningi á erlendri matvöru, en innflutningu rá kjöti hafi leitt til lækkunar á afurðaverði til íslenskra bænda. Ekki er svo auðvelt að grípa í klárinn og auka framleiðsluna á ný þegar eftirspurn eykst, segir í umsögninni. Í stefnunni er minnst á að börn fái hollan mat í skólamötuneytum, þarna finnst samtökum ungra bænda að nefna mætti sérstaklega hollan innlendan mat. Aðrar umsagnir sem bárust lúta til dæmis að því að auka vægi lífrænnar framleiðslu í stefnunni og auka aðgengi neytenda að upplýsingum um hvernig eldislax sem þeir kaupa er alinn.\nMatvælastefna Íslands á að vera opið ferli, og stjórnvöld segja að hún eigi eftir að taka mið af þróun og breytingum næstu ára. Stefnunni fylgir aðgerðaáætlun sem verður endurskoðuð að fimm árum liðnum.","summary":"Samtök ungra bænda gagnrýna harðlega að í nýrri matvælastefnu Íslands sé ekki að finna aðgerðir til að tryggja nýliðun í bændastétt. Frestur til að skila inn umsögn um stefnuna rennur út á morgun. "} {"year":"2021","id":"372","intro":"Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst vera viðstaddur þegar þau Joe Biden og Kamala Harris verða sett í embætti forseta og varaforseta þann 20. þessa mánaðar. Þetta hafa fréttastofur eftir háttsettum en ónafngreindum embættismanni í Washington.","main":"Pence stýrði sameiginlegum fundi beggja deilda Bandaríkjaþings aðfaranótt fimmtudags, þar sem hann staðfesti formlega kjör Bidens, eins og lög og hefðir mæla fyrir um. Nokkur töf varð þó á þessum gjörningi vegna hóps af æstu stuðningsfólki Donalds Trumps, sem réðist inn í þinghúsið á miðvikudag til að freista þess að stöðva athöfnina. Trump hafði áður krafist þess af Pence að hann neitaði að staðfesta kjör Bidens, þrátt fyrir að varaforsetinn hefði hvorki völd né lögmætar ástæður til þess. Trump lýsti því yfir á föstudag að hann hygðist ekki mæta á innsetningarathöfn eftirmanns síns. Biden sagðist feginn því að Trump ætlaði ekki að mæta en tók fram að hann myndi að sama skapi fagna því, ef Mike Pence myndi þekkjast boðið um að vera viðstaddur athöfnina. Fátítt er að fráfarandi forsetar mæti ekki á innsetningarathöfn eftirmanna sinna. Það gerðist síðast árið 1974, þegar Richard Nixon, sem þá hafði hrökklast úr embætti vegna brota í embætti, lét ekki sjá sig á innsetningarathöfn varaforseta síns, Geralds Fords.","summary":null} {"year":"2021","id":"372","intro":"Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að rekstur sveitarfélaga verði þyngri í ár en í fyrra. Þau séu misvel í stakk búin til að taka á þeim vanda sem hefur skapast sökum faraldursins.","main":"Átta af tíu stærstu sveitarfélögum landsins reikna með hallarekstri á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlunum. Fram kom í fréttum sjónvarps í gær að aðeins Akranes og Fjarðabyggð geri ráð fyrir að reksturinn skili afgangi.\nÁrið 2019 skiluðu tíu stærstu sveitarfélögin samanlögðum afgangi upp á rúma 22 milljarða. Samkvæmt bráðabirgðatölum nam hallareksturinn í fyrra fjórum og hálfum milljarði og stefnir í átta milljarða á þessu ári.\nAldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ljóst að reksturinn verði þyngri í ár en hann var í fyrra.\nAuðvitað er staðan misjöfn eftir sveitarfélögum og eftir svæðum en þessi mynd gefur nokkuð raungóða lýsingu á ástandinu tel ég. Þannig að það er erfitt ár framundan?\nJá það er erfitt ár framundan og það er ekki bara hjá sveitarfélögum það er hjá öllum. Hvort sem það eru einkafyrirtæki eða hið opinbera\nHún telur þó ekki að þetta hafi áhrif á getu sveitarfélaga til að sinna lögbundnum verkefnum.\nVið höfðum áhyggjur af því að fjárfesting myndi dala í þessu ljósi en það er ljóst að flest sveitarfélög eru frekar að bæta í heldur en hitt þannig að sveitarfélögin og sveitarstjórnarmenn ætla að taka ábyrga afstöðu\nog halda uppi atvinnustigi með aukinni fjárfestingu. Sem aftur á móti er ljóst að verður að stórum hluta fjármögnuð með lánum sem mun reynast sveitarfélögum snúin þegar fram líða stundir\nStjórnvöld hafa reynt mæta þessum vanda sveitarfélaga með beinum og óbeinum aðgerðum. Aldís telur að meira þurfi að koma til á næstu misserum.\nvið auðvitað erum í sífelldu samtali við ríkisstjórnina um stöðu sveitarfélaganna og þau hafa með\nundirritaðri yfirlýsingu lofað að standa með sveitarfélögunum þannig að við höfum fulla trú á því að það verði efnt.","summary":"Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að erfitt ár sé framundan hjá mörgum sveitarfélögum á landinu. Staða þeirra hefur versnað hratt í faraldrinum. "} {"year":"2021","id":"372","intro":"Stór fóðurprammi sökk á Reyðarfirði í óveðri í nótt. Enginn var um borð en reynt verður að koma prammanum á flot í dag.","main":"Mikið annríki var hjá Björgunarsveitum á Austurlandi í gær vegna vonskuveðurs sem gekk yfir landshlutann. Hluta Neskaupstaðar var lokað vegna hættu sem stafaði af fljúgandi þakplötum og tveir björgunarmenn hlutu minniháttar meiðsl við störf sín. Sveinn Halldór Oddsson Zoëga er aðgerðastjóri hjá björgunarsveitinni Gerpi í Neskaupstað.\nÞað var náttúrulega bara snarvitlaust veður á öllum Austfjörðum og Austurlandi og verkefnin, ég er nú ekki búinn að telja það saman, en um daginn voru þau orðin sextíu. Þetta eru lausar þakplötur, skjólveggir, garðkofar og brotnar rúður.\n25 metra langur og 12 metra breiður fóðurprammi, sem er í eigu Laxa fiskeldis, sökk á Reyðarfirði á fjórða tímanum í nótt. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir líklegt að sjór hafi komist inn í loftgöt á vélarrýminu.\nÞað sem virðist hafa gerst er að ísing hafi farið að hlaðast utan á pramann seinni partinn og hann byrjað að taka inn á sig sjó.\nEnginn var um borð í prammanum og ekki er talið að öðrum sæfarendum stafi hætta af honum þar sem hann liggur á hafsbotni á um 40 metra dýpi, ekki langt frá landi. Jens segir jafnframt að hvorki eldfiskum né kvíum hafi stafað hætta af og engin svartolía verið um borð.\nVarðskipið Þór var kallað til aðstoðar við björgunar- og mengunarvarnaraðgerðir og er það enn á slysstað ásamt björgunarsveitum.\nÞað eru kafarar frá köfunarþjónustunni mættir á svæðið og það verður bara metið í dag hvort það verði kafað niður á prammann í dag eða hvort það verði gert núna þegar veðrið lægir aftur.\nÞá komst sjór inn í annan pramma við Fáskrúðsfjörð á sjöunda tímanum í morgun. Slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að hann sykki með því að dæla sjónum úr honum í tæka tíð.","summary":"Mikið annríki var hjá Björgunarsveitum á Austurlandi í gær vegna vonskuveðurs sem gekk yfir landshlutann. Stór fóðurprammi sökk á Reyðarfirði í óveðri í nótt og litlu munaði að annar sykki á Fáskrúðsfirði."} {"year":"2021","id":"372","intro":"Alexander Peterson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í handbolta sem mætir Portúgal í undankeppni EM á Ásvöllum í dag. Alls gerir Guðmundur Guðmundsson þrjár breytingar á hópnum frá því í leiknum í Portúgal á miðvikudag.","main":"Alexander Peterson dettur út úr hópnum en hann fékk þungt höfuðhögg í fyrri leiknum á miðvikudag sem hann er enn að jafna sig. Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson og markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson verða heldur ekki í hópnum í kvöld en í þeirra stað hefur Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valið Björgvin Pál Gústavsson markvörð, Elliða Snæ Viðarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Björgvin Páll, sem hefur leikið 230 landsleiki, er leikmaður Hauka, og hefur ekki leikið handbolta í marka mánuði enda allt keppnishald legið niðri. En Björgvin klár í slaginn í dag?\nÍsland tapaði fyrri leiknum á miðvikudag með tveggja marka mun og þarf helst að bæta hann upp í dag til að eiga möguleiki á efsta sæti riðilsins, en tvö efstu sætin gefa sæti á EM 2022. Ísland mætir svo Portúgal í þriðja sinn á átta dögum strax á miðvikudag þegar liðin mætsat í fyrsta leik á HM í Egyptalandi. En er ekki hætt við því að hugurinn sé kominn á leikinn á HM?\nLeikurinn hefst á Ásvöllum klukkan fjögur í dag en engir áhorfendur verða leyfðir.\nSagði Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta. Bein útsending frá viðureign Íslands og Portúgal á Ásvöllum hefst á RÚV klukkan 15:30 í dag.","summary":"Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur gert þrjár breytingar á liðinu sem mætir Portúgal í undankeppni EM í dag. Alexander Peterson getur ekki tekið þátt vegna höfuðhöggs sem hann fékk í fyrri leiknum í Portó."} {"year":"2021","id":"373","intro":"Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, ætlar ekki að gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Jón Þór hefur setið á þingi fyrir Pírata frá 2013, og er nú áttundi þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hann kveðst hafa unnið að því að tryggja sjálfbærni flokksins, og því markmiði sé náð.","main":"Starfsfólkið okkar er fáránlega fært, grasrótin er mjög öflug, þingflokkurinn hefur aldrei verið samstilltari og þau sem ætla að halda áfram eru mjög fær í því að mynda málefnalega samstöðu. Við erum með gott fylgi í samfélaginu. Þannig að nú sýnist mér Píratarnir orðnir mjög sjálfbærir, þannig að nú færi ég mig úr framlínunni og í friðinn fyrir utan þingið.\nÞú hefur áður hætt á þingi og þá fórstu í malbikið, eins og frægt er orðið. Hvað ætlarðu að taka þér fyrir hendur núna?\nMeðal annars malbikið. Ég hef gert það á hverju ári, eða á hverju sumri, þetta er sumarstarf sem ég er búinn að vera í í 23 ár. Ég gat ekki réttlætt að fara í malbikið í sumar út af Covid-atvinnuleysinu, en þegar ég hætti á þingi heldur malbikið áfram. Það er friður í malbikinu.","summary":"Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, ætlar ekki að gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Hann kveðst hafa náð því markmiði að tryggja sjálfbærni Pírata, og ætlar aftur í malbikið."} {"year":"2021","id":"373","intro":"Framkvæmdastjóri Sorpu segir að eldsneytistankar sem geymdir voru í skemmu upp við ruslahaug á Álfsnesi verði fluttir annað eftir helgi. Við lá að illa færi í gær þegar mikill eldur kviknaði í haugnum.","main":"Skemman hýsti þróunarverkefni Sorpu og fyrirtækisins Ýmir technologies, þar var í sumar unnið að því að vinna lífdísil úr sláturúrgangi. Til stendur að færa starfsemina nær Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu en enn voru í skemmunni um sjö tonn af eldsneyti. Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu, segir í raun ekki eðlilegt að hafa slíka starfsemi svo nálægt ruslahaug þar sem er sjálfsíkveikjuhætta, í ljósi þess hafi starfsmenn Sorpu verið búnir að gera ráðstafanir, grafa rás milli skemmunnar og haugsins.","summary":null} {"year":"2021","id":"373","intro":"Hertar reglur á landamærum Danmerkur hafa neikvæð áhrif á flugsamgöngur segir Bogi NIls Bogason, forstjóri Icelandair.","main":"Eftir klukkan fimm í dag þurfa allir sem koma til Danmerkur að geta framvísað neikvæðu Covid-19 prófi sem ekki má vera eldra en sólarhringsgamalt. Icelandair hefur reynt að koma til móts við farþega, með því að bjóða þeim að flýta för sinni eða breyta bókuninni.Áður hafa ríki sett reglur um að fólk þurfi að framvísa prófi sem er yngra en þriggja sólarhringa gamalt, en kröfur um sólarhringsgamalt próf setja flugsamgöngum auknar skorður, sérstaklega ef þessi krafa verður almenn.\nFerðavilji er lítill á helstu markaðssvæðum Icelandair og hertar aðgerðir á landamærum ytra ekki til að auka hann. Bogi segir að starfsemi Icelandair færist nú í svipað horf og fyrir jólavertíðina, haldið verði uppi grunntengingum við umheiminn.","summary":"Forstjóri Icelandair segir að flugsamgöngur við umheiminn verði í lágmarki næstu vikurnar. Hertar reglur á landamærum Danmerkur hafa neikvæð áhrif."} {"year":"2021","id":"373","intro":"Talið er að farþegavél hafi hrapað skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu skömmu fyrir hádegi. Talið er að rúmlega sextíu hafi verið um borð en flak vélarinnar er ófundið.","main":"Farþegavél indónesíska flugfélagsins Sriwijaya Air er saknað skammt frá Jakarta í Indónesíu en samband við vélina rofnaði skömmu eftir flugtak fyrir hádegi. Talið er að vélin hafi skollið í Javahaf, en um sextíu voru um borð.\nFlugturn missti samband við vélina skömmu eftir flugtak rétt fyrir klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Ekki hefur verið staðfest að vélin hafi farist en myndir hafa verið birtar á samfélagmiðlum af sjómönnum með það sem talið er vera brak úr vélinni. Hún var á leið til borgarinnar Pontianak á eynni Borneó, norður af Jakarta. Samkvæmt flugvefnum Flightradar missti hún hæð hratt, og fór úr tíu þúsund fetum á innan við mínútu áður en samband rofnaði. Talið er að um sextíu hafi verið um borð. Vélin var af gerðinni 737-500 frá bandaríska flugvélaframleiðandanum Boeing. Þessi gerð flugvéla tekur um 130 farþega en þær eru töluvert minni en 737 max vélar Boeing. Vél Lion Air þeirrar gerðar hrapaði skammt frá Jakarta í október 2018 og vél sömu gerðar í Eþíópíu nokkrum mánuðum síðar. Tilkynnt var fyrir helgi að Boeing hefði samþykkt að greiða ríflega 2,5 milljarð bandaríkjadala í bætur og sektir fyrir að leyna upplýsingum um ástand vélanna. Allar Boeing MAX-vélar voru kyrrsettar eftir slysin sem kostuðu 346 mannslíf.","summary":"Talið er að farþegavél hafi hrapað skömmu eftir flugtak frá Jakarta í Indónesíu í morgun. Ætlað er að rúmlega sextíu hafi verið um borð en flak vélarinnar er ófundið. "} {"year":"2021","id":"373","intro":"Vonskuveður er á öllu austanverðu landinu, norðaustanstormur eða rok. Björgunarsveitir hafa farið í fjölda útkalla í Neskaupstað og rafmagnslaust varð á Kirkjubæjarklaustri í morgun.","main":"Björgunarsveitir í Neskaupstað hafa sinnt fjölda útkalla í morgun, en vonskuveður er nú á öllu austanverðu landinu. Þá varð rafmagnslaust á Kirkjubæjarklaustri og í nágrenni í morgun.\nAppelsínugular viðvaranir eru í gildi á öllum austurhelmingi landsins og veður þar með versta móti; norðvestanstormur eða rok. Á Norðaustur- og Austurlandi fylgir þessu töluverð ofankoma, þar geisar hríðarbylur og er færðin eftir því. Ekkert ferðaveður er á öllu þessu svæði og verður ekki fyrr en í fyrsta lagi síðdegis. Vegna mjög slæms veðurs hefur Mývatns- og Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði. Ólafsfjarðarmúla og Víkurskarði verið lokað fyrir umferð. Fleiri leiðir á austanverðu landinu eru ófærar. Vegfarendur eru beðnir að vera ekki á ferðinni nema brýna nauðsyn beri til.\nBjörgunarsveitir voru kallaðar út á Siglufirði í morgun þar sem gamall eikarbátur hafði slitnað frá bryggju og rekið upp í grjótgarð, en það tókst að koma böndum á hann.\nOg í Nesskaupstað hafa menn haft í nógu að snúast í morgun. Sveinn Halldór Zoega er í björgunarsveitinni Gerpi í Neskaupstað.\nHér er bara snælduvitlaust veður, það eru rúmlega 40 metrar í hviðum og mikið sjórok og byljótt. Og búið að vera það í alla nótt.\nGerpir hefur þurft að sinna fjölda verkefna í Neskaupstað í morgun.\nÞað eru að fara garðskúrar og rúður og þakjárn og svoleiðis hefðbundnir hlutir.\nÞað er eitthvað tjón já en það er svona kannski ekkert stórkostlegt. Og engin slys á fólki svo ég viti þannig að þetta er allt saman eitthvað sem hægt er að laga.\nRafmagnslaust varð á Kirkjubæjarklaustri og nágrenni snemma í morgun. Steinunn Þorsteinsdóttir er upplýsingafulltrúi Landsnets.\nRétt fyrir klukkan fimm í morgun misstum við út tvær línur; Sigöldulínu og Prestbakkalínu. Það varð rafmagnslaust á Kirkjubæjarklaustri og í sveitunum í nágrenninu. Það er mjög vont veður þarna á svæðinu. Við erum búin að koma rafmagni á aftur í gegnum varaafl hjá RARIK. Það er búið að finna bilun á Prestbakkalínu en við erum enn að skoða Sigöldulínuna. En að öllum líkindum verður ekki hægt að hefja viðgerðir fyrr en veður gengur niður seinna í dag.","summary":"Vonskuveður er á öllu austanverðu landinu, norðaustanstormur eða rok. Björgunarsveitir hafa farið í fjölda útkalla í Neskaupstað og rafmagnslaust varð á Kirkjubæjarklaustri í morgun. Veðrið gengur niður í seinnipartinn í dag og verður orðið skaplegt um miðnættið segir veðurfræðingur. "} {"year":"2021","id":"373","intro":"Demókratar á Bandaríkjaþingi vinna nú að því að ákæra Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot. Trump stendur í deilum við stjórnendur Twitter, sem hafa lokað aðgangi hans að samfélagsmiðlinum.","main":"Trump brást við lokuninni með því að gagnrýna fyrirtækið á opinberum Twitter-aðgangi forsetaembættisins. Þeim færslum hefur nú einnig verið eytt. Stjórnendur Twitter segja þetta gert því talin hafi verið hætta á að Trump notaði miðilinn til að hvetja til frekari ofbeldisverka. Þar er vísað til þess þegar stuðningsmenn Trumps réðust inn í þinghúsið í Washington á miðvikudagskvöld. Flestir samfélagsmiðlanna vestra hafa lokað á forsetann og hann er sagður íhuga að stofna sinn eigin. En það er sótt að honum úr öllum áttum, og Demókratar ætla að freista þess að koma honum frá völdum. Það er þrennt sem kemur til greina í þeirra huga, að Trump segi af sér, hann verði ákærður fyrir embættisbrot eða 25 viðauki stjórnarskrárinnar verði virkjaður, og Mike Pence varaforseti taki við til 20 janúar, þegar Joe Biden tekur við forsetaembættinu.\nÞað er fátt sem bendir til þess að Trump sé að íhuga afsögn. Demókratar eru að undirbúa ákæru um embættisbrot og Ted Lieu, þingmaður Demókrata frá Kaliforníu, segir að hún verði birt í þinginu strax eftir helgi.\nit is our intent to introduce articles of impeachment on Monday.\nHann segir að Trump hafi hvatt stuðningsmenn sína til að ráðast inn í þinghúsið. Þetta hafi hann gert við nokkur tilefni opinberlega og því þurfi ekki tímafreka rannsóknarvinnu, heldur sé hægt að ljúka henni á nokkrum dögum. Áhlaupið hafi verið árás á lýðræðið og þingið verði að bregðast við.\nDoing nothing is not an option.\nÁkæra um embættisbrot gæti verið samþykkt í fulltrúadeildinni en það þarf tvo þriðju öldungadeildarinnar til að sakfella Trump. Ef svo færi gæti hann líklega ekki boðið sig fram í næstu forsetakosningum. Lang líklegast er að öldungadeildin sýkni forsetann öðru sinni, en Trump yrði fyrsti forsetinn sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu segir að ákæran sé pólitískur leikur Demókrata, og muni aðeins ýta undir klofning í bandarísku samfélagi.","summary":"Demókratar í fulltrúadeild bandaríkjaþings ætla að ákæra Donald Trump bandaríkjaforseta fyrir embættisbrot á mánudaginn. Trump sakar stjórnendur Twitter um þöggun, eftir að aðgangi hans á samfélagsmiðlinum var lokað. "} {"year":"2021","id":"373","intro":"Og snjókoman í Madrid hefur einnig áhrif á íþróttakeppni í spænsku höfuðborginni. Leik Atletico Madrid og Athletic Bilbao Atletko Madrid og Aðletik Bilbao, sem átti að fara fram í dag, hefur verið frestað.","main":"Það er ekki á hverjum degi sem snjókoma hefur áhrif á íþróttalíf á Spáni en vegna lokunar Barajas-flugvallarins í Madríd gat lið Athletic Bilbao ekki ferðast til höfuðborgarinnar. Þar að auki segja forráðamenn spænsku deildarinnar að nær ómögulegt væri að hafa Wanda Metropolitano-leikvanginn leikfæran þrátt fyrir bestu hitatækni sem völ er á, slík sé snjókoman. Leik Atletico Madrid og Athletic Bilbao sem átti að vera leikinn í dag hefur því verið frestað. Atletico er með tveggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar auk þess að eiga tvo leiki til góða á erkifjendur sína í Real Madrid.\nÍsland og Portúgal eigast við í seinni leik sínum í undankeppni EM karla í handbolta á Ásvöllum klukkan fjögur á morgun. Liðin mættust í Portó á miðvikudag en þá vann Portúgal með tveggja marka mun, 26-24. Enn er óljóst hvort að Alexander Peterson verði leikfær á morgun eftir meiðsli sem hann hlaut í leiknum úti í Portúgal. Ísland og Portúgal eru í tveimur efstu sætum riðilsins en þau gefa beint sæti á EM í Slóvakíu og Ungverjalandi á næsta ári. Ísland verður þó að vinna leikinn og helst með meira en tveggja marka mun til að eiga möguleika á toppsæti riðilsins.\nLeikur Íslands og Portúgal hefst eins og áður segir klukkan fjögur á morgun. Engir áhorfendur verða leyfðir en bein sjónvarpsútsending hefst á RÚV klukkan 15:30 á morgun.\nÞriðja umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta hófst í gærkvöld. Eftir að hópsmit kom upp í herbúðum Aston Villa var allt starfslið og leikmannahópur aðalliðsins sett í sóttkví. Ungliðalið félagsins tók því á móti Englandsmeisturum Liverpool í Birmingham. Liverpool stillti upp mjög sterku liði og Sadio Mane kom gestunum yfir snemma leiks. Louie Barry, 17 ára leikmaður Aston Villa, jafnaði þó metin og staðan í leikhléi var 1-1. Mörk frá Georginio Wijnaldum, Mane og Mo Salah á fimm mínútna kafla í seinni hálfleik tryggðu þó 4-1 sigur Liverpool og sæti í fjórum umferð keppninnar. Í hinum leik gærkvöldsins unnu Úlfarnir 1-0 sigur á Crystal Palace.","summary":null} {"year":"2021","id":"374","intro":"Kári Hólmar Ragnarsson, lektor í þjóðarétti við Háskóla Íslands, segir að þingmenn Demókrataflokksins óttist þau völd sem forsetinn hefur síðustu tólf dagana í embætti.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"374","intro":"Við lá að illa færi í stórbruna á ruslahaugunum í Álfsnesi í morgun. Eldtungurnar sleiktu skemmu þar sem geymd voru fleiri tonn af metanóli og lífdísil. Það þurfti stórtækar vinnuvélar til þess að slökkva eldinn","main":"Eldurinn kviknaði af sjálfu sér í sláturúrgangi sem þakinn hafði verið með garðaúrgangi til að minnka ólykt. Í næsta nágrenni var óflokkað rusl, netadræsur, bobbingar og dekk sem eldurinn náði að teygja sig í.\nEr mikil hætta af þessari mengun? Já, ef þetta er plast og það er alls konar plast í þessum úrgangi, tvc sem leysir blásýru og svo getur verið gúmmí, það er allavega hættulegt í næsta nágrenni en sem betur fer fór þetta ekki af ráði niður í mosfellsbæ en það hefði alveg eins getað gert það.\nDaunillan reyk lagði yfir hluta Mosfellsbæjar og voru íbúar í Leirvogstunguhverfi beðnir að loka gluggum.\nEldurinn var kæfður með blautum jarðvegi og það þurfti stórvirkar vinnuvélar til, beltagröfur, jarðýtur og stóra vörubíla, svokallaðar búkollur.\nÚtkallið kom klukkan hálfsjö í morgun. Stefnir Snorrason, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir að það hafi tekið þrjá og hálfan tíma að ráða niðurlögum eldsins.\nÞað tók svolítinn tíma að ná þessum tækjum á staðinn þannig að við gætum unnið þetta eins og við vildum gera þetta, um leið og það var komið fór þetta að ganga nokkuð hratt.\nSjálfsíkveikjur verða reglulega í haugnum, þegar súrefni berst að lífrænu efni sem ofhitnar við niðurbrot, þessar íkveikjur leiða þó sjaldnast til stórbruna. Nokkur hiti hefur verið í haugnum síðustu daga og því voru starfsmenn Sorpu búnir að gera ráðstafanir.\nGrafa frá húsinu sem við sjáum hérna við hliðina á okkur, þar sem voru sjö tonn af bíódisel, svo voru þeir búnir að urða yfir og gera alls konar góðar ráðstafanir, það bara dugði ekki til því miður en það er gott að þa ðvar búið að grafa frá byggingunni því eldtungurnar sleiktu hana vel þegar slökkviliðið kom á staðinn.\nÞað hefði því getað farið mun verr. Enn er hiti í haugnum og starfsmenn Sorpu fylgjast því vel með svæðinu.","summary":"Stórtækar vinnuvélar þurfti til að slökkva eld sem kviknaði á ruslahaugunum í Álfsnesi í morgun. Daunillan reyk lagði yfir hluta Mosfellsbæjar og voru íbúar í Leirvogstunguhverfi beðnir að loka gluggum vegna mengunarinnar. Eldtungurnar sleiktu skemmu þar sem geymd voru sjö tonn af lífdísil."} {"year":"2021","id":"374","intro":"Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fordæmt árás stuðningsmanna sinna á bandaríska þingið á miðvikudag. Hátt í sjötíu hafa verið handteknir vegna rannsóknar á árásinni. Einn lögreglumaður lést.","main":"Lögreglumaður lést í árás stuðningsmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á Hvíta húsið á miðvikudag. Trump fordæmdi í gærkvöld það ofbeldi sem stuðningsmenn hans beittu. Mike Pence varaforseti vill ekki víkja Trump úr embætti áður en valdaskipti verða, eins og forsvarsmenn Demókrata í bandaríska þinginu vilja.\nTrump sagðist í ávarpi sínu, sem hann birti á Twitter, eftir að reikningur hans þar hafði verið lokaður í tólf tíma, vera eins og aðrir Bandaríkjamenn hneykslaður á ofbeldinu. Nú ætlaði hann að einbeita sér að því að tryggja friðsamleg valdaskipti 20. janúar.\nMy focus now turns to securing a smooth, orderly and seamless transition of power\nTrump sagði mikilvægasta verkefnið nú að endurreisa efnahaginn, mesti heiður ævi hans hefði að fá að starfa sem forseti Bandaríkjanna og að hann vildi fullvissa vonsvikna stuðningsmenn sína um að vegferð þeirra væri rétt að hefjast. Trump þótti óvenju hæverskur í ræðunni, einkum í ljósi þess að um sólarhring áður hafði hann hvatt stuðningsmenn sína til að berjast gegn forsetakjöri Joes Biden. Síðan þá hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórn hans sagt af sér, sem og tveir aðrir hátt settir starfsmenn Trumps, og stuðningur við hann minnkað meðal þingmanna Repúblikana. Þá skoraði leiðarahöfundur Wall Street Journal á Trump að segja af sér. Joe Biden verðandi forseti hefur sjálfur ekki gengið svo langt en hann sakaði Trump þó um árás á lýðræðisstofnanir Bandaríkjanna.\nNew York Times hefur eftir heimildarmönnum að Mike Pence varaforseti sé andvígur því að beita 25. grein stjórnarskrárinnar til að víkja Trump úr embætti, eins og Nancy Pelosi forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, og Chuck Schumer leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni kölluðu eftir í gærkvöld. Þessari grein verður ekki beitt án varaforsetans. Pelosi sagði að annars yrði sett af stað ákæruferli í þinginu, en ósennilegt er að tíminn dugi fyrir slíkt. Tólf dagar eru þangað til Joe Biden verður settur í embætti forseta.\nTilkynnt var í gærkvöld að einn lögreglumaður hefði látið lífið í árásinni á þingið. Áður hafði verið greint frá því að fjórir mótmælendur hefðu látist. Sextíu og átta hafa verið handteknir í tengslum við mótmælin og var einn þeirra með sjálfvirka byssu sem notuð er í hernaði og ellefu bensínsprengjur á sér. Lögreglan í Washington og alríkislögreglan eru með árásina til rannsóknar, meðal annars viðbrögð lögreglu sem urðu til þess að múgurinn náði að brjóta sér leið inn í þinghúsið.","summary":"Hátt í sjötíu hafa verið handteknir vegna rannsóknar á árás stuðningsmanna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á bandaríska þingið á miðvikudag. Trump hefur fordæmt árásina. Einn lögreglumaður lést."} {"year":"2021","id":"374","intro":"Enn er tvísýnt með þátttöku Alexanders Peterson í seinni leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM í karla sem verður á sunnudag. Minnstu munaði að liðsmenn Íslands næðu ekki að skila sér til landsins frá Portúgal í gærkvöld en flugvél Icelandair þurfti að bíða eftir hópnum í Amsterdam.","main":"Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun í fyrri leik sínum við Portúgal í Portó á miðvikudag í riðlakeppninni í undankeppni EM en langt ferðalag hópsins í gær gekk ekki áfallalaust fyrir sig.\nAlexander Peterson fór meiddur af velli snemma í leiknum við Portúgal í Portó en Guðmundur segir óvíst hvort hann taki þátt á sunnudag.\nAlexander var sleginn harkalega í gólfið þegar hann meiddist og Guðmundur segir það sérstaklega vont að missa leikmenn í meiðsli eftir slíkt brot.\nLeikur Íslands og Portúgal verður á Ásvöllum klukkan fjögur á sunnudag en beint sjónvarpsútsending hefst á RÚV klukkan 15:30.\nOg heimsmeistaramót karla í handbolta hefst í Eygptalandi eftir fimm daga. Leikmannasamtök evrópskra handknattleiksmanna hafa formlega óskað eftir því við forseta Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF, að Egyptar hætti við þau áform að hlaupa áhorfendum á leiki mótsins. Selt verður í allt af fimmtung þeirra sæta sem verða í boði og þannig geta allt að 1500 áhorfendur verið á leikjum Íslands þrátt fyrir að leikmenn og starfsfólk þurfi að vera í sóttkví á meðan móti stendur. Mikkel Hansen, besti leikmaður Dana og Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari eru á meðal þeirra sem hafa harðlega gagnrýnt áform mótshaldara og þá hafa nokkrir leikmenn hjá liðum á borð við Svíþjóð og Þýskaland ákveðið að gefa ekki kost á sér vegna sóttvarnarmála.","summary":"Óvíst er hvort Alexander Peterson nái að jafna sig fyrir seinni leik Íslands og Portúgals í undankeppni EM karla í handbolta sem verður á sunnudag. Landsliðsþjálfari segir ömurlegt að sjá leikmann meiðast eftir fólskubrot. "} {"year":"2021","id":"375","intro":"Slysið sem varð í leikkastala við Snælandsskóla í Kópavogi í nóvember er ekki fyrsta slysið sem tilkynnt hefur verið um. Í apríl féll ungur drengur úr kastalanum, en þrátt fyrir að atvikið hefði verið tilkynnt var ekki gripið til aðgerða.","main":"Lögregla taldi ekki ástæðu til að grípa til aðgerða eftir slys sem varð þegar ungur drengur féll úr leikkastala í Kópavogi í apríl. Hálfu ári síðar féll annar ungur drengur úr kastalanum og slasaðist mikið.\nSex ára drengur stórslasaðist þegar hann féll úr þriggja metra hæð úr leikkastala við Snælandsskóla í Kópavogi í nóvember. Kastalinn uppfyllir erlenda öryggisstaðla en öryggissérfræðingur segir að hann sé stórhættulegur og ætlar að fara fram á að stöðlum verði breytt. Sagt var frá málinu í fréttum á þriðjudaginn.\nÞetta var ekki fyrsta slysið sem verður í þessum tiltekna kastala. Fréttastofa hefur rætt við móður ungs drengs sem féll úr kastalanum með mjög svipuðum hætti í lok apríl. Sá drengur slapp með mar og skrámur. Móðirin sagði í samtali við fréttastofu að hún hefði tilkynnt um atvikið, bæði til lögreglu og Kópavogsbæjar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að tilkynningin hafi borist. Lögreglumenn hafi farið á vettvang og skoðað tækið en að ekki hafi verið talin ástæða til aðgerða af hálfu lögreglu.\nSigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, sagði í samtali við fréttastofu að ekki séu til gögn hjá Kópavogsbæ sem staðfesti að haft hafi verið samband vegna falls úr leiktækinu í apríl. Kópavogsbær hafi hins vegar brugðist við slysinu sem varð í nóvember með þeim hætti að loka þeim möguleika að komast á milli tveggja turna í kastalanum. Kópavogsbær hafi haft samband við framleiðanda tækisins með liðsinni innflytjanda og komið ósk á framfæri um að breyta kastalanum þannig að leiðin á milli turnanna verði öruggari. Ef ekki verði fallist á þær breytingar og staðfest hjá framleiðanda að þær séu í samræmi við öryggisstaðla verði tekin ákvörðun um hvort leiktækið verði fjarlægt.","summary":"Slysið sem varð í leikkastala við Snælandsskóla í Kópavogi í nóvember er ekki hið fyrsta sem tilkynnt hefur verið um þar. Í apríl féll ungur drengur úr kastalanum, en þrátt fyrir að atvikið væri tilkynnt var ekki gripið til aðgerða."} {"year":"2021","id":"375","intro":"Bandaríkjaþing hefur staðfest kjör Joe Bidens í embætti forseta Bandaríkjanna. Fjögur létust þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trump réðist inn í þinghúsið í Washington í gær. Trump hefur í fyrsta sinn viðurkennt að hafa tapað kosningunum þó hann haldi því enn fram að brögð hafi verið í tafli.","main":"Alla jafna er endanleg staðfesting skiptingar kjörmanna, og þar með úrslita forsetakosninga í Bandaríkjunum, mest formsatriði. Þingið kemur saman og staðfestir endanlega vilja kjósenda. Þingfundarins í gær verður hins vegar lengi minnst fyrir annarra hluta sakir.\nDonald Trump, forseti Bandaríkjanna, blés til fundar fyrir stuðningsfólk sitt þar sem hann fór yfir óstaðfestar kenningar sínar um að Demókratar hefðu með bolabrögðum rænt af honum endurkjöri. Í kjölfarið marseraði hópur stuðningsmanna hans að þinghúsinu og braust þar inn. Þingmenn voru beðnir að læsa að sér á skrifstofum sínum og töluverðan tíma tók fyrir lögreglu að ná stjórn í þinghúsinu aftur. Fjögur eru látin eftir átökin.\nÞingmenn virtust einsetja sér að láta innrásina ekki tefja þingstörf frekar og hófst þingfundur á nýjan leik. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, setti þingið aftur og kallaði innrásina skammarlega árás á lýðræðið.\nThe House will be in order. The chair will address the chamber.\nToday, a shameful assault was made on our democracy.\nHeldur hafði þá fækkað í fámennum hópi þeirra þingmanna sem hugðust fyrirfram ætla að leggjast á árar með Trump og reyna að fá niðurstöðum í ákveðnum ríkjum hnekkt. Þeir fáu sem enn treystu sér í þann slag höfðu ekki erindi sem erfiði og varaforsetinn Mike Pence staðfesti endanlega úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum nú í morgun.\nBiden fékk 306 kjörmenn og Trump 232. Lyklaskipti verða því í Hvíta húsinu þann 20. janúar næstkomandi - lyklaskipti sem fráfarandi forseti lofaði í fyrsta sinn í morgun að myndu fara friðsamlega fram.\nÍ yfirlýsingu frá Trump í morgun segir að þó að hann sé verulega ósammála úrslitum kosninganna muni valdaskiptin fara fram með ró og spekt. Trump segir tímamótin marka endalok stórkostlegasta fyrsta kjörtímabils forseta í sögunni. Þetta sé aðeins byrjunin á því verkefni að gera Bandaríkin frábær á ný.\nForsetinn þurfti þó að leita á náðir samfélagsmiðlafulltrúa síns, Dan Scavino, til að koma yfirlýsingu sinni til heimsbyggðarinnar þar sem Twitter lokaði reikningi forsetans tímabundið í gær.","summary":"Fjögur létust þegar hópur fólks réðst inn í þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum í gær. Donald Trump hefur sagt að lyklaskipti í Hvíta húsinu fari friðsamlega fram en bandaríkjaþing hefur staðfest kjör Joe Biden sem næsta forseta Bandaríkjanna. "} {"year":"2021","id":"375","intro":"Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að það hafi verið ógnvekjandi að fylgjast með atburðunum vestanhafs í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að í gær hafi verið gerð árás á bandaríska þingið og árás á lýðræðið að áeggjan fráfarandi forseta. Sér hafi verið mjög brugðið.","main":null,"summary":"Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að atburðirnir í gær hafi komið öllum í opna skjöldu."} {"year":"2021","id":"375","intro":"Flugeldar eru talin orsök þess að eldur kom upp í Glerárskóla á Akureyri í gærkvöld. Talsverðar skemmdir urðu í kjallara skólans og fellur öll kennsla niður í dag. Rafmagn fór af stórum hluta Akureyrar um tíma - slökkvistöðinni þar á meðal.","main":"Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri var kallað að Glerárskóla um hálf tólf í gærkvöldi og þá logaði talsverður eldur við innganginn í kjallara skólans. Eldurinn barst þaðan inn í kjallarann og urðu miklar skemmdir þar og einnig í útigeymslu við innganginn. Þá segir Eyrún Halla Skúladóttir, skólastjóri, að útihurðir bæði á kjallaranum og inn í skólann á þessum stað séu ónýtar. Eldvarnahurðir í kjallaranum hindruðu frekari útbreiðslu eldsins, en reykur barst um skólann og segir Eyrún talsverða vinnu framundan við að þrífa skólahúsið. Engin kennsla verður þar í dag og óvíst um kennslu á morgun. Þegar eldurinn kom upp sló rafmagni út á allstóru svæði á Akureyri. Slökkvistöðinni þar á meðal.\nSagði Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri, í viðtali í gærkvöld. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá flugeldum. Nokkur ungmenni gáfu sig fram í gærkvöld og viðurkenndu að hafa kveikt í flugeldum við skólann. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er málið enn í rannsókn og óvíst hvort um einhvers konar ásetning var að ræða eða einfaldlega gáleysi.","summary":null} {"year":"2021","id":"375","intro":"Þjóðarleiðtogar og fyrrum Bandaríkjaforsetar hafa fordæmt framferði þeirra sem réðust inn í þinghúsið í gær. Mikilvægi þess, að úrslit lýðræðislegra kosninga séu virt, er flestum þeirra hugleikið.","main":"Strax í gær, þegar hópur fólks réðist inn í þinghúsið í Washington, brugðust þjóðarleiðtogar víða um heim við atburðarásinni.\nErna Solberg forsætisráðherra Noregs sagði gjörninginn algjörlega óásættanlega árás á lýðræðið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði innrásina fyrirlitlega og ítrekaði í yfirlýsingu á Twitter mikilvægi þess að valdaskiptin í Hvíta húsinu verði friðsamleg.\nJustin Trudeu, forsætisráðherra Kanada, var á sömu nótum og sagðist dapur og hissa á þessum atburðum. Ofbeldi mun aldrei yfirskyggja vilja fólksins, lýðræði í Bandaríkjunum þarf að standa vörð um.\nAllir forverar Trumps í starfi sem enn eru á lífi fordæmdu framferði mótmælendanna í gær. Eini Repúblikaninn í þeirra hópi, George W. Bush sagði í yfirlýsingu að aðeins í bananalýðveldum mótmæli fólk niðurstöðum kosninga með þessum hætti svona lagað eigi sér ekki stað í lýðræðisríkjum.\nEkkert sérstakt klipp, bara heyra aðeins í henni undir\nAngela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði efasemdaraddir um réttmæti kosningaúrslitanna hafa hrint af stað atburðarás gærkvöldsins. Með því að staðfesta úrslit kosninganna geti Bandaríkjaþing skrifað nýjan kafla í lýðræðissögu landsins.\nForseti Frakklands, Emmanuel Macron, fordæmdi árásina á þinghúsið og sagði Frakka standa með þeim rétti Bandaríkjamanna að velja sér leiðtoga í frjálsum lýðræðiskosningum.\nÞá áréttaði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, mikilvægi þess að niðurstöður lýðræðislegra kosninga væru virtar.","summary":"Mikilvægi þess að virða úrslit lýðræðislegra kosninga er mörgum þjóðarleiðtogum hugleikið eftir atburðina í gær. Þau fordæma flest framferði þeirra sem réðust inn í þinghúsið."} {"year":"2021","id":"375","intro":"Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta voru svekktir með tveggja marka tap á móti Portúgal ytra í gærkvöld. Alexander Petersson var sleginn út á fyrstu mínútum leiksins.","main":"Portúgal vann leikinn 26-24 eftir jafnan leik. Leikurinn var hluti af undankeppni EM og um leið undirbúningur fyrir HM sem hefst í Egyptalandi í næstu viku. Ísland var yfir í stöðunni 22-21 en eftir það tóku Portúgalar völdin og unnu leikinn að lokum. Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson voru markahæstir í íslenska liðinu með sex mörk hvor. Elvar átti að auki afar góðan leik í vörn Íslands.\nSagði Elvar Örn Jónsson. Arnór Þór Gunnarsson sem skoraði þrjú mörk í var fyrirliði Íslands í leiknum, en hann var skipaður fyrirliði í gær þar sem Aron Pálmarsson er meiddur og verður ekki með íslenska liðinu neitt í janúar. Yngri bróðir Arnórs er Aron Einar Gunnarsson fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins. Það var því við hæfi að spyrja Arnór eftir leik í gær hvort það væru leiðtogahæfileikar í blóðinu?\nEn leikurinn tók sinn toll, því á fyrstu mínútum leiksins var Alexander Petersson sleginn í tvígang í andlitið. Í seinna skiptið var brotið afar gróft og varð til þess að Alexander spilaði ekki meira í leiknum.\nSagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands. Íslenska liðið ferðast í dag til Íslands og mætir svo Portúgal á ný í EM undankeppninni klukkan fjögur á Ásvöllum í Hafnarfirði á sunnudag.","summary":"Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta voru svekktir með tveggja marka tap á móti Portúgal ytra í gærkvöld. Alexander Petersson var sleginn út á fyrstu mínútum leiksins."} {"year":"2021","id":"375","intro":"Um 100 milljóna króna veirugreiningartæki, sem gerir veiru- og sýklafræðideild Landspítala kleift að greina allt að fjögur þúsund sýni á sólarhring, er komið á sinn stað, í húsnæði deildarinnar í Ármúla. Karl G Kristinsson er yfirlæknir veirufræðideildarinnar.","main":"Við áttum upphaflega að fá það um mánaðamótin október\/nóvember, síðan hafa verið frestanir. Það verða 10-14 dagar sem það tekur að setja tækið upp, taka það úr kössum og síðan þarf að kenna starfsmönnum á að nota tækið. Ef allt gengur mjög vel vonumst við til að geta tekið tækið í notkun í byrjun febrúar.\nSérfræðingar frá Þýskalandi setja tækið upp eftir helgi. Hingað til hefur Íslensk erfðagreining útvegað Landspítala tækjakost til að greina obbann af COVID-sýnunum. Rúmlega tíu mánuðir eru síðan fyrsta COVID-tilfellið kom upp hér á landi og fljótlega var farið að tala um dræma afkastagetu veirufræðideildarinnar. Tækið var keypt í sumar en er nú loks komið, hálfu ári seinna.\nÞað eru kollegar mínir í miklu stærri rannsóknarstofum í Bandaríkjunum sem hafa verið að reyna að fá samskonar tæki og það hefur ekki gengið neitt betur hjá þeim. Ég held við séum bara á pari við aðra, þetta er bara ótrúlegt ástand í heiminum í dag.\nMeð öllu er tækið 3,5 tonn og til að koma því inn í húsnæði veirufræðideildarinnar þurfti að saga niður veggi.\nþetta er hús sem var hannað fyrir verslun. Hérna var Vörumarkaðurinn á sínum tíma. Og auðvitað þarf núna að aðlaga húsnæðið heilmikið, þegar við fáum svona stórt tæki sem ekki var gert ráð fyrir í þessu húsnæði.","summary":"Nýtt 100 milljóna króna veirugreiningartæki Landspítala er komið á sinn stað, um tveimur mánuðum á eftir áætlun. Yfirlæknir segir að tækið verði komið í notkun í byrjun næsta mánaðar ef allt gengur vel."} {"year":"2021","id":"376","intro":"Atvinnurekendur á sunnanverðum Vestfjörðum telja farsælast að jarðgöng komi þar í stað ónýtra fjallvega. Hátt í tíu kílómetra kafli á Bíldudalsvegi þarfnast endurbyggingar sem myndi kosta um milljarð.","main":"Umtalsverðar slitlagsskemmdir eru á Bíldudalsvegi, á Mikladal og í Tálknafirði og hefur viðvörun þess efnis verið á heimasíðu Vegagerðarinnar síðustu vikur. Umdæmisstjóri Vegagerðarinnar sagði í viðtali við fréttastofu nýlega að það myndi kosta um milljarð að endurbyggja veginn en það fé sé ekki til staðar. Sigurður Viggósson, formaður Samtaka atvinnurekenda á Sunnanverðum Vestfjörðum, segir farsælast að jarðgöng komi í stað fjallvega og að þau ættu að fara á samgönguáætlun sem allra fyrst. Viðvarandi lélegt ástand vega hafi neikvæð áhrif á atvinnustarfsemi, en þungaflutningar hafa aukist umtalsvert á síðustu árum, sérstaklega með auknum umsvifum í fiskeldi. Óhöppum hafi fjölgað, bílar farið út af og oltið. Þá sé fólk sem býr í einum firði og starfi í öðrum hræddara við að fara á milli staða séu ekki kjöraðstæður á vegum. Sveitarfélögin Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð hafa einnig sagst hlynnt gangagerð. Sigurður segist ekki vita betur en að samgönguráðherra sé jákvæður gagnvart samgöngubótum á Vestfjörðum. Nú reyni á að setja jarðgöng á dagskrá sem allra fyrst.","summary":"Atvinnurekendur á sunnanverðum Vestfjörðum vilja að jarðgöng komi þar í stað ónýtra fjallvega. Hátt í tíu kílómetra kafli á Bíldudalsvegi þarfnast endurbyggingar sem myndi kosta um milljarð króna."} {"year":"2021","id":"376","intro":"Fjölmiðlar vestanhafs segja Demókratann Raphael Warnock hafa tryggt sér sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum í Georgíu í gær og segja auknar líkur á að Repúblikanar missi þar meirihluta sinn.","main":"Demókrataflokkurinn hefur tryggt sér annað sætið af tveimur í öldungadeild Bandaríkjaþings sem kosið var um í Georgíu í gær. Þetta staðhæfa margir fjölmiðlar vestanhafs, en segja enn tvísýnt um niðurstöður í hinum kosningunum. Frambjóðandi Demókrataflokksins sé þó með örlítið forskot.\nMargir fjölmiðlar hafa lýst Demókratann Raphael Warnock sem sigurvegara í kosningunum. Þegar búið var að telja 98 prósent atkvæða var munurinn á honum og Kelly Loeffler, sem setið hefur í öldungadeildinni fyrir Rebúblikanaflokkinn 1,2 prósentustig eða tæp 54.000 atkvæði Warnock í vil. Hann kvaðst í nótt þakklátur fyrir það traust sem honum hefði verið sýnt .\nLoeffler hefur hins vegar ekki lagt árar í bát og ekki játað sig sigraða.\nLoeffler sagðist ætla að sjá til þess að þess að hvert einasta löglega atkvæði yrði talið. Í hinum kosningunum er munurinn enn minni, ríflega 16.000 atkvæði Demókratanum Jon Ossoff í vil gegn David Perdue, sitjandi þingmanni fyrir Repúblikanaflokkinn. Fari Ossof með sigur af hólmi, sem margir fjölmiðlar telja liklegt, missa Repúblikanar meirihluta sinn í öldungadeildinni og þá kann atkvæði Kamölu Harris sem varaforseta Bandaríkjanna að ráða úrslitum við atkvæðagreiðslur.","summary":"Fjölmiðlar vestanhafs segja Demókratann Raphael Warnock hafa tryggt sér sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum í Georgíu í gær og segja auknar líkur á að Repúblikanar missi þar meirihluta sinn."} {"year":"2021","id":"376","intro":"Formaður verndarfélags Svartár í Bárðardal telur miklar líkur á því að Svartárvirkjun verði slegin af, nú þegar Skipulagsstofnuun hefur lagst gegn virkjuninni í áliti sínu. Erfitt verði fyrir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að réttlæta framkvæmdaleyfi með álit stofnunarinnar í höndunum.","main":"Umhverfisáhrif af Svartárvirkjun verða verulega neikvæð, segir í áliti Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar, og mikil röskun yrði þar á náttúruverðmætum. Verndarfélag Svartár hefur frá upphafi barist gegn virkjun árinnar og Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, formaður félagsins, tekur undir álit Skipulagsstofnunar.\nFyrirhuguð virkjun er í Þingeyjarsveit og sveitarstjórn beið með breytingu á aðalskipulagi á meðan Skipulagsstofnun mat umhverfisáhrif virkjunarinnar. Stofnunin telur tilefni til að endurskoða áform um að Svartárvirkjun verði sett í aðalskipulag. Arnór Benónýsson, oddviti Þingeyjarsveitar, vill ekki tjá sig um álit Skipulagsstofnunar fyrr en sveitarstjórn hefur tekið það fyrir á fundi sem áformaður er 14. janúar.","summary":"Það verður erfitt fyrir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að réttlæta framkvæmdaleyfi fyrir Svartárvirkjun, að mati formanns verndarfélags Svartár, nú þegar Skipulagfsstofnun hefur lagst gegn virkjuninni."} {"year":"2021","id":"376","intro":"Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, viðurkenndi á landsþingi Verkamannaflokks landsins að síðasta efnahagsáætlun stjórnarinnar í Pjongjang hefði ekki gengið upp. Áætlunin var lögð á hilluna á nýliðnu ári, en Kim sagði að nær ekkert markmiða hennar hafa náðst.","main":"Við þingsetningu í gær sagði leiðtoginn fordæmalaust ástand hafa ríkt í Norður-Kóreu síðustu fimm ár sem væru þau langverstu í sögu landsins. Landsþingsfulltrúar myndu skoða hvað hefði farið úrskeiðis og draga lærdóm af þeim mistökum sem gerð hefðu verið. Hann fór þó ekki nánar út í þá sálma og minntist hvorki á Suður-Kóreu né Bandaríkin í setningarræðunni. Um sjö þúsund manns sitja landsþing Verkamannaflokksins, en það var síðast kallað saman árið 2016 og hefur einungis átta sinnum verið kallað saman frá upphafi. Sérfræðingar telja að á þinginu verði einkum fjallað um innanlandsmál og að áhersla verði lögð á sjálfbærni. Þá verði hugsanlega kynnt ný fimm ára efnahagsáætlun. Myndir frá þinginu hafa vakið athygli í ljósi COVID-19 heimsfaraldursins þar sem enginn fulltrúa sést með grímu. Ráðamenn í Pjongjang hafa staðhæft að engin slík tilfelli hafi greinst í Norður-Kóreu, en landið er nú einagraðra en nokkru sinni. Til marks um það hafa viðskipti við Kína undanfarið ár ekki verið nema brot af því sem verið hefur að jafnaði. Þá hafa mörg ríki lokað sendiráðum sínum í Pjongjang eða halda starfsemi þar í lágmarki.","summary":"Leiðtogi Norður-Kóreu segir undanfarin ár hafa verið erfið og að síðasta efnahagsáætlun stjórnvalda hafi ekki gengið upp. Nú stendur yfir landsþing Verkamannaflokks Norður-Kóreu sem er að koma saman í áttunda sinn frá stofun ríkisins."} {"year":"2021","id":"376","intro":"Ísland og Portúgal mætast í kvöld í undankeppni Evrópumóts karla í handbolta 2022. Þetta er fyrsti leikurinn af þremur sem liðin leika í þremur löndum á næstu átta dögum.","main":"Liðin mætast í Portúgal í kvöld og er það fyrri leikur liðanna í undankeppni Evrópumótsins 2022. Svo mætast liðin öðru sinni í undankeppninni á Ásvöllum í Hafnarfirði á sunnudag og svo mætast þau líka í fyrsta leik HM í Egyptalandi á fimmtudaginn í næstu viku. Íslenska liðið er án Arons Pálmarssonar í þessum verkefnum en Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, segir það opna dyr fyrir aðra leikmenn.\nPortúgal hefur verið mjög vaxandi lið á undanförnum árum. Liðið varð í sjötta sæti Evrópumótsins í fyrra og flestir leikmenn liðsins leika saman hjá Porto í heimalandinu. Liðin mættust síðast á EM í fyrra og þá hafði Ísland betur.\nLeikur Íslands og Portúgal hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á RÚV. Útsending hefst klukkan 19:15.\nUndirbúningur sænska landsliðsins fyrir HM er í uppnámi eftir að leikmaður liðsins greindist með kórónaveiruna. Liðið átti að leika gegn Svartfjallalandi í undankeppni EM í kvöld en þeim leik var frestað þar sem allt sænska liðið er komið í sóttkví. Svíar eiga að mæta Svartfjallalandi í Svíþjóð um helgina og halda svo til Egyptalands á HM eftir helgi en þær áætlanir eru allar upp í loft sem stendur.\nTottenham komst í gærkvöldi í úrslit enska deildarbikarsins í fótbolta. Tottenham mætti b-deildarliði Brentford í Lundúnum og vann með tveimur mörkum gegn engu. Í úrslitum mætir Tottenham annað hvort Manchester United eða Manchester City. Þau eigast við í grannaslag í hinum undanúrslitaleiknum í kvöld en úrslitaleikurinn sjálfur fer svo fram á Wembley-leikvanginum í apríllok.","summary":"Ísland og Portúgal mætast í kvöld í undankeppni Evrópumóts karla í handbolta 2022. "} {"year":"2021","id":"377","intro":"Spennandi kosningar fara fram í Georgíu í dag sem breytt geta valdahlutföllum í öldungadeild Bandaríkjaþings. Trump forseti Bandaríkjanna og Biden verðandi forseti héldu fundi til stuðnings frambjóðendum flokka sinna í Georgíu í gær.","main":"Mikil spenna er í Georgíu í Bandaríkjunum þar sem fram fara kosningar um tvö sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings. Mikið er í húfi, en niðustaðan kann að breyta valdahlutföllum í öldungadeilinni.\nKjósa þurfti aftur í Georgíu þar sem enginn frambjóðenda náði fimmtíu prósentum atkvæða í kosningunum í nóvember. Repúblikanar hafa verið ráðandi í öldungadeildinni síðustu ár og frambjóðendur þeirra í Georgíu eiga þar báðir sæti, þau Kelly Loeffler og David Perdue, en breyting kann að verða á því mjótt er á munum samkvæmt síðustu könnunum, en frambjóðendur Demókrata, Raphael Warnock og Jon Ossoff, hafa haft talsverðan meðbyr eftir sigur Bidens í Georgíu í forsetakosningunum. Birting á upptöku af símtali Trumps við Brad Raffensperger, yfirmann kosningamála í Georgíu, er auk þess talin geta sett strik í reikninginn og bitnað á frambjóðendum Repúblikana, en þar kvaðst forsetinn hafa sigrað og hvatti Raffensperger að beita sér fyrir því að opinberum niðurstöðum yrði hnekkt. Bæði Trump og Biden fóru mikinn á fundum með stuðningsmönnum flokkanna í gær og lögðu áherslu á mikilvægi kosninganna. Trump kvaðst auk þess ætla að halda áfram að berjast fyrir áframhaldandi setu sinni í Hvíta húsinu og uppskar mikil fagnaðarlæti.\nBiden sagði hins vegar að stjórnmálamenn gætu hvorki krafist né tekið sér vald, þeir fengju vald sitt frá bandarísku þjóðinni.\nBiden sagði að þessu mætti aldrei breyta, þetta snerist allt um þjóðarvilja.","summary":"Spennandi kosningar fara fram í Georgíu í dag sem breytt geta valdahlutföllum í öldungadeild Bandaríkjaþings. Trump forseti Bandaríkjanna og Biden verðandi forseti héldu fundi til stuðnings frambjóðendum flokka sinna í Georgíu í gær."} {"year":"2021","id":"377","intro":"Fimm tilkynningar hafa nú borist um mögulegar alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við COVID-19. Fjórir hafa látist, allt gamalt fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Rúna Hauksdóttir er forstjóri Lyfjastofnunar.","main":"Nú er farið að skoða sem sagt hvort það sé eitthvað orsakasamhengi á milli bólusetningarinnar og andlátsins en það eru hverfandi líkur á því en það verður farið að skoða það og við gerum það í samvinnu við sóttvarnalækni og landlækni.\nEkki liggur fyrir hversu langan tíma tekur að rannsaka þessar mögulegu aukaverkanir, en 31 tilkynning hefur borist, þar af um 26 sem ekki eru alvarlegar. Búist er við fleiri tilkynningum til Lyfjastofnunar á næstu dögum en Rúna bendir á að ný lög hafi tekið gildi um áramótin sem skylda lækna til að tilkynna mál sem þessi.\nÞað eru svona flestar sem tengjast stungustað, sem sagt eymsli við stungustað, höfuðverkur, svimi, þreyta, ógleði. Þetta eru þessi algengustu. Svo er þynglsi fyrir brjósti og slappleiki. Þetta er eitthvað sem var búist við og búist við í töluverðu magni og kemur við aðrar bólusetningar líka.","summary":"Fimm tilkynningar hafa borist um mögulegar alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar við COVID-19. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að hverfandi líkur séu á orsakasambandi milli bólusetningar og andláts fjögurra aldraðra heimilismanna á hjúkrunarheimilum."} {"year":"2021","id":"377","intro":"Þrettándinn er á morgun og þá taka margir landsmenn niður jólaskrautið, þar á meðal jólatréð. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri rekstrar og umhirðu borgarlandsins í Reykjavík, segir að borgin taki ekki við jólatrjám og því þýði ekkert að henda þeim út á götu.","main":"Nei. Reykjavíkurborg hefur ekki tekið jólatré í mörg ár og mun ekki gera það núna. Þannig að þetta er bara það sama og með flugeldana, það er um að gera að fara með þau á Sorpu, klippa þau niður og fara með þau þangað ef það hefur ekki pláss að öðru leyti í bílnum sínum. En síðan eru mörg íþróttafélög að bjóða þessa þjónustu og ég hvet fólk til þess að heimsækja hverfavefinn sinn eða Facebook-síðu hverfisins og þar eru örugglega upplýsingar um slík mál.","summary":null} {"year":"2021","id":"377","intro":"Formaður Félags framhaldsskólakennarar veltir fyrir sér hvort rétt sé að safna saman fólki í skólum á sama tíma og rautt ástand sé úti í samfélaginu. Framhaldsskólanemendur mæta í skólann í dag í fyrsta skipti í langan tíma.","main":"Formaður Félags framhaldsskólakennara segir að kjaraviðræður framhaldskólakennara við ríkið séu á viðkvæmum stað. Kjarasamningarnir runnu út um áramótin. Hann veltir fyrir sér hvort rétt sé að safna fólki saman í skólum þegar enn þá sé rautt ástand í samfélaginu. Framhaldsskólanemendur mæta í skólann í dag í fyrsta skipti í langan tíma.\nFramhaldskólakennarar hafa fundað með samninganefnd ríkisins síðan í september og fundirnir hafa gengið sæmilega, segir Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara. Til stóð að klára um áramótin en það gekk ekki upp.\nStaðan er bara nokkuð krítísk núna\nsegjum að þetta sé næstu dagar jafnvel verða ráðandi um það hvort við höldum áfram með þessum sama hætti og áður eða hvort við þurfum að fara inn á formlegri vettvang kannski hjá ríkissáttasemjara\nFókusinn sé á samningaviðræðurnar en faraldurinn hafi áhrif. Kennarar hafi unnið mikla viðbótarvinnu vegna hans, fært sig úr staðumhverfi í fjarumhverfi, aftur til baka og fram og aftur í bland.\ninn: Þessi vinna hefur verið mjög mikil og við teljum að ríkið verði að taka tilllit til þess\nFramhaldsskólanemendur mæta í skólann í dag í fyrsta skipti í langan tíma.\nÞað eru ákveðnar mótsagnir í því að nú er rautt ástand úti í samfélaginu en skólar eiga að vera gulir. Lögreglan vaktar Landakotskirkju en það á samt að safna fólki saman í skólum. Við bara veltum fyrir okkur er öruggt að nemendur og kennarar vinni við betri aðstæður úti í skólunum núna heldur en ef við færum okkur hægar","summary":"Formaður Félags framhaldsskólakennara veltir fyrir sér hvort rétt sé að safna saman fólki í skólum á sama tíma og rautt ástand sé úti í samfélaginu. Framhaldsskólanemendur mæta í skólann í dag í fyrsta skipti í langan tíma. "} {"year":"2021","id":"377","intro":"Átta dagar eru þar til HM karla í handbolta hefst í Egyptalandi. Kórónuveiran hefur þegar sett strik í reikninginn eins og við var búist.","main":"Nikolaj Jacobsen, þjálfari ríkjandi heimsmeistara Dana í handbolta, hefur greint frá því að einn lykilmanna liðsins, Henrik Toft Hansen, sé með COVID-19 og því óvíst með þátttöku hans á mótinu. Tíu dagar eru í fyrsta leik hjá Dönum en Jacobsen segir óvíst hvenær Henrik Hansen verði klár í slaginn. Þá hefur stórstjarnan í liði heimsmeistaranna, Mikkel Hansen, greint frá því að hann sé enn að ákveða hvort hann hreinlega ætli á mótið. Hann er verulega ósáttur við að mótshaldarar hyggist hleypa áhorfendum á leikina og telur það stofna heilsu leikmanna í hættu. Nú þegar hafa þó nokkrir leikmenn ákveðið að fara ekki á mótið vegna COVID-19, líkt og lykilleikmenn í liði Svía og Þjóðverja. Þá hafa þjálfarar Tékklands greinst með veiruna, og eru í einangrun þegar stutt er í mót. Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Portúgal 14. janúar, og verður sá leikur sýndur beint á RÚV - en íslenska liðið þarf hins vegar fyrst að mæta Portúgölum tvisvar í undankeppni EM. Á morgun ytra, og á sunnudag hér heima, og báðir leikirnir verða í beinni útsendingu á RÚV.\nSvava Rós Guðmundsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur skrifað undir 18 mánaða samning við Bordeux í frönsku úrvalsdeildinni. Svava fer þangað frá Kristianstadt í Svíþjóð, þar sem hún hefur verið síðustu tvö ár undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur. Bordeux er sem stendur í þriðja sæti frönsku deildarinnar.\nEnglandsmeistarar Liverpool töpuðu nokkuð óvænt 1-0 fyrir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Danny Ings skoraði eina mark leiksins á annarri mínútu. Southampton er nú í sjötta sæti deildarinnar með 29 stig, en Liverpool er enn á toppnum með 33 stig, jafn mörg og Manchester United í öðru sætinu.","summary":"HM karla í handbolta hefst eftir tíu daga. Kórónuveiran setur sitt mark á undirbúning margra liða eins og við var búist."} {"year":"2021","id":"377","intro":"Tjónið eftir skriðuföllin á Seyðisfirði er það mesta sem komið hefur inn á borð Náttúruhamfaratryggingar Íslands frá Suðurlandsskjálftanum árið 2008. Þegar hafa borist um sextíu tilkynningar um tjón.","main":"Fulltrúar frá Náttúruhamfaratryggingu hófu strax í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði að ræða við tjónþola þar og hafa undanfarið skipulagt það sem er fram undan næstu daga. Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri, segir að sjálf vinnan við að meta tjónið sé sé rétt að hefjast.\nÞað eru sex matsmenn á Seyðisfirði og Hulda vonast til að í þessarri viku fari þeir langt með að ljúka verkefnum á vettvangi.\nÞegar hafa borist um sextíu tilkynningar um tjón.\nOg þetta sé eitt allra stærsta mál sem Náttúruhamfaratrygging Íslands hafi fengist við.","summary":"Um sextíu tilkynningar um tjón hafa borist Náttúruhamfaratryggingu Íslands eftir skriðuföllin á Seyðisfirði. Tjónið er það mesta sem stofnunin hefur fengist við frá Suðurlandsskjálftanum árið 2008. "} {"year":"2021","id":"377","intro":"Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra hefur trú á því að búið verði að bólusetja Íslendinga fyrri hluta ársins. Bráðaleyfi fyrir bóluefnum hafi ekki komið inn á borð ríkisstjórnarinnar en það hafi verið mat Lyfjastofnunar og sóttvarnalæknis að ekki sé ráðlegt að kljúfa sig út úr samningum.","main":"Komið hafa fram áhyggjur af því að ekki verði búið að bólusetja Íslandinga fyrr en seinni part ársins.\nÞórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknri svaraði því á upplýsingafundi Almannavarna í gær og sagði að mögulega fengju Íslendingar bóluefni fyrr en talið hafi verið hingað til. Svandís segir að ekki sé hægt að semja um nákvæmar afhendingardagsetningar á bóluefnum sem ennþá er í framleiðslu\nþað sem við erum með í höndunum eru samningar og samskipti við þessi fyrirtæki og við evrópusambandið í gegnum svíþjóð og við noreg sem leyfir okkar að halda fram með vissu að við verðum búin að bólusetja þorra íslendinga á fyrri hluta ársins eða fyrir sumarið\nSvandís segir að erindi um að veita bráðaleyfi fyrir notkun nýrra bóluefna hér á landi hafi ekki komið á borð ríkisstjórnar. Hún hafi rætt þetta við forstjóra Lyfjastofnunar.\nÞað væri að mati lyfjastofnunar og að mati sóttvarnarlæknis að kljúfa sig út úr með þessu móti því að þá værum við þá stæðum við svolítið ein hvað þetta varðar og fyrir utan það að það er í sjálfu sé ekkert gagn í bráðaleyfi fyrr en framleiðsln er í hendi. þ.e.a.s ef við stæðum uppi með bráðaleyfi fyrir einhverri vöru sem ekki er búið að framleiða þá myndi það ekki færa okkur neitt nær","summary":"Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur trú á því að búið verði að bólusetja Íslendinga fyrri hluta ársins. "} {"year":"2021","id":"377","intro":null,"main":"Sementsryk gaus upp úr yfirfullum sementstanki á Akranesi í morgun og dreifðist þar yfir nokkrar götur og bíla. Þar er nú unnið að þrifum. Elsa María Guðlaugs Drífudóttir er upp á Skaga.\nHvað gerðist..\nLokað fyrir niðurföll..\nTugir bíla og hús..., bílar og rúður.\nSlökkviðið að hreinsa. Bæði bíla hús.\nTugir bíla..","summary":"Sementsryk lagðist yfir hús og bíla í nokkrum götum á Akranesi í morgun, eftir að það gaus upp úr yfirfullum sementstanki á Akranesi í morgun."} {"year":"2021","id":"377","intro":"Lóttóvinnings upp á rúmar 104 milljónir frá 26. desember var vitjað í gær hjá Íslenskri getspá. Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar getspár, tók á móti vinningshöfunum.","main":"Það var svo ánægjulegt að hingað skoppuðu inn glaðhlakkalegir Selfyssingar með miðann sinn og voru að vitja vinningsins upp á rúmlega 104 milljónir. Þegar fréttir voru fluttar af vinningnum í síðustu viku hafi maðurinn sagt við konuna sína: Ég vona að þetta komist í góðar hendur. \u001eHann vissi þá náttúrulega ekki að vinningurinn var í veskinu hjá konunni hans,","summary":null} {"year":"2021","id":"377","intro":"Ráðamenn í Bretlandi segja erfiðar vikur framundan eftir að tilkynnt var um hertar aðgerðir og útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins. Stjórnvöld boðuðu í morgun aðstoð við fyrirtæki sem hefðu orðiuð illa úti í kórónuveirukreppunni.","main":"Hertar sóttvarnareglur tóku gildi í Bretlandi á miðnætti og blasa við margvíslegar skerðingar og takmakanir sem miða að því að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum. Breskir ráðamenn segja erfiðar vikur fram undan.\nBoris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, kynnti nýjar og hertar ráðstafanir í gærkvöld og lagði áherslu á mikilvægi bólusetninga. Michel Gove, ráðherra í bresku stjórninni, tók í sama streng í sjónvarpsviðtali skömmu síðar.\nGove sagði að árangur þessara ráðstafana yrði metinn 15. febrúar, fyrir hefðbundin vegtrarfrí í skólum. Eftir það yrði vonandi hægt að fara að slaka á aðgerðum, en ekki yrði hægt að segja nákvæmlega til um hvenær eða hversu mikið. Í byrjun mars yrði líklega farið að aflétta ýmsum aðgerðum, en ekki endilega öllum.\nBreska stjórnin boðaði í morgun umfangsmikla viðbótaraðstoð við fyrirtæki sem hefðu orðið illa úti í faraldrinum. Áformað væri að verja til þess 4,6 milljörðum punda, jafnvirði hátt í 800 milljarða króna. Yfir 600.000 fyrirtæki nytu góðs af þessum aðgerðum.","summary":"Ráðamenn í Bretlandi segja erfiðar vikur framundan eftir að tilkynnt var um hertar aðgerðir og útgöngubann. Stjórnvöld boðuðu í morgun aðstoð við fyrirtæki sem hefðu orðið illa úti í kórónuveirukreppunni."} {"year":"2021","id":"378","intro":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir jafnvel megi búast við að bóluefni fyrir Íslendinga komi fyrr en talið hefur verið. Ekkert nýtt hafi þó komið fram í viðræðum við Pfizer um mögulegt samstarf um að bólusetja alla þjóðina í rannsóknarskyni. Boltinn sé enn hjá Pfizer.","main":"ég held það sé holt á þessum tímamótum að hefja máls á því að n´+ú er að hefja set nýr ,okakafli og það er mín von að þetta sé lokakaflinn í barúttu okkar við faraldurinn og það er einnig jákvætt að við Íslendingar eurm nú þegar búin að tryggja kur bóluefni fyrir alla íbúa lnadsins og bgott betur. þó ekki sé hægtr að segja fyr rum á þessari stundu nákvæmlega hvenær við munum fá allt þetta bóuefni. - en ég held við eigum líka að geta vonast efti því að jafnvel fáum við bóluefni fyrr en tali ðhefur veirð til þessa.\nNæsti skammtur af bóluefni Pfizer er væntanlegur 21. janúar og áætlað er að klára að bólusetja framlínustarfsmenn og halda svo áfram með elstu íbúa landsins. Búist er við skömmtum sem duga alls 25 þúsund manns af bóluefninu fyrir lok mars samkvæmt drefiingaráætlun.\nhöfum ekki fengið neinar nýjar upplýsingar frá þeim og bíðum enn eftir nýjum fréttum þaðan.\nÞá er búist við markaðsleyfi Evrópsku lyfjastofnunarinnar fyrir bóluefni Moderna í dag en ísland hefur samið um skammta sem duga fyrir 168 þúsund manns.","summary":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hugsanlega fái Íslendingar bóluefni, fyrr en gert hefur verið ráð fyrir. Hann segir þó ekkert nýtt komið fram í viðræðum við Pfizer um mögulegt samstarf um að bólusetja alla þjóðina í rannsóknarskyni."} {"year":"2021","id":"378","intro":"Á næstu vikum gætu legið fyrir fyrstu upplýsingar úr frumathugun á því hvaða varnarmannvirki henta best ofan byggðar á Seyðisfirði. Enn er mikið af rannsóknum og eftirliti að hefjast en reynt verður að hraða þeirri vinnu eins og hægt er.","main":"Í sumar hófu starfsmenn verkfræðistofunnar Eflu að meta hvaða kostir komi helst til greina við að reisa varnarmannvirki í fjallshlíðinni ofan við syðri hluta bæjarins á Seyðisfirði. Meðal annars voru settir vatnsþrýstimælar í borholur og fastir mælipunktar til að fylgjast með hreyfingu á jarðvegi. Þessi búnaður og vinna hefur nýst starfsmönnum Veðurstofunnar sem nú hafa bætt við búnaði og aukið við þessar rannsóknir.\nSegir Magni Hreinn Jónsson ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofunni. Í þessari vinnu er meðal annars haft samráð við erlenda sérfræðinga.\nOg hann segir enn frekara eftirlit og jarðfæðirannsóknir í bígerð og þá í samstarfi við þessa erlendu sérfræðinga. Meðal annars verði sjálfvirknin aukin og fljótlega sé von á rafrænum búnaði til landsins til að lesa af mælum í fjallinu. En allt taki þetta tíma og ómögulegt sé að segja til um hvenær nægar upplýsingar liggi fyrir svo hægt verði að hefja framkvæmdir.","summary":"Reynt verður að hraða eins og kostur er rannsóknum og eftirliti ofan byggðarinnar á Seyðisfirði svo hægt verði að meta hvaða mannvirki henta best til að verja byggðina. "} {"year":"2021","id":"378","intro":"Leit að fólki í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi í nótt og í morgun bar ekki árangur. Þriggja er enn saknað eftir jarðfall 30. desember.","main":"Sjö hafa fundist látin í Ask síðustu daga. Leitað var til klukkan fimm í morgun að þeim þremur sem enn er saknað. Hlé var gert á leitinni undir morgun til að hvíla svæðið, meðal annars til að hreinsa loftið og auka líkur á að leitarhundar geti betur þefað upp þá sem leitað er að. Mjög kalt er í Ask og einn skipuleggjenda leitarinnar sagði í morgun að það gerði leitina enn erfiðari. Þrátt fyrir að fimm dagar séu liðnir síðan hamfarirnar riðu yfir segja stjórnvöld ekki útilokað að finna fólk á lífi. Því er leitað í kappi við tímann.\nÍ G-jerdrum sýslu fóru lagnir í sundur við jarðfallið og hefur nú verið lögð ný átta hundruð metra löng vatnslögn yfir tún til bráðabirgða. Þó eru enn 250 manns án vatns.","summary":null} {"year":"2021","id":"378","intro":"Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði á nýliðnu ári hafi komið í veg fyrir verulega veikingu krónunnar. Hann telur líklegt að gengi krónunnar verði í jafnvægi fram á vor.","main":"Krónan veiktist um allt að tíu prósent gagnvart helstu gjaldmiðlum á nýliðnu ári. Hrun ferðaþjónustunnar hafði mikið að segja enda dró verulega úr gjaldeyristekjum þjóðarbúsins.\nSeðlabankinn brást við með því að hefja reglulega sölu á gjaldeyri í haust til að styrkja og viðhalda jafnvægi á gengi krónunnar. Í heild seldi bankinn 231 milljón evra í reglulegum viðskiptum frá miðjum september til loka desember, sem samsvarar 37 milljörðum króna.\nJón Bjarki Bentsson aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir að gengið hafi lækkað mun minna en spár gerðu ráð fyrir.\nMiðað við hversu stóran skell efnahagslífið sér í lagi útflutningur fékk á síðasta ári þá hefur gengi krónunnar verið stöðugra heldur en flestir, þar á meðal ég, óttuðumst fyrr á síðasta ári.\nOg auðvitað er meginskýringin á því hversu mikil tilþrif seðlabankans hafa verið og hvað hann hefur lagst í stórtækar aðgerðir til þess að skapa meiri stöðugleika á krónunni, sérstaklega síðasta haust\nAðgerðir Seðlabankans hafi því skipt miklu máli í haust.\nJá við hefðum séð mikla veikingu. Auðvitað varð töluverð veiking í ágúst og september og fram í október. En hún hefði verið af allt annarri stærðargráðu ef ekki hefðu komið til þessi mikla gjaldeyrissala\nseðlabankans við hefðum séð, það hefði verið tala yfir tuginn eða jafnvel í tugum prósenta\nHann á von á því að gengi krónunnar verði í jafnvægi fram á vor.\nMiðað við hvernig hefur þó gengið að halda sæmilegum stöðugleika í miklum utanaðkomandi sveiflum á\nsíðasta ári þá virðist mér ágætar líkur á að það verði þokkalegur stöðugleiki fram á sumarið","summary":"Seðlabankinn seldi gjaldeyri fyrir tæpa 40 milljarða á síðustu mánuðum nýliðins árs. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir að þessar aðgerðir hafi komið í veg fyrir fyrir verulega veikingu krónunnar. "} {"year":"2021","id":"378","intro":"Símtal Donalds Trumps fráfarandi forseta Bandaríkjanna til yfirmanns kosningamála í Georgíu hefur hlotið gagnrýni frá báðum fylkingum í bandaríska þinginu. Á upptöku sem gerð var af símtalinu heyrist Trump þrábiðja hann um að finna fleiri atkvæði.","main":"So look, all i want to do is this: I just want to find 11.780 votes, wich is one more than we have.\nÉg vil bara finna 11.780 atkvæði, sem er einu meira en við höfum, sagði Trump í símtali til flokksbróður síns Brads Rafflesbergers sem hefur umsjón með framkvæmd kosninga í Georgíu. Það er eitt þeirra ríkja sem tryggði Joe Biden sigur í fosetakosningunum í nóvember. Íbúar þar kusu Demókrata í fyrsta sinn síðan 1992.\nUpptaka af símtalinu frá því á laugardag var birt á vef Washington Post í gær. Símtalið stóð í um klukkustund, og þar heyrist Trump í töluverðri geðshræringu þrábiðja um að úrslitum kosninganna verði breytt.\nAnd there is nothing wrong with saying that youve recalculated. Well, Mr. President, the problem that you have is that the data you have is wrong.\nRafflesberger svarar og bendir forsetanum á að upplýsingarnar sem hann hafi séu rangar.\nSímtalið hefur vakið hörð viðbrögð frá pólitískum andstæðingum Trumps. Kamala Harris, verðandi varaforseti Bandaríkjanna, segir þetta bera vott um örvæntingu forsetans. Hún var stödd á kosningafundi í Savannah í Georgíu í gær. Á morgun fara þar fram aukakosningar til tveggja öldungadeildarþingsæta í bandaríska þinginu, því hvorki frambjóðandi Demókrata né Repúblikana fékk meirihluta atkvæða í kosningunum 3. nóvember. Kosningarnar í Georgíu skera úr um hvort Biden njóti stuðnings meirihluta Demókrata í öldungadeildinni í forsetatíð sinni sem hefst síðar í þessum mánuði.","summary":null} {"year":"2021","id":"378","intro":"Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Portúgal á miðvikudaginn. Það verður fyrsti leikur Íslands af þremur gegn Portúgal á níu daga tímabili. Leikmenn og þjálfari liðsins segja að þetta séu undarlegar aðstæður.","main":"Sextán leikmenn íslenska liðsins héldu til Portúgal í morgun, af þeim tuttugu sem eru í æfingahóp liðsins fyrir HM í Egyptalandi sem hefst 14. janúar. Björgvin Páll Gústafsson, Kristján Örn Kristjánsson, Magnús Óli Magnússon og Elliði Snær Vignisson, sem hafa verið í æfingahópnum, verða eftir heima við æfingar. Ísland mætir Portúgal ytra á miðvikudag í undankeppni EM, hér heima á sunnudaginn kemur - og svo aftur í fyrsta leik á HM í Egyptalandi 14. janúar. Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður liðsins, segir þetta heldur undarlegt.\nUm helgina varð ljóst að Aron Pálmarsson, fyrirliði landsliðsins, gæti ekki verið með í leikjunum í undankeppninni, né á HM vegna meiðsla.\nSagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Hann segir að undirbúningur fyrir leikina gegn Portúgal sé þó löngu hafinn.\nLeikur Íslands og Portúgals á miðvikudag hefst klukkan hálfátta og er sýndur beint á RÚV.","summary":"Sextán leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta héldu til Portúgals í morgun. Ísland mætir Portúgal þrisvar á níu daga tímabili á næstu dögum."} {"year":"2021","id":"378","intro":null,"main":"David Tencer biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi hefur ákveðið að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ekki sé hægt að fylgja sóttvarnarreglum í messum kirkjunnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá kaþólsku kirkjunni. Sóttvarnarreglur hafa tvisvar verið brotnar í Landakotskirkju um hátíðirnar, síðast í gær þegar lögregla var kölluð til þegar þar var verið að messa á pólsku. Fimmtíu og einn var í kirkjunni en samkvæmt sóttvarnareglum mega aðeins tíu koma saman í kirkjum landsins. Sóttvarnarreglur voru einnig brotnar í Landakotskirkju á aðfangadagskvöld þegar alltof margir tóku þar þátt í messu.\nBiskupinn biðlar til þeirra sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum að breyta þeim þar sem jafnræðis sé ekki gætt.","summary":"Kaþólska kirkjan á Íslandi hefur ákveðið að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum, þar sem ekki hægt að fylgja sóttvarnarreglum í messum kirkjunnar."} {"year":"2021","id":"378","intro":"Julian Assange, stofnandi Wikileaks, verður ekki framseldur til Bandaríkjanna. Dómstóll í Lundúnum komst að þessari niðurstöðu í morgun.","main":"Assange hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir njósnir eftir að Wikileaks birti þúsundir leynilegra skjala frá bandaríska hernum um hernað í Írak og Afganistan fyrir rúmum áratug. Bandarísk stjórnvöld hafa krafist þess að Bretar framselji hann. Dómarinn í málinu ákvað að heimila ekki framsal vegna bágrar andlegrar heilsu Assange. Stjórnvöld í Bandaríkjunum ætla að áfrýja niðurstöðunni. Lögmenn hans höfðu lýst yfir áhyggjum að því að hann gæti átt yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum Bandarísk yfirvöld hafa aftur á móti lýst því yfir að dómurinn yrði líklega fjögur til átta ár.\nAssange er ástralskur ríkisborgari og hefur hann setið í fangelsi Lundúnum. Hann var handtekinn í apríl 2019 eftir að hafa haldið til í sendiráði Ecuador í Lundúnum frá árinu 2012. Þar var hann til að forðast handtöku eftir að Interpol lýsti eftir honum vegna ásakana um nauðgun í Svíþjóð. Rannsókn á því máli var síðar látin niður falla. Assange og lögmenn hans hafa ætíð haldið því fram að málarekstur bandarískra yfirvalda séu pólitískar hefnaraðgerðir vegna birtingar skjalanna á Wikileaks.","summary":"Julian Assange, einn stofnenda Wikileaks, verður ekki framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. Dómari komast að þessari niðurstöðu í morgun og segir ástæðuna vera þá að andleg heilsa Assange sé slæm. "} {"year":"2021","id":"378","intro":"Rafmagnslaust varð á Vesturlandi og í Húnaþingi í gærkvöld. Straumlaust var lengst í um fjóra tíma en bilunin varð vegna slitskemmda í tengivirki.","main":"Bilun varð í tengivirki við Vatnshamra í Borgarfirði og olli því að rafmagn fór af í Borgarfirði, Snæfellsnesi og Hrútafirði á tíunda tímanum. Á Akranesi sló út um stundarkorn en ekki varð rafmagnslaust á Grundartanga.\nSteinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að skálakeðja hafi slitnað í tengivirkinu og valdið biluninni.\nÞetta er gamalt tengivirki. Það verður álag, koma slitfletir. Í gær var vont veður á svæðinu, það var ekki aftakaveður en það var hávaðarok. Þetta slæst til og á endanum slitnar þetta.\nViðgerðum lauk á öðrum tímanum í nótt, straumlaust var í lengst fjóra tíma en á flestum stöðum var rafmagn komið á fyrr. Varaafl var keyrt í Stykkishólmi og Ólafsvík og virkjanir bæði á Snæfellsnesi og í Andakíl hlupu undir bagga. Truflun varð á FM sendingum RÚV, en ekki allar stöðvar eru með varaafl. Langbylgjan var þó inni allan tímann og hennar nýtur yfir höfuð við ef FM dettur út. Engar tilkynningar um truflun á internettengingu bárust Mílu á meðan þessu stóð.\nSteinunn segir keðjur sem þessar skoðaðar með reglulegu millibili.\nStundum eru slit sýnileg, stundum ekki, stundum eru þetta veikleikar sem koma í ljós. Nú förum við að skoða atburðinn, hvað gerðist sem olli því að þessi keðja fór út á þessum tíma.","summary":"Rafmagnslaust var á Vesturlandi og í Húnaþingi í gærkvöld, lengst í um fjóra tíma. Það stafaði af slitinni skálakeðju í tengivirki í Borgarfirði sem varð til bilunar í dreifikerfi. "} {"year":"2021","id":"378","intro":"Haukur Logi Karlsson formaður Sambands íslenskra námsmanna erlendis, SINE, segir að mikil óvissa sé um bólusetningu fyrir íslenska námsmenn í námslöndum þeirra.","main":"SINE sendi erindi til sóttvarnasviðs landlæknis í desember og spurði hvort íslenskir námsmenn erlendis, sem væru heima í jólafríi, gætu fengið bólusetningu áður en þeir snúa til baka.\nÍ erindinu óska samtökin eftir upplýsingum um hvernig bólusetningum verður háttað hér á landi og hvort mögulega sé hægt að bólusetja námsmenn hér á landi áður en þeir snúa til baka til námslandanna.\nÞað er rosalega mikil óvissa í þessu þannig að við vitum ekkert hvernig staðið verður að því þegar þar að kemur það getur verið misjafnt hvernig námsmenn eru skráðir inn í heilbrigðiskerfi viðkomandi landa. Sumir eru jafnvel ennþá skráðir hérna á Íslandi með lögheimili og eru heilbrigðistryggðir á grundvelli þessa evrópska sjúkratryggingakorts.\nAllur gangur sé á því hvort íslenskir námsmenn erlendis hafi aðgang að bólusetningu í námslandinu og staða faraldursins sé líka mjög misjöfn í hverju landi.\nBent er á, í erindinu til sóttvarnasviðs, að námsmenn séu allajafna á þeim aldri að þeir eru ekki í forgangshópi og einungis sé verið að vekja athygli á stöðu námsmanna erlendis.\ninn við erum ekki að biðja um neinn forgang eða neitt slíkt heldur bara óska eftir upplýsingum og benda á þessa stöðu ef að það seu einhverjir möguleikar að þá sé þetta hópur sem mætti á einhverjum tímapunkti mætti kæmist að í bólusetningu","summary":null} {"year":"2021","id":"378","intro":"Bólusetning hófst í morgun í Bretlandi með bóluefni frá AstraZenica. Smitum hefur fjölgað hratt í landinu að undanförnu og líklegt þykir að sóttvarnir verði enn hertar. gripið verði til enn hertari sóttvarnaaðgerða.","main":"Áttatíu og tveggja ára gamall karlmaður varð í morgun fyrstur á Bretlandi til að fá bóluefnið frá AstraZenica. Hann var bólusettur á Oxford háskólasjúkrahúsinu.\nBóluefnið var þróað á Bretlandi og hafa bresk yfirvöld fengið fimmtíu þúsund skammta til notkunar í dag. Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, segir þetta mjög mikilvægan áfanga í baráttunni við útbreiðslu faraldursins.\nNýtt afbrigði, sem greint hefur verið þar í landi hefur gert baráttuna enn erfiðari, því talið að það smitist allt að sjötíu prósent hraðar milli fólks en önnur. Yfir fimmtíu þúsund smit voru greind í gær í Bretlandi. Það var sjötti dagurinn í röð sem smitin eru svo mörg. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir að líklega verði gripið til enn harðari takmarkana á næstunni.","summary":"Bólusetning hófst í morgun í Bretlandi með bóluefni frá AstraZeneca. Smitum hefur farið fjölgandi í landinu að undanförnu."} {"year":"2021","id":"379","intro":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti um 77 þúsund málum á síðasta ári, sem gerir 211 mál á sólarhring eða níu mál á klukkustund.","main":"Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Um 10% málanna snúast um hegningarlagabrot, en alls voru nærri 9.400 slík brot skráð hjá embættinu á síðasta ári, sem er svipaður fjöldi og árið áður. Að meðaltali sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tuttugu og einu hegningarlagabrotsmáli á hverjum sólarhring. Langflest þessara brota voru þjófnaðar- og innbrotsmál, þjófnaðarmál voru álíka mörg og fyrir ári, en innbrotum fækkaði um 14%. Tilkynntum kynferðisbrotamálum fækkaði verulega miðað við síðustu þrjú árin á undan eða um 29%, en 260 kynferðisbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Fækkunin á tilkynntum kynferðisbrotamálum er aðallega vegna færri tilkynninga um nauðgun, eða um 46% miðað við meðaltal áranna á undan. Fjöldi líkamsárása hefur verið svipaður allt frá árinu 2015, en þá varð nokkur fjölgun vegna breytinga á verklagi vegna heimilisofbeldismála. Lögreglan bendir á að ofbeldisbrotum á skemmtistöðum fækkar mikið en heimilisofbeldismálum fjlölgar. Rúmlega þúsund fíkniefnalagabrot voru skráð hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári, það er nokkur fækkun frá fyrri árum að meðaltali eða um nærri þriðjung. Hins vegar var lagt hald á mun meira af afmfetamíni eða nærri 24 kíló, auk þess sem lagt var hald á verulegt magn af amfetamínbasa sem ætla má að væru 38 kíló af amfetamínu í smásölu.","summary":null} {"year":"2021","id":"379","intro":"Frá og með áramótum máttu hjúkrunarfræðingar og ljósmæður ávísa hormónalyfjum til getnaðarvarna. Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hefur gagnrýnt þessa breytingu. Aðalbjörg Björgvinsdóttir er formaður félagsins.","main":"reglugerðarbreytingin átti að vera til að auka aðgengi kvenna að getnaðarvörnum. Við höfum haft athugasemd við það af því aðgengi að læknum á íslandi hefur ekki verið vandamál. Við höfum einnig bent á að að skrifa út lyf felur í ser ábyrgð, þekkja aukaverkanirnar og virkni lyfsins og undirliggjandi sjúkdóma og samverk við önnur lyf. Þess vegna finnst okkur eðlilegast að læknar skrifi út lyf.\nReglugerð heilbrigðisráðherra tók gildi um áramótin en umræðan um hana hefur staðið yfir lengi. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta framfaraskref og vonast til að þessari stéttir fái heimild til að ávísa fleiri lyfjum. Hjúkrunarfræðingar og ljósmæður þurfa að sækja um leyfi til embættis landlæknis til að ávísa lyfjunum og uppfylla tiltekin skilyrði.\nSum staðar á Norðurlöndunum hafa hjúkrunarfræðingar mátt ávísa getnaðarvörnum í áraraðir.\nÞað er væntanlega gert að skertu aðgengi að læknum og til að auka þjónstu við konur. Þar sem að þær aðstæður hafi ekki verið hér hefur okkur ekki þótt aðstæða til þess að þetta sé gert hér á sama hátt.","summary":null} {"year":"2021","id":"379","intro":"Veðurstofan varar við suðvestanstormi á Norðausturlandi seint í kvöld og fram yfir miðnætti. Vindur getur farið í allt að fjörutíu metra á sekúndu í hvössustu hviðum. Þetta er fyrsta viðvörunin sem Veðurstofan gefur út á nýju ári. Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur er á vakt á Veðurstofu Íslands.","main":null,"summary":null} {"year":"2021","id":"379","intro":"Mike Pence, sitjandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur lýst stuðningi við áform ellefu þingmanna Repúblikana sem ætla ekki að staðfesta niðurstöður forsetakosninganna á þingfundi sem fer fram á miðvikudag. Leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni ætlar hins vegar að staðfesta kjör Joes Bidens og hvetur þingmenn til að gera slíkt hið sama.","main":"Joe Biden var kjörinn forseti í byrjun nóvember og venju samkvæmt tekur hann við embættinu tuttugasta janúar. Donald Trump, fráfarandi forseti, hefur hins vegar enn ekki viðurkennt ósigur. Lögfræðiteymi hans og stuðningsfólk hefur höfðað fjölda mála vegna meintra kosningasvika en ekkert þeirra hefur náð fram að ganga og engar haldbærar sannanir liggja fyrir um víðtækt kosningasvindl. Á miðvikudag koma þingmenn í öldungadeild og fulltrúadeild Bandaríkjaþings saman þar sem niðurstöður kjörmanna í forsetakosningunum verða tilkynntar formlega. Hópur öldungardeildarþingmanna úr röðum repúblikana, undir forrystu Ted Cruz, segist ekki ætla að staðfesta kjör Bidens. Þeir eru ellefu talsins og fara fram á að sérstök neyðarnefnd verði skipuð sem fái tíu daga til að fara yfir niðurstöður forsetakosninganna. Þrátt fyrir þessi áform er búist við að kjörið verði staðfest. Mitch McConnel, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, styður þessar hugmyndir ekki og hvetur félaga sína í þinginu til þess að staðfesta niðurstöðurnar.\nBandaríski vefmiðillinn Axios hefur eftir heimildum innan flokksins að margir þingmenn séu afar ósáttir við að vera settir í þessa stöðu, einskonar próf um hollustu við Trump. Á næsta ári verður kosið um sum þingsætanna og eru sumir þingmenn hræddir um að Trump styðji aðra frambjóðendur í þeirra sæti fari þeir ekki eftir vilja forsetans á miðvikudag.\nMake no mistake, if the Democrats take the Senate, they intend to change this country, not for a year, not for 10 years, but for generations.\nÞetta var Ted Cruz sem er í Georgíu að vara kjósendur við því að Demókratar ætli að breyta Bandaríkjunum nái þeir öldungadeildinni. Á þriðjudag verður kosið að nýju um tvö öldungadeildarþingsæti í ríkinu. Ef Demókratar ná þeim verður þingmannastaðan jöfn, 50 - 50. Yrði það raunin fengi varaforsetinn úrslitavaldið - Demókratinn Kamala Harris.","summary":"Donald Trump og hans fylgismenn reyna enn að koma í veg fyrir að niðurstöður forsetakosninganna verði virtar. Hópur þingmanna ætlar ekki að staðfesta niðurstöðurnar á þingfundi á miðvikudag. "} {"year":"2021","id":"379","intro":"Fimm hafa fundist látin í Ask Noregi og fimm manns er enn saknað. Í fyrstu trúði fólk ekki því sem var að gerast en nú er bæjarfélagið í áfalli og sorgin mikil segir Gréta Björk Guðmundsdóttir sem býr í Ask.","main":"Ég bý hérna í raun og veru alveg í miðbænum og er svo heppin að ég bý uppi á fjalli þannig að við erum á alveg öruggri grunn.\nGréta segir að í fyrstu hefði fólk ekki trúað því sem væri að gerast, það sem blasti við á morgni fimmtudags hefði verið ótrúlegt.\nÞegar ég kem hérna út á hornið á götunni þá sé ég yfir svæðið og það er bara svört risa hola, neðst í dalnum. Þar sem var áður svæði þar sem er golfvöllur og fallegt útivistarsvæði.\nSnemma í morgun fundu björgunarsveitir lík fimmtu manneskjunnar sem var saknað. En er fimm til viðbótar saknað, Gréta segir að í svo litlu bæjarfélagi séu allir í áfalli.\nNúna auðvitað er þetta bara meira mikil sorg. Líka eftir að við heyrum fleiri sögur frá þeim sem er saknað og vitum hvaða fólk þetta er. Þetta er auðvitað ungt fólk og meira að segja börn. Og heilu fjölskyldurnar þar sem að mamman var ófrísk og átti von á barni í febrúar. Þannig að þegar þessar einstaklingssögur koma út þá verður þetta ennþá raunverulegra.\nÓvissan er enn mikil. Íbúum er sagt að þau megi ekki drekka vatn úr krönum og þá er allur miðbærinn er lokaður og því ekki hægt að versla matvörur í bænum. Meira en þúsund manns vita ekki hvort eða hvenær þau komast aftur heim til sín.\nÞað er enginn aðdragandi að þessu. Þau segja það jarfræðingarnir hér að það er ekki hægt að spá fyrir um þetta. Og þetta hefur ekki gerst, svona rosalega skriða - síðasta svona aurskriða var hér 1893 held ég að þeir hafi verið að segja.","summary":"Fimm eru látin í hamförunum í Ask í Noregi enn er fimm til viðbótar saknað. Óvissan er mikil segir íslensk kona sem býr í bænum, allir séu í áfalli og sorgin mikil. "} {"year":"2021","id":"379","intro":null,"main":"Í hádegisfréttum var það helst að:\nVerktakar á Seyðisfirði telja að það taki viku að greiða leið í gegnum skriðuna sem féll á bæinn. Það hefur hlýnað í veðri og því ekki talið öruggt að vinna á skriðusvæðinu í dag\nFjögur smit greindust innanlands í gær og voru allir í sóttkví. 14 smit greindust á landamærum. Eftir er að koma í ljós hve mörg þeirra voru virk smit.\nFimm eru látin í hamförunum í Ask í Noregi enn er fimm til viðbótar saknað. Óvissan er mikil segir íslensk kona sem býr í bænum, allir séu í áfalli og sorgin mikil.\nDonald Trump og hans fylgismenn reyna enn að koma í veg fyrir að niðurstöður forsetakosninganna verði virtar. Hópur þingmanna ætlar ekki að staðfesta niðurstöðurnar á þingfundi á miðvikudag.\nGuðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir það mikil vonbrigði að Aron Pálmarsson geti ekki verið neitt með landsliðinu í janúar. Nýr fyrirliði liðsins verður skipaður síðar í dag.\nUmsjónarmaður hádegisfrétta var Valgeir Örn Ragnarsson . Tæknimaður var Gísli Kjaran Kristjánsson. Útsendingu stjórnaði Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir. Fréttalestri er lokið.","summary":"Fjögur smit greindust innanlands í gær og voru allir í sóttkví. 14 smit greindust á landamærum. Eftir er að koma í ljós hve mörg þeirra voru virk smit. "} {"year":"2021","id":"379","intro":"Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir það mikil vonbrigði að Aron Pálmarsson geti ekki verið með landsliðinu neitt í janúar. Nýr fyrirliði liðsins verður skipaður síðar í dag.","main":"Aron meiddist á hné rétt fyrir jól, en náði þó að spila með Barcelona í undanúrslitum og úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu milli jóla og nýárs. Við læknisskoðun á Íslandi í gær varð hins vegar ljóst að hann myndi missa af HM í Egyptalandi síðar í þessum mánuði og leikjunum við Portúgal í undankeppni EM nú eftir helgi.\nSagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands fyrir æfingu íslenska liðsins í morgun. Hann sagðist þó hafa óttast það, að þetta yrði niðurstaðan.\nAron hefur verið fyrirliði í fjarveru Guðjóns Vals Sigurðssonar og tók svo formlega við fyrirliðabandinu eftir að Guðjón Valur lagði skóna á hilluna í vor. En er ákveðið hver verður fyrirliði í komandi leikjum fyrst Arons nýtur ekki við?\nSagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Íslenska liðið fer til Portúgals á morgun og spilar þar við heimamenn í undankeppni EM 6. janúar. Síðan mætast liðin á ný í sömu keppni á Íslandi 10. janúar og loks í fyrsta leik HM í Egyptalandi 14. janúar. Allir þessir leikir verða sýndir á RÚV.","summary":"Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari Íslands í handbolta segir það mikil vonbrigði að Aron Pálmarsson geti ekki verið neitt með landsliðinu í janúar. Nýr fyrirliði liðsins verður skipaður síðar í dag."} {"year":"2021","id":"380","intro":"Á fjórða tug eru búin að koma sér fyrir í gamla HB húsinu á Akranesi í Þróunarfélaginu Breið. Þar er líka boðið upp á aðstöðu til fjarvinnu, en þriðjungur Skagamanna keyrir til Reykjavíkur daglega til skóla og vinnu.","main":"Þróunarsetrið var stofnað í sumar en að starfsemi þess koma 17 fyrirtæki, háskólar og stofnanir. Valdís Fjölnisdóttir. framkvæmdastjóri þróunarfélagsins, segir að 35 manns séu nú búnir að koma sér fyrir í húsinu sem áður hýsti starfsemi útgerðarinnar Haralds Böðvarssonar. Þar er unnið að ýmissi nýsköpun og annarri starfsemi.\nÞað er verið að vinna plast úr þara, ensím úr þorski, grjótkrabbarannsóknir. Á sama tíma erum við líka með KPMG aðila, fasteignafélag, símenntunarmiðstöð Vesturlands, SSV samtök sveitarfélaga á Vesturlandi í uppbyggingu ferðamála sem við sjáum okkur að vinna saman með að uppbyggingu á Breiðinni.\nHún segir mikla eftirspurn hafa verið eftir rými í húsinu en þar er einnig hægt að fá aðstöðu til að stunda fjarvinnu. Samkvæmt könnun sem Akraneskaupstaður og þróunarfélagið gerðu ferðast um þriðjungur Skagamanna suður til Reykjavíkur til þess að sækja nám og vinnu.\nNúna eftir COVID sjáum við líka breytingu á þessu. Fólk sér að það getur unnið nær heimili sínu. Þarf ekki að keyra alla þessa daga og frekar komið hingað einn, tvo daga í viku og unnið hér. Unnið nær heimilinu sínu og sparað kolefnissporið við að keyra í bæinn.\nAnna Björk Nikulásdóttir er framkvæmdastjóri Grammateks, máltæknifyrirtækis, sem starfar í húsinu. Hún segir öllu skipta að hafa aðgengi að rými sem þessu.\nKannski mikilvægast er umhverfið. Fólkið sem er hérna líka, það verða til hugmyndir og samtal. Ég held að það sé stærsti punkturinn við þetta starf hérna og þetta setur.","summary":null} {"year":"2021","id":"380","intro":"Rústabjörgunarsveitir leita í kappi við tímann í Ask í Noregi. Leit hefur enn ekki borið árangur í dag en nöfn þeirra sem er saknað hafa verið birt og í gær fannst manneskja látin í rústunum.","main":"Við lítum enn á þetta sem björgunaraðgerð, sagði Roy Alkvist sem stjórnar aðgerðum á fundi með fréttamönnum í morgun. Strax í dögun fóru björgunarsveitir inn á skriðusvæðið að nýju og hófu leit. Leitarsvæðið er örlítið stærra í dag en í gær. Á öðrum fréttamannafundi lögreglu á hádegi kom fram að þrjú teymi rústabjörgunarfólks séu að leit á svæðum þar sem talið er líklegast að finna fólk.\nEnn sem komið hafi engar manneskjur fundist en nokkrir bílar. Rúmir þrír sólarhringar eru liðnir frá því að jörðin gaf sig undan húsunum. Líkur á því að fólk finnist á lífi fara minnkandi með hverjum deginum en lögregla segir að enn sé von.\nIda Melbo Øystese lögreglustjóri segir að fólk geti komst af dögum saman hafi það súrefni og það sé möguleiki í rústunum. Lögreglan boðar frekari upplýsingar klukkan tvö að íslenskum tíma.\nÍ gær fannst manneskja látin í rústunum en lögregla hefur ekki gefið neinar upplýsingar um hana en vonast til að geta greint frá nafni hennar í dag. Nöfn allra þeirra sem er saknað voru birt í gær. Þau eru tíu en talið er að manneskjan sem fannst látin í gær sé ein þeirra. Sú yngsta sem er saknað er tveggja ára stúlka, Alma Grymyr Jansen. Foreldra hennar er líka saknað. Eitt annað barn er á meðal þeirra sem er saknað, hin þrettán ára Victoria Emilie sem týndist í rústunum ásamt móður sinni en faðir hennar náði að koma sér út þegar hús þeirra féll. Á listanum yfir þau sem er saknað er einnig fimmtug kona sem býr ekki á hamfarasvæðinu en var þar á gangi með hundinn sinn. Rasa Lasinskie var að tala við eiginmann sinn í símann þegar samtalið slitnaði skyndilega og ekkert hefur spurst til hennar síðan.","summary":"Norska lögreglan segir enn möguleika á að finna fólk á lífi í rústunum í Ask. Leit hófst snemma í morgun en hefur ekki borið árangur enn. "} {"year":"2021","id":"380","intro":"Janúar og febrúar verða þeir erfiðustu mánuðir sem heilbrigðisstarfsfólk á Englandi hefur upplifað að mati læknis og ráðgjafa hjá bresku heilbrigðissþjónustunni. Seint í gær var ákveðið að hafa alla grunnskóla lokaða til 18. janúar.","main":"Í fjóra daga í röð hafa greinst yfir fimmtíu þúsund smit á dag í Bretlandi. Álagið á heilbrigiðiskerfið er gríðarlegt. Megan Smith, læknir og ráðgjafi hjá bresku heilbrigðisþjónustunni NHS, segir að gjörgæsudeildir séu víða fullar.\nIt's a national crisis, I think it's the only way to put it, really, and that's true in London, but it's true, as I say, across the country.\nÞað er hættuástand um allt land, ekki aðeins í Lundúnum segir Smith. Hún segir að sjúklingarnir sem þurfa innlögn núna hafi smitast fyrir tveimur til þremur vikum - enn eigi heilbrigiðiskerfið því eftir að taka á móti þeim sem smituðust yfir hátíðarnar.\nwe'll see them in two or three weeks time. So, I think January and February are going to be the most difficult and most awful months that most health care workers will have faced ever in their careers.\"\nSmith telur að janúar og febrúar verði erfiðustu og verstu mánuðir sem heilbrigðistarfsfólk hafi þurft að takast á við á þeirra ferli. Skólastarf átti að hefjast að nýju á mánudag í grunnskólum á Englandi en því var breytt seint í gær. Allir grunnskólar eiga nú að vera áfram lokaðir í tvær vikur eða til 18. janúar. Kennarasamband Bretlands vill að stjórnvöld gangi enn lengra og hvetur til þess að skólar á öllum stigum verði lokaðir til þess átjánda.\nÍ nágrannaríkinu Írlandi fjölgar smitum hratt. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi vara við því að faraldurinn sé að fara úr böndunum. Fjöldi smitaðra og sjúkrahúsinnlagnir tvöfaldast á viku til tíu daga fresti, skrifar Philip Nolan formaður neyðarteymis sóttvarnaryfirvalda á Írlandi á Twitter. Óstaðfestar tölur frá því í gær sýna níu þúsund smit en daginn áður voru fjögur þúsund.","summary":"Yfir fimmtíu þúsund greinast með COVID-19 á hverjum degi í Bretlandi. Læknir í Englandi býst við að janúar og febrúar verði erfiðustu mánuðir sem heilbrigiðisstarfsfólk hefur upplifað á sínum ferli. "} {"year":"2021","id":"380","intro":"Nýlegar rannsóknir gefa vísbendingar um óánægju meðal starfsfólks ráðuneyta hér á landi og að þar þurfi að huga betur að stjórnun, samskiptum, vinnuskilyrðum og álagi í starfi.","main":"Þetta kemur fram í grein Sigrúnar Gunnarsdóttur og Erlu Sólveigar Kristjánsdóttur í Tímariti um efnahagsmál og viðskipti. Í rannsókn þeirra voru tekin djúpviðtöl við 12 sérfræðinga í mismunandi ráðuneytum með mikla starfsreynslu.\nHelstu niðurstöður sýna að þrátt fyrir að vinna undir miklu álagi og tímapressu hafa sérfræðingarnir ástríðu fyrir starfinu og brennandi áhuga á að láta gott af sér leiða fyrir land og þjóð. Þeir upplifa oft vantraust og skipulagsleysi, þekking þeirra nýtist oft ekki sem skyldi og þeir ná þess vegna ekki að blómstra í starfi. Niðurstöðurnar gefa til kynna að bæta þurfi skipulag og stjórnun innan ráðuneytanna með áherslu á aukinn stuðning við starfsmenn og að efla enn frekar innri starfshvöt og ábyrgðarskyldu.\nÞá segir í niðurstöðunum að það sem einkum hvíli á sérfræðingum ráðuneyta er að trausti sé ábótavant og að stuðningur stjórnenda við sérfræðinga sé oft ekki fyrir hendi. Sumir höfðu jafnvel hugleitt að hverfa frá störfum sínum af þessum sökum. Þá nefna þeir líka viðvarandi álag sem fylgir starfi þeirra. Mikill þrýstingur sé á að vinna verkin hratt og að verkefnin séu of mörg. Þrýstingurinn komi bæði innan ráðuneytanna, frá Alþingi, og frá samfélaginu.","summary":null} {"year":"2021","id":"380","intro":"Sprotafyrirtækið Risk Medical Solutions sem Arna Guðmundsdóttir sérfræðilæknir stofnaði ásamt Einari Stefánssyni augnlækni og fleirum árið 2009 hefur þróað app sem ætlað er að auðvelda fólki með sykursýki að fylgjast með augnheilsu sinni.","main":"Thor Aspelund, prófessor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum, og Jóhann Pétur Malmquist, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands komu ásamt þeim að þróun appsins auk fleiri vísindamanna.\nTalið er að sykursýki hafi valdið því að yfir 120 milljónir um heim allan hafi misst sjónina en appið fylgist með og greinir þá þætti sem geta valdið sjónskerðingu á borð við blóðþrýsting og blóðsykursmagn í blóði.\nAppið byggir á reiknilíkani sem dregur saman margvíslegar heilsuuppslýsingar tengdar blóðsykri, blóðþrýstingi, aldri, hversu lengi sjúkdómurinn hefur varað og gefur þannig mjög nákvæma mynd af stöðu mála hjá hverjum og einum sjúklingi er haft eftir Einari Stefánssyni á fréttavef Háskóla Íslands.\nMeð því að hægt sé að bregðast skjótt við breytingum megi koma í veg fyrir að fólk tapi sjón í 95% tilfella. Forbes hefur eftir Örnu Guðmundsdóttur að mikilvægt sé að fólk taki ábyrgð á eigin heilsu og með því að færa því verkfæri í hendur geti það ráðið eigin örlögum.\nÞegar hafa um 800 þúsund um víða veröld sótt sér appið og þegar má greina framfarir hjá því fólki að sögn Örnu.","summary":null} {"year":"2021","id":"380","intro":"Manchester United náði í gær sama stigafjölda og Englandsmeistarar Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði lið hafa nú jafn mörg stig og eftir jafn marga leiki.","main":"Manchester United sigraði Aston Villa, 2-1 í gærkvöld. Anthony Martial kom United yfir seint í fyrri hálfleik en Bertrand Traore jafnaði fyrir Aston Villa á 58. mínútu. Aðeins þremur mínútum eftir jöfnunarmarkið fékk United svo vítaspyrnu og úrskurðurinn staðfestur eftir skjádóm. Portúgalinn Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnunni og tryggði United stigin þrjú sem í boði voru. Liverpool hefur verið eitt í toppsætinu síðustu daga eftir að hafa slitið sig frá Tottenham um miðjan desember. Nú eru hins vegar Liverpool og Manchester United bæði með 33 stig hvort lið. Markatala Liverpool er þó aðeins betri. Englandsmeistarararnir hafa 17 mörk í plús en United hefur 9 mörk í plús. Og Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri United var vitanlega hæstánægður eftir sigurinn á Astonn Villa.\nSagði Ole Gunnar Solskjær og reyndi að halda báðum fótum á jörðinni þrátt fyrir góða stöðu í ensku úrvalsdeildinni þegar keppni er rétt tæplega hálfnuð. Liverpool og Manchester United munu mætast í deildinni á Anfield í Liverpool eftir aðeins hálfan mánuð, sunnudaginn 17. janúar.\nFjórir leikir eru spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikur Tottenham og leeds hófst núna klukkan hálfleitt. Klukkan þrjú mætast Crystal Palace og Sheffield United. Brighton og Úlfarnir eigast við klukkan hálfsex og klukkan átta í kvöld leiða svo West Bromwich Albion og Arsenal saman garpa sína.","summary":"Manchester United náði í gær sama stigafjölda og Englandsmeistarar Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Bæði lið hafa nú jafn mörg stig og eftir jafn marga leiki."} {"year":"2021","id":"380","intro":"Grunnskólanemendur mega vera allt að fimmtíu í sama rými þegar skólar hefjast á nýju ári og reglur hafa einnig verið rýmkaðar á öðrum skólastigum.","main":"Þetta er samkvæmt reglugerð menntamálaráðherra sem tók gildi 1. janúar og gildir til febrúarloka að öllu óbreyttu. Samkvæmt reglugerðinni gilda fjöldatakmarkanir ekki í leikskólum, en hámarksfjöldi fullorðinna í rými er tuttugu manns, sem verða að nota grímu sé ekki hægt að halda tveggja metra fjarlægð. Leikskólabörnin mega fara á milli hólfa, en foreldrar, aðstandendur eða aðrir utanaðkomandi mega ekki koma inn í skólabyggingu nema brýna nauðsyn beri til og þá ber að nota andlitsgrímu. Í grunnskólum er hámarksfjöldi nemenda í hverju rými fimmtíu á öllum aldursstigum grunnskóla. Fullorðnir mega ekki vera fleiri en tuttugu í hverju hólfi og grímuskylda fyrir þá ef ekki er hægt að halda tveggja metra nálægðarmörk. Blöndun barna millli hópa er leyfileg í sundi og íþróttum og skipulagt íþróttastarf heimilt. Starf félagsmiðstöðva fellur undir viðmið um íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf. Í framhaldsskólum er viðmiðunarfjöldi nemenda og starfsmanna í hverju rými þrjátíu manns og eiga nemendur og kennarar að bera andlitsgrímur ef ekki er hægt að halda tveggja metra fjarlægð. Blöndun milli hópa í kennslu er heimil. Reglur um tónlistarkennslu eru þær sömu og gilda fyrir hvern aldurshóp fyrir sig. Í háskólum má hámarksfjöldi vera fimmtíu manns og tveggja metra nálægðarregla í gildi og grímuskylda ef ekki er hægt að tryggja hana eða ef loftræsting er ekki góð.","summary":"Skólahald á öllum stigum verður með eðlilegra móti frá og með áramótum. Í grunnskólum mega allt að fimmtíu nemendur vera í sama rými."} {"year":"2021","id":"381","intro":"Leit hefur staðið yfir í tvo sólarhringa í Ask í Noregi eftir að leirskriður féllu á bæinn aðfaranótt miðvikudags. Tíu manns er enn saknað og björgunarteymi er á leið inn á svæði sem hingað til hefur ekki þótt óhætt að leita á vegna skriðuhættu.","main":"Tvö börn eru á meðal þeirra tíu sem er saknað eftir hamfarirnar. Leit að fólkinu er í fullum gangi og lögreglan leggur áherslu á að þetta sé björgunaraðgerð, enn sé búist við að finna fólk á lífi. Þúsund manns var gert að yfirgefa bæinn eftir skriðurnar og í gærkvöld þurfti að rýma fjórtán hús til viðbótar. Um fjörtíu hús hafa skemmst eða eyðilagst og fólk veit ekki hvenær það getur snúið aftur heim. Christina Brenden býr í Ask en var í bústað ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum þegar jarðvegurinn féll.\nBoth our neighbor´s house and the house of the ones in front of us are gone. We have been thinking about where those people are. We still don´t know where all our neighbors are and that really hurts.\nHús nágranna okkar og húsin sem stóðu fyrir framan okkar eru farin, segir Brenden. Þau hafi hugsað mikið til þeirra sem enn er saknað og það sé sárt að vita ekki afdrif nágranna sinna. Hús Brendan og fjölskyldu stendur við brúnina á gýgnum sem hefur myndast eftir jarðfallið. Það gæti hrunið niður á hverri stundu.\nIt is really sad, although the most important thing is that we are alive, but it is sad anyway. We are watching the house and see that it might fall. It hurts.\nÞað sem skiptir öllu er að við erum á lífi, segir hún. En það er sárt til þess að hugsa að húsið okkar gæti hrunið.\nÞorsteinn Sæmundsson jarðfræðingur sagði í fréttum í gær að að hætta hafi verið á skriðuföllum á svæðinu og að líklega verði fleiri skriður á næstu árum. Ask, eins og margir aðrir bæir í Noregi, er reistur á gömlum sjávarbotni. Jarðvegurinn er óstöðugur leir og lítið þarf til að koma honum á hreyfingu. Brenden segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um skriðuhættu. Hún hafi lesið í fjölmiðlum að atburðirnir hafi komið flestum í opna skjöldu.\nWe have not had any information that there was a landslide hazard here. I think everyone is surprised, according to what I have read in the newspapers. They thought they had good control over the area, but apparently not.","summary":"Björgunarteymi er á leið inn á svæði í Ask í Noregi sem hingað til hefur ekki verið hægt að leita á vegna skriðuhættu. Tíu manns er enn saknað eftir jarðfall og miklar leirskriður. Lögrelan segir enn von um að þau finnist á lífi. "} {"year":"2021","id":"381","intro":"Mjög miklar slitlagsskemmdir eru á veginum um Mikladal, í Tálknafirði og á Bíldudalsvegi. Svæðisstjóri Vegagerðarinnar segir þörf á að endurbyggja veginn en það myndi kosta hátt í milljarð króna.","main":"Skemmdirnar eru umtalsverðar og er klæðingin víða farin af með öllu. Aðstæður geta verið varasamar og biður Vegagerðin fólk um að aka varlega um. Pálmi Þór Sævarsson er svæðisstjóri hjá Vegagerðinni.\nÞetta eru gamlir vegir sem eru byggðir fyrir þrjátíu, fjörutíu árum. Stærsta vandamálið í grunninn er bara burðarvandamál. Þetta eru vegir sem eru byggðir fyrir umferðina á sínum tíma.\nMeð auknum umsvifum í atvinnulífi á sunnanverðum Vestfjörðum, þá sérstaklega fiskeldi, hafa þungaflutningar aukist umtalsvert. Pálmi segir að um þrjátíu vörubílar fari um Mikladal á degi hverjum. Augljóst sé að vegirnir höndli ekki álagið.\nVið svo sem höfum haft áhyggjur af þessu í þó nokkurn tíma og ráðum í raun kannski ekkert alveg við ástandið eins og það er orðið, miðað við þær fjárveitingar sem við höfum í viðhaldinu.\nEini varanlegi kosturinn á þessu stigi sé að endurbyggja veginn. Pálma telst til að um hundrað milljónir kosti að endurbyggja hvern kílómetra.\nVersti kaflinn í dag, það eru einhverjir fjórir, fimm kílómetrar. Þetta eru einhverjir tíu kílómetrar sem þarf að taka í dag á Mikladal og þá erum við að tala um sirka milljarð sem þarf í allan kaflann.\nNú sé einungis fært að bæta skemmdirnar, sem sé skammgóður vermir og dýrara til langframa litið.","summary":null} {"year":"2021","id":"381","intro":"Útganga Breta úr Evrópusambandinu varð endanlega að raunveruleika klukkan ellefu í gærkvöld að staðartíma þar eða á miðnætti á meginlandi Evrópu. Til að marka tímamótin sló þinghúsklukkan í Westminster, Big Ben sínum dimma hljómi klukkan ellefu. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði í áramótaávarpi sínu að Bretar hefðu nú frelsi sitt í eigin höndum sem þeir skyldu nýta sem best.","main":null,"summary":"Útganga Breta úr Evrópusambandinu varð endanlega að raunveruleika á miðnætti. Forsætisráðherra Bretlands sagði í áramótaávarpi sínu að Bretar hefðu nú frelsi sitt í eigin höndum."} {"year":"2021","id":"381","intro":"Á annað hundrað mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Útköllin voru í heimahús að þessu sinni því skemmtistaðir voru lokaðir. Svifryksmengun fyrsta sólarhring ársins verður líklega yfir heilsuverndarmörkum. Verstu spár Heilbrigðisreftirlits Reykjavíkur gengu þó ekki eftir. Níu manns þurftu að fara á slysadeild Landspítalans í nótt vegna flugeldaslysa.","main":"Af þessum níu sem leituðu á slysadeild voru fjögur eða fimm börn, það yngsta tveggja ára, segir Jón Magnús Kristjánsson yfirlæknir bráðalækninga á Landspítala. Sum voru lögð inn í spítalann fyrst og fremst vegna brunasára. Ekki urðu augnslys enda notkun hlífðargleraugna almennt orðin góð, segir Jón Magnús. Hann segir að slysafjöldinn sé ekki meiri en undanfarin ár en að áður hafi slysin dreifst yfir fleiri daga en nú. Þá var nokkuð um slys tengd skemmtanahaldi.\nEinhverjir fengu sér líklega fullmikið af áfengi en tökumaður á leið á vakt á Fréttastofu ók fram á rænulítinn eða sofandi mann út á götu í Garðabæ. Svo heppilega vildi til að heilbrigðisstarfsmaður á leið á vakt á Landspítala kom þar rétt á undan og athugaði lífsmörk. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild en þurfti ekki á aðhlynningu að halda og var komið til síns heima.\n120 mál voru skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt:\nNóttin var almennt nokkuð erilsöm en ekkert samt langt umfram það sem gengur og gerist. Það voru þessi hefðbundnu verkefni eins og hávaðaútköll, ölvunar- og fíkniefnaakstur, eitthvað um eld þá aðallega í ruslagámum tengt þá flugeldum og þess háttar og aðeins um líkamsárásir. Þetta eru svona held ég ósköp svipuð verkefni eins og við höfum verið að vinna síðustu áramót og áramótin. Það sem er óvenjulegast við þetta núna er að það er ekkert skemmtanahald á skemmtistöðum hvort sem er í úthverfum eða á miðborgarsvæðinu. Athyglin okkar beindist meira að heimilunum heldur en um síðustu áramót.\nSegir Unnar Már Ástþórsson varðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.\nLoftgæði á höfuðborgarsvæðinu voru orðin mjög góð nú fyrir hádegi. Í nótt var hins vegar mikil svifryksmengun. Verstu spár Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur gengu ekki eftir, segir Svava S. Steinarsdóttir heilbrigðisfulltrúi hjá eftirlitinu. Mengunin var minni en á gamlárskvöld 2018 og á sumum mælistöðum aðeins minni mengun en á gamlárskvöld 2019:\nEn engu að síður mjög há gildi. Og það sem er aukið áhyggjuefni er hversu hátt fínasta svifrykið var. Hvar var það verst? Við vorum bara með mjög há gildi í rauninni um alla borg.\nSegir Svava. Þótt sólarhringurinn sé ekki liðinn þá gerir hún ráð fyrir því að svifryksmengunin hafi verið yfir heilsuverndarmörkum. Mest var mengun á fyrstu klukkustund nýs árs mældist á mótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar. Þegar líða tók á nóttina var mengunin mest á mæli í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal en þar mældust 1029 míkrógrömm á rúmmetra milli klukkan tvö og þrjú. Svava segir að til samanburðar mæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunin með því á sólarhringsmengun fínasta svifryksins fari ekki yfir 25 míkrógrömm á rúmmetra.","summary":"Níu komu á slysadeild Landspítalans á nýársnótt vegna flugeldaslysa. Um helmingur var börn. Mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Sérlega mikil mengun var af völdum svifryks í nótt. "} {"year":"2021","id":"381","intro":"Ýmsar skattabreytingar taka gildi í dag, bæði hvað varðar einstaklinga og fyrirtæki.","main":"Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu eru áhrif skattabreytinganna metin til samtals 18 milljarða króna tekjulækkunar ríkissjóðs. Þá nema tímabundnir skattastyrkir í virðisaukaskattkerfinu til stuðnings vistvænum samgöngum, framkvæmdum vð íbúðarhúsæði og fleira 13 milljarða tekjulækkun.\nMeðal breytinga er breyting á tekjuskatti einstaklinga. Með breytingunum lækkar grunnþrep tekjuskatts um 3,60 prósentustig og verður 31,45%, en tekjuskattur í miðþrepi hækkar um 0,75 prósentustig og verður 37,95%. Og smávægileg hækkun verður á skattaprósentunni í háþrepi, fer úr 46,24% í 46,25%. Mörkin milli grunn- og miðþreps eru nú rúmar 349 á mánuði og hækka um liðlega 12 þúsund krónur, en mörkin upp í háþrep eru tæplega 980 þúsund krónur sem er nærri 34 þúsund króna hækkun.\nÞá hækkuðu skerðingarmörk tekjustofns barnabóta. Hjá einstæðum foreldrum fara þau úr 325 þúsund krónum á mánuði í 351 þúsund og hjá sambúðarfólki úr 650 þúsund krónum á mánuði í 702 þúsund. Almennt tryggingagjald lækkar um 0,25 prósentustig. Þessi breyting er hugsuð til eins árs og er hluti af aðgerðarpakka vegna kórónuveirunnar. Heildarlækkun tryggingagjalds fer úr 6,35% í 6,10%.\nFrítekjumark fjármagnstekjuskatts var tvöfaldað um áramótin og er nú 300 þúsund krónur. Þá gilda núna sömu reglur um söluhagnað af sumarbústöðum til eigin nota og gilda um íbúðarhúsnæði. Og skattleysismark erfðafjárskatts hækkar úr einni og hálfri milljón í fimm milljónir.\nÞá hækka krónutölugjöld á eldsneyti, áfengi, tóbak og fleira um 2,5%","summary":null} {"year":"2021","id":"381","intro":"Þrettán bóluefni gegn COVID-19 eru í þriðja fasa þróunar. Í þeim fasa eru bóluefnin prófuð á tugþúsundum einstaklinga þar sem um helmingur fær tilraunabóluefni og hinn helmingurinn lyfleysu eða annað skráð bóluefni gegn öðrum sjúkdómi.","main":"Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá Íslenskri erfðagreiningu segir í grein á Vísindavef Háskóla Íslands að það sé stórkostlegur árangur að tvö bóluefni hafi þegar fengið leyfi í Bandaríkjunum og eitt í Evrópu, innan við ári eftir að veiran fannst.\nBóluefnin þrettán sem eru í þriðja fasa hafa verið þróuð í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kína, Rússlandi og á Indlandi. Tuttugu bóluefni eru í fyrsta fasa þróunar og sextán í öðrum fasa.","summary":null} {"year":"2022","id":"1","intro":"Þetta ár og árið í fyrra eru einhver mestu hagvaxtarár síðasta áratugar. Hagvöxtur var 4,4 prósent í fyrra og 6,8 prósent á fyrri hluta þessa árs.","main":"Hagvöxtur var 4,4 prósent á síðasta ári samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem voru birtar í dag. Hann er enn meiri það sem af er þessu ári, 6,8 prósent fyrstu sex mánuði ársins.\nHagvöxtur í fyrra var með mesta móti og aðeins þrjú af næstu tíu árum þar á undan var hann meiri. Munurinn er þó sá að hagvöxturinn í fyrra mældist eftir mikið samdráttarár vegna covid en fyrri ár sem hagvöxtur var mikill fylgdu eftir árum þegar hagvöxtur var jákvæður. Einkaneysla jókst um tæp átta prósent í fyrra og samneysla um rúm tvö prósent. Fjármunamyndun jókst um rúm tólf prósent. Útflutningur jókst um tæp þrettán prósent milli ára en innflutningur enn meira, um rúm 20 prósent.\nHagstofan birti einnig í dag tölur um hagvöxt það sem af er ári. Hann mældist 6,1 prósent á öðrum ársfjórðungi og var borinn uppi af einkaneyslu sem jókst um hálft fjórtánda prósent miðað við síðasta ár. Fjármunamyndun dróst hins vegar saman um fimm prósent á ársfjórðungnum.\nÍ Peningamálum Seðlabankans, sem gefin voru út í síðustu viku, birtist spá um 5,9 prósenta hagvöxt í ár. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði þá að gamalkunn þensluverðbólga blasti við landsmönnum; þensla, skortur á starfsfólki, hækkandi verð og hagkerfi að hitna. Nú þyrfti að kæla það aðeins.\n","summary":"Þetta ár og það síðasta eru einhver mestu hagvaxtarár síðasta áratugar. Hagvöxtur var 4,4 prósent í fyrra og 6,8 prósent á fyrri hluta þessa árs."} {"year":"2022","id":"1","intro":null,"main":"Á síðasta ári létust 46 af völdum lyfjaeitrunar, samkvæmt nýbirtum tölum frá Landlækni. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Næstflest voru þau 2018, þá 39. Af þeim sem létust 2021 vegna lyfjaeitrana voru níu undir þrítugu. Flest voru á aldrinum 30 til 44 ára, 17 manns. Þrettán voru á aldrinum 45 til 59 ára og sjö voru sextíu ára eða eldri.\nMeirihluti þeirra sem létust var karlar, þeir voru 28, konurnar voru 18. Af þessum 46 sem dóu af völdum lyfjaeitrunar voru 34 á höfuðborgarsvæðinu og 12 á landsbyggðinni.\nÓpíóíðinn oxycontin og flogaveikilyfið pregabalin voru algengustu lyfin sem fundust í þeim látnu. Nánar verður fjallað um lyfjatengd andlát í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á Rás 1 eftir hádegisfréttir.\nÁ síðasta ári létust 46 af völdum lyfjaeitrunar, samkvæmt nýbirtum tölum frá Landlækni. Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri á einu ári. Næstflest voru þau 2018, þá 39. Af þeim sem létust 2021 vegna lyfjaeitrana voru níu undir þrítugu. Flest voru á aldrinum 30 til 44 ára, 17 manns. Þrettán voru á aldrinum 45 til 59 ára og sjö voru sextíu ára eða eldri.\nMeirihluti þeirra sem létust var karlar, þeir voru 28, konurnar voru 18. Af þessum 46 sem dóu af völdum lyfjaeitrunar voru 34 á höfuðborgarsvæðinu og 12 á landsbyggðinni.\nÓpíóíðinn oxycontin og flogaveikilyfið pregabalin voru algengustu lyfin sem fundust í þeim látnu. Nánar verður fjallað um lyfjatengd andlát í fréttaskýringaþættinum Þetta helst á Rás 1 eftir hádegisfréttir.","summary":"Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri hér á landi en í fyrra. 46 létust árið 2021 af völdum lyfjaeitrana, þar af voru níu undir þrítugu, samkvæmt nýbirtum tölum frá Landlækni. "} {"year":"2022","id":"1","intro":"Íbúar í Vogum eru hvattir til að fagna ástinni í september í þeirri von að hún beri ávöxt á vormánuðum. Börn sem fæðast þá fá frítt í íþróttaskólann árin 2025 til 2027.","main":"Á sama tíma og íbúum hefur fjölgað í Vogum hefur börnum fækkað í sveitarfélaginu og grunnskólabörn eru nú um 160. Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum, segir tilefni til að ráðast í sérstakt átak.\nVið hjá Ungmennafélaginu Þrótti Vogum höfum fundið fyrir því að síðustu fimm, sex árin hefur fækkað all verulega iðkendum hjá félaginu og á sama tíma hefur fækkað nemendum í skóla. Til að sporna við þessari þróun höfum við ákveðið að stofna til ástarmánaðar í september og hvetja fólk til að eiga notalega stund saman, félaginu til eflingar.\nEr staðan orðin þannig hjá ykkur að þetta er bara orðið áhyggjuefni? Nei, ég myndi alls ekki segja það. Alveg fjarri lagi. En staðan er þannig að við finnum kannski fyrir því að það vantar 1,2,3 upp á í knattspyrnuflokkunum og öðrum íþróttagreinum.\nÞá fá íbúar Voga sérstakan afslátt af næstum því öllu hjá kynlífstækjaversluninni Blush í september.\nað sjálfsögðu gildir það ekki af getnaðarvörnum.\nMarteinn segir íbúa taka afar vel í þetta.\nÞað er strax farið að brosa út í annað þegar maður rekst á fólk á göngunum. Ætlar þú að leggja þitt af mörkum í átakinu? Það er aldrei að vita.\n","summary":"Íbúar sveitarfélagsins Voga eru hvattir til þess að fagna ástinni í september þeirri von um að hún beri ávöxt á vormánuðum. "} {"year":"2022","id":"1","intro":"Mikhaíl Gorbatsjev, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, lést í gærkvöld. Hann var níutíu og eins árs. Stjórnmálamenn víða um heim hafa minnst hans í dag.","main":"Gorbatsjev tók við völdum í Sovétríkjunum árið 1985 og vann að því að opna landið fyrir umheiminum, auka frjálsræði og gagnsæi. Honum tókst þó ekki að afstýra falli Sovétríkjanna og varð því þeirra síðasti leiðtogi.\nGorbatsjev hafði verið á sjúkrahúsi í Moskvu upp á síðkastið vegna erfiðra veikinda. Heilsu hans hrakaði síðustu ár og var hann lagður inn á sjúkrahús í júní með nýrnasjúkdóm. Dánarorsök hefur ekki verið gerð opinber.\nVladímír Pútín Rússlandsforseti vottaði Gorbatsjev virðingu sína og fleiri leiðtogar hafa gert slíkt hið sama.\nWhen you look at what he did to make Europe whole, free, to give freedom to the countries of the former Soviet Union, it was a quite extraordinary thing.\nBoris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði að framlag Gorbatsjevs til sameiningar Evrópu og frelsunar fyrrum Sovétlýðvelda væri stórmerkileg. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, var á sama máli og sagði verk Gorbatsjevs hafa skipt sköpum fyrir sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands.\nGuðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lýsti honum sem umbótasinna í alræðisríki þar sem þörf hefði verið á meiri umbótum en Gorbatsjev gat komið á.\nGorbatsjev verður grafinn í Novodevitsjí-kirkjugarðinum í Moskvu þar sem Níkíta Krútstjev, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, hvílir einnig. Ekki liggur fyrir hvort Gorbatsjev verður veitt ríkisútför.\n","summary":"Míkhaíl Gorbatsjev, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, lést í gærkvöld. Leiðtogar víðs vegar um heiminn hafa vottað honum virðingu sína í dag."} {"year":"2022","id":"1","intro":null,"main":"Feðgarnir í Blönduósmálinu, maðurinn sem særðist alvarlega í skotárás í síðustu viku og sonur hans, eru báðir með réttarstöðu sakbornings. Sonurinn er talinn hafa ráðið niðurlögum árásarmannsins. Mbl.is hefur eftir Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, að ekki standi til að taka frekari skýrslur af feðgunum í dag eða næstu daga. Ekki náðist samband við Páleyju nú fyrir fréttir. Á mánudag var í fyrsta sinn hægt að taka skýrslu af föðurnum á Landspítalanum þar sem hann hefur legið þungt haldinn frá því gerð var skotárás á heimili fjölskyldunnar á Blönduósi. Eiginkona hans lést í árásinni.\nFeðgarnir í Blönduósmálinu, maðurinn sem særðist alvarlega í skotárás í síðustu viku og sonur hans, eru báðir með réttarstöðu sakbornings. Sonurinn er talinn hafa ráðið niðurlögum árásarmannsins. Mbl.is hefur eftir Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, að ekki standi til að taka frekari skýrslur af feðgunum í dag eða næstu daga. Ekki náðist samband við Páleyju nú fyrir fréttir. Á mánudag var í fyrsta sinn hægt að taka skýrslu af föðurnum á Landspítalanum þar sem hann hefur legið þungt haldinn frá því gerð var skotárás á heimili fjölskyldunnar á Blönduósi. Eiginkona hans lést í árásinni.","summary":"Feðgarnir í Blönduósmálinu, maðurinn sem særðist alvarlega í skotárás í síðustu viku og sonur hans, eru báðir með réttarstöðu sakbornings. "} {"year":"2022","id":"1","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfir þessa dagana hér á Íslandi og býr sig undir tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM. Glódís Perla Viggósdóttir landsliðskona segir að liðið sé búið að jafna sig á EM í sumar og tilbúið að komast á næsta stórmót.","main":"Íslenska liðið kom nýverið saman og undirbýr sig nú af fullum krafti fyrir tvo leiki í undankeppni HM. Heima gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn kemur og gegn Hollandi ytra á þriðjudaginn næsta. Þetta er fyrsta verkefni íslenska liðsins síðan á Evrópumótinu í fótbolta, þar sem Ísland komst ekki upp úr riðlinum þrátt fyrir að hafa ekki tapað leik. Það var svekkjandi niðurstaða, en leikmennirnir eru þó að jafna sig á því.\nSagði Glódís Perla Viggósdóttir landsliðskona á æfingu í morgun. Andstæðingarnir framundan eru ólíkir. Hollenska liðið er mun sterkara en Hvíta-Rússland, en Ísland vann hvítrússa 5-0 í fyrri leik liðanna ytra en tapaði fyrir Hollandi. Það má þó ekki vanmeta hvítrússa.\nSagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir landsliðskona. Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 15 stig en Holland í efsta sætinu með 17 en íslenska liðið á leik til góða, en annað sætið dugar í umspil um sæti á HM en fyrsta sætið tryggir sér sæti á HM.\nUndanúrslit Mjólkubikars karla hefjast í kvöld með stórleik Breiðabliks og Víkings. Breiðablik er efsta lið Bestu deildar karla í fótbolta og Víkingur ríkjandi bikar- og Íslandsmeistari og sem stendur í 3. sæti Bestu deildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 19:45 í beinni útsendingu á RÚV 2 en upphitun hefst tuttugu mínútum fyrr.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"2","intro":"Rússar segja að um hundrað flugskeyti hafi skollið á Kherson-borg í suðurhluta Úkraínu síðustu tvo daga. Sókn úkraínska hersins í hinu hernumda Kherson-héraði er hafin og Úkraínuher hefur tekist að brjótast í gegnum varnir Rússa.","main":"Rússneski herinn tók Kherson-hérað, sem liggur norðvestur af Krímskaga, við upphaf innrásarinnar í vor. Samnefnd höfuðborg héraðsins er eina stórborgin sem Rússum hefur tekist að halda í innrás sinni.\nNú reynir úkraínski herinn að ná bæði borginni og héraðinu aftur á sitt vald. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu vildi lítið sem ekkert gefa upp um sóknina í ávarpi seint í gærkvöld.\nImportant meetings, important topics, it is wrong to reveal them. But everyone can see the result over time. When our defenders destroy the logistics, bases, and headquarters of the enemy. We will continue this\nZelensky sagðist hafa rætt stöðuna á fundum með yfirmönnum hersins og ríkisstjórn sinni. Hann ætli ekki að veita upplýsingar um gang mála en árangurinn verði smám saman ljós. Skorið verði á birgðalínur Rússa, herstöðvar þeirra og höfuðstöðvar eyðilagðar.\nYfirstjórn úkraínska hersins sagðist í yfirlýsingu hafa eyðilagt vopnageymslur Rússa með hárnákvæmum flugskeytum. Rússneski miðillinn Tass segir að rússnesk loftvarnarkerfi reyni að stöðva þessar árásir. Vladímír Leontíev, æðsti yfirmaður stjórnar Rússa í Kherson-héraði, sagði að um fimmtán árásir hefðu verið gerðar. Allt í allt hafi um hundrað flugskeyti skollið á borginni.","summary":"Rússnesk stjórnvöld í hinu hernumda Kherson-héraði í Úkraínu segja að Úkraínuher skjóti flugskeytum á Kherson-borg í gríð og erg. Forseti Úkraínu vill lítið sem ekkert gefa upp um sókn hersins."} {"year":"2022","id":"2","intro":"Verðbólga hjaðnar aðeins milli mánaða í fyrsta sinn frá því í júní í fyrra. Forsætisráðherra telur varasamt að draga of miklar ályktanir af nýjustu mælingunni.","main":"Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, sem birtar voru í morgun, stendur verðbólga á ársgrundvelli í 9,7 prósentum. Hún var í 9,9 prósent í síðasta mánuði.\nVísitala neysluverðs hækkar um 0,29 prósent frá júlí og er nú 555,1 stig. Það er minni hækkun en undanfarna mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkar um 0,04% frá því í júlí.\nVerð á fötum og skóm hækkaði um 3,5 þrjú og hálft prósent og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 6,4%. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 0,9%. Flugfargjöld og bensínverð lækkaði, flugið um 8,7 prósent og bensínið um 3,9 prósent.\nKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin hafi ekki ráðist í neinar nýjar aðgerðir til að sporna við verðbólgu.\nÞað er jákvætt tikk hvað varðar ársverðbólguna, en það er varasamt að draga ályktanir af því. Við höfum séð að aðgerðir Seðlabankans hafa borið þann árangur að við erum að sjá aukinn stöðugleika, sem er stærsti þátturinn í því sem við getum kallað þessa innlendu verðbólgu. Svo erum við auðvitað stödd í alþjóðlegu samhengi þar sem öll lönd austanhafs og vestan eru að glíma við ógnvænlegar tölur í verðbólguþróun. Það skiptir gríðarmiklu máli að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til beri árangur og við náum tökum á verðbólgunni því það er mjög alvarlegt ef hún fer úr böndum.","summary":"Forsætisráðherra segir varasamt að draga of miklar ályktanir af því að ársverðbólga hafi hjaðnað. Vísitala neysluverðs hækkar lítillega á milli mánaða."} {"year":"2022","id":"2","intro":"Mjaldrasysturnar Litla Hvít og Litla Grá verða ekki fluttar í sjókvína í Klettsvík við Vestmannaeyjar í sumar. Allt var til reiðu fyrir flutninginn um miðjan mánuð þegar bátur sökk í víkinni. Umsjónarmaður mjaldranna segir að þetta séu mikil vonbrigði.","main":"Mjaldrasysturnar voru fluttar til Íslands þar sem átti að gefa þeim tækifæri til að lifa við ákjósanlegar aðstæður í kví í Klettsvík. Þær ólust upp í umsjón manna og geta ekki bjargað sér úti í náttúrunni. Til stóð að aðlaga þær smátt og smátt lífinu í kvínni. Þær komu til landsins 2019. Sumarið 2020 voru þær settar í kvína en hafa annars verið í laug í húsnæði samtakanna Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.\nGert var ráð fyrir að mjaldrarnir færu aftur í laugina á veturna fyrstu árin en þetta er annað árið sem ekki er hægt að setja systurnar í kvína. Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Sea Life Trust, segir þetta vonbrigði.\nAudrey segir að aðeins nokkrum klukkutímum áður en flytja átti mjaldrana, þann 14. ágúst, hafi komið í ljós að bátur hefði sokkið við kvína í Klettsvík.\nÞetta verður til þess að ekki er hægt að flytja Litlu Hvít og Litlu Grá fyrr en á næsta ári. Það þurfti að hluta kvína í sundur til að ná bátnum upp og hreinsa þarf upp olíumengun.","summary":"Mjaldrasysturnar Litla Hvít og Litla Grá verða ekki fluttar í sjó-kvína í Klettsvík í Vestmannaeyjum í sumar. Einn umsjónamanna segir það mikil vonbrigði."} {"year":"2022","id":"2","intro":"Í gær var tekin fyrsta skýrsla af manninum sem varð fyrir skotárás á Blönduósi í síðustu viku. Framburður hans er talinn mikilvægur liður í að varpa ljósi á atburðarásina.","main":"Maðurinn hlaut alvarleg skotsár þegar vopnaður maður réðst inn á heimili fjölskyldu hans á Blönduósi að morgni tuttugasta og fyrsta ágúst. Eiginkona mannsins lést í árásinni. Hann er kominn til meðvitundar á Landspítalanum og gær hlýddi lögregla á vitnisburð hans í fyrsta sinn. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, staðfesti þetta í samtali í morgun. Hún segir framburð mannsins mikilvægan í rannsókninni, þar sem hann var einn af þeim sem voru á vettvangi og geti varpað ljósi á atburðarásina. Páley reiknar ekki með að tekin verði önnur skýrsla af manninum í dag, hann sé enn það veikburða. Hún segir að rannsókn málsins miði vel og það hafi forgang hjá embættinu. Frekari upplýsingar liggi ekki fyrir að svo stöddu.","summary":"Lögregla tók í gær í fyrsta sinn skýrslu af manni sem særðist alvarlega í skotárás á Blönduósi. Lögregla telur framburð hans mikilvægan þar sem hann geti varpað ljósi á atburðarásina."} {"year":"2022","id":"2","intro":"Öll aðildarfélög Bandalags háskólamanna hafa ákveðið að koma sameinuð að samningaborði í upphafi kjaraviðræðna í stað þess að hvert félag hefji viðræður fyrir sig. Friðrik Jónsson formaður BHM fagnar þessari ákvörðun og leggur áherslu á að koma verði í veg fyrir að félögin verði samningslaus í lengri tíma líkt og gerst hafi í síðustu samningum.","main":"Það er náttúrlega styrkur í samstöðunni og sýnir að á þessum óvenjulegu tímum er það mat allra að það sé langbest að byrja svona. Við byrjum saman. Tökum breiðu línurnar, við getum sagt sem svo, við stóra borðið. Við þurfum að vinna ötullega að því að stöðva þennan kaupmáttarbruna sem er í gangi eins og ég hef kallað það. Og við höfum heyrt seðlabankastjóra kalla eftir ábyrgð frá vinnumarkaðnum og þetta er hluti af svari við því ákalli.\nFriðrik segir þetta einnig svar við ákalli ríkissáttasemjara um betri vinnubrögð í kjaraviðræðum. Í síðustu kjaralotu hafi félagsmenn BHM verið tæpt ár án kjarasamnings. Kostnaður vegna kjararýrnunar þá hafi verið um tvö og hálft prósent en verðbólga var lítil á þeim tíma. Ef sama staða kæmi upp nú yrði öll töf um átta sinnum dýrari vegna mikillar verðbólgu.\nSamningar renna út eftir sjö mánuði frá deginum í dag og ef það tæki síðan ár í viðbót eftir það þá erum við að horfa upp á hvað, 15-20 prósenta kaupmáttarrýrnun, átta sinnum dýrari töf en síðast og það er algjörlega óásættanlegt þannig að það er allt sem telur með því að byrja strax, vinna fljótt og vinna vel.\nTuttugu og sjö aðildarfélög eru innan Bandalags háskólamanna. Friðrik leggur enda áherslu á að um viðræðuumboð en ekki samningsumboð sé að ræða. Hvert og eitt félag eigi svo við ákveðin sérmál innan ramma breiðu línunnar náist samkomulag um það.\nÞað er full ástæða til að vinna betur en gert hefur verið undanfarið og á síðustu árum og áratugum. Og ég trúi því að það sé það sem er affarasælast fyrir meðlimi aðildarfélaga BHM og ég held reyndar að svo eigi við um allan vinnumarkaðinn. Óvissa og óþarfa töf þjónar ekki hagsmunum neinna.","summary":null} {"year":"2022","id":"2","intro":"Hugmyndir eru um að byggja samfélagsgróðurhús og nýta þann mikla jarðvarma sem er á Húsavík til að hita þau. Verkefnið verður kynnt á íbúafundi í næstu viku og óskað eftir hugmyndum frá bæjarbúum um framkvæmdina.","main":"Þetta er samstarfsverkefni þróunar- og nýsköpunardeildarinnar Eimis, samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og Hraðsins á Húsavík. Hugmyndin er hluti af stærra Evrópuverkefni sem Eimir er hluti af og snýst meðal annars um að vinna með jarðvarma á mismunandi stöðum í Evrópu. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir er framkvæmdastjóri Eimis.\nHluti af verkefninu snýst um að hópfjármagna verkefni og líka að fá svona svokallað social license to operate eða að fá samfélagið til þess að vera svolítið svona samþykkt einhverjum verkhluta eða verkefnum innan samfélagsins.\nÚr varð sú hugmynd að búa til samfélagsgróðurhús sem hugsað er fyrir íbúa, fyrirtæki og skóla Húsavíkur til afnota.\nmarkmiðið með þessu er í rauninni að nýta orkuna okkar á sjálfbæran hátt þannig að við séum í rauninni að búa til, einmitt eins og þetta er matvælaframleiðsla, við erum að fara að búa til okkar eigið grænmeti og líka um leið þróa eitthvað svona nýsköpunarsamfélag í kring um þessi gróðurhús.\nHún vonar að verkefnið auki nýsköpun í ylrækt og að í gróðurhúsunum geti fólk deilt hugmyndum sínum og skipst á þekkingu.","summary":null} {"year":"2022","id":"2","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið saman til æfinga og ætlar sér að ná í þrjú stig gegn Hvít-Rússum í næst síðasta leik sínum í undankeppni HM. Liðin mætast á Laugardalsvelli á föstudaginn.","main":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta býr sig undir tvo mikilvæga lokaleiki í undankeppni HM 2023. Liðið mætir Hvít-Rússum hér heima á föstudag og Hollendingum ytra á þriðjudag.\nÍsland hefur aldrei komist á HM kvenna en fjórum sinnum spilað á Evrópumótinu, síðast á Englandi nú í sumar þar sem liðið gerði þrjú jafntefli en náði ekki markmiðum sínum um að vinna leik og komast áfram í útsláttarkeppnina.\nsögðu Dagný Brynjarsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir á æfingu liðsins nú rétt fyrir hádegi. Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins tveimur stigum á eftir Hollandi sem á þó bara eftir að spila leikinn gegn stelpunum okkar. Efsta sætið tryggir beina leið á HM en Ísland er nú þegar öruggt allavega um umspil.\nBáðir leikirnir verða sýndir beint á RÚV.","summary":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er komið saman til æfinga og ætlar sér að ná í þrjú stig gegn Hvít-Rússum í næstsíðasta leik sínum í undankeppni HM. Liðin mætast á Laugardalsvelli á föstudaginn. "} {"year":"2022","id":"2","intro":"Fjölga þarf starfsfólki hjá Úrvinnslusjóði svo hann geti sinnt eftirlitshlutverki sínu. Sannreyna þarf endanleg afdrif úrgangs áður en úthlutað er úr sjóðnum. Þetta kemur fram í nýrri stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.","main":"Í úttektinni er lagt til að starfsemi sjóðsins verði styrkt, starfsfólki fjölgað, verkferlar skráðir, innra eftirliti komið á og upplýsingagjöf út á við bætt. Hjá Úrvinnslusjóði starfa sex manns við að innheimta úrvinnslugjöld hjá vöruframleiðendum og innflutningsaðilum og greiða þeim sem sjá um að koma úrgangi þeirra í endurvinnslu. Á árunum 2016 til 2020 var átta og hálfur milljarður króna greiddur úr Úrvinnslusjóði og verkefni sjóðsins eru sögð aukast að umfangi á komandi misserum.\nOlíuvörur, hjólbarðar, raftæki, málning og plastumbúðir eru á meðal vöruflokka sem falla undir lög um úrvinnslugjald. Málefni Úrvinnslusjóðs komust í hámæli í fyrra þegar heilu stæðurnar af óendurunnu, íslensku plasti fundust í vörugeymslu í Svíþjóð. Sjóðurinn hafði þá úthlutað til þjónustu- og ráðstöfunaraðila sem áttu að koma plastinu í endurvinnslu. Ríkisendurskoðun leggur til að komið verði á skilvirkum leiðum til að sannreyna endanleg afdrif úrgangs. Einnig er lagt til að skilvirkt eftirlit verði tryggt með innheimtu úrvinnslugjalds þannig að þeir sem eiga að greiða gjaldið skili sér á gjaldendaskrá. Aukið samstarf við Skattinn er sagt nauðsynlegt.","summary":"Úrvinnslusjóður ræður illa við að sinna eftirlitshlutverki sínu og fjölga verður starfsfólki. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar sem birt var í gær."} {"year":"2022","id":"3","intro":null,"main":"Óvenju margt fólk í aldurshópnum 70 ára og eldri lést í mars, apríl og júlí á þessu ári miðað við fyrri ár. Þetta kemur fram á vef landlæknis. Þar segir að líkleg skýring sé að færri dóu árin 2020 og 2021 en í venjulegu árferði. Einnig sé líklegt að mikil útbreiðsla COVID-19 á þessu ári hafi valdið því að fleiri dóu í þessum mánuðum. Óvenju fáir dóu í þessum aldurshópi frá júní til ágúst 2020, janúar til mars og september til október 2021. Sóttvarnaaðgerðir á þessum tíma hafi líklega verndað þennan aldurshóp því sýkingum fækkaði almennt mjög á þessum tíma.","summary":"Óvenju mörg létust í aldurshópnum 70 ára og eldri í mars, apríl og júlí á þessu ári miðað við fyrri ár. Mikil útbreiðsla COVID-19 er talin hafa áhrif, sem og fækkun dauðsfalla á fyrri árum. "} {"year":"2022","id":"3","intro":"Eftirlitssveit á vegum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar lagði af stað til Úkraínu í nótt til þess að heimsækja kjarnorkuverið í Zaporizhzhia, það stærsta í Evrópu. Styr hefur staðið um verið síðustu vikur og leiðtogar varað við því að meiriháttar kjarnorkuslys sé yfirvofandi.","main":"Rafael Mariano Grossi, framkvæmdastjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, deildi mynd af eftirlitssveitinni á samfélagsmiðlum í nótt. Sagði hann að erindi sveitarinnar væri að tryggja öryggi á vettvangi. Hann leiðir hópinn sjálfur.\nRússar lögðu kjarnorkuverið undir sig í upphafi innrásarinnar í Úkraínu í vor. Síðustu vikur hafa Rússar og Úkraínumenn sakað hvorir aðra um að varpa sprengjum á svæðið. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sagði fyrir helgi að Evrópa væri á barmi kjarnorkuslyss en þá hafði verið verið rafmagnslaust í stutta stund áður en vararaflstöðvar fóru í gang. Zelensky sagði að eldsvoði hefði skemmt rafmagnslínur.\nDmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sagði á fréttamannafundi í morgun að nauðsyn krefðist þess að heimsbyggðin þrýsti á Rússa að yfirgefa kjarnorkuverið.\nRussia is trying to legitimise its presence and to root itself there, but it goes against nuclear, nuclear safety and also about against the energy security in Europe as a whole for Russia to stay there. Russia must go\nKuleba sagði Rússa leita viðurkenningar á yfirráðum sínum á svæðinu. Yfirráð þeirra ógnuðu hins vegar öryggi kjarnorkuversins og þar með Evrópu allrar.","summary":"Úkraínustjórn segir brýnt að heimsbyggðin þrýsti á Rússa að yfirgefa kjarnorkuverið í Zaporizhzhia. Eftirlitssveit lagði af stað þangað í skoðunarferð í nótt."} {"year":"2022","id":"3","intro":null,"main":"Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík er nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Kosningu lauk núna í hádeginu\nHeiða Björg tekur við formennskunni á landsþingi sambandsins sem verður haldið á Akureyri 28. til 30. september. Auk Heiðu var Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins og bæjarstjóri í Hafnarfirði, í framboði. Heiða fékk 76 atkvæði og Rósa 73.","summary":"Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, er nýkjörinn formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga."} {"year":"2022","id":"3","intro":"Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ, segir að það myndi veikja sambandið ef Efling gengi úr því. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði um helgina að til greina kæmi að draga félagið úr ASÍ ef ekki verða gerðar breytingar innan sambandsins.","main":"Það er aldrei gott þegar félög hyggjast ganga út úr sambandinu en ég held samt sem áður að það sé mjög mikilvægt að félögin ræði veru sína í samtökum á hverjum tímapunkti fyrir sig og meti kosti og galla þess að vera í þátttökunni.\nSólveig Anna sagði í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina að það kæmi til greina að endurskoða framtíð Eflingar innan ASÍ. Hún vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað. Kristján telur að það hefði áhrif á styrk og samstöðu ASÍ ef fjölmennt félag eins og Efling segði sig úr sambandinu.","summary":"Forseti ASÍ telur að það myndi veikja sambandið ef stórt aðildarfélag eins og Efling segði sig úr því. Formaður Eflingar segir koma til greina að endurskoða framtíð félagsins innan ASÍ. "} {"year":"2022","id":"3","intro":"Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir að tryggja þurfi stuðning við skóla landsins um viðbragðsáætlanir þegar kynferðisofbeldismál eða önnur ofbeldismál koma upp. Nauðsynlegt sé að skerpa línur um hvernig taka eigi á slíku innan skólakerfisins.","main":"Grunur leikur á að nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi brotið kynferðislega á samnemanda sínum innan veggja skólans í llðinni viku. Nemendur hafa gagnrýnt viðbrögð skólans. Skólastjórinn segir ungmennum ekki vísað úr skóla nema óyggjandi sannanir liggi fyrir. Lögreglurannsókn stendur yfir.\nGögn á borð við skýrslu starfshóps um eflingu kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum liggja fyrir, að sögn Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra. Í kjölfarið hafi ráðuneytið bent skólum á mikilvægi þess að setja upp viðbragðsáætlanir innan skólanna.\nMálin eru gríðarlega ólík Þau eru eiginlega jafn ólík og þau eru mörg. Aðstæður skólanna eru ólíkar. Þetta eru ekki alltaf kynferðisofbeldismál sem koma upp heldur líka bara hefðbundin ofbeldismál. Hvar eigum við að draga línurnar í því. Með hvaða hætti eigum við að gera þetta og það er sú vinna sem að við ætlum að fara af festu inn í núna í framhaldi af þeirri skýrslu sem að kom út og þeim samskiptum sem hafa verið við skólana sem hafa verið hvattir til að setja slíkar viðbragðsáætlanir upp er hvernig getum við gert þetta af meiri festu. Og við munum nú á næstunni funda með ýmsum aðilum, til dæmis þeim sem unnu þessa skýrslu. Fá ráðgjöf um það hvernig við getum tekið næstu skref með skólunum. Þannig að jú, ég held að það þurfi skýrari línur og við þurfum i rauninni samtal um hvernig þær eiga að vera og það ætlum við okkur að gera.","summary":"Mennta- og barnamálaráðherra segir að skerpa þurfi á viðbragðsáætlunum í kynferðisofbeldis- og ofbeldismálum í skólum landsins. Málin séu jafn ólík og þau séu mörg."} {"year":"2022","id":"3","intro":"Sveitarfélög vilja taka á móti flóttafólki en húsnæði skortir, segir félagsþjónustufulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þátttaka ríkisins í kostnaði við móttöku flóttafólks hefur verið samræmd.","main":"Áður samdi ríkið við sveitarfélög um móttöku kvótaflóttafólks og endurgreiðslu kostnaðar. Undanfarin ár hefur umsóknum um um alþjóðlega vernd fjölgað og það kallaði á samræmingu. Í fyrra komu um þúsund flóttamenn til landsins. Á þessu ári eru þeir orðnir tvö þúsund og gert er ráð fyrir að þeir verði á bilinu þrjú til fjögur þúsund á árinu.\nMaría Kristjánsdóttir er félagsþjónustufulltrúi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.\nSveitarfélögin, þeim ber náttúrulega að veita grunnþjónustu en þegar að flóttafólk kemur til landsins, fær lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi, þá er tekið tillit til þess að þetta kallar á svona viðbótarþjónustu hjá sveitarfélögunum sem er meiri en grunnþjónustan.\nMeð fólki sem kemur eitt, og fær alþjóðlega vernd, greiðir ríkið fjögur hundruð áttartíu og fimm þúsund krónur á ári í þrjú ár. Meira er greitt með hjónum og aukalega með hverju barni. Hærri upphæð er greidd með kvótaflóttafólki.\nVegna þess að fólk sem kemur á eigin vegum það er búið að vera á landinu í nokkurn tíma þannig að þjónusta er minni sem þarf að veita þeim þegar þau fá lögheimili í sveitarfélaginu. Þegar þú ert kvótaflóttamaður þá kemur þú bara beint til sveitarfélagsins.\nFimm sveitarfélög tóku þátt í tilraunaverkefni um þátttöku ríkisins í kostnaði og var komið til móts við ábendingar þeirra. María segir að sveitarfélög vilji taka á móti flóttafólki.\nÞað voru alveg 38 sveitarfélög sem voru viljug til að taka á móti flóttafólki en sveitarfélögin eru áhyggjufull vegna húsnæðismála. Það er flöskuháls.","summary":null} {"year":"2022","id":"3","intro":"Breiðablik styrkti stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í fótbolta í gærkvöldi og Skagamenn lyftu sér upp úr botnsætinu með öðrum sigrinum í röð.","main":"Breiðablik er með níu stiga forystu á toppi úrvalsdeildar karla í fótbolta þegar þrjár umferðir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni. Að henni lokinni tekur við úrslitakeppni.\nFjórir leikir voru spilaðir í deildinni í gær og einn er á dagskrá í kvöld þegar Valur og Fram mætast á Hlíðarenda. Blikar tóku á móti Leiknismönnum sem eru í harðri fallbaráttu á Kópavogsvelli. Mikkel Qvist skoraði eina mark fyrri hálfleiksins en Breiðablik fékk tækifæri til að tvöfalda forystuna rétt fyrir leikhlé þegar dæmd var vítaspyrna en Atli Jónasson varði frá Höskuldi Gunnlaugssyni.\nSölvi Snær Guðbjargarson, Gísli Eyjólfsson og Dagur Dan Þórhallsson skoruðu eitt mark hver í síðari hálfleiknum og Blikar unnu 4-0. KA-menn eru í öðru sæti deildarinnar og mistókst að saxa á forskot Breiðabliks í gær því liðið tapaði 3-2 fyrir Víkingi á heimavelli og hleypti ríkjandi Íslandsmeisturunum þannig nær sér. Víkingur er í þriðja sæti stigi á eftir KA og á leik til góða.\nSkagamenn eru nú búnir að vinna tvo leiki í röð eftir erfitt sumar og lyftu sér með 1-0 sigri á Keflavík í gær upp fyrir Leikni á botni deildarinnar en Leiknismenn eiga leik til góða. Oliver Stefánsson skoraði sigurmarkið örstuttu fyrir leikslok.\nStaðan á botninum er nú þannig að ÍBV sem vann Stjörnuna í gær 3-1 er með átján stig í níunda sæti, FH sem gerði markalaust jafntefli við KR er með fimmtán stig í tíunda sæti, þá kemur ÍA með 14 stig í ellefta sæti og loks Leiknir með þrettán stig í tólfta og neðsta sæti en á eins og fyrr segir leik til góða.\nValur og Fram mætast kl. kortér yfir sjö. Valsarar eru í fjórða sæti deildarinnar og nýliðar Fram í sjöunda sæti með jafnmörg stig og Keflavík sem er í því áttunda.","summary":"Breiðablik styrkti stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í fótbolta í gærkvöldi og Skagamenn lyftu sér upp úr botnsætinu með öðrum sigrinum í röð. "} {"year":"2022","id":"3","intro":"Aðeins vika er þar til í ljós kemur hver verður leiðtogi breska Íhaldsflokksins og tekur við af Boris Johnson sem forsætisráðherra. Liz Truss utanríkisráðherra er enn talin mun sigurstranglegri en Rishi Sunak fyrrverandi fjármálaráðherra.","main":"Hvort sem Truss eða Sunak hefur sigur bíður sigurvegarans ekki öfundsvert hlutskipti enda þarf umsvifalaust að takast á við mestu verðbólgu síðustu ára, mögulegan efnahagssamdrátt og hækkandi framfærslukostnað heimilanna. Eins þarf sigurvegarinn að sameina Íhaldsmenn og vinna upp það mikla forskot sem Verkmannaflokkurinn hefur í skoðanakönnunum.\nÁtta þingmenn Íhaldsflokksins hófu kapphlaupið um að taka við af Johnson eftir að hann ákvað að segja af sér snemma í júlí. Framan af voru vinsældir Sunaks mestar en eftir að hann og Truss voru ein eftir tók hún forystuna sem hún heldur enn, með talsverðum mun.\nUm það bil tvöhundruð þúsund úr grasrót flokksins velja nýjan leiðtoga en kosningum lýkur næstkomandi föstudag. Niðurstaðan verður kynnt á mánudaginn kemur og sigurvegarinn flyst inn í Downingstræti tíu daginn eftir. Hneykslismál urðu til þess að Johnson neyddist til að segja af sér eftir að Sunak og tugir annarra ráðherra ákváðu að yfirgefa ráðuneyti hans. Truss var ein þeirra sem héldu trúnað við við Johnson og vildu gefa honum færi á að bæta ráð sitt. Johnson hefur lítt skipt sér af baráttunni en hefur gefið í skyn fullan stuðning við sigurvegarann.","summary":null} {"year":"2022","id":"3","intro":"Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir að hlutverk lífeyrissjóða sé ávallt að ávaxta ævisparnað sjóðfélaga. Þeirra hlutverk sé ekki að taka þátt í kjarasamningum. Lífeyrissjóðir geti aukið hlut sinn í fjármögnun á húsnæðismarkaði en aðeins ef það kemur sjóðfélögum til góða.","main":"Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, segir ljóst að vandi ríki á húsnæðismarkaði. Lífeyrissjóðirnir ávaxti skyldusparnað almennings og þurfi að vega og meta ávöxtun og áhættu í fjárfestingum.\nÍ kvöldfréttum sjónvarps í gær sagði Ólafur Margeirsson hagfræðingur þörf á að lífeyrissjóðir kæmu frekar að borðinu til að auka framboð á húsnæði. Með þeim hætti gætu þeir komið að kjarasamningum.\nÞað er alveg örugglega hægt að gera betur en lífeyrissjóðir hafa verið mjög öflugir í að fjármagna húsnæðissparnaðinn bæði með beinum lánum og inn í ýmis félög og sjóði og slíkt.\nGreiðslubyrði af meðalháu óverðtryggðu fasteignaláni hefur hækkað um ríflega hundrað þúsund krónur á mánuði. Ólafur segir að auka þurfi framboð á húsnæði og að lífeyrissjóðir þurfi að koma frekar að borðinu. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir það ekki þeirra hlutverk.\nÞað er algjör aðgreining á milli verkalýðshreyfingarinnar og aðila vinnumarkaðarins og lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóðirnir, það skiptir miklu máli að þeir séu sjálfstæðir í sínum ákvarðanatökum og eiga eingöngu að huga að hagsmunum sjóðfélaganna til langs tíma. Þetta er þeirra ævisparnaður og er ætlaður til greiðslu lífeyris þannig að þetta samtal verður aldrei þannig að lífeyrissjóðirnir komi að kjarasamningsumræðunni.","summary":"Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða segir að hlutverk lífeyrissjóða sé að ávaxta ævisparnað en ekki að taka þátt í kjarasamningum. Engu að síður geti sjóðirnir aukið hlut sinn í fjármögnun á húsnæðismarkaði."} {"year":"2022","id":"3","intro":"Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við rekstur sjálfstætt starfandi leik- og grunnskóla í nýrri skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Nokkrir sjálfstætt starfandi leikskólar greiða umtalsverðan arð af starfsemi sinni jafnvel þótt eigið fé þeirra sé neikvætt. Engar kvaðir eru um nýtingu opinberra framlaga og rekstrarafgang sjálfstætt starfandi leikskóla.","main":"Alls gerir innri endurskoðun fimm athugasemdir við fyrirkomulag sjálfstætt starfandi grunn- og leikskóla í Reykjavík. Sú alvarlegasta er að engar kvaðir eru á nýtingu opinberra fjárframlaga til skólanna. Nokkrir sjálfstætt starfandi leikskólar greiða umtalsverðan arð af starfsemi sinni, að því er segir í skýrslunni. Eigendur leikskólans Ársólar greiddu sér samtals 20,9 milljónir króna í arð árin 2018 og 2019 þrátt fyrir að eigið fé væri neikvætt og skólinn stefndi í gjaldþrot. Eigendur leikskólans Vinaminnis greiddu sér 65 milljónir króna í arð árin 2019 til 2020. Lagt er til í skýrslunni að viðmið verði sett um arðgreiðslur og rekstrarafgang sjálfstætt starfandi skóla og skoðað hvort starfsemin samræmist meðferð á opinberu fé.\nÍ skýrslunni segir einnig að sjö sjálfstætt starfandi leikskólar hafi ekki innheimt samkvæmt heimildum Reykjavíkurborgar um gjaldtöku. Einn þeirra ofrukkaði foreldra barns um 16 þúsund krónur á mánuði þar til það var tilkynnt og skólanum var gert að greiða rúma milljón til baka. Þá er lagt til að síendurteknu eftirliti skóla- og frístundasviðs með sjálfstætt starfandi leikskólum fylgi aðgerðir. Sami leikskólinn hefur fengið athugasemdir í sex ár í röð vegna þess að skólanámskrá vantar en engum viðurlögum hefur verið beitt.\nStarfshópur hefur verið skipaður til að bregðast við athugasemdum innri endurskoðunar.","summary":"Eigendur sjálfstætt starfandi leikskóla í Reykjavík greiddu sér um 20 milljóna króna arð á tveimur árum þrátt fyrir að skólinn stefndi í gjaldþrot. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerir alvarlegar athugasemdir við starfsemi sjálfstætt starfandi leik- og grunnskóla."} {"year":"2022","id":"4","intro":"Einn besti hjólreiðamaður landsins slasaðist alvarlega á baki í fjallabrunskeppni í Úlfarsfelli í gær. Stjórnarmaður í Hjólreiðasambandi Íslands segir að skoða verði málið nánar, ekki séu til verkferlar hjá sambandinu til að bregðast við slysum sem þessu.","main":"Slysið varð um hádegisbil í gær. Viðstöddum varð strax ljóst að um alvarlegt slys var að ræða. Sá slasaði, sautján ára gamall piltur. var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi þar sem áverkar hans voru metnir þess eðlis að ekki væri óhætt að flytja hann landleiðina. Slysið varð í bikarmóti í fjallabruni en Hjólreiðasamand Reykjavíkur sem hélt mótið tók ákvörðun um að aflýsa því þegar slysið varð. Björgvin Tómasson, meðstjórnandi Hjólreiðasamband Íslands var á staðnum, hann segir að öll viðbrögð eftir slysið hafi verið til fyrirmyndar. Ekki er ljóst hver líðan hins slasaða er.\nVið fengum fréttir seinnipartinn í gær að það yrði aðgerð og að nóttin yrði löng.\nVar þetta vanur hjólreiðamaður sem lenti í þessu slysi? Einn besti hjólari landsins.\nHjólreiðasamband Íslands er ekki með sérstaka ferla þegar það kemur að slíkum slysum þar sem þau eru sjaldgæf.\nÞetta er hlutur sem þarf að skoða frá öllum hliðum þegar svona gerist. Þessi braut er búin að vera notuð mjög lengi og guð sé lof ekkert sem hefur gerst fram af því. En þessir ferlar þurfi kannski að vera til.\nUm fjörtíu manns urðu vitni af slysinu og var þeim boðin áfallahjálp af Rauða kross Íslands í gærkvöldi.\nÞað var öllum boðið sem voru þarna. Það komu þarna nokkrir keppendur með foreldrum og brautarverðir þannig þetta var virkilega góð stund og þarft framtak að geta boðið fólki upp á svona ef það vill opna sig og tala.","summary":null} {"year":"2022","id":"4","intro":"Yfir þúsund manns hafa farist í flóðum vegna monsúnrigninga í Pakistan, þarf af hundrað og nítján síðasta sólarhringinn. Einn af hverjum sjö íbúum landsins hafa orðið fyrir skaða af völdum flóðanna.","main":"Mikil flóð í Pakistan af völdum Monsúnrigninga hafa kostað yfir þúsund manns lífið þar sem af er ári. Stjórnvöld í Pakistna segja að flóðin séu alvarlegar loftslagshamfarir.\nFlóðin hafa valdið miklum skaða í landinu síðustu fjóra daga. Rigningarnar, sem alla jafna eru nauðsynlegar fyrir búfjárrækt og almennan vatnsbúskap í landinu, hafa orðið það miklar að fjöldi áa hafa flætt yfir bakka sína. Í sumum héruðum eru einu þurru blettirnir vegir sem liggja hátt.\nStaðfest er að eitt þúsund þrjátíu og þrír hafa farist í þessu flóðum. Flóðin hafa valdið þrjátíu og þremur milljónum manna tjóni, sem jafngildir einu af hverjum sjö íbúum landsins. Hátt í milljón heimili hafa eyðilagst eða skemmst illa, þar á meðal hús bræðranna Naseeb Ullah og Abid Ali Ullah, sem hreinsa nú brakið öslandi vatnið upp að hnjám.\nNaseeb Ullah segir að hann hafi lagt mikið á sig við að byggja húsið. Nú sé öll vinnan fyrir bí. Hann hafi aðeins verið venjulegur verkamaður og nú sé hvergi hægt að fá vinnu. Hann segir að stjórnvöld verði að aðstoða við að byggja húsið aftur - ef engin aðstoð kemur sé engin von.\nStjórnvöld í Pakistan hafa hins vegar biðlað til alþjóðasamfélagsins um aðstoð og hafa Bandaríkin, Bretland og Sameinuðu arabísku fyrstadæmin þegar boðið hana. Almannavarnir segja stjórnvöld gera allt sem þau geta til að hjálpa.\nSherry Rehman, aðalsérfræðingur Pakistan í loftslagsmálum sagði í morgun að nú dynji alvarlegar loftslagshamfarir yfir landinu. Loftslagsbreytingar eigi stóran þátt í þessu. Flóðin nú eru talin sambærileg við flóðin í landinu árið 2010. Þá fórust yfir 2.000 manns og næstum fimmtungur landsins fór undir vatn. Samkvæmt veðurspám er ekki útlit fyrir að flóðin sjatni í bráð og Sherry Rehman segir hugsanlegt að einn fjórði eða jafnvel einn þriðji af landinu fari nú undir vatn.","summary":"Yfir þúsund hafa farist í flóðum vegna monsúnrigninga í Pakistan, þar af 119 síðasta sólarhringinn. Einn af hverjum sjö íbúum landsins hefur orðið fyrir skaða af völdum flóðanna."} {"year":"2022","id":"4","intro":"Reykjarvíkurborg greiðir KSÍ tæpar tvær komma þrjár milljónir mánaðarlega fyrir afnot af tveimur fyrirlestrarsölum við Laugardalsvöll fyrir kennslu við Laugarnesskóla. Skólastjóri segir það hafa legið fyrir árum saman að byggja þurfi við skólann.","main":"Leigusamningur á milli KSÍ og Reykarvíkurborgar var samþykktur á fundi borgarráðs á fimmtudag. Til stóð að gámar undir nýjar kennslustofur yrðu tilbúnir þegar skólastarf hæfist í haust en afhending þeirra tefst. Með nýju gámunum verða færanlegar kennslustofur á lóð Laugarnesskóla orðnar níu. Sigríður Heiða Bragadóttir er skólastjóri Laugarnesskóla.\nVið getum alveg bætt stofum á lóðina fyrir umsjónarbekki lóðin rúmar það, sérstaklega eins og við erum að gera núna, við erum að fá gáma á tvemur hæðum. En það er allt annað, allar verk og listgreinastofur, mötuneyti svona aðrir þættir sem að bara rúmar ekki þann nemendafjölda sem við erum komin með.\nSigríður segir leka og myglu hafa komið upp í húsnæði Laugarnesskóla og viðhalds sé þörf en fyrst og fremst hafi íbúum fjölgað og byggja þurfi við skólana á svæðinu.\nJá og bara átti að vera búið að því fyrir löngu síðan sko, og bara hugsaðu þér öll árin sem eru búin að fara, ég segi bara til spillis. Ef að hefði verið farið strax hérna þegar við fórum í fyrstu rýmisgreininguna ef það hefði verið farið strax í að byggja við Laugarnesskóla. Verið að draga á langin að taka ákvarðanir um eitthvða sem liggur ljóst fyrir.","summary":null} {"year":"2022","id":"4","intro":"Sveitastjóri Bláskógabyggðar segir ekki búið að ákveða hvað eigi að gera við lóðina sem losnar þegar búið verði að rýma hjólhýsabyggðina á Laugarvatni, hún segir að ekki væru vandræði að taka niður hýsin ef byggt hefði verið í samræmi við samninga.","main":"Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir að ástæðan fyrir því að loka þurfi hjólhýsabyggðinni sé ófullnægjandi brunavarnir og það hafi legið legni fyrir. Ekki hafi staðið yfir neinar samningaviðræður á milli sveitarfélagsins og íbúa á svæðinu um að þau fái að vera lengur.\nSamhjól, félag hjólhýsaeigenda, hefur sent mörg erindi til sveitarstjórnar með beiðni um að falla frá þessari ákvörðun, endurskoða hana eða veita lengri frest. Þeim erindum hefur sveitarstjórn öllumsvarað á sama hátt, neitandi.\nHjólhýsaeigendur buðust til að standa straum af kostnaði við að bæta brunavarnir á svæðinu, Ásta segir að það tilboð hafi ekki gengið upp.\nÞau hafa komið fram með það og viljað fá gegn því ákveðna tryggingu fyrir því að fá að vera þarna áfram í að minnsta kosti 10 ár. Það er bara einfaldlega þannig að það er ekki pláss á þessu svæði fyrir alla sem að voru þar miðað við það að brunavarnir séu fullnægjandi. Félagið taldi sig geta bara valið úr hverjoir ættu að fá að vera áfram og hverjir ekki. Það bara gengur einfaldlega ekki þannig upp í opinberri stjórnsýslu.\nÁsta segir ekki búið að taka ákvörðun um hvað eigi að gera við lóðina, þegar verið búið að rýma hana verði farið í hugmyndasamkeppni með íbúum. Fram hefur komið að meðal þeirra sem nú þurfa að taka niður sín hýsi á Laugarvatni séu aldraðir, öryrkjar og fólk með lítið bakland sem eigi erfitt með að standa að niðurrifinu. Hefði sveitarfélagið ekki þurft að koma til móts við þetta fólk?\nÞetta væri kannski ekki mikið vandamál ef það hefði líka verið farið eftir samningum um hvað væri verið að byggja á svæðinu. Það var heimilt að byggja lítinn pall og lítinn skúr en þarna er búið að byggja mjög mikið og þarna eru allskonar hlutir sem er mjög erfitt að fjarlægja. Það var ekki það sem að um var samið í upphafi.","summary":"Sveitarstjóri segir íbúa í hjólhýsabyggð við Laugarvatn hafa byggt þar í óleyfi. Ekki er búið að ákveða framtíðarhlutverk svæðisins."} {"year":"2022","id":"4","intro":"Vegagerðin hefur til skoðunar fimm jarðgangakosti á höfuðborgarsvæðinu á fjölförnum umferðaræðum og stofnbrautum. Fram undan er umtalsverð uppbygging á samgönguinnviðum í samræmi við samgöngusáttmálann og áætlun Reykjavíkur um vitvænar samgöngur.","main":"Þeir fimm kostir sem um ræðir, eru stokkur undir Sæbraut, stokkur eða göng undir Miklubraut, stokkur í Garðabæ á milli Vífilsstaðavegar og Lyngáss, og stokkur eða göng undir Setbergshamar í Hafnarfirði.\nÞá hafa áætlanir um Sundabraut verið á teikniborðinu, sem þverar Kleppsvík frá Vogahverfi yfir í Grafarvog.\nGuðmundur Valur Guðmundsson framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni segir að auk öryggisjónarmiða og arðsemis, séu kostirnir metnir útfrá svæðisbundnum þáttum.\nVið höfum verið að taka saman þá kosti sem hafa verið til skoðunar og umræðu undanfarin ár, sem við erum þá búnir að greina aðeins nánar og meta hvaða áhrif þær hafa, hvort sem um er að ræða arðsemi, öryggi eða tengingu svæða og svo framvegis. Þannig að skýrslan er í sjálfu sér tól til þess að draga saman þær upplýsingar þannig að við getum forgangsraðað jarðgangakostum.\nHann segir áætlun um fjármögnun stofnbrauta til fimmtán ára liggi fyrir. Víða er frumhönnun lokið og breyta þarf deiliskipulagi.\nÁ höfuðborgarsvæðinu hafa verið athuganir á jarðgangakostum og eða stokkum, sem eru við Miklubraut og Sæbraut, í Garðabæ og Hafnarfirði og Sundagöng. En svo hefur ýmislegt gerst í tengslum við samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, þar sem þessi verkefni tengjast meira inn.\nAthygli hefur vakið að Hvalfjarðargöngum hefur verið lokað nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina. Guðmundur segir tvöföldun þeirra einnig á teikniborðinu.","summary":"Vegagerðin skoðar nú gerð fimm jarðganga á höfuðborgarsvæðinu. Framundan er umtalsverð uppbygging á samgönguinnviðum í samræmi við samgöngusáttmála. "} {"year":"2022","id":"4","intro":"Bandaríska geimferðastofnunin NASA hyggst skjóta ómannaðri Artemis-flaug á loft á morgun mánudag. Artemis-áætlunin miðar að því að koma mönnum til tunglsins að nýju og langtímamarkmiðið er að senda fólk til reikistjörnunnar Mars.","main":"Klukkan ríflega hálfeitt eftir hádegi á morgun að íslenskum tíma verður Artemis fyrsta skotið frá Kennedy geimstöðinni á Canaveral-höfða á Florída. Flaugin hefur með sér Óríon-geimhylki en gínur búnar margvíslegum skynjurum sitja í sætum þess.\nSkynjurunum er ætlað að mæla titring, hröðun og geislun. Geimhylkið hringsólar tunglið áður en það snýr til jarðar og lendir í Kyrrahafi.\nNæsta skref er að senda mannað far á sporbaug um tunglið árið tvö þúsund tuttugu og fjögur. Ekki er ætlunin að lenda á tunglinu fyrr en árið eftir í fyrsta lagi. NASA hefur samið við SpaceX fyrirtæki Elons Musk að smíða það far sem lendir á tunglinu. Það væri þá í fyrsta sinn síðan í desember nítjánhundruð sjötíu og tvö þegar Apollo sautjándi lenti þar.\nÞetta er lítið skref fyrir mann en risastórt stökk fyrir mannkynið, sagði Neil Armstrong þegar hann steig fyrstur tólf manna fæti á tunglið.\nForsvarsmenn NASA tala um ferðir til Mars sem næsta risastökk mannkynsins. Ferðirnar til tungslins eru hugsaðar sem einskonar þjálfun og reynsla fyrir það, meðal annars hvað snertir geimbúninga, farartæki og vistir fyrir geimfara.","summary":null} {"year":"2022","id":"4","intro":"Stjórnmálafræðingur telur að varaformaður Vinstri grænna hafi verið að reyna að draga fram ágreining í ríkisstjórnarsstarfinu þegar hann lýsti því í ræðu á flokksráðsþingi í gær að hann vildi sjá aðra ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Margt bendi til þess að árekstrar innan ríkisstjórnarinnar muni aukast þegar líði á.","main":"Stjórnmálafræðingur telur að varaformaður Vinstri grænna hafi verið að sýna stuðningsfólki fram á að flokkurinn styðji ekki allar ákvarðanir innan ríkisstjórnarinnar, þegar hann lýsti því í gær að hann vildi sjá öðruvísi stjórnarsamstarf á næsta kjörtímabili. Árekstrum innan ríkisstjórnarinnar muni líklega fjölga eftir því sem líði á.\nVið erum varðhundar ákveðinnar hugmyndafræði og stöndum vörð um hana. Að þessu sögðu, þá er draumaríkisstjórnin mín með stjórnmálahreyfingum sem eru lengra til vinstri og grænni. Og, þar vil ég sjá okkur í framtíðinni.\nGuðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og félagsmálaráðherra, ávarpaði flokksráðsþing á Ísafirði í gær þar sem hann lýsti því að flokkurinn væri í stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í þeim tilgangi að koma sínum áherslum á framfæri. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðmundur Ingi lýsir því að stjórnarsamstarfið hugnist honum ekkert sérstaklega og stutt er síðan hann sakaði dómsmálaráðherra um ósannindi. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að nú þegar heimsfaraldurinn er ekki í brennidepli, þar sem almenn samstaða ríkti um viðbrögð við honum, komi frekar ágreiningur í ljós.\nNúna hafa verið að koma í ljós þessi mikli pólitíski munur sem er á flokkunum og jafnvel þó forysta VG virðist hafa liðið vel í þessari ríkisstjórn að einhverju leyti að þá höfum við séð meiri ólgu í baklandinu núna heldur en oft áður og það birtist meðal annars í minnkandi fylgi VG.\nEngan ætti þó að undra að ráðherrar kjósi öðruvísi samsetta ríkisstjórn.\nÞetta er einhves konar leið til þess að skerpa á sérstöðu VG og draga fram ágreininginn og benda stuðningsmönnum VG á að þeir styðji ekki allt það sem þessi ríkisstjórn gerir. En að flokkyrinn neyðist til að taka þátt í ýmsum slíkum aðgerðum samstarfsins vegna .\nÞá geti verið nokkuð flókið að höfða til stuðningsfólks án þess að hætta á að stuða samstarfsflokkana.\nþetta getur verið dálítið flókinn jafnvægisleik ur sem varaformaður VG er að stunda þarna og þessi mál sem þú rekur þau eru dæmi um aukningu í árekstrum á milli VG aðallega og hinna flokkanna og ég geri ráð fyriað við munum sjá meira af slíku þegar að líður á kjörtímabilið.","summary":"Stjórnmálafræðingur telur að varaformaður Vinstri grænna hafi reynt að draga fram ágreining í ríkisstjórnarsstarfinu þegar hann lýsti því í ræðu á flokksráðsþingi í gær að hann vildi sjá aðra ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Árekstrum innan ríkisstjórnar muni líklega fjölga þegar líði á. "} {"year":"2022","id":"4","intro":"Draumur íslenska karlalandsliðsins í körfubolta um sæti á HM í fyrsta sinn í sögu liðsins lifir enn. Íslenska liðið vann baráttusigur gegn Úkraínu í gær. Elvar Már Friðriksson leikmaður liðsins segist ekki hafa látið sig dreyma um að liðið kæmist í þessa stöðu.","main":"Ísland mætti Úkraínu í Ólafssal á Ásvöllum í gær og hafði betur í framlengingu eftir æsispennandi viðureign 91-88. Íslenska liðið fékk tiltölulega stuttan undirbúning fyrir leikina tvo í þessum glugga, og úkraínska liðið býr að afar sterkum leikmönnum. Elvar Már Friðriksson skoraði 27 stig í leiknum, en allir leikmenn lögðu sitt að mörkum, og liðsheildin skilaði sigrinum.\nÍsland er nú í þriðja sæti L-riðils undankeppninnar með fjóra sigra eftir sex leiki, og mætir Georgíu í nóvember en þrjú efstu liðin í riðlinum fá sæti á HM. Elvar segir ótrúlegt að hugsa til þess hve langt íslenska liðið er komið á stuttun tíma, og að draumurinn um HM sæti lifi enn.\nKarlalið Fylkis tryggði sér sæti í Bestu deild karla í fótbolta í gær með öruggum 5-1 sigri gegn Gróttu í fyrstu deildinni. Þetta var tíundi sigur Fylkis í röð í deildinni en liðið er nú með 45 stig á toppnum og ljóst að úrvalsdeildarsætið er þeirra. Þá varð einnig ljóst í gær að KV fellur úr fyrstu deildinni eftir að hafa gert markalaust jafntefli við Þór á Akureyri. Fimm leikir eru í Bestu deild karla í dag. Hæst ber að nefna stórleik KA og Víkings á Akureyri en fjórum stigum munar á liðunum í öðru og þriðja sæti deildarinnar.","summary":"Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Úkraínu í Hafnarfirði í gærkvöld. Draumurinn um að komast á HM í fyrsta sinn lifir því enn. "} {"year":"2022","id":"5","intro":"Innviðir kjarnorkuversins í Zaporizhzhia hafa orðið fyrir skemmdum og hætta er á að geislavirk efni leki út, segir fyrirtækið sem rekur verið. Ástæðan fyrur þessu séu ítrekaðar sprengjuárásir Rússa.","main":"Stór orð hafa fallið síðustu daga um hættuna sem fylgir bardögum í nágrenni við kjarnorkuverið. Rússa og Úkraínumenn kenna hvor öðrum um þær árásir. Fyrirtækið Energoatom, sem rekur kjarnorkuverið, sendi í morgun frá sér yfirlýsingu sem bendir til þess að nú sé ástandið að versna til muna. Þar segir að Rússar hafi ítrekað varpað sprengjum nærri kjarnorkuverinu í gær. Afleiðingin af því sé að innviðir versins haf skemmst og hætta sé á leka á vetni og geislavirkum efnum. Þá sé eldhætta einnig mikil. Frá og með deginum í dag sé hætta á að starfsemi kjarnorkuversins sé á svig við reglur um geislun og eldvarnaröryggi.\nAlþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur ítrekað þrýst á að senda eftirlitsmenn að kjarnorkuverinu til að kanna aðstæður. Enn liggur ekkert fyrir um hvenær það verður, þó bæði Rússar og Úkraínumenn hafa lýst yfir vilja til að af því geti orðið.","summary":"Stjórnendur kjarnorkuversins í Zaporizhzhia í Úkraínu segja hættu á að geislavirk efni leki út í andrúmsloftið frá verinu. Rússar hafi skemmt innviði þess með stöðugum sprengjuárásum."} {"year":"2022","id":"5","intro":"Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, segir brýnt að því taumlausa og grimmilega ofbeldi sem skekur samfélagið linni. Hún lét þessi orð falla eftir að kona og ungt barn urðu fyrir skotum á leikvelli í borginni Eskilstuna. Ríkisstjórnin er hins vegar sjálf gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg til að sporna við árásunum.","main":"Kona og ungur drengur urðu fyrir skotum og voru þau bæði flutt á sjúkrahús. Hvorugt þeirra er alvarlega sært en vitni segja að minnst fimmtán skotum hafi verið hleypt af. Andersson sagði við fréttamiðilinn TT að skotárás á barn sé atlaga að samfélaginu öllu og þegar það verði fyrir árásum beri því að verja sig með öllum ráðum.\nMaria Chergui bæjarfulltrúi í Årby, hverfinu í Eskilstuna þar sem árásin átti sér stað, segir íbúana afar óttaslegna.\nChergui segir að fólk sé hrætt daglegar og vonar innilega að ekkert gerist þann daginn. Hún segir að þörf sé á sterkari lögreglu daglega, nokkuð sem reglulega hefur verið rætt, en hún segir engin merki um þar.\nRíkisstjórnin er harðlega gagnrýnd. Ebba Busch formaður Kristilegra demókrata kennir ríkisstjórninni um hvernig komið sé, hún hafi ekki gert nándar nærri nóg til að vinna bug á ofbeldinu. Ulf Kristerson formaður hægriflokksins Moderaterna og Jimmie Åkesson formaður Svíþjóðardemókrata segjast báðir orðlausir yfir atburðinum en sá síðarnefndi hefur breytt áætlun sinni og boðar til kosningafundar í Eskilstuna í næstu viku, en kosningar fara fram í Svíþjóð eftir tvær vikur.\nÞetta er þriðja skotárásin í Eskilstuna á innan við viku, ekki er vitað hvort þessi tengist hinum tveimur. Enginn hefur verið handtekinn vegna skotárásarinnar í gær.","summary":"Ríkisstjórn Svíþjóðar er harðlega gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg til að stöðva tíðar skotárásir í Svíþjóð. Kona og barn urðu fyrir skoti á leikvelli í bænum Eskilstuna í gær."} {"year":"2022","id":"5","intro":"Grunur er um að Donald Trump hafi geymt trúnaðarskjöl á heimili sínu innan um dagblöð og tímarit, án sérstakar aðgreiningar. Alríkislögreglan telur slíkt vera skýrt lögbrot.","main":"Húsleitin í aðsetri Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago í Flórída var gerð eftir að Trump hafði sjálfur látið af hendi fimmtán kassa af skjölum, sem voru að hluta til trúnaðarskjöl. Í kassanum voru meðal annars upplýsingar frá njósnurum á vegum Bandaríkjastjórnar.\nÞetta er meðal þess sem kemur fram í skjölunum sem Alríkislögreglan lagði fyrir dómara til að fá húsleitarheimild á heimili Trumps. Skjölin voru birt síðdegis í gær, en þó var töluverður hluti hulinn vegna rannsóknarhagsmuna.\nFram kemur að í kassanum umrædda hafi verið hundrað áttatíu og fjögur skjöl með einhvers konar trúnaðarstimpli, þar af tuttugu og fimm merkt algjör trúnaður, eða á ensku Top secret.\nÍ skjalinu kemur einnig fram að rökstuddur grunur væri um að þar væri að finna upplýsingar um varnir Bandaríkjanna. Þá kemur einnig fram að fjölmörg vitni hafi verið yfirheyrð og jafnvel vitnað í þau þegar sagt var hvar í Mar-o-Lago skjölin voru geymd. Og þar var ekki verið að varðveita þau sérstaklega - þau voru meðal annars geymd innan um önnur skjöl, dagblöð og tímarit. Þetta telur alíkislögreglan vera sérstakt áhyggjuefni.\nRannsakendur telja að við þessa meðferð hafi Trump brotið lög, þar á meðal njósnalög þar sem kveðið er sérstaklega á um meðferð trúnaðarupplýsinga.\nFréttaskýrendur segja að þó að upplýsingarnar séu takmarkaðar séu þær skaðlegar fyrir Trump. Þarna séu komnar skýrar ásaknir um gáleysislega meðferð á trúnaðarskjölum frá bandarískum stjórnvöldum.","summary":null} {"year":"2022","id":"5","intro":"Formaður BHM segir að tryggja þurfi heilindi og traust til stjórnsýslunnar og ræða heimild ráðamanna til að færa embættismenn til í starfi. Þrír af fjórum ráðuneytisstjórum sem skipaðir hafa verið á þessu ári voru fluttir til í starfi úr öðrum embættum.","main":"Ráðuneytisstjórarnir voru skipaðir án auglýsingar. Sömu sögu er að segja um stöðu þjóðminjavarðar. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Hörpu Þórsdóttur, safnstjóra Listasafns Íslands, í það embætti - án þess að staðan hafi verið auglýst.\nÞessar tilfærslur eru gerðar á grundvelli laga sem sem kveða á um að auglýsa skuli embættin - en veita einnig heimild til að flytja embættismann úr einu embætti í annað.\nFriðrik Jónsson er formaður BHM. Hann segir að þó heimildin sé skýr í lögum, sé skylda til að auglýsa. Sú meginregla ætti að vega hærra en undanþágu heimild.\nFærst hafi í aukana að þessi heimild sé nýtt og ákveðin tilhneigin sé hjá stjórnsýslu og ríkisstofnunum að stunda hálfgerða mannauðsstjórnun á grundvelli skipulagsbreytinga sem hæpnar forsendur séu fyrir.\nOg ég hef aðeins áhyggjur afþví að það grafi kannski undan trausti og heilindum, hvað varðar stjórnsýsluna sérstaklega\nheilindi, traust og trú embættismannakerfisins skipti máli í lýðræðisríki og það á að vera óháð pólitísku boðvaldi. Forsendur fyrir tilfærslum þurfa að vera skýrar.\nÞannig að ef að það eru ekki málefnalegar ástæður að baki þá er um við á hálum ís - og það má velta því fyrir sér, eru málefnalegar ástæður fyrir því að færa frekar en að auglýsa?\nNauðsynlegt sé að ræða frekar hvernig þessi heimild sé nýtt og á hvaða forsendum.\nÉg held að það væri mjög gott að eiga þetta samtal, bæði við okkur hagsmunasamtökin en líka á Alþingi.","summary":"Þrír af þeim fjórum ráðuneytisstjórum sem hafa verið skipaðir það sem af er þessu ári hafa verið ráðnir án auglýsingar. Formaður BHM segist að þetta gæti grafið undan trausti til stjórnsýslunnar."} {"year":"2022","id":"5","intro":"Mormónakirkjan, eða Kirkja Jesú krists hinna síðari daga heilögu, er líklega þekktasta fjölkvænisamfélag Vesturlanda, þó að söfnuðurinn hafi bannað fjölkvæni fyrir meira en hundrað árum síðan. Sértrúarsöfnuðirnir bandarísku sem þá klufu sig úr kirkjunni settu fjölkvæni á oddinn og hafa verið undir smásjánni hjá bandarískum yfirvöldum undanfarna áratugi. Leiðtogi FLDS, Fundamentalist Church of Jesus Christ of Latter Day Saints, hins alræmda sértrúarsafnaðar, var dæmdur í lífstíðarfangelsi 2008 fyrir barnaníð, kynferðisbrot og fleira í þeim dúr, en síðan þá hefur fólk yfirgefið söfnuðinn í auknum mæli. Það er búið að grípa til aðgerða gagnvart hópunum á nýlendum þeirra víðsvegar um Bandaríkin, stjórnvöld hafa tekið yfir heilu héröðin þar sem þeir hafa ríkt og tekið eignirnar úr höndum kirkjunnar. Í sumum bæjum, þar sem mormónakirkjan hefur átt allt - fasteignir, jarðir og innviði - þá stendur til að stjórnvöld selji þeim sem búa þar viðkomandi eignir, þannig að eignarhaldið færist frá kirkjunni til fólksins. Og það kemur þar af leiðandi niður á fjárhag kirkjunnar.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"5","intro":"Grunur leikur á að nemandi í Fjölbrautaskóla Suðurlands hafi brotið kynferðislega gegn samnemanda sínum á salerni skólans í vikunni. Nemendur gagnrýna viðbrögð skólans í málinu en skólastjórinn segir að svona mál megi ekki vinna fyrir opnum tjöldum og að ungmennum sé ekki vísað úr skóla nema óyggjandi sannanir séu fyrir hendi.","main":"Skólastjóri Fjölbrautaskólans á Suðurlandi upplýsti nemendur og aðstandendur með tölvupósti í gær um að lögreglurannsókn standi yfir vegna ásakana um kynferðisbrot innan veggja skólans í vikunni. Beðið er sérstaklega um að málið sé ekki rætt á samfélagsmiðlum, dómstóll götunnar sé óvæginn og að útskúfun sé ekki vænleg leið til árangurs. Pilturinn sé saklaus uns sekt sé sönnuð. Bréfið var birt á samfélagsmiðlum þar sem orðum skólastjórans er lýst sem þöggunartilburðum og það gagnrýnt að meintur gerandi fái að mæta til skóla á meðan rannsókn stendur yfir.\nÁsrún Aldís Hreinsdóttir er formaður nemendafélags FSu.\nÉg held að nemendur séu bara allir í sjokki og burtséð frá póstinum þá bara er þetta skelfilegt að svona skuli gerast á okkar vakt. Þetta er bara harmur.\nOlga Lísa Garðarsdóttir, skólastjóri FSu, hafði ekki tök á viðtali en sagði að málið væri erfitt enda megi ekki, lögum samkvæmt, vísa fólki undir lögaldri úr skóla nema óyggjandi sannanir séu fyrir hendi. Málið sé á borði lögreglu og að skólinn sé í samskiptum við heimilin. Engu að síður hafi breytingar verið gerðar á stundatöflu piltsins. Atburðurinn sé hörmulegur og að skólinn frábiðji sér allt ofbeldi.\nÁsrún Aldís segir að nemendafélagið muni gera allt til að styðja við og hlúa að þolandanum.\nÞað sem er á dagskrá hjá okkur núna er að funda strax á mánudaginn. Við tökum þessu mjög alvarlega og þetta er bara svo skelfilegt mál að við viljum bara standa með þolandanum og núna á dagskrá hjá okkur er bara að tala um þetta en samt að -- það er fundur hjá okkur á mánudag þar sem við ætlum að fara yfir þetta og sjá hvað sé best að gera í þessu þvi auðvitað er þetta viðkvæmt mál.\nSegir að kynferðisbrot hafi átt sér stað.\nÞessi hluti er í höndum lögreglu,","summary":"Grunur leikur á að kynferðisbrot hafi verið framið á skólatíma í Fjölbrautaskólanum á Suðurlandi í vikunni. Skólastjórinn segir að hinum grunaða verði ekki vísað úr skóla nema sekt sé sönnuð. Nemendur eru æfir yfir viðbrögðum skólans. "} {"year":"2022","id":"5","intro":"Tvö sigursælustu lið bikarkeppni kvenna í fótbolta mætast í úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Valur og Breiðablik, sem bæði státa af 13 bikarmeistaratitlum, berjast um bikarinn á Laugardalsvelli í dag.","main":"Valskonur fóru síðast í bikarúrslit fyrir áratug síðan en Breiðablik hefur á þeim tíma unnið bikarinn fjórum sinnum, og er ríkjandi bikarmeistari. Valskonur eru hins vegar ríkjandi Íslandsmeistarar og sem stendur í efsta sæti deildarkeppninnar, fjórum stigum á undan Breiðabliki. Margrét Lára Viðarsdóttir verður annar sérfræðinganna í upphitun RÚV fyrir leikinn, sem hefst klukkan fjögur.\nÞetta eru tvö stórveldi í kvennaknattspyrnunni og tvö sigursælustu lið síðari ára þannig að þetta er alger draumaúrslitaleikur,\nÞannig að ég reikna með að þetta verði mjög jafn og spennandi leikur,\nSagði Margrét Lára. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan korter yfir þrjú á RÚV. Og karlalandslið Íslands í körfubolta mætir Úkraínu í undankeppni HM 2023 í kvöld. Ísland lék fyrsta leikinn í þessum lokahnykk undankeppninnar gegn heimsmeisturum Spánar ytra á miðvikudaginn og tapaði með þrjátíu stigum. Íslenska liðið mætir Spáni, Úkraínu og Georgíu heima og að heiman og þrjú efstu liðin af sex fara á HM. Ísland er sem stendur í fjórða sæti riðilsins með jafnmörg stig og Georgía, og hver leikur því afar mikilvægur.\nÚkraína er með hörkugott lið og er með leikmenn frá bestu deildum í heimi. Sérstaklega eru þeir með stóra menn og tvo minni sem eru hörkugóðir og við þurfum að finna leið til að stoppa þá. Við þurfum að spila góða liðsvörn, taka vel á því og vera með gott sjálfstraust í sókninni.\nReyna bara að skjóta öllu og hafa trú á því.\"\nSagði Tryggvi Snær Hlinason landsliðsmaður í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan átta og verður sýndur beint á RÚV 2. Upphitun hefst tuttugu mínútum fyrr.","summary":"Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Úkraínu í kvöld í mikilvægum leik í undankeppni HM. Þá berjast ríkjandi bikarmeistarar og ríkjandi Íslandsmeistarar um bikarmeistaratitil kvenna á Laugardalsvelli í dag."} {"year":"2022","id":"6","intro":"Rannsókn skotárásarinnar á Blönduósi um síðustu helgi gengur vel en ekki er hægt að upplýsa um röð atburða eða hvernig árásarmaðurinn lést fyrr en niðurstaða er komin úr vettvangsrannsóknum og réttarkrufningu. Þetta segir lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra.","main":"Á annan tug lögreglumanna vinna að rannsókn skotárásarinnar á Blönduósi um síðustu helgi. Lögreglustjóri segir rannsóknina ganga vel en enn sé nokkuð í að henni ljúki.\nRannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra snýr að því að upplýsa hvað gerðist að morgni sunnudags og er í algjörum forgangi, segir Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri.\nHvað hefur rannsóknin ykkar leitt í ljós hvað gerðist þennan afdrifaríka morgun?\nVegna þess að það er mikið af gögnum sem við höfum ekki fengið endanlega í hendur, til dæmis niðurstöður vettvangsrannsóknar og réttarkrufning og slíkt þá get ég ekki tjáð mig um einstaka málsatvik.\nEinn var handtekinn á fyrsta degi og sleppt samdægurs. Páley segir að staða hans sé óbreytt, hægt sé að úrskurða fólk í gæsluvarðhald á nokkrum forsendum en ekki hafi verið talin uppfyllt skilyrði fyrir neinni þeirra í þessu máli.\nPáley segist hvorki geta tjáð sig um skotvopnið sem árásarmaðurinn notaði né hvað varð honum að bana.\nEins og ég sagði áðan þá erum við ennþá að bíða eftir endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu þannig að við getum ekki sagt það með óyggjandi hætti.\nHún segist hafa mikinn skilning á að fólk vilji að upplýst sé um mál sem þetta. Miklar upplýsingar hafi komið fram á fyrsta degi. Eftir það hafi litlu verið við að bæta en tilkynnt á fésbókarsíðu embættisins um það sem talið hafi verið mikilvægt að upplýsa um.\nVið erum að rannsaka sakamál, áherslan hjá okkur er öll á sakamálarannsóknina. Við reynum að tryggja þá hagsmuni, hagsmuni rannsóknarinnar og passa að að tryggja að við missum hana ekki frá okkur. Við reynum að segja sem minnst, sérstaklega á fyrstu stigunum, því við eigum mig erfitt með það. Það er ekki búið að eigum staðreyna hluti og sanna þá. Yfirleitt er lögreglan ekki að gefa upplýsingar nema þær séu réttar.\nLögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur sagt að honum þætti eðlilegt að rannsókn viðamikilla mála í umdæminu væri á hendi lögreglunnar þar en ekki Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Páley segir að farið sé eftir gildandi skipulagi en málefnaleg rök séu bæði með og á móti.","summary":"Rannsókn skotárásarinnar á Blönduósi um síðustu helgi gengur vel en ekki er hægt að upplýsa um röð atburða eða hvernig árásarmaðurinn lést fyrr en niðurstaða er komin úr vettvangsrannsóknum og réttarkrufningu. Þetta segir lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra. "} {"year":"2022","id":"6","intro":"Dýrbítur hefur drepið að minnsta kosti fjögur lömb í Kelduhverfi á síðustu vikum. Bóndi í sveitinni segir að tófur sjáist þar nú á hverjum degi og líklega sé hún að færa sig nær byggð en áður.","main":"Í Bændablaðinu eru myndir af illa bitnum lömbum í eigu bænda í Kelduhverfi, myndir sem Ólafur Jónsson bóndi á Fjöllum tók nýlega. Fjögur dauð lömb, illa útleikin eftir dýrbít, hafa fundist í Keldhuverfi í sumar og Ólafur er sannfærður um að þar hafi tófa verið að verki.\nHann segir greinilegt að tófu sé að fjölga í byggð og tófa sjáist nú á hverjum degi í sveitinni. Margt bendi til þess að hún sé að færa sig nær byggðinni og að þar sé hún komin í gömul greni sem engin dýr hafi sést í árum saman. En þessi lambadauði sé ekki aðeins í Kelduhverfi, það hafi til dæmis fundist dauð lömb eftir dýrbít í Öxarfirði.","summary":"Dýrbítur hefur lagst á lömb í Kelduhverfi og hafa fjögur dauð lömb fundist þar í sumar. Bóndi í sveitinni segir að tófur sjáist í byggð á hverjum degi. "} {"year":"2022","id":"6","intro":"Söngkonan Britney Spears gaf út lag í morgun eftir sex ára hlé. Lagið er dúett með Elton John og það fyrsta sem kemur út síðan söngkonan var leyst undan forsjá föður síns og fékk fullt sjálfræði fyrir tæpu ári.","main":"Hold Me Closer er í blanda af þremur smellum úr smiðju Eltons John; Tiny Dancer, The One og Don't Go Breaking My Heart. Hann og Britney Spears syngja saman undir hressum klúbbatakti.\nBritney Spears sagði á Twitter að það væri magnað að syngja með Elton John og sagði þetta stóra stund fyrir sig. Aðdáendur hafa beðið lengi eftir nýrri tónlist frá söngkonunni en hún sagði á Instagram í fyrra að hún reyndi að halda sig sem lengst frá tónlistarbransanum. Hún væri hrædd við fólkið í bransanum og bransann sjálfan eftir hræðilega lífsreynslu á sínum yngri árum.\nElton John sagði í viðtali við breska dagblaðið The Guardian að eiginmaður hans, David Furnish, hefði átt hugmyndina að samstarfinu. Hann blæs á gagnrýnisraddir um að Spears geti ekki sungið lengur. Hún sé ein af stærstu poppstjörnum allra tíma og hljómi ótrúlega vel í nýja laginu.","summary":"Fyrsta lag söngkonunnar Britney Spears eftir sex ára hlé kom út í dag. Hún syngur þar dúett með poppgoðinu Elton John."} {"year":"2022","id":"6","intro":"Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir snúið að hemja verðbólguna og verði það áfram, ekki síst þar sem kjarasamningar eru fram undan. Tæplega 160 kjarasamningar renna út í haust, flestir í lok október eða byrjun nóvember. Verðbólguspá Seðlabankans hefur versnað, nú spáir Peningastefnunefnd allt að 11 prósenta verðbólgu undir lok árs. Stýrivextir voru hækkaðir fyrr í vikunni upp í 5,5%.","main":"Seðlabankinn stendur frammi fyrir mjög snúnu verkefni. Sem er að hemja verðbólguna og það er mjög alvarlegt ef hún fer úr böndunum. Og það er alvarlegt mál fyrir allt launafólk í landinu. Það skiptir miklu máli að við náum árangri í þessu verkefni. Við stöndum vel að því leyti að hér er mikill vöxtur í atvinnulífinu. til lengri tíma skiptir máli hvað stjórnvöld gera, við erum búin að kynna okkar sýn í þeim efnum hvernig við getum tryggt aukið húsnæðisframboð til framtíðar og þar af leiðandi aukinn stöðugleika. Verkefnið er snúið og verður það áfram ekki síst með kjarasamninga framundan þar sem miklu skiptir hvernig tekst til.\n-Nú eru margir sem ná ekki endum saman, hversu slæm þarf verðbólgan að vera til að þið gerið eitthvað meira?\nVið höfum þegar gripið til aðgerða til að vernda hina tekjulægstu. Við verðum að sjálfsögðu á tánum áfram - LAGA HÉR\n-Þannig það eru engar frekari aðgerðir í kortunum?\nsem stendur ekki sem breytir því ekki að við erum að fylgjast með stöðinn ifrá degi til dags.","summary":null} {"year":"2022","id":"6","intro":"Fjörutíu og fimm hafa sótt um starf landvarðar á gosstöðvunum í Meradölum og Fagradalsfjalli. Ljúka á ráðningum strax eftir helgi en helmingi færri verða ráðnir en lagt var upp með meðan enn gaus.","main":"Umsóknarfrestur um starf landvarðar á gosstöðvunum rann út í gær. Inga Dóra Hrólfsdóttir sviðsstjóri sviðs náttúruverndar hjá Umhverfisstofnun segir aðsóknina hafa verið góða.\nÞað voru fjörutíu og fimm umsóknir sem bárust.\nOg hvað munuð þið ráða marga?\nVið munum ráða á vaktir þannig að það verði tveir alltaf á svæðinu á virkum dögum og þrír um helgar. Ég geri ráð fyrir að það verði um sex manns sem taka þessar vaktir.\nÞetta eru helmingi færri en lagt var upp með á meðan enn gaus í Meradölum. Þar hætti að gjósa á sunnudaginn og ekki hefur verið neinn órói síðan þá og lítil skjálftavirkni, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofunnar\nMun færri leggja leið sína á gosstöðvarnar nú. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fóru fimm til sex þúsund þar um á meðan enn gaus en í gær fóru þar um þrettán hundruð. Inga Dóra segir að staðan verði endurmetin eftir nokkrar vikur.\nÞá ef að gos hefst aftur til dæmis og fjölgun verði aftur á gestum á svæðið þá munum við skoða að fjölga.\nLjúka á við ráðningar á mánudag og taka nýir landverðir til starfa fljótlega eftir það.","summary":"Þrettán hundruð manns fóru um gosstöðvarnar í Meradölum í gær sem er meira en þrjú þúsund færri en fóru þar á meðan enn gaus. Fjörutíu og fimm sóttu um störf sex landvarða á svæðinu."} {"year":"2022","id":"6","intro":"Strætó tapaði tæplega sex hundruð milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Tapið hefur aldrei verið jafn mikið. Framkvæmdastjóri Strætó segir að leitað verði leiða til að rétta reksturinn af en ekki standi til að fækka ferðum.","main":"Tap Strætó frá janúar til júní á þessu ári nam alls 599 miljónum króna og jókst um 354 milljónir miðað við sama tíma í fyrra. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir að tapið hafi ekki komið óvart en sé meira en fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir.\nOlíverð hefur hækkað um kannski 50 prósent á þessu ári. Við gerðum ráð fyrir því að það lækkaði og notuðum svosem bara tölur úr þjóðhagsspá frá því á síðasta ári þegar við gerðum áætlunina. En verðbólguskotið, launakostnaður, stytting vinnuvikunar allt hefur þetta kostað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og skýrir þá kannski svona mismuninnn milli áranna.\nJóhannes segir að Strætó hafi hagrætt á síðustu þremur árum um 600 milljónir. Sá sparnaður hafi verið fljótur að hverfa í rekstrarumhverfinu í ár. Reynt verði að forðast niðurskurð en umræður séu í gangi um að rekstrarárið verði fullfjármagnað af eigendum, sem eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Stök fargjöld hækkuðu síðast í byrjun síðasta árs en þau hækka yfirleitt í samræmi við verðlagsforsendur og hækkanir á vísitölu um áramót.\nHún hefur auðvitað verið að hækka á þessu ári um allt að tíu prósent og það yrði þá allavega maximum hækkunin. En það er ekki búið að taka neina ákvöðrun og umræðunrar eru bara í gangi.","summary":"Tap af rekstri Strætó hefur aldrei verið jafn mikið og í ár. Framkvæmdastjóri Strætó segir að þjónusta strætó verði ekki skert frekar."} {"year":"2022","id":"6","intro":"Um fjórar komma þrjár milljónir rúmmetra af jarðgasi hafa verið brenndar út í andrúmsloftið í Rússlandi síðustu daga, að því er fram kemur í úttekt orkueftirlitsstofnunar sem lekið var til breska ríkisútvarpsins. Gasið hefði venjulega verið selt til Þýskalands, þar sem orkuverð fer síhækkandi eins og víðar um Evrópu.","main":"Orkuverið er skammt frá landamærum Rússlands að Finnlandi og vinnur svokallað fljótandi jarðgas. Frá Finnlandi sást gríðarstór logi sem hefur brunnið nær sleitulaust síðan fyrr í sumar. Breska ríkisútvarpið hefur undir höndum úttekt frá orkueftirlitsstofnunininni Rystad Energy, sem sýnir eldinn á gervihnattamyndum. Samkvæmt mælingum stofnunarinnar eru brenndar um fjórar komma þrjár milljónir rúmmetra af jarðgasi í orkuverinu, að verðmæti um einn komma fjórir milljarðar íslenskra króna, á hverjum degi. Vísindamenn óttast umhverfisáhrifin af þeim koltvísýringi sem losnar við brunann. Að brenna gasi er eðlilegt við vinnslu fljótandi jarðgass, en þó yfirleitt í mjög litlu magni. Umfang þessa bruna er talið vera án fordæma.\nGasið hefði undir eðlilegum kringumstæðum líklega verið flutt um Nordstream-leiðsluna til Þýskalands, en gasflæðið hefur verið lítið sem ekkert síðan um miðjan júlí, þegar Rússar hófu að skerða gasið vegna viðskiptaþvingana Evrópuríkja. Talið er að Rússar brenni gasið, þar sem þeim takist ekki að selja það.\nOrkuverð hefur rokið upp undanfarið í Evrópu, eftir að Evrópusambandið ákvað að draga úr gaskaupum af Rússum. Stjórnmálaskýrendur telja Rússa nota orku sem vopn gegn Evrópuríkjum, sem hafi stutt Úkraínu í stríðinu.\nwe have to remain resilient, because the message I want to be able to send to Mister Putin, that the nation wants to send, is this will not work. We will continue to face you down, we will continue to help Ukraine\nSagði Nadhim Zahawi, fjármálaráðherra Bretlands. Ekki standi til að bresk yfirvöld láti undan þrýsingi Rússa. Hann vilji senda Rússlandsforseta skýr skilaboð um að þau styðji Úkraínu áfram.","summary":null} {"year":"2022","id":"6","intro":"Eigendur veitingastaðanna Flame og Bambus eiga fund með Fagfélögunum á mánudag, þar sem ræddar verða ásakanir um stórfelldan launaþjófnað á hendur þriggja starfsmanna staðanna. Forstöðumaður kjarasviðs vonar að ekki þurfi að leita til dómstóla.","main":"Kjarasvið Fagfélaganna tekur nú saman gögn vegna gruns um stórfelldan launaþjófnað á veitingastöðunum Bambus og Flame í Reykjavík. Fagfélögin eru regnhlífarsamtök nokkurra fagfélaga, þar á meðal Matvís, félags iðnaðarmanna í matvæla- og veitingageiranum.\nTalið er að þrír starfsmenn frá Filippseyjum sem komu til landsins á vegum vinnuveitenda hafi unnið allt að sextán tíma vaktir á lágmarkslaunum sex daga í viku. Benóný Harðarson forstöðumaður kjarasviðs Fagfélanna segir um háar fjárhæðir að ræða.\nJá, við getum svosem ímyndað okkur það að þau hefðu átt að vera á tvöföldum ef ekki þreföldum þeim launum sem þau voru á miðað við vinnutíma og miðað við þá launaseðla sem þau fengu útgefna.\nÁ mánudag eigi Matvís fund með eigendum staðanna, að ósk eigendanna. Þar leggi Matvís fram gögn og launakröfu fyrir hönd starfsfólksins. Gangist vinnuveitandi ekki við kröfunum þurfi að fara til dómstóla sem gæti tekið nokkra mánuði. Benóný vonar að svo fari ekki.\nEn ef hann sættir sig við kröfurnar og greiðir þær strax sem við vonum að gerist þá getur okkar fólk haldið áfram með líf sitt.\nDavíð Wang, eigandi veitingastaðanna, vildi ekki veita fréttastofu viðtal. Hann sagði að margt væri byggt á misskilningi og þyrfti að skýra. Von væri á yfirlýsingu um málið eftir fundinn á mánudag.\nBenóný kannast ekki við neinn misskilning.\nþað var þannig að fólkið vann tíu til sextán tíma á dag og það var þannig að þau voru á lágmarkstaxta Matvís og fengu engin vaktaálög, enga yfirvinnu, ekkert orlof eða aðrar greiðslur sem kveðið er á um í kjarasamningi Matvís og SA.","summary":"Forstöðumaður kjarasviðs fagfélaganna segir að eigendur veitingastaðanna Flame og Bambus skuldi þremur starfsmönnum sínum allt að þrisvar sinnum meira en þeir hafi fengið greitt í laun. Fundað verður með eigendunum vegna ásakanna um launaþjófnað á mánudag. "} {"year":"2022","id":"6","intro":"Mikilvægt verkefni bíður karlalandsliðsins í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Úkraínu í undankeppni HM 2023. Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður, segir íslenska liðið tilbúið í slaginn.","main":"Ísland lék fyrsta leikinn í þessum hluta undankeppninnar gegn Spáni ytra á miðvikudag. Íslenska liðið tapaði stórt með 30 stigum en sá munur kemur ekki mjög á óvart í ljósi þess að Spánverjar eru ríkjandi heimsmeistarar. Elvar Már Friðriksson, einn lykilmanna íslenska liðsins, segir þó að stuttur undirbúningur íslenska liðsins hafi spilað inn í og liðið verði því betur undirbúið hér heima á laugardag gegn Úkraínu.\nSagði Elvar Már eftir leikinn gegn Spáni. Leikur Íslands og Úkraínu er á laugardagskvöld klukkan átta, og verður sýndur beint á RÚV tvö. Upphitun hefst tuttugu mínútum fyrr í HM stofunni.\nÁ morgun fer líka fram úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna í fótbolta þar sem mætast Valur og Breiðablik. Þetta eru tvö sigursælustu lið kvennafótboltans en Valur hefur hampað bikarmeistaratitlinum þrettán sinnum en Blikar tólf sinnum. Valur hefur hins vegar ekki komist í úrslit bikarsins í áratug en á þeim tíma hefur Breiðablik orðið bikarmeistari fjórum sinnum. Leikurinn er á morgun klukkan fjögur og verður sýndur beint á RÚV en upphitun hefst 45 mínútum fyrr.\nFH tryggði sér í gærkvöld sæti í Bestu deild kvenna í fótbolta með 4-0 sigri á Grindavík, og á sama tíma deildarmeistaratitilinn í Lengjudeildinni. Tindastóll getur svo í næstu umferð einnig tryggt sæti sitt í deild þeirra bestu þegar liðið mætir Augnabliki.\nFimleikamaðurinn Jónas Ingi Þórisson er kominn með sæti á HM í áhaldafimleikum sem fer fram í Liverpool í lok október og byrjun september. Hann er fjórði Íslendingurinn til að fá keppnisrétt á mótinu en áður höfðu Valgarð Reinhardsson, Thelma Aðalsteinsdóttir og Hildur Maja Guðmundsdóttir tryggt sér farseðil á mótið.","summary":null} {"year":"2022","id":"7","intro":"Uppbygging og þétting byggðar í Vatnsmýri er ein stærsta loftslagsaðgerð sem hægt er að ráðast í hér á landi, segir Guðmundur Kristján Jónsson borgarskipulagsfræðingur. Óvissa er um framtíð flugvallarins og áform um uppbyggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni eru í uppnámi. Gert er ráð fyrir að allt að 25 þúsund manns geti búið í Vatnsmýri ef flugvöllurinn fer, og Guðmundur segir mikilvægt að taka ákvörðun um framtíð flugvallarins sem fyrst.","main":"Vissulega er sjónarmið að við þurfum að hafa varaflugvöll á suðvesturhorninu en það er að mínu mati úrlausnarefni sem getur ekki verið svo flókið að leysa. Ekki síst í því samhengi að við vitum, og allir sem vilja skoða málið út frá til dæmis loftslagssjónarmiðum sem eru okkar stærstu viðfangsefni í dag, það er varla til stærra umhverfismál eða ein aðgerð sem hægt væri að fara í á Íslandi heldur en að byggja upp þétta, vandaða byggð í Vatnsmýri þar sem tugþúsundir gætu nýtt sér aðra fararmáta heldur en til dæmis einkabílinn til að komast í skóla, í vinnu eða til frístunda, ég held að það sé ekki til stærra umhverfismál sem hægt væri að fara í á einu bretti heldur en að ráðast í uppbyggingu í Vatnsmýri.","summary":"Allt að 25 þúsund manns gætu búið í Vatnsmýri ef flugvöllurinn færi. Borgarskipulagsfræðingur segir uppbyggingu þar einu stærstu loftslagsaðgerðina sem hægt sé að ráðast í hér á landi. "} {"year":"2022","id":"7","intro":"Búið er að loka stærstum hluta símstöðva sem tengja síma með fastlínu. Vel hefur gengið að leggja ljósleiðara í sveitir landsins, en ljósleiðaravæðing þéttbýlisstaða á landsbyggðinni stendur út af.","main":"Síminn tilkynnti í byrjun árs 2019 að hætt verði að bjóða upp á heimasíma gegnum fastlínu. Búið er að loka fyrir allar nýskráningar og vinna við að loka símstöðvum hófst í október 2020. Samhliða því er unnið að því markvisst að byggja upp ljósleiðarakerfi og farnetssamband á landinu öllu. Í fjarskiptaáætlun Alþingis 2019 til 2033 segir að markmiðið sé að 99,9 prósent heimila og fyrirtækja hafi aðgang að ljósleiðara. Í nýútkominni árskýrslu Fjarskiptastofu kemur fram að nær öll lögheimili og vinnustaðir á landinu hafi nú aðgang að farnetsþjónustu, og ljósleiðaravæðing sveitabæja miði vel. Aftur á móti hafi ljósleiðaravæðing þéttbýlisstaða á landsbyggðinni ekki gengið nógu vel. Sveitarfélög á landsbyggðinni hafa mörg hver áhyggjur af því hvað gerist þegar símstöðvar í smærri bæjarfélögum verða teknar úr sambandi, þar sem farnetstengingin þykir ekki eins örugg og ljósleiðarar. Á sama tíma hefur Fjarskiptastofa ákveðið að alþjónustukvöð Mílu ehf, um að útvega lögheimilum og vinnustöðum tengingu við fjarskiptanet, verði ekki framlengd. Þjónustukvöð Mílu rennur út um áramótin. Það kemur þá í hlut Neyðarlínunnar að hafa umsjón með að slíkar tengingar verði settar upp, í samstarfi við önnur fjarskiptafyrirtæki eftir því sem kostur er.","summary":null} {"year":"2022","id":"7","intro":"Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Íslendingar geti ekki reynt að halda sambandi við valdhafa í Rússlandi þegar þeir fari fram með sama hætti og raun ber vitni. Eistland, Lettland og Litháen njóti góðs af því að hafa gengið í Atlantshafsbandalagið í ljósi innrásar Rússa í Úkraínu. Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna eru hér á landi til að fagna 31s árs sjálfstæði.","main":"Við munum halda áfram að styðja úkraínu, við getum ekki látið sem svo að við getum reynt að halda sambandi við valdhafa í Moskvu um leið og þeir fara fram með sama hætti og raun ber vitni í Úkraínu. Að sama skapi held ég í mína virðingu fyrir rússneskri menningu og tungu og hinni rússnesku þjóð og þeirri seiglu sem hún hefur sýnt í gegnum aldirnar. En við getum ekki stutt þá sem fara með eldi og eimyrju yfir lönd annarra með þessum hætti, virða ekki alþjóðalög, virða ekki landamæri, það er óþolandi og ég hygg að valdhafar í eystrasaltslöndunum þremur kunni vel að meta afstöðu Íslendinga í þeim efnum, því það gildir líka um þá.","summary":null} {"year":"2022","id":"7","intro":"Jafnréttisnefnd sem danska ríkisstjórnin skipaði leggur til að hijab-höfuðslæður verði bannaðar í grunnskólum landsins. Formaður félags skólastjóra segir að það yrði mjög vandasamt að framfylgja slíku banni og óttast að stúlkum sem bera höfuðslæður af trúarástæðum finnist á sér brotið.","main":"Danska ríkisstjórnin skipaði fyrr á árinu nefnd, sem ætlað var að rannsaka félagslegt umhverfi kvenna. Þá sérstaklega innflytjenda, hvernig mætti bæta athafnafrelsi þeirra og tryggja ungum stúlkum jöfn tækifæri óháð uppruna. Lokaskýrsla nefndarinnar hefur ekki verið birt, en danska ríkisútvarpið greindi í gær frá nokkrum ráðleggingum nefndarinnar til stjórnvalda. Þar hefur vakið mesta athygli bann við höfuðslæðum í grunnskólum. Hijab-höfuðslæðurnar hylja hár og háls, sem algengt er að konur sem aðhyllast íslam beri.\nClaus Hjortdal, formaður félags danskra grunnskólakennara, ræddi málið við DR.\nEg ser et kæmpe problem for de forældre, der siger, at vi ønsker vores barn skal bære tørklæde. De vil kigge rundt i klassen og sige: \"Jamen, prøv at se, de sidder med kasketter, pandebånd, strikhuer og alt muligt på hovedet. Hvorfor må mit barn ikke have noget på hovedet?\nÉg sé fyrir mér vandann, þegar foreldrar segjast vilja að barn þeirra beri höfuðslæðu. Þau sjái önnur börn í bekknum með hárbönd, húfur og alls konar á höfðinu og spyrja þá að sjálfsögðu hvers vegna þeirra barn megi ekki vera með slæðuna sína á höfðinu. Hjortdal segir málið vandast þar, en ef þau megi ekki segja ástæðuna vera að slæðan sé trúartákn, þá séu þau að skerða trúfrelsi. Þá óttist hann að foreldrar kjósi fremur að kenna stúlkum heima fyrir og að bannið bitni á menntun barnanna.\nTakmarkanir hafa verið settar á klæðaburð íslamskra kvenna í nokkrum Evrópuríkjum. Oftast fullorðinna kvenna, nær það þó til fullorðinna, þar sem notkun höfuðslæða sem hylja ýmist hár, háls, eða andlit hefur verið takmörkuð í skólum eða á vinnustöðum bannaðar í háskólum eða framhaldskólum einstaka ríkja og í öðrum er vinnuveitendum heimilt að krefja starfsmenn sýna um að bera engin sýnileg trúarták í vinnunni. Þetta er þó vægast sagt umdeilt. Í Austurríki ákváðu stjórnvöld að fara í sömu átt og Danmörk íhugar nú, þar voru höfuðslæður bannaðar í grunnskólum árið 2019. Þeim lögum var hins vegar mótmælt harðlega og múslimar í Austurríki töldu brotið á trúfrelsi sínu. Þau lög voru síðan felld úr gildi, þar sem þau þóttu jaðarsetja íslamskar konur og skerða trúfrelsi.","summary":null} {"year":"2022","id":"7","intro":"Íþróttakonan Emilía Rós Ómarsdóttir segir að Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands reyni að koma sér undan allri ábyrgð í máli hennar. Skautafélag Akureyrar og Íþróttabandalag Akureyrar hafa beðið hana afsökunar á viðbrögðum sínum eftir að hún greindi frá áreitni þjálfara.","main":"Stjórnir Íþróttabandalags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar báðu Emilíu Rós Ómarsdóttur afsökunar um miðjan mánuðinn á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum þegar hún greindi frá því, árið 2018, að þjálfari hennar hefði áreitt hana. Á þeim tíma sendi Skautafélagið frá sér yfirlýsingu um að engar sannanir eða merki væru um að þjálfarinn hefði brotið siðareglur. Við nánari skoðun kom í ljós að þjálfarinn braut sannarlega á Emilíu Rós og hann var áminntur áður en hann hætti störfum. Emilía Rós leitaði til ÍSÍ þar sem hún talaði fyrir daufum eyrum.\nAndri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sagði í viðtali við fréttastofu RÚV tveimur dögum síðar að ekki stæði til að biðja Emilíu Rós afsökunar á viðbrögðum ÍSÍ. Samtökin hefðu sannarlega aðhafst í málinu og fundað með þeim sem stóðu því næstir. Í pistli sem Emilía Rós birti í gær segir hún að frásögn Andra sé röng og með henni sé ÍSÍ að afsala sér allri ábyrgð á gjörðum sínum. Hún hafi aldrei fengið fund hjá ÍSÍ og þau samskipti sem hún átti við þáverandi framkvæmdastjóra hefðu verið slæm.\nÁ tímapunkti leið mér verr eftir að hafa talað við aðla frá ÍSÍ, heldur en að ég hefði sleppt því.\nHún segir mikilvægt að sannleikurinn komi fram.\nÞetta var ekki rétt sem var sagt og hvort sem að hann Andri hafi ekki vitað, hafi kannski ekki kannað málið nógu vel eða hvort hann hafi fengið þessar upplýsingar til sín, þá vildi ég bara koma þessu fram, hvernig þettta hefði í alvörunni verið, svo þeir séu ekki að sleppa við alla ábyrgð.","summary":"Íþróttakona sem greindi frá kynferðislegri áreitni þjálfara síns segir að Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands skorist undan ábyrgð í málinu. Hún segir að framkvæmdarstjóri sambandsins segi ósatt."} {"year":"2022","id":"7","intro":"Grímseyingum hefur tekist að safna um þremur fjórðu af kostnaði við nýja kirkju í Grímsey, í stað kirkjunnar sem brann í fyrrahaust. Stefnt er að því að ný kirkja verði orðin fokheld í lok september.","main":"Þegar byrjað var að slá upp fyrir nýrri kirkju í Grímsey í maí var ljóst að mikið verk væri fram undan við að fjámagna bygginguna. Áætlaður heildarkostnaður er 120 milljónir króna, kirkjan var tryggð fyrir 30 milljónir og ríkissjóður styrkti verkið um 20 milljónir.\nSegir Alfreð Garðarsson, formaður sóknarnefndar. Því vantar enn þrjátíu milljónir sem Alfreð vonar að náist að afla í vetur.\nNýjasta verkefnið var svo núna í vikunni þegar tveir sjómenn veiddu þrjú og hálft tonn af fiski á handfæri og ætla að gefa ágóðann af aflanum í kirkjusjóðinn. En ný kirkja er nú risin í Grímsey og fimm smiðir vinna að því að loka byggingunni fyrir veturinn.","summary":null} {"year":"2022","id":"7","intro":"Forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill auka sveigjanleika í fjármögnun starfsemi þess. Ríkisendurskoðun hefur beðið eftirlitið að fylgja betur eftir vísbendingum um villandi eða ranga upplýsingagjöf fyrirtækja sem hyggja á samruna. Samkeppniseftirlitið segir það hafa gengið illa að undanförnu vegna mikilla anna.","main":"Skýrsla Ríkisendurskoðunar um málsmeðferð samrunamála hjá Samkeppniseftirlitinu var birt í gær og hún er löng og ítarleg. Þar er almennt dregin upp jákvæð mynd af til dæmis málsmeðferðarhraða eftirlitsins í slíkum málum og hann sagður eðlilegur. Hins vegar er þeim tilmælum beint til eftirlitsins og menningar- og viðskiptaráðuneytisins, sem fer með samkeppnismál, að fylgja betur eftir vísbendingum um brot fyrirtækja sem hyggja á samruna. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.\nÍ skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að Samkeppniseftirlitið harmi hve illa hefur gengið að fylgja eftir vísbendingum um brot í samrunamálum. Það sitji á hakanum þegar mál með lögbundinn meðferðartíma koma á borð þeirra. Páll Gunnar óskar eftir auknu fjármagni.","summary":"Forstjóri Samkeppniseftirlitsins vill meiri sveigjanleika í fjármögnun stofnunarinnar til þess að geta fylgt betur eftir vísbendingum um brot fyrirtækja í samrunaferli. Ríkisendurskoðun birti í gær skýrslu þar sem eftirlitið er beðið um að skoða betur þessar vísbendingar."} {"year":"2022","id":"7","intro":"Ísland tapaði með 30 stigum fyrir heimsmeisturum Spánar í undankeppni HM karla í körfubolta í gærkvöldi. Íslenski hópurinn fékk stuttan tíma til undirbúnings og það þarf að endurskoða segir sérfræðingur RÚV.","main":"Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði með þrjátíu stigum fyrir heimsmeisturum Spánar í gærkvöldi. Stuttur undirbúningur íslenska hópsins var til umræðu hjá leikmönnum og sérfræðingum eftir leik.\nLeikurinn var fyrsti leikur liðanna í lokaumferð undankeppni heimsmeistaramótsins sem haldið verður á næsta ári. Í þessum lokahnykk mætir Ísland Spáni, Úkraínu og Georgíu heima og að heiman. Þrjú efstu liðin úr sex liða riðli komast á lokamótið.\nSpánverjar eru tvöfaldir heimsmeistarar og þrefaldir Evrópumeistarar og því ljóst að um erfiðan leik yrði að ræða. Spánn var ellefu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og 23 stigum munaði á liðunum í leikhléi. Síðari leikhlutarnir tveir voru jafnari en Spánn vann að lokum 87-57. Elvar Már Friðriksson var stigahæstur í íslenska liðinu í gærkvöldi með fjórtán stig.\nsagði Tryggvi Snær Hlinason. Matthías Orri Sigurðarson sérfræðingur RÚV talaði einnig um þennan stutta undirbúning\nÍsland er sem stendur í fjórða sæti riðilsins og mætir Úkraínu næst hér heima á laugardagskvöld.","summary":"Ísland tapaði með 30 stigum fyrir heimsmeisturum Spánar í undankeppni HM karla í körfubolta í gærkvöldi. Íslenski hópurinn fékk stuttan tíma til undirbúnings og það þarf að endurskoða segir sérfræðingur RÚV. "} {"year":"2022","id":"7","intro":"Framkvæmdastjóri Bónuss segir matvöruverslunina ekki ætla að frysta verð eins og Krónan gerði á 240 vörutegundum í gær. Formaður Neytendasamtakanna hefði viljað að fyrirtæki frystu verð fyrr á árinu.","main":"Krónan ákvað í gær að frysta verð á vörutegundum undir vörumerkjum Krónunnar og First Price, að minnsta kosti til áramóta. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, sagði í fréttum í gær að með þessu væri Krónan að bregðast við ákalli almennings og stjórnvalda um að leggja baráttunni gegn verðbólgu lið.\nGuðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, hrósar Krónunni fyrir framtakið en segir Bónus eiga stóran þátt í því að halda niðri verði á matvöru þó svo að neytendur finni mögulega ekki fyrir því í innkaupaferðum sínum. Fyrirtækið hækki ekki verð að gamni sínu. Ástandið í hrávörumálum hafi verið mjög erfitt síðustu sex til átta mánuði.\nÞetta er ágætis framtak hjá þeim en lyktar af smá markaðsplotti. Vægi þessara vara í heildarkörfunni er kannski ekki mikið en eigi að síður er þetta flott framtak hjá þeim. Við í Bónus erum að vinna í því alla daga að reyna að sporna við verðhækkunum eins og við getum.\nSigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, segir í skriflegu svari til fréttastofu að verið sé að skoða verðfrystingu heildstætt innan Haga, en félagið á meðal annars Bónus og Hagkaup. Staða Haga sé sú að félagið sé skilgreint sem markaðsráðandi og því sé ólöglegt að selja vörur undir kostnaðarverði. Samkeppniseftirlitið hafi heimild til að sekta félagið um hundruð milljóna verði það uppvíst að slíku. Staða félagsins sé því flóknari en hjá öðrum þegar kemur að frystingu vöruverðs.\nBreki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að hann myndi helst vilja að fyrirtæki lækkuðu verð til samræmis við það sem var fyrr á árinu.\nÞetta er góð viðleitni hjá Krónunni en maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé of seint. hvort að verðhækkanir hafi þegar komið fram í þessum tölum.\nMatvara hafi þegar hækkað mjög mikið á árinu. Breskar verslanakeðjur hafi fryst verð í maí og danskar í júní.\nSamkvæmt síðustu verðkönnun ASÍ hafði vörukarfan í matvöruverslunum hækkað um fimm til sautján prósent, mest í Heimkaupum en minnst í Krónunni.","summary":"Bónus hyggst ekki frysta verð eins og Krónan gerði í gær. Framkvæmdastjóri Hagkaupa segir Haga, sem á Hagkaup og Bónus, vera í þröngri stöðu þar sem félagið sé skilgreint markaðsráðandi. Formaður Neytendasamtakanna myndi helst vilja að fyrirtæki lækkuðu verð til samræmis við það sem var fyrr á árinu. "} {"year":"2022","id":"8","intro":"Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri óttast gamalkunna þenslu í hagkerfinu og því sé nauðsynlegt að hækka vexti. Bankinn hækkaði stýrkivexti um 0,75 prósentustig í morgun. Stýrivextir hafa ekki verið hærri í sex ár og eru nú 5,5%.","main":"Íslenska efnahagslífinu er að ganga miklu betur. Það er miklu meiri hagvöxtur en við höfum áður spáð, jafnvel þó við séum að sjá það að þeir verðbólgu þættir sem voru í gangi á síðasta ári, það sé að ganga niður. Þá gengur ógeðsLega vel í íslenska hagkerfinu. Mikil fjárfesting og eftirspurn eftir vinnuafli og við óttumst að við séum að fara í gamalkunna þenslu. Og þá þurfum við að bregðast við.\nÞetta er áttunda stýrivaxtahækkun Seðlabankans á rúmu ári.\nHærri vextir er leið til þess að fólk taki minna af lánum. Og fyrirtæki. Til þess að fjármagna neyslu eða fjárfestingu og við náum að forgangsraða því sem við viljum gera.\n-En eruði ekki þegar búin að hækka vextina nóg til að fólk taki minna af lánum?\nNei ekki alveg. Mögulega held ég að við séum að hafa verulega mikil áhrif á fasteignamarkaði á sama tíma vex fjarfesting verulega. Og mikla neyslu. Það er jákvætt að sjá fjárfestingu. Fjárfesting þýðir fleiri störf. En það er ekki hægt að gera of mikið á skömmum tíma. LAGA ENDINN HÉR\nÁsgeir segir nokkuð óyggjandi að þegar sé farinn að sjást árangur af síðustu vaxtahækkunum.\nEn verðbólguhorfur hafa versnað og Peningastefnunefnd gerir ráð fyrir að verðbólga nái hámarki undir lok árs í tæplega ellefu prósentum. Það skýrist af þrálátum hækkunum á húsnæðismarkaði, meiri alþjóðlegri verðbólgu og kröftugri umsvifum í þjóðarbúskapnum en gert var ráð fyrir í vor.\nVið óttumst það að það gæti verið meira inn í pínunum næstu tveimur mánuðum, og síðan fari hún að gefa eftir.\nÁsgeir segir mögulegt að Seðlabankinn hækki vexti aftur næst. Peningastefnunefnd segir að til þess að tryggja að verðbólga hjaðni innan ásættanlegs tíma þurfi að herða taumhald peningastefnunnar enn frekar.\nEn miðað við horfurnar, hvaða ráð er hann með til fólks?\nHelst vildi seðlabankinn fólk myndi hætta að eyða peningum. En við getum ekki skipað fólki fyrir. Ráðið er eins og alltaf að eiga borð fyrir báru.","summary":"Seðlabankastjóri segir að vaxtahækkanir hafi haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn en á sama tíma hafi neysla aukist verulega. Því óttist Peningatefnunefnd gamalkunna þenslu og hækkaði hún stýrivexti um 0,75 prósentustig í morgun. "} {"year":"2022","id":"8","intro":"Meðferð skotvopna og valdbeiting er sífellt stærri þáttur í lögreglunámi og þjálfun lögreglumanna, segir forstöðumaður mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. Skotvopn séu orðin aðgengilegri meðal almennra lögreglumanna um land allt.","main":"Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar, segir að þó sá þáttur að bera og læra að umgangast vopn sé ekki stór hluti af lögreglunámi á háskólastigi, séu skotvopn hluti af ýmsum búnaði lögreglunnar sem lögreglunemar læri að umgangast.\nÁrið 2015 hafi verið tekin upp skylduþjálfun hjá öllum lögreglulmönnum í landinu, sérstaklega í meðhöndlun skotvopna. Þetta tengist árásinni í Útey í Noregi, auknum skotársum í erlendum skólum, fyrirtækjum og fleiru. Almennir lögreglumenn hér þurfi að geta bugðist við slíkum aðstæðum, skotvopn hafi verið gerð aðgengilegri, þó íslenskir lögreglumenn beri skotvopn ekki daglega.\nSímenntun lögreglumanna fer fram bæði hjá Mennta- og starfsþróunarsetrinu og hjá lögregluembættum um allt land. Ólafur segir að slík símenntun verði sífellt meira aðkallandi þáttur í þjálfun lögreglunnar.","summary":"Forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar segir að meðferð skotvopna og valdbeiting verði sífellt stærri þáttur í lögreglunámi og þjálfun lögreglumanna. "} {"year":"2022","id":"8","intro":"Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, sagðist ekki hafa misst einn einasta dag úr vinnu þótt hún hafi nýtt sjálfsagðan rétt sinn til þess að skemmta sér. Þetta sagði hún í ávarpi á fundi Jafnaðarmannaflokks hennar í borginni Lahti, norður af Helsinki.","main":"Íhaldssamir Finnar hafa gagnrýnt Marin harðlega vegna myndbanda af henni í gleðskap. Hún samþykkti að fara í fíkniefnapróf vegna gagnrýninnar og fékk úr því neikvæða niðurstöðu. Í ávarpi sínu sagði tárvot Marin að hún væri mennsk og því eðlilegt að hún vildi leita í einhverja afþreyingu í erfiðu umhverfi heimsmálanna.","summary":null} {"year":"2022","id":"8","intro":"Þó að stýrivaxtahækkunin komi ekki á óvart er áhyggjuefni að verðbólguvæntingar hafi aukist að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Formaður BHM vill að Seðlabankinn beiti sér fyrir því að fyrirtæki gæti hófs í verðhækkunum, skuldarar geti ekki einir borið kostnað af verðbólgunni. í gegnum vaxtahækkanir.","main":"Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að það sé til mikils að vinna að kveða verðbólguna í kútinn þó aðgerðirnar geti verið sársaukafullar til skamms tíma.\nÞað sem er áhyggjuefni er að verðbólguvæntingar hafa einnig aukist á flesta mælikvarða. Mikilvægt að halda því til haga að þegar við horfum á verðbólguna jafnvel án húsnæðisliðar þá er hún að mælast 7,5% og undirliggjandi verðbólga ríflega 6,5%. Þannig að við sjáum að peningastefnunefnd er ekki að beita vaxtatæki sínu gegn eigna- eða hrávöruverðshækkun nú um stundir\nheldur er undirliggjandi verðbólga án fasteignaverð umtalsverð eða um sjö og hálf prósenta.\nFriðrik Jónsson formaður BHM segir Seðlabankann hingað til hafa beint orðum sínum til verkalýðshreyfingarinnar. Hann vill að bankinn hvetji fyrirtæki til að gæta hófs í verðhækkunum og sýni þar með samfélagslega ábyrgð. Skuldarar geti ekki einir borið kostnað af verðbólgunni í gegnum vaxtahækkanir. Helsta vopn Seðlabankans sé vaxtatækið en því megi ekki ofbeita.\nÞað er ekki verk bara Seðlabankans að eiga við verðbólguna. Hann er með það jú sem lögbundið hlutverk en við hin, aðilar vinnumarkaðar og hið opinbera, við þurfum að gera okkar. Ég kalla kannski soldið eftir því að við tökum markvissara samtal um það hvernig við getum lagt Seðlabankanum lið.\nÞannig að þetta tól verði ekki ofnotað.","summary":null} {"year":"2022","id":"8","intro":"Karlalið Íslands í körfubolta mætir sjálfum heimsmeisturum Spánar í undankeppni HM í kvöld. Við spilum okkar leik og sjáum hvað gerist segir landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson.","main":"Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir í kvöld einu sterkasta liði heims, Spánverjum. Þetta er fyrsti leikur liðanna í lokaumferð undankeppni heimsmeistaramótsins 2023.\nHM verður haldið á Filippseyjum, Japan og Indónesíu á næsta ári. Ísland hefur tvisvar spilað á Eurobasket, EM en aldrei HM en hefur aldrei verið nær því. Liðið tók með sér þrjá sigra úr annarri umferð undankeppninnar og er með sjö stig í þriðja sæti L-riðils eins og Spánn og Ítalía. Í lokaumferðinni sem framundan er mætir Ísland auk Spánar, Úkraínu og Georgíu heima og að heiman. Þrjú efstu liðin af sex fara á HM.\nSpilað verður í Pamplona á Spáni í kvöld. Spánverjar eru tvöfaldir heimsmeistarar og þrefaldir Evrópumeistarar og eiga leikmenn í sterkustu deildum heims. Þeir eru sem stendur í öðru sæti heimslistans á eftir Bandaríkjunum. Elvar Már Friðriksson er leikmaður Íslands.\nLeikur Spánar og Íslands hefst klukkan 19 í kvöld og verður sýndur beint á RÚV 2. Seinni leikur Íslands í þessum glugga er gegn Úkraínu í Ólafssal á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardagskvöld og hann verður líka sýndur beint á RÚV 2.\n..spenntur að takast á við þetta verkefni.","summary":"Karlalið Íslands í körfubolta mætir heimsmeisturum Spánar í undankeppni HM í kvöld. Við spilum okkar leik og sjáum hvað gerist, segir landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson. "} {"year":"2022","id":"8","intro":"Til stendur að bjóða öllum Bandaríkjamönnum yfir tólf ára aldri örvunarskammt með nýju bóluefni sem sérhannað er gegn ráðandi ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar.","main":"Efnið er þróað af Pfizer\/BioNtech og Moderna og er beint sérstaklega gegn BA.fimm og öðrum undirafbrigðum omíkron. Sótt var um neyðarleyfi fyrir efninu í byrjun vikunnar og slíkt leyfi er í burðarliðnum að sögn Peters Marks hjá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna.\nVonast er til að bóluefnið veiti vörn gegn nýrri bylgju sem óttast er að skelli á í vetur og dragi úr hættunni af andlátum vegna COVID-nítján en fjögurhundruð og fimmtíu Bandaríkjamenn látist daglega af völdum sjúkdómsins. Óttast er að sú tala hækki þegar vetrar og innivera eykst.\nAnthony Fauci sóttvarnalæknir segir brýnt að leita allra leiða til að verjast þekktum og óþekktum kórónuveirum af næstu kynslóð.\nBidenstjórnin hefur átt í mesta basli við að sannfæra fólk um nauðsyn frekari bólusetningar en tveir þriðju landsmanna hafa þegið tvo skammta. Hlutfall þeirra sem hafa fengið örvunarskammt er enn lægra. Óháðir vísindamenn gagnrýna flýti við að bæta við nýju bóluefni og segja þau sem fyrir eru veita mikla vörn gegn alvarlegum veikindum af völdum kórónuveirunnar.","summary":null} {"year":"2022","id":"8","intro":"VR krefst þrjátíu daga orlofs og að vinnuvikan verði stytt niður í fjóra daga í komandi kjaraviðræðum. Félagið telur aðkomu stjórnvalda óhjákvæmilega ef bæta eigi kjör launafólks.","main":"Þetta kemur fram í kröfum VR og Landsambands íslenskra verslunarmanna gagnvart Samtökum atvinnulífsins. Gerð er krafa um styttingu vinnuvikunnar niður í fjóra daga eða þrjátiu og tvær vinnustundir og að orlofsdögum sé fjölgað í allt að þrjátíu.\nRagnar Þór Ingólfsson er formaður VR.\nÞrjátíu daga orlof er eðli málsins samkvæmt skýr krafa sem og frekari stytting vinnuvikunnar vegna þess að það er það sem opinberu félögin, eða opinberir starfsmenn fengu í sínum kjarasamningum og við getum ekki kyrrt látið liggja eða horft upp á það að þau fái meira en við.\nHann segir aðkomu stjórnvalda í komandi kjaraviðræðum óhjákvæmilega. Þess er krafist að verðtrygging á neytendalánum sé aflögð, álögur og skattar á launafólk séu lækkaðir og virðisaukaskattur á nauðsynjavöru.\nþað gefur auga leið að launaliðurinn einn og sér mun ekki standa undir þeim vöruverðshækkunum og sömuleiðis líka þeim stýrivaxtahækkunum sem Seðlabankinn hefur verið að demba yfir almenning og launafólk í landinu þannig að augljóslega þurfi stjórnvöld að koma að ef ekki á illa að fara.\nHúsnæðismarkaðurinn spili stórt hlutverk í aðkomu stjórnvalda þar sem meðal annars þurfi að auka framboð á húsnæði og setja þak á leiguverð.\nRagnar segir að ákvörðun Seðlabankans um stýrivaxtahækkun í morgun undirstriki ekki einungis mikilvægi krafnanna heldur þurfi að bæta í þegar fram í sækir. Stýrivaxtahækkanir hafi verið margfalt meiri en annars staðar þrátt fyrir að verðbólga sé svipuð.\nStór hluti af þeim ávinningi sem við náðum fyrir okkar félagsmenn í kjölfar lífskjarasamninganna, hann hefur nánast horfið á mjög skömmum tíma. Þetta munum við ekki líða.","summary":"Fjögurra daga vinnuvika og þrjátíu daga orlof eru meðal helstu krafna VR í komandi kjaraviðræðum. Aðkoma stjórnvalda er nauðsynleg ef bæta á kjör launafólks, að mati félagsins."} {"year":"2022","id":"8","intro":"Hálft ár er síðan rússneski herinn gerði innrás í nágrannaríki sitt í vestri. Í dag er þjóðhátíðardagur Úkraínumanna, en lítið er um hátíðarhöld, og fjöldasamkomur hafa verið bannaðar vegna aukinnar hættu á árásum á þessum þýðingarmikla degi.","main":"Rússar hófu í nótt stórfelldar loftárásir á Úkraínu. Landher virðist stefna að borginni Kharkív, næst stærstu borg landsins. Tugir manna hafa fallið bæði almennir borgarar og hermenn.\nSvona hóf Broddi Broddason lestur hádegisfrétta 24. febrúar. Rússar gerðu innrás í landið aðfararnótt þessa fimmtudags og með því gjörbreyttist heimsmyndin og líf fólksins í Úkraínu. Undangengnar vikur höfðu borist fréttir af liðssöfnuði tuga þúsunda rússneskra hermanna við landamærin, en fæstir trúðu því að innrás væri yfirvofandi.\nHálfu ári síðar hafa óteljandi hörmungar dunið á úkraínsku þjóðinni, sprengjum rignt yfir borgir og bæi og almennir borgarar verið myrtir á götum úti. Samkvæmt nýjustu tölum Sameinuðu þjóðanna hafa fimm þúsund fimm hundruð áttatíu og sjö menn, konur og börn fallið í átökunum og hátt í átta þúsund særst. slasast. Þetta er þó aðeins sá fjöldi sem Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest og grunur leikur á að manntjón meðal almennra borgara sé mun meira.\nValur Gunnarsson, sagnfræðingur og rithöfundur, er í Kænugarði á þjóðhátíðardeginum, en þá er yfirleitt mikið um dýrðir. Andrúmsloftið í dag segir hann áhyggjufullt, Hann segir fólk áhyggjufullt og að það haldi fólk heldur sig innandyra af ótta við sprengjuárásir á höfuðborgina.\nÁ þessum tveimur mánuðum sem ég hef verið hérna hef ég í rauninni aldrei séð fólk jafn smeykt. Maður er svo vanur því að fólk hundsi loftvarnarflauturnar og eiginlega hegði sér bara eins og vanalega. En í núna, fyrir daginn í dag, þá er fólk að fara út úr bænum og tungumálakennarinn minn mælti með því að ég færi ekki skólann í dag af því hann er við hliðina á höfuðstöðvum leyniþjónustunnar, sem er eitt skotmark.\nSpennan milli ríkjanna tveggja hefur farið vaxandi síðustu daga, ekki síst eftir morðið á dóttur eins helsta bandamanns Pútíns, sem Úkraínumönnum er kennt um og hefur vakið mikla reiði í Rússlandi. Því hafa margir spáð þungum árásum í dag, en Valur telur það einnig geta orðið á næstu dögum. Hann tekur undir orð þjóðarleiðtoga sem hafa undanfarna daga varað við því að stríðið í Úkraínu gæti varað lengi.\nÞað er svosem ekkert ósennilegt að Rússar láti þessa dagsetningu bara fram hjá sér fara og svo á morgun eða hinn fari þeir að gera eitthvað sko. En einhverjar friðarviðræður eða hvað þá friðarsamningar virðast eiginlega alveg útilokaðir nema mikið breytist. Þannig því miður er ekkert se mbendir til þessu að fari að ljúka, nema Pútín hrökkvi skyndilega upp af eða eitthvað álíka gerist.","summary":"Í dag er hálft ár síðan rússneski herinn gerði innrás í Úkraínu. Íslendingur sem er í Kænugarði á þjóðhátíðardegi Úkraínumanna, segir almenning halda sig til hlés í dag af ótta við árásir."} {"year":"2022","id":"8","intro":"Íslenskur ríkisborgari var á laugardag handtekinn í úthverfi Stokkhólms, grunaður um að hafa svipt konu frelsi sínu í þrjá daga, nauðgað henni og veist að henni með öðru grófu ofbeldi.","main":"Fyrst var greint frá málinu í sænska blaðinu Expressen, en þar er ekki greint frá því að maðurinn er íslenskur ríkisborgari. Blaðið hefur eftir heimildum að vegfarendur í Skärholmen, í útjaðri Stokkhólms, hafi gert lögreglu viðvart þegar þeir sáu alblóðuga konu á svölum íbúðar mannsins. Þá segir í frétt blaðsins að maðurinn sé meðal annars grunaður um að hafa brennt konuna með sígarettum og stappað á hálsi hennar.\nHeimildir fréttastofu herma að maðurinn, sem er með íslenskan ríkisborgararétt, hafi alist upp í Svíþjóð. Hann hefur tvisvar áður setið inni í Svíþjóð fyrir nauðgun og lauk hann síðast um fjögurra ára afplánun í fyrra.\nÁrið 2009 var hann dæmdur fyrir ítrekað og gróft kynferðisofbeldi gegn þáverandi sambýliskonu sinni í Svíþjóð. Í dóminum segir að maðurinn hafi haldið því fram að konan hefði smekk fyrir mjög grófu kynlífi. Í raun þótti ljóst að sambýliskonan hefði ekki veitt samþykki, þetta hefði verið gróf nauðgun.\nÍ dómi yfir manninum frá árinu 2017 má finna svipaðar lýsingar. Frá fæðingu og þar til dómur féll yfir honum árið 2017 bar maðurinn hefðbundið íslenskt nafn en eftir að afplánun lauk í fyrra breytti hann nafni sínu á þann hátt að það hljómar sænskara en áður.\nRíkislögreglustjóri vill ekki tjá sig um hvort aðstoðarbeiðni hafi borist frá sænskum lögregluyfirvöldum vegna málsins. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur ekki fengið neina formlega beiðni um aðstoð.","summary":"Íslenskur ríkisborgari var handtekinn í Stokkhólmi á laugardag vegna gruns um gróft kynferðisofbeldi og frelsissviptingu. "} {"year":"2022","id":"9","intro":"Unnið er í samvinnu þriggja ráðuneyta að betrumbótum í málefnum fanga og geðheilbrigðisþjónustu, segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðuneytið vinni að því að efla lögreglu á landsbyggðinni með því að fela þeim fleiri verkefni.","main":"Í sjálfu sér ótengt þessum hörmulega atburði á Blönduósi þar sem samúð okkar liggur með öllum þeim sem eiga um sárt að binda; samfélaginu og öðrum sem eiga um sárt að binda eftir þetta mál, þá eru stjórnvöld búin að vera í virku samtali um hvernig við getum meðhöndlað þessi mál almennt í okkar samfélagi. Margt gott hefur verið gert á undanförnum árum. Ég nefni til að mynda geðheilbrigðisteymi sem er samvinnuverkefni fangelsismálayfirvalda og heilbrigðisyfirvalda sem að hefur gjörbreytt allri læknismeðferð og meðferð á föngum sem eiga í erfiðleikum.\nSegir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og að nú sé að fara í gang uppbygging í fangelsinu á Litla Hrauni til að bæta þjónustu við fanga. Hann segir dóms-, félagsmála- og heilbrigðisráðuneyti hafa unnið saman að þessum verkefnum. Þingmál hafi verið lögð fram og verði lögð fram aftur í vetur.\nEðli máls samkvæmt eru þetta mjög viðkvæm mál, hversu langt er gengið á hverjum tíma og þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða og reyna þá að vinna að víðtækri sátt í samfélaginu um úrræði sem að þessu snúa. Og ekki síst þurfum við að huga auðvitað að fyrirbyggjandi úrræðum í þessum efnum.\nKomið hefur fram að skotárásarmaðurinn, sem ráðinn var bani á Blönduósi, hafi átt í andlegum erfiðleikum og hafi notið geðheilbrigðisþjónustu. Lögreglan á fáliðuð í Húnabyggð og heyrir undir Lögregluna á Norðurlandi vestra, sem er með höfuðstöðvar á Sauðárkróki.\nÞað er auðvitað alltaf spurning hvenær lögreglan er í stakk búin til að takast á við svona hörmulega atburði þar sem að margt spilar inn í. Og í mannlegu samfélagi verður kannski aldrei komið í veg fyrir alla voðaatburði.\nRáðherra segir unnið hafi verið að því í ráðuneytinu hvernig efla megi lögregluliðin á landsbyggðinni til að þau séu betur í stakk búin til að takast á við alvarlega atburði. Það gerist ekki nema að samhliða verði að færa önnur lögregluverkefni út á land. Þetta eigi líka við sýslumannsembættin og dómstólana.\nAð fjölga starfsmönnum en þá þurfa líka verkefnin að fylgja þannig að þetta fólki hafi þá önnur störf til að sinna í dags daglegu starfi.","summary":"Dómsmálaráðherra segir að líklega verði aldrei hægt að koma í veg fyrir voðaatburði eins og á Blönduósi um helgina. Efla þurfi lögreglulið á landsbyggðinni og flytja fleiri verkefni þangað. "} {"year":"2022","id":"9","intro":"Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, geymdi í leyfisleysi yfir þrjú hundruð trúnaðarskjöl frá forsetatíð sinni á heimili sínu. Hann fer fram á það að rannsókn á misbrestum hans við meðferð opinberra gagna verði stöðvuð.","main":"New York Times greindi í fyrsta sinn í gær frá umfangi gagnanna frá Trump sem eru til rannsóknar. Fréttamenn New York Times hafa Haft er eftir talsmönnum dómsmálaráðuneytisins að 150 skjöl merkt sem trúnaðarmál Hvíta hússins hafi verið endurheimt frá forsetanum í janúar. Umfang trúnaðargagnanna og innihald þeirra hafi vakið grunsemdir um að fleiri gögn, sem gætu varðað þjóðaröryggi, væru á heimili hans. Því hafi bandaríska leyniþjónustan farið í húsleit á heimili Trumps í Mar-a-Lago í Flórída fyrr í mánuðinum. Þar fundust svo önnur 150 skjöl, einnig merkt með trúnaðarstimpli Hvíta hússins. Rannsakendur segja það vekja ugg að gögnin hafi verið þar mánuðum saman. Þjóðskjalasafnið hafði staðið í stappi við forsetann fyrr á árinu um að gögnum yrði skilað. Það hafi ýtt undir grunsemdir um að forsetinn hafi farið óvarlega með trúnaðargögn ríkisins.\nBandarísk yfirvöld hafa lítið gefið upp um innihald gagnanna, annað en að þar hafi verið viðkvæmar upplýsingar. Fjölmiðlar vestra hafa haft ónefndar heimildir fyrir því að gögnin snerti kjarnavopn, en yfirvöld hafa ekki viljað staðfesta þær heimildir. Í vikunni er von á að hulunni verði svipt af gögnunum, hið minnsta að hluta, þegar dómsmálaráðuneytið veitir frekari upplýsingar um ástæður húsleitarinnar í Mar-A-Lago.\nThis is this is unprecedented action by the Justice Department. I think it merits an unprecedented transparency. Public has a right to know. What the reasons and justification were for executing a search warrant against the president.\nMike Pence, sem gegndi embætti varaforseta við hlið Donalds Trumps, er meðal þeirra sem hefur kallað eftir frekari skýringum á húsleitinni á heimili fyrrverandi forsetans, sem á sér engin fordæmi í bandarísku réttarkerfi. Hann segir fordæmalausa húsleit gefa tilefni til fordæmalauss gagnsæis, almenningur eigi rétt á því að vita, hvaða ástæður lágu að baki.","summary":null} {"year":"2022","id":"9","intro":"Kristnesspítali ætlar að efla öldrunarlækningar til þess að létta álagi af sjúkrahúsinu á Akureyri. Breytingarnar hafa áhrif á endurhæfingarmeðferðir.","main":"Á Kristnesspítala í Eyjafjarðarsveit er sinnt öldrunarlækningum og endurhæfingu. Í vor var samþykkt að auka umfang öldrunarlækninga til þess að létta álagi af Sjúkrahúsinu á Akureyri.\nRagnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir breytingarnar ekki síst vera tilraun til að bæta þjónustu við aldrað fólk sem þarf að liggja lengi á spítalanum.\nstóru legudeildirnar hjá okkur hafa verið gjörsamlega yfirfullar með yfir 100% rúmanýtingu síðastliðna mánuði sem er algerlega óaásættanlegt. Við höfum verið þeirri stöðu eins og þið vitið að leggja fólk inn á barnadeild. þannig við erum bara að reyna að veita þessum öldruðu einstaklingum þjónustu á betri stað heldur en á bráðdeildum og létta á álaginu á bráðadeildum á sama tíma.\nHún segir að með þessu sé vera að grípa til örþrifaráða.\nen auðvitað erum við að vonast til þess að þessu fólki verði síðan veitt þjónusta á réttu stigi, það er að segja ekki innan veggja spítalans, sérstaklega þeir sem ekki komast heim, heldur að það verði þá gripið til þess að finna úrræði utan veggja spítalans. Einhverskonar biðúrræði þá kannski eða endurhæfingarúrræði.\nBreytingarnar geti haft í för með sér skerðingu endurhæfingarstarfs.\naðallega fyrir þá sem þurfa sjö daga úrræði en þeir sem eru í fimm daga úrræði hjá okkur hafa yfirleitt verið að koma utan úr bæ þannig ég á ekki von á að það skerði mikið þeirra endurhæfingu.","summary":null} {"year":"2022","id":"9","intro":"Sérfræðingur í málefnum Rússlands segir að Rússlandsforseti nýti öfgaheim miðalda til þess að réttlæta innrásina í Úkraínu. Hann lýsir Alexander Dugin samverkamanni Pútíns og föður Dariu Dugina, sem Rússar saka Úkraínumenn um að hafa myrt með bílsprengju, sem kristnum talibana. Á morgun er hálft ár frá innrásinni.","main":"Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, segir Dugin aðhyllast jaðarkenningar um pólitíska heimsskipan og að sérstök siðmenning, þar sem Rússar séu fremstir í flokki hafi orðið til. Þessar hugmyndir sæki Pútin Rússlandsforseti til hugmyndafræði Dugins.\nÞetta eru svona blendingskenningar, tíndar saman úr allskonar heimspeki, þar á meðal þessari venjulegu vestrænu heimspeki, en síðan farið aftur á miðaldir og þær hugmyndir hafnar upp, sem og ákveðinn lífsmáti. Sérstaklega þetta siðmenningarhugtak.\nJón segir þessar kenningar notaðar til að réttlæta innrásina í Úkraínu.\nDugin er pólitískur jaðarmaður, ég man eftir honum sjálfur frá því snemma á tíunda áratugnum, þegar þetta var sérvitringur á jaðri þjóðernishreyfinganna með allskonar hugmyndir sem grasseruðu í því umhverfi sem Rússland var á tíunda áratugnum en engum datt í hug að myndu hafa einhver áhrif á pólitík eða stjórn ríkisins.\nSamfélagsleg umbreyting hafi orðið í rússnesku samfélagi. Rússar séu fastir í viðjum fortíðar.\nÞað sem gerist þegar stjórnvöld taka upp svona íhaldssamar hugmyndir, sem byggja á einhverri tilbúinni hefð og halda því fram að þetta sé hið rétta, er að þar með er ýtt undir slík viðhorf í samfélaginu. Það þýðir að gefið er leyfi til þess að ofsækja fólk sem er öðruvísi.","summary":"Öfgakenndur hugmyndaheimur miðalda er nýttur til þess að réttlæta innrásina í Úkraínu, segir Jón Ólafsson prófessor. Hann lýsir Alexander Dugin, samverkamanni Pútíns, sem kristnum talibana."} {"year":"2022","id":"9","intro":"Fyrirtækjum í ferðaþjónustu hafa nú þegar borist afbókanir vegna mögulegra gosloka. Engin virkni hefur mælst í gígnum í Meradölum frá því á sunnudag.","main":"Litakóði Veðurstofu íslands var færður úr appelsínugulum yfir í gulan í gær og að sögn Sigríðar Magneu Óskarsdóttur, náttúrvársérfræðings er gosrásin sennilega stífluð. Lítið sem ekkert sé að frétta af gosinu.\nVið fylgjumst með óróanum og jarðskjálftavirkninni hún er ekki mikil. Smáskjálftavirkni áfram á Reykjanesi. Óróinn hefur haldist lítill áfram þarna við gosstöðvarnar.\nMikill áhugi var á Íslandi meðal erlendra ferðamanna þegar gosið hófst í byrjun mánaðar og bókanir hjá Icelandair og Play tóku meðal annars kipp. Uppbókað var í þyrluflug yfir gosstöðvarnar nær samdægurs. Birgir Ómar Haraldson framkvæmdastjóri Norðurflugs segir að töluvert hafi verið um afbókanir í gær.\nÞað fylgir þessu en samst sem áður er það þannig að það eru mjög margir sem vilja samt sem aður sjá nýjar eldstöðvar. Þannig það hefur komið okkur aðeins á óvart hvað það er ekki eins mikið afbókað og við töldum.\nBirgir segir að fyritækið hafi látið viðskiptavini vita af stöðunni á gosinu í gær og fólki gefið kost á að afbóka flugið. Fimmtíu prósent þeirra sem áttu bókað flug hafi valið að afbóka flugið.\nÉg myndi svona giska á það sé tæplega helmingur sem vill halda áfram.\nÞrátt fyrir að gosinu sé að öllum líkindum lokið hafa ekki margar afbókanir borist flugfélögunum síðan í gær. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að félagið hafi ekki orðið vart við afbókanir. Eftirspurn eftir ferðum til Íslands hafi verið mjög mikil síðustu misseri og útlit sé fyrir að svo verði áfram. Nadine Guðrún Yhagi, upplýsingafulltri Play, tekur í sama streng.","summary":"Engin virkni hefur mælst á gosstöðvunum frá því á sunnudagsmorgun. Margir ferðamenn eru hættir við ferðir sínar."} {"year":"2022","id":"9","intro":"Breiðablik er komið með gott forskot á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir sigur á Fram í gærkvöld.","main":"Blikar unnu leikinn 2-0 og voru þar með fyrsta liðið til að sækja sigur til Fram í Úlfarsárdalinn í sumar. Á sama tíma gerðu Víkingar 2-2 jafntefli við Val eftir að hafa komist 2-0 yfir. Breiðablik er nú með sex stiga forskot á KA sem situr í öðru sæti deildarinnar en Víkingar sem eiga leik til góða eru tíu stigum á eftir Blikum og fjórum stigum á eftir KA og sitja í þriðja sæti deildarinnar. Valsmenn sitja svo í fjórða sætinu stigi á eftir Víkingum. Í gærkvöld tókst FH-ingum svo loks að vinna undir stjórn Eiðs Smára Guðjohnsen þegar liðið vann Keflvíkinga 3-0. FH situr þó sem fyrr í tíunda sæti deildarinnar, aðeins stigi frá Leikni sem situr í fyrsta fallsætinu. Leiknismenn eiga hins vegar leik til góða.\nKörfuknattleiksmaðurinn Pavel Ermolinskij gaf í gærkvöld út yfirlýsingu þess efnis að hann myndi ekki spila fyrir Íslandsmeistara Vals á næstu leiktíð. Í yfirlýsingunni sem Pavel sendi stuðningsfólki Vals segir hann að hann viti ekki hvað taki við hjá sér en sé jafn framt þakklátur fyrir að hafa tekið þátt í árangri Valsliðsins á síðustu þremur árum. Pavel hefur leikið með íslenska landsliðinu en er ekki í hópnum sem mætir Spáni og Úkraínu á morgun og á laugardag í undankeppni HM.","summary":null} {"year":"2022","id":"9","intro":"Lögreglan verst enn allra fregna af gangi rannsóknar á skotárásinni á Blönduósi á sunnudagsmorgun. Börn hjónanna sem fyrir árásinni urðu hafa óskað eftir friði til að takast á við áfallið, syrgja móður sína og hlúa að föður sínum.","main":"Lögreglan á Norðurlandi eystra fer með rannsókn málsins og tók við henni frá lögreglu á Norðurlandi vestra á sunnudaginn. Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, segir í skriflegu svari til fréttastofu að ekki verði veitt viðtöl vegna málsins. Ekki hafa fengist upplýsingar um rannsóknina aðrar en þær að henni miði vel. Lögregla sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gær. Þar segir að eitt af því sem sé til rannsóknar sé hvernig andlát skotárásarmannsins bar að, en talið er að réttarkrufning eigi eftir að leiða það í ljós. Þá segir að áverkar mannsins sem lifði árásina af séu alvarlegir. Börn konunnar sem lést sendu frá sér yfirlýsingu í morgun. Þau segja fjölmiðla hafa flutt rangar og villandi fréttir af því sem gerðist og nánustu vinir og ættingjar hafi fengið síendurteknar hringingar frá fjölmiðlum síðan um helgina. Þau óska eftir því að fá frið til að takast á við áfallið, syrgja móður sína og hlúa að föður sínum.","summary":null} {"year":"2022","id":"10","intro":"Verðbólgan er við það að ná hámarki, að mati aðalhagfræðings Arion-banka, og fer ekki að hjaðna að ráði fyrr en á næsta ári. Seðlabankinn eigi ekki annars úrkosti en að hækka stýrivexti á miðvikudag.","main":"Í maí spáði Seðlabankinn því að ársverðbólga í ár yrði sjö komma fjögur prósent.\nHún er orðin alveg löngu úrelt. Seðlabankinn birti nýja spá núna á miðvikudaginn nk. og það má gera ráð fyrir því að við munum sjá verðbólguna vera milli 9 og 10 prósent, reikna ég með. Hún er núna í 9,9% og maður sér fyrir sér að hún verði í nokkuð háaum gildum á næstu mánuðum.\nSegir Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion-banka. Hagfræðideild Landsbankans spáir því að hámarki verðbólgu sé náð og hún fari að hjaðna í næsta mánuði. Hagfræðingar Íslandsbanka eru þessu ósammála og búast við að verðbólgan rjúfi tíu prósenta múrinn í þessum mánuði og að toppnum verði náð í september. Erna vill ekki spáð því að toppi hafi verið náð.\nEn það eru svona ákveðna vísbendingar um það að við séum núna eða alla vega á allra næstu mánuðum að ná einhverjum ákveðnum toppi. En það sem greiningaraðilar eru fyrst og fremst að horfa á núna er að það eru svona fyrstu merki um að það sé aðeins að hægja á húsnæðismarkaðnum. Húsnæðisverð er tæplega helmingur af okkar verðbólgu eins og sakir standa. Þannig að ef framlag húsnæðismarkaðar til verðbólgu fer að minnka gætum við séð verðbólguna koma nokkuð hratt niður á næsta ári.\nErna bendir á að fleira skipti máli fyrir verðbólguna, til að mynda verðþróun á innfluttri vöru og aðföngum og svo kjarasamningar. Viðbúið sé að verðbólga verði mikil út árið. Það hækkar lán heimilanna.\nMatarinnkaupin eru orðin dýrari. Það er orðið dýrara að fylla á bílinn. Þetta hefur áhrif á rekstur heimilanna. Þú þarft að eyða stærri hluta af þínum ráðstöfunartekjum í almennan heimilisrekstur.\nErna býst við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti á miðvikudag.\nMeð verðbólguna í 9,9 prósentum þá held ég að bankinn telji að hann eigi ekki annarra kosta völ.\n","summary":"Seðlabankinn á ekki annars úrkosti en að hækka stýrivexti enn frekar, að mati aðalhagfræðings Arion banka sem segir verðbólguna við það að ná hámarki."} {"year":"2022","id":"10","intro":"Nokkur hundruð kílóa grjót runnu úr Kirkjubólshlíð í Skutulsfirði snemma í gærmorgun og út á veg. Engan sakaði og ekki urðu tafir á umferð. Starfsmenn Vegagerðarinnar fóru á vettvang um leið og tilkynning barst og ýttu grjótinu af veginum. Varað var við grjóthruni á Vestfjörðum um helgina vegna mikillar úrkomu og var gul veðurviðvörun gefin út á föstudagskvöld fyrir vikið. Vegagerðinni og Veðurstofu Íslands er ekki kunnugt um frekara grjóthrun en ljóst þykir að búast megi við því víðar um landið á næstu dögum. Spáð er rigningu á Austfjörðum í vikunni og vegfarendur þar skulu hafa varann á. Sveinn Brynjólfsson, ofanflóðasérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að grjóthrunið sé venjubundið fyrir þennan árstíma.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"10","intro":"Ekki hefur verið virkni í gígnum í Meradölum síðan í gærmorgun. Ekki er ósennilegt að gosrásin sé að stíflast, að sögn hópstjóra náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Fluglitakóði hefur verið færður úr appelsínugulum yfir í gulan. Björgunarsveitarmaður segir færri leggja leið sína að gosstöðvunum.","main":"Við fórum frá appelsínugulum yfir í gulan fluglitakóða í dag og það þýðir í raun að það hefur verulega dregið úr virkni. en það er áfram vel fylgst með ef ske kynni að virknin taki sig upp að nýju. Við þurfum bara að vakta þetta og sjá hvað gerist á næstu dögum\nÞað er Full snemmt að lýsa formlega yfir goslokum.\nSagði Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Ekki sé óhugsandi að gosið taki sig upp aftur. Það hafi gerst nokkrum sinnum í gosinu í Geldingadölum í fyrra.\nNú höfum við séð draga hægt og hægt af þessu, kannski til marks um það að gosrásin hafi verið að stíflast. Mér finnst það ekkert ósennilegt og þar með að gosið sé alveg búið en\nþað er ákveðin óvissa og við þrufum að gefa þessu nkkra daga\nSteinar Þór Kristinsson, björgunarsveitarmaður í vettvangsstjórn lögreglu, segir fólk enn ganga að gosinu en strax hafi fækkað í hópnum í gær. Gosstöðvarnar hafi enn ákveðið aðdráttarafl þó að sjálft eldgosið sjáist ekki. Björgunarsveitarfólk sé enn á staðnum.\nNei, nei við erum ekkert að pakka saman. Við erum auðvitað alltaf tilbúin. Það stendur til núna í vikunni að það farið að koma fólk til að taka við, það er stefnan að reyna að koma því af stað í vikunni. Þannig að það léttir á okkur. Það eru landverðir og frá almannavörnum, frá ríkislögreglustjóra. Það verða lögregluþjónar og sjúkraflutningamaður\nog eitthvað meira viðbragð á svæðinu.\n","summary":"Ekki er ósennilegt að gosrásin í Meradölum sé að stíflast og gosið að verða búið, að sögn hópstjóra náttúruvár á Veðurstofu Íslands. Fluglitakóði hefur verið færður úr appelsínugulum yfir í gulan. Björgunarsveitarmaður segir færri leggja leið sína að gosstöðvunum. "} {"year":"2022","id":"10","intro":"KA kom sér í gærkvöld upp í annað sæti Bestu deildar karla í knattspyrnu, í það minnsta um stund, liðið mætti þá Stjörnunni í Garðabæ.","main":"Nóg var af mörkum í leiknum. Stjarnan komst 1-0 yfir snemma í með marki úr vítaspyrnu en KA menn jöfnuðu tíu mínutum síðar. Hallgrímur Mar Steingrímsson kom Norðanmönnum yfir á 35. mínútu en fimm mínútum síðar svöruðu Stjörnumenn með marki úr annarri vítaspyrnu. Vítaspyrnurnar urðu raun fjórar í leiknum, þá næstu fengu KA-menn og voru því 3-2 yfir í hálfleik. Síðasta vítaspyrna leiksins kom á 77. mínútu, úr henni skoraði Nökkvi Þeyr Þórisson, hans þriðja mark í leiknum og lokatölru 4-2 fyrir KA. Liðið er nú með 36 stig í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Breiðbliki á toppnum en Blikar eiga leik til góða. Víkingur sem situr nú í þriðja sætinu, fimm stigum á eftir KA á tvo leiki til góða. Víkingar og Blikar spila einmitt í kvöld. Víkingar mæta Valsmönnum og Breiðablik fer í heimsókn til Fram í Úlfarsárdalinn þar sem Framarar hafa ekki tapað leik í allt sumar.\nÓðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður svissneska liðsins Kadetten Schaffhausen, er ristarbrotinn. Þessu greindi hantbolti.is frá í gær en þar kemur fram að brotið sé það slæmt að hann þurfi að fara í aðgerð í vikunni. Óðinn segir þar enn fremur að hann hafi fengið högg á ristina á æfingu og ekki sé um að ræða álagsbrot. Hann er nýgenginn til liðs við svissneska liðið en verður nú frá í tvo til þrjá mánuði og nær ekki upphafi leiktíðarinnar. Það þýðir að hann verður ekki til taks þegar Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, velur liðið sem mætir til leiks í undankeppni EM 2024 en fram undan hjá landsliðinu eru leikir gegn Ísrael og Eistlandi í október.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"10","intro":"Lögreglan í Pakistan hefur ákært fyrrverandi forsætisráðherra landsins, Imran Khan, fyrir að brjóta gegn hryðjuverkalögum landsins. Khan hafði nýlega borið lögreglu og dómskerfi landsins þungum sökum, fyrir að hafa ólöglega handtekið og pyntað aðstoðarmann hans.","main":"Hundruð stuðningsmanna Khans gengu fylktu liði að heimili hans eftir að greint var frá ákærunni og hrópuðu slagorð á borð við \u001evið viljum frelsi. Stuðningsmenn forsætisráðherrans fyrrverandi vöruðu yfirvöld við því að handtöku hans. Formenn stjórnarandstöðunnar á pakistanska þinginu gerðu slíkt hið sama og sögðu að það færi \u001eyfir strikið að handtaka Khan, eins og þau orðuðu það. Ali Amin Gandapur, einn fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórn Khans, skrifaði á samfélagsmiðla að kæmi til handtöku, myndu þau taka til sín völdin í höfuðborginni, Islamabad.\nSíðan embættistíð hans lauk hefur Khan verið hávær gagnrýnandi ráðamanna í landinu. Í ákærunni er hann sakaður um að hafa haft í hótunum við fjölda embættismanna. Hann hefur enn ekki tjáð sig um ákæruna.\nKhan var bolað úr embætti í apríl, þegar 174 þingmenn greiddu atkvæði með vantrauststillögu á hann. Mikill óstöðugleiki hefur verið í stjórnmálaumhverfi Pakistans í áráraðir og þar hefur enginn forsætisráðherra verið í embætti út heilt kjörtímabil. Imran Khan er þó sá fyrsti sem er látinn víkja úr embætti vegna vantrausts þingmanna.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"11","intro":"Alþjóðlega ráðstefna Cryosphere verður sett í Hörpu eftir hádegi. Næstu daga verður greint frá nýjustu rannsóknum á afdrifumm íss og sævar í hlýnandi loftslagi jarðar. Klukkan fjögur sýnir James Balog myndefni af breytingum sem orðið hafa á jöklum síðustu ár um allan heim.","main":"Crysophere, eða freðhvolfið, á við um allt sem er frosið á jörðinni, eins og jökla, hafís og sífrera. Faraldurinn kom í veg fyrir að ráðstefnan yrði haldin árið 2020 á aldarafmæli Veðurstofu Íslands.\nÞað er að taka saman áhrif sem meðal annars loftslagsbreytingar eru að hafa á útbreiðslu íss og snævar og hvaða afleiðingar þetta getur haft fyrir samfélag manna eins og talsvert er í umræðunni.\nSegir Þorsteinn Þorsteinsson sérfræðingur á Veðurstofunni og einn skipuleggjandi ráðstefnunnar. Um 330 manns frá þrjátíuogþremur löndum taka þátt í ráðstefnunni sem lýkur á föstudag. 150 erindi verða flutt bæði í Hörpu og í Safnahúsinu.\nÞað koma þarna mjög þekktir vísindamenn erlendis frá sem að munu kynna allra nýjustu niðurstöður varðandi til dæmis breytingar á stóru jöklunum; Grænlandsjökli og Suðurskautsjöklinum. Og síðan hafa aðferðir til þess að greina breytingar á svona minni hveljöklum eins og jöklunum á Íslandi og fjallajöklum um alla jörð hafa tekið alveg geysilegum framförum, bara síðasta áratuginn. Þannig að við munum fá nýjustu niðurstöður um þetta efni. Síðan verður einn helsti sérfræðingur heimsins í hafísrannsóknum þarna líka til að gera okkur grein fyrir stöðu mála að því leyti og líka fólk sem hefur rannsakað hvað er að gerast við sífrerann á norðurslóðum og víðar.\nMargir þekkja verðlauna heimildamyndina Chasing Ice. Höfundur hennar James Balog flytur fyrirlestur í dag:\nSem er bandarískur maður sem hefur sett upp myndavélar mjög víða við jökla og fylgst með hörfun þeirra í hlýnandi loftslagi. Þetta hefur hann gert meðal annars á Íslandi og fleiri svona jökla- og fjallsvæðum á jörðinni. Og þetta er fyrirlestur sem að verður öllum opinn klukkan fjögur í Hörpu í dag.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"11","intro":"Dóttir eins nánasta samverkamanns Pútíns Rússlandsforseta fórst þegar bíll hennar sprakk fyrir utan Moskvu í gærkvöld. Talið er að faðir hennar hafi átt að vera skotmarkið. Úkraínumenn neita aðild að málinu.","main":"Daria Dugina var þrítug og starfaði sem blaðamaður. Bretar höfðu beitt hana refsiaðgerðum fyrir að dreifa falsfréttum um stríðið í Úkraínu. Hún hafði verið á listahátíð með föður sínum, sem ákvað á síðustu stundu að ferðast án hennar til baka, en hún fór í staðinn ein á Toyota Land Cruiser-jeppanum hans. Jeppinn sprakk svo í loft upp sem hún ók honum á þjóðvegi um 40 kílómetrum utan við Moskvu. Rannsókn hefur leitt í ljós að sprengju hafði verið komið fyrir undir bílnum bílstjóramegin. Faðir Dariu, Alexander Dugin, hefur lengi verið álitinn einn helsti samverkamaður og hugmyndafræðingur Vladimirs Pútíns Rússlandsforseta og stundum hreinlega kallaður heili Pútíns, eða hinn nýi Raspútín. Dugin er harðlínumaður, ofstækisfullur þjóðernissinni sem hefur lengi talað fyrir sameiningu allra rússneskumælandi landsvæða í nýtt rússneskt heimsveldi, og er einarður stuðningsmaður innrásar Rússa í Úkraínu. Ekki er talið ósennilegt að sprengjan hafi verið ætluð honum. Enginn hefur formlega lýst yfir ábyrgð á tilræðinu, en talsmaður úkraínska aðskilnaðarsinna skellti í morgun skuldinni á stjórnvöld í Kænugarði. Þessu vísar Mykhailo Podolyak ráðgjafi Zelenskys Úkraínuforseta staðfastlega á bug - úkraínska ríkið stundi hvorki glæpi né hryðjuverk ólíkt því rússenska. Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, segir á Telegram að reynist kenningin um aðild Úkraínumanna rétt jafngildi það hryðjuverkastarfsemi af hálfu þarlendra stjórnvalda.\n","summary":"Dóttir eins helsta hugmyndafræðings Pútíns Rússlandsforseta fórst þegar bíll hennar sprakk fyrir utan Moskvu. Úkraínumenn þvertaka fyrir aðild að málinu."} {"year":"2022","id":"11","intro":"Tveir eru látnir eftir skotárás í heimahúsi á Blönduósi í morgun, annar þeirra er meintur gerandi.","main":"Hún er ekki alveg nægjanlega þannig að ég geti tjáð mig beinlínis um hana að öðru leyti en því að það er einstaklingur sem er grunaður um að hafa farið að heimili fólks og beitt skotvopni.\nÞað liggur ekki fyrir, ég get ekki staðfest það.\nHver eru tengsl meinst geranda og þeirra sem fyrir árásinni urðu?\nÉg get ekki beinlínis staðfest hver þau tengsl eru, þetta er fólk sem þekktist.\nEr eitthvað vitað um ástæðu árásarinnar?\nNei, það er eitt af því sem rannsókn málsins mun lúta að.\nBirgir segir að allir viðkomandi séu fullorðnir. Hann segist ekki geta staðfest hvers konar vopn var notað eða hvort það var í eigu meints geranda.\nÞað eru tveir í haldi, hvernig tengjast þeir málinu ef annar hinna látnu er talinn gerandi.\nÉg get ekki staðfest það á þessu stigi hvernig tengslin eru.\nSamkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan hafi afskipti af meintum geranda áður og meintur gerandi hafi verið fyrrverandi starfsmaður annars þeirra sem fyrir árásinni varð og hafi jafnvel talið sig eiga eitthvað óuppgert við viðkomandi. Þá hefur fréttastofan einnig heimildir fyrir því að lögreglan hafi haft afskipti af meintum geranda fyrr á árinu vegna hótana með skotvopn. Birgir Jónasson sagðist ekki geta staðfest þetta. Hann segir samfélagið á Blönduósi slegið.\nFólk er almennt mjög slegið, þetta er mikið högg fyrir samfélagið hér, svona atvik. Þetta er auðvitað eitthvað sem við reynum með öllum öðrum viðbragðsaðilum að vinna úr eftir bestu getu og leggja okkar af mörkum til þess arna.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"11","intro":"Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir óheppilegt hversu langan tíma tekur Samkeppniseftirlitið að skera úr um hvort franska sjóðsstýringafyrirtækið Ardian megi kaupa Mílu af Símanum. Hann segir mikilvægt fyrir íslenskt hagkerfi að vera opin fyrir erlendum fjárfestingum.","main":"Samkeppniseftirlitið framlengdi í síðustu viku frest til rannsóknar á samruna fyrirtækjanna fram á miðjan næsta mánuð. Áður hafði Ardian óskað eftir sáttaviðræðum með það að markmiði að kanna hvort þau gætu leyst þau samkeppnislegu vandamál sem eftirlitið telur að stafi af samrunanum. Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir áliti hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum í fjarskiptageiranum sem flestir segja að kaup Ardian á Mílu raski að óbreyttu samkeppni. Míla byggir og rekur innviði fjarskipta landsins. Í október var tilkynnt að Ardian hefði samið við Símann um að kaupa Mílu fyrir rúmlega 70 milljarða með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitisins.\nÞað er erfitt að segja annað en að þetta taki langan tíma. Það er dálítið óheppilegt. Ég hef verið að horfa til erlendra fjárfestingar almennt á Íslandi og þarna er um mjög stóra erlenda fjárfestingu að ræða. við skerum okkur úr í hópi OECD ríkjanna að hér er um mjög litla, takmarkaða beina erlenda fjárfestingu. Herna er um að ræða fjárfestingu sem ríkisstjórnin hafði tekið til sérstakrar skoðunar og ráðherra hafði heimild til að stöðva fjárfestinguna. Og var ákveðið að gera það ekki. En lögum var hins vegar breytt í framhaldinu og ákveðin skilyrði sett. Ég hins vegar bendi á þetta sem dæmi um það að það er mikilvægt fyrir okkur, hagkerfið okkar að vera opið fyrir fjárfestingu, dreifa áhættunni, fá inn sérfræðiþekkingu, á sama tíma og við eigum möguleika td lífeyrissjóðir okkar til þess að fjárfesta erlendis og dreifa þannig áhættunni fyrir landsmenn.\n- Hefur þetta áhrif á erlenda fjárfestingu hér á landi?\nÞað er ekki tímabært að tala sig út um það. Málið er enn til skoðunar og Samkeppniseftirlitið verður auðvitað að fá að ljúka sinni vinnu.\n","summary":"Fjármálaráðherra segir óheppilegt hversu langan tíma tekur Samkeppniseftirlitið að skera úr um hvort franska félagið Ardian megi kaupa Mílu af Símanum."} {"year":"2022","id":"11","intro":"Allt að 30 óbreytir borgarar létu lífið í hryðjuverkaárás íslamskra öfgamanna á hótel í Mogadishu í Sómalíu.","main":"Öryggissveitir hers og lögreglu yfirbuguðu og felldu í gærkvöld vígamennina sem tóku Hyatt-hótelið í miðborg Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, herskildi í fyrradag, eftir um 30 klukkustunda umsátur og bardaga. Hótelið er rústir einar eftir að öryggissveitirnar létu sprengjum rigna á það í lok umsátursins. Hvorki hefur verið upplýst um fjölda árásarmanna né fallinna borgara. Í gær var staðfest að minnst 13 almennir borgarar hefðu fallið í árásinni en óstaðfestar fregnir herma að þeir hafi verið allt að 30 talsins. Yfirvöld boða fréttafund í dag, þar sem greina á nánar frá þessu. Hópur vígamanna úr röðum al-Shabaab-hryðjuverkasamtakanna réðst inn á Hyat-hótelið í miðborg Mogadishu undir kvöld á föstudag með sprengjur og byssur að vopni. Þeir sendu svo frá sér tilkynningu, þar sem þeir hótuðu því að \u001eskjóta alla sem þar væru. Þegar öryggissveitir réðust til atlögu nokkru síðar byrgðu árásarmennirnir sig inni í einum af sölum hótelsins og þar sem þeir reyndu að verjast þar til yfir lauk. al-Shabaab tengjast al-Kaída-hryðjuverkanetinu nánum böndum og hafa barist gegn sómölskum stjórnvöldum síðustu 15 ár.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"11","intro":"Mjög mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þrír sem tengjast hnífárás á lækjartorgi gista fangageymslur.","main":"Allar fangageymslur í Reykjavík fylltust og þurfti því að vista fólk í fangaklefum lögreglunnar í Hafnarfirði, Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir langt síðan grípa hafi þurft til þess.\nÉg verð að viðurkenna að það er svona ákveðin vonbrigði með nóttina eins og öll dagskráin allt gekk bara ljómandi vel.\nÁsgeir segir mikla unglingadrykkju hafa verið í borginni. Yfir 20 mál þar sem hafa þurfti afskipti af ungmennum undir aldri, sum þeirra voru vistuð í athvarfi.\nAuðvitað verða náttúrulega alltaf einhver verkefni þegar svona margt fólk kemur saman, ámeðan dagskráin var jújú verið að grípa inní hjá ungu fólki með áfengi og það voru tveir svo ökumenn á meðan að dagskráin var í gangi sem voru stöðvaðir annar talsvert undir áhrifum og hinn peðfullur. Svo náttúrulega þegar dagskránni lýkur og flest af fólkinu fer heim þá náttúrulega tekur við þetta venjulega djamm.\nÞað var töluvert meira að gera en á venjulegri djammnótt, tvisvar sinnum fleiri mál á málaskrá en fyrir nóttina á undan.\nÞetta voru þarna nokkur mál, þetta eru einhverjar held ég fjórar eða fimm líkamsárásir. Þar af ein auðvitað sem stendur uppúr, það er að segja varðandi alvarleika, þar sem að tveir ungir menn voru stungnir með eggvopni á lækjartorgi, það var held ég um hálf þrjú í nótt.\n","summary":"Tveir eru á sjúkrahúsi og þrír í haldi lögreglu eftrir hnífaárás á lækjartogi í nótt, mikill erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, mikið um unglingadrykkju og nokkrar líkamsárásir í miðborginni. Aðstoðarlögreglustjóri segir nóttina hafa verið vonbrigði. "} {"year":"2022","id":"11","intro":"Veðurstofa Íslands er ekki tilbúin að lýsa yfir goslokum formlega en allur gosórói er dottinn niður. Óróinn datt alveg niður í Meradölum í nótt eftir að hafa verið á stöðugri niðurleið síðustu daga. Og það er Ásta Hlín sem greinir aftur frá.","main":"Í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvárhóp Suðurlands segir að samhliða virðist allur bjarmi hafa horfið úr gígnum í morgun, afgösun sé sýnilega mun minni og gosopið því sennilega lokað.\nSigríður Magnea Óskarsdóttir Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands er ekki tilbúin að fullyrða að gosinu sé lokið.\nJa stórt er spurt, nei það er ennþá smá virkni í gígnum og það gutlar í honum, en það er ekki þessi kvikustrókavirkni sem við höfum séð síðustu daga og vikur frá því að gosið hófst en svona seinnipartinn í gær þá fór óróinn að detta niður og nú er hann alveg kominn niður\nSigríður segir að til þess að veðurstofan lýsi yfir goslokum þurfi að vera engin virkni í nokkra daga eða vikur.\nÉg geri ráð fyrir því að einhver fari í vikunni og kíki á aðstæður og svo verður væntanlega fundur í vísindaráði fljótlega og menn fara yfir stöðuna og gögnin og meta það útfrá því, þeirr stöðu sem er þá.\n","summary":"Gosopið í Meradölum virðist lokað og allur gosórói er dottinn niður, Veðurstofa Íslands er þó ekki tilbúin að lýsa formlega yfir goslokum."} {"year":"2022","id":"11","intro":"Átta daga verkfall um 1.900 af rúmlega 2.500 starfsmönnum fraktskipahafnarinnar í Felixstowe í Suffolk á Englandi hófst í morgun.","main":"Nær helmingur allra gámaflutninga til og frá Bretlandi fer um þessa einu höfn, og ljóst að verkfallið mun valda einhverri röskun, þótt innflytjendur og birgjar hafi margir lagt drög að því að beina viðskiptum sínum til annarra hafna ef það dregst á langinn. Verkalýðsfélagið hafnaði í vikunni tilboði rekstraraðila hafnarinnar um sjö prósenta launahækkun og 500 punda eingreiðslu. Vísa leiðtogar félagsins til þess að hækkunin sé töluvert minni en verðbólgan í landinu, sem nú mælist yfir 10 prósent, og að gríðarlegur hagnaður sé af rekstri hafnarinnar. Eigendum hennar sé hins vegar umhugaðara um að verja og auka eigin gróða en að greiða starfsfólkinu mannsæmandi laun. Stéttarfélög í flutninga- og fólksflutningageiranum breska hafa staðið fyrir margvíslegum aðgerðum í vikunni til að berjast fyrir bættum kjörum síns fólks. Starfsfólk lesta- og járnbrautafyrirtækja fór þrisvar í sólarhringsverkfall í vikunni; starfsfólk neðanjarðarlesta og strætisvagna í höfuðborginni Lundúnum greip líka til slíkra aðgerða og það gerði einnig starfsfólk nokkurra hafna. Samningar þessara stétta hafa verið lausir um nokkra hríð og samningaviðræður litlu skilað. Stéttarfélögin hafa ítrekað gripið til afmarkaðra skyndiverkfalla til að ýta á eftir kröfum sínum, en aðgerðir vikunnar sem er að líða eru þær víðtækustu í langan tíma.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"11","intro":"Síðasti keppnisdagur Meistaramóts Evrópu er í dag og barist er um Evrópumeistaratitla í fjölmörgum greinum. Ísland á fulltrúa í hjólreiðakeppni dagsins.","main":"Þær Hafdís Sigurðardóttir og Silja Rúnarsdóttir voru báðar meðal keppenda sem ræstu í keppni í götuhjólreiðum kvenna í morgun. Þar eru hjólaðir 129,8 kílómetrar um sveitir München í Þýskalandi. Keppendur þurfa að halda sér í hópnum til þess að halda sér í keppninni. Þegar þetta er lesið hafa Hafdís og Silja ekki komið í gegnum tímamarkið á 103 kílómetra markinu. En sýnt er frá fleiru á rásum RÚV í dag. Úrslitaleikirnir í borðtennis karla og kvenna hófust nú fyrir stuttu í beinni á RÚV2 en á RÚV er nú sýnt beint frá úrslitum á einstökum áhöldum karla í fimleikum. Klukkan 15:20 er komið að úrslitum í strandblaki, þau verða sýnd á RÚV og deginum, sem og mótinu öllu, líkur á frjálsíþróttavellinum en þaðan hefst bein útsending á RÚV 2 klukkan 16:55.\nTvö mótsmet voru einmitt sett á frjálsíþróttavellinum í gærkvöld. Armand Duplantis bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur í stangastökki kalla og bætti eigið mótsmet þegar hann stökk 6,06 metra. Hin albanska Luiza Gega setti svo mótsmet þegar hún vann 3000 metra hindrunarhlaup kvenna en hún kom í mark á 9 mínútum og 11,31 sekúndu.\nRíkjandi Íslandsmeistarar kvenna í knattspyrnu, Valskonur, spila í dag úrslitaleik í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Valur vann armenska liðið Hayasa 2-0 í fyrsta leik sínum í forkeppninni og mæta í dag írsku meisturunum Shelbourne klukkan 15:30. Vinni Valskonur leikinn komast þær í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.\nKarlalandsliðið í blaki heldur svo áfram keppni í undankeppni EM og mætir Portúgal hér heima. Leikurinn hefst klukkan þrjú og verður sýndur beint á RÚV.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"12","intro":"Rússnesk yfirvöld á Krímskaga segjast hafa skotið niður úkraínskan dróna sem var á sveimi höfuðsstöðvum Svartahafsflota rússneska hersins í borginni Sevastopol. Þetta er í annað sinn á minna en mánuðí sem til átaka kemur við höfuðstöðvarnar.","main":"Míkaíl Razvojaev borgarstjóri sagði frá atvikinu á Telegram. Sagði hann að dróninn hafi hrapað niður á þak höfuðstöðvanna og eldur hafi komið upp. Ekkert verulegt tjón varð á húsinu né þeim sem þar voru.\nÁ síðasta degi júlímánaðar var drónaárás gerð á garðinn við flotahöfuðstöðvarnar. Fimm særðust og hátíðarhöldum vegna svonefnds flotadags var aflýst.\nRússar hafa upp á síðkastið greint frá nokkrum sambærilegum atvikum. Síðasta laugardag virkjuðust loftvarnarkerfi Rússa á Vestur-Krímskaga, á fimmtudag var dróni skotinn niður nærri herflugvelli Rússa í Sevastopol og á þriðjudag urðu sprengingar í vopnageymslu á skaganum.\nBandaríska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í gærkvöld um nýja vopnasendingu til Úkraínu að verðmæti 775 milljóna Bandaríkjadala. Markmiðið er að aðstoða Úkraínumenn við að snúa vörn í sókn og ná aftur þeim svæðum sem rússneski herinn hefur hertekið. Meðal þess sem til stendur að senda eru jarðsprengjuleitartæki, eftirlitsdrónar og nákvæmar eldflaugar.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"12","intro":"Rúmlega eitthundrað eigendur í hjólhýsabyggðinni við Laugarvatn fengu í vikunni bréf frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar um rafmagn yrði tekið af um mánaðamótin og að leitað yrði atbeina dómstóla rými þau ekki leigustæði sín. Forsvarsmaður þeirra segir að enginn geti tekið niður allt sitt á svo stuttum tíma.","main":"Hjólhýsaeigendur, margir til nokkurra áratuga, reyndu hvað þau gátu í viðræðum við Bláskógabyggð að fá að halda áfram af vera með hjólhýsin sín við Laugarvatn. Í lok júní ákvað sveitarstjórn Bláskógabyggðar að taka ekki tilboði þeirra um þátttöku í nauðsynlegum umbótum, eins og brunavörnum, gegn því að fá framlengdan leigusamning til nokkurra ára. Um miðjan ágúst var þeim, sem voru með útrunnan leigusamning frá áramótum, tilkynnt að rafmagn yrði tekið af nú um mánaðamótin.\nVið getum tekið rafmagn af þeim stæðum þar sem engin hýsi eiga að vera lengur og enginn er með heimild til að vera. Það er hægt að hafa rafmagn á þeim stæðum eru hýsi sem mega vera fram að áramótum.\nSegir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Rúmlega eitthundrað hjólhýsaeigendur fengu bréfið. Áður höfðu fimmtíu fjarlægt hjólhýsi sín. Þurfi fólk rafmagn til þess að taka niður palla og annað verður því bjargað, segir Ásta. Hrafnhildur Bjarnadóttir formaður Samhjóls, þrjú hundruð manna félags hjólhýsaeigenda þarna, segir fólki hafa verið brugðið við bréfið:\nVið vitum alveg að við erum að fara og allt þetta. En að fá svona skell bara í lokin þetta er náttúrulega bara ekki boðlegt. Hvernig hefur ykkur gengið að selja eða flytja ykkur í burtu, sumir eru selja, sumir eru að flytja sig á aðra staði? Það hefur nú svona gengið upp og ofan. Sumir hafa hreinlega þurft að gefa eigur sínar til dæmis þeir sem elstir eru og hafa hreinlega ekki heilsu tök eða fjármagn til þess að standi í einhverju brasi.\nÍ bréfi Bláskógabyggðar segir líka að ef hjólhýsaeigandi rými ekki stæðið sitt sé Bláskógabyggð nauðugur sá kostur að krefjast útburðar með atbeina dómstóla og sýslumanns á kostnað leigutaka:\nJá, það er náttúrulega bara eðlilegt í málum eins og bara þegar fólk hefur eitthvað á leigu og hættir ekki afnotunum þegar að leigutíminn er liðinn. Þá þarf stundum því miður að leita atbeina sýslumanns. Það getur alveg komið til þess en ég ætla nú bara að vona að það verði ekki að fólk bara fari eftir þeim samningum sem það hefur gert og það taki saman sínar eigur og yfirgefi svæðið.\nAuðvitað er það nú bara ekki í lagi, í alvöru talað. Það hefði nú kannski verið svolítið mannlegra og væri kannski tímabært að sveitarstjórnin myndi nú kannski skoða það að sýna nú einu sinni mannlegu hliðina og kannski leyfa okkur að vera þarna, þó ekki væri nema mánuði lengur en þetta sem þau gefa okkur upp núna. Það er enginn að fara að taka niður, sem sagt á tveimur vikum, margra ára uppbyggingu.\nSegir Hrafnhildur. Nokkrir tugir hafa leigusamning til áramóta á Laugarvatni og þurfa því ekki að rýma. Þegar allir verða farnir, segir Ásta sveitarstjóri, að farið verði í vinnu með íbúum Laugarvatns og Laugardals um hvað gera eigi við svæðið.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"12","intro":"Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi segist ekki sjá fyrir sér að áform um flutninga á vikri með vöruflutningabílum frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar á korters fresti allan sólarhringinn geti orðið að veruleika. Þýska fyrirtækið EP Power Minerals, hyggur á efnistökuna. Hugmyndin er að flytja vikurinn til Evrópu þar sem hann verður notaður sem íblöndunarefni í framleiðslu á sementi. Gert er ráð fyrir því að vikrinum verði ekið frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar, rúmlega 170 kílómetra vegalengd með þungaflutningabílum á fimmtán mínútna fresti, allan sólarhringinn. Efasemdir hafa verið um að vegurinn þoli þessa flutninga, sem Elliiði tekur undir.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"12","intro":"Keppnisgolf er í mikilli krísu þó þar sé góðæri og peningar flæði um allt. Sádí-Arabar settu á fót nýja golfmótaröð, til höfuðs þeim stærstu sem fyrir eru, og hafa náð til sín helstu stjörnunum með því að bjóða þeim hundruð milljóna bandaríkjadala fyrir það eitt að skrifa undir. Sádar eru sakaðir um íþróttaþvætti, að nýta íþróttir markvisst til að hvítþvo og bæta orðsporið, sem er verulega laskað vegna mannréttindabrota heima fyrir. Úlfar Jónsson, íþróttastjóri golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar, segir spennandi að sjá hvað verði um keppnisgolfið við þessar aðstæður.","main":"Ég held að það sé alveg deginum ljósara að Sádí-Arabía, sem er að fjármagna þetta, er ekki að búast við að fá þessa miklu peninga sem þeir eru að leggja í þetta til baka, það er alveg ljóst, það reikningsdæmi gengur aldrei upp. Þetta eru svo gríðarlegar fjárhæðir sem er verið að setja í þetta þannig að það er vissulega verið að fjárfesta þarna í svokölluðu sportswashing, það er verið að nota íþróttir og golfíþróttin þekkt fyrir að vera heiðursmannaleikur og gott orðspor sem fer af íþróttina og þarna eru ráðamenn í Sádí-Arabíu að nota golfíþróttina til að hvítþvo þeirra réttarkerfi og slíkt. Þannig að ég held að það sé fjárfestingin sem þeir eru til í að fara í til að milda afstöðu annarra gagnvart þeim.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"12","intro":"Kristrún Frostadóttir, sem í gær lýsti yfir framboði til formanns Samfylkingarinnar, á sigurinn vísan, að mati Ólafs Þ. Harðarsonar stjórnmálafræðiprófessors.","main":"Athyglisvert sé að Kristrún leggi megináherslu á að fara aftur í rætur jafnaðarstefnunar. Krataflokkar í nágrannalöndum hafi verið í sömu vandræðum og Samfylkingin.\nSegir Ólafur og bætir við að tvær leiðir séu fyrir stjórnmálaflokk til að ná árangri, annars vegar að auka fylgið og hins vegar að komast í ríkisstjórn.\n","summary":"Kristrún Frostadóttir á greiða leið í formannsstól Samfylkingarinnar að mati stjórnmálafræðiprófessors."} {"year":"2022","id":"12","intro":"Guðni Valur Guðnason, kringlukastari, varð í gærkvöld í 11. sæti í úrsltum kringlukastsins á EM í frjálsíþróttum. Þetta voru fyrstu úrslit Guðna á stórmóti og hann gengur sáttur frá borði.","main":"Þetta er þriðja Evrópumót Guðna Vals en hans fyrstu úrslit. Hann kastaði lengst 61,80 metra í forkeppninni og var tólfti og síðasti maður inn í úrslit. Fyrstu tvö köst hans í úrslitunum voru ógild en það þriðja gilt og þá kastaði hann 61 meter sléttan. 11. sætið reyndist því staðreynd.\nBreiðablik og HK mættust í síðasta leik 8-liða úrslitanna í bikarkeppni karla í knattspyrnu í gærkvöld. Markalaust var eftir fyrri hálfleikinn en HK-ingar fengu hættulegt færi rétt undir lok hans. Omar Sowe skoraði svo fyrir Breiðablik á 55. mínútu eftir fyrirgjöf frá Jasoni Daða Svanþórssyni. HK-ingar skoruðu mark alveg á síðustu sekúndum leiksins en rangstaða var dæmd og 1-0 reyndust lokatölur. Breiðablik fær ríkjandi Bikarmeistara Víkings í heimsókn í undanúrslitunum en í hinum undanúrslitaleiknum mætast KA og FH.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"12","intro":"31 árs karlmaður var myrtur í skotárás í Malmö í gær. Sænska lögreglan telur hann hafa verið skotmark árásarmannsins og sænskir miðlar greina frá því að hanna hafi verið hátt settur innan glæpagengis. Fullorðin kona liggur alvarlega særð á sjúkrahúsi en er ekki í lífshættu.","main":"Á sjötta tímanum í gær var gerð skotárás í verslunarmiðstöðinni Emporia í Malmö. Tvö voru flutt alvarlega særð á sjúkrahús og suttu síðar greindu sænskir miðlar frá því að 31 árs karlmaður hafi látist af sárum sínum. Á blaðamannafundi í morgun sagði sænska lögreglan að allt bendi til þess að hann hafi verið skotmark árásarmannsins. Í umfjöllun sænska dagblaðsins Sydsvenskan kemur fram að maðurinn hafi verið hátt settur innan glæpagengis sem kallast Satudarah.\nKonan, sem enn liggur þungt haldin á sjúkrahúsi en þó ekki í lífshættu, er sögð hafa orðið fyrir skoti af tilviljun þegar hún gekk hjá.\nFimmtán ára strákur er í haldi lögreglu grunaður um verknaðinn. Árásin er sögð tengjast skipulagðri glæpastarfsemi og er meintur árásarmaður sagður hafa tengsl við glæpagengi. Petra Stenkula, lögreglustjóri í Malmö, segir að þau rannsaki nú hvort fleiri hafi átt þátt í að skipuleggja ódæðið og hvetur vitni til þess að hafa samband við lögreglu hafi þau upplýsingar sem gætu hjálpað til við rannsóknina.\nStenkula segir ástandið í Malmö erfitt, ofbeldi hafi aukist mikið í borginni og almenningur finni fyrir því. Hún segir mikilvægt að vinna markvisst að því að koma í veg fyrir að glæpagengi nái ungmennum á sitt band.\n","summary":"Sænska lögreglan telur manninn sem var myrtur í skotárás í Malmö í gær hafa verið skotmark árásarmannsins. Fimmtán ára strákur með tengsl við glæpagengi er í haldi grunaður um verknaðinn. "} {"year":"2022","id":"13","intro":"Tillögur borgarráðs Reykjavíkur, til að bregðast við leikskólavanda í borginni, gætu haft öfug áhrif, að mati formanns félags stjórnenda í leikskólum. Loforð um tæplega þúsund leikskólapláss á næstu tveimur árum séu ekki raunhæf.","main":"Í gær kynnti borgarráð sex tillögur til þess að bregðast við leikskólavanda í borginni. Meðal þeirra er að opna nýja Ævintýraborg við Nauthólsveg og nýta húsnæði í eigu borgarinnar til að taka á móti leikskólabörnum í haust. Þá stendur til að reisa og stækka leikskóla, hækka niðurgreiðslu til dagforeldra og breyta verklagi leikskólainnritunar. Sigurður Sigurjónsson, formaður félags stjórnenda leikskóla, segir að þetta sé ekki nóg.\nÞetta eru plástrar. ÞEtta eru fullt af plástrum sem er verið að setja á leikskólana. Fyrir foreldra. Það er ekki verið að ráðast í vandann. Það er ekki verið að ráðast á grunninn og laga það sem þarf að laga. Stafsaðstæður og mönnunarvanda. Laun þeirra sem vinna í leikskólanum.\nStóra vandamálið í leikskólamálum borgarinnar, að sögn Sigurðar, er að það vantar starfsfólk. Starfsaðstæður á leikskólum séu ekki nægilega góðar og því sé erfitt að finna hæft fólk til starfa í leikskólum.\nÞað sem gerist þegar er svona mikill þrýstingureins og er núna frá foreldrum inn á pólitíkina og frá pólitíikinni inn í skólana er að það verður freisnivandi að ráða hvern sem er og það er hætta á áthætturáðningu að það sé verið að ráða inn fólk sem er ekki hæft, sem þarf að losa út eftir stuttan tíma, og allt er þetta mikill kostnaður í kringum þessa starfsmannaveltu sem verður.\nSigurður telur ólíklegt að hægt verði að uppfylla loforð stjórnmálamanna um rúmlega fimm hundruð leikskólapláss á þessu ári. Hann telur mikilvægast að unnið sé að því að laga leikskólakerfið til lengri tíma. Skammtímalausnir séu hverfular og gætu haft öfug áhrif.\nÉg sé ekki leiðir til að bæta það fyrir fólk sem vantar pláss núna í haust. Við þurfum að ræða þetta mál á þeim grunni að laga leikskólakerfið til framtíðar svo hægt verði að taka á móti börunum í framtíðinni. Hópurinn þarf að setjast niður og ræða framtíðarstefið. ég held að svona plástraleiðir séu bara til að skemma fyrir.\n","summary":"Tillögur borgarráðs til að bregðast við leikskólamálum geta haft öfug áhrif, að sögn formanns félags leikskólastjóra. Ekki sé hægt að uppfylla loforð um fjölda plássa."} {"year":"2022","id":"13","intro":"Björk Guðmundsdóttir, tónlistarkona, segir Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafa svikið sig og sænska aðgerðasinnann Gretu Thunberg. Katrín hafi lofað að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2019. Björk greinir frá þessu í viðtali í The Guardian sem birtist í morgun. Hún segir þær Thunberg hafa verið með samkomulag við Katrínu um að hún myndi lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum á viðburði 2019. Þær hafi vonast til að það setti þrýsting á stjórnvöld hérlendis um aðgerðir í loftslagsmálum. Þegar Katrín átti að gefa út yfirlýsinguna hafi hún hætt við á seinustu stundu að sögn Bjarkar. Hún segir Katrínu ekkert hafa gert fyrir umhverfið í stjórnartíð sinni.","main":null,"summary":"Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hafa svikið loforð sem hún gaf henni og Gretu Thunberg um að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Katrín segir að málið horfi ekki þannig við henni."} {"year":"2022","id":"13","intro":"Átjánda Íslandsmótið í hrútaþukli verður haldið í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum um helgina. Skipuleggjandi segir að allir geta tekið þátt í mótinu hvort sem þeir hafa séð kind eða ekki.","main":"Heimsfaraldurinn olli því að síðast var keppt í hrútaþukli árið 2019. Þá sigraði Jón Þór Guðmundsson á Galtarholti í Hvalfjarðarsveit sem hefur því haldið titlinum Íslandsmeistari í hrútadómum í þrjú ár. Það gæti breyst á sunnudaginn þegar keppt verður á ný. Matthías Sævar Lýðsson er einn þeirra sem koma að skipulagningu.\nÞetta er keppni, ekki hrútanna, heldur fólksins sem tekur þátt. Það er keppt í tveimur flokkum. Flokknum, vönu, það eru þeir sem vanir að stiga þennan dómstiga sem er notaður í sauðfjárræktinni. Svo er flokkur hinna óvönu og í þeim flokki geta í raun allir tekið þátt, hvort sem þeir hafa nokkurn tímann séð kind eða ekki.\n-Matthías, hver er galdurinn við að þukla hrút?-\nÞað fyrsta sem maður gerir það er að gá hvort pungurinn er í lagi. Ef hann er rétt skapaður geturðu haldið áfram en ef hann er það ekki þá þarf ekki að skoða frekar.\n-En hrútarnir sjálfir, hvað finnst þeim um að verið sé að þukla á þeim og taka stöðuna?-\nÞað er nú afskaplega misjafnt. Flestum hrútum þykir afskaplega gott að láta þukla á sér en það fer svolítið eftir því hver heldur í það.\n","summary":"Öllum er velkomið að taka þátt í átjánda Íslandsmótinu í hrútaþukli, sem haldið verður í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum um helgina. Keppt verður í flokki þeirra vönu og óvönu. "} {"year":"2022","id":"13","intro":"Ingvar Gíslason fyrrverandi alþingismaður og menntamálaráðherra er látinn, níutíu og sex ára að aldri.","main":"Ingvar fæddist í Nesi í Norðfirði 28. mars 1926. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og stundaði nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands og sagnfræðinám við háskólann í Leeds. Hann lauk síðan prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1956. Hann stundaði ýmis lögfræðistörf og kennslu og var skrifstofustjóri Framsóknarflokksins á Akureyri. Ingvar Gíslason sat á Alþingi í 26 ár sem þingmaður Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra, eða frá árinu 1961 til ársins 1987, en hafði áður setið sem varaþingmaður. Hann var menntamálaráðherra á árunum 1980 til 1983 og lagði meðal annars hornstein að útvarpshúsinu í maí 1983. Þá var hann forseti neðri deildar Alþingis um árabil og gegndi formennsku í þingflokki Framsóknarflokksins. Eiginkona Ingvars var Ólöf Auður Erlingsdóttir, en hún lést árið 2005. Þau eignðust fimm börn.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"13","intro":"Þó að hámarki verðbólgu sé náð, samkvæmt spá hagfræðideildar Landsbannkans, má gera ráð fyrir að vöruverð haldi enn áfram að hækka, bara ekki jafn hratt. Spáin gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% milli júlí og ágúst. Í því fælist að ársverðbólga héldist óbreytt milli mánaða. Una Jónsdóttir, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, var í Morgunútvarpinu á Rás tvö.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"13","intro":"Fjármálaráðherra segir að stjórnvöld hafi hlutverki að gegna í tengslum við kjaraviðræður, en komi ekki að samningaviðræðunum sjálfum. Það sé aðila vinnumarkaðarins.","main":"Forseti Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa ekki litið hlutverk stjórnvalda við gerð kjarasamninga sömu augum. ASÍ kallar eftir aðkomu ríkisins, en atvinnurekendur telja það vera aðila vinnumarkaðarins að gera kjarasamninga. Fjármálaráðherra telur ríkið gegna þar hlutverki.\nÉg held að ríkisstjórnin hafi alltaf hlutverki að gegna og við höfum reynt að nýta þjóðhagsráðið til þess að sýna á spilin. Við erum að vinna, til dæmis, áætlanir í opinberum fjármálum til lengri tíma núna heldur en áður og þétta þannig grunninn fyrir stöðugleika í landinu. Það er vettvangur sem ekki síst hugsaður til þess að það sé tryggt að sjónarmið hafi komið fram og að þeim hafi að einhverju leyti verið svarað, en mér finnst ríkisstjórnin í sjálfu sér með mjög breyttu verklagi hafa lagt grunn og sýnt á spilin, eins og ég segi, til þess að auðvelda aðilunum að ná saman.\nSegir Bjarni Benediktsson. Hann nefnir sem dæmi hvernig unnið hefur verið að lausn á húsnæðisvandanum. Í þjóðhagsráði hafi verið myndaður starfshópur sem kom með tillögur sem stjórnvöld settu í ákveðinn farveg og innviðaráðherra sé að vinna að útfærslu þeirra hugmynda.\nVið höfum verið að bregðast við ábendingum um hluti sem mættu betur fara, þar vantar framboð af húsnæði, en að öðru leyti finnst mér að stjórnvöld eigi að halda sig frá hinum eiginlegu samningaviðræðum, aðilarnar verða að axla ábyrgðina á því að ná saman.\nBjarni segir stjórnvöld ekki geta litið í hina áttina ef hlutir þróast í verri áttina eins og varðandi húsnæðisvandann og verðbólguna svo dæmi sé tekið. Það sé hins vegar alfarið aðila vinnumarkaðarins að sjá um að semja, ríkisstjórnin eigi ekki sæti við það borð.\n","summary":"Fjármálaráðherra segir að stjórnvöld hafi hlutverki að gegna í tengslum við kjaraviðræður, en komi ekki að samningaviðræðunum sjálfum. Það sé aðila vinnumarkaðarins."} {"year":"2022","id":"13","intro":"Lestarsamgöngur voru meira og minna í lamasessi í Bretlandi í gær vegna sólarhringsverkfalls járnbrautastarfsfólks. Svo verður einnig á morgun. Í dag má reikna með að jarðlesta- og strætisvagnasamgöngur gangi úr skorðum.","main":"Verðbólga mælist nú ríflega tíu prósent í Bretlandi og hefur ekki verið meiri í 40 ár. Laun hafa hins vegar ekki hækkað í takt við ört hækkandi framfærslukostnaðinn. Þessu mótmæltu yfir 45.000 starfsmenn járnbrautanna með því að mæta ekki til vinnu í gær, sem leiddi til þess að einungis um 20 prósent áætlaðra lestarferða voru farnar. Þúsundir járnbrautarstarfsmanna sátu líka heima á þriðjudag og aðgerðunum, sem eru sagðar þær víðtækustu í þessum geira breska atvinnulífsins í 30 ár, verður svo fram haldið í dag með verkfalli kollega járnbrautastarfsfólksins hjá jarðlesta- og strætisvagnafyrirtækjum Lundúna. Á morgun fer starfsfólk járnbrautalestanna svo í þriðja sólarhringsverkfallið og taka strætisvagnabílstjórar höfuðborgarinnar einnig þátt í því. Samningar eru lausir milli fyrirtækja og starfsfólks í fólksflutningageiranum og viðræður hafa gengið hægt og illa. Með hækkandi verðbólgu hefur aukinn þungi færst í kröfuna um launahækkanir sem munar um, en einnig er tekist á um aðbúnað, vinnutíma, lífeyrisréttindi og fleira, segir í frétt The Guardian.\n","summary":"Reikna má með að jarðlesta- og strætisvagnasamgöngur gangi úr skorðum vegna verkfalla í dag. Lestarsamgöngur voru meira og minna í lamasessi þar í gær."} {"year":"2022","id":"13","intro":"Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason keppir í kvöld í úrslitum á Evrópumótinu í München í Þýskalandi. Hann segist eiga meira inni en hann sýndi í forkeppninni.","main":"Guðni Valur er á sínu þriðja Evrópumóti og kominn í úrslit í fyrsta sinn á stórmóti. Hann hafnaði í 22. sæti á EM 2016, 16. sæti á EM 2018 og nú þegar er ljóst að hann getur ekki endað neðar en í tólfta sæti í kvöld. Hann var einmitt tólfti inn í úrslitin með kasti upp á 61,80 metra en telur sig eiga meira inni. Óskar Jakobsson á bestan árangur Íslendings í kringlukasti á Evrópumóti. Hann hafnaði í níunda sæti á EM í Prag 1978 með kasti upp á 60,86 metra og nú verður spennandi að sjá hvort Guðni Valur toppi það í kvöld. Kringlukastskeppnin hefst klukkan 18:20 - bein útsending frá München hefst á RÚV 2 kl. 18:10.\nVíkingur tryggði sig í gærkvöldi áfram í undanúrslit bikarkeppni karla í fótbolta með 5-3 sigri á KR. Víkingar komust í 3-1 en þegar skammt var eftir af leiknum jafnaði KR 3-3 úr víti og lokakaflinn æsispennandi. En Víkingar komust aftur yfir örskömmu síðar úr víti og hinn átján ára gamli Sigurður Steinar Björnsson innsiglaði sigur Víkings á 89. mínútu.\nsagði Arnar Gunnlaugsson. Í kvöld berjast grannarnir Breiðablik og HK um síðasta sætið í undanúrslitum þangað sem FH og KA eru líka búin að tryggja sig. Dregið verður í undanúrslitin í leikhléi. Útsending frá leiknum hefst á RÚV 2 kl. 19:45.\nEn núna klukkan kortér yfir eitt kynnir Þorsteinn Halldórsson hóp Íslands sem klárar undankeppni HM kvenna í fótbolta í september. Tveir mikilvægir leikir eru framundan gegn Hvíta-Rússlandi og Hollandi og íslenska liðið í góðu færi á að komast á HM í fyrsta skipti.\n","summary":"Guðni Valur Guðnason keppir í kvöld til úrslita í kringlukasti á Evrópumótinu í frjálsíþróttum í München í Þýskalandi. Þetta er í fyrsta sinn sem hann kemst í úrslit á stórmóti. "} {"year":"2022","id":"13","intro":"Hannes Steindórsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og formaður Félags fasteignasala var nýverið handtekinn í Svíþjóð eftir drykkju og slagsmál, gisti þar fangageymslur og greiddi sektir bæði til sænska ríkisins og manna sem hann slóst við.","main":"Hannes segir frá þessu á Facebook. Hann segist hafa ákveðið að segja frá atvikinu sjálfur vegna þess að fjölmiðlar hafi hótað \u001eað birta lygasögur og kjaftasögur, eins og hann orðaði það.\nHannes var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Sjálfstæðisflokkurinn er í meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs ásamt Framsóknarflokknum. Ásdís Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins er bæjarstjóri. Ekki hefur náðst hana í morgun.\nFjölmargir hafa skrifað hvatningar- og stuðningsorð við færslu Hannesar. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafa báðir skrifað athugasemdir. Bjarni skrifar \u001eGangi þér vel Hannes! Jón skrifar \u001eKæri vinur. Við höfum öll misstigið okkur á lífsleiðinni. Þú setur þetta í reynslubankann og stendur sterkari á eftir.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"13","intro":"Kaupfélagi Skagfirðinga hefur aldrei hagnast jafn mikið líkt og á síðasta ári. Eigið fé samstæðunnar var rúmlega fjörutíu og níu milljarðar.","main":"Kaupfélag Skagfirðinga hefur aldrei hagnast jafn mikið og í fyrra, frá því það var stofnað árið átján hundruð áttatíu og níu. Áfram er búist við góðri afkomu þó að ýmsir óvissuþættir spili inn í reksturinn.\nKaupfélagi Skagfirðinga hagnaðist um rúmlega fimm komma fjóra milljarða króna árið tvö þúsund tuttugu og eitt og eigið fé samstæðunnar var rúmlega fjörutíu og níu milljarðar. Til samanburðar var hagnaður samstæðunnar fjórir komma átta milljarðar árið tvö þúsund og nítján. Þrátt fyrir að áhrifa heimsfaraldurs hafi enn gætt í fyrra, varð sex prósenta tekjuaukning milli áranna tvö þúsund og tuttugu og tvö þúsund tuttugu og eitt. Í ársreikningi kemur fram að gert sé ráð fyrir áframhaldandi góðum rekstri en óvissa hafi skapast varðandi hráefnisöflun í kjölfar stríðsins í Úkraínu, sem gæti haft áhrif á nokkra framleiðsluþætti.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"13","intro":"Ferðamenn flykkjast í auknum mæli til Grænlands, til þess að berja augum jökla og ósnortna náttúru. Ráðamenn á Grænlandi vilja þó hægja á ferðamannastraumnum og segjast ekki vilja feta í fótspor Íslendinga í þessum málum.","main":"Vinsældir Grænlands meðal ferðamanna hafa farið vaxandi undanfarin ár. Sem dæmi má nefna bæinn Ilulissat við Disko-flóa, á vesturströnd Grænlands, þar sem hrátt landslag, samspil kletta og jökla, laðaði að fimmtíu þúsund ferðamenn árið 2021. Það er tífaldur íbúafjöldi í flóanum. Flestir ferðamennirnir koma til landsins með skemmtiferðaskipum, oft mörg þúsund á dag.\nÁhrif loftslags eru einna greinilegust á norðurslóðum, hlýnunin síðustu fjörutíu ár hefur verið fjórfalt hraðari en annars staðar á jörðinni, og Grænlandsjökull hopar hraðar en nokkru sinni. Yfirvöld á Grænlandi hafa áhyggjur af ferðamannastraumnum, annars vegar vegna ágangs á viðkvæma náttúruna og hins vegar vegna álags á innviði smáþjóðar.\nPalle Jeremiassen, bæjarstjóri í Ilulissat, segir það mikilvægt að takmarka komu ferðamanna og mengandi skemmtiferðaskipa, náttúru og bæjarbúa vegna. Hann ræddi við fréttamenn AFP og sagði Grænlendinga ekki vilja fara sömu leið og Íslendingar. \u001eVið viljum ekki vera eins og Íslendingar, við viljum ekki ferðamannaflóð. Við viljum takmarkaðan straum ferðafólks. Við þurfum að finna leiðina til þess segir Jeremiassen.\n","summary":"Ráðamenn í Grænlandi segjast ekki vilja feta í fótspor Íslendinga þegar kemur að ferðaþjónustu."} {"year":"2022","id":"14","intro":"Minnst tíu eru taldir af eftir árásir rússneska hersins á íbúðahverfi í borginni Kharkív í Úkraínu síðasta sólarhringinn. Íbúar Kharkív segjast loftárásir hafa verið gerðar á borgina nær daglega síðan stríðið í landinu hófst.","main":"Kharkív, 175 dagar af hryllingi. Þetta skrifaði Mykhaylo Podolyak, aðstoðarmaður Úkraínuforseta á Twitter í gær, þegar 175 dagar voru frá innrás Rússa í Úkraínu, og birti myndir af rjúkandi rústum íbúðablokka. Kharkív er í norðausturhluta landsins, nærri landamærunum að Rússlandi, og hefur því verið í eldlínunni allt frá upphafi stríðsins.\nÍ gærkvöldi var gerð loftárás á borgina, þá er talið að minnst sjö hafi látið lífið og átján slasast. Klukkan hálf fimm að staðartíma tók svo sprengjum að rigna yfir Kharkív á ný. Úkraínsk yfirvöld greina frá því að þrír hafi látist í þeirri loftárás, þar á meðal eitt barn. Upplýsingar um manntjón eru þó enn nokkuð á reiki, þar sem eftirlifenda er enn leitað í húsarústunum og eyðilegging er gríðarleg.\nSeinni loftárásin varð aðeins nokkrum klukkustundum fyrir mikilvægan fund Volodomyr Zelenskys, Úkraínuforseta, Recep Tayyip Erdogans, Tyrklandsforseta og Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem fram fer í Úkraínu í dag. Þeir hyggjast rýna í samkomulagið sem gert var við Rússa um að heimila útflutning á Úkraínsku korni og fara yfir \u001enauðsyn þess að finna pólitíska lausn á stríðinu segir í tilkynningunni. Einnig verða aðstæður við úkraínska kjarnorkuverið í Saporisjía, sem er á valdi Rússa, til umræðu á fundinum. Rússar segja Úkraínumenn sjálfa hafa gert árásir á kjarnorkuverið. Úkraínumenn og bandamenn þeirra segja Rússa standa að árásunum.\nThe Russian army must withdraw from the territory of the nuclear power plant and all neighboring areas, and take away its military equipment from the plant. This must happen without any conditions and as soon as possible.\nVolodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, segir rússneska herinn verða að kalla her sinn til baka frá kjarnorkuverinu og fjarlægja öll hergögn sem þar eru. Þetta þurfi að gerast án nokkurra skilyrða og eins fljótt og auðið er.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"14","intro":"Framkvæmdarstjóri Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir það hvorki hafa verið rætt né skoðað að biðja unga konu afsökunar á aðkomu ÍSÍ eftir að hún sakaði þjálfara sinn um kynferðislega áreitni. Skautafélag Akureyrar og Íþróttabandalag Akureyrar hafa beðið hana afsökunar á viðbrögðum sínum eftir að hún tilkynnti málið.","main":"Stjórn Íþróttabandalags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar báðu í vikunni Emilíu Rós Ómarsdóttur afsökunar á ónærgætinni nálgun og viðbrögðum þegar hún greindi frá áreitni af hálfu þjálfara síns árið 2018. Á þeim tíma sendi Skautafélagið frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að engar sannanir eða merki væru um að þjálfarinn hefði brotið siðareglur. Við nánari skoðun kom í ljós að þjálfarinn hefði sannarlega brotið á Emelíu og var hann áminntur áður en hann hætti störfum. Emelía leitaði aðstoðar hjá ÍSÍ þar sem hún talaði fyrir daufum eyrunum.\nAndri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, kom ekki að málinu á sínum tíma en segir samtökin sannarlega hafa brugðist við.\nSamt sem áður veit ég alveg til þess að það var kallað til funda og fulltrúar ÍSÍ sátu fundi með henni og eins með fleiri aðilum. Þannig að ÍSÍ reyndi að koma þeim málum í réttan farveg með þeim aðilum sem voru kannski næstir málinu. Ef hún hefur metið það þannig að hún var ekki alveg sátt við nálgunina hjá okkur eða þá aðstoða sem hún fékk að þá er það bara mjög leitt.\n-Viðbrögð Skautafélags Akureyrar á sínum tíma. Þeir gáfu út yfirlýsingu þar sem hreinlega kom fram að það væru engar sannanir og henni varla trúað. Hvað finnst ykkur um þau viðbrögð þá?-\nÉg get raunverulega ekki tjáð mig um það, ég hef ekki endilega náð að kynna mér hvaða upplýsingar lágu fyrir á þeim tímapunkti eða hvernig málum var háttað þá.\nStúlkan var mjög ósátt við viðbrögð Skautafélagsins, ÍBA og líka ÍSÍ og nú hafa bæði Skautafélagið og ÍBA beðið hana afsökunar. Kemur til greina að ÍSÍ biðji hana afsökunar?-\nÞað hefur ekkert verið rætt eða skoðað. ÍSÍ var ekki aðili að þessu máli sem slíkur heldur var kannski fengið inn til að koma málum í ákveðin farveg sem ég held að hafi verið gert á sínum tíma.\n","summary":"Framkvæmdarstjóri Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands segir leitt að ung kona sem leitaði til sambandsins eftir að hafa verið áreitt kynferðislega af þjálfara sínum hafi upplifað máttleysi samtakanna og litla aðstoð. Ekki hefur komið til tals að biðja hana afsökunar. "} {"year":"2022","id":"14","intro":"Nýjar mælingar á rjúpnastofninum sýna að staðan á Norðausturlandi hefur aldrei verið lakari. Vætutíð og kalt sumar fyrir norðan er talin ástæðan.","main":"Starfsfólk Náttúrufræðistofnunar taldi rjúpur og gerði stofnmælingar á Vestur- og Norðurlandi í lok júlí og byrjun ágúst. Niðurstaðan er að viðkoma rjúpunnar á Norðausturlandi er sú lakasta frá því mælingar hófust árið 1964. Á Vesturlandi hefur útkoman ekki verið verri frá því mælingar hófust þar sumarið 1995. Þetta er þvert á niðurstöður rjúpnatalninga í vor, sem sýndu að rjúpnastofninn væri í mikilli uppsveiflu víðast hvar. Í tilkynningu frá Náttúrufræðistofnun segir að blautt og kalt tímabil fyrr í sumar á Norðausturlandi sé líklegasta ástæðan fyrir svo lélegri viðkomu rjúpunnar þar. Mikið af ungum hafi drepist úr bleytu og kulda. Hlutfall kvenfugla án unga var miklu hærra á Norðausturlandi en nokkurn tíma áður og ungahópar þeirra mæðra sem enn héldu einhverjum ungum mun minni en oftast áður. Á Vesturlandi var viðkoma rjúpunnar heldur skárri, en er engu að síður léleg eins og fyrr segir. Ekki er vitað um viðkomu rjúpunnar í öðrum landshlutum.\n","summary":"Staða rjúpnastofnsins á Norðausturlandi hefur aldrei verið lakari. Vætutíð og kalt sumar er talið eiga sök á því."} {"year":"2022","id":"14","intro":"Ung sádiarabísk kona, Salma al-Shehab, hefur verið dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að endurtísta umfjöllun um mannréttindamál í Sádi-Arabíu.","main":"Salma Al-Shebab var handtekin við komuna til Sádí-Arabíu frá Bretlandi þar sem hún var í doktorsnámi við háskólann í Leeds. Al-Shebab, sem er 34 ára, gift og tveggja barna móðir, var fyrst dæmd í þriggja ára fangelsi en áfrýjunarréttur þyngdi dóminn í 34 ára fangelsi og þar á eftir í 34 ára ferðabann.\nÞessi harði dómur er til marks um hversu hart yfirvöld í Sádi-Arabíu, undir forystu krónprinsins Mohammeds bin Salmans, taka á allri mannréttindabaráttu. Bin Salman hefur þó lýst yfir að hann vilji breyta landinu og færa í átt að nútímanum en tekur samt af mikilli grimmd á allri andstöðu og má minnast þess að sádiarabískir leyniþjónustumenn myrtu blaðamanninn Jamal Kashoggi í Tyrklandi fyrir fjórum árum.\nSalma al-Shehab var í undirrétti dæmd fyrir að nota vefsíðu sem væri ætlað að \u001evalda ólgu og grafa undan þjóðaröryggi að mati dómsins. Dómstólar í Sádi-Arabíu eru ekki sjálfstæðir heldur lúta vilja stjórnvalda. Í frétt Guardian um málið segir að upphaflegum þriggja ára fangelsisdómi hafi verið áfrýjað til sérstaks hermdarverkadómstóls.\nSádi-Arabar hafa að undanförnu reynt að hvítþvo sig á alþjóðavettvangi með því að ausa fé í íþróttaviðburði eins og röð golfmóta og þeir hafa einnig keypt enska knattspyrnufélagið Newcastle. Heima fyrir er hins vegar ekkert andóf liðið.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"14","intro":"Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir erfitt að spá fyrir um það hvaða áhrif haldlagning lögreglunnar á tæpum hundrað kílóum af kókaíni hafi á fíkniefnamarkaðinn. Efnin sem fundust hafi verið frekar hrein og komu til landsins með vörusendingu um Sundahöfn.","main":"Þrír voru í gær úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna stærsta kókaínsmáls Íslandssögunnar. Einn til viðbótar sat einnig í gæsluvarðhaldi vegna málsins, en hefur verið færður í afplánun vegna annarra mála. Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn.\nÞessi rannsókn er afrakstur af nokkurra mánaða langri rannsókn lögreglu, nokkurra embætta hérna á Íslandi. Hvernig ábendingarnar koma eða hvernig við komumst að því hvað er að gerast er eitthvað sem við viljum síður fara út í.\n- Teljið þið ykkur vera með einhvern í haldi sem átti stóran þátt í þessu smygli?\nJá, við teljum að þeir sem að voru handteknir í þessu máli um daginn fyrir nokkrum vikum síðan að þeir tengist þessu máli með þeim hætti að þeir séu þar verulegir, eða eigi verulegan hluta að máli.\nGrímur segir að ekki sé hægt að upplýsa um hvaða hlutverki þeir gengdu, hvort þeir tengist einhverjum öðrum eða hvort fleiri verði handteknir. Það sé einfaldlega í rannsókn. Lögreglan hefur verið í samskiptum og samvinnu við lögreglustofnanir erlendis í tengslum við smyglið, þar á meðal Europol. Mennirnir eiga sér ekki stórfellda afbrotasögu.\nÞessir einstaklingar sem um ræðir eru ekki menn sem eiga mikinn feril í þessum málum hjá okkur\nLögreglan lagði hald á tæplega hundrað kíló af kókaíni.\nÉg tel að þetta hafi verið frekar hreint efni.\nGrímur er ekki með nánari upplýsingar um hversu hrein þau voru. En það skiptir máli upp á hvort staðið hafi til að drýgja þau áður en þau væru seld. Ætla má að götuvirði efnanna hlaupi á milljörðum króna.\nGrímur segir að efnin hafi verið vel falin. En að svo komnu máli sé ekki hægt að fara nánar ofan í saumana á því hvernig. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru þau í timbursendingu. En hvar kom hún að landi?\n-á höfuðborgarsvæðinu. Ekki allir á sama stað\nHvað þýðir þetta fyrir markaðinn að allt þetta magn hafi fundist hér?\nMér finnst svolítið erfitt að spá fyrir um það, það verður að koma í ljós hvort og þá hvaða áhrif þetta hefur þegar frá líður. Ég vil svona kannski velta því upp að þessi markaður sé kannski þroskaðari en það að jafnvel svona stór handlagning á miklu magni efna hafi yfirhöfuð nokkur áhrif.\n","summary":"Yfirlögregluþjónn segir að efnin sem fundust í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar hafi verið frekar hrein. Óvíst sé hver áhrifin verða á fíkniefnamarkaðinn hér á landi."} {"year":"2022","id":"14","intro":"Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, gefur ekki kost á sér til formennsku í Samfylkingunni. Nýr flokksformaður verður kjörinn í október.","main":"Ég er að hefja nýtt kjörtímabil í borgarstjórn og ærin verkefni þar. Ég er ekki inni á þingi. Það getur verið langt í næstu alþingiskosningar. Þannig ég held að það hefði verið frekar langsótt að sækja fram með samfylkinguna utan þings.\nSegir Dagur B. Eggertsson. Hann telur að það skipti mestu máli að Samfylkingin nái fyrri styrk svo hægt verði að mynda ríkisstjórn yfir miðjuna frá vinstri. Hann útilokar ekki að snúa sér að landsmálunum þegar hann víkur úr embætti.\nÉg hef auðvitað helgað borginni mína krafta og brenn og lifi fyrir Reykjavík. En annað verður bara að koma í ljós.\nLandsfundur Samfylkingarinnar verður í október, þar sem nýr formaður verður kosinn. Logi Einarsson, núverandi formaður, hefur tillkynnt að hann gefi ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.\nKristrún Frostadóttir, þingmaður flokksins, hefur verið sterklega orðuð við formannsembættið. Hún hefur ekki enn greint frá ákvörðun sinni, en hefur boðað til fundar 'a morgun með stuðningsfólki sínu. Talið er að hún tilkynni framboð sitt til formennsku þar. Ekki er útilokað að fleiri innan þingflokksins gefi kost á sér.\n","summary":"Kristrún Frostadóttir og fleiri þingmenn Samfylkingarinnar íhuga að bjóða sig fram til formanns flokksins. Kristrún fundar með stuðningsfólki sínu á morgun. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur ekki kost á sér. "} {"year":"2022","id":"14","intro":"Kvennalið Vals í knattspyrnu leikur úrslitaleik um að komast áfram í næstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir að hafa unnið armenska liðið Hayasa 2-0 í dag. Valur mætir annað hvort Pomurje frá Slóveníu eða Shelbourne frá Írlandi á sunnudag.","main":"En Meistaramót Evrópu er í fullum gangi í Munchen í Þýskalandi og þar er Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson staddur. Við áttum keppendur á EM í fimleikum í morgun ekki satt?\nþá er það alveg mjög raunhæft\"\nSagði Hilmar Örn í gær, bein útsending frá keppni í frjálsíþróttum hefst á RÚV 2 klukkan 17:55. Á RÚV í dag verður svo sýnt beint frá EM í klifri frá klukkan 12:50.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"15","intro":"Verðbólga er í hæstu hæðum í Bretlandi og hefur ekki mælst meiri í um fjörutíu ár. Breski seðlabankinn spáir efnahagskreppu sem gæti varað út næsta ár.","main":"Í dag rauk vísitala neysluverðs í Bretlandi upp í tíu komma eitt prósent, fyrr en búist var við. Þetta er í fjórða sinn á sjö áratuga tímabili sem verðbólga í landinu nær tveggja stafa tölu. Verðbólgan er keyrð áfram af hækkandi matvæla- og orkuverði, sem vitanlega hefur mikil og íþyngjandi áhrif á heimilin í landinu.\nVerð á mat og drykk hefur ekki hækkað jafn hratt síðan í efnahagskreppunni 2008. Hækkanirnar hafa haft mest áhrif á brauð og annað kornmeti, mjólkurvörur, grænmeti og ávexti.\nRachel Reeves, þingmaður verkamannaflokksins sem hefur sérþekkingu á þessum málaflokki, sagði fjölskyldur í landinu eiga í erfiðleikum með að ná endum saman og margir væru mjög áhyggjufullir vegna spár um enn frekari hækkanir.\nNadhim Zahawi, fjármálaráðherra Bretlands, ræddi við fréttamenn Sky News vegna verðbólgunnar í morgun.\nThis is a difficult time, there are no easy options. We see Putin deliberately use energy as a tool to get back at us for the help we're putting into Ukraine.\nFjármálaráðherrann sagði þetta vera erfiðan tíma og engar auðveldar lausnir væru á borðinu. Hann sagði Vladimir Putin, Rússlandsforseta, loka á orku til þess að hefna sín á þeim þjóðum sem hafi aðstoðað Úkraínu í stríðinu.\nHann fullyrðir þó að breski íhaldsflokkurinn sé með efnahagsmál í algerum forgangi og nefnir þá sérstaklega 37 milljarða punda stuðningspakka, sem á að létta undir með heimilum.\n","summary":"Verðbólga mælist nú yfir tíu prósent í Bretlandi og hefur ekki verið meiri síðan 1982. "} {"year":"2022","id":"15","intro":"Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir suðvestanvert landið fram yfir hádegi og til klukkan fimm síðdegis á hálendinu. Veðurfræðingur segir lægðina sem gengur yfir landið mjög djúpa miðað við árstíma. Sumarið sé þó ekki búið - þó það sé haustlegt um að litast.","main":"Skil lægðarinnar sem er hérna á Grænlandshafi, hún er nokkuð djúp þessi lægð miðað við árstíma, þau eru að ganga yfir suðvesturlandið núna í hádeginu. Og því fylgir mikið hvassviðri og stormur og talsverð rigning. Svo þegar líður á daginn, upp úr klukkan tvö þá fer að draga heldur úr vindinum og rigningunni. Þetta veður fer yfir norðurlandið líka en það verður mun minni vindur\nSagði Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Veðrið verði verst við suðvesturströndina, 23 metrar á sekúndu og hviðurnar allt að 35 metrum í dag. Það versta verði nokkurn veginn gengið yfir í kvöld en lægðin sé djúp og fari hægt til austurs.\nSvo ætlar hún að setjast að hérna fyrir austan landið og mun stjórna veðrinu um helgina. Þannig að það er ekkert sérstaklega skemmtilegt um helgina. Norðanátt, svalt fyrir norðan\nHann vill þó ekki meina að sumarið sé alveg búið.\nNei nei það er nú ekki alveg búið held ég, það er nú enn þá ágúst.\nEn það er orðið svolítið haustlegt.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"15","intro":"Mikil ummerki utanvegaaksturs hafa sést á hálendinu norðan Vatnajökuls í sumar. Framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu á Austurlandi segir þetta með allra versta móti. Hann kallar eftir aukinni fræðslu til erlendra ferðamanna á bílaleigubílum.","main":"Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs birti í gær myndir á Facabook af ljótum ummerkjum um utanvegaakstur á Kverkfjallaleið. Þar sjást djúp hjólför þar sem ekið hefur verið í hringi og beygjur. og greinilegt að um leikaraskap er að ræða.\nSegir Þórhallur Þorsteinsson. Hann segir þetta einna verst á Kverkfjallavegi, en einnig séu ummerki um utanvegaakstur á Þríhyrningsleið, sem er úr Jökuldal og inn á Kverkfjallaveg. Þá séu einnig ljót ummerki í viðkvæmu landi á Brúardölum.\nHann segist lengi hafa orðið var við utanvegaakstur á hálendinu og í flestum tilfellum séu þetta erlendir ferðamenn á bílaleigubílum, þó íslenskir ökumenn keyri einnig utan vegar.\nOg þarna vanti betri fræðslu og upplýsingar til þessarra erlendu ferðamanna. En Íslendingarnir eigi að vita betur.\n","summary":"Mikil ummerki hafa sést um utanvegaakstur á hálendinu norðan Vatnajökuls í sumar. Framkvæmdastjóri Ferðafélags Fljótsdalshéraðs segir ástandið með því versta sem hann hafi séð."} {"year":"2022","id":"15","intro":"Ekkert barn fætt árið 2021 kemst inn í leikskóla í Reykjanesbæ á þessu ári. Sveitarfélaginu tókst með naumindum að koma árgangi 2020 inn í haust. Hvergi annars staðar er staðan jafn slæm og þar.","main":"Yngstu börnin sem hafa fengið leikskólapláss í Reyjanesbæ eru á öðru aldursári en árgangurinn telur rúmlega þrjú hundruð börn. Íbúum sveitarfélagsins hefur fjölgað mikið undanfarin ár en síðustu tólf mánuði hefur þeim fjölgað um átta prósent. Helgi Arnarsson, fræslustjóri hjá Reykjanesbæ, segir að það útskýri hversu hægt gangi að koma börnum inn í leikskóla.\nVið höfum átt fullt í fangi með það að taka inn 2020 árganginn. Að ná þeim öllum inn og erum að gera það með ýmsum aðgerðum.\nÞrír leikskólar eru á teikniborðinu til næstu ára en Helgi býst ekki við því að sveitarfélagið geti tekið á móti börnum í kringum 18 mánaða aldurinn fyrr en eftir tvö til þrjú ár. Hann viðurkennir að ástandið sé ekki gott í samanburði við önnur sveitarfélög. Ekki hafi komið til greina að greiða foreldrum barna á biðlista styrk. Hann segir að ekki sé hægt að takmarka hversu margir geti flutt til sveitarfélagsins en hann hafi engar handbærar lausnir fyrir foreldra í biðstöðu.\nAðstæður eru örugglega mjög mismunandi hjá fólki og ég geri mér grein fyrir að þetta er mikill vandi fyrir foreldra en við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að reyna að byggja upp gott kerfi þar sem börn geta verið örugg í hvetjandi umhverfi og á reyna að flýta þeim uppbyggingaráformum sem við erum með uppi.\nMóðir átján mánaða barns í Reykjanesbæ segir í samtali við fréttastofu að hún hafi sótt um starf í tveimur leikskólum hjá sveitarfélaginu með það í huga að barnið hennar fengi pláss þar á sama tíma. Hún fékk þau svör að það væri regla hjá Reykjanesbæ að starfsmenn fengju ekki forgang. Helgi segir að mögulega verði að breyta reglunum ef ástandið lagast ekki.\nOkkur hefur lánast vel að manna leikskólana hingað til en það er laveg klárt að það verður áskorun. Þá held ég að við ættum ekki að slá neinar hugmyndir út af borðinu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"15","intro":"Þungaflutningar um Suðurland aukast um allt að þrjátíu prósent nái áform um vikurflutninga frá Hafursey fram að ganga. Forstjóri Vegagerðarinnar segir að þessu fylgi mikið álag á vegakerfið og auki þörfina á að fara í gagngerar endurbætur.","main":"Þýska fyrirtækið EP Power minerals áformar að flytja vikur á milli Hafurseyjar á Mýrdalssandi, rúmlega 170 kílómetra leið, með þungaflutningabílum - alla daga í allt að hundrað ár. Sveitarstjórar á Suðurlandi hafa áhyggjur af áformunum enda verður bílunum ekið í gegnum sveitarfélögin á sjö til átta mínútna fresti.\nUmhverfismatsskýrsla liggur fyrir en Skipulagsstofnun hefur kallað eftir umsögn um skýrsluna frá Vegagerðinni. Bergþóra Þorkelsdóttir er forstjóri Vegagerðarinnar.\nVið getum fullyrt að þessi aukning á þungaflutningum eykur niðurbrot þessara burðarlaga og eykur þar af leiðandi þörfina á því að fara í gagngerar endurbætur á vegakerfinu. Þannig að þetta er gríðarlegt álag.\nHún segir að Vegagerðin nálgist málið frá tveimur sjónarhólum; annars vegar áhrifin á vegakerfið sjálft og hins vegar á umhverfi þeirra sem búa við veginn og umferðaröryggi.\nÞað er kannski aðallega umfangið sem gerir manni hverft við. Otg eins og hefur komið fram í fréttum þá er verið að tala um þunga bíla þarna á sjö átta mínútna fresti, misþunga eftir því í hvaða áttina þeir eru að fara\nÞá hafi þungaflutningar um þjóðvegakerfið aukist um fjörutíu prósent á árunum 2014 til 2019, sem tengist einkum atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni, sem sé í sjálfu sér jákvætt. Þungaflutningar á Suðurlandi séu nú í kringum 10 prósent af heildarumferð en, eðli máls samkvæmt, aukist talsvert nái áformin fram að ganga.\nÞessi viðbót eins og hún er kynnt í matsskýrslunni er á bilinu, varlega áætlað, 15-30 prósent aukning á þessum köflum eftir því hversu fjölfarnir þeir eru, á þungaflutningum.\nAðspurð segir hún hugmyndir um gjaldtöku pólitískar og að Vegagerðin geti ekki svarað fyrir það.\nEn eins og við vitum þá er tekjustofn ríkissins af eldsneytisgjöldum þverrandi og þar af leiðandi eru menn að velta fyrir sér hvernig gjaldtöku umhverfi á þjóðvegunhum verður til framtiðar og geri ráð fyrir að þetta sé eina f þeim spurningum sem menn eru að velta fyrir sér.\n","summary":"Forstjóri Vegagerðarinnar segir ljóst að vegakerfið þyrfti fljótt á endurnýjun að halda, nái áform um vikurflutninga milli Hafurseyjar og Þorlákshafnar fram að ganga. "} {"year":"2022","id":"15","intro":"Efling stéttarfélag telur að svigrúm sé til launahækkana. Mikil verðbólga réttlæti ekki að laun séu látin hækka minna en verðlag. Flöt krónutöluhækkun komi sér best. Ríkissáttasemjari finnur fyrir titringi í aðdraganda kjaraviðræðna.","main":"Allir kjarasamningar sem eru í gildi verða lausir í vetur. Lífskjarasamningurinn rennur einnig út í haust. Efling stéttarfélag telur mikilvægt að halda áfram á þeirri braut, til að tryggja kaupmátt launaminni hópa. Þrátt fyrir verðbólgu sé til svigrúm til launahækkana.\nÞað sem að stýrir svigrúmi til launahækkana er annars vegar hagvöxturinn og hins vegar framleiðniaukning en ekki verðbólga. Kaupmáttur er á hraðri niðurleið núna á þessu ári og svo hafa bæst við þessar stýrivaxtahækkanir Seðlabankans, sem hafa aukið skuldabyrði fólks um tugi þúsunda á mánuði.\nÞetta segir Stefán Ólafsson, hagfræðingur Eflingar. Það þurfi að hækka mánaðarlaun um minnst 52 þúsund, en verði verðbólgan tíu prósent í ár þarf 66 þúsund króna flata krónutöluhækkun.\nÞetta er í raun bara framvirkur útreikningur á því líkani sem var notað í lífskjarasamningnum. Við erum ánægð með reynsluna af lífskjarasamningnum, hann skilaði lægri launahópunum hærri hlautfallshækkun launa og meiri kaupmáttaraukningnu.\nAðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari telur að fram undan sé erfiður kjaravetur.\nÁ þessu kjarasamningatímabili höfum við gengið í gegnum heimsfaraldur, við erum líka núna stödd á stað þar sem er mikil verðbólga og það er mjög ólík staða hjá ýmsum hópum og fyrirtækjum. Að vissu marki hafa væntingar aðila vinnumarkaðarins færst heldur í sundur. En það er gott líka að hafa í huga að í aðdraganda allra kjarasamninga þá er eðlilegt að það sé ákveðinn titringur.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"15","intro":"Staðan hefur aldrei verið jafn þung á Landspítala og í sumar. Starfsfólk vantar á öllum vígstöðum. Forstjóri spítalans segir að ef ekki verði brugðist við sem fyrst fari spítalinn í þrot.","main":"Viðvarandi álag hefur verið á Landspítala síðustu ár og þá sérstaklega á bráðamóttökunni. Staðan hefur þó aldrei verið jafn slæm og í sumar, að sögn Runólfs.\nHelsta ástæðan fyrir því er mannekla. Við urðum að koma fólki í frí. Því það hefur verið takmarkað hvað við höfum getað gefið starfsfólki kost á sumarleyfi síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins.\nHann segir að erfitt sé að bregðast við (ástandinu) með skjótvirkum aðgerðum. Staðan sé alvarleg og helsta áskorunin í heilbrigðisþjónustu sé að tryggja nægt starfsfólk til að sinna vaxandi auknum verkefnum á komandi árum.\nVið þurfum að mennta fleiri með einhverjum hætti og tryggja að fólk haldist í starfi. Það hefur líka verið vandamál. Ef að mannekla fær að hreiðra um sig þá skapast vítahringur ef verkefnin eru enn þá óhófleg.\nManneklan er mest hjá hjúkrunarfræðingum og hefur aukist meðal lækna, þrátt fyrir að fleiri læri nú til læknis erlendis. Runólfur segir að fjölga verði plássum fyrir læknanema hér á landi og nýta tæknina til þess. Þá þurfi að bæta vinnuaðstæður og gera Landspítala að eftirsóknarverðum vinnustað.\nManneklan er mest á meðal hjúkrunarfræðinga en fer einnig vaxandi í röðum lækna. Sífellt fleiri íslenskir nemendur mennta sig í faginu erlendis en Runólfur segir að það dugi ekki til. Fjölga verði nemendum við háskólana hérlendis og leita nýrra leiða, á borð við hermikennslu, sem er vaxandi leið til að þjálfa færni og hægt er að nota hana allt árið. Hann segir ekki sjálfgefið að fara þessa leið en hugsa verði út fyrir hinn hefðbundna ramma. Þá þurfi að bæta vinnuaðstæður og gera Landspítalann að eftirsóknarverðum vinnustað.\nNiðurstaðan er einfaldlega sú að við munum fara í þrot með þennan mannafla ef við finnum ekki lausnir.\n","summary":"Verði ekki brugðist við manneklu á Landspítala fer spítalinn í þrot. Þetta segir forstjóri spítalans sem segir að aldrei hafi vantað jafn marga starfsmenn."} {"year":"2022","id":"16","intro":"Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakar Bandaríkjamenn um að reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að stríðsátökin í Úkraínu dragist á langinn. Harðir bardagar hafa staðið yfir vikum saman í nágrenni kjarnorkuversins í Zaporizhia í suðurhluta landsins en stríðandi fylkingar saka hvor aðra um að bera ábyrgð.","main":"Vladimír Pútín Rússlandi fór hörðum orðum um utanríkisstefnu Bandaríkjamanna í ræðu sem hann hélt í morgun.\nPútín sakaði þar Bandaríkjamenn um að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að draga stríðið í Úkraínu á langinn. Þá sagði hann Bandaríkin hella olíu á eld átaka um heim allan.\nNefndi hann í því skyni ferð Nancy Perlosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til Taívans sem strauk stjórnvöldum í Kína andhæris.\nÚkraínumenn hafa síðustu daga sótt að Rússum á Krímskaga, sem Rússar hertóku 2014.\nÍ síðustu viku grönduðu þeir rússneskum herflugvélum við herstöð Rússa við Svartahaf á Krímskaga án þess þó að gangast við því opinberlega.\nÍ nótt var sprengjuárás gerð á vopnabúr Rússa í Dzhankoi, einnig á Krímskaga. Eldur kviknaði í vopnabúrinu og nálæg raforkustöð og lestarstöð urðu fyrir skemmdum.\nRússar hafa rýmt tvö þúsund manna þorp í nágrenninu vegna hættu á frekari sprengingum.\nSíðustu daga hafa nokkrar sprengjuárásir jafnframt verið gerðar í nágrenni kjarnorkuversins Zaporizhzhia í suðurhluta landsins.\nRússar náðu verinu á sitt vald í mars en þar vinnur enn úkraínskt starfslið.\nStríðandi fylkingar saka hvor aðra um að bera ábyrgð á sprengingunum en Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti hefur varað við því að meiriháttar kjarnorkuslys geti orðið í verinu og það geti ógnað allri Evrópu.\n","summary":"Vladimír Pútín Rússlandsforseti sakar Bandaríkjamenn um reyna að draga stríðið í Úkraínu á langinn. Hann segir Bandaríkin hella olíu á eld átaka um heim allan. Rússar hafa rýmt tvö þúsund manna þorp á Krímskaga vegna sprengjuárása Úkraínumanna."} {"year":"2022","id":"16","intro":"Móðir unga mannsins sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á rithöfundinn Salman Rushdie segir son sinn hafa gerst trúræknari en áður eftir ferð til Líbanons árið 2018. Hann hafi líka tekið að einangra sig.","main":"Silvana Fardos, móðir Hadi Matar, er sjálf fædd í Líbanon en býr nú í New Jersey í Bandaríkjunum. Hún lýsir syni sínum sem mislyndum og dulum í samtali við breska götublaðið Daily Mail. Fardos sagðist ekki veita viðtal væru teknar af henni myndir.\nÉg trúi ekki að hann skuli hafa getað gert nokkuð þessu líkt, segir hún og bætir við að sonur hennar hafi alltaf verið rólyndismaður sem öllum líkaði vel við. Hún segir hins vegar son sinn hafa breyst mjög eftir ferðina til Líbanon.\nHún bjóst við að hann kæmi til baka fullur eldmóðs, tilbúinn til að halda áfram að læra, útskrifast úr skóla og finna sér vinnu. Þess í stað segir hún Matar hafa lokað sig af. Eftir það hafi hún haft lítið af honum að segja, hann hafi yfirleitt sofið á daginn og vakað á nóttunni.\nFardos segist ekkert hafa vitað um Rushdie áður en sonur hennar réðist á hann og enn síður að sonur hennar hefði lesið Söngva Satans.\nMatar var handtekinn eftir að hann réðist á og veitti Rushdie fjölmargar hnífstungur við bókasamkomu í New York ríki á föstudaginn var. Rushdie er sagður á hægum batavegi en Matar neitaði allri sök frammi fyrir dómara.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"16","intro":"Dæmi eru um að heimilislæknar séu með allt að þrefalt fleiri skjólstæðinga en æskilegt er, segir Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mikil bið er eftir tíma hjá lækni á heilsugæslustöðvum.","main":"Það er bara vandamál hjá okkur að það vantar lækna, heimilislækna á heilsugæslustöðvarnar, mjög mikið.\nÓskar segir að æskilegt væri að hver heimilislæknir væri með 1100 til 1500 skjólstæðinga.\nVið erum með kannski í sumum tilvikum á þriðja þúsund skráða á lækni sem er ekki ásættanlegt. Það eru engar líkur á því að við leysum það hratt, að fjölga læknum því þeir eru einfaldlega ekki til.\nLöng bið hefur verið eftir tíma hjá heimilislæknum síðustu mánuði. Óskar segir að ástandið hafi verið sérstaklega slæmt í sumar. Fólk hafi þurft að bíða í meira en mánuð eftir bókuðum tímum.\nÞað er mjög mikið að gera núna og margir sem leita til okkar. Það er aðallega vegna þess að það er sumar og við höfum ekki náð að leysa inn mikið af afleysingafólki þannig það eru tiltölulega færri við vinnu heldur en venjulega. Við erum að vonast til þess að það fari að koma í næstu og þar næstu vinnu og að það fari að fjölga aftur hjá okkur á heilsugæslunni.\nÞað taki tíma að stytta biðina en vegna stöðunnar leita sífellt fleiri á síðdegisvakt heilsugæslustöðvanna. Það vindi upp á sig.\nÞað er opið alltaf á öllum heilsugæslum við sinnum öllum sem þurfa á því að halda. Fólk getur alltaf labbað inn á heilsugæsluna og fengið þjónustu ef vandamálið er brátt. Þegar fleiri þurfa að sinna því þá eru færri lausir tíma fyrir bókaða tíma.\n","summary":"Meira en mánaðarbið er eftir tíma hjá heimilislækni á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og forstjórinn segir að það bráðvanti lækna. Sumir læknar eru með allt að þrefalt fleiri sjúklinga en æskilegt er. "} {"year":"2022","id":"16","intro":"Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ekkert sé hæft ásökunum Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, um að hún hafi staðið í persónuárásum gegn henni. Í yfirlýsingu um afsögn sína í síðustu viku, sagði Drífa að óbærilegt hafi verið að vinna með ákveðnu fólki í verkalýðshreyfingunni.","main":"Augljóst mátti þykja að þar hafi Drífa að miklu leyti vísað til samstarfs við Sólveigu Önnu.\nSólveig Anna birti í morgun grein á Kjarnanum, þá fyrstu af fjórum alls, þar sem hún segist ætla að rekja samskipti sín, sem formaður Eflingar, við ASÍ.\nHún, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, eigi öll sameiginlegt að vera aðkomufólk í verkalýðshreyfingunni. Drífa Snædal eigi það ekki sameiginlegt með þeim, þó henni hafi verið stillt upp sem bandamanni þeirra þriggja í upphafi forsetatíðar sinnar hjá ASÍ.\nSólveig Anna segir þetta vera grundvöll þeirra átaka sem síðan fylgdu í kjölfarið - Drífa hafi verið innmúruð og uppalin í verkalýðshreyfingunni á meðal Sólveig Anna, Ragnar og Vilhjálmur hafi verið boðberrar nýrra tíma. Sólveig segir að Drífa hafi ítrekað skorið upplýsingaflæði til forsvarsfólks Eflingar við nögl.\nÞá segir Sólveig Anna að grafið hafi verið undan vinnu hennar sem formaður fastanefndar miðstjórnar ASÍ um skatta- og efnahagsmál. Henni hafi sýnst vera viðtekin venja að eiginlegir nefndarmenn væru aðeins til skrauts. Ætlun ASÍ með starfi nefndarinnar hafi verið að framleiða niðurstöðu sem yrði þóknanleg hálaunahópum og sérfræðingum ASÍ sem ráðnir voru í forsetatíð Gylfa Arnbjörnssonar.\nÍ næstu grein hyggst Sólveig Anna rekja það sem hún kallar \u001edæmin um Grænbók, Icelandair-yfirlýsinguna og hugmyndir um frystingu launahækkana í miðjum kórónuveirufaraldri.\n","summary":"Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ekkert sé hæft í ásökunum frá fyrrverandi forseta ASÍ um að hún hafi ráðist að persónu hennar. Sólveig birti fyrstu grein sína í morgun, af alls fjórum um samskipti Eflingar við ASÍ í formannstíð sinni."} {"year":"2022","id":"16","intro":"Þess er minnst víða í dag að fjörutíu og fimm ár eru frá því að rokkkóngurinn Elvis Presley lést. Áhrif Elvis á rokkið og hvernig það þróaðist eru ómæld, segir Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur.","main":"TÓNLIST - PEACE IN THE VALLEY\nÞennan dag fyrir 45 árum barst mörgum harmafregn, kóngurinn var dáinn, konungur rokksins eins og hann var gjarnan nefndur, aðeins 42 ára að aldri en illa farinn á líkama og sál. Banameinið var skráð sem hjartaáfall, en ýmsar vísbendingar eru um að lyfjaneysla Presleys hafi spilað þar inn í. Elvis Presley sendi frá sér tugi hljómplatna og lék í 31 kvikmynd.\nHann kom átján lögum í efsta sæti Billboard-listans bandaríska og sviðsframkoma hans á upphafsárum rokksins þótti djörf og ögrandi, ekki síst heimsfrægir mjaðmahnykkir hans.\nEn ef við skoðum rokksöguna, hvar myndum við setja Elvis?\nÞað sem Elvis gerði í árdaga rokksins í Sun hljóðverinu er bara svo ótrúlegt. Raunverulega er nútímarokk bara fundið upp í einu sessioni og hann kom með svo mikið; viðhorf, stælar, líkaminn, raddbeitingin og svo framvegis. Og þegar maður skoðar þetta og rýnir í þetta, áhrif hans og hvernig rokk átti eftir að þróast verða alltaf ómæld.\nNær hann ennþá til nýrra áheyrenda, nú er til dæmis mjög vinsæl bíómynd um ævi hans í sýningu?\nÉg og fleiri, nú er ég kominn á miðjan aldur, höfum haft áhyggjur af því hvernig goðsögninni reiðir af. Ég var mjög ánægður með myndina af því hún nær dálítið að fanga kraftinn og andann sem fylgdi Elvis, sérstaklega fyrstu árin, þannig að ég vona að yngra fólk skoði þetta mál. Ef ég hugsa þetta bara út frá tónlistarlegu tilliti þá eru þetta bara algjörir töfrar þessi tónlist sem hann færði okkur. Bara staðfest, þetta er bara algjört snilld.\nTÓNLIST - HOUND DOG EÐA JAILHOUSE ROCK\n","summary":"Elvis var svo sannarlega kóngurinn segir Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarfræðingur, en 45 ár eru í dag frá láti Elvis Presley. Arnar Eggert vonar að yngra fólk gefi tónlist rokkkóngsins gaum því hún sé töfrar og algjör snilld."} {"year":"2022","id":"16","intro":"Mjög hefur dregið úr eldgosinu í Meradölum. Hraunflæði hefur snarminnkað. Tignarlegir gosbólstrar hafa blasað við íbúum á suðvesturhorninu í morgun.","main":"Skýjahula gerði gagnamælingar úr gervitunglum ómögulegar fyrstu daga gossins. Fyrstu gögn úr gervitungli komu í fyrradag. Auk þess eru teknar loftmyndir úr flugvélum. Niðurstöðurnar eru þær að 4. til 13. ágúst var meðalhraunflæði 11 rúmmetrar á sekúndu. Mælingar á laugardag og í gær sýna hins vegar að hraunflæðið er aðeins þrír til fjórir rúmmetrar á sekúndu. Þótt óvissa sé í einstökum mælingum segir Jarðvísindastofnun að ekki sé um villst að mjög hafi dregið úr gosinu. Þetta sé í samræmi við það að undanfarna daga hafi gosopum fækkað og hrauntaumar runnið skemur í Meradölum en framan af. Ómögulegt er að segja til um á þessari stundu, segir á vef Jarðvísindastofnunar, hvort goslok séu nærri eða hvort nú sé aðeins tímabundið lágmark í gosinu.\nMargir á suðvesturhorninu póstuðu myndum á samfélgasmiðlum í morgun af glæsilegum gosbólstrum úr Meradölum sem höfðu himininn fyrir sig því það var heiðskýrt.\nHann var bara mjög glæsilegur núna í morgun og líka heiðskýrt og engin önnur ský til að trufla og óvenjulegt að því leyti að maður sér ekki kannski, það sést enginn gosmökkur neðst. Gösin eru bara það heit þegar þau koma upp um gíginn að þau ná ekki að þéttast strax, þau þurfa aðeins að kólna áður en þau ná að þéttast. Maður horfir annars á svona svepp eða bólstra og hins vegar er svona einhver slæða, kannski fjólublá slæða, þunn, sem að liggur lárétt, hvað er það? Þessi slæða er svona ekta litur fyrir brennisteinsdíoxíð. Þetta eru mjög skörp skil þarna, þetta er svona ákveðið veðurfræðifyrirbrigði líka.\nSegir Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðamálum og loftmengun á Umhverfisstofnun. Veðurfyrirbrigðið eins og var í nótt; hár loftþrýstingur og hægviðri, mynda ákveðið pottlok, segir Þorsteinn, þannig að erfiðara er fyrir mengunina að stíga upp. Eitruðu lofttegundirnar liggja því meira niður við jörð. Það var einmitt varað við slíku í fyrra að fara ekki í lægðir nálægt gosinu. Í svona veðri eins og er núna er líklegra að mengunin fari nær jörðu í þeim sveitarfélögum þar sem spáð er mengun.\nNú þegar svona veður fara að koma með haustinu að þá eru meiri líkur á að mælist niður við jörðu. Og meiri ástæða til að fara extra varlega við gosstöðvarnar í svona hægviðri og stillu. Svona sérfræðingur eins og þú í loftgæðum geturðu samt nokkuð annað en hrifist af þessari fegurð sem þarna blasir við? Nei, nei, þetta er náttúrulega bara mjög glæsilegt náttúrufyrirbæri sem við erum að horfa á þarna á allan hátt þó að það skapi vissulega ýmsar ógnir og hættur.\n","summary":"Lokað verður að gosstöðvunum í Meradölum á morgun vegna veðurs. Mjög hefur dregið úr eldgosinu. Hraunflæðið síðustu þrjá daga var um þriðjungur þess sem það var í fyrstu viku gossins. Flytja þurfti sjö göngumenn af svæðinu í gær vegna þreytu og ofreynslu."} {"year":"2022","id":"16","intro":"Endurgjaldslaus vinnuaðstaða er nú í boði fyrir frumkvöðla á Norðurlandi. Framtíðarmarkmiðið er að skapa rými þar sem frumkvöðlar og heimavinnandi geta sameinast undir einu þaki.","main":"Á Akureyri er í boði vinnuaðstaða fyrir frumkvöðla með nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefni á byrjunarstigi og hún talin góð lyftistöng til að þróa áfram hinar ýmsu hugmyndir.\nVinnuaðstaðan er á vegum AkureyrarAkademíunnar í samstarfi við Akureyrarbæ. Aðalheiður Steingrímsdóttir er framkvæmdastjóri AkureyrarAkademíunnar.\nmarkmiðið er tvennskonar. Í fyrsta lagi er þetta hugsað sem stuðningur við frumkvöðlana og hins vegar stuðningur við starfsemi AkureyrarAkademíunnar.\nVerkefninu hefur verið haldið úti frá því í maí í fyrra og hefur reynst vel.\nþeir sem hafa hingða til verið hjá okkur hafa aðallvera verið að vinna að því að þróa ýmsar viðskiptalausnir á netinu fyrir stofnanir og fyrirtæki með það fyrir augum að fara síðan seinna út í fyrirtækjarekstur á þessu sviði.\nÞórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður atvinnu- og menningarmála hjá Akureyrarbæ, segir aðstöðu sem þessa geta breytt miklu fyrir fólk með verkefni á frumstigi.\nþetta eru oft einstaklingar sem eru þá vinnandi heima hjá sér eða ekki í samfélag, kannski hafa ekki aðgang að reglulegum vinnustað eða vinnutíma. Þetta getur bara skipt mjög miklu máli að fá þessa festu og hafa þá tækifæri í hálft ár án þess að borga fyrir.\nÞórgnýr vonar að hægt verði að setja á fót samvinnumiðstöð á Akureyri sem væri vettvangur fyrir frumkvöðla, en líka fólk sem vinnur heima.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"17","intro":"Misvel hefur gengið hjá sveitarfélögunum að útvega börnum leikskólapláss fyrir komandi skólaár. 12 mánaða börn eru komin með pláss í Garðabæ. Mönnunarvandi er stærsti vandi leikskólanna. Alls staðar gengur illa að manna stöður.","main":"Innritun í leikskóla er ýmist lokið eða á lokametrunum. Á Seltjarnanesi og í Hafnarfirði hafa börn fædd í maí 2021 og eldri fengið leikskólapláss. Úthlutun er lokið hjá Seltjarnarnesbæ en í Hafnarfirði eru enn vonir um að hægt verði að úthluta yngri börnum pláss en það fer eftir því hvernig gengur að ráða í lausar stöður.\nÚthlutun er ekki lokið í Kópavogsbæ en þar hefur hluti barna fædd í maí 2021 fengið pláss. Staðan er sú sama þar og í Hafnarfirði en yngri börn fá mögulega boð um pláss ef vel gengur að manna skólana.\nÍ Reykjanesbæ er úthlutun lokið en þar var árgangur 2020 tekinn inn, sem sagt börn á öðru aldursári. Í svari frá leikskólafulltrúa Reykjanesbæjar segir að þessi árgangur hafi verið óvenjustór.\nYngstu börnin sem hafa fengið boð um pláss í Reykjavík í haust eru fædd í apríl 2021. Úthlutun er ekki lokið en á sjöunda hundrað börn, tólf mánaða og eldri, eru á biðlista eftir þeim 200 leikskólaplássum sem borgin á eftir að úthluta.\nEins og síðustu ár er staðan nokkið frábrugðin í Garðabæ. Þar hafa tólf mánaða börn fengið pláss en sveitarfélagið innritar börn í leikskóla fram eftir ári. Yngsta barnið sem er nú þegar komið með pláss er fætt 30. ágúst 2021. Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðarbæ segir að almennt leggi bærinn mikla áherslu á að bjóða upp á góðar starfsaðstæður fyrir starfsfólk leikskóla sem gæti mögulega skýrt hvers vegna betur hefur gengið hjá þeim að manna stöður en öðrum sveitarfélögum, þau greiði hins vegar ekki hærri laun.\nVið höfum haft skilgreindar fjárhæðir sem leikskólastjórar og stjórnendur hafa haft svona til þess að halda í fólk og skapa meiri sveiganleika í starfinu. En það er það eina sem við höfum svona umfram hefðbundna kjarasamninga.\nMönnunarvandinn sé þó vissulega til staðar í Garðabæ eins og annars staðar.\nAlmennt varðandi mönnun þá er það auðvitað þannig að við finnum fyrir því að hún er mjög krefjandi. Við erum með laus leikskólapláss, það er að segja laust húsnæði en okkur vantar fólk.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"17","intro":"Um 700 börn á flótta ættu að hefja nám í skólum hér á landi í haust. Aðgerðastjóri móttöku flóttamanna segir að mikið átak verði að koma öllum fyrir í kerfinu. 200 börn á leikskólaaldri, 340 á grunnskólaaldri og 130 á framhaldsskólaaldri.","main":"Alls hafa 2.397 flóttamenn komið hingað til lands það sem af er ári. Ríflega helmingur þeirra er frá Úkraínu eða 1.471. Börn langflestra flóttamanna hafa fengið húsaskjól í Reykjavík en fyrir helgi boðuðu foreldrar í Reykjavík til mótmæla í Ráðhúsinu til þess að vekja athygli á plássleysi í leikskólum borgarinnar. Börn sem bíða eftir leikskólaplássi í Reykjavík eru á sjöunda hundrað. 200 börn á leikskólaaldri hafa komið hingað til lands sem flóttamenn það sem af er ári. Gylfi Þór Þorsteinsson er aðgerðastjóri stjórnvalda í móttöku flóttamanna.\n","summary":"Á sjöunda hundrað börn á flótta hefja nám hér á landi í haust. Aðgerðarstjóri í móttöku flóttamanna segir að erfitt gæti reynst að koma þeim fyrir í skólakerfinu. Skólastarf hefst víða í næstu viku."} {"year":"2022","id":"17","intro":"Ef stjórnvöld ætla ekki að leggja meira í öryggisgæslu og upplýsingagjöf við gosstöðvarnar verður að auglýsa eftir sjálfboðaliðum úr ríkisstjórninni til að koma þangað og hjálpa til segir formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Það sem til standi að gera sé bara dropi í hafið.","main":"Stöðugur straumur fólks er að gosstöðvunum í Meradölum, hátt í 6.700 manns komu þangað í gær samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu og í gær komu hátt í 6.700 manns að eldstöðvunum, á laugardag voru það 6.500 og dagana þar á undan á fimmta og sjötta þúsund á dag. Alltaf hefur eitthvað verið um að fólk slasist og það hefur síður en svo breyst. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í fréttum að til stæði að ráða landverði til að sinna störfum á gosstöðvunum.\nLandverðir hjálpa rosalega, en tveir, eða tvö stöðugildi, ég veit ekki hvort er, er að mínu mati ekki nema helmingurinn af því sem þarf. Þetta er eiginlega dropi í hafið.\nSegir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Ef tveir landverðir verði ráðnir komist þeir varla yfir annað en að vera við upphaf leiðar A. Hann segir að efla þurfi löggæslu, en það þýði að efla þurfi umdæmið, því lögreglan hafi í mörg önnur horn að líta.\nÞetta er orðið svo mikið sem að við erum að gera, bílastæðagæsla, umferðarstýring aðstoð við lögregluna, ná í hinn og þennan, gefa nestið okkar, það var alveg komið út í það. Ef að ríkisstjórnin ætlar ekki að setja í þetta það sem þarf til þess að sinna þessu, þá er þetta náttúrlega ekkert flóknara en það að það verður bara að auglýsa eftir fólki úr ríkisstjórninni til þess að koma í sjálfboðastörf með okkur.\n","summary":"Áform um að ráða landverði til starfa á gosstöðvunum í Meradölum eru bara dropi í hafið, segir formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Stöðugur straumur fólks hefur verið þangað í morgun. "} {"year":"2022","id":"17","intro":"Íslendingar voru í eldlínunni á Evrópumeistaramótum í morgun. Íslandsmethafinn í kúluvarpi, Erna Sóley Gunnarsdóttir, þeytti frumraun sína á stórmóti í fullorðinsflokki.","main":"Erna Sóley setti Íslandsmetið utanhúss í mars þegar hún kastaði 17.29 metra. Hún var þó að keppa í fyrsta skipti á stórmóti í fullorðinsflokki í morgun þegar hún tók þátt í forkeppni kúluvarpsins. Erna kastaði 16,41 metra sem er talsvert frá Íslandsmetinu. Það dugði henni ekki áfram en hún varð ellefta af tólf keppendum í riðlinum.\nÞá synti Jóhanna Elín Guðmundsdóttir sitt síðasta sund á EM í 50 metra laug í Róm, í undanrásum í 50 metra skriðsundi. Hún synti í öðrum riðli á 26,29 sekúndum. Það er tuttugu hundruðustu frá hennar besta tíma. Heilt yfir var hún þó nokkuð sátt með árangurinn á mótinu.\nSagði Jóhanna Elín í morgun. RÚV sýnir beint frá EM í hraðklifri á eftir klukkan tuttugu mínútur yfir eitt, og svo úrslitum og undanúrslitum á EM í sundi klukkan fimm mínútur yfir fjögur.\nAlexandra Lizowska frá Póllandi er Evrópumeistari í maraþonhlaupi kvenna. Í maraþoni karla var það Þjóðverjinn Richard Ringer sem tryggði sér gullið.\nÞrír leikir voru í Bestu deild karla í fótbolta í gær. KA vann ÍA 3-0, og er nú í öðru sæti deildarinnar 5 stigum frá Breiðabliki. ÍBV vann FH, sömuleiðis sannfærandi, 4-1 í Eyjum. Þá völtuðu Valsmenn yfir Stjörnuna 6-1. Valur átti erfitt uppfráttar framan af leiktíð en hefur nú unnið síðustu þrjá leiki.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"17","intro":"Eitrunarmiðstöð Landspítala fær að meðaltali tvö til þrjú símtöl á viku vegna barna sem hafa fengið nikótíneitrun. Tvö börn komu á spítalann um helgina með slíka eitrun.","main":"Við hjá Eitrunarmiðstöðinni höfum áhyggjur af þessari þróun af því að þrátt fyrir að við hörfum verið að benda á hva þetta eru hættuleg efni þá erum við ennþá að fá símtöl þar sem lítil börn eru að komast í efnin.\nþá eru það aðallega þessir nikótínpúðar.\nSagði Helena Líndal, sérfræðingur í klínískri eiturefnafræði. Hún segir ekki hafa dregið úr tilfellum þar sem börn fá nikótíneitrun þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Eitrunarmiðstöðvar\nOg svona að meðaltali myndi ég segja að við værum að fá tvö þrjú símtöl á viku og því miður eru þetta mjög eitruð efni og það eru litlir krakkar að komast í þetta.\nOg þetta getur verið mjög hættulegt\nHelena segir börnin komast í púðana alls staðar, ekki bara á heimilum heldur einnig utandyra. Fólk eigi að bera ábyrgð á sér sjálft, ekki henda púðunum út um allt heldur farga þeim á öruggan hátt.\nÞað er ekkert verra ef það kæmu einhverjar reglur sem hægt væri að fylgja. En é gheld maður verði að biðla til fólks að hugsa að þetta er eiturefni í þessu, nikótín er mjög eitrað. Sérstaklega fyrir svona litla krakka\nsem eru ekki með neitt þol fyrir efninu.\n","summary":"Eiturefnamiðstöð Landspítalans fær að meðaltali tvö til þrjú símtöl á viku um börn sem hafa fengið nikótíneitrun. Tvö börn komu á spítalann um helgina með slíka eitrun."} {"year":"2022","id":"17","intro":"Á Norðurlandi hefur verið mikil kuldatíð síðustu mánuði og það frysti eina nótt í ágúst. Kuldinn hefur haft nokkur áhrif á kornrækt. Enn vona menn að hægt verði að uppskera en þá þarf sólin að láta sjá sig.","main":"Sigurgeir B. Hreinsson, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að ágústmánuður þurfi að vera sólríkur svo að hægt verði að uppskera í kornrækt, stöðuna tvísýna því ágúst þurfi að vera sólríkur í kornrækt en slíkt sé ekki í kortunum.\nog líka af því það var ekkert sérstaklega snemma sáð í vor og frostið var það lítið að menn vonast nú til að þetta hafi sloppið sko.\nHjá Hermanni Inga Gunnarssyni, kornbónda í Eyjafirði, er ekki öll von úti enn um ágætissprettu. Hann segir að sólarleysi og kuldi í vor hafi orðið til þess að sáð var ning átti sér stað mánuði of seint.\nþetta er búið að vera já verulega kalt, það er það sem hefur verið helsta vandamálið okkar er kuldinn og sérstaklega í vor þegar þetta var að fara af stað og það gerir það að verkum að þetta er mjög seint núna. Þetta skreið seint og var bara lengi að koma upp af því jarðvegurinn var mjög kaldur. Það náttúrulega snjóaði þarna um miðjan maí hjá okkur.\nHann segir líf kornbóndans alltaf blöndu af áhyggjum og bjartsýni og nú finni hann fyrir hvoru tveggja.\nef það kemur gott haust, sólríkt og hlýtt þá lítur hún bara vel út með uppskeru sko en það þarf allt að ganga upp úr þessu sko.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"17","intro":"Yfirvöld í Íran vísa algerlega á bug ábyrgð á banatilræði við rithöfundinn Salman Rushdie. Rushdie hlaut alvarlega áverka, en er nú úr lífshættu og líðan hans sögð stöðug.","main":"Regarding the attack against Salman Rushdie in America we don't consider anyone deserving reproach, blame or even condemnation, except for (Rushdie) himself and his supporters\nVarðandi árásina á Salman Rushdie í Ameríku, þá lítum við ekki svo á að þurfi að áfellast, fordæma né saka neinn um verknaðinn, nema Rushdie sjálfan og fylgjendur hans. Þetta sagði Nasser Kanaani, talsmaður utanríkisráðuneytis Írans í dag.\nHadi Matar, tuttugu og fjögurra ára karlmaður, er í haldi lögreglu vegna árásarinnar en heldur fram sakleysi sínu. Lögregla hefur enn ekki látið nokkuð uppi um bakgrunn hans né hvað honum kunni að hafa gengið til.\nRushdie var stunginn margsinnis þegar hann ávarpaði samkomu í New York í síðustu viku. Hann lifði árásina af, en slasaðist alvarlega og var um tíma í lífshættu. Rushdie hefur verið hundeltur árum saman vegna bókar sinnar Söngvar Satans, sem inniheldur lýsingar á Múhammeð spámanni. Ayatollah Khomeini, þáverandi erkiklerkur í Íran, gaf út dauðadóm yfir öllum þeim sem kæmu að útbreiðslu verksins fyrir rúmum þrjátíu árum síðan.\nFjöldi fólks hefur lýst yfir stuðningi við Rushdie og baráttu hans fyrir tjáningarfrelsi, eftir árásina, þar á meðal Bandaríkjaforseti. Kathy Hokúl Hochul, ríkisstjóri í New York, fordæmdi árásina í dag.\nAnd I want it out there that a man with a knife cannot silence a man with a pen.\nHochul sagði hugrekki Rushdies vera innblástur og að maður með hníf, gæti ekki þaggað niður í manni með penna.\n","summary":"Stjórnvöld í Íran segjast enga ábyrgð bera á árás á rithöfundinn Salman Rushdie. Talsmaður íranska utanríkisráðuneytisins sagði ekki við neinn að sakast nema Rushdie sjálfan og fylgjendur hans. "} {"year":"2022","id":"17","intro":"Varnarmál, ástand hafsins og grænar breytingar eru meðal þess sem forsætisráðherrar Norðurlanda ræða á fundi sínum í Ósló í dag. Olaf Scholz kanslari Þýskalands tekur einnig þátt í fundinum.","main":"Norðmenn boðuðu til fundarins í tilefni af því að þeir fara með formennsku í norrænu ráðherranefndinni. Samvinna þjóðanna byggi á þeirri stefnu að Norðurlönd verði árið 2030 það svæði heimsins sem verður sjálfbærast og best samþætt. Viðræður norrænu forsætisráðherranna og Þýskalandskanslara snúast um öryggi í Evrópu og sambandið við Rússland og þær breytingar sem verða með inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í Atlantshafsbandalagið sem og auðvitað ástandið í Úkraínu. Fyrir utan sérfræðinga sem taka þátt, fjallar Kevin Rudd fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu um hlutverk Kína og afleiðingar þess fyrir norræn öryggis- og utanríkismál.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"17","intro":"Útlit er fyrir að boðað verði til kosninga í Danmörku í haust, tæpu ári á undan áætlun. Mette Frederiksen formaður jafnaðarmanna sækist eftir áframhaldandi stuðningi, en á hægri vængnum eru forsætisráðherraefnin nú orðin tvö.","main":"Vi skal passe på Danmark, på vores værdier og identitet. Det går jeg til valg på og det gør jeg som statsministerkandidat.\nÞarna heyrðist í Sören Pape Poulsen, formanni danska íhaldsflokksins, lýsa því yfir að hann vilji verða forsætisráðherra Danmerkur. Þetta þykja tíðindi.\nFrá aldamótum hafa kjósendur átt því að venjast að flokkanir á þingi skipi sér í tvær blokkir, þær rauðu og bláu og hvor um sig fylki sér\num eitt forsætisráðherraefni fyrir kosningar. Jafnaðarmenn fara fyrir rauðu blokkinni og hægri flokkurinn Venstre fyrir þeirri bláu.\nEn þannig hefur það alls ekki alltaf verið. Íhaldsflokkurinn var um tíma stærsti flokkurinn á hægri væng danskra stjórnmála.\nEftir mörg mögur ár hefur flokkurinn á ný styrkt stöðu sína á kostnað Venstre og í skoðanakönnunum er fylgi flokkanna svipað, um fimmtán prósent.\nÁ blaðamannafundi í dag sagði Sören Pape að Danmörk þyrfti borgaralega ríkisstjórn, sem myndi auka veg einkaframtaksins í grunnþjónustu og lækka skatta.\nÞá væri það ekkert náttúrulögmál að forsætisráðherraefni hægrimanna kæmi frá Venstre.\nKjörtímabilið í Danmörku rennur ekki út fyrr en næsta sumar. Þrátt fyrir það er næsta víst að boðað verði til kosninga í haust.\nEinn þeirra flokka sem ver ríkisstjórn jafnaðarmanna falli hefur krafist þess að Mette Frederiksen forsætisráðherra geri það áður en þing kemur saman að loknu sumarleyfi.\nAnnars felli flokkurinn ríkisstjórnina. Danskir stjórnmálamenn eru því komnir í kosningagírinn og andlitunum á strætóskýlum á líklegast bara eftir að fjölga.\n","summary":"Útlit er fyrir að boðað verði til kosninga í Danmörku í haust. Í morgun tilkynnti formaður Íhaldsflokksins að hann sækist eftir forsætisráðherraembættinu."} {"year":"2022","id":"18","intro":"Skálaverðir í Þórsmörk björguðu fimm erlendum ferðamönnum úr bíl sem sat fastur í Krossá um kvöldmatarleytið í gær. Formaður björgunarsveitarinnar á Hvolsvelli segir að ferðamennirnir hafi ekkert vitað hvað þeir væru að koma sér út í.","main":"Fimm erlendum ferðamönnum var bjargað úr miklum háska í Krossá á leið inn í Þórsmörk í gær. Bíll þeirra var fyrir framan mikinn hyl í ánni og illa hefði getað farið. Formaður björgunarsveitarinnar á Hvolsvelli segir að ferðamennirnir hafi augljóslega ekki vitað hve hættuleg áin er.\nHarpa Sif Þorsteinsdóttir, formaður björgunarsveitarinnar á Hvolsvelli, fór fyrir aðgerðum sveitarinnar þegar komið var í Þórsmörk í gær. Þá höfðu skálaverðir sýnt mikið þrekvirki og bjargað öllum þeim fimm sem sátu fastir úti í ánni aftur á land.\nVið hjálpuðum til við að ná bílnum upp úr ánni\nÞað tók smá tíma, já. Það var djúpur hylur fyrir framan bílinn. En það fóru bara tveir í flotgalla og náðu að binda í hann. Svo kom traktor frá Langadal sem dró hann svo upp\nHarpa ræddi við ferðamennina í gær sem báru sig nokkuð vel miðað við aðstæður. Þeim var þó kalt og því fengu þeir að leita skjóls í rútu sem var á svæðinu þar sem þeir fengu teppi. Harpa segir að ferðamennirnir hafi alls ekki vitað hvað þeir væru að fara út í.\nÞað var svona mín tilfinning að þeir hafi kannski ekki áttað sig á vatnsmagninu sem er í Krossánni,","summary":"Skálaverðir í Þórsmörk björguðu fimm erlendum ferðamönnum úr bíl sem sat fastur í Krossá um kvöldmatarleytið í gær. Björgunarsveitarmaður segir að ferðamennirnir hafi ekkert vitað hvað þeir væru að koma sér út í. "} {"year":"2022","id":"18","intro":"Fyrstu drög að uppbyggingu nýs miðbæjar á Höfn í Hornafirði hafa verið birt. Gert er ráð fyrir að byggja allt að 17 þúsund fermetra og arkitektar eru þeir sömu og hönnuðu nýjan miðbæ á Selfossi.","main":"Það var Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem greindi frá því á Facebook að búið væri að hanna fyrstu drög að nýjum miðbæ á Höfn. Það er útgerðarfyrirtækið Skinney-Þinganes sem stendur að baki verkefninu í samstarfi við Batteríið arkitekta en þeir hönnuðu meðal annars nýjan miðbæ á Selfossi í fyrra. Sigurjón er spenntur fyrir komandi tímum á Höfn.\nÞetta eru hugmyndir um mikla uppbyggingu í miðbæ Hafnar í Hornafirði og mjög glæsilegar og það er mikil stemning fyrir þessu hérna fyrir austan.\nHann segir að með fjölgun íbúa og ferðafólks sé uppbygging tímabær á Höfn.\nOkkur hefur verið að fjölga talsvert og núna í vikunni náum við 2500 íbúa markinu og það er mikill húsnæðisskortur hér eins og víða annars staðar. Það er er mikill vöxtur í atvinnulífinu hérna, mikið tengt ferðaþjónustu og ýmissi þjónustu tengdri þeirri starfsemi þannig að það veitir ekki af þessu og erum við reyndar að skipuleggja fleiri svæði til íbúðabyggðar, stærri svæði líka.","summary":null} {"year":"2022","id":"18","intro":"Um þúsund tonn af koltvíoxíði verður flutt til landsins frá Sviss á næstu tólf mánuðum vegna tilraunaverkefnis Carbfix. Stefnt er að því að á Íslandi verði móttaka og förgunarstöð fyrir koltvíoxíð víðs vegar að úr heiminum.","main":"Í um áratug hefur Carbfix fargað koltvíoxíði úr Hellisheiðavirkjum með því að blanda það ferskvatni og dæla því ofan í basaltsberglög og með því steinrennt koltvíoxíð sem annars yrði losað út í andrúmsloftið. Fyrirtækið stefnir að því að farga koltvíoxíði sem losað er víðar um heim. Tuttugu tonn af koltvíoxíði frá Sviss voru flutt hingað með skipi frá Rotterdam í síðustu viku. Gasið verður notað til að rannsaka möguleikann á að nota sjó í stað ferskvatns til að farga koltvíoxíði.\nLíklegt er að það sé aðeins upphafið í koltvíoxíðinnflutningi til Íslands. Stefnt er að því að byggja móttöku- og förgunarstöð fyrir koltvíoxíð í Straumsvík.","summary":null} {"year":"2022","id":"18","intro":"Stríður straumur fólks hefur legið að eldgosinu í Meradölum um helgina. Björgunarsveitir og lögregla komu fólki til hjálpar í gærkvöldi og nótt og sum tefla bókstaflega á tæpasta vað nærri gosinu. Vísindamenn segja litlar breytingar á gosinu sjálfu, þó að hlutar sprungunnar lokist og opnist á víxl.","main":"Svo virðist sem nyrsta gosopið á gosstöðvunum hafi lokast í gær og gosstrókurinn þannig þokast nær miðju sprungunnar. Það gýs enn með svipuðum krafti og undanfarna daga og hraunáin heldur stefnu sinni í austurátt, inn í Meradali.\nEldfjalla- og náttúruváhópur Suðurlands, sem er hópur jarðvísindamanna sem starfar á Suðurhluta landsins, segir í færslu á Facebook í morgun að nú lifi bara megingígurinn áfram og þar megi greina tvö gosop sem sífellt gusast úr. Nýja hrauninu hefur ekki enn tekist að flæða yfir lægsta skarðið í dölunum, en hefur í stað þess verið að breiða úr sér ofan á hrauninu sem rann í fyrra sem og milli hrauns og hlíðar. Hraun rann upp að skarðinu um miðja síðustu viku, en sú hrauntunga virðist nú tefja fyrir framrás nýs hrauns yfir umrætt skarð að einhverju leyti.\nJarðvísindafólk Veðurstofu Íslands áttu sinn daglega fund um eldgosið klukkan hálf níu í morgun og samkvæmt upplýsingum þaðan er lítið af frétta af þeim fundi, gosið er stöðugt og alltaf er verið að bíða eftir nýjustu mælingum. Það var flogið yfir gossvæðið í gær og myndir teknar en þar sem skyggni var erfitt, það var nokkuð lágskýjað, voru myndirnar ekki nægilega skýrar. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun að það sé verið að undirbúa aðra flugferð sem verður þá farin seinnipartinn í dag, til að ná betur utan um umfang gossins og þá hvert það sé mögulega að stefna.\nFjöldamet var slegið á gosstöðvunum í gær, en aldrei hafa fleiri lagt leið sína upp að eldgosinu á einum degi, hvorki núna né því síðasta. Björgunarsveitarmenn þurftu að aðstoða 17 manns á göngunni og í tilkynningu frá lögreglu segir að sum hafi hreinlega gefist upp á göngunni og aðrir meiddust lítillega. Þá þurfti að vísa nokkrum fjölskyldum frá gönguleið A þar sem ung börn voru með í för. Um 6500 manns fóru upp að gosstöðvunum, teljurum Ferðamálastofu Íslands. Það er mesti fjöldi á einum degi síðan teljari var settur upp snemma eftir að eldgos hófust á Reykjanesskaga í fyrra.\nJón Gunnarsson dómsmálaráðherra tilkynnti í sjónvarpsfréttum RÚV í gær að ráðning landvarða við gosstöðvarnar sé í undirbúningi, sem gætu þá leyst björgunarsveitirnar af hólmi.","summary":null} {"year":"2022","id":"18","intro":null,"main":"Þeim þremur sem handteknir voru vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í Reykjavík í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt. Þeir eru ýmist undir eða yfir lögaldri, en allir yngri en tuttugu ára. Sá sem stunginn var er undir lögaldri. Ekkert er vitað um líðan hans. Varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að rannsókn málsins sé í fullum gangi, en það er rannsakað sem alvarleg líkamsárás eða tilraun til manndráps. Hann segir að til átaka hafi komið milli tveggja hópa sem leitt hafi til árásarinnar. Aðspurður hvort farið hafi verið fram á gæsluvarðhald yfir þeim sem handteknir voru, segir hann að ekki hafi þótt grundvöllur til þess. Þeim var því sleppt að lokinni skýrslutöku.","summary":"Þeim þremur sem handteknir voru vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt. Þeir eru ýmist undir eða yfir lögaldri, en allir yngri en tuttugu ára. "} {"year":"2022","id":"18","intro":"Dómsmálaráðherra segir að efla þurfi varnir gegn stafrænum glæpum. Þeir tengist oft skipulagðri brotastarsemi sem brugðist verður við.","main":"Eins og fjallað hefur verið um skráðu á annað hundrað manns sig inn á svikasíður sem netsvindlarar settu upp í nafni Landsbankans í síðasta mánuði - og tókst svindlurunum að svíkja rúmlega þrjár milljónir út úr þrjátíu þeirra. Stafrænum glæpum hefur fjölgað og glæpamenn orðnir betri í því að svíkja fólk. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.\nÞetta er bara viðvarandi ógn orðin í okkar samfélagi, í sjálfu sér tengist oft skipulagðri brotastarfsemi sem við erum líka að glíma við og ég mun ávarpa alveg sérstaklega í haust bæði með lagafrumvörpum og í umræðu vegna þess að við erum í þessari þróun glæpa þar sem snillingar eru að verki hinum megin.\nAðspurður hvort efla þurfi sérstaklega þær deildir innan lögreglunnar sem rannsaki stafræna glæpi segir Jón:\nÞetta er bara starfsemi sem við þurfum að efla almennt. Þetta verður viðvarandi ógn. Við þurfum ekki að láta okkur dreyma um það að þetta fari eitthvað af sjálfu sér. Þannig að við þurfum að efla varnir okkar í þessu og ég ítreka það að það á ekki síður við um skipulagða brotastarfsemi sem er mjög vaxandi á Íslandi.","summary":"Dómsmálaráðherra segir að efla þurfi varnir gegn stafrænum glæpum. Slíkir glæpir séu orðnir viðvarandi ógn hér á landi."} {"year":"2022","id":"18","intro":"Byggðarráð Skagafjarðar leggur til að Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki verði byggður upp sem varaflugvöllur fyrir Reykjavík og Keflavík. Formaður ráðsins skorar á Alþingi og innviðaráðherra að fara í nauðsynlega undirbúningsvinnu og rannsóknir.","main":"Í bókun byggðarráðs Skagafjarðar frá síðasta fundi kemur fram, að vegna umræðu um þörf fyrir nýjan varaflugvöll, bendi ráðið á þann augljósa kost að byggja upp Alexandersflugvöll á Sauðárkróki. Í bókun segir að völlurinn sé vel staðsettur, á veðursælum stað og utan virks eldsumbrotabeltis. Einar Eðvald Einarsson er formaður byggðarráðs.\nVið náttúrlega höfum upp á góðan kost að bjóða, sem varaflugvöll. Flugvöllurinn er til staðar og það þarf í sjálfum sér lítið gera til þess að það sé hægt að ná vélum úr loftinu og niður. En það vantar náttúrlega, ef menn ætluðu að fara í eitthvað stærra dæmi þá vantar þjónustumiðstöð í kring en bara sem varaflugvöllur og spurning hvort flugvélar geti lent þá eru aðflugsskilyrði sérstaklega góð, þarf bara að malbika völlinn og stækka planið að þá er kominn þessi fíni varaflugvöllur.\n-Þið skorið á Alþingi og ráðamenn að gefa þessu gaum, ertu bjartsýnn á að þeir skoði þennan kost?-\nJá ég er bjartsýnn maður að eðlisfari þannig að ég trúi því ekki að þeir horfi framhjá okkur þegar verið er að meta þá kosti sem eruð í boði.","summary":"Byggðarráð Skagafjarðar leggur til að Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki verði byggður upp sem varaflugvöllur fyrir Reykjavík og Keflavík. Völlurinn sé á veðursælum stað og utan virks eldsumbrotabeltis."} {"year":"2022","id":"18","intro":null,"main":"Meira en fjörtíu manns eru látin og tugir eru særð, eftir eldsvoða sem braust út í morgun í kirkju í úthverfi Kaíró, höfuðborgar Egyptalands. Talið er að eldurinn hafi komið upp í loftræstikerfi í kirkjunni. Um fimm þúsund manns voru viðstaddir guðsþjónustu þegar eldurinn kom upp og margir virðast hafa særst í troðningnum sem varð þegar fólk reyndi að komast út.","summary":"Meira en fjörtíu manns eru látin og tugir eru særð, eftir eldsvoða sem braust út í morgun í kirkju í úthverfi Kaíró, höfuðborgar Egyptalands. "} {"year":"2022","id":"18","intro":"Hjólreiðamaðurinn Ingvar Ómarsson og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee keppa á EM í dag. Ingvar í götuhjólreiðum og Anton í úrslitum 200 metra bringusunds.","main":"Ingvar Ómarsson er í þessum töluðu orðum að keppa í götuhjólreiðum á Evrópumótinu í München í Þýskalandi. Hjólaðir eru 209 kílómetrar og hópurinn fór af stað fimm mínútur yfir átta í morgun. Það fer því að styttast í endamarkið og Ingvar var enn með. Þeim sem dragast of langt aftur úr er gert að hætta. Sýnt er beint frá keppninni á RÚV 2. Síðar í dag keppir Anton Sveinn McKee til úrslita á EM í sundi, í 200 metra bringusundi.\nAnton Sveinn synti í undanrásum og undanúrslitum í gær. Hann keppti í seinni undanúrslitariðli og var þriðji í bakkann á tveimur mínútum og 11,47 sekúndum og bætti tímann sinn frá því í undanrásunum í gærmorgun. Hann á þó mikið inni miðað við hans besta. Anton átti sjötta besta tímann af öllum í undanúrslitum. Hann sleppti fyrri grein sinni á mótinu eftir að hafa fengið matareitrun í síðustu viku. En hvaða hugarfar fer hann með inn í sund dagsins?\nÚtsending frá úrslitum í sundi á EM hefst á RÚV kl. 15:55, Anton Sveinn keppir klukkan fimm. En klukkan 14:50 hefst bein útsending frá landsleik Íslands og Svartfjallalands í undankeppni EM karla í blaki. Auk þessara liða eru Portúgal og Lúxemborg í sama riðli. En nú er nýhafin útsending frá EM í fimleikum á RÚV.","summary":"Hjólreiðamaðurinn Ingvar Ómarsson og sundmaðurinn Anton Sveinn McKee keppa á EM í dag. Ingvar í götuhjólreiðum og Anton í úrslitum 200 metra bringusunds. "} {"year":"2022","id":"19","intro":"Þuríður Pálsdóttir, söngkona og tónlistarkennari, er látin, 95 ára að aldri. Þuríður var ein ástsælasta óperusönkona þjóðarinnar og tók þátt í ótal mörgum óperuuppfærslum, hér heima og erlendis.","main":"Þuríður fæddist í Reykjavík árið 1927. Hún var af miklu tónlistarfólki komin, en Þuríður var dóttir Páls Ísólfssonar tónskálds og orgelleikara og Kristínar Norðmann píanókennara, og afi Þuríðar var Ísólfur Pálsson, organisti og tónskáld. Þuríður lærði á píanó sem barn en söng fyrst opinberlega í útvarpsleikriti undir stjórn Þorsteins Ö. Stephensen aðeins ellefu ára gömul. Þuríður var einsöngvari frá 1948. Hún stundaði söng- og tónlistarnám á Ítalíu á sjötta áratugnum og lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1967. Þuríður var í hópi frumkvöðla í söngkvennastétt og söng fjölmörg óperuhlutverk, bæði hér heima og erlendis. Hún var yfirkennari Söngskólans frá stofnun hans 1973 þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Hún var formaður Félags íslenskra einsöngvara og sat í Þjóðleikhúsráði um árabil og var um tíma varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þuríður var sæmd riddarakrossi fálkaorðunnar 1982 og hlaut heiðursverðlaun leiklistarsambands Íslands, Grímuna, árið 2008, fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu sönglistar á Íslandi.","summary":"Þuríður Pálsdóttir, söngkona og tónlistarkennari, er látin, 95 ára að aldri. Þuríður var ein ástsælasta óperusönkona þjóðarinnar. "} {"year":"2022","id":"19","intro":"Rithöfundurinn Salman Rushdie er í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir að maður réðist að honum í gær vopnaður hnífi. Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu en enn er ekki vitað hvað honum gekk til með árásinni.","main":"Árásarmaðurinn rauk upp á svið þar sem Rushdie ávarpaði bókmenntasamkomu í New-York ríki á þriðja tímanum í gær.\nRushdie, sem er einna þekktastur fyrir skáldsöguna Miðnæturbörn, var í felum í næstum áratug eftir að æðsti klerkur í Íran lýsti dauðadómi yfir honum eftir útgáfu bókarinnar Söngvar Satans árið 1988. Maður sem varð vitni að árásinni lýsti því í samtali við breska ríkisútvarpið að hann hafði talið að árásin væri sviðsett til að undirstrika að Rushdie þyrfti sífellt að vera á varðbergi.\nWell, my first thought was that perhaps there was an element of theatre, to emphasise the risk that he faces, and that cloud that has been hanging over his creative process and intellectual endeavours for 30 years now, but within a matter of seconds we all knew that what happened was very real.\nEugene Staniszewski, talsmaður lögreglunnar í New York-ríki, segir að árásarmaðurinn sé 24 ára maður búsettur í New Jersey, Hadi Matar að nafni. Hann segir ekki vitað hvað manninum gekk til með árásinni, en gert er ráð fyrir því að hann hafi verið einn að verki.\nAt this point we`re assuming he was alone, but we can`t, you know, we`re we`re looking to make sure that that was the case.\nAllt bendir til þess að Rushdie hafi misst annað augað. Þá segir umboðsmaður hans að taugar í handlegg hans hafi farið í sundur auk þess sem lifrin skemmdist við árásina. Fjöldi fólks hefur fordæmt árásina, þar á meðal frambjóðendur í leiðtogakjöri breska Íhaldsflokksins, og rithöfundarinar Stephen King og Sjón, sem segir baráttu Rushdies fyrir tjáningarfrelsi rithöfunda hafa skipt sköpum.","summary":"Rithöfundurinn Salman Rushdie er í öndunarvél eftir að maður réðist að honum í gær vopnaður hnífi. Talið er líklegt að Rushdie hafi misst annað augað. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir."} {"year":"2022","id":"19","intro":null,"main":"Þrír eru í haldi lögreglu vegna hnífsstungu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Rannsókn málsins er enn á frumstigi og ekki hefur enn verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir þremenningunum. Trúlega verður það þó ákveðið seinna í dag eða í kvöld, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu er ekki kunnugt um líðan fórnarlambsins, sem var flutt á sjúkrahús í nótt og var þá með meðvitund.","summary":"Þrír eru í haldi lögreglu vegna hnífsstungu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. "} {"year":"2022","id":"19","intro":"Framkvæmdarstjóri lénaskráningarinnar ISNIC segir að það sé varasamt að nálgast viðkvæma þjónustu í gegnum leitarvélar. Fjársvik á netinu séu afar umfangsmikil og erfitt er að meta hvar ábyrgðin liggur.","main":"Það sem gerist þegar fólk slær inn nafn á banka eða annarri mikilvægri þjónustu upp í leitarvél þá eru óprúttnir aðilar búnir að kaupa sér auglýsingu til að vera efstir, eins og í þessu tilfelli, og fólk sér bara orðið landsbanki í leitarvélinni og slær á hlekkinn en opnar lénið landbankl.is. Það er bara sjónarmunur á þessu þannig það er auðvelt að láta blekkjast. Þá er björninn unninn fyrir glæpamenn. Viðkomandi er kominn inn á vefinn hans en ekki landsbankans með því að nota leitarvél.\nSegir Jens Pétur Jensen, framkvæmdarstjóri ISNIC. Oft er erfitt að meta hvar ábyrgðin liggur í málum sem þessum. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum bera viðskiptavinir tjónið sjálfir. Ný lög tóku gildi í nóvember þar sem kveðið er á um að ef greiðsluþjónustuveitandi krefjist ekki sterkrar sannvottunar skal greiðandi ekki bera tjónið. Enginn dómur hefur fallið í sambærilegum málum, og oft er það ekki þess virði fyrir brotaþola að leita réttar síns. Breki Karlsson er formaður neytendasamtakanna.\nEf við tölum um netsvik þá eru þetta mjög háar upphæðir. Um 300 milljónir sem talið er að netsvkiarar hafi af íslendingum á hvernu einasta ári. En þetta dreifist á svo marga. Þannig hver og einn á kannski litla hlutdeild í hverju tjóni. Þá stendur spurningin hver ber ábygðina. Það er mjög erfitt fyrir hvern og einn eisntakling að fara áfram og leita réttar sínst því það er svo dýrt.","summary":"Formaður Neytendasamtakanna segir það oft ekki vera þess virði fyrir fórnarlömb í netsvikamálum að leita réttar síns. Erfitt er að meta hvar ábyrgðin liggur í slíkum málum. "} {"year":"2022","id":"19","intro":"Sveitarstjóri í Ölfusi segir að ekki komi til greina að hafa opna efnishauga á hafnarsvæðinu í Þorlákshöfn. Þýskt fyrirtæki vill ferma mikið magn vikurs frá Mýrdalssandi og til Þorlákshafnar, þaðan sem honum verður siglt út í heim.","main":"Fulllestaðir vöruflutningabílar munu aka allan sólarhringinn á kortersfresti milli Mýrdalssands og Þorlákshafnar allan ársins hring ef áætlanir þýska fyrirtækisins ganga eftir. Frá Þorlákshöfn er vikurinn síðan fluttur út í heim. Elliði Vignisson, sveitarstjóri í Ölfusi, segir ekki koma til greina að fyrirtækið fái að hafa opna efnishauga á hafnarsvæðinu sem nú er í uppbyggingu.\nElliði segir að lítið sé vitað um framkvæmdir þýska fyrirtækisins að svo stöddu. Sveitarstjórn hafi fundað með fyrirtækinu tvisvar áður þar sem það óskaði eftir lóðum undir starfsemi sína. Elliði segist ekki endilega trúa að verkefnið verði mjög atvinnuskapandi fyrir sveitarfélagið.","summary":"Þýskt fyrirtæki sem hyggur á umfangsmikinn útflutning vikurs frá Þorlákshöfn, fengi líklega ekki að hafa opna efnishauga með vikri á hafnarsvæðinu að sögn sveitarstjóra í Ölfusi. Hann segir lítið vitað um þær framkvæmdir sem fylgja verkefninu."} {"year":"2022","id":"19","intro":"Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir komust í morgun bæði í undanúrslit á EM í sundi sem haldið er í Róm. Keppt verður í undanúrslitunum seinnipartinn í dag.","main":"Anton Sveinn McKee tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum 200 metra bringusunds á Evrópumótinu í sundi í Róm. Snæfríður Sól Jórunnardóttir komst líka inn í undanúrslit 200 metra skriðsunds.\nAnton Sveinn synti undanrásir 200 metra bringusundsins á 2:11;81 sekúndu og varð annar í sínum riðli á eftir Tékkanum Matej Zabojnik sem synti á 2:11,16 sekúndum. Aðeins hann og Matti Mattson frá Finnlandi syntu hraðar en Anton í undanrásunum. Anton fer því með þriðja besta tímann inn í undanúrslitin sem verða synt síðar í dag. RÚV sýnir beint frá sundi Antons í undanúrslitum sem og öðrum úrslitahlutum EM í sundi frá kl. 16:10 í dag.\nSnæfríður Sól Jórunnardóttir verður svo í undanúrslitum 200 metra skriðsundsins síðdegis. Hún synti undanrásirnar í Róm í morgun á 2:02:00 sekúndum sléttum og átti að vera fyrsti varamaður inn í undanúrslitin ef einhver skyldi heltast úr lestinni á síðustu stundu. Það varð fljótlega ljóst að svo yrði og því fékk Snæfríður sæti í undanúrslitunum og syndir á eftir, líka í beinni útsendingu RÚV.\nSímon Elías Statkevicius synti 100 metra flugsund á 55,38 sekúndum en komst ekki áfram.\nÍ dag verður líka sýnt frá seinni undanúrslitaleik bikarkeppni kvenna í fótbolta milli Selfoss og ríkjanda meistara Breiðabliks. Útsending hefst 13:40. Valur tryggði sig áfram í úrslit í gær með sigri á Stjörnunni 3-1.","summary":"Anton Sveinn McKee og Snæfríður Sól Jórunnardóttir komust bæði í undanúrslit á EM í sundi sem haldið er í Róm. Keppt verður í undanúrslitunum seinnipartinn í dag. "} {"year":"2022","id":"19","intro":"Tónlistarhátíð til heiðurs hinum bandaríska Bob Dylan er haldin á Skagaströnd um helgina. Skipuleggjandi segir Bob Dylan vera Mozart sinnar tónlistarstefnu.","main":"Bob Dylan, sem af mörgum er talinn einn áhrifamesti tónlistarmaður tuttugustu aldarinnar, fæddist þann 24. maí árið 1941 og varð því áttræður á síðasta ári. Að því tilefni efnir áhugafólk um tónlist hans til tónlistarhátíðar í Fellsborg á Skagaströnd um helgina. Magnús Jónsson er einn þeirra sem kemur að skipulaginu.\nÞetta er svona hópur fólks sem þekkist vel í frístundatónlistariðkun sem að hafði svona áhuga fyrir því að fara eitthvað út á land og gera eitthvað skemmtilegt saman.\n-Hverju mega gestir eiga vona á þarna um helgina?-\nBara Bob Dylan og meiri Bob Dylan, kannski ekki honum sjálfum en einhverjum sem vilja spila tónlistina hans og gera það vel. Og svo alls konar fróðleik um skáldið og tónlistarmanninn Bob Dylan.\n-Hvað er það við Bob Dylan sem að gerir hann svona sérstakan?-\nÞað er nú erfitt að skilgreina það en það má segja að í þessari deild tónlistar er Bob Dylan orðinn sígildur fyrir löngu síðan. Hann er svona kannski svona Mozart þessar tónlistarstefnu eða hefðar.","summary":"Áhugafólk um tónlistarmanninn Bob Dylan efnir til tónlistarhátíðar honum til heiðurs á Skagaströnd um helgina. "} {"year":"2022","id":"20","intro":"Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir faglega og persónulega íþyngjandi að sitja undir þungum sökum til langs tíma. Hann fór í skýrslutöku hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gær.","main":"Þórður og þrír aðrir blaðamenn, Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir á RÚV og Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum, eru með réttarstöðu sakbornings vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs í tengslum við umfjallanir um svokallaða skæruliðadeild Samherja.\nÞórður Snær var í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás tvö í morgun þar sem hann lýsti skýrslutökunni sem hann fór í í gær. Hann sagði að þeim Arnari Þór hefði verið tilkynnt að grunur léki á að þeir hefðu brotið gegn ákvæði í hegningarlögum um stafræn brot, sérstaklega gegn kynferðilslegri friðhelgi.\nsé runnin á enda og þetta verði það síðasta sem ég heyri af þessu máli.\nHann segir niðurstöðu skýrslutökunnar þá að það hafi verið að rannsaka þá fyrir að skrifa fréttir upp úr gögnum sem þeim barst. Búið sé að halda þeim í þeirri stöðu að vera með stöðu sakbornings í rannsókn í meira en hálft ár, vegna umfjöllunar sem var skrifuð fyrir rúmlega ári síðan.\nÞað getur verið faglega íþyngjandi og náttúrulega persónulega íþyngjandi að sitja undir svona í svona langan tíma.","summary":"Ritstjóri Kjarnans fór í skýrslutöku hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gær, hann segir íþyngjandi bæði faglega og persónulega að sitja undir þungum sökum til langs tíma."} {"year":"2022","id":"20","intro":"Nokkrir smábátar eru nú farnir til makrílveiða en talsverður tími er liðinn frá því smábátasjómenn stunduðu þessar veiðar síðast. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir að makrílveiðin getir verið góð búbót fyrir sjómenn.","main":"Makríll finnst nú aftur í íslensku landhelginni, en í rannsóknarleiðangri sem nú er nýlokið kom í ljós að makríll er talsvert útbreiddur við landið og hefur ekki mælst meira af honum hér síðan sumarið 2019. Smábátasjómenn hyggjast nýta sér þetta og eru tilbúnir til makrílveiða ef tækifærin gefast.\nSegir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Talsverð makrílveiði var stunduð á smábátum til ársins 2018, en 120 bátar voru á makríl þegar best lét. Það er til 4000 tonna makrílpottur ætlaður smábátum og þaðan geta sjómenn leigt veiðiheimildir, auk þess sem einhverjir eiga makrílkvóta.\nOg reynist nægur makríll við landið, verði smábátasjómenn væntanleg fljótir að tileinka sér þessar veiðar.","summary":"Nokkrir smábátar eru farnir til makrílveiða en smábátasjómenn hafa ekki veitt makríl hér við land í mörg ár."} {"year":"2022","id":"20","intro":"Fyrirhugað er að grafa upp um milljón rúmmetra af vikri á ári á Mýrdalssandi og flytja til Evrópu og Norður-Ameríku. Vikurforðinn á svæðinu sem um ræðir myndi duga í slíkan útflutning næstu 100 árin.","main":"Þetta kemur fram í umhverfismatsskýrslu um verkefnið, sem gerð var af Eflu, og er nú til umsagnar hjá Skipulagsstofnun. Það er þýska fyrirtækið EP Power Minerals sem stendur að verkefninu, en efnistakan er áætluð á Mýrdalssandi austan og suðaustan við Hafursey, í svokallaðri Háöldu.\nVikrinum verður ekið til Þorlákshafnar allan sólahringinn þegar fyrirhuguð efnistaka hefst, þaðan sem honum verður siglt út í heim. Fyrirhugað er að aka stórum vöruflutningabílum fullum af vikri milli Mýrdalssands og Þorlákshafnar á kortersfresti allan sólarhringinn og tómum bílum til baka með sömu tíðni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er ráðgert að aðeins verði gert hlé á starfseminni um jól og fram í janúar.\nFyrirhugað efnistökusvæði er 15,5 ferkílómetrar og talið er að auðvinnanlegur vikur á því svæði sé um 146 milljónir rúmmetra. Miðað er við um 286 þúsund rúmmetra efnistöku fyrsta árið en um milljón rúmmetra efnistöku á ári að fimm árum liðnum. Miðað við áætlanir ætti vikurlagið á Mýrdalssandi að duga til uppgraftar í ein 100 ár.\nFyrirtækið EP Power Minerals er eigandi þess lands sem um ræðir í gegnum félagið Mýrdalssandur ehf. Þrír Íslendingar eiga svo 10% í Mýrdalssandi í gegnum félagið Lásastígur ehf.","summary":"Fyrirhugað er að grafa upp um milljón rúmmetra af vikri á ári á Mýrdalssandi og flytja til Evrópu og Norður-Ameríku. Vörubílar fullir af vikri færu um á kortersfresti allan sólarhringinn, allan ársins hring."} {"year":"2022","id":"20","intro":"Miklir gróðureldar geisa í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Fjórir hafa látið lífið vegna eldanna og hátt í tuttugu og fimm þúsund hektarar af skógi eyðilagst.","main":"Fyrir tveimur vikum kviknaði gríðarmikill eldur í Klamanth-þjóðskóginum í Kaliforníu, en slökkviliðsmenn hafa nú að mestu náð að hemja útbreiðslu hans. Í náðust myndir af svokölluðum eldhvirfilbyl í skóginum, sem teygði sig yfir sextíu hektara landsvæði. Eldhvirfilbyljir eru nokkuð sjaldgæf fyrirbæri, sem myndast aðeins þegar eldsmaturinn er sérstaklega þurr og mikill hiti á jörðu niðri veldur sterkum vindi, upp frá eldhafinu. Eldhvirfilbyljir sjást þó æ oftar, með aukinni tíðni gróðurelda á heimsvísu.\nMiklir gróðureldar hafa einnig geisað víða um Suðvestur-Evrópu undanfarna daga, þá einna helst nærri Bordeux í Frakklandi. Yfirvöld í Frakklandi greindu frá því í morgun að eftir margra daga baráttu væri þeim loks að takast að hemja útbreiðslu eldsins, sem spannar enn um fjörutíu kílómetra svæði. Staðan er þó enn mjög viðkvæm. Í kortunum er áframhaldandi hiti og þurrkar í Evrópu. Ellefu hundruð franskir slökkviliðsmenn hafa fengið yfir þrjú hundruð manna liðsauka frá nágrannaþjóðum sínum, flesta frá Þýskalandi, Póllandi, Austurríki og Rúmeníu. Júlímánuður var sá þurrasti í Frakklandi síðan 1961.\nÞrefalt stærra landsvæði hefur brunnið í gróðureldum í ár, en á meðalári síðustu tíu ár.","summary":"Fjórir hafa látið lífið í gróðureldum í Kaliforníu í Bandaríkjunum á síðustu tveimur vikum. Sjaldgæfur eldhvirfilbylur myndaðist þegar hvirfilvindar feyktu upp eldi, reyk og ösku af miklum krafti."} {"year":"2022","id":"20","intro":"Meira en hundrað manns skráðu sig inn á svikasíður sem netsvindlarar settu upp í nafni Landsbankans í síðasta mánuði. Svindlurunum tókst að svíkja rúmlega þrjár milljónir út úr þrjátíu þeirra. Vonast er til að hægt verði að endurheimta stóran hluta fjárins. Þetta segir framkvæmdastjóri einstaklingssviðs bankans. Svo virðist sem svindlararnir hafi keypt sig inn í leitarvélar, svo skuggasíða þeirra kom upp á undan síðu Landsbankans. Bankinn segir að öryggiskerfi bankans hafi haldið.","main":"Vonast er til að hægt verði að endurheimta stóran hluta þess fjár sem netsvindlarar höfðu af viðskiptavinum Landsbankans, í gegnum svikasíðu. Meira en hundrað manns skráðu sig inn á síðurnar.\nLögregla greindi frá því í gær að hópur sérhæfðra netsvikara hefði komið hingað til lands í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr fólki. Þeir eru sagðir hafa sett upp skuggasíður í nafni Landsbankans og þannig haft rúmar þrjár milljónir af um 30 viðskiptavinum bankans. Helgi Teitur Helgason framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Landsbankans\nVið höfum veitt lögreglunni allar upplýsingar sem hún hefur óskað eftir, og um leið og þetta kom í ljós gripum við til allra þeirra aðgerða sem okkur voru færar, leituðumst við að láta taka niður þessar síður og settum aukið eftirlit í gang og höfðum samband við banka bæði hér á landi og erlendis til að reyna að freista þess að svikin gætu haldið áfram. Við höfðum líka samband við viðskiptavini sem við sáum eða okkur grunaði að hefðu orðið fyrir svikum af þessu tagi og sendum út tilkynningar.\nHelgi segir að þannig hafi tekist að koma í veg fyrir að fleiri flæktust í net svikaranna.\nEn það voru rúmlega hundrað manns sem skráðu sig inn á þessar svikasíður.\nSkuggasíðurnar voru settar þannig upp að þegar nafn Landsbankans var slegið inn í leitarvél kom upp síða sem var nákvæmlega eins og síða bankans. Viðskiptavinir töldu sig því vera að tengjast heimabankanum en voru í raun að veita tölvuþrjótum aðgang að honum og lykilorðum sínum. Svindlararnir millifærðu svo peninga af reikningunum.\nHelgi brýnir fyrir fólki að slá sjálft inn slóð bankans, en treysta ekki á leitarsíður. Almennt beri viðskiptavinir tjónið sjálfir, ef þeir gefa upp innskráningarupplýsingar eða kortanúmer á svikasíðum.\nFerli peninganna eða leið peninganna sem náðust þó út hefur verið rakin, og eitthvað af þessum peningum hafa glæponarnir náð að hagnýta sér, en mér skilst að verulegur hluti eða einhver hluti hafi náðst að stöðva og svo er lögreglan að vinna úr því.","summary":"Meira en hundrað manns skráðu sig inn á svikasíður sem netsvindlarar settu upp í nafni Landsbankans í síðasta mánuði. Svindlurunum tókst að svíkja rúmlega þrjár milljónir út úr þrjátíu þeirra. Vonast er til að hægt verði að endurheimta stóran hluta fjárins. "} {"year":"2022","id":"20","intro":"Stjórn Bárunnar stéttarfélags fordæmir allar tegundir ofbeldis og tilburði til eineltis í yfirlýsingu. Hún gagnrýnir aðdragandann að brotthvarfi Drífu Snædal úr forsetastóli ASÍ. Félags- og vinnumarkaðsráðherra harmar átök innan verkalýðshreyfingarinnar.","main":"Stjórn Bárunnar stéttarfélags segir í yfirlýsingu að ömurlegt hafi verið að fylgjast með þeim forystumönnum stéttarfélaga sem hafi fagnað afsögn Drífu Snædal forseta ASÍ. Drífa sagði af sér á miðvikudag og sagði stemninguna frá ákveðnum formönnum aðildarfélaga ASÍ hafa verið þannig að hún treysti sér ekki lengur til að vinna í hreyfingunni.\nÍ yfirlýsingu sinni segir stjórn Bárunnar að Drífa hafi staðið sig með sóma í sínum störfum og lagt orku í að miðla málum. Þá segist stjórn Bárunnar hafna öllu ofbeldi, einelti og ærumeiðingum innan hreyfingarinnar.\nGuðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, sagði í Morgnútvarpinu á Rás tvö í morgun að hann harmaði átök innan verkalýðshreifingarinnar og sæi á eftir Drífu. Hörð verkalýðsbarátta væri þó af hinu góða. Íslendingar mættu þakka kröftugri baráttu verkalýðshreyfingarinnar mörg réttindi sem þeir njóti í dag.\nÞað sem er hins vegar mikilvægt er að við náum að lokum að semja, náum niðurstöðu. Þannig að við sem flest getum sæmilega vel við unað.\nÞað er náttúrulega alltaf þannig að báðir eða allir aðilar verða að gefa eitthvað eftir.\nHagfræðingar Þjóðhagsráðs telja lítið svigrúm til launahækkana í vetur. Guðmundur Ingi segir mat ráðsins á stöðunni mikilvægt.\nÉg held að við getum öll verið sammála um að staðan er þrengri en hún hefur verið oft áður.\nÞað er eitthvað sem þarf að taka inn í myndina.","summary":"Stjórn Bárunnar stéttarfélags segir í yfirlýsingu að ömurlegt hafi verið að fylgjast með þeim forystumönnum stéttarfélaga sem hafi fagnað afsögn Drífu Snædal forseta ASÍ. Félags- og vinnumarkaðsráðherra harmar átök innan verkalýðshreyfingarinnar. "} {"year":"2022","id":"20","intro":"Undanúrslit kvenna í bikarkeppninni í fótbolta hefjast í dag. Stjarnan, sem er í þriðja sæti efstu deildar, tekur þá á móti toppliði Vals í Garðabæ.","main":"Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og er með fjögurra stiga forystu á toppi Bestu deildar. Stjarnan er þar átta stigum á eftir í þriðja sæti. Rétt rúmar tvær vikur eru síðan Stjarnan og Valur mættust síðast. Þá gerðu liðin jafntefli.\nLeikur liðanna verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2 í kvöld. Útsending hefst 19:25 og leikurinn 19:45. Á morgun klukkan 14 mætast svo Selfoss og Breiðablik í hinum leik undanúrslitanna í beinni útsendingu á RÚV.\nMeistaramót Evrópu heldur áfram í dag. Í morgun kepptu Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Símon Elías Statkevicius í undanrásum á EM í sundi sem fram fer í Róm á Ítalíu.\nJóhanna komst ekki áfram úr undanrásum 50 metra flugsunds þegar hún synti á 27,71 sekúndu. Símon keppti í undanrásum 100 metra skriðsunds. Hann kom í bakkann á tímanum 51,94 sekúndum og var nokkuð frá því að tryggja sig í undanúrslit.\nRÚV sýnir beint frá tveimur greinum á EM í dag. Keppt verður í þríþraut kvenna og hefst útsending klukkan 15:05 á RÚV 2. Útsending frá EM í sundi hefst svo klukkan 15:55 á aðalrás RÚV. Guðlaug Edda Hannesdóttir og Anton Sveinn Mckee hefðu verið meðal keppenda í dag ef ekki væri fyrir matareitrun. Guðlaug dró sig úr leik í þríþraut en Anton sleppti 100 metra bringusundi til að einbeita sér að 200 metra bringusundi sem hefst í fyrramálið.\nVíkingur Reykjavík og Breiðablik féllu úr leik í Sambandsdeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld. Víkingur tapaði 2-1 fyrir Lech Poznan í Póllandi og fór í framlengingu því liðið vann 1-0 á heimavelli í síðustu viku. Í framlengingunni skoraði Poznan tvö mörk gegn engu og fór áfram. Breiðablik tapaði 3-0 fyrir Basaksehir í Istanbúl í Tyrklandi og 6-1 samanlagt.","summary":null} {"year":"2022","id":"20","intro":"Sinfóníuhljómsveit Breska ríkisútvarpsins frumflutti í gærkvöld nýtt verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur tónskáld á Proms-tónlistarhátíðinni. Verkið heitir ARCHORA en Anna er eitt þriggja íslenskra tónskálda sem eiga tónlist á hátíðinni.","main":"Anna Þorvaldsdóttir er einn af fremstu tónsmiðum samtímans. Hún er komin í þá stöðu að semja stór hljómsveitarverk eftir pöntun frá sumum af helstu sinfóníuhljómsveitum veraldar. Ein slík pöntun var flutt í gær þegar Sinfóníuhljómsveit Breska ríkisútvarpsins frumflutti verkið ARCHORA á Proms í Royal Albert Hall í Lundúnum. Anna er eitt þriggja íslenskra tónskálda sem eiga verk á hátíðinni í ár en verk eftir Hildi Guðnadóttur og Jóhann Jóhannsson voru flutt fyrr í sumar. Anna segir mikinn heiður að fá að taka þátt í hátíðinni.\nÞetta er svona verk sem er í mínum anda, það fer mikið á milli svona mismunandi orku og tekur innblástur af svona ákveðinni frumorku. Það er þessi frumkraftur og síðan svona ákveðin geislun sem verður til í framhaldið af því og verkið er um þetta jafnvægi á milli þessara tveggja hluta.\nHvernig var upplifunin hjá þér og sitja og hlusta og sleppa tökunum af verkinu?\nÞað er náttúrlega alltaf mjög sérstök tilfinning og mjög svona stórt. Þetta var náttúrlega rosalegt, vorum með fullan sal í Royal Albert Hall og bara frábært að geta gert þetta svona. Síðast þegar það var svona stór frumflutningur hjá mér þá var allt lokað og enginn gat verið í salnum. Þannig að þetta var bara alveg einstök upplifun.","summary":null} {"year":"2022","id":"20","intro":"Landshlutasamtök hafa mótmælt þröngum tímaramma sem innviðaráðuneytið hefur gefið til skila á upplýsingum um málefni sveitarfélaga, landsskipulagsstefnu og húsnæðisstefnu ríkisins í grænbækur.","main":"Upphaflega var krafist skila þann ellefta júlí, síðan var gefinn frestur til mánaðamóta.\nAnnar frestur hefur nú verið gefinn og er hann fimmtánda ágúst.\nAlbertína F. Elíasdóttir, er framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.\nþetta náttúrulega hefur þau áhrif að einhverjir hafa þurft annað hvort að fresta sumarleyfum eða annað slíkt til að svara þessu, ég svosem veit ekki alveg hvernig þetta fór, ég hugsa að einhver sveitarfélög hafa valið að geyma það að svara þessu.\nFinnur Yngvi Kristinsson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, er einn þeirra.\nvið náttúrulega bara náum ekki að vinna almennileg svör á þessu tímabili fyrir ráðuneytið til þess að vinna úr þannig að við getum í raun ekki skilað inn almennilegum svörum innan þessa tímaramma.","summary":null} {"year":"2022","id":"20","intro":"Lítil breyting hefur verið á eldgosinu í Meradölum frá í gær. Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum og gasmengun er enn áhyggjuefni.","main":"Stöðugur straumur fólks hefur verið við gosstöðvarnar í dag og nokkur fjöldi var þar í nótt. Björgunarsveitir aðstoðuðu tvo hópa sem höfðu villst af gönguleið A að gosstöðvunum í nótt, einn þrettán manna hóp og einn fimm manna hóp.\nSigríður Kristjánsdóttir, Náttúruvásérfæðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að nokkrar breytingar hafi orðið á hraunflæðinu síðustu daga.\nHraunið er að flæða. Við erum að fylgjast með því hvort það fari yfir skarðið út úr Meradölum. En núna virðist hraunið vera að flæða meira til norðurs en ekki í átt að skarðinu í augnarblikinu.\nEnn er nokkur hætta á gosmengun við gosstöðvarnar. Talið er að mengunin gæti borist til austurs og líkur eru á að hennar gæti orðið vart í Ölfusi.","summary":null} {"year":"2022","id":"21","intro":"Rússneska sendiráðið á Íslandi krefur Fréttablaðið um afsökunarbeiðni eftir að blaðið birti fréttaljósmynd með viðtali, þar sem maður sést traðka á rússneska fánanum. Blaðamaður, sem veitti Fréttablaðinu viðtalið, segist ekki óttast að Rússar beini spjótum sínum að honum.","main":"Valur Gunnarsson blaðamaður hefur verið í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, síðasta eina og hálfa mánuðinn. Í gær birti Fréttablaðið viðtal við hann þar sem hann lýsti aðstæðum í borginni og daglegu lífi fólks. Ein fréttaljósmyndin sem birt var með viðtalinu sýnir Úkraínumenn nota rússneska fánan sem dyramottu. Í kjölfarið sendi rússneska sendiráðið á Íslandi bréf á ritstjóra Fréttablaðsins, Sigmund Erni Rúnarsson, þar sem krafist var afsökunarbeiðni. Valur segir að honum hafi ekki borist neinar orðsendingar frá rússneskum yfirvöldum né heldur óttist hann afskipti Rússa af honum og hans störfum í Kænugarði.\nFréttablaðið greindi frá því á vef sínum í gærkvöldi að hótanir hefðu borist þeim um að netárás yrði gerð ef rússneska sendiráðinu bærist ekki afsökunabeiðni. Við því var ekki orðið, miðað við það sem segir í fréttum miðilsins sjálfs, og nú í morgun var þar greint frá því að netárásir væru hafnar. Í frétt á vef blaðsins var haft eftir upplýsingafulltrúa sendiráðsins að það hefði ekkert með meinta árás að gera.","summary":null} {"year":"2022","id":"21","intro":"Tugir foreldra komu saman fyrir utan fund Borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu dagvistunarmálum í borginni. Í kosningunum í vor var því lofað að börn frá 12 mánaða aldri fengju leikskólapláss í haust. Dæmi eru um að sautján mánaða börn séu enn heima.","main":"Foreldrar ungra barna í Reykjavík sem hafa ekki enn fengið leikskólapláss fyrir um eins árs gömul börn sín eru ráðalausir og svekktir. Þeir mótmæltu í dag og óska eftir því að borgarráð grípi til tafalausra aðgerða til að leysa dagvistunarvanda í borginni. Haukur Ingvarsson, faðir tæplega eins árs drengs, segir að hann sé í nákvæmlega sömu stöðu í dag og hann var í fyrir 12 árum með eldri son sinn. Þau fái engin skýr svör um hvenær hann fái leikskólapláss.\nÞetta er auðvitað vandamál sem snertir foreldra, snertir vinnuveitendur og alla. Mér finnst svo sérstakt að þetta sé staðan ár eftir ár eftir ár. En maður fer svo aftur sjálfur út á VINNUMARKAÐINN OG GLEYMIR ÞESSU SKEIÐI ÞEGA RMAÐUR ER AÐ VINNA og horfir á fólkið með barnavagnana og hugsar til hlýju með þeim tíma sem maður átti með börnunum sínum.\nHann segist vonast til þess að barnabörn hans verði í betri stöðu en bindur ekki miklar vonir við að málið verði leyst á næstunni. Borgarstjóri segir að borgin hafi sett leikskólamálin í algjöran forgang fyrir fjórum árum og þá stuðst við sex ára plan. Þær áætlanir hafi gengið vel að mestu en að ákveðin verkefni hafi tafist.\nÉg bind vonir við að við náum neðar í aldri á þessu hausti en nokkur tímann áður. En engu að síður yngstu börnin eða það að fólk komist á leikskólann sem það vildi helst komast inn á, við getum ekki lofað því.","summary":"Um hundrað foreldrar mótmæltu því í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun að hafa ekki fengið leikskólapláss fyrir börn sín í haust. Leikskólavandinn í borginni sé óboðlegur og þau krefjast tafalausra aðgerða."} {"year":"2022","id":"21","intro":"Drífa Snædal, fráfarandi forseti ASÍ, segir ákveðin straumhvörf hafa orðið í verkalýðshreyfingunni við upphaf heimsfaraldursins 2020. [Samninganefnd ASÍ hafi ákveðið að standa við kjarasamninga og verja þá í gegnum faraldurinn. Hún segir formann VR og formann Starfsgreinasambandsins ekki hafa sætt sig við þá niðurstöðu samninganefndarinnar og sagt af sér í kjölfarið]. Formaður VR, formaður Starfsgreinasambandsins og formaður Eflingar hafi myndað blokk innan ASÍ sem ætli sér að ráða í krafti aflsmuna að sögn Drífu.","main":null,"summary":"Drífa Snædal, fráfarandi forseti ASÍ, segir formann VR, formann Starfsgreinasambandsins og formann Eflingar hafa myndað blokk innan ASÍ sem ætli sér að ráða í krafti aflsmuna."} {"year":"2022","id":"21","intro":"Evrópumótið í sundi hófst í Róm í morgun. Þrír Íslendingar stungu sér til sunds á fyrsta degi mótsins.","main":"Símon Elías Statkeviceius Stat-kevítsus synti fyrstur af íslensku keppendunum í undanrásum í 50 metra flugsundi. Hann bætti sinn besta tíma um 12 hundruðustu úr sekúndu þegar hann synti á 24,63. Það dugði honum þó ekki til að komast áfram. Í undanrásum í 100 metra skriðsundi syntu þær Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Jóhanna bætti sinn besta tíma og fór í fyrsta skipti undir 57 sekúndur þegar hún synti á 56,79 sekúndum og kom fyrst í bakkann í sínum riðli. Snæfríður Sól synti á tímanum 56,81 sem er aðeins frá hennar besta tíma, en það dugði þeim ekki áfram. Sýnt verður frá mótinu næstu daga en í dag hefst útsending kl. 15:55 á RÚV 2.\nMeistaramót Evrópu hófst líka í dag en það fer fram í Munchen, í Þýskalandi, næstu daga. Viðburðurinn er Evrópumót níu Evrópskra íþróttasambanda þar sem keppt er í hinum ýmsu greinum. Í dag er meðal annars keppt í fimleikum. Íslenska kvennalandsliðið í áhaldafimleikum kemur fram í dag. Fimm íslenskar konur keppa í dag og Thelma Aðalsteinsdóttir er þeirra á meðal en hún keppir á öllum áhöldunum.\nSýnt verður beint frá keppnishlutanum sem íslenska liðið keppir í klukkan 13:15 á RÚV í dag.\nAnnar leikurinn í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla er í dag þegar Lengjudeildarlið Kórdrengja mætir Bestu deildar liði FH. Leikurinn hefst klukkan 18 og er sýndur á RÚV 2. Í fyrsta leiknum í gær sló KA út Ægi með 3-0 sigri.","summary":null} {"year":"2022","id":"21","intro":"Huga þarf betur að frágangi eiturefna á heimilum, segir yfirlæknir á Barnaspítala hringsins. Eitranir hjá börnum vegna hreinsiefna og eiturefna eru algengar og það sé að mestu aðgengi að efnunum um að kenna.","main":"Algengt er að foreldrar fari með börn sín á Landspítalann vegna nikótíneitrunar eftir að hafa innbyrt nikótínpúða. Flestar slíkar eitranir verða á heimilum, að sögn Ragnars Gríms Bjarnasonar yfirlæknis á Barnaspítala Hringsins. Það sama gildi um eitur- og hreinsiefni á heimilum.\nAlmennt þurfum við sem samfélag að spá í hvernig við umgöngumst\nHann segir of algengt að eiturefni, svo sem leysiefni, terpentína og lakk sé geymt í öðrum umbúðum á heimilum en þeim sem efnin eru seld í, svo sem kókflöskum. Efnin séu oft geymd í efstu hillum á heimilum en börn séu úrræðagóð og láti það ekki stoppa sig. Upp á síðkastið hafi einnig aukist að börn innbyrði uppþvottaefni.\nÞau eru gjarnan geymd undir vasknum. Þetta er með eitraðri efnum á heimilinu. Ef barn nær að kyngja þessu í einhverju magni getur vélindað brunnið alveg í sundur, og það er lífshættulegt, og getur valdið mikilli þjáningu og oft á tíðum langvarandi skurðaðgerðum og miklum þjáningum.\nFyrir utan þá bara sjálfan lífsháskan.\nUppþvottaefni sé oft í umbúðum sem eru heillandi fyrir börn, að sögn Ragnars.\nÞau eru þau gjarnan klædd í plast með mjög litskrúðugum efnum, rauð og gul og blá. Skærir litir sem gjarnar eru tengdir sælgæti. Börn sjá þetta og það sem sérstaklega lítil börn gera þegar þaú eru að kanna heimin\nþau setja hlutina upp í sig.","summary":null} {"year":"2022","id":"21","intro":"Edda Andrésdóttir les sinn síðasta fréttatíma á Stöð tvö í kvöld. Edda á að baki fimmtíu ára feril í fjölmiðlum. Hún segir fréttaflutning frá gosinu í Vestmanneyjum, þar sem hús ömmu hennar fór undir hraun, vera eftrminnilegastan.","main":"Þarna heyrðum við í Eddu heilsa áhorfendum áður en hún las fréttir í ríkissjónvarpinu árið 1986. Edda hóf störf sem blaðamaður á dagblaðinu Vísi árið 1972. Hún starfaði fyrst fyrir RÚV árið 1975, tók þá viðtal fyrir Kastljós. Árin á eftir tók hún að sér ýmis verkefni fyrir sjónvarpið, og var meðal annars aðstoðarpródúsent, eða skrifta, á fréttastofunni.\nOg ætlaði mér þá semsé að vinna á bakvið tjöldin en það varð ekki.\nÞað varð svo sannarlega ekki, Edda Andrésdóttir hefur frá árinu 1990 starfað á Stöð 2 og verið nánast daglegur gestur á skjám landsmanna í kvöldfréttunum.\nEn hvað stendur uppúr á ferlinum?\nStóra fréttin kom eiginlega alveg strax þegar gaus í Eyjum, þar sem að amma mín átti heima og ég hafði verið á hverju sumri og það hús fór undir hraun. En ég flaug þangað semsé sem blaðamaður vísis strax um nóttina ásamt ljósmyndara og við áttum eftir að vera þarna fyrstu dagana, næstum fyrstu vikuna.\nEdda er að hætta á fréttastofunni en segist halda því opnu að vinna verkefni í þáttagerð, hún segist ánægð að fá að taka ákvörðun um starfslok sjálf.\nþessu öllu fylgir afskaplega góð tilfinning.","summary":"Edda Andrésdóttir les sinn síðasta fréttatíma á stöð tvö í kvöld eftir fimmtíu ára feril í fjölmiðlum. "} {"year":"2022","id":"21","intro":"Foreldrar barna sem þurfa að aka um Vatnsnesveg íhuga að halda börnum heima þegar skólarnir hefjast og hafa sett sig í samband við umboðsmann barna. Móðir segir að akstur eftir holóttum veginum, tugi kílómetra, skapi vanlíðan og kvíða meðal barna.","main":"Vatnsnesvegur er 70 kílómetra malarvegur frá Hvammstanga og út fyrir Vatnsnes. Hann hefur ítrekað verið til umfjöllunar síðustu ár þar sem fjallað hefur verið um slæmt ástand hans og tíð umferðarslys. Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, grunnskólakennari, sem ekur veginn á hverjum degi segir ástandið aldrei hafa verið verra.\nVegurinn er bara ófær á löngum kafla ef maður getur orðað það þannig. Bílarnir svosem skrölta þetta og fólk þarf að nota veginn til að komast frá A til B en hann er bara hræðilegur.\nTæplega þrjátíu börn þurfa að fara þar um á hverjum degi, allt að fimmtíu kílómetra, og nú segir Guðrún foreldra hafa fengið nóg.\nÞannig að fólk er bara mjög alvarlega farið að skoða það, svona lagalega séð, hver réttur þeirra er til að halda börnum heima þegar ástandið er svona. Ég er búin að senda erindi til umboðsmanns barna og bíð eftir svari við því, bara reyna fá stuðning vegna þess að þetta eru bara ekkert viðunandi aðstæður fyrir lítil börn.\nHún segir veginn ekki bara orsaka óþægindi fyrir börn heldur geta afleiðingarnar verið verri.\nKennarar hafa lýst yfir áhyggjum sínum varðandi grunnskólabörn, vegna þess að þegar þau koma í skólann þá eru þau bara oft á tíðum ekki tilbúin til að fara að taka þátt í starfinu. Ég þekki það líka vegna þess að ég er að vinna í grunskólanum að ég veit alveg að það eru dæmi þess að börn sem búa á svæðinu eru hreinlega kvíðin fyrir því þurfa að ferðast í skólann.\nSamgönguáætlun gerir ráð fyrir að þremur milljörðum króna verði varið í endurbætur á veginum. Það verður þó ekki fyrr en á árunum 2030 til 2034.\nTíu ár fram í tímann, þá eru bara börnin okkar núna sem eru á yngsta stigi í grunnskóla þau verða bara komin upp úr grunnskólanum og þá verða þau búin að standa í þessu í tíu ár. Það er líka það að við fáum engin svör, það er búið að reyna að hafa samband við Vegagerðina og það er búið að reyna að ná sambandi við þingmenn og þess háttar og það bara heyrist ekki neitt.","summary":"Foreldrar barna á Vatnsnesi hafa sent erindi til umboðsmanns barna vegna ástandsins á Vatnsnesvegi. Tæplega 30 börn þurfa að fara um ónýtan veginn á hverjum degi og foreldrar þeirra íhuga að halda þeim heima. "} {"year":"2022","id":"21","intro":"Almannavarnir gera ráð fyrir að reisa leiðigarða til að koma í veg fyrir að hraun renni inn á Suðurstrandarveg. Hraun er enn ekki farið að renna yfir Meradalaskarð en náttúruvársérfræðingur segir það tímaspursmál. hvenær það gerist.","main":"Hraunið rennur enn og stefnir hraðbyri yfir Meradalaskarð. Þar hefur það náð allt að átta metra hæð og þegar hraunið brestur á það greiða leið inn á Suðurstrandarveg. Vísindamenn spáðu því í gær að það gæti gerst á örfáum klukkustundum en þróunin hefur verið hægari en upphaflega var gert ráð fyrir. Kristín Jónsdóttir er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.\nStaðan er sú að hrau nið hefur eiginlega verið að renna í aðra áttir, síðan að við fengum þessa tungu sem er í raun komin að þessu skarði sem hraun getur farið að renna útúr merardölum og þa ðertilviljanakennt hvernig hrauniöð ennur, það eru að brotna tungur úr þessari hrauntjörn og við sáum það í gær að hraunið var kannski að mestu að renna í þessu næsta nágrenni við gíginn helst til vesturs og norður\nTímaspursmál sé hins vegar hvenær hraunið streymi út úr Meradölum.\nEnn auðvitað kemur að því að þetta rennur út úr og ef við fengjum aðra tungu á svipuðum stað að þá er vel hugsanlegt að þetta færi þarna yfir en hvort það gerist í dag eða á morgun eða eftir viku það er bara erfitt að segja.\nBjörn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum, segir að verið sé að skoða hvernig hægt sé að beina hrauninu frá vegum, ljósleiðurum og öðrum mikilvægum innviðum.\nég held ég sé alvegviss um að það yrði farið í einhverjar slíakr aðgerðir og rauninni hraunveggir wsem slíkir, að stoppa hraun, þeirvirka alltaf bara tíambundið en við sáum það að það var wsettur pp leiðigarður í hraunstefnu fyrir ofan nátthagakrika þegar hraunið stefndi þangað að þæað tókst mjög v el til, að hraunið tók stefnuna aftur ofan í nátthaga þannig að reynslan af því er goð og ég vænt þess að þeir verkfræðingar og hönnuðir sem unnu við þetta munhi nýta sér hana og grípa til hennar ef hraun fer að renna í a´tt að suðurstrandarvegi eða ljósleiðara eða öðru sem við viljm beina þvi frá.","summary":"Almannavarnir búast við því að leiðigarðar verði reistir í Meradölum til að reyna að koma í veg fyrir að hraun fari að renna yfir Suðurstrandarveg og aðra mikilvæga innviði. Tímaspursmál er hvenær hraunið rennur úr Meradölum."} {"year":"2022","id":"21","intro":"Rússar bjóða föngum sakaruppgjöf ef þeir eru reiðubúnir til að berjast í Úkraínu. Þetta segja samtök sem hjálpa föngum.","main":"Fangarnir ganga til liðs við \u001eWagner-hópinn sem eru samtök málaliða, að sögn tengd rússneskum stjórnvöldum. Talið er að allt að 3000 fangar hafi þegar gengið í Wagner-hópinn til að berjast í Úkraínu og tugir þúsunda bætist við á næstu mánuðum.\nOlga Romanova, stofnandi samtakanna \u001eRússland á bak við rimla, sagði þetta í viðtali við SVT, sænska ríkissjónvarpið í gærkvöld. Samtökin voru stofnuð 2008 til að berjast fyrir réttindum og hagsmunum fanga. Rússnesk stjórnvöld hafa lýst samtökin útsendara erlendra aðila eins og mörg önnur mannréttinda- og óháð samtök. Romanova stofnaði Rússland á bak við rimla eftir að eiginmaður hennar var handtekinn og fangelsaður.\nÍ frétt sænska sjónvarpsins var leikin upptaka af viðtali sem Romanova átti við ónefndan fanga sem var í hópi sem er á leið á vígstöðvarnar.\nFanginn sagðist hafa skrifað undir heit um að taka þátt í hernaðinum í Úkraínu. Hann sat á bak við lás og slá fyrir morðtilraun og sagði að sér hefði verið heitið háum launum og sakaruppgjöf ef hann gengi til liðs við Wagner-hópinn.","summary":"Föngum í Rússlandi er heitið sakaruppgjöf og háum launum ef þeir eru reiðubúnir til að berjast í Úkraínu. Samtök sem hjálpa föngum segja að þrjú þúsund fangar hafi þegar þegið boðið."} {"year":"2022","id":"21","intro":"Sprengjuhvellir heyrðust frá flugvellinum Zyabrovka í suðaustanverðu Hvíta-Rússlandi í nótt, þar sem rússneski herinn geymir herflugvélar, samkvæmt frétt pólska ríkisútvarpsins. Varnarmálaráðuneyti Hvíta-Rússlands þvertekur fyrir að sprengingar hafi orðið á flugvellinum.","main":"Pólska ríkisútvarpið, TVP World, greindi frá sprengjuhvellunum í morgun, og hefur það eftir þeim sem standa að vefsíðunni Belaruski Hajun Project. Þau fylgjast með og greina frá hreyfingum hersins og hergagna í Hvíta-Rússlandi. Þau sögðu frá því að minnst átta hvellir hefðu heyrst nærri flugvellinum á um sjö mínútna tímabili eftir miðnætti, og fullyrtu að nærstaddir hefðu fundið höggbylgjur eftir sprengingarnar og séð blossa á himni. Þau segjast hafa fleiri en eina heimild sem staðfestir þessar upplýsingar.\nFrásögn Belaruski Hajun Project hefur hins vegar ekki fengist staðfest. Varnarmálaráðuneyti Hvíta-Rússlands þvertekur fyrir að sprengingar hafi orðið, heldur segja að kviknað hafi í þotuhreyfli við prófanir á tækjabúnaði og engann hafi sakað. Flugherinn var við æfingar á vellinum í gær, en ekki er vitað hvort sprengingarnar tengdust þeirri æfingu.\nZyabrovski flugvöllurinn er í Gomel-héraði í Hvíta-Rússlandi, nærri landamærunum að Úkraínu. Í gær skemmdust minnst átta flugvélar rússneska hersins í sprengingu á Krímskaga. Úkraínsk yfirvöld hafa ekkert tjáð sig um þær sprengingar, en greinendur telja líklegt að úkraínski herinn hafi verið að verki.\nEf rétt reynist að rússneskar herflugvélar hafi verið sprengdar í Hvíta-Rússlandi í nótt og hafi það verið verk úkraínska hersins, yrðu það stórtíðindi og myndi marka vatnaskil í stríðinu. Það væri þá í fyrsta sinn sem úkraínski herinn gerir árás á hvítrússneskri grundu.","summary":"Pólska ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að sprengjugnýr hefði heyrst frá flugvelli í Hvíta-Rússlandi, þar sem geymdar eru rússneskar herflugvélar. Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi neita því að sprengingar hafi orðið á flugvellinum."} {"year":"2022","id":"22","intro":"Drífa Snædal hefur sagt af sér embætti forseta Alþýðusambands Íslands og þeim trúnaðarstörfum sem hún hefur gegnt sem forseti. Hún segir að tilhugsunin um að halda áfram hafi verið óbærileg vegna átaka innan verkalýðhreyfingarinnar.","main":"Drífa, sem hefur verið forseti ASÍ frá 2018, tilkynnti um uppsögnina í morgun. Hún segir að ástæðurnar hafi verið nokkrar. Ársþing ASÍ fer fram eftir tvo mánuði en Drífa segist ekki hafa treyst sér til að starfa sem forseti fram í október.\nÞegar ég stóð frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort ég ætti að bjóða mig fram aftur í haust þá þurfti ég að vera tlbúin til þess að vinna áfram næstu tvö ár. Staðan .. tryesti mér ekki til að vinna hér áfram í hreyfingunni.\nDrífa á þar við samskipti sín við Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þegar hún var spurð að því hvort hún hafi haldið að hún næði ekki kjöri í haust sagðist hún fremur hafa óttast að sigra í kosningunni heldur en að tapa. Samskiptin innan hreyfingarinnar séu engum til heilla og samstarfið hafi á köflum verið óbærilegt.\nÞað er verið að ruglast á því að vera róttækur og kjaftfor. Það er samkeppni í því að vera sem kjaftforastur til að vera misskilinn sem róttækastur egar þú vegur að eigin félögum þa ertu búinn að vinna rótækikeppnina., Það er búið að vera þessi stemming að rífa fólk niður. Öskra rífa fólk niður og vera með árásir á fólk í fjölmiðlum. Þetta er bara eitthbvað sem e róbærilegt að vinna undir.\nHún segist hafa áhyggjur af komandi kjaraviðræðum.","summary":"Drífa Snædal sagði í dag af sér sem forseti Alþýðusambands Íslands, að sögn vegna óbærilegra samskipta við formenn tveggja stærstu aðildarfélaga sambandsins. Hún hefur áhyggjur af komandi kjaraviðræðum. Nýr forseti er hissa á afsögninni en tekur ekki undir alla gagnrýni Drífu. Formaður Eflingar gagnrýnir Drífu harðlega og segir afsögnina tímabæra. Framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins er brugðið."} {"year":"2022","id":"22","intro":"Áfram er tólf ára aldurstakmark að gosstöðvunum. Sú ákvörðun er byggð á heimild í lögum um almannavarnir.","main":"Lokað hefur verið upp að gosi síðustu daga og í gær var lögreglan með vakt á Suðurstrandarvegi til að koma í veg fyrir að fólk færi inn á svæðið, en mýmörg dæmi eru um að fólk virti það að vettugi að umferð væri ekki heimil. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri segir að þar hafi verið á ferð erlendir ferðamenn sem valdið hafi stökustu vandræðum.\nSegir Úlfar. Aðstæður og atvik sem blasað hafi við hafi sýnt að bregðast hafi þurft við. Þótt búið sé að opna fyrir umferð sér lögreglustjórinn á Suðurnesjum ástæðu til að benda fólki á að gangan eftir leið A, sem er sú sem hentar best við núverandi aðstæður, tekur að lágmarki 5-6 klukkustundir. Við það bætist síðan hættan á gasmengun og börn séu viðkvæmari fyrir henni en fullorðnir. Því hafi ákvörðun verið tekin um að banna börnum innan tólf ára að fara inn á svæðið.\nÚlfar segir heimildina fyrir þessu liggja í 23. grein laga um almannavarnir. Þar segir meðal annars að á hættustundu sé lögreglstjóra heimilt að banna dvöl eða umferð á ákveðnum svæðum með því að girða af eða hindra umferð sem og að fyrirmælum þessum sé öllum skylt að hlíta. Úlfar segir ekki kveðið á um viðurlög.","summary":"Ákvörðun lögreglustjórans á Suðurnesjum um aldurstakmark að gosstöðvunum byggist á lögum um almannavarnir sem banna umferð á ákveðnum svæðum á hættustundu. Lögreglustjórinn segir gönguna taka allt að sex klukkustundir og hætta sé á gasmengun, sem börn séu viðkvæmari fyrir en fullorðnir."} {"year":"2022","id":"22","intro":"Finnar og Svíar færðust nær aðild að NATO í síðustu viku, þegar Bandaríkin samþykktu aðildarumsóknir ríkjanna tveggja. Sjö aðildarríki gætu þó enn staðið í vegi fyrir inngöngunni með því að beita neitunarvaldi.","main":"Joe Biden bandaríkjaforseti undirritaði aðildarumsóknir ríkjanna tveggja fyrir hönd Bandaríkjanna í gær. Hann sag[i bandalagið verða sterkara með aðild Finna og Svía, tveggja mikilsmegnugra ríkja í norðri, og yrði betur í stakk búið að takast á við ókyrrðina í Evrópu.\nTuttugu og þrjú aðildarríki NATO, af þrjátíu, hafa undirritað aiðildarumsókn Finna og Svía. Leið ríkjanna tveggja inn í bandalagið virðist nú nokkuð greið, en þau sjö aðildarríki sem ekki hafa undirritað umsóknina geta enn lagt stein í götu þeirra. Ríkin sjö eru Tyrkland, Ungverjaland, Tékkland, Slóvakía, Grikkland, Spánn og Portúgal.\nAf þeim ríkjum eru það Tyrkir sem helst hafa sett sig upp á móti aðild Skandinavíuríkjanna. Forseti Tyrklands, Tayyip Erdogan, hefur gert skýrar kröfur til Finna og Svía og gert það ljóst hann hyggist ekki styðja inngöngu þeirra nema að þeim uppfylltum. Tyrkir hafa meðal annars krafist framsals tuga stjórnarandstæðinga sem Tyrklandsstjórn álítur hryðjuverkamenn. Sérfræðingar Norður-Atlantshafsráðsins telja líklegt að tyrknesk stjórnvöld verði því með þeim síðustu til þess að fallast á inngöngu Finna og Svía.\nUngverjar hafa ekki verið spenntir fyrir aðild ríkjanna tveggja. Viktor Orban, forsætisráðherra, hefur lýst því yfir hann fylgi fordæmi Tyrkja. Hann er því talinn verða sá allra síðasti til þess að undirrita umsóknina. Hin ríkin fimm telja sérfræðingar að stökkvi á vagninn innan tíðar.","summary":"Bandaríkin urðu í vikunni tuttugasta og þriðja ríkið til þess að styðja inngöngu Finna og Svía að NATO. Þau sjö ríki sem eftir standa gætu enn staðið í vegi fyrir aðild ríkjanna tveggja."} {"year":"2022","id":"22","intro":"Engar forsendur eru fyrir grunnskólahaldi á Húnavöllum, að mati skólanefndar og skólanum þar verður því lokað. Starfandi fræðslustjóri og foreldri barna í skólanum gagnrýnir sveitarstjórn fyrir hvernig staðið var að lokuninni.","main":"Fræðslunefnd Húnabyggðar hefur að athuguðu máli komist að þeirri niðurstöðu að engar forsendur séu fyrir grunnskólahaldi á Húnavöllum. Nefndin kannaði hug foreldra þeirra 30 barna sem voru í skólanum í fyrra um hvort þau hyggðust senda börn sín aftur í skólann eða sækja grunnskólann á Blönduósi. Í ljós kom að aðeins stóð til að senda fjóra nemendur í Húnavallaskóla í vetur. Sveitarstjórn Húnabyggðar staðfesti því niðurstöðu fræðunefndar en með henni lýkur tæplega 53 ára sögu grunnskólahalds á Húnavöllum. Berglind Hlín Baldursdóttir, starfandi fræðslustjóri og foreldri barna í Húnavallaskóla segir að illa hafi verið staðið að ákvörðuninni.\nVið hefðum nú vilja kannski fundi með foreldrum, mögulega nemendum en allavegana þeim hagsmunaðilum sem að þessu koma og skiljum kannski ekki alveg hvað lá á. Þetta er risa risa ákvörðun.\n-Nú kom í ljós í fundargerð að aðeins fjögur börn yrðu í skólanum í vetur, var skólanum stætt á að halda úti starfi með svona fáum börnum?-\nNei, en af því að það var staðið að þessu svona þá var mín upplífun að foreldrum hafi verið stillt upp við vegg. Þá fara sumir að hugsa, bíddu þessi ætlar að fara en ekki þessi og þetta er vinur barnsíns míns og ég vil að börnin mín fari með vinum sínum. Bara ef það hefði verið hugsað út í að hafa þetta fram að áramótum, hafa einhverja aðlögun, þá hefði þetta verið allt öðruvísi.","summary":"Rúmlega 50 ára sögu grunnskólans á Húnavöllum er lokið. Sveitarstjórn ákvað að loka honum og börnin fara í skóla á Blönduósi í staðinn. Starfandi fræðslustjóri gagnrýnir sveitarstjórn fyrir það hvernig staðið var að lokuninni og segir að foreldrum hafi verið stillt upp við vegg."} {"year":"2022","id":"22","intro":"Fyrsti fundur framkvæmdanefndar þjóðarhallar í íþróttum var í morgun í höfuðstöðvum ÍSÍ. Hlutverk nefndarinnar er að halda utan um framkvæmdina sjálfa. Gunnar Einarsson verður formaður en auk hans sitja í nefndinni Jón Viðar Guðjónsson og Þórey Edda Elísdóttir, sem fulltrúar ríkisins, og Ólafur Örvarsson og Ómar Einarsson, sem fulltrúar Reykjavíkurborgar. Ásmundur Einar Daðason, ráðherra íþróttamála, segir að koma verði skóflu í jörð sem fyrst.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"22","intro":"Drífa lætur af störfum í dag. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og fyrsti varaforseti ASÍ, tekur við forsetastólnum fram að ársþinginu í október. Hann segir að uppsögn Drífu hafi komið sér í opna skjöldu. Mörg verkefni bíði hans á næstunni, forgangsatriði sé að halda hlutunum gangandi innan sambandsins. Hann segist ekki getað svarað því hvort hann sé sammála yfirlýsingum Drífu um samskipti við aðra veralýðsforingja. Hann telji eðlilegt að fólk eigi í skoðanaskiptum.","main":"Það ERU EÐLILEG AMJÖG SKIPTAR SKOÐAnir í stórru hreyfingu eins og þessari mjög mikilvægt að við getum átt skoðanaskitpi um þessi hagsmunamál. Verkefni mitt núna framunda ner að undirbúa þingið og reyna að ná til hópsins innan okkar raða og vinna með það.\nKristján segist ekki hafa tekið ákvörðun um hvort hann ætli að bjóða sig fram sem forseta á ársþinginu. Hann segist bjartsýnn á komandi kjaraviðræður.\nKjaraviðræðurnar leggjast vel í mig. Það verður mikið í gangi núnaí haust og eru alveg mikil soknafæri í því að aendurnæyja sóknarfæri og ná betrumbótum fyrir okkar fólk.","summary":null} {"year":"2022","id":"22","intro":"Meistaramót Evrópu hefst á morgun. Ísland á þar fjölda keppenda í fimleikum, frjálsíþróttum, hjólreiðum og sundi. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee hefur dregið sig úr fyrri keppnisgrein sinni.","main":"Á morgun hefst Meistaramót Evrópu í München og stendur það yfir til 21. ágúst. Mótið er Evrópumót níu íþróttasambanda sem er steypt saman í veglegan viðburð. Anton Sveinn McKee sundmaður dró sig í dag úr fyrri keppnisgrein sinni á mótinu.\nFrítt föruneyti fer fyrir Íslands hönd þar sem fjöldi keppenda eru skráður til leiks. Íslenskir þátttakendur eru í fimleikum, frjálsíþróttum, hjólreiðum og sundi. Guðlaug Edda Hannesdóttir dró sig úr keppni í þríþraut vegna matareitrunar og nú hefur kærastinn hennar, sundmaðurinn Anton Sveinn, sem líka fékk matareitrun dregið sig úr keppni í undanrásum 100 metra bringusunds á morgun.\nSýnt verður beint frá mótinu alla keppnisdaga á RÚV.\nÍslensku skáksveitirnar hafa lokið leik á Ólympíuskákmótinu á Indlandi. Íslenska sveitin í kvennaflokki laut í lægra haldi fyrir Sviss en karlaliðið vann seiglusigur á Búlgörum. Kvennasveitin endaði í 66. sæti en karlarnir í 25. sæti. Lið Íslands skipa eingöngu stórmeistarar.\n8 liða úrslit bikarkeppni karla byrja í kvöld með viðureign KA og Ægis á Akureyri. Leikurinn er sýndur beint á RÚV2 frá 17:50. Arnar Grétarsson stýrir sínum mönnumí kvöld en fimm leikja bann hans gildir aðeins í úrvalsdeildinni. Ægismenn spila í 2. deild karla og hafa unnið fjóra leiki hingað til, enda byrjuðu þeir keppni í forkeppni bikarsins. Leikið er í 8 liða úrslitum í kvöld og annað kvöld og klárast svo í næstu viku.","summary":"Meistaramót Evrópu hefst á morgun. Ísland á þar fjölda keppenda í fimleikum, frjálsíþróttum, hjólreiðum og sundi. Sundmaðurinn Anton Sveinn McKee hefur dregið sig úr fyrri keppnisgrein sinni. "} {"year":"2022","id":"22","intro":"Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að uppsögn Drífu Snædal sem forseti Alþýðusambandsins komi honum ekki verulega á óvart en að honum þyki leitt að þetta hafi verið niðurstaðan. Miklu máli skipti fyrir atvinnulífið og samfélagið að það sé gott talsamband á milli Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins.","main":"Auðvitað er öllum brugðið við að heyra þessi tíðindi. Así eru mjög mikilvæg samtök launafólks í íslensku samfélagi og saí eiga mikil samskipti við así í gengum allskonar góð mál til að þróa vinnumarkaðinn áfram. Auðvitað er maður hugsi yfir þessum vendingum sem eru að eiga sér stað.\nHann segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif uppsögn hennar hafi.\nþETTA MUN HAFA EINHVR ÁHRIF. Það er engum í hag að það sé hver höndin upp á móti annarri innan verkalúðshreyfingarinnar og veðrum að vona ða þau leiði þessa dielu í jörð","summary":null} {"year":"2022","id":"23","intro":"Formaður Læknafélags Íslands segir umræðu um fjármögnun heilbrigðiskerfisins oft byggða á yfirlýsingum og staðhæfingum frekar en tölulegum gögnum og staðreyndum. Því sé ítrekað haldið fram að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít sem þurfi að veita stöðugt aðhald. Tölurnar sýni hins vegar fram á annað. Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"23","intro":"Keníumenn ganga til kosninga í dag til þess að kjósa nýjan forseta, þann fimmta í sögu landsins. Samhliða fara einnig fram þing- og sveitastjórnarkosningar.","main":"Tveir pólitískir þungavigtarmenn eru líklegastir til þess að taka við forsetastólnum, Raila Odinga og William Ruto. Uhuru Kenyatta, fráfarandi forseti í Kenía, hefur verið í embætti í tíu ár og má ekki bjóða sig fram aftur.\nFrambjóðandinn Raila Odinga er leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sem hlaut óvæntan stuðning fráfarandi forseta í aðdraganda kosninganna. Hann er fyrrverandi forsætisráðherra í landinu, en hefur fjórum sinnum áður boðið sig fram og tapað baráttunni um embætti forseta landsins.\nWilliam Ruto er hans helsti keppinautur í þetta sinn. Hann er þingmaður og fyrrverandi landbúnaðar- og háskólaráðherra. Hann býður sig fram fyrir flokk sameinaða lýðveldis bandalagsins og hefur heitið því að bæta stöðu verkalýðsins í landinu.\nYfir 22 milljónir manna hafa kosningarétt í Keníu, en íbúar landsins eru um 50 milljónir. Yfir 46 þúsund kjörstaðir opnuðu klukkan þrjú í nótt á íslenskum tíma og áætlað er að þeir loki klukkan tvö síðdegis. Niðurstöður kosninganna verða kynntar á næstu dögum, eigi síðar en 16. ágúst.","summary":null} {"year":"2022","id":"23","intro":"Grímseyingar segja nauðsynlegt að aðstaða til að taka á móti ferðafólki og flugsamgöngur verði efldar svo að ferðaþjónustan geti dafnað enn frekar. Formaður hverfisráðs segir heimamenn ekki komast í áætlunarflug vegna ásóknar ferðamanna.","main":"Hverfisráð hittist á dögunum og ræddi málefni Grímseyjar. Í fundargerð sem lögð var fyrir bæjarráð Akureyrar í vikunni og fjallað er um í Morgunblaðinu í morgun segir að víða sé pottur brotinn í innviðum samfélagsins. Ferðamannaiðnaðurinn er stærsta atvinnugreininni yfir sumartímann. Rúmlega 30 skemmtiferðaskip koma til Grímseyjar í sumar með tvö til fimm hundruð farþega í senn. Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs, segir nauðsynlegt að efla innviði í samræmi við aukinn fjölda.\nÞetta hefur gerst á svo rosalega stuttum tíma þessi mikla fjölgun, eins og á mörgum öðrum stöðum á landinu og því finnum við svo vel fyrir því að þessi aðstaða, við erum farin að finna fyrir því að þetta er bara rosalega slæm aðstaða að koma þarna að þar sem bátarnir eru, sérstaklega þegar strandveiðin er líka í gangi að þetta verður svolítið kraðak og troðningur. Þannig að okkar tillaga væri að það væri flotbryggja sem væri komið fyrir og værir fyrir skemmtiferðaskipin sem væri svo tekin niður eftir þennan álagstíma.\nKaren segir nauðsynlegt að efla áætlunarflug yfir háannatíma. Yfir sumarið er flogið tvisvar í viku frá Akureyri og það sé nær alltaf uppselt í þær ferðir.\nReyndar er svolítið undarlegt, því einu sinni voru liggur við flug daglega á sumrin. Við til dæmis hugsum ekki einu sinni út í það að reyna að fljúga á sumrin því það er bókað langt fram í tímann.","summary":"Fjölgun ferðamanna til Grímseyjar kallar á uppbyggingu, segir formaður hverfisráðs. Það sé nauðsynlegt að efla flugsamgöngur. Heimamenn komist varla í áætlunarflug því það er allt upp bókað. "} {"year":"2022","id":"23","intro":"Áfram verður lokað að gosstöðvunum í Meradölum í dag vegna veðurs og börnum undir 12 ára aldri verður meinaður aðgangur þegar opnað verður aftur. Almannavarnir og aðrir viðbragðsaðilar komu saman til fundar í morgun þar sem þessi ákvörðun var tekin. Þessi ákvörðun var tekin á fundi í morgun.","main":"Það verður heldur vont veður á gosstöðvunum í dag en gönguleiðir hafa verið lokaðar frá því á sunnudag. Staðan verður endurmetin á morgun. Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum.\nÞað kannski kom fram helst á þessum fundi að ég geri ráð fyrir því að við herðum aðgang barna undir tólf ára aldri inn á gossvæðið, þegar við opnum næst. Ég held að það séu nú kannski stærstu tíðindin af þessum fundi viðbragðsaðila í morgun. Þetta hefur verið vandamál og við þurfum einhvernveginn að vinna á því og ég hef ákveðið að gera það með þessum hætti.\nMargir virtu fyrirmæli almannavarna að vettugi í gær en Úlfar segist ekki eiga von á því að sjá ferðamenn við gosstöðvarnar í dag. Hann segir að lögreglan sjái um lokanir í dag og þær verði meiri og betri. Steinar Þór Kristinsson, sem er í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir að dagurinn leggist vel í sig þrátt fyrir að ekki hafi verið mikið um hvíld í gær.\nÞað verður ekki mikið um mönnun frá okkur á svæðinu en lögregla verður með svolítið aktíva vöktun þarna og það er bara alveg skýr skilaboð hjá þeim, það er lokað, þannig að þeir verða bara frekar á staðnum. Þetta náttúrulega tekur aðeins í en þetta eru náttúrulega stór samtök og við reynum bara að skipta inná eins og hægt er. Þetta snýst um það.\nSteinar segir að það sem af er degi hafi enginn verið þarna á ferli. Aðspurður segir hann að honum lítist vel á að meina börnum undir tólf ára aldri að ganga að gosinu.\nÞað er svosem kannski ekki komin útfærsla á það en að öðru leyti lýst mér bara vel á þetta. Það eru alltof ung börn hérna sem er verið a fara með þarna uppeftir og í rauninni ekki þeim til góða myndi ég segja. Eins og ég hef sagt einhverntímann, maður fær svona hálfpartinn sting í hjartað þegar það er verið að draga þessa krakka til baka alveg gjörsamlega búna á því og hundleiðinleg upplifun í rauninni vegna þess að þau eru bara þreytt og ómöguleg.","summary":"Börnum undir tólf ára aldri verður meinaður aðgangur að gosstöðvunum í Meradölum þegar opnað verður þangað að nýju. Áfram verður lokað í dag og lögreglustjóri segir að nú verði betur tryggt en áður að fólk virði lokunina."} {"year":"2022","id":"23","intro":"Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir man lítið eftir atburðarásinni þegar hún var flutt meðvitundarlaus á spítala á Spáni vegna slæmrar matareitrunar. Til stóð að hún keppti á Evrópumótinu í vikunni en hún er þess í stað komin heim til Íslands að jafna sig.","main":"Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir er komin til heim til Íslands eftir að hafa legið á spítala á Spáni vegna slæmrar matareitrunar. Hún átti að keppa á Evrópumótinu sem hefst í vikunni.\nGuðlaug Edda var í æfingabúðum í Barcelona ásamt meðal annarra kærastanum sínum Antoni Sveini McKee sem er að fara að keppa á EM í sundi. Þau ákváðu að fara saman og fá sér sushi.\nHenni hafði þá byrjað að líða skringilega á æfingum en haldið í fyrstu að það væri vegna hitans.\nGuðlaug Edda var á spítalanum í þrjá daga.\nÁ meðan veiktist Anton Sveinn svo líka. Hann varð eftir úti og ætlar sér að keppa í vikunni. Guðlaug Edda á hins vegar fleiri mót framundan og taldi of mikla áhættu að demba sér í tveggja tíma keppni í miklum hita svona á sig komin.","summary":"Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir man lítið eftir atburðarásinni þegar hún var flutt meðvitundarlaus á spítala á Spáni vegna slæmrar matareitrunar. Til stóð að hún keppti á Evrópumótinu í vikunni en hún er þess í stað komin heim til Íslands að jafna sig. "} {"year":"2022","id":"23","intro":"Formaður Bandalags háskólamanna segir þá ekki geta fórnað sínum hagsmunum á altari hagsmuna annarra. Formaður Eflingar sagði í morgun að BHM hafi umreiknað krónutöluhækkanir yfir í prósentuhækkanir í síðustu kjarasamningsviðræðum og farið leynt með það.","main":"Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ræddi komandi kjaraviðræður í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Þar sagði hún BHM hafa í síðustu viðræðum tekið krónutöluhækkanir láglaunafólks og umreiknað í prósentuhækkanir fyrir félagsmenn sína sem eru á hærri launum.\nÞessu var haldið leyndu fyrir okkur, þannig að auðvitað er hræsnin mjög mikil.\nÞað er mjög mikill vilji tiil þess að hafa hemil á verka- og láglaunafólki\nSagði Sólveig Anna J'onsd'ottir. Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir samninga Eflingar á almennum markaði og þá sérstaklega við sveitarfélög og ríki hafa heppnast vel og árangurinn sem Efling hafi náð fyrir sitt fólk verið stórkostlegan í síðustu kjaraviðræðum. Vandinn fyrir BHM í kjölfarið hafi verið að þeir samningar hafi ekki verið yfirfæranlegir á opinbera markaðinn.\nHann segir að samningar BHM hafi óhjákvæmilega þurft að fela í sér prósentuhækkun til þess að tryggja að ekki yrði samið um kjararýrnun. Opinberir samningar hafi verið kynntir, ekkert hafi verið gert í leyni eins og Sólveig Anna hélt fram.\nÞó að hagsmunir verkalýðshreyfinga liggi að mjög miklu leyti saman, þá gera þær það ekki algjörlega. Það er fráleitt að ímynda sér annað heldur en að BHM félög semji með hagsmuni síns fólks í huga.\nEn við getum ekki fórnað okkar hagsmunum á altari hagsmuna annarra\nHonum sýnist sem sumir hafi það meira að markmiði að stofna til ófriðar en vinna að lausnum.\nKannski að huga betur að því hverja hún velur sér sem óvini,\nþví við höfum engan sérstakan áhuga á því að vera í svona skeytasendingum.","summary":"Formaður BHM segist ekki geta fórnað hagsmunum síns félags á altari hagsmuna annarra. Fomaður Eflingar sakaði BHM í morgun um hafa umreiknað krónutöluhækkanir yfir í prósentuhækkanir í síðustu kjaraviðræðum og farið leynt með það. "} {"year":"2022","id":"23","intro":"Eiríkur Guðmundsson útvarpsmaður og rithöfundur er látinn fimmtíu og þriggja ára að aldri.","main":"Eiríkur fæddist í Bolungarvík 28. september árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund og B.A. prófi í almennum bókmenntum og síðar M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands. Eftir Eirík liggja nokkrar bækur, sú fyrsta, 39 þrep á leið til glötunar kom út árið 2004 og skáldsaga hans 1983 var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Eiríkur sinnti einnig fræðistörfum og ritstýrði meðal annars endurútgáfu heildarverka Steinars Sigurjónssonar og skrifaði bók um skáldskap hans. Kunnastur er Eiríkur fyrir störf sín á Ríkisútvarpinu. Hann hóf störf sem dagskrárgerðarmaður á Rás 1 árið 1996 og hafði lengst af umsjón með Víðsjá og Lestinni þar sem hann fjallaði um menningarmál af ýmsum toga.\nEiríkur Guðmundsson lætur eftir sig einn son, Kolbein Orfeus, og stjúpdóttur, Vöku Blöndal.","summary":null} {"year":"2022","id":"23","intro":"Þrumur og eldingar voru á Suðurlandi í morgun. Veður af þessu tagi er sjaldgæft, að sögn veðurfræðings.","main":"Þrumuveðrið hófst austan við Selfoss stuttu fyrir klukkan níu og því lauk rétt eftir klukkan hálf tíu. Þrumur og eldingar verða á Íslandi á um þriggja mánaða fresti, en að sögn Marcel De Vries, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, var veðrið í morgun nokkuð öflugra en það sem gengur og gerist. Þrumuveður af þessu tagi verði aðeins um einu sinni á ári.","summary":"Sjaldséð og kröftugt eldingaveður var á Suðurlandi í morgun. "} {"year":"2022","id":"24","intro":"Líklegt er að fasteignaverð hér á landi gefi eftir og lækki jafnvel um tugi prósenta. Þetta segir lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands.","main":"Það kæmi mér ekkert á óvart að fasteignaverð lækki í verstum aðstæðum um tuttugu prósent. En það kæmi mér ekkert á óvart að fasteignaverð gefi eitthvað eftir ekki bara í rauntölum heldur bara í íslenskum krónum,\nSagði Már Wolfgang Mixa, lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Svipaðir frasar heyrast nú og á árunum fyrir hrun og fólk sé að teygja sig heldur langt í kaupum á fasteignum hér á landi. Hann segir vísbendingar um lækkun fasteignaverðs í löndunum í kringum okkur, til að mynda hafi fasteignaverð lækkað um nokkur prósent í Svíþjóð og vísbendingar séu um lækkanir á mörkuðum í Bandaríkjunum.\nVaxtastig á Íslandi hækki mikið þessa dagana og fasteignalán séu að verða dýrari hér á landi\nÉg hef nú heyrt sögur af því í sumar að opin hús, það hafi ekki verið þessi mikli handagangur í öskjunni í opnum húsum og áður var.\nÍ mínum huga er það vísbending um að það sé a.m.k. að hægja á hækkunum.\nLækkun á fasteignamarkaði gerist oft fyrirvaralaust og þegar hún kemur í tölunum sé fólk oft farið að skynja hver þróunin er.\nÞannig að þetta er ekki dómsdagspá en það má frekar líta á þetta sem aðvörun um að fólk eigi ekki að treysta á","summary":null} {"year":"2022","id":"24","intro":"Bandaríska öldungadeildin samþykkti í gærkvöld risafrumvarp Joes Bidens Bandaríkjaforseta, sem Demókratar hafa barist fyrir í þinginu í átján mánuði. Verði frumvarpið að lögum mun það hafa umtalsverð áhrif á aðgerðir yfirvalda í loftslagsmálum.","main":"This historic bill will reduce inflation, lower costs and fight climate change. It's time to move this nation forward\nÞarna heyrðist í Chuck Schumer, leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni, sem fagnaði samþykkt frumvarpsins og sagði það marka tímamót. Það myndi draga úr verðbólgu, lækka ýmsan kostnað og berjast gegn loftslagsbreytingum. Hann bætti svo við að tíminn væri kominn til þess að fleyta bandarísku þjóðinni lengra.\nÍ þessu yfirgripsmikla frumvarpi, sem hlotið hefur viðurnefnið verðbólguminnkunarfrumvarpið, er kveðið á um fjölda fjárveitinga, sem nema yfir 430 milljörðum bandaríkjadala. Auk verðbólgu og loftslagsbreytinga nær það einnig til heilbrigðismála, mun létta undir lyfjakaupum með hluta Bandaríkjamanna. Frumvarpið er þó nokkuð útvötnuð útgáfa af kosningaloforðum Bidens og billjóna dala frumvarpi sem Demókrötum tókst ekki að ná í gegnum þingið fyrr á kjörtímabilinu.\nÖldungadeildin hefur unnið að frumvarpinu í 18 mánuði og setið maraþonfundi vegna þess alla helgina. Margir Repúblíkanar gerðu hvað þeir gátu til þess að koma í veg fyrir að frumvarpið færi í gegn. Atkvæði féllu eftir flokkslínum, 51 Demókrati kaus með og 50 Repúblíkanar á móti, en Kamala Harris varaforseti átti úrslita atkvæðið.\nFrumvarpið verður lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings í næstu viku, þar sem það verður að öllum líkindum samþykkt, og í framhaldi undirritað af forsetanum og gert að lögum.","summary":null} {"year":"2022","id":"24","intro":"Harmur er kveðinn að aðdáendum Magga mörgæsar og Línunnar en maðurinn sem léði þeim báðum rödd sína er látinn hálfníræður að aldri.","main":"Fréttin af andláti ítalska leikarans Carlos Bonomis barst sem eldur í sinu um samfélagsmiðla enda á mörgæsin unga, hann Maggi eða Pingu, aðdáendur um víða veröld. Pingu býr í snjóhúsi á Suðurskautslandinu með foreldrum sínum og litlu systur. Sex þáttaraðir voru gerðar um mörgæsafjölskylduna á árunum 1986 til 2006. Þættirnir eru svissneskir að uppruna en vinsældirnar má að mörgu leyti rekja til hæfileika Bonomis. Mörgæsirnar tala ekki mannamál sem tryggir það að hver og einn getur hæglega skilið hvað þeim fer á milli.\nLínan stórnefjaða er öllu skapverri en mörgæsafjölskyldan en íslenskir sjónvarpsáhorfendur hafa notið hennar og raddar Bonomis um áratugaskeið. Osvaldo Cavandolli, höfundur Línunnar, lést árið 2006 en skömmu áður gerði hann mynd um hana fyrir auglýsingaherferð Kaupþings.","summary":"Kunnuglegar raddir Magga mörgæsar og Línunnar eru þagnaðar. Ítalski leikarinn sem talaði fyrir báðar persónur er látinn."} {"year":"2022","id":"24","intro":"Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir keppir ekki á Meistaramóti Evrópu sem hefst í vikunni eins og til stóð. Hún er með slæma matareitrun og lá inni á spítala í þrjá daga.","main":"þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir tilkynnti í morgun að hún keppir ekki á Meistaramóti Evrópu sem hefst í vikunni. Hún var lögð meðvitundarlaus inn á sjúkrahús í síðustu viku.\nGuðlaug Edda sagði frá þessu á samfélagsmiðlum í morgun. Ekki er svo langt síðan hún steig upp úr erfiðum meiðslum en nú setur slæm matareitrun strik í reikninginn. Í færslunni kemur fram að hún hafi verið lögð meðvitundarlaus inn á spítala með háan hita og eftir rannsóknir komið í ljós bakteríusýking í meltingarfærum sem olli miklum bólgum í þörmum. Hún lá inni á spítalanum í þrjá daga og er ekki orðin nógu góð til að byrja að æfa á fullu. Hún sé því tilneydd að draga sig úr keppni og það sé henni mikið áfall.\nFyrir helgi sagði sundmaðurinn Anton Sveinn McKee svipaða sögu en hann er einmitt kærasti Guðlaugar Eddu. Hann fékk háan hita, féll í yfirlið, glímdi við vökvaskort og þurfti að leita á heilsugæslu. Hann sagðist hafa verið alveg rúmliggjandi í tvo daga en sé allur að koma til. Allt bendir til að sushi-i, sem parið borðaði í Barcelona þar sem þau voru við æfingar, sé um að kenna. Anton hefur keppni í undanrásum 100 metra bringusunds á EM í sundi á fimmtudagsmorgun.\nMeistaramót Evrópu er haldið í München í Þýskalandi og þar á Ísland þátttakendur í frjálsíþróttum, fimleikum og hjólreiðum. Á sama tíma er keppt á EM í sundi í Róm á Ítalíu og þar á Ísland fjóra keppendur. Sýnt verður beint frá báðum mótunum á RÚV frá og með fimmtudegi.\nÞrettán mörk voru skoruð í tveimur leikjum gærkvöldsins í úrvalsdeild karla í fótbolta. Víkingar gátu saxað á forskot Blika á toppnum með sigri á nýliðum Fram í Úlfarsárdal en sá leikur fór 3-3. Á sama tíma vann Stjarnan Breiðablik á heimavelli, 5-2. Blikar eru eftir sem áður á toppnum, með átta stiga forskot á Víking sem á leik til góða. Stjarnan er í þriðja sæti og KA sem vann FH fyrr í gærdag því fjórða. Leiknir og Keflavík mætast í kvöld og ÍA og Valur.","summary":"Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir keppir ekki á Meistaramóti Evrópu sem hefst í vikunni eins og til stóð. Hún er með slæma matareitrun og lá inni á sjúkrahúsi í þrjá daga. "} {"year":"2022","id":"24","intro":"Færeyingar hafa mótmælt því að gamli Herjólfur taki tímabundið við siglingum frá höfuðborginni Þórshöfn til Suðureyjar. Íbúar hafa áhyggjur af því að Herjólfur sé bæði of hægur og of lítill til að sinna því hlutverki sem honum er ætlað.","main":"Færeyska Kringvarpið hefur fjallað um málið síðustu daga og rætt við ósátta íbúa Suðureyjar, sem er syðsta eyja Færeyja.\nAðalferja Suðureyinga, Smyrill, þarfnast viðgerða og verður bundinn við bryggju í sex vikur. Strandfaraskip Landsins, ríkisstofnun Færeyja sem sér um almenningssamgöngur, leigði gamla Herjólf af Vegagerðinni í júní. Honum er nú ætlað að sigla svokallaða Suðureyjaleið í Færeyjum, aðallega sem vöruflutningaskip en einnig sem afleysingaferja með farþega ef þörf krefur. Þessu hafa íbúar Suðureyjar mótmælt og krefjast þess að fá hentugra skip áður en færeyska skipið Smyrill fari til viðgerðar. Gamli Herjólfur sé bæði minni og hægfarari en Smyrill. Þau óttist að færri ferðir til og frá höfuðborginni valdi vöruskorti og að eyjaskeggjar einangrist vegna skertra samgangna.\nYfirvöld í Færeyjum hafa svarað gagnrýninni og segja það nú vera til skoðunar að fá annað skip til þess að sigla Suðureyjaleiðina. Ekki verði þó komist hjá því að ráðast í viðgerðir á færeyska skipinu, sem missi annars siglingaleyfi.","summary":null} {"year":"2022","id":"24","intro":"Vopnahlé á milli Ísraela og Palestínumanna hélt á Gaza-svæðinu í nótt. Tugir Palestínumanna höfðu farist í átökum dagana á undan, þeim mannskæðustu í rúmt ár.","main":"Egypskum stjórnvöldum tókst að miðla málum á milli Palestínumanna á Gaza-svæðinu og Ísraelsstjórnar og tilkynnt var um vopnahlé í gærkvöld. Heilbrigðisyfirvöld á svæðinu höfðu varað við neyðarástandi þar sem ekki var til nægt eldsneyti til að knýja rafstöðvar sjúkrahúsa mikið lengur.\nÍsraelskir miðlar sögðu frá því að fáeinum eldflaugum hefði verið skotið frá Gaza-svæðinu skömmu eftir að vopnahléið tók gildi og var því svarað með árásum á móti. Eftir það virðist vopnahléið hafa haldið.\nTil átaka kom eftir að Ísraelar handtóku leiðtoga samtakanna PIJ, sem vinna náið með Hamas. Palestínska heilbrigðisráðuneytið segir 44 hafa farist í árásum Ísraela og ríflega 300 særst. Ísraelski herinn telur 35 hafa farist, þar af ellefu almenna borgara. Fimmtán til viðbótar hafi farist í árásum PIJ. Enginn Ísraeli fórst í átökunum svo vitað sé.\nJoe Biden Bandaríkjaforseti kallaði eftir því í yfirlýsingu að stríðandi fylkingar virtu vopnahléið og tryggðu að eldsneyti og mannúðaraðstoð flæddu nú hindrunarlaust á Gazasvæðið. Þá sagði hann að rannsaka þyrfti sérstaklega mannfall almennra borgara í átökunum.\nÍsraelar lokuðu á ferðir til og frá Gaza-svæðinu við upphaf þessarar nýjustu hrinu átaka. Þeim takmörkunum hefur nú að mestu verið aflétt, segir í frétt breska ríkisútvarpsins.","summary":"Vopnahlé á milli Ísraela og Palestínumanna hélt í nótt og í morgun. Stillt var til friðar í gær eftir átök undanfarinna daga, þau mannskæðustu í rúmt ár."} {"year":"2022","id":"24","intro":"Áfram verður lokað fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum i dag vegna veðurs. Á meðan verður tækifærið nýtt til að laga gönguleið A, sem er sú gönguleið sem flestir fara þegar gengið er að gosstöðvunum. Einnig verður unnið að öðrum lagfæringum á svæðinu. Að öllu óbreyttu verður opnað fyrir aðgengi að eldgosinu klukkan tíu í fyrramálið. Enginn björgunarsveitarmaður verður á fjallinu í dag til að aðstoða þá sem lenda í vandræðum.","main":"Veðurspá fyrir daginn er slæm. Strax upp úr eitt verður mjög hvasst þarna við eldstöðvarnar og mikil rigning. Þannig að það var ákvörðun tekin um að halda lokun til streitu á fundi viðbragðsaðila\nnúna klukkan hálf níu í morgun.\nSegir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum. Á sama tíma stendur til að nota tækifærið og fara með vinnuvélar inn að gosstöðvunum og laga gönguleið A, en það er sú gönguleið sem flestir fara til að skoða gosið.\nÞað þarf eftir sem áður að gera þarna ákveðnar lagfæringar. Svo er bara veðurútlitið slæmt þannig að þetta fer ágætlega saman.\nReyna þá að gera aðgengið betra, nota tækifærið þegar svæðið er lokað.\nÍ tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum er bent á að björgunarsveitin Þorbjörn muni hvíla sitt fólk í dag þar sem mikið hafi mætt á því undanfarið. Enginn björgunarsveitarmaður verður á fjallinu í dag og því ekki hægt að aðstoða þá sem þurfa þess komi eitthvað upp á. Ekki verður því hægt að tryggja öryggi fólks á svæðinu. Úlfar segir lögregluna verða með vakt við Suðurstandarveg í dag.\nVið erum með vakt þarna og lögreglan fylgist með Suðurstrandarvegi.\nJú, við verðum með vakt þarna í dag.","summary":"Áfram verður lokað fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum í dag vegna veðurs. Tækifærið verður nýtt til lagfæringa á svæðinu, meðal annars á aðal gönguleiðinni. Enginn björgunarsveitarmaður verður á fjallinu í dag til að aðstoða þá sem lenda í vandræðum. Opnað verður að gosinu klukkan tíu á morgun, að öllu óbreyttu. "} {"year":"2022","id":"24","intro":"Órói hefur aukist við gosstöðvarnar í Meradölunum sem hópstjóri náttúruvár segir til marks um að smám saman byggist upp gígar líkt og í síðasta gosi. Talsverðar sprungur mynduðust víða á Reykjanesi vegna jarðskjálftanna um mánaðamótin.","main":"Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir virknina í gosinu hafa verið svipaða frá upphafi. Gosið nú sé mjög svipað gosinu í fyrra. Jörð rofnaði víða á Reykjanesi við alla þá sterku jarðskjálfta sem riðu yfir um mánaðamótin.\nVið fengum 20 skjálfta sem eru fjórir af stærð, frá fjórum og upp í fimm komma fjórir. Og það mynduðust sprungur víða í tengslum við þessa miklu skjálftahrinu.\nVið höfum verið að fá inn tilkynningar að fólk er að sjá þessar sprungur. Okkar besta fólk er að skoða þær og við erum að taka þetta allt saman út.\nKristín segir að dregið hafi úr eftirmálum kvikuinnskotsins sem myndaðist í aðdraganda gossins. En geta fleiri sprungur opnast?\nÞað er líka annað sem við verðum að hafa augun opin fyrir. Það er eitthvað sem getur gerst .\nVið sáum það gerast síðast nokkrar vikur inn í gosið. Við þurfum að fylgjast vel með því og erum að gera það.\nKristín segir líklegast að opnist nýjar sprungur verði það í hraunbreiðunni frá því í fyrra. Erfitt sé að spá fyrir um þróun næstu daga og vikna.","summary":null} {"year":"2022","id":"24","intro":"Myndsímtal varð til þess að lögregla gat staðsett mann í sjálfheldu við Bjarnarfjalli við Hvalvatnsfjörð í nótt. Lögreglan segir svæðið hættulegt en þýskur ferðamaður lést í fjallgöngu á sömu gönguleið fyrir nokkrum dögum.","main":"Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út rétt tæplega fjögur í nótt eftir að tilkynning barst frá manni í sjálfheldu. Eftir nokkra leit tókst að staðsetja manninn á Bjarnarfjalli við Hvalvatnsfjörð austanmegin við Eyjafjörð, þangað sem þyrla Landhelgisgæslunnar sótti manninn. Um 60 manns tóku þátt í aðgerðum sem Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra stýrði.\nÞað gekk í smá brasi að finna nákvæma staðsetningu en svo tókst okkur að ná myndsímtali við hann, þannig að hann gat sýnt okkur svona sitt nágrenni og sitt útsýni og þannig gátum við staðsett hann betur. Það kemur upp úr kafinu að hann er á nánast sama stað og þýski ferðamaðurinn sem lést þarna í fjallgöngu fyrir nokkrum dögum.\nSá staður, er þetta hættulegt svæði?\nJá, þetta er laust land, það er bratt í sjó fram þannig að þetta eru skriður og reynslan er að sýna okkur að svarið getur ekki verið annað en, já þetta er hættulegt svæði.\nEr einhver ástæða til að vara fólk við að vera þarna á ferli?\nJá, miðað við þessar aðstæður. Þessi leið er reyndar merkt inn á einhver kort. Þetta er merkt inn sem gönguleið og það þarf svona aðeins ofan í saumana á þeim hlutum svona í framhaldi af þessari reynslu en það er ástæða til að vara við ferðum í þessum skriðum, já.\nÞyrla flutti manninn á sjúkrahúsið á Akureyri í morgun þar sem hann dvelur nú.\nEftir því sem ég kemst næst þá er staðan á honum nokkuð góð, svona líkamlega alla veganna.","summary":"Lögregla varar ferðalanga við að ganga við Hvalvatnsfjörð milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Lögreglunni tókst að staðsetja mann í sjálfheldu á svæðinu eftir myndsímtal í nótt, á sama stað og þýskur ferðamaður lést á dögunum. "} {"year":"2022","id":"25","intro":"Geggjað er á margra vörum og eitt vinsælasta orðið í máltískunni. Það er notað um nánast hvað sem er og margir ljúka samtölum á þessu...frábæra...orði.","main":"Orðið geggjað hefur verið mjög áberandi í íslensku talmáli að undanförnu. Viðmælendur í útvarpsfréttum hafa til dæmis notað orðið mun oftar það sem af er þessu ári en í heild fyrri ár.\nÞað er tíska í talmáli eins og öðru og þessi misserin virðist orðið geggjað vera það heitasta í máltískunni. Á meðan er eldri máltískutrendum eins og *ýkt kúl* og *já sæll* pakkað í kassa með stórum herðapúðum og túperuðu hári. Guðrún Línberg Guðjónsdóttir málfarsráðgjafi RÚV og íslenskufræðingur segir erfitt að átta sig á því hversu algeng orð séu í talmáli þar sem ekki sé beint hægt að skoða um það gögn. Orðið geggjað sé þó í auknum mæli notað sem upphrópun. Áður hefur verið bent á að notkun orðsins geðveikt sem upphrópunar geti komið illa við fólk. En má frekar segja geggjað?\nJá, þú mátt segja geggjaður og geggjað af því að þú mátt segja það sem þú vilt. En svo er það annað mál hvort að það fari fyrir brjóstið á einhverjum. Þetta eru skyld orð, geðveikt og geggjað, en ég þekki ekki nákvæmlega söguna, orðsifjasöguna, hvaða orð er leitt af hverju. En þetta hljómar betur.\nNú er allt geggjað, veðrið er geggjað, stemmingin er geggjuð og svo er geggjað stuð, geggjað grín. En þetta er alls ekki nýtt í málinu.\nKannski hefur merkingin á orðinu geggjað eitthvað breyst. Ef ég segi að þetta sé geggjuð gamanmynd. Ef þú sást þetta í auglýsingu á níunda áratugnum þá var kannski verið að meina aðeins annað heldur en að við leggjum í þetta orð í dag. Þá vísaði þetta í svona einhvern trylling. Það sem að gæti líka verið nýtt er að þetta er mikið notað eins og til að loka samtölum á milli fólks. Ef að við erum að tala saman og mæla okkur mót, og við erum sammála um að við ætlum að hittast þarna og klukkan þetta, þá segjum við: ókei geggjað.","summary":"Geggjað er á margra vörum og eitt vinsælasta orðið í máltískunni. Það er notað um nánast hvað sem er og mörgum samtölum lýkur á orðinu - geggjað. "} {"year":"2022","id":"25","intro":"Formaður Samtaka fyrirtækja í Hótel- og gistiþjónustu segir Ísland ekki uppselt nú um stundir, líkt og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hélt fram í gær. Hann kallar eftir breytingum á skattkerfinu til að jafna hlut hótela og airbnb-gistiheimila.","main":"Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sagði í hádegisfréttum í gær að eldgosið í Meradölum kæmi upp á versta tíma hvað ferðaþjónustuna varðar. Ísland væri uppselt - gistirými, bílaleigubíla og mannskap vanti til að anna eftirspurn. Kristófer Oliversson er formaður Samtaka fyrirtækja í Hótel- og gistiþjónustu.\nÉg get nú ekki tekið undir það. Þetta er hefðbundinn núningur milli ferðaskrifstofa og hótela. Stundum eru hótelin uppseld á þeim verðum sem ferðaskrifstofur eru tilbúnar að greiða.\nBent hefur verið á að nóttin á hótelherbergi kosti nú um 2-300 þúsund krónur.\nÞað var Gaypride núna um þessa helgi. Það er maraþon og menningarnótt um aðra helgi. Þessi tími á að vera vel bókaður þannig ef fólk hefur ekki þá forsjálni að vera búið að bóka með smá fyrirvara getur verið erfitt að fá hótelherbergi á þessum tíma.\nKristófer segir hótelin vera mjög löskuð eftir kórónuveirufaraldurinn og þrátt fyrir að gistinætur hafi aldrei verið fleiri sé meðalverð á gistingu enn lægra en það var árið 2018. Þá segir hann airbnb fá mikið forskot frá stjórnvöldum - og að það komi í veg fyrir uppbyggingu hótelrýma.\nEf okkur væri boðin sömu kjör og þessir aðilar varðandi skatta og skyldur, eftirlit og leyfi, þá myndum við byggja upp hótel um allt land. En það er rosalega sótt að hótelunum hvað varðar skattskyldu og annað.","summary":null} {"year":"2022","id":"25","intro":"Þó búast megi við að ný gosop eða nýjar gossprungur opnist í grennd við gosstöðvarnar í Meradölum, er ólíklegt að það gerist á allra næstu dögum. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði.","main":"Ólíklegt er að ný gosop myndist á gosstöðvunum í Meradölum á allra næstu dögum. Frekar sé horft til næstu vikna og jafnvel mánaða í því sambandi, segir prófessor í jarðeðlisfræði.\nSjá má á vef Veðurstofunnar hvernig þó nokkur skjálftavirkni, sem var norðan við Meradali í gær, hefur minnkað - slík minnkun er stundum talin vera undanfari goss. Magnús Tumi Guðmundsson er prófessor í jarðeðlisfræði.\nTil þess að þrýstingur fari að aukast á ný verði kvika að safnast upp við gosopin og þrengja þau. Um leið og það gerist geti kvikan farið að þrýsta á bergið í meira mæli og færa sig upp á yfirborðið annars staðar. Magnús Tumi segir að vel geti verið að nýjar gossprungur myndist nálægt gosstöðvunum í Meradölum, en bætir við að líklega gerist það ekki strax.","summary":"Þó búast megi við að ný gosop eða -sprungur opnist í grennd við gosstöðvarnar, er ólíklegt að það gerist á allra næstu dögum. Þetta segir prófessor í jarðeðlisfræði."} {"year":"2022","id":"25","intro":"Fæðingum í Svíþjóð hefur fækkað mikið á milli ára. Frjósemi sænskra kvenna hefur ekki verið minni síðan skömmu fyrir aldamót. Sérfræðingar segja skýringuna liggja í eðlilegra lífsmynstri eftir heimsfaraldurinn, þó að það komi á óvart hve mikil fækkunin er.","main":"Víða um heim fjölgaði barnsfæðingum meðan á heimsfaraldri stóð, enda fólk mun meira heima á þeim tíma. Því var viðbúið að draga myndi úr fæðingum þegar lífið færðist í eðlilegra horf. En fækkunin á fæðingunum í Svíþjóð hefur reynst meiri en búist var við. Fyrstu fjóra mánuði ársins fæddust tæplega þrjátíu og fimm þúsund börn í Svíþjóð. Það er fækkun um hátt í tvö þúsund og fimm hundruð börn milli ára. Í Stokkhólmi er fallið enn hærra. Þar fækkaði fæðingum um fjórtán prósent og hafa ekki verið færri þar síðan árið tvö þúsund og fimm. Áætluð frjósemi sænskra kvenna eru nú komin niður í eitt komma sex barn á konu, sem er það minnsta frá því skömmu fyrir síðustu aldamót.\nGunnar Anderson prófessor í lýðfræði við háskólann í Stokkhólmi segir við sænska ríkissjónvarpið að þetta tengist því að vorið 2021 var stór hluti Svía bólusettur. Lífið varð eðlilegt og tíminn minni til að búa til börn. Það sé hins vegar óvænt hversu hátt fallið sé. Frjósemin fyrir aldamót var aðeins minni en nú, en þá hafi verið mikil efnahagskreppa í Svíþjóð og því færri sem völdu að eiga börn.\nAnderson segir að þetta geti vel verið tímabundið niðursveifla, en frjósemi sænskra kvenna hefur þó farið stigminnkandi undanfarinn áratug.","summary":null} {"year":"2022","id":"25","intro":"Snarpur jarðskjálfti, um fjórir að stærð varð rétt fyrir hádegi undir Sveifluhálsi, vestan við Kleifarvatn, nálægt gosstöðvunum. Skjálftinn fannst greinilega á höfuðborgarsvæðinu en upptök hans eru á svipuðum slóðum og stóru skjálftarnir sem urðu í aðdraganda eldgossins. Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands fara nú yfir skjálftann og orsakir hans, en talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni síðan gosið hófst á miðvikudag.","main":"Gönguleiðum að gosinu í Meradölum var lokað klukkan fimm í morgun vegna veðurs, en lögreglan á Suðurnesjum ákveður eftir hádegi hvort svæðið verði opnað aftur. Búist er við skárra veðri þar síðar í dag. Fjölmennt var við gosstöðvarnar í nótt og nokkuð um að fólk hefði áfengi við hönd. Þá þurftu björgunarsveitir að aðstoða nokkra sem höfðu haldið af stað illa búnir og ofkælst á leiðinni.\nAlmannavarnir biðla til fólks að láta erlenda ferðamenn vita þegar gossvæðinu er lokað en vinna að því að bæta upplýsingagjöf sína.\nGosstöðvunum var lokað klukkan fimm í morgun vegna veðurs. Bogi Adolfson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörrns, segir að afar lítið hafi verið um ferðafólk á svæðinu i dag. Nokkrir erlendir ferðamenn hafi komið en snúið við eftir að hafa fengið upplýsingar um stöðuna. Þá segir hann að afar fjölmennt hafi verið við gosstöðvarnar í gærkvöldi og frma á nótt. Lítið hafi verið um slys en að nokkrir hafi ofkælst. Þeir hafi allir verið illa búnir. Enn fremur hafi verið nokkuð um áfengisdrykkju á svæðinu, sem hann mælir eindregið gegn.\nBjörgunarsveitir og lögregla eru á svæðinu og veita upplýsingar um lokunina. Fólk ætti þó að fá SMS í símann um leið og það kemur á svæðið, að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna. Hún segir að unnið sé að því að koma skilaboðunum fyrr til fólks.\nauðvitað væri best að koma þessum skilaboðum til fólks áður en það kemur á staðinn og þá eru leiðir eins og safe travel og fjölmiðlar sem gegna lykilhlutverki.\nSkilaboðin eru almennt stöðluð og fólk upplýst um hvernig best sé að klæða sig og haga sér á svæðinu\nEn við getum örugglega gert ennbetur og erum næstu dögum verður þetta ein áskorunin að koma þessum skilaboðum til fólks sérstaklega áður en það fer á staðinn ekki síst því veðurspáin næstu daga er ekkert sérstök.\nVitið þið hvort einhver hfai farið að gossttöðvunum í dag?\nÍ dag það eru án efa einhverji sem hafa farið e þar eru eins og ég saegði áðan björgunarsveitir og lögregla að gefa uppl um að það sé lokað - má setgja eins og í gær það vfar ekkert sértsakt veður á tímabili og þá koma þessir björgunaraðilar sér fyrir a´gögustígnum og gefa uppl um hvernig veðrið er og hvað er fram undan. Erum með frábært starfsfólk iá staðnum sem ætti ða kima í vegfyrir að þú farir af stað. En svo er alltaf sú spurning þegar þú ert komin á staðinn hverwsu mikið þú hlustar.\nÞið hvetjið fólk og ferðaþjónustufyrirtæki til þess að leggja ykkur lið og koma þessum skilaboðum a´framfæri?\nJá má segja að klisjan vgið eurm öll almannvarnir eigi mjög vel við núna, og við biðjum fólk að aðstoða okkur við að hyjálpa fólki að vita hernig staðan er á staðnum, við viljum öll fá alla heila heim.","summary":"Snarpur jarðskjálfti, um fjórir að stærð, varð rétt fyrir hádegi. Upptökin voru vestan Kleifarvatns á Reykjanesskaga en skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. "} {"year":"2022","id":"26","intro":"Nýstofnaður stjórnmálaflokkur í Bandaríkjunum gæti grætt á því hve mikið flokkar Demókrata og Repúblikanar hafa færst hvor í sína áttina, segir Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði. Ómögulegt sé þó að spá fyrir um gengi nýstofnaðs flokksins en sagan sýnir að nýir flokkar eiga sjaldnast langt framhaldslíf.","main":"Forward-party, Áfram-flokkurinn, nefnist nýstofnaður stjórnmálaflokkur í Bandaríkjunum. Hann manna nokkur fjöldi stjórnmálamanna og kvenna sem áður voru í annað hvort Repúblikanaflokknum eða Demókrataflokknum. Allmargir óháðir koma sömuleiðs að stofnun flokksins, sem hefur það markmið að brúa það bil sem myndast hefur á milli ólíkra pólitískra skoðana í Bandaríkjunum.\nSilja Bára Ómarsdóttir er prófessor í stjórnmálafræði.\nÞað hafa oft komið framboð. Það er það sem virðist aðeins öðruvísi með þetta, þennan Forward-party, að þau sem eru að setja þetta upp virðast vera að stilla upp stjórnmálaflokki frekar heldur en frambjóðanda til kosninga, forsetakosninga eingöngu. Auðvitað er áhugavert að bréfið sem þau birtu eða pistillinn sem þau birta, fyrirsögnin er þessi, að þriðju flokkar klikka oftast en okkar mun ekki gera það.\nÞað eru demókratinn Andrew Yang sem tók þátt í forvali flokksins fyrir forsetakosningarnar 2020 og repúblikaninn Christine Todd Whiteman, fyrrverandi ríkisstjóri í New Jersey sem fara fyrir Áfram-flokknum. Þau stefna á fyrstu samkomu flokksins í haust og fyrsta landsfund næsta sumar.\nEn líkt og Silja Bára nefnir er þetta ekki fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem stofnaður er þar vestra undanfarin ár og áratugi. Fæstir þeirra hafa riðið feitum hesti frá kosningum.\nÞað er auðvitað allt of snemmt að segja til um hvort þetta muni skila einhverju. En eitt af því sem hefur alveg verið í kortunum er að, vegna þess hversu langt til hægri Repúblikanaflokkurinn hefur farið og það eru þessi öfl að toga Demókrataflokkin svolítið til vinstri, AOC og Bernie Sanders stjórnmálafólk, sem er á þeim kanti, að það sé einhver miðja, sem er að opnast. Þannig að mögulega er orðið rými fyrir það núna og kannski eru þau að reyna að spila inn á þetta. --","summary":"Prófessor í stjórnmálafræði segir nýstofnaðan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum geta grætt á því hve Demókratar og Repúblíkanar hafa færst mikið hvor í sína áttina. Sagan sýni þó að nýir flokkar eiga sjaldnast langt framhaldslíf þar vestra. "} {"year":"2022","id":"26","intro":"Yfirmaður leyniþjónustu Grikklands hefur sagt af sér eftir að upp komst að reynt hafði verið að hlera farsíma leiðtoga eins stjórnarandstöðuflokks landsins.","main":"Yfirmaður leyniþjónustunnar í Grikklandi óskaði í dag eftir lausn frá störfum vegna hleranahneykslis. Leiðtogi gríska sósíalistaflokksins komst að því að reynt hafði verið að hlera farsíma hans. Grískur blaðamaður er einnig fórnarlamb hlerana sem raktar eru til leyniþjónustunnar.\nForsætisráðuneytið í Aþenu greindi frá því í stuttri tilkynningu að yfirmaðurinn, Panagiotis Kontoleon, hefði tilkynnt afsögn sína. Fallist hefði verið á hana. Þetta gerist viku eftir að Nikos Androulakis, leiðtogi PASOK, Sósíalistaflokks Grikklands, kvartaði við dómstóla yfir því að reynt hefði verið að hlera síma hans. Androulakis er þingmaður á Evrópuþinginu. Þar er kannað hvort símar þingmannanna eru hleraðir. Í ljós kom að njósnaforritið Predator hafði verið notað til að ná upplýsingum úr síma hans. Með því er hægt að komast yfir alls konar upplýsingar, svo sem leyniorð, símaskrá, myndir, tölvupóst, smáskilaboð og hvaða vefsíður eigandinn hefur skoðað. Yfirmaður leyniþjónustunnar var vegna málsins boðaður á lokaðan fund þingnefndar í Aþenu. Þar þurfti hann einnig að útskýra hvers vegna sími grísks blaðamanns, Thanasis Koukakis að nafni, hefði einnig verið hleraður. Niðurstaðan varð sú að Panagiotis Kontoleon ákvað að segja af sér. Grískir fjölmiðlar hafa eftir blaðamanninum að hann skilji ekkert í því að sími hans hafi verið hleraður. Hann ógni á engan hátt þjóðaröryggi, enda fjalli hann fyrst og fremst um efnahagsmál og málefni grískra banka.","summary":"Yfirmaður leyniþjónustu Grikklands sagði af sér í morgun. Reynt hafði verið að hlera farsíma leiðtoga eins stjórnarandstöðuflokks landsins."} {"year":"2022","id":"26","intro":"Gasmengun frá Meradölum gæti lagt yfir Voga og Garð síðdegis, jafnvel af þónokkrum styrk. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur hvetur fólk til að fylgjast með loftgæðamælingum, og loka gluggum og forðast áreynslu utandyra ef mengun eykst verulega.","main":null,"summary":"Töluverða gasmengun frá gosinu gæti lagt yfir Voga og Garð síðdegis. Spáð er suðlægum áttum næstu daga og aukinni mengun nálægt höfuðborgarsvæðinu. "} {"year":"2022","id":"26","intro":"Öldungadeild bandaríska þingsins tekur frumvarp ríkisstjórnarinnar um miklar fjárfestingar í heilbrigðis- og loftslagsmálum til umræðu um helgina. Þetta staðfestir Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni.","main":"Frumvarpið er nokkuð snyrt útgáfa af kosningaloforðum Joes Biden forseta. Í því er kveðið á um nærri 370 milljarða dala fjárfestingu í grænni orku og aðgerðum í loftslagsmálum og um 64 milljarða dala pakka til að tryggja aðgengi að heilbrigðisþjónustu og lækka lyfjaferð í landinu.\nÞótt Schumer segist viss um að frumvarpið verði samþykkt er ekki öruggt að svo fari. Öldungadeildin skiptist nú jafnt, 50 þingmenn í hvorri fylkingu og hefur forseti öldungadeildarinnar, Kamala Harris varaforseti, oddaatkvæði ef atkvæði falla jafnt.\nÞetta þýðir að allir Demókratarnir 48 auk þeirra tveggja óháðu sem jafnan greiða atkvæði með Demókrötum þurfa að samþykkja frumvarpið að því gefnu að Repúblikanarnir segi allir nei. Kyrsten Sinema, nokkuð íhaldssamur Demókrati frá Arizona, hefur áður lagst gegn ýmsum áformum Bidens. Hún sagðist í nótt hafa samþykkt að greiða atkvæði með frumvarpinu að því gefnu að breytingar verði gerðar á því.","summary":null} {"year":"2022","id":"26","intro":"Sprungur norðaustan við gosstöðvarnar í Meradölum hafa gliðnað og talið er að kvika geti fundið sér leið upp á yfirborðið. Fulltrúar Veðurstofunnar fljúga yfir gosstöðvarnar klukkan 13 og kanna aðstæður.","main":"Þegar eldgos braust út í Geldingadölum í fyrra leið ekki langur tími þar til kvika náði upp á yfirborðið á fleiri stöðum. Eldgosið í Meradölum er norðaustan við Geldingadali og nú á að kanna svæði enn norðaustar. Þar eru líkur taldar á að fleiri gossprungur opnist. Kristín Jónsdóttir er hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.\nOpnist ný sprunga norðaustan við gosstöðvarnar, segir Kristín að mjög ólíklegt sé að einhver hætta skapist. Líklegast er að það verði svipað og í fyrra þegar meinlausar sprungur mynduðust víða í kring. Ekki sé talið líklegt að kvikugangur færi sig sífellt norðaustar og nái að höfuðborgarsvæðinu. Líkön Veðurstofu fyrir meðalstór hraungos, sem eru þá mun stærri en gosið í Geldingadölum í fyrra og Merardölum nú, sýna að mjög ólíklegt er að hraun nái nokkurn tímann inn á höfuðborgarsvæðið.","summary":"Merkja má gliðnun í sprungum norðaustan við gosstöðvarnar í Meradölum. Náttúruvársérfræðingar frá Veðurstofunni fljúga þar yfir í dag og kanna aðstæður. Búist er við því að nýjar gossprungur myndist á næstunni."} {"year":"2022","id":"26","intro":"Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur ítrekað bón sína um að Akureyrarbær fjárfesti í mæli til að fylgjast með útblæstri skemmtiferðaskipa. Töluverð mengun lá yfir bænum í morgun, en hafnarstjóri segist hafa litlar áhyggjur af henni.","main":"Um 200 þúsund ferðamenn sækja Akureyri heim í sumar með rúmlega 200 skemmtiferðaskipum. Oftar en ekki er fleiri en eitt skip í höfn hverju sinni og þá getur, í vissum veðurskilyrðum, hvít slikja lagst yfir hluta bæjarins. Stilla var í bænum í morgun og þá mátti vel sjá útblástur frá skipunum. Pétur Ólafsson, hafnarstjóri hjá Akureyrarhöfn, segir þróunina í rétta átt og hefur litlar áhyggjur af stöðunni.\nFjöldi skipa sem koma núna til Íslands eru með mjög fullkominn hreinsibúnað, svokallaða scrubbers og það hreinsar útblásturinn um 98 prósent þannig að oft á tíðum er þetta bara gufa sem kemur út í loftið en menn náttúrlega vissulega halda að það sé mengun allt saman en svo er ekki.\n-Þannig að þessi slikja sem lá hérna yfir bænum í morgun er ekki endilega skaðleg?-\nNei ég hef svosem ekki efnagreint hana en þeir eru að nota þá olíu sem er lögleg og það er engin svartolía notuð í þessum skipum í dag.\nHeilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur fylgst vel með þróun mála og sendi beiðni til bæjaryfirvalda og Akureyrarhafnar árið 2019 þess efnis að keyptur yrði færanlegur loftgæðamælir. Bærinn varð ekki við þeirri ósk og nefndin ítrekaði bónina á fundi í sumar. Alfreð Schiöth, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins, segir í samtali við fréttastofu að nefndin hafi talað fyrir daufum eyrum bæjaryfirvalda og ítrekar bónina enn á ný.\nÉg hef nú bara ekki séð þessa tillögu frá því um daginn. Faxaflóahafnir eru að gera mjög nákvæma mælingu í dag og við munum fylgjast með grannt með því þetta eru sömu skipin sem eru að koma.\n-En stendur til að kaupa svona mæli?-\nÞað kemur alveg til greina sko","summary":"Hvít slikja frá skemmtiferðaskipi lá yfir Pollinum á Akureyri í morgun, en áhöld eru um hversu mengandi hún er. Heilbrigðisnefnd bæjarins hefur ítrekað óskað eftir því að bærinn fjárfesti í loftgæðamæli við höfnina. "} {"year":"2022","id":"26","intro":"Sprenging hefur orðið hjá fyrirtækinu Pink Iceland, sem sérhæfir sig í því að skipuleggja brúðkaup fyrir hinsegin fólk. Yfir 160 pör ganga í hjónaband á þeirra vegum í ár. og hafa þau aldrei verið fleiri.","main":"Pink Iceland er ferðaþjónustufyrirtæki sem var stofnað fyrir ellefu árum í þeim tilgangi að þjónusta hinsegin fólk. Hannes Sasi Pálsson er einn eigenda Pink Iceland.\nÁ sama tíma þá voru lög smþykkt, giftingarlögin semsagt þar sem að var samþykkt að fólk af sama kyni mætti gifta sig, og þannig að við byrjuðum að bjóð uppá giftingar í tengslum við það og þá breytingu. Þannig að í dag erum við kannski meira í brúðkaupum\nFyrirtækið heldur utan um 160 brúðkaup í ár og Hannses segir það algjöra sprengingu miðað við fyrri ár.\nÞað er náttúrulega algjör sprenging í ár, bara uppsöfnuð þörf. Brúðkaupin eru allt frá því að vera bara tveir einstaklingar sem að vilja gifta sig einhverstaðar útí náttúrunni og við hjálpum þeim með það og alveg uppí jafnvel 100-150 manna brúðkaup þar sem fólk er að koma allstaðar að úr heiminum.\nFyrirtækið stofnað í kringum hinsegin ferðamennsku og fór svo að skipuleggja samkynja giftingar. Hannes segir hins vegar athyglisvert að meirihluti brúðkaupa á þeirra vegum í ár séu fyrir gagnkynja pör.\nÞað er ótrúlega athyglisvert að því leytinu til að við höfum aldrei breytt okkar nálgun og erum mjög hinsegin og mjög stolt af því. Þannig að okkur þyki bara vænt um það að í krafti þess að vera þau sem við erum þá leitar fólk til okkar. Við köllum þetta svona hálfgerðan fávitafilter að fólk sem að myndi ekki vilja vinna með fólki eins og okkur, það leitar ekki til okkar.","summary":null} {"year":"2022","id":"26","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í 14. sæti á stigalista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. Ný útgáfa listans var gefin út í dag. Ísland fer upp um þrjú sæti frá því listinn var síðast uppfærður í júní.","main":"Ísland hefur aldrei verið ofar á listanum. Listinn er nú uppfærður í fyrsta sinn eftir að EM í Englandi lauk. Þar tapaði Ísland ekki leik. Bandaríkin tróna á toppi FIFA listans. Þýskaland er í 2. sæti, Svíþjóð í 3. sæti og nýkrýndir Evrópumeistarar Englands eru í 4. sæti.\nMöguleikar Víkings á að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta eru talsverðir. Víkingur vann nefnilega frækinn 1-0 sigur á pólska meistaraliðinu Lech Poznan á heimavelli í gærkvöld. Ari Sigurpálsson skoraði sigurmarkið á 45. mínútu. Arnar Gunnlaugsson er þjálfari Víkings.\nSagði Arnar Gunnlaugsson en seinni leikur Víkings og Lech Poznan verður í Póllandi næsta fimmtudag. Liðið sem hefur betur samanlagt í leikjunum tveimur kemst í umspilsumferð Sambandsdeildarinnar um að komast í riðlakeppnina. Breiðablik tapaði 3-1 fyrir tyrkneska liðinu Istanbul Bashekesir á Kópavogsvelli í gærkvöld og bíður erfitt verkefni gegn þessu firna sterka liði í Tyrklandi í næstu viku.\nLið CrossFit Reykjavíkur með Annie Mist Þórisdóttur innanborðs átti góðan keppnisdag í liðakeppni heimsleikanna í Crossfit í gærkvöld. Liðið fór upp um 12 sæti og er nú í 5. sæti keppninnar þegar þrír dagar eru eftir. Í kvennakeppninni er Þuríður Erla Helgadóttir sem stendur í tíunda sæti og Sólveig Sigurðardóttir í 38. sæti. Björgvin Karl Guðmundsson er í 13. sæti karlakeppninnar.","summary":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er í 14. sæti á stigalista Alþjóða knattspyrnusambandsins yfir bestu landslið heims. Ísland hefur aldrei verið hærra á listanum."} {"year":"2022","id":"26","intro":"Konur nota langverkandi getnaðarvarnir, á borð við lykkjuna, í sífellt meiri mæli, og fækkun þeirra sem nota getnaðarvarnarpilluna skýrist sennilega af því. Þetta segir formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna. Danska ríkisútvarpið greinir frá því að konum í Danmörku sem nota pilluna hafi fækkað um 40 prósent á tíu árum.","main":"Í dönsku fréttinni er rætt við konur sem lýsa því hvers vegna þær hafi hætt á pillunni, og nefna ýmsar aukaverkanir. Ein segist hafa ákveðið að nota frekar app í símanum til að fylgjast með tíðahringnum. Þá segir að árið 2011 hafi 400 þúsund konur keypt pilluna, en á síðasta ári aðeins tæplega 240 þúsund. Fréttastofa hefur ekki fengið tölur yfir þróunina á Íslandi en Aðalbjörg Björgvinsdóttir formaður félags fæðinga- og kvensjúkdómalækna segir vel geta verið að þróunin sé svipuð hér á landi. Fækkunin hljóti að skýrast af því að konur noti nú frekar langverkandi getnaðarvarnir, frekar en að þær forðist hormónagetnaðarvarnir yfir höfuð.\nseinustu ár hefur verið mikil aukning í notkun á langvarandi getanaðarvörnum, sem eru eins og hormónalykkjan, stafurinn, sprautan og koparlykkjan. Þessar sem eru þessar sem hafa prógestron eingöngu, og konur sleppa við blæðingar og þurfa ekki að muna eftir pillunni. Það hefur orðið aukning í því. Ég hefði þá frekar haldið að það gæti verið orsök fyrir þessari breytingu.\nen pillan er góð og gild getnaðarvörn eins og áður en gott mál að maður hafi hitt að velja úr ef maður vill","summary":"Verulega hefur dregið úr notkun á getnaðarvarnarpillunni í Danmörku á síðustu árum. Formaður Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna segir vinsældir annarra getnaðarvarna eru sífellt að aukast."} {"year":"2022","id":"27","intro":"Síðustu daga hefur verið mikið úrhelli norðan til á landinu, mest á Siglufirði. Gert var ráð fyrir áköfum rigningarskúr í nótt og varað var við vatnavöxtum, grjóthruni og skriðum. Verkstjóri hjá Vegagerðinni segir að betur hafi farið en við var að búast.","main":"Víglundur Rúnar Pétursson, yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á Sauðárkróki, segir að það hafi rignt óhemjumikið. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafi verið í viðbragðsstöðu en þeim hafi ekki borist neinar tilkynningar.\nþað er ekki mikill vöxtur í ám til vandræða, það hefur ekki verið og engar skriður sem við höfum frétt af á okkar svæði.\nog það er frekar að létta til og á að létta til í kvöld þannig að við erum vongóðir um að við höfum sloppið, sloppið fyrir horn.\nVegagerðin haldi þó áfram að fylgjast grannt með framvindu mála. Víglundur Rúnar segir að þó að ekki hafi borið á vatnavöxtum eða skriðuföllum, hafi úrkoman áhrif á malarvegi og margir orðnir býsna holóttir.\nþað er lítið hægt að gera í þessum malarvegum almennt fyrr en þornar upp.\nÓli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir heildarúrkomuna hafa verið minni en búist var við, og rignt hafi í aðrar fjallshlíðar í dag.","summary":null} {"year":"2022","id":"27","intro":"Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins ætlar að sækjast eftir endurkjöri sem formaður flokksins á landsfundi í nóvember. Hann segir að nýta þurfi tímann vel þegar fólk sé í stjórnmálum og það ætli hann að gera áfram.","main":"Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn í nóvember og er það fyrsti landsfundur flokksins í fjögur ár en síðasti landsfundur var í mars 2018. Fundinum var ítrekað frestað vegna faraldursins en frá síðasta fundi hafa farið fram alþingiskosningar þar sem Sjálfstæðisflokkurinn endurnýjaði samstarfið við Framsókn og Vinstri græn. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er samkvæmt hefðinni haldinn í Laugardalshöll, þar er stefna hans mótuð og þar er flokksforystan kosin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður flokksins var fyrst kosinn formaður í mars 2009, í kjölfar efnahagshrunsins, og tók við af Geir Haarde. Hann hefur því verið formaður í tæp fjórtán ár þegar landsfundur fer fram í nóvember, en sækist hann eftir því að gegna formennsku áfram.\nég lít þannig á að við séum bara að hefja kjörtímabilið og mér finnst ekkert annað eðlilegt en að ég haldi mínu striki og þess vegna í nóvember mun ég gefa kost á mér til að starfa áfram í þessari ríkisstjórn og leiða Sjálfstæðisflokkinn. Manni líður auðvitað alltaf eins og það séu mjög mikilvægir tímar uppi og maður þarf að nýta tímann vel þegar maður er í stjórnmálum og ég ætla að reyna að gera það áfram.","summary":"Bjarni Benediktsson gefur áfram kost á sér í formannsembætti Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í nóvember. "} {"year":"2022","id":"27","intro":"Íslandsmótið í golfi hófst í Vestmannaeyjum í morgun. Metfjöldi er í kvennaflokki á mótinu að þessu sinni en sumir sterkustu kvenkylfingar landsins taka þátt.","main":"RÚV sýnir frá mótinu á laugardag og sunnudag. 44 konur taka þátt að þessu sinni og þar af fjórir fyrrverandi Íslandsmeistarar. Hulda Clara Gestsdóttir ríkjandi Íslandsmeistari er þar á meðal en einnig tveir þrefaldir Íslandsmeistarar, atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Meðalforgjöfin í kvennaflokknum er 2,2 en alls eru 10 keppendur í kvennaflokknum með 0 eða lægra í forgjöf. 108 keppendur eru í karlaflokki og tveir þeirra eru fyrrverandi Íslandsmeistarar. Aron Snær Júlíusson er annar þeirra en hann hyggst reyna að verja titil sinn síðan í fyrra. Hinn er Kristján Þór Einarsson sem fagnaði titlinum í Eyjum árið 2008. Alls eru 46 keppendur í karlaflokknum með 0 eða lægri forgjöf.\nUndir átján ára kvennalandslið Íslands í handbolta hefur náð sögulegum árangri. Liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum á HM í Makedóníu í gærkvöld með stórsigri á Íran 28-17. Íslenskt kvennalandslið hefur aldrei komist eins langt á stórmóti í handbolta.\nToppliðin í Bestu deild karla í fótbolta, Breiðablik og Víkingur, mæta stórliðum í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Breiðablik fær Basaek-séhír frá Istanbúl í heimsókn á Kópavogsvöll og Víkingar mæta pólska stórliðinu Lech Poznan. Báðir leikir hefjast fimmtán mínútum fyrir sjö í kvöld.\nEftir fyrsta dag á Heimsleikunum í Crossfit er Björgvin Karl Guðmundsson efstur íslensku keppendanna. Hann er í sjöunda sæti eftir þrjár æfingar með 211 stig, aðeins 26 stigum frá verðlaunasæti. Þuríður Erla Helgadóttir er í 17. sæti í kvennaflokki og Sólveig Sigurðardóttir í 36. sæti eftir fyrstu þrjár greinarnar en efstu þrjátíu konurnar komast í gegnum niðurskurðinn. Anníe Mist Þórisdóttir og liðsfélagar hennar í liði Crossfit Reykjavíkur eru í 17. sæti eftir fyrstu tvær æfingarnar.","summary":"Sterkustu kylfingar landsins eru saman komnir í Vestmannaeyjum. Íslandsmótið í golfi hófst þar í morgun. "} {"year":"2022","id":"27","intro":"Lögreglustjórinn á Suðurnesjum varar leiðsögumenn og ferðamenn við að ganga að gosinu illa búnir. Leiðin er krefjandi og mun lengri en í fyrra.","main":"Þessi ganga, hún er erfiðari, hún er lengri en gosið 2021. Fólk þarf að labba lengra. Áætla má að það taki göngumann í kringum tvo tíma að komast að gosstöðvum, og þá það eru tveir tímar til baka. Hún er erfiðari en í fyrra og hún er ekki fyrir óvana göngumenn. Göngumenn þurfa að búa sig vel og taka með sér nesti.\nÍ tilkynningu frá lögreglustjóra í morgun kom fram að leiðsögumenn með illa útbúna ferðamenn sýndu tilmælum viðbragsaðila lítinn skilning. Úlfar telur þó ekki að það komi til lokana en segir brýnt að vera vel útbúinn.\nÞannig að þegar það eru tilmæli frá lögreglu að fólk taki tillit til þess sem sagt er við það og ég á ekki von á öðru en leiðsögumenn, atvinnumenn í þessum bransa taki tillit til þess.","summary":null} {"year":"2022","id":"27","intro":"Virkni eldgossins sem hófst í Meradölum á öðrum tímanum í gær hefur lítið breyst fyrsta sólarhringinn. Mælingar sýna að framleiðni gossins er um fimmfalt það sem var í upphafi gossins í Fagradalsfjalli í fyrra. Vísbendingar eru um að gossprungan gæti teygt sig til norðurs og rennsli aukist.","main":"Virkni eldgossins í Meradölum hefur lítið breyst fyrsta sólarhringinn. Hraun rennur úr um 300 metra langri sprungu og rennsli þess er um fimmfalt á við fyrstu daga eldgossins í Geldingadölum í fyrra. Hraunið er við það að fylla dældina þar sem sprungan opnaðist. Eftir það leitar hraunið út í Meradali.\nsegir Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði. Vísbendingar séu um að sprungan geti lengst til norðurs.","summary":"Eldgosið í Meradölum hefur verið nokkuð stöðugt. Rennsli er um fimmfalt það sem var í upphafi gossins í Geldingadölum í fyrra. Vísbendingar eru um að gossprungan gæti teygt sig til norðurs. "} {"year":"2022","id":"27","intro":"Bókanir hjá Icelandair og Play tóku kipp í gær þegar fór að gjósa. Forstjórar félaganna fagna gosinu og eru sammála um að það hafi góð áhrif á ferðaþjónustuna.","main":"Þó að enn sé ekki kominn sólarhringur síðan glóandi hraun fór að renna í Meradölum á Reykjanesskaga er gosið þegar farið að hafa áhrif á ferðaþjónustu. Gengi hlutabréfa í Icelandair tók kipp strax og fór að gjósa og bréfin hækkuðu um rúmlega 7% á aðeins örfáum klukkutímum. Við lok markaða í gær höfðu bréfin hækkað um rúm 3,2 prósent í Kauphöllinni. Gengi hlutabréfa Play hækkuðu líka um tæp 2 prósent. Hækkanir héldu svo áfram hjá báðum félögum við opnun markaða í morgun. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að gosið hafi mikil áhrif.\nVið fundum klárlega fyrir mikilli traffík, erlendis frá, inn á alla miðlana okkar. Bæði bókunarvélina okkar og samfélagsmiðlana. Þannig að þetta vakti strax mikinn áhuga og er held ég gríðarlega jákvætt fyrir ferðaþjónustuna.\n-Sjáið þið fyrir ykkur að hamra járnið meðan það er heitt og hreinlega markaðssetja ferðir hingað til þess að skoða gosið?-\nAlgjörlega, okkar markaðsfólk var í starhólunum og var mjög fljótt af stað í gær að koma þessum skilaboðum og allskonar tilboðum og öðru áleiðis.\n-Þannig að þú liggur spenntur yfir myndum og vonar að það slokkni ekki í þessu?-\nJá, þetta kom bara eins og eftir pöntun.\nBogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair tekur í sama streng.\nJá, við fundum fyrir auknum áhuga og leitum á okkur miðlum, sáum það strax. En allur áhugi skilar sér klárlega í auknum bókunum, við sáum það bara í fyrra þegar gaus þannig að svona, hvað eigum við að kalla það, viðburðir þeir hafa alltaf jákvæð áhrif á flæðið.\nHann segir mikilvægt að réttum skilaboðum sé komið til umheimsins um gosið.\nVið munum að minnsta kosti láta heiminn vita af því að þó að eldgosið sé nálægt flugvellinum og Reykjavík og ýmsum stöðum að þá er hættulaust að koma hingað. Og þetta er eldgos, eins og staðan er núna, svipað og var í fyrra.","summary":"Forstjóri Play segir að það hafi farið að gjósa eins og eftir pöntun. Bókanir í flug hjá Icelandair og Play tóku kipp í gær þegar eldgosið hófst. "} {"year":"2022","id":"27","intro":null,"main":"Utanríkisráðherra Kína sagði í morgun að heimsókn Nancy Pelosi væri brjálæðisleg. Kína myndi verja hagsmuni ríkisins og hefur kínverski herinn hafið heræfingar við strendur eyríkisins.\nViðbúnaðarstig á Taívan hefur verið hækkað og taívanska varnarmálaráðuneytið hefur lýst því yfir að her landsins sé tilbúinn að grípa til varna.","summary":"Kína mun verja fullveldi og hagsmuni kínversku þjóðarinnar segir utanríkisráðherra Kína, sem segir heimsókn Nancy Pelosi til Taívan brjálæðislega. Kína hefur hafið heræfingar við strendur eyríkisins."} {"year":"2022","id":"27","intro":"Gróðureldar loga á fjórum stöðum í skóglendi í útjarðri Berlínar. Þeir kviknuðu þegar eldur kom upp í skotfærageymslu lögreglunnar.","main":"Gróðureldar loga á fjórum stöðum í Grunewald-skóginum í vesturhluta Berlínar. Þeir kviknuðu þegar eldur kom upp í skotfærageymslu lögreglunnar í nótt. Slökkviliði hefur tekist að ná tökum á tveimur eldanna. Hinir brenna stjórnlaust.\nÍbúar í vesturhluta Berlínar vöknuðu á fjórða tímanum í nótt við miklar sprengingar þegar eldur kom upp í skotfæra- og sprengiefnageymslu lögreglunnar. Við það kviknuðu eldar á fjórum stöðum, sem ekkert varð við ráðið í fyrstu. Tveimur tímum síðar sendi slökkviliðið í Berlín út tilkynningu um hættuástand á svæðinu. Leita þurfti aðstoðar þýska hersins til að koma búnaði á staðina með brynvörðum vögnum. Um níu leytið í morgun mátti enn heyra sprengingar frá skóginum. Um það leyti tilkynnti slökkviliðið að tekist hefði að ná tökum á eldum á tveimur stöðum, en hinir brunnu stjórnlaust. Þá hafði gróður skemmst á um fimmtán þúsund fermetra svæði. Því var beint til fólks að halda sig frá svæðum þar sem eldarnir brenna. Nokkur truflun hefur orðið á lestaferðum af þessum sökum. Hitabylgja er í Þýskaland og útlit fyrir að hitinn fari í fjörutíu stig á nokkrum stöðum í dag. Útlit er fyrir að hitinn detti niður á morgun, búist er við því að þrumuveður færist yfir landið úr vestri.","summary":"Gróðureldar loga á fjórum stöðum í skóglendi í útjarðri Berlínar. Upptökin eru rakin til elds í skotfærageymslu lögreglu."} {"year":"2022","id":"28","intro":"Glerárkirkja er sennilega hýrasta kirkja á Íslandi um þessar mundir en þar eru núverandi sóknarprestur, fráfarandi prestur og nýráðinn prestur, öll á hinsegin rófinu.","main":"Helga Bragadóttir hefur verið ráðin sem prestur við Glerárkirkju. Tímasetning ráðningarinnar má segja að sé nokkuð táknræn, en í dag hefjast hinsegin dagar og Helga er stoltur hluti af hinsegin samfélaginu.\nþegar losnaði í Glerárkirkju var ég ótrúlega spennt, ég náttúrulega vissi að Sindri væri þarna hluti af hinsegin rófinu og það var bara alger draumur að fá að vinna með honum og vinna í þessari kirkju.\nHún segir að þegar hún hóf guðfræðinám sitt árið tvöþúsund og fjórtán hafi hún ekki vitað til neins prests á hinsegin rófinu, en nú séu þau þrjú, öll undir sama kirkjuþaki. Því hafi verið mikill heiður að hljóta ráðninguna.\nég er svo virkilega spennt bara þegar ég mætti þarna í viðtalið bara að sjá fallega fánann þarna úti á stéttinni og allt umhverfið, mér leið svolítið bara eins og ég væri komin heim.\nHún segir að þó Glerárkirkja sé sennilega hýrasta kirkja Íslands, sé hún fullviss um að hinseginleikinn sé velkominn í öðrum kirkjum líka. Og Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur Glerárkirkju, segir jákvætt að sjá hvernig viðhorf samfélagsins og kirkjunnar er að breytast og fagnar ráðningu Helgu.\nég held þetta sé í raun bara svolítið til merkis um það að, án þess að vera að gera lítið úr því að þetta sé mikilvægt, þá er þetta líka til merkis um að samfélagið er komið þangað að þetta skiptir ekki öllu máli, við erum bara að horfa á fólk eftir hæfileikum og styrkleikum en erum ekki að einblína á kynhneigð fólks.","summary":null} {"year":"2022","id":"28","intro":"Viðbúnaðarstig á Taívan var hækkað í nótt vegna yfirvofandi heræfinga Kínverja umhverfis eyjuna. Sólarhringsheimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, til eyríkisins lauk í morgun.","main":"Stjórnvöld á meginlandi Kína gera tilkall til Taívans og fæst ríki heims viðurkenna sjálfstæði þess, hvorki Bandaríkin né nokkurt Evrópuríki utan Vatíkansins. Taívan nýtur þó sjálfstjórnar og á í óformlegum diplómatískum samskiptum við fjölda ríkja. Heimsókn Pelosi til Taívans markar tímamót, en þetta er í fyrsta sinn í aldarfjórðung sem jafnháttsettur fulltrúi Bandaríkjanna heimsækir landið. Stjórnmálaskýrendur hafa sagt að með heimsókninni vilji Pelosi styrkja ímynd sína sem andstæðingur mannréttindabrota stjórnvalda í Peking. Andúð í garð Kínastjórnar hefur sjaldan verið meiri í Washington, raunar svo að meira að segja Repúblikanar hafa lýst yfir ánægju með ferð Demókratans Pelosi.\nPelosi átti fund í nótt með Tsai Ing-wen, forseta Taívans, í forsetahöllinni. Þar sagðist hún vilja koma því á framfæri að vinskapur landanna tveggja væri ákaflega mikilvægur. Bandaríkin standi við sínar skuldbindingar gagnvart Taívan. Tsai þakkaði Pelosi á móti fyrir stuðninginn og sagði tengsl Pelosi við Taívan djúpstæð og góð.\nHeimsóknin hefur vakið fyrirsjáanlega úlfúð Kínverja. Utanríkisráðuneytið kínverska kallaði hana svívirðilega og sagði að afleiðingarnar verði grafalvarlegar. Kínverski herinn ætlar að halda stærðarinnar heræfingu á Taívanssundi, og að sögn taívanskra stjórnvalda innan efnahagslögsögu eyjarinnar. Taívansstjórn fordæmir heræfinguna af hörku og segir hana jafngilda herkví á sjó og í lofti.","summary":"Sólarhringslangri heimsókn Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til Taívan lauk í morgun. Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að heimsóknin muni hafa afleiðingar og hafa skipulagt stærðarinnar heræfingu á Taívanssundi."} {"year":"2022","id":"28","intro":"Félagsstofnun stúdenta hefur nýlokið stærstu úthlutun stúdentaíbúða frá upphafi. 512 íbúðum og herbergjum var úthlutað til rúmlega 550 stúdenta. Félagið hefur unnið á biðlistum með uppbyggingu íbúða á síðustu árum, og búist er við að þeim fjölgi áfram á næsta ári.","main":"við opnuðum Mýrargarð við sæmundagötu 21 í upphafi covid. þar komu inn 244 nýjar íbúðir og herbergi. og svo síðasta haust opnuðum við nýbyggingu Gamla garðs, með 69 nýjum herbergjum.\nSagði Heiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri Stúdentagarða. Félagsstofnun stúdenta hefur nú um 1.500 íbúðir og herbergi til útleigu, og þar búa um 2.000 manns, stúdentar og fjölskyldur þeirra. Um 650 eru á biðlista.\nVið erum að gera upp hótel sögu og þar stefnum við á að opna 112 nýjar stúdíóíbúðir á nýju ári. Við erum líka að byggja á Lindargötu 44, þar mun rísa hús með 10 íbúðum og samkomusal fyrir íbúa. Og svo erum við mjög spennt fyrir uppbygigngu nýs hverfis í Skerjafirði þar sem við stefnum á að byggja 107 þriggja herbergja íbúðir.","summary":"Aldrei hafa fleiri stúdentar fengið íbúð á stúdentagörðum. Félagsstofnun stúdenta hefur stytt biðlista með uppbyggingu íbúða á síðustu árum, og búist er við að þeim fjölgi áfram á næsta ári."} {"year":"2022","id":"28","intro":"Atkvæðagreiðslur og forkosningar voru haldnar víðs vegar í Bandaríkjunum í gær. Frambjóðendur hliðhollir Donald Trump áttu góðu gengi að fagna í forkosningum Repúblikana og kjósendur í Kansas höfnuðu því að fella úr gildi ákvæði stjórnarskrár ríkisins sem tryggir réttinn til þungunarrofs.","main":"Alls sagði 61 prósent nei við tillögu stjórnvalda í Kansas, sem þykja töluvert íhaldssöm, líkt og reyndar kjósendur sjálfir. 39 prósent vildu fella ákvæðið úr gildi.\nEf atkvæðagreiðslan hefði verið samþykkt hefðu yfirvöld í ríkinu getað bannað þungunarrof eða takmarkað aðgengi að því verulega. Fjárstyrkir einstaklingar og fyrirtæki hvaðanæva að úr Bandaríkjunum vörðu milljónum dala í að miðla boðskap hvorrar hliðar málsins.\nNú styttist í að Bandaríkjamenn kjósi til þings, velji ríkisstjóra og ýmislegt annað og eru forkosningar því haldnar innan raða Demókrata og Repúblikana. Þær þykja prófsteinn á völd Donalds Trump, fyrrverandi forsetakosninga, innan flokks Repúblikana.\nAugu margra beindust að Arizona í nótt þar sem Karrin Taylor Robson bar sigur úr býtum og verður því frambjóðandi Repúblikana í komandi ríkisstjórakosningum. Trump studdi framboð Kari Lake, sem hafnaði í öðru sæti. Mike Pence, sem var varaforseti Trumps, studdi Robson. Trump-liðar unnu þó sigur víða í nótt.\nTrump sagðist í síðasta mánuði hafa ákveðið hvort hann bjóði sig fram til forseta á ný og samkvæmt bandarískum miðlum er líklegt að ákvörðunin sé að gefa kost á sér. Kannanir benda til þess að hann myndi vinna forkosningar Repúblikana og hafa betur gegn Joe Biden forseta, en langt er til kosninga.","summary":null} {"year":"2022","id":"28","intro":"Forsætisráðherra segir óvissuna, varðandi jarðhræringar á Reykjanesskaga, vera versta og þær ólíku sviðsmyndir sem geti komið upp. Ríkisstjórnin fylgist grannt með stöðu mála í náinni samvinnu við sveitarfélögin og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.","main":"Ríkisstjórnin setti á laggirnar í júní, vegna jarðhræringanna, samhæfingarhóp ráðuneytastjóra úr nokkrum ráðuneytum til að fylgjast með gangi máli og sá hópur fundar í dag. Þá fylgist þjóðaröryggisráð grannt með eins og ríkisstjórnin.\nþetta verður á dagskrá ríkisstjórnarinnar núna á föstudaginn til þess að fara einfaldlega yfir stöðuna og það er alveg ljóst að þetta er ofboðslega óþægilegt og ég verð að segja það að maður finnur til ekki síst með Grindvíkingum sem hafa orðið mest varir við þessa skjálfta og myndirnar sem við höfum verið að sjá auðvitað sýna kraftinn sem við finnum öll fyrir hér á suðvesturhorninu\nÓvissan sé mikil, segir forsætisráðherra, og sérstaklega gagnvart því hvar gos geti komið upp. En hafa stjórnvöld áhyggjur af flugvellinum og Reykjanesbraut?\nja það er auðvitað eitt af því sem við höfum verið að ræða á vettvangi bæði ríkisstjórnarinnar og þjóðaröryggisráðs hverjar líkurnar eru á því og eitt af því sem innviðaráðherra er að skoða sérstaklega eru málefni flugvalla og að sjálfsögðu annarra samgönguleiða þ.e.a.s. veganna og auðvitað hljóta þessar jarðhræringar sem nú standa yfir að hafa áhrif á það mat til dæmis á mögulegum flugvelli í Hvassahrauni það er alveg ljóst að þessar jarðhræringar hljóta að hafa áhrif á það mat. Og draga úr líkunum á að af því verði? Ja væntanlega því viðerum að horfa á samkvæmt öllum líkum á langvarandi skeið óróa á Reykjanesi.","summary":null} {"year":"2022","id":"28","intro":"KR hélt góðu gengi sínu á útivelli áfram þegar liðið vann KA í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Tveir leikir eru í fimmtándu umferð deildarinnar í kvöld.","main":"KR vann deildarleik í fyrsta sinn síðan í lok maí þegar liðið vann 1-0 sigur á KA á Akureyri í gær. Þó liðið hafi haft litla ástæðu til að fagna undanfarið hefur gengi þess verið gott á útivelli í sumar. Liðið hefur leikið sjö útleiki og unnið fjóra þeirra. Gengið hefur ekki verið jafngott á heimavelli. Á Meistaravöllum hefur KR aðeins unnið einu sinni í átta leikjum. Sömu sögu má segja af liðinu síðustu tvö tímabil. Árin 2020 og 2021 vann KR 13 útisigra í 18 leikjum en aðeins sjö heimasigra í 21 leik. KR mætir næst ÍBV á heimavelli en fer svo til Keflavíkur þar á eftir.\nTveir leikir eru á dagskrá bestu deildar karla í kvöld. Valur og FH mætast á Hlíðarenda og Stjarnan og Fram í Úlfarsárdal. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, mætir FH í fyrsta sinn síðan hann var látinn fara frá félaginu í sumar. Valur er í fimmta sæti með 21 stig en FH er í fallbaráttu. Liðið er í tíunda sæti, einu stigi frá fallsæti.\nHeimsleikarnir í Crossfit hefjast í Madison í Wisconsin í Bandaríkjunum í dag þar sem keppt er um titlana hraustasta kona og hraustasti karl heims. Eins og vanalega eru nokkrir Íslendingar meðal keppenda. Þrjár þekktustu konurnar verða þó ekki með í einstaklingskeppninni. Annie Mist Þórisdóttir skipti yfir í liðakeppni fyrir leikana og Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur mistókst að tryggja sér sæti í undankeppninni. Þrír Íslendingar keppa þó í einstaklingsflokki, þau Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir. Björgvin Karl lenti í fjórða sæti á leikunum í fyrra og er því til alls líklegur.","summary":"KR vann langþráðan sigur í Bestu deild karla í gær. Liðið hafði ekki unnið leik síðan í lok maí. "} {"year":"2022","id":"28","intro":"Biðlistar eru eftir flestum tegundum rafbíla á Íslandi. Það styttist í að skattaívilnunum á rafbíla til að liðka fyrir orkuskiptum sleppi. Framkvæmdastjóri FÍB vill að stjórnvöld móti skýrari stefnu um hvernig gjaldtöku af nýorkubílum verði háttað.","main":"Óformleg fyrirgrennslan fréttastofu leiddi í ljós að hægt er að fá eina eða tvær gerðir af rafbílum afgreiddar af lager, eftir öðrum þarf að bíða. Sumum í tvo til þrjá mánuði, öðrum fram yfir áramót og jafnvel langt fram á næsta ár.\nRunólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir langa bið eftir flestum nýjum bílum vegna aðstæðna sem skapast hafi vegna covid og stríðsins í Úkraínu.\nÞað er ákveðin tregða í heiminum varðandi aðfangakeðjur sem hefur gert það að verkum að framleiðni á bæði rafbílum og reyndar öðrum bílum líka hefur verið minni en löngum áður.\nSkattaívilnanir af kaupum á rafbílum renna út þegar ákveðnum fjölda seldra rafbíla verður náð. Runólfur segir stöðuna þannig að þeir sem skrái sig á biðlista nú geti ekki endilega gert ráð fyrir því að njóta ívilnana þegar bílarnir fáist afgreiddir.\nSvona að óbreyttu þá er ekkert ósennilegt að búast við því að þessir hvatar verði farnir bara snemma á næsta ári. Það er kannski ekki hægt að ganga að því vísu ef er löng bið eftir bíl að bíllinn muni verða innan þessa ramma um það að fá niðurfellingu virðisaukaskatts.\nRunólfur vill að stjórnvöld móti skýrari stefnu um gjaldtöku af bílum og hvernig orkuskiptum í samgöngum á landi skuli náð.\nÞað vantar kannski að sú stefna sé lögð á borðið hvernig á að ná markmiðum stjórnvalda. Og það er stundum ekki alveg hægt að skilja ráðamenn, hvaða leið þeir ætla að fara af því að eitt vandamálið í dag er líka það segja ráðamenn að það þurfi nauðsynlega að ná hærri sköttum af nýorkubílum og þá allt í einu er eina lausnin orðin einhverjir vegtollar. Þannig að það væri ágætt ef menn settust niður og mótuðu einhverja stefnu til lengri tíma.","summary":"Biðlistar eru eftir flestum tegundum rafbíla hér á landi og í sumum tilfellum þurfa kaupendur að bíða fram á næsta ár til að fá bíl sinn afhentan. "} {"year":"2022","id":"28","intro":"Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og - eystra vegna úrhellisrigninga. Ár gætu flætt yfir bakka sína auk þess sem varað er við grjóthruni og skriðum. Veðurfræðingur hvetur fólk til að bíða með tjaldútilegur á svæðinu.","main":"Öflugur úrkomubakki gengur nú inn á norðanvert landið og útlit er fyrir norðan 8 til 15 metrum á sekúndu með talsverðri eða mikilli rigningu á Norður- og Austurlandi. Búast má við vexti í ám og lækjum og jafnvel grjóthruni. Vegagerðin hvetur fólk til að aka með gát um Siglufjarðarveg og Ólafsfjarðarmúla þar sem hætta er á grjóthruni og jarðsigi. Óli Þór Árnason er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.\nÞetta er töluvert mikil úrkoma og kemur í raun ofan á þegar mjög blauta jörð.\n-Það eru ekki beint hlýindi í þessum veðurkortum hjá ykkur, útivist og annað, ætti fólk að hafa varann á á þessu svæði?-\nÞetta er náttúrlega töluvert vosbúðarverður, þannig að ég held það sé alveg sama hverju þú reynir að tjalda í svona verðri, það verður allt blautt.\n-Þannig að þú mælir ekki beint með tjaldútilegum, fyrir norðan og austan, svona í dag allavegana?-\nEkki í dag og eiginlega ekki á morgun heldur en eftir það fer þetta nú allt að komast á beinu brautina aftur, allavegana í einhverja daga.\n-Nú er líka verið að vara við skriðuföllum-\nÞað er nú aðallega vegna þess að jörðin er mettuð fyrir, að fá svona mikla rigningu ofan á það að þá er alltaf ákveðin hætta á að það geti myndast rof og þá fara einhverjar spýur niður. Náttúrlega eins og útanverðirð Köldukinn, þar fór í fyrra stór skriða, þannig að menn eru í raun að reyna að vera undan en ekki láta grípa sig í bólinu.\n-Eru einhver sértök svæði, þú nefnir Köldukinn, sem þið hafið meiri áhyggjur en önnur?-\nÞað er svona mest áveðurs, það er að segja úrkoman kemur að landi þar, þar eru fjöllin stærst og bröttust svo öllu jafna myndi það flokkast sem líklegasti staðurinn.","summary":null} {"year":"2022","id":"29","intro":"Umferðin um verslunarmannahelgina gekk stóráfallalaust fyrir sig, að sögn lögreglu. Fjölmargir voru þó stöðvaðir fyrir hraðakstur og fyrir ölvun við akstur.","main":"Mesta umferðin var á Suðurlandi. Bjarki Oddsson aðalvarðstjóri segir að sex minniháttar umferðarslys hafi verið tilkynnt um helgina. Hann þakkar það öflugu eftirliti. Tuttugu og fimm voru kærðir fyrir of hraðan akstur.Fjögur umferðarslys voru skráð í umdæmi Lögreglunnar á Norðurlandi eystra, engin slys urðu á fólki en minniháttar eignatjón, segir Hallgrímur Gíslason varðstjóri. Hann segir að undanfarnar verslunarmannahelgar hafi verið erfiðari. Fjörutíu og fjórir voru kærðir fyrir of hraðan akstur og sjö fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur. \"Þessi verslunarmannahelgi var með þeim rólegri, segir Vilhjálmur Stefánsson rannsóknarlögreglumaður á Norðurlandi vestra. Hann segir að engin slys séu skráð í bækur lögreglunnar en um 30 manns hafi verið teknir fyrir of hraðan akstur sem hann segir ekki mikið í þessu umdæmi. Lögreglan á Vestfjörðum og á Austurlandi hafa svipaða sögu að segja. Í þeim umdæmum urðu engin alvarleg slys í umferðinni. Á Vestfjörðum voru 36 kærðir fyrir of hraðan akstur og 30 á Austurlandi.\nAlvarlegasta slysið varð á Vesturlandsvegi í Kollafirði á sunnudag þegar hjólbarði losnaði af kerru sem var í eftirdragi bifreiðar. Dekkið lenti á bíl sem kom úr gagnstæðri átt og úr varð fjögurra bíla árekstur. Þrír voru fluttir á sjúkradeild en allar bifreiðarnar fjórar voru óökuhæfar. Tveir hlutu minniháttar áverka en ekki er vitað um líðan þess þriðja\nLögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjátíu og sex ökumenn fyrir ölvunarakstur um helgina.","summary":null} {"year":"2022","id":"29","intro":"Mikið álag var á Sjúkrahúsinu á Akureyri um helgina. Það hefur verið á óvissustigi í tæpar tvær vikur. Framkvæmdastjóri lækninga segir manneklu, fjölda ferðamanna og bilun á stóru tæki helstu ástæðu vandræðanna.","main":"Tólf dagar eru síðan yfirstjórn sjúkrahússins á Akureyri færði viðbúnaðarstig sjúkrahússins á óvissustig. Þá voru flestar deildir yfirfullar og mannekla viðvarandi. Staðan er endurmetin daglega og Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga, segir að staðan sé enn viðkvæm eftir þunga og annasama helgi.\nHelgin byrjaði nú tiltölulega rólega en svo æstust leikar eftir því sem á leið helgina og við erum bara með alveg yfirfullar deildir núna. Bráðamóttakan tekur nú oft skellinn á því eins og ég hef sagt áður, þegar fólk gengur hratt um gleðinnar dyr. Það hefur verið gríðarlega mikið um sjúkraflug, met slegin bæði föstudag og sunnudag og bara já, mjög þung staða.\nEn það eru ekki bara fleiri innlagnir og skortur á starfsfólki sem gerir stöðuna á sjúkrahúsinu erfiða.\nSvo óheppilega vildi til að sneiðmyndatækið okkar bilaði líka þannig að það hefur haft truflandi áhrif á starfsemina, gert hlutina erfiðari\n-Sjáið þið fyrir endann á þessari stöðu þarna hjá ykkur?-\nJá það náttúrlega alltaf þannig að þegar það fer að síga á seinni hluta sumarsins að þá fer mönnunin að komast í betra horf og hlutirnir að róast aðeins ef maður getur sagt það, þótt það sé aldrei á vísan að róa í því.","summary":"Mannekla, yfirfullar deildir og biluð tæki valda því að sjúkrahúsið á Akureyri hefur nú verið á óvissustigi í tólf daga. Framkvæmdarstjóri lækninga vonast eftir því að starfsemin færist í betra horf með haustinu. "} {"year":"2022","id":"29","intro":"Hjón voru myrt í bænum Otta í Guðbrandsdal austanvert í Noregi í gær. Rannsókn stendur yfir en sá grunaði hefur ekki enn verið yfirheyrður.","main":"Hjónin bjuggu í úthverfi bæjarins en þau voru stungin til bana. Hinn grunaði hringdi sjálfur á lögreglu. Lögreglumenn frá tæknideild norsku rannsóknarlögreglunnar, Kripos, komu til Otta síðdegis í gær til fulltingis lögreglunni þar. Rannsókn á vettvangi hófst strax í gærkvöld og lögregla hefur rætt við fjölda vitna eða íbúa í grenndinni. Hinn grunaði er karlmaður á fertugsaldri. Lögmaður hans segir í samtali við norska miðilinn Verdens Gang að hann hafi hringt í lögreglu klukkan sex að staðartíma í gær og sagst hafa stungið tvær manneskjur til bana. Kristian Bjaanes, aðgerðastjóri lögreglunnar í Otta, staðfestir það í samtali við norska ríkisútvarpið. Rannsókn sé á byrjunarstigi en lögreglan sé með nokkuð skýra mynd af því sem gerðist.\nFredrik Thompson, sem fer fyrir rannsókninni, segir of snemmt að tjá sig um tengsl hinna myrtu við árásarmanninn. Þau séu öll norskir ríkisborgarar og hinn grunaði hafi búið í nágrenni við hjónin. Hann hefur ekki verið yfirheyrður. Farið verður fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum.","summary":"Hjón í bænum Otta í Noregi voru stungin til bana í gær. Hinn grunaði tilkynnti sjálfur um morðin en hefur ekki enn verið yfirheyrður. "} {"year":"2022","id":"29","intro":"Íslenski söngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson sló, að dómi gagnrýnenda, í gegn á frumsýningu á Bayruth-hátíðinni í Þýskalandi í fyrrakvöld, sem er frægasta Wagner-hátíð í heimi. Ólafur Kjartan segir það hafa verið markmið sitt alla tíð að hreppa hlutverk á hátíðinni og viðtökurnar hafi verið vonum framar. Angela Merkel fyrrverandi kanslari var meðal áhorfenda.","main":"Bayruth-hátíðin er haldin árlega í Þýskalandi og er frægasta Wagner-hátíð í heimi. Ólafur Kjartan Sigurðarson baritónsöngvari var valinn til að fara með hlutverk dvergsins Alberich í Niflungahring Wagners.\nÉg var ráðinn í þetta hlutverk hér fyrir ætli það séu ekki komin þrjú ár síðan ég skrifaði undir samninginn og það er eins og eðli málsins samkvæmt að ég mátti ekki segja frá í mjög langan tíma og síðan kom covid frestun á verkefninu þannig að ég er búinn að bíða ansi lengi en síðan varð það loksins að veruleika í fyrradag. Bayruth hátíðin er haldin árlega, er þetta ekki gríðarlegt tækifæri? Jú þau gerast eiginlega ekki stærri í mínu fagi það er að segja, þessi Wagner hátíð í Bayruth er einstök á heimsvísu, hér eru eingöngu flutt verk Richard Wagners enda reisti hann þetta hús sjálfur og setti sjálfur sínar óperur hér á svið.\nViðbrögð gagnrýnenda og áhorfenda hafa ekki látið á sér standa eins og Arthur Björgvin Bollason fór yfir á Rás 1 í morgun. Ólafur Kjartan var sagður hafa slegið í gegn, vera eftirlæti áhorfenda, snillingur kvöldsins og heimsklassa listamaður svo vitnað sé í nokkur skrif, og ekki aðeins fyrir sönginn heldur einnig fyrir leik.\nþví er ekki að neita að þetta er auðvitað mjög dýrmætt fyrir mann hvað ferilinn varðar og umboðsmaðurinn minn, umboðasskrifstofan mín mun nýta sér þetta alveg fram í fingurgóma og pósta þessu út um allt hægri vinstri og þetta verður mér auðvitað til framdráttar og er gríðarlega dýrmætt að sjálfsögðu en ég reyni að láta þetta ekki hafa áhrif\nþetta er búið að vera eitt af mínum ja mitt aðalmarkmið árum saman að frumsýna hér Alberich í hringnum\nSegir Ólafur Kjartan og þess má geta að vinsældir hátíðarinnar eru miklar og miðar eru pantaðir árum fram í tímann. Meðal áhorfenda á frumsýningunni í fyrradag var Angela Merkel fyrrverandi kanslari en frumsýningin stendur til föstudags.","summary":"Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón söngvari sló í gegn á frumsýningu á Bayruth hátíðinni í Þýskalandi í fyrradag. Hann segir þetta hafa verið sitt aðal markmið alla tíð en hann hefur hlotið einróma lof fyrir. "} {"year":"2022","id":"29","intro":null,"main":"Kvikuhreyfingar sjást greinilega á nýrri gervitunglamynd og eru nú norðaustur af gosstöðvunum í fyrra, milli Fagradalsfjalls og Keilis. Sex skjálftar yfir fjórum hafa orðið á þessu svæði síðastliðinn sólarhring, sá stærsti fimm að stærð.\nFreysteinn Sigmundsson\nKvikuinnskotið sést vel á gervitunglamyndum.\nStóru skjálftarnir mynda einskonar vegg við vestanvert Kleifarvatn.\nFramhaldið, vísindaráð.","summary":"Kvikuhreyfingar sjást greinilega á gervitunglamynd. Þær eru norðaustur af gosstöðvunum frá því í fyrra, milli Fagradalsfjalls og Keilis. Sex skjálftar yfir fjórum hafa orðið á þessu svæði síðasta sólarhring, sá stærsti fimm að stærð."} {"year":"2022","id":"29","intro":"Breiðablik vann 3-1 sigur á ÍA á heimavelli í bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Eftir leikinn er liðið komið með níu stiga forskot á Víking á toppi deildarinnar en ÍA er enn neðst.","main":"Gengi liðanna hefur verið mjög ólíkt í sumar. Breiðablik hefur tapað einum leik en ÍA aðeins unnið einn. Eins og við mátti búast var Breiðablik sterkara liðið í Kópavogi í gær. Því tókst þó ekki að skora í fyrri hálfleik og ÍA varðist vel. Í síðari hálfleik voru það Skagamenn sem voru fyrri til að skora. Gísli Laxdal Unnarsson kom þeim yfir á 54. mínútu eftir fyrirgjöf frá Eyþóri Aroni Wöhler. Þá skipti Breiðablik um gír og gerði út um leikinn á 9 mínútna kafla. Kristinn Steindórsson jafnaði á 62. mínútu eftir darraðardans í vítateig Skagamanna. Damir Muminovic kom Breiðabliki yfir með skalla þremur mínútum síðar. Það var svo Ísak Snær Þorvaldsson sem skoraði tólfta mark sitt í deildinni í sumar og tryggði Breiðabliki 3-1 sigur á 71. mínútu eftir laglegan undirbúning Dags Dan Þórhallssonar.\nEinn leikur er á dagskrá Bestu deildarinnar í kvöld. KR fer norður og mætir KA á Akureyri klukkan 18. KA er í þriðja sæti en KR jafnt Keflavík í því sjötta.\nOg yfir í golfið. Greg Norman segir að forsvarsmenn LIV-mótaraðarinnar hafi boðið Tiger Woods á bilinu 700 og 800 milljónir bandaríkjadala fyrir að keppa á mótaröðinni. Það jafngildir um 95 til 109 milljörðum króna. Norman er framkvæmdarstjóri mótaraðarinnar sem er fjármögnuð af fjárfestingarsjóði í eigu Sádi-Arabíu. Hún hefur verið sögð tilraun ríkisins til að hvítþvo sig af stórfelldum mannréttindabrotum. Öllum sem gengið hafa til liðs við mótröðina hefur verið vísað af PGA-mótaröðinni bandarísku og Evrópumótaröðinni. Nú síðast var Henrik Stenson vikið úr sæti fyrirliða liðs Evrópu í Ryder-bikarnum. Luke Donald var í gær ráðinn í hans stað.","summary":null} {"year":"2022","id":"29","intro":"Svo virðist sem tjón af völdum skjálftanna á Reykjanesskaga í nótt hafi verið minna en oft áður. Skjálfti fimm að stærð varð við Kleifarvatn laust fyrir klukkan hálf þrjú í nótt.","main":"Skjálftinn fannst vel á meðferðarheimilinu í Krýsuvík, þar sem bækur og annað lauslegt féll úr hillum. Starfsmaður segir að íbúar beri sig nokkuð vel þótt margir hafi orðið skelkaðir þegar skjálftinn reið yfir í nótt.\nÞá sluppu vörur í hillum verslana betur en oft áður. Rekstrarstjóri Krónunnar segir að ekkert tjón hafi orðið í verslun Krónunnar í Reykjanesbæ en við Norðurhellu í Hafnarfirði féllu vörur úr hillum. Starfsfólk ber sig nokkuð vel að hans sögn enda finni það oft ekki fyrir skjálftunum á meðan það er á þeytingi við störf sín.\nÍ álverinu í Straumsvík sló rafmagni út alls staðar nema þar sem eiginleg álframleiðsla fer fram. Bjarni Már Gylfason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, segir að greiðlega hafi gengið að koma rafmagni aftur á. Hann ítrekar að þetta hafi engin áhrif haft á starfsemi álversins.","summary":null} {"year":"2022","id":"29","intro":"Hús hér á landi eru hönnuð til að þola stærstu jarðskjálfta sem geta orðið á hverju landsvæði fyrir sig. Burðarþolsverkfræðingur hjá Eflu segir mun meiri hættu á tjóni vegna lausamuna.","main":"Jarðskjálftahrinan sem staðið hefur yfir á Reykjanesskaga frá hádegi á laugardag veldur eflaust mörgum áhyggjum. Bjarni Jón Pálsson burðarþolsverkfræðingur hjá Eflu segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að íslensk hús þoli ekki álagið.\nVið eigum ekki von á að það hrynji nein hús.\nBjarni segir að landinu sé skipt í svæði og hús hönnuð með það fyrir augum að þola stærri skjálfta en hægt sé að búast við á hverju svæði. Að baki hönnun búi alls konar útreikningar.\nÍ steyptu húsunum eru það járnbindingar í veggjum sem skipta mestu máli að setja það á rétta staði, og hafa nóg af veggjum. Háu húsin fá að sveiflast og þau éta upp orkuna með því að sveiflast en lágu húsin eru gjarnan höfð frekar stíf þannig að þau bara dansa með jörðinni.\nBjarni segir það jafnframt hafa sýnt sig að eldri hús á íslandi hafi gott burðarþol og þoli jarðskjálfta vel. Miðað er við jarðskjálfta af stærðinni rúmlega sex á höfuðborgarsvæðinu en á Suðurlandi og Húsavík og nágrenni sé reiknað með enn stærri skjálftum.\nÞað geti verið að einhvers staðar erlendis séu byggð hús sem ekki hefðu þolað skjálfta á borð við þá stærstu í hrinunni nú en ítrekar að engin ástæða sé til að hafa áhyggjur.\nÞað er meira kannski hætta á einhverjum lausamunum, svona einhverju sem getur dottið. Það er það sem alltaf er verið að hamra á að fólk hugi að því að festa svona lausamuni.","summary":"Ekki þarf að hafa áhyggjur af burðarþoli húsa í tengslum við yfirstandandi skjálftahrinu. Hús eru hönnuð til að þola stærstu jarðskjálfta sem hér geta orðið, segir burðarþolsverkfræðingur hjá Eflu. "} {"year":"2022","id":"30","intro":"Vegna óvissustigs Almannavarna eru íbúar Grindavíkur beðnir um að kynna sér rýmingaráætlun fyrir svæðið ef til eldgoss kemur. Eldfjallafræðingur segir ekki hægt að útiloka að skjálftarnir nú séu fyrirboðar stórs hraungoss sem gæti eyðilagt innviði og lokað leiðum um Suðurnesin.","main":"Þegar gosið við Fagradalsfjall hófst í fyrra, 19. mars, var jörð búin að skjálfa all-hressilega á Reykjanesskaganum í nokkrar vikur. Hrinan hófst um mánaðarmótin febrúar mars 2021 og þegar líða tók á mars voru þúsundir skjálfta að mælast á svæðinu á hverjum sólarhring, svipað og núna. Svo slaknaði aðeins á spennunni, en svo kom gos. Eldgosið við Fagradalsfjall braust vissulega upp á besta stað, fjarri byggð og mannvirkjum, nokkuð aðgengilegt þó fyrir almenning og vegna Covid voru hér fáir ferðamenn það skapaðist aldrei hættuleg örtröð á gossvæðinu. Þó að fjöldinn allur af forvitnu gosáhugafólki hafi meitt sig á leiðinni upp að eldstöðvunum, urðu engin alvarleg slys á fólki á þessum sex mánuðum sem þetta nokkuð meinleysislega túristagos stóð yfir. Óttalegur ræfill, sagði einn vísindamaðurinn um gosið þegar það byrjaði.\nGoslokum var lýst yfir 19. desember. Eftir annað hálft ár af nokkuð rólegu tímabili á Reykjanesskaganum, byrjaði jörðin að skjálfa á ný um helgina. Almannavarnir skelltu á enn einu óvissustiginu á laugardag vegna skjálftanna. sem eru vafalítið orsök kvikusöfnunar undir yfirborðinu. Við ættum að vera orðin kunnug þessum stigum, það er að segja óvissustigi, hættustigi og svo neyðarstigi, hvort sem það er í tengslum við jarðskjálfta og gos, smitsjúkdómafaraldra eða hættum á ofanflóðum. Óvissustig þýðir einfaldlega meiri vöktun, það er fylgst betur með aðstæðum og fólk á að vera meira á tánum en ella. Og eins og nafn stigsins gefur til kynna er alls óvíst hvað mun gerast. Og þó að gosið við Fagradalsfjall hafi verið óttalegur ræfill, er ekkert sem segir að næsta gos verði það líka. Það hafa komið gos þarna sem sendu hraun til sjávar norðan og sunnanmegin á skaganum, og ef það gerist aftur fara bæði Keflavíkur- og Suðurstrandarvegur undir hraun, sem einangra Suðurnesin algjörlega.\n..þurfum að byrja á þessu núna\nsagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í viðtali við RÚV í gær. Hann telur líklegast að kvikan komi upp, ef hún kemur upp, annað hvort í eða við Fagradalsfjall.\nAlmannavarnir unnu rýmingaráætlun fyrir Grindavík í síðasta gosi. Ef til hennar kemur fá íbúar fyrst SMS frá neyðarlínunni. Þá þarf að ganga frá húsinu svo vel sé, líma þar til gerðan miða í áberandi glugga og yfirgefa húsið. Huga á að nágrönnum, taka upp gangandi flóttafólk ef rými er í bílnum og hlusta á útvarp og fylgjast með fjölmiðlum. Söfnunarmiðstöð innan Grindavíkur er í íþróttamiðstöðinni, en hún er helst ætluð þeim sem þurfa aðstoð við að komst úr bænum. Ef það er ekkert símasamband á að setja hvíta veifu á hurð eða í glugga húss. Vegna óvissustigs er brýnt að íbúar Grindavíkurbæjar kynni sér þessar upplýsingar, segja Almannavarnir.","summary":"Jörð skalf hressilega í þrjár vikur í aðdraganda síðasta eldgoss á Reykjanesskaganum. Eldfjallafræðingur segir líklegast að ef það gýs eftir þessa hrinu, þá komi kvikan upp í eða við Fagradalsfjall. Íbúar Grindavíkur eru beðnir um að kynna sér rýmingaráætlun vegna mögulegs eldgoss."} {"year":"2022","id":"30","intro":"Kornútflutningur frá Úkraínu hófst á ný í morgun þegar flutningaskip með korni lagði úr höfn í Odesa í fyrsta sinn frá því innrás Rússa hófst. Úkraínumenn treysta þó ekki að fullu á að Rússar standi við samkomulag um þennan flutning sem var gert fyrir tíu dögum.","main":"Það voru mikil tímamót í höfninni í Odesa í morgun þegar korn var flutt með skipi frá Úkraínu í fyrsta sinn í rúma fimm mánuði. Flutningurinn er afrakstur samkomulags milli Úkraínumanna og Rússa sem Tyrkir og Sameinuðu þjóðirnar komu að, og fól í sér að Rússar myndu ekki ráðast á hafnirnar meðan á flutningi stæði.\nStöðvun á kornútflutningi hefur átt þátt í skorti á matvælum víða um heim, sem aftur hefur leitt til mikillar verðhækkunar á mat, einkum kornvörum. Þetta hefur einkum komið fátækari ríkjum illa. Viðbrögð ráðamanna við þessum áfanga hafa því verið almennur fögnuður. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði þetta mikinn létti fyrir heiminn og hvatti Rússa til að standa við sinn hluta samkomulagsins. Evrópusambandið taldi þetta fyrsta skrefið í að draga úr matvælakreppunni sem innrás Rússa hefði komið af stað. Dmitry Peskov talsmaður rússneskra stjórnvalda sagði að þetta væri mjög jákvæður áfangi.\nÚkraínumenn treysta þó Rússum ekki fullkomlega til að standa við þetta samkomulag og horfa þá til þess að Rússar gerðu eldflaugaárás á höfnina í Odesa innan sólarhrings frá því að samkomulagið náðist. Þeir telja því ekki útilokað að Rússar reyni að trufla þennan útflutning.\nSkipið sem fór í morgun er mð tuttugu og sex þúsund tonn af korni innanborðs. Það fer fyrst til Istanbul til skoðunar, eins og samkomulagið gerir ráð fyrir. Lokaáfangastaður þess er svo Trípólí í Líbanon. Áætlað er að sextán skip til viðbótar leggi úr þremur höfnum Úkraínu á næstu viku, hlaðin korni.","summary":"Flutningaskip með korni lagði úr höfn frá Úkraínu í morgun í fyrsta sinn frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Evrópusambandið segir þetta fyrsta skrefið í að slá á matvælakreppu heimsins."} {"year":"2022","id":"30","intro":"Starfsmenn lögregluembætta víðs vegar um landið eru sammála um að skemmtanahald hafi gengið nokkuð vel í nótt. Alltaf sé eitthvað um fíkniefnamál og líkamsárásir en í öllum tilfellum hafi slík tilfelli verið minniháttar.","main":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Í tilkynningu embættisins til fjölmiðla segir þó að lögregla hafi lítið þurft að skipta sér af skemmtanahaldi í Reykjavík. Tónlistarhátíðin Innipúkinn var haldin í miðbænum um helgina. Alls komu 94 mál inn á borð lögreglu frá klukkan fimm í gær og til klukkan sjö í morgun. Í tilkynningunni segir hins vegar að sex sinnum hafi ökumenn verið stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum. Hinir brotlegu voru allt frá því að vera á tvítugsaldri til áttræðisaldurs.\nHjá lögreglunni á Norðurlandi eystra var nóg að gera í nótt, en eins og segir í tilkynningu embættisins á Facebook gekk nóttin ágætlega. Á Akureyri fór fram útihátíðin Ein með öllu í fyrsta sinn frá því að faraldri kórónuveiru slotaði. Sagsmál í miðbæ Akureyrar um klukkan fimm í nótt báru einna hæst, þar þurfti lögregla að beita piparúða til þess að skakka leikinn. Enginn var handtekinn og lögregla hafði viðveru þar til ástandið lagaðist. Nokkuð var um ölvun og akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. [SLEPPA: Einn ökumaður var handtekinn í umdæminu grunaður um akstur undir áhrifum og farþegi í bílnum var handtekinn grunaður um vörslu fíkniefna og vopna. Þá þurfti lögregla að aðstoða öfurölvi fólk við að komast til síns heima og einn ofurölvi einstaklingur var í nótt fluttur með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.]\nÁ Norðurlandi vestra var svo ekkert að gera í nótt. Hátíðin Norðanpaunk var haldin á Laugarbakka og lögreglumaður hjá embætti lögreglu á Blönduósi sagði að engar tilkynningar hafi borist lögreglu vegna hátíðarinnar. Hann var þó á leið á Laugarbakka þegar hann ræddi við fréttastofu til þess að kanna ástand vegfarenda á heimleið.","summary":"Skemmtanahald gekk vel á útihátíðum víðs vegar á landinu í nótt að því er varðstjórar lögreglu segja. Mál sem tengdust fíkniefnum eða líkamsárásum voru í öllum tilfellum minniháttar."} {"year":"2022","id":"30","intro":"Enska kvennalandsliðið í fótbolta er Evrópumeistari í fyrsta skipti í sögu liðsins. Síðast vann England stóran titil í fótbolta þegar karlaliðið varð heimsmeistari árið 1966 og loks er fótboltinn kominn heim.","main":"Enska liðið lagði áttfalda Evrópumeistara Þýskalands að velli í úrslitaleiknum í gær, 2-1 og skiljanlega var mikið fagnað leik loknum. Svo mikið að liðið ruddist inn á blaðamannafund þjálfara sinna með látum.\n0108 FOTBOLTINN UTV (football's coming home)\nHin hollenska Sarina Wiegman, þjálfari liðsins hefur fengið mikið lof fyrir sitt starf. Hún hefur stýrt liðinu síðan í september 2021 og á þeim tíma hefur liðið ekki tapað leik. Liðið hefur spilað stórkostlega undanfarið ár og fengið ensku þjóðina á bakvið sig en aldrei hafa fleiri áhorfendur mætt á leik í lokakeppni Evrópumóts en á úrslitaleikinn í gær, hvort sem er hjá körlum eða konum, en 87 þúsund 192 áhorfendur voru á Wembley í gær. Arsenal framherjinn Beth Mead, í liði Englands, var valin besti leikmaður mótsins og fékk sömuleiðis gullskóinn en hún skoraði 6 mörk á mótinu og gaf 5 stoðsendingar. Lena Oberdorf í liði Þjóðverja var valin besti ungi leikmaður mótsins.\nFimmtánda umferð Bestu deildar karla í fótbolta hefst í dag með einum leik. Topplið Breiðabliks fær þá botnlið ÍA í heimsókn á Kópavogsvöll en Skagamenn eru með átta stig eftir 14 leiki og hafa aðeins unnið einn leik í sumar en Blikar eru með 6 stiga forystu á toppnum.","summary":null} {"year":"2022","id":"31","intro":"Úkraínuforseti hvetur almenna borgara í Donetsk héraði að yfirgefa svæðið. Harðir bardagar geisa þar nú milli herliðs Úkraínumanna og Rússa. Meginþungi innrásar Rússa hefur beinst að héraðinu allt frá því innrásin hófst.","main":"Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu að hundruð þúsunda væru enn á átakasvæðinu, þeirra meðal börn og að tilskipun hefði verið gefin um brottflutning. \u001eFarið á brott, sagði hann og hét sömuleiðis fullri aðstoð við brottflutning. Því fleiri sem forði sér því færri geti Rússar drepið.\nIryna Vereshchuck, aðstoðarforsætisráðherra segir brýnt að yfirgefa svæðið áður en vetra tekur enda mikill gasskortur þar. Hún sagði sömuleiðis að hverjum þeim sem neitaði að hvarfa á braut yrði gert að undirrita yfirlýsingu þess efnis að dvölin í Donetsk væri alfarið á eigin ábyrgð.\nDmytro Lubinets, formaður mannréttindanefndar Úkraínuþings, greindi frá því dag að hann hefði beðið Alþjóðanefnd Rauða krossins og eftirlitsstofnun Sameinuðu þjóðanna með mannréttindum að rannsaka aðstæður í Olenivka. Þar fórust og særðust tugir úkraínskra stríðsfanga í sprengjuárás sem Úkraínumenn og Rússar saka hvorir aðra um að hafa framið. Rússneska varnarmálaráðuneytið kveðst fagna óháðri rannsókn á árásinni.","summary":"Úkraínuforseti hefur hvatt íbúa í Donetsk-héraði til að leggja á flótta. Þar geisa nú harðir bardagar."} {"year":"2022","id":"31","intro":"Undanfarin ár hefur fjarnám við Háskóla Íslands verið gagnrýnt vegna þess hve lítið framboðið er. Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar segir fjarnámið vera í stanslausri þróun, en í mörg horn sé að líta.","main":"og það sem við erum að gera núna og byrjar í haust er einmitt að taka nýjar staðnáms leiðir og setja þær yfir á form fjarnáms eftir öllum þessum bestu mögulegu leiðum.\nÞær fjarnámsleiðir verði þá ekki tilbúnar fyrr en haustið 2023. Hún segir að hentugleiki námsleiða til fjarnáms og eftirspurn muni helst ráða því hvaða leiðir fari yfir á fjarnám.\nSteinunn óttast ekki að nemendur leiti til annarra skóla - en myndu velja HÍ ef fjarnámsframboð væri betra, enda líti hún á íslenskt háskólasamfélag sem eina heild.\nen mér finnst aftur á móti að við þurfum alltaf að vera ofboðslega meðvituð um það að mæta kröfum sem samfélagið gerir til Háskóla Íslands.\nEn finnst stjórnendum þeir vera að ná að mæta þeim þörfum?\nja sko ekki ef krafan er sú að allt nám sé samhliða í framboði sem stað- og fjarnám.\nég held að við höldum okkar striki sem þessi breiði staðnámsskóli sem að reynir að svara þessu kalli um námsframboð í fjarnámi eins markvisst og við getum.","summary":null} {"year":"2022","id":"31","intro":"Utanríkisráðuneyti Rússlands fordæmdi í gær hegðun norsks ræðismanns í Rússlandi. Ráðuneytið segir framferði konunnar smánarlegt en á upptökum úr öryggismyndavélum má heyra hana og sjá hella óbótaskömmum yfir hótelstarfsmenn.","main":"Myndskeiðinu hefur verið deilt á samfélagsmiðlum, þeirra á meðal Telegram. Þar má sjá konu sem sögð er heita Elisabeth Ellingsen krefja hótelstarfsfólkið um að fá hreint herbergi. Ellingsen, sem er ræðismaður Noregs í Murmansk, heyrist meðal annars segjast hata Rússa. Hún sé frá Skandinavíu og sé vön því að hótelherbergi séu hrein.\nÍ yfirlýsingu frá Mariu Zakharovu talskonu utanríkisráðuneytisins segir að ráðuneytið hyggist bregðast við því illsku, þjóðrembu og útlendingahatri sem myndskeiðið sýni. Norska utanríkisráðuneytið kveðst harma atvikið og orð Ellingsen lýsi ekki viðhorfi Norðmanna til Rússlands eða rússnesku þjóðarinnar. AFP fréttaveitan hefur eftir talsmanni ráðuneytisins að unnið sé að lausn málsins eftir hefðbundum leiðum.\nNorska ræðismannsskrifstofan í Murmansk hefur verið lokuð frá 1. júlí vegna erfiðleika í gagnkvæmum samskiptum. Ekki liggur fyrir hvort atvikið á hótelinu gerðist fyrir eða eftir lokun ræðismannsskrifstofunnar.","summary":null} {"year":"2022","id":"31","intro":"Viðbragðsaðilar í Grindavík eru vel undirbúin ef eldgos skyldi hefjast á Reykanesi, að sögn Hjálmars Hallgrímssonar, formanns bæjarráðs í Grindavík. Engu að síður eru áætlanir til staðar. Fyrst þyrfti að rýma svæðið í kring um gosstöðvarnar, og þar skiptir staðsetning mestu máli. Enginn sérstakur viðbúnaður er við gosstöðvar í Geldingadölum þótt fjöldi ferðamanna eigi leið um svæðið í hverri viku.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"31","intro":"Úrslitaleikur Evrópumóts kvenna í fótbolta er í dag. Þýskaland getur þá tryggt sér sinn níunda Evrópumeistaratitil eða England unnið sinn fyrsta.","main":"Leikur dagsins er verðugt verkefni fyrir sigursælasta lið Evrópu, Þýskaland, þegar þær mæta heimakonum í Englandi í úrslitaleiknum. Bæði lið hafa verið afar sannfærandi á mótinu og aðeins fengið á sig eitt mark. Enska liðið hefur hins vegar skorað 20 mörk og það þýska 13. Þýska liðið tryggði sig áfram í undanúrslitin með 2-1 sigri á Frakklandi þar sem fyrirliðinn Alexandra Popp skoraði bæði mörk Þjóðverja. Englendingar mættu sterku liði Svíþjóðar í undanúrslitum og völtuðu yfir það 4-0. Popp hefur skorað 6 mörk á mótinu til þessa, líkt og hin enska Beth Mead. Þær hafa því báðar jafnað markamet mótsins og geta bætt það með marki, eða mörkum, í dag. Þýska liðið hefur átta sinnum orðið Evrópumeistari, tvisvar heimsmeistari og einu sinni Ólympíumeistari. Það eru þó orðin sex ár síðan Ólympíugullið kom í hús og níu ár síðan síðasti Evrópumeistaratitill vannst. Enska liðið hefur hins vegar aldrei unnið gull á stórmóti og getur því unnið sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í dag. Búist er við tæplega 90 þúsund áhorfendum á Wembley í dag sem er aðsóknarmet á úrslitaleik Evrópumóts. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV klukkan fjögur en upphitun hefst í EM stofunni hálftíma fyrr.\nBayern Munchen og RB Leipzig mættust í þýsku meistarakeppninni í fótbolta í gærkvöld. Bayern leiddi 3-0 í hálfleik en fimm mörk voru skoruð í seinni hálfleiknum en Bayern hafði að lokum betur 5-3, og eru því meistarar meistaranna þetta árið.","summary":"Þýskaland og England mætast í úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Þýska liðið er sigursælasta kvennalandslið Evrópu en það enska getur tryggt sér sinn fyrsta titil á stórmóti."} {"year":"2022","id":"31","intro":"Hundruð stuðningsmanna Sítaleiðtogans Muqtada al-Sadr halda til í þinghúsinu í Baghdad og krefast þess að ríkisstjórnin afsali sér völdum. Á annað hundrað manns hefur særst í átökunum við þinghúsið.","main":"Flokkur al-Sadr fékk flest atkvæði í þingkosningunum í október í fyrra, sjötíu og þrjú þingsæti af þrjú hundruð tuttugu og níu og tók þátt í myndun ríkisstjórnar. Stjórnarsetan varð skammvinn og í júní hætti flokkurinn stuðningi við stjórnina. Illa hefur gengið að mynda starfhæfa ríkisstjórn og kornið sem fyllti mælinn hjá stuðningsmönnum al-Sadr var þegar ákveðið var að Mohammed Shiya al-Sudani taki við forsætisráðherraembættinu af Mustafa al-Khadimi. Sú ákvörðun fór illa í stuðningsmenn Muqtada al-Sadr sem réðust inn í þinghúsið fyrir helgi og neita að fara fyrr en ríkisstjórnin segir af sér. Þeir segja að al-Sudani sé of hliðhollur stjórnvöldum í Íran. Lögregla og öryggisverðir beittu táragasi en réði ekki við mannfjöldann. Hundrað almennir borgarar og tuttugu og fimm öryggisverðir særðust. Stjórnmálamenn hafa verið sakaðir um spillingu og þrátt fyrir olíuauð er atvinnuleysi mikið í Írak.","summary":"Hundruð mótmælanda hafa ruðst inn í þinghúsið í Írak og krefjast þess að ríkisstjórnin segi af sér."} {"year":"2022","id":"31","intro":"Nóttin var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni út um landið, bæði á útihátíðum og á höfuðborgarsvæðinu. Töluvert var um ölvun og nokkrir gistu fangageymslur. Ekki hefur verið tilkynnt um kynferðisbrot í tengslum við stærstu útihátíðirnar í Vestmannaeyjum eða á Akureyri.","main":"Í Vestmannaeyjum var meira að gera hjá lögreglu en fyrri nótt, þar gistu 6 fangaklefa.\n..engin alvarleg eða meiriháttar brot sem að komu upp.\nÍ umdæmi lögreglunnar á Selfossi er einnig töluvert af fólki saman komið á unglingalandsmóti UMFÍ og á hátíðinni Flúðir um Versló. Þar var nóttin erilsöm, en þó prýðilegt miðað við verslunarmannahelgi að sögn lögreglu. Nokkuð var um ölvunarakstur. Lögreglan á Selfossi kvaðst ekki geta tjáð sig um hvort upp hefðu komið kynferðisbrot.\nMeira var að gera hjá lögreglunni á á Norðurlandi Eystra en fyrri nótt og töluvert um ölvun. Aðalsteinn Júlíusson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir oft hafa verið meira fólk í bænum um verslunarmannahelgi.\nLögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í allmörg horn að líta í gærkvöld og í nótt og óvenjulega mörg sjúkraflutningaútköll voru eftir miðnætti í miðborginni, alls 25, sem samkvæmt slökkviliðinu voru mörg hver tengd skemmtanalífinu.","summary":"Nóttin var nokkuð erilsöm hjá lögreglunni, bæði útum land á útihátíðum og á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið tilkynnt um kynferðisbrot í tengslum við stærstu útihátíðirnar. "} {"year":"2022","id":"32","intro":"Landsmenn skemmtu sér vel og að mestu vandræðalaust í nótt, aðfaranótt laugardags um verslunarmannahelgi, að sögn lögreglumanna um landið. Nóttin var með þeim rólegri sem yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum man eftir á Þjóðhátíð. Helst var mikið um ölvun á höfuðborgarsvæðinu og nokkuð á Akureyri.","main":"Gestir þjóðhátíðar voru til fyrirmydar í nótt að sögn lögreglu. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir engin stærri mál hafa komið upp, þar með talið engin ofbeldismál. Hann segir nóttirna hafa gengið vel.\nÞað er óhætt að segja að þetta er með rólegri nóttum á þjóðhátíð svoa sem við munum, það gisti hérna einn fangageymslu fyrir svona einhver leiðindi. En engin stærri mál komu upp í nótt, það er náttúrulega nokkur fíkniefnamál, minniháttarmál og síðan kannski eitt svona stærra mál í gær þar sem var tekið einhver tugir grömm af hvítu efni. Það er svona stóra málið annars svona minniháttarmál með fíkniefnamál, neyslumál.\nÍ umdæmi lögreglunnar á Selfossi eru haldnar tvær hátíðir, Unglingalandsmót á Selfossi og og fjölskyldu og bæjarhátíðin Flúðir um versló. Þar var nóttin einnig róleg og gestir til fyrirmyndar.\nSömu sögu er að segja frá lögreglunni á Austurlandi, á Neistaflugi í Neskaupsstað er nokkur fjöldi saman kominn, þar var stemmingin góð og heimamenn og gestir skemmtu sér vel að sögn lögreglu.\nTiltölulega rólegt var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í gær en á Akureyri fer hátíðin ein með öllu fram. Hafa þurfti afskipti af fólki í nokkur skipti vegna ölvunar og ónæðis meðal annars við við Sjallann á Akureyri og út brutust slagsmál á Ráðhústorginu þar sem ráðist var á dyravörð, málið er í rannsókn.\nMikið var um ölvun og óspektir á höfuðborgarsvæðinu í nótt og gistu sjö fangageymslu lögreglu.","summary":"Nóttin var fremur tíðindalítil víðast um landið að sögn lögreglunnar, nema einna helst á höfuðborgarsvæðinu. Hún var með þeim rólegri sem yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum man eftir á Þjóðhátíð."} {"year":"2022","id":"32","intro":null,"main":"Að minnsta kosti tuttugu og fimm eru látnir í flóðum í Kentucky í Bandaríkjunum. Andy Beshear, ríkisstjóri óttast að sú tala eigi enn eftir að hækka. Á meðal þeirra sem fundist hafa látin eru sex börn, þar af fjögur systkini. Björgunarsveitir notuðu þyrlur og báta við leit að fólki á þeim svæðum sem verst urðu úti. Hundruð hefur verið bjargað en erfitt er að ná til fólks nema með þyrlum. Rignt hefur stanslaust frá því á miðvikudag en stytta á upp um helgina en spáð er mikilli rigningu á mánudaginn.","summary":"Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa látist í flóðum í Kentucky í Bandaríkjunum, þar af fjögur systkini. Fjölmargra er saknað og ríkisstjórinn óttast að látnum eigi eftir að fjölga."} {"year":"2022","id":"32","intro":"Margir kettir eru í heimilisleit víða um land. Sjálfboðaliði hjá dýrasamtökunum Dýrfinnu segir tímabært að þarfir kattanna sjálfra séu settar ofar þörfum mannanna í þessu samhengi.","main":"Undanfarið hefur nokkuð borið á offramboði katta, þar sem margir eru að láta læður sínar eignast kettlinga, á sama tíma og fólk er að losa sig við ketti í miklum mæli. Sandra Ósk Jóhannsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu, biðlar til fólks að sýna meiri ábyrgð.\nþetta virðist snúast fyrst og fremst um hvað mannveran vill en ekki endilega hvað er best fyrir umhverfið og fyrir kettina.\nNokkuð hefur þá borið á því að eigendur hafa verið að láta læður eignast kettlinga rétt áður en þær eru svo teknar úr sambandi, sem Sandra segir ekki gott þegar framboðið er svo mikið.\nþað mun aldrei í raun hefta líf kötts að eignast ekki kettlinga, þetta er náttúrulega bara einhver líffræðileg þörf þegar þær eru að breima en þetta er ekki eitthvað sem þær þurfa.\nRagnheiður Gunnarsdóttir, stofnandi Kisukots, tekur undir þetta með Söndru og segir nokkuð um að fólk framleiði ketti gagngert til að græða á þeim. Hún segir framboðið einnig vera mikið á Akureyri og nágrenni.\nen svo eins og núna er enginn áhugi á fullorðnu köttunum því það eru allir í kettlingunum.\nBáðar biðla þær til fólks að veita frekar fæddum kettlingi heimili en að koma með sína eigin.","summary":"Fólk þarf að setja þarfir dýrsins ofan sínum eigin þegar ákvörðun er tekin um að eignast kött, segir sjálfboðaliði hjá dýrasamtökum. Nú eru margir kettir í leit að heimili."} {"year":"2022","id":"32","intro":"Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu er ekki í vafa um að Rússar beri ábyrgð á árásinni á fangelsi í Olenivika í gær sem varð rúmlega fimmtíu stríðsföngum að bana. Hann segir að tryggja verði líf þeirra Úkraínumanna sem Rússar hafi tekið til fanga.","main":"Rússar vörpuðu í gær allri ábyrgð á Úkraínumenn og segja að í rústunum hafi fundist leyfar af Himar-eldflaugum sem úkraínski herinn fékk nýlega frá Bandaríkjunum. Yfirmaður úkraínska hersins neitar þessu. Herinn hafi hlerað símtöl árásarliðsins þar sem hernámsliðið staðfestir að rússneskum hermönnum sé um að kenna. Talsmaður Úkraínuforseta segir að skömmu fyrir árásina hafi stríðsfangarnir verið flutti í bragga við Olenivika fangelsið. Hann segir að Rússar hafi komið fyrir sprengjum í bragganum því sjónarvottar urðu ekki varir við neinar eldflaugaárásir. Eftir að Rússar náðu yfirráðum í Azovstal stálverksmiðjunni í Mariupol í maí voru hundruð hermanna teknir til fanga og ýmist fluttir til Rússlands eða svæða í Úkraínu sem eru á valdi þeirra. Einhverjum hefur verið sleppt í fangaskiptum en aðstandendur margra vita ekkert um afdrif sinna nánustu, hvort þeir eru lífs eða liðnir. Mannúðarsamtök hafa áhyggjur af meðferð fanga og stöðu þeirra. Samkvæmt Genfarsáttmálanum eru réttindi fanga tryggð og ekki má beita þá refsingum né taka af lífi án dóms og laga. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu er ekki í vafa um ábyrgð Rússa og segir að tryggja verði líf þeirra Úkraínumanna sem Rússar hafi tekið til fanga.\nÁ úkraínsku: Today I received information about the attack by the occupiers on Olenivka, in the Donetsk region.\nIt is a deliberate Russian war crime, a deliberate mass murder of Ukrainian prisoners of war. More than 50 dead.","summary":"Mannúðarsamtök hafa áhyggjur af meðferð úkraínskra fanga og stöðu þeirra. Rúmlega fimmtíu stríðsfangar létust í árás í gær. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir atvikið enn eitt dæmið um stríðsglæpi Rússa"} {"year":"2022","id":"32","intro":"Búist er við metáhorfi á úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta á morgun. Mörg met hafa þegar fallið á mótinu.","main":"Mikill áhugi hefur verið á Evrópumótinu undanfarnar þrjár vikur. Áhorfendamet hafa verið slegin ítrekað og áhorfsmet í sjónvarpi sömuleiðis. 10 milljón Englendingar horfðu á undanúrslitaleik síns liðs þegar England lagði Svíþjóð 4-0. Það er met en fyrra metið var áhorfið á leik Englands og Spánar í 8-liða úrslitunum. Handan sundsins hefur áhuginn jafnvel verið enn meiri. Rúmar 12 milljónir Þjóðverja horfðu á sigur sinna kvenna gegn Frakklandi í undanúrslitum á miðvikudag. Búist er við að bæði met falli á morgun þegar úrslitaleikurinn fer fram. Alls hefur sjónvarpsáhorf á mótið verið rúmlega 50 prósent meira en þegar EM fór síðast fram fyrir fimm árum. Þá hafa áhorfendamet fallið á mótinu sömuleiðis. Rúmlega 70 þúsund áhorfendur mættu á setningarleik mótsins þegar England lagði Austurríki, og er það met. Uppselt er á úrslitaleikinn á morgun. Hann fer fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum og seldust allir 87 þúsund miðarnir snarlega. Úrslitaleikur Englands og Þýskalands er á morgun klukkan fjögur og er sýndur beint á RÚV.\nÞað er nóg um að vera á Englandi því hinn árlegi leikur um Góðgerðarskjöldinn í karlafótbolta fer fram í dag. Leikurinn markar upphafi að leiktíðinni í enska boltanum. Englandsmeistarar Chelsea mæta bikarmeisturum Liverpool en fastlega er búist við að þau tvö lið berjist um titilinn á Englandi á komandi vetri.\nArnór Atlason, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, tekur við þjálfun danska úrvalsdeildarliðsins Team Tvis Holstebro. Samningurinn var kynntur í dag en hann tekur þó ekki gildi fyrr en sumarið 2023. Arnór hefur verið aðstoðarþjálfari Álaborgar frá því hann lagði skóna á hilluna fyrir fjórum árum og verður áfram næsta árið. Þá hefur hann líka þjálfað yngri landslið Danmerkur og stýrir 21 árs liði Dana.","summary":"Búist er við metáhorfi á úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta á morgun."} {"year":"2022","id":"33","intro":"Bæjarhátíðirnar Berjadagar á Ólafsfirði og Síldarævintýrið á Siglufirði eru nú að hefjast og því nóg um að vera fyrir þá sem leggja leið sína um Tröllaskagann um helgina. Tónleikahald, síldarsöltun og bryggjuball er brot af fjölmörgu á dagskrá helgarinnar.","main":"Búast má við miklum straumi fólks til Fjallabyggðar um helgina þar sem tvær bæjarhátíðir fara fram í nágrannabæjunum Ólafsfirði og Siglufirði.\nNú í hádeginu verður fjölskylduvæna tónlistarhátíðin Berjadagar sett með tónleikum í Ólafsfjarðarkirkju. Ólöf Sigursveinsdóttir er listrænn stjórnandi hátíðarinnar.\nmarkmið hátíðarinnar er að kynna tónlist í víðum skilningi og skapa samveru gesta og flytjenda og vera í rauninni sterk menningarstoð á Norðurlandi í þessari flottu menningarflóru sem er hér.\nHún segir fjölbreytni hátíðarinnar mikla en þar verður flutt samtímatónlist, þjóðlög og leikið fjórhent á flygil, svo fátt eitt sé nefnt. Hátíðin hefur ekki verið haldin frá því árið 2019 vegna faraldursins og því segir Ólöf það hafa verið gleðilegt að vakna í morgun vitandi að nú væri loksins hægt að fagna tónlistinni á Berjadögum.\nþannig að við erum bara að tala um flæði og skemmtilegheit og eftirvæntingu og gleði sem er náttúrulega nauðsynleg í lífinu.\nNágrannarnir á Siglufirði hófu hátíðarhöldin á Síldarævintýrinu með götugrilli í gær. Daníel Pétur Baldursson, einn skipuleggjenda, segir hátíðina fara vel af stað.\nþað er mikilvægt fyrir samfélagið að það sé eitthvað um að vera í bænum fyrir gesti og gangandi og minnast gamalla og góðra tíma.\nMeðal þess sem er gert til að minnast síldartímans er að halda bryggjuball og síldarsöltun líkt og hér áður.\nþetta er bæjarhátíð á Siglufirði fjórðu helgina í röð, eru Siglfirðingar bara meira stemningsfólk en við hin eða hvernig stendur á þessu? Ja þetta er allt saman ólíkar hátíðir og margar með mismunandi markhópa þannig að það er alltaf eitthvað fyrir alla á Sigló.","summary":null} {"year":"2022","id":"33","intro":"Nú stendur yfir alþjóðleg hornsílaráðstefna í Háskólanum á Hólum. Hornsíli er einn mest rannsakaði fiskur í heimi hvort sem er á sviði atferlisfræði eða genarannsókna.","main":"Þetta er í tíunda sinn sem slík ráðstefna er haldin en síðast var hún í Japan. Á ráðstefnunni á Hólum taka um sjötíu vísindamenn þátt, og flestir erlendir. Ráðstefnan er fimm dagar og Bjarni Kristófer Kristjánsson, prófessor, segir að léttilega væri hægt að halda helmingi lengri ráðstefnu um hornsíli.\nHornsíli er einn mest rannsakaði fiskur í heimi og það eru fjölmargar ástæður fyrir því. Í grunninn þá höfðu menn mikinn áhuga á hornsílum við atferlisfræðirannsóknir. Hornsíli er með skemmtilegt æxlunaratferli. Hængurinn dansar fyrir hrygnuna og smíðar hreiður og verður rosalega litskrúðugur og er með sterkt atferlisminnstur.\nRannsóknir á atferli hornsíla lögðu grunn að nútíma atferlisfræði og Niko Tinbergen hlaut Nóbelsverðlaun fyrir þær.\nAuðvelt er að ala hornsíli í búrum og æxla saman völdum sílum og stunda þannig ýmsar tilraunir.\nÞað opnaði ýmsar leiðir til að reyna að skilja eins og þroska og þróun hryggdýra. Við erum náttúrulega hryggdýr þannig að það eru beinar tengingar við þroska mannsins.\nHægt sé að nýta rannsóknir á hornsílum í erfðarannsóknum á mönnum.\nBjarni segir hornsílin miðpunkt mjög ólíkra rannsókna og það geri ráðstefnuna svo skemmtilega og fjölbreytta.\nÞú heyrir kannski fyrirlestra frá vistfræðingum eða snýkjudýrafræðingum. Síðan koma einhverjir fyrirlestrar bara um genamengið og þróun Y-litningsins og eitthvað svona.","summary":null} {"year":"2022","id":"33","intro":"Flugfarþegar sem lenda í að flugi er frestað eða aflýst ættu ekki að þurfa lögfræðiaðstoð við að sækja bætur eða endurgreiðslu. Þetta segir formaður Neytendasamtakanna. Þeim fyrirtækjum fjölgi sem bjóði farþegum aðstoð við að sækja staðlaðar skaðabætur og að þóknunin sé gjarnan 25 prósent bótanna, auk virðisaukaskatts.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"33","intro":"Svæðið þar sem leitað var að þýskum manni á Flateyjardal í gær var hættulegt og erfitt yfirferðar, að sögn Jóhannesar Sigfússonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á Norðurlandi eystra. Um 120 manns tóku þátt í leitinni. Jóhannes segir að maðurinn hafi ekki verið nægilega vel undirbúinn fyrir ferðina, sem hafi flækt leitina.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"33","intro":"Hagnaður stóru bankanna þriggja á árinu nemur samtals um 32,2 milljörðum króna. Hreinar vaxtatekjur bankanna hafa aukist mikið á milli ára vegna hærra vaxtastigs í landinu. Viðskiptaráðherra segir forgangsmál að verja heimilin í landinu.","main":"Vaxta- og þjónustutekjur stóru bankanna þriggja halda áfram að aukast. Hjá Íslandsbanka námu þær alls 98 prósent af heildarrekstrartekjum á síðasta ársfjórðungi en hreinar vaxtatekjur bankans jukust um 21,8 prósent á milli ára. Aukning í vaxtatekjum vóg sömuleiðis þyngst í 24 prósent aukningu á kjarnatekjum Arion. Hreinar vaxtatekjur hækkuðu um 13 prósent á milli ára hjá Landsbankanum. Verðbólga er í hæstu hæðum og stýrivextir Seðlabankans hafa hækkað um 2,75 prósent á árinu og eru nú 4,75 prósent. Lilja Dögg Alfreðsdóttir er viðskiptaráðherra.\nÞessi hagnaður bankanna kemur ekki á óvart í hækkandi vaxtaumhverfi. Ég hef sagt það áður að það sé brýnt að þessum efnahagbyrðum sé deilt á sanngjarnan hátt.\nHún segir að heimilin í landinu séu hornsteinn samfélagsins og bendir á að sérstakur starfshópur hafi nú þegar verið skipaður til að greina gjaldtöku og arðsemi bankanna. Markmiðið sé að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en heimili í hinum norrænu ríkjunum.\nÉg tel að það sér brýnt að við förum inn í þetta sem samfélag saman. Það er auðvitað þegar verðbólgan er vaxandi eru ákveðnir aðilar sem koma verr út úr því. Þess vegna er mjög brýnt að einblína á þá og fara í aðgerðir sem miða að því að verja stöðu þeirra.\nGeturðu nefnt dæmi um einhverjar aðgerðir sem væri hægt að grípa til? Ríkisstjórnin fór í það að hækka barnabætur, hækka almannatryggingar í upphafi þessarar krísu og við munum hafa til skoðunar fleiri aðgerðir en það er ekki hægt að segja neitt til um það á þessum tímapunkti.","summary":"Viðskiptaráðherra segir að hagnaður bankanna komi ekki á óvart í hækkandi vaxtaumhverfi en brýnt sé að bregðast við til að verja heimilin. Stóru bankarnir þrír högnuðust um 32,2 milljarða á fyrstu sex mánuðum ársins. "} {"year":"2022","id":"33","intro":"Keppni hófst að nýju í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöldi að loknu EM hléi. Toppbaráttan harðnaði eftir úrslit gærkvöldsins.","main":"Efstu liðin tvö, Valur og Breiðablik, voru bæði í eldlínunni í gærkvöldi en leikjum þeirra úr 13. umferð mótsins var flýtt vegna þátttöku liðanna í Evrópukeppni. Valur tók á móti Stjörnunni að Hlíðarenda og þar fór 1-1. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Á sama tíma vann Breiðablik KR í Kópavogi, 5-0. 1-0 stóð þar í leikhléi en Breiðablik rúllaði yfir gestina í seinni hálfleik. Eftir leikina í gærkvöldi er Valur enn í efsta sæti deildarinnar en forskot þeirra á Breiðablik minnkaði í tvö stig. Valur er með 26 stig en Breiðablik 24 og Stjarnan er svo í þriðja sæti með 20 stig. Hinir þrír leikir 13. umferðar fara fram 16. ágúst en næst er leikið í deildinni á fimmtudaginn kemur þegar heil umferð fer fram.\nKarlalið Breiðabliks komst í gærkvöldi áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Breiðablik lék síðari leikinn gegn Buducnost frá Podgorica í Svartfjallalandi og tapaði með tveimur mörkum gegn einu. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði mark Blika. Breiðablik vann fyrri leikinn 2-0 og einvígið því samanlagt 3-2 og fer áfram. Breiðablik mætir tyrkneska liðinu Istanbul Basaksehir í þriðju umferð. Víkingur komst áfram í sömu keppni í fyrradag og hefur árangur liðanna skotið Íslandi upp á styrkleikalista deilda hjá UEFA. Listinn er notaður við úthlutun sæta í Evrópukeppnum og hefur árangur Víkings og Breiðabliks tryggt íslenskum liðum eitt sæti í Evrópukeppnum til viðbótar. Ísland missti eitt sæti í Evrópukeppnunum fyrir þetta sumar en frá og með sumrinu 2024 verða á ný fjögur Evrópusæti í boði fyrir íslensk félagslið.\nGrindahlauparinn bandaríski, Devon Allen, hefur sagt skilið við hlaupabrautina og fært sig yfir í aðra íþrótt. Allen á þriðja besta tíma sögunnar í 110 metra grindahlaupi og þótti líklegur til afreka á HM í síðustu viku. Hann þjófstartaði hins vegar í úrslitahlaupinu og var dæmdur úr leik. Það var svanasöngur hans á hlaupabrautinni í bili því hann hefur gengið til liðs við NFL-lið Philadelphia Eagles. Allen, sem er 27 ára, lék fótbolta í háskóla en valdi frekar að einbeita sér að hlaupunum. Hann gerði svo þriggja ára samning sem útherji hjá Örnunum í vor og ætlar að freista þess að komast í leikmannahóp liðsins fyrir leiktíðina í NFL-deildinni sem hefst í september.","summary":"Breiðablik minnkaði forystu Vals í efsta sæti Bestu deildar kvenna í fótbolta í gærkvöld þegar keppni hófst að nýju í deildinni eftir hlé vegna Evrópumótsins."} {"year":"2022","id":"33","intro":"Rússar og aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu saka Úkraínuher um að hafa gert sprengjuárás á fangelsi í Donetsk-héraði. Fjörutíu fangar eru sagðir hafa látið lífið og á annað hundrað særst.","main":"Úkraínuher er sakaður um að hafa gert sprengjuárás í nótt á fangelsi í Donetsk-héraði þar sem aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum eru við völd. Fjörutíu úkraínskir stríðsfangar eru sagðir hafa fallið og á annað hundrað særst.\nFulltrúi aðskilnaðarsinna í Donetsk og varnarmálaráðuneytið í Moskvu greindu í dag frá árásinni. Fangelsið er í bænum Olenivka. Samkvæmt rússneska fréttavefnum Meduza sem haldið er úti í Lettlandi eru hermenn úr Azov herdeildinni frá borginni Mariupol og starfsmenn í Azovstal stálverksmiðju borgarinnar vistaðir þar. Þeir voru handteknir í maí eftir margra vikna bardaga við rússneska herinn.\nFjörutíu fangar eru sagðir hafa látið lífið í árásinni í nótt. Varnarmálaráðuneytið í Moskvu segir að 75 hafi særst, þar á meðal nokkrir fangaverðir. Aðskilnaðarsinnar segja 130 hafa særst. Við árásina er Úkraínuher sagður hafa notað HIMARS, háþróað eldflaugakerfi sem Úkraínumenn fengu að gjöf frá Bandaríkjunum.\nRússneskar sjónvarpsstöðvar hafa í dag sýnt myndir af rústum bragga og ónýt járnrúm, en engin fórnarlömb árásarinnar. Rússar segja að árásin hafi verið gerð til að efla úkraínskum hermönnum baráttuþrótt og fá þá til að hætta við að leggja niður vopn. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu vísaði því á bug fyrir stundu. Hann sagði að Rússar hefðu sjálfir verið að verki og árásin væri enn einn stríðsglæpurinn sem þeir hafa framið í landinu.\nAðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu hafa lýst yfir að þeir ætli að draga úkraínsku hermennina frá Maríupol til ábyrgðar fyrir stríðsglæpi. Í Úkraínu líta margir á liðsmenn Azov herdeildarinnar sem stríðshetjur.","summary":"Rússar og aðskilnaðarsinnar í austurhluta Úkraínu saka Úkraínuher um að hafa gert sprengjuárás á fangelsi í Donetsk héraði. Fjörutíu fangar eru sagðir hafa látið lífið og á annað hundrað særst."} {"year":"2022","id":"33","intro":"Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, segir furðulegt hversu ódýrt það sé að leggja einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli. Það er allt að átta sinnum ódýrara að leggja slíkri vél í Reykjavík heldur en á sambærilegum flugvöllum á öðrum Norðurlöndum. Framkvæmdastjóri Isavia segir að verðið sé sambærilegt því sem tíðkist í Færeyjum og á Grænlandi.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"34","intro":"Almannavarnir fylgjast nú grannt með stöðu mála við Öskju. Þar hefur land risið stöðugt síðan í haust og jarðvísindamenn segja eldgos mögulegt, jafnvel á næstu misserum.","main":"Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, segir að langlíklegasta skýring landrissins sé kvikusöfnun undir eldstöðinni. Kvikusöfnun endi mögulega með eldgosi en ekki er talið að það verði í bráð. Engu að síður eru viðbragðsaðilar með allsherjarvakt með svæðinu.\nAðspurður segir Víðir ekki hægt að útiloka að það fari að gjósa á allra næstu vikum. Frekar sé þó horft til næstu mánaða og jafnvel ára. Þó verði að gera áætlanir um viðbragð og jafnvel rýmingu ef til þess kemur. Fyrirvari eldgoss í Öskju gæti verið stuttur, mögulega aðeins nokkrar klukkustundir, og því þurfi að leggja á ráðin um hvernig er best að bregðast við. Smáskilaboð lögreglu í alla farsíma á afmörkuðu svæði segir Víðir að sé ein skilvirkasta aðferðin.\nÞarna séu einhver hundruð ferðamanna hverju sinni yfir sumarmánuðina. Svæðið í kringum Öskju er hins vegar illfært á veturna og þá gert ráð fyrir færri ferðamönnum. Víðir segir þó að frekari jarðhræringar geti vakið aukinn áhuga ferðamanna og ef til goss kæmi að vetri til gætu verkefni viðbragðsaðila orðið nokkuð snúin.","summary":"Viðbragðsáætlanir frá eldgosinu í Holuhrauni gætu komið að gagni ef Askja byrjar að gjósa. Þetta segir yfirlögregluþjónn almannavarna. Land hefur risið um 35 sentímetra síðan í haust og grannt er fylgst með gangi mála. "} {"year":"2022","id":"34","intro":"England leikur til úrslita á Evrópumóti kvenna í fótbolta eftir stórsigur á Svíþjóð í gærkvöld. Í kvöld skýrist svo hvort það verður Þýskaland eða Frakkland sem mætir þeim í úrslitaleiknum.","main":"Enska liðið var í nokkrum vandræðum til að byrja með og Svíar virtust líklegri til að skora. Það snerist hins vegar við þegar leið á fyrri hálfleik og Beth Mead kom Englandi yfir á 34. mínútu. Heimakonur tóku svo öll völd á vellinum í seinni hálfleik og bættu við þremur mörkum og sýndu frábær tilþrif. Leiknum lauk með 4-0 sigri Englands sem fer í úrslitin á Wembley á sunnudag. Þetta er í fyrsta sinn í 34 ár sem England vinnur Svíþjóð í keppnisleik.\nÍ kvöld er svo seinni undanúrslitaleikurinn. Þar mætir sigursælasta kvennalið Evrópu, Þýskaland, Frakklandi. Þýska liðið hefur átta sinnum orðið Evrópumeistari, oftast allra liða, og tvisvar orðið heimsmeistari. Franska liðið er hins vegar í fyrsta sinn í undanúrslitum EM. Þjóðverjar hafa ekki enn fengið á sig mark á mótinu og unnið alla sína leiki. Leikurinn hefst klukkan sjö í kvöld en upphitun hefst í EM stofunni tuttugu og fimm mínútum fyrr á RÚV.\nKörfuknattleiksdeild Tindastóls hefur ráðið Vladimir Anzulovic til að stýra karlaliði félagsins í úrvalsdeildinni á næsti leiktíð. Anzulovic er 44 ára Króati sem hefur stýrt liðum í Króatíu og Slóveníu síðustu ár. Hann tekur við liðinu af Baldri Þór Ragnarssyni sem lét af störfum um miðjan mánuð. Tindastóll lék frábærlega á síðustu leiktíð og komst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn þar sem þeir þurftu að lúta í lægra haldi fyrir Valsmönnum.\nKarlalið Víkings í fótbolta er komið í næstu umferð Sambandsdeildar Evrópu. Víkingar gerðu markalaust jafntefli gegn The New Saints í Wales í gærkvöld en unnu fyrri leikinn 2-0.","summary":"Sigursælasta kvennalandslið Evrópu, Þýskaland, mætir Frakklandi í seinni undanúrslitaleik Evrópumótsins í fótbolta í kvöld. Þá skýrist hvort liðið mætir Englandi í úrslitaleiknum."} {"year":"2022","id":"34","intro":"Hörð átök blasa við á vinnumarkaði í haust með mörg hundruð samninga lausa, segir formaður VR. Hann sakar stjórvöld um andvaraleysi gagnvart svo alvarlegri stöðu. Margt bendi til þess að kaupmáttur sé að minnka mun meira en tölur gefi til kynna. VR hafi varað við þessari stöðu í heilt ár.","main":"Verðbólgan er komin í rétt tæp tíu prósent hér á landi og stýrivextir Seðlabankans hafa hækkað jafnt og þétt síðustu misserin og eru komnir í 4,75 prósent. Á sama tíma hefur kaupmáttur minnkað umtalsvert og í nýrri Hagsjá Landsbankans segir að kaupmáttur launa hafi minnkað um 0,9 prósent á milli júlí á þessu ári og júlí í fyrra. Flestir finna fyrir þessum staðreyndum á eigin skinni en samkvæmt hagfræðingum bankans hefur kaupmáttur á Íslandi ekki verið minni síðan í desember 2020 og talið víst að hann haldi áfram að minnka á næstu mánuðum. Yfir 300 kjarasamningar meirihluta launþega á íslenskum vinnumarkaði eru lausir á næstu mánuðum. Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.\nokkar fyrstu viðbrögð eru bara í takti við það sem við höfum varað við, alveg frá því síðasta haust alveg í hvað stefndi við höfum bent á að allar spár bæði Seðlabankans og greiningadeilda bankanna hafi verið mjög vanmetnar miðað við þá stöðu sem við vorum að greina sömuleiðis varðandi kaupmáttinn það er margt sem bendir til þess að staðan sé miklu verri hjá ákveðnum hópum heldur en þessar tölur gefi til kynnar\nRagnar Þór segir blasa við að aðgerðir stjórnvalda hafi ekki gengið nógu langt og sakar stjórnvöld um algert grandaleysi gagnvart alvarlegri stöðu.\nErtu að tala um andvaraleysi stjórnvalda? já ef aðgerðir fylgja ekki orðum það hefur verið meira um nefndir en efndir ef hægt er að segja sem svo\nhvaða stöðu sérðu fyrir þér í haust á vinnumarkaði með svo marga samninga lausa? ég sé í rauninni ekkert annað en að það stefni í mjög hörð átök miðað við hvernig stjórnvöld hafa metið stöðuna þannig að það þurfi ekki að grípa til aðgerða til þess að sporna við verðbólgunni miðað við að stjórnvöld hafa algjörlega verið með hendur fyrir aftan bak varðandi húsnæðismarkaðinn og sömuleiðis Seðlabankinn sem er að keyra upp stýrivexti og er í rauninni að hella olíu á þennan eld sem við erum að horfa á okkar félagsmenn standa í núna.","summary":"Stjórnvöld eru grandalaus gagnvart vaxandi verðbólgu og minnkandi kaupmætti, segir formaður VR. Samtökin hafi varað við þessari stöðu lengi. Hörð átök blasi við á vinnumarkaði í haust."} {"year":"2022","id":"34","intro":"Ágæt makrílveiði er nú hjá íslensku uppsjávarskipunum eftir fremur slaka byrjun á vertíðinni. Það er langt að fara á miðin og siglingin í Síldarsmuguna getur tekið hátt á þriðja sólarhring. Unnið verður alla verslunarmannahelgina þar sem mestur afli berst að landi.","main":"Nú er um mánuður síðan makrílvertíðin hófst og tæplega tuttugu íslensk skip á veiðum. Vertíðin byrjaði rólega en á síðustu einni til tveimur vikum hefur veiðin glæðst mikið.\nSegir Baldur Már Einarsson, útgerðarstjóri Eskju. Já, það er langt að sækja á miðin, veiðin er í Síldasrsmugunni en makríllinn heldur sig fjarri Íslandsmiðum þriðja árið í röð.\nEnn lengri sigling er til hafna sunnar á landinu og til dæmis eru skipin í Vestmannaeyjum tvo og hálfan sólarhring á miðin. Og til að mæta kostnaði við svo langa siglingu, sameina útgerðir sem það geta, aflann í eitt skip sem flytur makrílinn í land.\nMakríllinn er nær allur frystur til mannendis og nú segir Baldur von á 2300 tonnum í vinnsluna. Það er því mikil vinna fram undan og unnið alla helgina.","summary":"Makrílveiðin hefur glæðst mikið undanfarið en það getur tekið á þriðja sólarhring að sækja aflann í Síldarsmuguna. Mikið annríki er í vinnslunni í landi og sums staðar verður unnið alla verslunarmannahelgina."} {"year":"2022","id":"34","intro":"Gríðarmikið ofbeldi hefur varpað dökkum skugga á yfirstandandi þingkosningar á Papúa Nýju Gíneu. Um það bil fimmtíu manns liggja í valnum en kosningar standa til mánaðamóta.","main":"Meðan á undirbúningi kosninganna stóð létust 28 í róstum og árásum en frá því atkvæðagreiðsla og talning hófst í byrjun júlí hafa 22 til viðbótar fallið í valinn. Menn vopnaðir sveðjum réðust að hópi fólks við talningastöð í höfuðborginni Port Moresby og átján féllu í árás vígamanna í fjallahéruðum landsins. Bal Kama aðstoðarprófessor við háskólann í Canberra í Ástralíu telur ólíklegt að mannfallið nú verði jafnmikið og 2017 þegar 200 fórust í árásum tengdum þingkosningum en segir að myndskeið og ljósmyndir af árásunum sýni glöggt hve alvarlegt ástandið sé.\nMaholopa Laveil, lektor í hagfræði við háskóla Papúa Nýju Gíneu, segir um milljón kjósenda ekki mega greiða atkvæði vegna þess að kjörskrá hefur ekki verið uppfærð frá árinu 2012. Fjölda kjósenda hefði verið vísað frá kjörstöðum, margir frambjóðenda hefðu lýst vanþóknun sinni á því og að lokum hefði ofbeldi brotist út. Eins hafi frambjóðendur nánast hertekið ákveðna kjörstaði, embættismönnum hefur verið mútað eða þeim ógnað sem hefur leitt af sér upplausn og skapað vantraust á niðurstöður kosninganna. Stjórnvöld hafa brugðist við ofbeldinu með varðgæslu ásamt því sem talningamenn voru fluttir á öruggari svæði. Laveil segir brýnt að viðtakandi ríkisstjórn geri víðtækar umbætur á kosningakerfinu og tryggi öryggi á kjörstöðum.","summary":null} {"year":"2022","id":"34","intro":"Að minnsta kosti fimm létust og á annað hundrað slösuðust þegar jarðskjálfti reið yfir í dag á norðurhluta Filippseyja. Hús hrundu og skriður féllu nálægt upptökunum, sem voru um þrjú hundruð kílómetra norðan við höfuðborgina Manila.","main":"Skjálftinn varð laust fyrir klukkan níu að morgni að staðartíma. Hann var sjö að stærð. Upptök hans voru á tólf kílómetra dýpi norðarlega á Luzon, stærstu eyju Filippseyja, nokkra kílómetra frá bænum Dolores. Krafturinn var slíkur að háhýsi svignuðu í Manila. Ferðir jarðlesta í borginni stöðvuðust í nokkurn tíma. Almannavarnir hafa upplýsingar um að 58 skriður hafi fallið. Brýr eyðilögðust og vegir skemmdust. Tilkynnt hefur verið um eignatjón í 218 bæjum í fimmtán héruðum á Luzon-eyju. Rafmangslaust varð á stóru svæði. Þá rofnaði netsamband. Ferdinand Marcos yngri, forseti landsins, skipaði svo fyrir að björgunarsveitir yrðu tafarlaust sendar þangað sem afleiðingar skjálftans voru mestar.\nFilippseysk útvarpsstöð hafði eftir þingmanni sem býr á skjálftasvæðinu að honum hafi fundist skjálftinn vara í hálfa mínútu eða meira. Hann óttaðist að hús hans myndi hrynja. Kröftugir eftirskjálftar fylgdu, þannig að honum og fjölskyldu hans fannst vissast að halda sig utan dyra. Þeir snörpustu voru yfir fimm að stærð. Ferðamaður sem var að taka myndir af kirkjuturni í bænum Vigan sagði að turninn hefði skolfið í þrjár mínútur eftir að skjálftinn reið yfir. Þar skemmdust margra alda gamlar byggingar sem eru á heimsminjaskrá menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna.","summary":"Að minnsta kosti fimm létust og yfir hundrað slösuðust í kröftugum jarðskjálfta á Filippseyjum í dag. Upptökin voru um þrjú hundruð kílómetra norðan við höfuðborgina Manila þar sem hann fannst vel."} {"year":"2022","id":"34","intro":"Búist er við mikilli rigningu undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli fram á kvöld og viðbúið að þar hækki talsvert í ám. Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Suðausturland og Miðhálendið. Vegagerðin hefur eftirlit með brúm og vegum á Suðurlandi.","main":"Rigningin getur haft áhrif á akstursleiðir þar sem aka þarf yfir óbrúaðar ár, til dæmis inn í Þórsmörk. Gera má ráð fyrir slagviðri á Suðurlandi og miðhálendi sem getur reynst gangandi og hjólandi ferðamönnum erfitt. Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir er skálavörður í Langadal í Þórsmörk.\nÞað eru svona 6-8 tjöld hérna núna\nSigurbjörg Metta segist ekki vita af ferðalöngum sem hún hafi sérstakar áhyggjur af og segir að flestir taki vel í ráðleggingar um að breyta ferðaáætlunum í takt við veðurfar.\nþannig að nei ég hef ekki áhyggjur af neinu sérstöku en auðvitað getur eitthvað kom ið uppá bara eins og alltaf.\nVið Jökulsá á Sólheimasandi er unnið að smíði nýrrar brúar sem ekki er fullgerð og á meðan er umferð beint um bráðabirgðabrú en óljóst er hvort hún standi af sér vatnsveðrið. Ágúst Freyr Bjartmarsson er verkstjóri hjá vegagerðinni í Vík, hann segir að ef ástæða þyki til verði umferð beint inná nýju brúna sem enn er í smíðum og stýrt í aðra áttina í einu.","summary":"Mikið hefur rignt á sunnanverðu landinu og búist við áframhaldi á því undir Eyjafjöllum og Mýrdalsjökli fram á kvöld. Viðbúið er að þar hækki talsvert í ám. "} {"year":"2022","id":"35","intro":"Til greina kemur að stöðva hvalveiðar komi í ljós að dýrin séu ekki aflífuð á mannúðlegan hátt. Þetta segir matvælaráðherra. Ábendingar sjávarverndunarsamtaka, um að hvalir hafi verið skutlaðir oftar en einu sinni, verði kannaðar.","main":"Hvalur hf. fékk ótímabundið leyfi til vinnslu hvalaafurða í fyrra og hóf hvalveiðar fyrir um mánuði. Heimilt er að veiða yfir 200 langreyðar og yfir 200 hrefnur hér við land á ári. Sjávarverndunarsamtökin Hard to Port birtu nýverið myndefni sem sýnir langreyði með tvo skutla í sér. En samkvæmt verklagsreglum um hvalveiðar ber að draga hval að borði ef skot geigar og aflífa hann sem fyrst með skoti í heila.\nverður þetta eitthvað skoðað þa ðsem þessi samtök eru að halda fram\nminn vilji að þetta verði skoðað\nEf það kemur í ljós .þþ essi\nMér finnst það algerlega einboðið að ef ekki er farið að dýravelferðarlögum þá á þessi atvinnugrein ekki framtíð fyrir sér","summary":null} {"year":"2022","id":"35","intro":"Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir að hátíðin í ár gæti orðið ein sú stærsta. Jóhannes Ólafsson yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir að löggæsla verði efld verulega. Búið er að koma upp hátt í 40 eftirlitsmyndavélum í dalnum.","main":"Við áætlum að hér verði vel á fjórða tug lögreglumanna sem muni sinna löggæslu þessa helgi. til viðbótar við aðra gæslu sem er líka á vegum félagsins, þar er áætlað um vel á annað hundrað gæsluliðar auk annars viðbúnaðar.\nEr það meira eða minna en venjulega?\nÞteta er svipaður fjöldi. Enda miðast þetta líka við þann fjölda sem áætlað er að komi hér á þessa hátíð - það stefnir í frekar fjölmenna hátíð.\nBúist er við fjórtán til fimmtán þúsund manns til Eyja um helgina. Þá hafa aldrei fleiri sótt um að fá að vera með hvítt tjald í dalnum, eða tæplega 40 fleiri en síðast þegar Þjóðhátíð var haldin. Þau verða því líklega í kringum 260. Hörður Orri Grettisson er formaður þjóðhátíðarnefndar.\nVeðrið mun skera úr um það hvort þetta verði met þjóðhátíð eða ekki. Veðrið skiptir gríðarlegu máli á lokametrunum hvernig salan er. Þetta gæti orðið ein sú stærsta, í það minnsta.\nHörður segir eftirlit á vegum félagsins verði með svipuðum hætti og síðustu hátíðir. Forvarnahópurinn Bleiki fíllinn tilkynnti í vikunni að hann væri hættur í núverandi mynd eftir um áratuga starf. Hann sinnti forvarnarstarfi á Þjóðhátíð. Þjóðhátíðarnefnd er því í samstarfi um forvarnarverkefni á vegum ríkislögreglustjóra sem kallast Verum vakandi - er allt í góðu?\nsem verður áberandi á hátíðarsvæðinu. Eftirlitið er mjög gott hjá okkur eins og hefur verið. Við erum með á milli 30-40 eftirlitsmyndavélar í dalnum. Við erum með gæslu sem eru 100 einstaklingar, einvala lið. Við erum með neyðartækna, hjúkrunarfræðinga og lækna á vakt í dalnum allan sólarhringinn.","summary":"Búist er við um fjórtán til fimmtán þúsund manns til Vestmannaeyja um helgina. Formaður þjóðhátíðarnefndar segir að hátíðin í ár verði ein sú stærsta. Löggæsla verður efld verulega og búið að koma upp tæplega 40 eftirlitsmyndavélum í dalnum."} {"year":"2022","id":"35","intro":"Enn er ekki vitað hver stóð fyrir sprengjuhótun í flugvél sem var snúið við yfir Grænlandi og lent á Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær. Lögreglan á Suðurnesjum hefur til skoðunar krot innan í flugvélinni og hluti úr handfarangri farþega.","main":"Flugvélin, sem var á vegum þýska flugfélagsins Condor, var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Seattle í Bandaríkjunum. Henni var snarlega snúið við og lent á Keflavíkurflugvelli eftir að orðið BOMB eða sprengja fannst skrifað í farþegarýminu. Vélin var rýmd og allir farþegar fluttir með flugrútu á lokað svæði á Keflavíkurflugvelli. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, telur að um 80 manns hafi komið að aðgerðum vegna flugvélarinnar; samhæfingarmiðstöð - og sérsveit Ríkislögreglustjória, sprengjusveit Landhelgisgæslunnar, Rauði krossinn, Isavia og starfsfólk tollsins. Lögreglan tók tali alla farþegana 266 sem dreifðust svo á ellefu hótel. Auk þess var handfarangur allra skoðaður og í kjölfarið eru til rannsóknar einstaka hlutir úr handfarangri farþega.\nSagði Úlfar Lúðvíksson. Vélinni verður flogið aftur til baka til Þýskalands en farþegarnir halda áfram ferð sinni til Seattle með annarri flugvél í dag. Einn þeirra sagði í viðtali við fréttastofu sttuttu fyrir fréttir að honum fyndist óþægileg tilfinning að fljúga aftur með sama farþegahópnum, án þess að vita hver skrifaði orðið sprengja inni í flugvélinni. Hann myndi sennilega aldrei flj´úga aftur með flugfélaginu Condor.","summary":"Farþegar vélarinnar sem þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli í gær vegna sprengjuhótunar eru enn hér á landi, en fljúga áfram til Bandaríkjanna í hádeginu. Sá sem var með hótanir hefur ekki fundist. "} {"year":"2022","id":"35","intro":"Samtökin '78 leggja í dag fram kæru vegna ummæla vararíkissaksóknara um flóttafólk og samkynhneigða karlmenn. Framkvæmdastjóri samtakanna telur embætti ríkissaksóknara laskað eftir ummælin, sem hann segir hljóta að teljast rógburður og jafnvel hatursorðræða. Ummælin eru til skoðunar hjá ríkissaksóknara sem segir þau ekki endurspegla viðhorf embættisins.","main":"Það er bara mjög mikilvægt að þetta fari í ferli hjá hinu opinbera, því við megum ekki gleyma að þetta er ekki bara einhver úti í bæ sem skrifar þetta og er með þessar skoðanir. Heldur erum við að tala um vararíkissaksóknara, og því fylgir bara mikil ábyrgð.\nSagði Daníel E. Arnarsson. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari birti færslu á Facebook fyrir helgi þar sem hann ýjaði að því að flóttafólk lygi til um kynhneigð sína til að fá alþjóðlega vernd hér á landi og spurði hvort skortur væri á hommum á Íslandi.\nMálið er að skv 33. gr. almennra hegningarlaga er það bara mjög skýrt að ef einstaklingur er með rógburð eða níð gagnvart ákveðnum hópum þá þarf að skoða það og það getur varðað sektum.. eða annað. Það sem hann er að gera er að grafa undan ákveðnu trausti, ekki bara á réttarríkinu heldur á þessu hópi sem eru hinsegin hælisleitendur, eða hinsegin karlmenn.\nSigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur ummælin til skoðunar. Hún sagði í samtali við fréttastofu stuttu fyrir fréttir að þau endurspegluðu ekki á neinn hátt afstöðu embættisins til þeirra hópa sem þau varða.","summary":"Framkvæmdastjóri samtakanna 78 sakar vararíkissaksóknara um hatursorðræðu og rógburð í garð samkynhneigðra. Samtökin leggja í dag fram kæru vegna færslu sem hann birti á samfélagsmiðlum. "} {"year":"2022","id":"35","intro":"Undanúrslit á EM kvenna í fótbolta hefjast í kvöld með leik Englands og Svíþjóðar. Bæði lið eru á mikilli sigurgöngu og ljóst að eitthvað þarf undan að láta.","main":"Svíar hafa ekki tapað leik í meira en tvö ár. Liðið tapaði síðast fyrir Dönum í Algarve-bikarnum 7. mars 2020. Síðan þá hefur liðið leikið 34 leiki án taps sem er sænskt met. Svipaða sögu má segja af Englendingum sem hafa ekki tapað síðan Sarina Wiegman tók við þjálfun liðsins í fyrra. Englendingar hafa skorað 100 mörk í 18 leikjum undir stjórn Wiegman.\nEnglendingar leika til undanúrslita fjórða stórmótið í röð og spurning hvort liðið kemst loks í úrslitaleikinn. Liðið tapaði fyrir Japan á heimsmeistaramótinu 2015, Hollandi á EM 2017 og Bandaríkjunum á HM 2019. Svíar komust einnig í undanúrslit á síðasta heimsmeistaramóti en töpuðu fyrir Hollendingum. England og Svíþjóð mættust þá í leik um þriðja sætið og Svíþjóð vann 2-1. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19 og verður í beinni útsendinu á RÚV.\nValur og KR gerðu 3-3 jafntefli í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Eftir leikinn varð ljóst að hvorugt liðið vinnur leik í júlímánuði. KR hefur raunar ekki unnið leik síðan í maí. ÍA, annað lið sem hefur ekki unnið lengi, tapaði 4-0 fyrir Fram á heimavelli í gær. Eini sigur ÍA í deildinni til þessa kom gegn Íslandsmeisturum Víkings í apríl þegar liðið vann 3-0 sigur. Nýliðar Fram eru hins vegar á góðu róli, hafa unnið tvo af síðustu þremur leikjum.\nOg meira af fótboltanum hér heima. Íslandsmeistarar Víkings mæta velska liðinu The New Saints í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag. Víkingur vann fyrri leik liðanna á heimavelli, 2-0, og er því í góðri stöðu fyrir leikinn í Wales í dag. Liðið sem skorar samanlagt fleiri mörk mætir pólsku meisturnunum í Lech Poznan í þriðju umferð.","summary":null} {"year":"2022","id":"35","intro":"Evrópusambandsríkin hafa komist að samkomulagi um leiðir til að draga úr gasnotkun um fimmtán af hundraði fyrir veturinn. Með því er ætlunin að draga úr þörf þeirra fyrir rússneskt gas.","main":"Ríki Evrópusambandsins hafa komist að pólitísku samkomulagi um að minnka gasnotkun um fimmtán af hundraði áður en vetur gengur í garð. Markmiðið er að draga úr þörf Evrópuríkja fyrir rússneskt gas. Rússar ætla að skera gasdælinguna niður um helming frá morgundeginum.\nRáðherraráð ESB tilkynnti í dag um samkomulagið. Ekki var farið út í útfærsluna, einungis sagt að ástæðan væri viðbrögð við mögulegum truflunum á afhendingu jarðgass frá Rússum, sem stöðugt notuðu gasið sem vopn gegn Evrópuríkjum. Claude Turmes, orkumálaráðherra Lúxemborgar, greindi frá því á Twitter að Ungverjar hefðu lýst sig andvíga áætluninni, einir ESB-þjóða. - Utanríkisráðherra Ungverjalands fór einmitt til Moskvu í síðustu viku til að ganga frá samningum við Rússa um kaup á 700 milljónum rúmmetra af jarðgasi til viðbótar við það sem þeir fá nú þegar.\nRússneska ríkisgasfyrirtækið Gazprom tilkynnti í gærkvöld að gasflutningar til Evrópusambandsins yrðu frá morgundeginum skornir niður um helming frá því sem þeir voru í gær, mánudag. Það þýðir að þeir senda þá einungis um fimmtung af umsömdu gasi til viðskiptavina sinna í Evrópu. Ástæðan segir Gazprom að sé viðhaldsvinna við dælustöð. Ekki er vitað hvenær dælingin verður aukin á ný.\nVolodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, varaði í sjónvarpsávarpi sínu í gærkvöld við því að Rússar notuðu jarðgasið sem vopn í baráttu sinni gegn Evrópuríkjum. Hann hvatti til þess að efnahagslegar refsiaðgerðir gegn þeim yrðu hertar enn frekar vegna innrásar þeirra í Úkraínu.","summary":"Evrópusambandsríkin hafa komist að samkomulagi um leiðir til að draga úr gasnotkun um fimmtán af hundraði fyrir veturinn. Ætlunin er að minnka þörf þeirra fyrir rússneskt gas. "} {"year":"2022","id":"35","intro":"Mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt umtalsvert hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Kaupmáttur launa minnkaði um 0,9 prósent á síðustu tólf mánuðum.","main":"Launavísitala hefur hækkað um 8,1 prósent á milli júlí í ár og júlí í fyrra. Á móti hefur verðbólga verið 8,8 prósent og því minnkar kaupmátturinn.\nSamkvæmt hagfræðingum bankans hefur kaupmáttur á Íslandi ekki verið minni síðan í desember 2020. Bankinn telur víst að kaupmáttur haldi áfram að minnka á næstu mánuðum enda verðbólga enn mikil og engar frekari samningsbundnar launahækkanir á þessu samningstímabili.\nLaun hafa hækkað örlítið meira á opinbera vinnumarkaðnum en á þeim almenna á milli apríl 2021 og 2022. Hjá þeim opinbera hafa laun hækkað um 9,3 prósent en um 8,2 prósent á almenna markaðnum. Mest var hækkunin hjá sveitarfélögum, eða 10,6 prósent.\nLaunavísitala fyrir vinnumarkaðinn í heild hækkaði um 8,5 prósent frá apríl 2021 til 2022 og hafa hækkað álíka mikið innan flestra atvinnugreina. Tveir geirar skera sig þó úr. Laun á veitinga- og gististöðum hafa hækkað um 12,7 prósent og í fjármála- og vátryggingarstarfsemi um 5,9 prósent. Í Hagsjánni kemur fram að stór hluti veitinga- og gistiþjónustu sé háður stöðu ferðaþjónustunnar.\nHagstofa Íslands birti skammtímahagvísa ferðaþjónustu fyrir júlímánuð í morgun. Þar kemur fram að ríflega 240.000 fóru frá Keflavíkurflugvelli í júní samanborið við um 56.000 fyrir ári. Þar af voru rúmlega 176.000 erlendir farþegar í ár, tæplega 43.000 í fyrra.","summary":null} {"year":"2022","id":"35","intro":null,"main":"Það er siðferðisleg skylda Íslands að veita fátækari þjóðum heimsins neyðaraðstoð segir utanríkisráðherra. Stjórnvöld ákváðu að veita 80 milljónum króna í neyðaraðstoð til Afganistan þar sem nú ríkir hungursneyð.\nUndravert þykir að aðeins tveir skúmsungar fundust við talningu á Breiðarmerkusandi þar sem venjulega finnast um fimmtíu. Þetta er mesta niðursveifla sem orðið hefur í áratugi á svæðinu.\nMatvælaráðherra segir það einboðið að stöðva hvalveiðar komi í ljós að þar sé ekki farið eftir lögum um velferð dýra. Hún hyggst nú skoða ábendingar sjávarverndunarsamtaka um ómannúðlegar veiðiaðferðir.","summary":"Matvælaráðherra segir það einboðið að stöðva hvalveiðar komi í ljós að þar sé ekki farið eftir lögum um velferð dýra. Hún hyggst skoða ábendingar sjávarverndunarsamtaka um ómannúðlegar veiðiaðferðir."} {"year":"2022","id":"35","intro":"Grænmetisframleiðsla hefur ekki aukist síðustu ár og hlutfall íslensks grænmetis er lægra en það var tvö þúsund og tíu. Formaður garðyrkjudeildar Bændasamtakanna segir að það skorti pólitískan vilja til að efla útiræktun á Íslandi.","main":"Í leiðara Bændablaðsins kemur fram að umfang garðyrkjuframleiðslu hefur ekki aukist síðusta áratug, hefur jafnvel minnkað.\n2010 voru íslenskir framleiðendur að rækta um 67% í landsmenn en í dag erum við eingöngu að ná um 43%.\nSegir Axel Sæland, formaður garðyrkjudeildar Bændasamtaka Íslands. Ylrækt hafi verið í talsverðri sókn. Nánast allar gúrkur og stór hluti tómata í búðum landsins er íslensk framleiðsla. Það sem skýri lægra hlutfall innlendrar framleiðslu sé minni útiræktun.\nHann segir þörf á nýliðun í greininni. Byrjað var að veita nýliðunarstyrki 2016 og þeir hafa verið óbreyttir síðan.\nFjármagnið þar inni myndi ég telja að sé langt frá því að vera nóg til þess að það gangi upp fyrir nýja aðila að ganga í að kaupa jarðar. Því að í útirækt ertu að kaupa jarðir.\nÁhugi á garðyrkju hefur aukist og fleiri fara í garðyrkjunám. Axel segir að það taki tíma að komast inn í greinina og mikið fjármagn þurfi til að koma sér upp jörð. Greinin sé líka áhættusöm.\nSérstaklega í útiræktinni sem hefur verið svona letjandi í þetta af því að tryggingavernd útiræktar er engin. Það eru engar tryggingar fyrir því ef þú verður fyrir uppskerutjóni.\nSpretthópurinn hefur lagt til aukinn stuðning til útiræktar og því fagna garðyrkjubændur.\nVið höfum allt hérna til þess að gera vel. Orkan er hérna, við höfum vatnið og við höfum landið. Og gæðin í jarðveginum þannig að það er allt til alls. Það vantar svolítið meira pólitískan vilja, það verður bara að viðurkennast.","summary":"Hlutfall íslensks grænmetis í matvörubúðum hefur minnkað um rúm tuttugu prósent frá árinu tvöþúsund og tíu. Ástæðan er mun minni útiræktun en áður. "} {"year":"2022","id":"35","intro":"Rúmlega sjötíu hreindýratarfar hafa veiðst það sem af er veiðitímabilinu sem hófst 15. júlí. Þórhallur Borgarsson er varaformaður Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum.","main":"Þetta er bara búið að ganga svona svipað og venjulega. Eins og venjulega fyrsta daginn þá kemur einhver hópur af mönnum sem vill vera fyrstur og síðan hefur þetta verið bara svona rólegheit. Þetta er náttúrulega bara tarfaveiðin sem er byrjuð, hún byrjar 15 júlí og stendur til 1. ágúst, þá koma beljuveiðarnar inn í þetta.\nÞórhallur segir eitthvað búið að fara á flest veiðisvæðin en þoka hafi sett strik í reikninginn sums staðar þessa fyrstu viku.\nHeildarveiðikvótinn í ár er 1021 dýr, 475 tarfar og 546 kýr. Það er örlítill samdráttur frá því í fyrra. Skarphéðinn Þórisson hjá Náttúrustofu Austurlands segir að hreindýrum hafi fækkað í kringum Snæfell. Ástæður þess séu ekki alveg ljósar en dýrin virðist leita meira niður á firði. Leiðsögumenn lögðu til að veiðikvóti á svæðinu yrði dreginn saman í ár.\nVið höfum tekið eftir því undanfarin ár að það er fækkun í svokallaðri Snæfellsjörð inn við Snæfell á veiðisvæði tvö. Og við lögðum til núna fyrir þessa kvótasetningu minkun á kvóta miðað við fyrstu tillögur og hefðum í raun og veru viljað sjá meiri minkun því að hjörðin þar er orðin lítil.","summary":null} {"year":"2022","id":"35","intro":"Brýnt er að tryggja að skólakerfið á Íslandi sé í stakk búið til að taka vel á móti börnum úr ólíkum menningarheimum og bjóði upp á námsefni við hæfi. Þetta segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Fjöldi grunnskólabarna af annarri kynslóð innflytjenda á Íslandi hefur ellefufaldast á síðustu fimmtán árum, samkvæmt nýrri samantekt Hagstofu Íslands. Þeim fjölgaði úr 230 árið 2006 í rúmlega 2.600 árið 2021 og eru nú 5,6 prósent grunnskólabarna.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"36","intro":"Fjöldi skemmtiferðaskipa sem koma til Akureyrar í sumar er orðinn sambærilegur því sem var fyrir faraldur. Það eru þó aðeins færri farþegar.","main":"Sumarið tvö þúsund og tuttugu kom ekkert skemmtiferðaskip til hafnar á Akureyri og árið eftir um níutíu skip, flest í minni kantinum. Í sumar koma hundrað fjörutíu og fimm skip til hafnar á Akureyri og mörg þeirra mjög stór.\nÞessi fjöldi sem kemur til Akureyrar, er þetta sambærilegt og var fyrir faraldur? Já, þetta er bara svona svipað og 2019 í fjölda en kannski farþegafjöldinn er ekki alveg eins mikill. Bókunarhlutfall í skipin er svona 70%, fram að því hafði bókunarhlutfallið verið svona 95%-6%. Þannig að þetta að þetta er svona að vinna sig í gang aftur.\nsegir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri Hafnarsamlags Norðurlands.\nÁætlað er að rúmlega hundrað og tuttugu þúsund farþegar komi til Akureyrar í sumar en það eru um þrjátíu þúsund færri en tvö þúsund og nítján. Flestir koma frá Þýskalandi eða um þriðjungur. Alls koma gestir af rúmlega hundrað þjóðernum með skipunum.\nAfleiddar tekjur af komum skemmtiferðaskipa til Íslands tvö þúsund og nítján voru í kringum tuttugu og fimm milljarðar króna.\nVið getum áætlað að einn þriðji verði eftir hérna fyrir norðan þannig að við erum að tala um 7,8,9 milljarða sem verði eftir á þessu svæði.\nPétur segir að vel gangi fyrir fyrirtæki á svæðinu að sinna þjónustu við skipin og farþega. Suma daga hafi þó þurft að vísa skipum frá þar sem höfnin hafi verið fullsetin.\nNæsta ár og þarnæsta ár eru að verða mjög vel bókuð og stefnir í ekki ósvipað ár og jafnvel betra heldur en þetta ár.","summary":null} {"year":"2022","id":"36","intro":"Forsætisráðherra segir brýnt að halda aftur af hækkandi húsnæðisverði, til að halda verðbólgu í skefjum. Ársverðbólga mældist 9,9 prósent í júlí og hefur ekki verið hærri í 13 ár.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"36","intro":"Horfur í efnahagsmálum í Þýskalandi hafa versnað verulega á síðustu vikum. Efnahagslægð kann að blasa við ef ekki tekst að snúa þróuninni við.","main":"Efnahagshorfur í Þýskalandi hafa þyngst verulega á síðustu vikum ef marka má könnun meðal stjórnenda níu þúsund fyrirtækja. Margir óttast að gasskortur sé yfirvofandi. Efnahagslægð kann að blasa við verði þróuninni ekki snúið við.\nEfnahagsrannsóknastofnunin Ifo fylgist reglulega með ástandi og horfum í þýsku efnahagslífi, stærsta hagkerfi í Evrópu. Í júlíkönnun stofnunarinnar meðal níu þúsund fyrirtækjastjórnenda kemur fram með afgerandi hætti að horfurnar þykja dökkar. Svonefnd væntingavísitala stjórnendanna mælist 88,6 stig í mánuðinum. Hún var 92,2 stig í júní og hefur ekki verið lægri síðan í júní 2020, þegar COVID-19 heimsfaraldurinn var nýlega brostinn á.\nHaft er eftir Clemens Fuest, forstjóra Ifo, að þetta bendi til þess að efnahagslægð sé yfirvofandi í Þýskalandi. Að hans sögn vegur þyngst í hinni neikvæðu afstöðu að orkuverð fer hækkandi og margir óttast að gasskortur vofi yfir.\nCarsten Brzeski, greinandi hjá ING bankanum, bendir einnig á að eftirspurn fari minnkandi á heimsvísu og að enn þurfi fyrirtækin að glíma við erfiðleika í vöruflutningum. Hugsanlega hafi samdráttur orðið strax á öðrum ársfjórðungi í Þýskalandi, þótt óyggjandi upplýsingar um það liggi enn ekki fyrir. Brzeski segir að því miður séu fleiri neikvæð teikn á lofti í þýsku efnahagslífi en jákvæð á næstu mánuðum, einkum vegna yfirvofandi orkukreppu.","summary":"Horfur í efnahagsmálum í Þýskalandi hafa versnað verulega á síðustu vikum. Efnahagslægð kann að blasa við ef ekki tekst að snúa þróuninni við. "} {"year":"2022","id":"36","intro":null,"main":"Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar hefur selt öll hlutabréf sín í Sýn, sem hann átti í gegnum eignarhaldsfélagið Ursus ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. Þar kemur einnig fram að uppsögn hans taki gildi fyrir lok mánaðar. Ursus var stærsti hluthafinn í Sýn fyrir söluna. Heiðar fær rúma tvo milljarða króna fyrir hlutinn. Bréfin eru seld á 64 krónur, um níu prósentum hærra verði en hlutabréfaverðið stóð í við lokun markaða á föstudag. Félagið Gavia Invest ehf. keypti í dag tæplega 15 prósenta hlut í Sýn og er orðinn stærsti einstaki eigandinn. Gavia Invest er fjárfestingafélag í eigu Reynis Grétarssonar, Hákonar Stefánssonar, Jonathan R. Rubini, Andra Gunnarssonar, Marks Kroloff og Jóns Skaftasonar.","summary":"Forstjóri Sýnar hefur gengið frá sölu á öllum hlutabréfum sínum í fyrirtækinu fyrir um 2,2 milljarða króna og sagt starfi sínu lausu. Félagið Gavia Invest keypti í morgun tæplega 15% hlut í Sýn og er orðinn stærsti einstaki eigandinn. "} {"year":"2022","id":"36","intro":"Vegna fjölda þyrluútkalla á sumrin á Landhelgisgæslan erfiðara með að sinna löggæslu- og eftirlitshlutverki sínu á sjó úr lofti. Í ár hefur þetta verið leyst með drónum um borð í varðskipunum.","main":"Meðal þess sem fellur undir löggæslu- og eftirlitshlutverk Landhelgisgæslunnar á hafi úti er eftirlit með fiskveiðum og farartækjum á sjó. Auðunn F. Kristinsson er verkefnastjóri á aðgerðasviði Landhelgisgæslunnar.\nÞað hefur nú verið þannig að á sumrin útaf miklum fjölda útkalla þá höfum við ekki getað sinnt löggæslueftirliti af sama krafti og við vildum.\nVið löggæslueftirlit á sjó er fyrst og fremst verið að fylgjast með hvort skip séu haffær, hafi nauðsynlegan öryggisbúnað eða stjórnendur hafi tilskilin réttindi og hvort brotið sé gegn lögum um fiskveiðar, fiskveiðistjórnun og nytjastofna sjávar. Einnig er fylgst með mengun, siglingaleiðum og fleira. Mörgum þessara verkefna er betur sinnt úr lofti en þegar loftför gæslunnar eru upptekin við að sinna útköllum eru þau ekki til taks að sinna eftirlitinu. Í sumar hefur gæslan haft dróna til umráða.\nÍ ár erum við með dróna um borð í varðskipunum okkar, frá siglingaöryggisstofnun Evrópusambandsins þannig að við höfum ná að sinna eftirliti á strandsvæðum mjög vel.","summary":null} {"year":"2022","id":"36","intro":"Vettvangsrannsókn á nauðlendingunni á Nýjabæjarfjalli á laugardaginn er lokið. Starfsmaður Rannsóknarnefndar samgönguslysa telur rétta ákvörðun hafa verið tekna með nauðlendingu.","main":"Allt bendir til þess að ástæða nauðlendingar á Nýjabæjarfjalli vestur af Kaldbaksdal á Öxnadalsheiði á laugardaginn hafi verið vélarbilun. Flugvélin er af gerðinni I.C.P. Savannah S og er skráð sem heimasmíðað loftfar.\nÍ gær hófst rannsókn á tildrögum slyssins en Ragnar Guðmundsson, hjá flugsviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir vísbendingar komnar um orsök.\nþetta virðist benda til að þetta sé tæknilegs eðlis, það sem átti sér stað, bilun í flugvélinni.\nHann telur flugmanninn hafa tekið rétta ákvörðun, að nauðlenda á grófum og sléttum fjallstoppnum.\nþær voru alveg þokkalegar aðstæðurnar til lendingar og lendingin virðist bara hafa gengið mjög vel.\nHann segir flugvélina í góðu ásigkomulagi en það hafi komið upp vélarbilun og því þurfi að sækja hana með þyrlu til þess að valda ekki jarðraski.\nég veit að þeir eru að skoða það í dag en auðvitað hefur veður og skyggni og veðurfar áhrif á hvort það verði hægt að klára það í dag eða hvort að þurfi að bíða með það.\nRagnar staðfestir að þetta sé sama vél og nauðlenti á ísilögðu Þingvallavatni í mars tvö þúsund og tuttugu.\nNú sé málið á leið í frumrannsóknarfasa þar sem það verður kannað enn frekar. Ragnar segir erfitt að áætla hvenær niðurstöður liggi fyrir.","summary":"Starfsmaður Rannsóknarnefndar samgönguslysa telur að flugmaður sem nauðlenti á Nýjabæjarfjalli á Öxnadalsheiði á laugardag hafi tekið rétta ákvörðun. Vettvangsrannsókn er lokið. "} {"year":"2022","id":"36","intro":"Það færist í vöxt að veitingastaðir rukki fyrir ef fólk pantar borð og mætir ekki. Neytendasamtökin hafa fengið ábendingar og fyrirspurnir. Veitingamenn kvíða haustinu vegna hækkandi vaxta og aukinnar verðbólgu.","main":"Hrefna Björk Sverrisdóttir er formaður samtaka félags veitingamanna. Hún segir að fyrir heimsfaraldurinn hafi verið byrjað að rukka staðfestingargjald.\nFlestir hættu því þá því það voru breyttir tímar en fólk hefur byrjað að taka þetta upp aftur af því það er mikið um það að fólk sé að panta og ekki að mæta og nýta borðin sem það á pantað. Veistu hvað gjaldið er mikið. Það er mismunandi eftir stöðum því veitingastaðirnir ráða því sjálfir en það er á bilinu kannski fjögur þúsund og svo er það alveg upp í að staðirnir séu að rukka fullt verð fyrir fyrirfram ákveðna matseðla.\nHrefna segir að það þekkist vel í öðrum löndum að fólk greiði staðfestingargjald.\nÞetta er mjög mikilvægt fyrir staðina að taka þetta upp hjá sér. Ef maður ímyndar sér 100 manna stað og það eru kannski 25-30 manns sem mæta ekki og það er búið að úthluta tíma fyrir hvern og einn gest uppá tvo tíma. Þú heldur borðinu í 20 mínútur og þá er hreinlega ekki tími til þess að fylla sætið og þar af leiðandi verða veitingastaðirnir af tekjum.\nHún minnir á að fólk hafi alltaf tök á því að afpanta borð á veitingastöðum.\nÞað er í rauninni bara verið að tryggja það að gestirnir láti vita ef þeir ætli ekki að mæta.\nNú starfa um 8.500 manns í veitingageiranum en fyrir heimsfaraldurinn var fjöldinn um tíu þúsund. Hrefna segir að reksturinn hafi gengið vel í sumar og þakkar það fjölda erlendra ferðamanna\nEn á sama tíma hafa gjöld og laun þá sérstaklega hækkað alveg svakalega mikið á undanförnum árum auk þess sem skuldsetningin í geiranum er nokkuð há eftir kovid.\nVeitingamenn hafa áhyggjur af haustinu, háir vextir og aukin verðbólga hjálpa þar ekki til.\nVeitingageirinn er nú þannig að það er mjög auðvelt að skera niður eða að hætta að mæta út að borða ef það vill eitthvað draga saman í útgjöldum. Veitingamenn hafa svolitlar áhyggjur af því sem gerist í haust.","summary":null} {"year":"2022","id":"36","intro":"Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum lauk í nótt. Tvö heimsmet voru slegin á lokadeginum og þrjú í heildina.","main":"Tvö heimsmet voru slegin á lokadegi Heimsmeistaramótsins í frjálsíþróttum í Bandaríkjunum í nótt. Sigurbjörn Árni Arngrímsson lýsti keppninni í beinni á RÚV.\nJá keppni gærkvöldsins byrjaði með látum og svona lýsti Sigurbjörn Árni undanúrslitum í 100 metra grindahlaupi kvenna. Nígeríukonan Tobi Amusan hljóp á 12,12 sekúndum og bætti þar með heimsmet Kendru Harrison sem keppti einmitt í þessum sama riðli um átta hundraðshluta úr sekúndu. Amusan hljóp enn hraðar í úrslitum en þá mældist meðvindurinn of mikill og tíminn því ekki gildur. Þetta var annað heimsmetið á mótinu í ár því Sydney McLaughlin stórbætti eigið met í 400 metra grindahlaupi í fyrradag.\nÞriðja metið var svo slegið síðar í nótt - í stangarstökki karla - þegar Svíinn Armand Duplantis bætti enn einu heimsmetinu í safnið. Duplantis hefur haft töluverða yfirburði í greininni en ekki tekist að verða heimsmeistari utanhúss fyrr en í nótt. Hann var búinn að tryggja sér sigurinn þegar hann lét hækka rána í 6,21. Í fyrstu tilraun hætti hann við í miðju stökki en í annarri tilraun gekk allt að óskum og hann bætti eigið heimsmet frá því í mars um einn sentímetra.\nTveir leikir voru spilaðir hér heima í úvalsdeild karla í fótbolta í gærkvöldi. FH og Breiðablik gerðu markalaust jafntefli í Hafnarfirði en Blikar spiluðu manni færi nánast allan leikinn eftir að Davíð Ingvarsson var rekinn af velli með rautt spjald á níundu mínútu. Það sama var uppi á teningnum í Keflavík þar sem KA var í heimsókn. Heimamenn misstu markmanninn Sindra Kristinn Ólafsson af velli eftir brot á elleftu mínútu og norðanmenn höfðu betur 3-1. KA er í þriðja sæti, stigi á eftir Víkingi sem á leik til góða. Breiðablik er á toppnum með sjö stiga forskot sem stendur. Í kvöld mætast KR og Valur og ÍA og Fram.","summary":"Heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum lauk í nótt. Tvö heimsmet voru slegin á lokadeginum og þrjú í heildina. "} {"year":"2022","id":"36","intro":"Formaður Læknafélags Reykjavíkur telur eðlilegt að ný stjórn Landspítalans vilji endurskoða rekstur spítalans. Hann tekur undir með Birni Zoega, nýskipuðum stjórnarformanni, sem sagði í fréttum í gær að skoða ætti hvers konar starfsfólk spítalinn þyrfti og að til greina kæmi að fækka starfsfólki sjúkrahússins.","main":"það er verið að horfa til þess að mannauðsdeildir, samskiptadeildir, tölvudeildir, skirfstofufólk, það hefur fjölgað innan þessara raða. Það er tilfinning okkar sem störfum á gólfinu að það hefur fjölgað í þeirra röðum en ekki svo ríkulega í okkar.\nSagði Ragnar Freyr Ingvarsson. Björn Zoega sagði í fréttum í gær að sérstaklega hefði fjölgað á stuðningssviðum spítalans, starfsfólki sem ynni ekki beint með sjúklingum, og óljóst væri hvort spítalinn hefði efni á því að halda uppi þeirri þjónustu sem það fólk veitti. Alda Margrét Hauksdóttir, formaður Félags lífeindafræðinga, segir enn fullóljóst hvaða starfsfólk Björn á við.\nþetta slær okkur ekki vel, og það er mjög loðið hvaða fólk kemur beint að umönnun sjúklinga, og svo eru allir hinir sem vinna að sama markmiðinu. Með því að taka þá og segja þeim upp þá er verið að auka álag á alla þá sem koma beint að umönnun sjúklinganna.\nÞað er enginn að tala um það að fækka geislafræðingum eða lífeindafræðingum eða sýkladeildum. Þetta er fólk sem stendur ekki við rúmstokk sjúklingsins en allt það starfs sem við vinnum sem vinnum á gólfinu, það byggir á því að hafa þessar öflugu starfstéttir okkur við hlið","summary":"Starfsfólki á skrifstofu og í mannauðs- og samskiptadeildum Landspítala fjölgar hraðar en þeim sem sinna sjúklingum, segir Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hann tekur undir með nýskipuðum stjórnarformanni sem segir að mögulega þurfi að fækka starfsfólki. "} {"year":"2022","id":"37","intro":"Hitabylgja ríður yfir stór svæði í Kína í dag og næstu daga og spáð er um og yfir 40 stiga hita víða um land. Þetta er þriðja og sums staðar fjórða hitabylgja sumarsins í Kína.","main":"Í nokkrum borgum við og nærri ströndinni hefur verið lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi vegna hitans og inni í landi er varað við hættu á því að ár flæði yfir bakka sína og stíflur gefi sig vegna mikilla leysinga og jökulbráðar. Veðurfræðingar áætla að þessi hitabylgja verði álíka heit og íþyngjandi og síðasta bylgja, sem gekk yfir landið 5. - 17. júlí. Þó er talið að hitinn fari yfir 40 stig á fleiri svæðum að þessu sinni. Orkumálaráðuneytið varar við hættu á ofálagi á orkukerfi landsins vegna mikillar notkunar á loftkælingu á heimilum og vinnustöðum. Jafnframt er varað við aukinni hættu á gróðureldum á stórum svæðum. Í frétt Guardian segir að sumarið hafi verið sérlega heitt í Kína fram til þessa. Á vatnasviði Gula fljótsins og Yangtze fljótsins, þar sem margar og fjölmennar iðnaðarborgir standa, voru dagarnir þar sem gefnar voru út hitaviðvaranir á tímabilinu 1. júní til 20. júlí tíu fleiri en í meðalári. Spáð er allt að 50 stiga hita í eyðimerkurborginni Turpan í Xinjiang í Austur-Kína í næstu viku.","summary":null} {"year":"2022","id":"37","intro":"Rússneskum flugskeytum var skotið á úkraínsku hafnaborgina Odessa í morgun, tæpum sólarhring eftir að samkomulag náðist um útflutning á korni frá Úkraínu. Sendiherra Úkraínu í Tyrklandi segir að árásinni megi líkja við að rússlandsforseti hafi hrækt framan í viðsemjendur gærdagsins.","main":"Fulltrúar úkraínskra og rússneskra stjórnvalda undirrituðu í gær samkomulag við stjórnvöld í Tyrklandi og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning á korni frá Úkraínu. Það var reyndar grunnt á því góða við undirritunina því innviðaráðherra Úkraínu neitaði að kvitta á sama plagg og varnarmaálaráðherra Rússlands svo samkomulagið var gert í tvíriti.\nÞó að Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hafi lýst samkomulaginu sem vonarglætu heyrðust margar áhyggjuraddir um efndir á samningnum. Í morgun greindu hermálayfirvöld í Úkraínu frá því að tveimur rússneskum flugskeytum hafi verið skotið á hafnaborgina Odessa.\nSergei Shoigu varnarmálaráðherra Rússa hét því við undirrutnina í gær að Rússlandsher myndi ekki sæta færis þó úkraínskar hafnir standi nú opnar til útflutnings.\nFlugskeytunum var skotið á hafnarsvæðið í Odessa, þaðan sem útflutningurinn á að fara fram. Það hefur ekki staðið á viðbrögðum frá stjórnvöldum í Úkraínu, sem biðla nú til Sameinuðu þjóðanna og Tyrklands að þrýsta á Rússa að standa við gefin loforð. Í yfirlýsingu frá úkraínska sendiráðinu í Ankara í Tyrklandi er gripið til samlíkingarinnar að flugskeytaárás morgunsins megi líkja við að Vladimír Pútín, forseti Rússland, hafi hrækt framan í áðurnefndan Guterres og Erdogan, forseta Tyrklands.\nHeimsmarkaðsverð á hveiti lækkaði snarlega á gær eftir undirritun samkomulagsins. Það hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar síðastliðnum. Hundruðir milljóna manna, meðal annars í mörgum af fátækustu ríkjum heims, treysta á korn frá Úkraínu til matar.","summary":"Tæpum sólarhring eftir að samkomulag náðist um útflutning á korni frá Úkraínu var tveimur rússneskum flugskeytum skotið á úkraínsku hafnarborgina Odessa. Heimsmarkaðsverð á hveiti lækkaði snarlega á gær eftir undirritun samkomulagsins"} {"year":"2022","id":"37","intro":"Síminn og Ardian náðu samkomulagi í gær um breytingar á kaupsamningi Ardian á Mílu ehf. Heildarvirði viðskiptanna lækkar um fimm milljarða. Forstjóri Símans segir að það séu ákveðin vonbrigði að fyrri samningur hafi ekki gengið eftir.","main":"Í tilkynningu frá Símanum til Kauphallarinnar kemur fram að heildarvirði viðskiptanna lækki, það var áður 78 milljarðar króna, en verður nú 73 milljarðar. Er því um 5 milljarða króna lækkun að ræða. Orri segir að Ardian hafi farið fram á endursamning samkvæmt ákvæði í fyrri kaupsamning og því hafi þurft að semja upp á nýtt.\nÞetta virkar þannig að þegar við gerum samning í október í fyrra um söluna á Mílu á tilteknu verði var fyrirvari þar um það að ef eitthvað kæmi t.d. frá samkeppniseftirlitinu sem hefði áhrif á þessu viðskipti að Ardian gæti gengið frá viðskiptunum og þess vegna þurfti að semja upp á nútt þegar þessi staða var komin upp.\nHann segir að vissulega hafi Síminn vonast til að fyrri samningur gengi eftir en ekkert annað hafi verið í stöðunni en að semja upp á nýtt. Samkeppniseftirlitið hefur frest til 18. ágúst til að meta hvort samningurinn standist samkeppnislög.\nVið hefðum ekki skrifað undir þennan samning í gærkvöldi nema að við hefðum verið sátt við það miðað við sö tðuna. Auðvitað hefðum við frekar viljað að fyrri samningurinn hefði gilt en þetta er staðan og þá var þetta möguleiki sem var á borðinu og við klárlega vildum hann frekar en að ekki yrði af viðskiptunum.","summary":null} {"year":"2022","id":"37","intro":"Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafnar því alfarið að stjórnvöld standi aðgerðarlaus gagnvart hækkandi verðbólgu. Hún skilur áhyggjur verkalýðsforystunnar og segir gripið verði til aðgerða, það taki þó tíma að sjá árangur af þeim.","main":"Hagstofan birti í gær nýjar upplýsingar um vísitölu neysluverðs sem sýnir að verðbólga hér á landi er komin í 9,9 prósent og hefur ekki verið hærri í tæp þrettán ár. Verðbólga hefur hækkað jafnt og þétt frá áramótum og allar spár benda til að hún eigi eftir að hækka enn frekar og það sama segja spár um stýrivexti Seðlabankans sem líka hafa hækkað síðustu misserin. Lilja Alfreðsdóttir er menningar og viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.\nþetta er auðvitað mjög há verðbólga og er í takti við það sem við erum að sjá í löndunum í kringum okkur. varðandi viðbrögð stjórnvalda þá er það þannig að Seðlabankinn hefur hækkað vexti verulega og raunvextir eru býsna háir á Íslandi. Í öðru lagi þá hefur Seðlabankinn farið í aðgerðir til þess að reyna að kæla fasteignamarkaðinn og við eigum eftir að sjá hvernig það í raun og veru kemur út\nÞar að auki segir Lilja stjórnvöld hafa verið að beita ríkisfjármálum og auka aðhald og það taki tíma að sjá árangur af því, en allt kapp verði lagt á að verja kaupmáttinn. Forysta ASÍ hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi og krefst þess að gripið verði til aðgerða og álögur lækkaðar.\nég hafna því að stjórnvöld hafi algerlega verið aðgerðarlaus hins vegar skil ég vel þær áhyggjur og athugasemdir sem verkalýðsforystan hefur og við auðvitað hlustum mjög gaumgæfilega eftir öllu því sem þau segja. Hins vegar vil ég líka benda á að að sumu leyti vinna ytri aðstæður eitthvað með okkur eins og staðan er í dag, við erum að sjá að krónan er sterk vegna þess að það gengur mjög vel í ferðaþjónustunni.","summary":"Stjórnvöld hlusta gaumgæfilega á verkalýðsforystuna, grípa til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu og leggja allt kapp á að verja kaupmáttinn segir viðskiptaráðherra. Hún hafnar alfarið ásökunum um að stjórnvöld séu aðgerðalaus."} {"year":"2022","id":"37","intro":"Ökumaður lést eftir að hann missti stjórn á bíl sínum og hafnaði utan vegar við eftirför lögreglu á Akrafjallsvegi í gærkvöldi. Lögregla segir að bíllinn hafi oltið nokkrum sinnum og haft er eftir sjónarvottum að ökumaðurinn hafi kastast út úr bifreiðinni. Farþegar í strætisvagni urðu vitni að slysinu og fengu áfallahjálp.","main":"Lögreglu barst tilkynning um rásandi aksturslag bíls í Hvalfjarðargöngum á leið vestur um sjöleytið í gærkvöldi. Lögreglumenn fóru frá Akranesi til að kanna málið og mættu bílnum á Akrafjallsvegi.\nÞá sneri lögregla við og ætlaði að stöðva ökumanninn til að kanna ástand hans. Hann jók ferðina verulega og tók fram úr strætisvagni á ógnarhraða, segir í tilkynningunni. Eftir það missti hann stjórn á bílnum.\nRannsóknardeild Lögreglunnar á Vesturlandi er með slysið til rannsóknar og nýtur aðstoðar tæknideildar Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Lögregla hefur ekki veitt frekari upplýsingar um málið.","summary":"Ökumaður lést þegar hann velti bíl sínum eftir eftirför lögreglu á Akrafjallsvegi í gærkvöldi. Farþegar í strætisvagni urðu vitni að slysinu."} {"year":"2022","id":"37","intro":"Sundgarpurinn Sigurgeir Svanbergsson kom á Landeyjasanda laust fyrir miðnætti í gærkvöldi eftir um tólf kílómetra langt sund frá Vestmannaeyjum. Hann segir sundið hafa gengið vel en að hann sé stífur, teygður og togaður eftir ferðina.","main":"Þetta gekk bara mjög vel myndi ég segja. Við héldum að föllin ætluðu að stríða okkur eitthvað en þau gerðu ekkert mikið af því, allavega ekkert sem við fundum fyrir. Þetta var bara flott.\nsegir Sigurgeir Svanbergsson. Veðrið var fínt meðan hann synti þessa löngu leið og sjórinn vann með honum. Ferðin tók örlítið lengri tíma en áætlað var en það skipti hann engu máli. Allt hafi gengið vel fyrir sig.\nJá, svona að mestu leyti. Það var eiginlega ótrúlegt. Við lögðum reyndar af stað klukkutíma á eftir áætlun en ég held að það hafi ekki haft nein brjálæðisleg áhrif.\nSigurgeir synti til styrktar Barnaheilla og með sérstaka áherslu á stuðning við börn í Úkraínu. Hann synti álíka langa leið þegar hann fór yfir Kollafjörðinn og segir Sigurgeir sundið frá Eyjum erfiðara.\nEf maður horfir á sundið sem slíkt þá var það erfiðara. En þetta er allt öðruvísi af því í fyrra var svo mikið vesen. Báturinn var að bila og straumarnir annað hvort í bakið eða bringuna á manni. Þetta var öðruvísi. Það var meira afl í kringum mann núna á milli eyja og lands. Maður finnur það alveg.","summary":"Sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson synti frá Vestmannaeyjum til Landeyjasanda í gærkvöldi. Hann segist teygður og togaður eftir erfitt sund, sem gekk þó að óskum."} {"year":"2022","id":"37","intro":"Líkamsleifar nokkurra þeirra tuga þúsunda sem féllu í orrustunni við Waterloo hafa nú fundist. Fundir sem þessir eru afar sjaldgæfir þrátt fyrir mikið mannfall í orrustunni árið 1815.","main":"Orrustan við Waterloo er af mörgum sagnfræðingum talin einn af merkisviðburðum Evrópusögunnar. Og ekki bara vegna þess að bardagans er getið í samnenfndu lagi með hljómsveitinni ABBA.\nÁ vígvellinum í Waterloo, sem nú tilheyrir Belgíu, laut her Frakka, undir stjórn Napóleons, lægra haldi fyrir herdeildum Prússa og Breta, sem Wellington leiddi til sigurs. Þetta var árið 1815 og ósigurinn markaði endalok Napóleonstyrjaldanna. Talið er að um tuttugu þúsund hermenn hafi fallið í valinn á vígvellinum og þúsundir hrossa.\nÞrátt fyrir gríðarlegt manntjón hafa fornleifafræðingar hingað til fundið sáralítið af jarðneskum leifum þeirra sem dóu drottni sínum í bardaganum.\nEin af ástæðum þess er talin sú að fólk í nágrenninu hafi í kjölfarið safnað saman beinum á svæðinu, mulið þau og nýtt eða selt í áburð.\nHlé var gert á fornleifagreftrinum í kórónuveirufaraldrinum en eftir að uppgröftur fór aftur af stað í ár bar vel í veiði. Meðal þess sem fornleifafræðingarnir hafa fundið eru beinagrindur af mönnum og hestum, auk beina úr fótleggjum og handleggjum sem höfðu verið aflimaðir. Þeir fundust á svæðinu þar sem sjúkratjald var á meðan á bardaganum stóð.\nFornleifafræðingurinn Tony Pollard er einn þeirra sem tekur þátt í verkefninu. Hann fagnaði fundinum og sagði að ekki væri hægt að komast mikið nær atburðunum í Waterloo en þetta.","summary":"Fornleifafræðingar hafa fundið líkamsleifar manna sem féllu í orrustunni við Waterloo árið 1815. Þrátt fyrir mikið mannfall í orrustunni eru fundir sem þessir afar sjaldgæfir. "} {"year":"2022","id":"37","intro":"Áttunda keppnisdegi HM í frjálsíþróttum í Oregon í Bandaríkjunum lauk í nótt. Heimakonan Sydney McLaughlin stal senunni þegar hún stórbætti eigið heimsmet.","main":"Mesta spennan var fyrir 400 metra grindahlaupi kvenna, þar sem þrjár fljótustu konur sögunnar í greininni voru allar meðal keppenda: Sydney McLaughlin, Femke Bol frá Hollandi og Delilah Muhammad frá Bandaríkjunum.\nMcLaughlin var talin líklegust, enda bætti hún heimsmetið fyrir rúmum mánuði síðan. Og ekki að ástæðulausu því hún kom lang fyrst í mark á 50,68 sekúndum og bætti eigið heimsmet um 73 hundruðustu úr sekúndu. Bol varð önnur og Muhammad þriðja. Í 400 metra hlaupi kvenna tryggði Shaunae Miller-Uibo frá Bahamaeyjum sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil. Í 400 metra hlaupi karla vann heimamaðurinn Michael Norman. Í spjótkasti kvenna varði Kelsey Lee-Barber titil sinn frá því fyrir þremur árum. Hún náði besta kasti ársins þegar hún þeytti spjótinu 66,91 metra. HM í frjálsum íþróttum heldur áfram í nótt en útsending hefst fimm mínútum eftir miðnætti á RÚV.\nSvíþjóð tryggði sér sæti í undanúrslitum EM kvenna í fótbolta í gærkvöld. Markið kom í uppbótartíma í þrettándu hornspyrnu Svía í leiknum þegar Linda Sembrant kom boltanum í markið. Svíþjóð mætir Englandi í undanúrslitum. Í kvöld berjast svo Frakkar og Hollendingar um síðasta sætið í undanúrslitum. Hollendingar eru ríkjandi Evrópumeistarar. Frakkar eru án efa eitt besta landslið heims en hafa þó aldrei komist lengra en í átta liða úrslit á Evrópumóti. Liðið sem vinnur í kvöld mætir sterku liði Þýskalands í undanúrslitum. Leikurinn hefst klukkan sjö en upphitun hefst í EM stofunni 25 mínútum fyrr á RÚV.","summary":null} {"year":"2022","id":"37","intro":"Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara segir stjórnvöld ekki geta tekið einhliða ákvörðun um að hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna hjá ríkinu í 75 ár. Það verði að gerast í nánu samráði við stéttarfélögin. Sambandið vilji hins vegar afnema öll aldurstakmörk hjá öllum stéttum.","main":"Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti nýlega í samráðsgátt stjórnvalda áform um að hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Markmiðið er meðal annars að mæta mönnunarvanda í opinberri heilbrigðisþjónustu þar sem ljóst sé að stór hluti heilbrigðisstarfsfólks muni ná 70 ára aldri á næstunni, sérstaklega hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar. Áformunum hefur verið tekið misjafnlega. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar segja um örþrifaráð stjórnvalda að ræða og forseti ASÍ er ekki hrifinn en framkvæmdastjóra heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýst vel á þessi áform. Helgi Pétursson er formaður Landssambands eldri borgara og hann segist hikandi því ekki sé ljóst hver hugsunin sé bakvið áformin.\nVið höfum sagt það allar götur að við viljum bara afnema þessi aldursmörk yfirleitt hjá öllum stéttum og síðan ræður fólk hvort það fer að vinna, viltu vinna, getur þú unnið og vill einhver hafa þig í vinnu, það er málið. Hvað finnst þér líklegt að heilbrigðisstarfsmenn opinberir kjósi? Ég held að það verði í fyrsta lagi að gera þetta í gera svona hluti í samvinnu við samtök stéttarsamtök þessa fólks, það er ekkert hægt að ákveða þetta einhliða sem er voðalega mikill tendens varðandi eldra fólk, við ákveðum að þetta verði bara svona og þetta verður fínt fyrir ykkur, þetta er ekki svona, það þarf að setjast yfir svona stóra hugmynd og vinna þetta","summary":"Hækkun hámarksaldurs opinberra heilbrigðisstarfsmanna í 75 ár verður að gerast í nánu samráði við stéttarfélögin. Stjórnvöld geta ekki tekið einhliða svo stóra ákvörðun segir formaður Landssambands eldri borgara. "} {"year":"2022","id":"38","intro":"Bráðsmitandi veiruskita af völdum kórónuveiru hefur greinst í kúm hér á landi. Sérgreinadýralæknir hjá Mast segir neytendur ekki þurfa að óttast sjúkdóminn en bændur þurfi að huga vel að sóttvörnum.","main":"Seint í vetur fór veiruskita að ganga á kúabúum víða um land. Tekinn var fjöldi sýna og hefur tilraunastöðin að Keldum nú staðfest að veiruskitan sé af völdum nautagripa-kórónuveiru. Sjúkdómurinn er bráðsmitandi og finnst í nautgripum um allan heim. Hann smitast með saur og slími frá nösum og breiðist hratt út innan hjarða. Sigurbjörg Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Mast, hvetur bændur til að huga vel að sóttvörnum.\nÞað er ekki til neitt bóluefni eða slíkt og bændur í sjálfu sér búnir að búa við þennan sjúkdóm í mörg mörg ár. Hann blossar upp og gengur á mismunandi stöðum á landinu nokkuð reglulega.\n-Er þetta hættulegt þeim kúm sem greinast með þetta?-\nÞær fá hita og pípandi niðurgang en þetta er yfirleitt gengið niður í fjósi á svona einum til tveimur vikum.\n-Þurfa neytendur að hafa einhverjar áhyggjur af þessu?-\nEngar, þetta smitast ekki í fólk og hefur ekki áhrif á neinn hátt.","summary":null} {"year":"2022","id":"38","intro":"Sjúkrahúsið á Akureyri er komið á óvissustig. Mikill skortur er á hjúkrunarfræðingum og ekki hefur tekist að manna gjörgæsludeildina. Senda þurfti þaðan sjúkling í öndunarvél á Landspítala vegna manneklu.","main":"Ragnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs sjúkrahússins, segir að ástandið hafi verið mjög erfitt í allt sumar. Það skorti hjúkrunarfræðinga og mikill fjöldi sjúklinga hafi lagst inn sem erfitt sé að útskrifa annað.\nEn það sem gerðist í gær var að gjörgæsludeildin hjá okkur var mjög þung og það náðist ekki að manna það með hjúkrunarfræðingum. Sem þýddi það að við þurftum að leita aðstoðar út fyrir spítalann og þess vegna var ákveðið að setja á óvissustig.\nSjúklingur í öndunarvél var fluttur frá Sjúkrahúsinu á Akureyri á Landspítala í gær og segir Ragnheiður það vera í fyrsta skipti, sem hún viti, sem það sé gert vegna mönnunarvanda og plássleysis.\nFimm sjúklingar með covid liggja á sjúkrahúsinu. Ragnheiður segir það hluta vandans en ekki meginrót hans.\nEn stóri vandinn kannski er ansi mikið svona fráflæðisvandi, sérstaklega hjá öldruðum sem ekki komast aftur heim.\nGripið hefur verið til þess að kalla inn hjúkrunarfræðinga úr sumarleyfi á flestum legudeildum sjúkrahússins.\nEins og staðan er núna á gjörgæsludeildinni þá er verið að leita að fólki sem er tilbúið að koma inn bara sem er ekki í vinnu á spítalanum heldur vinnur annars staðar og mögulega í fríi þaðan. Þannig að við biðlum til fólks ef að það er einhver sem eru hjúkrunarfræðingar sérstaklega vanir gjörgæslu, að heyra í okkur.","summary":null} {"year":"2022","id":"38","intro":"Strandveiðisjómaður á Raufarhöfn segir stöðvun strandveiða koma sér illa fyrir sjómenn á Norður- og Austurlandi. Hann segir að með núverandi fyrirkomulagi sé verið að taka aflaheimildir frá Norður- og Austurlandi og flytja þær á Vestfirði.","main":"Fiskistofa tilkynnti í gær um stöðvun strandveiða. Einar Sigurðsson gerir út á strandveiðum frá Raufarhöfn og er fyrrverandi formaður Fonts, félags smábátaeigenda á Norðausturlandi. Hann er óánægður með núverandi fyrirkomulag strandveiða.\nVið erum að fá lítinn og verðlausan fisk í maí og fram í júní. Þannig að dagarnir okkar í maí og júní nýtast afskaplega illa. Það er líka bæði tíðarfar í maí er ekki gott hérna uppá strandveiðar, eða handfæraveiðar. Okkar aðal tími er í júlí og ágúst. Við sitjum alltaf undir því með þessu fyrirkomulagi að það verði lokað akkúrat á meðan besta tíðin hjá okkur er á handfæraveiðum.\nSvæðaskipting aflaheimilda var í gildi í strandveiðum þar til fyrir fjórum árum en í núgildandi fyrirkomulagi er aðeins einn heildarpottur aflaheimilda. Einar segir að með núverandi fyrirkomulagi sé verið að taka aflaheimildir frá Norður- og Austurlandi og flytja þær á Vestfirði.\nÞetta er akkrúat það sem til dæmis Lilja Rafney og Landssamband smábátaeigenda eru að saka stórútgerðina um. Að vera að kaupa upp kvóta í einu þorpi og færa það yfir á annað.","summary":"Strandveiðisjómaður á Raufarhöfn segir að með núverandi fyrirkomulagi strandveiða sé verið að taka aflaheimildir frá Norður- og Austurlandi og flytja þær á Vestfirði. "} {"year":"2022","id":"38","intro":"Rússar og Úkraínumenn hafa komist að samkomulagi um útflutning á korni frá úkraínskum höfnum. Það verður undirritað í Istanbúl eftir hádegi.","main":"Samkomulag um útflutning á hveiti og öðrum kornvörum frá Úkraínu verður undirritað í Tyrklandi í dag. Hann hefur legið niðri frá innrás Rússa í febrúar. Vonir standa til að með því dragi úr hættunni á matvælaskorti í hinum fátækari löndum heims.\nTyrkir og Sameinuðu þjóðirnar höfðu milligöngu um að Rússar féllust á að opna úkraínskar hafnir fyrir útflutningi á kornvörum og áburði um Svartahaf. Samkomulagið verður undirritað í Istanbúl í dag klukkan hálf tvö að íslenskum tíma, að því er skrifstofa Erdogans Tyrklandsforseta hefur staðfest. Forsetinn og Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, verða viðstaddir.\nEnn hefur ekki verið greint frá innihaldi samkomulagsins. Þó er vitað að Tyrkir eiga að sjá um að flutningar frá úkraínskum höfnum gangi snurðulaust. Búist er við að flutningarnir geti hafist um Svartahaf að þremur til fjórum vikum liðnum.\nSameinuðu þjóðirnar og alþjóðlegar hjálparstofnanir telja að fæðuöryggi í heiminum sé stefnt í voða vegna innrásarinnar í Úkraínu. Úkraínumenn eru með mestu kornframleiðendum í heiminum. Vonir standa til að samkomulagið sem verður staðfest í dag dragi úr yfirvofandi vanda. Talsmaður rússnesku stjórnarinnar sagði í dag á fundi með fréttamönnum að samkomulagið væri mikilvægt, þótt úkraínska kornið væri einungis lítill hluti af heildarmyndinni. Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að fæðuörygginu sé fyrst og fremst stefnt í voða vegna skammsýni ráðamanna á Vesturlöndum og viðskiptaþvingana þeirra gegn Rússum.","summary":"Rússar og Úkraínumenn hafa komist að samkomulagi um útflutning á korni frá úkraínskum höfnum. Það verður undirritað í Istanbúl eftir hádegi. "} {"year":"2022","id":"38","intro":"Menntamálaráðherra hyggst bregðast við erfiðri stöðu í iðnnámi með bráðaaðgerðum sem koma til framkvæmda í næsta mánuði og segir koma til greina að breyta námsfyrirkomulagi. Skólarnir anna ekki lengur eftirspurn og vísa þarf mörg hundruð umsækjendum frá árlega.","main":"Tækniskólinn og Samiðn lýstu í hádegisfréttum í gær áhyggjum af stöðu iðnnáms nú þegar eftirspurn hefur sjaldan verið meiri. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segist hafa sett af stað starfshóp í júní, í samstarfi við verknámsskólana og aðila vinnumarkaðarins.\nMeð það að markmiði að í fyrsta lagi átta sig á því hversu margir raunverulega það eru sem eru ekki að fá skólavist. Svona miðað við fyrstu tölur sem við fengum, en fáum ekki endanlega fyrr en í ágúst, að þá reiknum við með að það séu í kringum 500 nemendur.\nÞá verði skoðað hvers vegna umsækjendur hafi ekki fengið skólavist; hvort það tengist undirbúningi á grunnskólastigi, kennsluaðstöðu eða skorti á fjárveitingum.\nVið reiknum með að bregðast við þessu með bráðaaðgerðum, vegna þess að við viljum sannarlega að sem flestir sem vilja komast í iðnnám komist í það nám.\nHann segir fagnaðarefni hversu mikil eftirspurnin sé nú, enda hafi stjórnvöld lagt mikið kapp á að kynna námið fyrir fólki. Ljóst sé að þörf sé á iðnmenntuðu fólki. Samiðn hefur kallað eftir breyttu námsfyrirkomulagi, lotukerfi og kvöldskóla, til að gera þeim eldri auðveldara að komast inn í námið. Ásmundur Einar segir það koma til greina.\nnú ætlum við okkur í aðgerðir til þess að gera öllum þeim mikla fjölda sem hefur áhuga á að fara í þetta nám kleift að gera það og þar þurfum við að vera tilbúin að hugsa út fyrir boxið og ég hefði ekki sett þennan hóp af stað eða vinnu af stað nema til þess með þau skilaboð að hugsa út fyrir boxið og finna lausnir og leiðir og mér finnst þetta klárlega eitt af því sem að eigi að skoða.","summary":"Menntamálaráðherra hyggst grípa til bráðaaðgerða vegna snúinnar stöðu í iðnnámi. Mörg hundruð umsækjendum er vísað frá árlega. "} {"year":"2022","id":"38","intro":"Verðbólgan er komin í 9,9 prósent og hefur ekki mælst svo mikil í tæp þrettán ár. Forseti ASÍ segir stjórnvöld verða að beita sér til að milda höggið. Þetta sé mun meiri verðbólga en búist var við og nú þurfi að fylgjast náið með að verðbólgan fari ekki út í verðhækkanir á nauðsynjum.","main":"Hagstofan birti þessar upplýsingar í dag og þar kemur fram að vísitala neysluverðs miðað við verðlag í júlí hækkar um 1,17 prósent frá júní sem þýðir að verðbólgan er komin í 9,9 prósent. Verðbólgan var komin í 5,7 prósent í janúar og hefur allar götur síðan þá verið að aukast en nær nýjum hæðum nú. Fram kemur á vef Hagstofunnar að sumarútsölur hafi verið í gangi sem lækki verð á fötum og skóm og verð á húsgögnum og heimilisbúnaði hafi einnig lækkað. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 2,4 prósent og verð á flugfargjöldum hækkaði um 38,3 prósent. Hækkun á flugfargjöldum í júní var vanmetin og þess vegna þessi mikla hækkun nú. Drífa Snædal er forseti Alþýðusambands Íslands.\nÞetta eru svakalegar tölur og eitthvað sem enginn vill sjá þetta er hærra heldur en við reiknuðum með og maður óttast að fara inní haustið með svona verðbólgu í gangi og virðist ekkert lát vera á. Það sem þarf að gera er náttúrulega í fyrsta lagi að fylgjast með því að þetta fari ekki út í verðlag á nauðsynjavörum\nDrífa segir stjórnvöld enn vera værukær gagnvart þessari þróun - sem komi verst niður á þeim sem verst standi og eyði fyrst og fremst í nauðsynjar.\nþá kemur að því að það þarf stjórnvaldsákvarðanir að dreifa gæðunum betur og sanngjarnar til þess að milda höggið á þá sem standa höllum fæti það er hægt að gera það í gegnum skattkerfið tilfærslukerfin og það er hægt að gera það í gegnum kjarasamninga. Og þetta er náttúrulega verkefni vetrarins það að verja kaupmáttinn hjá vinnandi fólki og almenningi öllum og þá þurfa stjórnvöld að","summary":"Verðbólgan er komin í rétt tæp tíu prósent og hefur ekki verið meiri í nær þrettán ár. Forseti ASÍ óttast að fara inní haustið með svo háar tölur og nú verði stjórnvöld að beita sér til að milda höggið á þá sem standi veikt. "} {"year":"2022","id":"38","intro":"Skýrsla sem gerð var um Hamarshöllina í Hveragerði sýnir að húsið var orðið mjög laskað áður en það hreinlega sprakk. Nýr meirihluti í bænum hefur snúið ákvörðun fyrri meirihluta og ætlar ekki að reisa nýtt uppblásið hús.","main":"Hamarshöllin, sem reist var árið 2012 fauk út í veður og vind í óveðri sem gekk yfir landið í lok febrúar. Eftir atvikið sköpuðust miklar umræður í bænum um hvaða leið skyldi farin við endurreisn. D-listinn sem sat í bæjarstjórn fyrir kosningar tilkynnti að búið væri að panta nýjan dúk til að reisa sams konar hús. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar sem tók við í vor samþykkti svo á fundi sínum í vikunni að ný Hamarshöll skyldi rísa á grunni þeirrar gömlu - en úr stáli og steypu.\nArnar Ingi Ingólfsson, formaður skipulags- og mannvirkjanefndar í Hveragerði segir skýrslu sem Verkís gerði um húsið sýna að glapræði væri að byggja sams konar uppblásið hús.\nÍ þessari vinnu þá dúkkar upp þessi skýrsla frá Verkís og þessi skýrsla sýnir okkur það að þetta er í raun og veru bara bráðabirgðahús. Og maður setur annað svona hús getur maður alveg eins búist við að það fari bara niður aftur því að styrkurinn í þessum dúk virðist falla ansi hratt.\nSkýrslan var unnin eftir að húsið sprakk og sýna niðurstöður að togþolið í dúknum var mun veikara en gefið var út af framleiðanda.\nVið lokaniðurstöður prófunarinnar, þá er meðaltal. Þá er um 40% veikara, togþolið.\n-Var þá bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast?-\nÉg myndi segja það, að þetta var tifandi tímasprengja.\nArnar segir hafa komið til tals að sækja skaðabætur frá framleiðanda vegna málsins. Engin ákvörðun hafi þó verið tekin um slíkt.","summary":"Formaður skipulags- og mannvirkjanefndar í Hveragerði segir að Hamarshöllin sem eyðilagðist í vetur hafi verið tifandi tímasprengja. Skýrsla sýnir að húsið var veikbyggðara en talið var."} {"year":"2022","id":"38","intro":"Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum stendur nú yfir í Eugene í Oregon-ríki Bandaríkjanna. Jamaíkukonan Shericka Jackson var hársbreidd frá því að slá heimsmet þegar hún tryggði sér gullið í 200 metra hlaupi í nótt.","main":"Það var mikil spenna í 200 metra hlaupi kvenna en þrjár Jamaíkakonur, sem höfðu raðað sér í efstu þrjú sætin í 100 metra hlaupinu, þóttu sigurstranglegar. Elein Thompson-Herah er ríkjandi Ólympíumeistari í bæði 100 metra og 200 metra hlaupi en hefur ekki verið jafn sannfærandi og hinar tvær á tímabilinu. Keppnin um gullið átti eftir að verða á milli Shelly-Ann Fraser-Pryce, sem vann gullið í 100 metra hlaupinu í vikunni, og Shericku Jackson, sem á besta tíma ársins í greininni.\nJackson hljóp á 21,45 sekúndum og tryggði sér gullið á besta tíma ársins. Þetta var sömuleiðis meistaramótsmet og aðeins\n11\/100 frá heimsmetinu og þar af leiðandi næst besti tími sögunnar. Önnur varð Fraser-Pryce á 21,81 sekúndum og Dina Asher-Smith frá Bretlandi fékk brons.\nÍ 200 metra hlaupi karla tryggði Bandaríkjamaðurinn Noah Lyles sér gullið þegar hann hljóp á þriðja besta tíma sögunnar á 19,31 sekúndu. Landar hans Kenny Bednarek og Erriyon Knighton tóku silfur og brons. RÚV sýnir áfram frá HM í frjálsum í nótt en útsending hefst á miðnætti.\nÁtta liða úrslit EM kvenna í fótbolta halda áfram í dag þegar Svíþjóð mætir Belgíu. Leikurinn hefst klukkan sjö en upphitun hefst í EM stofunni 25 mínútum fyrr á RÚV. Liðið sem vinnur mætir Englandi í undanúrslitum.","summary":"HM í frjálsum íþróttum hélt áfram í nótt. Shericka Jackson hljóp á næst besta tíma sögunnar í 200 metra hlaupi þegar hún sótti gull og setti meistaramótsmet."} {"year":"2022","id":"38","intro":"Bæjarhátíðir verða haldnar víða um land um helgina þar sem flestir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Viðburðarstjórar segjast bíða helgarinnar með eftirvæntingu.","main":"Stemningin verður eins og best verður á kosið. Hér er allt á fullu. Verið að stilla upp hljóðkerfinu og öllum græjunum og streymir inn fólk og gott veður og almenn gleði.\nJá, það vantar almennt ekkert upp á stemninguna á Bræðslunni á Borgarfirði eystri, þar sem boðið verður upp á sannkallaða tónlistarveislu. Magni Ásgeirsson Bræðslustjóri býst við fjölda fólks um helgina.\nÞetta er eins og stórt ættarmót, það er það skemmtilegasta, að hitta alla vini sína. Og okkur finnst skemmtilegast að vinna í bræðslunni - risastór hópur sem hjálpast að við að búa til tónleikahús.\nStaðan verður ekki síðri á Trilludögum á Siglufirði, þar sem gestum verður til dæmis boðið í siglingu út á fjörðinn þar sem rennt verður eftir fiski, að sögn Lindu Leu Bogadótttur, menningarfulltrúa Fjallabyggðar.\nOg þegar í land er komið taka kiwanismenn á móti aflanum og gera að honum, við erum með flakarar að störfum og svo er fiskurinn eða aflinn grillaður og boðið upp á salat og drykki og líka að auki að grilla pylsur og öllum boðið, kostar ekki neitt.\nÉg ætla ekki að lofa því en ég ætla að vera mjög bjartsýnn. Þú ætlar að gera þitt besta? Já þetta sumar er búið að vera ákveðin vonbrigði sama í hvaða landshluta er litið en það verður allavega sól í sinn og hér er mikil gleði og mikið fjör.","summary":"Bæjarhátíðir verða haldnar víða um land um helgina og þar verða matur og tónlist í fyrirrúmi. "} {"year":"2022","id":"38","intro":"Lögregla fór inn á Kópavogsvöll í gærkvöld þegar leikmenn svartfellska liðsins Buducnost Podgorica [Búduknost Podgoritsja] réðust að leikmönnum Breiðabliks. Formaður Kópacabana, stuðningssveitar Breiðabliks, segist aldrei hafa séð viðlíka hegðun hjá knattspyrnumönnum.","main":"Þegar flautað var til leiksloka á Kópavogsvelli í gær þurfti lögregla að hafa hemil á leikmönnum Buducnost Podgorica, sem réðust að leikmönnum Breiðabliks. Leikið var um sæti í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta og hafði Breiðablik sigurorð af svartfellska liðinu, 2-0. Þá hafði mark verið dæmt af Podgorica og tveir leikmenn liðsins litið rauða spjaldið. Mönnum var því heitt í hamsi. Þegar leikmenn Breiðabliks þökkuðu mótherjunum fyrir leikinn sauð uppúr. Reiðin virtist einna helst beinast gegn Damir Muminovic, leikmanni Breiðabliks, sem er Serbi. Hilmar Jökull Stefánsson er formaður stuðningssveitar Breiðabliks.\nHilmar segir að ekki hafi neitt verið við stuðningsmenn svartfellska liðsins að sakast. Þeir voru um fjörutíu talsins og hegðuðu sér vel eftir atvikum. Þeir sem verst létu voru handfylli leikmanna svartfellska liðsins, þjálfarinn og jafnvel meðlimir þjálfarateymisins. Hilmar hrósar þeim leikmönnum Podgorica sem reyndu að hafa hemil á liðsfélögum sínum.\nEins og áður sagði fóru Blikar með 2-0 sigur eftir að markalaust hafði verið í hálfleik. Síðari leikur liðanna fer fram ytra á fimmtudag.","summary":"Lögregla varð að skakka leikinn þegar uppúr sauð milli leikmanna Breiðabliks og svartfellska liðsins Buducnost Podgorica [Búduknost Podgoritsja] í gærkvöldi. Stuðningsmaður Breiðabliks segist aldrei hafa séð aðra eins hegðun á knattspyrnuvelli. "} {"year":"2022","id":"39","intro":"Útivistarbanni um kvöld er framfylgt af mikilli festu í Odesa í Úkraínu, meiri en í Lvív eða Kænugarði og götur rýmdar um leið og klukkan slær ellefu. Þetta segir Valur Gunnarsson, rithöfundur og sagnfræðingur, sem komst upp á kant við herlögreglu í borginni í gærkvöldi.","main":"Hafnarborgin Odesa liggur við Svartahaf og er nokkuð nálægt því svæði sem rússneski herinn hefur tekið í Úkraínu. Valur Gunnarsson er í Odesa. Hann reyndi að panta sér leigubíl heim á hótel í gærkvöldi en það gekk hægt og tókst ekki áður en útivistartími borgara var liðinn.\nÉg er stoppaður mjög fljótlega eftir það af herlögreglunni hérna. Þeir segja mér að ég megi ekki vera úti og stinga upp á því að ég leigi annað hótelherbergi einhvers staðar nær. Ég spyr hvort ég megi ekki bara halda áfram að labba og þeir segja bara já. Það var ákveðið að ég ætti að vera vandamál einhvers annars.\nsegir Valur. Hann hafi gengið lengra en var svo stoppaður öðru sinni og fékk far heim með lögreglu á meðan loftárásir dundu á borginni.\nMér var gert að mæta síðan á fund klukkan tíu í morgun þar sem átti að setja mig inn í þetta. Svo kom í ljós að fundurinn snerist aðallega um að láta mig skrifa undir eitthvað um að ég lofaði að fylgja settum reglum. Síðan heimtuðu þeir að fá að skoða myndavélina mína og þurrkuðu út einhverjar myndir sem ég hafði tekið af sandpokavirkjum á ströndinni.","summary":"Valur Gunnarsson rithöfundur lenti upp á kant við úkraínska herlögreglu í Odesa í gærkvöldi eftir að útivistartími var liðinn. Hann segir reglunum fylgt af mikill festu í borginni."} {"year":"2022","id":"39","intro":"Nokkuð maus hefur verið í flugsamgöngum síðustu vikur. Forstjóri Icelandair segir að ástandið geti varið út sumarið","main":"Öngþveiti hefur myndast á flugvöllum víða um heim vegna mikils fjölda ferðamanna og verkfall SAS skapaði enn frekari vandræði fyrir norræna ferðalanga. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að það hafi tekist ágætlega að bregðast við ástandinu. Engu að síður býst hann við því að rekstur flugfélaga verði krefjandi á næstu mánuðum. Ný vandamál komi upp nánast daglega sem þurfi að bregðast við.\nIcelandair fer fyrsta áætlunarflugið frá Stansted-flugvelli í London í dag. Ástandið hefur verið einna verst á Heathrow-flugvelli og hefur Icelandair verið skipað að fella niður flug þangað. Þá keypti félagið sæti í vél Play í síðustu viku vegna vandræða í flota félagsins.","summary":"Forstjóri Icelandair telur erfitt ástand í flugsamgöngum eiga eftir að vara út sumarið. Samkomulag náðist í gærkvöld í kjaradeilu flugmanna SAS, og er verkfalli þeirra þar með lokið."} {"year":"2022","id":"39","intro":"Óstjórn skýrir að endurbætur á grunnskólanum í Borgarbyggð fóru langt fram úr áætlun. Þetta segir íbúi í sveitarfélaginu sem í síðustu viku fékk afhent minnisblað um framkvæmdirnar eftir að úrskurðarnefnd hafði úrskurðað honum í vil.","main":"Framkvæmdir við grunnskólann fóru ekki aðeins fram úr áætlun heldur rúmlega 100 prósent fram úr upphaflegu áætluninni.\nSegir Guðsteinn Einarsson íbúi í Borgarbyggð og fyrrverandi kaupfélagstjóri í byggðarlaginu. Borgarbyggð neitaði honum um að fá afhent minnisblað verkfræðings sem hafði eftirlit með endurbótum á grunnskólanum i Borgarnesi. Hann átti að kvitta upp á alla reikninga tengda verkinu. Í minnisblaðinu kemur í ljós að svo var ekki því að margir reikningar voru bókaðir án þess að eftirlitsmaðurinn hefði vitneskju um þá og hann gat því ekki samþykkt þá. Og bara sú upphæð nemur tæpum 180 milljónum króna. Eftirlitsmaðurinn segir í niðurstöðu sinni að sumir reikninganna sem greitt var fyrir án samþykkis hafi ekki átt rétt á sér og að því hafi verið ofgreitt fyrir verkið.\nÞað bara staðfestir að það var óstjórn á verkefninu. Verkefnið var eins allsherjar hörmung fyrir bæjarbúa sem að þurfa náttúrulega að borga brúsann.\nKostnaðurinn við endurbæturnar nam um einum og hálfum milljarði króna en upphaflega var áætlað að hann næmi sjö til 800 milljónum segir Guðsteinn. Hann segir skilaboð kjósenda í kosningunum í vor hafi verið skýr því að þeir sem hafi verið við stjórnvölinn hafi misst meirihlutann og nú er Framsóknarflokkurinn með hreinan meirihluta í Borgarbyggð.","summary":"Íbúi í Borgarbyggð hafði betur gegn sveitarfélaginu þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði honum í vil í máli sem snýst um nærri 180 milljóna króna framúrkeyrslu á endurbótum við grunnskólann. "} {"year":"2022","id":"39","intro":"Ísland féll úr leik á Evrópumótinu í fótbolta í gær eftir 1-1 jafntefli gegn Frökkum. Liðið er það fyrsta sem tapar ekki leik á Evrópumóti og kemst ekki upp úr riðlinum.","main":"Ísland gerði jafntefli við Belga, Ítali og Frakka en það dugði ekki til því Belgar unnu Ítali í gær sem tryggði þeim annað sæti D-riðils. Aðeins einu sinni áður hefur lið gert þrjú jafntefli í riðlakeppni Evrópumóts. Það var lið Portúgals sem gerði það á EM karla 2016. Liðið fór þá áfram og varð Evrópumeistari. Ísland er því fyrsta liðið sem situr eftir án þess að hafa tapað leik.\nEkki er leikið á Evrópumótinu í dag. Á morgun hefjast átta liða úrslit keppninnar. Þá mæta Englendingar Spánverjum klukkan 19. Eftir það er einn leikur á dag þar til á laugardag þegar Frakkar og Hollendingar mætast. Allir leikirnir hefjast klukkan 19. RÚV sýnir beint frá þeim öllum og EM stofan verður á sínum stað.\nHeimsmethafinn Yulimar Rojas vann öruggan sigur í þrístökki kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum í nótt. Hún stökk 15,47 metra og hjó nærri mótsmetinu. Katarbúinn Mutaz Essa Barshim vann í hástökki karla nokkuð örugglega. Hann felldi ekki hæð fyrr en hann var búinn að tryggja sér sigurinn með því að fara yfir 2,37 metra. Mikil spenna var í 1500 metra hlaupi kvenna. Faith Kipyegon frá Kenía varð heimsmeistari í annað sinn. Eþíópíukonan Gudaf Tsegay leiddi nánast allt hlaupið en þurfti á endanum að láta sér silfrið nægja.\nMótið fer fram í Oregon í Bandaríkjunum. Í nótt keppir Svínn Daniel Ståhl í kringukasti karla. Hann er lærisveinn Vésteins Hafsteinssonar og á titil að verja á mótinu. Þá er Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen líklegur til afreka í 1500 metra hlaupi sem og landi hans Karsten Warholm í 400 metra grindarhlaupi. RÚV sýnir beint frá mótinu og hefst útsending á miðnætti.","summary":"Ísland féll úr leik á Evrópumótinu í fótbolta í gær eftir 1-1 jafntefli gegn Frökkum. Liðið er það fyrsta sem fellur úr leik eftir riðlakeppni Evrópumótsins án þess að tapa leik."} {"year":"2022","id":"39","intro":"Forsetar Rússlands og Tyrklands eru komnir til Teheran, höfuðborgar Írans, þar sem ætlunin er meðal annars að ræða hvernig liðka megi fyrir útflutningi á korni frá Úkraínu. Alþjóðastofnanir óttast hungursneyð náist ekki samkomulag um flutningana.","main":"Vonir standa til þess að samkomulag náist um að liðka til fyrir útflutningi á hveiti og öðru kornmeti frá Úkraínu á fundi forseta Rússlands og Tyrklands í Teheran, höfuðborg Írans, í dag. Innrás Rússa í Úkraínu hefur hamlað flutningunum svo mjög að alþjóðastofnanir spá hungursneyð náist ekki samkomulag um þá.\nForsetarnir, Vladimír Pútín og Recep Tayyip Erdogan, komu til Teheran í gærkvöld. Þar ræða þeir í dag við Ali Khamenei erkiklerk og Ebrahim Raisi forseta um ástandið í Sýrlandi og fleiri efni. Athygli umheimsins beinist þó fyrst og fremst að viðræðum Pútíns og Erdogans um útflutning á kornmeti frá Úkraínu. Frá því að Rússar réðust inn í landið 24. febrúar hefur dregið mjög úr möguleikunum á að flytja korn til annarra landa. Úkraína er einn stærsti hveiti- og kornframleiðandi í heimi. Sameinuðu þjóðirnar og fleiri alþjóðastofnanir hafa ítrekað lýst því yfir á síðustu vikum að kornskorturinn skapi alvarleg vandamál, einkum í hinum fátækari löndum heimsins, þar sem hungursneyð blasi við verði málunum ekki komið í lag. Síðast í dag lýsti Josep Borrelll, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, því yfir að aflétta yrði hafnbanni í úkraínskum höfnum. Ella ætti fjöldi jarðarbúa á hættu að svelta í hel.\nFör Vladimírs Pútíns til Írans er fyrsta utanlandsferðin sem hann fer í út fyrir fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna frá því að innrásin í Úkraínu hófst. Að sögn fréttaskýrenda er honum mikið í mun að efla tengslin við leiðtoga þeirra fáu ríkja sem hann er enn í góðum tengslum við eftir innrásina, svo sem Írans, Kína og Indlands.","summary":"Forsetar Rússlands og Tyrklands eru komnir til Teheran, höfuðborgar Írans, þar sem ætlunin er að ræða hvernig liðka megi fyrir útflutningi á korni frá Úkraínu. Alþjóðastofnanir óttast hungursneyð náist ekki samkomulag um flutningana."} {"year":"2022","id":"39","intro":"Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra þegar nýr vegur þvert yfir Hornafjörð verður tekinn í gagnið. Skrifað var undir verksamning á dögunum. Verkefnið er fjármagnað af einkaaðilum sem hyggjast innheimta veggjald um veginn.","main":"Tilboð voru opnuð um miðjan maí. Ístak hf. var lægstbjóðandi í verkið, með tilboð upp á rétt tæplega 6,3 milljarða króna. Verkefnið er umfangsmikið en lagður verður nýr 19 kílómetra langur vegur auk þess sem byggðar verða fjórar tvíbreiðar brýr. Vegagerðin og Ístak skrifuðu undir verksamninginn í lok síðustu viku. Hann er sá fyrsti á grundvelli laga um samvinnuverkefni. Verkefnið fer í einkafjármögnun og vegfarendur þurfa greiða veggjald. Magnús Valur Jóhannsson, er framkvæmdastjóri Mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar.\nÞetta verður náttúrlega mjög mikil breyting, þetta er styrring á núverandi þjóðvegi um 12 kílómetra og á gamla veginum sem að hluta til barn síns tíma, orðinn gamall, þar eru allavegana þrjár einbreiðar brýr sem að þessi nýi vegur leysir af hólmi.\n-Gjaldtakan, hvernig reikarðu með að þetta fari fram og hvað mun kosta að keyra þennan veg?\nVið getum sagt sem svo að svona meðal gjaldið verið á rólinu 1200 krónur að keyra þessa leið. Gjaldtakan verður ekki svo einföld, það verður mun dýrarar auðvitað fyrir stóra bíla. Síðan verður boðið upp á einhver aflsáttarkjör en þetta hefur hins vegar ekki alveg verið útfært endanlega og er bara í vinnslu.","summary":"Vegagerðin og Ístak hafa skrifað undir verksamning um nýjan veg yfir Hornafjörð. Reiknað er með að veggjald um veginn verði að meðaltali um 1200 krónur. "} {"year":"2022","id":"39","intro":"Tilkynning barst lögreglunni á Austurlandi í gær þess efnis að aurskriða hafi fallið við Fjarðarselsvirkjun á Seyðisfirði. Eigandi virkjunarinnar segir að aðeins hafi orðið óhapp við aðrennslisrör að virkjuninni. Talið var að aurskriða hafi fallið en svo var ekki.","main":"Fram kom í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi um málið í gær að þetta væri í annað sinn sem aðrennslisrör brestur við virkjunina. Unnið er að viðgerðum og er markmiðið að fyrirbyggja að óhappið hendi í þriðja sinn. Aðspurður segir Guðmundur Ingi að mjög ólíklegt sé að til stórslyss kæmi ef svo færi. Engu að síður verði kapp lagt á að gera þarfar úrbætur.","summary":null} {"year":"2022","id":"39","intro":"Það er ótrúlega hugmyndaríkt að ætla sér að hækka eftirlaunaaldur opinberra heilbrigðisstarfsmanna án samráðs við stéttarfélögin og verkalýðshreyfinguna. Þetta segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands. Henni lýst afar illa á hugmyndir heilbrigðisráðherra þess efnis. Þetta séu kvennastéttir sem ættu að fá að hætta fyrr að vinna.","main":"Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í síðustu viku, í samráðsgátt stjórnvalda, áform um lagasetningu um að hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Ráðherra tekur fram að það eigi við þá starfsmenn sem vilji og geti unnið áfram og er meðal annars gert til að bregðast við miklum mönnunarvanda. Áformin falla í grýttan jarðveg hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem segja þau örþrifaráð stjórnvalda til að bregðast við löngu þekktum mönnunarvanda. Framkvæmdastjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fagnar hins vegar áformum um að hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsfólks ríkisins. Drífa Snædal er forseti ASÍ.\nmér finnst það alveg ótrúlegt hugmyndarauki að það er alltaf verið að reyna að hækka starfsaldurinn án þess að vera í góðu samráði við stéttarfélögin og verkalýðshreyfinguna. Það er ekkert launungamál að það hjá heilbrigðisstarfsfólki eru mjög stórar kvennastéttir sem bera þungar byrðar í heilbrigðiskerfinu okkar, þetta eru þær kvennastéttir sem ættu þá frekar að fara fyrr á eftirlaun frekar en að vera að lengja í starfsaldri þannig að mér lýst bara afar illa á þetta.","summary":"Forseti ASÍ segir ótrúlegt að stjórnvöld ætli að hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins án samráðs við verkalýðshreyfinguna. Þetta séu kvennastéttir sem ættu að fá að hætta fyrr að vinna. Henni lýst afar illa á áformin."} {"year":"2022","id":"39","intro":"Samninganefndir skandinavíska flugfélagsins SAS, og flugmanna félagsins, hafa undirritað nýjan kjarasamning, eftir 15 daga verkfall. Samningamenn flugmanna fengu það í gegn að 450 flugmenn verða ráðnir til starfa hjá félaginu á ný, eftir að hafa verið sagt upp í faraldrinum.","main":"Samninganefndirnar hafa setið maraþon fundi marga daga í röð, til þess að reyna að leysa úr deilum flugmanna og SAS.\nSnemma í gærkvöld tilkynnti einn samningamanna SAS að samkomulag væri í höfn, en aðeins ætti eftir að klára nokkur smáatriði og undirrita svo samninginn formlega. Samskiptastjóri flugfélagsins áréttaði það við sænska ríkisútvarpið og sagði að málinu væri ekki lokið fyrr en samningar væru undirritaðir, og það væru þeir ekki.\nFréttamenn norrænu ríkismiðlana biðu því átekta fyrir utan fundarstað nefndanna í Stokkhólmi fram yfir miðnætti, þar sem Anko van der Werf, forstjóri SAS, tilkynnti þeim á öðrum tímanum í nótt að verkfallinu væri lokið og samningar undirritaðir. Hann sagðist fagna því að geta loks hafið eðlilega starfsemi á ný og sagði það miður hve margir farþegar hefðu fundið fyrir verkfallinu.\nÍ fréttatilkynningu frá flugmönnum félagsins segir þeir hafi náð mörgum mjög mikilvægum málum í gegn. Þar sé efst á blaði að þeim 450 flugmönnum sem sagt var upp störfum þegar heimsfaraldurinn skall á, hefur verið lofuð endurráðning. Einnig verði það mikil kjarabót að samningurinn gildi bæði fyrir aðalfyrirtækið SAS, sem og dótturfyrirtækin SAS connect og SAS link, en þar höfðu flugmenn verið ráðnir inn á lægri launum.\nÞrátt fyrir að verkfallinu sé lokið, mun það líklega taka nokkra daga að koma starfsemi SAS í eðlilegt horf á ný, en 112 flugferðum sem áttu að fara fram í dag hafði þegar verið aflýst.","summary":null} {"year":"2022","id":"39","intro":"Bæjarráð Akureyrar neitaði að veita píludeild Þórs jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi í húsnæði deildarinnar. Framkvæmdastjóri Þórs segist með leyfisumsókninni hafa viljað hætta feluleik um áfengissölu á íþróttaviðburðum í bænum.","main":"Akureyrarbær hefur í tvígang veitt jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi í húsnæði tengdri íþróttastarfsemi, annars vegar í golfskála í Jaðri og hins vegar í Hlíðarfjalli.\nÍ rökstuðningi bæjarráðs segir að þar séu fullbúin eldhús og veitingasala en það eigi ekki við um píludeildina. Jafnframt benda þeir á að deildin geti sótt um tækifærisleyfi þegar við á. Hvert leyfi kostar um þrjátíu þúsund krónur.\nReimar Helgason, framkvæmdastjóri Þórs, segir synjun bæjarráðs hafa komið sér á óvart.\nÞað sem vakti fyrir okkur með þessari umsókn var að hætta þessum feluleik innan gæsalappa. Af því að það er selt hér á öllum meistaraflokksleikjum í bænum bjór án leyfa meira og minna.\nHann segir réttast að hafa frekar tilskilin leyfi og fara þá eftir þeim reglum sem í þeim felist.\nÍ píludeildinni eru þetta hópar sem eru að koma til okkar á kvöldin og um helgar að skemmta sér og það eru engin börn á svæðinu sko.\nHann segir það ákveðna hræðslu hjá bæjaryfirvöldum að taka þetta skref frekar en að umsóknin uppfylli ekki öll skilyrði. En þegar bæjarráð veitti jákvæða umsögn um vínveitingaleyfi í Hlíðarfjalli kom upp mikil gagnrýni.\nHeimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar, segir ekki harða mótstöðu vegna málsins hjá bænum.\nEn í þetta skiptið var ekki var ekki gefið leyfi en sko í framtíðinni, ég meina við þurfum bara að skoða þetta vel og vandlega, ég held að það hafi enginn viljað hoppa á þessa ákvörðun núna.","summary":null} {"year":"2022","id":"40","intro":"Drífa Snædal forseti ASÍ segir ört hækkandi verðbólgu fyrst og fremst bitna á þeim sem minnst hafi og rýri þannig kjör almennings. Stjórnvöld verði að bregðast við gagnvart húsnæðismarkaði og matvöruverði.","main":"Landsbankinn spáir níu komma tveggja prósenta verðbólgu í júlí og því að vísitala neysluverðs hækki um núll komma fimm prósentustig milli júní og júlí. Hagfræðideild bankans áætlar að verðbólga fari hæst í 9,5% í ágúst áður en hún lækkar aftur. Alþýðusamband Íslands hefur ályktað um aðgerðaleysi stjórnvalda og kallað eftir tafarlausum aðgerðum til að bregðast við hratt vaxandi verðbólgu. Drífa Snædal er forseti ASÍ.\nÞað er alveg ljóst að þetta rýrir kjör almennings og allar vörur verða dýrari við vitum að þetta er að mestu innflutt verðbólga út af stríði og óöld en við vitum líka hvað til okkar friðar heyrir hér á Íslandi og það eru húsnæðismálin það er svona grunnurinn að því að við erum hér með\nOg síðan þurfa stjórnvöld að sjálfsögðu að fara inní nauðsynjarnar tryggjað það að fólk hafi efni á\nASÍ hefur eins og áður segir gagnrýnt stjórnvöld fyrir aðgerðaleysi í þessum efnum, og sú staða er að mati Drífu að mestu óbreytt.\nþetta bitnar alltaf helst á þeim sem eru sem hafa minnst á milli handanna eyða mestu í þessar grunnnauðsynjar þurfa að sækja vinnu um langan veg af því fólk er að flýja hátt húsnæðisverð út í","summary":"Landsbankinn spáir níu komma tveggja prósenta verðbólgu í júlí. Hratt vaxandi verðbólga bitnar mest á þeim sem minnst hafa og rýrir almennt kjör almennings segir forseti ASÍ. Hún kallar eftir aðgerðum stjórnvalda. gagnvart húsnæði og nauðsynjavörum. "} {"year":"2022","id":"40","intro":"Börn eiga að geta lært á stafræn tæki án þess að gefa bandarískum stórfyrirtækjum persónuupplýsingar, segir sviðsstjóri hjá Persónuvernd. Samevrópsk úttekt á notkun Google-lausna í skólastarfi stendur nú yfir. Persónuvernd er með málið á sínu borði.","main":"Um 80 aðilar á EES-svæðinu taka þátt í úttekt á notkun Google-lausna í skólastarfi, þar á meðal fimm íslensk sveitarfélög og Persónuvernd. Stefnt er að því að ljúka úttektinni í haust. Danska persónuverndarstofnunin hefur bannað Google-lausnir í dönskum skólum, meðal annars vegna flutnings persónuupplýsinga til Bandaríkjanna. Persónuvernd bannaði Seesaw-kennskukerfið hér á landi af sömu ástæðu síðasta vetur. Vigdís Eva Líndal, sviðstjóri hjá Persónuvernd, segir að það sé of snemmt að segja hvort Google-lausnir verði bannaðar í skólum hér á landi.","summary":"Persónuvernd og íslensk sveitarfélög taka þátt í samevrópskri úttekt á notkun Google-lausna í skólastarfi. Sviðstjóri hjá Persónuvernd segir að börn eigi að geta lært á stafræn tæki án þess að persónuupplýsingar þeirra lendi í röngum höndum. "} {"year":"2022","id":"40","intro":"Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir fordóma og hatur í garð hinsegin fólks vera að aukast hér á landi og færast upp á annað stig. Hann kallar eftir auknum fjárstuðningi til að stemma stigu við þessari þróun.","main":"Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóri Samtakanna '78 var á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun. Hann segir að hægt sé að flokka hatursorðræðu og -glæpi gegn hinsegin fólki í þrjá flokka. Lengi hafi staðan verið á fyrsta stigi hér á landi, þar sem hatur og hatursorðræða sé nokkuð leynt en reynt sé að grafa undan réttindabaráttu hinsegin fólks. Nú sé hatrið þó að færast yfir á næsta stig. Til að mynda sé orðið algengara að gelt sé að hinsegin fólki.\nÞað er þessi fasi tvö sem við myndum kalla að hatrið er meira, það er einhvernvegin áþreyfanlegra. Það liggur ekki bara einhvernvegin svona undir niðri heldur finnum við meira fyrir því. Svo er það þriðja stigið sem við erum að sjá kannski í Evrópu, Ungverjalandi eða Póllandi, ég tala nú ekki um Rússlandi eða fleiri stöðum. Þar sem þetta er samffélagslega viðurkennt\nDaníel segir miður að hatursorðræða og -glæpir gegn hinsegin fólki séu ekki skráðir sérstaklega hjá lögreglunni og því skorti tölfræði. Hann segir tilfinninguna undanfarin tvö ár hafa verið að þetta sé að aukast. Hægt er að tilkynna hatur og ofbeldi á vef samtakanna.\nMikilvægt sé að vera vakandi fyrir þessari þróun og bregðast við henni. Samtökin hafi stækkað mikið á undanförnum árum og verkefnin séu ærin. Sambærileg samtök annars staðar á Norðurlöndum standi mun styrkari fótum fjárhagslega.\nVið erum alltaf að reyna að grípa og reyna að redda peningum, nánast mánuð frá mánuði.","summary":"Ofbeldi og hatur í garð hinsegin fólks er að aukast á Íslandi, segir framkvæmdastjóri Samtakana 78. Hann kallar eftir auknum fjárstuðningi til að vinna gegn þessari þróun. "} {"year":"2022","id":"40","intro":"Breska veðurstofan ráðleggur fólki að halda sig heima í dag og á morgun vegna mestu hitabylgju sem komið hefur á Bretlandseyjum til þessa. Tugum skóla hefur verið lokað vegna hitans. Nokkrum lestaferðum hefur verið aflýst. Gert er ráð fyrir samgöngutruflunum.","main":"Bretum er ráðlagt að halda sig heima í dag og á morgun vegna mestu hitabylgju sem farið hefur yfir Bretlandseyjar til þessa. Veðurfræðingur með áratuga reynslu segist ekki hafa séð önnur eins spákort og fyrir daginn í dag og á morgun.\nUm klukkan hálf eitt í dag að breskum tíma var hitinn komin í tæplega 35 stig í Charlwood í Essex. Gert er ráð fyrir að hann fari í 38 stig í Lundúnum í dag og verði enn meiri á morgun. Paul Davies, veðurfræðingur hjá bresku veðurstofunni, sagði í viðtali við Sky fréttastofuna í morgun að hugsanlega ætti hitinn eftir að ná 41 stigi áður en ástandið fer að lagast á miðvikudag. Hann sagðist hafa þriggja áratuga reynslu í faginu og aldrei séð önnur eins spákort og fyrir daginn í dag og á morgun.\nVeðurstofan biður landsmenn að halda sig heima í dag og á morgun. Allir sem geta unnið heima ættu að gera það. Gripið hefur verið til margvíslegra ráðstafana til að lágmarka hættu sem fylgir hitabylgjunni, svo sem að loka skólum. Fólk má búast við að járnbrautarlestir aki á helmingi minni hraða en venjulega og í nokkrum tilfellum hefur ferðum verið aflýst.\nPaul Davies segir að hitaspáin fyrir morgundaginn sé grimmúðleg og að hann og starfsfélagar hans hafi alvarlegar áhyggjur af ástandinu.\nPaul Davies bætir við að því miður sé útlit fyrir að hitabylgjur á borð við þá sem fer yfir Bretland þessa sólarhringana verði ekkert einsdæmi og að líkindum reglulegur viðburður um næstu aldamót.","summary":"Breska veðurstofan ráðleggur fólki að halda sig heima í dag og á morgun vegna mestu hitabylgju sem farið hefur yfir Bretlandseyjar til þessa. Tugum skóla hefur verið lokað vegna hitans og gert er ráð fyrir samgöngutruflunum. "} {"year":"2022","id":"40","intro":"Mikil ringulreið hefur verið á flugvöllum víða í Evrópu í sumar. Á Heathrow í Lundúnum hafa aðeins 49 prósent flugvéla farið í loftið á réttum tíma.","main":"Breskir fjölmiðlar segja stöðuna þunga, þá sérstaklega á Heathrow, raðir í öryggisleit séu ógurlega langar og miklar tafir á nær allri þjónustu.\nStaðan er hefur þó verið enn verri á Zaventem flugvellinum í Brussel, en þar hefur 72 prósent allra flugferða sem áætlaðar voru í júlí, verið frestað. Miklar tafir hafa einnig verið á alþjóðaflugvöllum í Frankfurt, París og Lissabon þar sem um 60 prósent flugferða hefur verið frestað.\nTafirnar stafa á flestum stöðum af skorti á starfsfólki og víða hefur reynst erfitt að fá starfsfólk aftur til vinnu eftir heimsfaraldurinn. Verkföll setja þó stærsta strikið í reikninginn. Yfirstandandi verkfalla flugmanna SAS hefur haft veruleg áhrif í Evrópu og þá sérstaklega Skandinavíu, en ekki sér fyrir endann á því. Starfsmenn Easyjet og Ryanair á Spáni hafa verið í verkfalli síðan í júní. Flugmenn Ryanair í Frakklandi og Belgíu hafa tilkynnt að þeir ætli að leggja niður störf milli 23. og 24. júlí.","summary":null} {"year":"2022","id":"40","intro":"Umsókn skipstjóra í Skagafirði um byggðakvóta var hafnað á þeirri forsendu að hann er ekki með lögheimili á Sauðárkróki. Byggðaráð Skagafjarðar undrast höfnunina og ætlar að skoða málið frekar.","main":"Þorgrímur Ómar Tavsen sótti um byggðakvóta til Fiskistofu fyrir bát sinn í vor. Báturinn liggur við Sauðárkrókshöfn en Þorgrímur er búsettur á Ytri Húsabakka sem er mitt á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks, í póstnúmeri 561 í Varmahlíð.\nÍ reglugerð um úthlutun byggðakvóta kemur fram að ákveðnum aflaheimildum sé ráðstafað til stuðnings byggðarlögum. Þorgrímur segir höfnunina þess vegna hafa komið mjög á óvart.\nOg þá kom höfnun af því að fyrirtækið mitt væri ekki á Sauðárkróki. Þetta er sameiginlegt sveitarfélag. Ég vísaði til útskýringar á því hvað byggðafélag þýðir og það þýðir bara sameiginlegt atvinnusvæði.\nÞorgrímur kærði höfnun Fiskistofu til Matvælaráðuneytisins sem staðfesti höfnunina og vísaði í að fyrirtækið er ekki skráð á Sauðárkróki. Í rökstuðningi ráðuneytisins segir að Varmahlíð sé sjálfstætt starfandi byggðalag og engum byggðakvóta úthlutað til þess.\nÞetta er allt saman póstnúmerum háð en það stendur hvergi í lögum eða reglum að póstnúmer ráði einhverju í kringum þetta.\nBátur Þorgríms er skráður og gerður út frá Sauðárkróki og þar er aflanum landað.\nHvaða áhrif hefur þetta á þína útgerð? Bara mikla, vegna þess að ég ætlaði nú að reyna að lifa af þessari tryllu minni og þó ég fengi ekki nema bara einhver örfá tonn þá myndi muna það miklu, þá gæti ég veitt fram á haustið og þangað til ég fer á grásleppuna í vor.\nByggðaráð Skagafjarðar undrast höfnun Fiskistofu vegna skilgreiningar á póstnúmersvæðum Skagafjarðar og hyggst vísa málinu áfram til atvinnunefndar sveitarfélagsins.","summary":"Fiskistofa hafnaði umsókn skipstjóra um byggðakvóta á þeirri forsendu að hann er ekki með lögheimili á Sauðárkróki þaðan sem bátur hans er gerður út. Byggðaráð undrast niðurstöðuna."} {"year":"2022","id":"40","intro":"Ítrekuð skemmdarverk hafa verið unnin á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta við Suðurgötu í Reykjavík síðustu daga. Unnið er að uppsetningu myndavéla, að sögn þjónustustjóra, í von um að finna þann seka.","main":"Umræða skapaðist um málið á Facebook-síðu íbúa Skerjagarða við Suðurgötu, þar sem myndir af óskapnaðinum voru birtar. Grjóti og ýmsu lauslegu hafði verið komið inn í þvottavél í sameign garðanna og sett í gang þannig að hún skemmdist. Þá var húsgögnum úr sameign komið fyrir í lyftu og hreinum þvotti úr þvottahúsinu hent um öll gólf.\nHeiður Anna Helgadóttir, þjónustustjóri Félagsstofnunar stúdenta, segir nokkuð ljóst að skemmdarvargurinn búi á stúdentagörðunum. Enn er ekki vitað hver hann er.\nHeiður Anna segir að unnið sé að uppsetningu myndavéla í húsinu í von um að hægt verði að góma hinn seka.\nHeiður Anna segir að skemmdarverkin séu klárt brot á leigusamningi. Komi á daginn að viðkomandi sé íbúi á stúdentagörðunum varði það brottrekstri. Greiða verði fyrir það tjón sem orðið hefur á sameigninni. Ekki hefur enn komið til greina að gera lögreglu viðvart.","summary":"Skemmdarverk hafa ítrekað verið unnin á stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta við Skerjagarða við Suðurgötu í Reykjavík undanfarna daga. Þjónustustjóri Félagsstofnunar stúdenta segir að unnið sé að uppsetningu myndavéla í von um að góma þann seka."} {"year":"2022","id":"41","intro":"Um helgina eru hátíðir haldnar víða um land. Á Norðurlandi virðist sólin ætla að gleðja gesti hátiðanna Húnavaka og Frjó.","main":"Á Norðurlandi er mikið um að vera um helgina. Fjölskylduhátíðin Húnavaka er hafin - og listahátíðin Frjó á Siglufirði.\nListahátíðin Frjó er sex daga menningarveisla þar sem listamenn koma saman og kynna verk sín. Í ár er 10 ára starfi Alþýðuhússins á Siglufirði fagnað, í umsjón Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur en hún stendur fyrir hátíðinni.\nauðvitað erum við fyrst og fremst að fagna listinni og lífinu með svona hátiðum og gefa listamönnum tækifæri á að koma saman því samtalið og samvera listamanna og fjölskyldna þeirra er auðvitað kannski ekki síður mikilvægari þáttur í þessu öllu saman en listin sjálf.\nHún segir alla eiga að finna sér eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það er upplestur, tónleikar, gjörningar eða myndlist. Þá skemmi veðrið á Siglufirði ekki fyrir en þar er sól og blíða. Og það sést til sólar víðar í dag, til dæmis á Blönduósi þar sem Húnavaka er hafin. Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, skipuleggjandi hátíðarinnar, segir gaman að sjá bæinn fyllast af kunnugum og ókunnugum andlitum.\nþað hefur veirð mikið um það að brottfluttir Blönduósingar eru að koma heim og yfirleitt eru öll hús full af gestum og já það er bara tilgangurinn að fólk komi og skemmti sér saman.\nBæjarhátíðir á borð við þessa hafi góð samfélagsleg áhrif - og hún segir að fólk sé sérstaklega spennt fyrir þessari fyrstu Húnavöku í nýju sameinuðu sveitarfélagi, Húnabyggð.\nþannig að ég held að allir séu bara mjög peppaðir fyrir helginni í okkar nýja sveitarfélagi.","summary":null} {"year":"2022","id":"41","intro":"Að minnsta kosti 349 börn hafa fallið í hernaðarátökum í Úkraínu frá því að rússneski herinn réðst á landið. Á sjöunda hundrað hafa særst. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir að Úkraínumenn séu beittir harðræði í landshlutum sem Rússar hafa lagt undir sig.","main":"Ríkissaksóknari í Úkraínu segir að að minnsta kosti 349 börn hafi fallið í hernaðarátökum frá því að innrás Rússa í landið hófst í febrúar. Hundruð til viðbótar hafa særst. Yfir átta komma átta milljónir Úkraínumanna hafa flúið til annarra landa og milljónir til viðbótar flosnað upp af heimilum sínum.\nAð sögn embættis ríkissaksóknara í Kænugarði er líklegt að enn fleiri börn hafi látið lífið í stríðinu en hægt hefur verið að afla upplýsinga um. Erfiðlega gangi að meta stöðuna á svæðum í landinu sem Rússar hafa lagt undir sig. Fram kemur að minnst 652 börn hafi særst, síðast þrjú þegar flugskeytum var skotið á borgina Vinnytsia. Ríkissaksóknari segir að börn hafi sér í lagi fengið að gjalda fyrir innrásina. Fjöldi þeirra sé á flótta, bæði innan lands og utan. Áætlað er að átta komma átta milljónir Úkraínumanna hafi flúið til útlanda frá því að innrásin hófst og um það bil sjö komma sjö milljónir séu flóttamenn innanlands.\nÖryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir í nýrri skýrslu að mörg dæmi séu um að Úkraínumenn sem búa á svæðum sem Rússar hafa lagt undir sig séu beittir harðræði. Þeir eru handteknir og yfirheyrðir og beittir niðurlægjandi aðferðum þegar leitað er á þeim að einhverju ólöglegu. Dæmi séu um að nokkrir hafi horfið sporlaust. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar upplýsingar um að hundruð almennra úkraínskra borgara og stjórnmálamanna hafi verið handteknir og sumir pyntaðir. Stjórnvöld í Kreml hafa engu svarað um þessar ásakanir.","summary":"Að minnsta kosti 349 börn hafa fallið í hernaðarátökum í Úkraínu frá því að rússneski herinn réðst á landið. Á sjöunda hundrað hafa særst. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segir að Úkraínumenn séu beittir harðræði í landshlutum sem Rússar hafa lagt undir sig. "} {"year":"2022","id":"41","intro":"Lögreglan á Jótlandi hefur til rannsóknar banaslys sem varð í Friheden skemmtigarðinum í Árósum í gær. Talsmaður samtaka skemmtigarða í landinu segir að öryggismál í görðunum séu í algerum forgangi.","main":"Kristian Nordgaard, talsmaður samtaka skemmtigarða í Danmörku, sagði slysið í Friheden skemmtigarðinum í Árósum í gær vera harmleik, sem hefði ekki átt að geta gerst. Þá lést fjórtán ára stúlka og þrettán ára strákur slasaðist þegar rússíbani bilaði. Rússíbaninn, sem kallast Kóbran, er 25 metrar á hæð og getur náð allt að 70 kílómetra hraða. Þetta er í annað sinn sem slys verður í rússíbananum. Árið 2008 slösuðust tvö ungmenni alvarlega, hlutu beinbrot og heilahristing\nNordgard segir öryggi danskra skemmtigarða vera undir stöðugu eftirliti, þar séu í gildi strangar öryggisreglur sem starfsmenn þurfi að fylgja í hvívetna og að öryggi gesta sé í algerum forgangi. Verkferillinn er með þeim hætti að sérhæfæðum starfsmönnum skemmtigarða ber að kanna öryggismál á hverjum degi.\nFriheden skemmtigarðurinn var rýmdur eftir slysið og er nú lokaður almenningi.\nLögreglan á Jótlandi hefur málið til rannsóknar og hefur beðið vitni að deila ekki myndum eða myndskeiðum af slysinu á samfélagsmiðlum. Lögregla hefur ekki viljað tjá sig, enn sem komið er, um hvort öryggi hafi verið ábótavant í Friheden skemmtigarðinum. Það sé hluti af rannsókn lögreglu, sem gæti tekið töluverðan tíma, að sögn lögreglustjóra sem ræddi við danska fréttamenn í gær.","summary":null} {"year":"2022","id":"41","intro":"Áhrif slæmrar stöðu evrunnar hafa bæði jákvæð og neikvæð áhrif hérlendis. Í vikunni mældist gengi evru og bandaríkjadals jafnt í fyrsta sinn í 20 ár þ.e.a.s. gengi evru hefur í tvo áratugi verið sterkara en dollarinn.","main":"Það eru sífellt meiri líkur á að það verði efnahagssamdráttur t.d. á evrusvæðinu. Við erum að sjá að hagtölur þar eru að súrna. Þýskaland eru ekki lengur með viðskiptaafgang heldur viðskiptahalla.\nSegir Erna Björg Sverrisdóttir aðalhagfræðingur Arion banka. Ástæða þess að dollarinn hefur ekki veikst eins og evran er sú að kraftur er í bandarísku efnahagslífi, segir hún, og svo hefur bandaríski seðlabankinn hækkað vexti.\nEn á sama tíma að þá hefur Evrópski seðlabankinn ekki ennþá brugðist við vaxandi verðbólgu með afgerandi hætti. Það hafa ekki komið fram í rauninni neinar vaxtahækkanir þar og ekki útlit fyrir að þær byrji strax og ekki af nærri því sama krafti og í Bandaríkjunum.\nÁhrifin eru töluverð á Íslandi bæði jákvæð og neikvæð. Krónan hefur styrkst gagnvart evrunni en veikst gagnvart bandaríkjadal. Það síðarnefnda er gott fyrir ferðaþjónustuna:\nAf því að þriðjungur af okkar ferðamönnum eru bandarískir ferðamenn og Ísland er dýr áfangastaður. Þannig að það að krónan hefur veikst gagnvart Bandaríkjadal gerir það að verkum að það verður örlítið hagstæðara fyrir bandaríska ferðamenn að koma hingað heldur en áður. En auðvitað gildir þá öfugt fyrir evrópska ferðamenn af því að krónan hefur styrkst á móti evrunni.\nFyrir íslensk heimili er orðið hagstæðara en áður að flytja inn vörur frá evrusvæðinu, segir Erna Björg. Ekki liggja þó fyrir mælingar á því hvort verð á vörum keyptum í evrum hafi lækkað í verslunum. En þeir Íslendingar sem ferðast til Evrópu í sumar fá væntanlega meira fyrir peninginn. Sjávarútvegsfyrirtækin selja mikið til Evrópu og fá færri krónur fyrir afurðirnar. Það vegur upp á móti að þau flytja líka mikið af ferskum fiski á Bandaríkjamarkað. Erna Björg segir Ísland stand mjög vel núna:\nÞað er mjög margt sem styður við gengi krónunnar sem gjaldmiðils af því að við erum útflutningsdrifið hagkerfi. Það er gríðarlega mikill uppgangur núna í ferðaþjónustunni. Það er góður gangur í útflutningi sjávarafurða og sömuleiðis í útflutningi á álafurðum. Þannig að við erum að fá mikið af útflutningstekjum í kassann sem að styður við gengi krónunnar og ætti að styðja við gengi hennar núna fram á veginn.","summary":null} {"year":"2022","id":"41","intro":"Slíta þurfti bæjarstjórnarfundi og boða til nýs fundar í Hveragerði í gær í fyrsta skipti í 16 ár, þar sem fundarboð barst einni mínútu of seint. Forseti bæjarstjórnar segir það oft vera kapphlaup við tímann að koma fundarboðinu út á réttum tíma.","main":"Samkvæmt sveitarstjórnarlögum eiga fundarboð að berast sveitarstjórnarmönnum ekki síðar en tveimur sólarhringum fyrir fund. Halda átti bæjarstjórnarfund klukkan fimm í gær en þar sem fundarboðið barst klukkan 17:01, einni mínútu of seint, á þriðjudag, var fundurinn ólögmætur. Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir hlutina stundum fara svona.\nEkki það að hefði náttúrulega verið bara gott kannski að fá þessa athugasemd bara strax frá Sjálfstæðisflokki. Ef hún hefði borist bara strax um leið og fundarboðið var komið þá hefði verið hægt að bregðast við og kannski bara breyta fundarboðinu í því að fundurinn yrði klukkan sex en ekki fimm.\nOg þá hefðum við getað haldið okkar striki í gær.\nBoðað hefur verið til nýs fundar sem verður á mánudag. Friðrik Sigurbjörnsson, sem situr í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og er í minnihluta, gagnrýndi fundarboðið ólögmæta á Facebook í gær. Hann segir að til viðbótar við \u001eþessi óvönduðu vinnubrögð hafi tillögur meirihlutans í fundargáttinni ekki birst fyrr en seint og illa. Það sé ámælisvert og engar skýringar komið vegna þessa.\nÁttu von á því að átökin í bæjarstjórnarsamstarfinu verði á þessum nótum á kjörtímabilinu? Sko nú get ég bara talað fyrir sjálfa mig og þann hug sem er í meirihlutanum. Það er mikill vilji til góðra verka, til samstarfs við alla á skrifstofum bæjarins, starfsmenn bæjarins, bæjarbúa og alla bæjarstjórn.\nÉg er á þeirri skoðun og hef þá trú að ef maður sýnir virðingu og kurteisi og þvíumlíkt þá hafi maður meiri tækifæri til þess að hafa áhrif, við viljum öll hafa áhrif.","summary":null} {"year":"2022","id":"41","intro":"Framkvæmdastjóra heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins lýst vel á áform um að hækka hámarksaldur opinbers heilbrigðisstarfsfólks. Útlit er fyrir að fleiri heimilislæknar fari á eftirlaun en útskrifist næstu ár.","main":"Heilbrigðisráðherra hefur kynnt áform um að hækka hámarksaldur opinberra heilbrigðisstarfsmanna í 75 ár. Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segist telja að einhverjir fagni því að geta starfað lengur. í gegnum hefðbundið ráðningasamband.\nVið hjá heilsugæslunni höfum fagnað því þegar fólk sem er komið á aldur og hefur fulla starfsgetuáhuga sinn á því að vinna áfram þannig að við höfum ráðið fólk áfram nnað hvoirt í tímavinnusamningum eða hins vegar þá í verktkasamningum. En sumir af þessum sem hafa verið ráðnir hjá okkur hafa talað um það að réttindin séu eitthvað meiri með ráðningasamningum þannig að sjálfsagt munu einhverjir fagna því að hægt sé að vinna eftir hefðbundnum ráðningasamningum.\nÓskar segir að það séu ekki mjög margir sem kjósi að vinna áfram eftir sjötugt, þó að það séu alltaf einhverjir. Hann á frekar von á að það aukist með breytingu á lögunum.\nÞað er auðvitað óvíst held ég en ég hef samt svona tilfinningu fyrir því að það gæti alveg verið meira um það að fólk bara þá ákveði meira svona hvenær það er tilbúið til að hætta.\nEkki er vanþörf á enda mannekla í heilsugæslunni töluverð. Mestur skortur er á læknum en Óskar segir útlit fyrir að töluvert fleiri læknar fari á eftirlaun en útskrifist næstu árin.\nEf við erum að útskrifa kannski 3-4 heimilislækna og 10-15 að fara á lífeyrir þá er það neikvæð staða vrðandi mönnun heimilislækna.","summary":"Útlit er fyrir að fleiri heimilislæknar fari á eftirlaun en útskrifist næstu ár. Framkvæmdastjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fagnar áformum um að hækka eftirlaunaaldur heilbrigðisstarfsfólks. "} {"year":"2022","id":"41","intro":"Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, telur líklegt að franska liðið geri nokkrar breytingar á sínu liði fyrir leikinn við Ísland á mánudag. Íslenska liðið tók lífinu með ró á æfingu dagsins.","main":"Endurheimt var lykilorð dagsins hjá leikmönnum í dag. Þær sem mest spiluðu í jafnteflinu við Ítalíu í gær æfðu lítið og aðrar æfðu rólega. Þorsteinn segir enn á ný margt jákvætt hafa verið í leik íslenska liðsins í gær, en líka margt sem megi laga. Stór plús sé þó að íslenska liðið sé enn ósigrað.\nFramundan er leikur gegn Frakklandi á mánudag. Frakkar eru þegar búnir að vinna riðilinn eftir tvo sigurleiki. Þorsteinn segir franska liðið alltaf spila svipaðan fótbolta, en búast megi við breytingum í uppstillingu liðsins.","summary":null} {"year":"2022","id":"42","intro":"Skemmtiferðaskip leggur nú við Sauðárkrókshöfn en það er í fyrsta skipti sem skip af slíku tagi kemur þar við. Með þessu er verið að stuðlað að dreifa komu skemmtiferðaskipa um landið.","main":"Skemmtiferðaskipið Hanseatic Nature lagðist að bryggju í Sauðárkrókshöfn rétt í þessu og er það í fyrsta skipti frá 1977 sem slíkt gerist. Heimamenn vona að koma skemmtiferðaskipa verði innspýting í ferðaþjónustu á svæðinu.\nSkipakoman á sér langan aðdraganda sem rekja má aftur til ársins tvö þúsund og fimmtán, en kórónaveirufaraldurinn setti framkvæmdinni ákveðnar skorður. Heba Guðmundsdóttir, verkefnastjóri í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum hjá sveitarfélaginu Skagafirði, segir skipakomur hafa í för með sér mikla möguleika fyrir byggðarlagið.\nog við teljum þetta bara geta verið mjög flott fyrir ferðaþjónustuna í Skagafirði og ferðaþjónustuaðila í Skagafirði, lyftistöng til að fá hingað fleiri og laða hingað fleiri ferðamenn.\nMikilvægt sé að stuðla að því að dreifa komu skemmtiferðaskipa um landið.\nþað er orðið svolítið mikið af skipum sem eru að koma í höfn á sömu stöðunum á sama tíma sem er náttúrlega erfitt fyrir skipin líka að farþegarnir fái þá þjónustu sem þeir ætlast til þegar eru allt of margir farþegar í landi og okkur langar bara til að prufa að gá hvort þetta geti ekki gengið hér eins og annars staðar.\nHún segir mikla jákvæðni meðal bæjarbúa. Þeir hlakki til að sýna það sem bærinn hefur upp á að bjóða.","summary":"Skemmtiferðaskip lagðist að bryggju í Sauðárkrókshöfn í hádeginu, það er í fyrsta skipti í 45 ár sem skip af slíku tagi kemur þar við. Með þessu megi dreifa ferðamönnum víðar um landið."} {"year":"2022","id":"42","intro":"Ný íslensk rannsókn sýnir tengsl milli menntastigs og hættu á kransæðasjúkdómum. Fólk með minni menntun er líklegra til að fá hjartaáfall en fólk sem á lengri skólagöngu að baki, samkvæmt niðurstöðunum.","main":"Í rannsókninni voru merki um hjarta og æðasjúkdóma skoðuð með því að ómskoða æðar og leita að æðaskellum.Thor Aspelund er prófessor í tölfræð og einn aðstandenda rannsóknarinnar.\nÞær greinast verulega mikið meira hjá þeim sem eru með grunnmenntun miðað við háskólamenntun þannig að það er strax þessi munur, síðan er hópnum fylgt eftir og þá er líka bara á eftirfylgnitímanum aukning í raunverulegum áföllum, semsagt þar sem fóllk fær annað hvort heila- eða hjartaáfall.\nThor segir að það sé ekki endilega það sem kennt sé í skólum sem hafi áhrif, líklega hafi þetta meira að gera með félagslega stöðu en skólaganga ein og sér sé áhrifavaldur.\nÞað eru til rannsóknir erlendis frá þar sem hefur verið fylgst með hvernig breytingar í menntakerfinu þar sem bókstaflega menntun hefur verið gerð aðgengilegri, skylduskólagangan lengd. Þá kom alveg skýrt fram merki um að tíðni hjartasjúkdóma lækkar og sykursýki af tegund tvö.","summary":"Minna menntað fólk er líklegra til að fá hjartáfall en fólk sem á lengri skólagöngu að baki, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn."} {"year":"2022","id":"42","intro":"Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sér þyki sérstakt þegar sagt er að kaup fyrirtækisins á Vísi í Grindavík leiði til samþjöppunar aflaheimilda. Með kaupunum flytjist eignarhald á öflugri útgerð frá sex manna fjölskyldu yfir til fimmþúsund manna hlutafélags á markaði. Íslenskur sjávarútvegur þurfi á öflugum útgerðum að halda til að halda í við alþjóðlega samkeppni.","main":"Forstjóri Síldarvinnslunnar telur ekki að kaup fyrirtækisins á Vísi í Grindavík leiði til samþjöppunar aflaheimilda, því eignarhald á kvóta Vísis færist frá fámennu fjölskyldufyrirtæki yfir til skráðs félags á hlutabréfamarkaði, með 5000 manna eigendahóp. Samherji er stærsti eigandi Síldarvinnslunnar.\nKaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík hafa vakið umræðu enn á ný um samþjöppun eignarhalds í sjávarútvegi. Vísir hélt um 5,4 prósentUM af þorskkvóta síðasta fiskveiðiárs, en Síldarvinnslan, sem hefur sérhæft sig í veiðum á uppsjávarfiski eins og makríl, síld og loðnu, á um 2,7% þorskkvótans, og dótturfélagið Bergur-Huginn eitt og hálft prósent, samtals 9,6% af þorskkvótanum.\nSamherji er stærsti hluthafi Síldarvinnslunnar, með tæpan þriðjungshlut, sem er tvöfalt meira en næststærsti eigandinn, Kjálkanes, sem er í eigu Björgólfs Jóhannssonar fyrrverandi forstjóra Samherja og fjölskyldu hans. Samherji og Síldarvinnslan eru þó ekki skráð sem tengdir aðilar hjá Fiskistofu, því fyrirtæki í sjávarútvegi þurfa að eiga að minnsta kosti helmingshlut hvert í öðru til að teljast tengdir aðilar. Það er mun þrengri skilgreining en á fjármálamarkaði. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.\nKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lýsti í vikunni yfir áhyggjum af samþjöppun í sjávarútvegi, og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði á dögunum að það kallaði á breytta gjaldtöku af sjávarútveginum ef aflaheimildir söfnuðust á fárra hendur. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur hins vegar ekki ástæðu til að hafa áhyggjur, og Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, tekur í sama streng.\nMér finnst sérstakt að segja þegar 6 manna fjölskylda færir hluti sína í félagi í Grindavík yfir í 5000 manna hlutafélag á opnum markaði, að það sé samþjöppun, ég fæ það ekki til að ganga upp.\nEngu að síður þýðir þetta að stærri hluti fiskveiðiheimildanna fer undir sömu samstæðu, og það er það sem margir eru að gagnrýna?\nSíldarvinnslusamstæðan hefur verið að fjárfesta í sjávarútvegi síðustu ár og við höfum byggt okkur upp í aflaheimildum. Það liggur alveg fyrir að við erum með dótturfélög inni á okkar samstæðu og erum að styrkja bolfiskgrundvöll Síldarvinnslunnar hf. Við verðum komin með mjög breitt og öflugt íslenskt sjávarútvegsfyrirtæki þegar það er búið, þannig að ég held að það séu eingöngu tækifæri í því fyrir íslenskan sjávarútveg að hafa öflug félög. Við erum í alþjóðlegri samkeppni, við erum að keppa við fyrirtæki erlendis sem eru af allt annarri stærðargráðu en við.","summary":"Forstjóri Síldarvinnslunnar segir að sér þyki sérstakt þegar sagt er að kaup fyrirtækisins á Vísi í Grindavík leiði til samþjöppunar aflaheimilda. Með kaupunum flytjist eignarhald á öflugri útgerð frá sex manna fjölskyldu yfir til fimmþúsund manna hlutafélags á markaði. "} {"year":"2022","id":"42","intro":"Verkfall flugmanna SAS kostar flugfélagið allt að sextán hundruð milljónir króna á dag. Nú á tíunda degi telur félagið að heildarkostnaður sé allt að sextán milljörðum króna.","main":"Alls hefur þurft að aflýsa ríflega tvö þúsund og fimm hundruð flugferðum í verkfallinu sem nær til tvö hundruð og sjötíu þúsund farþega.\nFjárhagur SAS er afar veikur og var það einnig fyrir verkfallið. Félagið óskaði eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta í Bandaríkjunum í júlí, daginn eftir að um þúsund flugmenn sögðu upp störfum. Þá segir framkvæmdastjóri félagsins að sparnaðaraðgerðir sem gripið var til í febrúar dugi ekki í ljósi verkfallsins.\nSAS telur sig eiga nægan pening til að standa við skuldbindingar sínar til skemmri tíma en að verkfallið geti tæmt sjóðina nokkuð fljótt. Stjórn fyrirtækisins leitar nú logandi ljósi að fjárfestum til þess að tryggja reksturinn.\nUm níu hundruð norskir, sænskir og danskir flugmenn lögðu niður störf í síðustu viku eftir að kjaraviðræður sigldu í strand. Þeir mótmæla launalækkunum sem fyrirtækið kom á til þess að reyna að lækka kostnað. Þá er líka gagnrýnd ákvörðun fyrirtækisins um að ráða þá flugmenn sem reknir voru í faraldrinum ekki aftur og þess krafist að þeir fái að snúa aftur.","summary":"Kostnaður við verkfall flugmanna SAS nemur allt að sextán milljörðum króna. Þetta sagði framkvæmdastjóri flugfélagsins á tíunda degi verkfalls."} {"year":"2022","id":"42","intro":null,"main":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Ítalíu í mikilvægum leik á EM í Englandi klukkan fjögur í dag. Eva Björk Benediktsdóttir íþróttamaður er á vellinum þar sem leikurinn fer fram, Eva hvernig er stemningin í Manchester borg?\n....En ég ræddi við Dagný Brynjarsdóttur og Þorstein Halldórsson landsliðsþjálfara í gær, við skulum heyra hvað þau höfðu að segja um Ítalina.\n1407 hadegiskomment sport\nEva aftur inn, minna á leikinn og kveðja.","summary":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mætir Ítalíu í mikilvægum leik á EM í Englandi klukkan fjögur í dag."} {"year":"2022","id":"42","intro":"Stjórnarkreppa er yfirvofandi á Ítalíu ef efri deild þingsins fellir yfirlýsingu um traust á ríkisstjórn landsins. Einn stjórnarflokkanna ætlar að ganga úr þingsal þegar atkvæði verða greidd um yfirlýsinguna.","main":"Búist er við að Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, biðjist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef yfirlýsing um traust á ríkisstjórninni verður felld í efri deild þingsins í dag. Stjórnarþingmenn Fimm stjörnu hreyfingarinnar hóta að ganga úr þingsal þegar atkvæði verða greidd um tillöguna.\nGiuseppe Conte, leiðtogi hreyfingarinnar og fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti þessa ákvörðun flokksins í gærkvöld. Ágreiningur hans og annarra stjórnarflokka snýst um tuttugu og þriggja milljarða evra stuðningspakka við fyrirtæki og almenna borgara sem eiga í fjárhagsörðugleikum. Í pakkanum felst heimild til þess að reisa sorpbrennslustöð í Rómarborg, sem Fimm stjörnu hreyfingin hefur lýst sig andvíga. Þrátt fyrir að hreyfingin hrökkvi úr skaftinu hefur stjórn Marios Draghis enn meirihluta á þingi. Draghi hefur hins vegar margoft lýst því yfir að án hennar segi stjórnin af sér.\nFimm stjörnu hreyfingin vann stórsigur í ítölsku þingkosningunum árið 2018 með þriðjung atkvæða. Þegar frá leið fór stuðningur við hana minnkandi. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum mælist fylgið við hana ellefu prósent og jafnvel er talið að hún þurrkist út þegar kosið verður til þings á næsta ári, að óbreyttu. AFP fréttastofan hefur eftir stjórnmálafræðiprófessor að sú staða kunni að vera rótin að andstöðu Fimm stjörnu hreyfingarinnar. Hún þurfi að komast í fréttirnar og sýna að hún hafi sjálfstæðar skoðanir í umdeildum málum, þótt hún sé einn af stjórnarflokkunum.","summary":"Stjórnarkreppa er yfirvofandi á Ítalíu ef efri deild þingsins fellir yfirlýsingu um traust á ríkisstjórn landsins. Þingmenn eins stjórnarflokkanna ætla að ganga úr þingsal þegar atkvæði verða greidd um yfirlýsinguna."} {"year":"2022","id":"43","intro":"Verðbólga fer yfir níu prósent í júlí ef verðbólguspár Landsbankans og Íslandsbanka verða að veruleika. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans reiknar með að verðbólga aukist í júlí og ágúst en hjaðni svo með haustinu.","main":"Hagræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um hálft prósentustig milli júní og júlí. Greining Íslandsbanka spáir því svo að vísitalan hækki aðeins meira, um 0,6 prósentustig milli mánaða. Verði spár bankanna að veruleika mælist verðbólga 9,2 eða 9,3 prósent í júlí og hefur þá ekki mælst meiri í tæplega þrettán ár. Samkvæmt nýjustu mælingu er verðbólga 8,8 prósent, sem er langt yfir tveggja komma fimm prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands.\nUna Jónsdóttir, forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans, segir að útsölur á fötum og skóm komi í veg fyrir enn meiri hækkun á vísitölu neysluverðs í júlí.\nEn hins vegar er mikill undirliggjandi verðbólguþrýstingur. Húsnæðisverð hefur hækkað talsvert og þó að það séu einhver teikn á lofti um að það fari eitthvað að róast þar, þá gerum við ekki ráð fyrir að það komi endilega fram í mælingum strax. Þannig að það má segja að við gerum ráð fyrir talsverðri verðbólgu núna og aftur í ágúst. En svo vonandi fer verðbólgan smám saman að hjaðna.\nUna segir framtíðarþróun verðbólgu byggjast mest á þróun fasteignamarkaðarins, þar sem hann hafi verið stór þáttur í síaukinni verðbólgu.\nEn við gerum ráð fyrir því að það fari eitthvað að róast. Það eru ákveðin teikn á lofti um að sölutími sé aðeins farinn að lengjast og það sé minna um að íbúðir séu að seljast yfir ásettu verði, fleiri íbúðir til sölu og þess háttar. Þá er það að líkindum þessar aðgerðir Seðlabankans, hækkun á stýrivöxtum og fleira, sem að veldur því að eftirspurnin sé kannski eitthvað aðeins að dragast saman á fasteignamarkaði.","summary":null} {"year":"2022","id":"43","intro":"Fleiri en þúsund Danir hafa sótt um bætur frá hinu opinbera vegna líkamlegs tjóns sem þeir telja að sé af völdum bólusetningar við kórónuveirunni. Nær helmingi umsókna hefur verið hafnað en lítill hluti samþykktur.","main":"Berlingske greinir frá þessu en stofnun sem sér um kvartanirnar hefur afgreitt um helming þeirra. Alls hafa ellefu hundruð þrjátíu og átta sótt um bætur. Þar af hefur stofnunin samþykkt kröfur þrjátíu og tveggja en hafnað um fimm hundruð.\nDanska ríkisútvarpið hefur eftir Karen-Inger Bast, framkvæmdastjóra stofnunarinnar, að sanna þurfi að tengsl séu á milli bólusetningar og þeirra líkamlegu kvilla sem hrjá umsækjendur. Það hafi alla jafna ekki tekist. Þá þurfi aukaverkanirnar að vera alvarlegar og sjaldæfar.\nAð sögn Bast sækja um tíu til fimmtán um í hverri viku. Það hljómi eins og mikill fjöldi en hafa beri í huga hversu margir voru bólusettir á skömmum tíma gegn kórónuveirunni. Í því samhengi sé fjöldinn ekki svo mikill. Lágt hlutfall samþykktra umsókna sýnir að bóluefnin eru örugg, að sögn Bast. Vissulega veikist margir eftir bólusetningu en þau veikindi séu ekki endilega tengd sprautunni. Tíu af þeim sem fengu bætur glíma við lömun í andliti eftir bólusetninguna og sex fengu blóðtappa.","summary":"Ríflega þúsund Danir hafa sótt um bætur vegna aukaverkana af bólusetningu gegn kórónuveirunni. 32 umsóknir hafa verið samþykktar."} {"year":"2022","id":"43","intro":"Sporin hræða, segja stjórnarandstöðuþingmenn af Suðurnesjum um kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Þeir óttast að starfsemi Vísis og stór hluti af kvóta Suðurnesjamanna verði flutt af svæðinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kveðst ekki óttast um störf og kvóta Grindvíkinga.","main":"Síldarvinnslan í Neskaupstað tilkynnti á sunnudagskvöld um að hún hefði keypt útgerðina Vísi í Grindavík. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins, en þau hafa vakið áhyggur af aukinni samþjöppun aflaheimilda. Svo kunna störf að vera í húfi. Guðbrandur Einarsson er þingmaður Viðreisnar og býr í Reykjanesbæ.\ní ljósi þess að það hefur\nOddný Harðardóttir er þingmaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og býr í Suðurnesjabæ, eða Garði.\nGrindvíkingurinn Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokkins, kveðst hafa setið á spjalli við marga sveitunga sína eftir að tilkynnt var um kaupin. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að Vísir hverfi úr Grindavík.","summary":"Stjórnarandstöðuþingmenn af Suðurnesjum óttast að starfsemi Vísis og stór hluti af kvóta Suðurnesjamanna verði flutt af svæðinu. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast hvorki um störf né kvóta Grindvíkinga."} {"year":"2022","id":"43","intro":"Þrír menn hafa verið ákærðir í New York í Bandaríkjunum fyrir að hafa ólöglega haft undir höndum og áætlað sölu á um hundrað blaðsíðum af handskrifuðum textum hljómsveitarinnar Eagles.","main":"Eitt af því sem mennirnir höfðu undir höndum var handskrifaður texti auk minnispunkta um frægasta lag sveitarinnar, Hotel California. Gögnin hafa verið metin á yfir milljón bandaríkjadali.\nMennirnir þrír, þeir Glenn Horowitz, Craig Inciardi og Edward Kosinski, eru sakaðir um að hafa vitað að textarnir væru stolnir. Þeir hafi logið að uppboðshöldurum, væntanlegum kaupendum og yfirvöldum um að þeir hafi fengið textana frá Don Henley, einum af stofnendum hljómsveitarinnar.\nHins vegar segir saksóknari hið rétta vera að rithöfundur, sem skrifað hafi um sögu hljómsveitarinnar, hafi stolið textunum á síðari hluta áttunda áratugarins. Hann hafi svo selt hinum ákærðu textana.\nMennirnir neita allir sök og lögmenn þeirra segjast ætla að berjast af hörku fyrir skjólstæðinga sína, sem sitji undir tilefnislausum ásökunum.","summary":null} {"year":"2022","id":"43","intro":"Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix, segir sextán milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til fyrirtækisins vera mikla viðurkenningu bæði fyrir fyrirtækið og nýsköpun á Íslandi.","main":"Carbfix fær 16 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að byggja nýja hreinsistöð í Straumsvík. Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra fyrirtækisins, segir styrkinn mikla viðurkenningu.\nJá þetta er stærsti styrkur okkur vitanlega sem að hefur komið úr samkeppnissjóðum til landsins. Þannig að þetta er auðvitað bara mikil viðukennig fyrir nýsköpunarstarf sem á sér stað hér á landi. Ísland hefur auðvitað verið leiðandi í að fanga og farga kotvíoxíði og steinnrenna því í bergi þannig að þetta bara styrkir okkur enn í þeirri stöðu.\nStyrkurinn kemur úr Nýsköpunarsjóði Evrópusambandsins og er veittur til að byggja nýja móttöku- og förgunarmiðstöð í Straumsvík. Stöðin á að heita Coda Terminal eða Sódastöðin. Þangað er áætlað að flytja koltvísýring úr útblæstri frá iðnaði í Evrópu með skipum.\nVið munum svo tæma þau hérna á hafnarbakkanum yfir í svona geymslutanka sem verða bara staðsettir við hafnarbakkann og síðan munu lagnir leiða koltvíoxíðið útí basalthraunið sem er hérna á svæðinu í kringum okkur og þar munum við leysa koltvíoxíðið upp í vatni, dæla því ofan í basaltið og það verður að steini í gegnum náttúruleg ferli.\nGert er ráð fyrir að styrkupphæðin sé ríflega þriðjungur af heildarkostnaði verkefnisins og að starfsemi geti hafist um mitt ár 2026.","summary":"16 milljarða króna styrkur Evrópusambandsins til Carbfix er mikil viðurkenning fyrir íslenska nýsköpun, segir framkvæmdastýra fyrirtækisins. "} {"year":"2022","id":"43","intro":"Og yfir í karlafótboltann hér heima. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir að falla úr leik gegn Malmö í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær.","main":"Víkingur tapaði fyrri leik liðanna ytra 3-2 og þurfti því á sigri að halda á Víkingsvelli í gær. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli og átti Víkingur möguleika á sigri.\n1307 utv 1220 í transfer íþróttir að sekúndu 22\nSagði Arnar. Víkingur komst yfir í leiknum en lenti svo 3-1 undir er Malmö skoraði þrjú mörk á stundarfjórðungskafla í lok fyrri hálfleiks og upphafi þess síðari.\n1307 utv 1220 í transfer íþróttir frá sekúndu 27\nLiðið fer nú í aðra umferð undankeppni sambandsdeildar Evrópu og mætir þar liði frá Wales eða Norður-Írlandi.","summary":"Víkingur féll úr leik í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í gær eftir viðureign við sænska stórliðið Malmö. "} {"year":"2022","id":"43","intro":"Boðuð gjaldtaka í jarðgöngum á eftir að koma íbúum Fjarðabyggðar afskaplega illa, segir bæjarstjórinn. Hann segir veggjöld og skattlagningu eldsneytis vera tvísköttun og að gæta þurfi jafnræðis.","main":"Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld að gjald verði tekið í öllum göngum til að standa undir rekstri þeirra og að standa undir fjármögnun jarðganga. Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir að tvenn jarðgöng muni tengja sveitarfélagið.\nÍbúar þurfa að fara á milli hverfa til að sækja þjónustu, sækja vinnu, sækja menntun. Þá er þetta náttúrulega, hljómar þetta afskaplega illa fyrir okkur í þeirri mynd eins og þetta er birt núna. Og það er gríðarlega mikilvægt að innviðaráðherra og innviðaráðuneytið skoði það mjög vel hvað útfærslur þeir ætla í þessu frumvarpi.\nÍ fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2023 til 2027 segir að stofnað verði opinbert félag um jarðgangagerð. Bein framlög ríkisins nemi 25 millörðum krónum á fimmtán árum og að upphæðin eigi að standa undir helmingi framkvæmdakostnaðar. Hinn helmingurinn komi frá gjaldtöku af umferð í göngunum. Fjarðarheiðargöng verði fyrstu göngin samkvæmt jarðgangaáætluninni. Þau verða þrettán kílómetra löng og hljóðaði kostnaðurinn upp á 35 milljarða króna fyrir tveimur árum. Þá fyrir tveimur árum lá fyrir í samgönguáætlun að veggjöld ættu að fjármagna helming ganganna.\nJón Björn bendir á að vegakerfið sé þegar skattlagt með álagningu á eldsneyti:\nFrumvarpið er ekki komið fram og ráðherra hefur sagt að það sé verið að vinna að því og síðan kemur það til umsagnar og annað slíkt. En það er alveg ljóst að fyrir fólk sem þarf að sækja atvinnu daglega og jafnvel að fara í gegnum tvenn jarðgöng að það ásamt svo annarri skattlagningu sem er í samgöngum að þá verður þetta orðin tvískattlagning. Og það getur ekki gengið hvort sem það er um Fjarðabyggð að ræða eða annars staðar á landinu. Þannig að við verðum að horfa á það kerfi sem er á bak við þessar samgönguframkvæmdir í heildi sinni. Þannig að það sé einhver svona við getum sagt jafnræði í því hvernig við þurfum að sækja okkur þjónustu aðra og hvað við greiðum fyrir.","summary":"Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir það hljóma afskaplega illa ef rukka á veggjöld í jarðgöngum. Íbúar á svæðinu þurfi daglega að fara um jarðgöng til að sækja þjónustu. "} {"year":"2022","id":"43","intro":"Fyrirtækið Nordic Wasabi hefur keypt eignir af Byggðastofnun á Valgerðarstöðum í Fellum. Þar á meðal eru tvö stór iðnaðargróðurhús. Evrópureglur torvelda beinan útflutning á grænmeti beint til veitingastaða.","main":"Byggðastofnun hafði verið með húsin á sölu í þónokkurn tíma eftir að gróðarstöðin Barri hætti þar skógarplöntuframleiðslu árið 2017.\nGróðurhúsin tvö eru samtals um 4100 fermetrar en Nordic Wasabi hefur leigt þau undir framleiðslu sína í þónokkurn tíma. Með í kaupunum eru einnig tvö önnur hús, samtals rúmir þúsund fermetrar. Fasteignamat allra húsanna er samtals yfir 160 milljónir en kaupverðið er ekki gefið upp.\nÍ húsunum eru ræktaðar wasabi-plöntur en úr stönglinum er unnið mauk sem notað er með sushi meðal annars og laufin hafa verið notuð til að bragðbæta bjór.\nRagnar Atli Tómasson er framkvæmdastjóri Nordic Wasabi.\nÞað hefur gengið ótrúlega vel að vera þarna með wasabi plönturnar og þær þrífast vel á Austurlandi þannig að þegar tækifæri gafst til þess þá vildum við bara endilega tryggja þessa aðstöðu til framtíðar.\nEvrópureglur torvelda útflutninginn beint til veitingastaða í ákveðnum löndum. Ísland á ekki aðild að plöntuhluta ESB-reglna og því þarf grænmeti ræktað á Íslandi að fara í sérstaka skoðun og fá vottun hjá MAST. Fyrir vikið leggjast álögur á flutninginn við tollskoðun erlendis. Til að lækka þann kostnað þarf að senda í stærri sendingum í gegnum heildsala. En þrátt fyrir þetta gengur útflutningurinn vel. Norðurlöndin eru helsti markaðurinn.\nVið höfum síðan verið með viðskiptavini í nónokkrum Evrópulöndum. Þýskaland, Portúgal, Frakkland og fleiri staði. Þeta er mest hágæðaveitingastaðir sem eru oft að gera eitthvað nýtt og spennandi út hráefninu. Djupsa þetta og búa til nýja rétti. Núna í síðustu viku þegar Mitchelin var að gefa stjörnu á Norðurlöndunum þá þá voru hátt í 20 staðir held ég sem eru að kaupa af okkur. Þannig að þetta er komið í fína dreifingu inn á þessa hágæðastaði.","summary":null} {"year":"2022","id":"43","intro":"Forsætisráðherra Srí Lanka hefur skipað her og lögreglu landsins að grípa til hvaða ráða sem er til að halda stjórnarandstæðingum í skefjum. Neyðarástandi hefir verið lýst yfir og forsetinn er flúinn úr landi.","main":"Her og lögregla á Srí Lanka hefur fengið frjálsar hendur við að bæla niður óeirðir sem urðu til þess að forseti landsins er flúinn til útlanda. Forsætisráðherrann hefur tekið við af honum til bráðabirgða. Hann segir að ekki komi til greina að láta fasista taka völdin.\nGota er þjófur, hrópuðu mótmælendur sem fóru í dag um götur Colombo, höfuðborgar Srí Lanka. Með því áttu þeir við Gotabaya Rajapaksa forseta, sem er flúinn úr landi og hefur fengið hæli í Maldívum. Ranil Wickremesinghe forsætisráðherra lýsti við það yfir neyðarástandi og gerði sjálfan sig að forseta til bráðabirgða. Hann hefur fyrirskipað útgöngubann í vesturhluta landsins, þar á meðal í höfuðborginni. Vígreifir stjórnarandstæðingar hafa það að engu. Wickremesinghe gaf her og lögreglu frjálsar hendur í dag við að halda aftur af stjórnarandstæðingum. Hann segir það ekki ganga að fasistar nái völdum.\nÓkyrrð hefur farið sívaxandi á Srí Lanka síðustu mánuði. Efnahagsástandið er hið versta frá því að landið fékk sjálfstæði. Gjaldeyrisskortur ríkissjóðs veldur því að eldsneyti er af skornum skammti og skortur á innfluttum matvælum og lyfjum. Verðbólga veldur því síðan að fjöldi fólks á ekki lengur til hnífs og skeiðar og verður að reiða sig á aðstoð hjálparstofnana. Stjórnvöld kenna ytri aðstæðum um efnahagshrunið, svo sem covidfaraldrinum. Að mati hagfræðinga er rótina að finna í efnahagsóstjórn og rótgróinni spillingu á æðstu stöðum.","summary":"Forsætisráðherra Srí Lanka hefur skipað her og lögreglu landsins að grípa til allra tiltækra ráða til að halda stjórnarandstæðingum í skefjum. Neyðarástandi hefir verið lýst yfir og forsetinn er flúinn úr landi. "} {"year":"2022","id":"44","intro":"Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir að ekki verði hægt að tryggja öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólapláss í haust en bindur vonir við veturinn. Foreldrar gætu því þurft að huga að öðrum leiðum líkt og að skerða starfshlutfall sitt á meðan unnið sé að lausn á leikskólavanda Reykjavíkurborgar.","main":"Að minnsta kosti 200 leikskólapláss vantar í borginni. Kristín Tómasdóttir, fjögurra barna móðir í Reykjavík, segir í Morgunblaðinu í dag að þrátt f yrir ítrekaðar umsóknir um leikskólapláss fyrir átján mánaða dóttur sína komi hún að lokuðum dyrum alls staðar. Hún sendi öllum borgarfulltrúum bréf í vikunni þar sem hún segist ekki sjá annað í stöðunni en að þurfa að minnka við sig starfshlutfall og þá greiða minna útsvar til borgarinnar. Um leið og það taki gildi muni hún mæta á pallana í Ráðhúsinu með barnavagninn með sér - og hvetur aðra foreldra í svipaðri stöðu að gera hið sama.\nÁrelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og formaður skóla- og frístundasviðs, segist skilja gremju foreldra.\nÞetta er gríðarlega erfitt fyrir foreldra að vera í þessari óvissu, setur þeirra lif á hliðina og svo ég tali ekki um líf og hagsmuni þeirra barna sem við bíðum eftir að bjóða inn í leikskólana.\nHún segir að verið sé að reyna að leysa úr þessum hnút með stýrihópnum Brúum bilið, þar sem verið sé að byggja og opna nýja leikskóla. Hins vegar hafi til dæmis heimsfaraldurinn gert stöðuna snúnari.\nOg svo höfum við verið að taka við fleiri börnum heldur en við áttum von á inn í Reykjavíkurkerfið, sem eru meðal annars flóttamenn frá Úkraínu. Auðvitað er gert ráð fyrir að það komi inn börn af erlendu bergi brotnu en það kom stærri hópur og það þarf að bregðast hratt við.\nMygluvandamál hafi sömuleiðis reynst erfið og því sé fyrirséð að ekki verði hægt að tryggja öllum börnum pláss í haust. Veturinn líti betur út en aðspurð segir hún huganlegt að einhverjir foreldrar þurfi að huga að öðrum lausnum á borð við skert starfshlutfall.\nNúna erum við öll að fara í sumarfrí, þessi mánuður mun ekki skýra neitt, en við gerum ráð fyrir að fá skýrari stöðu í ágúst. OG síðan þurfum við að vina, getum ekki lofað neinu, helsta loforðið sem ég get sett út með hliðsjón af skiulaginu núna r að það veri á þessum vetri, en við erum með skýrari mn geri ég fastlega ráð fyrir nðuna síðsumars.","summary":"Foreldrar gætu þurft að huga að skertu starfshlutfalli í haust þar sem ekki verður hægt að tryggja öllum börnum pláss á leikskóla. Fjögurra barna móðir hvetur fólk til að mæta með barnavagna í Ráðhúsið. "} {"year":"2022","id":"44","intro":"Hækkun fasteignamats á næsta ári skilar sveitarfélögunum samtals 7,6 milljörðum króna hærri upphæð en þau ella hefðu fengið. Viðskiptaráð hefur sett upp fasteignagjaldareiknivél á vefsíðu sína. Þar er hægt að sjá um hve mikið, hvert og eitt sveitarfélag þarf að lækka álagningarprósentu sína, til þess að auka ekki byrðar eigenda íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Svanhildur Hólm framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.","main":"Og á þessum tímum þar sem við erum til dæmis að horfa upp á mikla verðbólgu og verðhækkanir að þá er mjög mikilvægt að sveitarfélögin taki þetta til sín, leggi sitt af mörkum og lækki þessi álagningarhlutföll. En það eru fæst sveitarfélög sem hafa viljað staðfesta það? Já, þau, reyndin hefur kannski verið sú vegna þess að þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem við sjáum, kannski ekki svona mikla hækkun, en við sjáum mikla hækkun á fasteignamati. Þetta gerist auðvitað í byrjun júní og sveitarfélögin, ég held að þau kannski voni það, að þegar kemur fram í desember þegar þarf að fara að afgreiða fjárhagsáætlun og svona að þá séu allir búnir að gleyma þessu. Svo kemur bara nýtt ár og þetta er orðinn orðinn hlutur. En við erum að reyna að halda þessari umræðu vakandi og lifandi og skorum á sveitarfélög að lækka þessi álagningarhlutföll. Og reiknivélin okkar hún gengur ekki einu sinni út frá því að þau séu með raunverulegar skattalækkanir heldur einungis að þau haldi í horfinu vegna þess að það er líka gert ráð fyrir því að það sé einhvers konar verðlagshækkun á þessu eins og öðru en ekki meira en það. Okkur finnst þetta bara vera eðlileg krafa á sveitarfélögin í landinu.","summary":null} {"year":"2022","id":"44","intro":"Stjórn Twitter ákvað í gærkvöldi að höfða mál gegn auðjöfrinum Elon Musk til þess að þvinga hann til þess að standa við samning sem hann gerði um kaup á fyrirtækinu. Musk sagðist ætla að falla frá kaupsamningnum í gær vegna meintra vanefnda stjórnar Twitter.","main":"Musk náði í vor samkomulagi um að kaupa Twitter, sem heldur úti samnefndum samskiptamiðli, á 44 milljarða bandaríkjadala. Í bréfi sem lögmaður Musks sendi lögfræðingum Twitter í gær segir að fyrirtækið hafi brotið ítrekað gegn skilmálum kaupsamningsins. Meðal annars hafi Twitter afhent Musk rangar upplýsingar um fjölda falskra notendareikninga á miðlinum og hafi rekið tvo hátt setta starfsmenn án þess að bera það undir Musk, eins og kveðið er á um í samningnum.\nÞá hafi stjórn Twitter ekki látið Musk þær upplýsingar í té, sem um var samið. Stjórn og lögmenn Twitter hafi ýmis hundsað beiðnir auðkýfingsins, hafnað þeim án fullnægjandi rökstuðnings eða gefið fyrirheit sem síðan var ekki staðið við.\nBret Taylor, stjórnarformaður Twitters, sagði stjórnina ætla að framfylgja samningnum og höfða mál gegn Musk til þess að þvinga hann til að standa við kaupin. Málið verður rekið í Delaware-ríki og þykir þeim lögspekingum sem Reuters ræddi við líklegt að Twitter hafi betur.\nMusk telur að meintar rangar upplýsingar um falska notendur geti haft meiriháttar neikvæð áhrif á reksturinn. Einungis einu sinni í sögu Delaware hefur dómstóll fallist á að ákvæði um slík áhrif sé beitt til að falla frá kaupsamningi og sagði sérfræðingur við Reuters ólíklegt að dómari fallist á túlkun Musks í þessu tilfelli. Hins vegar sé líklegra að dómari sé sammála því að Twitter hafi ekki mátt reka starfsmenn án samráðs við Musk en að það brot sé öllu minna alvarlegt.","summary":null} {"year":"2022","id":"44","intro":"Skáksýning um einvígi Fishers og Spasskys 1972 verður opnuð í Kötlusetri í Vík í Mýrdal eftir hádegi. Þá stendur Skákskóli Íslands líka fyrir hraðskákmóti þar í dag.","main":"Tilurð sýningarinnar er skemmtileg. Þannig var að Spánverjinn Albert Canagueral kom til að vinna í fiski, eins og fleiri útlendingar á þeim árum, og vann í Hnífsdal. Hann var annars í blaðamennskunámi ytra. Svo veit hann ekki fyrri til en að spænskir fjölmiðlar hafa samband við hann vestur og biðja hann að fara í Laugardalshöllina í Reykjavík og senda fréttir og myndir til Spánar. Albert hefur haldið öllu þessu efni til haga þessi ár sem liðin eru og ákvað að setja upp sýningu í tilefni þess að hálf öld er liðin frá einvíginu.\nÞetta er líka sýning um upplifunina og hvaða áhrif þetta hafði á okkur hér á Íslandi og umheiminn og athyglina sem þetta vakti og svona tilfinninguna sem þetta vekur svolítið hjá manni.\nSegir Harpa Elín Haraldsdóttir forstöðumaður Kötluseturs. Guðmundur G. Þórarinsson sem var framkvæmdastjóri einvígisins fyrir Skáksambandið flytur ávarp við opnunina og Friðrik Ólafsson stórmeistari fjallar um upphaf skáklistarinnar.\nOg svo ætlum við og það er virkilega skemmtilegt að halda fyrsta hraðskákmót Kötluseturs og Skákskóla Íslands. Helgi Ólafsson hefur verið að hjálpa okkur með það. Og við ætlum að hafa það hjá Skaftfellingi heillabátnum sem mun svona halda utan um skákmótið fyrir okkur.","summary":"Skáksýning tileinkuð einvígi aldarinnar fyrir fimmtíu árum verður opnuð í Vík í Mýrdal eftir hádegi. Spænskur höfundur sýningarinnar vann í fiski í Hnífsdal fyrir hálfri öld þegar spænskir fjölmiðlar fengu hann til að fylgjast með einvíginu. "} {"year":"2022","id":"44","intro":"Fólk sem styður réttinn til þungnarrofs hefur boðað til mótmæla í Washington í dag eftir að hæstiréttur felldi úr gildi úrskurð sem tryggði réttinn til þungunarrofs á landsvísu í síðasta mánuði. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, undirritað í gær tilskipun sem er ætlað að vernda réttinn til þungunarrofs.","main":"Að minnsta kosti tíu ríki í Bandaríkjunum hafa þegar sett lög sem banna þungunarrof, búist er við að fleiri bætist í þann hóp á næstu vikum. Í dag fara fram mótmæli í Washington þar sem búist er við fjölmenni. Mótmælendur ætla að ganga að Lafaeytte torgi við Hvíta húsið og krefjast þess að ríkisstjórn Joes Biden grípi til aðgerða til þess að vernda réttinn til þungunarrofs. Biden er einnig undir mikilli pressu innan Demókrataflokksins að bregðast harðar við. Í gær undirritaði hann tilskipun sem er ætlað að vernda réttinn til þungunarrofs og aðgengi að getnaðarvörnum.\nI`m signing this important executive order. I`m asking the Justice Department, that much like they did in the civil rights era. to do something, do everything in their power to protect these women seeking to invoke their rights.\nBiden segir þessa forsetatilskipun mikilvæga. Með henni ætlar hann að fela dómsmálaráðuneytinu að leita leiða til þess að vernda konur sem þurfa að fara í þungunarrof. Í henni felst meðal annars virkja teymi lögfræðinga sem eru tilbúnir að aðstoða fólk án endurgjalds lendi það í dómsmálum í ríkjum þar sem þungunarrof er bannað. Þá er lögð áhersla á að vernda friðhelgi einkalífs þeirra sem sækja slíka þjónustu eða leitast eftir því. Biden leggur áherslu á að eina leiðin til þess að binda í lög réttinn til þungunarrofs sé að kjósa þingmenn sem styðji þann rétt.\nfor God`s sake, there`s an election in November. Vote. Vote. Vote. Vote.\nÍ guðanna bænum mætið á kjörstað í nóvember, segir Biden. Þá verður kosið um öll 435 sætin í fulltrúadeild þingsins og 35 sæti af 100 í öldungadeildinni.\nWe need two additional pro-choice Senators and a pro-choice House to codify Roe as federal law. Your vote can make that a reality.\nBiden segir að til þess að binda í lög réttinn til þungunarrofs, sem var stjórnarskrárbundinn allt þar til Hæstiréttur snéri við dómi í máli Roe gegn Wade fyrir tveimur vikum, þurfi fólk að nýta kosningaréttinn og tryggja að meirihluti þingmanna beggja deilda sé hlynntur þungunarrofi.","summary":"Búist er við fjölmenni á mótmælum sem fólk sem styður réttinn til þungunarrofs hefur boðað til í Washington í dag. Forseti Bandaríkjanna undirritaði í gær tilskipun sem er ætlað að vernda réttinn til þungunarrofs. "} {"year":"2022","id":"45","intro":"Smábátasjómenn á Norðausturlandi eru ósáttir við að aflaheimildir til strandveiða séu langt komnar áður en verðmætur fiskur gengur inn á þeirra fiskveiðisvæði. Margir þeirra hafa flutt lögheimili sitt til að geta fiskað á hagstæðara veiðisvæði.","main":"Frá tvöþúsund og átján hefur strandveiðum verið skipt niður á fjögur veiðihólf. Strandveiðitímabilið er frá maí og fram í ágúst eða þar til kvótinn er búinn. Aflaheimildir eru sameiginlegar en misgóð veiði er eftir landshlutum í hverjum mánuði.\nGuðmundur Baldursson, smábátasjómaður á Kópaskeri, segist uggandi yfir að kvótinn sé langt kominn áður en strandveiðisjómenn á Norðausturlandi fara að sjá almennilegan fisk.\nFiskurinn er ekkert byrjaður að ganga hérna á grunnslóð hjá okkur, við treystum voðalega mikið á júlí og ágúst. Hjá flestöllum er mjög lítil veiði og lélegur fiskur í mái og júní en þetta byrjar svona að glæðast upp úr mánaðamótunum núna.\nEkki er leyfilegt að fara á milli svæða en góð veiði hefur verið á svæði A og B, sem er frá Faxaflóa að Norðausturlandi.\nVið erum hérna enn þá að reyna að eltast við smáfisk á meðan þeir eru í stórum fisk fyrir sunnan. Þannig að þeir eru sáttir? Já þeir eru mjög sáttir, vilja ekkert breyta þessu.\nGuðmundi sýnist að kvótinn verði uppurinn um miðjan júlí en best fiskast í ágúst á Norðausturlandi.\nÉg er buínn að heyra af mörgum og ég er jafnvel einn af þeim sem ætla bara eins og margir forverar hafa gert núna. Þeir hafa bara flutt lögheimili sitt á Breiðafjörðinn eða einhvers staðar þar og róa bara þaðan í staðinn. Þá bara reynir maður að fá inni hjá vinum og kunningjum eða að sofa í bátnum.","summary":"Margir smábátasjómenn hafa flutt lögheimili sitt til að geta veitt á arðbærara veiðisvæði. Verðmætur fiskur gengur ekki á miðin á Norðausturlandi fyrr en langt er liðið á tímabilið."} {"year":"2022","id":"45","intro":"Hundrað ár eru síðan síðast rigndi meira fyrstu sex mánuði ársins í Reykjavík. Tíðarfar var annars nokkuð hagstætt í júní, vindur nálægt meðallagi og hlýtt fram eftir mánuðinum.","main":"Óvenju kalt var síðustu vikuna í júní, sérstaklega á Norðurlandi þar sem hiti var vel undir meðallagi og frost mældist víða í byggð. Slíkur kuldi er ekki algengur á þessum tíma árs. Mánuðurinn var hlýjastur á Suðausturlandi, Austfjörðum og við suðurströndina. Hæstur mældist hitinn tuttugu og fjögur komma fjögur stig á Fljótsdalshéraði nítjánda júní en mestur kuldi fjögurra komma sex stiga frost á Þingvöllum þann fimmta. Kristín Björg Ólafsdóttir veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir meðalhita hafi annars verið undir meðallagi.\nÞegar við lítum til síðustu tíu ára þá er meðalhitinn undir meðallagi fyrir allan mánuðinn, nema á austfjörðum og suðausturlandi. En þegar lítum á lengri tíma, síðustu þrjátíu ár, þá er hann nú víðast hvar bara svona í meðallagi eða rétt yfir.\nAf tíðarfari á öllum fyrri hluta ársins er það að segja að töluvert rigndi í Reykjavík. Aðeins einu sinni hefur mælst meiri úrkoma þar en nú, og það var árið 1921. Kristín telur þó að ástæðuna megi ekki endilega rekja til loftslagsbreytinga. Árið í fyrra hafi til að mynda verið yfir meðallagi þurrt.\nÞað hefur verið mjög úrkomusamt í Reykjavík alla mánuði ársins, það er úrkoman hefur verið vel yfir meðallagi alla mánuðina nema í maí reyndar. Og mars var alveg óvenju úrkomusamur.","summary":"Tíðin var nokkuð hagstæð á landinu í júní þrátt fyrir kuldakast í lok mánaðar. Ekki hefur rignt meira í Reykjavík á fyrri hluta ársins í hundrað ár. "} {"year":"2022","id":"45","intro":"Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi nálgast sama stig og fyrir faraldur, samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Framkvæmdastjóri Landverndar segir ekki hægt að takast á við loftslagsbreytingar nema ráðast að rótum vandans.","main":"Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst um þrjú komma þrjú prósent í fyrra eftir að hafa minnkað verulega árin tvö þar á undan. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem kom út í morgun.\nHeildarlosun hagkerfisins á síðasta ári var þó um fjórðungi minni en tvö þúsund og átján. Síðustu ár hafa fjórar greinar losað um og yfir áttatíu prósent af heildarlosun atvinnulífsins; landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar; þá framleiðsla málma, svo flutningar á sjó og loks flutningar með flugi. Losun frá atvinnulífi á Íslandi dróst saman um 14 prósent 2019 og um 19 prósent 2020. Gjaldþrot WOW air og fækkun ferðamanna hafa áhrif 2019. Losun heimila minnkaði um fjögur prósent 2019 og 13 prósent 2020.\nAuður Önnu Magnúsardóttir framkvæmdastjóri Landverndar segir heiminn hafa verið í kjörstöðu til breytinga eftir faraldurinn.\nHeimsbyggðin bara dreif sig aftur í að fara í bissness as usual, fara aftur í sama ástand eins og var fyrir heimsfaraldurinn.\nOg greip ekki það tækifæri sem við höfðum til þess að byggja upp aftur á umhverfisvænan hátt.\nLosun gróðurhúsalofttegunda minnkaði um tæplega fimm prósent á heimsvísu árið 2020. Losunin náði þó aftur því stigi sem hún var á áður en kórónuveirufaraldurinn braust út í fyrra og jókst um sex komma fjögur prósent. Auður segir að heimsbyggðin verði að ráðast að rótum vandans, eigi eitthvað að breytast.\nÞetta er vandi sem við höfum vitað af mjög lengi og við getum ekki tekist á við hann nema að ráðast að rótum vandans.\nSem er sjúkleg ásókn í auðlindir sem virðist vera óstöðvandi.","summary":"Losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi nálgast sama stig og fyrir faraldur. Framkvæmdastjóri Landverndar segir að heimsbyggðin hafi drifið sig aftur í fyrra horf í stað þess að byggja heiminn upp á umhverfisvænan hátt. "} {"year":"2022","id":"45","intro":"Fræðslunefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur lagt fram aðgerðapakka fyrir starfsfólk leikskóla vegna manneklu. Nýlega var byggt við leikskóla á Sauðárkróki en ekki er hægt að nýta húsnæðið þar sem starfsfólk vantar.","main":"Talsverð vöntun er á starfsfólki í stærsta leikskóla sveitarfélagsins, og því hefur ekki verið hægt að innrita börn fyrir haustið að sögn Regínu Valdimarsdóttur, formanns fræðslunefndar Skagafjarðar.\nÞað er nú bara eins og flestir hafa tekið eftir hér á landi að það hefur náttúrulega verið vöntun á starfsfólki víða í atvinnulífinu. Það er nú 1,2% atvinnuleysi í Skagafirði þannig að við þurfum að fara í margvíslegar aðgerðir til að laða að nýtt starfsfólk og sérstaklega líka að viðhalda núverandi starfsfólki og reyna að gera leikskólann að eftirsóknarverðum vinnustað.\nSettur hefur verið upp aðgerðarpakki í sex liðum sem samanstendur af fríðindum í starfi og bættum vinnuaðstæðum. Starfsmenn leikskóla fá fimmtíu prósent afslátt af leikskólagjöldum, undirbúningstími verður aukinn, meiri sveigjanleiki í ráðningum og meiri mannauðsráðgjöf og stuðningur inni á vinnustaðnum.\nÞetta eru tillögur sem koma líka frá skólastjórnanda eftir samtal við starfsfólk. Við litum þannig á að með þessum aðgerðum þá séum við að mæta þeirri eftirspurn sem hefur komið frá þeim.\nRegína segir að aðgerðirnar séu þær fyrstu af mörgum.\nNúna erum við í rauninni bara með ónýtt rými þar sem það vantar starfsfólk. Ef við myndum fá inn starfsfólk þá hefur sveitarfélagið alla burði til að taka á móti börnum allt niður í 12 mánaða aldur.","summary":null} {"year":"2022","id":"45","intro":"Rúmlega tvítugur maður er í haldi lögreglu í Highland Park, úthverfi Chicago-borgar í Bandaríkjunum, grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti sex meðan á þjóðhátíðarskrúðgöngu stóð í gær. Þrjátíu særðust í árásinni, á aldrinum átta til áttatíu og fimm ára.","main":"Sá handtekni er heimamaður og heitir Robert E. Crimo. Lögregla rannsakar enn þátt hans hans í árásinni. Skotmaðurinn kom sér fyrir á þaki nálægrar byggingar og skaut þaðan með öflugum riffli á göngufólk. J.B. Pritzker, ríkisstjóri Illinois, segir að engin orð geti lýst þeirri illsku sem liggi að baki slíku framferði.","summary":"Rúmlega tvítugur maður er í haldi lögreglu í Chicago í Bandaríkjunum, grunaður um að hafa myrt minnst sex í skotárás í gær. Þrjátíu særðust í árásinni. "} {"year":"2022","id":"45","intro":"Formlegur undirbúningur að inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið hófst í dag. Þau sóttu um aðild eftir innrás Rússa í Úkraínu.","main":"Formlegur undirbúningur að inngöngu Finnlands og Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið hófst í dag þegar sendiherrar aðildarþjóðanna þrjátíu undirrituðu aðildarsamning ríkjanna í Brussel.\nSvíþjóð og Finnland óskuðu eftir aðild að NATO eftir innrás Rússa í Úkraínu í fyrr á árinu. Öll aðildarríkin tóku umsókninni fagnandi nema Tyrkir. Erdogan, forseti þeirra, krafðist þess að ríkin afléttu banni við vopnasölu til Tyrklands og hættu að skjóta skjólshúsi yfir meinta hryðjuverkamenn. Ella beitti hann neitunarvaldi. Samkomulag náðist loks fyrir tæpri viku.\nJens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá því í dag að formlegur undirbúningur að inngöngu landanna væri hafinn. Hann sagði þetta góðan dag í sögu Finnlands og Svíþjóðar og sömu leiðis NATO. Með þrjátíu og tvö ríki við borðið yrði bandalagið enn sterkara en áður og öryggi aðildarþjóðanna efldist. Ekki veitir af, sagði Stoltenberg, þar sem ástand öryggismála hefur ekki verið verra í marga áratugi.\nAnn Linde og Pekka Haavisto, utanríkisráðherrar Svíþjóðar og Finnlands, voru viðstödd staðfestingu sendiherranna í dag. Bæði fögnuðu áfanganum, þökkuðu stuðninginn og kváðust vonast til að fá fulla aðild að bandalaginu sem fyrst.","summary":"Þetta er góður dagur fyrir Svía, Finna og Atlantshafsbandalagið, sagði framkvæmdastjóri bandalagsins þegar formlegur undirbúningur að inngöngu ríkjanna hófst í dag. Löndin sóttu um aðild eftir innrás Rússa í Úkraínu."} {"year":"2022","id":"45","intro":"Ríkislögreglustjóri segir að notkun skotvopna sé að aukast. Stöðugt endurmat fari fram á þeirri hættu sem stafa kunni af skotvopnum, og lögregla sé í nánu sambandi við yfirvöld í nágrannalöndunum. Nýtt eftirlitskerfi með skráðum vopnum er væntanlegt hérlendis.","main":"Nýlegar fréttir af voðaverkum, þar sem skotvopnum er beitt, hafa vakið spurningar um hvernig þessum málum sé háttað hérlendis. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að stöðugt hættumat fari fram á vettvangi lögreglunnar.\nVið sjáum það í útköllum sérsveitar að skotárásum er að fjölga eða notkun skotvopna, en það er hins vegar meiri aukning í notkun hnífa en skotvopna.\nNýtt skotvopnaeftirlit er á teikniborðinu sem gerir yfirvöldum kleift að fylgjast betur með stöðunni.\nVið erum auðvitað mjög vakandi en auðvitað er hugur okkar hjá aðstandenum þessa fólks sem hefur látist. En ef við horfum bara á hættumatið almennt yfir Ísland, þá erum við í grunninn mjög örugg þjóð. Og við erum mjög lága áhættu fyrir hryðjuverk miðað við það sem gengur og gerist. En það eru þessir einstaklingar og möguleg voðaverk einstaklinga sem við höfum mestar áhyggjur af.\nLögreglan sé vel undir þetta búin enda hafi sérþjálfun farið fram á síðustu misserum. Fáliðuð lögregla hafi þó lengi verið viðvarandi vandamál.\nÞað sem hefur háð okkur mest í gegnum tíðina er hversu fá við erum og í langan tíma höfum við verið að óska eftir fleiri lögreglumönnum. Það er kannski mikilvægasta öryggisatriðið að við séum með sterkt og öflugt lið og núna er búið að veita fjármagni þannig að við erum að fjölga.\nYfir sjötíu þúsund skotvopn eru skráð hérlendis. Sigríður segir að flest séu í eigu veiðimanna og safnara, sem sumir eigi fleiri en eitt vopn. Ekki hafi komið fram mörg óskráð vopn í aðgerðum lögreglu, enn sem komið er.\nÞað er náttúrulega þannig að við erum með óvopnaða lögreglu á Íslandi og þess vegna er sérsveitin mikilvæg. En við megum samt ekki gleyma því að almennir lögreglumenn fara líka á vettvang og sérsveitin er að þjóna lögregluliðunum í landinu í þessum aðstæðum, þar sem þau eru kölluð til sem sérfræðingar.","summary":null} {"year":"2022","id":"45","intro":"Þegar Íslandsmót karla í fótbolta er hálfnað er ÍBV eina liðið sem hefur ekki unnið leik. Fyrsti sigur Leiknis kom í gærkvöldi gegn ÍA sem hefur sömuleiðis aðeins unnið einn leik. Blikar hafa góða forystu á toppi deildarinnar.","main":"Leiknir vann í gærkvöldi sinn fyrsta leik í úrvalsdeild karla í fótbolta á þessu sumri. Liðið bar sigurorð af ÍA í Breiðholti. Þrír leikir voru í deildinni í gærkvöldi.\nMark Mikkels Jakobsen skildi á milli Leiknis og ÍA í gærkvöldi. Það kom á 65. mínútu og tryggði Leikni fyrsta deildarsigurinn síðan 8. ágúst í fyrra. Skagamenn unnu Íslands- og bikarmeistara Víkings 3-0 í annarri umferð en hefur ekki tekist að krækja í sigur síðan þá. ÍBV er nú eina lið deildarinnar sem hefur ekki unnið leik og situr á botninum með fimm stig þegar mótið er hálfnað. Leiknismenn eru næstneðstir með sjö stig, stigi minna en Skagamenn sem eru í tíunda sæti.\nFyrir norðan tók KA á móti Val. Tryggvi Hrafn Haraldsson náði forystunni fyrir Val á 64. mínútu en fjórum mínútum síðar fékk Guðmundur Andri Tryggvason rautt spjald og Valsarar því manni færri það sem eftir lifði. Átta mínútum fyrir leikslok jafnaði Nökkvi Þeyr Þórisson metin og 1-1 niðurstaðan. Valur er í fjórða sæti og KA því fimmta.\nSömu úrslit urðu í Kaplakrika þar sem FH tók á móti Stjörnunni. Steven Lennon kom FH yfir í síðarii hálfleik en Adolf Daði Birgisson jafnaði seint í leiknum. Stjarnan er í þriðja sæti deildarinnar en FH því áttunda. Blikar eru á toppnum með níu stiga forskot á Víkinga sem eiga þó leik til góða. Fyrst mæta þeir hins vegar sænsku meisturunum í Malmö ytra í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag. Þetta er fyrri leikur af tveimur og hann hefst klukkan fimm. Milos Milojevic fyrrverandi leikmaður og þjálfari Víkings er í dag þjálfari Malmö.\nKeppni heldur áfram á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum við Hellu í dag en í morgun hafa börn keppt í milliriðlum og eftir hádegi taka unglingar við. Í gær voru það þeir Ljósvaki frá Valstrýtu og Árni Björn Pálsson sem riðu sig á toppinn í B-flokki með 8,94 og Þráinn frá Flagbjarnarholti og Þórarinn Eymundsson í A-flokki með 8,85. Í kvöld fer svo fram forkeppni í tölti þar sem bestu töltarar landsins samkvæmt stöðulista mætast.","summary":"Þegar Íslandsmót karla í fótbolta er hálfnað er ÍBV eina liðið sem hefur ekki unnið leik. Leiknir vann fyrsta sigur sinn í gærkvöld, gegn ÍA sem hefur einnig aðeins unnið einn leik. Blikar hafa góða forystu á toppi deildarinnar. "} {"year":"2022","id":"45","intro":"Phan Thi Kim Phúc, sem margir kannast við undir heitinu Napalm-stúlkan, aðstoðaði við að koma á þriðja hundrað flóttamönnum frá Úkraínu til Kanada. Hún segist fulltrúi eftirlifenda stríðsátaka sem kallar eftir friði.","main":"Á búk flugvélarinnar var myndin heimsfræga, þar sem Phúc hljóp nakin og skaðbrennd í átt að ljósmyndaranum eftir eldsprengjuárás í Vietnam fyrir fimmtíu árum. Phúc flaug ásamt eiginmanni sínum Bui Huy Toan frá Toronto til Varsjár, höfuðborgar Póllands og þaðan fylgdu þau flóttafólkinu síðasta spölinn til Kanada.\nPhúc fluttist til Kanada á tíunda áratug síðustu aldar og kom á laggirnar stofnun sem liðsinnir þeim börnum sem búa á stríðshrjáðum svæðum. Ljósmyndarinn Nick Ut var 21 árs þegar hann tók Pulitzer-verðlaunamyndina sem hefur orðið táknræn fyrir hrylling Víetnam-stríðsins.\nPhúc segir Ut hafa bjargað lífi sínu enda kom hann henni strax undir læknishendur. Hún lá heilt ár á sjúkrahúsi en alla ævi hefur hún búið við líkamlegar þrautir og átt erfitt með hreyfingar. Phúc segist óska þess að allir geti lifað ástríku lífi, með von og fyrirgefningu að leiðarljósi.\nEf allir gerðu það þyrftum við ekki að þola stríð. Hún glímdi við sjálfsvígshugsanir í mörg ár eftir árásina enda var hún alltaf kvalin, andlega og líkamlega. Núna kveðst hún ekki lengur vera fórnarlamb stríðsátaka. Hún lifði af! Síðan hafu hún verið vinur, hjálparhella, móðir, amma og eftirlifandi sem kallar eftir friði í heiminum.","summary":null} {"year":"2022","id":"45","intro":"Enginn slasaðist þegar eldur kviknaði í kísilverksmiðju Elkem á Grundartanga um tvöleytið í nótt. Allt tiltækt slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út. Forstjóri Elkem segir að stöðva þurfi einn ofn af þremur í viku meðan á viðgerð stendur.","main":"Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri segir í samtali við fréttastofu að mun betur hafi farið en á horfðist í fyrstu þar sem starfsmenn Elkem voru búnir að ráða niðurlögum eldsins að mestu.\nÁlfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi segir að starfsfólkið hafi náð að halda eldinum niðri með slökkvitækjum þangað til slökkviliðið mætti.\nRannsókn málsins er eiginlega ekki hafin. Það kveiknar eldur á jarðhæðinni. við vitum ekki ennþá hvað er að valda. hvot það var blossi frá framleiðslunni eða rafmagnsbruni. Það kviknar eldur undir svokölluðum töppunarpalli sem líklega hefur verið glussabruni eða rafmagnsbruni sem viðheldur honum svona.\nÁlfheiður segir að líklega hafi þetta verið óheppni. Stöðva þarf einn ofn af þremur á meðal viðgerð stendur.\nvið eigum eftir að meta tjónið betur. það sem við erum að horfa á núna er vonandi ekki meiri stopp tími en vika.\nEn þetta hlýtur að vera tekjutap?\nauðvitað þetta er framleiðslutap upp á svona viku og svo eitthvað tjón í tengslum við viðgerðir.","summary":"Stöðva þarf einn ofn af þremur í járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga eftir eldsvoða í nótt. "} {"year":"2022","id":"45","intro":"Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það fyrirkomulag sem leysti kjararáð af hólmi sé til mikilla bóta þótt forystumenn verkalýðsfélaga hafi gagnrýnt það. Hún telur að óánægja með hækkun launa æðstu embættismanna ætti ekki að hafa áhrif á komandi kjaraviðræður.","main":null,"summary":"Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur ekki að nýlegar launahækkanir æðstu embættismanna eigi að hafa áhrif á komandi kjaraviðræður þrátt fyrir gagnrýni forystumanna verkalýðsfélaga."} {"year":"2022","id":"46","intro":"Fjórða daginn í röð komu nokkur hundruð saman í gær og mótmæltu við ráðhús Akron-borgar í Ohio í Bandaríkjunum. Ástæða mótmælanna er sú að lögreglumenn skutu svartan mann til bana fyrir viku.","main":"Myndband úr búkmyndavél lögreglumanns sýnir átta lögreglumenn skjóta tugum byssukúla að Jayland Walker, sem var hálfþrítugur. Hann var stöðvaður fyrir umferðarlagabrot og reyndi flýja af vettvangi.\nLögreglan birti upptökur af atvikinu í gær en Walker er sagður hafa skotið að lögreglumönnum áður en hann flúði. Lögreglumennirnir umkingdu hann á bílastæði og skutu allir á hann. Steve Mylett, lögreglustjóri í Akron, kveðst ekki vita nákvæmlega hve margar kúlur hæfðu Walker en að skýrsla réttarmeinafræðings sýni sextíu skotsár á líkama hans.\nthe M.E.'s (medical examiner's) report indicates over 60 wounds to Mr. Walker's body.\nÖllum lögreglumönnunum hefur verið gert að stíga til hliðar meðan rannsókn stendur yfir.Atvik á borð við þetta, sem þykja sýna ofbeldi lögreglu og kynþáttahatur, hafa vakið hörð viðbrögð og mótmæli í Bandaríkjunum undanfarin misseri og ár. Upptakan sem varð almenningi sýnileg í vikunni vakti mikla reiði almennings. Aðgerðirnar í Akron hafa að mestu verið friðsamlegar en í gær nálguðust nokkrir mótmælenda varðlínu lögreglumanna og hrópuðu að þeim. Yfirvöld í borginni lögðu öflugum farartækjum á borð við snjóruðningsbíla við lögreglustöðina af ótta við að upp úr syði.","summary":null} {"year":"2022","id":"46","intro":"Ákæruvaldið í Danmörku krefst þess að tuttugu og tveggja ára karlmaður verði úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær. Þrjátíu til viðbótar særðust í árásinni, þar af fjórir alvarlega.","main":"Ákæruvaldið í Danmörku krefst gæsluvarðhalds yfir 22 ára Dana, sem er grunaður um að hafa skotið þrennt til bana og sært tugi til viðbótar í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær. Mette Frederiksen forsætisráðherra segir að þjóðin verði að standa saman á sorgarstundu sem þessari.\nÞannig var ástandið inni í verslunarmiðstöðinni Field's á Amager síðdegis í gær þegar ungur maður hóf að skjóta á fólk að því er virðist af handahófi. Þrír létust, sautján ára danskur piltur, dönsk jafnaldra hans og 47 ára Rússi, búsettur í Danmörku. Að sögn Kaupmannahafnarlögreglunnar særðust þrjátíu, þar af tuttugu lítilsháttar. Tveir Danir og tveir Svíar særðust alvarlega. Einn er enn í lífshættu.\nMeintur árásarmaður, 22 ára Dani, var handtekinn á staðnum. Hann kom fyrir dómara klukkan ellefu að íslenskum tíma. Manninum var birt ákæra; að hafa gerst sekur um morð og morðtilraun samkvæmt 237 grein dönsku hegningarlaganna. Hann kaus að sögn fréttamanna í réttarsalnum að taka ekki afstöðu til ákærunnar að sinni. Skömmu síðar var réttarhaldinu lokað með þeim orðum að fréttamenn fengju að koma aftur í réttarsalinn þegar dómari tæki afstöðu til kröfunnar um gæsluvarðhald.\nMette Frederiksen forsætisráðherra sagði á fundi með fréttamönnum í dag við Fields' miðstöðuna að á örskotsstundu hefði sorgin hellst yfir land og þjóð þegar fréttist af skotárásinni á Amager í gær. Gleði vegna upphafs Frakklandshjólreiðanna í Danmörku, Hróarskelduhátíðarinnar og fleiri spennandi viðburða hefði að engu orðið. Margir sagði hún að hefðu orðið fyrir áfalli við árásina, þar á meðal fjöldi barna. Í dag ætti þó þjóðin að standa saman um að halda utan um alla sem eiga um sárt að binda eftir árásina.","summary":"Ákæruvaldið í Danmörku krefst þess að tuttugu og tveggja ára karlmaður verði úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær. Þrjátíu til viðbótar særðust í árásinni, þar af fjórir alvarlega. "} {"year":"2022","id":"46","intro":"Jens Bjarnason, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Icelandair, segir viðbúið að verkföllin hafi einhver áhrif á ferðalög.","main":"Það gæti gert það. Talsvert af okkar farþegum flýgur áfram með SAS frá Kaupmannahöfn. Þetta er auðvitað eitthvað sem við fylgjumst með.\nNáttúrulega mjög bagalegt þegar svona vofir yfir á háannatímum. En svona er þetta og við verðum þá bara að grípa til ráðstafana.\nIcelandair hefur gert samning við portúgalska flugrekandann Euro Atlantic um leigu á Boeing 767-300 flugvél sem nýtt verður í millilandaflugi Icelandair næstu tvær vikur. Jens Bjarnason segir ástand á flugvöllum í Evrópu hafa kallað á fleiri flugvélar til taks þegar seinkun verður á öðrum vélum vegna ástandsins.\nEins og margir farþegar okkar hafa orðið varir við og hefur komið fram í fréttum þá eru miklar seinkanir og tafir á afgreiðslu flugvéla á flugvöllum, Sérstaklega í Evrópu en einhverju leyti í Ameríku líka. Þetta veldur því að það er mjög erfitt að halda uppi áætlun í leiðakerfinu. Og reka þennan tengibanka sem allt okkar leiðakerfi snýst um.\nÞetta kallar hreinlega á fleiri vélar til að skipta inn á þegar aðrar vélar eru seinar.\nHann segir vandkvæði með aðföng í varahlutum eftir faraldurinn einnig hafa haft mikil áhrif. Mikil töf sé á afhendingu varahluta sem geri það að verkum að flugvélar bíði í lengri tíma eftir viðgerð. Þetta skapi mikið álag á kerfið.\nOg hefur meðal annars valdið því að ein okkar flugvéla er enn að bíða eftir hlutum til að komast í rekstur eftir reglubundna skoðun.\nÞannig að þetta eru svona megin ástæðurnar.\nHann segir flugfélagið vera að bregðast við fyrirfram, nú sé háannatími og álag mikið næstu vikur.\nVegna þess að við sjáum fram á gríðarlegt álag næstu daga og vikur. Þetta er háannatími. Bara svona til þess að lágmarka líkur á að það verði röskun á för okkar farþega,\nþá teljum við rétt að leigja inn vél tímabundið.","summary":"Flugmenn hjá SAS lögðu niður störf í morgun. Allt að 250 flugferðum félagsins verður aflýst vegna verkfallsins. Viðbúið er að verkfallið hafi áhrif á ferðalög farþega Icelandair. "} {"year":"2022","id":"46","intro":"Það er full ástæða til að hafa varann á gagnvart Rússum á Norðurslóðum segir fulltrúi Íslendinga á ársþingi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Aðal umfjöllunarefni þingsins er stríð Rússa í Úkraínu.","main":"Ársfundur þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, fer fram í Birmingham á Englandi þessa dagana. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn fulltrúa Alþingis á fundinum, hún fjallar þar sérstaklega um málefni norðurslóða og hefur lagt fram ályktun á þinginu tengda þeim. Ályktunin snýr fyrst og fremst að loftslagsmálum en ein afleiðinga hlýnunar á Norðurslóðum eru opnanir siglingaleiða. Bryndís segir mikilvægt að höfða til samstarfsþjóða í ÖSE að tryggja að friður haldist á norðurslóðum.\nÞað sem er áhyggjuefni fyrir okkur íslendinga búandi á þessu svæði er að rússar eru auðvitað nágrannar okkar og rússar er sú þjóð sem hefur verið að byggja markvisst upp herafla sinn á norðurslóðum á síðustu árum þannig að ég held að sé einmitt í ljósi þess að við sjáum að rússar bera enga virðingu fyrir alþjóðalögum að þá er full ástæða til þess að hafa varann á því sem þeir eru að gera á norðurslóðum.\nStríðið í Úkraínu er megin umfjöllunarefni þings ÖSE. Rússar og Hvítrússar ættu að eiga sæti á fundinum en fengu ekki vegabréfsáritun til Bretlands. Þeir hafa lýst mikilli óánægju með það og segja vettvanginn ekki hlutlægan. Fyrir þinginu liggja harðar ályktanir gegn stríðinu og brotum Rússa á alþjóðalögum. Ein þeirra gengur út á að meina ríkjum sem gerist uppvís að því að brjóta alþjóðalög þátttöku í samstarfinu, þannig sé möguleiki að Rússum gæti verið vísað úr starfinu. Bryndís segir nokkuð eindrægan stuðning við málstað Úkraínu ríkja á þinginu og að áhersla hafi verið lögð á að stríðinu ljúki á forsendum Úkraínu.\nbara verið að íta boltanum áfram.","summary":null} {"year":"2022","id":"46","intro":"Fóðurpramminn Muninn liggur enn á botni Reyðarfjarðar með hátt í 400 tonn af laxafóðri innanborðs. Pramminn sökk fyrir einu og hálfu ári og leggur Hafnarstjórn Fjarðabyggðar áherslu á að hann verði hífður af hafsbotni nú í sumar.","main":"Fóðurprammi sem sökk í óveðri í Reyðarfirði í janúar í fyrra liggur enn á sjávarbotni. Hafnarstjórn Fjarðabyggðar þrýstir á að pramminn verði fjarlægður í sumar þegar færi gefst.\nFyrir um einu og hálfu ári gerð mikið ísingarveður á Austfjörðum og hlóðst ísing meðal annars á fóðurpramma fyrir laxeldi. Pramminn Muninn sem þjónaði eldiskvíum á Gripalda í Reyðarfirði sökk í óveðrinu og litlu munaði að eins færi fyrir öðrum pramma á svæðinu.\nFram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa að pramminn liggi á 42 metra dýpi, standi upp á endann með stýrishúsið niður og hangi í tveimur ankerum að aftan. 18 þúsund lítrum af díselolíu var dælt úr prammanum en í honum eru enn hátt í 400 tonn af fóðri og um 70 rúmmetrar af fæðubótarefni fyrir lax. Göt voru boruð á fóðursíló til að koma í veg fyrir gasmyndun.\nTil stóð að hífa prammann síðasta sumar en Umhverfisstofnun samþykkti ósk Laxa fiskeldis um að fresta aðgerðum. Flakið liggur of nálægt akkerislínum eldiskvía og þá þarf að fjarlægja fóður úr prammanum til að létta flakið fyrir hífingu. Óráðlegt þótti að gera það með lifandi fisk í nágrenninu. Nú er hins vegar búið að slátra, ekkert eldi á svæðinu vegna veirusjúkdóms og því tækifæri til að losna við prammann.\nHafnarstjórn Fjarðabyggðar lagði á það áherslu á fundi sínum nýverið að TM sem er tryggingarfélag Laxa fiskeldis, færi í það við fyrsta tækifæri að fjarlægja flakið meðal annars til að fyrirbyggja mengun. Samkvæmt upplýsingum frá Hafnarstjóra Fjarðabyggðar stóð til að fara í verkið nú um mánaðamótin en því var frestað og er nú verið að setja saman nýja tímaáætlun.","summary":"Fóðurpramminn Muninn liggur enn á botni Reyðarfjarðar með hátt í 400 tonn af laxafóðri innanborðs. Pramminn sökk fyrir einu og hálfu ári. Hafnarstjórn Fjarðabyggðar leggur áherslu á að hann verði hífður af hafsbotni nú í sumar. "} {"year":"2022","id":"46","intro":"Um níu hundruð danskir, sænskir og norskir flugmenn hjá flugfélaginu SAS leggja niður störf í dag eftir að samningaviðræður þeirra við flugfélagið fóru út um þúfur.","main":"Allt að 250 flugferðumSASverður aflýst meðan á verkfallinu stendur. Að sögn sænsku fréttastofunnar má ætla að allt að 45 þúsund farþegar ferðist með flugfélaginu á degi hverjum. Forstjóri SAS, Anko van der Werff, segir að þetta sé sjötta verkfallið á tólf árum hjá flugmönnum félagsins.\nWe are talking about the strike culture. This is the sixth time that the pilots are going on strike in 12 years.\nDeilur SAS og flugmanna félagsins snúast um að flugmönnum mislíkar að félagið ráði inn nýja flugmenn á lægri launum til dótturfélaga fyrirtækisins. Verkfallið nær aðeins til ferða hins svokallaða \u001egamlaSAS eðaSASScandinavia. Það nær ekki til dótturfélaga fyrirtækisins, þeirra á meðal SASLinkogSASConnect.","summary":null} {"year":"2022","id":"46","intro":"Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson verður eini keppandi Íslands á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem haldið verður í Oregon í Bandaríkjunum síðar í júlí. Í þessari viku hefst hins vegar Evrópumótið í fótbolta þar sem okkar konur verða í eldlínunni.","main":"Hilmar Örn Jónsson, sleggjukastari, keppir fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem haldið verður í Oregon í Bandaríkjunum síðar í júlí. Hann er eini fulltrúi Íslands á mótinu.\nHilmar Örn sem keppir fyrir FH er búinn að eiga frábært tímabil. Hann hefur lengst kastaði 75,52 metra í ár, í Þýskalandi í maí, sem er 35. besta kastið í heiminum á þessu tímabili. Þetta verður annað heimsmeistaramótið hans því hann keppti líka í London 2017. Mótið verður haldið dagana 15.-24. júlí og sýnt verður frá því beint á RÚV. Keppt verður í sleggjukasti karla strax á fyrsta keppnisdegi.\nCecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður í fótbolta, hefur skrifað undir fjögurra ára samning við þýska stórliðið Bayern München. Þar hefur hún verið á láni frá Everton frá því í janúar. Sagt var frá þessu á heimasíðu félagsins í morgun. Þar kemur jafnframt fram að Cecilía sé þakklát fyrir að fá að vera hluti af jafn stóru félagi og Bayern er. Lengd samningsins sýni trúna sem félagið hafi á henni og það gleðji hana mikið. Með liðinu spila einnig landsliðskonurnar Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.\nCecilía sem er 18 ára er sem stendur einmitt í Þýskalandi með íslenska landsliðshópnum sem er á leiðinni á EM á Englandi. Mótið hefst á miðvikudag en fyrsti leikur Íslands er á sunnudag.","summary":"Sleggjukastarinn Hilmar Örn Jónsson verður eini keppandi Íslands á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum sem haldið verður í Oregon í Bandaríkjunum síðar í júlí. Í þessari viku hefst hins vegar Evrópumótið í fótbolta þar sem okkar konur verða í eldlínunni. "} {"year":"2022","id":"46","intro":"Erfiðlega gengur að finna leiguhúsnæði fyrir úkraínska flóttamenn hér á landi. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri hjá félags- og vinnumálaráðuneytinu segir að fólk hafi þurft að dvelja alltof lengi í skammtímahúsnæði.","main":"við erum stöðugt að leita að húsnæði og þetta er vandinn sem virðist vera að vaxa því við vitum að þótt dragi aðeins úr komu flóttafólks yfir hásumarið vegna þess hversu dýrt er að fljúga þá eykst það aftur með haustinu, og þá má búast við að komi fleira fólk, frá og með byrjun ágúst, miðjum september.\n1.289 manns hafa flúið til Íslands frá Úkraínu síðan Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Flestir dvelja fyrst í skammtímahúsnæði á vegum Útlendingastofnunar og áætlað var að fólk dveldi þar í um það bil tvær vikur og færi svo í svokölluð skjól á vegum sveitarfélaga, til dæmis á Bifröst og á Lindargötu í Reykjavík, þar til það fyndi leiguhúsnæði.\nen fjöldinn er auðvitað það mikill að sveitarfélög hafa lent í vandræðum þrátt fyrir skjólin. Og þar af leiðandi hefur fólk þurft að dvelja í skammtímaúrræðum lengur en í tvær vikur, svo það er alltaf að lengjast dvölin þar líka. Þetta er eins og ég segi, ákveðinn fráflæðisvandi sem við erum að glíma við.\nGylfi segir að þótt leit að leiguhúsnæði taki langan tíma sé engum vísað burt úr skjóli án þess að hafa fundið húsnæði.\nvið hendum ekki fólki út á götuna, það er alls ekki þannig. Fólki stendur til boða, þegar það fer úr skammtímahúsnæði, að fara annað hvort í skjól eða beint yfir til sveitarfélags. Ef fólk þiggur ekki þá að stoð sem verið er að veita þá verður það svolítið á eigin vegum. En það er engum hent út á götu, það er ekki þannig.","summary":null} {"year":"2022","id":"46","intro":"Úkraínski herinn hefur staðfest að borgin Lysytsjansk, síðasta vígi Úkraínumanna í Luhanskhéraði í landinu austanverðu, sé fallin í hendur rússneska innrásarliðsins. Úkraínuforseti heitir því að herliðið snúi aftur.","main":"Miklir og blóðugir bardagar hafa staðið um borgina vikum saman sem hefur kostað mikið mannfall í herjum beggja. Herforingjaráðið sagði yfirburði rússneska herliðsins hafa verið of mikla, þeir hefðu fleiri hermenn, fleiri fallbyssur og flugvélar. Mikilvægt væri að bjarga lífi úkraínskra hermanna og því hefði verið ákveðið að hopa. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti hét því í daglegu ávarpi sínu að Úkraínumenn sneru aftur til Lysytsjansk vegna herkænsku sinnar og ekki síður vegna þess að hernum berist nú stórar sendingar nútímavopna.\nAð minnsta kosti sex fórust í sprengjuárás á borgina Slovjansk sem Úkraínumenn ráða í Donetskhéraði. Vika er síðan borgin Severodonetsk í Luhansk féll í hendur innrásarliðsins. Skömmu áður en Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu viðurkenndi hann héruðin tvö sem sjálfstæð ríki en aðskilnaðarsinnar þar hliðhollir Rússum hafa barist við Úkraínuher frá árinu 2014.","summary":"Borgin Lysyt-sjansk, síðasta vígi Úkraínumanna í Luhanskhéraði, er fallin í hendur Rússa. "} {"year":"2022","id":"47","intro":"Breytingar á áfengismarkaði leggjast illa í þingmann Vinstri grænna sem telur áfengisnetverslanir vera að brjóta lög. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir það sanngirnismál að innlend fyrirtæki sitji við sama borð og erlend fyrirtæki í áfengissölu.","main":"Íslenskur áfengismarkaður er að breytast. Netverslanir sem selja áfengi beint til neytenda hér á landi hafa sprottið upp hver af annarri undanfarið ár. Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmanni Vinstri grænna, hugnast ekki þessi þróun.\nÞað eru ýmsar þjóðir sem horfa til okkar með það hvernig við höfum komið okkar fyrirkomulagi um áfengismál. Þar sem að áfengisauglýsingar eru bannaðar og þar sem að aðgengi að áfengi er takmarkað.\nHún vill því halda í núverandi fyrirkomulag og þykir miður að vefverslanir séu að selja áfengi beint til neytenda.\nÞetta er eitthvað sem að hugnast mér alls ekki og tel einmitt að þurfi að skýra frekar og taka skýrt á því að þetta er ekki leyfilegt samkvæmt íslenskum lögum. Ég myndi þá frekar vilja skoða það heildstætt hvernig við getum staðið vörð um áfengislöggjöfina okkar, sem hefur verið að skila okkur árangri, þannig að hún haldi.\nÍ byrjun árs lagði Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins fram frumvarp sem felur í sér að innlend netverslun með áfengi verði lögleg. Hún segir frumvarpið snúast um að gæta að sanngjarni samkeppnisstöðu innlendra áfengisframleiðenda og -sala gagnvart erlendum.\nDómsmálaráðherra hefur boðað að hann ætli að nota sumarið í að skoða þessa stöðu og mun að öllum líkindum bregðast við á haustmánuðum.\nFrumvarpið náði þó ekki fram að ganga og telur Hildur að ríkisstjórnin verði að finna flöt á framtíð áfengismarkaðarins við fyrsta tækifæri. Hún er nokkuð bjartsýn að Alþingi muni samþykkja að auka viðskiptafrelsi á áfengismarkaði.","summary":"Þingmaður Vinstri grænna telur áfengisnetverslanir vera að brjóta lög. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill jafna stöðu innlendra og erlendra áfengisnetverslana."} {"year":"2022","id":"47","intro":"Rússnesk stjórnvöld saka Úkraínuher um að hafa skotið þremur eldflaugum á borgina Belgorod, sem er í Rússlandi, nálægt landamærunum að Úkraínu í nótt. Stjórnvöld í Úkraínu hafna yfirlýsingum Rússa um þeir hafi náð borginni Lycychansk á sitt vald.","main":"Rússnesk stjórnvöld segja fjóra, hið minnsta hafa fallið í Belgorod. Í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, kemur fram að ásakanirnar hafi ekki fengist staðfestar. Þá hefur ekki borist yfirlýsing frá stjórnvöldum í Kænugarði vegna þeirra.\nAll three Tochka-U ballistic missiles with cluster warheads, launched by Ukrainian nationalists at Belgorod, were destroyed in the air by Russian air defense systems. As a result, the wreckage of one of them fell on a residential building in the city.\nAllar þrjár eldflugarnar voru stöðvaðar af rússnesku loftvarnakerfi, sagði Igor Kona-shen-kav, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands í morgun. Hann hélt því fram að brot úr einu flugskeyti hafi fallið á hús. Síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar hafa þeir nokkrum sinnum sakað Úkraínumenn um árásir á Belgorod-hérað. Í apríl sökuðu þeir þá um árás á eldsneytisgeymslu í borginni Belgorod.\nEnn geisa harðir bardagar um borgina Lysychansk í Luhansk-héraði í austurhluta Úkraínu. Rússar lýstu því yfir í morgun að þeir hefðu náð henni á sitt vald. Því hafna stjórnvöld í Úkraínu, líkt og í gær. Talsmaður úkraínskra stjórnvalda segir að baráttunni um Donbass sé hvergi nærri lokið, jafnvel þó að Rússar nái fullum yfirráðum yfir Luhansk-héraði. Í Donetsk, sem einnig er í Donbass, séu stórar borgir enn undir stjórn Úkraínumanna.","summary":"Rússar saka Úkraínumenn um eldflaugaárás á borgina Belgorod í nótt. Úkraínumenn hafna yfirlýsingum Rússa um að þeir hafi náð borginni Lycychansk - og þar með öllu Luhansk héraði á sitt vald. "} {"year":"2022","id":"47","intro":"Bæjarblöðum, eða staðbundnum dagblöðum, í Bandaríkjunum hefur fækkað um tvö á viku síðustu árin samkvæmt nýrri skýrslu. Áætlað er að fimmtungur Bandaríkjamanna búi á stöðum þar sem annað hvort er aðeins eitt dagblað eða ekkert.","main":"Í þeim sýslum þar sem ekki er neinn áreiðanlegur fjölmiðill er meiri fátækt, hærri meðalaldur og minni menntun, en á þeim stöðum þar sem öflug fréttaþjónusta er í boði, samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar sem unnin var á vegum Northwestern háskóla. Árið 2005 voru tæplega níu þúsund slík dagblöð í Bandaríkjunum en í vor voru þau um sex þúsund og fjögur hundruð. Áhrif covid-faraldursins voru ekki eins mikil og óttast hafði verið og hefur dagblöðum fækkað um þrjú hundruð og sextíu síðan hann fór að breiðast út.\nSamhliða þessu hefur blaðamönnum á dagblöðum í Bandaríkjunum fækkað. Þeir voru sjötíu og fimm þúsund árið 2006 en eru í dag þrjátíu og eitt þúsund.\nVefmiðlum hefur fjölgað og segir í skýrslunni að oft snúist umfjöllun þeirra um afmörkuð málefni og að þeir séu frekar í stórborgum þar sem auðveldara sé að afla tekna. Svokallaðar \u001eupplýsinga-eyðimerkur breiða úr sér og áætlað er að um sjötíu milljónir Bandaríkjamanna, fimmtungur þjóðarinnar, búi í sýslum þar sem er annað hvort enginn staðbundinn fjölmiðill eða aðeins einn. AP hefur eftir Penelope Muse Abernathy, einum skýrsluhöfunda, að vegna þróunarinnar sé lýðræðið og samfélagsleg samkennd í húfi.","summary":"Fimmtungur Bandaríkjamanna býr á svæðum þar sem annað hvort er aðeins starfandi einn staðbundinn fjölmiðill eða enginn. Þá hafa tveir slíkir fjölmiðlar lagt upp laupana vikulega, síðustu árin, samkvæmt nýrri skýrslu. "} {"year":"2022","id":"47","intro":"Formaður Neytendasamtakanna segir fleira en launa- og flutningskostnað skýra það að vöruverð hér er með því hæsta í ríkjum Evrópusambandsins og EES. Fákeppni skýri það líka. Stjórnvöld geti dregið úr henni með því að afnema gjald sem lagt er á póstsendingar til landsins.","main":"Matur á Íslandi er fjörutíu og tveimur prósentum dýrari en hann er að jafnaði í Evrópusambandslöndunum. Hér eru fatnaður og almenningssamgöngur dýrari en nokkurs staðar í ríkjum Evrópusambandsins og EES. Þetta leiðir úttekt Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, í ljós. Verðlag hér er í öllum flokkum hærra en meðaltal Eurostat. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að flutningskostnaður, mikill launakostnaður og smæð markaðarins útskýrir hvers vegna verðlag er hærra hér en í Evrópusambandinu. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fleira koma til.\nÞað er líka náttúrulega fákeppnin sem ríkið hér á Íslandi. Ísland er tiltölulega lítill markaður og það eru fáir aðilar á flestum sviðum verslunar. Þannig að það kemur líka inn í þessa skýringu.\nBreki segir að stjórnvöld geti dregið úr fákeppninni með einfaldri aðgerð.\nÞað væri t.d. hægt að lyfta endanlega öllum hindrunum í viðskiptum milli landa. Það yrði þannig aukin samkeppni verslunar hér innanlands við verslun erlendis. Ég nefni t.d. endastöðvagjald Póstsins sem er ígildi tolla í rauninni.\nNeytendasamtökin hafa kvartað undan gjaldinu til Eftirlitsstofnunar EFTA.\nÞetta er svona frá sex hundruð upp í eitt þúsund krónur u.þ.b. fyrir hverja einustu sendingu sem fólk tekur á móti, sem fólk þarf að greiða Póstinum þegar það tekur við pakka.","summary":"Ríkið getur dregið úr fákeppni með því að afnema gjald sem lagt er á póstsendingar til landsins. Formaður Neytendasamtakanna segir fákeppni ýta undir hærra vöruverð. "} {"year":"2022","id":"47","intro":"Varaformaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að flokkurinn þurfi að velta fyrir slæmu gengi í skoðanakönnunum og stöðu hreyfingarinnar. Flokkurinn hefur aldrei mælst með jafnlítið fylgi í skoðanakönnunum og nú.","main":"Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, varaformaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir að flokkurinn þurfi að velta fyrir sér fylgistapi í skoðanakönnunum. Flokkurinn mælist með 7,2 prósent í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup og hefur aldrei mælst með jafn lítið fylgi.\nÞað er sannarlega hægt að segja að það er áhyggjuefni þegar við sígum svona langt niður. En þetta er jú bara einhver ein könnun og hana ber að taka varlega í stóra samhengingu. Engu að síður þá held ég að við þurfum aðeins að velta þessari niðurstöðu fyrir okkur og bara stöðu hreyfingarinnar í sjálfu sér í ljósi þess að kannanir hafa sýnt að við höfum aðeins farið niður á við.\nBjarkey segir alltaf nauðsynlegt að hreyfing fari í innri skoðun.\nVið komum ekki nógu vel út úr sveitarstjórnarkosninunum heldur. Þannig að ég held að fram undan sé að byggja okkur upp inn á við og það er kannski það sem ég er að tala út í.\nBjarkey telur að margt skýri slakt fylgi flokksins.\nKjörtímabilið á Alþingi er auðvitað nýhafið. Sama í sveitarstjórnum. Ég held að við þurfum að sjá að okkar góðu verk sem við höfum áform um, nái fram að ganga. Þá held ég að þetta snúist okkur í vil.","summary":"Varaformaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að flokkurinn þurfi að velta fyrir sér slæmu gengi í skoðanakönnunum og stöðu hreyfingarinnar. Flokkurinn hefur aldrei mælst með jafnlítið fylgi í skoðanakönnunum og nú. "} {"year":"2022","id":"47","intro":"Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra skipar starfshóp til að greina gjaldtöku og arðsemi bankanna. Markmiðið er að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabankaþjónustu en heimili í hinum norrænu ríkjunum.","main":"Samkeppniseftirlitið hefur hafið uplýsingaöflun um þróun verðlags á helstu mörkuðum á Íslandi til að meta hvort verðlagshækkanir stafi af ónægu samkeppnislegu aðahaldi eða öðrum óhepplilegum hvötum. Sérstök áhersla er lögð á dagvörumarkað, eldneytismarkað og byggingavörumarkað.\nÞess vegna er mjög brýnt að stjórnvöld fylgistvel með því hvort að gjaldtakan sé ekki eðlileg. Við höfum engar forsendur á þessu stigi til að ætla að hun sé það ekki en þegar staða efnhagsmála er ien sog hun er þá er brýnt að við skoðum alla þætti sem geta haft neikvæð áhrif á verðbólguþróun.\nStarfshópurinn tekur til starfa síðar í sumar undir leiðsögn Dr. Daníel Svavarsson hagfræðings.Lilja segir ótímabært að fara nánar út í starf hópsins fyrr en vinna er almennilega komin af stað.\nEitt af því sem við tökum eftir er að starsfsfólki í fjármálaþjónustu hefur fækkað veurlega vegna þess að það hefur átt sér stað mikil slálfvirknivæðing en við eurm ekki að sjá það í verðlækkunum slíkri þjónustu.","summary":"Viðskiptaráðherra skipar nýjan starfshóp til að að kanna hvort íslensk heimili greiði meira fyrir almenna viðskiptabanka þjónustu en heimili í hinum norrænu ríkjunum. "} {"year":"2022","id":"47","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum hafnaði í þriðja sæti á Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum í gærkvöld. Keppt verður til úrslita á einstökum áhöldum í dag.","main":"Keppt var í liðakeppni og fjölþraut í gær. Bæði kvenna- og karlalið Íslands gerðu vel á mótinu sem fram fer í húsi Gerplu í Kópavogi. Kvennaliðið endaði með 143.462 stig og náði í brons en karlaliðið fékk 228.746 stig og hafnaði í fjórða sæti. Thelma Aðalsteinsdóttir átti bestan árangur íslenskra keppenda í fjölþraut en hún hafnaði í sjötta sæti.\nSagði Thelma Aðalsteinsdóttir. Í dag verður svo keppt til úrslita á einstökum áhöldum og þar á Ísland þrjá keppendur í unglingaflokki og sjö keppendur í fullorðinsflokki.\nKatrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og Sara Sigmundsdóttir verða ekki með á heimsleikunum í Crossfit í ágúst næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Katrín Tanja missir af leikunum í átta ár. Katrín var hársbreidd frá því að ná inn á leikana í undankeppni sem lauk í gærkvöld en Sara var töluvert fjær því og hafnaði í 12. sæti undankeppninnar. Í upphafi árs greindi Annie Mist Þórisdóttir, sem er einnig tvöfaldur heimsmeistari, að hún myndi keppa í liðakeppni á heimsleikunum í stað einstaklingskeppni en Ísland á þó tvo keppendur þær Þuríði Helgadóttur og Sólveigu Sigurðardóttur.\nEinn leikur er á dagskrá í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Keflavík fær þá Fram í heimsókn en einu stigi munar á liðunum sem sitja í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Í dag eru þrír dagar þar til Evrópumót kvenna í fótbolta hefst. Í opnunarleiknum mæta heimakonur í Englandi og Austurríki. Ísland hefur keppni á mótinu eftir slétta viku þegar liðið mætir Belgíu. RÚV sýnir frá mótinu.","summary":null} {"year":"2022","id":"48","intro":"Góð aðsókn er að tjaldsvæðum landsins enda margir á faraldsfæti um helgina. Erlendir ferðamenn hafa verið áberandi á tjaldsvæðum landsins það sem af er sumri en Íslendingum fjölgar í júlí og í ágúst.","main":"Góða veðrið í fyrra togaði ferðaþyrsta Íslendinga til Austurlands. Það var met sumar hjá okkur, segir Heiður Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Austurfarar sem rekur tjaldsvæðin á Egilsstöðum. Aðsóknin í sumar hefur verið góð en þó ekki jafn góð í fyrra. Þá voru Íslendingar í meirihluta en erlendum ferðamönnum hefur fjölgað mikið. Birna Möll Atladóttir landeigandi Breiðavíkur við Látrabjarg segir að sumarið hafi verið mjög gott \"þrátt fyrir að hún sé enn að bíða eftir sumrinu. Hún segir að tjaldsvæðið sé fullt um þessa helgi. Hér eru um 170-180 manns sem er mesti fjöldi það sem af er ári. Birna Mjöll segir að næstu vikur lofi góðu en þegar nær dregur september minnkar aðsóknin. Á Blönduósi eru rúmlega hundrað gestir á tjaldsvæðinu. Þar hefur aðsókn verði meiri í ár en í fyrra. Hrafnhildur Ævarsdóttir þjóðgarðsvörður í Skaftafelli lætur vel af aðsókn. Hún segir að miðað við aðsókn það sem af er sumri megi gera ráð fyrir mörgum gestum yfir háannatímann.\nTraffíkin er bara ágæt það er búið að vera hér stórviðburður í bænum um helgina, eða eiginlega margir og töluvert af fólki hjá okkur þó svo að við höfum oft séð fleiri að þá erum við með töluvert af fólki.\nSegir Ásgeir Hreiðarsson framkvæmdastjóri tjaldsvæðanna við Hamra í Kjarnaskógi á Akureyri. Þar er hægt að taka við allt að tvö þúsund og fimm hundruð manns. Hann segir að verðlagið hafi hækkað lítillega frá því í fyrra.\nÞað er ekkert óeðlilegt að þetta hækki en öðru vísi en annað. Þið hafið samt sem áður ekki verið að hækka þetta mikið? Nei það er bara lágmarkshækkanir til að mæta auknum kostnaði. Ég held að það hafi hækkað um 100 krónur gistigjaldið frá því í fyrra.\nÁsgeir segir að veðrið ráðu miklu um aðsókn\nÞað má segja að almennt sé hafi veirð mjög góð aðsókn þrátt fyrir veður. Í júní er meira af erlendum ferðamönnum sem stýra fjöldanum en í júlí breytist það því þá eru það að langmestu Íslendingar\nVeðrið hefur nú ekki verið að leika við ykkur undanfarnar helgar? Nei það hefur ekki verið nein rjómablíða það verður að segjast alveg eins og er.","summary":"Góð aðsókn er að tjaldsvæðum landsins þrátt fyrir að veðrið hafi ekki leikið við landsmenn. Erlendir ferðamenn hafa verið duglegir að nýta sér tjaldsvæðin það sem af er ári."} {"year":"2022","id":"48","intro":"Joe Biden Bandaríkjaforseti segir konur sem þurfa að fara úr heimaríki sínu til að fara í þungunarrof verði verndaðar af alríkisstjórninni. Milljónir kvenna í Bandaríkjunum misstu stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrof í síðustu viku.","main":"Að minnsta kosti sjö ríki Bandaríkjanna hafa sett lög um strangari reglur eða bann við þungunarrofi eftir að Hæstiréttur ógilti rúmlega 50 ára úrskurð í máli Roe gegn Wade sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Í öðrum ríkjum, þar sem Demókratar eru við völd, hefur verið gripið til aðgerða til að tryggja konum þennan aðgang. Það á til dæmis við um New Jersey og Kaliforníu, þar sem innleidd hafa verið lög sem ætlað er að tryggja að aðilar utan ríkisins geti ekki dregið Kaliforníubúa sem framkvæma, aðstoða við eða undirgangast þungunarrof fyrir rétt. Jafnframt er lögunum ætlað að vernda þær konur, sem koma til Kaliforníu frá öðrum ríkjum til að rjúfa þungun.\nTæknirisinn Google segir að gerðar verði ráðstafanir til að fjarlægja gögn úr staðsetningarsögu notenda sem gætu verið notuð til að lögsækja fólk fyrir að fara á stofur þar sem þungunarrof eru framkvæmd. Konur í ríkjum þar sem þungunarrof er bannað eða takmarkað gætu neyðst til að fara yfir landamæri til landshluta þar sem aðgerðin er áfram lögleg. Biden, sem talaði á fjarfundi með ríkisstjórum demókrata, sagði að hann teldi að sum ríki Bandaríkjanna myndu reyna að handtaka konur sem færu yfir landamæri til að fá aðgang að þungunarrofi.\nForsetinn bætti við að stjórnvöld myndu áfram tryggja aðgang að lyfjum sem valda þungunarrofi í ríkjum þar sem slík lyf hafa nú verið bönnuð. Hann sagði að sigrar demókrata í kosningum á miðju kjörtímabili myndi veita þinginu vald til að endurheimta alríkisrétt til þungunarrofs.","summary":"Joe Biden Bandaríkjaforseti segir aðeins sigur demókrata í kosningum geta veitt þinginu vald til að endurheimta alríkisrétt til þungunarrofs. "} {"year":"2022","id":"48","intro":"Mosfellsbær stefnir að því að taka yfir rekstur, skuldir og eignir Skálatúnsheimilisins fyrir árslok. Skuldir Skálatúns eru 259 milljónir króna.","main":"Starfsemi að Skálatúni á sér langa sögu. Árið 1954 hófst þar rekstur barnaheimilis Templara. Þá var einnig þar búrekstur alveg fram til 1982. Styrktarfélag vangefinna, sem nú heitir Styrktarfélagið Ás, varð eignar- og rekstraraðili að Skálatúni 1960. Margar nýjar byggingar hafa verið reistar sem hýsa sambýli heimilisfólks að Skálatúni. Núna búa þar 40 einstaklingar með þroskahömlun í sex misstórum sambýlum. Flestir voru heimilimennirnir 58 talsins árið 1981.\nRekstur Skálatúns stendur illa og eru skuldirnar tvö hundruð fimmtíu og níu milljónir króna. Arnar Jónsson, starfandi bæjarstjóri í Mosfellsbæ, segir að þegar málaflokkur fatlaðs fólk fluttist til sveitarfélaganna hafi bærinn tekið yfir samning sem ríkið gerði við Skálatún.\nÉg geri ráð fyrir að hluta til sé þetta vegna þess að þau njóta ekki stærðarhagkvæmni. Svo er náttúrulega sem er hluta til í gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga ekki alveg að standa undir þessu. Og svo koma til afmarkaðir þættir eins og breyttur vinnutími, þ.e.a.s. stytting vinnuvikunnar.\nArnar býst ekki við að heimilisfólki að Skálatúni verði fjölgað.\nNei, ég held að það verði nú líklega að það fækki, þetta verði minni einingar og öðru vísi byggt upp. Það er það sem sveitarfélögin gera öll. Okkur ber að þróa þetta yfir í einstaklingsrými.\nArnar segir að skuldasöfnunin í Skálatúni hafi staðið í nokkurn tíma. Fjárdráttur starfsfmanns þar sem uppgötvaðist fyrir tveimur árum eigi þó ekki þátt í henni.\nÞað er ekki skýringin á þessari stöðu. Það var tiltölulega lág fjárhæð ef ég man þetta rétt og hún hefur verið greidd.","summary":"Mosfellsbær ætlar að taka á sig tæplega tvö hundruð og sextíu milljóna króna skuld heimilisins Skálatúns og taka yfir reksturinn. Stefnt er að því að breyta búsetunni og stefna að eintaklingsbúsetu fremur en fjölbýli."} {"year":"2022","id":"48","intro":"Laun þingmanna, ráðherra og embættismanna hækkuðu um nærri fimm prósent í gær. Mánaðarlaun þingmanna hækka um 60 þúsund krónur og ráðherrar fá nærri hundrað þúsund króna hækkun.","main":"Laun þingmanna hækkuðu um rúmlega 60 þúsund krónur, eða 4,7 prósent. Þingfararkaup er nú rúmlega 1,3 milljónir króna á mánuði. Þingmenn hafa svo möguleika á að drýgja tekjur sínar vegna ýmiss kostnaðar sem tengist starfi þeirra, auk þess sem greitt er fyrir aukalega fyrir formennsku í nefndum.\nFyrsta júlí ár hvert uppfærir Fjársýsla ríkisins, samkvæmt lögum, laun þingmanna, ráðherra og embættismanna í samræmi við þróun reglulegra launa hjá hinu opinbera síðasta árið. Þessari skipan var komið á þegar kjararáð var lagt niður árið 2018.\nEins og fréttastofa greindi frá í gær uppgötvaði Fjársýslan að röng vísitala hafi verið notuð við útreikninga launa alþingismanna, ráðherra og embættismanna síðustu þrjú ár. Uppsöfnuð ofgreidd laun eru alls um 105 milljónir króna. Það eru um 400 þúsund krónur á hvern og einn að meðaltali. 260 fengu ofgreidd laun og verður þeim gert að endurgreiða þau.\nRáðherrar fá sömuleiðis 4,7 prósenta launahækkun og hækka mánaðarlaun þeirra um nærri hundrað þúsund krónur á mánuði. Ráðherrar hafa verið með rúmlega 2,1 milljón króna í laun á mánuði og hækka þá nú upp í rúmlega 2,2 milljónir króna. Laun Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra eru svo tæplega 2,5 milljónir króna á mánuði en voru tæplega 2,4 milljónir króna áður.\nRáðuneytisstjórar, seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri og ríkissaksóknari eru einnig meðal þeirra sem hækka í launum. Mánaðarlaun þeirra eru nú yfir tvær milljónir króna.\nForseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hækkar einnig um 4,7 prósent í launum. Mánaðarlaun hans eru nú rúmlega 3,6 milljónir króna og hækka um 163 þúsund krónur.","summary":"Mánaðarlaun æðstu ráðamanna þjóðarinnar hækkuðu um nærri fimm prósent í gær. Þingmenn hækka um nærri 60 þúsund krónur í launum og ráðherrar um hundrað þúsund krónur."} {"year":"2022","id":"48","intro":"Niðurstaða samskiptaráðgjafa staðfestir einelti af hálfu ferðamálastjóra. Ekki þótti tilefni til að víkja honum úr starfi eða veita áminningu og verður hann að óbreyttu skipaður til næstu fimm ára.","main":"Menningar- og viðskiparáðuneytið fékk á fyrri hluta ársins þrjú erindi frá starfsmönnum Ferðamálastofu þar sem fundið var að samskiptum við Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóra. Ráðgjafafyrirtækið Officium var fengið til að gera úttekt á kvörtunum og var það mat ráðgjafa að í einu tilfelli af þessum þremur hafi um einelti verið að ræða.\nÍ skýrslu Officium eru lagðar fram aðgerðir til úrbóta en ekki er lagt til að ferðamálastjóra verði veitt áminning eða honum vikið úr starfi. Í svari ráðuneytisins til fréttastofu segir að málinu sé ólokið og unnið sé að því að koma tillögum ráðgjafans til framkvæmda.\nSkipunartími ferðamálastjóra er til fimm ára og rennur út um áramót. Hefði ráðherra ætlað að auglýsa stöðuna hefði honum borið að tilkynna ferðamálastjóra það í gær. Það var ekki gert og að óbreyttu verður Skarphéðinn Berg skipaður að nýju, til næstu fimm ára.\nFréttastofa óskaði eftir því að fá skýrslu Officium afhenta. Þeirri beiðni var hafnað á þeim grundvelli að hún fjallaði um persónuleg málefni tiltekinna starfsmanna.","summary":"Ekki þótti tilefni til að áminna eða víkja ferðamálastjóra úr starfi vegna eineltis í garð starfsmanna. Þetta er niðurstaða úttektar samskiptaráðgjafa. "} {"year":"2022","id":"48","intro":null,"main":"Leiðtogi danska stjórnmálaflokksins Radikale Venstre, Sofie Carsten Nielsen hótar því að leggja fram vantrauststillögu á hendur Mette Frederiksen, forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar, verði ekki boðað til kosninga fyrir fjórða október. Þetta kom fram í viðtali DR, danska ríkisútvarpsins, við Nielsen í morgun. Þingið kemur saman eftir sumarfrí í byrjun október og þá vill leiðtogi Radikale Venstre kosningar.\nÁður hafði flokkurinn hafnað því að kalla eftir rannsókn óháðra aðila á framgöngu ríkisstjórnarinnar í minkamálinu svokallaða þegar ákveðið var haustið 2020 að lóga skyldi öllum minkum í landinu eftir að kórónuveirusmit greindust á nokkrum búum. Þar með tryggði flokkurinn að ekki væri meirihluti fyrir slíkri rannsókn.","summary":"Leiðtogi Radikale Venstre í Danmörku hótar því að leggja fram vantraust á hendur forsætisráðherra Danmerkur verði ekki boðað til þingkosninga í haust. Þetta var tilkynnt stuttu eftir að flokkurinn hafnaði því að óháð rannsókn færi fram á framgöngu ríkisstjórnarinnar í minkamálinu. "} {"year":"2022","id":"48","intro":"Sænskir rannsóknarblaðamenn, í samstarfi við kollega sína í Suður-Asíu, hafa safnað sögum verkamanna sem hafa látist eða slasast við vinnu sína við undirbúning HM í fótbolta í Katar. Sögurnar gefa þeir út á spilum, líkum þeim sem tíðkast að gefa út með upplýsingum um leikmenn.","main":"Talið er að þúsundir verkamanna, flestir frá fátækjum ríkjum í Suður-Asíu, hafi beðið bana í slysum, látist vegna álags eða slasast alvarlega síðan undirbúningur hófst fyrir mótið sem fer fram í landinu í lok ársins. Þeir eru sagðir vinna langa vinnudaga við erfiðar og hættulegar aðstæður. Meðal annars við að byggja leikvanga, hótel, lestarstöðvar og vegi.\nBlankspot, hópur rannsóknarblaðamanna í Svíþjóð, hefur safnað sögum hluta verkamannanna og gefið þær út á spilum eða spjöldum líkt og hingað til hafa verið gefin út með myndum og upplýsingum um leikmenn. Hópurinn starfar með blaðamönnum í heimaríkjum verkamannanna. Þeir hafa rætt við ástvini þeirra sem fóru til Katar en komu aldrei til baka. Sögurnar eru aðgengilegar í lengra formi á síðu verkefnisins, Cards of Qatar.\nMartin Schibbye, ritstjóri og stofnandi Blankspot, telur að mikil áhersla hafi verið lögð á tölfræði um það hve margir hafi dáið.\nIAnd instead of that we wanted to tell the stories of the people behind the statistics.\nOg í staðinn fyrir það vildum við segja sögur fólksins á bak við tölfræðina, segir Schibbye. Kortin verða send til æðstu embættismanna í Katar, FIFA, og til þeirra fyrirtækja sem eru helstu stuðningsaðilar mótsins, svo sem Coca-Cola, Adidas og Budweiser.\nAnd I´d say they have a responsibility in how migrants are treated in Qatar. And I want to know what they are thinking when they read these stories. And I want to know what their plan is to make sure that this never happens again.\nÉg myndi segja að þau beri ábyrgð á því hvernig farið er með verkamenn í Katar. Og ég vil vita hvað þau hugsa þegar þau lesa þessar sögur. Og hvað þau ætla að gera til að tryggja að slíkt gerist aldrei aftur.\nSaga Mohammad Shahid Miah, frá Bangladesh, er ein þeirra sem sögð er á spilunum. Hann var kokkur og bílstjóri og bjó í húsnæði á vegum vinnuveitanda. Haustið 2020 flæddi inn í húsið þar sem hann svaf. Vatnið komst í rafmagn og þegar hann fór á fætur fékk hann raflost og lést. Hann hafði greitt ráðningarfyrirtæki upphæð sem jafngildir um 640.000 íslenskra króna til að fá starfið. Vinnuveitandinn sendi líkið ekki heim til Bangladesh heldur skröpuðu vinnufélagar hans saman fyrir sendingarkostnaði.","summary":"Hópur rannsóknarblaðamanna í Svíþjóð og í ríkjum í Suður-Asíu hefur safnað saman sögum verkamanna sem hafa látist við vinnu sína við undirbúning HM í Katar. "} {"year":"2022","id":"48","intro":"Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann góðan endurkomusigur á Hollandi í undankeppni HM í gærkvöld. Liðið fer nú með sex stig inn í seinni hluta undankeppninnar sem gæti reynst afar mikilvægt.","main":"Liðin voru að mætast í annað sinn í fyrri hluta undankeppninnar en íslenska liðið vann fyrri leikinn naumlega, með tveimur stigum, ytra. Hollenska liðið var sterkara í fyrri hálfleik en fátt gekk upp hjá því íslenska. Gestirnir voru með 14 stiga forskot í hálfleik 35-21. Íslenska liðið kom öflugt inn í seinni hálfleikinn minnkaði muninn í tvö stig fyrir lokaleikhlutann. Það sama var uppi á teningingum í fjórða leikhluta og íslenska liðið leiddi með einu stigi þegar mínúta lifði leiks. Hvorugu liðinu tókst að skora og Ísland vann því góðan endurkomusigur 67-66 eftir mikinn spennuleik. Elvar Már Friðriksson og Tryggvi Snær Hlinason voru allt í öllu hjá Íslandi með 20 stig hvor. Ísland fer því með 6 stig í næsta stig undankeppninnar þar sem liðið mætir Úkraínu, Georgíu og Spáni.\nSagði Elvar Már Friðriksson að leik loknum.\nEinn leikur var í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld þegar Íslandsmeistarar Víkings unnu sannfærandi 3-0 útisigur á KR. Þetta var fjórði sigur Víkinga í röð sem fóru með sigrinum upp í annað sæti deildarinnar en KR er í sjötta sæti með 16 stig og hafa ekki unnið í síðustu fjórum leikjum.","summary":null} {"year":"2022","id":"49","intro":"Þjóðkjörnum fulltrúum, ráðherrum og embættismönnum hafa verið greidd of há laun síðustu þrjú ár. Uppsöfnuð ofgreidd laun eru alls um 105 milljónir króna.","main":"Ár hvert uppfærir Fjársýsla ríkisins laun þjóðkjörinna einstaklinga, ráðherra og embættismanna í samræmi við tölur Hagstofunnar og Kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Lög frá 2019 kveða á um þetta. Í ljós hefur komið að röng vísitala hefur verið notuð, frá því að lögin tóku gildi, til að reikna laun þessa hóps. Í stað þess að miða launahækkun við meðalbreytingu reglulegra launa ríkisstarfsmanna milli ára, eins og tilgreint er í lögunum, hefur viðmiðið verið launavísitala ríkisstarfsmanna. Mistökin komu í ljós við undirbúning launabreytinga fyrir árið 2022.\n260 einstaklingar fengu ofgreidd laun og verður þeim gert að endurgreiða þau. Algengt er að fjárhæðin svari til um þriðjungs einna mánaðarlauna, hjá þeim sem fengu laun allt tímabilið, eða um 400 þúsund krónum á hvern einstakling að meðaltali. Endurgreiðslan verður ýmist dregin af launum eða kröfur stofnaðar í jöfnum hlutum í 12 mánuði. Meðal þeirra sem fengu ofgreidd laun eru forseti íslands, alþingismenn, dómarar, saksóknarar, lögreglustjórar og seðlabankastjóri.","summary":"Alþingismenn, ráðherrar og margir af æðstu embættismönnum þjóðarinnar hafa undanfarin þrjú ár fengið ofgreidd laun. Röng vísitala var notuð við útreikning launanna. "} {"year":"2022","id":"49","intro":"Störf slökkviliðsmanna eru, frá og með deginum í dag, skilgreind sem krabbameinsvaldandi af hálfu undirdeildar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Slökkviliðsmenn telja brýnt að íslensk stjórnvöld taki á málum af festu til að bæta starfsaðstöðu og búnað og beita öllum ráðum til að draga úr hættu á starfstengdu krabbameini.","main":"Magnús Smári Smárason formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna segir grun um hættu á starfstengdu krabbameini ekki nýjan af nálinni en nú sé staðfest að starf slökkviliðsmanna feli í sér aukna hættu á krabbameinssjúkdómum. Gera verði allt sem mögulegt sé til að draga úr þeirri hættu.\nÞetta er ekki lengur flokkað sem hugsanlega krabbameinsvaldandi starf heldur er þetta fært upp í upp í raun og veru um tvo flokka sem þetta staðfestir að þetta sé krabbameinsvaldandi fyrir þá sem vinna við þessi störf og við teljum bara mikilvægt að það sé ráðist í það að rýna öll þessi gögn og leita allra leiða til að búa til starfsumhverfi sem lágmarkar líkur á því að slökkviliðsmenn verði útsettir fyrir þessum efnum sem eru krabbameinsvaldandi.\nMagnús Smári segir einnig mikilvægt að löggjöf skilgreini krabbamein tengd starfi slökkviliðsmanna sem atvinnusjúkdóm og tryggi réttindi þeirra sem hafa greinst eða munu greinast með starfstengd krabbamein\nÞað sem við kannski teljum núna það þarf að taka meiri dýpt í samtalið og fá sérfræðinga að borðinu til þess að rýna verklag og starfsaðstæður til þess að tryggja eða sem sagt lágmarka eins og hægt er þessa mengun","summary":null} {"year":"2022","id":"49","intro":"Matur á Íslandi er fjörutíu og tveimur prósentum dýrari hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum. Hér á landi er fatnaður og almenningssamgöngur dýrari en nokkurs staðar annars staðar í Evrópusambandinu.","main":"Ísland er dýrasta land í Evrópu þegar kemur að fatnaði og samgöngum. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Evrópusambandsins. Skór og föt eru þrjátíu og fimm prósentum dýrari hér en að jafnaði í Evrópusambandinu en almenningssamgöngur áttatíu og fimm prósentum dýrari.\nHagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birtir á vef sínum tölur um verð í nokkrum flokkum og eftir löndum. Matvara er tæplega fjörutíu og tveimur prósentum dýrari hér á landi en að jafnaði í Evrópusambandinu. Maturinn er næst dýrastur í Noregi og dýrastur í Sviss. Hvergi í Evrópusambands- eða EES-ríkjum er dýrara að kaupa föt og skó en á Íslandi. Hér eru klæði og skæði þrjátíu og fimm prósentum dýrara en meðaltalið í Evrópu.\nViðskipti við íslensk hótel og veitingastaði eru sextíu og þremur prósentum dýrari hér en hið evrópska meðaltal. Aftur eru það Noregur og Sviss sem toppa íslenskt verðlag.\nHúsaleiga, viðhald húsnæðis, vatn, rafmagn og húshitun er hér fimmtíu og tveimur prósentum dýrari en að jafnaði í Evrópusambandinu. Húsgögn og gólfefni eru næstdýrust á Íslandi og tuttugu prósentum dýrari en í Evrópusambandinu.\nEn lítum á samgöngur. Almenningssamgöngur eru hér þær dýrustu í Evrópu eða áttíu og sex prósentum dýrari en meðaltalið. Bílar, mótorhjól og reiðhjól eru hér sextán prósentum dýrari en að jafnaði í Evrópusambandinu.\nÞá eru fjarskipti hér fimmtíu og tveimur prósentum dýrari en hið evrópska meðaltal.\nKaup á því sem telst til afþreyingar eða skemmtunar er fjörutíu og átta prósentum dýrara hér en að jafnaði í sambandinu. Áfengi og tóbak er hér næstdýrast í Evrópu- og EES-ríkjunum. Það er meira en tvöfalt dýrara en evrópskt meðaltal eða tvö hundruð og fjórtán prósentum dýrara.","summary":"Matur á Íslandi er fjörutíu og tveimur prósentum dýrari hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum. Hér er fatnaður og almenningssamgöngur dýrari en nokkurs staðar í ríkjum Evrópusambandsins. "} {"year":"2022","id":"49","intro":"Aðild Úkraínu að Evrópusambandinu er innan seilingar, að sögn forseta framkvæmdastjórnarinnar. Fyrst þurfa stjórnvöld í Kænugarði þó að herða á baráttunni gegn spillingu.","main":"Fáni Evrópusambandsins var dreginn að húni í dag við hlið þess úkraínska á þinghúsinu í Kænugarði. Forseti framkvæmdastjórnar ESB tilkynnti þingheimi í morgun að aðild Úkraínu að sambandinu væri innan seilingar. Fyrst yrðu stjórnvöld þó að hrinda ýmsum umbótum í framkvæmd.\nUrsula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði meðal annars þegar hún ávarpaði úkraínska þingið um frjarfundabúnað að stjórnvöld og sérfræðingar ESB hefðu unnið gott starf við að greiða leið Úkraínu inn í sambandið. Bjartir tímar væru fram undan.\nEnn eru þó ýmis verk óunnin að sögn von der Leyen. Herða þarf baráttuna gegn spillingu og ráða trausta stjórnendur til að stýra henni. Einnig kvað hún þörf á að auka frelsi fjölmiðla í landinu.\nVolodymyr Zelensky forseti sagði þegar hann ávarpaði þingið að nýr kafli væri hafinn í sögu Úkraínu og Evrópusambandsins. Það hefði einungis tekið 115 daga að gera Úkraínu að umsóknarríki og aðildarferlið ætti ekki að taka áratugi. Í tilefni tímamótanna var fáni Evrópusambandsins dreginn að húni við hlið þess úkraínska á þinghúsinu í Kænugarði.\nHernaðaraðgerðir rússneska innrásarliðsins halda áfram í Úkraínu. Að minnsta kosti átján létust og tugir særðust í morgun í flugskeytaárás á Odesa-hérað. Fjölbýlishús og félagsmiðstöð eyðilögðust í árásinni.","summary":"Aðild Úkraínu að Evrópusambandinu er innan seilingar, að sögn forseta framkvæmdastjórnarinnar. Fyrst þurfa stjórnvöld í Kænugarði þó að herða á baráttunni gegn spillingu. "} {"year":"2022","id":"49","intro":"Karlalandsliðið í körfubolta leikur mikilvægan leik gegn Hollandi í undankeppni heimsmeistaramótsins í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk með naumum sigri Íslands. Liðið verður án Martins Hermannssonar í kvöld.","main":"Leikurinn hefst klukkan 20 í Ólafssal á Ásvöllum í Hafnarfirði. Bæði lið eru komin á næsta stig undankeppninnar og taka stigin sem fást fyrir leikinn í kvöld með sér þangað. Það er því mjög mikilvægt fyrir liðið að ná góðum úrslitum. Þetta er síðasti leikur Íslands í riðlinum. Auk Hollands og Íslands er lið Ítalíu komið áfram úr riðli okkar manna. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2. HM-stofan hefst klukkan 19:40.\nMartin Hermannsson, sterkasti leikmaður landsliðsins, leikur ekki með í kvöld. Hann meiddist illa á hné fyrir stuttu og verður lengi frá. Eftir meiðslin var tvísýnt hvort félagslið Martins, spænska stórliðið Valencia, myndi framlengja samning hans. Þær fregnir bárust í morgun að liðið hefði gert nýjan samning til tveggja ára við landsliðsmanninn.\nEinn leikur er á dagskrá Bestu deildar karla í fótbolta í kvöld. KR tekur á móti Íslandsmeisturum Víkings á Meistaravöllum klukkan 19:15. Liðin drógust einnit saman í 8-liða úrslit bikarkeppninnar í gær. Sá leikur verður þó ekki fyrr en um verslunarmannahelgina. KR getur með sigri komist upp að hlið Víkings að stigum, sem er jafnt tveimur öðrum liðum í öðru sæti deildarinnar. Víkingur á þó leik til góða á KR.\nOg yfir í tennis. Rafael Nadal komst í þriðju umferð Wimbledon-mótsins í gær. Hann vann Litáann Ricardas Bernakis í fjórum settum, 3-1. Efsta konana á heimslistanum, Pólverjinn Iga Swiatek, heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni á mótinu. Hún vann í gær Hollendinginn Lesley Pattinama Kerkhove í þremur settum, 2-1. Swiatek hefur nú unnið 37 tennisleiki í röð. Hún jafnar þar með lengstu óbrotnu sigurgöngu konu í sögunni - það væri kannski gaman að fá nafn og þjóðerni á þeirri konu líka :)","summary":"Karlalandsliðið í körfubolta mætir Hollandi í mikilvægum leik í undankeppni HM í kvöld. "} {"year":"2022","id":"49","intro":"Mikið hefur verið um tafir á alþjóðaflugvöllum undanfarið og þúsundir orðið strandaglópar vegna aflýstra flugferða. Starfsfólk fimm stórra flugfélaga í Evrópu hyggst leggja niður störf í sumar, ef ekki nást kjarasamningar.","main":"Fjöldi flugfélaga hefur átt í erfiðleikum með að bregðast við hratt vaxandi álagi í ferðaþjónustu eftir heimsfaraldurinn. Í Evrópu flækir það svo stöðuna enn frekar að stéttarfélög starfsfólks flugfélaga standa í erfiðum kjaraviðræðum og þúsundir starfsmanna boða verkföll.\nSænska ríkisútvarpið greinir frá því að flugmenn Skandinavíska flugfélagsins SAS boði verkfall á miðnætti annað kvöld, ef ekki takist að semja um kjör fyrir þann tíma.\nTöluverðar raskanir hafa orðið í starfsemi breska flugfélagsins Ryanair nýlega, en hluti starfsmanna þeirra í nokkrum evrópuríkjum lagði niður störf í júní. Enn fleiri starfsmenn Ryanair boða verkfall um helgina.\nUm 450 starfsmenn Easyjet hafa jafnframt boðað verkfall í níu daga í júlí, sem raskar flugferðum til og frá Barselóna, Mallorca og Malaga.\nStarfsmenn British Airways á Heathrow flugvelli í London kusu með verkfallsboðun í gær. Það verkfall mun hefjast í júlí og gæti samkvæmt breska ríkisútvarpinu varað fram í ágúst.\nStjórn þýska flugfélagsins Lufthansa hefur einnig átt í kjaraviðræðum við starfsfólk sitt, sem hyggst leggja niður störf fái það ekki í gegn launahækkun, en verkfall hefur þó ekki verið boðað formlega. Lufthansa hefur þegar aflýst yfir 3.100 flugferðum í sumar, meðal annars vegna skorts á starfsfólki.","summary":"Þúsundir ferðamanna gætu orðið strandaglópar í sumar vegna víðtækra verkfalla á flugvöllum í Evrópu. "} {"year":"2022","id":"49","intro":"Varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis segir fráleitt að láta lögbrot með netsölu á áfengi viðgangast. Lögregluyfirvöld eigi að stöðva söluna. Brotin varði allt að sex ára fangelsi.","main":"Formaður SÁÁ segir að stýring á aðgengi að áfengi sé sterkasta vopnið í forvörnum. Stefnubreyting virðist hafa orðið hjá stjórnvöldum um að láta netsölu áfengis óátalda.\nEyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins og varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að fylgja eigi lögum í landinu. Ríkið hafi haft einkaleyfi fyrir smásölu áfengis í eina öld. Heimkaup hefur bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem selja áfengi á netinu.\nEyjólfur furðar sig á að lögregluyfirvöld hafi ekki skorist í leikinn. Brotið sé alvarlegt. Ávinningur af sölu á áfengi í netverslun sé ólöglegur.\nÉg skil bara ekki í því að íslenska lögreglan, héraðssaksóknari og ríkissaksóknari líka, sé ekki löngu búin að stoppa þessa sölu. Ég kalla bara eftir svörum frá réttarvörslukerfinu um hvernig standi á því að það sé ekki löngu búið að stoppa sölu á áfengi á netinu í smásölu.\nEyjólfur segir að þingmenn sem haldi því fram að salan sé lögleg fari einfaldlega með rangt mál.\nOg ef einhver í Sjálfstæðisflokknum er að nota stjórnkerfið eða réttarvörslukerfið til þess að halda að þetta sé leyfilegt og að þetta sé gert þá er það bara sjálfstætt rannsóknarefni.\nUm tuttugu prósent þjóðarinnar eiga við áfengisvanda að etja að sögn Önnu Hildar Guðmundsdóttur formanns SÁÁ. Möguleiki á að panta áfengi um netið auki áfengisvanda Íslendinga án efa.\nOg þetta er náttúrulega rosaleg stefnubreyting hjá stjórnvöldum. Þá er spurning hvað ætla stjórnvöld þá að gera til að koma til móts við þá sem eiga við vanda að stríða og það sem kemur í kjölfarið.\nÞá kostar þetta samfélagið svo rosalega mikið. Ekki bara það er heilsufarsvandi það eru ótímabær dauðsföll það er bara þróun langvinnra sjúkdóma. Það er svo margt sem að vandinn kostar okkur.","summary":"Lögregla, héraðssaksóknari og ríkissaksóknari eiga að stöðva áfengissölu á netinu strax segir varaformaður allsherjar og menntamálanefndar Alþingis. Formaður SÁÁ telur að stefnubreyting hafi orðið hjá stjórnvöldum í áfengissölumálum. "} {"year":"2022","id":"49","intro":"Enn sem komið er hefur lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu ekki skilað sér hingað heim. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda veltir fyrir sér hvort olíufélögin hiki við að lækka verðið þar sem stærsti ferðamánuður ársins fer í hönd.","main":"Verð á Brent hráolíu náði hámarki 8. júní þegar verð á hverja tunnu fór yfir 123 dollara. Hækkunin var ekki lengi að skila sér til Íslands því viku síðar hækkaði bensínlítrinn í um 350 krónur þar sem hann er dýrastur. Frá þessum tíma hefur heimsmarkaðsverð leitað niður á við og stendur nú í 111 dollurum á tunnu. Þrátt fyrir það er bensínverðið enn í kringum 350 krónurnar á flestum bensínstöðvum landsins.\nRunólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að það sé gömul saga og ný að verðið hjá olíufélögunum fari hraðar upp en niður.\nEn hitt er að ef við horfum á fyrirmyndina frá Danmörku þá hefur bensínverð frá því að það var hæst í júnímánuði og þar til núna lækkað um 11 til 12 krónur. Á meðan verðið er annars vegar óbreytt frá miðjum mánuði hér og hins vegar er núna vísbending um það í morgun að allavega eitt olíufélagið sé farið í hækkunarferli.\nRunólfur veltir fyrir sér hvort olíufélögin standi frammi fyrir freistnivanda, nú þegar stærsti ferðamánuður ársins er framundan.\nHver króna í aukna álagningu á eldsneyti er fljót að skila sér í bækur félaganna því við erum þarna að tala um neysluvöru sem fer út í miklu magni. Það er vont að þeir sæti lagi í svona árferði og fylgi ekki verðlagningunni niður eins og þeir fylgja henni upp.","summary":"Lækkun á heimsmarkaðsverði olíu hefur ekki skilað sér í lækkun olíuverðs hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB veltir fyrir sér hvort stærsti ferðamánuður ársins spili þar inn í."} {"year":"2022","id":"49","intro":"Þörf fyrir fjárhagsstuðning hefur aukist í Eyjafirði. Velferðarsjóður Eyjafjarðar var stofnaður til að bregðast við þessari auknu eftirspurn.","main":"Hjálparsamtök við Eyjafjörð hafa sameinast um að stofna velferðarsjóð sem á að bregðast við aukinni þörf fyrir fjárhagsaðstoð.\nÞörf fyrir fjárhagsstuðning af hendi hjálparsamtaka í Eyjafirði hefur aukist mikið og það sem af er ári hefur jafn miklu verið úthlutað og gert var allt síðasta ár. Sigríður M. Jóhannsdóttir, formaður nýstofnaðs Velferðarsjóðs Eyjafjarðar segir að ýmislegt spili þar inn í.\nÞað er bara hækkun á húsaleigu og hækkun á öllum matvörum og bensíni og annað sem veldur því að fólk bara á örorkubótum nær ekki endum saman.\nVelferðarsjóður Eyjafjarðar var stofnaður til að bregðast við þessari auknu þörf. Hann er formlegur samstarfsvettvangur Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Markmiðið er að sjóðurinn starfi allt árið og safni fjármunum til að veita fjölskyldum og einstaklingum sem á þurfa að halda styrki af ýmsum toga.\nBorga skólagjöld og svoleiðis ef fólk er í framhaldsskólum sem er að byggja sig upp til dæmis íþróttastyrki og sálfræðiaðstoð, fermingarstyrki, sumardvalir. Það er ýmislegt sem við höfum verið að styrkja.\nHún segir mikilvægt að bregðast við þessari auknu eftirspurn\nVið vonumst bara til að almenningur og fyrirtæki verði dugleg að styrkja okkur.","summary":"Þörf fyrir fjárhagsstuðning hefur aukist í Eyjafirði. Velferðarsjóður Eyjafjarðar var stofnaður til að bregðast við þessari auknu þörf."} {"year":"2022","id":"50","intro":"Stjórnvöld í Finnlandi og Svíþjóð staðfesta sáttmála Atlantshafsbandalagsins á þriðjudag. Pólitísk ákvörðun um að bjóða þeim aðild var tekin á leiðtogafundinum í Madrid sem lauk í morgun, en þjóðþing og ríkisstjórnir nokkurra aðildarríkja eiga eftir að afgreiða umsóknirnar formlega.","main":"Stjórnvöld í Finnlandi og Svíþjóð staðfesta á þriðjudag sáttmála Atlantshafsbandalagsins, eftir að leiðtogar aðildarríkja NATO tóku í gær formlega ákvörðun um að bjóða ríkjunum tveimur í bandalagið. Leiðtogafundinum í Madrid lauk í morgun; Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að stórar ákvarðanir hafi verið teknar þar.\nJens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO greindi frá þessum áformum Sviþjóðar og Finnlands - þessi undirskrift verður gerð á þriðjudaginn - mögulega í höfuðstöðvum NATO í Brussel - en þrátt fyrir að leiðtogar aðildarríkjanna hafi formlega boðið þeim í bandalagið í gær, hafa enn ekki öll þjóðþing og ríkisstjórnir aðildarríkjanna afgreitt málið og samþykkt umsóknina - Alþingi Íslendinga hefur gert það - sem og þjóðþing Eystrasaltsríkjanna og annarra ríkja innan NATO - en í Bandaríkjunum þarf umsókin til að mynda að fara fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings.\nStoltenberg sagði í morgun að þetta hefði verið afdrifaríkur leiðtogafundur, þar sem mikilvægar ákvarðanir hefðu verið teknar - undir það tekur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.\nÞað er auðvitað mjög margt að gerast á þessum fundi. það er verið að samþykkja langtímastefnu fyrir bandalagið til næsta áratugar, það er auðvitað verið að endurskoða viðbúnaðinn innan bandalagsins vegna stríðsins í Úkraínu - það er verið að stórauka viðbúnað í austurhluta bandalagsins, þannig að það er líka stór ákvörðun, og svo í þriðja lagi er búið að taka ákvörðun um að bjóða Finnland og Svíþjoð velkomin í bandalagið þannig að þetta eru þrjár mjög stórar ákvarðanir sem verðskulda heilan fund.\nEn innrásin í Úkraínu þýðir einnig að önnur mál eru sett til hliðar, segir Katrín.\nþað er auðvitað margt sem hefur ekki fengið næga athygli vegna stöðunnar í Úkraínu, eins og til dæmis sú staðreynd að við erum að setja loftslagsmálin inn í langtímastefnuna, sem við Íslendingar höfum talað mjög skýrt fyrir á undanförnum árum, það er verið líka að leggja aukna áherslu á jafnréttismál, sem er annað sem við höfum talað fyrir, þannig að það eru margar fréttir af þessum fundi.","summary":"Stjórnvöld í Finnlandi og Svíþjóð staðfesta sáttmála Atlantshafsbandalagsins á þriðjudag. Pólitísk ákvörðun um að bjóða þeim aðild var tekin á leiðtogafundinum í Madrid sem lauk í morgun, en þjóðþing og ríkisstjórnir nokkurra aðildarríkja eiga eftir að afgreiða umsóknirnar formlega. "} {"year":"2022","id":"50","intro":"Samtök sem berjast fyrir málefnum hinsegin fólks í Póllandi fagna niðurstöðu hæstaréttar stjórnsýslulaga. Hann ógilti reglur fjögurra sveitarfélaga sem komu upp svokölluðum svæðum án hinsegin fólks.","main":"Hæstiréttur stjórnsýslulaga í Póllandi hefur staðfest ógildingu svokallaðra svæða án hinsegin fólks í fjórum sveitarfélögum. Baráttusamtök fyrir málefnum hinsegin fólks fagna sigri mannréttinda í Póllandi.\nHerferð gegn hómófóbíu eru baráttusamtök hinsegin fólks í Póllandi, fögnuðu stórsigri í gær. Justyna Nakielska, talsmaður samtakanna segir í samtali við Fréttastofu að svæðin eru þekkt sem\n\"svæði án hinsegin fólks (LGBT-free zones).\nJustyna segir að tugir sveitarfélaga hafi samþykkt reglugerðina og hafi þáverandi formaður Mannréttindaskrifstofu Póllands kært 9 sveitarfélög. Í fimm tilvikum ákváðu lægri dómstig að þessi svæði væru ólögleg. Fjórum málum var áfrýjað til Hæstaréttar stjórnsýslulaga sem staðfesti að svæðin væru ólögleg í öllum fjórum tilvikum. Justyna vonar að núverandi formaður Mannrétindaskrifstofunnar haldi áfram að vinna í að ógilda reglugerðina í öllum hinum sveitarfélögunum.\nReglugerðir sveitarfélaganna sneru að því að banna svokallaða upphafningu samkynhneigðar, sérstaklega í skólum. Framkvæmdarstjórn ESB lýsti því yfir að reglugerðirnar gengju gegn lögum Evrópusambandsins um að ekki mætti mismuna fólki á grundvelli kynhneigðar.\nFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur innleitt í samstarfssamninginn við Pólland ákvæði sem bannar fjárhagslegan stuðning við sveitarstjórnir sem hafa samþykkt \u001esvæði án hinsegin fólks\". Ákvæðið í samstarfssamningnum mun án efa leiða til þess að ályktanir sveitarstjórna verða felldar úr gildi, vegna þess að fjárveitingar sambandsins nema rúmlega sjötíu tveimum milljörðum evra.\nHerferð gegn hómófóbíu segir að niðurstaða Hæstaréttar stjórnsýslulaga og nýja ákvæðið í lögum ESB sé stórsigur í baráttunni fyrir lýðræði og mannréttindum.","summary":"Samtök sem berjast fyrir málefnum hinsegin fólks í Póllandi fagna niðurstöðu hæstaréttar stjórnsýslulaga. Hann ógilti reglur fjögurra sveitarfélaga sem komu upp svokölluðum svæðum án hinsegin fólks."} {"year":"2022","id":"50","intro":"Varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins vill setja á fót dómstól þar sem hægt er að ákæra fyrir glæpi gegn friði. Hún segir árásarstríð Rússa djúpt og mikið brot á alþjóðalögum.","main":"Undirnefnd laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþings hefur nýlokið vettvangsferð til Úkraínu. Tilgangurinn var að kanna aðstæður og ásakanir um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni sem hafa verið settar fram gegn yfirvöldum í Rússlandi og rússneska hernum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata fór fyrir Íslands hönd og fundaði með yfirvöldum í Kyiv.\nÞað sem kom út úr því er kannski einna helst tvennt. Það er mikilvægi þess að setja á laggirnar sérstakan dómstól sem getur ákært fyrir glæp gegn friði. Það er að segja fyrir að skipuleggja þetta árásarstríð sem er auðvitað djúpt og mikið brot á alþjóðalögum. Svo hins vegar að setja á fót einhvers konar bótanefnd sem að hefur það hlutverk að deila út skaðabótum til fórnarlamba stríðsins og líka auðvitað gagnvart þeim gríðarlegu skemmdum sem hafa orðið vegna árásar Rússa.\nÞórhildur segir ráðið hafa kallað eftir að eignir þeirra sem fjármagni stríðið verði gerðar upptækar og söluandvirði eignanna notað til að fjármagna bæturnar.\nÞau eru líka að óska eftir aðstoð til að mynda sérfræðinga í réttarmeinafræðum í rannsóknum sem geta aðstoðað þau við að rannsaka þetta gríðarlega magn stríðsglæpa sem hafa átt sér stað þarna. Þau telja um tuttugu þúsund atvik núna.\nSérfræðiþekking geti nýst Úkraínumönnum á víðtækan hátt.\nSömuleiðis er víðtækt kynferðislegt ofbeldi alls staðar þar sem rússneski herinn kemur við sögu og gríðarlegt stigma varðandi það að segja frá því. Þannig að það vantar líka sérfræðinga til að aðstoða við að safna gögnum um þetta og þar getum við auðvitað aðstoðað.","summary":"Árásarstríð Rússa er djúpt og mikið brot á alþjóðalögum. Þetta segir varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins sem vill setja á fót dómstól þar sem hægt er að ákæra fyrir glæp gegn friði."} {"year":"2022","id":"50","intro":"Fimmtugasti rampurinn í átakinu Römpum upp Ísland var formlega opnaður í Fjarðargötu í Hafnarfirði í morgun. Markmið átaksins er að setja upp þúsund rampa fyrir 11. mars 2026 og er tilgangurinn að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi. Vilhjálmur Hauksson, 13 ára nemandi í Setbergsskóla í Hafnarfirði, opnaði fimmtugasta rampinn rétt fyrir hádegi. Vilhjálmur hefur verið duglegur að láta til sín taka í tillögum og umræðu um mannréttindi, skólamál, umhverfismál og aðgengismál. Fréttastofa náði tali af honum rétt eftir opnunina.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"50","intro":"Formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar gagnrýnir slitlagsviðgerðir Vegagerðarinnar sem hann segir hafi fjölgað framrúðubrotum og sprungumsvo um munar , með tilheyrandi kostnaði og slysahættu. Hann segir að kostnaðurinn nemi hundruðum milljóna árlega fyrir bílaleiguna Hertz þar semhann starfar. Vegagerðin segir erfitt að leysa þetta vandamál að fullu en leiðibílum hafi verið fjölgað.","main":"Hendrik Berndsen, formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar, skrifaði grein á Vísi í morgun sem ber yfirskriftina Steinkast stútar sumrinu. Þar eru slitlagsviðgerðir Vegagerðarinnar gagnrýndar. Hann segir að harpaðri möl sé dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð séu látin þjappa og valdi tjóni vegna steinkasts.\nFyrir fimm eða sex árum síðan var sprenging í kostnaði. Núna í ár þegar okkur vantar bíla og við fáum ekki rúður í bílana. Og eða tíman sem tekur að skipta um. í dag hjá okkar fyrirtæki eru 30 bílar stopp af því að það vantar framrúðu í þá. Þetta er óþarfa kostnaður og mengun.\nRúðurnar geta kostað allt frá frá 50-300.000 þúsund og upp í milljón fyrir rútur.\nVið erum ekki að taka inn í til dæmis þessa bíla sem stoppa. þetta er að verða af tekjum sem hver bíll er um tugir þúsunda, en beinn kostnaður hjá okkur slagar upp í 100 milljónir,\njá og óbeinn kostnaður er örugglega annað eins.\nG. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að Vegagerðin hafi reynt að bregðast við með því að auka notkun svokallaðra leiðibíla. Þeir leiði bílaraðir yfir lengri kafla, passi að bílar mætist ekki og dragi þannig úr steinkasti.\nvið erum ekki að láta umferðina þjappa þetta eins og er almennt talað um, heldur er þjappað. Í öðru lagi þá þarf að líða ákveðinn tími frá því að það er þjappað og verkinu er lokið þar til að hægt er að sópa og losa sig við lausu steinana. Þetta þarf að taka sig áður en það er hægt. Þess vegna er ekki hægt að koma öðru verklagi á.\nHendrik segir að þetta skapi mikla hættu, því ferðamanninum bregði oft mjög og aki útaf.\nÞví miður hefur vegagerðin ekki viljað hlusta á kall samtaka ferðaþjónustunnar sem hefur oftar en ekki rætt þeta við vegagerðina á fundum. Eina sem kom í gegn var að kornastærðin minnkaði. En við vitum að það eru til valtrarar sem eru með gúmmíhjól sem geta valtrað þetta eins og gúmmídekk á bílum.\nSamtökin hafa bent Vegagerðinni á að sópun og völtun gæti bjargað miklu auk merkinga sem boða lækkaðan hraða, sem sé ábótavant. G. Pétur segir að Vegagerðin sé í átaki í merkingum.\nG. Pétur segir að Vegagerðin yrði ekki komin langt með bundið slitlag ef ætti að leggja malbik alls staðar sem kosti þrisvar til fimm sinnum meira. Klæðing sé notuð víða í heiminum í stað malbiks.\nÞað er enginn lausn við því að laga þetta alveg en við vinnum auðvitað að því að draga sem mest úr því að þetta gerist.","summary":"Brotnar framrúður kosta bílaleiguna Hertz hundruð milljóna króna á ári hverju. Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna slitlagsviðgerðir vegagerðarinnar sem hafi farið versnandi undanfarin fimm ár. Vegagerðin segir erfitt að leysa vandamálið að fullu."} {"year":"2022","id":"50","intro":"Ferdinand Marcos yngri var settur í embætti forseta Filippseyja í morgun. Hann er sonur Ferdinands Marcos, einræðisherra frá 1965 til 1986 sem arðrændi þjóðina með því að stela hundruðum milljarða króna af ríkinu.","main":"Marcos yngri, sem alla jafna er kallaður Bongbong, vann stórsigur í forsetakosningum í síðasta mánuði. Hann fékk 59 prósent atkvæða en Leni Robredo, sem hafnaði í öðru sæti, fékk 28 prósent.\nNýr varaforseti, Sara Duterte, hefur sömuleiðis áhugaverð ættartengsl. Hún er dóttir Rodrigos Duterte, sem lét af forsetaembætti í morgun og stóð fyrir fíkniefnastríði í landinu þar sem mikill fjöldi fólks var tekinn af lífi án dóms og laga.\nÍ innsetningarræðu sinni vottaði Marcos yngri föður sínum virðingu sína og sagði hann hafa náð glæsilegum árangri í valdatíð sinni. Marcos eldri stýrði dómstólum landsins, fjölmiðlum og undir hans stjórn pyntaði her landsins og jafnvel myrti fjölda stjórnarandstæðinga.\nWhen my call for unity started to resonate with you, it did so because it echoed your yearnings, mirrored your sentiments, and expressed your hopes for family, for a country and for a better future.\nMarcos sagði boðskap sinn hafa náð til kjósenda enda vildi hann styrkja fjölskyldur, efla landið og sækja í átt að betri framtíð.\nKosningabarátta hins nýja forseta var fyrst og fremst háð á samfélagsmiðlum og náði hann þannig að höfða til dæmis til yngri kjósenda sem voru ekki fæddir þegar faðir hans var við völd, segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Gagnrýnendur Marcos segja framboð hans hafa dreift röngum upplýsingum og reynt að fegra ímynd Marcos eldri.","summary":"Bongbong Marcos, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, var settur í embætti forseta í morgun. Í innsetningarræðu sagði hann föður sinn hafa afrekað margt þegar hann var við völd."} {"year":"2022","id":"51","intro":"Raskanir á innanlandsflugi undanfarna mánuði hafa valdið farþegum miklum óþægindum. Forstjóri Icelandair segir að nú horfi til betri vegar og í næstu viku eigi allar vélar að vera í kerfinu.","main":"Forstjóri Icelandair segir að meira jafnvægi fari að komast á innanlandsflug. Staðan á flugvélum félagsins sé að batna en ófyrirsjáanlegar tafir á innflutningi aðfanga hafi haft mikil áhrif.\nMiklar raskanir hafa verið á innanlandsflugi það sem af er ári vegna veðurs, áhrifa heimsfaraldurs og viðhaldsvinnu. Þessar raskanir, miklar sem litlar, geta haft áhrif á erindagjörðir fólks og áform. Þá hefur Icelandair einnig verið gagnrýnt fyrir ósveigjanleika og lélegt upplýsingaflæði.\nBogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að auk óhagstæðs veðurs og áhrifa heimsfaraldurs hafi viðhaldsskoðanir á flugvélum tekið lengri tíma en búist var við.\nog það gengur hægar að fá varahluti núna en í venjulegu ári hjá okkur og öllum öðrum þannig að við og heimurinn allur erum að fást við aðstæður sem enginn átti von á að vera í akkúrat núna.\nTafir á aðföngum til landsins hafi verið ófyrirsjáanlegar og það sé krefjandi að halda úti innanlandsflugi á Íslandi þar sem veður er briðgult.\nOkkar markmið er alltaf að gera eins vel og við getum fyrir viðskiptavini okkar, veita eins góða þjónustu og við getum en við skiljum að sjálfsögðu að þetta getur verið óþægilegt fyrir okkar viðskiptavini ef við erum að breyta flugum með skömmum fyrirvara en það er alls ekki eitthvað sem við leikum okkur að.\nBogi Nils segir að það horfi til betri vegar og frá og með næstu viku eigi allar vélar að vera í kerfinu.","summary":"Raskanir á innanlandsflugi undanfarna mánuði hafa valdið farþegum miklum óþægindum. Forstjóri Icelandair segir að nú horfi til betri vegar og í næstu viku eigi allar vélar að vera í kerfinu."} {"year":"2022","id":"51","intro":"Umhverfisráðherrar Evrópusambandsríkjanna hafa sammælst um að banna nýskráningar bensín- og dísilbíla árið 2035 og veita 59 milljörðum evra í að hlífa fátækari Evrópubúum við kostnaði vegna aðgerða í loftslagsmálum.","main":"Eftir sextán klukkutíma fund komust ráðherrarnir loks að samkomulagi um frekari aðgerðir í loftslagsmálum en samþykktin á eftir að fara fyrir Evrópuþingið. Þar nýtur bann við nýskráningu bíla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti einnig stuðnings og þykir ólíklegt að sú stefna breytist.\nEvrópusambandið vill ná kolefnishlutleysi árið 2050 og þessar aðgerðir eru liður í því. Frans Timmermans, loftslagsmálastjóri sambandsins, sagði í færslu á Twitter að ráðherrarnir hefðu stigið stórt skref sem sé ekki síður mikilvægt vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hann sagðist vona að Evrópuþingið vinni málið hratt.\nÍtalía, Portúgal, Slóvakía, Búlgaría, Rúmenía og Pólland vildu fresta banni nýskráninga en samþykktu markmiðið að lokum.\nÞá samþykktu ráðherrarnir að stofna 59 milljarða evra sjóð til að lágmarka neikvæð áhrif af hertum aðgerða í loftslagsmálum á fátækari íbúa aðildarríkjanna. Öll aðildarríkin fá að leggja fram tillögur um hvernig skuli verja fénu, til dæmis í að niðurgreiða grænar samgöngur. Litáar, Lettar og Pólverjar þrýstu á að sjóðurinn yrði stærri. Finnar, Danir og Hollendingar, auðugri ríki sem munu leggja meira í sjóðinn en þau fá úr honum, vildu að hann yrði minni.","summary":"Útlit er fyrir að nýskráningar bensín- og dísilbíla verði bannaðar í ríkjum Evrópusambandsins árið 2035. Umhverfisráðherrar aðildarríkjanna hafa komist að samkomulagi þess efnis."} {"year":"2022","id":"51","intro":"Brugghús geta ekki hafið sölu á áfengi á föstudag, þegar ný áfengislög taka gildi, þar sem enn er ekki hægt að sækja um leyfi til þess hjá sýslumanni. Skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar segir að borgin ætli að hraða ferlinu eins og kostur er.","main":"Mikil breyting varð á áfengislögum um miðjan júní þegar samþykkt var að frá og með næstu mánaðarmótum mætti selja áfengi beint frá framleiðslustað. Brugghúsin þurfa þó að bíða eitthvað lengur því enn er ekki hægt að sækja um leyfi hjá sýslumanni.\nHelga Björk Laxdal, skrifstofustjóri Reykjavíkurborgar, segir að borgin hafi undirbúið sig mjög vel og hyggist vinna leyfin eins hratt og auðið er, um leið og þau berist frá sýslumanni.\nVið erum búin að vinna ákveðna forvinnu og búum svo vel hjá Reykjavíkurborg að í aðalskipulagi Reykjavíkur er nú þegar skilgreint hvar má vera með svona starf semi. Og á hvaða tíma.\nVið erum fljót að finna út úr því þegar umsóknirnar byrja að berast.\nHún gerir ráð fyrir að fyrstu umsóknir berist á morgun.\nEn við þurfum að skoða hvert mál fyrir sig setja ákveðnar skyldur á sveitarfélögin og þar með talið Reykjavíkurborg. Okkur ber skylda til að tryggja að starfsemin sé í samræmi við bæði lög um hollustuhætti og að þetta sé brunakröfur uppfylltar osfrv.\nBorgin sé engu að síður tilbúin að hraða ferlinu eins og hægt er.\nEn svo er það líka umsækjendanna að sjá til þess að gögnin séu í lagi osfrv og ef allir passa upp á sitt þá ættum við að geta séð fram á að einhverjir geti opnað fyrir haustið, jafnvel í ágúst.","summary":"Brugghús geta að líkindum ekki hafið sölu á áfengi fyrr en með haustinu, þar sem ekki er hægt að sækja um leyfi til þess hjá sýslumanni. Ný áfengislög taka gildi á föstudag. "} {"year":"2022","id":"51","intro":"Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá því í lok ársins 2009 en hún er komin í átta komma átta (8,8) prósent. Íbúðarverð hefur áfram mikil áhrif á mælingar, að sögn hagfræðings hjá Íslandsbanka.","main":"Verðbólgan er komin í átta komma átta (8,8%) prósent, samkvæmt mælingu Hagstofunnar sem birt var í morgun. Hún hefur tvöfaldast á einu ári og ekki verið hærri frá október 2009 þegar hún var níu komma sjö prósent (9,7%). Samkvæmt verðbólgumarkmiðum Seðlabankans er stefnt að því að halda verðbólgu í tveimur og hálfu prósenti. Hún er því margfalt meiri en markmiðið segir til um. Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að íbúðaverð og eldsneytisverð hafi mest að segja í þessari mælingu.\nÞetta er enn og aftur íbúðaverðið sem er að hafa þessi miklu áhrif og svo þessi innflutta verðbólga.\nÞað eru matvöruverð og eldsneytisverð sem hafa helstu áhrif á þessa verðbólgumælingu.\nBergþóra segir að verðbólga í nágrannalöndunum leiði til innfluttrar verðbólgu hér á landi sem birtist í hækkandi matvöruverði og eldsneytisverði.\nTil að mynda hækkaði eldsneytisverð um tíu prósent núna á milli mánaða, núna í júní. Þetta þýðir að samkvæmt mælingu Hagstofunnar hefur eldsneytisverð hækkað um 26% frá áramótum. Þetta er auðvitað mjög mikil hækkun og fer beint inn í verðbólgutölur.\nSvo finnur fólk auðvitað fyrir þessu sem þarf að taka bensín á bílana sína og svo framvegis.\nBergþóra segir ekki gott ástand á íbúðarmarkaði og að erfitt sé að koma sér inn á hann í þessu árferði. Verðbólgan hafi áhrif á daglegt líf fólks.\nHvað varðar helstu nauðsynjarvörur, matvörur og þess háttar, þá hafa þær náttúrulega hækkað gríðarlega mikið. Og fólk finnur fyrir því, ég held að langflestir sem hafa farið að versla í matinn og aðrar vörur finni fyrir miklum hækkunum.\nÞetta þýðir líklegast það að kaupmáttur launa mun líklegast rýrna hjá langflestum með þessar háu verðbólgutölur.","summary":"Íbúðaverð og innflutt verðbólga hefur mikil áhrif á mælingar á verðbólgu, að sögn hagfræðings hjá Íslandsbanka. Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá því í október 2009. Hún er nú komin í átta komma átta prósent. "} {"year":"2022","id":"51","intro":"Kvennalandsliðið í fótbolta leikur í dag eina æfingaleik sinn í undirbúningi fyrir Evrópumeistaramótið sem hefst í næstu viku. Liðið mætir Póllandi ytra og leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV.","main":"Flautað verður til leiks klukkan hálftvö og Ísland er talið sigurstranglegra í leiknum. Á föstudag heldur liðið til Þýskalands í æfingabúðir áður en það fer til Englands þar sem mótið er haldið. Fyrsti leikur liðsins á mótinu verður gegn Belgíu í Manchester 10. júlí.\nOg meira af kvennalandsliðinu í fótbolta. Liðið er ekki lengur í efsta sæti C-riðils í undankeppni heimsmeistaramótsins, sem fram fer á næsta ári eftir að Holland lagði Hvíta-Rússland, 3-0, á heimavelli í gær. Holland er eftir leikinn með 17 stig í efsta sæti. Ísland er í öðru sæti með 15 stig en á leik til góða á móti Hvíta-Rússlandi. Holland og Ísland mætast í byrjun september í leik sem sker úr um hvort liðið fer beint á HM og hvort fer í umspil. Bæði lið eru eftir leikinn örugg um sæti í umspili.\nÍslands- og bikarmeistarar Víkings unnu öruggan 6-0 sigur á Selfyssingum, sem leika í fyrstu deild, í síðasta leik 16-liða úrslita bikarkeppninnar í knattspyrnu karla í gær. Helgi Guðjónsson og Logi Tómasson skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Víking en Selfyssingar voru manni undir stærstan hluta seinni hálfleiks.\nSerena Willams sneri í gær aftur á völlinn í einliðaleik kvenna í tennis á Wimbledon-mótinu sem hófst í fyrradag. Williams, sem hefur unnið 23 risatitla á ferlinum, næstflesta allra, hefur átt í meiðslum allt síðastliðið ár. Hún mætti hinni frönsku Harmony Tan í gær og eftir spennandi og rúmlega þriggja klukkustunda leik fór Tan með sigur af hólmi. Efsta kona heimslistans, hin pólska Iga Swiatek, vann sinn leik í fyrstu umferðinni í gær líkt og Spánverjinn Rafael Nadal í karlaflokki. Bæði unnu þau Opna franska meistaramótið fyrir skömmu og eru því til alls líkleg nú.","summary":null} {"year":"2022","id":"51","intro":"Og áfram af þessum málum, því að Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta, segir dæmi um að fólk hafi fundið sátt utan dómstóla á Íslandi en það sé ekki algengt.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"52","intro":"Konur eru aðeins þriðjungur viðmælenda í fréttum. Hlutur þeirra er rýrari hér en víðast annars staðar á Norðurlöndum.","main":"Valgerður Jóhannsdóttir, doktor í fjölmiðlafræði og lektor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, er annar höfunda greinar um kynjaslagsíðu í fjölmiðlum sem birtist í tímaritinu Stjórnmálum og stjórnsýslu. Byggt er á gögnum sem aflað er í alþjóðlegri fjölmiðlavöktun, þar sem valinn er einn dagur á ári í fjölmiðlum og hann skrásettur. Athygli vekur að þrátt fyrir að Íslendingar séu almennt framarlega þegar kemur að jafnréttismálum endurspeglast það ekki í fjölmiðlum.\nÞað er ekki nema þriðjungur viðmælenda í fréttum sem eru konur og hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari heldur en víðast á Norðurlöndunum, og það er auðvitað bara athyglisvert í sjálfu sér að þannig sé enn þá staðan.\nValgerður segir að fáar konur séu í hlutverki sérfræðinga og álitsgjafa í fréttum, sem sé ekki í samræmi við stöðu kvenna í samfélaginu. Það veki þó nokkra von um að framfarir gætu orðið á næstu árum hversu hátt hlutfall kvenna hafi verið í innlendum fréttum.\nÞegar að við skoðuðum sérstaklega hlutfall kvenna í innlendum fréttum þá var hvorki meira né minna en 56%\nValgerður segir rannsakendur þó ekki treysta sér til að fullyrða neitt vegna þess að þetta hátt hlutfall í innlendum fréttum gæti hafa verið tilfallandi þann dag sem skrásettur var. Þennan dag hafi ríkisstjórnin kynnt efnahagsráðstafanir og viðbrögð við COVID-faraldrinum og mikið verið talað við forsætisráðherra og ráðherra ferðamála sem báðar hafi verið konur.","summary":null} {"year":"2022","id":"52","intro":"Skólp frá að minnsta kosti fimmtíu þúsund Íslendingum rann óhreinsað til sjávar árið 2020. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu fráveitumála. Litlar úrbætur hafa orðið á fráveitumálum á Íslandi frá árinu 2014.","main":"Lengi tekur sjórinn við, eða svo hefur löngum verið sagt. Hann hefur fengið að kenna á þessari hugsun, því víða rennur skólp enn óhreinsað til sjávar. Öll þéttbýlissvæði áttu að vera komin með fullnægjandi skólphreinsun í lok árs 2005. Með fullnægjandi skólphreinsun er átt við annað hvort eins eða tveggja þrepa hreinsun, og enn ítarlegri hreinsun ef þörf krefur. Áður en eiginleg hreinsun hefst þarf að grófhreinsa skólpið af rusli, fitu og öðrum aðskotahlutum. Umhverfisstofnun segir í nýrri stöðuskýrslu fráveitumála fyrir árið 2020, að litlar framfarir hafi orðið í fráveitumálum á Íslandi frá árinu 2014. Þá var hlutfall óhreinsaðs skólps á Íslandi með því hæsta sem gerðist í ríkjum OECD. Árið 2020 rann skólp frá að minnsta kosti 49.000 íbúum óhreinsað til sjávar, meðal annars frá Ísafirði, Sauðárkróki, Húsavík, Vestmannaeyjum, Selfossi, Grindavík og Keflavík. Skólpið er grófhreinsað á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Akranesi, í Borgarnesi og Njarðvík, en tveggja þrepa hreinsun var hvergi fullnægjandi fyrir tveimur árum. Flestir þéttbýlisstaðirnir losa skólp í sjó, en nokkrir í ár og árósa. Í nýrri vatnaáætlun Íslands er fráveita talin sá mengunarþáttur sem veldur mestu álagi á vatn og umhverfi þess á Íslandi.","summary":"Litlar úrbætur hafa orðið á fráveitumálum á Íslandi frá árinu 2014. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu fráveitumála fyrir árið 2020. Þá rann skólp frá tæplega fimmtíu þúsund manns óhreinsað til sjávar. "} {"year":"2022","id":"52","intro":"Apabóla, veirusótt sem geisað hefur víða í Afríku um áratugaskeið og skaut nýverið upp kollinum í Evrópu og Norður-Ameríku, flokkast ekki sem heimsfaraldur eða neyðarástand á alþjóðavísu. Þetta kom fram á fréttafundi stjórnenda Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf í gær.","main":"Áfallaráð stofnunarinnar komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum á fimmtudag, þar sem farið var yfir og fjallað um útbreiðslu sóttarinnar, stöðu og horfur. En þótt apabóla teljist ekki heimsfaraldur og ekki sé ástæða til að lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna hennar eins og staðan er núna, telur ráðið að brýn þörf sé skjótum og víðtækum aðgerðum til að tryggja að það breytist ekki. Apabóla hefur geisað í Mið- og Vestur-Afríku áratugum saman, en var lítt þekkt annars staðar í heiminum þar til í maí síðastliðnum, þegar hún tók að greinast í fólki, einkum sam- og tvíkynhneigðum karlmönnum, í Evrópu og Norður-Ameríku. Síðan þá hefur hún greinst í fjölda fólks í yfir 40 ríkjum, þar sem hún hafði sárasjaldan eða aldrei greinst áður, og breiðst nokkuð hratt út. Því þykir full ástæða til að fylgjast grannt með þróun mála næstu vikur, sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, og endurmeta stöðuna í samræmi við það.","summary":"Apabóla flokkast ekki sem heimsfaraldur eða neyðarástand á alþjóðavísu, samkvæmt niðurstöðu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. "} {"year":"2022","id":"52","intro":"Umhverfisráðherra segir ríkið hafa fallið frá forkaupsrétti á hluta Fjaðrárgljúfurs þar sem hægt var að ná markmiðum náttúruverndar án þess að ríkið gengi inn í kaupin.","main":"Íslenska ríkið ákvað að nýta ekki forkaupsrétt sinn á jörðinni Heiði í Skaftárhreppi. Hluti náttúruperlunnar Fjaðrárgljúfurs, sem er á náttúruminjaskrá, er innan jarðarinnar. Ríkið hefur samkvæmt lögum forkaupsrétt að jörðum á náttúruminjaskrá.\nGuðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir ráðuneytið hafa metið svo að mikilvægt væri að vernda svæðið vegna mikils ágangs ferðamanna. Hægt sé að ná markmiðum verndar án þess að ríkið gangi inn í kaupin.\nÍ fyrsta lagi stóð okkur aldrei til boða að kaupa allt gljúfrið. Gljúfrið er landamerki og það eru mun fleiri eigendur. Markmið okkar var að friða gljúfrið og við höfum náð því fram að allir eigendur hafa skrifað undir yfirlýsingu þess efnis að það verði farið í friðlýsingu á gljúfrinu. Sem þýðir það að almannaréttur er tryggður og það sem er mest um vert er það að gljúfrið verður verndað en það hefur ekki verið gert fram til þessa.\nHingað til hefur aðgangur að gljúfrinu verið gjaldfrjáls en í samkomulagi ríkis og landeiganda er kveðið á um innheimtu hóflegra bílastæðagjalda. Umhverfisráðherra leggur áherslu á að gjöldin skuli alfarið renna til uppbyggingar þjónustu, reksturs og innviða fyrir þá sem ferðast um svæðið. Innheimtan verði ekki til þess að skerða för þeirra, sem ekki hafa hug á að nýta bílastæðin, um gljúfrið.","summary":"Íslenska ríkið nýtti ekki forkaupsrétt á hluta Fjaðrárgljúfurs, þar sem hægt var að ná markmiðum náttúruverndar án þess að ríkið gengi inn í kaupin, að sögn umhverfisráðherra. "} {"year":"2022","id":"52","intro":"Eldflaugaárás var gerð á íbúðahverfi í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu í morgun, um svipað leyti og leiðtogar G7 ríkjanna, öflugustu iðnríkja heims, komu saman í suðurhluta Þýskalands. Úkraínsk stjórnvöld segja að eldflaugunum hafi verið skotið frá rússneskum herskipum í Kaspíahafinu.","main":"Fjórir eru særðir eftir að eldflaugaárás var gerð á íbúðahverfi í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, í morgun. Árásin var gerð um svipað leyti og leiðtogar G7 ríkjanna, öflugustu iðnríkja heims, komu saman í Þýskalandi, til að ræða innrás Rússa í Úkraínu og áframhaldandi stuðning við stjórnvöld í Kænugarði.\nLoftvarnaflaugur í Kænugarði glumdu um klukkan hálf sjö að staðartíma í morgun - skömmu síðar heyrðust sprengingar og þykkan reyk lagði til himins frá íbúðahverfinu sem eldflaugarnar hittu - nálægt vopnaverksmiðju, sagði borgarstjórinn í Kænugarði, Vladimir Klitsjko, sem fór á staðinn ásamt björgunarliði. Tvö stór íbúðarhús eru mikið skemmd - og að minnsta kosti fjórir íbúar hafa verið verið fluttir á sjúkrahús.\nVið vitum að það er fólk inni - við heyrum í þeim, og ætlum að gera okkar besta til að ná þeim út\nsagði Klitsjko í morgun. Talsmaður úkraínska hersins segir að eldflaugunum hafi verið skotið frá herskipum Rússa í Kaspíahafi, langt fyrir austan Úkraínu. Önnur eldflaugaárás varð gerð skömmu fyrir hádegið á þrjár þjálfunarbúðir úkraínska hersins í norður og vesturhluta Úkraínu, og þar sögðust Rússar hafa verið að verki. Árásirnar koma um svipað leyti og leiðtogar G7 ríkjanna koma saman í bæversku Ölpunum í suðurhluta Þýskalands, þar sem innrás Rússa í Úkraínu verður í brennidepli. Stjórnvöld í Úkraínu vilja að leiðtogar G7 ríkjanna leggi Úkraínu til fleiri vopn og leggi harðari refsiaðgerðir á Rússland.","summary":"Eldflaugaárás var gerð á íbúðahverfi í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu í morgun, um svipað leyti og leiðtogar G7 ríkjanna, öflugustu iðnríkja heims, komu saman í suðurhluta Þýskalands. Úkraínsk stjórnvöld segja að eldflaugunum hafi verið skotið frá rússneskum herskipum í Kaspíahafinu. "} {"year":"2022","id":"52","intro":"Árásarmaðurinn í Osló er talinn hafa átt í samskiptum við þekktan trúarofstækismann í aðdraganda árásarinnar í borginni í fyrrinótt. Yfirheyrslur yfir honum hófust í morgun.","main":"Árásarmaðurinn Zaniar Matapour hefur verið kærður fyrir manndráp, tilraun til manndráps og hryðjuverk eftir að hafa skotið tvo menn til bana og sært fleiri í miðborg Osló um helgina.\nSamkvæmt heimildum Norska ríkisútvarpsins hafði Matapour verið í samskiptum við öfgamanninn Arfan Bhatti. Bhatti, sem er áberandi meðlimur í hópi róttækra íslamista í Noregi, hafði nokkrum dögum fyrr birt mynd af brennandi regnbogafána á Facebook-síðu sinni þar sem hann hvatti til morða á samkynhneigðu fólki.\nEnn fremur rannsakar norska lögreglan nú tengsl Matapour, við hóp íslamista og hvort hann hafi verið í sambandi við fleiri trúarofstækismenn. Í gær var greint frá því að Norska öryggislögreglan hafi vitað af Matapour og haft á honum gætur vegna samskipta hans við öfgamenn.","summary":"Árásarmaðurinn í Ósló í Noregi er talinn hafa átt í samskiptum við þekktan trúarofstækismann áður en hann framdi verknaðinn. Yfirheyrslur yfir honum hófust í morgun. "} {"year":"2022","id":"52","intro":"Bandaríska frjálsíþróttakonan Sydney McLaughlin bætti í gærkvöld eigið heimsmet í 400 metra grindahlaupi þegar hún varð bandarískur meistari í greininni.","main":"McLaughlin er ríkjandi ólympíumeistari í greininni en hún var meðal keppenda á bandaríska meistaramótinu í frjálsíþróttum sem fram fer í Oregon um helgina. McLaughlin kom í mark á 51,41 sekúndu sem er bæting á fyrra heimsmeti hennar um fimm hundraðshluta úr sekúndu. Þetta er í þriðja sinn á innan við ári sem hún bætir heimsmetið í greininni.\nÍslandsmeistarar voru krýndir í götuhjólreiðum í gær. Hjólað var við Mývatn, karlar hjóluðu 138 kílómetra og knur 98 kílómetra. Í karlaflokki var það Ingvar Ómarsson sem sigraði og í kvennaflokki Hafdís Sigurðardóttir en þau hafa bæði haft talsverða yfirburði á götuhjólamótum sumarsins, urðu til að mynda Íslandsmeistarar á Íslandsmótinu í tímatöku sem fram fór í Eyjafirði fyrr í vikunni.\nÍ gær fór Íslandsmótið í ólympískri þríþraut einnig fram. Keppt var við Laugarvatn, 1 og hálfur kílómetri syntur, 40 kílómetrar hjólaðir og 10 kílómetrar hlaupnir. Í kvennaflokki vann Katrín Pálsdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar nokkuð örugglega á 2 klukkutímum, 41 mínútu og 24 sekúndum og í karlaflokk vann Sigurður Örn Ragnarsson á tveimur klukkutímum 9 mínútum og 54 sekúndum. Katrín varð þar með Íslandsmeistari í þríþraut í fyrsta sinn en þetta var í fimmta skipti í röð sem Siguðrur verður Íslandsmeistari.\n16-liða úrslit bikarkeppni karla í knattspyrnu fara af stað í dag. Fyrsti leikur 16-liða úrslitanna er viðureign HK og Dalvík\/Reynis klukkan 14. RÚV sýnir svo beint frá úrvalsdeildarslag KA og Fram en sá leikur hefst klukkan 16. Klukkan 19:15 mætast FH og ÍR og Ægir og Fylkir og klukkan 19:30 hefst bein útsending frá leik Njarðvíkur og KR á RÚV 2.","summary":"Sydney McLaughlin sló í gærkvöld eigið heimsmet í 400 metra grindahlaupi þegar hún varð bandarískur meistari í greininni. "} {"year":"2022","id":"53","intro":"Sigríður Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, telur að íslensk stjórnvöld hafi skrumskælt réttarríkið, með því að viðurkenna brot gegn fólki í fjórtán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Málin tengjast öll dómum Landsréttar, sem kveðnir voru upp af dómurum sem Mannréttindadómstóllinn úrskurðaði að hefðu verið ólöglega skipaðir.","main":"Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. Samkvæmt frétt blaðsins eru þarna á meðal nauðgunarmál, fíkniefnamál og dómur fyrir spillingu og brot í starfi.\nLandsréttarmálið má rekja til þess að Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, ákvað að skipta út fjórum umsækjendum sem dómnefnd um hæfni umsækjanda hafði metið meðal 15 hæfustu. Málið fór fyrir yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu sem staðfesti árið 2020 að Sigríður hefði brotið lög með skipun dómara við Landsrétt. Hún sagði af sér embætti vegna þessa\nSigríður segir að með þessu sé augljóst að Hæstiréttur sé ekki lengur æðsti dómstóll landsins.\nheldur hefur dómsvaldi- verið flutt úr landi og hins v egar með þessum samningujm, að þá finnst mér blasa við að hér er verið að skrumskæla réttarríkið.\nSigríður bendir á að Hæstiréttur hafi kveðið úr um að dómarar sem hún hafi skipað væru löglegir og réttmætir dómarar.\nþess utan hafa dómarar við landsrétt bæði beint og óbeint komist að þeirri niðurstöðu að þessir tilteknu sakborningar hafi fengið réttláta málsmeðferð, það oliggur fyrir en að mati mde í strassburg virðist vera að hinir íslensjku lögfræðingar kunni ekki nógu mikk,ið í þessari mannréttindafrönsku sem sagt er að höfð séu í hávegum í strassburg\nMeð viðurkenningu á brotunum hefur íslenska ríkiöð lýst því að kærendur í hverju máli eigi þann kost að krefjast endurupptöku máls síns fyrir íslenskum dómstólum\nEN núi liggur fyrir að rikisswtjórn vgt hefur samið við sakfellda menn, ma ofbeldismenn um bætur v egna dómsmála þar sem eh þeirra meira að segja játuðu ský6laust brot sín og strassburg -virðist era nánast að skipa endurupptökudómst9olnum ísolenska að komas t að þeirri niðurstöðu að um glæp0i ÞEssara manna eigi að fjalla arftur þkjósui þeir það.\nHæstiréttur dæmdi að Sigríður hefði brotið gegn stjórnsýslulögum þegar hún vék frá tillögu dómnefndar um hvaða umsækjendur væru hæfastir. Að auki dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið skaðabótaskylt gagnvart tveimur umsækjendum sem voru metnir meðal fimmtán hæfustu en Sigríður færði niður.","summary":"Íslenska ríkið hefur viðurkennt brot gegn kærendum í fjórtán málum sem hafa verið til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu og tengjast Landsréttarmálinu. Fyrrverandi dómsmálaráðherra, telur að íslensk stjórnvöld hafi með þessu skrumskælt réttarríkið. "} {"year":"2022","id":"53","intro":"Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði í gær að samkvæmt stjórnarskrá sé bannað að banna fólki að bera skotvopn á almannafæri í New York-ríki. Úrskurðurinn setur svipaða löggjöf í öðrum ríkjum Bandaríkjanna í uppnám og er mikið högg fyrir þau öfl sem vinna að því að draga úr byssuofbeldi þar í landi.","main":"Þingmenn öldungadeildar Bandaríkjaþings náðu fyrr í vikunni samkomulagi um eitt hænufet í átt að hertri byssulöggjöf, þegar þeir sammæltust um örlítið strangari skilyrði fyrir kaupum á hriðskotarifflum, og frumvarp þar að lútandi var samþykkt í gærkvöld. Með þessum úrskurði hæstaréttar var hins vegar stigið stórt skref í hina áttina. Samkvæmt rúmlega aldar gamalli löggjöf New Yorkríkis þurftu byssueigendur þar að geta sýnt fram á að þeir hefðu ríka og réttmæta ástæðu til að bera vopn innan klæða á almannafæri. Sex af níu dómurum hæstaréttar töldu þetta stríða gegn stjórnarskránni. Talið er víst að þessi úrskurður hæstaréttar muni leiða til svipaðra kærumála - með sömu niðurstöðu - vegna byssulöggjafar í Maryland, Kaliforníu, New Jersey, Hawaii og Massachusetts. Það sem af er ári hafa verið gerðar 246 skotárásir í Bandaríkjunum þar sem fjögur eða fleiri hafa verið særð eða drepin með skotvopnum, að árásarmanninum ótöldum.","summary":null} {"year":"2022","id":"53","intro":"Tvíhliðaskráningu líftæknifélagsins Alvotech á hlutabréfamarkað á Íslandi og Bandaríkjunum lauk í gær. Stofnandi félagsins reiknar með hröðum vexti og að félagið verði leiðandi í sinni grein.","main":"Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, hringdi lokunarbjöllu kauphallar Nasdaq á Íslandi í höfuðstöðvum Alvotech í tilefni skráningar félagsins á First North markaðinn. Í hátíðarræðu benti Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, á að í kjölfar skráningarinnar væri Alvotech næst verðmætasta félag í Kauphöllinni að markaðsvirði. Þá sagði Róbert meginmarkmið félagsins að þróa og framleiða hagkvæmari líftæknilyf en áður hefur þekkst, svo að sem flestir sem þurfi á þeim að halda hafi efni á þeim.\nÞetta er náttúrulega ævintýri líkast. Að vera á stóra sviðinu í New York í síðustu viku var mjög gaman. Við vorum þarna með lykilstjórnendur með okkur sem tóku þátt í að hringja bjöllunni um morguninn. Upplifa þetta svo aftur hér heima. Við erum mjög spennt fyrir að skrá fyrirtækið á Íslandi.\nRóbert leggur áherslu á að meginstarfsemi Alvotech fari fram á Íslandi og það hafi fjárfest fyrir yfir hundrað milljarða króna hér á landi. Hann gerir ráð fyrir að félagið muni stækka mjög hratt á næstu misserum.\nVið sjáum okkur sem fyrirtæki verður eitt af leiðandi fyrirtækjunum í okkar geira.","summary":null} {"year":"2022","id":"53","intro":"Tvö stór fótboltamót eru haldin um helgina, í Vestmannaeyjum, þar sem þúsund tíu ára drengir keppa, og Skagafirði þar sem um sjö hundruð stúlkur á sama aldri etja kappi.","main":"Orkumótið í Vestmanneyjum hófst í gær, keppendur voru komnir á mótstað á miðvikudagskvöld, fyrstu leikir voru klukkan átta í gærmorgun og svo var setningarathöfn með skrúðgöngu og skemmtiatriðum í gærkvöld.\nSigríður Inga Kristmannsdóttir er mótstjóri, hún segir að veðrið leiki við mótsgesti þótt aðeins hafi rignt eftir hádegi í gær.\nÞað gengur bara ljómandi vel, hér eru um þúsund strákar brosandi út að eyrum spilandi fótbolta í sól og blíðu.\nÓB-mót Tindastóls hefst á Sauðárkróki á morgun. Sæþór Hinriksson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls, segir að keppendur og fjölskyldur þeirra séu farin að streyma að með tilheyrandi útileguvagna. Á mótinu er einnig haldið systkinamót, fyrir yngri systkini keppenda.\nÞá erum við með svona áttunda flokks mót, köllum þetta systkinamót. Svona fyrir yngri systkinin, þau geta skráð sig á staðnum á laugardeginum og tekið þátt bara svona. Þá er bara valið í lið, bara til að spila þannig að yngri systkinin fái líka að spreyta sig.\nVeðurspáin er ekki alveg jafn góð í Skagafirði og í Vestmanneyjum en Sæþór hefur ekki miklar áhyggjur af því.\nÞað er náttúrulega töluvert kalt núna, en hér í Skagafirði búumst við alltaf við betra veðri fljótlega og það er bara sami gállinn á því núna. Ég vona að það verði betra á morgun og ennþá betra á sunnudaginn.","summary":null} {"year":"2022","id":"53","intro":"Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur skrifað undir samning við ítölsku meistarana í Juventus. Samningurinn gildir til ársins 2024.","main":"Greint var frá því í maí að Sara myndi ekki endurnýja samning sinn við Evrópumeistarana í Lyon eftir að hann rynni út nú í sumar og því ljóst að hún myndi róa á önnur mið. Sería A á Ítalíu varð niðurstaðan en Juventus hefur orðið Ítalíumeistari fimm sinnum, öll skiptin síðan að liðið var sett á laggirnar. Liðið komst í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili en Juventus er fjórða liðið sem Sara spilar með á atvinnumannaferlinum, áður var hún á mála hjá Rosengård í Svíþjóð, Wolfsburg í Þýskalandi og loks Lyon í Frakklandi.\nSundmaðurinn Anton Sveinn McKee varð í gærkvöld í 6. sæti í úrslitum 200 metra bringusundsins á Heimsmeistaramótinu í Búdapest. Anton tvíbætti Íslandsmet sitt í greininni á mótinu og er ánægður með reynsluna sem fylgir því að hafa synt í úrslitum á HM. Hann horfir spenntur til Evrópumótsins í sundi sem fram fer á Ítalíu í ágúst.\nSagði Anton Sveinn McKee, sundmaður. Lengra viðtal við hann má heyra og sjá á íþróttavef ruv.is.\nÍslands- og bikarmeistararnir í knattspyrnu, Víkingur frá Reykjavík mætir Andorrameisturum Inter d'Escaldes á Víkingsvelli í kvöld í hreinum úrslitaleik um það hvort liðið mætir sænsku meisturunum í Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Víkingur hafði betur gegn eistneska liðinu Levadia Tallinn á þriðjudag, 6-1, en Inter d'Escaldes vann La Fiorita frá San Marínó 2-1. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:30.","summary":"Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, gengur til liðs við Ítalíumeistara Juventus eftir EM í sumar. Hún fer þangað frá franska liðinu Lyon. "} {"year":"2022","id":"53","intro":"Breski Íhaldsflokkurinn tapaði tveimur þingsætum sem kosið var um í aukakosningum í gær. Viðbúið er að flokksmenn sæki enn harðar að Boris Johnson forsætisráðherra, sem stóð af sér vantrauststillögu á dögunum.","main":"Frjálslyndir Demókratar sigruðu í öðru kjördæminu, Tiverton og Honiton í Devonskíri, þar sem Íhaldsflokkurinn hafði farið með sigur af hólmi í öllum kosningum í rúmlega öld.\nÍ hinu kjördæminu, Wakefield á Englandi norðanverðu, endurheimti Verkamannaflokkurinn þingsæti sem hann missti til Íhaldsflokksins 2019.\nBoðað var til aukakosninganna þegar Imran Ahmad Kahn sagði af sér þingmennsku í Wakefield eftir að hafa verið dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á unglingspilti, og Neil Parish sagði af sér í Tiverton og Honiton eftir að hafa verið staðinn að því að horfa á klám í síma sínum þar sem hann sat í þingsal.\nTapið í aukakosningunum, sérstaklega í Tiverton og Honiton, er vatn á myllu andstæðinga Johnsons innan Íhaldsflokksins. Forsætisráðherrann stóð nýverið af sér vantrauststillögu í þingflokknum, þar sem 148 lýstu vantrausti á hann en 211 studdu hann til áframhaldandi setu.\nNicola Sturgeon, formaður Skoska þjóðarflokksins, sagði tapið niðurlægjandi fyrir Johnson. Með þessu hafi kjósendur sent Íhaldsflokknum skýr skilaboð um að forsætisráðherrann, sem sætir mikilli gagnrýni fyrir veisluhöld á meðan samkomutakmarkanir stóðu sem hæst, ætti að víkja.","summary":"Breski Íhaldsflokkurinn tapaði tveimur þingsætum sem kosið var um í aukakosningum í gær. Stjórnarandstaðan segir að kjósendur hafi lýst vantrausti á Boris Johnson forsætisráðherra."} {"year":"2022","id":"53","intro":"Grænum orkugarði verður líklega fundinn staður á norðurströnd Reyðarfjarðar og þar á að hefjast framleiðsla á rafeldsneyti eftir sex ár. Þetta kemur fram í nýjum samningi Fjarðabyggðar og alþjóðlegs fjarfestingasjóðs sem ætlar að verja sem nemur 14 billjónum íslenskra króna í slíkar fjárfestingar á næstu átta árum. 14 þúsund milljörðum.","main":"Stefnt er að því að hefja framleiðslu á rafeldsneyti á Reyðarfirði árið 2028 og nýta varma sem verður til við framleiðsluna í hitaveitu. Þetta kemur fram í nýrri yfirlýsingu Fjarðabyggðar og dótturfélags fjárfestingasjóðsins CIP.\nFjarðabyggð og dótturfélag CIP, sem er alþjóðlegur fjarfestingasjóður með höfuðstöðvar í Danmörku, hafa um nokkurt skeið unnið saman að áformum um grænan orkugarð á Reyðarfirði. Þar yrði framleitt rafeldsneyti svo sem vetni og ammóníak og jafnvel áburður. Rafeldsneyti er talið vænlegasta leiðin til að ná fram orkuskiptum í sjávarútvegi og vöruflutningum. Þá hefur dótturfélag CIP undirritað viljayfirlýsingu við Fljótsdalshrepp um að stórt vindorkuver verði reist í hreppnum sem sjái orkugarðinum á Reyðafirði fyrir rafmagni.\nÍ nýju yfirlýsingunni kemur fram að Fjarðabyggð og dótturfélag CIP gangi til samninga um staðarval, hafnarstarfsemi, aðgang að vatni og uppbyggingu á hitaveitu með heitu vatni sem verður til í orkugarðinum. Gert er ráð fyrir að orkugarðurinn byggist upp á norðurströnd Reyðarfjarðar, sem er í eigu Fjarðabyggðar, og framleiðsla rafeldsneytis geti hafist árið 2028.\nCIP hefur einbeitt sér að ýmsum fjárfestingum í grænni orkuframleiðslu víða um heim. Sjóðurinn ætlar að auka hlut sinn í orkuskiptum verulega með fjárfestingum og verja 100 milljörðum evra í slíkar fjarfestingar á næstu átta árum. Á bak við CIP standa 120 alþjóðlegir fjárfestar, þar á meðal margir norrænir og alþjóðlegir lífeyrissjóðir.","summary":"Grænum orkugarði verður líklega fundinn staður á norðurströnd Reyðarfjarðar og þar á að hefjast framleiðsla á rafeldsneyti eftir sex ár. Þetta kemur fram í nýjum samningi Fjarðabyggðar og alþjóðlegs fjarfestingasjóðs, sem ætlar að verja 14 þúsund milljörðum íslenskra króna í slíkar fjárfestingar víða um heim á næstu átta árum. "} {"year":"2022","id":"53","intro":"Búlgarska þingið samþykkti í morgun að hætta að beita neitunarvaldi gegn umsókn Norður-Makedóníu um aðild að Evrópusambandinu. Leiðtogaráð sambandsins samþykkti að veita Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkja í gær.","main":"Úkraína og Moldóva sóttu um aðild fljótlega eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Það gerði Georgía einnig, en fékk ekki stöðu umsóknarríkis þar sem landið þykir ekki uppfylla skilyrði aðildar.\nUmsókn Norður-Makedóníu er öllu eldri. Ríkið sótti um Evrópusambandsaðild 2004 og fékk stöðu umsóknarríkis ári síðar. Grikkir beittu hins vegar neitunarvaldi vegna deilu um nafn ríkisins. Þegar heiti þess var breytt úr Makedóníu í Norður-Makedóníu árið 2019 féllu Grikkir frá því að beita neitunarvaldi.\nBúlgaría skarst þá í leikinn og beitti neitunarvaldi vegna deilu um landsvæði, tungumál og sögu. Nú ætlar Búlgaríustjórn að hætta að standa í vegi fyrir umsókninni.\nDímítrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, tjáði sig um ákvörðun leiðtogaráðsins, um að veita Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkja, í morgun og sagði mikilvægt að þetta skref skapaði ekki frekari vandamál fyrir Rússa. Peskov sagði þó að það yrði afar erfitt að skemma samband Rússa og Evrópusambandins meira en þegar hefur verið gert.\nSergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands sagði í gær að það fælist engin hætta í því fyrir Rússa að löndin tvö fengju aðild að Evrópusambandinu enda væri það ekki hernaðarbandalag.","summary":"Búlgaría ætlar að falla frá neitunarvaldi sínu við umsókn Norður-Makedóníu um aðild að Evrópusambandinu. Leiðtogaráð sambandsins samþykkti í gær að veita Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkja."} {"year":"2022","id":"53","intro":"Sjötíu og sex prósent bíla, sem hafa verið nýskráðir á árinu, ganga fyrir vistvænni orku. Formaður Rafbílasambandsins kallar eftir að stjórnvöld marki stefnu svo uppbygging hleðslustöðva haldist í hendur við fjölgun þessara bíla.","main":"Tæplega sjö þúsund og sex hundruð fólksbílar hafa verið nýskráðar það sem af er ári, samkvæmt Félagi íslenskra bifreiðaeigenda. Á sama tíma í fyrra voru nýskráningar tæplega fimm þúsund. Nýskráðum bílum fjölgar því um fimmtíu og þrjú prósent. Nýskráningar ársins skiptast nánast hnífjafnt milli bílaleiga og almennings.\nAf vistvænu bílunum tróna rafbílar á toppnum með rúmlega tuttugu og átta prósenta hlutdeild. Síðan koma tengiltvinnbílar, eru tuttugu og sjö prósent og tvinnbílar rúmlega tuttugu prósent. Bensínbílar eru svo með tæplega þrettán prósenta hlutdeild og dísilbílar eru tæplega tólf prósent.\nTómas Kristjánsson, formaður Rafbílasambandsins, segir að sala rafbíla hafi aukist verulega undanfarin þrjú ár.\nFyrir tíu árum síðan voru seldir 32 rafbílar á öllu árinu. Á síðasta ári voru þeir orðnir 4.500.\nBorið hefur á kvörtunum frá rafbílaeigendum yfir því að of fáar hraðhleðslustöðvar séu aðgengilegar á landsbyggðinni. Tómas segir að uppbygging hraðhleðslustöðvanets um landið hafi ekki haldist í hendur við fjölgun rafbíla. Hleðslustöðvaskortur sé þó ekki áberandi flesta daga ársins. Það gerist hins vegar um helgar þegar margir eru á faraldsfæti. Þá myndist langar biðraðir við hraðhleðslustöðvarnar.\nÞað sem Rafbílasambandið hefur alltaf kallað eftir er langtímastefna til 2030, til þess að þessir aðilar sem að eru bæði að flytja inn rafbíla og þjónusta rafbíla, sjá um hleðslustöðvarnar og allt svoleiðis, hafi eitthvað í höndunum til þess að vinna eftir.\nSlík stefna stuðli að því að innviðauppbygging haldist í hendur við fjölgun nýorkubíla.","summary":"Fjórir af hverjum fimm bílum sem hafa verið nýskráðir á árinu eru vistvænir. Formaður Rafbílasambandsins vill að stjórnvöld marki stefnu um að uppbygging hleðslustöðva fylgi fjölgun vistvænna bíla."} {"year":"2022","id":"54","intro":"Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað umtalsvert undanfarna daga. Verð á dælunni hér heima hefur ekki fylgt þeirri þróun enn sem komið er, en neytendur ættu að búast við lækkun á næstu dögum.","main":"Í síðustu viku fór verð á bensínlítranum hér heima í fyrsta skipti yfir 350 krónur. Til samanburðar kom til óeirða í mótmælum bílstjóra árið 2008 þegar bensínlítrinn var að skríða yfir 150 krónur sem á verðlagi dagsins í dag er um 250 krónur.\nVerð á Brent hráolíu náði hámarki þetta sumarið þann 8. júní þegar tunnan fór upp í 123 dollara. Viku síðar fór lítrinn hér heima upp fyrir 350 krónur þar sem hann er dýrastur.\nVerð á heimsmarkaði hefur fallið hressilega undanfarna daga og stendur tunnan nú í 110 dollurum. Ástæða bensínlækkunarinnar er sögð ótti við að vaxtahækkun bandaríska seðlabankans valdi samdrætti í hagkerfinu.\nVerð á dælunni hér heima hefur ekki þokast niður á við en það ætti einungis að vera tímaspursmál ef lækkanir á heimsmarkaði lúta sömu lögmálum og hækkanir. Ódýrasta dropann er sem fyrr að finna á bensínstöðvum umhverfis Costco í Garðabæ og á Akureyri, í kringum 320 krónur líterinn.\nÞrátt fyrir dýrtíðina var biðröð eftir að komast að dælu á stöð Atlantsolíu á Sprengisandi í morgun. Þar var Davíð Bergþórsson að fylla bílinn, þrátt fyrir fáránlegt bensínverð að hans sögn.","summary":"Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað ört síðustu daga og ætti það að skila sér í lægra verði við dæluna hér heima á næstu dögum. "} {"year":"2022","id":"54","intro":"Hæstaréttardómari var ekki vanhæfur til að dæma í hrunmáli þótt hann hefði tapað fé í fjárstýringu hjá Glitni. Þetta segir Hæstiréttur sem hafnaði endurupptöku málsins.","main":"Hæstiréttur hafnaði í gær endurupptöku á máli manns sem dæmdur var til tveggja ára fangelsisrefsingar vegna brota í hruninu. Á sama tíma var skattalagabroti vísað frá dómi.\nMagnús Arnar Arngrímsson var sakfelldur fyrir umboðssvik árið 2014 fyrir að stefna fjármunum Glitnis í hættu með því að veita félagi í eigu Birkis Kristinssonar peningamarkaðslán til að kaupa hlutafé í bankanum árið 2007, innan við ári fyrir hrun bankanna. Endurupptökunefnd komst að þeirri niðurstöðu árið 2020 að taka ætti málið upp aftur vegna vanhæfis eins dómaranna. Það var vegna þess að Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar, sem var einn dómara í málinu, átti fé í eignastýringu hjá bankanum. Hann tapaði fé við hrunið og því taldi endurupptökunefnd að efast mætti um óhlutdrægni hans. Þessu hafnar Hæstiréttur vegna þess að tap Markúsar hafi ekki verið svo mikið. Það hafi verið um sjö milljónir króna, sem voru innan við fimmtán prósent af höfuðstól hans. Það hafi gerst á sama tíma og þorri landsmanna hafi orðið fyrir skakkaföllum; svo sem með því að eignaverð lækkaði, lífeyrisréttindi rýrnuðu og verðlag hækkaði. Því teljist tap Markúsar ekki svo mikið að það valdi vanhæfi hans og endurupptöku málsins.\nHæstiréttur vísaði hins vegar frá héraðsddómi máli Ragnars Þórissonar sem sakfelldur var fyrir skattalagabrot 2013. Það mál leiddi til sakfellingar og refsingar. Mál hans var endurupptekið þar sem það var rannsakað bæði hjá skattayfirvöldum og lögreglu á sitthvorum tímanum. Því þótti brotið gegn rétti hans til að vera ekki saksóttur eða refsað tvívegis vegna sama brots. Nú getur Ragnar krafið ríkið bóta vegna þess að brotið var á rétti hans.","summary":"Hæstaréttardómari var ekki vanhæfur til að dæma í hrunmáli þótt hann hefði tapað fé í fjárstýringu hjá Glitni. Þetta segir Hæstiréttur sem hafnaði endurupptöku málsins."} {"year":"2022","id":"54","intro":"Heildartekjur allra tekjuhópa hafa aukist síðustu árin og kaupmáttur sömuleiðis, samkvæmt greiningu fjármálaráðuneytisins. Allir tekjuhópar greiða nú minni tekjuskatt en áður, fyrir utan þau allra tekjuhæstu.","main":"Áttatíu og þrjú prósent af tekjum hins opinbera koma frá tekjuhærri helmingi skattgreiðenda samkvæmt greiningu ráðuneytisins á álagningu opinberra gjalda út frá skattframtölum.\nFrá árinu 2010 jukust heildartekjur allra tekjutíunda að meðaltali um 38 prósent á verðlagi síðasta árs. Í fyrra jukust tekjurnar um fjögur komma fjögur prósent að raunvirði og kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst að meðaltali um fimm komma eitt prósent.\nÍ greiningu ráðuneytisins segir að í fyrra hafi lág- og millitekjufólk greitt lægra hlutfall í tekjuskatt þótt tekjur þeirra hafi aukist, vegna samspils tekjuskattsbreytinga og hærri launa.\nHeildartekjur einstaklinga voru 2.256 milljarðar króna í fyrra. Á þær tekjur voru lagðir 523 milljarðar króna í formi tekjuskatts, útsvars og fjármagnstekjuskatts. Á efstu tekjutíundina, sem fær tuttugu og níu prósent af heildartekjunum, er álagður skattur þrjátíu og sex prósent af heildarskatttekjum. Á síðasta ári borgaði efsta tíundin að meðaltali þrjár milljónir króna í tekjuskatt, tvær komma tvær milljónir króna í útsvar og eina komma tvær milljónir króna í fjármagnstekjuskatt. Neðstu fimm tekjutíundirnar borguðu þrettán prósent af heildarútsvari og fjögur prósent af öllum tekjuskatti og því samtals sautján prósent af heildarskatttekjum.","summary":"Kaupmáttur og heildartekjur allra tekjuhópa hafa aukist undanfarin ár. Einstaklingar greiða nú minni tekjuskatt en áður, fyrir utan þá tekjuhæstu."} {"year":"2022","id":"54","intro":"Það gránaði í fjöll á norðanverðu landinu í nótt og vissara fyrir þá sem ætla í útilegu um helgina að klæða sig vel. Það spáir köldu veðri fyrir norðan næstu daga og þriggja til fimm stiga hita yfir nóttina.","main":"Það var víða kuldalegt að líta til fjalla á Norðurlandi í morgun og þó að oft hafi gránað í fjöll í júní þá stingur það alltaf í stúf við útsprunginn gróðurinn og fagurgræn tún. Veðurhorfurnar næstu daga á norðanverðu landinu eru ekki upp á það besta.\nÞað verður nú frekar svalt og sérstaklega að næturlagi. Það eru varla nema kannski þrjár til fimm gráður að næturlagi og getur farið um og kannski skriðið yfir tíu gráður þar sem best lætur yfir daginn.\nSegir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á vakt hjá Veðurstofunni. Það verður því væntanlega kalt að liggja í tjaldi um helgina, en fyrir norðan eru til dæmis stór fótboltamót yngri flokka og mörg tjaldstæði þéttsetin ferðamönnum. En þá er bara að klæða sig vel.\nJá, það er kannski ágætt að velja sér örlítið hlýrri föt heldur en almennt þarf að nota í lok júní. Sérðu lengra fram í tímann? Eftir helgi er nú útlit fyrir að hlýni ofurlítið. En norðlægar áttir ætla að verða og vilja oft verða frekar þaulsætnar þegar þær ná sér á strik. En þær verða mildari í næstu viku.","summary":"Það gæti orðið kalt að liggja í tjaldi á Norðurlandi næstu nætur en þar spáir þriggja til fimm stiga hita yfir nóttina. Það gránaði í fjöll fyrir norðan í nótt."} {"year":"2022","id":"54","intro":"Karlmaður á sjötugsaldri sem var handtekinn vegna skotárásar í Hafnarfirði í gær var gert að sæta vistun á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Maðurinn var ekki yfirheyrður.","main":"Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað að karlmaður á sjötugsaldri, sem var handtekinn vegna skotárásar í Hafnarfirði í gær, eigi að sæta vistun á viðeigandi stofnun í mánuð. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir að vopnatilkynningum hafi fjölgað á undanförnum sex árum.\nMaðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn var handtekinn í hádeginu í gær og því þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að óska eftir gæsluvarðhaldi eða annarri vistun fyrir hádegi í dag eða láta manninn lausan. Úrskurðurinn kveður á um að maðurinn verði í fjórar vikur á stofnun. Lögreglan yfirheyrði manninn ekki samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Hann var handtekinn eftir um fimm tíma umsátur lögreglu og sérsveitar fyrir utan heimili hans, eftir að hann skaut á bíl feðga á meðan þeir voru í honum og á annan mannlausan bíl. Feðgarnir sluppu ómeiddir. Málið er rannsakað sem tilraun til manndráps.\nRunólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra, segir að veruleg aukning hafi orðið í vopnatilkynningum til lögreglu síðustu sex ár, meðal annars varðandi skotvopn í umferð.\nTölurnar sýna okkur það svart á hvítu að vopnatilkynningum svokölluðum hefur fjölgað á undanförnum árum. Við fylgjumst náið með þessari þróun en þetta er staðreynd. Allt frá 2016 þá sjáum við verulega aukningu í þessum vopnatilkynningum svokölluðu. Mestmegnis eru auðvitað hnífamál sem bera bróðurpartinn af þessu en það er líka veruleg aukning í þessu það sem tilkynnt er um skotvopn.\nÞetta eru alvarleg mál sem eru að koma upp með styttra millibili en við erum vön.\nsagði Runólfur sem var gestur Morgunútvarpsins á Rás tvö í morgun. Í umsátrinu í gær spiluðu samningamenn stórt hlutverk í að maðurinn ákvað að gefast upp.\nSíðan höfum við verið til langs tíma með sérstaka samningamenn sem hafa fengið sérstaka þjálfun í þessu. Þetta eru bara lögreglumenn sem eru í öðrum störfum en tilheyra svokölluðum samningahópi. Þau æfa reglulega og fara núna, það er breyting sem orðið hefur undanfarin ár, fara með í öll útköll hjá sérsveitinni.\nSamkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn vopnaður riffli. Runólfur segir að um 80 þúsund skotvopn séu skráð hér á landi.\nÞað er einhver tala sem er óskráð, þá vitum við að það er eitthvað um sem við köllum sjálfvirk vopn, hríðskotavopn. Það er eitthvað að þeim hér og við höfum verulegar áhyggjur af því.","summary":"Karlmaður á sjötugsaldri sem var handtekinn vegna skotárásar í Hafnarfirði í gær mun sæta vistun á viðeigandi stofnun í fjórar vikur. Maðurinn var ekki yfirheyrður."} {"year":"2022","id":"54","intro":"Úkraínustjórn bíður nú svara um hvort ríkið fái formlega stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Leiðtogaráð ESB fundar í dag, meðal annars um umsókn Úkraínu.","main":"Andriy Yermak, skrifstofustjóri forsetaembættisins, sagði í skeyti á samskiptamiðlinum Telegram að stjórnvöld biðu nú eftir græna ljósinu frá Brussel.\nTveggja daga fundur leiðtogaráðs ESB hefst klukkan eitt í Brussel með ávarpi Robertu Metsola, forseta Evrópuþingsins. Á dagskrá eru til að mynda staðan í álfunni, innrás Rússa í Úkraínu, efnahagsmálin og svo umsóknir Úkraínu, Moldóvu og Georgíu um aðild að sambandinu.\nÚkraínustjórn sótti um aðild að ESB fjórum dögum eftir upphaf innrásar og hin ríkin tvö tæpri viku síðar. Til stendur að Charles Michel, forseti leiðtogaráðsins, leggi fram tillögu um að veita einungis Úkraínu og Moldóvu stöðu umsóknarríkja en ekki Georgíu.\nFramkvæmdastjórn ESB mælti með slíkri tillögu þann 17. júní. Af áliti hennar að dæma var ljóst að framkvæmdastjórnin telur Georgíu ekki uppfylla skilyrði aðildar.\nMichel sagðist í morgun sannfærður um að leiðtogaráðið samþykkti tillöguna. Leiðtogar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Rúmeníu funduðu saman með Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði í síðustu viku þar sem þeir lýstu allir stuðningi við aðildarumsókn Úkraínu.","summary":"Leiðtogaráð ESB ákveður í dag hvort Úkraína og Moldóva fái stöðu umsóknarríkis hjá sambandinu. Búist er við að tillagan verði samþykkt."} {"year":"2022","id":"54","intro":"Anton Sveinn Mckee verður í dag fimmti Íslendingurinn til að synda í úrslitum á heimsmeistaramóti í sundi þegar hann stingur sér til sunds á HM í Búdapest í dag. Minna en ár er síðan hann komst ekki upp úr undanrásum á Ólympíuleikunum.","main":"Anton Sveinn setti sér háleit markmið fyrir Ólympíuleikana í Tókýó á síðasta ári en var nokkuð langt frá sínu besta í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi, og synti á tveimur mínútum og 11,64 sekúndum í undanrásum. Var hann þá tæpum tveimur sekúndum frá því að komast í 16 manna undanúrslit. Annað var á uppi á teningnum hjá Antoni á HM í gær er hann tvíbætti Íslandsmet sitt í greininni, bæði í undanrásum og undanúrslitum, og tryggði sér örugglega sæti í úrslitasundinu í dag. Aðeins heimsmethafinn í greininni synti hraðar en Anton Sveinn sem synti á tveimur mínútum og 8,74 sekúndum. Það er stórbæting á fyrra Íslandsmeti hans. Anton syndir í úrslitum í 200 metra bringusundi í dag klukkan 17:28 og sýnir RÚV beint frá mótinu.\nHurð skall nærri hælum í allt annarri grein á HM í gær þegar leið yfir listsundkonuna Anitu Alvarez frá Bandaríkjunum og hún sökk til botns í lauginni. Það fór svo að þjálfari hennar, Andrea Fuentes, þurfti að stinga sér í laugina og koma henni á þurrt land þar sem sundlaugarverðir virtust ekki átta sig á aðstæðum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fuentes þarf að bjarga Alvarez því það sama gerðist í Barcelona í fyrra. Alvarez er við góða heilsu í dag en þarf á hvíld að halda.\nEinn leikur er á dagskrá Bestu deildar karla í kvöld. Topplið Breiðabliks tekur þá á móti KR í Kópavogi klukkan korter yfir sjö. Breiðablik er með átta stiga forystu á toppnum en KR situr í sjötta sæti með 16 stig, þó aðeins þremur stigum frá öðru sæti. Þetta er annar leikur liðanna á tímabilinu en Breiðablik vann fyrri leikinn með einu marki gegn engu.","summary":"Anton Sveinn Mckee keppir í úrslitum í 200 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Búdapest dag eftir að hafa sett tvö Íslandsmet í gær."} {"year":"2022","id":"54","intro":"Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 eru óljós og ófullnægjandi að mati Loftslagsráðs, sem kallar eftir að stjórnvöld skýri og útfæri markmiðin nánar.","main":"Í áliti Loftslagsráðs segir að framkvæmd aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sé ómarkviss. Ráðið bendir á að sá stöðugleiki í veðurfari sem einkennt hefur síðustu þúsundir ára sé að raskast með háskalegum hætti. Losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu fari enn vaxandi og hafi aldrei verið meiri.\nLoftslagsráð segir þessa röskun þó ekki óumflýjanlega. Ráðast þurfi í kerfislægar breytingar svo sem með umbyltingu orkukerfa, samgöngukerfa, skipulags þéttbýlis, fjármálakerfa sem og í opinberri hagstjórn. Stjórnvöld verði án tafar að skapa umgjörð sem stuðli að jákvæðum breytingum með markvissri stefnumótun. Mikilvægt sé að stjórnvöld nýti þá reynslu og þekkingu sem þegar sé til staðar hér á landi og erlendis til að hraða aðgerðum.\nRáðið leggur jafnframt áherslu á að auka þurfi samdrátt í losun hratt með samstilltu og vel skipulögðu átaki allra. Til að ná því markmiði þurfi að fara af undirbúningsstigi á framkvæmdastig og meta árangur með öflugri greiningu en nú sé beitt. Loftslagsvæn framtíðarsýn kalli á nýjar áherslur í fjárfestingum og nýsköpun sem leggi grunn að verðmætasköpun í kolefnishlutlausu hagkerfi.","summary":"Loftslagsráð telur markmið stjórnvalda um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ómarkviss og kallar eftir að þau séu skýrð og útfærð nánar. "} {"year":"2022","id":"55","intro":"Guðrún Aspelund hefur verið ráðin til að taka við starfi sóttvarnalæknis af Þórólfi Guðnasyni í haust. Guðrún hefur verið yfirlæknir á sviði sóttvarna hjá embætti landlæknis frá 2019 og staðið þétt við hlið Þórólfs í gegnum faraldurinn. Hún segist spennt fyrir komandi verkefnum og ætlar að ganga til verks með sínum hætti.","main":"Ég tel ég hafi góða sýn á þetta starf. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er mikil ábyrgð og krefjandi starf. Þórólfur hefur verið í eldlínunni, sérstaklega undanfarin tvö ár, og allir þekkja hann nú orðið. Ég tek við góðu búi og hann og Haraldur Briem, sem var á undan honum, eru góðar fyrirmyndir.\nÞórólfur sagði starfi sínu lausu í maí. Hann hefur verið sóttvarnalæknir frá 2015. Guðrún segir að ýmis verkefni bíði hennar í nýju starfi. Burtséð frá kórónuverirufaraldrinum sinni sóttvarnalæknir ýmsum verkefnum á borð við vöktun á sjúkdómum, notkun sýklalyfja og bólusetningum.\nVið þurfum að fara yfir covid-faraldurinn. Þó að hann sé ekki búinn þá eru ákveðin þáttaskil og orðið tímabært að fara yfir það og hvað við getum lært af því. Hvað við gerðum vel og hvað við getum gert betur.\nAð sögn Guðrúnar verða ekki áberandi breytingar á starfi sóttvarnalæknis, þegar hún tekur við, aðrar en að önnur manneskja gegni starfinu. Hún hafði ekki íhugað að taka við starfi sóttvarnalæknis fyrr en Þórólfur sagði af sér.\nÉg var ekkert ákveðin í því fyrr en að ég fór að hugsa um þetta þegar hann tilkynnti þetta. Þá fór ég að hugsa málið og ákvað að sækja um.","summary":"Guðrún Aspelund hefur verið ráðin sóttvarnalæknir og tekur við starfinu 1. september. Hún segist taka við góðu búi frá Þórólfi Guðnasyni og er spennt fyrir komandi tímum. "} {"year":"2022","id":"55","intro":"Snjóþungur vetur og kalt vor á hálendinu er ástæða þess að hálendisvegir eru opnaðir seinna en undanfarin ár. Þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni segir að þeir verði opnaðir einn af öðrum næstu daga. Hann hvetur fólk til að fylgjast með hálendiskortinu.","main":"Þessa dagana bíða margir ferðaþyrstir landsmenn og gestir eftir að vegir um hálendið verði opnaðir fyrir umferð. Það ræðst í grunninn af veðurfari og snjóalögum en þegar frost er farið úr vegunum og ekki hætta á skemmdum þykir óhætt að opna fyrir umferð. Þrátt fyrir milda tíð síðustu daga er enn töluverð aurbleyta víða á hálendinu og flestar leiðir lokaðar. Magnús Ingi Jónsson er þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni.\nÞað er náttúrlega töluvert mikill snjór á flestum leiðum og það er opnað seinna en venjulega. -Hvar er búið að opna, eins og staðan er í dag?- Það er búið að opna yfir Kjöl, það er svona eina leiðin sem er búið að opna í heild. Svo er búið að opna hluta af Arnarvatnsheiði, bæði að norðanverðu og eins að sunnanverðu en ekki alveg yfir. Það er búið að taka akstursbannið af Sigölduleiðinni, Fjallabaki nyrðra á leiðinni frá Sigöldu og inn að Landamannalaugum en það er hins vegar ekki búið að opna alveg.\n-Hvenær reiknarðu með að þessar helstu leiðir verði orðnar færar?-\nSko eins og þessi leið, inn í Landmannalaugar sem er þessi helsta leið sem er verið að spyrja okkur um. Við reiknum með henni næstu helgi.\nHann hvetur alla vegfarendur um hálendið til að fylgjast vel með ferðakortinu á vef Vegagerðarinnar.\nVið uppfærum það um leið og við fáum einhverjar upplýsingar. Svo má alltaf hafa samband við okkur í síma 1777.","summary":"Hálendisvegir verða opnaðir óvenju seint í ár vegna snjóa og aurbleytu á hálendinu. Þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni hvetur fólk til að fylgjast vel með hálendiskorti Vegagerðarinnar áður en haldið er á fjöll. "} {"year":"2022","id":"55","intro":"Skortur á efni til byggingaframkvæmda veldur töfum á ýmsum verkefnum. Eina útisundlaugin í Fjallabyggð hefur verið lokuð í tæpa tvo mánuði þar sem bið eftir efni til endurbóta hefur dregist á langinn.","main":"Sundlauginni á Ólafsfirði var lokað í lok apríl vegna gagngerrar endurnýjunar á búningsklefum. Áætlað var að opna aftur 1. júní. Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar, segir að ekki verði hægt að opna sundlaugina fyrr en skáparnir sem eiga að vera í klefunum berist að utan.\nJá, ástæðan er að við höfum lent í skorti á efni, eða þ.e.a.s. að söluaðili hefur ekki náð að standa við afhendingartíma. Þeir áttu að afhendast um miðjan maí upprunalega. Svo var það næsta sem við fengum uppgefið milli 5. og 10. júní og það nýjasta er að þeir koma á sunnudaginn næsta.\nÁrmann segist ekki hafa fengið nákvæmar skýringar á töfinni en ástandið í heiminum vegna heimsfaraldurs og stríðsátaka sé líkleg skýring. Tafir hafi orðið á afhendingu efnis vegna fleiri framkvæmda í sveitarfélaginu.\nStefnt er á að opna sundlaugina í næstu viku. Í sumar verður skipt um flísar í laugum á útisvæði en ekki þarf að loka lauginni þegar það verður gert.\nOg engar áhyggjur að það verði einmitt sams konar vandamál sem komi upp? Við náttúrlega byrjum ekkert á því verkefni fyrr en efnið er komið. Þetta eru náttúrulega bara flísar og við förum ekkert að rífa flísarnar gömlu af fyrr en hinar eru komnar á staðinn.","summary":null} {"year":"2022","id":"55","intro":"Fjarskiptafyrirtækið Nova var hringt inn á aðalmarkað kauphallarinnar í morgun. Forstjóri Nova segir að nýtt ferðalag sé að hefjast hjá fyrirtækinu.","main":"Það var hátíð í bæ í höfuðstöðvum Nova á þessum þriðjudegi, þegar fyrsti viðskiptadagur fyrirtækisins á aðalmarkaði kauphallarinnar hófst. Fyrirtækið fékk nýja hluthafa í apríl og þá var hlutafé þess aukið. Fimm þúsund nýir hluthafar bættust ennfremur við í almennu útboði í síðustu viku. Það sem af er degi er velta viðskipta með hlutabréf félagsins meira en 400 milljónir króna.","summary":"Fyrsti viðskiptadagur Nova á Aðalmarkaði Kauphallarinnar hófst í morgun. Fyrirtækið var hringt inn í höllina við mikil fagnaðarlæti starfsmanna. "} {"year":"2022","id":"55","intro":"Boðað var til verkfalls, á alþjóðaflugvellinum í Brussel í Belgíu í gær, vegna óánægju starfsfólks með vinnuálag. Illa hefur gengið að fá fólk til starfa og fylla upp í stöðugildi á flugvellinum. Brynjar Már Brynjólfsson, mannauðsstjóri Isavia, segir að þetta sé ekki vandamál hér á landi. Tekist hafi að manna svo til allar stöður á Keflavíkurflugvelli í sumar.","main":"Við réðum um 300 starfsmenn í sumar. Það leit ekki vel út þegar við fórum af stað í byrjun janúar en síðan varð þetta betra. Okkur tókst að manna 97% af þeim stöðum sem við ætluðum að ráða í fyrir sumarið í sumar. En það sem flugvellir eru að fást við um allan heim, og við finnum það líka, er að traust fólks á flugvöllum sem vinnustað hefur dvínað. Einfaldlega vegna þess að flugvellir fóru í gegnum tvö ár þar sem var mikill samdráttur. Margir héldu að þeir væru að fara að byrja aftur þegar byrjað var að ráða fólk, en síðan kom enn eitt covid-afbrigðið svo það þurfti að draga ráðningar til baka. Þannig við vitum að það mun taka tíma að vinna upp það traust.\nÁ álagstímum sé mikið um að vera á Keflavíkurflugvelli sem geti leitt til tafa, en ekki umfram það sem eðlilegt þyki.\nVið erum mönnuð eftir farþegaspám sem eru framar björtustu vonum. Við mönnuðum okkur þannig í sumar. Þannig að við búumst ekki við álagi hvað það varðar hjá okkur, en Íslendingar eru mjög ferðaþyrstir þannig það er alveg traffík í flugstöðinni og ég mæli alveg með því að fólk gefi sér tíma áður en það fer í flug, en við höfum verið að standast öll okkar þjónustuviðmið og búumst við að gera það í sumar.","summary":"Það tókst að manna svo til allar stöður á Keflavíkurflugvelli í sumar, ólíkt mörgum öðrum alþjóðaflugvöllum í Evrópu. Mannauðsstjóri Isavia segir greinilegt að traust fólks til flugvalla sem vinnustaðar hefur dvínað."} {"year":"2022","id":"55","intro":"Formaður þjóðaröryggisráðs Rússlands hefur hótað Litáum að bann þeirra, við vöruflutningum með lestum til hólmlendunnar Kalíníngrad, hafi alvarlegar afleiðingar. Litáar segja að bannið sé í takt við refsiaðgerðir sem Evrópusambandið hefur samþykkt.","main":"Kalíníngrad er landsvæði á milli Póllands og Litáens sem Rússar ráða. Það er aðskilið öðrum hlutum Rússlands. Þar eru bækistöðvar Eystrasaltsflota Rússa og segjast Rússar hafa komið þar upp kjarnorkueldflaugum.\nNú hefur Rússum verið bannað að flytja vörur sem eru á bannlista Evrópusambandsins til Kalíníngrad eftir járnbrautum sem liggja í gegnum Litáen.\nNíkolaj Patrúsjev, formaður rússneska þjóðaröryggisráðsins, sagði í morgun að þetta hefði alvarlegar afleiðingar. Verið sé að móta svarið og litáíska þjóðin fái að finna vel fyrir því. Þá hefur rússneska utanríkisráðuneytið kallað Markus Ederer, sendiherra Evrópusambandsins í Rússlandi, á teppið.\nAð fundi loknum fór Ederer fram á að Rússar sýndu stillingu og leystu deiluna við fundarborðið. Rússar krefjast þess að Litáar aflétti þessum takmörkunum þegar í stað en litáísk stjórnvöld segja að þær séu í takt við áður samþykktar refsiaðgerðir Evrópusambandsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu.","summary":null} {"year":"2022","id":"55","intro":"Eimskipafélagið er til rannsóknar bæði á Íslandi og í Danmörku. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips hefur fengið réttarstöðu sakbornings og forstjóri félagsins boðaður til skýrslutöku.","main":"Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips hefur stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á hvort lög hafi verið brotin við meðhöndlun úrgangs. Óvíst er hvenær rannsókninni lýkur því leita þarf upplýsinga hjá erlendum lögregluyfirvöldum. Eimskip er einnig til rannsóknar í Danmörku þar sem samkeppnisyfirvöld rannsaka landflutningafyrirtæki.\nHilmar Pétur Valgarðsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, hefur fengið stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á sölu skipanna Goðafoss og Laxfoss árið 2019. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskipi. Hilmar var boðaður í skýrslutöku í gær vegna málsins. Héraðssaksóknari gerði húsleit í höfuðstöðvum Eimskips í desember í fyrra eftir að Kveikur fjallaði um niðurrif skipanna á Indlandi. Rannóknin hefur meðal annars beinst að því hvort háttsemi félagsins geti varðað við lög og reglugerðir um meðhöndlun úrgangs. Umhverfisstofnun kærði málið til héraðssaksóknara eftir að Kveikur upplýsti um það.\nEftir að skipin voru seld voru þau send til förgunar í Alang á vesturströnd Indlands þar sem lítið er um mengunarvarnir og starfsmenn vinna við erfiðar og oft lífshættulegar aðstæður. Þá kemur fram í tilkynningu Eimskips að forstjóri félagsins muni gefa skýrslu hjá héraðssaksóknara sem fyrirsvarsmaður Eimskips en að hann sé ekki grunaður um refsiverða háttsemi.\nÍ skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir upplýsingafulltrúi Eimskips að enginn starfsmaður hafi enn sem komið er farið í skýrslutöku hjá héraðssaksóknara. Þá sé einn starfsmaður með réttarstöðu sakbornings. Enginn hafi farið í leyfi eða verið sagt upp vegna málsins. Fréttastofa óskaði jafnframt eftir viðtali við fulltrúa félagsins en beiðninni er hafnað þar sem rannsókn standi enn yfir.\nÓlafur Þór Hauksson héraðssaksóknari verst allra frétta af málinu en segir að vel hafi miðað rannsókn á þeim gögnum sem fengust í húsleitinni í desember. Næsta skref í rannsókninni sé að kalla fólk til skýrslutöku og hafa nokkrir verið boðaðir nú þegar. Ólafur vill ekki gefa upp fjölda þeirra sem eru með stöðu sakbornings í málinu. Fyrir liggi að það kunni að verða óskað eftir upplýsingum frá erlendum lögregluyfirvöldum og óvíst hvenær rannsókninni ljúki.\nEn þetta er ekki eina rannsóknin á Eimskipi. Samkeppnisyfirvöld í Danmörku gerðu í gær húsleit hjá dótturfélagi Eimskip í Álaborg. Markmiðið var verið að kanna hvort fyrirtækið Atlantic Trucking, sem er sérhæfir sig í landflutningum hafi tekið þátt í að brjóta dönsk samkeppnislög. Tekið er fram í tilkynningu Eimskips að húsleitin sé hluti af stærri rannsókn á landflutningafyrirtækjum í Danmörku.","summary":"Eimskipafélagið er til rannsóknar bæði á Íslandi og í Danmörku. Framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips hefur fengið réttarstöðu sakbornings og forstjóri félagsins boðaður til skýrslutöku. "} {"year":"2022","id":"55","intro":"Breiðablik er komið með átta stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu eftir 4-1 sigur á KA. Þrír leikir fóru fram í gærkvöld.","main":"Ísak Snær Þorvaldsson skoraði fyrsta mark Blika í leiknum og sitt tíunda mark í deildinni þegar hann kom sínum mönnum yfir á 24. mínútu. Hann lagði svo upp annað og þriðja mark Blika sem Jason Daði Svanþórsson og Viktor Karl Einarsson skoruðu og Jason Daði bætti svo fjórða markinu við áður en KA-menn skoruðu sárabótarmark rétt fyrir leikslok. Blikar eru nú með 27 stig á toppi deildarinnar en Víkingur og Stjarnan eru með 19 stig. Stjörnumenn gerðu 1-1 jafntefli við KR í gær þar sem Atli Sigurjónsson skoraði jöfnunarmark KR á 90. mínútu. Þá gerðu Fram og ÍBV 3-3 jafntefli þegar liðin mættust á nýjum heimavelli Fram í Úlfarsárdal. ÍBV er enn í neðsta sæti deildarinnar en er nú með jafn mörg stig og Leiknir í 11. sætinu en Leiknismenn mæta Val í kvöld. Framarar eru í 8. sæti með 10 stig. Tíunda umferðin klárast í kvöld með tveimur leikjum.\nHeimsmeistaramótið í sundi hélt áfram í Budapest í gærkvöldi. Ítalínn Thomas Ceccon setti heimsmet í 100 metra baksundi er hann synti á 51.60 sekúndum en metið hafði staðið frá því á Ólympíuleikunum 2016 í Rio og var í eigu Ryan Murphy sem var meðal keppenda í gær en varð að láta sér lynda annað sætið. HM í sundi heldur áfram í dag og RÚV sýnir áfram frá mótinu, bein útsending hefst klukkan 16 í dag.\nÍ kvöld spila Íslands og bikarmeistarar Víkings í umspili Meistaradeildar Evrópu þegar liðið mætir eistnesku meisturunum í Levadia Tallinn en leikurinn hefst klukkan 19:30. Fjögurra liða mót fer fram á Víkingsvelli en klukkan 13 mætast Club d'Escaled frá Andorra og La Fiorita frá San Marino. Sigurliðin í þessum tveimur leikjum mætast svo á föstudag, 24. júní, í úrslitaleik um sæti í næstu umferð forkeppninnar.","summary":"Breiðablik er komið með átta stiga forskot á toppi Bestu deildar karla í knattspyrnu. Eiður Smári Guðjohnsen stýrir FH í fyrsta leik í kvöld."} {"year":"2022","id":"55","intro":"Vegagerðin átti í morgun fund með Sæferðum, sem gera út Breiðafjarðarferjuna Baldur, um öryggismál ferjunnar. Baldur bilaði nokkur hundruð metra frá landi á laugardag og lá við akkeri í um sex klukkustundir. Þetta er þriðja skiptið á jafn mörgum árum sem ferjan bilar á siglingu, í fyrra sátu farþegar og áhöfn föst um borð á miðjum Breiðafirði í meira en sólarhring. Samningur Vegagerðarinnar og Sæferða um rekstur ferjunnar átti að renna út í ár en var framlengdur til 2023. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að ekki hafi neinar ákvarðanir verið teknar á fundinum en samtal við Vegagerðina haldi áfram.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"56","intro":"Reykvíkingar ársins voru útnefndir við hátíðlega áthöfn í Elliðaárdal í morgun. Kamila Wali-jewska og Marco Pizzolato urðu fyrir valinu. Þau standa fyrir svokölluðum frískáp sem ætlað er að tengja fólk og efla vitund um matarsóun.","main":"Frískápurinn stendur fyrir utan hús Andrýmis við Bergþórugötu 20. Hver sem er getur skilið eftir mat í skápnum og hver sem er getur tekið mat úr honum. Helsta markmiðið er að minnka matarsóun en verkefninu er einnig ætlað að skapa samfélag og stemningu í kringum skápinn. Marco segir að það sé mikill heiður að hljóta nafnbótina Reykvíkingur ársins.\n(P) Jæja, Reykvíkingar ársins. Hver er tilfinningin að fá þessa viðurkenningu. (Marco) Það er (óskýrt) að vera Reykvíkingur ársins. það er mikill heiður. Það var mjög gaman að heyra að við vorum bæði valin Reykvíkingar ársins. (Kamila á ensku) Það er frábært. Það er óvænt. Og okkur líður eins og verkefnið okkar hafi verið viðurkennt.\nKamila segir að það sé óvænt og ánægjulegt að vinna þeirra skuli vera viðurkennd. Þau vonast til að geta haldið verkefninu áfram og að fleiri leggi því lið í framtíðinni.\nVenja er fyrir því að nýútnefndir Reykvíkingar ársins snari sér í vöðlur og veiðigalla og freisti þess að veiða fyrsta lax sumarsins í Elliðaá. Útnefningin hefur síðan í borgarstjóratíð Jóns Gnarrs verið samtvinnuð opnun veiðitímabilsins í ánni.\nÍ þetta skipti veiddu bæði Kamila og Marco stóra og feita laxa. Bæði ætluðu þau að sleppa fiskunum en lax Kamilu drapst áður en hægt var að sleppa honum, sem hryggði viðstadda.\n(umhverfishljóð og stemmning á meðan verið er að veiða lax)","summary":"Kamila Wali-jewska og Marco Pizzo-lato voru í morgun útnefnd Reykavíkingar ársins. Þau standa að svokölluðum frísskáp sem ætlað er að efla vitund um matarsóun."} {"year":"2022","id":"56","intro":"Torfi Tulinius, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Frakklands, líkir tíðindin við pólitískan jarðskjálfta.","main":"Þetta er í fyrsta sinn sem að nýkjörinn forseti fær ekki meirihluta þingsins á bakvið sig í kosningum. Frakkar vita ekki alveg hvernig þeir eiga að snúa sér í þessu hvernig verður landinu þá stjórnað næstu fimm árin.\nÖnnur tíðindin eru þau að innan við helmingur frakka mætti á kjörstað og það þýðir að frakkar hafa kannski ekki mikla trú á hinu lýðræðislega ferli. Sem er mjög alvarlegt","summary":null} {"year":"2022","id":"56","intro":"Héraðssaksóknari segir að gagrýni embættismanns OECD á hægagang í rannsókn Samherjamálsins komi á óvart. Embættið hafi fundað með OECD í tvígang í síðustu viku án þess að málið hafi borið á góma.","main":"Drago Kos, yfirmaður vinnuhóps OECD gegn mútum, setti fram harða gagnrýni á rannsókn Samherjamálsins í fréttum Stöðvar 2 um helgina. Hann sagði vandræðalegt að það skuli vera Namibía sem dregur vagninn í rannsókninni og enginn á Íslandi virðist vita hvað rannsókn Samherjamálsins líður. Rannsóknin hófst í árslok 2019. Gagnrýni Kos beindist einnig að íslenskum stjórnvöldum, erfitt væri að trúa því að embætti héraðssaksóknara væri vanfjármagnað og finna yrði fjármagn hið fyrsta svo hægt væri að ljúka rannsókninni.\nÓlafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir að gagnrýni OECD hafi komið flatt upp á hann, sér í lagi í ljósi þess að embætti hans hafi í tvígang fundað með OECD í liðinni viku og þá hafi þessi mál hvergi borið á góma. Hvað rannsókn málsins varðar þá gangi hún vissulega vel þótt faraldurinn hafi vissulega tafið. Þannig hafi fundur með namibískum yfirvöldum á dögunum verið lengi á dagskrá en strangar ferðatakmarkanir milli Afríku og Evrópu hafi orðið til þess að honum var ítrekað frestað. Sem fyrr heldur saksóknari spilunum þétt að sér þegar hann er spurður út í gang rannsóknarinnar, segir aðeins að henni miði vel.\nÓlafur tekur þó undir með Kos um að fjárveitingar til embættisins gætu verið hærri enda beint samhengi milli fjárveitinga og afraksturs. En það eigi jafnt við um hans embætti og önnur embætti hins opinbera.","summary":"Gagnrýni embættismanns OECD á hægagang Samherjarannsóknar kom flatt upp á héraðssaksóknara, einkum í ljósi þess að embættið hefði í tvígang fundað með stofnuninni án þess að rannsóknin bæri á góma. "} {"year":"2022","id":"56","intro":"Miðjubandalag Emmanuels Macrons, Frakklandsforseta, missti meirihluta á franska þinginu í kosningum í gær. Sérfræðingar telja líklegt að Macron sækist eftir liðsauka hægri flokkanna.","main":"Þetta er algerlega ófyrirsjáanleg og óvænt niðurstaða. Fullkominn sigur á flokki forsetans, meirihlutinn þurrkaður út, sagði Jean-Luc Melenchon við fylgjendur vinstri bandalags síns, sem er nú næststærsta framboðið á franska þinginu með 135 sæti á eftir Miðjubandalagi forsetans.\nMiðjubandalag Macrons hlaut alls 245 sæti á þinginu, en þurfti 289 sæti til þess að halda meirihlutanum. Bandalagið tapar 100 þingsætum frá því í síðustu kosningum.\nNiðurstaðan sýnir töluverðar sviptingar í frönskum stjórnmálum, en miðjubandalagið var með mjög ríflegan meirihluta á þingi eftir síðustu kosningar. Nýja vinstri bandalag Jean-Luc Melenchons bætti verulega við sig, sem og hægri sinnaða þjóðfylking Marie Le Pen, sem hlaut 89 þingsæti. Þannig að það er ljóst að stjórn Macrons getur núna átt von á öflugri mótspyrnu á þinginu bæði frá hægri og frá vinstri.\nAð missa meirihlutann á þinginu gerir Macron að mörgu leiti erfitt um vik. Ríkisstjórn hans hefur óskorað vald í öllu er lýtur að utanríkis- og varnarmálum en þarf samþykki meirihluta þingsins til að koma öðrum stefnumálum í gegn. Margir telja því að Macron muni nú smíða nýjan meirihluta með því að bæta einhverjum hægriflokkanna við Miðjubandalagið sitt. Ef það gengur eftir þá gæti hann áfram komið sínum málum þar í gegn.","summary":null} {"year":"2022","id":"56","intro":"Starfsemi er aftur hafin á meðferðarheimilinu á Laugalandi í Eyjafirði, rúmu ári eftir að því var lokað. Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, sem rekur heimilið, segir að aukin áhersla verði lögð á áfallameðferð.","main":"Á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit var um árabil einkarekið meðferðarheimili fyrir stúlkur samkvæmt rekstrarsamningi við ríkið. Í janúar á síðasta ári sagði þáverandi rekstraraðili upp samningi og var heimilinu lokað. Skjólstæðingar og almenningur mótmæltu lokuninni og náðu þau mótmæli inn á Alþingi. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu á Alþingi að óboðlegt væri loka heimilinu án þess að annað tæki við. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að heimilið hefði hafið starfsemi á ný. Barna- og fjölskyldustofa sér um reksturinn og Ólöf Ásta Farestveit er forstjóri hennar.\nÞað sem við töldum mjög mikilvægt að gera er að ríkið eða Barna- og fjölskyldustofa muni reka þetta meðferðarheimili til að tryggja að farið sé eftir öllum faglegum gildum og að það séu notaðar gagnrýnar aðferðir. Annað sem við þurfum líka að fókusera á er að við þurfum að setja meiri vinnu í áfallameðferð því að það segir sig sjálft að börn eða stúlkur og kynsegin sem eru í neyslu eru oft með stóra og mikla áfallasögu líka. Jafnvel þó þau séu ung að árum.\nÞegar hafa þrjár stúlkur verið innritaðar á heimilið sem verður opnað formlega í næstu viku.\nÉg held að það séu komnir 10 eða 12 starfsmenn nú þegar en við þurfum fleiri. Það er áætlað að þarna verði svona fjórar til fimm stúlur hverju sinni og við teljum það vera mjög góðan fjölda ril að vinna markvist með.","summary":null} {"year":"2022","id":"56","intro":"Vegagerðin lítur ástandið á Breiðafjarðarferjunni Baldri alvarlegum augum, og fundar með Sæferðum um málið á morgun. Framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar segir að óvíst sé hvort ástæða sé til að stöðva siglingar ferjunnar að svo búnu, hún kveðst þó áhyggjufull yfir öryggismálum um borð.","main":"Vegagerðin fundar með Sæferðum um öryggismál um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri á morgun. Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar segir að stofnunin líti ástandið alvarlegum augum. Vegagerðin ber ábyrgð á ferjuflutningunum og styrkir reksturinn yfir vetrarmánuðina.\nBaldur bilaði á laugardaginn, rétt fyrir utan Stykkishólm, með rúmlega hundrað farþega innanborðs. Skipið var fest við akkeri um 2-300 metra frá landi í næstum sex klukkustundir. Það hefur oft orðið vélarvana, og í úttekt fréttaskyringarþáttarins kveiks í vetur vöknuðu margar spurningar um öryggi ferjunnar, meðal annars um að hún gæti lagst á hliðina.\nKemur til greina að hreinlega taka ferjuna úr umferð þar til búið er að leysa þetta?\nÞað er voðalega erfitt að segja til um það vegna þess að við erum að skoða stöðuna þessar klukkustundirnar og dagana og erum að velta öllu upp.\nEn þið teljið ekki að öryggi farþega sé í bráðri hættu?\nVið vonum að svo sé ekki, en við erum auðvitað að skoða og fara yfir öll mál. Okkur finnst þetta mjög alvarlegt, og lítum þetta mjög alvarlegum augum.","summary":"Vegagerðin lítur ástandið á Breiðafjarðarferjunni Baldri alvarlegum augum, og fundar með Sæferðum á morgun. Framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar segir óvíst að ástæða sé til að stöðva siglingar ferjunnar að svo búnu. Hún kveðst þó áhyggjufull yfir öryggismálum um borð."} {"year":"2022","id":"56","intro":"Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppti í 200 metra skriðsundi á HM í sundi í morgun. Hún var rétt við Íslandsmet sitt í greininni en komst ekki áfram.","main":"Snæfríður synti á 2 mínútum og 61 sekúndubroti en Íslandsmet hennar í greininni er 2 mínútur og 21 sekúndubrot. Hún varð í 20. sæti af 39 keppendum en 16 komust áfram í undanúrslit sem fara fram síðar í dag. Snæfríður Sól keppir næst í 100 metra skriðsundinu á miðvikudaginn. RÚV sýnir áfram beint frá mótinu í dag og hefst bein útsending klukkan 16.\nFH tilkynnti í gærkvöld að Eiður Smári Guðjohnsen muni taka við þjálfun meistaraflokks karla í knattspyrnu út tímabilið 2024. Eiður tekur við liðinu af Ólafi Jóhannssyni sem rekinn var eftir tap gegn Leikni í síðustu umferð. FH er sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla og í tilkynningu frá félaginu segir að árangurinn hingað til í sumar sé undir væntingum. Eiður var í þjálfarateymi FH ásamt Loga Ólafssyni 2020 en lét af störfum til að taka við aðstoðarþjálfarahlutverki hjá karlalandsliðið Íslands. Eiður og KSÍ komust að samkomulagi um starfslok hans í nóvember á síðasta ári.\nBarcelona varð í gær Evrópumeistari karla í handbolta, annað árið í röð, með sigri á Kielce frá Póllandi í úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn fór í framlengingu og að endingu vítakastkeppni þar sem Barcelona hafði betur. Lokatölur urðu 37-35. Haukur Þrastarsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru báðir leikmenn Kielce en Sigvaldi hefur verið að glíma við meiðsli frá því á EM í janúar og Haukur kom ekki við sögu í úrslitaleiknum en skoraði mark í sigri liðsins í undanúrslitunum.\nMatthew Fitzpatrick vann í gærkvöld opna Bandaríska meistaramótið í golfi. Fitzpatrick, Will Zalatoris og efsti maður heimslistans Scottie Scheffler skiptust á að leiða allan síðasta hring mótsins. Á 18 holunni tryggði Fitzpatrick sér sigurinn með pari á þeirri holu og var sex höggum undir pari að fjórum hringjum loknum. Scheffler og Zalatoris náðu ekki að fylgja honum eftir og enduðu báðir á fimm höggum undir pari. Titillinn er fyrsti risatitill Fitzpatricks á ferlinum.","summary":"Snæfríður Sól Jórunnardóttir var nálægt Íslandsmeti sínu í 200 metra skriðsundi á HM í sundi í morgun en rétt missti af sæti í undanúrslitunum. "} {"year":"2022","id":"56","intro":"Úkraínumenn segja að Rússar hafi hert sókn sína í Karkív og Donetsk. Rússar eru sagðir varpa sprengjum í gríð og erg á svo gott sem öllum vígstöðvum.","main":"Enn er barist um borgina Sjevjerodonetsk í Luhansk-héraði. Hún er, auk bæjarins Lysychansk, síðasta vígi Úkraínumanna í héraðinu. Sergiy Gaidai héraðsstjóri sagði í tilkynningu að rússneski herinn safnaði liði til að þjarma áfram að Úkraíunmönnum. Sagði Gaiday að Rússar skytu stöðugt á efnaverksmiðju í borginni þar sem hundruð almennra borgara eru sagðar hafa leitað skjóls.\nRússar sögðu Úkraínumenn í morgun hafa ráðist á olíuborpalla við strendur Krímskaga. Sergey Aksjonov, sem stýrir skaganum sem Rússar innlimuðu árið 2014, sagði varnarmálaráðuneytið vinna að björgun starfsfólks Tsjernomorneftegas sem rekur borpallana.\nZelensky Úkraínuforseti sagðist í gærkvöldi búast við hertum átökum nú þegar svara væri að vænta um hvort Úkraína fengi stöðu umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Leiðtogar allra aðildarríkjanna tuttugu og sjö hittast á fundi á fimmtudag og föstudag til þess að taka afstöðu til þess.\nLeiðtogar Ítalíu, Frakklands, Þýskalands og Rúmeníu heimsóttu Kænugarð fyrir helgi. Á fréttamannafundi með Zelensky sögðust þeir allir styðja aðildarumsókn Úkraínumanna.","summary":"Úkraínuforseti varar við hertri sókn rússneska hersins nú, þegar svara sé að vænta um hvort Evrópusambandið veitir Úkraínu stöðu umsóknarríkis. Rússar eru sagðir sækja af miklum þunga í Karkív og Donetsk."} {"year":"2022","id":"56","intro":"Sigríður Matthildur Aradóttir, sem er heyrnarlaus, hefur haft betur gegn Sjúkratryggingum Íslands. Hún kærði stofnunina þegar henni var neitað um kuðungsígræðslu á hægra eyra í lok síðasta árs.","main":"Sigríður fékk kuðungsígræðslu á vinstra eyra árið 2005. Sjúkratryggingar Íslands höfnuðu beiðni hennar um sams konar ígræðslu á hægra eyra. Stofnunin taldi ekki brýna nauðsyn á slíkri aðgerð því hún hefði þegar fengið eina ígræðslu. Sigríður kærði Sjúkratryggingar til úrskurðarnefndar velferðamála.\nÚrskurðanefndin kallar svo eftir viðbrögðum frá Sjúkratryggingum ásamt því að fá öll afrit af mínum gögnum. Ég fæ að sjá svar Sjúkratrygginga við minni kæru og þeir standa fast á sínu.\nHún ákveður þá að andmæla niðurstöðu Sjúkratrygginga sem úrskurðanefnd velferðamála ógilti.\nÞetta þýðir fyrir mig að niðurstaða þeirra er bara felld úr gildi og ég fell undir það að fá að fara í þessa aðgerð samkvæmt úrskurðanefnd velferðamála.\nSigríður Matthildur fagnar sigrinum og bindur vonir við að komast í aðgerðina í haust.\nVonandi þýðir þetta bara breytt viðhorf til fólks sem er að berjast við heyrnaskerðingu. Það sé ekki bara litið svo á að það sé nóg að heyra með öðru eyra. Ég er að vonast til að þessi úrskurður breyti ekki bara lífinu fyrir mig heldur líka fyrir þá sem eftir koma og eru í sömu soprum.","summary":"Heyrnarlaus kona hafði betur gegn Sjúkratryggingum Íslands og fær að fara í kuðungsígræðslu á hægra eyra eftir að hafa verið neitað um aðgerðina á síðasta ári. Hún segir niðurstöðu úrksurðanefndar velferðamála vera skýra. Ekki sé nóg að heyra aðeins með öðru eyra. "} {"year":"2022","id":"57","intro":"Íslenskur prófessor við læknisfræðimiðstöð New York háskóla hefur fundið aðferð sem hugsanlega gæti hægt á alzheimer sjúkdómnum. Hún er nú í klínískri rannsókn hjá dönsku lyfjafyrirtæki.","main":"Einar Már Sigurðsson hefur stjórnað rannsóknarstofu í aldarfjórðung í taugavísindahluta New York háskólans og hefur sinnt þar grunnrannsóknum aðallega á alzheimersjúkdómnum en einnig parkinson sjúkdómnum og öðrum sjúkdómum þar sem ákveðnar útfellingar á próteinum myndast í heilanum. Mýs eru meðal annars notaðar í tilraunum. Í þær eru sett mannagen með stökkbreytingum sem tengjast þessum sjúkdómum\nOg þá erum við að skoða til dæmis hvaða frumur verða fyrir skemmdum og af hverju er það. Af hverju eru sumar frumur sem að þola betur svona útfellingar. Og svo viljum við líka náttúrulega reyna að finna út úr því hvernig við getum við hægt á þessum skemmdum. Og þá erum við að þróa ýmis mótefni. Við byrjum t.d. að búa til mótefni og erum þá skoða hvernig þessi mótefni virka í músum. Og sumt af þessu hefur leitt til klínískra rannsókna. Það er lyfjafyrirtæki, sem fékk einkaleyfi á sumum af einkaleyfunum, sem við erum með og nýttu þau til þess að þróa mótefni sem að er núna í klínískum rannsóknum á fyrsta stigi.\nFyrsta stigs rannsókninni lýkur fyrir árslok. Gangi það vel verður farið á annað stig þar sem nokkur hundruð manns taka þátt og ef vel tekst til þá að síðustu mörg þúsund manns á þriðja stigi prófana. Ætla má að öll stigin taki tíu ár. Heppnist þetta mun mótefnið henta þeim sem eru með útfellingar eða taugaskemmdir sem hafa orsakast af tau próteini. Stærsti hópurinn sem er með þannig útfellingar er alzheimer sjúklingar. Einar Már segir ólíklegt að hægt verða að stöðva minnisglöp:\nAðalmálið er að reyna að hægja á þessu þ.a. einhver geti lifað með sjúkdóminn í kannski 20 ár í staðinn fyrir 5 til 10 ár. Þá geturðu kannski verið heima hjá þér í staðinn fyrir að enda á hjúkrunarheimili.","summary":"Klínísk rannsókn er hafin á mótefni gegn alzheimer. Hún er á fyrsta stigi hjá dönsku lyfjafyrirtæki. Uppgötvunina gerði íslenskur prófessor við New York háskóla. "} {"year":"2022","id":"57","intro":"Við náðum náði tali af Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra nú rétt fyrir fréttir.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"57","intro":"Formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis segir brýnt að bregðast fljótt við þeim vanda sem steðjar að Vestfirðingum vegna takmarkana á ferjunni Baldri. Skipið siglir aftur í dag samkvæmt áætlun eftir mikla bilun í gær.","main":"Breiðafjarðarferjan Baldur bilaði í gærmorgun, rétt fyrir utan Stykkishólm, með rúmlega hundrað farþega innanborðs. Skipið var fest við akkeri um 2-300 metra frá landi í næstum sex klukkustundir og voru farþegar allt annað en sáttir þegar þeir loks komust í land.\nÞetta er óboðlegt ástand. Þetta getur ekkert gengið svona lengur, þetta er bara fullreynt. Þetta skip er bara ekki hægt að bjóða okkur upp á lengur. Það er margbúið að sýna sig að það þarf að bregðast við.\nsagði Skjöldur Pálmason, framkvæmdastjóri útgerðarinnar Odda á Patreksfirði, þegar hann neyddist til að fara aftur í land í Stykkishólmi eftir sex tíma dvöl um borð.\nÞað sjá allir sem þurfa að nota þetta skip og þurfa að nota þetta skip að það er þörf fyrir alvöru skip hérna. Og maður skilur bara ekki af hverju það þarf að gera þetta með þessum hætti.\nBaldur siglir seinni ferð dagsins í dag með viðkomu í Flatey, samkvæmt áætlun. Í tilkynningu frá Sæferðum segir að vélstjórar Baldurs hafi ásamt sérfræðingi unnið að viðgerð fram á nótt. Búið sé að taka prufusiglingu og fleiri prófanir gerðar sem sýni að allt virki.\nVilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, undirstrikar að það sé fyrst og fremst á ábyrgð skipstjóra og Sæferða að tryggja öryggis allra um borð. Hann segir öryggistilfinningu þá mikilvægustu fyrir samfélög í heild.\nÞví er ekki gott þegar svona mikilvægir samgönguinnviðir eins og Baldur er, að hann sé að bila reglulega. Þetta er nú ekki fyrsta stoppið sem kemur upp svona bilun. Við erum greinilega ekki á góðum stað þarna og það þarf vissulega að bæta úr til þess að tryggja öryggi og líka til að tryggja að svona mikilvæga samgönguinnviði á Vestfjörðum.\nVilhjálmur segir mikilvægt að breytingar á höfnum sem ferjan þarf að leggjast að gangi hratt eftir til að ekjubrýrnar þar passi fyrir fleiri skip - þá er hægt að bjóða upp á fleiri möguleika.\nÞað hefur tækifæri til að fá nýrra skip og ég tala nú ekki um ef það væri nýorkuskip. Það væri enn betra. En þetta er verkefni sem þarf að leysa hratt.","summary":null} {"year":"2022","id":"57","intro":"Stríðið í Úkraínu gæti varað árum saman og Vesturlönd þurfa að vera undir það búin að veita Úkraínu stuðning áfram. Þetta segir Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.","main":"Stoltenberg lét þessi orð falla í viðtalið við þýska dagblaðið Bild. Hann segir að þrátt fyrir að stríðið sé kostnaðarsamt verði Vesturlönd að halda áfram að senda Úkraínumönnum hergögn og nauðsynjar því kostnaðurinn verði umtalsvert meiri ef Vladimír Pútín Rússlandsforseti nái sínum markmiðum. Við þurfum að búa okkur undar það að stríðið gæti varað árum saman, segir Stoltenberg. Það sama segir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sem fór í sína aðra heimsókn til Kænugarðs á föstudag.\n\"It would be a catastrophe if Putin won. It would be a catastrophe if he was able to secure the land bridge to the cities in the south that he has, to hold the Donbas. That's what he wants.\nBoris Johnson segir skelfilegt að hugsa til þess að Pútín vinni stríðið. Stuðningur við Úkraínu sé nauðsynlegur til að koma í veg fyrir að Rússar nái Donbas. Breska varnarmálaráðuneytið birti í morgun yfirferð um átökin sem geisa hvað harðast við borgina Sjevjerodonetsk. Þar kemur fram að litlar breytingar hafi orðið síðasta sólarhringinn. Síðustu daga hafi verið nokkuð um liðhlaup úr úkraínskum hersveitum. Einnig segir breska varnarmálaráðuneytið að átök haldi áfram innan hersveita Rússa og dæmi séu um að hersveitir neiti að hlýða skipunum foringja sinna.","summary":"Framkvæmdastjóri Atlandshafsbandalagsins segir að Vesturlönd þurfi að vera undir það búin að veita Úkraínu stuðning áfram, stríðið geti varað í mörg ár í viðbót."} {"year":"2022","id":"57","intro":"Leikið er til úrslita í Meistaradeild karla í handbolta í dag. Haukur Þrastarson getur orðið Evrópumeistari fari svo að pólska liðið Kielce fari með sigur af hólmi.","main":"Að venju er leikið í Köln í Þýskalandi og mætir Kielce Barcelona í úrslitaleiknum klukkan fjögur í dag. Kielce lagði ungverska liðið Veszprem í undanúrslitum í gær, 37-35, og skoraði Haukur eitt mark. Barcelona lagði þýska liðið Kiel í hinum undanúrslitaleiknum, 34-30. Kielce og Barcelona léku saman í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í vetur og vann Kielce báðar viðureignir liðanna þar. Verði Haukur Evrópumeistari í dag bætist hann í fámennan hóp íslenskra handboltamanna sem hafa unnið þessa keppni. Ólafur Stefánsson varð fjórum sinnum Evrópumeistari, Aron Pálmarsson hefur þrisvar orðið Evrópumeistari og þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Gústafsson einu sinni. Þá hefur Alfreð Gíslason í þrígang stýrt liði til sigurs í Meistaradeildinni.\nEftir þrjá hringi af fjórum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi eru þeir Will Zalatoris, frá Bandaríkjunum, og Englendingurinn Matt Fitzpatrick jafnir í efsta sæti. Báðir hafa leikið á 4 undir pari samanlagt. Zalatoris átti stórgóðan hring í gær og lék á þremur undir pari, sem var besta skor dagsins. Fitzpatrick lék á tveimur undir. Spánverjinn Jon Rahm er höggi á eftir þeim tveimur og svo eru þeir Keegan Bradley, Adam Hadwin og Scottie Scheffler næstir, höggi á eftir Rahm. Keppni hefst aftur um miðjan dag í dag en efstu menn hefja ekki leik að nýju fyrr rétt fyrir sjö í kvöld.\nFjórir leikir eru í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Klukkan tvö hefjast leikir Keflavíkur og KR, Þróttar og Vals og Selfoss og Aftureldingar og klukkan 16:15 mætast Stjarnan og ÍBV. Fyrsti leikur umferðarinnar var í gær þegar Breiðablik vann Þór\/KA 4-0 á Akureyri. Valur er í efsta sæti deildarinnar og getur með sigri gegn Þrótti á ný náð fjögurra stiga forskoti á Breiðablik.\nKeppni heldur áfram á heimsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug í dag, en mótið fer að þessu sinni fram í Búdapest í Ungverjalandi. Úrslitahluti dagsins hefst klukkan fjögur í dag og er sýndur beint á RÚV.","summary":null} {"year":"2022","id":"57","intro":"Í dag ræðst hvort flokkur Emmanuels Macron Frakklandsforseta verði áfram í meirihluta á franska þinginu. Seinni umferð þingkosninganna fer fram í dag.","main":"Það stefnir í spennandi kosningar í Frakklandi í dag. Í fyrri umferðinni var afar lítill munur á tveimur framboðum. Ensamble, þriggja flokka mið-hægribandalagi Macrons og NUPES bandalagi vinstri flokka. Bæði framboðin fengu um 26 prósent atkvæða. Á franska þinginu eru 577 sæti og þarf því 289 sæti til þess að mynda meirihluta. Í síðustu kosningum hlaut Ensamble 345 sæti en samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum fær bandalagið á bilinu 255 til 295 sæti, sem þýðir meirihlutinn stendur tæpt.\nHelsti keppinauturinn NUPES er nýtt bandalag vinstriflokka sem Jean- Luc Mélenchon leiðir. Hann bauð sig fram til forseta í apríl og hafnaði í þriðja sæti á eftir Marine Le Pen og Emmanuel Macron sem var endurkjörin. Skoðanakannanir sýna að NUPES gæti fengið 140 til 200 sæti.\nEf Ensamble missir meirihlutann á þinginu gæti það gert Macron erfitt um vik. Ríkisstjórn hans hefur óskorað vald í öllu er lýtur að utanríkis- og varnarmálum en þarf samþykki meirihluta þingsins til að koma öðrum stefnumálum í gegn, líkt og umdeildu frumvarpi um að hækka eftirlaunaaldur úr 62 árum í 65.\nKjörstaðir voru opnaðir klukkan sex í morgun að íslenskum tíma og verður lokað klukkan átján. Eftir lokun kjörstaða verða fyrstu útgönguspár birtar.","summary":null} {"year":"2022","id":"58","intro":"Farþegaferjan Baldur missti afl rétt utan við hafnarmynnið í Stykkishólmi um 300 metra frá landi rétt eftir brottför klukkan níu í morgun. Um borð eru 102 farþegar auk áhafnar. Þyrla landhelgisgæslunnar var kölluð út auk allra Björgunarsveita á Snæfellsnesi.","main":"Einar Strand hjá björgunarsveitinni Berserkjum í Stykkishólmi segir ferjuna heppilega staðsetta, það hefði skapað mun meiri hættu ef hann hefði bilað aðeins nær landi.\nSegir Einar Strand. Á meðal farþega um borð er Egle Sipaviciute (Sipavitjúte). Hún var róleg þegar fréttastofa náði tali af henni rétt eftir klukkan ellefu og sagði stemninguna um borð góða.\nklipp 1 (sameina 1 og 2)\nStaðan er að við erum föst en stemningin er góð, það er sól og fólk er brosandi og spjallandi\nÉg veit ekki hvort ég á að kalla þetta mikinn viðbúnað eða venjulega ég hef bara aldrei lent í svona áður. þið eruð ekkert langt frá landi? Nei nei þetta gerist stuttu eftir að við leggjum af stað, ég var nýbúin að panta mér mat og þá gerist þetta.\nOg ég bara ég sé Stykkishólm mjög skýrt, get næstum horft inn um glugga hjá fólki sko.\nSagði Egle Sipaviciute (Sipa-vit-júte) í samtali við Ingibjörgu Söru Guðmundsdóttur.","summary":"Allar björgunarsveitir á Snæfellsnesi voru kallaðar út, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar, þegar Breiðafjarðarferjan Baldur bilaði rétt utan við hafnarmynnið í Stykkishólmi í morgun. Yfir hundrað farþegar hafa beðið í skipinu í á fjórðu klukkustund en bera sig vel."} {"year":"2022","id":"58","intro":"Skæð hitabylgja gengur nú yfir Evrópu, um fjörtíu stiga hiti er víða í Frakklandi og á Spáni. Samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnuninni eru hitabylgjur óvenju snemma á ferðinni sökum loftslagsbreytinga.","main":"Fjöldi viðburða sem áttu að fara fram í Frakklandi um helgina hafa verið blásnir af vegna hitabylgjunnar. Viðbragðsaðilar búa sig undir annasama helgi og franski Rauði krossinnhefur gefið út þau muni dreifa vatni til bágstaddra.\nSome parts of Spain and France, temperatures are more than 10 degrees higher, so 10 degrees higher, that`s huge than the average for this time of year.\nClare Nullis, talskona Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar segir að á Spáni og í Frakklandi sé hiti um tíu stigum hærri en vanalega á þessum árstíma. Nánast um gjörvallan Spán sé hætta á gróðureldum, og biður Nullis fólk þar að taka mark á viðvörunum og fara með gát.\nSo, our message to Spanish audiences, please, please, please heed all the warnings. There is extreme fire danger today. So please take care.\nEinnig verður óvenju hlýtt um helgina í Þýskalandi. Þá teygir hitabylgjan sig til Póllands og Austurríkis, þar sem hiti verður töluvert yfir meðallagi fyrir júnímánuð. Nullis segir hitabylgjur koma bæði fyrr og oftar vegna loftslagsbreytinga og þetta sé því miður forsmekk af því sem koma skal.\nAs a result of climate change, heat waves are starting earlier. They`re becoming more frequent and more severe because of concentrations of greenhouse gases in the atmosphere which are at record level.","summary":null} {"year":"2022","id":"58","intro":"Keppendur í franskri siglingakeppni, sem var ráðlagt að koma að landi á Fáskrúðsfirði vegna óveðurs í gærkvöldi, hafa fæstir getað siglt bátum sínum inn fjörðinn. Nokkrir bátar hafa orðið fyrir skemmdum, sumir keppendur snúið aftur heim og björgunarsveitin á Fáskrúðsfirði er í viðbragsstöðu.","main":"25 keppendur ætluðu að sigla hraðskreiðum seglbátum frá Frakklandi, umhverfis Ísland og svo aftur suður á bóginn án þess að koma nokkurs staðar í land, en vegna mikils hvassviðris sem skall á í gærkvöldi var keppendum ráðlagt að koma að landi á Fáskrúðsfirði. Fjórir hafa hætt keppni og haldið heim á leið, einungis tveimur tókst að komast á Fáskrúðsfjörð en fyrir hina hefur það hins vegar reynst ómögulegt veðursins vegna.\nÞað er erfitt fyrir þessa báta. Þetta er náttúrulega beint upp í vindinn og þeir geta ekki lagst að bryggju í svona veðri. Þeir rista tæpa fimm metra þannig að þeir þurfa að vera á bóli eða á bauju og það er hægara sagt en gert akkúrat í þessum kringumstæðum. Það er hvasst inn á firðinum en aðeins lygnara fyrir utan landið.\nKeppendurnir bíða því enn átekta við suðausturströnd landsins. Ingvar segir siglingafólkið hafa verið vel búið til að bregðast við óvæntum aðstæðum.\nÞetta er náttúrulega allt siglingafólk á heimsmælikvarða og við öllu búið en maður getur rétt ímyndað sér að þetta taki á og fólk verði þreytt eftir svona sjóferð.\nNokkrir bátar hafa orðið fyrir talsverðum skemmdum en Ingvar segir að enn sé þó hægt að sigla þeim öllum.\nÞað er einn veit ég með stýrisvandamál en hann er samt sem áður að sigla og er siglingahæfur.\nGert er ráð fyrir að veðrið gangi niður um sjö leytið í kvöld - og að í kjölfarið verði hægt að sigla bátunum inn fjörðinn.\nÉg er nú staddur hérna í björgunarsveitarhúsinu á Fáskrúðsfirði og við erum svona bara tilbúnir í skónum ef eitthvað er en það virðist ekki vera nein neyð að svo stöddu en það má klárlega ekki mikið bera út af.","summary":"Keppendur í franskri siglingakeppni hafa fæstir getað siglt bátum sínum inn Fáskrúðsfjörð, eins og þeim var ráðlagt að gera í gærkvöldi vegna veðurs. Nokkrir bátar hafa orðið fyrir skemmdum og björgunarsveitin er í viðbragðsstöðu."} {"year":"2022","id":"58","intro":"Logi Már Einarsson hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust. Hann er þaulsetnasti formaður flokksins frá stofnun hans.","main":"Logi tók við formannsembætti í Samfylkingunni af Oddnýju G. Harðardóttur árið 2016, eftir að flokkurinn beið afhroð í þingkosningunum það ár, missti rúm sjö prósentustig frá árinu 2013, sem þá var versta útkoma flokksins í kosningum frá stofnun hans.\nAfgerandi niðurstöður í kosningum kalla á afgerandi viðbrögð. Og ég hef því ákveðið að stíga til hliðar sem formaður Samfylkingarinnar og Logi Einarsson varaformaður tekur við keflinu.\nsagði Oddný þegar hún sagði af sér á Bessastöðum og Logi tók við. Þetta var fyrir tæpum sex árum og nú ætlar Logi ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi formannssetu á komandi landsfundi flokksins í haust. Enginn hefur setið jafn lengi sem formaður flokksins síðan hann var stofnaður aldamótaárið 2000 í þeim tilgangi að sameina vinstra fólk landsins og verða mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Össur Skarphéðinsson er í öðru sæti sem þaulsetnasti formaðurinn, en hann var í því starfi í fimm ár, frá 2000 til 2005.\nÞað var Fréttablaðið sem greindi frá þessari ákvörðun Loga í forsíðuviðtali blaðsins í dag. Logi segist þar upphaflega hafa ætlað að láta af formennsku eftir slakt gengi flokksins í síðustu þingkosningum, en flokkurinn tapaði fulltrúa og er nú með sex þingsæti, tæp 10 prósenta fylgi. Logi var þó hvattur til þess að sitja lengur, segir hann. Formaðurinn fráfarandi var ekki lengi að skella sér af landi brott, en hann er núna staddur í dásemdarveðri í hjólaferð í Móseldalnum í Þýskalandi með vinafólki.\nÞað lá auðvitað fyrir eftir kosningar að það væri heppilegt fyrir Samfylkinguna, til þess að taka næstu skref, að skipta um forystu. Mitt hlutverk er að stíga inn á mjög erfiðum tímum þar sem það reyndi á að vera mannasættir og ná fólki saman og gefa fólki trú á því. Þá var ég kallaður útfararstjóri flokksins. Nú kvartar fólk yfir því að flokkurinn sé ekki 20 eða 30 prósent, sem er mjög gott og mikill metnaður í því. Og ég held að það sé bara kominn tími á annars konar formann en mig.\nLogi segir í viðtali við Fréttablaðið að hann telji þetta réttan tíma fyrir bæði sig og flokkinn. Hann hafi upphaflega ætlað að láta af formennsku eftir slakt gengi flokksins í þingkosningum í haust, en hann hafi verið hvattur til þess að sitja lengur. Nú sé sá umþóttunartími liðinn og nýr formaður verði kosinn á Landsfundi flokksins í október. Hann kveðst í viðtalinu hlakka til þess að gerast óbreyttur þingmaður og ekkert fararsnið sé á honum úr þinginu.\nHann segir það hafi ekki staðið til að vera lengi í formannsstólnum og hann kveðji formannsembættið sáttur. Logi tók við formennsku af Oddnýju G. Harðardóttur árið 2016. Hann vilji með því að víkja axla ábyrgð á gengi flokksins og kveðst sannfærður um að ný forysta geti bætt stöðu flokksins.\nLogi Már Einarsson hefur ákveðið að hætta formennsku í Samfylkingunni og mun ekki bjóða sig fram í forystusæti flokksins á landsfundi hans í haust. Hann er þó ekki að kveðja pólitíkina og heldur áfram sem óbreyttur þingmaður. Hér gerir hann upp formannstíðina og fleira til í einlægu og líflegu viðtali að hans eigin hætti.","summary":"Logi Már Einarsson ætlar að hætta sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í haust. Hann segir flokkurinn þurfa öðruvísi formann til að rífa upp fylgið í það sem metnaðarfyllstu flokksmenn vilji sjá. "} {"year":"2022","id":"58","intro":"Heimsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug hófst í Búdapest í Ungverjalandi í morgun. Anton Sveinn McKee stakk sér þá til sunds í 100 metra bringusundi.","main":"Anton Sveinn keppti í sjöunda og síðasta riðli undanrásanna. Hann synti á einni mínútu og 80 hundruðustu úr sekúndu og varð sjöundi í sínum riðli. Tíminn var 48 hundruðustu frá Íslandsmetinu, sem Anton Sveinn á sjálfur. 16 efstu keppendur komust áfram í undanúrslitin, sem eru síðar í dag. Anton Sveinn varð jafn Pólverjanum Dawid Wiekiera í 17. sæti. Þeir áttu að synda umsund um hvor yrði fyrsti og hvor annar varamaður í undanúrslitin, en Anton Sveinn ákvað að gefa eftir varamannasæti sitt þar sem ekki leit út fyrir afföll í undanúrslitunum. Anton Sveinn verður aftur í eldlínunni á miðvikudag þegar keppt er í hans bestu grein, sem er 200 metra bringusund. Tveir íslenskir keppendur eru á mótinu. Snæfríður Sól Jórunnardóttir keppir í 200 metra skriðsundi á mánudag og svo 100 metra skriðsundi á miðvikudag. Keppni á mótinu hefst aftur síðdegis þegar undanúrslit og úrslit í fjölmörgum greinum fara fram. Sýnt verður beint frá keppninni í dag og hefst útsending á RÚV klukkan fjögur.\nBandaríkjamennirnir Collin Morikawa og Joel Dahmen voru efstir og jafnir að loknum tveimur hringjum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi, en mótið fer að þessu sinni fram í Brookline í Massachusets. Mikið jafnræði er á mótinu og skildu aðeins tvö högg að efsta og tólfta sætið. Það var sérstaklega Morikawa sem lét ljós sitt skína í gær. Hann átti best hring dagsins þegar hann lék á 66 höggum, sem er fjórum undir pari Brookline vallarins. Það skaut honum í efsta sætið. Ásamt Morikawa er Joel Dahmen líka á fimm undir pari. Hann lék á tveimur undir í gær eftir að hafa verið þrjá undir eftir fyrsta keppnisdag. Næstu menn eru skammt undan. Fimm kylfingar eru á fjórum undir pari eftir tvo daga. Þeirra á meðal eru Evrópumennirnir Jon Rahm frá Spáni og Rory McIlroy frá Norður-Írlandi. Höggi þar á eftir eru svo fjórir kylfingar til viðbótar, þar á meðal efsti maður heimslistans, Scottie Scheffler.","summary":null} {"year":"2022","id":"59","intro":null,"main":"Eurovision-söngvakeppnin verður ekki haldin í Úkraínu að ári, þrátt fyrir sigur úkraínsku sveitarinnar Kalush Orchestra í keppninni í síðasta mánuði. Samband Evrópskra sjónvarpsstöðva íhuga nú að halda keppnina í Bretlandi. Skipuleggjendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki verði hægt að tryggja öryggi keppninnar og uppfylla kröfur sambandsins vegna stríðsins í Úkraínu. Í tilkynningu frá Sambandinu segir að Bretar, sem lentu í öðru sæti í söngvakeppninni þann 14. maí síðastliðinn, hafi verið beðnir um að halda keppnina. Engu að síður mun úkraínska ríkissjónvarpið taka þátt í skipulagningunni.","summary":"Skipuleggjendur Eurovision-söngvakeppninnar hafa beðið Breta um að halda keppnina á næsta ári, þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi í Úkraínu vegna stríðsins þar í landi."} {"year":"2022","id":"59","intro":"Þjóðhátíðardagurinn er í dag haldinn hátíðlegur víða um land. Forsætisráðherra fjallaði um átökin í Úkraínu, fæðuöryggi, loftlagsmál og skólamál. Fjallkonan, Silja Sækvoska flutti ljóð sem Brynja Hjálmtýsdóttir samdi sérstaklega.","main":"Nýstúdentar lögðu blómsveit að minnisvarða Jóns Sigurðssonar með aðstoð Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Grarduale Nobili undir stjórn Þorvaldar Arnar Daviðsson söng þjóðsönginn. Forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu að afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu væru skelfilegar.\nÍ öllu þessu ölduróti hefur utanríkisstefna Íslands verið skýr. Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu fyrir alþjóðalögum.\nSem traustur og áreiðanlegur þáttakandi í alþjóðakerfinu er Ísland öðru fremur málsvari mannréttinda, lýðræðis og réttarríkis. Hér eftir sem hingað til notum við rödd okkar til að tala fyrir réttindum kvenna og stúlkna, fyrir umhverfis- og loftlagsmálum og fyrir friði og fyrir afvopnum.\nKatrín segir brýnt að afvopnun verði enn í forgrunni að veröldin ani ekki út í nýtt vígbúnaðarkapphlaup með tilheyrandi hörmungum og komið verði böndum á hernaðarviðbúnað með gagnkvæmum samningum.\nÞað er milivægt að við í íslensku samfélagi að orka, matur, vatn og eftir atvikum land feli í sér stórar áskoranir fyrir okkur Íslendinga.\nForsætisráðherra lagði áherslu á loftlagsmál, skólamál og húsnæðismál.\nVið okkur blasir stór áskorun. Því er mikilvægt að við setjum húsnæðismálin í forgang. Þau eru eitt stærsta kjaramál heimilanna og þar er stærsta verkefni að tryggja húsnæðisöryggi.","summary":null} {"year":"2022","id":"59","intro":"Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, þrýsti á þáverandi varaforseta landsins, Mike Pence, að brjóta lög í kjölfar kosninga í landinu árið 2020. Trump hafi með ólögmætum hætti reynt að fá Pence til þess að ógilda niðurstöðu kosninganna.","main":"Þetta kom fram á opnum fundi rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings í gær. Þar sagði að bæði Trump og ráðgjafar hans hefðu vitað að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt.\nBennie Thompson, formaður rannsóknarnefndarinnar, segir að lýðræði í Bandaríkjunum hafi staðið af sér ráðabrugg Trumps þar sem Pence hafi neitað að ógilda niðurstöðuna. Nefndin hefur sakað Trump um tilraun til valdaráns, með því að hafa boðað til óeirða þann 6. janúar 2021.\nAðstoðarmenn Mike Pence báru vitni fyrir rannsóknarnefndina í gærkvöld, fimmtudag, og eru það þriðju vitnaleiðslur nefndarinnar frá því hún tók til starfa. Nefndin er leidd af Demókrötum og segir í frétt breska ríkisútvarpsins að vitnaleiðslurnar snúi að því að sýna fram á að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og margítrekaðar, falskar fullyrðingar hans um kosningasvik og \u001estolinn kosningasigur Joes Biden hafi verið kjarninn í því samsæri sem knúði æsta fylgjendur hans til að ráðast á þinghúsið hinn 6. janúar 2021, daginn sem sameinað Bandaríkjaþing kom saman til að staðfesta kjör Bidens í forsetaembættið.","summary":"Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, reyndi með ólögmætum hætti að fá þáverandi varaforseta Mike Pence til þess að ógilda niðurstöðu forsetakosninganna 2020. Þetta kom fram á fundi rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings í gær. "} {"year":"2022","id":"59","intro":"Fyrsti hluti fjórtán manna hóps sem lenti í hrakningu á Vatnajökli í gær er kominn í fjöldahjálparstöð á Höfn í Hornafirði. Fólkið var hætt komið á jöklinum og þurfti að vera þar í sólarhring áður en það komst til byggða. Síðustu ferðamennirnir í hópnum eru væntanlegir til Hafnar eftir nokkra klukkutíma.","main":"Þrír af fjórtán manna hópi erlendra ferðamanna sem lenti í hrakningum á Hvannadalshnjúk í Vatnajökli í gær komu til Hafnar í Hornafirði nú í hádeginu. Von er á fjórum til viðbótar eftir um klukkustund. Fólkið fær aðhlynningu í fjöldahjálparstöð. Björgunarsveitarfólk á vélsleðum beið með hópnum á bálhvössu veðri og skafrenningi jöklinum í fimm klukkutíma í nótt eftir að jeppar kæmust á staðinn til að ferja fólkið niður. Björgunarmaður í aðgerðastjórn segir að fólkinu hafi verið orðið mjög kalt og ástandið á því orðið tvísýnt þegar fyrsta björgunarfólkið fann þau.\nTólf ferðamenn frá Póllandi, ásamt tveimur íslenskum leiðsögumönnum, voru á leið niður af Hvannadalshnjúk síðdegis í gær þegar gps-búnaður þeirra bilaði. Skyggni var mjög slæmt. Hópurinn hélt því kyrru fyrir upp við öskjuna í Öræfajökli og kallaði eftir aðstoð björgunarsveita klukkan fjögur.\nJens Olsen, varaformaður Björgunarfélags Hornafjarðar, er í aðgerðastjórn.\nVið sendum fjóra sleða strax af stað héðan. Svo þegar við sáum í hvað stefndi, hvernig færið var á jöklinum, þá kölluðum við út back-up.\nKallað var eftir björgunarfólk á vélsleðum og bílum allt frá höfuðborgarsvæðinu austur á firði. Björgunarfólk fór upp á þremur stöðum, upp Tungnárjökul, Skálafellsjökul og frá Snæfelli. Fyrsti hópurinn kom að fólkinu um klukkan ellefu í gærkvöldi.\nÞað voru náttúrulega bara fjórir sleðar. Það var ákveðið að þeir myndu halda kyrru fyrir og gefa fólkinu eitthvað að japla og drekka og bíða eftir fleiri sleðum. Þeir voru bara á jöklinum uppi í öskjunni í 1800 metra hæð og voru það í tveimur tjöldum. - Hvernig var veðrið þarna uppi þá? Það var svona tólf sextán metrar í vind og skafrenningur á köflum. Skyggnið var ekki neitt og rosa erfitt að gera grein fyrir ójöfnu og öðru á jöklinum.\nMjög þungfært er á jöklinum og á leiðinni niður af jöklinum er sprunga farin að myndast. Um þrjúleytið bættust fleiri vélsleðar á staðinn. Bílar voru komnir nógu nálægt um fimmleytið í morgun til þess að unnt væri að ferja fólkið á sleðum í bílana. Engin börn er í hópnum. En var fólkið hætt komið á jöklinum?\nSamkvæmt því sem ég hef heyrt þá voru margir þarna orðnir mjög kaldir. Það var að fara að verða krítískt ástand þarna uppi. - Var fólkið orðið skelkað? Já, ég held það. Það var náttúrulega búið að dúsa þarna í sólarhring áður en það var farið að flytja það til baka. Það lagði af stað klukkan þrjú nóttina áður í gönguna.\nRauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð fyrir hópinn og slysavarnarfélagið eldaði kjötsúpu. Fyrsti hópurinn kom til Hafnar í hádeginu en tveir tímar þrír tímar gætu verið í næsta hóp. Aðgerðin hefur verið mjög umfangsmikil, staðið í hátt í sólarhring. Hundrað og fjörutíu hafa tekið þátt í björgunaraðgerðinni.","summary":"Fyrsti hluti fjórtán manna hóps sem lenti í hrakningum á Vatnajökli í gær er kominn í fjöldahjálparstöð á Höfn í Hornafirði. Fólkið var hætt komið á jöklinum og þurfti að vera þar í sólarhring áður en það komst til byggða. Síðustu ferðamennirnir í hópnum eru væntanlegir til Hafnar eftir nokkra klukkutíma. "} {"year":"2022","id":"59","intro":"Ólafi Jóhannessyni var í gærkvöldi sagt upp sem þjálfara karlaliðs FH í fótbolta. FH gerði jafntefli við Leikni í gærkvöldi, 2-2.","main":"Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þau að Keflavík og Stjarnan gerðu 2-2 jafntefli og sömu úrslit urðu hjá KA og Fram á Akureyri. Valur lagði svo topplið Breiðabliks, 3-2. Þetta var fyrsta tap Breiðabliks í sumar, en Patrick Pedersen skoraði sigumark Vals á 4. mínútu uppbótartíma. Breiðablik er þrátt fyrir þetta með gott forskot í efsta sæti deildarinnar. Breiðablik er með 24 stig á toppnum, fimm meira en Víkingur.\nGolden State Warriors varð í nótt NBA-meistari í körfubolta. Golden State vann Boston Celtics 103-90 í sjötta úrslitaleik liðanna og vann einvígið 4-2. Þetta er í sjöunda sinn sem Golden State verður NBA-meistari og í fimmta sinn frá 2015. Stephen Curry skoraði 34 stig fyrir Golden State í nótt og var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígisins. Það er í fyrsta sinn sem hann hlýtur þann heiður, en hann varð NBA-meistari í fimmta sinn í nótt. Með sigrinum varð Golden State þriðja sigursælasta lið deildarinnar frá upphafi, komst fram úr Chicago Bulls. Aðeins LA Lakers og Boston Celtics hafa unnið oftar, en þau hafa hampað titlinum 17 sinnum hvort.\nKanadamaðurinn Adam Hadwin er með forystuna að loknum fyrsta hring US Open í golfi. Mótið er eitt risamótanna fjögurra. Hadwin lék fyrsta hringinn á 4 höggum undir pari og er höggi á undan fimm kylfingum sem deila öðru sæti. Mótið er haldið í skugga harðra deilna í golfheiminum vegna stofnunar nýrrar mótaraðar á vegum Sádí-Araba, LIV-mótaraðarinnar. Helsta stjarna nýju mótaraðarinnar er Phil Mickelson, en honum og öðrum þátttakendum LIV-mótaraðarinnar var vikið af PGA-mótaröðinni nýlega. Mickelson átti afmæli í gær en lék hins vegar afleitt golf. Hann lék á 8 höggum yfir pari og er í 145. sæti af 156 keppendum.","summary":"Ólafur Jóhannesson var í gær rekinn úr starfi þjálfara karlaliðs FH í fótbolta eftir jafntefli við Leikni."} {"year":"2022","id":"60","intro":"Frumvarp um sorgarleyfi var samþykkt einróma við þinglok í gær og er orðið að lögum. Lögin tryggja foreldrum sem missa barn sitt leyfi frá störfum auk þess sem þeir fá greiðslur til að koma til móts við tekjutap.","main":"Vinnsla frumvarpsins fór af stað fyrir um tveimur árum en afgreiðsla málsins frestaðist vegna kórónuveirufaraldursins. Lögin öðlast gildi í janúar á næsta ári. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra segir miklu skipta að sjá sorgarleyfi loks verða að veruleika.\nÞetta er búið að vera í undirbúningi í ráðuneytinu í alllangan tíma. Ég legg þetta fram núna í vor og núna er þetta komið á þennan stað og ofboðslega mikilvægt að við getum með þessu móti tekið betur utan um barnafjölskyldur sem missa barn sitt.\nKarólína Helga Símonardóttir formaður Sorgarmiðstöðvarinnar segir að miðstöðin fagni þessu, loksins sé mikilvægi sorgarúrvinnslu staðfest en að þau líti á þetta sem fyrsta fasa af mörgum. Styðja þurfi enn frekar við syrgjendur, þar á meðal ungar ekkjur og ekkla með börn á framfæri.\nÍ dag er verið að styðja ágætlega við foreldra sem missa börn á meðgöngu en ekki foreldra sem missa börn. Þetta er auðvitað bara hrikalegt áfall sem fólk verður fyrir og mikilvægt að við reynum að styðja við þau.\nEf þú átt engin skrifuð réttindi þá eru miklu meiri líkur á að eins og flestir Íslendingar eru í dag láti sig bara hafa það og mæta í vinnu. En um leið og þetta er orðið skriflegt þá áttu þessu skýr réttindi þá ertu líklegri til þess að nýta þér það.","summary":null} {"year":"2022","id":"60","intro":"Tvö rafskutluslys urðu í gær þar sem ekið var á börn. Aðstoðarlögreglustjóri segir slysunum hafa fjölgað verulega undanfarið en ekkert aldurstakmark gildir um akstur á rafskutlum.","main":"Árekstur milli bifreiðar og rafmagnshlaupahjóls varð í miðbæ Reykjavíkur rétt eftir klukkan fimm í gær. Á hlaupahjólinu voru tvær fimmtán ára stúlkur og voru þær báðar fluttar með sjúkrabíl til aðhlynningar á bráðadeild. Þær hlutu ekki alvarleg meiðsl en ekki var unnt að fá frekari upplýsingar um líðan þeirra. Í seinna skiptið var tilkynnt um umferðarslys í Garðabæ þar sem ökumaður bakkaði bifreið sinni og sex ára barn á rafmagnshlaupahjóli ók á hlið bifreiðarinnar. Ekki þótti ástæða til að flytja hann á bráðadeild. Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar segir að slysum hafi fjölgað mikið samhliða aukinni notkun rafskutlna.\nEngin aldurstakmörk eru á notkun rafmagnshlaupahjóla. Guðbrandur segir fátítt að slys þar sem ung börn slasist á rafskutlum komi á borð lögreglunnar. Í lokaskýrslu starfshóps um smáfarartæki eru kynntar tillögur til úrbóta til að auka öryggi notenda farartækjanna. Þórhildur Elín Elínardóttir er samskiptastjóri Samgöngustofu.","summary":"Rafskutluslysum hefur fjölgað verulega undanfarið. Í gær var tilkynnt um tvö slík slys þar sem ung börn voru í báðum tilfellum á farartækjunum. "} {"year":"2022","id":"60","intro":"Viðbúið er að fólk fari að leita í ódýrari matvöru eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verð á matvöru hefur hækkað töluvert síðustu vikur og hætt er við frekari verðhækkunum.","main":"Bændur, afurðarfyrirtæki og neytendur þurfa að taka á sig tvo og hálfan milljarð króna vegna aukins rekstrarkostnaðar í landbúnaði. Þetta kemur fram í skýrslu svonefnds Spretthóps matvælaráðherra. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir að á tímum mikilla verðhækkana leiti neytendur í ódýrari mat, eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós.\nSpretthópurinn sem matvælaráðherra skipaði, skilaði skýrslu á þriðjudag og leggur til að ríkið komi með 2,4 milljarða króna í formi styrkja til bænda. Eftir stendur óbrúaður vandi af að minnsta kosti svipaðri stærðargráðu sem greinin sjálf, afurðafyrirtæki, verslunin og neytendur þurfa að takast á við. Vörukarfa heimilanna hækkaði i verdi um fimm til sautján prósent frá október í fyrra fram í maí síðastliðinn, samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. Hækkunin er mismikil milli verslana. Mjólk, ostar og egg hækkuðu um átta til tuttugu og fjögur prósent og kjöt um sjö til nítján prósent.\nAndrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, fagnar því að landbúnaðurinn fái styrki fremur en að álögur séu auknar á innfluttar vörur. En hvaða áhrif hafa verðhækkanir á neytendur?\nÞað er náttúrulega vitað mál þegar vörur hækka eins og við erum að upplifa hér eins og alls staðar í nágrannalöndum okkar, þá hefur það áhrif á kaupgetu fólks. - Fer þá fólk að leita í einhverjar aðrar vörur? Ja, það er náttúrulega bara vitað. Til dæmis í fjármálakreppunni fyrir 10-15 árum seldust matvörur sem höfðu nánast ekkert selst. Þá fóru menn að sjá aukna sölu í vörum eins og reyktum bjúgum og niðursoðnum fiskibollum. Þetta er eitt merki að við svona aðstæður breytist neysluhegðun fólks. Það er ekkert skrítið eða nýtt í þeim efnum að þegar vörur hækka, eins og við erum að upplifa, verðbólga er gífurleg, þá hefur það áhrif á kaupmáttinn og fólk leitar ódýrari leiða til að kaupa sér nauðsynjavörur.","summary":"Viðbúið er að fólk fari að leita í ódýrari matvöru eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verð á matvöru hefur hækkað töluvert síðustu vikur og hætt er við frekari verðhækkunum. "} {"year":"2022","id":"60","intro":"Hótel og veitingastaðir á Seyðisfirði kanna nú bótarétt sinn eftir að þrýstipípa virkjunar sprakk og kaldavatnslögnin til staðarins fór í sundur í síðustu viku. Afbóka þurfi gesti í gistingu og mat og tekjutapið hjá Hótel Öldunni einni hleypur á hundruðum þúsunda króna.","main":"Fyrirtæki á Seyðisfirði urðu fyrir talsverðu tekjutapi þegar þrýstipípa Fjarðarárvirkjunar sprakk og kaldavatnslögn til bæjarins rofnaði. Þau skoða nú stöðu sína og mögulegar skaða- og tryggingabætur.\nFjarðarárvirkjun á Seyðisfirði er aftur komin af stað en hún stöðvaðist á föstudaginn í síðustu viku þegar þrýstipípa gaf sig með látum. Stór hola myndaðist, kaldavatnslögnin til Seyðisfjarðar rofnaði og bærinn varð vatnslaus allan daginn og fram á kvöld. Virkjunin sem er 9,9 megavött stöðvaðist en viðgerð lauk á laugardagskvöld.\nTalsvert tjón varð hjá atvinnurekendum á Seyðisfirði enda mega ýmis fyrirtæki ekki við því að verða vatnslaus. Vinnsla í frystihúsinu stöðvaðist og fella þurfti niður sýningu í Herðubíó á Seyðisfirði.\nDavíð Kristinsson einn eigenda Hótels Öldunnar og veitingastaðarins Norðaustur segir að tekjutapið sé talið í hundruðum þúsunda. Veitingastaðurinn á Öldunni stóð tómur allan daginn með starfsfólk á fullu kaupi, afbóka þurfti gesti sem áttu gistingu um nóttina og ekki var hægt að opna Norðaustur um kvöldið eins og til stóð. Hann segir að nú sé verið að kanna hvort fyrirtækið eigi rétt á bótum frá tryggingafélagi Íslenskrar Orkuvirkjunar sem rekur Fjarðarárvirkjun.\nReyndar er óljóst hvað olli því að þrýstipípan sprakk einmitt þar sem vatnslögnin liggur við hana. Mögulegt er að vatnslögnin hafi gefið sig fyrst og það valdið því að þrýstipípan sprakk. Davíð segir að Hótel Aldan sé einnig með rekstrarstöðvunartryggingu sem mögulega geti bætt tjónið.","summary":"Hótel og veitingastaðir á Seyðisfirði kanna nú bótarétt sinn eftir að þrýstipípa virkjunar sprakk og kaldavatnslögnin til staðarins fór í sundur í síðustu viku. Afbóka þurfti gesti í gistingu og mat. "} {"year":"2022","id":"60","intro":"Handverksbrugghús fá leyfi til að selja áfengi í lokuðum umbúðum samkvæmt nýjum lögum sem Alþingi samþykkti í gær. Formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa fagnar áfangasigri fyrir unnendur bjórmenningar.","main":"Formaður samtaka íslenskra handverksbrugghúsa fagnar breytingu á lögum um sölu áfengis sem Alþingi samþykkti einróma í gær og hefur trú á að handverkshúsum fjölgi. Það styðji við brothættar byggðir víða um land. Frá fyrsta júlí verður áfengissala heimil á framleiðslustað.\nSamtök íslenskra handverksbrugghúsa hafa lengi barist fyrir því að fá að selja gestum og gangandi áfengi sem framleitt er í minni brugghúsum víða um land. Tuttugu og fimm framleiðendur eru í samtökunum.\nLaufey Sif Lárusdóttir er formaður samtaka íslenskra handverksbrugghúsa\nVið erum gríðarlega ánægð með þetta skref sem var tekið áfram í gær og þennan áfangasigur íslenskra handverksbrugghúsa fyrir alla unnendur bjórmenningar og drykkjarmenningar og íslenskrar framleiðslu hér á Íslandi.\nog stundar bjórferðamennsku sem er stækkandi ferðagrein. Það er ekki svo að við munum hætta að selja okkar vöru í ÁTVR alls ekki. Mikill ef ekki mestallur framleiðsluhluti íslenskra handverksbrugghúsa mun áfram án efa fara í gegnum ÁTVR en það verða örugglega einhverjar talsverðar reglur og kvaðir settar á varðandi sölu beint af framleiðslustað.","summary":"Handverksbrugghús fá leyfi til að selja áfengi í lokuðum umbúðum samkvæmt nýjum lögum sem Alþingi samþykkti í gær. Formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa segir þetta vera áfangasigur. "} {"year":"2022","id":"60","intro":"Níunda umferð Bestu deildar karla hófst í gærkvöld með tveimur leikjum. Mikil dramatík var í Vesturbænum er KR mætti ÍA og í Vestmannaeyjum var fyrrum landsliðsþjálfari óvænt á skýrslu í leik ÍBV og Víkings.","main":"Í fyrri leik gærkvöldsins tóku Eyjamenn í ÍBV á móti Íslandsmeisturum Víkings. Víkingur vann öruggan 3-0 sigur og komst þar með upp í annað sæti deildarinnar, fimm stigum á eftir Breiðabliki sem á þó tvo leiki til góða. Heimir Hallgrímsson, fyrrum landsliðsþjálfari karla, var skráður á leikskýrslu sem einn liðstjóra ÍBV. Kom það einhverjum á óvart enda Heimir verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna í Val undanfarið. Hann þjálfaði síðast Al-Arabi í Katar eftir að hann hætti með landsliðið árið 2018.\nÞá var mikið skorað í leik KR og ÍA sem endaði með 3-3 jafntefli. Eyþór Aron Wöhler skoraði tvö mörk fyrir ÍA en það dugði ekki til því KR jafnaði með sjálfsmarki á 90. mínútu. Eftir leikinn er KR í 5. sæti með 15 stig en ÍA í því 10. með 7 stig.\nFjórir leikir fara fram í deildinni í kvöld. KA tekur á móti Fram á Akureyri, FH fær Leikni Reykjavík í heimsókn, Keflavík mætir Stjörnunni í Reykjanesbæ og í stórleik kvöldsins tekur Valur á móti toppliði Breiðabliks sem enn hefur ekki tapað stigi.\nÍ Noregi voru fjórar landsliðskonur í knattspyrnu á ferðinni þegar leikið var í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar þar í landi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði fyrir Brann í 5-0 stórsigri á Arna-Björnar á heimavelli. Bæði hún og Svava Rós Guðmundsdóttir voru í byrjunarliði Brann. Varnarmaðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leikinn þegar lið hennar, Vålerenga, lagði Grimstad, 1-0, á útivelli. Þá kom Selma Sól Magnúsdóttir inn á sem varamaður í 2-1 útisigri Rosenborg á Aalesund. Brann, Vålerenga og Rosenborg skipa þrjú efstu sæti norsku deildarinnar nú þegar stutt er í að gert verði hlé vegna Evrópumótsins í Englandi.","summary":"Víkingur vann öruggan sigur í Vestmannaeyjum og KR og ÍA skildu jöfn í Vesturbæ þegar níunda umferð Bestu deildar karla fór af stað í gær."} {"year":"2022","id":"60","intro":"Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að aðgerðir Seðlabankans í húsnæðismálum auki eignaójöfnuð. Í gær ákvað fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans að lækka veðsetningarhlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur. Ásgeir segir að aðgerðunum sé ætlað að vernda ungt fólk, en erfitt sé að gera öllum til geðs.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"60","intro":"Dómstóll í Svíþjóð hefur dæmt Paolo Macchiarini, ítalskan skurðlækni, í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa valdið sjúklingi sínum líkamlegum skaða með því að græða í hann plastbarka. Hann var sýknaður af ákæru fyrir tvær sambærilegar aðgerðir.","main":"Macchiarini skar mennina þrjá upp á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi árin 2011 og 2012. Hann var þá mikils metinn skurðlæknir og var fenginn til sjúkrahússins til þess að bæta rannsóknarstarf þess, segir í frétt sænska ríkisútvarpsins.\nSaksóknarar gerðu kröfu um fimm ára fangelsisdóm yfir lækninum. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að aðgerðirnar hefðu ekki verið í fullu samræmi við vísindi og fyrri reynslu. Hægt væri þó að réttlæta fyrri tvær aðgerðirnar en ekki þá þriðju. Þá hefði Macchiarini átt að vera orðið ljóst að ígræðslan myndi ekki virka.\nÍ dómnum segir sömuleiðis að ekki hafi tekist að sanna að Macchiarini hafi ætlað sér að valda sjúklingunum skaða.\nMacchiarini vakti heimsathygli árið 2011 þegar hann græddi plastbarka í Eritríumann sem hafði verið nemandi við Háskóla Íslands. Tveir íslenskir læknar komu að aðgerðinni sjálfri og eftirmeðferðinni. Maðurinn lést tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina. Machchiarini var rekinn frá Karólínska sjúkrahúsinu árið 2016 ásamt æðstu stjórnendum en hann hefur alla tíð neitað sök.\nÍslensk rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði beitt blekkingum í aðdraganda aðgerðarinnar.","summary":"Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini fékk skilorðsbundinn fangelsisdóm í Svíþjóð í morgun fyrir að hafa grætt plastbarka í sjúkling og þannig valdið honum líkamlegum skaða. Hann var þó sýknaður af ákæru fyrir tvær ígræðslur."} {"year":"2022","id":"61","intro":"Ísland er í sextánda sæti á lista yfir samkeppnishæfni ríkja samkvæmt nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs segir að samkeppnisstaða Íslands hafi batnað töluvert á síðustu árum.","main":"Niðurstöður árlegrar úttektar IMD-viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja voru kynntar á fundi Viðskiptaráðs og Arion banka í morgun. Ísland færist upp um fimm sæti frá því í fyrra, úr því tuttugasta og fyrsta í það sextánda. Mestar framfarir hafa orðið í skilvirkni atvinnulífs og samfélagslegum innviðum á borð við menntun, umhverfi og vísindum.\nEf við horfum á jákvæðu hlutina þá erum við á góðum stað þegar kemur að landsframleiðslu og atvinnustöðu. En við stöndum okkur ekki vel þegar kemur að alþjóðlegum fjárfestingum og alþjóðaviðskiptum. Þar erum við 28 og 30 sætum neðar en meðaltal Norðurlandanna. Og við höfum dregist aftur úr þegar á þetta er litið undanfarinn áratug. Og það gefur til kynna að tiltrú umheimsins á íslenska hagkerfinu fari dvínandi, og það eru slæm merki fyrir okkur.\nÍsland sé enn eftirbátur annarra Norðurlanda, sérstaklega þegar kemur að efnahagslegri frammistöðu. Engu að síður sé hægt að grípa til aðgerða til að bæta samkeppnisstöðu landsins enn frekar.\nÞegar maður lítur þess að bein erlend fjárfesting til landsins sem hlutfall af landsframleiðslu er svo lág að Ísland skipar 61 sæti af 63 í úttektinni kemur í ljós að það séu augljós tækifæri. Það kom einmitt fram í máli viðskiptamálaráðherra að hún hefði eindregið þá skoðun að draga úr takmörkunum á erlendar fjárfestingar. Þær séu hamlandi fyrir samkeppnishæfni Íslands.","summary":null} {"year":"2022","id":"61","intro":"Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur höfðað tvö mál gegn breska ríkinu fyrir Evrópudómstólnum vegna áforma Bretlandsstjórnar um að breyta Norður-Írlandsákvæði útgöngusamnings Breta úr Evrópusambandinu. Einnig tekur ESB á ný upp mál sem lagt var til hliðar á síðasta ári.","main":"Bresk stjórnvöld birtu fyrr í vikunni frumvarp um breytingar á samningnum, sem þau segja að hafi raskað viðskiptum við Norður-Írland. Nú eru reglurnar þannig að tollurinn skoðar vörur sem koma frá Bretlandi til Norður-Írlands en þær geta síðan farið áfram án frekari skoðunar yfir til Írlands. Bresk stjórnvöld ætla í staðinn að taka upp kerfi sem gerir einnig ráð fyrir að tollurinn þurfi ekki að skoða vörur sem koma til Norður-Írlands, og fara ekki til Írlands.\nÞetta hugnast Evrópusambandinu ekki. Maros Sefcovic, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði í morgun engan lagalegan né pólitískan grundvöll fyrir því að breyta milliríkjasamningi einhliða. Hinar fyrirhuguðu breytingar væru ólöglegar og ESB gæti ekki annað en gripið til aðgerða.\nEvrópusambandið tekur þannig á ný upp málsókn sem sneri að ákvörðun Breta um að fresta skoðun vara sem koma til Norður-Írlands frá Bretlandi og var lögð til hliðar í mars í fyrra. Þá höfðar Evrópusambandið tvö mál til viðbótar þar sem Bretar eru sakaðir um að deila ekki gögnum um viðskipti og setja ekki upp eftirlit á landamærum Írlands og Norður-Írlands.","summary":"Evrópusambandið hefur höfðað mál gegn Bretum vegna áforma Bretlandsstjórnar um einhliða breytingar á útgöngusamningi þeirra úr ESB."} {"year":"2022","id":"61","intro":"Seðlabankastjóri hefur áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu ungs fólks samhliða hækkandi fasteignaverði og skorti á húsnæði. Ákveðið var í morgun að lækka veðsetningarhlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr níutíu prósentum í áttatíu og fimm.","main":"Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands kynnti ákvörðun sína á fundi í morgun. Aðgerðirnar snúa fyrst og fremst að fyrstu kaupendum. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að þeir hafi haft rýmri heimildir til fyrstu kaupa og að með þessu sé verið að gæta að því að með vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni.\nvandræðin eru fyrst og fremst skortur á framboði. Við erum með mjög fjölmennar kynslóðir af ungu fólki sem er að koma inn á markaðinn, fólk sem er að koma út á vinnumarkaðinn og vill fá sitt eigið heimili. Og það bara vantar eignir. Við getum ekki brugðist við því vandamáli, við erum kannski að koma í veg fyrir að fólk sé að skuldsetja sig of mikið. Fasteignaverð er búið að hækka töluvert og það er bara að sumu leyti áhætta sem felst í því að koma inn í svona hátt verðlagðan markað með miklum lánum.\nHins vegar veita fæstar lánastofnanir níutíu prósenta lán.\nÞað eru heimildir fyrir níutíu prósent veðsetningu. Það er alveg rétt hjá þér að ég held það sé enginn banki beinlínis að nýta 90 prósent lán. Við viljum bara að tryggja það að fólk sé ekki að taka alltof há lán þegar það er að kaupa fasteignir.\nHann segir að hliðaráhrifin gætu orðið lægra fasteignaverð - en á sama tíma hærra leiguverð.\nÞað er ekkert ólíklegt að um leið og við herðum skrúfurnar hér hvað fólk getur keypt að þá muni leigumarkaðurinn hækka. Grunnvandinn er skortur á framboði. Hins vegar hefur leiguverð ekki hækkað svo mikið á síðustu tveimur þremur árum - vaxtalækkanir opnuðu leið inn á markaðinn á síðustu tveimur þremur árum\nsegir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Nefndin ákvað einnig að setja viðmið um vexti við útreikning greiðslubyrðar, sem verður að lágmarki þrjú prósent fyrir vexti verðtryggra íbúðalána og 5,5 prósent fyrir vexti óverðtryggðra íbúðalána. Þá verður hámarkslánstími við útreikning greiðslubyrði fyrir verðtryggð lán styttur í 25 ár. Breytingarnar taka strax gildi.","summary":"Seðlabankinn hefur ákveðið að lækka veðsetningarhlutfall fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur. Seðlabankastjóri segir að tilgangurinn sé að bregðast við hækkandi fasteignaverði og mikilli skuldsetningu ungs fólks."} {"year":"2022","id":"61","intro":"Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki verið jafn stuttur frá upphafi mælinga. Meðalkaupverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu í apríl er tæpum 20 milljónum hærra en á sama tíma fyrir ári.","main":"Þótt svo meðalsölutími íbúða sé nú aðeins tæpir 35 dagar virðist fasteignamarkaðurinn aðeins vera farinn að róast miðað við fjölda kaupsamninga í apríl. Þeir höfðu ekki verið jafn fáir síðan sumarið 2014, og á sama tíma hefur framboð á íbúðum til sölu aukist. Samhliða virðist þó vera mikil eftirspurn og hafa íbúðir sem seljast yfir ásettu verði aldrei verið fleiri. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu hagdeildar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur á hagdeildinni, segir met hafa verið slegið í apríl, annan mánuðinn í röð, þegar 54 prósent íbúða á landinu seldust yfir ásettu verði.\nLeiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur farið lækkandi á föstu verðlagi frá því í byrjun árs. Nú er leiguverðið orðið lægra en fyrir ári síðan og hefur það ekki mælst lægra að raunvirði síðan í ágústmánuði 2017.","summary":null} {"year":"2022","id":"61","intro":"Forstjóri flugfélagsins Play segir að viðvörun í vél félagsins sem lenti á Keflavíkurflugvelli í fyrradag hafi komið af stað atburðarás sem enn sé verið að vinda ofan af.","main":"Undanfarið hafa fréttir borist af seinkunum og afbókunum á flugferðum flugfélagsins Play og á mánudaginn var rauðu neyðarstigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli þegar skilaboð bárust um að Airbus-vél félagsins skorti eldsneyti. Síðar kom í ljós að um villumeldingu var að ræða, en í kjölfarið fór af stað atburðarás sem enn er verið að vinda ofan af þar sem vélar félagsins eru í stöðugum ferðum, segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, sem var gestur Morgunútvarps Rásar tvö í morgun:\nVið erum að fljúga með fleiri þúsund farþega á dag á milli Bandaríkjanna og Evrópu og það að missa út flugvél með svona stuttum fyrirvara riðlar planinu.\nÞá hefst atburðarás. þá verða tafir og fólk sem átti að fara út um morguninn fer um eftirmiðdaginn og það er það sem er að gerast.\nDegi síðar var ferð félagsins frestað með 20 mínútna fyrirvara vegna veikinda í áhöfn. Birgir segir að ekki hafi verið hægt að leysa úr því:\nÁhöfnin var mætt á staðinn og farþegar um það bil að ganga um borð þegar einn meðlimurinn veikist skyndilega - ekkert hægt að gera í því.\nEin afleiðing þessa var að flugferð frá París var frestað, félagið bauð farþegum upp á gistingu á hóteli sem var í afar lélegu ásigkomulagi:\nÞá kemur í ljós að hótelið sem um ræðir er bara einhver rottuhola. En það er ekkert auglýst þannig; það stendur ekkert útsýni yfir Eiffelturninn og pöddur í rúminu\nBirgir segist ekki vilja gera lítið úr upplifunum farþega, en erfitt sé að ráða við atburðarás sem þessa:\nStundvísi okkar er 90% en það er þannig í fluginu að þegar hlutirnir fara í skrúfuna, þá fara þeir í skrúfuna og þá situr fólk eftir.","summary":null} {"year":"2022","id":"61","intro":"Heil umferð fór fram í Bestu deild kvenna í gærkvöld þar sem Valur styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri á Selfossi. Stærstu tíðindi umferðarinnar voru meiðsli liðsmanns Vals og landsliðskonunnar Elínar Mettu Jensen en innan við mánuður er þar til Evrópumótið hefst á Englandi.","main":"Valskonur gerðu góða ferð á Selfoss og unnu 0-1 sigur með marki Önnu Rakelar Pétursdóttur á 20. mínútu. Landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen þurfti að fara af velli vegna meiðsla sem hún varð fyrir í leiknum. Meiðslin gætu haft áhrif á þátttöku knattspyrnukonunnar á Evrópumeiastaramótinu sem hefst í Englandi í næsta mánuði. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, sagðist þó í samtali við Vísi ekki telja að meiðslin væru alvarleg. Önnur úrslit umferðarinnar voru þau að Breiðablik vann öruggan 3-0 sigur á Þrótti frá Reykjavík og fór þannig upp fyrir Þrótt í annað sæti; ÍBV vann 0-1 útisigur á Aftureldingu og er í þriðja sæti; Keflavík vann Stjörnuna á heimavelli, sömuleiðis með einu marki gegn engu; og Þór\/KA og KR gerðu 3-3 jafntefli fyrir norðan.\nEnska úrvalsdeildarliðið Liverpool greindi frá því í gær að liðið hefði samið við hinn 22 ára framherja Darwin Núnez sem kemur til liðsins frá portúgalska liðinu Benfica. Núnez, sem er frá Úrúgvæ, skrifaði undir sex ára samning og gæti orðið dýrasti leikmaðurinn í sögu Liverpool. Liðið greiðir Benfica að minnsta kosti 75 milljónir evra, jafngildi rúmlega 10 milljarða króna, en gæti þurft að greiða allt að 100 mlljónir evra fyrir samninginn þegar við bætast árangurstengdar greiðslur. Nunez er ætlað að fylla í skarð framherjans Sadio Mané sem mun yfirgefa liðið í sumar og gengur líklega til liðs við Bayern München.\nKosta Ríka tryggði sér í nótt síðasta sætið á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sem hefst í Katar í nóvember. Þar með er klárt hvaða lið spila á mótinu.","summary":"Óvissa er með stöðuna á Elínu Mettu Jensen landsliðskonu í fótbolta. Hún fór meidd af velli í leik Vals og Selfoss í gærkvöld."} {"year":"2022","id":"61","intro":"Bændur fá að minnsta kosti 20 prósent meira fyrir afurðir sínar frá Kjarnafæði - Norðlenska hf þegar ný verðskrá verður gefin út innan tíðar. Forstjóri fyrirtækisins segir að tillögur spretthóps matvælaráðherra, sem kynntar voru í gær, séu greininni til góðs.","main":"Ég tel að þessar tillögur séu að mörgu leyti góðar. Þær eru til þess fallnar að draga úr verðhækkunum sem ella hefðu orðið meiri.\nSegir Ágúst Torfi Hauksson forstjóri Kjarnafæðis - Norðlenska hf. Hann segir að tillögur spretthópsins um hagræðingu afurðastöðvanna séu til þess fallnar að bæta stöðu bænda.\nÉg tel að það væri mikið heillaskref að fara þá leið.\nHefur það ekki verið heimilt fram að þessu? Ekki með þeim hætti sem þarf.\nMunið þið hækka afurðaverð? Jájá, það liggur alveg fyrir.\nÞað er alveg ljóst að það er þörf á því að verð til bænda hækki til að rekstur þeirra gangi upp.\nOg um hversu mikið munið þið hækka afurðaverð?\nVið hjá Kjarnafæði - Norðlenska stefnum að því að borga eigi lægra en aðrar afurðastöðvar gera á landinu.\nEn fer þetta ekki bara beint út í verðlagið? Nei. það er ekki allur tilkostnaður við framleiðsluna að hækka í sömu hlutföllum. Önnur aðföng sem þú notar til framleiðslunnar hækka ekki jafn mikið og kjötið gerir í innkaupum.\nÞað mun samt hækka? Það liggur alveg fyrir.\nEn er ekkert hætt við að það hafi áhrif á neyslu- og kauphegðun fólks; að það fari að leita í ódýrari vöru? Það er alltaf hætta á því, þegar það verða verðbreytingar, að eftirspurn minnki.","summary":null} {"year":"2022","id":"62","intro":"Jákvæð áhrif lestrarverkefnis í Vestmannaeyjum má greina á mörgum sviðum. Markmið verkefnisins er að efla læsi og bæta líðan nemenda.","main":"Fyrsta ár læsisverkefnisins Kveikjum neistann er afstaðið. Verkefnisstjórinn segir að breyttir kennsluhættir í Grunnskóla Vestmannaeyja hafi haft jákvæð áhrif á námsárangur.\nFrumkvöðull verkefnisins er Hermundur Sigmundsson prófessor í lífeðlislegri sálfræði. Kveikjum neistann er tíu ára þróunar- og rannsóknarverkefni þar sem lögð er áhersla á að bæta líðan nemenda og efla læsi með samspili hreyfingar, ástríðu og samveru. Svava Þórhildur Hjaltalín er grunnskólakennari og verkefnastjóri við Rannsóknarsetur um menntun og hugarfar við Háskóla Íslands:\nÞetta hefur gefist alveg einstaklega vel og mikið betur en kannski maður þorði að vona því að það er stór áskorun fyrir kennara að taka þátt í svona stóru þróunarverkefni.\nSvava segir að samfélagslegi ávinningurinn leyni sér ekki.\nÞað eru bara allir að græða, börn, kennararnir, foreldrarnir og samfélagið, sem er akkúrat liður í því sem að við viljum ná, við erum að hugsa um að efla mannauð á Íslandi.\nSvava segir að árangurinn af verkefninu hafi farið fram úr björtustu vonum. Allir nemendur í fyrsta bekk leysa lestrarkóðann, 96% þeirra lesa setningar og 88% lesa samfelldan texta. Árangur megi greina á fleiri sviðum.\nÞað sem við sjáum er að það er allt miklu rólegra, sem litast kannski af því að í verkefninu Kveikjum neistann er skipulagi skóldagsins breytt.\nÍ skólahaldinu er áhersla lögð á lestur, náttúrufræði og stærðfræði. Auk þess eru sérstakir þjálfunartímar, aukin hreyfing og börn fá sjálf að velja sér fög eftir hádegi. Svava hvetur aðra skóla til að taka þátt í verkefninu.","summary":null} {"year":"2022","id":"62","intro":"Dýraþjónusta Reykjavíkur fangaði og fjarlægði kött í Vesturbæ Reykjavíkur á laugardag án þess að láta eigendur hans vita. Kötturinn slapp úr vörslu borgarinnar og er nú týndur í Laugardal.","main":"Guðmundur Felixson er annar eigenda kattarins Nóru. Hann furðar sig á vinnubrögðum borgarinnar í málinu.\nþað kom starfsmaður frá Reykjavíkurborg og fjarlægði köttinn okkar án þess að láta okkur vita. Það var enginn sem heyrði í okkur eða neitt og ég vissi að við ættum þennan nágranna og hún hafði einhvern tímann sagt að hún myndi mögulega nýta þetta úrræði þannig ég heyrði í henni og hún sagði mér að hún hefði látið Reykjavíkurborg fjarlægja köttinn og það var í rauninni bara við sem þurftum að rannsaka þetta sjálf og finna út úr því hvar kötturinn væri.\nÞau hafi ekki náð sambandi við dýraþjónustuna fyrr en meira en sólarhring eftir að Nóra var handsömuð. Þá hafi þeim verið tjáð að hún væri týnd. Hann segist ekki vita hvert var kornið sem fyllti mælinn og varð til þess að Nóra var fönguð.\nÞað sem hún hefur gert af sér er að kúka í beðið hjá nágrannanum sem er vissulega ónæði og hún klórar upp einhverjar plöntur sem nágranninn er að reyna að gróðursetja, sem er auðvitað mjög leiðinlegt. En ég get ekki séð að það sé akút tilfelli sem krefst þess að kötturinn sé fjarlægður úr hverfinu sem er nú þegar uppfullt af köttum. Þannig að okkur finnst þetta ansi sérstakt.\nÞorkell Heiðarsson, starfsmaður dýraþjónustu Reykjavíkurborgar, segir að ítrekaðar kvartanir hafi borist frá íbúum á þessu tiltekna svæði.\nÞannig að það var ákveðið eftir nokkuð langan tíma, þetta hefur verið að gerast í margar vikur þessar kvartanir, að setja út gildru til þess að fá á hreint uppruna kattarins og slíkar gildrur eru leyfðar til að fanga ketti undir vissum kringumstæðum í samræmi við kattasamþykkt borgarinnar\nÞorkell segir að sjaldan sé gripið til þessa ráðs en þegar það er gert sé köttum með ól sleppt á staðnum. Hjá ólarlausum köttum þurfi að lesa örmerkingu áður en eigendur finnast, sem getur reynst erfitt.\nReykjavíkurborg hefur leitað Nóru síðan hún hvarf en síðast sást til hennar í morgun.","summary":"Köttur úr Vesturbæ Reykjavíkur týndist í Laugardal eftir að Reykjavíkurborg fangaði hann og fjarlægði úr hverfi sínu á laugardag. Eigendur hans furða sig á vinnubrögðum borgarinnar. "} {"year":"2022","id":"62","intro":"Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita tveimur og hálfum milljarði króna til að koma til móts við bændur vegna dýrari aðfanga. Matvælaráðherra segir að samfélagið allt verði að standa með bændum.","main":"Bæta á bændum helminginn af skakkaföllum þeirra, vegna dýrari aðfanga, með greiðslum úr ríkissjóði. Matvælaráðherra segir að afurðarstöðvar og smásalar verði að leggja sitt af mörkum líka.\nSvandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti ríkisstjórninni í morgun tillögur spretthóps undir forystu Steingríms J. Sigfússonar, fyrrverandi ráðherra, um aðgerðir til að bæta stöðu bænda vegna dýrari aðfanga eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu.\nTillögurnar frá spretthópnum snúast um að ríkissjóður leggi til ákveðna fjárhæð í að koma til móts við stöðuna eins og hún er og að það verði gert hratt og vel. Ég gerði þær tillögur að mínum hér á ríkisstjórnarfundi og það var fallist á þær.\nSú fjárhæð er tveir og hálfur milljarður króna. Svandísi og Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, var falið að útfæra þetta. Útgjöldin falla til á þessu ári en ekki er gert ráð fyrir þeim á fjárlögum.\nÞað er til þess að ríkissjóður komi í raun til móts við helminginn af því sem þarf að brúa. Þá gerum við ráð fyrir að afurðarstöðvar og aðrir aðilar, smásalan og svo framvegis, leggi líka sitt af mörkum. Það er mikilvægt að allir leggi sitt af mörkum.\nEinnig er gert ráð fyrir að kjötafurðastöðvar fái tímabundna heimild til samstarfs með það fyrir augum að hvetja til hagræðingar innan greinarinnar. Slíkt yrði þó bundið samráði við Samkeppniseftirlitið.\nÞað væri náttúrulega ekki gaman hjá neytendum heldur ef það yrði framleiðslufall á Íslandi.\nVið blasi að til slíks geti komið. Því sé mikilvægt að standa vörð um landbúnað.\nÞað skiptir mjög miklu líka að við, ekki bara stjórnvöld heldur líka neytendur og samfélagið allt, tökum okkur stöðu með bændum núna.","summary":"Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að veita tveimur og hálfum milljarði króna til að koma til móts við bændur vegna dýrari aðfanga. Kjötafurðastöðvar fá tímabundna heimild til samstarfs. Matvælaráðherra segir að samfélagið allt verði að standa með bændum."} {"year":"2022","id":"62","intro":"Bretlandsstjórn segist ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að frelsa tvo breska liðsmenn Úkraínuhers sem voru dæmdir til dauða í Donetsk. Talsmaður Rússlandsstjórnar segir að Bretar hafi ekki sett sig í samband við Rússa vegna þessa.","main":"Tveir Bretar og einn Marokkói, sem hafa barist með úkraínska hernum, eru í varðhaldi á yfirráðasvæði rússneskumælandi aðskilnaðarsinna í Donetsk. Þeir hafa verið dæmdir til dauða.\nDómstóll aðskilnaðarsinna, sem nýtur engrar alþjóðlegrar viðurkenningar, sagði mennina vera málaliða. Það er alrangt að sögn fjölskyldna þeirra og breskra stjórnvalda. Þeir hafi verið skráðir í Úkraínuher um árabil.\nLiz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, sagði við breska ríkisútvarpið í morgun að Bretar ætluðu gera allt sem þeir gætu til að frelsa mennina. Meðferð þeirra gangi gegn Genfarsáttmálanum og þeir ættu að fá sömu meðferð og stríðsfangar.\nTruss sagðist ekki útiloka beinar viðræður við stjórn lýðveldisins sem aðskilnaðarsinnar hafa stofnað í Donetsk. Ekkert ríki utan Rússlands viðurkennir sjálfstæði Alþýðulýðveldisins Donetsk og þar sem túlka mætti beinar viðræður sem óformlega viðurkenningu er óljóst hvort af þeim verður.\nDimítrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar, sagði að Bretar hafi ekki beðið Rússa um aðstoð við að leysa mennina úr haldi. Slíkum fyrirspurnum ætti að beina til stjórnar aðskilnaðarsinna í Donetsk.","summary":"Utanríkisráðherra Bretlands segist ætla að gera allt sem hann getur til að frelsa breska liðsmenn Úkraínuhers sem hafa verið dæmdir til dauða í Donetsk."} {"year":"2022","id":"62","intro":"Forstjóri Landsvirkjunar telur að varfærin en skynsamleg skref séu tekin í nýrri rammaáætlun. Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hefur samþykkt breytingatillögu um að átta orkukostir verði fluttir í biðflokk.","main":"Meirihlutinn samþykkti breytingatillögu sína um helgina og vill að virkjanakostir sem áður voru í nýtingar- eða verndarflokki verði færðir í biðflokk þar til þeir fái frekari umfjöllun. Samhliða er því beint til ráðherra að þeim þremur virkjanakostum, sem lagt er til að flytjist úr nýtingarflokki í biðflokk og þeim fimm virkjanakostum sem flytjist úr verndarflokki í biðflokk, verði hraðað í meðförum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar.\nHins vegar hafi áætlunin tekið fulllangan tíma. Sex ár eru síðan þriðji áfangi rammaáætlunar var lagður fyrir ríkisstjórn.\nÞá leggur meirihlutinn til að Búrfellslundur verði færður í nýtingarflokk. Landvernd hefur lýst áhyggjum af þessum breytingatillögum og telja þær mikið högg fyrir náttúruvernd. Hörður segir að Landsvirkjun hafi þróað vindorkukosti sína mikið.\nÉg held að þetta svæði sé einstaklega vel til fallið til vindorkuframleiðslu, bæði frá náttúrunnar hendi og einnig er vindlundurinn staðsettur á miðju virkjanasvæðinu. Það þarf enga innviði, enga vegi, engar línur þannig að ég held að það sé varla hægt að finna betri stað og hefur fengið mjög vandaða umfjöllun\nHann tekur fram að mikið af nýjum upplýsingum hafi komið fram eftir að lokið var við rammaáætlun, sem ekki hafi verið tekið tillit til í upphaflega ferlinu.\nOg þá er ég að horfa einkum til nýrrar orkustefnu, horfa til þess að stjórnvöld hafa sett sér markmið um kolefnishlutleysi og að hætta að nota jarðeldsneyti og síðan kom grænbók út nýlega á vegum orkumálaráðherrans og þetta eru allt nýjar upplýsingar um framtíðarþarfir samfélagsins sem þarf að taka tillit til þegar að verið að ákveða hvað við nýtum og hvað við verndum að mínu mati.","summary":null} {"year":"2022","id":"62","intro":"Umdeilt jöfnunarmark Ísraela varð til þess að leik þeirra og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta lauk með jafntefli. Liðið á þó enn möguleika á umspili um laust sæti á næsta Evrópumóti, árið 2024.","main":"Jafntefli varð niðurstaðan í Laugardalnum í gærkvöldi 2-2 þegar Ísland og Ísrael mættust í Þjóðadeild Evrópu. Jón Dagur Þorsteinsson skoraði fyrra mark Íslands með glæsilegum skalla á 9. mínútu. Þórir Jóhann Helgason skoraði seinna markið með hnitmiðuðu skoti í seinni hálfleik. Jöfnunarmark Ísraela var umdeilt en ekki sást nægilega vel í sjónvarpsútsendingu hvort boltinn hefði verið kominn yfir marklínuna eða ekki þegar Dom Peretz átti skalla á mark Íslands sem Rúnar Alex Rúnarsson virtist verja. En með hjálp myndbandsdómgæslunnar dæmdi dómari leiksins mark og staðan 2-2 og þar við sat. Íslenska liðið hefur nú gert jafntefli í öllum þremur leikjum sínum en á þó enn möguleika á umspili. Liðið þarf þó á sigri að halda gegn Albönum í september auk þess að treysta á að Albanir sigri Ísrael.\nAndrew Wiggins, framherji Golden State Warriors fór fyrir sínu liði er það komst í 3-2 forystu gegn Boston Celitcs í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar í Bandaríkjunum í nótt. Warriors eru þar með aðeins einum sigri frá meistaratitlinum. Stigahæstir í leiknum voru Wiggins með 26 stig fyrir Golden State en hjá Celtics var það Jayson Tatum sem skoraði 27 stig. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Boston Celtics lenda undir í seríu í úrslitakeppninni í ár en liðið var 3-2 undir gegn meisturum síðasta árs Milwaukee Bucks þar sem liðið vann síðustu tvo leiki einvígisins. Næsti leikur er í Boston aðfaranótt föstudags þar sem Golden State getur tryggt sér sinn fjórða NBA-titil frá 2015.","summary":"Umdeilt jöfnunarmark Ísraela varð til þess að leikur þeirra við íslenska karlalandsliðið í fótbolta endaði með jafntefli. Liðið á enn möguleika á umspili um laust sæti á næsta Evrópumóti, árið 2024."} {"year":"2022","id":"62","intro":"Konur eru sérstaklega hvattar til að gefa blóð í dag, á alþjóðlegum degi blóðgjafa. Staðan er slæm í Blóðbankanum og enn vantar blóð í öllum flokkum.","main":"Blóðbankinn sendi út ákall til blóðgjafa í síðustu viku vegna slæmrar lagerstöðu. Síðan þá hefur ástandið lítið skánað. Davíð Stefán Guðmundsson, formaður blóðgjafafélags Íslands, segir deginum verði varið í að auka vitund fólks á mikilvægi blóðgjafar. Undanfarið hafi veirð áskorun að mæta þörf Blóðbankans.\nog á íslandi er staðan þannig í dag að okkur vantar um 2000 blóðgjafa til viðbótar í hópinn til þess að má segja sigla tiltölulega lignan sjó, það hefur ekki farið framhjá neinum í samfélaginu - það er ítrekað verið að senda út neyðarköll frá blóðbankanum til þess að sækja í þenann góða hóp og okkar markmið með deginum er auðvitað a ðauka vitund á þessu þarfa hlutverki heilbrigða einstaklinga í samfélaginu, að geta gefið blóð.\nDavíð vill á þessum degi höfða sérstaklega til kvenna, sem hafa verið í miklum minnihluta blóðgjafa hér á landi.\nAlþingi samþykkti í gær þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun um málefni hinsegin fólks. Þar er gert ráð fyrir að blóðgjöf samkynhneigðra karla verði heimiluð - en þeim hefur alla jafna verið bannað að gefa blóð.\nauðvitað fögnum við bara því að tæknin og ferlar og annað geri fleirum kleift að gefa blóð það eru miklar hagsmunir fyrir samfélagið að sem flestir geti gefið blóð og að öll tækifæri sem að skapa fleirum aðgengiu að því að geta leitt af sér gott í samfélaginu eru bara af hinu jákvæða","summary":null} {"year":"2022","id":"62","intro":"(helst) Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra íhugar að beita tímabundnum lokunum í Reynisfjöru til að draga úr hættu. Of mörg banaslys hafi orðið í fjörunni á síðustu árum.","main":"Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að of mörg banaslys hafi orðið í Reynisfjöru. Starfshópur sem ætlað er að meta hættulega ferðastaði hefur skilað tillögum um hvernig hægt sé að minnka hættuna í Reynisfjöru.\nEitt af því sem við sjáum við Reynisfjöru er að ef við lítum á veðurspána og hvernig vatnsföllin eru að þróast þá er áhætta á ákveðnu tímabili. Hópurinn sem ég skipaði leggur til að við getum mögulega beitt lokunum í mjög takmarkaðan tíma og þetta er ekki umfangsmikil lokun en við höfum þennan valkost. En það sem ég vill helst geta er að vinna með fólkinu á svæðinu til að finna leiðir til þess að lágmarka þá áhættu sem er til staðar.","summary":"Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra íhugar að beita tímabundnum lokunum í Reynisfjöru til að draga úr hættu. Of mörg banaslys hafi orðið í fjörunni á síðustu árum."} {"year":"2022","id":"62","intro":"Leikhússtjórar stóru leikhúsanna fagna góðri uppskeru leikársins, þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Grímuverðlaunin verða afhent í kvöld í tuttugasta sinn.","main":"Grímuverðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. Leikhússtjórar stóru leikhúsanna fagna góðri uppskeru leikársins þrátt fyrir samkomutakmarkanir.\nÞetta er tuttugasta Grímuhátíðin en sú fyrsta var haldin 16. júní 2003.\nLeiksýning Þjóðleikhússins, Sjö ævintýri um skömm, hlýtur flestar tilnefningar þetta árið, tólf talsins. Sýningar leikhússins hljóta þrjátíu og eina tilnefningu.\nJá þetta eru auðvitað búin að vera afskaplega óvenjuleg og skrýtin tvö ár. Sem betur fer hafa áhorfendur tekið okkur fagnandi og streymt í leikhúsið alltaf þegar það hefur mátt. Og ég verð að segja að þegar maður lítur til baka heilt yfir, þá er afraksturinn ógleymanlegar sýningar, stórkostlegar sýningar sem okkur hefur tekist að skapa þrátt fyrir allt.\nBorgarleikhúsið fagnar líka góðri uppskeru, Söngleikurinn Níu líf fær tíu tilnefningar og sýningar leikhússins alls tuttugu og sjö.\nVið komumst af stað með afgerandi hætti eftir áramót. Ég neita því ekki að á þorláksmessu síðastliðinni þá var svolítið úr okkur vindurinn, þegar við þurftum að loka enn á ný. Við lifðum þetta af heldur betur og við bara hlökkum til kvöldsins.\nTilgangur leikhússins hafi opinberast í faraldrinum.\nJá ég held að árin tvö hafi sannað endanlega fyrir okkur hver máttur og megin leikhússins er. Það að fá ekki að vera í nánu samneyti og snertingu við fólk. Það er bara stórhættulegt.","summary":null} {"year":"2022","id":"63","intro":"Mikil umferðarteppa myndaðist á Granda í Vesturbæ Reykjavíkur þegar Sjómannadagshátíðahöldum lauk í gær. Fólk sat í bílum sínum á aðra klukkustund.","main":"Guðbrandur Sigurðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að miklar umferðatafir hafi myndast þegar hátíðahöldum lauk þannig að fólk var jafnvel fast í umferðinni á aðra klukkustund. Guðbrandur segir að skipulagðar almenningssamgöngur í kringum viðburðinn hefðu getað létt álagið.\nÞað náttúrulega hjálpar alltaf til ef að margir nýta almenningssamgöngur þegar að svona viðburðir eiga sér stað. Af því það eru ekki næg bílastæði fyrir alla eða í nærumhverfi eða gatnakerfið ekki hannað til að bera svona stóra viðburði með tugum þúsunda á sama tíma.\nÁ sunnudögum gengur strætó aðeins á hálftíma fresti og Strætó beindi leið 14 frá því að stöðva á Granda, eins og venja er, vegna mikillar umferðar. Guðmundur Heiðar Helgason upplýsingafulltrúi Strætó segir mögulegt að endurhugsa þjónustuna á dögum sem þessum.\nAlgjörlega. En það þyrfti auðvitað að fara í gegnum ákveðið samráð við eigendur Strætó sem eru sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og við erum algjörlega opin fyrir því. En eins og ég segi, það kostar oft ákveðnar fjárhæðir að kalla út aukavagna og auka tíðnina á svona dögum. En ég held persónulega að það gæti verið mjög jákvætt fyrir svona hátíðarhöld, einmitt eins og þegar svona gerist eins og í gær, þar sem að eru svona miklar umferðarteppur.","summary":null} {"year":"2022","id":"63","intro":"Forsætisráðherra segir að í fyrsta skipti í sex ár hafi náðst samkomulag um að afgreiða rammaáætlun og horfast þurfi í augu við það að sennilega eru of margir kostir undir í rammanum. Samningar um þinglok gætu verið í uppnámi því vafi leiki á því hvort mál stjórnarandstöðu sem lofað var í samningunum fái framgang.","main":"Þingfundur hófst á Alþingi nú rétt fyrir hádegi og dagskráin er þétt því til stendur að afgreiða fjölda mála frá Alþingi í þessari viku. Samningar um þinglok frá því fyrir helgi gætu verið í uppnámi því vafi leiki á því hvort staðið verði við framgang mála frá stjórnarandstöðunni. Þingfundur stendur nú á Alþingi og þar er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, hver er þá staðan.","summary":"Samningar um þinglok gætu verið í uppnámi þar sem óvíst er hvort mál stjórnarandstöðu, sem lofað var í samningunum, fái framgang. Forsætisráðherra segir að það sé mikill áfangi að tekist hafi að afgreiða rammaáætlun, í fyrsta sinn í sex ár. "} {"year":"2022","id":"63","intro":"Fyrstu gæludýrin frá Úkraínu verða í dag flutt á sérútbúna einangrunarstöð sem sett hefur verið upp hér á landi. Veitt hefur verið leyfi fyrir innflutningi 12 dýra, hunda og katta. Einangrunin getur varað í allt að fjóra mánuði","main":"Fyrstu gæludýrin frá Úkraínu koma í dag á einangrunarstöð sem stjórnvöld hafa sérstaklega sett á fót til að tryggja að óæskilegt smit berist ekki til landsins þótt eigendur fái að flytja ferfætta vini sína með sér hingað.\nUndirbúningur fyrir komu gæludýra flóttafólks frá Úkraínu hefur staðið yfir frá því í mars þegar undanþága var veitt fyrir innflutningnum með reglugerðarbreytingu. Sérstakt húsnæði hefur verið aðlagað einangrun fyrir dýrin.\nHrund Holm er deildarstjóri inn- og útflutnings hjá Matvælastofnun.\nNú er sem sagt komið að því að taka á móti fyrstu dýrunum. Húsnæðið getur tekið 22 hunda og fjóra ketti og nú þegar höfum við gefið út innflutningsleyfi fyrir fjóra ketti og 12 hunda sem munu fara að tínast inn á næstu dögum og vikum.\nStarfsfólk verður í sérstökum hlífðarbúnaði við meðhöndlun dýranna. Dýrin frá Úkraínu hafa ekki undirgengist sýnatöku og bólusetningar sem almennt er skylt áður en gæludýr eru flutt til landsins. Þeim heilsufarsskilyrðum verður framfylgt í einangruninni hér og verða gæludýrin þar í allt að þrjá til fjóra mánuði.\nleika við dýrin og sinna þeim\nEf að kemur í ljós að dýrið er smitað Hvað þá?\nÚt úr stöðinni og til annarra dýra","summary":"Fyrstu gæludýrin frá Úkraínu koma í dag í sérútbúna einangrunarstöð sem sett hefur verið upp hér á landi. Þegar hefur verið veitt leyfi fyrir innflutningi á 12 dýrum, hundum og köttum. Einangrunin getur varað í allt að fjóra mánuði."} {"year":"2022","id":"63","intro":"Úkraínski herinn hefur hörfað frá miðborg Severodonetsk í Luhansk-héraði. Stjórnvöld greindu frá þessu í morgun. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir að barist verði um hvern fermetra.","main":"Úkraínski héraðsstjórinn Sergiy Gaidai segir að Rússar búi sig undir að umkringja Severodonetsk. Þeir hafi hrakið Úkraínumenn úr miðborginni og varpi enn sprengjum í gríð og erg.\nSeverodonetsk er nú svo gott sem einangruð eftir að Rússar sprengdu brú yfir ána sem liggur á milli borgarinnar og Lysychansk.\nSeverodonetsk og Lysychansk, sem er nærliggjandi bær, eru síðustu vígi Úkraínumanna í Luhansk og hefur rússneski herinn sótt stíft þar síðustu daga og vikur. Athygli Rússa hefur einkum beinst að Donbas, það er að segja héruðunum Luhansk og Donetsk.\nKarl Þormóðsson er í borginni Zaporizhzhia í samnefndu héraði í suðausturhluta landsins og segir lítið sem ekkert hafa breyst þar síðustu vikur. Allt sé rólegt og lífið gangi sinn vanagang. Engin átök séu nærri borginni.\nNei. Ætli það hafi ekki verið fyrir svona sex vikum þegar það sprakk sprengja hérna í útjaðrinum austanverðum. Síðan hefur ekki verið neitt um að vera hér.\nSegir Karl. Hann segist þó vera á heimleið. Þegar hann kom til Úkraínu í febrúar, skömmu fyrir innrásina, hafi hann bara ætlað að vera í landinu í nokkra daga.","summary":"Úkraínski herinn hefur hörfað frá miðborg Severodonetsk. Rússar hafa rofið helstu leiðir til og frá borginni."} {"year":"2022","id":"63","intro":"Blóð vantar enn í öllum flokkum í Blóðbankanum. Deildarstjóri treystir á að blóðgjafar svari neyðarkallinu.","main":"Blóðbankinn sendi út ákall til fólks í síðustu viku um að koma og gefa blóð vegna slæmrar lagerstöðu. Síðan þá hefur ástandið lítið skánað. Ína Björg Hjálmarsdóttir er deildarstjóri Blóðbankans.\nStaðan er náttúrulega ennþá grafalvarleg. Við erum enn að reyna að byggja upp lagerinn. Okkur hefur tekist að afgreiða allt sem beðið hefur verið um en við erum ekki komin með lagerinn þangað sem við þurfum.\nUm níutíu blóðgjafar gáfu blóð og blóðflögur um helgina en þónokkrir mættu ekki í bókaða tíma.\nHér fyrir sunnan kölluðum við inn blóðgjafa sérstaklega, flestir þeirra skiluðu sér en veðrið hafði kannski eitthvað að segja. En fyrir norðan var opið og það gekk mjög vel þar að fá inn gjafa. Er erfiðara að fá fólk til að mæta þegar veðrið er gott? Já það getur haft áhrif. Það getur líka haft áhrif hvað það er vont aðgengi á Snorrabraut því nú eru byggingarframkvæmdir annarra á okkar lóð.\nÍna segir að lítið megi út af bregða til að ekki sé unnt að anna eftirspurn. Hún treystir því að blóðgjafir svari nú neyðarkallinu. Sumarið sé framundan og því fylgi aukinn fjöldi ferðamanna og mögulegra slysa.\nþað sem að við höfum þá gert áður þegar upp haf akomið slík slys er að við höfum verið með allsherjarútkall og opið þá eins lengi fram á nóttina og þurft hefur, það er náttúrulega ekki óskastaða, og þess vegna erum við að reyna að byggja upp lagerinn.","summary":null} {"year":"2022","id":"63","intro":"Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli og um þúsund viðbragðsaðilar virkjaðir í nótt þegar áhöfn farþegaflugvélar Play fékk viðörun um skort á eldsneyti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar atvikið.","main":"Farþegaþotan er af gerðinni Airbus 320 og var að koma frá Malga á Spáni á vegum flugfélagsins Play. Tilkynning barst frá áhöfn vélarinnar á öðrum tímanum í nótt um vandræði vegna eldsneytis. Viðvörun kom frá eldsneytiskerfi vélarinnar sem var þá að koma inn til lendingar. 105 farþegar voru í vélinni. Nadine Guðrún Yaghi er forstöðumaður samskiptadeildar Play.\nÍ rauninni eru þetta bara skilaboð um að það sé ekki allt eðlilegt en þetta snýr í rauninni að varaeldsneyti sem okkar ferlar gera ráð fyrir að sé um borð í vélinni þega rhún lendir. síðan kemur í ljós ða það er nóg af eldsnyeit þannig eins og astaðan er núna þá teljum við fullvíst að þetta hafi verið villumelding og að allt hafi veirð i´lagi en við erum auðvitað bara í þessum töluðu að yfirfara allt saman o grannsaka málið.\nFlugslysaáætlun er hægt að virkja á þremur stigum í þremur litum eftir umfangi. Útkallið í nótt var flokkað sem rautt hættustig. Hættustig er skilgreint sem ástand þar sem ótti ríkir um öryggi loftfars og þeirra sem í því eru og rauði liturinn miðar við að fimmtíu og sex eða fleiri séu um borð í vélinni og þörf sé á samhæfingu viðbragsaðila. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia fengu um þúsund manns útkall í nótt.\nþegar þessi villuskilaibð koma upp eru eðlilgear varúðarráðstafanir geðrar og flugmennirnir tilkynna um hættustig - en þegar vélin var í aðflugi kemur í ljós að öll kerfi starfa eðlilega og flugöryggi var í rauninni aldrei í hættu.\n4 - óttaðist áhöfnin um öryggi faþrega á einhvejrum ´timapunkti? nei áhöfnin óttaðist í raun ekki u möryggi faþrega ´aneinum tímapunkti. því þeir vissu að þeir heðfu nægt eldsneyti e nverklagsreglur eru bara með þeim hætti að þega rmelding sem þessi kemur upp er tilkynnt um það og þessi hættutilkynning er í raun bara varúðarráðstöfun\nNadine segir að farþegar hafi verið látnir vita en allir hafi haldið ró sinni. Vélin lenti heilu og höldnu rétt fyrir klukkan tvö og hættustigið var afturkallað. Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú atvikið og fer yfir flugvélina. Play hefur vegna þessa aflýst flugi til og frá París síðar í dag.","summary":"Rauðu hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli og þúsund viðbragðsaðilar kallaðir út í nótt þegar farþegaflugvél Play fékk viðvörun um eldsneytisskort. Forstjóri samskipta hjá flugfélaginu segir að ekki hafi verið óttast um öryggi farþega. "} {"year":"2022","id":"63","intro":"Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku var samþykkt að taka upp samtal við stjórnvöld um að kanna fýsileika á gerð jarðganga milli lands og Eyja. Njáll Ragnarsson, bæjarfulltrúa E listans, sem lagði fram tillöguna, var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun. Hann segir að þrátt fyrir að samgöngur til Vestmannaeyja hafi batnað mikið á undanförnum árum sé tími til kominn að klára þær rannsóknir sem hafnar voru á jarðlögum milli lands og eyja.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"63","intro":"Þetta er undanúrslitaleikur segir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, um viðureignina við Ísrael í þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland verður að vinna til að eiga möguleika á efsta sæti riðilsins.","main":"Karlalandslið Íslands í fótbolta tekur á móti Ísrael í þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. Ísland verður helst að vinna leikinn til að eiga möguleika á sigri í riðlinum.\nÞetta er fjórði og síðasti leikur liðsins í fjögurra leikja glugga nú í júní. Ísland gerði 2-2 jafntefli við Ísrael ytra, 1-1 jafntefli við Albaníu hér heima og vann San Marínó svo 1-0 í vináttulandsleik. Ísraelsmenn unnu Albani á föstudagskvöld og eru nú á toppi riðilsins með fjögur stig, Ísland er með tvö og Albanía eitt. Ísland verður því að vinna leikinn í kvöld til að eiga möguleika á sigri í riðlinum. Þjóðadeildin er eins konar varaleið inn á EM því í gegnum deildina er hægt að vinna sér inn síðustu sætin á mótið. Arnar Þór Viðarsson, þjálfari liðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær.\nsagði Arnar Þór Viðarsson. Leikur Íslands og Ísrael hefst klukkan 18:45 og verður sýndur beint á Viaplay.","summary":"Landsliðsþjálfari karla í fótbolta segir að viðureignin gegn Ísrael í þjóðadeildinni á Laugardagsvelli í kvöld sé undanúrslitaleikur. Ísland verður að vinna til að eiga möguleika á efsta sæti riðilsins. "} {"year":"2022","id":"63","intro":"Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International saka Rússa um stríðsglæpi í Úkraínu og segja þá hafa drepið hundruð almennra borgara í árásum sínum á borgina Karkív. Þar hafi þeir meðal annars beitt klasasprengjum, sem eru bannaðar samkvæmt alþjóðalögum.","main":"Endurteknar sprengjuárásir á íbúðahverfi í Karkív voru handahófskenndar árásir sem drápu og særðu hundruð óbreyttra borgara, og flokkast því sem stríðsglæpir,? segir í skýrslu samtakanna um hernað Rússa í Karkív, næst fjölmennustu borg Úkraínu. \u001eÞetta á jafnt við um árásirnar sem gerðar voru með klasasprengjum og hinar, þar sem notaðar voru aðrar gerðir af óstýrðum flugskeytum og sprengikúlum, segir í skýrslunni. \u001eViðvarandi notkun svo ónákvæmra sprengjuvopna í borgaralegum íbúðarbyggðum, vel vitandi að þær valdi ítrekað dauða og limlestingum fjölda óbreyttra borgara, má jafnvel flokka sem beinar árásir á almenning. Skýrslan ber yfirskriftina \u001eHver sem er getur dáið hvenær sem er. \u001eFólk hefur verið drepið á heimilum sínum og á götum úti, á leikvöllum og í kirkjugörðum, í biðröð eftir neyðaraðstoð eða í matvöruverslunum og lyfjabúðum, segir Donatella Rovera, sem leiðir rannsóknir og viðbrögð Amnesty í alþjóðlegum krísum á borð við Úkraínustríðið, og segir brýnt að rússnesku hersveitirnar sem frömdu þessar viðbjóðslegu árásir verði dregnar til ábyrgðar.","summary":null} {"year":"2022","id":"64","intro":"Þorsteinn Eyþórsson 68 ára gamall Borgnesingur lagði af stað í morgun í hjólaferð um Vestfjarðahringinn, alls um 755 kílómetra. Fréttastofa tók Þorstein tali áður en hann lagði af stað, en hann hjólar í minningu tengdasonar síns.","main":"Ég er svona aðeins að græja til húsbílinn fyrir konuna sem ætlar að fylgja mér eftir. Ég verð einhvers staðar að sofa.\nÞorsteinn stefnir á að hjóla um 71 kílómetra á dag og ætlar að hjóla í 11 daga en tekur sér einn hvíldardag á Ísafirði.\nÞetta er ekki fyrsta hjólaferð Þorsteins en árið 2016 hjólaði hann hringinn í kringum Ísland. Hann segist hafa haldið sér í ágætu formi síðan, hann fékk covid fyrir skömmu en segir að það eigi ekki að koma að sök, hann sé stálsleginn í dag.\nÞeir sögðu mér vinir mínir á Ísafirði að Vestfirðirnir væru hluti af hringnum þannig ég átti eftir að klára hringinn\nÞað hefur lengi staðið til hjá Þorsteini að klára hringinn en þegar hann missti tengdason sinn ákvað hann að nú væri tíminn. Þegar hann fór hringinn fyrir sex árum síðan lét hann gott af sér leiða og safnaði til styrktar ADHD samtökunum. Í þetta skiptið ætlar hann að styrkja Píeta samtökin.\nUpphaflega var þetta til að reyna á sjálfan mig en ég ákvað að vera með söfnun fyrir Píeta samtökin. Ástæðan er að tengdasonur minn tók líf sitt í vetur það var nú eiginlega þá sem ég ákvað það, svona til minningar um hann.","summary":"68 ára gamall Borgnesingur lagði hjólandi af stað í morgun en fram undan eru 755 kílómetrar um Vestfirði. Hann hjólar í minningu tengdasonar síns og eiginkona hans fylgir honum eftir á húsbíl. "} {"year":"2022","id":"64","intro":"Hundruðir þúsunda komu saman víðs vegar í Bandaríkjunum í gær til að krefjast strangari laga um vopnaeign og aðgerða stjórnvalda til að fækka skotárásum. Yfir nítján þúsund manns hafa fallið fyrir byssukúlum í Bandaríkjunum það sem af er árinu.","main":"I speak as a mayor, a mom, and I speak for millions of Americans and America's mayors who are demanding that Congress do its job. And its job is to protect us, to protect our children from gun violence.\nÉg tala sem borgarstjóri, móðir og fyrir hönd milljóna Bandaríkjamanna og bandarískra borgarstjóra og við krefjumst þess að þingið sinni hlutverki sínu. Sem er að vernda okkur, að vernda börnin okkar fyrir byssuofbeldi, sagði Muriel Bowser, borgarstjóri Washington á mótmælunum í gær.\nÞað sem af er þessu ári hafa 19.300 manns í Bandaríkjunum látist eftir að byssu hefur verið beitt. Yfir helmingur þeirra svipti sig lífi með byssu. Stuttu eftir mótmælin í Louisville í Kentuchy í gær var skotið á fimm unglinga sem allir særðust.","summary":null} {"year":"2022","id":"64","intro":"Mikill eldur kviknaði í efnaverksmiðju í borginni Severodonetsk í Úkraínu í nótt eftir árásir Rússlandshers. Hundruðir almennra borgara höfðu leitað skjóls í verksmiðjunni. Rússar gerðu í gærkvöld eldflaugaárásir á íbúahverfi í vesturhluta Úkraínu.","main":"Rússar hafa lagt áherslu á árásir í austurhluta Úkraínu að undanförnu en í gærkvöld gerði her þeirra eldflaugaárásir á fjögur fjölbýlishús í borginni Chortkiv í vesturhlutanum. Tuttutu og tveir særðust. Flaugunum var skotið af herskipi á Svartahafi.\nHarðir bardagar geisa enn í borginni Severodonetsk í austurhlutanum og er meirihluti hennar á valdi Rússa. Úkraínska ríkissjónvarpið hefur eftir ríkisstjóranum Serhiy Haidai að Úkraínumenn ráði enn yfir Azot efnaverksmiðjunni í borginni þar sem talið er að um átta hundruð manns hafi leitað skjóls. Sprengjum var varpað á verksmiðjuna í nótt og eldur braust út. Ekki hafa borist fregnir af mannfalli. Bardagar eru á götunum næst verksmiðjunni. Úkraínumenn telja að Rússar eigi eftir að herða sókn sína og leggja allt í sölurnar til að ná Severodonetsk á sitt vald í dag eða á morgun. Með yfirráðum yfir borginni komast Rússar nær því að ná fullum yfirráðum í Luhansk-héraði.","summary":"Úkraínumenn telja að Rússlandsher herði sókn sína til muna í dag og á morgun í borginni Severodonetsk. Harðir bardagar eru við efnaverksmiðju í borginni þar sem hundruðir hafa leitað skjóls."} {"year":"2022","id":"64","intro":"Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis er klofin í afstöðu sinni til verndar og orkunýtingar landsvæða, og annar af tveimur fulltrúum Vinstri Grænna skrifar ekki undir niðurstöðu nefndarinnar. Nefndin leggur til að Kjalölduveita og Héraðsvötn verði færð úr verndarflokki í biðflokk og þessir kostir verði rannsakaðir betur.","main":"Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis leggur til að Kjalölduveita og Héraðsvötn verði færð úr verndarflokki í biðflokk og virkjanakostirnir rannsakaðir betur. Nefndin er klofin í afstöðu sinni og annar af tveimur fulltrúum Vinstri grænna stendur ekki að áliti meirihlutans.\nÞriðji áfangi rammaáætlunar hefur lengi verið í meðförum Alþingis og stjórnkerfisins - þetta er í fjórða sinn sem málið kemur fyrir þingið. Umhverfis- og samgöngunefnd - eða meirihluti hennar - birti sína tillögu í gær - sem virðist vera tilraun til málamiðlunar og biðstöðu hvað varðar umdeilda kosti. Lagt er til að virkjanakostir sem áður voru í ýmist nýtingar eða verndarflokki verði færðir í biðflokk, og þeir verði rannsakaðir betur. Það gildir til dæmis um Kjalölduveitu og Héraðsvötn sem meirihlutinn vill að fari úr verndarflokki í biðflokk, og sömuleiðis um Skrokköldu og virkjanir í neðri hluta Þjórsár, sem meirihlutinn vill að verði færðir úr nýtingarflokki í biðflokk. Orri Páll Jóhannsson er annar af tveimur fulltrúum Vinstri Grænna í nefndinni.\nEf þarf að stækka biðflokkinn, eins og við erum að gera, með flutning á átta kostum eins og við erum að gera, til að ná fram afgreiðslu á honum, þá stend ég alveg heilshugar að þeirri afgreiðslu með þeim rökum sem eru í nefndarálitinu, og ítreka að það sem flutt í biðflokk er bara að fara aftur í endurmat.\nHvað flutning á virkjanakostum í Héraðsvötnum og Kjalöldu í biðflokk varðar segir Orri að þar séu rík náttúruverndarsjónarmið - en að skiptar skoðanir séu með báða kostina - þá þurfi að rannsaka betur.\nÞví er það tillaga nefndarinnar að verkefnisstjórn - og það er hennar verkefni - endurskoði og endurmeti þessa kosti, á grundvelli þess tíma sem hefur liðið síðan að fyrri verkefnisstjórn gerði tillögu um þetta. Það þýðir alls ekki að þessir kostir, sér í lagi þeir sem eru fara úr vernd, fari lóðbeint í nýtingu; bara alls ekki.\nHinn fulltrúi VG í nefndinni - Bjarni Jónsson, stendur ekki að áliti meirihlutans - og hefur lýst því yfir að hann sé ósáttur við að Héraðsvötn séu flutt úr verndarflokki í biðflokk. Ekki náðist í Bjarna fyrir fréttir - en Orri segir að þessi afstaða Bjarna hafi legið fyrir í langan tíma.\nÉg hef fullan skilning á því, og það er auðvitað ekkert einsdæmi að stjórnarþingmenn greiði allir atkvæði sem einn. Við erum auðvitað bara bundin af sannfæringu okkar og við höfum alveg heyrt og séð það áður í sögunni að það eru kannski ekki alveg allir stjórnarþingmenn sem standa að tillögum.","summary":"Umhverfis og samgöngunefnd Alþingis er klofin í afstöðu sinni til verndar og orkunýtingar landsvæða, og annar af tveimur fulltrúum Vinstri Grænna skrifar ekki undir niðurstöðu nefndarinnar um rammaáætlun. Nefndin leggur til að Kjalölduveita og Héraðsvötn verði færð úr verndarflokki í biðflokk og þessir virkjanakostir rannsakaðir betur. "} {"year":"2022","id":"64","intro":"Til skoðunar er að loka Reynisfjöru á tímum þegar hætta þykir þar hvað mest. Ferðamálastjóri segir að þó svo að lagalegar heimildir séu fyrir því - eigi að forðast að loka vinsælum ferðamannastöðum eins og Reynisfjöru.","main":"Aðstæður í Reynisfjöru eru hættulegri nú en oft áður. Sjórinn hefur fært til sandinn í fjörunni þannig að nokkuð brattur bakki hefur myndast við stuðlabergshellinn í fjörunni en þangað sækja flestir ferðamenn sem fara um Reynisfjöru. Brimið brýtur svo á horninu þar sem stuðlabergið er og margir sitja í. Maður lést á þessum slóðum í fjörunni á föstudag þegar alda hreif hann með sér. Þá var þýsk fjölskylda hætt komin í gær á sama stað.\nÞetta er náttúrulega skelfilegt öll svona slys og auðvitað verður að beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir þau. Hvað varðar þennan stað þá eru merkingar ítarlegar. Allir sem þarna koma eru varaðir við þeim hættum sem þarna eru. Og eins og komið hefur fram var þarna fararstjóri sem brýndi fyrir fólki að fara varlega. Þannig að það virðist allt hafa verið gert til þess að vara fólk við þeim hættum sem þarna voru en samt gerist þetta.\nFerðamálaráðherra skipaði fyrir nokkru starfshóp sem skoða á hvort unnt sé að bæta öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Skarphéðinn segir að hópurinn skoði hvort unnt sé að loka Reynisfjöru þegar hún er hvað hættulegust.\nÞað virðist að lagaheimildir til að loka hættulegum stöðum séu til staðar. En það er hæpið að vera að nota það mikið. Ísland er ekkert hættulaus áfangastaður. Og eins og með Reynisfjöru, kemur til greina að loka þeim stað út af þessu? Ég held að það sé eitthvað sem við eigum ekki að gera heldur gera betur í forvörnum og að reyna að koma í veg fyrir slysin.","summary":null} {"year":"2022","id":"64","intro":"Áratugalangt en afar kumpánlegt og allsendis óblóðugt \u001estríð Kanada og Danmerkur um óbyggða klettaeyju milli Kanada og Grænlands er loks á enda eftir að samningar tókust um skiptingu hennar.","main":"Eyjan heitir Tartupaluk á máli inúíta en Hans-eyja á dönsku og er ekki annað en nakinn og gróðurlaus klettur á miðju Kennedysundi, milli Ellesmere-eyju og Norður-Grænlands. Deilur Kanada og Danmerkur um eignarhald hennar hófust snemma á áttunda áratug síðustu aldar en eignarhald hennar skiptir máli í tengslum við auðlindanýtingu og norðurskautsleiðina svonefndu; siglingaleið sem er líklega að opnast um Norður-Íshafið vegna minnkandi hafíss. Óhætt er að fullyrða að \u001estríð Kanada og Danmerkur um Hanseyju sé með þeim óvenjulegri sem háð hafa verið, og eitt af fáum stríðum - og jafnvel það eina - í sögunni, sem dátarnir sem það heyja munu raunverulega sakna. Það byrjaði þegar þáverandi Grænlandsmálaráðherra Dana gaf fyrirmæli um að reisa danska fánann á eyjunni árið 1984, ellefu árum eftir að deila ríkjanna hófst og \u001ebardagarnir sem fylgdu voru alltaf eins: Kanadískir dátar stigu á land, fjarlægðu danska fánann, reistu þann kanadíska í staðinn og skildu eftir flösku af kanadísku viskíi. Nokkru síðar stigu danskir dátar á land, fjarlægðu kanadíska fánann, reistu þann danska, og skildu eftir flösku af ákavíti. Og svo koll af kolli. En nú sér sem sagt fyrir endann á þessu stríði og hinum sérstöku bardögum þess.","summary":null} {"year":"2022","id":"64","intro":"21 árs landslið Íslands í fótbolta tryggði sér í gærkvöld keppnisrétt í umspili um laust sæti á Evrópumótinu sem haldið verður í Rúmeníu og Georgíu að ári liðnu. Ísland vann 5-0 sigur á Kýpur í lokaleik sínum í riðli undankeppninnar.","main":"Ísland þurfti að vinna Kýpverja og treysta á það á sama tíma að Portúgal myndi vinna Grikkland. Það gekk eftir og Ísland fer því í umspil um laust sæti á EM. Dregið verður í umspilið 21. júní. Kristall Máni Ingason skoraði tvö mörk fyrir Ísland í sigrinum á Kýpur, Sævar Atli Magnússon og Kristján Nökkvi Hlynsson sitt markið hvor og eitt mark var svo sjálfsmark. Davíð Snorri Jónasson er landsliðsþjálfari íslenska 21 árs landsliðsins.\nSagði Davíð Snorri Jónasson landsliðsþjálfari Íslands. A-landsliðið á svo leik annað kvöld. Þá tekur Ísland á móti Ísrael í Þjóðadeild Evrópu og freistar þess að vinna sinn fyrsta leik í keppninni.\nGuðlaug Edda Hannesdóttir endaði í 31. sæti á sterku þríþrautarmóti í Leeds í gær. Mótið er hluti af heimsmeistaramótaröðinni. Einungis 55 sterkustu þríþrautarkonur komast inn á hvert mót í heimsmeistaramótaröðinni.\nLokaumferð efstu deildar Þýskalands í handbolta verður spiluð í dag. Magdeburg hefur þegar tryggt sér meistaratitilinn og fær verðlaun sín afhent eftir leik sinn á móti Rhein-Neckar Löwen. Spennan er hins vegar meiri um það hver verður markakóngur deildarinnar. Hans Lindberg hjá Füchse Berlín er markahæstur fyrir lokaumferðina með 233 mörk. Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg kemur svo næstur með 231 mark. Bjarki Már Elísson, Lemgo er svo þriðji markahæstur fyrir lokaumferðina með 230 mörk.","summary":"21 árs landslið Íslands í fótbolta tryggði sér í gærkvöld keppnisrétt í umspili um laust sæti á Evrópumótinu sem fram fer á næsta ári."} {"year":"2022","id":"65","intro":"Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, vill ekki svara því hvort hann ætli að segja skilið við borgarpólitíkina þegar Einar Þorsteinsson tekur við borgarstjórastólnum. Hann segist spenntur fyrir komandi kjörtímabili með nýjum meirihluta.","main":"Dagur var meðal gesta í Vikulokum á Rás 1 í dag.Líkt og greint var frá við myndun nýs meirihluta í vikunni deila Dagur og Einar með sér borgarstjórastólnum á komandi kjörtímabili. Hann segir að ýmiss spennandi verkefni bíði á kjörtímabilinu.\nÉg held að þetta sé svolítið spennandi leið allavega í þessu tilviki. Það er kannski byggt á þeirri reynslu sem ég hef fyrrihlutan og Einar tekur síðan við. Borgarpólitíkin er eins og önnur sveitarstjórnarpólitík er ekki einstaklingsíþrótt heldur hópgrein. Byggir mikið á samstarfi allra þeirra sem eru í meirihluta og allra í borgarstjórn.\nÞví hefur verið fleygt fram að Dagur muni færa sig yfir í landsmálin þegar Einar tekur við keflinu í lok næsta árs.\nÞað hefur oft verið rætt en ég hef aldrei tekið það skref vegna þess að borgarmálin eru bæði mjög mikilvæg. Þau eru spennandi og skemmtileg og skipta rosalega miklu máli ef við segjum eitthvað hátíðlegt, samkeppnishæfni landsins. Ef við horfum inn í framtíðina þurfum við að vera spennandi borg þar sem er eftirsóknarvert að búa.\nEinhverjar svona framtíðarspeggulasjónir, eigum við ekki bara að geyma þær fyrir framtíðina. Þannig þú vilt ekki lýsa því yfir hér að þú æltir að klára þetta kjörtímabil í borgarstjórn.Það var nú bara að byrja.","summary":"Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri vill ekki lýsa því yfir að hann ætli að hætta í borgarstjórn eftir kjörtímabilið. . "} {"year":"2022","id":"65","intro":"Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að loksins hafi heilbrigðisyfirvöld gert sér grein fyrir slæmri stöðu á bráðamóttöku Landspítala og annarra sjúkrahúsa. Tími hafi verið kominn til og vonandi rætist nú úr.","main":"Athygli hefur ítrekað verið vakin á slæmri stöðu bráðamóttöku að undanförnu og í gær sendi heilbrigðisráðuneytið frá sér tilkynningu þar sem sagði að öryggi sjúklinga þar væri ógnað og að myndað hefði verið viðbragðsteymi um bráðaþjónustu á landinu sem á að koma með tillögur til að bæta úr stöðunni.\nÞá á, á næstu vikum, að efla starfsemi bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.\nGuðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fagnar því að yfirvöld hafi loks áttað sig á stöðunni eftir að heilbrigðisstarfsfólk hafi bent á hana í mörg ár:\nÞannig að það er bara gott að heyra það loksins og fá það viðurkennt frá yfirvöldum. En þetta er í fyrsta skipti sem ráðuneytið tekur til orða með þessum hætti? Já, og ég fagna því að það skuli stíga fram og viðurkenna vandann á þann hátt og ætla að grípa þarna inn í með einhverskonar neyðaráætlun sem ég er mjög spennt að sjá\nGuðbjörg segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem skipaðir séu starfshópar til að leita lausna á vandanum, en vonast til þess að nú rætist úr:\nNú er ráðherra að stíga fram og viðurkenna vandann, sem búið er að benda á lengi. Og ég vil auðvitað taka viljann fyrir verkið og fagna því og er mjög spennt að sjá hvaða lausnir verða þarna settar á borðið.","summary":"Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins um að öryggi sjúklinga sé ógnað á bráðamóttöku Landspítala vera til marks um að loksins hafi heilbrigðisyfirvöld áttað sig á stöðunni. "} {"year":"2022","id":"65","intro":"Hækka þarf afurðaverð til sauðfjárbænda og jafnvel taka upp tímabundnar endurgreiðslur á virðisaukaskatti til þeirra, segir Sigurður Ingi Jóhannson, innviðaráðherra. Í nýrri skýrslu Byggðastofnunar er fullyrt að forsendur fyrir sauðfjárbúskap séu brostnar, verði ekki breyting á starfsumhverfi bænda.","main":"Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra segist hafa verulegar áhyggjur af byggðaröskun, verði ekki brugðist kröftuglega við þeim vandræðum sem sauðfjárbúskapur á við að stríða. Sigurður segir að hækka þurfi afurðaverð, og jafnvel taka upp tímabundnar endurgreiðslur á virðisaukaskatti.\nDökk mynd er dregin upp af horfum í sauðfjárbúskap hér á landi í nýrri skýrslu Byggðastofnunar, sem unnin var að beiðni innviðaráðherra - og þar er fullyrt að forsendur fyrir búskap af þessu tagi séu brostnar, verði ekki breyting á starfsumhverfi bænda. Sigurður Ingi segist sammála því að hækka þurfi afurðaverð talsvert - enda hafi það ekki náð jafnvægi síðan það lækkaði verulega fyrir fimm sex árum.\nEn síðan þarf þá að lækka verulega, ekki síst í slátrun, og það hefur verið rætt um það að það sé hægt að gera það með samstarfi afurðastöðva. Það hafa líka verið ræddar hugmyndir um hvernig er hægt að koma stuðningi til bænda. Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður minn hefur rætt það þessa vikuna með endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Allavega liggur það fyrir í mínum huga að það þarf að grípa til margvíslegra aðgerða, því þessi skýrsla afhjúpar það að vandinn er stærri og meiri en ég held að flestir hafa gert sér grein fyrir.\nSigurður bendir á að Norðurlöndin séu að grípa til aðgerða vegna stöðu bænda, sem sé þó ekki eins alvarleg og hér á landi.\nÞað er meðal annars vegna þess að afurðaverðið er allt of lágt, og í samanburði við aðrar kjötvörur, og það þarf að hækka það. En það er ekki hægt að hækka það eins mikið og bændur þyrftu og þess vegna þyrftu afurðastöðvarnar að koma inn, og þess vegna verður að heimila þeim samstarf til að hagræðingin, sem getur verið allt að tveir milljarðar, geti skilað sér til bænda og að hluta til að halda niðri verði til neytenda. Síðan eru til aðgerðir af hendi ríkisins, til dæmis að fella niður virðisaukaskatt um tíma, eitt eða tvö ár, meðan þessi hagræðing er að skila sér, og það er búið að sýna fram á að með útreikningum að það gæti dugað. Allt þetta kostar fjármuni, en það eru engir fjármunir miðað við þá byggðaröskun og erfiðleika sem myndu ganga yfir ef þessi atvinnugrein yrði fyrir þeim búsifjum sem þessi skýrsla er að benda á.","summary":"Hækka þarf afurðaverð til sauðfjárbænda og jafnvel taka upp tímabundnar endurgreiðslur á virðisaukaskatti til þeirra segir innviðaráðherra. Í nýrri skýrslu er fullyrt að forsendur fyrir sauðfjárbúskap séu brostnar, verði ekki breyting á starfsumhverfi bænda. "} {"year":"2022","id":"65","intro":"Miklar vonir eru bundnar við ný lyf við aldurstengdri hrörnun í augnbotni. Hér landi hafa tæplega þúsund manns greinst með þennan sjúkdóm en Sigþór Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, segir að þeir séu mun fleiri.","main":"Það er ekki búið að greina alla. Það eru einhverjir sem eru byrjaðir að þróa þetta með sér núna en eru ekki kannski farnir að taka mikið eftir því, finnst bara að eðlilegt að sjónin hafi aðeins daprast með árunum.\nSegir Sigþór lfreðsson. Hann segir að hægt sé að hægja á sjúkdómnum, greinist hann nógu snemma. Hrörnun í augnbotni er algengasti sjóngallinn með hærri lífaldri fjölgar þeim sem glíma við hann. Lyfjastofnun Bandaríkjanna er með til skoðunar lyf sem miklar vonir eru bundnar við.\nUm lyf sem sem miðar að því sem kallað er þurrt afbrigði af aldurstengdri hrörnun. Það eru stórtíðindi því það þýðir að ef það gengur eftir þá verður þetta lyf vonandi komið á markaðinn eftir ár\nLengi hefur lítið verið hægt að gera fyrir þá sem eru með meðfæddan hrörnunar augnsjúkdóm.\nÞá voru skilaboðin að lítið væri um rannsóknir og lítið að gerast. Það landslag hefur gjörbreyst. Nú eru fjölmargar tilraunir og rannsóknir í gangi á grunnstigi og lengra komnar\nGenameðferðir á tilteknu afbrigði eru þegar byrjaðar sem miklar vonir eru bundnar við.\nUm leið og þú ert búinn að sjá fyrsta lyfið sem kannski fyrir 15 árum var talið óhugsandi sjá það komið á markaðinn og það gagnast og það virkar að þá er maður fullur bjartsýni og gleði í það minnsta hönd fyrir komandi kynslóðar.","summary":"Miklar vonir eru bundnar við ný lyf við aldurstengdri hrörnun í augnbotni. Hér landi hafa tæplega þúsund manns greinst með sjúkdóminn."} {"year":"2022","id":"65","intro":"Dómsmálaráðherra segir að málþóf á Alþingi í vetur hafi komið í veg fyrir afgreiðslu frumvarps sem hefði gert lögreglu auðveldara að rannaka skipulagða brotastarfsemi. Hann tekur undir með saksóknara að nauðsynlegt sé að lengja þann tíma sem úrskurða megi fólk í gæsluvarðhald meðan mál eru rannsökuð.","main":"Lengd gæsluvarðhaldsúrskurða í rannsóknum á skipulagðri brotastarfsemi er til skoðunar í dómsmálaráðuneytinu. Ráðherra segir að litið verði til nágrannaríkjanna í þessum efnum. Málþóf alþingismanna hafi komið í veg fyrir afgreiðslu frumvarps sem hefði auðvelda lögreglu rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi.\nFram kom í máli Huldu Elsu Björgvinsdóttur, sviðsstjóra ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, á blaðamannafundi á fimmtudag að íslensk löggæsluyfirvöld sitji ekki við sama borð og erlendar systurstofnanir þegar kemur að rannsókn skipulagðrar glæpastarfsemi. Gæsluvarðhald á rannsóknarstigi mála megi hér að jafnaði ekki vara lengur en í tólf vikur. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tekur undir með Huldu Elsu að tólf vikur séu of skammur tími.\nJá, ég tek undir það. Við erum með frumvarp tilbúið sem gefur lögreglu víðtækari rannsóknarheimildir sem eru nauðsynlegar í þessu samhengi líka. Það eiginlega komst ekki inn í þingið út af öllu málþófinu sem er búið að vera þar í vetur og litlum afköstum þingsins. Það mun þá verða lagt fram strax í haust. Svo tengist þetta líka þessum gæsluvarðhaldsúrskurðum sem í þessum alvarlegri og stærri málum þarf að endurskoða. Við verðum að taka þessi skilaboð mjög alvarlega. Skýrslur sem hafa komið um skipulagða brotastarfsemi á Íslandi á undanförnum árum, segja okkur það svart á hvítu hver vöxturinn er í þessu og ábendingar okkar nágrannalanda, Norðurlandanna lögregluyfirvalda þar, er mjög skýrar í þessum efnum. - Hvað ætti gæsluvarðhaldsúrskurður að geta orðið langur? Ég ætla eki að koma inn á það sérstaklega í þessu viðtali. Við erum núna í úttekt einmitt á því hvernig þetta er í nágrannalöndum okkar og erum að reyna að spegla okkur inn í það umhverfi.","summary":"Dómsmálaráðherra segir að málþóf á Alþingi í vetur hafi komið í veg fyrir afgreiðslu frumvarps sem hefði gert lögreglu auðveldara að rannaka skipulagða brotastarfsemi. Hann tekur undir með saksóknara að nauðsynlegt sé að lengja þann tíma sem úrskurða megi fólk í gæsluvarðhald meðan mál eru rannsökuð. "} {"year":"2022","id":"65","intro":"Úkraínumenn ætla ekki að leyfa heimsbyggðinni að beina athygli sinni frá hörmungunum í landinu, segir Zelensky forseti. Harðir bardagar geisa enn í austurhluta landsins. Forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er í heimsókn í höfuðborginni Kænugarði.","main":"Í dag er hundraðasti og sjöundi dagur stríðsins í Úkraínu og endalok þess ekki í sjónmáli. Volodymyr Zelensky, forseti landsins, sagði í ávarpi sínu í gærkvöld að mjög erfiðir bardagar standi enn yfir í austurhlutanum í Donbass. Hann segir úkraínuher gera allt sem hann geti til að stöðva Rússa.\nNow is the time that all Ukrainians must be one - a nation that is fighting and does not allow the world to divert its attention away from what is happening on the battlefield in Ukraine.\nÍ ávarpinu sagði Zelensky að Úkraínumenn verði að vera sameinaðir, þeir séu þjóð í átökum og ætli ekki að leyfa heimsbyggðinni að beina athygli sinni frá því sem eigi sér stað á vígvellinum. Varnarmálaráðherra Breta, Ben Wallace, kom til fundar við Zelensky í Kænugarði í gær til að ræða möguleika til að binda enda á stríðið. Í dag átti forsetinn fund með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þetta var önnur heimsókn hennar til Úkraínu síðan stríðið braust út í lok febrúar. Úkraínumenn hafa óskað eftir því að fá hraða afgreiðslu á umsókn sinni um inngöngu í bandalagið. Embættismenn og leiðtogar hafa þó varað við því að ferlið geti tekið nokkur ár og jafnvel áratugi. ESB heldur leiðtogafund 23. til 24. júní og er líklegt að aðildarumsóknin verði rædd þar.","summary":"Forseti Úkraínu segir að heimsbyggðinni verði ekki leyft að gleyma hörmungum stríðsins þar. Varnarmálaráðherra Bretlands heimsótti Zelensky í Kænugarð í gær og í dag kom forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins þangað til fundar. "} {"year":"2022","id":"65","intro":"Kraftlyftingakonan Kristín Þórhallsdóttir átti afar góðu gengi að fagna á heimsmeistaramótinu í klassískum kraflyfgtingum í Sun City í Suður-Afríku. Kristín vann til silfurverðlauna í -84 kg flokki og tvíbætti eigið Evrópumet í hnébeygju.","main":"Kristín lyfti 212,5 kg í fyrstu lyftu hnébeygjunnar. Hún bætti svo Evrópumetið sitt sem hún setti í Vesterås í Svíþjóð í desember og var 220 kg þegar hún tók 222,5 kg í annarri lyftu. Í lokalyftunni tók Kristín svo 230 kg mjög örugglega og bætti því Evrópumet sitt í greininni aftur. Í klassískum kraflyftingum notast keppendur ekki við neinn hjálparbúnað, eins og hnéhlífar, lyftingabelti eða þrönga og styrkta lyftingagalla sem geta hjálpað við að lyfta þungu. Kristín bætti sinn persónulega árangur í bekkpressunni á HM þar sem hún lyfti þyngst 120 kg og bætti sig um 5 kg. Í réttstöðulyftunni tók hún þyngst 230 kg og bætti Íslandsmetið. Samanlagður árangur Kristínar var því 580 kg. Sá árangur tryggði Kristínu silfrið í -84 kg flokknum á HM. Amanda Lawrance frá Bandaríkjunum varð heimsmeistari í þyngdarflokknum. Hún lyfti samanlagt 615 kg í greinunum þremur, hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu.\nGolden State Warriors vann fjórða úrslitaleik liðsins og Boston Celtics um NBA meistaratitilinn í körfubolta. Leiknum lauk 107-97 fyrir Golden State, en leikið var í Boston. Staðan í úrslitaeinvíginu er nú jöfn, 2-2, en vinna þarf fjóra leiki í seríunni til að verða meistari. Stephen Curry fór fyrir Golden State í leiknum og skoraði 43 stig. Jayson Tatum skoraði 23 stig fyrir Boston. Boston var yfir í hálfleik, 54-49 en í seinni hálfleiknum tóku stríðsmenn Golden State smám saman völdin á vellinum sem skilaði liðinu þessum tíu stiga sigri. Fimmti leikur liðanna í úrslitaeinvíginu verður spilaður í San Francisco, heimavelli Golden State seint að kvöldi mánudags.\nEM hópur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta verður kynntur á miðlum KSÍ núna klukkan eitt. Þar kemur í ljós hvaða 23 leikmenn Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tekur með fyrir hönd Íslands á Evrópumótið í Englandi í næsta mánuði.","summary":null} {"year":"2022","id":"66","intro":"Stuðningur almennings við aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu hefur aukist um tæp tuttugu prósentustig á einu ári samkvæmt nýrri könnun Maskínu, sem utanríkisráðuneytið hefur látið gera. Meira en sjötíu prósent landsmanna segjast hafa meiri áhyggjur af þróun alþjóðamála nú en fyrir ári.","main":"Rúmlega sjötíu prósent Íslendinga segjast vera jákvæð gagnvart aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu - tuttugu prósentustigum fleiri en fyrir ári síðan. Álíka margir segja að áhyggjur þeirra af þróun alþjóðamála hafi aukist.\nÞetta kemur fram í nýrri könnun sem Maskína gerði fyrir utanríkisráðuneytið. Niðurstöðurnar koma ekki beinlínis á óvart - nú, þegar meira en hundrað dagar eru liðnir frá innrás Rússa í Úkraínu og þegar margvíslegar afleiðingar af innrásinni - fyrir efnahagsmál, orkumál og fæðuöryggi - eru farnar að koma fram og hafa áhrif. Sex af hverjum tíu segjast hafa miklar eða fremur miklar áhyggjur af þróun alþjóðamála - og sjötíu prósent segja að þau hafi nokkru meiri - eða miklu meiri áhyggjur en fyrir ári. Það kemur því heldur ekki á óvart að stuðningur við aðild Íslands að NATO hefur tekið stökk - um tuttugu prósentustig milli ára; núna segist næstum sjötíu og eitt prósent aðspurðra vera mjög eða fremur jákvæð gagnvart aðild: á sama tíma í fyrra lýstu um fimmtíu prósent yfir þessari afstöðu. Athygli vekur að meðal kjósenda Vinstri grænna segjast yfir sjötíu prósent vera jákvæð gagnvart aðild að NATO - tiltölulega fá svör eru á bak við þessa tölu - en hlutfallið hefur hins vegar hækkað um næstum helming síðan í fyrra. Eins og í fyrri könnunum sem utanríkisráðuneytið hefur látið gera, mælist yfirgnæfandi stuðningur við norrænt samstarf. Næstum 92 prósent aðspurðra segjast jákvæð gagnvart því að Ísland taki virkan þátt í norrænu samstarfi. Þegar spurt er með hvaða ríkjum fólk telur að Ísland eigi helst samleið á alþjóðavettvangi raðast Norðurlöndin einnig í efstu sætin. Flestir telja Ísland helst eiga samleið með Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Bretland er í fjórða sæti og Bandaríkin því fimmta.\nAf öðrum niðurstöðum má nefna að rúm 77 prósent landsmanna telja hagsæld Íslands byggjast að miklu leyti á alþjóðlegri samvinnu og 80,5 prósent að hagsæld Íslands byggist að miklu leyti á alþjóðlegum viðskiptum. Þá telja 78,4 prósent að Ísland treysti að miklu leyti á alþjóðalög og alþjóðastofnanir til að tryggja að landamæri og lögsaga séu virt.\nNánari upplýsingar um könnunina má lesa á ruv.is","summary":"Stuðningur almennings við aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu hefur aukist um tæp tuttugu prósentustig á einu ári samkvæmt nýrri könnun. Meira en sjötíu prósent landsmanna segjast hafa meiri áhyggjur af þróun alþjóðamála nú en fyrir ári. "} {"year":"2022","id":"66","intro":"Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir erfitt að tryggja börnum frá eins árs aldri leikskólapláss í leikskólum borgarinnar í haust. Margar ástæður liggi að baki, allt frá húsnæðisskorti sem stafar af skorti á aðföngum vegna stríðsátaka, til fjölgunar barna á leikskólaaldri umfram það sem áætlanir gerðu ráð fyrir.","main":"Rými skortir fyrir um tvö hundruð leikskólabörn í Reykjavík fyrir haustið. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs segir ástæðurnar margþættar. Börnum hafi fjölgað meira í höfuðborginni vegna flutninga og eftirspurn eftir erlendu vinnuafli eigi sinn þátt í fjölguninni.\nbæði það að á seinustu vikum bættist talsverður fjöldi í hóp þeirra barna sem eru að óska eftir leikskólavistun og eins líka þá voru tafir á skilum á því húsnæði sem að við höfðum væntingar um að við gætum tekið í notkun í haust eins líka hafa skapast aðstæður þar sem að við höfum þurft að tæma húsnæði vegna viðhalds núna í sumar og það mun taka einhvern mánuði að ljúka því viðhaldi og einnig líka þetta að við höfum ekki nægilegar upplýsingar frá sjálfstætt starfandi leikskólum um hvernig gengur með að tryggja vistun þar og hversu margir sem eru á biðlista hjá okkur munu færast yfir til þeirra\nhversu margir sem eru á biðlistum hjá okkur munu færast yfir til þeirra.\nHelgi vonast til að betri mynd fáist á leikskólamál þegar líður á júnímánuð.\nHefði þá ekki verið nær að lofa ekki upp í ermina á sér að taka inn á leikskóla árs gamalt barn?\nSko ég get ekkert svarað til um það. Þetta er markmið okkar þetta er áherslan sem við erum að vinna eftir og við fylgjum þessari línu en svo geta skapast aðstæður sem að því miður er ekki hægt að ná því markmiði sem að búið er að setja en við erum að vinna eins vel og við getum að þetta náist saman en eins og staðan er núna er lokamarkið óljóst","summary":"Erfitt verður að tryggja börnum frá eins árs aldri leikskólavist í haust vegna margra erfiðra þátta, að mati sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Um tvö hundruð börn bíða eftir leikskólaplássi."} {"year":"2022","id":"66","intro":"Meirihluti fjárlaganefndar tekur undir tillögur fjármálaráðherra um aðgerðir gegn þenslu og verðbólgu. Lækka á afslátt af áfengis- og tóbaksgjaldi í fríhöfninni og leggja gjald á ferðamenn.","main":"Þingmaður Samfylkingarinnar segir að nær hefði verið að skoða hærri álögur á sjávarútveginn.\nBjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti tillögur að breytingum á fjármálaáætlun á ríkisstjórnarfundi í fyrradag. Aðgerðunum er ætlað að draga úr halla á ríkissjóði, umfangið er um 0,7 prósent af vergri landsframleiðslu, sem er 26 milljarðar króna, og þær verða útfærðar nánar í fjárlagafrumvarpi næsta árs.\nMeðal tillagnanna eru gjöld til að vega á móti minni tekjum ríkisins af sölu eldsneytis. Lögð er til lækkun afsláttar af áfengis- og tóbaksgjaldi í fríhöfninni og gjald á ferðamenn. Lagt er til að lækka framlög til stjórnmálasamtaka um 5%, endurskoða fjárfestingaráform og fresta framkvæmdum. Málið var afgreitt úr fjárlaganefnd rétt fyrir hádegi:\nNefndin tekur undir þær tillögur sem ríkisstjórnin kom með og leggur til að þær verði samþykktar\nsegir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar.\nHún segir að fæstar af tillögunum hafi verið útfærðar:\nÞað á eftir að útfæra þessi fjárfestingaráform, horfa dálítið yfir sviðið.\nKristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar situr í fjárlaganefnd. Hún segir ekkert óeðlilegt við að ríkið beiti sér núna á þennan hátt.\nVið hefðum viljað sjá öflugri aðgerðir á tekjuhliðinni þar sem ráðrúm er meira. Það er verið að ráðast þarna í krónutöluhækkanir sem eru flötustu skattahækkanir sem völ er á og ljóst að viðkvæmir hópar eru að finna hlutfallslega meira en aðrir fyrir verðbólgunni í samfélaginu.\nHvar hefði verið hægt að afla tekna á annan hátt? Við sjáum til að mynda í dag methagnað í sjávarútvegi. Það væri til að mynda hægt að skoða svigrúmið þar. Við sjáum líka að fjármagnstekjur eru í hæstu hæðum, samt eru engar tillögur um að koma í veg fyrir þenslu sem af þeim hlýst.","summary":null} {"year":"2022","id":"66","intro":"Efla á hinsegin fræðslu í skólum borgarinnar og styrkja Hinsegin félagsmiðstöðina til að bregðast við auknu aðkasti sem hinsegin ungmenni verða fyrir. Oddviti Pírata í Reykjavík segir að ástandið sé algjörlega óásættanlegt.","main":"Hópur hinsegin unglinga á höfuðborgarsvæðinu steig fram í viðtali við fréttastofu á dögunum og sagðist verða fyrir grófu aðkasti á hverjum degi. Forsvarsmenn Samtakanna 78' hafa áhyggjur af þróuninni.\nÍ samstarfssáttmála nýs meirihluta í Reykjavík segir að standa eigi vörð um mannréttindi og velferð hinsegin barna og ungmenna. Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata sem munu fara fyrir mannréttindaráði í borginni, sem á þó enn eftir að skipa. Dóra Björt segir að það hafi komið henni mikið á óvart hve slæm staðan væri.Við það verði ekki unað og nauðsynlegt að bregðast við.\nÞað er náttúrlega bara ótrúlega alvarlegt að sjá að þetta sé staðan og að það sé að verða svona ákveðið bakslag í þessari mikilvægu mannréttindabaráttu hinsegin fólks, og aðstæður ungmennanna og barnanna séu þessar, það er bara algjörlega óásættanlegt og mjög mikilvægt að bregðast við.\nGrunnskólakennari sem hefur látið sig málefni hinsegin barna varða, sagði skólakerfið hafa brugðist þessum hópi og kallaði eftir aukinni fræðslu í viðtali við fréttastofu. Dóra Björt segir það á dagskrá.\nVið erum að tala um að auka jafnréttis- og hinseginfræðslu og kynja- og kynfræðslu í skólum og tryggja að börn hljóti slíka fræðslu á mismunandi stigum og við erum að ávarpa líka velferð hinsegin barna í tengslum við það að styrkja Hinsegin félagsmiðstöðina sem hefur verið haldið úti,\nHinsegin félagsmiðstöð Samtakanna 78' er sú eina sinnar tegundar. Þjónustunni er haldið uppi af sjálfboðaliðum og einum starfsmanni í hlutastarfi en þangað koma vel yfir hundrað unglingar þegar opið er, sem er einungis einu sinni í viku. Félagsmiðstöðin hefur verið tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg í átta ár. Dóra segir að til standi að breyta því.\ní síðustu fjárhagáætlun bættum við í stuðninginn við Hinsegin félagsmiðstöðina svo hún gæti haldið úti enn öflugra starfi en það er vilji til að gera enn betur en það væri þá mjög gott að eiga samtalið við ríkið og önnur sveitarfélög um það vegna þess að það eru fleiri börn en bara börn innan Reykjavíkur sem sækja í Hinsegin félagsmiðsötðina, þannig að við höfum nú þegar átt samtal við ráðherra um það og sem ég vona að skili þá enn frekari árangri","summary":"Efla á hinsegin fræðslu í skólum borgarinnar og styrkja Hinsegin félagsmiðstöðina til að bregðast við auknu aðkasti sem hinsegin ungmenni verða fyrir. Oddviti Pírata segir að ástandið sé algjörlega óásættanlegt. "} {"year":"2022","id":"66","intro":"Bandaríska tónlistarkonan Britney Spears gekk í það heilaga í þriðja sinn í gærkvöld. Hún giftist unnusta sínum, Sam Asghari, í Kaliforníu. Fyrrverandi eiginmaður hennar var handtekinn á staðnum.","main":"Spears og Asghari opinberuðu trúlofun sína í september þegar tveir mánuðir voru liðnir frá því að dómari kvað upp þann úrskurð að hún fengi fullt sjálfræði á ný. Hún hafði þá verið undir stjórn lögráðamanns í þrettán ár.\nMadonna, Paris Hilton, Drew Barrymore og fleiri stjörnur voru við athöfnina á heimili Spears í Thousand Oaks í Kaliforníu. Jason Alexander, æskuvinur Spears og eiginmaður til 55 klukkustunda, mætti líka. Honum var reyndar ekki boðið.\nAlexander sagði í beinni útsendingu á Instagram að hann ætlaði að gerast boðflenna. Hann væri fyrsti eigingmaður Spears og hún hans fyrsta og eina eiginkona. Lögregla handtók Alexander á vettvangi. Hann var eftirlýstur í annarri sýslu í Kaliforníu.","summary":null} {"year":"2022","id":"66","intro":"Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, ber meginábyrgð á áhlaupi stuðningsmanna hans á þinghúsið í fyrra. Þetta sagði varaformaður rannsóknarnefndar bandaríska þingsins. Fyrstu opinberu vitnaleiðslur nefndarinnar voru í gærkvöld.","main":"Liz Cheney, þingmaður Repúblikana og varaformaður nefndarinnar, sagði í opnunarávarpi að það væri skýrt að Trump hefði verið helsti hvatamaður áhlaupsins. Hann hefði ítrekað sagt að niðurstöður forsetakosninganna, sem þingið var í þann mund að staðfesta, væru rangar og að kosningunum hefði verið rænt.\nSamdægurs hvatti Trump stuðningsmenn sína í höfuðborginni til að fara að þinghúsinu og láta í sér heyra. Cheney sagði að hann hefði ekki brugðist við árásinni.\naware of the rioters chants to 'hang Mike Pence,' the president responded with this sentiment. Quote, 'maybe our supporters have the right idea.' Mike Pence, quote 'deserves it\nCheney sagði að þegar Trump hefði verið sagt að óeirðaseggirnir hefðu hrópað að Mike Pence varaforseti skyldi hengdur hafi Trump svara að ef til vill væri það réttast. Pence hafnaði bón Trumps um að neita að staðfesta niðurstöður kosninganna.\nÁ meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru stuðningsmenn Trumps sem tóku þátt í árásinni.\n\"I did believe that the election was being stolen and Trump asked us to come.\"\nRobert Schornack, sem var dæmdur í 36 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þátt sinn í árásinni, sagðist hafa trúað því að kosningunum hefði verið rænt. Trump hefði hvatt stuðningsfólk sitt til að mæta.","summary":"Varaformaður rannsóknarnefndar Bandaríkjaþings segir að Donald Trump beri meginábyrgð á áhlaupinu á þinghúsið í fyrra. Opinberar vitnaleiðslur hófust í gærkvöld."} {"year":"2022","id":"67","intro":"Heimsókn varnarmálaráðherra ellefu ríkja, þar á meðal Bretlands og Þýskalands, lauk með blaðamannafundi á Hótel Nordica rétt fyrir fréttir. Varnarmálaráðherra Bretlands segir mikilvægt fyrir öryggi Evrópuríkja að Rússar tapi stríðinu í Úkraínu.","main":"Norðurhópurinn er vettvangur fyrir reglubundið samráð líkt þenkjandi ríkja um öryggis- og varnarmál. Tólf ríki eiga aðild að hópnum: Norðurlöndin, Eistland, Lettland, Litáen, Þýskaland, Holland, Pólland og Bretland. Hópurinn hefur verið hér á landi síðustu tvo daga til að ræða varnar- og öryggismál í Evrópu. Eðli málsins samkvæmt hefur innrásin í Úkraínu verið aðalumræðuefni fundarins. Heimsókninni lauk með blaðamannafundi nú í hádeginu. Þórdís Kolbrún Reykjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, tók fyrst til máls og sagði mikinn heiður að Ísland hafi farið fyrir fundinum.\nÞórdís sagði ríkin hafa rætt og deiinnrásina í Úkraínu og öryggi Evrópu.\nSamstarf Íslands og Bretlands í öryggis- og varnarmálum og sameiginlegir öryggishagsmunir ríkjanna voru meginefni tvíhliða fundar Þórdísar Kolbrúnar og Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, í gærkvöld. Wallace sagði á blaðamannafundinum að Norðurhópurinn væri sammála um að taka þyrfti harkalega á Pútín og Rússlandi. Smávægilegur ágreiningur milli Evrópuríkja hefði lítil áhrif á aðgerðir gegn Rússlandi.\nWe are all united, we all want Russia to fail in Ukraine, it has broken international laws, commiting war crimes, its doing horrendous things. And if it is successful in Ukraine then watch out rest of Europes security.\nWallace sagði þarna Rússa hafa framið stríðsglæpi í Úkraínu og afar mikilvægt væri fyrir öryggi í Evrópu að þeir töpuðu stríðinu í Úkraínu. Hann sakaði auk þess Rússa um að halda matvælum frá öðrum ríkjum og ógna fæðuöryggi heimsins.","summary":"Varnarmálaráðherra Breta segir Rússa hafa framið stríðsglæpi í Úkraínu og afar mikilvægt öryggi í Evrópu að þeir tapi stríðinu í Úkraínu. "} {"year":"2022","id":"67","intro":"Namibískir rannsakendur Samherjamálsins eru hér á landi. Þeir eru hluti af sendinefnd aðstoðarforsætisráðherra landsins sem er hér í heimsókn. Málið hefur verið rætt bæði við ráðamenn og við íslenska rannsakendur.","main":"Rannsókn á meintum brotum Samherja í Namibíu var rædd á fundi íslenskra og namibískra rannsakenda í gær. Þetta er annar fundur þeirra á skömmum tíma.\nFundurinn í gær var í tengslum við komu Netumbo Nandi-Ndaitwah, aðstoðarforsætisráðherra og utanríkisráðherra Namibíu, til Íslands. Hún ræddi við utanríkisráðherra og forsætisráðherra og kom Samherjamálið við sögu á báðum fundum. Í sendinefnd ráðherrans eru meðal annars einstaklingar sem unnið hafa að rannsókn á máli Samherja í Namibíu. Þeir ræddu við starfsfólk héraðssaksóknara í gær. Þetta er að hluta til sama fólkið og hittist á fundi íslenskra og namibískra rannsakenda Samherjamálsins í höfuðstöðvum Europol í Hollandi undir lok síðasta mánaðar. Ólafur Þór Hauksson er héraðssaksóknari.\nÞetta eru að hluta til sömu málin sem eru til skoðunar og rannsóknar í báðum löndunum, Namibíu og Íslandi. Því hafa rannsakendur og þeir sem eru að vinna með málin gagn af því að sjá hvað hafi komið fram í hvoru landinu fyrir sig.\nRannsakendur hafi getað miðlað upplýsingum sín á milli. Ólafur segist ekki geta farið efnislega í það sem fram hafi farið á fundunum.\nÞað sem við getum þó sagt er að fundirnir hafa verið mjög gagnlegir fyrir báða aðila.\nLengi hefur staðið til að halda fund íslenskra og namibískra rannsakenda Samherjamálsins. Fundurinn átti að vera í desember en frestaðist vegna hertra ferðatakmarkana þegar omíkron afbrigði kórónuveirunnar kom fram.","summary":"Namibískir rannsakendur Samherjamálsins eru staddir hér á landi. Þeir eru hluti af sendinefnd utanríkisráðherra landsins sem er hér í heimsókn. Málið hefur verið rætt bæði við ráðamenn og við íslenska rannsakendur."} {"year":"2022","id":"67","intro":"Sex af hverjum tíu telja að #metoo-umræðan hafi haft jákvæð áhrif á vinnustað sinn. Þetta eru niðurstöður könnunar um kynin og vinnustaðinn sem birt var í dag. Fjórðungur kvenna og fimmtungur karla telur að ekki hafi verið tekið vel á #metoo-málum á þeirra vinnustað. Hinsegin fólk upplifir oftar erfið samskipti og viðhorf heldur en þau sem eru gagnkynhneigð.","main":"Tólf þúsund manns í fimmtíu og þremur fyrirtækjum hjá Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði Íslands voru í úrtakinu og um þriðjungur svaraði, rúmlega fjögur þúsund manns. Könnunin fór fram 26. apríl til 16. maí. Fleiri konur en karlar verða fyrir kynferðislegri áreitni og hinsegin fólk frekar en gagnkynhneigt.\nÞað er munur milli hinsegin fólks og gagnkynhneigðra. Ég held að við séum öll sammála um það að það að viljum ekki að sé mismunun á vinnustöðum. Það er hægt að líkja þessu saman við launamun kynjanna. Við erum öll sammála um að útrýma honum. Þar viljum við að sé engin prósentustiga munur. Þetta er það sama. Við viljum horfa á það að sé engin munur á því hvernig kynin eða fólk eftir kynhneigð eða uppruna sé að upplifa vinnustaðinn, að við séum öll jöfn og höfum öll jöfn tækifæri á vinnustaðnum.\nSegir Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé hjá Empower. Sextíu prósent þeirra sem svöruðu í könnuninni segja að umræða tengd #metoo hafi haft jákvæð áhrif á vinnustaðinn.\nNú enn er það þannig að það eru fjórðungur kvenna og fimmtungur karla sem eru ekki sátt við hvernig stjórnendur hafi unnið úr #metoo-málum og það er eitthvað sem stjórnendur og atvinnulífið þarf að taka til sín.","summary":"Sex af hverjum tíu telja að #metoo-umræðan hafi haft jákvæð áhrif á vinnustaðinn. Fjórðungur kvenna og fimmtungur karla segir að ekki hafi verið tekið vel á þessum málum."} {"year":"2022","id":"67","intro":"Dýralæknir hefur staðfest að lambið sem drepið var við bæinn Refsmýri í Fellum um helgina hafi verið skotið áður en það var flegið. Hann hefur skilað skýrslu til lögreglunnar.","main":"Bændum á Héraði var brugðið eftir að sauðaþjófur lét til skarar skríða á bænum Refsmýri í Fellum um helgina. Tveggja vikna gamalt lamb fannst skorið og flegið úti á túni og lítil sem engin ummerki eftir verknaðinn. Hjörtur Magnason dýralæknir sem skoðaði lambið skilaði inn skýrslu til lögreglunnar nú í morgun. Hann segir augljóst að þarna hafi vanir menn verið að verki.\nVerknaðurinn er sýnilega af einhverjum aðila sem er vanur þessu verklagi, þetta er einhver sem hefur reynslu af þessu athæfi. Þetta er flegið og hamurinn er losaður með höndunum. Það er mjög beint og flott snitt frá brjóstkassa að nára og síðan er farið með hendur og allur kjötskrokkurinn losaður.\nTöluverð umræða hefur verið meðal sauðfjárbænda um verknaðinn eftir að málið komst í fjölmiðla og vilja sumir meina að þarna hafi tófan eða jafnvel haförn verið að verki. Það hefur nú verið útilokað þar sem skotsár fundust á lambinu.\nVinstra megin er gat sem er 18 millimetra í þvermál og hægra megin er gat sem er 62 millimetra í þvermál. Og það er ekkert verkfæri sem getur valdið svona götum í gegnum skrokkinn nema haglabyssa.\n-Nú sagði hún Agnes, bóndi á bænum að það væri lítil ummerki, ekkert blóð eða slíkt. hvernig er hægt að skýra það ef lambið var skotið?-\nJá og hvar eru innyflin? Það er ekkert víst að lambið hafi verið aflífað akkúrat á þessum stað.\nSem gamall reynslubolti þá er ég ekkert hissa á þessu því þetta er til alls staðar í Evrópu, því miður. En það er ömurlegt að sjá upp á þetta.\n-Gerir þú þér einhverja grein fyrir því hvað þeim gengur til sem gera svona?-\nÞað er mögulegt að þetta fólk sé að skaffa sér grillmat.","summary":null} {"year":"2022","id":"67","intro":"Tryggja þarf að beinn og óbeinn arður af orkuauðlindum renni til þjóðarinnar segir Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri. Eignarhald í orkugeiranum verður fjölbreyttara og huga þarf að sanngjörnu auðlindagjaldi strax.","main":"Þetta kom fram í máli orkumálastjóra á ársfundi Orkustofnunar í morgun.\nÉg hef líka komið inn á að það skiptir máli fyrir okkur a huga að því að í framtíðinni er eignarhald að verða fjölbreyttara á orkumálum. Og við þurfu að passa upp á í samhengi aftur við orkustefnuna að bæði beinn og óbeinn arður af auðlindinni skili sér til þjóðarinnar. Það gerist núna í gegnum eignarhald fyrirtækjanna að það er að breytast og kemur til með að breytast miklu meira. Það er jákvætt og færir okkur fullt af tækifærum. En við viljum þegar við lítum til baka á orkuskiptin að arður hafi skilað sér til þjóðarinnar. Sanngjarnt auðlindagjald miðað við þau verð og annað sem hægt er að nýta auðlindina hér á landi - vindorkan til dæmis er mjög hagkvæm og ekkert því til fyrirstöðu að sanngjarnt auðlindagjald komi í vegi fyrir þróun orkugjafans. Við þurfum að horfa á þessi mál núna. Það er miklu erfiðara að koma svona hlutum af stað þegar búið er að setja af stað ákveðin verkefni. Ég held að við þekkjum það t.d. úr fiskeldi. Gerum þessi hluti rétt núna og þá getum við litið stolt til baka. Það var ekki sjálfgefið á sínum tíma að orkusjóður Norðmanna yrði til. Það væri kannski bara nóg að skapa störf og fá fjárfestingu. Ég held að allir geti verið sammála um það að hafa vanda vegferðina í upphafi hafi skilað þeim mjög góðum ábata. Græna orkan er sannanlega olía okkar tíma.","summary":"Huga þarf strax að sanngjörnu auðlindagjaldi í orkugeiranum í ljósi fjölbreyttara eignarhalds segir orkumálastjóri. Tryggja þarf að beinn og óbeinn arður af orkuauðlindum renni til þjóðarinnar. "} {"year":"2022","id":"67","intro":"Ökumaður bíls sem hafnaði í sjónum í Skötufirði í Ísafjarðardjúpi í janúar í fyrra sofnaði líklega undir stýri á leið heim í sóttkví eftir langt ferðalag. Kona hans og barn létust í slysinu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur haft þónokkur banaslys til rannsóknar undanfarið þar sem ökumaður fer of þreyttur í langferð og sofnar undir stýri.","main":"Fjölskyldan bjó á Flateyri og var á leið heim í sóttkví eftir að hafa komið heim frá Póllandi. Þegar slysið varð hafði hún verið á ferðalagi í fimmtán klukkustundir hið minnsta. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem birt var í gær, kemur fram að snjór og krapi hafi verið á veginum. Ökumaður hafi misst stjórn á bílnum sem endaði að miklu leyti í kafi í sjónum.Talið er að hann hafi sofnað undir stýri. Kona hans og eins árs gamalt barn létust í slysinu, líklega af völdum ofkælingar.\nÁætlað er að fjölskyldan hafi lagt af stað frá Keflavík um klukkan þrjú um nótt. Slysið varð átta tímum síðar. Þá var sólarhringur liðinn frá því að ökumaðurinn vaknaði deginum áður. Á þessum tíma voru strangar sóttvarnareglur í gildi vegna faraldursins. Ferðalöngum var þá ráðlagt að aka beint heim í sóttkví, stoppa ekki á leiðinni og virða samgöngutakmarkanir. Rannsóknarnefndin beinir því til Almannavarna að gæta sérstaklega að því að mælt sé fyrir um nauðsyn hvíldar fyrir löng ferðalög í leiðbeiningum um sóttvarnir. Þá segir að þó nokkur banaslys hafi verið rannsökuð undanfarið þar sem orsök séu rakin til þess að ökumaður hafi farið þreyttur í langferð eftir næturflug.\nNefndin kallar einnig eftir að Neyðarlínan og Landspítalinn komi á fjarlækningum til aðstoðar og viðbragða í slysum til að efla fyrstu viðbrögð. Fyrstu vegfarendur komu fljótt að í slysinu en langan tíma tók að koma fjölskyldunni í land og undir læknishendur. Í skýrslunni segir að í tilvikum eins og þessum, þegar skjót viðbrögð eru mikilvæg en langt í allar bjargir, geti fjarlækningar reynst nauðsynlegar.","summary":null} {"year":"2022","id":"67","intro":"Að minnsta kosti einn er látinn og á annan tug særð eftir að bíl var ekið inn í mannþröng á horni Rankestrasse og Tauentzienstrasse í vesturhluta Berlínar á ellefta tímanum í morgun að staðartíma. Gríðarlegur viðbúnaður hefur verið á svæðinu í morgun. Aðalheiður Hannesdóttir, sem gistir í næstu götu, segir að geðshræring sé á meðal fólks í hverfinu.","main":"Við fórum í morgunmat og sáum þá marga lögreglu og sjúkra bíla streyma að og þá fær maður smá að velta því fyrir sér hvað sé í gangi. Við höldum áfram en heyrum alltaf í fleiri og fleiri bílum. Svo förum ég og sonur minn út og ætlum í búð. Þá áttum við okkur á að þetta er í götunni þar sem þetta gerðist. Þá er búið að loka annarri hliðinni fyrir allri umferð inn og út. Lögreglumenn í öllum hurðum. Þyrla lendir á götunni. Svo sjáum við þyrlur sveima alls staðar yfir þegar við förum aftur upp á hótel þá er komið starfsfólk hótelsins og spyrja alla hvort þú sért gestur. Það er mikill viðbúnaður.\nOg töluverður viðbúnaður er enn í Berlín vegna þessa. Þetta varð hinum megin við Breitscheidplatz torgið, þar sem maður varð ellefu að bana árið 2016 þegar hann ók niður götu þar sem fjöldi fólks var samankominn á jólamarkaði.","summary":"Minnst einn lét lífið og á annan tug slösuðust þegar bíl var ekið inn í mannþröng í Vestur-Berlín í morgun. Sextugur maður var handtekinn en ekki liggur fyrir hvort hann hafi ekið á fólk af ásettu ráði. Íslendingur í Berlín segir mikinn viðbúnað í borginni."} {"year":"2022","id":"67","intro":"Rússlandsstjórn segist reiðubúin til þess að tryggja öryggi skipa sem sigla með korn frá Úkraínu. Fæðuöryggi í heiminum er ógnað vegna skerts útflutnings á úkraínsku korni.","main":"Úkraínskar hafnarborgir hafa verið í herkví undanfarna mánuði vegna innrásar rússneska hersins og geta Úkraínumanna til að flytja út hveiti og önnur matvæli því verulega skert. Þá hafa Rússar verið sakaðir um að stela úkraínsku korni.\nRíkin tvö rækta um þriðjung alls hveitis í heiminum. Fæðuöryggi hefur því minnkað umtalsvert frá upphafi innrásar.\nSergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mætti til viðræðna við Tyrklandsstjórn í Ankara í gær. Á sameiginlegum fréttamannafundi sögðust Lavrov og Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, vilja tryggja öryggi flutningaskipa.\nRússar segja að þvinganir komi í veg fyrir að þeir geti sjálfir flutt út hveiti. Cavusoglu sagðist vel skilja kröfu þeirra um að þvingunum verði aflétt til þess að greiða fyrir útflutningi.\nUrsula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, sagði af og frá að þvinganirnar kæmu í veg fyrir útflutning. Þvinganirnar beinist ekki gegn matvælum og bann við komum rússneskra skipa í evrópskar hafnir nái ekki til flutninga matvæla. Stríð Pútíns sé eina ástæða matarskorts.\nAð sögn Charles Michel, forseta leiðtogaráðs ESB, eru Rússar vísvitandi að reyna að afvegaleiða umræðuna og notfæra sér matarskort í áróðursstríði. Rússnesk skip ein standi í vegi fyrir útflutningi og skriðdrekar komi í veg fyrir ræktun í Úkraínu.","summary":"Tyrkir og Rússar sammæltust í morgun um að tryggja öryggi skipa sem flytja korn frá Úkraínu. Evrópusambandið segir fullyrðingar Rússa um að refsiaðgerðir komi veg fyrir útflutning rangar."} {"year":"2022","id":"67","intro":"Formaður KSÍ segist frekar vilja nota íþróttirnar til að leiða fólk saman en að sniðganga þjóðir. Hún skilji þó óánægju með að Ísland mæti Sádi-Arabíu í nóvember.","main":"Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist skilja óánægju með þá ákvörðun að Ísland mæti Sádi-Arabíu í vináttulandsleik í fótbolta í vetur. Hún vilji þó frekar nýta fótboltann til góðs en að sniðganga þjóðir.\nÞetta segir Vanda í viðtali á Vísi í dag. Í fyrradag tilkynnti KSÍ að íslenska karlalandsliðið myndi mæta Sádi-Aröbum ytra í nóvember og ekki voru allir á eitt sáttir. Í hópi þeirra sem gagnrýndu ákvörðunina er Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem meðal annars hefur gegn hlutverki fræðslustýru Samtakanna 78. Spurði hún á Twitter hvort sambandinu þætti ekkert athugavert við að semja við ríki þar sem mannréttindi séu fótum troðum. Sádi-Arabía sé land þar sem ólöglegt sé að vera hinsegin, sem dæmi.\nVanda segist skilja að það séu ekki allir sáttir við ákvörðunina, hún telji þó betra að eiga samtalið og reyna að nýta fótboltann til góðs fremur en að sniðganga þjóðir. Þá bendir hún á að þjóðin sé fullgildur meðlimur í alþjóða fótboltasamfélaginu og að utanríkisráðuneytið hafi engar athugasemdir haft um ráðahaginn. Sádi-Arabar greiða allan kostnað við leikinn.\nFjórir leikir voru spilaðir í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í gærkvöldi og þar með lauk áttundu umferð mótsins. Stjarnan vann Þór\/KA í fyrradag og jafnaði Val að stigum á toppi deildarinnar en Valskonur tóku á móti Aftureldingu í gærkvöldi. Langt er á milli liðanna í töflunni og það sást. Valur vann 6-1 en Mosfellingar voru manni færri frá 64. mínútu þegar Christina Clara Settles fékk rautt spjald. Ída Marín Hermannsdóttir skoraði tvö marka Vals og þær Elín Metta Jensen, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Brookelynn Paige Entz og Cyera Makenzie Hintzen eitt mark hver. Katrín Rut Kvaran minnkaði muninn í 6-1 fyrir Aftureldingu á 83. mínútu.\nÁ Kópavogsvelli varð Breiðablik svo að vinna Selfoss til að koma sér aftur upp í toppbaráttuna. Hildur Antonsdóttir skoraði eina mark leiksins á 29. mínútu og tryggði Blikum sigurinn. Þá vann Þróttur 3-1 útisigur á KR og ÍBV fagnaði 3-2 sigri á Keflavík í Vestmannaeyjum. Valur situr á toppnum með nítján stig, Stjarnan og Þróttur koma næst með 16 stig og þá Breiðablik með fimmtán stig. Afturelding og KR sitja á botninum.","summary":"Formaður KSÍ segist frekar vilja nota íþróttirnar til að leiða fólk saman en að sniðganga þjóðir. Hún skilji þó óánægju með að Ísland mæti Sádi-Arabíu í nóvember. "} {"year":"2022","id":"68","intro":"Öll flug Niceair frá Akureyri til Lundúna og Manchester hafa verið tekin úr sölu tímabundið eftir að leyfi fékkst ekki til að fljúga heim með farþega frá Bretlandi. Framkvæmdastjóri félagsins segir að unnið sé að varanlegri lausn með breskum og íslenskum yfirvöldum.","main":"Mikil spenna var við innritunarborðið á Akureyrarflugvelli á fimmtudag þegar Niceair fór sína fyrstu áætlunarferð frá Akureyri til Kaupmannahafnar. Degi síðar var flogið með þrjátíu farþega til Stansted í London, en vélin kom tóm til baka. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson,er framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Niceair.\nÞað komu í ljós einhverskonar hnökrar sem að virðast Brexit-tengdir og hafa með neytendamál að gera og neytendavernd en við erum búin að leysa í rauninni málin fyrir morgundaginn og erum síðan bara að útfæra varanlega lausn með breskum yfirvöldum og íslenskum. Þannig þetta var ekki eitthvað sem þið hefðuð átt að reka ykkur á áður en þið fóruð í loftið? Nei.\nFarþegarnir fóru heim með nýju flugi til Keflavíkur þar sem tekið var á móti þeim og þeim komið á leiðarenda.\nog hvernig brugðus tþier við þessu öllu saman? afskaplega vel. þeir voru þakklátir fyrir að við gáfum þeim að borða og hérna hugsuðum vel um þau og auðivtað við voru mmiður okkar yfir þessum ja bæði töf og síðan bara röskun á höfum fólks þannig að það var því miður ekkert sem við gátum gert annað en að gera sem besta úr þeirri stöðu sem upp kom.\nÞorvaldur segist bjartsýnn á framhaldið og hefur engar áhyggjur af því að vandinn verði ekki leystur. Á morgun flýgur Niceair til Stansted í London og annað flug er fyrirhugað á föstudaginn. Öll flug til Manchester og London hafa þó verið tekin úr sölu í varúðarskyni.\nVið eurm að vinna að varanlegri útfærslu í millitíðinni. Svona hnörkar geta auðvitað alltaf komið uppp og kom í ljós þegar á þetta reynir og við þurfum bara að strauja það út. Og hvað heldurðu að það taki langan tíma? Það er dagaspursmál, frekar en annað.","summary":"Niceair hefur hætt tímabundið sölu á flugmiðum til London og Manchester. Félagið var ekki með leyfi til að fljúga með farþega frá Bretlandi. Framkvæmdastjóri Niceair segir að þrátt fyrir það verði flogið til Lundúna á morgun. "} {"year":"2022","id":"68","intro":"Snörp uppsveifla er hafin í rjúpnastofninum um land allt, ef frá er talið Austurland. Þar er vöxturinn ekki eins kraftmikill. Skotveiðimenn fagna og vonast til að veiðitímabil haustsins lengist.","main":"Árleg rjúpnatalning leiðir í ljós að á Vesturlandi, Vestfjörðum og á Norðvesturlandi, er rjúpnastofninn nærri hámarki.\nEn þrátt fyrir þessar afgerandi vísbendingar um uppsveiflu, segir Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, að mikilvægt sé að bíða til hausts, með ákvarðanir um veiðiþol stofnsins.\nÓlafur er við talningu óðalsfálka, norðan heiða.\nRjúpurnar voru í óvenjugóðu ásigkomulagi þegar við viktuðum nokkur hundruð fugla á veiðitíma í fyrrahaust.\nÁ landinu austanverðu vex stofninn þó ekki eins mikið, á milli ára.\nVið teljum rjúpur á ákveðnum svæðum á hverju vori og þegar við tókum saman niðurstöðurnar í vor, þá var augljóst að það var hafin mjög snörp uppsveifla í rjúpnastofninum.\nHvað skýrir þessa uppsveiflu í stofninum? \u001eRjúpnastofninn er sveiflóttur, það er aldrei nein kyrrstaða. Hann rís og hnígur og það getur verið allt upp í 5, 10, 15 jafnvel 20 faldur munur á örfáum árum á rjúpnafjölda. Í niðursveiflunni þá eru afföllin mjög há og stofninn fer mjög bratt niður, en svo snýst þetta við í uppsveiflunni, þá snarlega dregur úr afföllum og stofninn vex og hann vex mjög hratt.\nÓlafur segir náttúrulega ferla ráða ferðinni, meðal annars samneyti rjúpunnar við fálkann.\nFálkinn, hann er helsti afræninginn á rjúpunni og fálkastofninn sveiflast eins og rjúpnastofninn. Þannig að rjúpnastofninn byrjar að vaxa og svo er komið mikið af rjúpu og á einhverjum tímapunkti þá er fálkastofninn orðinn líka mjög öflugur.\nAðrir þættir knýi einnig vöxtinn. Gróandi hafi verið stöðugur og sníkjudýr ekki náð að herja á rjúpuna í sama mæli og áður.\nVið skulum bara bíða til haustsins. Við metum viðkomuna í lok júlí, byrjun ágúst og þá skilum við okkar niðurstöðum til umhverfisstofnunar og umhverfisráðuneytisins.","summary":null} {"year":"2022","id":"68","intro":"Formaður Félags Íslenskra hljómlistarmanna segir niðurstöðu dóms Landsréttar í máli söngkonunnar Þóru Einarsdóttur gegn Íslensku Óperunni mjög mikilvæga fyrir stéttarfélög og þá sem telja sig hafa gildandi kjarasamninga. Verktakasamningar hafi færst mjög í vöxt. Eindregið hafi komið fram i samskiptum við Óperuna að fulltrúar hennar væru að gera verktakasamninga sem kæmu kjarasamningum ekki við. Því væri þeim frjálst að semja um hvað sem er.","main":"Afdráttarlaus niðurstaða í Landsrétti þar sem fallist var á málstað Þóru Einarsdóttur söngkonu í dómsmáli gegn Óperunni vegna vangreiddra launa er gleðiefni segir Gunnar Hrafnsson formaður FÍH.\nÉg held að þetta sé ótrúlega mikilvæg varða í vegferð allra sem að vinna á svona svolítið lausbeisluðum vinnumarkaði í harkhagkerfinu sem mikið er talað um og er meira og meira að halda sína innreið þá sé mikil hjálp í þessum dómi.\nÞað skiptir því máli að það séu grundvallarréttindi sem að stéttarfélag í þessu tilviki hefur samið um sem tengist launatengdum gjöldum sem tengist hverjar upphæðir eigi að vera, hver vinnutíminn á að vera þetta eru bara margháttuð réttindi. Stundum í þessum verktakasamningum virðist verksalinn telja sig vera bara lausan við að þurfa að hugsa um. Það er bara alvarlegt mál og svo má benda á þegar talað er um að fólk sé að gera verktakasamninga sín á milli. Þetta er bara samningur milli tveggja aðila jafn rétthárra aðila þá sést hvað svona samningar eru hættulegir í þessu samhengi að einstaklingurinn stendur gagnvart stofnun og er að semja við hana um vinnuna og ef hann makkar ekki með þá getur hann ekkert búist við að vinna þar sem að mér finnst ég nú til dæmis bara merkja bara á útkomunni í máli Þóru. Ég er ekkert viss um að hún syngi aftur á þessum vinnustað í bráðina.","summary":null} {"year":"2022","id":"68","intro":"Minnst fjörutíu og níu eru látnir og yfir þrjú hundruð slasaðir eftir sprengingu í gámageymslu í Bangladess. Talið er að efni sem geymd voru í sumum gámanna hafi orsakað sprenginguna.","main":"Eldur kom fyrst upp í gámageymslunni seint í gærkvöld. Þar voru geymdir um fjögur þúsund gámar, flestir með fötum sem flytja átti til Vesturlanda. Slökkvistarf var í fullum gangi þegar eldurinn náði að læsa sig í gáma með efnum, sem svo sprungu. Minnst fimm slökkviliðsmenn fórust í sprengingunni, en auk þess var fjöldi sjálfboðaliða, björgunarfólks og blaðamanna kominn á staðinn. Sprengingin var það öflug að byggingar í nokkurra kílómetra fjarlægð nötruðu. Vitni lýsa því að sprengingin hafi þeytt eldhnöttum hátt í loft upp. Herinn hefur sett upp sandpoka til að koma í veg fyrir að eiturefni úr gámaverksmiðjunni flæði í Indlandshaf.\nAllar líkur eru á að fleiri hafi látist í brunanum en nú hefur verið staðfest, bæði vegna þess að björgunarstörf eru enn í gangi og að margir af þeim sem komust lífs af eru alvarlega slasaðir. Sjúkrahúsinu eru yfirfull og hafa margir þurft að fá aðhlynningu á göngunum.\nSprengingin varð í Sitakunda, skammt frá hafnarborginni Chittagong, en um höfnina þar fer stærstur hluti þess fatnaðar sem framleiddur er í landinu fyrir verslunarkeðjur á borð við Heinnes&Mauritz og Walmart. Yfirvöld segja að fatnaður að andvirði milljóna dollara hefði verið í gámunum.\nEldsvoðar eru algengir í Bangladess þar sem öryggismál eru víða í lamasessi.","summary":"Að minnsta kosti fjörutíu og níu er látnir eftir mikla sprengingu í gámageymslu í Bangladess. Yfir 300 eru slasaðir, margir alvarlega."} {"year":"2022","id":"68","intro":"Það var mikið um dýrðir í Bretlandi í gærkvöld, á þriðja degi fjögurra daga hátíðarhalda til heiðurs Elísabetar englandsdrottningar. Drottningin hefur verið við völd í sjötíu ár og af því tilefni voru haldnir stórtónleikar við Buckingham höll.","main":"Á tónleikunum komu fram margar kanónur úr heimi tónlistar og lista en þar má nefna Diönu Ross, Rod Stewart, Andrea Bocelli og Queen. Margir hinna tuttugu og tveggja þúsund áhorfenda biðu þó spenntastir eftir að sjá og heyra frá konungsfjölskyldunni sjálfri. Breska ríkisútvarpið greinir frá að raunar hafi margir snúið að stúku kóngafólksins, fremur en að horfa í átt að sviðinu skemmtiatriðum kvöldins. Elísabet treysti sér ekki sjálf til þess að vera á tónleikunum, heilsu sinnar vegna, en sonur hennar, Karl bretaprins hélt ræðu til móður sinnar.\nYour majesty, mummy. You laugh and cry with us. And most imporantly, you have been there for us for these 70 years. You pledge to serve your whole life, you continue to deliver. That is why we are here, that is what we celebrate tonight.\nBretaprins sagði drottninguna hafa hlegið og grátið með bresku þjóðinni. Mikilvægast væri þó að hún hefði verið til staðar fyrir þjóðina í þessi 70 ár. Hún lofaði því að tileinka líf sitt embættinu, hún hafi sannarlega staðið við það loforð og því beri að fagna, sagði prinsinn.\nHátíðarhöldin í gær voru sýnd í beinni útsendingu á RÚV tvö og hægt er að horfa á þau í heild á rúv.is.","summary":null} {"year":"2022","id":"68","intro":"Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson segir að gagnrýni á karlalandsliðið í fótbolta hafi kannski verið réttmæt. Liðið vilji svara fyrir sig inni á vellinum. Ísland mætir Albaníu í þjóðadeildinni á morgun.","main":"Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vill svara gagnrýni sem liðið hefur fengið inni á vellinum. Ísland mætir Albaníu í þjóðadeildinni á morgun á Laugardalsvelli.\nÍslenska liðið krækti í sitt fyrsta stig í þjóðadeildinni á fimmtudaginn í þriðju tilraun í þessari keppni. Ísland var í A-deild fyrstu tvö skiptin en spilar nú í B-deild. Liðið mætti Ísraelum ytra og gerði 2-2 jafntefli en vonast eftir fyrsta sigrinum á morgun.\nsagði landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted. Arnór Sigurðsson skoraði seinna mark Íslands og breytti stöðunni í 2-1 gegn Ísraelum.\nsagði Daníel Leó Grétarsson. Leikur Íslands og Albaníu hefst klukkan 18:45 á morgun og er sýndur á Viaplay.\nÍ dag er svo sæti á HM karla í fótbolta í boði. Wales og Úkraína mætast klukkan fjögur og sigurvegarinn hlýtur að launum sæti á HM sem haldið verður í Katar í lok árs.","summary":"Landsliðsmaður í fótbolta segir gagnrýni á landsliðið réttmæta en liðið vilji svara fyrir sig á vellinum. Ísland mætir Albaníu í þjóðadeildinni á morgun. "} {"year":"2022","id":"69","intro":"Íbúar margra sveitarfélaga sjá fram á að ekki aðeins hækki fasteignaskattar þeirra töluvert heldur einnig gjald fyrir vatn og fráveitu. Mörg sveitarfélög reikna vatns- og fráveitugjald sem hlutfall af fasteignamati. Sum hafa hins vegar fast gjald.","main":"Hækkun fasteignamats hækkar ekki aðeins skatta heldur eru stór hluti sveitarfélaga landsins með vatns- og fráveitugjald bundið við fasteignamatið. Önnur hafa fast gjald sem miðast við stærð húsnæðis, þar á meðal Reykjavíkurborg. Íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru háðir sveiflum á fasteignamati þegar kemur að greiðslu fyrir vatn og fráveitu.\nAf sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er Seltjarnarnesbær með hæstu prósentutöluna á fráveitugjöldum. Þar er fráveitugjaldið núll komma fimmtán prósent af fasteignamati. Kópavogur er með lægsta hlutfallið eða helmingi lægra en Seltjarnarnes, núll komma núll sjötíu og fimm prósent. Reykjavíkurborg hefur hins vegar fast gjald fyrir fráveitu eða fjögur hundruð sjötíu og þrjár krónur á hvern fermetra húsnæðis. Í höfuðborginni er vatnsgjaldið einnig laust við sveiflur fasteignamats og er tvö hundruð og átta krónur á fermetra. Hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu reikna vatnsgjaldið sem hlutfall af fasteignamati. Hæsta gjaldið er í Garðabæ - núll komma núll níutíu og fimm prósent og lægst í Hafnarfirði - núll komma núll fimmtíu og tvö prósent.\nTökum dæmi af íbúð á Seltjarnarnesi þar sem fasteignamat fer úr þrjátíu milljónum í fjörutíu. Þar hækkar fráveitugjaldið um fimmtán þúsund krónur á ári og vatnsgjaldið um níu þúsund krónur.","summary":"Íbúar margra sveitarfélaga sjá fram á að ekki aðeins hækki fasteignaskattar þeirra töluvert heldur einnig gjald fyrir vatn og fráveitu. Mörg sveitarfélög reikna vatns- og fráveitugjald sem hlutfall af fasteignamati. "} {"year":"2022","id":"69","intro":"Margmenni hefur safnast saman við Buckingham-höll sem og annars staðar í Bretlandi í tilefni af sjötíu ára valdaafmæli Elísabetar drottningar. Fyrsti dagur afmælishátíðarinnar er í dag.","main":"Breski herinn stóð fyrir skrúðgöngu í morgun sem lauk með skrautflugi yfir Buckingham-höll nú í hádeginu. Meðlimir konungsfjölskyldunnar hafa hist í Lundúnum til þess að fagna valdaafmælinu og það hefur breskur almenningur gert sömuleiðis.\nIt's only going to happen once, you're never going to see this again in your lifetime, at least not in mine maybe not even in my daughter's.\nLundúnabúinn Carly Martin sagði að hún myndi aldrei upplifa þetta aftur á sinni ævi og jafnvel ekki dóttir hennar heldur.\nÞetta er í fyrsta skipti sem sjötíu ára valdaafmæli er fagnað í sögu Bretlands enda enginn setið jafnlengi og Elísabet önnur, sem varð 96 ára í apríl. Efnt hefur verið til þjóðhátíðar næstu fjóra daga bæði í Bretlandi og samveldisríkjunum. Erlendir þjóðarleiðtogar hafa sent hamingjuóskir hver af öðrum í dag.\nÞað eru þó ekki allir jafn hrifnir af bresku krúnunni. Þrýstihópurinn Republic, sem vill leggja niður konungsveldið, hefur birt auglýsingar víðs vegar um Bretland til að kalla eftir að Elísabet verði síðasta drottning landsins.\nÞá greinir The Guardian frá að ekki sé búist við mikilli hátíð í samveldisríkjunum í Karíbahafi. Þar hafa stjórnmálamenn og aðskilnaðarsinnar reglulega kallað eftir að drottningin biðjist afsökunar á hlut Bretlands í þrælaverslun og greiði ríkjunum bætur.","summary":"Fyrsti dagur valdaafmælishátíðar Elísabetar Bretadrottningar er í dag. Margmenni er fyrir utan Buckingham-höll. "} {"year":"2022","id":"69","intro":"Rússneski herinn færist sífellt nær því að ná yfirráðum í borginni Severodonetsk í Austur-Úkraínu. Ríkisstjóri í Luhansk-héraði óttast að nái þeir borginni, fari átökin í austrinu harðnandi.","main":"Í dag eru liðnir 99 dagar frá því að Rússar réðust inn í nágrannaríki sitt í vestri. Rússneski herinn hefur hertekið um 70% af úkraínsku borginni Severodonetsk, að sögn Sergiy Gaiday, ríkisstjóra í Luhansk héraði. Harðir bardagar hafa staðið um Severodonetsk síðustu daga og hafa Rússar lagt undir sig fleiri og fleiri hverfi borgarinnar eftir því sem liðið hefur á átökin. Ríkisstjórinn segist óttast að ef Rússar nái borginni algerlega á sitt vald, muni þeir nýta staðsetninguna til þess að skjóta eldflaugum á nærliggjandi borgina Lysychansk, sem þegar hefur orðið fyrir tíðum árásum rússneska hersins.\nVolodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, fjallaði um börn í stríði í sínu daglega ávarpi til þjóðarinnar í gærkvöld. Hann sagði hundrað þrjátíu og níu barna saknað og að 243 börn hefðu verið drepin í átökunum. Hátt í 450 börn hefðu slasast, en bætti við að erfitt væri að fá upplýsingar frá hernumdum svæðum í landinu, svo líklega væru þessar tölur töluvert hærri. Hann fullyrti að rússneski herinn hefði flutt hátt í 200 þúsund börn nauðug til Rússlands. Hann sagði hermenn hafa tekið börn á munaðarleysingjahælum, sem og fylgdarlaus börn en einnig hafi heilar fjölskyldur verið fluttar yfir landamærin.\nÞví stærri sem tölurnar eru, því erfiðara er það fyrir fólk að átta sig á persónunum sem liggja að baki sagði forsetinn og minnti á þá slóð eyðileggingar sem stríðið skilur eftir sig.","summary":null} {"year":"2022","id":"69","intro":"Formaður Atvinnufjelagsins, félags einyrkja, lítilla og meðalstóra fyrirtækja segir óréttlátt að hlutastarfsmenn fái hærri laun fyrir kvöld- og helgarvinnu og vill að lögleitt verði jafnaðarkaup.","main":"Verkalýðshreyfingin segir hugmyndina slæma og að hún komi ekki til greina.\nVerkalýðshreyfingin undirbýr kröfur sínar fyrir komandi kjaraviðræður. Sigmar Vilhjálmsson formaður Atvinnufélagsins vill að dagvinnutaxtinn verði hækkaður og að fyrstu 8 klukkutímarnir teljist dagvinna, sama á hvaða tíma sólarhrings vinnan er unnin\nFólk þekkir jafnaðarkaup. Þetta er bara að lögleiða jafnaðarkaup, það er það sem við erum að horfa á. Ástæðan í grunninn er sú að það er gríðarlegur munur á dag og helgar og kvöldtaxta. Munurinn er hvergi meiri bara í Evrópu.\nFyrir vikið sé erfiðara að hækka laun dagvinnufólks. Þá sé það of dýrt að borga kvöld og helgartaxta. Hann segir að lítil og meðalstór fyrirtæki borgi ekki lágmarkslaun, samkeppnin um starfsfólk geri það að verkum.\nÞað eru nefnilega sveitarfélögin sem eru að borga þessi lágmarkslaun.\nSigmar segir að öllum fyrirtækjum beri samkvæmt lögum að skrá sig í félag en að á því sé mikill misbrestur.\nEf þau eru ekki skráð í neitt félag að þá ber þeim samkvæmt lögum að fylgja kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins.\nStórfyrirtækin fara með völdin innan Samtaka atvinnulífsins á kostnað minni fyrirtækjanna sem eru með um 70 prósent launafólks í vinnu.\nEru þessar hugmyndir settar fram til að draga úr launakostnaði? Bara alls ekki að jafna út hvernig laun eru greidd.\nRagnar Þór Ingólfsson formaður VR er ekki hrifinn af hugmyndum Sigmars. Hann segir að hugmyndir sem þessar séu ekki nýjar.\nReynsla verkalýðshreyfingarinnar af svona tilfærslum er slæm og kemur ekki til greina af okkar hálfu að hræra í þessu frekar.\nRagnar segir að tíminn um helgar sé mikilvægari og verðmætari fyrir börn og fjölskyldur.\nÞetta er í sjálfu sér vegferð sem ég veit að kemur ekki til greina að okkar hálfu að fara og félaga okkar í verkalýðshreyfingunni.","summary":"Formaður Atvinnufjelagsins, félags einyrkja, lítilla og meðalstóra fyrirtækja segir óréttlátt að hlutastarfsmenn fái hærri laun fyrir kvöld- og helgarvinnu og vill hækka dagvinnulaunin. Verkalýðshreyfingin segir hugmyndina slæma og ekki koma til greina."} {"year":"2022","id":"69","intro":"Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni í kvöld þegar liðið mætir Ísraelum ytra.","main":"Karlalandslið Íslands í fótbolta mætir Ísraelum ytra í kvöld í fyrsta leik liðanna í Þjóðadeildinni.\nÞjóðadeildin er nokkuð flókið fyrirbæri en þar spilar Ísland í B-deild ásamt Albönum og Ísraelum. Rússar áttu að vera fjórða liðið en var vísað úr keppni vegna innrásarinnar í Úkraínu og falla þeir þar með niður í C-deild. Úrslit í Þjóðadeildinni stýra því í hvaða styrkleikaflokki Ísland verður fyrir undankeppni EM og þá fást síðustu lausu sætin á mótið í gegnum deildina. Hún er því nokkurs konar varaleið inn á EM.\nÍsland, Albanía og Ísrael spila tvöfalda umferð og bítast um sæti í A-deild. Ísland og Ísrael mætast ytra í kvöld og íslenska liðið tekur svo á móti Albönum hér heima á mánudaginn. Því næst mæta okkar menn San Marinó í vináttuleik ytra 9. júní og loks mæta Ísraelar á Laugardalsvöll 13. júní. Leikur Íslands og Ísrael hefst klukkan 18:45 og er sýndur í opinni dagskrá á Viaplay.\nEinn leikur er spilaður í úrvalsdeild kvenna í fótbolta hér heima í dag þegar topplið Vals tekur á móti ÍBV á Hlíðarenda klukkan fimm. Þetta er lokaleikur sjöndu umferðar. Valur getur með sigri náð fjögurra stiga forskoti á Selfoss á toppi deildarinnar en Eyjakonur hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum og eru sem stendur fimm stigum á eftir Val í sjötta sæti deildarinnar.\nAðrir leikir umferðarinnar voru spilaðir í gærkvöldi. Þá hafði Þór\/KA betur gegn Keflavík 3-2, Stjarnan vann Þrótt 1-0, Breiðablik gerði góða ferð í Mosfellsbæ og vann Aftureldingu 6-1 og loks unnu Selfyssingar KR 3-1. Afturelding og KR hafa unnið einn leik hvort það sem af er tímabili en tapað hinum og eru á botni deildarinnar.","summary":"Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hefur leik í Þjóðadeildinni í kvöld þegar liðið mætir Ísraelum ytra. "} {"year":"2022","id":"69","intro":"Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á slysi sem varð í stórum hoppukastala á Akureyri í júlí í fyrra er á lokastigi. Stutt er í að málið fari til ákærusviðs. Sex ára barn slasaðist alvarlega í slysinu.","main":"Tæpt ár er nú liðið frá því að stór hoppukastali við Skautahöllina á Akureyri, með um hundrað börnum í, tókst á loft. Hópslysaáætlun var virkjuð um leið og slysið varð og voru sjö börn flutt á Sjúkrahúsið á Akureyri. Sex ára stúlka slasaðist alvarlega og var flutt með sjúkraflugi á Landspítalann. Lögreglurannsókn á tildrögum slyssins hófst samstundis en til þessa hefur lögreglan varist allra frétta af stöðu rannsóknarinnar. Eyþór Þorbergsson, aðstoðarsaksóknari og staðgengill lögreglustjórans á Norðurlandi eystra segir rannsóknina á lokastigi. Hún sé nú á leið til ákærumeðferðar. Hann segir líklegt að óskað verði eftir dómkvöddum matsmanni til að meta hvernig kastalinn var festur við jörðina og öryggi hans tryggt. Hann reiknar með að einhverjir mánuðir líði þar til niðurstaða liggur fyrir.","summary":"Lögreglan telur að kalla þurfi til dómkvaddan matsmann til að meta hvort hoppukastali sem olli slysi á Akureyri síðasta sumar hafi verið festur rétt og öryggi tryggt. Sex ára stúlka slasaðist alvarlega í slysinu. "} {"year":"2022","id":"69","intro":"John Hinckley, maðurinn sem reyndi að bana Ronald Reagan Bandaríkjaforseta árið 1981, var í gær látinn laus án skilyrða. Hinckley var vistaður á geðdeild eftir réttarhöld árið 1982, en þá var hann metinn ósakhæfur vegna geðrænna veikinda.","main":"Hinckley dvaldi á geðdeild í 34 ár, en fyrir sex árum fékk hann leyfi til þess að búa með móður sinni, þó undir ströngum skilyrðum. Öllum þeim skilyrðum var aflétt í gær, þar sem yfirvöld töldu enga ógn stafa af honum lengur. Hinn 67 ára gamli John Hinckley er því í dag algerlega frjáls ferða sinna. Ronald Reagan stofnunin hefur mótmælt ákvörðuninni.\nHinckley reyndi að bana Ronald Reagan, þáverandi bandaríkjaforseta, fyrir utan hótel í Washington fyrir 41 ári síðan. Honum tókst að skjóta þrjá menn, þar á meðal forsetann, en allir komust þeir lífs af. Einn starfsmaður forsetans hlaut mænuskaða í árásinni en aðrir náðu nær fullri heilsu á ný. Hinckley náðist við ódæðið og sagði við yfirheyrslur að hann vildi drepa forsetann til að vekja hrifningu leikkonunnar Jodie Foster, sem hann varð heltekinn af eftir að hafa horft á myndina \u001eTaxi Driver.\nÍ úttekt sem geðlæknar Hinckley skiluðu bandarískum dómstólum í maí er hann sagður hafa nær náð fullum bata og heilsa hans hafi verið stöðug í áratugi. Hann sé þó greindur með persónuleikaröskun og narsisima, sem hafi sýnt sig í sjálfhverfri hugsun, skapsveiflum og áráttuhegðun. Þau einkenni segja geðlæknar þó ekki hafa verið áberandi síðustu áratugi og dragi úr þeim með hækkandi aldri.","summary":null} {"year":"2022","id":"69","intro":"Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað og ósanngjarnt. Það gangi örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum.","main":"Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á Alþingi nú fyrir hádegi að núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda væri meingallað en fasteignamat þjóðskrár mun hækka um tæp 20 prósent. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er á Alþingi, ráðherra dregur þarna ekkert undan?\nútstreymi til að endurgreiða kvikmyndaframleiðendum mun stöðvast á því að það verða ekki fjárheimildir á fjárlagaliðnum. Og mönnum kann að þykja þetta óeðlilegt en það getur auðvitað gerst að það komi upp ólík sjónarmið upp um það hvort fagráðuneytið eða fjármálaráðuneytið hafi rétt fyrir sér og ég er reyndar í engum vafa um að fjárlagaliðurinn er ófullnægjandi","summary":"Fjármálaráðherra segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda meingallað og ósanngjarnt. Það gangi örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum. "} {"year":"2022","id":"70","intro":"Hátt í þriðjungur þeirra úkraínsku flóttamanna sem komið hafa hingað til lands undanfarnar vikur er kominn með vinnu. Aðgerðastjóri flóttamannateymis segir að fólkið festist í búsetuúrræðum fyrir flóttafólk vegna húsnæðisskorts og leiguverðs.","main":"Alls hafa hátt í 1.100 konur, karlar og börn komið hingað til lands frá Úkraínu frá innrás Rússa í landið í febrúar. Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðastjóri teymis vegna komu flóttafólks frá Úkraínu segir að eitthvað sé um að fólk hafi snúið til baka:\nEnda vill náttúrulega fólk komast heim sem fyrst, skiljanlega. Hversu margir það eru, vitum við ekki nákvæmlega þar sem fólki er ekki skylt að láta okkur vita.\nGylfi segir ýmsar ástæður fyrir því að fólk snúi aftur; ástandið í landinu sé mismunandi eftir landshlutum og sumir þurfi að huga að eignum og öðrum verðmætum. Hann segir að fólkið búi flest á höfuðborgarsvæðinu; ýmist í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar eða sveitarfélaganna:\nEn svo eru það náttúrulega margir sem hafa útvegað sér húsnæði og starf víðsvegar um landið. Hversu margir úr þessum hópi eru komnir með starf? V ið gerum ráð fyrir að einhversstaðar á milli 200-300 séu komin í störf nú þegar.\nÞetta er um þriðjungur þeirra rúmlega 800 flóttamanna frá Úkraínu sem eru á vinnualdri,18 ára og eldri. Gylfi segir að flest starfi fólkið í ferðaþjónustu og að það stefni í húsnæðisskort hjá þessum hópi:\nFólk sem ætti að færast út úr skammtímahúsnæði hvort sem það er hjá Útlendingastofnun eða sveitarfélögunum og fara yfir á leigumarkaðinn - því bregður við - bæði vegna þess að leiguverð er mjög hátt á Íslandi og ekki síst hvað framboð er lítið. Þannig að það er að myndast svolítil stífla í þessum úrræðum hjá okkur.","summary":"Flóttafólk frá Úkraínu sem komið er með atvinnu kemst ekki úr skammtímahúsnæði fyrir flóttafólk vegna leiguverðs og húsnæðisskorts. Hátt í þriðjungur þeirra sem eru á vinnualdri er kominn með vinnu hér á landi."} {"year":"2022","id":"70","intro":"Rússar hafa náð völdum í helmingi borgarinnar Severodonetsk í austurhluta Úkraínu, sem barist hefur verið um síðustu daga. Evrópusambandið hefur náð samkomulagi í aðalatriðum um að hætta að kaupa olíu af Rússum.","main":"Herstjórnin í Úkraínu segir að Rússar hafi lagt undir sig helming borgarinnar Severodonetsk í austurhluta landsins. Harðir bardagar hafa staðið um hana síðustu daga. Leiðtogar Evrópusambandsins náðu samkomulagi um það í aðalatriðum í nótt að hætta að kaupa olíu af Rússum. Ungverjar fá undanþágu vegna þess hve háðir þeir eru rússneskri olíu.\nOleksandr Stryuk, yfirmaður hermála í Severodonetsk, greindi frá því í dag að víglínan milli herjanna lægi núna um miðja borg. Sergiy Gaiday, ríkisstjóri í Luhansk-héraði, segir að staðan í borginni sé afar flókin, þar sem Rússar hafi lagt undir sig nokkur hverfi hennar. Fyrir innrás Rússa í Úkraínu bjuggu um hundrað þúsund manns í Severodonetsk. Talið er að þar séu enn þá tólf til þrettán þúsund almennir borgarar sem fela sig í kjöllurum og neðanjarðarbyrgjum undan sprengjuárásum rússneska hersins.\nFramkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti í nótt að leiðtogaráðið hefði náð samkomulagi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þar á meðal hefðu þeir komist að samkomulagi í aðalatriðum um að hætta að kaupa olíu af Rússum. Allir olíuflutningar með skipum verða stöðvaðir frá Rússlandi til ESB-ríkja. Undanþága verður veitt vegna Ungverja og annarra landluktra ríkja í Evrópu, sem fá olíuna afhenta um leiðslur. Áætlað er að með þessu dragi úr kaupum ESB-ríkja á rússneskri olíu um níutíu af hundraði.","summary":"Rússar hafa náð völdum í helmingi borgarinnar Severodonetsk í austurhluta Úkraínu, sem barist hefur verið um síðustu daga. Evrópusambandið hefur náð samkomulagi í aðalatriðum um að hætta að kaupa olíu af Rússum. "} {"year":"2022","id":"70","intro":"Umboðsmaður Alþingis segir í áliti að vinnubrögð Persónuverndar vegna kvörtunar Örnu McLure lögfræðings Samherja um haldlagningu gagna í Samherjamálinu séu ekki í samræmi við lög. Arna krefst þess að Persónuvernd taki málið upp að nýju.","main":"Arna kvartaði yfir því við Persónuvernd að Samherja hefði verið gert að afhenda héraðssaksóknara ýmis gögn hennar, meðal annars afrit úr tölvupósthólfi. Þar hefðu verið ýmis gögn sem ólöglegt væri að leggja hald á; einkamál og gögn sem vörðuðu fyrri störf hennar og krafðist hún þess að héraðssaksóknari aflaði dómsúrskurðar. Því var hafnað. Þá leitaði Arna til Persónuverndar og óskaði eftir því að héraðssaksóknara yrði skylt að eyða þeim persónuupplýsingum sem var vísað til í kvörtuninni. Persónuvernd vísaði því frá á þeim grundvelli að þetta félli utan valdssviðs stofnunarinnar.\nUmboðsmaður Alþingis óskaði þá eftir gögnunum frá Persónuvernd og jafnframt skýringum á því hvers vegna kvörtun Örnu hefði verið vísað frá. Í svari Persónuverndar segir að gagnanna hefði verið aflað á lögmætan hátt, skoða þyrfti öflun þeirra í tengslum við það sakarefni sem var til meðferðar. Þetta svar barst 18 mánuðum eftir að kvörtunin barst og að mati umboðsmanns Alþingis dróst meðferð málsins um of.\nÍ áliti umboðsmanns segir að það hafi ekki verið í samræmi við lög að vísa kvörtun Örnu frá án þess að taka efnislega afstöðu til hennar og mælst er til þess að Persónuvernd taki málið til meðferðar að nýju, fari Arna fram á það og samkvæmt skriflegu svari frá lögmanni hennar hefur hún þegar gert það. Þar segir að hún telji vinnubrögðin afar bagaleg, embætti héraðssaksóknara hafi nú haft þessi gögn undir höndum í á þriðja ár og Arna hafi orðið fyrir verulegum réttarspjöllum. Arna vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað og vísaði til þess að virk lögreglurannsókn væri í gangi","summary":"Umboðsmaður Alþingis segir vinnubrögð Persónuverndar vegna kvörtunar Örnu McLure lögfræðings Samherja um haldlagningu gagna í Samherjamálinu ekki í samræmi við lög. Arna krefst þess að Persónuvernd taki málið upp að nýju."} {"year":"2022","id":"70","intro":"Lykkjunni var komið fyrir í 4500 grænlenskum unglingsstúlkum á árunum 1966 til 1970 til þess að hægja á fólksfjölgun í landinu. Þetta var gert með samþykki danskra yfirvalda en án vitundar stúlknanna og foreldra þeirra.","main":"Lykkjunni var komið fyrir í líkama 4500 grænlenskra unglingsstúlkna seint á sjöunda áratugnum án þeirra vitundar og foreldra þeirra. Aðgerðin var liður í átaki danskra stjórnvalda til að hægja á fólksfjölgun á Grænlandi. Málið hefur legið í þagnargildi þar til nú.\nGreint var fyrst frá málinu í hlaðvarpsþætti danska ríkisútvarpsins DR - Spiralkampagnien, eða lykkjuherferðin þ. 6. maí. Fjöldi grænlenskra kvenna hefur síðan stigið fram og greint frá reynslu sinni. Aðgerðin var gerð undir yfirskyni getnaðarvarnafræðslu og gengust 4500 grænlenskar stúlkur á aldrinum 13 til 18 ára undir hana á fjögurra ára tímabili frá 1966 til 1970. Þá dróg úr aðgerðum, en þeim var framhaldið til ársins 1975. Dönsk yfirvöld höfðu áhyggjur af mikilli fólksfjölgun á Grænlandi á þessum árum. Um 1500 börn fæddust árlega, þar af fæddu einstæðar mæður á unglingsaldri 500 börn. Dönsk yfirvöld gripu til þess ráðs að koma fyrir lykkju í unglingsstúlkur, en lykkja er ekki notuð sem getnaðarvörn hjá konum sem ekki hafa fætt börn áður. Fæðingum fækkaði niður í 900 til eitt þúsund á ári upp úr 1970. Konurnar sem stigið hafa fram að undanförnu hafa sagt að þær hafi ekki vitað að lykkjunni hafi verið komið fyrir, þær hafi einungis haldið að þær hefðu verið í skoðun. Margar lýsa miklum líkamlegum og andlegum þrautum sem þær hafi þurft að lifa við alla tíð. Mörg dæmi er um að konurnar hafi ekki getað eignast börn síðar á lífsleiðinni. Málið hefur vakið mikla athygli á Grænlandi og í Danmörku og grænlenskir stjórnmálamenn hafa krafist rannsóknar. Dönsk yfirvöld hafa litlu svarað fram að þessu, fyrir utan það að Magnus Heunicke heilbrigðisráðherra hefur sagt að honum þyki þetta leitt og að ráðuneyti hans ætli að skoða málið. Nánar verður fjallað um málið í Speglinum í kvöld og rætt við Ingu Dóru Guðmundsdóttur Markussen ritara grænlenska Siamut flokksins.","summary":"Lykkjunni var komið fyrir í 4500 grænlenskum unglingsstúlkum á árunum 1966 til 1970 til þess að hægja á fólksfjölgun í landinu. Þetta var gert með samþykki danskra yfirvalda en án vitundar stúlknanna og foreldra þeirra. "} {"year":"2022","id":"70","intro":"Fjórir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum á bráðamóttöku Landspítala vegna langvarandi álags og lélegs aðbúnaðar á deildinni. Tíu uppsagnir tóku auk þess gildi í mars. Deildarstjóri bráðamóttöku segir að staðan sé óboðleg.","main":"Í gær var full biðstofa á bráðamóttöku Landspítalans, hátt í hundrað sjúklingar voru skráðir á deildina, þar af þrjátíu og þrír sem ættu að vera á öðrum deildum sem allar voru yfirfullar. Meira en fimm klukkustunda bið var í sumum tilfellum eftir þjónustu. Helga Rósa Másdóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku, segir að staðan sé vægast sagt mjög erfið.\nBráðahjúkrunarfræðingur sem sagði upp störfum í gær sagði í samtali við fréttastofu í morgun að bót og betrun hafi lengi verið lofað en án árangurs. Hún segir að hjúkrunarfræðingar á deildinni séu komnir með nóg. Helga segir að fjórar uppsagnir hafi borist deildinni í gær og í dag.\nþað er erfitt að fá þær ofan í erifða stöðu þar sem mannekla er mikil og sjúklingafjöldinn gríðarlegur. okkur munar um hvern einasta haus þannig að það er mjög vont að missa þessa hjúkrunarfræðinga. hefurðu áhyggjur af frekari uppsögnum? já.\nTíu uppsagnir hjúkrunarfræðinga tóku gildi í mars og síðan þá hefur ekki verið unnt að reka bráðamóttökuna í sömu mynd.\nHelga segir að flestallur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu bitni að lokum á bráðamóttökunni. Vandinn sé því víðtækur.","summary":"Deildarstjóri bráðamóttöku Landspítalans segir stöðuna á bráðamóttöku óboðlega. Fjórir hjúkrunarfræðingar hafa sagt upp störfum í dag og í gær vegna álags og slæms aðbúnaðar á deildinni."} {"year":"2022","id":"70","intro":"Tvær kærur hafa borist lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna slagsmála í strætisvagni á Akureyri fyrr í mánuðinum. Greint var frá því í síðustu viku að tveir farþegar hefðu gengið í skrokk á vagnstjóra sem hefur lagt fram kæru gegn öðrum þeirra, en sá hefur einnig kært vagnstjórann.","main":"Strætisvagninn var á leið frá Reykjavík til Akureyrar en að sögn vagnstjórans höfðu farþegarnir tveir verið til mikilla vandræða. Stutt stopp var tekið á Blönduósi þar sem annar farþeganna varð eftir þegar hann skilaði sér ekki úr sjoppunni í tæka tíð þrátt fyrir eftirrekstur. Vagninn fór því af stað án hans en skömmu síðar fær stjórnstöð Strætó símhringingu frá lögreglunni sem segist vera með mann aftur í lögreglubílnum og að vagninn eigi vinsamlegast að bíða eftir honum við Varmahlíð. Pétur Björnsson, hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að lögreglan leggi það ekki í vana sinn að skutla fólki heldur hafi þetta verið gert sem greiði við manninn.\nÞegar til Akureyrar var komið hófust svo slagsmálin. Vagnstjórinn segir að farþeginn sem skilinn var eftir hafi kýlt hann ítrekað og ráðist svo á hann aftur skömmu síðar ásamt hinum farþeganum. Vagnstjórinn lagði fram kæru og Eyþór Þorbergsson, staðgengill lögreglustjórans á Akureyri, segir að nú hafi einnig verið lögð fram kæra á hendur vagnstjóranum fyrir líkamsárás. Málið sé til rannsóknar hjá embættinu en í bið. Búið er að taka skýrslu frá báðum mönnunum en samkvæmt vitnisburði farþegans þá var árásin gagnkvæm og málið því rannsakað sem slagsmál. Engar upptökur eru til af atvikinu en um tuttugu farþegar voru í vagninum sem á eftir að yfirheyra. Ekki er ljóst hvenær vitnaleiðslur fara fram.","summary":"Lögreglan á Norðurlandi hefur borist tvær kærur vegna líkamsárása um borð í strætisvagni á Akureyri fyrr í mánuðinum. "} {"year":"2022","id":"70","intro":"Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sleit í gær krossband á vinstra hné í leik í úrslitakeppninni á Spáni með liði sínu Valencia. Martin missir því af mikilvægum landsleikjum í sumar undankeppni heimsmeistaramótsins í júlí og ágúst.","main":"Einn besti körfuboltamaður landsins Martin Hermannsson fór sárþjáður af velli í leik liðsins gegn Baskonia, atvikið átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Martin keyrði upp að körfunni, hoppaði upp, og kastaði boltanum út á samherja. Við lendingu virðist eitthvað hafa gefið sig í vinstra hnéinu og eftir nánari skoðun er búið að fá staðfestingu á því að það er krossbandið.\nÞetta þýðir löng fjarvera frá körfuboltavellinum fyrir Martin sem hafði átt frábært tímabil á Spáni en lið hans, Valencia, datt úr leik í úrslitakeppninni í gær eftir tap í leiknum gegn Baskonia. Martin missir af landsleikjunum í júlí og ágúst en 1. júlí á liðið heimaleik gegn Hollendingum í undankeppni HM en sá leikur verður sýndur beint á RÚV.\nLandsliðskonan Lovísa Thompson hefur ákveðið sín næstu skref á handboltaferlinum, hún heldur til Ringkøbing á láni frá Val í sumar. Ringkøbing leikur í dönsku úrvalsdeildinni og kom upp úr 1.deildinni fyrir síðasta tímabil sem lauk á dögunum, þar endaði liðið í næstneðsta sæti en bjargaði veru sinni í deildinni með góðum árangri í umspili og ljóst að það á að styrkja liðið fyrir komandi átök.\nLovísa, sem er 22 ára gömul, hefur unnið allt sem hægt er að vinna hér á landi bæði með uppeldisfélagi sínu, Gróttu, og Val. Hún lék með Val í fjögur tímabil, vann þrefalt með liðinu tímabilið 2018-19 og varð svo bikarmeistari með því á síðasta tímabili.\nNú fer að líða að úrslitastund á eitt af risamótum ársins í tennisheiminum. Opna franska meistaramótið hefur mótið spilast þannig að tveir af bestu tennisköppum sögunnar mætast í 8-manna úrslitum. Annar þeirra er Serbinn Novak Djokovic sem á 20 sigra frá stórmótum og er sem stendur í efsta sæti heimslistans, en hann á einungis tvo sigra frá Opna franska, hinn er Spánverjinn Rafael Nadal sem á 21 risamótstitil og hafa 13 þeirra komið á Opna franska. Opna franska er leikið á yfirborði úr leir og hefur Nadal öðlast viðurnefnið \u001ekonungur leirsins, einfaldlega vegna þess hve góður hann er á þessu móti. Leikurinn milli þeirra fer fram klukkan 18:45 í kvöld.","summary":"Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson sleit í gær krossband á vinstra hné í leik í úrslitakeppninni á Spáni með liði sínu Valencia. Martin missir því af mikilvægum landsleikjum í undankeppni heimsmeistaramótsins í júlí og ágúst."} {"year":"2022","id":"71","intro":"Framsókn, Rödd unga fólksins og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu nýjan meirihluta í Grindavík í gær. Miðflokkurinn sem hlaut langmest fylgi náði ekki að mynda meirihluta með hinum flokkunum. Hallfríður Hólmgrímsdóttir, oddviti Miðflokksins segir að flokkurinn ætli að gera sitt allra besta til að halda nýjum meirihluta á tánum.","main":"Stefnuskrárnar eru keimlíkar þannig það skiptir ekki öllu máli hver fer með valdið. Það skiptir bara máli hvort að flokkunum sé treyst að standa við gefin loforð. Þess vegna unnum við kannski þennan kosningasigur því að fólk treysti okkur til að standa við gefin loforð.\nHjálmar Hallgrímsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir nýjan meirihluta sterkan en þau eru með fjóra af sjö bæjarfulltrúum í Grindavík. Þarfaverk bíði komandi bæjarstjórnar sem ekki hægt sé að þrasa yfir heldur þurfi að ganga strax til verks.\nVið erum bara að vinna áfram þá hluti sem við vorum með í vinnslu. Nú við erum bara vakandi yfir þessum jarðhræringum hér. Þurfum að taka tilit til þess. Það er bara eitthvað sem við vinnum áfram. Það var endurráðning á bæjarstjóranum og við erum með þetta allt í vinnslu.\nRödd unga fólksins kemur nýr inn í meirihlutann. Helga Dís Jakobsdóttir, fulltrúi flokksins, segist afar ánægð með nýjan meirihluta. Flokkurinn ætli að leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál og það sem snúi að unga fólkinu í Grindavík. Miðflokkurinn sóttist eftir samstarfi með Rödd unga fólksins eftir kosningar en að sögn Helgu gekk það ekki upp vegna skorts á trausti og ágreinings um málefni.\nÞað eru allir flokkar sammála um 80-90% af málefnum og verkenfum sem þarf að fara í á kjörtímabilinu en þetta er spurning um hvaða aðferðafræði á að nota og hvernig á að fara að hlutunum.","summary":null} {"year":"2022","id":"71","intro":"Yfir helmingur þeirra sem þáðu aðstoð Rauða krossins í Færeyjum á síðasta ári voru börn. Þetta kemur fram í ársskýrslu samtakanna fyrir árið 2021. Sífellt fleiri færast nær fátæktarmörkum.","main":"Rauði krossinn í Færeyjum styrkti 412 manns á síðasta ári en 282 þeirra eru börn. Í skýrslu samtakanna segir að helst hafi barnafjölskyldur fengið stuðning, þar sem foreldrar eru einstæðir, atvinnulausir eða í námi. Eins hafi fólk sem glímir við langvarandi veikindi fengið aðstoð og líka fólk sem hefur lágar tekjur. Jólahjálp Rauða krossins lagði fjármuni til 264 barnafjölskyldna í samvinnu við samtökin Barnabata. Um fimmtungur sótti þá um stuðning fyrsta sinni.\nSamtökin Barnabati voru stofnuð árið 1980 og starfa á grundvelli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Samtökin greindu frá því undir lok síðasta árs að æ fleiri fjölskyldur nálguðust fátækramörk vegna síhækkandi húsnæðiskostnaðar. Langflest þeirra sem sóttu um styrk þurfti að greiða stærstan hluta tekna sinna í húsaleigu að sögn Djóna Eidesgaard, formanns Barnabata.\nHann sagði marga nánast ekkert hafa milli handanna eftir að leigan hefur verið greidd. Sumir eigi jafnvel í basli með að borga hana. Rauði krossinn færði börnum sem lágu á sjúkrahúsi bækur, einnig fékk Kvennathvarf bókagjöf ásamt heimili fyrir munaðarlaus börn í Þórshöfn. Rauði krossinn í Færeyjum hóf að gefa föt árið 2013 og matvælaaðstoð samtakanna byrjaði fyrir tveimur árum.","summary":null} {"year":"2022","id":"71","intro":"Leiðtogaráð Evrópusambandsins reynir í dag að ná samkomulagi um að hætta að flytja inn olíu frá Rússlandi. Ungverjar segja að það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag þeirra að hætta að kaupa olíu af Rússum.","main":"Leiðtogar Evrópusambandsríkja reyna í dag og á morgun að komast að samkomulagi um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Ungverjar og fleiri ríki telja sig verða að fá nokkur ár í aðlögun til að hætta að kaupa olíu af þeim.\nSendiherrum Evrópusambandsríkjanna 27 mistókst í gærkvöld að komast að samkomulagi um málamiðlunartillögu sem á að auðvelda Ungverjum, Slóvökum og Tékkum að hætta að kaupa olíu af Rússum. Þeir settust að nýju að samningaborðinu í morgun og ætla að reyna að ná samkomulagi áður en leiðtogafundur ríkjanna hefst klukkan tvö í dag að íslenskum tíma.\nUngverjar segja að það væri eins og að henda kjarnorkusprengju á hagkerfi þeirra að hætta að flytja inn olíu frá Rússlandi fyrir árslok. Hátt í tveir þriðju hlutar af olíunni sem þeir kaupa kemur frá Rússum um Druzhba olíuleiðsluna. Tékkar og Slóvakar eru einnig mjög háðir rússneskri olíu. Því var lögð fram tillaga um að Evrópusambandsríkin hættu að kaupa rússneska olíu sem flutt er til landanna með skipum. Gefa á tveggja ára aðlögunartíma til að hætta að kaupa olíu sem berst eftir olíuleiðslum. Ungverjar vilja fá fjögur ár og átta hundruð milljónir evra að auki úr sameiginlegum sjóðum ESB við að betrumbæta olíuhreinsunarstöðvar sínar.\nVolodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hefur þrýst á ESB-ríkin að stöðva öll viðskipti við Rússland án tafar. Ekki gangi að erlend ríki haldi áfram að dæla peningum í rússnesku stríðsvélina.","summary":"Leiðtogaráð Evrópusambandsins reynir í dag að ná samkomulagi um að hætta að flytja inn olíu frá Rússlandi. Ungverjar segja að það hefði alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag þeirra að hætta að kaupa olíu af Rússum."} {"year":"2022","id":"71","intro":"Verðbólga heldur áfram að aukast og er komin í 7,6 prósent á ársgrundvelli, samkvæmt greiningu Hagstofu Íslands. Hagfræðingur segir áframhaldandi hækkun húsnæðisverðs skýra stóran hluta aukningarinnar.","main":"Verðbólga á ársgrundvelli hefur ekki verið meiri síðan árið 2010. Verðbólgan var 7,2 prósent í síðasta mánuði og hefur því hækkað um 0,4 prósentustig á milli mánaða.\nBergþóra Baldursdóttir er hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka.\nÞað sem skýrir þetta svona helst er hækkandi íbúðaverð og aukin innflutt innflutt verðbólga svona eins og við höfum séð á undanförum mánuðum.\nVísitala neysluverðs hækkar um 0,77 prósent á milli mánaða og húsaleiga um 2,3 prósent.\nVið sjáum að húsnæðisliðurinn er þarna inni og hefur mikil áhrif. Já af þessari verðbólgu, 7,6% þá er húsnæðisliðurinn að skýra um 3% af verðbólgunni.\nVerð á mat og drykkjarvörum hækkar um tæpt 1 prosent í greiningu Hagstofunnar.\nJá þessi þessi hækkun matvælaverð er í rauninni tvíþætt. Það er vegna áhrifa faraldursins, það eru ennþá framboðshnökrar og þess vegna er matvælaverð að hækka og aðrar innfluttar vörur einnig.","summary":"Verðbólga mælist 7,6 prósent og hefur hún ekki verið meiri í tólf ár. Sem fyrr á hækkun húsnæðisverðs þar mestan þátt. "} {"year":"2022","id":"71","intro":null,"main":"Leitarmenn hafa fundið 21 lík eftir að lítil farþegaflugvél brotlenti í Nepal í gær. 22 voru um borð í Twin Otter-vél flugfélagsins Tara-air. Vélin hvarf af ratsjám í gær og fannst svo utan í fjallshlíð í næstum fjögur þúsund metra hæð. Narayan Silwal, talsmaður hermálayfirvalda í Nepal, segir í samtali við AFP-fréttaveituna að þrátt fyrir illviðri hafi tekist að koma björgunarliði á staðinn og eru lík allra nema eins fundið. Enn liggur ekkert fyrir um hvað olli slysinu, en flugmálayfirvöld segja að vélin hafi lent í óhappi í um fimmtán þúsund feta hæð, með fyrrgreindum afleiðingum.","summary":"Leitarmenn hafa fundið 21 lík eftir að lítil farþegaflugvél brotlenti í Nepal í gær. 22 voru um borð "} {"year":"2022","id":"71","intro":"Jörð skelfur nú undan Norðurlandi. Jarðskjálfti fjórir komma einn að stærð varð um átta kílómetra norður af Gjögurtá á tíunda tímanum í morgun og annar litlu minni á svipuðum slóðum í nótt. Fólk sem býr næst upptökunum fann skjálftana greinilega og börnunum í Dalvíkurskóla leist ekki á blikuna.","main":"Stærsti skjálftinn varð klukkan 9:20 í morgun og voru upptök hans 7,3 kílómetra norð-norðvestur af Gjögurtá. Hann var fjórir komma einn að stærð. Annar skjálfti, þrír komma fimm að stærð, varð tæpa átta kílómetra frá Gjögurtá. Fjölmargir smærri skjálftar hafa svo fylgt í kjölfarið, sá stærsti tveir komma átta að stærð. Skjálftarnir fundust víða, meðal annars á Siglufirði, Dalvík og í Þingeyjarsveit. Friðrik Arnarson, skólastjóri Dalvíkurskóla, fann vel fyrir stærsta skjálftanum.\nOg hann segir að börnunum í skólanum hafi brugðið við skjálftann, sérstaklega þó þeim yngri og mörgum hafi ekki staðið á sama.\nÞað eru tvö skjálftabelti á þessum slóðum, Húsavíkur-Flateyjarmisgengið og Grímseyjarbrotabeltið og eru jarðskjálftar algengir á mörkum þeirra. Mikil jarðskjálftahrina varð á þessum slóðum árið 2020 og hafa ekki mælst svo stórir skjálftar síðan þá.","summary":"Tveir snarpir jarðskjálftar urðu skammt undan Norðurlandi í nótt og í morgun - sá stærsti fjórir komma einn að stærð. Skólastjórinn á Dalvík segir að högg hafi komið á skólabygginguna við skjálftann og nemendum hafi ekki litist á blikuna."} {"year":"2022","id":"71","intro":"Breyta þarf nýju kosningalögunum í þriðja sinn en brýnt þykir að bregðast við ágöllum sem komu í ljós í sveitarstjórnarkosningunum. Nýtt frumvarp þess efnis var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag.","main":"Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum reyndi í fyrsta skipti á ný kosningalög sem tóku gildi um áramótin en lögin höfðu talsverð áhrif á undirbúning og framkvæmd kosninganna. Mönnun kjörstjórna gekk til að mynda brösuglega víða um land vegna breytinga á reglum um hæfi kjörstjórnarmanna. Áður gat fólk ekki tekið sæti í kjörstjórn ef foreldrar, börn, systkini eða maki var í framboði - en samkvæmt nýju lögunum á það sama við um afa, ömmur, systkini foreldra og maka. Einnig tengdabörn, barnabörn og svo gott sem öll önnur fjölskyldutengsl. Lítil sveitarfélög, þar sem íbúafjöldi er takmarkaður og fjölskyldutengsl mikil, voru því í basli og sums staðar þurfti að endurmanna meira en helming kjörstjórnar.\nKosningalögunum hefur þegar verið breytt í tvígang, því nokkrir ágallar þóttu svo alvarlegir að bregðast þurfti við þeim strax. Dómsmálaráðuneytið hefur nú boðað þriðja frumvarpið til breytinga á lögunum. Meðal annars á að endurskoða ákvæðið um hæfi kjörstjórna og kjörstjóra, skoða hvort ýmis atriði um utankjörfundaratkvæðagreiðslu þurfi að vera skýrari og hvort breyta þurfi ákvæðum um flutning atkvæðakassa til yfirkjörstjórnar. Þetta er einungis brot af þeim atriðum sem brýnt þykir að skoða, en fram kemur í frumvarpinu að fara þurfi yfir lögin í heild sinni, styrkja lagaheimildir og breyta ákvæðum ef tilefni er til.","summary":"Dómsmálaráðuneytið hefur boðað enn frekari breytingar á nýju kosningalögunum sem tóku gildi um áramótin. Alvarlegir ágallar komu í ljós í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum sem brýnt þykir að bregðast við"} {"year":"2022","id":"72","intro":"Knattspyrnusamband Evrópu segist hafa samúð með þeim stuðningsmönnum Liverpool sem franska lögreglan skaut táragasi á fyrir úrslitaleik Meistaradeildar karla í fótbolta í gær. Sambandið kennir stuðningsmönnum með falsaða miða um hættuástand sem skapaðist.","main":"Fresta þurfti úrslitaleiknum, sem Real Madrid vann 1-0, um rúman hálftíma vegna glundroðans sem skapaðist fyrir utan Stade de France. Fjöldi Liverpool-manna komst seint eða jafnvel ekki inn á völlinn.\nMyndbönd hafa birst á netinu sem sýna lögreglu skjóta táragasi á stuðningsmenn og virðast sýna stuðningsmenn reyna að ryðja sér leið inn á völlinn. 105 voru handtekin og þar af eru 39 enn í haldi.\nKnattspyrnusamband Evrópu kennir fölsuðum miðum um töfina og ástandið sem skapaðist. Stjórn Liverpool kvartar á móti yfir óásættanlegum vinnubrögðum og hefur krafist formlegrar rannsóknar á illri meðferð stuðningsfólks.\nGerald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, benti á Liverpool-menn sömuleiðis og sagði þúsundir Breta hafa reynt að ryðjast framhjá öryggisgæslu og sýnt af sér ógnandi hegðun.\nÞessi ummæli féllu í grýttan jarðveg bæði á meðal stuðningsmanna Liverpool og frönsku stjórnarandstöðunnar. Jean-Luc Melenchon, leiðtogi vinstrimanna, sagði atburðarásina sýna að Frakkar séu kannski ekki tilbúnir til að halda Ólympíuleikana, sem þeir eiga að gera árið 2024. Hann sagði lögreglu hafa brugðist algjörlega.\nMarine Le Pen, sem tapaði fyrir Macron í seinni umferð nýafstaðinna forsetakosninga, sagði ljóst að Frakkar geti ekki lengur séð um skipulagningu stórra viðburða.","summary":"Innanríkisráðherra Frakklands kennir stuðningsmönnum Liverpool um óreiðuna sem ríkti fyrir utan Stade de France fyrir úrslitaleik meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. 105 voru handtekin."} {"year":"2022","id":"72","intro":"Í vikunni verður fundur með bæjaryfirvöldum í Grindavík, jarðvísindamönnum, verkfræðingum, ríkislögreglustjóra og almannavörnum um varnir við Grindavík og Svartsengi ef kæmi til eldgoss. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir nauðsynlegt að vera viðbúinn.","main":"Við höfum verið að skoða þessi varnarmannvirki. Það þarf að vera til tækjalisti, tengiliðalisti þeirra aðila sem geta komið með tól og tæki, öflugustu vélar á svæðið og það þarf að vera til hönnun á þessum mannvirkjum. Þannig það er eitt af því sem við verðum að skoða. Það verður fundur í vikunni.\nLandris hefur undanfarnar vikur mælst við Þorbjörn. Hönnunin snýr að leiðigörðum fyrir ofan Grindavík og Svartsengi og þannig beina hrauninu, komi til eldgoss, á ákveðna braut í stað þess að stoppa það. Örlítil reynsla fékkst á þetta við eldgosið í Fagradalsfjalli. Leiðigarður var reistur efst í Nátthagakrika sem leiddi hraunið til suðurs í Nátthagann. Þá var reynt að stoppa hraunið í Merardölum með varnargarði en það dugði skammt.\nÞetta er eitthvað sem er alveg raunhæft að skoða og alveg nauðsynlegt.\nRíkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á Suðurnesjum eru þau sem taka af skarið þegar og ef að því kemur að menn vilja reisa slíka garða fyrir fram.\nÍ fréttum RÚV á föstudaginn talaði dómsmálaráðherra um að mikla uppbyggingu þyrfti á Reykjanesskaganum vegna mögulegra eldsumbrota til að tryggja innviði eins og vatnsból. Til þess gæti regluverk þurft að víkja. Möguleg upptök gætu verið skammt frá Svartsengi þar sem orkuverið er. Fannar segir gott að fá ráðherrann til liðs við sveitarstjórnina í þessu máli.\nEitt af því sem er verið að skoða er að hafa varavatnsból. Það kemur líka ti vegna þess að það gæti orðið einhverskonar mengunarslys á svæðinu. Þar sem vatnsupptökin hafa verið í svokölluðum lágum þá hafa menn séð fyrir sér að hafa varavatnsból vestar á svæðinu, t.d. vestan við Grindavíkurveginn, þetta er bara liður í því að auka öryggi á svæðinu.\nFannar segir erfitt að bera saman jarðskjálftahrinuna sem nú stendur yfir við þá sem varð í aðdraganda eldgossins í Fagradalsfjalli.\nÞað er auðvitað ekki notalegt að búa við þessa jarðskjálfta. Þeir einir og sér eru kannski ekki varasamir. En landris svona nálægt okkur og einhverskonar ólga þarna niðri fyrir er auðvitað ekkert þægilegt, en þetta er misjafnt, sumir eru rólegir og öðrum líður verr. Þetta er svona allur gangur á því, en myndu gjarnan vilja vera laus við þetta. Það er ekki því að neita.","summary":"Bæjarstjóri Grindavíkur segir mengunarhættu, ef kæmi til eldgoss, ýta undir þörfina á vara-vatnsbóli vestar en Svartsengi, sem liggi lágt. Í vikunni verður fundað um varnarmannvirki fyrir innviði nærri Grindavík. Hann segir ekki þægilegt að búa við landris svo nærri byggðinni."} {"year":"2022","id":"72","intro":"Flugvél sem hvarf af ratsjá flugyfirvalda í Nepal í morgun brotlenti við rætur Himalayjafjalla. Tuttugu og tveir voru í vélinni, 19 þarþegar og þriggja manna áhöfn.","main":"Vélin var á leið frá borginni Pokhara i vesturhluta Nepal til fjallaþorpsins Jomson. Þorpið er vinsæll upphafsreitur fjallgöngufólks í Himalajafjöllunum, í um 20 mínútna fjarlægð frá stórborginni Pokhara. Ekki er vitað af afdrif farþeganna en í vélunni voru 13 Nepalar, tveir þjóðverjar og fjögurra manna indversk fjölskylda. Flugmennirnir tveir og flugfreyja eru frá Nepal. Erfitt er fyrir leitarmenn að komast að flakinu vegna slæms skyggnis. Ríkissjónvarpið í Nepal hefur eftir sjónarvottum að þeir hafi séð vélina í ljósum logum.\nFlugvélar í Nepal eru margar hverjar komnar til ára sinna og þær sagðar ótraustar. Twin Otter vélin sem fórst í morgun er 43 ára. Flugvélum frá Nepal er bannað að fara inn í lofthelgi Evrópusambandslanda. 1992 létust 167 þegar flugvél frá Pakistan Airlines brotlenti í aðflugi að flugvellinum í Kathmandu. Tveimur mánuðum áður létust 113 þegar vél frá Thai Airways brotlenti á sama flugvelli.","summary":null} {"year":"2022","id":"72","intro":"Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir eldsupptök í brunans í Skútuvogi ekki liggja fyrir að svo stöddu. Eldur kviknaði í húsnæði verslunarinnar Tunglskin og rafskútuleigunnar OSS seint í gærkvöldi.","main":"Varðstjórinn Eyþór Leifsson segir talsvert tjón hafi orðið á munum sem voru inni í húsnæðinu.\nÞað er líklegt þegar eldur er laus í svona rými að þá verður yfirleitt altjón á öllu sem er inni í því. Öllum vörum á lager og slíku. Húsið sjálft, það verður hægt að laga það og skipta um glugga, hurðir og annað slíkt. Allar vörur, húsgögn og mublur og slíkt það er yfirleitt ónýtt.\nEyþór segir tilkynningu um eldsvoðann hafa borist slökkviliðinu klukkan tíu mínútur yfir ellefu í gærkvöldi.\nVið sendum þarna þrjár stöðvar á staðinn og slökkvistarf gekk þokkalega. Það var byrjað á að nota svokallaða kóbru, háþrýstislökkvibúnaður sem er settur til að láta sprauta inn í rýmið vatnsúða. Það slær svona á mestan eldinn. Svo er farið inn í rýmið og slökkt í glæðum með vatni.\nAð sögn Eyþórs lauk slökkvistarfi svo um klukkan hálf eitt í nótt. Húsið hafi verið mannlaust og enginn því verið hætt kominn á vettvangi. Að sama skapi hafi ekki verið hætta á að eldurinn myndi berast í nærliggjandi byggingar.","summary":"Talsvert tjón varð í atvinnuhúsnæði í Skútuvogi í gærkvöld þegar eldur kom þar upp. Eldsupptök liggja ekki enn fyrir."} {"year":"2022","id":"72","intro":"Real Madrid er Evrópumeistari í fótbolta í fjórtánda sinn. Real lagði Liverpool að velli í úrslitaleiknum í París í gærkvöld.","main":"Úrslitaleikurinn á Stade De France í París hófst 37 mínútum á eftir áætlun en þegar hann loks hófst fór hann nokkuð rólega af stað. Rétt undir lok fyrri hálfleiksins tókst Karim Benzema að koma boltanum í netið, en rangstaða dæmd, og markið því ógilt. Það var markalaust í leikhléi en eftir klukkustundarleik kom Vinicíus Júnior Real Madrid í forystu 1-0. Liverpool fékk í kjölfarið hvert dauðafærið á fætur öðru en Thibaut Courtois átti stórkostlegan leik í marki Real Madrid og varði frábærlega hvað eftir annað. Leiktíminn rann út án þess að Liverpool tækist að jafna og Real Madrid er Evrópumeistari í fjórtánda sinn. Þetta var áttundi sigur Real í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í röð.\nValur er Íslandsmeistari karla í handbolta eftir sigur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í gær í fjórða leik liðanna 31-30. Liðið hefur nú hampað titlinum tvö ár í röð og 24 sinnum í heildina.\nSagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals að leik loknum.\nSveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er þýskur bikarmeistari með Wolfsburg. Hún lék tæpar 20 mínútur í 4-0 sigri Wolfsburg á Potsdam í úrslitaleiknum í gærkvöld. Wolfsburg hafði áður tryggt sér þýska meistaratitilinn og Sveindís því tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili.\nSíðustu tveir leikir 16-liða úrslita Mjólkurbikars kvenna í fótbolta eru á dagskrá í dag. Ríkjandi bikarmeistarar Breiðabliks fara austur á land og mæta þar sameiginlegu liði Fjarðarbyggðar Hattur og Leiknis. Keflavík og ÍBV mætast í hinum leiknum og verður hann sýndur beint á RÚV klukkan þrjú. Að honum loknum verður fjallað um alla leikina í 16-liða úrslitunum í Bikarkvöldi á RÚV.","summary":null} {"year":"2022","id":"73","intro":"Rússneski herinn sagðist í morgun hafa tekið bæinn Lyman í austurhluta Úkraínu. Hernaðarlegt mikilvægi bæjarins er sagt mikið þar sem hann tryggir greiðar leiðir að tveimur borgum í Donetsk-héraði sem Úkraínumenn halda enn.","main":"Um tuttugu þúsund bjuggu í Lyman áður en innrásin hófst. Í gegnum bæinn liggur vegurinn að borgunum Sloviansk og Kramatorsk, en sú síðarnefnda er höfuðborg þess hluta Donetsk-héraðs sem Úkraínustjórn heldur enn.\nRússneskir fallhlífahermenn og stórskotalið réðust á bæinn í morgun auk sveita brynvarðra bíla og rússneskumælandi aðskilnaðarsinna héraðsins.\nÍgor Konasjenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins, sagði eldflaugum hafa verið skotið á herstöðvar nærri bænum.\nAs a result of joint actions of the units of the people's militia of the Donetsk People's Republic and the Russian Armed Forces, the city of Krasnyi Lyman was completely liberated from Ukrainian nationalists\nKonasjenkov sagði rússneska herinn og aðskilnaðarsinna hafa frelsað bæjarbúa Krasnyi Lyman, en það er gamalt heiti bæjarins.\nMeð því að taka bæinn hafa Rússar nú sömuleiðis greiðan aðgang að brúm og járnbrautarbrúm yfir ána Donets en áin hefur tafið sókn Rússa á Donbas-svæðinu hingað til.\nRússar eru sömuleiðis sagðir komnir inn í borgina Severodonetsk í Lugansk-héraði og þykir mikilvægi þeirrar borgar ekki síður mikið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir íbúa á svæðinu að allir vegir séu nú ónýtir, brýr hafi verið sprengdar og flest hús rústir einar.","summary":"Rússar segjast hafa tekið bæ í Donetsk sem tryggir þeim greiða leið að borgum sem Úkraínumenn halda enn í héraðinu. "} {"year":"2022","id":"73","intro":"Fráfrandi sveitarstjóri í Vogum segir að sveitarfélagið setji sig ekki upp á móti því að afhendingaröryggi raforku verði tryggt eins fljótt og verða megi en sveitarfélagið fylgi þeim lögum og reglum sem eru í gildi. Dómsmálaráðherra sagðist í gær vilja flýta framkvæmd Suðurnesjalínu vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga.","main":"Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra sagði í fréttum RÚV í gær aðyfirstandandi jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaganum þyrfti að taka alvarlega. Undanfarnar vikur hefur land risið við Þorbjörn og ljóst að Svartsengi gæti verið í hættu ef kæmi til eldsumbrota, þar er HS-orka. Í ljósi þess segir Jón brýnt setja innviðauppbyggingu í forgang. Til þess þyrfti mögulega að ýta regluverki til hliðar, til dæmis um umhverfismat og útboð - til að hægt sé að koma upp varmaskiptakerfi annarsstaðar og þá sagði Jón að það þyrfti að hraða uppbyggingu Suðurnesjalínu tvö.\nSaga Suðurnesjalínu spannar áratug en línan á að auka afhendingaröryggi og flutningsgetu raforku til og frá Suðurnesjum. Sveitarfélagið Vogar er víðfeðmasta sveitarfélagið á Suðurnesjum en bæjarstjórnin þar hafnaði í fyrra framkvæmdaleyfi Landsnets fyrir Suðurnesjalínu tvö. Meirihlutaviðræður í Vogum standa yfir eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Ásgeir Eiríkson, fráfrandi bæjarstjóri segir umsókn Landsnets sé í sínum eðlilega farvegi innan sveitarfélagsins.\nVið höfum lagt til að það verði valinn annar valkostur samhliða gömlu línunni. Það verði lagður jarðstrengur meðfram reykjanesbraut. Landsnet lagði áherslu á einn valkost, við á annan, við erum bara að fjalla um málið út frá því.\nÁsgeir segir að sveitarfélagið sé ekki á móti því að uppbyggingunni verði hraðað.\nVið vildum manna helst sjá að þessi framkvæmd gæti bara, þetta afhendingaröryggi gæti verið tryggt svo fljótt og verða má. Svo við setjum okkur að sjálfsögðu ekki upp á móti því.\nVarðandi að víkja regluverki til hliðar þá er það á valdi stjórnvalda eða Alþingis og þess vegna ráðuneytisins og stjórnarráðsins að gera það. Sveitarstjórn getur ekkert annað en farið eftir þeim reglm sem gilda hverju sinni.\nÍ lögum er undanþáguákvæði sem heimilar brýnar framkvæmdir ef um almannahagsmuni er að ræða. Auður Önnu Magnúsdóttir er framkvæmdastjóri Landverndar.\nÞað verður hins vegar að vera raunverulegt að um ógn við öryggi almennings sé að ræða og mörg af þessum dæmum sem Jón nefnir þarna fellur alls ekkert undir það eins og Suðurnesjalína tvö. Ástæða fyrir því að hún hefur ekki orðið er þrjóska landsnets við að leggja línuna í jörð í vegöxl Reykjanesbrautar.","summary":"Sveitarstjórinn í Vogum segir bæjaryfirvöld ekki setja sig upp á móti því að framkvæmdum við að tryggja raforkuöryggi á svæðinu verði hraðað, eins og dómsmálaráðherra boðaði í gær. Framkvæmdastjóri Landverndar segir margt af því sem ráðherra nefndi, ekki brýnt öryggismál sem kalli á að regluverk víki til hliðar."} {"year":"2022","id":"73","intro":"Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, gagnrýndi þá sem vilja breyta byssulöggjöfinni í Bandaríkjunum í ræðu á ársþingi byssueigenda, NRA, í Houston í gærkvöldi. Hann segir að löghlýðnir borgarar eigi að nota vopn sín til að vernda almenning og leggur til að sérþjálfaðir kennarar hafi aðgang að byssu í skólastofum.","main":"Ársfundur byssueigenda hófst í gær, þremur dögum eftir að 18 ára piltur skaut 19 grunnskólanemendur og tvo kennara til bana í grunnskóla í Uvalde. YfÁrsfundur byssueigenda hófst í gær, þremur dögum eftir að 18 ára piltur skaut 19 grunnskólanemendur og tvo kennara til bana í grunnskóla í Uvalde. Yfirmaður almannavarna í Texas sagði á blaðamannafundi í gær að lögreglan hefði gert mistök að ráðast ekki strax til atlögu við byssumanninn. Uvalde er í rúmlega 400 kílómetra fjarlægð frá Houston og margir tónlistarmenn sem ætluðu að koma fram á ársfund NRA afboðuðu komu sína. Donald Trump var vel fagnað þegar hann ávarpaði ráðstefnugesti. Hann las upp nöfn þeirra sem létust og vottaði aðstandendum samúð sína.\nBut the existence of evil in our world is not a reason to disarm law abiding citizens who know how to use their weapon and can protect a lot of people. The existence of evil is one of the very best reasons to arm law abiding citizens.\nBesta ástæðan til þess að berjast gegn hinu illa í heiminum er að löghlýðnir borgarar noti vopn sín til að vernda almenning. Þeir hafi kunnáttuna til þess. Forsetinn fyrrverandi lagði til að aðeins einn inngangur ætti að vera í skólum og þar væri málmleitartæki og að hver skóli ætti að hafa lögregluþjón eða vopnaðan vörð við skólana. Þá lagði Trump til að sérþjálfaðir kennarar fengju að hafa byssu á leyndum stað í skólastofunni. Trump segir þetta ekki spurning um peninga. Ef Bandaríkin senda 40 milljarða dollara til Úkraínu ætti að vera hægt að tryggja öryggi skólabarna.","summary":"Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna lagði til á ársfundi byssueigenda í Bandaríkjunum að sérþjálfaðir kennarar verði með vopn í skólastofum. Hann gagnrýndi harðlega þá sem vilja breyta byssulöggjöfinni."} {"year":"2022","id":"73","intro":"Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er í kvöld þegar Liverpool og Real Madrid berjast um Evrópumeistaratitilinn. Real getur þá hampað titlinum í fjórtánda sinn.","main":"Ekkert lið hefur unnið meistaradeildina oftar en Real Madrid sem hafa 13 sinnum hampað titlinum, síðast árið 2018 þegar Real lagði Liverpool að velli í úrslitaleiknum 3-1. Liverpool hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2019. Liverpool hefur þegar tryggt sér enska bikarinn og deildarbikarinn og getur því náð í bikarþrennu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan sjö og fer fram á Stade de France leikvanginum í París.\nMatthildur Óskarsdóttir er heimsmeistari unglinga í klassískri bekkpressu. Matthildur keppti í mínus 84 kílóa flokki á HM í Kazahstan í morgun og lyfti þar 125 kílóum sem er nýtt Íslandsmet. Alexandra Rán Guðnýjardóttir er heimsmeistari unglinga í mínus 63 kílógramma flokki en hún lyfti 102,5 kílóum.\nRíkjandi Ólympíu- og heimsmeistari í kringlukasti, Daniel Ståhl, keppir á afmælismóti Frjálsíþróttasambands Íslands í dag. Þjálfari hans, Vésteinn Hafsteinsson, segir ekki útilokað að heimsmet falli á Selfossi í dag.\nAfmælismót FRÍ hófst klukkan 12. Þar er keppt í hinum ýmsu greinum en kringlukastkeppnin verður sýnd beint á RÚV frá klukkan tvö.\nÞróttur varð í gærkvöld fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8 liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í fótbolta þegar liðið lagði Víking að velli 2-1. Leikurinn var fyrsti leikur 16-liða úrslitanna en fimm leikir eru á dagskrá í dag, en leikur Selfoss og Aftureldingar kl. 16:30 verður sýndur beint á RÚV.","summary":null} {"year":"2022","id":"74","intro":"Forsætisráðherra Ítalíu segir, eftir símafund með forseta Rússlands, að engin teikn séu á lofti um vopnahlé eða frið í Úkraínu. Hart er barist í austurhéruðum landsins.","main":"Sveitir aðskilnaðarsinna, hliðhollar Rússum, segjast hafa náð á sitt vald hernaðarlega mikilvægum bæ í austurhluta Úkraínu. Hart er barist á austurvígstöðvum landsins. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, segist engin merki sjá um að samið verði um vopnahlé eða frið í Úkraínu.\nMario Draghi og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddust við í síma í gær, einkum um yfirvofandi matarskort í heiminum. Á fundi með fréttamönnum í Rómarborg eftir viðræður leiðtoganna sagðist Draghi engin merki hafa fundið um að Pútín ætlaði að opna á þann möguleika að semja um vopnahlé eða frið við Úkraínumenn.\nReuters fréttastofan hefur í dag eftir Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, að hann hafi margoft reynt að fá fund með Rússlandsforseta til að ræða um að binda enda á hernaðaraðgerðirnar, en án árangurs. Hann upplifi ástandið þannig að Rússar vilji einungis leggja fram úrslitakosti sem Úkraínumenn geti ekki gengið að.\nZelensky sagði í daglegu sjónvarpsávarpi sínu í gærkvöld að Rússar væru að fremja skipulagt þjóðarmorð á Donbas svæðinu í austurhluta landsins. Með sama áframhaldi yrði enginn þar eftir á lífi.\nBlóðugir bardagar eru háðir við borgina Severodonetsk. Í dag tilkynntu úkraínskir aðskilnaðarsinnar, hliðhollir Rússum, að þeir hefðu náð bænum Lyman á sitt vald. Hann er hernaðarlega mikilvægur, þar sem um hann liggja leiðir til borga í austurhlutanum sem enn eru á valdi Úkraínumanna.","summary":"Forsætisráðherra Ítalíu segir, eftir símafund með forseta Rússlands, að engin teikn séu á lofti um vopnahlé eða frið í Úkraínu. Hart er barist í austurhéruðum landsins."} {"year":"2022","id":"74","intro":"Formaður Geðhjálpar segir ánægjulegt að drengur með alvarleg geðræn vandamál hafi fengið meðferð í Hollandi niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Aftur á móti sé umhugsunarefni hvers vegna barn hafi þurft að bíða svo lengi eftir lífsnauðsynlegri meðferð að eina leiðin hafi verið að leita út fyrir landsteinana.","main":"Í fréttum RÚV í gær var sagt frá því að Sjúkratryggingar Íslands hefðu greitt fyrir geðræna meðferð þrettán ára pilts í Hollandi. Pilturinn glímdi við alvarlega sjálfsskaðahegðun og var talinn í mikilli sjálfsvígshættu. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, fagnar því að pilturinn hafi fengið meðferð en spyr hvert fordæmisgildið sé, og hvort stefnan sé sú að fólk leiti slíkrar þjónustu erlendis.\nSjúkratryggingar endurgreiddu kostnaðinn við meðferðina á grundvelli of langs biðtíma hér á landi. Um tíu mánaða biðtími er á göngudeild Barna- og unglingageðdeildar Landspítala.\ní þessu tilfelli er þetta einstakt vegna þess að drengurinn var í lífshættu.\nHéðinn bendir á að samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi fari aðeins lítið hlutfall fjármagns til heilbrigðismála í geðheilbrigðismál, þrátt fyrir stærð málaflokksins.","summary":null} {"year":"2022","id":"74","intro":"Ásthildur Sturludóttir verður bæjarstjóri í nýjum meirihluta Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista sem verið er að mynda á Akureyri. Oddviti Sjálfstæðisflokks segir allt klappað og klárt. Nýr meirihluti verður kynntur í næstu viku.","main":"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-listans á Akureyri tilkynntu í gær að þeir hefðu komst að samkomulagi um að mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn. Saman eru þessir flokkar með sex bæjarfulltrúa. Brösuglega hefur gengið að mynda meirihluta á Akureyri en áður höfðu L-listinn, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur reynt að mynda meirihluta sem upp úr slitnaði. Í vikunni fóru viðræður Samfylkingar, Miðflokksins, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sömu leið. Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir síðustu daga hafa verið skrautlega.\nÞað bara slitnuðu viðræður við frábæra skammstöfun BDSM, þriðjudagsnóttina, og daginn eftir fóru bara viðræður í gang og þetta tók bara stuttan tíma.\n-Kom á óvart að Samfylkingin skyldi slíta þeim viðræðum sem voru í gangi, nú töluðu allir eins og það væri bara formsatriði að klára þetta?\nJá það kom verulega á óvart og ég get ekki sagt að ágreiningurinn hafi verið mikill eins og þau eru að gefa út en það er bara þeirra mál.\n-Nú er það þannig að þíð reynduð með L-Lista og Framsókn og það hálfpartinn sprakk og menn töluðu á víxl um hnífstungur í bakið og það voru stór orð látin falla, eruð þið svona fljót að fyrigefa?\nEr þetta ekki bara eins og allt í lífinu, menn gera mistök, mannleg mistök, og það er ágreiningur. Síðan tala menn saman aftur og komast að niðurstöðu, er þetta ekki bara eins og gott hjónaband sem leysir vandamálin.\n-Bæjarstjórastaðan, hún var í umræðinni þegar þið rædduð saman síðast, hver er staðan á því?-\nVið tókum ákvörðun um að Ásthildur væri áfram.\n-Nú hefur verið gagnrýnt að þið komið fram og segið að allt sé klárt en málefnavinnan sé eftir, er það raunin?\nNei alls ekki, eins og ég sagði í einhverju viðtali þá hittumst við í bústað hérna rétt hjá Akureyri og hún var nánast kláruð þannig að þetta er bara klárt.","summary":"Oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri segir að gróið hafi um heilt með flokknum og L-listanum. Orð eins og svik og hnífstungur féllu þegar slitnaði upp úr síðustu viðræðum. Nýr meirihluti þessara flokka og Miðflokksins verður kynntur formlega í næstu viku. "} {"year":"2022","id":"74","intro":"Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar hafa lagt fram sameiginlegt frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra einstaklinga sem til stendur að senda úr landi með fjöldabrottvísun.","main":"Flokkarnir leggja til að sett verði nýtt ákvæði til bráðabirgða sem feli í sér að dráttur á málsmeðferð umsækjenda um alþjóðlega vernd, sem varð vegna heimsfaraldurs COVID-19, verði ekki talinn á ábyrgð umsækjendanna sjálfra. Því skuli umsóknir þeirra teknar til efnislegrar meðferðar hafi þeir verið hér í tólf mánuði eða lengur. Í tilkynningu segir að fjöldabrottvísunin, sem íslensk stjórnvöld hafi undirbúið, sé ekki lagaleg nauðsyn heldur yrði hún pólitísk framkvæmd. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ef skiptar skoðanir séu innan stjórnarflokkanna sé þingmönnum velkomið að styðja frumvarp þessara stjórnarandstöðuflokka.","summary":"Fjórir stjórnarandstöðuflokkar leggja fram sameiginlegt frumvarp um að bregðast við stöðu þess flóttafólks sem hefur ílengst hér vegna kórónuveirufaraldursins."} {"year":"2022","id":"74","intro":"Málefni flóttafólks, sem á að vísa úr landi á næstunni, voru til umræðu á ríkisstjórnarfundi í morgun.","main":"Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að enginn ráðherra í ríkisstjórninni hafi farið fram á að staðið verði að brottflutningi með öðrum hætti en hann hefur boðað. Mörg hundruð hafi þegar verið vísað frá.\nSagði Katrín Jakobsdóttir í samtali við Hauk Holm að loknum ríkisstjórnarfundi rétt fyrir hádegið. Áður ræddi hann við Jón Gunnarsson.","summary":null} {"year":"2022","id":"74","intro":"Stjórnmálafræðingur segir að almenningur í Bandaríkjunum vilji að skotvopnalöggjöf í landinu verði hert. Þúsundir bandarískra barna og unglinga yfirgáfu skólastofur í gær og kröfðust viðbragða stjórnvalda.","main":"Kveikjan að aðgerðunum var mannskæð skotárás á grunnskóla í Texas á þriðjudag. Mótmælin voru einna fjölmennust voru við Oxford-miðskólann skammt frá Detroit. Þar féllu fjórir nemendur í nóvember í fyrra fyrir byssukúlum fimmtán ára unglings og sjö særðust. Foreldrar drengsins gáfu honum skotvopnið.\nSunna Sasha Larosiliere, stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í öryggis- og krísustjórnun, segir að mikil fjölmiðlaumfjöllun um skotárásir virðist oft leiða af sér fleiri skotárásir.\nSagði Sunna í viðtali við Morgunútvarpið á Rás tvö í morgun. Hún segir að almenningur í Bandaríkjunum vilji herta byssulöggjöf.\nSarah Harris sem fer fyrir Everytown for Gun Safety, samtökum sem berjast fyrir hertri skotvopnalöggjöf, segir útilokað að áætla um fjölda þátttakenda. Hún segir þó vita af yfir tvöhundruð samkomum þar sem hundruð komu saman. \u001eÞað er svo skelfilegt að hugsa til þess að unglingar eru myrtir og nemendur um allt land hafa áttað sig á að þetta hefði getað verið hver þeirra sem er, segir Maddie Ahmadi sem er 17 ára nemandi við skóla í Vermont. Jafnaldri hennar í Los Angeles, Roan Thibault að nafni, segist hafa verið í gagnfræðaskóla þegar hann hóf að mótmæla skotvopnalöggjöfinni í Bandaríkjunum. Hann segir að hótun hafi borist skólanum hans fyrir tveimur árum og þrátt fyrir að hótunin væri innihaldslaus segist hann þá hafa upplifað sínar skelfilegustu stundir.","summary":null} {"year":"2022","id":"74","intro":"Fram komst í góða stöðu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna með sigri á Val í gærkvöld. Fram hefur unnið tvo leiki í einvíginu en Valskonur einn.","main":"Framarar leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 12-9 og voru með forystu þar til Valskonur náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 23-22, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Niðurstaðan varð þó að endingu 25-22 sigur Fram sem er þá komið 2-1 yfir í einvíginu og getur því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á sunnudaginn þegar liðin mætast í fjórða sinn.\nSögðu Stefán Arnarsson þjálfari Fram og Hildigunnur Einarsdóttir, leikmaður Vals.\n32-liða úrslitin í Mjólkurbikar karla í knattspyrnu kláruðust í gær með stórleik Breiðabliks og Vals. 2-2 var staðan í hálfleik en það var hins vegar bara eitt lið á vellinum í seinni hálfleik, Blikar bættu þar við fjórum mörkum, unnu öruggan 6-2 sigur og spörkuðu Valsmönnum úr bikarnum. Ísak Snær Þorvaldsson hélt áfram að spila vel og skoraði tvö mörk fyrir Blika eftir að hann kom inná í seinni hálfleik.\nÁ sama tíma unnu Víkingar Hauka afar sannfærandi, 7-0, og 16 lið hafa þar með tryggt sæti sitt í 16-liða úrslitunum sem fara fram í lok júní en dregið verður á mánudag. Í kvöld verður svo flautað til leiks í 16-liða úrslitum kvenna þegar Þróttur og Víkingur mætast. Áfram verður svo spilað á morgun og sunnudag. RÚV sýnir beint frá viðureign Selfoss og Aftureldingar klukkan 16:30 á morgun og á sunnudag klukkan 15 er komið að leik Keflavíkur og ÍBV.","summary":null} {"year":"2022","id":"75","intro":"Flóttabörnum sem vísað er til Grikklands bíður líf sem er engu barni bjóðandi, samkvæmt nýrri skýrslu Rauða kross Íslands. Endursending til Grikklands gangi gegn hagsmunum flóttabarna, og brjóti þar með í bága við lög.","main":"Samkvæmt nýútgefinni skýrslu Rauða kross Íslands hefur flóttafólk í Grikklandi takmarkað aðgengi að húsnæði, heilbrigðisþjónustu, menntun, félagslegri aðstoð og atvinnu. Fyrirhugað er að vísa um 300 hælisleitendum úr landi nú þegar brottvísanir eru hafnar á ný eftir kórónuveirufaraldurinn. Flestir verða sendir til Grikklands, þar á meðal barnafjölskyldum.\nLögum samkvæmt er íslenskum stjórnvöldum skylt að hafa það sem barni er fyrir bestu í forgangi þegar teknar eru ákvarðanir um málefni þess. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri hjá Rauða krossinum, segir að endursending flóttabarna til Grikklands geti tæpast verið í samræmi við lög. Í Grikklandi sé heilsu flóttabarna og velferð stefnt í mikla hættu, og yfirgnæfandi líkur á að þau verði heimilislaus eða búi við óviðunandi aðstæður.","summary":null} {"year":"2022","id":"75","intro":"Ekkert lát er á tilfellum fuglaflensu í villtum fuglum hér á landi og Matvælastofnun berast enn margar tilkynningar um dauða og veika fugla,. Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá stofnunni segir að smit hafi greinst á víð og dreif um landið í mörgum fuglategundum.","main":"Að sögn Brigette hefur Matvælastofnun borist linnulausar tilkynningar um veikar og dauðar Súlur síðan um miðjan apríl. Þær tilkynningar hafi aðallega borist frá Suðurnesjum, Vesturlandi í kringum Akranes og á Snæfellsnesi. Það gefi vísbendingu um að smitum sé ekkert að fækka og smithætta enn mikil.\nSíðan þá höfum við fengið nokkrar tilkynningar um dauða andfugla víða um landið. Einn þeirra hefur greinst jákvæður. Svo kom nýlega ábending úr Vatnajökulsþjóðgarði við Breiðamerkursand þar sem hafa fundist fjöldamargir fuglar af ýmsum tegundum og þar kom í ljós að það fannst fuglaflensa í Skúmi.\nHún segir að það megi búast við því að það verði mikið um smit hjá andfuglum, sérstaklega í Gæsum án þess að það komi í ljós. Andfuglarnir séu gjarnan heilbrigðir þrátt fyrir að vera smitaðir. Vöktunin nær einungis til sýnatöku hjá dauðum fuglum þar sem erfitt er að að taka sýni hjá þeim en Brigette segist óttast að það sé mikið um smit hjá þeim sem valdi aukinni smithættu. Hún segir enga ástæðu fyrir almenning að hræðast smit en fyllstu varúðar þarf að gæta til að flensan berist ekki inn á alifuglabú. Sem betur fer hafi aðeins komið upp eitt tilvik þar sem þurfti að aflífa bakgarðsfugl á Suðurlandi.\nÞað mátti rekja þetta til smits í villtum fuglum af því þarna greindist þetta í Hrafni sem fannst sex dögum áður á sama stað. Það sýnir augljóslega þessa smithættu frá villtum fuglum fyrir alifugla.","summary":"Matvælastofnun berast enn margar tilkynningar um veika og dauða villta fugla. Skæð fuglaflensa hefur greinst í mörgum af þeim sýnum sem tekin hafa verið. "} {"year":"2022","id":"75","intro":"Maðurinn sem myrti 21 í barnaskóla í Texas í fyrrakvöld var í skólanum í um 40 mínútur áður en hann var yfirbugaður af landamæravörðum. Lögreglan réðist aldrei til inngöngu þrátt fyrir að fólk á vettvangi hafi hvatt til þess.","main":"Þegar árásarmaðurinn kom inn í skólann hóf hann strax skothríð. Landamæraverðir voru fyrstir til að bregðast við og skothríð hófst þeirra á milli áður en maðurinn komst í skólastofu, lokaði að sér og hélt skothríðinni áfram. Nítján börn og tveir kennarar lágu þá í valnum og sautján til viðbótar særðust.\nLögreglumennirnir áttu erfitt með að brjóta upp hurðina og urðu á endanum að útvega lykil að henni. Þetta gaf árásarmanninum meiri tíma. Talið er að hann hafi verið inni í skólanum í 40-60 mínútur áður en hann var felldur.\nVitni segja að fjöldi lögreglumanna hafi verið fyrir utan skólann en ekki ráðist inn. Haft er eftir föður eins barnsins sem var drepið að hann hafi sjálfur verið að hugsa um að ráðast inn í skólann af því að lögreglan hafi ekki gert neitt. Fleiri hafa gefið sterklega í skyn að með meiri viðbrögðum fyrr hefði verið hægt að bjarga mannslífum. Lögreglan segir aftur á móti að fjöldi lögreglumanna hafi brugðist við, og leyst úr málunum eins fljótt og hægt var.\nFram hefur komið að árásarmaðurinn hafi hvorki verið á sakaskrá né verið greindur með andleg veikindi. Vopnin sem hann notaði, tveir sjálfvirkir rifflar, voru keypt á átján ára afmæli hans, en í Texas má kaupa skotvopn þegar maður er orðinn átján ára. Beto O'Rourke sem býður sig fram til ríkisstjóra í Texas truflaði í gær blaðamannafund ríkisstjórans Gregs Abbott um árásina og sakaði Repúblíkana um að gera ekkert til að taka á skotárásum - þessi árás hefði verið algjörlega fyrirsjáanleg. O'Rourke var vísað út af fundinum. Demókratar í öldungadeild vinna nú að málamiðlunartillögu um harðari skotvopnalöggjöf í von um að fá nægilega marga Repúblíkana til að setja strangari skilyrði fyrir að eiga slík vopn.","summary":"Vitni að lögregluaðgerðum í skotárásinni í Texas í fyrrakvöld segja að lögreglan hafi ekki ráðist inn í húsið þrátt fyrir áskoranir þar um. Árásarmaðurinn var inni í um 40 mínútur áður en hann var felldur."} {"year":"2022","id":"75","intro":"Ellefu nýburar fórust í eldsvoða á sjúkrahúsi í bænum Tivaouane (tí-vei-van) í Senegal seint í gærkvöld. Eldsupptök má rekja til skammhlaups í nýju rafkerfi sjúkrahússins.","main":"Macky Sal forseti Senegal greindi frá þessu á Twitter og vottaði mæðrum barnanna og öðrum aðstandendum hluttekningu sína. Þremur börnum var bjargað úr eldinum en ellefu fórust. Hann sagði að eldurinn hefði breiðst afar hratt út en hann kom upp á fæðingardeild spítalans.\nFjölmiðlar í Senegal greinda frá því að nýbúið hafi verið að gera endurbætur á sjúkrahúsinu. Abdoulaye Diouf Sarr heilbrigðisráðherra sagði að rannsókn yrði hafin á brunanum en fyrstu vísbendingar benda til þess að skammhlaup hafi orðið í rafkerfi sjúkrahússins, sem nýbúið var að taka í notkun.\nÞessi bruni hefur komið af stað nýrri gagnrýnisöldu á stöðu heilbrigðiskerfisins í Senegal, enda er þetta ekki fyrsta svona atvikið í landinu. Fjögur nýfædd börn létust í eldsvoða í sjúkrahúsi bændum Linguére í norðurhluta landsins, og kröfðust mannréttindasamtökin Amnesty þess í kjölfarið að gerð yrði athugun á öllum fæðingardeildum landsins.\nFyrir rúmum mánði lést svo ófrísk kona eftir að hafa ítrekað beðið um að barnið yrði tekið með keisaraskurði. Hún hafði þá verið með hríðir í 20 tíma. Barnið lést líka. Þetta olli miklum deilum í landinu og heilbrigðisráðherrann viðurkenndi síðar að koma hefði mátt í veg fyrir dauða konunnar. Þrjár ljósmæður sem þá voru á vakt voru dæmdar í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að veita konunni ekki aðstoð í neyð.","summary":null} {"year":"2022","id":"75","intro":"Besta leiðin til þess að auka fjarskiptaöryggi er að fjölga tengingum. Þetta segir Þorvarður Sveinsson, framkvæmdastjóri Farice ehf sem vinnur nú að því að leggja þriðja sæstrenginn á milli Íslands og Evrópu. Strengurinn Íris mun liggja frá Þorlákshöfn til Galway á Írlandi og auka fjarskiptaöryggi Íslands tífalt. Dæmi eru um að klippt hafi verið á sæstrengi ríkja til þess að skaða tengingu og öryggi þeirra við umheiminn en Þorvarður hefur ekki áhyggjur af stríðsrekstri Rússa fyrir öryggi Íslands hvað þetta varðar.","main":"Það eru ákveðnir hlutir sem maður hefur stjórn á og ákveðnir hlutir sem maður hefur ekki stjórn á. Við fókuserum á það sem við getum gert og það er að auka öryggið. Besta leiðin til þess að auka öryggið er að fjölga tengingum. Það er það sem við erum að gera með Írisi.\n-Er eftirlit með þeim. Er eitthvað flug yfir þessa strengi eða siglt yfr þá til þess að fylgjast með þeim eða eitthvað svoleiðis?\nÞað er ekkki beint gert þannig, frekar gert þannig að Landhelgisgæslan fær upplýsinum frá fiskiskipum og almennt fylgist með skipaumferð í kringum Ísland. Það sama á við um skipaumferð í kringum Írland. Þannig er þá fylgst með umferð í kringum strengina. Ef umferð sem talin er undarleg eða skrítin eða hreinlega ekki heimil á sér stað, þá er gripið inn í.","summary":"Framkvæmdastjóri Farice sem vinnur að því að leggja þriðja sæstrenginn milli Íslands og Evrópu hefur ekki áhyggjur af því að stríð í álfunni auki hættu á að ráðist verði á strengina. Fleiri tengingar auki fjarskiptaöryggi."} {"year":"2022","id":"75","intro":"Ítalska knattspyrnuliðið Roma, undir stjórn Jose Morinho, vann í gær sinn fyrsta titil í 14 ár þegar liðið varð Sambandsdeildarmeistari.","main":"Roma mætti hollenska liðinu Feyenoord í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu sem fór í fyrtsa sinn fram á þessari leiktíð. Eina mark leiksins kom á 32. mínútu en það skoraði Niccolo Zaniolo og lokatölur 1-0 Roma í vil. Liðið er því fyrst allra til að hampa Sambandsdeildarbikarnum og Morinho, þjálfari liðsins, varð þar með fyrsti þjálfarinn til að vinna alla Evrópubikarana í sem í boði eru, Meistaradeildina, Evrópudeildina og nú Sambandsdeildina.\nÞað var hart barist í leikjum gærdagsins í 32 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Í Garðabæ var úrvalsdeildarslagur þar sem Stjarnan og KR áttust við. KR ingar unnu þar sannfærandi og öruggan 3-0 sigur. Hallur Hansson, Atli Sigurjónsson og Aron Þórður Albertsson skoruðu mörkin.\nSagði Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR. Í Keflavík var Suðurnesjaslagur Keflavíkur og Njarðvíkur. Njarðvíkingar, sem leika í 2. deild, gerðu sér lítið fyrir og unnu úrvalsdeildarlið Keflavíkur 4-1 og eru þar með komnir í 16-liða úrslit. Önnur úrslit gærkvöldsins urðu þau að FH vann Kára 3-0 og Fylkir skellti ÍBV 2-1. Í dag halda svo 32 liða úrslitin áfram með fjórum leikjum en Fram mætir Leikni, KA fær Reyni í heimsókn, Íslands- og bikarmeistarar Víkings heimsækja Hauka og klukkan 19:45 klárast svo 32-liða úrslitin með stórleik Breiðabliks og Vals en sá leikur verður í beinni á RÚV 2 og í kjölfarið, klukkan 21:35 er Bikarkvöld á dagskrá þar sem farið verður yfir leikina í 32-liða úrslitunum.\nValur og ÍBV mættust svo í þriðja leik úrslitaeinvígisins um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í gærkvöld. Staðan í einvíginu var jöfn, 1-1, fyrir leikinn. Mikil barátta var í leiknum allan tímann og Eyjamenn komust í góða stöðu í seinni hálfleik og voru fjórum mörkum yfir. Valsmenn söxuðu hins vegar á og enduðu á að vinna eins marks sigur, 31-30, eftir spennandi lokamínútu. Valur því kominn í kjörstöðu fyrir fjórða leikinn í úrslitarimmunni í eyjum á laugardaginn kemur.","summary":null} {"year":"2022","id":"75","intro":"Sjúkrahúsið á Akureyri var rekið með tæplega 150 milljóna króna halla í fyrra. Forstjóri sjúkrahússins segir nauðsynlegt að fjárframlög verði aukin til að tryggja aðgengi að öruggri heilbrigðisþjónustu í samfélaginu.","main":"Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri var haldinn í gær. Þar var ársreikningur lagður fram auk þess sem Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra og Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins fluttu ávörp. Starfsemi sjúkrahússins jókst mikið á liðnu ári en komum á dagdeildir fjölgaði um tæp 24%, dvöl á legudeild um 22% og þá fjölgaði fæðingum á sjúkrahúsinu um 26%. Stofnunin var rekin 146,9 milljóna króna halla og segir Hildigunnar að nauðsynlegt sé að auka fjárframlög.\nÞað er mikil þörf í samfélaginu fyrir þjónustu og það hefur sýnt sig sannarlega í starfseminni hjá okkur og á sama tíma lakari rekstrarstaða sem að endurspeglar í raun og veru að við erum að gera meira heldur en við fáum fjármagn til en við lítum á að það sé að endurspegla þá þörf sem við þurfum að veita í þessu samfélagi.\n-Ertu vongóð um að á þessu rekstarári sem þú ert komin inn á að þetta haldist betur í hendur?-\nEins og ég sagði er bjartsýni skylda og ég er mjög vongóð um að við náum að vinna með ráðuneytinu í að leysa þessi mál því að sjúkrahúsið er mjög mikilvæg stofnun í þessu samfélagi.","summary":null} {"year":"2022","id":"76","intro":"19-20 þúsund erlendir starfsmenn þurfa að starfa í íslensku ferðaþjónustunni yfir háannatímann til að anna eftirspurn. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að eftirspurnin nú sé jafnvel enn meiri eftir erlendu starfsfólki, þar sem 2000 Íslendingar sem störfuðu í ferðaþjónustunni fyrir heimsfaraldurinn hafa horfið til annarra starfa.","main":"Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mun betur hafi rekist að manna störf í ferðaþjónustunni nú en síðustu tvö ár þegar heimsfaraldur hafði stórfengleg áhrif bæði á framboð og eftirspurn.\nÉg svo sem ekki alveg með það í kollinum hvað árstíðarsveiflan krefst margra starfsmanna akkurat yfir sumarið en fyrir faraldurin þá var þetta um 19-21 þúsund manns og fór alveg upp í 23 þúsund kannski sem að voru að vinna í ferðaþjónustunni á háönninni og það minnkar síðan eitthvað um nokkur þúsund yfir veturinn en það má búast við því núna að til þess að komast upp í fulla virkni að þessu sinni þá þrufum við jafnvel í kringum 2-3000 manns aukalega erlendis frá til þess að manna þessi störf þar sem að mikið af íslenska starfsfólkiu er farið í aðrar stöður.\nBarist sé um starfsfólk í þessar stöður, sérstaklega þjóna og kokka. Meirihuti fyrirtækja í ferðaþjónustu sé með 10 starfsmenn eða færri. Þegar vanti fólk þurfi eigendur að standa langar vaktir og ganga í flest verk.\nTil dæmis í gistingu að hótel sem fær ekki nægilega margt starfsfólk getur ekki haft nægilega mörg herbergi opin þannig að þá minnkar þá framboðið og tekjumöguleikana samhliða því.\nSama eigi við um afþreyingu. Ef ferðaþjónustufyrirtæki í afþreyingu ná ekki að ráða leiðsögumenn eða bílstjóra er ekki hægt að anna þeirri eftirspurn sem er til staðar.\nOg við sjáum að eftirspurnin er að fara hraðar upp en við gerðum ráð fyrir þannig að þetta er farið að skipta meira máli að geta full mannað þær stöður til þess að geta tekið á móti þessum fjölda.","summary":null} {"year":"2022","id":"76","intro":"Von er á fimmtíu þúsund farþegum með fjörutíu og fimm skemmtiferðaskipum til Grundarfjarðar í sumar. Hafnarstjóri segir ekkert lát á bókunum.","main":"Skemmtiferðaskipin eru komin aftur eftir lægð í COVID, ef marka má dagskrá næstu mánaða í Grundarfjarðarhöfn. Von er á fimmtíu þúsund farþegum með fjörutíu og fimm skipum í sumar.\nFyrstu skemmtiferðaskipin hafa þegar lagt að bryggju víða um land með meðfylgjandi flaumi ferðamanna. Í Grundarfjarðarhöfn kemur fyrsta skip sumarsins sjöunda júní, en Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri segir bókanir með ágætum.\nÞetta byrjar sjöunda júní og þá held ég að það verði bara non-stop fram í september.\nHafsteinn á von á því að fjörutíu og fimm skemmtiferðaskip komi til Grundarfjarðar í sumar. Það eru færri skip en fyrir COVID, en með lengri og dýpri hafnarkanti sem er kominn í notkun í Grundarfirði eru skipin stærri og með fleiri farþegum en áður.\nÞað voru einhvers staðar rúmlega tuttugu þúsund farþegar en við gerum ráð fyrir fimmtíu þúsund farþegum í sumar þannig að þú sérð að þetta eru miklu stærri skip í ár.\nVið erum núna að fara að fá flotbryggju nýja, stærri og breiðari. Fyrir þau skip sem eru út á, fyrir farþegana sem koma með léttabátum. Þannig að aðstaðan verður mjög góð.\nHann segir nokkuð ljóst að komur skemmtiferðaskipa hér á landi hafi náð sömu hæðum og fyrir COVID og jafnvel rúmlega það.\nMikil ásókn í Ísland næstu, eins og við sjáum alveg, búið að bóka vel fyrir tuttugu og fjögur og það streyma inn bókanir. Já, mér sýnist það að þetta sé bara komið til að vera.","summary":null} {"year":"2022","id":"76","intro":"Víða um land funda kjörnir fulltrúar og freista þess að mynda meirihluta í sínum sveitarfélögum. Vel gengur að endurnýja meirihluta frá síðasta kjörtímabili en sums staðar taka nýir meirihlutar á sig mynd.","main":"Viðræður í Reykjanesbæ ganga vel þar sem Framsókn, Samfylkingin og Bein leið freista þess að endurnýja meirihlutasamstarf. Framsókn er í sterkri stöðu eftir að hafa bætt við sig um níu prósentum í kosningunum 14. maí. Oddviti Framsóknar í sveitarfélaginu, er bjartsýnn á að samkomulag náist von bráðar.\nOddviti Fjarðarlistans í Fjarðarbyggð, sem reynir nú að mynda meirihluta með Framsóknarflokknum, segir að viðræður flokkanna hafi einkennst af trausti og góðri stemmningu. Mikill samhljómur sé á milli flokkanna, sem mynduðu einnig meirihluta á síðasta kjörtímabili. Reiknað er með að flokkarnir nái samkomulagi í vikunni.\nÍ Hafnarfirði hafa fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins fundað stíft síðustu daga. Framsókn bætti við sig manni og talsverðu fylgi í sveitarfélaginu. Á fundum hefur mikið verið rætt um bæjarstjóraembættið og hvort það lendi í höndum Framsóknarmanna eða Sjálfstæðismanna.\nFjögurra flokka viðræður listanna B, D, S og M eru í fullum gangi á Akureyri. Fulltrúar flokkanna hittast nú tvisvar á dag og verið er að miðla málum.","summary":null} {"year":"2022","id":"76","intro":"Enn mælast hundruð smáskjálfta á Reykjanesskaga á degi hverjum. Síðasta mánuðinn hafa mælst um 7.300 jarðskjálftar við Svartsengi og Þorbjörn. Tuttugu og tveir þeirra voru yfir þrír að stærð.","main":"Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur verið töluverð síðustu daga, að sögn náttúruvársérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands. Síðasta sólarhring mældust þar 300 jarðskjálftar; á föstudag voru þeir 500; 150 á laugardag; og 400 á sunnudag. Stærsti skjálftinn í hrinunni til þessa var 4. maí, 4,3 að stærð. Skjálftarnir koma til vegna kviku sem er á hreyfingu á þessum slóðum. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur, segir að svo virðist sem stöðugt innflæði sé af kviku og það skýri landris á svæðinu. Ekkert bendi þó til þess, eins og er, að kvikan sé að færast nær yfirborðinu.\nVið horfum bara á stöðuna dag frá degi. Þessar nýju myndir í gær bent util þess að kvikan væri á svipuðum stað, en það væri svona að aukast kvikan, en hún væri í svipaðri hæð í jarðskorpunni. Þannig hún væri fremur að reyna að þrýsta sér lárétt um jarðskorpuna fremur en lóðrétt og myndi einskonar hilli þarna á 4-6 km dýpi.","summary":"Yfir sjö þúsund jarðskjálftar hafa mælst við Svartsengi og Þorbjörn á Reykjanesskaga síðastliðinn mánuð. Kvika er á hreyfingu en hún virðist ekki hafa færst nær yfirborðinu síðustu daga."} {"year":"2022","id":"76","intro":"Hatursorðræða er meinsemd sem ekki á líðast í okkar samfélagi, segir forsætisráðherra. Samhæfa á aðgerðir stjórnvalda og vinna markvisst gegn hatursorðræðu.","main":"Vísbendingar um að hatursorðræða fari vaxandi er ástæða þess að forsætisráðherra hefur ákveðið að skera upp herör gegn þessari meinsemd í íslensku samfélagi.\nSkipaður verður starfshópur sem gerir tillögur að aðgerðum. Samráð verður haft við hagsmunaaðila og stefnt að því að vinnunni ljúki fyrir lok árs.\nJa það hefur sprottið upp umræða um hatursorðræðu á undanförnum vikum og mánuðum og ég hef verið að velta þessu töluvert fyrir mér, hvernig best sé að takast á við þetta. Og niðurstaða mín er að við getum lært ýmislegt af því hvernig við höfum tekist á við orðræðuna um kynbundið ofbeldi og kynferðislegt ofbeldi, og hvernig við getum reynt að vinna þvert á kerfið til að útrýma slíkri meinsemd. Og mér finnst hatursorðræðan vera nokkuð skyld þessu.\nÍ minnisblaði ráðherra segir að unnið verði gegn hatursorðræðu, meðal annars vegna kynþáttar, litarháttar, þjóðernisuppruna, kynhneigðar og kynvitundar fólks.\nÞað er mikið virði í því fyrir samfélagið að fólk geti nýtt hæfileika sína og verið í öruggu rými, ef svo má segja, í samfélaginu, algjörlega óháð kynþætti, kynhneigð eða hverju það er. Og við sjáum að hatursorðræða getur virkað þannig að hún fælir fólk frá því og bælir það niður. Þrengir að möguleikum fólks til að þroska sína hæfileika. Þannig að við lítum á þetta sem stórt samfélagslegt mál, fyrir utan það að við eigum bara ekkert að líða slíkt í okkar samfélagi.","summary":"Forsætisráðherra segir að hatursorðræða sé meinsemd í íslensku samfélagi sem ekki eigi að líðast. Samhæfa á aðgerðir stjórnvalda og vinna markvisst gegn hatursorðræðu."} {"year":"2022","id":"76","intro":"Mikil spenna er í úrslitaeinvígi Fram og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Liðin hafa nú unnið sinn leikinn hvort með einu marki.","main":"Eftir tvo leiki er staðan hnífjöfn í úrslitaeinvígi Vals og Fram um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Liðin mættust öðru sinni í gærkvöldi.\nFramarar unnu fyrsta leikinn á heimavelli á föstudaginn með einu marki og í gær snerust leikar. Eins og við var að búast var mikið jafnræði með liðunum fyrstu mínúturna en Valsarar voru marki yfir í leikhléi 13-12. Þær mættu svo af miklum krafti inn í síðari hálfleikinn og náðu fjögurra marka forystu í fyrsta sinn í leiknum, 18-14. Fram minnkaði muninn í eitt mark í kjölfarið og lokakaflinn jafn og spennandi. Heimakonur á Hlíðarenda voru þó skrefi framar og unnu 27-26. Þar með er staðan jöfn 1-1 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að fagna Íslandsmeistaratitlinum. Liðin mætast næst í Safarmýri á fimmtudag.\nsagði Thea Imani Sturlusdóttir í samtali við Helgu Margréti Höskuldsdóttur. Thea skoraði sjö mörk í leiknum í gær. Áður heyrðum við í Framkonunni Þóreyju Rósu Stefánsdóttur sem skoraði líka sjö mörk.\n32 liða úrslit bikarkeppni karla í fótbolta hefjast í kvöld. Dalvík\/Reynir tekur á móti grönnum sínum Þór frá Akureyri og sýnt verður beint frá leiknum á RÚV 2. Útsending hefst klukkan 19:35. Þá mætast stórveldin Breiðablik og Valur í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Liðin hafa oft farið betur af stað í deildinni en Valur getur með sigri komist á toppinn. Vinni Breiðablik hins vegar jafnar liðið Val að stigum í öðru sæti deildarinnar en Blikar eru sem stendur í sjötta sæti.","summary":"Mikil spenna er í úrslitaeinvígi Fram og Vals um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Liðin hafa nú unnið sinn leikinn hvort með einu marki. "} {"year":"2022","id":"76","intro":"Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa skipulagt fjöldamorð á Donbas svæðinu í austurhluta landsins. Engu lifandi verði þyrmt. Þrír mánuðir eru í dag frá því að rússneska hernum var skipað að ráðast inn í Úkraínu.","main":"Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sakar Rússa um að hafa skipulagt fjöldamorð á Donbas svæðinu í austurhluta Úkraínu. Árásir á austurhéruðin hafa verið hertar til muna. Lettnesk fréttaveita segir skiptar skoðanir um gang Úkraínustríðsins í innsta hring valdakerfisins í Moskvu. Rætt sé um að koma Pútín forseta frá völdum.\nÞrír mánuðir eru í dag frá því að Pútín skipaði rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu. Volodymyr Zelensky forseti sagði í sjónvarpsávarpi seint í gærkvöld að frá 24. febrúar hafi Rússar gert 1.474 flugskeytaárásir á Úkraínu og 2.275 árásir með annars konar skeytum, aðallega á almenna borgara. Loftárásir úr orrustuþotum og þyrlum væru fleiri en þrjú þúsund.\nForsetinn sagði að hörðustu árásirnar um þessar mundir væru á Donbas svæðið, einkum Bakhmut, Popasna og Severdonetsk.\nZelensky sakaði Rússa um að hafa fyrirskipað fjöldamorð á Donbas svæðinu. Engu lifandi skyldi þyrmt. Enginn sagði hann að hefði nokkru sinni eyðilagt jafn mikið í Donbas og rússneski herinn gerði nú.\nLettneska fréttaveitan Meduza hefur í dag eftir heimildum í innsta hring stjórnkerfisins í Kreml að þar á bæ sé farið að ræða um að koma Pútín forseta frá völdum. Sumir séu andvígir Úkraínustríðinu, öðrum þyki ekki nógu vel ganga. Að sögn fréttaveitunnar er byrjað að velta fyrir sér arftaka Pútíns. Þar beri hæst Sergei Sobyanin, borgarstjóra í Moskvu, Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra, og Sergei Kiriyenko, náinn samstarfsmann og ráðgjafa forsetans.","summary":"Forseti Úkraínu sakar Rússa um að hafa skipulagt fjöldamorð á Donbas-svæðinu í austurhluta landsins. Þrír mánuðir eru í dag frá því innrás Rússa hófst. "} {"year":"2022","id":"77","intro":"Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í morgun að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar, gerði Kína innrás í landið. Stuðningur Bandaríkjanna sé öflugri nú, í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu.","main":"Joe Biden forseti Bandaríkjanna, ræddi aukin hernaðarumsvif Kína á svæðinu, á fréttamannafundi með Fumio Kishida forsætisráðherra Japans, í Tokyo í morgun. Hann lýsti því yfir að Bandaríkin væru reiðubúin að beita herstyrk sínum, gerði Kína innrás í Taívan.\nYfirlýsingin er sú mest afgerandi sem forsetinn hefur gefið til stuðnings Taívan, til þessa.\nÞetta kemur fram á fréttavef The Guardian en þar segir að líklegt megi telja að yfirlýsingin verði eitur í beinum stjórnvalda í Kína.\nAukin hernarðarumsvif Kína á svæðinu hafa valdið áhyggjum um fyrirætlanir Kínverja gagnvart Taívan, en Kínverjar hafa aukið vígbúnað sinn nærri Taívan og ítrekað rofið lofthelgi landsins með lágflugi orustuþotna.\nStjórnvöld í Taívan líta á þessi umsvif Kína sem ögrun. Þau skilgreina Taívan sem sjálfstætt ríki en stjórnvöld í Kína líta á landið sem hérað innan Kína og á stjórnvöld í Taívan sem aðskilnaðarsinna.\nVarnarmálaráðherra Taívan lýsti því nýverið yfir að spenna á milli Kína og Taívan hefði ekki verið meiri í fjörutíu ár. Hann telur Kínverja geta gert innrás í landið innan fjögurra ára.\nBiden segir að innrás yrði \u001eekki aðeins óviðeigandi með öllu, heldur myndi hún valda miklum óstöðugleika á svæðinu, í líkingu við það sem er að gerast í Úkraínu.","summary":null} {"year":"2022","id":"77","intro":"Viðræður um meirihlutasamstarf eru hafnar milli Framsóknarflokks, Samfylkingar og Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Flokkarnir þrír mynduðu meirihluta á síðasta kjörtímabili. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir er oddviti Framsóknar.","main":"Meirihlutinn hélt eftir kosningar og Framsókn bætti við sig einum manni eða tæplega 9% þannig að okkur þótti eðlilegt að fara í þetta samtal þó að við höfum einnig rætt við aðra flokka hér í sveitarfélaginu. En gerið þið kröfum um bæjarstjórastólinn? Nei, það er ekkert svoleiðis og við erum ekkert farin að tala um persónur og leikendur ennþá og það mun bara koma í ljós.","summary":null} {"year":"2022","id":"77","intro":"Forseti Úkraínu fer fram á að stjórnvöld á Vesturlöndum stöðvi öll viðskipti við Rússa. Hann biður um enn frekari vopnasendingar til að hrinda sókn innrásarliðsins. Dómstóll í Kænugarði dæmdi rússneskan hermann í ævilangt fangelsi fyrir að hafa skotið almennan borgara til bana.","main":"Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, skoraði í dag á stjórnvöld á Vesturlöndum að stöðva öll viðskipti við Rússa. Þá bað hann um að fleiri vopn yrðu send til landsins til að stöðva sókn innrásarliðsins. Hann segir ekki koma til greina að semja um vopnahlé gegn því að Rússum verði afhentur hluti af Úkraínu.\nZelensky ávarpaði í dag ársfund Alþjóðaviðskiptaráðsins í Davos í Sviss. Hann sagði að algjört viðskiptabann væri besta vopnið gegn því að Rússar og önnur ríki réðust með hervaldi á nágranna sína. Stöðva yrði öll viðskipti við Rússa, þar á meðal að kaupa af þeim olíu. Þá yrði að útiloka alla rússneska banka frá þátttöku í alþjóðaviðskiptum og að erlend fyrirtæki sem enn ættu í viðskiptum við Rússa hættu því þegar í stað.\nAð sögn Zelenskys eru háðir harðir bardagar á austurvígstöðvunum í Úkraínu um þessar mundir. Mannfall segir hann að sé mikið. Til dæmis hafi 87 fallið í árás rússneska hersins á þorpið Desna nálægt landamærum Hvíta-Rússlands og Rússlands.\nDómstóll í Kænugarði dæmdi í dag 21 árs rússneskan hermann í ævilangt fangelsi fyrir stríðsglæp. Hann var sakfelldur fyrir að hafa skotið óvopnaðan almennan borgara til bana á götu úti skömmu eftir að rússneskt herlið réðst á Úkraínu. Hermaðurinn er sá fyrsti sem er dæmdur fyrir stríðsglæp frá því að innrásin hófst síðla í febrúar. Að sögn lögmanns hermannsins verður dóminum áfrýjað.","summary":"Forseti Úkraínu fer fram á að stjórnvöld á Vesturlöndum stöðvi öll viðskipti við Rússa. Hann biður um enn frekari vopnasendingar til að hrinda sókn innrásarliðsins. Dómstóll í Kænugarði dæmdi rússneskan hermann í ævilangt fangelsi fyrir að hafa skotið almennan borgara til bana."} {"year":"2022","id":"77","intro":"Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar í Reykjavík, segir ekki sjálfgefið að flokkurinn verði í meirihluta í nýrri borgarstjórn. Hann fundar með sínu fólki í kvöld, grasrótinni og þeim sem eru á listanum. Fundurinn hefst klukkan sjö í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu. Réttast sé að meta stöðuna núna og hvort vænlegt sé að mynda meirihluta með þeim flokkum sem hafi stýrt borginni undanfarin ár.","main":"Já við í Framsókn erum að meta stöðuna. Við erum ekki að flýta okkur neitt. Nú er næsta skref að halda fund í kvöld þar sem að við kjörnir borgarfulltrúar ræðum við grasrót flokksins. Það er mikilvægt að eiga gott samtal um þá stöðu sem upp er komin og það er ekki sjálfgefið að við förum í meirihluta með þeim flokkum sem hafa stýrt borginni undnafarin ár. Við þurfum að meta stöðuna og ræða hana opinskátt.\nHann segir mikinn málefnalegan samhljóm milli Framsóknar og margra flokka sem buðu fram. Framsókn útiloki ekki neina flokka.\nFlestir flokkar töpuðu fylgi, bæði þeir sem stýra borginni og þeir sem að voru í minnihluta á síðastakjörtímabili. Framsókn fékk mikið fylgi og hefur skýrt umboð til að leiða breytingar í borginni á næsta kjörtímabili sem er að hefjast. Okkar trúnaður er við kjósendur. Við munum stíga þau skref sem þarf til þess að tryggja það að hér verði knúið á um breytingar næstu 4 árin.\nLíst ykkur þá betur á að mynda meirihluta með þessum fallna meirihluta heldur en hreinlega að sitja hjá og vera í minnihluta í næstu borgarstjórn? Þetta er nú bara ein af þeim spurningum sem að við þurfum að ræða í kvöld. Ég átta mig á því að þetta er allt pólitískt viðkvæmt. Við þurfum bara að meta stöðuna.\nÞetta er samráðsfundur og það er mikilvægt að hann fái að eiga sér stað. Ertu þarna að sækja umboð til að hefja formlegar viðræður við fallna meirihlutann? Ég er einfaldlega að eiga gott samtal við mitt fólk og þar byrjar þetta og svo metum við stöðuna.","summary":"Oddviti Framsóknar segir ekki sjálfgefið að flokkurinn verði í meirirhluta í nýrri borgarstjórn. Hann fundar með Framsóknarfólki í kvöld og skoðar hvort rétt sé að hefja formlegar viðræður."} {"year":"2022","id":"77","intro":"Afganskar sjónvarpskonur heita því að berjast áfram fyrir réttindum sínum en talibanar hafa fyrirskipað þeim að hylja andlit sitt í útsendingu.","main":"Sonia Niazi, sjónvarpskona á Tolo stærstu fréttastofu landsins, segir að þrátt fyrir að talibanar hafi þvingað konur til að bera grímu láti þær ekki deigan síga. \u001eVið notum röddina til að koma baráttumálum okkar á framfæri, segir Niazi og kveðst þess fullviss að ætlun talibana hafi verið að hrekja sjónvarpskonur úr starfi. \u001eVið hækkum bara róminn og höldum áfram að mæta í vinnuna þangað til íslamska emírdæmið skipar okkur að sitja heima, segir Niazi.\nAðrar sjónvarpskonur taka undir orð hennar en Khpolwak Sapai (Polvak Sapæji) stjórnandi Tolo segir að talibanar hafi lagt mjög hart að honum að hlýða tilskipunininni. Síðdegis í gær ákváðu karlkyns sjónvarpsmenn að bera svartar grímur í útsendingu í andófi gegn henni.\nMohammad Akif Sadeq Mohajir, talsmaður siðgæðisráðuneytisins kveðst fagna því að sjónvarpsstöðvarnar hlýddu en það sé alls ekki ætlunina að ýta sjónvarpskonum til hliðar eða svipta þær réttinum til atvinnu. Fyrr í mánuðinum fyrirskipaði Hibatullah Akhundzada, æðsti leiðtogi Afganistan, konum að hylja sig nánast algerlega á almannafæri. Siðgæðisráðuneyti landsins ákvað að það ætti einnig við í sjónvarpi. Sjónvarpskonur virtu þá fyrirskipun að vettugi á laugardaginn en eftir að þeim var hótað brottrekstri huldu ásýnd sína nær alveg í útsendingu í gær.","summary":null} {"year":"2022","id":"77","intro":"Yfir 600 bátar hafa nú verið skráðir til strandveiða og eru heldur fleiri farnir til veiða en á sama tíma í fyrra. Mikil hækkun hefur orðið á fiskverði á þessari vertíð og til dæmis er verð fyrir slægðan ufsa um 100 prósent hærra en í fyrrasumar.","main":"Nú þegar fjórða vika strandveiða er að hefjast hafa 547 bátar landað afla, sem er tuttugu og tveimur bátum fleira en á sama tíma í fyrra. Heildaraflinn er þó heldur minni því tíðarfarið hefur ekki verið upp á það besta. Veiðidagar hafa fallið niður þess vegna og landanir talsvert færri.\nEn það fiskast misvel eftir svæðum og þar sem best lætur hafa fallið löndunarmet.\nMun hærra verð fæst fyrir aflann nú en í fyrra, en eins og fram hefur komið hefur fiskveð almennt hækkað mikið. Þannig hefur verð fyrir óslægðan þorsk á strandvieðum hækkað um 44% milli ára og ufsaverð er nærri hundrað prósent hærra en í fyrra.","summary":"Mikil verðhækkun er fyrir afla á strandveiðum og ufsaverð hefur hækkað um nærri hundrað prósent milli ára. Tæplega 550 bátar hafa landað afla það sem af er vertíðinni."} {"year":"2022","id":"77","intro":"Engar mælingar eru gerðar á eiturefnum í lestum skipa sem landað hafa uppsjávarafla. Fimm menn veiktust á Eskifirði í síðustu viku eftir að hafa landað kolmunna. Mögulega fengu þeir á sig brennisteinsdíoxíð sem varð að brennisteinssýru þegar þeir þvoðu sér.","main":"Hættulegar gastegundir geta leynst í lestum skipa eftir að uppsjávarafla hefur verið landað. Menn sem fara þangað niður geta verið í hættu því einungis er mælt hvort nægt súrefni er í lestinni, ekki er athugað sérstaklega með eiturefni.\nÁ þriðjudaginn í síðustu viku var verið að landa kolmunna úr skipi til vinnslu hjá Eskju á Eskifirði. Fimm starfsmenn löndunarfyrirtækisins Tandrabergs fóru niður í lestina til að hreinsa hana og smúla restar. Eftir að þeir voru komnir heim til sín úr vinnu fóru tveir að finna fyrir miklum bruna í augum, andliti og lungum. Svo miklum að þeir gátu ekki opnað augun. Sá þriðji fann einnig fyrir einkennum og var þá athugað með hina tvo. Þeir höfðu smávægileg einkenni í augum. Allir mennirnir fimm voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur um nóttina en eru komnir heim og eru á batavegi.\nBæði vinnueftirlitið og heilbirgðiseftirlit rannska málið en rannsókn snýr meðal annar að meðferð aflans en í starfsleyfi er kveðið á um að hann skuli kældur, ísaður eða rotvarinn. Styrkur súrefnis er mældur áður en farið er niður í lest og einkennin benda til efnamengunar. Einar Birgir Kristjánsson, framkvæmdastjóri Tandrabergs, segir að svipað atvik hafi orðið á Norðfirði fyrir nokkrum árum og mikilvægt sé að læra af þessu núna og tryggja að þetta gerist ekki aftur.\nÞegar kolmunni er veiddur á þessum tíma er mikil áta í honum og hann viðkvæmur þá skemmist hann hratt og getur myndast brennisteinstvíyldi eða brennnisteinsdíoxíð. Sem getur hvarfast við vatn og myndað brennisteinssýru oftast ekki í miklu magni en kemur heim og saman við okkar getgátur um að mennirnir fundu ekki fyrir neinum einkennum fyrr en eftri að þeir voru komnir heim til sín og voru búnir að fara í bað. En þetta eru allt saman getgátur.","summary":"Engar mælingar eru gerðar á eiturefnum í lestum skipa sem landað hafa uppsjávarafla. Fimm menn veiktust á Eskifirði í síðustu viku eftir að hafa landað kolmunna. Mögulega fengu þeir á sig brennisteinsdíoxíð sem varð að brennisteinssýru þegar þeir fóru í sturtu. "} {"year":"2022","id":"77","intro":"Um fjögur hundruð jarðskjálftar hafa mælst síðasta sólarhring á Reykjanesskaga. Von er á nýjum myndum af svæðinu innan sólarhrings svo unnt verði að greina betur hvað er á seyði á svæðinu.","main":"Jörð skelfur nú mest á svæðinu við Svartsengi og aust-norðaustan við Þorbjörn. Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir skjálftavirkni hafa haldið áfram frá því fyrir helgi.\nStærsti skjálftinn var í morgun klukkan korter yfir sjö og einhverjir urðu hans varir hér á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að ég get rétt ímyndað mér að hann hafi fundist vel í Grindavík í morgun hann var 3,5 að stærð.\nNýjar myndir af svæðinu berast væntanlega í dag til greiningar fyrir jarðvísindamenn. Myndirnar sýna hvort jörð færist um einhverja millimetra til norðurs og suðurs, eða austurs og vesturs og hvort yfirborð hækkar eða lækkar. Út frá gögnunum er svo metið hvort kvika undir yfirborði jarðar rís eða hnígur.\nÞað er mjög gott að fá þetta núna, Því við fórum í mjög ítarlegar greiningar á fyrri mynd og það verður svo áhugavert að sjá hver þróunin hefur verið síðan þá.\nOg það verður unnið úr þeim bara eins fljótt og auðið er og við vonumst til að geta birt niðurstöður úr því annað hvort seint í dag eða þá á morgun","summary":"Fjögur hundruð skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga síðasta sólarhring. Sá stærsti, 3,5 að stærð, varð klukkan kortér yfir sjö í morgun. "} {"year":"2022","id":"77","intro":"Breiðablik er enn ósigrað á toppi efstu deildar karla í fótbolta. Blikar eru nú með fimm stiga forskot á KA sem er í öðru sæti að sjö leikjum loknum.","main":"Breiðablik tók á móti nýliðum Fram á Kópavogsvelli í miklum markaleik. Eftir góða byrjun Blika tókst Fram að jafna metin og þegar 20 mínútur voru til leiksloka var staðan orðin 3-3. Omar Sowe tryggði heimamönnum hins vegar stigin þrjú með marki á 87. mínútu og 4-3 niðurstaðan í Kópavogi. Breiðablik hefur því enn ekki tapað stigum í Bestu deild karla og er eitt á toppnum með 21 stig eftir sjö umferðir. Á Hlíðarenda sóttu ríkjandi Íslandsmeistarar Víkings stigin þrjú með 3-1 sigri á Val. Eftir sigur Víkings eru Valur og Víkingur með 13 stig og í 4. og 5. sæti. KA er í 2. sætinu með 16 stig og Stjarnan í því þriðja með 14.\nBandaríkjamaðurinn Justin Thomas tryggði sér sigurinn á PGA-meistaramótinu í golfi í gærkvöld eftir mikla dramatík. Sílemaðurinn Mito Pereira hóf lokadaginn einn í toppsætinu og var þar enn þegar komið var á lokaholuna. Þar lenti hann í miklum hremmingum og fékk tvöfaldan skolla, við það var hann kominn á fjögur högg undir par samanlagt, og missti af sigrinum. Þess í stað fóru Bandaríkjamennirnir Justin Thomas og Will Zalatoris, sem voru búnir með hringinn á fimm undir pari, aftur út á völl og í umspil um sigurinn. Leiknar voru þrjár holur í umspilinu þar sem besta skorið dugði til sigurs. Thomas lék einu höggi betur á holunum þremur samanlagt og hann tryggði sér því sigurinn. Þetta er í annað sinn sem Justin Thomas fagnar sigri á PGA-meistarmótinu en þetta eru einu tveir sigrar hans á risamótum í golfi.\nÚrslitaeinvígi Reykjavíkurstórveldanna Fram og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna heldur áfram í klukkan hálf átta í kvöld þegar Valur fær Fram í heimsókn á Hlíðarenda. Fram vann fyrsta leikinn í Safamýrinni með einu marki eftir ótrúlegan leik, 28-27. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn og því ljóst að Fram getur komið sér í vænlega stöðu með sigri í kvöld en Valskonur geta jafnað í 1-1.","summary":"Breiðablik vann Fram í miklum markaleik í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, 4-3. Breiðablik hefur unnið alla leiki sína í deildinni í vor og er nú með 5 stiga forskot á toppi deildarinnar."} {"year":"2022","id":"77","intro":"Verkkaupar þurfa að huga sérstaklega vel að verksamningum um þessar mundir. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Verð á aðföngum fyrir byggingariðnað hafi í sumum tilfellum margfaldast á síðustu mánuðum. Vöruskortur vegna heimsfaraldurs og stríðsátaka hafi mikil áhrif á stórar atvinnugreinar.","main":"Hrávöruverð hefur hækkað mikið undanfarin misseri. Verð á stáli hefur margfaldast, það hefur fjórfaldast á stuttum tíma. Verð á kopar hefur hækkað mikið sem skilar sér í hækkun á verði raflagnaefnis.\nSigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.\nVið höfum séð þetta líka varðandi timbur, þannig að þetta kemur víða við sögu í byggingariðnaðinum.\nHann segir marga verktaka hafa sýnt fyrirhyggju og náð að útvega aðföng í tæka tíð svo verk tefjist ekki eða snarhækki í verði. Stríðsátökin í Úkraínu lokuðu stórum mörkuðum eins og Hvíta-Rússlandi og Rússlandi sem eru stórir markaðir fyrir stál og timbur.\nÞannig að þá þarf að finna nýja markaði og það erum fleiri en við í þeirri stöðu þannig að það hefur þá áhrif bæði á afhendingartíma og verð. Þannig að það hefur verið mjög krefjandi skulum við segja og mikil áskorun að láta hlutina ganga.\nEkki sér fyrir endann á þessari stöðu.\nÞó að svona vonandi muni rætast eitthvað úr að lokum en það er ekkert sem bendir til þess að það sé í kortunum akkurat núna.\nMargir verksamningar sem gerðir hafa verið taki ekki tillit til þessara miklu verðhækkana.\nÞeir eru oft miðaðir við byggingavísitölu sem að endurspeglar ekki þá hækkun sem hefur orðið á verði aðfanga sem gerir það að verkum að verktakar geta lent illa í því sem eru með opna samninga í dag. Þannig að verkkaupar og þá kannski sérstaklega opinberir verkkaupar þurfa að íhuga þessa stöðu og sýna sveigjanleika og við vitum það reyndar að í nýlegum útboðum þá hafa verkkauparnir viljað setja inn endurskoðunarákveði til þess að taka á þessu sem er mjög jákvætt mál.","summary":"Vöruskortur vegna heimsfaraldurs og stríðsátaka hefur mikil áhrif á stórar atvinnugreinar hér á landi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að verð á aðföngum fyrir byggingariðnað hafi í sumum tilfellum margfaldast á síðustu mánuðum. "} {"year":"2022","id":"78","intro":"Tveir snarpir jarðskjálftar mældust við Grindavík um tíuleytið í morgun. Nokkuð hafði dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga í nótt en yfir tvö hundruð skjálftar hafa nú mælst á svæðinu frá miðnætti.","main":"Skjálftarnir tveir urðu þremur kílómetrum norðvestur af Grindavík. Sá fyrri var 3,5 að stærð og sá seinni 3,6, og þeim fylgdi nokkur eftirskjálftavirkni. Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að skjálftarnir tveir hafi ekki verið á sömu slóðum og aðrir skjálftar sem mælst hafa á svæðinu nýverið, sem voru norðaustanmegin við Grindavík. Hún segir þó skjálfta hafa mælst á þessu svæði um miðjan mánuðinn.\nÞannig að þetta er nú ekki einhver óþekktur staður, þetta teljum við að sé hluti af þeirri hrynu sem hefur verið í gangi núna síðan um mánaðarmótin, svona með hléum og tengist landrisinu sem á sér stað núna undir Þorbirni.\nSigríður segir hrinurnar oft haga sér þannig að þær séu hviðukenndar. Hún segir virknina ekki vera í líkingu við það sem hún var í síðustu viku og að hún virðist ekki vera að aukast. Virknin virðist heldur hafa flust yfir á þetta svæði, það er að segja norðvestur af Grindavík.","summary":"Tveir snarpir jarðskjálftar mældust við Grindavík í morgun. Yfir tvö hundruð skjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti. Jarðeðlisfræðingur segir varasamt að búast við að atburðarrás verði eins og þegar gaus við Fagradalsfjall í fyrra."} {"year":"2022","id":"78","intro":"Formaður Rauða krossins segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir því hvaðan það kemur. Verið sé að taka upp útlendingastefnu sem sé með þeim harðari sem þekkist, tengja þurfi saman dvalarleyfi og atvinnuleyfi.","main":"Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði er nýkjörinn formaður Rauða kross Íslands. Hún var gestur Silfursins í morgun þar sem meðal annars var rætt um fyrirhugaða brottvísun hátt í 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd, en fólkið verður sent í flóttamannabúðir í Grikklandi. Hún segir mismunandi viðhorf til flóttafólks eftir upprunalandi:\nMér finnst þetta óásættanlegt. Flóttafólk á að njóta sama réttar, sama hvaðan það kemur. Íslensk stjórnvöld hafa verið að herða sína útlendingastefnu. Við erum að taka upp stefnu sem er með því harðari, við erum að elta Norðurlöndin í þeirra hörðustu stefnum.\nSilja Bára segir að íslensk stjórnvöld nýti sér Dyflinnarreglugerðina í öðrum tilgangi en hún hafi verið ætluð.\nHún var sett til þess að tryggja það að umsækjendur um alþjóðlega vernd fengju efnislega meðferð sinna umsókna einhversstaðar. Og við notum hana til að senda fólk í fyrsta land vegna þess að það er heimild, en ekki skylda.\nSumir þeirra sem nú á að senda úr landi hafa dvalið hér í talsverðan tíma og fest hér rætur, vegna þess að ekki var hægt að senda þá til baka í faraldrinum.\nÞað mannúðlega væri að veita fólki dvalarleyfi, dvalarleyfi kalla á að fólk geti séð fyrir sér þannig að það þarf að tengja dvalarleyfi og atvinnuleyfi meira saman. Við viljum auðvitað bara tryggja það að fólki sé tekið af mannúð hvort sem það kemur frá Afganistan eða Úkraínu. Fólk sem kemur annars staðar frá upplifir mismunun; upplifir að þau sem koma frá Úkraínu þeim er betur tekið og við höfum alveg séð merki um það í okkar starfi.","summary":"Nýkjörinn formaður Rauða kross Íslands segir að sú útlendingastefna sem verið sé að taka upp hér á landi, sé með þeim harðari sem þekkist. Óásættanlegt sé að mismuna flóttafólki eftir uppruna."} {"year":"2022","id":"78","intro":"Á þriðjudag verða þrír mánuðir liðnir síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Jón Ólafsson, sérfræðingur í málefnum Rússlands, segir ekkert benda til þess að stríðinu sé að ljúka. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda gætu farið að hafa áhrif á Rússa í haust.","main":"Ég held að það sé ekkert sem bendir til þess að því sé að ljúka, þvert á móti. Það sem hefur gerst og komið heimsbyggðinni á óvart er hversu illa hefur gengið hjá Rússum. Við vitum ekki alveg hvað gerist næst.\nJón var gestur Silfursins í dag. Hann segir að Rússar séu þó ekki að draga sig til baka. Það hægist á þeim en þeir eigi eftir að færast lengra til vesturs í sumar. Margt bendi til þess að geta Rússa til að fjölga fólki og bæta sín hernaðartæki sé að minnka en fjölmiðlar þar í landi leggi nú ofuráherslu á uppgjöf úkaínskra hermanna í Mariupol.\nAlmenningur í Rússlandi er látinn halda það núna að það sé fullnaðasigur í vændum.\nSeðlabankastjóri Rússlands vakti athygli á því um daginn að varaforði Rússa væri ekki endalaus. Mikið af framleiðslu í Rússlandi byggi á innfluttum varahlutum en fjöldi ríkja hafa brugðist við innrásinni með viðskiptaþvingunum á Rússa.\nÞessar viðskiptaþvinganir Vesturlanda eru auðvitað þess eðlis að þær gætu farið að hafa áhrif. Ekki kannski strax en með haustinu. Þannig margir eru að horfa á september\/október sem úrslitastund.","summary":"Ekkert bendir til þess að stríðinu í Úkraínu sé að ljúka segir sérfræðingur í málefnum Rússlands. Úrslitastund gæti orðið í haust."} {"year":"2022","id":"78","intro":"Fólk ætti að forðast náin samskipti við fólk sem það þekkir ekki, ætli það að forðast að smitast af apabólu. Þetta segir yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Þar er verið að þróa aðferð til þess að greina apabólu.","main":"Ekki er unnt að greina apabólu með fullnægjandi hætti hér á landi en verið er að þróa aðferð til þess. Til þess að forðast smit ætti fólk ekki að eiga í nánum samskiptum við fólk sem það þekkir ekki, segir yfiræknir sýkla- og veirufræðideildar.\nApabóla hefur nú greinst í fjórtán löndum hið minnsta og eru tilfellin yfir áttatíu talsins. Bólan hefur til að mynda stungið sér niður í Noregi, Svíþjóð, á Bretlandi og Spáni. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í dag apabólan væri áhyggjuefni því ef hún nær útbreiðslu hefði það víðtæk áhrif. Sóttvarnayfirvöld í Belgíu hafa ákveðið að þeir sem greinist þar sæti þriggja vikna einangrun.\nApabóla hefur ekki greinst hér á landi. Til eru próf hér og jákvæð niðurstaða í þeim gefur sterka vísbendingu um að viðkomandi geti verið með apabólu. Guðrún Svanborg Hauksdóttir, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segir að vakni grunum um apabólu verði sýni sent til Svíþjóðar til staðfestingar.\nEn það er verið að þróa aðferð og við bíðum bara eftir hvarfefnunum. Þegar þau verða komin ætti ekki að líða á löngu þangað til við verðum komin með aðferð til að greina hana hérna á Íslandi. - Hafa þegar verið send einhver sýni úr landi? Nei, ekki ennþá. En við erum reiðubúin þegar það berst.\nGuðrún segir viðbúið að það taki nokkra daga að fá niðurstöðu frá Svíþjóð. Greiningaraðferðin sem verið er að þróa á sýkla- og veirufræðideildinni er hin kunnuglega PCR-aðferð. Guðrún býst við að aðferðin verði tekin í notkun eftir tvær til þrjár vikur.\nApabóla er sjúkdómur sem sprettur af veirusýkingu. Einkenna verður vart einni til þremur vikum eftir smit. Fyrstu einkenni apabólu eru hiti, höfuðverkur, vöðvaverkir, bakverkur, eitlabólga og þreyta. Þá fylgir þessu útbrot og kláði, blöðrur sem breytast í hrúður. Vessinn í blöðrunum er smitandi en líka hósti. Útbrotin byrja oft í andliti en færast síðan niður líkamann. Margir þeirra sem hafa greinst eru karlmenn sem stunda kynlíf með körlum. En hvernig getur fólk forðast að smitast?\nÞað er bara að forðast náin samskipti við fólk sem maður þekki ekki alltof vel. Það þarf náin samskipti til að smitast. Maður þarf að snerta virkilega útbrot og þess háttar. Þannig að það er bara að gæta sín.","summary":"Fólk ætti að forðast náin samskipti við þá sem það þekkir ekki, ætli það að forðast að smitast af apabólu. Þetta segir yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Þar er verið að þróa aðferð til þess að greina sjúkdóminn."} {"year":"2022","id":"78","intro":"Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir auknar líkur á stórum skjálfta nær Reykjavík. Hann segir varasamt að búast við að atburðarrásin verði eins og þegar gaus við Fagradalsfjall í fyrra.","main":"Rætt var við Pál í Silfrinu á Rúv núna rétt fyrir hádegi. Hann segir að skjálftavirknin á Reykjanesskaga nú sé sambærileg þeirri sem var í ársbyrjun 2020. Það sé varasamt að draga of miklar ályktanir af því að dregið hafi úr skjálftavirkni í nótt, þó dregið hafi úr skjálftavirkni rétt áður en eldgos hófst í fyrra.\nen jú. Vissulega er hugur okkar að þessari jarðvá sem er nú í gangi.","summary":null} {"year":"2022","id":"78","intro":"Tívolí í Kaupmannahöfn ætlar að bjóða upp á veglega skemmtidagskrá á þjóðhátíðardag Íslendinga, sautjánda júní. Prjónafólk á Íslandi og víðar situr nú sveitt við og prjónar ullarveifur í fánalitunum, sem eiga að prýða Tívolí þennan dag.","main":"Eitt þúsund veifur í íslensku fánalitunum - prjónaðar úr ull - eiga að prýða skemmtigarðinn Tívolí í Kaupmannahöfn, þegar haldið verður upp á íslenska þjóðhátíðardaginn, sautjánda júní.\nÞað verður mikið um dýrðir í Tívolí þennan dag - tveir íslenskir kórar syngja, Moses Hightower spilar, það verður boðið upp á íslenskan mat, prjónanámskeið - og Vilhelm Netó verður með uppistand. Halla Benediktsdóttir, forstöðukona Jónshúss í Kaupmannahöfn, hefur komið að undirbúningi þessa viðburðar.\nog það er stefnt að því að flagga handprjónuðum ullarveifum í íslensku fánalitunum í Tívolí þennan dag - um það bil þúsund slíkum veifum, segir Halla.\nSautjándi júní er auðvitað ekki frídagur í Danmörku, þannig að daginn eftir verður Íslendingafélagið með alvöru íslenska þjóðhátíð - hoppukastala og pulsur, sem má auðvitað ekki vanta.","summary":"Tívolí í Kaupmannahöfn ætlar að bjóða upp á veglega skemmtidagskrá á þjóðhátíðardag Íslendinga, sautjánda júní. Prjónafólk á Íslandi og víðar situr nú sveitt við og prjónar ullarveifur í fánalitunum, sem eiga að prýða Tívolí þennan dag. "} {"year":"2022","id":"78","intro":"Sigurgleði Lyon var ósvikin og stóð lengi eftir að franska liðið vann Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld eftir 3-1 sigur á Barcelona. Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nú unnið keppnina tvisvar.","main":"Sara kom reyndar ekkert við sögu í úrslitaleiknum, en var á varamannabekknum og fagnaði vel í leikslok. Hún var í mun stærra hlutverki þegar hún vann keppnina með Lyon fyrir tveimur árum síðan. Þá spilaði hún allan leikinn og skoraði mark. Hún kom þó við sögu í Meistaradeildinni á leiktíðinni með Lyon þrátt fyrir að vera mjög nýlega snúin til baka eftir barneignarleyfi. Lyon hefur nú unnið Meistaradeildina átta sinnum, eða langoftast allra liða.\nAnadaolu Efes frá Tyrklandi vann Evrópudeildina í körfubolta, EuroLeague í gærkvöld. Efes sigraði Real Madríd frá Spáni í úrslitum keppninnar í gær með aðeins eins stigs mun, 58-57. Úrslitaleikurinn var spilaður í Belgrad, höfuðborg Serbíu. Það hefur líklega hjálpað liði Efes, því besti maður liðsins í úrslitaleiknum var Serbinn Vasilije Micic sem endaði stigahæstur með 23 stig. Þetta var annað árið í röð sem Anadolu Efes vinnur Evrópudeildina.\nMito Pereira frá Chile er í fínum málum fyrir lokahring PGA meistaramótsins í golfi í Tulsa í Oklahoma. Pereira sem lék þriðja hringinn í gærkvöld á einu höggi undir pari er á samtals níu höggum undir pari fyrir lokahringinn. Hann hefur þriggja högga forskot á Englendinginn Matt Fitzpatrick og Will Zalatoris frá Bandaríkjunum sem eru jafnir í öðru sæti. PGA meistaramótið er eitt fjögurra risamóta ársins hjá karlkylfingum. Mótinu lýkur í kvöld.\nOg spennan er mikil fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Manchester City tryggir sér enska meistaratitilinn með sigri á Aston Villa. Misstigi City sig getur Liverpool orðið meistari með sigri á Úlfunum. Tottenham stendur betur í baráttunni við Arsenal um fjórða sætið, síðasta lausa sætið í Meistaradeild Evrópu. Tottenham sem hefur tveimur stigum meira mætir Norwich en Arsenal leikur við Everton. Þá kemur einnig í ljós hvort Burnley eða Leeds fellur með Watford og Norwich. Burnley tekur á móti Newcastle en Leeds sækir Brentford heim.","summary":"Sara Björk Gunnarsdóttir vann Meistaradeild Evrópu í fótbolta í annað sinn með liði sínu Lyon í gærkvöld."} {"year":"2022","id":"78","intro":"Lítið er um sektir úr svokölluðum meðalhraðamyndavélum sem settar voru upp í Norðfjarðargöngum en þær reikna út meðalhraða ökutækis á milli tveggja punkta. Slíkar vélar verða settar upp í fleiri göngum.","main":"Mikilvægt þykir að halda umferðarhraða niðri í göngum enda geta slys þar verið mjög alvarleg ekki síst ef eldur kemur upp í ökutækjum og göngin fyllast af reyk.\nMeðalhraðamyndavélar hafa nú verið í notkun á tveimur vegköflum í um hálft ár. Í Norðfjarðargöngum á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar og á Grindavíkurvegi. Þær taka mynd af ökutæki þegar það kemur inn á kaflann og aftur þegar ekið er út af honum og reikna meðalhraðann. Ef hann er of mikill fær viðkomandi sekt. Þessar vélar eru taldar betri í að lækka hraða heldur en vélar sem aðeins mæla á tilteknum stað enda geta ökumenn fljótt lært hvar slíkar vélar eru.\nGuðrún Hauksdóttir hjá lögreglunni í Stykkishólmi tekur á móti upplýsingum úr meðalhraðamyndavélum og segir í samtali við fréttastofu að mjög lítið hafi verið um hraðabrot í Norðfjarðargöngum síðan vélarnar voru teknar í notkun í nóvember. Ökumenn virðist gæta sín þökk sé myndavélunum sem mæli meðalhraða. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er nú unnið að því að koma vélum sem þessum upp í bæði Hvalfjarðjargöngum og Dýrafjarðargöngum og er áætlað að setja þær upp á þessu ári.","summary":null} {"year":"2022","id":"78","intro":"Frakkar standa frammi fyrir sinnepsskorti í sumar. Ástæðan er margþætt en miklir þurrkar í Kanada, léleg uppskera innanlands og stríðið í Úkraínu valda því að varla er mustarðskorn að fá.","main":"Fjöldi verslana á í stökustu vandræðum með að útvega sinnep og verðið hefur hækkað um tíu prósent á skömmum tíma. Á seinasta ári urðu þurrkar í landbúnaðarhéruðum vestanvert í Kanada til þess að uppskera hrundi en Frakkar kaupa mikið af sinnepskorni þaðan. Framleiðsla á korni hefur einnig verið undir væntingum innanlands síðustu þrjú ár, nú seinast vegna votviðrasams vetrar og vorkulda.\nLuc Vondermaeson, forstjóri La Reine de Dijon þriðja stærsta sinnepsframleiðanda Frakklands, segir framleiðslu sinneps vera nærri fjórðungi undir því sem venjulegt er. Hann segir mjög hafa dregið úr framboði á sinnepskorni síðan í janúar og að hann eigi mesta basli með að útvega það.\nEkki sé heldur hægt að bæta úr skortinum með innflutningi frá Rússlandi eða Úkraínu vegna stríðsins. Árásir Rússa, viðskiptaþvinganir vesturlanda og hafnbann við Svartahaf hafa orðið til þess að mikill skortur er orðinn á mörgum þeim fæðutegundum sem bæði Rússar og Úkraínumenn framleiða og flytja út. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu fyrr í vikunni við því að hætta gæti verið álangvinnum fæðuskorti um alla jörð vegna innrásarinnar.","summary":null} {"year":"2022","id":"79","intro":"Allt útlit er fyrir að stjórnarskipti verði í Ástralíu, eftir kosningarnar sem haldnar voru í dag. Búið er telja um fjörtíu prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn gæti verið kominn með meirihluta á sambandsþingi Ástralíu.","main":"Leiðtogi ástralska Verkamannaflokksins, Anthony Albanese, verður að líkindum næsti forsætisráðherra Ástralíu, eftir þingkosningarnar sem haldnar voru í dag. Búið er að telja um fjörtíu prósent atkvæða og útlit fyrir fyrir að Verkamannaflokkurinn fái meirihluta á sambandsþingi Ástralíu.\nKlukkan er að ganga ellefu að kvöldi í Sydney - fyrir tæpum klukkutíma lýsti Ástralska ríkissjónvarpið yfir sigri Verkamannaflokksins - sem var, núna rétt fyrir fréttir, kominn með sjötíu og tvö þingsæti í fulltrúadeildinni - sjötíu og sex þarf til að ná meirihluta. Þetta þýðir að Scott Morrisson, formaður Frjálslynda flokksins þarf að gefa eftir embætti forsætisráðherra og við tekur Anthony Albanese, leiðtogi Verkamannaflokksins - í fyrsta sinn síðan 2013 sem flokkurinn kemst í meirihluta. Ástralskir fjölmiðlar segja enga spurningu að Verkamannaflokkurinn muni leiða ríkisstjórnina - þó er enn óvíst hvort flokkurinn fái hreinan meirihluta, eða þurfi stuðning annarra flokka, eins og Græningja. Yfir sautján milljónir eru á kjörskrá og yfir sjö milljónir höfðu þegar greitt atkvæði utan kjörfundar. Í síðustu kosningum, árið 2019, var kjörsókn næstum 92 prósent - enda er Áströlum skylt að mæta á kjörstað, og geta átt yfir höfði sér sekt, nýti þeir ekki atkvæðisrétt sinn.","summary":"Allt útlit er fyrir að stjórnarskipti verði í Ástralíu, eftir kosningarnar sem haldnar voru í dag. Búið er telja um fjörtíu prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn gæti náð meirihluta á sambandsþingi Ástralíu. "} {"year":"2022","id":"79","intro":"Karlmaður gekk berserksgang í Árbænum í Reykjavík í nótt. Hann braust meðal annars inn á Árbæjarsafnið, í Árbæjarlaugina og í tvö heimahús.","main":"Fyrstu tilkynningar um brot mannsins bárust um tíu leytið í gærkvöld en hann var ekki handtekinn fyrr en um klukkan þrjú í nótt. Maðurinn byrjaði kvöldið á að stela rafmagnshlaupahjóli fyrir utan félagsmiðstöð í Árbænum. Hann braust svo inn í heimahús þar sem húsráðandi kom að honum inn í stofu hjá sér. Maðurinn stakk þá af en eina þýfið sem hann hafði með sér var gaskútur. Stuttu síðar braust hann inn á Árbæjarsafnið og framdi þar skemmdaverk. Braut rúður á einu húsi safnsins og rótaði í munum inni í húsinu. Lögregla mætti á safnið eftir að öryggiskerfi safnsins fór í gang en maðurinn flúði vettvang. Hann gerði síðar tilraun til innbrots í annað íbúðarhús en húsráðandi kom að honum hálfum inn um svalahurð á íbúð sinni.\nAð lokum braust maðurinn inn í Árbæjarlaug og fremur þar skemmdaverk. Í frétt vísis kemur fram að maðurinn hafi meðal annars farið um tækjakjallara laugarinnar og tekið leiðslur í sundur með þeim afleiðingum að ekkert heitt vatn rann í sturturnar í morgun. Lögregla kom stuttu eftir að öryggiskerfi laugarinnar fór í gang. Maðurinn var blautur, hafði fengið sér bað í lauginni og gengið um pottana í öllum fötunum.","summary":null} {"year":"2022","id":"79","intro":"Ólíklegt þykir að dragi til tíðinda í viðræðum um myndun nýs meirihluta í Reykjavík í dag. Þetta er samdóma álit þeirra borgarfulltrúa sem fréttastofa náði tali af í morgun. Oddvitar flestra flokka svara ekki símtölum fréttamanna.","main":"Oddvitarnir halda spilunum þétt að sér og gefa ekki kost á viðtölum. Aðrir borgarfulltrúar sem fréttastofa ræddi við í morgun segjast bíða frétta. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að allir séu að tala við alla. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hittast eftir hádegi og bera saman bækur sínar. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir að málið sé alfarið í höndum oddvitanna, hann hefur ekki verið boðaður á fund í dag. Í sama streng tekur Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi Flokks fólksins var einn fárra oddvita sem fréttastofan náði sambandi við í morgun. Hún segist hafa talað við alla odvitana í síma en að hún hafi ekki verið boðuð á fund, hvorki í gær né í dag. Hún telur að helgin líði án þess að það dragi til tíðinda. Alexandra Brím borgarfulltrúi Pírata segist vita lítið og benti á oddvitann, Dóru Björt Guðjónsdóttur. Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að flokkarnir séu að skoða stöðuna í sínum baklöndum og býst ekki við neinum tíðindum fyrr en eftir helgi. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að fjöldi flokka geri viðræðurnar erfiðari og flóknari.\nÉg hef nú verið frekar talsmaður þess að við reynum að hafa færri flokka saman en í Reykjavík er komin upp mjög sérstök staða eins og ég horfi á það. Ekki er langt síðan að R-listinn og Sjálfstæðisflokkurinn voru að reyna að bítast um meirihluta stuðning í borginni. Nú eru 8 framboð með fulltrúa í borgarstjórn og að hluta til er það að það er búið að það er nýlega búið að fjölga mjög borgarfulltrúum. Það býr til dálítið flóknari sviðsmynd\nEn mér finnst athyglisvert hvernig þessi mikla breyting sem hefur orðið á fjölda framboðanna er að spilast út núna í viðræðunum.\nHvaða möguleika sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í spilunum?\nÞað eru auðvitað heilmargir möguleikar en það sem mér sýnist nýir borgarfulltrúar, sem ég óska til hamingju með kjörið, er að gera í raun og veru að gefa sér tíma til að ræða saman og mér finnst það ekkert óeðlilegt. Það eru töluverðar breytingar á skipan mála og ekkert óeðlilegt að þau gefi sér tíma til þess að ræða hvert við annað og sitt bakland væntanlega.","summary":"Ólíklegt þykir að dragi til tíðinda í viðræðum um myndun meirihluta í borginni um helgina. Oddvitar flokkanna halda spilunum þétt að sér."} {"year":"2022","id":"79","intro":"Erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í San Franscisco hefur tilkynnt Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, að henni sé óheimilt að ganga til altaris vegna afstöðu hennar til þungunarrofs.","main":"Þetta kom fram í tilkynningu erkibiskupsdæmisins í gær. Erkibiskupinn Salvatore Cordileone kveðst hafa sent Pelosi bréf þar sem hann fór fram á að hún vísaði opinberlega á bug stuðningi sínum við þungunarrof ella skyldi hún láta af tali um að hún væri sannkaþólsk. Jafnframt mætti hún ekki þiggja heilagt sakramenti, sem er eitt af grundvallaratriðum kaþólskrar trúariðkunar. Nú segir erkibiskupinn að sá tími sé upprunninn í lífi Pelosi.\nÞví megi Pelosi héðan í frá ekki sækja kirkjuna og þjónustu hennar fyrr en hún viðurkennir að þungunarrof sé synd. Pelosi er yfirlýstur kaþólikki en hefur heitið því að styðja lagasetningu sem tryggir konum rétt til þungunarrofs.\nDóms hæstaréttar Bandaríkjanna er að vænta undir lok júní, sem fellir úr gildi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs byggðan á dómi réttarins frá árinu 1973, í máli kenndur við Roe gegn Wade. AFP-fréttaveitan fékk ekki viðbrögð að svo stöddu frá skrifstofu Pelosi þegar eftir því var leitað.","summary":"Leiðtogi Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fær ekki að ganga til altaris vegna afstöðu sinnar til þungunarrofs. "} {"year":"2022","id":"79","intro":"Það ræðst í kvöld hvort Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í franska liðinu Lyon vinni Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Lyon mætir Barcelona í úrslitum klukkan fimm.","main":"Barcelona er ríkjandi Evrópumeistari eftir að hafa unnið Meistaradeildina í fyrra. Börsungar hafa spilað vel á leiktíðinni og þykja sigurstranglegir. Árin fimm á undan vann Lyon hins vegar keppnina og Sara Björk var innanborðs árið 2020. Þá skoraði Sara meðal annars eitt marka Lyon í úrslitaleiknum það árið. Úrslitaleikur Lyon og Barcelona í Meistaradeildinni verður sýndur í beinni útsendingu RÚV í dag og hefst upphitun fyrir leikinn klukkan hálffimm.\nFram náði yfirhöndinni í úrslitaeinvígi sínu við Val um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta í gærkvöld. Fram vann þá fyrsta úrslitaleik liðanna með minnsta mun, 28-27. Karen Knútsdóttir fór á kostum í liði Fram og skoraði níu mörk. Vörn Vals átti oft á tíðum í mesta basli með að stoppa Kareni. Þetta er í sjötta sinn á síðustu þrettán árum sem liðin tvö berjast um Íslandsmeistaratitilinn og spennan alltaf mikil þegar þessi Reykjavíkurstórveldi eigast við. Næsti leikur liðanna verður spilaður á mánudagskvöld á Hlíðarenda, heimavelli Vals. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í úrslitum verður Íslandsmeistari.\nBandaríski kylfingurinn Will Zalatoris er efstur þegar keppni er hálfnuð á PGA meistaramótinu í golfi. Mótið er eitt fjögurra risamóta ársins hjá karlkylfingum. Hin eru Mastersmótið, Opna bandaríska meistaramótið og Opna breska meistaramótið. Zalatoris hefur leikið hringina tvo sem búnir eru á samtals níu höggum undir pari. Hann lék hringinn í gær á fimm höggum undir pari og hefur eins höggs forskot á Mito Pereira frá Chile sem er í 2. sæti. Justin Thomas er svo í 3. sæti, tveimur höggum á eftir Zalatoris, Bubba Watson er í 4. sæti, þremur höggum frá efsta sætinu og Rory McIlroy er á samtals fjórum höggum undir pari. Hann byrjaði mótið vel, en lék hins vegar hringinn í gær ekki eins vel, eða á einu höggi yfir pari.Tiger Woods slapp í gegnum niðurskurð. Hann er á samtals þremur yfir pari. Dustin Johnson komst hins vegar ekki í gegn, og hefur því lokið keppni eftir aðeins tvo hringi á samtals sex höggum yfir pari.","summary":"Það ræðst í kvöld hvort Sara Björk Gunnarsdóttir og franska liðið Lyon vinni Meistaradeild Evrópu í fótbolta. "} {"year":"2022","id":"79","intro":"Land hefur risið um 30 sentimetra við Öskju síðan í ágúst, en nákvæmar mælingar hófust á ný í vikunni. Landið hefur einnig færst 10 sentimetra í suðvestur.","main":"Illa hefur gengið að fylgjast með landrisi í Öskju síðustu mánuði. Vegna snjóþunga hefur ekki náðst að greina gervihnattarmyndir af svæðinu og engar nákvæmar mælingar hafa borist síðan í desember, þegar GPS-mælir Veðurstofu bilaði vegna veðurs. Í vikunni var mælitækinu komið í lag og því hafa nákvæmar mælingar hafist á ný. Ekki hefur verið hægt að greina rishraða síðan mælirinn komst aftur í gang, en hraðinn var mikill áður en mælitækið bilaði.\nÍ september lýsti ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra yfir óvissustigi Almannavarna á svæðinu vegna landrissins. Ljóst er að talsverð þensla er enn við Öskju og óvissustig er því enn við gildi.\nLandið við Öskju reis mikið á síðari hluta síðasta árs, en það hafði risið um 20 cm þann tuttugasta desember þegar mælitækið bilaði. Þá var talið að kvika væri að safnast fyrir á tveggja til þriggja kílómetra dýpi.","summary":"Land hefur risið um 30 sentímetra í Öskju undanfarna níu mánuði. Þar hefur óvissustig verið í gildi síðan í september. "} {"year":"2022","id":"80","intro":"Formaður Læknafélags Íslands segir grafalvarlegt að heilbrigðisstarfsfólk flosni upp úr starfi sökum álags og hefur áhyggjur af því að Landspítalinn missi dýrmætt fólk úr starfi. Hún kallar eftir róttækum og tafarlausum viðbrögðum.","main":"Theódór Skúli Sigurðsson, barna- og svæfingalæknir á Landspítalanum og fyrrverandi formaður sjúkrahússlækna, lýsti í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi miklu álagi sem hann hefur verið undir í starfi sem hafi leitt til kulnunar. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, segir það ekki koma sér á óvart að heilbrigðisstarfsfólk flosni upp úr starfi.\nvið erum að sjá töluverða aukningu í langtímaveikindum lækna. Og við teljum að þetta sé ekki bara afleiðing faraldursins heldur spilar stórt hlutverk þetta var eitthvað sem við vorum farin að finna fyrir aáður og bara afleiðing af eins og maður gæti sagt langvarandi óhóflegu álagi á lækna og í rauninni ekkert þak á það hvað er hægt að leggja´a einstaka starfsmenn eins og Theódór lýsti svo vel.\nSteinunn segir þetta mikið áhyggjuefni og skynjar sama hljóð í læknum um allt land.\nálagið er óhóflegt, það er mönnunarfvandi mjög víða og þæað þarf bara að grípa til róttækra aðgerða tafarlaust til að sporna við að það verði bara neikvæður spírall niður á við. Um leið og við byrjum að missa fólk í langtímaveikindi þá er meira álag á þeim sem eru eftir.\nHún bendir á lausnir á borð við meiri stuðning við lækna og hjúkrunarfræðinga í sérhæfðum verkefnum en að enn fremur þurfi meira fjármagn.\nþarf bara að - meira fjármagn, kjörin, starfsaðstæðurnar og stuðninginn hsem folk hefur því eru eims og é sdegi takmörkuð auðlind og getum auðvitað ekki töfrað fram lækna úr engu en þurfum a að hlúa vel að þeim læknum sem eru hjá okkur.","summary":"Formaður Læknafélags Íslands segir grafalvarlegt að heilbrigðisfólk flosni upp úr starfi sökum álags og kallar eftir róttækum aðgerðum."} {"year":"2022","id":"80","intro":"Fulltrúi Miðflokksins á Akureyri segir að viðræður á milli fjögurra flokka um meirihlutasamstarf gangi vel. Hann gerir ráð fyrir að meirihluti verði myndaður fljótlega upp úr helgi.","main":"Fulltrúar Sjáfstæðisflokks og Framsóknarflokks boðuðu Samfylkinguna og Miðflokkinn til formlegs fundar eftir að L-listinn fór út úr meirihlutaviðræðum í fyrradag.\nFyrsti eiginlegi fundur flokkana fjögurra var í gærkvöldi.\nHann gekk alveg ljómandi vel. Ég myndi segja það að við værum komin 95% með þetta.\nSegir Hlynur Jóhannesson, oddviti Miðflokksins. Hann segir flokkana fyrst hafa rætt saman á þriðjudagskvöld þó einhverjar þreifingar hafi verið fyrir þann tíma.\nÍ sjónvarpsfréttum í gærkvöldi sagði stjórnmálafræðingur að svo virtist sem íþróttapólitík spilaði inn í meirihlutaviðræðurnar.\nÞetta er alls ekki mín upplifun í þessu dæmi og ég held að fólk sé að misreikna þetta KA\/Þórs stríð í sambandi við stjórnmálin hérna. Auðvitað eru allir að reyna að ota sínum tota fyrir kosningar en þetta hefur ekkert inn í þessar viðræður að gera.\nEn hvenær eruð þið að fara að hittast næst og hvenær má eiga von á að þetta verði komið alveg? Við erum auðvitað í stöðugu sambandi núna að hnýta saman litla hnúta sem við erum að skipta á okkur hvernig við vinnum þá og ég á bara von á að fljótlega eftir helgi verði þetta alveg fullbúið.","summary":"Fulltrúi Miðflokksins á Akureyri er bjartsýnn á að lokið verði við myndun nýs meirihluta í bænum fljótlega eftir helgi. Óbreytt staða er í óformlegum meirihlutaviðræðum í Reykjavík."} {"year":"2022","id":"80","intro":"Aukið samráð stjórnvalda við fagaðila er nauðsynlegt til að ná sátt um umdeilt frumvarp til útlendingalaga, segir í yfirlýsingu fimmtán samtaka og stofnana.","main":"Mikilvægt er að stjórnvöld hafi samráð við fagaðila um umdeilt frumvarp til útlendingamála, segir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Fimmtán samtök og stofnanir skora á ríkisstjórnina að dýpka samráð og ná faglegri sátt um útlendingalög.\nÍ sameiginlegri yfirlýsingu segir að samtök og stofnanir hafi lýst skorti á samráði við gerð frumvarpsins og verulegum vanköntum á efni þess. Jafnframt að frumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi hafi aðeins verið breytt örlítið frá því það var í umsagnarferli fyrr á árinu, þrátt fyrir að það sé mjög umdeilt. Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu á Alþingi í vikunni.\nMeðal þeirra sem standa að yfirlýsingunni eru Alþýðusambandið, Amnesty International, Barnaheill, Geðhjálp, Kvenréttindafélag Íslands, Öryrkjabandalagið, Unicef og UN Women á Íslandi.\nÍ öllum þessum umsögnum sem fram hafa komið um útlendingalögin þá tala allir um skort á samráði\nsegir Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.\nEitthvað hefur verið tekið tillit til en alls ekki nógu mikið.\nÍ yfirlýsingunni er lýst miklum mun á aðdraganda lagasetningar um málefni útlendinga nú og árið 2017. Þá hafi lögin verið unnin í þverpólitísku og þverfaglegu samráði. Nú skorti hins vegar á það. Kristín hefur trú á að samráð verði bætt og vísar til stjórnarsáttmála.\nÞað kemur fram að auka þarf traust og gagnsæi um ákvarðanir útlendingayfirvalda. Það er talað um að samtalið sé til góðs. Ég hef fulla trú á því að það verði bætt úr.\nAlþýðusamband Íslands, Barnaheill Save the Children á Íslandi, Geðhjálp, Hjálparstarf kirkjunnar, Íslandsdeild Amnesty International, Kvenréttindafélag Íslands, Landssamtökin Þroskahjálp, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rauði krossinn á Íslandi, Samtökin 78, Siðmennt, WOMEN in Iceland, UN Women á Íslandi, UNICEF á Íslandi og Öryrkjabandalag Íslands.","summary":"Aukið samráð stjórnvalda við fagaðila er nauðsynlegt til að ná sátt um umdeilt frumvarp til útlendingalaga, segir í yfirlýsingu fimmtán samtaka og stofnana."} {"year":"2022","id":"80","intro":"Fjöldi alþjóðlegra bílaframleiðslufyrirtækja hefur yfirgefið Rússland eftir að Vladimír Pútín forseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu 24. febrúar. Rússar hafa fundið leið til að bregðast við því og hyggjast endurlífga fornfræga bílategund.","main":"Brotthvarf alþjóðlegra framleiðslufyrirtækja kostar því fjölda fólks atvinnuna auk þess sem dregur verulega úr bílaframleiðslu. Sergei Sobyanin borgarstjóri Moskvu tilkynnti því nýverið þá fyrirætlan sína að hefja framleiðslu Moskvich-bíla að nýju. Verksmiðjan sem framleiddi þá á tímum Sovétríkjanna er í eigu borgarinnar og Sobyanin segir útilokað að þúsundir verkamanna séu án atvinnu. Um það bil sextíu gerðir af Moskvich voru framleiddar á árunum 1940 til 2002 en ekki var tilgreint sérstaklega hver þeirra yrði fyrir valinu nú. Nokkur ár tekur að hanna nýja bílgerð.\nDanska ríkisútvarpið hefur eftir bílasérfræðingnum Christian Grau að rússneskur almenningur hugsi ekkert sérstaklega hlýlega til Moskvich. Grau segir ekki eina einustu gerð hafa gott orðspor og að í raun hafi bílarnir verið óttalegt drasl frá upphafi til enda. Það megi helst kenna lélegri smíði sem leiddi af sér tæknileg vandamál og litla endingu. Bílasagnfræðingurinn Niels Jonassen tekur undir það og segir markmið Sovétmanna hafa verið að smíða þokkalega bíla sem þyldu fimbulkulda og lélega vegi.","summary":"Rússar ætla að hefja á ný framleiðslu á Moskvít-bílum, til að bregðast við því að fjöldi alþjóðlegra bílaframleiðenda hefur horfið frá landinu eftir innrásina í Úkraínu."} {"year":"2022","id":"80","intro":"Starfshópur um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði, sem forsætisráðherra skipaði í febrúar, kynnir niðurstöður sínar í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segir skýrsluna gefa stjórnvöldum mikilvægar upplýsingar um þróun á fasteignamarkaði og hvernig þau geti brugðist við húsnæðisskorti, meðal annars út frá mannfjölda. Byggja þurfi 20 þúsund íbúðir á landinu á næstu fimm árum, til þess að anna eftirspurn.","main":"Til þess að þetta sé hægt þá verða að vera til lóðir og þær verða að vera á fjölbreyttan hátt svo við getum byggt félagslegar íbúðir, svo við getum byggt íbúðir í almannakerfinu, leigulóðir fyrir óhagnaðardrifin félög etc. Og þetta þurfum við að sjá yfir allt landið, þá erum við komin með plan sem svarar til næstu 5 ára einskonar aðgerða áætlun og húsnæðisáætlun sem mun ríma við það í haust til 15 ára um það hvernig við sjáum til lengri tíma markaðinn þróast.","summary":null} {"year":"2022","id":"80","intro":"Á tveimur sólarhringum hafa 1730 úkraínskir hermenn yfirgefið Azovstal-stálverið í Mariupol, að sögn rússneska varnarmálaráðuneytisins. Rússar hafa flutt 900 þeirra í gamla fanganýlendu í Donetsk. Talið er að nokkur hundruð úrkraínskir hermenn séu enn í stálverinu.","main":"Alþjóða Rauði Krossinn vinnur að því safna upplýsingum um hermennina sem Rússar hafa tekið höndum. Það er gert til að ná til ættingja þeirra og upplýsa þá um örlög ástvina. Samkvæmt Genfarsáttmálanum ber að virða réttindi stríðsfanga og taka við þá viðtöl án vitna. Talið er að um tvö þúsund úkraínskir hermenn hafi verið í stálverinu sem hefur verið tákn um baráttuþrek Úkraínumanna í stríðinu.\nRéttarhöld eru hafin yfir 21. árs rússneskum hermanni, Vadim Shishimarin, sem viðurkenndi að hafa skotið 62ja ára mann til bana á fyrstu dögum innrásarinnar. Hann sagði í réttarhöldunum að hann, ásamt nokkrum öðrum hermönnum, hafi verið að hörfa í átökum við úkraínska hermenn þegar þeir rákust á bifreið og í honum var maður að tala í síma. Shishimarin segir að maðurinn hafi gefist upp en þá hafi yfirmaður hans skipað honum að skjóta bílstjórann. Annar rússneskur hermaður bíður þess að réttað verði yfir honum. Kateryna Shelipova, ekkja mannsins sem Shishimarin drap, ávarpaði Rússann í réttarsalnum og spurði hvernig honum hefði liðið þegar hann drap Oleksander manninn hennar. Rússinn viðurkenndi verknaðinn og baðst fyrirgefningar. Shelipova spurði þá fangann að því hvers vegna Rússar hafi ráðist inn í landið hennar, til að verja okkur og þá fyrir hverjum? Fátt var um svör hjá hermanninum. Rússar halda áfram að vísa erlendum diplómötum úr landi. Í gær var áttatíu manns gert að yfirgefa Rússland, frá Ítalíu, Frakklandi og Spáni.","summary":"Á tveimur sólarhringum hafa 1730 úkraínskir hermenn yfirgefið Azovstal-stálverið í Mariupol. Talið er þar séu enn nokkur hundruð sem ekki hafa gefist upp."} {"year":"2022","id":"80","intro":"Markaðsstofa Norðurlands á nú í viðræðum við svissneska ferðaskrifstofu sem hyggur á beint flug frá Sviss til Akureyrar. Sjálfbær ferðaþjónusta er eitt af aðalsmerkjum ferðaskrifstofunnar.","main":"Fulltrúar frá svissneska ferða- og ráðgjafafyrirtækinu Kon Tiki reisen hafa í vikunni setið fundi með fólki úr ferðaþjónustu á Norðurlandi. Hjalti Páll Þórarinsson, hjá Markaðsstofu Norðurlands, segir þau ekki síst vilja nýta reynslu Svisslendinganna af sjálbærri ferðaþjónustu.\nMarkaðsstofan hefur alllengi átt í samstarfi við Kon Tiki reisen og áður en covid setti mestallt úr skorðum voru langt komnar viðræður um beint flug til Akureyrar.\nHjalti segir Svisslendingana vilja getað lofað farþegum sínum að á öllum áfangastöðum sé hugað vel að sjálfbærni í ferðaþjónustu. Og það felist ákveðin sjálfbærni í því að fljúga beint frá Sviss til Akureyrar.","summary":null} {"year":"2022","id":"80","intro":"Valur tryggði sér í gærkvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla eftir sigur á Tindastóli í oddaleik úrslitaeinvígisins. Það er skammt stórra högga á milli hjá Valsmönnum því næsta úrslitaeinvígi hefst í kvöld.","main":"Tindastóll byrjaði leikinn betur og var með átta stiga forystu eftir fyrsta leikhluta. Valsmenn léku betur í öðrum leikhluta og þeir komust í fyrsta inn yfir í leiknum í stöðunni 32-30. Í hálfleik var staðan hnífjöfn, 36-36. Taugatrekkingurinn var mikill í seinni hálfleik og það sást á báðum liðum. Fyrir lokafjórðunginn munaði einu stigi, 50-49, en Valur kláraði svo einvígið með frábærum endasprett og vann með þrettán stiga mun, 73-60. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Valsmanna í 39 ár eða frá árinu 1983.\nsagði Helgi Rafn Viggósson, leikmaður Tindastóls, en áður var rætt við nýkrýndan Íslandsmeistara Kristófer Acox. Valsarar þurfa ekki að bíða lengi eftir næsta úrslitaeinvígi því það hefst strax í kvöld. Valur og ÍBV hefja þá einvígið um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta og fer fyrsti leikurinn fram á Hlíðarenda klukkan hálf átta. Líkt og í körfunni þarf að vinna þrjá leiki til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. Annað kvöld er svo komið að einvígi Vals og Fram um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta og því ljóst að stuðningsmenn Vals hafa í nógu að snúast þessa dagana.","summary":"Valur vann í gærkvöld sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í körfubolta karla í 39 ár eftir sigur á Tindastóli í fimmta leik úrslitaeinvígisins. "} {"year":"2022","id":"80","intro":"Sjötta hvert dauðsfall í heiminum árið 2019 má rekja til mengunar og langflestir hafi látist vegna loftmengunar.","main":"Þetta kemur fram í skýrslu the Lancet Commission, sem fylgist með áhrifum mengunar á heilsu fólks í heiminum. Mengun er talin hafa orðið níu milljónum að aldurtila, sem er meira en fjöldi þeirra sem létust vegna vegna styrjalda, malaríu, HIV, berkla, fíkniefnaneyslu eða áfengissýki.\nÍ skýrslunni segir að ástandið sé alvarlegast í fátækari ríkjum heims á meðan auðug ríki hafi gripið til ráðstafana til hafa hemil á mengun. Ástandið er verst á Indlandi. Ishwar Gilada talsmaður læknasamtaka Indlands segir að fjórðungur Indverja búi við mjög mikla loftmengun.\nÍ skýrslu Lancet Commission er talið að ekki færri en ein komma sex milljónir manna hafi látist vegna afleiðinga loftmengunar. Af tíu borgum heims sem taldar eru búa við verstu loftmengunina eru sex á Indlandi. Þar á meðal er höfuðborgin Nýja-Delí. Indversk yfirvöld lýstu yfir neyðarástandi í borginni í síðustu viku og hvöttu borgarbúa til að halda sig innan dyra. Þá mældist loftmengun í borginni tíu sinnum meiri en skilgreind hættumörk Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.","summary":null} {"year":"2022","id":"81","intro":"Meirihlutaviðræður í borginni eru enn ekki hafnar þó óformlegar þreifingar hafi staðið yfir undanfarna daga. Sósíalistar binda vonir við að geta myndað vinstri stjórn með Framsóknarflokknum.","main":"Meirihlutaviðræðurnar geta reynst nokkuð snúnar, ekki síst vegna þess að Vinstri græn hyggjast ekki taka þátt í myndun nýs meirihluta og Sósíalistar útiloka að vinna með bæði Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalista, segir félagshyggjustjórn helsta kostinn í hennar augum.\nÞað gæti þá verið samfylking, framsókn, sósíalistar og vg - það er svona draumastaðan sem ég sæi fyrir mér.\nFramsókn henti vel í þessa draumsýn; vinstrisinnaða félagshyggjustjórn.\nÉg lít á að það séu þarn atækifæri sem við getum saemmælst um að byggja á þessawr vinstri áherslur og þessa félagshyggjuarma sem eru þarna inni - mér finnst það mikilvægt\nÞórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar, segir að breytingar verði með nýjum meirihluta, sama hvernig hann verði samsettur.\nþað féll ekki bara meirihlutinn, þaðféll líka niður sjálfstæðisflokkur þannig að þetta er ekki ofsalega einföld staða enn flokkur ðr meirihlutanum jók við sig þannig að landslagið í þessu er aðeins óskýrara heldur en það að það sé bar skýr skilaboð um að allir þeir flokkar sem stóðu að meirihlutanum eigi bara að la´ta sig hverfa. V ið lesum það ekki þannig.\nViðreisn sé hægri miðjuflokkur sem geti unni með flestum.\nÞað er bara eðlilegt að hægri miðju flokkar leiti allt í kringum sig. Til hægri og til vinstri.\nAlexandra Briem borgarfulltrúi Pírata vonast til það verði ljóst á næstu þremur dögum hverjir fari í formlegar viðræður. Píratar hafi komið vel út úr kosningunum og séu í sterkri stöðu.\nVið erum náttúrlega bara að skoða í kringum okkujr, erum búin að ákveða að semja vera með samfylkingu og viðreisn í þessujm viðræðúm og erum að skoða í kringum okkur - það eru þreifingar, ég kannski á erfiktt meða ða sega nkl hver er að tala við hvern oig hvern ekki\nHins vegar gæti farið svo að einhverjir þurfi að gefa eftir.\nef það líða einhverjar vikur og eitthvað gerist þá kannski er hægt að finna fá fólk til þess gefa afslátt af slíkum yfirlýsingum, ekki það við útilokum klárlega Sjálfstæðisflokkinn.\nog á meðan Framsókn er í lykilstöðu í borginni, segir Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins, að engar viðræður séu hafnar.","summary":null} {"year":"2022","id":"81","intro":"Matvælastofnun gerir ráð fyrir að takmörkunum vegna fuglaflensu verði aflétt á næstunni. Þó hafa margir dauðir fuglar fundist, meðal annars súla. Dýralæknir alifuglasjúkdóma líkir þessu við afléttingar í covidfaraldrinum. Smithætta sé enn til staðar.","main":"Fjölmargar tilkynningar hafa borist Matvælastofnun vegna dauðra fugla. Sjötíu og sex sýni hafa verið rannsökuð og reyndust nítján þeirra jákvæð. Brigitte Brugge dýralæknir alifugla hjá Matvælastofnun segir þó vonandi ástæðu til að aflétta takmörkunum innan skamms. Grannt sé fylgst með og ráðstafanir verði ákveðnar í tengslum við það.\nSko það sem mun breytast þá er að þá verður leyfilegt aftur að hleypa fuglunum sem eru í haldi það var sérstaklega talað um bakgarðsfuglana þá má bara hleypa þeim aftur út úr gerðinu og hænurnar mega þá vappa lausar aftur.\nÞó þarf að gæta að umhverfinu, að sögn Brigitte. Pollar geti til dæmis verið smitaðir eftir villta fugla. Hún hvetur fólk til að tilkynna áfram um dauða fugla, hvort sem það er í náttúrunni eða í alifuglabúum.\nEn við þurfum líka að meta hver þéttleikinn eða hverjar líkurnar eru á að smit geti borist inn til alifuglanna frá villtum fuglum og þegar við erum að hugsa um að geta aflétt ráðstöfunum þá myndi það líklega vera gert með þeim hætti að samt sem áður er óvissa hvort það sé nú ekki smit í villtum fuglum. Það má bera þetta svolítið saman við aðgerðir út af Covid smitinu þar sem hægt var á einhverjum tímapunkti að aflétta ákveðnum reglum en samt sem áður með þeim skilaboðum að smithætta er til staðar og fólk þarf að gæta sín.","summary":"Matvælastofnun íhugar að aflétta aðgerðum vegna fuglaflensu. Hænur eygja því fljótlega von um að fá að vappa um utan girðingar. Líkja má þessu við afléttingar í covidfaraldrinum, segir dýralæknir alifuglasjúkdóma."} {"year":"2022","id":"81","intro":"Kjósendur í nýsameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps höfnuðu flokki sitjandi sveitarstjórnarfulltrúa í kosningunum á laugardag. Oddviti flokksins segir að íhaldssamari sjónarmið hafi orðið ofan á.","main":"Fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar Skútustaðahrepps og fulltrúar minni- og meirihluta Þingeyjarsveitar buðu fram sameiginlegan lista, K-listann, á móti E-lista en sá var skipaður nýliðum í sveitarstjórnarmálum. Þrátt fyrir það fékk E-listinn meirihluta atkvæða eða fimmtíu og þrjú prósent. Oddviti K-listans lýsir yfir miklum vonbrigðum með úrslitin.\nVið töldum að vinnan sem við undurbjuggum í aðdraganda sameiningarinnar og sú hugsjón og sá kraftur sem við höfum boðað í þróun samfélagsins áfram myndi skila okkur betri niðurstöðu.\nÍ mars staðfesti stjórnarráð Íslands tilraunaákvæði sem kveður á um að ekki skuli vera eiginlegur sveitarstjóri í sveitarfélaginu heldur sveitarstjórn og framkvæmdastjórn. Í viðtali við Fréttablaðið í gær segir oddviti E-lista að kjósendum hafi ekki hugnast þessar breytingar og að þær hefðu í för með sér aukið flækjustig og fjárútlát.\nHelgi segir það einfaldlega rangfærslur og breytingarnar væru til þess fallnar að mæta áskorunum nútímans.\nHugmyndafræðilega vorum við að boða mjög skýra stefnu um framsækna hugsun en kannski vorum við farin að fara hraðar heldur en samfélagið hafði hug um að gera og að íhaldssamari sjónarmið hafi náð yfirhöndinni.","summary":"Sameinuðum lista sitjandi bæjarfulltrúa í Þingeyjarsveit var hafnað í kosningunum á laugardag. Listi nýgræðinga varð ofan á."} {"year":"2022","id":"81","intro":"Sendiherrar Finnlands og Svíþjóðar hjá Atlantshafsbandalaginu lögðu í morgun inn formlega umsókn um aðild ríkjanna tveggja að bandalaginu. Búist er við að Norður-Atlantshafsráðið, æðsta stofnun NATO, ræði umsóknirnar á fundi sínum í dag.","main":"Svíar og Finnar eru með sendinefndir hjá NATO, enda hafa ríkin tvö um árabil átt í nánu samstarfi við bandalagið, og tekið þátt í ýmsum verkefnum. Sendiherrar ríkjanna gengu í morgun á fund Jens Stoltenbergs, framkvæmdastjóra NATO, með umsóknirnar, sem utanríkisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar skrifuðu undir í gær.\nAðildarríkin ætla nú að fara yfir næstu skref og meta útfrá öryggishagsmunum sínum. Við ætlum að tækla öll mál sem upp koma og komast fljótt að niðurstöðu,\nAllies will now consider the next steps on their path to NATO. The security interests of all allies have to be taken into account, and we are determined to work through all issues and reach rapid conclusions\".\nsagði Stoltenberg þegar hann tók við umsóknum Svíþjóðar og Finnlands. Norður Atlantshafsráðið - æðsta stofnun NATO - kemur saman í dag á skipulögðum fundi sem sendiherrar ríkjanna sitja - og þar er búist við að umsókn Svía og Finna verði rædd. Öll aðildarríki NATO þurfa að samþykkja umsóknirnar - og það virðast þau gera - nema Tyrkland - stjórnvöld í Ankara segja það vegna stuðnings Finna og Svía við Kúrda, og banns á vopnasölu sem Svíþjóð og Finnland settu á Tyrkland árið 2019 vegna hernaðaraðgerða Tyrkja í Sýrlandi. Fastlega er hins vegar búist við að hægt verði að semja við tyrknesk stjórnvöld og að þau láti af andstöðu sinni. Stærstu aðildarríkin, þar á meðal Bandaríkin og Bretland hafa lýst yfir eindregnum stuðningi við þessar umsóknir; Þau Sauli Niinisto, forseti Finnlands, og Magdalena Anderson forsætisráðherra Svíþjóðar verða í Washington á morgun, til að ræða aðildarumsóknina við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna.","summary":"Búist er við að Norður Atlantshafsráðið, æðsta stofnun NATO, ræði aðildarumsókn Svía og Finna á fundi sínum í dag. Sendiherrar ríkjanna tveggja hjá NATO afhentu framkvæmdastjóra bandalagsins umsóknirnar í morgun."} {"year":"2022","id":"81","intro":"Karl Bretaprins segir brýnt að Kanadastjórn viðurkenni brot gegn frumbyggjum í landinu. Mikilvægt sé að sættir náist. Karl er í þriggja daga opinberri heimsókn í Kanada ásamt Camillu eiginkonu sinni.","main":"Justin Trudeau, forsætisráðherra tók á móti þeim hjónum ásamt Mary Simon sem er fyrsti yfirlandsstjóri Kanada af ættum frumbyggja. Brot Kanadastjórnar gegn frumbyggjum barst fljótlega í tal. Simon hvatti prinsinn til að ræða við fulltrúa frumbyggja í heimsókn sinni, sem hún sagði að hlyti að auka á líkur á því að skilningur og virðing aukist og ekki síst að lausn finnist. Hún segir fulltrúa þeirra mjög áfram um að ræða við Karl um málefni sín.\nTalið er að þúsundir barna af frumbyggjaættum hafi látist af völdum illrar umhirðu og vannæringar í heimavistarskólum víðs vegar um Kanada. Á annað þúsund ómerktra grafa hefur fundist á undanförnum misserum og árum. Um 150 þúsund frumbyggjabörn voru send í heimavistarskóla frá lokum nítjándu aldar og fram á tíunda áratug þeirrar tuttugustu. Grafir hafa fundist í Bresku Kólumbíu og Saskatchewan, sem kveikti mikla reiði meðal almennings í Kanada. Frumbyggjum þykir leitt að Karl Bretaprins heimsæki ekki þau svæði.\nHeimsókn Karls og Camillu til Kanada er hluti hátíðahalda í tilefni þess að Elísabet önnur Bretadrottning hefur setið að völdum í sjötíu ár. Fulltrúar konungsfjölskyldunnar hyggjast því heimsækja þá hluta samveldisins sem eru utan Bretlandseyja.","summary":"Karl Bretaprins hvetur kanadísk stjórnvöld til að viðurkenna brot gegn frumbyggjum. Hann er í opinberri heimsókn vestra."} {"year":"2022","id":"81","intro":"Fulltrúi L-listans á Akureyri segir mikil vonbrigði að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafi svikið flokkinn í meirihlutaviðræðum þeirra. Þeir hafi leitað til annarra flokka þrátt fyrir heiðursmannasamkomulag um að gera það ekki.","main":"Formlegar viðræður flokkanna þriggja byrjuðu daginn eftir kosningar en var slitið í gær og fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eiga fund með Samfylkingunni og Miðflokknum í dag til að ræða mögulegt meirihlutasamstarf.\nHalla Björk Reynisdóttir, fulltrúi L-listans og forseti fráfarandi bæjarstjórnar, segir það hafa komið á óvart þegar hún frétti annars staðar frá að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn væru byrjuð að ræða við aðra flokka.\nAð mínu mati gerðist ekkert sérstakt. Við vorum bara að hefja viðræður og ég taldi að við ættum eftir að eyða svolitlum tíma í það en þau virtust vera komin annað, í aðrar viðræður og vildu slíta viðræðum eftir fundinn. Við vorum búin að gera heiðursmannasamkomulag um að tala ekki við aðra og töldum okkur enn þá vera í viðræðum.\nHalla Björk segist hafa fengið þær upplýsingar að L-listinn hafi komið að borðinu með of miklar kröfur sem hún tekur ekki undir. Eins að hinum flokkunum hafi þótt óþægilegt að L-listinn væri stærri flokkur, en hann fékk flesta menn kjörna eða þrjá. L-listi hafi lýst yfir áhuga á embætti forseta bæjarstjórnar sem og formanns bæjarráðs en það hafi alls ekki verið krafa.\nEn þetta hljóta að hafa verið mikil vonbrigði fyrir ykkur? Jú, það eru mikil vonbrigði að þau skildu svíkja okkur. Hitt er svo annað með hverjum fólk vill vinna, það er auðvitað eitthvað sem við vorum alveg viðbúin að við værum ekki endilega kölluð að borðinu en við vorum komin þarna í ákveðnar viðræður og við hefðum viljað að það samkomulag héldi.","summary":null} {"year":"2022","id":"81","intro":"Valur og Tindastóll mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í kvöld. Hvort lið er nú búið að vinna tvo leiki en þrjá sigra þarf til að tryggja titilinn.","main":"Það er því ljóst að titilinn fer á loft á Hlíðarenda í kvöld en allir leikirnir hingað til hafa unnist á heimavelli. Einvígið hófst þann 6. maí og þar tryggðu Valsmenn sigurinn á Hlíðarenda, 80-79. Næst tóku Tindastólsmenn á móti Val á Sauðárkróki og sá leikur varð í raun aldrei spennandi. Tindastóll vann örugglega, 91-75, og staðan í einvíginu orðin jöfn 1-1. Í þriðja leiknum, sem fram fór á Hlíðarenda, voru gestirnir komnir í þægilega stöðu en Valsmenn sneru leiknum sér í vil í lokafjórðungnum og fimm stiga sigur varð niðurstaðan, 84-79. Valsmönnum dugði því sigur á Sauðárkróki síðasta sunnudag til að tryggja titilinn en eftir framlengdan leik tryggðu heimamenn sér magnaðan sigur, 97-95, staðan í einvíginu 2-2 og úrslitin ráðast því í oddaleik í kvöld. Tindastóll hefur aldrei fagnað Íslandsmeistaratitli en hefur í þrígang tapað í úrslitaeinvíginu. Valur hefur tvisvar fagnað titllinum, fyrst árið 1980 og svo árið 1983. Flautað verður til leiks í kvöld klukkan korter yfir átta.\nBúið er að fresta leik Breiðabliks og ÍBV í Bestu deild kvenna í fótbolta til morguns en leikurinn átti að fara fram í Kópavogi í kvöld. Vont er í sjóinn og því komast Eyjakonur ekki til landsins. Tveir aðrir leikir verða þó spilaðir í dag, Þróttur frá Þór\/KA í heimsókn klukkan hálf sex og Afturelding mætir Stjörnunni klukkan sex.\nÚrslitin ráðast í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld þegar Eintracht Frankfurt og Rangers eigast við í Sevilla á Spáni. Rangers hefur einu sinni komist alla leið í úrslit Evrópukeppni, það var fyrir 14 árum, en liðið tapaði þá fyrir Zenit frá Pétursborg. Enn lengra er frá því Frankfurt komst í úrslit, það var árið 1980, og hafði Frankfurt þá betur gegn Borussia Mönchengladbach. Það lið sem hefur betur í kvöld vinnur sér inn keppnisrétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.","summary":null} {"year":"2022","id":"81","intro":"Skjálftavirkni hefur greinst í hafinu í vestur undan Snæfellsjökli undanfarna daga. Ekki er vitað til þess að skjálftavirkni hafi mælst áður á því svæði en jarðskjálftamælar voru nýverið settir upp þarna til að fylgjast nánar með jöklinum. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfræðingur birti í gærkvöldi færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún greindi frá þessari virkni, sem hún sagði bæði óvenjulega og áhugaverða, og að menn minntust þess ekki að jarðhræringar hafi orðið á þessum slóðum áður. Einar Hjörleifsson, vakthafandi náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir skjálftana afar áhugaverða.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"82","intro":"Óformlegar þreifingar eru hafnar um myndun meirihluta í Kópavogi og í Mosfellsbæ. Á báðum stöðum er Framsóknarflokkurinn í lykilstöðu.","main":"Nú þegar rykið er að setjast eftir kosningarnar um helgina fara línur smám saman að skýrast. Á höfuðborgarsvæðinu er staðan í sumum sveitarfélögum þannig að lítið sem ekkert breytist en sums staðar getur breytingin orðið veruleg. Í Mosfellsbæ voru Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn saman í meirihluta, báðir flokkar töpuðu fylgi, en vegna fjölgunar bæjarfulltrúa heldur Sjálfstæðisflokkur sínum fjórum, en Vinstri græn tapa sínum eina. Sigurvegari kosninganna í Mosfellsbæ er hins vegar Framsóknarflokkurinn sem var ekki með neinn bæjarfulltrúa en fékk fjóra og er þar með kominn í lykilstöðu varðandi myndun meirihluta, stærstur flokka með 32% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn er einnig með fjóra bæjarfulltrúa af ellefu. Halla Karen Kristjánsdóttir oddviti Framsóknarflokksins sagði í samtali við fréttastofu að viðræður væru hafnar, þannig að í raun væru allir að tala við alla og máta sig saman. Í Hafnarfirði voru Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur í meirihluta, þar tapaði Sjálfstæðisflokkur einum manni, er með fjóra og Framsókn bætti einum við sig og er með tvo og heldur því meirihlutinn, en Samfylkingin bætti tveimur mönnum við sig og er með fjóra eins og Sjálfstæðisflokkur. Ellefu bæjarfulltrúar eru í Hafnarfirði og þar er Framsóknarflokkurinn í lykilstöðu eins og í Mosfellsbæ og getur í raun ráðið hvort núverandi meirihluti heldur áfram eða hvort samstarf verður hafið við Samfylkinguna. Valdimar Víðisson oddviti Framsóknarflokks segist hafa rætt óformlega við oddvita bæði Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar, en þegar fréttastofa náði tali af honum fyrir hádegið var hann á leið á fund með samflokksfólki sínu þar sem leggja átti línurnar. Hann sagði að reynt yrði að vinna hratt, en vel. Sjálfstæðisflokkur missti einn bæjarfulltrúa í Kópavogi, er með fjóra, en samstarfsflokkurinn í meirihluta Framsókn, er með tvo. Þar er framhald á meirihlutasamstarfinu fyrsti kostur, segir Ásdís Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokks. Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta á Seltjarnarnesi, fjóra bæjarfulltrúa af sjö og sama staða er uppi í Garðabæ eins og fyrr.","summary":"Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu varðandi myndun bæjarstjórnarmeirihluta í Hafnarfirði og Mosfellsbæ, en þar vann flokkurinn stórsigur. Þreifingar eru hafnar."} {"year":"2022","id":"82","intro":"Heitar umræður hafa verið á sænska þinginu í dag um að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Sænskir erindrekar ræða við Tyrklandsstjórn um að styðja umsóknir Svía og Finna.","main":"Finnlandsstjórn sagðist fyrir helgi vilja sækja um aðild að NATO og sænski Jafnaðarmannaflokkurinn, sem leiðir sænsku ríkisstjórnina, sagði slíkt hið sama í gær.\nPeter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, sagði við sænska ríkisútvarpið í morgun að ákvörðun um að sækja um verði tekin á ríkisstjórnarfundi í dag enda hafi leiðtogar og erindrekar annarra ríkja kallað eftir ákvörðun sem allra fyrst.\nEnginn einhugur er um umsóknina á sænska þinginu, þótt meirihluti styðji aðild. Vinstri flokkurinn og Græningjar hafa talað gegn umsókninni í morgun. Nooshi Dadgostar, leiðtogi Vinstri flokksins, fordæmdi innrás Rússa í Úkraínu en sagði það svik við kjósendur að sækja um aðild að NATO nú þegar minna en hálft ár er í kosningar.\nTyrklandsstjórn hefur lýst efasemdum um ágæti þess að hleypa Svíum og Finnum í bandalagið. Hvert einasta aðildarríki, Tyrkland þar á meðal, hefur neitunarvald þegar kemur að aðildarumsóknum og mega Svíar og Finnar því ekki við því að Tyrkir segi nei.\nSænski varnarmálaráðherrann sagði í morgun að stjórnvöld ætli að senda hóp erindreka til Tyrklands til þess að telja þeim trú um að hleypa eigi Svíum og Finnum inn.\nUmsókn var einnig til umræðu á finnska þinginu þar sem 150 þingmenn af alls 200 voru á mælendaskrá þegar mest var. Þar mælti Vinstriflokkurinn gegn aðild og sagði að hún myndi valda aukinni togstreitu á landamærunum við Rússland.","summary":"Vinstriflokkarnir í Finnlandi og Svíþjóð lýstu sig andvíga aðild að Atlantshafsbandalaginu í umræðum á þingi í morgun. Svíar senda erindreka til Tyrklands til að tryggja stuðning við umsóknir ríkjanna."} {"year":"2022","id":"82","intro":"Forstjóri HS orku hefur ekki áhyggjur af jarðskjálftum á Reykjanesskaga. Þó verði farið á ný yfir viðbragðsáætlanir sem gerða vorur fyrir tveimur árum, segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS orku.","main":"Við erum orðin ýmsu vön. En þetta er allt undir Eldvörpum á því svæði núna. Og í raun og veru höfum við ekki fundið í okkar holum eða í okkar mælingum fyrir neinum breytingum.\nTómas segir að ekkert landris sé undir virkjuninni í Svartsengi. Þá séu vatnsból Suðurnesjamanna norðar en svæðið sem er virkt nú. Viðbragsáætlanir eru sífellt í skoðun.\nVið gerðum náttúrulega fyrir tveimur árum síðan mjög miklar viðbúnaðaráætlanir og höfum þær til hliðsjónar núna ef þetta fer á versta veg. Við munum væntanlega kíkja á þær og fara yfir þær aftur. En við erum ansi vel undirbúin og höfum þurft að ganga í gegnum þetta áður.","summary":null} {"year":"2022","id":"82","intro":"Valur og Tindastóll leika hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta á miðvikudag. Tindastóll vann Val í framlengdum spennutrylli á Sauðárkróki í gærkvöldi.","main":"Það var gríðarleg stemning í Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöldi þegar fjórði úrslitaleikur liðanna fór fram. Valsmenn voru með undirtökin lengst af en heimamenn í Tindastóli náðu frumkvæðinu í lok venjulegs leiktíma. Tvær þriggja stiga körfur frá Jacob Calloway sáu hins vegar til þess að jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 83-83. Valsmenn fóru svo betur af stað í framlengingunni en Javon Bess jafnaði fyrir Tindastól með þriggja stiga körfu þegar sjö sekúndur voru eftir. Valsmenn fengu eina sókn í viðbót en Pétur Rúnar Birgisson stal innkasti Vals og brunaði alla leið og skoraði sigurkörfu Tindastóls, 97-95. Sigtryggur Arnar Björnsson, leikmaður Tindastóls, var talsvert eftir sig eftir sigurinn.\nFramundan er oddaleikur um titilinn á miðvikudagskvöld. Hann fer fram á heimavelli Vals að Hlíðarenda, en þar hefur Valsliðið ekki tapað leik í úrslitakeppninni í vor. 39 ár eru síðan Valur varð síðast Íslandsmeistari karla í körfubolta en Tindastóll hefur aldrei unnið titilinn. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, segir sína menn þó verða klára í slaginn.\nStjarnan lagði Val með einu marki gegn engu í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi. Oliver Haurits skoraði sigurmark Stjörnunnar í uppbótartíma. Þetta var fyrsta tap Valsmanna í vor, en þeir eru áfram í þriðja sæti deildarinnar. Stjarnan lyfti sér í það fjórða með sigrinum. Fyrr í gær vann KA ÍA 3-0 og FH ÍBV 2-0. KA er í efsta sæti deildarinnar sem stendur, en sjöttu umferð lýkur í kvöld. Þar mætast KR og Keflavík, Leiknir og Fram og Víkingur og Breiðablik. Breiðablik getur á ný komist í efsta sætið með sigri í kvöld.","summary":"Eftir ótrúlegan sigur Tindastóls gegn Val í úrslitum karla í körfubolta í gærkvöld er ljóst að liðin leika hreinan úrslitaleik um titilinn á miðvikudag."} {"year":"2022","id":"82","intro":"Beiðni lögreglunnar á Vesturlandi um að aðskilja eldflaug og styttuna af Guðríði fór fyrir tvö dómstig. Landsréttur hefur heimilað lögreglunni að logskera gat á eldflaugina til að ná styttunni út.","main":"Ásmundur Kristinn Ásmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi, segir að lögreglan hafi talið rétt að óska eftir heimild Héraðsdóms Vesturlands til að ná styttunni af Guðríði úr skúlptúr tveggja listakvenna, sem þær segja vera eldflaug, því það sé ekki hægt nema valda skemmdum á skúlptúrnum. Fram kemur í afriti af úrskurði Héraðsdóms Vesturlands sem kveðinn var upp 4. maí og fréttastofa RÚV hefur afrit af, að lögreglan höfðar málið gegn listakonunum tveimur sem gerðu eldflaugina, þeim Bryndísi Björnsdóttur og Steinunni Gunnlaugsdóttur. Héraðsdómur taldi að ekki væri nauðsynlegt að ná styttunni úr eldflauginni til að upplýsa hver hefði stolið henni. Ekki væru brýnir rannsóknarhagsmunir sem réttlæti að eyðileggja listaverk kvennanna tveggja, þ.e.a.s. eldflaugina.\nLögregla kærði úrskurð Héraðsdóms Vesturlands til Landsréttar sem samþykkti beiðni um að gera gat á eldflaugina til að ná styttunni út. Landsréttur byggir niðurstöðuna á því að lögum samkvæmt er heimilt að leita að þýfi í hirslum sakborninga. Eins og atvikum máls þessa sé háttað verði að telja að jafna megi þeim hlut er styttuna inniheldur og varnaraðilar segja vera geimflaug, til hirslu í skilningi laganna. Landsréttur veitti því lögreglunni heimild til að leita að styttunni af Guðríði inni í eldflauginni.\nÁsmundur segir viðbúið að taka þurfi botninn úr eldflauginni með logskurði. Þegar styttunni hefur verið náð úr verður botninn síðan logsoðinn aftur á sinn stað.\nStyttan var tekin ófrjálsri hendi af stalli sínum að Laugarbrekku á Snæfellsnesi, í mars. Listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu styttunni fyrir í heimagerðri eldflaug og settu upp við Nýlistasafnið í Reykjavík. Bæjarstjórinn í Snæfellsbæ kærði þjófnaðinn á styttunni og skemmdarverk.","summary":"Landsréttur hefur veitt lögreglunni á Vesturlandi heimild til að leita að hinni stolnu styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur inni í eldflaug tveggja listakvenna. Héraðsdómur Vesturlands hafði hafnað beiðninni."} {"year":"2022","id":"82","intro":"Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er, í bili að minnsta kosti, kominn í þrönga stöðu í stjórnarmyndunarviðræðum í borginni eftir að borgarstjóri greindi frá því í morgun að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn hefðu myndað nokkurs konar bandalag fyrir komandi viðræður. Borgarstjóri á fund með oddvita Framsóknarflokksins í dag. Freyr Gígja Gunnarsson, þú hefur verið að fylgjast með þessu málum í morgun","main":"Það eru engar formlegar viðræður farnar af stað um myndun nýs meirihluta eftir fjögurra flokka meirihluti Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og VG féll í borgarstjórnarkosningunum á laugardag. Forystumenn flokkanna gáfu ekki mikið upp í viðtölum í gær, fólk væri enn að melta stöðuna og það má eiginlega segja að það hafi fyrst dregið til tíðinda í morgun þegar oddvitar Samfylkingar, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks mættu í Morgunútvarp Rásar 2.\nÞar með er ljóst að möguleikar Sjálfstæðisflokksins til að mynda meirihluta í borginni hafa minnkað verulega á meðan þetta óformlega bandalag heldur.Bæði sósíalistar og Píratar hafa sagt að þeir vilji ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum og odddviti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lýsti því yfir í gær að flokkurinnn ætli að líta inn á við efir heldur dapra útkomu á laugardag og vera ekki með í meirihlutasamstarfi.\nTil þess að Sjálfstæðisflokkurinn geti myndað meirihluta þarf hann Framsókn, Flokk fólksins og einn annan flokk til viðbótra. Fyrst bæði Píratar og Sósíalistar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn er enginn flokkur á lausu eftir að þetta óformlega bandalag meirihlutaflokkanna leit dagsins í ljós í morgun.\nSagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í morgun.\nEkki hefur náðst í oddvita Pírata og Viðreisnar í morgun, en Þórdís Lóa Þórhallsdótti sagði við Mbl nú rétt fyrir hádegi að þótt hún ætli í fyrstu að fara í viðræður í félagi við aðra útiloki hún ekki samstarf til hægri.\nYfirlýsing Dags um að flokkarnir þrír í gamla meirihlutanum ætli að vera samstíga fækkar líka möguleikunum hjá Framsókn., Flokkurinn var sigurvegari kosninganna á laugardag, bætti við sig fjórum bæjarfulltrúum og er í lykilstöðu. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, og Dagur ætla að hittast á óformlegum fundi í dag en Einar sagðist í Morgunútvarpinu líka vilja ræða við Hildi og raunar sem flesta oddvita flokkanna í borgarstjórn.\nSagði Einar Þorsteinsson, sem hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á borgarstjórastólnum. Og við fylgjumst að sjálfsögðu grannt með þessum málum í allan dag.","summary":null} {"year":"2022","id":"83","intro":"Öryggismálanefnd sænska þingsins telur að aðild Svía að Atlantshafsbandalaginu auki öryggi landsins. Með henni dragi úr líkum á hernaðarátökum í Norður-Evrópu. Skýrsla nefndarinnar var kynnt í dag.","main":"Í skýrslu öryggismálanefndar sænska þingsins, sem kynnt var í dag, segir að öryggi Svíþjóðar aukist gangi það í Atlantshafsbandalagið. Þátttaka landsins í varnarsamstarfinu dragi úr líkum á því að hernaðarátök brjótist út í Norður-Evrópu. Skýrsluhöfundar ganga ekki svo langt að mæla með því að Svíar gangi í NATÓ.\nAnn Linde utanríkisráðherra kynnti öryggisgreiningu nefndarinnar á fundi með fréttamönnum í Stokkhólmi í morgun. Hún sagði að niðurstaðan hefði verið sú að öryggi Svíþjóðar væri betur borgið innan NATO en utan þar sem þá nyti landið sameiginlegrar ábyrgðar aðildarlandanna í samræmi við fimmtu grein stofnsáttmála sambandsins.\nÍ fimmtu greininni er því lýst yfir að árás á eitt bandalagsríki jafngildi árás á þau öll.\nAnn Linde sagði að nefndin hefði hvorki mælt með því né á móti að Svíar sæki um aðild að bandalaginu. Hún sagðist aðspurð ekki vilja gefa upp sína skoðun, en hún hefði gert upp hug sinn.\nSænski Jafnaðarmannaflokkurinn tekur ákvörðun um helgina um hvort hann styðji umsóknina. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Svíþjóðar eftir helgi. Hugsanlegt er talið að leiðtogar beggja þjóða noti þá tækifærið til að tilkynna um umsókn.\nSænska dagblaðið Expressen hafði reyndar í gær eftir heimildarmönnum sínum að Svíar ætluðu að sækja um aðild að NATÓ á mánudag. Fullyrt er að umsóknin hafi legið tilbúin í utanríkisráðuneytinu vikum saman.","summary":"Öryggismálanefnd sænska þingsins telur að aðild Svía að Atlantshafsbandalaginu auki öryggi landsins. Með aðild dragi úr líkum á hernaðarátökum í Norður-Evrópu. Skýrsla nefndarinnar var kynnt í dag."} {"year":"2022","id":"83","intro":"Mál rúmlega fimmtugs karlmanns sem ákærður er fyrir fjölda grófra brota gagnvart börnum er mun umfangsmeira en fyrstu fréttir gáfu til kynna. Maðurinn er ákærður fyrir sautján brot á fimm börnum en lögregla rannsakar tugi brota til viðbótar samkvæmt heimildum fréttastofu. Fjölgað var í starfsliði Barnahúss vegna þessa máls.","main":"Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan í nóvember. Hann er ákærður fyrir brot gegn fimm börnum; stúlkum á grunnskólaaldri. Elsta málið er fjögurra ára gamalt. Hann er meðal annars ákærður fyrir kynferðislega áreitni, kynferðisbrot og hafa nauðgað stúlkunum fimm. Auk þess er hann sagður hafa látið stúlkurnar senda sér kynferðislegt myndefni og svarað þeim í sömu mynt.\nAðalmeðferð málsins fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í síðasta mánuði. Búist er við að dómur falli á næstu dögum. Fjöldi annarra brota gegn enn fleiri börnum eru til rannsóknar hjá lögreglu og Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari staðfestir það í samtali við fréttastofu. Hún segir að aðeins hafi verið gefin út ákæra fyrir hluta brotanna þar sem ekki sé heimilt að halda sakborningum í gæsluvarðhaldi lengur en í tólf vikur án þess að ákæra sé birt. Sé ákæra ekki gefin út innan þess tíma sé sakborningum sleppt úr haldi.\nÚlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að málið sé stórt og umfangsmikið en vill ekki tjá sig að öðru leyti.\nMálið er raunar svo umfangsmikið að fjölga varð stöðugildum í Barnahúsi. Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, staðfestir það. Mikið álag hafi verið í Barnahúsi í heimsfaraldrinum og að heimild hafi fengist til að ráða í eitt og hálft stöðugildi, meðal annars vegna þessa máls.\nBrot mannsins geta varðað við allt að sextán ára fangelsi. Ekki eru þó fordæmi fyrir því að lagaramminn sé fullnýttur í kynferðisbrotamálum hér á landi.","summary":"Maður sem er ákærður fyrir fjölda grófra brota gegn fimm börnum er grunaður um tugi annarra brota á enn fleiri börnum. Fjölgað var í starfsliði Barnahúss vegna álags."} {"year":"2022","id":"83","intro":"Erlendum iðnaðarmönnum, sem koma hingað til að vinna, fer stöðugt fjölgandi. Hátt í fimm hundruð erlendir verkamenn eru skráðir hjá starfsmannaleigum og hefur fjölgað um hundrað milli mánaða. Skýringuna er meðal annars að finna í auknum verkefnum við nýbyggingar.","main":"Íbúðum í sölu hefur fækkað um meira en helming á einu ári. Í mars í fyrra voru í fyrsta sinn innan við tvö þúsund íbúðir til sölu á landinu, en nú eru innan við þúsund íbúðir fáanlegar. Frá 2020 hefur auglýstum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu fækkað úr um það bil tvö þúsund í um 450, og á landsbyggðinni hefur íbúðum fækkað úr 800 í 250.\nSamkvæmt þarfagreiningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vantar um það bil 3.300 íbúðir nú þegar. Um 5.800 íbúðir eru í byggingu, en þyrftu að vera um 8.000. Þá þarf að byggja um nítján hundruð íbúðir á ári næstu tuttugu árin, eða ríflega 38 þúsund íbúðir.\nEn nær iðnaðurinn að anna þessum verkefnum? Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir ljóst að það þurfi fleiri hendur og fleiri lóðir. Það kallar á erlent vinnuafl.\nSamkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun fer erlendum verkamönnum stöðugt fjölgandi milli mánaða. Tuttugu og sjö fyrirtæki hafa hátt í tvö hundruð erlenda verkamenn á sínum snærum. Mun fleiri koma til landsins gegnum starfsmannaleigur, en hátt í fimm hundruð starfa hjá sautján starfsmannaleigum. Atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara fer einnig minnkandi, þeim hefur fækkað um ríflega sex hundruð á atvinnuleysisskrá.","summary":"Erlendum iðnaðarmönnum, sem koma hingað til að vinna, fjölgar stöðugt. Hátt í fimm hundruð erlendir verkamenn eru skráðir hjá starfsmannaleigum. "} {"year":"2022","id":"83","intro":"Framkvæmdastjóri Airport Associates, sem þjónustar flugvélar á Keflavíkurflugvelli, segir að innan tveggja ára verði fyrirtækið jafn stórt og það var fyrir fall WOW AIR og covid. Mörg sambærileg fyrirtæki erlendis eigi í vandræðum með að ráða fólk og launakjörin séu betri hér en víða annars staðar","main":"Fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa lent í vandræðum með að fá fólk til starfa. Það sama á ekki við alls staðar.\nAirport Associates þjónustar flugvélar á Keflavíkurflugvelli, hvernig hefur gengið að ráða starfsfólk?\nÞað hefur bara gengið nokkuð vel og erum búnir að ráða í allar stöður fyrir sumarið\nSegir Sigþór Kristinn Skúlason framkvæmdastjóri á Keflavíkurflugvelli. Þegar flugfélagið WOW fór á hausinn og heimsfaraldurinn fylgdi í kjölfarið var mörgum sagt upp og aðeins hundrað manns störfuðu hjá fyrirtækinu en í sumar verða starfsmenn um 370.\nÞannig að þið eruð búnir að bæta við ykkur töluverðum fjölda á síðustu vikum? Já frá byrjun mars og út maí erum við að fá circa 170 nýja starfsmenn. Sérðu fram á að fyrirtækið vaxi enn frekar. Já það er alveg fyrirséð. Það eru allar spár sem sýna fram á aukinn vöxt hér á Keflavíkurflugvelli og þau flugfélög sem við erum með langtímasamnigna við eru að vaxa og eru búin að teikna upp vaxtarprógramm þannig að það er fyrirséð að innan tveggja ára verðum við komin í sirka stærð sem við vorum komin í 2018.\nÞá störfuðu tæplega 700 manns hjá fyrirtækinu. Sigþór segir að sömu sögu sé ekki að segja af fyrirtækjum í svipuðum rekstri í öðrum löndum.\nÞað eru mjög margir þjónustuaðilar og flugvellir sem eru að reka öryggisgæslu og annað í miklum vandræðum. Við njótum góðs af því að á Íslandi erum við að borga mun hærri laun en víða annars staðar á flugvöllum. Þannig að okkur gengur betur en flestum að ráða inn.","summary":"Framkvæmdastjóri Airport Associates sem þjónustar flugvélar á Keflavíkurflugvelli reiknar með að innan tveggja ára verði starfsmenn um 700 eða jafnmargir og þeir voru fyrir fall WOW AIR og Covid-faraldurinn."} {"year":"2022","id":"83","intro":"Aldrei hafa fleiri íbúðir verið seldar yfir ásettu verði en í mars. Ný skýrsla um aðstæður á húsnæðismarkaði varpar ljósi á erfiðar aðstæður sem blasa við húsnæðiskaupendum.","main":"Ófremdarástand er á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Meira en helmingur íbúða seldist yfir ásettu verði í mars. Það er margfalt hærra hlutfall en gengur og gerist. Sérstaklega er mikil aðsókn í íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu. Þar seldust meira en sextíu prósent íbúða yfir ásettu verði.\nHúsnæðiskaupendur þurfa ekki aðeins að horfast í augu við hátt verð, heldur hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið styttri. Aðeins 35 dagar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa aldrei verið fleiri nýskráð fyrirtæki í byggingariðnaði.\nEn húsnæði er ekki eingöngu af skornum skammti heldur mun dýrara eftir undanfarnar vaxtahækkanir. Eftir hækkun í byrjun mánaðar eru stýrivextir þrjú komma sjötíu og fimm prósent (3,75%). Viðbúið er að vextir á óverðtryggðum lánum hækki í kjölfarið. Greiðslubyrði verður líklega um þriðjungi hærri í næsta mánuði en hún var fyrir ári.","summary":"Ófremdarástand er á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar. Meira en helmingur íbúða selst yfir ásettu verði og meðalsölutími hefur aldrei verið styttri. "} {"year":"2022","id":"83","intro":"Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, um hækkun á endurgreiðslu til stærri og umfangsmeiri kvikmyndaverkefna úr 25 prósentum í 35 prósent. Ráðherra segir að þetta þýði erlenda fjárfestingu upp á milljarða króna.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"83","intro":"Yfir tíu og hálf milljón íbúa Búrkína Fasó, Malí, Níger og Máritaníu eiga á hættu að líða hungur á næstu vikum. Þetta segir í nýrri skýrslu Alþjóða Rauða krossins um aðstæður fólks á Sahel-beltinu, sem teygir sig þvert yfir Afríku á mörkum Sahara-eyðimerkurinnar og gróðurlendisins suður af henni.","main":"Framundan er það sem kallað er magra tímabilið; síðasta uppskera er nánast á þrotum og enn er langt í þá næstu. Minnst tvær milljónir eru á vergangi í löndunum fjórum vegna stríðsátaka, 70 prósent þeirra í Búrkína Fasó þar sem ófriður og öryggisleysi hefur hrakið nær tíu prósent þjóðarinnar á flótta. Vígaferlin gera illt verra fyrir íbúa afskekktra héraða þessara landa, sem þegar líða alvarlegan skort. Þeir komast hvergi vegna ófriðarins og hjálparsamtök koma engum björgum til þeirra af sömu ástæðu. Miklir og langvinnir þurrkar bæta svo gráu ofan á svart. \u001eOfbeldið á Sahelsvæðinu eykur ekki aðeins á matarskortinn; á mörgum stöðum er það orsök hans, segir Patrick Youssef, yfirmaður Afríkudeildar Alþjóða Rauða krossins. \u001eÁstandið er grafalvarlegt og magra tímabilið gæti leitt til mikilla hörmunga ef ekki er gripið til samræmdra og tafarlausra aðgerða til að hjálpa þeim milljónum sem eru í vanda, segir Youssef.","summary":null} {"year":"2022","id":"83","intro":"Valur er nú einum sigri frá Íslandsmeistaratitli í körfubolta karla. Valur fékk Tindastól í heimsókn á Hlíðarenda í þriðja leik liðanna í gærkvöld.","main":"Valur vann fyrsta leikinn á Hlíðarenda en Tindastóll svaraði með sigri á Sauðárkróki og var staðan í einvíginu því 1-1 fyrir leik. Tindastóll var mun betra liðið í fyrri hálfleik og forystan var um stund komin í 21 stig. Í hálfleik voru gestirnir sextán stigum yfir 52-36. Valsmenn réttu rækilega úr kútnum í síðari hálfleik og þá sér í lagi í fjórða leikhluta. Þar gekk allt upp hjá Val á meðan ekkert gekk hjá Tindastóli. Valur vann lokafjórðunginn með sautján stigum sem skilaði þeim fimm stiga sigri, 84-79, og Valur þar með kominn í 2-1 í úrslitaeinvíginu. Valsmenn geta því tryggt Íslandsmeistaratitilinn á Sauðárkróki þegar liðin mætast í fjórða sinn á sunnudag. Vinni Tindastóll, ræðst einvígið í oddaleik á Hlíðarenda.\nFram er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en Framarar unnu ÍBV í gær 27-24 og var þetta þriðji sigur Fram gegn Eyjakonum í undanúrslitunum. Fram mætir annað hvort Val eða ríkjandi Íslandsmeisturum KA\/Þórs í úrslitarimmunni. Þar er staðan 2-1 fyrir Val en liðin áttust við í þriðja leiknum á Hlíðarenda í gær og þar höfðu heimakonur betur, 30-26. Valskonur geta því klárað einvígið með sigri á Akureyri á morgun en KA\/Þór þarf sigur til að knýja fram oddaleik.\nÍslandsmeistarar Víkings unnu nýliða Fram í Bestu deildar karla í fótbolta í gær, 4-1. Fram leitar því enn að sínum fyrsta sigri í deildinni en þetta var þriðji sigur Víkinga og eru þeir í fjórða sætinu með 10 stig, fimm stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Þá mættust Keflavík og Leiknir en bæði lið voru í leit að sínum fyrsta sigri í sumar. Keflavík hafði betur á heimavelli 3-0 og lyfti sér upp í 9. sætið en Leiknir er í 11. og næst neðsta sætinu. Leikið verður í Bestu deild kvenna í kvöld og hefjast allir þrír leikir kvöldsins klukkan korter yfir sjö. KR fær Breiðablik í heimsókn, Keflavík tekur á móti Aftureldingu og Stjarnan og Valur eigast við í Garðabæ.","summary":"Valur er einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta karla eftir sigur á Tindastóli í þriðja leik liðanna í gærkvöld."} {"year":"2022","id":"83","intro":"Almennt er ekki talið að kuldakastið, sem nú gengur yfir stóran hluta landsins, hafi mikil áhrif á sauðburð. Spáð er hlýindum um helgina og þá geta bændur hleypt út kindum og lömbum. Jörð kemur vel undan vetri og því er ágæt beit fyrir lambféð.","main":"Hvít jörð hefur blasað við í morgunsárið síðustu daga hjá íbúum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Enda er kalt í veðri og gengur á með éljum. Sauðburður er hafinn um allt land og þá vilja bændur helst hleypa kindum og lömbum út undir bert loft. En það er ekki hægt í þessum kulda. Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthavammi í Aðaldal, hefur samt ekki teljandi áhyggjur þó öll lömb séu enn á húsi.\nNei ég held ekki, ekki eins og þetta virðist líta út hér í Aðaldal allavegana. Hér hefur ekki fest niður snjó og þetta hret kemur á heppilegum tíma.\nJá, enn er ekki það margt borið og því ennþá ágætt pláss í fjárhúsunum.\nHvað er mikið borið hjá þér og hvað ertu með stórt bú? Þetta er rétt um 400 og það eru bornar núna eitthvað rúmlega 80. Þetta er að fara á gulla ferð núna bara á þessum sólarhring.\nÞað er spáð hlýnandi veðri á sunnudag og þá segir Sæþór að bændur fari almennt að setja lambféð út. Og túnin komi vel undan vetri.\nÞað er allt þurrt og tún byrjuð að grænka og það er allt betra en bleytan, þannig að ég er bjartsýnn. Jörðin kemur þá vel undan vetri og það fer að spretta snemma haldið þið? Já hún virðist gera það. Við vorum margir smeykir, hún var náttúrulega snjólaus í vetur, um að það yrði mikið frost í jörðu. En það virðist bara ekki vera, þetta virðist bara vera á frekar góðum stað.","summary":"Kuldakastið sem nú gengur yfir stóran hluta landsins hefur enn ekki haft teljandi áhrif á sauðburð. Það spáir hlýindum um helgina og þá geta bændur létt af álagi í fjárhúsum og hleypt út kindum og lömbum."} {"year":"2022","id":"83","intro":"Elon Musk, ríkasti maður heims, hefur frestað fyrirhuguðum kaupum sínum á samskiptamiðlafyrirtækinu Twitter. Frá þessu greindi auðjöfurinn sjálfur, einmitt á Twitter.","main":"Musk sagði í tísti að kaupunum væri frestað tímabundið á meðan hann biði útreikninga sem sýndu að ruslaðgangar og falskir aðgangar að miðlinum væru innan við fimm prósent virkra notenda. Virði hlutabréfa í Twitter tók skarpa dýfu eftir að tístið birtist.\nFrá því að Musk komst að samkomulagi við stjórn Twitter um kaupin hefur honum orðið tíðrætt um að eyða ruslaðgöngum, eða svokölluðum spammaðgöngum, að miðlinum, það er þeim sem dreifa ruslfærslum. Þetta segir ókunnugum rosa lítið - ruslaðgangur og ruslfærslur.\nTísti Musks fylgdi hlekkur á grein Reuters þar sem fram kom að mat Twitter væri að slíkir ruslaðgangar séu færri en sem nemur fimm prósentum daglegra notenda.\nFyrirhuguð kaup Musks á Twitter hafa verið nokkuð umdeild frá því hann samdi um að greiða 44 milljarða dala fyrir fyrirtækið.\nAuk þess að vilja banna ruslaðganga hefur Musk sagt að hann vilji að svo gott sem algjört tjáningarfrelsi ríki á Twitter. Hann hefur til dæmis sagst ætla að opna aðgang Donalds Trump, fyrrverandi forseta, á nýjan leik. Musk sagði í vikunni að það hef[i bæði verið siðferðislega rangt og hreinlega heimskulegt að setja Trump í bann eftir að stuðningsfólk hans réðst inn í bandaríska þinghúsið.","summary":null} {"year":"2022","id":"83","intro":"Talsverð óánæga sem með nýtt æfingafyrirkomulag hjá Hetti á Egilsstöðum og hefur yfirþjálfari sagt upp störfum.","main":"Yfirþjálfari hjá Hetti á Egilsstöðum hefur sagt starfi sínu lausu vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag æfinga. Börn fá færri æfingar í hverri grein til að þau prófi fleiri greinar. Foreldrar óttast meðal annars að börnunum gangi illa og missi áhugann.\nHöttur á Egilsstöðum kynnti nýverið nýtt fyrirkomulag æfinga hjá börnum í fyrsta og öðrum bekk. Í stað þess að þau velji sér grein og æfi hana oft í viku er markmiðið að þau æfi hverja greina aðeins einu sinni í viku og prófi fleiri greinar í staðinn. Íþróttafræðingur, sem vann þessa nýju stefnu með Hetti, hefur sagt að hún hafi ýmsa kosti og geti meðal annars minnkað líkur á brottfalli úr íþróttum síðar meir.\nMargir foreldrar eru hins vegar ósáttir við þessa breytingu, einnig sumir þjálfarar bæði í fimleikum og fótbolta. Yfirþjálfari í fótbolta hefur sagt starfi sínu lausu vegna þessa. Fram kemur í bréfi hans til foreldra að of lítið samráð hafi verið haft um breytinguna. Æfingum í fótbolta fækki mikið og ef barn missi af æfingu líði langt á milli æfinga. Fyrikomulagið geti valdið því að margir iðkendur mæti í hverja grein og slíkt geti truflað starfið og gert erfiðara að halda uppi aga. Hugmyndafræðin á bak við breytinguna sé góð en hægt væri að ná sömu markmiðum án þess að takmarka æfingafjölda.\nÁsgerður Halldórsdóttir er ein þeirra foreldra sem hafa tjáð sig um málið á netinu. Hún óttast meðal annars að ein fimleikaæfing á viku dugi ekki til að koma krökkunum inn á mót og í fótboltanum muni ganga illa.\nSem dæmi má nefna að ef drengurinn minn myndi fá að æfa einu sinni í viku núna næstu tvö árin þá hefur hann stundað tvö hundruð færri klukkustundum fótbolta heldur en önnur börn á Íslandi hafa tækifæri til að gera. Mín kenning er sú að áhuginn verði gríðarlega lítill ef þau fara með þessa litlu þjálfun inn í stóru mótin. Þá mun áhuginn klárlega minnka.","summary":"Skiptar skoðanir eru með nýtt æfingafyrirkomulag ungra barna hjá Hetti á Egilsstöðum og hefur yfirþjálfari sagt upp störfum. "} {"year":"2022","id":"84","intro":"Formenn samtaka sjómanna segja grafalvarlegt ef þyrlur Landhelgisgæslunnar geta ekki sinnt útköllum vegna manneklu, líkt og gerðist á dögunum. Öryggi sjómanna sé þannig stefnt í hættu.","main":"Þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki sótt bílstjóra sem slasaðist alvarlega í bílveltu undir Eyjafjöllum á þriðjudag vegna þess að ekki tókst að manna þyrluna. Einungis ein áhöfn var á vakt og flugstjóri þeirrar áhafnar forfallaðist. Því var hinn slasaði fluttur með sjúkrabíl á spítala. Formenn Félags vélstjóra, Félags skipstjórnarmanna, Sjómannasambands Íslands og Sjómannafélags Íslands telja vegið að öryggi sjómanna, enda ekki hægt að flytja slasaða eða veika sjómenn landleiðina. Guðmundur Helgi Þórarinsson er formaður Félags vélstjóra.\nÞegar hringt er í þyrlu úti á sjá þá eru jafnan alvarleg slys og getur jafnvel verið spurning um mínútur. Þetta er algjörlega óviðunandi að þessi sjúkrabíll hafsins skuli ekki vera til taks nema hluta úr árinu.\nGuðmundur Helgi segir lífi sjómanna stefnt í voða.\nÞað er verið að stefna því í hættu, í mörgum tilvikum. Því miður.\nÍ ályktun frá Samtökum sjómanna segir að það sé skýlaus krafa að stjórnvöld sjái til þess að Landhelgisgæslan hafi nægt rekstrarfé til að manna alltaf tvær þyrlur og að þær séu til taks öllum stundum.","summary":"Stéttarfélög sjómanna segja öryggi sjómanna stefnt í hættu ef þyrlur Landhelgisgæslunnar geta ekki sinnt útköllum vegna manneklu, líkt og gerðist á dögunum."} {"year":"2022","id":"84","intro":"Forseti ASÍ segir blað brotið á íslenskum vinnumarkaði með snjallforriti, sem flugfreyjum og -þjónum Icelandair er gert að nota til að meta frammistöðu vinnufélaga sinna. Lögmenn Flugfreyjufélags Íslands kanna nú grundvöll fyrir notkun þess.","main":"Í forritinu, sem hlaðið er niður í síma, gefa flugfreyjur Icelandair hver annarri einkunn eftir hverja vakt. Matið er í átta liðum og það felst meðal annars í mati á leiðtogahæfileikum, vinnusemi og samskiptahæfni. Þá er spurt um viðhorf til vinnuveitanda.\nForritið var tekið í notkun fyrir nokkrum vikum, að sögn Guðlaugar Líneyjar Jóhannsdóttur formanns Flugfreyjufélags Íslands. Hún segir að margir í starfsmannahópnum setji spurningamerki við fyrirkomulagið, ekki liggi fyrir hvernig eigi að nota upplýsingarnar sem safnist fyrir með þessum hætti eða hvaða áhrif þær gætu haft á stöðu flugfreyjanna. Hún segir að stjórn félagsins skoði nú málið í samstarfi við lögmenn þess. Fréttastofu er kunnugt um óánægju meðal flugliða Icelandair, en að þeir þori ekki að láta hana í ljós af ótta við afleiðingarnar.\nDrífa Snædal, forseti ASÍ, segir að hún viti ekki til þess að slíkt starfsmat hafi áður verið notað á íslenskum vinnumarkaði:\nMér finnst það brjóta blað á íslenskum vinnumarkaði ef það er verið að fara fram á það að starfsfólk njósni hvert um annað og sé að gefa hvoru öðru mat. Þetta veldur óöryggi í vinnu og við erum líka að tala þarna um stétt sem er sagt upp reglulega. Þannig að þetta fjallar um vellíðan í vinnu, þetta fjallar um atvinnuöryggi og svo fjallar þetta um félagsskap vinnandi fólks.\nÞað er verið að brjóta það upp með því að búa til innbyggða samkeppni, innbyggða tortryggni og krefja um þrælslund gagnvart fyrirtækinu.\nMun ASÍ beita sér á einhvern hátt í þessu? Við munum að sjálfsögðu taka þetta fyrir hjá okkur.\nÁsdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair segir í skriflegu svari til fréttastofu að fyrirtækið treysti starfsfólki til að gefa heiðarlega og uppbyggilega endurgjöf. Flugfreyjur séu eina stéttin hjá fyrirtækinu sem gert sé að meta vinnufélaga sína með þessum hætti. Ekki fengust svör við spurningum fréttastofu um hvernig unnið yrði úr upplýsingum sem verða til við skráninguna, hvort þetta stæðist persónuverndarlög eða hvort þetta gæti haft áhrif á vinnuandann.","summary":"Forseti ASÍ segir að snjallforrit, sem flugfreyjum Icelandair er gert að nota til að meta frammistöðu vinnufélaga sinna, brjóti blað á íslenskum vinnumarkaði. Lögmenn Flugfreyjufélagsins kanna nú grundvöll fyrir notkun forritsins."} {"year":"2022","id":"84","intro":"Sjónvarpsstöðin N4 hefur tekið af dagskrá sérstakan kosningaþátt á Akureyri. Oddviti Kattaframboðsins gerði athugasemd við að greiða þyrfti fyrir þátttöku í þættinum. Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir alveg skýrt að kostuð umfjöllun með þessu tagi standist ekki fjölmiðlalög.","main":"Vísir.is greindi frá því í gær að öllum framboðum á Akureyri hefði verið boðið að taka þátt í pallborðsumræðum í sjónvarpsal á sjónvarpsstöðinni N4 gegn 150 þúsund króna greiðslu. Snorri Ásmundsson, oddviti Kattarframboðsins, tók ekki mál að greiða fyrir þátttöku. Hann hafði samband við Maríu Björk Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóra N4, og afþakkaði boðið. Í frétt Vísis kemur fram að María hafi sagt Snorra að mögulegt væri að fá þáttinn á 100 þúsund krónur en ómögulegt væri fyrir litla sjónvarpsstöð eins og N4 að gera allt frítt. Eftir fyrirspurn til fjölmiðlanefndar var ákveðið að hætta við þáttinn. Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, segir alveg skýrt að þátturinn stæðist ekki fjölmiðlalög.\nÞað er ekki í samræmi við lög. Þetta er mjög svipað eins og ákvörðun sem var tekin í aðdraganda kosninga sem tengdist annarri sjónvarpsstöð. Þar sem líka var verið að biðja framboðin að greiða fyrir efni eða koma í viðtöl.\n-Ráðfærði stöðin sig eitthvað við ykkur í þessu máli?-\nNei, ekki í þessu máli en auðvitað er fjölmiðlanefnd í samtali við fjölmiðla og þeir eru oft kannski að ráðfæra sig með óformlegum hætti um ýmis mál en ekki um þetta mál. En ekki um þetta mál sérstaklega.\n-En bara svo það sé alveg skýrt, þá er, eins og þetta er sett upp með að fá oddvitana í þátt og láta þá greiða fyrir, það er bannað?-\nÞað stendur mjög skýrt í lögum um fjölmiðla að það sé bannað í raun og veru að kosta fréttir og fréttatengt efni.\nMaría Björk Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri N4, staðfestir í samtali við fréttastofu að hætt hafi verið við þáttinn. Niðurstaðan kristalli stöðu lítilla, einkarekinna fjölmiðla sem séu með báðar hendur bundnar.","summary":"Framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar segir alveg skýrt að kostuð umfjöllun um kosningar standist ekki fjölmiðlalög. Sjónvarpsstöðin N4 hefur hætt við kostaða umfjöllun um sveitarstjórnarkosningarnar eftir að eitt framboðið neitaði að greiða fyrir þátttöku. "} {"year":"2022","id":"84","intro":"Finnar eiga greiða leið inn í Atlantshafsbandalagið og innganga þeirra ætti ekki að taka langan tíma sagði framkvæmdastjóri NATO, eftir að forseti og forsætisráðherra Finnlands lýstu því yfir að landið ætti að sækja um aðild. Stjórnvöld í Kremlin segja að innganga Finna yrði túlkuð sem ógn við Rússland.","main":"Þau Sauli Niinisto, forseti Finnlands, og Sanna Marin forsætisráðherra sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í morgun, þar sem þau hvöttu til þess að Finnland myndi sækja um aðild að NATO. Búist er við að finnska þingið taki ákvörðun á næstu dögum, en í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu er nú mikill og almennur stuðningur við að Finnland sæki um aðild. Sömu sögu er að segja í Svíþjóð - talið er líklegt að bæði ríkin leggi inn formlega umsókn jafnvel í næstu viku. Aðild Finnlands og Svíþjóðar myndi hafa mikla þýðingu fyrir NATO, segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í alþjóðamálum.\nBæði þessi ríki myndu bæta mjög verulega við herstyrk NATO, styrkja fælingarstefnu bandalagsins, auka sérstaklega öryggi Eystrasaltsríkjanna. Aðild myndi líka auka mjög möguleikana á nánara samstarfi norðurlanda í öryggis og varnarmálum; það hefur reyndar aukist verulega á undanförnum árum, sem og samstarf Svíþjóðar og Finna við NATO. En með aðild breytast lykilforsendur í þessu efni og það verður til alveg nýr grundvöllur fyrir samstarf í öryggis- og varnarmálum.\nEn ég held að almennt muni Rússar líta svo á að Svíar og Finnar séu í Vesturlandahópnum hvort sem er; þessi ríki gengu í ESB fyrir næstum 20 árum og hafa átt í mjög nánu samstarfi við NATO á undanförnum árum - og eins og ég nefndi: Eystrasaltssvæðið er mjög hervætt, og Kolaskagi líka. Auðvitað gætu Rússar bætt í, en það myndi ekki valda stórum breytingum sem ég fæ séð.","summary":"Forseti og forsætisráðherra Finnlands mæla með inngöngu landsins í Atlantshafsbandalagið. Framkvæmdastjóri NATO segir að umsóknarferli Finna og Svía eigi ekki að taka langan tíma. Stjórnvöld í Moskvu líta á inngöngu ríkjanna í NATO sem ógn við Rússland. "} {"year":"2022","id":"84","intro":"Grænlendingar ráða nú tíma sínum sjálfir, samkvæmt samkomulagi danskra og grænlenskra yfirvalda.","main":"Fulltrúar stjórnvalda í Nuuk og Kaupmannahöfn skrifuðu í gær undir samning um að færa málaflokkinn \u001eÁkvörðun tímans á Grænlandi í hendur grænlensku landstjórnarinnar. Í fréttatilkynningu landstjórnarinnar segir formaður hennar, Múte Bourup Egede, Grænlendinga \u001ehlakka til þess að ákvarða vetrar- og sumartíma og skilgreiningu tímabelta á [sínu] eigin landsþingi í haust. Og í grænlensku atvinnulífi hlakka menn líka til þess, segir í frétt grænlenska ríkisútvarpsins KNR, að geta átt fleiri sameiginlegar vökustundir með viðskiptavinum á þeim Evrópumörkuðum sem Grænland skiptir mest við. Eins og er skiptist Grænland í þrjú tímabelti. Í höfuðstaðnum Nuuk er klukkan þremur tímum á eftir Greenwich-tíma (og íslensku klukkunni) á vetrum, en tveimur að sumri. Þetta þýðir meðal annars að á grænlensku hádegi eru flestar stofnanir og skrifstofur í Danmörku að loka. Fimm tímum munar á Vestur-Grænlandi og Danmörku, en tveimur á Austur-Grænlandi.","summary":null} {"year":"2022","id":"84","intro":"Breiðablik er eitt liða með fullt hús stiga í Bestu deild karla í fótbolta. Fimmta umferð deildarinnar hófst í gærkvöld með fjórum leikjum.","main":"Breiðablik tók á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli og Dagur Dan Þórhallsson og Jason Daði Svanþórsson komu Blikum í 2-0 eftir 25 mínútna leik. Stjarnan sótti þá í sig veðrið og jafnaði metin með tveimur mörkum, fyrst frá Guðmundi Baldvini Nökkvasyni og svo Emil Atlasyni. Það var svo Viktor Örn Margeirsson sem tryggði Blikum öll þrjú stigin með sigurmarkinu þegar sex mínútur lifðu leiks. Breiðablik hefur unnið alla fimm leiki sína í deildinni og situr á toppnum en Stjarnan er í fjórða sæti með 8 stig. Þar á milli eru Valur og KA. KA tók á móti FH á Dalvík og þar var dramatík. Eitt mark var skorað og það skoraði Nökkvi Þeyr Þórisson fyrir KA úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Valur tók á móti ÍA að Hlíðarenda og vann örugglega 4-0. Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði tvívegis fyrir Val og Patrick Pedersen og Guðmundur Andri Tryggvason sitt markið hvor. Valur og KA eru með 13 stig, tveimur minna en Breiðablik. Í fjórða leik gærkvöldsins sótti KR svo þrjú stig til ÍBV með 2-1 sigri. Ægir Jarl Jónasso og Kennie Chopart skoruðu mörk KR en mark ÍBV var sjálfsmark Kristins Jónssonar. Fimmtu umferð lýkur í kvöld þegar Keflavík tekur á móti Leikni og Víkingur fær Fram í heimsókn. Báðir leikir hefjast 19:15.\nÍ kvöld er líka þriðji úrslitaleikur Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Hvort lið hefur unnið einn leik, en vinna þarf þrjá til að hampa titlinum. Leikið er í Valsheimilinu og hefst leikurinn hálfníu, en uppselt er á leikinn. Áður en leikur Vals og Tindastóls hefst að Hlíðarenda mætast Valur og KA\/Þór á sama velli í þriðja leik undanúrslita Íslandsmóts kvenna í handbolta. Þar er staðan sömuleiðis 1-1, og vinna þarf þrjá leiki. Klukkan 19:40 er svo þriðji leikur Fram og ÍBV í sömu keppni og getur Fram tryggt sér sæti í úrslitum með sigri.\nManchester City náði aftur þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi með 5-1 sigri á Úlfunum. Kevin de Bruyne fór hamförum í liði City og skoraði fjögur fyrstu mörk liðsins. Raheem Sterling gerði það fimmta en mark Úlfanna skoraði Leander Dendoncker. City er þremur stigum á undan Liverpool og með sjö mörkum betri markatölu, þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.","summary":"Breiðablik er eitt liða með fullt hús stiga í Bestu deild karla í fótbolta. "} {"year":"2022","id":"84","intro":"Einn milljarður evra safnaðist til styrktar Úkraínu á ársfundi Þróunarbanka Evrópu í vikunni. Útlit er fyrir að efnahagur landsins dragist saman um þrjátíu prósent á þessu ári vegna innrásar Rússa.","main":"Fjármunir sem söfnuðust til styrktar Úkraínu á ársfundi Þróunarbanka Evrópu nema um einum milljarði evra. Sérfræðingar bankans áætla að efnahagur landsins dragist saman um þrjátíu prósent á árinu vegna innrásar rússneska hersins. Milljónir starfa hafa tapast.\nMilljarðurinn kemur til viðbótar tveimur milljörðum sem Þróunarbankinn EBRD reiddi fram fljótlega eftir innrásina í febrúar. Odile Renaud-Basso, forstjóri bankans, greindi frá þessu á fundi með fréttamönnum í dag. Að hennar sögn hefur stofnunin að undanförnu metið fjárhagslegar byrðar úkraínska ríkissjóðsins af völdum innrásarinnar. Útlit er fyrir að efnahagur landsins dragist saman um þrjátíu prósent á þessu ári. Stjórnvöld í Kænugarði segjast þurfa á fimm milljarða dollara fjárhagsaðstoð að halda í hverjum mánuði til að vega á móti fjárlagahallanum sem stríðið veldur. Sergiy Marchenko fjármálaráðherra bað samfélag þjóðanna í gær um aðstoð við enduruppbyggingu landsins að stríðinu loknu. Að hans sögn getur ríkissjóður Úkraínu einungis staðið undir sextíu og tveimur prósentum af mánaðarlegum útgjöldum þegar kostnaður vegna hermála er frátalinn.\nFulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti á þriðjudag að styrkja Úkraínu um fjörutíu milljarða dollara. Búist er við að fjárveitingin verði samþykkt í öldungadeildinni. Þegar það hefur gerst nemur fjárhagsaðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu á hernaðarsviðinu og til mannúðaraðstoðar um 54 milljörðum dollara frá því að innrásin hófst.","summary":"Einn milljarður evra safnaðist til styrktar Úkraínu á ársfundi Þróunarbanka Evrópu í vikunni. Útlit er fyrir að efnahagur Úkraínu dragist saman um þrjátíu prósent á þessu ári vegna innrásar Rússa."} {"year":"2022","id":"85","intro":"Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur sagt upp sjö starfsmönnum sem sinnt hafa ræstingum á heilsugæslunni á Húsavík og boðið reksturinn út. Formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir uppsagnirnar árás á láglaunastétt og gefur lítið fyrir skýringar.","main":"Heilbrigðisstofnun Norðurlands bauð nýverið út ræstingar á fimm starfsstöðvum sínum. Vikublaðið greindi fyrst frá málinu. Tilboð bárust í ræstingar á starfstöðvum HSN á Húsavík og Akureyri, þar sem slíkt fyrirkomulag var fyrir. Hefur stofnunin því ákveðið segja upp sjö starfsmönnum á Húsavík og semja við verktaka. Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN segir að breytingin sé nauðsynleg til að bregðast við hallarekstri.\nÞað er þannig að það er hallarekstur á stofnuninni og við erum að reyna að leita allra ráða til að lækka kostnað og eitt af þeim ráðum var að bjóða út ræstingar.\n-Er mikill sparnaður sem fæst með þessu?-\nJá við spörum á bilinu 15 til 20 milljónir.\nEkki bárust tilboð í starfstöðvar á Sauðárkróki, Blönduósi og Siglufirði og því verða engar breytingar þar í bili. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags á Húsavík gefur lítið fyrir skýringar Jóns Helga.\nÞetta er ekkert annað en árás og það er svolítið merkilegt að þegar menn setjast við excel-skjalið og ætla fara að skoða hvernig menn geta brugðist við einhverjum fjárhagslegum vanda hjá þessari stofnun að það skuli ráðist að þeim sem eru á lægstu kjörunum hjá stofnuninni.\n-Nú segir Jón Helgi að með þessu sparist einhverjar milljónir og að hann þurfi að vernda þjónustuna, hefur þú einhvern skilning á þeirri stöðu sem hann er í?\nNei ég hef ekki nokkurn einasta skilning á því og þessar tölur sem hann hefur lagt fram ég dreg þær mjög í efa og ég held að þetta sé kolvitlaus útreikningur. Ég vísa þessum tölum út í hafsauga.\n-Nú er talað um að þetta séu sjö starfsmenn sem missa vinnuna, veistu hvað verður um þetta fólk?-\nÉg get bara sagt það hér og nú að það eru dæmi um það að menn hafi komið hér og grátið hjá mér. Grátið fyrir framan formann Framsýnar vegna þess að þeir sjá afskaplega lítið framundan vegna þess að þetta eru ekki síst erlendir starfsmenn sem tala ekki okkar tungumál og það er ekki þægilegt fyrir slíka einstaklinga að fá vinnu alls staðar.","summary":"Formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir uppsagnir ræstingafólks hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands árás á láglaunafólk. Sjö starfsmenn á Húsavík missa vinnuna. "} {"year":"2022","id":"85","intro":"Það verða Valur og ÍBV sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í ár. ÍBV lagði Hauka í undanúrslitum í gærkvöld.","main":"ÍBV og Haukar mættust í fjórða leik undanúrslitanna í gærkvöldi og var fyrri hálfleikur jafn. ÍBV var 17-16 yfir í leikhléi en stakk svo af í seinni hálfleik. Þeir náðu fljótlega fimm marka forskoti og þann mun náðu Haukar ekki að brúa. ÍBV vann að lokum með 7 marka mun, 34-27, og vann einvígi liðanna 3-1. ÍBV mætir Val í úrslitaeinvíginu og er fyrsti leikur á heimavelli Vals fimmtudaginn 19. maí en vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Valsmenn hafa enn ekki tapað í úrslitakeppninni í ár, og eru auk þess ríkjandi Íslands-, deildar- og bikarmeistarar. ÍBV varð síðast Íslandsmeistari árið 2018.\nLiverpool jafnaði við Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi. Liverpool sótti Aston Villa heim í gærkvöldi og lenti undir eftir 3 mínútur þegar Douglas Luiz skoraði fyrir Villa. Tvö mörk frá Joel Matip og Sadio Mane tryggðu Liverpool hins vegar 2-1 sigur. Liverpool og City eru með 86 stig á toppi deildarinnar en City á leik til góða gegn Úlfunum í kvöld. Að þeim leik loknum á hvort lið tvo leiki eftir og baráttan um titilinn því æsispennandi.\nÞar sem ekkert verður af leik Íslands og Rússlands í Þjóðadeild Evrópu í fótbolta 10. júní næstkomandi, hefur A-liði karla verið útvegaður vináttuleikur í staðinn. Rússum var vikið úr Þjóðadeildinni vegna innrásarinnar í Úkraínu en til að halda dampi leikur íslenska liðið þess í stað við San Marínó í vináttuleik í San Marínó 9. júní. San Marínó er samkvæmt styrkleikalista FIFA lakasta landslið heims. Liðið er númer 211 á listanum og neðst og hefur aðeins einu sinni unnið opinberan landsleik, sem var gegn Liechtenstein fyrir 18 árum síðan. Íslenska liðið verður því á faraldsfæti í júní, þótt Rússaleikurinn falli niður. 2. júní mætir Ísland Ísrael ytra í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar, kemur svo heim og tekst á við Albaníu á Laugardalsvelli 6. júní, flýgur svo til San Marínó og mætir þeim 9. júní áður en komið verður aftur til Íslands og leikið gegn Ísrael á Laugardalsvelli 13. júní.","summary":"Valur og ÍBV leika til úrslita um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta í ár. ÍBV sló Hauka út í fjórða leik liðanna í undanúrslitum í gærkvöldi."} {"year":"2022","id":"85","intro":"Forsætisráðherrar Svíþjóðar og Bretlands staðfestu í dag samning um aðstoð í varnarmálum, verði ráðist á annað hvort þessara ríkja. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands er nú í opinberri heimsókn í Svíþjóð, en fer til Finnlands síðar í dag.","main":"Samningur um sameiginlega varnaraðstoð milli Bretlands og Svíþjóðar var staðfestur í dag, þegar Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands kom í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Johnson fer síðar í dag til Finnlands. Stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi íhuga nú að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu.\ní dag erum við að taka annað skref til að styrkja okkar samvinnu í varnarmálum - og\nánægður með að hafa staðfest þennan samning - færi ríki okkar saman - deila upplýsingum og auka samraf um heræfingar og þróun á tæknimálum.\nBæði Svíþjóð og Finnland íhuga nú að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Stuðningur við aðild hefur aukist verulega í báðum þessum ríkjum - skoðanakönnun í Finnlandi fyrir nokkrum dögum sýnir að 76 prósent almennings er fylgjandi því - og meðal stjórnmálamanna er aukinn stuðningur. Forseti Finnlands Sauli Niinisto tilkynnir um afstöðu sína á morgun - varnarmálanefnd finnska þingsins hefur lýst yfir stuðningi sem og leiðtogi finnska miðflokksins. Í Svíþjóð ætla sósíal demókratar að ákveða sig um helgina. Johnson fer til Finnlands síðar í dag, og þar má allt eins búast við að álíka yfirlýsing um varnaraðstoð verði gerð opinber. Ákveði Svíþjóð og Finnland að sækja um aðild, má búast við að það verði tekið fyrir á leiðtogafundi NATO á Spáni í næsta mánuði.","summary":"Forsætisráðherrar Svíþjóðar og Bretlands staðfestu í dag samning um aðstoð í varnarmálum, verði ráðist á annað hvort þessara ríkja. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands er nú í opinberri heimsókn í Svíþjóð."} {"year":"2022","id":"85","intro":"Þrjátíu prósent starfa hafa tapast í Úkraínu frá innrás Rússa í landið í febrúar, að mati Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Ástandið á enn eftir að versna - dragist stríðið á langinn. Það hefur einnig áhrif á atvinnulíf í nágrannaríkjum Úkraínu.","main":"Fyrsta skýrsla Alþjóðavinnumálastofnunarinnar ILO um atvinnuástandið í Úkraínu eftir innrás Rússa kom út í dag. Samkvæmt henni hafa 4,8 milljónir starfa tapast, meðal annars vegna aukinna efnahagserfiðleika og fólksflótta. Á sjöttu milljón landsmanna hefur flúið til annarra landa. Stofnunin áætlar að ef stríðið dregst á langinn verði áhrifin enn víðtækari eða að allt að sjö milljónir starfa tapist. Ljúki hernaðaraðgerðum fljótlega sé útlit fyrir að 3,4 milljónir endurheimtist. Það svari þá til 8,9 prósenta atvinnuleysis.\nFram kemur að innrásin hafi áhrif á atvinnulíf í nágrannaríkjum Úkraínu, þar sem fjöldi flóttamanna heldur til um þessar mundir. Áhrifa gætir einnig í löndum í Mið-Asíu, sem eru háð samskiptum við Rússland.\nILO hrósar í skýrslunni stjórnvöldum í Úkraínu fyrir að hafa haldið félagslega kerfinu gangandi þrátt fyrir ærna erfiðleika. Sömuleiðis hafi atvinnurekendur og samtök launafólks gert sitt besta til að halda fólki í vinnu. Stofnunin ætlar að halda áfram að veita Úkraínumönnum þann stuðning sem hún getur til að halda hjólum efnahagslífsins gangandi. Hún tilkynnti í mars að allri tæknilegri samvinnu við Rússa hefði verið hætt vegna innrásarinnar.","summary":"Alþjóðavinnumálastofnunin áætlar að hátt í fimm milljónir starfa hafi tapast í Úkraínu frá því að rússneski herinn réðst inn í landið. Dragist stríðið á langinn á atvinnuástandið eftir að versna enn frekar, þar á meðal í nágrannaríkjunum."} {"year":"2022","id":"85","intro":"Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti í gær þrettán Færeyingum riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir björgunarstörf eftir flugslysið á Mykinesi í Færeyjum. Rúm hálf öld er liðin síðan flugvél Flugfélags Íslands brotlenti í eynni.","main":"Forsetinn sæmdi þrettán Færeyinga fálkaorðunni í gær fyrir einstakt hugrekki og þrautseigju við björgunarstörfin.\nSlysið varð þann 26. september 1970 þegar TF-FIL, vél Flugfélags Íslands, brotlenti í hlíð fjallsins Knúks á eynni Mykinesi í Færeyjum. Þoka var yfir Mykinesi þennan dag, hvasst og skyggni mjög slæmt. Vélin var í aðflugi að flugvellinum í Vogum, en þegar flugstjórinn hafði reynt í hálftíma að lenda vélinni, hrapaði hún til jarðar úr 450 metra hæð. Flugstjóri vélarinnar, Bjarni Jensson, og sjö færeyskir farþegar létust í slysinu. 26 var bjargað og einn þeirra var aðstoðarflugmaðurinn Páll Stefánsson, sem slasaðist lífshættulega í slysinu. Hann rifjaði upp þennan örlagaríka dag í viðtali á Rás 2 fyrir tveimur árum síðan. Hann sagði björgunarfólk hafa unnið mikið þrekvirki.\nOg það var svo hvasst að það var ekki hægt að lenda á, við bryggjuna í Mykinesi heldur varð að fara og klifra upp kletta á norðausturhluta eyjarinnar. Þar var lygnt, eða lygnra, og fólk var dregið upp með köðlum.\nFjöldi fólks kom að því að bjarga farþegunum af slysstað, en þeim þrettán sem enn eru á lífi var veitt Fálkaorðan við hátíðlega athöfn í Færeyjum í gær. Guðni Th. Jóhannesson færði þeim þakkir frá íslensku þjóðinni fyrir að hafa bjargað 26 mannslífum þennan dag.\nDet var en stor ære for mig, að kunne sige fra os alle i Island, tak til folket sem kom og reddede liv.","summary":null} {"year":"2022","id":"85","intro":"Maðurinn sem slasaðist undir Eyjafjöllum í gær reyndist betur haldinn en óttast var. Flytja þurfti manninn landleiðina til Reykjavíkur þar sem ekki var hægt að manna áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir af og frá að atvikið tengist kjaradeilum þyrluflugmanna Gæslunnar við ríkið.","main":"Lögreglan á Suðurlandi óskaði eftir aðkomu þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna alvarlegs bílslyss undir Eyjafjöllum í gær, en vegna manneklu var þyrlan óstarfhæf.\nSamkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er maðurinn enn á sjúkrahúsi, en hann reyndist þó minna slasaður en talið var í fyrstu. Fram hefur komið í fréttum að sífellt erfiðara hafi verið að manna vaktir á þyrlum Gæslunnar, en flugmenn þeirra og flugstjórar hafa verið án kjarasamnings í á þriðja ár. Spurður hvort það ástand sem nú er uppi tengist kjarasamningum segir Ásgeir engar vísbendingar um það. Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir atvikið í gær ekki tengjast kjarabaráttunni.\nÞyrlan var kölluð út í morgun vegna aflvana báts við Öndverðarnes á Snæfellsnesi. Sjö voru um borð. Útkallið kom klukkan hálf átta, en ný vakt tekur alla jafna við klukkan átta.\nÚtkall þyrlunnar var afturkallað eftir að skipverjar komu bátnum aftur í gang.","summary":"Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir, að það að ekki náðist að manna áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær, tengist kjaradeilum þyrluflugmanna við ríkið ekki beint. "} {"year":"2022","id":"85","intro":"Ragnar Kjartansson, listamaður, var meðal þeirra sem aðstoðuðu hina rússnesku Mariu Alyokhinu, aðgerðarsinna og liðskonu rússnesku pönkrokksveitarinnar Pussy Riot, á flótta sínum frá Rússlandi. Ragnar fékk ónefnt Evrópuland til að gefa út ferðaskilríki sem veittu Mariu sömu stöðu og íbúar Evrópusambandsins hafa.","main":"Flótti Mariu er rakinn í bandaríska blaðinu New York Times.\nÞar kemur fram að þegar rússnesk yfirvöld ákváðu að Maria þyrfti að afplána dóm upp á 21 dag í fangelsi í stað stofufangelsis hefði hún ákveðið að flýja land. Að minnsta kosti tímabundið.\nTil þess að villa um fyrir rússnesku lögreglunni, sem fylgdist með íbúðinni þar sem hún bjó, dulbjó Maria sig sem matarsendil. Hún skildi farsíma sinn eftir til að ekki væri hægt að rekja ferðir hennar og fékk far að landamærum Hvíta-Rússlands. Það tók hana hins vegar viku að komast frá Hvíta-Rússlandi yfir til höfuðborgar Litháens og Ragnar Kjartansson átti stóran þátt í að það tókst.\nRagnar er sagður hafa fengið ónefnt Evrópuland til að gefa út ferðaskilríki fyrir Alyokhinu sem veitti henni sömu réttindi og aðrir íbúar Evrópusambandsins hafa. Ferðaskilríkjunum var síðan smyglað inn til Hvíta-Rússlands og á þeim komst hún með rútu til LItháens.\nFréttastofa sendi utanríkisráðuneytinu fyrirspurn hvort Ísland væri umrætt Evrópuland. Ráðuneytið segir að því sé kunnugt um fréttir af komu Pussy Riot til Íslands. Það sé fagnaðarefni að umræddur listamaður og hljómsveitin hafi tækifæri til þess að nýta sér tjáningarfrelsi bæði í listrænum tilgangi og pólitískum. Að öðru leyti tjái utanríkisráðuneytið sig ekki.","summary":null} {"year":"2022","id":"86","intro":"Birgitta Jónsdóttir segist orðlaus að undirskrift hennar fyrir framboð fyrir Reykjavík; bestu borgina hafi verið fölsuð. Formaður yfirkjörstjórnar segir það undir Birgittu komið að ákveða framhaldið.","main":"Í gær var greint frá því að Birgitta kannaðist ekki við að vera í framboði fyrir E-listann. Hún er skráð í 24. sæti listans í komandi sveitarstjórnarkosningum. Birgitta fékk senda yfirlýsingu með undirskrift sinni frá yfirkjörstjórn í Reykjavík rétt fyrir hádegi. Henni var brugðið þegar hún opnaði skjalið.\nÉg var að sjá skjalið og þeir hreinlega fölsuðu undirskriftina mína.\nGunnar H. Gunnarsson, Oddvita E-listans sagði í samtali við fréttastofu í gær að hann vissi að Birgitta væri á lista en teldi að hún væri þar af fúsum og frjálsum vilja. Ekki hefur náðst í Gunnar í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.\nMér finnst þetta mjög alvarlegt að hreinlega falsa undirskriftina mína.\nBirgitta hafði samband við yfirkjörstjórn um leið og lét vita að þetta væri ekki sín undirskrift. Hún skrifaði undir meðmælendalista fyrir flokkinn í vetur og taldi mögulega að það hafi verið einhver misskilningur á milli hennar og flokksins. Þetta reynist þó vera allt annað skjal en það sem hún skrifaði undir á sínum tíma. Birgittu segist verulega brugðið.\nÉg þarf að tala við einhverja sem hafa þekkingu á þessu. Ég myndi helst vilja tala við yfirkjörstjórn um þetta. Það er auðvitað mjög alvarlegt að þetta sé hægt, að gera svona.\nMaður hreinlega veltir því fyrir sér hvort það séu fleiri á listanum sem eru þarna. Ég skil ekki af hverju hann gerir þetta. Ég skil ekki af hverju manninum dettur í hug að þetta sé í lagi.\nEva Bryndís Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík segir að meint skjalafals fari í rannsókn sem slíkt. Búið sé að úrskurða framboð Bestu borgarinnar gilt, það standi og gengið verði til kosninga á þeim forsendum.\nÞetta er í samráði við Birgittu hvort að við beinum því til lögreglu að rannsaka þetta mál eða hvort við gerum það sjálf.","summary":null} {"year":"2022","id":"86","intro":"Í fyrsta skipti síðan 1963 var Elísabet Bretlandsdrottning ekki viðstödd setningarathöfn breska þingsins sem fram fór í morgun. Sonur hennar, Karl bretaprins, sat athöfnina. Elísabet glímir við skerta hreyfigetu, segja talsmenn drottningar.","main":"Þetta var æðsti embættismaður lávarðadeildarinnar - svokallaður Blackrod - sem gekk inn í fulltrúadeildina í morgun og boðaði þingmenn á fund drottningar, til að hlýða á stefnuræðu ríkisstjórnarinnar - en drottningin var hins vegar ekki á staðnum til að lesa ræðuna, í fyrsta skiptið síðan 1963 - þá bar hún Játvarð prins undir belti og komst ekki frá. Elísabet er orðin 96 ára gömul og glímir við skerta hreyfigetu, segja talsmenn Buckingham hallarinnar. Í staðinn fyrir hana kom Karl Bretaprins og las stefnuræðuna í fyrsta - en að líkindum ekki í síðasta sinn. Hann fór yfir helstu stefnumál ríkisstjórnar Borisar Johnsons - þar á meðal um að verja lýðræði og frelsi um víða veröld, og halda áfram stuðningi við íbúa Úkraínu.\nElísabet Bretlandsdrottning hefur lítið sést á almannafæri síðan hún var á sjúkrahúsi í október í fyrra - hún fékk Covid í febrúar. Hátíðahöld verða í Bretland í júní, til að fagna því að sjötíu ár eru liðin síðan Elísabet tók við völdum - en núna hafa margir áhyggjur af að drottningin hafi ekki heilsu til að taka fullan þátt í þeim hátíðahöldum.","summary":"Elísabet Bretlandsdrottning missti af setningu breska þingsins í morgun, í fyrsta skiptið síðan 1963. Karl Bretaprins sat athöfnina í fjarveru móður sinnar. Talsmenn drottningar segja hana glíma við skerta hreyfigetu. "} {"year":"2022","id":"86","intro":"Nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar kepptu í dag fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni í fjármálalæsi. Skólinn vann sér inn þátttökurétt á mótinu með því að vinna Fjármálaleikana fyrr á árinu. Stærðfræðikennari krakkanna er gríðarlega stolt af sínu fólki.","main":"Fyrr á þessu ári komu nemendur í 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar, sáu og sigruðu Fjármálaleikana. Leikarnir, sem eru spurningakeppni milli grunnskóla í fjármálalæsi, eru haldnir ár hvert meðal unglinga. Auk þess að vinna 150 þúsund krónur tryggði sigurinn skólanum þátttökurétt í Evrópukeppni Fjármálaleikanna. Keppnin fór fram í gegnum netið og tóku tveir fulltrúar úr bekknum þátt í leikunum nú í morgun. Stærðfræðikennari unglingadeildar, Sigurlaug Ragna Guðnadóttir, kennir krökkunum fjármálalæsi.\nOkkur gekk rosalega vel, þau voru með 19 rétt svör af 21. Lentu reyndar ekki í neinu verðlaunasæti en þau stóðu sig hrikalega vel. -Og þú væntanlega að springa úr stolti?- Algjörlega.\n-Hvað er það við krakkana í Fjallabyggð sem gerir það að verkum að þau eru svona seig í lánum og vöxtum?-\nÞau standa vel saman og þau hjálpast að. Keppnin snýst mikið um að vinna vel saman og afla sér upplýsinga og þau gerðu það svo sannarlega.\n-Þannig að þau ættu að vera tilbúin að fara út í lífið og taka verðtryggð eða óverðtryggð húnsæðislán svona á næstunni?-","summary":null} {"year":"2022","id":"86","intro":"Sjálfstæðisflokkurinn geldur afhroð í nýrri fylgiskönnun og tapar fjórum af átta borgarfulltrúum sínum. Píratar eru á miklu flugi og tvöfalda fulltrúafjölda sinn. Stjórnmálafræðingur segir að sérstök staða sé komin upp í íslenskum stjórnmálum.","main":"Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í Reykjavík, með um 26,7 prósenta fylgi, og bætir þannig við sig frá síðustu kosningum og heldur sínum sjö borgarfulltrúum, samkvæmt könnun Prósent sem unnin var fyrir Fréttablaðið. Píratar mælast þar næststærstir í borginni með 17,9 prósent og myndu tvöfalda fulltrúafjölda sinn og fengju inn fjóra í stað tveggja. Þá kemur Sjálfstæðisflokkurinn þar á eftir með 16,2 prósent en flokkurinn fékk 30,8 prósenta fylgi í síðustu borgarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn mælist með rúm tólf prósent í könnuninni, sem myndi tryggja honum þrjá borgarfulltrúa. Sósíalistar fengju tvo, Viðreisn einn eins og Vinstri græn og Flokkur fólksins. Aðrir flokkar næðu ekki inn manni samkvæmt niðurstöðunum.\nEiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir útlit fyrir að Framsókn taki eitthvað fylgi af Sjálfstæðisflokki, en það eitt og sér skýri ekki þetta afhroð flokksins.\nVið höfum auðvitað oft séð miklar sveiflur í könnunum, sérstaklega var það nú í kringum hrunið og við slíkar aðstæður. En það er ekkert uppi á borðinu akkúrat í augnablikinu í svona stærri ytri aðstæðum sem að geta skýrt þetta ofboðslega fylgisfall Sjálfstæðisflokksins. Þannig að það má auðvitað segja að það séu mjög sérstök staða komin upp í íslenskum stjórnmálum.\nÞá sé ekki síður áhugavert á sjá þetta mikla flug Pírata.\nVið höfum séð það áður að Píratar hafa risið upp í könnunum gríðarlegar hæðir og ekki náð að landa því fylgi þegar að kosningunum sjálfum kemur.\nHann segir kosningaáhuga áberandi lítinn og því megi búast við allt öðrum niðurstöðum þegar upp verði staðið.\nÞað hefur ekki teiknast upp tiltekin átakamál sem hafa vakið ástríðu í hjörtum borgarbúa. Það er verið að takast á um sömu málin.","summary":"Sjálfstæðisflokkur geldur afhroð í nýrri könnun og tapar helmingi borgarfulltrúa sinna. Stjórnmálafræðingur segir sérstaka stöðu uppi í íslenskum stjórnmálum."} {"year":"2022","id":"86","intro":"Knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir hefur framlengt samning sinn við Þýskalandsmeistara Wolfsburg til ársins 2025. Hún segist spennt að halda áfram að þróast sem leikmaður hjá góðu liði.","main":"Sveindís hefur verið í stóru hlutverki með liðið Wolfsburg sem varð Þýskalandsmeistari um helgina, skoraði bæði og lagði upp mark í þeim leik. Liðið fór alla leið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem Sveindís spilaði líka stóra rullu. Nú hefur hún gert nýjan samning við Wolfsburg sem gildir til ársins 2025 en hún kom til liðsins í janúar eftir að hafa verið á láni hjá Kristianstad í Svíþjóð.\nTindastóll jafnaði úrslitaeinvígið gegn Val í gærkvöld þegar annar leikurinn í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla fór fram. Fyrsti leikur liðanna síðastliðinn föstudag var hnífjafn og endaði með eins stigs sigri Valsmanna. Heimamenn frá Sauðárkróki byrjuðu leikinn í gær hins vegar að miklum krafti og 19 stigum munaði á liðunum í hálfleik. Valsmenn voru betur stemmdir í seinni hálfleik en 16 stigum munaði fyrir fjórða leikhluta og það reyndist of mikið að vinna upp. Tindastóll vann að endingu 91-75 og allt því jafnt í einvíginu, 1-1.\nSagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals , þar áður heyrðum við í Baldri Þór Ragnarssyni, þjálfara Tindastóls. Þriðji leikur liðanna í úrslitaeinvíginu fer fram á Hlíðarenda á fimmtudag.","summary":"Knattspyrnukonan Sveindís Jane Jónsdóttir hefur framlengt samning sinn við Þýskalandsmeistara Wolfsburg til ársins 2025"} {"year":"2022","id":"86","intro":"Frönsk stjórnvöld eru vongóð um að samkomulag náist í þessari viku meðal leiðtoga Evrópusambandsins um að hætta öllum innflutningi á rússneskri olíu fyrir árslok. Ungverjar hafa lýst yfir andstöðu við innflutningsbannið.","main":"Samkomulag kann að vera að nást meðal leiðtoga Evrópusambandsins um að hætta innflutningi á rússneskri olíu fyrir árslok. Innflutningsbannið er hluti af refsiaðgerðum gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu fyrr á árinu. Ungverjar hafa eindregið lýst sig andvíga banninu.\nClément Beaune, evrópumálaráðherra Frakklands, greindi frá því í dag í sjónvarpsviðtali að samkomulag næðist hugsanlega fyrir lok þessarar viku. Að hans sögn ætlar Emmanuel Macron forseti að ræða í dag við Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, og kynna honum nýjar hugmyndir til að leysa deiluna.\nInnflutningsbannið sem ágreiningur er um er hluti af sjötta refsiaðgerðapakka Evrópusambandsins gagnvart Rússum. Nokkur ríki hafa lýst yfir efasemdum um að þau geti flutt inn olíu í stað þeirrar rússnesku og Viktor Orban hefur alfarið lýst sig andvígan innflutningsbanni.\nUrsula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, átti fund í gær með Orban í Búdapest í von um að geta leyst úr flækjunni. Hún sagði á Twitter í gærkvöld að nokkur árangur hefði náðst, en enn vantaði nokkuð á að samkomulag væri í höfn. Peter Szijjarto, utanríkisráðherra Ungverjalands, tók undir að nokkuð hefði miðað í gær, en ekki kæmi til greina að velta kostnaðinum af refsiaðgerðum gegn Rússum yfir á ungverskan almenning.\nVon der Leyen sagði í síðustu viku að stöðva yrði innflutning á olíu frá Rússlandi. Það gengi ekki að Evrópusambandsríki héldu áfram að dæla peningum inn í rússneska hagkerfið.","summary":"Frönsk stjórnvöld eru vongóð um að samkomulag náist í þessari viku meðal leiðtoga Evrópusambandsins um að hætta öllum innflutningi á rússneskri olíu fyrir árslok. Ungverjar hafa lýst yfir andstöðu við innflutningsbannið. "} {"year":"2022","id":"86","intro":"Gengi hlutabréfa í kauphöllum hefur víða lækkað talsvert síðustu daga. Greinandi telur að markaðir hafi brugðist full harkalega við ytri aðstæðum, sér í lagi sá íslenski.","main":"Á Íslandi lækkaði úrvalsvísitalan til að mynda um rúmlega þrjú prósent í gær og lækkun herjaði einnig á kauphallir víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Snorri Jakobsson, framkvæmdastjóri greiningarfyrirtækisins Jakobsson Capital, segir ástæður lækkunarinnar tvíþættar. Annars vegar sé von á miklu framboði nýrra hlutabréfa inn á markaðinn þar sem Ölgerðin og Nova hyggi á skráningu á næstu vikum. Auk þess hafi nýlegt lokað hlutafjárútboð Íslandsbanka aukið framboðið.\nMenn hafa kannski verið að selja bréf til þess að eiga fyrir þessu hlutafé.\nHins vegar hafi verið gefnar út dökkar hagvaxtarhorfur erlendis, auk þess sem mörg ríki hafi hækkað vexti til að bregðast við aukinni verðbólgu.\nVíða, sérstaklega í framleiðsluríkjum, eru horfurnar nokkuð dökkar en mér finnst menn hafa gengið full mikið fram af sér á Íslandi. Vegna þess að Ísland er fyrst og fremst hrávöruframleiðandi. Þannig að við framleiðum fyrst og fremst fisk og ál, sem hefur hækkað alveg gríðarlega í verði. Verð á áli og fiski er í sögulegum hæðum.\nHann segir því erfitt að átta sig á af hverju íslenski markaðurinn gefi svo mikið eftir.\nMarkaðurinn er, eins og ég hef sagt áður, dramadrottning og á til að bregðast of hart við. Mér hefur þótt hann bregðast aðeins of hart við núna síðustu tvo til þrjá viðskiptadaga.\nÚrvalsvísitala aðalmarkaðar kauphallarinnar hefur lækkað um rúmlega sextán prósent frá áramótum.","summary":null} {"year":"2022","id":"86","intro":"Heimsfrægt listaverk sem sýnir leikkonuna Marilyn Monroe eftir popplistamanninn Andy Warhol seldist fyrir metupphæð á uppboði í gær. Aldrei hefur verið greitt hærra verð fyrir tuttugustu aldar listaverk á uppboði.","main":"Verkið \u001eShot Sage Blue Marilyn var á uppboði hjá Christies í New York en Warhol gerði það þegar tvö ár liðin frá andláti leikkonunnar. Verkið er sáldþrykk og hluti af myndaröð af andliti Monroe í neonlitum sem Warhol gerði á sjöunda áratugnum. Andlit leikkonunnar er bleikt, varirnar rauðar og hárið gult. Bakgrunnurinn er í einhvers konar blágrænum lit. Verkið er byggt á kynningarljósmynd fyrir kvikmyndina Niagara sem Henry Hathaway leikstýrði árið 1953.\nÞað tók aðeins fjórar mínútur að selja verkið fyrir 195 milljónir bandaríkjadali og fjórum sentum betur. Fjárhæðin innifelur þóknun uppboðshússins. Samkvæmt upplýsingum Christies var kaupandinn staddur í salnum. Tugir starfsmanna uppboðshússins tóku við tilboðum gegnum síma hvaðanæva úr veröldinni.\nHeiti fimm mynda þar sem orðið \u001eskot kemur fyrir vísar til þess að Dorothy Podber gjörningalistamaður heimsótti vinnustofu Warhols á Manhattan og skaut úr skammbyssu gegnum ennið á myndefninu, Marilyn Monroe. Það tuttugustu aldar málverk sem fram að þessu hafði verið borgað mest fyrir var \u001eKonurnar frá Alsír eftir spænska listmálarann Pablo Picasso. Það var keypt fyrir ríflega 179 milljónir dala árið 2015.","summary":null} {"year":"2022","id":"86","intro":"Systur flytja lag sitt Með hækkandi sól í undankeppni Eurovision-keppninnar í Tórínó í kvöld. Svokallað dómararennsli fór fram í gær, en hljóðblöndun misfórst í atriðinu sem hafði þó ekki áhrif á útsendingu til dómaranna. Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi hópsins, segir að tæknimenn hafi boðið sérstaka aukaæfingu við komuna í keppnishöllina í dag, svo allt á að vera í lagi fyrir keppnina í kvöld.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"86","intro":"Landeigendur hafa gengið að tilboði sem komið er í jörðina Heiði sem á land að Fjaðrárgljúfri öðrum megin. Ríkið á forkaupsrétt eins og gildir um ýmsar náttúruperlur. Helmingur gildistíma forkaupsréttarins er þegar liðinn.","main":"Um hundrað jarðir á Íslandi skipta um eigendur árlega. Jörðin Heiði er talin þrjú hundruð þrjátíu og fimm hektarar og er íbúðarhús á jörðinni. Landið sem liggur að Fjaðrárgljúfri er vinsælt meðal ferðamanna.\nNokkur hundruð þúsund manns fara að gljúfrinu árlega og jukust vinsældir þess mjög eftir að poppstjarnan Justin Bieber baðaði sig þar. Magnús Leopoldsson fasteignasali hefur séð um sölu á jörðinni Heiði sem Fjaðrárgljúfur liggur að. Söluverð er talið hlaupa á hundruðum milljóna. Kaupsamningnum verður þinglýst ef ríkið nýtir ekki forkaupsrétt sem gildir í sextíu daga. Tæpur mánuður er enn til stefnu fyrir ríkið ef það vill ganga inn í kaupin. Íslenskt félag í ferðaþjónustu hefur gert tilboð.\nÞetta er auðvitað bara náttúruperla og náttúruperlur eru alltaf eftirsóttar. Og ég geri ráð fyrir því til dæmis að menn séu búnir að skoða það að það fara nokkur hundruð þúsund manns þarna á ári til að skoða þennan stað og ég held að það geri hann í margra augum áhugaverðan. En svo er allt þetta svæði fallegt og það er töluverður áhugi fyrir jörðum almennt.","summary":"Ríkið hefur einungis nokkrar vikur til stefnu ætli það sér að nýta forkaupsrétt að jörðinni Heiði sem á land að Fjaðrárgljúfri. Samþykkt tilboð er komið í jörðina."} {"year":"2022","id":"87","intro":"Valur tryggði sig í gærkvöld inn í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta. Liðið lagði þá Selfoss að velli í þriðja sinn.","main":"Valsmenn höfðu unnið fyrstu tvo leiki liðanna nokkuð sannfærandi en eins og í hinum leikjunum tveimur var leikurinn í gær jafn framan af. Eftir um tuttugu mínútur settu Valsmenn hins vegar í annan gír og voru komnir sjö mörkum yfir í hálfleik, 19-12. Selfyssingar náðu mest að minnka muninn niður í sex mörk í seinni hálfleik en sigur Vals var aldrei í hættu, lokatölur 36-27. Valsmenn unnu einvígið því samanlagt 3-0 og sendu Selfyssinga í sumarfrí.\nSagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfoss, áður heyrðum við í Björgvini Páli Gústvassyni, markverði Vals. Það verða annað hvort Haukar eða ÍBV sem mæta Val í úrslitaeinvíginu en staðan í einvígi þeirra er 2-1 fyrir ÍBV, liðin mætast í fjórða sinn á morgun, þriðjudag.\nEinn leikur var spilaður í Bestu deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Víkingur og Leiknir skildu þá jöfn í markalaustu jafntefli í Breiðholti þar sem fátt markvert gerðist. Víkingar voru ósáttir við að fá ekki vítaspyrnu tvisvar í leiknum en Breiðhyltingar áttu líka sína spretti. Íslandsmeistarar Víkings eru nú í fimmta sæti með sjö stig eftir fimm leiki en Leiknir er með tvö stig í þriðja neðsta sætinu.","summary":"Valur tryggði sig í gærkvöld áfram í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta"} {"year":"2022","id":"87","intro":"Allir fastráðnir starfsmenn Ölgerðarinnar fá hlutabréf í fyrirtækinu að gjöf sem samtals nema um 0,6% af andvirði fyrirtækisins, en stefnt er að skráningu þess í Kauphöllinni í næsta mánuði. Forstjóri fyrirtækisins segir að með þessu sé verið að verðlauna starfsfólk fyrir mikið álag.","main":"Í tilefni af skráningu Ölgerðarinnar á aðallista Kauphallarinnar ákvað fyrirtækið að gefa hlutabréf í fyrirtækinu. Þetta er háð starfsaldri og þeir sem hafa starfað í 5 ár eða lengur fá 500.000 að markaðsvirði. En aðrir starfsmenn? Allir sem voru fastráðnir og á launaskrá hjá okkur 30. apríl síðastliðinn fá hlut, þeir sem hafa starfað 0-12 mánuði 212.000 krónur. Og þetta er þakklætisvottur getum við sagt fyrir mikið álag út af covid-19.\nSegir Andri Þór Guðmundsson forstjóri Ölgerðarinnar.\nHann segir að um sé að ræða 350 starfsmenn og að þetta sé háð því að af skráningu verði.\nEn auðvitað eru yfirgnæfandi líkur á að svo verði.\nFer þetta eitthvað eftir störfum fólks? Neinei, það er jafnt á alla, að sjálfsögðu.\nEru einhver skilyrði um að eiga bréfin í einhvern tiltekinn tíma? Það eru skilyrði um að selja ekki innan 3ja mánaða.\nHver voru viðbrögð starfsfólks við þessari gjöf? Ég held að þau hafi verið afskaplega góð.","summary":"Starfsfólk Ölgerðarinnar fær hlutabréf í fyrirtækinu að gjöf, en fyrirtækið verður skráð í Kauphöllina í næsta mánuði. "} {"year":"2022","id":"87","intro":"Útgöngubanni hefur verið lýst yfir á Sri Lanka eftir að stuðningsmönnum og andstæðingum stjórnvalda laust saman í höfuðborginni Colombo. Flytja þurfti tugi mótmælenda á sjúkrahús.","main":"Yfirvöld á Sri Lanka lýstu í dag yfir útgöngubanni um allt land eftir að stuðningsmenn stjórnvalda réðust vopnaðir bareflum á óvopnaða stjórnarandstæðinga sem kröfðust þess að forseti landsins segði af sér. Tugir voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. Forsætisráðherrann bauðst til að segja af sér eftir að ró komst á að nýju. Gríðarlegir efnahagserfiðleikar eru í landinu.\nÁtökin í dag í höfuðborginni Colombo eru hin hörðustu í margar vikur. Stuðningsmenn Gotabaya Rajapaksa forseta og Mahinda bróður hans, forsætisráðherra, réðust vopnaðir kylfum og öðrum bareflum á óvopnaða stjórnarandstæðinga sem kröfðust afsagnar utan við forsetabústaðinn. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni Landspítalans í Colombo að að minnsta kosti 78 hafi slasast. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur safnast saman í borginni undanfarnar vikur og mótmælt verstu efnahagserfiðleikum sem hafa riðið yfir srilönsku þjóðina frá því að hún öðlaðist sjálfstæði frá Bretum árið 1948. Stjórnvöld lýstu yfir neyðarástandi á föstudag, til þess meðal annars að gefa her landsins leyfi til að stöðva mótmælaaðgerðir. Öryggissveitir hers og lögreglu beittu í dag táragassprengjum og vatnsþrýstibyssum til að halda aftur af stjórnarliðum.\nEftir að ró komst á að nýju bauðst Mahinda Rajapaksa forsætisráðherra til að segja af sér. Að sögn talsmanns stjórnarinnar sendi hann forsetanum bróður sínum bréf þar sem hann sagðist með því vilja greiða leiðina fyrir því að þjóðstjórn yrði mynduð.","summary":"Útgöngubanni hefur verið lýst yfir á Sri Lanka eftir að stuðningsmönnum og andstæðingum stjórnvalda laust saman í höfuðborginni Colombo. Flytja þurfti tugi mótmælenda á sjúkrahús. "} {"year":"2022","id":"87","intro":"Nokkrir einstaklingar hér á landi hafa greinst með nýtt afbrigði kórónuveirunnar, svokallað BA5, sem er undirafbrigði Ómíkrón. Sóttvarnalæknir segir að útlit sé fyrir að það dreifi sér hratt en sér ekki ástæðu til að grípa til takmarkana líkt og staðan sé nú.","main":"Hið nýja afbrigði er tekið að skjóta upp kollinum víða um heim og er talið eiga uppruna sinn í Suður-Afríku, eins og afbrigðið BA4. Það er undirafbrigði Ómikrón, sem smitaðist hratt á milli manna og leiddi til flestra spítalainnlagna og hörðustu samkomutakmarkana fyrr og síðar hér á landi, en einnig til hjarðónæmis þannig að hægt var að aflétta þeim öllum.\nÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að nokkrir hafi greinst með BA5 hér á landi, allt einstaklingar sem tengist ekki, og að margir þeirra hafi ekki verið erlendis.\nÞað er svona vísbending um það að þetta sé kannski komið víðar en við höldum eða vitum um. Við erum ekki að raðgreina öll sýni núna.\nLitlar upplýsingar séu til um afbrigðið en talið sé að það dreifi sér hratt. Þá sé óljóst hversu miklum veikindum það geti valdið og hvaða áhrif núverandi bólusetningar hafi.\nÞað eru fjórir eða fimm sem hafa greinst með þetta afbrigði, þeir eru held ég allir bólusettir. Eins og hefur verið með ómikron afbrigðið, bólusetningin er ekki góð í að koma í veg fyrir smit þó hún sé góð í að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar.\nHann segir að enginn hinna smituðu sé alvarlega veikur. Þá telur Þórólfur ótímabært að segja til um hvort reynt verði að stöðva eða hægja á dreifingu afbrigðisins.\nÉg held að það líka bara spurning hvort það sé einhver ástæða til. Maður þarf eiginlega að vita hvort að það sé alvarlegra afbrigði og þetta sleppi undan fyrra ónæmi, að við séum einhvern veginn að færast aftur í tímann svolítið. En það eru engar upplýsingar sem hafa borist um það sem benda til þess þannig að á þeim grunni er engin ástæða til að vera að fara í harðar aðgerðir á þessum tímapunkti.","summary":"Nokkrir einstaklingar hér á landi hafa greinst með nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem talið er að dreifist hratt á milli manna. Sóttvarnalæknir segir ekki ástæðu til að grípa til samkomutakmarkana líkt og staðan er nú. "} {"year":"2022","id":"87","intro":"Bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa fjarlægt auglýsingaskilti og kosningaborða á vegum stjórnmálaflokka síðustu daga.","main":"Í morgun fjarlægðu bæjarstarfsmenn áberandi kosningaborða framboðsins Vina Kópavogs á horni Digranesvegar og Grænutungu. Jóhann Sigurbjörnsson, sem er í18. sæti á lista Vina Kópavogs, setti borðana upp og er afar ósáttur við þeir hafi verið fjarlægðir. Hann segir að vegið sé að tjáningarfrelsi sínu.\nÉg hengi upp borða vegna þess að ég tel mig vera í fullum rétti til að tjá mig um þær framkvæmdir sem eru í gangi hérna á móti mér. Ég hengi upp þessa borða á grindverkið sem er rétt fyrir innan lóðamörk síðan koma hingað menn í gulum fötum í morgun frá bænum sem fjarlægja borðana.\nBæjarstarfsmenn hafa undanfarið verið í samskiptum við framboðið um að brotið hafi verið gegn lögreglusamþykkt og byggingarreglugerð með því að setja upp auglýsingaborða á lóðamörkum og utan þeirra, og einnig svo stóra auglýsingaborða að sérstakt leyfi þurfi.\nSigríður Björg Tómasdóttir upplýsingafulltrúi Kópavogsbæjar segir í samtali við fréttastofu að skýrar reglur gildi um uppsetningu auglýsingaskilta. Reglur um slíka uppsetningu hafi verið sendar að gefnu tilefni á alla framboðsflokka í Kópavogi fyrir helgi. Þá hafi stórt auglýsingaskilti á vegum Framsóknarflokksins í Skógarlind verið fjarlægt af bæjaryfirvöldum í síðustu viku. Sigríður segir að skiltin verði að vera undir tveimur fermetrum til að mega vera uppi - annars þurfi að sækja um leyfi frá byggingarfulltrúa Kópavogsbæjar. Reglurnar séu skýrar.\nHelga, Oddviti Vina Kópavogsbæjar segist hissa yfir framgangi bæjaryfirvalda, þetta geti ekki staðist skoðun og að framboðið muni leita réttar síns.","summary":"Auglýsingaskilti og framboðsborðar hafa verið fjarlægð af bæjaryfirvöldum í Kópavogi víðs vegar um bæinn síðustu daga. "} {"year":"2022","id":"88","intro":"Luiz Inácio Lula da Silva, jafnan kallaður Lula, hóf kosningabaráttu sína fyrir brasilísku forsetakosningarnar í gærkvöldi. Fangelsisdómur yfir honum vegna spillingar var felldur úr gildi í fyrra.","main":"Ég ætla að taka slaginn á ný, sagði Lula við æsta stuðningsmenn í Sao Paulo í gærkvöldi. Lula, sem var forseti Brasilíu frá 2003 til 2010, mun etja kappi við Jair Bolsonaro, sitjandi forseta, í kosningum í október og mælist með um tíu prósentustiga forskot í könnunum.\n\"We want to come back, so no one ever again dares to challenge our democracy, and so fascism returns to the gutters of history, which it should never have left.\"\nLula sagðist hafa snúið aftur til að standa vörð um brasilískt lýðræði og til að bola fasisma aftur á öskuhauga sögunnar, þar sem hann á heima.\nKosningabaráttan nú markar endurkomu Lula í stjórnmálin eftir að hann fékk tólf ára fangelsisdóm fyrir spillingu árið 2018. Hæstiréttur felldi þann dóm úr gildi í fyrra og sagði dómarann í málinu hlutdrægan.\nLula hefur valið Geraldo Alckmin sem varaforsetaefni. Sá var áður ríkisstjóri Sao Paulo og þykir mun meiri miðjumaður en Lula, sem sjálfur hefur verið leiðtogi brasilíska vinstrisins um langa hríð.\nBolsonaro hefur lýst nokkurri óánægju með framboð Lula nú. Sagði forsetinn að þetta væri eins og þegar glæpamaður leitar aftur á vettvang glæps síns.","summary":"Lula da Silva, fyrrverandi forseti Brasilíu, hóf kosningabaráttu sína fyrir komandi forsetakosningar í gærkvöldi. Hann segist ætla að uppræta fasisma og mælist með gott forskot í könnunum."} {"year":"2022","id":"88","intro":"John Lee, fyrrverandi öryggismálastjóri Hong Kong, tekur við sem leiðtogi landsins af Carrie Lam. Þetta varð ljóst eftir að sérstök kjörnefnd skipaði hann í embættið í lokaðri atkvæðagreiðslu. Talið er að hann muni enn auka áhrif kínverskra stjórnvalda í landinu.","main":"Lee var einn í framboði og af rúmlega fjórtán hundruð sem greiddu atkvæði kusu aðeins átta á móti honum. Leiðtogar Hong Kong hafa hingað til komið úr opinberri þjónustu og viðskiptalífinu, en Lee hefur aðallega unnið í löggæslu.\nUndanfarin ár hafa verið stormasöm í Hong Kong. Mikil mótmæli hófust árið tvö þúsund og nítán þegar lög voru sett sem heimiluðu framsal á föngum til meginlands Kína. Lee átti stóran þátt í að koma þeim lögum á en þau voru síðar afturkölluð. Mótmælin stóðu mánuðum saman og var aðalkrafan sjálfstæði Hong Kong en þau voru oft og tíðum kæfð af mikilli hörku - til dæmis vatnsslöngum, táragasi, gúmmíkúlum og jafnvel hefðbundnum skotvopnum. Lee hafði yfirumsjón með þeim aðgerðum sem öryggismálastjóri landsins. Mótmæli eru nú að mestu bönnuð í landinu.\nLee hefur í gegnum tíðina verið afar hliðhollur kínverskum stjórnvöldum og því er litið á þessa skipun sem aukna viðleitni kínverskra stjórnvalda til að auka völd sín í Hong Kong.\nLee sagði þegar úrslitin voru ljós að hann ætlaði að láta verkin tala, vekja upp samstöðu meðal þjóðarinnar og koma efnahag landsins á rétta kjöl. Efnahagurinn hefur versnað verulega þar sem hann byggir mikið á viðskiptum milli landa en þau hafa dregist mikið saman vegna heimsfaraldursins.\nJoseph Borrell utanríkismálastjóri Evrópusambandsins gagnrýndi skipunina í morgun og segir hana á svig við lýðræðisleg vinnubrögð. Þetta sé enn eitt skrefið í að leysa upp stjórnkerfið sem kallast ein þjóð, tvö kerfi - sem þýðir að grafið sé undan þeirri sjálfstjórn sem Hong Kong hefur hingað til átt að hafa.","summary":null} {"year":"2022","id":"88","intro":"Ölduniður í Reynisfjöru og fossaföll frá Seljalandsfossi og Skógafossi eru nú aðgengileg í hljóðkorti af Íslandi. Nemendur við Víkurskóla í Grafarvogi auk erlendra gestanema vinna að upptökum á fleiri náttúruhljóðum.","main":"Þarna heyrast umhverfishljóð við Sólheimajökul. Hljóðupptökuna má finna vefsíðu og er hluti af Erasmus-verkefninu Let me be your tourguide eða leyfðu mér að vera leiðsögumanneskjan þín. Sex lönd taka þátt. Hópur nemenda frá hinum þátttökulöndunum er staddur hér á landi. Ásrún Ágústsdóttir er margmiðlunarkennari í Víkurskóla í Grafarvogi.\nVið erum að ferðast um Ísland, aðallega þá Suðurströndina. Fórum á þriðjudaginn. Svo erum að fara Gullna hringinn á morgun. Þá eru nemendurnir að taka upp hljóð. Því það er eitt að sjá íslenska náttúru en síðan er það hljóðið sem gerir svo mikið.\nHópurinn hefur fangað hljóðin í Reynisfjöru.\nSkólinn er sem sagt með upptökutæki og til þess að verja upptökutækið fyrir vindinum erum við búin að þrívíddarprenta vindskjöld fyrir hljóðnemann með krökkunum. Þetta er búið að ganga mjög vel. Þau bara klæða sig eftir veðri. Við vorum í grenjandi rigningu á þriðjudaginn en það var ekkert mál fyrir þau. Þau eru hörð af sér.","summary":null} {"year":"2022","id":"88","intro":"Forstjóri Festu segir verðhækkanir að mestu komnar fram og spáir verðlækkunum þegar stríðinu í Úkraínu lýkur. Fyrirtækið sé meðvitað um samfélagslega ábyrgð sína, en menn hafi ekki séð Úkraínustríðið fyrir þegar arðgreiðslur upp á 1,6 milljarða króna voru ákveðnar.","main":"Það er kunnara en frá þurfi að segja að verðlag, ekki síst á matvöru, hefur hækkað mikið og hratt að undanförnu í hækkandi verðbólgu. Formenn Neytendasamtakanna og Starfsgreinasambandsins kölluðu í fréttum í gær efti að stórfyrirtæki á matvælamarkaði sýndu samfélagslega ábyrgð í verki og skiluðu til baka til samfélagsins í stað þess að greiða eigendum milljarða í arð.\nÉg get bara tekið undir með þessum aðilum með að þessi verðbólga sem er að ganga yfir okkur er að miklu leyti innflutt er eitthvað sem kemur illa við okkar viðskiptavini og við reynum allt til þess að minnka þessar verðhækkanir. Og það kemur fram í okkar uppgjöri að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs er okkar álagning eða framlegð að minnka um 1,3% á milli ára. Ég átta mig á því að þessar verðhækkanir eru mjög miklar en við munum gera allt til þess að reyna að milda þetta eins mikið og kostur er.\nSegir Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festi, sem meðal annars rekur Krónuna. Stjórn fyrirtækisins ákvað á síðasta ári að greiða eigendum sínum tæpa 1,6 milljarða króna í arð. Eggert Þór segir fyrirtækið hafi velt 100 milljörðum, þar af sé verðlagningin 20 milljarðar og helmingur af henni fari í laun, auk þess sem félagið skuldi 23 milljarða. Hann segir arðgreiðsluna hafa verið ákveðna þegar stefndi í lok covid faraldursins, en menn hafi ekki séð stríðið í Úkraínu fyrir. Hann segir fyrirtækið finna mjög til samfélagslegrar ábyrgðar sinnar.\nEngin spurning, við finnum alveg fyrir þessu og tökum okkar hlutverk mjög alvarlega og höfum gert ýmislegt til að reyna að milda þetta. Við höfum til dæmis tekið út vörur sem að hafa hækkað mjög mikið frá birgjum og erum að reyna að finna leiðir til að fara fram með annað vöruframboð og erum í raun að bjóða fólki upp á valkosti, að taka út vörur sem hafa hækkað mjög mikið og koma með ódýrari vörur í staðinn. Það er það sem við erum að vinna að á hverjum degi og tökum okkar ábyrgð mjög alvarlega.\nHann segir fyrirtækið kalla eftir skýringum frá birgjum þegar verð hjá þeim hækkar og ef þær séu ekki trúverðugar sé þeim skipt út. Hann telur að verðhækkanir séu að mestu komnar fram og sér fram á verðlækkanir þegar stríðinu lýkur.\nÉg held að það sé engin spurning að þegar þetta ástand gengur niður þá muni hlutirnir leita í nýtt jafnvægi sem að ég hef væntingar til að verði lægra verð heldur en við erum að sjá í dag.","summary":"Forstjóri Festu, sem meðal annars á Krónuna, segir fyrirtækið taka samfélagsábyrgð sína alvarlega og reynt sé að halda verðlagi niðri. Dregið hafi úr framlegð á árinu. Verðhækkanir séu að mestu komnar fram og hann býst við verðlækkunum þegar stríðinu í Úkraínu lýkur. Fyrirtækið hafi ekki séð stríðið fyrir þegar arðgreiðslur upp á 1,6 milljarða króna voru ákveðnar."} {"year":"2022","id":"88","intro":"Kristín Edwald, formaður landskjörstjórnar, formaður landskjörstjórnar, segir að komi upp vafamál í sveitarstjórnarkosningunum næstu helgi skuli vísa þeim til yfirkjörstjórna í viðkomandi sveitarfélagi. Þá sé hægt að kæra til úrskurðarnefndar kosningamála sem sett hafi verið á laggirnar með nýjum kosningalögum, sem tóku gildi um áramót.","main":"Kristín var í Silfrinu í hádeginu spurð út í hvort álíka mál og endurtalningarmálið í Norðvesturkjördæmi eftir síðustu þingkosningar kunni að koma upp í kosningunum á laugardag.\nÞað er yfirkjörstjórn í hverju kjördæmi sem ber ábyrgð á því og það er þá treyst á þekkingu og reynslu sem þar er fyrir hendi. Með nýju lögunum var sett á laggirnar úrskurðarnefnd kosningamála sem tekur síðan á kærum ef einhverjar eru sem kunna að berast.","summary":null} {"year":"2022","id":"88","intro":"Hjólhýsaeigendur við Laugarvatn hyggjast fara í skaðabótamál við Bláskógabyggð ef sveitarfélagið stendur við þá ákvörðun að loka hjólhýsabyggð á svæðinu. Þeir hafa boðist til að greiða 50 milljónir króna vegna úrbóta sem sveitarfélagið segir nauðsynlegar.","main":"Kostnaður við framkvæmdir er áætlaður að lágmarki um 50 milljónir króna samkvæmt gögnum sem kynntar voru á fundi sveitarstjórnar 8. apríl. Hjólhýsaeigendur eru tilbúnir að bera þennan kostnað og að gerður verði samningur til 10 ára. Breytir þetta tilboð afstöðu sveitarfélagsins?\nÞað á svo sem eftir að koma í ljós. Sveitarstjórn fékk þetta erindi og viðbótargögn frá félaginu og á ákvað á síðasta fundi að fresta ákvörðun þar til álit lögmanna sveitarfélagssins liggur fyrir.\nSegir Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Hún segir að um 50 eigendur séu farnir en um 150 eru enn á svæðinu.\nVið höfum vitað af því. Það eru margir sem hefðu átt að vera farnir.\nÞað er heilmikið mál að taka sig upp og fara því það er búið að byggja mjög mikið. Það eru margir búnir að reisa þarna byggingar auk þess að vera með hjólhýsi þannig að það er ekki svo einfalt að setja bara hjólhýsið aftan í bíl og keyra í burtu.\nFyrstu hjólhýsin komu á svæðið fyrir tæpri hálfri öld og margir hafa verið lengi á Laugarvatni.\nÞað er mjög eðlilegt að það séu tilfinningar í þessu og sveitarstjórn hefur orðið vör við það og skilur það og gerir sér grein fyrir.\nÞað er ekki þannig samkvæmt þessum samningum að félagsmenn eigi einhvern forgang til að vera þarna eftir að samningar hafa runnið út.\nÁsta segist hafa fengið erindi frá fólki sem hefur yfirgefið svæðið.\nþeir telja sig hafa orðið fyrir tjóni að taka upp og fara með sínar eignir og hafa jafnvel þurft að farga einhverjum girðingum og skjólveggjum.\nHrafnhildur Bjarnadóttir er formaður Samhjóls, telur hún að tilboð félagsins um að standa straum af kostnaði dugi til þess að sveitarstjórn breyti afstöðu sinni á fundi á þriðjudag?\nJá í okkar huga er enginn efi að þetta dugi til, það er alveg öruggt. En hvað geri þið ef niðurstaðan verður á þá lund að þið megið ekki vera þarna. Þá er fólk farið að tala um að fara í skaðabótamál. Á hvaða forsendum? Bara á hvernig málið hefur verið unnið. Okkur er sagt upp útaf brunavörnum í upphafi og síðan hefur þetta bara undið uppá sig.\nÞannig að þið ætlið ekki að gefa tommu eftir? Nei það stóð aldrei til sko. En við vildum vinna þetta fallega eins og við höfum reynt að gera allan tímann og vera málefnaleg og samningsfús.","summary":"Hjólhýsaeigendur við Laugarvatn hyggjast fara í skaðabótamál við Bláskógabyggð ef sveitarfélagið stendur við þá ákvörðun að loka hjólhýsabyggð á svæðinu. Þeir hafa lýst sig reiðubúna að greiða fyrir kostnað við úrbætur á svæðinu."} {"year":"2022","id":"88","intro":"Rússar gerðu sprengjuárás á skóla í Luhansk-héraði í austurhluta Úkraínu í gærkvöld, þar sem níutíu manns höfðu leitað skjóls. Óttast er að sextíu þeirra hafi farist árásinni.","main":"Skólinn var í þorpinu Bilogorivka í Luhansk, annað tveggja héraða sem mynda Donbass - svæðið í austurhluta Úkraínu sem hefur verið á valdi aðskilnaðarsinna frá árinu tvö þúsund og fjórtán. Á því svæði hafa bardagarnir verið harðastir undanfarna dag og vikur.\nAðkoman var hörmuleg. Hér heyrist óþekkt rödd á vettvangi segja að minnst fimmtíu og sjö hafi verið í byggingunni og aðeins hafi tekist að bjarga sjö. Ólíklegt sé að fleiri hafi lifað árásina af. Sergii Gaidai héraðsstjóri í Luhansk voru reyndar með aðrar tölur - segja að um níutíu manns hafi verið í skólanum þegar árásin var gerð en tuttugu og sjö hefði verið bjargað. Þau sextíu sem eftir eru séu líklega látin en þegar síðast fréttist höfðu tvö lík fundist. Björgunarstarf hófst í morgun en ekki var hægt að hefja þau fyrr vegna hættu á frekari árásum.\nÁ sama tíma er enn verið að huga að fólki í Mariupol. Þó að búið sé að bjarga konum, börnum og eldra fólki úr hópi óbreyttra borgara er eftir að flytja sært fólk, lækna og hermenn á brott. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu sagði í ávarpi í gærkvöld að viðræður stæðu yfir um að finna friðsamlega lausn á því. Stefnt sé að því að opna flóttaleiðir, en þá verði Rússar að standa við það sem þeir lofa.\nÚkraínumenn óttast hins vegar að Rússar sæki af auknum krafti fram í Mariupol nú, og því bíði harðir bardagar þeirra úkraínsku hermanna sem eftir eru í borginni.\nSíðasta sólarhringinn hafa einnig borist fregnir af árásum Rússa á hafnarborgina Odesa við Svartahaf og gagnsókn Úkraínumanna í Karkhiv í norðurhluta landsins. Það er því barist á mörgum vígstöðvum í Úkraínu.","summary":"Óttast er að um sexíu manns hafi farist í sprengjuárás á skóla í þorpinu Bilo-gorivka í austurhluta Úkraínu. Bardagar geisa bæði í norður- og suðurhluta landsins."} {"year":"2022","id":"88","intro":"Liverpool komst á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld en varð af mikilvægum stigum í baráttunni við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn.","main":"Liverpool fékk Tottenham í heimsókn á Anfield. Staðan var markalaus í hálfleik en eftir um það bil tíu mínútur í síðari hálfleik kom Son Heung-min Tottenham í 1-0. Á 74. mínútu tókst Luis Diaz svo að jafna metin fyrir Liverpool en 1-1 reyndust lokatölur á Anfield. Liverpool á í harðri baráttu við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn og mætir City Newcastle í dag. Með sigri City kemst liðið á toppinn á nýjan leik og verður þá með þriggja stiga forskot á Liverpool þegar þrjár umferðir eru eftir. Leikur City og Newcastle hefst klukkan hálf fimm. Þrír aðrir leikir eru spilaðir í dag og byrja þeir allir nú klukkan eitt. Arsenal fær Leeds í heimsókn, Leicester mætir Everton og Norwich og West Ham eigast við.\nHaukar höfðu betur gegn ÍBV 28-24 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í handbolta í gærkvöld. Eyjamenn hefðu getað tryggt sér sæti í úrslitum með sigri en þeir höfðu unnið fyrstu tvo leikina. Svo fór ekki, Haukar trygðu sér sigurinn og staðan í einvíginu því 2-1, ÍBV í vil. Liðin mætast næst í Vestmannaeyjum á þriðjudag. Fari ÍBV með sigur úr býtum komast þeir í úrslit Íslandsmótsins en vinni Haukar mætast liðin í oddaleik á Ásvöllum. Leikið verður í hinu undanúrslitaeinvíginu í kvöld en þar eigast við Valur og Selfoss. Þar er staðan 2-0 fyrir Val og því geta Valsmenn komist í úrslit með sigri á Hlíðarenda. Leikur liðanna hefst klukkan hálf átta í kvöld.\nSveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar hjá þýska liðinu Wolfsburg geta tryggt sér Þýskalandsmeistaratitilinn í dag með sigri á Carl Zeiss Jena í næst síðustu umferð þýsku deildarinnar í dag. Baráttan um meistaratitilinn hefur verið á milli Bayern og Wolfsburg. Bayern, með landsliðskonurnar Glódísi Perlu Viggósdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Cecilíu Rán Rúnarsdóttur innanborðs, vann Leverkusen í gær 3-0 og er stigi á eftir Wolfsburg sem á leik til góða. Vinni Wolfsburg leikinn í dag er Þýsklandsmeistaratitillinn tryggður.","summary":null} {"year":"2022","id":"89","intro":"Læknir sem sætir lögreglurannsókn grunaður um að hafa valdið ótímabæru andláti níu sjúklinga hefur í neyðartilvikum verið látinn sinna sjúklingum á Landspítalanum þrátt fyrir yfirlýsingar spítalans um að það yrði ekki gert.","main":"Fréttastofu barst nýlega ábending frá sjúklingi sem sagði að læknirinn hefði sinnt sér og útskrifað sig af bráðalyflækningadeild Landspítalans. Í yfirlýsingu frá spítalanum í desember kom fram að læknirinn hefði verið færður til í starfi og mundi ekki sinna sjúklingasamskiptum þar til skýrari mynd fengist af málinu sem til rannsóknar væri, eins og það var orðað. Í svari frá upplýsingafulltrúa Landspítalans í vikunni segir að af og til hafi komið upp á spítalanum, vegna manneklu og undirmönnunar, neyðartilfelli þar sem læknirinn hafi sinnt sjúklingum, en þá undir handleiðslu annars læknis, enda sé sá sem til rannsóknar aðeins með takmarkað lækningaleyfi frá Landlækni. Læknirinn hafi þó aðallega haft það verkefni að yfirfara gögn sjúklinga til stuðnings við störf annarra á bráðalyflækningadeild og COVID-göngudeild.\nLæknirinn hefur verið til rannsóknar lögreglu frá því snemma á síðasta ári. Í nýlegum úrskurði Landsréttar kom fram að málið hefði undið upp á sig og lyti nú að andláti níu sjúklinga á heilbrigðisstofnun Suðurnesja og fimm til viðbótar sem hefðu verið látnir hefja lífslokameðferð áður en þeir voru fluttir á hjúkrunarheimili og slíkri meðferð hætt. Í úrskurðinum er læknirinn sagður grunaður um að vera ábyrgur fyrir rangri greiningu og meðferð sjúklinganna og þannig hafi hann gerst sekur um manndráp og fleiri brot. Læknirinn var sviptur læknaleyfi í kjölfar rannsóknar Landlæknis, sem laut að mun færri tilvikum, en fékk það aftur og hóf í kjölfarið störf á Landspítalanum.\nSamkvæmt upplýsingum fréttastofu bíður lögregla enn eftir matsgerð dómkvaddra matsmanna. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum sagði í greinargerð sinni um málið að það ætti sér engin fordæmi í íslenskri réttarsögu, það væri afar umfangsmikið, sérhæft og sakargiftir alvarlegar.","summary":"Læknir sem er til lögreglurannsóknar grunaður um fjölda manndrápa hefur í neyðartilfellum verið látinn sinna sjúklingum á Landspítalanum."} {"year":"2022","id":"89","intro":"Talibanastjórnin í Afganistan tilkynnti í morgun að konur þyrftu hér eftir að vera í búrkum sem hylja andlit þeirra nánast alveg, og reyndar að hylja sig frá toppi til táar. Tíðindin staðfesta ótta margra um að stjórn Talibana takmarki réttindi kvenna á sama hátt og hún gerði á fyrri valdatíð.","main":"Hibatullah Akhundzada aðaltrúarleiðtogi Talibana tilkynnti um þessa ákvörðun á samkomu í Kabúl. Þar sagði hann að konur ættu að hylja líkama sinn frá toppi til táar - þar á meðal vera í búrku sem hyldi andlitið alveg, nema rétt í kringum augun. Slíkt væri virðingarvottur og samkvæmt hefð. Khalid Hanafi, starfandi ráðherra dyggða, sagði að stjórnvöld vildu að systur þeirra byggju við virðingu og öryggi. Þá stendur einnig í tilkynningunni að ef konur hafa ekkert mikilvægt verk að vinna utan heimilisins, sé best að þær haldi sig heima.\nÞetta eru sambærilegar reglur og konur bjuggu við í fyrri valdatíð Talibanastjórnarinnar, frá nítján hundruð níutíu og sex til tvö þúsund og eitt. Og þetta er ekki fyrsta vísbending þess að konur muni njóta skertari réttandi þvert á loforð sem gefin voru þegar Talibanar tóku völd. Í vetur var ákveðið að leyfa ekki stúlkum að ganga í skóla eftir sjötta bekk.\nTalibanar hafa reynt að berjast fyrir því að fá alþjóðlega viðurkenningu sem lögboðið stjórnvald í Afganistan. Vesturveldin hafa sett það sem skilyrði að réttindi kvenna til náms og sjálfákvörðunar verði tryggð. Ljóst er að þessi ákvörðun eykur ekki líkurnar á því að Talibanar fái slíka viðurkenningu.\nEfnahagsástandið í Afganistan hefur verið afar bágborið, meðal annars vegna þess að eignir stjórnvalda erlendis voru frystar eftir að Talibanar tóku völdin. Engin merki eru um að það sé að breytast.","summary":"Konum í Afganistan hefur verið skipað að hylja sig frá toppi til táar á almannafæri. Þetta eru hörðustu aðgerðirnar sem Talibanastjórnin hefur beitt gegn konum frá því hún tók við völdum í landinu síðastliðið haust."} {"year":"2022","id":"89","intro":"Minnst 22 létust í sprengingu á Saratoga hóteli í Havana, höfuðborg Kúbu í gær. Gasleki er talinn hafa valdið sprengingunni.","main":"Tölur um manntjón eftir sprenginguna hafa verið nokkuð á reiki, en ljóst er að hátt í 65 manns slösuðust í sprengingunni.\nMiguel Diaz-Canel, forseti Kúbu, sagði í viðtali við fréttastofu Reuters að gasleki virðist hafa verið orsök sprengingarinnar. Hann segir ekkert benda til þess að sprengingin hafi verið árás eða komið til með saknæmum hætti.\nÍ sprengingunni skemmdust nokkrar hæðir hótelsins, sem er skammt frá þinghúsinu í hjarta borgarinnar. Íbúðarhús við hlið hótelsins skemmdist einnig talsvert og gluggar sprungu í skóla skammt frá. Miðborg Havana er vinsæll ferðamannastaður, sem var nýlega farin að taka á móti stórum hópum ferðamanna á ný eftir heimsfaraldurinn. Saratoga hótelið, sem er eftirsótt fimm stjörnu lúxushótel, mun þó ekki hafa verið fullbókað í gær. Þar sem var unnið að endurbótum á neðri hæðum byggingarinnar þegar sprengingin varð.","summary":"Minnst 22 eru látnir eftir öfluga gassprengingu í miðborg Havana á Kúbu í gær."} {"year":"2022","id":"89","intro":"Reyna á að flytja á brott fleiri óbreytta borgara frá Azovstal-stálverksmiðjunni í Mariupol í dag. Úkraínumenn segjast hafa skotið niður eitt af skipum rússneska herflotans í Svartahafi, sem yrði þá annað skip þeirra til að hljóta slík örlög.","main":"Talið er að um tvö hundruð óbreyttir borgarar hafist þar við enn, auk hermanna. Varnarmálaráðherra Úkraínu segir að Rússar hafi byrjað árásir á verksmiðjuna að nýju í trássi við þriggja daga vopnahlé sem hófst á fimmtudag. Þrátt fyrir það eru björgunaraðgerðirnar enn á dagskrá og er vonast til að fleiri óbreyttum borgurum verði komið á brott úr stálverksmiðjunni í dag.\nHarðir bardagar geisa enn víða í austurhluta Úkraínu og hafa fregnir morgunsins frekar verið Úkraínu í hag. Meðal annars hafa þeir hafi gagnsókn í Kharkiv, sem Rússar hafa að mestu lagt undir sig, og tekist að endurheimta fimm þorp í héraðinu. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir í skýrslu dagsins að það muni kosta Rússa verulega fjármuni og tíma að endurbyggja her sinn eftir stríðið. Meðal annars hafi einn af T-90M skriðdrekum þeirra, sem eru þeir háþróuðustu í eigum Rússa, eyðilegast í átökunum. Þeir hafa um hundrað slíka til umráða. Þá lýsti úkraínska varnarmálaráðuneytið því yfir í morgun að tekist hefði að sökkva öðru skipi úr herflota Rússa á Svartahafi. Ráðuneytið bætti því við á Twitter að hin venjulega skrúðsýning flotans við Svartahaf á sigurdeginum, níunda maí, verði að þessu sinni haldin nærri Snákaeyju - á sjávarbotni.\nEn þessi sigurdagur vekur líka ákveðinn ugg hjá Úkraínummönnum. Þeir óttast að Rússar herði sókn sína til muna núna vegna þessa dags, sem Rússar minnast á hverju ári. Þennan dag árið nítján hundruð fjörutíu og fimm lýstu Sovétmenn yfir sigri á hinum þýsku nasistum í seinni heimstyrjöldinni. Talið er að Rússum sé mikið í mun að vinna táknræna sigra til að halda á lofti á þessum degi - og vestrænar njósnastofnanir telja jafnvel líklegt að þá muni Rússar formlega lýsa yfir stríði við Úkraínu.","summary":null} {"year":"2022","id":"89","intro":"Þrátt fyrir að frekar fáir bátar hafi róið til veiða á fyrsta degi strandveiðitímabilsins á mánudaginn eru tæplega fimm hundruð bátar búnir að tilkynna þátttöku í veiðum sumarsins. Framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda líst vel á komandi vertíð.","main":"Hið árlega strandveiðitímabil hófst á mánudaginn en heimilt er að stunda veiðar í 12 daga í mánuði frá maí til ágúst. Á síðasta ári voru tæplega 400 bátar skráðir til veiða en í ár stefnir í að þeir verði nær 500. Þá hefur kvótinn sem heimilt er að veiða á tímabilinu verið aukinn úr 8500 tonnum af þorski í tíu þúsund tonn. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir að hugur sé í sjómönnum.\nÞað er nú lítil reynsla en það eru mun fleiri sem hafa sótt um leyfi. Það er að nálgast 500 aðilar sem eru komnir með leyfi. En síðan hafa nú þessir tveir, þrír dagar sem búnir eru, það hefur verið afskaplega erfið tíð og fáir komist á sjó. En svona í samtölum við sjómenn sem hafa komist á sjó að þá eru þeir bjartsýnir, eru að fiska bara ágætlega.\n-Verðin, hvernig eru þau í ár?-\nÞau lofa góðu, ef við skoðum markaðinn þá er þetta um 350-60 en var alveg hundrað krónum minna á sama tíma í fyrra.","summary":"Tæplega fimm hundruð bátar eru búnir að tilkynna þátttöku í strandveiðum sumarsins"} {"year":"2022","id":"89","intro":"Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, varð undir Kleifarvatni á Reykjanesskaga um stundarfjórðungi fyrir ellefu í morgun. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.","main":null,"summary":"Jarðskjálfti undir Kleifarvatni, 3,3 að stærð, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu í morgun."} {"year":"2022","id":"89","intro":"Skógareyðing í Amazon regnskógunum í Brasilíu var nær tvöfalt meiri í apríl en á sama tíma í fyrra. Tré voru felld á landsvæði sem rúma myndi New York-borg tvisvar sinnum.","main":"Eyðileggingin í Amazon regnskógunum, sem oft eru nefndir Lungu heimsins, hefur verið gríðarleg það sem af er þessu ári. Náttúruverndarsinnar segjast slegnir yfir umfanginu, en aðeins í apríl mánuði var yfir eitt þúsund ferkílómetrum af regnskóginum felldur. Svipaða sögu má segja um janúar og febrúar mánuði, en þá var skógareyðing talsvert meiri en á síðasta ári. Það sem af er þessu ári hefur 69% meira af regnskógi verið eytt en í Brasilíu en á sama tíma í fyrra, eða hátt í tvö þúsund ferkílómetrar. Það landsvæði jafngildir öllu landi New York borgar, tvisvar sinnum. Skógareyðingin sést á gervihnattarmyndum brasilísku geimvísindastofnunarinnar.\nSkógareyðing í Brasilíu hefur aukist verulega í valdatíð hægri stjórnar forsetans Jair Bolsonaro, sem hefur verið við stjórnvölinn í landinu síðan 2019. Ein af megin stefnum hans er aukinn landbúnaður og námgröftur í Amazon, sem leið til þess draga úr fátækt í landinu. Ríkisstjórn Bolsonaro hefur ítrekað lofað umbótum í umhverfismálum, en náttúruverndarsamtök segja lítið hafa borið á slíku.","summary":null} {"year":"2022","id":"89","intro":"Valur er kominn í 1-0 í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla eftir sigur á Tindastóli í háspennuleik í gærkvöld. Karlalið ÍBV getur komist í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta með sigri á Haukum í kvöld.","main":"Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari og hófu Valsmenn einvígið gegn Tindastóli betur á Hlíðarenda í gærkvöld. Leikurinn var þó hnífjafn og spennandi frá upphafi til enda og réðust úrslitin á lokaandartökum leiksins. Valur var stigi yfir, 80-79, þegar skammt var eftir en Tindastólsmenn áttu eina sókn eftir. Boltinn vildi hins vegar ekki niður og lauk leiknum því með sigri Vals sem nú leiðir einvígið 1-0. Liðin mætast næst á Sauðárkróki á mánudagskvöld.\nUndanúrslitaeinvígin í handbolta kvenna hófust einnig í gær en þar mætast Fram og ÍBV annars vegar og Valur og KA\/Þór hins vegar. Deildarmeistarar Fram unnu öruggan sigur á ÍBV í Safamýrinni í gær, 28-18, á meðan spennan var öllu meiri hjá Val og KA\/Þór á Hlíðarenda. Þar tryggðu Valskonur sér eins maks sigur, 28-27. Fram og Valur eru því komin í 1-0 í sínum einvígum en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. Næstu leikir liðanna verða á mánudag. ÍBV getur í kvöld komist í úrslit um Íslandsmeistaratitil karla í handbolta en klukkan sex verður flautað til leiks í þriðja leik ÍBV og Hauka. Eyjamenn eru búnir að vinna báða leikina til þessa og leiða því einvígið 2-0.\nFjórða umferð Bestu deildar karla í fótbolta heldur áfram í dag. Klukkan tvö mætast ÍA og Breiðablik á Akranesi, Keflavík fær ÍBV í heimsókn klukkan fjögur og klukkan korter yfir fjögur mætast KR og KA annars vegar og Stjarnan og Fram hins vegar. Umferðin hófst í gær með leik FH og Vals en þar lauk leiknum með 2-2 jafntefli.","summary":"Valur byrjaði betur gegn Tindastóli í baráttunni um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Valsmenn unnu fyrsta leik einvígisins með minnsta mun á Hlíðarenda í gærkvöld."} {"year":"2022","id":"90","intro":"Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tryggingafélagið Vörð til að greiða manni 91 milljón króna í skaðabætur. Maðurinn datt í stiga skemmtistaðar árið 2016 og hlaut varanlega höfuðáverka og skerðingar. Skemmtistaðurinn taldist ekki hafa uppfyllt kröfur í byggingasamþykkt þegar hann var reistur og var talið sannað að það hafi orsakað slysið.","main":"Maðurinn var ásamt félaga sínum á leið niður stiga á skemmtistað í miðborg Reykjavíkur þegar hann hrasaði og féll niður stigann sem lá frá anddyri staðarins á jarðhæð og upp á aðra hæð. Maðurinn lenti í anddyri staðarins með höfuðið á undan á steyptu gólfinu. Á bráðadeild Landspítalans kom í ljós innanbastsblæðing yfir hægra heilahveli mannsins, marblæðingar neðan til framheila og brot hægra megin í botni höfuðkúpu. Agnar Þór Guðmundsson, lögmaður mannsins, segir dóminn afdráttarlausan í því að ástæða slyssins sé ekki nein önnur en stiginn sem maðurinn féll í.\nRáðist var í framkvæmdir á húsnæðinu árið 2015, áður en staðurinn var opnaður. Stiganum var þó ekki breytt og hann er enn óbreyttur.","summary":null} {"year":"2022","id":"90","intro":"Reynt verður í dag að forða rúmlega þrjú hundruð almennum borgurum frá Maríupol í Úkraínu undan hernaðaraðgerðum Rússa. Þeirra á meðal eru tvö hundruð sem hafa haldið til á svæði Azovstal stálverksmiðjunnar í borginni. Leiðtogar Evrópusambandsríkja reyna í dag að koma sér saman um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum.","main":"Samræmingarstjóri mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í gærkvöld að samkomulag hefði náðst við stríðandi fylkingar um að flytja fólk frá Maríupol í dag. Þeirra á meðal eru síðustu almennu borgararnir sem enn halda til í Azovstal stálverksmiðjunni. Í hópnum eru að minnsta kosti tuttugu börn.\nÓsamkomulag er milli leiðtoga Evrópusambandsríkja um nýjustu tillögur framkvæmdastjórnarinnar um hert viðskiptabann á Rússa vegna innrásarinnar. Ungverjar og Slóvakar eru háðir innflutningi á hráolíu frá Rússlandi. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sakaði í dag Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnarinnar, um að hafa farið yfir strikið og rekið fleyg í samstöðu aðildarríkjanna með því að leggja til að hætta að flytja inn olíu frá Rússlandi. Von der Leyen sagði í morgun að vissulega gæti verið strembið stöðva innflutninginn. Það væri þó nauðsynlegt því að ekki gengi að ESB-ríkin héldu áfram að dæla peningum inn í rússneska hagkerfið.\nLeiðtogar G7-ríkjanna, sjö helstu iðnríkja heims, ætla að ræða ástandið í Úkraínu á fjarfundi á sunnudaginn kemur, 8. maí. Dagurinn er táknrænn því að þá lauk síðari heimsstyrjöldinni formlega í Evrópu, árið 1945.","summary":"Flytja á þrjú hundruð almenna borgara frá Maríupol í Úkraínu til öruggari svæða. Þeirra á meðal eru tvö hundruð sem hafa haldið til á verksmiðjusvæði í borginni mánuðum saman. Leiðtogar Evrópusambandsins reyna að koma sér saman um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu."} {"year":"2022","id":"90","intro":"Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpar Alþingi og íslensku þjóðina klukkan tvö í dag um fjarfundarbúnað. Fimm tölvuskjám hefur verið komið fyrir í þingsal og verður ræða Zelenskys túlkuð jafnóðum.","main":"Þetta verður í fyrsta sinn sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis. Birgir Ármannsson forseti Alþingis stýrir athöfninni og talar við upphaf hennar. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flytur í framhaldi af því stutta ræðu og síðan tekur forseti Úkraínu til máls. Að loknu máli hans ávarpar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Zelensky. Fimm tölvuskjám hefur verið komið fyrir í þingsalnum, þannig að allir sjái vel og heyri og túlkur þýðir ræðu Zelenskys jafnóðum og þingmenn verða með sérstakan búnað til að heyra þýðinguna. Fundurinn verður í beinni útsendingu í sjónvarpinu og á vefnum ruv.is. Á heimasíðu Alþingis segir meðal annars að Ísland hafi frá upphafi fordæmt tilefnislausa innrás Rússlands í Úkraínu og lýst yfir eindregnum stuðningi við úkraínsku þjóðina. Ísland hafi tekið fullan þátt í þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi og tekið á móti flóttafólki frá Úkraínu, auk þess að hafa milligöngu um loftflutninga á vopnum og fleiru til Úkraínu. Áfram verði leitað leiða til að styðja við Úkraínu með öllum tiltækum ráðum.","summary":"Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpar Alþingi í dag, þetta verður í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal. Þá munu forseti Íslands og forsætisráðherra ávarpa Zelenskí. Fjölda tölvuskjáa hefur verið komið fyrir í þingsalnum."} {"year":"2022","id":"90","intro":"Færeyingar hyggjast fitja upp á ýmsum nýstárlegum leiðum til að draga úr áfengisneyslu í landinu. Lýðheilsustöð Færeyja leggur til að látið skuli af sölu tollfrjáls áfengis í flugstöðinni við Voga og í ferjunni Norrænu.","main":"Tillögur færeysku lýðheilsustöðvarinnar byggja á nýrri rannsókn sem bendir til að heilsufarsskaði geti hlotist af minni áfengisneyslu en hingað til hefur verið talið. Magni Mohr, stjórnandi lýðheilsustöðvarinnar, segir að fólk freistist til að kaupa meira áfengi sé það ódýrt og aðgengilegt. Því er lagt til að látið verði af sölu tollfrjáls áfengis. \u001eÞað er augljós og merkjanlegur hvati til neyslu fólginn í því að bjóða ferðamönnum að kaupa ódýrt áfengi og tóbak, segir Mohr og bætir við að þessi í stað ætti að lækka verð á hollari vörum.\nMagnus Rasmussen viðskiptaráðherra Færeyja tekur undir það. \u001eÉg furða mig sífellt á því þegar ég kem heim frá útlöndum hvers vegna óhollusta á borð við áfengi, tóbak og súkkulaði bjóðast lágu verði, segir ráðherrann en reglur um ríkiseinkasölu áfengis og tóbaks í Færeyjum eru á hans borði. \u001eÞað þarf að gera eitthvað í þessu og ég ætla að bera málið upp við landsstjórnina. Lýðheilsustöð vill auk framangreinds meðal annars leggja skatt á áfenga drykki í takti við áfengisinnihald þeirra og fylgja enn harðar eftir banni við áfengssölu til fólks undir lögaldri.","summary":null} {"year":"2022","id":"90","intro":"Karlalið Vals í handbolta vantar nú aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í úrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. Valur vann Selfoss örugglega í gærkvöldi.","main":"Valur vann Selfoss með sex marka mun, 35-26, á Selfossi í gærkvöldi. Valsmenn unnu fyrsta leik liðanna sömuleiðis stórt og eru 2-0 yfir í einvígi liðanna. Þrjá sigra þarf til að komast í úrslitaleikinn og mætast liðin í þriðja sinn að Hlíðarenda á sunnudagskvöld. Valsmenn eru nú þegar handhafar allra titlanna í karlahandbolta; eru ríkjandi Íslandsmeistarar og unnu bikarkeppnina og deildarkeppnina í vetur auk þess að sigra í Meistarakeppni HSÍ síðastliðið haust.\nOg það er mikið um að vera á Hlíðarenda þessi dægrin karlalið félagsins í körfubolta leikur fyrsta úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. Valur hefur tvívegis orðið Íslandsmeistari karla í körfubolta en 39 ár eru frá síðasta titli. Tindastóll hefur aldrei orðið Íslandsmeistari. Leikur Vals og Tindastóls er klukkan hálfníu í kvöld að Hlíðarenda. Áður en að þeim leik kemur er fyrsti leikur kvennaliða Vals og KA\/Þórs í undanúrslitum úrvalsdeildar kvenna í handbolta á dagskrá að Hlíðarenda klukkan sex. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Fram og ÍBV í Safamýri og er sá leikur klukkan 19:40.\nUndanúrslitin í Evrópu- og Sambandsdeildinni í fótbolta kláruðust í gærkvöldi. Í Evrópudeildinni komust Glasgow Rangers og Frankfurt áfram í úrslitaleikinn. Frankfurt vann West Ham 1-0 og Rangers lagði RB Leipzig 3-1. Úrslitaleikurinn verður í Sevilla á Spáni þann 18. þessa mánaðar. David Moyes, þjálfari West Ham, fékk rautt spjald á 72. mínútu leiksins í gærkvöldi þegar hann sparkaði bolta í átt að boltastrák í Frankfurt. Boltinn hæfði drenginn ekki en Moyes var sendur upp í stúku. Hann baðst afsökunar á atvikinu eftir leik en Knattspyrnusamband Evrópu er með málið til skoðunar.\nViku eftir úrslitaleik Evrópudeildarinnar er úrslitaleikurinn í Sambandsdeildinni, en þetta er í fyrsta sinn sem sú keppni fer fram. Til úrslita leika Roma og Feyenoord. Roma vann Leicester í Róm í gærkvöldi, 2-1, og Feyenoord lagði Marseille í Rotterdam, 3-2. Úrslitaleikurinn verður leikinn í Tirana í Albaníu.","summary":null} {"year":"2022","id":"90","intro":"Ríkið gæti þurft að leggja í kostnað við lagfæringar á Eiðum áður en hægt væri að taka þar á móti flóttafólki frá Úkraínu. Eigendurnir mæta á fund í félagsmálaráðuneytinu í dag ásamt fulltrúum Múlaþings.","main":"Húsnæðisskortur auðveldar ekki móttöku flóttafólks frá Úrkaínu og er nú horft í ýmsar lausnir og vannýtt húsnæði. Gamli alþýðsskólinn á Eiðum hefur staðið nær tómur árum saman, með heimavist og mikilli aðstöðu. Þegar stríðið braust út viðruðu eigendur staðarins strax þá hugmynd að bjóða Eiða fyrir flóttafólk. Sveitarfélagið Múlaþing tók vel í hugmyndina og komin er af stað vinna við að greina hvað þarf að gera.\nBjörn Ingimarsson sveitarstjóri Múlaþings segir að mikilvægur fundur verði haldinn í félagsmálaráðuneytinu í dag.\nÉg er svona að gera mér vonir um það að á þessum fundi þá munum við fá betri sýn á hvert er mögulegt umfang þessa verkefnis. Hvernig aðkoma sveitarfélagsins eigi að vera.\nFram hefur komið að flóttafólk sem kæmi til Austurlands gæti auðveldlega fengið vinnu. Á fundinum í dag verður fulltrúi eigenda og kynnir hvaða lagfæringar þarf að ráðast í til að hægt verði að taka gamla alþýðuskólann í notkun en þar gæti rúmast talsverður fjöldi.\nMér hefur skilist að tiltölulega fljótlega yrði hægt að koma hluta af því í gott horf en það mun taka lengri tíma að koma öllu húsnæðinu í það ástand sem þarf.","summary":"Ráðast þyrfti í talsverðar lagfæringar á Eiðum áður en hægt yrði að taka þar á móti flóttafólki frá Úkraínu. Múlaþing og eigendur staðarins funda um málið með félagsmálaráðuneytinu í dag. "} {"year":"2022","id":"91","intro":"Tveir jarðskjálftar, um og yfir þrír að stærð urðu við Kleifarvatn í kringum miðnættið. Engar vísbendingar eru þó um að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Sigríður Kristjánsdóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.","main":"Það voru tveir skjálftar þarna sitt hvoru megin við miðnætti í gærkvöldi. Annar rétt fyrir miðnætti sem var 2,9 og svo annar rétt eftir miðnætti sem var 3,4. Fólk fann svolítið fyrir þessu. - Hvað segja þessir skjálftar ykkur jarðvársérfræðingum? Þeir segja okkur að Reykjanesskaginn er ennþá svolítið virkur og virknin er svolítið dreifð og við vitum ekki alveg hvað það mun þýða.\nSigríður segir að skjálftavirknin við Kleifarvatn sé aðeins nær höfuðborgarsvæðinu en skjálftahrinan í fyrra - áður en fór að gjósa. Síðastliðinn hálfan mánuð hafa tveir skjálftar verið þrír eða stærri. Það sem af er ári hafa orðið 5400 skjálftar á Reykjanesskaga.\nSigríður segir að vísbendingar séu um kvikusöfnun á talsverðu dýpi eða sextán kílómetra og dýpra. Ekkert bendi þó til þess að kvika sé að leita upp á yfirborðið.","summary":null} {"year":"2022","id":"91","intro":"Fæst sveitarfélög tryggja börnum leikskólapláss þegar þau verða 12 mánaða, það er eftir að hefðbundnu fæðingarorlofi lýkur. Einungis um sjö prósent barna komast á leikskóla strax að loknu fæðingarorlofi.","main":"Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu BSRB sem ætlað er að varpa ljósi á stöðu leikskólavistunar ungra barna á Íslandi og atvinnuþátttöku foreldra.\nÍ skýrslunni kemur meðal annars fram að börn á Íslandi séu að meðaltali sautján og hálfs mánaðar gömul þegar þau komast inn á leikskóla, en þó sé mikill munur á milli sveitarfélaga. Þetta er nokkur breyting til hins betra frá árinu 2017, þegar meðalaldur var 20 mánuðir.\nEinungis um sjö prósent barna komast að á leikskóla að loknu fæðingarorlofi eða fyrr, tuttugu og sjö prósent komast á bilinu tólf og hálfs til átján mánaða gömul og sextíu og sex prósent á bilinu átján og hálfs til tuttugu og fjögurra mánaða.\nÁ öllum Norðurlöndum nema Íslandi eiga börn lögbundinn rétt á leikskóla- eða dagvistun frá tilteknum aldri sem helst í hendur við rétt foreldra til fæðingarorlofs. Dagforeldrum fer fækkandi og þeir eru starfandi í tæplega þriðjungi sveitarfélaga, þar sem búa um 85 prósent barna. Gera má ráð fyrir að um sex dagforeldrar séu starfandi á hver 100 börn á aldrinum 6 til 18 mánaða í þeim sveitarfélögum þar sem finna má starfandi dagforeldra.","summary":"Fæst sveitarfélög tryggja börnum leikskólapláss þegar þau verða 12 mánaða samkvæmt nýútgefinni skýrslu BSRB. Börn á Íslandi eru að meðaltali sautján og hálfs mánaðar gömul þegar þau komast inn á leikskóla."} {"year":"2022","id":"91","intro":"Fjármálaráðherra hyggst grípa til aðgerða til að styðja við tekjulága á meðan unnið er að lækkun verðbólgu. Þá hefur viðskiptaráðherra sett saman hóp til að fylgjast með verðlagi og óhóflegum verðhækkunum.","main":"Seðlabankinn ákvað í gær að hækka stýrivexti um eitt prósentustig, nú þegar verðbólga er komin í 7,2 prósent og hefur ekki verið meiri frá í maí 2010. Verðbólguhorfur hafa versnað verulega og útlit er fyrir að verðbólga verði komin upp í rúm átta prósent á þriðja og fjórða ársfjórðungi.\nBjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að stýrivaxtaákvörðunin hafi verið í efri mörkum þess sem spáð hafi verið og hafi ekki komið á óvart.\nVerðbólgutölurnar hafa verið að versna og við því verður að bregðast. Við sögðum þegar við kynntum ríkisfjármálaáætlun til næstu ára að nú væru orðin kaflaskil í hagkerfinu og við gætum ekki verið með sama stuðning við hagkerfið eins og átti við þegar við fengum í gegnum heimsfaraldurinn nú þurftum við að gæta að okkur einmitt útaf því að það er hætta á ofhitnun hagkerfisins ef ríkisfjármálin eru ekki að slá í takt ið ganginn í hagkerfinu.\nVerðbólgan hafi mest áhrif á tekjulága og við því verði brugðist.\nVið höfum kannski helst áhyggjur af tekjulágum og þeim sem eru með kostnaðarliði í sínum heimilisrekstri sem það sem er lítill afgangur og erum að huga að aðgerðum til þess að styðja við þá hópa.\nEkki sé tímabært að ræða ítarlega hvers eðlis aðgerðirnar verði en að um verði að ræða stuðningskerfi líkt og almannatryggingar og fleiri tilfærslur til að létta undir með tekjulágum. Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra segir að gera þurfi gangskör í að draga úr verðbólgunni eins fljótt og auðið er.\nÞetta eru skýr skilaboð frá seðlabankanum. Hann er að lýsa yfir stríði gegn verðbólgu og hann er að sinna skyldu sinni og ég tel að það sé mjög mikilvægt að allt samfélagið leggist á árarnar og við tökum þátt í þessari vegferð með seðlabankanum til þess að ná verðbólgunni niður\nSeðlabankastjóri sagðist í gær hafa áhyggjur af að fyrirtæki nýttu sér þessa stöðu og hækkuðu verð óhóflega. Lilja segir að fylgst verði sérstaklega með verðlagi á næstu mánuðum.\nvið höfum nú þegar sett saman teymi hér innanhúss og ætlum að leita svo til annarra um það að fylgjast mjög vel með verðhækkunum og er mjög ákveðin í því.","summary":"Fjármálaráðherra segir verðbólguna áhyggjuefni og hyggst grípa til aðgerða til að styðja við tekjulága. Viðskiptaráðherra hefur sett á laggirnar sérstakt teymi til að fylgjast með verðhækkunum. "} {"year":"2022","id":"91","intro":"Egyptinn Mo Salah hjá Liverpool fékk ósk sína uppfyllta í gærkvöld þegar Real Madríd hafði betur á móti Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á hreint ótrúlegan hátt. Brasilíumaðurinn Rodrygo var hetja Madrídinga.","main":"Manchester City vann fyrri undanúrslitaleikinn á móti Real Madríd 4-3 og staðan var því orðin góð fyrir City þegar Ryadh Mahrez kom Manchesterliðinu 1-0 yfir þegar sautján mínútur voru eftir í gærkvöld. En á 90. mínútu jafnaði Rodrygo metin fyrir Real Madríd í 1-1 og skoraði svo strax mínútu síðar annað mark sem þýddi að samanlögð staða liðanna var orðin jöfn og við tók framlenging. Í henni skoraði Karim Benzema framherji Real eina markið, sem um leið skaut Madrídingum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þar mætir Real Madríd liði Liverpool laugardagskvöldið 28. maí. Þetta verður í annað sinn sem liðin mætast í úrslitum keppninnar. Real Madríd hafði betur í úrslitaleiknum 2018. Í honum gerði þýski markvörðurinn Loris Karius slæm mistök hjá Liverpool og Mo Salah meiddist snemma í leiknum. Salah sagði í viðtölum eftir að Liverpool tryggði sig inn í úrslitin í fyrrakvöld að hans draumur væri að mæta Real Madríd á ný í ár, til þess að hefna fyrir úrslitaleikinn 2018. Ósk hans um að mæta Real Madríd er í það minnsta orðin að veruleika. Real Madríd hefur lang oftast allra liða unnið Meistaradeild Evrópu eða þrettán sinnum. Liverpool hefur unnið keppnina sex sinnum og gæti með sigri í úrslitaleiknum í lok mánaðar jafnað AC Milan í öðru sæti yfir flesta Meistaradeildarsigra.\nÍBV stendur vel að vígi í úrslitakeppni Íslandsmóts karla í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Haukum í gærkvöld, 27-23 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum. ÍBV leiðir einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast í úrslit. Valur er 1-0 yfir á móti Selfossi í hinu undanúrslitaeinvíginu, en liðin mætast öðru sinni í kvöld.\nOg 2. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta lauk í gærkvöld með tveimur leikjum. Keflavík vann óvæntan 1-0 sigur á Breiðabliki og hefur fullt hús stiga rétt eins og Selfoss. Stjarnan er svo í 3. sæti með 4 stig eftir 5-1 sigur á KR í gærkvöld.","summary":null} {"year":"2022","id":"91","intro":"Eldri sonur fyrrverandi Bandaríkjaforseta var kallaður fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings, sem hefur það hlutverk að brjóta til mergjar mannskæða árás á þinghúsið 6. janúar 2021. Bandarískir fjölmiðlar hafa þetta eftir ónafngreindum heimildarmönnum.","main":"Donald Trump yngri er sagður hafa svarað öllum spurningum nefndarmanna greiðlega og aldrei beitt fyrir sig heimild stjórnarskrárinnar um að mega þegja. Hann var einn helsti skipuleggjandi kosningabaráttu föður síns þegar hann sóttist eftir endurkjöri árið 2020. Hann hefur síðan ósigurinn varð ljós, ötullega haldið uppi ásökunum um kosningasvindl.\nMeðal annars liggur fyrir að Trump yngri sendi Mark Meadows, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, smáskilaboð um hvernig koma mætti í veg fyrir staðfestingu á kjöri Joes Biden. Það var tveimur dögum eftir kjördag og áður en endanleg úrslit lágu fyrir.\nNefndin lagði einnig fram skilaboð hans þess efnis að Trump skyldi fordæma ofbeldið af miklum þunga. Þeir feðgar voru báðir á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu 6. janúar áður en Trump eldri hélt ræðu frammi fyrir stuðningsmönnum sínum. Mikill fjöldi þeirra gerði í kjölfarið áhlaup á þinghúsið þegar þingið var í þann mund að staðfesta sigur Bidens í forsetakosningunum. Nefndin hyggst boða nokkurn hóp fólks á sinn fund í júní en skýrsla hennar um atburðina er væntanleg með haustinu.","summary":null} {"year":"2022","id":"91","intro":"Íslenskt heilbrigðisfyrirtæki notar nýja sjö milljarða króna fjármögnun til frekari þróunar á smáforriti til að takast á við langvinna sjúkdóma.","main":"Heilbrigðistæknifyrirtækið Sidekick Health hefur tryggt sér rúmlega sjö milljarða króna fjármögnun. Fyrirtækið vinnur að frekari þróun á fjarheilbrigðismeðferð sem miðar að því að bæta heilsu fólks með ýmsa langvinna sjúkdóma.\nMeðal fjárfesta sem tóku þátt í fjármögnuninni voru Novator Ventures, sprotasjóðirnir Wellington Partners og Asabys Partners, auk Frumtaks Ventures. Tryggvi Þorgeirsson, forstjóri Sidekick Health, segir fjármögnunina gera fyrirtækinu kleift að auka umsvif sín.\nÞetta fé gerir okkur kleift að þrefalda okkar fjárfestingu í því að þróa fleiri meðferðir við fleiri sjúkdómaflokkum. Gera umfangsmeiri, stærri og fleiri rannsóknir til þess að sanna bæði öryggi og virkni okkar meðferða. Tryggja það að við náum til sem flestra notenda um allan heim.\nFyrirtækið hefur vaxið ört síðastliðin tvö ár.\nÞað er búið að vera gaman að fá að stækka fyrirtækið með þeim hætti sem við höfum gert. Það eru um tvö ár síðan við vorum um þrjátíu í fyrirtækinu en erum núna rúmlega 150.\nTryggvi segir markmið fyrirtækisins að bjóða upp á meðferð við öllum helstu langvinnum sjúkdómum.\nVið erum núna að vinna í 18 sjúkdómaflokkum en markmiðið er að fara í heildina yfir fjörutíu sjúkdómaflokka á næstu fimm til sex árum. Að hjálpa fólki um allan heim, Evrópu, Bandaríkjunum og öðrum heimsálfum, sem eru að kljást við þessa sjúkdóma.","summary":null} {"year":"2022","id":"91","intro":"Ekki er vitað hvaðan hrosshausinn kom sem settur var á níðstöng við Sólsetrið undir Esjurótum í síðustu viku. Ekki liggur heldur fyrir að hverjum níðið beindist.","main":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar. Stella Mjöll Aðalsteinsdóttir lögreglufulltrúi segir að engin tilkynning hafi borist um týnt hross. Ólíklegt þykir að hausinn komi úr sláturhúsi, þar sem strangar reglur gilda um förgun aukaafurða úr sláturhúsum. Rannsókn Matvælastofnunar á hrosshausnum leiddi í ljós að um var að ræða tveggja vetra gamalt tryppi, sem hafði verið aflífað með skoti í höfuðið. Lögum samkvæmt er eigendum hrossa heimilt að fella þau, án þess að dýralæknir sé viðstaddur, svo framarlega sem það sé gert á réttan hátt. Svo virðist hafa verið raunin með þetta hross. Þar sem örmerking hrossa er á hálsinum var enga slíka merkingu að finna. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST, segir að hausinn hafi ekki verið farinn að rotna, sem þýðir að annaðhvort hafi liðið skammur tími frá því dýrið var fellt þar til stöngin var reist, eða hann verið geymdur í kæli.\nSamkvæmt heiðnum sið er tilgangur níðstangar að leggja bölvun á fólk og telst það einungis níðstöng ef haus af hrossi er notaður. Samkvæmt heimildum fréttastofu fannst síðast slík níðstöng í Breiðholti árið 2012 en ekki er vitað hverjum hún var ætluð eða hvar sá sem reisti hana varð sér úti um hrosshausinn. Árið 2018 var andstæðingi laxeldis reist níðstöng á Bíldudal, en sú stöng var með þorskhaus.\nÁrið 2006 reisti bóndi í Otradal níðstöng með áfestum kálfshausi gegn nágranna sínum, og var fyrir vikið kærður til lögreglu fyrir morðhótun.","summary":"Ekki liggur fyrir hvaðan hrosshausinn kom sem settur var á níðstöng undir Esjurótum í síðustu viku. Engin örmerking fannst á hausnum og enginn hefur tilkynnt um týnt hross."} {"year":"2022","id":"91","intro":"Nú þegar innan við tíu dagar eru í sveitarstjórnarkosningar hafa rúmlega fimm þúsund manns kosið utan kjörfundar. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsóknina heldur meiri en fyrir fjórum árum.","main":"Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga hófst föstudaginn 15. apríl. Hægt er að kjósa á skrifstofum sýslumannsembætta um allt land. Auk þess gefst kjósendum kostur á að kjósa utan kjörfundar á annarri hæð Holtagarða í Reykjavík og á Glerártorgi á Akureyri. Athygli er vakin á að öllum þeim sem eru skráðir á kjörskrá er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá hvaða sýslumanni sem er. Þá verður kosið á sjúkrahúsum, dvalarheimilum, fangelsum og öðrum stofnunum samkvæmt nánari ákvörðun sýslumanns á hverjum stað.\nSigríður Kristinsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu segir aðsókn aukast dag frá degi.\nÞetta hefur gengið bara mjög vel, þetta er stig vaxandi frá því sem var. Byrjaði á því að 30 kusu og svo í gær kusu 530. Hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hafa kosið tæplega 3500 og þegar kjörstaður lokaði í maí 2018 þá voru tæplega 3200 búnir að kjósa þannig að það eru aðeins fleiri núna en voru þá.","summary":"Rúmlega fimm þúsund manns hafa kosið utan kjörfundar nú þegar níu dagar eru til sveitarstjórnarkosninga. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það heldur fleiri en á sama tíma fyrir fjórum árum. "} {"year":"2022","id":"91","intro":"Skoðanakannanir á Norður-Írlandi benda til þess að lýðveldissinnar verði sigurvegarar þingkosninganna sem þar fara fram í dag. Það yrðu söguleg tíðindi þar sem sambandssinnar hafa verið í meirihluta á þinginu til þessa.","main":"Bretar ganga til kosninga í dag í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum og til þings Norður-Írlands. Hundrað fjörutíu og sex bæjar- og borgarstjórnir eru kjörnar á Englandi, meðal annars í Lundúnum, Leeds, Birmingham og Manchester. Aðeins örfáar kosningar eru um borgarstjóra, en þeir eru venjulega ekki kosnir um leið og fulltrúar til sveitarstjórna. Kosið verður í 32 sveitarfélögum í Skotlandi og öllum sveitarfélögum í Wales, en það sem vekur mesta athygli er að allir 90 fulltrúarnir á þingi Norður-Írlands verða kjörnir. Þar stefnir í stærstu tíðindin samkvæmt skoðanakönnunum. Þær sýna að lýðveldissinnar í Sinn Fein, sem áður var stjórnmálaarmur ógnarverkasamtakanna Írska lýðveldishersins, verði fjölmennastir á þinginu í Stormont. Einnig er Alliance-flokknum spáð góðu gengi, en hann vill stuðla að samvinnu kaþólskra og mótmælenda á Norður-Írlandi. Verði niðurstaðan samkvæmt skoðanakönnunum verður Michelle O'Neill, leiðtogi Sinn Fein að líkindum leiðtogi nýrrar heimastjórnar. Slíkt hefði verið talið óhugsandi fyrir nokkrum áratugum þegar forsvarsmönnum flokksins var bannað að tjá sig í breskum og írskum fjölmiðlum.\nÚrslit í bæjar- og sveitarstjórnarkosningum í öðrum landshlutum geta gefið til kynna stöðu flokka á landsvísu. Íhaldsmenn eru undir það búnir að tapa mörgum kjörnum fulltrúum vegna hneykslismála sem hafa skekið flokkinn, ekki síst veisluhöld í Downingstræti 10 þegar allar samkomur voru bannaðar í landinu vegna COVID-19 faraldursins.","summary":"Það stefnir í söguleg úrslit þingkosninganna á Norður-Írlandi í dag. Útlit er fyrir að lýðveldissinnar verði í meirihluta í fyrsta sinn í sögunni og að leiðtogi Sinn Fein taki við embætti fyrsta ráðherra í landshlutanum."} {"year":"2022","id":"92","intro":"Seðlabankastjóri gerir ráð fyrir að verðbólga eigi eftir að aukist enn frekar og verði í kringum átta prósent á þriðja og fjórða ársfjórðungi. Efnahagshorfur hafi versnað verulega og hann óttast að kjarasamningar kyndi verðbólgubálið enn frekar.","main":"Peningstefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að hækka vexti bankans um eitt prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því í kringum 3,75 prósent. Þetta er í takti við spár greiningaraðila nú þegar verðbólga er komin í 7,2 prósent og hefur ekki verið hærri frá árinu 2010. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að stríðið í Úkraínu ráði þarna að mestu för.\nVerðbólguhorfur hafa versnað verulega og eru nuna eitthvað í kringum 7 prósent og óttumst að hún muni hækka. Vegna þess að innfluttar vöruhækkanir eru ekki komnar fram þannig að við verðum eiginlega að bregðast við.\nÞá vegi hækkun húsnæðisverðs og annarra innlendra kostnaðarliða þungt auk þess sem alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð hefur hækkað mikið.\nSkynjar smá áhyggjutón -- eru áhyggjurnar miklar? Já og nei,l það er að segja við virðist ver aað efnahagslífið sé ða koma betur ´ðutúr éssu en við óttuðyumst í fyrstu það virðist vera að þettaverði gott ferðasumar. Okkar helstu útflutnignsvörur haffa verið að hækka í verði útaf stríðinu en komið dálítið illa út fyrir okkur v irðist ver að koma útur þessu betur en margar aðrar þjóðir en á sama tíma ottumst v ið hv að við sjáum verðbólgu stíga hratt\nHorfur séu á að verðbólga verði rúmlega átta prósent á þriðja og fjórða ársfjórðungi, sem er tveimur komma átta prósentum meiri verðbólga en spáð var í febrúar.\nÍ hvað stefnir þetta. Þið talið um að það sé eki meiri slaki í þjóðarbúinu og þurfi að auka aðhald í ríkisfjármálum og annað slíkt. Erum við að stefna í aðra kreppu eða hvað erum við að sjá fram á á næstu misserum?\nNei það held ég ekki það era ð segja ekki ef okkur tekst að vinna saman að við erum íraninni lítil þjóð og ef okkur heppnast að tala okkur saman í lausnir sem allir eiga aðild að þá ættum við alveg að geta tryggt hagvöxt og ná niður verðbólgu á sama tíma.\nSpenna á vinnumarkaði sé nú mikil.\nÞað er ákveðin hætta á því að kjarasamningarnir efli verðbólgubálið ef aðeins hugsað um að fá .. en ekki raunverulegan kaupmátt.","summary":"Seðlabankastjóri segir að efnhagshorfur hafi versnað verulega og gerir ráð fyrir að verðbólga aukist enn frekar á næstu mánuðum. Stýrivextir voru hækkaðir um eitt prósentustig í morgun. "} {"year":"2022","id":"92","intro":"Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á Vestfjörðum fyrir áralangt ofbeldi hans gegn eiginkonu og þremur börnum. Maðurinn er læknismenntaður og í ákærunni segir að hann hafi hótað konunni að binda enda á líf hennar með lyfjagjöf og skoða sjúkraskrá hennar. Aðalmeðferð málsins verður síðar í þessum mánuði.","main":"Maðurinn er ákærður fyrir hegningarlagabrot og brot gegn barnaverndarlögum. Í ákærunni, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að ofbeldið hafi staðið yfir um áralangt skeið. Það hafi hafist þegar konan var barnshafandi og samkvæmt ákærunni réðst maðurinn þá á konuna og hótaði henni lífláti ef hún færi af heimilinu. Hann er ákærður fyrir að hafa neitað henni um aðstoð þegar hún var fótbrotin og að hafa hótað að drepa hana með því að gefa henni of mikið insúlín með fjarstýringu, en hún er sykursjúk, og fyrir að hafa læst hana inni þegar hún var lág í sykri.\nEinnig er hann ákærður fyrir að hafa hótað konunni að lesa öll gögn um hana í sjúkraskrá með þeim afleiðingum að hún óttaðist að greina heilbrigðisstarfsfólki frá ofbeldi hans.\nÞá segir í ákærunni að maðurinn hafi þvingað konuna til húsverka, barið hana í andlitið með banana og þvingað hana til að borða maís af eldhúsgólfi á heimili þeirra.\nMaðurinn er enn fremur ákærður fyrir að hafa beitt þrjú börn þeirra ofbeldi, ógnað lífi þeirra og velferð og misboðið þeim með ruddalegu og ósiðlegu athæfi, eins og það er orðað í ákærunni.\nÞess er krafist að sá ákærði verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.","summary":"Læknir hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og börnum. Meðal þess sem honum er gefið að sök er að hafa hótað að drepa konu sína með lyfjum og skoða sjúkraskrá hennar."} {"year":"2022","id":"92","intro":"Allur herafli Hvíta-Rússlands hóf óvænt viðamiklar heræfingar í morgun. Evrópusambandið hefur boðað enn harðari refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Rússlandi.","main":"Today, we are presenting our sixth package of sanctions.\nUrsula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti áform sambandsins í morgun. Áætlunin er í sex liðum og miðar að því að þjarma enn að stjórnvöldum í Rússlandi í refsingarskyni fyrir framgöngu þeirra í Úkraínu.\nMeðal þess sem lagt er til er að útiloka þrjá rússneska banka frá alþjóðlega greiðslukerfinu Swift, þeirra á meðal SberBank, langstærsta banka landsins. Klippt verði á net- og gevihnattasamband við þrjár sjónvarpsstöðvar í eigu rússneskra stjórnvalda og sambandið setur í gang aðgerð sem myndi tryggja að sambandsríkin yrðu í engu háð olíu frá Rússlandi. Tillögurnar bíða nú samþykktar allra aðildarríkja Evrópusambandsins, en það gæti reynst erfitt að ná einróma niðurstöðu um rússnesku olíuna, sem sum ríki eru háðari en önnur.\nÞá er líka á teikniborðinu aðgerðaáætlun til að hjálpa til við að endurreisa Úkraínu eftir stríðið, áætlun sem gæti greitt leið Úkraínu inn í Evrópusambandið.\nIt will pave the way for Ukraine`s future inside the European Union. Slava Ukraina, Long Live Europe.\nAnnars blésu yfirvöld í Hvíta-Rússlandi til viðamikilla heræfinga í morgun.\nSamkvæmt yfirlýsingu varnarmálaráðuneytis landsins er ætlunin að reyna á baráttuhæfni herliðsins og tækjabúnaðar hans. Þar er jafnframt tekið fram að æfingunum sé hvorki ætlað að ógna næstu nágrönnum Hvítrússa né Evrópu sem heild.\nRússar og Hvítrússar stunduðu umfangsmiklar heræfingar við landamæri Hvíta-Rússlands og Úkraínu í aðdraganda innrásar Rússa.","summary":"Evrópusambandið hefur boðað hörðustu refsiaðgerðir til þessa gegn stjórnvöldum í Rússlandi. Allur herafli Hvíta Rússlands hóf óvænt viðamiklar heræfingar í morgun. "} {"year":"2022","id":"92","intro":"Formlegt aðsetur og lögheimili Vatnajökulsþjóðgarðs verður flutt frá höfuðborgarsvæðinu til Hafnar í Hornafirði í haust, samkvæmt tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Héraðsbúar eru undrandi á þessum fréttum. Þeir stóðu í þeirri meiningu að höfuðstöðvar þjóðgarðsins hefðu verið fluttar þangað fyrir fimm árum.","main":"Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður 2007 og nær hann yfir 15% af flatarmáli landsins. Hann nær inn á fjölmörg sveitarfélög en alls ekki sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Því þótti skjóta skökku við að höfuðstöðvar væru þar og stjórnunarstörfin sem þeim fylgja. Hjá Vatnajökulsþjóðgarði eru 37 fastir starfsmenn, flestir á starfsstöðum á landsbyggðinni. En lögheimili þjóðgarðsins hefur verið í Garðabæ og hafa framkvæmdastjóri, fjármálastjóri og þrír aðrir starfsmenn miðlægrar skrifstofu haft starfsstöð þar.\nTil stóð að breyta þessu árið 2017 og 21. mars var blásið til snittuveistu í Fellabæ í nágrenni Egilsstaða. Þar var tilkynnt um flutning höfuðstöðvanna út á landsbyggðina og opnun nýrrar aðalskrifstofu á Héraði. Heyrum viðtal sem þá var tekið við Ármann Höskuldsson, þáverandi formann stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.\nen núna er stærsti hluti skrifstofunnar fluttur yfir og svo klárast það sem sagt á næsta ári. Þetta er algjörlega sársaukalaus flutningur því að þeir starfsmenn sem byrja hér núnaá skrifstofunni, þeir eru allir ráðnir hingað til starfa. Annarsvegar er þetta ný staða sem er fjármálastjóri og svo bókari og þessar stöður voru lausar þannig að þær voru settar hingað yfir. Síðan kemur framkvæmdastjórinn hér yfir á næsta ári.\nÞetta virðist hafa misheppnast og á sunnudaginn var tilkynnt að höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs yrðu fluttar til Hornafjarðar, ekki frá Fellabæ heldur frá Garðabæ. Fram kemur tilkynningunni að framkvæmdastjóri garðsins til fjögurra ára flytji ekki til Hornafjarðar í haust heldur taki við starfi í umhverfis- orku- og loftslagsráðuneytinu. Verður því auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra, líklega ekki í Fellabæ heldur á Hornafirði.","summary":"Gerð verður önnur tilraun til að flytja höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs frá höfuðborgarsvæðinu út á land. Fyrir fimm árum var ákveðið að flytja þær austur á Hérað, nú virðist það gleymt, og það á að flytja þær til Hornafjarðar. "} {"year":"2022","id":"92","intro":"Haukar sækja ÍBV heim í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta til Vestmannaeyja í kvöld. Aron Rafn Eðvarðsson markvörður Hauka verður þó ekki með í leiknum, ekki frekar en í síðustu leikjum. Aron Rafn hefur ekkert leikið eða æft með Haukum í sex vikur.","main":"Aron fékk höfuðhögg á æfingu, sem hefur ekki aðeins haldið honum frá handboltanum, heldur hefur einnig mikil áhrif á daglegt líf hans.\nSagði Aron Rafn sem segist hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu.\nSagði Aron Rafn Eðvarðsson handboltamarkvörður Hauka.\nKA varð í gærkvöld Íslandsmeistari kvenna í blaki. KA sigraði Aftureldingu í þriggja hrinu leik. KA vann úrslitaeinvígið 3-0. ÍBV varð í gærkvöld síðasta liðið til að tryggja sig inn í undanúrslit Íslandsmóts kvenna í handbolta. ÍBV vann Stjörnuna í oddaleik, 30-26 og mætir Fram í undanúrslitum. Í hinni undanúrslitaviðureigninni eigast við Valur og KA\/Þór. Óvænt úrslit urðu í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöld þegar Þór\/KA sigraði Íslandsmeistara Vals, 2-1. Önnur úrslit urðu þau að Selfoss vann ÍBV 1-0 og Þróttur vann Aftureldingu 4-2. Þá komst Liverpool í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta með 3-2 sigri á Villarreal frá Spáni. Það ræðst í kvöld hvort mótherji Liverpool í úrslitum verði Manchester City eða Real Madríd.","summary":null} {"year":"2022","id":"92","intro":"Í dag er ár frá því að gríðarmiklir gróðureldar kviknuðu í bakgarði höfuðborgarsvæðisins í Heiðmörk, eftir mikla þurrka. Auður Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, segir að á þessu ári sem liðið er hafi verið unnið að því að draga úr hættu á slíkum eldum og skerpa á viðbragðsáætlunum.","main":"Það sem við höfum verið að gera er að kortlega burðarþol stíga, auka aðgengi að slóðum og stígum fyrir viðbragðsaðila. Við erum að kortleggja flóttaleiðir og við erum einnig að leggja áherslu á að fjarskiptamál verði bætt. Það var mikið vandamál á síðasta ári að viðbragðsaðilar gátu ekki átt samskipti sín á milli á brunasvæðinu.\nÞetta hefur væntanlega verið óþægileg vakning um að bæta þessar áætlanir?\nJá. En gróðureldahætta er ekki ný af nálinni og þetta tengist veðurfari viðkomandi vetrar og snjóalögum sem þessi hætta getur skapast\nSvæðið sem brann í fyrra var rúmlega sextíu hektarar, sem jafngildir álíka mörgum fótboltavöllum í fullri stærð. Auður segir að það hversu hvasst var og að eldur fór hratt yfir, hafi forðað altjóni á gróðri.\nVið sáum á síðasta ári að það voru teinungar að koma upp af birkiplöntum. En þar sem gróður var mjög ungur þá er talið að mikið hafi drepist. Og það má segja að það hafi verið mkil mildi að aðal stígakerfið okkar eiginlega sitt hvoru megin við brunasvæðið yrði ekki eldinum að bráð. Við fögnum því að sumarið er að koma, fuglalífið að hefjast og tökum fagnandi á móti útivistargestum.","summary":null} {"year":"2022","id":"93","intro":"Hugbúnaðargalli veldur því að farsímasendar sem settir voru upp í Fljótsdal nýtast ekki notendum allra símafyrirtækja. Sveitarstjóri í Fljótsdal segir einnig dæmi um að símafyrirtæki þiggi ekki aðgang að sendum annarra fyrirtækja og þetta geti bitnað á öryggi fólks.","main":"Landsmenn lenda stundum í því að ná litlu sem engu símasambandi á meðan næsti maður er með blússandi tengingu. Í því sambandi skiptir máli hjá hvaða símafyrirtæki menn eru og hvernig farsíminn er stilltur. Þetta hefur valdið vandræðum í Fljótsdal þar sem settir voru upp sendar bæði í Norðurdal og Suðurdal til að tryggja öryggi. Helgi Gíslason sveitarstjóri segir að sendarnir nýtist ekki sem skyldi.\nÞað er búið að setja upp þrjá senda hérna í Fljótsdalnum. Einn í Végarði og svo einn innst í sitthvorum dalnum. Síminn á þessa senda í Suður- og Norðurdal. Það er gert í samráði við Neyðarlínuna og þá er þeim skylt að veita öðrum símafyrirtækjum aðgang að þeim sendum. Og það virkar ef að menn hafa vit á því að slökkva á roaming takkanum á símanum hjá sér. Sem menn hafa yfirleitt ekki. Og þá virkar þetta ekki fyrir Vodafone og Nova. Þannig að þetta er bara einhver hugmunaðargalli. Síðan setti Nova upp sendi hérna í Végarði. Þann sendi nota Vodafone símarninr og Nova. Símanumm er boðinn frír aðgangur að því en þeir þiggja ekki boðið.\nÞó að Fljótsdælingar séu ekki margir snertir þetta líka öryggi ferðamanna. Í Fljótsdal er Hengifoss; einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands.\nÞó að við íbúarnir séum ekki nema hundrað þá koma hér 100-200 þúsund gestir á hverju einasta ári. Og þetta er bara alvarlegt öryggismál.","summary":null} {"year":"2022","id":"93","intro":"Matvælastofnun hefur hætt rannsókn á hrosshaus sem festur var á níðstöng á Skrauthólum á Kjalarnesi þar sem hesturinn virðist hafa verið aflífaður á mannúðlegan hátt. Lögreglan heldur rannsókn áfram. Nágrannar Sólsetursins eru orðnir langþreyttir á aðgerðarleysi yfirvalda á starfseminni sem þar er.","main":"Fólkið sem býr á Skrauthólum 2 og 3 hefur bent á að brotalamir séu á starfseminni á Skrauthólum 4, sem nefnist Sólsetrið. Tölvupóstar hafa verið sendir til fjölmargra starfsmanna í borgarkerfinu auk borgarfulltrúa. Þar er óskað svara við mörgum spurningum, meðal annars hvort heimilt sé að reka gististarfsemi í strætisvögnum á Skrauthólum 4, hvort heimilt sé að halda skemmtanir gegn gjaldi og hvort heimilt sé að vera með opinn eld í skógarrjóðri nálægt lóðamörkum. Þá eru margar spurningar sem snúa að heilbrigðismálum.\nHvernig hefur ykkur gengið að fá svör. Það hefur gengið bölvanlega. Við erum búin að senda pósta og vera í sambandi við eina 15 aðila hjá Reykjavíkurborg, Slökkvilið og Slökkviliðsstjóra sjálfan, sýslumann, lögreglu. Það er bara eins og oft er með þessa opinberu aðila að þeir benda á svolítið hver á annan og málið er út fyrir rammann og þá er bara þægilegast að ýta því bara áfram eða hunsa og koma þeim á næsta aðila. Við höfum fengið lítil svör og litla leiðbeiningu um hvert eigi að snúa okkur í þessu máli.\nSem fyrr segir eru athugasemdirnar margar. Guðni segir að fjölskyldunni hafi brugðið þegar hrosshausinn á níðstönginni fannst. Í nafnlausu bréfi var hann beðinn afsökunar, málið tengdist ekki fjölskyldu hans.\nVið teljum þó ljóst að standa fyrir veitingasölu, samkomu, gistingu og að 15 manns búi í gömlum úthúsum og ónýtum ökutækjum hljóti að skarast á við lög og reglur. Við höfum bent á mörg atriði þar að lútandi en það virðist ekki nóg\nVið teljum að það hljóti að vera kominn tími til að stoppa. Enda er það nú þannig að þegar 12-14 manns búa í svona fjölskyldukölti saman að þá myndast ástand sem er bara óviðundandi fyrir okkur borgarana og nágrannana og við viljum að yfirvöld skerist í leikinn og verndi okkur borgarana sem viljum bara búa okkar eðlilega lífi í sveitinni en það hefur algjörlega brugðist.","summary":null} {"year":"2022","id":"93","intro":"Hamar er Íslandsmeistari karla í blaki í annað sinn og liðið hefur nú unnið sjö titla í röð. Leikmenn Hamars eru vissir um að fjárfesta þurfi í nýjum skáp undir alla bikarana.","main":"Hamar mætti HK í úrslitaeinvíginu og vann alla þrjá leikina og þann síðasta í gær 3-0. Þetta er í fyrsta sinn sem Hamarsmenn hampa titlinum á heimavelli.\nSögðu Hafsteinn Valdimarsson og Ragnar Ingi Axelsson, leikmenn Hamars að leik loknum. Hamarsmenn eru nú þrefaldir meistarar á þessu tímabili, eins og því síðasta, og því orðið afar þröngt um í skápnum sem hýsir bikara félagsins.\nValsarar eru komnir yfir gegn Selfossi í undanúrslitum úrvaldeildar karla í handbolta. Valur vann stórsigur á heimavelli í gær 36-26. Liðin mætast næst á fimmtudag en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki fer í úrslitin.\nÞað var markaveisla í Bestu deild karla í fótbolta í gær þegar Íslandsmeistarar Víkings töpuðu á heimavelli 4-5 fyrir Stjörnunni. Emil Atlason skoraði þrennu fyrir Stjörnuna og Kristall Máni Ingason gerði það sama fyrir Víkinga. Víkingar hafa nú tapað tveimur leikjum og unnið tvo eftir fyrstu fjóra leikina en Stjörnumenn eru taplausir með sjö stig eftir þrjá leiki. Þá vann KA Keflavík 3-2 og Fram og ÍA skildu jöfn 1-1.","summary":"Hamar tryggði sér í gærkvöld Íslandsmeistaratitilinn í blaki karla. Liðið hefur unnið sjö titla af sjö mögulegum síðustu misseri."} {"year":"2022","id":"93","intro":"Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, vill að upplýsingar um aðgerðir Íslands í loftslagsmálum verði aðgengilegri svo hægt sé að sjá hvernig gengur að uppfylla markmið stjórnvalda í málaflokknum. Losun Íslands árið 2020 var 13 prósentum minni en árið 2005, og 5 prósentum minni en árið 2019, en í ræðu sinni á Loftslagsdeginum í Hörpu sagði hann nauðsynlegt að Ísland geri enn betur.","main":"Ísland er á eftir mörgum þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við í aðgerðum í loftslagsmálum. Við þurfum því að vinna hratt og við þurfum að vinna saman til að ná betri árangri. Þegar fjallað er um stöðu loftslagsmál, hvaða áskoranir eru fram undan og hvaða lausnir eru mögulegar, er ákaflega mikilvægt að hlustað sé á raddir vísindamanna,\nGuðlaugur Þór sagði mikilvægt að upplýsingar um stöðu aðgerða í loftslagsmálum verði aðgengilegar á einum stað.\nVið þurfum að koma skýrum skilaboðum á framfæri reglulega um hvernig gangi að ná markmiðum okkar.","summary":null} {"year":"2022","id":"93","intro":"Á árunum 2015-20 sviptu 18 ungmenni sig lífi. \"Geðrækt er málið\" er heiti á ráðstefnu um geðheilbrigði barna sem var í morgun. Píeta-samtökin sinna forvarnarstarfi og styðja við aðstandendur þeirra sem stytta sér aldur.","main":"Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur skilgreint sjálfsvíg og sjálfsskaða ungmenna sem alþjóðlegt heilbrigðisvandamál. Rúmlega helmingur þeirra sem glíma við andleg vandamál byrjar að finna fyrir þeim um 14 ára aldur. Afleiðingar þess að takast ekki á við andlega vanlíðan barna og ungmenna getur haft áhrif á andlega líðan á fullorðinsárum og takmörkun lífsgæða. Það getur haft áhrif á líðan á fullorðinsárum, og takmarkað lífgæði, að takast ekki á við andlega vanlíðan barna og ungmenna. Þórunn Finnsdóttir er fagstjóri Píeta-samtakanna.\nÞórunn segir að forvarnir skipti öllu máli.\nÞað sýnir sig að það sem hefur verið gert hingað til í því að koma í veg fyrir sjálfsvíg er ekki að virka þar sem sjálfsvígum fækkar ekkert.\nÞórunn segir að í öllum áttundu bekkjum í Hafnarfirði hafi verið haldið fræðslunámskeið þar sem börn gátu valið umfjöllunarefni. Hún segir að börnin vilji ræða um geðrækt. Sjálfsvígum sé þó ekki að fjölga Tíðni sjálfsvíga sé þó ekki að aukast, flest hafa þau verið 47 á ári en meðaltalið er um 40 á ári. Fyrir ári var farið að bjóða upp á sólarhringsvaktsíma.\nÁ síðasta ári þá var hringt í hann 2790 símtöl en við erum með opið hjá okkur á dagvinnu. Við veitum um 300 viðtöl á mánuði og erum að fá um 50 nýja einstaklinga á mánuði.","summary":null} {"year":"2022","id":"93","intro":"Flest bendir til þess að peningastefnunefnd Seðlabankans hækki stýrivexti í fyrramálið. Hagfræðingur segir að það sé einungis spurning hve mikil hækkunin verður.","main":"Samkvæmt nýjustu mælingum er verðbólgan 7,2 sjö komma tvö prósent. Það er langt yfir 2,5 tveggja komma fimm prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Stýrivextir eru nú tvö komma sjötíu og fimm 2,75 prósent. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, telur að stýrivextirnir verði hækkaðir um að minnsta kosti hálft 0,5 prósentustig.\nEftir birtingu verðbólgutalna á fimmtudaginn var hafa líkurnar á meiri hækkun aukist. Það er að segja að hækkunin verði 0,75 prósentur.\nEkki sé þó hægt að útiloka að enn stærra skref verið tekið. Það sem helst komi í veg fyrir það sé hve stutt sé í næstu stýrivaxtaákvörðun.\nÞað getur verið heppilegra núna, þegar vextirnir eru farnir að bíta meira á íbúðalán heimilanna, að dreifa hækkunartaktinum betur og sjá þá þau áhrif raungerast með jafnari hætti.\nJón Bjarki bendir á að í greiningu Íslandsbanka sé reiknað með að verðbólgan verði rúmlega átta prósent 8% um mitt árið.\nÞað er auðvitað miklu meiri verðbólga heldur en Seðlabankanum er ætlað að halda verðbólgunni við, sem er tvö og hálft prósent. Þannig að það kallar á svolítið snöggt viðbragð.","summary":null} {"year":"2022","id":"93","intro":"Búist er við að þungunarrof verði bannað í fjölda ríkja í Bandaríkjunum eftir að hæstiréttur kveður upp dóm sinn í þungunarrofsmáli í sumar. Drög að meirihlutaáliti voru birt í gær en þau sýna að Meirihluti réttarins hyggst fella úr gildi úrskurð í máli sem tryggði réttinn til þungunarrofs fyrir hálfri öld.","main":"Fjöldi mótmælenda kom saman við þinghúsið í nótt til þess að krefjast þess að rétturinn til þungunarrofs yrði virtur. Aðgerðasinnar og kjörnir fulltrúar Demókrataflokksins brugðust einnig við tíðindunum af hörku.\nÍ sameiginlegri yfirlýsingu sögðu Nancy Pelosi, forseti neðri deildar þingsins, og Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í efri deildinni, að drögin bendi til þess að hæstiréttur ætli að samþykkja mestu skerðingu á réttindum Bandaríkjamanna í fimmtíu ár.\nSamuel Alito hæstaréttardómari skrifaði drögin og gætu þau vissulega tekið breytingum áður en dómur verður kveðinn upp, segir Jessica Gresko, sérfræðingur AP í dómsmálum hæstaréttar.\na draft opinion is just that, a draft opinion. And so those could change. Wording can change. All of those things could change before the court issues an opinion.\nAlito segir í drögunum að í máli Roe gegn Wade árið 1973, sem tryggði réttinn til þungunarrofs, hafi hæstiréttur komist að svívirðilegri og rangri niðurstöðu. Þeir fimm dómarar sem skrifaðir eru fyrir álitinu voru allir skipaðir af forseta úr röðum Repúblikana. Þar af skipaði Donald Trump þrjá.\nBúist er við að hæstiréttur kveði upp dóm í júlí í máli sem snýr að þungunarrofi í Mississippi og í þessum drögum að meirihlutaáliti segir að réttast sé að snúa niðurstöðunni í máli Roe gegn Wade við.\nVerði það raunin verður þungunarrof samstundis bannað í tuttugu og tveimur ríkjum þar sem ríkisþing hafa samþykkt löggjöf þess efnis, samkvæmt samantekt fréttastofu CBS. Talið er líklegt að þungunarrof verði bannað í 26 ríkjum, meðal annars Texas og Flórída.\nGagnalekinn þykir alvarlegur og fordæmalaus. Drögum sem þessum lekur almennt ekki frá hæstarétti og að öllum líkindum mun alríkislögreglan rannsaka málið.","summary":"Meirihluti dómara í hæstarétti Bandaríkjanna vill fella úr gildi úrskurð sem tryggði rétt til þungunarrofs þar í landi. Drögum að meirihlutaáliti var lekið til fjölmiðla í nótt."} {"year":"2022","id":"93","intro":"Fimm ný tilfelli fuglaflensu greindust í villtum fuglum við rannsóknir í tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Sérgreinadýralæknir alifuglasjúkdóma segir að allt bendi til þess að skæð fuglaflensa sé á ferðinni.","main":"Alls hafa greinst átján jákvæð sýni úr dauðum fuglum þar sem fuglaflensa er staðfest. Fuglar af sjö tegundum hafa greinst dauðir. Hrafn, súla, grágæs og heiðagæs, svartbakur, helsingi og haförn hafa fallið fyrir fuglaflensu.\nSko það sem við erum búin að sjá núna með rannsóknum sem hafa farið fram síðustu tvær vikur er að þessi fuglaflensuveira eru útbreiddar í villtum fuglum á Íslandi. Nú erum við búin að finna þetta í mismunandi fuglategundum í mávum í andfuglum og svo í súlunum líka. Þetta sýnir okkur að veiran er víða á landinu, hefur örugglega komið með farfuglum í vor en það þurfum við líka að rannsaka nánar þegar veirurnar verða nánar greindar hvaða tengsl þær hafa við smit núna sem getur hafa komið frá Evrópu eða hvað er jafnvel ennþá til með veirum sem hugsanlega og eiginlega örugglega komu í fyrra\nhugsanlega og jafnvel örugglega komu í fyrra.\nEnn er beðið lokagreiningar á meinvirkni og tegund fuglaflensuveirunnar. Rannsóknarstofa í Þýskalandi sér um greininguna. Til stendur að starfið verði að miklu leyti fært að Keldum. Brigitte Brugger dýralæknir alifugla segir að málið sé grafalvarlegt en fólk þurfi ekki að óttast smit. Alifuglaeigendur verði þó að sýna mikla aðgæslu.\nÞetta er mikil smithætta það skiptir öllu máli að þeir séu að verja sitt bú. Og síðan litlir hænsnahópar líka. Þetta snýst ekki bara um stóru alifuglabúin. þetta snýst líka um litlu hænsnahópana og þarna","summary":null} {"year":"2022","id":"94","intro":"Farsímar forsætisráðherra og varnarmálaráðherra Spánar hafa verið hleraðir með Pegasus njósnabúnaðinum. Stjórnvöld segjast þess fullviss að erlendir glæpamenn hafi verið að verki.","main":"Tölvuglæpamönnum tókst með njósnaforritinu Pegasus að brjótast ínn í farsíma Pedros Sanchez, forsætisráðherra Spánar og Margaritu Robles Róbles varnarmálaráðherra. Enn er ekki ljóst hvort þeir komust yfir viðkvæmar upplýsingar.\nSpænskir fjölmiðlar greina frá því að 2,6 gígabæt af efni hafi verið afrituð úr farsíma Sanchez forsætisráðherra og níu megabæt úr síma Robles varnarmálaráðherra. Félix Bolaños, ráðherra í spænsku ríkisstjórninni, segir engan vafa leika á að erlendir glæpamenn hafi verið að verki. Hann segir að farið verði fram á rannsókn á innbrotunum. Farsími forsætisráðherrans var hleraður í maí og júní í fyrra og í júní var brotist inn í síma varnarmálaráðherrans. Ekki liggja fyrir upplýsingar um að gögnum hafi verið stolið úr símunum síðar.\nÍsraelska fyrirtækið NSO Group hannaði Pegasus forritið til að stunda njósnir í farsímum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir hryðjuverk og aðra glæpi. Til stóð að selja það eingöngu leyniþjónustustofnunum, en alþjóðleg rannsókn blaðamanna leiddi í ljós að stjórnvöld í tíu löndum höfðu keypt eða komist yfir forritið til að hlera tugþúsundir manna, þar á meðal stjórnmálamenn blaðamenn og skipuleggjendur mótmælaaðgerða. Meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á njósnaforritinu er Emmanuel Macron, forseti Frakklands. NSO Group á yfir höfði sér fjölda málaferla, meðal annars frá bandarísku tölvurisunum Apple og Microsoft.","summary":"Farsímar forsætisráðherra og varnarmálaráðherra Spánar hafa verið hleraðir með Pegasus njósnabúnaðinum. Stjórnvöld segjast þess fullviss að erlendir glæpamenn hafi verið að verki."} {"year":"2022","id":"94","intro":"Nýstofnuð Þörungamiðstöð Íslands á að vera kjarni fyrirhugaðra grænna iðngarða á Reykhólum. Innviðaráðuneytið úthlutaði verkefninu tuttugu og fimm milljónum króna.","main":"Alls var úthlutað 120 milljónum króna í sérstakri styrkveitingu innviðaráðherra til átta mismunandi verkefna á vegum þriggja landshlutasamtaka sveitarfélaga. Verkefnunum er ætlað að styrkja atvinnulíf og byggð á svæðum sem hafa átt undir högg að sækja vegna fólksfækkunar og einhæfni atvinnulífs.\nFjórðungssamband Vestfirðinga fékk þrjá styrki upp á tæplega fjörutíu og átta milljónir. Þar af fara tuttugu og fimm í uppbyggingu grænna iðngarða á Reykhólum; atvinnusvæði sem byggist á grænum lausnum og hringrásarhagkerfinu. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri í Reykhólahreppi, segir að þar verði Þörungamiðstöð Íslands á Reykhólum, sem nýlega var stofnuð, í aðalhlutverki.\nÞörungamiðstöð verður rannsóknamiðstöð sem mun búa að rannsóknum sem þegar eru til og gera rannsóknir og aðstoða frumkvöðla við rannsóknir vegna þróunar á ýmsum vörum í tengslum við þang og þara.\nSprotafyrirtæki sem vinna með þang geti þannig notið þjónustu Þörungamiðstöðvar og gengið að aðstöðu í væntanlegum iðngörðum. Styrkveitingin er til tveggja ára og nýtist í ráðgjöf, aðstöðu og uppbyggingu. Ingibjörg segir að hún geri gæfumuninn.\nþetta er grundvallar, grundvallaratriði, að fá þennan styrk. Þess vegna segi ég bara að við erum afskaplega þakklát fyrir viðukenninguna á því sem við erum að gera og ætlum að koma á fót hérna á Reykhólum.\nVestfirðingar fengu einnig styrki til að bora eftir heitu vatni í Steingrímsfirði á Ströndum og gera forsendugreiningu fyrir hitaveitu í Árneshreppi. Þá fóru þrír styrkir til samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra og einn til sunnlenskra sveitarfélaga.","summary":null} {"year":"2022","id":"94","intro":"Um 190 félagar í Eflingu fá greidda sjúkrapeninga upp á samtals 70 milljónir í dag þrátt fyrir að skrifstofa félagsins sé verulega undirmönnuð. Sjúkradagpeningar verða greiddir til um 190 félaga Eflingar í dag upp á samtals 70 milljónir króna. Margir starfsmenn skrifstofunnar hafa verið í veikindaleyfi síðan þeim var sagt upp um miðjan síðasta mánuð.","main":"Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fullyrti þetta á Facebook-síðu sinni í gær.\nRagnar Ólason, aðstoðarframkvæmdastjóri, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að peningarnir hefðu verið greiddir út nú þegar. Í venjulegu árferði er þetta ekki verkefni á borði aðstoðarframkvæmdastjóra en afar fáir eru við störf hjá Eflingu þessa dagana eftir að öllum starfsmönnum var sagt upp. Ragnar segir að greiðsla úr sjúkrasjóði hafi hins vegar gengið vel, þeir fáu starfsmenn sem vinni nú uppsagnarfrest sinn hafi farið í ýmiss verkefni síðustu daga auk þess sem einhverjir sumarstarfsmenn séu mættir til starfa. Ragnar segir að umsókn úr sjúkrasjóði fari í gegnum mínar síður á netinu og því ekki verið neitt vandamál fyrir Eflingarfélaga að sækja um peninginn þrátt fyrir að fáir hafi verið við störf. Sólveig Anna sagði einnig frá því í gær að um 250 umsóknir hafi borist um stöður á skrifstofu Eflingar, vinna við að fara yfir umsóknir hefjist strax.","summary":null} {"year":"2022","id":"94","intro":"Njarðvík tryggði sér í gærkvöld Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna í annað sinn í sögunni. Njarðvíkingar voru nýliðar í úrvalsdeildinni í ár en gerðu sér lítið fyrir og fóru alla leið.","main":"Njarðvík og Haukar áttust við í oddaleik úrslitaeinvígisins á Ásvöllum í gærkvöld. Fram að því höfðu allir leikir einvígisins unnist á útivelli og Njarðvík breytti ekki út af vananum í gær og vann sex stiga sigur 65-51, og liðið er þar með Íslandsmeistari. Þetta er í annað sinn sem kvennalið félagsins vinnur titilinn en það gerðist síðast fyrir áratug.\nég hef aldrei upplifað neitt svona\nSagði Helena Rafnsdóttir leikmaður Njarðvíkur að leik loknum. Liðsfélagi hennar, Kamilla Sól Viktorsdóttir, var ekki síður ánægð, og segist aldrei hafa búist við öðru en enn einum útisigrinum.\nKA\/Þór tryggði sér í gærkvöld sæti í undanúrslitum Íslandsmóts kvenna í handbolta með eins marks sigri á Haukum 24-23. Þar mæta þær Val en í hinu undanúrslitaeinvíginu mætir Fram annað hvort Stjörnunni eða ÍBV.\nBreiðablik lagði FH að velli 3-0 í þriðju umferð bestu deildar karla í fótbolta í gær. Blikar hafa nú unni alla leiki sína líkt og Valur en liðin eru í efstu tveimur sætum deildarinnar eftir þrjár umferðir. Þá skildu ÍBV og Leiknir jöfn 1-1 en þriðja umferðin klárast í dag með þremur leikjum.","summary":null} {"year":"2022","id":"94","intro":"Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll í apríl var 82 prósent af því sem hann var í sama mánuði árið 2019 og er umferðin því að verða sú sama og hún var fyrir heimsfaraldur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir endurheimtina hafa verið betri en fólk hafi þorað að vona.","main":"Rétt rúmlega þrjú þúsund manns fóru um Keflavíkurflugvöll í apríl árið 2020 og í sama mánuði í fyrra voru farþegarnir tæplega nítján þúsund. Nú í ár, í nýliðnum aprílmánuði voru þeir hins vegar 390 þúsund talsins og er umferðin því að verða svipuð og hún var fyrir heimsfaraldur þegar rúmlega 474 þúsund farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í apríl 2019. Guðjón Helgason er upplýsingafulltrúi Isavia.\nSamkvæmt bráðabirgðatölunum fyrir nýliðinn aprílmánuð þá var nýliðinn farþegafjöldi sem fór um Keflavíkurflugvöll 82 pr´soetn af því sem hann var ísama mánuði 2019 það er fyrir covid19 heimsfaraldurinn og við horfum til þess að það eru komur og brottfarir í dag, þær eru um 100 talsins og þær voru um 150 á dag yfir hásumarið 2019.\nHann segir að tölurnar séu töluvert betri en áætlað hafi verið.\nÖrlítið hraðar en við höfum alltaf verið bjartsýn fyrir það að viðsnún ingurinn og endurheimtin yrði hröð en jú þetta er kannski ívið hraðar en við höfðum búist við.\nÞá hafa íslensku flugfélögin, Icelandair og Play, fjölgað ferðum sínum og erlend flugfélög aftur farin að bjóða upp á flug til og frá Íslandi. Í heildina hafa 24 flugfélög boðað Íslandsflug frá 75 áfangastöðum í sumar.","summary":"Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll er að nálgast það sem hann var fyrir heimsfaraldur. Upplýsingafulltrúi Isavia er bjartsýnn á sumarið. "} {"year":"2022","id":"94","intro":"Bændasamtökin og Eldvarnabandalagið hafa gert með sér samkomulag um aðgerðir til að auka eldvarnir í landbúnaði og á heimilum í dreifbýli. Það getur tekið slökkvilið allt að klukkutíma að komast að bæjum í Árnessýslu.","main":"Bændasamtök Íslands og Eldvarnarbandalagið, samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir. hafa sett af stað átak til að hvetja bændur og aðra íbúa í dreifbýli til að huga að eldvörnum. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, segir mikilvægt að skerpa á atriðum vegna vaxandi hættu á gróðureldum.\nSamstarfið nær til eldvarna á heimilum, í úti og gripahúsum og öllum mannvirkjum tengt búrekstri og snýr einnig að vörnum gegn gróðureldum.\n-Hvers vegna eruð þið að fara í þetta núna?-\nVið búum núna í landi þar sem á síðustu á rum hefur verið umtalsverð hætta á gróðureldum og hún aukist talsvert og það má rekja meðal annars til vaxandi gróðursældar og breytinga í veðurfari og því þarf að tala um þetta aftur og ítreka oftar.\nÍ umdæmi brunavarna Árnessýslu eru margir sumarbústaðir og það getur tekið góðan tíma að komast á staðinn, því er gott að vera vel búinn. Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri í Árnessýlu var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun þar sem hann ræddi mikilvægi þess að gæta að brunavörnum í dreifbýli.\nVið getum verið að horfa á það sem er í dreifbýli utan þéttbýliskjarna þetta getur verið allt frá 15 mínútum og upp í klukkutíma sem það getur tekið að koma björgun á staðinn ef að það kviknar í. Það eru nú allir sem hafa horft á eld einhvern tíma vita það að á þeim tíma er ansi mikið búið að gerast í eldinum","summary":"Bændasamtökin og Eldvarnabandalagið hvetja bændur og íbúa í dreifbýli til að huga að eldvörnum. Framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segir vaxandi hættu á gróðureldum kalla á hnykkt sé á brunavörnum. "} {"year":"2022","id":"94","intro":"Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur herforingjastjórnirnar í Vestur-Afríkuríkjunum Gíneu, Malí og Búrkína Fasó til að afhenda borgaralegri stjórn öll völd svo fljótt sem verða má.","main":"Antonio Guterres lét þessi orð falla eftir fund með Macky Sall forseta Senegal í gær. Framvæmdastjórinn sagði þá hafa sammælst um að koma þyrfti á viðræðum við herforingjastjórnirnar. Þannig mætti koma á jafnvægi í löndunum þremur. Herinn í Malí gerði uppreisn gegn ríkjandi valdhöfum ágúst 2020 og maí 2021. Það sama gerðist í Gíneu í september á síðasta ári og í Búrkína Fasó nú í janúar. Sall forseti Senegal fer fyrir ECOWAS efnahagsbandalagi Vestur Afríku, sem vísað hefur ríkjunum þremur úr félagsskap sínum.\nEins upphófust harðar efnahagsþvinganir á hendur Malí í janúar eftir að herforingjastjórnin aftók að færa borgaralegri stjórn völdin. Stjórnum hinna landanna tvegga hefur verið hótað hinu sama verði ekki af valdaskiptum innan sanngjarns tímaramma. Hvorug stjórnin kveðst gefa eftir fyrirætlanir sínar um tveggja til rúmlega þriggja ára aðlögunartíma. Mamady Doumbouya, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Gíneu, tilkynnti á laugardag að stjórn hans þyrfti þrjátíu og níu mánuði. Stjórnarandstöðuflokkar í landinu lýstu þegar harðri andstöðu við þá fyrirætlan, jafnt þeir flokkar sem fylgjandi og andstæðir voru hinum fallna forseta Alpha Conde. ECOWAS krefst almennra kosninga í Malí innan sextán mánaða.","summary":null} {"year":"2022","id":"95","intro":"Sölustjóri Nice Air í Bretlandi segir að nú sé aftur komin á sú tenging við Norður- og Austurland sem rofnaði fyrir þremur árum þegar ferðaskrifstofan Super Break hætti að fljúga til Akureyrar. Icelandair áformar að hefja á ný tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur.","main":"Fjallað var um framtíðarhorfur í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll á ráðstefnu í Hofi fyrr í vikunni. Þar voru meðal annars fulltrúar Flugmálastjórnar, Icelandair og Nice Air, en það félag hefur millilandaflug frá Akureyri í byrjun júní. Chris Hagan er sölustjóri Nice Air í Bretlandi, en hann hafði yfirumsjón með flugi bresku ferðaskrifstofunnar Super Break milli Akureyrar og Bretlands um tveggja ára skeið. Hann segir að með tilkomu Nice Air séu tengslin við Norður- og Austurland, sem rofnuðu við gjaldþrot Super Break 2019, komin á aftur. Það sé flókið að ferðast frá Bretlandi til Akureyrar með því að lenda fyrst í Keflavík, skipta um flugvöll og fljúga norður, eða ferðast þangað landleiðina. Því sé beint flug lykilatriði fyrir heilsársviðskipti með erlenda ferðamenn. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair segir að í viðskiptalíkani félagsins sé Keflavíkurflugvöllur tengimiðstöðin fyrir millilandaflug. Tenging félagsins út á land verði með innanlandsflugi Icelandair og það sé framtíðarsýn félagsins að hefja slíkt tengiflug milli Akureyrar og Keflavíkur.\nÞannig að íbúar hér á Norðurlandi geti flogið með tilltölulega auðveldum hætti. og með ákjósanlegum flugtíma, héðan á morgnana til móts við brottfarir áfram og svo til baka. Og við finnum líka eftirspurn frá okkar viðskiptavinum úti í heimi.","summary":null} {"year":"2022","id":"95","intro":"Forseti Alþýðusambandsins og formaður Sameykis halda ræður á Ingólfstorgi í Reykjavík í dag en hvorki formaður VR né Eflingar eru á dagskrá baráttufundarins. Stéttarfélagið Báran fordæmir uppsagnir starfsfólks Eflingar og segir þá þá ákvörðun ósvífna og óskiljanlega.","main":"Að venju verður kröfuganga klukkan eitt frá Hlemmi og að Ingólfstorgi við undirleik Lúðrasveitar verkalýðsins og Lúðrasveitarinnar Svans. Á Ingólfstorgi verða svo ræðuhöld og tónlistaratriði. Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis heldur ræðu og Drífa Snædal, forseti ASÍ flytur ávarp. Vegna kórónuveirufaraldursins voru ekki kröfugöngur í Reykjavík síðustu tvö ár en árið 2019 var Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fyrsti ræðumaður útifundarins. Hennar nafn kemur ekki fyrir í dagskránni sem Alþýðusambandið hefur birt. Baráttudegi verkalýðsins verður fagnað út um allt land með kröfugöngum, tónlist, ræðuhöldum og kaffisamsæti.\nTrúnaðarráð Bárunnar segir frá sér yfirlýsingu í morgun og harmar átökin innan verkalýðshreyfingarinnar. Þá fordæmir trúnaðarráðið þá ákvörðunBaráttulista stjórnar Eflingar að segja öllu starfsfólki á skrifstofu félagsins uppstörfum og segir að sú ákvörðun sé bæði ósvífin og óskiljanleg. Þá er vakin athygli á því að meirihluti þeirra sem sagt var upp á skrifstofu Eflingar séu konur. Það dragi úr trúverðugleikahreyfingarinnar í baráttunni fyrir jafnrétti og aukinni virðingu fyrirkvennastörfum. Túnaðarráðið lýsir stuðningi við forseta Alþýðusambandsins og átelur að hvorki Miðstjórn ASÍ né Starfsgreinasambandið hafi tekið afstöðu með starfsfólki Eflingar né með því að fordæma skilyrðislaust framgöngu meirihluta stjórnar Eflingar.","summary":"Forseti Alþýðusambandsins og formaður Sameykis halda ræður á Ingólfstorgi í Reykjavík í tilefni af baráttudegi verkalýðsins í dag. Hátíðarhöldin falla í skuggann á erjum innan verkalýðshreyfingarinnar. Í morgun fordæmdi stéttarfélagið Báran uppsagnir starfsfólks Eflingar, þær séu ósvífnar og óskiljanlegar. "} {"year":"2022","id":"95","intro":"Mælingar náttúruvársérfræðinga hjá Veðurstofu Íslands, sýna kvikusöfnun á um 16 kílómetra dýpi austan við Fagradalsfjall. Engar landbreytingar benda þó til þess að kvikan sé að nálgast yfirborðið.","main":"Það sem af er þessu ári hafa um 5400 skjálftar mælst á Reykjanesskaga. Skjálftavirknin hefur verið mest á svæðunum við Reykjanestá, Fagradalsfjall, Kleifarvatn og norður af Grindavík. Skjálftavirknin er þó talsvert minni en hún var í upphafi óróatímabilsins á Reykjanesskaga, sem hófst í desember 2019. Benedikt Ófeigsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir skjálftana ýmist geta stafað af flekahreyfingum eða kvikuhreyfingum, en oft sé erfitt að greina þar á milli. Því þurfa þau að vakta svæðið sérstaklega vel.","summary":null} {"year":"2022","id":"95","intro":"Ekki sér fyrir endann á skæðri hitabylgju sem geisað hefur á nánast öllu Indlandi síðustu daga. Nýliðinn aprílmánuður er sá heitasti sem mælst hefur í landinu.","main":"Hiti hefur farið yfir 45 gráður víða á Indlandi dag eftir dag að undanförnu og fór mest í 47,4 gráður í borginni Banda í Uttar Pradesh-ríki á föstudag. Marsmánuður var sá heitasti í 122 ára sögu veðurmælinga á Indlandi og nú hefur verið staðfest að nýliðinn aprílmánuður er líka sá heitasti sem mælst hefur.\nRafmagn hefur farið af nokkrum ríkjum vegna skorts á kolum, sem hefur einnig valdið vatnsskorti. Þá hafa indversku járnbrautirnar þurft að grípa til þess ráðs að aflýsa yfir 750 ferðum farþegalesta til að greiða leið kolaflutningalesta, um leið og kolaframleiðsla og innflutningur hafa verið aukin. Þá segja bændur að hitinn hafi þegar haft áhrif á hveitiuppskeru í landinu, sem gæti haft áhrif á framboð á heimsvísu, ekki síst vegna framleiðslubrests í Úkraínu.\nBúist er við miklum hita víða á Indlandi í vikunni, og til að mynda er gert ráð fyrir að hiti fari yfir 44 gráður í höfuðborginni Delí.\nÞá segja ýmsir sérfræðingar að hitabylgjur verði nú ákafari og tíðari, meðal annars vegna loftslagsbreytinga, ásamt því að vara í lengri tíma.","summary":"Ekki sér fyrir endann á skæðri hitabylgju sem geisað hefur á Indlandi síðustu daga. Hitinn gæti haft veruleg áhrif á framboð af hveiti á heimsvísu."} {"year":"2022","id":"95","intro":"Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir landsmálin hafa skyggt nokkuð á kosningabaráttuna fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en áhrif þess séu enn óljós.","main":"Landsmálin, sumsé það sem hefur verið að gerast í þinginu undanfarna daga, það hefur auðvitað skyggt á kosningabaráttuna. En hvað með, það er náttúrulega bankamálið, er það að hafa mikil áhrif á fylgið? Ja við vitum það ekki enþá, við erum búin að sjá eina könnun held ég sem sýndi umtalsverð áhrif á fylgið en það við þurfum í ruaninni fleiri kannanir til að geta slegið einhverju föstu um það. Hins vegar þá vitum við að almennt talað í sveitastjórnarkosningum þá eru það fyrst og fremst tveir þætti sem að hafa áhrif. Annars vegar er það staðbundnu þættirnar á hverjum stað, en hins vegar þá hafa landsmálin og ríkisstjórnarseta flokka líka áhrif. Hann skoðaði þetta fyrir einvherjum 20 árum hann kollegi minn Gunnar Helgi og skoðaði semsagt síðustu 3 áratugi 20. Aldarinnar og þá kom í ljós að að meðaltali á þessum tíma fengu stjórnarflokkar 1% minna þegar þeir voru í ríksstjórn en stjórnarandstöðuflokkar í ríkisstjórn bættu við sig 5%.","summary":"Prófessor í stjórnmálafræði segir stór landsmál hafa skyggt á kosningabaráttu fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. Það gæti haft áhrif á fylgi flokkanna."} {"year":"2022","id":"95","intro":"Hvorirtveggja Rússar og Úkraínumenn fullyrða að herir þeirra hafi fellt yfir 23.000 hermenn úr liði óvinarins. Engar áreiðanlegar tölur er þó að finna um mannfall í stríðinu.","main":"Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöld að Úkraínuher hefði fellt yfir 23.000 rússneska hermenn í því sem hann kallaði fáránlegt eða brjálæðislegt stríð, og samt héldu Rússar áfram. Þá hefðu úkraínskir hermenn eyðilagt ríflega 1.000 rússneska skriðdreka, næstum 200 herþotur og hátt í 2.500 brynvagna af ýmsu tagi frá því að innrásin hófst Zelensky lýsti því yfir um miðjan apríl að Úkraínuher hefði misst 2.500 - 3.000 menn í átökunum fram að þeim tíma. Þessu vísar talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins, hershöfðinginn Igor Konasjenkov á bug sem hreinni lygi. Hinn 16. apríl hafði rússneska fréttastofan eftir honum að ráðuneytið hefði áreiðanlegar heimildir fyrir því að 23.367 úkraínskir hermenn, þjóðvarðliðar og erlendir hermenn á mála hjá Úkraínustjórn hefðu fallið í átökunum fram að þeim degi. Engar áreiðanlegar tölur um heildarmannfall í stríðinu í Úkraínu liggja fyrir en Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur birt tölur um mannfall meðal óbreyttra borgara. Staðfest dauðsföll í þeirra röðum voru 2.899 hinn 29. apríl - en stofnunin tekur jafnan fram að raunverulegur fjöldi fallinna sé að öllum líkindum margfalt meiri.","summary":null} {"year":"2022","id":"95","intro":"Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðastjóri vegna komu flóttamanna frá Úkraínu er ánægður með hvernig til hefur tekist með móttökustöð flóttamanna í Domus Medica. Bæta þarf við skammtímahúsnæði fyrir flóttamenn sem hingað koma.","main":"Það hefur gengið vonum framar satt best að segja við höfum verið að safna hér saman þeim stofnunum sem að koma helst að málinu lögreglu Útlendingastofnun, heilsugæslunni, fjölmenningasetri. Hjá okkur eru líka til reynslu núna Vinnumálastofnun og Sjúkratryggingar Íslands og ráðgjafastofan UN Iceland er hér hjá okkur líka þannig að þetta hefur verið bara að bætast í hópinn hjá okkur og gengið bara ljómandi vel.\nHvernig hefur gengið að finna húsnæði fyrir alla og kannski hentugt húsnæði? Það hefur gengið ágætlega satt best að segja. Við erum með töluvert af lausu skammtímahúsnæði ennþá. Við þurfum hins vegar að bæta við í því sem við höfum kallað skjól þar sem að fólk getur dvalið í svona einn til þrjá mánuði. Við þurfum að bæta við þar og erum svona á útkikkinu eins og sagt er eftir frekara húsnæði þar. Síðan eru sveitarfélögin að taka við sér og eru að taka á móti fólki og það hefur gengið ljómandi vel. Bæði í Borgarbyggð, í Reykjavík og á fleiri stöðum Akureyri meðal annars","summary":null} {"year":"2022","id":"95","intro":"Tindastóll tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta. Liðið vann þá Njarðvík í fjórða leik liðanna í undanúrslitunum.","main":"Tindastóll vann tvo fyrstu leikina á móti deildarmeisturum Njarðvíkur, en Njarðvík náðu að lengja í einvíginu með sigri í þriðja leiknum á heimavelli á miðvikudag. Leikurinn á Sauðarkróki í gærkvöld var lengi vel jafn en í fjórða og síðasta leikhluta leiksins tóku heimamenn frumkvæðið af krafti og komust mest 14 stigum yfir. Njarðvík náði smá áhlaupi undir lok leiksins sem dugði þó ekki til og Tindastóll sigldi sex stiga sigri í höfn 89-83.Tindastóll er þar með kominn í úrslit Íslandsmótsins en liðið mætir Val í fyrsta leik úrslitaeinvígisins föstudaginn næstkomandi, 6. maí.\nFranska liðið Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, tryggði sig í úrslit Meistaradeildarinnar í knattspyrnu þegar liðið vann PSG 2-1 í París. Fyrri leik liðanna vann Lyon 3-2 og einvígið því samtals 5-3. Ada Hegerberg kom Lyon yfir á 14. mínútu og 1-0 stóð í hálfleik. Marie-Antoinette Katoto jafnaði fyrir PSG á 62. mínútu en á 83. mínútu skoraði Wendie Renard fyrir Lyon og 2-1 reyndust lokatölur. Sara Björk Gunnarsdóttir var ekki í leikmannahóp Lyon að þessu sinni. Í úrslitunum mætir franska liðið Barcelona sem vann Wolfsburg samtals 5-3 í undanúrslitum.\nStórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson varði í Íslandsmeistaratitil sinn skák í gær þegar hann lagði Vigni Vatnar Stefánsson að velli í áttundu og næstsíðustu umferð Íslandsmótsins í skák sem fram fer á Selfossi um helgina. Hjörvar vinnur titilinn í ár þrátt fyrir að ein umferð sé eftir en um er að ræða annan Íslandsmeistaratitil Hjörvars. Fyrir lokaumferðina sem fer fram í dag hefur Hjörvar 6½ vinning. Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson eru í 2.-3. sæti með 5 vinninga.\nOg einn leikur fór fram í Bestu deild karla í knattspyrnu í gær. Valur og KR mættust þá á Hlíðarenda. Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir með marki á 18. mínútu en Patrick Pedersen jafnaði fyrir Val með skallamarki rétt fyrir hálfleik. Jesper Julesgärd skoraði svo sigurmark leiksins fyrir Val beint úr aukaspyrnu og Valsmenn hafa nú unnið fyrstu þrjá leiki tímabilsins en KR aðeins einn.","summary":"Tindastóll tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi úrvalsdeildar karla í körfubolta og Valur er með fullt hús stiga í Bestu deild karla í fótbolta eftir sigur á erkifjendunum í KR. "} {"year":"2022","id":"96","intro":"Tveir af hverjum þremur landsmönnum telja uppsagnir á skrifstofu Eflingar óréttlætanlegar. Tæp tuttugu prósent landsmanna segjast sammála því að hópuppsögnin hafi átt rétt á sér.","main":"Yfir 67 prósent þátttakenda í nýjum þjóðarpúlsi Gallup, segjast ýmist mjög, frekar eða að öllu leyti ósammála því að hópuppsögn innan Eflingar hafi verið réttlætanleg. Um þrettán prósent tóku ekki afstöðu og tæp 20 prósent sögðust ýmist að öllu leyti, mjög eða frekar sammála því að rétt hefði verið að segja upp öllu starfsfólki.\nAthygli vekur að fólk yfir sextugu er líklegra en yngra fólk til þess að telja hópuppsögnina réttlætanlega. Þá eru einnig þeir sem hafa minni menntun líklegri en aðrir til þess að sjá réttmæti hópuppsagnarinnar, auk þeirra tekjulægri.\nKjósendur Flokks fólksins eru þeir sem helst styðja hópuppsögnina, þó eru það aðeins þrjátíu prósent þeirra svarenda. Þeir sem síst styðja uppsagnirnar eru kjósendur Framsóknarflokksins, en aðeins 7 prósent þeirra sögðust telja hópuppsögnina réttlætanlega.\nÁ morgun, á baráttudegi verkalýðsins, tekur gildi uppsögn allra starfsmanna á skrifstofu Eflingar, að frátöldum sjö ráðgjöfum frá VIRK endurhæfingu. Efling hefur auglýst störf á skrifstofunni undanfarnar vikur og rann umsóknarfrestur út í gær. Ekki hafa fengist upplýsingar um fjölda umsækjenda og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur ekki svarað beiðnum fréttastofu um viðtal í dag.","summary":"Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna telur uppsagnir á skrifstofu Eflingar óréttlætanlegar."} {"year":"2022","id":"96","intro":"Rannsóknarnefnd á vegum breskra stjórnvalda leggur til að Bresku Jómfrúreyjar verði sviptar þeim sjálfstjórnarréttindum sem hjálendan hefur búið við síðustu áratugi og færðar beint undir breska stjórn.","main":"Ástæðan er sú mikla spilling sem virðist gegnsýra landstjórnina og náði nýjum hæðum þegar forsætisráðherra eyjanna, Andrew Fahie, var handtekinn og færður fyrir rétt í Bandaríkjunum, grunaður um umfangsmikið eiturlyfjasmygl og peningaþvætti. Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, sem birt var í gær, er lagt til að landstjórinn John Rankin, fulltrúi bresku krúnunnar í stjórn eyjanna, verði gerður að æðsta stjórnanda þeirra næstu tvö árin. Fram kemur að rannsókn nefndarinnar hafi leitt í ljós að þörf sé á \u001everulegum breytingum á lögum og stjórnarskrá til að endurreisa það vandaða stjórnarfar sem íbúar Bresku Jómfrúreyja eigi rétt á. Bandaríska fíknefnalögreglan handtók forsætisráðherrann Fahie á flugvelli í Flórída í Bandaríkjunum á fimmtudag, ásamt æðsta yfirmanni hafnarmála á eyjunum. Handtakan og ákæran voru afrakstur leynilegrar lögregluaðgerðar, þar sem menn úr röðum fíkniefnalögreglunnar leiddu tvímenningana í gildru. Um 35.000 manns búa á Bresku Jómfrúreyjum, sem eru á meðal þekktustu og vinsælustu skattaskjóla heims. Íbúar þar hafa sem fyrr segir fengið að ráða sínum málum að mestu leyti sjálfir um áratuga skeið, en utanríkis- og varnarmál hafa verið í höndum Breta.","summary":null} {"year":"2022","id":"96","intro":"Friðarviðræður Rússlands og Úkraínu ganga hægt og illa. Þetta segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Forseti Úkraínu segir að viðræðunum verði mögulega slitið vegna linnulausra árása Rússa á almenna borgara.","main":"Lavrov segir í samtali við kínverska ríkismiðla í dag að sendinefndir ríkjanna ræði saman daglega í gegnum fjarfundarbúnað. Viðræðurnar haldi sem sagt áfram þótt sendinefndirnar hafi ekki hist undanfarnar vikur. Hann sagði hins vegar að þær gangi illa.\nSamt sem áður vilji Rússar halda viðræðunum gangandi og sagði Lavrov að ræða þurfi um að aflétta þeim refsiaðgerðum sem Vesturlönd hafa beitt Rússa vegna innrásarinnar.\nVolodymyr Zelensky Úkraínuforseti sagði við pólska fréttamenn í nótt að miklar líkur séu á að viðræðum verði slitið vegna þess að Rússar drepi almenna borgara í gríð og erg. Forsetinn sagðist þó tilbúinn að ræða við Vladímír Pútín forseta, sem hann sagði einráðan í Rússlandi.\nÍ ávarpi sagði Zelensky svo að rússneski herinn reyni markvisst að útrýma öllu lífi í austurhéruðum Úkraínu. Rússar ráðist ítrekað á innviði og íbúabyggð.\nRússneski herinn er enn í sókn í austurhluta landsin sog berst nú meðal annars við bæina Rubizhne og Popasna í Lugansk-héraði. Rússar sögðust hafa skotið eldflaugum á hernaðarskotmörk á svæðinu í nótt, meðal annars vopna- og eldsneytisgeymslur.","summary":"Hægagangur er í friðarviðræðum Rússa og Úkraínumanna. Forseti Úkraínu segir að viðræðunum verði mögulega slitið vegna árása á almenna borgara."} {"year":"2022","id":"96","intro":"Matvælastofnun hefur til skoðunar hvernig staðið var að aflífun hrossins sem var afhausað og sett upp á níðstöng á Kjalarnesi í gær. Hræið er til rannsóknar hjá lögreglu og á tilraunastöðinni að Keldum. Yfirdýralæknir segir að nær engar líkur séu á að hræið hafi verið fengið úr sláturhúsi.","main":"Níðstöng blasti við vegfarendum um Skrauthóla á Kjalarnesi í gær. Afskorinn hrosshaus var á stönginni en samkvæmt heiðnum sið merkir það bölvun. Nágrannaerjur hafa átt sér stað á milli ábúenda við Skrauthóla tvö og fjögur sem raktar hafa verið nokkuð ítarlega í fjölmiðlum undanfarna daga. Við Skrauthóla 2 býr fjölskylda sem stundar hestamennsku af kappi en nokkrum metrum frá eru Skrauthólar 4 þar sem fram fara ýmis konar athafnir á borð við kakóserímóníur og tantrahátíðir. Þá kemur fólk þar saman nær daglega og fer með möntrur undir dynjandi trommuslætti við varðeld.\nMatvælastofnun og lögregla fjarlægðu hræið í gær og það er nú til rannsóknar á Keldum. Sigurborg Daðadóttir er yfirdýralæknir MAST.\nFyrsta sem að við hugsum um er hvort hesturinn hafi verið rétt aflífaður. Hvortþ að hafi staðist lög og reglur um aflífun, hvernig það var gert. Það er það fyrsta sem maður hugsar um. Auðvitað er þetta óvenjulegt og einkennilegt. Lítið þið þetta alvarlegum augum? Það er alvarlegt ef dýrið hefur verið aflífað á þanjn hátt að það stenst ekki lögin ef það hefur verið skotið og það sést þá á hausnum og þá er það aðferð sem er lögleg en ef það sjást engir slíkir áverkar að þá er grunur um að það verði aflífað á annan hátt og þá þarf að skoða það.\nHún segist ekki geta lagt mat á það út frá myndum af hrossinu hvernig staðið var að aflífuninni. Þá sé enn ekki vitað hvaðan hrossið kom eða hvernig viðkomandi komst yfir hræið.\nÞað er yfir 70 þúsund hross á Íslandi og þa ðer alltaf verið að aflífa hross af ýmsum ástæðum. Vegna aldurs eða vegna veikinda eða af öðrum ástæðum þannig að það er ísjálf usér ekkert v oðalega flókið að ná í hus af hesti eða hræhaus af hesti en eþtta er pottþétt ekki úr sláturhúsi því það má ekkert slíkt fara úr sláturhúsinu.","summary":"Níðstöng sem sett var upp á Kjalarnesi í gær er til rannsóknar hjá lögreglu og á Keldum. Yfirdýralæknir Matvælastofnunar segir nær engar líkur á að hausinn hafi verið fenginn úr sláturhúsi. "} {"year":"2022","id":"96","intro":"Íslenski Eurovision-hópurinn, með systurnar Elínu, Betu og Sigríði og bróður þeirra Eyþór fremst í flokki, ók til Keflavíkur í rauðabítið og flaug af stað áleiðis til Tórínó á Ítalíu laust fyrir átta í morgun. Með í för eru einnig bakraddasöngvarar, leikstjóri, stílisti og höfundurinn Lay Low svo nokkur séu nefnd. Fjölmiðlafulltrúinn Rúnar Freyr Gíslason segir stemmninguna í hópnum með allra besta móti.","main":"Það var sungið á leiðinni í strætónum sem keyrði okkur til Keflavíkur; systrastrætóinn. Alveg eins og Daði var með Gagnamagnsvagninn þá hefur strætó búið til systravagninn. Við fórum í honum hingað til Keflavíkur í miklu stuði og það vonandi veit á að það verði gaman hjá okkur. Það eru allir að fara þarna út til þess að hafa gaman og standa sig.\nSysturnar stíga á svið í undankeppninni hinn 10. maí, og það verður í nógu að snúast hjá hópnum fram að því.\nÞað er nákvæmlega þannig. Við eigum æfingu strax á morgun og svo eru fleiri æfingar. En svo eru þetta líka blaðamannafundir og opnunarhátíð, víðtöl og alls konar í bland við æfingar.","summary":null} {"year":"2022","id":"96","intro":"Rússneska sendiráðið á Íslandi segist ekki hafa vitneskju um hvaða níu Íslendingar eru á svörtum lista rússneskra stjórnvalda. Talsmaður sendiráðsins segir að það hafi verið viðbúið að íslenskir ríkisborgarar yrðu beittir refsiaðgerðum. Utanríkisráðherra segir að þetta hafi engin áhrif á stefnu íslenskra stjórnvalda.","main":"Rússneska utanríkisráðuneytið tilkynnti á vef sínum í gær að gripið hefði verið til aðgerða gegn samtals 31 ríkisborgara Noregs, Færeyja, Grænlands og Íslands, þar af níu Íslendingum og að þeir fái ekki vegabréfsáritun til Rússlands. Fólkið er ekki nafngreint, en þar segir að þessar aðgerðir beinist gegn þingmönnum, ráðherrum, fólki úr viðskiptalífinu og fræðasamfélaginu, fjölmiðlafólki og opinberum persónum sem hafi haldið á lofti and-rússneskum málflutningi.\nIvan Glinkin er upplýsingafulltrúi rússneska sendiráðsins.\nYou know, we don´t have this information yet regarding those people\nDo the people on the list know that they are on the list? I don´t think so. Not yet.\nGlinkin segir sendiráðið ekki hafa upplýsingar um hverjir Íslendingarnir níu séu og að þeir hafi ekki verið látnir vita af því að þeir séu á listanum. Hann segir að rússneska þingið, dúman þurfi að lögfesta listann og þá verði nöfnin gerð opinber. Hann segir að sendiráðið hér á landi hafi ekki lagt til hverjir voru settir á listann, en segir að það fylgist, rétt eins og önnur sendiráð, með því hvernig umræðan sé.\nAs any embassy, we are of course collecting information that the foreign ministry know, about the .. in Iceland, but the decicion was fully made in the Russian government.\nGlinkin segir að íslensk stjórnvöld hafi nú þegar beitt refsiaðgerðum gegn mörg hundruð rússneskum ríkisborgurum og fyrirtækjum Íslendingar hafi því mátt búast við því að svarað yrði í sömu mynt og frekari aðgerða sé að vænta:.\nAfter this personal sanctions there will be also sectoral sanctions in the future\nEkki náðist í Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra vegna málsins, en í færslu á facebooksíðu sinni segir hún að þetta útspil hafi ekki minnstu áhrif á stefnu íslenskra stjórnvalda. Henni þyki ekki ósennilegt að ýmsum á listanum þyki upphefð af því að vera þar, sé hún þar sjálf kippi hún sér ekki upp við það.","summary":"Utanríkisráðherra segir ákvörðun rússneskra stjórnvalda, um að setja níu íslenska ríkisborgara á svartan lista, ekki hafa nein áhrif á stefnu íslenskra stjórnvalda. Talsmaður sendiráðs Rússa hér á landi segir þetta hafa verið viðbúið, frekari aðgerða sé að vænta."} {"year":"2022","id":"96","intro":"Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg mæta Barcelona í seinni undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag. Á brattan er að sækja fyrir þýska liðið.","main":"Wolfsburg og Barcelona mættust í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeild Evrópu á Camp Nou í síðustu viku þar sem áhorfendamet var slegið en 91.648 áhorfendur voru á leiknum í Barcelona. Barcelona vann 5-1 sigur á heimavelli og brekkan verður því brött fyrir Wolfsburg í dag. Sveindís Jane spilaði nær allan leikinn fyrir Wolfsburg í síðustu viku. Nú þegar hafa selst rúmlega 20 þúsund miðar á leikinn sem fram fer á heimavelli Wolfsburg. Áður höfðu mest rúmlega 12 þúsund áhorfendur komið á leik hjá liðinu og því ljóst að met verður slegið. Eins og aðrir leikir í Meistaradeild kvenna verður leikurinn sýndur á YouTube hjá DAZN en flautað verður til leiks klukkan 16. Í kvöld mæta Sara Björk og liðsfélagar hennar í Lyon svo PSG í hinum undanúrslitaleiknum en Lyon vann fyrri leik liðanna 3-2, sá leikur hefst klukkan 19.\nFjórir leikir voru í fyrstu umferð Mjólkurbikars kvenna í fótbolta í gærkvöld og þar var nóg skorað. Í Árbænum unnu Haukar öruggan 3-0 sigur á heimakonum í Fylki. FH valtaði yfir Gróttu á Seltjarnarnesi 7-0 og æa Skaganum unnu heimakonur í ÍA 6-1 sigur á Fjölni. Í fjórða leik kvöldsins vann Augnablik Hamar frá Hveragerði 7-1.Fyrsta umferð Mjólkurbikars kvenna klárast á í dag með sex leikjum. Liðin úr Bestu deild kvenna koma inn í bikarkeppnina í 16-liða úrslitum, sem er þriðja umferð mótsins. Þá verður sýnt frá völdum leikjum á RÚV.\nOg umspil um laust sæti í úrvalsdeild kvenna í handbolta hófst í gærkvöld. HK vann afar sannfærandi tíu marka sigur á Gróttu, 31-21, í fyrstu viðureign liðanna af þremur í umspilinu en vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslitaumspilið.Í seinni leik gærkvöldsins mættust ÍR og FH í Austurbergi. Þar voru gestirnir úr Hafnarfirði sterkari í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum í hálfleik 12-15. ÍR-ingar komu hins vegar af miklum krafti inn í seinni hálfleikinn, jöfnuðu og unnu loks nauman eins marks sigur 28-27. Liðin mætast aftur á sunnudag.","summary":"Sveindís Jane Jónsdóttir og lið hennar Wolfsburg mætir Barcelona í seinni undanúrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í dag."} {"year":"2022","id":"97","intro":"Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, tjáði sig í dag um umdeilt skjáskot af sms-skilaboðum hans. Þar ræddi hann um viðskipti sín við nuddkonu en þvertekur fyrir að hafa keypt af henni vændi.","main":"Undanfarið hefur gengið manna á milli skjáskot af samskiptum tveggja manna með kynferðislegum lýsingum. Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, staðfesti á Twitter í dag að myndin væri af samskiptum hans og annars manns. Tómas birti skilaboðin eftir að Vísir ræddi við hann.\nÍ skilaboðunum sem sjást á skjáskotinu segir Tómas frá því hann sé lentur í Bangkok í Taílandi. Hann segist ætla að senda þeim sem fékk skilaboðin \u001eskýrslu daglega, eins og hann orðar það.\nNæstu skilaboð hans eru svohljóðandi: \u001eein dasamleg 26 ara ca 45 kg var að yfirgefa herbergid smokklaust en byrjadi a nuddkonunni fyrr i dag kvoldid er ungt.\nEftir að hinn lýsir mikilli öfund, svarar Tómas á þennan hátt: Elsku kallin læt þig vita þegar ég tek eina fyrir þig.\nFréttastofa náði tali af Tómasi skömmu fyrir fréttir.\nErtu með þessu að viðurkenna að hafa keypt vændi?\nHvers konar samskipti fóru þarna fram?\nHvað á ég að segja við þig. Ég var ólofaður og ógiftur maður og hitti konu. Ég hef ekkert meira um það að segja, segi eins og er. Við skulum ekki hafa þetta lengra.\nHefurðu rætt þetta við formann flokksins?\nÞessi samskipti þegar þú ræðir um að taka eina fyrir þig. Hvað áttu við?\nVið þessa spurningu sleit Tómas símtalinu. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, sagðist í samtali við fréttastofu fyrst hafa heyrt af málinu í því samtali. Tómas sagði í viðtali við fréttastofu hann hefði ekki rætt málið við Ingu Sæland, formann flokksins, sem er í veikindaleyfi og svarar ekki skilaboðum.","summary":null} {"year":"2022","id":"97","intro":"Haukar mæta ÍBV í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handbolta. Haukar höfðu betur gegn KA í gær í leik sem var jafn frá fyrstu mínútu.","main":"Eftir að bæði lið höfðu unnið einn leik hvort þurfti oddaleik til að knýja fram sigurvegara í einvíginu og liðin mættust á Ásvöllum. Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu en eftir sveiflukenndan seinni hálfleik var allt jafnt þegar lítið var eftir. Haukar voru svo einu marki yfir þegar nokkrar sekúndur voru eftir og Norðanmenn í sókn. Sú sókn fór hins vegar forgörðum og Haukar unnu því eins marks sigur 31-30. Haukar fara því í undanúrslitin þar sem þeir mæta ÍBV.\nSagði Stefán Huldar Stefánsson markvörður Hauka eftir leikinn. Í kvöld ræðst svo hvort FH eða Selfoss muni mæta Val í hinni undanúrslitarimmunni.\nNjarðvík hafði betur gegn Tindastóli í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í gær 93-75. Staðan er nú 2-1 Tindastóli í vil í einvíginu en liðin mætast næst á Sauðárkróki á laugardagskvöld.\nFyrstu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta lauk í gær með þremur leikjum. Breiðablik vann Þór\/KA örugglega 4-1. Keflavík vann stórsigur á KA 4-0 og Afturelding lagði Selfoss 4-1. Dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta í dag. Liðin úr úrvalsdeildinni koma inn í keppnina og voru í pottinum ásamt þeim 20 liðum sem komust áfram úr annarri umferð. Viðureignirnar framundan má nálgast á íþróttavef RÚV.\nUndankeppni Skólahreysti heldur áfram á RÚV í dag. Sýnt verður frá fyrri undankeppninni klukkan fimm og þeirri seinni klukkan átta í kvöld.","summary":null} {"year":"2022","id":"97","intro":"Ljóst er að ríkisstjórnin hefur mætt mótbyr síðustu vikur að mati Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra. Hún hefur engu að síður trú á að stjórnin standi af sér storminn sem fylgt hefur í kjölfar sölu hluta í Íslandsbanka.","main":"Það er held ég öllum ljóst að það hefur blásið á móti undanfarnar vikur og það reynir á alla flokkana í ríkisstjórn og reynir líka á stemninguna í samfélaginu eins og við höfum fundið.\nSvandís segir mikilvægt að kanna hvað hafi átt sér stað við sölu á hlutum í Íslandsbanka og að koma öllum upplýsingum upp á yfirborðið. Ljóst hafi verið á fundi bankasýslunnar með fjárlaganefnd að upplýsingamiðlun til almennings hafi verið ábótavant.\nOg það er náttúrulega eina leiðin til að fara í ferli af þessu tagi svo trúverðugt megi teljast er að það sé gagnsætt. Og þarna var það ekki. Telur þú að Katrín Jakobsdóttir hafi gengið of langt í því að lýsa stuðningi við fjármálaráðherra í þessari orrahríð sem að nú hefur gengið yfir? Nei, engan veginn. Það er engin leið önnur í ríkisstjórnarsamstarfi heldur en að standa saman. Það er ekkert hægt að gera það að hluta til. Það verður maður að gera af fullum krafti og fullum heilindum. Það er það sem samstarf gengur út á. Á slíku trausti byggir maður líka breytingar til góðs\nEkki þýði að næra samstarf á tortryggni og efasemdum. Ríkisstjórnin sé á fyrsta ári nýs kjörtímabils og mikilvægt sé að höggva ekki í það eins og Svandís Svavarsdóttir orðar það.\nTelurðu að stjórnin standi þetta af sér? Mér finnst allt benda til þess já.","summary":"Matvælaráðherra segir öllum ljóst að nú reyni á alla flokka í ríkisstjórn í þeim mótbyr sem ríkisstjórnin hafi mætt síðustu vikur. Hún telur að stjórnin standi storminn af sér."} {"year":"2022","id":"97","intro":"Verðbólgan er komin í 7,2 prósent og hefur ekki mælst meiri frá því í maí 2010. Þetta er umfram það sem Seðlabankinn spáði. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans býst við hækkun stýrivaxta í næstu viku. Hún segir að Seðlabankinn verði að stíga á bremsuna til þess að verðbólgan fari ekki úr böndunum.","main":"Fyrir ári var verðbólgan 4,6% - hækkaði lítillega næstu mánuði og var komin í 5,1% í desember. Fyrstu mánuði þessa árs hefur hún vaxið, í síðasta mánuði var hún komin í 6,7% en hækkunin í apríl er sú mesta í 9 ár, mældist 1,25%. Verðbólgan núna er sú mesta í 12 ár.\nVið sjáum áfram svona miklar hækkanir á húsnæði. Við vorum svo sem búin að gera ráð fyrir því. Við höfum verið að vakta markaðinn hér á höfuðborgarsvæðinu og höfum séð það að íbúðaverðshækkanir hafa bara aukist milli mánaða. Það sem kemur kannski á óvart að við sjáum í tölum Hagstofunnar að íbúðaverð utan höfuðborgarsvæðisins er einnig að hækka og það meira en á sjálfu höfuðborgarsvæðinu. Það er eitthvað sem við sáum ekki alveg fyrir.\nSegir Una Jónsdóttir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans.\nHún er sú mesta frá því í maí 2010 sem er svo sannarlega áhyggjuefni.\nÍ síðasta mánuði hækkuðu flugfargjöld til útlanda um 23%. Una segir að það skýrist af aukinni eftirspurn. Bæði að fólk sé orðið ferðaþyrst og að eldsneytisverð hafi hækkað. Í næstu viku verður fundur í stýrivaxtanefnd Seðlabankans. Má ekki reikna með því að þar verði ákveðið að hækka vextina?\nJú við erum að gera ráð fyrir því að þar verði stigin ansi stór skref. Seðlabankinn hlýtur að taka þessu alvarlega og líta á að það þurfi að stíga á bremsuna til þess að þessi verðbólga fari ekki alveg úr böndunum. Jú við erum að gera ráð fyrir talsverðri hækkun stýrivaxta í næstu viku.\nEf hann tekur stór skref þá er alveg líklegt að það takist á ná verðbólgunni niður en það tekur einhvern tíma.","summary":"Verðbólga jókst meira í liðnum mánuði en Seðlabankinn gerði ráð fyrir, og mælist nú 7,2 prósent, sem er það mesta í 12 ár. Hagfræðingur hjá Landsbankanum segir Seðlabankann verða að stíga á bremsuna og gerir ráð fyrir mikilli stýrivaxtahækkun í næstu viku. "} {"year":"2022","id":"97","intro":"Sameinuðu þjóðirnar skora á Rússa að aðstoða Alþjóða sakamáladómstólinn við rannsókn á meintum stríðsglæpum í Úkraínu. Rússar segja það ógn við öryggi í Evrópu að vestræn ríki sendi úkraínska hernum vopn.","main":"Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, skorar á rússnesk stjórnvöld að vinna með Alþjóða sakamáladómstólnum við rannsókn á meintum stríðsglæpum í Úkraínu. Hann skoðaði í dag aðstæður í nokkrum bæjum í grennd við Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, þar sem rússneskir hermenn eru sakaðir um að hafa tekið almenna borgara af lífi.\nAntonio Guterres ræddi fyrr í þessari viku við ráðamenn í Moskvu um leiðir til að koma á vopnahléi í Úkraínu og hefja viðræður um frið. Viðræðurnar skiluðu engum árangri. Hann kom í gærkvöld til Kænugarðs og kannaði aðstæður í dag í bæjum í nágrenni borgarinnar, þar á meðal í Bucha og Borodyanka, þar sem rússneskir hermenn eru sakaðir um að hafa tekið fjölda almennra borgara af lífi. Í Borodyanka ræddi Guterres við fréttamenn. Hann sagði stríðið vera fáránlegt og af hinu illa. Það væri með öllu óviðunandi að heyja stríð á 21. öldinni.\nGuterres kvaðst vera sleginn yfir því sem fyrir augu bar. Hann skoraði á rússnesk stjórnvöld að aðstoða Alþjóða sakamáladómstólinn við rannsókn á meintum stríðsglæpum í Úkraínu.\nTalsmaður stjórnarinnar í Kreml sagði í dag að það stefndi öryggi í Evrópu í hættu að vestrænar þjóðir sendu úkraínuher vopn, þar á meðal þungavopn. Þetta eru talin vera viðbrögð við orðum Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, sem hvatti stuðningsríki Úkraínu í gær til þess að framleiða meira af vopnum, þar á meðal skriðdrekum og flugvélum, til að aðstoða Úkraínuher í baráttunni við rússneska innrásarliðið.","summary":"Sameinuðu þjóðirnar skora á Rússa að aðstoða Alþjóða sakamáladómstólinn við rannsókn á meintum stríðsglæpum í Úkraínu. Rússar segja það ógn við öryggi í Evrópu að vestræn ríki sendi úkraínska hernum vopn."} {"year":"2022","id":"97","intro":"Stjórnvöldum líst vel á þá hugmynd að Eiðastaður verði nýttur í þágu flóttafólks frá Úkraínu. Aðgerðastjóri í móttöku þeirra sem flýja stríðið segir ráðuneyti, sveitarfélagið Múlaþing og eigendur Eiðastaðar vinna saman að því að koma húsakynnum gamla alþýðuskólans í full not.","main":"Næg atvinna er á Austurlandi fyrir flóttafólk frá Úkraínu og því eru góðir möguleikar á að taka á móti talsverðum fjölda í fjórðungnum. Fólkinu yrði líklega búið heimili í húsakynnum gamla alþýðuskólans á Eiðum og er greiningarvinna hafin.\nEiðar geta hentað okkur bara mjög vel. Það er náttúrulega mikið um vinnu að fá á Austurlandi en hefur verið minna um húsnæði. Þannig að Eiðar gætu leyst það fyrir okkur á auðveldan hátt og eins og ég segi þá er þessi vinna hafin innan ráðuneytisins og víðar að stuðla að því að Eiðar komist í fulla notkun.\nSegir Gylfi Þór Þorsteinsson en hann stýrir komu flóttafólks frá Úkraínu fyrir félagsmálaráðuneytið.\nHann segir að nú sé verið að skoða hversu mörgum væri hægt að koma fyrir á Eiðum, það sé töluverður fjöldi en óvíst að öll pláss yrðu nýtt. Umfangið ráðist af vilja og getu sveitarfélagsins Múlaþings til móttöku.\nFólkið þarf jú að komast í vinnu og börn í skóla og svo framvegis. Þannig að það er að mörgu að hyggja í þessu en samstarfið við bæði eigendur og sveitarfélagið hefur verið með miklum ágætum hingað til.\nHann segir ákveðna kosti við að stærri hópar Úkraínumanna myndi lítil samfélög á stöðum eins og Eiðum.\nFólk sem er að flýja svona hörmungar sækir svolítið í huggun hvort við annað og það er mjög gott ef hægt er að koma hópum saman. Þeir sem hingað hafa verið að koma, þessi 850 sem komnir eru, margir af þessum einstaklingum eru mjög vel menntaðir. Margir þeirra eru mjög viljugir að taka þátt í samfélaginu, byrja að vinna, koma börnum í skóla, læra íslensku og svo framvegis. Þannig að þarna er stór hópur af fólki sem vill svo sannarlega taka þátt í þessu samfélagi sem er að taka á móti þeim. Og ég hald að sveitarfélagöin sem taka þátt í þessu með okkur verði bara mjög heppin með þessa hópa.","summary":"Stjórnvöldum líst vel á þá hugmynd að Eiðastaður verði nýttur í þágu flóttafólks frá Úkraínu. Aðgerðastjóri í móttöku þeirra sem flýja stríðið segir ráðuneyti, sveitarfélagið Múlaþing og eigendur Eiðastaðar vinna saman að því að koma húsakynnum gamla alþýðuskólans í full not. "} {"year":"2022","id":"97","intro":"Meirihluti félagsfundar Eflingar í gær styður formann félagsins því ákveðið var að kjósa gegn tillögu um að taka aftur uppsagnir á skrifstofu félagsins.","main":"[ATHUGIÐ ÉG GET EKKI SKRIFAÐ UPP SÍNKIN ÞVÍ TÖLVAN ER Í HAKKI]\nSegir Anna Sigurlína Tómasdóttir trúnaðarmaður Eflingar starfsmanna hjá Kjörís. 500 félagar í Eflingu fóru fram á fundinn í gær til að ræða hópuppsögnina, ætla má að þau hafi verið óánægð með hana. 106 félagar á fundinum vildu taka uppsagnir aftur en 152 voru á móti. Í Eflingu eru 30 þúsund manns. Ólöf Helga Adolfsdóttir ritari stjórnar Eflingar segir að þau sem óskuðu eftir félagsfundinum hafi haft aðra dagsetingu í huga en varð raunin:\nÁ fundinum voru til dæmis gerðar athugasemdir við það að starfsmenn á skrifstofu Eflingar sem eru í veikindaleyfi hefðu mætt á fundinn.\nEn auðvitað hafi verið erfitt og taugstrekkjandi að vera á fundinum, segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Niðurstaða fundarins hafi verið afgerandi.\nHún segir að Efling sé ekki í erfiðri stöðu þurfi félagið að gagnrýna hópuppsagnir á vinnumarkaði.","summary":"Hópuppsagnir á skrifstofu Eflingar verða ekki teknar aftur samkvæmt ákvörðun félagsfundar í gærkvöld. Formaðurinn er ánægður með stuðninginn og segir barnalegt að halda því fram að Efling geti ekki gagnrýnt aðrar hópuppsagnir á vinnumarkaði."} {"year":"2022","id":"98","intro":"Forsætisráðherra Búlgaríu sakar Rússa um fjárkúgun og alvarlegt brot á samningum eftir að þeir hættu að dæla jarðgasi til landsins. Hann segir að Búlgarar hafi verið viðbúnir því að skrúfað yrði fyrir rússneska gasið.","main":"Rússnesk stjórnvöld ítrekuðu í dag að útflutningur á gasi til Búlgaríu og Póllands hefði verið stöðvaður, þar sem greiðslur fyrir það hefðu ekki borist í rúblum. Forsætisráðherra Búlgaríu sakar Rússa um fjárkúgun og alvarlegt brot á samningum eftir að skrúfað var fyrir gasið í dag.\nKiril Petkov, forsætisráðherra Búlgaríu, var ómyrkur í máli í garð Rússa þegar hann ræddi við fréttamenn fyrir ríkisstjórnarfund í Sofiu í morgun. Hann sagði að Búlgarar ætluðu ekki að beygja sig fyrir auðgunarbrotum þeirra. Allir samningar við rússneska ríkisolíufélagið Gazprom yrðu teknir til endurskoðunar, þar á meðal heimild til þeirra til að dæla gasi til annarra Evrópuríkja um búlgarskt land. Hann sagði að ekki kæmi til þess að gas yrði skammtað til almennra notenda. Stjórnvöld hefðu verið viðbúin aðgerðum Rússa og ynnu að því að kaupa gas frá öðrum en Rússum.\nStjórnvöld í Kreml ítekuðu í dag að skrúfað hefði verið fyrir gas til Búlgaríu og Póllands frá og með deginum í dag þar sem greiðslur fyrir það hefðu ekki borist í rúblum. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnarinnar, sagði að þess væri krafist af óvinveittum þjóðum sem beittu Rússa efnahagslegum þvingunum. Pólverjar sögðu í gærkvöld að gas ætti ekki eftir að skorta á pólskum heimilum. Rúmlega helmingur gass sem Pólverjar fluttu inn fyrstu þrjá mánuði þessa árs kom frá Rússlandi. Þeir hafa að undanförnu keypt gas í auknum mæli frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum.","summary":"Forsætisráðherra Búlgaríu sakar Rússa um fjárkúgun og alvarlegt brot á samningum eftir að þeir hættu að dæla gasi til landsins. Hann segir að Búlgarar hafi verið viðbúnir því að skrúfað yrði fyrir rússneska gasið. "} {"year":"2022","id":"98","intro":"Dómstóll herforingjastjórnarinnar í Mjanmar sakfelldi í morgun Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa Nóbels og fyrrverandi leiðtoga mjanmörsku þjóðarinnar, fyrir spillingu og dæmdi hana til fimm ára fangelsisvistar.","main":"Málið er aðeins eitt af fjölmörgum sakamálum sem herforingjastjórnin hefur höfðað á hendur hinni 76 ára gömlu Suu Kyi frá því herinn rændi völdum í febrúar 2021. Verði hún sakfelld í þeim öllum á hún áratuga fangelsisvist yfir höfði sér, en hún hefur verið í stofufangelsi frá fyrsta degi valdaránsins. Í þessu tiltekna máli var hún fundin sek um að hafa þegið mútur í formi reiðufjár og gullstanga. Framundan eru réttarhöld yfir henni fyrir fleiri spillingarmál, kosningasvik og brot á lögum um þjóðaröryggi og ríkisleyndarmál svo eitthvað sé nefnt, og áður var búið að dæma hana til samtals sex ára fangelsisvistar fyrir að æsa til andófs gegn hernum, brot á sóttvarnareglum vegna COVID-19 og brot á fjarskiptalögum. Hún hefur þó ekki verið færð í fangelsi enn, heldur er hún í stofufangelsi á meðan málareksturinn stendur yfir.","summary":"Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi mjanmörsku þjóðarinnar, var í dag dæmd í fimm ára fangelsi af dómstól herforingjastjórnarinnar í landinu."} {"year":"2022","id":"98","intro":null,"main":"Regluleg mánaðarlaun í fyrra voru 635 þúsund krónur að meðaltali, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Laun fólks í fullu starfi voru 711 þúsund. Heildarmánaðarlaun fyrir fullt starf voru 823 þúsund að meðaltali. Lægst voru launin hjá verkafólki og hæst hjá stjórnendum. Munur var á heildarlaunum karla og kvenna. Tæpur helmingur karla var með meira en 800 þúsund krónur í heildarlaun á mánuði en aðeins tæpur þriðjungur kvenna. Hagstofan segir skýringuna að hluta til að karlar í fullu starfi fengu að meðaltali greitt fyrir 180 stundir á mánuði en konur fyrir 174 stundir. Af hundruðum skilgreinda starfa eru konur aðeins með hærri regluleg laun að meðaltali en karlar í 18 starfaflokkum.","summary":"Regluleg mánaðarlaun námu rúmum 635 þúsund krónum í fyrra. Af hundruðum starfa sem Hagstofan skilgreinir eru konur aðeins með hærri laun en karlar í 18 starfaflokkum. "} {"year":"2022","id":"98","intro":"Valur leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Þetta varð ljóst í gær þegar Valur lagði Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum.","main":"Valur hafði unnið fyrri tvo leikina og var sannfærandi í gær. Valsarar voru 26 stigum yfir í hálfleik og unnu að lokum 17 stiga sigur 82-65. Valur leikur því til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en þetta er í fyrsta sinn í 30 ár sem Valur kemst í úrslit, síðast árið 1992. Liðið mætir annað hvort Njarðvík eða Tindastól í úrslitunum en þau lið eigast við í þriðja sinn í kvöld. Tindastóll er 2-0 yfir í einvíginu og getur því tryggt sér sæti í úrslitum með sigri.\nAnnar úrslitaleikur Íslandsmóts kvenna í blaki var í gærkvöld þegar Afturelding fékk KA í heimsókn. Norðankonur fóru þar með sigur af hólmi. KA vann fyrstu hrinu 25-16 og næstu tvær 25-22 og leikinn því 3-0. KA hefur nú unnið fyrstu tvær viðureignirnar og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þriðja leiknum sem er á Akureyri 3. maí.\nBesta deild kvenna í fótbolta fór af stað í gær. Í opnunarleik mótsins skildu ÍBV og Stjarnan jöfn 1-1. Í seinni leik kvöldsins hófu Íslandsmeistarar Vals titilvörn sína á 2-0 sigri gegn Þrótti.\nSagði Mist Edvardsdóttir, leikmaður Vals að leik loknum.\nFyrri leikur Manchester City og Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu var í gær. Mikið fjör var í leiknum en City hafði betur með fjórum mörkum gegn þremur. Liðin mætast aftur í næstu viku í seinni leiknum í Madrid. Í hinum undanúrslitunum mætast Liverpool og Villareal, á Anfield í kvöld.","summary":null} {"year":"2022","id":"98","intro":"Endurtaka þarf hávaðamælingar við íbúðarhús á Fáskrúðsfirði þar sem íbúar hafa kvartað undan látum frá starfsemi frystihúss. Hávaði mældist yfir mörkum að næturlagi en ekki var ljóst hvort hann kom frá frystihúsinu eða læk í nágrenninu.","main":"Hávaði við íbúðarhús í nágrenni frystihúss Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði mælist enn yfir leyfilegum mörkum að næturlagi. Íbúar segja hávaðan ærandi og halda fyrir þeim vöku en fyrirtækið telur að hávaðinn sé ekki allur frá starfseminni heldur líka frá lækjum í nágrenninu. Heilbrigðiseftirlitið ætlar að láta endurtaka mælingar þegar vorleysingum lýkur.\nÍbúar í námunda við frystihús Loðnuvinnslunnar hafa ítrekað kvartað undan hávaða frá kælibúnaði fyrirtækisins og hafa sjálfir mælt hávaða yfir leyfilegum mörkum. Heilbrigðiseftirlitið krafðist þess að fyrirtækið léti gera mælingar og var það gert 13. mars þegar vinnsla var í gangi og aftur viku síðar þegar slökkt var á búnaðinum.\nHávaði innan dyra mældist undir mörkum reglugerðar en íbúar hafa gagnrýnt að slíkar mælingar eigi að fara fram með lokaða glugga. Hávaðinn úti við húsvegg mældist yfir mörkum sem gilda um íbúðarhúsnæði og verslunar-, þjónustu- og miðsvæði að næturlagi en athygli vekur að læti voru yfir mörkum saman hvort kveikt var á kælibúnaðinum eða ekki. Fram kemur í mælingaskýrslu að önnur umhverfishljóð hafi haft mikil áhrif og bent er á að talsverður hávaði sé frá læk í nágrenninu og vatnsmagn í honum hafi mikil áhrif á hljóðvist.\nHeilbrigðisnefnd fór yfir mælingaskýrslu og telur að frekari mælinga sé þörf. Loðnuvinnslan skuli endurtaka mælingar þegar vinnsla hefst í frystihúsinu og minni líkur séu á að leysingavatn í lækjum trufli mælinguna.","summary":"Endurtaka þarf hávaðamælingar við íbúðarhús á Fáskrúðsfirði þar sem íbúar hafa kvartað undan látum frá starfsemi frystihúss. Hávaði mældist yfir mörkum að næturlagi en ekki var ljóst hvort hann kom frá frystihúsinu eða læk í nágrenninu. "} {"year":"2022","id":"98","intro":"Oddvitar flokkanna sem mynda meirihluta í borgarstjórn og oddviti Framsóknar styðja áform um Borgarlínu í núverandi mynd. Aðrir oddvitar styðja hana ýmist ekki eða vilja breytingar á henni. Þetta kemur fram í nýjasta þætti X22 Kosningahlaðvarps RÚV.","main":"Ég heiti Dagur B. Eggertsson og er í framboði fyrir Samfylkinguna. Styður þú uppbyggingu Borgarlínu í núverandi mynd? Já.\nDóra Björt Guðjónsdóttir Píratar í Reykjavík. Já svo sannarlega. Við viljum ganga enn lengra, hraða uppbyggingu borgarlínu og tryggja að Borgarlína verði fyrsta flokks. Gefum engan afslátt af því. Jóhannes Loftsson oddviti ábyrgar framtíðar. Nei ég styð hana ekki. Líf Magneudóttir fyrir VG. Já alveg eindregið, enda stóðum við að því að innleiða samgöngusáttmálann og semja um þetta. Hildur Björnsdóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Styður þú uppbyggingu Borgarlínu í núverandi mynd. Við styðjum ekki uppbygginu í þeirri mynd sem hún birtist okkur núna, við viljum byggja upp hágæða almenningssamgöngur án þess aðv ega að öðrum kostum. Gunnar Hjörtur Gunnarsson er fyrir Reykjavík besta borgin. Ekki nákvæmlega í núverandi mynd, þar að auki veit ég ekki her núverandi mynd er nákvæmlega. Kolbrún Baldursdóttir flokki fólksins. Styður þú upbbyggingu Borgarlínu í núverandi mynd. Nei við gerum það ekki. Við viljum fá þessa penignat il aðs inna fólkinu og setjum fólkið í fyrsta sæti. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir viðreisn. Já við viljum hágæða samgöngur, við trúum því að núverandi borgarlína eins og henni er stillt upp núna sé það og eigi að mæta þessum þörfum okkar og við styðjm það fyllilega. Sanna Magdalena Mörtudóttir sósíalstar. Nei það gengur út á að selja okkur að við þurfum að bíða eftir Borgarlínu sem kemur eftir mörg ár eða nokkur ár. Við þurfum að bæta almennignssamgöngur núna. Ómar Már Jónsson oddviti Miðflokksins. Nei það geri ég ekki. Borgarlína í núverandi mynd mun ekki minnka tafatímann í umferðinni. Hún mun ekki auka umferðaröryggi og mun þrengja að einka- og deilibílum. Einar Þorsteinsson. Já það geri ég, Borgarlínan er hluti af samgöngusáttmálanum sem Framsókn hafði forgöngu um að gera.","summary":null} {"year":"2022","id":"98","intro":"Vinnumálastofnun hefur gefið út 25 atvinnuleyfi til fólks frá Úkraínu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi. Forstjórinn segir að fyrirspurnum fjölgi og að líklegt sé að spár um minnkandi atvinnuleysi milli mánaða gangi eftir. Horfurnar á vinnumarkaði í sumar eru góðar.","main":"Sjö af hverjum tíu sem hingað koma frá Úkraínu eru 18 ára eða eldri, rúmlega 600 manns. Í þeim hópi eru 450 konur. Hvernig gengur að útvega þeim vinnu sem vilja?\nMér finnst þeim bara ganga nokkuð vel, þeim sem gefið sig hafa fram og hafa óskað eftir því að komast í störf. Við finnum aukinn þunga í þessu með hverjum deginum.\nSegir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Hún segir góð viðbrögð frá atvinnurekendum við auglýsingu stofnunarinnar.\nVið fengum inn fjölda starfa og fjölda stöðugilda og allskonar störf. Mest á höfuðborgarsvæðinu en einnig úti á landi. Þannig að atvinnurekendur eru opinir fyrir þessu fólki. Þannig að þér sýnist að allir þeir sem vilja komist í vinnu? Mér sýnist það en við skulum átta okkur á að það eru ekki allir tilbúnir í vinnu. Bæði að þarna eru konur með börn sem geta ekki auðveldlega farið í gæslu og svo er fólk mismunandi á sig komið andlega eftir þessar hörmunar. Þeir sem telja sig reiðubúna okkur hefur gengið mjög vel að aðstoða þá inn í störf strax.\nEn hve margir hafa þegar fengið vinnu?\nVið eru að minnsta kosti búin að gefa út 25 atvinnuleyfi til Úkraínumanna og erum með í kringum tíu á borðinu hjá okkur. Eins og ég segi við finnum aukinn þunga með hverjum deginum sem líður.\nUnnur segir að þeir sem sækja um alþjóðlega vernd eigi auðvelt með að komast í vinnu.\nVið förum yfir launatölurnar hvort allt sé samkvæmt því sem á að vera samkvæmt kjarasamningum og öðru og við veitum atvinnuleyfið yfir borðið.\nÞað hjálpar til að atvinnuleysið er enn að minnka.\nVið förum yfir launatölurnar hvort allt sé samkvæmt því sem á að vera samkvæmt kjarasamningum og öðru og við veitum atvinnuleyfið yfir borðið.\nJá okkur sýnist að okkar spár gangi eftir að atvinnuleysi muni minnka á milli mánaða. Ég er bara ekki komin með staðfestar tölur ennþá. Horfurnar eru góðar? Horfunar eru góðar á vinnumarkaði, mjög góðar.","summary":"Vinnumálastofnun hefur gefið út 25 leyfi til fólks frá Úkraínu sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi. Forstjórinn segir góðar horfur á vinnumarkaði í sumar. "} {"year":"2022","id":"99","intro":"Nýtt sameinað sveitarfélag Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps á að öllum líkindum eftir að bera nafnið Þingeyjarsveit. Íbúar tóku þátt í skoðanakönnun um nafngiftina og niðurstöðurnar voru afgerandi enda allir íbúar þess Þingeyingar.","main":"Samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna stóð fyrir könnun þar sem íbúar gátu valið á milli fjögurra nafna. Það er svo nýrrar sveitarstjórnar að taka endanlega ákvörðun um nafnið samkvæmt lögum.\nHelgi Héðinsson sveitarstjóri Skútustaðahrepps er formaður undirbúningasstjórnar um sameiningu sveitarfélaganna.\nNiðurstöðurnar voru mjög afgerandi. 61 prósent þeirra sem tóku þátt í þessari ráðgefandi skoðanakönnun völdu nafnið Þingeyjarsveit. Þannig að það í rauninni ber sama nafn og annað tveggja sveitarfélaganna? Já, Þingeyjarsveit eins og hún stendur í dag er vissulega sameinuð úr 5 sveitarfélögum og þetta er svona nafn sem þykir ná vel utan um svæðið sem slíkt.\nHelgi segir þó aðeins um þrjátíu prósent íbúa hafa tekið þátt. Næstflest atkvæði fékk nafnið Suðurþing eða tuttugu og fimm prósent, þá Goðaþing og fæstir völdu Laxárþing. Samhliða var svokölluð skuggakosning meðal grunnskólanemenda sem einnig vildu flestir nafnið Þingeyjarsveit.\nEn er þetta mikið hitamál, eru skiptar skoðanir? Ég held að fólk hafi aðallega gaman að þessu. Það er auðvitað bara partur af sjálfsmynd íbúanna hvað sveitarfélagið heitir. Auðvitað gífurlega stórt svæði og þ.a.l. áskorun að finna einhvern samnefnara en Þingeyjarsveitarnafnið var hugsað sem samnefnari sveitarfélaganna sem höfðu þegar sameinast. Við erum öll Þingeyingar og við verðum bara að sjá hvað setur í þessu.","summary":"Þingeyjarsveit verður líklega nafn nýs sameinaðs sveitarfélags Skútustaðahrepps og Þingeyjarveitar. Nafnið hlaut afgerandi kosningu í skoðanakönnun meðal íbúa."} {"year":"2022","id":"99","intro":"Finnsk og sænsk stjórnvöld eru sögð ætla að tilkynna um umsóknir um aðild að Atlantshafsbandalaginu samtímis í næsta mánuði. Þetta segir í fréttum Iltalehti í Finnlandi og Aftonbladet í Svíþjóð, þar sem fram kemur að þetta verði tilkynnt þann 16. maí.","main":"Stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi hafa lengi verið hlutlaus í varnarmálum en eftir innrás Rússa í Úkraínu hefur stuðningur við aðild að Atlantshafsbandalaginu aukist mjög á meðal almenings. 51 prósent Svía sagðist hlynnt aðild í nýrri könnun sem Novus gerði í síðustu viku og tæpur fjórðungur andvígur. Stuðningurinn er enn meiri í Finnlandi og meirihluti er fyrir aðild á finnska þinginu sömuleiðis.\nSanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, heimsótti Svíþjóð fyrr í mánuðinum þar sem hún sagði stöðuna hafa gjörbreyst við innrásina og að Finnar þurfi að vera viðbúnir öllum mögulegum aðgerðum Rússa.\nFyrr í vikunni kom fram að sænsk stjórnvöld hafi ákveðið að flýta úttekt á varnar- og öryggismálum landsins og á skýrslan að vera tilbúin innan tveggja vikna. Spurningin um aðild að Atlantshafsbandalaginu er fyrst og fremst til athugunar.\nSamkvæmt frétt Aftonbladet ætla Bandaríkin og Bretland að tryggja öryggi ríkjanna tveggja á meðan umsóknarferlið stendur yfir. Til stendur að fjölga hermönnum á Norðurlöndum og treysta samstarf leyniþjónustustofnana.","summary":"Finnar og Svíar eru sagðir ætla að tilkynna samtímis um umsóknir sínar um aðild að NATO 16. maí. Stuðningur við aðild hefur aukist verulega í löndunum frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu."} {"year":"2022","id":"99","intro":"Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir að yfir átta milljónir Úkraínumanna eigi eftir að flýja á þessu ári vegna stríðsins í landinu. Aðalframkvæmdastjóri samtakanna er staddur í Moskvu. Hann segir að skapa verði skilyrði til að stöðva Úkraínustríðið eins fljótt og auðið er.","main":"Allt útlit er fyrir að yfir átta milljónir Úkraínumanna flýi land á þessu ári vegna stríðsins. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að þörf sé á hátt í tveimur milljörðum dollara til að styrkja fólk sem heldur til í nágrannaríkjunum.\nFlóttamannavandinn í Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu er orðinn hinn mesti frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Shabia Mantoo, talsmaður flóttamannastofnunarinnar, greindi frá því í dag að búist hefði verið við að fjórar milljónir Úkraínumanna þyrftu að leggja á flótta í ár vegna innrásarinnar. Tæplega fimm komma þrjár milljónir hefðu þegar flúið land og útlit væri fyrir að fólk með stöðu flóttamanna væri orðið rúmlega átta milljónir í lok ársins. Hún sagði að stofnunin þyrfti á einum milljarði og átta hundruð og fimmtíu milljónum dollara að halda til að styðja við bakið á þeim sem hefðust við í nágrannaríkjum Úkraínu.\nAntonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom í dag til Moskvu til viðræðna við ráðamenn um leiðir til að stöðva stríðið í Úkraínu. Hann sagði eftir fund með Sergei Lavrov utanríkisráðherra, að skapa yrði skilyrði fyrir árangursríkum viðræðum fyrir vopnahléi eins fljótt og auðið er, aðstæður fyrir friðsamlegri lausn deilunnar.\nFulltrúar fjörutíu ríkja komu saman í dag í Ramstein herstöðinni í Þýskalandi til að ræða hvernig styrkja mætti enn frekar varnir Úkraínuhers gegn Rússum. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því þar yfir að Bandaríkjamenn hefðu verið í fararbroddi þjóða sem aðstoða Úkraínumenn. Þeir ætluðu að gera allt sem í þeirra valdi stæði til að þeir færu með sigur af hólmi í stríðinu.","summary":"Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er kominn til Moskvu til fundar við rússneska ráðamenn um stríðið í Úkraínu. Hann segir að skapa verði skilyrði til að stöðva það eins fljótt og auðið er. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gerir ráð fyrir að yfir átta milljónir Úkraínumanna leggi á flótta á þessu ári."} {"year":"2022","id":"99","intro":"Landhelgisgæslan ætlar í sumar að ráðast í frekari hreinsun á menguðum jarðvegi á Stokksnesi við Hornafjörð. Þar var í eina tíð stór ratsjárstöð bandaríska hersins. Hross á svæðinu drápust úr dularfullri álmengun í vetur en utnaríkisráðuneytið telur ekki sýnt frá að tengsl við mengun frá stöðinni.","main":"Hestar frá bænum Horni við Hornafjörð veiktust illa og drápust í vetur vegna sterkrar mengunar. Eigandi þeirra telur að hestarnir hafi komist í tæri við tilraun Landhelgisgæslunnar og Verkís til að hreinsa olíumengaðan jarðveg ratsjárstöðina á Stokksnesi. Utanríkisráðuneytið telur ekki sannað að mengun frá stöðinni hafi drepið hrossin.\nÍ kalda stríðinu rak bandaríski herinn stóra ratsjárstöð á Stokksnesi og voru þar að jafnaði um 120 hermenn. Einnig nokkrir óbreyttir bandarískir starfsmenn og um 25 Íslendingar sem stöfuðu við stöðina. Ratsjáin var gangsett árið 1955 og voru þar mikil mannvirki meðal annars örbylgjusamband á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Stöðinni var lokað árið 1988 og hafa flest mannvirki verið rifin. Ratsjárstofnun tók við stöðinni og var nýr radar byggður sem Landhelgisgæslan rekur í dag.\nSamskipti við landeiganda á Horni hafa ekki verið sem best og lagði hann gæsluna nýverið fyrir dómstólum í átökum um hvort greiða skyldi leigu.\nNokkur olíumengun er í jarðvegi við stöðina sem var hreinsuð á sínum tíma en í vetur ákvað Landhelgisgæslan samkvæmt ráðlegginum Verkís að ráðast í frekari hreinsun. Ómar Antonsson, landeigandi á Horni, segir að menguðum jarðvegi hafi verið mokað upp á tóma húsgrunna og í hann blandað heyi og jafnvel áburði. Þetta hafi verið skilið eftir á ógirtu svæði í þrjá mánuði.\nÞað komust í þetta hross hjá mér. Það átti náttúrulega að vera búið að fjarlægja þetta en þá voru þau að naga þarna í námunda og sáu náttúrulega rúllu sem hafði verið skilin eftir. Og svo náttúrulega þessar heyblöndur þarna á þessum tilraunastað Verkís. Átu þetta og og veiktust mjög illilega þannig að þau bæði lömuðust, se´rstaklega í afturhlutanum og meltingafærin lömuðust. Þau gætu ekki boðað og allt fast í görnunum. Eftri rannsóknir sem voru gerðar mjög ýtarlega kmi í ljós að þetta var mikil eitrun, bæði heyeitrun og svo mikil álmengun ég held að það hafi verið þúsundfalt meiri þessi álmengun í blóða hrossanna heldur en mæst hefur á Íslandi áður í nokkri skepnu.\nSamkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu telur það ekki sannað með fullnægjandi hætti að mengunin sem drap hrossin hafi komið frá hreinsunarstarfi við ratsjárstöðina og er málið á borði ríkslögmanns.","summary":"Landhelgisgæslan ætlar að ráðast í frekari hreinsun á menguðum jarðvegi á Stokksnesi við Hornafjörð í sumar. Þar var í eina tíð stór ratsjárstöð bandaríska hersins. Hross á svæðinu drápust úr dularfullri álmengun í vetur en utanríkisráðuneytið telur ekki að sýnt hafi verið fram á tengsl við mengun frá stöðinni. "} {"year":"2022","id":"99","intro":"Fótboltasumarið er svo sannarlega komið í gang. Annari umferð lauk í Bestu deild karla í gærkvöld og keppni í Bestu deild kvenna hefst í kvöld.","main":"Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörn sína á Íslandsmóti kvenna í fótbolta í kvöld þegar Valskonur taka á móti Þrótti. Hinn leikur kvöldsins í deildinni verður viðureign ÍBV og Stjörnunnar. Tveimur umferðum er þegar lokið í Bestu deild karla. Breiðablik sigraði KR 1-0 í gærkvöld og hefur fullt hús stiga. Á sama tíma vann FH 4-2 sigur á nýliðum Fram.\nBoltinn rúllar svo sannarlega þessa dagana, því keppt er í nær öllum mögulegum boltagreinum og stendur keppni í inni-boltaíþróttum sem hæst. Haukar tryggðu sér í gærkvöld oddaleik á móti KA í 8-liða úrslitum Íslandsmóts karla í handbolta eftir eins marks útisigur á Akureyri, 23-22. FH vann Selfoss líka á útivelli, 27-22 og tryggði sér sömuleiðis oddaleik. Oddaleikirnir verða báðir spilaðir í Hafnarfirði. Haukar og KA mætast annað kvöld og FH og Selfoss á fimmtudagskvöld.\nÍ úrslitaeinvígi Hauka og Njarðvíkur um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta tóku Njarðvíkingar forystuna í einvíginu í gærkvöld. Njarðvík vann þá þriðja leik liðanna, 78-69. Njarðvík er þar með aðeins einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum, en staða einvígisins er 2-1 fyrir Njarðvík og vinna þarf þrjá leiki til að hampa bikarnum. Liðin mætast næst í Njarðvík á fimmtudagskvöld þar sem úrslit Íslandsmótsins geta þá ráðist. Í kvöld getur karlalið Vals tryggt sér sæti í úrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Til þess þurfa Valsmenn þó að vinna ríkjandi Íslandsmeistara Þórs í Þorlákshöfn í kvöld.\nÍ blakinu eru Íslandsmeistarar Hamars úr Hveragerði líka aðeins einum sigri frá því að verja Íslandsmeistaratitil sinn í karlaflokki. Hamar sigraði HK 3-1 í Digranesi í Kópavogi í gærkvöld og leiðir einvígið 2-0. Næsti leikur verður ekki spilaður fyrr en næsta mánudagskvöld. Annar leikur kvennaliða Aftureldinga og KA er hins vegar leikinn í kvöld í Mosfellsbæ. KA er 1-0 yfir í úrslitaeinvíginu fyrir leik kvöldsins.","summary":null} {"year":"2022","id":"100","intro":"Ekki var farið eftir verklagsreglum um handjárnun við flutning Gabríels Douane Boama sem strauk úr haldi lögreglu í síðustu viku. Yfirlögregluþjónn segir að skerpa þurfi á verklagi við fangaflutning.","main":"Gabríel, sem hefur meðal annars verið ákærður fyrir alvarlegar líkamsárásir og hótanir, strauk frá héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn í síðustu viku, er lögreglumenn á vegum embættis héraðssaksóknara voru að flytja hann þangað, og fór huldu höfði uns hann var handtekinn aðfaranótt föstudags. Sveinn Ingiberg Magnússon er yfirlögregluþjónn á rannsóknarsviði héraðssaksóknara:\nÞegar hann strýkur, þá er hann í dyragættinni í héraðsdómi og er ekki í handjárnum á þeim tímapunkti. Hver er vinnureglan þegar verið er að flytja fólk með ofbeldissögu. Almenna reglan er að flytja í handjárnum en hins vegar er það mat hverju sinni út frá meðalhófi þeirra sem flytja manninn hvort viðkomandi sé í handjárnum eða ekki við flutning.\nVar þetta rétt mat? Allavegana er það þannig að maðurinn slapp. Við ætlum í framhaldinu að skoða alla verkferla í tengslum við framkvæmd á flutningi á gæsluföngum og refsiföngum í dóm. Klárlega ætlum við ekki að láta annan mann sleppa frá okkur.\nEn ef almenna reglan er sú að fólk með ofbeldissögu eigi að vera flutt í járnum en það var ekki gert - var þá ekki verið að fara eftir reglum?\nÞeir lögreglumenn sem flytja hverju sinni meta það hvernig ástandið er á viðkomandi og hvort rétt sé að flytja manninn í handjárnum eða ekki, en almenna reglan er sú með fólk sem er með ofbeldisbrot á bakinu eða mögulega varhugavert fólk er almenna reglan að flytja það í handjárnum til að koma í veg fyrir skaða.\nOg það er ekki farið eftir þessari reglu? Það er matið þarna greinilega.\n","summary":"Endurskoða á reglur um fangaflutning eftir að Gabríel Douane Boama strauk úr haldi lögreglu í síðustu viku. Hann var ekki í handjárnum þótt að verklagsreglur kveði á um það."} {"year":"2022","id":"100","intro":"Nokkur batamerki er að sjá á rekstri færeyska flugfélagsins Atlantic Airways og alþjóðaflugvallarins í Vogum eftir nokkur erfið ár. Halli á rekstri flugfélagsins minnkaði mjög milli áranna 2020 og 2021.","main":"Halli af almennum rekstri Atlantic Airways eftir skatta nam tíu milljónum danskra króna á seinasta ári eða jafngildi tæpra 188 milljóna íslenskra króna. Hallinn var tífalt það árið 2020 eða 105 milljónir danskra króna.\nÞeim fjölgaði talsvert sem keyptu sér far með flugfélaginu árið 2021 frá árinu áður eða um 52 þúsund og því horfir stjórn þess björtum augum til framtíðar.\nNiels Mortensen stjórnarformaður Atlantic Airways segist sjá eftirspurnina aukast þrátt fyrir hækkandi eldsneytisverð og óvissu bæði vegna innrásar Rússa í Úkraínu og í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.\nVið teljum að dragi verulega úr áhrifum COVID-19 eftir því sem líður á árið, segir Mortensen sem telur að fjöldi farþega verði orðinn svipaður og fyrir faraldur, um mitt árið.\nÁ seinasta ári flugu 201 þúsund með Atlantic Airways. Viðlíka bjartsýni gætir hjá stjórnendum alþjóðaflugvallarins en í mars fór um völlinn 83% þess farþegafjölda sem það gerði í sama mánuði árið 2019.\nRegin I. Jakobsen forstjóri flugvallarins álítur að jafnmargir farþegar fari þar um í apríl og 2019. Tap á rekstri Voga-flugvallar 2021 var um 5,6 milljónir danskra króna eftir að skattar höfðu verið greiddir.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"100","intro":"Verkefnastjóri hjá Barnaheillum hvetur fólk til að vera duglegra að tilkynna grun um ofbeldi gegn börnum. Landssöfnun samtakanna hófst í morgun þegar forsetinn Guðni Th. Jóhannesson keypti fyrsta \"ljósið\", lítið vasaljós sem selt er til styrktar árlegu átaki, sem nú er tileinkað baráttunni gegn kynferðisofbeldi á börnum. Því er ætlað að efla vitundarvakningu og fræðslu í forvörnum.","main":"Þetta átak hjálpumst að við að vernda börn er til þess að vekja fólk til umhugsunar um að við erum að vekja fólk til umhugsunar á kynferðisofbeldi á börnum alla daga. Við viljum hjálpa fólki að gera sér grein fyrir því að þetta eigi sér stað vegna þess að flestir geta gert eitthvað.\nSegir Guðrún Helga Bjarnadóttir, verkefnisstjóri Verndara barna. Hún segir að þrátt fyrir að málum sem tengjast ofbeldi gegn börnum hafi fjölgað sé vitneskja fólks orðin meiri.\nVið erum óhræddari við að tilkynna grun. Við vitum líka að við þurfum ekki að vita allt sem almennur borgari, nágranni, foreldri, vinur eða hver sem er. Þannig að við erum óhræddari við að tilkynna. Fleiri þúsund manns hafa setið námskeið verndara barna á þessum árum og þar með breiðist þekkingin út bæði hvernig við eigum að fyrirbyggja það og hvernig við eigum að bregðast við.\nStafrænt ofbeldi hefur aukist mikið á síðustu árum. Guðrún Helga hvetur fólk til þess að vera þar á varðbergi.\nOg líka bara að vera svolítið með krökkunum í þessu, vera svolítið forvitin og tala um þetta við þau. Ekki vera alltaf að dæma og skamma, frekar að ræða við þau. Þetta geta bæði foreldrar og kennarar gert. Þau eru að gera þetta, við erum að gera okkar besta, langflest. Við getum bara ekki gert allt.\n","summary":"Verkefnastjóri hjá Barnaheillum hvetur fólk til að vera duglegra að tilkynna grun um ofbeldi gegn börnum. Landssöfnun samtakanna hófst í morgun."} {"year":"2022","id":"100","intro":"Rússar hafa lýst yfir vopnahléi við Azovstal stálverksmiðjuna í Maríupol. Þeir segjast ætla að opna leið til að almennir borgarar sem hafast við á verksmiðjusvæðinu geti flúið á brott.","main":"Varnarmálaráðuneytið í Moskvu tilkynnti í dag um vopnahlé við Azovstal stálverksmiðjuna í Maríupol í Úkraínu. Til stendur að flytja á brott almenna borgara sem þar halda til og særða úkraínska hermenn. Rússneski herinn gerði í dag árás á fimm járnbrautarstöðvar í mið- og vesturhluta Úkraínu.\nRússar hafa nokkrum sinnum tilkynnt að þeir hafi brotið úkraínska varnarliðið í Azovstal á bak aftur, en stjórnvöld í Kænugarði hafa jafnan borið það til baka. Innrásarliðið hefur borgina Maríupol að mestu leyti á valdi sínu, en á enn eftir að ná stálverksmiðjusvæðinu. Barist hefur verið um það vikum saman. Á svæðinu eru nokkur hundruð almennir borgarar, aðallega konur og börn. Talið er að nokkur hópur hafi verið í verksmiðjunni frá 25. febrúar, degi eftir innrás rússneska hersins í Úkraínu, og að sumir hafi jafnvel ekki séð til sólar svo að vikum skiptir. Vonir standa til að hægt verði að flytja þá á brott í dag.\nÁrásir rússneska hersins halda áfram í dag annars staðar. Sprengjum var varpað í dag á fimm járnbrautarstöðvar í mið- og vesturhluta Úkraínu. Upplýsingar um manntjón liggja enn ekki fyrir.\nUtanríkis- og varnarmálaráðherrar Bandaríkjanna hittu Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta að máli í Kænugarði í gærkvöld. Þeir tilkynntu að sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu snúi til baka frá Póllandi áður en langt um líður. Einnig greindu þeir frá 713 milljóna dollara fjárstuðningi Bandaríkjastjórnar til Úkraínu og fimmtán ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum hernaðarstuðning.\n","summary":"Rússar hafa lýst yfir vopnahléi við Azovstal stálverksmiðjuna í Maríupol. Þeir segjast ætla að opna leið til að almennir borgarar sem hafast þar við geti flúið á brott. "} {"year":"2022","id":"100","intro":"Spenna var í leik Tindastóls og Njarðvíkur í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Tvíframlengja varð leikinn.","main":"Þetta var annar leikur liðanna í undanúrslitum, en Tindastóll vann þann fyrsta í Njarðvík. Lengi vel leit út fyrir að Njarðvík myndi landa sigrinum í gærkvöldi og voru þeir með 18 stiga forskot fyrir lokafjórðunginn. Tindastóll átti hins vegar magnaða endurkomu og skoraði 40 stig gegn 22 í lokafjórðungnum og jafnaði metin og við tók framlenging. Hvort lið skoraði 9 stig í framlengingunni og aftur var framlengt. Þar voru það Stólarnir sem voru mun sterkari og þeir unnu að lokum 9 stiga sigur, 116-107. Tindastóll er því 2-0 yfir í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Næsti leikur liðanna er í Njarðvík á miðvikudagskvöld. Það er nóg að gera hjá körfuboltaliðum Njarðvíkur því í kvöld er þriðji úrslitaleikur Njarðvíkur og Hauka um Íslandsmeistaratitil kvenna. Leikið er að Ásvöllum og er staðan í einvígi liðanna 1-1.\nTvö lið voru send í sumarfrí í úrslitakeppni karla í handbolta. Valur vann Fram í 8-liða úrslitum 36-31 og vann einvígi liðanna 2-0. Hið sama gerði ÍBV gegn Stjörnunni. ÍBV vann annan leik liðanna í Garðabæ í gær, 36-27, og einvígið 2-0. Í kvöld mætast svo KA og Haukar á Akureyri og Selfoss og FH á Selfossi. KA er 1-0 yfir gegn Haukum og Selfoss leiðir 1-0 gegn FH, og geta bæði lið komast áfram í undanúrslit með sigri í kvöld.\nÓvænt úrslit urðu í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld, en tveir leikir voru í annarri umferð mótsins í gærkvöldi. ÍA lagði Íslands- og bikarmeistara Víkings að velli örugglega, með þremur mörkum gegn engu. Þá vann Valur Keflavík 1-0. Fyrr í gær vann Stjarnan Leikni 3-0 og KA vann ÍBV með sömu markatölu. Valur og KA eru bæði með 6 stig eftir tvo leiki en í kvöld mætast FH og Fram, sem töpuðu bæði í fyrstu umferð, og KR og Breiðablik, sem bæði unnu leiki sína í fyrstu umferð.\nÚrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitil kvenna í blaki hófst svo í gær. Þar mætast KA og Afturelding og vann KA örugglega á heimavelli sínum, 3-0. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari og er næsti leikur annað kvöld í Mosfellsbæ.\n","summary":"Tindastóll er kominn í góða stöðu í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta eftir sigur á Njarðvík í tvíframlengdum leik á Sauðárkróki í gærkvöldi."} {"year":"2022","id":"100","intro":"Óvenjumargir létust á fyrstu þremur mánuðum ársins, 150 fleiri en á sama tíma í fyrra. Sóttvarnalæknir segir að COVID-faraldurinn geti hafa haft þar áhrif.","main":"760 létust í janúar, febrúar og mars, samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Ekki hafa jafn margir látist á einum ársfjórðungi frá því að Hagstofan byrjaði að birta tölur um andlát árið 2010. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að skoða þurfi fjölgun dauðsfalla í samhengi við dánartölur síðustu ára. Embættið fylgist vel með dánartölum, við þá skoðun hafi komið í ljós að andlátum fjölgaði í marsmánuði meðal fólks hjá einstaklingum 70 ára og eldri en ekki í febrúar.\ní þessari ómíkron bylgju sem við höfum séð núna á þessu ári og sérstaklega í febrúar og mars. Að þá eins og við höfum áður verið að benda á þá virðist covid hafa verið meðvirkandi þáttur í andláti hjá mjög mörgum eldri borgurum og fólki sem er með undirliggjandi sjúkdóma en þar virðist covid vera meðvirkandi þáttur.\nÞórólfur segir erfitt að segja til um covid-andlát aðeins út frá þessum tölum en að áhugavert sé að sjá að um mitt ár 2020 og í byrjun og lok árs 2021 hafi verið óvenjufá dauðsföll meðal sjötíu ára og eldri.\nMér finnst mjög líklegt að þær aðgerðir sem við vorum með í gangi 2020 og 2021 hafi verndað okkar aldurshóp töluvert vel.\n","summary":"Sóttvarnalæknir segir að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar geti hafa haft áhrif á fjölgun andláta á fyrsta ársfjórðungi. 760 létust á fyrstu þremur mánuðum ársins, sem er fjórðungi meira en í fyrra."} {"year":"2022","id":"100","intro":"Göngugatan í miðbæ Akureyrar hefur ekki staðið undir nafni síðustu ár, þar sem hún hefur ekki verið lokuð fyrir bílaumferð, nema á dagtíma yfir hásumarið. Akureyrarbær vinnur að endurskoðun lokananna og óskaði eftir athugasemdum frá íbúum og hagsmunaaðilum. Aðeins tvær athugasemdir bárust.","main":"Skipulagsráð Akureyrarbæjar vinnur að breytingum á reglum um lokanir gatna í miðbænum. Fyrsti áfangi þeirrar vinnu eru tillögur að aukinni lokun þess hluta Hafnarstrætis sem kallast göngugata. Síðustu sumur hefur gatan verið lokuð fyrir bílaumferð yfir hádaginn um helgar í júní og ágúst og alla daga í júlí á milli ellefu til nítján.\nÓskað var eftir viðbrögðum hagsmunaaðila og íbúa hvort halda ætti lokunum óbreyttum eða hvort loka ætti fyrir bílaumferð alla daga í júní, júlí og ágúst. Ekki var boðið upp á þann valkost að loka göngugötunni alfarið fyrir bílaumferð. Lokað hefur verið fyrir athugasemdir en samkvæmt upplýsingum frá skipulagssviði bárust einungis tvær. Málið verður tekið fyrir í skipulagsráði í næstu viku og síðan í bæjarstjórn sem tekur lokaákvörðun um málið.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"100","intro":"Heillaóskum hefur rignt yfir Emmanuel Macron Frakklandsforseta eftir að hann náði endurkjöri í kosningunum í gær. Senn hefst önnur barátta hans, fyrir að halda meirihluta á franska þinginu.","main":"Emmanuel Macron Frakklandsforseti vann stærri sigur yfir Marine Le Pen í forsetakosningunum í gær en búist hafði verið við. Hann heitir því að sameina þjóðina, en sundrung hefur verið mikil undanfarin ár. Næsta verkefni Macrons verður að tryggja sér meirihlutafylgi á þinginu í kosningum í júní.\nÞjóðaleiðtogar kepptust við að óska Macron til hamingju þegar fyrir lá að hann hefði verið endurkjörinn með 58,55 prósentum atkvæða á móti 41,45 prósenta fylgi Le Pen, sem er meiri munur en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna. Þetta er í fyrsta sinn í tuttugu ár sem sitjandi forseti nær endurkjöri í Frakklandi.\nMacron var hinn kátasti þegar hann flutti sigurræðu í gærkvöld og lofaði að sameina sundraða þjóð. Innan skamms þarf hann þó að berjast fyrir góðum úrslitum í frönsku þingkosningunum. Í júní verður kosið um alla þingmenn á þinginu, 577 talsins. Miklu máli þykir skipta að forsetinn njóti stuðning þingsins til að koma fram stefnumálum sínum. Flokkur hans hefur 267 þingsæti, en við blasir erfið barátta við að halda meirihlutanum, að sögn franskra stjórnmálaskýrenda. Tvær skoðanakannanir sem birtust í gærkvöld eftir að úrslit forsetakosninganna lágu fyrir sýna að tveir þriðju hlutar franskra kjósenda eru á því að flokkur forsetans eigi ekki að vera í meirihluta á þingi næstu fimm árin.\n","summary":"Heillaóskum hefur rignt yfir Emmanuel Macron Frakklandsforseta eftir að hann náði endurkjöri í kosningunum í gær. Senn hefst önnur barátta hans, fyrir að halda meirihluta á franska þinginu. "} {"year":"2022","id":"100","intro":"Formaður Landssambands kúabænda furðar sig á því að hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu fullyrði að okrað sé á neytendum með verðhækkunum á innlendum matvörum. Launahækkanir og hækkun á aðföngum skýri þrettán prósenta hækkun á mjólkurverði á síðustu tveimur árum.","main":"Formaður Landssambands kúabænda segir ekki í lagi að hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu fullyrði að okrað sé á neytendum með verðhækkunum á innlendri matvöru. Dýrt sé að framleiða matvöru á Íslandi.\nAuður Alfa Ólafsdóttir, hagfræðingur sem sér um verðlagseftirlit Alþýðusambandsins, gagnrýndi í fréttum RÚV í gær mikla verðhækkun á matvöru. Hækkunin nemur rúmum fjórum prósentum á hálfu ári. Fram kemur í tölum sem Alþýðusambandið lét fréttastofu í té, að mjólk, ostar og egg hafa hækkað um tæp þrettán prósent á tveimur árum, meira en vísitala neysluverðs. Á síðustu níu árum nemur hækkunin rúmum fjörutíu og sex prósentum. Herdís Magna Gunnarsdóttir, formaður Landssambands kúabænda og fulltrúi í verðlagsnefnd búvara, segir margt útskýra verðhækkun búvara.\nStór hluti af verði á matvælum á Íslandi tengist meðal annars launakjörum starfsfólks. Laun á Íslandi hafa hækkað mikið síðustu ár. Það hefur auðvitað áhrif bæði á rekstrarkostnað fyrirtækja í landbúnaði og rekstrarkostnað bænda. Dýralæknar, mjólkurbílstjórar og við getum talið upp. Öll þjónusta við bændur hefur hækkað. Við finnum fyrir því í okkar rekstri og einnig okkar afurðarstöðvar. Það er ákveðið dýrt að framleiða matvöru á Íslandi. Við erum háð innflutningi á ákveðnum aðföngum. Það er eins og olía, áburður og fleira. Flutningskostnaður hefur verið að fara mikið upp.\nAuður Alfa sagði jafnframt í fréttinni í gær að íslensk fyrirtæki okri á almenningi. Matvælaverð hækki bara en lækki ekki.\nÉg skil ekki hvaðan þetta er koma. Mér finnst ekki í lagi að segja svona. Ég verð bara að segja það að mér finnst undarlegt að fá svona skilaboð frá ASÍ að bændur eigi að taka á sig skerðingu. Við upplifum alla vega ekki að það sé verið að okra á neytendum.\n","summary":"Formaður Landssambands kúabænda furðar sig á því að hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu fullyrði að okrað sé á neytendum með verðhækkunum á innlendum matvörum. Launahækkanir og hækkun á aðföngum skýri þrettán prósenta hækkun á mjólkurverði á síðustu tveimur árum. "} {"year":"2022","id":"101","intro":"Að minnsta kosti átta létust í árásum rússneska hersins á hafnarborgina Odesa í gær. Forseti Úkraínu segir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna sé á leið til Kænugarðs, bandarísk stjórnvöld hafa ekki staðfest það. Tveir mánuðir eru í dag frá því að Vladímír Pútín skipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu.","main":"Mánuðum saman höfðu rússneskar hersveitir dvalið við landamæri Úkraínu og ráðamenn á Vesturlöndum vöruðu ítrekað við yfirvofandi innrás. Það var svo að morgni 24. febrúar sem líf íbúa Úkraínu umturnaðist í einni svipan.\nRússar réðust inn í landið úr norðri, austri og suðri. Alþjóðasamfélagið fordæmdi innrásina og rússneskt stjórnvöld hafa verið beitt hörðum refsiaðgerðum. Afleiðingarnar af þessu hernaðarbrölti eru skelfilegar. Evrópa stendur frammi fyrir stærsta flóttamannavanda frá því í seinna stríði, meira en fimm milljónir Úkraínumanna hafa flúið land og um fjórðungur þessarar 44 milljóna þjóðar hefur neyðst til að flýja heimili sín. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að um 2500 almennir borgarar hafi verið drepnir í stríðinu, þar af nærri þrjú hundruð börn.\nStaðfest er að minnst átta hafi látist í árásum Rússa á hafnarborgina Odesa í gær. Um hundrað þúsund eru enn föst í borginni Mariupol, sem Rússar hafa setið um frá því innrásin hófst.\nOg mitt í öllum þessum hörmungum fer nú fram páskahátíð réttrúnaðarkirkunnar sem meirihluti íbúa Úkraínu aðhyllist. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir að Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sé væntanlegur til Kænugarðs í dag ásamt Lloyd Austin varnarmálaráðherra. Bandarísk yfirvöld hafa ekki enn staðfest þá heimsókn.\n","summary":"Átta hið minnsta létust í loftárásum Rússa á úkraínsku borgina Odesa í gær. Í dag eru tveir mánuðir frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. "} {"year":"2022","id":"101","intro":"Stjórnmálafræðingur segir að sú gagnrýni sem komið hefur fram vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka muni reyna enn frekar á stjórnarsamstarfið. Ríkisstjórnin sé nú stödd í miðjum hvirfilbyl og að lítið þurfi til að slitni upp úr.","main":"Ríkisstjórnin hefur sætt harðri gagnrýni fyrir söluna á Íslandsbanka og mótmæli verið haldin nær vikulega, síðast í gær þegar fjöldi fólks kom saman á Austurvelli og krafðist þess að sölu yrði rift og að ríkisstjórnin færi frá völdum. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir að flækjustigið við að rifta sölunni sé töluvert en að augljóst sé að titrings gæti á stjórnarheimilinu.\nRíkisstjórnin hefur nokkuð skyndilega lent í einhvers konar hvirfilbyl sem skekur hana all nokkuð að því er virðist. Manni virðist sem það sé orðið nokkuð útbreidd skoðun í íslensku þjóðfélagi að það hafi verið verulegar brotalamir í þessu útboði Íslandsbanka og það mál er einfaldlega þannig að það getur hæglega klofið pólitíska afstöðu milli stjórnarflokkanna\nStaðan sé einna erfiðust fyrir bakland Vinstri grænna enda hefði sá flokkur undir öðrum kringumstæðum gagnrýnt söluna harðlega.\nÞegar mótmæli gerast svona útbreidd eins og við höfum orðið vitni að að þá verður þetta mál pólitískt erfiðast fyrir vinstri græna og af þeim sökum nötrar ríkisstjórnarborðið.\nÓvíst sé hversu mikið meira ríkisstjórnin þoli.\nÍ ruaninni er þetta í fyrsta sinn sem við sjáum einhvers konar brotsjó ganga yfir stjór nina. Og hvort að fleyið sigli í gegnum ólgusjóinn vitum vð auðvitað ekki enn þá en mér synikr þetta edkki endilea þannnig gjörningaveður að það sökkvi fleyinu þegar upp er staðið.\n","summary":"Stjórnmálafræðingur segir að ríkisstjórnin sé stödd í miðjum hvirfilbyl út af Íslandsbankamálinu og að lítið þurfi til að upp úr slitni. "} {"year":"2022","id":"101","intro":"Fuglaflensa greindist í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni. Sérfræðingur hjá Matvælastofnun segir að þetta þurfi ekki að þýða að hún verði útbreidd á meðal alifugla.","main":"Það þarf ekkert að vera ef góðar smitvarnir eru viðhafðar\nSegir Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Fuglaflensa greindist í fleiri villtum fuglum í vikunni. Ljóst er að veiran er nú orðin útbreidd í villtum fuglum hér á landi og smithætta há en fuglaflensuveirur af gerðinni H5 greindust í átta sýnum af fimmtán sem tekin voru úr villtum fuglum í vikunni víðs vegar um landið.\nÞað sem verður líka að gera sér grein fyrir er að við erum núna eins og er að vakta fuglaflensu í villtum fuglum sem veikast af veruni og drepast. Það eru fjölmargar fuglategundir sem geta borið veiruna með sér án þess að veikjast, sem eru heilbrigðir smitberar.\nÞetta verði fuglaeigendur að hafa í huga, smithættan frá villtum fuglum sé mjög mikil þessa stundina. Komi smit upp hjá alifuglahópi þarf að grípa inn sem allra fyrst með aflífun til að hindra frekari útbreiðslu. Brigitte segir Matvælastofnun binda vonir við að á að þetta verði ekki skæður faraldur hérlendis.\nVið vonum það ekki af því við erum sem betur fer á strjábýlu landi og yfirleitt eru alifuglabúin ekki þétt saman. Við teljum allavega að hér hjá okkur á íslandi að mestar líkur á smiti í alifuglabúum er frá villtum fuglum.\n","summary":"Fuglaflensa er orðin útbreidd meðal villtra fugla hér á landi en hún greindist víðs vegar um landið í vikunni. Matvælastofnun vonar að veiran verði ekki skæð í alifuglum. "} {"year":"2022","id":"101","intro":"Leigubílstjórar á Akureyri hafa frest til 1. október til að fjarlæga hús sitt við Strandgötu sem hýst hefur starfsemina í 60 ár. Framkvæmdastjóri Bifreiðastöðvar Oddeyrar segir súrt að þurfa að rífa húsið á eigin kostnað.","main":"Hús bifreiðastöðvar Oddeyrar á Akureyri, sem var reist fyrir rúmum 60 árum þarf að víkja fyrir 1. október á þessu ári vegna breytinga á deiliskipulagi. Margrét Elísabet Imsland, framkvæmdastjóri BSO segir enga lausn í sjónmáli en vonar að húsnæði finnist í miðbænum.\nVið þurfum að rífa eignina okkar á okkar kostnað þannig að við förum alltaf héðan með tapi og við erum náttúrlega ekki sátt við það.\n-Hvernig stendur á því, þið eigið þetta hús, af hverju eigið þið að gera það?\nÞegar samningar voru gerðir hérna 1960 og eitthvað, man ekki alveg hvenær. Þá var þetta gert til bráðabirgða með 6 mánaða uppsagnafresti og síðan eru liðin mörg ár og þetta eru bara skilyrðin sem Akureyrarbær setur núna, að við rífum þetta á okkar kostnað.\n-En þið viljið vera einhvers staðar hérna í miðbænum með ykkar næstu aðstöðu?-\nJú við viljum vera þar sem fólk getur haldið í sína rútínu. En drauma aðstaða er þar sem allir væru saman, strætó, utanbæjarstrætó, leigubílar og allir en við megum samt ekki vera einhvers staðar út úr bænum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"101","intro":"Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í sögu Rússlands, óttast að stríðið í Úkraínu verði langvinnt. Hann var gestur í Silfrinu í morgun.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"101","intro":"Maður ættaður frá Norður-Afríkuríkinu Márítaníu hyggst höfða mál gegn ríkisstjórn Kanada. Ástæða málssóknarinnar er meintur þáttur Kanada í því að manninum var haldið föngnum í Guantanamo-fangelsinu í fjórtán ár án dóms og laga.","main":"Mohamedou Ould Slahi heldur því fram að kanadísk stjórnvöld hafi lagt fram svikin gögn varðandi athæfi hans þegar hann bjó í Montreal árið 1999. Þau gögn hafi leitt til handtöku og fangelsunar í Guantanamo. Í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001 kviknaði grunur um að Slahi ætti þátt í skipulagningu misheppnaðrar fyrirætlunar um að gera sprengjuárás á Los Angeles árið 1999. Hann var handtekinn 2001 í Márítaníu og sat í fangelsi í Jórdaníu uns hann var fluttur til Guantanamo árið eftir. Slahi var látinn laus árið 2016. Slahi krefst 28 milljóna bandaríkjadala í bætur en hann segist hafa mátt þola barsmíðar í fangavistinni og kynferðislegar árásir, hann hafi verið sviptur svefni og fengið líflátshótanir svo dæmi séu tekin. Lögmenn Slahis segja að fangavistin og pyntingarnar hafi dregist á langinn vegna játninga sem kanadísk yfirvöld hafi þvingað fram.\nÁ seinasta ári var kvikmyndin The Mauritanian frumsýnd en hún byggir á minningum Slahis. Franski leikarinn Tahar Rahim túlkar Slahi en Jodie Foster og Benedict Cumberbatch eru meðal leikenda. Foster fékk Golden Globe-verðlaun fyrir hlutverk sitt í myndinni sem skoski leikstjórinn Kevin Macdonald leikstýrði.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"101","intro":"Hugmyndir eru uppi um að leyfa flóttafólki frá Úkraínu að búa í húsnæði gamla alþýðuskólans á Eiðum sem nú stendur tómt. Félagsmálaráðuneytið á eftir að taka afstöðu til málsins en Einar Ben Þorsteinsson, einn eigenda staðarins, telur að þar gæti orðið til lítið samfélag Úkraínumanna á flótta.","main":"Þetta er bara mál sem við ræddum og kom líka til tals út stjórnsýslunni. Okkur bara rann blóðið til skyldunnar að bjóðaþennan stað því þarna eru innviðir á lausu sem er sannarlega hægt að nýta til mannúðar starfsemi. (Og á hvaða hátt henta Eiðar vel til þess arna?) Þarna erum við með heimavistir sem voru áður í notkun þegar skólastarfsemi átti sér þarna stað. Einnig erum við með sali og skólaaðstoðu og jafnvel leikskólaaðstöðu. Íþróttasal, sundlaug, handverkshús í ýmislegt sem passar til að búa til lítið samfélag. Það væri hægt að þjónusta þetta fólk vel við þessar aðstæður.\n","summary":"Hugmyndir eru uppi um að leyfa flóttafólki frá Úkraínu að búa í húsnæði gamla alþýðuskólans á Eiðum. Eigendur staðarins,og bæjaryfirvöld í Múlaþingi, ætla að ræða við Félagsmálaráðuneytið um hvort staðurinn komi til greina. "} {"year":"2022","id":"101","intro":"Íslenska karlalandsliðið í íshokkí vann Belgíu í lokaleik liðanna í B-riðli Annarrar? deildar Heimsmeistaramótsins í íshokkí í gær. Ísland vann alla fjóra leiki sína og kemst því upp úr riðlinum.","main":"Leikur Íslands og Belgíu fór rólega af stað og staðan var enn 0-0 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta komust Belgar í forystu. Ísland gerði hins vegar næstu tvö mörk og staðan því 2-1 íslenska liðinu í vil fyrir þriðja og síðasta leikhlutann. Axel Orogan gerði hins vegar þriðja mark Íslands þegar fimm mínútur lifðu leiks 3-1. Belgum tókst að laga stöðuna í 3-2 en það urðu lokatölur. Ísland endar því riðilinn með með fullt hús stiga og markatöluna 25-7 eftir glæsilega frammistöðu á heimavelli, og fer upp í A-riðil 2. deildar.\nValur lagði ríkjandi Íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn að velli, í öðrum leik undanúrslitaeinvígis úrvaldeildar karla í körfubolta, í gærkvöld 87-75. Valsarar eru því komnir í 2-0 í einvíginu og þurfa að vinna einn leik til viðbótar til að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu.\nBayern Munchen er Þýskalandsmeistari í fótbolta karla. Bæjarar unnu Dortmund 3-1 í toppslag í gærkvöld. Þar með varð það ljóst að Dortmund myndi ekki ná Bayern að stigum þegar þrjár umferðir eru eftir. Bæjarar eru Þýskalandsmeistarar tíunda árið í röð, og í þrítugasta skipti í heildina. Þá tryggði Paris Sant Germain sér franska meistatitilinn í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Lens. PSG er því Frakklandsmeistari þegar fimm umferðir eru eftir. Þetta er í níunda skiptið sem liðið vinnur titilinn.\nÖnnur umferð Bestu deildar karla í fótbolta fer af stað í dag með fjórum leikjum. Íslandsmeistarar Víkings fara á Akranes þar sem þeir mæta ÍA. Leiknir fær Stjörnuna í heimsókn og KA-menn fara til Vestmannaeyja og mæta þar heimamönnum í ÍBV. Í lokaleik dagsins fær Keflavík Val í heimsókn.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"102","intro":"Lögregla í Færeyjum hefur bannað notkun rafhlaupahjóla. Börn og unglingar hafa notað hjólin en það er stranglega bannað. Því hafa öll slík farartæki verið fjarlægð af götum höfuðstaðarins.","main":"Alls voru fimmtíu rafhlaupahjól aðgengileg í Þórshöfn á miðvikudag en sextán klukkustundum síðar voru þau öll horfin. Ebenezer Ásgeirsson sem rekur Hopp-hjólaleigu í Þórshöfn segir í samtali við Kringvarpið færeyska að lögregla hafi skipað honum að fjarlægja öll hjól ella gætu allir sem þau nota fengið þúsund danskra króna sekt. \u001eVitaskuld vil ég ekki að notendur verði sektaðir og fjarlægði því öll hjólin, segir Ebenezer. Michael Boolsen lögreglustjóri segir augljóst að umferðarreglur - og lög séu brotin þar sem börn undir lögaldri bruni um á rafhlaupahjólum.\nLögregla bendir á hættuna sem rafhlaupahjólum getur fylgt og varar við yfirvofandi sektum. Ebenezer segir það vonbrigði hve mörg börn noti hjólin þar sem skýrt er tekið fram í smáforriti leigunnar að notendur þurfi að hafa náð 18 ára aldri.\nÞrátt fyrir að hafa fjarlægt hjólin ætlar hann að berjast fyrir því að hjólin verði leyfð til notkunar fyrir þá sem teljast hæfir til að aka þeim.\nÉg samþykki ekkert þessa ákvörðun og hef farið með málið fyrir rétt. Ég hika ekki við að gera það aftur ef ég þarf, segir Ebenezer.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"102","intro":"Á sjötta tug manns unnu að því í gær að hífa flugvélina sem fórst í Þingvallavatni í febrúar af botni vatnsins. Vinna er nú lögð í að ná gögnum úr raftækjum sem fundust í vélinni.","main":"Mikil áhersla var lögð á að varðveita sönnunargögn og gekk aðgerðin vonum framar. Vélin var lítið skemmd þegar hún kom upp úr vatninu á níunda tímanum í gær. Flakið var skoðað á vettvangi af rannsóknarnefnd samgönguslysa áður en það var flutt í rannsóknarskýli í Reykjavík. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa, segir ástand flaksins renna stoðum undir kenningar þeirra um hvað hafi gerst.\nÞað gefur okkur svona ákveðnar vísbendingar en við þurfum samt að skoða vélina betur og ýtarlegar því þetta er þannig að ein vísbending ein og sér gefur ekki nægar upplýsingar heldur þarf að skoða þetta með tilliti til annarra og það er vinna sem við forum í núna í framhaldingu.\nHafdís: Finnst ykkur þið hafa góða sýn á það hvað getur hafa gerst þegar þið eruð komin með flakið í hendurnar?\nÞað sem gæti hafa gerst hefur þrengst umtalsvert án þess að ég vilji á þessu stigi tjá mig nánar um það.\nHafdís: Voru persónulegir munir um borð?\nJú það voru persónulegir munir sem við fundum um borð. Það þarf að höndla sérstaklega. til að reyna að vernda þau. Þau voru fjarlægð úr vélinni undir yfirborðinu og sett í sérstök ílát og haldið áfram í vatni. Þessir munir eru svo teknir. Þessi raftæki eru svo tekin og þau verða höndluð sérstaklega með því markmiði að reyna að ná úr þeim gögnum\nHafdís: Eru einhver merki um að hún hafi brotlent?\nÉg er á þessu stigi ekki tilbúin að tjá mig um það.\nRagnar segir ekki hægt að gefa upp hvenær niðurstöður rannsóknarinnar gæti legið fyrir.\n","summary":"Rannsóknarnefnd samgönguslysa vinnur nú að því að ná gögnum úr tækjum flugvélarinnar sem var hífð upp úr Þingvallavatni í gær. Vélin hefur verið flutt til Reykjavíkur til frekari rannsóknar. "} {"year":"2022","id":"102","intro":"Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, telur að mikilvægt sé að endurskoða sýn okkar og viðbrögð við fordómum og hatursorðræðu í ljósi nýliðna atburða. Fræðsla sé afar mikilvæg í því samhengi.","main":"Lenya Rún var meðal gesta í Vikulokunum í dag. Þar ræddi hún meðal annars ummæli Sigurðar Inga innviðaráðherra á búnaðarþingi á dögunum, vinnubrögð Lögreglunnar í leitinni að Gabríel Duane Boama, og ekki síst viðbrögðin við viðtali kjarnans við hana sjálfa sem ritstjórn miðilsins ákvað að fjarlægja vegna hatursfullrar umræðu í kommentakerfum.\nÞað er staðreynd að fordómar eru alls staðar. Alveg sama hvernig fordómar þetta eru. Hvort þetta séu kynþáttafordómar eða fordómar gegn hinseginfólki. Við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki og þess vegna skiptir fræðslan svona ótrúlega miklu mái. En hvað ráðamenn varðar þá væri ég til í að sjá ríkisstjórnina leggja til aðgerðapakka þegar kemur að hatursorðræðu og kynþáttafordómum og fordómum af alls kyns tagi. Setja meira fjármagn í lögregluna og fræða þau og svo líka setja hatrusglæpa og hatursorðræðudeild á laggirnar hjá lögreglunni svo þetta sé ekki bara ein mannsenskja sem er að sjá um þetta sem hliðarverkefni. Það þarf að leggja púður í þetta.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"102","intro":"Maður frá borginni Maríupol, sem er búsettur hér á landi, heyrði ekki frá systur sinni í 56 daga, en hún varð innlyksa í borginni. Það breyttist á miðvikudag, sama dag og móðir hans og önnur systir, höfðu farið á fund hjá sjálfum Frans páfa í Vatíkaninu.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"102","intro":"Þrír leikvangar eru inni í myndinni í umræðum um nýjan þjóðarleikvang. Fyrir innanhússíþróttir, knattspyrnu og frjálsar íþróttir. Höfuðborgin er fyrsti kostur en önnur sveitarfélög koma til greina.","main":"Íþróttahreyfingin hefur lagt áherslu á að fyrsti valkostur fyrir þjóðarleikvang verði í Reykjavík. Því hafa fulltrúar ríkisstjórnarinnar verið í viðræðum við Reykjavíkurborg til að ná utan um verkefnið í sameiningu að sögn Ásmundar Einars Daðasonar mennta- og barnamálaráðherra\nÞetta er auðvitað mikil fjárfesting. Það þarf að ræða kostnaðarskiptingu. Hvað menn sjá fyrir sér að nýta þessi mannvirki af beggja hálfu bæði gagnvart afreksíþróttunum sem er ríkið, sveitarfélögin gagnvart öðrum þáttum Þetta samtal hefur verið í gangi vonandi er að komast lending í það.\nþað liggur fyrir að við ætlum okkur í þetta verkefni og við ætlum okkur í þjóðarleikvangaverkefnin\nGangi samningar við Reykjavíkurborg ekki eru aðrir valkostir að mati Ásmundar Einars. Fleiri sveitarfélög hafi líst áhuga á verkefninu.\nÞað eru fjölmörg sveitarfélög sem hafa sýnt þessu áhuga en ég hef enga ástæðu til að ætla að við getum ekki náð saman við Reykjavíkurborg fyrr en að búið er að láta reyna algjörlega á það.\nÉg hefði séð fyrir mér að við gætum farið ansi langt með innihöll á kjörtímabilinu. Þjóðarleikvangurinn er svona stærra verkefni en öll þessi verkefni ætlum við okkur að koma af stað á kjörtímabilinu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"102","intro":"Þrátt fyrir aukin hernaðarumsvif í austurhluta Úkraínu hefur rússneska hernum ekki orðið mikið ágengt síðasta sólarhringinn, samkvæmt gögnum frá bresku leyniþjónustunni. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna ætlar til fundar við forseta Rússlands og Úkraínu í næstu viku til þess að reyna að koma á friði.","main":"Á morgun er Páskahátíð Rétttrúnaðarkirkjunnar sem haldin er hátíðleg bæði í Rússlandi og Úkraínu. Fyrir helgi hófust viðræður um vopnahlé yfir Páskana en vonir hafa dvínað mjög eftir að viðræður þess efnis runnu út í sandinn. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ætlar að fara á fund forseta Rússlands og Úkraínu í næstu viku. Markmiðið er að leita leiða til þess að koma á friðið. Guterres ætlar að ræða við Vladimír Pútín á þriðjudag og á fimmtudag heldur hann til Kænugarðs til fundar við Volodymyr Zelensky.\nBreska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í morgun. Þar kemur fram að rússneskum hersveitum hafi ekki orðið mikið ágengt síðasta sólarhringinn þrátt fyrir aukin umsvif. Gagnárásir Úkraínuhers komi í veg fyrir fyrir það. Þá sé enn barist í borginni Mariupol eftir margra vikna umsátur rússneska hersins.\nIryna Venediktova, ríkissaksóknari Úkraínu, er með þúsundir sakamála á sínu borði tengd meintum stríðsglæpum innrásarliði Rússa. Venediktova segir að hernaðaráætlanir Rússa í Úkraínu séu ekki nýjar af nálinni.\n\"So we see the same strategy in other countries, actually when they come to cities and when cities don't want to capitulate, they have Plan A: cities should capitulate. If cities wasn't capitulated it means that Plan B\"\nHún segir að fyrst reyni Rússar að fá varnarliðið til þess að gefast. Ef það gangi ekki upp sé gripið til annara ráða.\n\"To scare this population to the maximum. Kill, rape, torture and other and other brutal things. It is strategy of war.\"\nVenediktova segir að þá sé næsta skref að ógna almennum borgurum til hins ítrasta. Skipulögð morð, nauðganir og önnur grimmdarverk séu hluti af hernaðaráætlunum Rússa.\n","summary":"Gögn frá bresku leyniþjónustunni benda til þess að Rússneska hernum hafi ekki orðið mikið ágengt síðasta sólarhringinn - þrátt fyrir aukin herafla í austurhluta Úkraínu. Maður frá borginni Maríupol, sem er búsettur hér á landi, heyrði ekki frá systur sinni í 56 daga eftir að Rússar umkringdu borgina. "} {"year":"2022","id":"102","intro":"Leit að Svanhvíti Harðardóttur hefst á ný í dag. Verið er að fara yfir vísbendingar og ræða við aðstandendur til að ákvarða hvar leitað verður.","main":"Ekkert hefur spurst til Svanhvítar síðan um hádegisbil á miðvikudag þegar hún fór frá heimili sínu á Völlunum í Hafnarfirði. Elín Agnes Eyde, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að leit verði haldið áfram í dag þegar búið er að ákveða hvar sé best að byrja. Engar haldbærar vísbendingar hafa borist um ferðir Svanhvítar og því sé erfitt að ákveða hvar best sé að hefja leit en mikil rannsóknarvinna er í gangi. Björgunarsveitin er tilbúin og bíður fyrirmæla lögreglunnar. Rúmlega hundruð björgunarsveitarmenn og þyrla landhelgisgæslunnar leituðu um allan Hafnarfjörð í gær. Gert er ráð fyrir svipuðum fjölda björgunarsveitamanna við leitina í dag.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"102","intro":"Örsmá handskrifuð bók sem geymir ljóð eftir enska nítjándu aldar skáldsagnahöfundinn Charlotte Brontë brontí er nú til sýnis í New York. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur fyrir sjónir almennings í meira en öld.","main":"Handritið er fimmtán blaðsíður, smærra um sig en meðal mannspil og inniheldur tíu óútgefin ljóð eftir Brontë. Hún fæddist árið 1816 og lést 1855 og er þekktust fyrir skáldsöguna Jane Eyre sem er ein sú frægasta meðal enskra bókmenntaverka. Handritið ber ártalið 1829 og er talið það síðasta af rúmlega tuttugu slíkum eftir Brontë sem enn er í einkaeigu. Þessi tiltekna bók var keypt fyrir 520 bandaríkjadali á uppboði í New York árið 1916.\nNú kemur hún aftur fyrir sjónir almennings og býðst til kaups á alþjóðlegri fornbókahátíð i New York fyrir hið minnsta 1,25 milljónir dala. Hátíðin hófst á fimmtudag og stendur yfir helgina. Elizabeth Gaskell reit ævisögu Charlotte Brontë sem út kom 1857 og þar er þessarar litlu bókar getið en ljóð úr henni hafa aldrei verið gefin út. Þær Brontë-systur, Charlotte, Emily og Anne ólust upp í Jórvíkurskíri á Englandi við nokkra einangrun og dunduðu sér við að segja og skrifa sögur. Þegar þær uxu úr grasi skrifuðu þær skáldsögur, iðulega undir karlkyns dulnefnum. Fjölskylda Charlotte varðveitti smáhandritin hennar fram á tíunda áratug 19. aldar en eftir það komust þau í hendur breskra og bandarískra safnara. Meira en öld síðar vekja þau enn áhuga og seljast fyrir háar fjárhæðir.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"102","intro":"Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, segir að ákveðið hafi verið að flýta úttekt á varnar- og öryggismálum Svía. Skýrsla á að vera tilbúin innan tveggja vikna.","main":"Það er fyrst og fremst spurningin um hvort Svíar eigi að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO, sem er til athugunar. Afstaða bæði Finna og Svía gjörbreyttist við innrás Rússa í Úkraínu. Umtalsverður meirihluti Finna vill nú ganga í NATO og í vikunni sýndi ný könnun að í fyrsta sinn er meirihluti Svía er sömu skoðunar. 51% eru fylgjandi NATO-aðild, 24% á móti og 25 prósent taka ekki afstöðu. Stuðningur við NATO-aðild enn meiri í Finnlandi.\nErrki Tuomioja, fyrrverandi utanríkisráðherra Finnlands og núverandi forseti Norðurlandaráðs, bendir á að mikill meirihluti finnskra þingmanna vilji NATO-aðild sem fyrst.\nUmræðurnar í Finnlandi hafa aukið þrýsting á sænsk stjórnvöld segir Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar; fólk vilji vita hver afstaða Svía verði.\nStjórnarandstaðan í Stokkhólmi, sem er hlynnt NATO-aðild, fagnar því að úttekt Svía verði hraðað. Hans Wallmark, talsmaður Moderaterna, hægri-flokksins, segir mestu skipta að Svíar og Finnar séu samstíga.\nMargir fréttaskýrendur gera fastlega ráð fyrir að Finnar sæki um aðild að NATO. Errki Tuomioja telur að Finnar gangi í bandalagið.\nStuðningsmenn inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið vonast til að löndin verði formlega tekin inn á leiðtogafundi NATO í Madrid í lok júní. Krister Bringéus, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í öryggismálum, telur þó að í praxís verði löndin aðilar um leið og Norður-Atlantshafsráðið, sem er helsti vettvangur ákvarðanatöku innan NATO, hafi samþykkt umsókn landanna. Það gerist líklega á innan við viku frá aðildarumsókn.\n","summary":"Svíar hafa ákveðið að hraða undirbúningi mögulegrar NATO aðildar svo þeir verði samstíga Finnum. Skýrsla um málið á að vera tilbúin innan hálfs mánaðar."} {"year":"2022","id":"103","intro":"Sextíu og sjö manns með tengsl við Úkraínu hafa sótt um vernd á Íslandi síðustu sjö daga. Konur eru í meirihluta og fjórðungur hópsins er yngri en átján ára.","main":"Það sem af er ári hafa tólf hundruð sjötíu og fjórir sótt um vernd. Þar af hefur meirihlutinn tengsl við Úkraínu, eða átta hundruð þrjátíu og tveir. Gunnar Hörður Garðarsson er samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra.\nÞar af hafa 67 á síðastliðinni viku komið frá Úkraínu og ellefu síðastliðinn sólarhring og þetta er svona svipuð þróun og við höfum verið að sjá upp á síðkastið. Hvorki aukning né fækkun á umsóknum um vernd. Með fólk með tengsl við Úkraínu. Eigið þið von á að þetta verði svipaðar tölur áfram eða er eitthvað sem getur sagt ykkur hverju má gera ráð fyrir? Eins og staðan er núna á landamærum Úkraínu og flóttann inn til Evrópuríkja þá gerum við enn sem komið er ráð fyrir svipaðri þróun og í síðustu landamæraskýrslu Ríkislögreglustjóra þá gerðum við ráð fyrir sama væntigildi fyrir næstu fjórar vikur Þá getum við áætlað að það komi um 212 manns til landsins til landsins með tengsl við Úkraínu á næstu fjórum vikum.\n","summary":"Tæplega sjötíu manns með tengsl við Úkraínu hafa óskað eftir vernd á Íslandi síðustu sjö daga. Gert er ráð fyrir að um tvö hundruð til viðbótar leiti hingað næstu vikur. "} {"year":"2022","id":"103","intro":"Maður, sem strauk úr haldi lögreglu á þriðjudag, var handtekinn ásamt fimm öðrum ungmennum seint í nótt rétt fyrir utan höfuðborgarsvæðið. Ríkislögreglustjóri ætlar að hitta móður sextán ára pilts sem lögregla hafði afskipti af í tvígang í tengslum við málið.","main":"Gabríels Boama hefur verið leitað frá því hann slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur síðdegis á þriðjudag. Umfangsmikil leit hefur staðið yfir síðan. Lögregla hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa í tvígang handtekið sextán ára pilt sem hún taldi líkjast hinum grunaða. Ríkislögreglustjóri ætlar að hitta móður piltsins í dag. Lögregla hefur verið sökuð um fordóma og þekkingarleysi.\nGabríel á langan sakaferil að baki og var í lok febrúar dæmdur í átján mánaða fangelsi, meðal annars fyrir ofbeldisbrot. Fimm önnur ungmenni voru handtekin undir morgun. Þau eru talin hafa aðstoðað Gabríel við að komast hjá handtöku. Eitt þeirra birti myndband af því sem virðist vera frá handtökunni.\nLögregla hefur ekki viljað tjá sig um málið í dag. Í tilkynningu kemur fram að aðgerðir í gærkvöldi og nótt hafi verið umfangsmiklar. Gerð hafi verið húsleit á nokkrum stöðum og ökutæki stöðvuð og það hafi leitt til handtöku. Ungmennin eru öll í haldi lögreglu.\n","summary":"Strokufangi sem leitað var að var handtekinn í nótt ásamt fimm öðrum. Lögreglan rannsakar hvort honum hafi verið veitt aðstoð við flóttann. "} {"year":"2022","id":"103","intro":"Fyrsta vika utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er að baki. Kosningarnar eru eftir rúmar þrjár vikur, laugardaginn 14. maí.","main":"Alls hafa 329 greitt atkvæði utan kjörfundar á landinu öllu, þar af 208 á höfuðborgarsvæðinu. Eftir fyrstu viku utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 höfðu aðeins 35 kosið á höfuðborgarsvæðinu. Þá hófst atkvæðagreiðsla utan kjörfundar átta vikum fyrir kosningar. Nú stendur utankjörfundaratkvæðagreiðsla aðeins í fjórar vikur. Það er í samræmi við ný kosningalög sem tóku gildi í upphafi árs.\nÞegar þrjár vikur voru til kosninga árið 2018 höfðu 429 greitt atkvæði utankjörfundar, hundrað fleiri en hafa kosið í dag.\nHægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannsembættum landsins á afgreiðslutíma þeirra og hjá sendiskrifstofum Íslands og ræðismönnum erlendis. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í höfuðborginni fer fram í verslunarmiðstöðinni Holtagörðum. Þar geta borgarbúar, og auðvitað aðrir landsmenn, greitt atkvæði frá klukkan tíu til átta á virkum dögum. Síðustu vikuna fyrir kosningar verður opnunartíminn lengdur og þá verður hægt að kjósa þar til klukkan tíu á kvöldin.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"103","intro":"Yfir þrjátíu Palestínumenn særðust þegar þeir börðust við ísraelska lögreglumenn við Al-Aqsa moskuna í Jerúsalem. Sameinuðu þjóðirnar lýsa yfir áhyggjum af síversnandi samskiptum Ísraelsmanna og Palestínumanna.","main":"Á fjórða tug Palestínumanna særðust í átökum við ísraelska lögreglumenn við Al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í dag. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir áhyggjum af versnandi samskiptum Ísraela og Palestínumanna að undanförnu.\nAð sögn lögreglu hófust átökin um fjögurleytið í nótt að staðartíma þegar nokkur hundruð ungir menn söfnuðust saman við moskuna. Þeir köstuðu grjóti, sprengdu flugelda og veifuðu fánum Hamas samtakanna. Ástandið varði í sex klukkustundir. Að sögn Rauða hálfmánans særðist að minnsta kosti 31 Palestínumaður. Fjórtán voru fluttir á sjúkrahús, þar af tveir með alvarlega áverka. Einn lögreglumaður fékk grjót í andlitið og þurfti á læknisaðstoð að halda.\nAl Aqsa moskan stendur á Musterishæðinni í Jerúsalem, helgasta stað gyðinga og þess þriðja helgasta meðal múslima. Þar hefur margsinnis komið til átaka að undanförnu. Ravina Shamdasani, talsmaður mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna, lýsti í dag yfir þungum áhyggjum samtakanna af versnandi samskiptum Ísraelsmanna og Palestínumanna, ekki síst hörðum viðbrögðum ísraelsku lögreglunnar. Myndir og myndskeið af framgöngu hennar að undanförnu kölluðu á rannsókn á starfsháttum hennar. Þá hefðu aðgerðir ísraelska hersins á Vesturbakkanum farið harðnandi að undanförnu, þar á meðal í bænum Jenin.\n","summary":"Yfir þrjátíu Palestínumenn særðust í bardaga við ísraelska lögreglumenn við Al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í dag. Sameinuðu þjóðirnar lýsa yfir áhyggjum af síversnandi samskiptum Ísraela og Palestínumanna. "} {"year":"2022","id":"103","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Serbíu í undankeppni EM á morgun. Ísland getur með sigri í leiknum tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem haldið verður í nóvember.","main":"Þetta er lokaleikur liðanna í riðlinum. Eins og stendur eru Svíar efstir og hafa tryggt sér sæti á EM. Serbar eru með sex stig í öðru sæti og Ísland í því þriðja með fjögur stig. Leikurinn á morgun er því hreinn úrslitaleikur um hvort liðið kemst á EM en Ísland vann fyrri leik liðanna síðasta haust 23-21.\nHvernig er að gíra sig í þennan mikilvæga leik\nSagði Unnur Ómarsdóttir. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson talaði við hana. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hefur ekki komist á stórmót í tíu ár og það er því orðinn langþráður draumur.\nLeikur Íslands og Serbíu er á morgun klukkan fjögur og verður sendur út í beinni á RÚV. Upphitun hefst í EM-stofunni klukkan tuttugu mínútur fyrir fjögur.\n","summary":"Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Serbíu í undankeppni EM á morgun, og getur með sigri tryggt sér sæti á sínu fyrsta stórmóti í tíu ár."} {"year":"2022","id":"103","intro":"Óvenjuleg tilfelli fuglaflensuveiru hafa greinst víða um heim að undanförnu. Sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir að fólk ætti ekki að þurfa að óttast smit. Mikilvægt sé þó að huga að sóttvörnum þegar dauðir fuglar eru meðhöndlaðir. Veiran greindist hér á landi á dögunum. Enn er óvíst hversu útbreidd hún er í fuglum hér.","main":"Það sem við erum að gera núna þessa dagana er að við höfum fengið fjölmargar ábendingar frá almenningi um fund á dauðum fuglum og reyndar líka veikum fuglum. Við höfum tekið sýni og bíðum niðurstaðna, sem berast vonandi mjög fljótlega. Þá vitum við meira um útbreiðsluna á landinu, hvort og hvar hún er útbreidd þessi veira og í hvaða fuglategundum\nsegir Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun. Hún segir að óvenjuleg tilfelli fuglaflensunnar hafi greinst að undanförnu.\nÞað sem er verið að sjá núna, t.d. í Evrópu, þá hafa komið upp óvenjuleg tilfelli sem ekki hafa þekkst áður. Til dæmis í Skotlandi hefur verið mikið dauðsfall í skúmum í fyrrasumar. Í vetur hefur verið mjög mikil afföll í helsingjum í Skotlandi, og reyndar bara víða í Indlandi og Afríku hafa verið mikil afföll í ákveðnum fuglastofnum sem hefur áhrif á þá stofna. Svo þetta er klárlega áhyggjuefni fyrir villtu fuglastofnana\nSkömmu eftir aldamót gekk skæður fuglaflensufaraldur yfir, sem smitaðist í fólk. Staðan sé þó önnur varðandi þá veirutegund sem nú gengur.\nÞær hafa í mjög litlum mæli smitað fólk, og þá bara fólk sem hefur verið í miklu og nánu umgengni við smitaða alifugla. svo eins og staðan er þarf almenningur ekki að óttast neitt.\n","summary":"Enn er óvíst hversu útbreidd fuglaflensan er, sem greindist hér á landi fyrir nokkru. Matvælastofnun hefur fengið fjölmargar ábendingar um dauða eða veika fugla."} {"year":"2022","id":"103","intro":"Frönsk stjórnvöld hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Carlos Gón Ghosn, fyrrverandi forstjóra bílaframleiðandanna Renault og Nissan.","main":"Ghosn strauk eftirminnilega til Líbanon þegar hann var laus gegn tryggingu í Tókýó árið 2018. Forstjórinn fyrrverandi var sakaður um fjármálamisferli er hann lét smygla sér úr landi með einkaþotu.\nEnginn framsalssamningur er í gildi á milli Líbanons og Japans. Á Ghosn meðal annars að hafa dregið að sér fé í gegnum Renault og nýtt til að kaupa stærðarinnar snekkju.\nSjálfur hefur Ghosn sagst hafa flúið vegna þess að hann bjóst ekki við því að réttarhöldin í Japan yrðu sanngjörn.\nSagði hann enn fremur að Nissan hafi unnið að handtöku hans í samstarfi við saksóknara vegna illinda sem urðu þegar hann vildi treysta enn samband japanska bílafyrirtækisins við franska Renault.\nSamkvæmt Wall Street Journal er ekki búist við því að handtökuskipunin breyti okkru. Ghosn er með líbanskan ríkisborgararétt og ríkið framselur ekki eigin ríkisborgara. Hann mun þó þurfa að halda kyrru fyrir í landinu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"103","intro":"Úkraínuforseti segir af og frá að hafnarborgin Mariupol sé komin undir yfirráð rússneska innrásarliðsins. Einnig hafi Rússar hafnað vopnahléi um páska Rétttrúnaðarkirkjunnar.","main":"Vladimír Pútín Rússlandsforseti staðhæfði í gær að tekist hefði að \u001efrelsa borgina undan yfirráðum Úkraínumanna. Rússneskt herlið hefur setið um Mariupol í nærri tvo mánuði, harðir bardagar hafa geisað í og við borgina sem er nánast rústir einar. Með því að tryggja yfirráð yfir borginni gætu Rússar myndað landbrú milli Krímskaga og austurhéraða Úkraínu.\nZelensky staðhæfði í ávarpi sínu í gærkvöld að hermenn í Mariupol veiti rússneskum hersveitum enn harða mótspyrnu og því sé borgin enn undir stjórn Úkraínumanna. Sömuleiðis varaði hann íbúa í Kherson og Zaporizhzhia við að láta Rússum persónulegar upplýsingar í té því rússnesk stjórnvöld ætli sér að sviðsetja þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðanna.\nForsetinn sagði sömuleiðis Rússa hafa hafnað því að vopnahlé verði í Úkraínu meðan páskar Rétttrúnaðarkirkjunnar standa yfir. Páskadagur er á sunnudaginn. Það sagði Zelensky sýna lítilsvirðingu rússneskra leiðtoga fyrir kristinni trú og mikilvægustu trúarhátíð hennar.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"104","intro":"Framtíð Rúnars Más Sigurjónssonar og Sverris Inga Ingasonar knattspyrnumanna með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta er sögð óljós. Meint kynferðis- og ofbeldisbrot leikmannanna eru sögð á borði samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.","main":"Morgunblaðið greinir frá málum þeirra Rúnars Más og Sverris Inga en þar segir að stjórn KSÍ hafi fengið tölvupóst frá aðgerðahópnum Öfgum undir lok september þar sem fjallað var um meint brot sex leikmanna karlalandsliðsins. Mál þeirra beggja hafi verið sent á samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs. Athygli vakti þegar Sverrir Ingi gaf ekki kost á sér í landsliðsverkefni í mars.\nÁður hafa þeir Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson og Ragnar Sigurðsson verið nafngreindir í tengslum við meint brot en hvorki Rúnar Már né Sverrir Ingi, þar til nú.\nVanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, kallaði í kvöldfréttum sjónvarps í gær eftir reglum frá starfshópi ÍSÍ um hæfi leikmanna til að taka þátt í mótum og þjálfun.\nSjálf hefði hún ekki teflt fram manni sem sætir lögreglurannsókn vegna meints kynferðisbrots, eins og FH í tilfelli Eggerts Gunnþórs Jónssonar, sem er sakborningur í kynferðisbrotamáli en var í byrjunarliði FH í leik gegn Víkingi á mánudag. Vanda sagðist þó ekki hafa heimildir til að hlutast til um val á leikmönnum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"104","intro":"José Ramos-Horta vann stórsigur í forsetakosningunum í Austur-Tímor í gær. Samkvæmt landskjörstjórn fékk hann sextíu og tvö 62 prósent atkvæða en Francisco Guterres, sitjandi forseti, fékk 38 prósent.","main":"Ramos-Horta fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1996 fyrir vinnu sína við að koma á friði í Austur-Tímor.\nIndónesíski herinn hafði hernumið svæðið árið 1975 og hélt því allt fram til 1999 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um að lýsa yfir sjálfstæði frá Indónesíu. Ramos-Horta var áður forseti frá 2007 til 2012 og sömuleiðis fyrsti forsætisráðherra sjálfstæðs Austur-Tímors.\nHann tekur við embætti þann 20. maí næstkomandi, þegar ríkið fagnar því að tuttugu ár verða liðin frá því það fékk sjálfstæði frá Indónesíu.\nRamos-Horta heimsótti Ísland árið 1997 í boði mannréttindaskrifstofu til þess að þakka fyrir þann stuðning sem Íslendingar sýndu sjálfstæðisbaráttu Austur-Tímors, meðal annars með því að greiða atkvæði gegn ýmsum ályktunum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.\nsagði Ramos-Horta í viðtali við fréttastofu RÚV er hann var staddur hér á landi árið 1997. Hann sagði Ísland hafa staðið með Austur-Tímor, eitt Norðurlanda, frá árinu 1975.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"104","intro":"Slagur virðist í uppsiglingu nokkurra sveitarfélaga um að byggja Þjóðarhöll fyrir inniíþróttir. Reykjavíkurborg hefur átt í viðræðum við stjórnvöld um byggingu hallarinnar en bæði Árborg og Mosfellsbær lýsa yfir áhuga á taka þátt í kapphlaupinu.","main":"Handknattleiks- og körfuboltahreyfingin hafa kallað eftir svörum. Bæði karla- og kvennalandsliðin í handbolta léku síðustu landsleiki sína að Ásvöllum í Hafnarfirði vegna þess að ekki er hægt að spila í Laugardalshöllinni.\nÍ stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna þriggja segir orðrétt: \u001eUnnið verður áfram að uppbyggingu þjóðarhallar inniíþrótta og þjóðarleikvanga. Dagur B Eggertsson borgarstjóri sagði í samtali við RÚV á Páskadag að borgin hefði tekið frá 2 milljarða króna í þetta verkefni. Um næstu mánaðamót þurfi niðurstaða að liggja fyrir, að öðrum kosti færu þessir fjármunir í að byggja íþróttahús fyrir íþróttafélögin í Laugardal, Þrótt og Ármann. Með byggingu Þjóðarhallar í Laugardalnum væri hægt að leysa húsnæðismál íþróttafélaganna tveggja. Í gær samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar erindi bæjarfulltrúa Miðflokksins um að um að könnuð verði staðsetning fyrir þjóðarhöll - þjóðarleikvang í Mosfellsbæ fyrir handbolta og körfubolta. Erindinu var vísað til umhverfissviðs til umsagnar og óskað eftir mati á því hvort bæjarfélagið hafi lóðir eða landsvæði til ráðstöfunar fyrir allt að sex þúsund manna Þjóðarhöll fyrir inniíþróttir. Í lok mars skrifaði formaður bæjarráðs Árborgar grein á Vísi og lýsti bæjarfélagið tilbúið í viðræður við ríkið um Þjóðarhöll. Á Selfossi er búið að taka í notkun 6,500 fermetra fjölnota íþróttahús en fullbyggð íþróttamiðstöð verði 22 þúsund fermetrar að stærð. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson sagði í sjónvarpsfréttum í gær að Þjóðarhöll verði að rísa.\nEngin tillaga um Þjóðarhöll hefur komið inná borð bæjarstjórnar Kópavogs. Gunnar Gylfason, fyrrverandi starfsmaður Knattspyrnusambands Íslands fer fyrir hópi sem vinnur að því að þróa hugmyndir og reisa nýjan Þjóðarleikvang fyrir knattspyrnu á félagssvæði Breiðabliks. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í síðasta mánuði að lífeyrissjóðir gætu komið að fjármögnun á verkefnum sem þessum. Sjóðirnir gætu lánað fjármagn í slík verkefni í 25-40 ár.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"104","intro":"Sumardagurinn fyrsti er haldinn hátíðlegur í dag og virðist ætla að standa undir nafni. Það viðrar vel til hátíðarhalda um allt land en sé eitthvað að marka íslenska þjóðtrú verður sumarið vonbrigði.","main":"Veður á sumardaginn fyrsta er óvenju gott. Hitatölur um mest allt landið mælast í tveggja stafa tölum og er einkar sólríkt á norðan- og austanverðu landinu. Milt veður er einnig sunnanlands þótt viðbúið sé að dropar falli úr lofti síðdegis.\nÍslensk þjóðtrú segir að ef sumar og vetur frjósi saman boði það gott sumar. Samkvæmt upplýsingum frá veðurstofunni mældist hvergi næturfrost og þjóðtrúin segir okkur því að búast við vonbrigðasumri. Vísindin hafa þó blessunarlega verið á öðru máli en þjóðtrúin.\nÞað ætti engum að leiðast í dag. Sumrinu er fagnað víða um land og venju samkvæmt bjóða skátarnir upp á fjölbreytta dagskrá um allt land.\nÍ hádeginu var ræst í víðavangshlaupi ÍR sem er fjölmennasta víðavangshlaup ársins. Hlaupinn er 5 kílómetra hringur í miðborginni og er vakin athygli á götulokunum og takmörkunum á umferð á meðan á hlaupi stendur eða til klukkan rúmlega eitt.\nBig Bang tónlistarhátíðin hófst í Hörpu klukkan 11 og stendur til klukkan fimm. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin en hún er einkum sniðin að yngri áheyrendum og samanstendur af tónleikum, innsetningum og tónlistartengdum smiðjum.\nÍ Hafnarfirði heldur Menningarhátíðin Bjartir dagar áfram. Dagskrá hófst klukkan ellefu í morgun og stendur fram eftir degi. Þá verða opnunartónleikar Jazzhátíðar Garðabæjar í kvöld. Þeir verða í Sveinatungu á Garðatorgi og stígur Ellen Kristjánsdóttir og tríó hennar fyrst á svið. Allir þessir viðburðir eru ókeypis.\nStrætó ekur samkvæmt sunnudagsáætlun á höfuðborgarsvæðinu í dag en á landsbyggðinn er keyrt samkvæmt laugardagsáætlun.\n","summary":"Það viðrar vel til hátíðarhalda á Sumardaginn fyrsta sem haldinn er hátíðlegur um land allt. "} {"year":"2022","id":"104","intro":"Sveitarfélagið Múlaþing og Ríkarðshúss hafa aðeins úr helmingi áætlaðra fjármuna að spila til að koma upp framtíðarsafni um Ríharð Jónsson myndhöggvara. Önnur dóttir hans afturkallaði loforð um að gefa fasteignir til safnsins en samkvæmt heimildum fréttastofu heldur það öllum munum eftir Ríkarð.","main":"Ríkarður Jónsson fæddist á Fáskrúðsfirði árið 1888, var alinn upp í Hamarsfirði og lauk námi hjá Stefáni Eiríkssyni tréskurðarmeistara í Reykjavík tvítugur að aldri. Hann lærði teikningu hjá Þórarni B. Þorlákssyni listmálara og árið 1914 lauk hann námi við höggmyndadeild Listaháskólans í Kaupmannahöfn.\nEftir Ríkarð liggja margir dýrgripir svo sem brjóstmyndir og lágmyndir af samtíðarmönnum, skírnarfontar, predikunarstólar og margir listilega útskrornir gripir þar á meðal fundarhamar Sameinuðu þjóðanna. Hann lést árið 1977 og sautján árum síðar ákváðu dætur hans tvær að ánafna Djúpavogshreppi öllum verkum hans og áhöldum auk fasteigna. Hreppurinn, nú hluti Múlaþings, hefur starfrækt Ríkharðssafn í Löngubúð en geymlsupláss er lítið og þarf betra húsnæði.\nSíðasta sumar afturkallaði eftirlifandi dóttir Ríkarðs hins vegar gjafaloforð sitt en loforð hinnar systurinnar sem er látin stendur.\nVið þetta skapaðist óvissa um framtíð Ríkarðshúss sem er stofnun um ævi og feril listamannsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu snýst málið ekki um að ættingjar vilji muni safnsins heldur um fasteignir. Einbýlishús á höfuðborgarsvæðinu og landareign í sveitarfélaginu Mosfellsbæ. Múlaþing og stjórn Ríkarðshúss sáu fyrir sér að verðmætin gætu nýst til að koma safni um Ríkarð í betra húsnæði enda var það tilgangurinn með gjöfinni. Nú þegar gjafaloforðið hefur verið afturkallað eru þau verðmæti aðeins helmingur af því sem áður var. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu styttist í að Múlaþing og stjórn Ríkarðshúss ákveði hvernig verðmætunum verður varið til að byggja upp safn um Ríkarð Jónsson til framtíðar.\n","summary":"Óvissa er um stofnun framtíðarsafns í nafni Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara eftir að erfingi afturkallaði loforð um að gefa fasteignir til safnsins. "} {"year":"2022","id":"104","intro":"Millilandaflug er óðum að færast í eðlilegt horf eftir covid-19 faraldurinn og er fjöldi brottfara að nálgast það sem var sumarið 2019.","main":"Millilandaflug hefur aukist jafnt og þétt eftir að öllum samkomutakmörkunum var aflétt og dagurinn í dag ber þess merki. Komur og brottfarir frá Keflavíkurflugvelli eru 119 talsins.\nEn svona til samaburðar þá voru þetta um eða yfir 150 komur og brottfarir á dag yfir hásumarið 2019. Þannig að fjöldinn í dag sýnir kannski að við erum að nálgast þessar tölur.\nSegir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Á þriðja tug flugfélaga fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar og nýir áfangastaðir bætast sífellt við. Þannig er EasyJet að hefja flug til Mílanó og fyrsta flug Play til Bandaríkjanna var farið í gær og opnar það enn frekari möguleika fyrir tengiflug yfir Atlantshafið. Fyrsta flug Play vestur var til Baltimore.\nMiklar framkvæmdir standa yfir á flugvellinum í sumar og munu farþegar verða varir við það þótt reynt sé að draga úr áhrifum.\nVið erum núna í ár og á næstu tveimur árum að fara að bæta við flugstöðina ríflega 20 þúsund fermetrum og það fer að slaga hátt í umfangið á Hörpunni. Það verða náttúrlega framkvæmdir í sumar og þar sem þetta er eitt stærsta framkvæmdaárið þá er alveg viðbúið að farþegar verði varir við framkvæmdir.\nsegir Guðjón og bætir við að sú kraftmikla viðspyrna sem orðið hefur sýni þörfin á stækkun flugvallarins.\n","summary":"Millilandaflug er óðum að færast í eðlilegt horf eftir covid-19 faraldurinn. 60 brottfarir eru frá Keflavíkurflugvelli í dag. "} {"year":"2022","id":"104","intro":"Valdimír Pútín, forseti Rússlands, segist fagna því að borgin Mariupol hafi verið frelsuð úr höndum Úkraínumanna. Pútín hefur skipað her sínum að hætta við áhlaup á stálverksmiðjuna þar sem varnarlið Úkraínuhers í borginni heldur til.","main":"Lokaorrustan um borgina Mariupol hefur nú staðið yfir dögum saman. Í þrígang hafa rússnesk stjórnvöld gefið varnarliði úkraínuhers frest til að gefast upp, ellegar verði þeir drepnir. Þeir hermenn sem eftir eru, um tvö þúsund að því er talið, halda til í risavaxinni stálverksmiðju í borginni ásamt hundruðum almennra borgara sem hafa leitað þar skjóls. Vladimír Pútin, forseti Rússlands, og Sergei Shoigu varnarmálaráðherra áttu fund í morgun sem var sýndur í sjónvarpi. Shoigu tjáði Pútín að rússneski herinn ásamt her alþýðulýðveldisins Donetsk hafi tekist að frelsa Mariupol, borgin væri nú öll undir yfirráðum Rússa, utan Azovstal verksmiðjunnar.\n\"I consider the proposed storming of the industrial area pointless. I order to abort it\nÞetta var Vladimír Pútín sem segist telja að það sé tilgangslaust að gera áhlaup á svæðið við verksmiðjuna. Ég skipa ykkur að hætta við, segir forsetinn. Hann segir að huga þurfi að lífi og heilsu rússneskra hermanna.\nBlock off this industrial area so that not even a fly comes through.\nÞess í stað skipar Pútín að svæðið verði lokað alveg af, svo þétt að ekki einu sinni fluga geti komist þaðan. Úkraínsk stjórnvöld hafa brugðist við þessu, Oleksiy Arestovich ráðgjafi Úkraínuforseta hélt fréttamannafund fyrir skömmu.\nThis situation means the following - they (the Russian army) cannot physically capture Azovstal. They have understood this. They suffered huge losses there.\"\nArestovich segir að þetta þýði í raun að Rússar hafi orðið fyrir miklu mannfalli í Mariupol og þeir átti sig á því að þeir geti ekki náð verksmiðjunni.\nMariupol hefur frá upphafi verið eitt helsta skotmark Rússa og það hefur komið flestum á óvart hversu lengi Úkraínumenn hafa náð að verja borgina. Fréttaskýrendur telja að markmiðið með því að innsigla svæðið við verksmiðjuna sé að svelta þau sem þar dvelja og neyða þau þannig til uppgjafar. Rússneski herinn hóf stórsókn í austurhluta Úkraínu seint á mánudag en hernaðarsérfræðingar telja að Rússa hafi ekki unnið neina stórsigra síðan þá.\n","summary":"Forseti Rússlands hefur skipað her sínum að hætta við áhlaup á stálverksmiðjuna í Mariupol, þar sem varnarlið úkraínuhers heldur til. Hann vill að svæðið verði lokað af þannig að enginn sleppi út. "} {"year":"2022","id":"104","intro":"Kvennalandslið Íslands í handbolta hélt í morgun áleiðis til Serbíu, þar sem liðið mætir heimakonum í undankeppni Evrópumótsins á laugardag. Leikurinn er lokaleikur undankeppninnar og er hreinn úrslitaleikur um sæti á EM.","main":"Ísland tapaði í gærkvöldi með sex marka mun gegn Svíþjóð á Ásvöllum í Hafnarfirði, 29-23. Svíar tryggðu sér þar með sigur í riðlinum en Ísland og Serbía bítast um annað sætið, sem gefur sæti á EM. Serbar eru með tveimur stigum meira en Ísland og dugir því jafntefli, en vinni Ísland eru liðin með jafnmörg stig og íslenska liðið með betri innbyrðisstöðu úr leikjum liðanna, og tekur því annað sætið og fer á EM.\nSagði Steinunn Björnsdóttir, landsliðskona. Leikur Íslands og Serbíu er klukkan fjögur á laugardag og er sýndur beint á RÚV. Upphitun hefst í EM-stofunni þegar klukkuna vantar 20 mínútur í fjögur.\nHollendingurinn Erik ten Hag var í dag ráðinn þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United. Hann tekur við af Þjóðverjanum Ralf Rangnick í sumar, en Rangnick var ráðinn tímabundið þegar Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember. Ten Hag er 52 ára og hefur stýrt Ajax með eftirtektarverðum árangri undanfarin fimm ár. Hann gerir þriggja ára samning við Manchesterliðið og verður fimmti stjóri liðsins síðan goðsögnin Sir Alex Ferguson lét af störfum árið 2013, en liðið hefur ekki orðið Englandsmeistari á þeim tíma.\nUndanúrslit Íslandsmóts karla í körfubolta hófust í gærkvöldi þegar Valur sótti Þór Þorlákshöfn heim, en Þórsarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Valsmenn gerðu sér lítið fyrir og skelltu Þór með 89 stigum gegn 84 og eru 1-0 yfir í einvíginu, þar sem vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. Í kvöld er fyrsti leikur hins undanúrslitaeinvígisins þegar Njarðvík tekur á móti Tindastóli. Í dag hefst svo úrslitakeppni karla í handbolta með tveimur leikjum. ÍBV tekur á móti Stjörnunni klukkan fimm og klukkan hálfátta er leikur Reykjavíkurveldanna Vals og Fram.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"105","intro":"Umræða hefst á finnska þinginu í dag, hvort sækja beri um aðild að Atlantshafsbandalaginu. Fylgi við aðild Finna hefur undanfarna áratugi verið á bilinu 20 til 30 prósent, en fór yfir 60 prósent í skoðanakönnunum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að íslensk stjórnvöld muni standa með ákvörðunum Finna og Svía varðandi mögulega aðild að bandalaginu. Þjóðaröryggisráð vinnur nú að uppfærslu á áhættumati fyrir Ísland.","main":"út frá bæði atburðunum í Úkraínu og því sem mögulega getur fylgt - það er að segja mögulegri aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. Þannig þessi vinna stendur yfir.\nNú ert þú nýkomin frá Finnlandi. Hvaða áhrif gæti þetta haft?\nÞað eru mjög róttækar breytingar að eiga sér stað í þjóðfélagsumræðunni í Finnlandi. Saga þeirra er mjög lituð af þessum nánu samskiptum við nágrannana í austri. Þá er þetta mjög mikil umskipti sem hafa orðið í samfélagsumræðunni, en það virðist vera mjög eindreginn vilji ef marka má skoðanakannanir sem ítrekað hafa verið gerðar á undanförnum vikum.\nRússar hafa ekki beinlínis brugðist vel við þegar aðrar nágrannaþjóðir hafa verið að óska eftir aðild að NATO.\nNeinei, og við sjáum að þeir taka þessu ekki vel í opinberri umræðu. En ég horfi á þetta þannig að Finnar og Svíar taka sínar ákvarðanir og við munum standa með þeim í þeirra ákvörðunum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"105","intro":"Fanginn sem slapp úr haldi lögreglu við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær er enn ófundinn. Hann á að baki langan sakaferil og hefur verið dæmdur fyrir alvarleg ofbeldisbrot. Til skoðunar er hvort flóttinn hafi verið skipulagður.","main":"Töluverður viðbúnaður var í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í gær eftir að fanginn, hinn tvítugi Gabríel Duoane Buma, slapp úr haldi lögreglu. Hann flúði úr Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem aðalmeðferð í máli hans fór fram. Gabríel hefur sætt síbrotagæslu vegna hátt í fimmta tug brota, þar á meðal ofbeldis- og fíkniefnabrota. Hann birti myndir af sér á samfélagsmiðlum í gær og sagðist vera í Vesturbæ Reykjavíkur en lögreglu hefur ekki tekist að hafa hendur í hári hans, að sögn Kristjáns Helga Þráinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns.\nVið erum í raun bara búin að elta vísbendingar frá almenningi og sinnum rannsóknarvinnu sjálfir. Þetta erum við bara að elta núna, fylgja þessu eftir, reyna að hafa uppi á honum.\nFangaverðir hafa eftirlit með föngum í héraðsdómi en þeir eru ekki í handjárnum inni í dómsal. Gabríel var í febrúar dæmdur í átján mánaða fangelsi, meðal annars fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og fíkniefnabrot og er sagður tengjast alvarlegri árás í Borgarholtsskóla í janúar í fyrra. Kristján Helgi segir að því leytinu til sé hægt að líta á Gabríel sem hættulegan.\nSamkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara er til skoðunar hvort flótti Gabríels hafi verið skipulagður. Kristján Helgi hvetur fólk sem telur sig vita hvar Gabríel er að hafa samband við lögreglu.\n","summary":"Lögregla hefur til skoðunar hvort flótti gæsluvarðhaldsfanga úr héraðsdómi í gær hafi verið skipulagður. Maðurinn er grunaður um ofbeldis- og fíkniefnabrot."} {"year":"2022","id":"105","intro":"Yfir fimm milljónir Úkraínumanna hafa flúið til annarra landa frá því að innrás rússneska hersins hófst 24. febrúar, þar af rúmlega fimmtíu þúsund síðastliðinn sólarhring. Yfir þúsund flugskeytum var skotið á skotmörk í austanverðri Úkraínu síðustu nótt. Rússnesk stjórnvöld segjast hafa sent Úkraínumönnum uppkast að friðarsamkomulagi.","main":"Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna greindi frá því í dag að 5.034.439 Úkraínumenn væru flúnir úr landi vegna stríðsins í landinu, þar af 53.850 síðastliðinn sólarhring. Flóttamannavandinn væri orðinn hinn versti í Evrópu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar 1945. Alþjóðastofnunin um fólksflutninga IOM segir að þessu til viðbótar séu yfir 218 þúsund erlendir ríkisborgarar flúnir frá Úkraínu, þar á meðal námsmenn og farandverkamenn.\nRússneski herinn situr enn um borgina Mariupol. Úkraínskum hermönnum sem verja borgina var gefinn frestur til klukkan ellefu í morgun að leggja niður vopn gegn því að lífi þeirra yrði þyrmt. Því var ekki sinnt. Borgaryfirvöld vonast til þess að samkomulag við Rússa verði virt um að koma sex þúsund almennum borgurum á brott í dag. Að þeirra sögn eru um það bil hundrað þúsund manns í herkví innan borgarmarkanna. Tugþúsundir hafa fallið frá því að innrásin hófst.\nÁrásir Rússa á skotmörk í austurhéruðum Úkraínu héldu áfram í nótt. Að sögn yfirmanns hernaðaraðgerðanna þar var 1.053 flugskeytum skotið í nótt á hernaðarlega mikilvæga staði. Talsmaður rússnesku stjórnarinnar greindi frá því í dag á fundi með fréttamönnum í Moskvu að Úkraínustjórn hefði verið sent uppkast að friðarsamkomulagi. Boltinn væri því þeirra megin þessa stundina.\n","summary":"Fimm milljónir Úkraínumanna hafa flúið til annarra landa frá því að Rússar réðust á landið fyrir tæplega tveimur mánuðum. Frestur sem úkraínska varnarliðinu í Mariupol var gefinn til að leggja niður vopn er runninn út. "} {"year":"2022","id":"105","intro":"Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var frá Laugarbrekku á Snæfellsnesi á sér systur í bókasafni í Páfagarði. Lögreglan á Vesturlandi rannsakar þjófnaðinn á styttunni og eignarspjöll.","main":"Lögreglan á Vesturlandi undirbýr skýrslutöku í styttuþjófnaðarmáli. Bæði þjófnaður og eignaspjöll voru kærð á styttu Ásmundar Sveinssonar sem tvær listakonur tóku ófrjálsri hendi af stalli hennar á Laugarbrekku á Snæfellsnesi. Afsteypa sömu styttu var færð páfa fyrir ellefu árum og stendur uppi í bókasafninu í Páfagarði.\nStyttan Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku sem Ásmundur Sveinsson gerði af Guðríði Þorbjarnardóttur fyrir heimssýninguna í New York 1940 á sér fjórar fimmburasystur. Ein styttan var í New York en er líklega týnd, önnur í Skagafirði, sú þriðja í Ottawa í Kanada, sú fjórða var á fæðingarstað Guðríðar að Laugarbrekku á Snæfellsnesi en er nú fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík og sú fimmta var færð páfa að gjöf í mars 2011 og stendur uppi í bókasafninu í Páfagarði. Guðríður er talin ein víðförulasta kona heims sem var uppi í kringum árið þúsund. Hún fór bæði til Ameríku og Evrópu og fór til Rómar. Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti Íslands, færði Benedikt sextánda páfa styttuna. Guðrún Bergmann var meðal þeirra sem fór til Páfagarðs með styttuna.\nVið erum að fara með afsteypu af íslenskri konu sem\nunnin er af íslenskum listamanni til, til hérna, Rómar.\nÞannig að mér finnst það bara frábært. Og ég hef\nalltaf litið á hana sem fyrirmynd sterkra íslenskra\nkvenna. Og hún er náttúrulega bara það besta.\nFréttastofa tók viðtal við Ólaf Ragnar eftir að páfi hafði veitt styttunni móttöku.\nmjög eiginlega merkileg stund að Guðríður væri\nkomin aftur til Rómar 1.000 árum eftir að hún var\nhér á sinni tíð en líka ánægjulegt að skynja í\nsamræðum bæði við Benedikt páfa og\nforsætisráðherra Páfagarðs og aðra að þeir eru\ngreinilega staðráðnir í því að taka utan um söguna af\nListakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir hafa viðurkennt að hafa stolið styttunni. Þær fullyrtu að styttan væri rasísk og komu henni fyrir í heimagerðri eldflaug fyrir utan Nýlistasafnið á Granda í Reykjavík. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, sagði í fréttum RÚV í gær að honum hefði orðið illa við að uppgötva stuldinn. Hann hefur kært þjófnaðinn og eignaspjöll til lögreglu. Jón S. Ólason, yfirlögegluþjónn hjá Lögreglunni á Vesturlandi segir að kæran hafi borist rétt fyrir páska. Rannsókninn sé á algjöru frumstigi. Ekki verði farið beint í það að sækja styttuna heldur sé viðbúið að taka þurfi skýrslur af fólki. Ekki sé vitað hvort skemmdir hafi orðið á styttunni. Kristinn segir að vandasamt geti orðið að koma styttunni á pallinn á ný þar sem steyptir boltar hafi verið sagaðir í sundur og því verði snúið að festa Guðríði tryggilega á sinni rétta stað.\n","summary":"Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur sem stolið var frá Laugarbrekku á Snæfellsnesi á sér systur í bókasafni í Páfagarði. Lögreglan á Vesturlandi rannsakar þjófnaðinn á styttunni og eignarspjöll. "} {"year":"2022","id":"105","intro":"Formaður Eflingar ætlar að verða við kröfu tæplega 500 félagsmanna um að halda félagsfund en tilgreinir ekki í tölvupósti hvenær hann verður. Fámennt er á skrifstofu Eflingar og fyrrverandi starfsmaður gagnrýnir að formaðurinn afsaki það með því að \u001emenn hafi ekki mætt upp til hópa.","main":"493 félagsmenn kröfuðst þess að boðað yrði til félagsfundar. Samkvæmt 29. grein laga félagsins skal halda slíkan fund ef minnst 300 félagsmenn krefjast þess skriflega og tilgreina fundarefni. Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar svaraði kröfunni í tölvupósti í gærkvöldi. \u001eMér er ljúft og skylt að verða við þeirri ósk. Mun stjórn félagsins koma saman til að taka ákvörðun um boðun og tímasetningu fundarins líkt og lög félagsins gera ráð fyrir. Ég bið félagsmenn að fylgjast með auglýsingu fundarins, segir orðrétt í tölvupóstinum. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Sólveigu Önnu fyrir fréttir. Hún segir í fyrrnefndum pósti að fámennt sé á skrifstofunni því fólk \u001emætti ekki upp til hópa til vinnu á þriðjudag, eins og segir í skilaboðum hennar. Valgerður Árnadóttir, sem starfaði sem teymisstjóri félagsmála, gagnrýnir svör formannsins harðlega á Facebook í morgun. Þar segir að formanninum sé fyrirmunað að bera virðingu fyrir því áfalli sem starfsfólk varð fyrir við að missa starf sitt í síðustu viku, fyrirmunað að skilja að árásir og niðurrif á starfsfólk i fjölmiðlum síðustu mánuði hafi gert þau óvinnufær. Því sé réttara að tala um að starfsfólkið á skrifstofu mæti ekki til vinnu vegna aðstæðna eða veikinda frekar en \u001eað þau hafi ekki mætt upp til hópa. Valgerður bendir á að starfsfólkið hafi ekki getað hugsað sér að vinna undir nýrri stjórn sem formaðurinn hafi rekið í hópuppsögn. Þetta fólk hafi aldrei sagt styggðaryrði um Sólveigu Önnu og hafi samviskusamlega unnið sína vinnu þar til þau urðu fyrir því áfalli að vera rekin í síðustu viku.\nÁ miðstjórnarfundi Alþýðusambandins sem hófst í hádeginu verður meðal annars rætt um hópuppsagnir hjá Eflingu. Þar er reiknað með átökum en í miðstjórninni eru 15 manns. Fundurinn verður haldinn á Zoom. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akranes, er áheyrnarfulltrúi. Hann segir oft hafa gustað um verkalýðshreyfinguna en það sé ekki gott að átök séu í hreyfingunni.\n","summary":"Formaður Eflingar ætlar að verða við kröfum tæplega 500 félagsmanna um að halda félagsfund. Fyrrverandi starfsmaður gagnrýnir formanninn fyrir virðingarleysi við þá starfsmenn sem misstu vinnuna í síðustu viku."} {"year":"2022","id":"105","intro":"Hannes S. Jónsson formaður körfuknattleikssambands Íslands tekur undir orð Guðmundar Guðmundssonar landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta að það sé ekki boðlegt að hér séu engin áform um byggingu þjóðarhallar.","main":"Hannes segir í viðtali hjá Morgunútvarpi Rásar 2 að þetta sé stórt mál þessi þjóðarleikvangaumræða og snúist í grunninn um að landsliðin okkar í innanhúsíþróttum eru heimilislaus. Hannes segir það vera fyrir tilstuðlan aðildarfélaga sem landslið sambandanna geti æft og keppt hér á höfuðborgarsvæðinu, í höllum sem sveitarfélögin hafa byggt. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari gagnrýndi stjórnvöld harðlega eftir sigur Íslands á Austurríki um helgina en sá leikur fór fram á Ásvöllum. Hannes segir að það sé komið nóg af undanþágum hingað og þangað og nú þurfi að fara hrinda hlutum í framkvæmd.\nOrðrómar þess efnis að mótshaldarar Wimbledon mótsins og alþjóða tennissambandið kæmu til með að banna rússneska og hvítrússneska spilara á mótinu í ár fóru af stað í byrjun vikunnar. Í dag hafa fréttamiðlar á borð við Reuters og New York Times sagt frá því að enginn spilari frá stríðslöndunum kemur til með að spila á mótinu. Þetta herma öruggar heimildir, orsökin er innrás Rússa og aðkoma Hvítrússa í Úkraínu. Það útilokar næst besta tennisspilara heims Daniil Medvedev frá þátttöku í mótinu, málið hefur vakið litla hrifningu hjá forystumönnum í Rússlandi sem segja að það sé óásættanlegt að aðgerðir stjórnvalda bitni á saklausu íþróttafólki. Wimbledon yrði fyrsta mótið sem bannaði keppendur frá þessum löndum frá því að innrásin hófst, fari það svo að þeir fái ekki að spila á þessu sögufræga móti.\nAftur hingað heim, einn landsleikur er á dagskrá í dag og fer hann fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Þar mætir íslenska kvennalandsliðið í handknattleik Svíum í undankeppni EM, leikurinn verður í beinni á RÚV og hefst útsending klukkan 19:40\n","summary":null} {"year":"2022","id":"105","intro":"Framkvæmdarstjóri Niceair á Akureyri reiknar með að leitað verði til fjárfesta um aukið fjármagn inn í reksturinn á næstunni. Viðræður við stéttarfélög um kjör starfsmanna eru í gangi en vélar nýja flugfélagsins taka á loft 2. júní.","main":"Um miðjan febrúar var nýtt flugfélag, Niceair, sem hyggst halda uppi reglulegu millilandaflug frá Akureyri kynnt. Bókanir eru farnar af stað en fyrsta flugið er 2. júni. Fólk og fyrirtæki að mestu frá Norðurlandi eiga í félaginu. Má þar nefna KEA, Höldur, Ferðaskrifstofu Akureyrar og brugghúsið Kalda. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, var gestur á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.\nGreiðslu eða færsluhirðar, krítarkortarfyrirtæki eru ekki að skila okkur peningum fyrr en búið er að inna þjónustuna af hendi, eða framleiða flugið. Sem þýðir að fyrstu misserin er þetta mjög þungt á fótinn út frá sjóðsstreymi. Fjármögnunin er frá nítján fyrirtækjum og einstaklingum hér á svæðinu aftur og við munum fara til þeirra aftur með seinni umferð. Og opna fyrir nýja fjárfesta þá og það væri kannski gaman að sjá hvað lífeyrissjóðir eða fagfjárfestar myndu gera í þeirri umferð.\nFélagið hefur tekið á leigu Airbus-flugvél með 150 sætum og áhöfnin verður bæði innlend og erlend. Þorvaldur segir kjör starfsmanna verða sambærileg því sem gerist á íslenskum vinnumarkaði.\n-Er þetta fólk ráðið samkvæmt íslenskum kjarasamningum, flugfreyjur, flugþjónar og flugmenn?- Ég get ekki svarað því óyggjandi annað en að akkúrat viðræður við íslensk stéttarfélög eru í gangi, þannig að ég myndi reikna með að það yrði niðurstaðan. Allavegana get ég sagt, svona til að slá stirkið undir þetta og minka áhyggjur fólks að það verður á mannsæmandi kjörum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"106","intro":"Ferðaþjónustan er að braggast örar en spáð hafði verið. Bókanir fyrir ferðasumarið eru orðnar nánast sambærilegar hjá sumum ferðaþjónustufyrirtækjum og var fyrir sumarið 2019.","main":"Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki í ferðaþjónustu til í ferðamannaslaginn. Bjartsýni ríkir fyrir ferðasumarið 2022.\nJa svona eins og staðan er núna eru horfurnar mjög góðar við höfum horft upp á stöðuga aukningu eftirspurnar erlendra ferðamanna nú síðustu vikur og mánuði. Það ríkir bara mikil bjartsýni og ég þekki dæmi um það að sum fyrirtæki eru í rauninni komin með 80 til 90 prósent af þeirri sölu sem að komin var á sama tíma árið 2019 þannig að þetta lofar allt saman mjög góðu.\nAð sögn Bjarnheiðar eru kenningar uppi um það að eftirspurn eftir bílaleigubílum til að aka hringinn á eigin vegum verði meiri í sumar en eftir hefðbundnum hópferðum. Rekja megi þá hegðun að einhverju leyti til heimsfaraldursins. Tvö skip í það minnsta verða einnig í reglubundnum siglingum umhverfis landið í sumar auk stórra skemmtiferðaskipa sem eru væntanleg.\nJa við erum nú svo heppin að flest ferðaþjónustufuyrirtæki héldu lífi og það má þakka það að stórum hluta aðgerðum stjórnvalda og bara þrautseigju fólksins í greininni. Þannig að ég held að flest fyrirtæki í ferðaþjónustu séu bara nokkuð vel undir þetta búin og hafi haft ágætis tíma til að undirbúa sig þannig að ég held að við séum bara klár í bylgjuna.\nÞegar heimsfaraldurinn gekk hvað harðast yfir þá voru Íslendingar duglegir að ferðast innanlands. Hvernig lítur það út fyrir þetta sumar? Já það var eitt af því jákvæða sem kom út úr covid faraldrinum að Íslendingar fóru að ferðast í töluverðum mæli innanlands og miklu meira en þeir höfðu gert áður og lærðu margir bara hreinlega að ferðast um landið og náðu að kynnast þessari frábæru þjónustu sem er búið að byggja upp hér allt í kringum landið þannig að við eigum nú von á að þetta haldist í einhverjum mæli af því að það verður náttúrulega ávanabindandi að ferðast hér innanlands ef maður byrjar á því.\n","summary":"Bjartsýni ríkir í ferðaþjónustu fyrir sumarið. Bókanir hjá ferðaþjónustufyrirtækjum eru svipaðar og var áður en Covid faraldurinn skall á. "} {"year":"2022","id":"106","intro":"Eigendur veiðiglaðra katta þurfa ekki að óttast að kettir þeirra smitist af fuglaflensunni enn sem komið er. Yfirdýralæknir Matvælastofnunar segir engin þekkt dæmi þess að kettir hafi smitast af þessari gerð fuglaflensu.","main":"Fuglaflensa var staðfest hér á landi á dögunum og hafa kattaeigendur sumir hverjir verið uggandi yfir því að kettir þeirra eltist við fugla og komi jafnvel með þá inn á heimilið. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar segir engin þekkt dæmi þess að kettir hafi smitast af þessari gerð fuglaflensu.\nEkki af þessari gerð nei, ekki að mér afvitandi. En það er ekkert útilokað í einu eða neinu því veirur eru að stökkbreytast og það getur alltaf gerst. Þannig að við útilokum ekki neitt en það eru afar litlar líkur.\nSigurborg segir fuglaflensuna auk þess vera sjaldgæfa í spörfuglum sem kettir sæki helst í. Þó sé mikilvægt að sýna árvekni og iðka smitvarnir.\nSamt sem áður á fólk alltaf að hafa varann á og vera ekki að snerta villta dauða fugla með berum höndum. Bara setja yfir þetta plastpoka og fjarlægja þannig.\nÁ þessum árstíma eigi þó alltaf að halda köttunum frá fuglum eins og hægt er.\nBara almennt eiga kattaeigiendur að reyn aað halda köttum sínum heima ivð og inni við á varptíma þannig að þeir séu nú ekki að drepa villta fugla á varptímanum.\n","summary":"Yfirdýralæknir matvælastofnunar segir engin þekkt dæmi þess að fuglaflensuafbrigðið sem komið er hingað til lands smitist í ketti. Eigendur veiðiglaðra katta geti enn sem komið er haldið ró sinni."} {"year":"2022","id":"106","intro":"Ever Forward, risavaxið gámaflutningaskip sem tók niðri við austurströnd Bandaríkjanna og sat þar fast í rúman mánuð, er laust af strandstað. Skipið er gert út af taívanska skipafélaginu Evergreen, sama félag og gerir út risaskipið Ever Given, sem stöðvaði alla umferð um Súesskurðinn í sex daga í mars 2021.","main":"Ever Forward strandaði í Chesapeake-flóa, ekki fjarri Baltimoreborg, aðfaranótt 14. mars. Bandaríska blaðið Baltimore Sun greinir frá því að á páskadagsmorgun hafi loks tekist að koma þessu 334 metra langa skipi af strandstað og á flot . Til þess að það gengi upp þurfti að afferma nær 500 þeirra um það bil 5.000 gáma sem voru um borð til að létta skipið og grafa rennu í aurbotninn frá strandstað út á meira dýpi. Á háflóði á páskadagsmorgun var það svo dregið eftir rennunni yfir í aðalsiglingaleiðina um flóann. Skoða þarf skipsskrokkinn, einkum kjöl og stýrisbúnað, áður en skipið fær að halda aftur til hafnar í Baltimore til að lesta aftur gámana 500 sem affermdir voru, og sigla sinn sjó í framhaldinu. Ekkert hefur verið gefið út um það, hvað olli því að skipið tók niðri, en samkvæmt upplýsingum siglingayfirvalda olli strandið hvorki slysum á fólki, tjóni á mannvirkjum né umhverfismengun.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"106","intro":"Rússneska ríkissjónvarpið sýndi í morgun ávarp tveggja breskra hermanna sem eru haldi rússlandshers. Þeir biðja um að einn besti vinur Rússlandsforseta verði látinn laus. Minnst sjö eru látin eftir eldflaugaárásir Rússa á úkraínsku borgina Lviv í nótt.","main":"Úkraínska borgin Lviv er skammt frá landamærum Póllands. Þangað liggur leið fjölmargra flóttamanna sem reyna að flýja stríðsátök í Úkraínu. Borgarstjóri Lviv sakar Rússlandsher um að beina skotum sínum vísvitandi að almennum borgurum. Í árásum næturinnar hafi bílaverkstæði meðal annars verið sprengt upp og skemmdir unnar á hóteli sem hýsir flóttafólk. Minnst sjö létust í árásunum á Lviv í nótt og ellefu eru slösuð, þeirra á meðal eitt barn.\nEngar fregnir hafa enn borist af nokkur hundruð úkraínskum hermönnum sem taldir eru hafast við í rammgerðri stálverksmiðju í borginni Mariupol. Fresturinn sem Rússaher gaf þeim til að leggja niður vopn rann út á hádegi í gær en forsætisráðherra Úkraínu sagði í gær að uppgjöf kæmi ekki til greina. Varnarlið borgarinnar muni berjast til síðasta manns.\nÞá er sömuleiðis barist við höfuðborgina Kænugarð. Brottflutningur fólks þaðan verður stöðvaður í dag, annan daginn í röð, vegna árása Rússa sem meðal annars beinast gegn flóttaleiðum.\nRússneska ríkissjónvarpið birti í morgun myndskeið af tveimur mönnum sem Rússar segja að séu breskir hermenn. Þeir hafi veitt Úkraínuher liðveislu en séu nú í haldi Rússa. Á myndskeiðinu biðla mennirnir tveir til forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, um að semja um fangaskipti við Valdimír Pútín, forseta Rússlands. Mönnunum tveimur hafi verið heitið frelsi gegn því að Viktor Medvedchuk verði látinn laus. Auðmaðurinn Medvedchuk er einn nánasti vinur Pútíns, og er í haldi úkraínsku öryggisþjónustunnar.\nStjórnvöld í Rússlandi höfnuðu tilboði Úkraínustjórnar um fangaskipti í síðustu viku þegar Medvedchuk var tekinn höndum.\n","summary":"Minnst sjö eru látin eftir eldflaugaárásir rússneska hersins á úkraínsku borgina Lviv í nótt. Rússneska ríkissjónvarpið sýndi í morgun ávarp tveggja Breta sem eru í haldi Rússlandshers. Þeir biðja um að einn besti vinur Rússlandsforseta verði látinn laus"} {"year":"2022","id":"106","intro":"Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir óeirðirnar í landinu undanfarna daga gríðarlega alvarlegt mál. Líf fólks hafi verið í hættu, og grunur sé um að skipulagðir glæpahópar hafi tekið þátt.","main":"Óeirðirnar tengjast yfirferð danska stjórnmálamannsins Rasmus Paludan, sem nú er reyndar kominn með sænskan ríkisborgararétt. Hann hyggur á framboð til sænska þingsins með flokk sinn Stram Kurs og ferðast nú um Svíþjóð og boðar andstöðu sína við múslima og innflytjendur. Hann hefur boðað komu sína til fjölda sænskra bæja og borga til að brenna þar Kóraninn. Þó hann hafi ekki látið sjá sig á mörgum boðuðum fundarstöðum hefur ófriður engu að síður blossað upp.\nÍ nótt var ástandið verst í Malmö, þar sem meðal annars var kveikt í skóla.\nAnders Thornberg, ríkislögreglustjóri Svíþjóðar, brást við ástandinu á fundi með fréttamönnum í morgun. Hann sagði ástandið alvarlegt, undanfarna daga hafi komið til óeirða víða um landið þar sem lögreglumenn hafi verið í lífshættu.\nÁ þriðja tug lögreglumanna eru sárir eftir átök helgarinnar sem ríkislögreglustjóri segir að hafi einkennst eyðileggingu og grófu ofbeldi sem fyrst og fremst hafi beinst gegn lögreglunni. Hann sagði sömuleiðis lögreglu gruni að skipulagðir glæpahópar í landinu hafi nýtt hamaganginn í kringum Paludan til að æsa til óeirða gegn lögreglu.\nÞá sagð ríkislögreglustjórinn Thornberg að rannsókn væri í fullum gangi og að henni kæmu ýmsar löggæslu og eftirlitsstofnanir í Svíþjóð.\n","summary":"Grunur er um að skipulagðir glæpahópar hafi tekið þátt í óeirðum helgarinnar í Svíþjóð. Ríkislögreglustjóri landsins segir að lögreglumenn hafi verið beittir grófu ofbeldi og að líf þeirra hafi verið í hættu. "} {"year":"2022","id":"106","intro":"Tindastóll mætir Njarðvík í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta. Þetta varð ljóst eftir öruggan sigur Sauðkrækinga á Keflavík í oddaleik liðanna í átta liða úrslitum í gærkvöld.","main":"Þegar höfðu Þór frá Þorlákshöfn, Valur og Njarðvík tryggt sér sæti í undanúrslitum. Það var hins vegar allt jafnt í einvígi Tindastóls og Keflavíkur 2-2 og því mættust liðin í oddaleik á Sauðárkróki í gærkvöld. Stólarnir voru skrefi framar allan leikinn og leiddu með 15 stigum í hálfleik 56-41. Keflvíkingar áttu fá svör við sóknarleik heimamanna í seinni hálfleik og Tindastóll vann að lokum sannfærandi með 14 stiga mun 99-85. Tindastóll vann því einvígið 3-2 og mæta Njarðvík í undanúrslitum. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Valur og Þór frá Þorlákshöfn.\nÞað markar upphafið á Íslandsmótinu í fótbolta þegar leikið er um titilinn Meistarar meistaranna. Meistarakeppnin kvennamegin fer fram í dag þegar mætast Íslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Breiðabliks á Hlíðarenda klukkan fjögur. Og úrvalsdeild karla í fótbolta, sem heitir nú Besta deildin, hefst í dag með einum leik. Í opnunarleiknum taka ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Víkings á móti FH í Víkinni klukkan korter yfir sjö í kvöld. Nýtt fyrirkomulag er á Íslandsmótinu hjá körlunum í sumar. Sem fyrr eru 12 lið í deildinni en í ár verður liðunum skipt í tvennt í lok sumars. Liðin tólf mætast heima og að heiman og leika þar 22 leiki. Eftir þá leiki verður deildinni svo skipt í tvennt, efri sex og neðri sex. Liðin í hvorum hluta mætast að nýju innbyrðis og bætast því fimm leikir við hjá hverju liði. Að því loknu er efsta lið efri hluta Íslandsmeistari og tvö neðstu lið neðri hluta falla. Besta deild kvenna hefst á þriðjudaginn í næstu viku.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"106","intro":"Íþróttafélagið Höttur á Egilsstöðum ætlar að taka upp nýtt fyrirkomulag í æfingum yngstu barna. Börnin þurfa ekki að velja á milli íþróttagreina heldur mega prófa allt. Þetta getur seinkað framförum fyrst um sinn en líka minnkað brottfall úr íþróttum.","main":"Íþróttasamband Íslands hefur unnið að því að betrumbæta íþróttastarf barna þannig að íþróttir byggi upp öfluga einstaklinga - ekki aðeins afreksmenn. Ef illa er staðið að málum geta börn sem ekki eru í fremstu röð í raun hlotið skaða á sjálfsmynd, gefist upp og misst af ávinningi íþrótta.\nÝmislegt hefur verið gert til að minnka samanburðinn, til dæmis að tilkynna síður um úrslit í yngstu aldurshópum og jafna leikinn með ýmsum hætti.\nVal á íþróttagrein skiptir líka máli og hefur ÍSI hvatt félög til að hafa framboð fjölbreytt.\nBörn þurfa oft að velja grein snemma því ómögulegt er að taka fullan þátt í mörgum greinum og fjárhagur foreldra leyfir ekki slíkt. Þannig getur barn neyðst til að velja snemma eða þarf að hætta og byrja í öðru sem getur verið erfitt. Höttur á Egilsstöðum kynnti nýverið nýtt fyrirkomulag á æfingum barna í fyrsta og öðrum bekk sem á að bæta úr þessu. Foreldrar borga eitt gjald og barnið má þá æfa hvaða grein sem er. Þá eru æfingum í hverri grein fækkað og æfingatími samstilltur. Félagið fékk Svein Þorgeirsson aðjúkt við Íþróttafræðisvið HR til liðs við sig.\nTil lengri tíma þá átti ávinningurinn helst að vera sá að að það yrði betri ástundun, minni brottfalli til lengri tíma. Fjölbreyttari grunnur þar sem krakkarnir þróa með sér fjölbreyttari og betri grunnhreyfifærni. Og það er ekkert fyrr en við komum inn á kynþroskaaldurinn sem við sjáum hvaða líkamsburði einstaklingarnir hafa. Hvar þeir muni koma til með að finna sig ekki bara líkamlega heldur líka andlega.\n","summary":"Yngstu börn sem æfa íþróttir með Hetti á Egilsstöðum þurfa ekki lengur að velja á milli greina heldur mega prófa allt. Þetta getur minnkað líkur á meiðslum og brottfalli úr íþróttum að mati íþróttafræðings. "} {"year":"2022","id":"107","intro":"Engin merki eru um það enn að úkraínski herinn hafi lagt niður vopn í borginni Mariupol en Rússar hafa sett þeim afarkosti, ef þeir gefist ekki upp í dag verði þeir drepnir.","main":"Borgin Mariupol hefur verið í herkví vikum saman og ástandinu í borginni er lýst sem hryllilegri mannúðarkrísu. Borgin gæti fallið alveg í hendur Rússa í dag. Rússneska varnarmálaráðuneytið fullyrðir að rússneski herinn hafi hrakið nánast allt varnarlið Úkraínuhers frá borginni og króað af það sem eftir er af því.\nThe Ukrainian group, surrounded and completely blocked in Mariupol, on the territory of the Azovstal metallurgical plant, was asked to voluntarily lay down their arms and surrender in order to save their lives.\nIgor Konashenkov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússa segir að Úkraínskum hermönnum hafi verið gert það ljóst að ef þeir gefist ekki upp, verði þeir drepnir. Enn sem komið er eru engin merki um að Úkraínsku hermennirnir hafi lagt niður vopn. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, viðurkenndi í gær að Mariupol væri að mestu úr höndum Úkraínumanna. Hann varar Rússa eindregið við því að standa við hótunina.\nI think they (Russians) are making huge mistake - the destruction of all our guys in Mariupol, what they are doing now, can put an end to any format of negotiations.\nZelensky segir að ef varnarliðið verði drepið, geri það út um allar friðarviðræður. Á sama tíma heldur rússneski herinn áfram árásum á aðrar borgir. Úkraínsk stjórnvöld segja að minnst þrjú hafi látist í sprengjuárásum við borgina Kharkiv í norðausturhluta landsins. Þá halda Rússar áfram árásum á hernaðarmannvirki í höfuðborginni Kænugarð og nágrenni hennar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins boðar fleiri refsiaðgerðir gegn Rússum og rússneskum fyrirtækjum. Nýjustu aðgerðunum verður beint sérstaklega gegn rússneskum bönkum og olíuiðnaðinum.\n","summary":"Úkraínska borgin Mariupol gæti fallið alveg í hendur Rússa í dag. Rússar segjast hafa króað af þá úkraínsku hermenn sem eftir eru í borginni og hafa sett þeim afarkosti, ef þeir gefist ekki upp í dag verði þeir drepnir."} {"year":"2022","id":"107","intro":"Biskup Íslands sagði í páskaprédikun sinni í morgun að í stríðinu í Úkraínu mætti sjá allt það ljótasta og versta sem í manninum býr.","main":"Biskup flutti að venju prédikun klukkan átta á páskadagsmorgni í hátíðarmessu í Dómkirkjunni. Hún sagði á boðskapurinn um upprisu Krists gæri fólki styrk, von, trú og hugrekki til að horfast í augu við veruleikann að takast á við verkefnin, auðveld eða erfið.\nHið grimmilega stríð í Úkraínu og víðar í heiminum fellir saklausa borgara, framkvæmir allt það ljóstasta og versta sem í manninum býr, eyðileggur allt sem á vegi þeirra verður og knýr fjölda fólks til að leggja á flótta. Ofbeldi gegn konum, börnum, öldruðum og þeim sem minna mega sín er framið. Með hverjum nýjum degi blasir við angist, auðn og vonleysi.\nSamt fögnum við í dag. Kirkjur heimsins halda áfram að flytja gleðiboðskapinn og vonarboðskapinn um að Kristur er upprisinn, mitt í þrengingunum og vonleysinu sem víða blasir við.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"107","intro":"Borgarstjóri segir að ákvörðun um byggingu þjóðarhallar verði að liggja fyrir um mánaðamótin. Að öðrum kosti kemur borgin til með að nýta þá tvo milljarða króna sem hún hefur tekið frá, til að byggja íþróttahús fyrir íþróttafélögin í Laugardal, Þrótt og Ármann.","main":"Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta vandaði stjórnvöldum ekki kveðjurnar eftir að Íslendingar tryggðu sér sæti á HM í handbolta á næsta ári með öruggum sigri á Austurríki í gær. Leikurinn fór fram á Ásvöllum því Laugardalshöllin stenst ekki alþjóðlegar kröfur.\nEins og Guðmundur að þá höfum við verið að kalla eftir skýrri niðurstöðu varðandi þjóðarhallarmálin. Reykjavíkurborg er með frátekna peninga fyrir íþróttahús í Laugardal og við höfum sagt að áform um þjóðarhöll verði að skýrast á þessu vori annars sjáum við ekki annan kost en að byggja sérstakt hús fyrir félögin í Dalnum, Þrótt og Ármann því krakkar þar eru í brýnni þörf fyrir aukna æfingaaðstöðu.\nSegir Dagur B Eggertsson borgarstjóri. Hann segir að Þjóðahöllin gæti mætt þeirri þörf. Viðræðurhópar frá þremur ráðuneytum hafa átt fundi með Reykjavíkurborg.\nHvenær er að vænta niðurstöðu í málinu? Við gerðum athugasemdir við það að það voru ekki skýr fyrirmæli um þetta í nýrri fjármálaáætlun ríkisins og höfum sagt að það verði að skýra þessi mál á þessu vori. Við höfum sagt að í raun um næstu mánaðamót þurfi þessi niðurstaða að liggja fyrir.\nSkilurðu gagnrýni Guðmundar? Algjörlega. Það hafa verið höfð uppi góð orð um þjóðarleikvanga í mjög mörg ár núna og allt gott um það að segja. En það þurfa að vera staðfest fjármögnuð áform, það er það sem skiptir máli til að eyða óvissunni og getum farið að láta verkin tala.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"107","intro":"Fleiri dauðir fuglar, einkum súlur, hafa fundist og leikur grunur á að þeir hafi drepist af fuglaflensu.","main":"Villtir fuglar hafa undanfarna daga fundist dauðir allt frá Hornafirði til Selvogs og hænsni á bæ á Suðurlandi hafa verið aflífuð vegna fuglaflensu. Enn er hins vegar beðið nákvæmari greiningar. Staðfest er að fuglarnir drápust úr fuglaflensu, en það sem enn er óvíst er hvort um sé að ræða afbrigðið H5N1 sem geisar í Evrópu, en sterkur grunur er um það. Ef það er reyndin þá væri það í fyrsta sinn sem það afbrigði greinist í hænsnum hér á landi. Frekari tilkynningar hafa borist um dauða fugla segir Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun.\nJá, það eru að berast til okkar ábendingar í gegnum ábendingakerfið hjá Matvælastofnun og það eru áberandi tilkynningar um dauðar súlur á Reykjanesi og sunnanverðu Snæfellsnesi auk annarra villtra fugla en þetta eru fleiri ábendingar um dauðar súlur en aðra fugla.\nEr eitthvað hægt að gera sér grein fyrir hversu margir fuglar þetta eru?\nNei, það er vont að gera sér grein fyrir því en þetta er svona áberandi að fólk tekur eftir því og lætur vita, sem betur fer, við hvetjum fólk til að gera það að láta okkur vita um dauða villta fugla sem það finnur og sjá ekki augljósa ástæðu fyrir dauðanum. Og brýnum fyrir fólki að vera ekki að snerta fuglana með berum höndum. Það er hægt að setja plastpoka yfir og taka upp ef þa er tryggt að fólk komi ekki nálægt þessu sjálft.\nHún segir mikilvægt að fá tilkynningar fá fólki svo hægt sé að taka sýni og rannsaka frekar. Ekki hafa hins vegar borist tilkynningar um dauðar hænur.\nNei, sem betur fer hafa ekki borist neinar tilkynningar um veika alifugla.\n","summary":"Frekari tilkynningar hafa borist um dauða fugla, einkum súlur, á Reykjanesi og á Snæfellsnesi. Brýnt er fyrir fólki að snerta fuglana ekki með berum höndum, enda er grunur um að skæð fuglaflensa hafi drepið þá."} {"year":"2022","id":"107","intro":"Sænska lögreglan hefur handtekið einn eftir óeirðir gærkvöldsins í Malmö. Þetta kom fram á fundi með fréttamönnum skömmu fyrir fréttir. Lögreglan í Svíþjóð fordæmir harðlega ofbeldið og óeirðirnar sem hafa átt sér stað í Malmö og Landskrona síðustu daga í tengslum við samkomur danska hægri öfgaflokksins Stram Kurs.","main":"Síðustu tvo daga hefur sænska lögreglan þurft að hafa afskipti af hópi fólks bæði í Malmö og Landskrona. Hægri öfgaflokkurinn Stram Kurs boðaði til útifunda í borgunum en flokkurinn hefur gert sér far um að brenna kóraninn, helgirit múslima, á samkomum sem þessum. Boðað var til mótmæla gegn útifundum Stram Kurs og í framhaldi brutust út óeirðir. Grjóti og bensínsprengjum hefur verið kastað að lögreglu, auk þess sem maður var handtekinn, grunaður um morðtilraun, eftir að hann ók bíl á varnargirðingu lögreglu.\nPetra Stenkula, lögreglustjóri í Malmö, sagði á fundi með fréttamönnum nú skömmu fyrir fréttir að lögreglan fordæmi harðlega ofbeldi og óeirðir síðustu daga og málið sé litið alvarlegum augum. Sænska lögreglan segir erfitt að segja til um hverjir nákvæmlega standi að baki óeirðunum. Einhverjir kunni að vera ósáttir við það að Stram Kurs hafi fengið leyfi fyrir útifundunum en það einnig gæti ungt fólk eða glæpamenn sem beri gremju til lögrelgu nýtt tækifærið til þess að ráðast að lögreglumönnum. Flokkurinn Sram Kurs berst gegn innflytjendum, þá sérstaklega múslimum, og leiðtogi hans hefur verið ákærður og dæmdur fyrir kynþáttahatur. Flokkurinn í fyrsta sinn fram til þings í Danmörku árið 2019, fékk 1,8 prósent atkvæða og engan mann kjörinn á þing.\n","summary":"Einn hefur verið handtekinn í Svíþjóð í tenglsum við óeirður síðustu daga, sem brutust út í tengslum við samkomur danska hægri öfgaflokksins Stram Kurs. "} {"year":"2022","id":"107","intro":"Dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramót karla í handbolta þann 2. júlí í Póllandi. Ísland verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður.","main":"Ísland tryggði sér í gær sæti á HM 2023 í Svíþjóð og Póllandi með átta marka sigri á Austurríki í seinni umspilsleik liðanna um laust sæti á HM. Samtals vann Ísland einvígi sitt við Austurríki með tólf marka mun. 32 lið munu keppa á HM og verður þeim skipað í átta fjögurra liða riðla. Ísland verður í efsta styrkleikaflokki og sleppur þar með við í riðlakeppninni að spila við Dani, Svía, Spánverja, Frakka, Norðmenn, Þjóðverja og besta lið Afríku sem enn er óvíst hvert verður. Allt lítur út fyrir að Íslandi verði þó plantað fyrirfram í riðilinn sem mun spila í Kristianstad í Svíþjóð. Þrjú efstu liðin í hverjum riðli komast svo í milliriðlakeppni mótsins. Tvö efstu lið milliriðlanna fara í 8-liða úrslit sem hlýtur að vera takmark Íslands. Heimsmeistararnir fá nefnilega beinan þátttökurétt á Ólympíuleikana í París 2024 og liðin í öðru til sjöunda sæti fá sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. Þegar Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari framlengdi samning sinn við HSÍ til sumarsins 2024 var jafnframt greint frá því að stefnan væri sett inn á Parísarleikana sumarið 2024. Karlalandsliðið okkar í handbolta kemur ekki saman næst fyrr en í október. Þá hefst undankeppni EM 2024. Ísland spilar við Ísrael heima og við Eistland úti í EM undankeppninni um miðjan október.\nNæstu handboltalandsleikir Íslands eru hins vegar hjá kvennalandsliðinu og það í vikunni sem nú er hafin. Íslenska kvennalandsliðið kom saman til æfinga fyrir helgi og framundan eru síðustu tveir leikir liðsins í undankeppni EM sem haldið verður í nóvember í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi. Ísland mætir Svíum á Ásvöllum á miðvikudagskvöld. Lokaleikurinn verður svo við Serba í borginni Zrenianin í Serbíu næsta laugardag. Næsta víst er að Svíar komist á EM, og því verður leikur Serbíu og Íslands um næstu helgi úrslitaleikur um hvort liðið fylgir Svíum á EM. 10 ár eru síðan íslenska kvennalandsliðið komst síðast á stórmót.\n","summary":"Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir HM. Kvennalandsliðið í handbolta á þó sviðið í vikunni þegar kemur í ljós hvort liðið komist á EM sem verður í lok árs."} {"year":"2022","id":"108","intro":"Enn glymja loftvarnaflautur víðs vegar um Úkraínu, tilkynnt hefur verið um sprengjuárásir bæði í Kænugarði og borginni Lviv í vesturhluta landsins. Forsætisráðherra Bretlands er kominn á bannlista rússneskra stjórnvalda.","main":"Rússnesk stjórnvöld tilkynntu í morgun að Boris Johnsson, forsætisráðherra Bretlands, sé nú formlega bannað að koma til Rússlands. Fleiri hátt settir ráðamenn eru á bannlista, til að mynda LIz Truss utanríkisráðherra og Ben Wallace varnarmálaráðherra. Ráðamenn í Moskvu segja ákvörðunina tekna í ljósi fordæmalausra og fjandsamlegra þvingunaraðgerða sem Bretar hafi beitt sér fyrir. Þá hafa Rússar hótað ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef Bandaríkin og bandamenn haldi áfram að útvega Úkraínumönnum vopn.\nEftir nóttina hafa borist fregnir af árásum rússneska hersins víðs vegar um Úkraínu, meðal annars í borginni Lviv í vesturhlutanum og við höfuðborgina Kænugarð. Sviatoslav Yurash, þingmaður á úkraínska þinginu, er staddur í Kænugarði.\nThey attack from the long range, they attack from aircraft, they have been firing rockets non-stop\nYurash segir rússneska herinn gera árásir úr fjarlægð og lofti, eldflaugum sé skotið nánast linnulaust.\nLögregluyfirvöld í Kænugarði tilkynntu í gær að frá því að rússneski herinn hörfaði frá höfuðborg og nágrenni hafi fleiri ein níu hundruð almennir borgarar fundist látnir á svæðinu. Flest hinna látnu fundust í bænum Bucha, þar sem líkin eru um 350 talsins.\nSo the horrors of Bucha and the horrors of the territories that we liberated around Kyiv is just the beginning because what you will see as we liberate more and more of our country is the horror that Russia is imposing on everyone living here.\nYurash segir að hryllingurinn í Bucha sé aðeins byrjunin. Tíminn leiði ljós skelfinguna sem íbúar Úkraínu hafa mátt þola af hendi rússneska hersins. Þrátt fyrir allt sé ekki á dagskrá að gefast upp. Úkraínumenn berjist áfram fyrir tilverurétti sínum og framtíð landsins.\n\"For us, there is no question here. We're fighting for our very existence and for our future as an independent country, as an independent nation. So it doesn't matter what Russia throws at us, we must fight. We must resist.\"\n","summary":null} {"year":"2022","id":"108","intro":"Mjög alvarlegt væri ef fuglaflensa bærist inn í alifuglahús, segir yfirdýralæknir, en almennt séu smitvarnir þeirra mjög góðar. Óttast er að villtir fuglar af þremur tegundum sem fundist hafa dauðir og hænsn á bæ á Suðurlandi hafi verið með skæða flensutegund sem herjar á Evrópu.","main":"Matvælastofnun greindi frá því í gærkvöldi að fuglaflensa hefði verið staðfest í þremur villtum fuglum á landinu sem fundist hafa undanfarna daga, heiðargæs, við Hornafjörð, hrafni á Skeiðum og súlu nærri Strandakrikju við Suðurstrandarveg. Þá hafa heimilishænsni á bóndabæ nærri þar sem hrafninn fannst sýnt sjúkdómseinkenni og verið aflífuð. Að sögn Sigurborgar Daðadóttur yfirdýralæknis hjá Mast er beðið niðurstaðna á greiningu úr þeim, en ef þetta reynist vera afbrigðið H5N1, sem geisar í Evrópu væri það í fyrsta sinn sem það greinist í hænsum hér. Fuglaflensa er lík flensu hjá fólki og einkennin svipuð og smitast með snertingu og driti og er mjög smitandi.\nÞetta skæða afbrigði sem nú herjar í Evrópu, við óttumst að þetta sé sú týpa sem að hér er og hún er bráðsmitandi.\nSegir Sigurborg Daðadóttir. Hún segir dánarhlutfallið mismunandi eftir tegundum, alifuglar séu margir haldnir saman og þá magnist smitið og dreifist hratt og dauðinn meiri. Athygli hefur verið vakin á því að svo virðist sem eitthvað sé af dauðum fugli í súlnabyggðinni í Eldey miðað við myndir úr myndavél sem þar er og Eldey ekki víðsfjarri þeim stað sem dauða súlan fannst.\nSmit hlýtur að vera nokkuð útbreitt fyrst við erum búin að finna í þremur villtum fuglum að sitthvorri tegundinni vítt og breitt um landið.\nÞað megi því reikna með að áhrifin geti orðið mikil í Eldey vegna þess hve þétt fuglabyggðin er þara. Aðspurð hvort að ástæða sé til að óttast um viðkvæma stofna eins og haförninn segir Sigurborg það óljóst, en haförn sem fannst dauður í fyrrahaust reyndist vera með H5N1, en ekki sé vitað hvort það hafi dregið hann til dauða. Ekki er talið að fólki stafi hætta af fuglaflensunni.\nMjög líklega ekki, reynslan í nágrannalöndum okkar að þetta afbrigði, H5N1, er ekki mikið að smitast í fólk en flensa getur smitast á milli manna og dýra þannig að það er full ástæða til þess að fólk fari varlega og ekki vera að handfjatla dauða fugla með berum höndum og bara gæta almennra smitvarna. Reynslan hefur sýnt það í nágrannalöndum okkar að þetta hefur ekki verið að smitast í fólk.\nSigurborg segir að sérstök viðbragðsáætlun hafi strax verið virkjuð og búið sé að setja strangari smitvarnarreglur fyrir þá sem halda alifugla, heimahænur og þess háttar því mikilvægt sé að halda þeim vel frá villtum fuglum.\nEn alifuglabú á Íslandi almennt eru með góðar smitvarnir, en mesta hættan náttúrlega er að þetta berist inn í alifuglahús, það yrði mjög alvarlegt.\n","summary":"Óttast er að fuglaflensa sem greinst hefur í dauðum fugli af þremur tegundum undanfarna daga sé af skæðu afbrigði sem geisar í Evrópu og er bráðsmitandi, en fólki á þó ekki að stafa hætta af. Fólk er varað við því að handleika dauðan fugl með berum höndum."} {"year":"2022","id":"108","intro":"Losun kolefnis frá landbúnaði á Íslandi hefur líklega verið stórlega ofmetin samkvæmt nýrri rannsókn. Margt bendir til að mýrar sem bændur þurrkuðu upp og breyttu í tún losi aðeins brot af því sem haldið hefur verið fram.","main":"Bændur hafa í gegnum tíðina grafið skurði til að þurrka upp mýrar og rækta tún. Við þetta hætta mýrarnar að binda kolefni og í staðinn fer jarðvegurinn að losa kolefni í andrúmsloftið. Þessi losun hefur verið talin einn stærsti þátturinn í losun af mannavöldum á Íslandi. Hefur þá verið reiknað út frá alþjóðlegum staðli um losun frá framræstu mýrlendi; 20-30 tonn af koltvísýring á hektara.\nNýverið kynnti Landbúnaðarháskóli Íslands skýrslu sem byggir meðal annars á rannsóknum sem gerðar voru á Norðurlandi í fyrra og hitteðfyrra. Sú rannsókn bendir til að losunin hér á landi sé mun minni eða um 1-5 tonn á hektara - ekki 20-30. Hingað til hefur heildarlosun frá þurrkuðum mýrum á Íslandi verið áætluð um 8 milljónir tonna á ári en gæti samkvæmt þessu verið ein milljón tonn.\nÞóróddur Sveinsson deildarforseti við Landbúnaðarháskólann stýrði skýrslugerðinni.\nÞað þarf náttúrulega að gera frekari rannsóknir á þessu til að staðfesta þessar tölur eða ekki. Að framræst ræktunarland losi svona lítið miðaða við það sem er gert ráð fyrir samkvæmt loftslagsbókhaldinu.\nHann segir að aðstæður á Íslandi séu gjörólíkar aðstæðum í þeim löndum sem viðmið um losun byggja á.\nVið erum með mjög sérstakan jarðveg á Íslandi. Eldfjallajarðveg sem hefur allt aðra eiginleika heldur en annar jarðvegur. Svo er loftslagið hjá okkur talsvert frábrugðið því sem þekkist annars staðar þar sem þetta hefur verið mælt. Við erum með köld sumur og frekar lágan meðalhita og það hefur vissulega áhrif á alla losun.\nHvatt hefur verið til þess að hvert land komi sér upp eigin viðmiðum um losun frá framræstu mýrlendi og Þóroddur leggur til að það verði gert með frekari rannsóknum. Viðbúið er að hafi áhrif á umræðu um endurheimt votlendis til að minnka losun. Þóroddur segir að þrátt fyrir þetta megi finna staði þar sem losun er talsverð.\nÉg held að það sem vantar er að leggja mat á það á hverjum stað hvað þessu losun er mikil áður en farið er í endurheimtur á votlendi. Þetta er örugglega mjög breytilegt eftir aldri ræktunarlandsins og öllu mögulegu öðru.\n","summary":"Ný rannsókn á losun frá framræstu mýrlendi hér á landi bendir sterklega til þess að losunin sé einungis brot af því sem talið hefur verið. "} {"year":"2022","id":"109","intro":"Ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar í Hveragerði um að reisa á ný uppblásið íþróttahús hefur sætt töluverðri gagnrýni. Minnihlutinn í bæjarstjórn segir ákvörðunin hafa verið tekna á of skömmum tíma og að ekki hafi verið skoðaðir allir kostir í stöðunni.","main":"Uppblásna íþróttahúsið í Hveragerði, Hamarshöllin, eyðilagðist í óveðri fyrir tæpum tveimur mánuðum. Meirihluti bæjarstjórnar samþykkti í fyrradag að reist yrði að nýju sams konar íþróttahús. Friðrik Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar, sagði í Facebook-færslu að hann hann væri stoltur af þessari ákvörðun Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn. Hún tryggði að íþróttastarf væri komið í samt horf næsta haust.\nNjörður Sigurðsson, situr í bæjarstjórn fyrir Okkar Hveragerði. Hann gagnýnir þessa ákvörðun meirihlutans.\nOkkur finnst að málið hafi ekki verið kannað nægjanlega vel. Þ.e.a.s að aðrir möguleikar og aðrar gerðir af húsum hafa ekki verið kannaðar til hlítar. Þess vegna á bæjarstjórnarfundi á miðvikudaginn óskuðum við eftir að því yrði frestað að taka ákvörðun í málinu svo að hægt yrði að kanna aðra kosti betur en því hafnaði Sjálfstæðisflokkurinn. - Er þetta ekki miklu ódýrara en að byggja bara venjulega íþróttahöll? - Ekki endilega vegna þess að við erum með verðhugmynd frá innflytjanda að einangruðu stálgrindarhúsi, jafnstóru, á svipuðu verði og loftbóluhús. En Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því að skoða það nánar.\nNjörður segir að bæjarstjórn hafi áður samþykkt að skoðaðir yrðu fimm kostir en í úttekt Verkís hafi aðeins tveir þeirra verið kannaðir. Þá hafi minnihlutinn ekki fengið öll gögn fyrr en tæpum sólarhing fyrir fundinn á miðvikudag. Njörður segir mjög skiptar skoðanir bæjarbúa hafa birst á Facebook-síðu. Bent hafi verið á að uppblásið íþróttahús henti ekki fyrir allar íþróttagreinar, eins og fimleika og blak.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"109","intro":"Fjöldi flóttamanna sem hafa flúið frá Úkraínu er nú kominn yfir fimm milljónir. Þetta staðfesti Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna nú rétt fyirr fréttir. Rússneski herinn hefur varpað sprengjum nærri Kænugarði á ný eftir að beitiskip rússneska hersins sökk í Svartahafi í gær. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins hótar hörðum árásum á borgina næstu daga.","main":"Það var miður kunnlegt hljóð sem ómaði um höfuðborg Úkraínu snemma morguns. Rússneski herinn segist hafa varpað sprengjum á herstöð nærri Kænugarði, en Rússar hafa síðustu daga einbeitt sér að árásum í Austur-Úkraínu.\nThe number and scale of missile strikes on targets in Kyiv will increase in response to any terrorist attacks or sabotage of the Kiev nationalist regime on Russian territory.\"\nÁ daglegum upplýsingafundi í morgun sagði Igor Konashenkov, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, að búast megi við frekari eldflaugaárásum á Kænugarð. Það séu viðbrögð við árásum Úkraínumanna á rússneska bæi.\nBeitiskipið Moskva, flaggskip Svartahafsflota Rússa, er sokkið. Um það er ekki deilt en tvennum sögum fer af því hvers vegna skipið sökk. Úkraínumenn segjast hafa hæft skipið með tveimur flugskeytum. Stjórnvöld í Moskvu segja að sprenging hafi orðið um borð eftir að eldur komst í skotfærageymslu. Moskva var 12.500 tonna beitiskip búið flugskeytum og 500 manna áhöfn, Rússar segja þó að ekkert manntjón hafi orðið.\nFréttaskýrendur eru sammála um að þetta sé verulegt áfall fyrir Valdimír Pútín Rússlandsforesta sem hefur ítrekað sagt að hernaðaraðgerðir gangi samkvæmt áætlun. Að sama skapi sé það mikill sigur fyrir Úkraínumenn sé það rétt að þeim hafi tekist að hæfa skipið með flugskeytum og þannig sökkva því.\nVolodymyr Zelensky, forseti Úkrínu, hrósar þjóð sinni fyrir að hafa staðið af sér árásir Rússa í fimmtíu daga. Hann minnist þess að þeim hafi verið ráðlagt af flýja og gefast upp fyrir kúgara sínum.\n\"But they didn`t know us either. And they did not know how brave Ukrainians are, how much we value freedom. Our opportunity to live the way we want.\"\nEn þau þekkti okkur ekki, þau vissu ekki hversu hugrökk við erum og hve mikils við metum okkar eigið frelsi - segir Zelensky.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"109","intro":null,"main":"Ungur maður særðist lífshættulega þegar hann var stunginn með hnífi í miðbæ Reykjavíkur í morgun, á mótum Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Ævar Pálmi Pálmason yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins miði vel og lögregla hafi verið fljót að ná utan um það. Tveir ungir menn eru í haldi lögreglu í tengslum við málið og segir Ævar Pálmi að beðið sé eftir því að taka fyrstu skýrslu af þeim. Engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald.\nSá sem var stunginn var fluttur með hraði á sjúkrahús og samstundis sendur í aðgerð. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um líðan hans eftir aðgerðina.\nUngur maður særðist lífshættulega þegar hann var stunginn með hnífi í miðbæ Reykjavíkur í morgun, á mótum Bankastrætis og Ingólfsstrætis. Ævar Pálmi Pálmason yfirlögregluþjónn segir að rannsókn málsins miði vel og lögregla hafi verið fljót að ná utan um það. Tveir ungir menn eru í haldi lögreglu í tengslum við málið og segir Ævar Pálmi að beðið sé eftir því að taka fyrstu skýrslu af þeim. Engin ákvörðun hafi verið tekin um hvort farið verði fram á gæsluvarðhald.\nSá sem var stunginn var fluttur með hraði á sjúkrahús og samstundis sendur í aðgerð. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um líðan hans eftir aðgerðina.","summary":"Ungur maður hlaut lífshættulega áverka þegar hann var stunginn með hnífi í miðborg Reykjavíkur undir morgun. Tveir eru í haldi lögreglu."} {"year":"2022","id":"109","intro":"Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon setti í nótt nýtt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi. Nýja Íslandsmetið er fimmti besti tími utanhúss í Evrópu í ár.","main":"Baldvin Þór, sem er í Eastern Michigan-háskólanum í Bandaríkjunum, keppti á Bryan Clay Invitiational-mótinu í Azusa í Kaliforníu. Baldvin kom tíundi í mark í sínum riðli á 13 mínútum og 32,47 sekúndum og bætti hann Íslandsmet Hlyns Andréssonar, sem sett var síðasta sumar, um tæplega tíu sekúndur. Baldvin stórbætti einnig sinn besta árangur en besti tími hans í greininni fyrir hlaupið í nótt var 13 mínútur og 45 sekúndur, tími sem hann náði á EM U23 ára í fyrra. Árangur Baldvins í nótt er sá fimmti besti í 5000 metra hlaupi utanhúss í Evrópu í ár. Aðeins er tæpur mánuður frá því Baldvin komst í úrslit í 3000 metra hlaupi á HM innanhúss í Serbíu en hann sló Íslandsmetið í 3000 metrunum í febrúar og bætti þá skólamet Eastern Michigan-skólans.\nKnattspyrnustjórinn Sean Dyche var í morgun rekinn frá enska úrvalsdeildarfélaginu Burnley. Þetta tilkynnti félagið fyrir hádegi. Dyche hefur verið við stjórnvölinn hjá Burnley síðustu 10 ár og tókst honum að halda Burnley í efstu deild sleitulaust frá árinu 2016. Nú blasir hins vegar við fall úr úrvalsdeildinni en Burnley er í 18. og þriðja neðsta sæti deildarinnar með 24 stig, fjórum stigum frá Everton sem er í öruggu sæti sem stendur. Átta leikir eru eftir af deildinni. Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður Burnley en hann hefur verið mikið meiddur á leiktíðinni og lítið spilað.\nKeflavík og Tindastóll þurfa að mætast í oddaleik um það hvort liðið kemst í undanúrslit úrvalsdeildar karla í körfubolta. Tindastóll var 2-1 yfir í einvíginu fyrir leikinn í gær en Keflavík var sterkara liðið á heimavelli og vann 91-76. Hvort liðið hefur nú unnið tvo leiki og því mætast þau í oddaleik á Sauðárkróki á sunnudag.\n","summary":"Baldvin Þór Magnússon setti nýtt Íslandsmet í 5000 metra hlaupi á móti í Bandaríkjunum í nótt. "} {"year":"2022","id":"110","intro":"Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir það hafa verið faglega og óhjákvæmilega ákvörðun að öllu starfsfólki skrifstofu félagsins yrði sagt upp. Hún kveðst telja sig hafa fullan stuðning félagsmanna og að auðvelt verði að fá fagfólk til starfa hjá félaginu.","main":"Öllum starfsmönnum á skrifstofu Eflingar barst uppsagnarbréf í nótt. Þau verða skyldug til þess að vinna uppsagnarfrest, að frátöldum síðasta mánuðinum. Sólveig Anna segist viðbúin að grípa til sérstakra ráðstafana ef starfsfólk mætir ekki til vinnu.\nÞað starfsfólk sem fréttastofa ræddi við í morgun sér ekki fyrir sér að sækja aftur um starf hjá Eflingu eftir uppsögnina. Margt þeirra er með áratuga reynslu af verkalýðsbaráttu. Formaður Eflingar segist ekki hafa áhyggjur af að það reynist erfitt að fá fagfólk til starfa hjá félaginu í þeirra stað.\nNei ég hef engar áhyggjur af því. Starfsaðstæður, launakjör, metnaðarfullar hugmyndir um fyrirmyndar þjónustu til handa eigendum félagsins, sem eru félagsfólk Eflingar, ég held að þetta hljóti allt að vera bara spennandi og aðlaðandi verkefni fyrir folk til þess að vilja taka þátt í.\nSólveig Anna segist ekki telja að stjórn félagsins fari með uppsögnunum gegn gildum í verkalýðsbaráttunni.\nErtu ekki með þessu að gera í rauninni eins og stórkapítalistarnir sem þið eruð að berjast gegn, að segja upp fólki og ráða svo aftur á lægri launum? Það hefur bara hvergi nokkurn tíman komið fram að það sé ætlunin með þessu og það er na´ttúrlega ótrúlegt að verða vitni að þessum svona vanstilltu hugmyndum sem settar eru fram í umræðunni um fyrirætlanir og tilganginn með skipulags breytingum. Eins og fram hefur komið er markmiðið gagnsæi í launakjörum. Það að uppræta venjur sem að hafa einhvernvegin safnast upp og eru ekki málefnanlegar og það að innleiða eðlilegt bil á milli lægstu og hæstu launa á vinnustaðnum.\nÞannig þið eruð ekki að fara að segja fólki upp og ráða svo inn í sömu stöður á lægri launum? Við erum að fara að taka upp nýtt launakerfi. Það auðvitað þýðir algera endurskoðun á því hvernig launastrúktúrinn er byggður upp.\nÞeir sem þið eruð að hvetja til að sækja um stöðurnar sínar aftur, eru þeir að fara að vera ráðnir inn á sömu launum og þeir höfðu áður? Við erum að fara að breyta launastrúktúrnum eins og marg oft hefur komið fram. Ég get á þessum tímapunkti ekki svarað nákvæmlega hvernig endanleg ráðningarkjör fólks verða, það hlýtur að vera augljóst. Við erum að fara að auglýsa öll störf. Við erum að fara að breyta ýmsu hvað varðar hæfniviðmið og svo framvegis. Það væri einfaldlega óábyrgt af mér á þessari stundu að fara að vera með yfirlýsingar um þetta.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"110","intro":"Ísland mætir Austurríki í dag í fyrri leik umspilsins um sæti á HM í handbolta á næsta ári. Austurríki er hættulegur andstæðingur segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari.","main":"Ísland og Austurríki mætast tvisvar í þessu umspili. Í Bregenz í Austurríki í dag og á Ásvöllum í Hafnarfirði á laugardag. Það lið sem hefur betur í einvíginu kemst á HM í janúar sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi. Íslenska liðið kom saman til æfinga í Bregenz á mánudag segir Bjarki Már Elísson, vinstri hornamaður íslenska liðsins, að hópurinn vilji ólmur komast á næsta stórmót eftir gott gengi á EM í janúar.\nsagði Guðmundur Guðmundsson, en áður var rætt við Bjarka Má Elísson. Guðmundur hefur valið þá 16 leikmenn sem verða á skýrslu í dag en utan hóps eru þeir Daníel Þór Ingason og Haukur Þrastarson. Leikur Íslands og Austurríkis hefst klukkan fjögur í dag en upphitun í HM stofunni hefst klukkan 15:40 í beinni á RÚV.\nReal Madrid og Villareal komust í gær í undanúrslit Meistaradeildar karla í fótbolta. Real Madrid mætti Chelsea í seinni leik liðanna og þrátt fyrir 3-2 tap gegn Lundúnarliðinu dugði það Madrídingum til að komast í undanúrslit. Real vann fyrri leikinn í Madríd 3-1 og einvígið því samanlagt 5-4. Á sama tíma gerðu Bayern Munchen og Villareal 1-1 jafntefli en þar sem Villareal vann fyrri leikinn 1-0 eru þeir spænsku komnir í undanúrslit. Átta liða úrslitum keppninnar lýkur í kvöld með seinni leikjum Atletico Madríd og Manchester City annars vegar og svo Liverpool og Benfica hins vegar. City er 1-0 yfir í sínu einvígi gegn Atletico og Liverpool 3-1 yfir gegn Benfica.\n","summary":"Ísland og Austurríki mætast í dag í fyrri umspilsleik liðanna um sæti á HM í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. "} {"year":"2022","id":"110","intro":"Þingmenn hvetja innviðaráðherra til að undirbúa kaup á nútímalegri ferju yfir Breiðafjörð sem knúin yrði endurnýjanlegum orkugjöfum. Það er í anda þess sem bæjarstjórinn í Stykkishólmi leggur til.","main":"Nokkrir þingmenn hvetja innviðaráðherra að kaupa nýja nútímalega ferju til siglinga sem jafnvel verði knúin endurnýjanlegum orkugjöfum.\nVegagerðinni ber að mati þingmannanna að hafa samráð við sveitarfélög beggja vegna Breiðafjarðar um hvaða kröfur ferja skuli uppfylla. Eyjólfur Ármannsson þingmaður Flokks fólksins og fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um nýja Breiðafjarðarferju segir brýnt að tryggja öryggi farþega.\nVerði keypt nútímaleg ferja sem standist nútímalegar öryggiskröfur og þægindi fyrir farþega. Það er algert grundvallaratriði. Nú ætla stjórnvöld að fara í orkuskipti.\nEf það á að fari í orkuskipti í siglingum er þetta rakið dæmi til að byrja þau orkuskipti í ferjuskiptum á Breiðafirði. Öryggi núverandi ferju er bara alveg hrikalegt, það stenst engar nútímakröfur hvorki hvað varðar öryggi né þægindi fyrir farþega.\nBaldur var smíðaður í Noregi árið 1979 og niðurstaða vélfræðings sem skoðaði skipið fyrir fréttaskýringaþáttinn Kveik sýndi að öryggi og fleiri þáttum var ábótavant. Samgöngustofu fannst þó ekki ástæða til að svipta skipið haffæri eftir viðgerð. Jakob Björgvin Jakobsson bæjarstjóri í Stykkishólmi segir afar brýnt að ferja yfir fjörðinn uppfylli öryggiskröfur.\naðgengi fyrir fatlaða og annað slíkt. Síðan aukin þörf atvinnulífsins á Vestfjörðum í fiskeldinu og flutninga þaðan yfir fjörðinn.\nEf það uppfyllir allar öryggiskröfur yrði gerð krafa um tvær vélar.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"110","intro":"Meirihlutinn í Reykjavík heldur naumlega velli yrði kosið í dag. Framsóknarflokkur og Píratar auka verulega fylgi sitt en stuðningur kjósenda við aðra flokka minnkar nokkuð eða töluvert.","main":"Fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík fjórfaldast næstum frá því í borgarstjórnarkosningunum fyrir fjórum árum og Píratar nærri tvöfalda fylgi sitt. Kjörfylgi Framsóknar síðast var rúm þrjú prósent en hann fengi rúmlega tólf nú. Fylgi Pírata fer úr sjö komma sjö upp í þrettán komma sex. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup þegar rétt tæpur mánuður er í kosningar. Hvor flokkur fengi þrjá menn yrði kosið nú. Könnunin var gerð dagana 14. mars til 11. apríl. Heldur dregur úr fylgi við aðra flokka en Miðflokkur myndi missa sinn mann. Flokkurinn fékk sex prósent atkvæða 2018 en fengi aðeins tvö prósent yrði kosið nú. Meirihlutinn héldi naumum meirihluta með tólf af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. Fulltrúum Samfylkingar myndi fækka um einn en Viðreisn héldi sínum tveimur og Vinstri grænir sínum eina borgarfulltrúa. Borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins myndi fækka um tvo, úr átta í sex samkvæmt niðurstöðum Þjóðarpúlsins nú, Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkurinn héldu sínum manni hvor flokkur. Næstum níu af hundraði tóku ekki afstöðu eða vildu ekki gefa hana upp en ríflega sex prósent myndu ekki kjósa eða skila auðu.\n","summary":"Framsóknarflokkur og Píratar í Reykjavík auka verulega við fylgi sitt samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Meirihlutinn í borginni héldi velli með naumasta mun. "} {"year":"2022","id":"110","intro":"Hátt í sextíu hafa fundist látnir og margra er saknað af völdum mannskaðaveðurs í Suður-Afríku. Héraðið KwaZulu-Natal hefur verið lýst hamfarasvæði vegna flóða og skriðufalla.","main":"Fimmtíu og níu hafa fundist látnir og margra er saknað eftir gríðarlega rigningu við austurströnd Suður-Afríku undanfarna daga. Dregið hefur úr vatnsveðrinu í bili en útlitið er svart um páskahelgina.\nVerst er ástandið í KwaZulu-Natal. Í hluta héraðsins mældist þrjú hundruð millimetra úrkoma á mánudag. Það er hið mesta sem mælst hefur í meira en sextíu ár að sögn suðurafrísku veðurstofunnar. Flóð hafa eyðilagt eða laskað yfir tvö þúsund hús og önnur mannvirki. Skriður hafa fallið og vegir eru víða ófærir. Ástandið í borginni Durban er afar slæmt. Stund er milli stríða í dag og nota borgarbúar tækifærið til að leita fólks sem saknað er í rústum húsa. Einnig er verið að reyna að gera vegi sæmilega ökufæra. Herinn hefur verið kallaður út til að bjarga fólki sem hefst við á húsþökum. Rafmagns- og vatnslaust er í stórum hluta borgarinnar.\nCyril Ramaphosa forseti heimsótti hamfarasvæðið í dag og lofaði aðstoð heimamanna við að koma lífæðum samfélagsins í lag að nýju.\nSuðurafríska veðurstofan spáir hvassviðri og snörpum skúrum með þrumum og eldingum frá og með morgundeginum. Mögulega dregur úr óveðrinu í lok páskahelgarinnar.\nVerst er ástandið í KwaZulu-Natal. Í hluta héraðsins mældist þrjú hundruð millimetra úrkoma á mánudag. Það er hið mesta sem mælst hefur í meira en sextíu ár að sögn suðurafrísku veðurstofunnar. Flóð hafa eyðilagt eða laskað yfir tvö þúsund hús og önnur mannvirki. Skriður hafa fallið og vegir eru víða ófærir. Ástandið í borginni Durban er afar slæmt. Stund er milli stríða í dag og nota borgarbúar tækifærið til að leita fólks sem saknað er í rústum húsa. Einnig er verið að reyna að gera vegi sæmilega ökufæra. Herinn hefur verið kallaður út til að bjarga fólki sem hefst við á húsþökum. Rafmagns- og vatnslaust er í stórum hluta borgarinnar.\nCyril Ramaphosa forseti heimsótti hamfarasvæðið í dag og lofaði aðstoð heimamanna við að koma lífæðum samfélagsins í lag að nýju.\nSuðurafríska veðurstofan spáir hvassviðri og snörpum skúrum með þrumum og eldingum frá og með morgundeginum. Mögulega dregur úr óveðrinu í lok páskahelgarinnar.\n","summary":"Hátt í sextíu hafa fundist látnir og margra er saknað af völdum mannskaðaveðurs í Suður-Afríku. Héraðið KwaZulu-Natal hefur verið lýst hamfarasvæði vegna flóða og skriðufalla."} {"year":"2022","id":"110","intro":"Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar, Sanna Marin og Magdalena Anderson, sitja á fundi í Stokkhólmi þar sem staða ríkjanna eftir innrás Rússa í Úkraínu verður rædd. Stjórnvöld beggja ríkja íhuga af alvöru að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu, NATO.","main":"Afstaða Finna og Svía til NATO aðildar gjörbreyttist á svipstundu við innrás Rússa í Úkraínu. Áður hafði NATO aðild ekki verið á dagskrá. Finnska ríkisstjórnin kynnti í hádeginu skýrslu um öryggis- og varnarmál, í framhaldinu er búist við að þingið í Helsinki taki ákvörðun um aðildarumsókn. Í skýrslunni eru taldir upp kostir og gallar NATO aðildar Finnlands sagði Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á sameiginlegum fundi með fréttamönnum í Stokkhólmi fyrir stundu.\nSanna Marin lagði áherslu á náið samstarf Finna og Svía í öryggis-og varnarmálum og samstarf við NATO sem hefði aukist eftir að Rússar innlimuðu Krím-skagann árið 2014.\nFréttaskýrandi sænska útvarpsins segir að í skýrslu finnsku ríkisstjórnarinnar séu ekki beinar tillögur um hvort landið eigi að sækjast eftir NATO aðild.\nSvenska Dagbladet fullyrðir í dag að leiðtogar Jafnaðarmanna, stjórnarflokksins í Svíþjóð, hafi þegar ákveðið að sækjast eftir NATO aðild. Á fréttamannafundinum með Marin neitaði Magdalena Anderson ekki þessum fréttum en sagði að NATO umsókn yrði rædd innan flokksins á næstu dögum. Báðar lögðu þær Anderson og Marin áherslu á að hvort ríki um sig tæki ákvörðun en náið samráð yrði á milli ríkisstjórnanna í Helsinki og Stokkhólmi.\nEf Finnar og Svíar ákveða að sækja um aðild að NATO er búist við að umsóknir þeirra verði formlega afgreiddar á leiðtogafundi NATO í Madrid í lok júní.\n","summary":"Forsætisráðherrar Finnlands og Svíþjóðar sitja á fundi í Stokkhólmi þar sem varnar- og öryggismál og innrás Rússa í Úkraínu verða rædd. Stjórnvöld beggja ríkja íhuga að sækja um aðild að Atlantshafsbandalaginu."} {"year":"2022","id":"111","intro":"Öllu starfsfólki sem ekki hefur brýnum skyldum að gegna innan bandarísku ræðismannsskrifstofunnar í kínversku borginni Shanghai hefur verið skipað að yfirgefa borgina. Mikil fjölgun kórónuveirusmita og hörð viðbrögð kínverskra stjórnvalda er ástæða heimkvaðningarinnar.","main":"Í yfirlýsingu ræðismannsskrifstofunnar kemur fram að miklar áhyggjur séu uppi um öryggi starfsfólksins í ljósi mikillar fjölgunar kórónuveirusmita og harðra reglna um útgöngubann. Fyrirskipunin kom frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem segir að dregið verði úr starfsemi meðan Kínverjar glíma við breyttar aðstæður.\nKínverjar halda sig enn við núllstefnu gegn útbreiðslu smita sem felst í ströngu útgöngubanni, fjöldaskimunum og ferðatakmörkunum. Gripið hefur verið til hörðustu samkomutakmarkana frá upphafi faraldurs í Shanghai, fjölmennustu borg Kína og miðstöð viðskipta í landinu.\nVegna útgöngubanns sem nær til næstum allra 25 milljóna íbúa borgarinnar er svo komið að fjöldi fólks á í vanda með að útvega sér mat og þúsundir hafa verið sendar í sérstakar einangrunarmiðstöðvar.\nYfirvöld í borginni greindu frá því í dag að 23 þúsund ný smit greindust í gær. Í liðinni viku heimilaði bandaríska sendiráðið í Kína starfsfólki að yfirgefa skrifstofuna í Shanghai vegna fjölgunar smita og af ótta við að það gæti lent í handahófsúrtaki vegna eftirlits stjórnvalda með smituðum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"111","intro":"Tveir af hverjum þremur viðskiptavinum lyfjaverslana, eða sextíu og sjö prósent, fengu engar upplýsingar tengdar því lyfi sem þeir keyptu eða notkun þess. Þetta sýna niðurstöður viðhorfskönnunar sem Gallup gerði fyrir Lyfjastofnun. Markmið könnunarinnar var að afla upplýsinga um þjónustu apóteka hérlendis.","main":"Einungis sautján prósent viðskiptavina fengu upplýsingar um lyfið eða notkun þess. Þau sextán prósent sem eftir standa fengu einungis boð um að kaupa samheitalyf en enga aðra ráðgjöf.\nNíu prósentum viðskiptavina sem keyptu lyfseðilsskylt eða lausasölulyf var ráðlagt hvernig ætti að taka lyfið, sex prósentum að lesa fylgiseðilinn, fjórum prósentum var sagt hvað bæri að varast, tvö prósent fengu aðrar upplýsingar og eitt prósent var spurt um einkenni eða notkun á öðrum lyfjum. Mikil ánægja mældist þó með ráðgjöf lyfjafræðinga þegar hún fór fram.\nÞá sagðist mikill meirihluti aðspurðra, alls áttatíu prósent, ánægður eða mjög ánægður með þjónustu apóteka í heild sinni. 44 prósent sögðust mjög ánægð með veitta ráðgjöf og 35 prósent frekar ánægð. Viðskiptavinir voru sömuleiðis um helmingi líklegri til að segjast mjög ánægðir með ráðgjöf lyfjafræðinga en lyfjatækna eða almennra starfsmanna.\nAllflestir sögðust svo ánægðir með aðgengi að apóteksþjónustu, eða tæp níutíu prósent aðspurðra. Um sex prósent svarenda á landsbyggðinni sögðust upplifa slæmt aðgengi en ekki nema eitt prósent á höfuðborgarsvæðinu. Þeir viðskiptavinir sem sögðust upplifa slæmt algengi vildu flestir fá lengri afgreiðslutíma.\nEMBARGO TIL KLUKKAN 08:00 12. APRÍL\n","summary":null} {"year":"2022","id":"111","intro":"Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að \"sértækar aðgerðir rússneska hersins í Úkraínu\" hafi verið óumflýjanlegar. Kanslari Austurríkis kveðst vonlítill um að hægt verði að stöðva Úkraínustríðið.","main":"Hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu voru óumflýjanlegar að sögn Vladimírs Pútíns forseta. Kanslari Austurríkis, sem ræddi í gær við forsetann um Úkraínustríðið segist vonlítill um að hægt verði að tala um fyrir honum. Enn er barist um borgina Mariupol. Óstaðfestar fregnir herma að Rússar hafi beitt efnavopnum þar.\nPútín hélt í dag til fundar við Alexander Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands, í Amur héraði í suðausturhluta Rússlands. Þar stóð til að þeir ræddu stríðið í Úkraínu og viðbrögð við efnahagslegum refsiaðgerðum vegna þess. Rússneskir fjölmiðlar höfðu eftir Pútín að \"hinar sértæku aðgerðir rússneska hersins í Úkraínu\", eins og hann orðaði það, hefðu verið óumflýjanlegar. Hermennirnir sagði hann að sýndu mikið hugrekki, þrátt fyrir fréttir af miklu mannfalli og kvaðst þess fullviss að þeir næðu þeim \"göfugu markmiðum\" sem þeim hefðu verið sett. Þá ítrekaði hann fullyrðingar um að rússneski herinn hefði verið sendur til Úkraínu þar sem verið væri að fremja fjöldamorð á rússneskum aðskilnaðarsinnum í austurhéruðum landsins.\nKarl Nehammer, kanslari Austurríkis, hitti Vladimír Pútín í Moskvu í gær, fyrstur þjóðarleiðtoga eftir að innrásin hófst í Úkraínu. Hann sagðist í viðtali við austurríska ríkisútvarpið því miður vera vonlítill um að hægt yrði að tala um fyrir forsetanum. Ekki hefði verið um neinn vinafund að ræða en hann hefði reynt að miðla til hans staðreyndum um stríðið án sýnilegs árangurs.\nBardagar um borgina Mariupol standa enn. Úkraínskir hermenn segjast vera umkringdir og orðnir skotfæralitlir. Óstaðfestar fréttir hafa borist af því að Rússar hafi beitt efnavopnum í borginni. Bandaríkjamenn og Bretar segja að málið verði rannsakað í þaula og gripið til viðeigandi aðgerða reynist slíkum vopnum hafa verið beitt.\n","summary":"Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að það sem hann kallar \"sértækar aðgerðir rússneska hersins í Úkraínu\" hafi verið óumflýjanlegar. Kanslari Austurríkis kveðst vonlítill um að hægt verði að stöðva Úkraínustríðið."} {"year":"2022","id":"111","intro":"Ísland og Tékkland mætast í dag í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. Leikurinn er ákaflega mikilvægur því efsta sæti riðilsins er í húfi fyrir íslenska liðið.","main":"Ísland er sem stendur í öðru sæti riðilsins á eftir Evrópumeisturum Hollands, sem hafa leikið einum leik meira. Sigur Íslands í dag fleytir íslenska liðinu upp fyrir það hollenska og í efsta sæti riðilsins, þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af riðlakeppninni. Aðeins sigurlið riðilsins kemst beint á heimsmeistaramótið en liðið í öðru sæti fer í umspil. Sigur Íslands í dag tryggir ennfremur að liðið verður aldrei neðar en í öðru sæti riðilsins, sama hvað gerist í lokaleikjunum í haust. Tékkland er með áþekkt lið því íslenska en Ísland hefur unnið síðustu tvo leiki liðanna; 4-0 í undankeppni HM í haust og svo 2-1 á She Believes mótinu í Bandaríkjunum í febrúar.\nSagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari. Leikur Íslands og Tékklands er í Teplice í Tékklandi klukkan hálffjögur í dag og er sýndur beint á RÚV, upphitun hefst í HM stofunni þegar klukkan er tíu mínútur gengin í fjögur.\nValur komst í gærkvöldi í undanúrslit úrvalsdeildar karla í körfubolta. Valur lagði Stjörnuna með 95 stigum gegn 85 og vann alla þrjá leiki liðanna í 8-liða úrslitum. Öllu meiri spenna var hjá Tindastóli og Keflavík á Sauðárkróki. Eftir fjóra leikhluta var jafnt, 85-85, og því þurfti að framlengja. Stólarnir voru sterkari í framlengingunni, en naumlega þó. Zoran Vrkic skoraði sigurkörfu þeirra þegar rúm sekúnda var eftir og Tindastóll vann 95-94. Tindastóll er 2-1 yfir í einvígi liðanna. Tveir leikir eru í 8-liða úrslitum í kvöld; Njarðvík fær KR í heimsókn og kemst í undanúrslit með sigri, og Þór Þorlákshöfn tekur á móti Grindavík en þar er staðan 1-1.\n","summary":"Ísland og Tékkland mætast í dag klukkan hálffjögur í lykilleik í undankeppni Heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta. Ísland kemst í efsta sæti riðilsins með sigri þegar aðeins tveir leikir eru eftir. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM."} {"year":"2022","id":"111","intro":"Mokveiði hefur verið hjá vertíðarbátum við vestur- og suðurströndina í vetur þrátt fyrir slæmt tíðarfar. Sjómenn á Breiðafirði tala um ævintýralega þorskgengd. Margar útgerðir eru við það að klára þorskkvótann og segja nær vonlaust að verða sér út um frekari heimildir.","main":"Þorskveiði á vetrarvertíð er jafnan mest frá Breiðafirði og suður fyrir land og á þessu svæði eru hefðbundnir vertíðarbátar helst gerðir út. Veiðin í vetur hefur verið með allra mesta móti segir Ragnar Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands, sem er mað starfsstöðvar á átta stöðum frá Skagaströnd til Þorlákshafnar.\nRagnar segir flesta báta á netum á Snæfellsnesi og þar þurfi ekki að fara langt út fyrir hafnarmynnið til að hitta í mokveiði. Þá hafi veirð óvenjugóð línuveiði í vor.\nÍ dag hófst svokallað hrygningastopp, en þá er veiðin stöðvuð á meðan þorkskurinn hrygnir. Það stendur til 21. apríl og þá segir Ragnar allt fara á fullt á ný. Hinsvegar séu margir að verða búnir með þorskkvótann.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"111","intro":null,"main":"Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á málum tengdum Innheimtustofnun sveitarfélaga. Minnst þrír voru handteknir í aðgerðum embættisins í síðustu viku, meðal annars fyrrverandi forstjóri og fyrrverandi útibússtjóri á Ísafirði. Ráðist var í húsleit á nokkrum stöðum, bæði fyrir vestan og á höfuðborgarsvæðinu.\nÓlafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir í samtali við fréttastofu að þetta sé nokkuð umfangsmikil rannsókn sem miði ágætlega. Enginn hafi þó verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.\nFleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á málum tengdum Innheimtustofnun sveitarfélaga. Minnst þrír voru handteknir í aðgerðum embættisins í síðustu viku, meðal annars fyrrverandi forstjóri og fyrrverandi útibússtjóri á Ísafirði. Ráðist var í húsleit á nokkrum stöðum, bæði fyrir vestan og á höfuðborgarsvæðinu.\nÓlafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segir í samtali við fréttastofu að þetta sé nokkuð umfangsmikil rannsókn sem miði ágætlega. Enginn hafi þó verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.","summary":"Fleiri en þrír eru með réttarstöðu sakbornings í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á málum tengdum Innheimtustofnun sveitarfélaga"} {"year":"2022","id":"111","intro":"Gat var gert á skipssíðuna á bílaþilfari Breiðafjarðarferjunnar Baldurs án leyfis Samgöngustofu og útbúin lúga til að spúla óhreinindum út af þilfarinu. Reyndur skipaeftirlitsmaður gerir alvarlega athugasemd við þetta, enda hafi þilfarið þar með ekki verið vatnsþétt.","main":"Fréttamenn Kveiks keyptu sér far með Baldri og fengu Einar Jóhannes Einarsson, fyrrverandi skipaeftirlitsmann hjá Samgöngustofu, til að koma með og skoða skipið. Hann gerði ýmsar athugasemdir við öryggismál og taldi eftir skoðunina að rétt væri að Samgöngustofa kyrrsetti ferjuna.\nEin af athugasemdum Einars Jóhannesar var að gat hefði verið skorið á síðu skipsins á bílaþilfarinu og útbúin lúga sem auðveldar áhöfninni að þrífa þilfarið.\nÞetta má ekki, þetta bara má ekki, sko.\n-Af því að þarna getur bara komið sjór inn, eða?\nÞá flæðir bara sjór hér inn.\nÞetta er ekki skemmtilegt að sjá.\nSagði Einar Jóhannes Einarsson þegar hann skoðaði lúguna á bílaþilfari Baldurs. Samkvæmt lögum má ekki gera meiri háttar breytingar á skipi án leyfis. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngustofu, segir í viðtali við Kveik að lúgan hafi verið gerð í leyfisleysi.\nEigandi skipsins er Sæferðir, dótturfélag Eimskipafélags Íslands, en ríkið greiðir rúmlega 300 milljónir króna á ári til að halda úti siglingum yfir veturinn. Eftir siglingu Kveiks og Einars Jóhannesar lét útgerðin fjarlægja lúguna og sjóða upp í gatið. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir þó að skipið hafi verið öruggt allan tímann.\nEkki í nokkrum vafa. Skipið er algjörlega öruggt. Hefur alltaf verið það.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"111","intro":"Undirbúningur er hafinn að hópuppsögnum á skrifstofu stéttarfélagsins Eflingar. Starfsfólk boðaði til starfsmannafundar í morgun eftir að greint var frá uppsögnum í fjölmiðlum. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, fordæmir áform stjórnar Eflingar.","main":"Í lögum er kveðið á um að í ferli um hópuppsagnir verði að vera samráð, milli atvinnurekenda og starfsmanna í gegnum trúnaðarmann - eða annan fulltrúa starfsmanna. Þetta ferli hófst í morgun, þegar trúnaðarmenn funduðu með starfsfólki Eflingar á skrifstofu félagsins. Starfsfólk Eflingar sem fréttastofa náði tali af eftir fundinn sagðist eiga erfitt með að tjá sig um málið vegna trúnaðarreglna.\nDrífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, var á fundinum með starfsfólki Eflingar.\nHvað fór fram á fundinum hér fyrir stundu? Það er svo sem trúnaðarmál hvað fór fram á fundinum. En ég hitti starfsfólk Eflingar í morgun. Eftir því sem fréttir segja á að segja öllu starfsfólki upp. Ég hélt ekki að ég ætti eftir að lifa þann dag í verkalýðshreyfingunni að formaður stéttarfélags myndi standa að tilefnislausum hópuppsögnum. Þetta er eitthvað sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir í áratugi, að gerist ekki. Þarna er verið að vega að afkomu og atvinnuöryggi fólks og við hljótum að fordæma það.\nDrífa sagðist geta staðfest að hópuppsögn væri í ferli, en ekki væri staðfest hvort segja ætti upp öllu starfsfólki. Það teldi hún þó líklegt. Talið er að starfsfólk Eflingar leiti réttar síns hjá sínu stéttarfélagi, en margir starfsmannanna eru í VR. Aðrir eru þó skráðir félagsmenn í Eflingu, félaginu sem er nú að segja þeim upp. Hún ítrekar þó að ábyrgðin sé hjá stjórn Eflingar.\nÞá eru það náttúrulega fyrst og fremst félagsmenn sem bera ábyrgð á starfi félagsins. Það er ekki ASÍ, það eru félagsmenn Eflingar. Og mér finnst það þyngra en tárum taki að átta stjórnarmenn hjá Eflingu hafi tekið þessa ákvörðun.\nSólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum frá fréttastofu vegna málsins. Agniezska Ewa Zió?kowska, varaformaður Eflingar, sagðist algerlega bundin trúnaði og gæti því ekkert tjáð sig um efni fundarins.\nStarfsemi á skrifstofu Eflingar verður skert í dag, þar sem stór hluti starfsfólks sneri ekki aftur til vinnu eftir fundinn.\n","summary":"Forseti ASÍ fordæmir ákvörðun stjórnar Eflingar að grípa til hópuppsagna á skrifstofu stéttarfélagsins. Trúnaðarmenn funduðu með starfsfólki í morgun. "} {"year":"2022","id":"111","intro":"Tíu hafa þurft að víkja úr kjörstjórn í Ísafjarðarbæ vegna nýrra kosningalaga um hæfi kjörstjórnarmanna. Formaður yfirkjörstjórnar á Ísafirði telur að þrátt fyrir erfiðleika við mönnun kjörstjórna muni það takast fyrir kosningar.","main":"Nýju lögin útiloka þá sem eiga náin fjölskyldutengsl við frambjóðendur frá setu í yfir- og undirkjörstjórnum. Lögin hafa haft talsverð áhrif á kosningaundirbúning sveitarfélaga, sérstaklega þar sem íbúafjöldinn er takmarkaður og fjölskyldutengslin mikil. En hvaða áhrif hafa lögin haft á Ísafirði?\nÞau auka töluvert á fjölda þeirra sem eru vanhæfir vegna tengsla við frambjóðendur og það er töluverður fjöldi sem að við þurftum að skipta út. Þá bæði í yfirkjörstjórn og einnig í undirkjörstjórnum.\nJa, við fórum bara í það að auglýsa í gær og settum upp\nauglýsingum á vef sveitarfélagsins og á samfélagsmiðla, og erum nú þegar búin að fá góð viðbrögð. Við erum búin að manna undirkjörstjórn á Ísafirði, en eigum aðeins eftir í þorpunum hér í kring. Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. En við bindum vonir við það að fólk taki við sér í daga og við náum að manna þetta.\n","summary":"Erfitt hefur reynst að manna kjörstjórnir fyrir komandi kosningar vegna nýrra laga um hæfi kjörstjórnarmanna. Tíu hafa þurft að víkja úr kjörstjórnum í Ísafjarðarbæ vegna tengsla við frambjóðendur. "} {"year":"2022","id":"112","intro":"Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segir að ábyrgðin á hvernig til tókst við sölu hlutabréfa í Íslandsbanka hljóti að vera stjórnmálamanna sem tóku ákvörðun í málinu.","main":"Þetta segir Lilja í samtali við Morgunblaðið. Hún er ósátt við þá leið sem ákveðið var að fara, og segir að fátt komi á óvart varðandi hver útkoman varð. Hún hafi lagt til almennt útboð en ekki að bréfin yrðu seld til valins hóps fjárfesta. Ekkert hafi legið á við að selja bankann, þar sem staða ríkissjóðs sé góð og væntingar um að staðan styrkist enn frekar í sumar. Þingmenn innan raða Vinstri grænna hafa gagnrýnt Bankasýsluna harðlega og segja hana hafa klúðrað sölunni. Stjórn hennar eigi að víkja. Lilja segir að ekki sé hægt að skella skuldinni alfarið á Bankasýslu ríkisins. Ábyrgðin hljóti að vera stjórnmálamanna. Lárus Blöndal, formaður Bankasýslu ríkisins, segir í samtali við fréttastofu að Bankasýslan hafi unnið algerlega í samræmi við greinargerð fjármálaráðherra til Alþingis og samþykktir nefnda Alþingis. Allt ferlið hafi verið í nánu samstarfi við stjórnvöld sem hafi verið nákvæmlega upplýst um öll skref sem stigin hafi verið. Bankasýslan fagni boðaðri úttekt Ríkisendurskoðanda.\n","summary":"Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segir að stjórnmálamenn þurfi að bera ábyrgð á hvernig til tókst við sölu hlutabréfa í Íslandsbanka. Ekki sé hægt að skella skuldinni alfarið á Bankasýslu ríkisins. "} {"year":"2022","id":"112","intro":"Allur eldur hefur verið slökktur í timburhrúgu nærri flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins á Reykjanesi. Áfram verður þó viðbúnaður á svæðinu, þar sem erfitt hefur reynst að slökkva í glæðum í timbrinu.","main":"Brunavörnum Suðurnesja barst tilkynning klukkan tuttugu mínútur yfir ellefu á laugardagsmorgun um reyk sem bærist frá flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins á Reykjanesi. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri, var kominn á vettvang aðeins nokkrum mínútum síðar.\nÉg var staddur þarna bara í Vesturbænum í Keflavík og er kominn eftir 3-4 mínútur á staðinn. Á leiðinni á staðinn var kallað út allt slökkvilið brunavarna Suðurnesja. Þegar ég kem á staðinn var húsið alelda og það var alveg klárt frá upphafi að það var farið.\nHús flokkunarstöðvarinnar varð alelda á augnabliki og lagði mikinn dökkan reyk yfir norðanvert Reykjanes. Engan sakaði í eldsvoðanum og voru engir starfsmenn gámafélagsins á vakt þegar eldurinn kviknaði. Aðstoðarforstjóri íslenska gámafélagsins segir tjónið líklega hlaupa á tugum milljóna króna. Eldsupptök eru enn ókunn, en lögregla hefur rannsókn á þeim von bráðar.\nÍ gærkvöldi tókst loksins að slökkva eldinn umhverfis flokkunarstöðina, með aðstoð slökkviliðs frá Grindavík. Að auki voru kallaðir til verktakar, sem buðu fram stórar vinnuvélar til að moka timbrinu til. Það hefur reynst þrautin þyngri að slökkva alla glóð innan úr timburhrúgunum og fór að rjúka aftur úr þeim um klukkan fimm í nótt. Í dag, tveimur sólarhringum síðar, er slökkviliðið enn með viðbúnað á staðnum.\nVið erum með búnað á staðnum og bara klárir ef það fer að rjúka úr þessu því við viljum ekki missa þetta úr böndunum aftur. Þannig við verðum með einhverja aðstöðu þarna áfram, en aðgerðum er í raun og veru lokið.\n","summary":"Brunavarnir Suðurnesja eru enn með viðbúnað við flokkunarstöð gámafélagsins á Reykjanesi. Flokkunarstöðin varð alelda fyrir tveimur sólarhringum og erfitt hefur reynst að slökkva í glæðum. "} {"year":"2022","id":"112","intro":"Formaður samtaka smábátaeigenda segir nauðsynlegt að í reglum um grásleppuveiðar sé gert ráð fyrir meðafla. Það sé ótækt að sjómenn þurfi að kasta í sjóinn fiski sem komi í netin og ekki eru heimildir fyrir. Fiskistofa myndaði stórfellt brottkast hjá nokkrum grásleppubátum í upphafi vertíðar.","main":"Þegar Fiskistofa flaug með dróna yfir sjö grásleppubáta síðustu vikuna í mars greindist brottkast hjá öllum bátunum. Þorskur kemur sem meðafli í grásleppunetin, útgerðin á ekki þorskkvóta og því er honum kastað aftur í sjóinn.\nÞetta er náttúrulega algert neyðarbrauð og gerir þetta enginn að gamni sínu. En því miður þá hefur þetta fylgt grásleppuveiðum alveg frá því að þær hófust við landið.\nSegir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Það sé nauðsynlegt að í reglum um grásleppuveiði sé einhver sveigjanleiki og ákvæði sem komi í veg fyrir brottkast.\nÞað þarf að gera mönnum kleift að koma með þetta í land, jafnvel á þeim forsendum að þeir fái lítið eða ekkert fyrir þetta, til þess að þeir þurfi ekki að standa í þessu tilneyddir.\nÞá hafi verið farið fram á að sjómönnum verði leyft að taka upp netin á meðan þorskgengdin er hve mest og þeir dagar verði ekki taldir með sem veiðidagar. Það sé mjög erfitt að komast yfir þorskkvóta og nær enginn þorskur sé til dæmis til leigu. Dæmi sé um menn sem hafi leigt kvóta á 350 krónur kílóið en fái ekki nema 150 krónur fyrir þorskinn sem þeir landa úr grásleppunetunum.\nAð sjálfsögðu munum við ýta á stjórnvöld í þessu sambandi. En málið er að það erum við búnir að gera í áratugi og það hefur lítið gerst í því ennþá. En kannski verður þetta núna til þess að það verður eitthvað farið að hreyfa við málinu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"112","intro":"Mikið álag er á starfsfólki heilsugæslustöðva í höfuðborginni vegna inflúensufaraldurs. Framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni segist binda vonir við að hægist á útbreiðslunni um páskana.","main":"Í upphafi mánaðar greindi forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá því óvenju skæð flensa gengi hérlendis. Þá var mikið álag og leituðu hátt í tvö þúsund manns á heilsugæslustöðvar á degi hverjum. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni, segir álagið enn mikið. Þau vonist þó til þess að útbreiðslan fari að ná hámarki.\nJú það er náttúrulega mjög mikil inflúensa í gangi í þjóðfélaginu og við erum ekki laus við covid heldur. Þannig það er nóg af pestum í gangi og gríðarlega mikið álag á alla staði. Jú, það er náttúrulega við höfum verið að binda vonir við að bæði inflúensan og covid myndu dálítið hægjast á um páskana þegar að svona lífstakturinn hjá okkur breytist. Við erum Meira úti, erum ekki eins mikið í inni rými með öðrum heldur notum páskana til útivistar og byggja okkur upp. Jafnframt þá að minnka líkur á smiti.\nSigríður segir hluta álagsins koma til vegna fólks sem leiti aðstoðar á fyrstu dögum veikinda, oft vegna vægra einkenna. Þetta álag hafi áhrif á aðra þjónustu og bið lengist eftir bókuðum tímum hjá læknum. Fólk er hvatt til þess að sækja sér upplýsingar um inflúensuna á vef Heilsuveru.\nÞað er gríðarlega mikið að upplýsingum í boði. Stöðvarnar eru mjög hart keyrðar og það er mikið að gera á upplýsingamiðstöðinni og læknavaktinni og öllum dagvöktum. Þannig bara hugsa fyrst og leita sér upplýsingar kannski áður en maður fer að hringja eða koma.\n","summary":"Mikið álag er á heilsugæslustöðvum þessa dagana vegna inflúensu. Framkvæmdastjóri lækninga á heilsugæslunni segist vona að faraldurinn fari að ná hámarki."} {"year":"2022","id":"112","intro":"Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að meginstaumsstjórnmálin í Frakklandi séu hrunin, og líklegt sé að minni munur verði á milli frambjóðendanna í ár en fyrir fimm árum síðan.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"112","intro":"Útlit er fyrir metfjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu telja þó að þær íbúðir sem þegar er búið að samþykkja í skipulagi sveitarfélaganna dugi til að mæta þessari fólksfjölgun og meira til.","main":"Íbúðir sem hægt er að reisa á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum samkvæmt samþykktu skipulagi sveitarfélaganna ættu að duga bæði til að mæta fólksfjölgun og óuppfylltri íbúðaþörf, að því er fram kemur í nýrri greiningu.\nSveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt fjórtán þúsund íbúðir sem hægt er að hefja hönnun á og sækja um byggingarleyfi fyrir. Þetta kemur fram í greiningu VSÓ ráðgjafar á húsnæðismálum sem unnin var fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Gert er ráð fyrir að 10.400 íbúðir verði reistar á tímabilinu 2020 til 2024.\nJón Kjartan Ágústsson svæðisskipulagsstjóri segir þetta mun meira en meðaltal undanfarinna ár.\nÞetta teljum við að ætti að vera meira en nóg til að takast á við fyrirséða mannfjöldaaukningu á höfuðborgarsvæðinu og óuppfyllta íbúðaþörf sem hefur verið að skapa spennu á markaðinum.\nUndanfarin ár hafa verið metár á höfuðborgarsvæðinu hvort sem að litið er til fólksfjölgunar eða fjölda nýrra íbúða á markaði.\nSpurningar vakni um hvers vegna svo mikil spenna sé áfram á fasteignamarkaði og lítið af íbúðum í sölu. Í greiningunni er velt upp tólf álitaefnum um hvað tefji að íbúðir fari í uppbyggingu frá því skipulag er samþykkt. Þau snúa meðal annars að fjármögnun verkefna og lánakjörum, hvort ferlar í byggingarreglugerðum séu of stífir og hvort eignarhald lóða flækist fyrir framkvæmdum.\nÞað eru ekki margir sem vita að samkvæmt íslenskum skipulagslögum þá er engin kvöð um tímasetningar, hvenær uppbygging skuli hefjast eftir að skipulag er samþykkt. Fræðilega séð getur lóðarhafi setið á skipulagi í ár eða áratugi án þess að uppbygging hefjist, þó það sé nú sjaldgæft.\nÞó sé ástæða til að skoða þetta atriði.\n","summary":"Útlit er fyrir metfjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu telja þó að þær íbúðir sem þegar er búið að samþykkja í skipulagi sveitarfélaganna dugi til að mæta þessari fólksfjölgun og meira til."} {"year":"2022","id":"112","intro":"Ríflega hundrað þúsund erlendir farþegar fóru um Keflavíkurflugvöll í mars, eða litlu færri en í mars 2016. Ríflega fjórðungur farþega voru Bretar, samkvæmt talningu Ferðamálastofu.","main":"Bretar voru langfjölmennasta þjóðin til að sækja landið heim í mars. Þannig hefur það jafnan verið í marsmánuði, allt frá því að Ferðamálastofa hóf talningar árið 2002.\nHátt í tuttugu og átta þúsund Bretar ferðuðust til landsins í mars, ríflega sextán þúsund Bandaríkjamenn og um níu þúsund Þjóðverjar. Alls voru erlendir ferðamenn um hundrað og eitt þúsund.\nMeira en tuttugu sinnum fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra.\nFrá áramótum hafa tæplega 245 þúsund erlendir farþegar farið flugleiðina frá Íslandi. Í fyrra voru þeir einungis um tólf þúsund.\nEnn er þó langt í land að ná þeim fjölda sem var áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Farþegar það sem af er ári eru næstum helmingi færri en voru árið 2019, þá voru þeir 458 þúsund. Árið 2020 fækkaði þeim snögglega í marsmánuði vegna faraldursins, og voru í heildina ríflega 330 þúsund á tímabilinu janúar til mars.\nÍslendingar á faraldsfæti í mars voru um 34 þúsund en í sama mánuði í fyrra voru þeir einungis um þrjú þúsund. Ferðalög Íslendinga í mars slaga upp í það sem þau voru fyrir faraldurinn, í mars 2019 voru þau 43 þúsund, eða tæplega þriðjungi fleiri en nú.\n","summary":"Meira en tuttugu sinnum fleiri erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll fyrstu þrjá mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra, þar af ríflega hundrað þúsund í mars."} {"year":"2022","id":"112","intro":"Kvennalandslið Íslands í fótbolta mætir Tékkum í undankeppni HM kvenna á morgun. Sigur tryggir íslenska liðinu efsta sæti riðilsins.","main":"Við gerum okkur vel grein fyrir mikilvægi leiksins, segir Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðsfyrirliði, um leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM kvenna í fótbolta á morgun. Sigur tryggir Íslandi efsta sæti riðilsins þegar tveir leikir eru eftir.\nÍsland er í öðru sæti riðilsins sem stendur en með sigri á morgun kemst Ísland upp fyrir Evrópumeistara Hollands og á topp riðilsins fyrir lokaleikina tvo í haust. Efsta lið riðilsins kemst beint á HM en liðið í öðru sæti fer í umspil og íslenska liðið gerir sér vel grein fyrir stöðunni.\nSagði Gunnhildur Yra Jónsdóttir, fyrirliði, Ísland hefur mætt og unnið Tékka í tvígang á síðustu mánuðum; fyrst í undankeppni HM og svo í She Believesmótinu í Bandaríkjunum í febrúar. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segir Tékka með gott lið.\nSagði Þorsteinn Halldórsson. Leikur Íslands og Tékklands er á morgun klukkan 15:30 í beinni útsendingu RÚV. Upphitun hefst í HM stofunni klukkan 15:10.\nValur tryggði sér í gærkvöldi deildarmeistaratitil karla í handbolta með sigri á Selfossi, 38-26. Valsmenn urðu jafnir Haukum á toppi deildarinnar en Valur hafði betur í innbyrðisviðureignum liðanna og er því deildarmeistari. Valsmenn urðu Íslands- og bikarmeistarar á síðustu leiktíð og hafa unnið deildina og bikarinn á yfirstandandi leiktíð og því handhafar stóru titlanna þriggja. Úrslitakeppnin hefst 21. apríl og mætir Valur Fram í 8-liða úrslitum.\nÍ úrslitakeppni kvenna í körfubolta slógu Haukar ríkjandi Íslandsmeistara Vals út í gærkvöldi með sigri í þriðja leik liðanna í undanúrslitum, 80-73. Haukar unnu alla þrjá leiki liðanna í undanúrslitum og mæta annað hvort Fjölni eða Njarðvík í úrslitum. Njarðvík er 2-1 yfir í einvígi þeirra liða eftir 72-51 sigur í gærkvöldi.\nVíkingur sigraði Breiðablik í meistarakeppni KSÍ í karlaflokki í fótbolta í gærkvöld, 1-0. Erlingur Agnarsson skoraði eina mark leiksins. Víkingar eru Íslands- og bikarmeistarar frá síðustu leiktíð en keppni hefst í Bestu deildinni á mánudaginn kemur.\nBandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler sigraði á fyrsta risamóti ársins í golfi í gærkvöldi, Mastersmótinu. Scheffler lék á 10 höggum undir pari samanlagt og var þremur höggum á undan Norður-Íranum Rory McIlroy. Þetta var fyrsti sigur Scheffler á risamóti en hann er efstur á heimslista karla í golfi.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"112","intro":"Forseti Úkraínu segir að tugþúsundir almennra borgara hafi fallið í árásum rússneska hersins á Mariupol. Borgin sé gjörónýt eftir sprengjuregnið. Kanslari Austurríkis hittir Pútín Rússlandsforseta í dag í von um að geta sannfært hann um tilgangsleysi innrásarinnar í Úkraínu.","main":"Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir að tugþúsundir almennra borgara hafi látið lífið í árásum rússneska hersins á borgina Mariupol. Þeir sem eftir eru hafast við matarlausir og án rafmagns og rennandi vatns. Borgin segir forsetinn að sé gjörónýt eftir árásirnar.\nÞetta kom fram þegar Zelensky ávarpaði suðurkóreska þingið í dag um fjarfundabúnað. Þetta sagði forsetinn að væri svo sem ekkert einsdæmi. Annað eins hefði margoft gerst á síðustu öld. Hann sagði að Suður-Kóreumenn gætu lagt baráttunni lið gegn rússneska innrásarhernum með því að senda úkraínska hernum vopn, allt frá flugvélum til skriðdreka. Með því móti björguðu þeir ekki einungis lífi Úkraínumanna heldur legðu þeir sitt af mörkum til að bjarga landinu sjálfu.\nKarl Nehammer, kanslari Austurríkis, hittir Vladimír Pútín Rússlandsforseta að máli í Moskvu í dag. Alexander Schallenberg utanríkisráðherra sagði í dag þegar hann kom til utanríkisráðherrafundar ESB-ríkja að nota yrði öll tækifæri sem gæfust til að binda enda á þær hörmungar sem úkraínska þjóðin gengi í gegn um þessa dagana, - upplýsa Rússlandsforseta um það sem væri að gerast utan Kremlarmúra.\nSchallenberg sagði að heimsóknin til Moskvu hefði verið ákveðin á laugardag eftir að kanslarinn kynnti sér ástandið í Úkraínu af eigin raun og ræddi við leiðtoga Tyrklands, Þýskalands og Evrópusambandsins auk Zelenskys forseta Úkraínu.\n","summary":"Forseti Úkraínu segir að tugþúsundir almennra borgara hafi fallið í árásum rússneska hersins á Mariupol. Borgin sé gjörónýt eftir sprengjuregnið. Kanslari Austurríkis hittir Pútín Rússlandsforseta í dag í von um að geta sannfært hann um tilgangsleysi innrásarinnar í Úkraínu. "} {"year":"2022","id":"113","intro":"Úkraínumenn búa sig undir hörð átök í austurhluta landsins og þaðan hafa þúsundir íbúa flúið síðustu daga af ótta við herta sókn Rússa. Frans Páfi hvatti í morgun til vopnahlés yfir páskana.","main":"Messa Páfa í Vatíkaninu í morgun þennan Pálmasunnudag var fyrsta útimessan frá því Ítalir skelltu í lás vegna kórónuveirunnar fyrir rúmum tveimur árum. Hann vék að stríðinu í Úkraínu, eins og hann hefur gert undanfarið, og sagði mannkynið enn á ný verða vitni á krossfestingu krists, bæði í andlitum mæðra sem missi eiginmenn og syni í stríðinu og hjá flóttafólki sem þurfi að flýja átökin með börnin sín í fanginu.\nWe see this in the folly of war, where Christ is crucified yet another time, he said, adding, Christ is once more nailed to the Cross in mothers who mourn the unjust death of husbands and sons. He is crucified in refugees who flee from bombs with children in their arms. He is crucified in the elderly left alone to die; in young people deprived of a future; in soldiers sent to kill their brothers and sisters.\nFrans Páfi hvatti til þess að vopnahlé yrði komið á sem fyrst, ekki með vopnasendingum eða refsiaðgerðum, heldur samningaviðræðum. Óttast er að átökin í Austur-Úkraínu harðni á allra næstu dögum. Þúsundir Úkraínumanna hafa flúið borgir og bæi í austurhluta landsins af ótta við herta sókn Rússa. Fregnir hafa borist af nærri þrettán kílómetra langri bílalest rússneskra her- byrgða- og brynvagna austur af borginni Kharkiv, en talið er að Rússar ætli að beina nær öllum sínum herþunga þangað, í stað þess að berjast á mörgum vígstöðvum. Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti segir herinn vel geta mætt þeim rússneska á vígvellinum en óskaði frekari aðstoðar, meðal annars hertari refsiaðgerðum, í samtölum við evrópska stjórnmálaforingja í morgun en það yrði í sjötta sinn sem Evrópusambandið grípur til beinna aðgerða gegn Rússum.\n","summary":"Rússar undirbúa herta sókn í Austur-Úkraínu og langar bílalestir hervagna stefna nú að borginni Kharkiv. Þúsundir íbúa hafa flúið af ótta við átökin fram undan. "} {"year":"2022","id":"113","intro":"Brunavarnir Suðurnesja eru enn að reyna að slökkva í glæðum í timburhrúgum eftir að eldur kom upp í gær. Aðstoðarvarðstjóri telur að unnið verði fram á kvöld og mögulega eitthvað inn í nóttina.","main":"Enn er unnið að því að slökkva í glæðum í timburhrúgum rétt hjá flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins í Reykjanesbæ, eftir að mikill eldur kom þar upp í gær. Að sögn Davíðs Heimissonar, aðstoðarvarðstjóra Brunavarna Suðurnesja, hafa slökkviliðsmenn staðið í ströngu við slökkvistörf alveg síðan í gær og segist hann ekki sjá fyrir endann á þeim.\nEkkert er vitað um eldsupptök að svo stöddu. Að sögn aðstoðarforstjóra Íslenska gámafélagsins hleypur tjónið vegna brunans á tugum milljóna. Davíð segir mikinn mannsskap hjá Brunavörnum Suðurnesja hafa sinnt slökkvistarfinu og allur þeirra búnaður verið notaður. Einnig hafi verið fengin aðstoð frá Grindavík.\n","summary":"Enn er unnið að því að slökkva í glæðum eftir bruna í flokkunarstöð Íslenska gámafélagsins í Reykjanesbæ í gær. Aðstoðarvarðstjóri telur að unnið verði fram á kvöld og mögulega eitthvað inn í nóttina."} {"year":"2022","id":"113","intro":"Kládí Claudie Wilson, héraðsdómslögmaður, telur að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skuldi fleirum afsökunarbeiðni en Vigdísi Häsler. Sigurður Ingi og Vigdís náðu sáttum á föstudag eftir að hann lét óviðurkvæmileg ummæli falla um hana í gleðskap tengdum Búnaðarþingi á dögunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu snerust ummælin um húðlit og kyn Vigdísar. Claudie óttast að ummælin geti verið til þess fallin að auka fordóma gegn nýbúum og skerða enn frekar stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.","main":null,"summary":"Kládí Claudie Wilson, héraðsdómslögmaður, telur að Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skuldi innflytjendum á Íslandi afsökunarbeiðni vegna ummæla um framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Ummælin séu til þess fallin að auka á fordóma í samfélaginu."} {"year":"2022","id":"113","intro":"Stjórn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma klofnaði í afstöðu sinni til ráðningar á nýjum framkvæmdarstjóra. Fulltrúar úr þremur aðildarfélögum kusu gegn ráðningunni og stór hluti sat hjá við atkvæðagreiðsluna.","main":"Sjö meðlimir stjórnar Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, eða KGRP, kusu með ráðningu Ingvars Stefánssonar í stöðu framkvæmdarstjóra, þrír kusu á móti og fjórir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.\nFulltrúi Siðmenntar í stjórninni segir að vinnubrögð framkvæmdastjórnar við ráðningu Ingvars hafi verið gagnrýnisverð. Hann segir að stjórn KGRP hafi fengið ónægar upplýsingar um umsækjandann og lítið hafi verið gert úr áminningu sem hann fékk fyrir kynferðislega áreitni á fyrri vinnustað árið 2015.\nFulltrúar Siðmenntar og Ásatrúarfélagsins greiddu atkvæði gegn ráðningunni, sem og einn fulltrúi úr Þjóðkirkjunni. Allir sem greiddu atkvæði með ráðningunni voru fulltrúar söfnuða innan Þjóðkirkjunnar\n","summary":null} {"year":"2022","id":"113","intro":"Búist er við sigri Emmanuels Macron í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna í dag. Heldur hefur þó dregið saman með honum og Marine Le Pen, samkvæmt skoðanakönnunum, en hún sagðist sigurviss þegar hún greiddi atkvæði í morgun.","main":"I feel good, I feel secure as I have since the beginning of this campaign, the culmination of many months of campaigning. And then I`ll tell you something that you can`t broadcast, but I hope that it will last 15 days more.\nLe Pen greiddi atkvæði snemma í morgun í heimaborg sinni Lens, í Norður-Frakklandi, og sagðist vonast til að sinni kosningabaráttu væri ekki lokið. Flestir búast við að Le Pen og Macron fái mest fylgi í fyrri umferðinni í dag og þau mætist í þeirri síðari eftir tvær vikur. Búist er við að mjórra verði á munum en þegar þau mættust síðast 2017, en þá fékk Macron 66 prósent atkvæða. Fylgi Macrons, samkvæmt skoðanakönnunum hefur dalað síðustu vikur á meðan bæði Le Pen og Jean-Luc Melenchon hafa sótt í sig veðrið. Undir það síðasta mældist Macron með rúm 26 prósent, Le Pen með um 22 og Melenchon með um sextán prósent. Margir eru því farnir að horfa til seinni umferðarinnar en það veltur töluvert á kjörsókn í dag hver það verður sem kemst þangað, en flestir spá því að góð þátttaka komi Macron betur en öðrum frambjóðendum. Velgengni þeirra tveggja sem komast í aðra umferðina veltur svo á því hvort þeim takist að tryggja sér stuðning þeirra sem heltast úr lestinni í fyrri umferðinni. Macron tókst til að mynda 2017 að tryggja sér stuðning breiðrar stjórnmálafylkingar, Front républicain, sem líkaði hvorki stefna Le Pen 2017, né föður hennar Jean-Marie Le Pen, árið 2002. Þá studdi fylkingin Jaques Chirac til endurkjörs, en engum Frakklandsforseta hefur síðan tekist að sitja lengur en eitt kjörtímabil. Það er stefna Macrons nú en alls óvíst að honum takist að tryggja sér stuðning Front républicain eða annarra andstæðinga sinna í dag, en það er lykillinn að sigrinum eftir tvær vikur. Von er á útgönguspám um klukkan sex í kvöld að íslenskum tíma, og úrslit ættu að liggja fyrir þegar líða fer á kvöldið.\n","summary":"Emmanuel Macron er sigurstranglegastur í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna í dag. Hans helstu keppinautar hafa þó sótt mjög á síðustu daga, samkvæmt skoðanakönnunum. "} {"year":"2022","id":"113","intro":"Prófessor í heimspeki segir að sala á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka ýfi upp gömul sár frá því í hruninu. Hann segir mikilvægt að komast að því hvort að einhver hafi misnotað aðstöðu sína til þess að hyggla sér eða sínum.","main":"Framkvæmdin við söluna hefur verið harðlega gagnrýnd, bæði innan þings og utan. Hagfræðingur sem sat í rannsóknarnefnd um bankahrunið telur að lög hafi verið brotin með því að selja til lítilla fjárfesta. Þá hafi framkvæmdin verið allt of dýr, en kostnaðurinn við útboðið var 700 milljónir króna. Bréfin voru seld með fimm króna afslætti, þrátt fyrir mikla umfram eftirspurn. Heildarafsláttur ríkisins af söluverðinu voru 2,25 milljarðar króna. Meðal kaupenda voru aðilar sem léku stór hlutverk í hruninu, faðir fjármálaráðherra og starfsmenn Íslandsbanka.\nVilhjálmur Árnason, heimspekiprófessor, segir mikilvægt að ráðast í rannsókn á söluferlinu.\n","summary":"Prófessor í heimspeki segir mikilvægt að komast að því hvort einhver hafi misnotað aðstöðu sína í tengslum við sölu á hlutabréfum ríkisins í Íslandsbanka."} {"year":"2022","id":"113","intro":"Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að skipan kjörstjórna víða um land sé í algjöru uppnámi út af nýjum hæfisreglum kjörstjórnarmanna. Mistök hafi verið gerð þegar kosningalögum var breytt.","main":"Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að nýjar hæfisreglur kjörstjórnarmanna hafi sett kosningaundirbúning í mörgum sveitarfélögum í algjört uppnám. Hún telur að mistök hafi verið gerð þegar kosningalögum var breytt.\nNý kosningalög tóku gildi um áramótin og reynir í fyrsta skipti á þau í komandi sveitarstjórnarkosningum. Sérstakar breytingar voru gerðar á reglum um hæfi kjörstjórnarmanna. Áður gat fólk ekki tekið sæti í kjörstjórn ef foreldrar, börn, systkini eða maki voru í framboði. Nú á það sama við um afa, ömmur, systkini foreldra og maka þeirra. Einnig frændsystkini, tengdabörn, barnabörn og nánast öll önnur fjölskyldutengsl.\nAldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að þetta hafi valdið miklum vandræðum og erfiðlega hafi gengið að manna kjörstjórnir.\nKjörstjórnir voru auðvitað löngu mannaðar. Flest sveitarfélög og öll sveitarfélög skipa kjörstjórnir í upphafi kjörtímabils um leið og þeir skipa í aðrar nefndir. En síðan hafa þessar breytingar á lögunum sett þessa skipan mjög víða í algjört uppnám. Hversu mikið uppnám þá? Það er ljóst víða þarf jafnvel meirihluti kjörstjórnar að víkja.\nÞað er á mörgum stöðum þar sem reynslumiklir og hæfir kjörstjórnarmenn geta ekki lengur verið í þeim störfum. Þannig að þetta er mjög bagalegt og það er í raun mjög alvarlegt að þetta skuli hafa gerst með þessum hætti\nEn setur þetta kosningarnar sjálfar í uppnám? Nei ég held nú ekki. En það verður miklu snúnara fyrir þá\nsem eftir sitja í kjörstjórnum tala nú ekki um ef að út úr því starfi eru að hverfa þeir sem hvað mesta reynslu hafa haft\nSums staðar, til dæmis á Akranesi , hefur öll yfirkjörstjórnin þurft víkja og líka nokkrir varamenn.\ngetur verið að þessi lagabreyting að það hafi hreinlega verið gerð mistök þegar þessi lög voru samþykkt? Já ég held að það sé ekki annað hægt en að orða það þannig. Það er gengið miklu lengra í þessari breytingu heldur en sveitarstjórnarlög almennt gera ráð fyrir. Það að gera einhvern vanhæfan til að taka þátt í allri vinnu kjörstjórnar af því að amma\nhans situr neðarlega á lista einhvers staðar er náttúrulega ekki í anda neins þess sem við vinnum eftir hvað varðar hæfi opinberra fulltrúa\nÉg held að það sé alveg ljóst að það verður að breyta þessum lögum en skaðinn er skeður hvað varðar komandi sveitarstjórnarkosningar. Þannig að núna þurfa kjörstjórnir að búa sig undir nýjan\nog breyttan veruleika og nýir aðilar þurfa að taka sæti í kjörstjórnum núna. Þannig að þessar kosningar fara fram með þessum hætti en það er ljóst að þessum lögum verður að breyta\n","summary":"Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að skipan kjörstjórna víða um land sé í algjöru uppnámi út af nýjum hæfisreglum kjörstjórnarmanna. Mistök hafi verið gerð þegar kosningalögum var breytt. "} {"year":"2022","id":"113","intro":"Skautafélag Akureyrar er Íslandsmeistari í íshokkí kvenna. SA tryggði sér sigurinn með gullmarki í þriðja leiknum gegn Fjölni í úrslitum í gærkvöld.","main":"SA vann fyrstu tvo leikina í einvíginu og gat því tryggt sér titilinn í þriðja leiknum á Akureyri í gærkvöld. Leikurinn var jafn og markalaust var eftir þrjá leikhluta. SA tryggði sér svo sigurinn í framlengingu.\nRagnhildur Kjartansdóttir, fyririliði SA, skoraði úrslitamarkið í framlengingunni. Þetta var 16 Íslandsmeistaratitilinn í röð, - en hvernig er tilfinningin að landa titli á þennan hátt?\nÁtta liða úrslitin í Íslandsmótinu í körfubolta karla héldu áfram í gær þegar tveir leikir fóru fram. Njarðvík er komið í 2-0 í einvígi liðsins gegn KR eftir góðan 74-67 sigur á Meistaravöllum í Vesturbænum. Næsti leikur liðanna er á þriðjudag. Njarðvíkingar geta þá tryggt sér sæti í undanúrslitum. Þá jöfnuðu Grindvíkingar metin í einvígi sínu gegn Þór frá Þorlákshöfn með naumum eins stigs sigri 86-85, og staðan því 1-1 í einvíginu en þrjá sigra þarf til að komast í undanúrslitin.\nFjórði og síðasti hringu Masters risamótsins í golfi fer fram í dag. Fyrir lokahringinn er Scottie Scheffler efstur á samtals níu höggum undir pari, með þriggja högga forystu á næsta mann, Cameron Smith. Scheffler lék sinn sísta hring á mótinu til þessa í gær en hann fékk fimm skolla en þó sex fugla og lauk hringnum á 71 höggi eða einu höggi undir pari vallarins. Smith lék betur í gær, á 68 höggum, og vann sér inn eitt högg á Scheffler fyrir lokahringinn.\nSvo virðist sem baráttan um græna jakkann verði á milli þeirra en hvorugur hefur unnið risamót til þessa.\n","summary":"Skautafélag Akureyrar er Íslandsmeistari í íshokkí kvenna. "} {"year":"2022","id":"114","intro":"Þriðjungur þjóðarinnar hefur veitt Úkraínumönnum stuðning með beinu fjárframlagi og nær allir landsmenn telji Ísland standa sig vel þegar kemur að móttöku flóttafólks frá Úkraínu, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup.","main":"Nær þriðjungur þjóðarinnar hefur veitt Úkraínumönnum stuðning með beinu fjárframlagi og ríflega fjórðungur hefur keypt vöru eða þjónustu þar sem ágóði eða hluti hans fer til stuðnings málefninu. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup.\nÍ niðurstöðunum kemur fram að hátt í fimmtungur þjóðarinnar hefur gefið fatnað eða aðra hluti í söfnun fyrir Úkraínumenn og fólk er líklegra til að hafa veitt Úkraínumönnum stuðning með beinu fjárframlagi, eftir því sem það hefur meiri menntun. Þau sem segjast kjósa Pírata eru líklegust til að hafa veitt beinan fjárstuðning.\nÞá eru nær allir landsmenn sammála um að Rússar hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu og eigi að svara til saka fyrir alþjóðlegum dómstólum.\nLangflestir landsmenn telja að Íslendingar séu að standa sig vel þegar kemur að móttöku flóttafólks frá Úkraínu, eða nær 84 prósent á meðan tæplega fjögur prósent telja að við séum að standa okkur illa.\nKonur frekar en karlar telja að við séum að standa okkur vel í móttöku flóttafólks og fólk telur það frekar eftir því sem það er eldra.\nÞau sem segjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag, telja helst að við séum að standa okkur vel, og næst á eftir þau sem kysu Flokk fólksins en síst þau sem kysu Pírata eða Vinstri græn.\n","summary":"Þriðjungur þjóðarinnar hefur veitt Úkraínumönnum stuðning með beinu fjárframlagi og nær allir landsmenn telja Ísland standa sig vel þegar kemur að móttöku flóttafólks, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup."} {"year":"2022","id":"114","intro":"Samþykkt hefur verið að opna tíu flóttaleiðir fyrir almenna borgara frá hersetnum svæðum Úkraínu. Talið er að Rússar hafi skipt um æðstráðanda yfir hernaðaraðgerðunum og hyggist þannig endurskipuleggja innrásina.","main":"Rússar virðast ekki hafa náð markmiðum sínum á þeim 44 dögum sem liðnir eru frá upphafi innrásarinnar. Þeim hefur mistekist að ná mikilvægum borgum á sitt vald og hafa nú beint sjónum sínum að Donbas í austurhluta landsins. Volodymyr Zelenskyy fundaði með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Josep Borrell, utanríkismálastjóra sambandsins, í Kænugarði í gær. Þar ítrekaði von der Leyen samstöðu Evrópu með Úkraínu og Borrell sagði tvö orð lýsa því sem væri að gerast í landinu. Annars vegar mistök - og vísaði hann þar í árangur rússneska hersins, og hins vegar hryllingur.\ntwo words to describe what`s happening in Ukraine. One word is failure. A big failure of the Russian army that hasn`t been able to overcome your courage. And the word is horror.\nVestrænir embættismenn segja Rússa nú hafa skipt um æðstráðanda yfir hernaðaraðgerðum í Úkraínu og hyggist þannig endurskipuleggja innrásina. Nýskipaði hershöfðinginn, Alexander Dvornikov, hafi mikla reynslu af hernaðarskipulagningu eftir bardaga í Sýrlandi.\nAðstoðarforsætisráðherra Úkraínu greindi síðan frá því í morgun að samþykkt hefði verið að opna tíu flóttaleiðir fyrir almenna borgara úr hersetnum svæðum landsins. Meðal annars verður íbúum hafnarborgarinnar Mariupol heimilað að aka burt á einkabílum. Þá hefur fólki í Luhansk-héraði verið ráðlagt að forða sér þar sem loftárásir Rússa færast sífellt í aukana.\nSamkvæmt upplýsingum úkraínskra yfirvalda hafa 176 börn farist í árásum Rússa frá upphafi innrásar og 324 hafa særst.\n","summary":"Talið er að Rússar hafi skipt um æðstráðanda yfir hernaðaraðgerðunum í Úkraínu og hyggist þannig endurskipuleggja innrásina. Samþykkt hefur verið að opna tíu flóttaleiðir fyrir almenna borgara frá hersetnum svæðum."} {"year":"2022","id":"114","intro":"Stjórnvöld í Sádí Arabíu hyggjast leyfa milljón gestum að heimsækja Mekka á hadsjí, árlegri pílagrímshátið múslima. Pílagrímsferð til Mekka er einn af fimm meginstólpum Íslamstrúar.","main":"Stjórnvöld krefjast þess að allir pílagrímar skuli fullbólusettir og að allir sem koma erlendis frá þurfa að undirgangast PCR-próf. Eins mega aðeins einstaklingar undir 65 ára aldri heimsækja Mekka að þessu sinni.\nKórónuveirufaraldurinn varð til þess að Sádar drógu mjög úr hátíðahöldum í tengslum við hadjsí. Til að mynda var aðeins eitt þúsund pílagrímum leyft að heimsækja Mekka árið 2020. Árið eftir máttu 60 þúsund fullbólusettir Sádar sækja Mekka heim. Þá var valið með handahófsútdrætti hverjir gætu farið þangað. Árið fyrir upphaf faraldursins komu 2,5 milljónir pílagríma til Mekka.\nSádar segja brýnt að tryggja öryggi pílagríma ásamt því að auðvelda fleirum að sækja Mekka heim. Takmarkanir áranna 2020 og 2021 vöktu gremju meðal trúaðra enda borgin helga lokuð öðrum en innfæddum.\nTakmarkanirnar snertu efnahag ríkisins nokkuð enda námu árlegar tekjur af pílagrímum 12 milljörðum bandaríkjdala árlega. Allir múslimar eiga að fara í pílagrímsferð til Mekka að minnsta kosti einu sinni á ævinni, hafi þeir ráð á og heilsu til.\nRíflega 751 þúsund hafa greinst með COVID-19 í Sádí Arabíu frá því faraldurinn skall á og rétt rúm níu þúsund hafa látist. Sádar eru 34 milljónir en í mars var flestum samkomutakmörkunum aflétt í landinu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"114","intro":"Þingmenn innan raða ríkisstjórnarinnar telja að Bankasýsla ríkisins hafi klúðrað sölu hlutabréfa í Íslandsbanka og að stjórn Bankasýslunnar ætti að víkja. Ekki komi til greina að selja fleiri hlutabréf í bankanum fyrr en öll kurl eru komin til grafar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kalla eftir óháðri rannsóknarnefnd sem hafi víðtækari rannsóknarheimildir en Ríkisendurskoðandi.","main":"Ríkisendurskoðandi hefur fallist á beiðni fjármálaráðherra að gera úttekt á sölunni.\nBjarni segir ekkert því til fyrirstöðu að undirbúa frekari úttektir á ferlinu á meðan vinnu stofnunarinnar stendur.\nOrri Páll Jóhannsson, þingmaður VG, tekur í svipaðan streng.\nÞetta sagði Orri Páll í Vikulokunum á Rás eitt í morgun. Þeir eru báðir sammála um það að ekki sé hægt að halda áfram með sölu bankans fyrr en niðurstaða rannsóknar liggur fyrir.\nSigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því að rannsóknarnefnd verði skipuð sem hafi víðtækari rannsóknarheimildir en Ríkisendurskoðandi hefur og bendir á að Ríkisendurskoðun hafi ekki fundið að sölu Búnaðarbanka sem síðar kom í ljós að var ekki í lagi.\n","summary":"Bankasýslan klúðraði sölu hlutabréfa Íslandsbanka og stjórn hennar þarf að víkja. Þetta er mat þingmanna Vinstri grænna sem útiloka frekari sölu á hluta ríkisins í bankanum fyrr en búið er að rannsaka fyrra útboð. "} {"year":"2022","id":"114","intro":"Andleg heilsa er verst meðal ungra kvenna og einmanaleiki er algengastur meðal fullorðinna á aldrinum 18 til 24 ára. Þetta kemur fram í nýrri könnun Embættis landlæknis sem framkvæmd var af Gallup.","main":"Sjötíu prósent fullorðinna Íslendinga mátu andlega heilsu sína góða eða mjög góða árið 2021. Ekki er marktækur munur á milli áranna 2020 og 2021 en þegar miðað er við árið 2019, þegar sjötíu og sex prósent fullorðinna Íslendinga mátu andlega heilsu sína góða eða mjög góða, er staðan marktækt verri árið 2021. Mikla lækkun, eða um og yfir tíu prósentustigum, má einnig sjá í aldurshópunum 25 til 34 ára og 35 til 44 ára, hjá báðum kynjum frá 2019 til 2021.\nJafnt og þétt hefur fjölgað í hópi fullorðinna sem greina frá einmanaleika og hefur hlutfallið tvöfaldast frá árinu 2016, þegar það var einungis sjö prósent.~Árið 2021 sögðust þrettán prósent fullorðinna finna oft eða mjög oft fyrir einmanaleika, eða tólf prósent karla og þrettán prósent kvenna.\nÁfram er hlutfall þeirra sem greina oft eða mjög oft frá einmanaleika hæst meðal yngsta aldurshópsins~og lægst meðal þess elsta.\nSamkvæmt niðurstöðunum má greina marktæka hækkun á hlutfalli þeirra sem segjast oft eða mjög oft finna fyrir einmanaleika meðal karla í aldurshópnum 35 til 44 ára og 45 til 54 ára. Í þeim fyrrnefnda hefur orðið tæplega tvöföldun frá árinu 2019.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"114","intro":"Spennan eykst í hinum ýmsu boltaíþróttum hér á landi þar sem úrslitakeppnir eru víða komnar á stað. Átta liða úrslitin í úrslitakeppni karla í körfubolta héldu áfram í gærkvöld.","main":"Tveir leikir voru í 8 liða úrslitunum í körfubolta karla í gær. Í fyrri leiknum vann Valur nauman sigur á Stjörnunni 94-92 í tvíframlengdum leik. Valsmenn eru nú komnir í 2-0 í einvíginu en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í undanúrslit. Í seinni leiknum vann Keflavík sannfærandi 17 stiga sigur á Tindastóli 92-75. Tindastóll vann fyrri leikinn og því er jafnt í einvíginu 1-1.\nSkautafélag Akureyrar SA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í íhokkí kvenna í kvöld. Liðið fær þá Fjölni í heimsókn í þriðja leik liðanna en SA vann fyrstu tvo leikina. Þrjá sigra þarf í úrslitaeinvíginu til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.\nFram gæti tryggt sér deildarmeistaratitilinn í Olís deild kvenna í handbolta í dag. Liðið tekur á móti Val í toppslag. Fram verður deildarmeistari með sigri en Valskonur geta, með sigri, stolið toppsætinu og komið sér í kjöstöðu fyrir lokaumferðina.\nBandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler náði í gærkvöld fimm högga forystu eftir annan hringinn á Mastersmótinu í golfi. Aldrei í sögu mótsins hefur keppandi sem hefur náð fimm högga forystu eftir tvo hringi misst niður forskotið á síðari tveimur dögunum. Tiger Woods gekk ekki jafn vel í gær og í fyrradag. Hann fékk fjóra skolla á fyrstu fimm holunum en náði svo að bjarga sér fyrir horn á brautunum sem á eftir komu og komst í gegnum niðurskurðinn. Þriðji hringur mótsins hefst síðar í dag.\nEinn leikur var í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta gærkvöld þegar Newcastle vann afar mikilvægan sigur á Wolves 1-0. Newcastle er eftir sigurinn í 14. sæti með 34 stig og er svo gott sem búið að kveðja fallbaráttuna. Liðið er nú 10 stigum frá fallsæti.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"114","intro":"Varnarmálaráðherra Noregs hefur sagt af sér embætti eftir að hafa viðurkennt að hafa átt í nánu sambanndi við mun yngri konu. Hann neitar þó að hafa verið í valdastöðu gagnvart henni.","main":"Jonas Garh Store, forsætisráðherra Noregs, staðfesti á blaðamannafundi í morgun að hann hefði fengið uppsagnarbréf Odds Rogers Enoksen, varnarmálaráðherra landsins í hendur. Norska dagblaðið Verdens Gang hafði greint frá því að Enoksen hefði átt í áralöngu sambandi við konu sem hann kynntist á viðburði í Norður-Noregi árið 2005 og hittust þau aftur þegar hún kom í skólaferð á norska þingið sama ár, þá aðeins átján ára gömul. Hún lýsti því í blaðinu að hún hefði haft mikinn áhuga á stjórnmálum og verið með stjörnur í augum þegar hún hitti Enoksen. Að sögn konunnar hittust þau að minnsta kosti tólf sinnum á skrifstofu hans á árunum 2006 til 2007.\nEnoksen viðurkennir í samtali við Verdens Gang að hún hafi komið á skrifstofuna á þessum tíma en segir þau ekki hafa orðið náin fyrr en árið 2007 þegar hann hætti í ríkisstjórn. Hann baðst afsökunar en sagðist ekki hafa verið í valdastöðu gagnvart henni. Ekki liggur fyrir hver tekur við embætti varnarmálaráðherra.\n","summary":"Varnarmálaráðherra Noregs hefur sagt af sér embætti eftir að hafa viðurkennt að hafa átt í nánu sambandi við mun yngri konu, sem hófst eftir að hún kom í heimsókn með skóla sínum á norska þingið, þá aðeins átján ára."} {"year":"2022","id":"114","intro":"Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í vikunni konu í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal og brot í nánu sambandi gagnvart fjórum stjúpbörnum sínum. Börnin gerði hún út í nauðungarvinnu.","main":"Dómurinn hefur ekki verið birtur á vef Héraðsdóms Reykjaness en Morgunblaðið greinir frá dómsniðurstöðu. Fréttastofa fjallaði fyrst um ákæruna á hendur konunni í desember í fyrra.\nKonan var gift föður barnanna, flutti þau hingað til lands og útvegaði þeim vinnu hjá fyrirtæki þar sem hún var verkstjóri og stýrði daglegum rekstri. Þar lét hún þrjú barnanna vianna allt að 13 klukkustundir á dag, sex til sjö daga vikunnar og það fjórða í allt að tvær klukkustundir á dag, þrjá daga vikunnar.\nLaun barnanna, rúmar 16 milljónir króna, nýtti hún í eigin þágu að því er segir í ákæru. Millifærði hún peninginn af reikningum barnanna yfir á eigin reikninga eða kreditkort. Auk þess mun hún hafa bannað börnunum að stunda tómstundir, hitta vini sína og neitað elstu börnunum að fara í framhaldsskóla og haft í hótunum um að senda þau aftur til heimalands síns.\nÞetta mun vera í fyrsta skipti sem sakfellt er fyrir mansal síðan árið 2010.\n","summary":"Íslensk kona hefur verið dæmd í fjögurra ára fangelsi fyrir mansal. Hún gerði stjúpbörn sín út í nauðungarvinnu. "} {"year":"2022","id":"115","intro":"Finnska ríkisstjórnin hefur brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með því að tilkynna um aukin útgjöld til varnarmála næstu fjögur árin. Áhugi Finna á inngöngu í Atlantshafsbandalagið hefur aukist eftir innrásina.","main":"Ákveðið hefur verið að hækka framlög til varnarmála í Finnlandi um sem nemur 2,2 milljörðum evra á komandi árum. Fjármununum verður meðal annars varið til að greiða hundruðum atvinnuhermanna laun. Auk þess verður landamæraöryggi eflt og aukið við vopnakaup, þar á meðal eldflaugar og skotvopn.\nFinnland á landamæri að Rússlandi og Sanna Marin, forsætisráðherra segir að átökin í Úkraínu hafi orðið til þess að vekja Finna til umhugsunar um stöðu sína og viðhorf til varnarmála. Hún segir að framhaldið þurfi að ígrunda af kostgæfni en jafnframt nokkuð hratt á vormánuðum.\nHershöfðinginn Timo Kivinen, æðsti yfirmaður varnarmála í Finnlandi, segir hernum brýnt að geta brugðist hratt við utanaðkomandi ógn, óháð umræðunni um NATÓ-aðild. Hann segir að þegar verði tekið til við að efla hervarnir í landinu. Þrátt fyrir að Finnland sé ekki í Atlantshafsbandalaginu tekur það fullan þátt í heræfingum bandalagsins. Allt fram að innrás Rússa í Úkraínu sýndu skoðanakannanir mikla andstöðu landsmanna við inngöngu en í síðasta mánuði leiddi könnun ríkisútvarpsins YLE í ljós að 62 af hundraði Finna vilja nú ganga í Atlantshafsbandalagið.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"115","intro":"Tryggingastofnun braut á rétti öryrkja með því að skerða sérstaka uppbót á lífeyri konu því hún hafði búið erlendis um skeið. Hæstiréttur felldi dóm þessa efnis í gær. Formaður Öryrkjabandalagsins skorar á ríkisstjórnina að greiða öryrkjum uppbótina til baka aftur til ársins 2009.","main":"Konan stefndi Tryggingastofnun þar sem stofnunin skerti sérstaka uppbót sem konan fékk á lífeyri vegna framfærslu. Sú uppbót var hugsuð til að bæta stöðu þeirra sem gátu ekki framfleytt sér að öðrum kosti. Tryggingastofnun taldi hins vegar að þar sem konan hefði tvívegis búið erlendis mætti skerða bætur hennar sem því nemur. Þá afstöðu byggði stofnunin á reglugerð sem skorti hins vegar heimild í lögum.\nÞuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður öryrkjabandalagsins\nHún segir þetta þýða að þúsundir öryrkja eigi nú ógreiddar upphæðir inni.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"115","intro":"Atkvæði verða greidd í dag á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um hvort Rússar verði reknir úr mannréttindaráðinu vegna mannréttindabrota í Úkraínu. Tveir þriðjuhlutar aðildarþjóðanna verða að samþykkja brottreksturinn til að tillaga um hann öðlist gildi.","main":"Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna greiðir atkvæði í dag um tillögu Bandaríkjastjórnar um að reka Rússland úr mannréttindaráðinu vegna mannréttindabrota í Úkraínu. Rússar vara aðildarþjóðirnar við því að samþykkja tillöguna. Tilmæli til íbúa í austurhluta Úkraínu um að forða sér vegna yfirvofandi hernaðaraðgerða Rússa voru ítrekuð í dag.\nSendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum lagði til á mánudag að Rússum yrði vísað úr mannréttindaráðinu eftir að Úkraínumenn sökuðu rússneska hermenn um að hafa framið fjöldamorð í bænum Bucha meðan þeir höfðu hann á valdi sínu. Fullyrt hefur verið að Rússar hafi framið stríðsglæpi í bænum þegar hundruð almennra borgara voru skotin til bana. Stjórnvöld í Kreml bera af sér sakir og segja Úkraínumenn hafa sviðsett voðaverkin.\nFulltrúar 193 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna greiða atkvæði í dag um tillögu Bandaríkjastjórnar. Tveir þriðjuhlutar þurfa að samþykkja hana svo hún öðlist gildi. Rússar segja að litið verði á það sem tákn um óvináttu þeirra þjóða sem samþykkja tillöguna eða sitja hjá. Utanríkisráðherrar G7-landanna svonefndu samþykktu í dag að mæla með því að Rússar verði reknir úr ráðinu.\nSergiy Gaiday, hérðasstjóri í Lugansk, í austurhluta Úkraínu, ítrekaði í dag tilmæli til íbúanna að leggja á flótta undan yfirvofandi stórsókn rússneska hersins í landshlutanum. Hann setti myndskeið á Telegram samskiptavefinn um að hver væri að verða síðastur að forða sér. Búast mætti við árásum á hvern einasta bæ og þorp í héraðinu. Þær væru þegar hafnar og ættu eftir að harðna til muna á næstu dögum.\n","summary":"Atkvæði verða greidd í dag á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna um hvort Rússar verði reknir úr mannréttindaráðinu vegna mannréttindabrota í Úkraínu. Tveir þriðjuhlutar aðildarþjóðanna verða að samþykkja brottreksturinn til að tillaga um hann öðlist gildi. "} {"year":"2022","id":"115","intro":"Fjármálaráðherra ætlar að hafa frumkvæði að því að ríkisendurskoðun fari yfir alla framkvæmd útboðsins við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og hann hefur fulla trú á því að það standist skoðun. Kallað var eftir því að þingið skipti óháða rannsóknarnefnd um málið á Alþingi í morgun.","main":"Mikill hiti hefur verið í umræðum á Alþingi nú fyrir hádegi og þingmönnum heitt í hamsi vegna sölunnar á hlut ríkisins í Íslandsbanka, hvernig að henni hafi verið staðið og hverjir hafi fengið að kaupa og á hvaða verði. Listinn var birtur síðdegis i gær og á honum eru meðal annarra Benedikt Sveinsson, faðir fjármálaráðherra, og margir sem léku stórt hlutverk í bankakerfinu í hruninu. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er á Alþingi, þú hefur fyglst með í morgun, hvað ber hæst?\nþá tel ég rétt að þingið skipi rannsóknarnefnd óháða sjálfstæða rannsóknarnefnd sem að fer yfir þessa einkavæðingu\n","summary":"Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ætlar að hafa frumkvæði að því að ríkisendurskoðun fari yfir alla framkvæmd útboðsins við söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og hann hefur fulla trú á því að það standist skoðun. Stjórnarandstaðan vill að óháðri rannsóknarnefnd verði falið það hlutverk."} {"year":"2022","id":"115","intro":"Allt að níutíu prósentum af öllum þorski sem kom í net sjö grásleppubáta, í sex daga eftirliti Fiskistofu, var kastað aftur í sjóinn. Brottkast var hjá öllum grásleppubátum sem myndaðir voru með dróna Fiskistofu þennan tíma.","main":"Flogið var með dróna Fiskistofu yfir grásleppubáta við veiðar dagana 23. til 29. mars. Á þessum tíma voru 29 bátar farnir til veiða, en flogið var yfir sjö báta. Í Morgunblaðinu er haft eftir Elínu B. Ragnarsdóttur, sviðsstjóra hjá Fiskistofu, að flogið hafi verið yfir bátana oftar en einn dag og fleiri en eitt flug á dag. Brottkast hafi greinst í öll skipti og þrjátíu til níutíu prósentum af öllum þorski kastað aftur í sjóinn. Grásleppuvertíðin hófst tuttugasta mars og talsvert hefur verið af þorski í grásleppunetin. Bátarnir hafa fært sig nær landi til að flýja þorskinn og hefur þessi meðafli farið minnkandi. Elín segir enn verið að vinna úr gögnum frá eftirlitinu, en ljóst sé að stórum hrygningaþorski hafi þarna verið kastað fyrir borð. Brottkastið verði kært til lögreglu. Landssamband smábátaeigenda hefur vakið athygli á því að Fiskistofu skofti lagaheimildir til eftirlits með drónum. Án þess þó að neita fyrir brottkast. LS bendir á þetta í umsögn við frumvarp matvælaráðherra um breytingar á lögum á sviði fiskveiðistjórnar. Þarna sé Fiskistofa á gráu svæði með notkun dróna til eftilits með fiskveiðum og viðurlaga í kjölfarið, þar sem frumvarpinu sé ætlað að ákvæði þess efnis komist í lög.\n","summary":"Útgerðir sjö grásleppubáta eiga á hættu að verða kærðar til lögreglu fyrir brottkast. Allt að níutíu prósent af öllum þorski sem kom í grásleppunet þessarra báta í drónaeftirliti Fiskistofu var kastað aftur í sjóinn."} {"year":"2022","id":"115","intro":"Fréttastofa náði tali af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í morgun og spurði hann meðal annars um kaup föður hans á hlut í Íslandsbanka.","main":"Hafdís: Salan á íslandsbanka. Vissurðu að faðir þinn hefði keypt hlut í bankanum?\nNei ég sá það nú bara fyrst í gær að hlutafélag hans var á lista yfir þá sem fengu úthlutað í útboðinu.\nHafdís: og hvað finnst þér um það?\nJa ég skil að það veki spurningar hjá fólki en í ljósi þess að ég hef ekki komið með neinum hætti að því að ákveða úthlutun til einstakra aðila heldur giltu um það almennar gegnsæjar reglur að þá finnst mér það alveg geta staðist skoðun.\nÁ meðal þeirra sem keyptu hlutabréf með afslætti í útboðinu voru menn sem léku stórt hlutverk í fjármálakerfinu í aðdraganda efnahagshrunsins 2008. Þá eru á kaupendalistanum minnst tvö félög sem tengjast málum sem héraðssaksóknari rannsakar. Eignarhaldsfélagið Steinn sem keypti hluti fyrir 296 milljónir króna. Það er til helminga í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar og Helgu S. Guðmundsdóttur.\nHins vegar félagið er Lyf og heilsa. Það keypti hlutabréf fyrir 225 milljónir. Styr hefur staðið um það félag síðustu árin.\nBjarni segir að útboðið hafi boðið fjölbreyttum hópi að borðinu og þannig komið í veg fyrir að lífeyrissjóðirnir sætu einir að kaupunum.\nÉg tel að hlutur einkaaðilla í þessu útboði hafi verið mikilvægur.\nHafdís: En þarna eru stórir leikendur úr hruninu. Þarna eru félög manna sem sæta rannsókn fyrir lögbrot. Er bankinn betur kominn í höndum þeirra en í höndum rikisins áfram?\nÉg held að hin almennu lög á íslandi geri ráð fyrir því að jafnvel fangar í fangelsi geti keypt hlutabréf. Ég held að hérna sértu að rugla saman tvennu. Þú ert að rugla saman fólk sem er til rannsóknar og á ekki að fá meðhöndlun eins og dæmt fólk og hins vegar lögaðilanum sem hér átti í hlut. Þarna erum viðkomin inn á grundvallaratriiði sem snúa að því hversu fjrálst fólk er jafnvel þó það hafi veirð til rannsóknar.\nHafdís: Frjálst til að kaupa eigi það peninga til þess en jafnvel til rannsóknar um það hvernig þeir fjármunir hafa komið til?\nJá, þannig leggur þú það upp. Ég get bara bent á það að hérna giltu almennar reglur. EItt fyrir alla. Þú þurftir að vera hæfur fjárfestir. Í lögum er búi að binda inn þá skyldu að þeir sem vildu fara með virkan eignarhlut þeir þurftu að fara í gegnum síju eða svona þrengra nálarauga.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"115","intro":"Ísland mætir í dag Hvíta-Rússlandi í undankeppni fyrir HM kvenna í fótbolta 2023. Leikurinn er í Serbíu, þar sem Hvít-Rússum er meinað að spila á heimavelli vegna stuðnings landsins við innrás Rússa í Úkraínu. Við þurfum að leggja hart að okkur, segir landsliðsþjálfarinn.","main":"Ísland er sem stendur í öðru sæti undanriðilsins, tveimur stigum á eftir Hollandi en hefur leikið einum leik færra. Sigur í dag færir íslenska liðið því í efsta sæti riðilsins. Efsta sætið gefur beinan þátttökurétt á HM, en liðið í öðru sæti fer í umspil. Hvít-Rússar eru í fjórða sæti riðilsins en hafa sýnt góða leiki að undanförnu og Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segir þurfa þolinmæði og hugrekki til að sigrast á Hvít-Rússum.\nSagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, áður heyrðum við í Þorsteini Halldórssyni. Þær Dagný Brynjarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir leika í dag 100. leik sinn fyrir íslenska A-landsliðið, fari svo að þær spili. Flautað verður til leiks í Belgrad í Serbíu klukkan fjögur í dag og er leikurinn sýndur beint á RÚV, upphitun hefst í HM-stofunni þegar klukkuna vantar 20 mínútur í fjögur.\nNjarðvík og Þór Þorlákshöfn unnu leiki sína í fyrstu umferð 8-liða úrslita úrvalsdeildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Njarðvík, sem er deildarmeistari, tók á móti KR og vann með 99 stigum gegn 90. Þórsarar, sem eru ríkjandi Íslandsmeistarar, lögðu Grindavík í sínum leik, 93-88. Liðin mætast næst á laugardagskvöld.\nValur komst í gærkvöldi í kjörstöðu í úrvalsdeild karla í handbolta með sigri á toppliði Hauka að Hlíðarenda, 40-34. Haukar hefðu orðið deildarmeistara með sigri en liðin eru nú með jafnmörg stig í efsta sæti en Valsmenn hafa betri árangur í innbyrðisleikjum liðanna, og verða því deildarmeistarar með sigri á Selfossi í lokaumferðinni á sunnudag. Nánari umfjöllum um leiki gærkvöldsins í hinum ýmsu deildum má finna á ruv.is.\n","summary":"Ísland mætir Hvíta-Rússlandi í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta í dag. Sigur fleytir íslenska liðinu í efsta sæti undanriðilsins."} {"year":"2022","id":"116","intro":"Nýjustu refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússum ganga í gildi í dag. Forseti framkvæmdastjórnarinnar gerir ráð fyrir að þær verði ekki hinar síðustu. Stórsókn rússneska hersins í austurhluta Úkraínu virðist hafin.","main":"Stórsókn rússneska hersins á skotmörk í austurhluta Úkraínu er hafin. Þúsundir eru lagðar á flótta. Nýjustu refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússlandi gengu í gildi í dag. Forseti framkvæmdastjórnarinnar gerir ráð fyrir að þær verði hertar enn frekar.\nSprengjum og flugskeytum hefur verið látið rigna á borgina Severodonetsk það sem af er degi. Hún er síðasta borgin í austurhluta Úkraínu sem enn er á valdi úkraínska hersins. Bílalest Sameinuðu þjóðanna kom þangað í gær með matvæli og hjálpargögn sem eiga að duga fyrir sautján þúsund manns. Að sögn fréttamanns AFP eru þúsundir íbúa Donbas-svæðisins á flótta eftir að árásir rússneska hersins voru hertar. Innan þess eru héruðin Donetsk og Luhkansk þar sem aðskilnaðarsinnar hafa lýst yfir sjálfstæði. Héraðsstjórinn í Donetsk áætlar að frá því á sunnudag hafi 146 þúsund héraðsbúar lagt á flótta.\nNýjustu refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússum vegna fjöldamorða í úkraínska bænum Bucha gengu í gildi í dag. Meðal þeirra er bann við innflutningi á kolum frá Rússlandi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, sagði, þegar hún gerði Evrópuþinginu grein fyrir aðgerðunum, að verðmæti kolainnflutningsins hafi numið fjórum milljörðum evra á ári, þannig að bannið hefði umtalsverð áhrif á efnahag Rússa. Hún kvaðst gera ráð fyrir að gripið yrði til enn frekari aðgerða.\nCharles Michel, forseti leiðtogaráðsins, tók í sama streng. Sjónum yrði beint að banni við innflutningi á olíu og gasi fyrr eða síðar.\n","summary":"Nýjustu refsiaðgerðir Evrópusambandsins gegn Rússum ganga í gildi í dag. Forseti framkvæmdastjórnarinnar gerir ráð fyrir að þær verði ekki hinar síðustu. Stórsókn rússneska hersins í austurhluta Úkraínu er hafin. Þúsundir eru á flótta."} {"year":"2022","id":"116","intro":"Prófessor í stjórnmálafræði segir að það jafngilti stjórnarslitum ef ráðherrar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins krefðust afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra og formanns Framsóknarflokksins vegna ummæla sem hann er sagður hafa látið falla á Búnaðarþingi.","main":"Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að málið gæti haft áhrif á feril Sigurðar Inga. Málið sé þó ekki af þeim toga sem ráðherrar hafi sagt af sér út af.\nÁ móti kemur að við vitum ekki hvaða ummæli þetta voru eða í hvaða samhengi þau féllu. En að því sögðu held ég að það sé alveg ljóst að margir kjósendur eru að sjá SIJ í svolítið öðru ljósi en áður. Og það kann að reynast svolítið erfitt fyrir hann að yfirvinna.\nHvert er það ljós? Hann hefur haft áru yfir sér sem hófsamur rólegheitamaður, góð lyndur, traustur náungi í stjórnmálunum sem ekki lætur óviðurkvæmileg orð falla, en hann hefur sjálfur lýst þessu sem óviðurkvæmilegum orðum.\n","summary":"Það jafngilti stjórnarslitum ef ráðherrar Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins krefðust afsagnar Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra vegna ummæla sem hann sjálfur skilgreinir sem óviðurkvæmileg, að mati stjórnmálafræðings. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvort orð innviðaráðherra á Búnaðarþingi verði rædd sérstaklega á Alþingi. "} {"year":"2022","id":"116","intro":"Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítalans telja ekki réttlætanlegt að þeir beri ábyrgð á öryggi sjúklinga við það óboðlega ástand sem ríki á bráðamóttöku spítalans. Þess er krafist að stjórnvöld og Landspítali staðfesti skriflega að ábyrgðin liggi þar en ekki hjá hjúkrunarfræðingum, komi upp alvarleg atvik sem rekja megi beint eða óbeint til álags á Bráðamótttökunni.","main":"Trúnaðarmenn hjúkrunarfræðinga á Bráðamóttöku Landspítalans hafa sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd hjúkrunarfræðinga á deildinni þar sem því er mótmælt að Landspítalinn hafi verið tekinn af neyðarstigi yfir á hættustig. Stærsta bráðamóttaka landsins sé illa í stakk búin til að vera í viðbragðsstöðu og sinna skilgreindu hlutverki sínu. Hjúkrunarfræðingar segja ástandið löngu orðið óboðlegt bæði starfsfólki og sjúklingum. Vandamál spítalans kristallist á Bráðamóttökunni því innlagnarvandi hafi gríðarelg áhrif á alla starfsemi deildarinnar. Það auka álag sé óviðunandi. Hjúkrunarfræðingar telja sig ekki geta sinnt starfi sínu eins og af þeim sé æltalst við þessar aðstæður. Hvorki geti þeir tryggt öryggi sjúklinga né starfsfólks í því umhverfi sem boðið sé upp á. Í marsbyrjun hafi stöðugildum hjúkrunarfræðinga fækkað um tíu og fyrir hafi skort tíu stöðugildi. Ef starfsaðstaða verði ekki bætt sé ljóst að fleiri muni fara. Enginn geti tekið þátt í þessu langhlaupi endalaust.\n","summary":"Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku Landspítalans krefjast þess að spítalinn og stjórnvöld staðfesti skriflega að vegna álags geti stafsfólk ekki lengur borið ábyrgð á öryggi sjúklinga, heldur verði hún að liggja hjá stjórn spítalans og stjórnvöldum."} {"year":"2022","id":"116","intro":"Útlendingastofnun fær reglulega ábendingar um slæma meðferð á au pair vistráðnum einstaklingum og hefur óskað aðstoðar lögreglu vegna þess. Oft er þó erfitt að aðhafast því margar ábendingar eru nafnlausar.","main":"Útlendingastofnun segir oft erfitt að bregðast við ábendingum um misnotkun á au pair fyrirkomulaginu því margar ábendingar séu nafnlausar. Þó hefur stofnunin beðið lögregluna um að athuga aðstæður.\nUmræða hefur verið uppi um au pair-vistráðningakerfið hér á landi. Forseti ASÍ sagði um helgina að kerfið væri óréttlætanlegt vegna þess hversu oft og alvarlega það sé misnotað, hún sagði verstu málin jafngilda mansali. Útlendingastofnun segir margar ábendingar um misnotkun á fyrirkomulaginu hafa komið inn á borð til þeirra.\nFólk sé til að mynda látið vinna langt umfram leyfilegan vinnutíma, það sinni öðrum störfum en gert er ráð fyrir og sé jafnvel látið vinna launalaust utan heimilisins. Þórhildur Hagalín upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar segir að meðal alvarlegra mála sé þegar fólk sé látið greiða þriðja aðila fyrr að komast að sem au pair.\nÞórhildur segir lögin skýr um hvað sé leyfilegt að láta aupair vinna mikið. Til að mynda er ólöglegt að semja um aukið vinnuframlag. Fólk sé hins vegar algjörlega upp á vistfjölskylduna komið þegar hingað er komið og því í erfiðri stöðu til að leita réttar síns. Hún segir mat þeirra að efla þurfi eftirlit með au pair vistráðningarkerfinu.\nÚtlendingastofnun getur óskað eftir því að lögreglan taki út aðbúnað á heimilum vistráðins einstaklings. Það er gert sérstaklega þegar að grunur vaknar um að aðbúnaður sé ekki eins og vera skyldi.\nHún segist ekki geta gefið upp hve oft leitað hafi verið til lögreglu. Ábendingarnar séu hins vegar oft nafnlausar og þá sé erfiðara fyrir þau að aðhafast. Vistráðningarkerfið sé ætlað til að skapa tækifæri fyrir ungt fólk að læra tungumál og kynnast annari menningu.\nÞetta er ekki dvalarleyfi á grundvelli atvinnu þetta er dvalarleyfi á grundvelli menningarskipta.\n","summary":"Útlendingastofnun fær reglulega ábendingar um slæma meðferð á au pair vistráðnum einstaklingum og hefur óskað aðstoðar lögreglu vegna þess. Oft er þó erfitt að aðhafast því margar ábendingar eru nafnlausar."} {"year":"2022","id":"116","intro":"Valur og Tindastóll fóru vel af stað þegar úrslitakeppni karla í körfubolta hófst í gærkvöldi. Skautafélag Akureyrar byrjaði úrslitarimmuna í íshokkí kvenna einnig vel.","main":"Valur tók á móti Stjörnunni í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta í gærkvöld. Valsmenn fóru vel af stað og unnu með 90 stigum gegn 85. Í hinum leik gærkvöldsins vann Tindastóll svo stórsigur á Keflavík á Sauðárkróki, 101-80. Vinna þarf þrívegis til að komast áfram í undanúrslit. Síðari tvær viðureignir 8-liða úrslitanna hefjast í kvöld. Klukkan 18:15 fá deildarmeistarar Njarðvíkur KR í heimsókn og klukkan 20:15 mætast Íslandsmeistarar Þórs Þorlákshafnar og Grindvíkingar.\nÚrslitarimman á Íslandsmóti kvenna í íshokkí hófst í gærkvöldi á Akureyri. Skautafélag Akureyrar tók á móti Fjölni og vann 2-1 eftir spennandi leik. Sigrún Árnadóttir kom Fjölni yfir í fyrsta þriðjungi en Akureyringar svöruðu með tveimur mörkum í lokaþriðjungnum; Anna Ágústsdóttir jafnaði snemma í þiðrjungnum og María Eiríksdóttir skoraði sigurmarkið þegar þrjár mínútur voru eftir. Liðin mætast næst í Egilshöll annað kvöld en vinna þarf þrjá leiki til að hampa titlinum.\nTveir leikir voru í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi. Englandsmeistarar Manchester City unnu Spánarmeistara Atletico Madrid 1-0 í Manchester og Liverpool gerði góða ferð til Lissabon og lagði Benfica með þremur mörkum gegn einu. Liðin mætast aftur á miðvikudag í næstu viku. Seinni viðureignir 8-liða úrslitanna eru í kvöld þegar Evrópumeistarar Chelsea fá Real Madrid í heimsókn og Bayern München sækir Villareal heim.\nHaukar geta orðið deildarmeistarar karla í handbolta í kvöld, en þá fer fram næstsíðasta umferð deildarinnar. Haukar sækja Val heim en Haukar eru með tveggja stiga forskot á Valsmenn á toppi deildarinnar fyrir leikinn. Verði jafntefli eða sigri Valur, verða þeir með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina og verða deildarmeistarar með sigri þar. Sex leikir eru á dagskránni í kvöld og hefjast allir klukkan 19:30. Þá er líka einn leikur í úrvalsdeild kvenna; ÍBV tekur á móti botnliði Aftureldingar í frestuðum leik í eyjum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"116","intro":"Starfshópur um orkumál á Vestfjörðum leggur til að ráðist verði í virkjanaframkvæmdir í Steingrímsfirði og Vatnsfirði. Fjölþættar lausnir þarf til að bæta úr orkuvanda Vestfjarða.","main":"Næstum helmingur þeirrar orku sem er notuð á Vestfjörðum kemur frá öðrum landshlutum. Afhendingaröryggi er lítið og í meðalári þarf að brenna um fimm hundruð tonnum af olíu til þess að bregðast við bilunum. Vegna orkuskerðinga síðustu vikna stefnir í að olíunotkun þessa árs verði næstum fjórum sinnum meiri. Um 1900 tonn.\nÞorsteinn Másson er framkvæmdastjóri Bláma á Vestfjörðum.\nStarfshópur ráðherra sem hefur fjallað um orkumál á Vestfjörðum segir nauðsynlegt að leggjast í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við stöðunni. Meðal annars þurfi að bæta flutnings- og dreifikerfi og leggjast í jarðhitaleit.\nLagt er til að skoðað verði sérstaklega að virkja á tveimur stöðum: í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum og Steingrímsfirði á Ströndum. Hvorugt er í rammaáætlun og í Vatnsfirði þarf að endurskoða friðlýsingarskilmála.\nÞorsteinn segir þá að þess megi vænta að orkumálin verði ofarlega á baugi í sveitarstjórnarkosningum í næsta mánuði.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"116","intro":"Mikil ásókn er í stangveiði í sumar og sala veiðileyfa sjaldan gengið betur. Þegar er orðið uppselt í flestum helstu laxveiðám landsins. Bretar eru fjölmennastir erlendra veiðimanna, en nú eru væntanlegir hingað menn sem venjulega veiða í Rússlandi, en velja nú Ísland í staðinn.","main":"Erlendir veiðimenn hurfu meira og minna úr laxveiðinni hér í upphafi faraldursins. Aðsókn í ánum minnkaði fyrir vikið og veiðileyfi lækkuðu í verði. Íslenskir stangveiðimenn gengu þá á lagið og fjölmenntu í árnar.\nSegir Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga. En núna snúa útlendingarnir aftur og veiðileyfin rjúka út.\nÍ laxveiðinni hafa Bretar verið fjölmennastir erlendra veiðimanna og Jón Helgi segir að svo verði áfram. En nú berist pantanir úr óvæntri átt.\n","summary":"Stangveiðileyfi í íslenskar ár seljast nú sem aldrei fyrr og er orðið uppselt í flestum helstu laxveiðám landsins. Hingað eru væntanlegir laxveiðimenn sem venjulega veiða í Rússlandi."} {"year":"2022","id":"117","intro":"Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, utanríkisráðherra, útilokar ekki að sendiherra Rússlands á Íslandi verði vísað úr landi. Það gæti þó haft þau áhrif að sendiráð Íslands í Rússlandi yrði óstarfhæft. Hún fordæmir aðfarir Rússa í Úkraínu.","main":null,"summary":"Utanríkisráðherra útilokar ekki að sendiráðsmönnum Rússlands á Íslandi verði vísað úr landi."} {"year":"2022","id":"117","intro":"Ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar sem hann sjálfur skilgreinir sem óviðurkvæmileg og lét falla á Búnaðarþingi síðustu helgi gætu reynst honum dýr að mati almannatengils. Varaþingmaður Framsóknarflokksins segist aldrei hafa fundið fyrir kynþáttafordómum í starfi flokksins.","main":"Andrés Jónsson almannatengill segir að það sé ekki trúverðugt að segjast ekki vera með kynþáttafordóma en láta þó ummæli falla sem bendi til slíks.\nEn þetta eru allavegana mjög dýr orð sem þarna hafa fallið og gætu haft einhver pólitísk eftirmál fyrir flokkinn og hann sjálfan. Svona einangrað tilvik sem hann biðst afsökunar á og segist þurfa að bæta sig sem manneskju; held ég ekki að leiði til þess að hann segi af sér.\nBrynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, var gestur Morgunútvarpsins á Rás tvö í morgun. Hún var ættleidd frá Srí Lanka og Vigdís frá Indónesíu en segist aldrei hafa orðið fyrir kynþáttafordómum innan flokksins. Hún segir að Sigurður Ingi hafi hringt í sig í gær vegna málsins:\nVið bara ræddum málin og hann er fullur iðrunar og ég efast ekki um það í eina sekúndu.\nMér finnst hann dásamlegur, hann hefur einmitt verið hinum megin við borðið.\nÉg veit að hann vill biðjast afsökunar og vonandi finnur Vigdís það hjá sér einn daginn að taka við þeirri afsökunarbeiðni.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"117","intro":"Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja ræða hertar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna fjöldamorðs á almennum borgurum í Úkraínu, þar á meðal að hætta að kaupa af þeim olíu og kol. Á annað hundrað rússneskum sendifulltrúum hefur verið vísað frá Evrópuríkjum síðustu daga.","main":"Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja ræða í dag hertar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna stríðsins í Úkraínu og fjöldamorðs á almennum borgurum í bænum Bucha [Bútsja]. Á annað hundrað rússneskir sendifulltrúar hafa verið reknir úr landi í Evrópuríkjum síðustu daga, þar á meðal frá Danmörku og Svíþjóð.\nValdis Dombrovskis, viðskiptamálastjóri og varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, greindi fréttamönnum frá því við komuna til Lúxemborgar að margt kæmi til greina til að herða á refsiaðgerðum gegn Rússum, þar á meðal að draga enn frekar úr kaupum á olíu og kolum. Nokkur aðildarríki hefðu þó efasemdir um það, þar sem það gæti haft alvarlegar efnahagslegar afleiðingar. Hann kvaðst engu geta spáð um niðurstöðu fundarins. Bandaríkjastjórn íhugar einnig hertar refsiaðgerðir vegna atburðanna í Bucha.\nDanir, Svíar, Spánverjar og Ítalir tilkynntu í dag að rússneskum stjórnarerindrekum hefði verið vísað úr landi vegna stríðsins í Úkraínu. Fimmtán verða reknir frá Danmörku og hafa hálfan mánuð til að koma sér heim. Þrjátíu eru reknir frá Ítalíu, tuttugu og fimm frá Spáni og þrír frá Svíþjóð. Þar með hefur yfir hundrað og tuttugu rússneskum stjórnarerindrekum verið vísað frá Evrópuríkjum síðustu tvo sólarhringa. Stjórnvöld í Kreml segja að skammsýni ráði því að diplómatarnir séu reknir heim. Þau ætla að gjalda líku líkt.\nUrsula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Josep Borrell utanríkismálastjóri ætla til Kænugarðs síðar í þessari viku til skrafs og ráðagerða við Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Evrópusambandið hefur boðist til að senda sérfræðinga til landsins til að rannsaka hvort stríðsglæpir hafi verið framdir í bænum Bucha.\n","summary":"Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja ræða hertar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna fjöldamorðs á almennum borgurum í Úkraínu, þar á meðal að takmarka enn frekar að kaupa af þeim olíu og kol. Á annað hundrað rússneskum sendifulltrúum hefur verið vísað frá Evrópuríkjum síðustu daga."} {"year":"2022","id":"117","intro":"Óheppilegt, dapurlegt og óásættanlegt voru meðal þeirra orða sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar nota til að lýsa ummælum Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, í garð Vigdísar Hasler framkvæmdastjóra Bændasamtakanna á Búnaðarþingi í síðustu viku. Sjálfur vildi hann ekki tjá sig um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.","main":"Ég mun ekki tjá mig frekar og vísa bara í yfirlýsinguna sem ég gaf frá mér í gær\nÞar vísaði Sigurður Ingi í stöðuuppfærslu sína á facebook þar sem hann sagði ummælin óviðurkvæmileg. En aðrir ráðherrar vildu tjá sig, þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.\nÞessi ummæli hefur Sigurður harmað, þau dæma sig sjálf og þetta er bara mjög óheppilegt atvik\nFjölmargir hafa krafist þess að Sigurður Ingi segi af sér sem ráðherra, meðal annars ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar og Viðreisnar. Bjarni sagði að það væri alfarið mál Sigurðar Inga að taka slíka ákvörðun:\nOg ég ætla ekki að fara að leggja neitt á mig til að hjálpa til við það\nKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að hún vissi ekki nákvæmlega hver ummæli Sigurðar Inga hefðu verið og vildi ekki tjá sig um hvort hann ætti að íhuga stöðu sína sem ráðherra. Málið hefði ekki verið þar á dagskrá fundarins.\nEn ég hinsvegar ræddi við hann í gær um þessi ummæli, eftir að ég las stöðuuppfærslu framkvæmdastjóra Bændasamtakanna og ég varð mjög döpur að lesa hana.\nEn hann hefur auðvitað beðist afsökunar á sínum ummælum og ég dreg þá ályktun að þau hafi verið algerlega óásættanleg.\nGuðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra sagði þetta eftir ríkisstjórnarfundinn:\nMér finnst þetta algerlega óásættanleg ummæli eins og ég hef heyrt þau í fjölmiðlum. Við þurfum öll, ekki síst fólk sem er í áhrifastöðum í samfélaginu að passa orðfæri okkar, passa hvernig við tölum um fólk sem sker sig að einhverju leyti út, hvort sem það er út af húðlit, kynhneigð, hvort um er að ræða fatlað fólk eða hvað sem er.\nAlmennt þegar kemur að óviðurkvæmilegum ummælum.. það þarf ekki að hafa stór orð um það\nSagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra um ummæli Sigurðar Inga og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nýsköpunarráðherra sagði þetta :\nÁsmundur Einar Daðason menntamálaráðherra sagði þetta:\nMér finnst nú Sigurður Ingi hafa svarað því að hann sér eftir þessu og skýrði það vel út og þetta hefur verið rætt í okkar þingflokki og fullur stuðningur við hann. Ég skynja ekki annað en að þessu sé lokið fyrir hönd þingflokksins\nÞórdís Kolbrún Reykdal Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði að Sigurður Ingi þyrfti að gera upp við sig hvort afsökunarbeiðni hans dygði til:\nHann verður að svara fyrir það hvað er nóg og hér skiptir líka máli hver upplifun hennar var\n","summary":"Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, neitaði alfarið að tjá sig frekar um ummæli sín í garð Vigdísar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Ráðherrar segja ummælin óásættanleg og dapurleg."} {"year":"2022","id":"117","intro":"Helstu flugvéla- og hreyflaframleiðandur heims vinna að því að hanna vélar sem ekki nota jarðefnaeldsneyti eða blendingavélar. Flugskóli Reykjavíkur á að fá rafmagnsvélar afhentar innan þriggja ára og Icelandair ætlar að nota vetni í innanlandsflugi frá árinu 2025.","main":"Orkuskipti í flugi eru nær en marga grunar og helstu flugvélaframleiðendur heims eru komnir vel á veg með að þróa nýja hreyfla sem ekki nota jarðefnaeldsneyti. Þetta kemur fram í drögum að aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi.\nAlþjóðaflug ber ábyrgð á tveimur prósentum allrar losunar af mannavöldum og Ísland ætlar að taka þátt í vinnu alþjóðaflugmálastofnunarinnar til að draga úr losun frá flugi. Áætlað er að millilandaflug um Ísland eigi eftir að aukast en óvissan er meiri um innanlandsflug. Flugöryggisstofnun Evrópu býst við að millilandaflug aukist um 40% til 2040 en það er einmitt árið sem Ísland ætar að vera kolefnishlutlaust, og óháð jarðefnaeldsneyti tíu árum síðar.\nÞað er því ljóst að finna þarf aðra orkugjafa fyrir flugvélar og byggja upp innviði fyrir orkuskipti í flugi.\nÍ samráðsgátt má finna drög að stefnu og aðgerðaáætlun. Þar segir að fyrirtækin Roll Royce, Aribus og Simens hafi þróað blendingsflugvél þar sem einum af fjórum hreyflum flugvélarinnar BEA 146, frá British Aerospace var skipt út fyrir rafmagnshreyfil og stefnt að því að skipta öðrum út í náinni framtíð. Þá ætlar Boeing fyrir árið 2030 að þróa flugvél sem flýgur alfarið á sjálfbæru eldsneyti.\nNýsköpunarfyrirtækið Hearts Aerosspace ætlar að koma 19 sæta rafmagnsflugvél í loftið árið 2026. Hún ætti að geta flogið 400 kílómetra og nýtast í innanlandsflugi í Svíþjóð. Icelandair hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup eða leigu á slíkri vél. Þá hefur fyrirtækið einnig skrifað undir viljayfirlýsingu við Universal Hydrogen um að breyta Dash 300, minni innanlandsflugvélum fyrirtækisins, þannig að þær gangi fyrir vetni árið 2025. Vélarnar bera nú 56 farþega en eftir breytingu þyrfti að fækka farþegum um átta og þá ættu þær að draga 750 til þúsund kílómetra. Þá hefur flugskóli Reykjavíkur keypt þrjár e-Flyer kennsluvélar frá Bye Aerospace knúnar rafmagni. Þær eiga að geta flogið í fjórar klukkustundir og eiga að afhendast eftir innan þriggja ára. Fram kemur í aðgerðaáætluninni að einnig sé talsverð þróun á nýju flugvélaeldsneyti öðru en vetni, bæði lífdísil og steinolíu úr vetni og kolefni\n","summary":"Helstu flugvéla- og hreyflaframleiðandur heims vinna að því að hanna vélar sem ekki nota jarðefnaeldsneyti eða blendingavélar. Flugvélaframleiðendur reyna nú að hann umhverfisvænni flugvélar. Flugskóli Reykjavíkur fær rafmagnsvélar afhentar innan þriggja ára og Icelandair ætlar að nota vetni í innanlandsflugi frá árinu 2025. "} {"year":"2022","id":"117","intro":"Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, segir það mjög góða tilfinningu að vera komin aftur í landsliðshópinn eftir að hafa verið í barneignarleyfi. Hún segir það koma sér á óvart hversu fljótt hún hafi komið til baka.","main":"Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2023 7. og 12. apríl. Leikirnir eru mikilvægir en takist liðinu að ná í 6 stig úr leikjunum er það komið í góða stöðu í undankeppninni. Sara spilaði sinn fyrsta leik fyrir Lyon fyrir ekki svo löngu en hún segir endurkomuna hafa orðið fyrr en hún bjóst við.\nSagði Sara Björk Gunnarsdóttir. Leikurinn við Hvíta-Rússland verður í beinni útsendingu á RÚV á fimmtudag og hefst klukkan 16.\nSveindís Jane Jónsdóttir og stöllur hennar í þýska úrvalsdeildarliðinu Wolfsburg mæta Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikur liðanna fer fram 22. apríl á Camp Nou í Barcelona en áhorfendamet var slegið á knattspyrnuleik hjá félagsliðum í kvennaflokki þegar ríflega 91 þúsund áhorfendur mættu á viðureign Barcelona og Real Madrid í 8-liða úrslitum keppninnar í síðustu viku. Miðasala fyrir leik Barcelona og Wolfsburg fór af stað í gær og nú þegar hafa verið seldir 50 þúsund miðar, einungis til stuðningsfólks Barcelona. Í morgun hófst svo almenn miðasala á leikinn og svo gæti vel farið að áhorfendametið yrði slegið aftur en á Camp Nou er pláss fyrir 99.354 áhorfendur.\nHaukar höfðu betur, 61-58 á móti Val í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni Íslandsmótsin í körfubolta. Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar en Haukar voru betri aðilinn í gær en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið. Fyrr í gærkvöld hafði Fjölnir unnið fyrsta undarúrslitaleik sinn gegn Njarðvík 69-62. Næstu leikir eru spilaðir á fimmtudagskvöld en úrslitakeppnin í karlaflokki hefst í kvöld með viðureignum í 8-liða úrslitum.\n","summary":"Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, segir það hafa komið sér á óvart hversu fljótt hún var komin til baka eftir barneignarleyfi. Sara er í landsliðshópnum sem mætir Hvíta-Rússlandi á fimmtudag í undankeppni HM. "} {"year":"2022","id":"118","intro":"Vonast er til að fjöldi íbúa Mariupol í Úkraínu verði fluttur úr borginni um helgina. Rússneskir hermenn hörfa nú hratt frá Kænugarði og öðrum borgum í norðurhluta landsins.","main":"Alþjóðaráð Rauða krossins gerir aðra tilraun í dag til þess að flytja fólk frá Mariupol í Úkraínu. Fyrri tilraun í gær tókst ekki vegna sprengjuárása Rússa. Fyrrverandi saksóknari í stríðsglæpum hefur skorað á alþjóðadómstólinn að gefa út handtökuskipun á Vladimír Pútín .\nAlþjóðaráð Rauða krossins reyndi í gær að koma neyðaraðstoð til Mariupol ásamt því að koma fólki út úr borginni. Það tókst ekki vegna árása Rússa. Í morgun lagði bílalestin af stað aftur frá Zaporizhzhia áleiðis til Mariupol til að gera aðra tilraun. Talsmaður Rauða krossins vildi ekki veita frekari upplýsingar um stöðuna.\nÞá sagði ráðgjafi forsetans í sjónvarpsviðtali í morgun að sendinefndir Úkraínu og Rússlands, sem hafa fundað í Istanbúl í Tyrklandi undanfarna daga, hafi náð samkomulagi um að gera þessa brottflutninga mögulega, og að góðra frétta væri að vænta um helgina um brottflutning fólks frá Mariupol. Um tvö þúsund manns komust frá borginni í gær með aðstoð stjórnvalda, en óljóst er hvað tekur við hjá þeim.\nHér er einn flóttamannanna spurður hvort að það sé möguleiki að hann snúi aftur til Mariupol. Hann segir það ólíklegt - borgin sé ekki til lengur.\nÞá tilkynntu úkraínsk stjórnvöld í morgun að rússneskir hermenn hörfuðu nú hratt frá höfuðborginni Kænugarði og Chernigiv í norðurhluta landsins. Ljóst sé að Rússar ætli sér að beita öðrum aðferðum og leggja meiri áherslu á austur- og suðurhluta landsins. NATO hefur lýst því yfir að Rússar muni líklega auka árásir sínar í þessum landshluta.\nCarla Del Ponte, sem var saksóknari í málum tengdum stríðsglæpum í Rúanda og fyrrum Júgóslavíu, skoraði í morgun á Alþjóðadómstólinn að gefa út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Pútín væri stríðsglæpamaður og þetta myndi senda skýr skilaboð um að rannsókn stæði yfir. Slíkt myndi ekki þýða að Pútín verði handtekinn, en það myndi hins vegar gera honum ókleift að yfirgefa Rússland.\n","summary":"Vonast er til að fjöldi íbúa Mariupol í Úkraínu verði fluttur úr borginni um helgina. Rússneskir hermenn hörfa nú hratt frá Kænugarði og öðrum borgum í norðurhluta landsins."} {"year":"2022","id":"118","intro":"Vinnumálastofnun auglýsir um helgina eftir störfum fyrir flóttafólk frá Úkraínu. 40 komu til landsins á fimmtudag sem er mesti fjöldi sem hingað hefur komið á einum degi.","main":"Fimm hundruð og sextíu flóttamenn frá Úkraínu hafa sótt um vernd hér frá því að innrásin hófst, 299 konur, 162 börn og 97 karlar. Gylfi Þór Þorsteinsson er aðgerðastjóri móttöku flóttafólks.\nÞað eru yfir fimmtíu flugferðir frá Póllandi hingað til lands í viku hverri og í sumum vélum koma nokkrir, öðrum enginn en þetta er svona að meðaltali um 30 manns á dag sem hafa verið að koma og það er svona í hærri kantinum miðað við það sem við bjuggumst við. En til dæmis í gær voru þetta 40 manns sem komu.\nAlþjóðflóttamannastofnununin áætlar nú að allt að fimm milljónir muni flýja, milljón fleiri en áður var talið. Þá segir stofnunin að 6,5 milljónir óbreyttra borgara séu á flótta innan landamæra Úkraínu.\nEinhverjir Úkraínumenn hafa þegar snúið aftur heim og flóttafólki til Póllands hefur fækkað.\nVið höfum ekki fundið fyrir því ennþá en vonandi kems tnú fólkið aftur til síns heima sem fyrst. Við vitum það líka að Pólland er þétt setið. Það hafa fleiri fleiri milljónir flúið þangað yfir og orðið erfitt að koma fólki þar fyrir þaning að Úkrínubúar eru farnir að leita til annarra landa en Póllands og jafnvel að yfirgefa Pólland út af því.\nFólkið fer fyrst í úrræði á vegum Útlendingastofnunar, komist þau ekki inn hjá vinum og ættingjum. Þaðan fer það í svokölluð skjól, íbúðarhúsnæði þar sem það getur dvalið í 3-6 mánuði. Þá taka sveitarfélögin við sem útvega langtíma úrræði. Húsnæðið er eitt stærsta verkefnið framundan, en úr mörgu öðru þarf að leysa.\nÞetta er stór og brieður hópur fólks sem að hingað er kominn með mikla reynslu og margir góða menntun, þannig að vinnumálastofnun er einmitt að auglúysa núna í blöðunum um helgina eftir vinnu fyrir fólkið.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"118","intro":"Smærri áfengisframleiðendur fá leyfi til að selja bjór í smásölu á framleiðslustað ef frumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra nær fram að ganga. Frumvarpið var áður lagt fram á síðasta kjörtímabili en hlaut ekki afgreiðslu.","main":"Samtök íslenskra handverksbrugghúsa hafa kallað eftir þessari breytingu. Laufey Sif Lárusdóttir er formaður samtakanna.\nLaufey segir þetta vera í samræmi við það sem gerist í löndunum í kringum okkur. Til að mynda á Norðurlöndum þar sem ríkið hefur einkaleyfi á áfengissölu. Handverksbrugghúsum er óheimilt að selja sína framleiðslu á staðnum til neyslu annarsstaðar.\nHversu miklu myndi þetta breyta fyrir svona litla framleiðendur?\nSalan myndi ekkert endilega aukast neitt gríðarlega. En þetta væri bara sovna upp á liðlegheit, ásýndina og markaðsetningu og algjörlega viðeigandi að þetta sé einnig leyfilegt hérna á íslandi.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"118","intro":"Ghislaine Maxwell, fyrrverandi sambýliskonu Jeffrey Epstein, hefur verið neitað um ný réttarhöld í New York ríki í Bandaríkjunum.","main":"Maxwell var sakfelld í fimm ákæruliðum á síðasta ári, þegar hún var fundin sek um barnamansal og að hafa aðstoðað kærasta sinn við glæpi sína. Megin hlutverk Maxwell í brotum þeirra var að lokka til þeirra stúlkur, margar á barnsaldri, sem Epstein misnotaði svo kynferðislega.\nLögmaður Maxwell óskaði eftir nýjum réttarhöldum í janúar, eftir að einn kviðdómaranna greindi frá því í fjölmiðlum að hann hefði sannfært tvo meðkviðdómara sína um sakfellingu, með því að greina frá sinni eigin reynslu sem þolandi kynferðisofbeldis. Hann hafði ekki greint frá þeirri reynslu sinni fyrir réttarhöldin. Lögmaður Maxwell hélt því fram að kviðdómurinn hefði því verið hlutdrægur í máli hennar.\nAlison Nathan, alríkisdómari í málinu, féllst þó ekki á rök lögmanns Maxwell og sagði það væri óheppilegt að kviðdómarinn hefði ekki greint frá reynslu sinni fyrir réttarhöldin, en þeim upplýsingum hefði þó ekki verið vísvitandi haldið leyndum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"118","intro":"Höfuðborgarbúar verða varir við kvikmyndatöku í miðborginni í dag og næstu daga. Umferð verður lokað um ákveðnar götur og takmörkuð um aðrar í dag , á morgun og á mánudag. Verið er að taka upp kvikmyndina Heart of stone sem Netflix framleiðir.","main":"Í dag og á morgun verður umferð um Sæbraut og um Kalkofnsveg að Geirsgötu takmörkunum háð. Á mánudag verða tökur á Skólavörðuholtinu. Frakkastígur, Kárastígur Bergþórugata, Grettisgata og Njálsgata verða þá vettvangur myndatöku. Leifur Dagfinnsson er eigandi og framkvæmdastjóri True North sem vinnur með hópnum sem kom að utan til að mynda Steinhjartað, Heart of stone. Annríki hefur verið við aðstoð við erlend tökulið. Það sem af er ári hafa fjögur slík verkefni verið á stór-Reykjavíkursvæðinu.\nÍ þessum verkefnum sem hafa verið núna þá í tveimur þeirra já í tveimur þeirra kemur Ísland fram í handritinuí rauninni og hérna og snjórinn hefur verið mikið notaður hér. Síðan erum við með eitt verkefni í gangi núna eins og borgarbúar hafa tekið eftir og það er umfangsmikil og stór sena þar sem við erum núna og biðlum til þolinmæði Reykvíkinga yfir helgina og geta unnið það í mesta bróðerni. Það er kannski ekki svo einfalt að loka götum og loka Hörpunni að hluta það hlýtur að þurfa heilmörg leyfi og stúss ef það má orða það svo til þess að það gangi upp. Jú við erum búin að vera að vinna þetta mjög náið með hvað maður á að segja með yfirvöldum og um að fá öll leyfi tilskilin leyfi bæði vegagerðin lögreglunnar Hörpu, Reykjavíkurborgar og allir hafa lagst á eitt að láta þetta ganga sem best fyrir sig jú þannig að við erum búin að vera að vinna í þessu síðan löngu fyrir áramót, þannig að það er langur aðdragandi enda mikið umfang.\n","summary":"Nokkrar götur í miðborg Reykjavíkur verða lokaðar í dag og næstu daga vegna kvikmyndatöku. Umfangið er mikið. Tökur standa yfir á kvikmyndinni Heart of Stone sem Netflix framleiðir."} {"year":"2022","id":"118","intro":"Minnka þarf þjónustutíma og þjónustustig Strætó vegna aðhaldsaðgerða í rekstri félagsins til að ná endum saman. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir Covid-faraldurinn hafa leikið fyrirtækið grátt og tekjur minnkað um allt að einn og hálfan milljarð króna á síðustu tveimur árum.","main":"Jóhannes segir að ljóst hafi verið að grípa þyrfti til slíkra aðgerða í október á síðasta ári og breytingarnar hafi verið í undirbúningi síðan þá. Gert er ráð fyrir að með aðgerðunum spari fyrirtækið rúmlega tvö hundruð milljónir króna. Strætisvagnar á tíu leiðum hætta fyrr á kvöldin og leið 24 mun aka á hálftíma fresti á háannatíma í stað þess að að aka á kortersfresti. Breytingarnar taka gildi á morgun.\nJóhannes segir nýja greiðuslukerfi Strætó, Klapp, ekki spila inn í ákvörðunina.\n","summary":"Strætó ætlar að draga úr þjónustu vegna aðhaldsaðgerða í rekstri félagsins. Framkvæmdastjóri Strætó, segir Covid-faraldurinn hafa leikið fyrirtækið grátt og tekjur minnkað um allt að einn og hálfan milljarð króna á síðustu tveimur árum."} {"year":"2022","id":"118","intro":"Læknar segja þörf á úrbótum á úrvinnslu alvarlegra atvika sem koma upp í heilbrigðiskerfinu. Læra þurfi af reynslusögum kvenna sem stigið hafa fram í vikunni og lýst alvarlegum afleiðingum mistaka innan kerfisins. Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi endurvakið starfshóp um öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Hún segir aðgerða þörf strax og skýra þurfi ábyrgð stofnana í heilbrigðiskerfinu og þeirra sem þar starfa.","main":"Þetta þarf líka að vera skýrara, þú getur ekki sett starfsfólkið þitt í hvaða aðstæður sem er og gert það svo persónulega ábyrgt ef eitthvað fer úrskeiðis sem klárlega er stórkostleg hætta á ef það er undirmönnum og allt of mikið álag og fólk missir yfirsýnina. Ætlarðu þá að láta einstaklinginn sem lendir með svartapétur í höndunum, á hann að bera alla ábyrgð, þannig að það þarf að skýra þetta og sem dæmi þá kölluðu læknar á bráðamóttöku eftir þessu síðasta sumar, sögðu við erum undir neyðarmönnun í allt sumar, við höfum ekki yfirsýn, þetta er náttúrulega bara eins og við séum alltaf í einhverju neyðarástandi alla daga, er ég persónulega ábyrg eða ábyrgur ef eitthvað fer úrskeiðis í minni læknismeðferð við þessar aðstæður, og þessu hefur í rauninni ekki ennþá verið svarað.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"118","intro":"Haukar hafa tveggja stiga forystu á Val á toppi úrvalsdeildar karla í handbolta þegar tveimur umferðum er ólokið. Fjórir leikir fóru fram í deildinni í gærkvöld.","main":"Haukar tóku á móti KA og voru norðanmenn með yfirhöndina þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Haukar jöfnuðu. Haukar voru svo komnir fjórum mörkum yfir þegar fimm mínútur lifðu leiks og þrátt fyrir að KA-menn næðu að minnka muninn í eitt mark um stund urðu lokatölur 27-24 fyrir Hauka. Þeir eru með 32 stig á toppnum, tveimur meira en Valur sem vann öruggan átta marka sigur á Aftureldingu, 26-18.\nGrótta á enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina eftir sigur Víkingi, 33-21. Grótta er í 9. sæti, tveimur stigum á eftir Aftureldingu sem er í áttunda sæti og því síðasta sem gefur þátttöku í úrslitakeppninni. Að lokum vann Stjarnan sigur á HK sem þegar er fallið eins og Víkingur. Leikið verður í úrvalsdeild kvenna í handbolta í dag. Liðin í efsta og neðsta sæti deildarinnar, Fram og Afturelding, eigast við í Mosfellsbæ, KA\/Þór tekur á móti HK og ÍBV og Stjarnan eigast við. KA\/Þór getur komist upp fyrir Val og í 2. sæti deildarinnar með sigri en Valur mætir Haukum á morgun.\nBikarúrslitahelgin í blaki stendur nú sem hæst í íþróttahúsinu í Digranesi og voru undanúrslit karla leikin í gærkvöld. Það verða ríkjandi bikarmeistarar Hamars og KA sem mætast í bikarúrslitum á sunnudaginn. Hamar vann HK með þremur hrinum gegn einni og KA lagði Vestra einnig 3-1. Undanúrslitin í kvennaflokki fara svo fram í dag. Nú klukkan 13 mætast Afturelding og Álftanes og klukkan 15:30 mætast KA og Þróttur Fjarðabyggð. Bikarúrslitaleikir karla og kvenna verða sýndur beint á RÚV á morgun, sunnudag.\nMartin Hermannsson átti góðan leik fyrir Valencia sem hafði betur gegn Tenerife í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í gær, 92-88. Martin var stiga- og stoðsendingahæstur í leiknum með 22 stig og fimm stoðsendingar en Valencia situr í fimmta sæti deildarinnar með 34 stig að 25 umferðum loknum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"119","intro":"Aðeins liðu rúmir tveir mánuðir frá því að lögmaður Hafdísar Helgu Ólafsdóttur sendi erindi til Ásmundar Einars Daðasonar, menntamálaráðherra, þar til ráðuneytið tilkynnti að sátt hefði náðst í dómsmáli Lilju Alfreðsdóttur gegn Hafdísi Helgu.","main":"Þetta kemur fram í svörum menntamálaráðuneytisins við fyrirspurnum fréttastofu. Hafdís fékk greiddar 2,3 milljónir í miskabætur og allan málskostnað. Málskostnaður ríkisins nam 5,5 milljónum króna.\nKærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að Lilja hefði brotið jafnréttislög þegar hún skipaði Pál Magnússon í stöðu ráðuneytisstjóra mennta-og menningarmálaráðuneytisins.\nLilja freistaði þess að fá úrskurðinn ógiltan fyrir dómstólum og þurfti fyrir vikið að stefna Hafdísi Helgu þar sem það var hún sem kærði skipan Páls.\nHéraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu Lilju og var niðurstaða dómstólsins mjög afdráttarlaus. Lilja áfrýjaði niðurstöðunni til Landsréttar en aldrei kom til þess að málið væri flutt þar.\nÍ erindi lögmanns Hafdísar, sem er dagsett 13. desember, var einmitt bent á að sennilega yrði málið flutt í Landsrétti þegar tvö ár væru liðin frá höfðun þess. Í ljósi eindreginnar niðurstöðu héraðsdóms væri óskað eftir afstöðu ráðherra til að fella málið niður og viðræðum um sanngjarnar lyktir málsins.\nEngar fjárhæðir voru nefndar í erindinu sem fréttastofa fékk afhent.\nRúmum tveimur mánuðum síðar sendi ráðuneytið frá sér tilkynningu um að sátt hefði náðst í málinu.\nFréttastofa óskaði einnig eftir upplýsingum um hvort einhverjar lögfræðilegar álitsgerðir eða minnisblöð hefðu verið unnin í tengslum við sáttina en fékk þau svör að ekkert slíkt væri fyrir hendi.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"119","intro":"Frans páfi baðst í dag afsökunar á illri meðferð og vanrækslu sem börn kanadískra frumbyggja máttu þola í skólum kaþólsku kirkjunnar um nærri aldarskeið.","main":"Hópur frumbyggja Kanada hefur verið í Páfagarði undanfarna daga en Frans fundaði með fulltrúum þeirra fyrr í vikunni og í gær. Tilgangur heimsóknarinnar var meðal annars að æskja þess að kirkjan bæðist afsökunar á athæfi stjórnenda kaþólskra skóla í Kanada. Fulltrúar eftirlifenda úr skólunum voru á fundi páfa.\nFrans bað Guð um að fyrirgefa athæfið og sagðist taka undir með biskupum kaþólsku kirkjunnar í Kanada í fortakslausri afsökunarbeiðni. Um 150 þúsund kanadísk börn af frumbyggjaættum voru send í heimavistarskóla allt frá lokum nítjándu aldar og fram á tíunda áratug þeirrar tuttugustu. Börnin voru þvinguð til vistar í skólunum og bjuggu þar við illan kost, ofbeldi og mismunun.\nSkólarnir voru settir á laggirnar af stjórnvöldum en margir hverjir reknir af kirkjunni. Á annað þúsund ómerktar grafir frumbyggjabarna hafa fundist við heimavistarskóla í Kanada.\nSérstök rannsóknarnefnd greindi frá því fyrir nokkrum árum að skólastjórar og kennarar hefðu beitt börnin grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, svift þau menningu sinni og tungu.\n","summary":"Frans páfi hefur beðist afsökunar á illri meðferð á börnum í heimavistarskólum kaþólsku kirkjunnar í Kanada. "} {"year":"2022","id":"119","intro":"Félagsmálaráðherra segist vonast til að sem allra fyrst megi einfalda kerfi Tryggingastofnunar um verklag við greiningu á þroskaskerðingu. Ná þurfi betri árangri í að stytta biðlistana.","main":"Umboðsmaður barna sagði í fréttum RÚV í gær að bið eftir ýmsum greiningum væri óásættanleg. Bið eftir einhverfugreiningu hjá Þroska- og hegðunarstöð er allt að tuttugu mánuðir. Móðir sem vildi ekki láta nafns síns getið steig fram fyrr í vikunni og sagði að barn hennar hefði líklega þegar fengið hjálp ef Tryggingastofnun tæki greiningar frá einkareknum stofum gildar.\nVið erum að skoða erindi frá tryggingastofnun núna sem´eg vonist til að geti greitt eitthvað úr þessu, ég á bara von á því að það komist niðurstaða í það sem allra allra fyrst.\nDæmi eru um að Tryggingastofnun geri tímabundin umönnunarmöt með greiningum frá einkareknum stofum.\nGuðmundur Ingi segist ætla að leggja fram nýtt frumvarp í kringum páskana með nýju kerfi umönnunargreiðslna fyrir foreldra sem eiga börn með langvinna sjúkdóma.\nsem mun einfalda þetta kerfi. Gera það þannig að við erum að miða meira við umönnunarþörf barnsins en ekki læknisfræðilgear greiningar. Þannig það er spurning um millibilsástandið þarna á milli sem við erum að reyna að leysa.\nHann segir að barnamálaráðherra sé að skoða lengd biðlistanna. Stofnanir eins og Ráðgjafar- og greiningarstöð er undir hans málefnasviði.\nÞað er verið vinna í því. Sú vinna hjá mennta og barnamálaráðherra gengur út á það að stytta þessa biðlista eins og kostur er, auðvitað þurfum við að ná meiri árangri þar. það erum við öll meðvituð um það og munum leggjast öll saman á árarnar um að gera það\n","summary":null} {"year":"2022","id":"119","intro":"Snjóbráð er hafin á hálendinu og farið að hækka í sumum lónum Landsvirkjunar eftir erfitt vatnsár. Fyrirtækið þarf ekki að kaupa orku til baka frá stórnotendum eins og stefndi í og útlit fyrir að skerðingum létti fyrr en talið var.","main":"Það er svokallað vor í lofti, snjórinn á hálendinu bráðnar og vatn er loks farið að hækka hækkar miðlunarlónum Landsvirkjunar. Vegna hlýindanna þarf fyrirtækið ekki lengur að biðja stórnotendur um að endurselja sér orku líkt og stefndi í og hefði kostað stórfé.\nEitt erfiðasta vatnsár Landsvirkjunar er vonandi að baki. Vegna þurrka síðasta sumar og haust var lítið í lónum á Þjórsársvæðinu, orkuskortur í uppsiglingu og þurfti að klippa á fyrirtæki sem keyptu skerðanlegt rafmagn. Fiskimjölsverksmiðjunar bræddu heila loðnuvertíð knúnar olíu og álver Fjarðaáls á Reyðarfirði varð fyrir framleiðslutapi upp á rúman milljarð.\nStaðan var skelfileg í Þórisvatni sem lækkaði um metra á viku. En í síðasta mánuði fór að hlýna og það hækkar aftur í vatninu. Vatnsborðið er samt 8 metrum lægra en í meðalári. Í Blöndulóni er hætt að lækka stöðugt og hækkar suma daga. Þá hægir á lækkun í Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar en þar er yfirborð lónsins 5 metrum lægra en að jafnaði.\nUpp úr 9. mars fengum við leysingar á hálendinu þannig að innrennsli jókst nokkuð. Við bjuggumst við því að það gæti komið svona skot en innrennslið hefur í rauninni haldist þokkalegt síðan þá þannig að staðan hefur verið hægt og rólega að batna. Við gátum fallið frá endurkaupum sem er síðasta úrræði þegar kemur að því að draga úr álagi á kerfið. Ef þetta heldur áfram á þróast eins og það hefur gert undanfarnar vikur þá er mjög líklegt að við getum innan skamms tekið næsta skerf í að aflétta skerðingum. (Það var talað um fyrr í vetur að það mætti búast við að skerðingarnar yrði út apríl. Eru þá horfur til þess að skerðingarnar verði ekki svo lengi og það verði kannski hægt að aflétta þeim jafnvel um miðjan apríl?) Það er afskaplega ólíklegt að þær standi út apríl. Það er ágætis verðurútlit núna fyrir helgina. Það mun skipta miklu máli hvað gerist þá.\n","summary":"Snjóbráð er á hálendinu og farið að hækka í lónum Landsvirkjunar. eftir erfitt vatnsár. Fyrirtækið þarf ekki að kaupa orku til baka frá stórnotendum eins og stefndi í og útlit fyrir að skerðingum létti fyrr en talið var. "} {"year":"2022","id":"119","intro":"Aldrei hefur verið lengri bið eftir ADHD-greiningu samkvæmt tilkynningu frá ADHD-samtökunum. Formaður þeirra, Vilhjálmur Hjálmarsson segir að 800 börn séu á biðlista - og með fullorðnum bíði vel á þriðja þúsund eftir greiningu.","main":"Þetta er ósköp einfalt mál, það hefur ekkert verið gert varðandi fullorðna. Líklega þarf fjórfalt fjármagn ef á að ná þessum risastóra biðlista niður á einu ári. Ef við horfum á börnin þá er þetta búið að vera stigvaxandi vandamál, það kom aukafrjámagn rétt fyrir kosningar en það dugar engan veginn til.\nÍ tilkynningu frá samtökunum segir að biðlistar hafi aldrei verið lengri en núna.\nGeðheilsumiðstöð barna var stofnuð fyrr á árinu, sem sameinar Þroska og hegðunarstöð, geðheilsuteymi fjölskylduverndar og meðferðarteymi fyrir börn og unglinga - undir einn hatt.\nÞar koma auknir peningar en þeir fara í meðferð. Áfram er þessi langi biðlisti í greiningar hjá börnum sem er þyngri en tárum taki. Við vitum miðað við núverandi útreikning að þetta mun taka fjögur ár að klára biðlistann sem er til staðar núna.\n","summary":"Allt að fjögurra ára bið er eftir ADHD-greiningu. Vel á þriðja þúsund, bæði fullorðnir og börn eru á biðlista. "} {"year":"2022","id":"119","intro":"Friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna standa enn yfir og nú gegnum fjarfundabúnað. Talsmenn Rauða krossins vonast til þess að í dag takist að flytja þúsundir íbúa frá hafnarborgarborginni Mariupol..","main":"Stjórnvöld í Moskvu saka Úkraínumenn um að hafa gert loftárás á borgina Belgorod sem er um fjörutíu kílómetra norðan landamæranna að Úkraínu. Það væri þá í fyrsta skipti sem Úkraínumenn láta til skarar skríða yfir landamærin. Þær ásakanir minnka von um að Vladimír Pútín Rússlandsforseti dragi úr þunga árása hersveita sinna. Dmitry Peskov, talsmaður rússnesku stjórnarinnar, segir það ekki styrkja áframhaldandi viðræður en Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu vildi hvorki staðfesta né hrekja ásakanir Rússa. Hann segist fyrst og fremst vera almennur borgari, sem bendir til að árásin sé á forræði hersins.\nFyrr í vikunni hétu Rússar að dregið yrði úr árásum á höfuðborgina Kyiv og Chernigiv norðanvert í Úkraínu. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir öflugar árásir í uppsiglingu á landið austan- og sunnanvert . Starfsfólk Rauða krossins er á leið til Mariupol til bjargar fólki sem vikum saman hefur setið fast í rústum borgarinnar. Ástandið er afar alvarlegt, enda fólk án matar, lyfja og rennandi vatns. Ewan Watson talsmaður Rauða krossins segir aðgerðina mjög flókna og erfiða en kveðst vongóður um að bílalest komist brott með fólk úr Mariupol til annarrar borgar í landinu. Enn hefur ekki fengist staðfest hver áfangastaðurinn er.\n","summary":"Friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna halda áfram í dag í skugga ásakana um að Úkraínuher hafi gert loftárás á rússneska borg. Enn er unnið að því að opna flóttaleið fyrir íbúa hafnarborgarinnar Mariupol."} {"year":"2022","id":"119","intro":"Utanríkisráðherra segir að íslensk stjórnvöld hafa ekki beitt sér fyrir hagsmunum kjörræðismanns síns í Belarús. Þau hafi hins vegar leitað upplýsinga þegar óljósar fregnir bárust af því að hann kynni að lenda á lista yfir fólk sem sætir efnahagsþvingunum.","main":"Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra mætti á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Þar ræddi hún samskipti íslenskra stjórnvalda við Evrópusambandið í aðdraganda þess að listi yfir fólk sem beitt var efnahagsþvingunum vegna framferðis stjórnvalda í Hvíta-Rússlandi. Hún sagði stjórnvöld hafa fengið óljósar ábendingar um að kjörræðismaður Íslands kynni að verða á þeim lista. Því stjórnvöld brugðist við með því að óska upplýsinga um málið. Hún þvertók hins vegar fyrir að íslensk stjórnvöld hefðu beitt sér fyrir hagsmunum kjörræðismannsins.\nÍsland kærir sig ekkert um að vera með kjörræðismann sem á heima á refsilista. Það segir sig sjálft, það sér það hver maður. Það var eðlilegt að vilja vita hvort að hann væri það þótt svo að i þeim samskiptum hafi líka verið lýst áhyggjum af því að ef það væri svo þá hefði það áhrif á viðskiptalega hagsmuni Íslands. Það lá alveg fyrir vegna þess að bæði Ísland eins og önnur ríki líka, eða fyrirtæki innan þeirra, hafa átt í viðskiptum við Moshensky.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"119","intro":"Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis hefur fengið þau gögn frá Útlendingastofnun, sem þörf er á svo hægt sé að veita fólki ríkisborgararétt. Ekkert varð af veitingu ríkisborgararéttar með lögum frá Alþingi í desember vegna þess að umbeðnar upplýsingar bárust ekki frá Útlendingastofnun.","main":"Bryndís Haraldsdóttir, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að gögnin séu nú komin til nefndarinnar og til meðferðar hjá undirnefnd. Því megi eiga von á að þingið veiti hópi fólks ríkisborgararétt á næstunni.\nVenjan hefur verið sú að Alþingi veiti fólki ríkisborgararétt með lögum tvisvar á ári. Þetta er gert í tilfelli fólks sem uppfyllir ekki öll skilyrði fyrir veitingu ríkisborgararéttar með afgreiðslu Útlendingastofnunar. Ekkert varð af slíkri veitingu í desember þar sem gögnin fengust ekki.\nJón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í aðsendri grein á Vísi í janúar að þetta væri samkvæmt ákvörðun ráðuneytis dómsmála sem hefði verið tilkynnt Alþingi í júní í fyrra. Í þá tíð var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Jón sagði að með þessu væru Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneytið ekki að brjóta lög heldur tryggja jafnræði umsækjenda um ríkisborgararétt óháð því hvort að fólk sækti um hjá Útlendingastofnun eða Alþingi.\nLagaskrifstofa Alþingis sagði í minnisblaði, sem tekið var saman að beiðni allsherjar- og menntamálanefndar í síðasta mánuði, að Útlendingastofnun væri skylt að svara beiðnum þingsins um umrædd gögn.\n","summary":"Alþingi er komið með þau gögn frá Útlendingastofnun sem þarf til að veita ríkisborgararétt með lögum. Umrædd gögn bárust ekki í desember þegar til stóð að veita hópi fólks ríkisborgararétt."} {"year":"2022","id":"120","intro":"Skuldasöfnun ríkisins heldur áfram Ríkið heldur áfram að safna skuldum samkvæmt nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, EN vonir standa til að hún verði stöðvuð eftir fjögur ár. Skuldahorfur hafa batnað til muna frá síðustu áætlun.","main":"Við getum varið opinberu þjónustuna áfram án þess að fara í niðurskurð eða sérstaka tekjuöflunaraðgerðir.\nAtvinnustig verður hátt og forsendur fyrir því að atvinnustig haldi áfram að vaxa. Skuldahlutföll ríkisins munu á tímabilinu ekki fara yfir 40 prósent, sem er bara mjög hagstætt skuldahlutfall.\nÁstandið sé viðvæmt og ríkisfjármálin þurfi að spila með vinnumarkaðinum og peningastefnunni.\nEn við eigum að leggja áherslu á það núna að verja það sem við höfum í lífskjörum og sækja þannig fram að við sættum okkur við að sígandi lukka er best.\nKaupmáttur heimilanna hefur vaxið í gegnum faraldurinn sem að er stórmerkileg staðreynd en það er líka merkileg staðreynd að þrátt fyrir gríðarlega mikinn halla ríkissjóðs að þá er hagvöxturinn sem við erum að sjá í tölunum núna að hjálpa okkur að vaxa út úr þessu og það er einmitt það sem við vildum gera.\nBjarni segir að helst þurfi að bæta úr framboði húsnæðis, stuðla að jöfnum vexti kaupmáttar og tryggja lágt vaxtastig.\nEn auðvitað skipti öllu að það verðbólguskot sem við erum að upplifa núna að það líði hjá og við verðum að vera reiðubúin að axla ábyrgð á því. Þar skiptir framboðshliðin á húsnæðismarkaðnum verulegu máli. Þar skiptir kjaralotan framundan máli.\nÞá segir hann mikilvægt að ríkið hvetji ekki til of mikillar eftirspunar og valdi frekari verðbólguþrýstingi.\n","summary":"Þrátt fyrir áframhaldandi skuldasöfnun ríkisins segir fjármálaráðherra að áfram verði hægt að verja opinbera þjónustu án þess að fara í niðurskurð eða sérstakar tekjuöflunaraðgerðir. Hann kynnti nýja fjármálaáætlun í morgun og segir skuldahorfur betri nú en í síðustu áætlun."} {"year":"2022","id":"120","intro":"Sveitarfélögin eru farin að dusta rykið af trjáklippum og farin að rækta upp sumarblóm. Saltur, sandur og aðrar hálkuvarnir eru að hraðri leið inn í geymslur.","main":"Vorverk sveitarfélaganna eru í fullum undirbúningi. Rykið hefur verið dustað af trjáklippum og sumarblómaræktin hafin. Stutt er í að opnað verði fyrir umsóknir um sumarstörf fyrir unglinga.\nBrátt víkja salt, sandur og aðrar hálkuvarnir inn í geymslur sveitarfélaganna og trjáklippurnar verða teknar fram í staðinn. Byrjað er að rækta upp sumarblómin sem verða svo gróðursett íbúum til ánægju og yndisauka. Mörg sveitarfélög hafa auglýst sumarstörf fyrir átján ára og eldri og brátt verður kallað eftir umsóknum um sumarstörf unglinga. Árdís Ármannsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, segir vorverkin í fullum undirbúningi.\n","summary":"Starfsmenn sveitarfélaga munda trjáklippurnar og feru farnir ar að rækta upp sumarblómin. Salt, sandur og þess háttar er á hraðferð inn í geymslur. Vorverkin eru að bresta á."} {"year":"2022","id":"120","intro":"Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Spáni í vináttulandsleik í kvöld. Landsliðsþjálfarinn segir að fyrst og fremst þurfi íslenska liðið að spila góðan varnarleik ætli það að eiga möguleika gegn jafn sterku liði og Spáni.","main":"Íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli á móti Finnlandi í fyrri leiknum á laugardag. Spænska liðið er þó talsvert sterkara en það finnska, enda í sjöunda sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland situr í 60. sæti listans. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari segir leik íslenska liðsins standa og falla með varnarleiknum.\nÞað er gott að spila á móti mjög góðum liðum\nlæra mikið og kannski svona sérstaklega varnarlega.\nSagði Arnar Þór Viðarsson. Tveir úrslitaleikir eru í umspili um sæti á HM karla í fótbolta í kvöld. Norður-Makedónía mætir Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal. Norður-Makedónar slógu út Evrópumeistara Ítalíu með dramatískum hætti í síðustu viku og geta með sigri í kvöld tryggt sér sæti á HM í Katar í lok árs. Í hinum leiknum mætast Svíþjóð og Pólland.\nÞrír leikir voru í úrvalsdeild karla í körfubolta í gær. Tindastóll vann þá sinn sjötta leik í röð þegar liðið lagði Íslandsmeistara Þórs frá Þorlákshöfn 91-85. Þá vann Stjarnan stórsigur á Vestra 99-66, og Keflavík lagði Grindavík í grannaslag 78-70. Tindastóll fór með sigrinum upp í fimmta sætið með 26 stig, Stjarnan er í því sjötta með 24 stig og Keflavík er í þriðja sæti með 28 stig. Lokaumferð deildarninar verður spiluð á fimmtudag. Þá skýrist endanlega hvernig úrslitakeppnin raðast upp, og hvort það verður Njarðvík eða Þór frá Þorlákshöfn sem tryggir sér deildarmeistaratitilinn þetta árið.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"120","intro":"Að minnsta kosti einn sjúklingur á viku, að meðaltali, verður fyrir alvarlegum mistökum eða vanrækslu í heilbrigðiskerfinu sem getur valdið varanlegum örkumlum eða dauða. Tilkynningum um slíkt hefur fjölgað jafnt og þétt á síðustu árum.","main":"Árlega verða meira en tíu þúsund atvik á öllum heilbrigðisstofnunum landsins þar sem sjúklingur hefði getað eða verður fyrir heilsutjóni, vegna mistaka, vanrækslu eða óhapps. Langflest flokkast ekki sem alvarleg. 51% eru byltur eða föll, en 14% tengjast lyfjagjöf.\nAlvarlegu atvikin, þau sem ollu eða hefðu getað valdið varanlegum örkumlum eða dauða, voru 64 tilkynnt á síðasta ári, sem er hlutfallslega sambærilegt við það sem gerist á Vesturlöndum. Tilkynningar hafa tvöfaldast síðan 2015, mögulega vegna bættrar skráningar.\nÍ Kveiksþætti kvöldsins er fjallað um öryggi sjúklinga og mál Bergþóru Birnudóttur sem örkumlaðist við fæðingu eins stærsta barns sem fæðst hefur á Íslandi á síðustu áratugum. Hún er sjálf hjúkrunarfræðingur, og telur tregðu meðal heilbrigðisstarfsmanna við að viðurkenna mistök.\nBergþóra: \"Við þurfum að taka þessi mál í gegn og búa til miklu betra verklag utan um hjúkrunarfræðinga og lækna sem eru að starfa þannig að það verði í rauninni bara eðlilegur hluti af starfinu að viðurkenna mistök.\"\nAlma Möller, landlæknir, bendir á að vinna sé hafin við að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks þegar alvarleg atvik koma upp og til að gera úrvinnslu og meðferð kvartana betri. Sú vinna hófst í kjölfar þess að árið 2014 var hjúkrunarfræðingur ákærður fyrir manndráp af gáleysi.\nAlma: \"þetta er einn liður í öryggismenningu, það er að geta gengist við mistökum. Og þá þurfa auðvitað heilbrigðisstarfsmenn að vera vissir um að málin séu meðhöndluð með sanngjörnum hætti. Og ég veit að það þykir ekki öllum svo vera í dag. En þetta er bara mjög mikilvægt að verði hluti af okkar heilbrigðisþjónustu að gangast við mistökum, því að öðruvísi lærum við auðvitað ekki af þeim.\"\n","summary":"Að minnsta kosti einn sjúklingur á viku, að meðaltali, verður fyrir alvarlegum mistökum eða vanrækslu í heilbrigðiskerfinu, sem getur valdið varanlegum örkumlum eða dauða. Fjöldi slíkra tilkynninga hefur tvöfaldast undanfarin sex ár."} {"year":"2022","id":"120","intro":"50 kílóa risaþorskur veiddist við Vestmannaeyjar í gær. Einstakt er að svo stór fiskur veiðist á þessu svæði. Valur Valtýsson, háseti á togaranum Bergey segir að fiskurinn sé gamall og virðulegur.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"120","intro":null,"main":"Rússar ætla að draga verulega úr hernaðaraðgerðum við höfuðborg Úkraínu Kyiv, að því er aðstoðar-varnarmálaráðherra Rússlands, sagði nú rétt fyrir fréttir.\nSendinefndir Rússlands og Úkraínu sitja á fundi í Istanbúl í Tyrklandi, og reyna að ná samningum til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hvetur fulltrúana til að binda enda á hörmungarnar stríðsins. Allur heimurinn bíði eftir góðum fréttum af viðræðunum, lýsti hann yfir í morgun. Úkraínsk stjórnvöld segja að um tuttugu þúsund manns hafi beðið bana í árásum Rússa. Þá er staðfest að yfir tíu milljónir hafa flúið heimili sín. Sendinefndirnar hittust síðast augliti til auglitis í Tyrklandi 10. mars. Rússneski auðjöfurinn Roman Abramovich, sem grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir á dögunum, tekur þátt í viðræðunum í dag.\nRússar ætla að draga verulega úr hernaðaraðgerðum við höfuðborg Úkraínu Kyiv, að því er aðstoðar-varnarmálaráðherra Rússlands, sagði nú rétt fyrir fréttir.\nSendinefndir Rússlands og Úkraínu sitja á fundi í Istanbúl í Tyrklandi, og reyna að ná samningum til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, hvetur fulltrúana til að binda enda á hörmungarnar stríðsins. Allur heimurinn bíði eftir góðum fréttum af viðræðunum, lýsti hann yfir í morgun. Úkraínsk stjórnvöld segja að um tuttugu þúsund manns hafi beðið bana í árásum Rússa. Þá er staðfest að yfir tíu milljónir hafa flúið heimili sín. Sendinefndirnar hittust síðast augliti til auglitis í Tyrklandi 10. mars. Rússneski auðjöfurinn Roman Abramovich, sem grunur leikur á að eitrað hafi verið fyrir á dögunum, tekur þátt í viðræðunum í dag.","summary":"Sendinefndir Rússlands og Úkraínu sitja nú á fundi í Tyrklandi. Utanríkisráðherra Úkraínu varar erindreka sína við því að borða eða drekka nokkuð á fundinum. Stjórnvöld í Úkraínu hafa ekki staðfest að mögulega hafi verið Grunur leikur á að byrlað hafi verið fyrir úkraínskri sendinefnd hafi verið byrlað fyrr í mánuðinum. "} {"year":"2022","id":"120","intro":"Verðbólga hefur ekki verið meiri síðan þjóðin barðist við afleiðingar hrunsins. Mikil óvissa ríkir um þróun efnahagsmála en þó er gert ráð fyrir auknum hagvexti í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar.","main":"Hagvöxtur verður hátt í fimm prósent í ár samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Kaupmáttur gæti hins vegar minnkað vegna mikillar verðbólgu.\nÓvissa er eitt af þemum nýrrar þjóðhagsspár Hagstofunnar. Nú þegar hún fer minnkandi vegna covid kemur til sögunnar óvissa vegna stríðsins í Úkraínu og áhrifa þess á verð og efnahagshorfur, en ekki síður um verðbólgu, launaþróun og ferðaþjónustu meðal annarra þátta. Annars má segja að margar tölur horfi upp á við, bæði til góðs og slæms. Þannig er spáð meiri hagvexti í ár en í fyrra, auknum útflutningi, fleiri byggðum íbúðum og sterkara gengi krónunnar auk þess að mun fleiri ferðamenn sæki landið heim en í fyrra. Á móti kemur meiri verðbólga bæði innanlands og utan samhliða hækkandi hrávöruverði og eldsneytisverði vegna stríðsins í Úkraínu og viðbragða við því.\nHagstofan birti einmitt nýjar verðbólgutölur í dag. Verðbólgan mælist nú 6,7 prósent og hefur ekki verið meiri frá því í maí árið 2010, hálfu öðru ári eftir hrun. Þessari hækkun veldur helst hækkandi húsnæðis- og eldsneytisverð auk þess sem föt og skór hækka í verði. Verðbólguhorfur hafa versnað umtalsvert samkvæmt nýju þjóðhagsspánni og er gert ráð fyrir nærri sex prósenta verðbólgu á árinu.\nStaða á vinnumarkaði er betri en áður en dregið gæti úr kaupmætti vegna hækkandi verðlags. Hagstofan metur stöðuna svo að fjárhagsstaða heimilanna sé engu að síður almennt góð.\nÍ fyrra var 4,4% samdráttur í íbúðafjárfestingu en síðast mældist samdráttur árið\n2015. Fullgerðum íbúðum fjölgaði um tæplega 3.200 í fyrra sem er um 600 íbúðum\nfærra en árið 2020. Byggingar- og framkvæmdaleyfum fjölgaði hins vegar milli ára,\núr rúmlega 1.400 í yfir 3.000 í lok árs 2021. Gert er ráð fyrir að íbúðafjárfesting\naukist um 6,8% í ár og 9% árið 2023 en í kjölfarið hægi á vextinum sem verður 3,7%\n","summary":"Verðbólga hefur ekki verið meiri síðan þjóðin barðist við afleiðingar hrunsins. Mikil óvissa ríkir um þróun efnahagsmála en þó er gert ráð fyrir miklum hagvexti í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar."} {"year":"2022","id":"120","intro":"Stjórnarandstaðan gerir athugasemdir við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir hana ekki taka mið af þeirri miklu verðbólgu sem hagspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir.","main":"Okkur þykir þessi fjármálaáætlun ekki taka mið af þessum breytta veruleika sem blasir við mörgum einstaklingum, ungu fólki og tekjulágum. Helsta hættan er sú, ef að það er ekki brugðist við með sértækum aðgerðum núna sem er ekkert talað um í þessari fjármálaáætlun þá munum við sjá miklar kjarasamningshækkanir í haust sem mun þá smita yfir í meiri útgjöld ríkissjóðs síðar meir og draga þá úr sjálfbærni.\nKristrún segist hafa áhyggjur af 40 milljarða aðhaldskröfum sem séu óútfærðar á tímablinu. Það geti verið hátt í 170 milljarðar samkvæmt svartsýnum spám. Einnig hafi hún hnotið um húsnæðismálin.\nEf við skoðum stofnframlög sem hafa veirð svona fjárfestingarframlög í samstarfi við sveitarfélög til að styðja við ódyrt, óhagnaðardrifið húsnæði. Það er að dragast saman úr 3,8 milljörðum í 1,8 milljarð strax á fyrsta ári tímabilsisins. Það er bara mjög skýr stefnumótun sem sést þar.\nÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segist hafa áhyggjur af skuldahalla ríkissjóðs.\nRíkissjóður fyrir covid var orðinn ósjálfbær og það hefur ekki tekist að vinda ofan af því. Í öðrulagi er þessi mikla verðbólga sem er vissulega í útlöndum en ekki síður heimatilbúin. Stjórnvöld eru enn frekar að ýta undir vandann með þennsluhvetjandi aðgerðum sem eru mjög íþyngjandi fyrir greiðslubyrgði almenninsg. og í þriðja lagi erum við að sjá fram á að vaxtaútgjöldin halda áfram að aukast og eru einn stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs.\n","summary":"Þingmaður Samfylkingarinnar segir nýja fjármálaáætlun ekki taka mið af þeirri miklu verðbólgu sem hagspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir . Það eigi eftir að leiða til mikilla kjarasamningshækkana launahækkana í haust. "} {"year":"2022","id":"121","intro":"Tæplega fimm hundruð flóttamenn frá Úkraínu er nú komnir hingað til lands, talsvert fleiri en gert var ráð fyrir. Fólkið þarf margvíslega þjónustu og vonast er til að móttökumiðstöð verði opnuð í vikunni.","main":"Í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra frá ellefta mars var gert ráð fyrir um 380 manns hingað til landsá flótta frá Úkraínu. Talsvert fleiri eru komin nú þegar. Á föstudag voru 397 komin hingað að sækja um vernd. Um helgina komu 86 manns og er talan nú komin upp í 483. Gunnar Hörður Garðarsson er samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra.\nÞað kom náttúrulega gífurlegur fjöldi núna um helgina til landsins og við erum enn að vinna úr þeim upplýsingum. Það eru komin þrjú fylgdarlaus börn sem við vitum af og eru komin í úrræði á suðurnesjum hjá barnaverndaryfirvöldum. Aldur þeirra er eitthvað sem við gefum ekki upp.\nEnn er unnið að því að opna miðstöð fyrir móttöku flóttafólks frá Úkraínu í húsnæði Domus Medica í Reykjavík og segist Gunnar vona að það náist fyrir næstu helgi.\nBæði móttakan hjá okkur og útlendingastofnun verður þar og eins þjónusta sem að þetta fólk þarf bæði heilbrigðistékk svo fólk þurfi ekki aðkoma aftur og að móttakan verði með svona víðtæku formi að við tökum vel á móti fólkinu. Núverandi húsnæðisaðstaða er ekki nægilega góð til að taka á móti þessum fjölda.\nEnda sé búist við því að haldi áfram að bæta í fjölda flóttafólks frá Úkraínu á næstu dögum.\nEnn sem komið er já, gerum við ráð fyrir því að fólk haldi áfram að leita til íslands um aðstoð.\n","summary":"Til stendur að opna móttökumiðstöð fyrir flóttafólk frá Úkraínu í vikunni. Tæplega fimm hundruð flóttamenn eru nú komnir til landsins."} {"year":"2022","id":"121","intro":"Aldrei hafa fleiri tilkynningar borist lögreglu um heimilisofbeldi eins og síðustu tvö ár. Þolendakannanir benda þó til þess að ofbeldi hafi ekki aukist, heldur séu það fleiri tilkynningar sem berast um ofbeldi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir þá þróun vera jákvæða.","main":"Vegna þess að við óttuðumst að í covid, þegar samkomutakmarkanir giltu og krakkar voru minna í skóla og svo framvegis, að það yrði minna um tilkynningar og minna um hjálparbeiðnir. Það reyndist ekki vera. Það var til dæmis mjög tilkynnt til barnaverndar um mögulegt ofbeldi. Þannig samfélagið passaði dálítið vel upp á þetta, það kom mikið af tilkynningum utan frá.\nYfir tvö þúsund tilkynningar berast nú á ári vegna heimilisofbeldis, þær eru þriðjungi fleiri en árið 2015. 80% gerenda eru karlkyns og um 70% þolenda eru konur. Algengasti aldur bæði gerenda og þolenda er 26-35 ára, oftast er gerandinn maki eða fyrrverandi maki. Sigríður Björk segir að samfélagið hafi opnað augun fyrir þessari tegund ofbeldis síðustu ár.\nÞað eru ekki nema 10-15 ár síðan litið var á þetta pínulítið eins og einkamál fólks og svo framvegis. En þetta er grafalvarlegt. Við sjáum það til dæmis á manndrápstölum. Helmingur manndrápa er vegna ofbeldis á milli skyldra og tengdra. Við erum að tala um að það er líf í húfi.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"121","intro":"Leikarinn Will Smith sló kynni Óskarsverðlaunahátíðarinnar utanundir í nótt. Kynnirinn gerði grín að Jada (Jödu?) Pinkett, eiginkonu Smiths, sem hafði látið raka af sér hárið vegna sjálfsofnæmis. Kvikmyndin CODA var valin besta mynd ársins.","main":"CODA fjallar um stúlku á unglingsaldri sem á heyrnarlausa foreldra. Hana dreymir um frama í tónlist en foreldrar hennar treysta á hana til að eiga í samskiptum við heyrandi. CODA var gefin út af Apple TV+ og þetta er í fyrsta sinn sem kvikmynd á vegum streymisveitu hlýtur Óskarinn sem besta kvikmynd. Nýsjálenski leikstjórinn Jane Campion hlaut Óskarinn fyrir The Power of the Dog. Jessica Chastain var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir The Eyes of Tammy Faye. Will Smith fékk verðlaun sem besti leikari fyrir kvikmyndina King Richard.\nÞað var einmitt atvik tengt Will Smith sem vakti hvað mesta athygli fjölmiðla á hátíðinni. Skömmu áður en hann tók við verðlaununum gaf hann kynninum Chris Rock, kinnhest.\nJade, I love you, G.I. Jane two, can´t wait to see it.\nÞarna heyrðum við Rock segja brandara sem féll ekki í kramið hjá Smith. Kynnirinn kvaðst hlakka til framhalds kvikmyndarinnar G.I. Jane. Þar var hann að gera grín að Jada Pinkett Smith, eiginkonu Wills, fyrir að krúnuraka sig en það gerði hún vegna sjálfsofnæmis. Kvikmyndin G.I. Jane sem kom út árið 1997 fjallaði um konu í bandaríska sjóhernum. Sú hafði rakað af sér hárið.\nStuttu síðar gekk Will Smith upp á sviðið og sló kynninn utanundir.\nKeep my wife´s name out of your fucking mouth. I am going to, ok?\nEkki nefna eiginkonu mína á nafn, hrópaði Will Smith að Chris Rock. Leikarinn baðst afsökunar á kinnhestinum skömmu síðar.\n","summary":"Kvikmyndin CODA var valin sú besta á Óskarverðlaunahátíðinni í nótt og var það í fyrsta sinn sem mynd framleidd af streymisveitu hlýtur verðlaunin. Leikarinn Will Smith sló löðrungaði kynni hátíðarinnar, Chris Rock, eftir að hann reyndi að vera fyndinn á kostnað konu Smiths."} {"year":"2022","id":"121","intro":"Friðarviðræður fulltrúa Rússa og Úkraínu í Istanbúl í Tyrklandi, sem áætlað var að myndu hefjast í dag, hefjast líklega ekki fyrr en á morgun. Stjórnvöld í Úkraínu hafa sagst íhuga hlutleysi sitt sem Rússar hafa farið fram á.","main":"Sendinefndir Rússlands og Úkraínu hittust síðast í Tyrklandi 10. mars en hafa rætt saman í gegnum fjarfundarbúnað síðan. Meðal þess sem Rússar leggja áherslu á að er að Úkraína verði hluthlaust ríki og hefur Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, lýst því yfir að vilji sé til að skoða möguleika á því. Þá er talið að Rússar eigi áfram eftir að þrýsta á Úkraínumenn að afsala sér formlega yfirráðum yfir Luhansk og Donetsk í austurhluta landsins. Talið var að viðræðurnar í Tyrklandi myndu hefjast í dag og standa fram á miðvikudag en Dmitry Peskov, talsmaður ríkisstjórnar Rússlands, sagði í morgun að líklega hefjist þær ekki fyrr en á morgun. Sendinefndirnar fari þó til Tyrklands í dag.\nÞeim hefur fækkað sem flýja land dag hvern, samkvæmt samantekt Sameinuðu þjóðanna. Þrjár komma níu milljónir hafa flúið landið síðan Rússar réðust inn 24. febrúar og talið er að hálf milljón manna sé á flótta innan Úkraínu.\nForseti Úkraínu hefur kallað eftir fundi með Vladimir Putin, forseta Rússlands, en nú hefur utanríkisráðherra Rússlands, lýst því yfir að slíkur fundur sé ekki tímabær.\n","summary":"Fundur sendinefnda Rússlands og Úkraínu, sem áætlað var að myndi hefjast í Tyrklandi í dag, hefst líklega ekki fyrr en á morgun. Yfir tíu milljónir hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna innrásarinnar. "} {"year":"2022","id":"121","intro":"Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Spáni á morgun í vináttuleik. Birkir Bjarnason segir reynsluminni leikmenn íslenska liðsins hafa gott að því að mæta einu af sterkustu liðum heims.","main":"Ísland mætir Spáni á morgun, en íslenska liðið gerði 1-1 jafntefli við Finnland í fyrri leik sínum í þessum glugga á sunnudag. Spænska liðið er eitt það sterkasta í heimi.\nSagði Birkir Bjarnason landsliðsmaður í fótbolta. Valur og Fjölnir mætast í hreinum úrslitaleik um hvort liðið verður deildarmeistari kvenna í körfubolta á miðvikudag. Þetta varð ljóst eftir sigur Vals gegn Haukum í gærkvöld. Valur og Haukar voru jöfn í öðru og þriðja sæti deildarinnar fyrir leikinn en Fjölniskonur á toppnum með 32 stig. Valur er nú með 30 stig í öðru sæti fyrir lokaumferðina á miðvikudag. Fjögur efstu liðin fara svo í úrslitakeppnina, Fjölnir, Valur, Haukar og Njarðvík.\nAron Pálmarsson er danskur bikarmeistari í handbolta eftir sigur Álaborgar á GOG í úrslitaleik í gærkvöld 30-27. Aron var markahæstur í liði Álaborgar og skoraði sjö mörk en fyrrum landsliðsmaðurinn Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins. Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson leikur með GOG og varði fimm skot í leiknum. Aron hefur nú unnið stóra titla á þrettán tímabilum í röð og þrjátíu stóra titla í atvinnumennsku í handbolta.\nKanada tryggði sér í gærkvöld sæti á HM karla í fótbolta, sem fram fer í Katar í lok árs, með 4-0 sigri á Jamaíka. Þetta er í fyrsta sinn í 36 ár sem liðið kemst á HM. Þá unnu Bandaríkin Panama 5-1 og Mexíkó lagði Hondúras 0-1. Bandaríkin og Mexíkó eru þá komin með aðra höndina á HM farseðilinn en það verður þó ekki alveg pottþétt fyrr en í lokaumferðinni á fimmtudag.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"121","intro":"Loðnuveiðum er því sem næst lokið og um fjórðungur kvótans veiddist ekki heldur fór til spillis. Norðmenn voru reknir af loðnuveiðum fyrir rúmum mánuði og líklega hefði meiri afli skilað sér í vinnslur hefðu þeir fengið að veiða lengur.","main":"Stærstu loðnuvertíð í langan tíma er að ljúka. Skip Síldarvinnslunnar eru hætt veiðum og næturnar komnar á þurrt. Kvótinn var um rúm 900 þúsund tonn og þar af fengu íslensk skip um 660 þúsund en kvótinn var reyndar skertur síðar.\nÍ raun skertist þó ekki kvóti íslenskra skipa því Norðmenn voru að venju beittir ýmsum hindrunum á miðunum samkvæmt samningum og þurftu að hætta veiðum við Ísland snemma eða 22. febrúar. Áttu þá mikið eftir af sínum kvóta. Það gekk til íslenskra skipa eftir að hérlend stjórnvöld höfnuðu ósk Norðmanna um að fá að veiða lengur.\nNú er loðnan búin að hrygna en þá tvístrast torfurnar og fiskurinn drepst. Ekki er því hægt að geyma kvóta til næsta árs og segja má að sá fjórðungur kvótans sem ekki náðist að veiða hafi farið til spillis. Á vefnum loðnufréttir.is kemur fram að vermæti loðnunnar sem náðist að veiða sé rúmir 48 milljarðar. Segja má að loðna fyrir næstum 16 milljarða verði því að fóðri fyrir aðrar skepnur í sjónum. Mest af veiddri loðnu var brætt í mjöl og lýsi eða rúm 85%, 12% voru heilfryst til manneldis og afgangurinn er hrogn.\nForvitnilegt væri að vita hvernig það hefði komið út hefði ósk norsku skipanna um að fá að veiða lengur verið uppfyllt. Þá hefði minna af kvótanum farið til spillis og gera má ráð fyrir að eitthvað af því hefi skilað sér í verksmiðjur á Íslandi. Samskipti Íslands og Noregs í sjávarútvegsmálum hafa leitt til þessa og líka til þess að sameiginlegur markílstofn er ofveiddur.\nÍ stjórnarsáttmála segir að friðsamlegar lausnir og sjálfbær þróun séu á meðal hornsteina íslenskrar utanríkisstefnu.\n","summary":"Fjórðungur loðnukvótans fór til spillis því íslensku skipunum tókst ekki að veiða hann allan. Norsku skipin voru rekin af veiðum í febrúar, áður en þau náðu sínum kvóta og líklega bitnar það á báðum þjóðum. "} {"year":"2022","id":"121","intro":"Sveitarfélögum þar sem íbúar eru færri en hundrað, fækkar um tvö eftir sameiningarkosningar á laugardag. Samrekstur er þegar mikill og fólk á líklega ekki eftir að finna mikið fyrir breytingum.","main":"Sameining var samþykkt í tvennum kosningum þar sem annars vegar var kosið um sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps og Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar hins vegar. Helgafellssveit og Svalbarðshreppur eru með fámennari sveitarfélögum landsins. Í Helgafellssveit búa 79 manns en 94 í Svalbarðshreppi. Við sameininguna verður til nýtt 600 manna sveitarfélag á Norðurlandi eystra og 1250 manna fyrir vestan.\nSameining var samþykkt með talsverðum meirihluta í báðum sveitarfélögum fyrir norðan, eða yfir sjötíu prósent.\nÞorsteinn Ægir Egilsson, formaður sameiningarnefndar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps, segir niðurstöðurnar ekki hafa komið á óvart.\nÞessi tvö sveitarfélög hafa átt í áratuga samvinnu og mikill samrekstur hér á milli þannig að ég held að íbúar muni ekki finna mikið fyrir þessari breytingu. Einna helst þá bara nafnið á nýju sveitarfélagi, ætli það verði ekki næsta mál hjá íbúum, hvað á barnið að heita?\nNæsta mál á dagskrá hjá kjörnum fulltrúum er hins vegar að setja saman undirbúningsnefnd fyrir formlega sameiningu.\nKosningin fyrir vestan var enn meira afgerandi þar sem kjósendur Stykkishólmsbæjar samþykktu sameiningu með yfir níutíu og tveimur prósentum atkvæða en sjötíu og níu prósent kjósenda Helgafellssveitar kusu með sameiningu.\nGuðmundur Helgi Hjartarson, sveitarstjórnarfulltrúi í Helgafellssveit, segir úrslitin alls ekki hafa komið á óvart.\nÞað eru margir sem hafa litið í rauninni á þetta sem bara eitt og sama sveitarfélagið. Við sækjum alla þjónustu þangað og höfum rekið saman skóla í tugi ára. Þannig að þetta var nú bara svona fyrirliggjandi.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"121","intro":"Vorleysingar valda usla á Suður- og Vesturlandi. Ár hafa flætt yfir bakka sína og yfir vegi en veðurfræðingur segir leysingar fara minnkandi.","main":"Miklar leysingar eru sunnanlands og vestan með tilheyrandi vatnavöxtum. Óvenjumikið vatn hefur til að mynda verið í Elliðaám í Reykjavík sem flæða yfir bakka sína á nokkrum stöðum. Í Borgarfirði hefur flætt úr Sanddalsá í Norðurárdal yfir þjóðveg 1 að hluta. Þá var mesta rennsli sem mælst hefur í níu ár í Ölfusá í gær en það náði hámarki síðdegis í gær.\nHulda Rós Helgadóttir er náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.\nÞær eru nokkuð góðar. Það virðist hafa sjatnað í flestum ám og það er frekar tíðindalítið í veðrinu þannig að það eru allar líkur á því að þetta jafni sig bara.\n","summary":"Mikil leysing er sunnanlands og vestan með tilheyrandi vatnavöxtum. Elliðaár hafa flætt yfir bakka sína á nokkrum stöðum og mikið rennsli er í Ölfusá."} {"year":"2022","id":"121","intro":"Maður er alvarlega særður eftir að skotið var á hann í líkamsræktarstöð miðsvæðis í Stokkhólmi í morgun. Einni leið í jarðarlestarkerfi borgarinnar var lokað um tíma.","main":"Lögreglunni var tilkynnt um skotárásina í Vasastan um klukkan tólf að sænskum tíma. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús lífshættulega slasaður eftir að hafa verið skotinn nokkrum skotum. Leit stendur yfir að árásarmanni og örðum sem kunna að hafa tekið þátt í verknaðinum og hefur lögreglan lokað af stóru svæði vegna rannsóknar málsins. Meðal annars voru allar ferðir grænu línunnar í jarðlestarkerfi borgarinnar stöðvaðar um tíma vegna aðgerða lögreglu. Það olli svo töfum á lestarsamgöngum sem ekki sér enn fyrir endann á. Þá er unnið að því að ná og fara yfir myndefni úr eftirlitsmyndavélum í nágrenninu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"121","intro":"Covid hefur leikið hjúkrunarheimili grátt síðustu mánuði en dæmi eru um að hátt í 80 prósent heimilismanna hafi smitast. Forstöðukonur hjá Grund og Skjóli segja þó að ástandið sé að skána. Inflúensan hefur ekki borist inn á heimilin enn sem komið er.","main":"Sóttvarnalæknir sagði í síðustu viku að hætta væri á því að stór inflúensufaraldur taki við nú þegar kórónuveirufaraldurinn er á niðurleið. Sigríður Sigurðardóttir, sviðstjóri hjá Grundar heimilunum, segir að ástandið á heimilunum sé búið að vera mjög erfitt í langan tíma. Hátt í 80 prósent heimilsmanna og starfsmanna á Grund hafi smitast síðustu mánuði.\nÞað er fyrst í síðustu viku sem að staðan er orðin þannig á Grund að við vorum með ekkert nýtt smit en annars erum við búin að vera með smit þar síðan í lok nóvember á síðasta ári, alltaf einnhverja. Mörk er svona aðeins seinna í kúrfunni en Grund en þar greindust í síðustu viku 18 heimilismenn.\nSigríður segir að sjúkdómurinn haf lagst mjög mishart á fólk. Sumir hafi verið alveg einkennalausir á meðan aðrir hafa veikst illa. Hún segir að þau séu nú loks að sjá ljósið í enda ganganna og vonast til að það versta sé yfirstaðið. og að inflúensan hafi ekki tekið við keflinu af covid enn sem komið er.\nVið erum ekki með nein staðfest inflúensu tilfelli enn þá en ég veit um einhverja stöku starfsmenn sem hafa fengið inflúensu.\nÍris Dögg Guðjónsdóttir forstöðumaður hjúkrunar á hjúkrunarheimilinu Skjóli segir að svipað hafi verið uppi á teningnum þar. Febrúar hafi verið erfiðasti mánuðurinn frá upphafi faraldursins. Yfir áttatíu prósent heimilsmanna hafi greinst þann mánuðinn en að staðan á heimilinu sé nú góð, enda fáir eftir að smitast. Hún segir að inflúensan sé farin að herja á nokkra starfsmenn en ekki heimilismenn.\n","summary":"Hátt í 80 prósent íbúa á sumum hjúkrunarheimilum hafa smitast af covid. Staðan á heimilunum hefur verið þung síðustu mánuði. "} {"year":"2022","id":"122","intro":"Ýmsum takmörkunum hefur verið aflétt á Landspítala þrátt fyrir að spítalinn sé enn á neyðarstigi. Formaður farsóttanefndar segir tímabært að aflétta þeim hörðu takmörkunum sem hafa verið í gildi.","main":"Við fórum bara í að endurskoða allt regluverkið okkar. Við höfum auðvitað verið með mjög strangar reglur, bæði heimsóknarbann og miklar reglur um sóttkví starfsmanna og landamæraskimun og svo framvegis og núna fannst okkur bara vera kominn sá tímapunktur að það eru svo margir búinir að fá covid bæði starfsmenn og sjúklingar og fólk út í samfélaginu að okkur fannst viðeigandi að létta aðeins á heimsóknabanninu og leyfa einn gest á dag.\nSegir Hildur Helgadóttir, formaður farsóttanefndar Landspítalans. Hún segir að nefndinni hafi því ekki þótt ástæða til að hafa strangar takmarkanir í gildi lengur, allir séu með grímur og fólk þekki sóttvarnareglur. Andinn í afléttingunumséfyrst og fremst aðeinblína á fólk sem er veiktog þarfnist greiningar til að hægt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana. Nú gildi að taka einkennasýni fremur en að skima vítt og breitt.\nVið minnkum mjög skimanir einkannalausra, tökum þær alveg út. Við erum kominn á þann stað að við erum komin með inflúensuna líka þannig við þurfum að vera vakandi fyrir því að það getur verið fleira í spilunum en covid.\nHún bendir þó á að þrátt fyrir afléttingar þá sé staðan enn þung. Sextíu sjúklingar eru nú á spítalanum með COVID og tveir á gjörgæslu, báðir í öndundarvél.\nVið erum auðvitað áfram með mikið af covid sjúklingum á spítalanum og þetta er ansi veikt fólk sem er að leggjast inn hjá okkur. Við erum alls ekki komin út úr þessu en okkur sýnist þetta vera að fara hægt og rólega niður. Við verðum eflaust að glíma við þetta í nokkrar vikur til viðbótar. Þennan mikla fjölda inniliggjandi.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"122","intro":"Evrópusambandið og Bandaríkin hafa náð samkomulagi sem miðar að því að draga verulega úr kaupum Evrópuríkja á rússnesku jarðgasi. Bandaríkjaforseti segir forseta Rússlands nýta rússnesku orkuauðlindina til að kúga nágrannaríkin.","main":"Með samkomulaginu skuldbinda Bandaríkin og önnur ríki sem framleiða jarðgas sig til þess að auka verulega útflutning á gasi til Evrópusambandsríkja. Alls stendur til að selja 15 milljörðum rúmmetra meira á árinu en gert var ráð fyrir áður en samkomulagið var samþykkt og búast má við enn meiri aukningu í framhaldinu.\nSamhliða því var samþykkt að reyna eftir fremsta megni að takmarka útblástur gasiðnaðarins.\nÚkraínumenn hafa kallað eftir því að ríki heims hætti að kaupa rússneska olíu og gas vegna innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Fjöldi ríkja hefur þegar beitt Rússa umfangsmiklum refsiaðgerðum en þar sem Evrópa reiðir sig að miklu leyti á rússneskt gas hafa orkumálin reynst erfið.\nJoe Biden Bandaríkjaforseti tjáði sig um samkomulagið við ESB á fréttamannafundi með Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, í Brussel í dag. Hann sagði Pútín Rússlandsforseta nýta orkuauðlindina til að fjármagna stríðsrekstur og kúga nágrannaríkin.\nI know that eliminating Russian gas will have costs for Europe, but it's not only the right thing to do from a moral standpoint, it's going to put us on a much stronger strategic footing. And I'm proud to announce that we've also reached another major breakthrough in transatlantic data flows.\nBiden sagðist átta sig á því að það sé erfitt að hætta að kaupa rússneskt gas en það sé bæði siðferðislega rétt og bæti hernaðarstöðu Evrópusambandsins. Þá hafi Bandaríkin og ESB einnig stigið stærri skref í að miðla upplýsingum sín á milli.\n","summary":"Bandaríkin og Evrópusambandið hafa undirritað samkomulag um að auka verslun sín á milli með jarðgas til að draga verulega úr kaupum á rússneskri orku."} {"year":"2022","id":"122","intro":"Umboðsmaður barna hefur beðið mennta- og barnamálaráðherra að beina þeim fyrirmælum til skóla að hætta að nota svokölluð píp-test til að meta þol barnanna.","main":"Við könnumst víst flest við hin svokölluðu píp-test, sem framkvæmd eru í grunnskólum landsins, þó ekki öllum. Prófið fer þannig fram að nemendur hlaupa fram og til baka í íþróttasal skólans, þar sem tíminn milli lota er stöðugt styttur, en þeir sem ekki ná að hlaupa salinn á enda á tilskyldum tíma, verða að setjast niður og fylgjast með þar til aðeins einn stendur eftir. Umboðsmaður barna vill að horfið verði frá notkun slíkra prófa.\ní fyrsta lagi við þurfum að velta því fyrir okkur hvers vegna við erum að gera þetta. Þetta er náttúrulega svolítið sérstakt þegar við eru að tala um íþróttir og framkvæmd prófa í íþróttum þar sem allir eru viðstaddir og horfa hvert á annað. Hér eru dæmi um það að börn hafi ofreynt sig, það eru mörg börn sem eru kannski ekki sterk í íþróttum sem upplifa vanlíðan og kvíða.\nSveinn Þorgeirsson, íþróttafræðingur og kennari á íþróttafræðisviði við Háskólann í Reykjavík, segir skiptar skoðanir meðal íþróttafræðinga og íþróttakennara um hvort prófin eigi rétt á sér.\nAf því að þetta tengist umræðu um að hreyfingu sé ábótavant og börn séu að þyngjast og tengt við að við séum að setja þau í einhvern bómul, en fyrir mér er þetta bara að við þurfum að koma fram við þau á manneskjulegan hátt.\nRannsóknir sýna að hreyfingu sé ábótavant hjá íslenskum börnum. Börn sem búa við fátækt eru síður líkleg til að stunda íþróttir utan skóla. Salvör segir brýnt að íþróttakennsla í skólum taki mið af þessum ójöfnuði.\nÞað er spurning hversu hvetjandi eru þessi próf? Börn upplifa þetta sem mjög neikvætt og þá getur þetta bara fælt börn frá heilsueflandi þátttöku.\nÞú færð ekki þennan undirbúning sem þú þarft í íþróttatímum til þess að standa þig vel í píp-testi.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"122","intro":"Hætta er á að stór inflúensufaraldur taki við nú þegar kórónuveirufaraldurinn er á niðurleið. Sóttvarnalæknir hvetur fólk með undirliggjandi sjúkdóma til að láta bólusetja sig við flensunni.","main":"Greindum kórónuveirusmitum fer fækkandi og álagið á heilbrigðiskerfið hefur minnkað. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að faraldurinn sé á niðurleið. Aftur á móti hefur þeim fjölgað sem greinast með inflúensu á undanförnum vikum.\nÞað er að gerast núna sem ég hef bent á áður að gæti gerst, að við fengjum stóran inflúensufaraldur. Við vitum svo sem ekki hversu stór hann verður eða alvarlegur, af því við erum bara rétt í byrjun.\nSamkomutakmarkanir og sóttvarnareglur í kórónuveirufaraldrinum höfðu einnig þau áhrif að ýmsar árvissar umgangspestir náðu ekki að skjóta rótum.\nÞannig við getum búist við töluverðri útbreiðslu núna af því inflúensan hefur ekki verið að ganga síðustu tvö ár. Þá er ónæmið miklu lélegra nú en oft áður. Við höfum verið að hvetja fólk til að fara í bólusetningu - sérstaklega þá sem eru með undirliggjandi vandamál. Við höfum líka verið að hvetja lækna til að meðhöndla fólk með tamiflú(?) sem er með undirliggjandi vandamál og þyrftu þá að fá meðhöndlun eins fljótt og hægt er þegar það veikist. Það klárlega kemur í veg fyrir alvarleg veikindi.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"122","intro":"Jarðskjálfti, fjórir komma einn að stærð, varð í Bárðarbungu í Vatnajökli rétt eftir klukkan sjö í morgun. Minni skjálftar fylgdu í kjölfarið. Náttúruvársérfræðingur segir ekkert benda til gosóróa.","main":"Skjálftinn varð í Bárðarbunguöskju, á einungis hundrað metra dýpi. Kristín Elísa Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að það sé þó ekki merki um að kvika sé við það að brjótast upp á yfirborðið.\nSkjálftarnir sem eru að mælast í öskjunni eru oft að mælast mjög grunnir en þetta hefur líka með það að gera hvar mælarnir eru staðsettir upp á hversu vel er hægt að áætla þetta.\nBárðarbunga hefur ekki mikið látið á sér bæra að undanförnu. Þetta er fyrsti skjálftinn yfir þrír að stærð í þessum mánuði og þar hafa einungis orðið fjórir skjálftar stærri en þrír á þessu ári.\nÞað varð síðast núna 22. febrúar sem það varð skjálfti 4,7 að stærð í Bárðarbunguöskjunni.\nBárðarbunga er ein virkasta eldstöð Íslands, enda er hún nærri miðju heita reitsins undir landinu. Þar gaus síðast árið 2014, þegar kvika ruddi sér leið í jarðskorpunni norður frá Bárðarbungu og braust upp á yfirborðið í Holuhrauni.\nÞað hefur verið kvika að safnast þarna fyrir og eftir því sem lengra hefur liðið frá gosinu þá þarf meiri átök til að brjóta bergið, og þá fáum við stærri skjálfta, en það er ekkert sem bendir til þess að það sé að byrja eldgos á næstunni.\n","summary":"Snarpur jarðskjálfti varð í Bárðarbungu í morgun. Þar hefur kvika verið að safnast fyrir en ekkert bendir til eldgoss á næstunni. "} {"year":"2022","id":"122","intro":"Að minnsta kosti 300 fórust í loftárás á leikhús í borginni Mariupol 16. mars að því er yfirvöld í borginni segja nú. Mikill fjöldi almennra borgara hafði leitað skjóls í leikhúsinu eftir linnulausar árásir rússneska hersins á borgina.","main":"Hafnarborgin Mariupol hefur verið í herkví Rússa frá því á fyrstu dögum innrásar þeirra í Úkraínu fyrir mánuði. Innrásarliðið hefur látið sprengjum, flugskeytum og stórskotahríð rigna yfir borgina og engu hlíft hvorki íbúðahverfum, sjúkrahúsum né nokkru öðru. Fjöldi íbúa leitaði skjóls í leikhúsi í borginni og málaði merkingar á jörðina um að þarna væru börn.\nÞað breytti engu um að rússneski flugherinn gerði loftárás á leikhúsið í síðustu viku. Hundruð grófust undir rústunum en í fyrstu var ekki vitað hvort einhver hefði látið lífið því skipulagt sjúkra- og slökkviliðsstarf var í molum vegna árásanna og björgunarstörf afar erfið og óskipulögð vegna áframhaldandi stórskotaregns rússneska hersins. Tölur um mannfall voru fyrst birtar í dag og þær eru skelfilegar, að minnsta kosti 300 hafi látið lífið. Sagt er að 1300 manns hafi verið í leikhúsinu þegar Rússar vörpuðu sprengjum á það. Úkraínumenn segja þetta vera stríðsglæp, einn af mörgum sem Rússland og Vladimír Pútín beri ábyrgð á.\nPutin and Russia accountable and responsible for the destruction of Mariupol, Chernihiv, Kharkiv. There are thousands of murdered Ukrainian women and children, shot green corridors, the use of prohibited weapons and committed earlier crimes after the occupation of Crimea and Donbas.\"\nÞetta er Volodymyr Vyatrovych, úkraínskur þingmaður, sem vill að Pútín verði látinn svara til saka fyrir stríðsglæpi í Mariupol, Kherniv og Kharkiv og víðar, þúsundir úkraínskra kvenna og barna hafi fallið í valinn, skotin til bana eða hafi fallið fyrir ólöglegum vopnum. Sprengjum heldur áfram að rigna yfir Mariupol þó að borgin sé nánast rústir einar. Flóttmannahjálp og Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna segja aðstæður í borginni skelfilegar. Tæplega hálf milljón bjó í Mariupol fyrir innrás Rússa en talið er að þar séu eftir um 100 þúsund manns. Hernaðarsérfræðingar segja að Rússum sé í mun að ná borginni svo þeir ráði samfelldu landssvæði á ströndum Svartahafs frá Krím-skaga og austur til landamæra Rússlands. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti segir að umsátur Rússa um Mariupol og gegndarlausar árásir þeirra á borgina verði skráð á spjöld sögunnar sem stríðsglæpur og grimmdarverk sem minnst verði um aldir.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"122","intro":"Ljóst er að Evrópumeistarar Ítalíu verða ekki meðal keppnisþjóða á Heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu sem fram fer í Katar í lok árs. Umspilsleikir voru spilaðir í gærkvöld.","main":"Ítalir misstu af HM 2018 og tókst ekki að tryggja sér beinan farseðil á mótið í ár með sigri í sínum riðli en þar voru það Svisslendingar sem enduðu efstir. 11 lið spila nú um þrjú laus sæti á HM en Rússar áttu að vera tólfta liðið, Pólverjar sem áttu að mæta þeim í umspilsleik fara því beint áfram í hreinan úrslitaleik um HM-sætið við Svía sem unnu Tékkland 1-0 í gær eftir framlengdan leik. Í öðrum úrslitaleiknum mætast Portúgal og Norður-Makedónía en það voru Norður-Makedóníumenn sem unnu Ítali nokkuð óvænt í gær með marki í uppbótartíma. Ríkjandi Evrópumeistararnir verða þar af leiðandi ekki meðal keppnisþjóða í Katar en Giorgio Chiellini, leikmaður liðsins, sagði eftir leikinn í gær að liðsfélagar hans væru eyðilaggðir eftir tapið. Walse tryggði sér svo sæti í þriðja úrslitaumspilsleiknum þar sem liðið mætir annað hvort Skotlandi eða Úkraínu en þeirri viðureign hefur verið frestað fram í júní vegna innrás Rússa í Úkraínu.\nEkvador og Úrúgvæ tryggðu sér þá sæti á HM í gær, Úrúgvæ vann Perú 1-0 en Ekvador tapaði fyrir Paragvæ, eina liðið sem gat náð Ekvador að stigum var hins vegar Perú og því eru Ekvador og Úrúgvæ örugg áfram á HM sem liðin í 3. og 4. sæti Suður-Ameríku riðilsins. Brasilía og Argentína höfðu nú þegar tryggt sér farseðilinn til Katar.\nÞorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu mun í dag tilkynna leikmannahópinn sem mætir Hvíta-Rússlandi og Tékklandi í undankeppni HM 2023 7. og 12. apríl. Leikirnir eru síðustu formlegu keppnisleikir liðsins fyrir lokakeppni EM sem hefst í júlí.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"123","intro":"Sveitarstjórinn í Grýtubakkahreppi segir allt samfélagið harmi slegið eftir slys sem varð í verksmiðju Pharm Artica í gær. Tveir starfsmenn, karl og kona á þrítugsaldri voru flutt alvarlega slösuð með mikil brunasár með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan þeirra að öðru leyti.","main":"Tilkynnt var um sprenginguna í verksmiðjunni skömmu fyrir klukkan fjögur í gær. Tæplega fimmtán manns vinna hjá fyrirtækinu. Eftir að búið var að slökkva eldinn og reykræsta afhenti slökkviliðið í Grýtubakkahreppi lögreglunni vettvanginn og von er á fulltrúum frá tæknideild lögreglunnar í dag til að rannsaka tildrög slyssins. Þá er von á fulltrúum frá Vinnueftirlitinu sem munu rannsaka málið enda um alvarlegt vinnuslys að ræða. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi segir samfélagið standa saman á erfðum tímum.\nFólk er auðvitað slegið, þetta var alvarlegt slys og við hugsum til þeirra slösuðu og aðstandenda og erum að hlúa að fólki og starfsfólki fyrirtækisins líka. Rauði krossinn kom strax út eftir í gær og það verður veitt áfallahjálp á staðnum og verður áfram í dag. Við opnuðum kirkjuna líka og fólk gat komið þangað. Þetta er sterkt samfélag og menn standa saman í þessu.\nHann segir viðbragðsaðila hafa brugðist hratt og vel við í erfiðum aðstæðum.\nÉg vil koma á framfæri þökkum til viðbragðsaðila allra. Slökkvilið var fljótt á staðinn og náði strax tökum á aðstæðum og viðbragðsaðilar stóðu sig eins og hægt var, mjög vel.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"123","intro":"Ríkið ætlar að verja tæplega 2,8 milljörðum króna á næstu þremur árum í uppbyggingu á rúmlega 90 ferðamanna- og minjastöðum víða um land. Öll þessi svæði eru í umsjá opinberra stofnana.","main":"Verkefnin sem nú þegar eru á áætlun eru um 150 talsins og snúa flest að bættri salernisaðstöðu, göngustígum og lagningu bílastæða. Stærsta verkefnið í ár er gerð nýrrar hringleiðar um Geysissvæðið í Haukadal. Í það verkefni fara 152 milljónir króna. 222 milljónir fara í verkefni í Þjóðgarðinum á Þingvöllum þar sem verður ráðist í gerð bílastæða, gönguleiða og frekari merkinga. Til Vatnajökulsþjóðgarðs fer samanlagt hæsta upphæðin eða 230 milljónir króna. Magnús Guðmundsson er framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs.\nEinnig þurfi að tryggja aðgengi fatlaðra og þeirra sem notast við hjólastól. Magnús segir styrkinn mikilvægan svo hægt sé að ráðast í þau nauðsynlegu verkefni.\nÞað er bara algjört grundvallaratriði. Síðasta sumar komu 40 þúsund ferðamenn til okkar bara í júlímánuði í Ásbyrgi. Staðan hjá okkur þá var að við höfðum varla undan og það var skortur á vatni og svona. Annað dæmi er Jökulsárlón 2019 komu þangað yfir 800 þúsund gestir svo við verðum að geta tekið vel á móti þessu fólki svo það hafi góða upplifun af því að koma til okkar.\n","summary":"Ríkið veitir tæplega þremur milljörðum króna í framkvæmdir og uppbyggingu á ferðamanna- og minjastöðum næstu þrjú árin. "} {"year":"2022","id":"123","intro":"Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar í gær og hjá fjölskyldu hans og tengdum aðilum. Héraðssaksóknari rannsakar mál sem skiptastjóri þrotabús Karls tilkynnti um.","main":"Héraðssaksóknari gerði í gær húsleit hjá Karli Wernerssyni og fólki sem honum tengist.\nKarl Wernersson greinir sjálfur frá húsleitinni í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum í morgun. Þar vandaði hann yfirvöldum ekki kveðjurnar og sagðist hafa sætt ofsóknum í fjórtán ár vegna mála frá því fyrir hrun. Á þeim tíma hefði hann setið í fangelsi, verið á áfangaheimili og í stofufangelsi. Karl var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Milestone-málinu en endurupptökudómstóll samþykkti í desember að taka málið upp aftur þar sem brotið hefði verið á rétti Karls til réttlátrar málsmeðferðar.\nÓlafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti við fréttastofu að embættið hefði gert húsleit hjá Karli í gær. Hann sagði embættið hafa rannsakað mál sem varðar Karl eftir að tilkynning barst frá skiptastjóra þrotabús Karls sem lýstur var gjaldþrota 2018. Þrotabúið hefur höfðað ýmis riftingarmál vegna skipta á búinu.\nKarl segir í yfirlýsingu sinni að húsleitin snúi að átta ára gömlum viðskiptum. Hann spyr hvort tímasetningin sé tilviljun nú þegar styttist í dómsuppsögu í einkamáli vegna sömu viðskipta eða hvort reynt sé að hafa áhrif á dómarann. Héraðssaksóknari vísar þessu á bug og segir tímasetninguna ekki tengjast þeim málum sem Karl nefnir heldur ráðist hún aðeins af gangi rannsóknar embættisins.\n","summary":"Húsleit var gerð á heimili og vinnustað Karls Wernerssonar kaupsýslumanns í gær. Héraðssaksóknari rannsakar mál sem skiptastjóri þrotabús Karls tilkynnti um."} {"year":"2022","id":"123","intro":"HK og Víkingur eru fallin úr úrvalsdeild karla í handbolta. Liðin komu bæði upp úr fyrstu deild fyrir leiktíðina.","main":"Heil umferð var í Olís deild karla í handbolta í gær. Víkingur tapaði fyrir Haukum 28-26 og HK steinlá fyrir Selfossi 33-23. Þá hafði Grótta betur gegn Stjörnunni, og með því varð ljóst að HK og Víkingur eru fallin. Bæði lið komu upp úr fyrstu deild fyrir leiktíðina. Eftir leiki gærkvöldsins eru Haukar einir á toppnum með þriggja stiga forskot á FH og Val. Þá lagði Fram Stjörnuna í Olís deild kvenna í gærkvöld. Fram er nú með þriggja stiga forskot á toppnum á Val í öðru sæti deildarinnar.\nEin besta fótboltakona heims, Ada Hegerberg, var valin í norska landsliðið í dag eftir fimm ára fjarveru. Hegerberg hefur ekki spilað fyrir Noreg í fimm ár vegna deilna við norska knattspyrnusambandið um kjör landsliðskvenna. Noregur mætir Kósóvó og Póllandi í undankeppni HM 2023 í byrjun apríl.\nTveir leikir voru í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta í gærkvöld. Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg gerðu 1-1 jafntefli við Arsenal. Sveindís lék síðasta stundarfjórðung leiksins fyrir Wolfsburg. Þá sat Sara Björk Gunnarsdóttir á varamannabekk Lyon þegar liðið tapaði 2-1 fyrir Juventus á Ítalíu. Seinni leikir liðanna fara fram á fimmtudag í næstu viku.\nGrindavík gerði sér lítið fyrir og vann nýkrýnda bikarmeistara Hauka í Subwaydeild kvenna í körfubolta í gærkvöld. Grindavík er í neðsta sæti deildarinnar en Haukar berjast í harðri toppbaráttu. Grindavík er nú með 12 stig líkt og Breiðablik í neðstu sætunum tveimur, sex stigum frá næsta liði fyrir ofan. Valur vann á sama tíma Keflavík, 63-56, og komst með því upp að hlið Fjölnis í efsta sæti deildarinnar.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"123","intro":"Snjóflóð féll á veginn um Súðavíkurhlíð um tíuleytið í gærkvöldi. Hlíðin var lokuð í nótt en opnuð að nýju klukkan sjö í morgun, eftir að búið var að ryðja veginn.","main":"Sigurður Guðmundur Sverrisson, verkstjóri hjá svæðistöð Ísafjarðar hjá Vegagerðinni segir í samtali við fréttastofu að lítið flóð hafi fallið á veginn um það leyti sem ákvörðun var tekin um að loka veginum vegna snjóflóðahættu. Sigurður Guðmundur segir að alltaf sé hætta á svona flóðum þegar hlýnar snögglega eins og gerðist í gær. Honum er ekki kunnugt um að nein tjón hafi orðið á bílum.\nDagbjört Hjaltadóttir, íbúi Súðavíkur, greinir frá því á Facebook að hún hafi verið að aka hlíðina í gær þegar snjóflóðið féll en náði að aka í gegnum það. Ungmenni sem voru á leiðinni frá Súðavík höfðu aftur á móti farið út af vegna flóðsins.\nÞau sáu örugglega flóðið og reyndu að sveigja frá því og lenda þá eiginlega í flóðinu við endann á því, þar sem það hafði náð yfir veginn. Þau fóru sem betur fer ekki fram af en það munaði ekki miklu, þau voru þarna á brúninni bara, og svo var bara bratt niður í fjöruna fyrir neðan.\nDagjbört segir að tilkynning um lokun hafi ekki komið fyrr en eftir að hún lendir í flóðinu.\nSigurður Guðmundur hjá Vegagerðinni segir að mögulega hafi ákvörðun um lokun verið tekin of seint, en hún sé tekin í samráði við ofanflóðavakt Veðurstofunnar sem vaktar svæðið.\nOpnuð var fjöldahjálparstöð í Súðavík í nótt fyrir ferðamenn sem urðu innlyksa í bænum eftir að veginum var lokað.\nÞetta er bara andstyggilegt. Það er alveg sama hversu vel þeir standa sig hjá Vegagerðinni, það eina sem mun bjarga einhverju hjá okkur, það er bara að gera göng.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"123","intro":"Ráðamenn Vesturlanda funda í Brussel og Berlín í dag og ræða stríðið í Úkraínu. Einn mánuður er liðinn frá að Vladimír Pútín Rússlandsforseti skipaði her sínum að ráðast inn í landið. Volodymr Zelensky, forseti Úkraínu, segir að rússneski herinn hafi notað fosfórsprengur í árásum sínum í morgun.","main":"Samkvæmt alþjóðalögum er óheimilt að nota fosfórsprengjur. Ef hvítur fosfór lendir á húð fólks getur það brunnið inn að beini og valdið eitrun. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, fullyrðir að rússneski herinn hafi notað slíkar sprengjur í morgun en hefur ekki lagt fram sannanir þess efnis. Á daglegum upplýsingafundi í morgun sagði talsmaður rússneska hersins að Rússar hefði nú náð fullum yfirráðum yfir borginni Izyum í austurhluta landsins en um hana hefur verið hart barist síðustu daga.\nÍ dag er mánuður liðinn frá því að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna staðfestir að minnst 977 almennir borgarar hafi verið drepnir í stríðinu, þar af 103 börn.\nA month has passed. We withstood six times longer than the enemy had planned, than the Russian command had reported to the Russian president\nZelensky segir Úkraínumenn þegar hafa þolað við mun lengur en stjórnvöld í Rússlandi hafi talið.\nTölur um mannfall rússneska hermanna hafa verið á reiki. Atlantshafsbandalagið telur að allt 15 þúsund rússneskir hermenn hafi fallið. Rússar sjálfir hafa ekki gefið upp tölur um mannfall úr þeirra röðum síðan 2. mars en þá sögðu þeir að 498 hermenn væru fallnir. Þrír mikilvægir leiðtogafundir verða haldnir í dag - á vettvangi NATO, ESB og G7-ríkjanna.\nWe are waiting for meaningful steps. From NATO, the EU and the G7. We know that the Russians have already begun to lobby their interests.\nZelensky segist bíða þess og vona að samþykkt verði á þessum fundum að taka mikilvæg skref í átt að frekari stuðningi til handa Úkraínu.\n","summary":"Forseti Úkraínu fullyrðir að rússneski herinn hafi beitt fosfórsprengjum í árásum sínum í morgun. Í dag er mánuður frá því Rússar réðust inn í landið. Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins sitja á neyðarfundi í Brussel."} {"year":"2022","id":"124","intro":"Hlutabréfaverð Íslandsbanka fer upp um næstum 5% milli daga eftir sölu á hlut ríkisins í bankanum í gær. Sérfræðingur í fjármálum segir það vekja upp spurningar hvers vegna hlutabréfin voru seld með miklum afslætti þegar ljóst var að veruleg umfram eftirspurn var eftir þeim.","main":"Tilkynnt var um sölu tuttugu og tveggja komma fimm prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka síðdegis í gær. Hlutabréfin voru seld með ríflega tveggja milljarða króna afslætti, á 117 krónur fyrir hvern hlut, sem er fimm krónum undir markaðsvirði. Gróflega má því áætla að hagnaður nýrra hluthafa, miðað fimm prósenta hækkun í dag, verði um 10% eftir daginn.\nÁsgeir Brynjar Torfason, fjármálasérfræðingur, segir mörgum spurningum ósvarað, til að mynda hverjir eru kaupendur og hvernig þeir voru valdir.\nSegir Ásgeir. Hann segir það vekja upp spurningar hvers vegna hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi verið seldur með svo miklum afslætti þegar ljóst er hve eftirspurnin var mikil.\nBankasýsla ríkisins tjáir sig ekki frekar um söluna, umfram það sem fram kom í söluyfirliti í morgun. Þar sagði meðal annars að bæði innlendir og erlendir fjárfestar hefðu sýnt útboðinu mikinn áhuga, en ekki var greint frá því hverjir keyptu. Gert er ráð fyrir að hlutur ríkisins í bankanum verði seldur í skrefum á næstu misserum.\n","summary":"Hlutabréf í Íslandsbanka hafa hækkað um fjögur til fimm prósent eftir sölu á tæplega fjórðungshlut ríkisins í bankanum í gær. Hlutabréf voru seld með afslætti, þrátt fyrir mikla eftirspurn. Kaupendur hafa hagnast um næstum fimm milljarða á einum degi."} {"year":"2022","id":"124","intro":"Tófur og hrafnar við Heggstaðanes í Húnaþingi vestra gleðjist um þessar mundir en ábúendur á Bessastöðum eru ekki eins hrifnir af nýjum nágranna. Þrettán metra langt, illa lyktandi búrhvalshræ situr liggur í fjörunni og rotnar.","main":"Þrettán metra langur búrhvalur virðist hafi villst af leið og rekið á land skammt frá bænum Bessastöðum á Heggstaðanesi. Hvalurinn er þrátt fyrir hrakfarirnar nokkuð heillegur. Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi á Bessastöðum rak augun í hvalinn á föstudaginn.\nÞað var nú bara litið út um gluggann hérna að þá sjáum við hann. Hann er hérna rétt niður í fjöru. Það var náttúrlega bara hlaupið til og skoðað ferlíkið því þetta er því þetta var og er mjög stór hvalur.\nHvalurinn er byrjaður og rotna og er lyktin eftir því.\nÞað er svolítil lykt út úr honum, vond lykt. Allavegana er mjög óskemmtilegt að standa framan við hann. Það gýs út úr honum veruleg fýla. En það er ekkert farið að bera á lykt hérna heim ennþá því hann er bara nýlega dauður.\n-Þú vilt þá væntanlega losna við hann áður en þetta fer að gera út af við ykkur?-\nJá hann er bara 100 metra frá bænum þannig að ef það er sunnanátt þá stendur hann bara beint uppá. Svo erum við með gistiheimili líka og það eru örugglega ekki allir sem vilja sofa í hvalabrælu lykt. Svo náttúrulega hrúgast á okkur hrafn og svartbakar og tófan er farin að vappa þarna í fjörunni.\n-En nú var það þannig hér áður fyrr að það þótti mikil búbót að fá svona hval, er eitthvað í honum sem þið getið hirt?-\nNei þetta er friðað dýr, það má ekkert hirða neitt. En svo er víst töluvert verðmæti í tönnunum á honum. Safnarar eru að nota þær og skera út en það er frekar ófrýnilegt að nálgast þær.\n-Þannig að þú sérð ekkert fyrir þér að vaða upp í hann og sækja tennurnar?-\nNei ég ætla ekki að gera það.\nSamkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni er reiknað með að varðskipið Freyja komi á staðinni á föstudag til að skoða dýrið og meta aðstæður.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"124","intro":"Áhrif heimsfaraldursins á efnahagsmál voru meiri á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Þetta kemur fram í samnorrænni skýrslu um þróun efnahagsmála.","main":"Norrænu hagkerfin tókust betur á við heimsfaraldurinn en flest önnur ríki Evrópu þótt neikvæð áhrif hafi verið umtalsverð. Húsnæðisverð hækkaði almennt talsvert á Norðurlöndum en mest á Íslandi. Finnland aftur á móti hélt mestum stöðugleika á húsnæðismarkaði. Landsframleiðsla dróst minnst saman í Noregi árið 2020, um 0,8% en mest á Íslandi um 6,5%. Þá á Ísland einnig met í aukningu atvinnuleysis á tímabilinu. Ágúst Bogason er einn skýrsluhöfunda.\nÞetta kemur náttúrulega fyrst og síðast til af því að ferðamennskan er orðin svo stór atvinnugrein á íslandi því bæði hefur það gífurleg áhrif á landsframleiðsluna sem og atvinnustöðuna.\nÁgúst segir að mótvægisaðgerðir stjórnvalda virðist engu að síður hafa borið góðan árangur, ekki síst vegna þess lærdóms sem dreginn var af hruninu 2008.\ntvöþúsund og tuttugu sýnir að gjaldþrot fyrirtækja eru í raun og veru færri á því ári en meðaltal áranna á undan sem er væntanlega fyrst og síðast vegna ýmissa aðgerða stjórnvalda.\nGustaf Norlén einn skýrsluhöfunda segir jafnframt að skýrslan sýni að veikari hópar eins og aldraðir, þeir sem fæddir eru erlendis og ungt fólk hafa orðið fyrir neikvæðustu áhrifum heimsfaraldursins, bæði hvað varðar heilsu og fjárhag. Í skýrslunni segir að faraldurinn hafi einnig leitt í ljós vaxandi félagslega gjá á milli ólíkra svæða og þjóðfélagshópa á Norðurlöndum, sérstaklega milli ólíkra tekjuhópa og milli landsbyggðar og þéttbýlisstaða.\nEinnig kemur fram að fæðingartíðni hefur aukist alls staðar á Norðurlöndum nema í Svíþjóð í kjölfar heimsfaraldursins. Þetta er öfugt við þróun margra annarra Evrópuríkja þar sem fæðingum fækkaði. Ágúst segir það megi túlka sem traust Norðurlandabúa á velferðarkerfinu og getu norrænu hagkerfanna til að takast á við áföll.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"124","intro":"Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, segist geta beðist afsökunar á orðum sínum um \"illmennin í Kreml\" sem hann lét falla á flokksþingi Framsóknarflokksins á dögunum, EF Rússar hætta árásum á Úkraínu og viðurkenna ábyrgð á voðaverkum sínum.","main":"Engin formleg kvörtun eða beiðni um afsökun hefur borist íslenskum stjórnvöldum frá rússneskum yfirvöldum vegna málsins. Dómsmálaráðuneytið staðfestir enn fremur að Rússar hafa ekki farið fram á að ákvæði almennra hegningarlaga um opinbera smánun erlends þjóðarleiðtoga verði virkjað.\nSigurður Ingi segir að Pútín hafi sjálfur ýmislegt á samviskunni.\n","summary":"Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki ætla að biðjast afsökunar á ummælum sínum um illmenni í Kreml, sem hann lét falla á flokksþingi framsóknarmanna, nema Rússar hætti árásum í Úkraínu. "} {"year":"2022","id":"124","intro":"ÁTVR unir ekki niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá dómi, málum gegn tveimur netverslunum með áfengi. Úrskurðir héraðsdóms, sem kveðnir voru upp á föstudag, verða því kærðir til Landsréttar.","main":"ÁTVR krafðist þess að stöðvuð yrði áfengissala tveggja netverslana, Bjórlands og Sante. Þá krafðist ÁTVR þess að viðurkennt yrði fyrir dómi að netverslanirnar væru skaðabótaskyldar vegna tjóns sem ríkisfyrirtækið hefði orðið fyrir. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, vildi í samtali við fréttastofu ekki segja hversu mikið tjónið væri metið.\nStjórnendur ÁTVR sögðu áfengissölu fyrirtækjanna á netinu brjóta gegn lögum og vega að einkarétti sínum til smásölu áfengis. Forsvarsmenn Sante og Bjórlands kröfðust þess að málinu yrði vísað frá dómi þar sem ekki hefði verið sýnt fram á að ÁTVR hefði lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins.\nÍ úrskurðunum kemur fram að dómari telji að þó svo Alþingi hefði falið ÁTVR tiltekin og afmörkuð verkefni við innkaup og dreifingu á áfengi, svo sem með rekstri áfengisverslana, þá hefði löggjafinn falið öðrum að hafa yfirstjórn með málaflokknum og eftirlit með því að lög séu virt. Yfirstjórnin sé á hendi fjármálaráðherra en ekki vínbúða ríkisins. Dómarinn taldi kröfu ÁTVR einnig vera of víðtæka, um að loka alfarið fyrir vefverslun fyrirtækjanna með áfengi sama í hvaða formi hún væri. Að auki þótti ÁTVR ekki hafa sýnt fram á að fólk sem keypti áfengi af Bjórlandi eða Sante hefði annars keypt áfengi í Vínbúðunum.\nBjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki sjá ástæðu til þess að kæra úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málunum tveimur. En ÁTVR ætlar hins vegar að kæra frávísun málanna tveggja til Landsréttar.\n","summary":"ÁTVR ætlar ekki að una niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá dómi í málum gegn tveimur netverslunum með áfengi. Úrskurðir héraðsdóms, verða því kærðir til Landsréttar. "} {"year":"2022","id":"124","intro":"Ashleigh Barty, efsta kona heimslistans í tennis, tilkynnti óvænt í dag að hún væri búin að leggja tennisspaðann á hilluna. Barty er aðeins 25 ára en hefur verið besta tenniskona heims síðustu ár.","main":"Ástralska tenniskonan Ashleigh Barty tryggði sér sinn þriðja risatitil á Opna ástralska meistaramótinu í janúar og varð um leið fyrsta ástralska konan í 44 ár til að vinna titilinn á heimavelli. Barty tilkynnti óvænt í dag að hún væri hætt og segir ástæðuna vera þá að hún hafi ekki lengur sömu ánægju af tennis og áður. Barty hefur haft mikla yfirburði á tennisvellinum síðustu ár en hún hefur setið í efsta sæti heimslistans í 114 vikur samfleytt eða frá því hún vann Opna franska meistaramótið árið 2019.\nDanski handboltamaðurinn Mikkel Hansen hefur leikið sinn síðasta leik á leiktíðinni. Hann fékk blóðtappa í lunga í kjölfar hnéaðgerðar í síðustu viku. Hansen, sem leikur með PSG í Frakklandi en er á leið til Álaborgar í Danmörku í sumar, fór í speglun á hné til að fjarlægja brjóskleifar og talið að hann yrði frá í 4 til 6 vikur. Hansen þarf nú að taka blóðþynnandi lyf næstu 4-6 mánuði og getur ekki æft handbolta á meðan. Hann hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir PSG og en verður orðinn leikmaður Álaborgar þegar hann má æfa að nýju.\nHafþór Harðarson og Linda Hrönn Magnúsdóttir eru Íslandsmeistarar einstaklinga í keilu en Íslandsmótinu lauk í Egilshöll í gær. Hafþór varði titilinn en hann hefur sex sinnum fagnað Íslandsmeistaratitlinum. Linda Hrönn, sem er 63 ára, var að vinna sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil og er hún elsti Íslandsmeistari frá upphafi.\nFyrsti úrslitaleikurinn um Íslandsmeistaratitil karla í íshokkí fór fram á Akureyri í gærkvöld. SA Víkingar höfðu nauman sigur á SR, 6-5, í sveiflukenndum leik. SR komst í 2-0 í fyrsta þriðjungi en næstu fjögur mörk voru SA-manna. Gott betur en það því eftir tvo þriðjunga stóð 6-3 SA í vil. SR skoraði svo tvö mörk í þriðja leikhluta en nær komust þeir ekki. Liðin mætast næst á fimmtudag í Skautahöllinni í Laugardal, en vinna þarf þrjá leiki til að hampa titlinum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"124","intro":"Það er mikill vilji alls staðar á Norðurlöndunum að efla samskipti og samstarf landanna, þjóðþinganna og á vettvangi ríkisstjórna. Þetta segir forseti Alþingis á degi Norðurlanda, sem er í dag.","main":"Og meira þessu tengt því í dag er dagur Norðurlanda og er þess minnst víða. Forseti Alþingis átti fund með þingforsetum Norðurlandanna í morgun og í hádeginu hittir hann sendiherra Norðurlandanna í Alþingishúsinu, þar er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, Norðurlöndin hafa lengi staðið þétt saman?\nOg meira þessu tengt því í dag er dagur Norðurlanda og er þess minnst víða. Forseti Alþingis átti fund með þingforsetum Norðurlandanna í morgun og í hádeginu hittir hann sendiherra Norðurlandanna í Alþingishúsinu, þar er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, Norðurlöndin hafa lengi staðið þétt saman?\nég held að það sé mikill vilji í öllum norrænu ríkjunum til þess að efla samskipti og samstarf og meðal þess sem við höfum rætt á vettvangi þingforseta er auðvitað ennþá frekara samstarf milli þinganna á vettvangi ríkisstjórna er auðvitað líka mikið samstarf sem birtist með ýmsum hætti í milli landanna sem slíkra en eins þegar að löndin koma saman í stærra samhengi í alþjóðlegum stofnunum og ráðum","summary":null} {"year":"2022","id":"125","intro":"Fordæmalaus hitabylgja gengur nú yfir Suðurskautslandið. Veðurfræðingur segir viðbúið að öfgar vegna hlýnunar loftslags verði mestar við heimskautin.","main":"Á Suðurskautslandinu hefur hitastig mælst hátt í fjörutíu gráðum hærra en að meðaltali á þessum árstíma. Elín Björk Jónasdóttir er veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.\nHafdís: Og eru þetta sveiflur sem við getum kallað náttúrulegar?\nÞað er nú frekar ólíklegt. Þetta er alveg rosalega mörgum staðalfrávikum frá meðaltalinu. Þetta er mæling hátt hátt uppi á sléttunni og meðalhiti á þessum árstíma ætti að vera svona -40 gráður.\nÞau miklu hlýindi sem streyma frá Ástralíu til Suðurskautslandsins segir Elín mega rekja til hlýnunar jarðar. Miklar öfgar einkenni veður á þessu svæði núna og öfgakennd kuldaköst hafi líka mælst í vetur á Suðurskautslandinu. Viðbúið sé að öfgar vegna hlýnunar loftslags verði hvað mestar á heimskautasvæðunum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"125","intro":"Tveir kennarar létu lífið í árás í Latin framhaldsskólanum í Malmö í Svíþjóð í gær. Átján ára nemandi við skólann sem vopnaður var exi og hníf var handtekinn gripinn af lögreglunni tíu mínútum eftir að lögregla var kölluð á vettvang.","main":"Þarna mátti heyra í Petra Stenkula, svæðisstjóra lögreglunnar í Malmö á blaðamannafundi sem haldin var í morgun vegna málsins. Hún greinir frá því að lögreglan hafi náð manninum á sitt vald tíu mínútum eftir að útkallið. Eins kom fram að árásarmaðurinn sé ekki á sakaskrá en frumrannsóknin beinist meðal annars að því að kortleggja ferðir hans fyrir árásina; hverja hann hafi verið í samskiptum við, tryggja rannsóknahagmuni og reyna að komast að því hvers vegna hann réðst inn í skólann. Konurnar tvær sem létust af sárum sínum voru á sextugsaldri. Skólinn verður lokaður í dag vegna rannsóknarinnar og nemendur, kennarar og starfsmenn skólans fá áfallahjálp.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"125","intro":"Íbúum í Rangárþingi ytra hefur fjölgað um 20 prósent síðustu 4-5 árin, að sögn sveitarstjórans. Öll hús og íbúðir seljast á Hellu og verið er að skipuleggja nýtt hesthúsahverfi og atvinnuhverfi til að mæta eftirspurn.","main":"Þetta hefur færst hingað austur, þessi fólksfjölgun og þetta líf og fjör sem er í húsnæðismálunum. Það er mikið líf og fjör í húsnæðismálunum hérna.\nFólki hefur fjölgað hér um einhver 20 prósent á síðustu fjórum, fimm árum, svona í jöfnum takti en það er búið að vera hér síðustu tvö til þrjú árin að hér seljast öll hús og allar íbúðir sem koma hér á sölu og hér hefur veirð mikið líf í byggingu á íbúðarhúsnæði.\nSegir Ágúst Sigurðsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra. Eins segir hann finna mikinn áhuga á nýju hestuhúsahverfi sem verið er að skipuleggja ásamt endurnýjun á því gamla.\nÞar þurftum við að bæta svolítið í og erum að taka í gagnið nýtt hverfi, atvinnuhverfi sem að er bæði verslunar- og þjónustulóðir og atvinnu- og iðnaðarlóðir, erum að auglýsa þær núna og erum komin strax með þó nokkur viðbrögð við því.\nÁgúst segir að áhrifa covid gæti því fleiri geti unnið heima eða í fjarvinnu og því sé góð ljósleiðaratenging mikilvæg. Fólksfjölgun fylgir að auka þarf þjónustu.\nÞað sem er að gerast núna og við erum búin að vera undirbúa í nokkur ár er endurnýjun skólahúsa og nýbyggingar hér á Hellu, í kringum skólasvæðið.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"125","intro":"Rúmlega þrjú hundruð íbúðir í 47 sveitarfélögum hafa nú verið boðnar fólki á flótta. Forstöðukona Fjölmenningarseturs sem heldur utan um skráningar segir viðbrögð landsmanna vonum framar en betur megi ef duga skal.","main":"Um fjögur hundruð umsóknir um vernd frá fólki á flótta undan stríðinu í Úkraínu hafa borist Útlendingastofnun í marsmánuði. Til að bregðast við opnaði félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og Fjölmenningarsetur vefsíðu um skráningu á leiguhúsnæði vegna komu flóttafólks. Viðtökurnar hafa ekki látið á sér standa en í gær höfðu tæplega þrjú hundruð og tuttugu íbúðir verið boðnar til leigu. Þær eru um land allt eða í 47 sveitarfélögum. Flestar eru í Reykjavík eða alls 116. Fólki er frjálst að bjóða íbúðir ókeypis eða gegn gjaldi en flóttafólkið fær framfærslu við komu til landsins. Nichole Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, er ánægð með viðtökurnar.\nÉg meina miðað við ástand á húsnæðismarkaði, með tilliti til þess þá erum við bara mjög, þetta er meira en við áttum von á. Við vitum að það mun ekki leysa vandamálið eða þörf á húsnæði, satt að segja. En það kom mér á óvart og okkur sem eru að vinna með þetta, hvað það er til af húnsæði og hvað það dreifist víða um landið.\n-Hvernig er með fólk sem hingað kemur, hefur það eitthvað um það að segja hvort það fari á Borgarfjörð eystri eða í Breiðholt?-\nJá, við erum ekki að leita eftir því að setja fólk eitt á einhvern stað. Við erum að vinna í mjög nánu samstarfi við sveitarfélög og þar sem við sjáum húsnæði koma að þá oftast koma fleiri boð.\n-Hvenær má reika með að fólk byrji að setjast að eða koma sér fyrir?-\nInnan þessarar viku, næstu viku og annað.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"125","intro":"Þunglega gengur að ráða fólk til starfa í ferðaþjónustu og enn erfiðara er að finna húsnæði fyrir það. Líklegt er að ráða þurfi sjö til níu þúsund erlenda starfsmenn á næstu tveimur árum. Um fimm þúsund Íslendingar hafa horfið úr greininni.","main":"En við sjáum alla vega teikn um að það verði heldur betra að ná í fólk í sumar en í fyrra. Þó verður að hafa í huga að það gekk ofboðslega illa í fyrra.\nVið munum þurfa að treysta töluvert mikið á erlent starfsfólk. Við höfum séð mikið af íslensku starfsfólki hverfa til starfa í öðrum greinum og hinu opinbera undanfarna 18 mánuði, tvö ár.\nSegir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Mikið vanti af vel þjálfuðu fólki, sérstaklega kokka og þjóna, en aðeins betur hefur gengið að fá reynda leiðsögumenn til starfa. Vandinn liggur þó ekki aðeins í því að fá starfsfólk.\nHvar á að finna húsnæði fyrir starfsfólk sem kemur hingað til að vinna í ferðaþjónustu. Það er afar flókið og erfitt mál, hér á höfuðborgarsvæðinu og ekki síst í minni samfélögun á landsbyggðinni.\nVið sjáum að hótel velta því jafnvel fyrir sér hér á höfuðborgarsvæðinu að taka hluta herbergja, jafnvel heilar hæðir undir starfsfólk, og þar fram eftir götunum. Það þýðir þá að það minnkar þá framboðið og tekjurnar á móti.\nJóhannes segir að um 9.500 hafi horfið úr greininni í faraldrinum, þar af um 5.000 Íslendingar, og ekki víst hvernig gengur að fá þá aftur til starfa.\nÞá munum við þurfa að fá enn fleiri útlendinga til starfa á næstu tveimur árum, jafnvel 7-9000 manns, einshvers staðar þar á milli, til þess að manna greinina að fullu. Þegar hún verður komin á \u001efull compacity eins og við búumst við á árunum 2023 og 2024.\n","summary":"Erfitt er að fá fólk til starfa í ferðaþjónustu. Líklegt er að ráða þurfi sjö til níu þúsund erlenda starfsmenn á næstu tveimur árum. "} {"year":"2022","id":"125","intro":"Einhver hreyfing virðist vera á friðarviðræðum Úkraínu og Rússlands, að sögn stjórnvalda í Kreml. Forseti Úkraínu rétti fram sáttarhönd í gær og segist tilbúinn að hætta við umsókn um aðild að NATO og reiðubúinn að ræða framtíð Krímskaga og Donbas.","main":"Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, hefur ítrekað óskað eftir leiðtogafundi með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og sagt að samningaviðræður séu eina leiðin til þess að binda enda á átökin. Zelensky segist nú reiðubúinn að draga til baka umsókn um aðild að Atlandshafsbandalaginu, en það hefur verið ein helsta krafa stjórnvalda í Rússlandi að Úkraína gangi ekki í NATO.\nAð auki segist Zelensky tilbúinn að ræða framtíð Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014, og Donbas-svæðið, sem inniheldur héröðin Donetsk og Luhansk. Skömmu fyrir innrás Rússa í Úkraínu viðurkenndi Pútín sjálfstæði hérðanna tveggja sem hafa lotið yfirráðum aðskilnaðarsinna sem eru hliðhollir Rússum.\nÁður en viðræður um NATO og Donbas hefjast þarf þó að koma á vopnahléi, segir Zelensky. Dmitrí Peskov, upplýsingafulltrúi Rússlandsstjórnar, sagði á fréttamannafundi í morgun að lítisháttar árangur væri að nást í viðræðum en stjórnvöld myndu gjarnan vilja sjá meiri þunga í þeim.\nTæpur mánuður er frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að hátt í þúsund almennir borgarar hafi verið drepnir í stríðinu, allar líkur eru á að þessar tölur séu mun hærri. Tölur um mannfall hermanna eru talsvert á reiki. Úkraínska varnarmálaráðuneytið uppfærði sínar tölur yfir fjölda látinna rússneskra hermanna í dag og sagði um 15.300 hafa farist. Þetta eru mun hærri tölur en Bandaríkjamenn telja réttar. Það er mat Bandaríkjastjórnar að um 7.000 rússneskir hermenn hafi farist í stríðinu. Rússlandsstjórn hefur ekki birt tölur yfir fjölda látinna frá því fyrir tuttugu dögum þegar 498 voru sagðir hafa látist.\nJoe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir greinilegt að innrás Rússa gangi ekki sem skyldi.\nSo his back is against the wall and now hes talking about new false flags hes setting up including, asserting that we in America have biological as well as chemical weapons in Europe, simply not true.\nBiden segist óttast að Pútín grípi til örþrifaráða, og segir hann íhuga að beita sýkla- og efnavopnum í Úkraínu\n","summary":"Friðarviðræður þokast í rétta átt segja rússnesk stjórnvöld, en ekki nógu hratt, að þeirra mati. Forseti Úkraínu segist tilbúinn að hætta við umsókn um aðild að NATO gegn vopnahléi. "} {"year":"2022","id":"125","intro":"Íþróttapistill dagsins kemur inn á íþróttapólitík. Pia Johansen formaður danska sundsambandsins lýsir því nefnilega yfir í dönskum fjölmiðlum í dag að fari svo að rússnesku sundfólki verði leyfður keppnisréttur á HM í 50 metra laug í sumar gætu Danir sniðgengið mótið.","main":"FINA, Alþjóða sundsambandið hefur ekki gengið eins langt og mörg önnur alþjóðleg íþróttasambönd gagnvart Rússum og Hvítrússum vegna stríðsins í Úkraínu. Vissulega er keppendum frá þjóðunum bannað að keppa undir fánum Rússlands og Hvíta-Rússlands. Hins vegar er enn inni sá möguleiki að Rússar og Hvítrússar geti keppt sem óháðir íþróttamenn undir fána FINA. Það telur Pia Johansen óásættanlegt og hefur því nú hótað sniðgöngu Dana á HM verði Rússum og Hvítrússum leyfð þátttaka á mótinu, sama undir hvaða fána.\nOg áfram með samspil mannréttinda og íþrótta. Louis van Gaal, landsliðsþjálfari hollenska karlalandsliðsins í fótbolta og einn af þeim þekktari í þjálfarabransanum gagnrýnir að heimsmeistaramótið í ár verði haldið í Katar. Ekkert annað en peningar stjórni því að HM verði í Katar. Van Gaal lýsti því yfir á blaðamannafundi í gær að honum þætti það algjörlega fáranlegt að halda HM í fótbolta í Katar. Hollendingar verða þó meðal keppnisþjóða á HM í Katar, en þeir misstu af síðasta heimsmeistaramóti árið 2018 í Rússlandi.\nBandaríski kylfingurinn Phil Mickelson verður ekki með á fyrsta risamóti ársins í golfi, Masters mótinu. Mickelson hefur þrisvar unnið þetta sögufræga mót og verið með á öllum Masters-mótum frá árinu 1994. Þetta hefði því verið þrítugasta mótið í röð sem hann hefði leikið með. Mickelson lét hafa eftir sér nýlega umdeild ummæli um Saudi-Arabíu sem hafa valdið miklu fjaðrafoki og hafa væntanlega sitt að segja í því að hinn 51 árs Mickelson tekur ekki þátt í Masters mótinu í ár.\n","summary":"Formaður danska sundsambandsins lýsir því yfir í dönskum fjölmiðlum í dag að fari svo að rússnesku sundfólki verði leyfður keppnisréttur á HM í sundi í sumar, kynnu Danir að sniðganga mótið."} {"year":"2022","id":"126","intro":null,"main":"Forseti Kína hefur fyrirskipað rannsókn á því að Boeing 737-vél flugfélagsins China Eastern hrapaði í suðurhluta landsins í morgun með 132 innanborðs.\nÓttast er að allir hafi farist. Björgunarmenn eru á vettvangi en engar fregnir hafa borist af fólki um borð.\nVélin var á leið frá Kunming til Guangzhou. Eldur kviknaði eftir að flugvélin skall á jörðu en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum hans.\nFlugfélagið hefur ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna slyssins en Xi Jinping forseti sagðist miður sín. Í fréttaskeyti frá AFP segir að viðbrögð hans þyki óvenju hröð.\nForseti Kína hefur fyrirskipað rannsókn á því að Boeing 737-vél flugfélagsins China Eastern hrapaði í suðurhluta landsins í morgun með 132 innanborðs.\nÓttast er að allir hafi farist. Björgunarmenn eru á vettvangi en engar fregnir hafa borist af fólki um borð.\nVélin var á leið frá Kunming til Guangzhou. Eldur kviknaði eftir að flugvélin skall á jörðu en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum hans.\nFlugfélagið hefur ekki sent frá sér yfirlýsingu vegna slyssins en Xi Jinping forseti sagðist miður sín. Í fréttaskeyti frá AFP segir að viðbrögð hans þyki óvenju hröð.","summary":"Óttast er að 132 hafi látist þegar Boeing 737-vél kínverska flugfélagsins China Eastern hrapaði í suðurhluta landsins í morgun. "} {"year":"2022","id":"126","intro":"Um 300 þúsund eru enn fastir í borginni Mariupol í Úkraínu án rafmagns, vatns og matar. Rússneski herinn krefst þess að Úkraínumenn leggi niður vopn svo koma megi fólkinu burt. Hið minnsta 902 almennir borgarar hafa verið drepnir í stríðinu, þar af 75 börn.","main":"Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna heldur utan um og birtir á degi hverjum tölur yfir mannfall almennra borgara í Úkraínu. Nýjustu upplýsingar eru frá því í gær. Frá því Vladímír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði innrás í Úkraínu hafa 902 almennir borgarar hið minnsta verið drepnir. Þar af eru 75 börn. Ætla má að þessar tölur séu mun hærri þar sem erfitt er að staðfesta mannfall í stríðsástandi. Að auki hafa minnst 10 milljónir neyðst til að flýja heimili sín sem er hátt í fjórðungur þjóðarinnar.\nBorgaryfirvöld í Kænugarði hafa sett á útgöngubann sem tekur gildi í kvöld og gildir til miðvikudagsmorguns. Minnst sex fórust í flugskeyta- og stórskotaliðsárás Rússa á borgina í nótt. Stjórnvöld í Sumy-héraði segja rússneska herinn hafa skotið gat á tank sem geymir um fimmtíu tonn af ammoníaki, ætandi og hættulegu gasi sem nýtt er til áburðarframleiðslu. Eiturský er nú sagt liggja yfir svæðinu og hefur íbúum nærliggjandi bæjar verið sagt að halda sig innandyra.\nIn the city of Sumy, the Ukrainian nationalists staged a planned provocation that the Russian Defence Ministry officially warned about several days ago.\nIogor Konashenkov talsmaður rússneska hersins segir Úkraínuher bera ábyrgð á árásinni á ammoníak tankinn. Rússlandsstjórn hefur að undanförnu sakað Úkraínumenn um að undirbúa efnavopnaárásir, án þess að færa nokkrar sannanir fyrir slíku. Þessu hafa Úkraínumenn og stjórnvöld á Vesturlöndum vísað alfarið á bug.\nÁfram er ástandið í borginni Mariupol skelfilegt. Um 300 þúsund manns sitja þar föst undur linnulitlu sprengjuregni, án rafmagns, vatns og matar. Rússar hafa sett skilyrði fyrir því að koma fólki á brott, Úkraínuher þarf að leggja niður vopn í borginni. Þessu hafna úkraínsk stjórnvöld, þau segja ekki á dagskrá að gefast upp. Dögum saman hafa úkraínsk stjórnvöld krafist þess að Rússar tryggi örugga flóttaleið úr borginni. Sjónarvottar í Mariupol lýsa því að borgin sé nánast rústir einar. Kjörræðismaður Grikklands sem var þar til 15. mars segir að Mariupol verði á lista yfir þær borgir heims sem hafa verið gjöreyðilagðar í stríði. Borgir eins og Guernica, Stalíngrað, Grosní og Aleppo.\n","summary":"Fleiri en 900 almennir borgarar hafa verið drepnir í Úkraínu frá því Rússar réðust þar inn. 10 milljónir hafa flúið heimili sín. Um 300 þúsund eru enn föst í Mariupol án rafmagns, vatns og matar. "} {"year":"2022","id":"126","intro":"Kennari með erlendan bakgrunn segir það ekki koma á óvart að námsárangur barna af erlendum uppruna mælist marktækt slakari en annarra. Skólakerfið þurfi að koma betur til móts við þessi börn en eins þurfi að uppræta staðalímyndir um innflytjendur.","main":"Fram hefur komið að nemendur með annað móðurmál en íslensku á framhaldsskólastigi sýna marktækt slakari námsárangur en samanburðarhópurinn og flosna frekar upp frá námi. Verðandi formaður Kennarasambands Íslands segir skólakerfið enn eiga langt í land með að koma til móts við þarfir þessara barna sem hefur fjölgað mikið síðustu ár. Ljiridona Osmani, umjónakennari í Stapaskóla í Reykjanesbæ, sem flúði hingað undan stríði í Kósóvó með fjölskyldu sinni, segir þetta ekki koma á óvart.\nÞað eru bara ákveðnar staðalímyndir gagnvart þessum einstaklingum, innflytjendum, flóttamönnum og útlendingum. Það er bara lögð svo mikil áhersla á að við getum ekki neitt, kunnum ekki neitt og eigum erfitt með að læra, þannig að það er litið framhjá okkur bara.\nAð við erum bara að koma hérna og nennum ekki neinu en við höfum ótrúlega mikinn metnað og viljum leggja okkur fram og standa okkur en kannski aðstoðin sem við fáum er kannski ekki næglilega góð, eins og Íslendingar fá kannski.\nÍ verkefni sem hún vann ásamt öðrum kennara með fjölda nemenda komu fram mjög skýrar staðalímyndir hvað varðar mögulegan starfsferil innflytjenda.\nÞessi láglaunastörf innan gæsalappa, á kassa í Bónus, á veitingastöðum eða fiski. það er bara búið að búa til ákveðnar staðlímyndir að þessir einstaklingar geti ekki unnið við neitt annað.\nSjálf fékk hún góða hjálp með íslenskuna í skólanum. Þá hafi foreldrar hennar veitt henni stuðning við heimanámið þrátt fyrir litla íslenskukunnáttu. Eins segir hún íþrótta- og tómstundastarf mikilvægt en slíkt sé oft dýrt og huga þurfi að því að allir hafi tækifæri til að taka þátt.\nÉg held bara að skólakerfið gæti gert betur hvað varðar einstaklinga af erlendum uppruna, reyna að koma til móts við þau og hvetja þau áfram og segja þeim að þetta er hægt, bara með aðeins meiri aðstoð.\nÞað er ekki bara skólakerfið eða tómstundirnar, það er bara samfélagið í heild.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"126","intro":"Opnuð verður sérstök móttökustöð þar sem allt verður undir einum hatti, fyrir flóttafólk frá Úkraínu, í Domus Medica við Egilsgötu í Reykjavík. Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um vernd til Útlendingastofnunar. Það sem af er ári eru þær um sex hundruð og tuttugu og þar af tæplega fjögur hundruð það sem af er þessum mánuði vegna Úkraínu","main":"Kristín Völundardóttir forstjóri Útlendingastofnunar segir hjálp í því að húsnæðismálin hafi verið færð yfir til félagsmálaráðuneytisins. Framkvæmdasýsla ríkisins og ráðuneytið leggi mikið til málanna. Ráðuneytið og framkvæmdasýslan einbeiti sér nú að húsnæðismálunum. Útlendingastofnun einbeiti sér að málsmeðferð flóttafólksins.\nEn við erum að tvöfalda mannskapinn þar. Við erum að tvöfalda mannskapinn í skráningum Úkraínubúa. Við erum með tæplega fjögur hundruð Úkraínuumsóknir núna sem við erum byrjuð að afgreiða á grundvelli 44. greinar útlendingalaga sem er verndarákvæði sem að aldrei hefur verið beitt áður þannig að það þurfti í raun að teikna upp nýtt ferli. Það er gaman að segja frá því að landlæknir, ríkislögreglustjóri og Útlendingastofnun þau hafa eða við höfum unnið mjög þétt saman að koma upp einu ferli þannig að umsækjandinn hefur bara eina snertingu. þarf ekki að hitta okkur nema einu sinni.\nFélagsmálaráðuneytið er að sögn Kristínar að ganga frá samningum um að húsnæði Domus Medica við Egilsgötu og a verði móttökustöðin þar sem öll formsatriði verða afgreidd.\nÞannig að eftir helgi þá mun fólk mæta á þann stað og það gengur út með dvalarleyfi. Og verður þá heilsufarsskoðun og allt á einum stað í Domus Medica fyrir flóttafólk frá Úkraínu? Já.\n","summary":"Aldrei hafa borist fleiri umsóknir um vernd borist til Útlendingastofnunar. Þar af tæplega fjögur hundruð það sem af er marsmánuði vegna Úkraínu. Ný móttökustöð verður opnuð í Domus Medica."} {"year":"2022","id":"126","intro":"Hríseyingar hafa sett saman leiðarvísi til að tryggja að gestir sem koma með skemmtiferðaskipum sýni fólki og náttúru virðingu. Formaður Ferðamálafélagsins býst því einungis við fyrirmyndargestum í sumar.","main":"Haldin var vinnustofa með fulltrúum Ferðamálafélagsins í Hrísey, hagsmunaaðila og hverfisráðs eyjunnar um ýmsa möguleika sem felast í komum skemmtiferðaskipa til Hríseyjar. Unnið er að verkefninu með alþjóðlegum samtökum minni skemmtiferðaskipa.\nFerðir skemmtiferðaskipa til Hríseyjar lögðust af í faraldrinum en í sumar er búist við að minnsta kosti tíu skipum. Linda María Ásgeirsdóttir, formaður Ferðamálafélags Hríseyjar, segir íbúa sjá tækifæri í fjölgun skemmtiferðaskipa en vilja undirbúa sig.\nSko við teljum þetta vera mjög jákvætt fyrir okkur en það þarf að passa að það komi ekki of margir í einu og þessi minni skip eru yfirleitt bara með svona tvöhundruð farþega.\nSettar hafa verið niður hugmyndir að eins konar leiðarvísi fyrir gesti. Á eyjunni er til að mynda viðkvæmt fuglalíf sem gestir þurfi að taka tillit til. Linda segir einnig stóran hluta eyjunnar vera í einkaeigu þannig að fólk geti ekki vaðið um allt.\nÞetta verður ekki þannig að það megi ekki neitt. Bara þessar algengu reglur. Við viljum ekki að verið sé að taka myndir af börnunum okkar án þess að fá leyfi. Að það sé ekki verið að fara inn í garða. Ég meina sums staðar er þetta þannig að fólk sé að fara inn í hús, það liggur á gluggunum.\nNú sé verið að vinna úr þeim ábendingum sem fram komu á vinnustofunni og leiðarvísir verður síðan útbúinn og afhentur farþegum áður en farið er frá borði. Þeir skuldbindi sig til að fara eftir reglunum.\nÞannig að þetta verður tilbúið fyrir þá sem eru að koma í vor og sumar? Já já, við verðum bara með fyrirmyndarfarþega hérna í sumar.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"126","intro":"Það er vor í lofti, hvað sem líður tíðarfarinu. Fyrstu heiðlóur vorsins birtust í gær. Farfuglarnir flykkjast nú til landsins en sífellt fleiri eiga hér vetrarstöðvar.","main":"Fuglaathugunarstöð Suðausturlands greindi frá því í gær að fyrstu heiðlóurnar hefðu sést. Það eru þó fleiri vorboðar komnir til landsins, en þar má nefna til dæmis álftir, sílamáv, grágæsir, blesgæsir, og heiðagæsir, skógarþresti og skúm.\nTjaldurinn er yfirleitt einna fyrstur farfuglanna hingað til lands, en fyrsti tjaldurinn sást óvenju snemma í ár. Sölvi Rúnar Vignisson, líffræðingur hjá Þekkingarsetri Suðurlands, hefur fylgst með komu fuglanna.\nÞað er til dæmis álftin, tjaldurinn, sílamávurinn þetta eru svona hvað frægustu dæmin fyrir þá fugla sem eru snemma á ferðinni. Eins og sílamávurinn er oft kallaður vorboðinn hrjúfi. En hann er fyrst að sjást í svona janúar, febrúar. Við erum með einn stakan tjald í Hvalfirði sem bætti metið sitt. Hann var með metið í fyrra en, 18. febrúar, en bætti það um tvo daga í ár. Hann mætti á óðalið sitt 16. febrúar, sem er langt á undan öllum öðrum.\nSölvi segir það geti reynst erfitt að skrásetja komur tiltekinna tegunda hingað til lands, þar sem margir stofnar séu orðnir blandaðir. Það er að segja, hluti þeirra hafi hér vetrarstöðvar en hluti þeirra fljúgi suður á bóginn að hausti. Það á til dæmis við um vorboðann ljúfa, skógarþröstinn, en hópar hans hafa hér vetrarsetu.\nÞað er svolítið mismunandi milli ára en við teljum samt að þetta sé breyting á kerfinu sem er að gerast núna í raun útaf hlýnandi loftslagi og aðstæður eru að breytast á Íslandi. Þannig að þessir farfuglar hafa í raun möguleikann á því að þreyja þorrann yfir veturinn á Íslandi.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"127","intro":"Hildur Björnsdóttir nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar segist ganga óbundin til kosninga. Greiða þurfi úr samgöngum og endurskoða þurfi ýmis atriði sem varði uppbyggingu Borgarlínu. Hún segir nýja tíma runna upp í Sjálfstæðisflokknum.","main":"Ég held að allir Sjálfstæðismenn séu sammála um að við séum að fara að setja á oddinn húsnæðismálin, samgöngumálin og leikskólamálin.\nHvað er þá helst í samgöngumálunum? Við þurfum að greiða úr samgöngum og við viljum gera það með fjölbreytutm leiðum. Það þarf að bjóða frelsi og val fyrir fólk - ólíka fararmála.\nHalda áfram uppbyggingu Borgarlínu? Já, við viljum gera það. Í skynsamlegri mynd hinsvegar.\nNú hefur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi lýst yfir efasemdum með þá vegferð sem borgarlínan er á - tekurðu undir það? Við höfum auðvitað áhyggjur af ákveðnum atriðum sem varða fjármögnun, rekstur borgarlínu og ákveðin útfærsluatriði. Þannig að ef við fáum umboð til þess í vor eftir kosningar, þá þurfum við að taka það til endurskoðunar.\nEru einhverjir flokkar sem þú gætir hugsað þér að vinna með öðrum fremur?\nÉg geng bara óbundin til kosninga.\nRagnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, sem sóttist einnig eftir oddvitasætinu, hafnaði í öðru sæti. Kjartan Magnússon, varaþingmaður og fyrrverandi borgarfulltrúi í því þriðja og Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi fékk fjórða sætið.\nÉg er bara mjög stolt af þessum hópi sem náði árangri í gær, þetta er hópur sem endurspeglar svolítið Sjálfstæðisflokkinn.\nÞetta er bara ágætis breidd og kröftugar konur sem hafa gefið kost á sér þannig að þetta er bara spennandi. Það eru breyttir tímar í Sjálfstæðisflokknum.\n","summary":"Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík eftir prófkjör flokksins í gær. Hún segist ganga óbundin til kosninga og nýir tímar séu runnir upp í flokknuml."} {"year":"2022","id":"127","intro":"Borpallaverkfræðingur vill reisa jarðvarmaborpalla til að auka raforkuframleiðslu í stað þess að virkja á landi. Hann segir að ef af verður gæti Ísland flutt út rafmagn til Evrópu og jafnvel vetni þegar fram líða stundir.","main":"Íslenska fyrirtækið North Tech Energy vill setja upp jarðvarmavirkjanir á hafsbotni og telur að það komi í veg fyrir þörfina á að virka á landi. Geir Hagalínsson er borpallaverkfræðingur og framkvæmdastjóri fyrirtækisins.\nAð nýta þekkingu olíuiðnaðarins á sjá og þekkingu á jarðvarma og tvinna þetta tvennt saman á hafinu.\nTaktu olíuborpall eins og menn nota í Noregi og settu Hellisheiðavirkjun ofan á, í einföldustu mynd. ég er búinn að vera á borpöllum í mörg ár í Norðursjó og þetta eru náttúrlega svakaleg mannvirki. Stærðin er þannig að Hellisheiðavirkjun er ekki rosalega stór ofan á þessu.\nGeir segir nóg af jarðvarma í hafinu og hefur fyrirtækið hug á að reisa slíkar virkjanir fyrir norðan Ísland og á Reykjaneshrygg. Þessu fylgi ýmis tækifæri en hugmyndin er á rannsóknarstigi.\nNúna eigum við tækifæri að fara með rafmagn til Evrópu sem hefur ekki verið hægt hingað til því Ísland hefur ekki átt orku. Það er bara staðan í dag að við eigum ekki orku og alls ekki ef við ætlum að fara í orkuskiptin.\nGeir segir að fleiri hundruð störf gætu skapast og bjóði einnig upp á tækifæri í framleiðslu á vetni þegar það verði orðið enn mikilvægara eldsneyti.\nVið gætum orðið útflutningur á eldsneyti þegar frændur okkar Norðmenn þurfa að fara draga úr því þeir hafa eingöngu olíu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"127","intro":"Prófessor í stjórnmálafræði segir að sú stefna sem formaður Framsóknarflokksins boðaði í ræðu á flokksþingi í gær, hljóti að teljast afstöðubreyting hjá flokknum.","main":"Sigurður Ingi Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra lýsti í ræðu sinni mikilvægi þess að þjóðareign auðlinda verði skýrð í stjórnarskrá og sagði miður að stjórnmálaflokkar hefðu ekki náð saman um slíka breytingu. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir þetta vera mjög athyglisvert útspil hjá flokknum.\nEinn helsti hönnuður þessa kerfis var auðvitað Framsóknarflokkurinn og fyrrverandi formaður hans, Halldór Ásgrímsson, kannski áhrifamestur um akkúrat fyrirkomulag kerfisins eins og það er núna en núverandi forysta ætlar að taka svolitla aðra aðstöðu. Þetta hlýtur að teljast afstöðubreyting hjá flokknum að fara nú fram á töluvert auknar greiðslur inn í ríkissjóð út úr þessari útdeilingu auðlindarinnar. Sem að flokkurinn hefur jú verið áhrifamestur um. Þannig jú það er allra hluta athyglisvert.\nEiríkur segir að hávær gagnrýni hafi verið á kerfið um þó nokkurn tíma og svo virðist vera sem að Framsóknarflokkurinn sé á einhvern hátt að taka undir þá gagnrýni á kerfið eins og það hefur verið byggt upp.\nEiríkur telur að þetta útspil muni ekki hafa áhrif á stjórnarsamstarfið, þrátt fyrir að Framsókn og Vinstri græn hafi bæði boðað vilja til þess að skoða auðlindagjald.\nÉg er ekki viss um að þetta muni hafa afgerandi áhrif á stjórnarsamstarfið. Þetta setur vissulega ákveðinn þrýsting á Sjálfstæðisflokkinn um að svara fyrir um það hvort flokkurinn sé tilbúinn í einhverja slíka endurskoðun. Þessu er ekki stillt upp með mjög afgerandi hætti. Þetta eru ekki neinar skýrt afmarkaðar tillögur sem eru þess eðlis að skerast muni í odda svo að maður sjái.\n","summary":"Prófessor í stjórnmálafræði segir þá stefnu sem formaður Framsóknarflokksins boðaði í gær, að skýra þjóðareign auðlinda í stjórnarskrá, hljóti að teljast afstöðubreyting hjá floknum."} {"year":"2022","id":"127","intro":"Sex létust og tuttugu og sex slösuðust þegar bíl var ekið á mannfjölda í suðurhluta Belgíu í morgun. Lögregla telur að ekki hafi verið um hryðjuverk að ræða.","main":"Um hundrað og fimmtíu manns voru samankomin að undirbúa skrúðgöngu í bænum Strépy-Bracquegnies, í um fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Brussel, um klukkan fimm í morgun þegar bílnum var ekið á ofsahraða inn í mannfjöldann. Fram kemur í belgískum fjölmiðlum að tveir karlmenn á fertugsaldri hafi verið í bílnum, á flótta undan lögreglu. Þeir voru handteknir. Lögregla hefur ekki áður haft afskipti af þeim vegna mála sem þessa. Haft er eftir sjónarvottum að bílnum hafi verið ekið á mannfjöldann á miklum hraða, án þess að bílstjórinn hafi gert tilraun til að hemla. Fram kom á upplýsingafundi lögreglu nú fyrir stundu að málið sé ekki rannsakað sem hryðjuverk. Sex biðu bana og tuttugu og sex eru slasaðir. Þar af eru tíu í lífshættu.\n","summary":"Sex létust og tíu eru í lífshættu eftir að bíl var ekið inn í mannfjölda í Belgíu í morgun. Tveir eru í haldi lögreglu en málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. "} {"year":"2022","id":"127","intro":"Íslendingur sem er að störfum í Póllandi á vegum Rauða Krossins segir að það taki langan tíma að leysa úr vanda þeirra fjölmörgu sem flýja stríðið í Úkraínu. Því er spáð að sjö milljónir verði heimilislausir í landinu þegar stríðinu ljúki.","main":"Sigríður Björk Þormar, sálfræðingur og hjúkrunarfræðingur, er stödd í Przemysl í Póllandi um 70 kílómetra frá úkraínsku borginni Lviv. Hún er þar á vegum Íslandsdeildar Rauða Krossins og vinnur við að samræma aðgerðir til að veita fólki á flótta sálrænan stuðning. Hún hefur unnið við hjálparstörf víða um heim.\nÞetta er frábrugðið að því leyti að maður getur samsamað sig þessu fólki. Það er nú alltaf þannig að þegar fólk er nær manni að þá samsamar sig meira með því . Maður sér þarna konur á mínum aldri með lítil eða eldri börn með sér. Maður á ekki erfitt með að setja sig í þessi spor\nog er núna bara á göngu með eigur sínar í plastpoka.\nÞetta er auðvitað eitthvað sem maður maður átti ekki von á að myndi einhvern tíma verða vitni að sjá svona mikið magn af fólki flæða inn í öll þessi lönd i kring.\nHún segir að Alþjóða Rauði Krossinn hafi lagt fram beiðni um 100 milljónir svissneskra franka, jafnvirði tæpra 14 milljarða íslenskra króna, til að bregðast við þeirri neyð sem blasir við.\nVið spáum því að að það séu svona sjö milljónir manns, það eru um 44 milljónir í Úkraínu, sem muni kannski verða heimilislausar innan landsins þegar þetta stríð er yfirstaðið. Þá verður það líka stórt verkefni fyrir Rauða Krosinn allan að reyna að styðja við þetta fólk og reyna að finna lausnir fyrir það. Þetta mun taka langan tíma.\n","summary":"Íslendingur sem er að störfum í Póllandi á vegum Rauða Krossins segir að það taki langan tíma að leysa úr vanda þeirra fjölmörgu sem flýja stríðið í Úkraínu. Margir sem yfirgefa landið eru með eigur sínar í plastpoka."} {"year":"2022","id":"127","intro":"Fyrrverandi forseti segir að ef til vill þurfi meira raunsæi en áður í samskiptum við Rússa. Sú stefna sem hafi orðið ofan á hjá Vesturlöndum gagnvart Rússum eftir lok kalda stríðsins hafi ekki náð að skapa stöðugleika eða frið í Evrópu.","main":"Hvorki Rússar né Úkraínumenn geta staðið uppi sem sigurvegarar í stríðinu sem nú er háð, segir fyrrverandi forseti Íslands. Hann segir að Vesturlönd verði að finna nýjar leiðir til að veita Rússum aðhald, aðferði sem leiði ekki til álíka hörmunga og nú dynja á Úkraínu.\nÓlafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, var gestur Egils Helgasonar í Silfrinu í dag. Hann ræddi innrás Rússa í Úkraínu, aðdraganda hennar og hvernig byggja ætti upp samskipti Vesturlanda og Rússa í framtíðinni. Ólafur Ragnar sagði að ríkjandi viðhorf Vesturlanda gagnvart Rússlandi þörfnuðust rækilegrar endurskoðunar.\nVið verðum að horfast í augu við það að sú lína sem varð ofan á, það er að segja kenningum Kennans, Brents Scowcroft og Kissingers var hafnað, hún hefur ekki skapað stöðugleika og frið í Evrópu.\nKissinger hefði til dæmis lagt til samninga um hvernig tryggja mætti hagsmuni Vesturlanda, Úkraínu og Rússa til að tryggja friðsamlega sambúð.\nAlveg eins og Kissinger segir: hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í ljótri veröld, við búum í veröld þar sem ríki eru með hagsmuni og þar sem valdhafar geta verið vondir og grimmir og svo framvegis. Alveg eins og á tímum kalda stríðsins þegar ógnarjafnvægi kom í veg fyrir styrjaldir þá þurfum við að finna leiðir og aðferðir sem búa til þannig aðhald að það leiði ekki til þessara hörmunga sem við erum að upplifa núna.\nForsetinn fyrrverandi sagði ljóst að aðferðir síðustu 20 ára hafi ekki haldið Vladimír Pútín Rússlandsforseta í skefjum. Ólafur Ragnar sagði að Pútín væri ekki bilaður en ræki miskunnarlaust og af hörku það sem hann teldi baráttu fyrir hagsmunum og völdum Rússlands.\nsegist alltaf hafa búist við að Rússar myndu reyna að styrkja sjálfstjórnarsvæðin en kom á óvart að það gerðist með þessum hætti\nríkjandi viðhorf Evrópu gagnvart Rússlandi þarfnast rækilegrar endurskoðunar, hvernig eigi að meðhöndla Rússland\nKohl og Chirac verið andvígir inngöngu Eystrasaltsríkjanna í NATO\náhrifin af viðskiptaþvingunum kannski miklu minni en við höldum\nþurfa að beita tækjum sem bíta\nmegi ekki gleyma flóttafólkinu, fólkinu sem býr við árásir\nRússland aldrei kynnst lýðræði, mannréttindum eða réttarríki.\nekki bilaður en rekur miskunnarlaust og af hörku það sem hann telur vera alþjóðapólitík og hagsmuni Rússlands\n","summary":"Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, segir að sú stefna sem hafi orðið ofan á hjá Vesturlöndum gagnvart Rússum eftir lok kalda stríðsins hafi ekki náð að skapa stöðugleika eða frið í Evrópu."} {"year":"2022","id":"127","intro":"Alls hafa um tíu milljónir Úkraínumanna neyðst til að leggja á flótta vegna stríðsins, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Borgaryfirvöld í Mariupol óttast að fjögur hundruð almennir borgarar séu fastir rústum listaskóla sem rússneski herinn sprengdi í gærkvöld.","main":"Fólkið hafði leitað skjóls í listaskólanum frá linnulausum árásum rússneska hersins í borginni. Ekki hafa borist upplýsingar um það hve margir særðust í árásinni. Borgaryfirvöld í Mariupol segir bygginguna hafa verið jafnaða við jörðu og að svo geti verið að um fjögur hundruð manns séu fastir í rústunum. Rússneski herinn hefur setið um borgina síðan í byrjun mánaðarins. Þar búa um fjögur hundruð þúsund og hefur um þrjátíu þúsund tekist að sleppa þaðan. Einn þeirra er Oleg Savchuk, sem komst til Dnipro. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir honum að staðan í borginni sé hryllileg. Heimili fjölskyldunnar hafi verið sprengt. Hvorki sé rafmagn, gas né símasamband. Hann lifði af með því að elda yfir varðeldi. Sprengjum sé varpað á borgina nær allan sólarhringinn. Sprengjudrunurinar hafi þagnað í einn til tvo klukkutíma á sólarhring.\nÞjóðaröryggisráð Úkraínu hefur bannað starfsemi stjórnmálaflokka sem teljast hliðhollir Rússum. Þá hefur verið lokað fyrir fjölmiðla sem dreifa áróðri rússneskra yfirvalda. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, greindi frá ákvörðun þjóðaröryggisráðsins í ávarpi í morgun.\nMeðal flokkanna er flokkur Viktors Medvedchuk, bandamanns Rússlandsforseta, sem er með tæplega tíu prósent sæta á úkraínska þinginu.\nSameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að áttahundruð fjörutíu og sjö almennir borgarar hafi beðið bana síðan Rússar réðust inn í landið. Sex og hálf milljón er á vergangi innan landsins og þrjár komma fjórar milljónir hafa flúið land. Filippo Grandi, yfirmaður flóttamannstofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir í færslu á Twitter að staðan í Úkraínu sé svo hrikaleg að um tíu milljónir hafi lagt á flótta og séu ýmist á flótta innan Úkraínu eða hafi flúið yfir landamærin.\n","summary":"Borgaryfirvöld í Mariupol í Úkraínu saka rússneska herinn um að varpað sprengjum á listaskóla í borginni þar sem fjögur hundruð manns höfðu leitað skjóls. "} {"year":"2022","id":"127","intro":"Baldvin Þór Magnússon hljóp í úrslitum í 3000 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum innanhúss í Belgrad í morgun. Hann var töluvert frá sínum besta tíma.","main":"Baldvin Þór varð fjórtándi af þeim 14 sem kláruðu í úrslitum í 3000 metra hlaupi. Hann var talsvert frá sínum besta tíma þegar hann hljóp á 8 mínútum og 4,77 sekúndum. Í undanrásum á föstudag hljóp hann á 7 mínútum, 49,34 sekúndum. Selemon Berega frá Eþíópíu fékk gull þegar hann hljóp á 7 mínútum og 41,38 sekúndum. Yulimar Rojas frá Venesúela setti heimsmet í þrístökki kvenna innanhúss. Hún stökk þá 15,74 metra og bætti eigið heimsmet í greininni um 31 sentímetra en hún á líka heimsmetið utanhúss.\nSeinni útsending frá mótinu hefst klukkan fjögur í dag í beinni útsendingu á RÚV tvö.\nHaukar eru bikarmeistarar kvenna í körfubolta annað árið í röð. Haukar lögðu Breiðablik að velli með sjö stiga mun í úrslitaleiknum í gærkvöldi. Helena Sverrisdóttir var stigahæst hjá Haukum með 29 stig og 15 fráköst.\nSagði Helena Sverrisdóttir. Þá tryggði Stjarnan sér bikarmeistaratitilinn í karlaflokki í sjötta sinn. Stjarnan hafði betur gegn Þór frá Þorlákshöfn í úrslitum.\nSagði Hilmar Smári Henningsson leikmaður Stjörnunnar. Hlynur Bæringsson var sömuleiðis ánægður að leik loknum.\nBardagaíþróttamaðurinn Gunnar Nelson sneri aftur til keppni í í gærkvöldi eftir tveggja og hálfs árs hlé. Hann mætti Japananum Takashi Sato. Gunnar vann allar þrjár lotur bardagans og niðurstaðan var yfirburðarsigur Gunnars 30-29.\n","summary":"Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon hafnaði í fjórtánda sæti í úrslitum 3000 metra hlaups á HM í frjálsum íþróttum innanhúss í morgun."} {"year":"2022","id":"128","intro":"Stríðið í Úkraínu hefur sett strik í reikning þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem selt hafa afurðir sínar til Úkraínu og Hvíta Rússlands. Þau hafa óskað eftir því að íslensk stjórnvöld nái samkomulagi við Evrópusambandið um lækkun tolla á sjávarafurðir.","main":"Eftir að viðskiptabann var sett á Rússland í kjölfar hernaðaraðgerða þeirra á Krímskaga jukust viðskipti við Úkraínu og Hvíta Rússland. Eftir innrás Rússa í Úkraínu þurfa sjávarútvegsfyrirtæki að leita að öðrum mörkuðum fyrir afurðir sínar. Þrýst hefur verið á íslensk stjórnvöld að semja við Evrópusambandið um lægri tolla.\nJá þetta er sjálfstætt hagsmunamál okkar að kalla eftir því að við séum með eins góð kjör á mörkuðum og við mögulega getum. Við horfum á það núna Evrópusambandið hefur verið að gera í raun betri samninga við þriðju ríki heldur en EES-samningurinn gerir ráð fyrir og við höfum kallað eftir því lengi í virku samtali á fundum bæði forveri minn og ég að það verði gerðar frekari breytingar á þessu og það samtal stendur yfir. Við höfum verið að leggja enn frekari áherslur á það einfaldlega. Þú heldur að ESB sé tilbúið að taka Ísland fram yfir önnur lönd? Evrópusambandið hefur ekki ennþá orðið við þessum beiðnum okkar um að gera þessar breytingar og ná fram betri kjörum á mörkuðum en sjáum hvað setur.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"128","intro":"Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna telur að færa ætti fleiri verkefni frá ríkinu til sveitarfélaga. Þetta sagði hún á sveitatstjórnarráðstefnu Vinsti Grænna í morgun. Hún segir að stærsta málið í komandi sveitarstjórnarkosningum séu húsnæðismálin.","main":"Ég held að til lengri tíma þá eigum við að stefna að því að færa frekari verkefni yfir til sveitarfélaga. En eins og ég segi þá skiptir líka máli að það náist farsæl lending í því hvernig fjármögnum þeirra verkefna er háttað. Það er það sem hefur verið mestu vandkvæðin með tilflutning verkefna yfir til sveitarfélagana það er fjármögnunin. En eins og ég segi þá oft sjáum við þjónustuna batna þegar hún kemur nær fólkinu á vettvang sveitarfélaganna þar sem fólk er í beinu sambandi við íbúana.\nSpurð um það gríðarstóra verkefni sem bíður sveitarfélagana að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu segir Katrín að þetta verði fyrst og fremst samvinnuverkefni ríkis og sveitarfélaga.\nTil dæmis þegar það kemur að húsnæði fyrir flóttafólki. Þar auðvitað er ríkið búið að stíga inn með mjög myndarlegum hætti bara almennt á húsnæðismarkaði á undanförnum árum en það skiptir líka máli að við stillum saman strengi þannig það sé nógu nægjanlegt framboð lóða sem er hægt að skippuleggja tiltölulega hratt þannig að sé hægt að bygggja meira til lengri tíma.\nKatrín segir að húsnæðismálin séu náið samstarf milli ríkis og sveitarfélaga, bæði almennt og varðandi flóttafólk. Annað mál sem sé ekki síður mikilvægt varðandi flóttafólk séu skólamálin.\nVið sitjum saman með aðilum vinnumarkaðarins og fleiri aðilum í að móta tillögur í húsnæðismálum til lengri tíma. Síðan er auðvitað krefjandi verkefni sem blasir við gagnvart því flóttafólki sem er að koma hingað sem varðar ekki síst skólana, leikskóla, grunnskóla og hvernig við getum tekið utan um þau börn og sinnt þeim sem best .\n","summary":"Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna telur að færa ætti fleiri verkefni frá ríkinu yfir til sveitarfélaga. "} {"year":"2022","id":"128","intro":"Covid-smitum hefur fjölgað mikið í borginni Hong Kong síðustu vikur. Heilbrigðiskerfið ræður illa við álagið, líkhús eru yfirfull og líkkistur að verða uppseldar.","main":"Um fimm þúsund og tvö hundruð hafa látist úr covid í Hong Kong síðan í byrjun febrúar, samkvæmt opinberum tölum. Fyrir þá bylgju sem nú ríður yfir voru dauðsföllin í borginni 212. Omicron-afbrigðið hefur breiðst hratt út og þröngt er orðið á spítölum. Flestir hinna látnu eru aldraðir sjúklingar og meirihluti þeirra ekki fullbólusettur. Áætlað er að um sextíu og sex prósent, áttatíu ára og eldri, séu ekki bólusett. Stefnan í Hong kong hefur verið sú að halda smitum alveg í lágmarki og hefur verið gripið til samkomutakmakanna og lokana og þannig tekist að halda smitum í lágmarki og því fáir sem smituðust áður í faraldrinum. En omicron breiddist hratt út þrátt fyrir allt, að því er fram kemur í frétt AP. Staðan núna er þannig að líkkistur eru að verða uppseldar í borginni. Líkhús eru yfirfull og líkum er því komið fyrir í kæligámum.\n","summary":"Líkhús í borginni Hong Kong eru yfirfull og líkkistur að verða uppseldar vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita. Heilbrigðiskerfið þar ræður illa við álagið."} {"year":"2022","id":"128","intro":"Forseti Úkraínu kallar eftir friðarviðræðum við Rússa sem fyrst. Hundruð eru enn föst í kjallara leikhúss í Mariupol sem jafnað var við jörðu á dögunum.","main":"Í ávarpi í seint í gærkvöld hvatti Volodymyr Zelenský, forseti Úkraínu, Rússa til að mæta til raunverulegra friðarviðræðna, eins og hann orðaði það.\nAnd I want everyone to hear me now, especially in Moscow. It`s time to meet. Time to talk. It is time to restore territorial integrity and justice for Ukraine. Otherwise, Russia`s losses will be so huge that several generations will not be enough to rebound.\nZelensky sagði tíma til kominn til að hittast og ræða saman og til að skila aftur yfirráðasvæði Úkraínu. Ef ekki, verði tjón Rússlands svo mikið, að það eigi eftir að taka margar kynslóðir að jafna sig á því.\nUm þrjú hundruð þúsund eru enn föst í borginni Mariupol, án hita, rafmagns og vatns. Hundruð eru föst í kjallara leikhúss sem sprengt var á dögunum. Björgunarstarf gengur hægt því barist er á götum miðborgarinnar. Tekist hefur að bjarga 130 manns úr rústunum.\nZelenský, og reyndar fleiri, hafa líkt umsátrinu um Mariupol við umsátur Þjóðverja um Sankti Pétursborg í Rússlandi, sem þá hét Leníngrad, í seinni heimsstyrjöld. Þýski herinn sat um borgina og varpaði á hana sprengjum frá 1941 til 1944 með þeim afleðingum að hundruðir þúsunda biðu bana, ýmist úr hungri, sjúkdómum eða í sprengjuárásum. Breski fjölmiðillinn Guardian fjallaði á dögunum um Alevtinu Sherninu, sem lifði af umsátrið um Leníngrad sem barn. Nú áttatíu árum síðar býr hún í borginni Kharkiv í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur látið sprengjum rigna síðustu daga. Alevtina er orðin níræð og of veikburða til að leggja á flótta. Guardian ræddi við tengdadóttur hennar sem finnur til mikillar reiði við tilhugsunina um að Alevtina hafi fyrstu ár ævinnar þjáðst úr hungri, kulda og ótta í umsátrinu um Leníngrad og verji svo síðustu árum ævinnar við svipaðar aðstæður.\n","summary":"Forseti Úkraínu kallar eftir raunverulegum friðarviðræðum við Rússa til að binda endi á stríðið í Úkraínu. Hann líkir umsátrinu um borgina Mariupol við umsátur Þjóðverja um Leníngrad í Rússlandi í síðari heimsstyrjöld. "} {"year":"2022","id":"128","intro":"Lögreglumenn frá Ríkislögreglustjóra aðstoðuðu Úkraínumenn á flugvellinum í Varsjá í gærkvöldi að komast í flugvél Wizzair sem lenti í Keflavík laust eftir miðnætti. Mæður ungra barna sem dvalið hafa í Varsjá undanfarna daga, eftir að hafa verið neitað um flug vegna ófullnægjandi skilríkja, komu til landsins í nótt.","main":"Lögreglumennirnir fóru utan í gær og verða í Varsjá næstu daga. Jón Pétur Jónsson sem stýrir aðgerðum Ríkislögreglustjóra á landamærunum segir að vel hafi gengið að innrita fólkið. Tuttugu og tveir farþegar með tengsl við Úkraínu voru með vélinni. Samtals eru Úkraínumennirnir sem óska eftir alþjóðlegri vernd orðnir 344. Læknar í Úkraínu hafa haft áhyggjur af því að fólk sem hefur verið í meðferð við ýmsum sjúkdómum í Úkraínu fái ekki viðunandi meðferð þegar það leitar alþjóðlegar verndar í öðrum Evrópulöndum. Þannig hafa læknar áhyggjur af þeim sem eru í krabbameinsmeðferð. Evrópska heilbrigðisnefndin óskaði eftir upplýsingum um getu sjúkrahúsa hér á landi til að taka við sjúklingum. Landspítalinn og Sjúkrahúsið á Akureyri svöruðu erindinu í lok síðasta mánaðar. Þá var gert ráð fyrir að hægt væri að hafa tæplega 60 sjúkrarúm til reiðu sem skiptust í almenn sjúkrarúm, gjörgæslurými og rými á skurðdeildum. Vilji íslenskra stjórnvalda til aðstoðar við Úkraínu með móttöku sjúklinga liggur þannig fyrir á vettvangi Evrópusamstarfsins. Þá er jafnframt séð til þess að sem koma til landsins frá Úkraínu og hafi þörf fyrir heilbrigðisþjónustu, fái hana. Sú þörf verði metin þegar fólkið kemur til landsins.\n","summary":"Úkraínskar mæður ungra barna sem dvalið hafa í Varsjá undanfarna daga, eftir að hafa verið neitað um flug vegna ófullnægjandi skilríkja, komu til Keflavíkur í nótt."} {"year":"2022","id":"128","intro":"Bikarúrslitaleikirnir í körfubolta fara fram í dag og í kvöld. Kvennalið Breiðabliks leikur í fyrsta sinn til úrslita í bikarkeppninni.","main":"Blikar unnu öruggan sigur á fyrstu deildarliði Snæfells í undanúrslitunum á fimmtudagskvöld og komust í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þar mætir Breiðablik ríkjandi bikarmeisturum Hauka klukkan 19:45. Hann verður í beinni útsendingu á RÚV 2 sem hefst klukkan 19:15 eða á eftir bikarúrslitaleiknum í karlaflokki þar sem Íslandsmeistararnir í Þór Þorlákshöfn mæta Stjörnunni. Sá leikur hefst klukkan 16:45 og verður sýndur beint á RÚV þar sem útsending hefst hálftíma fyrr.\nDóra María Lárusdóttir, fyrrverandi landsliðskona í fótbolta, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 36 ára að aldri. Þetta staðfesti hún á fótbolti.net. Dóra María lék 114 landsleiki og skoraði í þeim 18 mörk. Hún varð Íslandsmeistari átta sinnum, nú síðast í haust með Val.\nSara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sneri aftur á fótboltavöllinn í gær eftir rúmlega árs fjarveru. Hún lék seinni hálfleikinn með franska liðinu Lyon í 3-0 sigri á Dijon. Sara eignaðist barn í nóvember og hefur unnið hörðum höndum að því að komast í leikform. Þetta eru sérstaklega jákvæðar fréttir fyrir kvennalandslið Íslands sem leikur á Evrópumótinu í sumar.\nLeeds United vann dramatískan sigur á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Úlfarnir komust í 2-0 áður en Leeds jafnaði og Luke Ayling skoraði sigurmark Leeds í viðbótartíma. Leeds er nú sjö stigum frá fallsæti.\nFram náði þriggja stiga forystu á toppi úrvalsdeildar kvenna í handbolta í gærkvöld með stórsigri á HK, 34-22. Fram er með 25 stig á toppnum en Valur í 2. sæti með 22 stig og hafa bæði toppliðin nú leikið jafnmarga leiki, eða sextán.\nTeitur Árnason og Taktur frá Vakurstöðum sigruðu í gæðingafimi í meistaradeildinni í hestaíþróttum í gærkvöld. Þetta var fjórða mót vetrarins og er Teitur efstur í einstaklingskeppninni þegar tveimur mótum er ólokið. Það er þó stutt í næstu knapa og því spennandi lokasprettur framundan.\n","summary":"Bikarmeistarar í körfubolta verða krýndir í kvöld. Til úrslita í karlaflokki leika Þór Þorlákshöfn og Stjarnan en í kvennaflokki, Breiðablik og Haukar."} {"year":"2022","id":"128","intro":"Háskóladagurinn er haldinn í Háskólanum á Akureyri í dag. Áhugasömum gefst þar kostur á að kynna sér allt háskólanám sem er í boði á landinu. Þetta er í fyrsta skipti sem viðburðurinn er haldinn utan höfuðborgarsvæðisins.","main":"Ekki hefur verið unnt að halda háskóladaginn nema stafrænt síðustu tvö ár, vegna faraldursins. Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að fulltrúar allra háskóla landsins séu komnir til Akureyrar og þeir spjalla við gesti um hvaðeina sem viðkemur námsvali og háskólalífi.\nÞetta er stórmerkilegur viðburður því í fyrsta skipti í sögunni held ég að geti hreinlega sagt, er haldinn sameiginlegur viðburður allra sjö háskólanna utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta er dagur sem er búinn að vera í ansi mörg ár fyrir sunnan og heitir Stóri háskóladagurinn.\nRektorar skólanna sjö byrjuðu daginn á samráðsfundi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fundaði með rektorunum og opnaði síðan háskóladaginn formlega. Hann stendur til klukkan þrjú í dag.\nDagurinn er öllum opinn, hvort sem þeir hyggja á háskólanám eða hafa einfaldlega áhuga á að kynna sér háskólasamfélagið.\nÞað er svolítið skemmtilegt fyrir fólk að koma á háskóladaginn. Það er gott að það sé fjölbreytt námsframboð á Íslandi. Sumar námsgreinar eru kannski við marga skóla en eru kenndar með mismunandi hætti. Þá kemurðu bara á staðinn, hittir þar fulltrúa allra háskóla og alls náms sem er í boði á Íslandi og getur tekið ákvörðun hvernig þú vilt nálgast þitt nám.\n","summary":"Áhugasamir geta kynnt sér allt það háskólanám sem er í boði á landinu á Háskóladeginum í dag. Hann er nú haldinn í Háskólanum á Akureyri, í fyrsta skiptið utan höfuðborgarsvæðisins."} {"year":"2022","id":"129","intro":"Karl Þormóðsson, sem býr í borginni Zhaporozhye í Úkraínu, segir að enn sé allt með kyrrum kjörum í borginni. Mun færri flóttamenn hafi komist þangað en búist var við.","main":"Karl býr ásamt úkraínskri eiginkonu sinni í Zhaporozhye. Undanfarnar vikur hafa borgarbúar búið sig undir að taka á móti flóttafólki frá stríðshrjáðum svæðum. Búist hefur verið við hundruðum þúsunda en Karl segir að mun færri hafi komist til borgarinnar en áætlað var.\nMilli þrjú og fjögur þúsund. Það hefur reynst erfitt fyrir fólk að komast hingað. Bæði hefur fólk verið stoppað á leiðinni og svo hefur ekkert verið hleypt út úr borginni því þessi vopnahlé hafa aldrei haldið.\nBúist við töluvert fleira fólki en það er ómögulegt að spá í næstu daga af því maður veit aldrei upp á hverju menn taka.\nKarl segir allt fremur rólegt í Zhaporozhye. Borgin hafi sloppið mjög vel og birgðastaða matvöru og annarra nauðsynjavara sé góð.\nHún hefur verið nokkuð góð á öllum þessum nausðynjavörum. Það hefur ekki verið neinn skortur enn þá alla vega. Það er í lagi. Alla vega gasið, við erum með hita á húsinu, það er kynnt með gasi. Flestar bensínstöðvar eru opnar, það virðist hafa komist í þokkalegt lag.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"129","intro":"Sveitarfélög fá lítil gjöld í sinn vasa af vindmyllum sem þar eru reistar því aðeins lítill hluti mannvirkisins er metinn til fasteignagjalda. Þetta er ósanngjarnt að mati Samtaka orkusveitarfélaga sem telja að nærsamfélagið eigi líka að njóta góðs af auðlindanýtingu.","main":"Fyrst og fremst hafa sveitarfélögin litið þannig á að þessi tekjustofn, sem eru fasteingaskattarnir, eigi að koma nokkuð óbrenglaðir til sveitarfélaganna. Virkjanamannvirki sem hafa verið undanþegin þessu fasteignamati, að þau eigi að metast eins og önnur mannvirki. Það sé enginn eðlismunur á því og því eigi að greiða af þeim gjöld.\nSegir Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi í Múlaþingi og stjórnarmaður í Samtökum orkusveitarfélaga.\nStíflur virkjana, göng og raflínur eru undanþegin fasteignamati og því eru ekki greidd af þeim fasteignagjöld. Þau eru einungis greidd af stöðvarhúsum virkjana. Á Héraði þýðir þetta að öll fasteignagjöld af Kárahnjúkavirkjun fara til Fljótsdalshrepps því þar er stöðvarhúsið. Ekkert er greitt til Múlaþings þar sem sjálf Kárahnjúkastífla stendur.\nStefán Bogi segir að þessi regla komi afar illa út þegar kemur að því að innheimta fasteignagjöld af vindmyllum. Þá er aðeins hluti vindmyllunnar skilgreindur sem stöðvarhús. Skeiða- og Gnúpverjahreppur reyndi að ná því í gegn að fasteignagjöld yrðu greidd af raunverulegu verðmæti vindmylla en tapaði málinu fyrir yfirmatsnefnd. Tvær vindmyllur við Búrfell eru samtals 400 milljóna virði en fasteignamatið var aðeins 66 milljónir.\nÞannig að aðeins örlítill hluti af virði myndmyllu er tekinn inn í fasteignamat. Þetta teljum við bara vera mjög óeðlilegt fyrirkomulag. Þetta er svona eins og það sé byggt þriggja hæða hús og það sé ákveðið að meta bara kjallarann. Það er þannig með alla auðlindanýtingu að það er mikilvægt að allir aðilar njóti arðs þar af. Samfélagið allt þarf að fá sinn hlut af sameiginlegum auðlindum og svo nærsamfélagið sérstaklega. Það er þar sem áhrifin koma fram.\n","summary":"Orkusveitarfélög telja sig fá of lítil gjöld af vindmyllum þar sem aðeins lítill hluti af slíkum mannvirkjum sé metinn til fasteignagjalda. Þetta valdi því að lítið af arði auðlindarinnar skili sér til nærsamfélagsins. "} {"year":"2022","id":"129","intro":"Sjötíu og níu börn, með tengsl við Úkraínu, eru í hópi þeirra tvö hundruð áttatíu og sex sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér frá því að stríðið braust út í Úkraínu. Spálíkan landamærasviðs ríkislögreglustjóra gerir ráð fyrir því að á næstu fjórum vikum verði fjöldinn kominn í fimm hundruð og sextíu manns.","main":"Fólk með ung börn á leið til Íslands hefur lent í vandræðum á flugvellinum í Varsjá. Elena Koval hefur beðið, ásamt tveimur ungum börnum og frænku sinni, í pólsku höfuðborginni undanfarna daga. Hún var búin að kaupa flugmiða en fékk ekki heimild til að fara í flugvélina í fyrradag vegna þess að hún var ekki með fullgilt vegabréf fyrir þriggja mánaða dóttur sína. Elena sagði, í samtali við fréttastofu í morgun, að hún væri enn að bíða eftir upplýsingum um hvort hún kæmist í vél sem á að lenda hér skömmu eftir miðnætti.\nJá, við höfum fengið af þessu fréttir undanfarna daga og þarna er ákveðin áskorun sem við stöndum fyrir, að greiða götu fólks sem vill komast til Íslands og við erum að vinna að því hörðum höndum núna að finna lausn á þessari áskorun. Hún er fjölþætt og við þurfum að líta til margra þátta. En við erum að binda vonir við það að vera komnir með lausn fyrir næsta flug frá Varsjá.\nSegir Jón Pétur Jónsson sviðssstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra.\nÁrni Valdason kennari er fæddur í Úkraínu en hefur verið búsettur hér á landi í tæp átta ár. Hann hefur hjálpað löndum sínum sem hingað hafa komið. Í samráði við vini og kunningja hefur hann skráð nöfn barna og áhugamál þeirra. Einn þeirra sem unnið hafa með honum segir nauðsynlegt að koma börnum í einhverja virkni, það sé gott fólk á bak við hann og allir boðnir og búnir að hjálpa til. Börnin hafi ekkert fyrir stafni og gott ef hægt sé að létta þeim biðina. Þannig hafi íþróttafélög tekið vel í að leyfa börnum að taka þátt í æfingum. Þeim fjölgar hratt sem sækja um alþjóðlega vernd. Frá áramótum eru þeir orðnir 585 og miðað við spálíkan landamærasviðs ríkislögreglustjóra tvöfaldast sá fjöldi á næstu fjórum vikum. Tveir lögreglumenn frá embætti ríkislögreglustjóra fóru til Varsjár í morgun. Þeim er meðal annars ætlað að aðstoða þá sem lent hafa í vandræðum með skilríki ungra barna að komast til Íslands.\n","summary":"Spálíkan landamærasviðs ríkislögreglustjóra gerir ráð fyrir að á næstu fjórum vikum verði umsóknir um alþjóðlega vernd fólks með tengsl við Úkraínu orðnar fimm hundruð og sexíu."} {"year":"2022","id":"129","intro":"Sprengjuregn hamlar björgunarstarfi úr leikhúsi í Mariupol sem sprengt var í fyrrakvöld með fjölda fólks innandyra. Fjölmargt fólk er fast í sprengjubyrgi og kemst ekki út. Forseti Rússlands segir að Úkraínumenn geri allt til að tefja fyrir friðarviðræðum.","main":"Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ræddi við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, í síma í morgun. Í tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum kemur fram að þar hafi Pútín sagt að stjórnvöld í Úkraínu gerðu hvað þau gætu til að tefja viðræðurnar á allan mögulegan máta. Það væri gert með því að leggja fram sífellt óraunhæfari kröfur. Engu að síður séu Rússar tilbúnir til að leita lausna áfram. Anthony Blinken utanríkisráðherra sagði hins vegar í gærkvöld að Rússar hefðu ekki stigið nein mikilvæg skref til að stöðva stríðið.\nEnn er unnið að björgunarstörfum við leikhús í Mariupol, sem var sprengt í fyrradag þó að þúsund manns hefðu leitað þar skjóls í sprengjubyrgi. Í gær hafði 130 verið bjargað. Engar staðfestar upplýsingar hafa enn borist af meiðslum á fólki eða mannfalli. Vadym Boychenko, borgarstjóri í Mariupol, sagði við breska ríkisútvarpið, BBC, í morgun að björgunarstörf stæðu yfir. Enn væri hins vegar verið að sprengja borgina og það truflaði þau störf. Þá er haft eftir þingmanni frá Mariupol að útlit sé fyrir að sprengjubyrgin séu óskemmd, en fólk komist ekki út fyrir braki úr leikhúsinu, og ekki sé hægt að ryðja því frá vegna árása Rússa.\nOg það er áfram sprengt annars staðar. Eldflaugaárás var gerð á flugvélaverkstæði nærri borginni Lviv í vesturhluta Úkraínu. Ekki hefur verið sprengt svo nálægt Lviv áður. Þá segir Vitaly Klitschko, borgarstjóri í Kænugarði í myndskeiði, að einn hafi fallið og nítján særst, þar af eitt barn, í sprengjuárás í nótt.\nÍ myndskeiðinu bendir Klitschko á að á svæðinu séu bæði leikskóli og skóli sem hefðu skemmst, auk þess sem sex íbúðarhús séu ónýt eftir árásirnar.\n","summary":"Forseti Rússlands sakar Úkraínumenn um að tefja friðarviðræður með óraunhæfum kröfum. Sprengjuregn hamlar björgun fólks úr leikhúsi sem var sprengt í Mariupol. "} {"year":"2022","id":"129","intro":"Kona sem átti bókað flug með Icelandair frá Akureyri til Reykjavíkur fékk skilaboð um að hún hefði verið endurbókuð til Egilsstaða og þaðan í flug næsta dag til Reykjavíkur. Hún segir óþægilegast við svona breytingar að geta ekki náð í neinn til að fá útskýringar.","main":"Sonja Sif Jóhannsdóttir býr á Akureyri. Hún átti tíma hjá lækni í Reykjavík í dag, og bókað flug til Reykjavíkur í gær. Vegna veðurs féll niður flugið niður og hún fékk skilaboð um það.\nNema svo kemur annað sms um að ég eigi flug til Egilsstaða 18., sem er föstudagur. Til Egilsstaða og svo frá Egilsstöðum til Reykjavíkur á laugardeginum 19. Mér fannst þetta náttúrulega mjög sérstakt.\nSonja segist strax hafa reynt að ná í einhvern til að fá á þessu útskýringar en án árangurs.\nÞetta var mjög sérstakt, Ég náði ekki á neinum fyrr en klukkan sjö í morgun en þá opnar þjónustuverið og þá beið ég í góðan hálftíma áður en ég náði á einhverjum.\nHún segist ekki hafa fengið neina skýringu á þessari óvæntu dagsferð til Egilsstaða, sem henni var boðið upp á. Hún fékk þó flugið endurgreitt enda lögð af stað akandi til Reykjavíkur til komast í læknistímann.\nSamkvæmt upplýsingum Icelandair tók flugfélagið þotu á leigu til að halda uppi innanlandsflugi í dag en fullt er í allar ferðir dagsins. Þotan fer í dag frá Reykjavík til Akureyrar, þaðan til Egilsstaða og svo til Reykjavíkur í kvöld. Engar skýringar fást á skilaboðunum til Sonju um að hún ætti flug frá Egilsstöðum rúmum sólarhring eftir að hún átti að lenda þar. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair gerir ráð fyrir að mistök hafi verið gerð í upplýsingagjöf.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"130","intro":"Úkraínumenn með ungabörn sem freista þess að komast til Íslands frá Varsjá í Póllandi er neitað um leyfi að fljúga til Íslands. Ástæðan er að börnin eru ekki með vegabréf með lífkenni. Tvær fjölskyldur sem voru væntanlegar til Íslands í gærkvöldi eru enn í Póllandi.","main":"Samkvæmt skýrslu landamærasviðs Ríkislögreglustjóra frá í gær hafa 238 manns með tengsl við Úkraínu komið hingað til lands frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar. Í þessum hópi eru 126 konur og 66 börn. Fólk sem hingað vill koma hefur lent í vandræðum á flugvellinum í Varsjá því starfsmenn flugfélagsins Wizzair hafa neitað þeim sem eru með vegabréf sem ekki eru með lífkenni um far til Íslands. Elena Koval var búin að kaupa flugmiða fyrir börn sín tvö, 10 ára og þriggja mánaða og frænku sína en henni var neitað um að fara í flugvélina í gær. Elena sagði í samtali við fréttastofu að hún biði nú eftir gögnum frá Íslandi sem heimiluðu henni að komast til landsins. Hún væri búin að kaupa farmiða fyrir fjölskylduna og vonaðist til þess að komast til Íslands á morgun. Árni Valdason og Ingvar Andrésson eru Úkraínumenn sem búsettir hafa verið hér á landi í tæp 8 ár. Þeir hafa verið að hjálpa löndum sínum sem lent hafa í vandræðum með að komst til landsins. Þeir hafa sett sig í samband við sjálfboðaliða í Varsjá sem ætla að freista þess að hjálpa Úkraínumönnum sem eru strandaglópar í pólsku höfuðborginni. Pólitísk sátt virðist ríkja hér á landi um greiða götu fólks sem flýr ástandið í Úkraínu. Utanríkisráðuneytið hefur fengið fyrirspurnir frá fólki í vandræðum. Unnið er að lausn til þess að greiða götu þeirra sem hingað ætla að koma.\n","summary":"Tvær fjölskyldur sem voru væntanlegar til Íslands frá Úkraínu í gærkvöld eru enn í Póllandi. Flugfélagið neitaði fólkinu að ferðast hingað þar sem vegabréf ungra barna voru ekki fullgild. með lífkenni."} {"year":"2022","id":"130","intro":"Í dag sautjánda mars er dagur heilags Patreks og þjóðhátíðardagur írsku þjóðarinnar. Dagurinn er haldinn hátíðlegur víða um heim, þar á meðal á Vestfjörðum.","main":"Heilagur Patrekur var kristniboði á Írlandi og er verndardýrlingur landsins en það var hann sem fékk Íra til að taka upp kristna trú á fimmtu öld eftir Krist. Patreksfjörður á Vestfjörðum dregur þó ekki nafn sitt af þessum tiltekna guðsmanni, heldur af skoskum biskup. Það hefur hins vegar ekki hindrað Patreksfirðinga í að halda upp á dag heilags Patreks.\nGauja Hlín Helgudóttir menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar segir ýmislegt á dagskrá.\nÍ dag er grænt þema í mötuneyti skólanna, grænt skyr í boði fyrir krakkana. það er grænt bakkelsi í Albínu.\nFólk hús og götur eru skreytt grænum lit kristniboðans og verndardýrlingsins. Tilboð eru á veitingastöðum og börum á Patreksfirði og dagskráin heldur áfram alla helgina.\nSvo slúttum við þessu á sunnudaginn með því að bjóða í bíó.\nHeldur betur. Fólk er mjög spennt fyrir þessu. Ég sé mjög góð viðbrögð fólks við öllu sem er í gangi og bara vonandi að fólk sjái sér fært að mæta um helgina og geri sér glaðan dag.\n","summary":"Í dag er dagur heilags Patreks og er hann í hávegum hafður á Vestfjörðum. "} {"year":"2022","id":"130","intro":"Mikill hiti er í íbúum á Stokkseyri og Eyrarbakka vegna þess vanda sem skapast hefur eftir að upp kom mygla í skólahúsnæði þeirra. Varaformaður íbúaráðs Eyrarbakka segir fólk hrætt um að missa skóla varanlega úr þorpinu.","main":"Ekki hefur enn skýrst hvar grunnskólabörn, búsett á Eyrarbakka og Stokkseyri, munu sækja skóla næsta haust. Eldri nemendur skólans sitja nú skólabekk í samkomuhúsi og á veitingastað á Eyrarbakka. Gripið var til þess ráðs eftir að upp kom mygla í húsnæði skólans á Eyrarbakka og loka þurfti honum samstundis. Í kjölfarið sýndu mælingar að eldra húsnæði skólans við Stokkseyri væri myglað og var því einnig lokað. Drífa Pálín Geirsdóttir er varaformaður hverfaráðs Eyrarbakka og foreldri barns við skólann.\nVið höfum bara verulegar áhyggjur af stöðunni og ég held þær snúist aðallega um brotin loforð frá bæjarstjórnum síðustu 16-20 ár. Okkur var lofað nýjum skóla á Eyrarbakka sem átti að vera búið að byggja 2008 en það hefur ekki staðist og það hefur ekkert staðið mikið sem átt hefur að gera hér í skólamálum síðustu árin. Þannig að traust er í raun og veru rofið.\nDeilt er um hvar bráðabirgðahúsnæði skólans skuli komið niður. Hvort færanlegar kennslustofur skuli rísa á Eyrarbakka sem þyrfti þá að byggja mötuneyti og kennarastofur samhliða eða flytja skuli allt skólastarf tímabundið til Stokkseyrar þar sem fyrir er nýlegt skólahúsnæði sem nú þegar hýsir 1. -6. bekk. Drífa segir íbúa Eyrarbakka óttast að sú bráðabirgaðlausn gæti markað endalok skólahalds á Eyrarbakka.\nVið viljum hafa skóla í báðum þorpunum því eins og við vitum er skóli kjarninn í hverju samfélagi og ef að við missum skólann héðan erum við búin að missa svo stóran part úr samfélaginu okkar og það er nokkuð ljóst að við erum við ekki að fara að geta selt húsin okkar ef það er ekki skóli hérna á Eyrarbakka\nSigurjón Vídalín Guðmundsson er formaður skipulags og bygginganefndar í Árborg.\nBráðabirgðalausn er náttúrulega bráðabirgðalausn og stundum þarf bara kannski aðeins að sníða sér stakk eftir vexti og taka mið af aðstæðunum. Aðstæðurnar eru bara mjög erfiðar og þetta er ekki auðvelt verkefni hvorki fyrir sveitarstjórnarfólk né starfsfólk sveitarfélagsins vegna þess að það eru náttúrulega tilfinningar og fólk er hrætt.\n","summary":"Hiti er í íbúum á Stokkseyri og Eyrarbakka vegna skólamála og þess húsnæðisvanda sem skapast hefur vegna myglu. Varaformaður íbúaráðs Eyrarbakka segir fólk hrætt um að missa skóla úr þorpinu varanlega. "} {"year":"2022","id":"130","intro":"Rússneskt farþegaskip er væntanlegt til hafnar nú í júní. Yfirhafnsögumaður segir hafnir hafa móttökuskyldu við skip.","main":"Rússneska farþegaskipið Minerva er væntanlegt til hafnar í Reykjavík 8. júní. Skipið tekur 152 farþega og er sérstaklega styrkt til siglinga gegnum ís. Skipið er gert út af bresku ferðaskrifstofunni Swan Hellenic en er í eigu Volga-skipafélagsins sem hefur höfuðstöðvar í borginni Nizhny Novgorod. Fletcher Group Holdings á ráðandi hluta í því félagi en eigandi þess er rússneskur milljarðamæringur, Vladimir Sergeyevich Lisin, einn auðugasti maður Rússlands. Lisin auðgaðist á stálframleiðslu og krafðist þess nýverið að Vladimír Pútín Rússlandsforseti stöðvaði innrásina í Úkraínu. Hann hvatti forsetann og aðra þjóðarleiðtoga til þess að finna friðsamlega lausn á ófriðnum. Gísli Jóhann Hallsson yfirhafnsögumaður Faxaflóahafna segir að rússneskum skipum sé enn sem komið er ekki óheimilt að koma til hafnar og sækja nauðsynlega þjónustu. Í raun hafa hafnir mótttökuskyldu við skip.\n","summary":"Hafnir hafa móttökuskyldu við skip sem koma til landsins. Skip í eigu rússnesks skipafélags er væntanlegt til Reykjavíkur í júní. "} {"year":"2022","id":"130","intro":"Titilbaráttan í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er orðin afar spennandi eftir að Liverpool vann Arsenal 2-0 í gærkvöld og Manchester City gerði markalaust jafntefli við Crystal Palace í fyrrakvöld. Nú munar aðeins einu stigi á liðunum, en níu leikir eru eftir í deildinni.","main":"Bæði Manchester City og Liverpool hafa nú spilað 29 leiki. City trónir á toppnum með 70 stig og Liverpool er í 2. sæti með 69 stig. Bæði lið eru enn inni í Meistaradeild Evrópu og í ensku bikarkeppninni og því sama leikálag á liðunum það sem eftir er af leiktíðinni. Liðin mætast innbyrðis í deildinni 10. apríl. Liverpool á svo að auki eftir að mæta Manchester United og Tottenham, en bæði lið eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti. Báðir leikirnir verða þó leiknir á Anfield, heimavelli Liverpool. Bæði City og Liverpool spila svo á heimavelli í lokaumferðinni, City á móti Aston Villa en Liverpool á móti Úlfunum. Bæði lið eiga eftir að spila fimm leiki á heimavelli og fjóra á útivelli. Ljóst er að spennan verður mikil fram á vor um hvort liðið verður enskur meistari þetta árið.\nÞað ræðst í kvöld hvaða lið munu mætast í bikarúrslitaleik kvenna í körfubolta á laugardag. Undanúrslitin verða leikin í kvöld. Fyrri viðureignin verður á milli Snæfells og Breiðabliks og í þeirri seinni mætast svo Haukar og Njarðvík. Báðir leikir verða sýndir í beinni útsendingu RÚV 2 í kvöld. Í gærkvöld varð það ljóst að Þór Þorlákshöfn og Stjarnan munu spila til úrslita í bikarkeppni karla. Þór hafði betur á móti Val en Stjarnan sigraði Keflavík.\nHeimsmeistaramótið í frjálsíþróttum innanhúss hefst á morgun í Belgrad, höfuðborg Serbíu um helgina. Íslendingar eiga tvo fulltrúa á mótinu. Hlauparana Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Baldvin Þór Magnússon. Að auki verða svo margar af stærstu stjörnum frjálsíþróttaheimsins á mótinu. Sýnt verður beint frá mótinu á rásum RÚV og verður fyrsta útsending klukkan 10 mínútur yfir níu í fyrramálið.\n","summary":"Aðeins einu stigi munar á Manchester City og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni og það ræðst í kvöld hvaða lið leika til úrslita í bikarkeppni kvenna í körfubolta. "} {"year":"2022","id":"130","intro":"Talsvert hefur snjóað á vestanverðu landinu. Það hefur haft áhrif á færð á helstu leiðum út úr höfuðborginni.","main":"Á Hellisheiði og í Þrengslum hefur ekki verið hægt að moka vegna blindu. Þar á að kanna með mokstur klukkan tvö.\nÞetta var Einar Sveinbjörnsson sem segir daginn verða erfiðan og vandinn teygi sig fram á morgundaginn. Sérstaklega á það við um vestanvert landið. Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir útköll björgunarsveita einkum hafa snúið að færðinni á Reykjanesi og vegalokunum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"130","intro":"Stjórnvöld í Rússlandi vísa á bug að hafa varpað sprengjum á leikhús í borginni Mariupol í gær. Engar fregnir hafa borist af mannfalli en óttast er að hundruð almennra borgara hafi leitað þar skjóls.","main":"Leikhúsbygging í úkraínsku borginni Mariupol var jöfnuð við jörðu í gær í sprengjuárás Rússlandshers. Borgarstjóri Mariupol sagði að þúsund til tólf hundruð manns hafi leitað skjóls í leikhúsinu og óttast var um afdrif þeirra allra. Engar fregnir hafa enn borist af mannfalli í árásinni. Mögulegt er að fólkið hafi allt verið í neðanjarðarbyrgjum í leikhúsinu þegar árásin var gerð.\nLeikhúsið stendur eitt og út af fyrir sig á opnu svæði í Mariupol og þar sem Rússar halda uppi linnulitlum árásum á borgina er hvort tveggja erfitt og stórhættulegt fyrir viðbragðsaðila að ferðast þar um. Ljósmyndir sýna að húsið er mjög illa farið eftir árásina, en Rússar vísa á bug að hafa ráðist á það.\nVolodomyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði þýska þingið í morgun. Þar hvatti hann þýsk stjórnvöld til að taka að sér verðskuldað leiðtogahlutverk og kallaði eftir að Olaf Scholz kanslari ryddi niður múrnum sem Rússar hefðu komið upp gegn frelsi í Evrópu. Þá gagnrýndi Zelensky Evrópuþjóðir fyrir að hafa ekki gert nóg í aðdraganda innrásar Rússa í Úkraínu.\nRússnesk yfirvöld hafa gefið út þau ætli sér ekki að hlýta tilskipun alþjóðadómstólsins í Haag um að leggja niður vopn og stöðva allan hernað innan landamæra Úkraínu. Alþjóðadómstóllinn gaf tilskipunina út í gær, en rússnesk stjórnvöld segjast ekki ætla að taka hana til greina.\n","summary":"Engar fregnir hafa borist af mannfalli í sprengjuárás Rússahers á leikhús í borginni Mariupol í gær. Rússar segjast ekki hafa varpað sprengjum á leikhúsið. "} {"year":"2022","id":"130","intro":"Formaður VR segir ekki annað í boði en að sætta ólík sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar. Ekki sé heillavænlegt að átök fari fram fyrir opnum tjöldum í aðdraganda kjaraviðræðna.","main":"Átök og óánægja meðal forystufólks innan verkalýðshreyfingarinnar hafa birst undanfarna mánuði með einum eða öðrum hætti og virðast hafa ágerst síðustu daga. Mest hefur borið á óánægju Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR og Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi og verðandi formanns Eflingar. Ágreiningurinn er tæpast heillavænlegur svo skömmu fyrir kjarasamninga.\nNei það er það ekki. Þetta er ástand sem hefur verið lengi innan hreyfingarinnar og það eru kannski að raungerast í opinberri umræðu, hlutir sem hafa verið meira lokaðir inn á miðstjórnarborðinu.\nSegir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og segir tíma til kominn að takast á við þann vanda sem hann segir Alþýðusambandið vera í.\nfinna Alþýðusambandinu farveg inn í framtíðina og möguleg hvort að það hafi eitthver hlutverk inn í kjarasamningana í haust eða ekki.\nMynduð þið vilja sjá breytta forystu innan ASÍ? Ég held að það séu allir sammála um að það þarf að breyta einhverju.\nRagnar segir að nú þurfi að leita leiða til sátta.\nÞað er alveg ljóst að það er bara krafa núna að við setjumst niður og finnum leiðir til að sætta ákveðin sjónarmið innan Alþýðusambandsins og reynum að finna leiðir til að komast út úr þessu ástandi og styrkja sambandið eða það verður ákveðin sundrung. Það er ekkert annað í stöðunni og ekkert annað í boði fyrir okkur að leggjast yfir málið og leita allra leiða til að leysa það.\n","summary":"Sætta þarf ólík sjónarmið innan verkalýðshreyfingarinnar. Ekki sé vænlegt að átök eigi sér stað fyrir opnum tjöldum í aðdraganda kjarasamninga. Þetta segir formaður VR. "} {"year":"2022","id":"130","intro":"Óhætt er að fullyrða að sprenging hafi orðið í fjölgun rafknúinna heimilisbíla undanfarinn áratug. Íslendingar eru enn ofarlega á blaði yfir hlutfallslega mikla bílaeign.","main":"Árið 2012 voru sex rafmagns- og raftengifjölskyldubílar skráðir á Íslandi en undir lok síðasta árs voru þeir rétt tæplega sautján þúsund. Fjöldi bensínknúinna fjölskyldubíla hefur hins vegar nánast staðið í stað í kring um 153 þúsund. Bifreiðum knúnum dísli og öðru eldsneyti hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2010.\nÍ árslok voru hér á landi 733 fólksbílar fyrir hverja þúsund íbúa, sem er svipað og ári fyrr en rúm 275 þúsund fólksbílar voru þá skráðir og hafði fjölgað um tvö af hundraði við árslok 2020. Ísland er um það bil í níunda sæti á lista yfir hlutfallslega mikla bílaeign. Hverjir þúsund Bandaríkjamenn eiga 890 bíla og Nýsjálendingar 884.\nÍbúar örríkisins San Marínó sem telur 34 þúsund íbúa eiga að meðaltali 1,3 bíla en hafa ber í huga að ekki eru allir þeirra á götum landsins sem er 61,57 ferkílómetrar að stærð. Í öðru örríki, Mónakó eiga hverjir þúsund íbúar 910 bíla.\nFólk sem býr í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó á fáa bíla, en þeir teljast vera fjórir á hverja þúsund, í Pakistan um það bil tuttugu, og hverjir þúsund Víetnamar eiga tuttugu og fimm bíla.\n","summary":"Íslendingar eru ofarlega á lista yfir bílaeign í heiminum. Sprenging hefur orðið í rafbílaeign landsmanna á einum áratug. "} {"year":"2022","id":"131","intro":"Formaður Neytendasamtakanna segir að þeim hafi fjölgað mikið, sem hafi samband við samtökin vegna fjársvika síðustu tvö ár. Nánast ómögulegt virðist vera að stöðva greiðslur. Hann veltir því upp hvort ekki megi draga úr hraðanum sem nu er í viðskiptum.","main":"Þó að fólk hafi ekki leitað til Neytendasamtakanna vegna stórfeldra fjársvika og blekkinga tengdum fjárfestingum eins og fjallað var um í Kveik í gær segir Breki Karlsson, formaður samtakanna, mikið um að þekkt vörumerki séu notuð til að hafa af fólki fé og upplýsingar.\nVið fáum nokkur tilvik í hverri einustu viku og við finnum fyrir því að þetta hefur aukist í faraldrinum, undanfarin tvö ár hefur þetta stóraukist.\nFólki fær tilkynningu um að það þurfi að uppfæra greiðsluupplýsingar á Netflix eða Amazon, eða greiða vegna sendinga hjá Póstinum eða DHL.\nÞað kemur tilkynning til fólks um að það eigi sendingu hjá póstinum að það þurfi að borga 1900 krónur eða eitthvað slíkt og því er bent að fara inn á einhverja síðu þar sem það lætur inn upplýsingarnar sínar og oft gætir fólk ekki að að upphæðin er ekki 1900 krónur heldur 1900 dollarar eða pund.\nSem er mun hærri upphæð, 256 eða 336 þúsund krónur. Með þessu fá svikahrapparnir bæði fé og upplýsingar sem mögulega ganga kaupum og sölum.\nSvo virðist vera að hafir þú slegið inn, til dæmis þetta 3 d secure númer að það sé engin leið til að ná aftur til baka þeim peningum sem tapaðir eru.\nBreki segir þetta breytingu frá því sem áður var.\nFólk fékk vísareikninginn sinn og fékk 15 daga til þess að gera athugasemdir við hann og nú hefur þú ekki einu sinni 15 sekúndur til að gera athugasemdir. Þetta er bara farið um leið.\nHugsanlega þurfum við að kanna hvort að það sé endilega sá hraði sem við þurfum að vinna á.\n","summary":"Fólk leitar í stórauknum mæli til Neytendasamtakanna vegna fjársvika. Nánast ómögulegt virðist vera að stöðva greiðslur. "} {"year":"2022","id":"131","intro":"Stjórnvöld í Rússlandi vilja að Úkraína verði hlutlaust ríki, líkt og Svíþjóð og Austurríki. Forseti Úkraínu segir útséð um að landið gangi í Atlantshafsbandalagið í fyrirsjáanlegri framtíð.","main":"Forseti Úkraínu Volodomir Zelensky heldur uppteknum hætti og ávarpar þjóð sína kvölds og morgna. Í ávarpi gærkvöldsins sagði hann að eftir átta ár af stríðsátökum í Donbas og tuttugu daga innrás þrái þau fátt annað en frið - og það sem allra allra fyrst.\nEight years of war in Donbas, 20 days of full-scale invasion. The third week is about to be over. We all want peace. As soon as possible.\nFriðarviðræður Úkraínumanna og Rússa hafa enn engu skilað. Og þó. Zelensky sagði í gær að tíðar viðræður væru farnar að hljóma raunhæfari en áður. Það kvað sömuleiðis við annan tón í orðræðu forsetans um inngöngu í NATO. Zelensky hefur lengi talað fyrir því að Úkraína sæki það fast að ganga í Atlandshafsbandalagið. Í gær sagði hann hins vegar að landið gengi líklega ekki í bandalagið í fyrirsjáanlegri framtíð. Krafa Rússa um að nágrannaríkið Úkraína gangi ekki í varnarbandalagið hefur verið næsta óhagganleg.\nFulltrúi Úkraínuforseta í friðarviðræðunum segir hins vegar að enn beri mikið í milli viðsemjenda þó sannarlega sé enn svigrúm fyrir málamiðlanir.\nDimitry Perskov, talsmaður stjórnvalda í Rússlandi, segir að meðal tillaga Rússa sé að Úkraína verði hlutlaust ríki á borð við Austurríki og Svíþjóð. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að það fyrirkomulag sé nú rætt af mikilli alvöru.\n","summary":"Forseti Úkraínu segir útséð um að landið gangi í Atlantshafsbandalagið í fyrirsjáanlegri framtíð. Rússar vilja að Úkraína verði hlutlaust ríki, líkt og Svíþjóð og Austurríki. "} {"year":"2022","id":"131","intro":"Það er spáð hríðarbyl á landinu seint í nótt og í fyrramálið og búist við töluverðu fannfergi. Líklega verður þungfært innanbæjar víða á suðvesturhorninu í fyrramálið.","main":"Suðaustanstormi er spáð í flestum landshlutum í fyrramálið og hætt við miklu fannfergi, sérstaklega suðvestanlands.\nÞað hefur snjóað víða á landinu síðustu daga eftir stuttan hlýindakafla og von á frekari fannburði í fyrramálið. Gul veðurviðvörun fyrir allt landið tekur gildi seint í nótt eða snemma morguns og von er á hvassviðri og éljahryðjum, og gæti orðið kafaldsbylur víða suðvestanlands í fyrramálið, ekki síst á Reykjanesbraut og á Hellisheiði. Töluverð ofankoma fylgir hvassviðrinu og á vef Vegagerðarinnar segir að búast megi við ófærð innanbæjar, í það minnsta efri byggðum, en það skánar hratt þegar líður á morguninn og hlýnar. Marcel de Vries veðurfræðingur segir von á töluverðri úrkomu og það gæti tekið drjúga stund að ryðja helstu leiðir á suðvesturhorninu.\nSeint í nótt þá gengur í suðaustanátt og það er að fara upp í 15-25 metra á sekúndu og seint í nótt byrjar að snjóa á suðvesturhorninu og þetta fer frekar hratt til norðausturs. Til dæmis fyrir höfuðborgarsvæðið ætti þetta að verða búið í morgunsárið en þá tekur suðvestanátt og hvassviðri við með éljum og þessi skil fara áfram til norðausturs og yfir landið stutt eftir hádegi á morgun. Og þetta er talsvert mikil snjókoma? Já, þetta er stutt tímabil en þetta er mikil úrkoma og gæti valdið truflunum.\n","summary":"Hríðarbylur gengur yfir landið seint í nótt og í fyrramálið. og er búist við töluverðu fannfergi. Líklega verður þungfært innanbæjar víða á suðvesturhorninu þegar við stígum framúr í fyrramálið. "} {"year":"2022","id":"131","intro":"Með því að LED-væða götulýsingu í Fjallabyggð hefur sveitarfélagið sparað milljónir króna árlega. Deildarstjóri tæknideildar segir sveitarfélög geta sparað umtalsverðar upphæðir við það eitt að skipta yfir í LED lýsingu.","main":"Fjallabyggð var eitt fyrsta sveitarfélag landsins sem yfirtók rekstur götulýsingar frá Rarik árið 2019. Farið var strax í að LED-væða götuljósin og hefur rafmagnskostnaður vegna lýsingar gatna farið úr ellefu milljónum á ári niður í fjórar.\nVið bara stilltum þessu reikningsdæmi upp áður en við byrjuðum og sáum að það væri það mikill sparnaður í þessu að það margborgaði sig að gera þetta og gera það sem fyrst.\nSegir Ármann Viðar Sigurðsson, deildarstjóri tæknideildar Fjallabyggðar.\nBúið er að LED-væða alla götulýsingu á Ólafsfirði og um helminginn á Siglufirði og stefnt er að því að það verði klárað á þessu ári. Ármann segir að þegar því sé lokið geti árlegur rafmagnskostnaður við lýsingu gatna farið niður fyrir tvær milljónir.\nÁrmann segir sparnað sveitarfélagsins mikinn við það eitt að skipta yfir í LED-lýsingu.\nÉg er að LED-væða í stofnunum. Ég er búin að setja LED í íþróttahúsin. Svo bara alls staðar þar sem við erum eitthvað að vinna í stofnunum og er verið að endurnýja ljós þá setjum við LED alls staðar.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"131","intro":"Ef hugmyndir dómsmálaráðherra ganga eftir mun sýslumönnum á landinu fækka úr níu í einn. Formaður Félags sýslumanna segir fréttirnar hafa komið talsvert á óvart og óttast að þjónustan verði fjarlægari fólkinu í landinu.","main":"Gagngerri endurskoðun á skipulagi sýslumannsembætta landsins hefur verið hleypt af stokkunum með það fyrir augum að efla og nútímavæða þjónustueiningar. Í því felst meðal annars aukin áhersla á stafræna þjónustu og að ríkara samstarf sé á milli starfsstöðva. Þannig er fyrirhugað að aðeins einn sýslumaður verði á landinu.\nJónas B. Guðmundsson, formaður Félags sýslumanna segir að það hafi lengi verið vitað að unnið væri að hagræðingu á starfsemi sýslumanna, en þær fréttir að leggja ætti niður átta sýslumannsembætti hafi verið frekari óvæntar.\nKom þetta flatt upp á ykkur að þetta væri niðurstaðan í þessari hagræðingu? Já, svo ég tali nú bara fyrir mig þá verð ég að viðurkenna að það gerði það nú. Nú erum við níu og á að fækka okkur niður í einn, ég átti ekki alveg von á því á þessari stundu.\nSýslumannsembættum hefur fækkað mikið undanfarin ár en árið 2015 var þeim fækkað í níu úr tuttugu og fjórum.\nJónas segir fréttirnar vera það nýjar að erfitt sé að átta sig hvert sé stefnt með þessum hugmyndum.\nÉg óttast það svolítið að þessi nærþjónusta sem við teljum okkur veita geti breyst og svona orðið fjarlægari fólkinu.\nHann segir sýslumenn nú fara í að meta hvað þeir geti lagt fram í þessum breytingum.\nRáðherra boðar heimsóknir á umdæmin að heyra okkar sjónarmið og kynnast okkur og okkar umhverfi. Ætlið þið að reyna að sannfæra hann um að skipta um skoðun? Nei, nei, við ætlum bara að reyna að stuðla sem mest að því að þjónustan verði sem minnst skert við hinn almenna borgara, það er okkar aðalsýn á þetta.\n","summary":"Stefnt er að því að fækka sýslumannsembættum úr níu í eitt. Fréttirnar koma flatt upp á formann Félags sýslumanna."} {"year":"2022","id":"131","intro":"Hannes Þór Halldórsson fyrrverandi landsliðsmarkvörður í fótbolta tilkynnti í dag að knattspyrnuferli hans væri lokið. Hannes varði mark Vals síðustu ár, en samningi hans við félagið var rift í vetur.","main":"Hannes hafði verið án félags síðan hann hætti hjá Val. Einhver tilboð komu upp, en á endanum ákvað hann að knattspyrnuferlinum sé nú lokið. Hannes verður 38 ára í næsta mánuði. Hann hóf ferilinn með Leikni Reykjavík, en spilaði svo með Aftureldingu og Stjörnunni í neðri deildum áður en Fram fékk hann til sín í efstu deilt 2007. Hann lék svo með KR í þrjú ár áður en hann hélt í atvinnumennsku erlendis og spilaði í Noregi, Hollandi, Danmörku og Aserbaídsjan. Hannes spilaði 77 A-landsleiki fyrir Ísland frá 2011 til 2021 og er leikjahæsti markvörður landsliðsins frá upphafi.\nDarri Aronsson leikmaður Hauka í handbolta, sem kom við sögu með íslenska landsliðinu á EM í Búdapest í janúar, hefur samið við franska félagið Ivry í París. Darri gengur til liðs við félagið í sumar og gerir þriggja ára samning, sem gildir til 2025. Franska félagið greindi frá þessu í dag.\nEkki er leikið í úrvalsdeild karla í handbolta þessa dagana vegna landsleikjahlés. Íslenska landsliðið er við æfingar á Íslandi en spilar næst í apríl. Austurríki og Eistland mætast í kvöld í fyrri umspilsleik sínum um það hvort liðanna mun mæta Íslandi í apríl um laust sæti á HM sem verður í janúar á næsta ári.\nUndanúrslitaleikirnir í bikarkeppni karla í körfubolta verða leiknir í kvöld. Báðir leikir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV 2. Í fyrri leiknum eigast við Stjarnan og Keflavík og hefst útsending klukkan 17:00. Í seinni leiknum spila svo Þór Þ. og Valur og hefst sú útsending klukkan 19:45. Sigurvegararnir mætast svo í bikarúrslitaleiknum á laugardagskvöld. Undanúrslitaleikirnir hjá konunum eru á dagskrá annað kvöld.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"131","intro":"Formaður VR segir að launahækkanir forstjóra bæti samningsstöðu verkalýðsfélaga í haust. Verkalýðsfélögin muni ekki láta bjóða sér siðrof í íslensku samfélagi.","main":"Fréttastofan tók í gær saman laun forstjóra nokkurra opinberra fyrirtækja. Þar kom meðal annars fram að árslaun forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur hækkuðu um tæpar 7 milljónir króna, forstjóra Icelandair um 22 milljónir króna og forstjóra Símans um níu og hálfa milljón króna.\nOrkuveita Reykjavíkur segir að forstjórinn hafi fengið eingreiðslu sem nam 3 milljónum króna í fyrra. Sé eingreiðslan dregin frá hafi hækkanir á launum hans ekki verið umfram vísitöluhækkanir síðustu tvö ár. Þá segir Landsvirkjun að laun forstjóra, sem í fyrra námu 43 miljlónum króna, skýrist að hluta til af breyttu gengi bandaríkjadals.\nLaun margra forstjóra hafa hækkað sem um nemur margföldum algengum árslaunum félaga í Eflingu og VR.\nKjaraviðræður eru framundan og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að þessar fréttir horfi illa við verkalýðshreyfingunni.\nvið erum í sjálfu sér bara að safna í sarpinn fyrir haustið og það er náttúrulega mjög dapurlegt að heyra þennan söng fara aftur af stað, að að lítið sem ekkert svigrúm sé til launahækkana á almennum vinnumarkaði þegar efsta lag samfélagsins telur að svigrúmið sé nægjanlegt fyrir það sjálft.\nStríðsátök og heimsfaraldur flæki komandi kjaraviðræður og þessar fregnir sendi skýr skilaboð inn í kjaraveturinn.\nsamtök atvinnulífsins sannfærðu okkur um það að þetta myndi ekki fara eins og þetta er að fara núna. það gekk lengi vel að það væri almennt samkomulag um það að það þyrfti að hækka lægstu launin, svo springur þetta allt í andlitið á okkur eins og við erum að sjá núna - það mun allavega setja okkur í betri samningsstöðu í haust. ég trúi því.\nþað sem mun skipta mestu máli er að við höfum fólkið á bakvið okkur og við munum ekki láta bjóða okkur siðrof í íslensku samfélagi.\n","summary":"Formaður VR segir að fréttir af launahækkunum forstjóra leggist illa í verkalýðsfélögin en bæti samningsstöðu þeirra í kjaraviðræðum sem framundan eru. "} {"year":"2022","id":"131","intro":"Sumartími verður festur í sessi í Bandaríkjunum samþykki fulltrúadeild Bandaríkjaþings ákvörðun öldungadeildarinnar þess efnis. Stuðningsfólk breytinganna segir þetta draga úr skammdegisþunglyndi og glæpum.","main":"Tvisvar á ári breyta Bandaríkjamenn klukkunni, færa hana afturábak eða áfram yfir á vetrar- eða sumartíma. Þessar árlegu tímastillingar heyra þó brátt sögunni til sé fulltrúadeild Bandaríkjaþings á sama máli og öldungadeildin. Þar á bæ var í gær samþykkt frumvarp um að festa sumartíma í sessi í öllu landinu allan ársins hring.\nBandaríkin spanna fjögur tímabelti og í 48 af 50 ríkjum er notast við sumar- og vetrartíma. Klukkan er þá færð fram um eina stund í mars en seinkað á ný í nóvember.\nHugmyndina um sumartíma í Bandaríkjunum má rekja til skrifa Benjamins Franklins árið 1784. Hann sagði að spara mætti háar fjárhæðir með því að laga vökutíma fólks betur að sólarljósinu og forðast þar með óþarfa lýsingu.\nMarco Rubio, öldungardeildarþingmaður Repúblikana, sagði á þinginu í gær, ótal ástæður fyrir að skipta alfarið yfir í sumartímann. Það gæti dregið úr skammdegisþunglyndi og lækkað glæpatíðni. Þá sé það vilji yfirgnæfandi meirihluta Bandaríkjamanna. Það er reyndar nokkuð rétt hjá honum, sjö af hverjum tíu Bandaríkjamönnum segjast hlynntir breytingunni.\nSamþykki fulltrúadeildin breytinguna þarf forsetinn, Joe Biden, að undirrita lögin til samþykktar. Breytingin gengi þó ekki í gegn fyrr en í nóvember á næsta ári. Það er gert til að ferðaþjónustufyrirtæki og önnur sem skipuleggja allar samgöngur fái aðlögunartíma.\n","summary":"Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær að festa sumartíma í landinu í sessi. Það sé meðal annars gert til að draga úr skammdegisþunglyndi og glæpum. "} {"year":"2022","id":"131","intro":"Efnahagsbatinn í ár verður líklega hægari en áður var talið vegna áhrifa kórónuveirunnar og innrásar Rússa í Úkraínu ef stríðið dregst á langinn. Þetta er mat fjármálastöðugleikanefndar en skýrsla nefndarinnar var kynnt í Seðlabankanum í morgun.","main":"Traust staða heimila auðveldar þeim að standa undir hærri greiðslubyrði íbúðalána ef vextir hækka. Vanskil hafa minnkað frá upphafi kórónuveirufaraldursins og kaupmáttur ráðstöfunartekna hækkað.\nStaðan er góð á Íslandi í dag. Við erum að koma mjög vel út úr Covid faraldrinum en erum að fá vondar fréttir að utan sem við þurfum einhvern veginn að bregðast við.\nVið erum með sjálfbæra orku að miklu leyti og fjármálakerfi sem er ekki með neina erlenda áhættu og líka með stóran gjaldeyrisforða þannig að ég tel að við getum tryggt öryggi landsins og stöðugleika alveg sama hvaða vondu fréttir sem við fáum úr Evrópu.\nSvo er að sjá hvaða áhrif stríðið í Úkraínu hefur á fjölda ferðamanna sem sækir landið heim.\nÞar eru ákveðin hættumerki á lofti, hækkandi eldsneytisverð, farmiðar gætu hækkað og svo er þetta spurning um ferðavilja. Það er alveg hárrétt. Hún varð fyrir miklu áfalli í kófinu og þess vegna held ég að það séu bundnar við næsta sumar í þessari grein.\nÞað er náttúrulega mjög erfitt fyrir ferðaþjónustuna að fá annað áfall ofan í hið fyrra.\nHvað með verðbólguna eru ekki teikn á lofti að hún sé að fara úr böndunum? Það held ég ekki. Ég held að þeir þættir sem reka hana áfram eins og fasteignamarkaður sem eru ákveðin takmörk hvað hann getur hækkað. Við gripum til aðgerða á síðasta ári, takmörk á greiðslubyrði og veðsetningu, hvað fólk getur tekið mikið út að láni.\nÁsgeir segir að áhrifin séu enn að koma fram\nStaðan er það góð, við erum með það sterkan fjármagnsstöðuleika að við getum hæglega hækkað vexti og hert að kerfinu til að róa það niður. En langtíma verðstöðuleiki kemur aðeins í gegnum þjóðarsátt að við vinnum saman.\n","summary":"Efnahagsbatinn eftir faraldurinn verður hægari en vænst var vegna innrásarinnar í Úkraínu. Seðlabankastjóri segir ferðaþjónustuna vart mega við öðru áfalli. "} {"year":"2022","id":"132","intro":"Hjálparsamtök óttast að fylgdarlaus börn frá Úkraínu hafi þegar lent í klóm fólks sem stundar mansal. Á þeim tuttugu dögum sem liðnir eru frá innrásinni í Úkraínu verður úkraínskt barn flóttamaður á hverri sekúndu.","main":"Um 1,4 milljónir barna eru í hópi þeirra fjölmörgu sem flúið hafa frá Úkraínu frá því Rússar réðust inn í landið þann 24. febrúar síðastliðinn. Það eru tuttugu dagar síðan innrásin hófst og tölurnar sýna að á hverjum degi hafa um 70 þúsund börn flúið heimili sín. James Elder, talsmaður UNICEF, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, segir að það séu um 55 börn á hverri mínútu, sem þýði að næstum á hverri sekúndu verði úkraínskt barn flóttamaður.\nMörg þessara barna eru á flótta með fjölskyldum sínum, en ekki öll. Áætlað er að um 200 þúsund úkraínsk börn búi á munaðarleysingjaheimilum. Samtök sem kallast Aerial Recovery eru meðal þeirra sem reyna að aðstoða þessi börn við að komast í öruggt skjól utan heimalandsins. Og það er alveg ljóst að þá aðstoð þarf. Eins og í flestum stríðsátökum sprettur upp fólkið sem nýtir sér neyð annarra. Eftirlitslaus börn á flótta eru sérstaklega berskjölduð fyrir mansali og þegar er óttast um afdrif þúsunda munaðarlausra barna í Úkraínu, barna sem hjálparsamtök hafa ekki náð að hafa upp á eftir að stríðið braust út.\nEins og kunnugt er mega karlmenn á aldrinum 18 til sextugs ekki yfirgefa landið því þeir þurfa að sinna herþjónustu. Séu karlmenn hins vegar á ferð með þrjú eða fleiri börn er þeim oft hleypt út úr landi. Mikil ringulreið ríkir víða á landamærastöðvum í Úkraínu og lítið svigrúm til eftirlits með þeim sem yfirgefa Úkraínu. Samkvæmt áðurnefndum samtökum eru dæmi þess að karlar fari úr landi með börn sem þeir eiga ekkert í, börn sem þá verða fórnarlömb mansals.\nÖnnur aðferð sem þrælahaldarar beita er að nýta örtröðina á landamærum til að lokka til sín börn með loforðum um mat og húsaskjól. Börn sem hafa hvergi höfði að halla verða þannig oft auðveld bráð.\n","summary":"Á þeim tuttugu dögum sem liðnir eru frá innrásinni í Úkraínu verður úkraínskt barn flóttamaður á hverri sekúndu. Hjálparsamtök óttast að fylgdarlaus börn hafi þegar lent í klóm mannræningja. fólks sem stundar mansal. "} {"year":"2022","id":"132","intro":"Karl Gauti Hjaltason fyrrverandi alþingismaður ætlar að kæra til ríkissaksóknara niðurfellingu á máli gegn yfirkjörstjórn Norðurlands vestra.","main":"Sem kunnugt er urðu mikil eftirmál vegna meðhöndlunar og frágangs kjörgagna í Borgarnesi eftir alþingiskosningarnar á liðnu hausti. Karl Gauti Hjaltason þingmaður Miðflokksins féll út við endurtalningu atkvæða og kærði hann málið til lögreglustjórans á Vesturlandi sem ákvað að sekta yfirkjörstjórnarfólk fyrir brot á lögum sem kveða á um meðferð kjörgagna, en hefur nú fellt málið niður.\nSegir Karl Gauti Hjaltason. Þegar hann kærði málið hafi legið fyrir að meðferð kjörgagna hafi ekki verið lögum samkvæmt og lögreglustjórinn hafi verið sammála.\nSamkvæmt upplýsingum fréttastofu er ákvörðunin um að fella málið niður meðal annars byggð á því að í nýjum kosningalögum, sem tóku gildi um áramótin, er ekki að finna skýr ákvæði um að það sé refsivert að skilja atkvæði eftir óinnsigluð.\n","summary":"Karl Gauti Hjaltason fyrrverandi alþingismaður ætlar að kæra til ríkissaksóknara, þá ákvörðun lögreglustjórans á Vesturlandi að fella niður mál á hendur yfirkjörstjórn Norðurlands vestra. til ríkissaksóknara. Hann segir traust á kosningum undir og pottur hafi verið margbrotinn."} {"year":"2022","id":"132","intro":"Staðan á hjúkrunarheimilum á Akureyri vegna covid er ágæt, þó talsvert sé um smit bæði meðal heimilismanna og starfsfólks. Framkvæmdastjóra hjúkrunar sýnist að smitum fari fækkandi meðal starfsfólks.","main":"Heilsuvernd hjúkrunarheimili reka heimili fyrir tæplega tvöhundruð íbúa. Covid smit hafa verið mjög mörg síðustu vikur að sögn Þóru Sifjar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsuvernd.\nStaðan hefur verið ágæt en hún er búin að vera krefjandi líka. Það hafa verið mikil smit í starfsmannahópnum og það eru smit líka meðal íbúa hérna hjá okkur. Stærsta áskorunin hefur verið að manna heimilin. Hvernig hafið þið leyst það? Við leysum það með frábæru starfsfólki sem við erum með hérna.\nHún segir að það smitin hafi ekki komið niður á öllum heimilum samtímis og því hafi verið hægt að færa til starfsfólk.\nJákvæð teikn eru á lofti í starfseminni.\nTilfinningin mín er að það sé aðeins farið að hægjast á í starfsmannahópnum sem betur fer.\nEnn séu takmarkanir á heimsóknum aðstandenda.\nOg erum svona að doka þangað til að þessi bylgja er gengin yfir og munum aflétta bara eins fljótt og hægt er.\nÞannig að þið látið bara vel af ykkur? Við látum bara ágætlega af okkur, það þýðir ekkert annað. Við erum farin að sjá vonandi fyrir endann á þessu þannig að við bíðum spennt.\n","summary":"Staðan á hjúkrunarheimilum á Akureyri hefur verið krefjandi en framkvæmdastjóri hjúkrunar segir að farið sé að draga úr smiti meðal starfsfólks. sér fram á bjartari tíma þar sem smitum meðal starfsmanna fækkar."} {"year":"2022","id":"132","intro":"Bræla er á loðnumiðunum og ekki útlit fyrir að hægt verði að veiða aftur fyrr en um næstu helgi. Enn eru óveidd rúm 200 þúsund tonn af loðnu og tæpt að náist að veiða allan kvótann fyrir vertíðarlok.","main":"Loðnuvertíðin það sem af er hefur verið verið erfið. Djúpar lægðir gengið yfir og veðrið verra en mörg undanfarin ár. Þá hefur loðnan verið dreifð og sjaldan á vísan að róa. Engu að síður eru tæplega 480 þúsund tonn af loðnu komin á land á vertíðinni.\nSegir Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja. Nú er bræla og flotinn í landi og Stefán segir ekki útlit fyrir veiðiveður aftur fyrr en um næstu helgi. Um síðustu helgi var góð veiði við Vestmannaeyjar, en einnig við Snæfellsnes þar sem telja menn að komin sé langþráð vestanganga.\nLeyfilegur heildarafli íslensku loðnuskipanna er 685 þúsund tonn eftir að heimildir sem Norðmenn nýttu ekki hafa verið færðar yfir á íslenska flotann. Því eru rúm 200 þúsund tonn enn óveidd.\n","summary":"Hæpið er að takist að veiða allan loðnukvótann fyrir vertíðarlok. Tvöhundruð þúsund tonn eru enn óveidd. "} {"year":"2022","id":"132","intro":"Mikið álag hefur verið á Skattinum undanfarið vegna framtalsskila. Framteljendur virðast hafa verið duglegir í hlutabréfakaupum á síðasta ári og framtal þeirra vefst fyrir mörgum.","main":"Frestur til að skila inn framtali rann út á miðnætti og er heildarfjöldi framteljenda 316 þúsund. Í lok framtalsfrests voru 221 þúsund búin að skila inn, sjö þúsund færri en á sama tíma í fyrra, en samkvæmt upplýsingum frá Skattinum bendir ekkert til annars en að skilin fari yfir 300 þúsund eða um 95%. Rúmlega fjögur þúsund manns pöntuðu símtal við Skattinn til að fá aðstoð og á annan tug þúsunda tölvupósta barst stofnuninni í framtalsfrestinum og gekk vel að svara. Þegar fresturinn rann út var 900 póstum ósvarað, en þeim verður svarað í dag eða á morgun. Þá bárust rúmlega 19 þúsund símtöl til framtalsaðstoðarhópsins. Stefán Skjaldarson sviðsstjóri álagningarsviðs segir að nýtt símkerfi stofnunarinnar hafi aðeins hökt þegar álagið var mest.\nSegir Stefán Skjaldarson. Hann segir tiltölulega einfalt að skila þessum upplýsingum ef fólk gefur sér smá tíma til að skoða málin. Hann segir að vel hafi gengið að greiða úr vanda fólks.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"132","intro":"Bandarískur ferðamaður sem fannst laust fyrir miðnætti í gær, norður af Mýrdalsjökli, eftir umfangsmikla leit, virðist vera reynslumikill. Björgunarsveitarmaður segir það þó litlu skipta þegar kemur að íslenskri veðráttu.","main":"Hann virðist hafa farið víða en það er svolítið þannig að það skiptir litlu máli hvaða reynslu menn hafa þegar þeir mæta íslensku slyddunni. Hún getur verið mjög skæð. Hún er líka hlutur sem að þeir sem hafa verið að fara á Suðurskautið, norðurpólinn , Grænland eða Noreg þekkja ekki. Þetta eru aðstæður sem eru ekki meginlandsloftslag.\nBjörgunarsveitarmennirnir komu að manninum á svokallaðri Snæbýlisheiði.\nAðalmálið var að erfitt var að komast að manninum því það þurfti að komast yfir ár sem voru illfærar.\nGuðbrandur segir að maðurinn hafi verið ágætlega búinn, hann var með tvo neyðarsenda og skíði en lét ekki vita af sér áður en hann lagði af stað.\nHann var ekki búinn að veita okkur góðar upplýsingar þannig að því leytinu til var hann illa búinn.\nÞað er mjög algengt að þessir aðilar sem eru að koma hingað og labba þvert yfir landið þar sem flestum kemur helst til hugar að sitja heima hjá sér og drekka heitt kakó. Þá er mjög stór hluti sem sendir inn ferðaáætlanir og undirbýr sig mjög vel. En þarna hefur undirbúningurinn ekki verið nógu góður því við vorum ekki með neinar upplýsingar um manninn. Þá þurfum við að senda meira en seinna gefur tilefni til. En það var fullt tilefni til að senda allt sem við höfðum í gær í ljósi þess að við fengum ekki nákvæma staðsetningu í byrjun.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"132","intro":"Manchester City varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld. City er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Liverpool sem á leik til góða.","main":"Manchester City heimsótti Crystal Palace í eina leik gærkvöldsins og lauk leiknum með markalausu jafntefli á Selhurst Park. Þessi úrslit hleyptu spennu í toppbaráttuna en fjórum stigum munar nú á City og Liverpool sem er í öðru sætinu. Liverpool mætir Arsenal á miðvikudag og fari Liverpool með sigur af hólmi munar aðeins einu stigi á liðunum. City hefur nú spilað 29 leiki en Liverpool 28.\nFramherjinn Christian Eriksen var í dag valinn í danska landsliðið fyrir tvo vináttuleiki gegn Hollandi og Serbíu sem fram undan eru hjá Dönum. Þetta er í fyrsta sinn sem Eriksen er valinn í landsliðshópinn eftir að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í fótbolta síðasta sumar. Eriksen fékk græddan í sig bjargráð á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í fyrra og töldu margir að fótboltaferli hans væri lokið. Bjargráðurinn kom í veg fyrir að hann mætti spila áfram með Inter á Ítalíu vegna reglna þar í landi en hann gekk til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Brentford í byrjun árs.\nÁstralski kylfingurinn Cameron Smith tryggði sér sigurinn á Players-meistaramótinu í golfi sem lauk loks á TPC Sawgrass vellinum í Flórída í gærkvöld. Veðurguðirnir léku mótshaldara grátt alla helgina og því var mótið spilað á fimm dögum í stað fjögurra eins og venjan er. Smith, sem var að vinna sinn fimmta sigur á PGA-mótaröðinni, lék lokahringinn á 66 höggum eða á sex höggum undir pari og vann samanlagt á þrettán höggum undir pari, einu höggi á undan inverska kylfingnum Anirban Lahiri. Verðlaunafé á Players-meistaramótinu er almennt hærra en það sem gengur og gerist á PGA-mótaröðinni en tryggði Smith sér 3,6 milljónir bandaríkjadali með sigrinum. Það nemur um 477 milljónum króna.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"132","intro":"Tugir Íslendinga tapa himinháum fjárhæðum í netsvindli á hverju ári. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segist hafa sloppið með skrekkinn þegar hann lenti í klóm netglæpaklíku.","main":"Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, var meðal þeirra fyrstu sem létu til sín taka á netinu fyrir síðustu aldamót. Hann stofnaði snemma bloggsíðu og var ötull talsmaður nýrrar tækni. Björn er ekki nýr á netinu eða illa áttaður í stafrænum heimi. Engu að síður hnaut hann um auglýsingu á netinu sem vakti forvitni hans.\nÞað gerði ég á Facebook og var alveg undrandi í raun og veru að sjá hvað það voru margar auglýsingar um gylliboð sem þekktir Íslendingar komu nálægt og fólk sem þekkti var að mæla með að nýta sér þetta tækifæri. Og svona er maður áhrifagjarn að ég ákvað að prófa að sjá hvernig hefur þetta gengið fyrir sig.\nÓafvitandi var Björn genginn gildru glæpamanna eins og tugir Íslendinga árlega. Hann skráði sig á síðuna og fékk í kjölfarið símtalið frá þjónustufulltrúa, sem vildi skrá nákvæmar upplýsingar og fá send afrit af vegabréfi og fleiri skilríkjum. Birni fannst þetta undarlegt og ákvað að bíða. Eftir að hafa ráðfært sig við lögreglu lokaði hann greiðslukortinu sínu og sleit á öll samskipti við glæpamennina.\nBjörn er heppnari en flestir sem lenda í klóm netglæpamanna. Í þeim tilvikum sem berast lögreglu er meðaltapið sextán milljónir króna. Gísli Jökull Gíslason, rannsóknarlögreglumaður, tekur á móti fjölda fórnarlamba.\nSorgin í þessum sögum er mjög stór og fjárhagslegt tjón, hvað er það sem þú þolir? Í flestum þessara dæma er fólk yfirleitt komið yfir það strik sem það þolir. Það getur kannski reddað því á endanum með aðstoð góðra vina eða einhvers konar lánafyrirgreiðslu. En þeir hætta ekki á meðan þeir geta tekið af þér peninga\n","summary":null} {"year":"2022","id":"133","intro":"Gular og appelsínugular viðvaranir hafa tekið gildi um stóran hluta landsins og hefur veðrið sett samgöngur úr skorðum. Þegar líður á daginn færist lægðin yfir norðan- og austanvert landið. Anna Þorbjög Jonsdóttir.","main":"Óveðrið hefur mikil áhrif á bæði innanlands- og millilandaflug. Flugi frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað fram á seinnipart dags eða til kvölds. Innanlandsflugferðum hefur öllum verið aflýst. Strætó hefur einnig aflýst flestum ferðum á landsbyggðinni vegna veðurs.\nKristinn Þröstur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni segir lokanir á vegum vera á Suður- og Vesturlandi og á Vestfjörðum en viðbúið sé að þegar líður á daginn verði vegum lokað á Norðurlandi.\nÞetta byrjaði svona um 8 leytið með einhverjum árekstri upp á Hellisheiði sem lokaði veginum. Svo hefur með deginum lokað Hellisheiði, Þrengsli svo fóru Mosfellsheiði og Lyngdalsheiðin bara rétt áðan í lokað. Eins er lokað á Krýsuvíkurvegi.\nKristinn segir Bröttubrekku lokaða en Holtvörðuheiði sé enn opin.\nAllt norðanvert Snæfellsnes er lokað og heiðarnar þangað yfir. Fyrri ferð dagsins með ferjunni Baldri var aflýst. Á Vestfjörðum er víða búið að loka vegum og hefur Kleifaheiði og Steingrímsfjarðarheiði verið lokað sem og veginum um Hálfdán. Kristinn segir viðbúið að loka þurfi fleiri leiðum.\nAf hverju eru þessar lokanir? Það er bara mikill skafrenningur og mjög hvasst. En kannski með hækkandi hitastigi í dag þá breytist það eitthvað. En það á ekki að fara að lægja fyrr en um 4 leytið á Suðvesturhorninu held ég.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"133","intro":"Sterkar sjálfstæðar konur og mataræði fyrir úlfa eru meðal yrkisefna í Eurovisionlögum Norðurlandanna. Öll löndin fimm hafa nú valið sitt framlag.","main":"Sem kunnugt er verða það systurnar Sigga, Elín og Beta sem stíga á svið í Torínó á Ítalíu í maí fyrir hönd Íslands, með lagi Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttur Með hækkandi sól.\nSvíar völdu sömuleiðis sitt framlag á laugardagskvöld. Flytjandinn heitir Cornelia Jakobs og var áður í stúlknasveitinni Love Generation. Sveitin tók tvisvar þátt í sænsku söngvakeppninni Melodifestivalen. Sólóferillinni var greinilega vænlegri til árangurs hjá Corneliu Jakobs og lagið hennar Hold Me Closer verður framlag Svía í ár.\nEin þekktasta rokkhljómsveit Finna fyrr og síðar tekur þátt í keppninni fyrir hönd heimalandsins. Þó samstarf hljómsveitarinnar The Rasmus spanni á þriðja áratug er þetta í fyrsta sinn sem þau taka þátt í keppninni. Lagið þeirra, Jezebel, er helgað sterkum sjálfstæðum konum.\nÖllu styttra er samstarf dönsku hljómsveitarinnar REDDI, sem einfaldlega var sett saman fyrir söngvakeppnina þar í landi. REDDI eru fjórar og syngja lagið The Show.\nOg síðast en ekki síst eru það Norðmenn, sem fara heldur ótroðnar slóðir í ár. Grímuklædd hljómsveitin Subwoolfer býður upp á lausnina gegn gráðugum úlfum í ævintýrunum. Lagið heitir Give That Wolf a Banana, gefum úlfinum banana. Grímuklæddu flytjendurnir kalla sig Keith og Jim og vilja með uppástungunni um nýtt matarræði úlfanna bjarga ömmum um allan heim.\n","summary":"Allar Norlandaþjóðirnar hafa nú valið sitt framlag í Eurovision. Sterkar sjálfstæðar konur og frumlegt úlfafóður eru meðal yrkisefna. í lögunum fimm. "} {"year":"2022","id":"133","intro":"Næstum þrjár milljónir Úkraínumanna hafa nú flúið heimalandið frá innrás Rússahers. Friðarviðræður Úkraínumanna og Rússa eru á dagskrá í dag og viðsemjendur eru hæfilega bjartsýnir.","main":"Um tvær komma sjö milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimalandið undanfarna daga og vikur eða frá því að Rússlandsher réðst inn í landið. Fjöldinn er þvílíkur að við blasir mesti flóttamannavandi Evrópu á öldinni. Flest hafa leitað skjóls í nágrannaríkinu Póllandi. Í næststærstu borg landsins, Krakow, eru bráðabirgðahúsnæði og önnur skýli fyrir flóttamenn yfirfull.\nFólk er ekki að flýja að ástæðulausu. Ásókn Rússahers að höfuðborginni Kænugarði herðist enn. Tveir létust og þrjú særðust í sprengjuárás á fjölbýlishús í norðvesturhluta borgarinnar í morgun. Verst þykir ástandið í borginni Mariupol sem er í herkví Rússa. Í dag á enn einu sinni að reyna að koma íbúum borgarinnar á brott en það hefur ekki þótt óhætt vegna stöðugra árása Rússahers. Þetta er kapphlaup við tímann því íbúar borgarinnar eru nánast án matar, drykkjar og rafmagns.\nFriðarviðræður fulltrúa stjórnvalda Úkraínu og Rússlands halda áfram í dag. Þær hafa enn engu skilað sem máli skiptir fyrir íbúa Úkraínu en eftir fundi helgarinnar sagði ráðgjafi Úkraínuforseta að uppbyggilegur tónn væri kominn í orðræðu Rússa. Það gæfi vonandi góð fyrirheit um að hægt yrði að komast að einhvers konar samkomulagi á næstu dögum, þó viðsemjendur segist báðir hóflega bjartsýnir í þeim efnum.\n","summary":"Friðarviðræður fulltrúa stjórnvalda Úkraínu og Rússlands halda áfram í dag. Um tvær komma sjö milljónir Úkraínumanna hafa flúið heimalandið. Fjöldinn er þvílíkur að við blasir mesti flóttamannavandi Evrópu á öldinni."} {"year":"2022","id":"133","intro":"Fjögur hundruð og fimmtíu manns hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi frá áramótum. Hundrað sjötíu og níu þeirra eru með tengsl við Úkraínu. Fjöldinn gæti verið meiri því fólk má dvelja hér á landi í allt að þrjá mánuði án þess að gefa sig fram.","main":"Færri komu hingað til lands um helgina en dagana á undan. Undanfarna þrjá daga voru 48 skráðir í kerfi lögreglunnar, 29 þeirra með tengsl við Úkraínu. Mikill fjöldi þeirra sem flúið hafa átökin eru konur og börn. Alls hafa 96 konur og 50 börn komið hingað til lands frá Úkraínu frá innrás Rússa í landið 24. febrúar. Gylfi Þór Þorsteinsson aðgerðarstjóri móttöku úkraínsku flóttamannanna segir að á vefinn Island.is hafi borist um þrjú hundruð íbúðir. Gylfi segir að þetta sé allt frá því að vera herbergi inni á heimilum og upp í íbúðir. Hann segir að skoða verði öll tilboðin og tryggja að húsnæðið sé öruggt. Sú vinna sé að fara í gang en hann hvetur fólk sem getur lánað húsnæði að skrá það á Island.is. Langflestir þeirra sem sótt hafa um alþjóðlega vernd hér á landi á þessu ári koma frá tveimur löndum; 179 frá Úkraínu og 157 frá Venesúela en ríkisföngin eru alls tuttugu og eitt. Útlendingastofnun sér um að útvega fólki, sem óskar eftir alþjóðlegri vernd, húsaskjól. Almenna reglan er sú að fólk fær húsnæði í tvær vikur eftir að jákvæð niðurstaða liggur fyrir, eftir það þarf fólkið að leita sér sjálft að húsnæði.\nUm það bil helmingur þeirra 179 ríkisborgara Úkraínu sem hefur sótt um vernd hér undanfarnar vikur dvelur í húsnæði á eigin vegum, hjá ættingjum eða vinum. Hinn helmingurinn dvelur í búsetuúrræðum sem Útlendingastofnun rekur. Samtals dvelja um 600 umsækjendur um vernd í búsetuúrræðum stofnunarinnar. Félagsmálaráðuneytið tók við hlutverkinu um áramót en Útlendingastofnun sinnir því tímabundið.\n","summary":"Um sex hundruð umsækjendur um alþjóðlega vernd dvelja í búsetuúrræðum Útlendingastofnunar. Fjögur hundruð og fimmtíu hafa sótt um slíka vernd það sem af er ári."} {"year":"2022","id":"133","intro":"Kjöt, egg, sjávarafurðir, mjólk og fleiri matvörur geta fengið merkinguna Íslenskt staðfest. Þessi nýja upprunamerking matvæla er nokkuð sem lengi hefur verið kallað eftir segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.","main":"Ný upprunamerking matvöru, Íslenskt staðfest, var kynnt í dag. Fiskur, kjöt, mjólk og egg verða að vera að öllu leyti íslensk til að geta fengið merkinguna. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir lengi hafa verið kallað eftir þessu.\nKjöt, egg, fiskur og mjólk þarf að vera alveg íslenskt, líka í samsettum vörum til þess að geta fengið merkið Íslenskt staðfest. Önnur innihaldsefni í samsettum matvörum verða að vera sjötíu og fimm prósent íslensk. Þá má setja merkið, Íslenskt staðfest, á plöntur, blóm og matjurtir, sem eru ræktuð á Íslandi. Bjarni Friðrik Jóhannesson forstöðumaður innkaupa og vöruflokkastýringar Krónunnar, fagnar nýju merkingunni.\n","summary":"Kjöt, egg, sjávarafurðir, mjólk og fleiri matvörur geta fengið merkinguna Íslenskt staðfest. Nokkuð sem lengi hefur verið kallað eftir segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. "} {"year":"2022","id":"133","intro":"Einn besti leikstjórnandi sögunnar í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, Tom Brady, tilkynnti í gærkvöld að hann væri hættur við að hætta. Hann mun því hefja sína 23. leiktíð í NFL-deildinni í haust.","main":"Tom Brady, sem er að flestum talinn besti leikmaður í sögu NFL-deildarinnar, greindi frá því í byrjun febrúar að hann væri hættur eftir 22 ár í deildinni. Hann lék í 20 ár með New England Patriots en síðustu tvö ár hefur hann spilað með Tampa Bay Buccaneers. Brady, sem er 44 ára, er nú hættur við að hætta og greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hann ætli sér að halda áfram með Tampa þegar leiktíðin hefst í haust. Brady hefur sjö sinnum unnið Ofurskálina og fimm sinnum hefur hann verið valinn besti leikmaðurinn úrslitaleiksins.\nVetrarólympíumóti fatlaðra lauk í Beijing í Kína í gær. Úkraína endaði í 2. sæti yfir fjölda verðlauna á mótinu og er þetta besti árangur þjóðarinnar á Vetrarólympíuleikum. Úkraínskir íþróttamenn unnu til 29 verðlauna í Beijing, 11 gullverðlauna, 10 silfurverðlauna og átta bronsverðlauna. Verðlaunin komu öll í skíðagöngu og skíðaskotfimi. Kína endaði langefst yfir fjölda verðlauna á mótinu með 18 gull, 20 silfur og 23 brons, 61 verðlaun talsins, en í þriðja sæti var Kanada með 25 verðlaun.\nPlayers meistaramótið í golfi, sem stundum hefur verið kallað fimmta risamótið hjá körlunum, stendur yfir á TPC Sawgrass vellinum í Flórída. Golfmótum á PGA-mótaröðinni lýkur jafnan á sunnudögum þegar fjórði hringurinn er leikinn en nú er kominn mánudagur og enn hefur ekki verið hægt að klára þriðja hring. Veðrið hefur sannarlega sett stórt strik í reikninginn. Úrhellisrigning, stormur og þrumuveður hefur gengið yfir svæðið síðustu daga og því hafa mótshaldarar stöðugt þurft að fresta keppni. Lokadagurinn verður spilaður í dag og er indverski kylfingurinn Anirban Lahiri í forystu á níu höggum undir pari. Lahiri hefur aldrei fagnað sigri á PGA-mótaröðinni en hann er í 322. sæti heimslistans. Bandaríkjamennirnir Harold Varner III og Tom Hoge eru næstir á átta höggum undir pari.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"133","intro":"Mikið af mjólkursykri rennur enn í Lagarfljót frá starfsstöð MS á Egilsstöðum. Heilbrigðiseftirlit Austurlands hefur í mörg ár beint því til fyrirtækisins að bæta hreinsun á fráveitu.","main":"Hjá MS á Egilsstöðum er framleitt mikið af osti sem aðallega er seldur til pizzugerðar. Aðeins um 10% mjólkurinnar fer í ostinn en hitt rennur frá sem mysa. Lengi vel fór hún lítt hreinsuð í Lagarfljót og enduðu fita, prótín og mjólkursykur í fljótinu. Ekki er langt síðan bæði fita og og mjólkursykur mældust langt yfir starfsleyfismörkum og gerði fyrirtækið úrbætur til að ná fitunni úr frárennslinu en mjólkursykurinn rennur enn út í náttúruna.\nLengi hefur staðið til hjá MS að safna saman 54 milljónum lítra af mysu frá starfsstöðvum sínum og framleiða meðal annars úr henni hreinan vínanda á Sauðárkróki. Ekkert hefur enn orðið af þessu og hefur heilbrigðiseftirlit Austurlands enn og aftur krafið fyrirtækið um að ljúka úrbótum. Fyrirtækinu verður gert að taka sýni úr fráveitunni í byrjun sumars. Í samtali við Austurfrétt segir rekstrarstjóri hjá MS að ekki hafi verið hægt að opna verksmiðjuna á Sauðárkróki vegna tafa sem meðal annars megi rekja til Covid. Vonir standi til að starfsemin fari í gang síðla árs.\n","summary":"Mjólkursykur og önnur lífræn efni streyma enn frá starfsstöðvum MS út í náttúruna þrátt fyrir loforð fyrirtækisins um að hreinsa fráveituna betur. Fyrirtækinu hefur enn ekki tekist að opna verksmiðju á Sauðárkróki þar sem til stendur að vinna vínanda úr mjólkursykri. "} {"year":"2022","id":"133","intro":"Úkraínskur flóttamaður segir að Rússar hafi truflað mótmæli gegn stríðinu í Úkraínu við rússneska sendiráðið í gær.","main":"Hópur fólks gekk frá Hallgrímskirkju í gær að rússneska sendiráðinu þar sem mótmælafundur gegn innrásinni í Úkraínu fór fram. Meðal þátttakenda var Sasha Karisjenkó sem kom til landsins fyrir skömmu eftir að hafa flúið stríðsátökin í heimalandinu. Bíll hafi komið þar að og að minnsta kosti tveir menn stigið út.\nSasha segir að mennirnir hafi hrópað Dýrð sé Rússlandi. Þeir hafi af öllu að dæma verið Rússar, bæði hvað útlit og framburð varðar. Hún segir mennina hafa verið ógnandi, en ekki nálgast hópinn og ekki hafi komið til átaka. Hún segir að konur og börn séu fjölmennust í hópi úkraínskra flóttamanna og framkoma mannanna hafi vakið hjá þeim ótta.\nSasha segir að eðlilega hafi fólkið orðið óttaslegið, það hafi komið hingað til lands í leit að vernd og það vilji upplifa sig sem fjærst stríðsátökunum, þar sem hús þeirra séu sprengd og landar drepnir. Það hafi því vakið ótta fólksins að heyra Rússa hrópa Dýrð sé Rússlandi.\n","summary":"Úkraínskur flóttamaður segir að Rússar hafi truflað mótmæli gegn stríðinu í Úkraínu við rússneska sendiráðið í gær. Það hafi vakið ótta meðal flóttamannanna."} {"year":"2022","id":"134","intro":"Samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum eru um 70 prósent rússnesku þjóðarinnar fylgjandi hernaðaraðgerðunum í Úkraínu.","main":"Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, segist þó enn verða var við mótmæli á götum Moskvu. Hann telur að fjöldi fólks lýsi ekki skoðun sinni af ótta við viðurlög yfirvalda.\nÉg verð ekki var við að það dragi neitt sérstaklega úr mótmælum en hinsvegar verðum við vör við aukna löggæslu, það eru lögreglumenn og það eru óeirðarlögregla og fólk hefur verið handtekið Þúsundum saman þannig að auðivtað getur það haft áhrif. Þar að auki hafa verið sett hér lög sem að gera það refsivert að tala um þessa atburði með tilteknum hætti. Það getur verið refsivert upp í 15 ár, 15 ára fangelsi að nota tiltekin orð um það sem á sér stað í Úkraínu. Þannig það eru auðvitað margir sem að veigra sér við að taka þátt í mótmælum sem að jafnvel innst inni eru þeim algerlega ósammála. Það er mjög erfitt að meta hver mótstaðan raunverulega er.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"134","intro":"Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir Íslendinga ekki eiga að velta fyrir sér hvort okkar innviðir standi undir því að taka á móti þúsundum flóttamanna í einu vetfangi. Fordæmi séu fyrir því hér á landi að tekið hafi verið við mörgum þúsundum manna sem fara þurftu af heimilum sínum í skyndi.","main":"Ég held að við eigum ekki að spyrja okkur þeirrar spurningar. Við þurfum bara að gera það sem gera þarf. Við höfum ekki hugmynd um hvað það verður margt fólk. Fyrir tæplega 50 árum tókum við hér uppi á fastalandinu á móti fimm þúsund manns sem þurftu að flýja Vestmannaeyjar á einni nóttu. Þetta er mannúð. Þetta er hryllilegt ástand þarna í Úkraínu og við munum gera það sem gera þarf.\nUndirbúningur fyrir komu flóttafólksins heyrir undir fjölda ráðuneyta. Í heilbrigðiskerfinu er vinna einnig þegar hafin fyrir komu fólksins. Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra.\nOg heilbrigðisþátturinn er einn þeirra þátta sem við erum að undirbúa. Það er verið að undirbúa það í heilsugæslunni að taka á móti fólki og skima fyrir ýmiss konar sjúkdómum og svo fólkið sem er að lenda í slíkri neyð og orðið fyrir þetta miklu áfalli að taka utan um það fólk.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"134","intro":"Um 300 ábendingar um húsnæði fyrir flóttafólk hafa borist í gegnum Ísland.is síðstu daga en viðbúið er að margir munu koma vegna innrásarinnar í Úkraínu á næstunni. Tæplega 180 flóttamenn hafa komið frá því átökin hófust, þar af 36 frá því á föstudag.","main":"Af þeim sem sótt hafa um hæli á Íslandi frá áramótum eru flestir frá Úkraínu, næst flestir frá Venúsela, síðan frá Palestínu, Honduras og Yemen. Á fimmtudag höfðu 150 frá Vensúela sótt um hæli og 143 frá Úkraínu. Síðustu tvo daga hafa svo bæst við 36 Úrkaínumenn samkvæmt upplýsingum landamærasviðs lögreglunnar. Vinna stendur yfir vegna aukins fjölda þeirra sem hingað leita skjóls. Gylfi Þór Þorsteinsson er aðgerðarstjóri móttöku flóttafólks.\nSem betur fer miðar okkur áfram, það eru komnar um 300 ábendingar um húsnæði inn á vefinn Ísland.is.\nÞað húsnæði er allt frá því að vera herbergi inni hjá fólki og upp úr. Íbúðir, einbýlishús, sumarbústaðir, við erum að fara yfir þessar umsóknir allar saman eða ábendingar. Sumar ganga ekki þannig að við þurfum að vinna þetta hratt. En við biðjum fólk að halda áfram að benda okkur á húsnæði til skamms og lengri tíma inn á vefnum Ísland.is\nGylfi segir flesta þá sem hafa komið frá Úkraínu hafa tengingu við Íslands og hafi því geta farið til ættingja og vina. Aðrir hafa farið í búsetuúrræði á vegum Útlendingastofnunar. Húsnæðið sem boðið hefur verið er dreift um landið.\nNú er það líka sem við þurfum að gera er að eiga samtal við sveitarfélögin. Samtal sem er hafið og sveitarfélögin hafa burgðist vel við. Eru tilbúin í að taka þennan slag með okkur sem betur fer og það samtal heldur áfram í vikunni til að tryggja þessu fólki sem er að flýja heimili sín skjól og umhyggju.\n","summary":"36 flóttamenn hafa komið til Íslands frá Úkraínu frá því á föstudag og um 180 frá því innrásin hófst. "} {"year":"2022","id":"134","intro":"Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson segist ekki geta annað en verið sáttur við árangur sinn á vetrarólympíumótinu í Beijing í Kína í morgun. Hann endaði í 5. sæti svigkeppninnar.","main":"Hilmar Snær var níundi eftir fyrri ferðina og vann sig því upp um fjögur sæti í seinni ferðinni og endaði í fimmta sæti. Það er besti árangur Íslendings frá upphafi á vetrarólympíumóti fatlaðra.\nSagði Hilmar Snær Örvarsson eftir keppnina í morgun. Sigurvegari í standandi flokknum var Arthur Bauchet frá Frakklandi. Silfur fór til Kína er Jingyi Liang átti fínar ferðir í brautinni. Adam Hall frá Nýja Sjállandi varð í bronsverðlaunasætinu. Í svigi eru farnar tvær ferðir og gildir samanlagður tími úr ferðunum tveimur. Brautin er lögð upp á nýtt milli ferða, og seinni brautin hentaði Hilmari einkar vel.\nÝmislegt hefur gengið á, á einu stærsta golfmóti ársins, Players mótinu í Bandaríkjunum. Ef allt hefði verið á áætlun ætti að leika fjórða og síðasta hring mótsins í kvöld, en hins vegar er nú aðeins einum hring lokið. Veðrið hefur nefnilega sett strik í reikninginn á Sawgrass vellinum Í Flórída. Festa þurfti leik í tvígang á fimmtudag og á föstudaginn var næstum ekkert hægt að spila. Þegar fyrsta hringnum lauk loks í gær voru Englendingurinn Tommy Fleetwood og Tom Hoge frá Bandaríkjunum efstir og jafnir á sex höggum undir pari. Fleetwood náði svo að leika þrjár holur á öðrum hring í gær en Hoge engar brautir. Mótið er því langt á eftir áætlun.\n","summary":"Skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson endaði í 5. sæti svigkeppninnar á vetrarólympíumótinu í Beijing í Kína í morgun. "} {"year":"2022","id":"135","intro":"Stríðsátök í Úkraínu eru farin að hafa bein áhrif á verðlag hér á landi. Dæmi eru um tuga prósenta hækkanir á einstökum hrávörutegundum. Lilja Alfreðsdóttir Menningar og viðskiptaráðherra segir brýnt að stjórnvöld leggist á eitt með seðlabankanum að ná utan um verðbólguna sem eykst meðal annars vegna vöruhækkana.","main":"Málefni tengd Úkraínu eru eitt af umfangsmestu verkefnum ríkisstjórnarinnar þessi dægrin. Stærsta verkefnið er tengd komu fjölda fólks á flótta hingað til lands. Talið er að allt frá fimmtán hundruð til fjögurra þúsunda manna gætu komið hingað frá Úkraínu. Stríðsátökin eftir innrás Rússa hafa einnig haft veruleg áhrif á verðlag hér á landi sem víðar. Lilja Alfreðsdóttir er menningar og viðskiptaráðherra.\nÞað sem kemur auðvitað beint við okkur er að við erum að sjá miklar hækkanir á hrávöru og ég nefni til að mynda bara verð á korni og áburði og vð sjáum til að mynda að bara verðið á hveiti er búið að hækka um 26 prósent frá áramótum og þetta þýðir auðvitað að það mun verða aukinn verðbólguþrýstingur í kjölfarið þannig að það er mjög brýnt að stjórnvöld stöndum vaktina og munum auðvitað standa með seðlabankanum í því að ná utan um verðbólguna.\n","summary":"Viðskiptaráðherra segir brýnt að stjórnvöld leggist á eitt með seðlabanka að ná utan um verðbólguna. Miklar hækkanir hafa verið á hrávörumörkuðum frá áramótum. "} {"year":"2022","id":"135","intro":"Ástandið er grafalvarlegt og sérlega hættulegt ungum börnum í borginni Mariupol í Úkraínu segja samtökin Læknar án landamæra. Úkraínumenn undirbúa sig nú fyrir stórsókn Rússa við höfuðborgina Kænugarð.","main":"Loftvarnaflautur ómuðu um Kænugarð í nótt og í morgun. Íbúi í borginni segir að sprengjudrunurnar núna séu þær mestu frá því innrás Rússa hófst 24. febrúar. Talið er að Rússlandsher stefni að því að umkringja borgina þeir hafa gert stórskotaliðsárásir á flugvöll í nágrenni höfuðborgarinnar í morgun. Úkraínuher hefur haldið aftur af framgangi rússneskra hersveita að Odesa sem er gríðarmikilvæg hafnarborg og þriðja stærsta borg landsins. Borgarbúar undirbúa nú varnir af miklum krafti en sést hefur til rússneskra landgöngupramma úti fyrir ströndinni auk þess sem fjöldi herflugvéla er sagður hafa verið skotinn niður.\nRússar hafa dögum saman látið sprengjum rigna yfir borgina Mariupol. Íbúðahverfi hafa verið jöfnuð við jörðu, sjúkrahús eyðilögð og tíðindi hafa borist af því að minnsta kosti ein fjöldagröf hafi verið tekin í borginni. Sergei Orlov varaborgarstjóri segir að fyrir nokkrum dögum hefði heitasta ósk fólks verið að stríðinu ljúki.\nBut today and yesterday, their best wish is to find some food and water. They even do not afraid and scared about continuous bombing and shelling.\nÍ dag, segir Orlov, að fólk geti ekki hugsað um annað en að útvega sér vat og mat, þau hræðist ekki einu sinni linnulaust sprengjuregn.\nSamtökin Læknar án landamæra segja ástandið í borginni grafalvarlegt, þar stefni í ólýsanlegan harmleik. Hundruð þúsunda komast ekki á brott úr borginni sem er nánast rústir einar. Fjölmargar fjölskyldur hafa hvort vatn, mat né lyf. Ástandið er sérstaklega hættulegt ungum börnum sem eiga í meiri hættu á ofþornun en eldri einstaklingar.\nÍ dag ætla Úkraínsk stjórnvöld að reyna að opna öruggar flóttaleiðir, til þess að forða fólki frá Mariupol og fleiri borgum sem eru umkringdar eða undir árásum og að sama skapi koma vistum til fólks sem verður þar um kyrrt.\n\"I really hope today that the day will be successful, and all planned routes will be open and Russia adheres to its obligations to guarantee the ceasefire. During the day, I will inform you about the results of our humanitarian routes. See you soon. Take care. Glory to Ukraine\"\nIryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segist vona að það eigi eftir að ganga vel og Rússar standi við samninga um vopnahlé á öruggum flóttaleiðum en það hefur ekki alltaf gengið sem skyldi síðustu daga.\n","summary":"Úkraínumenn undirbúa sig nú fyrir stórsókn Rússa við höfuðborgina Kænugarð. Læknar án landamæra segja að það stefni í ólýsanlegan harmleik í borginni Mariupol, ástandið þar sé grafalvarlegt og sérlega hættulegt ungum börnum"} {"year":"2022","id":"135","intro":"Byggðarráð Norðurþings hefur samþykkt að hefja viðræður við Íslandsþara ehf um uppbyggingu stórþaravinnslu á Húsavík. Gert er ráð fyrir að allt að 85 störf skapist í kringum vinnsluna.","main":"Fyrirtækið stefnir á að afla stórþara úti fyrir Norðurlandi, þurrka hann með jarðvarma og vinna úr honum efni sem notuð eru meðal annars í matvæla- og lyfjaframleiðslu. Formleg beiðni hefur borist byggðarráði Norðurþings og segir Benóný Valur Jakobsson, varaformaður ráðsins, jákvæðni meðal nefndarmanna um verkefnið en slík vinnsla yrði sú fyrsta hér á landi.\nÞetta er stórþaravinnsla. Þeir fengu rannsóknar- og nýtingarleyfi að taka allt að 40.000 tonn næstu 5 árin, á ári. Til að nýta. Þetta er mjög stórt. Við lönduðum rétt um 3000 tonnum á fiski á síðasta ári þannig að 40.000 tonn af þara, þetta er stórt.\nFyrir tæpum tveimur árum hafði fyrirtækið fengið vilyrði fyrir lóð á Húsavík en eftir nánari athugun þótti sú lóð ekki henta starfseminni. Lóðin sem nú er sótt um, er um 10.000 fermetrar og við höfnina. Ef leyfi fæst og starfsemin fer í gang geta allt að 85 störf skapast á 5-6 ára tímabili. Benóný segir ljóst að bæjarbúum þurfi að fjölga talsvert til að manna vinnsluna.\nAf því að stór hluti af þessum störfum í þaraverksmiðjunni eru sérhæfð störf fyrir líffræðinga og efnafræðinga og svo framvegis. Sem náttúrulega ekki búa á Húsavík og eru atvinnulausir alla vega.\nSíðustu þrjú ár hefur töluvert verið byggt á Húsavík og eftirspurn eftir lóðum er mikil. Benóný segir að nú sé orðið raunhæft að byggja og selja fasteignir þar sem fasteignaverð hafi hækkað.\nJá það er bara vonandi að við náum einhverjum samningum um lóðina. Það er svo sem næsta mál, stendur til íbúafundur á næstu vikum. Þannig að allir séu meðvitaðir um hvað er að fara að gerast.\n","summary":"Allt að 85 störf gætu skapast við stórþaravinnslu á Húsavík. Norðurþing hefur til skoðunar beiðni um lóð undir vinnsluna."} {"year":"2022","id":"135","intro":"Landssamtökin Þroskahjálp hafa áhyggjur af því að ekki sé gerð krafa um þekkingu á réttindum fatlaðs fólk í nýjum úrræðum útlendingastofnunar. Fatlaðir umsækjendur um alþjóðlega vernd eigi að njóta aukinna réttinda samkvæmt alþjóðlegum samningum.","main":"Dómsmálaráðuneytið ákvað í síðasta mánuði að segja upp samningum við Rauða krossinn á Íslandi sem sinnt hefur talsmannaþjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd um árabil. Landsamtökin Þroskahjálp hafa lýst yfir áhyggjum af því að verðmæt þekking á málefnum fatlaðra umsækjenda glatist með breytingunum. Anna Lára Steindal er verkefnastjóri Þroskahjálpar.\nSegir Anna Lára það liggja fyrir að reynslan sem orðið hafi til hjá Rauða krossinum verði ekki nýtt við endurskipulagningu málaflokksins. Einnig segir hún óviðunandi að ekki sé gerð krafa til þeirra sem sinna hinu nýja talsmannahlutverki um þekkingu á málefnum fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.\nÞað er ýmislegt sem þarf að taka til skoðunar þegar að málefni fatlaðs fólks eru til meðferðar hjá stofnun eins og útlendingastofnun. Til dæmis bara varðandi viðeigandi aðlögun sem teljum að sé ekki verið að gera. Það er líka mikilvægt að safna tölfræði um faltað fólk sem er ekki gert. Við höfum kallað eftir tölfræði frá stofnuninni um fatlaða umsækjendur um eðli mála og niðurstöður en þeim er ekki safnað. Þannig að fötlun virðist ekki vera breyta sem er skoðuð í þessu samhengi.\nFatlað fólk sé einstaklega berskjaldaður hópur og taka þurfi tillit til þess í meðferð þeirra mála.\n","summary":"Ekki er gerð krafa um þekkingu á réttindum fatlaðs fólks í nýju úrræði útlendingastofnunar. Verkefnastjóri Þroskahjálpar segist óttast að hópurinn týnist í kerfinu."} {"year":"2022","id":"135","intro":"Forsetakosningar standa nú yfir í Mið-Asíuríkinu Túrkmenistan. Níu eru í framboði en mestar líkur þykja á að sonur taki við af föður. Sitjandi forseti tilkynnti í síðasta mánuði að hann hygðist stíga til hliðar eftir að hafa ráðið ríkjum í landinu frá árinu 2006.","main":"Gurbanguly Berdymukhamedov hefur í raun bannað allra stjórnarandstöðu og ræður öllu því sem hann vill ráða í landinu sem telur um sex milljónir íbúa. Hann kvaðst í síðasta mánuði vilja stíga til hliðar til að hleypa yngri mönnum að. Frami fertugs sonar hans, Serdar Berdymukhamedov, hefur verið geysihraður frá því hann steig inn á svið stjórnmálanna fyrir sex árum. Hann hefur síðan meðal annars gegnt embættum byggingamálaráðherra og aðstoðarutanríkisráðherra. Frami hans jókst enn frekar á síðasta ári þegar hann gerðist ríkisendurskoðandi og settist í öryggisráð Túrkmenistan. Berdymukhamedov yngri þykir því hafa mun meiri reynslu en keppinautar hans þótt yngstur sé frambjóðenda og þykir harla öruggt að hann hafi sigur. Kjörstöðum verður lokað klukkan sjö í kvöld að staðartíma en nýr forseti tekur við völdum 19. mars.\nGurbanguly Berdymukhamedov er 64 ára og tók við völdum í Túrkmenistan eftir að Turkmenabasi eða Saparmurad Atayevich Niyazov, fyrsti forseti landsins lést árið 2006. Hann ætlar alls ekki að yfirgefa stjórnmálin en hann vill verða forseti efri deildar þings landsins.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"135","intro":"Tímabært er að setja aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. Þetta sagði Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar í ræðu á flokkstjórnarfundi flokksins sem hófst í morgun. Til að ná fram umbótum og jöfnuðu fyrir almenning þurfi félagshyggjufólk að sameinast og hætta að stofna nýja og nýja flokka.","main":"Það er mjög umhugsunarverð staða ef félagshyggjuflokkarnir verða til lengri tíma áfram sitt hvorum megin víglínu íslenskra stjórnmála. Þá verður verður erfiðara að ná fram nauðsynlegum réttlætis og umbótamálum fyrir almenning í landinu. Og afleiðingin í reynd; nær alltaf hægri stjórn áfram í landinu.\nSagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu sinni. Hann segir að draga verði þann lærdóm af síðustu kosningum að flokkarnir frá miðju til vinstri verði að koma sér upp nýju leikskipulagi. Þar sem markmiðin séu sameiginleg þurfi að vinna þvert á flokka. Þá segir hann að varast beri bergmálshella samfélagsmiðla og fagna frekar ólíkri sýn fólks. Að þjappa félagshyggjufólki í færri flokka verði aðeins gert með umburðarlyndi sem mögulega hafi skort á.\nVegna þess að við munum ekki ná árangri með því að stofna nýja og nýja flokka, oft utan um áhugamál einstakra stjórnmálamanna.\nHægt sé að sammælast um mikilvæg málefni eins og réttlátan arð af sjávarauðlindinni og aðgerðir í loftslagsmálum. Þá segir hann ekki nægja að tilheyra NATO og bendir á hlutverk Evrópusambandsins í varnar og öryggismálum.\nÞað verður að endurnýja samfélagslega umræðu um aðild að sambandinu en einnig skerpa málflutning innan okkar eigin raða. Um er að ræða grundvallarhagsmuni þjóðarinnar og það er tími til kominn að setja aðildarumsókn að Evrópusambandi aftur rækilega á dagskrá.\n","summary":"Setja þarf aðild að Evrópusambandinu aftur á dagskrá. Þetta sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðu á flokksstjórnarfundi flokksins í morgun. Hann bendir á hlutverk sambandsins í varnar- og öryggismálum og segir aðild að NATO ekki nægja."} {"year":"2022","id":"135","intro":"Bikarmeistarar verða krýndir í handbolta í dag. Úrslitaleikir karla og kvenna í bikarnum verða leiknir á Ásvöllum í Hafnarfirði.","main":"Alla jafna eru bikarúrslitin í handbolta leikin í Laugardalshöll, en eftir vatnstjón sem varð þar fyrir að verða tveimur árum hefur ekki verið leikfært í Laugardalshöll. Bikarúrslitin í ár, rétt eins og í fyrra eru því spiluð á Ásvöllum í Hafnarfirði. Fram og Valur mætast í bikarúrslitum kvenna klukkan hálftvö. Þetta er sjötta árið í röð sem Framkonur spila til úrslita í keppninni. Í fyrra tapaði Fram fyrir KA\/Þór. Fram er það lið sem langoftast hefur orðið bikarmeistari kvenna eða sextán sinnum. Fram og Valur hafa fimm sinnum mæst áður í bikarúrslitum. Fyrst 1985, en svo fjórum sinnum frá 2010. Fram vann í fyrstu þrjú skiptin, en Valur hefur haft betur í síðustu tveimur úrslitaviðureignum liðanna, síðast 2019. Klukkan fjögur mætast svo KA og Valur í bikarúrslitum karla. Liðin hafa aðeins einu sinni mæst áður í bikarúrslitum. Það var árið 1995 og þá vann KA eftir tvíframlengdan úrslitaleik. VAlur hefur hins vegar oftast allra karlaliða orðið bikarmeistari eða ellefu sinnum, síðast í fyrra. KA hefur þrisvar orðið bikarmeistari, síðast árið 2004. Báðir úrslitaleikir verða sýndir á RÚV. Upphitun hefst klukkan eitt.\nKeflavík vann mikilvægan sigur á KR eftir framlengdan leik í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld. Leiknum lauk 110-106 fyrir Keflavík sem er nú í þriðja sæti með 26 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Þórs Þorlákshafnar. Í hinum leik gærkvöldsins vann Breiðablik botnlið Þórs frá Akureyri, 116-109. Blikar fóru með sigrinum upp fyrir KR. Blikar eru nú í áttunda sæti og KR í níunda. Aðeins átta efstu lið deildarinnar komast í úrslitakeppnina. Þegar þrjár umferðir eru eftir af deildarkeppninni þarf stórlið KR því að hafa sig allt við til að komast í úrslitakeppnina. KR á þó leik til góða á liðin í kringum sig.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"136","intro":"Kisukot, sem hefur starfrækt kattaraðstoð á Akureyri síðastliðinn áratug, mun að óbreyttu skella í lás næstu dögum. Bæjaryfirvöld fóru í lok síðasta árs fram á að starfsemin, sem er í heimahúsi, fengi sérstakt starfsleyfi.","main":"Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra sendi Ragnheiði Gunnarsdóttur, stofnanda Kisukots bréf á síðasta ári þar sem henni var bent á að sækja um starfsleyfi. Forsenda fyrir leyfinu er að fyrir liggi samþykki skipulagsstjóra og byggingafulltrúa fyrir breyttri húsnotkun en Ragnheiður hefur starfrækt Kisukot heima hjá sér og í sjálfboðavinnu. Hún tilkynnti svo í gær að Kisukoti yrði lokað á næstu dögum þar sem ógjörningur væri að að uppfylla kröfur bæjaryfirvalda í heimahúsi. Ragnheiður sem nú annast sjö villiketti furðar sig á kröfum yfirvalda.\nÞetta er náttúrlega bara eins margir aðrir gera. Ég er ekki búin að breyta húsinu neitt, þetta er bara mitt heimili og ég tek bara inn og fóstra þessa ketti eins og fólk er að gera víðsvegar um landið. En fyrir einhverja ástæðu þá telja þeir að ég þurfi að vera með þetta skráð.\n-Ertu ósátt við hvernig bærinn hefur tekið á þessu máli?-\nJá, því eins og ég segi, það er enginn annar að lenda í þessu, þetta er bara hér.\n-Hvað verður um þessa ketti sem eru hérna hjá þér?-\nÞeir verða bara hérna áfram, ég er ekkert að fara að svæfa þessa ketti, ef þeir fá ekki heimili þá verða þeir bara hér og kannski fá heimili seinna.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"136","intro":"Aldrei hafa jafn margir verið inniliggjandi á Landspítala með COVID-19 og nú. Forstjóri spítalans segir erfitt að spá fyrir um framhaldið vegna tíðari endursýkinga en gert var ráð fyrir.","main":"Áttatíu og átta covid-sjúklingar eru inniliggjandi á spítalanum í dag og þar af tveir á gjörgæslu. Spítalinn hefur verið á neyðarstigi í rúmar tvær vikur og segir Runólfur Pálsson forstjóri Landspítala stöðuna hafa þyngst síðan og hún sé mjög þung.\nVið það bætist mikil mannekla sem hefur verið viðvarandi og versnað vegna veikinda starfsfólks. Fleiri starfsmenn þurfi til að sinna hverjum covid-smituðum sjúklingi en venja er. Einnig reynist erfitt að hemja smit til viðkvæmra hópa.\nÞetta er náttúrulega bara svo gríðarleg smitdreifing í samfélaginu. Það er það sem við erum að sjá og því miður hafa smit verið að berast til aldraðra einstaklinga sem eru með fjölþætt heilsufarsvandamál og þola ekki sýkingar. Við erum að sjá talsvert af innlögnum af því tagi. En svo er líka mikið um smit á hjúkrunarheimilum. Þetta er um allt.\nHafdís: Þannig að núna eru smit að ná til viðkvæmari einstaklinga en áður?\nJá, já. Það hefur óhjákvæmilega gerst. Því smitdreifingin er svo mikil í samfélaginu að það er bara ekkert hægt að verjast smiti með fullnægjandi hætti.\nSegir Runólfur flókið að spá fyrir um framhaldið. Enn gæti biðin eftir hjarðónæmi lengst.\nVið erum að sjá mun meira af endursmitum en hefur verið gert ráð fyrir. Við erum að rýna í gögn núna um það. En það er mjög áberandi.\nHafdís: Breytir það ykkar sýn á framhaldið?\nÞað hefur það náttúrulega ef að hlutfallið er mun hærra en er gert ráð fyrir, að þá eru fleiri sem eiga eftir að smitast, sem lengir þá tímann þar til við fáum þetta hjarðónæmi sem við höfum verið að leitast eftir.\n","summary":"88 sjúklingar liggja á Landspítalanum með COVID-19 og hafa aldrei verið fleiri. Forstjóri spítalans segir að staðan sé mjög þung og endursýkingar flæki framtíðarspár."} {"year":"2022","id":"136","intro":"Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar vonast til að sýni, tekin á tunglinu fyrir fimmtíu árum, varpi ljósi á áður óútskýrða þætti í eðli þessa næsta nágranna okkar. Nokkrar vikur tekur að opna tilraunaglas sem inniheldur bergsýni þaðan.","main":"Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hófu í gær að opna tilraunaglas sem geymir eitt af síðustu órannsökuðu sýnunum úr tunglferðum stofnunarinnar. Alls söfnuðust 2.196 bergsýni í Appollo ferðunum en sýnið sem nú er til skoðunar var tekið í síðustu ferðinni í desember 1972.\nSýnið hefur verið varðveitt alla þessa áratugi því vísindamenn NASA voru sannfærðir um að tækninni myndi fleygja nægilega fram til að unnt yrði að svara ýmsum spurningum sem útilokað var að gera fyrir fimmtíu árum.\nSýnið þykir einkar áhugavert því það var tekið þar sem skriða hafði fallið. Þar sem ekki rignir á tunglinu vilja vísindamenn komast að hvernig og hvers vegna jarðvegshrun verður þar. Í fyrstu verða ýmis rokgjörn efni í glasinu rannsökuð með litrófsgreiningu en að því búnu tekur við rannsókn á berginu sjálfu. Það er mikið nákvæmnisverk að opna sýnaglasið og tekur nokkrar vikur. Með vorinu stendur svo til að losa bergsýnið og brjóta það upp svo unnt verði að rannsaka það nánar.\nNú eru aðeins þrjú sýni frá tunglinu enn innsigluð en vísindamenn NASA telja ólíklegt að beðið verði önnur fimmtíu ár eftir að þau verði rannsökuð. Ætlun Bandaríkjamanna er að senda mannað geimfar til tunglsins árið 2025.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"136","intro":"Aðgerðahópur stjórnvalda vinnur nú að undirbúningi móttöku flóttafólks hér á landi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir verkefnið krefjandi að undirbúa móttöku flóttafólksins, ekki síst vegna óvissu um fjölda sem komi hingað til lands og hversu lengi átökin muni standa yfir.","main":"Ég ætla ekkert að draga úr því að þetta er stórt verkefni því eins og komið hefur fram er auðvitað mikil óvissa hvað við getum átt von á mörgum til landsins og annað sem er svona breyta í þessu er að við vitum auðvitað ekki hversu lengi þessi átök dragast á langinn. Það auðvitað mun hafa áhrif. Við vitum það að flest þetta fólk sem ætlaði bara að mæta í sína vinnu og sinna sínu lífi fyrir sko minna en þremur vikum, er núna á flótta. Auðvitað vill það helst geta bara aftur snúið til síns lífs eins og við myndum öll vilja. En dragist þessi átök á langinn er engin leið að segja til um það hvernig það getur tekist til þannig að við þurfum í raun að vera bæði með skammtímaaðgerðir og langtímaaðgerðir í þessu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"136","intro":"Í gærkvöld varð ljóst að Fram og Valur mætast í bikarúrslitaleik kvenna í handbolta á morgun. Þetta er sjötta árið í röð sem Fram leikur til úrslita.","main":"Fram hefur þó aðeins tvisvar sinnum orðið bikarmeistari á síðustu fimm árum, síðast fyrir tveimur árum. Fram er það lið sem langoftast hefur orðið bikarmeistari kvenna í handbolta eða sextán sinnum. Valur hefur sjö sinnum unnið bikarmeistaratitil kvenna. Úrslitaleikurinn verður leikinn klukkan hálftvö á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu RÚV. Rétt eins og bikarúrslitaleikur karla. Þar munu KA og Valur eigast við. Sá leikur hefst klukkan fjögur. Valur er sigursælasta bikarliðið í karlaflokki, ellefufaldur bikarmeistari og jafnframt bikarmeistari frá síðasta ári. KA hefur þrisvar orðið bikarmeistari, síðast árið 2004.\nÞór Þorlákshöfn náði í gærkvöld fjögurra stiga forystu á toppi úrvalsdeildar karla í körfubolta með öruggum sigri á Val, 88-69. Stjarnan og Tindastóll unnu sigra í sínum leikjum. Þór Þorlákshöfn er með 30 stig á toppnum, fjórum stigum á undan Njarðvík sem er í 2. sæti með 26 stig. Næstu lið eru Keflavík með 24 strig, Valur, Stjarnan og Tindastóll eru öll með 22 stig og KR í áttunda sæti með 16 stig.\nVetrarólympíumóti fatlaðra lýkur um helgina og keppni stendur því nú sem hæst. Heimafólk, Kínverjar hafa unnið flest verðlaun það sem af er eða 47 talsins, þar af 14 gullverðlaun. Úkraína kemur svo næst með 25 verðlaun, þar af níu gullverðlaun. Kanada er svo í þriðja sæti yfir flest unnin verðlaun með samtals 20 verðlaun, þar af sjö gullverðlaun. Eini Íslendingurinn, Hilmar Snær Örvarsson keppir í sinni seinni grein aðfaranótt sunnudags. Hann keppir þá í svigi sem er hans sterkari grein. Hilmar sem keppir nú á sínu öðru Ólympíumóti, náði ekki að ljúka keppni í stórsviginu í fyrri nótt.\n","summary":"Fram og Valur mætast í bikarúrslitaleik kvenna í handbolta á morgun. Fram leikur til úrslita sjötta árið í röð."} {"year":"2022","id":"136","intro":"Rússneskt herlið hefur færst nær höfuðborg Úkraínu og í nótt var ráðist á enn fleiri borgir í landinu. Tvær og hálf milljón hafa flúið Úkraínu síðustu tvær vikur og úkraínsk stjórnvöld segja Rússa hafa drepið fleiri almenna borgara en hermenn frá því þeir réðust inn í landið.","main":"Rétt rúmar tvær vikur eru liðnar frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa tvær og hálf milljón flúið land síðan þá og talið er að minnst tvær milljónir til viðbótar séu á flótta í eigin landi. Oleksii Reznikov, varnarmálaráðherra Úkraínu, segir að Rússar hafi drepið fleiri almenna borgara heldur en hermenn í stríðinu. Síðasta sólarhringinn hefur rússneskt herlið sem umkringir höfuðborgina Kænugarð fært sig um fimm kílómetrum nær borginni og í nótt hófu Rússar árásir á fleiri borgir í Úkraínu, og vestar í landinu en áður. Meðal annars borgirnar Dnipro, Lutsk og Ivano-Frankivsk, sem eru ekki ýkja langt frá borginni Lviv þangað sem flestir almennir borgarar hafa flúið frá austurhluta landsins.\nVolodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segir að um 40 þúsund manns hafi verið bjargað eftir öruggum flóttaleiðum frá nokkrum borgum í gær. En Mariupol og Volnovakha séu enn í herkví og skotið hafi verið á bílalest sem fór þangað með birgðir. Ástandið í Mariupol er orðið skelfilegt eftir margra daga umsátur.\nMariupol and Volnovakha remain completely blocked. Although we did everything necessary to make the humanitarian corridor work, Russian troops did not cease fire. Despite this, I decided to send a convoy of trucks to Mariupol anyway. With food, water, medicine.\nZelensky segir að þrátt fyrir árásir Rússa hafi hugrakkir bílstjórar farið þangað með mat, vatn og lyf. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, átti fund í morgun með öryggisráði Rússlands. Sergey Shoigu varnarmálaráðherra tjáði Pútín að þúsundir málaliða hafi sóst eftir því að veita Rússum liðsinni í stríðinu, flestir frá Mið-Austurlöndum. Og það sem meira væri, þeir færu ekki fram á að fá greitt fyrir.\nAs for gathering mercenaries from all over the world and sending them to Ukraine, we see that they do not hide it - the Western sponsors of Ukraine, the Ukrainian regime - they do not hide it, they do it openly, disregarding all the norms of international law. If you see people who want - on a voluntary basis, especially not for money - to come and help people living in the Donbas - well, you need to cooperate with them and help them move to the war zone.\nPútín segir að þeim beri að koma sjálfboðaliðum á stríðsvæðin, sér í lagi þar sem vestrænir stuðningsmenn Úkraínu sendi þangað málaliða án þess að hika. Það skal tekið fram að ekkert vestrænt ríki hefur sent hermenn til Úkraínu en fregnir hafa borist af sjálfboðaliðum sem hafa haldið þangað á eigin vegum til þess að berjast. Friðarviðræður utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu runnu út í sandinn í gær, þær fjórðu frá því stríðið hófst.\n","summary":"Herlið Rússa í Úkraínu hefur fært sig nær höfuðborginni Kænugarði. Gerðar voru árásir á fleiri borgir í nótt. "} {"year":"2022","id":"136","intro":"Átján flóttamenn hafa að meðaltali komið hingað til lands á degi hverjum frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Síðustu tvo daga hafa landsmenn boðið allt að tvö þúsund eignir til leigu fyrir flóttafólk en óvíst er að þær nýtist allar.","main":"Frá því að innrásin hófst hafa rúmlega 140 með úkraínskt ríkisfang sótt um vernd hér á landi. Í þeim hópi eru 77 konur og 38 börn, að því er segir í stöðuskýrslu landamærasviðs ríkislögreglustjóra. Þrjátíu og fjórir flóttamenn með tengsl við Úkraínu komu til landsins í gær og spáir landamærasvið því að tæplega 400 komi fyrir lok marsmánaðar.\nGylfi Þór Þorsteinsson stýrir móttöku flóttafólksins.\nHeildaryfirsýn er að myndast á verkefnið sem er gríðarlega umfangsmikið og stórt. Fyrir það fyrsta höfum við verið tryggja þessu fólki húsnæði, sem er að koma til landsins. Það er þannig að þau byrja í húsnæði Útlendingastofnunar, mörg hver, þó ekki öll. Svo þurfum við að koma þeim í samstarfi við sveitarfélögin í varanlegra húsnæði, hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma.\nStór hluti þeirra sem eru þegar komin til landsins hafa fengið húsaskjól hjá vinum og ættingjum.\nKlukkan átta í morgun höfðu tæplega 240 boðið fram eignir sínar í gegnum sérstakt skráningarform Fjölmenningaseturs.\nVið erum komin með um 2000 eignir. Þá er það allt frá smáum herbergjum og upp úr. Það er nú ekki víst að allar þessar eignir nýtist í svona verkefni, t.d. eins og herbergi nýtast ekki nema til mjög skamms tíma o.s.frv. Þannig að við eigum eftir að flokka það allt saman, hvað er nýtanlegt í þetta. Þannig að við hvetjum fólk til að halda áfram að fara inn á island.is og skrá inn eignir sem þau geta sett inn í verkefnið.\nMikil vinna er framundan við að greina þarfir fólksins sem hingað er komið og finna því hentugt húsnæði. Það er í höndum Fjölmenningarseturs meðal annarra. Nichole Leigh Mosty stýrir því.\nEf eitthvað þá opnar þetta dyr sem hingað til hefur verið erfitt í samræmdri móttöku. Nú vitum við hvaða húsnæði stendur til boða til að geta sagt við forsvarsfólks sveitarfélaganna; það eru 40 rými eða annað sem hefur verið boðið fram í ykkar sveitarfélagi. það er flóttafólk á Íslandi núna sem er verið að leita að húsnæði fyrir, sem er ekki frá Úkraínu. Við megum ekki gleyma því að við erum nýbúin að taka inn hóp frá Afganistan. Þessi móttaka núna vegna Úkraínumanna hjálpar okkur að þróa enn betra kerfi í kringum alla sem við höfum tekið á móti.\n","summary":"Landsmenn hafa boðið fram tvö þúsund eignir til handa flóttafólki frá Úkraínu. Móttökustjóri segir ekki víst að þær nýtist allar. Um 140 flóttamenn eru komnir til landsins."} {"year":"2022","id":"137","intro":"OECD stefnir að því að hefja skattlagningu á alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Facebook og fleiri slík á næsta ári að hluta.","main":"Fjármálaráðuneytið hér á landi tekur þátt í þeirri vinnu og svo gæti farið að hluti af skatttekjum frá erlendum stórfyrirtækjum rynni hingað. Þetta kemur fram í skriflegu svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að auk þess verði tryggt að fyrirtækin greiði 15% lágmarksskatt í sínu heimaríki. Í svarinu kemur fram að ekki liggi enn fyrir hvernig skattlagningin verður útfærð og því ekki tímabært að segja til um tekjuáhrif hér á landi né hvernig slíkar reglur yrðu innleiddar í íslenskan skattarétt. Íslenskir auglýsendur greiða háar fjárhæðir fyrir auglýsingar í miðlum á borð við Facebook og Google. Fyrir tveimur árum taldi Hagstofa Íslands að samkvæmt varfærnu mati hefðu íslenskir auglýsendur greitt slíkum miðlum fimm milljarða króna árið 2018 fyrir birtingu auglýsinga, sem var yfir 70% þeirrar upphæðar sem þeir vörðu í birtingu vefauglýsinga.\n","summary":"Stefnt er að því að skattleggja auglýsingatekjur Facebook, Google og fleiri alþjóðlegra fyrirtækja á næsta ári, þvert á landamæri. OECD hefur unnið að þessu og fjármálaráðuneytið tekur þátt í þeirri vinnu."} {"year":"2022","id":"137","intro":"Mikilvægt er að koma upp sneiðmyndatæki til bráðagreiningar á Egilsstöðum að mati bæjarfulltrúa og hjúkrunarfræðings. Fólk sem fær blóðtappa getur ekki fengið lyf fyrr en tappinn er greindur og þarf nú að fljúga til Reykjavíkur eða keyra til Norðfjarðar áður en meðferð getur hafist.","main":"Á hverju ári fá um 400 Íslendingar heilablæðingu eða blóðtappa í heila og þá skiptir miklu máli að hefja meðferð sem fyrst áður en mikill skaði verður. Vandamálið er að fyrstu einkenni tappa og blæðingar eru þau sömu en meðferðin gjör ólík. Ef um blóðtappa er að ræða þarf að gefa blóðþynningarlyf sem þeir sem eru með heilablæðingu mega alls ekki fá.\nÁ Austurlandi háttar þannig til að sneiðmyndatæki sem getur greint blóðtappa er aðeins á Umdæmissjúkrahúsinu í Neskaupstað. Það er ekki miðsvæðis og helsti flugvöllur fyrir sjúkraflug er á Egilsstöðum. Þetta þýðir að annað hvort þarf að keyra með fólk til Neskaupstaðar eða senda það með sjúkraflugi áður en meðferð getur hafist. Væri sneiðmyndatækið einnig á Egilsstöðum væri í flestum tilvikum hægt að hefja meðferð mun fyrr.\nBerglind Harpa Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og bæjarfulltrúi, tók nýlega sæti á Alþingi sem varamaður, og lagði fram þingsályktunartillögu um að bráðaþjónusta á heilsugæslunni á Egilsstöðum yrði efld með sneiðmyndatæki.\nÞegar þú ert með einkenni heilablæðingar þá þarftu að komast í sneiðmyndatæki til að greina hvort þetta sé blæðing eða tappi. Þegar þú ert búinn að greina þetta þá fyrst getur þú gefið lyf til að leysa tappann þannig að það verði ekki meiri skaði. Þetta tæki varðandi líf og heilsu fólks þá er þetta gríðarlega mikilvægt; að það sé staðsett á Egilsstöðum.\nSneiðmyndatækið er líka mikilvægt til að greina innvortis blæðingar eftir slys. Berglind segir að fyrir nokkrum árum hafi erlendur ferðamaður lent í bílveltu en borið sig vel. Hann átti pantað far frá landinu með ferjunni Norrænu, fór ekki í sneiðmyndatæki heldur sigldi með skipinu.\n17 Hann lést á leiðinni. Með innvortis blæðingar, þær eru hættulegar og við verðum að bregðast við, greina þær og vita hver staðan er. Hér á Egilsstöðum verður að koma með þetta tæki sem og fleiri tæki sem þarf til þess að fá upplýsta ákvörðun svo hægt sé að bregðast rétt við og hvert fólk á að fara.\n","summary":"Þeir sem fá blóðtappa eða heilablæðingu á Austurlandi eiga minni möguleika á bata vegna þess að sneiðmyndatæki sem getur greint þar á milli er ekki til á Egilsstöðum. Meðferð getur ekki hafist fyrr en greining liggur fyrir. "} {"year":"2022","id":"137","intro":"Fundi utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu um vopnahlé og lausn á deilunni um Úkraínu lauk í Tyrklandi í morgun án árangurs. Bretar frystu í morgun eignir sjö rússneskra auðmanna í landinu, þar á meðal Romans Abramovich eiganda enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea.","main":"Engin niðurstaða fékkst á fundi Dmitro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu og Sergeis Lavrov utanríkisráðherra Rússlands um lausn á deilunni um Úkraínu. Bresk stjórnvöld tilkynntu í morgun um frystingu á eignum Romans Abramovich og sex annarra rússneskra auðmanna.\nÞegar utanríkisráðherrarnir tveir settust að fundi höfðu borist fregnir af því þrír hefðu fallið í sprengjuárás Rússa á barnaspítala í Mariupol í gær, þar á meðal stúlkubarn. Dmitro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði að enginn árangur hefði orðið af viðræðum um vopnahlé í landinu Rætt hafi verið um sólarhrings vopnahlé og að opin leið yrði tryggð fyrir fólk sem vildi komast burt.\nÞví miður sá Lavrov sér ekki fært að lofa neinu slíku en hann myndi ræða við rétt yfirvöld um málið, sagði Kuleba. Hann sagði líka að Rússar gerðu áfram kröfur um að Úkraína gefist upp, en slíkt komi aldrei til greina.\nSergei Lavrov sagði hins vegar eftir fundinn að hann hefði minnt Úkraínumenn á að Rússar hefðu þegar lagt fram tillögu að lausn.\nÞeirra aðgerðir sneru að því að vernda fólk sem svokallaðar hersveitir væru að nota sem mannlega skildi. Hann sakaði jafnframt vesturveldin um að virða eignarétt Rússa að vettugi og hét því að Rússar yrðu aldrei framar háðir vestrinu með neitt.\nBáðir ráðherrar lýstu hins vegar yfir vilja til að halda viðræðum áfram, en ekki er ljóst hvenær af því verður.\nBresk stjórnvöld tilkynntu í morgun að eignir sjö rússneskra auðmanna í Bretlandi yrðu frystar. Eignir þeirra eru metnar á 15 milljarða punda, eða um tvö þúsund og sex hundruð milljarða íslenskra króna. Meðal auðmannanna er Roman Abramovich, eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea, sem fyrir skömmu tilkynnti að hann ætlaði að selja félagið. Þær áætlanir hafa verið settar til hliðar að sinni.\nÁ sama tíma hefur rússneski herinn færst nær höfuðborginni Kænugarði en sókn þeirra þangað hefur gengið illa undanfarna daga. Skriðdrekar sjást nú aðeins nokkra kílómetra frá borgarmörkunum. Ef fram heldur sem horfir er óttast að borgin verði brátt umkringd.\n","summary":"Fundi utanríkisráðherra Rússlands og Úkraínu lauk í Tyrklandi í morgun án árangurs. Bretar frystu í morgun eignir sjö rússneskra auðmanna í landinu, þar á meðal Romans Abramovich eiganda enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea."} {"year":"2022","id":"137","intro":"Hilmari Snæ Örvarssyni lánaðist ekki að ljúka fyrri ferð stórsvigsins á vetrarólympíumóti fatlaðra, Paralympics í Beijing í Kína. Þrjátíu og fjórir af fjörutíu og fjórum keppendum í hans flokki komust í gegnum báðar ferðir.","main":"Finninn Santeri Kiiveri varð Ólympíumeistari. Samanlagður tími hans úr ferðunum tveimur var ein mínúta og 55,40 sekúndur. Thomas Charles Walsh frá Bandaríkjunum hreppti silfrið og Arthur Bauchet frá Frakklandi bronsið Hilmar Snær keppir í svigi aðfaranótt sunnudags. Hann er yfirleitt sterkari í sviginu en í stórsviginu en var að vonum svekktur með niðurstöðuna í nótt\nÞað verða KA og Valur sem munu mætast í bikarúrslitum karla í handbolta á laugardag. KA vann Selfoss eftir framlengdan leik í undanúrslitum í gærkvöld. Arnar Freyr Ársælsson skoraði sigurmark KA þegar ein sekúnda var eftir af framlengingunni. Valur vann FH. Það ræðst svo í dag hvaða lið munu mætast í bikarúrslitum kvenna á laugardag. Fram og KA\/Þór mætast í undanúrslitum klukkan sex og Valur og ÍBV klukkan átta. Báðir leikir verða sýndir á RÚV 2.\nKarim Benzema var hetja Real Madríd í gærkvöld þegar liðið komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Benzema skoraði öll þrjú mörk Real í 3-1 sigri á Paris Saint-Germain í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum. Real vann einvígi liðanna samanlagt 3-2. Manchester City komst einnig áfram í 8-liða úrslitin í gær þrátt fyrir markalaust jafntefli á móti Sporting frá Lissabon. City hafði unnið fyrri leik liðanna 5-0.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"137","intro":"Tilkoma glæra pokans á endurvinnslustöðum Sorpu hefur dregið úr urðun sorps um 1.200 tonn á ári.","main":"Meira en eitt þúsund tonn af úrgangi hefur ratað í endurvinnslu í stað urðunar síðan átak Sorpu um glæra poka hófst í fyrra. Sumir hafa brugðist illa við þessari breytingu að sögn samskipta- og þróunarstjóra Sorpu.\nVið sjáum á okkar rannsóknum að helmingur af því sem fer í urðun á heima í einhvers konar endurvinnslu. Allt að fimmtíu prósent af því sem er holað ofan í jörðina á sér framhaldslíf. Frá því að við innleiddum glæru pokana í apríl, þá hefur þetta dregist saman um 1200 tonn.\nSegir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Fólk hefur tekið misvel í breytingarnar en til að fylgja verkefninu eftir var 500 króna gjald sett á úrgang í ógagnsæjum pokum. Gunnar segir að það komi enn flatt upp á fólk að ógagnsæju pokarnir séu farnir út og fólk hafi jafnvel verið ókurteist við starfsfólk Sorpu.\nTil þess að fylgja þessu eftir þá settum við á gjald. Þeir sem koma á endurvinnslustöð með úrganginn sinn í svörtum poka þurfa að greiða 500 króna gjald fyrir pokann.\nÞað hefur því miður komið fyrir að fólk sýnir af sér hegðun sem okkur þykir allavega ekki sæmandi af fólki gagnvart okkar starfsfólki.\nGunnar segir þó að flestir reyni að sýna þessu skilning. Átakið snúist ekki um að Sorpa sé á móti svörtu plasti. Það valdi starfsfólki hins vegar vandræðum að geta ekki leiðbeint fólki hvert eigi að fara með sorpið. Þetta sé einföld aðgerð sem nái miklum árangri.\nÞetta er rosalega mikilvægt fyrir innleiðingu á hringrásarhagkerfinu og til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Úrgangur sem er urðaður losar gróðurhúsalofttegundir en úrgangur og endurvinnsluefni sem fara til endurvinnslu, þau spara gróðurhúsalofttegundir, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"137","intro":"Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamning klukkan fimm í morgun. Formaður félagsins segir að þessi samningur sé betri en sá sem felldur var í janúar. Samningurinn gildir til 31. mars á næsta ári.","main":"Kennarar kolfelldu í janúar samning sem skrifað var undir 30. desember. Þrír af hverjum fjórum kennurum felldu þann samning. Stíf fundahöld hafa verið undanfarna daga.\nÞið skrifuðuð undir samning í morgun, er þessi samningur betri en sá sem þið fellduð á dögunum? Já við vorum í mjög þröngri stöðu og tókum áskorun okkar félagsfólks að gera betur og leggja skýrari samning fram um þessa áhersluþætti sem við höfum verið að vinna að mjög lengi og okkur finnst núna ástæða til að leggja þennan samning fram sem við teljum umtalsvert betri en sá sem felldur var um jólin. Þetta er fortíðin en núna erum við að horfa til framtíðar.\nSegir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags grunnskólakennara. .\nÞessi samningur er hins vegar veruleg breyting frá því sem við höfum verið að takast á um og teljum okkur þess vegna geta vel við unað og hlökkum til að kynna þetta fyrir félagsfólki.\nHvenær verða atkvæði greidd um samninginn. Niðurstaða atkvæðagreiðslu þarf að liggja fyrir 18. mars.\n","summary":"Félag grunnskólakennara og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu í morgun undir nýjan kjarasamning. sem gildir til eins árs. Formaður félagsins segir saminginn umtalsvert. Mun betri en sá sem felldur var um jólin, segir formaður félagsins. betri en þann sem kennarar felldu um jólin."} {"year":"2022","id":"137","intro":"Á um sólarhring hafa hátt í 150 manns boðið fram húsnæði hér á landi fyrir flóttafólk frá Úkraínu, allt frá Vesturbænum á Svalbarðsströnd. Forstöðumaður fjölmenningarseturs segir að þörfina þurfi að kortleggja næsta árið með tilliti til þarfa fólksins","main":"Yfir hundrað manns eru komin til Íslands með tengsl við Úkraínu. Yfirlögregluþjónn landamærasviðs segir í samtali við fréttastofu að erfitt sé að áætla fjöldann sem kemur þaðan næstu daga en unnið sé að því.\nÍ gær var opnað skráningarform þar sem fólk getur skráð húsnæði til leigu fyrir flóttafólk sem hingað kemur frá Úkraínu á vefsíðu fjölmenningarseturs Íslands. Þar sem Nichole Leigh Mosty er forstöðumaður.\nÍ gær afgreiddi ég 100 eyðublöð eða boð af ýmsu togi, sem samsvarar herbergi, hótelum, gistiheimilum eða annað jafnvel 7-800 rými. Og ég sit núna með 44 beiðnir sem ég á eftir að ganga frá.\nEruði komin með nóg húsnæði þá?\nÞað er ekki hægt að segja. svo eru sumir að bjóða fram tímabundna lausn, í nokkra vikur eða mánuði, sumir eru að bjóða fram húsnæði kannski í september. en við megum ekki gleyma að þetta ástand mun ekki klárast á næstu vikum. Við þurfum að kortleggja þetta yfir árið.\nÞrátt fyrir að margir hafi tekið við sér og boðið fram húsnæði hvetur Nicole fólk til þess að gera það áfram, því þörfina á eftir að kortleggja og þarfirnar eru mismunandi.\nSíðdegis í gær sendi félagsmálaráðuneytið sveitarfélögum bréf þar sem óskað er eftir aðstoð þeirra við móttöku flóttafólks frá Úkraínu, til að mynda með húsnæðisaðstoð. Segir í bréfinu að þátttakan geti verið sniðin að stærð og getu hvers sveitarfélags. Ráðuneytið stefnir á að halda upplýsingafund með áhugasömum sveitarfélögum. Nicole segir að nokkur sveitarfélög hafi tekið við sér.\nhúsnæðið er út um allt, eins langt og Svalbarðsströnd, og líka vestur í bæ. Það er mjög mikilvægt að við kortleggjum í samræmi við þá þjónustu sem fólk þarf aðgang að, eins og skóla og annað.\n","summary":"Forstöðumaður fjölmenningarseturs segir að kortleggja þurfi húsnæðisþörfina fyrir flóttafólk frá Úkraínu næsta árið. Um 150 hafa boðið fram húsnæði undanfarinn sólarhring um allt land. "} {"year":"2022","id":"138","intro":"Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir það óásættanlegt að vegir á vinsæla ferðamannastaði séu lokaðir stóran hluta árs. Kallað er eftir því að vegamál ferðaþjónustunnar verði tekin til gagngerrar endurskoðunar.","main":"Millilandaflug um aðra flugvelli en Keflavíkurflugvöll hefur aukist og ferðamenn því í meira mæli að heimsækja staði til dæmis á Norður- og Austurlandi. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir vegamál gera ferðaþjónustufyrirtækjum erfitt fyrir.\nVið erum alltaf að vinna að því að kynna ákveðna segla, stóra segla eða mesta aðdráttaraflið okkar sem eru m.a. Dettifoss og Demantshringurinn og Hvítserkur og það er bara ófært stóran hluta ársins að þessum stöðum og það er óásættanlegt, algjörlega.\nArnheiður segir það einnig ákveðið öryggismál að það sé hægt að treysta á mokstur. Hún segir þó jafnframt að vegum sé stundum lokað þó ekki beri nauðsyn til.\nÞetta hefur svolítið verið þannig núna að það er lokað nægilega snemma til að enginn lendi í vandræðum og þá er vegurinn lokaður þó hann sé kannski bara fullfær. Menn eru að lenda í því að selja kannski súperjeppaferð á veg sem er bara í fínu lagi og það keyrir fram hjá þeim einhver smábíll sem er bara auðvitað mjög óþægileg staða fyrir ferðaskrifstofuna að vera í.\nLélegir malarvegir hefti einnig umferð þeirra ferðamanna sem vilja ferðast utan hringvegarins. Með auknu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll muni fleiri vilja fara á þessa staði.\nÞannig að það þarf í rauninni bara að fara í fulla endurskoðun á þessum innviðum okkar og ég vona bara að t.d. að flug Niceair, ef vel gengur, að það ýti á þetta. Vegna þess að þegar fjöldinn er orðinn meiri þá verður að koma þessum þáttum í lag.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"138","intro":"Vísindamenn hafa fundið flak skipsins sem heimskautafarinn Ernest Shackleton fór á til Suðurskautsins. Skipið sökk fyrir hundrað og sex árum en enginn fórst.","main":"Flakið af skipi heimskautafarans Ernest Shackleton, sem sökk á Suðurskautinu árið nítján hundruð og fimmtán, er fundið. Skipið þykir ótrúlega heillegt.\nErnest Shackleton lagði af stað í desember nítján hundruð og fjórtán á skipi sínu Endurance, eða þrautseigju, í átt að norðvestanverðu Suðurskautinu. Takmark hans var að vera fyrstur til að fara fótgangandi þvert yfir Suðurskautslandið. Í janúar nítján hundruð og fimmtán festist skipið í ís og sat fast í tíu mánuði. Þá höfðu ísjakarnir sett gat á skipsskrokkinn og því flúðu skipverjarnir skipið sem svo á endanum sökk. Við tók svo nokkurra mánaða svaðilför sem endaði með því að þeim var bjargað í ágúst nítján hundruð og sextán. Shackleton gerði aðra tilraun til að ná þessu markmiði sínu árið nítján hundruð tuttugu og eitt, en lést á leið sinni á áfangastað.\nNokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að finna skipið, en það var fyrst nú um helgina sem það tókst. Leiðangur vísindamanna hjá Falkands Maritime Heritage Trust á Falklandseyjum, fór af stað nú í febrúar með ísbrjót og neðansjávardróna að vopni. Og um síðustu helgi fannst skipið á þriggja kílómetra dýpi í Weddel hafi, í ótrúlega heillegu ástandi.\nMensund Bound, sjávarfornleifafræðingur, segir að þar sem engir sýklar sem éta timbur séu til staðar neðan sjávar sé skipið nánast í sama ástandi og þegar það sökk. Þó að brot sjáist í viðnum hefur það haldist vel saman, stendur upprétt og jafnvel nafnið á því sést afar greinilega á myndum.\nFundurinn þykir marka mikil tímamót. Ekki aðeins vegna sögunnar sem það hefur að geyma um þessa tveggja ára veru Shackletons og félaga í og við Suðurskautið, heldur einnig vegna þess að tekist hafi að finna skipið á þessu ísi lagða hafsvæði.\n","summary":"Vísindamenn hafa fundið flak skipsins sem heimskautafarinn Ernest Shackleton fór á til Suðurskautsins. Skipið sökk fyrir hundrað og sex árum en allir björguðust."} {"year":"2022","id":"138","intro":"Sjö þúsund óbreyttir borgarar hafa flúið borginna Sumy í Úkraínu. Flóttaleiðir eru enn opnar þar og í fjórum öðrum borgum. Talsmaður rússneskra stjórnvalda segir að Bandaríkjamenn séu að heyja efnahagslegt stríð við Rússa með efnahagsþvingunum sínum.","main":"Flóttaleiðir hafa verið settar upp í fimm borgum í Úkraínu - Kænugarði, Kharkiv, Cherniv og Sumy í norðri og Mariupol í suðri. Rússar hafa ítrekað ráðist á þessar flóttaleiðir. Í gær komust sjö þúsund manns frá Sumy. Samið var um nýtt vopnahlé í morgun sem á að gera það að verkum að fólk geti áfram komist frá þeirri borg, en þar hafa verið harðir bardagar undanfarna daga. Bardagar hafa haldið áfram fyrir norðan og norðvestan Kænugarð.\nBandaríkjamenn tilkynntu í gær um innflutningsbann á jarðefnaeldsneyti frá Rússlandi. Dmitry Peskov talsmaður rússneskra stjórnvalda sagði í morgun að Bandaríkjamenn væru með aðgerðum sínum að lýsa yfir efnahagslegu stríði gagnvart Rússum og að þeir væru í raun að heyja þetta stríð sjálfir.\nÁ sama tíma ítrekaði Volodymyr Zelenskij forseti Úkraínu kröfu sína um að fá sendar til sín orrustuþotur. Einu þoturnar innan NATO-ríkja sem úrkaínskir flugmenn geta flogið án aukaþjálfunar eru í Póllandi. Pólverjar hafa boðist til að senda slíkar þotur í gegnum bandaríska herstöð í Þýskalandi, en Bandaríkjamenn höfnuðu því.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"138","intro":"Frakklandsstjórn hefur lýst yfir áhyggjum af því að innrás Rússa í Úkraínu verði til þess að hindra eða tefja endurlífgun kjarnorkusamnings við Íran. Rússar eru aðilar að samningaviðræðunum ásamt Bretum, Kínverjum, Þjóðverjum og Frökkum.","main":"Viðræður um framtíð og framkvæmd kjarnorkusamningsins frá árinu 2015 hafa staðið yfir í Vín frá því í nóvember á síðasta ári. Bandaríkjamenn koma óbeint að viðræðunum en þeir sögðu sig frá samningnum á forsetatíð Donalds Trump árið 2018.\nTalsmaður franska utanríkisráðuneytisins segir skammt í að samkomulag náist en að allar tafir gætu dregið verulega úr því. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússland hefur krafist skriflegs loforðs úr hendi Bandaríkjamanna um að viðskiptaþvinganir vesturveldanna hindri ekki efnahagslega og hernaðarlega samvinnu Rússa og Írana.\nHann segir að öll ríki samningsins skuli hafa sömu réttindi en Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að refsiaðgerðir vegna innrásarinnar hafi ekkert með kjarnorkusamninginn að gera. Bandaríkjamenn hafa þó ekki fallist á að veita Rússum nokkrar þær skriflegu tryggingar sem þeir krefjast. Ekki stendur heldur til að hætta viðræðum við Írani í Vín vegna innrásarinnar í Úkraínu.\nVictoria Nuland aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna segir heiminn síst af öllu þurfa á því að halda að Íran væðist kjarnavopnum ofan á innrás Pútíns. Ali Bagheri helsti samningamaður Írana er væntanlegur til Vínar í dag.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"138","intro":"Tuttugu og átta úkraínskir flóttamenn komu til landsins síðasta sólarhring. Þetta er mesti fjöldi sem hingað hefur komið á einum degi frá innrás Rússa í Úkraínu. Sviðsstjóri landamærasviðs segir ekki gott að fá marga svona daga í röð, það geti lagt kerfið á hliðina.","main":"Frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa 104 flóttamenn þaðan komið til landsins. Í þessum hópi eru 50 konur og 30 börn. Móttökukerfi flóttamanna á landamærum var fært af óvissustigi á hættustig í gær. Jón Pétur Jónsson er sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra.\nUndirbúningur er á fullu hjá okkur sem komum að þessari viðbragðsáætlun og það eru fjölmargir aðilar sem koma að því. Við erum að stilla saman strengi. Fjöldinn sem kom hingað í gær er þetta ekki mesti fjöldi sem komið hefur hingað frá Úkraínu eftir innrás Rússa? Jú heildarfjöldi þeirra sem óskaði eftir vernd í gær var 33 en af þeim voru 28 sem voru með tengsl við Úkraínu. Það sem af er degi hafa 8 einstaklingar óskað eftir vernd.\nJón Pétur segir að helmingur þeirra, eða fjórir, séu frá Úkraínu. Hann segir erfitt að spá fyrir um hver fjöldinn verður næstu daga.\nÞó við fáum einn svona dag, jú það er vísbending um að þeim fari að fjölga á næstu dögum. Við þurfum bara að vera undirbúin að takast á við það. Kerfið hjá ykkur þess megnugt að ráða við þetta? Já við erum að grípa til ráðstafana til þess að það verði það. Eins og ég hef sagt að þá erum við á þolmörkum og það er ekki gott að fá marga svona daga í röð, það væntanlega leggur okkur á hliðina. Þess vegna erum við að bregðast við með þessum hætti.\nSegir Jón Pétur. Klukkan 16 í dag ætla Átak, félag fólks með þroskahömlun, Tabú sem er feminísk fötlunarhreyfing, Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið að afhenda utanríkisráðherra áskorun um að íslensk stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða til að tryggja öryggi fatlaðra borgara í stríðinu í Úkraínu.\n","summary":"Tuttugu og átta úkraínskir flóttamenn komu til landsins síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi á einum degi. Þeir eru nú orðnir 104 frá innrás Rússa í Úkraínu, þar af 50 konur og 30 börn."} {"year":"2022","id":"138","intro":"Guðrún Aspelund, yfirlæknir á sóttvarnasviði hjá embætti landlæknis segir að staðan í kórónuveirufaraldrinum sé frekar alvarleg og ræða þurfi hvort grípa verði inn í. Áttatíu og einn liggur á sjúkrahúsi með veiruna.","main":"staðan er í rauninni ekki góð. Það er mjög mikið um smit, hefur ekkert hægt á svo að segja, við erum að greina tvö til þrjú þúsund tilfelli á dag. Það hefur líka verið einhver aukning í innlögnum á sjúkrahúsið, ég held að ástandið sé nokkuð alvarlegt.\nGuðrún segir að þetta skýrist af því að fólk viðhafi ekki einangrun og sóttkví, eins og þegar það var skylda, sem var við búið. En er þá tilefni til að taka aftur upp reglur um einangrun og herða sóttvarnaaðgerðir á ný?\nÞað er erfitt að segja, ég ætla ekki að segja núna að það eigi að grípa til harðra aðgerða. KLIPP LAGA Við vitum, miðað við hvaða aðgerðir voru í gangi, að það þyrftu að vera mjög strangar aðgerðir til að hefta útbreiðsluna. Við vorum í vandræðum út af því, þess vegna var gripið til þess að aflétta. Það er ekki einfalt mál. En það þarf að ræða alvarlega hvort það þurfi að grípa inn í, hvort við séum að sjá raunverulega aukningu á innlögnum og veikindum, þá hugsanlega með alvarlegum afleiðingum. Sérstaklega þegar viðkvæmir hópar eiga í hlut sem eru með undirliggjandi vandamál.\n69 sjúklingar liggja á Landspítalanum með COVID-19. Samkvæmt upplýsingum þaðan hafa ekki legið fleiri inni samtímis síðan í fyrstu bylgju faraldursins. Fjórir eru á gjörgæslu. Að auki eru tólf á sjúkrahúsinu á Akureyri.\nGuðrún segir til skoðunar að gefa þeim allra viðkvæmustu fjórðu sprautuna.\nÞað hefur ekki þótt ástæða til að gera það enn, það hafa ákveðnir hópar fengið fjórðu sprautu, þeir sem eru ónæmisbældir, það hefur ekki verið tekin ákvörðun um almennt að gera það og það hafa ekki verið gögn sem okkur hafa þótt styðja það eins og komið er.\n","summary":"Yfir 80 sjúklingar liggja nú á sjúkrahúsi með covid og hafa ekki verið fleiri síðan í fyrstu bylgju faraldursins. Yfirlæknir hjá embætti landlæknis segir að ræða þurfi alvarlega hvort grípa þurfi inn í með takmörkunum."} {"year":"2022","id":"138","intro":"Hilmar Snær Örvarsson keppir í fyrri grein sinni, stórsvigi, á Vetrarólympíumótinu í Beijing í Kína í nótt. Honum líst vel á aðstæður og stefnir á að vera meðal fimmtán efstu.","main":"Hilmar Snær er á sínu öðru Vetrarólympíumóti en hann var einnig eini fulltrúi Íslands í Peyongchang fyrir fjórum árum. Hilmar keppir í svigi og stórsvigi og byrjar á stórsviginu í nótt.\nsagði Hilmar Snær eftir æfingu í dag. Veðrið á keppnissvæðinu hefur farið hlýnandi síðustu daga og er nú farið að hafa áhrif á keppnisdagskrána. Stórsviginu var því flýtt og hefst útsending frá fyrri ferð klukkan 25 mínútur yfir tólf og seinni ferð klukkan 25 mínútur yfir fjögur. Þá hafa mótshaldarar einnig þurft að seinka svigkeppninni um sólarhring vegna aðstæðna og því keppir Hilmar Snær í svigi aðfaranótt sunnudags í stað laugardags.\nLiverpool og Bayern Munchen komust í gær í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liverpool mætti Inter í seinni leik liðanna og þrátt fyrir 1-0 tap á Anfield komst Liverpool áfram þar sem útileikurinn vannst 2-0 og samanlögð úrslit því 2-1. Bayern Munchen mætti Salzburg frá Austurríki. Þar hafði fyrri leiknum lokið með 1-1 jafntefli en Bayern fór illa með lið Salzburg í gær og vann 7-1 sigur. 16-liða úrslitin halda áfram í kvöld. Manchester City tekur á móti Sporting og Real Madrid og Paris Saint Germain mætast á Spáni. City vann fyrri leikinn gegn Sporting 5-0 og þá hafði PSG betur gegn Madrídingum 1-0.\nÚrslitavika bikarkeppninnar í handbolta hefst í kvöld þegar undanúrslitin í karlaflokki verða spiluð. Undanúrslit kvenna verða svo á dagskrá á morgun. Klukkan sex í kvöld mætast\nFH og Valur í fyrri undanúrslitarimmunni og klukkan korter yfir átta eigast við KA og Selfoss. Báðir leikirnir verða sýndir beint á RÚV 2.\n","summary":"Hilmar Snær Örvarsson keppir í sinni fyrri grein af tveimur á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Beijing í nótt. Hlýnandi veður hefur haft áhrif á keppnisdagskrá."} {"year":"2022","id":"138","intro":"Framkvæmdastjóri eins stærsta kjúklingaframleiðanda landsins segir íslenskan landbúnað og matvælaframleiðslu standa frammi fyrir alvarlegri stöðu vegna gríðarlegra hækkana á fóðri og áburði. Hveiti hefur hækkað um 30 prósent á einni viku og maís um 20 prósent.","main":"Úkraína gegnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í ræktun hveiti og maís og hefur stundum verið nefnd matarkista Evrópu. Matvælaráðuneytið hefur kallað eftir upplýsingum um fóðurstöðu í landinu. Guðmundur Svavarsson er framkvæmdastjóri Reykjagarðs.\nTalað um að 55 prósent af maís sem er fluttur inn til Evrópusambandsins komi frá Úkraínu og mig minnir að 25 % af því hveiti sem notað er í Evrópu komi þaðan líka.\nGuðmundur segir Reykjagarð eiga fóður fyrir næstu mánuði.\nSamkvæmt upplýsingum frá mínum byrgja munu þeir geta staðið við samninga en mér skilst að það sé búið að stöðva viðskipti með kornvörur allavega í bili á þeim markaði sem hann er að vinna á.\nGuðmundur segir að þó að samningar hafi verið undirritaðir að þá sé hægt að rifta þeim þegar verða náttúruhamfarir eða þegar stríð geisa.\nÞetta er bara gríðarlega alvarleg staða sem íslensku landbúnaður og íslenskir bændur standa frammi fyrir því að áburður er að hækka margfalt í verði og mér skilst að það hafi tekist að ná aðföngum vestur fyrir járntjald sem dugar þá fyrir vorið miðað við óbreytta notkun.\nHann segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist við til að auka sjálfbærni og mataröryggi þjóðarinnar. Hér á landi þurfi að nýta betur náttúrlegan áburð sem fellur frá dýrum og einfalda regluverk í kringum það. Eins þurfi að auka ræktun, á til dæmis byggi og korni til að minnka þörf á innfluttu fóðri en því þurfi líka að fylgja innviðir eins kornþurrkunarverksmiðjur og geymslur.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"138","intro":"Mikið vatnsveður er á Austfjörðum og djúpir pollar eru á veginum um Fagradal en á Fjarðarheiði snjóaði og er vegurinn lokaður vegna óveðurs.","main":"Vegagerðin varar þá sem þurfa að aka yfir Fagradal, á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar, við miklum vatnselg sem er á veginum á köflum. Á Fjarðarheiði til Seyðisfjarðar snjóaði hins vegar í nótt og þar hefur verið óveður í morgun með hviður upp undir 40 metra á sekúndu. Veginum var lokað, sem kemur sér illa því að Norræna er í höfn á Seyðisfirði og á að sigla í kvöld með talsverðan farm af ferskum fiski.\nAgnar Sverrisson, svæðisstjóri Smyrli line á Austurlandi, segist þurfa að koma um 20 trukkum yfir heiðina með vörur í ferjuna. Þetta er ferskur fiskur frá Norðurlandi, Fáskrúðsfirði og úr eldisslátrun á Djúpavogi. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur verið stungið í gegn í morgun en breikka þarf til að hægt sé að opna. Snjórinn er blautur og þungur og því þarf að nota blásara, sem er seinlegt, og gæti tekið einhverja klukkutíma að opna heiðina eftir að veðrið gengur niður eftir hádegi.\nSpáð er mikilli rigningu á Austfjörðum á morgun og líka á föstudag og ekki styttir upp fyrr en á laugardag samkvæmt spá. Búist er við vatnavöxtum og samkvæmt upplýsingum frá ofanflóðavakt Veðurstofunnar er fylgst náið með hlíðum fyrir ofan Seyðisfjörð. Þar er ekki mikill snjór til að bráðna og hafa ofanflóðasérfræðingar ekki miklar áhyggjur af vatnsveðrinu. Hreyfingar í hlíðunum fyrir ofan Seyðisfjörð eru vaktaðar með speglum og radar og fylgst er með vatnshæð í borholum sem segir til um hve mikið af regni og snjóbráð nær niður í jarðveginn.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"139","intro":"Margeir Pétursson sem býr í Lviv í vesturhluta Úkraínu segir seðlabanka landsins sterkan. Hann á von á að bankastarfsemi haldist í landinu.","main":"Þú ert með banka með fjölda útibúa í landinu hvernig gengur bankastarfsemi fyrir sig í landinu á stríðstímum eins og þessum? Við erum svo lánsamir að við erum með höfuðstöðvarnar í Lviv og nánast alla okkar starfsemi í vestur Úkraínu sem hefur ekki orðið fyrir barðinu á þessum átökum ennþá en við erum með útibú í Kænugarði og við höfum þurft að hafa það lokað frá 24. febrúar.\nMargeir segir það brjálæði sem innrás Rússa í Úkraínu sé, hafa komið gífurlega á óvart. Seðlabanki landsins hafi brugðist við þegar í stað þegar af innrásinni varð.\nÞað voru strax 24. febrúar þá setti seðlabanki landsins strangar takmarkanir á úttektir og fólk getur tekið jafnvirði 400 þúsund króna íslenskra á dag út af sínum reikningum. Gjaldeyrisreikningar eru frosnir þótt það sé eitthvað búið að þíða það og við megum ekki selja dollara það er bannað. Og hvaða skýring er gefin á því? Menn vilja bara halda gjaldeyrisforðanum í lagi. Þetta er sama og var gert 2014 og 15.\n","summary":"Margeir Pétursson sem rekur Bank Lviv í samnefndri borg og víðar um Úkraínu segir seðlabanka landsins sterkan. Loka þurfti útibúi Bank Lviv í Kænugarði þegar innrás Rússa hófst."} {"year":"2022","id":"139","intro":"Íbúar í borginni Zhaporozhy í austurhluta í Úkraínu búa sig nú undir að taka á móti flóttafólki frá hafnarborginni Maríópól. Áætlað er að um 200 þúsund flóttamenn séu væntanlegir til Zhaporozhy. Íslendingur sem býr í borginni hefur tekið þátt í undirbúningnum.","main":"Það er allavega talað að um 200 þúsund manns þurfi að koma sér í burtu vestan úr Maríópól.\nSegir Karl Þormóðsson sem býr í Zhaparozhy ásamt úkraínskri eiginkonu sinni. Þegar innrás Rússa í Úkraínu hófst tóku hjónin ákvörðun um að fara ekki úr landi. Hann segir einna öruggast í Zarparozhy. Þau hjónin hafi getað verið öðrum til hjálpar og tekið þátt í að undirbúa komu flóttamanna til borgarinnar.\nÞað hefur fyrst og fremst beinst að því að gera húsnæði tilbúið til að taka á móti öllu þessu fólki og því sem til þarf í sambandi við það. Koma upp bráðabirgðaaðstöðu, dýnum og öllu þessu sem fylgir þessu.\nHann segir fáa hafa yfirgefið borgina. Það taki langan tíma að komast yfir til Póllands og fólk vilji frekar vera um kyrrt heima í stað þess að fara út í óvissuna.\nHafa margir yfirgefið borgina? Ekki svo að ég viti til. Það eru um 1200 km til Póllands til dæmis.\nEins og staðan er núna þá er þetta öruggasti staðurinn fyrir fólk hér að vera. Að vera bara heima við.\n","summary":"Búist er við að um 200 þúsund flóttamenn frá úkraínsku hafnarborginni Maríópól muni leita skjóls í borginni Zhaporozhy. Íbúar þar búa sig undir að taka á móti þeim, meðal þeirra er Karl Þormóðsson."} {"year":"2022","id":"139","intro":"Töluvert hefur rignt í höfuðborginni í dag og snjórinn og klakinn sem hefur gert mörgum lífið leitt hefur bráðnað í stórum stíl. Margir fagna eflaust rigningunni í Reykjavík - langþreyttir á slæmri ferð og snjósköflunum sem hafa skreytt borgina. Víða er allt á floti og fráveitan hefur ekki undan.","main":"ef vatnið kemst ekki sýna leið þá sjatnar það ekkert af sjálfu sér - það hlýnar ekki það mikið og það er ekki eins og það verði einhver uppgufun. þannig að þar sem er farið að flæða og bráðna mikið þarf eiginlega að koma til einhverjar aðgerðir við að koma því vatni frá til þess að það losni um það.\nSlökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur sinnt um tíu útköllum vegna vatnsleka það sem af er degi. Varðstjóri segir að fráveitan hafi ekki undan. Ástandið hefur verið sérlega slæmt á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði þar sem flæddi upp úr niðurföllum og þá flæddi inn í kjallara í Vogahverfi.\nStór pollur hefur myndast undir brúnni frá Miklubraut að Sæbraut og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát. Einnig hefur safnast mikið vatn á Reykjanesbraut.\nYfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir að ekki hafi verið mikið um hálkuslys í dag, fáeinir hafi þurft aðhlynningu en svo virðist sem bleytuslabbið hafi dregið úr hálkunni.\nEn nægir rigningin til að losa borgarbúa við snjóinn?\nNei þetta nægir nú ekki til þess að taka þetta allt saman upp. Þetta vinnur aðeins á en það verða skaflar og klaki eftir þessa rigningu en svo er nú útlit fyrir áframhaldandi hlýindi þannig að næsta vika og einhverjir dagar þar á eftir vinna á þessu jafnt og þétt.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"139","intro":"Bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar var vanhæfur við afgreiðslu bæjarráðs varðandi uppbyggingu á félagssvæði KA, samkvæmt áliti lögmanns. Fulltrúinn er giftur þáverandi formanni félagsins en vék ekki sæti við afgreiðsluna.","main":"Í lok síðasta árs undirrituðu KA og Akureyrarbær samning um mikla uppbyggingu á KA-svæðinu á næstu þremur árum. Þáverandi formaður KA, Ingvar Gíslason, undirritaði samninginn fyrir hönd félagsins, en hann er giftur oddvita Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, Hildu Jönu Gísladóttur. Fyrir hálfum mánuði tilkynnti Ingvar að hann væri hættur formennsku í KA vegna hagsmunatengsla.\nHalla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar, segir að á sínum tíma hafi það verið metið sem svo að Hilda Jana væri ekki vanhæf í málinu og hún hafi lítið komið að undirbúningi þess og uppbyggingin hafi verið samþykkt einróma á sínum tíma.\nEf af hverju ákváðuð þið að fá álit annars lögmanns? Við fengum fyrirspurnir frá öðrum aðilum og ákváðum þá bara að fá álit frá einum og tveimur lögfræðingum til að hafa þetta alveg gulltryggt. Niðurstaðan er sú að hún hefði átt að víkja og við bara brugðumst við því.\nHalla Björk hefur fyrir hönd bæjarstjórnar beðist afsökunar á þessum mistökum. Hún segir að samkvæmt lögfræðingum sé þó ekki ástæða til að taka málið upp aftur.\nEn óháð einhverju lögfræðiáliti var þá ekki frekar augljóst að Hilda Jana væri vanhæf í málefnum KA? Ja það er bara einhver lærdómur sem þarf að draga af því og það er auðvitað alltaf hvers og eins að meta sitt hæfi og vanhæfi og við þurfum auðvitað að gera það í öllum málum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"139","intro":"Tindastóll vann mikilvægan sigur á KR í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld. Tveir leikir fóru fram í deildinni og Vestri heldur enn í vonina um að bjarga sér frá falli.","main":"Vestri sótti Þór Akureyri heim í gærkvöldi, en Þórsarar eru límdir við botn deildarinnar og þegar fallnir í 1. deild. Vestri vann öruggan sigur með 117 stigum gegn 73. Vestri er eftir sigurinn með 8 stig í næstneðsta sæti og er 6 stigum á eftir Breiðabliki og ÍR, sem eru í öruggum sætum sem stendur. Fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni og því enn 8 stig í pottinum. Tindastóll tók svo á móti KR í hinum leik gærkvöldsins og vann með 89 stigum gegn 80. Tindastóll er í 7. sæti með 29 stig eins og Grindavík og Stjarnan en KR er í 8. sætinu með 16 stig en á leik til góða. Átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina.\nSvíinn Armand Duplantis bætti í gærkvöldi eigið heimsmet í stangarstökki karla á móti í Belgrad í Serbíu. Duplantis sveif þá yfir 6,19 metra og bætti eigið heimsmet um einn sentimetra. Hann tvíbætti heimsmet Sergei Bubka árið 2020 en hafði beðið lengi eftir því að ná yfir 6,19 metra. Duplantis verður meðal keppenda á heimsmeistaramótinu innanhúss sem hefst eftir 10 daga, en mótið er einmitt haldið í Belgrad.\nTottenham rúllaði yfir Everton í eina leik gærkvöldsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, 5-0. Tottenham nældi sér í þrjú dýrmæt stig í baráttunni um Evrópusæti. Tottenham er í 7. sæti með 45 stig, jafnmörg og West Ham og tveimur færri en Manchester United, en Tottenham á tvo leiki til góða á þau lið. Everton sígur áfram niður töfluna og er í 17. sæti, stigi frá fallsæti.\nAlþjóða knattspyrnusambandið hefur frestað umspilsleik Skotlands og Úkraínu um sæti á heimsmeistaramóti karla, sem fer fram í Katar í lok árs. Liðin áttu að mætast í Skotlandi þann 24. þessa mánaðar, en úkraínska knattspyrnusambandið óskaði eftir frestun í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Óvíst er hvenær leikurinn getur farið fram en 15 af 23 leikmönnum úkraínska liðsins í síðasta landsliðsglugga leika með félagsliðum í Úkraínu. Úkraínskt íþróttafólk gerir það annars áfram gott á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Beijing, og þá sérstaklega í skíðaskotfiminni. Keppt var í 10 kílómetra skiðaskotfimi í nótt og af 18 verðlaunapeningum sem í boði voru, vann úkraínskt íþróttafólk helminginn. Úkraína er með næstflest verðlaun allra á mótinu á eftir Kína.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"139","intro":"Tugir þúsunda Sydneybúa fengu í morgun fyrirmæli um að yfirgefa heimili sín vegna mikillar flóðahættu. Stormur, stólparigning og skyndiflóð hafa dunið á þessari fjölmennustu borg Ástralíu í dag og veðurstofa Nýja Suður-Wales varar borgarbúa við \u001etveimur erfiðum sólarhringum framundan.","main":"Um 60.000 borgarbúar hafa fengið fyrirmæli um að forða sér í öruggt skjól vegna flóðanna, segir í frétt AFP. Afar óviðrasamt hefur verið á austurströnd Ástralíu síðustu daga þar sem hvert lægðakerfið af öðru hefur tekið land og fært með sér hávaðarok og feiknarmikla úrkomu sem valdið hefur flóðum sem yfirvöld segja fordæmalaus. Átján hafa farist á hamfarasvæðunum, sem teygja sig norður fyrir Brisbane í Queenslandríki og suður fyrir Sydney í Nýja Suður-Wales og tveggja er saknað. Phil Campbell, talsmaður almannavarna í Nýja Suður-Wales, segir að helst megi líkja ástandinu við einhvers konar \u001evatnsútgáfu af gróðureldum Svarta sumarsins svokallaða. Hann segir náttúruspjöll og tjón á mannvirkjum af völdum vatnsveðurs og flóða síðustu daga á sama skala og í gróðureldunum miklu á þessu sama svæði síðla árs 2019 og í ársbyrjun 2020. Hundruð bygginga hafa eyðilagst í flóðunum, sem hafa hrifsað með sér fjölda bifreiða, rofið vegi og rifið tré upp með rótum. Fleiri hundruð manns neyddust til að forða sér upp á þak húsa sinna þar sem flóðin voru mest, og var þeim ýmist bjargað þaðan með þyrlum eða bátum. Yfir 200.000 manns þurftu að yfirgefa heimili sín í Sydney þegar verst lét.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"139","intro":"Fljótsdalshreppur og danskur innviða- og orkuskiptasjóður hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu og rekstur á mögulegum vindorkugarði í hreppnum. Danski sjóðurinn ætlar einnig að fjármagna verksmiðju sem framleiða mun rafeldsneyti svo sem vetni á Reyðarfirði.","main":"Danski fjárfestingasjóðurinn ætlar að stofna dótturfélag undir heitinu Orkugarður Austurlands og fjármagna svokallaðan grænan orkugarð á Reyðarfirði en þar yrði raforka notuð til að framleiða vetni og annað rafeldsneyti svo sem ammóníak og metanól. Slíkt eldsneyti er umhverfisvænt og talið mikilvægt í orkuskiptum enda getur það komið í stað olíu við að knýja stór farartæki.\nHelgi Gíslason, sveitarstjóri í Fljótsdalshreppi, segir að nýting vindorku til að framleiða rafeldsneyti myndi falla vel að umhverfisstefnu sveitarfélagsins. Breyta þyrfti skipulagi og taka þar tillit til sjónarmiða um sjónmengun. Ekki liggi enn neitt fyrir um stærð vindorkugarðsins en það ráðist af því hvað Landsvirkjun gæti útvegað mikla orku til framleiðslu rafeldsneytis á Reyðarfirði. Þá eru viðræður við landeigendur um mögulega staðsetningu ekki hafnar.\nÉg held að það sé allt nokkuð opið ennþá. Auðvitað eru menn að velta fyrir sér svæðum uppi á hálendi, ekki niðri í byggð. Þar er vindasamast. Samhliða þessu verkefni fer í gang þróun á atvinnumöguleikum sem tengjast beint eða óbeint þessari starfsemi. Samstarf við þessa öflugu aðila um að þróa samfélagið í Fljótsdal þannig að það geti tekst betur á við verkefni eins og þetta. Ef af verður þá verði fólk hér í dalnum sérþjálfað í að reka og hugsa um starfsemi eins og þessa.\n","summary":"Fljótsdalshreppur hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við danskan fjárfestingasjóð um mögulega uppbyggingu á vindorkuveri til að knýa vetnisframleiðslu á Reyðarfirði. "} {"year":"2022","id":"139","intro":"Skipatæknifræðingur sem unnið hefur að hönnun á nýju og umhverfisvænu hafrannsóknaskipi segir orkuskipti í sjávarútvegi mikla áskorun. Langt sé í að raunveruleg lausn finnist fyrir skip sem sigla langt og eru lengi á sjó.","main":"Hönnun á nýjum Bjarna Sæmundssyni fyrir Hafrannsóknastofnun hefur staðið í tvö ár. Hann á verða umhverfisvænn og þar sem orkuskipti fyrir slík skip eru skammt á veg komin hefur þurft að leita allra leiða til að gera skipið eins umhverfisvænt og hægt er. Sævar Birgisson, skipatæknifræðingur hjá Skipasýn, hefur unnið að hönnun skipsins.\nSkrokkurinn á skipinu er alveg sérhannaður með tilliti til að hafa eins litla mótstöðu og hugsast getur.\nÞví til viðbótar eru í skipinu rafhlöður sem hjálpa til við að knýja dísilvélar skipsins. Sævar segir að það sé ekki einfalt að skipta díesilolíu út fyrir annan orkugjafa.\nÞetta er mjög mikil áskorun, miklu meiri áskorun en fólk vill vera láta. Við erum búin að leita í tvö ár logandi ljósi og smíðanefnd þessa skips hefur hamrað á okkur sem höfum verið að vinna þetta verk að fylgjast vel með og það er engin lausn komin í þessum málum, það er langt frá því, því miður sko.\nUmhverfisvænast væri að knýja skipið með vetni en það þurfi að geyma við alkul eða undir miklum þrýstingi sem sé erfitt. Helst hafi verið horft til metanóls.\nOg vélar skipsins, dísilvélarnar eru keyptar með það í huga að hægt sé að brenna á þeim metanóli ef það verður ofan á sem orkugjafi.\nMetanól tekur helmingi meira pláss en dísilolía. Það megi þó leysa því tankplássið í skipinu sé mikið. Vandinn sé hins vegar sá að það þurfi díselolíu með.\nÞað verður alltaf að brenna á svona venjulegum hefðbundnum sprengjuvélum verður að brenna með dísilolíu líka, 10 til 20 prósent olíu.\n","summary":"Orkuskipti í skipum sem sigla langt og eru lengi úti á sjó eru mikil áskorun og langt frá því að lausn sé komin. Þetta segir skipatæknifræðingur sem unnið hefur að hönnun á umhverfisvænu hafrannsóknarskipi í tvö ár"} {"year":"2022","id":"140","intro":"Flóttafólki frá Úkraínu fjölgar hratt. Í morgun höfðu fimmtíu og sex komið hingað til lands frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Eitt stærsta vandamálið sem við blasir er skortur á húsnæði. ASÍ hvetur aðildarfélög sín til að hlaupa undir bagga og stjórnvöld eru að hefja viðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga.","main":"Stíf fundahöld voru í félagsmálaráðuneytinu um helgina við undirbúning komu flóttamanna frá Úkraínu. Enginn veit hve margir þeir verða. Þrjú sveitarfélög eru með samninga við ríkið um móttöku flóttamanna. Stefán Vagn Stefánsson formaður flóttamannanefndar sagði í fréttum í gær að fleiri sveitarfélög þyrftu að koma að verkefninu. Aldís Hafsteinsdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.\nJá þær viðræður eru að hefjast. Ég á von á því að okkar fólk muni funda með ráðuneytismönnum í dag eða á morgun til að fara af stað í þetta ferli.\nLjóst er að mótttaka flóttamanna kemur til með að kosta sveitarfélögin töluverðar fjárhæðir.\nÉg held að allir geri sér grein fyrir því að stærstur hluti þess fjármagns sem ríkið setur í þennan málaflokk muni renna til sveitarfélaganna til þess að veita þessu fólki þá þjónustu sem við viljum gefa þeim.\nÁ fundi miðstjórnar ASÍ í síðustu viku hvatti sambandið aðildarfélög sín til að leggja til húsnæði hafi þau tök á.\nAlþýðusambandið sjálft er ekki með neitt húsnæði en aðildarfélögin eiga mikið af orlofshúsnæði. Þar á meðal eru heilu byggðirnar sem félög eiga í sameiningu og hafa byggt upp.\nÞað er nóg til af húsnæði í landinu þannig séð en það er í höndum félaganna sjálfra hvað þau geta lagt fram og hvort þau geti lagt eitthvað fram.\nFélags- og vinnumálaráðherra hefur skipað sérstakt aðgerðarteymi sem ætlað er að skipuleggja móttöku flóttafólks. Þar verða fulltrúa margra ráðuneyta. Gylfi Þór Þorsteinsson sem gegnt hefur starfi forstöðumanns farsóttarhúsa fer fyrir hópnum.\n","summary":"Það sem af er ári hafa rúmlega 300 manns sótt um hæli hér á landi þar af 56 frá Úkraínu. Stjórnvöld ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga um móttöku á flóttafólki."} {"year":"2022","id":"140","intro":"Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, áformar að uppræta kynferðislega áreitni og mismunun á spítalanum. Könnun meðal almennra lækna sýndi að 17 prósent höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Forstjórinn segir ekki þol fyrir óviðeigandi samskiptum.","main":"Runólfur Pálsson, nýráðinn forstjóri Landspítalans, segir í viðtali við Læknablaðið, að skýra þurfi verkferla og fara í fyrirbyggjandi aðgerðir. Könnunin sýndi líka að 19 prósent hefðu orðið fyrir kynbundinni mismunun. Segir hann að þessar niðurstöður séu í takt við erlendar rannsóknir. Könnunin var gerð meðal almennra lækna, sem eru ungu læknarnir á spítalanum.\nÞað hefur skapast mikil umræða í tengslum við #metoo, bæði hér sem annars staðar, og þá hefur nú verið áberandi að þessi menning innan spítalans eða hluti af henni hefur verið háttsemi sem er ekki æskileg og jafnvel óviðeigandi.\nÞetta er ekki bara kynbundin mismunun eða áreitni, þetta eru líka óviðeigandi samskipti. Verið að hunsa fólk jafnvel í faglegri umræðu og skamma í staðinn fyrir að styðja og svo framvegis. Það er eitthvað sem við þurfum að lagfæra því við höfum ekki þol gagnvart þessu.\nRunólfur bendir á að fáir þolendur hafi sótt sér aðstoð eða stuðning. Þetta hafi þrifist vegna þöggunarmenningar og valdaójafnvægis.\nLæknar sem eru að hefja sinn feril eru háðir sínum leiðbeinendum og eldri kollegum þannig að þetta er eitthvað sem því miður hefur tíðkast innan sjúkrahúsa og við verðum að uppræta það.\nLandspítalinn á að vera góður vinnustaður. Fólki á að líða vel og þetta er liður í því að tryggja það.\n","summary":"Könnun meðal almennra lækna á Landspítalnum sýnir að 17 prósent þeirra hafi orðið fyrir kynferðislegri áreitni. Nýr forstjóri segir ekki þol fyrir slíkri hegðun."} {"year":"2022","id":"140","intro":"Stjórnvöld í Úkraínu höfnuðu tillögu Rússa um mannúðargáttir frá borgunum Karkív, Kænugarði, Maríupol og Súmí. Rússneski herinn sækir hart að borgunum og lagði til í morgun að almennum borgurum yrði leyft að flýja í átt að Rússlandi eða Hvíta-Rússlandi.","main":"Rússar stungu upp á alls sex mögulegum flóttaleiðum frá borgunum fjórum. Einu leiðirnar frá Kænugarði og Karkív, stærstu borgum Úkraínu, lágu til Rússlands eða Hvíta-Rússlands. Leiðirnar frá Súmí og Maríupol lágu til annarra borga í Úkraínu og svo til Rússlands.\nRússneski miðillinn RIA birti flóttaleiðirnar og yfirlýsingu rússneska hersins, þar sem fram kom að hermenn myndu meðal annars nýta dróna til þess að halda fullri stjórn á aðstæðunum og tryggja örugga flutninga almennra borgara.\nUpplýsingafulltrúi Volodomírs Selenskí Úkraínuforseta sagði tillöguna afar siðlausa og sakaði Rússa um að nýta sér þjáningu fólks í áróðursskyni. Þá sagði Írína Veresjúk, aðstoðarforsætisráðherra landsins, óásættanlegt að beina flóttafólki til Rússlands.\nFyrirhugaðir brottflutningar almennra borgara frá Maríupol, sem Rússar hafa umkringt, gengu afar illa um helgina. Vopnahlé átti að taka gildi á laugardagsmorgun svo fólk gæti komið sér á brott. Úkraínumenn sögðu Rússa hins vegar hafa haldið árásum sínum áfram og virt vopnahléið að vettugi. Önnur tilraun var gerð á sunnudag með sama árangri.\nEnginn fulltrúi Rússa var mættur þegar Alþjóðadómstóllinn í Haag tók fyrir mál Úkraínu gegn Rússlandi vegna meints undirbúnings þjóðarmorðs á Úkraínumönnum og rangra sakargifta vegna ásakana um þjóðarmorð Úkraínumanna á rússneskumælandi fólki í Donbas.\n","summary":"Úkraínustjórn hefur hafnað tillögu rússneska hersins um mannúðargáttir fyrir almenna borgara í borgum sem Rússar sækja að. Rússar leggja til flóttaleiðir sem liggja að Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Samninganefndir Úkraínumanna og Rússa funda þriðja sinni í dag."} {"year":"2022","id":"140","intro":"Sex ljónum og sex tígrisdýrum var forðað frá Úkraínu í liðinni viku en fjöldi annarra dýra í úkraínskum dýragörðum er þar enn og í bráðri hættu, rétt eins og mannfólkið. Fjöldi fólks er sagður leggja sig fram um að reyna að koma þeim í öruggt skjól.","main":"Kattardýrin tólf voru í athvarfi fyrir vanræktar skepnur í útjaðri Kænugarðs. Þeim hefur nú verið komið í öruggt skjól í dýragarðinum í Posnan í Póllandi. Trukkurinn sem flutti þennan óvenjulega og verðmæta farm þurfti að taka á sig marga og langa króka til að forðast stríðsátökin í landinu að sögn talskonu dýragarðsins, en auk stórkattanna tólf voru tvær eyðimerkurgaupur og einn afrískur villihundur með í för. Lagt var upp í þessa svaðilför frá Kænugarði á þriðjudag en bílstjórinn mun hafa neyðst til að gera hlé á henni þegar hann mætti rússneskum brynvögnum og hertrukkum. Hann komst þó að lokum að pólsku landamærunum, þar sem skepnurnar voru fluttar yfir í pólskan flutningabíl sem ók þeim til Posnan. Í frétt NRK af þessum farsælu dýraflutningum segir að úkraínskir dýragarðar geymi enn um 4.000 dýr af um það bil 200 tegundum, þar á meðal fíla, kameldýr og einu górilluna í Úkraínu. Og það eru ekki bara stór og framandi dýr í dýragörðum sem líða fyrir stríðsátökin, segir í frétt NRK, því samtök sem huga að velferð heimilislausra hunda og katta í Úkraínu eiga að vonum afar erfitt með að sinna sínum skjólstæðingum þessa dagana.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"140","intro":"Miðstjórn ASÍ hefur hafnað erindi Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að setja á fót úrskurðarnefnd til að skera úr um hvenær hún tekur við á ný sem formaður Eflingar. Miklar deilur hafa verið innan félagsins um þessi mál. Að óbreyttu tekur hún við á aðalfundi 8. apríl.","main":"Sólveig Anna var kjörin formaður Eflingar á ný um miðjan febrúar. Með nýjum formanni kemur helmingur stjórnarmanna nýr inn í stjórn félagsins. Ágreiningur hefur verið um hvenær aðalfundur félagsins verður haldinn, þar sem nýr formaður tekur við. Hann á að vera 8. apríl en Sólveig Anna og félagar hennar í Baráttulistanum vilja að honum verði flýtt. Við því hefur fráfarandi formaður ekki orðið og samkvæmt upplýsingum fréttastofu vísað meðal annars til þess að ekki sé hægt að boða aðalfund fyrr en búið er að uppfylla skilyrði um að almennir félagsmenn geti komið með tillögur að lagabreytingum. Deilunum um formannsskiptin lauk ekki þar. Fyrir helgi var haldinn aukafundur í miðstjórn ASÍ þar sem tekið var fyrir erindi Sólveigar Önnu og Baráttulistans um að sett yrði á laggirnar úrskurðarnefnd sem myndi skila áliti um þessa deilu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var erindinu hafnað, þó með eins atkvæðis mun, meðal annars á þeim forsendum að það væri inngrip í málefni Eflingar og brot á lögum um sjálfstæði félagsins. Sólveig Anna segist ekki hafa tekið ákvörðun um næstu skref en hún lítur svo á að með þessu sé fráfarandi formaður að fara gegn ályktun trúnaðarráðs Eflingar frá því í nóvember um kosningum skydli flýtt og aðalfundi einnig. Sæki hún og félagar í Baráttulistanum það áfram að flýta aðalfundi gætu þau efnt til undirskriftasöfnunar meðal félagsmanna Eflingar um að boðað verði til svokallaðs almenns félagsfundar. Til þess þyrfti 300 undirskriftir.\n","summary":"Miðstjórn ASÍ hafnaði fyrir helgi erindi Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að stofnuð yrði úrskurðarnefnd vegna deilu um hvenær aðalfundur Eflingar eigi að fara fram þar sem ný stjórn á að taka við."} {"year":"2022","id":"140","intro":"Verð á hlutabréfum allra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni hefur lækkað í morgun. Icelandair hefur lækkað um rúm tíu prósent í morgun og um hátt í 20 prósent frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu.","main":"Hlutabréfaverð hefur lækkað mikið í Kauphöllinni í morgun í nokkuð miklum viðskiptum. Mest í Icelandair um þrettán prósent í morgun. Brynjólfur Þór Guðmundsson hefur fylgst með þróuninni í morgun og er hingað kominn. Hvað veldur?\nStutta svarið er kannski stríðið í Úkraínu. Óvissunni sem hefur skapast og afleiðingum efnahagsþvingana. Við sjáum sömu þróun á mörkuðum hér og í Evrópu, þar lækkaði hlutabréfaverð mikið strax við opnun markaða í morgun. Og það skýrist að hluta af mikilli verðhækkun á orku. Gasverð í Evrópu er sögulega hátt og mörg ár síðan olía hefur kostað jafn mikið og núna. Það má svo aftur að hluta rekja til þess að Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að þarlend stjórnvöld og bandalagsþjóðir þeirra ræddu möguleika á því að banna innflutning á olíu frá Rússlandi.\nKínversk yfirvöld gera ráð fyrir minni hagvexti en áður. Ráðamenn tilkynntu í gær að gert væri ráð fyrir 5,5 prósenta hagvexti, þeim minnsta í áratugi. Spáin var að hluta skýrð með óhagstæðum ytri aðstæðum.\nFatið af norðursjávarolíu hefur hækkað úr 94 dollurum í 124 dollara frá því Rússar réðust inn í Úkraínu. Viðbúið er að eldsneytisverð hérlendis hækki. Bensínsverðið er nú á bilinu 256 upp í 293 krónur á höfuðborgarsvæðinu og dísillinn á 252 til 284 krónur.\nÉg ræddi við Jón Bjarka Bentsson, aðalhagfræðing Íslandsbanka, nú rétt fyrir fréttir, um áhrifin hér. Hann sagði athyglisvert að það eru ekki bara fyrirtæki með bein tengsl við útlönd og olíu- og hrávöruverð sem lækka í verði hérlendis. Sem er kannski til marks um að hérlendir fjárfestar horfa mun ákveðnar til markaðsþróunar í Evrópu á óvissutímum eins og núna en í venjulegu árferði.\nÞetta var Jón Bjarki Bentsson. Brynjólfur Þór Guðmundsson talaði við hann.\n","summary":"Verð á hlutabréfum allra fyrirtækja sem eru skráð í Kauphöllinni hefur lækkað í morgun. Icelandair hefur lækkað um rúm tíu prósent það sem af er degi og um hátt í 20 prósent frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu."} {"year":"2022","id":"140","intro":"Söfnun fyrir hjálparstarf í Úkraínu hefur gengið vel. Fjölmörg samtök hafa staðið fyrir söfnuninni, þar á meðal Rauði kross Íslands, UNICEF og Hjálparstarf kirkjunnar.","main":"Rúmar sextíu milljónir hafa safnast alls hjá þessum þremur samtökum.\nÞar af hafa rúmar þrjátíu milljónir króna safnast í neyðarsöfnun fyrir Úkraínu hjá Rauða krossi Íslands. Rúmar þrjátíu milljónir hjá UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og ein komma fjórar milljónir hafa safnast hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Fjöldi fyrirtækja hefur einnig tekið þátt, bæði með beinu framlagi og með mótframlagi við viðskiptavini. Björg Kjartansdóttir er sviðsstjóri fjáröflunar hjá Rauða krossi Íslands\nHún hefur gengið mjög vel. Í dag eru búnar að safnast 30 milljónir króna og það er alveg augljóst að almenningur á Íslandi og fyrirtæki vilja leggja íbúum Úkraínu lið til að takast á við þessi átök sem þau þurfa að glíma við.\nÁkvörðun verður tekin með Alþjóða Rauða krossinum um hlutfall fjár sem fer inn í Úkraínu annars vegar og hins vegar til fólks sem þegar er á flótta þaðan.\nOg við erum að fara að gera það núna bara seinni partinn í dag eða í síðasta lagi á morgun . Þá sendum við fjármunina til Úkraínu og væntanlega mun hluti fjármagnsins fara líka til þeirra sem eru búnir að þurfa að leggja af stað hafa þegar lagt á flótta en það sem er kannski mikilvægast fyrir fólk að vita er að þá er það alveg skýrt að það fer alveg beint og óskert til fólksins sem hefur þurft að takast á við þessi og er að takast á við þessi átök.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"140","intro":"Mikil spenna er á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta, þegar fimm umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Tvö stig skilja að efsta sæti og það fjórða.","main":"Einn leikur var í deildinni í gærkvöldi. Grindavík tók á móti Haukum og unnu Haukar með 93 stigum gegn 78. Þetta var fjórði sigur Hauka í deildinni í röð og lyfti liðið sér í þriðja sæti deildarinnar. Lygileg spenna er í efri hluta deildarinnar. Fjölnir situr á toppnum með 28 stig en Valur, Haukar og Njarðvík eru öll með 26 stig. Valur á leik til góða og getur jafnað við Fjölni á toppnum. Fimm umferðir eru eftir af deildarkeppninni og að henni lokinni fara þessi fjögur efstu lið í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn, sem má reikna með að verða álíka jöfn og spennandi.\nÚrslit réðust í fjórum greinum í snjóbrettaati á Vetrarólympíumótinu í Beijing í nótt. Í flokki LL2 kvenna sigraði Cecilie Hernandez frá Frakklandi og í sama flokki karla sigraði Matti Suur-Hamari frá Finnlandi. Í LL1-flokki karla vann Tyler Turner frá Kanada og í UL-flokki vann Ji Lijia frá Kína, en ekki er keppt í kvennaflokki í þessum flokkum. Eftir tvo keppnisdaga er Kína með flest verðlaun, og raunar langflest. Kína hefur unnið sjö gull, átta silfur og tíu brons, alls 25 verðlaun. Lið Úkraínu kemur næst og Kanada þar rétt á eftir. Keppni heldur áfram í Beijing í nótt og verður sýnd beint frá skíðaskotfimi karla og kvenna á RÚV frá klukkan 2 í nótt.\nBikarmót Frjálsíþróttasambands Íslands innanhúss fór fram um helgina og var lið FH sigursælt. FH vann bæði í karla- og kvennaflokki og sigraði því líka í heildarstigakeppninni. FH-ingar fengu 84 stig, ÍR varð í öðru sæti með 75 stig og Breiðablik fékk 51 stig. Fram undan er heimsmeistaramótið í frjálsum innanhúss, sem fer fram í Belgrad í Serbíu 18.-20. mars. Baldvin Þór Magnússon, millivegalengdahlaupari, er eini Íslendingurinn með lágmark á mótið, en reikna má með tveimur keppendum frá Íslandi. RÚV sýnir beint frá mótinu alla keppnisdagana.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"140","intro":"Eldisfyrirtæki mega ala næstum 145 þúsund tonn af fiski í ellefu fjörðum samkvæmt burðarþols- og áhættumati sem nú hefur verið staðfest. Engar breytingar voru gerðar þrátt fyrir athugasemdir umhverfissamtaka.","main":"Stjórnvöld hafa staðfest burðarþol fiskeldis og gera engar breytingar þrátt fyrir harðorðar athugasemdir frá umhverfissamtökum. Samtals má því ala tæp 145 þúsund tonn í ellefu fjörðum.\nHafrannsóknastofnun vann bæði burðarþolsmat og áhættumat vegna erfðablöndunar til að skera úr um það hvað firðir þola mikið eldi án þess að spilla lífríki og valda erfðamengun í íslenskum laxastofnum. Þetta mat, ásamt umhverfismati, var kynnt í samráðsgátt og bárust sjö umsagnir, meðal annars frá Íslenska Náttúruverndarsjóðnum. Þar segir að með því að heimila sjókvíaeldi með erfðabreyttum laxi sé brotið á tilverurétti villtra laxastofna í náttúru Íslands. Viðmið HAFRÓ um að fjögurra prósenta erfðablöndun sé ásættanleg samræmist ekki lögum og alþjóðasamningum. Sjóðurinn vildi að áhættumatið væri þannig að engin erfðablöndun væri ásættanleg.\nÞrátt fyrir athugasemdirnar voru ekki gerðar breytingar á burðarþoli og áhættumati og hefur leyfilegt eldismagn því verið staðfest.\nÍ Önundarfirði má ala 2.500 tonn og á Stöðvarfirði 7 þúsund tonn.\n10 þúsund tonn má ala í Seyðisfirði og jafn mikið bæði í Berufirði og Dýrafirði.\nOg 15 þúsund tonn í Fáskrúðsfirði.\nÍ Reyðarfirði má ala 20 þúsund tonn og annað eins í Arnarfirði. Einnig 20 þúsund tonn samanlagt í Patreksfirði og Tálknafirði.\nMest, eða 30 þúsund tonn, má ala í Ísafjarðardjúpi.\nFram kemur að burðarþolið sé þó ekki endanlegt og leyfilegt eldismagn kunni að dragast saman eða jafnvel aukast ef vöktun á ástandi fjarða og öðru gefur tilefni til.\n","summary":"Eldisfyrirtæki mega ala næstum 145 þúsund tonn af fiski í ellefu fjörðum. Engar breytingar voru gerðar á nýju mati þrátt fyrir athugasemdir umhverfissamtaka. "} {"year":"2022","id":"141","intro":"Fjarðabyggð segir í umsögn að fara ætti varlega í að banna olíuleit á Drekasvæðinu, líkt og lagt er til í stjórnarfrumvarpi. Í umsögn sveitarfélagsins segir að slíkt bann sé jafnvel ótímabært. Bæjarstjórinn í Fjarðabyggð segir hins vegar að sveitarfélagið styðji í raun bannið en huga verði að frekari orkuöflun fyrir orkuskipti.","main":"Í stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar er kveðið á um að engin leyfi verði gefin út til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands. Markmið Íslands er að verða kolefnishlutlaust árið 2040, eftir 18 ár, og óháð jarðefnaeldsneyti.\nÍ Fjarðabyggð voru talsverðar vonir bundnar við atvinnusköpun í kringum olíuleit. Í umsögn sveitarfélagsins um stjórnarfurmvarp sem bannar olíuleit segir að gert hafi verið ráð fyrir að hafnir í Reyðarfirði yrðu nýttar og olíubirgðastöð hafi verið fyrirhuguð í firðinum. Olíuleit hafi verið mikilvægt uppbyggingarverkefni með jákvæðri byggðaþróun, fjárfestingum og fjölbreytni starfa. Leitarbann sé jafnvel ótímabært á meðan ekki sé tryggt nægt rafmagn og fiskimjölsverksmiðjur þurfi að brenna olíu vegna orkuskorts.\nAthygli vekur að Fjarðabyggð hefur á sama tíma talað mjög fyrir orkuskiptum og virðist þessi umsögn stinga í stúf við núverandi fyrirætlanir sveitarfélagsins. Unnið er að uppbyggingu á grænum orkugarði á Reyðarfirði þar sem framleitt yrði rafeldsneyti svo sem vetni, ammóníak og metanól sem eru helsta vonin í orkuskiptum fyrir stór farartæki. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir að sveitarfélagið styðji í raun bann við olíuleit.\nVið viljum leggja á það áherslu um leið og þetta er gert, sem er þá bara eðlilegt og skynsamlegt, að það séu þá tryggðir kostir á Íslandi til að við getum þá farið í orkuskipti. Þannig að við eigum nægt rafmagn til að framleiða rafeldsneyti og annað sem þarf til að leysa olíuna af hólmi. Við teljum að það sé mjög mikilvægt að menn hugsi um það um leið og menn fara í þetta bann. (En þið virðist leggjast gegn þessum tillögum; þið teljið að bann við olíuleit sé ótímabært?) Ég held að það hafi nú kannski ekki verið rétt framsetning hjá okkur. Auðvitað er það ekki ótímabært núna. Það liggur fyrir að við erum að hverfa frá jarðefnaeldsneyti í framtíðinni.\n","summary":"Bæjarstjórinn í Fjarðabyggð viðurkennir að framsetning í umsögn sveitarfélagsins um fyrirhugað bann við olíuleit hafi verið röng. Sveitarfélagið styðji bannið en samhliða verði að auka orkuöflun svo framleiða megi rafeldsneyti fyrir orkuskipti."} {"year":"2022","id":"141","intro":"Náttúran lætur víðar að sér kveða því Sex manns fórust þegar ógnarmiklir skýstrókar gengu yfir Madisonsýslu í Iowa í Bandaríkjunum í gær, að sögn almannavarna í ríkinu. Fjögur fullorðin og tvö börn létu lífið í hamförunum, sem líka ollu feiknarmiklum skemmdum á jafnt íbúðarhúsum sem öðrum mannvirkjum að sögn Diogenes Ayala, yfirmanns almannavarna. Hann segir hvirfilbylinn hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar, margir séu heimilislausir þar sem um 25 til 30 hús hafi eyðilagst.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"141","intro":"Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og fyrrverandi prófessor í sagnfræði segir ástandið í Úkraínu skelfilegt. Hann segir að hernaðaráætlun Pútins hafi ekki gengið eftir. Hetjuleg mótspyrna Úkraínumanna hefur verið meiri en valdhafar í Moskvu óraði fyrir.","main":"Hernaðaráætlunin hefur ekki gengið eins og valdhafar í Moskvu með hann í fararbroddi hlutu að hafa séð fyrir. Hetjuleg mótspyrna Úkraínumanna hefur verið meiri en valdhafar í Moskvu óraði fyrir sýnist mér. Að sama skapi hefur samstaða íbúa á Vesturlöndum verið meiri en rússneskir ráðamenn sáu fyrir. Það er vel, við getum ekki gert margt hér á Íslandi við erum herlaus og vopnlaus þjóð en við eigum þó í samstarfi við aðrar þjóðir á Vesturlöndum bæði í Nató og á vettvangi álfunnar. Við getum lagt okkar af mörkum og það fyllir mann vissri bjartsýni í þessum hörmungum öllum að íslensk þjóð er\neinróma sem aldrei fyrr í fordæmingu á þessari innrás og árás á óbreytta borgara.\nTil lengri tíma litið getur það ekki verið okkar hagur að herveldi komist upp með það að ráðast með ofbeldi og ofsalegu offorswi á annað ríki og við hugsum sem svo að við verðum að láta það yfir okkur ganga. Það er ekki það sem við viljum standa fyrir\n","summary":"Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að hernaðaráætlun Pútins hafi ekki gengið eftir. Hetjuleg mótspyrna Úkraínumanna hefur verið meiri en valdhafa í Moskvu óraði fyrir."} {"year":"2022","id":"141","intro":"Til stendur að loka pósthúsinu á Hvolsvelli og Hellu í vor. Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir það afleita ákvörðun.","main":"Ekkert pósthús verður í innan við 50 kílómetra fjarlægð frá Hvolsvelli frá og með fyrsta maí næstkomandi því þá mun pósthúsið þar loka.\n(( Þetta er alveg afleit ákvörðun að okkar mati þetta er mjög vont fyrir okkur hér í Rangárþingi eystra. Við erum gríðarlega vaxandi samfélag. Og við teljum þetta vera þjónustuskerðingu þrátt fyrir að þeir bjóði upp á aðra þjónustu í staðinn þá er afgreiðslan að loka. ))\nHörður Jónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Póstsins segir lokunina vera svar við breyttu rekstrarumhverfi. Sjötíu og fimm prósenta fall hafi orðið á póstsendingu bréfa síðan 2010 og aukning á pakkadreifingu sem henti vel að sinna með póstboxum og póstbílum.\n[Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Póstsins ]\n(( þetta er bara eðlileg þróun. Við þurfum að draga saman seglin vegna minnkandi umsvifa. Mörg fyrirtæki myndu kalla þetta verulegan aflabrest að missa 75 af helsta tekjustreyminu sínu svo þetta er bara viðbrögð við því.\nHafdís: Hvað eruð þið að spara á þessari lokun?\nVið svosem upplýsum það ekki. En það eru verulegar fjárhæðir og þær mælast yfir 20% af heildarkostnaði á svæðinu öllu\nHafdís: Finnst þér nógu góð þjónusta að það séu 50 kílómetrar í næsta pósthús?\nNei, nú er verkefnið svolítið hjá okkur að tryggja það að það þurfi enginn íbúi að fara á Selfoss að sækja pakka. ))\nSegir Hörður það gert með aukinni áherslu á heimsendingar og póstbox. Lilja segir erfitt að sjá eftir stöðugildunum sem tapast frá svæðinu við lokunina.\n[Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra ]\n(( Ef við gerum ráð fyrir því að það fækki um tvö stöðugildi er það mjög mikið fyrir tvö þúsund manna samfélag. Ef þú setur það í samhengi við tuttugu þúsund manna samfélag eru það 20 stöðugildi og tvö hundruð þúsund að þá eru það tvö hundruð stöðugildi svo þetta þarf að setja í samhengi þegar horft er til byggðasjónarmiða.))\n","summary":null} {"year":"2022","id":"141","intro":"Forseti Úkraínu sagðist í ávarpi í morgun þess fullviss að her Rússa sé að undirbúa árás á hafnarborgina Odessa. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir fólksflóttan frá Úkraínu undanfarna daga þann mesta í Evrópu frá síðari heimsstyrjöld.","main":"Samkvæmt upplýsingum Flóttamannastofnunarinnar hafa um ein komma fjórar milljónir flúið Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið á fimmtudagsmorgun í síðustu viku. Ein þeirra er Maria, sem býr í Lviv en er nýkomin yfir til Póllands.\n\"It's kind of horrible because I had certain plans for my life in the upcoming months and all of them are kind of shaking at the moment because I was planning to be present in Ukraine and Kiev, in a lot of other cities\nMaria segist hafa verið með ýmis áform fyrir komandi mánuði í Kyiv og öðrum borgum Úkraínu, þau plön séu nú farin í vaskinn og hún föst í Póllandi.\nSérfræðingar flóttamannastofnunarinnar gera ráð fyrir að yfir ein og hálf milljón Úkraínumanna hafi flúið landið áður en helgin er á enda.\nHafnarborgin Mariupol er enn í herkví Rússlandshers. Annan daginn í röð er búið að semja um tímabundið vopnahlé til að koma íbúum út úr borginni. Það gekk ekki sem skyldi í gær því borgaryfirvöld segja herlið Rússa hafa haldið áfram árásum þrátt fyrir boðað vopnahlé. Starfsfólk hjálparsamtakanna Læknar án landamæra segja ástandið í borginni skelfilegt, verslanir séu farnar að tæmast og skortur á mati, vatni og lækningavörum sé farinn að segja til sín.\nVolodomir Zelensky, forseti Úkraínu, ávarpar þjóð sína kvölds og morgna og er þess á milli að óska eftir hjálp vesturlanda. Hann ræddi við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna í nótt í kjölfar þess að hann ávarpaði Bandaríkjaþing í gær. Þar óskaði hann eftir auknum stuðningi Bandaríkjanna, bæði efnahagslegum stuðningi og einnig auknum þrýstingi á stjórnvöld í Rússlandi. Þá hefur Zelensky einnig óskað eftir því að ríki NATO setj á flugbann yfir Úkraínu til að koma í veg fyrir loft- og eldflaugaárásir. Þeirri bón hafa aðildarríki Atlandshafsbandalagsins hafnað.\nSífellt bætist þó á lista fyrirtækja sem segja skilið við viðskipti við Rússland. Greiðslukortafyrirtækin Visa og MasterCard tilkynntu í gær að þau ætli að hætta allri starfsemi í Rússlandi. Kort sem gefin eru út af rússneskum bönkum virka þó enn innanlands en Rússar geta ekki notað kort sín utan landsteinanna. Shell, Microsoft, Apple, Ikea, H&M, Chanel og Nike eru meðal þeirra fjölmörgu verslana og vörumerkja sem hætta sölu og starfsemi í Rússlandi í mótmælaskyni við innrásina í Úkraínu.\nÍ morgunávarpi Úkraínuforseta í morgun fullyrti Zelensky að rússneskar hersveitir væru nú í startholunum að gera árás á hafnarborgina Odessa. Hún hefur að mestu sloppið við árásir hingað til en borgin, sem tilheyrir Úkraínu, var ein mikilvægasta hafnarborg Sovétríkjanna á sínum tíma. Borgin á sér langa sögu og einn þekktasti minnisvarði borgarinnar eru Potemkin tröppurnar\nTröppurnar liggja niður að höfninni og eru líklega þekktastar úr kvikmynd Sergei Einsteins frá árinu 1925, Beitiskipinu Pótemkín.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"141","intro":"Kvennalandslið Íslands í handbolta mætir Tyrklandi í undankeppni EM 2022 í dag. Ísland ætlar sér sigur og vonast eftir góðum stuðningi áhorfenda á Ásvöllum. Frítt er á leikinn.","main":"Ísland mætti Tyrklandi ytra á fimmtudaginn í síðustu viku. Þar var íslenska liðið yfir nær allan leikinn en Tyrkjum tókst að síga fram úr á lokaandartökum leiksins og tryggja sér eins marks sigur, 30-29. Íslenska liðið þarf á sigri að halda í dag, ætli liðið að halda sér í baráttunni um að komast á EM. Svíþjóð vann Serbíu í riðli Íslands í gær en Serbar unnu Svía nokkuð óvænt í fyrri leik liðanna á fimmtudag. Eftir leikinn í gær eru Svíar á toppi riðilsins með sex stig, Serbía er með fjögur stig og Ísland og Tyrkland koma svo þar á eftir með tvö stig hvort.\nsagði landsliðskonan Thea Imani Sturludóttir en áður heyrðum við í Arnari Péturssyni landsliðsþjálfara. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan fjögur í dag og verður hann sýndur beint á RÚV. Upphitun í EM stofunni hefst klukkan 15:40. Leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði og þar verður frítt inn.\nTveir leikir verða spilaðir í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Klukkan tvö tekur Watford á móti Arsenal og klukkan hálf fimm mætast erkifjendurnir frá Manchester, City og United. Manchester City situr sem fyrr á toppi deildarinnar með 66 stig, þremur stigum ofar en Liverpool sem er í 2. sæti. Chelsea styrkti stöðu sína í þriðja sætinu með sigri á Burnley í gær, Chelsea nú með 53 stig, en Manchester United er svo í því fjórða með 47.\n","summary":"Kvennalandslið Íslands í handbolta mætir Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins í dag."} {"year":"2022","id":"142","intro":"Niðurstöður í prófkjörum og forvali nokkurra flokka fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor skýrast í dag í fáeinum kjördæmum.","main":"Borgar- og sveitarstjórnarkosingar fara fram 14. maí og eru framboðslistar stjórnmálaflokkanna óðum að taka á sig mynd og línur að skýrast. Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði lýkur klukkan 18, þar sækist bæjarstjórinn Rósa Guðbjartsdóttir eftir að leiða listann. og hjá flokknum í Garðabæ lýkur því klukkan 19. Þar lætur oddvitinn Gunnar Einarsson af störfum og því ljóst að nýr oddviti verður kjörinn. Forval Vinstri grænna í Reykjavík og á Akureyri fer fram í dag. Í Reykjavík sækist oddvitinn Líf Magneudóttir eftir endurkjöri, en Elín Oddný Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi og Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur skora hana á hólm. Og á Akureyri sækjast þær Ásrún Ýr Gestsdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir báðar eftir að leiða listann.\nÞá lýkur prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík kl. 16. Þar fær oddvitinn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi keppni frá nöfnu sinni Þórdísi Jónu Sigurðardóttur. Þetta er í fyrsta sinn sem Viðreisn efnir til prófkjörs, en hingað til hefur flokkurinn stillt upp á lista.\nVið greinum frá niðurstöðum þessara kosninga þegar þær liggja fyrir.\n","summary":"Niðurstöður í prófkjörum í Reykjavík, Garðabæ, á Akureyri og í Hafnarfirði liggja fyrir í dag. "} {"year":"2022","id":"142","intro":"Stjórnvöld í Úkraínu settu á herlög í landinu þegar Rússar réðust þar inn fyrir rúmri viku síðan. Karlmönnum á aldrinum 18 til 60 ára er ekki heimilt að yfirgefa landið. Þeim er skylt að grípa til vopna og verjast innrásarher Rússa. Rússar hafa yfir að ráða einum stærsta her í heimi, en það er ýmislegt sem vinnur með úkraínska hernum í varnarbaráttunni. Brynja Huld Óskarsdóttir er öryggis- og varnarmálafræðingur.","main":"Almennt í öryggis- og varnarmálafræðunum er hægt að reikna út styrkleika hers. Þumalputtareglan er að það þarf þrjá úr innrásarher fyrir hvern einn úr heimaher, ef við notum þá lélegu þýðingu, þegar um er að ræða vel skipulagðan varnarher. Það er hins vegar tvennt sem er rosalega mikilvægt að taka inn í myndina. Það er í fyrsta lagi það sem ég kalla oft veraldlegt bolmagn hersins, eða á ensku resources. Þá er það magn hermanna, gæði og fjölbreytileiki hergagna. Rússneski herinn hefur úr miklu meiru að moða heldur en sá úkraínski. En svo er það þetta sem kallast andlegt bolmagn eða það sem nefnist baráttuvilji og það er þessi óbilandi og óhrekjandi trú á málstaðnum sem þú ert að berjast fyrir og stuðningur frá félögum þínum í hernum, ríkisstjórninni, leiðtogum og öðrum og þar hefur Zelensky heldur betur sýnt að hann er sannur leiðtogi.\n","summary":"Þó Rússar ráði yfir einum stærsta her í heimi er ýmislegt sem vinnur með úkraínska hernum í varnarbaráttunni, segir öryggis- og varnarmálafræðingur. Úkraínskum karlmönnum á aldrinum 18 til 60 er óheimilt að yfirgefa landið því þeir verða að gegna herskyldu. "} {"year":"2022","id":"142","intro":"Ritstjóri vefmiðilsins 24.is viðurkenndi í gærkvöld að hafa brotist inn á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs, stolið þar tveimur tölvum og eytt öllum gögnum, fréttum og öðru ritstjórnarefni af þeim og vef Mannlífs. Hann neitaði því að innbrotið hefði verið að undirlagi forstjóra Alvogens.","main":"Innbrotið á ritstjórnarskrifstofu Mannlífs vakti nokkra athygli. Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, sagði í samtali við fréttastofu á sínum tíma að augljóst væri að þeir sem þarna hefðu verið að verki hefðu vitað hvað þeir voru að gera. Hann kallaði þetta mesta óþverraskap sem hann hefði kynnst í starfi sínu sem fjölmiðlamaður.\nKristjón Kormákur Guðjónsson, ritstjóri vefmiðilsins 24.is, viðurkenndi síðan í gærkvöld að vera maðurinn á bakvið innbrotið. Í viðtali sem birtist á vef Mannlífs baðst Kristjón afsökunar á gjörðum sínum og sagði innbrotið hafa verið misráðna hefnaraðgerð sem hann hefði gripið til þegar hann var á vondum stað í tilverunni.\nKristjón sagðist hafa kynnst Róbert Wessmann, forstjóra Alvogens, sem hefði gert honum kleift að stofna fjölmiðli og styrkt hann til þess með mánaðarlegu fjárframlagi.\nMannlíf og Róbert hafa síðustu mánuði eldað grátt silfur vegna nokkurra frétta á vef Mannlífs og eftir innbrotið sendi Róbert frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði fráleitt að hann hefði eitthvað haft með það að gera..\nKristjón sagðist í viðtalinu hafa brotist inn á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs þar sem honum hefði þótt fréttaflutningurinn af Róberti vera ósanngjarn og meiðandi. Honum hefði auk þess fundist að Mannlíf hefði dreift ómaklegar sögusagnir af honum sjálfum. Hann hafnaði því hins vegar að innbrotið hefði verið að undirlagi Róberts.\n","summary":"Ritstjóri vefmiðilsins 24.is játaði óvænt á sig innbrot á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs í janúar. "} {"year":"2022","id":"142","intro":"Dorgveiði, hundasleðakeppni og reiðtúrar á ís eru meðal viðburða á Vetrarhátið við Mývatn sem nú er haldin í þriðja sinn. Skipuleggjandi segir að hátíðin sé komin til að vera.","main":"Lengi vel var keppt í hinum ýmsu vetraríþróttum í Mývatnssveit eins og sleðahundakeppni, hestamótinu Mývatn Open og Mývatnssleðanum. Fyrir tveimur árum voru þær allar settar undir einn hatt og úr varð Vetrarhátíð við Mývatn, fyrsta bæjarhátíðin í Mývatnssveit. Hátíðub stendur í rúma viku og þar kennir ýmissa grasa. Ásdís Erla Jóhannesdóttir er einn af skipuleggjendunum.\nVetrarhátíð við Mývatn er bara svona skemmtileg viðburðahátíð. Þetta er búið að teygja sig, þetta eru 10 dagar núna, nær yfir tvær helgar og viku þarna á milli. Bara með ýmsum skemmtilegum viðburðum og það er bara endalaus dagskrá. Það er vetrargaman hérna fyrir yngstu kynslóðina á morgun. Aðra helgina er Íslandsmót Sleðahundaklúbbs Íslands og Íslandsmeistaramót í Snjókrossi uppi í Kröflu.\n-Þannig að það nóg um að vera?-\nJá já heldur betur, það er bara endalaus gleði.\n-Nú er þetta ný hátíð, heldurðu að hún sé komin til að vera?-\nKlárlega, þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin.\n-Og allir velkomnir í Mývatnssveit um helgina?-\nHeldur betur, allir hjartanlega velkomnir, gjörðu svo vel.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"142","intro":"Meiri erill var hjá lögreglu í nótt en hefur verið undanfarnar helgar. Lögreglan segir mikið hafa verið um ölvun og slagsmál.","main":"Rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglu höfuðborgarsvæðisins í nótt. Sökum anna segir lögreglan að ekki hafi náðst að bóka afgreiðslu allra mála tímanlega. Nú er rúm vika síðan öllum sóttvarnatakmörkunum var aflétt og segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn gærkvöldið hafa borið þess merki.\nSex líkamsárásarmál komu á borð lögreglu í nótt og þar af þrjú í miðborginni. Jóhann segir mikið hafa verið um ölvun og slagsmál í nótt, um tugur ölvunar- og lyfjaaksturstilfella og ofan á það hafi bæst nokkur hálkuslys. Fimm gistu fangaklefa í nótt. Jóhann á von á að helgin verði áfram erilsöm.\n\"Það er nú oft á tíðum aðeins fjörugra á laugardagskvöldum þannig að það gæti orðið eitthvað meira um að vera en við erum klárir.\"\n","summary":"Mikið var um ölvun og óspektir í miðborginni í nótt. Lögreglan segir skemmtanahald komið á sama stað og fyrir faraldur. "} {"year":"2022","id":"142","intro":"Fyrirhugaðir brottfluttningar íbúar Úkraínsku borgarinnar Mariupol hafa frestast vegna brota rússneskra hermanna á boðuðu vopnahléi. Þetta segja borgaryfirvöld í Mariupol. Her rússneskra stjórnvalda hefur umkringt borgina.","main":"Borgin Mariupol er í suð austurhluta Úkraínu og þar býr um hálf milljón. Þetta er ein mikilvægasta hafnarborg Úkraínu, hún stendur við Azof flóa í Svartahafi. Innrásarher Rússlandsstjórnar hefur sótt hart að borginni úr öllum áttum og í nótt var borgin í herkví. Borgarstjóri Mariupol Vadim Bojtjenko sendi út ákall þar sem hann óskaði eftir því að Rússar hleyptu almennum borgurum út, og hleyptu starfsmönnum hjálparsamtaka inn í borgina.\nSnemma í morgun bárust þau skilaboð frá rússnenska varnarmálaráðuneytinu að tímabundið hlé yrði gert á hernaðaraðgerðum í hafnarborgunum Mariupol og Volnovakha á meðan íbúar kæmu sér í burt.\nHér heyrum við Igor Konashenkov, talsmann rússneska varnarmálaráðuneytisins, lýsa því yfir að vopnahlé verði í gildi á meðan íbúar borganna tveggja komi sér í öruggt skjól.\nBorgaryfirvöld kvöttu fólk til að fjölmenna í einkabíla og rútur kallaðar til til að koma fólki í öruggt skjól. Önnur tilkynning kom svo frá borgaryfirvöldum nú skömmu fyrir hádegi þess efnis að fyrirhuguðum fólksflutningum hafi verið frestað. Rússar hafi ekki virt boðað vopnahlé og ekki sé hægt að flytja fólk frá borginni sem sprengjum rignir enn yfir.\nSífellt bætist á lista stofnana, fyrirtækja og stjórnvalda sem leita nýrra leiða til að mótmæla aðgerðum rússahers í verki. Breska ríkisstjórnin hefur boðað tilraun til lagabreytinga strax eftir helgi til að auðvelda stjórnvöldum að leggja hald á eigur rússneskra ólígarka.\nFataverslunin Zara hefur ákveðið að loka ríflega 500 verslunum sínum í Rússlandi, greiðslufyrirtækið Paypal hefur lokað þjónustu sinni í landinu og farsímafyrirtækið Samsung hættir að senda vörur til Rússlands, þrátt fyrir að vera stærsta fyrirækið á farsímamarkaði landsins.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"142","intro":"Ríkjandi Íslandsmeistarar Þórs Þorlákshafnar tylltu sér á toppinn á úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld er þeir unnu nafna sína frá Akureyri. Úrslitin þýða að Þór Akureyri er fallið úr efstu deild. Fjórir leikir voru spilaðir í gærkvöld.","main":"Þórsliðin tvö, Þór frá Þorlákshöfn og Þór frá Akureyri, mættust norðan heiða og þar fóru gestirnir með sigur af hólmi, 95-88. Með sigrinum endurheimtu ríkjandi Íslandsmeistarar toppsætið í deildinni, Þór er nú með 28 stig og er tveimur stigum ofar en Njarðvík sem er í 2. sætinu. Á Sauðárkróki vann Tindastóll 94-88 stigur á Stjörnunni. Stjarnan hafði unnið þrjá leiki í röð fyrir leik gærkvöldsins en þetta var annar sigur Tindastóls í röð. Stjarnan er í sjötta sætinu með 20 stig en Tindastóll er sæti neðar með 18. KR lenti ekki í vandræðum með ÍR en KR-ingar unnu með 13 stiga mun, 93-80, og er KR í áttunda sæti deildarinnar með 16 stig en ÍR með 14 og í því níunda. Grindavík hafði svo betur gegn Vestra, 90-74, og er Grindavík í 4. sætinu en Vestri í 11. og því næst neðsta. Umferðin heldur áfram í dag en Valur og Keflavík mætast á Hlíðarenda klukkan fimm.\nVetrarólympíumót fatlaðra hófst í Beijing í nótt og réðust úrslitin í bruni karla og kvenna og í skíðaskotfimi karla og kvenna. Keppt var í sitjandi og standandi flokkum og í flokki sjónskertra og blindra. Úkraínskir íþróttamenn áttu frábæran dag í Beijing. Grygorii Vovchynskyi tryggði sér sigurinn í standandi flokki í skíðaskotfiminni og tryggði Úkraínu þar með fyrstu gullverðlaun leikanna. Í flokki blindra og sjónskertra tylltu þrír Úkraínumenn sér á verðlaunapallinn í 6 kílómetra sprettgöngunni, Vitalii Lukia-nenko vann gullið, Oleksandr Kazik silfur og Dmytro Suiarko brons. Þá tryggði Oksana Shsyskova sér sigurinn í flokki blindra og sjónskertra hjá konunum í skíðaskotfiminni og Liudmyla Liashenko fékk silfur í standandi flokki. Úkraína tyllti sér á toppinn yfir flest verðlaun á þessum fyrsta keppnisdegi Vetrarólympíumótsins með sjö verðlaun alls, þar af þrjú gullverðlaun.\n","summary":"Þór frá Akureyri féll úr úrvalsdeild karla í gærkvöldi. Þór frá Þorlákshöfn er á toppnum. "} {"year":"2022","id":"143","intro":"Umboðsmaður Alþingis segir að háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hafi ekki haft lagaheimild til að setja manneskju tímabundið í embætti ráðuneytisstjóra. Aðrar leiðir hefðu verið færar.","main":"Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, birti í dag álit á vef sínum um tímabundna setningu í embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Hann segir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, hafi ekki haft lagaheimild til að setja Ásdísi Höllu Bragadóttur tímabundið í embætti ráðuneytisstjóra. Setningin gildir þar til nýr ráðuneytisstjóri verður skipaður og er Ásdís Halla meðal umsækjenda.\nUmboðsmaður Alþingis hóf frumkvæðisathugun þegar tilkynnt var að Ásdís Halla hefði verið sett í embætti í lok janúar, sama dag og forsetaúrskurður um breytingar á skipan stjórnarráðsins var gefinn út. Þá varð háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið til. Setning Ásdísar Höllu gildir frá 1. febrúar til loka apríl. Áslaug Arna setti hana í embætti án þess að auglýsa embættið áður. Skúli segir að lög heimili ekki tímabundna setningu sem þessa. Þess í stað hefði ráðherra átt að auglýsa nýtt embætti þegar í desember, þegar ljóst varð að nýtt ráðuneyti yrði til, færa embættismann varanlega til í starfi til að fara með embætti ráðuneytisstjóra eða fela tilteknum starfsmönnum að fara tímabundið með ákveðin verkefni þar til ráðuneytisstjóri hefði verið skipaður.\nRáðuneytið svaraði fyrirspurn umboðsmanns á þann veg að óhjákvæmilegt hefði verið að setja ráðuneytisstjóra í þrjá mánuði meðan á skipunarferli stæði. Skúli sagði þetta ekki standast og ekki heldur að styðjast við lög sem kveða á um hvernig bregðast skuli við skyndilegu brotthvarfi embættismanns, svo sem við andlát. Hann sagði að ljóst hefði verið allt frá 10. desember að nýtt ráðuneyti yrði til. Þá þegar hefði Áslaug Arna átt að grípa til ráðstafana til að tryggja starfsemi nýja ráðuneytisins við stofnun þess. Það hefði hún getað gert með því að auglýsa strax ný embætti sem þá yrðu til eða flytja annan starfsmann í embættið eins og lög leyfa. Slíkur tilflutningur yrði hins vegar að vera varanlegur en ekki tímabundinn eins og setning Ásdísar Höllu. Umboðsmaður sagði að ráðherra hefði líka getað falið tilteknum starfsmönnum ráðuneytisins tímabundin verkefni meðan á skipunarferli stæði.\nUmboðsmaður Alþingis segir að ráðherra hafi ekki verið heimilt að setja nýjan ráðuneytisstjóra tímabundið en tekur fram að dómstólar myndu að líkindum ekki meta setninguna ógilda gagnvart Ásdísi Höllu. Hann beinir því þó til ráðuneytisins að taka í framtíðinni mið af þeim sjónarmiðum sem hann tilgreinir í álitinu.\nÁsdís Halla hefur meðal annars verið bæjarstjóri í Garðabæ, aðstoðarmaður ráðherra, fengist við skriftir og stjórnað fyrirtækjum á heilbrigðissviði.\n","summary":"Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mátti ekki setja Ásdísi Höllu Bragadóttur tímabundið í embætti ráðuneytisstjóra, segir umboðsmaður Alþingis. Ásdís Halla er meðal umsækjenda um embættið."} {"year":"2022","id":"143","intro":"Rússar náðu í morgun á sitt vald Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu, stærsta kjarnorkuveri Evrópu. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu fordæmir árásina og Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO tekur í sama streng. Alþjóðakjarnorkustofnunin segir að kjarnorkuverið hafi ekki skemmst og engin merki um að geislavirk efni hafi komist út í andrúmsloftið.","main":"\"Rússar skjóta á kjarnorkuverið úr öllum áttum\", sagði utanríkisráðherra Úkraínu á Twitter snemma í morgun. Eldur kviknaði í húsum við kjarnorkuverið en ekki í verinu sjálfu, samkvæmt upplýsingum frá kjarnorkueftirliti Úkraínu. Slökkviliðsmenn börðust við eldinn í tæpar fjórar klukkustundir. Ekki er talið að geislavirk efni hafi lekið út í andrúmsloftið. Kjarnorkuverið er í sunnanverðri Úkraínu og framleiðir um einn fimmta af raforku landsins. Þarna eru sex af 15 kjarnaofnum landsins. Zelensky sakar Rússa um hryðjuverk með því að varpa sprengjum á kjarnorkuverið. \"Rússneskir skriðdrekar búnir hitamyndavélum skjóta á kjarnorkuverið og þeir vita á hvað þeir eru að skjóta\", sagði Zelensky. Sigurður M. Magnússon,\nÞað eina sem við höfum áhyggjur af er ef að þar yrði eitthvert slys eða eitthvað gerðist sem leiddi til þess að geislavirk efni færu út i umhverfið en það er ekkert sem bendir til þess að svo sé.\nÞetta er í fyrsta sinn frá seinni heimsstyrjöldinni sem hernaðaraðgerðir og stríðsátök eru nálægt kjarnorkuveri. Þjóðarleiðtogar víða um heim fara hörðum orðum um árás Rússa á kjarnorkuverið. Verð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu lækkaði um rúm þrjú prósent þegar viðskipti hófust í morgun.\nÞað er alveg ljóst að það hafa allir áhyggjur af því sem er að gerast í Úkraínu og síðan koma áhyggjurnar af hugsanlegu kjarnorkuslysi þar til viðbótar. Það muna allir eftir því hvað gerðist í Tjernobil á sínum tíma.\nSigurður segir að Íslendingar þurfi ekki að óttast geislavirkni, svo mikil sé fjarlægðin frá Íslandi.\nÞannig að ég sé ekki fyrir mér að það þyrfti að grípa til sérstakra ráðstafana á Íslandi og við það má bæta að við sjáum ekki þörf á því miðað við þær aðstæður sem nú eru að fólk sé að hamstra joðtöflur til að eiga.\n","summary":"Rússar náðu í morgun á sitt vald Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu, því stærsta í Evrópu. Vestrænir leiðtogar gagnrýna Rússa harðlega. Alþjóðakjarnorkustofnunin segir að kjarnorkuverið hafi ekki skemmst og engin merki séu um að geislavirk efni hafi komist út í andrúmsloftið."} {"year":"2022","id":"143","intro":"Rússneska knattspyrnusambandið ætlar að áfrýja til gerðardóms íþróttamála ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins og Evrópska knattspyrnusambandsins, um að meina lands- og félagsliðum Rússlands að taka þátt í keppni á vegum sambandanna.","main":"Rússneska knattspyrnusambandið sem á mánudaginn var meinuð þátttáka í leikjum á vegum FIFA og UEFA, alþjóða- og evrópsku knattspyrnusambandanna, Ætlar að áfrýja ákvörðuninni um að lands- og félagslið Rússlands megi ekki taka þátt í keppnum á vegum sambandanna til gerðardóms íþróttamála. Rússar vilja að karlalið sambandsins fái að keppa áfram í undankeppninni fyrir HM í Katar og þá vill sambandið einnig að Rússum verði veittur þátttökuréttur á nýjan leik á EM kvenna í sumar.\nOg meira af Rússum en Ólympíunefnd fatlaðra þar í landi hefur ákveðið að hætta við áfrýjun við keppnisbanni á Rússana á Ólympíumóti fatlaðra í kjölfar innrásar þjóðarinnar í Úkraínu. Í yfirlýsingu kemur fram að rússneski hópurinn yfirgefi Kína eftir helgi. Þrátt fyrir að falla frá áfrýjun fordæma Rússar harkalega þau vinnubrögð að vísa þeim frá keppni svona stuttu fyrir mót og ætla að taka málið lengra þótt forráðamenn hafi ákveðið að áfrýja ekki.\nKnattspyrnumaðurinn Andrés Manga Escobar, sem á síðasta tímabili lék með Leikni í úrvalsdeild karla, er í farbanni frá Íslandi eftir að hafa verið dæmdur sekur í Héraðsdómi Reykjavíkur að hafa brotið kynferðislega á konu. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun en Escobar hefur áfrýjað dómnum en Landsréttur tekur málið fyrir á næstunni. Kólumbíumaðurinn er dæmdur fyrir nauðgun á heimili sínu þann 19. september sem er sama dag og hann lék allan leikinn í liði Leiknis sem mætti Keflavík, Escobar hafnar því að nauðgun hafi átt sér stað en segist hafa átt samræði við konuna.\nSundmaðurinn Anton Sveinn McKee tekur þátt á mjög sterku móti í Westmont í Bandaríkjunum þessa dagana. Anton synti í undanrásum í gærmorgun 100m bringusund á tímanum 1:02.13 og varð sjötti inn í úrslitin í gærkvöld. Með tímanum í morgun tryggði Anton sér lágmark á Evrópumeistaramótið í 50 metra laug sem fram fer í Róm í sumar. Í gærkvöld synti Anton í úrslitum í 100m bringusundi, hann synti á tímanum 1:01.30 og tryggði sér lágmark á HM í 50 metra laug sem fram fer í Búdapest í júní. Anton Sveinn endaði fimmti í sundinu.\n","summary":"Rússneska knattspyrnusambandið ætlar að áfrýja ákvörðun FIFA og UEFA, um að útiloka lands- og félagslið Rússlands frá keppni á vegum sambandanna, til gerðardóms íþróttamála."} {"year":"2022","id":"143","intro":"Kvenfélagið í Grímsey hefur undanfarnar vikur breytt leikskólanum í plássinu í vinnuaðstöðu fyrir fólk sem vill dvelja í eynni og vinna fjarvinnu. Kvenfélagskona segir tilvalið að kúpla sig út úr daglegu stressi og vinna frá Grímsey.","main":"Kvenfélagið Baugur fékk á dögunum eina og hálfa milljón króna í styrk frá byggðaþróunarverkefninu Glæðum Grímsey. Féð hafa kvenfélagskonur nýtt til að setja upp vinnuaðstöðu fyrir fólk sem vill dvelja tímabundið í Grímsey og vinna í fjarvinnu. Félagsheimilið Múli, sem áður hýsti leikskóla, verður nýtt í verkefnið. Ekkert skólahald hefur verið í Grímsey frá 2019. Karen Nótt Halldórsdóttir er formaður hverfisráðs Grímseyjar og kvenfélagskona.\nNúna er verið að mála og parketleggja og svo þurfum við að kaupa húsgögn og koma upp skrifborðum og svona.\n-Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að geta nýtt þetta?-\nÞað eru alla vega komnar tvær pantanir strax. Ég held að hugmyndin sé bara að hvort sem þú ert í einhvers konar fjarvinnu eða ert án staðsetningar í einhvern tíma, eða mögulega ert listamaður sem ert að skrifa bók eða eitthvað svoleiðis, ég hugsa að það sé hægt að nýta þetta í alls konar.\n-Þannig að það eru allir velkomnir út í Grímsey sem vilja aðeins kúpla sig út og vinna þaðan?-\nJá, ég held einmitt að þetta sé geggjað fyrir fólk sem er í stressinu alla daga, fólk sem hefur tök á að fara út í eyju og kúpla sig aðeins út.\n","summary":"Gamla leikskólanum í Grímsey verður breytt í skrifstofu fyrir fólk sem vill koma í eyna og vinna tímabundið í fjarvinnu. Formaður hverfisráðs segir hvergi betra að kúpla sig út úr dagsins amstri. "} {"year":"2022","id":"143","intro":"Umsækjendur um alþjóðlega vernd hér á landi í febrúar voru fleiri en verið hafa síðan í nóvember 2016. Álag á lögreglu og móttökukerfið í heild er orðið slíkt að ríkislögreglustjóri er að meta hvort setja eigi viðbragðsáætlun á hættustig.","main":"Embætti ríkislögreglustjóra gaf í vikunni út stöðuskýrslu verkefnahóps um yfirálag á landamærum og mögulega virkjun viðbragðsáætlunar á hættustig. Þar kemur fram að 182 einstaklingar í 96 málum hafi sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi í febrúar. Langfjölmennasti hópurinn kemur frá Venesúela eða 107. Tuttugu eru frá Palestínu en alls kemur fólkið frá fimmtán löndum. Ekki hafa fleiri sótt um alþjóðlega vernd hér á landi síðan í nóvember árið 2016. Af þessum 182 eru 132 með það sem kallað er \u001eno hit í Eurodac-kerfinu, sem er vísbending um að Ísland sé lokaákvörðunarstaður fólksins. Vegna fjölda umsókna hefur ekki tekist að taka fingraför eða ljósmyndir af öllum umsækjendum. Í 25 af þessum málum eru börn, ýmist í fylgd fjölskyldu, annarra eða fylgdarlaus. Fram kemur í stöðuskýrslunni að róðurinn hjá lögreglu og móttökukerfinu sé orðinn nokkuð þungur og nefnt að síðustu daga liðins mánaðar hafi fólk beðið klukkustundum saman í anddyrinu að Bæjarhrauni 18, en þar er móttökustöð lögreglu og Útlendingastofnunar. Búið er að óska eftir auknum búnaði svo hægt sé að taka myndir og fingraför á tveimur vinnustöðvum. Sá búnaður bætist við á næstu dögum. Þá hefur Útlendingastofnun leigt þrjú hótel á höfuðborgarsvæðinu vegna álags, en líklegt að það rými fullnýtist á næstu dögum og því þurfi að bæta við og ljóst að málshraðinn lengist mikið ef starfsfólki verður ekki fjölgað. Þá segir að ríkislögreglustjóri í samstarfi við hagaðila sé að meta hvort viðbragðsáætlun um yfirálag á landamærum verði virkjuð á hættustig.\n","summary":"Verið er að skoða hvort setja eigi viðbragðsáætlun á landamærunum á hættustig vegna fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd. Fjöldi umsækjenda í síðasta mánuði var sá mesti í nærri sex ár."} {"year":"2022","id":"143","intro":"Klukka sem hangir uppi á vegg í sundlauginni í Neskaupstað og sýnir staðartíma í Moskvu, verður mögulega tekin niður. Bærinn hefur stundum verið kallaður litla Moskva í gríni, þar fóru vinstri menn lengi með völd og voru hallir undir Sovétríkin.","main":"Til greina kemur að taka niður klukku sem sýnir staðartímann í Moskvu í sundlauginni í Neskaupstað. Bærinn hefur stundum verið kallaður Litla-Moskva og í stiklu fyrir svokallað kommablót í bænum sjást menn í sovéskum eða rússneskum herbúningum. Bæjarstjórinn vonar að nefndin varist að særa fólk með gríninu.\nÍ Neskaupstað var samfeldur hreinn meirihluti vinstrimanna í hálfa öld og í byrjun þess tíma sáu vinstrimenn þar eins og á fleiri stöðum Sovétríkin sem fyrirheitna landið. Í dag gera heimamenn gjarnan grín að þessari fortíð. Bærinn hefur verið kallaður Litla-Moskva, fundarhús við Egilsbraut er kallað Kreml og í sundlauginni hangir klukka með staðartímanum í Moskvu.\nFrá innrás Rússa í Úkraínu hafa vaknað spurningar um hvort rétt sé að hampa þessu. Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri segir að þarna sé gert góðlátlegt grín að fortíðinni.\nÞannig að ég held að menn séu nú bara eins og allir slegnir yfir þessum hörmungum sem eru að gerast í Úkraínu. (En gæti ekki verið vont fyrir fólk sem býr í Fjarðabyggð og er frá Úkraínu eða á fjölskyldu þar að þurfa að ganga undir klukku með staðartíma í Moskvu og upplifa einhvers konar Rússlandsdýrkun?) Við verðum að muna að það eru yfirvöld í Rússlandi sem réðust inn í Úkraínu. En rússneska þjóðin, við getum ekki sett hana und\nÍ Neskaupstað var samfeldur hreinn meirihluti vinstrimanna í hálfa öld og í byrjun þess tíma sáu vinstrimenn þar eins og á fleiri stöðum Sovétríkin sem fyrirheitna landið. Í dag gera heimamenn gjarnan grín að þessari fortíð. Bærinn hefur verið kallaður Litla-Moskva, fundarhús við Egilsbraut er kallað Kreml og í sundlauginni hangir klukka með staðartímanum í Moskvu.\nFrá innrás Rússa í Úkraínu hafa vaknað spurningar um hvort rétt sé að hampa þessu. Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri segir að þarna sé gert góðlátlegt grín að fortíðinni.\nÞannig að ég held að menn séu nú bara eins og allir slegnir yfir þessum hörmungum sem eru að gerast í Úkraínu. (En gæti ekki verið vont fyrir fólk sem býr í Fjarðabyggð og er frá Úkraínu eða á fjölskyldu þar að þurfa að ganga undir klukku með staðartíma í Moskvu og upplifa einhvers konar Rússlandsdýrkun?) Við verðum að muna að það eru yfirvöld í Rússlandi sem réðust inn í Úkraínu. En rússneska þjóðin, við getum ekki sett hana undir þann hatt og vonandi að úr þessu leysist. En jú, það getur verið, og sérstaklega á þessum erfiðu tímum núna, að menn þurfi að hugsa til þess og þá tökum við það bara niður. En þessi klukka sem þarna er í sundlauginni hún snýr að þessari gömlu nafngift sem varð til hér í íslenskri umræðu en það er eðlilegt að við horfum á það núna og við viljum einmitt sýna fólki af úkraínskum uppruna mikla hluttekningu.\nTil stendur að streyma svokölluðu kommablóti síðar í mánuðinum. Blótið á rætur að rekja til ársins 1965 þegar Sósíalistaflokkurinn í Neskaupstað hóf skemmtanahald fyrir flokksfélaga og gesti þeirra. Í auglýsingum nú er fáni Sovíetríkjanna á lofti og í stiklu, sem gerð var áður en innrásin hófst, sjást menn í herforingjadressum og gamla netagerðin er í sprengd í loft upp. Jón Björn vonar að þorrablótsnefndin gæti sín.\nSveitarfélagið fer ekki með ritstjórnarvald hjá þeim og menn þurfa í allri framsetningu á gríni að hafa það í huga hvað er við hæfi og hvað ekki. Ég teysti því að þær hafi það til hliðsjónar núna á þessum tímum.\nir þann hatt og vonandi að úr þessu leysist. En jú, það getur verið, og sérstaklega á þessum erfiðu tímum núna, að menn þurfi að hugsa til þess og þá tökum við það bara niður. En þessi klukka sem þarna er í sundlauginni hún snýr að þessari gömlu nafngift sem varð til hér í íslenskri umræðu en það er eðlilegt að við horfum á það núna og við viljum einmitt sýna fólki af úkraínskum uppruna mikla hluttekningu.\nTil stendur að streyma svokölluðu kommablóti síðar í mánuðinum. Blótið á rætur að rekja til ársins 1965 þegar Sósíalistaflokkurinn í Neskaupstað hóf skemmtanahald fyrir flokksfélaga og gesti þeirra. Í auglýsingum nú er fáni Sovíetríkjanna á lofti og í stiklu, sem gerð var áður en innrásin hófst, sjást menn í herforingjadressum og gamla netagerðin er í sprengd í loft upp. Jón Björn vonar að þorrablótsnefndin gæti sín.\nSveitarfélagið fer ekki með ritstjórnarvald hjá þeim og menn þurfa í allri framsetningu á gríni að hafa það í huga hvað er við hæfi og hvað ekki. Ég teysti því að þær hafi það til hliðsjónar núna á þessum tímum.\n","summary":"Klukka sem hangir uppi í sundlauginni í Neskaupstað og sýnir staðartíma í Moskvu, verður mögulega tekin niður. Bærinn hefur stundum verið kallaður litla Moskva í gríni en þar fóru vinstri menn lengi með völd og voru hallir undir Sovétríkin."} {"year":"2022","id":"144","intro":"Komið hefur fyrir að barefli hafi verið beitt gegn eftirlitsmanni Matvælastofnunar við störf. Stofnunin kærði nýlega til lögreglu atvik þar sem veist var að eftirlitsmanni.","main":"Matvælastofnun hefur óskað eftir lögreglurannsókn á atviki þar sem veist var að starfsmanni stofnunarinnar við eftirlit. Þetta er í þriðja sinn á jafn mörgum árum sem stofnunin kærir mál til lögreglu.\nEftirlitsmenn Matvælastofnunar sinna margvíslegu eftirliti með bæði fyrirtækjum og einstaklingum í matvælaframleiðslu; svo sem bændum, sláturhúsum, kjötvinnslum, mjólkurbúum og eggjaframleiðslu. Matvælastofnun óskaði nýlega lögreglurannsóknar eftir að veist var að starfsmanni við eftirlit. Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, segir að atvik sem þessi séu ekki algeng. Þá sé þó brugðist við með ákveðnum hætti.\nÞetta eru þau tól sem við höfum. Í okkar verklagi er skýrt að ef starfsmanni finnst honum vera ógnað að einhverju leyti eða upplifir sig óöruggan er eftirlitsþeganum tilkynnt um að við víkjum úr aðstöðunni og munum þá koma aftur seinna í eftirlit.\nÞað hafi aukakostnað í för með sér fyrir þann sem sætir eftirliti því rukkað er fyrir hverja heimsókn. Einstaka sinnum eru mál þó alvarlegri.\nEf eitthvað gerist þar sem eftirlitsþegi grípur í starfsmanninn eða við höfum lent í tilvikum þar sem barefli hefur verið beitt. Til þess að tryggja öryggi okkar starfsmanna og að þeir geti sinnt sínu starfi á góðan hátt eru öll svona tilvik tekin mjög alvarlega og þetta er alltaf kært til lögreglu.\nÞað hefur nú verið gert þrisvar síðastliðin þrjú ár.\n","summary":"Komið hefur fyrir að barefli hafi verið beitt á eftirlitsmann Matvælastofnunar við störf. Stofnunin kærði nýlega til lögreglu atvik þar sem veist var að starfsmanni."} {"year":"2022","id":"144","intro":"Íslendingur í borginni Zhaporozhye í austurhluta Úkraínu hefur í allan morgun farið um borgina og safnað mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum fyrir vini og kunningja sem ekki geta verið á ferli. Hann segir það forréttindi að geta orðið fólki að liði.","main":"Karl Þormóðsson ákvað í síðustu viku þegar, stríðið í Úkraínu braust út, að halda kyrru fyrir í borginni. Hann segir að enginn ávinningur sé að því að flýja borgina. Eldsneyti sé af skornum skammti og mörg hundruð kílómetrar til næstu landamæra. Hann hefur því birgt sig vel upp af nauðsynjum og haldið sig heima. Í morgun fór hann út að safna vistum fyrir vini og vandamenn.\nÞað gekk bara ótrúlega vel, ég held það hafi nú verið fyllt á verslanir, bæði í fyrrinótt og svo aftur í nótt. Þannig að vöruúrval var tiltölulega gott, svona á þessum helstu nauðsynjum. Og lyf, það gekk líka bara mjög vel að ná í þessi lyf sem við náum í fyrir vini og ættingja hérna. En allt tekur þetta helmingi lengri tíma en á normal degi.\n-Þið ákváðuð að verða eftir og birgja ykkur upp, þú sérð ekki eftir því?-\nNei það geri ég ekki, hérna getur maður all vega orðið að einhverju smá liði. Ég myndi segja að það væru forréttindi fyrir mig að fá að vera hérna á þessum tíma og geta lagt smá lið, þessum sem eru svona undir í þessu.\n","summary":"Íslendingur í Austur-Úkraínu sem kaus að vera áfram í landinu þegar stríðið braust út segist ekki sjá eftir því. Það séu forréttindi að geta orðið að liði og hjálpað þeim sem minna mega sín. "} {"year":"2022","id":"144","intro":"Sóttvarnalæknir segir mögulegt að kórónuveirufaraldurinn sé í hámarki. Ekki sé þó hægt að segja nákvæmlega til um það fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Smitfjöldi er nokkuð stöðugur og alvarleg veikindi hafa ekki aukist.","main":"Ein vika er frá því að öllum takmörkunum vegna faraldursins var aflétt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist sáttur við hvernig þróun faraldursins hefur verið síðan. Á hverjum degi hafa tvö þúsund til tvö þúsund og fimm hundruð greinst. Eins verði að taka inn í myndina að fyrirkomulagi sýnatöku hafi verið breytt.\nVið höfum ekki séð miklar breytingar á farandrinum þessa viku frá því að öllu var aflétt, það er ekki hægt að segja það og við erum að sjá svipaða útbreiðslu og áður.\nVið erum allavega ekki að fara mikið upp á við. Við erum með þennan sama fjölda sem er að greinast á hverjum degi og kannski heldur lækkandi. Þannig að maður getur bundið vonir við að við séum kannski búin að ná þessum toppi en það verður bara að koma í ljós á næstunni.\nNú eru um 65 á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu. Ekki er að merkja að alvarleg veikindi hafi aukist. Þórólfur segir að þjóðin sé að nálgast hjarðónæmi en erfitt sé að segja nákvæmlega til um hversu langt er í að það náist.\nÞá erum við komin upp í rúmlega 70 prósent landsmanna sem hafa smitast og ef við miðum við 80 prósent að þá erum við komin langt í það en forsendurnar eru óvissar og það getur verið skekkja í því\nÞórólfur segir enn óljóst hvort farið verið í fjórðu bólusetningu, það ráðist á næstu mánuðum.\nÞað gæti komið til í sumar eða haust, hugsanlega en við þurfum aðeins að sjá hvað rannsóknir sýna.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"144","intro":"Einn hefur verið handtekinn, grunaður um íkveikju, eftir að eldur kviknaði í tveggja hæða húsi við Auðbrekku í nótt. Eldurinn var allmikill og tók slökkvistarf um þrjár klukkustundir.","main":"Fyrsta tilkynning barst Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á fjórða tímanum í nótt. Menn og bílar frá öllum stöðvum voru sendir á staðinn. Mikinn reyk lagði frá húsinu þegar slökkvilið kom að og teygðu eldtungur sig út um glugga. Í húsinu voru áður skrifstofur en þeim hefur verið breytt í leiguíbúðir. Fjórtán voru í húsinu þegar eldurinn kviknaði. Engum þeirra varð meint af. Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni, segir að grunur um íkveikju hafi vaknað fljótlega eftir að rannsókn á vettvangi hófst. Einn hafi verið handtekinn og er verið að yfirheyra hann.\nJón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að eldvarnir í húsinu virðist hafa verið í lagi en rannsókn á vettvangi standi enn.\nSvo þegar við komum á staðinn og menn eru búnir að skanna svæðið, sem er gert alltaf strax í upphafi til að átta sig á því hvort sé einhver inni, kemur í ljós að eldurinn er afmarkaður aðallega við eitt herbergi. Þetta er svona búseta í atvinnuhúsnæði eins og blasir við okkur núna en á eftir að skoða aðeins betur hvort hafi orðið einhver afgreiðsla í Kópavogi upp á síðkastið hvað varðar þessa byggingu. Voru einhverjar vísbendingar um að brunavarnir hefðu verið í ólagi þarna eða einhver mikil hætta í þessu húsnæði? Fyrsta tilfinning er að eldvarnir hafi verið að hjálpa mikið til í raun og veru.\n","summary":"Einn er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa kveikt í húsi við Auðbrekku í Kópavogi í nótt. Fjórtán voru í húsinu en engan sakaði. "} {"year":"2022","id":"144","intro":"Rússar hafa náð úkraínsku hafnarborginni Kherson við Svartahaf á sitt vald. Borgarráð Mariupol segir að þar sé umsátursástand, Rússar hafi sprengt alla helstu innviði og íbúar séu án rafmagns, hita og vatns.","main":"Ekkert lát var á sprengjum rússneska hersins á borgir í Úkraínu í nótt og í morgun, þar af voru fjórar sprengdar í höfuðborginni Kænugarði í morgun. Rússar hafa náð yfirráðum í hafnarborginni Kherson við Svartahaf og er það fyrsta stóra borgin sem þeir ná á sitt vald. Þar búa um þrjú hundruð þúsund manns og þar er mikill skipasmíðaiðnaður. Breska ríkisútvarpið ræddi við borgarstjórann, sem er innlyksa þar með eiginkonu og þriggja ára dóttur. Hann kveðst framan af innrásinni hafa verið vongóður en sú von hafi slokknað.\nWe had some hope, like maybe the situation will get back to normal but it is almost in their control now, almost 99 per cent. I don´t have much hope actually.\nÉg var vongóður um að staðan yrði eðlileg á ný en nú er borgin nær alveg á valdi Rússa, um 99 prósent. Ég er ekki vongóður, sagði Igor Kolykhaiev (Igar Kalík-hæjev) borgarstjóri Kherson í viðtali við Breska ríkisútvarpið.\nRússlandsher heldur áfram að sprengja í borginni Mariupol í suðaustri. Í yfirlýsingu borgarráðsins segir að sprengjum hafi verið varpað á alla helstu innviði og að borgarbúar séu án vatns, hita og rafmagns. Þá sé farið að skorta mat og fólki meinað að flýja. Það sé í raun umsátur.\n","summary":"Ekkert lát var á sprengjárásum rússneska hersins á borgir í Úkraínu í nótt. Herinn situr um nokkrar borgir, þar á meðal Mariupol. Borgaryfirvöld segja að íbúar séu án rafmagns, vatns og hita. "} {"year":"2022","id":"144","intro":"Skemmtiferðaskip hafa verið sjaldgæf sjón á Akranesi en það gæti verið breytast. Skagamenn búa sig undir að taka á móti ferðamönnum af skipunum.","main":"Það er ávallt mikið líf í höfninni á Akranesi, sem hefur þó fremur einkennst af fiskveiðum en ferðamennsku. Í fyrra lögðust skemmtiferðaskip sjö sinnum að bryggju á Akranesi. Margrét Björk Björnsdóttir, sviðsstjóri markaðssviðs samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, segir að það gæti breyst. Aukinn áhugi sé á því að skemmtiferðaskip komi við á Akranesi.\nÞá er gott að vera tilbúinn þegar það er bankað upp á en ekki að við séum að vinna vinnuna eftir á þegar fullt af fólki er komið og við vitum ekkert hvernig á að taka á móti því.\nÞví sé verið að þróa leiðarvísi um móttöku skemmtiferðaskipa í samstarfi við Akraneskaupstað og Faxaflóahafnir sem hluta af samnorrænu verkefni. Litið er til smærri skipa, enda ekki pláss fyrir stór skemmtiferðaskip í Akraneshöfn. Aðalatriðið sé að stýra ferðafólkinu svo það fái sem besta upplifun og heimamenn verði ekki fyrir ónæði.\nVið höfum lent í því þar sem eru til dæmis gömul og falleg hús uppgerð í bæjunum að fólk bara leggist á gluggana og jafnvel labbi inn í húsin og haldi að þetta sé eitthvað safn. Gerir sér ekki alveg grein fyrir hvað er í landi þar sem það er að koma í land.\nÞá verði litið til þess hvernig megi halda ferðamönnum á Akranesi og missa þá ekki í burtu í þann stutta tíma sem þeir staldra við.\nFólki er keyrt eitthvert út úr bænum eins og heimamenn segja að þeir sitji oft bara eftir í púströrsreyknum þegar það koma skemmtiferðaskip en ekkert verði eftir á heimaslóð.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"144","intro":"Alþjóðanefnd fatlaðs íþróttafólks, IPC, hefur snúist hugur í málefnum rússnesks og hvít-rússnesks íþróttafólks á Vetrarólympíumótinu sem hefst í Beijing í Kína á morgun. Íþróttafólki beggja landa hefur nú verið meinuð þátttaka í mótinu.","main":"IPC ákvað í gær að íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússlendi fengi að keppa á Vetrarólympíumótinu, en aðeins undir hlutlausum fána og án þjóðsöngs. Sú ákvörðun mætti mikilli mótstöðu annarra keppnisþjóða mótsins og ákvað IPC því í morgun að skipta um kúrs. Íþróttafólk frá Rússlandi og Hvíta-Rússland fær því ekki að keppa á mótinu. Andrew Parsons, forseti IPC, sagði í yfirlýsingu sambandsins í morgun að honum þætti leitt fyrir íþróttafólkið að ákvarðanir ríkisstjórna þeirra hefðu þessi áhrif á þeirra líf. Ákvörðunin væri tekin með heilindi og öryggi mótsins og keppninnar að leiðarljósi. Vetrarólympíumótið verður sett á hádegi á morgun og er setningarathöfnin sýnd beint á RÚV. Keppni stendur í 9 daga og verða beinar útsendingar alla keppnisdaga á RÚV og RÚV 2 og Ólympíukvöld á virkum dögum á RÚV.\nFH varð í gærkvöldi síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni karla í handbolta. FH lagði Þór á Akureyri, 33-22, og mætir Val í undanúrslitum. Undanúrslit og úrslit karla og kvenna eru í næstu viku, allt á Ásvöllum í Hafnarfirði. Undanúrslit karla eru á miðvikudag, undanúrslit kvenna á fimmtudag og úrslitaleikirnir laugardaginn 12. mars.\nMikil spenna er í úrvalsdeild kvenna í körfubolta eftir leiki gærkvöldsins. Fjölnir vann uppgjör toppliðanna þegar liðið lagði Njarðvík með 80 stigum gegn 76. Fjölnir situr eitt á toppnum með 28 stig, tveimur meira en Njarðvík og Valur. Haukar, sem unnu Keflavík 76-58 í gærkvöldi, eru svo í fjórða sæti með 24 stig og eiga leik til góða.\nKvennalandslið Íslands í handbolta er í baráttuhug eftir naumt tap gegn Tyrklandi í undankeppni EM í Tyrklandi í gær, 29-28. Lovísa Thompson, sem var markahæst í íslenska liðinu með 7 mörk og hún vill fá góðan stuðning á sunnudag og segir ekkert nema sigur koma til greina.\nLeikur Íslands og Tyrklands er klukkan fjögur á sunnudag og er frítt á leikinn. Hann verður líka sýndur beint á RÚV.\n","summary":"Alþjóðanefnd fatlaðs íþróttafólks ákvað í morgun að Rússar og Hvít-Rússar fái ekki að kepppa á Vetrarólympíumótinu sem hefst á morgun. Áður hafði nefndin ákveðið að leyfa þeim að keppa."} {"year":"2022","id":"144","intro":"Á annað hundrað manns sungu að rammgirtum gluggum rússneska sendiráðsins í morgun. Hópurinn vildi með söngnum sýna Úkraínsku þjóðinni stuðning.","main":"Á annað hundrað manns sungu fyrir utan sendiherrabústað Rússa við Túngötu í Reykjavík í morgun og gengu svo fylktu liði að rússneska sendiráðinu við Garðastræti og sungu á ný. Með þessu vildi hópurinn sýna Úkraínumönnum stuðning vegna innrásarinnar. Ekkert sást til starfsfólks sendiráðsins en lögregla hafði girt húsin tvö af með lögregluborða.\nFjöldi fólks söng fyrir utan sendiherrabústað Rússa við Túngötu í Reykjavík á tíunda tímanum í morgun söng og gekk svo rússnesksa sendiráðinu í Garðastræti og söng aftur, til að sýna Úkraínumönnum stuðning vegna innrásarinnar. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona skipulagði mótmælin.\nVið erum bara í sjokki yfir þessari innrás og sumir tengjast fólki frá báðum löndum. Maður hefur t.d. verið á þessum svæðum að syngja, eða í Rússlandi. En við fundum fyrir því að fólk langaði að koma saman og gera eitthvað eitthvað saman. Þessi samhljómur tónlistarinnar sem er í rauninni hið alþjóðlega tungumál þar sem allir geta komið saman hvort sem þeir skilja orðin eða ekki. En við sungum íslensk lög um frið en líka úkraínskt þjóðlag.\nHallveig Rúnarsdóttir óperusöngkona segir að það hafi verið sérstakt að syngja fyrir utan sendiráð Rússlands.\nMér fannst það í raun og veru bara dálítið súrrelískt. Hér eru bara rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir allt saman. En auðvitað vitum við að það eru einhverjir þarna fyrir innan og auðvitað heyra þau í okkur og vonandi taka til sín.\nGunnari Guðbjörnssyni óperusöngvara fannst einnig sérstakt að syngja í morgun.\nÞað eru blendnar tilfinningar. Nú hefur maður sjálfur farið til Rússlands og verið þar gestur. Maður á marga rússneska vini í gegnum starfið í gegnum árin. Ég veit að margir þeirra eru líka slegnir og eiga svolítið bágt með þetta allt saman.\n","summary":"Á annað hundrað manns sungu við rammgirta glugga rússneska sendiráðsins í morgun. Hópurinn vildi með söngnum sýna úkraínsku þjóðinni stuðning."} {"year":"2022","id":"145","intro":"Rússnesk stjórnvöld segjast hafa náð á sitt vald hafnarborginni Kherson við Svartahaf í sunnanverðri Úkraínu. Í Kænugarði býr fólk sig undir innrás rússneska hersins í höfuðborgina. Rússar vonast eftir friðarviðræðum í dag.","main":"Það var nær enginn á ferli í Kænugarði í morgun. Almannavarnaflautur glumdu við á meðan þungvopnaðar sveitir rússneska hersins nálguðust borgina, á sjöunda degi innrásarinnar í landið. Talið er að rússneski herinn ætli að umkringja borgina.\nBorgarstjórinn í Kænugarði, Vitali Klitschko, hvetur fólk til að halda sig í skjóli. Herinn búi sig undir að verja borgina.\nKænugarður stendur og mun standa, sagði borgarstjórinn í ávarpi á samfélagsmiðlum í morgun.\nRússnesk stjórnvöld segjast hafa náð á sitt vald hafnarborginni Kherson í suðri. Þar búa um þrjú hundruð þúsund manns. Borgarstjórinn segir að rússneski herinn hafi umkringt borgina en hún sé ekki á þeirra valdi. Við erum enn Úkraína, segir hann í færslu á Facebook.\nInnanríkisráðuneyti Úkraínu segir að sprengju hafi verið varpað á íbúðahverfi í borginni Zhitomir í nótt. Borgin er um 140 kílómetra frá Kænugarði. Þar létust tveir, hið minnsta.\nSprengingar héldu áfram í borginni Kharkiv í nótt. Sprengju var varpað á lögreglustöð og skemmdust næstu byggingar. Reuters hefur eftir borgarstjóra Kharkiv, Oleg Kynegubov, að tuttugu og einn, hið minnsta, hafi farist og hundrað og tólf særst í borginni síðasta sólarhring. Nú rétt fyrir fréttir lýsti her Úkraínu því yfir að rússneskir hermenn hefðu verið fluttir þangað loftleiðina og að spítali hafi skemmst í sprengingu. Bardagar standa enn, segir í tilkynningu hersins á Telegram.\nForseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, sagði í ávarpi í morgun að á þeim sjö dögum sem liðnir eru frá innrás Rússa hafi samstaða landsmanna verið meiri en nokkurn tíma á þeim þrjátíu árum sem liðin eru síðan landið hlaut sjálfstæði.\nDuring this time, we have had more unity than for the last 30 years.\nRússnesk stjórnvöld segjast reiðubúin til viðræðna við Úkraínumenn og búast við að þær geti orðið seinni partinn í dag. Ekki hafa borist fregnir af því hvort Úkraínumenn hyggis mæta til viðræðna, né hvar þær verði\nFyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands,Andrei Kozyrev (kosiriv), sem gegndi embættinu frá 1990 til 1996, hvetur rússneska diplómata til að segja af sér í mótmælaskyni við stríðið í Úkraínu. Í færslu á Twitter segir hann: Kæru rússnesku stjórnarerindrekar, þið eruð fagfólk en ekki áróðursmenn. Ég var stoltur af samstarfsfólki mínu þegar ég vann í utanríkisráðuneytinu. Það er ekki hægt að styðja blóðugt stríð gegn bræðrum okkar í Úkraínu.\n","summary":"Rússnesk stjórnvöld segjast hafa náð á sitt vald borginni Kherson í suðurhluta Úkraínu. Barist er í Kharkiv í austri og spítali þar varð fyrir sprengjuregni. Rússar segjast reiðubúnir til friðarviðræðna í dag. "} {"year":"2022","id":"145","intro":"Fyrirtækið Naust Marine, sem hefur verið með ellefu stór verkefni í Rússlandi, situr upp með vörur sem er ekki hægt að afhenda og fær ekki greiðslur frá rússneskum viðskiptavinum. Allt er stopp vegna innrásar Rússa í Úkraínu og efnahagsþvingana henni samfara.","main":"Fyrirtækið Naust marine hannar, smíðar og selur veiðarfærabúnað fyrir fiskveiðiskip. Það er með stærri verkefni í nýsmíði í Rússlandi en nokkru sinni frá því að það hóf starfsemi árið 1993. Eftir að efnahagsþvinganir og mótaðgerðir Rússa hófust, í kjölfarið á innlimum Krímskaga árið 2014, lögðu Rússar kapp á að verða sjálfbærir í sjávarútvegi sem öðru - sleppa?. Liður í því var að allir sem smíðuðu ný skip í Rússlandi fengju kvóta í staðinn. Þónokkur íslensk fyrirtæki hafa verið í samstarfi um nýsmíði skipa í Rússlandi. Bjarni Þór Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Naust Marine, segir að fyrirtækið hafi samið um búnað í tíu skip hjá einni skipasmíðastöð auk búnaðar fyrir eitt mjög stórt skip.\nÞessi tíu skip plús þetta eina er eiginlega meira í nýsmíði heldur en öll hin árin sem við höfum verið að starfa.\nVið erum allt í einu með samninga upp á fjóra milljarða, bara fyrir okkar samninga, þannig að þetta eru miklar upphæðir og það er mikið undir að sjálfsögðu en við erum líka búnir að afhenda sex af þessum tíu skipum og hluta af þessu eina skipi. Þannig að það er kannski innan við helmingur af þessu sem er eftir? Já við eigum svona helming eftir.\nHvorki er hægt að afhenda búnað til Rússlands né fá greitt. Ekki er heldur hægt að þjónusta viðskiptavinina. Tveir gámar frá Naust Marine sem voru á leið til Rússlands voru stoppaðir í Póllandi og sendir til baka. Fyrirtækið situr uppi með þann búnað og annan varning sem nota átti í smíðina.\nJá við erum með hérna niðri á gólfi örugglega með verðmæti upp á 300 milljónir sem við komum ekki út. Þetta hefur aldrei verið svona mikið. Þetta er ekkert sem er venjulegt.\nBjarni segir að þótt þetta sé mikið áfall fyrir fyrirtækið og viðskiptavini þess sé staðan auðvitað verst fyrir fólkið sem þarf að þola hernaðarinnrás.\nÞetta er bara skelfilegt ástand og vonandi tekur þetta af sem fyrst fyrir alla.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"145","intro":"Framkvæmdarstjóri Orkuseturs segir að mikil gæði felist í hröðum orkuskiptum á átaka- og óvissutímum. Tæplega fjögur hundruð rafbílar voru skráðir hér á landi í síðasta mánuði. Það er með því allra mesta sem verið hefur í einum mánuði.","main":"Stjórnvöld hafa sett sér markmið um að Ísland verði með 40 prósenta hlutdeild endurnýjanlegra orkugjafa árið 2030 og alfarið óháðir jarðefnaeldsneyti árið 2050. Hröð þróun er í orkuskiptum því að í síðasta mánuði voru skráðir 378 rafbílar en 186 bensín- og dísilbílar. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdarstjóri Orkuseturs, fagnar þróuninni.\nÁ þessu ári er nýskráningarhlutfall bíla með innstungu, sem er þá bæði hreinir rafbílar og tengiltvinnbílar sjötíu prósent. Þetta er náttúrlega fáheyrt í sögulegu ljósi og jákvætt.\nOg þróunin er mikil í sögulegu samhengi.\nÍ hverri einustu viku núna á þessu ári er framleitt meira af rafbílum en allt árið 2012.\nSigurður segir að átökin í Evrópu sýni mikilvægi þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.\nÞað er bara þannig með jarðefnaeldsneyti að því er ekki jafnt skipt og við höfum bara fundið það á síðustu dögum og margoft áður að þetta veldur titringi á alþjóðavísu. Þannig að það eru rosaleg gæði í því að hafa farið í þessi orkuskipti til að vera ekki háð olíu og ég vona bara að við séum að fara hratt í þessi seinni orkuskipti til þess að við séum tiltölulega óháð eða eins óháð og mögulegt er í svona krísum.\n","summary":"Fimmtán Íslendingar af þeim átján sem voru í Úkraínu þegar átökin hófust, hafa flúið land. Úkraínumaður sem hefur búið hér í rúma tvo áratugi segir að það hafi reynt mjög á að fylgjast með raunum ættingja sinna og fjölskyldu síðustu daga. "} {"year":"2022","id":"145","intro":null,"main":"Það er asahláka suðvestanlands og spáð frekari hlýindum í dag. Hvasst verður fram yfir hádegi og slær jafnvel í storm suðvestanlands. Gular veðurviðvaranir falla úr gildi klukkan þrjú eftir hádegi. Víða á höfuðborgarsvæðinu, og suðvesturhorninu, er flughált. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við hálkunni, sérstaklega á bílastæðum, göngustígum og þar sem götur eru illa ruddar. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans í morgun eftir hálkuslys.\nÞað er asahláka suðvestanlands og spáð frekari hlýindum í dag. Hvasst verður fram yfir hádegi og slær jafnvel í storm suðvestanlands. Gular veðurviðvaranir falla úr gildi klukkan þrjú eftir hádegi. Víða á höfuðborgarsvæðinu, og suðvesturhorninu, er flughált. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við hálkunni, sérstaklega á bílastæðum, göngustígum og þar sem götur eru illa ruddar. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans í morgun eftir hálkuslys.","summary":"Flughált er víða á höfuðborgarsvæðinu, og suðvesturhorninu. Nokkrir hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans í morgun eftir hálkuslys."} {"year":"2022","id":"145","intro":"Vestmannaeyingurinn Nataliya Ginzhul frá Úkraínu segir erfitt að vita af móður sinni og systrum í stríðshrjáðu landi. Líf þeirra snúist núna um að aðstoða úkraínska herinn og koma fólki frá borginni Poltava, í norðausturhluta landsins, í myrkvuðum lestum. Nataliya hefur búið í Vestmannaeyjum frá 2001 þegar hún kom þangað til að spila fótbolta með ÍBV.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"145","intro":"Hagvaxtarauki lífskjarasamninganna hefur virkjast samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í því felst að grunnlaun hækka á bilinu átta þúsund upp í tíu þúsund og fimm hundruð krónur á mánuði.","main":"Hagvöxtur á síðasta ári mældist 4,3% eftir sjö komma eins prósents 7,1% samdrátt árið 2020. Í lífskjarasamningunum sem undirritaðir voru 2019 var ákvæði um launaauka á grundvelli þróunar vergrar landsframleiðslu á hvern íbúa. Þetta er kallað hagvaxtarauki. Samkvæmt vísitölu Hagstofunnar um verga landsframleiðslu á mann hækkaði hún um 2,53% á milli ára. Miðað við það hækka taxtalaun samkvæmt lífskjarasamningunum um 10.500 krónur á mánuði en almenn launahækkun er 7.875 krónur á mánuði. Drífa Snædal er forseti ASÍ.\nÞað er mjög niðurneglt í kjarasamningunum hvaða forsendur þurfa að vera til staðar til að hann virkist. Það sem gerist svo er að launanefnd sem er samansett af fulltrúum frá Alþýðusambandinu og SA, staðfestir þetta. Það er í raun bara staðfesting á því sem er skrifað inn í kjarasamningana, það er að segja að mæling Hagstofunnar á landsframleiðslu verði til grundvallar launahækkunum 1. maí. Er skynsamlegt að hækka laun á sama tíma og við reynum að halda aftur af verðbólgunni? Já, það er mjög skynsamlegt, eins og allir vita hefur launafólk verið að taka á sig auknar byrðar í formi hækkunar verðlags og húsnæðis og vaxtahækkunar og fleira. Þannig að launafólk þarf að njóta þess að, og komast nær því, að viðhalda kaupmætti kjarasamninganna.\n","summary":"Taxtalaun, sem samið var um í lífskjarasamningunum, hækka um rúmar tíu þúsund krónur á mánuði, samkvæmt hagvaxtarauka sem nú virkjast. "} {"year":"2022","id":"145","intro":"Hlutabréf hafa lækkað töluvert í verði í kauphöllinni hér á landi eins og annars staðar vegna átakanna. Magnús Harðarson, forstjóri kauphallarinnar, segir ljóst að ef þau dragast á langinn sé hætta á enn frekari lækkun.","main":null,"summary":"Hlutabréf í Kauphöllinni hafa lækkað töluvert í verði á síðustu dögum. Forstjóri kauphallarinnar segir ljóst að ef átökin dragast á langinn sé hætta á enn frekari lækkun"} {"year":"2022","id":"145","intro":"Kvennalandslið Íslands í handbolta mætir Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins í dag. Sigri Ísland í leiknum í dag styrkist staða liðsins í riðlinum og landsliðsþjálfarinn er bjartsýnn.","main":"Ísland hefur leikið tvo leiki í riðlinum; tapaði gegn Svíþjóð í fyrsta leiknum og lagði svo Serbíu. Tvö efstu lið riðilsins komast í lokakeppni EM, sem verður í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi í nóvember. Sigur gegn Tyrklandi í dag og aftur hér á Íslandi á sunnudag kemur íslenska liðinu í góða stöðu fyrir lokaleikina tvo í apríl.\nSagði Rut Jónsdóttir, fyrirliði. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, telur möguleika íslenska liðsins í leiknum í dag góðan. Tyrkneska liðið sé þó sýnd veiði en ekki gefin.\nÍslenska liðið hefur verið á góðri siglingu undanfarin misseri, og sigurinn á Serbíu í haust var til merkis um það. Rut vonast til að íslenska liðið haldi áfram að taka framfaraskref.\nLeikur Tyrklands og Íslands er í Kastamonu í Tyrklandi klukkan fjögur í dag og verður sýndur beint á RÚV. Upphitun hefst í EM-stofunni þegar klukkuna vantar 20 mínútur í fjögur.\nRússneski stórmeistarinn í skák, Alexander Grischuk, fordæmdi árásir Rússlands á Úkraínu á blaðamannafundi fyrir Grand Prix mót Alþjóða skáksambandsins í Serbíu í gær. Hann sagði að honum þætti það algjörlega rangt sem her þjóðar hans væri að gera í Úkraínu og að hann óskaði þess að innrás Rússa lyki strax. Grischuk er í 10. sæti heimslistans í skák. Hann var um skeið kvæntur úkraínska stórmeistaranum Nataliu Zhukovu og er nú kvæntur stórmeistaranum Katerynu Lagno sem er fædd í Úkraínu og var með úkraínskt ríkisfang til 2014 þegar hún tók upp rússneskt ríkisfang.\n","summary":"Kvennalandslið Íslands í handbolta mætir Tyrklandi í undankeppni Evrópumótsins í dag. Landsliðsþjálfarinn telur ágætar líkur á sigri. "} {"year":"2022","id":"146","intro":"Hjólasöfnun Barnaheilla var formlega hleypt af stokkunum í dag. Söfnunin hefur verið haldin árlega í áratug og hafa yfir þrjú þúsund börn eignast hjól sem annars ættu þess ekki kost. Matthías Freyr Matthíasson er verkefnastjóri Barnaheilla.","main":"Allar móttökustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu taka á móti hjólum þannig að bara fara með hjól þangað. Svo er það í samstarfi við félagsþjónustu sveitarfélaga eða hjálparsamtök á landinu þar sem að við erum í samskiptum við þá aðila sem sjá um að koma umsóknum til okkar sem við svo úthlutum þegar við fáum þær í hendur.\"\nHafdís: Þurfa hjólin að vera alveg heil?\nNei alls ekki. Við tökum við öllum hjólum og þau hjól sem eru verr farin eru notuð í varahluti en við yfirförum og lögum þau hjól sem við getum og nýtum önnur í varahluti.\"\nHafdís: Þannig að öll barnahjól eru vel þegin?\nöllbarnahjól, alveg frá sparkhjólum í, hvað eigum við að segja, fullorðinsstæðr af reiðhjólum\"\n","summary":null} {"year":"2022","id":"146","intro":"Meirihluti Finna vill í fyrsta sinn ganga í Atlantshafsbandalagið samkvæmt könnun sem finnska ríkisútvarpið, YLE, lét gera. Afstaða Finna til aðildar hefur gjörbreyst frá síðustu sambærilegu könnun.","main":"Aldrei áður hefur mælst meirihluti fyrir NATO-aðild í Finnlandi. Landið hefur verið hlutlaust frá lokum síðari heimsstyrjaldar og hlutleysið verið hryggjarstykkið í utanríkis- og varnarmálastefnu allra finnskra ríkisstjórna. Þessar niðurstöður marka því vatnaskil. Síðast þegar finnska ríkisútvarpið spurði um afstöðu til aðildar að NATO vildu aðeins 19 af hundraði ganga í bandalagið, nú eru 54 prósent fylgjandi. 28 prósent eru á móti og 19 prósent taka ekki afstöðu. Fréttaskýrendur segja ekki nokkurn vafa á að innrás Rússa í Úkraínu hafi valdið þessari hugarfarsbreytingu. Afstaða til NATO-aðildar hefur einnig breyst í Svíþjóð. Þar eru fleiri kjósendur hlynntir aðild að NATO en eru andvígir. Í könnun YLE reyndist meirihlutinn fyrir NATO-aðild enn meiri ef Svíar gengju einnig í bandalagið. Þá sögðu 66 prósent Finna að landið ætti að ganga í bandalagið. Alexander Stubb, fyrrverandi utanríkis-og forsætisráðherra Finnlands, segir að áður hafi Finnar ekki viljað ganga í NATO af ótta við að espa Rússa til reiði, nú óttist fólk Rússa svo það vilji ganga í bandalagið.\nStubb segir að áður hafi Finnar ekki viljað ganga í NATO af ótta við að espa Rússa til reiði, nú óttist fólk Rússa svo það vilji ganga í bandalagið.\n","summary":"Gjörbreyting hefur orðið á afstöðu Finna til aðildar að Atlantshafsbandalaginu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Í fyrsta sinn vill meirihluti landsmanna ganga í bandalagið."} {"year":"2022","id":"146","intro":"Byko og Skinney Þinganes fengu styrk úr Orkusjóði í fyrra til að kaupa rafmagnslyftara. Slíkir lyftarar hafa tíðkast hér á landi í áratugi.","main":"Orkusjóður notaði hátt í 30 milljónir af styrkfé síðasta árs í að styrkja fyrirtæki til að kaupa rafmagnslyftara. Þetta vekur athygli því rafmagnslyftarar eru ekki nýjung og hafa verið notaðir hér á landi í áratugi.\nHlutverki Orkusjóðs var breytt fyrir tveimur árum og nú einbeitir hann sér að orkuskiptum og að draga úr brennslu jarðefnaeldsneytis. Áður fyrr voru styrkir úr sjóðnum helsta tækifæri byggðarlaga til að láta leita að heitu vatni en talsverð áhætta fylgir því að bora vinnsluholur fyrir nýjar hitaveitur. Í fyrra voru framlög í sjóðinn stóraukin í átaki stjórnvalda til orkuskipta og hafði hann úr 330 milljónum að spila. Vegna fjölda umsókna voru fjármunir til sjóðsins svo auknir í 470 milljónir. Sjóðurinn styrkti hins vegar enga jarðhitaleit í fyrra. Þess í stað einbeitti hann sér að því að fjölga rafhleðslustöðvum við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði. Mest af styrkfénu fór í rafvæðingu í ýmis konar iðnaði svo sem rafvæðingu fóðurpramma í fiskeldi, landtengingu uppsjávarskipa og nýtingu metans.\nUndir liðnum kaup á vistvænum flutningabílum vekur athygli hve margir fá styrk til að kaupa rafmagnslyftara sem þó hafa tíðkast hér á landi í áratugi.\nSem dæmi má nefna að Byko fékk rúmar fjórar milljónir til að kaupa rafmagnslyftara í vöruhús sitt í Kjalarvogi í Reykjavík. Útgerðarfyrirtækið Skinney Þinganes á Hornafirði fékk tæpar fimm milljónir til að rafvæða lyftara í frystiklefa. Tandraberg á Eskifirði fékk fimm milljónir fyrir lyftara í löndunarþjónustu og Vestmannaeyjahöfn 1,4 milljónir í sama tilgangi. Það er þó ekki alveg þannig að Orkusjóður sé að gefa þessum fyrirtækjum tækin því aðeins er hægt að fá styrk fyrir þriðjungi af kaupverði.\nÍ fyrra voru þó vissulega styrkt kaup á rafvæddum vinnuvélum sem sannarlega teljast nýjung. Þannig voru tveir styrkir veittir til að kaupa rafmagnsgröfur.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"146","intro":"Hilmar Snær Örvarsson er eini keppandi Íslands á Vetrarólympíumótinu í Beijing sem hefst 4. mars. Hilmar hélt af stað til Kína í morgun.","main":"Hilmar mun keppa í stórsvigi og svigi á mótinu, 10. og 12. mars. Þetta verður annað ólympíumót Hilmars en hann keppti í sömu greinum í PyeongChang fyrir fjórum árum. Það er reynsla sem hann getur nýtt sér á mótinu í Beijing.\nSagði Hilmar Snær Örvarsson, ólympíufari. Sýnt verður beint frá ýmsum greinum Vetrarólympíumótsins á rásum RÚV. Leikarnir verða settir 4. mars og standa yfir til 13. mars.\nOg Jesse Marsch er nýr knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Leeds. Marsch er Bandaríkjamaður sem hefur þjálfað lið Leipzig og Salzburg, sem og New York Red Bulls. Marsch skrfiar undir samning við félagið til ársins 2025 en hann tekur við af Marcelo Bielsa sem var rekinn um helgina. Leeds er sem stendur í 16. sæti úrvalsdeildarinnar með 23 stig, tveimur stigum frá fallsæti.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"146","intro":"Forseti Úkraínu sakar Rússa um stríðsglæpi í nótt þegar loftárásir voru gerðar á íbúðahverfi í borginni Kharkiv. Talið er að um ein milljón manna sé á flótta innan Úkraínu.","main":"Sex hundruð og sextíu þúsund hafa flúið Úkraínu síðan Rússar réðust þangað inn á fimmtudag, samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Það eru helst konur og börn sem hafa flúið enda eiga karlar á aldrinum átján til sextíu ára og vera eftir til að verja landið. Fólk bíður í allt að sextíu klukkutíma í röðum við landamærin að Póllandi og röðin við landamærin að Rúmeníu er um tuttugu kílómetra löng. Þá er talið að um ein milljón sé á flótta innan landsins.\nMikil eyðilegging er í borginni Kharkiv, sem er næst stærsta borg Úkraínu eftir sprengingar næturinnar. Stærðarinnar gígur er á Friðartorginu í miðborginni. Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelansky hefur lýst þessu sem stríðsglæp.\nRússneski herinn gerði í dag loftárásir á Kharkiv. Þetta var klárlega stríðsglæpur og árás á friðsæla borg á friðsælt íbúahverfi, sagði Zelensky í ávarpi í morgun. Hann sagði að þarna væru engin hernaðarmannvirki. Rússar hafi vitað hvert þær væru að skjóta og þeir verði dregnir fyrir dóm.\n","summary":"Forseti Úkraínu sakar Rússa um stríðsglæpi eftir loftárásir á íbúðahverfi í Kharkiv, næststærstu borg Úkraínu, í nótt. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um ein milljón manna sé á flótta innanlands. Um 660 þúsundum hefur tekist að flýja land. "} {"year":"2022","id":"146","intro":"Og Pútín Rússlandsforseti tilkynnti á sunnudag að svokallaðar kjarnorkuvopnasveitir hefðu verið settar í viðbragðsstöðu; við litla ánægju alþjóðasamfélagsins. Talið er að Rússar hafi yfir allt að sex þúsund kjarnorkuvopnum að ráða. Friðrik Jónsson er öryggis- og varnarmálafræðingur.","main":"Þetta er í fyrsta skipti sem þjóðarleiðtoginn sjálfur, sem jafnframt er yfirmaður hersins, talar með þessum hætti. En við höfum áður heyrt svona fjálglegt, ábyrgðarlaust tal innan úr herkerfinu, þar sem menn tala um notkun taktískra kjarnavopna eins og það sé eitthvað sjálfsagt. Þetta er það sem veldur áhyggjum og er munurinn á kjarnorkustefnu vesturvelda og þeirra vesturvelda sem búa yfir kjarnavopnum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"147","intro":"Sprengjudrunur kváðu við í stærstu borgum Úkraínu í nótt. Stjórnvöld þar fullyrða að hægst hafi á áhlaupi rússneska hersins.","main":"Þrjú hundruð fimmtíu og tveir Úkraínumenn, þar af fjórtán börn, hafa látið lífið í innrás Rússa, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneyti Úkraínu í morgun. Tæplega sautján hundruð almennir borgarar eru særðir. Úkraínski herinn hefur lýst því yfir að fjögur þúsund og fimm hundruð rússneskir hermenn hafi fallið. Rússnesk yfirvöld hafa ekki gefið út upplýsingar um mannfall.\nSprengjudrunur kváðu við í stærstu borgum Úkraínu í nótt. Stjórnvöld þar lýstu því yfir í morgun að hægst hafi á áhlaupi rússneska hersins. Al Jazeera hefur eftir Nikolay Mitrokhin, rússneskum hernaðarsérfæðingi við háskólann í Bremen í Þýskalandi, að verulega hafi verið hægt á sókn þeirra á nær öllum vígstöðvum. Stórri árás á borgina Kharkiv í austri hafi verið hrundið í morgun og tilraun rússneska hersins til að komast inn í höfuðborgina Kyiv frá bænum Irpen hafi verið stöðvuð. Hann segir að Rússar geti þó ákveðið að endurskoða aðferðir sínar.\nVitali Klitschko, borgarstjóri Kyiv, hélt ávarp í morgun, sem hann birti á samfélagsmiðlum, og talaði til Rússa og Hvít-Rússa. Hann hvatti þá til að leggja niður störf í einn dag og lýsa þannig yfir stuðningi við Úkraínumenn í stríðinu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"147","intro":"Sindri Björnsson, sem býr í Kænugarði en hefur verið á flótta með fjölskyldu sinni síðan á föstudag, segir erfitt að fylgjast með átökunum. Fjölskyldan er nýkomin yfir landamærin til Ungverjalands og lenti í ýmsum vandræðum á leiðinni.","main":"Það var þarna ein brú sprengd, um 20-30 mínútum áður en við komum að henni þá var hún sprengd en ég veit ekkert hvort það voru Rússar eða heimamenn sem sprengdu hana, við vorum ekkert að afla okkur upplýsinga um það. Þannig að við þurftum að bæta við okkur um 150 kílómetrum. En heimili ykkar í Kænugarði, eitthvað frétt af stöðunni þar? Nei, við höfum aðeins samband við fólk í hverfinu, við vitum að það kom flugskeyti í byggingu sjálfa en vitum ekkert um skemmdir og annað en við göngum bara út frá því, erum eiginlega búin að ákveða það að þegar við getum snúið til baka að þá verði íbúðin tóm.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"147","intro":"Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi síðan á föstudag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri, segir að staðan hafi lítið breyst. Helgin hafi verið annasöm.","main":"Guðlaug Rakel segir að einnig hafi verið mikið álag á bráðamóttöku og fólk hafi jafnvel verið beðið um að koma seinna ef því var við komið. Bráðaþjónustu sé þó ávallt sinnt og engin undantekning hafi verið á því um helgina.\nHafdís: Eruð þið með einhverjar spár um framhaldið?\nÍ sjálfu sér er ekkert sem bendir til þess að hlutirnir breytist á allra næstu dögum en við vöktum þetta á hverjum degi.\nMár Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar og formaður farsóttanefndar á Landspítalanum, segir erfiðara að spá fyrir um framhaldið eftir að dregið var svo mjög úr sýnatökum.\nHafdís: Svo það kemur ekki ljós fyrr en alvarleg veikindi fara að segja til sín vegna covid?\nÞað er svona það sem maður óttast að verði en tíminn leiðir það í ljós.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"147","intro":"Bændur á Héraði og Borgarfirði eystra settu undir sig vélsleða í gær og héldu í Loðmundarfjörð þar sem þeir fundu 30 kindur. Féð hefur gengið úti í allan vetur.","main":"Kindurnar urðu eftir við smölun í haust og ekki tókst að sækja þær áður en færð spilltist. Illt er að komast í Loðmundarfjörð á veturna og smala nema á snjósleðum. Jón Sigmar Sigmarsson, fjallskilastjóri á Borgarfirði, segir að ekki hafi verið sleðafæri vegna snjóleysis fyrr en nú.\nFlokkur bænda lagði upp á vélsleðum bæði frá Héraði og Borgarfirði. Kindurnar 30 voru frá flestar af Héraði en einnig Seyðisfirði og fjórar tilheyrðu Borgfirðingum. Jón Sigmar segir að kindurnar hafi verið þokkalega haldnar og hafi fram undir þetta haft ágætis jörð. Auðnur hafi verið á hjöllunum þar sem féð hélt sig. Mikið snjóaði fyrir helgi og þannig vill til að þegar jarðbönn verða skapast um leið færi til að sækja fé á sleðum.\nKindurnar voru handsamaðar ein af annarri og bundnar á aftanísleða. Ágætlega gekk að koma þeim úr firðinum nema upp úr Norðdal. Þar þurfti að selflytja eina og tvær í einu upp bröttustu brekkurnar.\nMatvælastofnun hefur á undanförnum árum ítrekað beint sjónum sínum að útigangsfé í Loðmundarfirði, aðallega fé sem hefur sloppið úr Seyðisfirði eftir smölun. Í mars 2018 lét MAST skjóta 29 kindur í firðinum. Aðgerðin var umdeild en þá höfðu verið farnar margar ferðir að sækja fé og MAST taldi of kostnaðarsamt að koma restinni til síns heima.\n","summary":"Bændur af Héraði og frá Borgarfirði eystra sóttu 30 kindur Loðmundarfjörð í gær og virtust þær þokkalega haldnar. Ekki var hægt að bíða lengur með ferðina því nánast jarðlaust er orðið í firðinum vegna snjóa. "} {"year":"2022","id":"147","intro":"Rússneska kauphöllin er lokuð í dag og óvíst að hún verði opin á morgun. Gengi rúblunnar hefur hríðfallið. Ljóst er að efnahagsþvinganir valda ringulreið í fjármálakerfinu í Rússlandi. Þetta segir aðalhagfræðingur Íslandsbanka.","main":"Ljóst er að aðgerðir helgarinnar, bæði útlokun rússneskra banka flestra frá SWIFT og hömlur á eignir rússneska seðlabankans erlendis hefur miklil áhrif í Rússlandi í dag.\nJón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka.\nRússneska kauphöllin er lokuð í dag og ekki einu sinni víst að hún verði opnuð á morgun. Seðlabankinn í Rússlandi ætlaði að tilkynna það væntanlega seinna í dag. Gengi rúblunnar hefur hríðfallið þrátt fyrir að rússneski seðlabankinn hafi reynt að stemma stigu við því falli.\nGengi rúblunnar hafði veikst um 16 prósent gagnvart dollar skömmu fyrir fréttir. Í morgun var útlitið þó enn verra, þá hafði hún fallið upp undir 40 prósent frá því fyrir helgi.\nRússneskum aðlilum er bannað að frakmvæma pantanir sem eru væntanlega að berast í stórum stíl frá erlendum aðilum um að selja rússnesk verðbréf, það er að segja ofan á það að kauphöllin sjálf sé lokuð og það ríkir veruleg ringulreið í rússneska fjármálakerfinu eftir því sem ég best fæ séð.\nLangar raðir eru við hraðbanka í Rússlandi. Almenningur reynir að verða sér úti um reiðufé af ótta við að ekki verið hægt að greiða með greiðslukortum eða símum.\nÞað er verið að hamstra rúblur og allir sem vettlingi geta valdið reyna að verða sér út um gjaldeyri\nJón Bjarki segir að enn um sinn hafi þvinganirnar þó mest áhrif á efnafólk.\nKannski sem betur fer virðast þær bíta hvað harðast þar sem þeim er ætlað að hafa hvað mest áhrif, sem eru rússneskir auðmenn og þeir sem meira hafa á milli handanna og meiri ítök og áhrif á rússnesk stjórnvöld, og sér í lagi Pútín.\n","summary":"Ringulreið ríkir í rússnesku fjármálakerfi í kjölfar efnahagsþvingana og Rúblan hefur hríðfallið. Kauphöllin í Rússlandi er lokuð í dag og óvíst að hún verði opin á morgun. "} {"year":"2022","id":"147","intro":"Ekki hefur verið tekin ákvörðun um móttöku flóttamanna frá Úkraínu, segir formaður flóttamannanefndar. Grannt sé fylgst með og tíminn sé naumur. Vel hefur verið brugðist við neyðarkalli SOS barnaþorpa, segir framkvæmdastjórinn hér.","main":"Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna áætlar að um hálf milljón manna sé á flótta vegna stríðsátakanna í Úkraínu. Flóttamannanefnd hér fundaði á föstudag með ráðherra sem fól nefndinni að fylgjast með ástandinu, afla gagna og skoða hvað nágrannaþjóðir okkar eru að gera, segir Stefán Vagn Stefánsson formaður flóttamannanefndar. Hann segir að allir séu að velta fyrir sér hvað sé hægt að gera og hvernig megi verða að liði. Miðað við hvernig stjórnvöld hér og annars staðar í heiminum hafa talað um stuðning við Úkraínu sé móttaka flóttamanna eitt af því sem hljóti að verða skoðað.\nÞað er alveg ljóst að tíminn er ekki að vinna með neinum í þessu og alls ekki þessu flóttafólki og fólki sem þarna er á vergangi. Þannig að eins og þetta lítur við mér persónulega þá er alveg ljóst að við höfum ekki mikinn tíma í þessu, þannig að við þurfum að taka ákvarðanir og þjóðir heims þurfa að taka ákvarðanir fljótt í þessu, hvernig menn ætla að bregðast við þessu.\nSegir Stefán Vagn Stefánsson. SOS barnaþorp eru með starfsemi í Úkraínu. Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi, segir að börn á þeirra vegum í landinu séu óhult. Mörg séu á leiðinni til Póllands eða komin þangað. Alls eru 2.300 börn undir verndarvæng samtakanna í Úkraínu, mörg þeirra hjá fósturfjölskyldum sem samtökin halda utan um. Eitt barnaþorp er rekið í landinu og hefur stríðandi fylkingum verið gerð grein fyrir staðsetningu þess í von um að varúðar verði gætt.\nRússnesk yfirvöld hafa fengið nákvæma staðsetningu á okkar þorpi í Bovary sem er í útjaðri Kyiv, þannig að þeir eiga að vita nákvæmlega hvar við erum með börn.\nSegir Ragnar Schram. Hann segir að það hafi verið virt og engin árás verið gerð þar nærri. Hann segir að ekki hafi komið til tals að einhver þessara barna komi hingað til lands, það sé ólíklegt eins og staðan er enda séu samtökin með starfsemi í löndunum í kring. Hann segir að tstyrktaraðilar hér hafi verið beðnir um að styrkja neyðaraðgerðir og það hafi gengið vonum framar.\nÉg er búinn að vera hérna í nokkuð mörg ár og man ekki eftir því að það hafi verið tekið svona vel í nokkurt neyðarákall frá okkur, en bara síðan við settum söfnunina í loftið um helgina þá eru komnar líklega um þrjár og hálf milljón frá nærri fimm hundruð einstaklingum án þess að við höfum auglýst með neinum látum, bara ákall til okkar styrktaraðila. Þannig að það hefur virkilega vel verið brugðist við því.\n","summary":"Formaður flóttamannanefndar segir að stjórnvöld hér og annars staðar verði að taka ákvörðun fljótt um hvernig bregðast eigi við straumi flóttamanna frá Úkraínu, en um hálf milljón manna er á flótta vegna átkanna. Framkvæmdastjóri SOS barnaþorpa segir vel hafa verið brugðist við neyðarkalli þeirra. "} {"year":"2022","id":"147","intro":"Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Ítölum í gærkvöld þegar liðin mættust öðru sinni í undankeppni HM 2023.","main":"Íslenska liðið spilaði frábærlega síðastliðinn fimmtudag og unnu þann leik með tveimur stigum eftir tvær framlengingar. Ítalir áttu því harma að hefna. Ísland var einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta en í hálfleik voru Ítalir komnir með 8 stiga forystu, 53-45. Fyrir lokaleikhlutann munaði 12 stigum á liðunum og Ítalir náðu mest 16 stiga forskoti áður en Ísland minnkaði muninn niður í 8 stig og lokatölur 95-87. Bæði lið hafa nú unnið tvo leiki og tapað tveimur í riðlinum, Ítalir eru í 2. sæti en Ísland í þriðja. Þrjú efstu lið riðilsins fara áfram á næsta stig undankeppninnar. Jón Axel Guðmundsson skoraði 16 stig í leiknum og var nokkuð ánægður með leik liðsins í gær.\nSagði Jón Axel Guðmundsson. Næstu leikir Íslands í keppninni eru í júlí en þá mun liðið mæta Hollandi og hugsanlega Rússum hér heima. Framhald Rússa í keppninni er enn óljóst en hollenska landsliðið neitaði að spila leik sinn við Rússa sem átti að fara fram í gær.\nLeikið var í úrvalsdeild karla í handbolta í gær. Haukar tylltu sér á toppinn með stórsigri á Gróttu, Valur vann KA sömuleiðis stórt og er tveimur stigum frá toppsætinu. Afturelding marði svo sigur á HK, 26-25, og Selfyssingar höfðu betur gegn Stjörnunni, 27-26. Í úrvalsdeild kvenna í körfubolta er spennan orðin mikil á toppnum eftir leiki gærkvöldsins. Haukar unnu Njarðvík, Valskonur burstuðu Grindavík og Fjölnir vann Breiðablik. Það þýðir að Njarðvík, Valur og Fjölnir eru öll með 26 stig á toppi deildarinnar og Haukar eru í fjórða sæti með 24 stig.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"147","intro":"Gular og appelsínugular viðvaranir vegna hvassviðris og ofankomu setja mark sitt á þennan síðasta dag febrúarmánaðar. Mikil lausamjöll veldur því að lítinn vind þarf til að skafrenningur valdi ökumönnum vandræðum.","main":"Gular viðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris og hríðar á Faxaflóa, Ströndum og Norðurlandi vestra. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Breiðafjörð og Vestfirði. Í athugasemd veðurfræðings segir að víða um land sé mikil lausamjöll og því þarf lítinn vind til að skafrenningur valdi vandræðum á vegum. Kristinn Þröstur Jónsson er deildarstjóri hjá Vegagerðinni.\nVeður er að ganga niður á suðvesturhorninu og við vonumst til að Kjalarnesið og Þrengslin fari að opna um hádegisbilið. Hellisheiði verður eitthvað seinni og eins er Mosfellsheiði, svolítil vandræði þar. Holtavörðuheiði er eins og er í biðstöðu og í raun allt Snæfellsnes og Vestfjarðakjálkinn, enda er appelsínugul viðvörun þar til tvö í dag. Fyrir norðan er búið að opna nánast allt og síðan ætti að vera fært bara austur úr.\nDavíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitir hafi verið kallaður út rúmlega tuttugu sinnum síðasta hálfa sólarhringinn.\nFlest verkefnin hafa verið í Árnessýslu og á Hellisheiði. Á Þingvallavegi, Lyngdalsheiði og svo á Hellisheiði í nótt en björgunarsveitir hafa verið kallaðar út út af stökum föstum bílum á nánast öllu landinu. Alveg frá Austurlandi og vestur á Vestfirði og Vesturland.\n-Nú hefur veðrið verið hressilegt í janúar og febrúar, er þetta ekki að verða komið ágætt bara?-\nJú þetta er búið að vera töluvert af útköllum hjá björgunarsveitunum núna það sem af er þessu ári og ég held að við séum horfa upp á nokkur hundruð prósenta aukningu í útköllum, bara á þessum fyrstu tveimur mánuðum ársins.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"148","intro":"Bandaríkin, Evrópusambandið og bandalagsþjóðir þeirra hafa ákveðið að banna rússneska banka frá alþjóðafjármálakerfinu Swift. Hagfræðingur segir áhrifin af því býsna víðtæk því Rússar geti mjög illa átt fjárhagsleg samskipti við umheiminn.","main":"Swift er er alþjóðlegt skilaboðakerfi fyrir greiðslufyrirmæli og fjármálaaðgerðir. Höfuðstöðvar þess eru í Belgíu og það er notað í tengslum við millifærslur meira en 11 þúsund banka og fjármálastofnana um allan heim. Það gegnir því lykilhlutverki í alþjóðlega fjármálakerfinu.\nNýjustu efnahagsþvinganir Vesturlanda fela í sér að rússneskir bankar eru bannaðir frá kerfinu, en einnig að eigur rússneska Seðlabankas verði frystar. Markmiðið er að einangra Rússa enn frekar frá alþjóðlega fjármálakerfinu segir í sameiginlegri yfirlýsingu. En hver verða áhrifin? Jón Bjarki Bentsson er aðalhagfræðingur Íslandsbanka\nÞetta hefur býsna víðfem áhrif, að útiloka Rússa frá Swift þýðir að þeir geta mjög illa átt fjárhagsleg samskipti við umheiminn. Þeir fá illa borgað fyrir orku og annað sem þeir eru að flytja út. Þeir eiga erfit með að ganga frá kaupum á vistum og aðföngum sem þeir vilja fá inn í landið og fjármálamarkaðir þeirra verða allavega tímabundið býsna einangraðir frá umheiminum.\nTruflar þetta mjög stríðsreksturinn í Úkraínu? Þetta hefur væntanlega bein áhrif í gegnum kaup á vistum og aðföngum en svo hefur þetta það víðtæk áhrif á efnahag Rússa að almenningur og stjórnvöld munu finna mjög skýrt fyrir því að vilji Vesturlanda og landa heimsins stendur til að ganga mjög langt í því að gera Rússum lífið erfitt.\n","summary":"Hagfræðingur telur að Rússar geti illa átt fjárhagsleg samskipti við umheiminn eftir að bankar þeirra voru reknir úr alþjóðlega kerfinu swift. "} {"year":"2022","id":"148","intro":"Stjórnvöld í Úkraínu ætla að leita til alþjóðadómstólsins í Haag vegna meintra stríðsglæpa Rússa í Úkraínu. Utanríkisráðherra Bretlands óttast mikið blóðbað ef átökin taka að stigmagnast. Rússar hafa boðið til sáttafundar, en gegn skilyrðum sem Úkraínumenn sætta sig ekki við.","main":"Hersveitir eru komnar inn í Kharkiv, næststærstu borg Úkraínu, og þar var barist á götum úti í morgun. Hernaðarskýrendur segja það merki um næstu skref Rússa í innrásinni, að nú sé komið að beinum átökum á meðan loftárásir einkenndu innrásina í fyrstu.\nRússar hafa einnig náð yfirráðum í borginni Nova Kakhovka, sem er lítil en hernaðarlega mikilvæg borg í suðurhluta landsins. Höfuðborgin Kiyv hefur enn sem komið er staðið af sér áhlaup Rússa, en loftvarnaflautur hljóma þar reglulega.\nVolodymir Zelensky Úkraínuforseti sagði nóttina hafa verið skelfilega, og sagði Rússa farna að herja á almenningshverfi. Úkraínsk stjórnvöld ætla að tilkynna um meinta stríðsglæpi Rússa til alþjóðadómstólsins í Haag. Fullyrt er að yfir 200 óbreyttir borgarar séu látnir.\nVladimír Pútín Rússlandsforseti hrósaði hins vegar framgöngu hermanna sinna í morgun. Haft var eftir Dmitry Peskov, talsmanni stjórnvalda í Kreml, að rússnesk sendinefnd væri komin til borgarinnar Gomel í Hvíta-Rússlandi, og Úkraínumönnum væri boðið þangað til viðræðna. Zelensky Úkraínuforseti brást við þessu í morgun, segist vera tilbúinn til viðræðna en alls ekki í Hvíta-Rússlandi.\nOther cities can be a platform for a meeting. Of course, we want peace, we want to meet and put an end to the war. Warsaw, Bratislava, Budapest, Istanbul, Baku - we offered all of them to the Russian side\nZelensky segist hafa boðið Rússum að hittast í Varsjá, Bratislava, Búdapest, Istanbúl og Bakú - og hvaða önnur borg sem er myndi henta, en ekki í ríki þar sem Rússar væru með aðstöðu til að skjóta eldflaugum yfir landamærin líkt og raunin er í Hvíta-Rússlandi.\nZelensky segist þakklátur fyrir þann stuðning sem Úkraínu fær úr vestri, þaðan sem berast alls kyns vistir á borð við lyf, matur og eldsneyti, auk vopna. Leiðtogar á Vesturlöndum halda áfram að ráða ráðum sínum vegna stöðunnar í dag, en Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, óttast að stríðið gæti orðið mjög blóðugt og hræðist það að Rússar gætu gripið til verri vopna.\n(This) conflict could be very, very bloody, and we've already seen civilians targeted by the Russian government. we do need to be prepared for Russia to seek to use even worse weapons. We need to avoid this at all costs.\nTruss segir að slíkt þyrfti fyrir alla muni að forðast.\n","summary":"Úkraínsk stjórnvöld saka Rússa um stríðsglæpi, og ætla að leita til alþjóðadómstólsins í Haag. Innrás Rússa er mótmælt hér á landi í dag."} {"year":"2022","id":"148","intro":"Kindurnar Friðsemd, Sæný og Móða frá Þernunesi við Reyðarfjörð hafa nú bæst í hóp þeirra kinda sem bera sérstakt gen sem verndar sauðfé fyrir riðu. Alls hafa því níu slíkar kindur fundist á bænum.","main":"Fleiri kindur sem bera verðmæta arfgerð, sem veitir vörn gegn riðu, hafa fundist. Þær eru nú orðnar níu talsins, allar á Þernunesi við Reyðarfjörð. Búast má við að þar fæðist allt að 40 lömb í vor sem bera arfgerðina.\nÞað þóttu stór tíðindi þegar svokölluð ARR-arfgerð fannst í fyrsta sinn í kindum hér á landi en hún er viðurkennd sem vörn gegn riðu hjá Evrópusambandinu. Ráðunautar voru úrkula vonar um að genið fyndist í íslenska stofninum og íhuguðu leit í grænlensku fé af íslenskum ættum, með innflutning erfðaefnis í huga. Um miðjan janúar bárust svo þau tíðindi að genið hefði fundist í sex kindum á bænum Þernunesi við Reyðarfjörð, meðal annars í hrútnum Gimsteini. Í framhaldinu voru tekin sýni úr 95 kindum á bænum til viðbótar. Nú er komið í ljósað þrjár þeirra bera genið. Steinn Björnsson er bóndi í Þernunesi.\nÞetta eru eldri kindur, fæddar tvær 2014 og ein 2016 sennilega. Þeta gen hefur þá sjálfsagt verið í gamla stofninum á Þernunesi. (Og er þá búið að leita í flestöllum kindum hjá þér eða hvað?) Nei ekki öllum. Ætli það sé ekki búið að taka 110 sýni í heildina. En væntanlega verður nú leitað eitthvað meira í framhaldinu af því að finna þessar þrjár.\nTil stendur að útbúa ræktunaráætlun, til að koma geninu frá Þernunesi inn í íslenska stofninn og gera víðtæka leit með um 20 þúsund sýnum frá búum um allt land. Á Þernunesi eru átta ær sem bera gegnið og þær skila af sér 16 lömbum í vor. Þá má búast við því að á milli 60 og 70 lömb til viðbótar komin undan hrútnum Gimsteini. Samkvæmt líkum má gera ráð fyrir að helmingur þeirra fái genið.\n","summary":"Kindurnar Friðsemd, Sæný og Móða frá Þernunesi við Reyðarfjörð hafa nú bæst í hóp þeirra kinda sem bera sérstakt gen sem verndar sauðfé fyrir riðu. "} {"year":"2022","id":"148","intro":"Óljóst er hversu langt Vladimír Pútín ætlar að ganga með innrás sinni í Úkraínu, segir Valur Ingimundarson, prófessor í sagnfræði.","main":"Þetta er auðvitað ekki einhver sérstök hernaðaraðgerð heldur allsherjarárás sem er hluti af miklu stærra plani, að ná forræði í fyrrverandi Sovétlýðveldum sem Rússar augljóslega líta á sem áhrifasvæði sitt.\nSagði Valur Ingimundarson í Silfrinu. Valur segir að markmiðið núna virðist vera að eyða hernaðarmætti Úkraínumanna, kæfa þá efnahagslega og steypa stjórninni af stóli. Í framhaldinu gæti markmiðið vera að setja á fót einhvers konar leppstjórn.\nÞað er samt spurning hvað Pútín er tilbúinn til að ganga langt. Leppstjórn myndi ekki fá alþjóðlegt lögmæti eða verða viðurkennd.\nValur segir óljóst hvort Rússar ætli að hernema alla Úkraínu eða héruðin í austri þegar upp er staðið. Landið sé stórt og fjölmennt og hernám gæti reynst erfitt ef andspyrna er mikil. En eru Eystrasaltsríkin í hættu, sem áður voru hluti Sovétríkjanna?\nÉg held ekki eins og staðan er núna. Eystrasaltsríkin eru í NATO og Bandaríkjamenn hafa sagt það opinberlega að þeir muni verja öll NATO-ríkin, það er að segja að fimmta greinin, öryggistryggingin, yrði virkjuð strax.\nValur segir að þó verði að setja þann fyrirvara að Pútín hafi áður komið á óvart í þessari deilu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"148","intro":"Lokað hefur verið fyrir tilteknar vegabréfsáritanir rússneskra ríkisborgara til landsins og loftförum, sem eru skráð í Rússlandi, er nú meinuð umferð um íslenska lofthelgi. Utanríkisráðherra segir ekki útilokað að gripið verði til fleiri aðgerða gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu.","main":"Það er ekki verið að banna rússneskum almenningi að koma til Íslands, það er verið að taka úr sambandi þessar einfaldari meðferðir á meðferð áritunarmála, sem eru þá fyrir viðskiptaaðila, diplómata og svo framvegis.\nSegir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Hún segir að ríki ESB hafi tekið sömu ákvörðun.\nVið erum í rauninni að fylgja í fótspor þeirra - þetta er sjálfstæð ákvörðun okkar - en við erum að gera það í samfloti við okkar vina- og bandalagsþjóðir sem ákváðu að gera slíkt hið sama.\nLofthelgi Belgíu, Þýskalands og Ítalíu er nú lokuð loftförum sem eru skráð í Rússlandi og það sama gildir um lofthelgi Íslands frá og með deginum í dag. Búist er við því að ESB-ríkin tilkynni um sameiginlegt flugbann rússneskra véla síðar í dag.\nÞetta eru 12 mílur frá þessum grunnlínupunktum - þannig að þetta er ekki allt flugstjórnarsvæðið enda höfum við ekki heimild til að loka því. En þetta er okkar lofthelgi og tekur gildi strax. Á hvaða vettvangi er sú ákvörðun tekin? Þetta er í samráði við innviðaráðherra og Samgöngustofu.\nHafa borist einhver viðbrögð frá rússneskum stjórnvöldum vegna þessara ákvarðana?\nekki svo ég viti til. Við höfum upplýst rússneska sendiherrann um þetta en það ætti ekki að koma á óvart miðað við það sem önnur lönd í kringum okkur eru að gera.\nHver voru hans viðbrögð? Honum var bara gert ljóst að þessi ákvörðun hefði verið tekin.\nEr fleiri ákvarðana að vænta sem setja hömlur á einhvern hátt á Rússland?\nÉg útiloka ekkert í þeim efnum. Við fylgjumst einfaldlega mjög náið með því sem er að gerast og styðjum við góðar tillögur og tökum þátt og sýnum samstöðu með okkar vina- og bandalagsþjóðum eins og við höfum gert.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"148","intro":"Langar bílaraðir eru við landamærin út úr Úkraínu. Íslendingur sem hefur verið búsettur í Úkraínu hefur á þriðja sólarhring verið að reyna að komast frá landinu. Hann situr nú ásamt fjölskyldu í bílalest við landamæri Ungverjalands.","main":"Sindri Björnsson, sem búið hefur í þrjú ár með úkraínskri eiginkonu sinni og tveimur börnum í úthverfi Kænugarðs, hefur beðið í bílalest við landamæri Ungverjalands í þrettán klukkustundir. Úkraínu en ferðin hefur sóst hægt.\nSindri Björnsson og fjölskylda ákváðu á föstudagsmorguninn að yfirgefa Úkraínu. Sindri segir að gríðarlegur straumur flóttafólks sé við yfirlandamærin skammt frá Liviv og yfir til Póllands. Þau hugðust komast til Moldóvu en hættu við. Núna eru þau Úkraínumegin við landamæri Ungverjalands og vonast til að komast til ungversku borgarinnar Tisabecs. Sindri segir að lítið hafi verið um svefn í þessa rúmu tvo sólarhringa.\nMaður er að taka stuttar kríur, svona tveggja mínútna kríur. Svo þarf að mjaka bílnum eina og eina bíllengd við og við. - Hvar ertu staddur núna? Við erum komin að landamærum Ungverjalands og okkur var bent á að far aá\nÞau komu að landamærunum seint í gærkvöldi og vonast til að hraðar gangi að hleypa yfir til Ungverjalands þegar líður á daginn.\nSindri segir að svo virðist sem allir aðrir en úkraínskir karlmenn frá sautján ára til sextugs fái að fara úr landi. Úkraínskir sjálfboðaliðar hlaupa milli bíla og bjóða upp á vatn, kaffi og ávexti. Við landamærin þar sem Sindri er, er rólegt yfir og enginn sprengjuhlóð heyrast þar.\n","summary":"Íslendingur í Úkraínu hefur á þriðja sólarhring verið að reyna að komast frá landinu. Langar bílaraðir eru við landamærin. Hann situr nú ásamt fjölskyldu í bílalest við landamæri Ungverjalands. "} {"year":"2022","id":"148","intro":"Karlalandslið Íslands í körfubolta sækir Ítalíu heim í undankeppni heimsmeistaramótsins í kvöld. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson býst við árásargjörnum leikmönnum Ítalíu í leiknum.","main":"Þrjú efstu liðin í riðlinum fara áfram í milliriðil og taka þangað með sér stigin úr þessum riðli. Ítalir eiga harma að hefna eftir tapið á Íslandi á fimmtudag og þurfa nauðsynlega á sigri að halda. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson býst við erfiðum leik í kvöld en segir sigur þó mögulegan.\nsagði Martin Hermannsson. Leikur Íslands og Ítalíu er klukkan hálfátta í kvöld og verður sýndur beint á RÚV 2, útsending hefst í HM-stofunni klukkan 19:10.\nBúið er að fresta leik Hollands og Rússlands í sama riðli sem átti að fara fram í kvöld. Hollendingar neita að taka á móti Rússum og sagði Hannes Jónsson, formaður körfuknattleikssambands íslands að miðað við samtöl hans við evrópsku körfuboltahreyfinguna þá vilji flestir að Rússum verði vikið úr undankeppninni. Þeir eru efstir í riðlinum og munu lenda í riðli með Úkraínu á næsta stigi undankeppninnar.\nRússinn Roman Abramovich, eigandi enska knattspyrnufélagsins Chelsea, tilkynnti í gærkvöld að hann hafi stigið til hliðar sem stjórnandi félagsins. Abramovich útskýrir ákvörðunina ekki nánar í yfirlýsingunni sem hann gefur út tveimur dögum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Abramovich sem keypti Chelsea árið 2003 er einn ríkasti maður Rússlands og hefur oft verið sagður náinn vinur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta.\nManchester City endurheimti sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöld með 1-0 sigri á Everton. Phil Foden skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. Liverpool er í 2. sæti og á leik til góða en mætir Chelsea í úrslitaleik ensku deildarbikarkeppninnar í dag.\nLeeds United rak í morgun knattspyrnustjórann Marcelo Bielsa. Allt hefur gengið á afturfótunum hjá Leeds að undanförnu og liðið tapaði 4-0 fyrir Tottenham í gær, hefur fengið á sig 17 mörk í síðustu fjórum leikjum og er tveimur stigum frá fallsæti.\n","summary":"Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, býst við grimmum leikmönnum Ítalíu þegar Ísland sækir Ítala heim í undankeppni heimsmeistaramótsins í kvöld. Ítalir þurfa nauðsynlega á sigri að halda eftir tapið á Íslandi á fimmtudag."} {"year":"2022","id":"149","intro":"Forseti Úkraínu segir hafa tekist að riðla áætlunum Rússa um að ná höfuðborginni Kyiv á sitt vald. Bardagar eru á götum úti, íbúðablokk og skólar hafa verið sprengd.","main":"Barist er á götum úti í höfuðborginni Kyiv og yfirvöld hvetja fólk til að leita skjóls nú á þriðja degi innrásar Rússa. Einnig er barist í borginni Odesa í suðri, í Kharkiv í norðri og loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í vestri. Þetta kom fram í ávarpi Volodymyrs Zelenský forseta í morgun. Hann segir að tekist hafi að riðla áætlunum Rússa um að ná yfirráðum yfir Kyiv á sitt vald og að koma sér frá völdum. Rússneski herinn hefur náð borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu á sitt vald og er það stóra borgin sem Rússar ná að taka yfir frá innrás sinni\nForsetinn birti myndband af sér úti á götu í Kyiv í morgun og sagði ekkert hæft í sögusögnum um að hann hafi hvatt herinn til uppgjafar.\nHere's the situation. I'm here. We won't lay down arms. We will defend our country, because our arms are our truth. Our truth is that it's our land, our country, our children and we will defend all of this. That's it. That's all I wanted to say. Glory to Ukraine.\nÞetta er staðan, ég er hér og við leggjum ekki niður vopn. Við ætlun að verja landið okkar. Sannleikurinn er sá að þetta er okkar land, okkar börn og við verndum þetta allt. Lifi Úkraína, sagði forsetinn í morgun. Hann sagði Rússa hafa beitt öllum mögulegum tegundum vopna í morgun og sprengt skóla og blokk. Úkraínsk yfirvöld segja að 198 almennir borgarar hafi farist, þar á meðal þrjú börn.\nÞá hvatti Zelenský Rússa til að þrýta á Pútín að stöðva innrásina og þakkaði þeim sem hafi hvatt til friðar. Forsetinn þrýsti á Evrópusambandið að taka ákvörðun um að hvort Úkraína fái aðild. Hann segir slíkt helstu sönnun þess hvort Úkraínumenn njóti stuðnings aðildarríkjanna.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"149","intro":"Dómsmálaráðherra segir að settar verði reglur um flugferðir ráðamanna með þyrlum Landhelgisgæslunnar og séð til þess að þær verði ekki notaðar í einkaerindum. Ríkisendurskoðun gerði alvarlegar athugasemdir við að fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi fengið far með þyrlu gæslunnar til að fara á fund í Reykjavík, þegar hún var í fríi úti á landi.","main":"Ráðamenn voru farþegar í 10 þyrluferðum Gæslunnar á árunum 2018 til 2020. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við þetta og leggur til að ferðir ráðamanna í einkaerindum verði alfarið bannaðar. Það var harðlega gagnrýnt þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þáverandi dómsmálaráðherra, fékk far með þyrlunni til og frá Reynisfjöru sumarið 2020, en ráðherrann var staddur í Reynisfjöru í einkaerindum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að dreginn verði lærdómur af þessu.\nUm þetta munum við setja reglur, ákveðnar reglur, sem við munum fara eftir, og lærum af slíku.\nRíkisendurskoðun gerir einnig athugasemdir við að Landhelgisgæslan kaupi eldsneyti á varðskip sín í Færeyjum, til að komast hjá því að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.\nÞeir gerðu þetta til að spara sér rekstrarkostnað og Ríkisendurskoðun gagnrýnir það og ég geri ráð fyrir að það verði tekið tillit til þess. Við höfum ekki sest niður, ég og forstjóri Gæslunnar, til þess að fara yfir þessa skýrslu samanm, en í henni eru góðar ábendingar sem við munum taka til greina. -Að Landhelgisgæslan eigi frekar að taka olíu á Íslandi og borga virðisaukaskatt af henni hér? Já það er meðal annars það sem er bent á.\n","summary":"Dómsmálaráðherra segir að ráðamönnum verði bannað að ferðast með þyrlum Landhelgisgæslunnar í einkaerindum."} {"year":"2022","id":"149","intro":"Við ræddum við Ingólf Bjarna Sigfússon fréttamann nú skömmu fyrir fréttir, en hann og Ingvar Haukur Guðmundsson dagskrárgerðarmaður RÚV fóru frá Kænugarði í gær og eru nú í borginni Lviv, sem er nærri landamærunum að Póllandi.","main":"Daglegt líf þarna, nær Nató-landamærum. Það er væntanlega öðruvísi en var í Kænugarði?\nÆtli þetta sé ekki svolítið eins og daginn sem við komum til Kænugarðs, daginn áður en árásirnar hófust. Fólk er hérna á götum, fer í stórverslanirnar sem eru opnar. Það er ekkert verið að hamstra en aðrar verslanir, veitingastaðir og önnur þjónusta er nú samt lokuð hér. Það er ekki að sjá annað en að fólk sé farið að búa sig undir að hér gæti eitthvað gerst.\nÍslendingarnir sem voru með okkur í bílalestinni frá Kiev ákvað að þiggja far sem bauðst beina leið áfram til Ungverjalands, með fólki sem var hér og vildi bara einfaldlega komast í burtu strax. Þau eru á leiðinni þangað. Ástandið á þeim landamærum á samt að vera betra og vonandi gengur ferð þeirra hratt.\nVið töluðum einmitt við nokkur þeirra, meðal annars mann sem var hér á ferð með eiginkonu og dóttur, sem fæddist fyrir þremur vikum, og var fegin að vera á leiðinni úr landi eftir að hafa verið með hvítvoðunginn í loftárásunum í Kænugarði\n","summary":null} {"year":"2022","id":"149","intro":"Félagið Björg Capital hefur lýst yfir áhuga á að koma upp tíu þúsund tonna fiskeldi á Raufarhöfn. Sveitarstjóri Norðurþings segir mikilvægt að skella engum hurðum þegar svo stór verkefni rekur á fjörur sveitarfélagsins.","main":"Fiskeldið yrði þar sem Síldarvinnsla ríkisins var áður til húsa. Síðustu tíu ár hefur svæðið verið í umsjá sveitarfélagsins. Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri í Norðurþingi, segir að erfitt hafi reynst að byggja þar upp starfsemi. Björg Capital hefur nú lýst yfir áhuga á að kaupa fasteignir á lóðinni.\nÞað sem er svona einna helst í deiglunni hjá þeim er að setja á laggirnar fiskeldi, bæði land- og sjóeldi. Seiðaeldi á landi og tímabundið laxeldi í sjó hluta úr ári.\nFélagið Arctic Circle Salmon, sem er í eigu Bjargar Capital, myndi annast rekstur eldisins.\nÞað er verið að tala um að þarna væri möguleiki á að byggja allt að 10.000 tonna eldi á ári, sem er umtalsvert. Þarna er verið að tala um að ef það gengi eftir eru það örugglega hátt í hundrað störf.\nÍbúafundur var haldinn á Raufarhöfn til að kanna áhuga íbúa á slíkri uppbyggingu. Næstu skref yrðu meðal annars viðræður við stjórnvöld um breytingar á reglum um blandað eldi og að tryggja nægilegt vatn fyrir starfsemina. Gert er ráð fyrir að ferlið taki mörg ár.\nKristján segir að áður en sveitarfélagið afsalar sér lóðinni þurfi að vera búið að skoða alla fleti á málinu.\nÞað er mikilvægt að skella engum hurðum þegar svona hugmyndir rekur á okkar fjörur. Það er ekki hverjum degi sem það koma aðilar inn í samfélög og sjá fyrir uppbyggingu á þessum grunni.\nVeffærsla tilbúin: Vilja koma upp fiskeldi á Raufarhöfn\n","summary":null} {"year":"2022","id":"149","intro":"Ársþing Knattspyrnusambands Íslands var sett á Ásvöllum í Hafnarfirði klukkan ellefu í morgun. Á þinginu verður meðal annars kosinn formaður sambandsins þar sem tvö eru í framboði, Sævar Pétursson og Vanda Sigurgeirsdóttir.","main":"Búist er við jafnri og spennandi kosningu milli Sævars og Vöndu. Vanda hefur verið verið starfandi formaður síðan á aukaþingi KSÍ sem fram fór 2. október eftir að fyrrverandi formaður Guðni Bergsson og öll stjórn sambandsins sögðu af sér.\nVanda er ekki viðstödd á sjálfu þinginu þar sem hún er heima smituð af Covid en hún ávarpar fundargesti í gegnum fjarfundarbúnað. Á aðalþinginu í dag eru fjölmörg mál tekin fyrir og meðal annars kosið nýja 8 manna stjórn sambandsins. Búast má við niðurstöðu í formannskjörinu upp úr klukkan fjögur. Sjá má beina vefútsendingu frá ársþinginu á ruv.is.\nLeik Hollands og Rússlands í riðli Íslands í undankeppni HM karla í körfubolta sem fyrirhugaður var á morgun sunnudag hefur verið frestað. Á sama tíma mætast Ítalía og Íslands í sama riðli á Ítalíu. Hollendingar neita að taka á móti rússneska liðinu eftir að Rússar hófu stríð gegn Úkraínu. Hollendingar og Rússar mættust í Rússlandi á fimmtudag þar sem Rússar höfðu betur og Ísland vann Ítalíu.\nNæstu skref eru i höndum alþjóðakörfuboltasambandsins FIBA - en síðustu tveir leikir Rússa í riðlinum í júlí í sumar- eru enn í leikjadagskránni á vef FIBA. Rússar tróna á toppi riðilsins með þrjá sigra í jafn mörgum leikjum. Ísland er í 2. sæti.\nÞriðja mót Meistaradeildarinnar í hestaíþróttum fór fram í gærkvöld og var keppt í fimmgangi. Árni Björn Pálsson sigraði á Kötlu frá Hemlu tvö með einkunnina 7,36 en í öðru sæti, aðeins núll komma núll fimm stigum á eftir, varð Glódís Rún Sigurðardóttir á Snillingi frá Íbishóli. Nú þegar þremur keppnisgreinum er lokið er Árni Björn efstur í stigakeppni knapa með 21 stig.\nEinn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Southampton komst upp í 9. sæti með 2-0 sigur á Norwich sem vermir botnsæti deildarinnar.\n","summary":"Það ræðst í dag hver verður kosinn formaður Knattspyrnusambands Íslands til næstu tveggja ára, Sævar Pétursson eða Vanda Sigurgeirsdóttir. Ársþing sambandsins hófst í morgun."} {"year":"2022","id":"149","intro":"Heimsókn sendinefndar Talibana til Oslóar kostaði norska ríkið jafnvirði tæpra 93 milljóna íslenskra króna. Um þrjátíu menn undir forystu Amir Khan Muttaqi, utanríkisráðherra stjórnar Talíbana, héldu frá Afganistan í einkaþotu til Noregs í lok janúar.","main":"Leigan á einkaþotunni ein og sér kostaði jafnvirði um 44 milljóna króna. Í Osló var fundað um mannréttindi og mannúðaraðstoð en heimsóknin var mjög gagnrýnd á sínum tíma. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs sagði þá af og frá að fundahöldin í Osló væru skref í átt að alþjóðlegri viðurkenningu stjórnar Talíbana í Afganistan. Tilgangurinn væri fyrst og fremst að gera þeim afstöðu vestrænna ríkja til ástandsins í landinu ljósa.\nTV2 fjallar um heimsóknina og kostnaðinn við hana en sendinefndin gisti á Soria Moria hótelinu í Nordmarka. Auk Talibananna og Norðmanna tóku sendinefndir frá Bandaríkjunum, Evrópusambandinu, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu þátt í viðræðunum.\nEnn hafa ekki allir reikningar borist. Alls voru þátttakendur 54 að sögn Ragnhild Simenstad upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins norska. Norska ríkið greiddi allan kostnað Afgananna en aðrir sáu um sig.\nSendinefnd Talibana var vel gætt meðan á heimsókninni stóð, vegartálmar voru settir upp við hótelið sem þeir gistu á og viðamikið öryggisgæsla var hvar sem þeir fóru. Endanlegur kostnaður vegna þess liggur ekki enn fyrir að sögn Simenstad.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"150","intro":"Rauði kross Íslands hefur einnig hafið neyðarsöfnun sem ætlað er að tryggja mat, - aðgang að vatni, heilbrigðisþjónustu og húsaskjóli, - auk sálræns stuðnings fyrir íbúa landsins. Söfnunin fer vel af stað.","main":"Viðræður standa yfir um með hvaða hætti íslensk stjórnvöld koma að aðgerðum Rauða krossins á átakasvæðum i Úkraínu.\nBjörg Kjartansdóttir er sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarmála hjá Rauða krossinum.\nBorgarar hafa búið við ótryggt ástand í nokkurn tíma og auðvitað hefur covid geisað þarna eins og annars staðar í heiminum. Við vitum að á þessum stöðum, sem átökin hafa geisað undanfarin ár, þá er þetta á þéttbýlum svæðum og bæði heimili og innviðir eins og vatns- og rafmagnskerfi eru skemmd nú þegar svo það er mjög mikilvægt að við grípum til aðgerða núna eins og að fara í neyðarsöfnun Alþjóða Rauða krossins í landinu. Almenningur tekur mjög vel við sér og það er mjög ánægjulegt að sjá hvað það gerðist hratt.\nAlþjóða Rauði krossinn hefur óskað eftir tíu milljörðum króna í aðstoð frá Rauða kross-félögum hinna ýmissu landa.\nÞað er ýmislegt sem Rauði krossinn hefur nú þegar gert. Það má nefna að íbúar hafa fengið eldsneyti eða jafnvel reiðufé til að hita upp heimili sín. Íbúar á átakasvæðum hafa fengið sendingar reglulega eins og á matvælum eða hreinlætisvörum. Við erum tilbúin að styðja við sjúkrahús og heilsugæslur beggja vegna átakasvæðisins og Rauði krossinn er tilbúinn í slíkt.\nÞað var þegar sent til okkar i gær beiðni um að manna stöður nokkurra sendifulltrúa svo það er í skoðun hér og það gerist nokkkuð hratt. Það kom póstur um það frá Alþjóðarauðakrossinum í gær svo finnum við fyrir því að það er fólk sem er bara úkraínskar fjölskyldur sem voru einfaldlega á ferðalagi á Íslandi sem að hafa leitað til okkar . Flug hafa einfaldlega verið felld niður svo þau vilja jafnvel ekki fara heim til sín.\njafnvel ekki fara heim til sín.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"150","intro":"Karl Þormóðsson, sem býr í borginni Zhaporozhye (Saporo-sía) í austurhluta Úkraínu, býr sig undir komu innrásarhers Rússa. Hann hefur safnað vistum og reiknar með að halda til í neðanjarðarbyrgi. Óðinn Svan Óðinsson ræddi við Karl rétt fyrir fréttir.","main":"Þeir eru svona aðeins farnir að nálgast hérna, Rússarnir, og við eigum von á að þeir verði hérna þegar líður á daginn. Þar sem þeir hafa farið yfir, hérna í þessu héraði og nágrenninu, hafa þeir mætt lítilli sem engri mótspyrnu en mér skilst nú að það eigi nú að reyna að verja þessa borg eitthvað.\n-Hvernig ert þú og fjölskylda þín að undirbúa komu Rússanna?-\nVið erum búin að birgja okkur upp af matvælum og vatni og setja niður í kjallarann hjá okkur, og fatnað og annað til að halda á okkur hita ef við þurfum að fara niður.\n-Hvað sjáið þið fyrir ykkur að gera þegar að þessu kemur?-\nVeistu það, ég bara veit það ekki. Maður verður bara að taka því sem kemur. En sem betur fer hefur maður aldrei lent í þessu áður.\n-En það er engin leið fyrir þig að flýja?-\nNei, það er aðallega vegna þess að eldsneytið er af mjög skornum skammti og stysta leiðin héðan er til Moldavíu en ef maður leggur af stað, þá veit maður ekkert hvar maður þarf að stoppa. Af því að það er ekkert eldsneyti að fá.\n","summary":"Íslendingur sem býr í borginni Zhaporozhye í Úkraínu undirbýr nú komu Rússa til borgarinnar. Hann hefur safnað mat og vatni og vonar það besta. "} {"year":"2022","id":"150","intro":"Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við að ráðamenn ferðist með þyrlum Landhelgisgæslunnar í einkaerindum. Hún leggur til að slíkar ferðir verði alfarið bannaðar. Ríkisendurskoðun gerir einnig athugasemdir við að Landhelgisgæslan kaupi eldsneyti á varðskip sín í Færeyjum, til að komast hjá því að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.","main":"Á árunum 2018 til 2020 keypti Landhelgisgæslan eldsneyti á varðskipin fyrir ríflega 208 milljónir króna, þar af fyrir einungis rétt rúmar tvær milljónir hérlendis. Gæslan tók tíu sinnum eldsneyti í Færeyjum en aðeins einu sinni á Íslandi. Olían er ódýrari í Færeyjum, þar sem ekki þarf að greiða virðisaukaskatt þar. Þannig sparaði Landhelgisgæslan þrettán milljónir króna. Ríkisendurskoðun bendir á að það sé ekki raunverulegur sparnaður þar sem virðisaukaskatturinn hefði runnið aftur í ríkissjóð. Og þó að lítraverð hafi verið lægra í Færeyjum hljóti að fylgja því aukinn kostnaður að sigla til Færeyja til að taka eldsneyti. Auk þess lengist viðbragðstími varðskipa við það um nær tvo sólarhringa.\nÞá gerir Ríkisendurskoðun alvarlegar athugasemdir við notkun ráðamanna á þyrlum Gæslunnar. Þeir voru farþegar í 10 flugferðum á árunum 2018 til 2020. Ríkisendurskoðun segir að það hafi óhjákvæmilega neikvæð áhrif á hversu fljót þyrlan er á vettvang ef farþegi er um borð þegar útkall berst. Þá þarf að lenda þyrlunni á hentugum stað til að hleypa honum frá borði. Þyrlan sem þáverandi dómsmálaráðherra fékk far með til og frá Reynisfjöru sumarið 2020, var eina þyrla stofnunarinnar sem þá var tiltæk. Landhelgisgæslan mat það svo að það hefði ekki verið einkaerindi, þó að ráðherrann hefði verið í einkaerindum í Reynisfjöru, þegar flogið var með hana á blaðamannafund í Reykjavík og aftur til baka í Reynisfjöru. Þyrlan var þá á leið í könnunarflug vegna hlaups í Svartá við Langjökul en flugi til og frá Reynisfjöru var bætt við flugáætlunina.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"150","intro":"Rússneskt herlið nálgast höfuðborgina Kænugarð. Sameinuðu þjóðirnar telja að 25 almennir borgarar hið minnsta hafi látið lífið í átökunum. Yfir 100 eru særð.","main":"Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, greindi frá því fyrir skömmu að rússnesk stjórnvöld séu tilbúin til viðræðna við Úkraínu, gegn því að Úkraínuher leggi niður vopn.\nAnnan daginn í röð vakna Úkraínumenn við nýjan veruleika, rússneskt herlið hefur ráðist á landið úr lofti, sjó og landi. Í dag hafa borist fregnir af því að herlið nálgist höfuðborgina Kænugarð stöðugt. Erfitt er að henda reiður á mannfall í stríðsástandi en Sameinuðu þjóðirnar telja að minnst 25 almennir borgarar hafi látið lífið í átökunum og yfir hundrað séu særð. Haft er eftir talsmanni Sameinuðu þjóðanna að að fjöldinn sé að öllum líkindum vanmetinn.\nHart er barist í Kharkiv í austurhluta landsins, borgarstjórinn hefur skipað íbúum að leita skjóls í jarðlestakerfum borgarinnar.\nÍ allri Úkraínu hefur karlmönnum á aldrinum 18 til 60 ára verið meinað að yfirgefa landið. Stjórnvöld hvetja höfuðborgarbúa til að útbúa molotov-kokteila og reyna að verjast innrás Rússa. Volodimyr Zelensky, forseti Úkraínu, sem hefur skipt jakkafötunum út fyrir hernaðarlegri klæðnað, biður Vesturlönd að grípa frekari aðgerða. Auknar efnahags- og viðskiptaþvinganir sem kynntar voru í gær dugi ekki til.\nThey say that civilian objects are not the target. Its a lie. The reality is that they dont make a difference in which areas they act.\nRússnesk stjórnvöld segja að úkraínski herinn sé eina skotmarkið, það er lygi segir Zelensky.\nVíða um heim hefur fólk komið saman til að sýna Úkraínumönnum stuðning, meðal annars í Rússlandi. En rússnesk stjórnvöld hafa ekki tekið vel í slíka gjörninga, minnst 1800 voru handtekin í landinu í gær fyrir að mótmæla innrásinni. Yfir 100 þúsund manns hafa þegar flúið Úkraínu, mörg hafa farið til Póllands, Moldóvu og Rúmeníu.\n","summary":"Minnst 25 almennir borgarar hafa látið lífið í Úkraínu. Rússneskt herlið nálgast höfuðborgina. Utanríkisráðherra Rússlands segir að Rússar séu tilbúnir til viðræðna gegn því að Úkraínuher leggi niður vopn. "} {"year":"2022","id":"150","intro":"Vonskuveður gengur yfir landið í dag. Víða er ekkert ferðaveður og vegum hefur verið lokað, meðal annars um Hellisheiði og Þrengsli. (má uppfæra inngang)","main":"Skammt er stórra högga á milli og enn ein lægðin gengur yfir landið í dag - suðaustan stormur og honum fylgir talsverð úrkoma, ýmist snjókoma, slydda eða rigning. Víða er spáð hátt í 30 metrum á sekúndu. Haraldur Eiríksson er veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.\nAppelsínugul viðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu um ellefu og eftir hádegi ná viðvaranir til landsins alls.\nBjörgunarsveitin hefur sinnt um tíu verkefnum það sem af er degi, flestum tengdum foktjóni.\nSamgöngur raskast. Vegum hefur víða verið lokað og öllu flugi til og frá Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði og Vestmannaeyjum hefur verið aflýst. Þá verður ekki flogið til Færeyja, Kaupmannahafnar og Barcelona.\nFlestum ferðum Strætó á milli landshluta hefur verið aflýst.\nVeðrið á að ganga niður seint í dag og í kvöld, fyrst suðvestanlands - en fleiri lægðir eru í kortunum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"150","intro":"Tryggvi Snær Hlinason fór mikinn þegar karlalandslið Íslands í körfubolta vann frækinn sigur á Ítalíu í undankeppni HM 2023 í gærkvöldi. Ísland fór upp fyrir Ítalíu í riðlinum með sigrinum.","main":"Leikurinn í gærkvöldi var gríðarlega spennandi og varð að framlengja tvívegis. Í seinni framlengingunni var íslenska liðið sterkara og tryggði sér sigurinn með 107 stigum gegn 105. Tryggvi Snær Hlinason átti stórleik í liði Íslands og skoraði 34 stig, tók 21 frákast og varði 5 skot. Samtals fékk hann 50 framlagspunkta í leiknum, sem er það hæsta sem nokkur leikmaður hefur náð í sögu undankeppninnar í Evrópu.\nSagði Martin Hermannsson, áður heyrðum við í Tryggva Snæ Hlinasyni. Ísland komst með sigrinum upp í annað sæti undanriðilsins, upp fyrir Ítalíu, og er stigi á eftir Rússlandi sem er efst. Þrjú efstu lið riðilsins fara áfram á síðara stig undankeppninnar þar sem sæti á HM er í boði. Ísland og Ítalía mætast aftur á Ítalíu á sunndagskvöld klukkan hálfátta og er leikurinn sýndur beint á RÚV. Lokaleikir riðlanna eru svo í júlí.\nÍBV tryggði sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta með naumum sigri á Stjörnunni í lokaleik 8-liða úrslita í gærkvöldi. Maria Jovanovic tryggði ÍBV sigur með marki úr vítakasti á lokasekúndunum. ÍBV bætist í hóp Vals, Fram og KA\/Þórs í undanúrslitum. Undanúrslitin eru 9. mars og úrslitaleikurinn 12. mars. Í úrvalsdeild kvenna í handbolta var einn leikur í gærkvöldi. Valur lagði Fram 25-24 og er nú aðeins stigi á eftir Fram á toppi deildarinnar. Í úrvalsdeild karla voru tveir leikir; Grótta vann HK 30-25 og KA og ÍBV skildu jöfn, 32-32.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"151","intro":"Foreldrar stúlku í Dalvíkurbyggð hafa gagnrýnt Kennarasambandið fyrir að nefna bæjarfélagið í fréttatilkynningum sem það birti um dóm þar sem kennara stúlkunnar voru dæmdar skaðabætur vegna ólögmætrar brottvikningar úr starfi grunnskólakennara. Bæjarfélagið er ekki nefnt í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra heldur aðeins í tilkynningu Kennarasambandsins. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir er formaður félags grunnskólakennara.","main":"Varðandi dóminn á Dalvík, þá er þetta dómur um vinnubrögð Dalvíkurbyggðar. Þannig í sjálfu sér má segja sem svo að þetta snýr upp á bæjarfélagið en alls ekki foreldra eða aðra sem koma þar að. Dómurinn fjallar um að fyrirvaralaus brottrekstur hafi verið ómálefnalegur og ekki gætt meðalhófs í því. Í grundvallaratriðum var það til umræðu í þessum dómi, ekkert annað. - En foreldrarnir saka Kennarasambandið um að fara óvarlega með upplýsingar og það hafi verið óþarfi að tilgreina að þetta hafi gerst í Dalvíkurbyggð. Tekur þú endir það? - Þau mega alveg hafa sína skoðun á því og ég get ímyndað mér að fólk sem á í hlut finnist ýmislegt um þetta og þá sérstaklega ef það er tilgreint svona nálægt. En það voru ekki tilgreind nöfn eða annað í þessum fréttaflutningi eða annað en það sem kemur fram í dómnum sem slíkum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"151","intro":"Flugferðum innanlands sem og milli landa, hefur ýmist verið flýtt eða aflýst vegna veðursins í kvöld. Tryggingafélög hvetja fólk til að forða vatnstjóni og fara gætilega í hálkunni, helst á mannbroddum.","main":"Illviðrið sem brestur á síðar í dag raskar flugumferð. Þannig hefur Flugfélagið Ernir fellt niður flug til Vestmannaeyja og síðdegisflug til Húsavíkur. Flugferð til Hornafjarðar verður flýtt. Icelandair hefur fellt niður flugferð til Egilsstaða og Akureyrar.\nVeðrið hefur einnig áhrif á millilandaflug, þó ekki á flugferðir Play Air, að minnsta kosti enn sem komið er. Icelandair hefur flýtt síðdegisflugi til Bandaríkjanna og London um klukkustund og aflýst ferð til Toronto. Sumar ferðir erlendra flugfélaga hafa verið felldar niður. Þá ætti að skýrast þegar líður á daginn hvernig verður með flug í fyrramálið.\nHjá Landsneti eru menn og konur í viðbragðsstöðu og hafa farið yfir mönnun í morgun. Viðbúið er að ýmsum viðburðum sem fyrirhugaðir eru seinni part dags verði frestað. Til að mynda hefur íbúafundi í Skaftárhreppi verði frestað til morguns.\nTryggingafélög hvetja fólk til að huga að niðurföllum og draga fram mannbrodda til að steypast ekki á höfuðið í hálkunni. Fjölnir Daði Georgsson, forstöðumaður eignatjóna hjá TM, hvetur fólk til að forða því að vatn leiti inn í hús.\nÞað er auðvitað mjög mikilvægt að moka frá niðurföllum og sömuleiðis þakrennur og svalir, og sömuleiðis af þökunum jafnvel. Ef það kemur rigning ofan í þetta þá þyngist snjórinn mjög mikið og getur ollið miklu tjóni. Þakið getur hæglega sligast undan því.\nÞá geta grýlukerti og snjóhengjur fallið af þökum og niður á fólk og bíla. Húseigendur eru hvattir til að fara varlega við að hreinsa af þökum. Þá ætti fólk einnig að gæta sín á hálkunni.\nHvet alla til að nota mannbrodda og passa sig sérstaklega. Þetta er hundleiðinlegt þegar aðstæðurnar eru svona. En ef allir passa sig og reyna að hjálpa hver öðrum og salta og sanda og reyna að brjóta klakann frá, þá vonandi meiða sig ekki mjög margir.\n","summary":"Flugferðum, bæði innanlands og milli landa, hefur ýmist verið flýtt eða aflýst í kvöld. Tryggingafélög hvetja fólk til að koma í veg fyrir vatnstjón og fara gætilega í hálkunni, helst á mannbroddum. "} {"year":"2022","id":"151","intro":"Kvennalandslið Íslands í fótbolta lék annan leik sinn á SheBelives-mótinu í Bandaríkjunum í nótt. Fram undan er úrslitaleikur mótsins gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna.","main":"Ísland mætti Tékklandi í öðrum leik sínum á mótinu í nótt. Natasha Anasi skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Ísland á 11. mínútu og er þetta fyrsta mark hennar fyrir íslenska landsliðið. Sjö mínútum síðar bætti Selma Sól Magnúsdóttir öðru marki Íslands við og staðan var 2-0 í leikhléi. Tékkar minnkuðu muninn í lok leiks en 2-1 fór fyrir Ísland. Íslenska liðið hefur unnið báða leiki sína á mótinu og mætir Bandaríkjunum í lokaleik sínum aðfaranótt fimmtudags. Bandaríska liðið lagði Nýja-Sjáland í gærkvöldi með fimm mörkum gegn engu. Þrjú marka Bandaríkjanna voru sjálfsmörk Nýja-Sjálands og skoraði Meikayla Moore þau öll. Leikur Íslands og Bandaríkjanna er sýndur beint á RÚV klukkan tvö aðfaranótt fimmtudags.\nÍslands- og bikarmeistarar KA\/Þórs tryggðu sér sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í handbolta í gærkvöldi. KA\/Þór tók á móti HK fyrir norðan og vann með tíu marka mun, 30-20. Fyrr í gær hafði Fram tryggt sitt sæti í undanúrslitum með öruggum sigri á ÍR, 32-16. 8-liða úrslitum kvenna lýkur í kvöld með tveimur leikjum. FH og Stjarnan mætast og Valur og Haukar og verður síðarnefndi leikurinn sýndur beint á RÚV 2 klukkan hálfátta.\nÍ úrvalsdeild kvenna í körfubolta er áfram mikil spenna. Tveir leikir fóru fram í deildinni í gærkvöldi og lagði Fjölnir Keflavík, 99-83, og Njarðvík vann Hauka, 78-70. Fjölnir og Njarðvík eru jöfn á toppi deildarinnar með 24 stig hvort lið. Valur kemur næst með 22 stig en Haukar eru með 18. Fjögur efstu lið deildarinnar fara áfram í úrslitakeppnina.\nKarlalandslið Íslands í körfubolta mætir Ítalíu í undankeppni heimsmeistaramótsins á fimmtudag. Craig Pedersen hefur valið 15 leikmenn til verksins og koma sterkir leikmenn inn í íslenska leikmannahópinn. Þeir Haukur Helgi Pálsson, Pavel Ermolinskí og Hörður Axel Vilhjálmsson eru allir í leikmannahópnum að nýju eftir fjarveru vegna meiðsla. Leikmannahópinn má sjá í heild sinni á ruv.is en leikur Íslands og Ítalíu er sýndur beint á RÚV 2 klukkan átta fimmtudagskvöld.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"151","intro":"Norskar útgerðir verða af milljarða verðmæti þegar þær þurfa að hætta loðnuveiðum við Ísland á morgun og ná líklega aðeins um 60% af sínum kvóta. Norskir útgerðarmenn eru æfir vegna ýmissa takmarkana sem hafa tafið veiðar og vilja að norsk stjórnvöld setji álíka hömlur á þorskveiðar Íslendinga í Barentshafi.","main":"Norskir útgerðarmenn eru æfir vegna takmarkana sem hafa tafið veiðar og vilja að norsk stjórnvöld setji álíka hömlur á þorskveiðar Íslendinga í Barentshafi. Norðmenn verða líklega af um 60 þúsund tonna loðnuafla við Ísland vegna strangra skilyrða.\nSamkvæmt fréttum norskra miðla hafa norsk skip veitt rúm 80 þúsund tonn af loðnu hér við land og eiga því um tvo fimmtu eftir. Norska sjávarútvegsráðuneytið ákvað í gær að gefa þeim skipum sem eftir eru á Íslandsmiðum frítt spil, þannig að þau geta nú veitt eins og þau geta óháð því hvort þau sjálf eigi kvóta óveiddan. Á morgun er síðasti dagurinn sem norsku skipin mega veiða loðnu hér við land, samkvæmt samningum um skipti á loðnu við Ísland og þorski í Barentshafi.\nNorskar útgerðir eru ekki paránægðar með skilyrðin. Skipin mega ekki nota flottroll eins og íslensku skipin heldur einungis hringnót, sem tefur veiðar. Stýrimaðurinn á norska skipinu Teigenes sagði í fréttum RÚV um helgina að hefðu þeir mátt nota sömu veiðarfæri og íslensku skipin hefðu þeir líklega náð kvótanum sínum á nokkrum vikum. Vandasamt er að veiða með hringnót í vondu veðri og í gær þurfti varðskipið Freyja að koma norska skipinu Svanaugu Elise til hjálpar og taka það í tog til Eskifjarðar, eftir að nótin festist í skrúfunni.\nNorsku skipin eru nú að kroppa austur af landinu á svæði þar sem lítið er að hafa. Loðnan gengur með suðurströndinni en norsku skipin mega ekki elta torfurnar eins og þau íslensku. Norðmenn þurfa að halda sig norðan við Hvalbak. Þá mega aðeins 30 norsk skipa veiða í einu, eða um helmingur flotans.\nNorskar útgerðir telja veiðihömlurnar ósanngjarnar þar sem engar viðlíka hömlur eru settar á þorskveiðar Íslendinga í Barentshafi. Íslensk stjórnvöld brugðust við gagnrýninni í yfirlýsingu þar sem fram kemur að norska samninganefndin hafi ekki sett fram kröfur um breytingar við árlegt samráð september. Fulltrúar Íslands vilji ekki breyta skilyrðunum á meðan veiðar standa yfir. Norskir útgerðarmenn vilja að þarlend stjórnvöld svari Íslendingum í sömu mynt og setji hömlur á þorskveiðar Íslendinga í Barentshafi.\nÞví verr sem Norðmönnum gengur að veiða loðnu því betra fyrir íslenska útgerð. Óveiddur kvóti Norðmanna gengur yfir til íslenskrar útgerðar og mun að líkindum gera meira en að vega upp skerðingu á kvótanum sem tilkynnt var á föstudag.\n","summary":"Norskar útgerðir verða af milljarða verðmætum þegar þær þurfa að hætta loðnuveiðum við Ísland á morgun og ná líklega aðeins um 60% af sínum kvóta. Norskir útgerðamenn eru æfir vegna ýmissa takmarkana sem hafa tafið veiðar og vilja að norsk sjórnvöld setji álíka hömlur á þorksveiðar Íslendinga í Barentshafi. "} {"year":"2022","id":"151","intro":"Íbúar fjögurra sveitarfélaga á Norðurlandi samþykktu sameiningu á laugardag og fækkar þar með sveitarfélögum um tvö. Formenn sameiningarnefndanna beggja fagna niðurstöðum kosninganna og segja að þær muni styrkja sveitarfélögin.","main":"Á laugardaginn var kosið um sameiningu á þremur stöðum á landinu. Á Vesturlandi var sameining Eyja-og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar felld en sameining var hins vegar samþykkt á Norðurlandi.\nÍbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps samþykktu sameiningu með nokkuð afgerandi hætti. Sameining þessi hefur verið reynd margsinnis áður og hefur þá verið kolfelld. Hrefna Jóhannesdóttir, formaður samstarfsnefndar Skagfirðinga um sameiningu, segir úrslitin ekki hafa komið á óvart miðað við umræður íbúa síðustu vikur.\nVið sjáum náttúrulega fyrir okkur að við getum aukið þjónustu við íbúa, tryggt þetta félagslega öryggisnet sem að sveitarfélögin þurfa að hafa og líka fara í að auka íbúalýðræði hreinlega sem hefur verið kallað mikið eftir. Við förum svona bara að undirbúa þessa sameiningu sem við reiknum með að taki gildi 2 vikum eftir sveitarstjórnarkosningar í maí.\nSvo þarf að tryggja það að það bjóði sig fram gott fólk til að vinna að sveitarstjórnarmálum.\nMeirihluti íbúa Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar kaus með sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Kosningin var mjög afgerandi á Blönduósi en ekki eins einhliða hjá íbúum í Húnavatnshreppi. Jón Gíslason, formaður samstarfsnefndar Húnvetninga segist hafa reiknað með þessari útkomu.\nÉg tel að nýtt sveitarfélag verði öflugra og við fundum verulegan meðbyr frá stjórnvöldum með okkar framtíðarhugmyndir um uppbyggingu og aukin atvinnutækifæri á svæðinu og vonum að þessi sameining verði til að við getum nýtt okkur það enn frekar.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"152","intro":"Settur lögreglustjóri í Ottawa lýsti því yfir í gærkvöld að hertöku flutningabílstjóra og stuðningsfólks þeirra á miðborg kanadísku höfuðborgarinnar hefði verið hnekkt.","main":"Sókn fjölmenns lögregluliðs alstaðar að frá Kanada gegn þúsundum andstæðinga bólusetningarskyldu og annarra sóttvarnaaðgerða kanadískra stjórnvalda, sem haldið höfðu miðborg Ottawa lokaðri um þriggja vikna skeið hófst á föstudag og lauk á laugardagskvöld. Talið er að mótmælendur hafi verið um 15.000 þegar mest var. Lögregla beitti í gær piparúða og höggsprengjum til að leysa upp síðasta harðasta kjarna mótmælenda sem hafði staðið af sér allar viðvaranir, skipanir og ýtingar lögreglu utan við þinghúsið og skrifstofur forsætisráðherrans í miðborginni. Mótmælendur saka lögreglu um að hafa gengið fram af mikilli hörku. Því vísar lögregla á bug og segir engin alvarleg meiðsl hafa orðið á fólki. Einungis hafi verið beitt piparúða og höggsprengjum, en hvorki táragasi né öðrum og enn harkalegri úrræðum. Mótmælendur köstuðu reyksprengjum að lögreglu og ítrekað kom til ryskinga og handalögmála. Mótmælin hófust hinn 29. janúar þegar fjöldi flutningabílstjóra ók inn í miðborgina og lokaði þar öllum helstu umferðaræðum með trukkum sínum. Bílstjórarnir vildu með þessu mótmæla bólusetningarskyldu þeirra sem ferðast yfir landamæri Bandaríkjanna og Kanada, en þeir hafa flestir lifibrauð sitt af því að flytja varning á milli landanna tveggja.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"152","intro":"Óveður og ófærð valda enn vandræðum á landinu og horfur eru ófagrar næstu daga. Björgunarsveitarfólk hefur verið önnum kafið að aðstoða strandarglópa.","main":"Björgunarsveitir voru kallaðar út rétt fyrir hádegi á Suðurlandi vegna bíla í sumarbústaðahverfi sem hvorki komust lönd né strönd.Talsvert var um útköll til Björgunarsveita í nótt bæði á Kjalarnesi, í Mosfellsbæ, og við Þrengslavegamót vegna bíla sem sátu fastir. Eitt útkall var einnig við að festa þakplötur á húsi á Kjalarnesi. Á fimmta tímanum í morgun var einnig kallað út í Vík í Mýrdal vegna bíla sem sátu fastir og sömu er að segja frá Snæfellsnesi.\nÓfært er frá Hvolsvelli og austur að Höfn.. Þungfært víða í uppsveitum og þæfingsfærð á Hellisheiði svo dæmi séu nefnd um vetrarveðrið og afleiðingar þess. Veðurviðvaranir eru í gildi á meirihluta landsins að Norður og Austurlandi undanskildu en þær falla út þegar líður á daginn. Annað kvöld er svo gert ráð fyrir víðtækum veðurviðvörunum á landinu vegna ofsaveðurs. Eyjamenn hafa ekki farið varhluta af veðrinu. Hörður Orri Grettisson er framkvæmdastjóri Herjólfs.\nSkipið kom hérna að landi klukkan tíu í gærkvöldi þá var aftaka veður á eyjunni og í samráði við björgunarsveitir og yfirvöld hérna í Vestmannaeyjum þá létum við farþegana bíða um borð með bílana sína og björgunarsveitin kom og skutlaði farþegum og áhöfn heim í gærkvöldi. Er þetta einsdæmi manstu eftir að þetta hafi gerst áður? Ég man ekki eftir að þetta hafi gerst áður það var bara svo mikið snjófok hérna í gær og skyggnið var það lítið. Það var ekkert vit í því að senda fólkið út á bílunum sínum þannig að Björgunarsveitin í Vestmannaeyjum stóð sig frábærlega og kom farþegum og áhöfn heim til sín og bílarnir eru núna komnir á bryggjuna tilbúnir svo að fólk geti náð í þá.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"152","intro":"Áætlað er að reisa fjörutíu stúdíóíbúðir á Ísafirði fyrir nemendur Háskólaseturs Vestfjarða. Bygging íbúðanna kostar meira en hálfan milljarð en nemendur hafa þurft að hverfa frá námi á síðustu árum vegna skorts á leiguhúsnæði. þess að þeir finna ekki húsnæði.","main":"Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur lagt til við bæjarstjórn að sveitarfélagið leggi til stofnframlag upp á tæpar sjötíu og fjórar milljónir, en fyrirhugað er að reisa stúdentaíbúðirnar fjörutíu við Fjarðarstræti tuttugu.\nNemendum Háskólaseturs Vestfjarða hefur farið fjölgandi síðustu árin og segir Peter Weiss forstöðumaður setursins að með nýrri námsleið í sjávarbyggðafræði muni fjöldi þeirra tvöfaldast.\nVið erum núna að fara úr árlega þrjátíu, fjörutíu nemendur upp í sjötíu, áttatíu nemendur.\nHingað til hefur tekist að finna húsnæði fyrir nemendur setursins á almennum leigumarkaði, en húsnæðisekla hefur skapast á Ísafirði og nærliggjandi byggðum.\nHúsnæðismál hafa verið flöskuhálsinn síðustu árin. Allavega síðasta haust, það hafa nemendur þurft að hverfa frá vegna þess að þeir fundu ekki húsnæði. Svo sjáum við að ferðamennskan tekur aftur við sér hér á Vestfjörðum. Allt þetta segir okkur að það mun vanta húsnæði á næstu árum.\nPeter segir að framkvæmdin muni kosta um fimm til sex hundruð milljónir, en nauðsynlegt sé að fá stofnframlag frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til að af henni verði. Það getur verið um tuttugu og tvö prósent af stofnvirði íbúða sem eru ætlaðar námsmönnum. Peter vonast til þess að hægt verði að láta til skarar skríða sem allra fyrst.\nHamarinn liggur tilbúinn hér hjá mér. Nei, nei. Ef allt gengur eftir þá gæti verið að við gætum hugsanlega grafið fyrir grunni í haust og steypt á grunninn næsta vor.\nÞar með geti fyrstu nemendurnir flutt inn haustið 2023, en fyrirséð er að það verði vandkvæðum bundið að finna húsnæði fyrir nemendur í haust.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"152","intro":"Sameiginlegum heræfingu Rússlands og Hvíta-Rússlands nærri landamærum Úkraínu verður haldið áfram en þeim átti að ljúka um helgina. Yfirvöld vestrænna geta ekki endalaust boðið sáttarhönd á meðan Rússar safna liði við landamæri segir forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins","main":"Aðeins fjórir dagar eru síðan utanríkisráðherra Hvíta-Rússlands sagði að allt rússneskt herlið færi úr landi og sameiginlegum heræfingum yrði lokið í dag, sunnudag. En það virðist hafa breyst því í morgun var tilkynnt að heræfingum yrði haldið áfram nærri landamærum Úkraínu. Þetta hefur ekki orðið til þess að draga úr spennunni. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagt að hann sé sannfærður um að Rússar ætli að ráðast inn í Úkraínu á næstu dögum og Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins tók í sama streng í gærkvöld. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, varar hins vegar við slíkri fullyrðingagleði og segir ekki hægt að slá því föstu að innrás standi fyrir dyrum. Rússar þvertaka fyrir öll slík áform og Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseti, vill gjarnan funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta um stöðu mála í Úkraínu, þar sem fjöldi vopnahlésbrota hefur verið framinn og hátt á annað hundrað þúsunda rússneskra hermanna er við landamærin. Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, virðist efast um að Rússar vilja leysa málin með viðræðum.\nAnd we cannot forever offer an olive branch while Russia conducts missile tests and continues to amass troops\nVið getum ekki endalaust boðið fram sáttarhönd á meðan Rússar gera tilraunir með vopn og safna herliði, segir Michel.\nBut ladies and gentlemen, one thing is certain: if there is further military aggression, we will react with massive sanctions\nMichel segir alveg skýrt að ef til frekari hernaðaraðgerða komi þá bregðist ESB við með umfangsmiklum efnahagsþvingunum. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, átti símafund með Vladimír Pútín í morgun. Fund sem Frakkar segja eina af síðustu tilraunum til þess að afstýra innrás í Úkraínu.\n","summary":"Herir Rússlands og Hvíta-Rússlands ætla að halda áfram heræfingu við landamæri Úkraínu, þvert á fyrri tilkynningar um að Rússar ætli að draga herlið sitt í burtu. Forseti leiðtogaráðs ESB segir ekki hægt að bjóða endalaust fram sáttarhönd á meðan Rússar safni herliði við landamærin. "} {"year":"2022","id":"152","intro":"Ekkert verður af sameiningu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps sem kosið var um í gær. Oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps segir niðurstöðuna vonbrigði.","main":"Í gær var kosið um sameiningu á tveimur stöðum á Norðurlandi, Húnavatnshreppi og Blönduósbæ annars vegar og Akrahreppi og Sveitarfélaginu Skagafirði hins vegar. Á Vesturlandi var kosið um sameiningu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Á Norðurlandi voru báðar sameiningartillögur samþykktar en tillagan á Vesturlandi var felld. Eggert Kjartansson er oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps.\nÍ Eyja- og Miklaholtshreppi var kjörsókn tæp 75%. Alls greiddu 62 atkvæði, 20 með en 41 á móti. Einn kjörseðill var ógildur. Í Snæfellsbæ greiddu 412 íbúar atkvæði, 207 með sameiningu en 201 á móti. Auðir seðlar voru fjórir og kjörsókn í Snæfellsbæ var 35%. Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar segir ákveðið afstöðuleysi ríkja í sveitarfélaginu gagnvart þessum málum.\nÞað er svona afstöðuleysi, þú veist, ég veit ekki afhverju það er. Það er stundum þannig ef fólk hefur ekki skoðanir á hlutunum þá mætir það ekki og tekur ekki þátt sem er mjög slæmt yfirleitt því mér finnst nú alltaf að fólk eigi að nýta rétt sinn til að kjósa hvert sem tilefnið er.\nSegir Kristinn tækifæri til eflingar dreifbýlis liggja í sameiningu.\nVið sáum það að við gætum elft dreifbýlið okkar með því að sameina frá hafnfjarðará að hellnum. Þetta yrði ein samfélagsleg heild plús það að við erum að reka tvo litla dreifbýlisskóla en ætluðum að vera með einn sem yrði þá einn öflugur skóli fyrir svæðið því ég óttast að það gæti ekki verið uppi á borðum ef við náum ekki að klára það mál.\nHafdís: \"Sérðu fyrir þér að það verði aftur ráðist í einhverskonar tilraunir til sameiningar í nálægri framtíð?\"\nJá já ég held við séum ekkert hætt en við munum svona aðeins anda eftir þetta ferli.\n","summary":"Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö í vor, þegar Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur sameinast, og Blönduósbær sameinast Húnavatnshreppi. Oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps segir það vonbrigði að tillaga um sameiningu sveitarfélaga á Vesturlandi hafi verið felld í íbúakosningu í gær. "} {"year":"2022","id":"152","intro":"Norska skíðagöngukonan Therese Johaug fagnaði í morgun sigri í 30 km skíðagöngu kvenna á vetrarólympíuleikunum í Beijing í Kína. Þetta var síðasta skíðagöngugrein leikanna, enda dagurinn í dag síðasti keppnisdagur Ólympíuleikanna.","main":"Keppt var með frjálsri aðferð og Johaug þótti sigurstrangleg, enda hin sænska Frida Karlson ekki meðal keppenda. Svo fór líka að Johaug vann af nokkru öryggi. Tími hennar var ein klukkustund og 24 mínútur og 54 sekúndur. Jessica Diggins frá Bandaríkjunum vann svo silfrið, en hún kom í mark einni mínútu og 43,3 sekúndum á eftir Johaug. Kerttu Niskanen frá Finnlandi vann svo bronsið. Þetta voru þriðju gullverðlaun Johaug á vetrarólympíuleikunm í Beijing.\nFinnar unnu sitt fyrsta ólympíugull í íshokkí með sigri karlaliðsins á Rússum og Bretar kræktu í fyrstu og einu gullverðlaun sín á leikunum þegar breska kvennaliðið í krullu valtaði yfir það japanska í úrslitunum. Þá unnu Þjóðverjar enn ein verðlaunin í sleðakeppni. Francesco Friedrich fór fyrir fjögurra manna bobbsleðaliði Þýskalands sem vann gullið í nótt. Þjóðverjar unnu gullið í öllum sleðagreinum leikanna nema einni. Vetrarólympíuleikunum er formlega slitið í þessum töluðu orðum. Fylgjast má með lokahátíð leikanna í beinni útsendingu RÚV. Sú útsending hófst klukkan 12 og stendur yfir til tvö.\nTottenham vann í gærkvöld 3-2 útisigur á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Harry Kane skoraði sigurmark leiksins fyrir Tottenham þegar langt var liðið af uppbótartíma leiksins. Sigur Tottenham setur toppbaráttu deildarinnar í nýtt samhengi. Manchester City er áfram á toppi ensku úrvalsdeildinnar. City hefur nú sex stiga forskot á Liverpool sem er í 2. sæti. Liverpool á þó leik til góða á City og toppbaráttan hefur þar með opnast. Liverpool og City eiga líka eftir að mætast einu sinni innbyrðis í deildinni, en sá leikur verður þó ekki fyrr en 9. apríl.\nOg 8-liða úrslit bikarkeppni karla í handbolta halda áfram í dag. Tveir leikir verða sýndir beint á rásum RÚV. Klukkan fjögur er boðið upp á Suðurlandsslag Selfoss og ÍBV í beinni útsendingu á RÚV og á sama tíma verður leikur KA og Hauka sýndur á RÚV 2.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"153","intro":"Rúmlega fjögurhundruð og þrjátíu starfsmenn landspítalans eru í einangrun í dag. Þeim fjölgar á milli daga og segir framkvæmdastjóri hjúkrunar það metið daglega hvort setja þurfi spítalann á neyðarstig.","main":"Mönnunarstaðan á landspítalanum þyngist nú enn frekar þegar fjölgar í hópi starfsfólks í einangrun og eru nú fjögurhundruðþrjátíu og tveir starfsmenn frá vegna covid. Inniliggjandi með covid smit hefur þó fækkað lítillega frá því í gær. Sigríður Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.\nFinnst þér líklegt að þið munið kalla til fólk úr bakvarðasveitum eða annarsstaðar frá?\n\"Við höfum verið alla vikuna að undirbúa helgina, við erum að vinna að þessu á hverjum einasta degi. Við erum núna mest að stóla á okkar eigið fólk sem að við erum að leita til og erum í raun og veru að óska eftir viðbótar vinnuframlagi frá þeim. Það hafa margir verið á aukavöktum um helgina. Við höfum fengið liðsauka frá bakvarðasveitinni en viðbragðið núna og kannski mestan tímann hefur byggt fyrst og fremst á okkar eigin fólki.\"\nSigríður segir að þó staðan sé slæm komi enn ekki til greina að kalla inn starfsfólk úr einangrun.\nSpítalinn er núna á hættustigi og segir Sigríður það metið daglega hvort hækka þurfi viðbúnaðarstigið.\n","summary":"Rúmlega fjögurhundruð og þrjátíu starfsmenn landspítalans eru í einangrun vegna Covid veikinda. Rætt hefur verið um að færa spítalann aftur á neyðarstig. "} {"year":"2022","id":"153","intro":"Stormurinn Eunice, sem gekk yfir sunnanvert Bretland og norðanvert Frakkland, Þýskaland, Holland og Belgíu á föstudag hefur kostað minnst ellefu mannslíf. Þrennt fórst á Englandi, fjögur í Hollandi, tveir í Þýskalandi og einn i hvoru um sig Írlandi og Belgíu.","main":"Flest hinna látnu dóu þegar þau ýmist lentu undir trjám sem rifnuðu upp með rótum eða óku á fallin tré. Tilkynnt hefur verið um fjölda slysa vegna veðurofsans en stormurinn er með þeim verstu sem skollið hefur á Bretlandseyjum í áratugi. Breska veðurstofan mældi vindhviðu upp á 54 metra á sekúndu á eyjnni Isle of Wight, undan suðurströnd Englands, í gær. Þetta er mesti vindur sem mælst hefur á Bretlandi frá upphafi mælinga og segir veðurfræðingurinn Liz Bentley storminn Eunice eflaust fara í sögubækurnar og verða veðurfræðingum rannsóknarefni næstu árin. Rauð viðvörun var gefin út vegna stormsins í Suður-Wales og víða á sunnanverðu Englandi, þar á meðal í Lundúnum. Rauð viðvörun var líka gefin út í Hollandi, þar sem vindhviður fóru mest í 46 metra á sekúndu. Tölvert tjón varð á mannvirkjum þar sem Eunice ólmaðist hvað mest. Hundruð þúsunda voru rafmagnslaus um lengri og skemmri tíma beggja vegna Ermarsudnsins, flug-, ferju- og lestarsamgöngur riðluðust og skólastarf lá víða niðri. Stórviðrasamt verður áfram í Þýskalandi og víðar á norðanverðu meginlandi Evrópu fram á mánudag, gangi veðurspár eftir.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"153","intro":"Krafa Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns um úrskurð um lögmæti skýrslutöku lögreglu í tengslum við svonefnt skæruliðamál Samherja var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun. Lögregla fær frest til að skila greinargerð um málið.","main":"Aðalsteinn Kjartansson er einn fjögurra blaðamanna sem fengið hafa réttarstöðu sakbornings í máli lögreglunnar á Norðurlandi eystra.\nAðalsteinn sem er blaðamaður á Stundinni, Þóra Arnórsdóttur, ritstjóri Kveiks, Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum, hafa fengið réttarstöðu sakborninga í tengslum við rannsókn lögreglu á meintum brotum gegn friðhelgi einkalífsins vegna umfjöllunar fjölmiðla um svonefnda \u001eskæruliðadeild Samherja. Þau hafa verið boðuð til skýrslutöku á mánudag.\nGunnar Ingi Jóhannsson lögmaður hefur tekið mál Aðalsteins að sér.\nMinn umbjóðandi hefur hug á að fá niðurstöðu í þetta mál áður en tekin verður af honum skýrsla og það er vonandi þannig að það verði búið að úrskurða um þetta áður en að skýrslutökunni kemur.\nÞannig að ef að úrskurðurinn liggur ekki fyrir þegar kemur að skýrslutökunni þá verður hann auðvitað að meta það hvort hann ætlar að mæta eða ekki.\nGunnar Ingi segir ólögmætt að gefa blaðamanni réttarstöðu sakbornings þegar til rannsóknar eru brot gegn friðhelgi einkalífsins. Varað hafi verið sérstaklega við því að ekki mætti nýta brot gegn þessu ákvæði til að refsa blaðamönnum fyrir að vinna vinnu sína.\nÍ almennum hegningalögum er nú má segja sérstök undanþága fyrir blaðamenn til þess að fjalla um slík mál\nog þegar að sú undanþága var sett þá var nú alveg sérstaklega varað við því að það mætti ekki nota þessi ákvæði til þess að gefa blaðamönnum réttarstöðu sakborninga fyrir það að vinna vinnuna sína og það er í rauninni verið að láta reyna á það bara hvort að það standist lög. Telur þú að þetta standist lög? Ég tel að það sé verulegur vafi á því það eru fordæmi hjá Mannréttindadómstóli Evrópu þar sem að hefur verið varað við því að bara það eitt að gefa blaðamönnum réttarstöðu sakborninga geti brotið tjáningafrelsi þeirra og full ástæða til þess að láta reyna á þetta.\n","summary":"Einn blaðamannanna fjögurra sem boðaðir hafa verið til yfirheyrslu á mánudag krafðist þess fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun að úrskurðað verði um lögmæti hennar."} {"year":"2022","id":"153","intro":"Milljarða fjárfesting og þúsundir nýrra starfa fylgja nýrri rafgeymaverksmiðju sem reist verður í sænsku borginni Gautaborg. Forsætisráðherra Svíþjóðar fagnar fjárfestingunni sem hún segir sanna að grænar fjárfestingar borgi sig.","main":"Grattis Göteborg, far man val saga! Det har ar fantastiskt. Det har visar att Göteborg ar en san plats pa jorden\ndar man vil lagga sana har framtidsinvesteringar.\nMagdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar segir augljóst að ákjósanlegt sé til framtíðar að fjárfesta í Gautaborg.\nSú deild sænsk-kínverska bílaframleiðandans Volvo sem framleiðir fólksbíla og sænski rafgeymaframleiðandinn Northvolt ætla með aukinni framleiðslu rafgeyma að tryggja framleiðslu rafdrifinna farartækja til framtíðar. Northvolt var stofnað árið 2015 og síðan þá hafa nokkrir stórir bílaframleiðendur fjárfest í fyrirtækinu. Volvo tilkynnti á síðasta ári að árið 2030 framleiði fyrirtækið eingöngu rafdrifna bíla. Magdalena Anderson kveðst þess fullviss að það skapi ekki einasta störf í Gautaborg heldur allri Vestur-Svíþjóð.\nDet har kommer att skapa jobb - inte bara i Götaborg, utan i\nFramtíðarsýn fyrirtækjanna sýni að aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði til þess að græn umbreyting verði í iðnframleiðslu. Störfum fjölgi ekki einhvern tíma í framtíðinni, heldur hér og nú.\nDet visar att klimatomstillingen inte bara skapar jobb nan gang i framtiden\nutan det skapar jobb i Sverige har och nu.\nÓbirt veffrétt: Rafgeymaverksmiðja skapar þúsundir starfa í Gautaborg\n","summary":null} {"year":"2022","id":"153","intro":"Íslenskum sveitarfélögum fækkar um þrjú, komi jákvæð niðurstaða úr þremur sameiningakosningum sem standa nú yfir á Vestur- og Norðurlandi. Kjörstaðir opnuðu klukkan tíu og er niðurstaða að vænta í kvöld.","main":"Kosið er um sameiningu á tveimur stöðum á Norðurlandi, það eru Húnavatnshreppur og Blönduósbær annars vegar og Akrahreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður hins vegar. Á Vesturlandi er kosið um sameiningu Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Öll eiga sveitarfélögin náið samband sín á milli og sameiningaviðræður staðið yfir síðustu mánuði. Kjörstaðir opnuðu klukkan tíu í morgun en atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hafði þá staðið yfir síðan 25. desember.\nHljóti sameining brautargengi á Snæfellsnesi mun nýtt sveitarfélag spanna mestallt sunnanvert nesið og vestur frá Búlandshöfða á því norðanverðu. Á sunnanverðu Snæfellsnesi eru einungis dreifbýli. Þéttbýliskjarnarnir Ólafsvík, Hellissandur og Rif eru allir innan Snæfellsbæjar.\nVið viljum styrkja dreifbýlið okkar og með því að sameinast Eyja- og Miklaholtshreppi fáum við meiri heild sem stærra dreifbýli. Við teljum að í framtíðinni muni dreifbýlið styrkjast og við það þá styrkist líka þéttbýlið.\nSegir Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ. Þar er sér í lagi litið til skólanna tveggja á sunnanverðu Snæfellsnesi. Lýsuhólsskóli og Laugagerðisskóli eru með undir tuttugu nemendur, hvor fyrir sig og hefur fækkað þar á síðustu árum.\nÞað skiptir dreifbýli mestu að það sé skóli á sunnanverðu Snæfellsnesi. Við höfum verið að ræða hvernig við getum séð fyrir okkur að þau verði til framtíðar á svæðinu.\nOg það er fyrirséð að ef af sameiningu verður þá sameinist þessir tveir skólar?\nJá, það verður alla vega ein starfsstöð á sunnanverðu Snæfellsnesi.\nVerði af sameiningunum þremur mun um það bil einn komma níu milljarðar veitast til sveitarfélaganna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. 593 milljónir til Snæfellinga, 555 til Húnvetninga og 751 til Skagfirðinga.\nKjörstöðum er lokað klukkan sex. Fái sameiningarnar brautargengi verða sveitarstjórnir nýrra sveitarfélaga kosnar í sveitarstjórnarkosningum 14. maí og sameinuð sveitarfélög verða formlega til þegar þær taka við, tveimur vikum síðar.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"153","intro":"Sérfræðingur í málefnum Rússlands segir allar líkur á að rússneskt herlið ráðist inn í Úkraínu á næstu sólarhringum. Leiðtogar aðskilnaðarsinna hafa sent út allsherjar herkvaðningu.","main":"Fullyrt er að Rússar séu með allt að 190 þúsund manna her við landamæri Úkraínu þar sem miklar heræfingar eiga að hefjast í dag. Inni í þessari tölu eru vopnaðar sveitir aðskilnaðarsinna í Donetsk og Luhansk-héruðum í austanverðri Úkraínu, þar sem aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum ráða ríkjum. Þar hefur verið send út allsherjar herkvaðning. Eru þetta sagðir mestu liðsflutningar í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar.\nJens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, var ómyrkur í máli á öryggisráðstefnu í Munchen í dag, þetta væru hættulegir dagar í Evrópu.\nThese are dangerous days for Europe.\nJoe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gærkvöldi að Rússar ráðist að öllum líkindum inn í höfuðborginu Kíev á næstu dögum, þar sem búa um 2,8 milljónir Úkraínumanna. Bandaríkin séu reiðubúin til að verja þjóðir Atlantshafsbandalagsins.\nThe United States and out allies are prepared to defend every inch of NATO territory from any threat to our collective security as well.\nStoltenberg ítrekaði einnig styrk bandalagsins á fundinum í dag. Rússum myndi ekki takast að sundra sambandinu.\nif it wants to divide NATO, it will only get an even more united alliance\nJón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, segir rússnesk stjórnvöld nú leita leiða til að réttlæta innrás í Úkraínu - en þau hafa meðal annars haldið því fram að Úkraínuher hyggist ráðast á herlið Rússa á landamærunum.\nMér sýnist nú miðað við hvernig hlutirnir hafa þróast síðustu daga að þá væri nú langlíklegast að við sæum rússneskt herlið fara þarna yfir landamærin á næstu sólarhringum.\nJón segir hins vegar ekki enn ljóst hvernig innrásin yrði, hvort Rússar myndu ráðast beint á höfuðborgina Kíev eða einungis inn í héruðin í austri. Mörgum spurningum sé ósvarað.\nPutin er alltaf með uppi í erminni þetta spil um að viðurkenna sjálfstæði héraðanna sem getur líka haft í för með sér flækjur fyrir Rússa þannig að ég held að staðan sé galopin.\nÞá segir hann ekki útilokað að fleiri þjóðir drægjust inn í átökin.\nEf við erum að horfa á stríð í allri Úkraínu sem að lýkur ekki bara á nokkrum vikum með því að Rússar ná sínum hernaðarlegu markmiðum og stoppa þá er náttúrulega fjandinn laus og þá mun alveg ábyggilega dragast inn í þetta fleiri.\n","summary":"Rússneskir hermenn eru í viðbragðsstöðu við landamæri Úkraínu, tilbúnir til innrásar segir varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Sérfræðingur í málefnum Rússlands segir langlíklegast að Rússar láti til skara skríða á næstu dögum."} {"year":"2022","id":"153","intro":null,"main":"Austanstormur gengur yfir landið sunnan- og vestanvert í dag. Það eru veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular.\nTeitur Arason veðurfræðingur.\nHvenær taka fyrstu viðvaranir gildi\nSvo versnar það sunnanlands í kvöld?\nÖflug óveðurslægð í kortunum?\nMargar öflugar lægðir hér og í Evrópu. Skýring?\nStafar af afstöðu heimskautakuldans, núna er hann staddur norður af nýfundnalandi. Það er skýring á þessum öflugum.\nTeitur Arason veðurfræðingur klár í klefa í hádeginu\nseinni partinn á mánudaginn, fyrir rauða viðvörun sjöunda. Það slagar í veðrið sjöunda, á mörkunum appelsínugult\/rautt.\nAustanstormur gengur yfir landið sunnan- og vestanvert í dag. Það eru veðurviðvaranir, bæði gular og appelsínugular.\nTeitur Arason veðurfræðingur.\nHvenær taka fyrstu viðvaranir gildi\nSvo versnar það sunnanlands í kvöld?\nÖflug óveðurslægð í kortunum?\nMargar öflugar lægðir hér og í Evrópu. Skýring?\nStafar af afstöðu heimskautakuldans, núna er hann staddur norður af nýfundnalandi. Það er skýring á þessum öflugum.\nTeitur Arason veðurfræðingur klár í klefa í hádeginu\nseinni partinn á mánudaginn, fyrir rauða viðvörun sjöunda. Það slagar í veðrið sjöunda, á mörkunum appelsínugult\/rautt.","summary":"Austanstormur gengur yfir landið sunnan- og vestanvert í dag. Appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi á sunnanverðu landinu í kvöld. "} {"year":"2022","id":"153","intro":"Íslenskir keppendur luku í morgun keppni á vetrarólympíuleikunum í Beijing. Snorri Einarsson endaði þá í 23. sæti í 30 kílómetra göngu. Það er besti árangur íslensks skíðagöngumanns á Ólympíuleikum.","main":"Síðasta greinin í skíðagöngu karla á Ólympíuleikum er 50 kílómetra ganga. Aðstæðurnar í Zhangjiakou voru erfiðar snemma dags og var tekin sú ákvörðun að stytta gönguna niður í 30 km auk þess sem henni var seinkað um klukkutíma. Sú ákvörðun hefur þó verið mikið gagnrýnd, og sumir jafnvel spurt hvort eðlilegt væri á sumarólympíuleikum að stytta maraþonhlaupið niður í hálftmaraþon á síðustu stundu. Þrátt fyrir það var haldið út í erfiðar aðstæður. 16 gráðu frost og mikill vindur gerði keppendum erfitt fyrir og var ljóst frá byrjun að gangan yrði erfið. Þegar um tveir kílómetrar voru eftir af göngunni tók Rússinn Alexander Bolshunov á skarið. Hann fagnaði svo á endanum sigri. Eins og áður segir endaði Snorri Einarsson í 23. sæti, það er besti árangur íslensks skíðagöngumanns á Ólympíuleikum. Snorri var 3 mínútum og 18 sekúndum á eftir Bolshunov en hann var lengi á meðal fremstu manna.\nKeppt er um fjölda verðlauna í dag, enda lýkur Ólympíuleikunum í fyrramálið. Eileen Gu frá Kína vann sín þriðju verðlaun þegar hún vann gullið í hálfpípu kvenna á skíðum. Svíar urðu Ólympíumeistarar karla í krullu eftir nauman 5-4 sigur á Bretum í hreint æsispennandi leik. Nú stendur svo yfir keppni í parakeppni listdans á skautum. Sýnt er frá henni í beinni útsendingu á RÚV. Klukkan fimm mínútur í tvö verður svo sýnt frá úrslitum í bobbsleðakeppni. Í nótt verður svo keppt til úrslita í krullu kvenna og í íshokkí karla. Og í fyrramálið er það 30 kílómetra skíðaganga kvenna og fjögurra manna bobbsleðakeppni karla, áður en kemur svo að lokahátíð Ólympíuleikanna í hádeginu á morgun.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"154","intro":"Íbúðagötur á höfuðborgarsvæðinu eru margar hverjar illfærar og hafa verið í rúma viku. Vonast er til að lokið verði við að ryðja þær í dag.","main":"Mokstur hefur gengið hægast í austurborginni þar sem mest snjóaði í síðustu viku og í byrjun þessarar. Þetta er óvenjuleg tíð fyrir höfuðborgarsvæðið og margir íbúar, sérstaklega þeir sem aka á smærri bílum, eru orðnir langþreyttir á brasi við að komast til og frá vinnu. Inga Rún Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi hjá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar, segir að nú sjái til lands, í bili að minnsta kosti. Spáð er úrkomu aftur eftir helgina.\nÞetta gengur bara vel en þetta er náttúrulega mjög mikið verk, ef við tölum bara um göturnar sem er verið að ryðja þá eru þetta 1.200 kílómetrar, það er nú bara hátt í allur hringvegurinn en þar af eru húsagöturnar sem mikið hefur verið talað um og þær eru um 240 kílómetrar sem er eins og að ryðja milli Reykjavíkur og Blönduóss. En við erum að vonast til að vinnu við að ryðja þær ljúki að mestu í dag. Mörgum finnst þetta ganga hægt? Fólk hefur samband bæði í netspjalli og pósti og sendir ábendinga, það er bara verið að fara yfir þær allar en það er bara þannig að starfsfólk vetrarþjónustunnar í borginni er að leggjast á eitt til að láta þetta ganga upp og við þökkum bara íbúum kærlega fyrir að sýna þolinmæði og skilning, en þetta bara vinnst vel og er að fara að klárast.\n","summary":"Hreinsun íbúðagatna í höfuðborginni lýkur að mestu í dag. Margar götur hafa verið illfærar í rúma viku. "} {"year":"2022","id":"154","intro":"Lögregla í Suður-Ameríku og Evrópu gerði í vikunni rassíu á fjörutíu stöðum og handtók um þrjátíu manns í Brasilíu og á Spáni í tengslum við umfangsmikla aðgerð Europol. Lagt var hald á mikið af fíkniefnum, skotvopnum og reiðufé.","main":"Lögregla í Brasilíu, Spáni, Bandaríkjunum og Paragvæ stóð fyrir aðgerðinni og naut meðal annars stuðnings lögreglu í Belgíu, Ítalíu og Hollandi undir leiðsögn Europol.\nTilgangurinn með aðgerðinni var að uppræta starfsemi skipulagðra glæpasamtaka sem smygla kókaíni til Evrópu í stórum stíl.\nSamtökin eru sögð hafa smyglað fíkniefnum í flutningagámum. Lögregla í Belgíu, Brasilíu, Ítalíu, Hollandi og Spáni hefur lagt hald á rúm tíu tonn af kókaíni og andvirði 260 milljóna króna í reiðufé frá því í september 2020.\nAðgerðin var afar umfangsmikil. Rannsókn leiddi í ljós að glæpasamtökin sendu gáma með mörg tonn af kókaíni til Evrópu á nokkurra mánaða fresti. Fíkniefnin voru framleidd í Bólivíu og flutt í gegnum Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ til Evrópu.\nHöfuðstöðvar starfseminnar eru sagðar hafa verið í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og glæpasamtökin notuðu dulkóðuð samskiptaforrit á netinu, til að mynda SKY ECC sem lokað var á í fyrra.\nSamtökin komu sér upp neti leppfyrirtækja víðs vegar um Suður-Ameríku og Evrópu til að flytja fíkniefnin og þvætta peningana sem fyrir þau fengust.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"154","intro":"Amnesty gagnrýnir hugmyndir um að lögreglan taki rafbyssur í notkun. Alvarleg slys og dauðsföll hafi hlotist af notkun þeirra.","main":"Anna Lúðvíksdóttir framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi segir umræðu um rafbyssur hafa skotið upp kollinum hér á landi af og til.\nAmnesty hefur séð að notkun á rafbyssum sem einhvers konar annar möguleiki en að taka upp venjuleg skotvopn, þótt orðræðan sé\nHún segir að á árabilinu 2001 til 2012 hafi Amnesty skráð um 500 dauðsföll af völdum rafbyssa og rannsókn hafi leitt í ljóst að 90% þeirra sem létust voru óvopnaðir einstaklingar og því ekki raunveruleg ógn. Möguleikinn á að misbeita þessum vopnum sé meiri en af venjulegum byssum því þau virðist og eru talin saklausari og valda minni skaða.\nHún segir þetta vera alvarlegustu dæmin, en reynslan sýni að þessum vopnum hafi verið misbeitt. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í Morgunútvarpinu í gær að góð reynsla hafi verið af notkun þeirra í Bretlandi og slysum á lögreglumönnum og borgurum hefði fækkað.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"154","intro":"Einum versta stormi í þrjátíu ár er spáð í suður- og austurhluta Bretlands í dag. Sjaldgæf rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út. Milljónum Breta er ráðlagt að halda sig heima í dag vegna veðurs.","main":"Bretar eru, eins og fleiri, í ágætis æfingu í að hlýða fyrirmælum stjórnvalda sem biðja fólk að halda sig heima. Í dag er það hins vegar ekki smithætta sem veldur því að stjónvöld biðja íbúa Wales og Suður- og Austur-Englands, þar með talið Lundúna, að vera heima í dag. Það er sjaldgæf rauð veðurviðvörun sem orsakar heimavistina að þessu sinni því stormurinn Eunice gengur nú yfir Bretlandseyjar.\nÞað er fátítt að rauð veðurviðvörun sé gefin út í Bretlandi. Skilgreiningin á rauðri viðvörun er að veður geti valdið foktjóni á mannvirkjum og fólki, að upp geti komið lífshættulegar aðstæður. Þá sé sömuleiðis hætta á að þök rifni af húsum, rafmagnslínur slitni og tré rifni upp með rótum.\nÞá eru líka flóðaviðvaranir í gildi. Flestir skólar, allt frá leikskólum til háskóla, eru lokaðir í dag vegna veðurs og talsverð röskun á almenningssamgöngum.\nEunice er talin geta orðið einn öflugasti stormurinn á Bretlandi í ein þrjátíu ár og er búist við að vindhviður geti farið upp í allt að 40 metra á sekúndu.\n","summary":"Milljónum Breta er ráðlagt að halda sig heima í dag vegna veðurs. Einum versta stormi í þrjátíu ár er spáð í suður- og austurhluta landsins og sjaldgæf rauð veðurviðvörun hefur verið gefin út. "} {"year":"2022","id":"154","intro":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann Nýja Sjáland, 1-0, í nótt á alþjóðlegu móti, SheBelievesCup, sem haldið er í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsti leikur liðsins á mótinu.","main":"Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hóf í nótt undirbúning sinn fyrir lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í sumar. Liðið mætti Nýja-Sjálandi á sterku She Believes móti sem fram fer í Bandaríkjunum. Leikurinn í nótt fór fram í Kaliforníu, en það var Dagný Brynjarsdóttir sem skoraði sigurmarkið strax á upphafsmínútu leiksins. Hún skoraði þá eftir barning í teignum í kjölfar hornspyrnu. Næsti leikur Íslands er gegn Tékklandi á sunnudagskvöld, sá leikur fer einnig fram í Kaliforníu. Lokaleikur Íslands á mótinu er svo gegn Bandaríkjunum aðfaranótt fimmtudags, sá leikur fer fram í Texas og verður sýndur í beinni útsendingu hér á RÚV.\nSkíðaskotfimikeppni á Ólympíuleikunum lauk í morgun þegar 12,5 km ganga kvenna og 15 km ganga karla fór fram, í báðum keppnum voru allir ræstir út á sama tíma. Hjá konunum var það frakkinn Justine Braizaz-Bouchet sem bar sigur úr býtum þrátt fyrir að hafa klikkað fjórum skotum í heildina í fjórum skotseríum. Hjá körlunum var það Norðmaðurinn Johannes Thingnes Boe sem vann með yfirburðum, hann kom í mark 40 sekúndum á undan Martin Ponsiuolama frá Svíþjóð en Boe klikkaði, líkt og Braizaz-Bouchet úr fjórum skotum í heildina.\nÞá hingað heim, fjórir leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöldi. Keflavík vann Þór frá Akureyri, Valur lagði ÍR, Tindastóll vann góðan sigur á Vestra á Ísafirði og loks lagði Stjarnan KR nokkuð örugglega. Tveir síðustu leikir umferðarinnar fara fram í kvöld þegar Þór Þorlákshöfn fær Breiðablik í heimsókn og Njarðvík tekur á móti nágrönnum sínum úr Grindavík.\nNú klukkan 13:45 fer fram seinni undanúrslitaleikur karla í íshokkí á Vetrarólympíuleikunum þegar lið Rússnesku ólympíunefndarinnar mætir Svíum. Liðið sem vinnur mætir Finnlandi í úrslitaleik.\n","summary":"Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann Nýja Sjáland, 1-0, í nótt á alþjóðlegu móti sem haldið er í Bandaríkjunum. Þetta var fyrsti leikur liðsins á mótinu."} {"year":"2022","id":"154","intro":"Grunnskólakennara í Dalvíkurskóla hafa verið dæmdar átta milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa slegið stúlku í skólanum.","main":"Atvikið varð í íþróttatíma fyrir utan Dalvíkurskóla í vor. Stúlka, sem átti ekki að vera í tímanum en er nemandi í skólanum, kom og var ókurteis að sögn kennarans. Eftir að hafa beðið stúlkuna að fara tók kennarinn um úlnlið hennar og sagði henni aftur að fara í burtu. Þá á stúlkan að hafa hreytt ónotum í kennarann og löðrungað hann. Kennarinn svaraði í sömu mynt og gaf nemandanum kinnhest. Viku eftir þetta atvik var lagt til að kennarinn færi í launað leyfi vegna þess að málið hefði verið kært til lögreglu en það var síðar fellt niður. Í lok júní var kennaranum sagt upp störfum. Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að atvikið sé ekki gróft brot í starfi og réttlæti því ekki fyrirvaralausan brottrekstur. Voru kennaranum dæmdar átta milljónir króna í bætur, sex vegna fjártjóns og tvær vegna miska. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð, vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu þegar eftir því var leitað.\n","summary":"Dalvíkurbyggð hefur verið dæmd til að greiða kennara í Dalvíkurskóla átta milljónir króna vegna ólögmætrar uppsagnar. Kennarinn var rekinn eftir að hafa rekið stúlku í skólanum kinnhest. "} {"year":"2022","id":"155","intro":"Utanríkisráðherra Rússlands segir þarlend stjórnvöld ætla að gefa Bandaríkjastjórn svör við tillögum þeirra um öryggismál í Úkraínu síðar í dag. Fregnir berast af sprengingum og skotum í austurhluta Úkraínu en deilt er um hvort Úkraínuher eða aðskilnaðarsinnar eigi upptökin að slíkum árásum.","main":"Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, átti fund með Luigi Di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu fyrr í dag. Að fundi loknum var venju samkvæmt boðað til fréttamannafundar þar sem ráðherrarnir deildu því helsta sem fundurinn skilaði. Eins og á flestum fundum ráðamanna heims þessa dagana er umfjöllunarefnið aðeins eitt, spennan við landamæri Úkraínu og hver er að gera hvað.\nLavrov lofaði að fundi loknum að síðar í dag bærust Bandaríkjastjórn og Nato svör við tillögum þeirra um öryggismál í Úkraínu.\nÞó allir ráðamenn sem málið varðar séu samstíga í yfirlýsingum um að gera allt til að daga úr hættu á átökum er staðan enn afar viðkvæm. Frá austurhluta Úkraínu berast nú fregnir af sprengingum og skotum. Þar saka Úkraínuher og aðskilnaðarsinnar hvor aðra um að eiga upptök að slíkum árásum.\n","summary":"Fregnir berast af sprengingum og skotum í austurhluta Úkraínu en deilt er um hvort Úkraínuher eða aðskilnaðarsinnar eigi upptökin. af slíkum árásum. Utanríkisráðherra Rússlands segir þarlend stjórnvöld ætla að gefa bandaríkjastjórn svör við tillögum þeirra um öryggismál í Úkraínu síðar í dag. "} {"year":"2022","id":"155","intro":"Miklar skemmdir urðu á golfvellinum í Vestmannaeyjum í storminum sem gekk yfir landið fyrir rúmri viku. Vallarstjóri segir að það muni taka margar vikur að laga völlinn.","main":"Grjót og sandur skolaðist á land og yfir golfvöllinn í Vestmannaeyjum í óveðrinu sem gekk yfir landið þann áttunda febrúar. Miklar skemmdir á vellinum hafa komið í ljós síðustu daga eftir að snjóa leysti. Guðgeir Jónsson, vallarstjóri segist vart muna annað eins.\nÞað var náttúrlega mikill öldugangur hérna og akkúrat þannig vindátt sem að stóð beint hérna inn á völlinn hjá okkur og Kaplagjótuna og Hamarinn hjá okkur. Það er bara gríðarlegt magn af grjóti og möl sem hefur skolast inn á völlinn og svo er horfinn hjá okkur nánast heill teigur sem við þurfum að byggja upp á nýtt.\n-Er þetta mikið tjón fyrir klúbbinn?-\nJá það er mikil vinna framundan í að byggja þetta upp aftur og hreinsa völlinn en það er rosalega erfitt að meta hvað þetta tekur langan tíma eð hvað þetta muni kosta.\n-En nú eruð þið ýmsu vanir þarna í Vestmannaeyjum þegar kemur að veðri, hafið þið lent í öðru eins þarna á golfvellinum?-\nJá við höfum lent í því að það ganga öldur hérna yfir völlinn og það skolast grjót og drasl inná völlinn en ekki í þessu magni og þannig að það skemmi heilu teigana.\n","summary":"Illviðrið sem gekk yfir landið fyrir rúmri viku stórspillti golfvellinum í Vestmannaeyjum. Vallarstjórinn segir að þó Eyjamenn séu ýmsu vanir séu að engin fordæmi séu fyrir viðlíka tjóni. vegna veðurs. "} {"year":"2022","id":"155","intro":"Tuttugu og fimm umsagnir bárust heilbrigðisráðuneytinu við frumvarp til laga um sóttvarnir. Umsóknarfresturinn rann út í fyrradag. Samtök atvinnulífsins telja heildarendurskoðun ótímabæra.","main":"Heilbrigðisráðherra skipaði 9 manna starfshóp í júní í fyrra sem ætlað var að sníða af vankanta af sóttvarnalögum sem tóku gildi í febrúar 2021. Þar eru lagðar til breytingar sem miða að því að styrkja og skýra lagastoð fyrir opinberum sóttvarnaráðstöfunum. Fjölmargar umsagnir bárust frá fólki sem hefur lýst andstöðu við bólusetningu. Í umsögn umboðsmanns barna segir að heimsfaraldurinn hafi sýnt að opinberar sóttvarnaráðstafanir hafi haft veigamikil og alvarleg áhrif á líðan, stöðu og réttindi barna. Umboðsmaður barna segir það brjóta í bága við Barnasáttmálann að leggja til verulega íþyngjandi aðgerðir án þess að nokkur greinarmunur sé gerður á börnum og fullorðnum. Samtök atvinnulífsins telja að heildarendurskoðun sé ótímabær.\nVið styðjum auðvitað heildarendurskoðun sóttvarnarlaga en það er mikilvægt að við öðlumst smá fjarlægð frá faraldrinum. Við höfum kallað eftir því að eigum að rannsaka viðbrögð okkar við þessum faraldri ekki til að leita að einhverjum sökudólgum heldur til að læra af reynslunni. Meðan sú rannsókn eða greining hefur ekki farið fram er of snemmt að móta framtíðarviðbragð áður en við lærum af þeim afleiðingum sem þessi faraldur hefur haft.\nSegir Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Einnig sé nauðsynlegt að fara að dæmi Dana og styrkja aðkomu Alþingis.\nÞar sem leggja þarf fyrir þingmenn þær takmarkanir sem eigi að grípa til vegna sóttvarna og teljum að það sé mjög æskileg framvinda til framtíðar hér á landi.\nÍ umsögn Samtaka atvinnulífsins segir að ekki megi lögfesta ákvæði í sóttvarnalögum sem heimili ráðherra að takmarka ýmis stjórnarskrárvarin réttindi fólks vegna vandræða stjórnvalda við að uppfylla önnur. Halldór segir að álagið á heilbrigðiskerfið sé alltaf matskenndur þáttur í ákvarðanatöku stjórnvalda og viðmiðin ekki alltaf skýr.\nEnda höfum við séð núna á undanförnum mánuðum að viðmiðin hafi breyst mjög hratt og þess vegna teljum við þetta sé óheppilegt að hafa þetta inni.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"155","intro":"Innflutt vara og þjónusta var rúmlega tuttugu milljörðum verðmætari en sú útflutta í nóvember síðastliðnum. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands en hallinn var um ellefu komma sex milljarðar króna á sama tíma árið áður.","main":"Ójöfnuðurinn er um tvöfalt meiri en á sama tíma árið áður en töluverð aukning var bæði í innfluttri og útfluttri vöru og þjónustu.\nAlls var verðmæti útfluttrar þjónustu 40,3 milljarðar króna í nóvember og innfluttrar 40,9 milljarðar. Verðmæti útfluttrar vöru nam 72,4 milljörðum en innfluttrar 93,5 milljörðum.\nÚtflutningstekjur af ferðalögum voru áætlaðar um 14 milljarðar króna í nóvember og aukast verulega, eins og þær hafa gert undanfarna mánuði, samanborið við sama tíma árið 2020. Tekjur af samgöngum og flutningum voru áætlaðar 10,3 milljarðar króna í nóvember og jukust um 61% miðað við nóvember 2020. Verðmæti annarra þjónustuliða í útflutningi var áætlað 15,9 milljarðar í nóvember og dróst saman um 1% frá því í nóvember árið áður.\nVerðmæti þjónustuútflutnings frá desember 2020 til nóvember 2021 var áætlað 464,4 milljarðar króna og jókst um 18 prósent miðað við tólf mánaða tímabilið þar á undan, samkvæmt tilkynningu frá Hagstofu. Á sama tímabili var verðmæti þjónustuinnflutnings áætlað 358,5 milljarðar og jókst um 12 prósent miðað við tólf mánaða tímabilið þar á undan.\n","summary":"Verðmæti innfluttrar vöru og þjónustu var mun meira en útfluttrar í nóvember síðastliðnum en á sama tíma árið 2020. Samkvæmt tölum frá Hagstofu halda útflutningstekjur af ferðalögum áfram að aukast. verulega."} {"year":"2022","id":"155","intro":"Svisslendingar unnu sín fimmtu gullverðlaun í alpagreinum á vetrarólympíuleikunum í Beijing í nótt. Michelle Gisin varð þá Ólympíumeistari í alpatvíkeppni.","main":"Í alpatvíkeppni fara keppendur fyrsta eina ferð í bruni og svo aðra ferð í svigi og gildir samanlagður tími. Keppendur þurfa því að vera fjölhæfir skíðamenn, góðir bæði í hraðagreinum og tæknigreinum. Samanlagður tími Michelle Gisin var 2:25,67 mín. Tími hennar var rúmlega sekúndu betri en samanlagður tími Wendy Holdener frá Sviss sem vann gullið. Bronsið fór til hinnar ítölsku Federicu Brignone. Þetta voru þriðju gullverðlaun svissneskra kvenna í alpagreinum á leikunum. Áður hafði Corinne Suter unnið brunið og Lara Gut-Behrami risasvigið. Þá höfðu Beat Feuz frá Sviss unnið brun karla og Marco Odermatt unnið stórsvigið. Gullverðlaun Svisslendinga í alpagreinunum eru því orðin fimm af þeim tíu sem keppt hefur verið um. Alls eru verðlaun Sviss í alpagreinum á leikunum orðin níu. Eina keppnisgrein alpagreinanna sem eftir er, er blönduð liðakeppni.\nFimm lið tryggðu sig áfram í 8-liða úrslit bikarkeppni karla í handbolta í gærkvöld. Bikarmeistarar Vals unnu HK. Haukar slógu út Gróttu. KA hafði betur á móti Stjörnunni í fjörlegum leik. Mistök á ritaraborði Stjörnunnar urðu þó enn einu sinni, en komu líklega ekki að sök. Víkingur burstaði Vængi Júpiters 31-19 og Selfoss lagði ÍR, 33-29. Í kvöld mætast Kórdrengir og ÍBV og á föstudag Hörður og FH. Áður hafði Þór tryggt sinn farseðil í 8-liða úrslit, en þau verða leikin um helgina. Í kvöld verða fjórir leikir spilaðir í 1. umferð bikarkeppni kvenna í handbolta. Fjölnir\/Fylkir tekur á móti ÍBV. ÍR mætir Gróttu, Selfoss leikur við Hauka og Afturelding og HK eigast við í beinni útsendingu RÚV klukkan hálfátta. Leik FH og Stjörnunnar var frestað til mánudags vegna kórónuveirusmita.\nÍ úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöld burstuðu Haukar Val, 97-71. Keflavík lagði Breiðablik, 73-58, og Fjölnir vann Grindavík, 90-66.\nÞá voru tveir leikir spilaðir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöld. Liverpool vann 2-0 útisigur á Inter Mílanó og Salzburg og Bayern München skildu jöfn, 1-1.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"155","intro":"Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vara við að strandveiðar smábáta verði auknar og gefa í skyn að strandveiðiafli sé lélegt hráefni sem geti skaðað orðspor fisks frá Íslandi. Smábátasjómenn svara fullum hálsi og minna stórútgerðina á að hún eigi ekki auðlindina. Togveiðar hennar með botnvörpu valdi tortímingu í sjónum.","main":"Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, skrifar grein á vef samtakanna og gagnrýnir kröfu smábátasjómanna um auknar strandveiðiheimildir. Hún bendir á að allur þorskkvóti hafi verið skertur og eðlilegt að skerðingin gangi yfir alla. Hún minnir á að strandveiðar hafi aukist úr tæpum 2% af heildarafla í næstum 4%. Hún gefur lítið fyrir atvinnusköpun og aukið líf í höfnum með strandveiðum. Þær séu aðeins stundaðar yfir hásumarið og skapi síður heilsársstörf. Vegna kvótaskerðingar megi búast við að skipum verði lagt og fiskvinnslum lokað um tíma þar sem fólk geti treyst á störf allt árið. Við þær aðstæður verði ekki unað við að strandveiðar verði auknar á kostnað annarra.\nNæst beinir hún sjónum að gæðum aflans og vísar í meira en tíu ára gamla úttekt sem segir að strandveiðar séu stundaðar á árstíma þegar fiskurinn er í slæmu ástandi. Smábátarnir veiði nærri landi þar sem fiskur sé smár og meira um orm. Aðgengi að ís sé takmarkað og flutningur á óslægðum afla geti farið illa með hráefnið. Ekki megi auka strandveiðafla til að verja stöðu íslenskra sjávarafurða á hátt borgandi mörkuðum erlendis.\nSmábátasjómenn hafa brugðist ókvæða við þessum orðum og Örn Pálsson framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segir yfirlýsingar um lélegt hráefni frá strandveiðum ekki standast skoðun.\nÞetta eru bátarnir sem eru að selja á hæstu verðunum á fiskmörkuðum, ár eftir ár og það yfir sumartímann. Og það er samdóma álit þeirra sem eru að kaupa strandveiðiaflann að hann er mjög góður. Allur fiskur er kældur um leið og hann kemur um borð og gengið um hann eins og best verður á kosið.\nHann hafnar því að strandveiðar stuðli ekki að heilsársstörfum. Þær séu helsta tækifæri ungs fólks til að hasla sér völl í útgerð.\nÞað hefur fækkað störfum á stærri skipunum vegna þess að þeim hefur fækkað og færri menn um borð í hverju skipi. Þarna er þá útgönguleið fyrir þessa sjómenn að fá sér atvinnu.\nHandfæri smábátasjómanna fari vel með lífríkið. Það sama sé ekki hægt að segja um togveiðar stórútgerða með botnvörpu sem hann líkir við ofbeldi gegn lífríkinu.\nVegna þess að þetta rótar botninn og hann bindur því ekki kolefnið í jarðveginum heldur veldur súrnun sjávar og öðru slíku. Þannig að við eigum að undirbúa okkur strax fyrir það að draga úr botnvörpuveiðum.\n","summary":"Stórútgerðin og smábátasjómenn eru komin í hár saman út af strandveiðum. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gefa í skyn að afli strandveiðibáta sé lélegt hráefni."} {"year":"2022","id":"155","intro":"Fjölmargir árekstrar hafa orðið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga vegna færðarinnar, segir framkvæmdastjóri Áreksturs. Viðbótarmannskapur var kallaður út í gær.","main":"Færðin víðast hvar á landinu hefur verið þung og erfið undanfarið og er höfuðborgarsvæðið engin undanteking þar. Framkvæmdastjóri Áreksturs segir mikið hafa verið að gera.\nSegir Kristján Kristjánsson framkvæmdastjóri Áreksturs. Þá segir hann eitthvað um að bílar séu vanbúnir miðað við aðstæðurnar sem nú ríkja.\nKristján segir óhöppin frá því að vera það að bílar nuddist saman yfir í að þeir eyðileggist, töluvert hafi verið um það. Ýmsir áttu erfitt með að komast leiðar sinnar í morgun og til viðbótar við ófærðina bætist við hálka undir snjónum. Kristján segir að ekki hafi verið erill það sem af er degi.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"155","intro":"Stofnað hefur verið félag um millilandaflug á Akureyri, Niceair, og er áætlað að jómfrúarflug þess verði 2. júní. Framkvæmdastjóri félagsins segir rannsóknir sýna að góður markaður er sé fyrir millilandaflug um Akureyrarflugvöll.","main":"Þetta er félag sem markar í rauninni endalokin á rannsóknarstarfi sem við höfum verið að sinna undanfarin tvö ár og hafa snúist að mestu leyti um markaðsrannsóknir. Eftir þetta rannsóknarferli erum við mjög sannfærð um að það sé góður markaður fyrir þetta flug um Akureyrarflugvöll og höfum reyndar haft þá tilfinningu um það lengi.\nSegir framkvæmdastjóri Niceair Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson. Fyrst um sinn verður flugrekstrarleyfið í höndum evrópsks flugrekanda en hluthafarnir eru 17 aðilar, bæði fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir á Norðurlandi. Hlutur hvers er nokkuð jafn og á enginn yfir 8 prósent.\nÆtlun félagsins er að festa í sessi áætlunarflug allt árið á erlenda áfangastaði frá Akureyrarflugvelli. Byrjað verður á flugi til Bretlands, Danmerkur og Spánar.\nHvað svo verður er best að segja ekki alveg til um en við ætlum að fara af stað þannig að það verður aldrei stórtjón ef ekki gengur upp en sé hins vegar bara til mikils ef gengur upp.\nFlogið verður 150 sæta Airbusvélum sem þykja henta vel fyrir aðstæður á Akureyri. Ætla má að 20 störf skapist á Akureyri en áhafnir verði bæði innlendar og erlendar.\nHvenær verður hægt að byrja að bóka? Það reiknum við með að verði núna í byrjun mars.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"156","intro":"Sex liggja með covid á Sjúkrahúsinu á Akureyri og metfjöldi smita er á svæðinu.Framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri segir veikindi fólks ekki alvarleg en mikil áskorun sé að manna spítalann. Fimmtíu af tæplega 700 starfsmönnum sjúkrahússins eru frá vegna COVID.","main":"COVID-smitum hefur fjölgað hratt á Norðurlandi eystra undanfarna daga. Rúmlega 360 smit greindust á svæðinu í gær og eru nú tæplega 1650 í einangrun, þar af um tólf hundruð á Akureyri. Þrír liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid og þrír aðrir sjúklingar eru í einangrun með Covid. Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á sjúkrahúsinu segir spítalann starfhæfan en draga hafi þurft úr þjónustu.\nÞað bara endurspeglar þetta smit sem er í samfélaginu, það er mjög mikið. Við erum með um 50 starfsmenn sem eru forfallaðir í dag vegna Covid og það sömuleiðis endurspeglar þetta mikla smit. En sem betur fer þá virðist þetta ekki vera að leggjast eins þungt á fólk eins og í fyrri bylgjum.\n-Sex sjúklingar með Covid og 50 starfsmenn frá vegna Covid, er spítalinn þokkalega starfhæfur?-\nJá já við erum starfhæf og við sinnum fyrst og fremst núna bráðaþjónustu og höfum þurft að fresta valkvæðri þjónustu að einhverju leyti en erum samt að reyna að gera eins mikið af valkvæðri þjónustu eins og við getum, með því starfsfólki sem við höfum. Staðan er í raun tekin dag frá dagi.\n","summary":"Aldrei hafa fleiri verið smitaðir af COVID-19 á Norðurlandi eystra. Fimmtíu starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri eru frá vegna Covid og sex eru inniliggjandi með veiruna. "} {"year":"2022","id":"156","intro":"Samningur dómsmálaráðuneytisins við Rauða krossinn um réttaraðstoð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd rennur að óbreyttu út eftir um tvo mánuði. Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs hjá Rauða krossinum hefur áhyggjur af rofi í þjónustu þessa hóps, en hátt í 500 eru nú með opið mál hjá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála.","main":"Samningurinn er runninn út eða rennur út í lok apríl. Þá hætta afskipti RK af þessum málaflokki eins og staðan er í dag.\nNei við erum búin að sinna þessum málaflokki í samstarfi við stjórnvöld síðan 2014\nAtli segir að það hafi komið þeim á óvart að samningurinn hafi ekki verið framlengdur, samkvæmt núgildandi samningi hefði verið hægt að framlengja hann um eitt ár. Rauði krossinn hefur fengið þau svör frá ráðuneytinu að forsendubrestur væri í samningnum vegna uppskiptingar málaflokksins milli tveggja ráðuneyta og þess vegna væri ekki hægt að framlengja hann. Félagsmálaráðuneytið hefur þegar framlengt samning við Rauða krossinn um félagslega aðstoð.\nAtli segir að fari verkefnið í útboð stefni Rauði Krossinn á að taka þátt, en Rauði krossinn hefur áhyggjur af að þessi óvissa valdi því að starfsfólk hverfi til annarra starfa.\nUm fimmtán lögfræðingar Rauða krossins sem eru ráðnir á grundvelli samningsins hafa fengið uppsagnarbréf en þau vinna að málum fyrir hátt í 500 manns. Forsvarsfólk Rauða krossins segir í umsögn til Alþingis að eitt ár sé lágmark fyrir yfirfærslu málaflokksins til annarra. Erfitt og jafnvel ómögulegt sé að tryggja órofna þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd á þessum tíma.\nVið hefðum samt sem áður kosið að ferlið hefði verið aðeins lengra þannig það hefði verið hægt að tryggja betri yfirfærslu frá málaflokknum til annarra aðila, ef það hefði verið niðurstaðan að annar aðili tæki við verkefninu. Eins og staðan er í dag eru eitthvað um 450-500 manns með opið mál, opna umsókn til meðferðar hjá stjórnvöldum. Annað hvort hjá Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála. Og þetta bara tekur tíma að vinda ofan af svona umfangsmiklu verkefni, að okkar mati hefði verið betra að gefa því aðeins meiri tíma en ráðuneytið áætlar.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"156","intro":"Enn fer tvennum sögum af vígbúnaði Rússa við landamæri Úkraínu. Stjórnvöld í Rússlandi segja heræfingum þar að ljúka en framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að Rússar auki nú vígbúnað sinn á svæðinu.","main":"Að jafnaði halda um 35 þúsund rússneskir hermenn til við landamæri Úkraínu. Umtalsvert hefur fjölgað í þeirra hópi undanfarnar vikur samhliða stigvaxandi spennu á svæðinu. Erfitt að að henda reiður á fjöldann, ráðamenn á Vesturlöndum segja á bilinu 100 til 130 þúsund rússneska hermenn á svæðinu, Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir þá nær 150 þúsund.\nÞað berast jafn óstaðfestar fréttir af því hvort umrætt herlið sé á förum af svæðinu. Rússar segja fyrirhuguðum heræfingum lokið og eins og áður hafi staðið til haldi hluti hermannanna heim nú að loknum æfingum.\nJens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, hins vegar í morgun að svo virtist sem Rússar væru að auka vígbúnað sinn við landamæri Úkraínu - þvert á fullyrðingar ráðamanna í Moskvu um að herlið væri á leið frá landamærunum.\nBen Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, tekur undir orð Stoltenbergs.\nIn fact, we've seen continued build-up of things like field hospitals and strategic weapons systems such as this kind of missiles deployed. So we'll take Russia at its word, but we'll judge them on their actions.\nÞvert á yfirlýsingar Rússa séu merki um aukin hernaðarumsvif þeirra á svæðinu sem þeir segjast sjálfir vera að yfirgefa, sagði varnarmálaráðherra Bretlands.\nVarnarmálaráðherrar Atlandshafsbandalagsríkja funda í Brussel í dag og á morgun. Spenna í samskiptum ríkja vegna Úkraínudeilunnar verður þar efst á baugi. Fundurinn hefst nú um hádegisbil og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, situr fundinn fyrir hönd Íslands.\n","summary":"Framkvæmdastjóri NATO segir Rússa auka viðbúnað sinn á landamærum Úkraínu á meðan Rússar segjast vera að draga herlið sitt til baka. "} {"year":"2022","id":"156","intro":"Minnihlutinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings vill að engin leyfi til laxeldis í Seyðisfirði verði gefin út fyrr en strandsvæðaskipulag fyrir Austfirði liggur fyrir. Meirihlutinn felldi slíka tillögu en hvetur til samráðs við heimamenn.","main":"Meirihlutinn í sveitarstjórn Múlaþings virðist jákvæðari í garð fiskeldisáforma á Seyðisfirði heldur en minnihlutinn. Fulltrúar hans lögðu til að áformum um 10 þúsund tonna eldi yrði vísað inn í gerð strandsvæðaskipulags en meirihlutinn felldi þá tillögu.\nFiskeldi Austfjarða hyggur á 10 þúsund tonna laxeldi í Seyðisfirði. Áformin eru umdeild og hafa mætt mikilli andstöðu hjá stórum hópi Seyðfirðinga sem hafa stofnað samtökin VÁ - félag um verndun fjarðar. Í áliti Skipulagsstofnunar er varað við áhrifum á villta laxastofna, sjónmengun og ósætti á Seyðisfirði með áformin. Stofnunin lagði til að beðið yrði með leyfisveitingar þar til vinnu við strandsvæðaskipulag fyrir Austfirði yrði lokið. Gagnrýnt hefur verið að skipulagið sé gagnlítið ef eldið er undanskilið.\nÞegar málið var tekið fyrir í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings mátti sjá afstöðumun á milli meiri- og minnihluta um hvernig bregðast ætti við. Fulltrúar VG og Austurlistans sem eru í minnihluta vildu taka undir álit Skipulagsstofnunar og hvetja til að öllum leyfisumsóknum yrði beint inn í gerð strandsvæðaskipulagsins. Þannig mætti ná sátt um málið. Óvíst er hvernig skipulagið verður en einn möguleiki er að ekkert eldi skuli vera í Seyðisfirði.\nFulltrúar meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks felldu þessa tillögu og lögðu fram sína eigin. Þar er bent á að Skipulagsstofnun hafi tekið tillit til athugasemda og lagt til ítarleg skilyrði sem setja ætti í starfs- og rekstrarleyfi til að sporna við því að eldið spilli umhverfi fjarðarins. Ekki er lagt til að leyfisumsóknir verði látnar bíða eftir strandsvæðaskipulagi. Þess í stað er Fiskeldi Austfjarða hvatt til að hafa samráð við heimafólk og sjómenn um staðsetningu eldiskvía.\n","summary":"Minnihlutinn í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings vill að engin leyfi til laxeldis í Seyðisfirði verði gefin út, fyrr en strandsvæðaskipulag fyrir Austfirði liggur fyrir. Meirihlutinn felldi slíka tillögu en hvetur fiskeldið til samráðs við heimamenn. "} {"year":"2022","id":"156","intro":"Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörinn formaður Eflingar segir magnað að hafa unnið sigur þrátt fyrir ótrúlegar ásakanir. Forseti Alþýðusambands Íslands hefur óskað eftir fundi með Sólveigu Önnu til að ræða stöðuna og næstu skref. Deilur innan Eflingar og hreyfingarinnar hafi ekki alltaf verið til sóma.","main":"B- listi Sólveigar Önnu Jónsdóttur bar sigur úr býtum var hún því kjörin formaður Eflingar í gærkvöldi með 54% greiddra atkvæða. A-listi Ólafar Helgu Adólfsdóttur fékk 38% og C-listi Guðmundar Jónatans Baldurssonar fékk 9%. Nærri 26 þúsund manns voru á kjörskrá, en 3.900 greiddu atkvæði eða 15%.\nÞetta var náttúrlega ótrúlega hörð kosningabarátta og ég verð að segja það að við höfum náð að vinna sigur þrátt fyrir þær ótrúlegu ásakanir sem að á okkur hafa dunið er að mínu viti bara algjörlega magnað. Og aftur segi ég bara; ég er mjög þakklát fyrir það að þessi hópur félagsfólks Eflingar hafi ákveðið að treysta okkur fyrir þessu verkefni.\nSagði Sólveig Anna skömmu eftir að úrslit lágu fyrir í gærkvöldi. Og þetta voru viðbrögð forseta ASÍ í morgun:\nViðbrögðin eru bara þau að óska Sólveigu Önnu til hamingju með sigurinn og ég hef óskað eftir því að hitta hana og fara yfir stöðuna og næstu skref.\nNú voru þrír listar í framboði, segir það eitthvað um stöðuna í félaginu að það skuli vera svona mörg framboð?\nÞað hefur enginn farið varhluta af því að það hefur verið stuð innan Eflingar og innan hreyfingarinnar líka og að mörgu leyti hefur það ekki verið okkur til sóma, en það er svo sem ekkert óeðlilegt í félagi sem telur 23 til 25 þúsund manns að það séu þrír listar í framboði. En auðvitað var það afleiðingin af deilum líka, segir Drífa Snædal forseti ASÍ.\nSegir Drífa Snædal. Á mbl.is er greint frá því að starfsfólk Eflingar hafi komið saman á óformlegum starfsmannafundi í morgun eftir að niðurstöður kosningarinnar lágu fyrir. Þar er haft eftir Lindu Dröfn Gunnarsdóttur framkvæmdastjóra Eflingar að þung stemning sé í hópnum og margir séu að meta sína stöðu. Fólk hafi þó augun á boltanum og sinni sínu starfi af metnaði og heilindum. Því má bæta við að í Morgunblaðinu í dag segir að þrjár konur, fyrrverandi starfsmenn Eflingar hafi stefnt félaginu fyrir dóm vegna meintra kjarasamningsbrota.\n","summary":"Sólveig Anna Jónsdóttir nýkjörin formaður Eflingar segir magnað að hafa unnið sigur þrátt fyrir ótrúlegar ásakanir. Forseti Alþýðusambandsins hefur óskað eftir fundi með Sólveigu Önnu til að ræða stöðuna og næstu skref. "} {"year":"2022","id":"156","intro":"Fjármálaráðherra furðar sig á því í færslu sem hann birtir á Facebook í gærkvöldi hvernig það geti talist alvarlegt að Lögreglan á Norðurlandi eystra óski eftir skýrslutöku af fjórum blaðamönnum, sem fengið hafa réttarstöðu sakbornings í lögreglurannsókn. Fjármálaráðherra og dómsmálaráðherra segja að ekki hafi enn komið fram að hverju rannsóknin lýtur.","main":"Skýrslutaka Lögreglunnar á Norðurlandi eystra yfir fjórum blaðamönnum hefst á mánudag. Bæði Blaðamannafélagið og Félag fréttamanna hafa gert alvarlegar athugasemdir við að blaðamennirnir séu með réttarstöðu sakbornings. Fréttastofa RÚV spurði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í gær, um viðbrögð við þessu.\nJa, ég hef í sjálfu sér enga skoðun á því. Ég held að lögreglan sé bara að vinna sína vinnu skv. þeim lögum sem um það gilda. - Kom þér á óvart að heyra af þessu? Í sjálfu sér ekki sérstaklega, ekki þannig. Ég þekki ekki til þess máls þannig að eitt eða annað hafi komið mér á óvart í þeim efnum.\nBjarni Benediktsson fjármálaráðherra birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hann spyr hvort fjölmiðlamenn séu of góðir til að mæta og svara spurningum lögreglu eins og almennir borgarar. Þá skrifari Bjarni að engar fréttir hafi verið fluttar af því hvað það er sem lögreglan kunni að hafa undir höndum sem gefi tilefni til rannsóknar. Þá spyr ráðherrann hvernig það geti talist alvarlegt mál að lögregla óski eftir því að þeir gefi skýrslu. Hann bendir á að fjölmiðlamennirnir geti neitað að svara spurningum lögreglunnar og veltir fyrir sér hvort þurfi að hafa uppi stóryrði áður en lögreglan ber upp fyrstu spurninguna.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"156","intro":"Þrír Íslendingar voru í eldlínunni á Vetrarólympíuleikunum í Beijing í morgun. Sturla Snær Snorrason keppti í svigi og Snorri Einarsson og Isak Stianson Pedersen í liðasprettgöngu.","main":"Sturla fékk að vita með stuttum fyrirvara að hann fengi að keppa en hann missti af sinni fyrstu grein, stórsviginu, vegna Covid-19 smits. Sturla ræsti 47. en missti af beygju ofarlega og keyrði út úr brautinni. Þar með var þáttöku hans á leikunum lokið og hann var að vonum svekktur með niðurstöðuna. Þá var komið að Snorra og Isaki í liðaspretti á gönguskíðum. Þar eru skíðaðir sex 1,5 kílómetra leggir til skiptis. Snorri og Isak komu í mark á 21 mínútu og 5,66 sekúndum sem reyndist 20. besti tíminn í heildina en tveir riðlar voru skíðair og fjögur efstu liðin úr hvorum riðli komust áfram. Snorri er nú sá eini sem ekki hefur lokið sér af á leikunum en hann keppir í 50 kílómetra göngu á laugardag. Edda Sif Pálsdóttir er stödd í Beijing og ræddi við drengina að lokinni keppni í morgun.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"157","intro":"Rússar segja að herdeildir snúi nú aftur til bækistöðva sinna eftir æfingar við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Úkraínu segist ekki trúa því fyrr en hann sér það. Rússlandsforseti er hvattur til að viðurkenna sjálfstæði tveggja héraða í austanverðri Úkraínu.","main":"Tilkynning rússneskra stjórnvalda kom um klukkustund fyrir fund þeirra Olaf Scholz, kanslara Þýskalands, og Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Kreml. Fyrir fundinn sagðist Scholz ætla að undirstrika að Vesturveldin væru reiðubúin til að miðla málum við Rússa og draga úr spennunni við landamærin að Úkraínu. Innrás yrði svarað með hörðum viðskiptarefsingum.\nIgor Konasjenkov, talsmaður varnarmálaráðuneytis Rússlands, tilkynnti í morgun að herdeildir væru á leið til baka frá landamærunum í samræmi við boðaðar æfingar, og birtist myndband af brottflutningi skömmu síðar.\nDimitry Peskov, talsmaður Pútíns, sagði þetta hefðbundna herflutninga. Alltaf þegar æfingum væri lokið færu herdeildir aftur til sinna bækistöðva. Yfirlýsingar Vesturveldanna um að Rússar væru að undirbúa árás á Úkraínu væru ekkert annað en fordæmalaus herferð til þess að ýta undir spennu. Peskov segir Pútín reiðubúinn til viðræðna við Vesturveldin til þess að miðla málum.\nDmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, segist trúa brottflutningi Rússa þegar hann sér þá.\nHann segir Rússa ítrekað gefa út alls konar yfirlýsingar og þegar hann sjái herdeildir hörfa frá landamærunum trúi hann því að spennan sé að minnka.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"157","intro":"Hellisheiði er enn ófær. Mokstur hefur staðið yfir á heiðinni og víðar, frá því í nótt. Ökumenn hafa verið í vandræðum í Skógarhlíðabrekku við Þrengslin vegna hálku.","main":"Vegurinn um Kjalarnes er opinn sem og vegur um Þrengsli. Ófært er til Þingvalla. Annasamt er hjá snjóruðningsmönnum. Ingólfur Vigfússon og félagar voru að ryðja undir hádegi á Sandskeiði. Enn var unnið að því að ryðja Hellisheiðina.\nJá, já, já, blásarar og jarðýtur og vegheflar. Það þarf stórvirkar vinnuvélar til að komast í gegnum heiðina áður en við förum að skrapa veginn. Og það hefur bætt það mikið í bara síðan á sunnudag? Já, já, bara þegar við komum hér upp í morgun þá var bara Sandskeiði á kafi og brekkan fyrir ofan Litla kaffi var bara full. Það var búið að taka aðra akreinina, eina bílbreidd.\nIngólfur segir fylla í um leið og byrji að skafa. Unnið sé hörðum höndum við að ná köntum niður.\nÞað eru svo háir ruðningarnir að um leið og byrjar að skafa þá lokar. Það er bara svoleiðis. Þess vegna er verið á fullu, í kappi við tímann, þangað til að næsta lægð er komin.\nSvo skiptir náttúrulega máli að fólk sé þokkalega dekkjað. Sumir eru bara engan veginn nógu vel dekkjaðir. Þeir eru að fara út af og í vegriðin og svo kvarta þeir yfir að það sé ekki nógu vel rutt.\nÁ Vesturlandi er víða éljagangur eða skafrenningur og flughált á Uxahryggjarvegi. Fróðárheiði er lokuð vegna veðurs. Snjóflóð féll á veginn við Skarðsströnd sem er nú lokaður. Á Vestfjörðum er Raknadalshlíð við Patreksfjörð lokuð vegna snjóflóðahættu. Ófært er á Kleifaheiði og Klettshálsi. Vegurinn um Dynjandisheiði er lokaður. Einnig vegir um Hálfdán og Mikladal.\nVetrarfærð er einnig í öðrum landshlutum.\nÁ Norður-og Norðausturlandi er hálka og hálkublettir. Snjóþekja er á Öxnadalsheiði og þæfingur á Hófaskarði. Á Austurlandi er þungfært, skafrenningur á Fjarðarheiði og snjóþekja á Fagradal. Á Suðausturlandi er þæfingsfærð milli Kirkjubæjarklausturs og Lómagnúps. Á Suðurlandi er sömu sögu að segja - þæfingsfærð í uppsveitum og þungfært á köflum, til að mynda við Gullfoss.\n","summary":"Hellisheiði er enn ófær. Vetrarfærð er á landinu. Snjómokstursmaður segir mikið fannfergi hafa verið á þjóðvegi eitt. Stórvirkar vinnuvélar hafi sig allar við."} {"year":"2022","id":"157","intro":"Noregur varð í morgun Ólympíumeistari í boðgöngukarla í skíðaskotfimi á vetrarólympíuleikunum í Beijing. Rússar höfðu þó gullið í hendi sér áður en kom að síðustu skotseríunni.","main":"Fyrir áttundu og síðustu skotseríuna var einungis formsatriði fyrir Eduard Latypov frá Ólympíunefnd Rússlands að klára gullið fyrir Rússa, en þá fór allt í baklás, hann klikkaði alls úr fjórum skotum í seríunni og endaði á að þurfa að fara refsihring. Hinar sveitirnar sem á eftir komu fengu því tækifæri til að vinna og heimsmeistarinn í eltigöngu Fillon Maillet kom inn á skotsvæðið 50 sekúndum rúmlega á eftir Latypov. Baráttan um gullið var því á milli Frakka, Þjóðverja og Norðmanna. Bæði Þjóðverjar og Frakkar þurftu aukaskot til að klára sínar seríur en Vetle Sjåstad Christiansen gerði engin mistök og vann gönguna fyrir Noreg sem voru tæpum tveimur mínútum á eftir þegar mest lét. Ótrúlegur viðsnúningur sem tryggði norsku sveitinni gullið.\nCorinne Suter frá Sviss varð í morgun Ólympíumeistari kvenna í bruni. Hún kom í mark á einni mínútu og 31,87 sekúndum, eða 16\/100 úr sekúndu á undan tíma Sofiu Goggiu frá Ítalíu sem varð önnur. Goggia vann því silfur og Nadia Delago, einnig frá Ítalíu vann bronsið. Þetta voru þriðju gullverðlaun Svisslendinga í hraðagreinum á vetrarólympíuleikunum í Beijing. Lara Gut-Behrami vann gullið í risasvigið og Beat Feuz vann brun karla fyrr á leikunum. Alls hafa Svisslendingar nú unnið fern gullverðlaun á leikunum í alpagreinum. Marco Odermatt vann nefnilega stórsvigið. Þá eru verðlaun Svisslendinga alls orðin sjö í alpagreinunum í Beijing, fern gullverðlaun og þrenn bronsverðlaun.\nNú stendur svo yfir keppni í skylduæfingum í listdansi kvenna á skautum á Ólympíuleikunum. Þar er hin rússneska Kamila Valieva meðal keppenda, þrátt fyrir að hafa fallið á lyfjaprófi í desember. Skautakeppnin er í beinni núna á RÚV.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"157","intro":"Heilbrigðisráðherra segir vel mögulegt að aflétta takmörkunum á landamærunum jafnvel næstu daga og í það minnsta fyrir næstu mánaðamót. Að óbreyttu gæti Ísland verið án sóttvarnatakmarkana um tuttugasta og fimmta febrúar.","main":"Fá smit greinast á landamærunum miðað við umfang smita innanlands að sögn heilbrigðisráðherra. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafi mælt með því að vera ekki með of strangar aðgerðir á landamærum. Willum Þór Þórsson er bjartsýnn á að aflétt verði á landamærum.\nJá ég reikna nú með því. Þetta hefur verið svona 5-8 prósent í greiningunum. Þannig að ég reikna með því að það verði hægt að aflétta þessu og hvort að það verði full aflétting skal ég ekki segja en það kann vel að vera.\nAfléttingar innanlands eru einng í farvatninu að óbreyttu.\nVið sjáum fyrir endann á þessu og 25., ef ekkert óvænt kemur upp, þá afléttum við nánast öllu og mér sýnist allt ganga plönum samkvæmt. En auðvitað er alltaf sú ábyrgð undirliggjandi að fylgjast vel með stöðunni. Nú ef það er ástæða til að aflétta fyrr þá gerum við það.\n","summary":"Öllum sóttvarnaraðgerðum gæti verið aflétt fyrir lok mánaðarins, jafnvel fyrr. Að óbreyttu verður aflétt í að minnsta kosti að hluta á landamærum næstu daga. Sautján hundruð og tólf greindust með veiruna í gær."} {"year":"2022","id":"157","intro":"Páll Steingrímsson, skipstjóri hjá Samherja segist enga aðkomu eiga að því að fjórir blaðamenn hafi verið kallaðir inn til yfirheyrslu hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra og séu með réttarstöðu sakbornings. Hann segist aðeins hafa kært stuld á síma en ekki neina einstaklinga. Lögmaður Samherja fullyrðir að síma Páls hafi verið stolið á meðan hann lá á sjúkrahúsi.","main":"Í fyrravor voru birtar fréttir um samskipti fólks sem kallaði sig \u001eskæruliðadeildina. Hópurinn tengdist Samherja með ýmsum hætti og samskiptin sýndu tilraunir hópsins til að hafa áhrif á umræðu um fyrirtækið í fjölmiðlum. Ekki hefur komið fram á hvaða gögnum umfjöllunin var byggð en fullyrt var í fyrravor að síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hefði verið stolið á meðan hann lá á sjúkrahúsi.\nFjórir blaðamenn voru svo í gær boðaðir í yfirheyrslu í næstu viku hjá rannsóknarlögreglumanni frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Það eru Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks. Hafa þau öll réttarstöðu sakbornings fyrir meint brot gegn friðhelgi einkalífs.\nPáll segist í samtali við fréttastofu enga aðkomu hafa haft að því að fjórmenningarnir voru boðaðir í yfirheyrslu. Hann hafi ekki kært þá heldur sé það að frumkvæði lögreglunnar. Málið sé í höndum lögreglu og að margt eigi enn eftir að koma í ljós. Hann vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.\nGarðar Gíslason, lögmaður Samherja, segir í samtali við fréttastofu að Páll hafi kært stuldinn á símanum í maí í fyrra. Síminn hafi verið tekinn ófrjálsri hendi meðan Páll hann lá meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Garðar segir að kæran hafi ekki beinst gegn neinum ákveðnum einstaklingi. Það sé lögreglunnar að ákveða hverja hún kalli til yfirheyrslu.\nÞórður Snær segist líta svo á að hann sé með réttarstöðu sakbornings af því að hann hafi skrifað upp úr gögnum úr síma Páls.\nÉg spurði lögreglufulltrúann, sem hringdi í mig til þess að boða mig til yfirheyrslu, á hvaða ákvæði laga embætti hennar teldi að ég hefði gerst brotlegur við. Hún sagði að þar væri um að ræða 228. og 229. grein almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot á friðhelgi einkalífs. Það eru þau ákvæði sem okkur er gefið að sök að hafa brotið gegn. Það felur þá í sér að við höfum skrifað fréttir upp úr gögnum, það raunverulega ekkert annað sem fellur þar undir.\nSkrifað þá fréttir upp úr gögnum sem voru í eigu Páls Steingrímssonar eða hvað? Væntanlega. Mér heyrist að þetta byggist á kæru hans til lögreglu, að einhver hafi komist yfir gögn hans og það hefur alltaf legið fyrir í okkar umfjöllun. Frá fyrsta degi var gerð grein fyrir því að hann hygðist kæra til lögreglu að einhver hefði tekið gögn frá honum. En okkur er ekki gefið að sök að hafa tekið þau gögn enda væri það fjarstæðukennt.\n","summary":"Fjórir blaðamenn hafa réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Akureyri á meintum stuldi síma í eigu starfsmanns Samherja síðastliðið vor. Ritstjóri Kjarnans segist líta svo á að hann hafi réttarstöðu sakbornings fyrir að hafa skrifað greinar upp úr gögnum í eigu skipstjóra Samherja. "} {"year":"2022","id":"157","intro":"Orkusjóður og HEF veitur eru ekki sammála um hvernig réttast væri að hitaveituvæða Djúpavog og hefur það tafið borun á vinnsluholu fyrir þorpið. Orkusjóður vill nýta vatn af litlu dýpi með varmadælu en HEF veitur vilja bora dýpra og finna vatn sem dugar í beina hitaveitu.","main":"Lítið hefur gerst í hitaveituvæðingu á Djúpavogi þó næstum tveir áratugir séu síðan ljóst varð að hægt væri að nýta heitt vatn til að kynda þorpið. Orkusjóður virðist hafa misst áhuga á jarðhitaleit og einbeitir sé nú að rafhleðslustöðvum meðal annars.\nNú eru meira en sextán ár síðan ljóst varð að öflugt jarðhitasvæði væri að finna skammt frá Djúpavogi og í gamalli frétt Orkustofnunar frá árinu 2006 segir að næsti áfangi sé að dýpka holu niður á 600 metra dýpi. Á öllum þessum árum hefur hins vegar lítið gerst í málinu. Fyrir fimm árum fór gamli Djúpavogshreppur sem nú er hluti af Múlaþingi af stað með umsóknarferli hjá Orkusjóði til að fá styrk í áhættuborun á vinnsluholu. Þá höfðu runnið af sjálfu sér 5 sekúndulítrar af 48 gráðu heitu vatni upp úr jörðinni í 10 ár. Umsóknin fór ekki í gegn hjá Orkusjóði, meðal annars vegna þess að gögn skorti. Nú er heitavatnsleitin á könnu HEF veitna sem er veitufyrirtæki Múlaþings. Þar á bæ hefur líka verið leitað til Orkusjóðs án árangurs. Fram kemur í svari sjóðsins til fyrirtækisins að sjóðurinn vilji ekki að svo komni máli styðja áhættuborun og telji réttara að nýta vatnið sem hefur fundist til að knýja varmadælu fyrir Djúpavog. Samkvæmt upplýsingum frá HEF veitum er þar um stefnubreytingu að ræða hjá sjóðnum en í fyrra styrkti hann ekki jarðhitaleit, heldur aðallega uppsetningu rafhleðslustöðva og aðgerðir til að minnka brennslu á jarðefnaeldsneyti.\nHEF veitum hugnast ekki varmadæla og telja sterkar vísbendingar um að finna megi 75 gráðu heitt vatn sem myndi duga í beina hitaveitu fyrir allt þorpið á Djúpavogi. Fyrirtækið ætlar nú að ráðast í frekari rannsóknir til að staðsetja tilraunavinnsluholu. Hún gæti orðið 7-800 metra djúp og myndi kosta yfir 100 milljónir króna.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"157","intro":"Fjárfestingafélag danskra og þýskra lífeyrissjóða vill kanna möguleika á að reisa vindmyllur í Fljótsdalshreppi. Orkan úr þeim yrði notuð til að framleiða vetni og annað rafeldsneyti í fyrirhuguðum orkugarði á Reyðarfirði.","main":"Fljótdalshreppur á í viðræðum við danskan fjárfestingarsjóð um mögulegan vindorkugarð í hreppnum. Vindmyllur þar ættu að knýja framleiðslu á vetni og öðru rafeldsneyti í fyrirhuguðum orkugarði á Reyðarfirði.\nViðræður danska fjárfestingarfélagsins CIP og Fljótsdalshrepps eru á byrjunarstigi og ekki hefur verið ákveðið hvar í hreppnum vænlegast væri að virkja vindorku. Félagið CIP er sjálfstætt fjárfestingarfélag sem starfar meðal annars fyrirlífeyrissjóði í Danmörku og Þýskalandi. Samkvæmt upplýsingum frá Fljótsdalshreppi hafa forsvarsmenn hreppsins hitt fulltrúa CIP á fundum og á borðinu liggja drög að viljayfirlýsingu. Hreppsfulltrúar hafa þó ekki ákveðið hvort skrifað verður undir. Hreppurinn á sjálfur ekkert land undir vindorkuver en myndi sjá um skipulagsmál.\nCIP er einnig fjárfestirinn á bak við áformin um framleiðslu á vetni og öðru rafeldsneyti á Reyðarfirði. Verkefnið kallast Orkugarður Austurlands en ljóst er að auka þarf rafmagnsframleiðslu, eigi að vera hægt að framleiða rafeldsneyti á Íslandi í stórum stíl. Sveitarfélagið Fjarðabyggð tekur þátt í uppbyggingu orkugarðsins og hefur þrýst á um að vinnu við rammaáæltlun um virkjanakosti verði lokið sem fyrst.\nJón Björn Hákonarson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir að sveiflukennd vindorka henti vel til að framleiða rafeldsneyti.\nFramleiðslan er sveiflukennd og rafeldsneytisframleiðslan býður upp á þann möguleika, ólíkt mörgum öðrum iðnaðargreinum, að við getum sveiflað framleiðslunni á rafeldsneytinu í takt við orkuna sem er til staðar. Við getum nýtt umframorku og annað slík. Það er það sem þessi hugmyndafræði byggir á við framleiðslu rafeldsneytis víða í heiminum.\n","summary":"Danskt fjárfestingarfélag vill kanna möguleika á að reisa vindmyllur í Fljótsdalshreppi. Orkan úr þeim yrði notuð til að framleiða vetni og annað rafeldsneyti í fyrirhuguðum orkugarði á Reyðarfirði. "} {"year":"2022","id":"158","intro":"Lögreglan í Nýja Sjálandi beitir óhefðbundnum aðferðum við að reyna að losna við mótmælendur sem hafa haldið til fyrir utan þinghúsið í Wellington undanfarna daga. Spiluð er tónlist sem ætlað er að hrekja mótmælendur á brott.","main":"Þau eru að mótmæla sóttvarnartakmörkunum stjórnvalda í Nýja Sjálandi og hafa komið upp tjaldbúðum fyrir utan þinghúsið í Wellington. Mótmælendurnir hafa staðið vaktina síðan á þriðjudag í síðustu viku og lítið fararsnið er á hópnum sem stendur þar og mótmælir jafnt í sólskini sem rigningu.\nLögregla hefur beitt ýmsum leiðum til að reyna að losna við þaulsætna mótmælendurna og brá á það ráð að spila tónlist sem líkleg þótti til að þreyta mannskapinn. Einhverra hluta vegna var tónlist bandarískra söngvarans Barry Manilow þar efst á blaði.\nEkki létu mótmælendur það slá sig út af laginu og þá þóttu lagasmíðar enska tónlistarmannsins James Blunt líklegri til að hrekja mótmælendur á burt.\nÞað tókst ekki heldur svo gripið var til örþrifaráða í tónlistarvali og barnalagið Baby shark spilað yfir mótmælendaskaranum.\nAndstæðingar sóttvarnatakmarkana í Wellington láta það ekki einu sinni á sig fá og hafa bæði stigið dans og sungið með lögunum sem lögreglan notar til að reyna að losna við þau. Þeir einu sem lagavalið virðist hafa áhrif á eru lögreglumennirnir sem standa vaktina við þinghúsið. Þeim er víst farinn að leiðast lagalistinn.\n","summary":"Misvinsæl tónlist er nýstárlegt vopn sem lögreglan í Nýja-Sjálandi beitir til að reyna að losna við þaulsætna mótmælendur við þinghúsið í Wellington. Aðferðin hefur þó ekki virkað sem skyldi."} {"year":"2022","id":"158","intro":"Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við tvær skotárásir í síðustu viku. Báðar árásirnar eru rannsakaðar sem tilraunir til manndráps. Lögreglan skoðar nú hvort málin tvö tengist.","main":"Lögreglan rannsakar nú skotárás í miðbænum um helgina þegar skotið var á mann úr einhverju sem virtist af myndum að dæma vera lítil hríðskotabyssa. Lögreglan segir svo ekki vera og vill ekki gefa upp tegund skotvopnsins en það er óskráð. Tveir ungir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í gær. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn, segir að rannsókn miði vel áfram.\nÖnnur skotárás var gerð á fimmtudag í síðustu viku. Þar var skotið á konu og karl í Grafarholti. Konan særðist alvarlega. Málin eru bæði rannsökuð sem tilraunir til manndráps. Lögreglan skoðar nú hvort þau tengist en telur ekki að þau stafi vegna átaka stærri hópa.\nÁrásum þar sem vopnum er beitt hefur fjölgað og lögreglan lítur þessa þróun alvarlegum augum. Ofbeldi er orðið grófara og menn eru óhræddari við að grípa til vopna.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"158","intro":"Mörghundruð börn bíða í mánuði, jafnvel árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Umboðsmaður barna segir stöðuna vera óásættanlega.","main":"Meðalbiðtími barna eftir þjónustu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð eru 12-19 mánuðir og 12-14 mánuðir hjá þroska- og hegðunarstöð. Þetta kemur fram í yfirliti Umboðsmanns barna. Salvör Nordal er umboðsmaður barna.\nSalvör segist vona að birting upplýsinganna muni varpa ljósi á raunverulega stöðu barna í íslensku samfélagi og verði stjórnvöldum hvati til úrbóta. Ábyrgð á núverandi stöðu liggi víða.\nTil standi að afla upplýsinga um fleiri stofnanir enda bíði of mörg börn of lengi eftir mikilvægri þjónustu, of víða, til dæmis talmeina- og sálfræðiþjónustu.\n","summary":"Dæmi eru um að börn þurfi að bíða árum saman eftir nauðsynlegri þjónustu. Umboðsmaður barna segir stöðuna óásættanlega."} {"year":"2022","id":"158","intro":"Los Angeles Rams varð í nótt meistari í NFL-deildinni í amerískum fótbolta. Rams hafði betur á móti Cincinatti Bengals í leiknum um Ofurskálina eða Superbowl eins og Bandaríkjamenn kalla leikinn.","main":"Leikurinn var jafn og spennandi allt fram til loka, en vörn heimamanna tryggði liðinu annan sigur félagsins í sögunni. Lokatölur urðu 23-20 fyrir Los Angeles Rams. Þegar innan við ein og hálf mínúta var eftir af leiknum skoraði Cooper Kupp snertimark fyrir hrútana frá Los Angeles. Gestirnir reyndu að svara fyrir sig en varnarmaðurinn Aaron Donald náði til Joe Burrow, leikstjórnanda Cincinatti, og felldi hann. Alls tókst Donald að fella Burrow átta sinnum í leiknum, sem er met í úrslitaleik NFL-deildarinnar. Sigurinn var annar sigur Rams í sögunni. Sá fyrri vannst árið 2000 þegar liðið hafði aðsetur í St. Louis. Þrautaganga Cincinatti Bengals heldur áfram. Þetta var í þriðja sinn sem liðið kemst í úrslitaleikinn, en líkt og árin 1982 og 1989 var niðurstaðan tap.\nRússneska skautakonan Kamila Valieva fær að halda áfram þátttöku á Ólympíuleikunum í Beijing þrátt fyrir að fallið á lyfjaprófi. CAS, Alþjóða íþróttadómstóllinn hafnaði kröfu Alþjóðaólympíunefndarinnar, Alþjóðalyfjastofnunarinnar og Alþjóðaskautasambandsins um að bannið skyldi halda. Hún getur því tekið þátt í einstaklingskeppninni í listdansi á skautum sem hefst í Beijing á morgun. CAS vísar til sérstakra aðstæðna Valievu, þar á meðal vegna aldurs hennar. Hún er aðeins 15 ára. Matthieu Reeb, yfirmaður dómstólsins, sagði dómarana sammála um að það gæti valdið henni varanlegum skaða að banna henni að taka þátt í Ólympíuleikunum. Rússneska ólympíunefndin fagnaði úrskurðinum. Valieva féll á lyfjaprófi í desember og komst það upp rétt fyrir verðlaunaafhendinguna í liðakeppni Ólympíuleikanna fyrir viku síðan. Hjartalyfið trimet-azdine fannst í blóðsýni Valievu á rússneska meistaramótinu í desembe. Lyfið eykur blóðflæði til hjartans og er á bannlista WADA, Alþjóða lyfjaeftirlitsins.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"158","intro":"Vetrarveðrið sem gengur yfir suðvesturhornið hefur valdið miklum samgöngutruflunum. Snjóruðningsmenn hafa ekki haft undan að ryðja í snjókomunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun og segja vart hægt að ljúka mokstri fyrr en á miðvikudag. Heiðar eru lokaðar á suðvesturhorninu og margar húsagötur á höfuðborgarsvæðinu eru enn óruddar. Björgunarsveitarfólk hefur aðstoðað við að losa bíla. í ófærðinni.","main":"Mokstur hófst á fjórða tímanum í nótt og hefur áhersla verið lögð á að halda stofnbrautum og strætisvagnaleiðum opnum. Símalínur hjá Reykjavíkurborg hafa logað og ekki eru allir sáttir við að komast ekki út af stæðinu heima. Hjalti J. Guðmundsson er skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir mikla snjókomu í morgun og erfitt færi hafa tafið fyrir.\nInn Öll vetrarþjónusta er að tefjast bara gríðarlega mikið jafnvel um nokkra klukkutíma og jafnvel eitthvað fram á morgundaginn eins og staðan er. Það er alveg viðbúið að fólk komist ekki út úr húsagötunum fyrr en eftir einn tvo daga eins og staðan er. Við keppumst við að halda stofn og tengibrautum opnum og okkur hefur alveg tekist það en þetta er bara þannig ástand að við kannski sköfum einhvern götustubb og kannski eftir hálftíma er kominn jafn mikill snjór aftur í viðkomandi\nHjalti segir ástandið verst í austurhluta borgarinnar, í úthverfum í Grafarvogi og í Úlfarsárdal.\nÞrjátíu björgunarsveitarmenn hafa unnið að því í morgun að aðstoða fólk í ófærðinni á höfuðborgarsvæðinu. Karen Ósk Lárusdóttir er verkefnisstjóri í aðgerðastjórn Landsbjargar.\nþað hafa verið fastir bílar svona í efri byggðum borgarinnar og myndast raðir og meðal annars strætisvagnar fastir. það leystist fljótt Heyrðu þegar það eru fastir bílar þá er bara mokað og ýtt. Gömlu góðu aðferðirnar.\nVíðtækar lokanir eru á vegum í grennd við höfuðborgarsvæðið. Þjóðvegur 1 er lokaður við Rauðavatn því Hellisheiði er ófær, sömuleiðis, Þrengsli, Mosfellsheiði og Kjalarnes vegna snjóa og verður lokað að minnsta kosti á meðan veðrið gengur yfir.\n","summary":"Mikil ófærð og samgöngutruflanir eru á höfuðborgarsvæðinu og hafa ruðningsmenn ekki undan. í morgun. Helstu leiðir út frá borginni verða sennilega lokaðar til morguns. Gul viðvörun tekur gildi um allt sunnan og vestanvert landið þegar líður á daginn. Mokstursmenn hafa ekki undan að moka húsagötur. og verður fólk jafnvel að sætta sig við að komast ekki akandi út úr götu fyrr en á miðvikudag."} {"year":"2022","id":"158","intro":null,"main":"Aðalmeðferð stendur nú yfir í Landsrétti í tveimur skaðabótamálum sem Samherji höfðaði gegn Seðlabankanum vegna húsleitar og rannsóknar bankans vegna gjaldeyrismála eftir hrun. Þeirri rannsókn lauk með því að Hæstiréttur dæmdi stjórnvaldssekt sem bankinn lagði á Samherja ólöglega. Samherji höfðaði skaðabótamál og krafðist 290 milljóna króna bóta af hálfu bankans og tíu milljóna króna í miskabætur að auki. Þeim kröfum hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur haustið 2020. Samherji áfrýjaði málinu en lækkaði skaðabótakröfu í 115 milljónir. Tekist var á um þá kröfu í morgun. Í hádeginu byrjaði aðalmeðferð í seinna málinu. Það snýr að því að Seðlabankinn var dæmdur til að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni 2,5 milljónir í Héraðsdómi Reykjavíkur og áfrýjaði Seðlabankinn þeim dómi. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara var kallaður fyrir dóminn sem vitni í því máli.\nAðalmeðferð stendur nú yfir í Landsrétti í tveimur skaðabótamálum sem Samherji höfðaði gegn Seðlabankanum vegna húsleitar og rannsóknar bankans vegna gjaldeyrismála eftir hrun. Þeirri rannsókn lauk með því að Hæstiréttur dæmdi stjórnvaldssekt sem bankinn lagði á Samherja ólöglega. Samherji höfðaði skaðabótamál og krafðist 290 milljóna króna bóta af hálfu bankans og tíu milljóna króna í miskabætur að auki. Þeim kröfum hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur haustið 2020. Samherji áfrýjaði málinu en lækkaði skaðabótakröfu í 115 milljónir. Tekist var á um þá kröfu í morgun. Í hádeginu byrjaði aðalmeðferð í seinna málinu. Það snýr að því að Seðlabankinn var dæmdur til að greiða Þorsteini Má Baldvinssyni 2,5 milljónir í Héraðsdómi Reykjavíkur og áfrýjaði Seðlabankinn þeim dómi. Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara var kallaður fyrir dóminn sem vitni í því máli.","summary":"Aðalmeðferð stendur yfir í Landsrétti í tveimur skaðabótamálum sem Samherji höfðaði gegn Seðlabankanum vegna húsleitar og rannsóknar vegna gjaldeyrismála eftir hrun."} {"year":"2022","id":"159","intro":"Til greina kemur að hefja rannsóknir á nýju jarðhitasvæði í landi Breiðavaðs á Héraði. HEF-veitur eiga að svara því á þessu ári hvort hitaveita verður lögð um Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar.","main":"Þéttbýlið á Seyðisfirði er kynt með fjarvarmaveitu RARIK sem hitar vatn í katli og dælir því um bæinn. Fjaravarmaveitur þykja vandræðafyrirbæri og RARIK vill losna við þær. Ákveðið hefur verið að loka veitunni enda hefur rafmagn á katlana hefur hækkað í verði og klippt hefur verið á skerðanlega orku til fjarvarmaveitna. Í staðinn þarf að brenna olíu til að hita vatnið með tilheyrandi kostnaði og mengun.\nRARIK lagði til nokkrar lausnir til að leysa húshitun á Seyðisfirði, svo sem varmadælur og rafkynta hitakúta í hvert hús. Seyðfirðingum hugnast það illa og er draumlausnin að hitaveituvæða Seyðisfjörð. Jarðhitaleit á Seyðisfirði hefur ekki skilað árangri en handan við Fjarðarheiði, uppi á Héraði, er jarðhitasvæði við Urriðavatn sem sér Egilsstöðum og Fellabæ fyrir heitu vatni. Til greina kemur að leggja hitaveitu um Fjarðarheiðargöng, sem nú eru í undirbúningi, og samkvæmt upplýsingum frá HEF-veitum þarf að svara því á þessu ári hvort heitt vatn verður leitt um göngin.\nÞá þarf að vera til nóg heitt vatn fyrir Seyðisfjörð og mögulega þarf að bora fleiri holur. Jarðhitasvæðið við Urriðavatn er norðan Lagarfljóts en í landi Breiðavaðs, á hinum bakkanum, er voru boraðar rannsóknarholur fyrir tuttugu árum gáfu vísbendingar um öflugt jarðhitasvæði. Í miklum þurrkum í sumar var borað þar eftir köldu vatni niður á 300 metra dýpi og þá kom upp yfir 20 gráðu heitt vatn.\nFriðfinnur K. Daníeleson, verkfræðingur og eigandi borþjónustunnar Alvars, boraði holuna en hann er einn helsti jarðhita- og vatnsleitarmaður Íslands. Hann segir á hér á landi sé eðlilegt að hitastigull á köldum svæðum, bendi til 50-70 gráðu hita á kílómetra dýpi. Á Breiðavaði hafi hitastigullinn hins vegar verið upp undir 140 gráður. Borholurnar sýni að þarna megin fljótsins sé löng heit tunga djúpt í jörðu, allt að tveir kílómetrar að lengd, sem gefi góða von og kanna þurfi nánar. HEF-veitur eru nú að meta hvort ráðist skuli í frekari rannsóknir. Þær þyrftu að skera úr um hvort hitakerfið er sjálfstætt eða hvort heitavatnavinnsla á Breiðavaði myndi hafa áhrif á vinnslusvæðið við Urriðavatn.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"159","intro":"Forseti Úkraínu biður fólk að halda ró sinni og segist enn eiga eftir að fá að sjá gögn sem styðja fullyrðingar um yfirvofandi innrás Rúsa. Enn fjölgar í hópi ríkja sem ráðleggja ríkisborgurum sínum að fara úr landi.","main":"Ítalía er nú komin í hóp þeirra ríkja sem hvetja sína ríkisborgara til þess að yfirgefa Úkraínu sem allra fyrst. Og stjórnvöld í Ísrael hafa gert slíkt hið sama.\nI am calling again upon Israelis in Ukraine: come home.\nTil allra Ísraela í Úkraínu: komið heim - segir Naftali Bennett forsætisráðherra Ísraels. Bandaríkin gengu skrefinu lengra og hafa flutt á brott starfsfólk sendiráðsins í Úkraínu, bandarísk stjórnvöld segjast hafa gögn sem styðji fullyrðingar um það að Rússar geti ráðist inn í landið á hverri stundu. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, biður fólk að halda ró sinni - uppþot og skelfing eru okkar verstu óvinir segir Zelensky. Úkraínuforseti segir einnig að ef til séu gögn um það að innrás Rússa sé yfirvofandi eigi hann enn eftir að fá að sjá þau.\nJoe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladimír Pútin, forseti Rússlands, ræddu saman í síma seinni partinn í gær í rétt rúma klukkustund. Það símtal virðist litlu hafa breytt.\nThe Americans are artificially inflating hysteria around the so-called planned Russian invasion.\nÞarna heyrðist í Yuri Ushakov, ráðgjafa Pútíns eftir símafund forsetanna. Ushakov segir Bandaríkjamenn búa til og blása upp hysteríu í kringum meinta skipulagða innrás Rússa í Úkraínu. Biden segist hafa tjáð Pútín að Bandaríkin séu tilbúin að bregðast hratt við og með afgerandi hætti ef af innrás verði. Biden hefur boðað íþyngjandi efnahagsþvinganir gagnvart Rússum og í kvöldfréttum sjónvarps í gær sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra að íslensk stjórnvöld myndu styðja slíkar aðgerðir ef til innrásar kæmi.\n","summary":"Ítalía og Ísrael biðja ríkisborgara sína að koma sér burt frá Úkraínu vegna óvissunnar um mögulega innrás Rússa. Forseti Úkraínu biður fólk að halda ró sinni og segist enn eiga eftir að fá að sjá gögn sem styðja fullyrðingar um yfirvofandi innrás Rússa. "} {"year":"2022","id":"159","intro":"Lögreglan hefur viðrað áhyggjur sínar undanfarið af auknum vopnaburði, sem Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir verulegt áhyggjuefni. Ráðuneytið sé að undirbúa breytingar á lögum um skipulagða brotastarfsemi.","main":"sérsveit ríkislögreglustjóra hefu verið efld, starfsemi hennar að því leyti er ekki ástæða held ég til að á þessu stigi að skoða það að vopna almenna lögreglumenn. Auðvtað þarf lögreglan að geta varið sig og borgarana. Ég tel að við séum með það í traustum farvegi. Hitt er það að þessi aukning veldur verulegum áhyggjum. Ráðuneytið er í þeirri vinnu núna ða undirbúa breytingar á lögum um skipulagða brotastarfsemi. Við þurfum að taka á þessu þannig að við getum átt fullt og heilt samstarf við erlend lögregluembætti og nýtt okkur þær upplýsingar að fullu sem þaðan koma.\ní hverju felast þessar breytingar sem þú ætlar að leggja fram?\nVið erum ekki búin að kortleggja það alveg, það er ekki tímabært að tala um það núna. Við þessu verður að bregðast. Lögreglan hefur ítrekað bent á það að hún er bundin að lögum í sinni vinnu sem takmarka mjög getu þeirra til að geta fylgst með þessari þróun erlenda brotastarfsemi til að geta unnið með upplýsingar með erlendum lögregluembættum. það er kannski stærsta skref sem við þurfum að stíga.\nJón hefur talað fyrir forvirkum rannsóknarheimildum lögreglu, sem þyðir að lögregla getur fylgst með og safnað upplýsingum um einstaklinga þó að ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um brot.\nAð menn geti verið að nýta sér hér upplýsingar um fólk sem kemur hingað sem er ekki á sakaskrá á íslandi og hefur ekki brotið af sér og því ekki hægt að taka það til rannsóknar eða eftirlits hér.\n","summary":"Dómsmálaráðherra segist vera að undirbúa breytingar á lögum um skipulagða brotastarfsemi. Aukinn vopnaburður sé gríðarlegt áhyggjuefni en á þessu stigi sé ekki tilefni til að vopna almenna lögreglumenn."} {"year":"2022","id":"159","intro":"Olíu og bensínverð heldur áfram að hækka. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir að heimsmarkaðsverðið hafi ekki verið jafn hátt í sjö ár.","main":"Bensínverðið þar sem það er hæst er komið yfir 280 krónur.\nÞetta hefur áhrif á verðbólgu og kemur illa við marga hefur áhrif á vöruverð almennt. En þetta er eitthvað sem við sjáum vera að gerast í kringum okkur og um heim allan. Meginástæðan er mjög hátt heimsmarkaðsverð. Við höfum aldrei haft jafn verð í krónum talið\nRunólfur segir að það segi ekki alla söguna, svona hátt verð hafi verið algengt á árunum 2011 til 2014.\nnúna um þessar mundir erum við með verð á heimsmarkaði sem við höfum ekki séð í sjö ár þannig að þetta er allt að bíta í skottið á okkur núna.\nRunólfur segir að rúmlega 50 prósent af útsöluverði bensínlítrans séu skattar í ríkissjóð. Kostnaðarverð á bensíni og díselolíu á hvern lítra uppreiknað í íslenskar krónur er um 100 krónur, afgangurinn er álagning. Þegar Costco kom á markaðinn jókst samkeppnin en aðeins á ákveðnum stöðum.\nVið sjáum að verðmunurinn á ódýrasta lítranum á móti þeim dýrasta er um 40 krónur og stundum ríflega það. Það höfðum við ekki í landslaginu áður en það sýnir okkur að það er borð fyrir báru að olíufélögin ættu að geta verið aðeins temmilegri í álagningu. Þau virðast flest vera að skila dágóðum afgagangi í sínum rekstri. Það er ekki að félögin séu á flæðiskeri stödd.\nRunólfur óttast að verðið eigi enn eftir að hækka. Óvissan á landamærum Rússlands og Úkraínu geti haft áhrif\nBreyturnar eru margar en að óbreyttu held ég því miður að við séum að fara að sjá frekar hátt olíuverð næstu misserin.\n","summary":"Heimsmarkaðsverðið á olíu hefur ekki verið hærra í sjö ár. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda óttast að verðið haldist hátt næstu misserin."} {"year":"2022","id":"159","intro":"Einn maður var fluttur á slysadeild og þrír eru í haldi lögreglu eftir skotárás í miðborg Reykjavíkur í nótt. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu.","main":"Tilkynnt var um skotárás utan dyra í miðborginni um eittleytið í nótt í Ingólfsstræti. Sá sem varð fyrir árásinni hringdi sjálfur í lögregluna. Hann var fluttur á slysadeild og gekkst þar undir aðgerð og er ekki í lífshættu að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni sem naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Á myndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum má sjá vopnaða lögreglumenn við leit í Bergstaðastræti, næstu götu ofan við Ingólfsstræti, meðal annars í bílastæðahúsinu Bergstöðum. Þrír menn voru handteknir og eru í haldi lögreglu. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir ástæðu árásarinnar ekki liggja fyrir.\nNei,, við erum ekki komnir svo langt í rannsókninni. Hún er á frumstigi og það er eitt af því sem við komum til með að skoða.\nÞá segir hann tengsl á milli meintra árásarmanna og þess sem fyrir árásinni varð, ekki ljós á þessari stundu.\nNei, það er bara eitt sem er til skoðunar, þannig að við erum að átta okkur á tengslum og fleira í því sambandi.\nÁ hvaða aldri eru þessir menn?\nÞessir aðilar eru rétt rúmlega tvítugir.\nJá, þetta eru allt aðilar með íslenskan ríkisborgararétt.\nHafið þið lagt hald á ætlað vopn?\nJá, lögreglan náði nokkuð vel utan um málið mjög snemma og lagði meðal annars hald á skotvopn og í framhaldinu voru þessar handtökur. Reyndar hringdu málsaðilar sjálfir inn þannig að einfaldaði og stytti aðgerðir lögreglu verulega mikið.\nFarið verður fram á gæsluvarðhald yfir einhverjum eða öllum hinna handteknu í dag. Auk vopnsins, sem samkvæmt heimildum fréttastofu, leit út eins og hríðskotabyssa en ekki hafa fengist nánari upplýsingar um vopnið frá lögreglu, var lagt hald á bifreið. Aðfaranótt fimmtudags voru tveir handteknir vegna skotárásár á karl og konu í Grafarholti þar sem konan særðist alvarlega og er þetta því önnur skotárásin í Reykjavík á þremur dögum. Margeir segir lögregluna líta þetta mjög alvarlegum augum.\nEins og fram hefur komið og kom svo sem fram í síðasta máli, að við lítum þetta mjög alvarlegum augum og þetta er eitt af því sem við erum að sjá að einstaklingar virðast vera meira tilbúnir til þess að vera með ýmis vopn á sér þegar þeir fara niður í miðbæ og við erum að sjá aukningu í því og við erum líka að sjá aukningu í því að fólk er meira tilbúið að beita því og nota þetta sem það er með.\nVið höfum lengi fengið fregnir af hnífaárásum og þess háttar í miðborginni, en að byssu sé beitt er annar handleggur.\nJá, þetta er mikið áhyggjuefni og okkur líst ekki á hver þróunin er í þessum málum, þetta er eitthvað sem þarf að setjast yfir og skoða sérstaklega ef þetta er það sem við erum að fara að sjá í auknum mæli.\n","summary":"Þrír karlar eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins vegna skotárásar í miðborg Reykjavíkur í nótt. Sá sem skotið var á er ekki í lífshættu. Þetta er önnur skotárásin í Reykjavík á þremur dögum og segir aðstoðaryfirlögregluþjónn það aukast að fólk sé vopnað og reiðubúið að beita þeim - það sé áhyggjuefni."} {"year":"2022","id":"159","intro":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar eldsvoða í sumarbústað á Hólmsheiði skammt fyrir utan Reykjavík í gær. Lögregla vill ekkert segja til um málsatvik á þessu stigi.","main":"Sumarhúsið, sem stendur við Lynghólsveg á Hólmsheiði, var alelda en mannlaust þegar slökkvilið kom á staðinn rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í gær. Sjónarvottur sem fréttastofa ræddi við í gær sagði að í fyrstu hefði reyk lagt upp af sumarbústaðnum en síðar hefði orðið sprenging í honum. Um fjórar klukkustundir tók að ráða niðurlögum eldsins og í kjölfarið var vettvangurinn afhentur lögreglu.\nSamkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var þó ein kona á vettvangi þegar slökkviliðið bar að garði en hún virðist hafa komist úr bústaðnum af sjálfsdáðum.\nÁ myndbandi sem sýnt var í kvöldfréttum sjónvarps í gær sjást lögreglumenn fjarlægja konuna af vettvangi og virtist hún handjárnuð þegar hún var færð inn í lögreglubílinn.\nLögregla verst allra fregna af málinu. Stella Mjöll Aðalsteinsdóttir fulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að málið sé í rannsókn en engar upplýsingar verði veittar að svo stöddu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"159","intro":"Svisslendingurinn Marco Odermatt stóð undir væntingum og vann gullið í stórsvigi karla á Vetrarólympíuleikunum í Kína í morgun. Sturla Snær Snorrason átti að keppa í greininni en af því varð ekki þar sem hann hefur ekki jafnað sig eftir að hafa veikst af kórónuverunni.","main":"Andri Stefánsson fararstjóri íslenska hópsins í Kína segir að of skammt sé liðið frá því að Sturla losnaði úr einangrun eftir Covid smitið og því hafi verið ákveðið að Sturla einbeitti sér að keppni í svigi sem verður á miðvikudaginn. Keppnin í stórsviginu í nótt var ein sú mest spennandi í áraraðir. Eftir báðar ferðir keppenda var Svisslendingurinn Marco Odermatt aðeins 19 sekúndubrotum á undan Slóvenanum Zan Kranjets sem varð annar.\nÍ fyrsta skipti frá setningu leikanna snjóaði á skíðasvæðinu í morgun, í raun svo mikið að fresta þurfti seinni ferðinni í stórsviginu um tvo tíma því lélegt skyggni þótti ógna öryggi keppenda. Þá voru æfingar felldar niður fyrir brunkeppni kvenna. Þetta hafði þau áhrif að seinkun varð á útsendingum frá öðrum greinum á RÚV en dagskráin er þó komin í eðlilegt horf núna. Nú klukkan 13 hefst bein útsending frá leik Bandaríkjanna og Þýskalands í íshokkí karla á RÚV.\nEvrópumeistarar Chelsea urðu í gærkvöld heimsmeistarar félagsliða í fótbolta í fyrsta sinn eftir 2-1 sigur á Suður Ameríkumeisturum Palmeiras frá Brasilíu í úrslitaleik. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og skoraði Kai Havertz sigurmark Chelsea úr vítaspyrnu þegar þrjár mínútur voru eftir af framlengingunni.\nManchester City náði 12 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi með 4-0 sigri á Norwich. Liverpool sem er í 2. sæti á tvo leiki til góða og mætir Burnley í dag.\nKvennalið ÍBV í handbolta lék fyrri leik sinn gegn Costa del Sol Malaga í 8-liða úrslitum Evrópubikarsins í gær og tapaði með 11 marka mun, 34-23. Báðir leikir liðanna eru leiknir á Spáni og sá síðari í dag klukkan 17.\nFram jók forystu sína á toppi úrvalsdeildar kvenna í handbolta í þrjú stig í gærkvöldi með sigri á Haukum í spennandi leik, 24-23. Fram er með 23 stig á toppnum, þremur meira en Valur og á leik til góða.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"160","intro":"Rússar eru í stakk búnir til þess að gera innrás í Úkraínu á hverri stundu að sögn stjórnvalda í Bandaríkjunum. Mörg ríki hafa beðið alla ríkisborgara að yfirgefa Úkraínu, til dæmis Bretar, Norðmenn og Danir.","main":"Seint í gær kom þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna Jake Sullivan fram á fundi með fréttamönnum í Hvíta húsinu og sagði nýjar upplýsingar benda til þess að Rússar hafi nú getu til þess að ráðast inn í Úkraínu ef og þegar slík skipun kæmi frá Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Sullivan vildi ekki ræða þessi nýju gögn í smáatriðum en sagði að áfram væri að fjölga í herliði Rússa á landamærunum og þeirra mat væri að innrás myndi líklega hefjast á loftárásum.\nAny American in Ukraine should leave as soon as possible and in any event in the next 24 to 48 hours.\nHver einasti Bandaríkjamaður í Úkraníu ætti að fara þaðan við fyrsta tækifæri, helst á næsta sólahring eða tveimur sagði Sullivan í gærkvöld. Bandaríkjastjórn hefur sagt að það sér alveg skýrt að herinn verði ekki sendur inn í Úkraínu til aðstoðar ríkisborgurum ef kemur til átaka. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tók í sama streng á fundi með fréttamönnum á Fiji, þar sem hann er í opinberri heimsókn.\nWe're in the window when a Russian invasion could start at any time if President Putin so decides. That includes in the coming days.\nBlinken segir að nú gæti innrás Rússa hafist hvenær sem er, þar með talið á næstu dögum.\nWe don't know whether President Putin has made that decision. But we do know that he has put in place the capacity to act on very short notice.\nHann tók fram að Bandaríkjamenn viti ekki hvort að Pútín sé búinn að taka ákvörðun um að ráðast inn, en þeir viti þó að herinn sé nú í stakk búinn til þess að bregðast við skipunum með mjög stuttum fyrirvara. Blinken segist þó enn vona að rússnesk stjórnvöld velji samræður og diplómasíu í stað þess að grípa til vopna.\n","summary":"Stjórnvöld í Bandaríkjunum segja Rússa í stakk búna til þess að gera innrás í Úkraínu á hverri stundu. Fjöldi ríkja hefur ráðlagt ríkisborgurum sínum að yfirgefa Úkraínu. Utanríkisráðherra segir vitað um átta Íslendinga þar í landi, þeim er ráðlagt að vera á varðbergi. "} {"year":"2022","id":"160","intro":"Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að tilnefna Carrin Patman, sem vann fyrir forsetaframboð Bidens og studdi það fjárhagslega, sem næsta sendiherra á Íslandi. Síðustu þrír sendiherrar hafa allir verið bakhjarlar Bandaríkjaforseta.","main":"Bandaríkjaforseti hefur það hlutverk að skipa sendiherra og öldungadeild þingsins yfirheyrir og staðfestir tilnefningarnar. Síðustu áratugi hafa þægilegri sendiherrastólar gjarnan farið til stuðningsfólks forseta, segir Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði.\nÍ dag líta þau á þetta sem svona ákveðna bitlinga þannig að þau samþykki þá sem hinn flokkurinn skipar vegna þess að þau vita að það kemur að sér einhvern tímann. Þannig það ríkir í raun almenn sátt um þetta á þingi? Já, pólitíkin virðist vera sátt við þetta en þau sem starfa innan utanríkisþjónustunnar og vinna sig upp þar inni, það er töluverð gagnrýni þaðan og auðvitað líka frá ýmsum eftirlitsstofnunum. Fólk gagnrýnir það að þú getir keypt þér embættið.\nBiden hefur nú tilnefnt um 90 sendiherra. Þar af má segja að um sextíu til sjötíu prósent hafi verið pólitískt valin.\nÞetta er auðvitað talið svolítið gagnrýnivert vegna þess að það er ekkert sem segir að þetta fólk hafi hæfni til að gegna þessum embættum. Það kemur ekkert alltaf vel út fyrir Bandaríkin þegar illa upplýstir eða slæmir stjórnendur eru starfandi í sendiráðum á erlendri grundu.\n","summary":"Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt nýjan sendiherra á Íslandi. Síðustu þrír sendiherrar hafa allir verið bakhjarlar forseta."} {"year":"2022","id":"160","intro":"Forystumenn í verkalýðshreyfingunni gagnrýna þá ákvörðun stjórnar Icelandair að leggja til við aðalfund í næsta mánuði að æstu stjórnendur fyrirtækisins fá bónusgreiðslur og kaupaukarétt. Stjórnarformaður Gildis lifeyrissjóð segir sjónarmiðið skiljanlegt.","main":"Bónusarnir geta numið fjórðungi af árslaunum og verðmæti hlutabréfanna sem kaupendur gætu fengið forrrétt að nemur um tveimur milljörðum króna. Hækki bréfin njóta stjórnendur góðs að. Hagnaður bankanna er einnig þyrnir í augum margra í launþegahreyfingunni,\nArionbanki hagnaðist um 28 og hálfan milljarð króna. Lagt er til að bankinn greiði 22 og hálfan milljarð króna í arð.\nVið segjum kannski að bónusgreiðslur eða kaupaukagreiðslur eigi ekki rétt á sér en að þær séu hóflegar og það sé gagnsætt kerfi og að það endurspeglist að einhverju leyti að því að fastlaunahlutinn sé lægri. Þannig að ég held að hvað það varðar hafi afstaða Gildis og raunar sá hluthafa sem hefur gengið lengst í því að veita aðhald í slíkum málum.\nSegir Gylfi Gíslason stjórnarformaður Gildis lifeyrissjóð en sjóðurinn á tæp 9 prósenta hlut í Arionbanka.\nEn nú þegar kjarasamningar blasa við í haust að þá heyrir maður sterka undiröldu frá launþegahreyfingunni sem finnst þetta ekkert hóflegt sem er verið að fara framá? Nei þetta er auðvitað í sjálfu sér finnast þetta skiljanlegt sjónarmið. Afstaða lífeyrissjóðsins getur ekki verið að horfa á kjarasamninga heldur er hlutverk hans að ávaxta fé sjóðfélaganna. Okkur hefur þótt sumt af þessu vera óhóflegt, svo það sé alveg sagt og sú afstaða okkar mun örugglega birtast þar sem það á við á hluthafafundum og aðalfundum sem framundan eru.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"160","intro":"Sturla Snær Snorrason, skíðamaður, keppir ekki í stórsvigi á Vetrarólympíuleikunum í Beijing í nótt. Hann greindist með kórónaveiruna fyrr í ferðinni og hefur ekki jafnað sig nægilega.","main":"Sturla Snær greindist með veiruna á laugardaginn var en losnaði ekki úr einangrun fyrr en í gær. Eftir skoðun var ákveðið að hann myndi ekki keppa í stórsviginu eftir svona langa einangrun.\nSagði Andri Stefánsson, fararstjóri íslenska hópsins. Stórsvigið er fyrri keppnisgrein Sturlu á leikunum en hann er líka skráður í svig en keppt verður í svigi aðfararnótt miðvikudags. Öll tíðindi dagsins frá leikunum má finna á ruv.is þar sem einnig er streymi frá öllum útsendingum RÚV frá keppni dagsins.\nTveir leikir voru í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöldi. Íslandsmeistarar Þórs Þorlákshafnar tylltu sér á topp deildarinnar þegar liðið vann Keflavík örugglega með 114 stigum gegn 89. Þórsarar eru nú með 24 stig, tveimur meira en Njarðvík og fjórum meira en Keflavík, en bæði lið eiga leik til góða. Breiðablik vann svo þriðja leik sinn í röð þegar liðið skellti Grindavík í Kópavogi með 104 stigum gegn 92. Breiðablik er komið í 7. sæti deildarinnar en Grindavík er sæti ofar.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"160","intro":"Slökkvilið Akureyrar hefur gert alvarlegar athugasemdir við eldvarnir í dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Bæjarstjórinn segir aðgerðir við endurbætur þegar hafnar en ágreiningur er um hver eigi að bera kostnaðinn.","main":"Slökkviliðið hefur varað Akureyrarbæ við yfirvofandi lokun Austurbyggðar 17, húsnæðis hjúkrunar- og dvalaheimilisins Hlíðar, vegna ófullnægjandi eldvarna. Lagður var fyrir bæjaryfirvöld listi yfir verkefni sem þarf að leysa hið fyrsta. Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri segir þegar hafa verið brugðist við.\nÞað er byrjað að leysa úr einhverjum af athugasemdunum og aðrar þurfa aðeins meiri vinu við. En við tökum þetta mjög föstum tökum og að sjálfsögðu mjög alvarlega.\nÞað er ágreiningur um hver skuli greiða fyrir þessar endurbætur, en Heilsuvernd tók við rekstri Hliðar á síðasta ári. Akureyrarbær á húsnæðið en hefur ekki fengið leigutekjur eftir að bærinn hætti að reka dvalarheimili. Samkvæmt samningum við ríkið greiðir Heilsuvernd ekki húsaleigu enn sem komið er.\nLögum samkvæm er kostnaðarskipting við viðhald á hjúkrunarheimilum 85 prósent ábyrgð ríkisins og 15 prósent ábyrgð sveitarfélagsins. Það hafa ekki borist nein viðbrögð frá ríkinu, við erindum sem við höfum sent inn, varðandi húsnæðismál í Hlíð.\nÞví sé það heldur hart að krefjast þess að bærinn borgi fyrir viðhald á húsnæði sem hann hefur engar tekjur af lengur.\nHafið þið verið í viðræðum til dæmis við Heilsuvernd beint? Já, já, við eigum gott samtal við Heilsuvernd og góð samskipti við þá og við höfum verið saman að vinna að undirbúningi að framkvæmdum.\n","summary":"Brunavarnir á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri eru ófullnægjandi og er deilt um hver á að bera kostnaðinn af endurbótum. "} {"year":"2022","id":"160","intro":"Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að nýta eigi innlenda orku til að bæta lífskjör þjóðarinnar og draga þurfi línu í sandinn þegar rætt er um stórfelldan útflutning orku. Hún segir að taka þurfi höndum saman og byggja fleiri íbúðir en hætta að rífast og leita að sökudólgi.","main":"Já, komiði sæl. Ég vona að þið heyrið í mér héðan að heiman. Staðan á mér er sú að yngsti drengurinn minn greindist með covid 1. febrúar og síðan þá hafa allir sambýlismenn mínir greinst og svo kom að því í gærkvöldi að ég fékk niðurstöðu úr PCR prófi og greindist.\nÞetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður VG í upphafi flokksráðsfundar VG í morgun og þess má geta að Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður flokksins er einnig með covid og því heldur ekki á fundarstað. Og faraldurinn var fyrsta umfjöllunarefni hennar því nú þegar sæi fyrir endann á faraldrinum þyrfti að taka utan um viðkvæma hópa og þá sem orðið hafa fyrir skakkaföllum vegna faraldursins. Einnig nefndi hún framhaldsskólanema sem farið hefðu á mis við félagslega þáttinn í menntaskólalífinu, en hann væri mikilvægur liður í því að verða manneskja. Þá væri endurskoðun örorkulífeyriskerfisins framundan sem eigi að verða mikil bót og áfram verði unnið í geðheilbrigðismálum. Katrín lagði áherslu á að ríkissjóður eigi von á ríkulegum arðgreiðslum frá bönkunum sem nýta eigi meðal annars til félagslegrar uppbyggingar og hún kallaði eftir því að arðbær fyrirtæki legðu sinn réttláta skerf inn tíl uppbygginguna eftir faraldurinn. Verðbólgan væri vissulega áhyggjuefni, en benti, eins og fjármálaráðherra hefur einnig gert, á að vextir nú væru þeir söömu fyrir fyrir faraldur og væru lágir í sögulegu samhengi. Forsætisráðherra lagði áherslu á húsnæðismálin í ræðu sinni. Sjaldan hafi verið byggt meira en undanfarin tvö ár og sífellt fleiri hafi verið að kaupa í fyrsta sinn, þá hafi um þriðjungur þess húsnæðis sem byggt hafi verið komið til vegna aðgerða stjórnvalda. Með nýju innviðaráðuneyti séu sóknarfæri í þessum efnum, en töluvert vanti upp á að uppfylla húsnæðisþörf. Byggja þurfi meira.\nOg það verkefni er allt of mikilvægt til að eyða tímanum í að leita að sökudólgi eða eitthvert rifrildi um það. Við eigum bara að taka höndum saman og ganga í þetta verk. Ég var í þessari viku að setja af stað framhalds átakshóp í húsnæðismálum og við höfum þar endurnýjað samstarf sem er milli ríkis, sveitarfélaga, heildarsamtaka á vinnumarkaði og atvinnurekenda. Markmiðið er að leggja mat á stöðun og leggja fram tillögur að frekari umbótum.\nHvað orkuskipti varðar sagði Katrín frumskylduna vera við íslenskan almenning í nútíð og framtíð. Ná þurfi orkuskiptum í öllum geirum og fá þurfi raunhæft mat á orkuþörf, vinna við slíkt sé í gangi í gangi í umhverfis-, okru- og loftslagsráðuneytinu. Í framhaldinu þurfi að marka pólitíska stefnu.\nEn við eigum að tryggja það að okkar orka nýtist fyrst og fremst til að bæta lífskjör okkar. Það er okkar frumskylda. Þannig að þegar rætt er um stórfelldan útflutning á innlendri orku til erlendra aðila þá tel ég að við þurfum að draga línu í sandinn og marka þessa skýru forgangsröðun í okkar pólitík.\n","summary":"Forsætisráðherra segir að draga þurfi línu í sandinn þegar rætt sé um stórfelldan orkuútflutning því nýta eigi orkuna til að bæta lífskjör þjóðarinnar nú og í framtíð. Katrín ávarpaði flokksráð VG að heiman þar sem hún er með covid."} {"year":"2022","id":"161","intro":"Fjármála- og efnahagsráðherra hefur samþykkt tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu eignarhluta ríkisins á Íslandsbanka. Reiknað er með að ríkið selji allan eignarhlut sinn fyrir lok næsta árs.","main":"Tillaga bankasýslunnar snýr að sölu á þeim 65 prósenta hlut sem ríkið á enn í Íslandsbanka. Lagt er til að salan fari fram í nokkrum áföngum á næstu tveimur árum. Í greinargerð Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra segir að helstu markmið með sölu ríkisins á hlutum þess í bankanum séu meðal annars að minnka áhættu ríkisins af svo stórum eignarhlut í fjármálakerfinu, að stuðla að fjölbreyttu, heilbrigðu og dreifðu eignarhaldi til lengri tíma, að auka fjárfestingarmöguleika fyrir innlenda einstaklinga og fagfjárfesta, og að minnka skuldsetningu eða auka svigrúm ríkisins til samfélagslega arðbærra fjárfestinga. Dæmi um slíkar fjárfestingar eru uppbygging nýs Landspítala, fjárfestingar í stafrænum innviðum og vegaframkvæmdir. Vegna betri skuldastöðu ríkisins í lok árs 2021 segir ráðherra bæði mögulegt og æskilegt að nota söluandvirðið til samfélagslegra fjárfestinga.\nÞegar 35 prósenta hlutur ríkisins í bankanum var seldur síðastliðið sumar var hver hlutur seldur á 79 krónur. Söluandvirði hlutanna nam 55,3 milljörðum króna. Lokaverð á hvern hlut 31. janúar var 123,2 krónur, sem þýðir að ef 25 prósenta hlutur yrði seldur á núvirði væri markaðsvirði þess um 61,5 milljarðar.\nEftir að umsagnir nefndanna og formleg umsögn frá Seðlabanka Íslands um jafnræði bjóðenda, líkleg áhrif sölu á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða og laust fé í umferð, liggja fyrir verður tekin endanleg ákvörðun um hvort sölumeðferð verði hafin. Ráðherra getur gert breytingar á einstökum þáttum í fyrirhugaðri sölumeðferð, meðal annars að teknu tilliti til athugasemda nefndanna við greinargerðina.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"161","intro":"Samkomutakmarkanir verða rýmkaðar úr 50 manns í 200 manns frá og með miðnætti og reglur um sóttkví verða afnumdar í dag, sem þýðir að tæplega tíuþúsund manns losna þar með úr sóttkví. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun.","main":"Ríkisstjórnin ákvað í morgun að taka annað skrefið af þremur í afléttingaráætlun vegna faraldursins.\nSegir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Fólk þarf því ekki að fara í sóttkví þótt það sé nálægt smituðum einstaklingi, heldur fara gætilega og fara í próf ef einkenna verður vart. Víða í löndunum í kring hefur öllum hömlum verið aflétt. Willum segir að ekki hafi verið rétt að taka slíkt skref núna.\nWillum segir að heilbrigðiskerfið eigi að ráða við þessa stöðu. Veitingastaðir mega hafa opið til miðnættis og eiga allir gestir að vera farnir klukkan eitt. Þá segir hann hóp vera skoða breytingar á landamærunum og býst við breytingum í þeim efnum. Aðspurður hvort til standi að semja við Íslenska erfðagreiningu um að aðstoða við að greina sýni segir hann:\n","summary":null} {"year":"2022","id":"161","intro":"Verkfræðingur telur að víða um land eigi enn eftir að virkja jarðhita sem nýta mætti til hitaveituvæðingar. Íslendingar séu aftarlega á merinni að nýta varmadælur og virkja þannig lághita sem geti skilað miklum verðmætum.","main":"Jarðhiti er vannýttur á Íslandi að mati verkfræðings sem lengi hefur unnið við jarðhitaleit. Góð von sé um heitt vatn fyrir Ísafjörð, Bolungarvík, Djúpavog, Seyðisfjörð, Bakkafjörð og fleiri staði. Íslendingar séu of fljótir að gefast upp og aftarlega á merinni að nýta jarðhita með varmadælum.\nFriðfinnur K. Daníelsson verkfræðingur stýrir borþjónustunni Alvarr og hefur lengi verið einn helsti jarðhita- og vatnsleitarmaður Íslands. Hann telur að víða um land hafi fundist von um jarðhita sem gæti nýst til að hitaveituvæða heilu þorpin sem ekki veiti af nú þegar orkuskortur er til vandræða.\nÍslendingar eru ekki að standa sig nógu vel í jarðhitaleit eða nýtingu jarðhita. Hvorugt. Það er jarðhiti við útidyrnar hjá Ísfirðingum, það er jarðhiti inni í Syðri-dal fyrir innan Bolungarvík, það er jarðhiti á Djúpavogi. Þetta er allt saman þekkt.\nÞar til viðbótar nefnir hann Bakkafjörð og jafnvel Seyðisfjörð þar sem finna mætti volgt vatn til að knýja varmadælur, en þær þjappa saman hita og gera hann nýtilegan.\nÁ meðan Norðmenn og Svíar geysast áfram með alls konar lausnir í sínum köldu löndum þá erum við eiginlega bara mjög aftarlega á merinni að hugsa eitthvað út fyrir þetta. Ef það er ekki 70 stiga og bara mjög nálægt byggðakjarnanum sem á að hita upp, þá er allt ómögulegt, engir peningar og allir labba í burtu. Og það er hvergi nokkurs staðar lítið sveitarfélag sem hefur þekkingu eða mannskap að standa í einhverju svona og áhættunni. Hvert á það að leita?\nHann telur að fyrirkomulagið í kringum Orkusjóð, sem á að styðja jarðhitaleit, hafi ekki reynst nógu vel. Lítið sé í sjóðnum, og sveitarfélögin illa í stakk búin til að vinna þá vinnu sem þarf til að fá peninga þaðan. Heppilegra væri ef Landsvirkjun eða RARIK væri falið að halda utan um orkuöflun með jarðhita þar sem engar orkuveitur eru fyrir.\nEn samt sem áður þá eru menn alltaf að vinna með verklag númer eitt frá 1950. Og þegar okkar ágætu jarðfræðingar komu einhvers staðar að og fundu ekki vatn í fyrsta skoti þá er bara gefist upp og hætt. Það var ekki nógu heitt, engar lausnir, engar tilraunir til eins eða neins. Við sitjum enn þá þarna.\n","summary":"Verkfræðingur telur að víða um land eigi enn eftir að virkja jarðhita sem nýta mætti til hitaveituvæðingar. Íslendingar séu aftarlega á merinni að nýta varmadælur og virkja þannig lághita sem geti skilað miklum verðmætum. "} {"year":"2022","id":"161","intro":"Cressida Dick, sem gegnt hefur starfi lögreglustjóra í Lundúnum í tæp fimm ár, sagði af sér í gær. Vantraustsyfirlýsing frá borgarstjóranum var kornið sem fyllti mælinn en hann sagðist ekki treysta leiðtogahæfni hennar eftir ýmis umdeild mál sem hafa komið upp.","main":"Cressida Dick var skipuð í lögreglustjóraembættið árið tvö þúsund og sautján og var fyrst kvenna til að gegna því. Undanfarnar vikur og mánuði hafa hins vegar komið upp mál sem hafa veikt stöðu hennar.\nSöruh Everard var rænt og nauðgað áður en hún var myrt af starfandi lögreglumanni í mars í fyrra. Lögreglan var gagnrýnd fyrir að taka ekki á málinu fyrir morðið, þar sem morðinginn hafði sýnt óeðlilega hegðun skömmu fyrir atvikið.\nÍ byrjun þessa mánaðar birtist skýrsla frá eftirlitsskrifstofu lögreglunnar um eitraðan starfsanda innan lögreglunnar sem einkenndist af kynþáttafordómum, kvenfyrirlitningu, eineltistilburðum og kynferðislegri áreitni. Dick hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki á þessu.\nÞá eru þrjár vikur síðan lögreglan tilkynnti að hafin yrði rannsókn á meintum sóttvarnarbrotum Boris Johnson forsætisráðherra. Það varð til þess að rannsóknarskýrsla sem forsætisráðuneytið bað um gat ekki birt allar niðurstöður sínar, því þær gætu haft áhrif á lögreglurannsóknina.\nCressida Dick hafði sagt fyrri part dags í útvarpsviðtali að hún ætlaði að sitja sem fastast og uppræta fordóma og eineltismenningu innan lögreglunnar. Borgaryfirvöld létu hana hins vegar vita að áætlun hennar í þeim efnum væri ekki fullnægjandi.\nDick sagði í yfirlýsingu að það væri ljóst að borgarstjórinn hefði ekki nægilegt traust á leiðtogahæfni hennar, til þess að hún gæti haldið áfram sem lögreglustjóri. Því myndi hún segja af sér. Hún gegnir hins vegar starfinu áfram tímabundið þangað til nýr lögreglustjóri hefur verið ráðinn.\nBorgarstjórinn, Sadiq Khan, samþykkti uppsögnina og sagði að eina leiðin til að koma á breytingum væri að skipta um leiðtoga.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"161","intro":"Tveir menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna skotárásar í Grafarholti í fyrrinótt. Hvorugt þeirra sem varð fyrir skoti er í lífshættu.","main":"Skotið var á karl og konu á þrítugsaldri utandyra í Grafarholti á fjórða tímanum aðfaranótt fimmtudags og særðust bæði, annað þó alvarlegar en hitt. Fáeinum klukkustundum síðar var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn á Miklubraut og annar á svipuðum aldri handtekinn skömmu síðar. Lögreglan lagði hald á skammbyssu sem talið er að hafi verið notuð í árásinni og einnig bíl. Mennirnir voru færðir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir hádegið, en lögreglan fór fram á að þeir yrðu úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald og varð dómari við þeirri kröfu. Annar þeirra hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Landsréttar. Fleiri hafa ekki verið handteknir að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns og segir hann að fólkið sem skotið var á sé ekki talið í lífshættu. Hinir handteknu hafa báðir komið við sögu lögreglu áður, en hitt fólkið ekki, svo vitað sé. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar er konan sem skotið var á fyrrverandi kærasta meints skotmanns og hinn þolandinn núverandi kærasti.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"161","intro":"Snorri Einarsson var níutíu prósent ánægður með daginn eftir að hafa lokið 15 kílómetra skíðagöngu á Vetrarólympíuleikunum í Beijing í morgun. Þá keppti Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir í risasvigi sem var hennar þriðja og síðasta grein á leikunum.","main":"Hólmfríður hafnaði í 32. sæti í risasvigi kvenna í nótt sem var lokagrein hennar af þremur á leiknum.\nÞetta var ótrúlega gaman en ég gerði stór mistök í erfiðri hægri beygju. Ég hélt þá að ég væri að fara út úr en ég náði að bjarga því. En bara ótrúlega gaman að koma í mark í risasvigi\n, eitthvað sem ég bjóst kannski ekki við ég væri að fara keppa í á Ólympíuleikum þannig ég er bara mjög sátt við það.\nÞetta voru hennar fyrstu leikar og hún segir upplifunina hafa verið góða. Þá stefnir hún ótrauð á næstu leika sem verða á Ítalíu 2026.\nÉg stefni klárlega á það. Þetta er bara búið að vera svo ótrúlega gaman að ég væri mjög til í að fara aftur. Næst er 2026 í Cortina\n, ég gæti ekki ímyndað mér betra svæði að fara á Ólympíuleika.\nSnorri Einarsson keppti í 15 kílómetra skíðagöngu. Hann gerði vel og hafnaði í 36. sæti af 99 keppendum, en þegar RÚV náði tali af honum var ekki orðið ljóst hvaða sæti hann myndi enda í enda var hann framarlega í rásröðinni.\nÉg er níutíu prósent ánægður með daginn en þetta var ekki alveg fullkomið, en það eru nú ekki allar keppnir svoleiðis.\u001eÉg fékk náttúrulega færið og veðrið sem mig langaði í síðar, vind og kulda.\nsvo ég hlakka til þarna 50..\nSnorri keppir næst með Isak Stianson Pedersen í liðakeppni í spretti á miðvikudaginn. Núna klukkan tíu mínútur fyrir eitt hefst keppni í magasleða karla á leikunum á RÚV. Fjölmargar útsendingar verða svo frá og með miðnætti frá áttunda keppnisdegi leikanna.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"161","intro":"Bankastjóri Arion banka segir að gangi sala á Kísilveri í Helguvík ekki eftir gæti komið til þess að verksmiðjan verði tekin niður.","main":"Kísliverið í Helguvík stendur enn óstarfhæft. Arion banki var stærsti kröfuhafi verkefnisins og tók yfir kísilverið með það fyrir augum að selja verksmiðjuna þegar hún væri orðin starfhæf að nýju. Rúnar Sigurpálsson forstjóri PCC á Bakka hefur lýst yfir áhuga á kaupum og eru viðræður yfirstandi en hann segir engar ákvarðanir hafa verið teknar í þeim málum. Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka.\nMikil andstaða hefur ríkt hjá íbúum í nágrenni við verksmiðjuna vegna mengunar sem frá henni streymdi meðan hún var starfrækt. Um 350 athugasemdir frá einstaklingum bárust við frummatsskýrslu um áformaða endurræsingu á kísilverinu í Helguvík fyrir tveimur árum. Öll lögðust gegn endurræsingu. Benedikt segir að gangi salan ekki eftir þurfi að skoða aðrar leiðir.\n","summary":"Bankastjóri Arion banka segir að gangi sala á Kísilveri í Helguvík ekki eftir gæti komið til þess að verksmiðjan verði tekin niður."} {"year":"2022","id":"161","intro":"Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir mikilvægt að bankarnir leggi sitt af mörkum í aðstoð við að komast út úr heimsfaraldrinum. Arðgreiðslur sem ríkið fær vegna bankanna eigi að renna að hluta til félagslegra aðgerða vegna faraldursins.","main":"Lilja Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hefur talað um að mögulega ætti að endurvekja bankaskattinn ef bankarnir finna ekki leið til að nýta hluta mikils hagnaðar til að létta undir með heimilum, sérstaklega tekjulágra og ungs fólks og fyrirtækjum. Forsætisráðherra vill að bankarnir taki þátt í enduruppbyggingunni.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"161","intro":"Stjórn Icelandair vill veita æðstu stjórnendum fyrirtækisins kaupaukarétt og bónusa. Forseti Alþýðusambands Íslands segir að algert rof sé að verða milli æðsta lagsins í fyrirtækinu og almennra starfsmanna.","main":"Æðstu stjórnendur Icelandair geta fengið kauprétt að hlutabréfum fyrir tvo milljarða króna og þar að auki 25 prósenta bónusa ofan á laun sín samkvæmt tillögu stjórnar. Forseti ASÍ segir þetta minna á árin fyrir hrun.\nStjórn Icelandair leggur til við aðalfund fyrirtækisins í byrjun næsta mánaðar að tekið verði upp bónuskerfi og kaupréttarkerfi fyrir æðstu stjórnendur fyrirtækisins. Stjórnin segir að í þessu felist hvatning fyrir stjórnendur til að standa sig framúrskarandi vel og um leið sé dregið úr hættu á að þeir hætti með skömmum fyrirvara. Samkvæmt tillögunum geta stjórnendur fengið árlegan bónus sem nemur fjórðungi af launum þeirra. Þeir geta svo á þremur árum keypt samanlagt 900 hluti sem nú eru metnir á tvo milljarða króna. Hækki bréfin geta stjórnendur hagnast á því en standi verðmæti félagsins í stað eða fellur geta þeir sleppt því að nýta kaupréttinn.\nDrífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að algjört rof sé að verða milli æðsta lagsins í fyrirtækinu og almenns starfsfólks sem haldi því gangandi.\nMér rennur kalt vatn milli skinns og hörunds að upplifa það að við séum komin í svona fyrirhrunsástand aftur. Það eru farnar að berast fréttir af því að okkar viðskiptasnillingar séu svo verðmætir að til þess að fólk erlendis fái þá ekki til vinnu, þá þurfi að mylja undir þá.\nHún rifjar upp harðvítuga kjaradeilu Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. Starfsfólk hafi gefið mikið eftir.\nÞannig að flugfreyjur og fólkið sem heldur þessu gangandi frá degi til dags tekur á sig skellinn frá degi til dags. Auk þess hefur Icelandair verið dæmt brotlegt vegna þess að þeir fóru ekki eftir starfsaldursröð í tengslum við endurráðningar.\nÞar að auki sé annað dómsmál í gangi vegna uppsagnar trúnaðarmanns. Hún segir nær að almennt launafólk fremur en stjórnendur njóti góðs af ef félagið hefur peninga afgangs til að bæta kjör.\n","summary":"Stjórn Icelandair vill veita æðstu stjórnendum fyrirtækisins kaupaukarétt og bónusa. Forseti Alþýðusambands Íslands segir að algert rof sé að verða milli æðsta lagsins í fyrirtækinu og almennra starfsmanna."} {"year":"2022","id":"162","intro":"Atvinnuleysi í janúar mælist 5,2 % og jókst um 0,3% frá fyrri mánuði. Atvinnuleysi mælist mest á Suðurnesjum og eru heldur fleiri karlar en konur atvinnulausir. Þetta kemur fram í janúarskýrslu Vinnumálastofnunar.","main":"9,5 prósenta atvinnuleysi er á Suðurnesjum sem er mun meira en í nokkrum öðrum landshluta. Næstmesta atvinnuleysið er á höfuðborgarsvæðinu eða 5,3 prósent. Atvinnuleysi hefur aukist lítillega á milli mánaða í öllum landshlutum en var minnst á Norðurlandi vestra 2,5%, og á Austurlandi og Vestfjörðum þar sem það mælist 2,9 prósent. Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist á milli mánaða hefur það minnkað mikið frá janúar í fyrra þegar það mældist 11,6 prósent. Langtímaatvinnulausum hefur fækkað talsvert á sama tímabili eða um 929. Mest fjölgaði atvinnulausum í gisti- og veitingaþjónustu en fækkaði hins vegar í farþegaflutningum með flugi og lítilsháttar í sjávarútvegi. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá var 42% í janúar og hefur aukist frá síðasta sumri þegar það var 40 prósent.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"162","intro":"Utanríkisráðherra Rússlands segir vesturveldin beita afarkostum í Úkraínudeilunni, sem engu skili. Utanríkisráðherra Breta segir ekki hægt að horfa framhjá hundrað þúsund manna herflutningum að landamærum Úkraínu. Rússar eru nú við heræfingar í Hvíta-Rússlandi.","main":"Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa undanfarna daga fundað um stöðuna í og við Úkraínu vegna herflutninga Rússa. Í morgun funduðu Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Elizabeth Truss utanríkisráðherra Bretlands í Moskvu.\nLavrov sagði að ekki væri hægt að komast neitt áfram með afarkostum, hótunum og skömmum, en því miður hafi vestrænir leiðtogar notað þessar aðferðir opinberlega.\nTruss sagði á móti að ekki væri hægt að horfa framhjá hundrað þúsund manna herflutningum að landamærum Úkraínu og tilraunum til að grafa undan sjálfstæði landsins.\nStríð í Úkraínu yrði hræðilegt fyrir Rússa, Úkraínumenn og öryggi í Evrópu, sagði Truss. Því þyrftu Rússar að kalla þessa hermenn til baka.\nTónninn var svipaður á fundi Jens Stoltenbergs framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í Brüssel. Stoltenberg benti ekki aðeins á herflutningana við landamæri Úkraínu, heldur einnig æfingar í Hvíta-Rússlandi, sem væru þær umfangsmestu síðan í kalda stríðinu.\nÞetta er hættulegur tími fyrir öryggi Evrópu. Rússneskum hermönnum fjölgar og viðbragðstími vegna hugsanlegrar árásar styttist, segir Stoltenberg.\nÆfingar Rússa í Hvíta-Rússlandi eiga að standa í tíu daga, og eru í suðurhluta landsins, nærri landamærunum að Úkraínu. Um þrjátíu þúsund rússneskir hermenn taka þátt í henni.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"162","intro":"Umboðsmaður Alþingis krefur heilbrigðisráðherra skýringa á hvers vegna hann fyrirskipaði 50 manna fjöldatakmarkanir við rýmkum sóttvarnarráðstafana í síðasta mánuði.","main":"Umboðsmaður Alþingis vill vita á hverju heilbrigðisráðherra byggði ákvörðun sína um áframhaldandi fjöldatakmarkanir. Slíkar skerðingar á réttindum borgaranna verði að rökstyðja sérstaklega.\nWillum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra rýmkaði sóttvarnaráðstafanir vegna covid í síðasta mánuði, meðal annars með því að rýmka fjöldatakmarkanir úr tíu manns í fimmtíu. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, skrifaði honum bréf í gær og óskaði upplýsinga um á hverju Willum byggði ákvörðun sína. Skúli sagði að þótt svo stjórnvöld mættu grípa til nauðsynlegra ráðstafana við ákveðnar aðstæður yrðu þau að rökstyðja að markmiðum yrði ekki náð með öðrum og vægari úrræðum. Umboðsmaður óskar því svara frá heilbrigðisráðherra um hvers vegna hann ákvað 50 manna fjöldatakmarkanir; hvaða gögnum og upplýsingum ráðherrann byggði ákvörðun sína á, hvort að hann hafi lagt sjálfstætt og heildstætt mat á tillögur sóttvarnalæknis og loks hvort að hann hafi leitað álits annarra sérfræðinga en sóttvarnalæknis. Nú stendur til að draga enn frekar úr sóttvarnatakmörkunum og þá vill umboðsmaður vita með sama hætti hvað liggur að baki þeim ákvörðunum.\n","summary":"Umboðsmaður Alþingis krefur heilbrigðisráðherra rökstuðnings fyrir því að fyrirskipa 50 manna fjöldatakmarkanir við rýmkum sóttvarnaráðstafana í síðasta mánuði. "} {"year":"2022","id":"162","intro":"Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Reykjavík í morgun eftir að skotið var á karl og konu í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt.","main":"Karlmaður og kona urðu fyrir skotárás í Grafarholti í Reykjavík í nótt. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í húsi við Miklubraut í morgun.\nFólkið sem varð fyrir skotárásinni dvelur nú á slysadeild Landspítalans. Þangað voru fólkið flutt eftir að skotið var á það utandyra í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt og gert að sárum þeirra. Fólkið er ekki í lífshættu. Lögreglan handtók karlmann á þrítugsaldri í húsnæði við Miklubraut í Reykjavík í morgun. Lögreglan var með mikinn viðbúnað þar, eða eins og einn íbúinn lýsti því; það var allt fullt af lögreglu og sérsveitarmenn með alvæpni. Íbúar urðu aðgerða lögreglu varir um klukkan átta í morgun og fengu litlar skýringar á hvað væri að gerast. Það kom þó sumum íbúum ekki á óvart að sjá lögreglu því þar hefur búið um skeið maður sem lauk fyrir nokkru afplánun fangelsisdóms fyrir ofbeldisbrot. Það mun vera maðurinn sem var handtekinn í morgun. Lögreglan segir í tilkynningu að viðbúið sé að mál sem þetta vekji óhug hjá fólki en að almenningi sé ekki hætta búin vegna málsins, heldur sé hér um einstakt mál að ræða. Lögreglan boðar frekari upplýsingar um rannsókn málsins síðar í dag.\n","summary":"Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa sært karl og konu skotsárum í Grafarholti í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt. "} {"year":"2022","id":"162","intro":"Viðbúið er að fresta þurfi aðgerðum við Þingvallavatn til morguns. Vatnið er ísi lagt og ísinn of þykkur til þess að öruggt sé að fara með pramma um vatnið. Vonast er til að vind fari að hreyfa svo að ísinn brotni upp.","main":"Miklar froststillur á Þingvöllum í nótt urðu til þess að vatnið lagði. Ísinn er of þykkur til að unnt hafi verið að fara með pramma fyrir kafara út á vatnið til þess að ná upp líkum mannanna fjögurra sem fórust þegar flugvél þeirra hafnaði í vatninu fyrir viku síðan. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, býst við að fresta þurfi aðgerðum til morguns.\nStaðan er þannig hérna upp við stíflumannvirki Steingrímsstöðvar að víkin þar næst er auð en úti á vatninu er ísinn það þykkur að prammi sem á að nota að hann getur ekki farið um með tryggum hætti. Spáin er þannig að það á að byrja að blása fljótlega og þá mun ísinn byrja að brotna upp. Þá verður farið í að gera það sem stóð til að gera í morgun. Svo eru bara mörg ef í þessu og allt þarf að ganga upp. Þannig að við þurfum að eins að sjá hvernig dagurinn gerir sig. Mér finnst einhvern veginn líklegt að það frestist allar aðgerðir til morguns.\nEf aðgerðum verður frestað til morguns verður beðið til laugardags með að ná flugvélinni upp úr vatninu. Um fimmtíu manns eru á svæðinu, þar af um tuttugu kafarar, tilbúnir til að hefja aðgerðir um leið og fært verður. Frostið náði tuttugu stigum á Þingvöllum snemma í morgun og varla hreyfir vind. Áfram er spáð frosti og mjög hægum vindi.\nvið erum að sækja okkur sérstaka pramma til að brjóta ísinn til að halda rás opinni til að vindurinn nái í ísinn til að brjóta hann hraðar, segir Oddur. \u001eÞað er verið að bregðast við þessu eins og öðru sem kemur upp á. Við erum örugglega á þeim stað að það muni fleira tefja okkur.\n","summary":"Viðbúið er að fresta þurfi aðgerðum við Þingvallavatn til morguns. Vatnið er ísi lagt og ísinn of þykkur til þess að öruggt sé að fara með pramma út á vatnið. Vonast er til að vind fari að hreyfa svo að ísinn brotni upp."} {"year":"2022","id":"162","intro":"Landsvirkjun skerti enn frekar afhendingu rafmagns til stórnotenda í dag. Stjórnandi hjá atNorth gagnaverum segir traust til íslenskra gagnavera í hættu vegna raforkuskerðinga.","main":"Landsvirkjun tilkynnti í byrjun árs að skerða þyrfti afhendingu rafmagns til stórnotenda og segir það vegna lágrar stöðu í uppistöðulónum. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, segir óvíst hversu lengi ástandið mun vara. Það velti á tíðinni sem hafi verið erfið síðustu mánuði.\nÍ desember var gripið til aðgerða hjá fiskimjölsverksmiðjum en í dag verða frekari skerðingar sem álver, kísilver og gagnaver munu finna fyrir. Bjarni Már Gylfason hjá Rio Tinto á Íslandi segir skerðinguna sérstaklega bagalega á meðan álverð er hátt, draga þurfi úr framleiðslu sem nemi nokkrum þúsundum tonna. Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs atNorth gagnavera segir mesta tjónið vegna raforkuskerðingarinnar fyrir gagnaverin felast í orðspori íslands sem valkosts fyrir uppbyggingu gagnavera og trúverðugleiki þess iðnaðar hér á landi sé í hættu fyrir vikið.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"162","intro":"Austurríkismaðurinn Johannes Strolz varð í morgun Ólympíumeistari í alpatvíkeppni á vetrarólympíuleikunum í Beijing í Kína. Hann fetaði þar með í fótspor föður síns, Huberts Strolz sem varð Ólympíumeistari í alpatvíkeppni á vetrarólympíuleikunum í Calgary 1988.","main":"Í alpatvíkeppni fara keppendur fyrst eina ferð í bruni og svo aðra ferð í svigi. Það er svo samanlagður tími úr greinunum tveimur sem gildir. Í alpatvíkeppninni þurfa keppendur að vera nokkuð fjölhæfir í alpagreinum, því tvíkeppnin reynir bæði á hæfni í hraðagreinum og í tæknigreinum. Það er nokkuð sem austurríska Strolz fjölskyldan hefur greinilega náð góðum tökum á. Strolz var fjórði í bruninu en vann það upp með frábærri svigferð og náði besta tímanum í sviginu. Norðmaðurinn Aleksander Aamodt Kilde vann silfrið í tvíkeppninni í dag. Kærasta hans, hin bandaríska Mikaela Shiffrin hefur mikið verið í sviðsljósinu á Ólympíuleikunum í Beijing. Shiffrin sem er besta alpagreinakona dagsins í dag og ein stærsta stjarna leikanna féll úr leik bæði í svigi og í stórsvigi strax í fyrri ferð. Aamodt Kilde birti fallega færslu á Instagram í gær til stuðnings kærustu sinni áður en hann svo sjálfur vann silfur í alpatvíkeppninni.\nSpennan í 10 kílómetra göngu kvenna með hefðbundinni aðferð var æsispennandi. Hin norska Therese Johaug vann afar nauman sigur á Kerttu Niskanen frá Finnlandi.\nBæði Alþjóða Ólympíunefndin og rússneska Ólympíunefndin verjast fregna með skautakonuna Kamilu Valievu. Valieva sem er fimmtán ára og var í sigurliði Rússlands í liðakeppninni í listskautum er talin hafa fallið á lyfjaprófi. Verðlaunaafhendingin fyrir liðakeppni listskautanna hefur enn ekki farið fram, en keppni lauk 7. febrúar. Rússneska dagblaðið RBC hélt því fram í gær að í ljós væri komið að Valieva hefði notað ólöglega lyfið Trimetazidine. Það sé lyf sem notað sé vegna brjóstverkja eða hjartavandamála. Efnið hefur þó líka þá eiginleika að hjálpa til við að ná endurheimt og auka blóðflæði í líkamanum. Nokkuð sem WADA, Alþjóða lyfjaeftirlitið telur árangursbætandi og hefur á bannlista sínum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"162","intro":"Arion banki hagnaðist um tæpa 29 milljarða króna á síðasta ári. Bankinn skilaði síðasta ársfjórðungsuppgjöri sínu í morgun.","main":"Hagnaður Arion banka á síðasta ári nemur um 15% arðsemi af eiginfé sem er umtalsvert betri afkoma en síðustu ár. Benedikt Gíslason, bankastjóri, segir að rekstrinum hafi verið snúið við og settum markmiðum náð.\nOg arðsemin er núna komin í ágætis samanburð við norræna banka.\nHagnaðinum verði nú ráðstafað í útlánavöxt og frekari uppbyggingu.\nEn líka ætlum við að greiða okkar hluthöfum arð á árinu.\nHjá Arion banka starfa um 750 manns.\nEf þú ætlar að spyrja um kaupaukakerfið þá eru það um 5% af hagnaði ársins eð aum 1% af verðmætaaukningu em að bankinn naut á verðbréfamarkaði í fyrra.\nEn mun bankinn beita sér í því að bæta kjör viðskiptavina sinna í ljósi mikils hagnaðar síðasta árs?\nVið erum í harðri samkeppni um viðskipti á hverjum degi og við sjáum það að markaðurinn er mjög verðnæmur. Í fyrra þá var okkar íbúðalánasafn að stækka en um leið var um tæpur helmingur íbúðalánasafnsins endurfjármagnaður hjá okkur og örugglega líka í einhverjum tilfellum hjá öðrum bönkum líka, nú eða lífeyrissjóðum sem eru að keppa við okkur líka. Þannig að við keppum í harðri samkeppni um þessi við skipti á hverjum degi.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"162","intro":"Næstelsta kona heims óskar sér þess í afmælisgjöf að fá að yfirgefa jarðvistina fljótlega. Lucile Randon, betur þekkt sem Systir Andre, verður 118 ára í á morgun.","main":"Systir Andre er - að því er næst verður komist - elsta kona Frakklands, elsta kona Evrópu og sú næstelsta í veröldinni á eftir þeirri japönsku Kane Tanaka sem er 119 ára.\nLucile Randon fæddist 11. febrúar 1904 í Alès-héraði í suðurhluta Frakklands. Þá hafði Hannes Hafstein verið ráðherra í tíu daga en Íslendingar fengu heimastjórn 1. febrúar 1904. Fyrsta sumarið sem hún lifði kom fyrsti bíllinn til Íslands.\nSystir Andre býr á dvalarheimili í borginni Toulon og í herberginu hennar eru stytta af Maríu mey og útvarp sem hún segist aldrei kveikja á. Hún segir of mikinn hamagang í heiminum til þess.\nHún vaknar klukkan sjö árdegis, fær morgunmat og sækir svo morgunmessu íklædd nunnubúningnum sínum. Hún segist aldrei vilja missa af messunni en finnst hræðilegt að þurfa að treysta á aðra við flestar athafnir. Hún er orðin blind og þarf að nota hjólastól til að komast ferða sinna.\nHún segist gleðjast mest þegar hún hefur félagsskap, ekki síst af David Tavella starfsmanni heimilisins sem er einhverskonar blaðafulltrúi Systur Andre. Hann fer meðal annars í gegnum póstinn hennar og skipuleggur viðtöl við blaðamenn.\nMeðal þeirra bréfa sem henni hafa borist nýlega er nýárskveðja frá Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem er átjándi forseti landsins á æviskeiði Systur Andre.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"163","intro":"Atvinnuleysi í janúar mælist 5,2 % og jókst um 0,3% frá fyrri mánuði. Atvinnuleysi mælist mest á Suðurnesjum og eru heldur fleiri karlar en konur atvinnulausir. Þetta kemur fram í janúarskýrslu Vinnumálastofnunar.","main":"9,5 prósenta atvinnuleysi er á Suðurnesjum sem er mun meira en í nokkrum öðrum landshluta. Næstmesta atvinnuleysið er á höfuðborgarsvæðinu eða 5,3 prósent. Atvinnuleysi hefur aukist lítillega á milli mánaða í öllum landshlutum en var minnst á Norðurlandi vestra 2,5%, og á Austurlandi og Vestfjörðum þar sem það mælist 2,9 prósent. Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi aukist á milli mánaða hefur það minnkað mikið frá janúar í fyrra þegar það mældist 11,6 prósent. Langtímaatvinnulausum hefur fækkað talsvert á sama tímabili eða um 929. Mest fjölgaði atvinnulausum í gisti- og veitingaþjónustu en fækkaði hins vegar í farþegaflutningum með flugi og lítilsháttar í sjávarútvegi. Hlutfall erlendra ríkisborgara á atvinnuleysisskrá var 42% í janúar og hefur aukist frá síðasta sumri þegar það var 40 prósent.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"163","intro":"Utanríkisráðherra Rússlands segir vesturveldin beita afarkostum í Úkraínudeilunni, sem engu skili. Utanríkisráðherra Breta segir ekki hægt að horfa framhjá hundrað þúsund manna herflutningum að landamærum Úkraínu. Rússar eru nú við heræfingar í Hvíta-Rússlandi.","main":"Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa undanfarna daga fundað um stöðuna í og við Úkraínu vegna herflutninga Rússa. Í morgun funduðu Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Elizabeth Truss utanríkisráðherra Bretlands í Moskvu.\nLavrov sagði að ekki væri hægt að komast neitt áfram með afarkostum, hótunum og skömmum, en því miður hafi vestrænir leiðtogar notað þessar aðferðir opinberlega.\nTruss sagði á móti að ekki væri hægt að horfa framhjá hundrað þúsund manna herflutningum að landamærum Úkraínu og tilraunum til að grafa undan sjálfstæði landsins.\nStríð í Úkraínu yrði hræðilegt fyrir Rússa, Úkraínumenn og öryggi í Evrópu, sagði Truss. Því þyrftu Rússar að kalla þessa hermenn til baka.\nTónninn var svipaður á fundi Jens Stoltenbergs framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í Brüssel. Stoltenberg benti ekki aðeins á herflutningana við landamæri Úkraínu, heldur einnig æfingar í Hvíta-Rússlandi, sem væru þær umfangsmestu síðan í kalda stríðinu.\nÞetta er hættulegur tími fyrir öryggi Evrópu. Rússneskum hermönnum fjölgar og viðbragðstími vegna hugsanlegrar árásar styttist, segir Stoltenberg.\nÆfingar Rússa í Hvíta-Rússlandi eiga að standa í tíu daga, og eru í suðurhluta landsins, nærri landamærunum að Úkraínu. Um þrjátíu þúsund rússneskir hermenn taka þátt í henni.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"163","intro":"Umboðsmaður Alþingis krefur heilbrigðisráðherra skýringa á hvers vegna hann fyrirskipaði 50 manna fjöldatakmarkanir við rýmkum sóttvarnarráðstafana í síðasta mánuði.","main":"Umboðsmaður Alþingis vill vita á hverju heilbrigðisráðherra byggði ákvörðun sína um áframhaldandi fjöldatakmarkanir. Slíkar skerðingar á réttindum borgaranna verði að rökstyðja sérstaklega.\nWillum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra rýmkaði sóttvarnaráðstafanir vegna covid í síðasta mánuði, meðal annars með því að rýmka fjöldatakmarkanir úr tíu manns í fimmtíu. Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, skrifaði honum bréf í gær og óskaði upplýsinga um á hverju Willum byggði ákvörðun sína. Skúli sagði að þótt svo stjórnvöld mættu grípa til nauðsynlegra ráðstafana við ákveðnar aðstæður yrðu þau að rökstyðja að markmiðum yrði ekki náð með öðrum og vægari úrræðum. Umboðsmaður óskar því svara frá heilbrigðisráðherra um hvers vegna hann ákvað 50 manna fjöldatakmarkanir; hvaða gögnum og upplýsingum ráðherrann byggði ákvörðun sína á, hvort að hann hafi lagt sjálfstætt og heildstætt mat á tillögur sóttvarnalæknis og loks hvort að hann hafi leitað álits annarra sérfræðinga en sóttvarnalæknis. Nú stendur til að draga enn frekar úr sóttvarnatakmörkunum og þá vill umboðsmaður vita með sama hætti hvað liggur að baki þeim ákvörðunum.\n","summary":"Umboðsmaður Alþingis krefur heilbrigðisráðherra rökstuðnings fyrir því að fyrirskipa 50 manna fjöldatakmarkanir við rýmkum sóttvarnaráðstafana í síðasta mánuði. "} {"year":"2022","id":"163","intro":"Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í Reykjavík í morgun eftir að skotið var á karl og konu í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt.","main":"Karlmaður og kona urðu fyrir skotárás í Grafarholti í Reykjavík í nótt. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í húsi við Miklubraut í morgun.\nFólkið sem varð fyrir skotárásinni dvelur nú á slysadeild Landspítalans. Þangað voru fólkið flutt eftir að skotið var á það utandyra í Grafarholti á fjórða tímanum í nótt og gert að sárum þeirra. Fólkið er ekki í lífshættu. Lögreglan handtók karlmann á þrítugsaldri í húsnæði við Miklubraut í Reykjavík í morgun. Lögreglan var með mikinn viðbúnað þar, eða eins og einn íbúinn lýsti því; það var allt fullt af lögreglu og sérsveitarmenn með alvæpni. Íbúar urðu aðgerða lögreglu varir um klukkan átta í morgun og fengu litlar skýringar á hvað væri að gerast. Það kom þó sumum íbúum ekki á óvart að sjá lögreglu því þar hefur búið um skeið maður sem lauk fyrir nokkru afplánun fangelsisdóms fyrir ofbeldisbrot. Það mun vera maðurinn sem var handtekinn í morgun. Lögreglan segir í tilkynningu að viðbúið sé að mál sem þetta vekji óhug hjá fólki en að almenningi sé ekki hætta búin vegna málsins, heldur sé hér um einstakt mál að ræða. Lögreglan boðar frekari upplýsingar um rannsókn málsins síðar í dag.\n","summary":"Karlmaður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa sært karl og konu skotsárum í Grafarholti í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt. "} {"year":"2022","id":"163","intro":"Viðbúið er að fresta þurfi aðgerðum við Þingvallavatn til morguns. Vatnið er ísi lagt og ísinn of þykkur til þess að öruggt sé að fara með pramma um vatnið. Vonast er til að vind fari að hreyfa svo að ísinn brotni upp.","main":"Miklar froststillur á Þingvöllum í nótt urðu til þess að vatnið lagði. Ísinn er of þykkur til að unnt hafi verið að fara með pramma fyrir kafara út á vatnið til þess að ná upp líkum mannanna fjögurra sem fórust þegar flugvél þeirra hafnaði í vatninu fyrir viku síðan. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, býst við að fresta þurfi aðgerðum til morguns.\nStaðan er þannig hérna upp við stíflumannvirki Steingrímsstöðvar að víkin þar næst er auð en úti á vatninu er ísinn það þykkur að prammi sem á að nota að hann getur ekki farið um með tryggum hætti. Spáin er þannig að það á að byrja að blása fljótlega og þá mun ísinn byrja að brotna upp. Þá verður farið í að gera það sem stóð til að gera í morgun. Svo eru bara mörg ef í þessu og allt þarf að ganga upp. Þannig að við þurfum að eins að sjá hvernig dagurinn gerir sig. Mér finnst einhvern veginn líklegt að það frestist allar aðgerðir til morguns.\nEf aðgerðum verður frestað til morguns verður beðið til laugardags með að ná flugvélinni upp úr vatninu. Um fimmtíu manns eru á svæðinu, þar af um tuttugu kafarar, tilbúnir til að hefja aðgerðir um leið og fært verður. Frostið náði tuttugu stigum á Þingvöllum snemma í morgun og varla hreyfir vind. Áfram er spáð frosti og mjög hægum vindi.\nvið erum að sækja okkur sérstaka pramma til að brjóta ísinn til að halda rás opinni til að vindurinn nái í ísinn til að brjóta hann hraðar, segir Oddur. \u001eÞað er verið að bregðast við þessu eins og öðru sem kemur upp á. Við erum örugglega á þeim stað að það muni fleira tefja okkur.\n","summary":"Viðbúið er að fresta þurfi aðgerðum við Þingvallavatn til morguns. Vatnið er ísi lagt og ísinn of þykkur til þess að öruggt sé að fara með pramma út á vatnið. Vonast er til að vind fari að hreyfa svo að ísinn brotni upp."} {"year":"2022","id":"163","intro":"Landsvirkjun skerti enn frekar afhendingu rafmagns til stórnotenda í dag. Stjórnandi hjá atNorth gagnaverum segir traust til íslenskra gagnavera í hættu vegna raforkuskerðinga.","main":"Landsvirkjun tilkynnti í byrjun árs að skerða þyrfti afhendingu rafmagns til stórnotenda og segir það vegna lágrar stöðu í uppistöðulónum. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, segir óvíst hversu lengi ástandið mun vara. Það velti á tíðinni sem hafi verið erfið síðustu mánuði.\nÍ desember var gripið til aðgerða hjá fiskimjölsverksmiðjum en í dag verða frekari skerðingar sem álver, kísilver og gagnaver munu finna fyrir. Bjarni Már Gylfason hjá Rio Tinto á Íslandi segir skerðinguna sérstaklega bagalega á meðan álverð er hátt, draga þurfi úr framleiðslu sem nemi nokkrum þúsundum tonna. Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs atNorth gagnavera segir mesta tjónið vegna raforkuskerðingarinnar fyrir gagnaverin felast í orðspori íslands sem valkosts fyrir uppbyggingu gagnavera og trúverðugleiki þess iðnaðar hér á landi sé í hættu fyrir vikið.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"163","intro":"Austurríkismaðurinn Johannes Strolz varð í morgun Ólympíumeistari í alpatvíkeppni á vetrarólympíuleikunum í Beijing í Kína. Hann fetaði þar með í fótspor föður síns, Huberts Strolz sem varð Ólympíumeistari í alpatvíkeppni á vetrarólympíuleikunum í Calgary 1988.","main":"Í alpatvíkeppni fara keppendur fyrst eina ferð í bruni og svo aðra ferð í svigi. Það er svo samanlagður tími úr greinunum tveimur sem gildir. Í alpatvíkeppninni þurfa keppendur að vera nokkuð fjölhæfir í alpagreinum, því tvíkeppnin reynir bæði á hæfni í hraðagreinum og í tæknigreinum. Það er nokkuð sem austurríska Strolz fjölskyldan hefur greinilega náð góðum tökum á. Strolz var fjórði í bruninu en vann það upp með frábærri svigferð og náði besta tímanum í sviginu. Norðmaðurinn Aleksander Aamodt Kilde vann silfrið í tvíkeppninni í dag. Kærasta hans, hin bandaríska Mikaela Shiffrin hefur mikið verið í sviðsljósinu á Ólympíuleikunum í Beijing. Shiffrin sem er besta alpagreinakona dagsins í dag og ein stærsta stjarna leikanna féll úr leik bæði í svigi og í stórsvigi strax í fyrri ferð. Aamodt Kilde birti fallega færslu á Instagram í gær til stuðnings kærustu sinni áður en hann svo sjálfur vann silfur í alpatvíkeppninni.\nSpennan í 10 kílómetra göngu kvenna með hefðbundinni aðferð var æsispennandi. Hin norska Therese Johaug vann afar nauman sigur á Kerttu Niskanen frá Finnlandi.\nBæði Alþjóða Ólympíunefndin og rússneska Ólympíunefndin verjast fregna með skautakonuna Kamilu Valievu. Valieva sem er fimmtán ára og var í sigurliði Rússlands í liðakeppninni í listskautum er talin hafa fallið á lyfjaprófi. Verðlaunaafhendingin fyrir liðakeppni listskautanna hefur enn ekki farið fram, en keppni lauk 7. febrúar. Rússneska dagblaðið RBC hélt því fram í gær að í ljós væri komið að Valieva hefði notað ólöglega lyfið Trimetazidine. Það sé lyf sem notað sé vegna brjóstverkja eða hjartavandamála. Efnið hefur þó líka þá eiginleika að hjálpa til við að ná endurheimt og auka blóðflæði í líkamanum. Nokkuð sem WADA, Alþjóða lyfjaeftirlitið telur árangursbætandi og hefur á bannlista sínum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"163","intro":"Arion banki hagnaðist um tæpa 29 milljarða króna á síðasta ári. Bankinn skilaði síðasta ársfjórðungsuppgjöri sínu í morgun.","main":"Hagnaður Arion banka á síðasta ári nemur um 15% arðsemi af eiginfé sem er umtalsvert betri afkoma en síðustu ár. Benedikt Gíslason, bankastjóri, segir að rekstrinum hafi verið snúið við og settum markmiðum náð.\nOg arðsemin er núna komin í ágætis samanburð við norræna banka.\nHagnaðinum verði nú ráðstafað í útlánavöxt og frekari uppbyggingu.\nEn líka ætlum við að greiða okkar hluthöfum arð á árinu.\nHjá Arion banka starfa um 750 manns.\nEf þú ætlar að spyrja um kaupaukakerfið þá eru það um 5% af hagnaði ársins eð aum 1% af verðmætaaukningu em að bankinn naut á verðbréfamarkaði í fyrra.\nEn mun bankinn beita sér í því að bæta kjör viðskiptavina sinna í ljósi mikils hagnaðar síðasta árs?\nVið erum í harðri samkeppni um viðskipti á hverjum degi og við sjáum það að markaðurinn er mjög verðnæmur. Í fyrra þá var okkar íbúðalánasafn að stækka en um leið var um tæpur helmingur íbúðalánasafnsins endurfjármagnaður hjá okkur og örugglega líka í einhverjum tilfellum hjá öðrum bönkum líka, nú eða lífeyrissjóðum sem eru að keppa við okkur líka. Þannig að við keppum í harðri samkeppni um þessi við skipti á hverjum degi.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"163","intro":"Næstelsta kona heims óskar sér þess í afmælisgjöf að fá að yfirgefa jarðvistina fljótlega. Lucile Randon, betur þekkt sem Systir Andre, verður 118 ára í á morgun.","main":"Systir Andre er - að því er næst verður komist - elsta kona Frakklands, elsta kona Evrópu og sú næstelsta í veröldinni á eftir þeirri japönsku Kane Tanaka sem er 119 ára.\nLucile Randon fæddist 11. febrúar 1904 í Alès-héraði í suðurhluta Frakklands. Þá hafði Hannes Hafstein verið ráðherra í tíu daga en Íslendingar fengu heimastjórn 1. febrúar 1904. Fyrsta sumarið sem hún lifði kom fyrsti bíllinn til Íslands.\nSystir Andre býr á dvalarheimili í borginni Toulon og í herberginu hennar eru stytta af Maríu mey og útvarp sem hún segist aldrei kveikja á. Hún segir of mikinn hamagang í heiminum til þess.\nHún vaknar klukkan sjö árdegis, fær morgunmat og sækir svo morgunmessu íklædd nunnubúningnum sínum. Hún segist aldrei vilja missa af messunni en finnst hræðilegt að þurfa að treysta á aðra við flestar athafnir. Hún er orðin blind og þarf að nota hjólastól til að komast ferða sinna.\nHún segist gleðjast mest þegar hún hefur félagsskap, ekki síst af David Tavella starfsmanni heimilisins sem er einhverskonar blaðafulltrúi Systur Andre. Hann fer meðal annars í gegnum póstinn hennar og skipuleggur viðtöl við blaðamenn.\nMeðal þeirra bréfa sem henni hafa borist nýlega er nýárskveðja frá Emmanuel Macron Frakklandsforseta sem er átjándi forseti landsins á æviskeiði Systur Andre.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"164","intro":"Heilmikill búnaður verður fluttur að Þingvallavatn í dag. Komið verður upp vinnubúðum þar fyrir kafara svo unnt verði að sækja lík mannanna fjögurra sem drukknuðu þegar flugvél þeirra endaði í vatninu á fimmtudag í síðustu viku. Þá verður flugvélin einnig hífð upp.","main":"Lögreglan á Suðurlandi stýrir rannsókn og aðgerðum í og við Þingvallavatn. Sextán kafarar, hið minnsta, koma að því að ná upp líkum mannanna fjögurra og flugvélarinnar, sem nú eru á fjörutíu til fimmtíu metra dýpi í Þingvallavatni.\nAðgerðin er flókin. Hver kafari getur að hámarki verið í kafi í tíu mínútur. Til þess að ná flugvélinni upp þurfa kafararnir að fara niður á 48 metra dýpi. Þeir þurfa að ná vélinni upp á 10 metra dýpi, tæma hana þar og tryggja öll gögn og taka ljósmyndir. Einnig kom fram í fréttum RÚV í gær að þegar vélinni hefur verið náð upp á vatnsborðið verður henni fleytt og hún síðan hífð upp á land með þyrlu Landhelgisgæslunnar.\nÍ dag verður komið upp aðstöðu fyrir stjórnun og fjarskipti kafara við Ölfusvatnsvík í Þingvallavatni. Þá verður sett upp aðstaða fyrir köfunarbúnað, búningsklefi fyrir kafara, færanleg ljósavél í fullri stærð, tveir prammar til vinnu á vatninu, vinnubúðir og snjóruðningstæki.\nRannsókn á flugslysinu sjálfu er einnig hafin. Í minni flugvélum er ekki að finna hinn svokallaða svarta kassa, sem er í stærri vélum. Þó er í litlum vélum neyðarsendir og verður kapp lagt á að finna hann og kanna hvort hann hafi virkað sem skyldi, sagði Ragnar Guðmundsson, hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa, í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.\nÍ öllum flugvélum erum við með svokallaðan neyðarsendi eða ELT. Það er kannski það fyrsta sem við notum þegar það er flugslys. Neyðarsendir, þegar flugvélin verður fyrir höggi, þá á hann að fara í gang. Nú vitum við náttúrulega að þessi flugvél er á botni Þingvallavatns. Gallinn eða takmörkin við þennan ELT-neyðarsendinn er sú að hann virkar ekki í vatni. Einnig þarf umtalsvert högg til þess að hann fari í gang.\nRagnar segir að vélin sé mjög heilleg að sjá á botninum. Hún verður síðan færð í flugskýli til ítarlegrar rannsóknar.\nÞað eru vissir þættir samt sem er mjög líklegt að séu spilltir. Rannsókn á eldsneyti og olíu gæti orðið mjög flókin einfaldlega vegna þess að það er mjög líklegt að það sé mengað af vatni nú þegar.\n","summary":"Segja má að heilt þorp rísi við Þingvallavatn í dag. Þangað verður fluttur mikill búnaður til að ná upp flugvélinni og þeim sem fórust í slysinu á fimmtudag. "} {"year":"2022","id":"164","intro":"Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentur í morgun. Þetta er mesta hækkun í einu lagi frá því í Hruninu. Seðlabankastjóri segir stöðu heimilanna aldrei hafa verið betri. Kaupmáttur hafi ekki minnkað. Hann óttast hins vegar að verðbólgan verði þrálát. Niðurstaða kjarasamninga hafi mikið að segja.","main":"Tvö ár eru nú liðin frá því að heimsfaraldur kórónuveirunnar fór að láta á sér kræla. Þá voru stýrivextir Seðlabankans 2,75 stig og eftir hækkunina í morgun eru vextirnir aftur komnir á sama stað eftir sveiflu síðustu misseri. Ásgeir Jónsson, seðlbankastjóri segir að eftirköst faraldursins hafi komið á óvart.\nVið höfum verið að sjá verðbólgu koma fram í okkar helstu viðskiptaríkjum þar sem að hefur ekki verið nein verðbólga í 10 ár. Ég held og óttast að verð á hrávöru hafi náð hámarki, við getum ekki séð t.d. olíuverð hækka endalaust mikið meira eða aðrar hrávörur en ég óttast að við séum að sjá verðbólgu helstu viðskiptaríkja halda áfram. Við erum lítið land og þá lendum við í því að við þurfum að flytja inn verðbólgu að einhverju leyti.\nHækkun á gengi krónunnar hafi að einhverju leyti vegið á móti og mildað áhrifin. Íslendingar flytji út hrávörur og á því hagnist hagkerfið í þessari stöðu.\nHeimilin í landinu hafa aldrei staðið betur hvað varðar laun og kaupmátt. Þrátt fyrir þessa verðbólgu þá hafa laun á síðustu 12 nánuðum hækkað um 7,5% þannig að það er kaupmáttur og síðan á að fara að greiða út þann hagvaxtarauka bráðlega þannig að heimilin eru að fá aukinn kaupmátt og við erum í uppsveiflu. Það er starfasköpun í landinu.\nVið höfum hins vegar áhyggjur af því að þetta gæti orðið þrálátt.\nMarkmið Seðlabankans sé að tryggja stöðugan kaupmátt og stöðuga krónu. Niðurstaða kjarasamninga í haust ráði miklu um framhaldið um hvort öldurnar lægi og seglin minna hreyfð af hálfu Seðlbankans.\nSkynjar þú gott samráð meðal þeirra sem hafa mest áhrif á efnahagslífið hér á landi í þessum aðstæðum sem nú eru uppi? Já, við náðum mjög vel saman í þessum faraldri. Ég á von á því að við munum vinna áfram saman í því núna þegar að við erum komin með þenslu í staðinn fyrir niðursveiflu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"164","intro":"Langar raðir mynduðust við marga skemmtistaði í Svíþjóð í gærkvöld, sem höfðu auglýst opnun á miðnætti. Þá var öllum sóttvarnaaðgerðum þar í landi aflétt. Fjöldi manns fékk útrás fyrir skemmtanaþörf sína þó að virkur dagur væri.","main":"Dansinn dunaði á fjölmörgum skemmtistöðum sem voru opnaðir þegar klukkan var eina mínútu yfir miðnætti. Og menn settu það ekkert fyrir sig þó að það væri þriðjudagskvöld.\nHubert Kindberg, sem skemmti sér í Kulturbolaget í Malmö, sagði að þriðjudagskvöld væri ekkert verri tími en hver annar til að skemmta sér, og sagðist ætla aftur út í kvöld.\nÁfanginn þýðir að öll þjónusta starfi nú eðlilega og heimavinna, fjarlægðarmörk og grímuskylda eru úr sögunni. Fólk í heilbrigðisþjónustu þarf þó enn að fara í sýnatöku reglulega, og halda sig frá nánu samneyti við fólk í fimm daga ef það smitast.\nLæknar hafa svo varað við því að þó að takmörkunum sé aflétt þýði ekki að faraldurinn sé á enda. Enn þurfi að halda sig heima ef fólk finnur fyrir covid-einkennum og óbólusettir eiga enn að forðast margmenni.\nSóttvarnayfirvöld í Svíþjóð eru bjartsýn á að ekki þurfi að grípa til lokana aftur þar. Sara Byfors deildarstjóri hjá lýðheilsustofnun Svíþjóðar sagði í samtali við Aftonbladet að stofnunin telji að covid hafi nú þróast þannig að nú sé hægt að meðhöndla sjúkdóminn án samfélagslegra takmarkana. Hún setur þó þann fyrirvara að veiran hafi áður komið vísindamönnum á óvart og því sé ekki hægt að lofa neinu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"164","intro":"Það hefur verið nær ófært suður frá Vestfjörðum síðan um helgina og farið að bera á vöruskorti í verslunum. Tveir mjólkurpottar voru eftir í Kaupfélaginu í Súðavík í morgun.","main":"Það var nóg að gera í Kaupfélaginu í Súðavík í morgun. Matthias Troost stóð vaktina og þegar morgunösinni lauk voru tvær mjólkurfernur eftir í kælinum, ferskvara kláraðist en alltaf er nóg til í frystinum. Nú er orðið fært til Ísafjarðar og verður hægt að fylla á hillurnar seinna í dag.\nÍ Hamraborg á Ísafirði var staðan erfið í gær því starfsfólk komst ekki til vinnu vegna lokana. Gísli Elís Úlfarsson sem rekur Hamraborg á von á glás af vörum í dag, enda staðan önnur og betri.\nLísbet Harðardóttir rekur kaffihúsið Heimabyggð á Ísafirði og lét hún engan bilbug á sér finna vegna ástandsins undanfarna daga.\nÞað hefur ekki verið neitt mál fyrir okkur, við erum með starfsfólk sem á nógu hlý föt til að mæta í vinnuna og skóflur til að moka frá\"\nHefur alveg verið til nóg af öllu kaffi og rjóma?\nJá, við erum náttúrulega okkar eigin mjólkurframleiðsla á Vestfjörðum, Arna mjólkurvörur eru í næsta bæ þannig að þau skutla bara til okkur vörum á hverjum degi.\"\n","summary":"Farið er að bera á vöruskorti í verslunum á Vestfjörðum vegna ófærðar. Tveir mjólkurpottar voru eftir í Kaupfélaginu í Súðavík í morgun."} {"year":"2022","id":"164","intro":"Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir endaði í 38. sæti í svigkeppni kvenna á vetrarólympíuleikunum í Beijing í Kína. Slóvakinn Petra Vlhová frá Slóvakíu varð Ólympíumeistari.","main":"Hólmfríður Dóra fór fyrri ferðina á 57,39 sek. og var þá í 43. sæti. Hún vann sig svo upp um fimm sæti í seinni ferðinni. Hún var hraðari hjá Hólmfríði eða 56,48 sek. og samanlagður tími þar með 1:53,87 mín.\nSagði Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir. Edda Sif Pálsdóttir ræddi við hana í Kína. Hún á nú eina keppnisgrein eftir á leikunum. Það er keppni í risasvigi sem verður aðfaranótt föstudags.\nBandaríska stjarnan Mikaela Shiffrin keyrði út úr braut í fyrri ferð svigsins í dag. Það voru henni mikil vonbrigði, enda Shiffrin ein stærsta stjarna leikanna. Hún varð Ólympíumeistari í svigi 2014 í Sochi og vann gullið í stórsvigi fyrir fjórum árum í PyeongChang. Í ár tókst Shiffrin hins vegar hvorki að klára fyrri ferð í sviginu eða stórsviginu. Petra Vlhova frá Slóvakíu varð Ólympíumeistari í sviginu í dag. Það eru hennar fyrstu verðlaun á Ólympíuleikum. Vlhová hefur hins vegar verið með þeim bestu í heimi undanfarin ár og vann gullið í stórsvigi á HM í Åre 2019. Katharina Liensberger frá Austurríki vann silfrið og Wendy Holdener frá Sviss bronsið. Samanlagður sigurtími Vlhovu var ein mínúta og 44,98 sekúndur. Hólmfríður er fjórði Íslendingurinn sem er innan við tíu sekúndum á eftir tíma sigurvegarans í svigi á Ólympíuleikum.\n","summary":"Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir endaði í 38. sæti í svigkeppni kvenna á vetrarólympíuleikunum í Beijing í Kína. Petra Vlhová VOLHÓVA frá Slóvakíu varð Ólympíumeistari."} {"year":"2022","id":"164","intro":"Forseti Alþýðusambandsins segir vaxtahækkun Seðlabankans áfall. Vaxtabætur og barnabætur frá ríkinu séu nauðsyn en fleiri aðgerðir þurfi til lengri tíma litið.","main":"Drífa Snædal segir allar gáttir hafa verið opnaðar og ekki verið gripið inn í þenslu á íbúðamarkaði. Almenningur hafi skuldsett sig mun meira en vaxtahækkanir nú beri. Nú komi til kasta ríkisins að bæta skaðann af hagstjórn Seðlabankans eftir vaxtahækkun dagsins um núll komma sjötíu og fimm prósentustig.\nÞetta var áfall, að þetta væri svona mikið. Við skulum hafa í huga að Seðlabankinn hefur rétt til að segja að vaxtalækkun sé kjarabót. Vaxtahækkanir eru kjararýrnun. Við skulum bara kalla þetta réttum nöfnum. Það er þannig að fólk er með breytilega vexti. Fólk er orðið næmara fyrir vöxtum og við erum í þessari stöðu núna af því að Seðlabankinn missir stjórn á húsnæðismarkaðnum.\nEr hægt að segja að þetta sé Seðlabankinn sem veldur þessari spennu á húsnæðismarkaði? Ja það voru farnar að renna tvær grímur á okkur þegar vextir héldu áfram að lækka lækka og lækka. Við bjuggumst við ákveðinni lækkun eftir kjarasamningana en síðan hefði þurft að grípa inn í með öðrum hagstjórnartækjum. Það er það sem við höfum verið að benda á undanfarna mánuði. Það er ekki bara vaxtastýringartæki sem Seðlabankinn býr yfir, hann getur líka notað önnur tæki svo sem að koma í veg fyrir þann möguleika að skuldsetja sig miðað við óvíst vaxtarstig.\nDrífa segir of mikla skuldsetningu koma heimilum í koll. Ekki aðeins þeim sem kaupa heldur einnig þeim sem leigja. Aukinn fjármagnskostnaður hafi tilhneigingu til að fara þráðbeint út í leigu. Í ástandi eins og nú ríki beri að lækka þak á mögulegum lánum sem unnt sé að taka.\nÞessi dagur þýðir kjararýrnun fyrir skuldsett fólk.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"165","intro":"Vegna veðurs verður í fyrsta lagi hægt að hífa flugvélina TF-ABB úr Þingvallavatni á fimmtudag. Köfunarhópur sérsveitar ríkislögreglustjóra undirbýr hvert handtak á þurru landi, en áætlað er að sextán atvinnukafarar kafi í tíu mínútur hver í ísköldu vatninu.","main":"Í forgangi hjá köfunarhópnum er að ná líkum mannanna fjögurra úr Þingvallavatni, en þeir fundust nærri flugvélinni, sem liggur á 47 metra dýpi í Ölfusvatnsvík. Ekki er víst að takist að ná bæði fólkinu og flugvélinni upp á sama degi, en áhersla er lögð á að bæði gerist eins fljótt og örugglega og mögulegt er.\nHver kafari er með ljós, fjarskiptabúnað og myndavél sem verður fylgst með í beinu streymi á yfirborðinu. Áður hafði verið gert ráð fyrir að hver kafari gæti aðeins verið í 6 mínútur í kafi, en með því að hækka hlutfall súrefnis sem kafararnir anda að sér úr 21% í 25% tókst þeim að lengja tímann upp í 10 mínútur.\nLárus Lazmi, stjórnandi köfunarhópsins segir hann vinna sem eins konar framlengingu fyrir rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglunnar á suðurlandi.\nFyrsta skref þeirrar rannsóknar verði að koma köfurum niður á 47 metra dýpið að vélinni, setja strappa undir vélina sjálda, undir hvorn væng hennar og hífa hana upp á 10 metra dýpi. Þar fer svo fram rannsókn á vélinni áður en hún verður hífð upp á yfirborðið.\nÞegar hún er komin upp á 10 metra þá þurfum við að fara í þessa rannsóknarvinnu og þá þarf að tæma innihald vélarinnar. Við þurfum að tryggja öll gögn sem eru í vélinni, við gerum það allt á 10 metrum. Þegar það er allt búið, öll ljósmyndun og við teljum okkur búin að tryggja þau gögn sem við þurfum að tryggja þá mun hún fara af þessum 10 metrum upp á yfirborðið og látin, í rauninni fleytt á yfirborðinu, látin fljóta þar. Í kjölfarið stendur til að þyrla Landhelgisgæslunnar muni hífa hana upp, sem sagt slinga hana upp á land.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"165","intro":"Þrýst hefur verið á Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands að biðjast afsökunar á ummælum sem hann viðhafði í þinginu um að Keir Starmer leiðtogi Verkamannaflokksins hefði látið hjá líða að sækja barnaníðinginn Jimmy Saville til saka. Hópur fólks veittist að Starmer í gær og sakaði hann um að vernda barnaníðing.","main":"Keir Starmer var á leið úr þinghúsinu síðdegis í gær, þegar hópur mótmælenda gegn sóttvarnaraðgerðum veittist að honum.\nStarmer var meðal annars kallaður svikari og verndari barnaníðings. Múgurinn lét ókvæðisorð dynja á Starmer þangað til lögregla skarst í leikinn og kom honum inn í lögreglubíl. Tveir mótmælendur voru handteknir.\nÁsakanirnar má rekja til ummæla sem Boris Johnson forsætisráðherra viðhafði í breska þinginu fyrir rúmri viku.\nÞessi leiðtogi stjórnarandstöðunnar, fyrrverandi yfirsaksóknari, eyddi mestum tíma sínum í að sækja blaðamenn til saka og lét hjá líða að ákæra Jimmy Saville, sagði Johnson. Saville var þekktur fjölmiðlamaður sem hundruð manna sökuðu um kynferðislega misnotkun eftir andlát hans. Starmer var yfir saksóknaraembættinu á þeim tíma sem málið var til rannsóknar þar en hafði ekki beina aðkomu að því.\nBoris Johnson fordæmdi hegðum mótmælendanna gagnvart Keir Starmer á Twitter í gær og sagði áreitni gagnvart kjörnum fulltrúum ólíðandi. Fjöldi þingmanna, meðal annars úr hans eigin flokki, hefur þrýst á Johnson að biðjast afsökunar á ummælum sínum. Það hefur hann ekki gert enn þá. Chris Philp tæknimálaráðherra Bretlands varði Johnson og sagði að ekki væri hægt að tengja ummæli hans við þessa hegðun mótmælenda. Hann sagði þó að líklega hefði hann ekki viðhaft þau sjálfur.\n","summary":"Hópur mótmælenda veittist að Keir Starmer leiðtoga breska verkamannaflokksins í gær. Þeir sökuðu hann um að vernda barnaníðinginn Jimmy Saville, en Boris Johnson hefur gefið í skin að Starmer, þá saksóknari, hafi litið fram hjá glæpum Savilles."} {"year":"2022","id":"165","intro":"Heilbrigðisráðherra segir að tilkynnt verði um frekari tilslakanir á föstudag. Sóttvarnalæknir segir hægt að fara hraðar í afléttingar en áætlun stjórnvalda gerði ráð fyrir.","main":"Alls greindust 1.294 kórónuveirusmit í gær, en um 3.500 sýni voru tekin, sem þýðir að ríflega þriðja hvert sýni var jákvætt en þriðjungur var í sóttkví við greiningu.\n35 sjúklingar liggja á Landspítala með covid og hefur þeim fjölgað nokkuð síðustu daga. Í gær voru þeir 30 og á laugardag voru þeir 21. Einn er á gjörgæslu og í öndunarvél. Hins vegar fækkar töluvert í eftirliti covid-göngudeildar spítalans. Í gær voru þar ríflega 9.500 í eftirliti, en nú eru þeir rúmlega 7.200. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir fjölda smitaðra haldast svipaðan og færri sýni tekin og það hafi verið vitað. Hlutfall þeirra sem greinast við sýnatöku sé töluvert hærra sem bendi til meiri útbreiðslu og það hafi verið viðbúið í kjölfar afléttinga.\nVið erum ekki að sjá aukningu á alvarlegum veikindum inni á spítalanum, inni á gjörgæslu sérstaklega. Við erum að sjá töluverðan fjölda leggjast inn á spítalann á hverjum degi en það eru líka margir sem útskrifast og smitin eru orðin svona útbreidd innan Landspítalans. En það er ekkert svo slæmt ástand á heilbrigðisstofnunum eins og staðan er núna.\nSegir Þórólfur Guðnason. Hann segir að miðað við stöðuna ætti að vera hægt að fara hraðar í afléttingar.\nÉg held að það sé nokkuð ljóst að við getum farið eitthvað hraðar í það en upphaflega var áætlað og ég vona að það geti gengið eftir. En ég legg hins vegar áherslu á það að við verðum að passa okkur á að fara ekki of hratt og það eru mín skilaboð og verða áfram. En ég held að við getum farið hraðar en við ætluðum.\nWillum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund nú áðan að hann sæi fyrir sér að næstu tilslakanir yrðu kynntar eftir ríkisstjórnarfund á föstudag. Þórólfur segir að minnisblað til heilbrigðisráðherra sé í vinnslu. Hann sér einnig fyrir sér að næstu skref, sem til stóð að taka seinna, verði tekin í lok vikunnar.\nÞannig að ég held, ef við höldum áfram á þessum hraða þá getum við verið allavega tveimur vikum á undan áætlun. Þannig að ég held að það sé bara ánægjulegt, en við þurfum að horfa á stöðuna, sérstaklega innan heilbrigðiskerfisins, hvernig staðan verður.\n","summary":"Sóttvarnalæknir væntir þess að hægt verði að aflétta öllum samkomutakmörkunum í byrjun næsta mánaðar, tveimur vikum á undan áætlun. "} {"year":"2022","id":"165","intro":"Kristrún Guðnadóttir og Isak Stianson Pedersen kepptu í morgun í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Beijing í Kína. Hvorugt komst áfram úr undankeppninni.","main":"Kristrún reið á vaðið í morgun og var með rásnúmer 71. Genginn var einn og hálfur kílómetri og skilaði Kristrún sér í mark í 74. sæti. 30 efstu keppendurnir komust áfram og er Kristrún því úr leik. Þetta er í fyrsta sinn sem hún keppir á Ólympíuleikum. Isak keppti í sömu grein á leikunum fyrir fjórum árum og varð þá 55. Hann náði sér ekki á strik í dag og endaði í 78. sæti af 88 keppendum og er sömuleiðis úr leik. Isak á eina grein eftir á leikunum en hann keppir í liðaspretti ásamt Snorra Einarssyni. Næst Íslendinganna að keppa á leikunum en Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir. Hún keppir í svigi í nótt. Fyrri ferð kvenna er á dagskrá klukkan korter yfir tvö í nótt í beinni útsendingu á RÚV.\nEster Ledecka frá Tékklandi var ein helsta stjarna leikanna fyrir fjórum árum þegar hún varð fyrst til að vinna gullverðlaun bæði á snjóbretti og skíðum. Hún vann þá samhliða stórsvig á snjóbretti og risasvig á skíðum. Hún bætti þriðju gullverðlaunum sínum við í morgun þegar hún varði titil sinn í samhliða stórsviginu. Hún verður líka á meðal keppenda í risasvigi kvenna á föstudag. Risasvig karla var í nótt og þar sigraði Austurríkismaðurinn Matthias Mayer. Annar varð Ryan Cochran-Siegle og Norðmaðurinn Aleksander Aamodt Kilde þriðji, en hann var talinn sigurstranglegastur fyrir leikana. Farið verður yfir allt það helsta af leikunum í Ólympíukvöldi klukkan 20:05 í kvöld á RÚV. Beinar útsendingar standa nú yfir á RÚV og RÚV 2; parakeppni í krullu á RÚV og íshokkí á RÚV 2.\nTveir leikir voru í úrvalsdeild karla í handbolta í gærkvöldi og eru Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar á toppnum. Haukar lögðu Stjörnuna í Garðabæ með 33 mörkum gegn 29 og FH vann botnlið HK örugglega, 33-24. Bæði lið eru með 22 stig á toppnum, tveimur meira en Valur sem á leik til góða.\nTveir leikir voru sömuleiðis í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöldi. Breiðablik vann annan sigur sinn í röð þegar liðið lagði Tindastól með 107 stigum gegn 98. Valur vann svo Reykjavíkurslaginn gegn KR með 81 stigi gegn 78. Valur er eftir sigurinn í 4. sæti deildarinnar með 18 stig, fjórum minna en topplið Þórs Þorlákshafnar. Breiðablik er með 12 stig í 8.-10. sæti ásamt ÍR og KR.\n","summary":"Hvorki Kristrún Guðnadóttir né Isak Stianson Pedersen komust áfram í fjórðungsúrslit í sprettgöngu, í Peking í morgun. "} {"year":"2022","id":"165","intro":null,"main":"Vík í Mýrdal má segja að sé á kafi í sandi eftir nóttina en mikið hvassviðri var með suðurströndinni í nótt. Bjarni Pétur Jónsson, hvað gekk þarna á?\nMikill sjógangur, varað við hárri sjávarstöðu í gær, var við Stokkseyri og Eyrarbakka í gærkvöldi. Sjór og grjót gengu yfir Gaulverjabæjarveg og Stokkseyrarbryggja var á kafi í sjó. Sunnlenska greinir frá því að veginum hafi verið lokað í nótt.\nFeyknasandburður er í Vík í Mýrdal og hluti bæjarins hulinn sandi. Mikið hvassviðri var sunnanlands í nótt, og sjór gekk á land víða með suðurströndinni.\nEinar Freyr Elínarson, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi,\nMjög langt síðan það hefur komið svona sandur inn í þorpið. Kannski um fimmtán ár síðan.\nsvæðið sem flæðir inn er austan við bæinn,\naustan við byggðina, þar eru ekki flóðvarnargarðar.\nSvo er þetta bara sandur sem er að fjúka inn í þorpið.\nVík í Mýrdal má segja að sé á kafi í sandi eftir nóttina en mikið hvassviðri var með suðurströndinni í nótt. Bjarni Pétur Jónsson, hvað gekk þarna á?\nMikill sjógangur, varað við hárri sjávarstöðu í gær, var við Stokkseyri og Eyrarbakka í gærkvöldi. Sjór og grjót gengu yfir Gaulverjabæjarveg og Stokkseyrarbryggja var á kafi í sjó. Sunnlenska greinir frá því að veginum hafi verið lokað í nótt.\nFeyknasandburður er í Vík í Mýrdal og hluti bæjarins hulinn sandi. Mikið hvassviðri var sunnanlands í nótt, og sjór gekk á land víða með suðurströndinni.\nEinar Freyr Elínarson, sveitarstjóri í Mýrdalshreppi,\nMjög langt síðan það hefur komið svona sandur inn í þorpið. Kannski um fimmtán ár síðan.\nsvæðið sem flæðir inn er austan við bæinn,\naustan við byggðina, þar eru ekki flóðvarnargarðar.\nSvo er þetta bara sandur sem er að fjúka inn í þorpið.","summary":"Feiknasandburður er í Vík í Mýrdal og hluti bæjarins hulinn sandi. Mikið hvassviðri var sunnanlands í nótt, og sjór gekk á land víða með suðurströndinni. "} {"year":"2022","id":"165","intro":"Vetrarfærð er um allt land, víða ófært og ekkert ferðaveður. Lokað er um Þrengsli og yfir Hellisheiði. Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir allt vestanvert landið.","main":"Það snjóaði töluvert í nótt, sérstaklega sunnan og vestan til á landinu, og víða um land hefur færðin verið þung. Vegir yfir Hellisheiði og Þrengsli hafa verið lokaðir í allan dag en ökumenn lentu þar í vandræðum í gær og festu bíla sína. Lítið hefur þó verið um útköll hjá björgunarsveitum það sem af er degi.\nBaldur siglir ekki seinni partinn vegna ófærðar og ferðir Strætó á milli Akureyrar og Borgarness, og Selfoss og Reykjavíkur falla niður.\nElva Brá Bjarkardóttir er þjónustufulltrúi hjá Vegagerðinni.\nLægðin sem olli illviðrinu í gærmorgun er nú skammt vestur af landinu. Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að hún sé enn nokkuð djúp og kröpp.\nÁ Vestfjörðum gengur á með norðaustan hríðarveðri, hvassviðri eða stormi með éljagangi. Flestir vegir þar eru ófærir og ekki er hægt að moka vegna veðurs.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"166","intro":"Auglýsingatekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um 16% árið 2020 miðað við árið á undan og hátt í fjórar af hverjum tíu krónum sem varið var til auglýsinga í fjölmiðlum runnu til erlendra aðila, sem er lægra hlutfall en árin á undan.","main":"Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Íslands.\nÞar er þessi samdráttur rakinn til kórónuveirufaraldursins. Samanlagðar tekjur íslenskra fjölmiðla voru rúmlega 25 milljarðar króna. Frá árinu 2015 hafa þær rýrnað um 4% og tekjur af auglýsingum og kostun hafa dregist saman um fjórðung á sama tíma, en notendatekjur eins og til dæmis áskriftir, hafa vaxið um 14%.\nFimm stærstu fjölmiðlafyrirtækin tóku til sín 89% af samanlögðum tekjum fjölmiðla þetta árið og þar var Ríkisútvarpið stærst, sem fékk um fjórðung tekna fjölmiðlanna árið 2020, þar af um þriðjungur notendagjalda og 17% auglýsingatekna.\nTekjuþróun hefur verið mismunandi eftir gerð fjölmiðla. Þannig hafa prentmiðlar búið við umtalsverðan tekjusamdrátt frá árinu 2015 sem nemur 30%. Tekjur annarra miðla hafa ýmist hækkað eða staðið í stað.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"166","intro":"Nokkurra mánaða tafir verða á vegabótum á Vatnsnesvegi sem liggur frá Hvammstanga og út fyrir Vatnsnes. Ekkert tilboð barst í byggingu brúar og endurbyggingu vegarins.","main":"Vatnsnesvegur hefur ítrekað verið til umfjöllunar síðustu ár þar sem fjallað hefur verið um slæmt ástand hans og tíð umferðarslys. Til stendur að ráðast í byggingu 17 metra langrar brúar yfir Vesturhópshólaá, nýbyggingu vegar á um kílómetra kafla og endurbyggingu á rúmlega kílómetra löngum kafla milli Vesturhópshóla og Þorfinnsstaða. Verkinu átti að vera lokið að fullu eigi síðar en 1. ágúst en nú er ljóst að einhverjar tafir verða, þar sem ekkert tilboð barst í framkvæmdina. G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.\nEins og venjulega gerist þegar það koma engin tilboð þá förum við yfir málið upp á nýtt og skoðum það, við erum svolítið í því ferli núna.\n-Kom það á óvart að það skyldu ekki koma nein tilboð?-\nÉg held nú ekki að það hafi þannig séð komið á óvart, því að þetta gerist og við vitum það að verktakar sem eru þarna nálægt eru verkefnahlaðnir.\n-Kemur þetta til með að tefja áætlaðar framkvæmdir?-\nJá ég held við verðum að reikna með því að við getum ekki haldið okkur við þá tímaáætlun sem var í upphafi.\n-Hleypur það á mánuðum eða árum?-\n","summary":null} {"year":"2022","id":"166","intro":"Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATÓ verður næsti seðlabankastjóri Noregs. Valið stóð milli hans og núverandi aðstoðarbankastjóra.","main":"Jens Stoltenberg núverandi framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins verður næsti Seðlabankastjóri Noregs. Helsti keppinautur Stoltenbergs um embættið stýrir bankanum uns hann tekur við.\nNefnd á vegum fjármálaráðuneytisins skipar seðlabankastjóra. Alls sóttu 22 um stöðuna eftir að Øystein Olsen tilkynnti í ágúst að hann hygðist láta af störfum aldurs vegna, nú í febrúar. Umsóknarfrestur rann út í desember og þá stóð valið milli Stoltenbergs og Idu Wolden Boche aðstoðarseðlabankastjóra. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vara við að sjálfstæði bankans kunni að verða teflt í tvísýnu og segja valið misráðið einkum í ljósi stjórnmálasögu Stoltenbergs og náinna tengsla við Jonas Gahr Støre núverandi forsætisráðherra.\nTrygve Slagsvold Vedum fjármálaráðherra kveðst telja Stoltenberg vænlegasta kostinn í ljósi þekkingar hans á efnahagsmálum, djúps skilnings á samfélagsmálum og viðamikilli stjórnunarreynslu. Stoltenberg var forsætisráðherra Noregs á árunum 2005 til 2013 og var gerður að framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins árið eftir. Hann lætur af störfum sem framkvæmdastjóri NATO 1. október en ekki liggur fyrir hvenær hann tekur við stjórn bankans. Það verður þó ekki síðar en um áramót en þangað til stýrir Ida Wolden Bache bankanum.\n","summary":"Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO verður næsti seðlabankastjóri Noregs. Valið stóð milli hans og núverandi aðstoðarseðlabankastjóra. "} {"year":"2022","id":"166","intro":"Meira en helmingur stelpna á aldrinum þrettán til átján ára hefur fengið sendar nektarmyndir gegnum netið, samkvæmt nýrri könnun fjölmiðlanefndar. Langalgengast er að sá sem sendir myndirnar sé ókunnugur, eða sjö af hverjum tíu.","main":"Fjölmiðlanefnd gerði könnunina í samstarfi við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands.\nSpurt var hvort börnin hefðu fengið sendar nektarmyndir, til dæmis typpamynd. Ríflega þriðjungur unglinga í grunnskóla hefur fengið þannig mynd senda og meira en helmingur sextán til átján ára. Algengast er að stelpur fái slíkar sendingar, og séu beðnar um að senda nektarmyndir af sér. Helmingur þrettán til fimmtán ára stúlkna hefur verið beðinn um að senda af sér nektarmynd og fjórar af hverjum tíu hafa fengið sendar nektarmyndir. Hlutfallið er enn hærra meðal sextán til átján ára stúlkna. Tvær af hverjum þremur þeirra hafa verið beðnar um nektarmynd og enn fleiri hafa fengið sendar slíkar myndir. Langoftast þekkja börnin ekki þann sem sendir myndirnar eða biður um þær, eða í sjötíu prósentum tilvika.\nUm tíu prósent unglinga í grunnskóla hafa sent nektarmynd af sér og fjórðungur unglinga í framhaldsskóla.\nSkúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri hjá fjölmiðlanefnd, segir niðurstöður skýrslunnar áhyggjuefni. Þær gefi mynd af veruleika ungmenna, sér í lagi stúlkna.\nOg þeim mikla þrýstingi sem er á, sérstaklega þær, að senda nektarmyndir og hversu mikill fjöldi kynferðislegra kommenta beinist að þessum hópi. Það sem vekur líka áhyggjur er hvað stór hluti fær þessar beiðnir frá ókunnugum aðilum sem eru þá að nýta sér sína yfirburðastöðu, sem segir okkur að það þarf sannarlega að leggja áherslu á fræðslu gagnvart börnum og ungmennum þegar kemur að deilingum mynda og myndefnis á netinu.\nÞá fá stúlkur líka mun oftar óviðeigandi kynferðisleg ummæli á netinu en strákar. Tvær af hverjum fimm unglingsstelpum í framhaldsskóla hafa fengið slík ummæli og næstum fjórðungur þrettán til fimmtán ára stúlkna. Athygli vekur að einungis tvö til fjögur prósent þeirra segja foreldrum sínum frá því, þrátt fyrir að næstum helmingi þeirra þyki viðbjóðslegt að fá slík ummæli og allt að fimmtán prósent þeirra hafi orðið hræddar.\n","summary":"Ríflega þriðjungur unglinga í grunnskóla og meira en helmingur sextán til átján ára hefur fengið senda nektarmynd á netinu. Langoftast er sendandinn þeim ókunnugur. "} {"year":"2022","id":"166","intro":"Tap Icelandair eftir skatta á fjórða ársfjórðungi síðasta árs var fimm milljarðar króna. Forstjóri félagsins segir afkomu félagsins þó sýna mikinn rekstrarbata milli ára.","main":"Verulega hægði á bókunum flugferða hjá Icelandair um miðjan nóvember á síðasta ári, þegar óvissa ríkti um omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. En þeim fjölgaði svo verulega aftur um miðjan janúar.\nBogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir ferðahug greinilega kominn í fólk aftur og félagið stefni á að skila hagnaði á árinu.\nÍslensk stjórnvöld veittu félaginu ábyrgð á lánalínu að fjárhæð allt að 16,5 milljörðum króna, vegna heimsfaraldursins. Forstjóri félagsins hafði gefið út þau myndu draga á lánalínurnar ef fé fyrirtækisins kláraðist. En til þess hefur ekki komið enn.\nVið erum bara ágætlega bjartsýn, auðvitað er óvissan enþá einhver. Við gerum bara ráð fyrir því að ástandið haldi áfram að lagast og það komi ekki eitthvað nýtt óvænt. Þá erum við bara bjartsýn og erum að horfa til þess að vera með 80% umfang á þessu ári miðað við hvað við vorum að gera 2019. Bókanir eru bara sterkar á öllum okkar mörkuðum. Um leið og jávkæðar fréttir fóru að berast og tilkyninngar um rýmkaðar ferðatakmarkanir að koma öllum okkar mörkuðum, eða flestum okkar mörkuðum, þannig flæðið er bara sterkt og við erum tiltölulega bjartsýn fyrir árið.\n","summary":"Icelandair tapaði fimm milljörðum króna á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Forstjóri félagsins vonast eftir viðsnúningi á þessu ári. "} {"year":"2022","id":"166","intro":"Nú stendur yfir setningarhátíð vetrarólympíuleikanna sem að þessu sinni eru haldnir í Beijing, höfuðborg Kína. Setningarhátíðin hófst í hádeginu að íslenskum tíma. Fimm Íslendingar keppa á leikunum.","main":"Sérstakir vetrarólympíuleikar voru fyrst haldnir árið 1924 í Chamonix í Frakklandi en Íslendingar kepptu fyrst árið 1948 í St. Moritz í Sviss. Þar kepptu Guðmundur Guðmundsson, Magnús Brynjólfsson og Þórir Jónsson í alpagreinum og Jónas Ásgeirsson keppti í skíðastökki. Íslendingar hafa hins vegar ekki átt skíðastökkvara á Ólympíuleikum síðan Skarphéðinn Guðmundsson keppti í Squaw Valley árið 1960. Í ár keppa fimm Íslendingar á vetrarólympíuleikunum í Peking. Þrjú í skíðagöngu. Snorri Einarsson sem við sjáum hér og svo Isak Stianson Pedersen og Kristrún Guðnadóttir. Í alpagreinum keppa svo Sturla Snær Snorrason og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir. Beijing verður fyrsta borgin til að halda bæði sumar og vetrarólympíuleika. Sumarleikarnir árið 2008 voru haldnir í kínversku höfuðborginni þar sem íslenska karlalandsliðið í handbolta vann silfurverðlaun sælla minninga. Engir áhorfendur verða leyfðir á leikunum vegna kórónuveirunnar. Mótshaldarar leggja mikið kapp á að hafa öryggi og heilsu keppenda í forgangi og ætla sér að halda leikana án þess að missa tök á faraldrinum. Setningarhátíð leikanna hófst klukkan tólf að íslenskum tíma eða átta að kínverskum tíma. Hún er sýnd í beinni útsendingu RÚV. Setningarhátíðin er í hreiðrinu, sama leikvangi og notaður var á sumarólympíuleikunum árið 2008, þar sem Usain Bolt setti til dæmis heimsmet í 100 og 200 metra hlaupum. Keppni í krullu og íshokkí. Fjöldi beinna útsendinga verður á rásum RÚV á meðan leikunum stendur, auk þess að Ólympíukvöld verða á dagskrá. Klukkan tvö í dag verður sýnt frá keppni í liðakeppni á listskautum og svo í fyrramálið verður sýnt frá 15 kílómetra skiptigöngu kvenna, blandaðri boðgöngu í skíðaskotfimi og skíðastökki kvenna.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"166","intro":"Samgönguráðherra Danmerkur sagði af sér í gær eftir að stuðningsflokkur minnihlutastjórnar jafnaðarmanna lýsti vantrausti á hann.","main":"Ráðherrann, Benny Engelbrecht, beið þess ekki að komast að því hvort vantraust Einingarlistans leiddi til vantrauststillögu í þinginu heldur tilkynnti forsætisráðherranum Mette Frederiksen afsögn sína nokkrum klukkustundum síðar. Mai Villadsen, leiðtogi Einingarlistans, lýsti því yfir í gær að þingflokkurinn hefði komist að þeirri afdráttarlausu niðurstöðu eftir nokkrar umræður, að hann bæri ekki traust til ráðherrans lengur, þar sem hann hefði sagt ósatt og haldið mikilvægum upplýsingum frá þinginu. Málið snýst um kolefnisspor framkvæmda við samgöngumannvirki og útreikninga á því.\nÞegar Engelbrecht lagði fram samgönguáætlun sína í fyrra, sem nær til næstu 15 ára, lýsti hann henni sem fyrstu kolefnishlutlausu samgönguáætlun Danmerkursögunnar. Þegar þingheimur krafði hann um útreikninga á kolefnisspori við framkvæmdirnar sem áætlunin kallar á, það er að segja við vegalagningu, brúarbyggingar, járnbrautarlínur og annað sem í áætluninni fólst, sagði hann þá útreikninga ekki liggja fyrir nema að takmörkuðu leyti - og að það sem til væri væri svo ónákvæmt að það væri ekki hægt að leggja það fyrir þingið. Nú hefur hins vegar komið á daginn að allt hafði þettta verið reiknað út og sent ráðherranum\n","summary":null} {"year":"2022","id":"167","intro":"Flestum takmörkunum vegna covid verður aflétt í Svíþjóð í næstu viku. Forsætisráðherra landsins tilkynnti þetta í ávarpi í morgun.","main":"Svíar ætla að aflétta flestum takmörkunum vegna faraldursins í næstu viku. Stjórnvöld segja þetta gert því margir séu bólusettir og að ekki sé óhóflega mikið álag á heilbrigðiskerfinu vegna veirunnar.\nThe announcement today is that the restrictions will be lifted from 9 February. At the same time, all employers who have staff working at home are urged to plan for a gradual return to work.\nÍ tilkynningunni kemur fram að takmörkunum verður aflétt níunda febrúar. Á sama tíma eru vinnuveitendur, sem eru með starfsmenn í heimavinnu, hvattir til að skipuleggja endurkomu þeirra á vinnustaðinn, sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar í ávarpi í morgun. Hún sagði tíma til kominn að opna samfélagið á ný. Faraldurinn væri ekki yfirstaðinn en að hann hefði breyst. Fjöldatakmarkanir verða aflagðar og sömuleiðis samskiptafjarlægð. Fólki er eindregið ráðlagt að vera heima finni það fyrir einkennum og óbólusettum er ráðlagt að forðast fjölmenni.\nFram kom í máli sænska forsætisráðherrans í morgun að yfirvöld hefðu ráðfært sig við stjórnendur heilbrigðisstofnana um allt landið. Niðurstaðan hefði verið sú að hægt verði að ráða við stöðuna þegar fullbólusettir snúi aftur út í samfélag án takmarkana. Þá sé staðan á bólusetningu góð og þeim fjölgað sem hafi þegið örvunarskammt.\n","summary":"Flestum takmörkunum vegna covid verður aflétt í Svíþjóð í næstu viku. "} {"year":"2022","id":"167","intro":"Einangrun vegna covid 19 verður stytt úr sjö dögum í fimm sagði heilbrigðisráðherra á Alþingi í morgun. Áhrif kórónuveirufaraldursins á börn eru lengri og meiri en nokkurn óraði fyrir segir barnamálaráðherra og nú þarf að gera áætlun um hvernig eigi að bæta þann tíma upp.","main":"Það verður að taka afléttingar í skrefum sagði heilbrigðisráðherra á Alþingi í morgun og bindur vonir við að einangrun verði stytt úr sjö dögum í fimm á næstu dögum. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er á Alþingi, þetta er það sem brennur á þingmönnum?\nþað er óhætt að segja það að heilt yfir hafi áhrifin á börn í kórónuveirufaraldrinum eru bæði lengri og meiri en nokkurn óraði fyrir. Til hvaða aðgerða þarf að grípa þetta var heimsfaraldur þetta eru náttúruhamfarir sem hafa gengið yfir fyrir yngstu kynslóð landsins og í því sambandi þá þurfum við að skoða\n","summary":"Einangrun vegna covid verður stytt úr sjö dögum í fimm sagði heilbrigðisráðherra á Alþingi í morgun. Áhrif faraldursins á börn eru lengri og meiri en nokkurn óraði fyrir segir barnamálaráðherra og gera þarf áætlun um hvernig megi bæta þeim það. "} {"year":"2022","id":"167","intro":"Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að skipulögð glæpasamtök á borð við vélhjólasamtökin Bandidos fái að þrífast hér á landi. Lögreglan fylgist sérstaklega með íslensku vélhjólagengi, sem er aðili að Bandidos MC í Svíþjóð og hefur aðstöðu í klúbbhúsi í Reykjanesbæ.","main":"Háttsettur sænskur Bandidos-liði var stöðvaður í Leifsstöð í september á síðasta ári og honum vísað úr landi. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði kærunefndar útlendingamála. Þá var þremur finnskum liðsmönnum Bandidos vísað úr landi í byrjun október.\nKoma liðsmanna samtakanna til Íslands er talin tengjast auknum umsvifum þeirra hér á landi.\nSamkvæmt upplýsingum frá sænskum lögregluyfirvöldum hefur íslensku Bandidos vélhjólagengi verið veitt fullgild aðild að Bandidos MC í Svíþjóð. Samtökin eru sögð reka klúbbhús í Reykjanesbæ. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, staðfestir þetta.\nVið höfum haft afskipti af þessum tiltekna klúbbi\nÚlfar segir að fylgst sé með ef meðlimir slíkra glæpagengja koma til landsins.\n","summary":"Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir það áhyggjuefni að skipulögð glæpasamtök á borð við vélhjólasamtökin Bandidos fái að þrífast hér á landi. Íslenskur armur samtakanna rekur klúbbhús í Reykjanesbæ."} {"year":"2022","id":"167","intro":"Yfir þrjátíu árekstrar hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Lúmsk hálka var á vegum sem virðist hafa komið mörgum ökumönnum í opna skjöldu. Minnst tíu bílar eru ónýtir.","main":"Vetrarfærð er um allt land og hálka eða hálkublettir á vegum. Ökumenn í Reykjavík virðast ekki hafa verið undir það búnir og miklar tafir hafa verið á umferð vegna árekstra. Morgunninn var því annasamur hjá umferðardeild lögreglunnar og fyrirtækinu Árekstri. Tíu bílar eru ónýtir en engin slys hafa orðið á fólki. Kristján Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri áreksturs, segist ekki muna eftir öðrum eins degi.\nþað var rosalega mikið að gera, þetta er bara einn annasamasti morgun síðan fyrirtækið var stofnað. við tókum 20 árekstra á milli 8 og 9 og erum komin yfir 30 það sem eftir lifir morgni.\nEnn berast tilkynningar um árekstra víðs vegar um borgina, allar tengdar hálku. Lögreglan segir að búast megi við þungri umferð í allan dag. Kristján segir að búnaður ökutækjanna hafi engu skipt í morgun.\nKristján segir að vegirnir hafi virst hálkulausir og akstur ökumanna var eftir því.\nVegagerðin hefur þurft að auka saltmagn á vegum til að bregðast við þessum óvenjulegu aðstæðum. G. Pétur Matthíasson er upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"167","intro":"Nokkrir nemendur urðu vitni að því þegar nítján ára piltur sem var að renna sér á snjóþotu varð fyrir bíl og lést við Framhaldsskólann á Laugum í gær. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík segir samfélagið lamað.","main":"Tveir voru í bílnum þegar slysið varð. Hreiðar Hreiðarsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Húsavík segir í samtali við fréttastofu að samfélagið sé harmi slegið vegna atburðarins. Pilturinn sem lést var ásamt bekkjarfélögum að renna sér á snjóþotu vestan við skólabygginguna, með þeim afleiðingum að hann rann út á Austurhlíðarveg, sem liggur að skólanum, og varð þar fyrir bíl. Hópur nemenda varð vitni af slysinu. Samkvæmt upplýsingum frá Arnfríði Gígju Arngrímsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra, er rannsókn á tildrögum slyssins á algjöru frumstigi. Skólahald fellur niður á Laugum í dag vegna slyssins.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"167","intro":"Fyrrverandi formaður Eflingar segir starfsfólk skrifstofu félagsins hafa verið á ofurlaunum og að það hafi breytt verkalýðshreyfingunni í sjálftökumaskínu. Fjarri lagi segir varaformaður Eflingar. Ný úttekt sýnir að einelti og kvenfyrirlitning viðgekkst á skrifstofu Eflingar.","main":"Efling tók saman kostnað við ýmis starfsmannamál félagsins í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanns félagsins, að beiðni Guðmundar Baldurssonar stjórnarmanns í félaginu. Greint var frá samantektinni í fréttum í gær og þar kom meðal annars fram að kostnaðurinn hefði verið hátt í 130 milljónir, meðal annars vegna uppsagna, starfslokasamninga og langtímaveikinda.\nSólveig Anna vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar um, en í færslu á facebook-síðu sinni segir hún að kostnaður við starfsmannahald á skrifstofu Eflingar hafi verið mikill; fríðindi starfsfólks hafi vakið furðu sína er hún hóf þar störf og segir að það hafi verið hálaunafólk sem hafi breytt verkalýðshreyfingunni í sjálftökumaskínu. Hún tiltekur þar ókeypis veislumat daglega, dýrar utanlandsferðir og tíðar og kostnaðarsamar samkomur á vinnutíma.\nBæði Sólveig og Guðmundur eru í framboði til formennsku í félaginu og það er einnig Ólöf Helga Adolfsdóttir varaformaður Eflingar. Hún segist ekki kannast við þau starfskjör sem formaðurinn fyrrverandi lýsir.\nÉg er mjög ósammála því að þetta sé eitthvað sjálftökufólk eða eitthvað svoleiðis, enda tel ég Sólveigu Önnu hafa verið í stöðu til að breyta þessu í þessi 4 ár sem hún var formaður Eflingar, ef hún var svona óánægð með þetta.\nÚttekt sem var gerð af sálfræði- og ráðgjafarstofunni Líf og sál í nóvember og desember í fyrra sýnir að vinnuumhverfið á skrifstofu Eflingar einkenndist meðal annars af kvenfyrirlitningu og einelti gagnvart starfsfólki á skrifstofu Eflingar. Hún er byggð á viðtölum við allt starfsfólk skrifstofunnar og var kynnt starfsfólki á fundi í morgun. Að sögn Lindu Drafnar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Eflingar, komu niðurstöðurnar ekki á óvart. Þær hafi staðfest upplifun fólks af starfsumhverfinu á skrifstofunni.\nYfirlýsingar er að vænta frá Eflingu um niðurstöður úttektarinnar.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"167","intro":"Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir allar líkur á að sveitarfélagið grípi til varna vegna kröfu ríkisins um að eiga allt land á fyrirhuguðu virkjunarsvæði Geitdalsárvirkjunnar. Þá verður trúlega tekist á um land sem Síldarvinnslan keypti nýlega til að rækta skóg, leita að heitu vatni og jafnvel virkja ár.","main":"Krafa ríkisins um að Fannardalur í Norðfirði sé þjóðlenda gæti spillt eða seinkað áformum Síldarvinnslunnar um að rækta þar skóg til kolefnisjöfnunar. Fyrirtækið hugðist líka ráðast í heitavatnsleit í dalnum.\nÓbyggðanefnd hefur kynnt þjóðlendukröfur ríkisins á Austfjörðum. Í Fjarðabyggð gerir ríkið tilkall til Bæði Oddsdals og Fannardals. Síldarvinnslan í Neskaupstað er nýlega búin að kaupa jörðina Fannardal af fyrri landeigendum. Þar stendur til að planta trjám í 3-400 hektara lands í samstarfi við Skógræktina til að binda kolefni til móts við losun frá starfsemi fyrirtækisins. Einnig er möguleiki á að reisa vatnsaflsvikjanir á jörðinni en fjórar vatnsmiklar ár eru í landi Fannardals. Síldarvinnslan ætlaði líka að halda áfram með leit að heitu vatni í dalnum en sem stendur er allt húsnæði í Neskaupstað kynt með rafmagni. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að haldið verði áfram með undirbúning allra verkefna á landinu. Þjóðlendumál geti hins vegar tekið talsverðan tíma og ljóst sé að ekkert stórt verði gert á meðan óvissa er uppi vegna krafna ríkisins.\nRíkið gerir einnig tilkall til lands við Geitdalsá í Múlaþingi. Þar stendur til að reisa næstum 10 MW virkjun en ríkið á landið öðrum megin ár en sveitarfélagið hinn bakkann. Nú vill ríkið að allt landið verði þjóðlenda. Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir að málið eigi eftir að fá formlega afgreiðslu en allar líkur séu að á sveitarfélagið grípi til varna.\nÞar er töluvert í húfi og þar skýtur skökku við að Fjármálaráðuneytið og Fljótsdalshérað á sínum tíma gengu frá samningi um skiptingu leigutekna vegna virkjunar. Og það hlýtur að grafa undan málflutningi ríkisins varðandi eignarhald á landi þar. (Það var þá samið að grundvelli þess að sveitarfélagið ætti landið?) Já.\nÓbyggðanefnd hefur kynnt þjóðlendukröfur ríkisins á Austfjörðum. Í Fjarðabyggð gerir ríkið tilkall til Bæði Oddsdals og Fannardals. Síldarvinnslan í Neskaupstað er nýlega búin að kaupa jörðina Fannardal af fyrri landeigendum. Þar stendur til að planta trjám í 3-400 hektara lands í samstarfi við Skógræktina til að binda kolefni til móts við losun frá starfsemi fyrirtækisins. Einnig er möguleiki á að reisa vatnsaflsvikjanir á jörðinni en fjórar vatnsmiklar ár eru í landi Fannardals. Síldarvinnslan ætlaði líka að halda áfram með leit að heitu vatni í dalnum en sem stendur er allt húsnæði í Neskaupstað kynt með rafmagni. Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, segir að haldið verði áfram með undirbúning allra verkefna á landinu. Þjóðlendumál geti hins vegar tekið talsverðan tíma og ljóst sé að ekkert stórt verði gert á meðan óvissa er uppi vegna krafna ríkisins.\nRíkið gerir einnig tilkall til lands við Geitdalsá í Múlaþingi. Þar stendur til að reisa næstum 10 MW virkjun en ríkið á landið öðrum megin ár en sveitarfélagið hinn bakkann. Nú vill ríkið að allt landið verði þjóðlenda. Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir að málið eigi eftir að fá formlega afgreiðslu en allar líkur séu að á sveitarfélagið grípi til varna.\nÞar er töluvert í húfi og þar skýtur skökku við að Fjármálaráðuneytið og Fljótsdalshérað á sínum tíma gengu frá samningi um skiptingu leigutekna vegna virkjunar. Og það hlýtur að grafa undan málflutningi ríkisins varðandi eignarhald á landi þar. (Það var þá samið að grundvelli þess að sveitarfélagið ætti landið?) Já.\n","summary":"Forseti sveitarstjórnar Múlaþings segir allar líkur á að sveitarfélagið grípi til varna vegna kröfu ríkisins um að eiga allt land á fyrirhuguðu virkjunarsvæði Geitdalsárvirkjunnar. Þá verður trúlega tekist á um land sem Síldarvinnslan keypti nýlega til að rækta skóg, leita að heitu vatni og jafnvel virkja ár. "} {"year":"2022","id":"167","intro":"Spennan á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta magnaðist í gærkvöld þegar Íslandsmeistarar Vals lögðu topplið Njarðvíkur. Þá hafði Keflavík betur í Suðurnesjaslagnum við Grindavík.","main":"Fyrir leikinn í gær var Njarðvík með fjögurra stiga forskot á Val á toppi deildarinnar. En það voru Valskonur sem voru með yfirhöndina frá fyrstu mínútu og í hálfleik var munurinn þegar kominn í 19 stig, 44-25. Njarðvíkingar söxuðu á forskotið í þriðja leikhluta og í upphfai þess fjórða var munurinn kominn í níu stig. Valur reyndist hins vegar sterkari á lokakaflanum og vann leikinn 57-66. Njarðvík heldur toppsætinu, ásamt Fjölni, en Valur er nú aðeins tveimur stigum frá toppliðunum. Í Suðurnesjaslag gærkvöldsins áttust Keflavík og Grindavík við. Þar voru það Keflvíkingar sem reyndust betra liðið og varð sigurinn öruggur, 85-65. Keflavík er áfram í fimmta sæti deildarinnar með 16 stig en Grindavík sæti neðar með tíu stig. Haukar og Fjölnir mætast í deildinni í kvöld en með sigri getur Fjölnir komist eitt á toppinn. Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar. Spilað verður í úrvalsdeild karla í kvöld, Stjarnan tekur á móti Þór frá Akureyri, Vestri og Valur eigast við og Grindavík fær Tindastól í heimsókn.\nÍBV er á mikilli siglingu í úrvalsdeild kvenna í handbolta en Eyjakonur unnu öruggan átta marka sigur á Val, 30-22. Marija Jovanovic átti stórleik hjá ÍBV en hún skoraði 10 mörk og gaf sjö stoðsendingar. Hjá Val var Mariam Eradze með sjö mörk. ÍBV fór með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar, nú með 14 stig, og eru Eyjakonur einu stigi frá KA\/Þór í þriðja sæti. Valur er áfram í öðru sætinu með 16 stig en Fram er á toppi deildarinnar með 21 stig. Haukar unnu öruggan sigur á Aftureldingu í gær, 38-28. Haukar eru í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig en Afturelding vermir botnsætið án stiga.\nReykjavíkurleikarnir halda áfram í kvöld og klukkan hálf átta verður bein útsending á RÚV 2 frá úrslitum í keilu frá Egilshöllinni. Fjórir keilarar keppa til úrslita með útsláttarfyrirkomulagi, þar sem einn keilari dettur út í hverri umferð.\n","summary":"Valur minnkaði forskot Njarðvíkur og Fjölnis á toppi úrvalsdeildar kvenna í körfubolta í tvö stig í gærkvöld. ÍBV vann sinn fimmta sigur í röð í úrvalsdeild kvenna í handbolta. "} {"year":"2022","id":"167","intro":"Framfærsla þeirra sem synjað er um dvalarleyfi hér á landi verður felld niður þrjátíu dögum eftir endanlega niðurstöðu stjórnvalda samkvæmt frumvarpi um útlendingalög.","main":"Frumvarp um útlendingalög er nú í samráðsgátt stjórnvalda. Upphaflega stóð til að frestur til að skila inn umsögn rynni út á morgun, viku eftir að frumvarpið var sent í samráðsgáttina, en sá frestur hefur verið framlengdur um viku til viðbótar. Rauði krossinn vinnur að umsögn um frumvarpið og fór fram á að fresturinn yrði framlengdur.\nSegir Atli Viðar Thorstensen sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Hann segir erfitt að segja hvort uppskipting málaflokksins sé kostur eða galli.\nÝmsar breytingar eru lagðar til í frumvarpinu, meðal annars að eftir að endanleg niðurstaða stjórnvalda um að synja viðkomandi um dvalarleyfi hér á landi liggi fyrir, skuli að 30 dögum liðnum fella niður framfærslustyrk sem viðkomandi naut á meðan umsókn um dvalarleyfi var til meðferðar. Segir meðal annars að það þyki skjóta skökku við að útlendingur sem fengið hefur endanlega synjun á umsókn um vernd, en neiti að hlíta ákvörðun stjórnvalda og með athöfnum eða athafnaleysi komi í veg fyrir að ákvörðunin kom til framkvæmda njóti áfram fyrrgreindra réttinda. Þá eru lagðar til auknar heimildir vegna læknisskoðana og heilbrigðisupplýsinga svo eitthvað sé nefnt.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"168","intro":"Veitingastaðir sem reiða sig á erlenda ferðamenn og hópferðafyrirtæki koma verst út úr faraldrinum á meðan bílaleigur standa betur. Þetta segir í nýrri skýrslu um stöðu ferðaþjónustu.","main":"Gangi spá um fjölda ferðamanna og þróun reksturs og efnahags eftir muni fjármyndun greinarinnar ekki ráða við skuldasöfnun eftir faraldurinn. Í nýrri skýrslu Ferðamálastofu segir að ef grípa ætti til sértækra stuðningsaðgerða ætti tilgangurinn að vera að vernda áframhaldandi rekstur lífvænlegra fyrirtækja og tryggja að fjárfesting ríkisins, sem falist hafi í þeim stuðningsaðgerðum sem ráðist hefur verið í, skili sér til baka með öflugri viðspyrnu. Skarphéðinn Berg Steinarsson er ferðamálastjóri.\n\"Þegar markaðstæki og hönnun er til staðar og ferðamenn fara að koma í einhverjum mæli þarf ferðaþjónustan að vera viðbúin því að taka aftur við þeim. Eins og við höfum farið yfir eru skuldir ferðaþjónustunnar ósjálfbærar og rekstrarumhverfið heldur að versna.\nNú þegar hafi hið opinbera lagt mikið til greinarinnar með ýmsum stuðningsúrræðum en bankarnir þyrftu að leiða þessa vinnu. Í skýrslunni kemur fram að verði ekki gripið til sértækra úrræða muni markaðurinn leysa úr vandanum með þeim aðferðum sem hann hefur, þ.e. skuldbreytingum, frjálsum nauðasamningum og gjaldþrotum.\nStaðan er þó misjöfn eftir greinum ferðaþjónustunnar og fyrirtækjum.\n","summary":"Veitingastaðir sem reiða sig á erlenda ferðamenn og hópferðafyrirtæki koma verst út úr faraldrinum á meðan bílaleigur standa betur. Þetta segir í nýrri skýrslu um stöðu ferðaþjónustu. "} {"year":"2022","id":"168","intro":"Í febrúar og mars kjósa íbúar í tíu sveitarfélögum um sameiningu þeirra við nágrannasveitarfélög. Verði allar þessar tillögur um sameiningu samþykktar, fá sveitarfélögin samtals um þrjá milljarða króna úr Jöfnunarsjóði.","main":"Nítjánda febrúar verður kosið um þrjár tillögur um sameiningu. Það er sameining Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar, Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Snæfellsbæjar og Eyja- og Miklaholtshrepps. Tuttugasta og sjötta mars kjósa svo íbúar Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps um sameiningu sem og íbúar í Helgafellssveit og Stykkishólmsbæ.\nMest eru þetta tillögur þar sem sveitarfélögin eru vön því að vinna saman og kannski hægt að lýsa því þannig að þau eru búin að vera í sambúð í þónokkuð mörg ár. Og eru núna kannski að stíga skrefið fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar.\nSegir Róbert Ragnarsson, ráðgjafi hjá RR ráðgjöf. Framboðsfrestur fyrir sveitarstjórnarkosningarnar fjórtánda maí rennur út áttunda apríl. Fyrir þann tíma þarf að vera búið að móta þau nýju sveitarfélög sem þarna verða til og tíminn er naumur.\nVið erum alvega á mörkunum að geta kosið 26. mars þannig að það er eiginlega ekkert svigrúm til að klára með þeim í Helgafellssveit og Stykkishólmi og Langanesi og Svalbarðshreppi, en þa ðgengur vegna þess að þau eru í samstarfi um eiginlega allt.\nFramlög úr Jöfnunarsjóði verða rúmlega þrír milljarðar króna ef sameining verður alls staðar samþykkt. Á bilinu fimm til sjö hundruð milljónir fyrir hverja sameingartillögu. Þetta á meðal annars annars að jafna skuldastöðu sveitarfélaganna, nýtast við þróun í stjórnsýslu og þjónustu og bæta fyrir neikvæða byggðaþróun.\nOg þegar um er að ræða fámenn svæði þá er þetta náttúrulega farið að telja mikið í krónum á hvern íbúa. Og í rauninni snúið stöðunni frá því að viðkomandi sveitarfélög hafi ekki mikla fjárfestingargetu, fyrirsjáanlega á næsta kjörtímabili, yfir í að það sé búið að opna alveg fyrir ný tækifæri og næsta kjörtímabil gæti þá orðið bara mjög spennandi.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"168","intro":"Reykjavíkurleikarnir héldu áfram í gærkvöld þegar keppt var í klifri í Klifurhúsinu í Ármúla. Tíu klifrarar reyndu við vegginn. létu til sín taka.","main":"Hver keppandi fór þrjár mismunandi leiðir og voru umferðirnar þrjár. Undankeppnin fór fram fyrr í vikunni og í úrslit komust fimm konur og fimm karlar. Eftir skemmtilega keppni var það Lukka Mörk Sigurðardóttir sem bar sigur úr býtum í kvennakeppninni. Í öðru sæti hafnaði Inga Arhus og þriðja varð Katarína Eik Sigurðardóttir. Hjá körlunum var það Birgir Óli Snorrason sem hrósaði sigri, Valdimar Björnsson fékk silfur og Birgir Berg Birgisson fékk brons.\nSR, Skautafélag Reykjavíkur, tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslitum Íslandsmóts karla í íshokkí. SR vann þá þriggja marka sigur á Fjölni í Egilshöllinni, 7-4. SR er þar með búið að tryggja sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í íshokkí en eftir 11 leiki er SR í öðru sæti þessarar þriggja liða deildar með 20 stig. Ljóst er að Fjölnir, sem rekur lestina, getur ekki náð SR að stigum og því ljóst að SR og SA, Skautafélag Akureyrar, mætast í úrslitum. SA er á toppi deildarinnar með 25 stig eftir 10 leiki.\nFótboltalið Bayern Munchen hefur ákveðið að hleypa kvennaliði sínu inn á aðalleikvang félagsins, Allianz Arena, í næsta leik Meistaradeildarinnar. Bayern mætir Paris Saint-Germain í átta liða úrslitum í mars og verður leikurinn spilaður á þessum 75 þúsund manna velli. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem kvennalið félagsins fær að spila á vellinum þar sem karlarnir spila alla sína leiki. Þrjár íslenskar landsliðskonur spila með Bayern Munchen, Glódís Perla Viggósdóttir, Cecilía Rán Rúnarsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Bayern fylgir þar með í fótspor Barcelona en í janúar tilkynntu Börsungar að kvennalið félagsins myndi spila sinn leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid á aðalleikvangi Barcelona, Nývangi. Uppselt er á leikinn en leikvangurinn rúmar 85 þúsund manns.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"168","intro":"Ríkisstjórnin skoðar nú í samráði við sóttvarnalækni hvort aflétta eigi sóttvarnareglum hraðar en kynnt var í síðustu viku. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna.","main":"Ríkisstjórnin sagði í síðustu viku að takmörkunum yrði aflétt í skrefum fyrir miðjan mars. Þórólfur sagði á upplýsingafundinum að þar sem Landsspítalinn og Almannavarnir séu ekki lengur á neyðarstigi og vegna fækkunar alvarlegra tilfella sé til skoðunar að aflétta hraðar. Hann sagðist vinna að áhættumati fyrir ráðherra sem verði kynnt fljótlega en býst ekki endilega við því að senda ráðherra minnisblað fyrir ríkisstjórnarfund á föstudag.\nÞað sem er í skoðun er hins vegar hvort það sé hægt að einfalda til dæmis einangrunartímann og einfalda sóttkvína eitthvað enn frekar. Síðan eru það þessar almennu takmarkanir sem eru í reglugerðinni og eru alltaf til skoðunar.\"\nVegna álags kann að verða bið á niðurstöðum úr PCR-prófum og ítrekaði Þórólfur þá bón að fólk fari einungis í slík próf ef það finnur fyrir einkennum eða hefur verið ráðlagt að mæta. Íslensk erfðagreining tekur ekki lengur þátt í að greina sýni og sagði Þórólfur alltaf hafa staðið til að þátttaka fyrirtækisins yrði einungis tímabundin.\nÉg tel, og aðrir telja, að það séu komin ákveðin tímamót í því núna að þau geti hætt því. Þau munu hins vegar halda áfram að raðgreina. En eins og Kári Stefánsson hefur lýst er fyrirtækið alltaf tilbúið á hliðarlínunni ef á þarf að halda en ég held að það sé kominn tími til fyrir okkur að reyna að standa á eigin fótum og klára okkur sjálf.\n","summary":"Til skoðunar er að sóttvarnareglum verði aflétt hraðar en áður hefur verið kynnt. Þetta sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna."} {"year":"2022","id":"168","intro":"Ríkið hefur nú lýst þjóðlendukröfum á Austfjörðum og þar með landinu öllu utan eyja og skerja. Á Austfjörðum er viðbúið að átök verði um landsvæði sem eru verðmæt vegna vatnsréttinda mögulegra virkjana.","main":"Ríkið hefur sett fram þjóðlendukröfur á Austfjörðum og krefst þess að eiga stór landsvæði sem fram til þessa hafa verið talin í eigu sveitarfélaga og einstaklinga. Eigendur þurfa nú að sanna eignarhald sitt á landinu, eigi ekki að úrskurða það þjóðlendu.\nÞetta er í fyrsta sinn sem ríkið setur fram kröfur á svokölluðu svæði 11, sem eru Austfirðir og nær það svæði yfir hluta af sveitarfélaginu Múlaþingi og alla Fjarðabyggð. Þar með hefur kröfum verið lýst á öllu landinu og er málsmeðferð lokið í öðrum landshlutum, að Ísafjarðarsýslum frátöldum. Ríkið á enn eftir að lýsa kröfum til eyja og skerja umhverfis landið.\nSegja má að kröfur ríkisins á Austfjörðum beinist í grófum dráttum að þremur stórum svæðum. Fyrst má nefna svæði sem nær frá austanverðum Héraðsflóa inn í Hjaltastaðarþinghá og yfir Dyrfjöll niður í Borgarfjörð eystri. Innan þessa svæða er meðal annars náttúruperlan Stórurð og afréttir á þeim slóðum. Það nær yfir Ósafrétt og Grasdal. Hrafnabjargaafrétt, Sandbrekkuafrétt, afréttir Hólalands og Hvannstóðs, afréttarland Gilsárvallar og Desjarmýrar. Einnig Hraundal og Kirkjutungur. Þá eru einnig gerðar kröfur til fjögurra minni svæða sem voru hluti að gamla Borgarfjarðarhreppi. Við Hvalvík, Herjólfsvík, Ytri og Innri Álftavík og Hjálmarsströnd í Loðmundarfirði.\nÍ Fjarðabyggð gerir ríkið kröfu til Ljósárlands í Breiðdal. Einnig til Oddsdals og Fannardals. Samliggjandi Fannardal er svæði í Múlaþingi sem er suðurhluti Eyvindarárdals, Gíslastaðir og Gerði og Hjálpleysa.\nÞriðja stóra svæðið sem ríkið krefst að verði þjóðlenda er í Múlaþingi inn af Skriðdal og nær nokkuð inn fyrir Þrándarjökul og Hofsjökul austan Vatnajökuls. Þetta eru Gilsárdals-, Geitdals- og Múlaafrétt og Búðartungur. Viðbúið er að sveitarfélagið Múlaþing grípi þar til varna en hluta svæðisins fylgja vatnsréttindi fyrirhugaðra Geitdalsárvirkjunar. Sömuleiðis er líklegt að landeigendur í Hamarsdal mótmæli kröfum ríkisins til svæðis sem kallað er Hamarsbætur inn af Hamarsfirði. Hluta þess svæðis fylgja vatnsréttindi mögulegrar Hamarsvirkjunar. Þá gerir ríkið kröfu til Geithellnadals inn af Álftafirði en þetta er hluti af svokölluðu Hraunasvæði.\nÞeir sem telja sig eiga land sem ríkið gerir tilkall til hafa frest til 6. maí til að lýsa kröfum fyrir Óbyggðanefnd.\n","summary":"Ríkið hefur lýst þjóðlendukröfum á Austfjörðum og þar með landinu öllu utan eyja og skerja. Á Austfjörðum er viðbúið að átök verði um landsvæði sem eru verðmæt vegna vatnsréttinda mögulegra virkjana. "} {"year":"2022","id":"168","intro":"Kostnaður Eflingar vegna ýmissa starfsmannamála í þriggja ára formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur var hátt í 130 milljónir króna. 80% starfsmanna félagsins létu af störfum á meðan hún var formaður. Sólveig Anna er ein þriggja sem nú sækist eftir formennsku í félaginu.","main":"Samkvæmt samantekt sem unnin var af Eflingu og fréttastofa hefur undir höndum létu fjörutíu af fimmtíu starfsmönnum skrifstofunnar af störfum í stjórnartíð Sólveigar Önnu. Efling greiddi rúmar 14 milljónir í starfslokasamninga og greiddar voru um 66 milljónir vegna launa á uppsagnarfresti, sem fólk þurfti ekki að vinna.\nÞá var kostnaður félagsins vegna langtímaveikinda rúmar 48 milljónir.\nSamtals eru þetta rúmar 128 milljónir á þessu tímabili. Þá er ótalinn ýmiss kostnaður vegna þjónustu sálfræðinga og annarra sérfræðinga.\nSólveig Anna var kjörin formaður Eflingar árið 2018 og endurkjörin tveimur árum síðar. Hún sagði af sér í nóvember í fyrra ásamt Viðari Þorsteinssyni framkvæmdastjóra félagsins og sagði þá að starfsfólk Eflingar hefði ofsótt sig og hrakið úr starfi eftir að hún og aðrir stjórnendur félagsins, höfðu verið gagnrýnd með ýmsum hætti fyrir framkomu sína. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hluti starfsfólks Eflingar kvíði hugsanlegri endurkomu Sólveigar Önnu.\nEfling er næststærsta stéttarfélag landsins með um 27.000 félagsmenn sem kjósa formann dagana 9. - 15. febrúar. Frestur til að skila inn framboði rann út í morgun. Auk Sólveigar Önnu eru tvö í framboði: Ólöf Helga Adolfsdóttir varaformaður Eflingar og Guðmundur Baldursson sem áður sat í stjórn félagsins á lista Sólveigar Önnu.\nÍ samtali við fréttastofu sagðist Sólveig Anna ítrekað hafa svarað fyrir formannstíð sína og gaf ekki kost á viðtali vegna málsins.\n","summary":"Fjörutíu af fimmtíu starfsmönnum Eflingar létu af störfum á meðan Sólveig Anna Jónsdóttir var formaður félagsins. Kostnaður vegna ýmissa starfsmannamála var hátt í 130 milljónir. Sólveig Anna er ein þriggja sem sækjast nú eftir formennsku í félaginu."} {"year":"2022","id":"168","intro":"Ró er aftur komin á í Gíneu-Bissaú þar sem valdaránstilraun var gerð í gær. Hópur manna, grár fyrir járnum, ruddist inn í stjórnarráðið og stóðu skotbardagar í fimm klukkutíma.","main":"Forseti Gíneu-Bissaú lifði af tilraun til valdaráns í gær. Hann segir marga hafa fallið í áhlaupinu sem hafi verið árás á lýðræðið.\nHópur manna, vopnaður vélbyssum, réðist inn í stjórnarráðið í höfuðborginni Bissaú seinni partinn í gær. Skotbardagi stóð yfir í fimm tíma og biðu forseti og forsætisráðherra landsins í skjóli á meðan. Umaro Sissoco Embalo, forseti Gíneu-Bissaú, segir að þetta hafi ekki aðeins verið valdarán heldur einnig tilraun til að myrða ráðamenn.\nThere are dead, but I don't know, because the President was between fire and iron for five hours, and I couldn't imagine how many, but there are dead, there are many dead, it's true, on one side and on the other.\nÉg veit ekki hve margir féllu, sjálfur var ég í hættu í fimm tíma og ég get ekki ímyndað mér hve margir eru fallnir en þeir eru margir, úr báðum fylkingum, sagði forsetinn í ávarpi.\nRó er aftur komin á í landinu og nokkrir hafa verið handteknir. Forsetinn segir þá tengjast fíkniefnaviðskiptum. Bæði hafa borist fregnir af því að það hafi verið almennir borgarar sem voru þarna að verki og eins að það hafi verið hermenn.\nRíkið fékk sjálfstæði frá Portúgal árið 1974 og síðan þá hefur herinn fjórum sinnum framið valdarán, síðast árið 2012. Þá hafa verið gerðar nokkrar slíkar tilraunir.\nGínea Bissaú er í Vestur-Afríku. Síðan í ágúst 2020 hafa herir í Malí, Gíneu og Búrkína Fasó rænt völdum. ECOWAS, samtök ríkja í Vestur-Afríku, hafa lýst yfir þungum áhyggjum af stöðunni.\n","summary":"Ró er aftur komin á í Gíneu-Bissaú þar sem valdaránstilraun var gerð í gær. Hópur manna, grár fyrir járnum, ruddist inn í stjórnarráðið og stóðu skotbardagar í fimm klukkutíma. "} {"year":"2022","id":"169","intro":"Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 varð vestan við Ok, í uppsveitum Borgarfjarðar, rétt eftir miðnætti. Þetta er fjórði skjálftinn yfir þremur að stærð og jafnframt sá stærsti í hrinu sem hefur verið viðvarandi frá áramótum. Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, segir dæmi um margfalt öflugri skjálfta á þessum slóðum.","main":"það hafa nokkrum sinnum verið mældar hrinur þarna og nokkrar hrinur hafa orðið á síðsutu öld. Sú stærsta kannski 1974 en þá varð skjálfti, ekki alveg nákvæmlega á þessum stað, en í nágreninnu, upp á 5,5 að stærð þannig að það eru fordæmi fyrir stærri skjálftum þarna.\nÞið kallið þetta innflekaskjálfta, hvað er það?\nÞað eru skjálftar sem verða utan flekaskila og flekamóta og utan eldvirkra svæða en þeir verða líklegast vegna einhverra spennubreytinga í jarðskorpunni vegna utanaðkomandi áhrifa.\nEr eitthvað hægt að spá til um framhaldið?\nNei það er í rauninni erfitt að spá fyrir um það. Þessi hrina er búin að malla í nokkrar vikur og á nokkuð jöfnum hraða undanfarið og það þarf bara að sjá hvernig áframhaldið verður.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"169","intro":"Lyfjaframleiðendurnir Pfizer og BioNTech ætla að leita leyfis Lyfjastofnunar Bandaríkjanna í dag eða á næstu dögum eftir heimild til að bólusetja börn á aldrinum sex mánaða til fimm ára með bóluefni fyrirtækjanna gegn kórónuveirunni.","main":"Búist er við að leyfið geti fengist í lok febrúar eða byrjun mars. Lyfjastofnunin er sögð hafa hvatt fyrirtækin til að sækja sem allra fyrst um svo hægt sé að fara yfir niðurstöður rannsókna.\nRannsókn Pfizer á virkni bóluefnis fyrir börn stendur enn yfir. Í janúar var ákveðið að breyta rannsókninni og gefa þátttakendum þrjá skammta í stað tveggja eins og áður stóð til.\nÁstæðan er sú að tveggja til fjögurra ára börn, sem fengu minni skammta en fjögurra til fimm ára börn, sýndu minni ónæmisviðbrögð.\nGögn um tveggja skammta bólusetningu fyrir börn liggja fyrir og það eru þau sem Lyfjastofnunin vill byrja að skoða, segir í frétt Washington Post. Fyrstu niðurstöður um þriðja skammtinn eiga að liggja fyrir í apríl.\nPfizer og BioNTech greindu frá því í desember að sex mánaða til tveggja ára börn hafi sýnt sterk ónæmisviðbrögð eftir tvo skammta sem hvor um sig var tíu prósent af þeim skömmtum sem fullorðnir fá. Svörunin var, eins og áður segir, ekki jafngóð hjá tveggja til fjögurra ára börnum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"169","intro":"Um 250 umsækjendur um alþjóðlega vernd bíða eftir að vera fluttir úr landi og 450 til viðbótar bíða eftir niðurstöðu umsóknar. Aðeins þrjú sveitarfélög hafa viljað semja við Útlendingastofnun um að hýsa þá sem bíða.","main":"Aðeins þrjú sveitarfélög starfa með Útlendingastofnun og hýsa hælisleitendur á meðan þeir bíða niðurstöðu. Rúmlega 700 manns dvelja hér á landi með umsókn um alþjóðlega vernd.\nÍ fyrra sótti 871 um alþjóðlega vernd hér á landi en það voru þriðjungi fleiri umsóknir en árið á undan. Fjölgunin skýrist af miklum fjölda umsækjenda frá Venesúela en 40% komu þaðan, samtals 360 manns. Umsækjendur voru af 46 þjóðernum og um þriðjungur voru börn. Fjórtán börn voru fylgdarlaus. Það sem af er þessu ári hafa rúmlega 50 beðið um vernd.\nAf þeim 700 sem nú dvelja hér á landi vegna flótta frá heimalandinu hafa um 250 fengið endanlega synjun. Þessi hópur vill ekki fara sjálfviljugur og ekki er hægt að flytja fólkið burt með valdi vegna sóttvarnaráðstafana í móttökulandinu.\nÚtlendingastofnun er með samning við þrjú sveitarfélög um þjónustu við þau sem bíða eftir svari eða brottflutningi - Reykjavíkurborg, Reykjanesbæ og Hafnarfjörð. Fyrir nokkru síðan gerði stofnunin tilraun til að semja við fleiri sveitarfélög og sendi bón um samning til 17 staða vítt og breitt um landið. Viðbrögðin voru döpur, ekkert sveitarfélag sá sér fært að taka við 40-50 manna hópi. Ástæðan var sögð húsnæðisskortur, smæð samfélagsins og sum sveitarfélög höfðu þegar tekið við kvótaflóttafólki.\nÞórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, segir að engar frekari tilraunir hafi verið gerðar til að fá fleiri sveitarfélög til samstarfs. Tæpur helmingur þeirra sem bíður fær þjónustu í gegnum samning við sveitarfélögin þrjú en hinir eru í búsetuúrræðum sem Útlendingastofnun skipuleggur sjálf. Félagsmálaráðuneytið vinnur nú að því að taka við verkefninu og skipuleggja þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.\n","summary":"250 umsækjendur um alþjóðlega vernd bíða þess að vera fluttir úr landi. 450 til viðbótar bíða niðurstöðu umsóknar. Aðeins þrjú sveitarfélög hafa viljað semja við Útlendingastofnun um að hýsa þá sem bíða. "} {"year":"2022","id":"169","intro":"Herjólfur hefur siglt til Þorlákshafnar í tólf daga. Landeyjahöfn er lokuð þar sem ekki hefur tekist að dýpka hana síðustu daga. Algjörlega óásættanlegt, segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum.","main":"Haustið 2018 fylltist Landeyjahöfn af sandi og tókst ekki að opna hana aftur fyrr en í byrjun maí 2019. Þá var dælt upp 400 þúsund rúmmetrum af sandi. Nú er Landeyjarhöfn lokuð á ný vegna dýpis og dæla þarf upp um níu þúsund rúmmetrum af sandi. Vegagerðin ber ábyrgð á dýpkun í Landeyjarhöfn. Dýpið var mælt laugardaginn 15. janúar en ekki hefur tekist að dýpka höfnina að neinu ráði. Það verður reynt á meðan kostur er. Þar ræður ölduhæð og öldulengd mestu. Því getur dýpkunarskipið stundum ekki athafnað sig í góðu veðri því er áfram mikil alda. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, segir að samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni standi vonir til að dýpkunin taki um 3-4 daga.\nVið erum náttúrulega óánægð með þann tækjabúnað og tæknilegu getu á dýpkunarskipinu sem er í verkinu því það tekur of langan tíma að okkar mati að opna höfnina með þessum tækjakosti og það er náttúrulega algjörleg óásættanlegt að hún sé lokuð.\nÍ tilkynningu á vef Herjólfs segir að ferjan sigli til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt. Nú eru farnar tvær ferðir á dag í stað sex ferða þegar Landeyjahöfn er opin.\nAugljósustu áhrifin eru auðvitað þau að það hægir á öllu og það gefur augaleið að ef þjóðvegurinn, samgönguleiðin er lokuð stóran hluta úr deginum eða það komast færri fram og til baka þá hefur þetta gríðarleg áhrif. Þetta er lengri sjóleið og hefur áhrif á alla þætti samfélagsins. Það er erfiðara að fara í dagsferðir, það er erfiðara að gera þessa venjulegu hluti. Það er nú einu sinni þannig að þegar þú ert búin að kynnast þeim samgöngum sem Landeyjarhöfn býður upp á þá bara sættum við okkur ekki við það að hún sé lokuð. Það skiptir öllu máli ef höfnin er lokuð að það taki sem skemmstan tíma að opna hana.\n","summary":"Landeyjahöfn hefur verið lokuð í tólf daga þar sem ekki hefur tekist að dýpka hana. Þetta hefur gríðarleg áhrif í Eyjum, segir bæjarstjórinn.. "} {"year":"2022","id":"169","intro":"Gunnar Einarsson, formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, segir að sveitarfélögin færist inn í nútímann með nýju samræmdu flokkunarkerfi sem sé til umfjöllunar hjá þeim. Í tillögu um slíkt kerfi sem var birt í dag er gert ráð fyrir fjórum tunnum við hvert heimili, þar á meðal fyrir lífrænan eldhúsúrgang.","main":"Þegar hún er búin að fara í gegnum allar sveitarstjórnirnar til umræðu og þess vegna ábendinga, þá munum við undirrita, vonandi, viljayfirlýsingu um að fara í samræmt sorphirðukerfi á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þetta er risamál fyrir sveitarfélögin og Ísland allt því hér er verið að stíga skref í átt að hringrásarhagkerfinu og við erum að koma okkur inn í nútímann og framtíðina með þessu kerfi.\nHvað gerir viljayfirlýsing, verður þetta að veruleika?\nEf menn skrifa undir svona þá ætla menn alla leið, ég hef trú á því.\nEf sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samþykkja breytinguna hefst innleiðing í vor og lýkur vorið 2023. Sveitarfélögin sjö hafa hvert sitt sorpflokkunar- og sorphirðukerfi sem getur verið flókið. Um næstu áramót taka gildi lög um breytingar á meðhöndlum úrgangs sem skyldar sveitarfélög að safna við heimili lífrænum eldhúsúrgangi, plasti, pappír og pappa. Breytingar á núverandi sorphirðukerfi eru því óhjákvæmilegar. Stærsti kostnaðarliðurinn eru ný ílat, kaupa þarf 52 þúsund ný ílát, fyrir 512 milljónir króna.\nÞað sem að þetta kostar, það þarf að rukka fyrir það, við getum ekki verið að niðurgreiða þetta. Heldur þurfa íbúarnir að borga þetta. Þess vegna er svo mikilvægt að setja inn í þetta kerfi hvata, þannig að þú getur ef þú vilt, komist ódýrara frá málinu. Það er það fallega í þessu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"169","intro":"Ekkert erlent tungumál hefur verið jafn fyrirferðarmikið í sögu landsins og enska er nú, að sögn málvísindamanna. Samkvæmt nýbirtri rannsókn hefur þetta þó haft lítil áhrif á íslenskufærni barna, en aftur á móti aukið enskukunnáttu þeirra.","main":"Enska er eitt útbreiddasta mál heims og ríkjandi tungumál á stafrænum miðlum. Á síðasta ári lauk stærstu rannsókn sinnar tegundar á því hvaða áhrif sambýlið við ensku hefur haft á íslenskufærni barna og ungmenna. Rannsókninni stýrðu Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson, prófessorar í íslenskri málfræði. Niðurstöður hvað varðar börn á aldrinum 3-12 ára eru birtar í janúarhefti Ritsins. Þar kemur fram að 14% af málumhverfi barna á Íslandi er enskt, og þá aðallega í gegnum stafræna miðla og efnisveitur. Hlutfallið fer vaxandi eftir því sem börnin eru eldri og nær allt upp í helming hjá sumum þeirra.\nHinsvegar benda niðurstöðurnar ekki til mikilla áhrifa þessa á íslenskufærni barnanna, enn sem komið er. Iris Edda Nowenstein er ein rannsakenda.\nBrynja: Þetta er nú örugglega hughreystandi fyrir marga foreldra sem hafa áhyggjur af einmitt þessu?\nIris: Já, áhyggjur af að þau séu að valda falli íslenskunnar með því að leyfa barninu sínu að horfa á Peppu Pig á Youtube. Já. Ég held að það verði ekki úrslitaþáttur þegar kemur að framtíð íslenskunnar. Almennt í gögnunum okkar, þá virðist þessi enska skila sér í enskufærni.\nÍ greininni draga rannsakendur í efa að það sé fýsilegt að stilla ensku upp sem ógn við framtíð íslenskunnar þó að sambýlið við ensku hafi í för með sér breytta málfærni þurfi það ekki að koma í veg fyrir það meginmarkmið að efla og varðveita íslenska tungu.\nÍ rannsókninni komu þó fram varúðarmerki sem þarf að taka alvarlega og bregðast við, segir Sigríður Sigurjónsdóttir, svo sem litlar vísbendingar um styttri setningar, minni orðaforða og minnkandi notkun á viðtengingarhætti.\nÞað hefur auðvitað aldrei verið meiri enska í málumhverfinu í sögu Íslands en núna, eða erlend áhrif í málumhverfinu. Ef enskt málumhverfi verður mjög ríkjandi á mörgum notkunarsviðum, í mörgum umdæmum þar sem íslenskan var áður notuð, þá munu viðhorf, sérstaklega unga fólksins, til íslenskunnar, breytast. Og það getur haft hættuleg áhrif á framtíð íslenskunnar og lífvænleika hennar, og þá fer málkunnáttan að breytast.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"169","intro":"Það er spenna í toppbaráttunni í úrvalsdeild karla í körfubolta. Eftir leiki gærkvöldsins eru Þór Þorlákshöfn og Njarðvík jöfn í efsta sæti deildarinnar.","main":"Tveir leikir voru spilaði í gærkvöld. Vestri tók á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn á Ísafirði. Vestri byrjaði leikinn betur en frá og með öðrum leikhluta var einstefna á vellinum. Þór var þremur stigum yfir í hálfleik og bætti svo jafnt og þétt við forystuna í seinni hálfleiknum. Að lokum unnu Þorlákshafnarbúar tuttugu stiga sigur, 101-81. Í hinum leik gærkvöldsins tóku Valsmenn á móti Njarðvík á Hlíðarenda. Aðeins einu stigi munaði á liðunum í hálfleik en eftir þriðja leikhluta var Njarðvík komin þrettán stigum yfir. Þeir unnu að lokum nokkuð sannfærandi sigur, 88-69. Þór Þorlákshöfn og Njarðvík eru eftir leik gærkvöldsins í fyrsta og öðru sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Keflavík sem er í þriðja sæti.\nKeppt var í strandblaki í fyrsta sinn á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum í gærkvöld. Keppt var inni í Sandkastalanum svokallaða í Reykjavík með svokölluðu King of the court fyrirkomulagi sem snýst að um að verja sinn völl gegn áskorendum. Karlamegin voru það Spánverjarnir Antoni Burgal og Hector Gallardo sem urðu Reykjavíkurleikameistarar en kvennamegin voru það ríkjandi Íslandsmeistarar í strandblaki kvenna, Hjördís Eiríksdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir sem tryggðu sér sigurinn á lokasekúndum þriðju og síðustu umferðarinnar. Áfram er keppt á Reykjavíkurleikunum í kvöld en sýnt verður beint frá keppni í Klifri á RÚV 2 klukkan 19:30.\nOg Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu er genginn til liðs við ítalska úrvalsdeildarliðið Genoa. Hann hefur spilað með hollenska liðinu AZ Alkmaar síðan árið 2018 en samningur hans þar átti að renna út í sumar. Genoa spilar í ítölsku úrvalsdeildinni en er eins og er í 19. og næst síðasta sæti deildarinnar í harðri fallbaráttu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"169","intro":"Hamingjuhreppur, Andabær, Gleðisveit og Alþing eru á meðal fjölda tillagna sem borist hafa að nafni á nýtt sameinað sveitarfélag Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar. Á morgun rennur út frestur til að senda inn hugmynd að nafni.","main":"Í hálft ár hefur verið unnið að því að móta nýtt sveitarfélag eftir að íbúar í Skútustaðahreppi og Þingeyjarsveit samþykktu sameiningu. Eitt af verkefnunum er að finna nafn og undanfarið hefur verið hægt að senda inn tillögur á sérstökum vef, auk þess sem grunn- og framhaldsskólanemar eru hafðir með í ráðum.\nSegir Helgi Héðinsson, formaður undirbúningsstjórnar. Frá örnefnanefnd kemur svo álit sem íbúarnir kjósa um í sérstakri skoðanakönnun. Og það eru margar skemmtilegar tillögur eins og Hamingjuhreppur, Gleðisveit og Andabær, en einnig alvarlegri tillögur eins og Suðuþing, Norðursveit, Tröllabyggð og Laxársveit svo eitthvað sé nefnt.\nOg það sé ekki einfalt að finna nafn sem öllum líkar.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"169","intro":"Flugfélagið Play hyggst hefja farþegaflug til New York í Bandaríkjunum í júní. Flogið verður til flugvallarins New York Stewart International. Play er eina flugfélagið sem verður með millilandaflug þar. Birgir Jónsson er forstjóri Play.","main":"Við ætlum okkur að bjóða lægsta verðið frá Evrópu til Bandaríkjanna og til þess að geta boðið lægsta verðið verður maður að vera með lægsta kostnaðinn. Þessi völlur býður mjög lágan kostnað og er í raun frábær kostur til að ná okkar markmiðum fram. Þessi völlur er líka staðsettur á svæði sem hefur engar tengingar frá þessu svæði til Evrópu þannig að við teljum okkur hafa fundið þarna markað sem er alveg gríðarlega áhugaverður.\n","summary":"Flugfélagið Play hefur áætlunarflug til New York í júní. "} {"year":"2022","id":"170","intro":"Forsætisráðherra Bretlands hefur fengið afhenta skýrslu um umdeild veisluhöld í Downingstræti tíu á tímum strangra samkomutakmarkana. Von er á yfirlýsingu frá honum síðar í dag.","main":"Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands hefur fengið afhenta skýrslu um veisluhöld í Downingstræti tíu, á tímum strangra samkomutakmarkana vegna COVID-19. Gert er ráð fyrir að hún verði gerð opinber síðar í dag.\nSue Gray-skýrslan svonefnda var tilbúin í síðustu viku en afhendingin tafðist þegar Lundúnalögreglan tilkynnti að hún hefði hafið rannsókn á nokkrum viðburðum í Downingstræti 10. Óskað var eftir að ekki yrði fjallað um ákveðin atriði í Sue Gray-skýrslunni til að spilla ekki fyrir rannsókn lögreglunnar. Óljóst er að sögn fréttastofu BBC hvort Gray hafi orðið við því.\nTalið hefur verið að pólitísk framtíð Boris Johnsons velti á efni skýrslunnar. Komi í ljós að hann hafi vísvitandi brotið eigin reglur um samkomutakmarkanir er gert ráð fyrir að fjölgi í hópi þingmanna Íhaldsflokksins sem vilja að hann segi af sér.\nSjálfur segir forsætisráðherrann að ekkert sé að óttast. Hann sagði í dag að hann stæði við allar yfirlýsingar sem hann hefði gefið um samkomurnar, sem fjölmiðlar kalla partygate. Hann ætlar síðar í þessari viku til Úkraínu til að sýna stjórnvöldum þar í landi samstöðu vegna deilunnar við Rússa. Breski hershöfðinginn Richard Dannatt sagði í útvarpsviðtali í dag að slík för hefði takmarkaðan tilgang þegar forsætisráðherrann væri með tímasprengju undir sætinu.\n","summary":"Forsætisráðherra Bretlands hefur fengið afhenta skýrslu um umdeild veisluhöld í Downingstræti tíu á tímum strangra samkomutakmarkana. Von er á yfirlýsingu frá honum síðar í dag."} {"year":"2022","id":"170","intro":"Sósíalistaflokkur Antonios Costa, forsætisráðherra Portúgals, tryggði sér nokkuð óvænt meirihluta þingsæta í kosningum í landinu í gær. Flokkar sem teljast lengst til hægri á pólítíska litrófinu bættu við sig fylgi.","main":"Sósíalistaflokkurinn hefur eftir kosningarnar 117 af 230 sætum portúgalska þingsins og Costa þarf því ekki lengur að reiða sig á stuðning tveggja minni flokka á vinstri vængnum, Vinstri blokkarinnar og Kommúnista.\nÞegar úrslitin lágu fyrir kvaðst Costa fullur þakklætis fyrir traustið sem honum er sýnt í ljósi þess að hann hefði þegar gegnt embætti í sex ár og tvö þeirra í fordæmalausri baráttu við heimsfaraldur.\nAntonio Costa að þakka stuðninginn á portúgölsku\nEfna varð til kosninga eftir að Sósíalistar misstu stuðning vinstri flokkanna tveggja við atkvæðagreiðslu um fjárlagafrumvarp Costas í október. Báðir flokkarnir töpuðu fylgi í kosningunum nú. Þrátt fyrir að stjórnmálaskýrendur hefðu spáð því að mjótt yrði á munum náðu helstu keppinautarnir, Sósíaldemókratar aðeins 71 einum þingmanni.\nÞjóðernissinnaði flokkurinn Chega stórjók fylgi sitt, fékk tólf menn kjörna, og hefur á að skipa þriðja fjölmennasta þingflokknum. Frá 2019 hefur flokkurinn haft einn þingmann og Andre Ventura, formaður hans heitir nú kröftugri stjórnarandstöðu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"170","intro":"Matvælastofnun ætlar að auka vöktun á fuglaflensu vegna vísbendinga um að farfuglar, sem fóru um Ísland og Grænland, hafi borð pestina til Nýfundnands. Almenningur er beðinn að tilkynna alla dauða fugla.","main":"Matvælastofnun vill fá tilkynningar um alla dauða fugla sem finnast á landinu. Fuglaflensa sem fannst á Nýfundnalandi hafi líklega komið með farfuglum frá Evrópu sem hafa viðkomu á Íslandi og Grænlandi. Þetta gæti bent til þess að pestin hafi borist hingað þó hún hafi ekki greinst.\nÍ janúar var mikið um dauðan svartfugl við strendur landsins og er ekki ljóst hvað veldur því að fuglarnir hríðfalla. Á Austfjörðum fundust hátt í 300 dauðir svartfuglar. Tekin voru sýni úr hræjum af álkum, langvíum og haftyrðlum en engin fuglaflensa greindist. MAST telur líklegast að fuglarnir hafi drepist úr hungri en þó sé ekki hægt að fullyrða að það sé eina skýringin.\nFram kemur í tilkynningu MAST að skæð fuglaflensa hafi komið upp á Nýfundanlandi í Austur-Kanada. Þetta veldur áhyggjum hér á landi því greining bendir til að veiran hafi borist frá Evrópu, líklegast með farfuglum um Ísland til Grænlands. Það bendi til að skæð fuglaflensa gæti hafi borist til Íslands þó hún hafi ekki greinst á landinu.\nÍ vor verður þeim sem halda alifugla gert að halda þeim í lokuðu gerði til að forða þeim frá smiti. Matvælastofnun vill til viðbótar auka vöktun með fuglaflensu og hefja hana strax í stað þess að bíða fram á vorið. Stofnunin biður þá sem ganga fram á dauða fugla að tilkynna það í gegnum heimasíðu MAST. Þá verði metið hvort rétt sé að taka sýni. Fólk er beðið að snerta ekki hræin heldur nota einnota hanska eða plastpoka. Enn eru litlar líkur á að fólk geti smitast af þeim veirum sem finnast í Evrópu en Matvælastofnun hvetur þá sem þurfa að handfjatla villta fugla og hræ að viðhafa sóttvarnir.\n","summary":"Matvælastofnun ætlar að auka vöktun á fuglaflensu en vísbendingar eru um að farfuglar, sem fóru um Ísland og Grænland, hafi borið pestina til Nýfundnalands. Almenningur er beðinn að tilkynna alla dauða fugla."} {"year":"2022","id":"170","intro":"Málflutningur verður í Héraðsdómi Reykjavíkur síðdegis, í máli föður og tveggja barna hans, þar sem látið verður reyna á hvort það standist sóttvarnalög að setja fólk í einangrun og sóttkví í ljósi þess hversu miklar breytingar hafa orðið á faraldrinum.","main":"Nokkrir hafa reynt að fá sóttkví eða einangrun hnekkt fyrir dómstólum án árangurs. Samkvæmt nýlegri yfirlýsingu heilbrigðisráðuneytisins hafa tíu slík mál farið fyrir dóm og í öllum tilvikum hefur ákvörðun sóttvarnalæknis verið staðfest.\nStaðan í faraldrinum hefur hins vegar breyst mikið síðustu daga. Og nú ætlar faðir, sem greindst með COVID-19 fyrir helgi, að láta reyna á það hvort það standist sóttvarnalög að hann þurfi að vera í einangrun og börnin hans tvö í sóttkví.\nÓlafur Páll Vignisson, lögmaður föðurins og barna hans, segir að málið byggt á þessum nýju sjónarmiðum, sem heyrst hafi í janúar eftir að omíkron-afbrigðið tók yfir.\nHann nefnir sem dæmi orð fjármálaráðherra, sem hefur sagt að forsendur fyrir gildandi sóttvarnareglum séu brostnar. Þá hafi Ragnar Freyr Ingvarsson, fyrrverandi yfirlæknir á covid-göngudeildinni, spurt á Facebook-síðu sinni í gær hvort tímabært væri að hætta að tala um COVID-19 sem \u001eógn við almannaheill. Og Kári Stefánssonar, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir því að einangrun og sóttkví verði afnumin.\nRíkisstjórnin hafi sömuleiðis á föstudag kynnt afléttingaáætlun þar sem til stendur að aflétta öllum sóttvarnaaðgerðum í þremur skrefum. Síðasta skrefið verður tekið um miðjan mars og jafnvel fyrr. Þá tóku nýverið gildi breyttar reglur þar sem slakað var mjög á kröfum um sóttkví.\nÓlafur segir að sóttvarnalæknir hafi talað um að hann vilji ekki að faraldurinn fái að geisa óheftur til að vernda spítalann. Og það sé skiljanlegt sjónarmið. Ekkert ákvæði sé hins vegar í lögunum um að grípa megi til svona takmarkandi ráðstafana í slíkum tilgangi. Þetta snúist um hvort stjórnvöld geti heft athafnafrelsi fólks þegar sjúkdómurinn sé ekki lengur talinn hættulegur.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"170","intro":"Þóra Kristín Ásgeirsdóttir ætlar að bjóða sig fram til formennsku í SÁÁ. Hún segir brýnt að setja saman sannleiksnefnd til að taka á ofbeldis- og áreitnismálum innan samtakanna.","main":"Það hefur gustað um SÁÁ síðustu vikur. Samtökin hafa staðið í deilum við Sjúkratryggingar Íslands sem krefja þau um endurgreiðslu á hundrað sjötíu og fjórum 174 milljónum króna. Þá sagði Einar Hermannsson af sér formennsku í síðustu viku eftir að hafa orðið uppvís að vændiskaupum. Í dag tilkynnti Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sem situr í aðalstjórn samtakanna, að hún bjóði sig fram til formanns.\nMér þykir afskaplega vænt um þessi samtök og ég tel þau mjög samfélagslega mikilvæg og þau eiga líka sess í hjarta okkar margra sem höfum þurft að takast á við þennan vanda og ég tel að það séu vandfundin samtök sem eiga dýrmætara erindi inn í samfélagið eins og það er í dag, þegar við horfum á allan þann gríðarlega skaða sem áfengis- og vímuefnaneysla og sjúkdómurinn alkóhólismi er að valda.\nÞóra Kristín segir brýnt að setja saman sannleiksnefnd til að taka á ofbeldis- og áreitnismálum innan samtakanna. Nýkjörin stjórn þurfi að setja sér siðareglur til að tryggja að það hafi sjálfkrafa í för með sér brottvísun úr öllum trúnaðarstöðum ef fólk verður uppvíst að því að brjóta á veiku fólki eða misnota aðstöðu sína.\nHún segir SÁÁ vera samansafn fólks með fjölbreyttan farangur mannlegra breyskleika og vilji taka utan um alla og hjálpa öllum.\nog það má aldrei breytast og þetta er flókið viðfangsefni því erum öll saman í þessu, karlar og konur, þolendur og gerendur ofbeldisbrota. Það hefur verið flókið að finna leið í þessu máli en við vitum að það má aldrei gefa neinn afslátt, hvorki af mannlegri reisn eða öryggi fólks og viðfangsefnið er í raun að takast á við þetta og gera upp fortíðna hvað þetta varðar og skapa framtíð þar sem við tryggjum öryggi fólks.\n","summary":"Þóra Kristín Ásgeirsdóttir býður sig fram til formennsku í SÁÁ. Hún vill setja á fót sannleiksnefnd um ofbeldis- og áreitnimál innan samtakanna. "} {"year":"2022","id":"170","intro":"Danski knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Brentford. Eriksen hefur ekki spilað fótboltaleik síðan hann fór í hjartastopp í leik á Evrópumótinu síðasta sumar.","main":"Eriksen var á samningi hjá ítalska liðinu Inter Milan en eftir hjartastoppið var græddur í hann bjargráður. Reglur ítölsku úrvalsdeildarinnar meina leikmönnum með bjargráð að spila í deildinni og því var Eriksen losaður undan samningi sínum. Síðan í desember hefur hann verið við æfingar hjá sínu gamla félagi, Odense, og í fyrsta viðtalinu eftir atvikið á EM lýsti hann því yfir að hann langaði að spila fyrir danska landsliðið á HM í Katar í desember á þessu ári. Hann færist nær því markmiði með því að spila á nýjan leik í ensku úrvalsdeildinni en hann var áður á mála hjá Tottenham.\nSteingerður Hauksdóttir úr SH hafði betur eftir hörkukeppni við Karoline Soerensen frá Danmörku í 50 metra baksundi á lokakeppnisdegi sundmóts Reykjavíkurleikanna í gærkvöld. Steingerður synti á 29,77 sekúndum en sú danska kom í bakkann á 29,83 sekúndum. Áfram verður keppt á Reykjavíkurleikunum í vikunni og í kvöld verður sýnt beint frá keppni í strandblaki á RÚV 2, sú útsending hefst klukkan 19:30.\nSkagamenn hafa ráðið nýjan þjálfara karlaliðsins í knattspyrnu en Jóhannes Karl Guðjónsson, sá sem hefur stýrt liðinu undanfarin ár er orðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Eftirmaður Jóhannesar verður Jón Þór Hauksson sem gerði þriggja ára samning við ÍA en hann stýrði liði Vestra í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Jón Þór þekkir vel til ÍA en hann hefur bæði verið aðstoðar- og aðalþjálfari Skagamanna. Í erlendum þjálfaramálum er það svo helst að Frank Lampard hefur náð samkomulagi við Everton um að verða næsti knattspyrnustjóri liðsins. Lampard var rekinn frá Chelsea fyrir ári síðan en tekur við Everton af Rafael Benitez sem var látinn fara fyrr í þessum mánuði.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"170","intro":"Stjórnendur tónlistarveitunnar Spotify hafa ákveðið að bregðast við gagnrýni tónlistarfólks og benda þeim sem hlusta á hlaðvörp um COVID-19 á frekari upplýsingar tengdar faraldrinum.","main":"Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að tónlistarmenn á borð við Neil Young og Joni Mitchell ákváðu að fjarlægja tónlist sína af veitunni. Listamennirnir vildu með því lýsa andstöðu sinni við hlaðvarp Joes Rogen sem meðal annars hefur gagnrýnt bólusetningar ungs fólks og hvatt til notkunar lyfsins Ivermectin gegn sjúkdómnum. Háværar raddir voru einnig uppi á samfélagsmiðlum sem hvöttu fólk til að sniðganga Spotify og til að segja upp áskrift sinni.\nForsvarsmenn Spotify sögðu þá brýnt að öll heimsins tónlist og annað hljóðefni væri aðgengilegt en kváðust þó gera sér ábyrgð sína ljósa. Hlaðvarpið Joe Rogan Experience hefur mikla hlustun en Daniel Ek forstjóri Spotify segir nú unnið að því að setja upp sérstaka upplýsingasíðu sem vísar hlustendum hlaðvarpa þangað sem finna má helstu skrif vísindamanna og heilbrigðisyfirvalda um faraldurinn. Ek segir þessa nýju leið verða aðgenglega á næstu dögum\n","summary":null} {"year":"2022","id":"170","intro":"Ný könnun Gallups sýnir að aðeins fjórðungur Akureyringar er ánægður með hvernig haldið er um skipulagsmál á Akureyri. Bæjarfulltrúi segir að taka verði niðurstöðurnar alvarlega.","main":"Gallup kannar árlega viðhorf íbúa tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins til þjónustu. Samkvæmt niðurstöðum sem birtust á vef Akureyrarbæjar er mikill meirihluti bæjarbúa frekar eða mjög ánægður með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Skipulagsmál eru bæjarbúum oft mikið þrætuepli og svo virðist sem Akureyringar séu ósáttir við hvernig haldið er á málum. Aðeins 25 prósent svarenda sögðust vera frekar eða mjög ánægðir með skipulagsmál í bænum.. Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að gera þurfi betur.\nAlmennt eru niðurstöðurnar bara þokkalegar, það er samt vísbending um að ánægja bæjarbúa sé að minnka í nokkrum málaflokkum og ég held það sé alveg ástæða til að skoða það alvarlega hvernig á því stendur og hvað getum við gert og hvernig við getum gert betur.\n-Nú kemur fram að aðeins fjórðungur er ánægður með skipulagsmál í bænum, hvað finnst þér um það?-\nÞað á náttúrlega ekkert að vera ásættanlegt. Það hafa verið umdeild mál í skipulagsmálum og umdeild vinnubrögð í skipulagsmálum og þar eigum við taka alvarlega og gera betur.\nAuk skipulagsmála hefur óánægja með þjónustu bæjarins við barnafjölskyldur ekki verið meiri síðan 2017. Þá eykst óánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar og hefur aldrei mælst meiri.\n-Kom þetta á óvart, þessi óánægja?-\nNei í sjálfu sér ekki með skipulagsmálin.\n","summary":"Fjórðungur Akureyringa er ánægður með skipulagsmál í bænum samkvæmt nýrri könnun. Bæjarfulltrúi segir að taka verði niðurstöðurnar alvarlega."} {"year":"2022","id":"171","intro":"Verkefnisstjóri hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi reiknar með að þolendur ofbeldis í faraldrinum séu nú farnir að leita í auknu mæli til samtakanna. Töluverð aukning hefur verið á viðtalsbeiðnum á síðustu mánuðum.","main":"Eftir fækkun á viðtölum síðustu tvö ár eru viðtalsbeiðnir nú aftur farnar að aukast hjá Aflinu á Akureyri. Sigurbjörg Harðardóttir ráðgjafi og verkefnisstjóri hjá Aflinu reiknar með að þolendur ofbeldis í faraldrinum muni skila sér nú þegar honum fer að slota.\nVið fundum fyrir því í covidinu árið 2020 og 2021 að það fækkaði viðtölum hjá okkur og það fækkaði nýjum skjólstæðingum og við finnum núna síðustu þrjá mánuðina á árinu 2021 og í janúar að það er aukning á viðtalsbeiðnum.\n-Hver vegna heldurðu að það sé?-\nÉg held að fólk sé svolítið bara að þora að koma aftur og svo er Metoo að hafa áhrif.\n-Nú hefur maður heyrt af því, bæði hjá lögreglunni og í samfélaginu að heimilisofbeldi hafi aukist í faraldrinum. Reiknið þið með að finna fyrir því núna strax eða hvernig sérðu þróunina í því?-\nNei ég hugsa að það komi til okkar aðeins seinna. En það gæti alveg verið farið að koma núna og það gæti alveg verið skýring á þessari aukningu núna. En líklega og það hefur alltaf verið okkar skoðun að það sem gerðist í covid, tengt þessu það skili sér seinna og mögulega er það að raungerast núna.\nFærsla á vefinn klár: Viðtölum við þolendur ofbeldis í faraldrinum fjölgar\n","summary":null} {"year":"2022","id":"171","intro":"Stormurinn Malik hefur gert mikill usla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Rafmagn hefur farið af þúsundum heimila. Óttast er að tjónið sé mikið í Noregi.","main":"Foráttuveður gengur yfir Noreg, Svíþjóð og Danmörku. Stormurinn hefur valdið tjóni og rafmagnsleysi víða og sjór hefur flætt upp á land. Þá eru vegir víða lokaðir. Vindhviður á Jótlandi hafa mælst hátt í fjörutíu metrar á sekúndu.\nStormurinn, sem fengið hefur nafnið Malik, skall á síðdegis í gær.\nStaðan virðist vera einna verst í suður- og vesturhluta Noregs. Þar hafa hátt í níutíu tilkynningar borist um tjón á húsum, bátum og bílum. Í Stavanger sökk bátur sem var bundinn við bryggju til botns þrátt fyrir tilraunir til að bjarga honum. Fólki var á tímabili ráðið frá því að vera á ferli á hafnarsvæðinu vegna hárrar sjávarstöðu.\nÞað er líka bálhvasst í Björgvin og fólk er beðið um að halda sig heima. Þar hrundi grjót úr fjöllum við borgina og á hús.\nÞúsundir norðmanna eru rafmagnslaus af völdum veðursins, aðallega í vesturhluta landsins. Þá hefur vegum verið lokað víða, ekki aðeins út af vindi heldur líka aurskriðum sem hafa fallið á vegi. Veðrið hefur einnig haft áhrif á flugsamgöngur og meðal annars gat vél með hluta af norska landsliðinu í handbolta, sem var að taka þátt í Evrópumótinu, ekki lent í Ósló í gær og varð að snúa henni frá.\nÍ Danmörku eru samgöngur víða úr skorðum - meðal annars er Stórabeltisbrúnin lokuð og brúin yfir Eyrarsund var lokuð á tímabili. Hún var opnuð aftur í morgun. Lögregluyfirvöld á Jótlandi ráða fólki frá því að vera á ferðinni og við vesturströnd Jótlands mælast vindhviður upp í næstum fjörutíu metra á sekúndu. Tré hafa brotnað, þakplötur fokið minnst á fjórða þúsund heimili . Lestarferðum víða um Danmörku hefur verið aflýst og þá hefur þurft að loka fjölga sýnatökustaða fyrir COVID nítján.\nÞá er varað við hvössum vindi í suðurhluta Svíþjóðar. Þar hefur há sjávarstaða valdið usla og sjór víða gengið á land. Þá hefur eitthvað verið um rafmagnsleysi í úthverfum Stokkhólms og vegir hafa lokast, meðal annars vegna trjáa sem hafa fallið á þá. Ferjufyrirtæki hafa til dæmi aflýst ferðum til Gotlands.\nEkki er vitað til þess að neinn hafi slasast í þessum löndum. Sömu sögu er hins vegar ekki að segja um Bretlandi. Stormurinn hefur nefnilega líka valdið usla í Norður-Englandi og Skotlandi. Þar létust tveir eftir að hafa orðið undir tré sem féll.\nVeðrið á að ganga niður þegar líða tekur á daginn.\n","summary":"Stormurinn Malik hefur gert mikill usla í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Rafmagn hefur farið af þúsundum heimila. Óttast er að tjónið sé mikið í Noregi."} {"year":"2022","id":"171","intro":"Hvergi í Evrópu hefur húsnæðisverð hækkað jafn mikið og á Íslandi undanfarinn áratug. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir miklar hækkanir á leiguverði síðastliðið ár áhyggjuefni. Verkalýðsfélögin þurfi að sækja launahækkanir til að bregðast við þessu í næstu kjarasamningum.","main":"Við vitum líka til dæmis að folk á leigumarkaði sem var kannski að borga 280 þúsund í leigu í ársbyrjun 2020 er að borga yfir 310 þúsund kall í dag. Þetta er þrjátíu þúsund króna hækkun. Við í verkalýðshreyfingunni þurfum að semja um nánast tvöfalt þetta bara til að standa undir hækkun á leiguverði. Þess vegna verða stjórnvöld líka að hugsa það að setja þak a leiguverð og á til dæmis verðtryggðu lánin. Jafnvel þak á stýrivaxtahækkanir eða eitthvað til þess að bregðast við þannig við lendum ekki í algeru óefni þegar kemur að kjarasamningum,\n","summary":"Formaður VR, segir miklar hækkanir á leiguverði síðastliðið ár vera áhyggjuefni. Hækka þurfi laun í næstu kjarasamningum til að bregðast við þessu. "} {"year":"2022","id":"171","intro":"Leikið verður til úrslita á Evrópumóti karla í handbolta í dag. Spánverjar og Svíar berjast um gullið og Frakkar og Danir um bronsverðlaun.","main":"Úrslitin á Evrópumóti karla í handbolta ráðast í dag. Spánverjar geta tryggt sér gullið þriðja mótið í röð.\nSpánn mætir Svíþjóð í úrslitaleiknum í Búdapest klukkan fimm í dag. Spánverjar hafa tvisvar orðið Evrópumeistarar, 2018 og 2020. Svíar eru sigursælasta þjóðin á EM, hafa fjórum sinnum fagnað sigri en það gerðist síðast fyrir tuttugu árum. Spánverjar slógu Dani út í undanúrslitum mótsins og Svíar Frakka. Það verða því Danmörk og Frakkland sem mætast í fyrri leik dagsins í Búdapest og bítast um bronsið. Sá leikur hefst klukkan hálfþrjú og verður sýndur beint á RÚV 2. Hitað verður upp fyrir úrslitin í EM-stofunni frá klukkan hálf-fimm, í beinni á RÚV.\nHér heima er svo mikið um að vera á Reykjavíkurleikunum og keppt í sex greinum í dag. Leikarnir standa yfir um helgina og þá næstu. Keppni í ólympískum lyftingum er í gangi í þessum töluðu orðum og er rétt ólokið, sýnt er frá henni í beinu vefstreymi á ruv.is. Klukkan tvö hefst keppni í kraftlyftingum. Skák er ný grein á leikunum og í dag er haldin Norðurlandakeppni í skák þar sem besta skákkona-og maður hvers lands keppa saman í liði. RÚV sýnir beint frá keppninni núna klukkan eitt. Þá er einnig keppt í karate, sundi og keilu í dag.\nÞað varð uppi fótur og fit á samfélagsmiðlum í gærkvöldi þegar fréttir bárust af því að Tom Brady, sigursælasti leikmaður bandarísku NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta, hefði ákveðið að hætta keppni. Ferill hans í deildinni spannar nú 22 ár og sjö titla. Fyrirtæki hans sjálfs tvítaði um fjölda titla hans á ferlinum, ótrúleg 22 tímabil og þakkaði honum fyrir allt. Tístinu var hins vegar eytt. Bandaríska sjónvarpsstöðin ESPN hafði líka fjallað um málið. Talið er líklegt að fregnirnar séu réttar en Brady vilji ekki stela athyglinni frá úrslitaleik deildarinnar sem spilaður verður 14. febrúar. Lið hans og ríkjandi meistarar Tampa Bay Buccaneers er dottið úr leik.\n","summary":"Leikið verður til úrslita á Evrópumóti karla í handbolta í dag. Spánverjar og Svíar berjast um gullið og Frakkar og Danir um bronsverðlaun. "} {"year":"2022","id":"171","intro":"Stutt er í að þáttaröðin TROM verði aðgengileg áhorfendum en frumsýning er fyrirhuguð í febrúar. BBC hefur orðið sér úti um sýningarréttinn að þáttaröðinni sem gerist í Færeyjum.","main":"Það eru þau dönsku REinvent Studios sem framleiða þættina í samvinnu við Kyk Pictures í Færeyjum og Truenorth á Íslandi. TROM byggir á bókum færeyska rithöfundarins Jógvans Isaksen um rannsóknarblaðamanninn Hannis Martinsson. Í þáttunum rannsakar Martinsson andlát dýraverndunarsinna sem virðist hafa verið myrtur á meðan grindhvaladrápi stendur í eyjunum. Færeyingurinn Torfinnur Jákupsson skrifaði handritið en aðalhlutverk eru í höndum dönsku leikaranna Ulrich Thomsen og Mariu Rich og þess færeyska Olafs Johannessen.\nDanski leikstjórinn Kasper Barfoed og sá íslenski Davíð Óskar Ólafsson leikstýra þáttunum. Davíð var framleiðandi og einn leikstjóra þáttanna Brot sem sýndir voru á RÚV haustið 2019.\nUm tíma stóð til að færa alla framleiðslu og TROM til Íslands vegna vandkvæða við opinbera fjármögnun í Færeyjum. Um það bil fjórar milljónir danskra króna þurfti svo hægt væri að hefja tökur þar en Helgi Abrahamsen viðskiptaráðherra Færeyja sneri við blaðinu eftir að hafa sagt að útlokað væri að opna fjárhirslur ríkisins fyrir hvaða áhugaverða verkefni sem væri.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"171","intro":"Viðræður standa yfir við stjórnvöld um að breyta eins metra reglunni í leikhúsum svo unnt sé að sýna fyrir fullum sal á stóru sviðum leikhúsanna. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir nýjustu fregnir af afléttingum súrsætar.","main":"Borgaleikhússtjóri segir það verða erfitt og flókið að halda úti stórum sýningum leikhúsanna þrátt fyrir tilslakanir á samkomutakmörkunum. Eins metra reglan gangi einfaldlega ekki upp.\nÞótt búið sé að fella niður hraðpróf og leyfa fimm hundruð manns í hólfi í sal er kvöð í nýjum reglum um sóttvarnir sem er leikhúsum mjög erfið að sögn Brynhildar Guðjónsdóttur Borgarleikhússtjóra.\nSýningar hefjast á minni sviðum í vikunni.\nÞað er alveg ljóst nefnilega að þessar nýju sóttvarnarreglur þær eru verulega íþyngjandi fyrir sviðslistastofnanir. Þar vegur þyngst ákvæði um að viðhafa skuli metra reglu á milli ótengdra aðila í sitjandi sal.\nBrynhildur segir þetta ákvæði í raun þýða að fimm hundruð verði aðeins þrjú hundruð og fimmtíu gestir. Erfitt sé að keyra mannmargar sýningar á stóra sviðinu eins og Níu líf og Emil í Kattholti í skertum sal.\nÞað er nefnilega ýmislegt í reglugerðinni sem að skýtur dálítið skökku við það rýmar ekki alveg saman að ef að ákvæði um einangrun og sóttkví ef að það á að aflétta því 24. febrúar þá stenst það tæplega skoðun að það eigi að vera metra regla á milli óskildra í sitjandi sal í sviðslistastofnun þar sem allir sitja kyrrir snúa í sömu átt og eru með grímu.\nÍ Borgarleikhúsinu núna erum við með hundrað uppseldar sýningar á stóra sviðinu sem þýðir það að við erum með hundrað uppseldar sýningar á Níu lífum og Emil í Kattholti þetta eru tæplega 55 þúsund manns sem eiga miða hjá okkur og þetta eru uppseldir salir og nú á að fara að starfa fyrir skertum sal og þá spyr ég hvaða tvö hundruð á að vísa úr hverjum sal.\nMiðasalan þarf þá að taka alla miða til baka og senda aðeins hluta þeirra aftur út. Borgarleikhússtjóri segir hetjur vinna í miðasölunni og vonar að ákvæðið um eins metra regluna verði endurskoðað.\nVið höfum í einu og öllu farið eftir þeim reglugerðum og settum reglum hingað til og munum gera það eftir sem áður en það verður líka að vera einhver glóra það verður að haldast í hendur hvert samfélagið er að fara annars.\nEins metra reglan er það sem vængstýfir okkur\nVið viljum metrann burt það er nýja slagorðið.\n","summary":"Viðræður standa yfir við stjórnvöld um að breyta eins metra reglunni í leikhúsum svo unnt sé að sýna fyrir fullum sal. Leikhússtjóri Borgarleikhússins segir að það verði bæði erfitt og flókið að halda úti leiksýningum á næstu vikum miðað við nýjar sóttvarnareglur."} {"year":"2022","id":"171","intro":"Gular veðurviðvaranir fyrir allt vestanvert landið og Suðurland tóku gildi klukkan tíu og gilda til sex síðdegis. Vestan hvassviðri og dimm él eru víða, svo skyggni er lélegt og slæm akstursskilyrði. Töluvert hefur snjóað á vestantil á landinu í nótt og í morgun og víða þungfært á vegum vegna snjóþekju eða hálku.","main":"Snjómokstursmenn hafa haft í nógu að snúast í morgun. Sighvatur Blöndal Cassata var kallaður út klukkan fjögur í morgun til að ryðja vegi við Kjalarnes.\nVarasamt ferðaveður er á Holtavörðuheiði, Öxnadalsheiði og öðrum fjallvegum vestantil á landinu. Strætó hefur fellt niður ferðir á frá Reykjavík og austur að Höfn í Hornafirði vegna veðursins og hefur flugferðum verið aflýst frá Reykjavík til Akureyrar.\nÞetta er svona vestan hvassviðri og það er mjög kalt loft að fara yfir hlýjan sjó hérna fyrir vestan okkur og þetta virðast vera þónokkuð efnismikil él og þá er skyggni lélegt og já svona leiðinda ástand. Vindhraði er svona nálægt 20 metrum í meðalvind á sekúndu í éljunum en hviðurnar eru svona upp undir 30, en vindurinn einn og sér er kannski ekki, er náttúrulega töluverður, en það er blandan af vindinum og éljunum sjálfum sem býr til þetta leiðinlega veður. Hafið þið eitthvað tekið saman hvað þetta eru komnar margar viðvaranir nú í janúar? Snemma í mánuðinum vorum við búin að gefa út talsvert fleiri en í janúar í fyrra. Það voru óvenju fáar í fyrr en aftur á mót, eru þetta líklega ekki jafn margar og fyrir tveimur árum en það var óvenju slæmur vetur.\n","summary":"Hríðarbylur gengur nú yfir landið sunnan og vestanvert og eru gular veðurviðvaranir í gildi fram eftir degi. Varasamt ferðaveður er víða vegna éljagangs og má búast við slæmu skyggni. "} {"year":"2022","id":"171","intro":"Guðmundur Baldursson sem býður sig fram til formanns Eflingar vill koma á friði á skrifstofu félagsins og efla grasrótina. Hann segir að listi framboðsins muni líta dagsins ljós í vikunni en unnið er að lokaundirbúningi.","main":"Auk Guðmundar hafa tvær gefið út að þær gefi kost á sér. Það eru þær Ólöf Helga Adolfsdóttir, varaformaður Eflingar og Sólveig Anna Jónsdóttir sem sagði af sér formennsku fyrr í vetur eftir það sem hún kallaði vantraustsyfirlýsingu starfsfólks skrifstofunnar. Guðmundur segir sig og sitt fólk vinna að undirbúningi en kosningu lýkur að kvöldi 15. febrúar næstkomandi.\nJa við eigum að vera búin að skila inn undirskriftunum 2. febrúar og þá kemur þetta allt í ljós og þá verður komið nafn á þetta allt saman og við munum þá birta stefnuskránna okkar og þá verður þetta allt tilbúið.\nVið erum að tína á listann og ég get ekki alveg á þessari stundu sagt til um nöfnin á honum en það mun birtast núna í næstu viku.\nGuðmundur segir að húsnæðismál og vextir verði aðalmálið í komandi kjarasamingum. Eins vill hann deildarskipta félaginu eftir starfsgreinum og búa til litlar stjórnir og virkja þannig grasrótina. Hann segir um margt að tala í baráttunni um formannssætið framundan.\nÞetta er stórt samfélag, þetta er samfélag 30 þúsund manna og við munum styrkja skrifstofuna frá því sem var og koma á friði þar þannig að allir geti mætt þar í vinnu án þess að finna fyrir hnút í maganum eins og talað var um á sínum tíma\nOg ertu vongóður? Já ég get ekki betur verið en það, það sem ég heyri út frá mér og haft samband við mig og þess háttar get ég ekki annað verið en bjartsýnn.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"171","intro":"Þeim fækkar sem óska eftir dvöl i sóttvarnarhúsum. Fyrir viku var meðaltalið á milli fimmtíu og sextíu manns á sólarhring en í gær voru þeir rúmlega tuttugu. Forstöðumaðurinn segist vera tilbúinn að pakka saman.","main":"Staðan er þannig að hjá okkur eru 230 manns sem er í minna lagi miðað hvað verið hefur undanfarið. Þeim fer fækkandi hjá okkur. Hvað þýðir það? Það þýðir að við þurfum að gera ráð fyrir að minni þörf sé fyrir okkur, við förum hægt og bítandi að pakka saman á þeim hótelum sem losna fyrst, einhver losna fyrr en önnur samkvæmt samningi. Þannig að við gerum okkur klár í það að fara að pakka saman.\nSegir Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða Krossins.\nEru þið búin að fá tilkynningu að þið þurfið að gera það. Nei ekki ennþá en við búumst við því, það hefur verið orðað við okkur að tilkynning komi þannig að við undirbúum okkur með það í huga.\nHann segir að staðan hafi breyst á undanförnum vikum.\nÞrátt fyrir margar jákvæðar niðurstöður þessa dagana hjá fólki. Um þúsund til ellefu hundruð manns eru að greinast á dag að þá komu til dæmis ekki til okkar nema rúmlega tuttugu manns í gær en að meðaltali var þetta milli 50 og 60 bara fyrir viku síðan. Þannig að það er aðeins að hægjast um hjá okkur.\nGylfi segist greina mikinn mun á þeim sem dvelja í farsóttarhúsum núna miðað við fyrr í faraldrinum.\nFlestir eru nú sem betur fer nokkuð hressir við komuna og enn hressari við brottför.\n","summary":"Forstöðumaður farsóttarhúsa telur viðbúið að einhverjum húsum verði lokað á næstu vikum þar sem gestum fer nú ört fækkandi. Um tuttugu óskuðu eftir gistingu í gær en hafa verið á bilinu fimmtíu til sextíu."} {"year":"2022","id":"172","intro":"Ítalska þingið reynir enn að koma sér saman um hver verði næsti forseti landsins. Forseti efri deildarinnar verður mögulega fyrir valinu þegar atkvæði verða greidd í sjötta sinn síðdegis.","main":"Þingmenn mið- og hægriflokka á ítalska þinginu hafa náð samkomulagi um að styðja forseta efri deildar í embætti forseta landsins. Fimmta atkvæðagreiðsla var um málið í morgun og sú sjötta verður síðdegis.\nÞingmenn beggja deilda og fulltrúar héraðsstjórna á Ítalíu hafa greitt atkvæði um næsta forseta landsins á hverjum degi frá mánudegi. Til dagsins í dag hafa flestir skilað auðu. Nokkur stuðningur hefur verið við að Sergio Mattarella forseti gegni embættinu áfram. Hann er orðinn áttræður og hefur aftekið að sitja annað sjö ára kjörtímabil.\nLeiðtogar flokkanna sem sæti eiga á ítalska þinginu hafa til þessa ekki getað komið sér saman um hver eigi að gegna forsetaembættinu. Mið- og hægriflokkarnir hafa loks náð samkomulagi um að greiða atkvæði Mariu Elisabettu Alberti Casellati, forseta efri deildar þingsins. Margir þingmenn á vinstri vængnum finna henni hins vegar ýmislegt til foráttu. Hún hefur til dæmis verið einarður stuðningsmaður Silvios Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra. Þá hefur hún lýst yfir andstöðu við þungunarrof kvenna og að fólk af sama kyni fái að ganga í hjónaband.\nNokkrir flokkar lýstu því yfir fyrir fimmtu umferð forsetakjörsins í morgun að þeir ætluðu ýmist að sitja hjá eða greiða einhverjum öðrum en Casellati atkvæði. Sjötta umferðin verður síðdegis og þá vonast hægrimenn til þess að hafa aflað henni nægilega mikils fylgis til þess að hún fái að minnsta kosti fimmtíu prósenta stuðning, sem dugir henni til að ná kjöri.\n","summary":"Ítalska þingið reynir enn að koma sér saman um hver verði næsti forseti landsins. Forseti efri deildarinnar verður mögulega fyrir valinu þegar atkvæði verða greidd í sjötta sinn síðdegis."} {"year":"2022","id":"172","intro":"Öll heitavatns- og rafmagnsframleiðsla í Nesjavallavirkjun hefur legið niðri í morgun vegna sprengingar sem varð í tengivirki Landsnets.","main":"Sprengingin varð um klukkan sex í morgun og í kjölfar hennar sló aflvélum Nesjavallavirkjunar út. Slökkvilið var kallað út til þess að reykræsta eftir sprenginguna, en umfang tjónsins er enn óljóst. Raforka verður skert til stórnotenda, en starfsfólk metur nú afleiðingarnar og hversu mikilla skerðinga þurfi að grípa til.\nBerglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir ekki ljóst hvað olli sprengingunni, en mikið mildi sé að engin slys hafi orðið á fólki.\nNei við erum ekki byrjuð í orsakagreiningu, nú erum við í rauninni að ná utan um umfangið, hvað það er sem þarf að gera. Og í framhaldinu munum við fara í frekari skoðun á þessu. Sko eins og staðan er núna er eina sem er ljóst að við þurfum að skerða stórnotendur, ef að fer allt á besta veg mun þetta ekki hafa afleiðingar á almenning en við munum vita betur hvernig þetta liggur svona upp úr hádeginu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"172","intro":"Skyndibitakeðjan McDonalds hefur þurft að grípa til þess ráðs að skammta franskar kartöflur á fjölmörgum veitingastöðum sínum í Malasíu vegna þess að hráefni skortir. Hið sama er uppi á teningnum víða um Asíu.","main":"Kórónuveirufaraldurinn hefur leitt til þess að skortur hefur orðið á ýmsum vörum. Það á við um margvíslega íhluti fyrir bíla og raftæki og jafnvel hefur orðið skortur á ýmsum matvælum.\nStór skammtur af frönskum ásamt einni stórri samsettri máltíð, hafa verið tekin af matseðli staðanna í landinu, tímabundið að minnsta kosti. Þessi ákvörðun var tekin á mánudag en vonast er til að ástandið lagist fljótlega. Stjórnendur McDonalds heita því að fylgjast vel með framboði á markaðnum svo viðskiptavinir þurfi ekki að bíða þess lengi að gæða sér á stórum skammti af frönskum.\nFyrr í þessum mánuði varð McDonalds á Taívan uppiskroppa með brúnaða kartöfluklatta sem fluttir voru þangað frá Bandaríkjunum. Klattarnir hafa verið vinsæll réttur á morgunverðarborðum Bandaríkjamanna allt frá lokum 19. aldar.\nFrá því í desember hafa viðskiptavinir skyndibitakeðjunnar í Japan iðulega þurft að sætta sig við eina skammtastærð af frönskum kartöflum. Það er bæði kennt faraldrinum og flóðum í Kanada sem urðu til þess að draga þurfti úr útflutningi kartaflna.\nHljóðbútur \u001eVið viljum franskar, sósu og salat\n","summary":null} {"year":"2022","id":"172","intro":"Vísitala neysluverðs hækkaði um hálft prósent milli mánaða. Verðbólga er nú komin í 5,7 prósent. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að það geti þýtt að stýrivextir verði mögulega hækkaðir um hálft prósent í febrúar.","main":"Þetta voru svolítið óvæntar tölur sem komu í dag. Við vorum að gera ráð fyrir að vísitala neysluverðs myndi lækka í janúar út af útsöluáhrifum. Við vorum að spá 0,2 prósent lækkun milli mánaða en í staðinn þá fengum við um hálfs prósenta hækkun milli mánaða sem gerði það að verkum að verðbólgan væri að hjaðna í 5 prósent, að þá jókst hún í 5,7 prósent þannig að þetta kom verulega á óvart.\nSegir Daníel Svavarsson forst.maður hagfræðideildar Landsbankans\nHann segir að húsnæðisliðurinn vegi þyngst. Eftir óvænta hækkun á húsnæðisverði í desember gerðu menn ráð fyrir að markaðurinn væri að róast.\nEn svo kemur nokkuð hressileg hækkun upp á tæp tvö prósent í desember og það skilaði sér í mun meiri verðbólgu í janúar en menn reiknuðu með og það er mjög óvenjulegt að vísitala neysluverðs hækki í janúar, það hefur bara gerst örsjaldan áður frá aldamótum.\nTelur Daníel líkur á að við eigum eftir að sjá hærri verðbólgu á næstunni?\nEkki endilega að hún haldi áfram að aukast en það gæti tekið tíma að ná henni niður í markmið. Ég held að þessi tíðindi dagsins auki töluvert líkur á að við fáum að sjá vaxtahækkun 9. febrúar frá Seðlabankanum. Við vorum kannski að hallast að því að þetta yrði hækkun upp á 0,25 prósentustig en þetta eykur líkurnar á því að þeir taki stærra skref og við gætum séð hálfs prósentu hækkun stýrivaxta í febrúar.\nDaníel segir að verðbólgan sé að verða áhyggjuefni víða um heim. Þannig er verðbólgan í Bandaríkjunum komin í 7 prósent og vaxtahækkanir þar í undirbúningi. Hluti verðbólgunnar hér má finna í hækkun olíuverðs og á innfluttum vörum.\nEn stór hluti verðbólgunnar er líka heimagerður og þá einkum á fasteignamarkaðnum. Það er kannski sá þáttur sem Seðlabankinn hér heima getur haft áhrif á.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"173","intro":"Stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga segir að unnið sé að endurfjármögnun ganganna enda ljóst að reksturinn stendur ekki undir þeim áætlunum sem lánveiting byggði á.","main":"Greið leið ehf, sem er í eigu sveitarfélaga og fyrirtækja á Norðurlandi eystra, á stærstan hluta Vaðlaheiðarganga eða sextíu og sex prósenta hlut á móti þrjátíu og þriggja prósenta hlut ríkissjóðs. Félagið fékk lán úr ríkissjóði til byggingar Vaðlaheiðarganga sem stóð í 18,5 milljörðum um áramót. Lánin voru á gjalddaga í maí á síðasta ári og gat félagið á þeim tímapunkti ekki greitt af láninu. Rekstur Vaðlaheiðarganga hefur ekki staðið undir þeim áætlunum sem lánveitingin byggði á bæði vegna þess að framkvæmdin tók mun lengri tíma en ætlað var og eins hefur gjaldtaka skilað minna en áætlanir gerðu ráð fyrir, meðal annars vegna faraldursins.\nÍ fréttum Vísis kemur fram að samkvæmt heimildum þeirra sé ríkissjóður nálægt því að taka yfir megnið af Vaðlaheiðargöngum. Þar segir að lánum ríkissjóðs verði að miklu eða öllu leyti skuldbreytt í hlutafé þannig að ríkið verði eigandi að líkast til um 90 prósenta hlut.\nHilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf. baðst undan viðtali við fréttastofu en sagðist geta staðfest að unnið væri að endurfjármögnun félagsins. Hann segir að það skýrist fljótlega hvernig hún fari fram, í síðasta lagi á aðalfundi félagsins sem verður í vor.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"173","intro":"Stjórnvöld þurfa að meta hvernig hægt sé að örva byggingu íbúðarhúsnæðis víða á landinu svo atvinnustarfsemi geti verið með eðlilegum hætti, segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan hefur misst marga starfsmenn í önnur störf og húsnæðisskortur gæti hamlað innflutningi á starfsfólki.","main":"Bjartari tímar virðast framundan í baráttunni við heimsfaraldurinn og með minni hömlum fá æ fleiri útrás fyrir ferðaþörf sína. Eins og fram kom í fréttum í gær spáir Íslandsbanki að rúmlega ein milljón ferðamanna komi hingað til lands á árinu og töldu forstjórar bæði Icelandair og Play að sú tala væri varfærnislega áætluð miðað við bókunarstöðu félaganna og sætaframboð. Heimsfaraldurinn hefur sem kunnugt er bitnað mjög á ferðaþjónustunni, en framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir greinina geta brugðist skjótt við fjölgi ferðamönnum verulega.\nFerðaþjónustan er auðvitað kvik að því leyti að hún getur verið mjög fljót af stað. Það eru hins vegar ýmsir þættir sem munu reynast hamlandi. Við erum búin að glata töluvert af íslensku vinnuafli út í önnur störf eins og sést á því að atvinnuleysistölur eru komnar mjög lágt, en samt vantar ennþá starfsfólk í ferðaþjónustu.\nSegir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Það gæti því komið til þess að flytja inn fólk til að manna störf í ferðaþjónustu. Þá blasi þó við annar vandi sem sé húsnæðisskortur víða á landinu og jafnvel á höfuðborgarsvæðinu. Það gæti því reynst þrautin þyngri að hýsa starfsfólkið.\nÞetta á eftir að verða töluverður vandi og ég held að stjórnvöld þurfi að fara horfa svolítið á það hvernig er hægt að örva húsnæðisbyggingar víða á landinu til þess að hægt sé að tryggja það að atvinnustarfsemi geti starfað eðlilega.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"173","intro":"Bandaríkin hafna kröfu Rússa um að meina Úkraínumönnum að fá aðild að Atlantshafsbandalaginu. Samkomulag er í höfn um vopnahlé milli stjórnarhers Úkraínu og aðskilnaðarsinna í austurhéruðum landsins.","main":"Bandaríkjastjórn hefur svarað formlega kröfum Rússa um öryggistryggingar í Evrópu, þar á meðal að Úkraína fái aldrei aðild að Atlantshafsbandalaginu. Þar kemur fram að það sé ekki Bandaríkjanna að ákveða neitt slíkt heldur allra aðildarríkjanna sameiginlega. Talsmaður rússnesku stjórnarinnar segir að verið sé að fara yfir svör Bandaríkjastjórnar.\nSvör Bandaríkjastjórnar eru bundin trúnaði, en Antony Blinken sagði á fundi með fréttamönnum að afstaða Bandaríkjamanna væri hin sama og áður, að Atlantshafsbandalagið - NATÓ - væri opið fyrir því að fjölga aðildarþjóðunum og yrði það hér eftir sem hingað til.\nBlinken bætti því við að nú væri boltinn hjá Rússum. Í bréfi Bandaríkjastjórnar hefði þeim verið gefið tækifæri til að losa sig út úr Úkraínudeilunni og nú væri að bíða og sjá. Hvort sem þeir velja viðræður eða að halda áfram yfirgangi við Úkraínumenn erum við viðbúnir, sagði ráðherrann.\nTalsmaður rússnesku stjórnarinnar sagði í dag að í bréfi Bandaríkjastjórnar hefði ekki verið að finna nein svör við sjónarmiðum Rússa, en verið væri að fara yfir það í Kreml. Engra viðbragða væri að vænta fyrr en því væri lokið.\nSendinefndir Rússa og Úkraínumanna sammæltust um það á fundi í París í gær að endurnýja vopnahlé milli úkraínska stjórnarhersins og herskárra aðskilnaðarsinna í austurhéruðum landsins. Viðræðum verður fram haldið í næsta mánuði.\n","summary":"Samkomulag er í höfn um vopnahlé milli stjórnarhers Úkraínu og aðskilnaðarsinna í austurhéruðum landsins."} {"year":"2022","id":"173","intro":"Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að forseta Alþingis verði falið að fjarlægja kórónu og merki Kristjáns níunda Danakonungs af Alþingishúsinu. Hann segist hafa samið tillöguna þónokkru fyrir handboltaleik gærkvöldsins.","main":"Danmörk tapaði með einu marki fyrir Frökkum á Evrópumóti karla í handbolta í gær eftir að hafa verið með töluvert forskot fyrr í leiknum. Mikill fjöldi Íslendinga hefur lýst sárum vonbrigðum með úrslitin enda hefði íslenska landsliðið komist í undanúrslit með dönskum sigri.\nBjörn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata deildi skjáskoti af þingsályktunartillögu sinni eftir leikinn og vakti það mikla athygli. Tillagan hefur verið birt á vef Alþingis. Danskir miðlar hafa fjallað um málið og sagði Björn Leví við TV2, rétt eins og við fréttastofu RÚV, að þótt tillagan hefði verið skrifuð fyrir þónokkru væri tímasetningin nú afar heppileg.\nAð hversu miklu leyti tengist þessi tillaga leiknum í gær? Tilfallandi, við skulum orða það þannig. Ég lagði tillöguna inn fyrir leikinn og ef svo færi eins og fór þá eru tengslin frekar augljós en ég var löngu búinn að semja þetta.\nsegir Björn Leví. Ísland sé frjálst og fullvalda ríki og því eigi ekki að skreyta þinghúsið með dönsku merki. Hann leggur til að forseti þingsins standi til dæmis að þjóðarkönnun um hvað gæti komið í stað kórónunnar og konungsmerkisins. Málið eigi ágætis hljómgrunn á þingi.\nÉg var að minnast á þetta í gær. Það voru jákvæðar undirtektir.\n","summary":"Þingmaður Pírata leggur til að kóróna og merki Kristjáns níunda Danakonungs verði fjarlægð af Alþingishúsinu. "} {"year":"2022","id":"173","intro":"Landspítalinn hyggst ekki fara af neyðarstigi fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Þetta segir formaður farsóttarnefndar spítalans. Einn lést á Landspítala í gær af völdum covid. Helmingi færri fara nú í einkenna- eða sóttkvíarsýnatöku á höfuðborgarsvæðinu eftir að reglum um sóttkví var breytt.","main":"Neyðarstigi Landspítala verður ekki aflétt fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku, segir formaður farsóttarnefndar spítalans. Einn lést á spítalanum í gær vegna veirunnar. Metfjöldi smita greindist innanlands í gær. Þeim fækkaði um helming sem fóru í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu í gær.\nKona á níræðisaldri lést á legudeild Landspítalans í gær af völdum covid. Þrjátíu og þrír liggja inni á spítalanum með sjúkdóminn. Þrír þeirra á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Alls eru hátt í þrjú þúsund og þrjú hundruð börn í þjónustu covid-göngudeildar eða þrjátíu og fimm prósent sjúklingahópsins. Í núverandi bylgju faraldursins hafa 378 verið lagðir inn á Landspítalann vegna covid. Landspítalinn hefur verið á neyðarstigi í mánuð en í því felst að hann getur ekki sinnt hlutverki sínu án utanaðkomandi aðstoðar. Sextíu heilbrigðisstarfsmenn frá fyrirtækjum og stofnunum hafa komið til starfa á spítalanum í mismiklu starfshlutfalli.\nFrá og með miðnætti á þriðjudagskvöld breyttust reglur um sóttkví, þannig að þeir sem eru útsettir fyrir veirusmiti utan heimilis og þríbólusettir sem eru útsettir fyrir smiti heima hjá sér - þurfa ekki lengur að fara í sóttkví.\nFréttastofa ræddi við Má Kristjánsson, formann farsóttarnefndar Landspítalans, sem vildi ekki veita viðtal en sagði erfitt að sjá hvernig staðan yrði nú þegar slakað hefur verið á reglum um sóttkví. Viðbúið væri að erfitt yrði að hemja smit inni á sjúkrahúsinu. Vaktaskipti væru á átta klukkustunda fresti á spítalanum og búast mætti við að daglega kæmu sjö til fjórtán sjúklingar inn á spítalann með veiruna. Már gerir ekki ráð fyrir að neyðarstigi verði aflétt fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku.\nÍ gær var slegið met í fjölda kórónuveirusmita því þá greindust 1.567 smit innanlands. Fjörutíu og þrjú smit greindust á landamærum. Nýgengi smita nálgast fimm þúsund smit á hverja hundrað þúsund íbúa síðustu tvær vikur. Nærri 60 prósent þeirra sem greindust í gær voru í sóttkví. Rúmlega 11.500 eru í einangrun með virkt smit.\nIngibjörg Steindórsdóttir er yfir kórónuveiruskimun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún segir að PCR-sýnatöku, sem er hjá þeim sem eru að ljúka sóttkví, hafi minnkað frá því slakað var á sóttkvíarreglum. Núna þurfi ekki sýni hjá nema um einum þriðja af þeim hópi sem upphaflega þurfti sýni hjá.\nOg það hefur líka dregið aðeins úr einkennasýnatökum þar sem það er verið að hvetja fólk sem er ekki með einkenni að koma ekki í sýnatöku heldur einungis þeir sem eru með einkenni.\nÁður en reglum var breytt bókuðu sig fjögur til fimm þúsund manns á dag í PCR-próf.\nAð koma kannski milli þrjú og alveg upp í 4.500. Eins og í gær vorum við að fá í heildina 2.500.\n","summary":"Helmingi færri fara nú í sýnatöku á höfuðborgarsvæðinu eftir að reglum um sóttkví var breytt. Landspítalinn fer ekki af neyðarstigi fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Þetta segir formaður farsóttarnefndar spítalans."} {"year":"2022","id":"173","intro":"Náttúruverndarsamtök Austurlands vilja að fyrirhuguð Hamarsvirkjun fari í verndarflokk en ekki biðflokk líkt og verkefnastjórn um rammaáætlun leggur til. Virkjunin muni spilla ósnortnu Hraunasvæði og fögrum fossaröðum í Hamarsá.","main":"Möguleg Hamarsvirkjun á Austurlandi hefði mest náttúruspjöll í för með sér af öllum þeim áformum um vatnsaflsvirkjanir sem eru til skoðunar í fjórða áfanga rammaáætlunar. Hún gæti hins vegar bætt úr orkuskorti og skapað sveitarfélaginu Múlaþingi talsverðar tekjur.\nFyrirtækið Arctic Hydro á rannsóknarleyfið fyrir Hamarsvirkjun sem yrði 60 megavött. Um þriggja kílómetra löng stífla yrði reist við Hamarsvatn og því breytt í miðlunarlón en við það myndi vatnið stækka úr um einum ferkílómetra í þrjá. Yfirfallsvatn úr lóninu myndi renna um farveg Hamarsár niður í inntakslón. Þaðan færi vatnið um aðrennslisgöng og yrði veitt inn í stöðvarhús neðanjarðar. Þangað myndi einnig renna vatn úr Morsá og Ytri-Þrándará. Ofar yrði svo hluta af Leirdalsá veitt í Þrándará með kílómetra löngum skurði.\nHelstu umhverfisáhrif virkjunarinnar yrðu á marga fossa í Hamarsá. Fossar frá Hamarsvatni að inntakslóni yrðu vatnslitlir og rennsli um þá stýrt og nánast ekkert vatn í fossum frá inntakslóni að frárennslisgöngum þar sem vatnið rennur aftur í Hamarsá.\nHamarsvirkjun er til umfjöllunar í 4. áfanga rammaáætlunar. Í skýrslu starfshóps er lagt til að virkjanakosturinn verði ekki nýttur að svo stöddu, heldur fari í biðflokk. Náttúruverndarsamtök Austurlands hafa lagst gegn virkjuninni og vilja að hún vari í verndarflokk, enda myndi hún spilla hinu ósnortna Hraunasvæði og fögrum fossum í Hamarsá. Í skýrslu verkefnastjórnar eru svæðum gefin stig fyrir náttúruverðmæti og fær áhrifasvæði Hamarsvirkjunar langhæstu einkunnina af þeim vatnsaflsvirkjunum sem eru til skoðunar. Í skýrslunni fá ferðasvæðin Hraun og Djúpivogur hæstu einkunn fyrir fegurð eða 10, en einkunnum myndi lækka niður í 3 vegna áhrifa virkjunarinnar á Hraunasvæðið og fossa. Virkjunin væri verulegt inngrip í lítt snortið víðerni sem er eitt af fáum slíkum á Austurlandi.\nÁ hinn bóginn gæti Hamarsvirkjun bætt raforkuöryggi og framboð á Austurlandi. Þá myndi hún skapa sveitarfélaginu Múlaþingi talsverðar tekjur í formi fasteignaskatta og nýir vegir vegna framkvæmdanna myndu auka aðgengi að hálendinu.\n","summary":"Náttúruverndarsamtök Austurlands vilja að fyrirhuguð Hamarsvirkjun fari í verndarflokk en ekki biðflokk. Virkjunin muni spilla ósnortnu Hraunasvæði og fögrum fossaröðum."} {"year":"2022","id":"173","intro":"Íslenska karlalandsliðið í handbolta etur kappi við það norska um fimmta sætið á Evrópumótinu í Slóvakíu og Ungverjalandi. Þetta er ljóst eftir að Frakkir unnu Dani í síðasta leik milliriðlakeppni mótsins í gær.","main":"Sigur Frakka var grátlegur í gær en hann þýðir að Frakkland endar í efsta sæti milliriðils eitt og Danmörk í öðru sæti. Frakkar mæta Svíum í undanúrslitum mótsins og Danir mæta Spánverjum. Undanúrslitin fara fram á morgun, föstudag, klukkan 17 og 19:30 og verða sýnd beint á rásum RÚV. Fyrr um daginn, klukkan 14:30, mætast Ísland og Noregur í leiknum um fimmta sætið. Það er ekki bara fimmta sætið á mótinu í boði af því að fimmta sætið gefur líka beinan farseðil á Heimsmeistaramótið í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. Þrír leikmenn losnuðu úr einangrun fyrir sigurleikinn gegn Svartfjallalandi í gær, þeir Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson og Elvar Örn Jónsson. Enn er beðið fregna af öðrum leikmönnum sem gætu losnað í dag og á morgun, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson greindust til að mynda smitaðir á svipuðum tíma og þremenningarnir sem losnuðu í gær og þá eru komnir fimm dagar síðan Arnar Freyr Arnarsson og Janus Daði Smárason greindust.\nÞá að öðrum íþróttafréttum. Jóhannes Karl Guðjónsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla í fótbolta hjá ÍA á Akranesi. Þetta kom fram í tilkynningu frá ÍA í gærkvöld en Jóhannes Karl hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Jóhannes Karl hefur stýrt ÍA undanfarin ár, en var áður þjálfari hjá HK. Eiður Smári Guðjohnsen var áður aðstoðarþjálfari Arnars Þórs en honum var sagt uppp í nóvember á síðasta ári.\nTveir leikir voru svo spilaðir í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gær. Í fyrri leiknum hafði Njarðvík betur gegn Grindavík í Suðurnesjaslag, 71-67, en með sigrinum jafnar Njarðvík Fjölni að stigum á toppi deildarinnar. Í síðari leik gærkvöldsins mættust Keflavík og Haukar og þar höfðu Haukar betur, 80-72, og komu sér upp í fjórða sæti deildarinnar.\n","summary":"Íslenska karlalandsliðið í handbolta mætir Noregi í leiknum um fimmta sætið á Evrópumótinu og getur með sigri tryggt sér sæti á Heimsmeistaramótinu á næsta ári. "} {"year":"2022","id":"174","intro":"Niðurstöður nýrrar skýrslu um brotthvarf úr skólum benda til þess að brotthvarf sé birtingarmynd ójafnra tækifæra í íslensku samfélagi. Börn einstæðra foreldra og öryrkja eru sögð líklegri til að hætta í skóla.","main":"Tvær mælingar eru sagðar skipta máli hvað varðar brotthvarf, samkvæmt skýrslunni. Annars vegar er það menntun foreldra og hins vegar heildartekjur fjölskyldu. Þessir þættir eru sagðir tengjast lagskiptingu samfélagsins. Menntun foreldra hafi áhrif á störf fólks og tekjur.\nBörn sem búa hjá einstæðu foreldri við sextán ára aldur, sem og börn öryrkja, eru í aukinni hættu á brotthvarfi. Þá eru líkur á að þau snúi aftur í nám einnig minni.\nSkýrsluhöfundar leggja fram nokkrar tillögur til úrbóta fyrir bæði grunn- og framhaldsskólastig. Tillögurnar fyrir grunnskólastigið eru aukið samstarf á milli skóla og félagsþjónustu, til að greina þætti sem hamla námsgetu og við mótun úrræða ásamt því að koma á upplýsinga- og eftirfylgniskerfi til að fylgjast með afdrifum nemenda eftir grunnskóla, efla vitund og ábyrgð grunnskóla á brotthvarfi nemenda. Einnig mætti kanna hvort fýsilegt væri að útbúa forspárlíkan fyrir brotthvarf, byggt á námsárangri í 7.-8. bekk.\nÁ framhaldsskólastigi er lagt til að koma á skimunartólum svo framhaldsskólar geti unnið gegn hugsanlegu brotthvarfi nemenda og veitt þeim aðstoð. Einnig er lagt til að samstarf á milli skóla og félagsþjónustu verði aukið. Þannig megi greina þá beinu þætti sem tengjast félagslegri og efnahagslegri stöðu, sem auka líkur á brotthvarfi og við mótun og framkvæmd úrræða.\n","summary":"Börn öryrkja og einstæðra foreldra eru líklegri til að hætta í námi en önnur, segir í nýrri skýrslu um brotthvarf úr skólum. Niðurstöðurnar benda til þess að menntun foreldra hafi líka sitt að segja."} {"year":"2022","id":"174","intro":"Blendnar tilfinningar eru meðal stjórnenda í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og skólahljómsveitum í Reykjavík að sögn Helga Grímssonar, forstöðumanns skóla- og frístundasviðs. Um leið og þeir hafa áhyggjur af veikindum barna og starfsmanna, sé það mikið fagnaðarefni að rakningarstarf heyri sögunni til í skóla- og frístundastarfi. Helgi segir gott fyrir börn og starfsmenn í sóttkví að vera komin í eðlilegri fasa og betri takt í námi og starfi.","main":"Þetta var Sigurbjörg Róbertsdóttir. Róbert Jóhannsson tók saman.\nÁhrifin af breyttum reglum varðandi sóttkví eru mjög misjöfn á milli starfsstöðva. Helgi segist ekki hafa fengið mikið af tölvupóstum frá stjórnendum í morgun, sem þýðir þá að líkindum að þeir hafi yfrið nóg að gera. séu með hendur sínar fullar við að leysa úr öðrum verkefnum. Nú þegar stjórnendur losna við rakningar, taki önnur verkefni við, til að mynda endurskipulagning skólastarfsins. Helgi segir nýju reglurnar þýða miklar breytingar fyrir starfsemina og eðlilegt að starfsfólk sé óöruggt í fyrstu skrefum. Búið sé að vinna í tvö ár eftir ströngum fyrirmælum og nú þurfi að læra allt upp á nýtt. Það taki sinn tíma fyrir alla, börn og foreldra, stjórnendur og allt samfélagið.\nSigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri Akurskóla í Reykjanesbæ, segir starfsmenn þar tilbúna til að takast á við þetta verkefni, en skilur að margir séu kvíðnir fyrir framhaldinu.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"174","intro":"Íslandsbanki gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði fjögur komma sjö prósent á þessu ári, um núll komma sex prósentum meiri en í fyrra, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá sem birt var í morgun. Aðalhagfræðingur bankans segir aukinn útflutning ráða þar mestu og að von sé á ríflega milljón ferðamönnum til landsins.","main":"Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir góðar horfur á vexti fyrir árið sem þýði að hagkerfið sé í raun búið að jafna sig á kórónuveirufaraldrinum.\n\"Vöxturinn verður líka í mun meiri mæli drifinn af útflutningi. Eftirspurnin tók hressilega við sér í fyrra, bæði einkaneyslan og sér í lagi fjárfestingin, sem er auðvitað jákvætt en hitt verður að fylgja í kjölfarið til að við fáum gjaldeyri inn í landið til að standa straum af okkar umsvifum hér innanlands. Það er það sem við sjáum í kortunum að gerist þetta árið.\"\nsegir Jón Bjarki. Ferðamenn verði á bilinu 1,1 til 1,2 milljónir eða um 70 prósentum fleiri en í fyrra. Þá segir hann útlit fyrir áframhaldandi hækkanir á húsnæðismarkaði á árinu. Tveir kraftar muni þó væntanlega hægja á hækkuninni og koma á betra jafnvægi.\nAnnars vegar sýnist okkur vera þegar farið að fjölga talsvert íbúðum sem eru á fyrri byggingarstigum, sem er þá framboð sem ætti að koma inn á markaðinn í meiri mæli seinna á þessu ári.\nsegir Jón Bjarki. Aðgerðir Seðlabankans muni einnig hafa áhrif.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"174","intro":"Prófessor í stjórnmálafræði segir að álag og óvægin umræða á samfélagsmiðlum dragi úr áhuga fólks á þátttöku í sveitarstjórnum. Kannanir benda til þess að meira en annar hver sveitarstjórnarmaður hætti þegar kosið verður í vor.","main":"Nú eru tæplega fjórir mánuðir í að kosið verði til sveitarstjórna. Könnun sem Eva Marín Hlynsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, lagði fyrir sveitarstjórnarmenn síðasta vetur benda til þess að allt að 65 prósent þeirra hætti eftir kosningar í vor. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir að nokkrar ástæður geti legið þarna að baki.\nÞetta er að verða umfangsmeira og umfangsmeira starf að vera sveitarstjórnarmaður og þetta hefur eiginlega bara alltaf aukist. Langflestir sem eru kjörnir sveitarstjórnarmenn, þeir eru nú 500 í dag, þeir eru að vinna þetta liggur við í sjálfboðavinnu eða í hlutastarfi. Fólk lýist og verður lúið á því að hafa svona ástand mjög lengi.\nHann segir að óvægin umræða um starfið hafi mikil áhrif.\nÞað þarf þykkan skráp bara til að sitja undir sumum óhróðri sem er að finna á þessum blessuðu samfélagsmiðlum okkar. Þetta er ekki skemmtileg staða að vera í og þá er kannski bara einfaldast að segja bless.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"174","intro":"Sóttvarnalæknir á von á því að hjarðónæmi náist í mars og það styttist í að faraldrinum fari að slota. Smitum eigi líklega eftir að fjölga á næstunni, og stjórnvöld verði að bregðast hratt við þeim breytingum sem geti orðið á faraldrinum.","main":"Íslensk erfðagreining hefur síðan í desember kannað mótefnastöðu landsmanna gegn kórónuveirunni, en áætlun stjórnvalda byggir að miklu leyti á niðurstöðum hennar. Bráðabirgðaniðurstöður sýna að um 20 prósent undir fertugu hafi smitast af Covid-19. Á sama tíma höfðu tæplega níu prósent greinst með veiruna með PCR-prófi.\nEf þessar forsendur eru notaðar og reiknað með að um 80 prósent landsmanna þurfi að smitast til að ná hjarðónæmi þá má búast við að það geti tekið enn um einn og hálfan mánuð og upp í tvo mánuði að ná því marki ef fjöldi smita verður eins og verið hefur. Vissulega verður að taka þessum útreikningum með fyrirvara en þessi hugarleikfimi sýnir þó að líklega er ekki langt í land þar til faraldrinum fari að slota.\nKári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þetta gefa mynd af stöðunni eins og hún var um síðustu áramót og erfitt sé að yfirfæra hana á stöðu dagsins í dag þegar omíkron hafi tekið yfir. Seinni mæling eftir þrjár vikur gefi betri mynd, en ljóst sé að það styttist mjög í hjarðónæmi. Áætlarnir sóttvarnalæknis og stjórnvalda miðast við það. Gert er ráð fyrir að afléttingaáætlun stjórnvalda verði kynnt að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudaginn, og þá kemur í ljós hversu hratt verður farið. Þórólfur segir ný afbrigði geta breytt áætlunum stjórnvalda og þá þurfit að bregðast hratt við.\nÉg tel mikilvægt að ekki verði farið of hratt í afléttingar og þær verði gerðar í nokkrum skrefum, annars er hætt við að það komi bakslag í faraldurinn.\n1.539 greindust með veiruna innanlands í gær en eftir breytingar á sóttkví í gær er ekki ljóst hversu margir eru í sóttkví eða einangrun. Síðustu daga hafa um sjö prósent þjóðarinnar verið ýmist í sóttkví eða einangrun. Nú þurfa margir í smitgát í staðinn, og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði rétt að stjórnendur fyrirtækja gerðu ráð fyrir því.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"174","intro":"Yfirlæknir á Vogi segir enga þöggun í gangi hjá SÁÁ og ofbeldi verði ekki liðið. Lykilatriði sé að sjúklingar séu öruggir. Starfsmaður SÁÁ hefur viðurkennt að hafa brotið á fyrrverandi skjólstæðingi samtakanna, en það var áður en hann varð starfsmaður.","main":"Jódís Skúladóttir þingmaður VG hefur greint frá misnotkun sem hún varð fyrir þegar hún var sautján ára, gerandinn á þeim tíma þrítugur. Þremur árum eftir þetta fór hún í meðferð og þá tók viðkomandi á móti henni sem starfsmaður SÁÁ. Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi hafði samband við Jódísi vegna málsins.\nJá, ég hafði strax samband við Jódísið þegar ég heyrði af þessu til þess að vita hvort starfsmaðurinn væri hjá mér og við höfum farið ofan í saumana á því og heyrt af þessu atviki eða þessum samskiptum og þessu sem gekk á fyrir tuttugu og eitthvað árum síðan og talað saman um það og við tökum öllu svona mjög alvarlega.\nEr hann starfsmaður hjá ykkur ennþá?\nJá, hann hefur verið hér í yfir tuttugu ár, þetta er nokkuð sem gerist einhverjum árum áður en hann hefur störf hér.\nSegir Valgerður Rúnarsdóttir. Hún segir að hjá SÁÁ sé 100% tekin afstaða með þolendum og áhersla sé lögð á að sjúklingar séu öruggir hjá þeim sem og að þeir upplifi sig örugga. Hart sé tekið á hvers kyns ofbeldi og þöggun ekki liðin. Aðspurð hvort að viðkomandi verði áfram í starfi segir Valgerður:\nVið þurfum að fara yfir málavöxtu hann hefur verið hér í tuttugu og eitthvað ár og þetta gerist nokkrum árum áður en hann byrjar að vinna hér. Við förum vel yfir það hvaða afleiðingar það hefur, en það eru nú þegar auðvitað afleiðingar og skiptir máli að fólk gangist við því sem það hefur brotið af sér. Það er aldrei réttlætanlegt að beita ofbeldi.\nHefur þessi starfsmaður gengist við því?\nValgerður segir að málið verði rannsakað enda skipti öryggi sjúklinga gríðarlegu máli. Niðurstaða liggur ekki fyrir, en aðspurð um hvort eigi að skoða að maðurinn verði áfram í starfi segir Valgerður:\n","summary":"Yfirlæknir á Vogi segir að starfsmaður SÁÁ sem sakaður hefur verið um að brjóta á þáverandi skjólstæðingi hafi gengist við brotinu. Mál hans er til skoðunar en niðurstaða liggur ekki fyrir."} {"year":"2022","id":"174","intro":"Talsmaður Rússlandsstjórnar segir að það eigi eftir að hafa þveröfug áhrif ef vesturveldin beita Vladimír Pútín forseta refsiaðgerðum vegna Úkraínudeilunnar.","main":"Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að til greina komi að beita Vladimír Pútín, forseta Rússlands, refsiaðgerðum ef rússneski herinn ræðst inn í Úkraínu. Talsmaður Pútíns segir að slíkt eigi eftir að hafa þveröfug áhrif og magna Úkraínudeiluna enn frekar.\nJoe Biden var inntur eftir því, þegar hann ræddi við fréttamenn í gær, hvort til greina kæmi að beita Pútín forseta refsiaðgerðum ef rússneski herinn réðist inn í Úkraínu. Hann kvað já við því og bætti við að innrás ætti eftir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Rússa, ekki aðeins efnahagslegar og pólitískar. Áhrifanna ætti eftir að gæta um allan heim. Þetta yrði stærsta innrás sem gerð hefði verið frá því í síðari heimsstyrjöldinni.\nDmitry Peskov, talsmaður rússnesku stjórnarinnar, sagði í dag að refsiaðgerðir gegn Pútín yrðu ekki sársaukafullar pólitískt séð, þær yrðu eyðileggjandi. Áhrifin yrðu þau að Úkraínudeilan magnaðist enn frekar.\nPeskov bætti því við að bandarískir stjórnmálamenn virtust ekki vera vel inni í staðreyndum þegar þeir ræddu um að beita hátt setta rússneska embættismenn efnahagsþvingunum. Það væri einfaldlega ekki hægt þar sem þeim væri bannað að eiga eignir erlendis.\nTil stendur að hátt settir embættismenn frá Þýskalandi, Rússlandi, Úkraínu og Frakklandi hittist í París í dag og ræði Úkraínudeiluna. Peskov sagðist vona að fundarmenn ræddu vandamálið á opinskáan hátt og að viðræðurnar ættu eftir að skila árangri.\n","summary":"Talsmaður Rússlandsstjórnar segir að það eigi eftir að hafa þveröfug áhrif ef vesturveldin beita Vladimír Pútín forseta refsiaðgerðum vegna Úkraínudeilunnar. "} {"year":"2022","id":"175","intro":"Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur hafið rannsókn á máli skipstjórans sem sigldi Herjólfi um jólin eftir að réttindi hans runnu út. Þótt stjórn Herjólfs telji málið grafalvarlegt fær skipstjórinn annað tækifæri, til að bæta fyrir misgjörðir sínar segir framkvæmdastjóri.","main":"Tryggvi Ólafsson lögreglufulltrúi hjá embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum staðfestir að þar sé hafin rannsókn á málinu. Hann segir að í málum sem þessum hefði kæra átt að koma frá Landhelgisgæslu en það stöðvi lögregluna ekki við að rannsaka málið. Tryggvi segir að lögreglan hafi beðið um skipsbók Herjólfs og fengið upplýsingar frá Landhelgisgæslunni um lögskráningu sjómanna á skipinu. Hann segir að rannsóknin eigi ekki að taka langan tíma og að málið verði síðan sent ákærusviði embættisins.\nAtvinnuréttindi skipstjórans runnu út í desember og Samgöngustofa lét hann vita með tölvupósti að svo væri. Hann var því án löggildra réttinda þegar hann sigldi Herjólfi 10 síðustu daga desembermánaðar. Hjá Samgöngustofu fengust þær upplýsingar að það sé skipstjórans sjálfs að endurnýja réttindin og fylgjast með hvort þau séu í gildi. Þar á bæ hafa menn gefið svigrúm vegna faraldursins til að afla allra gagna m.a. læknisvottorða. Sá tími er þó venjulega mjög knappur.\nHörður Orri Grettisson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. segir málið grafalvarlegt. Stjórn fyrirtækisins hafi gefið sér góðan tíma til að fara yfir það og meðal annars leitað álits lögfræðinga fyrirtækisins ásamt því að ráðfæra sig við félag skipstjórnarmanna. Hörður segir að málið hafi strax verið tilkynnt til Vegagerðarinnar, sem er eigandi skipsins, þótt annað hafi komið fram. Hann segir að skipstjórinn, sem sjálfur tilkynnti brot sín þar til bærum yfirvöldum, hafi starfið hjá fyrirtækinu, á Herjólfi, í 20 ár. Hann hafi fengið áminningu og verið lækkaður í tign.\nÞrátt fyrir það dómgreindarleysi og þann trúnaðarbrest sem átti sér stað, að hafa gerst sekur um þessa alvarlegu hluti finnst okkur að hann eigi að fá annað tækifæri og bæta fyrir misgjörðir sínar, segir Hörður Orri framkvæmdastjóri Herjólfs ohf.\n","summary":"Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar mál skipstjórans sem sigldi Herjólfi án atvinnuréttinda í síðasta mánuði. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hann fái annað tækifæri til að bæta fyrir dómgreindarleysi og trúnaðarbrest."} {"year":"2022","id":"175","intro":"Sóttvarnalæknir ætlar að gera tillögur um tilslakanir í vikunni en ekki er von á að þær taki gildi fyrr en í næstu viku. Búast má við að fyrstu afléttingar snúi að sóttkví og sýnatöku.","main":"Ýmsir eru farnir að tala sterkt fyrir afléttingum sóttvarnaðgerða. Þar á meðal heilbrigðisráðherra Willum Þór Þórsson og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala, sem skrifuðu grein á Vísi. Nærri 1300 smit greindust samanlagt innanlands og á landamærum í gær. Þórólfur Guðnason, tekur undir að forsendur séu að breytast en núverandi aðgerðir hafi gert það að verkum að fjöldi smita hafi haldist svipaður undanfarið.\nÞessar aðgerðir sem hafa verið í gangi eru að halda smitunum í horfinu og ef við hefðum ekki verið með þessar aðgerðir í gangi að þá værum við að sjá miklu fleiri smit.\nHann segir upplýsingar frá Landspítalanum um fækkun innlagna, sérstaklega hjá bólusettum gefa ástæðu til endurskoðunar en einhverja daga eða vikur muni taka að ná tökum á þessu.\nÞað sem ég held að sé mikilvægt núna er að losa aðeins um sóttkví og sýnatökur innanlands. Reyna aðeins að slaka á því, síðan held ég að það sé mjög mikilvægt að við förum í það með stjórnvöldum að búa til lengra plan um afléttingar, samkomutakmarkanir og því um líkt, sem við höfum verið með í gangi og ég held að við þurfum að hugsa þetta í skrefum og fara ekkert of hratt í þetta eins og aðrar þjóðir eru raunar að gera. Það væri mjög vont að fara of hratt og fá þetta í bakið aftur.\nHann segir allar forsendur fyrir því núna að fara að slaka á en almenningur þurfi að passa sig og fara að öllum ráðum sem sóttvarnayfirvöld gefa.\nÞað mun örugglega gerast þegar við förum að slaka meira á. Hvort sem það veður á sóttkví eða sýnatökum, að við fáum meiri útbreiðslu í samfélagið og það getur gerst að við fáum þá meiri veikindi inni í fyrirtæki og stofnanir og við þurfum að vera viðbúin því að það geti gerst. Þó að langflestir fái væg einkenni að þá fái margir einkenni, sem þýðir að þeir geti ekki mætt í vinnu.\nÞannig að við verðum aðeins að spyrna við fótum þannig að við fáum þetta ekki allt of hratt yfir okkur í einum vetfangi en við getum klárlega slakað meira á en nú er.\n","summary":"Búast má við að sóttvarnarlæknir leggi til afléttingar sem snúa að sóttkví og sýnatöku. Hann segir forsendur fyrir því að slaka á aðgerðum en það þurfi þó að gera í skerfum."} {"year":"2022","id":"175","intro":"Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi segist ætla að beita sér fyrir að fimmtán prósenta niðurskurður á þorskveiðiheimildum til strandveiða verði leiðréttur. Sú ákvörðun sjávarútvegsráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni.","main":"Þorskveiðiheimildir til strandveiða verða skertar um eittþúsund og fimmhundruð tonn í ár samkvæmt breytingum á reglugerð sem Svandís Svavarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, undirritaði í desember. Flokkssystkini ráðherrans, í félagi Vinstri grænna í Skagafirði, sendu frá sér ályktun eftir fund nýlega og hvetja þingmenn og ráðherra til að standa vörð um strandveiðar og festa þær enn frekar í sessi. Bjarni Jónsson, þingmaður VG tekur undir þetta.\nJá ég geri það. Enda hefur þetta verið baráttumál Vinstri grænna og eins og við munum þá voru það Vinstri græn sem komu strandveiðunum á á sínum tíma og við höfum fylgt þessu vel eftir síðan og staðið með strandveiðunum og viljað auka hlut þeirra. En nú hefur Svandís Svavarsdóttir, ráðherra, boðað niðurskurð á þorskveiðiheimildum til strandveiða. Þannig að það er kannski ekki samkvæmt þessari stefnu. Ja þar er sjálfsagt verið að fara eftir forsendum og verið að horfa til margra þátta og þá þarf að horfa á líka hvað er verið að setja inn í önnur kerfi og hvernig þetta allt talar saman. En ég treysti því að það séu leiðir til þess að leiðrétta það og bæta í.\nHann muni beita sér fyrir að þessi niðurskurður verði dreginn til baka.\nÞað geri ég að sjálfsögðu og ég á von á því að svo verði.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"175","intro":"Hafin er utankjörfundaratkvæðagreiðsla um sameiningu fyrir íbúa í sex sveitarfélögum á landinu. Úr því gætu mögulega komið þrjú ný sveitarfélög, tvö á Norðurlandi og eitt á Vesturlandi.","main":"Á Norðurlandi er kosið um sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar og um sameiningu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Á Vesturlandi er kosið um sameiningu, Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar. Kosningarnar verða 19. febrúar.\nUtankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst 25. desember. Þeir sem hafa kosningarétt í þessum kosningum og eiga þess ekki kost að mæta á kjörstað geta greitt atkvæði sitt hjá sýslumönnum um allt land og í sendiráðum fram að kjördegi.\nKosningarétt eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag. Ríkisborgarar annars staðar af Norðurlöndum eiga einnig kosningarétt hafi þeir átt lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár fyrir kjördag. Ríkisborgarar annarra landa þurfa að hafa átt hér heimili í fimm ár til að geta kosið í sveitarstjórnarkosningum.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"175","intro":"Herlið nokkurra Atlantshafsbandalagsríkja er í viðbragðsstöðu vegna ástandsins á landamærum Úkraínu. Nokkur ríki hafa sent herskip og orrustuþotur til Austur-Evrópuríkja til að styrkja varnir þeirra.","main":"Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO segir í yfirlýsingu, sem hann sendi frá sér í dag, að bandalagið hyggist grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að tryggja öryggi aðildarríkjanna, meðal annars með því að styrkja varnir ríkja í Austur-Evrópu. Ávallt verði brugðist við hvers konar öfugþróun í öryggismálum á svæðinu.\nDanir tilkynntu í síðustu viku að þeir ætluðu að senda freigátu og nokkrar orrustuþotur til Eystrasaltsríkja til að styrkja landamæraeftirlit þeirra. Hollendingar og Spánverjar áforma að senda flugflota til Búlgaríu og þá eru spænsk herskip í viðbragðsstöðu. Bandaríkjaforseti er sagður íhuga að senda skip og flugvélar til Evrópu ásamt nokkur þúsund hermönnum ef Rússar láta af því verða að ráðast inn í Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa beðið fjölskyldur starfsmanna sendiráðsins í Kænugarði að forða sér frá Úkraínu vegna hugsanlegrar innrásar. Bretar ætla að fækka um helming í sendiráði sínu. Í höfuðstöðvum Evrópusambandsins í Kænugarði verður allt með óbreyttum hætti að sinni. Josep Borrell utanríkismálastjóri sagði í dag að ekki væri ástæða til að gera of mikið úr aðstæðum með því að flytja starfsliðið á brott.\n","summary":"Nokkur Atlantshafsbandalagsríki ætla að senda herskip og orrustuþotur til ríkja í Austur-Evrópu til að styrkja varnir þeirra vegna ástandsins á landamærum Rússlands og Úkraínu. Helmingur starfsliðs í sendiráði Bretlands í Kænugarði verður sendur heim í öryggisskyni. "} {"year":"2022","id":"175","intro":"Blaðakonan Lourdes Maldonado Lopez var myrt í landamæraborginni Tijuana í Mexíkó í gær, sunnudag. Embætti saksóknara í borginni greindi frá þessu. Lopez er annar blaðamaðurinn sem myrtur er í borginni á innan við viku, og þriðji mexíkóski blaðamaðurinn sem myrtur er á þessu ári.","main":"Lopez var skotin til bana þar sem hún sat inni í bíl sínum, segir í tilkynningu saksóknaraembættis Baja California-ríkis, sem liggur að Bandaríkjunum. Alfonso Margarito Martínez Esquivel, blaðamaður og ljósmyndari, sem sérhæfði sig í fréttum af glæpum og glæpagengjum, var skotinn til bana utan við heimili sitt í Tijuana hinn 17. janúar síðastliðinn, í þann mund sem hann var að stíga upp í bíl sinn til að aka á vettvang annars morðs sem hann hugðist fjalla um. Viku fyrr, 10. janúar, fannst José Luis Gamboa Arenas, sjálfstætt starfandi rannsóknarblaðamaður og dálkahöfundur, látinn nærri heimili sínu í Veracruz-borg, stærstu borginni í samnefndu ríki í Mexíkó suðvestanverðu. Hann hafði verið stunginn fjölmörgum stungum með lagvopni. Allt árið í fyrra voru sjö blaða- og fréttamenn myrtir í Mexíkó, samkvæmt gögnum samtakanna Blaðamenn án landamæra, fleiri en í nokkru landi öðru. Flest eða öll morðin eru talin tengjast umfjöllun blaðamannanna um glæpagengin sem vaða uppi í landinu.Þessi þrjú morð sem framin hafa verið áður en janúar er á enda runninn benda ekki til þess að þetta ár verði betra, nema síður sé.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"175","intro":"Bandaríska stórfyrirtækið Universal hefur keypt Öldu Music, sem á réttinn að stórum hluta þeirrar tónlistar sem gefin hefur verið út á Íslandi. Formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna telur að með þessu fái íslenskir tónlistarmenn stærri hátalara til að koma sér á framfæri erlendis.","main":"Forsvarsmenn tónlistarrisans Universal\/InGrooves segjast ætla að fjárfesta í aukinni útgáfu íslenskra listamanna innanlands og utan, eftir að fyrirtækið keypti Öldu Music.\nTónlistarfyrirtækið Alda Music varð til fyrir sex árum og tók yfir útgáfuréttindi sem Sena hafði á sínum snærum, svo sem Ellýjar Vilhjálms og flestra risa íslenskrar tónlistarsögu. Í dag var tilkynnt um kaup InGrooves, dótturfélags Universal, á Öldu Music. Þar segir að fjárfesta eigi í aukinni útgáfu íslenskra listamanna innanlands og utan. Dagleg starfsemi verði óbreytt og Sölvi Blöndal stýri henni áfram. Einnig eigi að styðja við grasrótina.\nGunnar Hrafnsson, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna, telur mikil tækifæri fólgin í þessu. Universal geri væntanlega það sama og Alda Music hefur stundað, að auka verðmæti í eldri tónlist með því að koma henni í spilun víðar.\nÉg held að það sé bara kominn stærri hátalari. Það er meira fjármagn á bak við þetta og öflugra fyrirtæki.\nGunnar telur að kaupin geti hjálpað fleiri íslenskum tónlistarmönnum að ná langt í útlöndum.\nÉg er ekki í vafa. Björk og Monsters og Kalli og allt þetta fólk sem er búið að ryðja brautina. Það er svo mikið af talent hérna til viðbótar, fólki sem er að gera mjög áhugaverða hluti sem maður veit að ættu áreiðanlega góða möguleika og erindi úti í heimi.\nGunnar telur ekkert að óttast þó svo stór hluti íslenskrar tónlistar sé kominn í eigu erlends fyrirtækis.\nÞetta er arfurinn okkar, þessi íslenska tónlist. Hún er í hugum okkar og heilabúum. Ég get ekki séð annað en að hún verði það áfram. Hún verður alltaf í boði til hugsunar. Þetta er ekki alveg sambærilegt við handritin hans Árna. Við þurfum ekki alveg leðrið og skinnin. Okkur dugar það sem fer inn í eyrun.\n","summary":"Bandaríska stórfyrirtækið Universal hefur keypt Öldu Music sem á réttinn að stórum hluta þeirrar tónlistar sem gefin hefur verið út á Íslandi. Formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna telur að með þessu fái íslenskir tónlistarmenn stærri hátalara til að koma sér á framfæri erlendis. "} {"year":"2022","id":"175","intro":"Stefnt er að því að nýja stólalyftan í Hlíðarfjalli, verði tekin í notkun um miðjan næsta mánuð. Sagt hefur verið frá væntanlegri opnun oftar en einu sinni á síðustu árum en nú segir formaður stjórnar Hlíðarfjalls að komið sé að þessu.","main":"Sumarið 2017 gerðu Akureyrarbær og Vinir Hlíðarfjalls samning um kaup á nýrri stólalyftu í fjallið. Upphaflega átti lyftan að vera tilbúin í desember 2018 og oft hefur verið sagt frá væntanlegri opnun í fjölmiðlum. En nú virðist loksins komið að því. Halla Björk Reynisdóttir er formaður stjórnar Hlíðarfjalls.\nJá nú stendur mikið til, við ætlum loksins að opna þessa nýju lyftu og stefnum á góðviðrisdag í febrúar, upp úr miðjum.\n-Loksins sagðirðu, það átti að opna hana 2018, hvað hefur tafið þetta?-\nÞað hefur svona eitt og annað komið upp, framkvæmdirnar, eitthvað var hjá verktökunum. Svo komu upp vandamál með lyftuna, nú á það allt saman að vera leyst og við getum bara horft bjartsýn fram til vetrarins.\n- Þannig að nú er bara verið að leita að góðum degi til að opna kampavínið og ýta á play?-\nÉg veit nú ekki með kampavínið en já við viljum endilega fá sem flesta upp í fjall og gera þetta að svolítið svona skemmtilegum degi og gera þetta með bravör.\n","summary":null} {"year":"2022","id":"176","intro":"Sendinefnd Talíbana kom til Oslóar í gærkvöldi í boði norsku ríkisstjórnarinnar til þess að funda með vestrænum erindrekum. Þeir funda með kvenréttindabaráttufólki og fulltrúum mannréttindahreyfinga í dag.","main":"Frá því Talíbanar tóku völdin í Afganistan á síðasta ári hafa þeir lokað stúlknaskólum og neitað konum um leyfi til þess að vinna, svo fátt eitt sé nefnt. Þeir eru andvígir lýðræðislegum kosningum og ýmsu öðru sem mannréttindasamtök berjast fyrir, segir í frétt norska ríkisútvarpsins í dag.\nÞví má segja að þeir verji deginum nú með sínum hörðustu gagnrýnendum. Á dagskránni eru fundir með kvenréttindabaráttufólki, fulltrúum mannréttindasamtaka og afgönsku fréttafólki sem hefur flúið land. Þetta verður i fyrsta sinn sem þessir hópar ræðast við í öruggu umhverfi.\nFundirnir í dag eru sagðir ráða úrslitum um það með hverjum Talíbanar munu funda síðar í þessari fyrstu heimsókn sinni til Vesturlanda eftir valdatöku síðasta árs. Fyrir liggur að þeir munu ekki funda með utanríkisráðherra Noregs.\nAmir Khan Muttaqi, utanríkisráðherra stjórnar Talíbana, fer fyrir sendinefndinni en hann hefur sagst bjartsýnn fyrir viðræðurnar og vongóður um að þær stuðli að því að bæta tengslin við umheiminn.\nBúist er við því að sendinefndin fundi með evrópskum og bandarískum erindrekum á morgun. Kai Eide, Norðmaður sem var áður erindreki Sameinuðu þjóðanna í Afganistan, sagði við norska ríkisútvarpið ólíklegt að fundirnir leiði til nokkurra raunverulegra breytinga. Það sé hins vegar jákvætt að Talíbanar eigi yfir höfuð í viðræðum.","summary":null} {"year":"2022","id":"176","intro":"Rússar ætla að bola forseta Úkraínu frá völdum og koma á leppstjórn sinni, þetta segir í yfirlýsingu sem utanríkisráðherra Bretlands sendi frá sér seint í gær. Rússneska utanríkisráðuneytið segir þetta enn eina vísbendingu þess að NATO-ríkin reyni að magna upp spennu í kringum Úkraínu.","main":"Spennan milli Rússa og Atlandshafsbandalagsins fer ekki minnkandi. Svo virðist sem enn sé langt í lausn á Úkraínudeilunni svokölluðu. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, sendi frá sér yfirlýsingu seint í gær. Þar segir að Rússar séu að leggja á ráðin um að bola Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, frá völdum og hyggist setja Rússlandsvin á forsetastólinn í hans stað. Í yfirlýsingunni er einnig fullyrt að úkraínskir stjórnmálamenn taki þátt í þessu. Við þessu brást rússneska utanríkisráðuneytið á Twitter. \u001eFalsaðar upplýsingar sem settar eru dreifingu er af utanríkisráðuneyti Bretlands eru enn ein vísbendingin um að það séu NATO-ríki sem eru að magna upp spennuna í kringum Úkraínu - segir í yfirlýsingunni. Þá er Bretar hvattir til þess að hætt að deila þvættingi. Seint í gær tilkynnti svo varnarmálaráðuneyti Þýskalands að æðsti yfirmaður þýska flotans hafi verið látinn taka pokann sinni vegna ummæla sem hann lét falla á dögunum. Hann var á viðburði í Nýju-Delí á Indlandi og lýsti þar sínum persónulegu skoðunum á Úkraínudeilunni. Hann sagði að Úkraínumenn yrðu að sætta sig við að Krímskaginn væri ekki lengur þeirra og kvaðst ekki hafa nokkra trú á að Rússar ætluðu að ráðast inn í Úkraínu, heldur vildi Pútín einfaldlega að Vesturveldin sýndu honum og Rússlandi tilhlýðilega - og að hans mati líkast til verðskuldaða virðingu. Þessi orð eru í beinni andstöðu við stefnu Þýskalands í þessum málum.\nJoe Biden Bandaríkjaforseti hefur látið að því liggja innrás Rússlands í Úkraínu sé yfirvofandi. Um 100 þúsund rússneskir hermenn hafa verið sendir að landamærum Úkraínu en rússnesk stjórnvöld segjast ekki vera að skipuleggja innrás.","summary":"Utanríkisráðherra Bretlands segir Rússa hafa í hyggju að koma á leppstjórn í Úkraínu. Rússneska utanríkisráðuneytið segir þetta þvætting og enn eina vísbendingu þess að NATO-ríkin reyni að magna upp spennu. "} {"year":"2022","id":"176","intro":"Tugir hafa fallið í bardögum öryggissveita Kúrda við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki í Sýrlandi síðustu daga. Áhlaup samtökin sem gerðu á fangelsi er ein veigamesta árás sem þau hafa framkvæmt í áraraðir.","main":"Í gær var þriðji dagurinn í röð þar sem kom til blóðugra í bænum al-Hakah í norðausturhluta Sýrlands. Kúrdar fara með yfirráð á svæðinu og hafa öryggissveitir þeirra átt fullu í fangi með að verjast árásum frá hinu svokallaða íslamska ríki sem hefur sótt í sig veðrið. Á fimmtudag gerðu samtökin áhlaup á fangelsi í borginni. Sú árás er ein sú veigamesta sem samtökin hafa gert frá því þau stofnuðu Kalífadæmi í Sýrlandi og Írak árið 2014. Í fangelsinu héldu Kúrdar um 3.500 mönnum sem grunaðir um að eiga aðild að hryðjuverkasamtökunum. Al Jazeera greinir frá því að hluti fanganna hafi náði að flýja og margir gangi enn lausir. En Kúrdar náðu fangelsinu aftur á sitt vald með aðstoð bandarískra orrustuþotna. Minnst 89 hafa týnt lífinu í þessum átökum, samkvæmt heimildum Sýrlensku mannréttindavaktarinnar. Forstöðumaður hennar, Rabi Abdel Rahman, segir 28 kúrdíska bardagamenn, fimm almenna borgara og 56 vígamenn Íslamska ríkisins hafa fallið í átökunum.\n","summary":"Áhlaup hryðjuverkasamtakanna ISIS á fangelsi í Sýrlandi er ein veigamesta árás sem samtökin hafa gert í áraraðir. Tugir hafa látist í bardögum milli samtakanna og öryggissveita Kúrda síðustu daga. "} {"year":"2022","id":"176","intro":"Forsvarsmenn Herjólfs ohf. stefna að því að halda fund með áhöfnum Herjólfs í dag um að réttindalaus skipstjóri hafa siglt skipinu í um tíu daga í lok desember. Þetta mun vera fyrsti fundurinn sem forsvarsmenn Herjólfs fara yfir málið með starfsfólki. Vestmannaeyjabær á Herjólf ohf. Oddviti sjálfstæðismanna sem eru í minnihluta í bæjarstjórn er óánægður með að málið hafi ekki verið rætt formlega.","main":"Skipstjórinn, sem var áminntur og lækkaður í tign þegar upp komst skráði aðra sem skipstjóra í þeim ferðum sem hann sigldi réttindalaus. Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar sem ásamt Samgöngustofu hefur eftirlit með því að einungis lögskráðir sjómenn séu í áhöfn sagði í fréttum í gær að röng skráning og réttindaleysi væri brot á lögum. Forstjóri Vegagerðarinnar, sem á Herjólf og er með samning við félag bæjarins, Herjólf ohf., sagði í fréttum í gær að það væri óviðunandi að þetta hefði gerst og ekki í samræmi við samning um rekstur ferjunnar. Hildur Sólveig Sigurðardóttir oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn segist hafa brugðið þegar hún frétti af þessu.\nMálið hafði borist mér til eyrna og ég hef óskað óformlega eftir upplýsingum frá bæjarstjóra en fengið takmarkaða upplýsingagjöf þar í gegn. En við höfum því miður ekki verið, bæjarfulltrúar, ekki verið upplýstir um þetta mál af hálfu hvorki bæjarstjóra sem heldur á eina hlutabréfinu, né öðrum. Munið þið óska eftir því að þetta verði rætt? Já, ég geri fastlega ráð fyrir því að málið verði til umræðu á næsta fundi bæjarráðs. Og ég lít eins og ég segi bara málið alvarlegum augum og geri ráð fyrir að það hljóti að vera forgangsmál að ræða þetta mál. Ég hef líka óskað eftir upplýsingum og verið í sambandi við okkar fulltrúa í stjórn Herjólfs varðandi málið.","summary":"Hvorki hefur verið rætt í bæjarstjórn eða bæjarráði Vestmannaeyjabæjar um að skipstjóri á Herjólfi hafi siglt réttindalaus í um tíu daga um jólin. Oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn ætlar að óska eftir því og segir eðlilegt að bærinn sem eigi eina hlutabréfið í útgerð Herjólfs taki á því. "} {"year":"2022","id":"176","intro":"Rauðu viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir á Nýja Sjálandi vegna útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar þar í landi. Þetta þýðir ekki að öllu verði skellt í lás, en fjöldatakmarkanir hafa verið innleiddar ásamt kröfu um framvísun bólusetningarvottorðs.","main":"Sóttvarnaaðgerðir verða hertar á Nýja Sjálandi frá og með morgundeginum. Innandyra mega nú mest 100 manns koma saman, og þau ein fá að vera með í gleðskapnum sem geta framvísað bólusetningarvottorði, auk þess sem víða verður grímuskylda. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, slegið fyrirhuguðu brúðkaupi sínu og heitmanns síns á frest vegna þessa, þar sem hún gerði ráð fyrir öllu fleiri gestum í þann gleðskap. Ardern sagði á fréttamannafundi í Wellington í morgun, að áætlun stjórnvalda nú væri í stórum dráttum sú sama og gripið var til gegn Delta-afbrigðinu; mikið yrði skimað, smit rakin af krafti og smituð og útsett send í sóttkví og einangrun til að hægja á útbreiðslu veirunnar. Annars staðar þar sem omíkron-afbrigðið er orðið allsráðandi, svo sem á Írlandi og í Suður-Afríku, hafa stjórnvöld ýmist þegar afnumið allar takmarkanir eða boðað afnám þeirra innan skamms, og enn annars staðar hefur takmörkunum ýmist verið haldið tiltölulega óbreyttum eða þær hertar nokkuð, líkt og hér á landi. Um 93 prósent Nýsjálendinga, 12 ára og eldri, eru fullbólusett og rúmur helmingur þeirra hefur fengið örvunarskammt að auki.","summary":null} {"year":"2022","id":"176","intro":"Íslenska karlalandsliðið í handbolta steig í gær stórt skref í átt að sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu með stórsigri á Frökkum. Ísland mætir Króatíu í næsta leik á morgun.","main":"Þrátt fyrir að vera án átta lykilmanna gerðu yngri og óreyndari leikmenn Íslands sér lítið fyrir og unnu Ólympíumeistara Frakklands með átta mörkum 21-29. Þetta var stærsti ósigur Frakklands á Evrópumóti frá upphafi.\nSagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í marki Íslands og varði 15 skot. Hann var valinn maður leiksins, og var vægast sagt sáttur að leik loknum.\nÍslenska liðið er nú með fjögur stig í öðru sæti riðilsins, líkt og Frakkland í þriðja sæti en Danir eru efstir með sex stig. Endi Ísland og Frakkland jöfn að stigum í riðlinum í öðru og þriðja sæti fer Ísland áfram á innbyrðisstöðu vegna sigursins í gær. Ísland mætir Króatíu, sem er þegar úr leik, í næsta leik á morgun. Ómar Ingi Magnússon, sem var allt í öllu í liði Íslands í gær, hefur fulla trú á íslenska liðinu fyrir verkefnið framundan.\nÞrír leikir eru á EM í dag í milliriðli tvö. Klukkan hálf þrjú mætast Pólland og Rússland og sá leikur er sýndur beint á RÚV. Klukkan fimm er leikur Þýskalands og Svíþjóð ogklukkan hálf átta mætast Spánn og Noregur, þar sem Spánn getur með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitum. Seinni tveir leikirnir eru sýndir beint á RÚV tvö.","summary":null} {"year":"2022","id":"177","intro":"Á Sjúkrahúsinu á Akureyri liggur enginn covid-sjúklingur inni og hefur ekki gert í tvær vikur. Aðal áskorunin er að manna stöður sjúkrahússins vegna einangrunar og sóttkvíar starfsfólks. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar frá sjúkrahúsinu á Akureyri hafa þó undanfarnar vikur fært sig yfir á Landspítalann til að létta undir þar.","main":"Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri segir að á fjórða tug starfsmanna sjúkrahússins geti ekki mætt til vinnu vegna einangrunar eða sóttkvíar og geri megi ráð fyrir að þeim fjölgi.\nVið höfum því tekið á það ráð að draga eða fresta hluta af valkvæðri starfsemi til að eiga þá starfsfólk til góða til að manna bráðastarfsemina og nauðsynlega starfsemi.\nEkki hefur þurft að opna covid-göngudeild Sjúkrahússins á Akureyri í nokkrar vikur. Ef með þarf er þó hægt að setja hana upp með stuttum fyrirvara.\nGjörgæsluhjúkrunarfræðingar frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hafa farið til vinnu á Landspítala, nú í janúar þegar hann hefur verið á neyðarstigi. Sigurður segir að möguleiki sé á að starfsfólk frá Akureyri verði við vinnu í Reykjavík þegar þörf krefur, enda séu allir að hjálpast að.\nSmitum í nærsamfélaginu fer sífellt fjölgandi. En Sigurður segir að fólk sé ekki að veikjast í eins miklum mæli.\nBæði er þetta í tiltölulega yngri aldurshópum, bæði börn og yngri fullorðnir og síðan virðist fólk ekki eins veikt, sem betur fer. Því ef að við hefðum haft sambærilegar innlagnir hlutfallslega\neins og hafa verið í fyrri bylgjum, þá værum við í mjög slæmum málum.","summary":null} {"year":"2022","id":"177","intro":"Rússar krefjast þess að herlið Atlantshafsbandalagsríkja hverfi frá Rúmeníu og Búlgaríu. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna ræða Úkraínudeiluna á fundi í Genf í dag.","main":"Rússar fara fram á að herlið Atlantshafsbandalagsins hverfi frá nokkrum ríkjum í Evrópu, þar á meðal Búlgaríu og Rúmeníu. Úkraínudeilan var eina málið á dagskrá fundar utanríkisráðherra Rússlands og Bandaríkjanna í Genf í Sviss í dag.\nUtanríkisráðuneytið í Moskvu krafðist þess í dag að Atlantshafsbandalagið, NATO, færi með herlið sitt frá öllum löndum sem fengu aðild að bandalaginu eftir árið 1997, þar á meðal Búlgaríu og Rúmeníu. Þau lönd fengu aðild árið 2004. Rússar hafa áður birt ýmsar kröfur, þar á meðal að hætt verði við fyrirhugaða stækkun NATO til austurs. Fyrr séu þeir ekki til viðræðu um að draga herlið sitt frá landamærum Úkraínu.\nÚkraínudeilan er eina umræðuefnið á fundi utanríkisráðherra Rússlands og Bandaríkjanna, þeirra Sergeis Lavrovs og Antonys Blinkens, í Genf í Sviss í dag. Lavrov sagði áður en fundurinn hófst að hann gerði ekki ráð fyrir að fundurinn skilaði neinum árangri. Blinken lýsti því yfir í Berlín í gær að brugðist yrði við frekari yfirgangi Rússa gagnvart Úkraínu af fullri hörku. Órofa samstaða um það væri meðal Atlantshafsbandalagsþjóða.\nLeyniþjónusta úkraínska hersins sakaði Rússa í dag um að hafa það sem af er þessu ári flutt mikið af vopnum og öðrum hergögnum ásamt sjö þúsund tonnum af eldsneyti til austurhéraðanna í Úkraínu sem lúta yfirráðum aðskilnaðarsinna. Þá hafi málaliðar bæst í hóp tugþúsunda rússneskra hermanna sem þar hafa verið undanfarnar vikur.","summary":"Rússar krefjast þess að herlið Atlantshafsbandalagsríkja hverfi frá Rúmeníu og Búlgaríu. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna ræða Úkraínudeiluna á fundi í Genf í dag. "} {"year":"2022","id":"177","intro":"Landsnet hefur nú kynnt nýja leið fyrir Blöndulínu þrjú, frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þar er meðal annars fallið frá línulögn um Vatnsskarð og umdeilda leið um Efribyggð í Skagafirði sem mjög var gagnrýnd af landeigendum.","main":"Landsnet hélt í gærkvöld rafrænan kynningarfund með landeigendum og verkefnaráði, þar sem kynntur var nýr aðalvalkostur fyrir lagningu Blöndulínu þrjú.\nKynningin á því hvaða umhverfisþættr, samfélagsþættr og öryggisþættr við skoðuðum til að komast að niðurstöðu um aðalvalkosti.\nSegir Hlín Benediktsdóttir, yfirmaður undirbúnings framkvæmda hjá Landsneti. Vorið 2017 tók Landsnet Blöndulínu 3 af þriggja ára framkvæmdaáætlun. Þá hófst um leið nýtt mat á umhverfisáhrifum þar sem fleiri línuleiðir voru teknar inn í myndina. Núna er fallið frá því að fara frá Blöndustöð um Vatnsskarð og þaðan inn eftir Efribyggð í Skagafirði. Þess í stað er farið um Kiðaskarð, talsvert sunnar en um Vatnsskarð, niður í Mælifellsdal í Skagafirði og þaðan þvert yfir í mynni Norðurárdals. Í stað þess að fara um Hörgárdal er nú lagt til að farið verði yfir Öxnadalsheiði og Öxnadal til Akureyrar, að mestu samhliða núverandi loftlínu. Þessi leið er átta kílómetrum styttri en sú í gömlu tillögunni.\nOg munurinn er sá að við erum þá búin að meta þessa leið til jafnts og getum þá tekið upplýsta ákvörðun um hvaða þættir það eru sem við höfum áhrif á.\nMikil andstaða var hjá landeigendum við fyrri hugmyndir um nýja Blöndulínu. Hlín segir að frá upphafi þeirrar vinnu, sem liggur að baki þessarar tillögu, hafi verið náið samráð við landeigendur og þeir verið upplýstir með reglubundnum hætti.\nHluti af þessum leiðum, sem við erum að velja núna eru leiðir sem við erum að taka inn vegna þess að við höfum fengið ábendingar frá landeigendum.","summary":null} {"year":"2022","id":"177","intro":"Kennarar fá ekki greitt fyrir að taka þátt í smitrakningu fyrir grunnskóla utan vinnutíma. Þetta er álit Sambands íslenskra sveitarfélaga. Grunnskólakennarar eru óánægðir og ætla ekki að sætta sig við þær málalyktir.","main":"Kjarasvið Samband íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu í gær að Félag grunnskólakennara haldi því fram að samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall eigi kennari sem fær upphringingu frá skólastjóra um kvöld eða helgi, þar sem kennarinn er beðinn um aðstoð við smitrakningu, rétt á greiðslum. Þá krefjist félagið þess að kennarar, sem beðnir eru af skólastjóra um að fara í hraðpróf, fái útkallsgreiðslur.\nKjarasviðið segir að ekki þurfi að greiða kennurum útkall vegna símtala, óháð því hvort neyðarstig almannavarna standi yfir. Skólastjórnendur séu að sinna verkefni sem sóttvarnayfirvöld hafa falið þeim og sem dæmi teljist smitrakning á hendi sóttvarnayfirvalda en ekki vinnuveitanda. Þá vísar kjarasviðið í yfirlýsingu sinni til góðrar samvinnu í baráttu við covid og að nauðsynlegt sé að sú samstaða sem verið hefur, haldi áfram.\nÁrið 2003 féll dómur í Félagsdómi um útkall og þar segir að samkvæmt kjarasamningi eigi útkall aðeins við um vinnu sem feli í sér að starfsmaður þurfi að fara á vinnustað.\nÍ þessum dómi er mjög sérstök niðurstaða um það að þú sért ekki í vinnunni nema að þú sért á einhverjum tilteknum vinnustað. Þetta er úrelt og þá sérstaklega á covid tímum.\nSegir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags íslenskra grunnskólakennara. Félagsdómur er nú með til meðferðar tvö mál frá félaginu. Annað er um yfirvinnu kennara á neyðarstigi frá því á síðasta ári og hins vegar um fjarkennsluálag. Félagið segir að samkvæmt kjarasamningi eigi kennarar rétt á 50% álagi í fjarkennslu. Þorgerður vonar að í þessu máli náist niðurstaða án aðkomu dómstóla.\nEf ekki er hægt að ná niðurstöðu um það eins og mér sýnist á bréfinu sem þeir sendu á alla launagreiðendur í gær um það að þeir höfnuðu því að kennarar fengju greitt fyrir þá vinnu sem þeir eru sannanlega búnir að leggja af mörkum nú þá er ekkert annað að gera heldur en að ganga erinda með það má í félagsdóm.","summary":null} {"year":"2022","id":"177","intro":"Bandaríski söngvarinn Meat Loaf er látinn, 74 ára að aldri. Hann sendi frá sér eina mest seldu plötu allra tíma.","main":"Michael Lee Aday sló í gegn undir gælunafni sínu Meat Loaf með plötunni Bat out of hell árið 1977. Honum og Jim Steinman, samstarfsmanni hans, hafði gengið brösuglega að finna plötuútgefanda og ítrekað verið sagt að tónlistin félli ekki undir neinn ákveðinn tónlistarstíl og væri ekki líkleg til vinsælda. Þegar upp var staðið reyndist hún ein söluhæsta plata allra tíma, seldist í fjörutíu og fjórum milljónum eintaka. Hvert lagið á fætur öðru sló í gegn.\nTwo out of three ain't bad\nMeat Loaf hafði áður vakið athygli í söngleikjum, svo sem Hárinu og Rocky Horror Picture Show. Frægð hans reis hæst á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en seinni plötur hans náðu aldrei jafn miklum vinsældum og þær þrjár sem kenndar voru við leðurblökuna sem flaug úr víti. Samanlagt seldust þó um 100 milljón plötur með tónlist hans. Meat Loaf tilkynnti í nóvember í fyrra að hann myndi hefja upptökur á nýjum lögum nú í janúar.","summary":null} {"year":"2022","id":"177","intro":"Engin sýktur fiskur var í eldiskví Laxa í Reyðarfirði þar sem gat fannst í gær. Gatið var lítið en net voru strax lögð út til að fanga strokufiska ef einhverjir væru.","main":"Fulltrúar Fiskistofu vitja nú í hádeginu neta sem lögð voru út í Reyðarfirði eftir að gat fannst á eldiskví Laxa í gær. Sjúkdómurinn blóðþorri hafði greinst í eldi fyrirtækisins en ekki á eldisstöðinni þar sem gatið kom á kvína.\nSamkvæmt upplýsingum frá Löxum er eldisstöðin í 12 kílómetra fjarlægð frá kvíum þar sem sjúkdómurinn greindist og var öllum fiski þar slátrað þegar hann kom upp fyrir áramót. Engin sýktur fiskur var því í kvínni sem rofnaði. Gatið var á um 7 metra dýpi, hálfs metra langt og 15 sentimetra breitt. Það uppgötvaðist við reglubundið eftirlit en kafari skoðar kvíaveggina einu sinni í mánuði. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, segir að þess utan séu kvíarnar skoðaðar oftar í gegnum myndavél á þvottadróna sem sér um að hreinsa gróður af kvíanótinni. Líklegt sé að gatið hafi komið vegna óeðlilegs álags á kvína. Því hafi verið rumpað saman klukkutíma eftir að það uppgötvaðist í gær og net lögð út samkvæmt áætlun um föngun strokufisks. Fyrirtækið útiloki ekki að fiskur hafi sloppið en þyki það ólíklegt vegna þess hve gatið var lítið og á 7 metra dýpi. Reynslan sýni að þegar fiskur sleppur hangi hann við kvíarnar þar sem hann er vanur að fá að éta.","summary":"Enginn sýktur fiskur var í eldiskví Laxa í Reyðarfirði þar sem gat fannst í gær. Net voru strax lögð út til að fanga strokufiska ef einhverjir væru. "} {"year":"2022","id":"177","intro":"Ísland tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í handknattleik í gærkvöld þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Heimsmeisturum Dana, 28-24, í fyrsta leik liðsins í milliriðli. Eftir þau smit sem greindust í hópnum í gær og fyrradag, hafa enn sem komið er engar fregnir borist af frekari smitum í dag.","main":"Ísland var án sex lykil leikmanna í leiknum í gær en Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson greindust allir með covid og eru nú í einangrun. En maður kemur í manns stað og ungir og óreyndari leikmenn tóku við keflinu. Orri Freyr Þorkelsson, hornamaður, spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í gær.\nTveir leikmenn Vals héldu til móts við íslenska liðið í dag, þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson, og ættu þeir báðir að vera klárir í slaginn gegn Frökkum á morgun. Orri Freyr segir ekkert vera gefið eftir í þeim leik.\nSagði Orri Freyr Þorkelsson, landsliðsmaður í handbolta. Leikið verður í milliriðli 2 á Evrópumótinu í dag. Klukkan 14:30 mætast Spánn og Rússland í beinni útsendingu á RÚV. Klukkan 17 verður sýnt beint frá leik Póllands og Svíþjóðar á RÚV 2 og klukkan 19:30 mætir Alfreð Gíslason og þýska landsliðið Norðmönnum. Leikur Íslands gegn Frakklandi verður í beinni útsendingu á RÚV klukkan 17 á morgun.\nÍ öðrum íþróttafréttum er það svo helst að Liverpool tryggði sig áfram í úrslit enska deildarbikarsins í gær með 2-0 sigri á Arsenal. Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool sem mætir Chelsea í úrslitunum 27. febrúar. Þá fór einn leikur fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld þegar Njarðvík vann Þór Akureyri nokkuð örugglega 97-62. Njarðvík er nú með 18 stig í öðru sæti deildarinnar en Þór enn á botninum með tvö stig.","summary":null} {"year":"2022","id":"177","intro":"Tilboðsfyrirkomulag í hlut ríkisins í Íslandsbanka ætti að tryggja hæsta verð að mati Bankasýslu ríkisins, en það þýðir að ekki sé gert ráð fyrir beinni þátttöku almennra fjárfesta.","main":"Bankasýsla ríkisins lagði í gær fram tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að stofnunin fengi heimild til að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Bankasýslan leggur til fjórar leiðir við söluna. Í fyrsta lagi tilboðsfyrirkomulag sem sé lang algengasta aðferðin á evrópskum hlutabréfamarkaði sem ráðandi hluthafar nýta sér við sölu á hlutum í skráðum félögum. Sala með slíku fyrirkomulagi færi fram á einum til tveimur dögum og ákveðnum fjölda fjárfesta gefinn kostur á að bjóða í, en almenningi ekki með beinum hætti. Þetta fyrirkomulag ætti að tryggja hæsta verð og telur Bankasýslan þessa leið besta til að uppfylla forgangsmarkmið sölumeðferðar um hagkvæmni. Önnur leið væri fullmarkaðssett útboð sem væri opið útboð til almennra og hæfra fjárfesta og tæki nokkra daga. Þessi aðferð sé ekki algeng í Evrópu, en vinsæl í Bandaríkjunum. Kostir slíkrar leiðar sé opnara og gegnsærra ferli en tilboðsleiðin. Síðan er nefnd miðlunaráætlun þar sem verðbréfafyrirtæki fái fyrirmæli um sölu ákveðins fjölda hluta og þess gætt að ofgera ekki markaðnum og þá reynt að vera sem næst markaðsverði. Fjórða leiðin væri svo útgáfa skiptanlegra skuldabréfa. Sem fyrr segir telur Bankasýslan, og það sé einnig samdóma álit allra ráðgjafa, að tilboðsfyrirkomulagið ætti að tryggja hæsta verð sem ríkið fengi fyrir bankann. Málið er nú hjá fjármálaráðherra sem skilar greinargerð til Alþingis.","summary":null} {"year":"2022","id":"178","intro":"Á Sjúkrahúsinu á Akureyri liggur enginn covid-sjúklingur inni og hefur ekki gert í tvær vikur. Aðal áskorunin er að manna stöður sjúkrahússins vegna einangrunar og sóttkvíar starfsfólks. Gjörgæsluhjúkrunarfræðingar frá sjúkrahúsinu á Akureyri hafa þó undanfarnar vikur fært sig yfir á Landspítalann til að létta undir þar.","main":"Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri segir að á fjórða tug starfsmanna sjúkrahússins geti ekki mætt til vinnu vegna einangrunar eða sóttkvíar og geri megi ráð fyrir að þeim fjölgi.\nVið höfum því tekið á það ráð að draga eða fresta hluta af valkvæðri starfsemi til að eiga þá starfsfólk til góða til að manna bráðastarfsemina og nauðsynlega starfsemi.\nEkki hefur þurft að opna covid-göngudeild Sjúkrahússins á Akureyri í nokkrar vikur. Ef með þarf er þó hægt að setja hana upp með stuttum fyrirvara.\nGjörgæsluhjúkrunarfræðingar frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hafa farið til vinnu á Landspítala, nú í janúar þegar hann hefur verið á neyðarstigi. Sigurður segir að möguleiki sé á að starfsfólk frá Akureyri verði við vinnu í Reykjavík þegar þörf krefur, enda séu allir að hjálpast að.\nSmitum í nærsamfélaginu fer sífellt fjölgandi. En Sigurður segir að fólk sé ekki að veikjast í eins miklum mæli.\nBæði er þetta í tiltölulega yngri aldurshópum, bæði börn og yngri fullorðnir og síðan virðist fólk ekki eins veikt, sem betur fer. Því ef að við hefðum haft sambærilegar innlagnir hlutfallslega\neins og hafa verið í fyrri bylgjum, þá værum við í mjög slæmum málum.","summary":null} {"year":"2022","id":"178","intro":"Rússar krefjast þess að herlið Atlantshafsbandalagsríkja hverfi frá Rúmeníu og Búlgaríu. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna ræða Úkraínudeiluna á fundi í Genf í dag.","main":"Rússar fara fram á að herlið Atlantshafsbandalagsins hverfi frá nokkrum ríkjum í Evrópu, þar á meðal Búlgaríu og Rúmeníu. Úkraínudeilan var eina málið á dagskrá fundar utanríkisráðherra Rússlands og Bandaríkjanna í Genf í Sviss í dag.\nUtanríkisráðuneytið í Moskvu krafðist þess í dag að Atlantshafsbandalagið, NATO, færi með herlið sitt frá öllum löndum sem fengu aðild að bandalaginu eftir árið 1997, þar á meðal Búlgaríu og Rúmeníu. Þau lönd fengu aðild árið 2004. Rússar hafa áður birt ýmsar kröfur, þar á meðal að hætt verði við fyrirhugaða stækkun NATO til austurs. Fyrr séu þeir ekki til viðræðu um að draga herlið sitt frá landamærum Úkraínu.\nÚkraínudeilan er eina umræðuefnið á fundi utanríkisráðherra Rússlands og Bandaríkjanna, þeirra Sergeis Lavrovs og Antonys Blinkens, í Genf í Sviss í dag. Lavrov sagði áður en fundurinn hófst að hann gerði ekki ráð fyrir að fundurinn skilaði neinum árangri. Blinken lýsti því yfir í Berlín í gær að brugðist yrði við frekari yfirgangi Rússa gagnvart Úkraínu af fullri hörku. Órofa samstaða um það væri meðal Atlantshafsbandalagsþjóða.\nLeyniþjónusta úkraínska hersins sakaði Rússa í dag um að hafa það sem af er þessu ári flutt mikið af vopnum og öðrum hergögnum ásamt sjö þúsund tonnum af eldsneyti til austurhéraðanna í Úkraínu sem lúta yfirráðum aðskilnaðarsinna. Þá hafi málaliðar bæst í hóp tugþúsunda rússneskra hermanna sem þar hafa verið undanfarnar vikur.","summary":"Rússar krefjast þess að herlið Atlantshafsbandalagsríkja hverfi frá Rúmeníu og Búlgaríu. Utanríkisráðherrar Rússlands og Bandaríkjanna ræða Úkraínudeiluna á fundi í Genf í dag. "} {"year":"2022","id":"178","intro":"Landsnet hefur nú kynnt nýja leið fyrir Blöndulínu þrjú, frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Þar er meðal annars fallið frá línulögn um Vatnsskarð og umdeilda leið um Efribyggð í Skagafirði sem mjög var gagnrýnd af landeigendum.","main":"Landsnet hélt í gærkvöld rafrænan kynningarfund með landeigendum og verkefnaráði, þar sem kynntur var nýr aðalvalkostur fyrir lagningu Blöndulínu þrjú.\nKynningin á því hvaða umhverfisþættr, samfélagsþættr og öryggisþættr við skoðuðum til að komast að niðurstöðu um aðalvalkosti.\nSegir Hlín Benediktsdóttir, yfirmaður undirbúnings framkvæmda hjá Landsneti. Vorið 2017 tók Landsnet Blöndulínu 3 af þriggja ára framkvæmdaáætlun. Þá hófst um leið nýtt mat á umhverfisáhrifum þar sem fleiri línuleiðir voru teknar inn í myndina. Núna er fallið frá því að fara frá Blöndustöð um Vatnsskarð og þaðan inn eftir Efribyggð í Skagafirði. Þess í stað er farið um Kiðaskarð, talsvert sunnar en um Vatnsskarð, niður í Mælifellsdal í Skagafirði og þaðan þvert yfir í mynni Norðurárdals. Í stað þess að fara um Hörgárdal er nú lagt til að farið verði yfir Öxnadalsheiði og Öxnadal til Akureyrar, að mestu samhliða núverandi loftlínu. Þessi leið er átta kílómetrum styttri en sú í gömlu tillögunni.\nOg munurinn er sá að við erum þá búin að meta þessa leið til jafnts og getum þá tekið upplýsta ákvörðun um hvaða þættir það eru sem við höfum áhrif á.\nMikil andstaða var hjá landeigendum við fyrri hugmyndir um nýja Blöndulínu. Hlín segir að frá upphafi þeirrar vinnu, sem liggur að baki þessarar tillögu, hafi verið náið samráð við landeigendur og þeir verið upplýstir með reglubundnum hætti.\nHluti af þessum leiðum, sem við erum að velja núna eru leiðir sem við erum að taka inn vegna þess að við höfum fengið ábendingar frá landeigendum.","summary":null} {"year":"2022","id":"178","intro":"Kennarar fá ekki greitt fyrir að taka þátt í smitrakningu fyrir grunnskóla utan vinnutíma. Þetta er álit Sambands íslenskra sveitarfélaga. Grunnskólakennarar eru óánægðir og ætla ekki að sætta sig við þær málalyktir.","main":"Kjarasvið Samband íslenskra sveitarfélaga segir í yfirlýsingu í gær að Félag grunnskólakennara haldi því fram að samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall eigi kennari sem fær upphringingu frá skólastjóra um kvöld eða helgi, þar sem kennarinn er beðinn um aðstoð við smitrakningu, rétt á greiðslum. Þá krefjist félagið þess að kennarar, sem beðnir eru af skólastjóra um að fara í hraðpróf, fái útkallsgreiðslur.\nKjarasviðið segir að ekki þurfi að greiða kennurum útkall vegna símtala, óháð því hvort neyðarstig almannavarna standi yfir. Skólastjórnendur séu að sinna verkefni sem sóttvarnayfirvöld hafa falið þeim og sem dæmi teljist smitrakning á hendi sóttvarnayfirvalda en ekki vinnuveitanda. Þá vísar kjarasviðið í yfirlýsingu sinni til góðrar samvinnu í baráttu við covid og að nauðsynlegt sé að sú samstaða sem verið hefur, haldi áfram.\nÁrið 2003 féll dómur í Félagsdómi um útkall og þar segir að samkvæmt kjarasamningi eigi útkall aðeins við um vinnu sem feli í sér að starfsmaður þurfi að fara á vinnustað.\nÍ þessum dómi er mjög sérstök niðurstaða um það að þú sért ekki í vinnunni nema að þú sért á einhverjum tilteknum vinnustað. Þetta er úrelt og þá sérstaklega á covid tímum.\nSegir Þorgerður Laufey Diðriksdóttir formaður Félags íslenskra grunnskólakennara. Félagsdómur er nú með til meðferðar tvö mál frá félaginu. Annað er um yfirvinnu kennara á neyðarstigi frá því á síðasta ári og hins vegar um fjarkennsluálag. Félagið segir að samkvæmt kjarasamningi eigi kennarar rétt á 50% álagi í fjarkennslu. Þorgerður vonar að í þessu máli náist niðurstaða án aðkomu dómstóla.\nEf ekki er hægt að ná niðurstöðu um það eins og mér sýnist á bréfinu sem þeir sendu á alla launagreiðendur í gær um það að þeir höfnuðu því að kennarar fengju greitt fyrir þá vinnu sem þeir eru sannanlega búnir að leggja af mörkum nú þá er ekkert annað að gera heldur en að ganga erinda með það má í félagsdóm.","summary":null} {"year":"2022","id":"178","intro":"Bandaríski söngvarinn Meat Loaf er látinn, 74 ára að aldri. Hann sendi frá sér eina mest seldu plötu allra tíma.","main":"Michael Lee Aday sló í gegn undir gælunafni sínu Meat Loaf með plötunni Bat out of hell árið 1977. Honum og Jim Steinman, samstarfsmanni hans, hafði gengið brösuglega að finna plötuútgefanda og ítrekað verið sagt að tónlistin félli ekki undir neinn ákveðinn tónlistarstíl og væri ekki líkleg til vinsælda. Þegar upp var staðið reyndist hún ein söluhæsta plata allra tíma, seldist í fjörutíu og fjórum milljónum eintaka. Hvert lagið á fætur öðru sló í gegn.\nTwo out of three ain't bad\nMeat Loaf hafði áður vakið athygli í söngleikjum, svo sem Hárinu og Rocky Horror Picture Show. Frægð hans reis hæst á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en seinni plötur hans náðu aldrei jafn miklum vinsældum og þær þrjár sem kenndar voru við leðurblökuna sem flaug úr víti. Samanlagt seldust þó um 100 milljón plötur með tónlist hans. Meat Loaf tilkynnti í nóvember í fyrra að hann myndi hefja upptökur á nýjum lögum nú í janúar.","summary":null} {"year":"2022","id":"178","intro":"Engin sýktur fiskur var í eldiskví Laxa í Reyðarfirði þar sem gat fannst í gær. Gatið var lítið en net voru strax lögð út til að fanga strokufiska ef einhverjir væru.","main":"Fulltrúar Fiskistofu vitja nú í hádeginu neta sem lögð voru út í Reyðarfirði eftir að gat fannst á eldiskví Laxa í gær. Sjúkdómurinn blóðþorri hafði greinst í eldi fyrirtækisins en ekki á eldisstöðinni þar sem gatið kom á kvína.\nSamkvæmt upplýsingum frá Löxum er eldisstöðin í 12 kílómetra fjarlægð frá kvíum þar sem sjúkdómurinn greindist og var öllum fiski þar slátrað þegar hann kom upp fyrir áramót. Engin sýktur fiskur var því í kvínni sem rofnaði. Gatið var á um 7 metra dýpi, hálfs metra langt og 15 sentimetra breitt. Það uppgötvaðist við reglubundið eftirlit en kafari skoðar kvíaveggina einu sinni í mánuði. Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri Laxa, segir að þess utan séu kvíarnar skoðaðar oftar í gegnum myndavél á þvottadróna sem sér um að hreinsa gróður af kvíanótinni. Líklegt sé að gatið hafi komið vegna óeðlilegs álags á kvína. Því hafi verið rumpað saman klukkutíma eftir að það uppgötvaðist í gær og net lögð út samkvæmt áætlun um föngun strokufisks. Fyrirtækið útiloki ekki að fiskur hafi sloppið en þyki það ólíklegt vegna þess hve gatið var lítið og á 7 metra dýpi. Reynslan sýni að þegar fiskur sleppur hangi hann við kvíarnar þar sem hann er vanur að fá að éta.","summary":"Enginn sýktur fiskur var í eldiskví Laxa í Reyðarfirði þar sem gat fannst í gær. Net voru strax lögð út til að fanga strokufiska ef einhverjir væru. "} {"year":"2022","id":"178","intro":"Ísland tapaði sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í handknattleik í gærkvöld þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Heimsmeisturum Dana, 28-24, í fyrsta leik liðsins í milliriðli. Eftir þau smit sem greindust í hópnum í gær og fyrradag, hafa enn sem komið er engar fregnir borist af frekari smitum í dag.","main":"Ísland var án sex lykil leikmanna í leiknum í gær en Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson greindust allir með covid og eru nú í einangrun. En maður kemur í manns stað og ungir og óreyndari leikmenn tóku við keflinu. Orri Freyr Þorkelsson, hornamaður, spilaði sinn fyrsta leik á stórmóti í gær.\nTveir leikmenn Vals héldu til móts við íslenska liðið í dag, þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson, og ættu þeir báðir að vera klárir í slaginn gegn Frökkum á morgun. Orri Freyr segir ekkert vera gefið eftir í þeim leik.\nSagði Orri Freyr Þorkelsson, landsliðsmaður í handbolta. Leikið verður í milliriðli 2 á Evrópumótinu í dag. Klukkan 14:30 mætast Spánn og Rússland í beinni útsendingu á RÚV. Klukkan 17 verður sýnt beint frá leik Póllands og Svíþjóðar á RÚV 2 og klukkan 19:30 mætir Alfreð Gíslason og þýska landsliðið Norðmönnum. Leikur Íslands gegn Frakklandi verður í beinni útsendingu á RÚV klukkan 17 á morgun.\nÍ öðrum íþróttafréttum er það svo helst að Liverpool tryggði sig áfram í úrslit enska deildarbikarsins í gær með 2-0 sigri á Arsenal. Diogo Jota skoraði bæði mörk Liverpool sem mætir Chelsea í úrslitunum 27. febrúar. Þá fór einn leikur fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld þegar Njarðvík vann Þór Akureyri nokkuð örugglega 97-62. Njarðvík er nú með 18 stig í öðru sæti deildarinnar en Þór enn á botninum með tvö stig.","summary":null} {"year":"2022","id":"178","intro":"Tilboðsfyrirkomulag í hlut ríkisins í Íslandsbanka ætti að tryggja hæsta verð að mati Bankasýslu ríkisins, en það þýðir að ekki sé gert ráð fyrir beinni þátttöku almennra fjárfesta.","main":"Bankasýsla ríkisins lagði í gær fram tillögu til fjármála- og efnahagsráðherra um að stofnunin fengi heimild til að selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka. Bankasýslan leggur til fjórar leiðir við söluna. Í fyrsta lagi tilboðsfyrirkomulag sem sé lang algengasta aðferðin á evrópskum hlutabréfamarkaði sem ráðandi hluthafar nýta sér við sölu á hlutum í skráðum félögum. Sala með slíku fyrirkomulagi færi fram á einum til tveimur dögum og ákveðnum fjölda fjárfesta gefinn kostur á að bjóða í, en almenningi ekki með beinum hætti. Þetta fyrirkomulag ætti að tryggja hæsta verð og telur Bankasýslan þessa leið besta til að uppfylla forgangsmarkmið sölumeðferðar um hagkvæmni. Önnur leið væri fullmarkaðssett útboð sem væri opið útboð til almennra og hæfra fjárfesta og tæki nokkra daga. Þessi aðferð sé ekki algeng í Evrópu, en vinsæl í Bandaríkjunum. Kostir slíkrar leiðar sé opnara og gegnsærra ferli en tilboðsleiðin. Síðan er nefnd miðlunaráætlun þar sem verðbréfafyrirtæki fái fyrirmæli um sölu ákveðins fjölda hluta og þess gætt að ofgera ekki markaðnum og þá reynt að vera sem næst markaðsverði. Fjórða leiðin væri svo útgáfa skiptanlegra skuldabréfa. Sem fyrr segir telur Bankasýslan, og það sé einnig samdóma álit allra ráðgjafa, að tilboðsfyrirkomulagið ætti að tryggja hæsta verð sem ríkið fengi fyrir bankann. Málið er nú hjá fjármálaráðherra sem skilar greinargerð til Alþingis.","summary":null} {"year":"2022","id":"179","intro":"Hvergi í Evrópu hefur húsnæðisverð hækkað jafn mikið og á Íslandi undanfarinn áratug. Leiguverð hefur ekki hækkað jafn ört en er þó með því hæsta sem gerist í álfunni.","main":"Þetta kemur fram í samantekt Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem tekur saman hækkun húsnæðisverðs frá árinu 2010 og fram á þriðja ársfjórðung 2021. Samantektin sýnir að húsnæðisverð í ríkjum Evrópusambandsins hefur hækkað um tæplega 40 prósent á tímabilinu. Raunar lækkaði húsnæðisverð þar á árunum 2011 til 2015 en síðan þá hefur hækkunin verið skörp.\nÍsland ber höfuð og herðar yfir önnur ríki í samanburði milli einstakra landa. Hér hefur húsnæðisverð hækkað um ríflega 150 prósent, langt umfram meðaltal ESB. Næst Íslandi kemur Eistland með hækkun upp á 140 prósent. Í fjórum öðrum ríkjum hefur húsnæðisverð tvöfaldast, í Ungverjalandi, Lúxemborg, Lettlandi og Austurríki. Hækkunin á Norðurlöndum er á bilinu 30 til 85 prósent, mest í Svíþjóð og Noregi en minnst í Finnlandi.\nEistland toppar listann þegar litið er til hækkunar leiguverðs. Þar hefur leiguverð hækkað um rúmlega 160 prósent. Á Íslandi mælist hækkunin 70 prósent og er fjórða mesta hækkun í Evrópu. Meðalhækkun í ríkjum ESB er um það bil 15 prósent.","summary":"Húsnæðisverð á Íslandi hefur hækkað um 150 prósent undanfarinn áratug. Það er mesta hækkun í allri Evrópu samkvæmt samantekt Hagstofu Evrópu. "} {"year":"2022","id":"179","intro":"Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu harðlega fjarveru ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun, tveir af tólf ráðherrum voru til svara. Fyrrverandi fjármálaráðherra spurði hvort núverandi fjármálaráðherra væri fluttur til útlanda.","main":"Þingfundur hófst á Alþingi klukkan hálfellefu í morgun á því að þingmenn stjórnarandstöðu hver á fætur öðrum fóru í ræðustól til að gagnrýna fjarveru ráðherra ríkisstjórnarinnar. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir er á Alþingi, þingmönnum var heitt í hamsi?\nsú staða að hér skuli aðeins vera tveir af tólf ráðherrum til svara hér í þinginu á þeim tímum sem við lifum nú er algjörlega óásættanlegt og þetta verður hæstvirtur forseti að standa með þinginu og sjá til þess að þetta gerist ekki aftur og hvar er hæstvirtur fjármála og efnahagsráðherra er hann fluttur til útlanda","summary":"Þingmenn stjórnarandstöðu gagnrýndu fjarveru ráðherra frá óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun, tveir af tólf ráðherrum voru til svara. Fyrrverandi fjármálaráðherra spurði hvort núverandi fjármálaráðherra væri fluttur til útlanda."} {"year":"2022","id":"179","intro":"Yfir 80 prósent styrkja úr styrktarsjóði Sonju de Zorilla hafa runnið til Bandaríkjanna. Annar sjóðstjóra segir Sonju ekki hafa verið jafn auðuga og haldið hefur verið fram.","main":"Þetta kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins sem hefur ársreikninga og samþykktir sjóðsins undir höndum.\nÞeir Guðmundur A. Birgisson, kenndur við Núpa, og bandaríski lögmaðurinn John Ferguson voru skipaðir sjóðstjórar yfir styrktarsjóðnum. Hingað til hafa litlar sem engar upplýsingar fengist um sjóð Sonju, umfang hans og styrkveitingar úr honum. Samkvæmt ársreikningum runnu 3,5 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um hálfs milljarðs króna, úr dánarbúi Sonju í sjóðinn á árunum 2003 til 2007.\nÁ Íslandi hafa um 86 milljónir króna runnið í styrki til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Háskóli Íslands hefur fengið stærstan hluta þeirra, um 15 milljónir. Landakotsskóli, þar sem Sonja gekk í skóla, hlaut samanlagt rúmar 13 milljónir til ársins 2010. Auk þess hafa til að mynda Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar, Hjálparstarf kirkjunnar, sérkennsludeild Fjölbrautaskóla Suðurlands, vinir Grensásdeildar og íþróttafélagið Hamar í Hveragerði notið góðs af sjóðnum.\nViðskiptablaðið segir styrkina í Bandaríkjunum hafa runnið til fjölda háskóla, sjúkrahúsa, góðgerðasamtaka ætluðum bágstöddum börnum og heilbrigðismála. Mörg samtakanna eru kaþólsk, en þeir Ferguson og Guðmundur eru báðir með tengsl við kaþólsku kirkjuna.","summary":null} {"year":"2022","id":"179","intro":"Eins og við fórum yfir hér í upphafi fréttatímans eru fimm leikmenn íslenska karlalandsliðsins í handbolta komnir í einangrun með kórónuveirusmit. Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson bættust á smitlistann í dag. Áður höfðu Björgvin Páll Gústavsson, Ólafur Andrés Guðmundsson og Elvar Örn Jónsson greinst með veiruna í gærkvöld. Það eru því talsverð forföll hjá Íslandi þegar liðið mætir Danmörku í kvöld. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson ræddi við Einar Örn Jónsson íþróttafréttamann sem er í Ungverjalandi um hvernig íslenska liðið getur stillt upp liðinu í kvöld.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"179","intro":"Bólusetningavottorð Evrópusambandsins gilda áfram varðandi bóluefni Janssen á landamærunum. Útgáfu bólusetningavottorða fyrir bóluefnið verður hætt hér á landi um mánaðamótin.","main":"Útgáfu bólusetningavottorða eftir einn skammt af bóluefni Janssen við kórónuveirunni verður hætt um mánaðamótin. Bólusetningavottorð Evrópusambandsins gildi þó áfram á landamærunum.\nÞórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að fljótlega hafi orðið ljóst að full bólusetningi náðist ekki með einum skammti af Janssen. Nýleg tilskipun bindur Evrópusambandsríki til að taka á móti vottorðum eftir eina Janssen bólusetningu í 270 daga. Þórólfur segist telja að Íslandi sé heimilt að setja eigin reglur sem byggi á faglegum rökum og mat en að vottorð Evrópusambandsins varðandi Janssen gildi á landamærunum.\nÞegar við erum að tala um hvatningu til fólks að verða sér úti um bestu vörn erum við að tala um þrjár bólusetningar. Það er svona samhljóða því sem er að gerast í löndum þar sem Janssen hefur verið notað. Það eru mörg ríki sem ákváðu að nota ekki Janssen bóluefnið, til löndin á Norðurlöndum gerðu það ekki.\nÞeir sem eeru með tengls hér innanlands, hvort sem þeir eru bólusettir eða ekki eru beðnir að fara í eina sýnatöku. Aðrir sem eru fullbólusettir þurfa ekki að fara í sýnatöku. Allir sem eru óbóluettir þurfa að fara í sýnatöku og sóttkví og svo aftur eftir fimm daga í aðra sýnatöku.\nLitið er á bólusetningu með Jansen er tekin sem fullgild bólusetning á landamærunum.\nÞórólfur segir fagleg rök þurfa að vera fyrir því að beita mismunun vegna bólusetningarstöðu fólks en önnur rök, pólítiísk, siðferðileg og lögfræðileg geti verið fyrir upptöku bólusetningarpassa innanlands.","summary":"Bólusetningavottorð Evrópusambandsins gilda enn varðandi bóluefni Janssen á landamærunum. Útgáfu bólusetningavottorða fyrir bóluefnið verður hætt hér á landi um mánaðamótin. "} {"year":"2022","id":"179","intro":"Rannsókn lögreglunnar á Vesturlandi á eldsvoða sem kom upp í smíðastofu í Brekkubæjarskóla á Akranesi í síðustu viku er á lokastigi. Kveikt var í stofunni. Málið telst upplýst og er nú unnið í samvinnu við barnavernd. Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri segir atvikið þungbært en engin starfsemi er í skólanum vegna reykmengunar.","main":"Við byrjuðum á mánudaginn og héldum að við gætum verið inni en það var ekki hægt. Við vonumst til að komast inn á mánudag en það verður að koma í ljós. Við allavega bjóðum nemendum og starfsfólki ekki upp á að vera þarna ef loftgæðin eru þannig að það sé ekki hægt.\nEn hvernig er skólastarfinu þá háttað?\nVið fengum strax inni, það vill til að samfélagið á Akranesi stendur þétt saman þegar á reynir. Við fengum inni húsnæði fyrir fyrsta til fjórða bekk þannig þau gátu mætt í staðskóla í morgun. en fimmti til tíundi bekkur er í heimaskóla og það er misjöfn útfærsla á því.","summary":null} {"year":"2022","id":"179","intro":"Prófessor í líftölfræði segir það hafa komið á óvart hversu mörg smit greindust í byrjun vikunnar. Aukningin geti ekki talist sem eðlilegt frávik. Hann segir að faraldurinn nú sé að vissu leyti faraldur barnanna.","main":"Spáin var áfram á svipuðum nótum, þetta 1.100 plús\/mínus, þannig að þetta er í hærri kantinum og eiginlega alveg marktækt frávik, þannig að það er augljóslega aukinn kraftur í smitum meðal barna og einhverjar aðrar skýringar. Það þyrfti kannski að leggjast í það að skoða betur þennan sem mætti bara kalla sérstaka faraldur meðal barna.\nSegir Thor Aspelund, líftölfræðingur. Tæplega 1.400 greindust með covid í gær, 1.302 innanlands og 88 á landamærunum. 8.815 sjúklingar eru skráðir á COVID göngudeild Landspítalans, þar af 3.150 börn, en undanfarna daga hefur allt að helmingur smita í samfélaginu verið meðal barna.\nThor segir ekki tímabært að segja til um hvort faraldurinn sé í veldisvexti.\nÞað tekur alveg nokkra daga að fá staðfestingu á svoleiðis breytingu. -Kemur kannski í ljós á næstu dögum? -Já, í lok vikunnar, þá getur maður sagt hvort það sé komið merki um nýjan vöxt, nýja bylgju ofan í bylgjuna.","summary":null} {"year":"2022","id":"179","intro":"Bandaríkjaforseti lofar að innrás Rússa í Úkraínu yrði svarað af fullum krafti af aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins. Rússar segja yfirlýsingar hans til þess fallnar að breiða yfir hernaðaruppbyggingu bandalagsins í Austur-Evrópu.","main":"Mikil spenna hefur ríkt síðustu vikur vegna liðssöfnunar rússneska hersins við landamærin að Úkraínu. Stjórnvöld í Kænugarði óttast innrás Rússa og Joe Biden Bandaríkjaforseti tók undir það á fréttamannafundi í gærkvöld. Hann sagði líklegt að kollegi sinn Vladimír Pútín myndi láta til skarar skríða, án þess þó að vilja efna til stríðs.\nMy guess is he will move in. I think he still does not want any full blown war.\nÚkraína á ekki aðild að Atlantshafsbandalaginu, en Rússar gagnrýna að bandalagið sé þó farið að teygja anga sína of langt til austurs. Biden ítrekaði þá afstöðu sína að innrás Rússa í Úkraínu yrði svarað af fullum krafti.\nBut if they actually do what they're capable of doing with the force amassed on the border, it is going to be a disaster for Russia and that our allies and partners are ready to impose severe cost and significant harm on Russia and the Russian economy.\nBiden sagði að ríki Atlantshafsbandalagsins myndu bregðast við með hörðum aðgerðum sem hefðu skaðleg áhrif á Rússa og efnahag landsins.\nMaria Zhakarova, talskona rússneska utanríkisráðuneytisins, svaraði ummælum Bandaríkjaforseta í morgun.\nByrja nokkrar sek og feida svo undir loka döbbi AYV\nÞar sagði hún að yfirlýsingar vestrænna leiðtoga um hernaðaríhlutun Rússa væru aðeins til þess fallnar að hylma yfir þeirra eigin hernaðarumsvif á svæðinu.\nSlíkt, sagði Zhakarova, gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggismál í Evrópu.","summary":null} {"year":"2022","id":"180","intro":"Raunir Boris Johnsons jukust er þingmaður Íhaldsflokks hans yfirgaf flokkinn og gekk í Verkamannaflokkinn í þann mund er fyrirspurnatíminn hófst. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur hæðst að forsætisráðherra fyrir að reyna að telja fólki trú um að garðveisla hafi verið vinnufundur. Fyrsta spurningin sem Johnson þurfti að svara kom frá Wendy Chamberlain þingmanni Frjálslyndra demókrata, sem spurði hvort forsætisráðherra ætlaði að segja af sér því hann hefði haft bresku þjóðina að fífli.","main":null,"summary":null} {"year":"2022","id":"180","intro":"Fyrirspurnatími forsætisráðherra stendur nú í breska þinginu þar sem hart hefur verið sótt að Boris Johnson. Þingforseti hefur margoft þurft að grípa inn í og þagga niður í þingmönnum.","main":"Verulegrar óánægju gætir meðal margra þingmanna breska Íhaldsflokksins með forsætisráðherrann. Boris Johnson hefur þurft að biðjast afsökunar tvisvar á stuttum tíma í neðri málstofu breska þingsins á veisluhöldum í embættisbústað hans, Downingstræti 10. Í fyrirspurnatíma í þinginu fyrir viku sagði Johnson að hann teldi að garðveisla 20. maí 2020 hefði verið vinnufundur. Rúmlega 100 manns var boðið með tölvupósti þar sem fólk var hvatt til að mæta með eigið áfengi. 30-40 mættu. Samkvæmt könnun trúa 80 af hundraði Breta ekki skýringum Johnsons á veisluhöldunum í Downingstræti.\nViðtal sem var við Johnson á Sky News í gær varð síst til þess að minnka efasemdir þingmanna. Þetta var í fyrsta sinn frá því í síðustu viku að Johnson kom fram og hann þótti fjarri sínu besta. Hann neitaði að hafa verið varaður við að garðveislan stríddi gegn þeim lögum og reglum sem þá giltu.\nDominic Cummings, sem var nánasti ráðgjafi forsætisráðherra, fullyrðir að hann hafi varað Johnson við.\nDavid Gauke, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði eftir viðtalið að sívaxandi óánægju gætti meðal þingmanna Íhaldsflokksins og allmargir þeirra hefðu skrifað bréf til að fara fram á leiðtogakjör.\nSamkvæmt reglum Íhaldsflokksins þarf leiðtogakjör fari 54 þingmenn skriflega fram á það. Ekki er vitað hversu margir þingmenn hafa skrifað slíkt bréf. Vitað er að um 20 Íhaldsþingmenn sem kjörnir voru á þing í fyrsta sinn í síðustu kosningum fyrir rúmum tveimur árum hittust í gærkvöld til að ræða stöðu forsætisráðherra.","summary":"Fyrirspurnatími forsætisráðherra er nú í breska þinginu og hart hefur verði sótt að Boris Johnson vegna veisluhalda í embættisbústað hans, Downingstræti 10 á meðan samkomur voru bannaðar. Raunir Johnsons jukust er einn þingmanna Íhaldsflokks hans yfirgaf flokkinn og gekk í Verkamannaflokkinn rétt í þessu."} {"year":"2022","id":"180","intro":"Hlutafjárútboð líftæknifyrirtækisins Alvotech var stækkað um 2,6 milljarða króna vegna mikils áhuga íslenskra fjárfesta. Forsvarsmenn fyrirtækisins stefna á margfalda tekjuaukningu á næstu árum.","main":"Farið var í hlutafjáraukningu í tengslum við fyrirhugaðan samruna Alvotech og bandaríska fyrirtækisins Oaktree Acquistion. Ákveðið var að stækka útboðið vegna umframeftirspurnar íslenskra fjárfesta og er heildarvirði hlutafjárútboðsins nú alls 175 milljónir dollara, eða sem nemur 22 og hálfum milljarði króna. Áætlað heildarvirði sameinaðs fyrirtækis verður tæplega 330 milljarðar króna.\nHlutafjáraukningin skiptir sköpum fyrir Alvotech sem fram til þessa hefur enn ekki skilað hagnaði. Tap áranna 2019 og 2020 nam samtals 230 milljónum dollara en samkvæmt fjárfestakynningu sem birt var fyrir útboðið gera stjórnendur Alvotech ráð fyrir miklum viðsnúningi á næstu árum.\nFyrsta lyf Alvotech er væntanlegt á markað fljótlega. Það heitir AVT02 og er samheitalyf frumlyfsins Humira sem meðal annars er notað við gigt og bólgusjúkdómum. Lyfið hefur verið skráð í Evrópu og Kanada en málaferli við lyfjafyrirtækið Abbvie hafa tafið skráningu lyfsins í Bandaríkjunum.\nÁætlaðar tekjur Alvotech í fyrra voru 30 til 60 milljónir dollara en fyrirtækið áætlar að árið 2025 verði þær tekjurnar orðnar 800 milljónir dollara, rúmir hundrað milljarðar króna. Þá verði komin fimm lyf á markað í yfir 60 löndum.\nTil stendur að skrá Alvotech á NASDAQ hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum á þessu ári auk þess sem hugað er að skráningu á First North markað íslensku kauphallarinnar.\n750 manns starfa hjá Alvotech og eru höfuðstöðvar og verksmiðja fyrirtækisins í Vatnsmýri. Önnur verksmiðja er í byggingu í Kína.","summary":"Hlutfjárúboð Alvotech var stækkað vegna mikils áhuga íslenskra fjárfesta. Heildarvirði útboðsins nemur 22 og hálfum milljarði króna. "} {"year":"2022","id":"180","intro":"Antony Blinken og Sergei Lavrov, utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands, munu hittast á fundi í Genf í Sviss á föstudag til að ræða Úkraínudeiluna. Greint var frá þessu aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, hafnaði frekari viðræðum.","main":"Ónefndur embættismaður í bandaríska utanríkisráðuneytinu greindi fréttamönnum frá þessu í gær, aðeins nokkrum klukkustundum eftir að Lavrov hafnaði frekari viðræðum við vesturveldin fyrr en NATO yrði við kröfum þeirra um tryggingu fyrir því að bandalagið hygði hvorki á frekari útþenslu til austurs né aukin umsvif í þeim Austur-Evrópulöndum þar sem það er þegar með herstöðvar. Embættismaðurinn ónefndi sagði markmið Blinkens með fundinum fyrst og síðast að finna diplómatíska, friðsamlega lausn á Úkraínudeilunni. Á fundinum gefist Bandaríkjamönnum tækifæri til að deila helstu áhyggjuefnum sínum [í tengslum við stöðu mála í Úkraínu] með Rússum og kanna hvar þjóðirnar geta helst fundið sameiginlegan flöt á málinu. Blinken lenti í Kænugarði í morgun, þar sem hann á fund við Volodymyr Zelensky, Úkraínuforseta. Þaðan heldur hann til Berlínar til að ræða við utanríkisráðherra Bretlands, Frakklands og Þýskalands á morgun, áður en hann fer til fundar við Lavrov í Genf á föstudag.","summary":null} {"year":"2022","id":"180","intro":"Á Akureyri er eina farsóttarhúsið á landinu utan höfuðborgarinnar. Fyrir um þremur mánuðum þurfti að skipta um húsnæði til að anna eftirspurninni þar. Ásóknin er þó hlutfallslega minni en á höfuðborgarsvæðinu.","main":"Fyrir um þremur mánuðum flutti farsóttarhúsið á Akureyri sig um set í bænum, þar sem þáverandi húsnæði var orðið of lítið. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsanna, segir að nú séu 19 herbergi til umráða fyrir smitaða á hótelinu á Akureyri.\nVið erum með 11 gesti þar akkúrat núna. Við erum þar líka svo sem eins og hérna í bænum, þá eigum við hauk í horni og getum opnað annað hús með mjög stuttum fyrirvara.\nVið vorum með lítið gistiheimili á Akureyri sem við vorum farin að sprengja utan af okkur. Þannig að við færðum okkur um set, í stærra hótel.\nGylfi segir að farsóttarhúsið á Akureyri hafi verið nýtt talsvert, þó hlutfallslega minna en húsin í Reykjavík. Fleiri ferðamenn á suðvesturhorninu gætu skýrt muninn.\nÞað er hérna kannski aðeins stærra hlutfall Íslendinga, sem eru á Akureyri og hafa verið á Akureyri hjá okkur heldur en hérna í bænum.\nEins og staðan er núna erum við með meirihluta Íslendinga í öllum húsum.\nEkki hefur þótt ástæða til að opna farsóttarhús annars staðar á landinu í þessari bylgju, þrátt fyrir mikinn fjölda smita um allt land.\nVið höfum verið með opið á Egilsstöðum, það var í sumar á meðan Norræna gekk. Eftir það hefur ekki komið upp sú staða að við höfum þurft að opna hús til lengri tíma á stöðum. Við höfum leiðbeint svona með skammtímalausnir úti á landi,\nen hingað til höfum við ekki þurft að opna farsóttarhús til lengri tíma annars staðar en á Akureyri.","summary":null} {"year":"2022","id":"180","intro":"Sóttvarnalæknir hefur til skoðunar að stytta einangrun vegna covid í fimm daga, í stað sjö eins og nú er. Hann hefur lagt til að sýnatöku fyrir fólk í smitgát verði hætt. Hlutfallslega mun færri leggjast inn á spítala vegna sjúkdómsins nú en í fyrri bylgjum faraldursins.","main":"Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að enn sé ekki farinn að sjást árangur af hertum aðgerðum í síðustu viku. Hann gerir ekki ráð fyrir að samkomutakmörkunum verði aflétt fyrir mánaðamót. Áfram megi búast við um 1.100 smitum á dag. Mesta útbreiðslan í smitum á samfélaginu er nú hjá börnum á grunnskólaaldri, allt að helmingur smita. Alvarleg veikindi eru sjaldgæfari hjá börnum en fullorðnum en þó koma fjögur til sex börn daglega á Barnaspítala Hringsins til eftirlits.\nUm átta þúsund börn voru fjarverandi í skólastarfi í síðustu viku vegna faraldursins, 70 prósent þeirra búa á höfuðborgarsvæðinu.\nVíðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna segir að reynt sé að takmarka sóttkví meðal grunnskólabarna eins og mögulegt er.\nHlutfallslega færri leggjast inn á spítala vegna sjúkdómsins en þegar delta var allsráðandi. Nú eru 0,2 til 0,3 prósent smitaðra sem þurfa innlögn, en voru um tvö prósent. Þá virðist fjölgun á gjörgæslu ætla að verða minni en á almennum legudeildum. Þórólfur segir að til greina komi að stytta einangrun úr sjö dögum í fimm.","summary":"Sóttvarnalæknir metur nú hvort stytta eigi einangrun vegna covid í fimm daga, í stað sjö eins og nú er. Hann hefur lagt til að sýnatöku fyrir fólk í smitgát verði hætt. Nærri fimmtán hundruð greindust með covid í gær, og hafa aðeins einu sinni verið fleiri. Sjúklingum á Landspítala með covid fækkar hratt. Þórólfur gerir ekki ráð fyrir að slakað verði á samkomutakmörkunum fyrir mánaðamót. "} {"year":"2022","id":"180","intro":"Áætlað er að gjaldtaka hefjist í mars á bílastæðum á Akureyri. Tekjur bæjarsjóðs gætu orðið allt að sjötíu milljónir króna sem formaður skipulagsráðs segir geti leitt til betri þjónustu.","main":"Nú eru smám saman að hverfa öll merki um ókeypis bílastæði á Akureyri. Tekin hafa verið niður öll klukkuskilti og starfsmenn bæjarins eru að setja upp ný merki fyrir gjaldskyld stæði.\nSegir Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs Akureyrarbæjar. Tvö ný gjaldsvæði verða í miðbænum - annars vegar stæði með 100 krónu gjaldi á klukkustund og hins vegar stæði með 200 króna gjaldi. Áfram verða gjaldfrjáls stæði á vissum svæðum, íbúar geta keypt rafræn bílastæðakort og fleiri útfærslur verða til staðar.\nOg Þórhallur segir áætlaðar tekjur bílastæðasjóðs af gjaldtökunni geta orðið á bilinu 40 til 70 milljónir króna á ári.","summary":"Áætlaðar tekjur Akureyrarbæjar af innheimtu bílastæðagjalda eru allt að sjötíu milljónir króna á ári. Reiknað er með að gjaldtaka hefjist í mars."} {"year":"2022","id":"181","intro":"Hundaránum hefur fjölgað mjög í Bandaríkjunum og gildir þá nánast einu hvert litið er í landinu. Svo virðist vera sem ræningjar ásælist helst franska bolabíta sem eru smávaxnir og vinalegir.","main":"Franskir bolabítar eru tiltölulega sjaldgæfir og hafa sömuleiðis fengið viðurnefnið hundar stjarnanna. Því beita óprúttnir ræningjar bolabrögðum til að krækja í slíka hunda sem seljast fyrir þúsundir Bandaríkjadala á svörtum markaði vestra. Fjöldi nafngreindra bandarískra kvikmynda- og tónlistarmanna eiga franska bolabíta og stæra sig oft af hundunum sínum á samfélagsmiðlum. Önnur mál af svipuðum toga hafa komið inn á borð lögreglu í Bandaríkjunum og eiga öll það sameiginlegt að miklu ofbeldi er beitt við ránin. Iðulega beina ræningjar skotvopnum að fórnarlömbum sínum.\nEnginn hefur enn dáið í slíku ráni en þess eru dæmi að fólk hafi slasast illa. Robert Marinelli er einn þeirra en hann var yfirbugaður og hundi hans stolið í Hollywood. Ekki vildi betur til en að skyrtulaf hans festist í hurðafalsi flóttabílsins sem dró hann nokkra vegalengd eftir götunni. Frægasta fórnarlamb hundaræningja hingað til er tónlistarkonan Lady Gaga en hún hét háum fundarlaunum fyrir hunda sem rænt var af henni. Fimm voru handteknir vegna þess máls.\nEigendur franskra bolabíta eru því eindregið hvattir til að standast freistinguna að birta myndir af þeim á samfélagsmiðlum en það gæti lokkað hundaræningja að.","summary":null} {"year":"2022","id":"181","intro":"Myndir úr eftirlitsflugvélum frá Kyrrahafsríkinu Tonga sýna að þar er allt þakið ösku eftir gríðarlegt sprengigos á laugardag. Enn er nánast sambandslaust við landið.","main":"Öll hús á einni eyju í eyríkinu Tonga á Kyrrahafi eru ónýt eftir gríðarlegt sprengigos á laugardag. Tvö hús eru uppistandandi á annarri, samkvæmt upplýsingum sem stjórnvöld sendu frá sér í dag. Vitað er um þrjú andlát. Að mestu hefur verið sambandslaust við landið frá því að gosið hófst og upplýsingar um ástandið því litlar enn sem komið er. Flugvélar hafa enn ekki getað lent vegna öskunnar.\nÓhætt þótti að senda eftirlitsflugvélar frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til Tonga í gær til að kanna aðstæður. Myndir úr þeim og frá gervihnöttum sýna að þar er allt þakið ösku. Í gosinu slitnaði sæstrengur milli Fiji og Tonga. Því hafa upplýsingar einungis borist um gervihnattasíma, en sambandið er slitrótt. Unnið er að því að koma á símasambandi milli eyjanna. Talið er að alþjóðaflugvöllur landsins sé óskemmdur. Vonir standa til að hægt verði að senda þangað flugvélar um leið og öskuskýið hverfur. Fregnir hafa borist af því að hópur manna sé að moka af brautunum með skóflum.\nStephane Dujarric, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, hefur eftir heimildarmönnum sínum á Tongatapu, stærstu eyju landsins að þar hafi orðið miklar skemmdir á innviðum. Að hans sögn beinast aðaláhyggjurnar að afdrifum íbúa á eyjunum Mango og Fonoi, sem liggja rétt yfir sjávarmáli. Fyrstu upplýsingar frá stjórnvöldum á Tonga bárust í dag um algera eyðileggingu á einni eyju og nær algjöra á annarri. Óljóst er um manntjón nema hvað lík tveggja heimamanna hafa fundist. Þá hefur verið tilkynnt að bresk kona hafi dáið þegar flóðbylgja bar hana á haf út.\nÁ Tonga eru 176 eyjar, þar af 36 í byggð. Á þeim búa rúmlega 104 þúsund manns.","summary":"Allt er þakið ösku í kyrrahafsríkinu Tonga eftir mikið sprengigos þar um helgina. Enn er nánast sambandslaust við landið og öll hús á einni eyju ónýt. "} {"year":"2022","id":"181","intro":"Eldur kviknaði í nýreistu íbúðarhúsi í Borgarnesi í nótt. Slökkvistarf gekk hægt en vel. Ekki er vitað um orsök eldsins.","main":"Um þrjátíu slökkviliðsmenn tókust á við eldinn í nótt. Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri segir að eldurinn hafi kraumað í einhvern tíma áður en komið var á vettvang.\nVið komum hérna um fjögurleytið og þá er eldur í efri hæð hússins og við förum bara strax í að reyna að slökkva það og svo er þetta aðallega í þaki.\nÞetta gekk hægt, það var svolítið vont veður á okkur hérna en þetta gekk samt mjög vel, en mjög hægt.\nMikill reykur var af eldinum og þurfti tólf reykkafara til að kljást við aðstæður. Eftir að tök náðust á aðstæðum innandyra þurfti að rífa þakið af til að komast að eldinum.\nHúsið sem er mikið skemmt eftir eldinn er tvíreist með fjórum íbúðum og var nýorðið fokhelt. Enginn var í því þegar eldurinn kviknaði. Búið er í næsta húsi, íbúum var gert viðvart en reyndist ekki þörf á að rýma það.\nEkki er vitað hvað varð til þess að eldurinn kviknaði.\nNú fylgjumst við með þessu allavega fram yfir hádegi og svo tekur lögregla bara við þessu og rannsakar vettvang.","summary":"Nýreist íbúðarhús í Borgarnesi er mikið skemmt eftir að eldur kviknaði í því í nótt. Ekki er vitað um orsök eldsins. "} {"year":"2022","id":"181","intro":"Eigendur veitinga- og öldurhúsa sem orðið hafa fyrir tekjumissi vegna sóttvarnaaðgerða geta sótt um viðspyrnustyrk að hámarki 10-12 milljónir króna hver. Ríkisstjórnin samþykkti þessar aðgerðir í morgun. Þær kosta að minnsta kosti einn og hálfan milljarð króna.","main":"Veitingastaðir með vínveitingaleyfi fá bættan skaðann vegna sóttvarnaraðgerða frá desember og fram í mars.\nÞað sem hægt er þá að sækja um styrk per stöðugildi 500 þúsund per stöðugildi ef tekjufallið er 20-60 prósent og 600 þúsund ef tekjufallið er meira. Þannig að jafnaði er hámarksstyrkur til rekstraraðila 10-12 milljónir.\nÞeir sem eru með vínveitingaleyfi og hafa orðið fyrir tekjufalli vegna þess að opnunartíminn hefur verið skertur geta fengið þessar greiðslur.\nVeistu hvað þessi ráðstöfun kostar. Kostnaðarmatið í frumvarpinu segir að þetta geti verið allt að þrír milljarðar en þó er sagt að það sé algjör hámarksáhrif. Mér skilst að fjármálaráðuneytið sé frekar að miða að þetta verði í kringum einn og hálfur milljarður.\nÞeim fjölgar þeim röddum sem segja að omikron afbrigðið sé nánast að klára þennan faraldur. Er ekki komin pressa á ykkur að taka mark á þeim röddum. Jú ég tel mig í þeim hópi. Ég tek eftir að ábyrgir aðilar mjög víða sem benda á það að omikron afbrigðið sé allt annars eðlis og að hafa önnur áhrif. Ég leyfi mér að vona það að við séum að fara að koma okkur út úr þessu tímabili sem við höfum verið mjög lengi.","summary":null} {"year":"2022","id":"181","intro":"Mun færri sjúklingar liggja á Landspítala vegna covid en jafnvel bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Óttast var að að allt að níutíu manns yrðu inniliggjandi í dag, en þeir eru einungis þrjátíu og níu. Fyrrverandi yfirlæknir covid-göngudeildarinnar telur ástæðu til að endurskoða viðbrögðin við faraldrinum.","main":"Um eða yfir þúsund smit hafa greinst daglega hér á landi frá áramótum. Í gær greindust hátt í fjórtán hundruð smit innanlands. Þrátt fyrir þann mikla fjölda sem greinst hefur í þessari bylgju faraldursins, hafa mun færri þurft að leggjast inn á spítala vegna sjúkdómsins en óttast var. Að líkindum eru það áhrif omíkron-afbrigðisins.\nÞað er náttúrulega ánægjulegt að sjá að ekki bara fylgjum við bjartsýnustu spá, við erum talsvert fyrir neðan hana. -En hvað skýrir þetta? -Lang líklegasta skýringin er jú sú að omíkron-afbrigðið það er vægara en fyrri afbrigði, og svo verður líka að segja það að covid-göngudeildin sinnir alveg ótrúlega viðamiklum verkefnum, er að sjá allt að 20 sjúklinga á dag, sem kannski í öðrum löndum hefðu ella lagst inn.\nSegir Ragnar Freyr Ingvarsson, lyflæknir og fyrrverandi yfirlæknir covid-göngudeildarinnar.\nSamkvæmt svartsýnustu spá Landspítalans þann sjötta janúar var óttast að allt níutíu manns yrðu inniliggjandi vegna covid, og bjartsýnasta spá gerði ráð fyrir hátt í 60 inniliggjandi, innan tveggja vikna. Sá tími er nú liðinn, en í dag eru innan við fjörutíu á Landspítala með covid, og þar af innan við þrjátíu sem voru lagðir inn vegna sjúkdómsins, eða um helmingi færri en jafnvel bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir.\nÁ sama tíma var bjartsýnasta spá sú að í kringum tólf manns væru á gjörgæslu eftir hálfan mánuð en svartsýnasta spá 27. Nú eru þrír á gjörgæslu vegna covid, eða fjórum til níu sinnum færri en spáð var.\nRagnar Freyr telur ástæðu til að endurskoða viðbrögðin við faraldrinum.\nBæði hvað snertir hvernig við skimum fólk, hvernig við beitum sóttkví, hvernig við nálgumst vandann í heild sinni. Það er það sem ég hef verið að tala fyrir.","summary":"Mun færri sjúklingar liggja nú á Landspítala vegna covid en jafnvel bjartsýnustu spár gerðu ráð fyrir. Starfandi fjármálaráðherra vonar að betri staða á spítalanum gefi tilefni til tilslakana á sóttvarnaaðgerðum fljótlega. "} {"year":"2022","id":"181","intro":"Nú er mánuður þar til íbúar í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Formaður sameiningarnefndarinnar á von á góðri þátttöku í kosningunum.","main":"Nítjánda febrúar verður kosið um sameiningu sveitarfélaganna tveggja í Skagafirði. Sveitarfélögin eiga þegar í miklu samstarfi um flesta málaflokka, er mestöll þjónustan er þó hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Þar eru um 4000 íbúar en í Akrahreppi eru íbúarnir um 200. Hrefna Jóhannesdóttir, formaður samstarfsnefndar um sameiningu og oddviti Akrahrepps, segir að kröfurnar til sveitarstjórnarmanna séu sífellt að aukast og verkefnum sveitarfélaga að fjölga.\nÉg ég held að það sé nú þannig að flestir sveitarstjórnarmenn vilja að sitt sveitarfélag sé besti nemandinn í bekknum, þegar kemur að því að veita góða þjónustu og tryggja góð búsetuskilyrði. Þannig að auðvitað vill maður reyna að uppfylla sem mest af þessum verkefnum sem okkur eru sett fyrir.\nÞessi staðreynd og það ákvæði í sveitarstjórnarlögum um að stefnt skuli að því að íbúafjöldi sveitarfélags verði ekki undir 250 við næstu sveitarstjórnarkosningar, hafi orðið til þess að viðræður um sameiningu fóru af stað fyrir alvöru.\nÉg veit að þetta skiptir okkur öll mjög miklu máli, þessar kosningar, og ég efast ekkert um það að kosningaþátttakan í Akrahreppi verður alveg met.\nHún segist ekki hitta marga í sínu sveitarfélagi sem séu alfarið á móti sameiningu. Margir segi að auðvitað sameinist sveitarfélögin fyrir rest - það sé hins vegar spurning hvenær.\nMín tilfinning er sú að fólk sjái þetta sem annað hvort æskilegt, eða óhjákvæmilega þróun, en eru kannski ekki alveg tilbúnir að stíga þetta skref í dag.","summary":"Mánuður er þar til íbúar í Akrahreppi og Sveitarfélaginu Skagafirði kjósa um sameiningu sveitarfélaganna. Formaður sameiningarnefndarinnar á von á góðri mætingu á kjörstað."} {"year":"2022","id":"181","intro":"Sjúkratryggingar Íslands hafa kært SÁÁ til embættis héraðssaksóknara vegna starfshátta samtakanna. Formaður SÁÁ hafnar ásökununum og segist sleginn yfir stöðu mála.","main":"Stundin fjallaði fyrir helgi um alvarlegar athugasemdir sem eftirlitsnefnd Sjúkratrygginga Íslands hefur gert við þúsundir reikninga frá SÁÁ en nefndin krefur samtökin um 174 milljónir króna, meðal annars vegna tilhæfulausra reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl. Sjúkratryggingar hafa nú kært málið til embættis héraðssaksóknara. Framkvæmdastjórn SÁÁ hafnar ásökununum og segir málið á misskilningi byggt. Einar Hermannsson, formaður, segist sleginn yfir þeirri stöðu sem upp er komin.\nég og framkvæmdastjórinn erum náttúrulega bara í hálfgerðu sjokki eftir að hafa frétt af því að þetta væri komið til héraðssaksóknara\nHann trúir því að unnt sé að finna lausn á deilunni utan veggja dómstóla.\naðilar þurfa að tala saman til að sjá hvort að þetta sé virkilega þannig að þetta sé einhver stór misskilningur eða þeir telja enn þá að SÁÁ hafi brotið að sér varðandi þessi fjarsímtöl, ég held að þetta snúist nú aðallega um það, þessi fjarsímtöl, án þess að vita nákvæmlega hvað fór til héraðssaksóknara\nMaría Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að SÁÁ hafi komið á framfæri sínum ábendingum og skýringum. Niðurstaðan hafi þó að lokum verið að senda kæru til saksóknara.\nVið lítum þetta mjög alvarlegum augum og þess vegna höfum við reynt að fara varlega í þessu máli og vinna þetta vandlega. Þetta er auðvitað mjög mikilvæg þjónusta sem þarna er veitt og þess vegna er mikilvægt að þetta mál klárist fljótt og vel.","summary":"Formaður SÁÁ segir framkvæmdastjórn félagsins í hálfgerðu áfalli vegna kæru Sjúkratrygginga Íslands til embættis héraðssaksóknara. Málið sé byggt á misskilningi."} {"year":"2022","id":"181","intro":"Ef hrúturinn Gimsteinn frá Þernunesi reynist góður sæðisgjafi gæti hann skilað af sér allt að 600 öðrum hrútum með mikilvægt gen sem verndar kindur fyrir riðu. Þetta gæti gerst þarnæsta vor ef allt gengur að óskum.","main":"Það er viðbúið að dropinn úr hrútnum Gimsteini frá Þernunesi við Reyðarfjörð verði eftirsóttur til sæðinga á næsta ári. Gimsteinn er sem stendur eini hrútur landsins sem vitað er að ber svokallaða ARR-arfgerð sem er viðurkennd og notuð í Evrópusambandinu sem vörn gegn riðu. Eyþór Einarsson, sauðfjárræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, fagnar mjög þessum tíðindum.\nfagnar mjög tíðindum gærdagsins þegar tilkynnt var að sex gripir á Þernunesi bæru þetta verðmæta gen.\nÞetta eru alveg gríðarlega stór tíðindi. Því við vorum eiginlega búin að afskrifa það að vera með þessa arfgerð í stofninum. Eins og flestir landsmenn vita þá hefur riðuveikin skotið upp kollinum annað slagið og erfitt að kveða hana niður. Búinn að vera ansi langur bardagi; yfir hundrað ár. Þannig að vera kominn með þetta gen eða þennan erfðavísi þarna það er algjörlega frábært.\nHefði arfgerðin ekki fundist kom til greina að skoða möguleika á að finna það í fé af íslenskum stofni á Grænlandi og flytja til landsins.\nGripirnir sex sem fundust á Þernunesi eru aðeins með arfgerðina á öðrum litningi. Það veitir talsverða vörn gegn riðu en þýðir einnig að aðeins helmingur afkomenda þeirra erfir arfgerðina. Ef báðir foreldrar eru með arfgerðina á öðrum litningi eru fjórðungslíkur á að hvert afkvæmi sé með hana á báðum litningum. Hann teldist þá arfhreinn, væri algjörlega varinn gegn riðu og öruggt er að slíkir gripir skili geninu til næstu kynslóðar. Verkefni næstu ára verður því að koma geninu inn í stofninn og fjölga hægt og bítandi arfhreinum gripum.\nSem stendur er aðeins vitað um einn hrút með arfgerðina, Gimstein frá Þernunesi, en fleiri gætu fundist í hópi ættingja hans eða á meðal 15-20 þúsund gripa sem greindir verða í stórátaki í vetur. Vonir standa til að undan Gimsteini komi fleiri hrútar í vor sem gæti nýst til undaneldis á næsta ári. Nú liggja menn menn á bæn um að Gimsteini heilsist vel og að hann komist á sæðingastöð næsta haust.\nEyþór segir að ætla megi að hann gæti skilað 1200 til 2300 lömbum og að helmingur þeirra fái arfgerðina. Þannig gætu orðið til 300-600 hrútar með arfgerðina og jafn margar ær.\nEn mögulega er komið babb í bátinn. Gimsteinn er læstur inni í varnarhólfi og undanþágu þarf til að flytja hann á sæðingastöð.\nÞað er alveg klárt mál að við finnum einhverjar leiðir til að koma þessu erfðaefni í umferð. Ég er alveg sannfærður um að næsta haust verðum við með að lágmarki einn og alveg mjög líklega fleiri hrúta með þessa arfgerð á sæðingastöðvunum.","summary":null} {"year":"2022","id":"182","intro":"Fyrrverandi forseti Úkraínu sneri heim úr útlegð í dag. Hann segist ætla að bjarga þjóðinni frá hugsanlegri innrás Rússa.","main":"Petro Poroshenko, fyrrverandi forseti Úkraínu, sneri heim úr útlegð í dag, þrátt fyrir að eiga réttarhöld yfir höfði sér vegna ásakana um landráð. Hann segist ætla að vernda þjóðina fyrir mögulegri innrás rússneska hersins.\nMikið öngþveiti varð á flugvellinum í Kænugarði þegar Poroshenko kom heim með flugi frá Póllandi. Hann sagði fréttamönnum að landamæraverðir hefðu reynt að hindra að hann kæmist til landsins. Dómstóll í höfuðborginni úrskurðar síðar í dag hvort hann verði settur í gæsluvarðhald vegna ásakana um föðurlandssvik.\nPoroshenko var forseti í Úkraínu á árunum 2014 til '19, þegar hann laut í lægra haldi fyrir Volodymyr Zelensky, leikara sem hafði enga reynslu af stjórnmálavafstri. Hann sagðist vera kominn heim til að bjarga landsmönnum frá mögulegri innrás rússneska hersins, þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína sem höfðu safnast saman við flugvöllinn. Hann sagði að Zelensky hefði svikið þjóðina. Tími væri kominn til að sameinast og verjast utanaðkomandi öflum.\nEngin lát eru á ásökunum á hendur Rússum um að herja á Úkraínumenn. Bandaríkjamenn sökuðu þá um helgina um að hafa komið herþjálfuðum hermdarverkamönnum fyrir innan landamæranna. Þeim sé ætlað að hrinda af stað sýndaraðgerð til að réttlæta innrás. Þá eru Rússar sakaðir um að hafa staðið að umsvifamikilli árás á mörg vefsetur hins opinbera í síðustu viku. Rússar segja þessar ásakanir úr lausu lofti gripnar.","summary":"Fyrrverandi forseti Úkraínu sneri heim úr útlegð í dag. Hann segist ætla að bjarga þjóðinni frá hugsanlegri innrás Rússa."} {"year":"2022","id":"182","intro":"Sannkallað gullfé hefur fundist á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Kindurnar eru sex talsins og bera gen sem er viðurkennt í Evrópusambandinu sem vörn gegn riðu. Þetta er í fyrsta sinn sem arfgerðin finnst hér á landi þrátt fyrir mikla leit. Hún er talin geta tryggt sigur í baráttunni gegn riðu.","main":"Straumhvörf hafa orðið í sauðfjárrækt á Íslandi og baráttunni við riðuveiki eftir að viðurkennd arfgerð sem verndar kindur gegn riðu fannst í gripum í Reyðarfirði. Þetta er sama arfgerð og unnið hefur verið með í löndum Evrópusambandsins með góðum árangri.\nFundurinn þykir stórmerkur því arfgerðin sem nefnist ARR hefur aldrei áður fundist í sauðfé hérlendis þrátt fyrir víðtæka leit. Nýlega fannst önnur fágæt arfgerð T137 sem ítalskir vísindamenn hafa sýnt fram á að virki verndandi þar í landi. Sú arfgerð er hins vegar ekki enn viðurkennd af Evrópusambandinu.\nÞað eru rúmlega 20 ár síðan ljóst varð að ARR verndaði sauðfé fyrir riðu sem er ólæknandi heilasjúkdómur og þarf að skera niður stofn á bæjum þar sem riða finnst. Í löndum ESB er ekki skylda að skera niður kindur sem bera arfgerðina þó riða greinist í hjörðinni því talið er að slíkar kindur geti hvorki veikst né smitað annað fé.\nSíðastliðið vor hófst leitin að verndandi arfgerðum aftur í íslenska stofninum. Að henni koma sérfræðingar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum ásamt sauðfjárbóndanum Karólínu Elísabetardóttur auk erlendra vísindamanna. Einnig var leitað í fé af íslenskum uppruna á Grænlandi. Þegar raðgreind höfðu verið rúmlega 4.200 sýni fundust tveir gripir á bænum Þernunesi í Reyðarfirði með þessa dýrmætu arfgerð, sannkallaðar gullkindur. Aftur voru tekin sýni úr gripunum og nákomnum ættingjum þeirra sem staðfestu fyrri niðurstöðu og leiddu í ljós að fjórir gripir til viðbótar báru arfgerðina, sex samtals, fimm ær og einn lambhrútur.\nFéð eru kollótt og rekur ættir sínar meðal annars í kollótt fé í Reyhólasveit og á Ströndum. Í tilkynningu segir að þetta gefi miklar vonir um að ARR arfgerðin verðmæta gæti fundist víðar á landinu. Nú er að hefjast stórátak í greiningu og verða um 15 þúsund gripir greindir í vetur. Í tilkynningunni segir að það verði áskorun að koma ARR arfgerðinni sem hraðast inn í stofninn án þess að draga um of úr fjölbreytileika hans.","summary":"Sannkallað gullfé hefur fundist á bænum Þernunesi í Reyðarfirði. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi arfgerð finnst í sauðfé hér á landi. Hún er talin geta tryggt sigur í baráttunni gegn pestinni. "} {"year":"2022","id":"182","intro":"Átta leikir eru á Evrópumóti karla í handbolta í dag þegar keppni lýkur í fjórum af sex undanriðlum mótsins. Ísland vann nauman sigur á Portúgal í B-riðli í gærkvöld en þó er allt opið fyrir lokaleik Íslands á morgun.","main":"Það var mikill hraði í fyrri hálfleik en íslenska liðið var að honum loknum með tveggja stiga forystu 15-13. Ísland komst svo fimm mörkum yfir þegar seinni hálfleikur var nýhafinn en þegar tæpar tíu mínútur lifðu leiks höfðu Hollendingar jafnað 24-24. Það var því allt í járnum fram á síðustu mínútu en Íslandi tókst að lokum að tryggja sér eins marks sigur 29-28.\nÍslenska liðið er því á toppi B-riðils með 4 stig en Holland og Ungverjaland eru með 2 stig hvort og Portúgal án stiga. Riðill Íslands er því galopinn fyrir lokaumferð riðilsins á morgun en tvö lið fara áfram í milliriðil. Til þess að komast áfram þarf Ísland að vinna eða gera jafntefli við Ungverja - og má jafnvel tapa, en þó aðeins með einu marki.\nSagði Aron Pálmarsson fyrirliði Íslands. Keppni lýkur í fjórum riðlum af sex í dag og milliriðlarnir fara þá að taka á sig mynd. Tveir leikir verða sýndir á RÚV tvö í dag. Annars vegar leikur Svartfjallalands og Slóveníu í A-riðli klukkan fimm. Og hins vegar leikur Svíþjóðar og Tékklands í E-riðli klukkan hálf átta en þá skýrist hvort liðið fer áfram með Evrópumeisturum Spánar. Hægt er að sjá leiki dagsins og stöðuna í riðlunum á íþróttavef RÚV.","summary":"Ísland vann Holland í gærkvöld á EM karla í handbolta og er með fullt hús stiga eftir tvö leiki í riðlinum. Enn getur þó allt gerst og B-riðill Íslands er galopinn fyrir lokaumferðina á morgun."} {"year":"2022","id":"182","intro":"Búið er að opna vegi á norðanverðum Vestfjörðum en þeim var lokað í gærkvöld vegna ofanflóðahættu. Enn er mikil rigning á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra og best að hafa varann á.","main":"Vel gekk hjá Vegagerðinni að opna vegina um Eyrarhlíð og Súðavíkurhlíð nú fyrir hádegi en þeim var báðum lokað í gærkvöld vegna snjóflóðahættu. Vegagerðin segir einhver flóð hafa fallið í Súðavíkurhlíð en ekki sé vitað hve mörg.\nTuttugu og fimm manns urðu strand og þurftu að gista í Súðavík í gær. Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri segir ástandið í Súðavíkurhlíð ólíðandi.\nþetta er algjörlega óviðunandi ástand að það sé hægt alltaf hægt að búast við því að með einhverjum klukkutímafyrirvara að hlíðinni sé lokað. Það hefur margoft verið tvísýnt og ég veit það ekki, það er tímaspursmál hvenær það fer einhver með þessu flóði. Það er ekki eitthvað sem við viljum bíða eftir.\nMeðal strandaglópa var Steingrímur Rúnar Guðmundsson ásamt konu sinni og tveimur börnum. Þau voru á leið heim til Ísafjarðar frá Reykjavík.\nVorum komin hingað til Súðavíkur um níu, slaginu níu. Svo vorum við komin inn á Súðavíkurhlíðina og þá var hringt í okkur og sagt að snúa við. Þá höfðu verið að falla fleiri flóð frá því fyrr um daginn. Þegar við vorum komin aftur til baka í þorpið var búið að setja lokunarstöngina fyrir veginn.\nFjölskyldan er fegin að komast heim.\nJá það verður fínt að komast heim og mæta í vinnu og sofa í sínu rúmi.\nMinney Sigurðardóttir ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að enn geti flóð fallið þótt búið sé að opna vegina. Óvissustig er í gildi í Súðavíkurhlíð.\nEyrarhlíðin er kannski eitthvað sem myndi endilega skapa hættu á veginum, en Súðavíkurhlíð er á hvað við köllum stig þrjú. Þá geta fallið snjóflóð en Vegagerðin heldur veginum opnum.\nÖruggast sé að vera ekki á ferðinni að óþörfu. Undir það tekur Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur. Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi öllu.\nspár hafa verið mjög stöðugar og það er áfram gert ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi og talsverðri eða jafnvel mikilli rigningu alveg frá Snæfellsnesi og norður eftir öllum Vestfjörðum og síðan dregur úr úrkomunni eftir því sem austar dregur. En þá hvessir mikið og það er mikil hláka til dæmis á Tröllaskaga bara vegna hita, það er svo hlýtt loftið í þessum massa núna.\nVeður á þó að skána þegar líður á kvöld og morgun og viðvaranir falla úr gildi. Á morgun verði hægari vindur og minni úrkoma. Með kólnandi veðri minnkar líka hætta á vatnavöxtum.","summary":"Vegagerðin hefur opnað vegina um Eyrarhlíð og Súðavíkurhlíð á Vestfjörðum, en þeim var lokað í gærkvöld vegna snjóflóðahættu. "} {"year":"2022","id":"182","intro":"Stjórnvöld í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi hafa sent flugvélar til Tonga til að meta skemmdir af völdum mikillar flóðbylgju sem stórt neðansjávarsprengigos kom af stað. Hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands segir langlíklegast að gosið hafi óveruleg áhrif á loftslag.","main":"Tonga er enn algjörlega sambandslaus við umheiminn eftir sprengigosið á laugardag sem kom mikilli flóðbylgju af stað um allt Kyrrahafið. Símasamband liggur niðri og sæstrengur sem sér eyjunum fyrir netsambandi skemmdist. Mikill öskustrókur myndaðist sem hindraði að hægt væri að fljúga þangað en yfirvöld á Nýja-Sjálandi og Ástralíu sendu í morgun vélar þangað til að hægt væri að leggja mat á skemmdirnar, og mögulega koma hjálpargögnum til íbúa ef á þarf að halda. Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands segir þó talið að bylgjan hafi valdið verulegu tjóni. Af þeim takmörkuðu upplýsingum sem fást er 1-2 sentímetra öskulag yfir höfuðborginni Nuku'alofa, sem gæti valdið öndunarerfiðleikum og mengað vatnsból.\nÍ þessu samhengi hefur eldgosið á Pinatupo-fjalli á Filippseyjum verið rifjað upp, en það gos hafði áhrif á veðurfar í tvö ár á eftir. Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands segir þetta gos svipa að mörgu leyti til gosa sem hafa áhrif á loftslag - gosa í hitabelti sem þyrli miklu ryki upp í heiðhvolfið.\nOg maður myndi halda að aþð ætti þess vegna að hafa alla réttu möguleikana. Fyrstu mælingar bend ahins vegar til þess að það hafi ekki þyrlað jafn miklu upp í heiðhvolfið og við héldum, hugsanlega fór það ekki svo hátt. Og í öðru lagi sýna mælingar núna ekki mjög mikið af brennisteinsvetni.\nHalldór setur þó þann fyrirvara að enn sé skammur tími liðinn frá því að þetta gerðist.\nÞetta eru hlutir sem eiga eftir að koma betur í ljós. Það eru komnar 2-3 góðar mælingar á súlfúr, þær eru sammála um að það sé tiltölulega lítill brennisteinn í skýinu. Svo verðum við að sjá hvað gerist en langlíklegast er að þetta muni ekki hafa veruleg áhrif á loftslag.","summary":"Sprengigosið við Tonga hefur líklega ekki áhrif á veðurfar og loftslag, segir hópstjóri veðurs og loftslags hjá Veðurstofu Íslands. "} {"year":"2022","id":"182","intro":"Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi ætlar ekki að gefa kost á sér í sveitarstjórnarkosningum í vor. Ármann hefur setið í bæjarstjórn Kópavogs frá árinu 1998 eða í tæpan aldarfjórðung og verið bæjarstjóri frá árinu 2012. Ármann segist hafa tilkynnt fundi kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins ákvörðun sína í gærkvöld og eigi eftir að gefa út yfirlýsingu.","main":"En hún sem sagt gengur út á þetta, það er rétt, að ég ætla að segja þetta gott. Þetta eru 24 ár sem ég er búinn að vera í bæjarstjórn, búinn að vera í bæjarmálum í aldarfjórðung, oddviti flokksins í tólf ár og stærsta hlutann af því, 10 ár, bæjarstjóri. Ég held að þetta sé fínn tími til þess að þakka fyrir sig og segja þetta bara fínt. Ætlarðu að gefa kost á þér í öðru sveitarfélagi eins og Reykjavík? Nei, ég get svarað því. Ég hygg ekki á það. Það er ekkert slíkt sem er að trufla mig. Eins og staðan er núna er ég að hætta sem kjörinn fulltrúi, ég er ekki að fara að bjóða mig fram og hygg ekki á neitt slíkt en ég náttúrlega er alls ekki tilbúinn til þess að gefa út þá yfirlýsingu að ég sé hættur í pólitík um aldur og ævi. Því maður getur nú verið í pólitík þótt maður sé ekki kjörinn fulltrúi. Það er nokkuð ljóst. Þetta er niðurstaðan núna, ég er ekki að fara að bjóða mig fram, ég veit ekki hvað tekur við og ekkert ef og hefði og skyldi. Það er ekki spurningar sem ég ætla að svara núna.\nAf hverju ætlarðu ekki að gefa kost á þér áfram?\nÆtlarðu að gefa kost á þér í öðru sveitarfélagi, eins og Reykjavík?\nErtu reiðubúinn til að halda áfram sem bæjarstjóri sem er ráðinn ópólitískt, jafnvel í öðru sveitarféalgi","summary":"Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi gefur ekki kost á sér til endurkjörs í bæjarstjórnarkosningunum í vor. "} {"year":"2022","id":"183","intro":"Úrkoma verður meiri hér á landi í framtíðinni og þá frekar í formi rigningu en snjókomu. Þetta eru niðurstöður ítarlegra rannsókna Landsvirkjunar á horfum í vatnabúskap eftir að jöklar hafa bráðnað.","main":"Veður á Íslandi verður vott í framtíðinnni, svipað og á Skotlandi. Þetta leiða rannsóknir vísindamanna Landsvirkjunar í ljós. Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar segir að bráðnun jökla hafi áhrif á vatnabúskap og vatnsaflsvirkjanir.\nVið höfum lagt mikinn metnað í það á síðustu áratugum, alveg frá því fyrir aldamót, sem vísindamenn Landsvirkjunar fóru í umfangsmiklar rannsóknir á því hvers megi vænta. Við tókum þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum og höfum birt mikið af ritrýndum rannsóknum um áhrifin. Þannig að við teljum okkur þekkja býsna vel áhrifin. Til skemmri tíma mun þetta hafa þau áhrif, meðan jöklarnir eru að bráðna því miður, við gerum ráð fyrir að það sé bara staðreynd sem við erum að horfa á, þá mun það þýða aukna orkuvinnslu þvi við munum fá meira afrennsli af jöklunum. Það er svona tímabil sem er 50-100 ár sem við munum sjá það gerast miðað við þann hraða sem við erum að spá. Síðan tekur við tímabil þar sem við förum aftur í ástandið sem við vorum með fyrir breytingar, með svipaða orkugetu. En þá mun veðurfarið líklega hafa breyst. Við verum þá líklega með votviðrasamara veðurfar er talið, ekki ósvipað og við sjáum á Skotlandi en jafnvel meiri úrkoma. En hún mun falla meira sem rigning og minna sem snjór. Þannig að það mun verða á suman hátt auðveldara að reka kerfið. - En kannski leiðinlegra að búa hérna? Já, auðvitað eru þetta mjög slæmar breytingar. Þó að við séum að horfast í augu við þær í þessum rannsóknum þá eigum við að gera allt til að koma í veg fyrir þær. En þessar rannsóknir miða fyrst og fremst við þetta ef þetta gerist. En þetta er náttúrulega ekki það sem við viljum og við þurfum að aðlaga okkur að þeim. Og við sem orkufyrirtæki Íslendinga leggjum mikla áherslu á að aðlaga okkur að þessum breytingum og að þær komi okkur ekki á óvart. Þessar rannsóknir okkar vísindamanna hafa vakið mikla athygli erlendis og ég held að það séu fá vatnsorkufyrirtæki í heiminum sem hafa lagt í jafnmiklar rannsóknir og þekkja áhrifin jafnvel og við gerum. Þannig að við erum í þessu eins og öðru að reyna að vanda okkur, gera vel og vinna út frá þeim forsendum sem eru í umhverfinu.","summary":"Úrkoma verður meiri hér á landi í framtíðinni og þá frekar í formi rigningar en snjókomu. Þetta eru niðurstöður ítarlegra rannsókna Landsvirkjunar á horfum í vatnabúskap eftir að jöklar bráðna. "} {"year":"2022","id":"183","intro":"Ástralskur dómstóll staðfesti í dag ákvörðun þarlendra stjórnvalda um að ógilda vegabréfsáritun serbneska tennisleikarans Novak Djokovic. Hann segist virða niðurstöðuna en hún valdi honum gríðarlegum vonbrigðum.","main":"Niðurstaða dómstólsins er endanleg, þar sem Novak Djokovic hyggst ekki skjóta máli sínu til Hæstaréttar Ástralíu. Ákvörðun stjórnvalda um að ógilda vegabréfsáritun Djokovic er staðfest og honum verður því vísað úr landi. Það þýðir að tennisleikarinn má ekki koma aftur til Ástralíu næstu þrjú árin. Hann hugðist leika á opna ástralska meistaramótinu í tennis sem hefst á morgun og þótti sigurstranglegur, sem fyrr. Nú er ljóst að hann bætir ekki fleiri áströlskum titlum í safn sitt næstu árin.\nStuðningsmenn Djokovic söfnuðust saman fyrir utan dómstólinn.\ni\u0007, forseti Serbíu, var allt annað en sáttur við niðurstöðuna.\ni\u0007 sagðist telja niðurstöðuna pólitíska frekar en ákvörðun dómsvalds. Djokovic sagði niðurstöðuna vera gríðarleg vonbrigði en að hann virti hana og myndi verða samvinnuþýður við stjórnvöld þegar kæmi að brottvísun hans.","summary":null} {"year":"2022","id":"183","intro":"Fjórir sluppu heilir á húfi eftir að gíslatökumaður ruddist inn í bænahús gyðinga í borginni Colleywille í Texas í Bandaríkjunum í gærkvöld. Hann hélt fólkinu í ellefu klukkutíma en var skotinn til bana af lögreglu.","main":"Bænum mínum hefur verið svarað, allir gíslanir eru heilir á húfi, skrifaði Greg Abbott ríkisstjóri Texas í færslu á Twitter um tuttugu mínútum eftir að byssuhvelllir heyrðust í bænahúsinu. Athöfninni sem var í gangi þegar gíslatökumaðurinn fór þangað inn var steymt á Facebook og Zoom og því er til upptaka af hluta atburðanna, í það minnsta. Ríkisstjórinn þakkaði fagmennsku lögreglu að ekki fór verr en hún ræddi við gíslatökumanninn.\nI do not have any information right now that indicates that this is part of any kind of ongoing threat. We obviously are investigating. We obviously are investigating. We'll continue to investigate the hostage taker. We'll continue to investigate his contacts. Our investigation will have global reach. We have been in contact already with multiple FBI legats to include Tel Aviv and London.\nÉg hef engar upplýsingar um það á þessari stundu hvort þetta sé hluti af stærra máli, sagði Matthew DeSarno, yfirmaður rannsóknarlögreglu í Dallas, við fjölmiðla í morgun. Áfram verði bakgrunnur gíslatökumannsins rannsakaður. Rannsóknin teygi sig víða um heim, meðal annars til Tel Aviv og Lundúna.\nEkkert liggur enn fyrir um hver gíslatökumaðurinn er en hann krafðist frelsunar Aafia Siddiqui, Siddíkí fyrrverandi taugavísindamanns af pakistönskum ættum, sem situr í fangelsi í Texas vegna tengsla við hryðjuverkasamtökin Al-Kaída og tilraun til að myrða bandaríska hermenn í Afganistan.","summary":null} {"year":"2022","id":"183","intro":"Verðandi formaður Kennarasambands Íslands segir að enginn vilji fara í verkfall. Hann treystir því að kjaraviðræður Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara haldi áfram og að samningar náist. Kennarar kolfelldu kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem skrifað var undir um áramótin.","main":"Þrír af hverjum fjórum sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni höfnuðu samningnum. Aldís Hafsteinsdóttir, stjórnarformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í viðtali við RÚV á dögunum að niðurstaðan væri mikil vonbrigði. Hún og þeir sem sátu í samninganefndinni fyrir hönd sveitarfélaga hefðu metið það sem svo að þarna væri góður samningur lagður á borðið. Magnús Þór Jónsson, verðandi formaður Kennarasambands Íslands, segir að vissulega séu þetta vonbrigði.\nKjarasamningur Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga rann út um áramótin. Magnús segir ótímabært að velta fyrir sér hvort kennarar fari í verkfall.","summary":"Verðandi formaður Kennarasambands Íslands treystir því að betri samningur verði lagður fyrir grunnskólakennara, sem kolfelldu kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga á dögunum. Enginn vilji að komi til verkfalls."} {"year":"2022","id":"183","intro":"Tveir ungir piltar slösuðust af völdum flugelda á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld. Báðir hlutu áverka á andliti og annar á höndum.","main":"Tilkynnt var um slysin með átta mínútna millibili á áttunda tímanum í gærkvöld. Fimmtán ára piltur var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar með brunasár í andliti, rétt fyrir hálf átta, eftir að flugeldur sprakk fyrir framan hann nærri Kringlunni í Reykjavík. Átta mínútum síðar var tilkynnt um slys í Hlíðunum. Þar var þrettán ára piltur með áverka á hendi og í andliti eftir að flugeldur sprakk í hendi hans. Hann var einnig fluttur á bráðadeild.\nTalsvert er enn um að fólk skjóti upp flugeldum þrátt fyrir að janúar sé hálfnaður og tíminn þar sem það er leyfilegt sé liðinn. Auk slysanna í gær má nefna að póstkassi í fjölbýlishúsi skemmdist og rúða brotnaði í skóla í Grafarvogi af völdum einstaklinga að leika sér með flugelda.","summary":null} {"year":"2022","id":"183","intro":"Þrýstibylgja af völdum sprengigossins í neðansjávareldfjallinu Hunga Tonga-Hunga ha'apai, undan ströndum eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í gær, mældist um allan heim. Sprengingar heyrðust vel alla leið norður til Alaska.","main":"Eldgosið varð í um sextíu og fimm kílómetra fjarlægð frá höfuðstað Tonga og sást vel á gerfihnattamyndum. Gosmökkurinn nær tuttugu kílómetra til himins, hefur Jarðfræðistofnun Tonga gefið út. Víða á samfélagsmiðlum má sjá myndskeið sem sýna gríðarlegar sprengingar og eldglæringar, en hljóðið barst um mörg hundruð kílómetra leið. Þetta hljóðbrot náðist á upptöku öryggismyndavélar í Alaska.\nSprengingin heyrðist enn betur á eyríkinu Tonga.\nÞrýstibylgja af völdum sprengigossins mældist um alla jörð og kom meðal annars fram á loftþrýstimælum hér á landi, klukkan hálf sex síðdegis, þrettán og hálfri klukkustund eftir að sprengingin varð. Önnur bylgja mældist í nótt.\nÁ bloggsíðu Trausta Jónsonar veðurfræðings segir að bylgjan hafi hrist veðrahvörfin og heiðhvolfið svo um munaði.\nÍ kjölfar neðansjávareldgossins skall flóðbylgja á Tonga í gærmorgun. Öldurnar sem gengu á land voru um eins metra háar og flæddu inn í hús og ruddu niður girðingum við ströndina. Ekki er vitað til þess að neinn hafi farist.","summary":"Þrýstibylgja af völdum sprengigoss í neðansjávareldfjalli undan ströndum eyríkisins Tonga í Kyrrahafi mældist um allan heim, meðal annars hér á landi. Drunur frá eldgosinu heyrðust alla leið til Alaska."} {"year":"2022","id":"184","intro":"Stjórnarandstæðingar á þingi kalla eftir mun stórtækari aðgerðum til að leysa vanda heilbrigðiskerfisins í faraldrinum. Sóttvarna- og efnahagsaðgerðir sem kynntar voru í gær séu tilviljanakenndar og leysi ekki undirliggjandi vanda.","main":"Draumurinn er sá, í það minnsta að þetta taki af mesta kúfinn í smitunum og ná því eitthvað þannig niður að við förum fyrir vind með heilbrigðiskerfið en ég er náttúrlega miklu öfgafyllri en þetta, það verður að segjast eins og er.\nSegir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem hefði viljað sjá stjórnvöld fara hörðustu leiðina sem sóttvarnalæknir lagði til, tíu daga strangar takmarkanir um leið og landamærin væru betur tryggð. Þá segir Inga að með tillögum sínum séu stjórnvöld í raun að viðurkenna að hraðpróf séu ekki að virka sem skyldi en stærri viðburðir með notkun hraðprófa eru ekki lengur í boði.\nÞessi svokölluðu hraðpróf og heimapróf. Þetta er náttúrlega bara eins og Kári stefánsson, okkar góði maður hefur sagt, þetta er ekki öruggt. Það er nokkuð ljóst. Þetta er langt frá því.\nGísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, segir aðgerðirnar nokkuð tilviljanakenndar.\nEf ég ætlaði að halda afmælisveislu mætti ég bara bjóða tíu manns, eða níu manns. En ef við hittumst öll í sundlauginni þá megum við hálffylla hana. Og vera nokkur hundruð manns.\nÖllu alvarlegra, segir Gísli, er að stjórnvöld hafi ekki tekið á undirliggjandi vanda heilbrigðiskerfisins.\nÞar þarf einfaldlega að skoða kjör hjúkrunarfræðinga, lækna og annarra heilbrigðisstétta og taka á því vandamáli að það er flótti úr þeirri stétt. Þess vegna vantar mannskap á Landspítalann.\nHelga Vala Helgasdóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, vonast til að aðgerðirnar skili árangri en er hæfilega bjartsýn.\nÞetta er greinilega miklu alvarlegra ástand en að þau þora að fara út með. Maður sá það svolítið á tröppunum þarna við ráðherrabústaðinn.\nSegir Helga Vala að heilbrigðisgeirinn sé lemstraður og þar þurfi að taka mun stórstígari skref, hvort sem það er á bráðadeildum eða í geðheilbrigðismálum þar sem ekki hafi verið farið í neinar aðgerðir. Sömuleiðis þurfi stórar aðgerðir til að koma veitinga- og menningageirunum til bjargar.\nÞað getur verið að það sé betra fyrir þessa aðila að þeim sé gert að loka svo að þau geti sótt um lokunarstyrki.","summary":"Aðgerðirnar sem ríkisstjórnin kynnti í gær eru tilviljanakenndar og leysa ekki undirliggjandi vanda heilbrigðiskerfisins að mati stjórnarandstöðunnar. "} {"year":"2022","id":"184","intro":"Flestir starfsmenn leik- og grunnskóla voru bólusettir með Janssen, og eru ekki þríbólusettir. Þeir geta því ekki farið í smitgát í stað sóttkvíar. Samkvæmt nýrri reglugerð, sem tók gildi fyrir rúmri viku, þurfa þríbólusettir ekki að fara í sóttkví þó þeir hafi verið útsettir fyrir smiti.","main":"Þeir sem fengu Jansen-bóluefnið þurfa þrjár bólusetningar til að teljast fullbólusettir með örvunarskammt, líkt og þeir sem fengu aðrar tegundir bóluefnis, þrátt fyrir að Jansen hafi verið markaðssett sem eins skammts bóluefni, ólíkt hinum. Samkvæmt svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis, hafi komið í ljós að einn skammtur af Janssen standi alls ekki jafnfætis tveggja skammta bóluefnum til að draga úr smiti eða alvarlegum veikindum af völdum nýrri afbrigða kórónuveirunnar, svo sem delta. Til þess að falla undir nýja reglugerð um rýmkaða sóttkví og smitgát þríbólusettra, þurfa þeir sem fengu upphaflega Jansen-sprautuna að fá örvunarskammt, þó að þeir hafi þegar fengið viðbótarskammt, nema þeir hafi fengið covid í millitíðinni. Flestir starfsmenn leik- og grunnskóla voru bólusettir með Janssen í fyrrasumar og fengu viðbótarskammt í fyrrahaust. Fimm mánuðir þurfa að líða áður en þeir geta fengið örvunarskammt, sem verður því ekki fyrr en í febrúar. Verkunartími bóluefna er um tvær vikur. Þeir geta því ekki farið í smitgát í stað sóttkvíar fyrr en í fyrsta lagi eftir miðjan febrúar. Því er viðbúið að sóttkví starfsmanna hafi áfram töluverð áhrif á skólastarf.","summary":"Flestir starfsmenn leik- og grunnskóla hafa ekki fengið örvunarskammt og geta því ekki sloppið við sóttkví líkt og þríbólusettir. Viðbúið er að sóttkví starfsmanna hafi áfram veruleg áhrif á skólastarf."} {"year":"2022","id":"184","intro":"Flóðbylgja skall á eyríkinu Tonga í Kyrrahafi í morgun, í kjölfar neðansjávareldgoss. Margir lögðu á flótta frá ströndinni en ekki hefur verið tilkynnt um að neinn hafi slasast. Ösku rignir yfir höfuðstað eyríkisins.","main":"Höfuðstaður Tonga Nuku´alofa er í um sextíu og fimm kílómetra fjarlægð frá eldfjallinu Hunga Tonga-Hunga ha´apai. Þar hafa verið hræringar síðan á þriðjudag en í gærkvöld að staðartíma færðist gosið í aukana. Yfirvöld sendu út flóðbylgjuviðvörun og hvöttu fólk til að forða sér frá strandlengjunni. Birtar hafa verið myndir á samfélagsmiðlum af sjó flæða yfir kirkjur og heimili. Öldurnar voru um áttatíu sentimetra háar. Þá hafa borist fregnir af því að aska falli á byggð í höfuðstaðnum. Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur eftir Mere Taufa, íbúa á Tonga, að ósköpin hafi byrjað á meðan þau voru að undirbúa kvöldmatinn og hún hafi haldið að þetta væri sprengja. Fjölskyldan leitaði skjóls undir borði. Stuttu síðar byrjaði vatn að flæða inn í húsið. Gosmökkurinn nær tuttugu kílómetra til himins, hefur Jarðfræðistofnun Tonga gefið út. Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast. Drunurnar stóðu í átta mínútur í gærkvöld og heyrðust alla leið til Fiji sem er í átta hundruð kílómetra fjarlægð. Þar var fólki einnig ráðlagt að forða sér af láglendi og opnuð voru neyðarskýli.\nTonga samanstendur af hundrað sjötíu og tveimur eyjum og þar búa um hundrað og fimm þúsund manns.","summary":"Flóðbylgja skall á eyríkinu Tonga í morgun og það flæddi inn í hús. Fólk var hvatt til að forða sér frá strandlengjunni. Ekki hefur verið tilkynnt um að nein slys á fólki. "} {"year":"2022","id":"184","intro":"Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja Rússa vera búna að koma herþjálfuðum skemmdarverkamönnum fyrir í Úkraínu. Hlutverk þeirra er, að sögn Bandaríkjamanna, að hrinda af stað sýndaraðgerð sem notuð verður til að réttlæta innrás Rússa í landið.","main":"Stirt er milli Úkraínu og Rússlands og viðræður í vikunni báru ekki árangur. Rússar innlimuðu Krímskaga í Úkraínu árið 2014 og áhyggjur eru af því að allt að hundrað þúsund rússneskir hermenn séu við landamæri ríkjanna. Jen Psaki, talskona Hvíta hússins í Bandaríkjunum, sagði á blaðamannafundi í gær að áhyggjur væru af því að Rússar væru að undirbúa innrás í Úkraínu.\nWe have information that indicates Russia has already pre-positioned a group of operatives to conduct a false flag operation in eastern Ukraine. The operatives are trained in urban warfare and in using explosives to carry out acts of sabotage against Russia's own proxy forces.\nVið höfum upplýsingar um að Rússar hafi komið hermdarverkamönnum fyrir í Úkraínu sem eiga að gera árásir í austur Úkraínu. Þeir hafa hlotið herþjálfun og nota sprengiefni til að gera árásir á vopnaðar sveitir sem njóta stuðnings Rússa, sagði Psaki í gær. Hún benti á að árið 2014, í aðdraganda þess þegar Rússar innlimuðu Krímskaga, hafi stjórnvöld í Úkraínu verið sökuð um að skipuleggja árás í austurhluta landsins.\nAFP fréttaveitan hefur eftir Francois Heisbourg, sérfræðingi í alþjóðamálum hjá rannsóknarstofnun öryggismála í París, Foundation for Strategic Research, að staðan sé mjög viðkvæm og að hætta sé á stríði. Það geti einnig farið þannig að innrás myndi ekki miðast að yfirráðum yfir allri Úkraínu, heldur að því að tryggja yfirráð yfir Donbass í austri og ná yfirráðum að Krímskaga. Í Donbass hefur verið stríðsástand síðan árið 2014 þar sem uppreisnarmenn, studdir af Rússum, berjast við her Úkraínu. Talsmaður Rússlandsforseta, Dmitri Peskov, vísar þessum ásökunum Bandaríkjamanna á bug og segir engan fót fyrir þeim.","summary":"Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja Rússa þegar hafa komið herþjálfuðum skemmdarverkarmönnum fyrir í Úkraínu. Þeir eigi að hrinda af stað atburðarás sem réttlætir innrás rússneska "} {"year":"2022","id":"184","intro":"Kanadískur læknir tók á móti barni í 35 þúsund feta hæð yfir ánni Níl í byrjun desember. Hún var farþegi í þotu á leiðinni heim til Toronto í Kanada frá Sádí-Arabíu þegar tilkynning barst um kallkerfið að læknisaðstoðar væri óskað.","main":"Læknirinn Aisha Khatib hafði verið lengi á ferðalagi en ferðin frá Doha í Katar til Entebbe í Úganda var þriðji hluti langrar heimferðar þann 5. desember síðastliðinn. Annir hennar við liðveislu Covid-sjúklinga heima fyrir urðu til þess að sagan var ekki sögð fyrr en nú. Þegar kallið barst datt lækninum fyrst í hug að farþegi væri að fá hjartaáfall en í ljós kom að fyrsta barn úganskrar farandverkakonu var um það bil að koma í heiminn.\nKhatib lét ekki ferðaþreytuna hafa áhrif á sig heldur tók á móti barninu sem fæddist heilbrigt og hraust og var þegar í stað gefið nafnið Miracle Aisha, að hluta til í höfuðið á lækninum. Hún fékk aðstoð frá hjúkrunarfræðingi sérhæfðum í krabbameinslækningum og barnalækni sem starfar fyrir samtökin Læknar án landamæra.\nHann skoðaði stúlkuna sem hágrét og staðfesti að allt væri í himnalagi. Þegar Khatib óskaði móðurinn til hamingju með að hafa fætt heilbrigt stúlkubarn í heiminn brutust út mikil fagnaðarlæti meðal annarra farþega. Móður og barni var boðið að koma sér fyrir í viðskiptafarrými þotunnar eftir fæðinguna og Khatib læknir færði barninu hálsmen sem hún bar með nafninu sínu rituðu arabísku letri.","summary":null} {"year":"2022","id":"184","intro":"Leikmenn og þjálfari karlalandsliðsins í handbolta voru almennt mjög ánægðir með heildstæða liðsframmistöðu í sigrinum á Portúgal í fyrsta leik Evrópumótsins í gærkvöldi. Framundan er ekki síður snúinn leikur gegn Hollandi annað kvöld.","main":"Ísland lagði Portúgal með 28 mörkum gegn 24, og hafði undirtökin í leiknum frá því snemma leiks. Íslenska liðið sýndi fá, ef nokkra, veikleika gegn snúnum andstæðingi.\nSagði Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska liðsins. Undir þetta tók Ómar Ingi Magnússon sem viðurkenndi um leið að ekki hafi allt verið fullkomið í leik íslenska liðsins.\nGuðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, sagði gott að hafa byrjað mótið svona vel. Það hafi verið pressa á íslenska liðinu og ennþá smá óvissa um hversu vel þeir gætu spilað.\nNæsti leikur íslenska liðsins er annað kvöld og þá gegn ekki síður snúnum andstæðingi. Ísland mætir Hollandi, en þar heldur Erlingur Richardsson um stjórnartaumana. Holland kom mörgum á óvart með því að leggja heimamenn Ungverja að velli í fyrsta leik sínum.\nLeikur Íslands og Hollands er annað kvöld klukkan 19:30 og er sýndur beint á RÚV og lýst beint á Rás 2.","summary":null} {"year":"2022","id":"184","intro":"Stjórnendur veitingastaða mega fresta tveimur skattgreiðslum á fyrri hluta árs, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda til að bregðast við erfiðum rekstri á tíma lokana og skerts opnunartíma. Veitingamaður kallar eftir því að hlutabótaleiðin verði endurvakin.","main":"Veitingamaður með þrjá veitingastaði vill að stjórnvöld endurveki hlutabótaleiðina sem farin var í upphafi faraldurs. Stjórnvöld gefa veitingamönnum færi á að fresta tveimur gjalddögum opinberra gjalda til að bregðast við ástandinu.\nFrumvarp um aðstoð stjórnvalda við veitingastaði vegna skerts opnunartíma og lokana í faraldrinum birtist á vef Alþingis í gærkvöld. Samkvæmt því mega veitingastaðir fresta tveimur gjalddögum opinberra gjalda og tryggingagjalds á fyrri hluta árs fram yfir á seinni hluta árs og greiða þá á fjórum gjalddögum. Jafnframt fá veitingamenn framlengdan frest til að sækja um viðspyrnustyrki vegna nóvembermánaðar.\nBragi Skaftason kemur að rekstri þriggja veitingastaða í Reykjavík. Hann segir að frestun á tveimur gjalddögum hjálpi en sé afskaplega lítill hluti af heildinni. Hann segir að eftir tvö ár af takmörkunum séu launin að sliga veitingahúsin. Bragi vísar til þess sem gert var í upphafi faraldurs.\nÞá kom fram mjög góð leið sem ég vil bara sjá ríkið endurtaka. Það var hlutabótaleið fyrir fyrirtæki sem lenda svona hrikalega í því. Ég er með fullt af starfsfólki sem er á fullum launum hjá mér og hefur ekkert að gera.\nEinn þeirra staða sem Bragi rekur er opinn fjóra tíma á dag í stað átta eða tíu við eðlilegar aðstæður. Tekjurnar eru einn þriðji þess sem vænta mætti. Bragi segir að það gangi ekki að eilífu. Stað sem hann seldi á síðasta ári var lokað um áramót.\nÉg hef ekki þurft að segja upp starfsfólki ennþá. Þegar ég segi ekki þurft, ég hef bara þrást við. Ég stend með mínu fólki, ég horfi á þetta sem samvinnufólk sem er sérfræðingar í sinni grein. En ef ástandið heldur áfram að vera jafn slæmt og það er núna og ríkið ætlar ekki að koma til móts við okkur meira en boðað er, ef launaliðurinn verður ekki dekkaður að einhverju leyti, þá þurfum við aðeins að fara að skoða ástandið. Ég ætla ekki að far","summary":"Stjórnendur veitingastaða mega fresta tveimur skattgreiðslum á fyrri hluta árs, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda til að bregðast við erfiðum rekstri á tíma lokana og skerts opnunartíma. Veitingamaður kallar eftir því að hlutabótaleiðin verði endurvakin."} {"year":"2022","id":"185","intro":"Danir fagna því dag að fimmtíu ár eru liðin frá upphafi valdatíðar Margrétar Þórhildar drottningar. Hún tók við völdum 14. janúar 1972 þegar faðir hennar, Friðrik IX Danakonungur lést. Hún var þá rétt yfir þrítugu.","main":"Árið 1972 voru 45 af hundraði Dana fylgjandi því að konungdæminu yrði viðhaldið en nú eru tveir þriðju þeirrar skoðunar. Margrét hefur á fimmtíu ára valdatíð fært embættið til mjög til nútímaáttar þannig að konungsfjölskyldan er almennt mjög vinsæl í landinu.\nHún er fyrsta drottning Dana og sá þjóðhöfðingi sem næst lengst hefur setið í þessu elsta konungdæmi Evrópu. Margrét fyrsta réði ríkjum í Danmörku á árunum 1375 til 1412 en var aldrei formlega krýnd drottning. Núverandi drottning valdi nafnið henni til heiðurs en hún segist ákveðin í að sinna störfum sínum þar til yfir lýkur. Það er enda ekki hefð fyrir öðru í Danmörku.\nMiklar vinsældir Margrétar má meðal annars þakka hve hún lætur dægurþras stjórnmálanna lönd og leið. Drottninging þykir alþýðleg, skemmtileg, listræn og vinnusöm. Hinrik prins eiginmaður Margrétar lést árið 2018 en synir þeirra eru ríkisarfinn Friðrik og Jóakim prins.\nMargrét tekur þátt í athöfn í þinghúsinu og leggur blómsveig að leiði foreldra sinna í Hróarskeldu. Fjölmennum samkomum til að minnast hálfrar aldar valdatíðar Margrétar II Þórhildar drottningar hefur verið frestað fram í september vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í Danmörku.","summary":null} {"year":"2022","id":"185","intro":"Umfangsmikil tölvuárás var gerð í nótt á vefsetur margra ríkisstofnana og ráðuneyta í Úkraínu. Enn hefur ekki verið upplýst hver stóð að henni.","main":"Netglæpamenn réðust í nótt á vefsetur margra ríkisstofnana og ráðuneyta í Úkraínu. Ekki er talið að þeir hafi komist yfir neinar viðkvæmar upplýsingar. Ekki liggur fyrir hver stóð fyrir árásunum.\nNokkru fyrir árásirnar birtu netglæpamennirnir viðvörun á vefsetrunum þar sem sagði að Úkraínumenn skyldu búa sig undir hið versta. Síðan slokknaði á þeim einu af öðru, þar á meðal vefjum utanríkisráðuneytisins og menntamálaráðuneytisins og sendiráðum Úkraínu í Bretlandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Að sögn öryggislögreglunnar SBU var ráðist á á annan tug vefsetra hins opinbera. Eftir nokkrar klukkustundir hafði tekist að ræsa nokkur á ný. Glæpagenginu tókst ekki að komast yfir neinar viðkvæmar persónulegar upplýsingar samkvæmt frumrannsókn á árásunum.\nEnn hefur ekki verið greint frá því hver eða hverjir voru að verki. Haft er eftir talsmanni stjórnvalda að Rússar hafi staðið að mörgum tölvuárásum að undanförnu. Öryggislögreglan segist hafa komið í veg fyrir tólf hundruð slíkar á fyrstu níu mánuðum síðasta árs. Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hét Úkraínumönnum í dag allri þeirri aðstoð sem stofnanir sambandsins gætu veitt við að upplýsa málið og koma vefsetrunum í gang á ný. Þá sagði Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, að árásirnar í nótt hefðu verið nákvæmlega af því tagi sem gera hafi mátt ráð fyrir.","summary":"Umfangsmikil tölvuárás var gerð í nótt á vefsetur margra ríkisstofnana og ráðuneyta í Úkraínu. Enn hefur ekki verið upplýst hver stóð að henni."} {"year":"2022","id":"185","intro":"Umboðsmanni Alþingis hefur borist erindi um pakkagjaldskrá Íslandspósts frá Félagi íslenskra atvinnurekenda. Félagið krefst rannsóknar á stjórnsýslu eftirlitsstofnana vegna gjaldskrárinnar, sem þau telja ólögmæta, þar sem hún hafi verið gróflega undirverðlögð.","main":"Félag íslenskra atvinnurekenda segir að gjaldskráin, sem var í gildi frá ársbyrjun 2020 til 1. nóvember síðastliðins, hafi grafið undan samkeppnisstöðu annarra póst- og vörudreifingarfyrirtækja með undirverðlagningu. Með henni hafi verið brotin ákvæði póstlaga um að miða skuli við raunkostnað að viðbættum hæfilegum hagnaði. Verðlækkun þessi kom til í kjölfarið á lögum um að verðlag póstsendinga skyldi verið hið sama á landsvísu. Íslandspóstur lækkaði þá verð á landsbyggðinni.\nFélagið bendir einnig á að Póst- og fjarskiptastofnun hafi úrskurðað að Íslandspóstur fengi á annað hundrað milljóna króna í styrk vegna verðlagningarinnar og hafi stofnunin haldið því fram að lagaákvæði um raunkostnað væri ekki að fullu virkt.\nFélag íslenskra atvinnurekenda segir að stjórnsýslustofnanir séu ekki þess umkomnar að lýsa lög óvirk. Yfirlýsingar um slíkt séu ósvífnar og grafi undan grundvallarreglu stjórnskipunarréttar um þrískiptingu ríkisvaldsins.","summary":null} {"year":"2022","id":"185","intro":"Smábátasjómenn telja að Fiskistofa hafi nánast gefið tveimur stórútgerðum allan byggðakvóta loðnu. Aðeins fengust rúm þúsund tonn af þorski fyrir alla byggðaloðnuna á skiptimarkaði.","main":"Smábátasjómenn eru æfir vegna þess hve lélegum tilboðum var tekið í 35 þúsund tonn af byggðaloðnu á skiptimarkaði. Aðeins fengust rúm þúsund tonn af þorski fyrir loðnuna. Þeir telja að þetta sé ástæða þess að skerða þurfi strandveiðar og byggðakvóta.\nMikill loðnukvóti var gefinn út og eins og með aðrar tegundir fara 5,3% aflheimilda í byggðapotta, svo sem byggðakvóta og strandveiði. Smábátar veiða ekki loðnu og því er byggðaloðnan boðin út og skipt á henni fyrir þorsk. Skiptimarkaður fór fram í desember og þar fékk Eskja um 30 þúsund tonn af loðnu og Síldarvinnslan um 5 þúsund tonn. Í staðinn létu fyrirtækin samtals 1078 tonn af þorski.\nÞarna telja smábátasjómenn að illa hafi verið farið með byggðaloðnuna. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að miðað við þorskígildisstuðla hefðu átt að fást 12.600 tonn af þorski fyrir loðnuna. Hann telur að á uppboðsmarkaðnum hefði verið sanngjarnt að fá 6-7000 tonn. Þarna munar alla vega 5000 þúsund tonnum af þorski sem smábátaasjómenn missa. Til samanburðar er allur strandveiðikvóti næsta sumars 8500 tonn. Örn er mjög óánægður með hvernig Fiskistofa hélt á málum.\nÞessi viðskipti eru algjörlega út í hött. Það að láta þarna 35 þúsund tonn af loðnu inn í kerfið þegar loðnuveiðar eru varla hafnar. Ganga mjög illa, allt er veitt í gúanó og verðið lélegt. Þá má búast við því að niðurstaðan verði eins og hún var. Þarna hefði átt að bíða og sjá hvernig vertíðin fer af stað. Og þegar er komin bullandi veiði að þá kannski að láta þetta inn. En síðan þyrfti að vera einhver lágmarksstuðull til að tryggja að nægjanlega mikið fengist inn í pottinn.\nHann telur að ef sanngjarnt magn af þorski hefði fengist fyrir loðnuna hefði ekki þurft að skerða strandveiðar um 1500 tonn. Þá hefði verið hægt að uppfylla ósk strandveiðiflotans um 48 daga á veiðum.\nTil á bæta gráu ofan á svart sé loðnan á þessari vertíð án veiðigjalda.\nÞað er vegna þess að það veiddist lítið, nánast ekkert 2019 og 2020. En síðan þegar skiptin koma þá kemur veiðigjald á þorskinn. Þetta er svona dálítið misvísandi allt saman í þessu.","summary":"Smábátasjómenn telja að Fiskistofa hafi nánast gefið tveimur stórútgerðum allan byggðakvóta loðnu. Aðeins fengust rúm þúsund tonn af þorski fyrir alla byggðaloðnuna á skiptimarkaði. "} {"year":"2022","id":"185","intro":"Sú skoðun ríkir víða um land að óeðlilegt sé að neyðarstig gildi á þeim svæðum landsins þar sem smit eru fá og því fáir í einangrun eða sóttkví. Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri segist líta á heilbrigðiskerfið sem eina heild og þar sé nauðsynlegt að sama viðbúnaðarstig gildi alls staðar.","main":"Það er mikill munur á fjölda smita á landinu og reginmunur á höfuðborgarsvæðinu og stærstum hluta landsbyggðarinnar. Og þó þau svæði séu fá, þar sem engin smit er að finna og enginn í einangrun, þá eru þau til. Sú skoðun er þannig víða ríkjandi að óeðlilegt sé að neyðarstig eigi að gilda um allt landið. Undanskilja eigi þau landsvæði þar sem smitin eru hvað fæst.\nJá, já, ég hef að sjálfsögðu heyrt af þessu og verið töluverð umræða hjá okkur líka. Vegna þess að við erum, þannig lagað, á allt öðrum stað en höfuðborgarsvæðið.\nSegir Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Hins vegar líti hún svo á að neyðarstig almannavarna, og þá sérstaklega neyðarstig á Landspítalanum, hafi mikil áhrif á heilbrigðiskerfið á landinu öllu.\nVegna þess að ég lít á kerfið sem eina heild og þess vegna er mjög mikilvægt að við vinnum saman.\nAuk þess þurfi ekki að grípa til harðari aðgerða á stofnun eins og Sjúkrahúsinu á Akureyri þótt í gildi sé neyðarstig. Viðbúnaðurinn sé það mikill fyrir.\nOg við þurfum ekki að gera meira þó svo að almannavarnakerfið sé á neyðarstigi. En hvort þetta sé rétt eða rangt ætla ég ekki endilega að dæma um hér. En við höldum bara áfram okkar ferli og höfum upplýst ráðamenn um hvað við erum að gera og það er alveg sátt um það hjá okkur","summary":"Þótt mikill munur sé á fjölda smita á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu, telur forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri að neyðarstig skuli gilda um allt land. Sú skoðun er víða ríkjandi að ekki skuli setja á neyðarstig þar sem smitin eru fæst."} {"year":"2022","id":"185","intro":"Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur gefið leyfi fyrir tveimur meðferðum við COVID-19. Með þeim á að draga verulega úr hættu á alvarlegum veikindum eða andlátum af völdum sjúkdómsins.","main":"Fjallað er um málið í breska læknablaðinu BMJ. Sérfræðingar stofnunarinnar segja að sé gigtarlyfið Baricitinib gefið alvarlega veikum sjúklingum ásamt sterum minnki þörf á notkun öndunarvéla og lífslikur aukist.\nEinnig er mælt með notkun einstofna mótefnislyfsins Sotrovimab til að koma í veg fyrir mikil veikindi og sjúkrahúsinnlögn hjá eldra fólki, fólki með ónæmisbrest eða langvinna sjúkdóma á borð við sykursýki. Sérfræðingar segja gagnsemi lyfsins óverulega fyrir fólk sem ekki er í hættu á að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús auk þess sem virkni þess gegn nýjum afbrigðum á borð við omíkron sé enn óljós.\nAlþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur þrisvar áður veitt leyfi til notkunar lyfjameðferðar við COVID-19. Ráðleggingar um meðferð eru uppfærðar reglulega í ljósi niðurstaðna klínískra rannsókna.\nOmíkron afbrigðið fer mikinn um allan heim og óttast sérfræðingar heilbrigðisstofnunarinnar að helmingur allra Evrópubúa eigi eftir að sýkjast af völdum þess á næstu tveimur til þremur mánuðum.","summary":null} {"year":"2022","id":"186","intro":"Aðalmeðferð hófst í morgun í Héraðsdómi Reykjaness í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu á nuddstofu sinni fyrir áratug. Hann nýtti rétt sinn til að tjá sig ekki um sakargiftir í skýrslutöku sinni fyrir dómi og lýsti því yfir að hann hefði ekki komið við brjóst eða kynfæri konunnar á óviðeigandi hátt.","main":"Réttarhaldið í morgun var opið og er það í fyrsta skipti á þessari öld sem slíkt er gert í kynferðisbrotamáli. Réttarhöld eru alla jafnan lokuð í málum sem þessum.\nJóhannes var í nóvember dæmdur í sex ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum og er þetta því annað dómsmálið sem er rekið á hendur honum.\nKonan í málinu er ein af ellefu sem kærði Jóhannes til lögreglunnar fyrir fjórum árum en héraðssaksóknari ákvað að gefa ekki út ákæru á sínum tíma.\nHún kærði þá ákvörðun til ríkissaksóknara sem lagði fyrir lögreglu að rannsaka málið að nýju og ákæra var gefin út í maí á síðasta ári\nJóhannes Tryggvi neitar sök. Hann gaf skýrslu fyrir dómi í morgun í gegnum fjarfundabúnað þar sem hann er í sóttkví. Þar nýtti hann rétt sinn til að tjá sig ekki um sakargiftir, umfram það sem hefði komið fram í skýrslutöku yfir honum hjá lögreglu. Hann kvaðst ekki hafa komið við brjóst eða kynfæri konunnar á óviðeigandi hátt.\nSkýrslutakan tók því ekki meira en nokkra mínútur.\nJóhannes fékk síðan að fylgjast með skýrslutöku konunnar í gegnum fjarfundabúnaðinn í tölvu sem var stillt upp við hlið verjanda hans.","summary":"Aðalmeðferð hófst í morgun í máli manns sem er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn konu á nuddstofu sinni fyrir um áratug. Þinghaldið var opið og er þetta í fyrsta skipti á þessari öld sem þinghald í kynferðisbrotamáli er opið almenningi."} {"year":"2022","id":"186","intro":"Tryggingafélagið VÍS telur óþarft að hafa áhyggjur af skaðlegum áhrifum sements á klæðningu og þök húsa á Akranesi. Sementsverksmiðjan hefur gert endurbætur til að koma í veg fyrir að slys sem varð fyrir ári endurtaki sig.","main":"Fyrir ári gaus sementsryk upp úr yfirfullum tanki Sementsverksmiðjunnar á Akranesi og dreifðist yfir hús og bíla í nágrenni hans. Þeir Skagamenn sem lentu í að eignir þeirra voru þaktar sementsryki hafa lýst áhyggjum af að langtímatjón væri vanmetið af hálfu VÍS sem sá um tjónauppgjör fyrir Sementsverksmiðjuna. Í svari VÍS til fréttastofu segir að Verkfræðistofan Verkís hafi verið fengin sem hlutlaus aðili til að meta tjón á eignum og hvort rykið hefði varanleg áhrif á bárujárnsklæðningar og gler. Í niðurstöðum segi að hvorki séu sjáanleg ummerki um tjón né gefi prófanir til kynna að sementið hafi haft eða muni hafa áhrif á gæði og endingu bárujárnsklæðninga, því séu áhyggjur af langtímatjóni óþarfar.\nSamkvæmt Sementsverksmiðjunni gaus grátt Portlandsement upp úr tankinum sem yfirfylltist fyrir ári en það flokkast sem hraðsement. Sé það fljótt hreinsað af eigi að vera hægt að koma í veg fyrir alvarlegt tjón. Fyrirtækið hefur gripið til aðgerða til þess að koma í veg fyrir að slysið, sem varð vegna mannlegra mistaka, endurtaki sig. Meðal annars hefur eftirlit verið bætt með myndavélum og lokinn á toppi tanksins sem opnaðist í slysinu verið festur niður.","summary":null} {"year":"2022","id":"186","intro":"Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins vill engar viðræður við Rússa um málefni Úkraínu meðan tugþúsundir rússneskra hermanna eru við landamærin. Utanríkis- og varnarmálaráðherrar ESB-ríkjanna ræða Úkraínudeiluna á óformlegum fundi í dag.","main":"Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, segir að engar viðræður eigi að fara fram við Rússa um málefni Úkraínu meðan tugþúsundir rússneskra hermanna eru við úkraínsku landamærin. Með því séu Rússar að skapa óviðunandi þrýsting sem vesturveldin eigi ekki að beygja sig undir.\nJosep Borrell lét þessi orð falla við fréttamenn fyrir óformlegan fund utanríkis- og varnarmálaráðherra Evrópusambandsins í Brest í Frakklandi í dag. Málefni Úkraínu og ótti vesturveldanna um yfirvofandi innrás Rússa í landið er þar til umræðu. Utanríkismálastjórinn sagði að engar ákvarðanir yrðu teknar á fundinum enda væri hann óformlegur. Hins vegar kann yfirlýsing að verða gefin út í lok hans.\nSendinefndir Bandaríkjanna og Rússlands ræddu málefni Úkraínu og varnar- og öryggismál í Evrópu á fundi í Genf í Sviss á mánudag. Margir undruðust að Evrópuþjóðir ættu ekki fulltrúa á fundinum. Josep Borrel sagði í dag að það hefði engu máli skipt. Samskipti Evrópusambandsins og Bandaríkjastjórnar væru framúrskarandi, betri en nokkru sinni fyrr. Einnig bæru hann og framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins iðulega saman bækur sínar. Rússar ræddu í gær við Atlantshafsbandalagið um öryggis- og varnarmál í Evrópu og Úkraínudeiluna. Sá fundur skilaði engum árangri frekar en viðræðurnar við sendinefnd Bandaríkjastjórnar á mánudag.","summary":"Utanríkismálastjóri Evrópusambandsins vill engar viðræður við Rússa um málefni Úkraínu meðan tugþúsundir rússneskra hermanna eru við landamærin. Utanríkis- og varnarmálaráðherrar ESB ríkjanna ræða Úkraínudeiluna á óformlegum fundi í dag."} {"year":"2022","id":"186","intro":"Ný skoðanakönnun sem birtist í Lundúnablaðinu The Times í dag bendir til þess að Verkamannaflokkurinn njóti stuðnings umtalsvert fleiri kjósenda en Íhaldsflokkurinn ef kosið yrði til breska þingsins nú. Bogi Ágústsson tók saman.","main":"Skoðanakönnunin sem Times birtir í dag og gerð er af Yougov bendir til að fylgi Íhaldsflokksins hafi minnkað um fimm af hundraði frá könnun í síðustu viku. 28 prósent kjósenda sögðust í nýju könnuninni ætla að kjósa Íhaldsflokkinn. 38 prósent ætla að kjósa Verkamannaflokkinn og hann bætir aðeins einu prósentustigi við fylgi sitt. Yougov spurði áður en Boris Johnson, forsætisráðherra, viðurkenndi í þinginu í gær að hafa verið í garðveislu í Downingstræti 10 í maí 2020 þegar allar samkomur voru bannaðar vegna farsóttarinnar. Yougov spurði hvort Johnson ætti að segja af sér og reyndust 60 prósent þeirrar skoðunar, þar af nærri 40 prósent þeirra sem kusu Íhaldsflokkinn í síðustu kosningum. Þá segja nærri 80 prósent að forsætisráðherra hafi ekki svarað sannleikanum samkvæmt um veisluhöld í embættisbústað hans. Könnun Sky fréttastofunnar í gær bendir einnig til víðtækrar óánægju með forsætisráðherra. Fréttaskýrendur hafa bent á að Íhaldsflokkurinn geti huggað sig við að þrátt fyrir fylgistap flokksins hafi höfuðandstæðingurinn, Verkamamannaflokkurinn, ekki bætt við sig fylgi sem neinu nemi. Það breytir því þó ekki að mikil óánægja er með Boris Johnson og aðstandendur þeirra sem hafa látist í kórónuveirufaraldrinum eru forsætisráðherra margir ævareiðir.\nÞeirra á meðal er Lindsay Jackson, sem er talsmaður samtaka aðstandenda. Hún segist vilja forsætisráðherra á brott, hún vilji geta borið virðingu fyrir stjórnmálamönnum, Johnson njóti engrar virðingar, hvorki hennar né yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar sem hafi fylgt sóttvarnareglum.\nI want him (Boris Johnson) gone. I want, I want politicians I can respect. And he doesn't have any respect, not from me and not from the vast majority of people in this country who followed the rules.","summary":null} {"year":"2022","id":"186","intro":"Oddviti sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ segist ekki vilja kísilverksmiðjuna í Helguvík og þykir leitt að hún hafi ekki verið seld úr landi eins og til stóð um tíma.","main":"Hjördís Rut Sigurjónsdóttir tók saman og talaði við Margréti Sanders.\nMargrét segir reynsluna af kísilverinu á Bakka ekki sannfærandi og henni þyki miður að Arion banki hafi ekki selt verksmiðjuna úr landi. Hún vonar að ekki verði af enduropnun kísilversins.\nVið teljum að undirstaða alls hjá sveitarfélögum er öflug atvinnulíf. Það eru tekjur sem sveitarfélagið verður að fá en það er ekkert bara no matter what, það verður að vera í lagi og þetta hefur gengið brösuglega á Bakka og við getum þess vegna ekki farið að samþykkja einhverja tilraunastarfsemi í Helguvík, það er bara þannig.\nHún segir að þrátt fyrir tímabundið atvinnuleysi séu önnur tækifæri og ekki síst á Reykjanesi þar sem er flugvöllur og góðar hafnir.","summary":null} {"year":"2022","id":"186","intro":null,"main":"Nú þegar menn sanka að sér súrum pungum, magálum, bringukollum og sviðakjömmum stefnir allt í að mörg þorrablót verði blásin af. Veirufaraldurinn hefur sett þessar samkomur í uppnám. Örlög Kópavogsblótsins ráðast á fundi í dag. Tvö þúsund og fjögur hundruð miðar voru í boði og þeir seldust upp á svipstundu. Veiran kom í veg fyrir blótið í fyrra. Íþróttafélögin Breiðablik, HK og Gerpla standa sameiginlega að þorrablótinu sem er á dagskrá á bóndadaginn, annan föstudag í Kórnum í Kópavogi. Olga Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Gerplu er ekki bjartsýn á að af blótinu verði. Erfitt geti reynst að fresta því vegna þess að íþróttahúsin eru umsetin.","summary":"Þorrablót eru í uppnámi. Ákvörðun verður tekin í dag hvort Kópavogsþorrablótið stóra verður slegið af. Tvö þúsund og fjögur hundruð miðar voru í boði og seldust þeir á svipstundu."} {"year":"2022","id":"186","intro":null,"main":"Atkvæðagreiðslu um kjarasamning félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga lauk á hádegi. Niðurstöðu er að vænta fljótlega. Lífskjarasamningurinn svokallaði, við heildarsamtök launafólks, var undirritaður í apríl 2019 en grunnskólakennarar sömdu í byrjun september 2020. Sá samningur var til sextán mánaða og náði til 5,400 kennara. Ekki náðist samkomulag um útfærslu á styttingu vinnutímans og álagsgreiðslur m.a. vegna kórónuveirufaraldursins. Kjaradeilunni var því vísað til sáttasemjara 11. desember og samningur undirritaður 30. desember. Samþykki kennarar samninginn, gildir hann til 31. mars 2023 líkt og aðrir kjarasamningar opinberra starfsmanna.","summary":"Atkvæðagreiðslu um kjarasamning grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga lauk á hádegi. Niðurstöðu er að vænta í dag."} {"year":"2022","id":"186","intro":"Stjórn Festar hyggst endurskoða starfsreglur stjórnar félagsins vegna máls Vítalíu Lazarevu. Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður, sagði af sér eftir að málið varð opinbert en stjórnin gat ekkert aðhafst þegar henni bárust fyrst fregnir af málinu.","main":"Í tilkynningu frá stjórn Festar til Kauphallarinnar segir að skýr skilaboð hafi komið frá samfélaginu um að fyrirtæki sem tengist kynferðisbrotamálum bregðist fyrr við og taki á málum með skýrari og ákveðnari hætti. Umrætt mál hafi verið litið mjög alvarlegum augum af stjórninni en hún hafi haft lítið rými til að bregðast við í samræmi við lög, samþykktir og reglur sem henni beri að starfa eftir. Þegar málið hafi svo orðið opinbert með afgerandi hætti, með viðtali Vítalíu í Eigin konum, hafi Þórður Már sagt af sér.\nAð fenginni þessari reynslu sé það mat stjórnar Festar að þörf sé á að endurskoða starfsreglur stjórnarinnar með það að markmiði að bæta reglur og gera vinnulag skýrara ef fram koma upplýsingar sem benda til mögulegs vanhæfis stjórnarmanna. Niðurstaða þeirrar endurskoðunar á að liggja fyrir og verður kynnt á aðalfundi félagsins 22. mars.","summary":null} {"year":"2022","id":"187","intro":"268 tilkynningar vegna gruns um alvarlega aukaverkun hafa borist Lyfjastofnun frá því að bólusetningar við covid hófust. 34 tilkynningar hafa borist vegna bólusetninga í aldurshópnum 12-15 ára. Gögn sem Lyfjastofnun Evrópu hefur yfirfarið staðfesta gagnsemi bólusetninga þrátt fyrir að virknin gegn omíkron sé minni.","main":"Nýlegar rannsóknir sýna að virkni bóluefna gegn covid er minni gegn omíkron en öðrum afbrigðum veirunnar. Þetta kemur fram á vef Lyfjastofnunar, sem vitnar í upplýsingar frá Lyfjastofnun Evrópu. Eins kemur fram að virkni bóluefna dvíni með tímanum og því hættara við að fleiri bólusettir veikist. Rannsóknirnar staðfesta einnig að tíðni sjúkrahúsinnlagna í kjölfar sýkingar af omíkron séu lægri en vegna fyrri afbrigða veirunnar. Þá veiti bólusetning vörn gegn alvarlegum sjúkdómi og því þurfi hlutfallslega færri en áður á sjúkrahús. Gögn frá Suður- Afríku sýna að tvíbólusettir eru 70 prósent ólíklegri til að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda og í Bretlandi hefur sýnt sig að þrátt fyrir að virkni bóluefnanna dvíni með tímanum að þá þá eykst vörnin með örvunarskammti og þeir sem hann hafa fengið eru 90 prósent ólíklegri til að leggjast inn á sjúkrahús. Er þetta í samræmi við margt sem áður hefur komið fram. Rúna Hauksdóttir Hvannberg er forstjóri Lyfjastofnunar.\nAð því leiti er þetta nýtt, að það er staðfesting á þeim vísbendingum sem voru uppi.\n268 tilkynningar vegna gruns um alvarlega aukaverkun hafa borist Lyfjastofnun frá því að bólusetningar hófust. Um tilkynningar er að ræða og orsakasamband við bóluefnin hafa ekki verið staðfest. Flestar tilkynningarnar, samtals 131 varða bóluefni Pfizer sem langflestir hafa verið bólusettir með eða rúmlega 156 þúsund manns. Tilkynningarnar varða 0,08 prósent tilfella. 37 tilkynningar bárust vegna Moderna, 82 vegna Astra Zenica og 18 vegna Jansen. Tilkynntar aukaverkanir vegna þessara bóluefna eru á bilinu 0,03 til 0,18 prósenta sé horft til þess fjölda sem þegið hafa bóluefnin. Samtal varða 35 tilkynninganna varða andlát. 24 varða aldraða einstaklinga og af þeim voru 17 með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma.171 tilkynning barst vegna sjúkrahúsvistar, af þeim vörðuðu 38 lífhættulegt ástand. 34 tilkynningar hafa borist vegna bólusetninga í aldurshópnum 12-15 ára, fjórar þeirra teljast alvarlegar. 80 prósent 12 til 15 ára barna á Íslandi hafa verið bólusett að minnsta kosti einu sinni og langflest tvisvar sinnum.\nRúna segir mikilvægt að tilkynna aukaverkanir því það ýti undir að rannsóknir séu gerðar þegar ástæða þyki til eins og með áhrif á tíðahring kvenna.\nÞað virðist vera áhrif á, möguleg áhrif á tíðahringinn en ekki áhrif á frjósemi og mikil áhersla lögð á það, það eru komnar nýjar niðurstöður að það sé mikilvægt fyrir ófrískar konur að láta bólusetja sig og þetta hafi ekki áhrif á ófrískar konur.","summary":null} {"year":"2022","id":"187","intro":"Heimastjórn á Borgarfirði eystra vill að stjórnvöld endurskoði hvernig almennum byggðakvóta er úthlutað. Miða ætti við að slíkur kvóti nýtist brothættum byggðum sérstaklega. Borgarfjörður eystri hefur tekið þátt í Brothættum byggðum en fær þó aðeins lágmarkskvóta.","main":"Heimastjórn Borgarfjarðar eystri mótmælir harðlega skerðingu á aflaheimildum strandveiða milli ára. Þá undrast heimastjórn að byggðakvóti sé ekki nýttur markvisst í þágu brothættra byggða. Borgarfjörður fær 15 tonn á meðan Þorlákshöfn fær 70.\nKvóti til strandveiða var minnkaður með reglugerð ráðherra 21. desember. Í fyrra máttu bátar veiða 10 þúsund tonn á strandveiðum en í ár er þetta skorið niður um 1500 tonn. Verður smábátum því aðeins leyft að veiða 8500 tonn á strandveiðum á þessu ári. Í bókun heimastjórnar á Borgarfirði eystra segir að á undanförnum árum hafi ungir menn haslað sér völl í útgerð á staðnum með strandveiðibátum. Þá sé afli strandveiðibáta stór hluti landaðs afla yfir sumartímann. Því muni skerðingin koma niður á íbúum á Borgarfirði. Þá séu það gríðarlega vonbrigði að ekki séu tryggðir 48 dagar til strandveiða ár hvert.\nBorgarfjörður eystri hefur líka fengið úthlutað byggðakvóta en hún veldur vonbrigðum enn og aftur. Borgarfjörður fær áfram aðeins lágmarkskvóta eða 15 tonn. Alls fá 50 byggðarlög slíkan kvóta og 16 þeirra fá lágmarksúthlutun. Djúpivogur, Flateyri og Tálknafjörður frá hámarksúthlutun eða 300 tonn. Byggðakvótinn dregst mest saman í Þorlákshöfn eða um meira en helming, og fer niður í 70 tonn.\nGagnrýnt hefur verið að úthlutun almenns byggðakvóta sé ómarkviss og dreifist víða. Stærri hluti hans ætti að fara í svokallaða sértæka úthlutun á þeim stöðum þar sem markvisst er unnið að uppbyggingu í tengslum við nýtingu byggðakvótans. Heimastjórn á Borgarfirði eystra ætlar að sækja um slíkan sértækan byggðakvóta en vill einnig að fyrirkomulag almenna byggðakvótans verði endurskoðuð. Stefna ætti að því að sá hluti kvótans nýtist sérstaklega byggðarlögum sem skilgreind eru sem brothætt byggð.\nAf því verkefni berast líka vondar fréttir, því fram kemur í fundargerð heimastjórnar að Byggðastofnun hafi hafnað því að framlengja um eitt ár verkefni í tengslum við brothættar byggðir á Borgarfirðir eystra, sem ber yfirskriftina Betri Borgarfjörður. Heimastjórn óskar eftir því við sveitarfélagið Múlaþing að það taki við verkefninu og leggur til að ráðinn verði starfskraftur sem gegni sambærilegu hlutverki og verkefnastjóri Brothættra byggða.","summary":"Heimastjórn á Borgarfirði eystra vill að stjórnvöld endurskoði hvernig almennum byggðakvóta er úthlutað. Miða ætti við að slíkur kvóti nýtist brothættum byggðum sérstaklega. Borgarfjörður eystri hefur tekið þátt í brothættum byggðum en fær þó aðeins lágmarkskvóta."} {"year":"2022","id":"187","intro":"Um 600 starfsmenn skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar eru ýmist í einangrun eða í sóttkví. Staðan hefur versnað mikið á skömmum tíma.","main":"Staðan hefur verið að þyngjast í skólakerfinu með fjölgun smita vegna kórónuveirunnar. Starfsmönnum sem þurfa í sóttkví hefur fjölgað hratt síðustu daga.\nForföll vegna Covid eru um 10 prósent sem þýðir að það eru nálega um 600 starfsmenn hjá okkur í einangrun eða í sóttkví. Svo bætist til viðbótar forföll útaf öðrum veikindum og aðstæðum þannig að það er víða erfitt um vik að halda úti fullri þjónustu. Róðurinn hefur verið að þyngjast mikið á síðustu vikum. Í byrjun árs voru forföllin um sjö prósent vegna Covid en eru 10% núna og við fylgjumst mjög vel með og það er töluvert að bætast við af smitum. Það er ívið meira hjá börnum en hjá starfsfólki.\nÞið hljótið að hafa áhyggjur af stöðunni því þetta virðist breytast hratt þessa dagana.\nJá við höfum áhyggjur af stöðunni og okkar leiðbeiningar til stjórnenda er að sýna meiri varúð og skoða hópinn mjög vel uppá hvaða upplýsingar þeir gera til rakningateymisins varðandi mögulega smitgát eða sóttkví.","summary":"Um sex hundruð starfsmenn á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur eru ýmist í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirusmits. Sviðsstjóri segir sífellt erfiðara að halda uppi skólastarfi. "} {"year":"2022","id":"187","intro":"Stjórnarandstæðingar á breska þinginu sækja hart að Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa brotið sóttvarnarreglur og sagt þinginu ósatt um garðveislu sem haldin var í Downingstræti 10 vorið 2020. Hann hefur til þessa hvorki neitað því né játað að hafa verið í veislunni.","main":"Fyrirspurnatími er hafinn í neðri málstofu breska þingsins þar sem stjórnarandstæðingar krefja Johnson svara, um hvort hann og eiginkona hans hafi tekið þátt í garðveislu á sama tíma og strangar reglur um sóttvarnir og samkomuhald voru í gildi vegna farsóttarinnar. Hann hefur til þessa engu viljað svara um málið.\nFyrirspurnartíminn hófst á yfirlýsingu frá Boris Johnson, sem stjórnmálaskýrendur sögðu að kynni að vera sú mikilvægasta á stjórnmálaferli hans til þessa: Hann byrjaði á að biðja forseta þingsins afsökunar.\nHann bætti því síðan við að hann hefði fengið nægar upplýsingar til þess að hann áttaði sig á að mistök hefðu verið gerð og að hann axlaði ábyrgð á þeim.\nÞað var ITV sjónvarpsstöðin sem greindi í vikunni frá tölvupósti frá því í maí 2020 þar sem starfsfólki í Downingstræti 10 var boðið að taka þátt í garðveislu. Fjörutíu eru sagðir hafa tekið þátt í hinni. Fleiri upplýsingar hafa borist um veislugleði í höfuðstöðvum bresku ríkisstjórnarinnar, sem jafnframt er bústaður forsætisráðherrans, eftir að faraldurinn braust út með ströngum samkomutakmörkunum. Boris Johnson hefur legið undir ámæli stjórnarandstöðunnar vegna þessa og nú virðist þolinmæði æ fleiri samherja hans vera á þrotum. Einn þeirra orðaði það svo í dag að tími væri kominn til að endurræsa vélina í númer tíu og byrja að byggja að nýju upp traust kjósenda á Íhaldsflokknum.","summary":"Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, biðst afsökunar og kveðst axla ábyrgð, vegna garðveislu sem var haldin í híbýlum hans vorið 2020 þegar strangar sóttvarnarreglur og samkomutakmarkanir voru í gildi. "} {"year":"2022","id":"187","intro":"Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir leggur líklega til hertar aðgerðir til stjórnvalda fyrir helgi vegna þungrar stöðu faraldursins. Takmarkið sé að ná daglegum fjölda smit niður 500 og flest bendi til að núgildandi reglugerð dugi ekki til að ná því marki.","main":"1.135 kórónuveirusmit greindust innanlands í gær, sem er svipaður fjöldi og í fyrradag. Þar af voru 60 smit greind á landamærunum. Spálíkön gera ráð fyrir að smitfjöldi verði um og yfir þúsund næstu daga.\nFjölgar um sex á Landspítala milli daga. 45 sjúklingar liggja nú á Landspítala með COVID-19. Sjö eru á gjörgæslu, fjórir þeirra í öndunarvél. Neyðarstig Almannavarna var virkjað í gær, vegna álags á innviði, þá sér í lagi á Landspítala. Þetta er í fjórða skipti sem neyðarstigi Almannavarna er lýst yfir í faraldrinum.\nÞórólfur hefur ekki lagt til hertar aðgerðir, en segir það líklegt að hann leggi slíkt til við heilbrigðisráðherra fyrir helgi. Hann segist binda vonir við að góð þátttaka í örvunarbólusetningum og hertar aðgerðir gætu náð smitunum undir 500 á dag. Hann hvetur fullorðna til þess að láta bólusetja sig og börn sín. Hann ítrekar að veikindi vegna bólusetningar séu margfalt ólíklegri en veikindi af völdum kórónuveiru smits.","summary":null} {"year":"2022","id":"187","intro":"Það eru tóm leiðindi í veðrinu í dag og fram á morgundaginn um allt vestan og norðvestanvert landið. Hvasst og éljahraglandi. En þetta er dálítið kaflaskipt? Birta Líf Kristinsdóttir veðurfræðingur.","main":null,"summary":"Útlit er fyrir hvassviðri og ofankomu í dag með tilheyrandi truflunum á vegasamgöngum, um allt vestan og norðvestanvert landið. "} {"year":"2022","id":"187","intro":"Forstöðumaður farsóttarhúsa segir starfsemina nærri þolmörkum og að meira sé farið að bera á veikindum en í upphafi bylgjunnar. Rauði kross Íslands biðlar til þeirra sem mögulega eiga annan kost en að óska eftir vist á farsóttarhúsi að leita annað.","main":"Gríðarlegt álag er á starfsfólki og sjálfboðaliðum Rauða krossins og unnið er að því að ráða fleiri til starfa en til stendur að opna sjötta farsóttarhúsið á höfuðborgarsvæðinu. Gylfi Þór Þorsteinsson sem er forstöðumaður farsóttarhúsa segir að þó herbergjum hafi verið fjölgað mikið að undanförnu bætist stöðugt á biðlistann vegna fjölda smita dag hvern.\nÞannig að við erum í kapphlaupi við tímann, að elta skottið á okkur, að koma fólki inn og erum að reyna að flýta því eins og hægt er að opna annað hótel sem verður vonandi á næstu dögum.\nÞrátt fyrir að einangrun sé orðin styttri en áður segir Gylfi þarfir þeirra sem hjá þeim séu vera æði misjafnar og því geti fylgt mikil vinna áður en fólk geti farið. Þar á meðal eru erlendir ferðamenn sem þurfi að útvega vottorð og hjálpa að finna flug þegar kemur að heimferð.\nEn svo eru það líka hinir sem eru að sýna einkenni og jafnvel að veikjast og þá eru þeir hjá okkur lengur og það er aðeins farið að bera á því aftur að og er svona aðeins veikara en var í upphafi þessa ferils.\nVegna álags á covid-göngudeild þarf starfsfólk farsóttarhúsa að vera vel vakandi fyrir einkennum þeirra sem þar dvelja. Meðal annars erlendra ferðamanna sem er oft síður kunnugt um eftirlit göngudeildarinnar með þeim sem eru veikir.\nVið þurfum að fylgjast með því líka og þá sjáum við að það eru einkenni, jafnvel hjá fólki sem að sem ekki hefður náðst að hafa samband við og þá er það í okkar verkahring að láta vita af því svo það sé hægt að fylgjast betur með þeim.","summary":null} {"year":"2022","id":"187","intro":"Mannekla hjá lögreglunni veldur því að lögreglumenn í dreifbýli þurfa oft að leita til almennra borgara við löggæslustörf og reiða sig á aðstoð í samfélaginu. Félagsfræðingur við Háskólann á Akureyri segir nauðsynlegt að fjölga hér lögreglunemum. Ísland sé með næstfæsta lögreglumenn í Evrópu miðað við höfðatölu.","main":"Nýlega birtist grein þriggja fræðimanna við Háskólann á Akureyri í norrænu fagtímariti, um rannsókn þeirra á högum lögreglumanna í dreifbýli hér á landi. Tekin voru viðtöl við tuttugu og þrjá lögreglumenn, með starfsreynslu í dreifbýli, um þeirra upplifun og reynslu í starfi.\nMegin þemað var semsagt mannekla og ofurálag. Mannekla er ekki bundin við lögregluna utan höfuðborgarsvæðisins, íslenska lögreglan á bara við manneklu að stríða í alþjóðlegum samanburði. Ef við berum okkur saman við önnur lönd í Evrópu, þá er Ísland með næst fæsta lögreglumenn miðað við höfðatölu.\nSegir Guðmundur Oddsson, dósent í félagsfræði við Háskólann á Akureyri og einn höfunda rannsóknarinnar. Mannekla og álag krefjist þess að lögreglumenn við þessar aðstæður séu fjölhæfir, góðir í mannlegum samskiptum og geti nýtt sér ýmsar bjargir í samfélaginu. Oft sé langt í aðstoð og færri lögreglumenn fari jafnan í mál í dreifbýli en þéttbýli. Þá þurfi oft að leita til almennra borgara við löggæslustörf.\nTil dæmis að biðja viðstadda um að hjálpa við að stjórna umferð við umferðarslys. Og síðan nefndu aðrir dæmi um á sveitaböllum, að það þyrfti að fá aðstoð einhverra sem voru í björgunarsveitinni.\nÞetta sýni vel þörfina fyrir fjölgun lögreglumanna. Á því sé skilningur innan lögreglunnar og hjá stjórnvöldum og í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar komi fram að fjölga þurfi lögreglunemum.\nOg það er þá vegna þess að fólk áttar sig á því, bæði innan lögreglunnar og utan, að það er alltaf hægt að gera betur.","summary":"Mannnekla í lögreglunni hér á landi veldur því að lögreglumenn í dreifbýli þurfa gjarnan að leita til almennra borgara við löggæslu. Á Íslandi eru næstfæstir lögreglumenn í Evrópu miðað við höfðatölu. og mikil þörf talin á því að fjölga lögreglunemum."} {"year":"2022","id":"188","intro":null,"main":"Forseti Úkraínu leggur til leiðtogafund með forsetum Frakklands og Rússlands og kanslara Þýskalands þar sem deila Úkraínumanna og Rússa verði leidd til lykta.\nVolodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, lagði til í dag að hann og leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Rússlands ræddust við og leiddu til lykta deilu Úkraínumanna og Rússa. Í tilkynningu sem forsetinn sendi frá sér eftir fund með hátt settum frönskum og þýskum sendimönnum sagði hann að tími væri kominn til að ræða deiluna á uppbyggilegan hátt. Sjálfir væru Úkraínumenn tilbúnir að grípa til ráðstafana sem gætu leitt til þess að deilan leystist.","summary":"Forseti Úkraínu leggur til leiðtogafund með forsetum Frakklands og Rússlands og kanslara Þýskalands, þar sem deila Úkraínumanna og Rússa verði leidd til lykta. "} {"year":"2022","id":"188","intro":"Íslenska karlalandsliðið í handbolta hélt af stað til Ungverjalands í morgun. Liðið mætir Portúgal í fyrsta leik á föstudagskvöld.","main":"Eftir níu daga dvöl í sóttvarnarkúlu lagði liðið loks af stað til Ungverjalands í morgun. Janus Daði Smárason, landsliðsmaður, segir að tveir, þrír dagar í kúlunni í viðbót hefðu sennilega orðið full mikið þó að liðið sé samheldið.\nJanus gat ekki beitt sér að fullu á síðasta stórmóti og þurfti að yfirgefa liðið, þá á miðju móti, vegna meiðsla. Hann er ánægður með að vera kominn í stand í dag og geta gefið kost á sér í hópinn.\nSagði Janus Daði Smárason. Fulltrúar ATP tennismótaraðarinnar segja mál tenniskappans Novak Djokovic og ástralska ríkisins hafa haft skaðleg áhrif á alla kanta. Í yfirlýsingu frá ATP er kallað eftir skýrari reglum hvað varðar inngöngu í Ástralíu, þar sem opna ástralska meistaramótið í tennis hefst eftir tæpa viku. Þá var íþróttafólk hvatt til þess að bólusetja sig. Djokovic vann í gær mál sitt gegn ástralska ríkinu þegar dómstóll í Melbourne þótti hann hafa sýnt fram á rétt sinn til undanþágu á bólusetningarskyldu við innkomu í landið og hann er nú frjáls ferða sinna í Melbourne, eftir dvöl á sóttkvíarhóteli. ATP segir málið hafa haft slæm áhrif á alla viðkomandi aðila, á heilsu og velferð Djokovic og undirbúning hans fyrir mótið. Ráðherra innflytjendamála í Ástralíu gæti hins vegar enn dregið vegabréfsleyfi hans til baka og Djokovic gæti þurft að svara spurningum varðandi umsókn sína við komuna til landsins. Þar sem hann sagðist ekki hafa verið annars staðar en í Serbíu 14 dögum áður en hann kom til Ástralíu en vitað er að hann æfði á Spáni í upphafi árs.","summary":null} {"year":"2022","id":"188","intro":"Snarpur jarðskjálfti varð suðvestur af Húsafelli og vestan við Ok á tíunda tímanum í morgun. Nokkur jarðskjálftavirkni hefur verið á svæðinu síðan um áramót og viðbúið að verði áfram, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands.","main":"Klukkan korter yfir níu í morgun varð jarðskjálfti 3,1 að stærð um 18 kílómetra suðvestur af Húsafelli, við Sandfell, vestan við Ok. Skjálftinn fannst vel í Húsafelli, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúrvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hættu á eldgosi á þessum slóðum.\nÞetta svæði er ekki tæknilega séð inni á eldvirku svæði. Það er eldvirkni aðeins austar, nærri Langjökli, en þetta eru að öllum líkindum bara svona skorpuhreyfingar. Ein skýring sem að hefur verið sett fram er að þetta er svæði sem er jarðskjálftasvæði og virkt - eða var það. Eitt sinn þá þjónaði það í rauninni sama hlutverki og Suðurlandsbrotabeltið, og þetta séu í rauninni leifar af þeirri virkni. - Búist þið við að það verði meiri jarðskjálftavirkni þarna? Þetta getur alveg varað í einhverja daga, það er búið að vera virkni þarna síðan fyrir áramót og tók sig meira upp núna síðustu daga. Síðan í fyrradag þá hefur jarðskjálftavirknin verið nokkuð þétt þarna og það má alveg gera ráð fyrir því að þetta endist í einhverja daga í viðbót.\nHún býst þó ekki við harðari skjálftum á þessu svæði.\nÞetta er með stærri skjálftum sem við höfum mælt á þessu svæði síðan um 1990. Það mældist einn skjálfti stærri, sem var 3,4, sem var rétt sunnan við Húsafell, hann var ´94.","summary":"Jarðskjálfti, þrír komma einn að stærð, varð suðvestan við Húsafell og vestan við Ok á tíunda tímanum í morgun. Náttúruvársérfræðingur býst við að jörð haldi áfram að skjálfa svæðinu, en engin hætta er á gosi."} {"year":"2022","id":"188","intro":"Þorskveiðiheimildir til strandveiða verða skertar um eitt þúsund og fimm hundruð tonn í ár, samkvæmt nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra. Talsmaður smábátaeigenda segir þetta koma verulega á óvart og strandveiðar stöðvist á miðju tímabili verði þetta ekki leiðrétt.","main":"Í breytingum á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni á yfirstandandi fiskveiðiári kemur fram að þorskveiðiheimildir fyrir strandveiðar og almennan byggðakvóta verða skertar miðað við síðasta fiskveiðiár. Heimildir til strandveiða minnka um fimmtán hundruð tonn, fara úr tíu þúsund tonnum í átta þúsund og fimm hundruð tonn. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að þetta hafi meðal annars verið efni fyrsta fundar landssambandsins með Svandísi Svavarsdóttur sjávarútvegsráðherra í síðustu viku.\nVið notuðum tækifærið á þessum fundi til að mótmæla þessu harðlega. Er þetta eitthvað sem enginn átti von á? Nei það var ekki nokkur maður sme átti von á þessu, vegna þess að það var búið að gefa út reglugerðina upp á 10.000 tonn. Þarna fer ráðherrann með þetta niður í 8.500 tonn, sem að miðað við síðast ár verða strandveiðar stöðvaðar 21. júlí.\nVeiðiheimildir til strandveiða eru innan svokallaðs fimm komma þriggja prósenta kerfis en í þann pott fara heimildir, eftir ákveðnum reglum, af heildarafla hvers árs. Örn segir að samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu hafi minna farið í þennan pott að þessu sinni en búist var við.\nÉg reikna alveg með því að ráðherra muni breyta reglugerðinni og auka hlut til strandveiða. Strandveiðileyfið á að gilda út ágúst, þarna eru um 670 útgerðir sem gera út í fjóra mánuði og okkur finnst það mjög sanngjarnt og hófleg krafa, að þeir fái að róa 48 daga.","summary":"Þorskveiðiheimildir til strandveiða hafa verið skertar um eitt þúsund og fimm hundruð tonn miðað við það sem áður hafði verið ákveðið. Talsmaður smábátaeigenda krefst leiðréttingar á þessu hið fyrsta. "} {"year":"2022","id":"188","intro":"Skiptar skoðanir eru meðal kúabænda um viðbrögð stjórnar Íseyjar við áskökunum ungrar stúlku á hendur fyrrum framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sumum finnst að stjórnin hefði mátt bregðast fyrr við, þar á meðal er Guðný Helga Björnsdóttir, bóndi á Bessastöðum við Hrútafjörð.","main":"Hún bregst seint við finnst okkur mörgum bændum, það hefði mátt fyrr grípa inn í og setja starfsmanninn til hliðar þegar þessar ásakanir komu fram og urðu ljósari. Við erum mjög ánægð með að það skuli svo í kjölfar viðtalsins, að það sé búið að víkja starfsmanninum frá störfum, því að bændur vilja ekki að svona háttalag sé til staðar hjá okkar starfsmönnum.\nFréttastofa hefur ekki náð í stjórn Íseyjar síðustu tvo daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ísey útflutningur er dótturfélag Auðhumlu, sem eru samtök um 600 mjólkurframleiðanda um allt land. Auðhumla á 80% hlut í Mjólkursamsölunni.\nÁ sunnudag sendi stjórn Íseyjar félagsmönnum Auðhumlu tilkynningu um starfslok framkvæmdastjórans, Ara Edwald, sem er einn fjögurra manna sem ung kona sakar um kynferðisofbeldi. Í tilkynningunni kemur fram að ónákvæmar upplýsingar hafi borist stjórn Íseyjar í lok október.\nÞað þarf að vera áætlun til staðar til að bregðast við brotum, hvort sem er meintum eða ekki. Það þarf að vera ferli til staðar, ef það hefði verið klárt hefði hugsanlega verið gripið fyrr inn í þetta mál sko. Það eru deildarfundir á veturna og þar munum við óska eftir því að fá upplýsingar um hvernig er tekið á svona málum og eins ferlinu í þessu máli sko.\nHún segir að það sé alltaf hætt við því að afurðirnar líði fyrir svona mál.\nAlltaf þegar kemur upp einhver álitamál hjá fyrirtækjum, auðvitað hefur það áhrif á sölu afurða.","summary":null} {"year":"2022","id":"189","intro":"Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, fékk í dag fjögurra ára fangelsisdóm fyrir brot á sóttvarnareglum og fyrir að hafa smyglað litlum talstöðvum til landsins.","main":"Dómstóll herforingjastjórnarinnar í Mjanmar dæmdi Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtoga landsins, í fjögurra ára fangelsi. Hún hefur setið í varðhaldi frá því að herinn rændi völdum fyrir tæplega einu ári.\nSamkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar var Aung San Suu Kyi sakfelld að þessu sinni og dæmd fyrir að hafa smyglað litlum talstöðvum til landsins og haft þær í fórum sínum. Einnig var hún dæmd fyrir brot á sóttvarnareglum. Talstöðvarnar fundust þegar hermenn gerðu húsleit á heimili hennar fyrsta febrúar síðastliðinn, daginn sem herinn rændi völdum. Suu Kyi hefur setið í varðhaldi síðan. Hún hlaut einnig fjögurra ára fangelsisdóm í desember fyrir undirróður og að hafa hvatt til óhlýðni við herforingjastjórnina ásamt brotum á sóttvarnarreglum vegna COVID-19. Yfirmaður herforingjastjórnarinnar stytti þá refsingu um tvö ár. Suu Kyi fær að afplána fangelsisdómana í stofufangelsi í Naypyidaw, höfuðborg Mjanmar. Hún á nokkra dóma til viðbótar yfir höfði sér, sem getur leitt til allt að hundrað ára fangelsisvistar, að sögn þeirra sem til þekkja.\nAung San Suu Kyi er orðin 76 ára. Hún er þjóðhetja í Mjanmar og hlaut á sínum tíma friðarverðlaun Nóbels fyrir baráttuna fyrir mannréttindum í heimalandinu. Meðferð herforingjastjórnarinnar á henni hefur verið mótmælt víða um heim.","summary":"Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Mjanmar, fékk í dag fjögurra ára fangelsisdóm fyrir brot á sóttvarnareglum og fyrir að hafa smyglað litlum talstöðvum til landsins. "} {"year":"2022","id":"189","intro":"Karl og kona voru fyrir helgi sakfelld fyrir að beita fjórar dætur sínar síendurteknu andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum um þriggja ára skeið. Maðurinn var jafnframt sakfelldur fyrir að hóta konunni ítrekað og beita hana andlegu og líkamlegu ofbeldi.","main":"Stúlkurnar voru á aldrinum tveggja til ellefu ára þegar fyrst vaknaði grunur um ofbeldið og hafði það þá staðið yfir í tvö ár. Skömmu síðar komu barnaverndaryfirvöld stúlkunum í fóstur en maðurinn hélt áfram að nálgast eldri stúlkurnar og ógna þeim.\nMálið uppgötvaðist þegar elsta stúlkan sagði þjálfara sínum að pabbi hennar myndi líklega berja hana þegar hún kæmi heim, það gerði hann iðulega. Rannsókn var hafin á málinu sem svo leiddi til þess að bæði faðir og móðir voru ákærð. Sannað þótti að maðurinn hefði um árabil margítrekað beitt stúlkurnar ofbeldi; líkamlegum refsingum og grófu líkamlegu ofbeldi með því að slá þær með belti, beltissylgju, skóm, flötum lófa, herðatré og eftir atvikum því sem hendi var næst. Hann hefði einnig beitt dætur sínar andlegu ofbeldi með því að kúga þær til hlýðni með ógnandi framkomu. Móðirin var einnig dæmd fyrir að misþyrma þremur elstu dætrunum líkamlega og andlega. Hún þótti einnig hafa brugðist forsjár- og umönnunarskyldu með því að láta viðgangast að faðirinn beitti stúlkurnar andlegu og líkamlegu ofbeldi. Hún var þó einnig þolandi viðvarandi heimilisofbeldis af hálfu mannsins.\nFaðirinn fékk átján mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm en móðirinn fékk hálft ár skilorðsbundið.\nForeldrar fjögurra stúlkubarna voru á föstudag sakfelld í Héraðsdómi Reykjaness fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og barnaverndarlögum með því að beita telpurnar líkamlegu og andlegu ofbeldi. Karlmaðurinn var að auki fundinn sekur um alvarleg brot gegn konu sinni, móður barnanna.\nFaðirinn var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað brotið gegn dætrum sínum, sem voru tveggja, níu, tíu og ellefu ára þegar brotin sem fjallað er um hófust.\nHann var ákærður fyrir að hafa \u001eítrekað, endurtekið og á alvarlegan og sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi [dætra sinna], heilsu og velferð með líkamlegu og andlegu ofbeldi og hótunum og með þeirri háttsemi ítrekað misþyrmt og misboðið þeim þannig að líkamlegri og andlegri heilsu þeirra var hætta búin, beitt þær líkamlegum refsingum, ógnað þeim og sýnt af sér vanvirðandi háttsemi, ruddalegt og ósiðlegt athæfi gagnvart þeim og móðgað þær og sært.\nFram kemur að maðurinn beitti dætur sínar barsmíðum oft í viku um rúmlega tveggja ára skeið með því sem hendi var næst og að ofbeldið hafi jafnan verið \u001emeð þeim hætti að hann sló stúlkurnar þar til þær hættu að gráta.\nEinnig var hann ákærður fyrir að ógna lífi, heilsu og velferð dætra sinna með andlegu ofbeldi, með því að láta þær horfa upp á ofbeldi hans gegn systrum sínum og með því að ógna elstu dætrunum og hóta, jafnvel lífláti, eftir að þær voru fjarlægðar af heimili hans.\nLoks er maðurinn ákærður fyrir stórfelld brot gegn þáverandi eiginkonu sinni, með ítrekuðum og alvarlegum ógnunum, hótunum, andlegu og líkamlegu ofbeldi, en því síðarnefnda beitti hann ekki síst þegar hún reyndi að hindra hann í að berja dæturnar.\nFram kemur að eiginkonan fyrrverandi, móðir stúlknanna, hafi ítrekað sætt ofbeldi af hálfu mannsins, einkum þegar hún reyndi að koma í veg fyrir að hann beitti dætur þeirra ofbeldi.\nHún var samt sem áður líka ákærð fyrir stórfelld brot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot gegn barnungum dætrunum á sama tveggja ára tímabili, maí 2018 til ágúst 2020. Er hún í ákærunni sökuð um að hafa beitt þær grófu og viðvarandi líkamlegu og andlegu ofbeldi \u001eog með þeirri háttsemi ítrekað, á alvarlegan, sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað lífi, heilsu og velferð þeirra. Hún var dæmd til sex mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundið til tveggja ára.\nForeldrarnir neituðu sök. Þau kynntust í Bandaríkjunum 2007, giftust þar og eignuðust sín börn en fluttu hingað til lands 2017 og sóttu um alþjóðlega vernd, þar sem þau hefðu sætti ofsóknum í heimalandi sínu vegna samkynhneigðar eiginmannsins. Sögðu þau ættingja sína hafa brennt hús þeirra til grunna árið áður og hótað að ræna dætrum þeirra.\nVar þeim veitt vernd og fjögurra ára dvalarleyfi 2018. Þau skildu að borði og sæng 2019 og fengu lögskilnað 2020, en maðurinn var þó áfram tíður gestur á heimili konunnar og dætranna. Hann var greindur með geðklofa erlendis árið 2016 en mat geðlæknis, sem rannsakaði manninn fyrir aðalmeðferð málsins í héraðsdómi, var að hann væri ekki veikur á geði og teldist því sakhæfur.","summary":null} {"year":"2022","id":"189","intro":"Fundur fulltrúa stjórnvalda í Bandaríkjunum og Rússlandi um stöðu og þróun mála í Úkraínu er haldinn í dag. Ólíklegt þykir að nokkur árangur verði af honum.","main":"Fulltrúar stjórnvalda í Bandaríkjunum og Rússlandi eru mættir til viðræðna í Genf í Sviss. Þar verður staða og þróun mála í Úkraínu til umræðu ásamt valdajafnvæginu í Evrópu. Litlar vonir eru bundnar um árangur þess fundar.\nAðstoðarutanríkisráðherrar landanna, Wendy Sherman og Sergei Ryabkov, fara fyrir sendinefndunum. Viðræður þeirra hófust laust fyrir klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Aðalágreiningsmálin snúast annars vegar um fjölda rússneskra hermanna við úkraínsku landamærin og hugsanlega innrás þeirra í landið. Hins vegar á að ræða kröfur Rússa um bindandi samkomulag um tilhögun öryggis- og varnarmála í Evrópu, einkum að fleiri ríki í Austur-Evrópu fái ekki aðild að Atlantshafsbandalaginu og að Bandaríkin komi sér ekki upp herstöðvum í fyrrverandi Sovétlýðveldum.\nRússar lýstu því yfir í gær að þeir ætluðu ekki að gefa neitt eftir varðandi kröfur sínar á fundinum í Genf. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur vísað þessum meginkröfum Rússa á bug og kallar þær pólitískan blekkingarleik.\nFulltrúar rússnesku stjórnarinnar eiga einnig fundi í vikunni með forkólfum Atlantshafsbandalagsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu.","summary":"Fundur fulltrúa stjórnvalda í Bandaríkjunum og Rússlandi um stöðu og þróun mála í Úkraínu er haldinn í dag. Ólíklegt þykir að nokkur árangur verði af honum."} {"year":"2022","id":"189","intro":"Kindurnar Tignarleg frá Sveinsstöðum í Húnaþingi og Móbotna frá Straumi í Hróarstungu á Héraði skráðu sig á spjöld sögunnar á föstudag. Þá kom í ljós að þær bera sjaldgæft gen sem verndar þær gegn riðu. Fjórar slíkar kindur hafa nú fundist í íslenska stofninum en þó hafa engir hrútar fundist enn.","main":"Alls hafa nú fundist fjórar kindur hér á landi sem bera sérstakt gen sem talið er að geti verndað þær fyrir riðu. Ráðunautur segir að leitin að geninu beinist ekki síst að öllu furðufé; kindum sé séu óvenjulegar eða sérstakar að einhverju leyti.\nRáðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ásamt sérfræðingi frá Tilraunamiðstöð Háskóla Íslands á Keldum vinna nú að því, ásamt þýskum, enskum og ítölskum vísindamönnum, að finna fé í íslenska stofninum sem mögulega gæti verið ónæmt fyrir riðu. Guðfinna Harpa Árnadóttir, formaður Landsamtaka sauðfjárbænda, ráðunautur og bóndi á Straumi í Hróarstungu á Héraði, segir að góð tíðindi hafi borist síðastliðinn föstudag.\nÞá voru að finnast tvær kindur í viðbót með svokallaðan T137 breytileika. Áður höfðu fundist tvær kindur með þennan breytileika og það hefur sýnt sig að hann sé verndandi gegn riðu í þremur stórum ítölskum rannsóknum. Þannig að við höfum vonir um að það gildi hið saman gagnvart riðunni sem hefur verið að herja á okkur hér á Íslandi. En það á eftir að staðfesta það með frekari rannsóknum. En þetta er allavega mjög spennandi, að finna þennan breytileika.\nEngir hrútar hafa enn fundist með þetta gen en leitin heldur áfram. Þrjár af kindunum fjórum eru frá Sveinsstöðum í Húnaþingi. Guðfinna á sjálf eina kind sem ber genið, það er hún Móbotna.\nHún er nú svolítið sérstök því hún er móbotnótt og ferhyrnd. Og það var eitt af því sem við fegnum svona sem punkt inn í þetta, að leita kannski í kindum sem væru eitthvað sérstakar. Forystufé, gamlir stofnar, ferhyrnt fé og svona ýmsir litir. Reyna að skima sem víðast í stofninum og vonandi finnum við fleiri spennandi gripi sem geta hjálpað okkur í þessari baráttu við riðuna. Auðvitað verður svo í framhaldinu hægt að gera ræktunaráætlun, hvernig við höfum hugsað okkur á rækta þessa áfram.","summary":"Ærnar Tignarleg frá Sveinsstöðum í Húnaþingi og Móbotna frá Straumi í Hróarstungu á Héraði voru skráðar á spjöld sögunnar á föstudag. Þá kom í ljós að þær bera sjaldgæft gen sem verndar þær gegn riðu. Fjórar slíkar kindur hafa nú fundist í íslenska stofninum en enginn hrútur. þó hafa engir hrútar fundist enn. "} {"year":"2022","id":"189","intro":"Landsvirkjun hefur nú tilkynnt stórnotendum svo sem álverum að skerða þurfi orkusölu til þeirra vegna þess hve lítið vatn er í lónum á Þjórsársvæðinu. Álver gætu þurft að minnka framleiðslu vegna þessa nú þegar álverð er í miklum hæðum.","main":"Landsvirkjun þarf að skerða orku til stórnotenda á borð við álver og líklega þarf að minnka framleiðslu vegna þessa. Staðan í vatnsbúskap hefur ekki verið lakari í sjö ár.\nLandsvirkjun hafði þegar gripið til skerðinga, meðal annars hjá fiskimjölsverksmiðjum og nú er ljóst að þær fá ekki rafmagn fyrr en í vor þegar leysingar hefjast. Bræðslurnar þurfa því að ljúka loðnuvertíðinni knúnar olíu. Eftirspurn eftir raforku hjá Landsvirkjun fer sífellt vaxandi segir í tilkynningunni en á sama tíma þarf að spara vatnið í miðlunarlónum til að tryggja forða fram á vor. Skerðingin veldur Landsvirkjun tekjutapi og skerðingin samtals nemur um 3% af árlegri orkuvinnslu. Þetta gerist á óheppilegum tíma, álver þurfa líklega að minnka framleiðslu þegar álverð er hátt.","summary":"Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum svo sem álverum að skerða þurfi orkusölu til þeirra vegna þess hve lítið vatn er í lónum Þjórsár. Álver gætu þurft að minnka framleiðslu, nú þegar álverð er í miklum hæðum. "} {"year":"2022","id":"190","intro":"Hundruð skæruliða og óbreyttra borgara hafa fallið í Nígeríu undanfarna viku. Ríkisstjórnin hefur skorið upp herör gegn glæpahópum sem hafa svarað með árásum á óbreytta borgara.","main":"Hópar skæruliða í Nígeríu drápu að minnsta kosti tvö hundruð manns í liðinni viku. Átök milli stjórnvalda og skæruliða hafa harðnað verulega undanfarna viku en skæruliðarnir hafa valdið miklum búsifjum.\nSkipulagðir skæruliðahópar hafa gert íbúum norðvesturhluta Nígeríu lífið leitt árum saman og hefur stjórnvöldum gengið illa að uppræta þá. Þessir hópar ferðast aðallega um á vélhjólum og hafa meðal annars stundað mannrán og krafist lausnargjalds, stolið búfé og lagt skatta á bændur gegn því að þeir verði látnir í friði. Þeir hafa ekki hikað við að drepa þá sem reyna að standa upp í hárinu á þeim. Yfir fjórtán hundruð börnum var rænt í Nígeríu á síðasta ári en flestum var sleppt fljótlega eftir að lausnargjald hefur verið greitt. Nýlegar var þó þrjátíu börnum og einum kennara sleppt eftir að hafa verið í haldi í sjö mánuði.\nÁtökin milli skæruliðanna og stjórnvalda, sem rekja má til deilan um yfirráð yfir landsvæðum, komust á nýtt stig í síðustu viku. Stjórnarherinn gerði loftárásir á skæruliðana á mánudag þar sem yfir hundrað féllu og margir til viðbótar urðu að flýja fylgsni sín. Þessu var svarað með fjölda árása þar sem að minnsta kosti tvö hundruð manns hafa fallið, að því er AFP-fréttastofan hefur eftir talsmanni stjórnvalda. Þá hafi tíu þúsund manns til viðbótar misst heimili sín.\nMuhammadu Buhari forseti Nígeríu hét því í yfirlýsingu í gær að engu yrði til sparað í baráttunni við skæruliðana. Árásir þeirra beri vott um örvæntingu fjöldamorðingja sem nú séu undir standslausri pressu frá hernum. Stjórnvöld hafa skilgreint þá sem hryðjuverkamenn.","summary":"Hundruð skæruliða og óbreyttra borgara hafa fallið í Nígeríu undanfarna viku. Ríkisstjórnin hefur skorið upp herör gegn glæpahópum sem hafa svarað með árásum á óbreytta borgara."} {"year":"2022","id":"190","intro":"Ef banna á blóðtöku hryssna alveg ætti allt eins að banna allt búfjárhald á Íslandi segir formaður Dýraverndarsambands Íslands. Mikilvægt sé þó að refsa fyrir illa meðferð á dýrum.","main":"Ef leggja á blóðtöku hryssna á Íslandi af, væri réttast að hætta öllu búfjárhaldi. Dæmi eru um illa meðferð dýra í öllum geirum að mati formanns Dýraverndarsambands Íslands. Náið eftirlit með dýrahaldi er nauðsyn og gott að lögreglurannsókn fer fram á blóðtöku hryssna á nokkrum stöðum sem uppvís urðu að illri meðferð að mati formannsins.\nMörgum hefur verið heitt í hamsi í umræðum um blóðtöku hryssna sem stunduð er hér á landi. Hallgerður Hauksdóttir formaður Dýraverndarsambands fagnar því að málið sé komið upp á yfirborðið en telur talsverðs misskilnings gæta. Fjölmargar umsagnir hafi til dæmis borist Umhverfisstofnun vegna óska fyrirtækisins Ísteka um aukin umsvif í blóðtöku til lyfjagerðar. Umhverfisstofnun fjalli eingöngu um umhverfissjónarmið og leyfisveitingar en ekki dýravernd. Yfirsýn skorti og umræðan sé of tilfinningaþrungin. Á Íslandi séu hross ekki eingöngu haldin sem reiðhross og ræktunarhross eins og víða annars staðar heldur einnig sem búfé sem sé slátrað. Margir séu viðkvæmir fyrir því.\nÞað sem hefur slegið okkur og mig sérstaklega í þessu svo ég tali nú fyrir mig sem formaður í félaginu það er hvernig þetta dýrahald er tekið út fyrir sviga og áherslan á að afleggja það sem lausn við ákveðnum tilvikum þarna eru alvarleg tilvik þar sem farið er illa með dýr. Ef það væri útgangspunktur um kröfu um að afleggja þetta dýrahald þá þyrftum við í raun og veru að fara fram á að allt dýrahald yrði aflagt vegna þess að það er farið illa með dýr í öllu dýrahaldi. Það eru alltaf einhverjir sem fara illa með dýr. Okkar sjónarmið er að það þurfi fremur að stoppa það og eftirlit þurfi að halda þannig að slíkt gerist ekki og að slíkir aðilar sæti refsingum. Fremur en það að afleggja allt dýrahald þegar einstök tilvik koma upp\nHallgerður nefnir dæmi. Ekki hafi komið fram krafa um að leggja af allar sýningar og keppni á hestum þótt alvarlegir áverkar hafi komið fram á kjálkabeini hrossa vegna tiltekinna mélategunda. Eingöngu hafi verið krafa um að hætta notkun mélanna. Dæmi megi einnig nefna úr kúabúskap og fleiri búgreinum.\nÞannig að það er mjög sérstakt í þessu máli að krafa komi um að afleggja alveg þetta dýrahald á grundvelli tilvika. Þið eruð dýraverndarsamband þannig að þið teljið engu að síður að það sé óhætt að stunda þessa blóðtöku? Við getum ekki lagt nákvæmt mat á það hversu mikið blóð er hægt að taka og hversu oft og annað slíkt. Við erum ekki sérfræðingar í því. En þetta hrossahald sem slíkt það hvernig þessi hross eru haldin sem búfé það er hvað besta velferð í þeirra aðbúnaði af öllum búfénaði á Íslandi. Það kemur fram í því að afföll eru mjög lítil framleiðslutengdir sjúkdómar finnast ekki . Þessi hross eru mjög hraust og lifa mjög lengi og þau fá að vera í umhverfi sem er hvað næst þeirra náttúrulega atferli þannig að út frá dýravelferð hafa þessar hryssur það mjög gott ef að það er farið vel með þær og ekki tekið of mikið blóð úr þeim.\nMatvælastofnun hefur vísað rannsókn á blóðtöku hryssna til lögreglu. Í kjölfar myndbirtinga erlendra dýraverndarsamtaka.\nVið fögnum því að þetta mál sé rannsakað og viljum að þeim aðilum sem urðu uppvísir að því að fara illa með dýr sé refsað fyrir það.","summary":"Ef banna á blóðtöku hryssna alveg ætti allt eins að banna allt búfjárhald á Íslandi segir formaður Dýraverndarsambands Íslands. Mikilvægt sé þó að refsa fyrir illa meðferð á dýrum."} {"year":"2022","id":"190","intro":"Rússar útiloka að kvikað verði frá kröfum um að NATO hætti að fjölga aðildarlöndum í austri. Fundur þeirra og Bandaríkjanna um málefni Úkraínu hefst í kvöld.","main":"Fundur Bandaríkjamanna, NATO og Rússa um málefni Úkraínu hefst í kvöld með vinnukvöldverði varautanríkisráðherra landanna. Rússar segjast ekki ætla að slaka neitt á kröfum sínum um að NATO hætti stækkunartilburðum sínum til austurs.\nRússar hafa sent tugi þúsunda hermanna að landamærum Úkraínu undanfarnar vikur og mánuði og er hætta talin á að átök brjótist út. NATO og Bandaríkjamenn hafa haft áhyggjur af stöðunni. Í síðustu viku samþykktu Rússar að senda fulltrúa til viðræðna um stöðuna og hefst sá fundur í Genf í kvöld.\nRússar virðast hins vegar ekki hafa miklar væntingar til að viðræðurnar beri árangur. Þeir hafa meðal annars krafist þess að NATO hætti að stækka í austur - með öðrum orðum að Úkraína gangi ekki í NATO.\nSergei Ryabkov varautanríkisráðherra Rússlands sagði við rússneska fjölmiðla í morgun að þau skilaboð sem komið hefðu frá NATO og bandarískum stjórnvöldum hefðu valdi vonbrigðum. Engar tilslakanir verði samþykktar.\nAnthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði fyrir helgi að friðsamleg lausn sé möguleg og það væri æskilegra ef Rússar veldu þann kost. Ef þeir velji átök séu Bandaríkjamenn reiðubúnir að svara því af fullri hörku. Kröfur Rússa geti ekki verið upphafspunktur viðræðna. Þá hefur Evrópusambandið sagst vilja vera með í ráðum um ákvaðanir um málefni Úkraínu.\nÞessi orð gefa ekki sérstaklega góð fyrirheit um að að fundurinn skili sérstökum árangri þó að enginn hafi viljað útiloka það. Gert er ráð fyrir að hann standi alla vikuna. Hann hefst formlega í kvöld með vinnukvöldverði varautanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússland, en formlegar viðræður hefjast í fyrramálið.","summary":"Rússar útiloka að kvikað verði frá kröfum um að NATO hætti að fjölga aðildarlöndum í austri. Fundur þeirra og Bandaríkjanna um málefni Úkraínu hefst í kvöld."} {"year":"2022","id":"190","intro":"Lovísa Thompson sneri aftur inn á handboltavöllinn eftir hlé þegar Valskonur lutu í lægra haldi fyrir Stjörnunni í spennandi leik í úrvalsdeild kvenna í handbolta í gærkvöld.","main":"Lovísa ákvað í október að taka sér hlé frá handbolta en þá greindi hún frá því að líkaminn og hausinn hefðu ekki verið að vinna saman síðustu misseri og hún ætlaði að taka sér pásu þar til hún fyndi löngunina í handbolta á nýjan leik. Löngunin virðist vera komin til baka eða í það minnsta spilaði Lovísa fínan leik og skoraði 4 mörk. Hún hefur lengi verið ein af betri leikmönnum úrvalsdeildarinnar í handbolta ásamt því að hafa verið lykilmaður íslenska landsliðsins. Það voru þó Stjörnukonur sem byrjuðu leikinn mun betur og komust í 5-1 áður en Valskonur tóku við sér og jöfnuðu leikinn, 5-5, en allt var jafnt í hálfleik, 16-16. Jafnræðið hélt áfram í seinni hálfleik og leikurinn virtist geta fallið hvoru megin sem var. Það var að endingu Lena Margrét Valdimarsdóttir sem skoraði sigurmark Stjörnunnar þegar 40 sekúndur voru eftir en Valur náði ekki að jafna í sinni síðustu sókn.\nEftir tilfærslur og frestun hefst Afríkukeppnin í fótbolta loks í Kamerún í dag. Kamerún átti upphaflega að halda mótið árið 2019 og þá á sumarmánuðunum en vegna vandræða í innviðum, uppreisn hryðjuverkasamtakanna Boko Haramogátaka innan landsinsá milli aðskilnaðarsinna í enskumælandi héruðum þess og stjórnarhersins var ákveðið að Egyptaland myndi halda mótið 2019. Kamerún tæki við mótinu 2021 og Fílabeinsströndin fengi mótið 2023. Mótið var því leikið í Egyptalandi í júní og júlí árið 2019 og þar urðu Alsíringar Afríkumeistarar í annað sinn í sögunni. Í janúar 2020 ákvað Afríska knattspyrnusambandið að færa mótið 2021 aftur yfir á janúar og febrúar þar sem leikir í Kamerún í júní myndu verða fyrir áhrifum af lokum rigningartímabilsins þar í landi. Í janúar 2021 var heimsfaraldur Covid-19 hins vegar í algleymingi og mótinu því frestað um ár. Kórónuveiran hefur auðvitað sett strik í reikninginn hjá þó nokkrum liðum en mótið mun hins vegar fara fram, nokkurn veginn sama hvað samkvæmt knattspyrnusambandinu. Fyrsti leikur mótsins er spilaður í dag en það er leikur gestgjafa Kamerún gegn Búrkina Fasó. Síðar í dag mun svo leikur Eþjópíu og Grænhöfðaeyja fara fram.","summary":"Lovísa Thompson var aftur í liði Vals í úrvalsdeildinni í handbolta í gærkvöld, eftir að hafa tekið sér pásu frá boltanum í leit að lönguninni á nýjan leik. Lovísa skoraði fjögur mörk en Valskonur töpuðu naumlega fyrir Stjörnunni. "} {"year":"2022","id":"190","intro":"Miklu hvassvirði er spáð í kvöld og hefur Veðurstofan gefið út gula veðurviðvörun fyrir mestallt landið. Von á 20-28 metrum á sekúndu á suðvestanverðu landinu. Í óveðrinu sem gekk yfir landið á fimmtudag flettist klæðning af Nesvegi frá Grindavík að Reykjanesvita og tjón varð í höfnum og á sjóvarnargörðum. Eftirlitsmaður hjá Vegagerðarinni segir að minni áhlaðandi gæti bjargað því að annað eins tjón verði í storminum í kvöld.","main":"Í óveðrinu á fimmtudaginn var mikið brim og varð mikið tjón í Grindavík og víða í höfnum og á sjóvarnargörðum á suðvesturhorninu. Hafnadeild Vegagerðarinnar hefur ekki enn metið tjón á höfnunum vegna veðursins, en þá flæddi yfir bryggjukanta í Grindavíkurhöfn og sjóvarnargarðar löskuðust. Sjór flæddi in á svæði Matorku, vestan við Grindavík og golfvöllurinn við Grindavík fór á kaf.\nValgarður Guðmundsson, eftirlitsmaður á suðursvæði Vegagerðarinnar, segir að í storminum á fimmtudag, hafi það fyrst og fremst verið stórgrýti og sjór sem gekk á land sem olli tjóninu.\nÞarna gekk ansi mikið brim langt inn á land þarna rétt við semsagt brimketil á Nesvegi eins og við köllum hann. Og gekk ansi mikill semsagt af stórgrýti sem að í rauninni hreinsaði af hérna slitlagið, klæðninguna af veginum. Þannig að eftir eru bara stór opin sár og klæðningin flettist þarna bara af vegna ágangs sjávar og stórgrýtis sem hentist þarna til og frá. Og okkur er sagt allavega áhlaðandi og sjávarstaða sé nú sem betur fer ekki jafn há og hún var á í fyrradag, og við vonum sannarlega hérna að allt fari nú vel. En jú við erum svo sem undir þetta búnir og erum á vaktinni.","summary":null} {"year":"2022","id":"191","intro":"Yfirlæknir á Vogi vonast til þess að hægt verði að taka á móti fólki í áfengismeðferð á fimmtudag. Fyrir helgi var spítalanum lokað eftir að þrjátíu og þrír sjúklingar og starfsmenn smituðust af kórónaveirunni.","main":"Niðurstöður PCR skimunar í fyrrakvöld urðu til þess að sjúklingar og starfsmenn á Vogi voru sendir heim. Í gær var Vogur sótthreinsaður en hvænær getur starfsemin hafist aftur?\nSko ef allt fer á besta veg þá vonum við að við getum tekið sjúklinga inná Vog á fimmtudaginn.\nSegir Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi. Að meðaltali koma 6 í meðferð á Vog á dag og á hverjum degi séu því á milli 40 og 50 sjúklingar í meðferð á Vogi.\nOg allir hinir sem er búið að bóka það verður einhver röskun á því en við munum hringja í alla hina eftir helgina og bóka fólkið inn. Það komast allir að en það verður einhver töf hjá einhverjum sem hafa fengið tíma\nÍ fyrra voru innritanir á Vog um 1800 og sex hundruð af þeim hafi farið í framhaldsmeðferð á Vík.\nBiðlistar eru langir en Valgerður segir að allir komist að.\nen það eru sumir sem þurfa að bíða lengi en það er mikil eftirspurn þannig að það má segja að auðvitað er það rétt að það er erfitt því að það eru á milli 5 og 600 alltaf á listaum á leiðinni inn til okkar.\nÉg held að meðal biðtími við innlögn af öllum sé um 40 dagar.\nValgerður segist merkja ýmsar breytingar í kórónuveirufaraldrinum.\nÞað eru líka góð áhrif af veirunni. Þessar samkomutakmarkanir hafa haft áhrif til dæmis á örvandi neyslu og svona yngra fólk. Það eru færri að sækjast koma inn síðustu tvö árin yngri en 40 ára. Við sjáum klárlega slæm áhrif á hóp sem er með sjúkdóminn og versnar af honum, mikil drykkja, dagleg drykkja og aukin verkjalyfjanotkun til dæmis. Þannig að það eru margar mismunandi hliðar á þessu.","summary":"Yfirlæknir á Vogi vonast til þess að hægt verði að taka við fólki í áfengismeðferð á fimmtudag. Spítalinn var sótthreinsaður í nótt eftir að þrjátíu og þrír sjúklingar og starfsmenn greindust með kórónuveiruna."} {"year":"2022","id":"191","intro":"Undanfarnar vikur hefur nokkur þúsund rúmmetrum af möl og sandi verið mokað úr virkjunarlóni Glerárvirkjunar í miðjum Akureyrarbæ. Lónið fyllist smám saman af framburði úr ánni og þessu þarf að moka burt á nokkurra ára fresti. Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs, segir óvenju mikið efni í lóninu í þetta sinn.","main":"Af því að þetta flóð, sem kom um mánaðarmótin júní\/júlí, það var virkilega stórt eins og fólk sá. Áin var kolmórauð og bar með sér feiknalegt magn og við erum að áætla að það séu kannski 3000 rúmmetrar sem þarf að fjarlægja úr lóninu.\nHvað verður um allt þetta efni? Það er gaman að segja frá því að það nýtist. Það er til dæmis notað í göngustíga, húsgrunna og jafnvel vegagerð á smærri skala.\nÞannig að þetta er kannski ansi skemmtileg hringrás sem hér á sér stað? Já það er það, þetta er endurnýjanleg auðlind hérna í miðjum bænum.\nÞetta er önnur af tveimur virkjunum í Glerá og þetta er sú eldri og hún er mun minni. En hún gengur alltaf og gerir sitt gagn? Já, hún damlar vel, þótt hún sé bara einn tíundi á við nýju virkjunina þá hjálpar hún virkilega til. Við getum sagt að hún sé að anna nokkur hundruð heimilum jafnvel.\nHvað líður svo langur tími þangað til þarf að mæta hér aftur og moka upp á nýtt? Ef það verður gott sumar og hlýtt, næsta sumar hér á Akuryeri, þá fylgja því flóð úr ánum. Þannig að það er kannski góðs viti þegar þarf að moka úr lónunum.","summary":null} {"year":"2022","id":"191","intro":null,"main":"Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall sem hófst 21. desember. Alls mældust tólf skjálftar yfir fjórum að stærð og níutíu skjálftar yfir þremur þær rúmlega tvær vikur sem hrinan stóð.\nKvikuhreyfingar neðanjarðar komu hrinunni af stað en töluverðar landbreytingar mældust þann tíma sem hrinan stóð. Talið er að kvikugangur hafi náð á um 1,5 kílómetra dýpi. Mjög litlar breytingar hafa mælst frá 28. desember sem eru merki um að kvika hafi ekki leitað ofar síðan.\nÍ tilkynningu frá Almannavörnum segir að vel verði fylgst með stöðunni áfram, bæði jarðskjálftavirkni og landbreytingum. Aðstæður geti breyst hratt og það geti áfram verið varhugavert að fara inn á hraunbreiðuna við Geldingadali og að gígunum. Töluverðan tími geti tekið fyrir hraunið að kólna og hrunið getur úr yfirborði eða gígum. Þá megi búast við að afgösun hraunsins haldi áfram um einhvern tíma og hættulegar aðstæður geti myndast þar sem gas getur safnast saman.\nÓvissustigi vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall hefur verið aflýst. Alls mældust tólf jarðskjálftar yfir fjórum, þær rúmu tvær vikur sem hrinan stóð.","summary":"Óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall sem hófst skömmu fyrir jól hefur verið aflýst. Alls mældust tólf jarðskjálftar yfir fjórum, þær rúmu tvær vikur sem hrinan stóð. "} {"year":"2022","id":"191","intro":"Héraðssaksóknari hefur ákært karl og konu fyrir að hafa flutt fjögur kíló af kókaíni til landsins með flutningaskipi i október á síðasta ári. Götuvirði efnanna er um 70 milljónir króna.","main":"Efnið fannst við tollskoðun í höfninni í Þorlákshöfn í október á síðasta ári, vandalega falið undir gólfi í bifreið sem kom frá Danmörku með flutningaskipi. Í ákæru kemur fram að lögregla hafi skipt efninu út fyrir gervikókaín og síðan fylgst með ferðum bílsins. Maður var síðan handtekinn við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur degi síðar þegar hann hafði sótt efnið í bílinn. Stuttu síðar var konan handtekin á heimili þeirra.\nVið húsleit fundust nokkur hundruð grömm af kókaíni til viðbótar, ríflega fjórtán hundruð töflur af MDMA og lítilræði af öðrum fíkniefnum. Þá lagði lögreglan hald á nokkra farsíma og um tvö þúsund evrur í reiðufé.\nVerðmæti efnanna er umtalsvert en götuvirði fjögurra kílóa af kókaíni er um 70 milljónir króna. Parið er ákært fyrir stórfellt fíkniefnasmygl en við því liggur allt að tólf ára fangelsi.","summary":null} {"year":"2022","id":"191","intro":"Mikill órói er í stjórnmálum í Færeyjum, minnstu munaði að stjórnin félli en hún hefur keypt sér gálgafrest með hrókeringum, en hefur misst meirihlutann á Lögþinginu.","main":"33 þingmenn sitja á Lögþinginu í Færeyjum, mið- og hægri stjórn hefur farið með völd í rúm tvö ár. Sambandsflokkurinn, Miðflokkurinn og Fólkaflokkurinn höfðu nauman meirihluta, en nú getur Bárður á Steig Nielsen, lögmaður eða forsætisráðherra, ekki lengur gengið að því að meirihluti þingmanna styðji stjórnina.\nErfiðleikar komu upp í stjórnarsamstarfinu í Færeyjum eftir að tveir þingmenn stjórnarinnar, Annika Olsen og Johan Dahl, lýstu stuðningi við tillögu stjórnarandstöðunnar um réttindabætur fyrir samkynhneigðar mæður. Miðflokkurinn, undir forystu Jenis av Rana, menntamála- og utanríkisráðherra, er algerlega andvígur auknum réttindum hinsegin fólks.\nÍslendingar muna ef til vill að Jenis av Rana neitaði að sitja kvöldverðarboð með Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætisráðherra, og Jónínu Leósdóttur eiginkonu hennar, þegar þær voru í opinberri heimsókn í Færeyjum fyrir rúmum áratug.\nÞrátt fyrir hótanir Jenis av Rana um stjórnarslit var tillaga stjórnarandstöðunnar samþykkt og það þó að Anniku Olsen hefði verið bolað af þingi. Ráðherrar sitja ekki á þingi í Færeyjum og tveir ráðherrar Fólkaflokksins létu af embætti og tóku sæti sín á þingi og þar með missti Annika Olsen þingsæti sitt og varð fyrsti varaþingmaður Fólkaflokksins.\nMegn óánægja virðist með framgöngu formanns Fólkaflokksins, Jørgens Niclasens. Ef marka má af könnun sem gerð var eftir breytingarnar í vikunni hefur flokkurinn hefur tapað helmingi fylgis síns.\nHinum flokkunum, Sambandsflokknum og Fólkaflokknum, var í mun að komast hjá stjórnarslitum","summary":null} {"year":"2022","id":"191","intro":"Búið er að handtaka fyrrverandi yfirmann leyniþjónustunnar í Kasastan fyrir landráð. Hann hafði verið rekinn úr starfi í kjölfar mikilla mótmæla í landinu. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af stöðunni í landinu, einkum veru rússnesks herliðs þar.","main":"Kassym-Jomart Tokayev forseti Kasakstan tilkynnti í gær, eftir nokkurra daga hörð mótmæli, að ró væri komin á í landinu. Jafnframt var tilkynnt að rússneskt herlið væri á leið til landsins, sem svo kom í gær.\nAlls er gert ráð fyrir tvö þúsund og fimm hundruð manna herliði í Kasakstan. Toakyev átti langt samtal við Vladimír Pútín forseta Rússlands í gær um stöðuna og voru þeir sammála um að vera áfram í stöðugu sambandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum.\nAnthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýsti áhyggjum af stöðunni og veru rússnesks herliðs í landinu. Hann sagði tilganginn með henni óljósan þar sem stjórnvöld í Kasakstan ættu að geta sjálf ráðið við svona mómæli en á sama tíma haldið uppi lögum og reglu. Hann vonaðist því til að stjórnvöld gætu sjálf leyst þau efnahagslegu og pólitísku mál sem hafi verið undirrót mótmælanna.\nEitt af því sem nýlegir atburðir hafa kennt er að þegar Rússarnir eru einu sinni komnir heim til þín er stundum mjög erfitt að losna við þá, segir Blinken.\nStjórnvöld í Kasakstan hafa hins vegar ekki setið auðum höndum eftir mómælin. Leyniþjónustan greindi frá því í morgun að Karim Masimov, sem hafði verið rekinn úr sarfi forstjóra hennar í kjölfar mótmælanna, hefði verið handtekinn fyrir landráð.","summary":null} {"year":"2022","id":"191","intro":"Lögfræðingar serbnesku tennisstjörnunnar Novak Djokovic segja að hann hafi fengið undanþágu fá reglum um bólusetningar í Ástralíu vegna nýlegrar Covid-19 sýkingar hans. Sú ástæða var hins vegar ekki tekin gild á landamærum Ástralíu.","main":"Djokovic hefur aldrei staðfest það með berum orðum að hann sé óbólusettur en tilkynnti í vikunni að hann væri á leið til Ástralíu á Opna ástralska meistaramótið í tennis með undanþágu frá bólusetningarskyldu sem ríkir í landinu. Tennissamband Ástralíu hafði gefið út að möguleikar væru á að fá undanþágu frá skyldunni ef íþróttafólk hefði læknisfræðilega ástæðu og sönnun þess að það gæti ekki þegið bólusetningu. Þegar Djokovic hins vegar lenti í Melbourne var honum neitað um inngöngu í landið og dvelur nú á hóteli fyrir innflytjendur þar til mál hans fer fyrir rétt í Ástralíu á mánudag. Ástæða neitunarinnar er sögð sú að hann hafi ekki framvísað nægilega góðum sönnunargögnum fyrir undanþágunni þar sem að fyrri sýking er ekki metin sem gild ástæða fyrir því að vera bólusettur. Ekki hafði verið greint frá þessari sýkingu Serbans áður, en hann fékk Covid-19 í júní 2020 eftir tennismót sem hann stóð fyrir sjálfur í Serbíu. Á því móti var hann harðlega gagnrýndur fyrir skort á smitvörnum.\nSmit hefur greinst í leikmannahópi karlaliðs Hollands í handbolta en liðið verður með Íslendingum í riðli á EM sem hefst í næstu viku. Erlingur Richardsson er þjálfari hollenska liðsins.","summary":null} {"year":"2022","id":"192","intro":"Forseti Kasakstans skipar öryggissveitum landsins að skjóta mótmælendur án viðvörunar. Hann útilokar samningaviðræður af öllu tagi.","main":"Öryggissveitum í Kasakstan hefur verið skipað að skjóta á mótmælendur án viðvörunar. Forseti landsins segir að samningaviðræður við andstæðinga hans komi ekki til greina. Þeir séu stigamenn sem hafi hlotið þjálfun í andófsaðgerðum erlendis.\nKassym-Jomart Tokayev forseti ávarpaði þjóðina í dag í þriðja sinn á einni viku. Þar hótaði hann að eyða þeim sem hann kallaði vopnaða stigamenn, sem hafa staðið fyrir mótmælum undanfarna daga. Hann kvaðst hafa fyrirskipað öryggissveitum að skjóta þá án viðvörunar. Þetta væru menn sem eyðilegðu eignir annarra, hryðjuverkamenn sem beittu vopnum gegn almennum borgurum og svifust einskis.\nTalsmenn innanríkisráðuneytis þar í landi gáfu það út í dag að 26 vopnaðir glæpamenn og átján lögreglu- og öryggissveitamenn hefðu látið lífið í óeirðum undanfarna daga. Fjöldi fólks hefur særst, nokkrir alvarlega.\nSameinuðu þjóðirnar og nokkrir þjóðarleiðtogar hafa hvatt til þess að deilurnar sem spruttu upp um áramót verði jafnaðar við samningaborðið. Tokayev forseti kvað það af og frá í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í dag. Ekki kæmi til greina að semja um neitt við vopnaða stigamenn sem hefðu hlotið þjálfun erlendis í andófsaðgerðum. Hann þakkaði Rússum, Kínverjum og Tyrkjum fyrir aðstoðina sem þeir hefðu veitt Kasökum að undanförnu og sér í lagi Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sem sendi hersveit í gær til að aðstoða heimamenn við að koma á röð og reglu.","summary":"Forseti Kasakstans skipar öryggissveitum landsins að skjóta mótmælendur án viðvörunar. Hann útilokar allar samningaviðræður."} {"year":"2022","id":"192","intro":"Rúmlega 1400 eru á biðlista eftir íbúð hjá Bjargi íbúðafélagi. Þrátt fyrir hraða uppbyggingu síðustu ár lengist listinn þar sem þörfin fyrir hagstætt húsnæði var og er mikil. Framkvæmdastjóri Bjargs segir sífellt fleiri sveitarfélög sækjast eftir samstarfi.","main":"Flestar íbúðir Bjargs eru í Reykjavík en sífellt fleiri sveitarfélög bætast í hópinn. Íbúðirnar eru fyrir fólk sem er virkt á vinnumarkaði og á aðild að ASÍ eða BSRB. Björn Traustason er framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags.\nSveitarfélögin hafa staðið vel á bak við okkur í að útvega okkur lóðir í verkefnið, þannig að núna erum við með í byggingu og undirbúningi um 600 íbúðir sem eru í pípunum í dag.\nEn jafnframt hefur listinn verið að hækka því að það sem gerist er það að íbúðir fara í leigu og þetta spyrst út og fólk fer að átta sig á því hvað er í boði hjá Bjargi. Nýjar góðar íbúðir á hagstæðu verði, að þá bætir í listann hraðar en við náum að saxa á hann.\nReykjavíkurborg er búin að gefa það út að þeir ætli að standa með okkur næstu árin og útvega okkur lóðir á hverju ári á meðan við erum að vinna á þessum lista.\nAuk íbúða í Reykjavík, á Bjarg íbúðir á Akranesi, Þorlákshöfn, Selfossi, Akureyri og enn fleiri sveitarfélög hafa leitað eftir samstarfi. Þá er bygging hafin á íbúðum í Hveragerði og tekin verður fyrsta skóflustungan af íbúðum í Grindavík í dag. Björn segir mikla ánægju með íbúðirnar.\nVið erum með frekar fáa fermetra í íbúðunum en við nýtum þá vel og fólk hefur verið mjög ánægt með þessar íbúðir.\nVið erum oft að sjá mjög hamingjusamt fólk sem er að komast úr mjög erfiðum húsnæðisaðstæðum. Þar sem jafnvel fjögurra manna fjölskylda er í einu herbergi, komin í nýja glæsilega fjögurra herbergja íbúð, veitir mikla gleði fyrir okkur og viðkomandi aðila.\nBjörn segir talsvert um að Bjarg þurfi að vísa fólki frá sem ekki uppfylli skilyrði fyrir því að fá íbúð hjá þeim. Þar á meðal eru öryrkjar sem þurfa að leita til Brynju leigufélags en þar bíða yfir 300 en lokað var fyrir nýskráningar á biðlista fyrir þrjá ár, þegar um 600 biðu.","summary":null} {"year":"2022","id":"192","intro":"Körfuknattleikssamband Íslands hefur slegið tveimur næstu leikjum KR í úrvalsdeild karla á frest. Þetta er gert þar sem fjöldi leikmanna er ýmist í einangrun eða sóttkví.","main":"Breiðablik og KR áttu að eigast við klukkan korter yfir sex í kvöld og svo var fyrirhugaðir leikur KR á útivelli við Val á mánudag. Báðum leikjum hefur nú verið frestað og unnið að því að finna nýja leiktíma. Að auki hefur tveimur leikjum Selfyssinga í 1. deild karla sem áttu að vera spilaðir um helgina verið frestað, sem og kvennaleik KR og Stjörnunnar í 1. deild kvenna. Einn leikur er þó enn á dagskrá í úrvalsdeild karla í kvöld. Það er leikur Íslandsmeistara Þórs í Þorlákshöfn og bikarmeistara Njarðvíkur. Sú viðureign hefst klukkan korter yfir átta. Einn leikur var spilaður í deildinni í gærkvöld. Þar vann Þór Akureyri sinn fyrsta sigur í vetur. Þór vann þá Grindavík, 82-80.\nÁgúst Elí Björgvinsson landsliðsmarkvörður í handbolta hefur gert samning við danska úrvalsdeildarliðið Ribe Esbjerg. Ágúst Elí fer til liðsins frá Kolding í Danmörku og tekur samningurinn gildi næsta sumar. Ágúst Elí sem er einn þriggja markvarða í landsliðshóp Íslands fyrir EM í janúar hefur leikið í atvinnumennsku frá 2018. Ágúst og félagar í íslenska landsliðinu áttu að spila vináttuleiki við Litáen í kvöld og á sunnudag, en þeim var frestað fyrr í vikunni. Í staðinn æfir íslenska liðið nú af krafti, en fyrsti leikur Íslands á EM verður við Portúgal næsta föstudag í Búdapest. Að auki verða svo Ungverjar og Hollendingar með Íslandi í riðli. Holland sem leikur undir stjórn Erlings Richardssonar lék vináttuleik við Svíþjóð í gærkvöld. Svíar unnu Hollendinga með 34 mörkum gegn 30. Samkvæmt upplýsingum frá HSÍ í morgun eru allir leikmenn Íslands bæði meiðslalausir og veirufríir.","summary":"Tveimur leikjum KR-inga í efstu deild karla í körfubolta hefur verið frestað þar sem leikmenn eru ýmist í einangrun eða sóttkví. "} {"year":"2022","id":"192","intro":"Ekkert flóð varð í Grindavíkurhöfn í nótt eins og óttast var. Mikið flóð var þar í gærmorgun og náði vatnið upp á miðja hurð á frystiklefa fiskvinnslunnar Vísis. Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis segir að tjónið hlaupi á tugum milljóna króna en að frystiklefinn hafi sloppið nokkuð vel.","main":"Það var unnið fram á nótt við að hreinsa og gera klárt, það komu engar fyllur í gærkvöldi og flóðið fór ekki upp á bryggju í gær. Við vorum með húsið klárt í morgun en við erum án frystiklefans. Fyrsta skoðun á honum er að þetta hafi sloppið, golf og annað. Enn þá erum við ekki að tala um annað tjón en þau sem urðu á afurðum og hráefni.\nEr eitthvað búið að skoða hvað gerðist?\nDælubúnaðurinn sló einhvern tímann út, við eigum eftir að skoða það, hvað það var mikið. Það er búið að breyta bryggjunni síðan húsið var byggt. Það er búið a hækka bryggjuna fyrri framan. Það er fullt af þáttum sem menn þurfa að fara í gegnum og finna réttu orsökina. Það fór úr varnargörðunum. Allt svona gerði þetta meira, það eru allir sammála um það að þetta varð meira og sneggra en menn áttu von á, og það geta verið margir samliggjandi þættir í því og það verða menn bara að skoða þegar menn eru búnir að ná andanum.","summary":"Tjón fiskvinnslunnar Vísis í Grindavík hleypur á tugum milljóna eftir flóð þar í gær. Búist er við stormi við Faxaflóa, á Suðurlandi og Suðausturlandi í nótt og fram á morgun"} {"year":"2022","id":"192","intro":"Rússneskt útgerðarfélag hefur keypt meirihluta í eyfirska fyrirtækinu Vélfagi. Annar stofnandi fyrirtækisins segir að aðkoma Rússanna sé nauðsynleg til að komast inn á rússneskan markað.","main":"Vélfag var stofnað 1995 og þróar og framleiðir vélar í fiskvinnslu fyrir stærstu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Rússneska fyrirtækið, Norebo, hefur nú eignast 54,5 prósent hlut í Vélfagi. Kaupverðið er trúnaðarmál.\nHjónin Bjarmi Arnfjörð Sigurgarðarsson og Ólöf Ýr Lárusdóttir eru stofnendur Vélfags. Ólöf segist fagna kaupum rússneska fyrirtækisins og segir þau veita Vélfagi tækifæri á að komast inn á hinn gríðarstóra rússneska markað.\nÞað sem við sjáum svo mikil tækifæri í, að einmitt þessi kaupandi hefur svo mikla þekkingu á þörfum og framtíðarsýn sjávarútvegsins og okkur finnst þetta endurspegla raunverulega trú og traust sem er erlendis frá á getu íslensks sjávarútvegs í\nheild því að íslensku tæknifyrirtækin eru svo nátengd íslenskum sjávarútvegi.\nÓlöf segir að Vélfag hafi síðustu ár sótt á erlendan markað. Í Rússlandi felist mörg tækifæri vegna fyrirhugaðra breytinga þar í sjávarútvegi.\nÞannig að við höfum verið að stefna að því að koma okkur upp aðstöðu í Rússlandi. Það er bara vonlaust að fara inn á þann markað án þess að fyrirtæki séu þar staðsett með þjónustu og skrifstofu.\nÉg held að þessi aðkoma styrki Vélfag í að taka næsta skref sem var óhjákvæmilegt, að stækka og eflast og sækja enn frekar á erlenda markaði. Þannig að þið eruð með stórar hugmyndir? Já, það er óhætt að segja það.","summary":"Rússneskt útgerðarfyrirtæki hefur eignast meirihluta í eyfirsku fiskvinnsluvélafyrirtæki. Stefnan er sett á að komast inn á rússneskan markað með framleiðsluna."} {"year":"2022","id":"192","intro":"Lögmaður Erlu Bolladóttur segir að það geti tekið langan tíma að fara með mál hennar fyrir endurupptökudómstólinn. Afstaða ríkissaksóknara ráði þar miklu.","main":"Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Geirfinnsmálinu skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu. Ári síðar sýknaði Hæstiréttur sakborningana. Fyrr í vikunni heimilaði Héraðsdómur endurupptöku á máli Erlu. Forsætisráðherra sagði í fréttum í gær að ríkið myndi una dómnum. Ragnar Aðalsteinsson er lögmaður Erlu\nNú hefur Erla staðið í þessu í 46-7 ár og það er ekki hægt að ætlast til þess að hún hafi þrek til þess að halda þessu áfram í mörg ár í viðbót. Og það má ekki gleyma því að allt stafar þetta af mistökum ríkisvaldsins. Erla á enga sök á þessu eða aðrir sakborningar í þessum málum.\nKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í gær að ekki væri hægt að greiða bætur nema að undangengnum sýknudómi.\nTil þess að ljúka málinu á hinn fullkomna hátt væri best að málið færi fyrir hæstarétt eftir endurupptökudómstólinn og þar yrði Erla sýknuð.\nRagnar segir ábyrgð framkvæmdavaldsins mikla í málinu. Það hafi leynt hæstarétt mikilvægum upplýsingum sem hefði getað leitt til sýknu allra sakborninganna.\nÞað var framkvæmdavaldið sem hratt þessu máli af stað á sínum tíma 1975-6 og það var framkvæmdavaldið sem stóð fyrir lögreglurannsókninni, fór með ákæruvaldið, rak fangelsið þar sem einangrunin fór fram og svo framvegis og framvegis. Þannig að hlutur framkvæmdavaldsins er afar stór og misferli þess mjög mikið.\nRagnar segir að settur ríkissaksóknari komi núna að málinu.\nÞað fer eftir afstöðu hans, hvort hann vill reyna að tefja málið og koma í veg fyrir framgang þess fyrir endurupptökudómstólnum eða hvort hann vill verða samvinnuþýður við Erlu og ljúka málinu sem hraðast svo það komist í hæstarétt.\nRagnar er einnig lögmaður tveggja barna Sævars Ciesielski og sækir fyrir þeirra hönd skaðabætur til ríkisins. Það verður tekið fyrir 28. janúar og niðurstaða ætti að liggja fyrir fjórum vikum síðar.","summary":"Lögmaður Erlu Bolladóttur segir að það geti tekið langað tíma að fara með mál hennar í endurupptökudómstól. Hann vonar að ríkissaksóknari sé tilbúinn að flýta fyrir afgreiðslu málsins. "} {"year":"2022","id":"192","intro":"Karlmaður á sjötugsaldri, sem grunaður er um fjölmörg brot gegn börnum, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til þriðja febrúar, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Búið er að taka skýrslur af meira en fjörutíu manns vegna málsins, meirihluti þeirra er á barnsaldri.","main":"[VEFFRÉTT TILBÚIN en óbirt: Gæsluvarðhald framlengt - meira en 30 börn gefa skýrslu í kynferðisbrotamáli]\nFarið var fram á að gæsluvarðhald yrði framlengt um fjórar vikur og féllst dómurinn á það. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var upphaflega úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í desember, sem rann út í gær.\nUm þrjátíu börn gefa skýrslu hjá lögreglu, ýmist sem vitni eða þolendur. Þá hafa um tuttugu fullorðnir borið vitni.\nMaðurinn er grunaður um fjölda blygðunarsemis- og barnaverndarlagabrota gegn börnum og að hafa reynt að mæla sér mót við börn í þeim tilgangi að brjóta á þeim kynferðislega.\nKrafa lögreglunnar um gæsluvarðhald yfir manninum byggir á að það sé nauðsynlegt að verja aðra gegn brotum hans. Ólíklegt sé að hann hætti að brjóta af sér. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta sami maður og DV og Vísir fjölluðu um í fyrrasumar. Þar kom fram að hann notaði samfélagsforritið Snapchat til að setja sig í samband við börn.","summary":null} {"year":"2022","id":"193","intro":"Bandarískir alríkissaksóknarar hafa ákært rúmlega sjö hundruð manns á því ári sem í dag er liðið frá árás stuðningsmanna Donalds Trump, þáverandi forseta, á bandaríska þinghúsið. Sjötíu og fjórir hafa fengið dóm fyrir aðild sína að árásinni og þar af hefur tæpur helmingur verið dæmdur í fangelsi.","main":"Mikill fjöldi stuðningsmanna Trumps gerði áhlaup á þinghúsið þann 6. janúar og reyndi að koma í veg fyrir að þingið staðfesti sigur Joes Biden í forsetakosningunum sem fram fóru í nóvember 2020.\nTrump og aðrir Repúblikanar höfðu ítrekað fullyrt að svindlað hefði verið í kosningunum, án þess að birta nokkur sönnunargögn þess efnis, og hvöttu stuðningsmenn til að þrýsta á þingið. Trump var ákærður fyrir embættisbrot í kjölfarið en öldungadeildin, þar sem Repúblikanar voru með völdin, sýknaði hann.\nAlls hafa 727 verið ákærð fyrir aðild að árásinni, segir í samantekt NPR. Þar af eru 187 ákærð fyrir ofbeldisbrot. 74 hafa fengið dóm og þar af tæpur helmingur verið dæmdur í fangelsi.\nÞingmenn Demókrata lýsa andrúmsloftinu á þingi sem eitruðu og hefur árásin ekki þjappað þingmönnum saman, þvert á móti. Rannsóknarnefnd þingsins um árásina, sem Repúblikanar ákváðu flestir að sniðganga, er enn að störfum og hefur yfirheyrt marga.","summary":null} {"year":"2022","id":"193","intro":"Tugir mótmælenda í Kasakstan eru sagðir hafa fallið þegar öryggissveitir skutu á þá. Á annað þúsund hafa slasast. Tólf lögreglumenn liggja í valnum. Friðargæslulið verður sent til landsins til að lægja öldurnar.","main":"Öryggissveitir í Kasakstan segjast hafa fellt tugi mótmælenda þegar þeir reyndu að brjóta sér leið inn á lögreglustöðvar og fleiri opinberar byggingar í Almaty, fjölmennustu borg landsins. Á annað þúsund slösuðust þegar fólk mótmælti mikilli hækkun eldsneytisverðs.\nMótmælaalda reis í Kasakstan þegar verð á eldsneyti var tvöfaldað um áramótin. Fólk krafðist þess að Kassym-Jomart Tokayev forseti og ríkisstjórnin segðu af sér. Forsetinn leysti stjórnina frá störfum og lækkaði eldsneytisverðið en ætlar að sitja sem fastast. Í gær skipaði hann öryggissveitum landsins að taka á mótmælendum af fullri hörku. Skotið var á fólkið þegar það reyndi í dag að brjóta sér leið inn á lögreglustöðvar og fleiri opinberar byggingar í Almaty, fjölmennustu borg landsins. Tugir eru sagðir hafa fallið. Þá greindu ríkisfjölmiðlarnir frá því að tólf lögreglumenn hefðu látið lífið í átökunum og 353 særst. Einn lögreglumaður er sagður hafa verið hálshöggvinn. Á annað þúsund mótmælendur eru sagðir hafa slasast.\nTokayev forseti fór í dag fram á að Samvinnu- og öryggisbandalag fyrrverandi Sovétlýðvelda CSTO sendi lið til Kasakstans til að hjálpa til við að stilla ófriðaröldurnar. Rússar og fimm önnur fyrrverandi Sovétlýðveldi eiga aðild að því. Að sögn forsetans eiga öryggissveitir hans í höggi við hryðjuverkahópa sem hafa hlotið yfirgripsmikla þjálfun erlendis. Fyrstu gæsluliðarnir eru komnir til landsins. Þetta er fyrsta stóra verkefnið sem Samvinnu- og öryggisbandalagið þarf að kljást við frá því að það var stofnað árið 1999.","summary":"Tugir mótmælenda í Kasakstan eru sagðir hafa fallið þegar öryggissveitir skutu á þá. Á annað þúsund hafa slasast. Tólf lögreglumenn liggja í valnum. Friðargæslulið verður sent til landsins. til að lægja öldurnar."} {"year":"2022","id":"193","intro":"Björgunarsveitir sinntu um hundrað verkefnum vegna vonskuveðursins sem gekk yfir suðvestanvert landið í gærkvöld og í nótt. Um sjötíu þeirra voru á höfuðborgarsvæðinu. Mest var um foktjón en fyrsta útkall barst á ellefta tímanum í gærkvöld. Verkefnum fækkaði eftir því sem líða tók á nóttina. og voru flestar sveitir komnar í hús um fjögurleytið. Guðrún Katrín Jóhannsdóttir er ein þeirra sem sinnti útköllum á vegum Landsbjargar víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í gærkvöld og nótt og furðar sig meðal annars á því að þurfa að bregðast við fljúgandi trampólíni í janúar.","main":"Þetta voru þessi hefðbundnu foktjón; klæðningar, þakplötur, gluggar, girðingar, fiskikör. Eitt trampólín meira að segja læddist þarna með og partýtjald. Þannig það var af ýmsu að taka.\n-Þið voruð væntanlega vel undirbúin, en var þetta meira en þið bjuggust við?\nJá og nei. Þetta var svolítið hverfaskipt. Við vorum mikið í Hafnarfirði og svokölluðum efri byggðum, þær eru alltaf vinsælar í rokinu. En verkefnin voru svona nokkuð hefðbundin. Maður er alltaf svolítið í vandamálalausnum þegar maður kemur að hverju verkefni fyrir sig. Að finna út úr því hvað maður getur notað, hvað er í bílnum og hvað er hægt að nota á staðnum til þess að leysa verkefnið og að sjálfsögðu valda ekki meira tjóni en orðið er.\n-Það var búið að vara við hvelli og þú talar um trampólín og partýtjald. Finnst þér fólk hafa búið sig nægilega vel fyrir þetta?\nFlestir eru bara með sitt alveg á hreinu. Þetta eru svona einstaka verktakar sem ganga ekki alveg nógu vel frá hjá sér. Það er kannski lítið sem fólk getur gert í því ef kofar í görðum takast skyndilega á loft eða girðingar eða slíkt. En trampólín, það er kannski hægt að setja spurningarmerki við að vera með það uppi í janúar.","summary":null} {"year":"2022","id":"193","intro":null,"main":"Um sex hundruð milljónir hafa verið teknar ólöglega út úr Heilsustofnuninni í Hveragerði, samkvæmt úttekt eftirlitsdeildar Sjúkratrygginga Íslands og kröfur hafi verið gerðar um úrbætur. Þetta kemur fram á vef Kjarnans. Þar segir enn fremur að samningur Heilsustofnunar við Sjúkratryggingar, sem rennur út í mars, tryggi henni næstum einn milljarð króna á ári úr ríkissjóði.\nÍ frétt Kjarnans kemur fram að Náttúrulækningafélagið hafi einhliða ákveðið að hækka arðgreiðslur til sín og til að standa undir þeim velt umframkostnaði á sjúklinga og nýtt rekstrarfé stofnunarinnar til heilsutengdrar ferðaþjónustu sem ekki sé hluti af samningnum. Eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands fer meðal annars fram á það í bréfi til ríkisendurskoðunar og heilbrigðisráðuneytisins að Náttúrulækningafélagið hætti að taka arð út úr rekstri Heilsustofnunarinnar og að þeim sem sækja endurhæfingu á stofnuninni borgi fyrir það gjald sem endurspegli raunkostnað vegna gistinátta. Í umfjöllun Kjarnans kemur fram að Heilsustofnun hafni niðurstöðu úttektarinnar.","summary":"Náttúrulækningafélag Íslands tók sex hundruð milljónir króna ólöglega út úr stofnuninni á fimmtán ára tímabili, samkvæmt umfjöllun Kjarnans. Umframkostnaði við arðgreiðslur hafi verið velt yfir á sjúklinga. "} {"year":"2022","id":"193","intro":"Asahláka og talsverð rigning eru á Austurlandi í dag. Skriðuvakt hefur verið virkjuð á Seyðisfirði en ekki er talin mikil hætta á ferðum.","main":"Vel er fylgst með hlíðum ofan Seyðisfjarðar vegna skriðuhættu. Hlýindi og mikil rigning eru á Suðaustur- og Austurlandi. Sex stiga hiti var á Egilsstöðum í morgun og mikill vindur. Við þessar aðstæður verður asahláka enda mikill snjór fyrir.\nSlökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út rétt fyrir hádegi eftir að vatn tók að flæða inn í hús á Eskifirði. Víða er krapi eða ís yfir niðurföllum og viðbúið að vatn safnist fyrir á götum með aukinni hættu á að vatn flæði inn í hús. Sveitarfélagið Fjarðabyggð hefur varað íbúa við flughálku á götum og hvatt þá til að hreinsa frá niðurföllum svo leysingavatn komist leiðar sinnar.\nVeðurstofan spáði allt að 100 millimetra úrkomu á Austfjörðum í dag og mestri ákefð nú í hádeginu. Sérstaklega er fylgst með úrkomu á Seyðisfirði vegna hættu á aurskriðum. Búist er við að afrennsli úr fjöllum þar, bráðnun og rigning gæti verið 40 millimetrar, en fyrir ofan 200 metra ætti úrkoman að falla sem snjór. Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi segir að vel sé fylgst með hreyfingum í hlíðunum og uppsöfnun vatns í borholum í svokölluðum Neðri-Botnum. Þar var grunnvatnsstaðan lág og því talið að þetta úrkomuskot ætti ekki að valda mikilli skriðuhættu við Seyðisfjörð. Skriðuvakt Veðurstofunnar fylgist þó grannt með mælum.\nÖkumenn eru varaðir við mikilli hálku á vegum og flughált hefur verið bæði í Fljótsdal og á Jökuldal. Skólahaldi í Brúarási var aflýst vegna hálku og hvassviðris. Þá var þjóðvegur eitt um Jökuldal lokaður í morgun við Skjöldólfsstaðahnjúk á meðan verið var að fjarlægja yfirgefna bíla. Þar festu ökumenn sig um miðnætti í gær og einn bílinn lokaði veginum þannig að mokstursbíll komst ekki framhjá. Þá hefur verið mikið óveður á Vatnsskarði til Borgarfjarðar eystra þar sem hviður mældust 50 metrar á sekúndu í morgun.","summary":"Asahláka og talsverð rigning eru á Austurlandi í dag. Vatn flæddi inn í hús á Eskifirði í morgun. Skriðuvakt hefur verið virkjuð á Seyðisfirði en ekki er talin mikil hætta á ferðum. "} {"year":"2022","id":"193","intro":"Hátíðarhöld vegna þrettándans, sem er í dag, eru víðast með óvenjulegu sniði vegna samkomutakmarkana. Þrettándabrennum og flugeldasýningum hefur sums staðar verið aflýst eða þeim frestað, ýmist vegna veðurs eða sóttvarna.","main":"Það er hefð fyrir því að kveðja jólin með flugeldum eða álfabrennum. Lítið fer fyrir slíkri gleði nú í ár, líkt og í fyrra, vegna strangra sóttvarnareglna. Upplýsingar um fyrirkomulag á þrettándanum má finna á heimasíðum bæjarfélaga landsins, en hér verður stiklað á stóru.\nÍ Hafnarfirði, á Akureyri og í Stykkishólmi er þrettándagleði aflýst annað árið í röð vegna kórónuveirufaraldursins. Í Mosfellsbæ var flugeldasýningu dagsins aflýst vegna veðurs.\nÁratugum saman hafa litlir púkar farið á kreik á þrettándanum í Grindavík og bankað upp á í heimahúsum og fengið sælgæti. Í ár, líkt og í fyrra, þurfa púkarnir að halda sig heima við.\nSums staðar hefur gleðinni aftur á móti verið frestað. Á Selfossi var ákveðið aflýsa blysför og brennu á þrettándanum vegna sóttvarna. Flugeldasýning er enn á dagskrá, en vegna óhagstæðrar veðurspár hefur henni verið frestað fram á laugardag. Fólk er hvatt til njóta hennar heiman frá sér eða úr bílum sínum til að allra sóttvarna sé gætt. Í Vestmannaeyjum verður þrettándagleði ÍBV einnig haldin á laugardag. Kveikt verður á kertum á Molda og í framhaldinu munu jólasveinarnir horfa til byggða ofan af Há, og veifa til barnanna. Gleðinni lýkur með flugeldasýningu.\nÞrettándadagskrá í Reykjanesbæ hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna slæmrar veðurspár næstu daga. Fyrirhugaðir voru bílaútvarpstónleikar með Friðriki Dór og flugeldasýning, sem vonir standa til að hægt verði að halda síðar.\nÞrettándagleði Hattar á Egilsstöðum fer fram á morgun föstudag. Þar verður flugeldasýning sem flestir íbúar á Héraði ættu að geta notið að heiman.\nEngin þrettándagleði verður á Ísafirði í ár, ekki vegna samkomutakmarkana þó, heldur af fjárhagsástæðum.","summary":"Jólin verða kvödd á óhefðbundin hátt annað árið í röð. Þrettándabrennum og flugeldasýningum hefur verið aflýst eða frestað víðast hvar á landinu, ýmist vegna veðurs eða sóttvarna."} {"year":"2022","id":"193","intro":"Aðeins einn leikur fór fram í úrvalsdeild kvenna í körfubolta í gærkvöld, en hinum tveimur var frestað. Íslandsmeistarar Vals færast nær toppliðum deildarinnar.","main":"Valur sótti Grindavík heim í eina leik gærkvöldins og fór með sigur af hólmi með 73 stigum gegn 58. Valur er eftir sigurinn með 16 stig, tveimur minna en Fjölnir í öðru sæti og Njarðvík sem situr á toppnum. Njarðvíkingar eiga þó leik til góða. Grindavík er áfram í næstsíðasta sæti deildarinnar með 6 stig, fjórum meira en Breiðablik, en aðeins sjö lið eru í deildinni eftir að Skallagrímur dró lið sitt úr keppni. Næst verður leikið í deildinni á sunnudag, ef smit koma ekki í veg fyrir þá leiki.\nEnn er óvíst hvort serbneski tenniskappinn Novak Djokovic fái að keppa á Opna ástralska meistaramótinu í tennis, sem hefst í Melbourne þann 17. þessa mánaðar. Djokovic var meinuð landganga í Ástralíu í gærkvöldi þegar hann kom til landsins. Hann hafði fengið undanþágu frá bólusetningarskyldu mótsins en ríkisstjórn Ástralíu taldi ágalla vera á vegabréfsáritun hans, vegna téðrar undanþágu. Djokovic var þó ekki snúið við heldur var hann færður á farsóttarhús og dvelur þar þangað til á mánudag þegar dómari ákveður hvort honum verði hleypt inn í landið, eða vísað frá. Málið hefur vakið mikla úlfúð í Ástralíu og Serbíu. Forsætisráðherra Ástralíu, Scott Morrison, segir að reglur landsins eigi að gilda um alla en forseti Serbíu, Aleksandar Vucic, segir Djokovic lagðan í einelti. Djokovic hefur aldrei gefið upp hvort hann sé bólusettur eður ei, en hefur áður lýst frati á bólusetningar. Undanþágan, sem ástralska tennissambandið og yfirvöld Viktoríufylkis höfðu veitt honum, fór illa í almenning í Ástralíu sem hefur búið við strangar takmarkanir frá upphafi faraldursins. Djokovic er sigursælasti keppandi mótsins frá upphafi með níu titla og hefur unnið mótið undanfarin þrjú ár.\nKarlalið Japans í handbolta, sem Dagur Sigurðsson stýrir, hefur hætt við keppni á Asíumótinu sem hefst 18. janúar. Að minnsta kosti 12 smit komu upp innan hópsins á æfingaferð um Evrópu í vikunni. Dagur segir í samtali við RÚV í dag að staðan sé skelfileg vegna þessa og ákvörðunin að draga liðið úr keppni hafi eiginlega verið augljós í ljósi smitanna. Á Asíumótinu er ekki aðeins keppt um Asíumeistaratitilinn heldur er mótið líka undankeppni HM á næsta ári, og ákvörðunin því ekki léttvæg fyrir liðið. Viðtal við Dag má lesa á ruv.is.","summary":null} {"year":"2022","id":"193","intro":"Grjót kastaðist yfir varnargarða og upp á land í miklum sjógangi við Ólafsvík í morgun. Loka þurfti aðalgötunni sem er stórskemmd eftir öldurótið.","main":"Þótt versta veðrið hafi gengið niður þá hefur sjávarstaða hækkað og öldugangur jókst töluvert á norðanverðu Snæfellsnesi í morgun. Sjógangur var svo mikill að aðalgatan í Ólafsvík varð fyrir skemmdum.\nÞað hefur bara gengið töluvert mikið yfir hann. Mikið af grjóti og öðru sem hefur gengið upp á hann. Hann hefur skemmst líka, slitlagið hefur brotnað upp og það hefur grafið úr kanti.\nSegir Guðjón Hrannar Björnsson verkstjóri hjá Vegagerðinni í Ólafsvík.\nÞað byrjaði að ganga yfir veginn í morgun. Í fyrstu var reynt að hreinsa af honum en Guðjón segir að svo hafi orðið að loka og bíða betra færis.\nÞað gerðist í raun og veru bara í kjölfarið af því að það kom grjót yfir gröfu sem við vorum að nota til að hreinsa veginn. Þannig hún varð fyrir tjóni. Þá sáum við að það var ekki annað hægt en að loka.\nSjó hefur nú lægt nokkuð og náðist að opna veginn sem er mikið skemmdur rétt fyrir hádegi. Mjög hvasst er á Snæfellsnesi en Guðjón segir til happs að vindurinn gengur á móti ölduganginum. Norðan við Fróðárheiði gekk einnig sjór yfir varnargarð og yfir veginn. Þar varð bíll fyrir smávægilegu tjóni, en ekki taldist ástæða til að loka.","summary":null} {"year":"2022","id":"193","intro":"Langmesti fjöldi sem greinst hefur á landamærunum greindist í gær, þrjú hundruð og fjórtán smit. Yfir þúsund smit voru innanlands. Prófessor í líftölfræði telur að áfram verði yfir þúsund smit á dag næstu sjö daga.","main":"Það er óþarfi að trúa svartsýnustu spám um hversu lengi núverandi bylgja faraldursins stendur, segir prófessor í líftölfræði. Hann telur þó að áfram verði yfir þúsund smit á dag fram í miðja næstu viku.\n1.378 smit greindust alls í gær, þar af 1064 innanlands. Aldrei hafa greinst jafnmörg smit á landamærunum. Þau voru 314 sem er næstum tvöfalt fleiri en fyrra met en það var slegið fyrir þremur dögum. Smitin innanlands voru hins vegar um fimm hundruð færri en þegar verst lét fyrir sléttri viku. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá sóttvarnalækni um hvaðan þeir kæmu sem reyndust smitaðir á landamærunum. Í fyrradag fengust þau svör að síðustu tvær vikur hafi flest smit á landamærum verið frá fólki sem kom frá Kanaríeyjum, þar á meðal Tenerife, næstflestir frá Bandaríkjunum, þá Bretlandi, Danmörku og loks Póllandi.\nThor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir miklar sveiflur á smitölum eftir áramót flækja málin þegar kemur að því að spá fyrir um þróunina.\nEn einhver vísbending og miðað við þessi smitlíkön líka erlendis að það gæti verið breyting á vextinum og hann sé að ná einhverjum stöðugleika. En samt þetta að vera viðbúin næstu viku, eftir viku, að það haldi áfram þúsund nýgreind smit á dag.\nThor segir erfitt að spá lengra fram í tímann en næstu sjö daga. Bretar hafi búist við að fjöldi smita myndi tvöfaldast á tveimur til þremur dögum en raunin hér hafi verið sex til sjö dagar. Það hversu margir hér eru bólusettir hafi hægt á útbreiðslu veirunnar. Bretar hafa spáð því að bylgjan þar vari út apríl.\nÉg myndi nú samt halda að hún ætti að geta gengið hraðar niður hér og við ættum að sjá skýr merki um að þetta sé að fara alveg þegar við komum inn í febrúar. Það er alveg óþarfi að spá lengra en það. Þetta skýrist í þessum mánuði. Svo getur maður farið að sjá hvað þetta fer hratt niður. Það er kannski betra að hugsa það þannig.","summary":"Greind kórónuveirusmit á landamærunum í gær voru miklu fleiri en nokkru sinni, þrjú hundruð og fjórtán. Yfir þúsund smit voru innanlands. Prófessor í líftölfræði telur að áfram verði yfir Horfur eru á að yfir þúsund smit greinist hvern dag næstu vikuna."} {"year":"2022","id":"194","intro":"Framkvæmdastjóri Orkuseturs telur að þegar stjórnvöld hætta að veita virðisaukaskattsívilnanir á rafmagnsbíla muni orkuskiptum bílaflotans seinka. Hann telur rétt að miða við ártal eða minnka afsláttinn í þrepum, annars muni nýskráningunum bensín og dísilbíla fjölga.","main":"Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir að skattaívilnanir stjórnvalda á tengiltvinn-, rafmagns- og vetnisbíla hafi verið aðalforsenda þess árangurs sem Ísland hefur náð í orkuskiptum.\nVið höfum verið í algjörri sérstöðu Íslendingar og Norðmenn í hraða orkuskipta og erum komin lengst í fólksbílaútskiptingu fyrir annað en jarðefnaeldsneyti og það byggist á þessari virðisaukaívilnun\nsem er í báðum þessum löndum\nSigurður segir stórt skref að hætta algjörlega ívilnunum til umhverfisvænni ökutækja. Ríkisvaldið megi ekki líta á bíla sem bráðnauðsynlegan tekjuskapandi þátt. Það sé hagur allra, ef fólk er á annað borð að kaupa bíla, að það séu umhverfisvænni bílar og þá þarf að vera hvati til þess, því enn séu þeir bílar dýrari.\nSvo má bara trappa niður þessar ívilnanir í gegnum ártal, eitthvað tiltekið ártal eða minnka það í þrepum, virðisaukaafsláttinn.\nVið sjáum fram á að þessir bílar verði í boði fyrir alla og vonandi á réttu verði en við verðum að stilla þá af og hafa þolinmæði til þess að tryggja það að þeir séu á samkeppnishæfu verði.\nSigurður segir orkuskipti bílaflotans vera forsendu þess að Ísland nái að standa við skuldbindingar Parísarsáttmálans.\nEf þetta er tekið af þá mun það því miður verða til þess að nýskráningum bensín- og dísilbíla mun fjölga mikið og\nvið höfum ekki tölfræðilega efni á því.","summary":null} {"year":"2022","id":"194","intro":"Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stærstu borg Kasakstans og víðar um landið vegna harðra mótmæla gegn hækkunum á orkuverði. Ríkisstjórnin hefur sagt af sér.","main":"Forseti Kasakstan lýsti í dag yfir neyðarástandi í Almaty, stærstu borg landsins, og víðar í vesturhluta þess vegna víðtækra mótmæla að undanförnu. Landsmenn brugðust ókvæða við þegar eldsneytisverð var tvöfaldað um áramótin. Ríkisstjórnin hefur sagt af sér.\nNokkur þúsund manns tóku þátt í mótmælum í Almaty í dag. Mótmælendur réðust meðal annars inn á skrifstofur borgarstjórans vopnaðir bareflum og skjöldum sem þeir höfðu stolið af lögreglumönnum. Lögreglan beitti höggsprengjum og táragasi, en fékk ekki við neitt ráðið. Fjölmiðlar í landinu hafa einnig greint frá árásum á banka, verslanir, veitingahús og bíla. Fréttir hafa borist af því að hluti lögregluliðsins hafi snúist á sveif með andófsmönnum.\nKassym-Jomart Tokayev forseti féllst í dag á afsögn ríkisstjórnar landsins og lýsti yfir neyðarástandi í Almaty, höfuðborginni Nursultan og á fleiri stöðum í vesturhluta landsins, þar sem mótmælin hafa verið hörðust. Neyðarástandið gildir til nítjánda janúar. Þá verður útgöngubann frá ellefu að kvöldi til sjö að morgni.\nÞrátt fyrir að Kasakar eigi miklar birgðir af eldsneyti var ákveðið að tvöfalda verðið á fljótandi jarðolíugasi um áramótin. Margir nota það sem eldsneyti á bíla sína. Stjórnvöld reyndu að slá á reiði landsmanna með því að lækka verðið um meira en fimmtíu af hundraði en allt kom fyrir ekki.\nMótmælin síðustu daga eru hin hörðustu í Kasakstan frá því að Sovétlýðveldið fyrrverandi varð sjálfstætt í desember 1991. Nursultan Nazarbajev stýrði landinu með styrkri hendi þar til hann sagði af sér fyrir tæpum þremur árum. Hann er eigi að síður valdamesti maður landsins, stýrir öryggisráðinu og ber titilinn leiðtogi þjóðarinnar.","summary":"Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stærstu borg Kasakstans og víðar um landið vegna harðra mótmæla gegn hækkunum á orkuverði. Ríkisstjórnin hefur sagt af sér. "} {"year":"2022","id":"194","intro":"Fámennt þorp á vesturströnd Grænlands eignast sinn eigin Michelin-stjörnu veitingastað næsta sumar. Flutningurinn á að vera tímabundinn en Færeyingar virðast harla lítt ánægðir með fyrirhugaða stækkun staðarins þar í landi.","main":"Eigendur tveggja stjörnu veitingastaðarins Koks hafa ákveðið að hætta starfsemi í Færeyjum og flytja reksturinn til þorpsins Ilimanaq sunnan bæjarins Ilulissat. Johannes Jensen, forstjóri Gist og Vist sem rekur Koks segir þetta vera óvenjulegt tækifæri, náttúran sé stórkostleg og úrval hráefna einstakt, hvort sem það er úr jurta- eða dýraríkinu.\nDanska ríkisútvarpið hefur eftir matargagnrýnandanum Mikkel Bækgaard að ákvörðunin hafi komið sér á óvart enda hafi Koks skapað Færeyjum nýja ímynd. Engum hefði dottið til hugar fyrir tíu árum að heimsækja eyjarnar til að borða góðan mat en nú sé hann auk stórbrotinnar náttúru helsta aðdráttarafl eyjanna.\nJensen segir að ætlunin sé að reka Koks á Grænlandi meðan unnið sé að stækkun staðarins í Færeyjum. Ennþá hefur ekki fengist leyfi til stækkunar á gamla bóndabænum sem hýsir veitingastaðinn og Jensen segir hægagang stjórnvalda vera meðal ástæðna þess að ákveðið var að flytja til Grænlands. Hann kveðst þó bjartsýnn að Koks haldi Michelin stjörnunum tveimur þrátt fyrir vistaskiptin.","summary":null} {"year":"2022","id":"194","intro":"Alls fer einn milljarður króna í gerð Fjarðarheiðarganga til Seyðisfjarðar á árinu. Stefnt er að því að bjóða verkið út á þessu ári og hefja framkvæmdir á því næsta.","main":"Fjarðarheiðargöng verða boðin út á þessu ári og eiga framkvæmdir að hefjast í síðasta lagi á því næsta. Milljarður er áætlaður í verkið á þessu ári.\nFjarðarheiðargöng verða lengstu jarðgöng landsins 13,4 kílómetrar að lengd. Þau tengja Egilsstaði og Seyðisfjörð og leysa af hólmi fjallveginn um Fjarðarheiði sem er mikill farartálmi á veturna. Um Seyðisfjörð liggur eina tenging íslenska vegakerfisins við meginland Evrópu með ferjunni Norrænu.\nUndirbúningur framkvæmda er í fullum gangi og er nú unnið að hönnun ganganna sjálfra og aðkomuvegum. Staðsetning gangamunna liggur fyrir en sveitarfélagið Múlaþing á enn eftir að svara því hvaða veglína verður fyrir valinu Egilsstaðamegin. Þrjár veglínur eru í umhverfismati og verður afstaða ekki tekin fyrr en því er lokið. Vegagerðin ætlar að leggja fram umhverfismatsskýrslu seinna í þessum mánuði og gera útboðsgögn í vor.","summary":"Alls fer einn milljarður króna í gerð Fjarðarheiðarganga til Seyðisfjarðar á árinu. Stefnt er að því að bjóða verkið út á þessu ári og hefja framkvæmdir á því næsta. "} {"year":"2022","id":"194","intro":"Til skoðunar er að létta sóttkví hjá þríbólusettum einstaklingum og verður það kynnt á næstu dögum.","main":"Bólusetningar fimm til ellefu ára barna eru hafnar og fara á fullt í næstu viku. Delta-afbrigðið er enn ráðandi í smitum hjá börnum og því er talið mikilvægt að hefja bólusetningu sem fyrst.\nKarlmaður á sjötugsaldri lést af völdum covid á Landspítala í gær og er það sjöunda andlátið í þessari bylgju faraldursins. 30 sjúklingar liggja á Landspítala með covid, þar af tvær konur í fæðingu.\nÁtta eru á gjörgæslu, sex þeirra óbólusettir.\n","summary":"Til greina kemur að létta á sóttkví þríbólusettra einstaklinga. Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna. Bólusetning fimm til ellefu ára barna er hafin og fer á fullt í næstu viku. "} {"year":"2022","id":"194","intro":"Bændur á Höfða skammt sunnan við Raufarhöfn misstu um tvö hundruð heyrúllur í sjóinn í miklu óveðri sem gekk yfir austanvert landið í fyrradag. Þeir segja tjónið hlaupa á milljónum.","main":"Talsvert tjón varð á bænum Höfða í Norður- Þingeyjarsýslu á mánudag þegar hvassviðri olli því að sjór hrifsaði með sér girðingar, rekavið og stóran hluta af heyjum á bænum. Nanna Steina Rögnvaldsdóttir, bóndi á Höfða segir hlutina hafa gerst mjög hratt og illa hafi gengið að ráða við aðstæður.\nÞetta gekk bara yfir á einhverjum mínútum sko. Þegar við komum á svæðið þá sáum við bara rúllurnar fara á haf út og það bara veltist plastið af þeim. Við fórum bara strax í það að ná sem mestu sem var næst vatninu, til þess að bjarga því en á meðan á þessu stóð þá sáum við þær bara hverfa.\n-Þetta voru tæplega 200 rúllur er það ekki sem fóru?-\nJú miðað við okkar talningar hérna í gærkvöldi þá eru þetta 199 rúllur sem eru alveg horfnar og einhverjar fjórtán fimmtán sem að plastið er alveg farið af og eru bara rennblautar og við eigum ekki von á því að geta nýtt þær nokkuð.\n-Er þetta þá ekki mikið fjárhagslegt tjón fyrir ykkur?-\nJú þetta hleypur á einhverjum hundruðum eða milljónum.","summary":"Brim hrifsaði með sér um tvö hundruð heyrúllur sem stóðu við sveitabæ í Norður- Þingeyjarsýslu á mánudaginn. Bóndinn á bænum segir tjónið hlaupa á milljónum. Þá er mikið tjón á varnargörðum á Vopnafirði."} {"year":"2022","id":"194","intro":"Íslenska karlalandsliðið í handbolta heldur í dag áfram undirbúningi sínum fyrir EM. Eftir PCR-próf gærdagsins fjölgar um tvo í hópnum í dag.","main":"Íslenska handboltalandsliðið hefur dvalið í sóttvarnarkúlu á hóteli hérlendis síðustu daga í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið í handbolta sem hefst í næstu viku. Landsliðshópur Guðmundar Guðmundssonar telur 20 manns og voru þrír leikmenn enn utan hóps í gær, annað hvort vegna sóttkvíar eða einangrunar. HSÍ staðfesti við RÚV í dag að eftir PCR-próf leikmanna í gær, fjölgi um tvo í hópnum í dag en æft verður seinni partinn. Það styttist því í að íslenski hópurinn verði fullmannaður. Ísland mætir Litáen í tveimur vináttuleikjum um helgina í undirbúningi sínum fyrir EM, fyrri leikurinn verður á föstudag og sá seinni á sunnudag. Landsliðið heldur svo af stað til Ungverjalands á þriðjudaginn. Kórónuveiran heldur þó áfram að hrella þau lið sem eiga að keppa á EM. Portúgal, sem er með Íslandi í riðli, nær ekki að spila undirbúningsleiki fyrir mótið þar sem smit er komið upp í leikmannahópi liðsins. Til stóð að Portúgal tæki þátt í fjögurra liða æfingamóti í Sviss ásamt Svartfjallalandi, Úkraínu og heimamönnum í Sviss, en smit hafa nú komið upp hjá Portúgal og Svartfjallalandi. EHF, evrópska handknattleikssambandið, ákvað að þeir leikmenn sem greinast með covid-19 fyrir mót mega ekki taka þátt í leikjum fyrr en 14 dögum eftir staðfest smit. Þetta hefur þegar haft áhrif á leikmannahópa nokkurra liða en Jannick Green, markvörður heimsmeistara Danmerkur, er til að mynda smitaður og missir af fyrstu tveimur leikjum mótsins. Þá eru tveir af stjörnuleikmönnum Króatíu, þeir Domagoj Duvnjak og Luka Cindric smitaðir og mega fyrst mæta til leiks í milliriðlum, komist Króatar þangað.\nKörfuknattleikssamband Íslands tók þá ákvörðun á fundi í morgun að færa úrslitakeppni VÍS-bikarsins vegna fjölda kórónuveirusmita. Bikarúrslitin áttu að fara fram í næstu viku en verða nú spiluð í mars. Í tilkynningu frá KKÍ segir að þetta sé gert í ljósi þess fjölda einstaklinga sem nú eru í sóttkví og einangrun. Áfram stendur til að spila bikarúrslitin í Smáranum í Kópavogi en Laugardalshöllin verður ekki tilbúin í mars. Undanúrslit karla verða 16. mars og undanúrslit kvenna þann 17., úrslitaleikirnir verða svo spilaðir laugardaginn 19. mars.","summary":null} {"year":"2022","id":"195","intro":"Heimilislaus maður þurfti að gista í fangaklefa í nótt, en honum hafði verið vísað frá aðstöðu á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að maðurinn gisti annars á götunni í kulda og frosti. Sviðstjóri hjá Reykjavíkurborg segir að tilkynning lögreglu hafi komið á óvart og sé ekki í samræmi við atvikalýsingu velferðarsviðs.","main":"Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greindi frá því í morgun að heimilislaus maður hefði þurft að gista í fangageymslu þar sem hann hafi ekki fengið inni í gistiskýli á vegum borgarinnar. Í tilkynningu lögreglunnar til fjölmiðla segir að maðurinn gisti annars á götunni í sjö stiga frosti. Honum hafi undanfarna daga verið meinaður aðgangur að aðstöðu á vegum Reykjavíkurborgar. Lögregla hafði afskipti af honum í nótt eftir að starfsfólks hótels í miðbænum óskaði eftir aðstoð, þar sem maðurinn hafi verið ofurölvi og til vandræða.\nRegína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, segir að það sé mjög óvanalegt að vísa þurfi fólki frá. Það sé einungis gert ef það reynist nauðsynlegt til að tryggja öryggi annarra gesta og starfsmanna.","summary":"Heimilislaus maður gisti fangageymslu í nótt, þar sem honum var vísað frá aðstöðu á vegum borgarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Sviðstjóri velferðarsviðs segir það ekki rétt að manninum hafi verið vísað út í kuldann, og hefur óskað skýringa frá lögreglunni."} {"year":"2022","id":"195","intro":"Tenniskappinn Novak Djokovic ætlar að verja titilinn á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. Allir keppendur eiga að vera bólusettir gegn kórónuveirunni en Serbinn fær undanþágu til að taka þátt.","main":"Opna ástralska er fyrsta risamót ársins. Allir keppendur og starfsfólk eiga samkvæmt reglum mótsins að vera bólusettir gegn covid eða með læknisvottorð um undanþágu.\nDjokovic, sem hefur unnið mótið oftast allra eða níu sinnum, hefur ekki viljað svara því opinberlega hvort hann sé bólusettur eða ekki. Hann skrifaði á Instagram í dag að hann væri á leið til Ástralíu með undanþágu. Djokovic freistar þess því að vinna mótið í tíunda sinn. Hann vantar aðeins einn risatitil upp á að fara fram úr Svisslendingnum Roger Federer og Spánverjanum Rafael Nadal yfir flesta sigra í einliðaleik karla á risamóti í tennis. Allir þrír hafa unnið 20 risamót.\nEinn leikur var í úrvalsdeild karla í körfubolta í gærkvöld. Stjarnan vann þá sannfærandi 20 stiga sigur á Njarðvík 97-77. Með sigrinum lyfti Stjarnan sér upp í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig, jafnmörg og Tindastóll og Valur sem eiga bæði leik til góða.\nSkotinn Peter Wright er heimsmeistari í pílukasti í annað sinn. Hann mætti Englendingnum Michael Smith í úrslitaleiknum í gærkvöld. Eftir sveiflukenndan en spennandi leik vann Wright að lokum 7-5. Hann vann titilinn í fyrsta skiptið árið 2020.\nÚlfarnir höfðu betur, 1-0, gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Portúgalinn Joao Moutinho skoraði sigurmarkið átta mínútum fyrir leikslok. Þetta var fyrsta tap United undir stjórn Þjóðverjans Ralf Rangnick. Úlfarnir fóru með sigrinum upp í áttunda sæti deildarinnar með 28 stig en United er sem fyrr í sjöunda sætinu en þremur stigum munar á liðunum.","summary":null} {"year":"2022","id":"195","intro":null,"main":"Þörf er á endurskipulagningu ferðaþjónustufyrirtækja næstu misseri. Heildartekjur í greininni á nýliðnu ári voru um tvö hundruð þrjátíu og átta milljarðar króna. Eiginfjárstaða í greininni er enn jákvæð en faraldurinn hefur höggvið þar stórt skarð.\nNý skýrsla um fjárhagsstöðu ferðaþjónustunnar frá upphafi covid-faraldursins, sem var að koma út sýnir að ferðaþjónustan kemur skár undan faraldrinum en óttast var. Skuldir eru engu að síður mun meiri en fyrir faraldur. Ólöf Rún Skúladóttir er í húsakynnum Ferðamálastofu .\nSkarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri er hér hjá okkur. Hver eru helstu tíðindi í ykkar samantekt?\n(Sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við hann)","summary":"Heildartekjur ferðaþjónustunnar voru tæpir 140 milljarðar króna í fyrra. Eiginfjárstaðan er enn jákvæð, en faraldurinn hefur höggvið þar stórt skarð þrátt fyrir þrjátíu og sex milljarða króna stuðning stjórnvalda. "} {"year":"2022","id":"195","intro":"Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi ákvörðun endurupptökunefndar árið 2017 um að hafna endurupptöku vegna dóms Erlu Bolladóttur í Guðmundar- og Gerfinnsmálinu. Erla sagði miklar tilfinningar hrærast innra með sér að dómsuppsögu lokinni. Lögmaður hennar telur verulegar líkur á að forsætisráðherra muni beita sér og að öllum Guðmundar- og Geirfinnsmálum verði lokið á næstu vikum.","main":"Sakborningarnir í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu voru sakfelldir í Hæstarétti 1980. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sem sakfelldir voru skyldu fara aftur fyrir dómstóla nema mál Erlu sem hafði verið dæmd fyrir að bera rangar sakir á menn. Hinir sakborningarnir voru svo sýknaðir með sögulegum dómi í Hæstarétti árið 2018. Ríkinu var gert að greiða málskostnað Erlu, fimm og hálfa milljón króna. Erla fagnaði vel dómnum um endurupptökuna í héraðsdómi í morgun.\nJá þetta eru miklar tilfinningar. Þetta er búið að vera svakalega lengi á leiðinni\nHún segist ætla að halda ótrauð áfram.\nÞað er styttra í hinn endann en þann sem ég lagði upp frá en bara stjórnvalda vegna vona ég að það fari að koma einhver mannleg nálgun á þetta.\nÞað er ótrúlegt hvað stjórnvöld hafa látið spyrjast út um sig, hvernig þau koma fram við okkur sem höfum verið saklaus, beitt hrikalegum órétti og aldrei átt séns á eðlilegu lífi í þessu samfélagi.\nRagnar Aðalsteinsson lögmaður Erlu segir tvær leiðir færar. Það er að ríkisstjórnin ákveði að ljúka þessu máli sem hefur staðið í 46 ár eða halda áfram og fara í endurupptöku fyrir dómi á máli Erlu sem yrði tímafrekt.\nÉg verð eiginlega að ætla ríkisstjórninni og ráðgjöfum hennar að hafa réttlæti og skynsemi í fyrirrúmi en ekki bara endalausa baráttu upp á líf og dauða við borgarana í landinu og með hliðsjón af því að þá tel ég verulegar líkur á því að forsætisráðherra muni beita sér og að þessum málum öllum verði lokið á næstu vikum.","summary":"Héraðsdómur Reykjavíkur felldi úr gildi ákvörðun endurupptökunefndar árið 2017 um að hafna því að dómur yfir Erlu Bolladóttur í Guðmundar- og Gerfinnsmálinu yrði endurupptekinn. Lögmaður hennar telur verulegar líkur á að forsætisráðherra muni beita sér, og að öllum Guðmundar- og Geirfinnsmálum verði lokið á næstu vikum. "} {"year":"2022","id":"195","intro":"Allt stefnir í að mjög djúp lægð komi að landi úr vestri annað kvöld með hávaðaroki úr suðri\/suðaustri og úrkomu. Veðurfræðingur hvetur fólk til að fylgjast vel með veðurspám sem geti breyst hratt.","main":"Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð og Miðhálendið sem taka gildi annað kvöld. Djúp lægð er á leiðinni og er lægðarmiðjunni spáð vestur af Faxaflóa. Standist spárnar verður þrýstingur hennar mjög mikill. Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur segir erfitt að spá fyrir um hvar veðrið verði verst.\nHún mun í rauninni hafa áhrif á öllu landinu. Það er aðallega vindurinn sem er á suðvestan og vestanverðu landinu en síðan er það úrkoman á suðaustan og austanverðu landinu. Hvet fólk eindregið til þess að fylgjast með spám vegna þess að þær geta breyst og áhrifin geta breyst mikið við litla tilfærslu.\n-Hvenær reiknið þið með að þetta gangi niður?- Svona upp úr hádegi á fimmtudag.\nEinar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur sem heldur úti veðurfræðivefnum blika.is. hefur síðustu daga skoðað lægðina og sló því upp að þarna væri mögulega á leiðinni ein dýpsta lægð sem sést hefði hér um slóðir. Birta segir áhugavert að fylgjast með þróuninni.\nHún hefur aðeins grynnkað í spánum en þetta er vissulega mjög djúp lægð og það verður bara spennandi að sjá hversu djúp hún mun verða. En við erum svona aðallega að horfa á áhrifin á landinu og það má segja að eins og staðan er núna þá verða áhrifin á landi ekki jafn mikil og þessi lægð er djúp.","summary":"Gular veðurviðvarnir munu einkenna veðurkortin þegar djúp lægð kemur að landinu annað kvöld. Veðurfræðingur hvetur fólk til að fylgjast vel með spám. "} {"year":"2022","id":"195","intro":"Skólahald hefst að nýju í Danmörku á morgun eftir þriggja vikna hlé. Heilbrigðisyfirvöld segja ráðlegast að bólusetja börnin til að draga úr fjölgun kórónuveirusmita. Skima á fyrir veirunni tvisvar í viku hjá nemendum og starfsfólki skólanna.","main":"Kennsla hefst að nýju á morgun í grunnskólum í Danmörku eftir þriggja vikna hlé. Mennta- og barnamálaráðherra landsins telur að það sé óhætt út frá heilbrigðissjónarmiðum. Skima á fyrir veirunni tvisvar í viku hjá nemendum og starfsfólki skólanna.\nStjórnvöld og heilbrigðisyfirvöld í Danmörku tilkynntu ákvörðunina á fundi með fréttamönnum í dag. Pernille Rosenkrantz-Theil, barna- og menntamálaráðherra, sagði að besta ráðið til að koma í veg fyrir að smitum fjölgaði væri að bólusetja börnin gegn kórónuveirunni. Börnin og starfsfólk skólanna fara í skimun tvisvar í viku. Ókeypis sjálfspróf standa til boða. Foreldrar verða að vera með hlífðargrímur eða skerm fyrir andliti ef þeir koma í skólana. Loks verða nemendur beðnir um að umgangast ekki krakka úr öðrum bekkjum. Öllum viðburðum verður slegið á frest.\nÞegar omíkron-afbrigði kórónuveirunnar tók að breiðast hratt út í Danmörku í síðasta mánuði gripu stjórnvöld til ýmissa ráða til að draga úr áhrifunum, meðal annars að senda grunnskólanemendur heim 15. desember. Þá var stefnt að því að bólusetja sem flesta áður en skólahald hæfist að nýju eftir áramót. 42 prósent 5-11 ára barna hafa verið bólusett einu sinni.\nHelene Propst aðstoðar-landlæknir sagði á fundinum í dag að óhjákvæmilega fylgdu skólastarfinu sýkingar, ekki aðeins covid heldur aðrar veirusýkingar. Því væru bólusetningar árangursríkastar til að tryggja að börnin mættu ekki smituð í skólann.","summary":"Skólahald hefst að nýju í Danmörku á morgun eftir þriggja vikna hlé. Heilbrigðisyfirvöld segja ráðlegast að bólusetja börnin til að draga úr fjölgun kórónuveirusmita."} {"year":"2022","id":"196","intro":"Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið Sri Lanka grátt. Alþjóðabankinn telur að hálf milljón landsmanna hafi bæst í hóp þeirra allra fátækustu frá því að heimsfaraldurinn byrjaði. Ríkið rambar á barmi gjaldþrots.","main":"Sri Lanka, sem áður hét Ceylon, er fimmtuguasta og sjöunda fjölmennasta þjóð heims en þar búa rúmlega tuttugu milljónir. Áður en heimurinn fór að glíma við COVID-19 sjúkdóminn hafði sjórnvöldum á Sri Lanka gengið vel að bæta lífskjör í landinu. Samkvæmt skýrslu Alþjóðabankans hafði dregið úr fátækt en viðsnúningurinn varð algjör þegar heimsfaraldurinn byrjaði. Ferðaiðnaðurinn hrundi, þungar greiðslur af lánum til Kínverja og aukin ríkisútgjöld fóru langt með tæma ríkissjóð landsins. Sri Lanka er nánast í skuldafangelsi Kínverja en skuldir landsins eru sagðar rúmir fimm milljarðar bandaríkjadala. Á þessu ári þarf Sri Lanka að borga 7,3 milljarða bandaríkjadala í afborganir af lánum. Í nóvember var verðbólgan komin í rúm 11 prósent og stefnir hærra á næstu mánuðum. Forsetinn Gotabaya Rajapaksa lýsti yfir neyðarástandi og þrátt fyrir tilskipun um lækka verð á nauðsynjavörum eins og hrísgrjónum og sykri, hefur það ekki dugað til. Guardan greinir frá erfiðleikum á Sri Lanka og segir að kaupmenn reyni ekki lengur að selja nauðsynjavörur í kílóapakkningum því fólk hafi ekki efni á að kaupa vöruna. \"Ég kaupi núna 100 grömm af baunum en áður keypti ég kíló sem dugði fjölskyldunni alla vikuna\", er haft eftir bílstjóra í höfðborginni Colombo.","summary":null} {"year":"2022","id":"196","intro":"Laxeldisfyrirtækið Arctic Fish áformar að koma upp laxasláturhúsi í Bolungarvík. Fyrirtækið hefur keypt hús og samið við Bolungarvíkurkaupstað með það í huga.","main":"Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Arctic Fish sem skrifaði undir samninga við Bolungarvíkurkaupstað um lóðaúthlutun og forsendur aflagjalds á gamlársdag. Húsið kaupir Arctic Fish af Fiskmarkaði Bolungarvíkur sem ætlar að reisa nýtt hús undir starfsemi sína.\nArctic Fish hefur leitað að stað fyrir nýtt sláturhús um nokkurt skeið. Sláturhúsið á að anna stærstum hlutanum af framleiðslu fyrirtækisins á Vestfjörðum. Fyrirtækið er með leyfi fyrir tæplega átján þúsund tonna laxeldi sem skiptist niður á þrjá firði. Núverandi aðstaða í sláturhúsi Arnarlax á Bíldudal, sem þjónustar bæði fyrirtækin, annar ekki lengur eftirspurn með auknum umsvifum og því hefur Arctic Fish fengið sláturskipið Norwegian Gannett til landsins til að sinna slátrun.\nFjárfesting í öðru en húsnæði, svo sem tækjabúnaði, liggur ekki fyrir. Slíkri starfsemi fylgja tugir starfa og Bolungarvíkurkaupstaður fær tekjur í formi aflagjalda. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri segir að þetta sé tækifæri fyrir Vestfirði í heild sinni.\nAuðvitað erum við ánægðir að það sé hérna i Bolungarvík en fyrst og fremst er þetta tækifæri fyrir Vestfirði og það bara liggur fyrir þetta plan, sem við höfum alltaf unnið eftir, að fiskeldi komi til með að styrkja Vestfirði, þetta er bara hluti af því og við erum bara gríðarlega ánægðir að þetta skref hafi verið tekið.\nÞótt fleiri staðir hafi komið til greina hafi ekki verið samkeppni á milli sveitarfélaga um að fá sláturhúsið reist í sinni höfn.\nÉg myndi nú ekki halda það. Ekki af okkar hálfu, við fengum bara þessa fyrirspurn frá fyrirtækinu og unnum út frá því. Vorum ekki í neinum samskiptum við önnur sveitarfélög.","summary":"Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish hyggst koma upp nýju laxasláturhúsi í Bolungarvík. Fyrirtækið hefur keypt hús og samið við Bolungarvíkurkaupstað með það fyrir augum."} {"year":"2022","id":"196","intro":"Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar í dag æfingar fyrir EM sem hefst eftir tíu daga. Þrír leikmenn eru frá vegna sóttkvíar eða einangrunar.","main":"Ísland hefur keppni á EM í Ungverjalandi 14. janúar, degi eftir að mótið hefst. Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik. Þrjú kórónuveirusmit greindust í landsliðshópnum fyrir áramót og núna er einn leikmaður í einangrun og tveir í sóttkví. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, er í einangrun en fylgist grannt með gangi mála hjá liðinu.\nLiðið leikur tvo vináttuleiki hér á landi áður en haldið er á EM. Það mætir Litáen hér á Íslandi á föstudag og sunnudag og verða báðir leikirnir sýndir í beinni á RÚV sem og Evrópumótið. Róbert segir að leikmenn séu í góðu formi fyrir komandi verkefni.\nheilsan á þeim er nokkuð góð","summary":"Karlalandslið Íslands í handbolta hóf í dag æfingar fyrir EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Mótið hefst eftir tíu daga. Þrír leikmenn eru í sóttkví eða einangrun. "} {"year":"2022","id":"196","intro":"Indverjar byrjuðu í morgun að bólusetja fimmtán til átján ára unglinga og hertu um leið sóttvarnir í stærstu borgunum. Sóttvarnayfirvöld á Indlandi vilja ekki að sagan frá því í fyrra endurtaki sig. Þá létust rúmlega tvö hundruð þúsund manns á stuttum tíma.","main":"Dauðsfjöllin þá komu í kjölfar trúarsamkomunnar Kumb Mela sem dró að sér um tuttugu og fimm milljónir pílagríma. Þá er talið að margir hafi smitast á fjölmennum fundum fyrir kosningar sem voru á Indlandi í apríl í fyrra. Nú á að bólusetja hundrað milljónir táninga með indverska bóluefninu Covaxin sem fékk neyðarleyfi fyrir þennan aldurshóp í síðustu viku. Athygli vekur að þeir bólusettu eiga kost á að fá annan skammt aðeins tuttugu og átta dögum eftir fyrstu bólusetningu. Líkt og víða annars staðar virðist sem omíkron-afbrigði veirunnar sé ekki jafn skaðlegt og fyrri afbrigði hennar. En ástandið í fyrra er mönnum í fersku minni þegar sjúklingar fylltu öll sjúkrarúm í landinu. Rúmlega 480 þúsund dauðsföll hafa verið skráð á Indlandi af völdum veirunnar en samkvæmt frétt AFP-fréttaveitunnar sýna rannsóknir að dauðsföllin gætu verið allt að tíu sinnum fleiri. Tæplega helmingur Indverja er tvíbólusettur og í næstu viku eiga þeir sem náð hafa sextugsaldri kost á að fá örvunarskammtinn.","summary":null} {"year":"2022","id":"196","intro":"Enn loga eldar í þinghúsinu í Höfðaborg í Suður-Afríku. Maður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að kveikja í húsinu.","main":"Slökkviliðsmenn í Höfðaborg í Suður-Afríku hafa náð tökum á eldi sem brunnið hefur í þinghúsi landsins síðan í gærmorgun. Maður á fimmtugsaldri, sem var handtekinn í húsinu, hefur verið ákærður fyrir að kveikja í því.\nEldurinn kviknaði í fyrrinótt í elsta hluta þinghússins. Slökkviliðsmenn börðust við hann í allan gærdag og í nótt og eru enn að störfum. Að sögn talsmanns slökkviliðsins í borginni náðu þeir tökum á eldinum í nótt og vinna nú að því að slökkva smáelda sem brenna á nokkrum stöðum í byggingunni. Ljóst er að þar verða ekki haldnir fundir næstu mánuðina. Elsti hlutinn, sem var reistur árið 1884, er gjörónýtur. Þegar þak hans hrundi í gær urðu slökkviliðsmenn að forða sér til að verða ekki fyrir braki úr því. Þar var að finna fjögur þúsund sjaldgæfar bækur, listaverk, sjaldgæfa muni og skjöl, meðal annars upprunalegt eintak af þjóðsöng Suður-Afríku. Cyril Ramaposa forseti greindi fréttamönnum frá því í gær að maður hefði verið handtekinn og jafnframt að eldvarnakerfi hússins hafi ekki virkað þegar kviknaði í.\nLögreglan í Höfðaborg tilkynnti í morgun að 49 ára karlmaður hefði verið ákærður fyrir innbrot í þinghúsið, íkveikju og skemmdir á opinberum eignum. Maðurinn var tekinn höndum í húsinu í gær. Hann kemur fyrir dómara á morgun. Þá kemur forsætisnefnd þingsins saman í dag ásamt sérfræðingum og metur skemmdir á húsinu.","summary":"Enn loga eldar í þinghúsinu í Höfðaborg í Suður-Afríku. Maður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir að kveikja í húsinu."} {"year":"2022","id":"197","intro":"Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra fór um víðan völl í áramótaávarpi sínu. Eins og gefur að skilja var faraldurinn fyrirferðarmikill, þar sagði hún samhyggð, samstöðu og samvinnu þjóðarinnar skipta mestu.","main":"faraldurinn er orðinn langvarandi ástand og eðlilega vakna réttmætar spurningar hvort aðferðir okkar gegn honum séu endilega hinar réttu. Hvernig sem ég set það reikningsdæmi upp, hvort sem ég miða við fjölda andláta, hlutfall bólusettra eða stöðu efnahags og samfélags. Þá kemur ísland vel út í öllum samanburði við önnur lönd. Ég leyfi mér að vona að örlögin verði heimsbyggðinni hliðholl og núverandi smitbylgja verði upphafið að endalokunum að þessi vágestur veiklist smám saman og sleppi því hreðjataki sem hann hefur haft á okkur undanfarin tvö ár. Að á nýju ári getum við endurheimt eðlilegt líf.","summary":null} {"year":"2022","id":"197","intro":"Eitt þúsund sjötíu og sex greindust með COVID-19 Á síðasta degi ársins. Þar af greindust hundrað tuttugu og sjö sem landamærasmit. Tæplega fimm hundruð eru í sóttkví. Eitt smit hefur bæst við á hjartadeild Landspítalans.","main":"Sex daga sýni sem niðurstaða fæst úr fyrir kvöldið gefa til kynna hvort fleiri smit bætast við á hjartadeild Landspítalans. Átta sjúklingar á deildinni hafa nú greinst með smit.\nÞeir sem hefja nýja árið í einangrun eru sjö þúsund sex hundruð áttatíu og fimm og í sóttkví eru fimm þúsund fimm hundruð tuttugu og fimm. Gylfi Þór Þorsteinsson er forstöðumaður farsóttahúsa.\nStaðan er sú að hjá okkur eru tvö hundruð og fjörutíu gestir núna og langur listi fólks sem vill koma til okkar það var margt fólk sem kom til okkar í gær. Það komu til okkar um fjörutíu manns en það var líka fjöldi fólks sem fékk að fara í gær eftir þessa reglugerðarbreytingu varðandi sjö daga einangrunina\nGylfi segir ekki hafa gengið upp að nýta hluta Hótel Sögu fyrir farsóttahús of mikil önnur starfsemi sé í húsinu til að það gangi. Vilyrði eru fyrir tveimur hótelum til viðbótar á höfuðborgarsvæðinu við þau sem fyrir eru. Hann vonast til að þetta sleppi eins og hann orðar það. Með viðbótinni nú verða um sex hundruð og tuttugu herbergi á vegum farsóttahúsanna í notkun.\nÞað sem er kannski erfiðast í þessu er að það þarf að ráða margt nýtt fólk og þjálfa það. það tekur sinn tíma og svo er nátttúrulega það að það eru svo margir að smitast þessa dagana að það er langur listi sem að þarf að hringja út\nÁ covid göngudeild Landspítalans hefur verið gripið til þess ráðs að gefa ákveðnum hópi sjúklinga fyrirbyggjandi lyf.\nSólveig Hólmfríður Sverrisdóttir er deildarstjóri á covid-göngudeild.\nVið erum að reyna að finna þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma taka þá hér inn í lyfjagjafir. Við erum búin að fá sem sagt lyf sem að á að hjálpa fólki til að verða ekki veikt ef það hefur kannski ekki myndað mótefni eða er á lyfjum sem að verður til þess að það myndi ekki mótefni","summary":null} {"year":"2022","id":"197","intro":"Íbúar Boulder-sýslu í Colorado í Bandaríkjunum gátu snúið aftur heim í gær eftir að ofsafengnir gróðureldar skildu eftir sig slóð eyðileggingar á örskömmum tíma. Ekki hefur verið tilkynnt að neinn hafi farist og segir ríkisstjórinn það nýárskraftaverk, verði það raunin.","main":"Þúsundir þurftu að leita skjóls á fimmtudag þegar ekkert varð við eldana ráðið. Staðfest hefur verið að fimm hundruð hús brunnu. Enn á eftir að meta skemmdir og segir Joe Pelle, lögreglustjóri Boulder-sýslu, það ekki þurfa að koma á óvart ef þúsund hús reynist ónýt. Það vildi til happs að það byrjaði að snjóa í gær og það slokknaði að mestu í síðustu glæðunum í nótt. Síðdegis í gær gátu margir íbúanna snúið aftur. Sumir svo heppnir að heimili þeirra standa enn, aðrir ekki.\nI don`t even really know. I`ve been in this house for six years. I`m a contractor. I had re-done the whole thing.\nÉg hef búið í þessu húsi í sex ár. Ég er verktaki og var búin að taka það allt í gegn. Segir Josh Mitchell sem gleðst þó yfir því að hænsnahúsið hans hafi sloppið og að allar hænurnar, tíu talsins, séu á lífi.\nSjö, hið minnsta, særðust í eldunum og þykir mikil mildi að ekki hafi farið verr.\nLooks like schools were spared, and we might have our very own New Year's miracle on our hands if it holds up that there was no loss of life.\nRíkisstjóri Colorado, Jared Polis, segir að svo virðist sem engir skólar hafi brunnið og að það líti út fyrir nýárskraftaverk, sé það raunin að enginn hafi farist í hamförunum.\nLangvarandi þurrkur hefur verið á þessum slóðum; hlýindi og svo bættist við mikill vindur á fimmtudag og eldarnir breiddust út á ógnarhraða. Gróðureldar eru ekki óþekktir í ríkinu en afar óvenjulegt þykir að þeir kvikni í desember.","summary":"Ríkisstjóri Colorado í Bandaríkjunum segir það nýárskraftaverk að enginn hafi farist í skógareldunum miklu í Boulder-sýslu á fimmtudag. Það byrjaði að snjóa í gær og eldurinn er að mestu slökktur. "} {"year":"2022","id":"197","intro":"Áfengi, tóbak og bensín er meðal þess sem hækkaði í verði um áramótin. Ný lög tóku gildi og stofnanir urðu til.","main":"Það er ekki aðeins hjá mannskepnunni sem innreið nýs árs markar nýtt upphaf. Áramótin eru einnig tímamót hjá hinu opinbera. Reglur breytast, stofnanir koma og fara og gjöld hækka.\nÝmis opinber gjöld hækka um 2,5% nú um áramót. Þar má nefna olíugjald, vörugjöld hvers konar, áfengis- og tóbaksgjöld og gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, að ógleymdu útvarpsgjaldi\nHækkunin er undir verðbólgu síðustu tólf mánaða, sem er 5,1%, og því lækka gjöldin að raunvirði milli ára. Gjaldskrár sveitarfélaga hækka einnig víast hvar. Í Reykjavík hækkar gjaldskrá almennt um 4,1%, þar með talið á leikskólum. Þá er fjörutíu krónum dýrara að skella sér í sundlaug eftir áramótin.\nEn áramótum fylgja ekki bara verðskrárhækkanir. Lög öðlast einnig gildi. Frá áramótum er skipt búseta barns til að mynda heimil, svo fremi sem foreldrar ná saman um hana með hagsmuni barns að leiðarljósi. Barist hefur verið fyrir þessu um árabil.\nÞá tekur ný Barna- og fjölskyldustofa til starfa um áramót og leysir Barnaverndarstofu af hólmi.\nNý kosningalög hafa einnig tekið gildi, sem sem meðal annars rýmka rétt Íslendinga sem búa erlendis til að taka þátt í kosningum. Þeir halda nú kosningaréttinum í 16 ár eftir að flutt er úr landi í stað átta.","summary":null} {"year":"2022","id":"197","intro":"Bannað verður að selja í plasti flestar tegundir af ávöxtum og grænmeti í Frakklandi frá og með deginum í dag. Yfirvöld segja að Frakkar noti allt of mikið af einnota plasti og að með banninu verði hægt að saxa verulega á notkunina.","main":"Bannið nær til umbúða þrjátíu tegunda - meðal annars um agúrkur, sítrónur og appelsínur. Það nær þó ekki til stærri pakkninga eða niðurskorinna ávaxta. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir nýju lögin vera byltingu og sýna vilja stjórnvalda til að hætta að nota einnota plast fyrir árið 2040. Talið er að yfir þriðjungur ávaxta og grænmetis í Frakklandi sé pakkað í plast og telja yfirvöld að með banninu verði hægt að koma í veg fyrir notkun á milljörðum einnota plastumbúða ár hvert.\nÍ yfirlýsingu frá umhverfisráðuneyti segir að Frakkar noti svívirðilega mikið af einnota plasti og að með banninu eigi að minnka notkunina verulega og hvetja til notkunar á endurnýtanlegum og endurvinnanlegum umbúðum. Nýju reglurnar eru þó ekki óumdeildar og hafa forsvarsmenn fyrirtækja sem framleiða ferskvöru kvartað yfir því að fyrirvarinn sé skammur og því hafi ekki gefist tími til að prófa og þróa aðrar tegundir umbúða.\nÍ fyrra tók gildi í Frakklandi bann við notkun á rörum, bollum og hnífapörum úr plasti. Og síðar á árinu verður skylda í almannarýmum að hafa vatnskrana aðgengilega. Hugmyndin er að minnka þannig notkun á einnota vatnsflöskum. Þá má ekki pakka blöðum og tímaritum í plast og á skyndibitastöðum er ekki lengur leyfilegt að láta plastleikföng fylgja máltíðum barna.","summary":"Frakkar nota allt of mikið af einnota plasti að mati þarlendra yfirvalda og í dag taka gildi ný lög sem banna plastumbúðir utan um ávexti og grænmeti. "} {"year":"2022","id":"197","intro":"Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir að álagið á bráðamótttökuna hafi verið með nokkuð hefðbundu sniði í nótt en meira um handabruna vegna flugelda en áður.","main":"Þessi áramótin var mest áberandi að það voru sjö sem komu til deildarinnar vegna flugeldaáverka á höndum. Þar höfðu menn verið að skjóta upp flugeldum úr hendinni í stað þess að vera með almennilega skotaðstöðu fyrir flugeldana. Hér virðist vera að snjóleysi hafi sett strik í reikninginn, fólk hefur ekki umgengist flugelda með nægilegri varúð sem þarf að vera með þessi hættulegu tæki. Þetta voru eingöngu fullorðnir karlmenn sem brenndust með þessum hætti, þetta voru ekki börn eða ungmenni sem hlutu þessa áverka.\nÞetta segir Hjalti óvanalegt, oftast hefur verið um augnáverka að ræða eða að fólk hafi orðið fyrir flugeldum. Flugeldaslysin á bráðamótttökunni voru öll með þessum hætti og því sjö í heildina, sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Í dagbók lögreglu segir að töluvert hafi verið um að flugeldar hafi farið inn um glugga og brotið rúður og þá er kemur fram að tvö börn í Garðabæ og hverfi 108 í Reykjavík hafi brennst, fengið skrámur og skerta heyrn.\nEkki voru margir sem leituðu á bráðamótttöku vegna loftmengunar í Reykavík enda var smá gola sem feykti menguninni á haf út.\nÞá segir í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um hnífsstungu í hverfi 108 í Reykjavík. Á vettvangi kom í ljós að fórnarlömbin voru tvö, þau voru flutt á slysadeild til aðhlynningar en voru ekki talin vera í lífshættu. Árásarmaður var handtekinn á vettvangi. Þá var tilkynnt um tilraun til stunguárásar í miðbænum, tilkynnanda tókst að læsa sig inn í íbúð sinni og gerandi handtekinn og vistaður í fangageymslu.\nVar mikið um komur á bráðamótttöku vegna líkamsárása?\nÞað var nokkuð um það en ekki áberandi meira en venjulega, þarna eins og alltaf fylgir áfengisnotkun slys og ofbeldi.\nHjalti segir að álagið á bráðamótttökunni hafi verið svipað og undanfarin ár.\nfjöldi komum svipaðar og svipuð og fyrri áramót þannig að samkomubann virðist ekki hafa hafa mikil áhrif á það","summary":null}